Title
stringlengths
15
17
Keywords
stringlengths
3
238
Summary
stringlengths
73
7.23k
Text
stringlengths
125
444k
Mál nr. 485/2012
Kærumál Fjármálafyrirtæki Varnarþing Lagaskil Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
L hf. kærði úrskurð héraðsdóms þar sem máli hlutafélagsins gegn G var vísað frá dómi á þeirri forsendu að málið hefði ekki verið höfðað á réttu varnarþingi. Með lögum nr. 146/2011 var lögfest sérstök varnarþingsregla í 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002 sem kveður á um að mál sem slitastjórn höfðar á grundvelli ákvæðisins skuli þingfest fyrir þeim héraðsdómi þar sem fjármálafyrirtæki er tekið til slita. Varnarþingsreglan hafði ekki öðlast lagagildi þegar héraðsdómsstefna var birt fyrirsvarsmanni G, en það hafði hins vegar gerst þegar málið var þingfest. Í dómi Hæstaréttar kom fram að í 1. gr. laga nr. 146/2011 væri kveðið á um skyldu til að þingfesta í tiltekinni þinghá, mál til riftunar á ráðstöfunum fjármálafyrirtækis sem væri til slita. Þar sem lögin höfðu tekið gildi þegar málið var þingfest, og mætt var af hálfu varnaraðila við þingfestinguna þar sem honum gafst tækifæri til að taka til varna í málinu, þóttu ekki efni til að vísa málinu frá héraðsdómi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Viðar Már Matthíasson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. júní 2012, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júní 2012, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdóms. Að því leyti, sem krafa hans um málskostnað í héraði kann að snúa að endurskoðun ákvæðis um það efni í hinum kærða úrskurði, getur hún því ekki komið til álita fyrir Hæstarétti. I Samkvæmt gögnum málsins gerðu aðilar með sér samning um peningamarkaðslán 6. október 2008. Samkvæmt honum lagði varnaraðili, sem er alþjóðlegt fjármálafyrirtæki með heimili í Bretlandi, inn hjá sóknaraðila 174.000.000 krónur og var gjalddagi lánsins næsta dag. Á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, eins og þeim hafði verið breytt með lögum nr. 125/2008, var stjórn sóknaraðila vikið frá 7. október 2008 og honum skipuð skilanefnd. Með stoð í þeim lögum tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að færa tilteknar eignir og skuldbindingar sóknaraðila yfir í nýjan banka, NBI hf., nú Landsbankann hf., og tók sá banki til starfa 9. sama mánaðar. Sóknaraðila var veitt heimild til greiðslustöðvunar 5. desember 2008 og var hann tekinn til slita 22. apríl 2009 samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Hinn 29. þess mánaðar skipaði héraðsdómari sóknaraðila slitastjórn. Varnaraðila var endurgreitt umrætt peningamarkaðslán ásamt vöxtum 9. október 2008. Með bréfi 15. ágúst 2011 lýsti slitastjórn sóknaraðila yfir riftun á þeirri greiðslu og krafðist endurgreiðslu á henni úr hendi varnaraðila. Í kjölfarið höfðaði sóknaraðili mál þetta gegn varnaraðila þar sem krafist er riftunar á greiðslunni á grundvelli 134. gr. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002, auk greiðslu á 174.076.125 krónum með nánar tilgreindum vöxtum. Í niðurlagi héraðsdómsstefnu var skorað á fyrirsvarsmann varnaraðila að mæta á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. desember 2011, klukkan 10, er málið yrði þingfest „til þess þar og þá ... að sjá skjöl og skilríki í dóm lögð og leggja fram gögn af sinni hálfu.“ Stefnan var birt varnaraðila 17. október sama ár. Þegar málið var þingfest samkvæmt framansögðu var mætt af hálfu varnaraðila. Fékk hann frest til greinargerðar sem lögð var fram á dómþingi 1. mars 2012. Þar krafðist varnaraðili aðallega frávísunar málsins, en til vara sýknu af kröfu sóknaraðila. Málinu var sem fyrr segir vísað frá héraðsdómi með hinum kærða úrskurði. II Frávísunarkrafa varnaraðila er aðallega á því reist að mál þetta sé höfðað á röngu varnarþingi, en að því frágengnu að málið sé vanreifað af hálfu sóknaraðila. Sóknaraðili hefur mótmælt kröfunni, þar á meðal á þeirri forsendu að málið sé höfðað á réttu varnarþingi á grundvelli 1. mgr. 35. gr., 1. mgr. 36. gr. eða 41. gr. laga nr. 91/1991, en ella 3. málsliðar 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002, sbr. b. lið 1. gr. laga nr. 146/2011. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður sú niðurstaða staðfest að ekki séu skilyrði til að vísa málinu frá héraðsdómi vegna þess að málatilbúnaði sóknaraðila sé svo áfátt að úr honum verði ekki bætt undir rekstri þess. Samkvæmt því stendur eftir að taka afstöðu til þess hvort vísa beri málinu frá héraðsdómi sökum þess að það hafi ekki verið höfðað á réttu varnarþingi. Varnaraðili heldur því meðal annars fram til stuðnings kröfu sinni um frávísun að áðurgreint ákvæði 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002 hafi ekki öðlast gildi þegar málið var höfðað. Eins og tekið er fram í hinum kærða úrskurði voru lög nr. 146/2011 birt 25. október 2011 og tóku þá þegar gildi samkvæmt 2. gr. þeirra. Hin sérstaka varnarþingsregla, sem þar er kveðið á um, hafði því ekki öðlast gildi þegar héraðsdómsstefnan var birt fyrirsvarsmanni varnaraðila 17. október 2011 og málið þar með höfðað, sbr. 93. gr. laga nr. 91/1991. Á hinn bóginn hafði það gerst þegar málið var þingfest 1. desember sama ár í samræmi við 1. mgr. 94. gr. laganna. Í 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002 er slitastjórn fjármálafyrirtækis veitt heimild til að krefjast riftunar á ráðstöfunum fyrirtækisins ef ekki er sýnt að eignir þess muni nægja til að efna skuldbindingar þess, eftir sömu reglum og gilda um riftun ráðstafana við gjaldþrotaskipti. Samkvæmt 3. málslið málsgreinarinnar, sem tekinn var upp í hana með 1. gr. laga nr. 146/2011, skulu mál, sem slitastjórn höfðar á grundvelli hennar, þingfest fyrir þeim héraðsdómi þar sem fjármálafyrirtæki var tekið til slita. Í lögum þessum voru ekki ákvæði um skil milli þeirra og eldri laga. Að meginreglu verður nýjum lögum beitt um lögskipti, sem undir þau falla, þótt til lögskiptanna hafi verið stofnað fyrir gildistöku þeirra. Þótt sérsjónarmið geti átt við um lagaskil á sviði réttarfars verður nýjum lögum almennt beitt á því sviði eftir að þau öðlast gildi, nema öðru vísi sé fyrir mælt í þeim eða öðrum lögum. Í 1. gr. laga nr. 146/2011 er ekki kveðið á um það á hvaða varnarþingi sé heimilt að sækja mál, svo sem gert er í almennum reglum V. kafla laga nr. 91/1991, heldur er kveðið þar á um skyldu til að þingfesta í tiltekinni þinghá mál til riftunar á ráðstöfun fjármálafyrirtækis sem er til slita. Lög nr. 146/2011 höfðu tekið gildi þegar mál þetta var þingfest 1. desember 2011. Var og mætt af hálfu varnaraðila við þingfestinguna og gafst honum þar með tækifæri til að taka til varna. Að þessu virtu eru ekki efni til að vísa máli þessu frá héraðsdómi. Því verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Ákvörðun málskostnaðar í héraði í þessum þætti málsins verður látin bíða efnisdóms, en varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Goldman Sachs International, greiði sóknaraðila, Landsbanka Íslands hf., 300.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 475/2013
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Frávísun frá Hæstarétti
Embætti sérstaks saksóknara hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til mánudagsins 15. júlí 2013 kl. 16.00. Þess er jafnframt krafist að X verði látinn vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Til vara er þess krafist að X verði gert að sæta farbanni allt til 31. júlí 2013 kl. 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júlí 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. júlí 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. júlí 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara „að í stað gæsluvarðhalds- og einangrunarvistunar, verði vægustu úrræðum beitt“ samkvæmt ákvæðum sakamálalaga. Verði ekki fallist á aðalkröfu krefst varnaraðili þess að réttindi hans samkvæmt c., d. og e. liðum 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 haldist óskert, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fyrir liggur að varnaraðili var látinn laus aðfaranótt 14. júlí 2013. Samkvæmt því hefur varnaraðili ekki lengur lögvarða hagsmuni af að leyst verði úr kæru hans. Verður málinu því vísað frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
Mál nr. 25/2014
Lánssamningur Gengistrygging
D hf. höfðaði mál gegn B ehf. til innheimtu kröfusamkvæmt lánssamningi en aðilar deildu um hvort samið hefði verið um lán íerlendum myntum eða íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingu. Krafa D hf.var síðan framseld til H ehf. Fyrirsögn samningsins bar með sér að um væri aðræða skuldbindingu í erlendum gjaldmiðlum og var hún nákvæmlega tilgreind íþeim, þótt einnig hefði verið vísað til jafnvirðis lánsfjárhæðarinnar ííslenskum krónum. Var því fallist á fjárkröfu H ehf.
Dómur Hæstaréttar Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms,en þó þannig að til frádráttar kröfu sinni komi greiðsla áfrýjanda 5. desember2013 að fjárhæð 19.739.222 krónur. Þá krefst stefndi málskostnaðar fyrirHæstarétti. Eftir áfrýjun héraðsdóms fékk stefndiframselda kröfuna sem mál þetta varðar frá Dróma hf. sem var stefnandi þess íhéraði. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómigerði áfrýjandi lánssamning 22. október 2004 við Sparisjóð Reykjavíkur ognágrennis, sem eftir fyrirsögn samningsins var „í erlendum myntum“. Í honumlofaði sparisjóðurinn að lána áfrýjanda „jafnvirði ISK 48.000.000 íeftirfarandi myntum: USD 138.870,- CHF 169.015,- JPY 11.203.000,- EUR247.450,-“. Skuld þessi, sem átti að endurgreiða á tólf árum, skyldi berasvonefnda LIBOR vexti af framangreindum gjaldmiðlum með 1,7% álagi. Skilmálumsamningsins var breytt tvívegis, annars vegar 12. apríl 2006 á þann hátt aðskuldin yrði upp frá því í svissneskum frönkum, japönskum jenum og evrum oghins vegar 11. nóvember 2008 að því er greiðsluskilmála varðar, en í báðumtilvikum var fjárhæð skuldarinnar tilgreind í erlendu gjaldmiðlunum í skjölumum skilmálabreytingu. Vanskil munu hafa orðið á greiðslu skuldarinnar frá 8.nóvember 2010, en áður en til þess kom hafði Drómi hf. fengið kröfuna framselda26. maí 2009. Samkvæmt framansögðu bar fyrirsögn lánssamningsins,sem málið varðar, með sér að um væri að ræða skuldbindingu í erlendum gjaldmiðlumog var hún þar nákvæmlega tilgreind í þeim, þótt einnig hafi verið vísað til jafnvirðislánsfjárhæðarinnar í íslenskum krónum. Í skilmálabreytingum var skuldin einungistilgreind í erlendum gjaldmiðlum. Þegar af þessum ástæðum verður fallist á meðhéraðsdómi að samningurinn hafi tekið til gildrar skuldbindingar í erlendumgjaldmiðlum, en niðurstaða hins áfrýjaða dóms um aðrar málsástæður áfrýjandaverður staðfest með vísan til forsendna hans. Í héraðsdómsstefnu gerði stefnandi málsinskröfu um að staðfestur yrði veðréttur fyrir skuld áfrýjanda í tveimur nánargreindum fasteignum, svo og að viðurkenndur yrði réttur hans til að ,,fá gertfjárnám í veðinu fyrir skuldinni auk dráttarvaxta og kostnaðar.“ Stefndi féllfrá síðastgreindri kröfu við flutning málsins fyrir Hæstarétti og verðurhéraðsdómur því staðfestur á þann hátt, sem í dómsorði greinir, þar á meðalákvæði hans um málskostnað. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Áfrýjandi,Bakarameistarinn ehf., greiði stefnda, Hildu ehf., 51.348.819 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 8. nóvember 2010 til greiðsludags, allt að frádreginniinnborgun 5. desember 2013 að fjárhæð 19.739.222 krónur. Ákvæðihins áfrýjaða dóms um staðfestingu veðréttar og málskostnað skulu vera óröskuð. Áfrýjandigreiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 12. nóvember 2013. Málþetta, sem var dómtekið 15. október 2013, að loknum munnlegum málflutningi, erhöfðað af Dróma hf., Lágmúla 6, Reykjavík, með stefnu birtri 14. janúar 2013, áhendur Bakarameistaranum ehf., Stigahlíð 45-47, Reykjavík. Endanlegardómkröfur stefnanda eru aðallega þær, að hið stefnda félag verði dæmt til aðgreiða stefnanda 51.348.819 krónur ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr.laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 8. nóvember 2010 til greiðsludags. Stefnandikrefst þess til vara að hið stefnda félag verði dæmt til að greiða stefnanda49.130.843 krónur ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001,frá 8. nóvember 2010 til greiðsludags. Stefnandikrefst þess í öllu falli að hið stefnda félag verði dæmt til að þolastaðfestingu á 1. veðrétti stefnanda í eignarhluta félagsins í fasteign aðStigahlíð 45-47, Reykjavík, með fastanúmer 224-4006, ásamt öllum rekstrartækjumsem tilheyra þeim rekstri sem fer fram í eigninni, samkvæmt tryggingarbréfi,útgefnu 21. ágúst 1998, að fjárhæð 17.000.000 króna, og staðfestingu á 2.veðrétti stefnanda í sömu fasteign, samkvæmt tryggingarbréfi, útgefnu 20.október 2004, að fjárhæð 33.000.000 króna bundið vísitölu neysluverðs meðgrunnvísitölu 235,6 stig, fyrir dæmdri fjárkröfu og að staðfestur verði meðdómi réttur stefnanda til að fá gert fjárnám í veðinu fyrir kröfunni aukdráttarvaxta og kostnaðar. Stefnandikrefst þess jafnframt að hið stefnda félag verði dæmt til að þola staðfestinguá 1. veðrétti stefnanda í fasteign að Álfheimum 74, Reykjavík, með fastanúmer226-2366, samkvæmt tryggingarbréfi, útgefnu 20. október 2004, að fjárhæð33.000.000 króna bundið vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu 235,6 stig,fyrir dæmdri fjárkröfu og að staðfestur verði með dómi réttur stefnanda til aðfá gert fjárnám í veðinu fyrir kröfunni auk dráttarvaxta og kostnaðar. Þákrefst stefnandi málskostnaðar úr hendi hins stefnda félags, að skaðlaususamkvæmt mati dómsins. Endanlegardómkröfur hins stefnda félags eru þær, að félagið verði sýknað affjárkröfum stefnanda gegn greiðslu á19.739.222 krónum, sem beri vexti samkvæmt 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr.38/2001, sbr. 1. gr. laga nr. 151/2010 frá 6. október 2010 til greiðsludags. Hiðstefnda félag krefst þess einnig að félagið verði sýknað af öllum kröfum umstaðfestingu veðréttinda í fasteignum þess að Stigahlíð 45-47 og Álfheimum 74,Reykjavík. Þákrefst hið stefnda félag málskostnaðar úr hendi stefnanda. II Málsatvikþessa máls eru að mestu óumdeild. Hið stefnda félag gaf út tryggingarbréf tilSparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON hf.) 21. ágúst 1998 tiltryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á skuldum félagsins við SPRON hf.,að fjárhæð 17.000.000 króna, tryggt með 4. veðrétti í fasteign hins stefnda félagsað Stigahlíð 45-47, Reykjavík, með fastanúmer 224-4006, ásamt öllumrekstrartækjum sem tilheyra rekstri þeim sem fram fer í eigninni. Bréfið hvílir núna á 1. veðrétti. Hinn20. október 2004 gaf hið stefnda félag út annað tryggingarbréf til SPRON hf.til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á skuldum við SPRON hf., aðfjárhæð 33.000.000 króna bundið vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu 235,6stig, tryggt með 3. veðrétti í fasteign hins stefnda félags að Álfheimum 74,Reykjavík, með fastanúmer 226-2366, og með 4. veðrétti í framangreindrifasteign félagsins að Stigahlíð 45-47, Reykjavík, með fastanúmer 224-4006. Bréfið hvílir nú á 2. veðrétti í fasteigninniað Stigahlíð 45-47 og á 1. veðrétti í fasteigninni að Álfheimum 74. Hinn22. október 2004 var skrifað undir lánssamning fyrir hönd SPRON hf. semlánveitanda og fyrir hönd hins stefnda félags sem lántaka. Samningurinn, sem virðist vera á stöðluðuformi frá SPRON hf., ber heitið „Lánssamningur í erlendum myntum“. Í samningnum, grein 2.1, kemur fram að lántakilofi að taka að láni og bankinn lofi að lána jafnvirði 48.000.000 íslenskrakróna í eftirfarandi myntum: 138.870 Bandaríkjadali, 169.015 svissneska franka,11.203.000 japönsk jen og 247.450 evrur. Tvær greinar eru númeraðar 2.2 og í seinniþeirra er kveðið á um að lántaki lofi að endurgreiða ofangreindar lánsfjárhæðirþannig að 1/144 (12 ár) af höfuðstól verði greiddur á eins mánaðar fresti og108/144 í einni greiðslu í lokin. Samningurinngildi í þrjú ár en hann megi framlengja þrisvar sinnum til þriggja ára í sennnáist samkomulag um kjör. Samkvæmt grein2.4 skyldi greiðslustaður lánsins vera hjá bankanum. Lántaki heimilaði bankanum að skuldfærareikning sinn nr. 1158-26-000039 fyrir greiðslum afborgunar og vaxta. Skuldfærslan skyldi fara fram ánundangenginnar tilkynningar til lántaka og vera heimil þar til lánið yrði aðfullu greitt. Yrðu vanskil af hálfulántaka hefði bankinn heimild til að skuldfæra sama reikning fyrirgjaldfallinni afborgun lánsins, auk vaxta, dráttarvaxta og alls kostnaðar afláninu. Lántaki skuldbatt sig til aðhafa innistæðu á reikningnum til greiðslu afborgana og vaxta. Í grein 2.6 er kveðið á um að greiði lántakiafborganir, vexti, dráttarvexti eða aðrar greiðslur í íslenskum krónum, skulihann greiða samkvæmt sölugengi bankans. Í3. kafla samningsins er kveðið á um vexti. Lánið beri breytilega LIBOR-vextieins og þeir ákvarðist fyrir viðkomandi gjaldmiðil hverju sinni, tveimur virkumbankadögum fyrir upphaf hvers vaxtatímabils að viðbættu 1,7% vaxtaálagi. Vextir reiknist frá 25. október 2004(útborgunardegi) og greiðist í fyrsta skipti 6. desember 2004 en síðan á mánaðarfrestiallt til lokagjalddaga samningsins. Standilántaki ekki skil á greiðslu á gjalddögum beri honum að greiða dráttarvexti afgjaldfallinni fjárhæð frá gjalddaga til greiðsludags. Beri þá að greiða dráttarvexti samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Bankinn hafi þá um það val hvort krafist verðidráttarvaxta af fjárhæðinni í erlendri mynt eða af skuldinni breyttri ííslenskar krónur. Í 6. kafla samningsinser fjallað um uppsögn lánssamningsins. Ígrein 6.2 er kveðið á um að verði láninu sagt upp eða falli það í gjalddaga sébankanum heimilt að umreikna allt lánið í íslenskar krónur á gjalddaga eða uppsagnardegimiðað við skráð sölugengi bankans í þeim myntum sem lánið sé í og krefjalántaka um greiðslu lánsins í samræmi við ákvæði samningsins. Samkvæmtgreinargerð hins stefnda félags greiddi SPRON hf. hinu stefnda félagi aldreineinar erlendar myntir við útgreiðslu lánsins heldur 48.000.000 íslenskra króna,að frádregnum lántökugjöldum. Af hálfu beggja aðila, SPRON hf. og hinsstefnda félags, var undirrituð breyting á greiðsluskilmálum lánssamningsins 12.apríl 2006. Í skilmálabreytingunni ervísað til lánssamningsins sem skuldabréfs og greint frá helstu skilmálum hans. Upphafleg fjárhæð lánsins er tilgreind 138.870Bandaríkjadalir, 169.015 svissneskir frankar, 11.203.000 japönsk jen og 247.450evrur. Eftirstöðvar lánsins 6. apríl2006 eru jafnframt tilgreindar 122.475,68 Bandaríkjadalir, 149.061,91svissneskur franki, 9.880.428 japönsk jen og 218.237,25 evrur. Fram kemur að, að beiðni skuldara, breytisteftirstöðvar lánsins í eftirfarandi myntir: 306.965,51 svissneskan franka,9.880.428 japönsk jen og 218.237,25 evrur. Vextir reiknist frá 6. apríl 2006. Greiðslur verði áfram skuldfærðar af reikninginr. 1158-26-39 og skuldbindi lántaki sig til að eiga næga innistæðu tilráðstöfunar greiðslu gjaldfallinnar skuldar. Þá var SPRON hf. veitt heimild til aðskuldfæra skilmálabreytingargjald og myntbreytingargjald af sama reikningi. Aðrir skilmálar lánssamningsins skyldu haldastóbreyttir. Afhálfu beggja aðila, SPRON hf. og hins stefnda félags, var undirritaður viðaukivið lánssamninginn 11. nóvember 2008. Íviðaukanum kemur fram að lán samkvæmt upphaflegum samningi hafi verið aðjafnvirði 48.000.000 íslenskra króna í eftirtöldum myntum: 138.870Bandaríkjadalir, 169.015 svissneskir frankar, 11.203.000 japönsk jen og 247.450evrur. Láninu hafi verið myntbreytt 12.apríl 2006 með eftirfarandi stöðu mynta: 306.965,51 svissneskur franki,9.880.428 japönsk jen og 218.237,25 evrur. Eftirstöðvar lánsins 6. nóvember 2008 erujafnframt tilgreindar 234.453,97 svissneskir frankar, 166.685,15 evrur og7.546.468 japönsk jen auk áfallinna vaxta, 918,60 svissneskir frankar, 974,96evrur og 17.440 japönsk jen. Íviðaukanum segir að SPRON hf. samþykki, að beiðni skuldara, skilmálabreytingu áláni samkvæmt lánssamningi og skuli tilgreindir skilmálar gilda um endurgreiðsluá skuldinni. Greiða skuli 1/96 afhöfuðstól lánsins á mánaðarfresti, í fyrsta sinn 6. maí 2009. Vexti skuli greiða á mánaðarfresti, í fyrstasinn 6. nóvember 2008. Lokagjalddagilánsins sé 6. nóvember 2010. Lánið megiframlengja tvisvar sinnum til þriggja ára í senn með sama greiðslufyrirkomulagináist samkomulag um kjör þess. Vextirreiknist frá 6. október 2008 og vaxtaálag á LIBOR-vextisé 1,7%. Greiðslur verði áframskuldfærðar af reikningi nr. 1158-26-39 á gjalddaga og lántaki skuldbindi sigtil að eiga næga innistæðu til ráðstöfunar greiðslu gjaldfallinnar skuldar. SPRON hf. sé veitt heimild til að skuldfærakostnað samkvæmt verðskrá af sama reikningi.Viðaukinn teljist hluti af fyrri lánssamningi aðila og aðrir skilmálarþess samnings haldist óbreyttir. Samkvæmtákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 21. mars 2009 var stofnað sérstakthlutafélag, Drómi hf., stefnandi málsins, í eigu Sparisjóðs Reykjavíkur ognágrennis hf., sem tók við öllum eignum félagsins og jafnframt öllumtryggingaréttindum, þar með talið öllum veðréttindum, ábyrgðum og öðrumsambærilegum réttindum sem tengjast kröfum SPRON um aðilaskipti aðkröfuréttindum í eigu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. Í kjölfarið fór lánssamningur sem mál þettavarðar í innheimtu hjá Nýja Kaupþingi banka hf. sem svo varð Arion banki hf. Íoktóber 2010 leitaði hið stefnda félag eftir því að lánið yrði framlengt ísamræmi við ákvæði greinar 2.2 í lánssamningi aðila en ekki var orðið viðþeirri beiðni. Hið stefnda félag greiddisíðast af láninu á gjalddaga 6. október 2010. Eftir það hætti Arionbanki hf. innheimtu lánsins. Hið stefndafélag hafði þá greitt 28.260.778 krónur inn á höfuðstól lánsins og 9.468.312krónur í vexti. III Stefnandibyggir kröfur sínar á ákvæðum framangreinds lánssamnings milli aðila málsins,tryggingarbréfum og viðaukum og almennum reglum samninga- og kröfuréttar umskuldbindingargildi loforða og greiðslu skulda. Hið stefnda félag hafi lofað að greiðaskuldina á gjalddaga og skuldbundið sig til þess að hafa á gjalddaga tilráðstöfunar á reikningi sínum fjárhæð sem svaraði til uppgreiðslu lánanna, þaðer, höfuðstóls og vaxta auk afgreiðslugjalds samkvæmt gjaldskrá í íslenskumkrónum. Skuld samkvæmt lánssamningi nr.9473 hafi verið í vanskilum frá 8. nóvember 2010. Innheimtuaðgerðir hafi engan árangur borið ogþví sé málshöfðun nauðsynleg. Krafastefnanda sundurliðist þannig: Tveirleggir séu fyrir höfuðstól í svissneskum frönkum og helgist það af því að meðskilmálabreytingu lánsins 12. apríl 2006 hafi láninu verið breytt á þann háttað eftirstöðvar lánsins í Bandaríkjadölum hafi verið breytt yfir í svissneskafranka. Næstavirka bankadag eftir gjalddaga lánsins 8. nóvember 2010 hafi sölugengi evruverið skráð 157,79, sölugengi japansks jens 1,36885 og sölugengi svissnesksfranka 114,94. Samtals nemi því krafastefnanda vegna lánsins 51.348.819 krónum og sé það stefnukrafa málsins. Krafan beri vexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá gjalddaga 8. nóvember 2010 tilgreiðsludags. Stefnandaberi nauðsyn til að fá veðrétti samkvæmt tryggingarbréfum, dagsettum 21. ágúst1998 og 20. október 2004, staðfesta með dómi til þess að geta gengið að hinumveðsettu eignum. Því krefjist stefnandiþess jafnframt að hið stefnda félag verði dæmt til að þola staðfestingu áveðrétti og að staðfestur verði með dómi réttur stefn­anda til að fá gertfjárnám í veðunum fyrir skuldinni, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Stefnandibyggir kröfu sína um málskostnað á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála og kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun á lögum nr. 50/1988um virðisaukaskatt. Kröfu umdráttarvexti byggir stefnandi á ákvæðum III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu. Stefnandilagði fram bókun í þinghaldi 17. maí 2013.Í bókuninni kemur fram að í greinargerð stefnda sé skorað á stefnanda aðleggja fram endurreikning skuldarinnar byggðan á lögum nr. 151/2010 umbreytingu á lögum nr. 38/2001. Í tilefniaf þeirri áskorun leggi stefnandi fram endurreikning samhliða bókuninni ogsetji jafnframt fram fjárkröfu til vara í málinu um að stefndi verði dæmdur tilað greiða stefnanda 49.130.843 krónur ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001, frá 8. nóvember 2010 til greiðsludags. Aðrar kröfur á hendur stefnda séu þær sömu ívarakröfu og í aðalsök, að teknu tilliti til lægri fjárhæðar varakröfu. IV Hiðstefnda félag kveðst hafa á gjalddaga lánsins 6. október 2010 greitt alls28.260.778 krónur inn á höfuðstól lánsins og 9.468.312 krónur í vexti. Heildargreiðsla afborgana og vaxta á þeim degihafi því numið 37.767.795 krónum. Hiðstefnda félag byggir á því að lánssamningur aðila hafi falið í sér ólögmætaverðtryggingu sam­kvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu og að félagið hafi því, hinn 8. nóvember 2010, ekki skuldað51.348.819 krónur, eins og byggt sé á í stefnu, heldur að hámarki 19.793.222 krónur. Málisínu til sönnunar bendir hið stefnda félag á að hefði lánið verið í erlendummyntum hefði verið tilgangslaust að tilgreina íslenskar krónur eða jafnvirðiþeirra í tilteknum erlendum myntum í samningi aðila. Þá hafi báðir aðilar samningsins efntaðalskuldbindingar sínar samkvæmt lánssamningnum í íslenskum krónum. Lán­veitandi hafi greitt lánsfjárhæðina út ííslenskum krónum en engin beiðni sé til um útgreiðslu í erlendumgjaldmiðlum. Lánveitandi hafi einnigskuldfært reikning lántak­anda í íslenskum krónum fyrir afborgunum og vöxtum ágjalddaga lánsins. Engu skipti því fyrirniðurstöðu þessa máls þótt lánveitandi hafi látið líta svo út á pappírum aðhann hefði lánað í erlendum myntum og að lánið væri tryggt með veði ífasteignum lántakanda að Álfheimum 74 og Stigahlíð 45-47, samtals aðhöfuðstólsfjárhæð 50.000.000 króna. Höfuðstólsfjárhæðirsamkvæmt tryggingarbréfunum hafi verið verð­tryggðar miðað við vísitöluneysluverð sem sé heimil verðtrygging að íslenskum rétti. Með skáldsögunni um lánssamning í erlendrimynt, tryggðan með veði í fasteign hafi lánveitandi getað þanið útefnahagsreikning sinn þar sem hin meintu fasteignalán í erlendum myntum hafihaft mun minni áhrif á eiginfjárgrunn lánveitandans í skilningi ákvæða 84. og85. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lánveitandinn hafi svo getað notað samagjaldeyri og hann hafi talið stjórnvöldum trú um að væri bundinn í áhættulitlumfasteignalánum í aðrar og áhættumeiri lánveitingar með vinveittum lántökum gegnlakari tryggingum. Þær kunni nú að veraað einhverju leyti glataðar og því hangi stefnandi eins og hundur á roði álánssamningum tryggðum beint eða óbeint með veði í fasteignum og reyni að þvingasem mest út úr þeim, líkt og gert sé í máli þessu. Stefnandieigi að fá það fé til baka sem hann hafi lánað en ekki meir. Stefnandi eigi að fá sanngjarna og eðlilegaleigu fyrir það fé sem hann hafi lánað en ekki meir. Stefnandi, sem hafi verið sérfræðingur ísamningssambandi aðila, verði að bera allan halla af óskýrleika samninga sinna.Hann verði líka að þola það að þegaratvik breytist eftir samningsgerð kunni að vera nauðsynlegt að víkjaósanngjörnum samningum til hliðar, í heild sinni eða að hluta. Komist dómurinn að þeirri niðurstöðu aðsamningur hins stefnda félags og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf., semgerður hafi verið 20. október 2004, feli í sér lögmæta gengistryggingu, beridóminum að víkja samn­ingn­um til hliðar, lækka höfuðstól skuldarinnar í19.739.222 krónur og dæma á hana vexti samkvæmt lögum nr. 151/2010 frá og meðgildistökudegi þeirra laga til greiðsludags. Með því sé gætt fyllstu sanngirni í uppgjöriþessarar skuldar. Um lagarök fyrirþessari niðurstöðu megi bæði vísa til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð,umboð og ógilda löggerninga og til óskráðra reglna kröfuréttar um brostnarforsendur. Hér á landi hafi orðiðbankahrun með tilheyrandi óðaverðbólgu og gengisfalli krónunnar. Skuldir fyrirtækja og einstaklinga hafimargfaldast. Hrunið verði ekki lagt áherðar skuldara einna heldur verði að leggja það einnig að nokkru á kröfuhafa,eins og stefnanda þessa máls. Engin vásé fyrir dyrum þótt stefnandi fái minna fé til að spila úr en stjórnendurbúsins hafi gert sér vonir um. Vá séhins vegar fyrir dyrum verði þrotabúum fallinna fjármálafyrirtækja gertmögulegt að innheimta uppblásnar kröfur sínar að fullu hjá einstaklingum ogfyrirtækjum. Hiðstefnda félag mótmæli málatilbúnaði stefnanda að öðru leyti. Kröfu um dráttar­vexti sé sérstaklega mótmæltþar sem ekki hafi staðið á hinu stefnda félagi að efna lögmætar skuldbindingarsínar gagnvart stefnanda. Stefnandi hafiauk þess verið skuld­bundinn til að framlengja lánið í þrjú ár frá og meðgjalddaga 6. október 2010. Stefnandihafi komið sér undan því en áður hefði það gengið snurðulaust fyrir sig ísamskiptum lánveitanda og hins stefnda félags. Stefnandi eigi ekki að hagnast á því að beitabolabrögðum í viðskiptum eins og hann hafi reynt allt frá haustdögum 2010. Hinn17. janúar 2013, þremur dögum eftir að stefna hafi verið gefin út í þessu máli,hafi gengið dómur í Hæstarétti Íslands, í máli nr. 386/2012, sem hafifordæmisgildi í þessu máli. Kröfuum málskostnað byggir hið stefnda félag á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála. V Ímáli þessu krefur stefnandi stefnda um greiðslu eftirstöðvar skuldar ágrundvelli lánssamnings aðila. Lýturágreiningur aðila aðallega að því hvort skilmálar samningsins feli í sér aðlánið sé í erlendri mynt eða í íslenskum krónum, bundið við gengi erlendragjaldmiðla með ólögmætum hætti, samkvæmt 13. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 38/2001um vexti og verðtryggingu. Samkvæmtdómum Hæstaréttar Íslands verður við úrlausn framangreinds ágreiningsefnisfyrst og fremst litið til forms og meginefnis þeirra gerninga sem liggja tilgrundvallar skuldbindingum. Í þvísambandi skiptir einkum máli hvernig skuld­bindingin sjálf er tilgreind í þeimgerningum og skal þá litið til heitis samnings eða skuldabréfs, tilgreiningarlánsfjárhæðar og hvort vaxtakjör séu í samræmi við það að lán sé í erlendrimynt. Ímálinu eru lögð fram þrjú skjöl sem mynda lánssamning aðila, upphaflegurlánssamningur milli SPRON hf. og hins stefnda félags, dagsettur 22. október2004, breyting á greiðsluskilmálum þess samnings, undirrituð 12. apríl 2006, ogviðauki við samninginn, undirritaður 11. nóvember 2008. Áforsíðu upphaflega samningsins, sem er dagsettur 22. október 2004, stendur„Lánssamningur í erlendum myntum“. Ísamningnum kemur fram að lántaki lofi að taka að láni og bankinn lofi að lánajafnvirði 48.000.000 íslenskra króna í eftirfarandi myntum: 138.870Bandaríkjadali, 169.015 svissneska franka, 11.203.000 japönsk jen og 247.450evrur. Lánið skyldi bera LIBOR-vexti með 1,7% álagi. Þá skyldi tékkareikningur hins stefnda félagsí íslenskum krónum skuldfærður fyrir afborgunum og vöxtum af láninu. Ískilmálabreytingu lánsins, undirritaðri 12. apríl 2006, kemur viðmiðunarfjárhæðlánsins í íslenskum krónum ekki fyrir. Upphaflegurhöfuðstóll lánsins er tilgreindur erlendum gjaldmiðlum í samræmi við ákvæðiupphaflegs lánssamnings. Eftirstöðvarlánsins 6. apríl 2006 eru tilgreindar í sömu gjaldmiðlum, 122.475,68 Bandaríkjadalir,149.061,91 svissneskur franki, 9.880.428 japönsk jen og 218.237,25 evrur. Fram kemur að eftirstöðvar breytist, að beiðniskuldara, í eftirfarandi myntir: 306.965,51 svissneskan franka, 9.880.428japönsk jen og 218.237,25 evrur. Samireikningur hins stefnda félags skyldi áfram skuldfærður. Íviðauka við lánssamninginn, sem var undirritaður 11. nóvember 2008, kemur framað upphaflega hafi lán samkvæmt samningi SPRON hf. og hins stefnda félags veriðað jafnvirði 48.000.000 íslenskra króna í eftirtöldum myntum: 138.870Bandaríkjadalir, 169.015 svissneskir frankar, 11.203.000 japönsk jen og 247.450evrur. Láninu hafi verið myntbreytt 12.apríl 2006 með eftirfarandi stöðu mynta: 306.965,51 svissneskur franki,9.880.428 japönsk jen og 218.237,25 evrur.Eftirstöðvar lánsins 6. nóvember 2008 eru jafnframt tilgreindar234.453,97 svissneskir frankar, 166.685,15 evrur og 7.546.468 japönsk jen aukáfallinna vaxta, 918,60 svissneskir frankar, 974,96 evrur og 17.440 japönskjen. Samkvæmt viðaukanum skyldivaxtaálag á LIBOR-vexti vera 1,7%. Greiðslur skyldu áfram skuldfærðar af samareikningi hins stefnda félags og áður. Sélitið til framangreindra ákvæða upphaflegs lánssamnings, skilmálabreytingar ogviðauka við hann, í heild sinni, verður séð að fjárhæð skuldbindingar hinsstefnda félags er skýrt tilgreind í hinum erlendu myntum og er án tilvísunartil íslenskrar krónu eða jafnvirðisviðmiðunar við hana eftirskilmálabreytinguna 12. apríl 2006. Lániðbar frá upphafi og eftir skilmálabreytingu og viðauka LIBOR-vextimeð tilgreindu álagi og þykir það renna frekari stoðum undir það að lánið hafiverið í hinum tilgreindu erlendum gjaldmiðlum en ekki í íslenskum krónum. Í upphaflegum lánssamningi er hvergi kveðið áum að við útborgun lánsins skuli miðað við gengi á einhverjum tilteknum degi entekið fram að greiði lántaki afborganir, vexti, dráttarvexti eða aðrargreiðslur í íslenskum krónum, skuli hann greiða samkvæmt sölugengi bankans. Enn fremur sést af viðauka lánsins 11.nóvember 2008 að vextir eru reiknaðir af höfuðstól lánsins í svissneskumfrönkum evrum og japönskum jenum. Þegarsamningur aðila, ásamt skilmálabreytingu og viðauka, er virtur í heild sinni,verður að líta svo á að hann kveði ótvírætt á um gilda skuldbindingu í erlendumgjaldmiðlum. Afhálfu hins stefnda félags er meðal annars byggt á því að félagið hafi aldreifengið neinar erlendar myntir þegar komið hafi að útgreiðslu lánsins ogjafnframt að tékkareikningur félagsins í íslenskum krónum hafi veriðskuldfærður fyrir greiðslum afborgana og vaxta af láninu. Báðir aðilar hafi því í raun efnt skyldursínar samkvæmt samningi þeirra í íslenskum krónum. Af dómum Hæstaréttar Íslands, meðal annars frá2. maí 2013 í máli nr. 715/2012, verður hins vegar ályktað að ekki skipti máliþótt greiðslur fari fram í íslenskum krónum þegar skýrt komi fram ílánssamningi að skuldin sé í erlendri mynt og haggar sú greiðslutilhögun þvíekki fyrrgreindri niðurstöðu. Einniger, af hálfu hins stefnda félags, vísað í dóm Hæstaréttar Íslands, í máli nr.386/2012. Í dóminum er komist að þeirriniðurstöðu að lán hafi verið í íslenskum krónum gengistryggt með ólögmætumhætti þar sem lánsupphæðin hafi aðeins verið tilgreind með viðmiðunarfjárhæð ííslenskum krónum en hvergi tilgreint í hvaða erlendu gjaldmiðlum lánið gætiverið, upphæð þeirra gjaldmiðla eða hlutföll. Atvik í því máli svara þar af leiðandi ekki tilatvika í þessu máli. Af hálfu hinsstefnda félags er jafnframt vísað til dóms Hæstaréttar Íslands, í máli nr. 155/2011.Atvik þess máls voru með þeim hætti að áforsíðu lánssamnings var tilgreint að hann væri um lán að fjárhæð „ISK150.000.000.-“. Í samningnum var kveðiðá um að samið væri um fjölmyntalán til fimm ára að jafnvirði 150.000.000 króna.Hvergi var í þeim samningi getið umfjárhæð skuldarinnar í hinum erlendum gjaldmiðlum heldur aðeins hlutföll þeirraog viðmiðun að virði íslensku krónunnar á tilteknum degi fyrir útborgunlánsins. Atvik þess máls voru því ekki sambærilegatvikum í þessu máli og breytir niðurstaða Hæstaréttar Íslands í máli nr.386/2012 þar af leiðandi ekki fyrrgreindri niðurstöðu um að lán samkvæmt samningiaðila teljist kveða á um gilda skuldbindingu í erlendum gjaldmiðlum. Skilja má málatilbúnað hins stefnda félags á þannveg að komist dómurinn að framangreindri niðurstöðu, um að lán samkvæmtsamningi aðila sé gild skuldbinding í erlendum gjaldmiðlum, þá sé ósanngjarnt afhálfu stefnanda að bera samninginn fyrir sig.Byggt er á 36. gr. laga nr. 7/1936 um samnings­gerð, umboð og ógildalöggerninga og meginreglu kröfuréttar um brostnar forsendur með vísan til þessað hér hafi orðið hrun með tilheyrandi óðaverðbólgu og gengisfalli krónunnarsem hafi leitt til þess að skuldir hafi margfaldast. Stefnandi verði að þola það að atvik eftirsamningsgerð geti orðið til þess að nauðsynlegt kunni að vera að víkjaósanngjörnum samningum til hliðar, í heild sinni eða að hluta. Ekki verður fallist á það með hinu stefndafélagi að þróun efnahagsmála á Íslandi verði virt sem brostin forsenda sem getihaft áhrif á greiðsluskyldu félagsins eða að víkja beri samningnum til hliðar samkvæmt36. gr. laga nr. 7/1936 eða meginreglu kröfuréttar um brostnar forsendur. Varðandi mótmæli hins stefnda félags viðdráttarvaxtarkröfu stefnanda er til þess að líta að samkvæmt orðalagisamningsins var aðeins um að ræða heimild fyrir aðila til framlengingar álánstíma, næðist samkomulag um kjör. Stefnandivar því ekki skuldbundinn til þess að framlengja lánið í þrjú ár frá og meðgjalddaga 6. október 2010. Stefnanda varþar af leiðandi heimilt að hafna beiðni hins stefnda félags um framlengingulánsins. Þá var síðast greitt af láninuá gjalddaga 6. október 2010 og er því réttmæt sú krafa að dráttarvextirreiknist frá og með fyrsta ógreidda gjalddaga, 8. nóvember 2010, fram aðgreiðsludegi, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Einsog að framan greinir hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að samningur aðilahafi verið um gilda skuldbindingu í erlendum gjaldmiðlum. Að því gefnu verður ekki séð að útreikningi aðbaki aðalkröfu stefnanda sé mótmælt af hálfu stefnda og verður því á hanafallist. Meðvísan til framangreindrar niðurstöðu verður staðfestur veðréttur stefnanda ífasteigninni að Stigahlíð 45-47, Reykjavík, með fastanúmer 224-4006, ásamtöllum rekstrartækjum sem tilheyra þeim rekstri sem fram fer í eigninni,samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu 21. ágúst 1998, í samræmi við kröfu stefnandaþar um. Þá verður staðfestur réttur hanstil að fá gert fjárnám í veðinu. Einnigverður staðfestur veðréttur stefnanda í sömu fasteign samkvæmt tryggingarbréfiútgefnu 20. október 2004, í samræmi við kröfu stefnanda þar um, og réttur hanstil að fá gert fjárnám í veðinu. Jafnframtverður staðfestur veðréttur stefnanda í fasteigninni að Álfheimum 74,Reykjavík, með fastanúmer 226-2366, samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu 20.október 2004, í samræmi við dómkröfur málsins, og réttur hans til að fá gertfjárnám í veðinu. Með hliðsjón af framangreindri niðurstöðu og með vísan til 1. mgr. 130. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefndi dæmdur til þess að greiðastefnanda málskostnað og þykir hann hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Við ákvörðun máls­kostnaðar var tekið tillittil þeirrar skyldu stefnanda að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Dóminn kveður upp Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Bakarameistarinn ehf., greiði stefnanda, Dróma hf., 51.348.819 krónurásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,frá 8. nóvember 2010 til greiðsludags. Staðfesturer 1. veðréttur stefnanda í fasteigninni að Stigahlíð 45-47, Reykjavík, meðfastanúmer 224-4006, ásamt öllum rekstrartækjum sem tilheyra þeim rekstri semfer fram í eigninni, samkvæmt tryggingarbréfi, með þinglýsingarnúmer E-000555/1998,útgefnu 21. ágúst 1998, að fjárhæð 17.000.000 króna, og 2. veðréttur stefnandaí sömu fasteign samkvæmt tryggingarbréfi, með þinglýsingarnúmer T-009998/2004,útgefnu 20. október 2004, að fjárhæð 33.000.000 króna, fyrir tildæmdri fjárhæð.Staðfestur er réttur stefnanda til að fá gert fjárnám í veðinu fyrir tildæmdrifjárhæð, dráttarvöxtum og kostnaði. Staðfesturer 1. veðréttur stefnanda í fasteigninni að Álfheimum 74, Reykjavík, meðfastanúmer 226-2366, samkvæmt tryggingarbréfi, með þinglýsingarnúmerT-009998/2004, útgefnu 20. október 2004, að fjárhæð 33.000.000 króna, fyrir tildæmdrifjárhæð. Staðfestur er réttur stefnanda til að fá gert fjárnám í veðinu fyrirtildæmdri fjárhæð, dráttarvöxtum og kostnaði. Stefndigreiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 218/2003
Kröfugerð Frávísun frá héraðsdómi
Kröfugerð F var ekki tæk til efnisdóms þar sem ekki var fullnægt meginreglu einkamálaréttarfars um ákveðna og ljósa kröfugerð, sbr. d. lið 1. mgr. 80. gr. og 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. júní 2003. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi heldur stefndi því fram að áfrýjandi hafi samþykkt kauptilboð hans í hlutabréf áfrýjanda í félögunum SPC Holdings A/S, að nafnverði 4.082.076 danskar krónur og NDB Investments S.A., að nafnverði 2.250.000 belgískir frankar. Krafðist hann þess fyrir héraðsdómi „viðurkennt verði“ að áfrýjanda sé skylt að gera kaupsamning við stefnda er kveði á um sölu og afsal á framangreindum hlutum gegn greiðslu 680.000 bandaríkjadala, „eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í íslenskri mynt á kaupsamningsdegi“ og því að stefndi „létti ábyrgðum af“ áfrýjanda og hluthöfum áfrýjanda „á skuldbindingum sem þeir hafa gengið í vegna reksturs SPC Holdings AS. eða dótturfélaga þess“. Samhliða þessu krafðist hann „að viðurkennt verði komi í ljós að hlutir þeir sem greindir eru að ofan séu bundnir veði eða öðrum kvöðum“ þá verði honum „heimilt samfara gerð kaupsamnings að ráðstafa hluta kaupverðs eða því að öllu leyti til greiðslu slíkra skuldbindinga.“ Við málflutning fyrir Hæstarétti kom fram hjá lögmanni stefnda að með orðunum „á kaupsamningsdegi“ væri átt við þann dag er skriflegur kaupsamningur yrði gerður að fengnum dómi en ekki þann dag er áfrýjandi hafi sent stefnda tölvupóst þar sem hann telur að tilboði stefnda hafi verið tekið og samningur þannig komist á. Samkvæmt 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála má í dómi hvorki skírskota til sannana né atvika sem kunna síðar að koma fram. Frá þessu er meðal annars sú undantekning gerð að verða megi við kröfu um að gagnaðila verði gert að leysa af hendi skyldu en þá gegn tilteknu gagngjaldi, en til þeirrar undantekningar hefur stefndi skírskotað til stuðnings kröfugerð sinni. Samkvæmt því sem að framan er rakið er í kröfugerð stefnda varðandi gagngjaldið meðal annars vísað til þess að stefndi létti ótilgreindum ábyrgðum af áfrýjanda og af ótilgreindum hluthöfum hans. Þá krefst stefndi viðurkenningar á því að honum verði heimilt að ráðstafa kaupverðinu eða hluta þess til greiðslu á ótilgreindum veðkröfum eða öðrum kvöðum sem á hlutunum kunni að hvíla. Verður þessi kröfugerð hvorki talin fullnægja skilyrðum d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 né 4. mgr. 114. gr. sömu laga. Af framangreindum ástæðum verður ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21. maí 2003. Mál þetta sem dómtekið var 19. maí sl. er höfðað með stefnu birtri 4. október sl. Stefnandi er Skúli Þorvaldsson, Bergstaðastræti 77, Reykjavík. Stefndi er Fjárfestingarfélagið Þor hf., Ánanaustum 15, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þessar: Að viðurkennt verði að stefnda sé skylt, gegn greiðslu frá stefnanda að fjárhæð 680.000 Bandaríkjadalir eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í íslenskri mynt á kaupsamningsdegi, og því að stefnandi létti ábyrgðum af stefnda og hluthöfum stefnda á skuldbindingum sem þeir hafa gengið í vegna reksturs SPC Holdings AS. eða dótturfélaga þess, að gera kaupsamning við stefnanda, sem kveði á um sölu og afsal á hlutum/hlutafé í danska hlutafélaginu SPC Holdings AS. að nafnverði 4.082.076 danskar krónur sem er 40,82076% af heildarhlutafé í félaginu og um 50% eignarhlut í Luxemborgarfélaginu NDB Investments S.A. að nafnverði 2.250.000 belgískir frankar. Að viðurkennt verði, komi í ljós að hlutir þeir sem greindir eru að ofan séu bundir veði eða öðrum kvöðum, að stefnanda sé heimilt samfara gerð kaupsamnings að ráðstafa hluta kaupverðs eða því að öllu leyti til greiðslu slíkra skuldbindinga. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda eru, að hið stefnda félag verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað eftir mati dómsins. MÁLSATVIK Stefndi og stefnandi hafa um árabil staðið saman að rekstri Dominos pizzustaða á Íslandi. Eignarhald þessa rekstar er með þeim hætti að rekstur staðanna á Íslandi er innan tveggja einkahlutafélaga eða Hráefnavinnslunnar ehf., sem sér um aðföng fyrir Dominos og Pizza Pizza ehf. Allir hlutir í báðum félögunum eru í eigu einkahlutafélagsins Futura ehf. Allir hlutir í Futura ehf. eru síðan í eigu danska hlutafélagsins SPC Holdings A.S., sem stofnað var þann 24. júní 2000 og er til heimilis í Danmörku. SPC Holdings A.S. var jafnframt eigandi allra hluta í danska hlutafélaginu Scandinavian Pizza Company A.S. sem annaðist rekstur Dominos Pizza-staða í Danmörku. Heildarhlutafé SPC Holdings A.S. er 10.000.000 danskra króna og á stefnandi sem einkaeigandi Holt Holdings S.A. hluti í félaginu að nafnverði 2.494.900 danskar krónur, eða 24,949% eignarhlut og viðbótarhlut sem 2,5% eigandi NDB Investment S.A. Stefndi á hins vegar hluti samkvæmt sama yfirliti að nafnverði 4.082.076 danskar krónur, eða 40,82076% eignarhlut í félaginu. Að auki á stefndi óbeina eignaraðild að hlutum að nafnverði 459.865 danskra króna í SPC Holdings A.S. eða 4,59865% eignarhlut sem helmingseigandi að félaginu NDB Investment S.A. sem skráð er í Luxembourg en félagið er skráður eigandi hluta að nafnverði 919.731 danskra króna í SPC Holdings A.S. NDB var stofnað þann 21. mars 1996. Aðrir eigendur þess félags eru stefnandi sem á 25% hlut og Birgir Þ. Bieltvedt sem á 25% hlut. Á árinu 2001 var endanlega komið í ljós að mati stefnanda að forsendur fyrir samstarfi aðila þessa máls um rekstur og eignarhald Dominos væru ekki lengur til staðar. Í framhaldi af því var starfsmanni Kaupþings í Luxembourg falið að bjóða reksturinn til sölu með þeim hætti að seld yrðu bréf í móðurfélaginu eða félaginu SPC Holdings A.S. Leiddi það til tilboðs sem Dominos Pizza Group Ltd. í Englandi gerði í heildarhlutafé félagsins og hljóðaði tilboðið uppá 1.500.000 Bandaríkjadali. Ekki náðist samkomulag um að selja félagið á þessu verði enda lá fyrir að hvorki stefnandi né stefndi voru sáttur við skilmála tilboðsins eða söluverð. Fyrir lá hins vegar að stefndi vildi selja sinn hlut. Í framhaldi af þessu gerði stefnandi tilboð til stefnda um kaup á hlutum hans í SPC Holdings A.S. og NDB Investments S.A. Tilboðið var unnið af Einari S. Hálfdánarsyni hrl. sem umboðsmanni beggja aðila og kynnt stefnda í lok janúar 2002 en tilboðið var sent þeim á tölvupósti. Fyrir liggur að samkvæmt efni tilboðs þessa er kaupverðið hlutfall af tilboði hinna erlendu aðila að þeim hlutum sem stefndi átti með beinni og óbeinni eignaraðild eða 45,40% af 1.500.000 Bandaríkjadölum eða u.þ.b. 680.000 Bandaríkjadalir. Hinir umsömdu hlutir eru þeir sömu og dómkrafa máls þessa tekur til. Samkvæmt fyrrnefndu tilboði skyldi greiða 85% af kaupverðinu innan þriggja vikna eftir undirritun kaupsamnings og 15% eftir að uppgjör á rekstri félagsins lægi fyrir sem jafnframt var háð leiðréttingu ef breytingar yrðu frá fyrirliggjandi bráðabirgðauppgjöri um rekstur félagsins og dótturfélaga þess. Fyrir lok tilboðsfrests þann 1. febrúar 2002 fékk stefnandi tölvupóst frá framkvæmdastjóra stefnda, Sigfúsi Bergmann Ingimundarsyni, þar sem segir: “allir stjórnarmenn og fjórir stærstu eigendur Þors hafa samþykkt að gengið verði að tilboði þínu í hlutabréf okkar í SPC A/S og NDB S/A.” Rúmum klukkutíma síðar, eða kl. 14:32, sendi Sigfús stefnanda annan tölvupóst þar sem hann segir: “ég fékk samþykki fyrir sölu til þín í gær og er búinn að segjast vera búinn að staðfesta það við þig. síðan er biggi búinn að tala við Lilju og nú er allt orðið vitlaust aftur. ekki tala við liðið án þess að tala við mig.” Eftir þetta féllst stefnandi á að rætt yrði frekar við Dominos Pizza Group Ltd. Þann 8. febrúar 2002 afhenti stefnandi forsvarsmanni stefnda bréf þar sem óskað var samþykkis um frestun kaupsamnings þar til uppgjör fyrir rekstur Dominos árið 2001 lægi fyrir. Enn fremur kom fram í bréfinu að stefnandi taldi tilboð sitt hafa verið samþykkt af stjórn og stærstu hluthöfum stefnda. Áritaði framkvæmdastjóri stefnda samþykki sitt á bréfið f.h. stefnda. Þann 21. febrúar 2002 sendi stefnandi tölvupóst til framkvæmdastjóra stefnda þar sem greint var frá hugmyndum Birgis Bieltvedt um að kaupa hlut stefnda í NDB og SPC. Þann 30. apríl 2002 sendi framkvæmdastjóri stefnda tölvupóst til stefnanda með drögum að kaupsamningi til yfirlestrar. Þann 3. maí 2002 hittust stefnandi og framkvæmdastjóri stefnda en sá fundur leiddi ekki til neinnar niðurstöðu. Þann 29. maí 2002 sendi stefnandi tölvupóst til forsvarsmanns og tveggja hluthafa stefnda og óskaði eftir að gengið yrði til kaupsamnings þar sem uppgjör lægi fyrir. Þann 4. júní 2002 sendi framkvæmdastjóri stefnda tölvupóst til stefnanda þar sem hann segist gera ráð fyrir 70 milljónum fyrir hlutabréfin í Pizza Holding og NDB og að öllum ábyrgðum yrði aflétt. Þann 6. júní 2002 svaraði stefnandi í tölvupósti þar sem fram kom að stefnandi teldi að verðið ætti að vera 680.000 dalir, þrátt fyrir að hugsanlega gæti komið til lækkunar á því verði ef afkoma yrði verri en gert var ráð fyrir í tilboðinu. Þann 10. júní 2002 sendi framkvæmdastjóri stefnda stefnanda tölvupóst þar sem farið er fram á að greiðslan verði miðuð við gengi bandaríkjadals á þeim tíma þegar greiðsla skyldi fara fram í lok febrúar 2002, en tilboðið hafi sagt að greiðsla ætti að fara fram innan þriggja vikna. Enn fremur kom fram það mat framkvæmdastjóra stefnda að uppgjörið á félaginu hefði verið í samræmi við þær upplýsingar sem lágu fyrir stjórninni á þessum tíma. Þann 19. júní 2002 hreyfði stefndi sjónarmiðum um að kaupverð yrði að hækka vegna gengissigs íslensku krónunnar undanfarandi mánuði. Hafnaði stefnandi því þar sem um slíkt hefði hvorki verið samið né hafi það verið á ábyrgð stefnanda að samningsferlið hafði dregist. Þá lá og fyrir að sjónarmiðin að baki hækkun kaupverðs hafi verið skuldsetning seljanda í erlendri mynt vegna hins selda sem stefnandi taldi hins vegar að hefði þá lækkað á sama hátt vegna gengissigs. Málsaðilar og/eða umboðsmenn þeirra skiptust á tölvupósti um kaupin þar til náðist samkomulag um texta kaupsamnings, en á sama tíma hafði lögmanni stefnda verið veitt umboð til að ljúka málinu f.h. stefnda sem jafnframt staðfesti í tölvupósti þann 7. ágúst 2002 að samningsdrög væru í lagi. Í sama tölvupósti var hins vegar hreyft við nýjum sjónarmiðum um vaxtagreiðslu frá 1. febrúar 2002 en því hafnað af stefnanda með vísan til þess að ekki skyldi greiða fyrr en að tilteknum tíma liðnum eftir kaupsamning auk þess sem dráttur væri ekki á sína ábyrgð. Hins vegar ítrekaði stefnandi vilja sinn til að ganga til kaupsamnings og bauð fram greiðslu sem hann á endanum lagði inná sérstakan reikning sem hann stofnaði í Búnaðarbanka Íslands. Þann 26. ágúst 2002 barst lögmanni stefnanda bréf lögmanns stefnda þar sem því var borið við að stefndi væri ekki skyldur að ganga til samnings vegna þess dráttar sem hefði orðið á málinu en jafnframt boðið að kaupa hlutina miðað við gengi bandaríkjadals 1. apríl 2002 auk vaxta eða með greiðslu að fjárhæð 71.369.604 íslenskra króna sem var u.þ.b. 20% hækkun á kaupverði talið í bandaríkjadölum. Þessu var hafnað með bréfi lögmanns stefnda þann 28. ágúst 2002. Lýst var yfir viðtökudrætti af hendi seljanda á greiðslu auk þess sem óskað var frekari viðræðna um málið. Ekki urðu viðræður milli aðila um málið en þann 5. september 2002 barst lögmanni stefnanda tilkynning í bréfi lögmanns stefnda um að litið væri svo á að viðræðum væri slitið og að kaupsamningur hafi ekki komist á. Enn á ný var sjónarmiðum stefnda mótmælt en jafnframt var í tölvupósti þann 10. september 2002 boðið til sátta uppá tvö afbrigði við samning aðila, annars vegar að kaupverð hækkaði um 20.000 Bandaríkjadali og hins vegar að ágreiningur um vexti og gengi yrði lagður fyrir gerðardóm. Hafi þar komið til að sögn stefnanda að hann taldi málaferli um þá hagsmuni sem hér er um deilt óheppileg og að auki hafi hann viljað ljúka málinu. Um óskuldbindandi hugmyndir hafi verið að ræða sem ekki leiddu til niðurstöðu enda var þeim ekki svarað. Sættir urðu ekki með aðilum og höfðaði stefnandi mál þetta. Í aðilaskýrslu Skúla Þorvaldssonar kom fram að hann hefur komið nærri rekstri Dominos á Íslandi frá byrjun. Hafi hlutur hans og hlutverk verið breytilegt. Í árslok 1998 hafi hann aukið sinn hlut með kaupum á hlutafé af stefnda, Þori hf. Hafi Sigurður Björnsson, þáverandi framkvæmdastjóri, gengið frá kaupunum án nokkurs fyrirvara. Að sögn Skúla var komin þreyta í samstarfið og ágreiningur um ábyrgðir á skuldum rekstraraðila Dominos. Þegar tilboðið frá Bretunum, Dominos Group Ltd., hafi komið hafi honum skilist á framkvæmdastjóra stefnda að tilboðinu yrði tekið. Þegar tilboð Bretanna hafi verið nánar skoðað hafi komið í ljós að það var háð margs konar fyrirvörum sem verið hafi óviðunandi. Hafi stefnanda fundist tilboðið vera óviðunandi, m.a. vegna fyrirvaranna sem hann taldi einungis vera setta til að lækka kaupverðið. Hafi hann sett sig í samband við framkvæmdastjóra stefnda og tjáð honum álit sitt á tilboði Bretanna og sagt honum að hann vildi ganga inní tilboð Bretanna án fyrirvara, að vþí undanskildu að beðið yrði eftir endanlegu uppgjöri félagsins og það yrðu ekki mikil frávik frá væntingum hans. Á þessum forsendum hafi hann beðið Sigfús, framkvæmdastjóra stefnda, að hafa samband við Einar S. Halldórsson, sem hafi verið kunnugur báðum aðilum og einnig endurskoðandi félagsins, til að biðja hann um að semja tilboð. Hann hafi gert það og Skúli sent það til Sigfúsar. Hann hafi verið í útlöndum á þessum tíma og ekki séð tilboðið fyrr en það hafi verið samþykkt. Hann hafi skilið svarpóst Sigfúsar við þessu tilboði sem svo að fjórir stærstu hluthafar Þors og stjórnarmenn hefðu samþykkt tilboðið. Hann hafi setið við tölvu sína og móttekið tölvupóstinn frá Sigfúsi um leið og hann barst. Ástæðan fyrir því að haldið var áfram að ræða við Bretana um tilboðið þeirra hafi verið sú að systurnar Lilja og Ingibjörg Pálmadætur hafi verið eitthvað ósáttar yfir því að Bretunum hafði ekki verið sent gagntilboð eða reynt að pína verðið hærra. Hafi hann ekki haft neinar áhyggjur af þessu en jafnframt tekið það fram við þær að þær væru bundnar af hans tilboði. Það hafði verið búið að samþykkja það og þetta væri gert án allra fyrirvara, þ.e. hann drægi ekkert til baka. Tilboð hans stæði og þær væru bundnar af því. Ekkert hafi hvort eð er komið úr viðræðunum við Bretana. Hann hafi svo útbúið bréf til Þors til að fá þann skilning sinn á hreint að tilboð hans hafi verið samþykkt og að endanlega yrði gengið frá gerð kaupsamnings eftir endanlegt uppgjör félagsins. Þetta bréf var svo samþykkt af Sigfúsi, framkvæmdastjóra stefnda. Árið 1998 hafi hann keypt hlutabréf í The Scandinavian Pizza Compnay A/S af stefnda og þá hafi þáverandi framkvæmdastjóri stefnda, Sigurður Björnsson, undirritað kaupsamninginn f.h. félagsins. Gerð kaupsamningsins í þessu tilviki hafi gengið brösuglega. Uppgjör félagsins hafi tafist, m.a. vegna tafa hjá endurskoðendum félagsins og að eftir átti að gera upp skuldir félagsins við ýmsa aðila. Taldi hann Jón Pálmason, hluthafa, hafa komið með tillöguna um að fresta uppgjörinu á stjórnarfundi 15. mars 2002, og það hafi verið samþykkt. Tilboð hans hafi hljóðað uppá 680.000 dali og hvergi hafi verið talað um gengi. Tilboðið hafi verið í erlendri mynt því tilboð Bretanna hefði verið í erlendri mynt og hans tilboð verið hlutfall af þeirra tilboði. Gengisáhættan hafi legið báðum megin og aldrei hafi komið fram hugmyndir til hans um að miða við ákveðið gengi íslensku krónunnar. Skuldir stefnda hafi einnig verið í erlendri mynt svo að gengismismunurinn hafi fallið um sjálfan sig. Telji hann að Sigfús, framkvæmdastjóri stefnda, hafi fallist á sjónarmið hans í bréfi hans 19. júní 2002. Við lokasprettinn, þegar aðiljar voru orðnir sáttir við samningsdrög, hafi komið fram krafa um vaxtagreiðslur. Honum hafi fundist þessi krafa óljós og ekki séð rökin fyrir henni né hafi nein tala verið nefnd við hann. Hann hafi lagt tilboðsfjárhæðina inná reikning í Búnaðarbankanum því hann hafi vitað til þess að þar væru bréfin veðsett. Hann hafi ekki talið sig geta afhent greiðsluna án þess að fá neitt í staðinn. Áður en komið hafi til þessa hafi hann boðist til að geyma greiðsluna hjá óháðum þriðja aðila, en því hafi verið hafnað. Í drögum eins kaupsamningsins hafi nafn kaupanda verið Holt Holdings, en það hafi ekki verið skilyrði af hans hálfu að Holt Holdings væri kaupandinn. Aðspurður greindi hann frá fundum sem hann, Sigfús B. Ingimundarson og Ragnar Tómasson áttu þann 14. maí og einnig skömmu eftir með hugsanlegum kaupanda. Sagðist Ragnar Tómasson á fyrsta fundinum hafa kaupanda að öllum hlutunum eftir að hafa verið beðinn um að finna kaupendur af stefnda. Þau kaup gengu ekki eftir auk þess sem verðhugmynd kaupendanna hefðu ekki verið í samræmi við það sem Ragnar Tómasson hafði sagt. Í kjölfarið hafi hann spurt Ragnar fyrir fyrsta fundinn hvað honum hefði gengið til með að hringja í Jón Pálmason því hann hafi gert ráð fyrir að Ragnar vissi að hann ætti fyrirtækið en ekki Jón Pálmason. Ragnar hafi ekki vitað af því og hann ekki sagt honum að hann ætti fyrirtækið núna. Í vætti Helga Jóhannessonar hrl. kom fram að hann hafi verið í stjórn á þessum tíma. Hafi hann setið í stjórninni fyrir hönd systranna Lilju og Ingibjargar Pálmadætra. Hafi það komið til umræðu að selja Dominos-bréfin. Í byrjun árs 2002 hafi komið formlegt tilboð frá breskum aðilum. Ljóst hafi verið snemma að þetta gekk ekki saman með Bretunum af ýmsum ástæðum og að Skúli hefði áhuga á að ganga inní kaupin, allaveganna hvað varðaði fjárhæðina. Hafi hann haldið fund með Sigfúsi og Ingibjörgu, og e.t.v. Lilju líka, og rætt um tilboð stefnanda. Hafi hann ekki viljað samþykkja tilboðið formlega nema hafa hlerað fyrst hug umbjóðenda sinna til tilboðsins og hafi þær verið sáttar við verðið. Sigfús hafi verið aðalmaðurinn í þessu sem framkvæmdastjóri félagsins og haldið almennt utanum allt saman. Hafi niðurstaðan af fundinum verið sú að ef um semdist væru systurnar sáttar við þetta verð og þennan kaupanda. Ekki hafi hann þó veitt Sigfúsi formlegt umboð til að taka tilboði Skúla í bréfin heldur reiknað með að Sigfús færi í það að vinna í þessu. Enginn formlegur stjórnarfundur hafi verið haldinn í málinu en hann hefði greitt atkvæði með þessu ef til þess hefði komið. Hafi hann enga hugmynd hvort komist hafði á samningur við Skúla; hann hafi ekki komið að samningagerðinni en hafi þó spurst fyrir um hvort ekki yrði gengið frá þessu formlega. Það hafi þó ekki verið meginregla að engin samingar væru gerðir nema það væri bókað fyrst á stjórnarfundi félagið hafi ekki verið í svo miklum rekstri. Stjórnarstarfið hafi aðallega verið fólgið í því að slökkva elda eftir því sem þeir kviknuðu. Í vætti Lilju Sigurlínu Pálmadóttur hluthafa kom fram að hún hefði setið fund með Sigfúsi þar sem hann hefði mælt með að Skúli fengi að ganga inní tilboð Bretanna. Tilboð Bretanna hafi verið annmörkum og miklum skilyrðum háð. Hafi hún ekki verið inní samningaviðræðunum við Skúla en fundist Skúli vera vel að því kominn af fá að kaupa þetta hann hefði starfað lengi í fyrirtækinu. Hafi hún gefið Helga Jóhannessyni stjórnarmanni og Sigfúsi Ingimundarsyni heimild til að taka tilboði Skúla. Það hafi verið hennar skilningur að það hafi verið kominn á kaupsamningur nálægt vori, í apríl. Síðasta sumar hafi þó komið upp vandamál og hún heyrt þras að einhverjir vilji ekki samþykkja kaupverðið útaf gengismun og eitthvað í þeim dúr. Hennar skilningur hafi verið sá að þessu yrði lokið með kaupum Skúla á hluta Þors. Í vætti Ingibjargar Pálmadóttur hluthafa kom fram að á árinu 2001 voru sölutilraunir í gangi. Hafi hún verið á fundi, sem ekki var stjórnarfundur, með Helga, Sigfúsi og Lilju þar sem tilboð Bretanna var kynnt sem ekki hafi verið ánægja með. Var henni kynnt tilboð Skúla uppá 680.000 dali munnlega sem hafi verið svipað og tilboð Bretanna án þessara skilmála sem ekki höfðu verið góðir. Hafi þetta verð verið samþykkt en það hafi svo sem ekki verið neitt tilboð á borðinu. Höfðu Helgi og Sigfús umboð til að ljúki þessu máli gagnvart Skúla. Í vætti Þórarins Hjartar Ævarssonar, framkvæmdastjóra Pizza Pizza o.fl., kom fram að uppgjör félagsins hefði dregist útaf skipulagsleysi hjá endurskoðanda fyrirtækisins svo og hefði stjórnin beðið um seinkun, m.a. vegna uppgjöra á inneignum fyrirtækisins hjá ýmsum aðilum. Aðspurður sagði hann Skúla ekki hafa tilkynnt sér að hann hefði keypt allt félagið í byrjun árs 2002, en hann hafði heldur sagt að það stefndi í að hann ætlaði að kaupa félagið eða væri að vinna í því. Myndi hann ekki til þess að stefnandi hefði einhverntíma upplýst hann að hann væri búinn að kaupa félagið eða að hann hefði nokkurn tíma sagt að honum hefði ekki tekist að kaupa félagið. Í vætti Birgis Þórs Bieltvedt kom fram að tekin hefði verið ákvörðun um að selja reksturinn. Hefði hann nálgast Dominos UK sem svo hafi gert tilboð í félagið. Að sögn Birgis voru menn ýmist sáttir eða ósáttir við að selja Bretunum félagið, og þá helst vegna persónulega ábyrgða eða að menn töldu félagið eiga eitthvað inni. Taldi Birgir þó menn vilja selja m.a. vegna þreytu sem upp var komin. Komst Birgir af því fyrir tilviljun að tilboði Bretanna hefði ekki verið tekið heldur hefði stefnandi komið inn með tilboð á síðustu stundu og það hefði verið tekin ákvörðun um að selja honum hlut Þors. Hafi hann verið í sambandi við Skúla um þá hugmynd að hann keypti hluta í SPC A/S og hafi Skúli þá sagt honum að hann væri búinn að kaupa móðurfélagið. Í vætti Einars S. Hálfdánarsonar hrl. og löggilts endurskoðanda kom fram að hann hefði samið tilboðsskjal fyrir Sigfús Ingimundarson. Hann hafi verið endurskoðandi Dominos á þessum tíma og í því sambandi taldi hann að leitað hefði verið til hans til að útbúa þetta tilboðsskjal. Taldi hann þetta vera innlegg í samninga sem voru í gangi við erlenda aðila sem voru að falast eftir því að kaupa Dominos. Sigfús hafi sagt honum hvaða verð ætti að vera inní tilboðinu en ekki hafi verið rætt um eitthvað ákveðið viðmiðunargengi á Bandaríkjadal gagnvart íslensku krónunni né hafi neinir vextir verið inni í tilboðinu. Hafi honum ekki verið tilkynnt niðurstaða tilboðsins né að Skúli hefði fest kaup á þessum hlut. Uppgjör félagsins hafði dregist, en Skúli hafi sagt honum að ekki lægi á að gera upp. Drátturinn hafi verið frá félagsins hálfu svo og vegna óuppgerða skulda og annarra ófrágengna atriða í bókhaldinu. Í aðilaskýrslu Sigfúsar Bergmanns Ingimundarsonar kom fram að fljótlega hafi verið ljóst í samstarfi eigenda félagsins að þeir höfðu töluvert ólíkar hugmyndir hvernig ætti að gera hlutina. Frá 1999 hafi ekki verið tekin ákvörðun án þess að allir stjórnarmenn og eftir atvikum eigendur væru sammála. Hann hafi ekki talið sig vera í stöðu til að knýja fram ákvarðanir með hlutavaldi. Það þurfi tvo stjórnarmenn til að rita félagið. Tilboð hafi komið frá Bretunum en það hafi verið afar erfitt að ganga að því því það hafi verið svo mikið af fyrirvörum í því. Það hafi komið fram beiðni um að gera gagntilboð og það gert, en ekkert hafðist uppúr því nema annað gagntilboð sem var með frekari fyrirvörum en hið fyrra. Þá voru þeir Skúli í sambandi og úr varð að Einar Hálfdánarson útbjó tilboð og sagði hann honum grunnþætti þess, þ.á.m. verðið. Hafi hann sagt Skúla að það yrði erfitt fyrir hann nema mæla með því að gengið yrði að þessu tilboði. Hann hafi haft samband við stjórnarmennina og hluthafa og þeir lýst því yfir að þeir vildu ganga að tilboðinu og hann hafi sent stefnanda tölvupóst þess efnis, en að sjálfsögðu hafi ekki verið búið að ganga að tilboðinu. Hafi hann hér átti við stjórnarmennina Jón Pálmason, Helga Jóhannesson og sjálfan sig, en hluthafarnir voru systkinin fjögur sem áttu hlut í félaginu. Taldi hann standa til að ganga til viðræðna um kaupsamning, en ekki að gengið hefði verið að tilboðinu, til þess hefði hann ekki heimild. Það hafi verið stjórnarinnar að ganga frá málinu endanlega, og það hafi komið fyrir að stjórnir hafi skipt um skoðun í gegnum tíðina og mál ekki náð fram að ganga. Bréfið sem hann hafi undirritað sem dagsett sé 1. apríl 2002 hafi hann undirritað til að loka ekki á þann glugga að setjast niður og semja við stefnanda. Taldi hann sig ekki vera að undirrita bindandi kaupsamning, enda taldi hann sig ekki hafa heimild til að ganga frá sölu. Mundi hann ekki hvort hann hefði kynnt innihald bréfins til stjórnarmanna. Ekki hafi komið til álita að segja stefnanda að “fyrirgefðu, við erum ekki búnir að semja í þessu máli”. Í kjölfarið hafi hann fengið tilboðið frá Birgi Bieltvedt sem ákveðið hefði verið að hafna. Á fundi hans og stefnanda 3. maí hafi niðurstaðan verið sú að finna þriðja aðila til að selja félagið til. Í kjölfarið hafi hann sett sig í samband við Ragnar Tómasson og stefnanda til að finna kaupanda. Hafi hann setið fund með Ragnari, stefnanda og væntanlegum kaupanda. Hafi ekki komið fram á þeim fundi að stefnandi væri eigandi meirihluta í félaginu. Aðspurður um tölvupóst dags. 26. júní 2002 þar sem óskað sé eftir að samningur á milli Þors og stefnanda sé uppfylltur með greiðslu inná reiking Þors svaraði hann að hann hefði orðið hræddur um að stefnandi hefði hætt við og vildi því fá svör og knýja botn í málið. Bréfið hafi hljómað óheppilega en hann hefði þurft að fá skýr svör hvort stefnandi hygðist gera þessa samninga eða ekki. Reikningsnúmerið sem hann hafi gefið upp sé gjaldeyrisreikningur og hafi verið gert ráð fyrir að greiddir yrðu inn amerískir dollarar. Krafan hljóðaði uppá 680.000 Bandaríkjadali. Aðspurður sagði hann stjórnina ekki hafa tekið formlega afstöðu, hvorki til tilboðs stefnanda né Bretanna. Þó höfðu verið formlegir stjórnarfundir á þessum tíma. Í vætti Jóns Pálmasonar kom fram að hann hefði veitt Sigfúsi Ingimundarsyni framkvæmdastjóra heimild til að selja hlut sinn og bróður síns Sigurðar í SPC Holding og NDB Investments til stefnanda. Sigfús hafi þó þurft að bera kaupsamninginn undir þá til endanlegrar afgreiðslu. Hafði hann komið nokkuð nærri því að finna kaupendur en ekki mætt á neina fundi þess efnis. Þegar tilboð stefnanda kom inn hafi hann samþykkt þá upphæð en þó með þeim fyrirvara að hann yrði ekki skilinn eftir með þann eignarhluta sem hann ætti inni, og var það það eina sem hann lagði áherslu á. Sagði hann svona ákvarðanir aldrei teknar nema í gegnum stjórnina, hafi Sigfús ekki haft heimild stjórnarinnar til þess að ganga frá samningum. Hafi hann ekki talið stefnanda hafa litið svo á að hann hefði keypt hlutinn. Segir hann það hafa verið hugmynd Sigfúsar að fela Ásgeiri Þóri Árnasyni að ganga frá málinu. Ákvöðrun hafi ekki verið tekin í stjórn félagsins. Um sumarið hafi svo verið byrjað að tala um að verðið þyrfti að hækka vegna gengissigs, og svo seinna hafi hann orðið ósáttur að ekki yrðu greiddir vextir af upphæðinni. Hann hafi alltaf litið svo á að íslenska upphæðin yrði til viðmiðunar. Aðspurður um bréfið dags. 29. júlí frá Sigfúsi til stefnanda, sem barst honum, teldi hann hótun Sigfúsar að lýsa yfir riftun vera hótun um að rifta samningaviðræðum. MÁLSÁSTÆÐUR STEFNANDA Stefnandi byggir á því, að þann 1. febrúar 2002 hafi stefndi tekið tilboði í þá eignarhluti í SPC Holdings A.S. og NDB INVESTMENTS S.A. sem um sé deilt í máli þessu. Með þessu hafi komist á samningur milli aðila málsins um kaup sem stefndi neiti með ólögmætum hætti að standa við. Stefnandi kveður efni samningsins liggja nákvæmlega fyrir, þar með talið að kaupverð hafi verið ákveðið í erlendri mynt án þess að fjallað væri um gengisbreytingar og/eða áhættu af þeim. Tilboðið hafi verið unnið af Einari S. Hálfdánarsyni sem umboðsmanni beggja aðila og hafi kveðið á um tiltekna greiðsluskilmála eða að kaupverð skyldi greiða þremur vikum eftir undirritun kaupsamnings og samfara því að niðurstöður um rekstrarafkomu lægi fyrir. Stefnandi kveður samþykki tilboðsins og gildi þess hafa verið ítrekað í fjölda tilvika þannig að ekki geti verið ágreiningur um að samningur hafi komist á né um efni hans. Stefnandi kveður þannig að ljóst sé að við samþykki tilboðs hafi kaupsamningur komist á með aðilum þessa máls en gerð kaupsamnings hafi hins vegar dregist vegna samkomulags aðila. Fyrir liggi að aðilar hafi verið sammála um að bíða eftir uppgjöri um endanlega rekstrarniðurstöðu. Stefnandi kveður það hafa hins vegar dregist að þær upplýsingar lægju fyrir vegna ákvörðunar Jóns Pálmasonar stjórnarmanns stefnda um að fresta vinnu við þau uppgjör á meðan SPC Holdings A.S. ynni að sölu rekstri síns í Danmörku. Stefnandi kveður að í gögnum málsins liggi að auki fyrir að stefnandi hafi óskað eftir þegar uppgjör lá fyrir að kaupsamningi yrði lokið í byrjun júní og að aðilar ynnu saman að frágangi málsins á þeim tíma og fram í júlí. Aldrei hafi verið hreyft neinum sjónarmiðum um að stefndi teldi sig lausan frá tilboði sem stefndi hafði samþykkt. Ljóst sé að ekki sé um byrjendur að ræða í viðskiptum þar sem um fagfjárfesta sé að ræða. Túlka verði ágreining aðila og skera úr honum í þessu ljósi. Stefnandi kveður það liggja fyrir að eftir miðjan júní 2002 hafi fyrst verið hreyft sjónarmiðum af hálfu stefnda um hækkun kaupverðs vegna lækkandi gengis íslensku krónunnar. Stefnandi hafi strax hafnað því með þeim rökum að gengisáhættan hefði verið beggja aðila og kveður stefndi það hafa verið viðurkennt sem rétt og satt af framkvæmdastjóra stefnda í tölvupósti hans til stefnanda frá 19. júní 2002. Þar sé þess hins vegar óskað að stefnandi skoði hug sinn um hækkun kaupverðs, sem hann hafnaði. Áfram hafi verið unnið að kaupsamningi eins og gögn málsins beri með sér í júní og fram í júlí og sjónarmiðum um gengismun ekki hreyft frekar af hálfu stefnda. Stefnandi kveður framkvæmdastjóri stefnda hafa farið frá málinu og hafi lögmanni stefnda Ásgeiri Þ. Árnasyni hrl. verið falið að ljúka því. Þann 7. ágúst 2002 hafi Ásgeir staðfest að samningar væru komnir í viðunandi ásættanlegt horf sem og samningar um kaup á prívat hlut tveggja hluthafa stefnda á sama verði hlutfallslega. Stefnandi kveður að fyrir liggi að óskað hafi verið eftir að stefnandi keypti prívat hlutina sem hann ætlaði að gera og sé ennþá reiðubúinn til að gera hvenær sem óskað sé eftir samfara kaupum á hlutum af stefnda. Hins vegar hafi það gerst þann 7. ágúst 2002 að stefnandi hefur uppi kröfur um viðbótargreiðslu vegna gengismunar og vaxta vegna dráttar á samningi frá tilboðsdegi. Ekki hafi náðst á hreint hvaða kröfu hafi nákvæmlega verið að gera en til staðfestingar þess að samningur hafi verið kominn á lagði stefnandi kaupverð inn á biðreikning í Búnaðarbanka Íslands hf. Stefnandi kveður endanlegu kröfu stefnda um viðbótargreiðslu hafa legið fyrir þann 26. ágúst 2002 og hafi stefnandi hafnað henni formlega þann 28. ágúst 2002, en þá hafi verið lýst yfir af hálfu stefnanda að um viðtökudrátt á kaupverði væri að ræða af hálfu stefnda. Fyrir liggi síðan tilkynnig þann 5. september 2002 frá lögmanni stefnda um að ekki verði gengið til kaupsamnings og af því leiðir að úr ágreiningi aðila um gildi kaupsamnings verði ekki leyst nema í dómsmáli. Stefnandi telur augljóst að viðbótarkröfur um greiðslu umfram 680.000 dali eða jafnvirði þess í íslenskri mynt séu ólögmætar og fái ekki staðist. Stefnandi kveður efni samningsins hafa legið fyrir og greiðslu hafi verið boðna fram. Allur dráttur á því að stefndi móttaki kaupverð sé á ábyrgð stefnda enda hafi kaupverðið verið til reiðu um leið og kaupsamningur yrði gerður auk þess sem stefnandi telji eðlilegt að vextir sem þá hafi fallið á reikning þann sem stofnaður hafi verið í Búnaðarbanka Íslands hf. falli til stefnda. Ljóst sé að samningi hafi ekki verið rift heldur sé neitað að ganga til formlegs kaupsamnings og afsals á hlutum eftir að aðilar hafi orðið sammála um efni kaupsamnings. Aldrei hafi verið settur eindagi á greiðslu samkvæmt samningi eða greiðslu krafist að viðlagðri riftun. Stefnandi bendir á að um viðskipti milli fagaðila sé um að ræða sem ekki geta hafið vaðið í villu um réttarstöðu sína í málinu. Stefnandi hefur uppi kröfu um viðurkenningu á því að stefnda sé skylt að gera við sig kaupsamning. Þar sé gengið út frá því að báðir aðilar efni skyldur sínar og að verja megi hluta kaupverðs eða því öllu til að fullnusta kvaðir á hinu selda. Stefnandi telur kröfugerð þessa rúmast innan marka einkamálalaga um viðurkenningarkröfur og meðferð þeirra fyrir dómi. Ljóst sé að kaupsamningur verði ekki gerður nema um það sé mælt fyrir í dómi og því þurfi dóm til að stefnandi nái hagsmunum sínum fram. MÁLSÁSTÆÐUR STEFNDA Stefndi byggir kröfu sína um sýknu af öllum kröfum stefnanda fyrst og fremst á því að enginn skuldbindandi kaupsamningur hafi komist á um sölu stefnda á hlutum í SPC Holdings A/S eða NDB Investments S.A. til stefnanda, hvorki hinn 1. febrúar 2002 né síðar. Stefndi kveður stefnanda hafa sent óundirritað erindi í lok janúar 2002, sem hann hafi kallað tilboð, þar sem stefnandi lýsir yfir áhuga á að kaupa nánar tilgreint hlutafé af stefnda. Framkvæmdastjóri stefnda, Sigfús Ingimundarson, hafi ekki kallað saman stjórnarfund í hinu stefnda félagi af þessu tilefni, heldur svarað erindi stefnanda með jákvæðum hætti eftir að hafa ráðfært sig við stjórnarmenn. Stefndi kveður að ljóst sé að málsaðilar hafi gengið út frá því að þá fyrst yrðu kaup með þeim bindandi þegar undirritaður hefði verið sérstakur kaupsamningur um þá hluti sem nú sé deilt um af hálfu stefnanda og a.m.k. tveggja stjórnarmanna í hinu stefnda félagi, í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga og samþykktir félagsins. Sá skilningur sé hins vegar greinilega dreginn í efa af hálfu stefnanda með málsókn þessari. Byggir stefnandi málsvörn sína aðallega á því að samkvæmt grein 4.1. í samþykktum hins stefnda félags skulu undirskriftir tveggja stjórnarmanna skuldbinda félagið. Þess sé enn fremur getið í opinberri útskrift úr hlutafélagaskrá að tveir stjórnarmenn riti firmað saman. Stefndi kveður því stefnanda, sem sjálfur haldi því fram í stefnu að hann sé ekki byrjandi í viðskiptum, ekki geta gengið þess dulinn, að stjórn hins stefnda félags þyrfti að koma að málinu með ótvíræðum hætti til þess að félagið teldist hafa undirgengist kaupsamning við hann með skuldbindandi hætti. Stefndi kveður hina fyrirhöguðu sölu hins stefnda félags á hlutabréfum að verðmæti 70.000.000 króna augljóslega óvenjulega og mikils háttar og því hafi það verið nauðsynlegt að stjórn félagsins tæki slíka ákvörðun til þess að hún teldist vera bindandi fyrir félagið, sbr. 2. mgr. 68. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Ákvörðunin sé sérstaklega óvenjuleg og mikilsháttar þegar virtur sé tilgangur félagsins en skv. grein 1.3. samþykkta þess sé tilgangur þess fjárfesting í hlutabréfum og verðbréfum en ekki sala þeirra. Stefndi kveður framkvæmdastjóra hins stefnda félags fara með daglegan rekstur þess en hann sé ekki einn bær um að samþykkja sölu verulegra eigna nema hann hafi til þess sérstaka heimild félagsstjórnar. Um það atriði vísar stefndi til 2. mgr. 68. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 og 2. mgr. greinar 4.3. í samþykktunum. Í máli þessu liggi hvorki fyrir að félagsstjórn hins stefnda félags hafi veitt framkvæmdastjóra félagsins sérstaka heimild til að skuldbinda félagið, né að tveir stjórnarmenn hafi gert það með undirritun sinni. Ekki sé heldur að finna í fundargerðarbók félagsins bókaðar ákvarðanir stjórnar af þessu tilefni. Augljóslega liggi því ekki fyrir skuldbindandi samþykkt stjórnar hins stefnda félags fyrir því að selja stefnanda hluti þá sem málsókn þessi snýst um og beri því þegar af þeirri ástæðu að sýkna hið stefnda félag. Stefndi kveður framkvæmdastjóra hins stefnda félags hvorki hafa haft heimild til að skuldbinda félagið til sölu á hlutabréfum þeim sem mál þetta snúist um hinn 1. febrúar 2002 né síðar. Aðkoma hans að málinu hafi því ávallt verið háð þeim fyrirvara að endanlegur kaupsamningur yrði samþykktur af stjórn félagsins, þó hann hafi ekki sérstaklega getið þess í skriflegum samskiptum sínum við stefnanda. Stefndi telur að stefnanda hafi ávallt verið þetta ljóst. Stefndi vísar til gagnályktunar frá 10. gr. laga nr. 7/1936 um samningagerð, umboð og ógilda löggerninga þeirri málsástæðu til fyllingar. Stefndi kveður að líta beri svo á að meint samþykki stefnda í tölvupósti framkvæmdastjórans hinn 1. febrúar hafi strax verið afturkallað með tölvupósti hans rúmum klukkutíma síðar. Stefndi telur að sú afturköllun hafi komist til vitundar stefnanda samtímis meintu samþykki, sbr. 7. gr. laga nr. 7/1936 um samningagerð, umboð og ógilda löggerninga. Loks telur stefndi að háttsemi stefnanda eftir l. febrúar hafi verið með þeim hætti, að hann hafi jafnframt sjálfur litið svo á, að ekki hefði komist á skuldbindandi samingur um kaup milli málsaðila um greinda hluti. Verði litið svo á að kaupsamningur hafi komist á með málsaðilum byggir stefndi sýknukröfu sína á því að ekki hafi verið samið um endurgjald að fjárhæð 680.000 dalir heldur að endurgjaldið hafi átt að vera jafnvirði þeirrar fjárhæðar í íslenskum krónum miðað við 1. febrúar 2002, eða síðara tímamark, en með því að engin varakrafa sé gerð í stefnu er lúti að kaupverði í íslenskum krónum sé óhjákvæmilegt að sýkna stefnda af viðurkenningarkröfum stefnanda. Stefndi byggir á því að ef litið verði svo á að bindandi kaupsamningur hafi komist á með aðilum með einhvers konar samþykki stefnda hinn 1. febrúar eða síðar, þá hafi sá samningur fallið niður þegar viðræður framkvæmdastjóra stefnda og stefnanda sigldu í strand á fundi þeirra 3. maí 2002. Þá sé það ljóst að eftir það tímamark hafi stefnandi komið fram með ýmis ný skilyrði fyrir væntanlegum kaupum á hinum umdeildu hlutum, m.a. að kaupandinn yrði Holt Holdings a.s. en ekki stefnandi sjálfur. Þá hafnaði stefnandi því skilyrði stefnda að hann myndi jafnframt kaupa alla hluti Jóns og Sigurðar Pálmasona í hlutafélögunum. Ekkert hinna nýju skilyrða hafi verið samþykkt af stefnda. Líta beri á ný skilyrði af hálfu stefnanda sem ný tilboð, sbr. grunnreglu 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1936 um samningagerð, umboð og ógilda löggerninga og því hafi ekki komist á bindandi kaupsamningur með málsaðilum. Stefndi byggir enn fremur á því að ef litið verði svo á að einhverntíma eftir 1. febrúar 2002, hafi að nýju komist á bindandi kaupsamningur með aðilum, þá hafi stefnandi glatað öllum rétti til að halda kaupum uppá stefnda með því að greiða ekkí kaupverðið og tefja frágang málsins með óviðunandi hætti. Því hafi stefnda verið rétt að tilkynna stefnanda sérstaklega hinn 5. september 2002 að hann liti svo á að viðræðum aðila um hugsanleg kaup stefnanda á greindum hlutum væri slitið í þetta sinnið. Byggir stefndi enn fremur á því að í tilkynningu hans hinn 5. september 2002 hafi falist réttmæt riftunaryfirlýsing ef dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að fyrir þann tíma hafi komist á bindandi kaupsamningur með aðilum. Enn fremur byggir stendi á því að stefndi hafi, með hliðsjón af 2. mgr. 54. gr. laga um lausafjárkaup, sett stefnanda sanngjarnan viðbótarfrest til að ganga frá kaupsamningi og greiða kaupverðið með bréfi, dags. 26. ágúst 2002, án þess að stefnandi hafi gengið til frágangs málsins. Þá hafi stefnandi hafnað sanngjarnri kröfu stefnda til vaxta af kaupverðinu og ekki samþykkt kröfu stefnda um að miða kaupverðið við gengi hinn 1. apríl 2002. Af þessum sökum hafi stefnda verið rétt að slíta viðræðum málsaðila. Hvernig sem á málið sé litið byggir stefndi enn fremur á því að stefnandi hafi glatað hugsanlegum rétti sínum til kaupanna með því að hafa tafið framgang málsins og hafa ekki boðið greiðslu í tíma. Á það sé sérstaklega bent að stefnandi hafi lagt 680.000 dali inn á sérstakan reikning í eigin nafni hinn 15. ágúst 2002 en þá hafi verið liðnir fimm og hálfur mánuður frá því hann hafi lýst áhuga sínum á að eiga kaup við stefnda. Stefndi kveður greiðslu stefnanda á fjármunum inná reikning í eigin nafni hinn 15. ágúst heldur ekki geta haft þýðingu við úrlausn málsins enda gætti stefnandi ekki ákvæða laga nr. 9/1978 um geymslufé í því sambandi. Þeir fjármunir standi því stefnda ekki til reiðu þó dómur samþykki viðurkenningarkröfur stefnanda í máli þessu. Kaupverð sem kunni að hafa verið ákveðið 1. febrúar hafi því enn ekki verið innt af hendi. Loks telur stefndi að hafna beri öllum kröfum stefnanda þegar kröfugerð hans sé virt. Stefndi kveður þann galla vera á kröfugerðinni að ekki sé tilgreint hvenær kaupsamning eigi að gera með aðilum nái viðurkenningarkröfurnar fram að ganga, og ekki sé heldur kveðið á um skyldu stefnanda til vaxtagreiðslna af kaupverðinu. Vísar stefndi til 71. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 í þessu sambandi. Verði kröfur stefnanda teknar til greina getur stefnandi sjálfur ákveðið hvenær hann geri kröfu til þess að stefndi gangi til kaupsamningsgerðar og eftir atvikum haldið stefnda áfram í óvissu um frágang málsins. NIÐURSTAÐA Fram kemur í málinu að stefnandi og framkvæmdastjóri stefnda höfðu samráð um efni tilboðs, sem stefnandi sendi framkvæmdastjóra stefnda með tölvupósti í lok janúar 2002. Tilboðið var unnið af Einari S. Hálfdánarsyni hrl., endurskoðanda stefnda, að frumkvæði málsaðila og var efni þess í samræmi við hugmyndir stefnanda og framkvæmdastjóra stefnda. Efni tilboðsins er skýrt og einfalt, og ber með sér að um er að ræða bindandi tilboð þótt orðalagið “lýsir yfir áhuga að kaupa” hafi verið notað. Ekki kom fram þá, né síðar, fyrirvari um að stjórnin þyrfti að staðfesta samninginn á formlegum stjórnarfundi til þess að hann teldist bindandi fyrir stefnda. Þvert á móti benda viðbrögð stjórnarmanna og stærstu hluthafa stefnda til þess að bindandi samningur hafi komist á með samþykki þessa tilboðs. Mátti stefnandi því ætla að á hefði komist bindandi samningur milli hans og stefnda. Stefndi heldur því fram í málinu að samþykkið sem gefið var hafi verið afturkallað og sú afturköllun komist til vitundar stefnanda samtímis samþykkinu. Orðalag síðari tölvubréfs framkvæmdastjóra stefnda frá 1. febrúar 2002 bendir ekki ótvírætt til þess að um afturköllun sé um að ræða. Bendir skeytið til þess að hluthafar og stjórnarmenn hafi orðið ósáttir við það að kominn var á bindandi samningur við stefnda, en hvergi kemur fram að samþykkið hafi verið afturkallað. Í framhaldinu lognaðist óánægjan út og stefnandi fór að vinna að gerð kaupsamnings eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en 5. september sem lögmaður stefnda greindi frá því að viðræðum milli aðila væri lokið. Engan veginn verður litið á það sem afturköllun tilboðs þess sem samþykkt hafði verið samkvæmt framansögðu. Báðir aðilar sóttu fast í gegnum allt ferlið að kaupsamningur tækist þannig að greiðsla yrði innt af hendi og hlutaféð afhent. Ekkert liggur fyrir í málinu sem bendir til þess að stefnanda hafi skort greiðsluvilja eða getu til að greiða samningsverðið. Þvert á móti bendir greiðsla stefnanda á samningsupphæðinni inná bankareikning til hins gagnstæða. Samkvæmt öllu framansögðu verður fallist á dómkröfu stefnanda eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 1.500.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Stefndi greiði stefnanda 1.500.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 203/2011
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. mars 2011, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. apríl sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. mars 2011, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 7. apríl 2011, klukkan 16 og einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 163/2000
Verksamningur
Þ er rafvirkjameistari og löggiltur rafverktaki. Ágreiningur reis á milli hans og H um uppgjör þriggja verka, sem Þ hafði tekið að sér fyrir H. Aðilum bar ekki saman um hvort Þ skyldi veita H afslátt af einu verkinu. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og hafnaði kröfu H um afslátt á þeim forsendum að ósannað væri að samið hefði verið um afslátt eða að kröfu um afslátt mætti leiða af venju. Þá var H sýknað af kröfu Þ um greiðslu fyrir tiltekið verk, sem unnið var að beiðni framkvæmdastjóra H á heimili móður hans, enda þótti ósannað að verkið hefði verið unnið fyrir H. Að síðustu stóð deilan um verk, sem Þ tók að sér fyrir H sem undirverktaki, en Þ skyldi veita H 12% afslátt af tilboðsverði. Miklar breytingar urðu á verkinu á verktímanum af ástæðum, sem snéru að verkkaupa. Leiddu breytingarnar til aukins kostnaðar við framkvæmd verksins. Sömdu Þ og H við verkkaupann um uppgjör þess. Við uppgjör á milli Þ og H fór H fram á að umsaminn 12% afsláttur yrði látinn ná til þess kostnaðar, sem af breytingunum leiddi, þar á meðal aukaverka. Þessu mótmælti Þ, sem taldi afsláttinn einungis vera af upphaflega tilboðsverðinu, þó að undanskildum þeim hluta þess, sem hvað mestum breytingum hefði tekið. Hæstiréttur hafnaði kröfu H, en leit svo á að Þ bæri að veita afslátt af hinu upprunalega heildartilboðsverði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. apríl 2000. Hann krefst sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 29. júní 2000. Krefst hann þess aðallega að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 916.710 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 246.749 krónum frá 22. maí 1998 til 1. desember sama árs, af 304.428 krónum frá þeim tíma til 1. janúar 1999, af 593.627 krónum frá þeim tíma til 1. mars sama árs, en af 916.710 krónum frá þeim tíma til greiðsludags. Til vara krefst gagnáfrýjandi staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. I. Svo sem rakið er í héraðsdómi reis ágreiningur milli málsaðila vegna uppgjörs þriggja verka, sem gagnáfrýjandi vann samkvæmt samningum við aðaláfrýjanda. Gagnáfrýjandi er rafvirkjameistari og rafverktaki og var hið fyrsta þessara verka uppsetning raflagna í svokölluðu Drafnarhúsi í Hafnarfirði. Við þær framkvæmdir var hann undirverktaki hjá aðaláfrýjanda, sem tekið hafði að sér framkvæmdir í húsinu sem aðalverktaki. Telur hinn síðarnefndi að gagnáfrýjanda hafi borið að veita sér 10% afslátt af verklaunum sínum, sem hann fékk greidd samkvæmt reikningi. Því hafnar gagnáfrýjandi. Er fyrsti liður kröfugerðar hans, 246.749 krónur, til kominn vegna þessa ágreiningsefnis. Aðaláfrýjandi hefur hvorki stutt haldbærum rökum að samið hafi verið um þann afslátt, sem hann krefst, né að venja leiði til þess að gagnáfrýjanda beri að veita hann. Ekki er heldur unnt að fallast á að handritað og ódagsett blað, sem stafar frá gagnáfrýjanda og nánar er getið í héraðsdómi, geti breytt neinu um þá niðurstöðu. Er óumdeilt að það varð til við samræður gagnáfrýjanda og forráðamanns aðaláfrýjanda í bifreið, þegar hinn fyrrnefndi gekk eftir greiðslum, en verkið var þá langt komið eða því jafnvel alveg lokið. Á þessu blaði er í fáum orðum getið eftirstöðva vegna verksins og dráttarvaxta, 40.000 króna, sem aðaláfrýjandi skyldi greiða gagnáfrýjanda. Telur aðaláfrýjandi sig óbundinn af síðastnefnda þættinum og að hann hafi ekki fallist á að greiða umrædda dráttarvexti, þótt hann telji gagnáfrýjanda á hinn bóginn bundinn af því atriði, sem lýtur að eftirstöðvum fyrir verkið. Verður ekki talið að neinn samningur hafi komist á í umrætt sinn milli málsaðila um uppgjör fyrir verkið, sem um ræðir. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um að taka til greina þennan þátt í kröfugerð gagnáfrýjanda. II. III. Fram er komið að mjög miklar breytingar urðu á öllu verkinu á verktímanum, þar á meðal þeim þáttum, sem gagnáfrýjandi hafði tekið að sér. Urðu þær af ástæðum, sem snéru að verkkaupa. Í skýrslu Jóhanns T. Egilssonar fyrir dómi, sem var eftirlitsmaður verkkaupa með framkvæmdum, kom meðal annars fram að arkitekt hússins hafi krafist þess að notaðir yrðu að stórum hluta aðrir og dýrari lampar en miðað hafði verið við í útboði. Þá féllu einnig til fjölmörg aukaverk, sem gagnáfrýjandi vann, meðal annars vegna breytinga, sem gerðar voru á upphaflega verkinu. Kvaðst Jóhann telja að aðaláfrýjanda hafi verið ljós sú breyting, sem gerð var á vali lampa á verktímanum, eins og öðrum sem stóðu að þessu verki. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Háberg ehf., greiði gagnáfrýjanda, Þórði Bogasyni, samtals 558.025 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 246.749 krónum frá 22. maí 1998 til 1. mars 1999, en af 558.025 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda samtals 375.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnandi er Þórður Bogason, kt. 100358-2379, Lækjarhjalla 12, Kópavogi, en stefndi er Háberg ehf., kt. 590496-2199, Hnotubergi 1, Hafnarfirði, en stjórnarformaður félagsins er Sófus Berthelsen, kt. 080454-3259, sama stað. Umboðsmaður stefnanda er hrl. Friðjón Örn Friðjónsson, en umboðsmaður stefnda er hdl. Jón Auðunn Jónsson. 1. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum kr. 916.110,- krónur með hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum af kr. 246.749,- kr. frá 22. maí 1998 til 1. desember 1998, en af kr. 304.628,- frá þeim tíma til 1. janúar 1999, en af kr. 693-627,- frá þeim degi til 1. mars 1999 en af kr. 1.016.710,- frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu að mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti. 2. Stefndi krefst þess að verða með öllu sýknaður af kröfum stefnanda og honum verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu skv. framlögðum málskostnaðarreikningi úr hendi stefnanda. Stefnandi er rafvirkjameistari og löggiltur rafverktaki, sem unnið hafði fyrir stefnda í ýmsum verkum, en stefndi er verktaki á tilboðsmarkaði og hafði tekið að sér ýmiss verk sem aðalverktaki og svo ráðið undirverktaka til að annast suma þætti verkanna þ.á.m. stefnanda máls. Ágreiningur er milli aðila um uppgjör greiðslu vegna þriggja verka, þ.e. við Drafnarhúsið, Strandgötu 75, Hafnarfirði, Móabarð 31, Hafnarfirði og að Klettagörðum 15, Reykjavík. 1. Drafnarhúsið Stefndi hafði tekið að sér innréttingar á hluta á 3. hæð hússins. Þar sem verið var að útbúa starfsstofu fyrir tölvufyrirtækið Memphis. Hluti af verkinu voru raflagnir og leitaði stefndi til stefnanda um þennan þátt verksins. Var svo umsamið á milli þeirra að stefnandi ynni verkið samkvæmt reikningi en ekki samkvæmt fyrirfram gerðu tilboði. Verkið var unnið á tímabilinu frá nóvember til desemberloka 1997 og gaf stefnandi út heildarreikning vegna verksins að fjárhæð kr. 2.346.749,- Þessari reikningsupphæð er ekki mótmælt af hálfu stefnda, en fram kemur hjá honum að samið hafi verið um 10 % afslátt af einingarverði svo sem tíðkist er undirverktaki í tilboðsverki vinni verk samkvæmt reikningi. Þá ber aðilum saman um að stefndi hafi greitt vegna verksins kr. 2.000.000,-. Stefndi kveðst hafa átt að greiða kr. 2.112.074,- miðað við 10 % afslátt á reikningi og vísar til yfirlits merkt dskj. nr. 15 sem stefnandi hafi lagt fyrir stefnda 27. júlí 1998 en þá hafi eftirstöðvar vegna Strandgötu 75, Hafnarfirði eða Memphis verið kr. 100.000,- og lagði stefndi fram í málinu ljósrit af tékkaávísun stefnda til stefnanda, sem er með útgáfudag 16. júlí 1998, og sé ekki tilgreind í reikningsyfirlitum stefnanda og eigi að koma til frádráttar og því sé skuld stefnda vegna þessa verks kr. 12.074. Stefnandi hefur lækkað upphaflega kröfu sína um kr. 100.000,- í samræmi við þetta. Stefnandi telur eftirstöðvar vera miðaðar við greiðslur stefnda kr. 246.749. Stefnandi vísar til þess, að á uppgjörsfundi aðila 5. nóvember 1998 hafi stefndi samþykkt að greiða kr. 40.000,- í dráttarverxti vegna síðasta verkliðar og skuldi stefndi honum því vegna þessa verks kr. 286.749,- með dráttarvöxtum 22. maí 1998. 2. Móabarð 31, Hafnarfirði Að beiðni Andrésar Ásmundssonar framkvæmdastjóra Hábergs ehf. gerði stefndi við raflagnir í heimili móður hans að Móabarði 31, Hafnarfirði vorið 1998, þar höfðu fyrir slysni verið sagaðar í sundur raflagnir og þurfti að gera við með því að skipta um ídráttarefni og tengja. Stefnandi kvað þess hafa svo verið óskað að reikningurinn vegna kostnaðar við verkið yrði gerður við stefnda. Við það hefur stefndi ekki kannast og heldur því fram að stefnandi hafi átt að beina reikningnum til Andrésar Ásmundssonar, en ekki er deilt um að verkið hafi verið unnið af stefnanda. 3. Klettagarðar 15, Reykjavík Í mars 1998 óskaði Vörfluttningamiðstöðin eftir tilboðum í frágang stoðrýma fasteignarinnar Klettagarðar 15, Reykjavík og lágu fyrir útboðs og verklýsing um verkið. Tilboð stefnda í verkið var samþykkt og samdi Vörufluttningamiðstöðin í framhaldi af því við stefnda um verkið og skyldu V.S.Ó ráðgjöf og Raftæknistofan vera eftirlitsaðilar með verkinu. Stefndi hafð svo óskað eftir tilboði stefnanda í raflagnir og ljósatengingar sem í verkinu fólust og gerði stefnandi tilboð í verkið, dskj. nr. 6, sem er ódagsett en nam kr. 5.394.296,- og tókust samningar með aðilum á þessum grundvelli sem byggðir voru á magntöluskrá stefnanda og hafði hann samþykkt að veita 12 % afslátt af þessu verði til stefnda sbr. áritun á skránna sbr. dskj. nr. 16. Fram kemur hjá stefnda, að í samningnum hans við verkkaupa hafi verkkaupin, lampar verið metin á kr. 2.844.300,- en samkvæmt tilboði stefnanda átt að kosta 1.401.350,-, þegar tekið hafði verið tillit til afsláttar og því hafi verið nokkur hagnaðarvon í þessum lið. Lamparnir hafi svo orðið miklu dýrari í innkaupi hjá stefnanda heldur en hann hafi áætlað er hann gerði tilboðið til stefnda eða hljóðað upp á kr. 2.508.387,-. Án samráðs við stefnda og án samþykkis verkkaupa hafi stefnandi gert reikning fyrir þessari hækkun sem aukaverki, en stefndi hafi ekki fengið þessa hækkun bætta af verkkaupum, hann hafi ekki fallist á að á reikning stefnanda legðist álagning aðalverktaka. Stefndi telur sig af þessum sökum hafa orðið fyrir tjóni sem nemi 1.442.995,- sem stefnandi eigi að bæta honum og koma til skuldajöfnunnar við kröfu stefnanda sem telur hins vegar stefnda skulda sér kr. 612.282,- vegna þessa verks. Hann hafi unnið verkið svo sem um var samið en það tekið miklum breytingum að beiðni stefnda og því verið mikið um aukaverk og vísar stefnandi til sundurliðunnar á dskj. nr. 7 um þau og á dskj. nr. 8 um yfirlit um kostnað við lampa. Stefnandi vísar og til uppgjörsblaðs eftirlitsaðila með verkinu, sem þeir höfðu tekið saman eftir að hafa framkvæmt úttekt á því, en þar sé sundurliðaður kostnaður við tilboðsverkin auk lampa og vegna aukaverka og er hann samtals að fjárhæð kr. 8.489.823,-. Á fundi með málsaðilum, eftirlitsaðilum og fulltrúa verkkaupa 5. nóvember 1998 hafði uppgjörsblaðið verið samþykkt og lagði stefnandi það til grundvallar reikningsgerð sinni. Samkvæmt þvi nema aukaverk kr. 3.053.506,- og telur stefndi að af þeirri fjárhæð eigi stefnandi samkv. samningi þeirra að veita 12% afslátt þ.e. kr. 366.420,- sem draga beri frá stefnufjárhæðinni. 1. Stefnandi byggir á því að hann hafi unnið þau verk fyrir stefnda sem að ofan greini og mál þetta varði. Verkin hafi verið unnin að beiðni stefnda og í samræmi við fyrirmæli hans á meðan á verkframkvæmd stóð. Stefnandi hafi gert stefnda reikninga fyrir verkin sem hafi ekki sætt andmælum, enda sanngjarnir og eðlilegir og að hluta til byggðir á úttekt og mati óháðra eftirlitsaðila með verkframkvæmd (Klettagarðar 15). Stefnda sem verkkaupa beri samkvæmt grundvallarreglum kröfu og samningaréttar að greiða stefnanda fyrir verkið skv. framlögðum reikningum, sbr. sérstaklega 5. gr. kaupalaga nr. 39/1922. Stefnandi byggir á þvi að verkið hafi í raun gefið tilefni til mun hærri reikningsgerðar, en hann hafi fallist á að veita verulegan afslátt til að ná samkomulagi um uppgjör við stefnda. Til marks um, að stefnandi hafi unnið verk sitt vel og fullnægjandi af hendi sé að það var tekið út og samþykkt af eftirlitsaðilum verkframkvæmda. Á því er byggt, að stefndi hafi sönnunarbyrði fyrir því hvaða greiðslur hann hafi innt af hendi inn á verkið. Að hluta til er ágreiningur um innborganir og tilgreindar innborganir í bréfi stefnda á dskj. nr. mótmælt sem röngum að því marki sem þær eru í ósamræmi við reikningsyfirlit stefnanda. 2. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að stefnandi eigi ekki neina kröfu á hendur sér vegna þeirra verka sem hann hefur unnið fyrir stefnda. Sama hvernig uppgjör verkanna er reiknað og borið saman við greidd verklaun, verði niðurstaðan ávalt sú að stefndi hafi ofgreitt stefnanda umtalsverðar fjárhæðir. Stefndi áskilur sér rétt til að sækja ofgreidd verklaun síðar úr hendi stefnanda. Sérstaklega er mótmælt dráttarvaxtakröfum stefnanda en eins og sjá megi séu þær ekki í neinu samræmi við efni þeirra reikninga sem lagðir hafa verið fram í málinu af hans hálfu. Stefndi heldur því fram að eftirstöðvar vegna Memphis hafi þann 27. júlí 1998 verið kr. 12.074,- og byggir það á þeim greiðslum sem stefnandi hafi fengið fyrir verkið og ekki er deilt um í málinu og að sannað hafi verið um 10% afslátt af einingarverði sem dragast hafi átt frá reikningi stefnanda. Þá er mótmælt vaxtakröfu stefnanda að fjárhæð kr. 40.000,- sbr. dskj. nr. 14 og kveðst stefndi ekki hafa samþykkt hana. Sýknukröfu sína vegna reiknings stefnanda vegna Móabarðs 31, byggir stefndi á aðildarskorti. Kröfu sína um sýknu vegna verka fyrir Vöruflutningamiðstöðina ehf. byggir stefndi á þvi, sem fram er komið í málavaxtalýsingu, að stefnandi hafi bakað honum tjón að kr. 1.442.955,- með því að nota dýrari lampa inn í verkið en um var samið, sem eigi að koma til skuldajafnaðar og einnig eigi stefndi rétt á 12% afslætti af aukaverkum að fjárhæð kr. 3.053.506,- eða kr. 366.420,- og þegar fleira sé týnt til telur stefndi sig hafa greitt langtum meira en stefnandi eigi tilkall til. Sýknukröfu sína byggir stefndi á verksamningi aðila sbr. einnig almennar reglur íslensks samninga og kröfuréttar um réttar efndir . Hann byggir rétt sinn til bóta úr hendi stefnanda vegna oftekinna verklauna fyrir lampa á ákvæðum verksamningsins, almennum reglum kröfuréttarins og reglum skaðabótaréttarins um bætur vegna réttarbrota innnan samninga. Skuldajafnaðarkröfu sína byggir hann á reglum íslensks kröfuréttar um skuldajöfnuð. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Aðilaskýrslur gáfu stefnandi og fyrirsvarsmenn stefndu þeir Sophus Berhelsen og Andrés Ásmundsson, en vitni báru Jóhann Tómas Egilsson kt. 070371-4139, Breiðuvík 37, Reykjavík, sem var eftirlitsmaður á vegum V.S.Ó. sem annaðist eftirlit með verkinu fyrir verkkaupa og Sigurður Grímsson, kt. 021155-3739, Þingási 26, Reykjavík sem kannaði raflagnir fyrir Klettagerða 15 og tók þátt í eftirliti með verki stefnanda þar fyrir verkkaupa. Ágreiningslaust er í málinu að samkvæmt samkomulagi milli aðila skyldi verkið við raflagnir að Strandgötu 71, Hafnarfirði vegna tölvufyrirtækisins Memphis unnið af stefnanda samkvæmt reikningi, en verkið að Klettagörðum 15 fyrir Vörufluttningamiðstöðina skyldi unnið eftir tilboði, sem stefnandi gerði í verkið. Bæði þessi verk vann stefnandi á fullnægjandi hátt og í samræmi við verklýsingu og breytingar á þeim sem gerðar voru af eftirlitsaðilum verkkaupa. Fyrir liggur að stefnandi veitti 12% afslátt af tilboðinu, en það var byggt á magntöluskrá og var hún árituð þar um. Fullyrðing stefnda um að stefnandi hafi lofað að veita 10% afslátt af reikningum vegna verksins að Strandgötu 75, fær ekki stoð í framburði stefnanda né ber reikningagerð hans um verkið það með sér, að taka hafi orðið mið að ákveðnum afslætti við samningu reikninganna. Uppgjörsblað, sem merkt er dskj. nr. 15, en er ódagsett gæti gefið til kynna að eftirstöðvar skuldar vegna verksins hafi um mitt sumar 1998 verið kr. 100.000,-, þær hafi svo verið greiddar 16. júní s.l. og mismunur á inngreiðslum og reikningum væri þessi umræddur afsláttur. Þetta uppgjörsblað nær engan vegin yfir öll viðskipti aðila vegna þessa verks og hvorugur málsaðila vill að fullu leggja það til grundvallar um fullnaðaruppgjör og þykir því ekki fært að byggja á því um þetta atriði. Það þykir því bresta sönnun um það í málinu að stefnandi hafi gengist undir að veita þennan afsláttt og ekki hefur heldur verið sýnt fram á að tíðkanlegt sé, þegar verktaki vinnur í tímavinnu í verki, sem aðalverktaki hefur boðið í, að undirverktaki veiti 10% afslátt af reikningum. Það verður því alfarið byggt á reikningum stefnanda um verkið að Strandgötu 75 enda hafa þeir ekki verið véfengdir, sem óeðlilegir miðað við unnið verk. Heildarreikningur stefnanda fyrir þetta verk nam kr. 2.346.749,- og hefur stefndi samþykkt þessa reikningsgerð. Ekki er ágreiningur um að stefndi hafi þann 16. júní s.l. lokið greiðslu á 2.100.000,- upp í þennan reikning og skuldaði hann því stefnanda kr. 246.749,-. Við uppgjör á milli aðila á verkinu að Klettagörðum 15 verður fyrst og fremst að styðjast við tilboð stefnanda og svo reikningagerð hans vegna breytinga og aukaverka, en þó að hafa hliðsjón af gögnum sem lögð hafa verið fram af báðum aðilum varðandi breytingar á lömpum og um aukaverk. Í viðskiptayfirliti stefnanda merkt dskj. nr. 3, kemur fram að stefndi hafði greitt stefnanda vegna þessa verks kr. 7.077.541,- og er því ekki andmælt af hálfu stefnda og þykir mega við það miða um uppgjörið. Þá verður aðallega að að styðjast við tilboð stefnanda í verkið dskj. nr. 16 og svo yfirlit um heildaruppgjör vegna þess og aukaverka sbr. dskj. nr. 9, en þar er lögð til grundvallar verðlagning stefnanda á verkinu samkvæmt tilboðinu og listinn yfir lampa og aukaverk, sem útbúnir voru með eða í samráði við eftirlitsaðila verkkaupa og voru lagðir fyrir stefndu, áður en framangreint uppgjör fór fram á fundi stefndu, stefnanda og eftirlitsaðila verkkaupa, sem borið hafa vitni í málinu. Samkvæmt uppgjörum er kostnaður vegna tilboðsverks og lampa kr. 5.436.317,-, sem er dálítið meira en tilboðsverð stefnanda. Lampaþátturinn í tilboðinu var upp á kr. 1.661.594,- en varð samkvæmt uppgjörinu að fjárhæð kr. 2.506.387,-. Smáspennuvirki, raforkuvirki o.fl. var skv. tilboðinu kr. 3.732.702,- varð samkvæmt uppgjörinu kr. 2.927.930,-. Skýringin á þessu er sú að þegar á reyndi gerði verkkaupi eða eftirlitsaðilar verkkaupa og arkitekt kröfu um að aðrir lampar yrðu notaðir en tilgreindir voru í tilboði stefnanda og voru þeir töluvert dýrari og samkv. framburði vitnanna Jóhanns Tómasar og Sigurðar Grímssonar, var verkkaupa ljós þessi kostnaðarauki en vitnið Jóhann gat ekki staðfest, að verkkaupi tæki á sig að greiða þennan kostnað og ekki var formlega gengið frá því. Verkfundir voru haldnir vikulega milli efirlitsaðila, verkkaupa og verktaka og var venjan að leggja fyrir slíka fundi ákvarðanir sem gætu leitt til kostnaðarauka fyrir verktaka, og það bókað og gæti þá verktaki gert athugasemdir ef hann teldi sig verða fyrir tjóni af breytingunum miðað við verktilboð. Vitnið Sigurður taldi að valið á nýjum lömpum næði í gegn, þó að það hefði ekki umboð til að semja við stefnanda heldur hafi þurft að koma til samþykki aðaleftirlitsmanns verkkaupa Jóhanns Tómasar um að þetta kæmi til hækkunnar miðað við tilboðsverð og taldi það að þetta samþykki fengist. Lækkun á liðnum smáspennuvirki og rafspennuvirki mun skýrast af breytingum á verkinu. Hætt var við nokkuð af verkunum skv. verklýsingu eða þau útfærð öðruvísi og að einhverju leyti leiddu beytingar til þess að verk færðist á aukaverk og einnig mun hafa komið til lækkunar af hálfu stefnanda. Þegar þetta er virt, verður talið að breytingarnar á lampaskránni hafi verið gerðar að ósk og í samráði við verkkaupa, sem var ljóst, að þær hefðu í för með sér kostnaðarauka og bar verkkaupa að greiða þannan kostnaðarauka miðað við tilboð stefnda, og stefndu að gera upp við stefnanda á grundvelli þess. Þá voru aukaverk unnin að ósk verkkaupa og áttu stefndu rétt á að fá þau greidd með álagi af hálfu verkkaupa, en stefnandi á rétt á greiðslu frá stefndu skv. þeim reikningum og sundurliðun sem liggur frammi í málinu og uppgjörið frá 10. okóber s.l. er byggt á. Ekki var umsamið milli málsaðila að stefndu fengju afslátt af reikningum vegna aukaverka og engar venjur við að styðjast, um að afsláttur sem samið er um í sambandi við tilboðsverk nái til aukaverka. Hins vegar verður að líta svo á að lamparnir falli inn í tilboð stefnanda, þó að breytingar hafi verið gerðar á lampaskrá og er fallist á að stefndu njóti afsláttar miðað við upphaflegt tilboðsverð, þó að liðirnir smáspennuvirki og lampavirki hafi lækkað. Samkvæmt þessu þykir mega fallast á reikninga eða kostnaðarlið stefnda vegna verka hans við Klettagarða 15, Reykjavík að fjárhæð kr. 8.489.823,-, en til frádráttar kemur afsláttur að fjárhæð kr. 647.315,- og það sem stefndu hafa áður greitt kr. 7.077.541,- telst skuld stefndu við stefnanda vegna þessa verks kr. 764.964,-. Kemur þá til álita hvort stefnandi eigi sök á því að stefndu misstu af hagnaði í sambandi við lampaþátt tilboðsins, en stefndu telja stefnanda hafa verið bundinn við að vinna verkið samkvæmt tilboði, verklýsingu og útboðsgögnum og frávik frá því sem hefði kostnað í för með sér hafi stefnanda veri óheimilt að samþykkja eða útfæra án samráðs við þá. Í samskiptum málsaðila og eftirlitsaðila verkkaupa kom sú staða upp að breytt er lampaplani að ósk verkkaupa, þannig að nota varð dýrari lampa en gert var ráð fyrir í tilboði. Þessar breytingar eru ekki sérstaklega kynntar aðalverktaka né þær ræddar á verkfundum né þau útgjöld sem þeim voru samfara. Svo virðist sem þessir nýju lampar hafi og getað fallið undir verklýsingu og lýsingu í útboðsgögnum og fengu stefndu þennan kosntnaðarauka miðað við tilboð ekki samþykktan á uppgjörsfundinum 10. okt. 1998 og sýnist sem verkkaupi hafi talið hina nýju lampa hafa rúmast innan tilboðs aðalverktaka. Þó að stefnandi hafi afhent stefnda nýja lampaskrá fyrir fundinn, er það eftir að verkið hafði verið framkvæmt. Þarna skortir töluvert á um að stefnandi hafi látið stefndu fylgjast með framvindu verksins og tilgreint við þá um leið kostnaðaraukann samfara breytingum. Einnig má segja að stefndu hefðu með venjulegu eftirliti með verkinu átt að sjá að breyting hafi orðið á lampaplani. Fallist er á það, að fyrir mistök og vangæslu málsaðila hafi stefndu misst af ágóða í sambandi við tilboð stefnanda, en þessi ágóða von kann að hafa valdið því að tilboði stefnanda var tekið. Það er mat réttarins að stefnandi eigi nokkra sök á því að stefndu náðu ekki að tryggja að þeir fengju kostnaðinn af breytingunni greiddan úr hendi verkkaupa og þykir rétt að hann taki að einhverju leyti þátt í tjóni stefndu, sem talið er nema kr. 619.755,- þ.e. kostnaðurinn við breytingar á lampaplaninu að frádregnum 15% álagi sem sé 2.503.387,-, 1.661.594,-, 120.020, = 619.755,- og beri stefnandi 50% af þessu tjóni. Stefndu eru sýknaðir af kröfu stefnanda um greiðslu kr. 17.679,- með vísan til 16. gr. laga nr. 91/1991, en gegn mótmælum stefndu brestur sönnun um að verkið hafi verið unnið að beiðni stefndu og ber stefnanda að beina reikningi þessum til verkbeiðanda, þ.e. Andrésar Ásmundssonar. Stefndu ber því að greiða stefnanda kr. 701.836, = 455.087, + 246.749 kr. Vaxtakröfur stefnanda eru teknar til greina með þeim hætti að stefndu ber að greiða stefnanda dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga af kr. 1.246.749,- frá 2. mars 1998 til 14. maí 1998 af kr. 646.749,- frá þeim tíma til 22. maí s.á. en af 346.749 frá þeim tíma til 16. júní 1998 en af kr. 246.749,- frá þeim tíma til 4. janúar 1999, en af kr. 378.913,- frá þeim tíma til 1. apríl 1999, en af kr. 701.836,- frá þeim tíma til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda í málskostnað kr. 199.200,- að meðtöldum virðisaukaskatti. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari kveður upp dóm þennan . Tafir á dómsuppsögu eru vegna anna dómarans við önnur mál. Stefndu Háberg ehf. greiði Þórði Bogasyni kr. 701.836,- ásamt dráttarvöxtum samkv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 1.246.749,- frá 2. mars 1998 til 14. maí 1998, en af kr. 646.749,- frá þeim tíma til 22. maí 1998, en af kr. 346.749,- frá þeim tíma til 16. júní 1998, en af kr. 246.749 frá þeim tíma til 1. apríl 1999, en af kr. 701.836,- frá þeim tíma til greiðsludags. Stefndu greiði stefnanda kr. 199.200,- í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti.
Mál nr. 308/2012
Fasteign Málamyndagerningur
Málsaðilar deildu um hver væri eigandi fasteignar að Neðri-Þverá í Húnaþingi vestra. Með dómi Hæstaréttar 24. febrúar 2011 í máli nr. 453/2010 var talið að B hefði tekist sönnun um að kaupsamningur um fasteignina hefði verið gerður í nafni S og H sem kaupenda í þeim tilgangi að greiða fyrir því að þau fengju greiddar út ógreiddar brunabætur vegna sumarhúss sem brann árið 2002. Munnlegt samkomulag þeirra í millum var hins vegar ekki talið uppfylla formskilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og voru S og H því sýknuð af kröfu B um útgáfu afsals að fasteigninni til hennar gegn yfirtöku áhvílandi veðskuldar. Kröfugerð í þessu máli var á hinn bóginn með öðru móti, þannig að skilyrði fyrrgreinds ákvæðis voru ekki talin standa kröfu B í vegi. Hljóðaði krafa B upp á viðurkenningu á eignarrétti hennar að fasteigninni. Með hliðsjón af atvikum málsins var B talin hafa fært sönnur á að aldrei hefði annað staðið til en að hún væri réttur eigandi fasteignarinnar frá upphafi og var krafa hennar því tekin til greina.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 8. maí 2012. Þau krefjast sýknu af kröfu stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst í máli þessu viðurkenningar á því að hún sé nú þegar að réttu lagi eigandi fasteignarinnar að Neðri-Þverá. Að virtu því sem talið var sannað um lögskipti aðila í dómi Hæstaréttar 24. febrúar 2011 í máli nr. 453/2010 en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er í ljós leitt að hún hafi verið hinn raunverulegi kaupandi fasteignarinnar og að áfrýjendur hafi til málamynda verið tilgreindir sem kaupendur í kaupsamningi um eignina í desember 2003. Að þessu virtu verður héraðsdómur staðfestur. Áfrýjendum verður gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjendur, Sigurður Guðjónsson og Hildur Eiríksdóttir, greiði sameiginlega stefndu, Björk Sigurðardóttur, 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. apríl 2012. Mál þetta, sem dómtekið var 16. mars 2012 sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Björk Sigurðardóttur, Hlyngerði 3, Reykjavík, með stefnu áritaðri um birtingu 9. mars 2011, á hendur Sigurði Guðjónssyni og Hildi Eiríksdóttur, báðum til heimilis að Háaleitisbraut 103, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að viðurkenndur verði beinn eignaréttur hennar á fasteigninni Neðri-Þverá, Húnaþingi vestra, fastanr. 213-4832 ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefndu ásamt lögmæltum virðisaukaskatti. Stefndu krefjast þess að þau verði sýknuð af kröfum stefnanda. Þá krefjast þau málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts. I. Stefnandi kveður málavexti þá, að hún og eiginmaður hennar, Rúnar Fjeldsted, höfðu hug á að kaupa sér sumarhús, en vinafólk þeirra að Efri-Þverá í Húnaþingi vestra, létu þau vita af því að Íbúðalánasjóður hefði leyst til sín á uppboði húseignina á nágrannajörðinni að Neðri-Þverá í Húnaþingi vestra í lok árs 2001 og að fasteignin væri föl. Húsið væri þokkalega farið þótt ýmislegt væri farið að láta undan vegna vanhirðu fyrri eiganda. Stefnandi og Rúnar skoðuðu eignina fyrir milligöngu vinafólks síns fyrst í ágúst 2003 og leist ágætlega á húsið, auk þess sem vinfengi nágranna spillti ekki fyrir. Leitaði stefnandi fyrst til Íbúðalánasjóðs með það í huga að gera tilboð í eignina en var upplýst um að Stefán Ólafsson, fasteignasali á Blönduósi, hefði eignina til sölumeðferðar og henni bent á að leita þangað varðandi tilboðsgerð. Stefnandi gerði tilboð í eignina, dagsett 15. september 2003, að fjárhæð 2.400.000 krónur. Gengu á milli stefnanda og Stefáns Ólafssonar fasteignasala tilboð og náðust að lokum samningar um kaupin þannig að kaupverð var ákveðið 2.800.000 krónur og skyldi það m.a. greiðast með útgáfu fasteignaveðbréfs. Umrætt kauptilboð hefur stefnandi ekki fundið í sínum fórum og þá hafa engin gögn fasteignasölunnar vegna málsins enn fundist þrátt fyrir leit. Áður en af kaupunum varð, skoðuðu stefnandi og eiginmaður hennar eignina og voru öll samskipti vegna málsins milli þeirra og Stefáns fasteignasala. Þegar ganga átti frá kaupsamningi óskuðu stefndu, foreldrar stefnanda, eftir því við dóttur sína að samningurinn yrði gerður í þeirra nafni, þar sem stefndu höfðu þá nýverið misst sumarhús sitt í Borgarfirði í bruna án þess að endurbyggja það. Við útgreiðslu brunabóta hjá tryggingafélaginu hafði verið haldið eftir verulegri fjárhæð er fengist greidd út, yrði nýtt sumarhús byggt eða keypt. Varð stefnandi við þessari eðlilegu beiðni foreldra sinna, enda stóð ekki annað til en að nafn stefnanda yrði fært yfir á eignina með afsali eða yfirlýsingu þar um. Þar sem stefndu skorti greiðslugetu til að greiða af væntanlegu láni hjá Íbúðalánasjóði, sem skyldi tekið við kaupin, var leigusamningur útbúinn til mála­mynda og fjárhæðir þar lagaðar að þeim kröfum, sem þurfti til að stefndu stæðust greiðslumatið. Er samningurinn frá 18. nóvember 2003 og leigutími sagður hefjast 1. desember sama ár en eignin var afhent í ársbyrjun 2004 og kaupsamningur undir­ritaður 12. desember 2003. Greiðslumat ber með sér að krafist var greiðslugetu upp á 25.000 krónur á mánuði, sem er sama fjárhæð og greinir í leigusamningi aðila. Var samningi þessum þannig aldrei ætlað að hafa nokkurt gildi milli aðila, heldur einungis gerður í því augnamiði að stefndu stæðust greiðslumat en í samningnum er leigusali sagður vera stefndi Sigurður og látið líta svo út fyrir að leigð séu 50% eignarinnar vegna hins lága leigugjalds. Þessum leigusamningi var ekki þinglýst. Stefnandi kveður einnig hafa skort á eigið fé stefndu og hafi eiginmaður stefnanda af þeim sökum lagt 120.000 krónur inn á reikning stefnda Sigurðar þann 2. desember 2003 eða sama dag og greiðslumatið var útbúið af Guðríði Birgisdóttur, starfsmanni í SPRON, sem þá var viðskiptabanki stefnanda. Höfðu stefndu engin viðskipti við SPRON og enga aðra aðkomu að gerð greiðslumatsins en að undirrita umsóknina sem lið í útgáfu fasteignaveðbréfsins. Gengið var frá undirritun kaupsamnings á skrifstofu Íbúðalánasjóðs 12. desember 2003 en hann er vottaður af stefnanda og eiginmanni hennar. Fasteigna­veðbréfið var gefið út 17. sama mánaðar og greiddu stefnandi og eiginmaður hennar þá útborgunargreiðslu kaupsamningsins ásamt þinglýsingar- og stimpilgjöldum kaup­samnings og fasteignaveðbréfs, samtals 464.896 krónur. Greiddi stefnandi jafnframt kaupsamningsgreiðslu nr. 2 að fjárhæð 280.000 krónur 5. mars 2004. Við afhendingu eignarinnar í febrúar 2004 komu í ljós ýmsir gallar á henni en stefnandi réðst í viðgerðir á eigninni og stórfelldar og kostnaðarsamar endurbætur. Fólust þær m.a. í því að skipt var um gólfefni, endurnýjaðar lagnir og innréttingar, þ.m.t. eldhús og eldhústæki. Leitaði stefnandi til lögmanns eftir að hún og eiginmaður hennar höfðu átt í samskiptum við fasteignasalann vegna gallanna. Fóru fram bréfaskipti við seljanda eignarinnar, með leyfi og vitund stefndu og var loks samið um afslátt að fjárhæð 300.000 krónur sem var jafnhár lokagreiðslu. Afsal var svo loks gefið út til stefndu í desember 2006 og lögmannskostnaður greiddur af stefnanda. Í september 2006 kom upp ósætti milli málsaðila vegna sölu á hesthúsi í Víðidal, sem var í eigu stefnanda. Stefndi Sigurður hafði lánað stefnanda 7.000.000 króna til kaupanna á hesthúsinu og taldi sig með því hafa öðlast hlutdeild í húsinu, sem stefnandi hafnaði. Lyktaði þeim ágreiningi með því að stefndi Sigurður stefndi stefnanda fyrir héraðsdóm og var gerð sátt í framhaldinu um endurgreiðslu lánsins ásamt vöxtum, samtals 10.575.356 krónur. Var sáttin m.a. gerð í þeirri trú að fullar sættir tækjust, m.a. vegna Neðri-Þverár, en stefndu höfðu þá hafnað kröfu stefnanda um útgáfu afsals til að þrýsta á um uppgjör vegna hesthússins. Þegar loks sættir höfðu náðst stóðu stefndu föst við sinn keip en stefndu höfðu um haustið 2006, þegar ágreiningur aðila kom upp, byrjað að greiða afborganir af Íbúðasjóðsláninu, sem hvíldi á eigninni, auk gjalda er tengdust eigninni, í óþökk stefnanda. Stefnandi hafði fram til þess tíma, eða í hartnær þrjú ár, ávallt greitt af láninu og allan kostnað af eigninni sem eigandi hennar. Þá hefur stefnandi og eiginmaður hennar nýtt eignina sem sína eigin. Með bréfi lögmanns stefnda Sigurðar, dagsettu 12. júní 2007, var ætluðum leigusamningi sagt upp með sex mánaða fyrirvara, en hvergi í bréfinu er minnst á að leigugjaldið sé í vanskilum. Þessu bréfi var svarað með bréfi, dagsettu 12. júlí sama ár, þar sem sjónarmiðum stefndu var hafnað og ítrekað að stefnandi væri raunverulegur eigandi eignarinnar og gögn lögð fram því til stuðnings. Með símskeytum hinn 10. og 19. júlí 2007 og enn hinn 3. og 18. febrúar 2009 var ætluðum leigusamningi rift vegna ætlaðra vanefnda á greiðslu leigugjalds samkvæmt málamyndaleigu­samningnum. Höfðaði stefndi svo aðfararmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá stefnanda borna út úr húsnæðinu að Neðri-Þverá. Með úrskurði dómsins í málinu nr. A-34/2009, uppkveðnum þann 6. október 2009, var kröfu stefnda hafnað og tilkynnti lögmaður stefnda í kjölfarið að höfðað yrði almennt einkamál til að fá stefnanda borna út úr húsnæðinu. Stefnandi kveðst árangurslaust hafa leitað eftir því við stefndu, að þau afsöluðu henni eigninni að Neðri-Þverá og í því sambandi jafnframt boðið uppgjör vegna þeirra gjalda, sem stefndu hefðu sannanlega greitt af eigninni í óþökk stefnanda. Þegar samningaviðræður stóðu yfir, vegna endurgreiðslu á nefndu láni stefnda Sigurðar til stefnanda vegna kaupa á hesthúsi, hefði verið gefið í skyn að lausn ágreinings vegna lánsins til hesthúsakaupanna væri forsenda þess að tækist að leysa úr ágreiningi aðila vegna Neðri-Þverár. Þegar sátt hefði hins vegar náðst í lánamálinu, hefðu stefndu snúið við blaðinu og neitað að gefa út afsal til stefnanda og róið að því öllum árum að koma stefnanda út úr eigninni með það í huga að selja hana og hafi stefndu m.a. skipt um skrár án heimildar í því augnamiði að sýna eignina væntanlegum kaupendum. II. Stefndu lýsa málavöxtum að ýmsu leyti á nokkuð annan veg en stefnandi. Þau kveðast hafa notið liðsinnis dóttur sinnar, stefnanda máls þessa, og eiginmanns hennar við kaup sín á fasteigninni Neðri-Þverá. Það hafi verið ætlun þeirra og stefnanda og eiginmanns hennar að nýta fasteignina í sameiningu sem sumarhús og hafi stefndu haft eigið svefnherbergi í fasteigninni en stefnandi og eiginmaður hennar hafi einnig átt þar svefnherbergi. Eftir kaupin hafi bæði svefnherbergin og önnur herbergi hússins verið nýtt í sameiningu af báðum fjölskyldum um nokkra hríð. Hafi þetta verið staðfest af eiginmanni stefnanda í fyrra dómsmáli aðila og hafi jafnframt komið fram að hann og fjölskylda hans hafi þá nýtt 50% af eigninni og rúmlega það. Vinkona stefnanda, Ingibjörg G. Geirsdóttir, hafi einnig borið á þennan veg fyrir dóminum. Í upphafi hafi verið ráðgert að framangreint fyrirkomulag yrði viðhaft um ókomna tíð og hefðu stefndu og stefnandi ritað undir leigusamning áður en greiðslumat fór fram. Í nefndum samningi hafi komið fram að 50% eignarinnar skyldu leigð til stefnanda, í samræmi við upphaflegan ásetning aðila, eins og fyrirkomulagið stuttu eftir undirritun kaupsamningsins sé einnig til marks um. Benda stefndu á að í húsaleigusamningnum segi m.a. að aðeins 50% fasteignarinnar skuli leigð til stefnanda en ekki öll fasteignin. Virðist því sem samningurinn, sem sagður sé hluti af ætluðum málamyndagerningum milli málsaðila, hafi verið efndur að hluta í samræmi við ákvæði hans, á meðan allt lék í lyndi þeirra í milli. Tímasetning undirritunar samningsins hafi verið ákveðin með hliðsjón af því að greiðslumat hjá bankastofnun var á döfinni. Hafi sú staðreynd ráðið miklu um að samkomulag aðila um leigu húsnæðisins var haft skriflegt en ekki aðeins munnlegt. Stefndu kveða tilgang leigusamningsins hafa verið tvíþættan, annars vegar þann að koma stefndu gegnum greiðslumat hjá banka vegna lántökunnar og hins vegar að kveða á um réttarsamband samningsaðila í tengslum við sameiginlega nýtingu fasteignarinnar og fyrirætlanir beggja aðila um sameiginleg afnot hennar, sem báðir aðilar hafi stefnt að þegar fasteignin var keypt. Því sé það rangt, sem fram komi í stefnu, að við undirritun húsaleigusamningsins hafi ekki verið stefnt að því að efna hann. Benda stefndu á, að enda þótt stefnandi haldi því fram að samningurinn hafi eingöngu verið gerður í þeim tilgangi að auðvelda stefndu að komast í gegnum greiðslumat og báðir aðilar hafi litið svo á við undirritun hans að ekki hafi átt að efna hann að neinu leyti, hafi stefnandi hvorki tilgreint ástæðu fyrir því, hvers vegna aðeins helmingur húsnæðisins skyldi leigður til stefnanda en ekki allt húsnæðið, né heldur hvers vegna hluti samningsins hafi í raun verið efndur af beggja hálfu stuttu eftir að hann var undirritaður. Þá benda stefndu á að í leigusamningnum sé kveðið á um að leigutaki skuli aldrei greiða meira en 50% þess kostnaðar sem hljótist af viðhaldi innan húss en viðhald hússins að utan skyldi leigusali bera einn. Þá hafi verið samið um það sérstaklega í 10. gr. leigusamningsins að hvor aðili skyldi bera 50% kostnaðar vegna trygginga á tækjum, innréttingum, innbúi og rúðum. Sé augljóst að aðilar hafi sniðið hluta leigusamningsins sérstaklega að upphaflegum tilgangi þeirra að nýta fasteignina til helminga. Greiðslufyrirkomulag húsaleigunnar hafi verið laust í reipunum fyrst um sinn. Hafi greiðslur á grundvelli kaupsamningsins farið fram fyrir tilhlutan stefnanda og eiginmanns hennar, auk þess sem stefnandi hafi fyrst um sinn einnig greitt bæði fasteignagjöld af eigninni og afborganir fasteignalánsins. Stefndu hafi litið svo á að með þessum greiðslum hefðu stefnandi og eiginmaður hennar verið að greiða húsaleigu fyrirfram en á þessum tíma hafi ríkt traust í samskiptum aðila. Hafni stefndu því að þær endurbætur, sem stefnandi og eiginmaður hennar unnu að, geti skapað eignarréttindi yfir fasteigninni. Þá hafi stefndi Sigurður einnig unnið að endurbótum fasteignarinnar áður en stefnandi og eiginmaður hennar meinuðu honum frekari aðgang að henni. Hafi þetta komið fram við vitnaleiðslur í fyrra máli aðila hér fyrir dóminum. Í kjölfar ósættis milli aðila á árinu 2006 hafi stefndi Sigurður ákveðið að segja stefnanda upp leigusamningnum og krefjast greiðslu á ógreiddum leigugreiðslum, orkureikningum og rekstrarkostnaði fasteignarinnar, auk þess sem hann krafðist þess að húsnæðið yrði rýmt. Hafi kröfum hans verið hafnað. Stefndu hafi frá og með árinu 2006 greitt fasteignagjöld vegna hússins, lóðarleigugjöld, reikninga vegna rafmagns og hita, gjöld vegna tæmingar á rotþró o.fl. og hafi þannig greitt framangreindan rekstrarkostnað, auk hluta kaupverðsins í um það bil fimm ár. Stefnandi hafi hins vegar ekki gert reka að því að endurgreiða stefndu kostnaðinn, þrátt fyrir að hann stafi af kaupum og rekstri fasteignar, sem hún telji sig vera eiganda að. Hinn 11. mars 2009 hafi stefndu krafist útburðar stefnanda úr fasteigninni vegna vanefnda á leigusamningi aðila. Héraðsdómur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að varhugavert væri að aðfarargerðin næði fram að ganga á grundvelli þeirra sönnunargagna, sem aflað var í málinu og heimilt var að afla. Í kjölfarið hafi stefnandi höfðað fyrra mál sitt á hendur stefndu og þá krafist útgáfu afsals fyrir fasteigninni. Hafi stefnandi þá byggt á sömu málsástæðum og hún geri í þessu máli. Hafi verið fallist á kröfur stefnanda með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og stefndu dæmd til að gefa út afsal að eigninni. Með dómi Hæstaréttar Íslands hafi stefndu hins vegar verið sýknuð af kröfu stefnanda. Um þá málsástæðu stefnanda, að samkomulag hefði verið til staðar milli aðila um að stefndu skyldu afsala fasteigninni til stefnanda, hafi Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að kaupsamningur stefndu og Íbúðalánasjóðs um eignina hefði verið gerður í nafni stefndu sem kaupenda í þeim tilgangi að greiða fyrir því að þau fengju greiddar út ógreiddar brunabætur vegna sumarhúss þeirra sem brunnið hafi árið 2002. Hins vegar hefði kaupsamningurinn sannarlega uppfyllt skilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 og að ekki hefði verið efast um gildi hans. Í málinu héldi stefnandi því fram að auk þess samnings hefðu málsaðilar gert annan munnlegan samning um að stefnandi fengi síðar í hendur frá stefndu afsal fyrir fasteigninni. Segði í dómi Hæstaréttar að þótt stefnanda tækist að sanna að slíkt munnlegt samkomulag hefði verið gert, myndi það ekki uppfylla formskilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um að vera skriflegt. Hafi þannig verið endanlega skorið úr því í dómi Hæstaréttar að hið ætlaða samkomulag, sem stefnandi kveðst hafa gert við stefndu, gæti ekki skapað henni rétt til fasteignarinnar þar sem með því væri fasteign ráðstafað og skorti það því beinlínis það gildisskilyrði, sem áskilið sé í framangreindum lögum um fasteignakaup nr. 40/2002, þess efnis að slíkt samkomulag verði að vera skriflegt. Stefndu vekja á því sérstaka athygli að í dómi Hæstaréttar segi að ágreiningur málsaðila hafi í því máli lotið að eignarhaldi fasteignarinnar að Neðri-Þverá. Hafi því ágreiningi aðila um rétt eignarhald að fasteigninni, með hliðsjón af ætluðu samkomulagi aðila, því verið ráðið til lykta með þeim dómi réttarins og sé hann endanlegur um þann þátt ágreinings aðila í þessu máli. Þá vísa stefndu til þess að af dómi Hæstaréttar vegna kröfu stefnanda um þinglýsingu stefnu í máli þessu á fasteignina, megi ráða að í máli þessu sé ekki byggt á ætluðu samkomulagi málsaðila um að eignarrétturinn skyldi færast til stefnanda. Geti það samkomulag því ekki komið til álita í málinu. Stefndu mótmæla fullyrðingum í stefnu um að umrædd fasteign hafi verið keypt af stefndu í stað stefnanda til þess eins að stefndu gætu innheimt hærri brunabætur en þeir hefðu átt rétt á. Teldist slík ráðstöfun án vafa til tryggingasvika sem refsing lægi við. Hafni stefndu því með öllu að þeir hafi haft þann tilgang eða ásetning með fasteignaviðskiptum sínum. Jafnframt mótmæla stefndu staðhæfingum stefnanda þess efnis að kaupsamningur um fasteignina hafi verið gerður í nafni stefndu til málamynda. Hafi því enda aldrei verið haldið fram af hálfu Íbúðalánasjóðs, sem óumdeilt sé að hafi verið gagnaðili stefndu að kaupsamningnum. Af hálfu stefndu hafi kaupsamningurinn við Íbúðalánasjóð ekki verið gerður til málamynda, heldur skyldi hann efndur samkvæmt orðalagi sínu, svo sem og hafi verið gert af hálfu beggja samningsaðila. Þá hafi samningurinn uppfyllt öll skilyrði laga og reglna. Loks benda stefndu á, að við kaup stefndu á fasteigninni að Neðri-Þverá, hafi aldrei verið gerður samningur milli aðila um að stefnandi skyldi eignast einhver eignarréttindi tengd fasteigninni síðar meir, hvorki með skriflegum né munnlegum hætti. III. Krafa stefnanda um viðurkenningu eignaréttar á fasteigninni að Neðri-Þverá byggir á því að stefnandi sé raunverulegur eigandi Neðri-Þverár en ekki stefndu og að fyrirliggjandi gögn og upplýsingar sanni að svo sé. Stefnandi og eiginmaður hennar hafi skoðað eignina fyrir kaup, verið í sambandi við fasteignasalann, sem hafði hana til sölumeðferðar, og gert tilboð í eignina í sínu nafni sem hafi þannig verið samþykkt og því hafi bindandi samningur komist á. Stefnandi hafi greitt allt kaupverðið og borið allan kostnað vegna kaupanna, svo og vegna galla sem upp hafi komið í eigninni auk þess að semja um afslátt sem veittur hafi verið af kaupverði. Þá hafi stefnandi greitt allan rekstrarkostnað, þ.m.t. rafmagn, þótt stefndu haldi því fram að þau hafi einungis leigt stefnanda 50% eignarinnar. Stefnandi hafi með sama hætti greitt öll gjöld af eigninni, m.a. lóðarleigu, fasteignagjöld og brunatryggingariðgjald sem ávallt tilheyri eiganda en ekki leigutaka eignar. Sömu sögu sé að segja um greiðslur af áhvílandi láni við Íbúðalánasjóð. Stefnandi hafi jafnframt ráðist í kostnaðarsamar viðgerðir og endurbætur á húsinu sem hafi tekið marga mánuði. Efniskostnaðurinn einn hafi numið vel á þriðju milljón króna, auk gríðarlegs vinnuframlags stefnanda og iðnmenntaðs eiginmanns hennar. Fráleitt sé að ætla að stefnandi hefði ráðist í þessar tímafreku og kostnaðarsömu framkvæmdir við eignina ef hann hefði einungis mátt búast við að hafa 50% eignarinnar til leigu í eitt ár frá 1. desember 2003 að telja. Þá hafi kauptilboð stefnanda verið samþykkt af Íbúðalánasjóði og þannig komist á bindandi samningur um eignina við stefnanda í skilningi laga en vegna beiðni stefndu hafi kaupin verið gerð í þeirra nafni til málamynda, einungis í því augnamiði að fá útgreiddar brunabætur. Aldrei hafi þannig staðið til að stefndu yrðu raunverulegir eigendur, enda hefðu þeir hvorki greitt kaupverð né innheimt meint leigugjald. Nágrannar stefnanda geti staðfest nýtingu hennar á eigninni og aðdraganda að kaupum hennar sem styðji kröfur stefnanda. Með sama hætti geti fasteignasalinn staðfest samskipti sín við stefnanda og eiginmann hennar, auk þess sem hann hafi bréflega gefið skýringar, sem honum voru gefnar vegna óska um nafnabreytingu á kaupanda, við rekstur aðfararmálsins. Telur stefnandi að vegna þeirra margháttuðu gagna og upplýsinga um kaupin á Neðri-Þverá, standi það nú stefndu nær að sanna með hvaða hætti þau telji sig eiga tilkall til eignarinnar utan þeirrar einu staðreyndar að hafa í höndum þinglýst afsal, sem ekki sé einhlít sönnun eignaréttar ef framborin sönnunargögn og vitnisburður leiði annað í ljós. Vísar stefnandi til þess að í einkamálarétti gildi reglan um frjálst sönnunarmat. Hafi Hæstiréttur staðfest í fjölmörgum dómum að þrátt fyrir þinglýstar eignarheimildir, ráði þær ekki úrslitum sé hið gagnstæða sannað. Nefnir stefnandi sem dæmi mál um fjárslit vegna sambúðarslita þar sem leyst sé úr ágreiningi um það, hvaða eignir falli undir skipti og hverjar ekki. Afstaða stefndu nú virðist mótast af þeim ágreiningi, sem upp hafi komið milli aðila út af öðru málefni, og virðist sem stefndu séu að gjalda stefnanda í sömu mynt. Hafi stefndu tekið upp á því að greiða af láni á eigninni og gjöld af henni, að því er virðist til þess að styrkja réttarstöðu sína gagnvart stefnanda í viðleitni sinni til að sölsa eignina undir sig með ólögmætum hætti. Stefnandi lýsir því yfir að nái dómkrafan fram að ganga muni hún ganga frá uppgjöri við stefndu vegna greiðslna, sem þau hafi innt af hendi og tengist fasteigninni, en stefndu hafi í óþökk stefnanda greitt af áhvílandi láni og gjöld af eigninni. Stefnandi kveður það helgast af ríkri dómvenju að hægt sé að fallast á dómkröfu hennar þótt ekki sé jafnframt boðið fram uppgjör, enda sé það nokkuð flókið og umfangsmikið auk þess sem það sé óviðkomandi sjálfum kaupunum á eigninni í öndverðu. Þá leiði krafan, verði á hana fallist, til þess að stefnandi verði að hlíta þinglýstum öðrum óbeinum eignaréttindum á fasteigninni, sbr. lóðarleigusamning og áhvílandi veðskuldabréf, enda telji stefnandi að henni beri að gangast undir þá skuldbindingu þar sem eignin hafi verið keypt af henni með útgáfu skuldabréfsins svo sem greindi í kauptilboði hennar. Hafi nafnáritun stefndu á skuldabréfið verið þar til málamynda, líkt og á öðrum skjölum og kaupsamningi, og til þess gerð að kaupin gætu gengið í gegn á nafni stefndu. Hafi stefndu ekki talið sig greiðsluskyld og ekkert greitt af láninu fyrr en risið hafi ágreiningur milli aðila. Stefnandi hafi höfðað mál á hendur stefndu með stefnu þingfestri í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 24. nóvember 2009 með kröfu um útgáfu afsals fyrir Neðri-Þverá. Með dómi Héraðsdóm uppkveðnum 25. júní 2010 hafi verið fallist á kröfu stefnanda og hafi dómurinn komist talið sannað að stefnandi teldist réttur eigandi að fasteigninni. Dóminum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands sem hafi sýknað stefndu af kröfu um útgáfu afsals með þeim rökum að formskilyrði 7. gr. laga nr. 40/2002, þess efnis að samkomulag þeirra um nafnaskipti væri ekki skriflegt, hefði ekki verið uppfyllt. Þó hafi verið fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að það teldist sannað að kaupsamningur um eignina hefði verið gerður í nafni stefndu sem kaupenda í þeim tilgangi að fá greiddar út brunabætur vegna sumarhúss þeirra, sem brann 2002, en því hefði stefnandi Sigurður neitað við skýrslutökur fyrir dómi. Hann hefði þó allt að einu staðfest að stefnandi hefði hvorki komið fram fyrir sína hönd við kauptilboðsgerð né hefði hann skoðað eignina sjálfur fyrir kaupin né verið í sambandi við fasteignasalann. Sömuleiðis hafi hann staðfest að það hefði í raun ekki verið hann sjálfur, sem hefði gert tilboð í eignina, heldur stefnandi, og að leigusamningur sá, sem lá frammi, hefði verið gerður í því augnamiði að standast greiðslumat, enda hefði ekkert verið rætt um innihald hans við stefnanda. Þá hafi stefndi Sigurður staðfest fyrir dómi að stefnandi hefði greitt allt kaupverðið og að hún hefði einnig greitt af lánum, fasteignagjöld og allan annan rekstrarkostnað fram til þess tíma að til ósættis kom milli þeirra. Jafnframt hafi hann staðfest að eiginmaður stefnanda hefði samið við seljanda um afslátt vegna galla á hinni seldu eign og að stefnandi hefði greitt lögfræðikostnað vegna þess. Stefnandi vísar til þess að í niðurstöðu Hæstaréttar hafi ekki verið tekin afstaða til þessara efnisþátta málsins og þeirrar meginmálsástæðu stefnanda, sem krafa hans hafi byggst á, að hann teldist raunverulegur eigandi eignarinnar og hefði verið hinn raunverulegi aðili að kaupsamningi við Íbúðalánasjóð en stefndu þar til málamynda. Niðurstaða Hæstaréttar byggi eingöngu á því að formskilyrði fasteignakaupalaga hefði ekki verið fullnægt og því yrði að sýkna. Stefnandi kveðst vera ósammála niðurstöðu Hæstaréttar, enda telji hún að ákvæði laga nr. 40/2002 hafi ekki átt við um samkomulag aðilanna þar sem í því hafi ekki átt að felast kaup í skilningi laganna, sbr. 1. grein þeirra, en umrætt ákvæði sé við það bundið. Kaup stefnanda hafi farið fram með þeim kaupsamningi sem liggur fyrir við Íbúðalánasjóð, þar sem nöfn kaupenda, þ.e. stefndu, hafi verið þar sett til málamynda í þeim tilgangi sem rétturinn þó hafi fallist á og stefnandi hafi verið talinn hafa sannað. Með málsókn þessari leitist stefnandi við að fá viðurkenndan eignarétt sinni að Neðri-Þverá í Húnaþingi vestra svo hann fái notið þess réttar óskorað og síðan þinglýst dóminum sem heimildarskilríki. Hafi stefnandi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um málsefnið. Um lagarök vísar stefnandi til almennra reglna eigna-, samninga- og kröfuréttarins, ákvæða stjórnarskrár um réttarvernd eignaréttarins, laga nr. 91/1991, 25. gr., og um sönnunarmat og sönnunarbyrði, og til laga nr. 7/1936 um réttaráhrif málamyndagerninga. Varðandi kröfur um málskostnað vísar stefnandi til 130. gr., sbr. 129. gr., laga nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988, með áorðnum breytingum, þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur aðili. IV. Stefndu byggja sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að eignarréttur að fasteign geti ekki skapast á grundvelli málsástæðna stefnanda. Lögfræðilega rétt niðurstaða í máli þessu eigi að ráðast af þeirri staðreynd að eignarréttur að fasteign geti ekki skapast á grundvelli þeirra málsástæðna sem stefnandi byggi á. Sé því ekki unnt lögum samkvæmt að viðurkenna eignarrétt stefnanda yfir fasteigninni á grundvelli þeirra málsástæðna sem hann teflir fram. Þær leiðir sem hægt sé að vinna eignarrétt að fasteign, sem er í eigu annars aðila, séu takmarkaðar og í raun tæmandi taldar í eignarrétti. Geti eignarhald fasteignar því aðeins færst frá einum aðila til annars með nánar tilteknum aðferðum. Geti þær aðferðir verið eftirfarandi; með afsalsgerningum inter vivos, þ.e. með gerð samninga; með arfleiðslu; fyrir hefð; á grundvelli venjuréttar; á grundvelli eignarnáms og/eða á grundvelli beinna ákvæða í lögum. Engin þeirra aðferða, sem stefnandi byggi á í máli þessu, sé tæk. Sé því óhjákvæmilegt að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Af þessu tilefni beri að halda því til haga að í fyrra máli, sem stefnandi höfðaði á hendur stefndu og leyst var úr í dómi Hæstaréttar nr. 453/2010, hafi stefnandi haldið því einnig fram að stefnandi væri raunverulegur eigandi Neðri-Þverár en að nöfn stefndu hafi verið sett í kaupsamninginn við Íbúðalánasjóð til málamynda. Hafi stefnandi þá haldið því fram að hann og stefndu hefðu gert með sér samkomulag um að fasteigninni Neðri-Þverá skyldi afsalað til stefnanda þegar stefndu hefðu fengið greiddar brunabætur. Hafi þannig verið byggt á sömu málsástæðu í því máli og gert sé í þessu. Segi t.a.m. í forsendum dóms Hæstaréttar: „Stefnda reisir kröfu sína á hendur áfrýjendum á því að hún sé raunverulegur eigandi hússins að Neðri-Þverá og framlögð gögn og framburður vitna sanni að svo sé, en nöfn áfrýjenda hafi verið sett í kaupsamninginn 12. desember 2003 til málamynda.“ Hæstiréttur hafi byggt niðurstöðu sína á því að í fullyrðingu stefnanda fælist staðhæfing um að málsaðilar hefðu gert með sér munnlegt samkomulag um að stefndu skyldu afsala eigninni til stefnanda eftir að brunabætur hefðu fengist greiddar til stefndu. Hafi Hæstiréttur leyst úr þessari málsástæðu stefnanda með því að líta til þess að stefndu hefðu sannarlega gert skriflegan kaupsamning við Íbúðalánasjóð um kaup á fasteigninni, sem uppfyllti skilyrði ákvæðis 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og væri gildur. Hefði enda ekki verið efast um gildi samningsins. Hið meinta munnlega samkomulag, sem stefnandi héldi fram að væri til staðar milli málsaðila um að eignin skyldi fengin stefnanda síðar, hafi hins vegar ekki uppfyllt það formskilyrði. Hafi stefnandi því ekki getað byggt á því rétt gagnvart stefndu. Ágreiningi málsaðila um rétt eignarhald fasteignarinnar að Neðri-Þverá á grundvelli hins meinta samkomulags þeirra hafi þegar verið ráðið til lykta með niðurstöðu dómsins. Hafi þannig þegar fallið endanlegur dómur um þann þátt ágreinings málsaðila hér. Stefnandi geti ekki byggt aftur á þeirri málsástæðu sinni að nöfn stefndu hafi verið á umræddum kaupsamningi stefndu og Íbúðalánasjóðs til málamynda, sbr. ákvæði 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, þar sem þegar hafi fallið dómur um þessa málsástæðu. Hafi það enda verið ein meginforsenda Hæstaréttar fyrir niðurstöðu sinni í máli nr. 304/2011, að málsókn stefnanda væri ekki á því reist að stefndu hefðu „vanefnt munnlegan samning um að færa í hendur hennar eignarrétt að fasteigninni að Neðri-Þverá“. Í raun virðist Hæstiréttur líta svo á að ekki sé byggt á því samkomulagi í málinu. Sé því ljóst að dómur geti vart fallið á grundvelli þess. Telji stefnandi sig enn geta byggt rétt á þeim þætti lögskipta málsaðila hér, eins og megi þó að vissu leyti ráða af stefnu hans í málinu, sé ljóst að þegar hafi verið dæmt um þann þátt lögskipta þeirra og ekki unnt að krefjast þess að svo verði gert að nýju, sbr. það sem að framan greinir. Breyti þar engu um að kröfugerð í máli þessu er orðuð á annan hátt en gert var í fyrra dómsmáli stefnanda á hendur stefndu. Stefndu mótmæla þeirri málsástæðu stefnanda að ákvæði laga nr. 40/2002 hafi ekki átt við um samkomulag aðilanna, þar sem í því hafi ekki átt að felast kaup í skilningi laganna. Hæstiréttur sé beinlínis búinn að kveða upp dóm um að hið meinta samkomulag málsaðila falli sannarlega undir gildissvið framangreindra fasteignakaupalaga og sé því þýðingarlaust að halda öðru fram nú. Stefndu taka fram að þau telji ekki að vísa beri málinu frá með vísan til 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en hins vegar verði ekki á ofangreindri málsástæðu stefnanda byggt hvað varðar samskipti og meint samkomulag málsaðila, með vísan til dóma Hæstaréttar um þann þátt málsins. Verði litið svo á að ekki hafi verið dæmt um ofangreinda málsástæðu stefnanda um meint samskipti og samkomulag málsaðila um tilflutning eignarréttar Neðri-Þverár, byggja stefndu á því að stefnandi byggi enn á samkomulagi sem fellur undir gildissvið fasteignakaupalaga. Hið meinta samkomulag málsaðila uppfylli hins vegar ekki áskilnað ákvæðis 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002, um fasteignakaup, um skriflegt form. Geti því yfirfærsla eignarréttar að fasteign ekki átt sér stað á grundvelli þess. Stefndu mótmæla því harðlega að nokkurt samkomulag um tilfærslu eignarréttar frá þeim til stefnanda hafi komist á. Hins vegar byggi stefnandi alls ekki á skriflegu samkomulagi þar um, hvorki við stefndu né þriðja mann. Þótt stefnandi næði að sanna að slíkt samkomulag væri til staðar, væri það samkomulag aðeins munnlegt en ekki skriflegt. Stefndu byggja fyrst og fremst á þeirri málsástæðu að kaupsamningar um fasteignir og aðrir samningar, sem ætlað sé að færa eignarrétt að fasteignum frá einni hendi til annarrar, þurfi ávallt að vera skriflegir, sbr. ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Sé það beinlínis gildisskilyrði slíkra samninga að þeir séu gerðir á skriflegu formi. Þar sem það samkomulag við stefndu, sem stefnandi kveðst byggja á, sé ekki skriflegt, svo sem skýrlega sé áskilið í ákvæði 7. gr. fasteignakaupalaganna, sé það ógilt að lögum og óhjákvæmilegt, þegar af þeirri ástæðu, að sýkna stefndu af kröfu stefnanda. Vísa stefndu að þessu leyti til orðalags í athugasemdum með áður tilvitnuðu lagaákvæði þar sem segi m.a.: „Tekið er af skarið um að það sé gildisskilyrði kaupsamninga um fasteign að þeir séu í skriflegu formi.” Þá segi þar einnig: „Tillagan er gerð vegna þess að oft hafa komið upp álitamál og mörg dómsmál verið rekin vegna ágreinings um hvort kaupsamningur um fasteign hafi stofnast.” Ofangreindur skilningur hafi verið staðfestur í dómi Hæstaréttar nr. 2006:4289 og einnig í fyrra máli aðila nr. 453/2010. Stefndu vísa til þess, að yrði fallist á kröfu stefnanda um viðurkenningu eignarréttar á grundvelli slíks samkomulags, gengi slík niðurstaða gegn ótvíræðum áskilnaði ákvæðis 7. gr. fasteignakaupalaga þess efnis að allir samningar um kaup á fasteignum skuli gerðir með skriflegum hætti. Þá gengi sú niðurstaða einnig gegn áskilnaði um að í slíkum samningum skuli felast skuldbinding um greiðslu tilgreinds kaupverðs og afhendingu fasteignar. Geti eignarréttur að fasteign því ekki skipt um hendur á grundvelli þess samkomulags sem stefnandi byggi á í máli þessu. Stefndu vísa jafnframt til þess, að málamyndasamningur sé jafnan skýrður sem löggerningur sem sé því marki brenndur að báðir þeir aðilar, sem upphaflega stóðu að honum, þ.e. löggerningsgjafi og löggerningsmóttakandi, séu samhuga um að leggja aðra merkingu í löggerninginn en leiða megi af orðalagi hans samkvæmt almennum túlkunarreglum. Virðist stefnandi hins vegar ganga út frá því að til staðar sé skriflegur samningur en að nöfn stefndu hafi verið sett inn í hann til málamynda í stað nafns stefndu. Sé sú staðhæfing ákaflega einkennileg í ljósi fyrri dómaframkvæmdar og þýðingar hugtaksins málamyndagerningur. Umræddur kaupsamningur um fasteignina sé samkvæmt orðanna hljóðan á milli stefndu sem kaupenda og Íbúðalánasjóðs sem upphaflegs seljanda. Jafnvel þótt teldist sannað að nöfn stefndu hefðu verið höfð á samningnum til málamynda og að kaupandi fasteignarinnar hefði í raun verið stefnandi, sé allt að einu ljóst að skriflegur samningur sé ekki til staðar milli stefnanda og upphaflegs seljanda fasteignarinnar, Íbúðalánasjóðs, eins og áskilið sé í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002, um fasteignakaup, og sé eins og fyrr segi gildisskilyrði kaupsamninga um fasteignir. Sönnun um að vilji stefnanda og stefndu hafi staðið til þess að nafn stefndu skyldi haft á samningnum í stað nafns stefnanda, bæti ekki úr þeim ágalla. Þá sé ekki heldur til staðar skriflegur kaupsamningur milli stefndu og stefnanda um fasteignina. Sé því enginn skriflegur samningur til staðar, sem stefnandi sé aðili að, sem unnt væri leggja til grundvallar kröfu um viðurkenningu eignarréttar að fasteigninni Neðri-Þverá. Krafa stefnanda um að eignarréttur hennar að fasteigninni verði talinn hafa myndast á grundvelli samkomulags málsaðila gangi því í berhögg við skýrt orðalag títtnefnds ákvæðis 7. gr. fasteignakaupalaga þar sem hún styðjist ekki við skriflegt samkomulag. Sé því ókleift að fallast á kröfu stefnanda og beri þegar af þeim sökum að fallast á sýknukröfu stefndu. Stefndu vísa til eftirfarandi sem segir í stefnu: „Kaup stefnanda hafi farið fram með þeim kaupsamningi sem liggur fyrir við Íbúðalánasjóð, þar sem nöfn kaupenda, þ.e. stefndu, hafi verið sett þar til málamynda í þeim tilgangi sem rétturinn þó féllst á og stefnandi var talinn hafa sannað.“ Jafnvel þótt fallist yrði á framangreint, væri stefnandi samt sem áður ekki aðili að þeim samningi með skriflegum hætti og sé áskilnaði 7. gr. laga nr. 40/2002 því eftir sem áður ekki fullnægt og aðild stefnanda að þeim samningi sé heldur ekki fyrir hendi. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 453/2010 hafi falist niðurstaða um þennan þátt málsins á þann hátt að stefnandi gæti ekki verið aðili að skriflegum samningi á grundvelli munnlegs samkomulags. Tilgangur löggjafans með setningu umrædds ákvæðis hafi verið sá, að koma í veg fyrir óþörf álitamál og dómsmál vegna ágreinings um hvort kaupsamningur um fasteign hafi stofnast eður ei. Yrði fallist á að stefnandi væri aðili að nefndum kaupsamningi við Íbúðalánasjóð, enda þótt hann væri það ekki með skriflegum hætti, væri áskilnaður framangreindrar 7. gr. laga nr. 40/2002 um skriflega kaupsamninga um fasteignir óþarfur með öllu. Sú fullyrðing Hæstaréttar í fyrra máli aðila um að kaupsamningurinn um fasteignina hefði verið gerður „í nafni stefndu sem kaupenda í þeim tilgangi að greiða fyrir því að þau fengju greiddar út ógreiddar brunabætur vegna sumarhúss þeirra sem brann árið 2002“ breyti engu um þá staðreynd að stefndu og Íbúðalánasjóður hafi sannarlega verið aðilar að kaupsamningnum, algjörlega óháð því hvaða ástæður kunni að hafa verið að baki þeirri samningsgerð. Stefndu líta svo á að með þeim greiðslum, sem stefnandi hefði innt af hendi í tengslum við kaup stefndu á fasteigninni og vegna rekstrarkostnaðar hennar, hafi hún verið að greiða leigu fyrir húsnæðið fyrirfram. Enda þótt fallist yrði á það með stefnanda að hún hefði greitt kaupverð eignarinnar og rekstrarkostnað, sé engu að síður ljóst að slík greiðsla þriðja manns skapi honum ekki sjálfstæðan eignarrétt að þeirri fasteign. Í besta falli gæti greiðsla kaupverðs verið túlkuð sem lán til handa kaupandanum, enda þótt slík sjónarmið eigi ekki við um lögskipti aðila þessa máls. Þá skapi greiðsla kaupverðs fyrir fasteign greiðandanum heldur ekki aðild að kaupsamningi um fasteignina. Þá verði jafnframt að líta til þess að óumdeilt sé að stefndu hafi allt frá árinu 2006 greitt allar afborganir af húsnæðisláni, sem þau tóku er fasteignin var keypt, og jafnframt allan kostnað vegna eignarinnar. Fasteignin hafi verið keypt annars vegar með greiðslu reiðufjár en hins vegar með húsnæðislánum, sem stefndu hafi nú greitt af í um það bil fimm ár. Sé því ljóst og óumdeilt að stefndu hafi nú þegar sjálf greitt stóran hluta kaupverðsins. Gætu stefndu því teflt fram sömu rökum og stefnandi geri til sönnunar eignarrétti sínum, enda þótt þess þurfi ekki í ljósi þinglýstrar eignarheimildar þeirra. Þá hafi stefnandi ekki gert nokkurn reka að því að endurgreiða stefndu vegna ofangreindra útgjalda, þrátt fyrir fullvissu sína um að vera eigandi fasteignarinnar og þrátt fyrir að hafa nýtt fasteignina í óþökk stefndu um árabil. Sé því hafnað að ofangreind háttsemi stefnanda sé til sönnunar um eignarrétt hans. Þá hafi stefnandi ekki gert nokkurn reka að því að endurgreiða stefndu vegna ofangreindra útgjalda, þrátt fyrir fullvissu sína um að vera eigandi fasteignarinnar og þrátt fyrir að hafa nýtt fasteignina í óþökk stefndu um árabil. Þvert á móti hafi stefnandi ítrekað neitað að endurgreiða reikninga sem hlotist hafa af orkunotkun hennar í fasteigninni. Stefndu byggja enn fremur á því að framkvæmd og greiðsla vegna endurbóta á fasteign geti ekki skapað þriðja manni eignarrétt að þeirri fasteign. Í besta falli gæti greiðsla slíkra gjalda verið túlkuð sem lán til handa stefndu, enda þótt það eigi ekki við hér. Óumdeilt sé að stefndi Sigurður hafi einnig lagt vinnu í endurbætur á fasteigninni á árunum 2003-2006 þegar hann hafi enn haft aðgang að henni. Hafi þetta m.a. verið staðfest í vitnaleiðslum fyrir héraðsdómi í fyrra máli aðila og gætu stefndu því teflt fram sömu rökum og stefnandi geri til sönnunar eignarrétti sínum, enda þótt þess þurfi ekki í ljósi þinglýstrar eignarheimildar þeirra. Enn fremur vekja stefndu athygli á ákvæði 5. gr. í leigusamningi aðila þar sem segi að allar breytingar á húsnæðinu séu á kostnað leigutaka og að slíkar breytingar verði eign leigusala að leigutíma loknum. Segi jafnframt í leigusamningnum að allt nauðsynlegt og eðlilegt viðhald innanhúss sé á kostnað stefnanda. Sé stór hluti þeirrar viðhaldsvinnu, sem stefnandi telji vera til marks um eignarrétt sinn að fasteigninni, aðeins þáttur í leigusamningi hennar við stefndu. Hefði stefnandi gert slíkt tilboð á skriflegan hátt væri honum samt sem áður ekki unnt að byggja nokkurn rétt á því gagnvart stefndu, þar sem hann hefði þá fallið frá öllum rétti á grundvelli þess tilboðs og framselt til stefndu, sem hafi í kjölfarið gert skriflegan samning um kaup á fasteigninni, sem gildur hafi verið að lögum. Væri byggt á skuldbindingargildi kauptilboðs stefnanda, ætti máli þessu auk þess að vera beint að Íbúðalánasjóði en ekki að stefndu. Af framangreindu megi ráða, að engin þeirra málsástæðna, sem stefnandi byggi á, geti skapað honum eignarrétt yfir fasteigninni Neðri-Þverá. Yrði fallist á málatilbúnað stefnanda að einhverju leyti, sé ljóst að stefndu gætu aldrei þurft að þola tilflutning á eignarrétti að fasteigninni, heldur yrði þeim í versta falli gert að endurgreiða stefnanda lán eða endurgreiða stefnanda vegna auðgunar. Sé öllum slíkum sjónarmiðum þó einnig hafnað. Verði litið fram hjá öllu ofangreindu, byggja stefndu á því að fullyrðingar stefnanda um atvik máls séu ósannar og ósannaðar og að þeim beri að hafna af þeim sökum. Vísa stefndu að þessu leyti til þess að í dómi Hæstaréttar í fyrra máli aðila nr. 453/2010 liggi aðeins fyrir ályktun dómsins um að kaupsamningurinn um fasteignina að Neðri-Þverá „hafi verið gerður í nafni stefndu sem kaupenda í þeim tilgangi að greiða fyrir því að þau fengju greiddar út ógreiddar brunabætur vegna sumarhúss sem brann árið 2002“. Segi þar hvergi að aðild þeirra að samningnum sé ógild fyrir þær sakir. Sé vandséð hvernig stefnandi hyggist sýna fram á að svo sé með sönnunarfærslu fyrir dómi. Málamyndagerningar um fasteignir séu í ósamræmi við gildandi reglur um starfsemi Íbúðalánasjóðs og sé því jafnframt ólíklegt að Íbúðalánasjóður hafi verið með í ráðum um slíka málamyndagerninga. Þá hafi Hæstiréttur aldrei lagt mat á skuldbindingargildi leigusamnings málsaðila eða lögskipti þeirra að öðru leyti en að ofan greini. Beri stefnandi því enn fulla sönnunarbyrði um allar þær staðhæfingar, sem haldið er fram í stefnu og ekki sé beinlínis tekin afstaða til í dómi Hæstaréttar. Til staðfestingar á því að stefndu hafi frá upphafi talið fasteignina Neðri-Þverá til eignar sinnar, benda þau á að þau hafi alltaf talið eignina fram á skattframtölum sínum. Stefndu byggja á því ætlað samkomulag málsaðila sé ólögmætt í eðli sínu. Með því að fallast á kröfu stefnanda væri dómurinn að veita lögvernd samkomulagi, sem ólögmætt sé í eðli sínu og því ógilt frá upphafi. Enda þótt því sé mótmælt af stefndu að tilgangur þeirra með kaupum á fasteigninni hafi verið sá að hafa meira fé út úr brunatryggingum en þeim hafi borið, sé ljóst að lögskipti málsaðila, sem lúta að slíkum gjörningi, væru með öllu ólögmæt og teldust hugsanlega til tryggingasvika. Samningar, sem séu ólögmætir í eðli sínu, séu ógildir frá upphafi samkvæmt almennum meginreglum samningaréttar. Væri samkomulag um slíkt því ólögmætt og ógilt frá upphafi. Sé stefnandi með máli þessu í raun að krefjast efnda á ólögmætu samkomulagi. Sé ekki hægt að krefjast þess af dómstólum að efndum á slíku samkomulagi verði veitt lögvernd, enda falli það utan starfssviðs þeirra og stríði gegn almennum reglum um velsæmi. Verði fallist á allan málatilbúnað stefnanda og litið fram hjá öllum öðrum málsástæðum stefndu, sé engu að síður ljóst að ekki sé hægt að fallast á kröfu stefndu um viðurkenningu eignarréttar á grundvelli slíks samkomulags. Verði því að sýkna stefndu af kröfu stefnanda í málinu. Á því er einnig byggt af hálfu stefndu að stefnandi hafi sýnt af sér mikið tómlæti við að færa fram kröfur sínar í málinu. Beri því að sýkna stefndu af kröfu hans. Umræddur kaupsamningur stefndu og Íbúðalánasjóðs hafi verið gerður á árinu 2003 og afsal gefið út til stefndu 2006. Stefnandi hafi hins vegar ekki hlutast til um að sækja meintan rétt sinn til fasteignarinnar á hendur stefndu fyrr en þremur árum síðar, eða 2009. Líti rétturinn fram hjá framangreindum málsástæðum stefndu, beri eftir sem áður að sýkna stefndu af kröfu stefnanda vegna tómlætis hans. Auk þess benda stefndu á að aðgerðaleysi og tómlæti stefnanda bendi til þess að hún hafi alls ekki talið sig eiga þann rétt sem hún haldi fram í máli þessu. Loks vísa stefndu til þess að stefnandi krefjist viðurkenningar á eignarrétti að fasteigninni, óháð endurgjaldi og án yfirtöku áhvílandi skulda en stefndu séu skuldarar að áhvílandi lánum að fasteigninni. Yrði fallist á kröfu stefnanda, sætu stefndu eftir með fasteignalán sem nemi nú um það bil 2.500.000 krónum, án þess þó að eiga eignarrétt að fasteigninni sjálfri. Breyti hér engu yfirlýsing stefnanda í meginmáli stefnu um að henni beri að taka yfir áhvílandi lán, verði fallist á kröfu hennar, enda gæti dómurinn ekki skilyrt eignarréttinn við yfirtöku á láni í dómsorði, þar sem stefnandi geri ekki sérstaklega slíka kröfu. Yrði stefnandi því eigandi fasteignarinnar en stefndu bæru greiðsluskyldu á bróðurparti af upphaflegu kaupverði hennar. Sé kröfugerð stefnanda þannig í ósamræmi við allan málatilbúnað hennar. Jafnvel þótt krafist væri viðurkenningar á eignarréttinum gegn yfirtöku áhvílandi veðskulda, liggi ekkert fyrir í málinu um vilja lánveitanda til þess að heimila skuldaraskipti að láninu. Um lagarök vísa stefndu til ákvæða laga nr. 40/2002, um fasteignakaup, einkum 7. gr. laganna. Þá er byggt á almennum reglum samninga- kröfu- og eignarréttar, auk reglna þar að lútandi um sönnun. Er enn fremur vísa stefndu til almennra reglna og ákvæða laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, m.a. ákvæðis 116. gr. laganna, hvað varðar sönnun og sönnunarbyrði og þýðingu niðurstöðu dóma. Kröfu um málskostnað reisa stefndu á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. V. Við aðalmeðferð málsins komu fyrir dóminn til skýrslugjafar aðilar málsins og vitnin Rúnar Kristjánsson, eiginmaður stefnanda, Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir, eigandi jarðarinnar Efri-Þverár og vinkona stefnanda, Guðríður Birgisdóttir, fyrrum starfsmaður SPRON, og Stefán Ólafsson hæstaréttarlögmaður. Verða skýrslur þeirra raktar eins og þurfa þykir. Ágreiningur aðila máls þessa lýtur að því, hver sé raunverulegur eigandi fasteignarinnar að Neðri-Þverá. Stefnandi höfðaði áður mál á hendur stefndu á árinu 2009 þar sem hún krafðist þess að þeim yrði gert að gefa út til sín afsal fyrir fasteigninni að Neðri-Þverá gegn því að hún greiddi nánar tiltekna veðskuld, sem hvíldi á eigninni. Fallist var á kröfu stefnanda í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. Með dómi Hæstaréttar 24. febrúar 2011 voru stefndu sýknuð af kröfum stefnanda. Var þar fallist á að stefnanda hefði tekist að sanna að framangreindur kaupsamningur stefndu og Íbúðalánasjóðs um eignina hefði verið gerður í nafni stefndu sem kaupenda í þeim tilgangi að greiða fyrir því að þau fengju greiddar út brunabætur vegna sumarhúss í þeirra eigu, sem brann 2002. Hins vegar var litið til þess að kaupsamningurinn uppfyllti formskilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 og ekki hefði verið efast um gildi hans. Var það því niðurstaða dómsins að jafnvel þótt stefnanda tækist að sanna að til staðar hefði verið munnlegt samkomulag aðila um að hún fengi síðar frá stefndu afsal til sín fyrir eigninni, myndi það ekki uppfylla áðurgreind formskilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um að vera skriflegt. Í þessu máli er kröfugerð stefnanda á annan veg en í fyrra málinu. Nú krefst stefnandi viðurkenningar á því að hún sé nú þegar að réttu lagi eigandi fasteignarinnar á grundvelli lögskipta aðilanna, sem staðið hafi allt frá árinu 2003. Standa því skilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 ekki í vegi fyrir því að krafa stefnanda komi hér til úrlausnar. Í málinu liggur frammi kauptilboð stefnanda í fasteignina Neðri-Þverá, dagsett 15. september 2003, að fjárhæð 2.400.000 krónur og þá liggur fyrir gagntilboð, sem Stefán Ólafsson hrl. gerði stefnanda, fyrir hönd Íbúðalánasjóðs, hinn 15. október sama ár að fjárhæð 3.200.000 krónur. Með vætti vitnisins Stefáns telst sannað að tilboð stefnanda, sem var að sömu fjárhæð og framlagður kaupsamningur sem stefndu undirrituðu, var samþykkt af Íbúðalánasjóði en skjalið virðist glatað. Hinn 18. nóvember 2003 gerðu aðilar með sér húsaleigusamning um Neðri-Þverá þar sem fram kemur að um er að ræða leigu stefnanda á 50% húseignarinnar og að leigutíminn er eitt ár frá 1. desember 2003 að telja. Vitnin Guðríður Birgisdóttir, fyrrverandi starfsmaður SPRON, og Rúnar Kristjánsson, eiginmaður stefnanda, kváðu húsaleigusamninginn milli málsaðila hafa verið gerðan í því skyni að sýna fram á eigið fé stefndu svo þau stæðust greiðslumat vegna kaupanna á Neðri-Þverá og fengju lánafyrirgreiðslu hjá Íbúðalánasjóði. Ljóst er af gögnum málsins, að mánaðarleg leigugreiðsla samkvæmt húsaleigusamningnum nemur sömu fjárhæð og tilgreind er sem mánaðarleg greiðslugeta stefndu á framlögðu greiðslumati frá Íbúðalánasjóði, dagsettu 2. desember 2003, sem aflað var vegna kaupanna. Þá liggur fyrir að stefndu höfðu ekki innheimt leigu samkvæmt samningnum fyrr en til ósættis kom milli aðila. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að sýnt hafi verið fram á, að tilgangurinn með gerð húsaleigusamningsins hafi verið sá, sem vitni hafa lýst, en ekki sá, sem efni hans kveður á um. Er það í samræmi við framburð stefnanda. Fær framangreint jafnframt að nokkru leyti stoð í framburði stefnda Sigurðar sjálfs sem kvað efni samningsins aldrei hafa verið rætt milli aðila. Kaupsamningur vegna eignarinnar er dagsettur 12. desember 2003 og eru stefndu þar tilgreind sem kaupendur hennar. Íbúðalánasjóður gaf út afsal til stefndu 6. desember 2006. Þegar litið er til aðdraganda fasteignakaupanna og vættis vitna telst sannað að kaupsamningurinn var gerður í nafni stefndu sem kaupenda í þeim tilgangi að greiða fyrir því að þau fengju greiddar út ógreiddar brunabætur vegna sumarhúss þeirra, sem brann 2002. Er það í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 24. febrúar 2011, eins og áður er rakið. Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína um sýknu stefndu hins vegar á því að formskilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 girtu fyrir að horft yrði til ætlaðs munnlegs samkomulags aðila um að stefnandi fengi síðar frá stefndu afsal til sín fyrir eigninni. Eins og áður er rakið er kröfugerð stefnanda ekki sú sama í þessu máli og því fyrra og lýtur ekki að yfirfærslu eignaréttar frá stefndu til stefnanda. Verður því ekki fallist á það með stefndu að sú staðreynd, að Hæstiréttur féllst í fyrra málinu á að tilgangurinn með því að gera umræddan kaupsamning í nafni stefndu sem kaupenda hafi verið sá að greiða fyrir því að ógreiddar brunabætur yrðu greiddar út, valdi því að stefnandi geti ekki, með vísan til ákvæða 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, í þessu máli byggt á þeirri málsástæðu, eins og stefndu halda fram í greinargerð. Ágreiningslaust er, að Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir, vinkona stefnanda á bænum Efri-Þverá, benti stefnanda á húseignina að Neðri-Þverá og að einungis stefnandi og eiginmaður hennar skoðuðu eignina áður en af kaupum varð en ekki stefndu. Þá er óumdeilt og stutt vætti vitnisins Stefáns, að stefnandi gerði tilboð í eignina og að stefndu komu þar hvergi nálægt og gerðu reyndar aldrei tilboð í hana. Áður er þess getið að Íbúðalánasjóður samþykkti tilboð stefnanda í eignina. Þá hafa bæði stefnandi, stefndi Sigurður og vitnin Rúnar og Ingibjörg borið um að stefnandi og eiginmaður hennar hafi unnið að endurbótum á eigninni á sinn kostnað og að stefndi Sigurður hafi aðstoðað þau með vinnuframlagi sínu. Jafnframt er óumdeilt að stefndu komu hvergi nálægt samningsumleitunum í gallamáli vegna fasteignarinnar, sem upp kom skömmu eftir kaupin, og einnig liggur fyrir að stefnandi og eiginmaður hennar hafa nýtt fasteignina frá árinu 2003. Loks liggur fyrir í gögnum, og er óumdeilt, að stefnandi og eiginmaður hennar greiddu kaupsamnings­greiðslur og öll gjöld og afborganir af áhvílandi Íbúðasjóðsláni frá því kaupin voru gerð fram til haustsins 2006 þegar stefndu hófu að greiða af eigninni eins og þau hafa gert síðan. Er jafnframt ágreiningslaust að það gerðu þau upp á sitt eindæmi og án samráðs við stefnanda. Liggur einnig fyrir að stefnandi hefur ekki endurkrafið stefndu um þær greiðslur vegna eignarinnar, sem hún hefur greitt, enda lítur hún svo á að hún hafi verið að greiða fyrir og af sinni eigin eign. Er ekkert fram komið sem styður þá fullyrðingu stefndu að með greiðslum sínum hafi stefnandi verið að greiða húsaleigu fyrirfram en þeirri skýringu hefur stefnandi neitað. Telst því fullyrðing stefndu að þessu leyti ósönnuð. Þegar allt framanritað er virt verður að telja að stefnandi hafi fært fyrir því gild rök að aldrei hafi staðið annað til en að hún væri réttur eigandi umræddrar fasteignar að Neðri-Þverá frá upphafi, eins og hún byggir málsókn sína á. Í máli þessu er það ekki úrlausnarefni dómsins hvernig staðið var að því að fá greiddar út brunabætur vegna sumarhúss stefndu, sem brann 2002, heldur er hér einungis litið til þess hver var tilgangur þess að stefndu undirrituðu kaupsamninginn við Íbúðalánasjóð um fasteignina Neðri-Þverá við mat á því hvernig eignarhaldi að fasteigninni er háttað. Verður því ekki á það fallist með stefndu að með því að fallast á viðurkenningarkröfu stefnanda í máli þessu væri dómurinn að veita lögvernd samkomulagi, sem sé ólögmætt í eðli sínu. Er þessari málsástæðu stefndu því hafnað. Óumdeilt er að til ósættis kom milli aðila á árinu 2006 vegna lögskipta þeirra í tengslum við hesthús í Víðdal, sem upphaflega tengdust ekki ágreiningi þessa máls. Framlögð gögn bera með sér að sá ágreiningur leiddi til málaferla stefnda Sigurðar á hendur stefnanda vegna fasteignarinnar að Neðri-Þverá sem stóðu allt fram á árið 2009. Það ár höfðaði stefnandi fyrra mál sitt á hendur stefndu til útgáfu afsals, eins og áður er rakið, sem lyktaði með sýknudómi Hæstaréttar Íslands í febrúar 2011. Mál þetta var höfðað í mars sama ár. Að þessu virtu verður ekki fallist á það með stefndu að stefnandi hafi sýnt af sér slíkt tómlæti að það varði hana réttindamissi í máli þessu. Loks er það niðurstaða dómsins að framsetning stefnanda á kröfu sinni í málinu, þar sem einungis er krafist viðurkenningar á eignarrétti en ekki jafnframt krafist yfirtöku áhvílandi skulda, leiði ekki sjálfkrafa til sýknu stefndu. Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að taka verði til greina kröfu stefnanda um viðurkenningu á eignarrétti hennar að fasteigninni að Neðri-Þverá, eins og nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefndu til þess að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 650.000 krónur að meðtöldum virðisauka­skatti. Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Viðurkenndur er beinn eignaréttur stefnanda, Bjarkar Sigurðardóttur, á fasteigninni Neðri-Þverá, Húnaþingi vestra, fastanr. 213-4832, ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber. Stefndu, Sigurður Guðjónsson og Hildur Eiríksdóttir, greiði stefnanda 650.000 krónur í málskostnað að meðtöldum virðisauka­skatti.
Mál nr. 38/2009
Börn Forsjá Meðlag Aðfinnslur Gjafsókn Kröfugerð
M krafðist þess að honum yrði dæmd forsjá dóttur sinnar og K. Undir rekstri málsins í héraði hafði verið aflað matsgerðar dómkvadds sálfræðings um stöðu og líðan barnsins, tengsl þess við foreldra sína og hæfi þeirra til að fara með forsjá þess. Talið var að þótt fallast mætti á með héraðsdómara að nokkrir hnökrar væru á matsgerðinni stæði óhögguð sú niðurstaða hennar að vegna getu til að eiga tjáskipti á íslensku væri K fremur en M fært að aðstoða barnið í námi og sinna samstarfi við skóla. Þá væri óhögguð niðurstaða matsgerðarinnar að K hefði betra innsæi í þarfir barnsins. Enn fremur var talið að líta yrði til þess að vegna búsetu barnsins hjá K yrði högum þess nokkuð raskað ef M yrði fengin forsjá. Var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að K færi með forsjá dóttur aðila. Einnig var staðfest niðurstaða héraðsdóms um inntak umgengnisréttar M við barnið og var M gert að greiða einfalt meðlag með barninu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 22. janúar 2009. Hann krefst þess að sér verði dæmd forsjá dóttur aðila, A, og að ákveðið verði hvernig umgengni hennar við stefndu verði háttað. Hann krefst þess einnig að stefndu verði gert að greiða sér meðlag til framfærslu stúlkunnar eins og barnalífeyrir er ákveðinn hverju sinni til 18 ára aldurs. Verði stefndu dæmd forsjá dóttur aðila er þess krafist að kveðið verði á um umgengni áfrýjanda við hana og að honum verði aðeins gert að greiða einfalt meðlag með henni. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en því að ákvörðun héraðsdóms um umgengni áfrýjanda við dóttur aðila verði breytt þannig að regluleg umgengni verði aðra hvora helgi frá föstudegi til mánudagsmorguns. Jafnframt krefst stefnda málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. Stefnda hefur ekki fyrir sitt leyti áfrýjað héraðsdómi til að fá breytt ákvörðun héraðsdóms um inntak umgengnisréttar eða málskostnað. Koma kröfur hennar er að þeim atriðum lúta því ekki til frekari álita hér fyrir dómi. Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi var undir rekstri málsins í héraði aflað matsgerðar dómkvadds sálfræðings, um stöðu og líðan dóttur aðilanna, tengsl hennar við foreldra sína og hæfi þeirra til að fara með forsjá hennar. Þótt fallast megi á með héraðsdómara að nokkrir hnökrar séu á matsgerðinni stendur óhögguð sú niðurstaða hennar að vegna getu til að eiga tjáskipti á íslensku sé stefndu fremur en áfrýjanda fært að aðstoða barnið í námi og sinna samstarfi við skóla, sem sé mikilvægt í ljósi hegðunarerfiðleika þess, en áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að hann hafi nægilega kunnáttu í málinu. Það er og óhögguð niðurstaða matsgerðarinnar að stefnda hafi betra innsæi í þarfir barnsins í bráð og lengd. Þá verður að líta til þess að vegna búsetu barnsins hjá stefndu að undanförnu yrði högum þess nokkuð raskað ef áfrýjanda yrði fengin forsjá. Áfrýjandi reisir kröfu sína um forsjá meðal annars á þeirri málsástæðu að stefnda muni, fái hún forsjá barnsins, fara með það til Tyrklands. Í þeim efnum er þess að gæta að sú staða hlýtur einnig að vera uppi að því er áfrýjanda varðar fái hann forsjána og verður ekkert fullyrt í ljósi núverandi aðstæðna hvor aðila sé líklegri til að flytja búferlum. Verður samkvæmt þessu staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að stefnda fari með forsjá dóttur aðila. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð gögn um störf áfrýjanda og tekjur 2008 og það sem af er árinu 2009. Af þeim er ljóst að áfrýjanda hefur verið sagt upp starfi, sem hann gegndi meðan málið var rekið í héraði, tekjur hans hafa lækkað til muna og óvissa ríkir um þær á næstunni. Eru því ekki efni til að gera honum að greiða meira en einfalt meðlag með stúlkunni. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur að því er varðar umgengni áfrýjanda við dóttur sína. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað verða staðfest. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en um gjafsóknarkostnað stefndu fer eins og nánar segir í dómsorði. Það athugast að héraðsdómara hefði verið rétt að kalla til sérfróða meðdómsmenn eins og málið lá fyrir. Þá gætti dómarinn ekki að því að samkvæmt 1. mgr. 44. gr. barnalaga nr. 76/2003 bar að tiltaka í dómsorði hvort áfrýjun dómsins frestaði réttaráhrifum hans. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður að öðru leyti en því að áfrýjanda, M, ber að greiða einfalt meðlag með dóttur sinni, A, eins og það er ákveðið hverju sinni af Tryggingastofnun ríkisins, frá 1. desember 2007 til fullnaðs 18 ára aldurs hennar. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, K, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 350.000 krónur. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þessar: 1. Að stefnanda verði dæmd forsjá dóttur aðila, A, kt. [...]. 2. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda tvöfalt meðlag með barninu frá 1. desember 2007 til fullnaðs 18 ára aldurs hennar, eins og það er ákveðið hverju sinni af Tryggingastofnun ríkisins. 3. Að dómurinn ákveði hvernig umgengni barnsins skuli vera við það foreldri, sem barnið býr ekki hjá. Endanlegar dómkröfur stefnda eru þessar: 1. Að stefndi verði sýknaður af öllum öðrum kröfum stefnanda. 2. Að stefnda verði með dómi falin forsjá dóttur aðila, A, kt. [...], og ákveðið verði í dóminum, hvernig umgengni barnsins við stefnanda verði háttað. 3. Verði stefnda falin forsjá A, krefst stefndi þess, að stefnanda verði gert að greiða stefnda meðlag til framfærslu barnsins, eins og barnalífeyrir er ákveðinn hverju sinni til 18 ára aldurs þess. 4. Verði stefnanda falin forsjá A með dómi, er þess krafizt, að kveðið verði á um umgengni stefnda við dóttur sína í samræmi við tillögur, sem fram koma í greinargerð stefnda. 5. Að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati réttarins að viðbættum virðisaukaskatti. 6. Hafnað verði kröfu stefnanda um greiðslu tvöfalds meðlags. II Málsaðilar eru af tyrkneskum uppruna. Þau gengu í hjónaband í Tyrklandi hinn 21. júní 1999 en fluttu til Íslands sumarið 2000 og hafa búið hér síðan. Þau eiga saman dótturina A, f. [...] 2002. Þau hafa öll hlotið íslenskan ríkisborgararétt. Aðilar slitu samvistum hinn 21. nóvember 2007, en hjónaband þeirra hafði gengið illa í langan tíma fyrir skilnaðinn. Umræddan dag, þegar aðilar slitu samvistum, þurfti að kalla til lögreglu, þegar sundurlyndi aðila fór úr böndum, og flutti stefnandi í kjölfarið í Kvennaathvarfið, ásamt dóttur aðila. Kveður stefnandi stefnda hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi á sambúðartímanum, og hafi hún ítrekað þurft að leita eftir aðstoð læknis, starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem og lögreglu. Stefndi mótmælir ásökunum um líkamlegt ofbeldi, en kveður á stundum hafa jaðrað við andlegt ofbeldi, sem hafa verið gagnkvæmt. Stefnandi kveður stefnda hafa boðað sig til fyrirtöku hjá sýslumanni í desember 2007, og hafi hún mætt á tilsettum tíma, ásamt lögmanni sínum, en stefndi hafi ekki látið sjá sig. Hafi stefnandi þar gert kröfu um óskipta forsjá dóttur aðila auk makalífeyris, sem og um skilnað að borði og sæng. Einnig hafi hún ákveðið að óska eftir opinberum skiptum á búi aðila. Aðilar hafa báðir unnið úti, en greinir á um, hvort þeirra hafi borið hitann og þungann af umönnun barnsins. Barnið var á leikskóla á árinu 2007, en er nú komið á skólaaldur. Að ósk stefnanda var dómkvaddur matsmaður, B sálfræðingur, til þess að meta hagi barnsins, A, tengsl þess við foreldra og hæfi foreldra til að fara með forsjá þess. Er matsgerðin dagsett 16. september 2008. III Krafa stefnanda um forsjá byggist á því, að það sé barninu fyrir bestu, að hún fari með óskipta forsjá. Hún hafi annast barnið frá fæðingu þess og séð um sameiginlegt heimili aðila. Stefndi hafi verið langan vinnudag utan heimilis svo til alla daga vikunnar og lítið sinnt barninu, þegar hann hafi verið í leyfi. Barnið sé því háð umönnun stefnanda og þarfnist hennar, auk þess sem það tengist móður sinni meira en föður vegna atvika málsins. Krafa stefnanda um óskipta forsjá byggist á því, að vegna ósamkomulags aðila og skapbresta stefnda geti hún ekki átt eðlileg samskipti við hann, svo sem þörf krefji í sameiginlegri forsjá. Þau hafi ekki getað rætt saman um málefni barnsins og henni hafi ekki tekizt að ná samkomulagi við stefnda um atriði, sem varði hagsmuni barnsins, s.s. forsjárskipan, umgengni og skiptingu framfærslukostnaðar. Það sé því engin leið að láta hagsmuni barnsins ráðast af sameiginlegri forsjá. Krafa stefnanda um forsjá byggist jafnframt á því, að hún geti boðið barninu upp á traust og öruggt heimili. Hún geti vel annazt framfærslu sína og barnsins með vinnu og standi vel að umönnun barnsins, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Auk þess njóti stefnandi góðs stuðnings samstarfsfólks síns og þeirra fagaðila, sem hafi komið að málum aðila, s.s. hjá velferðarsviði. Stefnandi geti þannig vel tryggt bæði félagslega og fjárhagslega velferð barnsins. Krafa stefnanda um greiðslu stefnda á meðlagi með barninu byggist á lögbundinni framfærsluskyldu stefnda samkvæmt ákvæðum barnalaga og því, að hann sé með mun hærri tekjur en stefnandi. Heildartekjur stefnda á mánuði séu, eftir því sem stefnandi viti best, yfir kr. 400.000 á mánuði, og sé hann því vel fær um að greiða tvöfalt meðlag. En heildartekjur stefnanda séu aðeins um kr. 150.000 á mánuði, og því þurfi hún á meðlagsgreiðslum frá stefnda að halda til að sinna framfærslu barnsins. Stefnandi byggi kröfu sína á ákvæðum barnalaga nr. 76/2003, einkum VI. kafla, svo og á ákvæðum hjúskaparlaga nr. 31/1993 og sé vísað til 114. gr. þeirra laga um varnarþing og lögsögu dómsins. Krafa um málskostnað sé byggð á 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. l. nr. 91/1991. Stefndi byggir kröfur sínar um forsjá barnsins á því, að tengsl þess við hann séu þess eðlis, að það muni best þjóna hagsmunum þess, verði honum falin forsjáin. Hann hafi ekki komið minna að umönnun telpunnar en stefnandi. Fljótlega eftir fæðingu telpunnar hafi stefnandi farið að vinna úti og hafi það þá komið í hlut stefnda að sjá um daglega umönnun hennar, meðan móðirin vann helgar- og næturvaktir. Það sé ljóst, að aðilar málsins hafi báðir unnið mikið utan heimilis og oft á mismunandi tímum. Því sé haldið fram, að stefndi hafi komið að minnsta kosti jafn mikið að umönnun telpunnar og stefnandi og jafnframt, að inntak umönnunar hans hafi verið innihaldsríkara og meira á forsendum barnsins. Stefndi byggi kröfu sína um forsjá telpunnar á því, að hann sé mun hæfari til að fara með forsjána, enda sé hann í mun betra jafnvægi en stefnandi. Hann sé almennt rólegur og traustur og sé betur í stakk búinn til að sinna uppeldi hennar. Hann hafi skilning á þörfum hennar og geri sér grein fyrir því sem telpunni sé fyrir bestu. Hann hafi lagt áherzlu á reglusemi með svefntíma, þarfir hennar fyrir samveru með foreldrunum í frístundum og nauðsyn þess, að hún aðlagist íslensku samfélagi, með því að sækja með henni húsdýragarðinn, sundlaugarnar, náttúrugripasafnið, svo eitthvað sé nefnt. Stefnandi hafi þvert á móti talið fjármunum heimilisins betur varið með því að leggja þá til hliðar. Stefndi búi yfir nauðsynlegri rósemi og íhygli til að hlusta á telpuna og þolinmæði til að takast á við þau daglegu vandamál, sem hún glími við. Þannig hafi hann hjálpað henni við að hætta að væta buxurnar, þegar hann var með henni í leyfi sumarið 2007. Stefnandi upplifi telpuna hins vegar oft á tíðum eins og hún væri Þrándur í Götu móður sinnar. Stefndi byggi kröfu sína um forsjá telpunnar á því, að ytri aðstæður hans séu mun betri en stefnanda. Þannig hafi hann starfað lengi á sama vinnustað, þar sem hann mæti í hvívetna velvild yfirmanna sinna. Þeir taki ríkan þátt í persónulegum áhugamálum stefnda, fjölskyldulífi hans og tengslum hans við dóttur sína. Sveigjanlegur vinnutími, sem stefndi búi við, muni koma sér vel, verði honum falin forsjáin, en hann geti þá sniðið vinnutíma sinn eftir dagskrá hennar. Stefndi sé fjárhagslega vel stæður og geti veitt telpunni það, sem hún þarfnist. Hann sé í alla staði vel í stakk búinn til að mynda þann ramma sem hún þarfnist til að fá að vaxa og dafna. Verði honum falin forsjá telpunnar muni það ekki hafa í för með sér röskun á stöðu og högum hennar. Hún yrði áfram á því heimili, sem hún hafi búið frá fæðingu og þekki. Hún héldi áfram að sofa í herbergi sínu, innan um þá muni, sem hafi verið hluti hennar lífs, allt frá fæðingu. Hún muni halda áfram að vistast á sama leikskóla og síðar skóla hverfisins, þar sem hún muni eflaust hitta fyrir félaga sína frá leikskólanum. Óvissa ríki um framtíðarbúsetu stefnanda. Oft hafi slegið í brýnu með aðilum vegna þess, að stefnandi hafi viljað flytja aftur til Tyrklands. Í máli um opinber skipti til fjárslita milli aðila hafi stefnandi einmitt krafizt þess, að eign þeirra í Tyrklandi verði lögð henni út. Stefndi hafi ríkar ástæður til að ætla, að tilgangur stefnanda með málssókninni sé einkum til þess fallinn að gera henni kleift að flytja heim með telpuna. Forsjá til stefnanda muni hafa í för með sér óásættanlega áhættu fyrir telpuna. Verði stefnanda falin forsjá telpunnar, sé hætta á tengslarofi dóttur og föður, enda séu líkur til þess, að stefnandi virði ekki rétt telpunnar til umgengni við föður sinn. Allt frá því að stefnandi yfirgaf heimilið þann 21. nóvember 2007 hafi stefndi ekki fengið að hitta dóttur sína. Stefnandi hafi borið ýmsu við, svo sem hræðslu við að hann styngi af til útlanda með barnið. Þegar hún hafi haldið áfram að tálma umgengni eftir að vegabréfið var komið í traustar vörslur lögmanns, hafi verið ljóst að það var ekki ástæðan. Um jólin hafi stefndi, með aðstoð lögmanns stefnanda, gert tillögur að jólaumgengni, en stefnandi hafi ekki séð ástæðu til að leyfa barninu að hitta föður sinn um jólin. Í máli um bráðabirgðaforsjá, sem tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 10. janúar 2008, hafi verið gengið frá samkomulagi um sameiginlega forsjá aðila og umgengni telpunnar við föður sinn aðra hverja helgi, í fyrsta sinn helgina 25.-27. janúar 2008. Þetta samkomulag hafi stefnandi brotið, þrátt fyrir að lögmaður hennar hafi staðið að því. Líkur séu til þess að telpan hafi þegar orðið fyrir áfalli vegna tengslarofsins, enda hafi stefndi fregnað, að barnið sé hreint ekki með sjálfu sér. Það sé orðið daprara, hljóðlátara og fáskiptara en það hafi átt vanda til. Verði stefnanda falin forsjá telpunnar sé lagt til, að umgengni hennar við stefnda verði með eftirfarandi hætti: Telpan dvelji með föður sínum aðra hverja viku, frá mánudegi til mánudags. En til vara, að hún dvelji hjá föður sínum frá miðvikudegi til mánudags aðra hverja viku. Þá viku, sem telpan dvelji ekki hjá föður sínum, gisti hún eina nótt hjá honum, þannig að stefndi sæki hana eftir skóla á þriðjudegi og fari með hana aftur í skólann á miðvikudagsmorgni. Krafan um forsjá sé reist á V. kafla barnalaga nr. 76/2003, einkum 31. gr., sbr. 34. gr. Í 2. mgr. 34. gr. sé kveðið á um, að dómari skuli ákveða hjá hvoru foreldra forsjá barns verði, eftir því sem barni sé fyrir bestu. Þá sé byggt á barnalögum í heild, svo og meginreglum þeirra og undirstöðurökum. Krafan um umgengni sé reist á 4. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, en þar sé mælt fyrir um, að dómari skuli, að kröfu annars foreldris eða beggja, kveða á um inntak umgengnisréttar barns og foreldris, eftir því sem barni sé fyrir bestu, en í 46. gr. s.l. sé kveðið á um rétt barns til á að umgangast með reglubundum hætti það foreldra sinna, sem það búi ekki hjá. Krafan um greiðslu einfalds meðlags sé reist á 4. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, sbr. 6 . mgr. 57. gr. s.l., en samkvæmt 2. mgr. 57. gr. sé gert ráð fyrir, að meðlag skuli ákveðið með hliðsjón af þörfum barns og fjárhagsstöðu og öðrum högum beggja foreldra, þar á meðal aflahæfi þeirra. Krafan um málflutningsþóknun sé byggð á ákvæðum í XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafan um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988, þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Stefndi sé ekki virðisaukaskattskyldur, og því beri honum nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum. IV Aðilar gáfu skýrslu fyrir dómi, sem og matsmaðurinn, B, og vitnin, C, D og E. Aðilar í máli þessu eru báðir ættaðir frá Tyrklandi, en fluttust til Íslands fyrir um 8 árum síðan. Er dóttir þeirra fædd hér á landi. Stefnandi byggir kröfur sínar um forsjá á því, að það sé barninu fyrir bestu, að hún fari með forsjána, m.a. vegna þess að hún hafi annast barnið meira en stefndi frá fæðingu þess og það tengist henni meira en honum. Stefndi byggir kröfur sínar á því m.a., að hann sé hæfari en stefnandi til að fara með forsjána, og kveður rangt, að hann hafi komið minna að umönnun barnsins en stefnandi. Þá sé hann í betra jafnvægi en stefnandi og ytri aðstæður hans séu betri en stefnanda. Samkvæmt matsgerð B sálfræðings er barnið í góðum tengslum við báða foreldra sína. Kemur fram, að báðir foreldrar eru hæfir uppalendur, en niðurstaða matsmannsins er sú, að móðirin hafi betra innsæi í þarfir telpunnar en faðirinn. Segir svo í niðurstöðu matsins: „Báðir foreldrar lýsa yfir innilegri væntumþykju í garð barnsins og engar forsendur eru til að efast um jákvæðar tilfinningar þeirra. Þau gera bæði mikið með henni og hafa ánægju af samverustundum þeirra. Móðir talar íslensku og styrkir það stöðu hennar gagnvart skólanámi stúlkunnar. Hún getur betur aðstoðað hana í náminu og sinnt samstarfinu við skólann sem matsmaður telur mikilvægt í ljósi hegðunarörðugleika stúlkunnar. Það veikir stöðu föður að geta ekki talað málið og er því í lakari stöðu til að sinna skólanámi og taka leiðbeiningum varðandi hegðun hennar. Móðir hefur betra innsæi í þarfir stúlkunnar, bæði í dag og framtíðarþarfir hennar. Að mati matsmanns sýnir það skort á innsæi í þarfir stúlkunnar, að faðir láti hana ekki vera í barnabílstól í bílnum og taki hana enn þá með sér í karlaklefann í sundi. Matsmaður telur báða foreldra hæfa til að sinna líkamlegum þörfum barnsins, en móður hæfari til að sinna andlegum þörfum hennar og að aga hana.“ Matsgerðin var byggð á viðtölum við málsaðila, sem fram fóru á sálfræðistofu matsmanns. Í viðtali við föður var túlkur viðstaddur. Þá voru foreldrarnir heimsóttir, þegar telpan var heima, en heimsóknin til föður var án aðstoðar túlks. Þegar matsmaður var inntur eftir því fyrir dómi, á hverju hún dragi þá ályktun, sem fram kemur í matsgerðinni, að faðir ætti ekki eins auðvelt með að setja telpunni mörk og móðirin, svaraði hún því, að þegar hún fór í heimsókn til stefnda, hafi stefndi beðið telpuna um að hætta að sprauta vatni úr slöngu úti við húsið, en barnið hafi ekki sinnt því. Faðirinn hafi þá ekki fylgt banninu eftir en einungis brosað að barninu. Dómurinn telur hæpið að hrapa að þeirri ályktun, sem matsmaður komst að við þetta tækifæri, ekki síst í ljósi þess, að faðirinn talar ekki íslensku og matsmaðurinn skilur ekki tyrknesku, en enginn túlkur var viðstaddur þessa heimsókn. Þá kemur fram í matsgerð, að staðhæfingar um, að faðir láti barnið ekki vera í barnabílstól í bílnum, séu hafðar eftir móðurinni, en ekki liggur fyrir staðfesting á því í málinu. Fram kemur reyndar í lögregluskýrslu og er haft eftir barninu, að faðirinn og barnið sjálft gleymi stundum að festa bílbeltið, en ekki liggur fyrir staðfest í málinu, að faðirinn hafi ekið með barnið óbundið. Faðirinn skýrði svo frá fyrir dómi, að telpan færi ekki lengur með honum í karlaklefa í sundi. Verður ekki annað ráðið af matsgerð en að bæði framangreind atriði hafi haft áhrif á niðurstöðu matsmanns um það, að faðirinn væri síður hæfur en móðirin. Dómari fellst á það með matsmanni, að foreldrar séu báðir hæfir uppalendur. Það er hins vegar mat dómara, að það styrki stöðu móðurinnar, eins og jafnframt kemur fram í mati hins dómkvadda matsmanns, að móðirin hefur ágætt vald á íslensku og virðist skilja hana allvel, en hins vegar hefur faðirinn, á þeim 8 árum, sem hann hefur dvalist á Íslandi, ekki náð tökum á málinu að nokkru marki. Hann virðist hvorki tala né skilja málið. Þannig er móðirin mun betur í stakk búin að sinna daglegum þörfum telpunnar, hvað við kemur umgengni við félaga hennar og foreldra þeirra, sem og í öllu sambandi við kennara telpunnar og skólayfirvöld og eftir atvikum lækna, eða aðra þá aðila, sem koma að málefnum telpunnar. Telur dómurinn, að þetta atriði hafi afgerandi áhrif á niðurstöðu í máli þessu. Enda þótt faðirinn búi á bernskuheimili telpunnar, þá er nú í rúmt ár síðan hún átti þar fast heimili, og hefur hún nú búið síðastliðna fjóra mánuði með móður sinni að [...]. Er heilt ár langur tími í lífi sex ára barns, og er því ekki fallizt á þau rök stefnda, að tengsl við heimili föður séu sterkari en við það heimili, sem barnið býr á núna, þannig að niðurstaða í forsjárdeilu foreldra geti ráðist af því. Stefndi hefur vísað til þess, að stefnandi muni hafa í hyggju að flytja með telpuna til Tyrklands, fái hún forræðið. Dómari telur ekki efni til þess að líta til málsástæðu, sem byggist á einhverjum atvikum, sem kunni að gerast í framtíðinni. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómara, að forsjá telpunnar sé betur komið hjá stefnanda. Stefnandi krefst tvöfalds meðlags með telpunni frá 1. desember 2007 til fullnaðs 18 ára aldurs hennar. Stefndi hefur hafnað kröfu um tvöfalt meðlag og telur einfalt meðlag hæfilegt. Í málinu hafa engin gögn verið lögð fram um tekjur aðila, en stefndi hefur ekki mótmælt fullyrðingu stefnanda í stefnu um launatekjur hans. Þá hefur hann haldið því fram og teflt því m.a. fram sem rökum fyrir því, að hann sé betur í stakk búinn til að hafa forsjána, að hann sé vel stæður og geti veitt telpunni það, sem hún þarfnist og í samtali við matsmann, sem tekið var í júlímánuði sl. sumar, kemur fram, að tekjur hans þá hafi verið u.þ.b. 300.000 krónur á mánuði eftir skatta. Honum hefði verið í lófa lagið að leggja fram skattframtöl eða launaseðla til að sanna tekjur sínar, telji hann þær ekki bera tvöfalt meðlag. Það hefur hann hins vegar ekki gert. Þykir því rétt að verða við kröfu konunnar um tvöfalt meðlag, eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins á hverjum tíma, frá 1. desember 2007 til fullnaðs 18 ára aldurs telpunnar. Stefndi krefst þess, að umgengni hans við telpuna verði ákveðin þannig, að telpan dveljist hjá föður sínum aðra hverja viku, frá mánudegi til mánudags, en til vara frá miðvikudegi til mánudags aðra hverja viku. Þá viku, sem hún dvelji ekki hjá föður sínum, gisti hún eina nótt hjá honum, þannig að hann sæki hana eftir skóla á þriðjudegi og fari með hana aftur í skólann á miðvikudagsmorgni. Þegar litið er til þeirra forsendna, sem forsjárákvörðunin byggist á, þykir ekki unnt að fallast á aðalkröfu stefnanda um umgengni, en hins vegar má fallast á varakröfuna þannig, að telpan dvelji hjá föður sínum aðra hverja viku frá miðvikudegi eftir skóla og fram að skólatíma á mánudeginum næsta á eftir. Dómari telur hins vegar ekki rétt, að taka til greina kröfu um, að telpan dvelji að auki eina nótt hjá stefnda þá viku, sem hún er ekki í umgengni hjá honum samkvæmt því sem að framan greinir, og telur að slíkt fyrirkomulag geti komið of miklu róti í tilveru telpunnar. Auk hinnar reglulegu umgengni skal telpan dvelja hjá föður í fjórar vikur í sumarleyfi, allt eftir nánara samkomulagi við móður. Umgengni um jól og áramót verði þannig háttað, að annað hvert ár dvelji telpan hjá föður um jól, og dvelji þá hjá móður um áramót það ár, og öfugt. Umgengni um páska fellur inn í hina reglulegu umgengni. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði og ákveðst kr. 1.200.000, þar með talinn útlagður kostnaður, kr. 15.545. Við ákvörðun gjafsóknarkostnaðar hefur ekki verið litið til virðisaukaskatts. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn Stefnandi, K, skal hafa forsjá dóttur aðila, A. Stefndi, M, greiði tvöfalt meðlag með telpunni, eins og það er ákveðið hverju sinni af Tryggingastofnun ríkisins, frá 1. desember 2007 til fullnaðs 18 ára aldurs hennar. Umgengni stefnda við telpuna skal háttað svo: Telpan skal dvelja hjá stefnda aðra hverja viku frá miðvikudegi eftir skóla og fram að skólatíma á mánudeginum næsta á eftir. Þá skal hún dvelja hjá stefnda í fjórar vikur í sumarleyfi, allt eftir nánara samkomulagi við stefnanda. Umgengni um jól og áramót verði þannig háttað, að annað hvert ár skal telpan dvelja hjá stefnda um jól og dvelja þá hjá stefnanda um áramót það ár, og öfugt. Umgengni um páska fellur inn í hina reglulegu umgengni. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, kr. 1.200.000, greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. útlagður kostnaður, kr. 15.545.
Mál nr. 52/2009
Kærumál Dánarbússkipti Erfðaskrá Meðdómsmaður Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi
A og B kærðu úrskurð héraðsdóms, þar sem hafnað var kröfu þeirra um að ógilda erfðaskrá þar sem D arfleiddi C að helstu eigum sínum. Byggðu A og B kröfu sína um ógildingu á því að D hafi skort arfleiðsluhæfi í skilningi 2. mgr. 34. gr. laga nr. 8/1962. Hæstiréttur taldi að héraðsdómara hefði verið rétt að kveða til sérfróða meðdómendur til setu í dómi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og málinu vísað til aðalmeðferðar og uppkvaðningu úrskurðar að nýju.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 22. janúar 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. febrúar sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. janúar 2009, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að erfðaskrá D 26. október 2006 yrði metin ógild. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðilar krefjast þess að fyrrgreind erfðaskrá verði metin ógild. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Mál þetta snýst um gildi erfðaskrár sem D gerði þremur dögum fyrir andlát sitt. D var þá 87 ára gamall og lá banalegu á Landspítalanum, veikur af krabbameini undir lyfjagjöf. Í málinu eru læknisfræðileg gögn og matsgerð dómkvaddra manna um ástand D. Er hún að hluta rakin í hinum kærða úrskurði. Nokkur vitni gáfu skýrslur við meðferð málsins í héraði, þar á meðal matsmenn og arfleiðsluvottar, en þeir síðarnefndu voru starfsmenn Landspítalans sem munu hafa komið að umönnun D. Sóknaraðilar reisa kröfu sína um ógildingu erfðaskrárinnar á því að D hafi vegna veikinda sinna ekki verið fær um að gera þá ráðstöfun samkvæmt 2. mgr. 34. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Vísa þeir til framangreindrar matsgerðar, en í niðurstöðu hennar segir meðal annars: „Með hliðsjón af öllu ofanskráðu, svo og með tilliti til þekkingar og reynslu matsmanna, drögum við undirritaðir þá ályktun að D hafi verið með óráði og því ekki fær um að taka skuldbindandi ákvarðanir vegna tímabundinnar vitrænnar skerðingar. Veikindin voru á það alvarlegu stigi að D komst aldrei út úr þessu annarlega andlega ástandi og lést þremur sólarhringum síðar.“ Í hinum kærða úrskurði var komist að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að ekki hafi háttað svo til um ástand D sem í 2. mgr. 34. gr. erfðalaga segir. Var því kröfu sóknaraðila hafnað. Eins og gögnum máls þessa er háttað var rétt að héraðsdómari kveddi sérfróða meðdómsmenn til setu í dómi, samkvæmt 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, til að leggja mat á læknisfræðileg gögn og spyrja matsmenn um atriði er lutu að matsgerð. Því verður hinn kærði úrskurður sjálfkrafa ómerktur og málinu vísað heim í hérað til nýrrar aðalmeðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og er málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Kærumálskostnaður fellur niður. Með bréfi til dómsins, dagsettu 25. apríl 2008, var þess farið á leit fyrir hönd A, kt. [...], [...], Reykjavík og B, kt. [...], [...], Reykjavík, að Héraðsdómur Reykja­víkur úrskurði um ágreining sem risið hefur milli erfingja við einkaskipti á dánarbúi D, kt. [...], sem síðast var til heimilis að [...], Reykjavík og lést [...] 2006. Málið var þingfest 23. maí s.á. og tekið til úrskurðar 25. nóvember sl. Málið var endur­upptekið og tekið til úrskurðar á ný 8. janúar 2009. Dómkröfur sóknaraðila, A og B, eru að úrskurðað verði að erfðaskrá dags. [...] 2006, þar sem D kt. [...], arfleiddi C kt. [...] að helstu eignum sínum, sé ógild. Þá er krafist málskostnaðar að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Varnaraðili C, kt. [...], krefst þess að kröfum sókn­ar­aðila verði hafnað og að sóknaraðilar verði dæmdir in solidum til að greiða varn­ar­aðila málskostnað. I Í málavaxtalýsingu sóknaraðila kemur fram að D hafi látist hinn [...] 2006 eftir erfið veikindi. Skömmu fyrir andlát sitt eða hinn [...] 2006 hafi hann undirritað erfðaskrá þar sem hann arfleiddi varnaraðila, C, að helstu eignum sínum eins og það er orðað í erfðaskránni. Samkvæmt erfðaskránni skyldi hins vegar fjölskylda D fá í sinn hlut einstaka innan­stokksmuni. Með bréfi Sýslumannsins í Reykjavík dags. 20. desember 2006, hafi ofan­greind C fengið leyfi til einkaskipta á dánarbúinu. Áður en D lést hafði hann verið alvarlega veikur af krabbameini og gengið í gegn­um erfiða sjúkdómslegu. Hann hafi dvalið á Landspítalanum við Hringbraut þegar hann undirritaði erfðaskrána sem og þegar hann lést. Hann hafi verið m.a. á sterkum lyfjum sem hafi haft það í för með sér að hann datt stundum út og virtist engan veginn með sjálfum sér. Hafi stundum virst sem hann þekkti ekki nána vini sína og ættingja. Sóknaraðilar telji sig hafa vissu fyrir því að D heitinn hafi skömmu áður en hann undirritaði ofangreinda erfðaskrá, verið í annarlegu ástandi að þessu leyti. Þá hafi D verið mjög heyrnardaufur sem hafi leitt til misskilnings hans um marga hluti, ekki síst meðan á veikindum hans stóð. Vegna veikinda D heitins, þegar hann undirritaði erfðaskrána, og þar sem erfða­skráin hafi ekki verið í samræmi við það sem D heitinn hafði nefnt við nokkra ættingja sína og vini, hafi sóknaraðilar óskað eftir því með matsbeiðni, dags. 9. febrúar 2007, að dómkvaddir yrðu tveir hæfir og óvilhallir matsmenn til þess að meta hvort D hafi verið það heill heilsu andlega og líkamlega þegar hann undirritaði erfðaskrána, skömmu fyrri andlát sitt, að hann hafi gert sér fulla grein fyrir hvað fólst í þeirri ráðstöfun. Hinn 25. maí 2007 hafi verið dómkvaddir í Héraðsdómi Reykjavíkur, til að fram­kvæma hið umbeðna mat, læknarnir Guðjón Baldursson, sérfræðingur í heim­il­is­lækn­ingum og krabbameinslækningum, og Pálmi V. Jónsson, sérfræðingur í lyflækningum og öldrunarlækningum. Í spurningum til matsmanna í matsbeiðninni segi m.a. orðrétt: Þess er óskað að hinir dómkvöddu matsmenn láti matsbeiðendum í té skriflegt og rökstutt álit á eftirgreindum atriðum: 1. Þeir kanni og upplýsi í hverju veikindi D heitins fólust á þeim tíma sem hann undirritaði erfðaskrána. 2. Þeir kanni og upplýsi á hvaða lyfjum D heitinn var á og í hvaða magni hann tók þau, skömmu fyrir undirritun erfðaskrárinnar og þegar hann undirritaði hana. 3. Þeir lýsi þeim áhrifum sem líklegt sé að lyfjagjöfin hafi haft á D heitinn og/eða hvaða áhrif slík lyfjagjöf hafi almennt á sjúklinga, andlega og líkamlega. 4. Þeir gefi álit sitt á því með tilliti til allra fyrirliggjandi gagna um heilsu D heitins þ.m.t. sjúkraskráa, hvort líklegt sé að veikindi hans og sú meðferð sem hann fékk, þ.m.t. í formi lyfjagjafar, hafi dregið úr andlegu og líkamlegu hæfi hans til að gera sér grein fyrir hvað fólst í erfðaskránni sem hann undirritaði. Ef svo er, þá hvers vegna? Matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna sé dags. 15. október 2007. Þar sé m.a. rakið það sem fram komi í sjúkraskýrslum, hjúkrunarnótum og læknabréfum um veikindi D og innlagnir á sjúkrahús. Í niðurstöðum hinna dómkvöddu matsmanna segi m.a. orðrétt: Í samantekt, þá greinist D í janúar 2006, þá 87 ára gamall, með blöðruhálskirtilskrabbamein sem hefur sáð sér í kvið, lungu og bein. Gegn krabba­meininu var beitt lyfja- og geislameðferð. Frá því í ágúst 2007 er D kominn á Contalgin, sem er sterkt verkjalyf. Þá kemur fram að D hafi verið lagður inn á sjúkrahús skömmu fyrir andlát sitt hinn [...] 2006. Þá segi orðrétt: Við komu í banalegunni er D skýr, samkvæmt sjúkraskrá, en daginn fyrir undir­skrift er D með rugl ástand. Þá segir sérfræðingur að D hafi verið rugl­aður þann dag, sem hann undirritaði erfðaskrána. Jafnframt kemur fram að þetta kvöld er D snúið reglulega og honum er verulega þungt. D fær við­bóta­skammta af morfíni síðdegis og um þetta kvöld, auk þess sem hann er kominn á slím­dempandi lyf (scopoderm). Bæði morfín og scopoderm hafa andkolinerg áhrif sem auka á tilhneigingu til rugls hjá þeim sem eru aldraðir og viðkvæmir vegna undir­liggjandi sjúkdóma. Nokkru síðar segi orðrétt: Í banalegunni er D kominn með merki um óráð deginum áður en hann undir­ritar erfðaskrána og helst það ástand samkvæmt nótu sérfræðings og þess utan er hann með mikil andþyngsli, auk verkja, kvöldið sem hann undirritar erfðaskrána og hann er þá máttfarinn og þarf að snúa honum. Óráð er tímabundin vitræn skerðing, sem einkennist af því að ástandið getur komið upp skyndilega og einkennist af athyglisbresti, auk þess að þá geta komið fram önnur einkenni, svo sem breyting á skýrleika hugsunar og meðvitundarbreytingar, rang­hugmyndir og ofskynjanir. Lykileinkenni er athyglisbrestur og síðan annað tveggja meðvitundarskerðing og hugsanabrengl. Áhættuþættir fyrir óráði eru alvar­lega undirliggjandi sjúkdómar, svo sem krabbamein með meinvörpum getur verið, svo og lyfjameðferð, einkum með lyfjum með andkólinergum lyfjum. Sá sem er með óráði hefur tapað hæfni sinni til þess að taka ákvarðanir, að minnsta kosti tímabundið. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum var D með óráði daginn fyrir og daginn sem hann ritaði undir erfðaskrána og það ástand hélst allt til dauðadags. Sam­tíma­skráning á einkennum D er sannfærandi og kemur fram í nótum hjúkr­un­ar­fræðinga, deildarlækna og sérfræðings. Undirliggjandi sjúkdómur og meðferð hans er þannig, að annars skýrir einstaklingar, geta auðveldlega fengið óráð. Með hliðsjón af öllu ofanskráðu, svo og með tilliti til þekkingar og reynslu matsmanna, drögum við undirritaðir þá ályktun að D hafi verið með óráði og því ekki fær um að taka skuldbindandi ákvarðanir vegna tímabundinnar vitrænnar skerðingar. Veikindin voru á það alvarlegu stigi að D komst aldrei út úr þessu annarlega and­lega ástandi og lést þremur sólarhringum síðar. Lögmaður sóknaraðila hafi með bréfi gert lögmanni varnaraðila grein fyrir þeirri skoðun sinni, með vísan til niðurstaðna hinna dómkvöddu matsmanna, að ekki hafi verið gætt ákvæða VI. kafla erfðalaga nr. 8/1962 við gerð erfðaskrárinnar. Hún væri því ógild og ætti ekki að koma til framkvæmda. Með tölvupósti dags. 12. nóvember 2007, hafi lögmaður varnaraðila tjáð lögmanni sóknaraðila, að varnaraðili C héldi fast við erfðarétt sinn samkvæmt erfðaskránni og ef sóknaraðilar vildu hnekkja henni, yrðu þeir að leita til dómstóla. II Varnaraðili telur málavaxtalýsingu sóknaraðila vera ónákvæma og hlutdræga og alls ekki gefa rétta mynd af aðdraganda að gerð erfðaskrárinnar. Arfleifandinn, C, hafi látist [...] 2006, 87 ára gamall. Hann hafi þá um nokkurt skeið átt við krabbamein að stríða, en þó haldið andlegri heilsu alveg fram undir það síðasta. D hafi margsinnis ámálgað við E hæstaréttarlögmanni, frænda sinn, að hann vildi fá að koma á skrifstofu hans til að ganga frá sínum málum, en af því hafi ekki orðið. Þegar lögmaðurinn hafi frétt að D væri kominn á sjúkrahús hafi hann ákveðið að heimsækja hann og kanna það hvort D ætti eitthvað ósagt við sig eða hvort hann óskaði eftir að því E gerði eitthvað fyrir hann. Lögmaðurinn hafi rætt við D sem hafi þá óskað eftir því að hann ritaði fyrir sig erfðaskrá. Lögmaðurinn hafi þá kallað til tvo votta, hjúkr­un­arfræðinga sem önnuðust D í veikindum hans, sem hafi fylgst með því þegar D útlistaði fyrir lögmanninum hvers efnis erfðaskráin ætti að vera. Að svo búnu hafi lögmaðurinn farið afsíðis og ritað texta erfðaskrárinnar í tölvu á sjúkrahúsinu. Hann hafi síðan farið aftur á sjúkrastofuna til D og þar hafi verið gengið frá stað­fest­ingu hennar að arfleiðsluvottunum viðstöddum eins og skjalið beri með sér. Í vott­orði þeirra segi m.a. að D hafi að þeim báðum viðstöddum lýst yfir að erfðaskráin hefði hinsta vilja hans að geyma og að hann hafi gert þetta vitandi vits og heill heilsu and­lega og líkamlega. E hafi verið viðstaddur undirritun erfða­skrár­innar og staðfestingu vottanna, þótt þess sé ekki getið í texta skjalsins. III Sóknaraðilar byggja kröfu sína um ógildingu erfðaskrárinnar á því að D hafi ekki uppfyllt kröfur 2. mgr. 34. gr. laga nr. 8/1962 um arf­leiðslu­hæfi. Samkvæmt hinu tilgreinda ákvæði sé erfðaskrá því aðeins gild að sá sem hana gerir, sé svo heill heilsu andlega, að hann sé fær um að gera þá ráðstöfun á skynsamlegan hátt. Í framangreindri matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna sé veikindum D lýst og þeirri meðferð sem hann hlaut. Þar komi m.a. fram að kvöldið sem hann undirritaði erfða­skrána hafi hann fengið viðbótarskammta af morfíni auk þess sem hann hafi verið kominn á scopoderm en bæði þessi lyf hafi andkolinerg áhrif sem auki til­hneig­ingu til rugls hjá þeim sem séu aldraðir og viðkvæmir fyrir vegna undirliggjandi sjúk­dóma. Þá komi fram að D hafi verið með óráði daginn fyrir og daginn sem hann ritaði undir erfðaskrána og að það ástand hafi haldist allt til dauðadags. Fram komi að sam­tímaskráning á einkennum D sé sannfærandi og komi fram í nótum hjúkr­unar­fræð­inga, deildarlækna og sérfræðings. Telji matsmennirnir að undirliggjandi sjúk­dómur D og meðferð hans sé þannig, að annars skýrir einstaklingar geti fengið óráð. Sóknaraðilar telji að allt framangreint sýni að D hafi verið í annarlegu ástandi vegna veikinda sinna og meðferðarinnar við þeim. Hann hafi því engan veginn verið hæfur til að gera erfðaskrá og því verulegar líkur á því að hann hafi ekki vitað hvað fólst í ráðstöfun hans samkvæmt erfðaskránni. Það leiði til þess að erfðaskráin sé ekki gild, sbr. 2. mgr. 34. gr. erfðalaga nr. 8/1962, og eigi því ekki að koma til framkvæmda sbr. 1. mgr. 45. gr. sömu laga. Varnaraðili C, sem sé erfingi að öllum helstu eignum dánarbúsins, hafi hins vegar ekki fallist á það. Því verði sóknar­aðilar að fá úrskurð héraðsdóms fyrir því að erfðaskráin sé ógild. Kröfu sína um málskostnað byggja sóknaraðilar á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 og kröfu um virðisaukaskatt á málskostnað á lögum nr. 50/1988 um virðis­aukaskatt, en sóknaraðilar eru ekki virðisaukaskattskyldir. IV Varnaraðili byggir á að D, sem hafi verið ekkjumaður og ekki átt skyldu­erfingja, hafi samkvæmt 1. mgr. 34. gr. erfðalaga nr. 8/1962 verið heimilt að ráð­stafa öllum eignum sínum með erfðaskrá. Erfðaskrá D uppfylli allar formkröfur sem um slíka lög­gern­inga gildi samkvæmt 40. – 42. gr. erfðalaga. Hún sé skrifleg, arfleifandinn staðfesti hana að viðstöddum tveim hæfum arfleiðsluvottum, sem hvorugur hafi verið vanhæfur til þeirrar vottunar. Efni arfleiðsluvottorðs sé í samræmi við kröfur sem til slíkra vottorða séu gerðar í 142. gr. laganna. Í 37. gr. erfðalaga segi að erfðaákvörðun sé ógild ef arfleifandi hafi verið beittur nauð­ung, svikum eða misneytingu til þess að gera hana. Ljóst sé að sóknaraðilar byggi ekki kröfur sínar á þessu ákvæði og komi það því ekki frekar til skoðunar. 2. mgr. 34. gr. erfðalaga sé svohljóðandi: Erfðaskrá er því aðeins gild, að sá, sem gerir hana, sé svo heill heilsu andlega, að hann sé fær um að gera þá ráðstöfun á skyn­samlegan hátt. Því sé ekki haldið fram af sóknaraðilum að erfðaráðstöfunin feli ekki í sér skyn­sam­lega ráðstöfun í skilningi ákvæðisins. Með því að öllum formkröfum um gildi erfðaskráa er fullnægt sé ljóst að fara beri eftir henni nema því aðeins að sá sem vefengi skrána geti hnekkt vottorði arf­leiðslu­vott­anna. Vísist í þessu sambandi til 2. mgr. 46. gr. erfðalaga, sem sé svohljóðandi: Nú er yfirlýsing votta í arfleiðsluvottorði fullnægjandi um atriði þau, sem greinir í 42. gr. og 1. mgr. 44. gr. og skal hún þá talin rétt, nema sá, sem rengir, færi sönnur á hið gagn­stæða. Svo sem fram komi í greinargerð sóknaraðila hafi þeir fengið dómkvadda tvo mats­menn, sem báðir séu læknar, til að meta þau atriði sem tilgreind séu í matsbeiðni undir fyrirsögninni Andlag matsins. Meginspurningin þar sé sú að óskað er mats á því hvort líklegt sé að veikindi D og sú meðferð sem hann fékk, þ.m.t. í formi lyfja­gjafar, hafi dregið úr andlegu og líkamlegu hæfi hans til að gera sér grein fyrir hvað fólst í erfðaskránni sem hann undirritaði, og þá hvers vegna. Varnaraðili geri alvarlegar athugasemdir við matsgerðina og telji að óheimilt sé að leggja hana til grundvallar niðurstöðu í málinu vegna galla á málsmeðferð. Gall­arnir séu þess eðlis að sönnunargildi matsgerðarinnar sé ekkert. Í matsbeiðninni hafi þess verið óskað að matsmenn könnuðu og upplýstu í hverju veik­indi D hafi falist á þeim tíma sem hann undirritaði erfðaskrána og að þeir könnuðu og upplýstu á hvaða lyfjum D hafi verið á þeim tíma. Um þessi atriði hafi engin gögn verið lögð fram með matsbeiðninni og augljóslega gert ráð fyrir að matsmennirnir öfluðu þeirra gagna sjálfir sem þeir mundu síðan byggja nið­ur­stöður sínar á. Matsfundur hafi verið haldinn 6. september 2007. Þar sé m.a. bókað hver gögn mats­menn hafi um málið. Komi þar fram að þeir hafi á grundvelli umboðs sem þeir hafi fengið nokkru eftir dómkvaðninguna aflað sér sjúkraskrár D til skoðunar. Lögmaður varnaraðila hafi þá óskað eftir afriti af öllum gögnum, sem stuðst væri við í matsgerð og vitnað til, sem þýðingu hefðu fyrir niðurstöðu í málinu. Hann hafi þó engin gögn fengið afhent á fundinum og hafi, þegar greinargerðin sé skrifuð, ekki fengið nein þau gögn afhent sem matsmenn studdust við í matsstörfum sínum. Mats­gerðina sjálfa hafi lögmaður varnaraðila fengið senda frá matsmönnum í pósti, en henni hafi engin gögn fylgt. Í 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 segi m.a. um framkvæmd mats: Matsmanni er rétt að afla sér gagna til afnota við matið, en aðilum sem eru viðstaddir skal þá gefinn kostur á að tjá sig um þau eftir þörfum. Ef vitnaleiðsla reynist nauðsynleg til skýr­ingar á matsatriði er dómara rétt að láta hana þegar fara fram. Þessara mikilvægu reglna hafi ekki verið gætt þegar hið umbeðna mat fór fram. Þau gögn sem matsgerðin byggist á í öllum aðalatriðum hafi heldur ekki verið lögð fram í málinu og þar af leiðandi hafi varnaraðili engin tök á að fjalla um efni þeirra í grein­argerð þessari nema að því leyti sem þau séu tilfærð í matsgerðinni. Slíkt sé að mati varnaraðila algerlega ófullnægjandi. Af þessu leiði að mati varnaraðila að mats­gerðin geti enga þýðingu haft sem sönnunargagn í málinu. Komist dómurinn að þeirri niðurstöðu, þrátt fyrir framangreint, að matsgerðin hafi eitthvert sönnunargildi í málinu hafi varnaraðili ýmsar athugasemdir fram að færa varð­andi efni hennar. Í matsgerðinni komi fram að matsmenn hafa kynnt sér sjúkrasögu D og sjúkra­skrá og styðjist við þessi gögn úr henni við mat sitt, enda hafi hvorugur þeirra haft hann til læknismeðferðar. Niðurstöður matsmannanna séu svo dregnar saman þannig: Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum var D með óráði daginn fyrir og daginn sem hann ritaði undir erfðaskrána og það ástand hélst allt til dauðadags. Sam­tíma­skráning á einkennum D er sannfærandi og kemur fram í nótum hjúkrunar­fræðinga, deildarlækna og sérfræðings. Undirliggjandi sjúkdómur og meðferð hans er þannig, að annars skýrir einstaklingar geta auðveldlega fengið óráð Með hliðsjón af öllu ofanskráðu, svo og með tilliti til þekkingar og reynslu matsmanna, drögum við undir­ritaðir þá ályktun að D hafi verið með óráði og því ekki fær um að taka skuldbindandi ákvarðanir vegna tímabundinnar vitrænnar skerðingar. Veik­indin voru á það alvarlegu stigi að D komst aldrei út úr þessu annarlega andlega ástandi og lést þremur sólarhringum síðar. Varnaraðili mótmæli því að þessar niðurstöður hafi þýðingu fyrir niðurstöðu í málinu. Það sem öllu máli skipti við mat af þessu tagi sé það, hvort viðkomandi gerði sér grein fyrir efni skjalsins og lýsti því yfir að það hefði vilja sinn að geyma. Arf­leiðslu­vottanir votti þetta skýrlega, en matsmenn líti til þess hvort arfleifandinn hafi verið fær um að taka á sig skuldbindandi ákvarðanir. Erfðaskráin hafi ekki verið skuld­bindandi ákvörðun, enda hafi hún átt að koma til framkvæmda eftir lát hans. Af hálfu varnaraðila sé lögð á það áhersla að matsmennirnir hafi skoðað gögn um heilsu­far hins látna – þeir hafi aldrei skoðað hann sem sjúkling og geti þess vegna ekki byggt á öðru en því sem þeir telji líklegt með hliðsjón af þekkingu sinni og reynslu. Sjúkl­ingarnir séu hins vegar ekki allir eins og þótt tiltekin sjúkdómsgreining liggi fyrir sé ekki víst að allir sem fengið hafa sömu greiningu séu allir jafn skýrir eða jafn skertir. Þótt D hafi verið mikið veikur á lokakafla lífsskeiðs síns sé þó ljóst af gögnum málsins, að hann hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi til síns heima fjórum vikum áður en hann undirritaði erfðaskrána. Í matsgerðinni sé tilvitnun í lækna­bréfs Ólafs H. Samúelssonar, sérfræðings í öldrunarlækningum, þar sem segi m. a.: Fram komu hjá D afar sterkar óskir um að vera áfram heima og á fjöl­skyldu­fundi sem mættir voru nánasti stuðningsaðili úr fjölskyldunni ásamt fulltrúum frá heim­ilishjálp ákveðin útskrift. Fyrir útskrift var gerð heimilisathugun, gerðar við­eigandi ráðstafanir heima, pantaður öryggishnappur, baðbretti, salernishækkun og göngu­grind. Í matsgerðinni komi einnig fram að við innlögn á þvagfæraskurðdeild 22. október 2006 hafi D virst vera áttaður, hann hafi heyrt dálítið illa en ... svarað þokkalega þegar hann var spurður ... . Varnaraðili telji að líta verði sérstaklega til þessara atriða þegar metið sé hvort eftirá­skoðun matslæknanna verði látin hafa meira vægi en framburður þeirra sem sann­anlega umgengust D heitinn um það leyti sem erfðaskráin var gerð. Þar sem erfða­skráin sé í lögboðnu horfi verði henni ekki hnekkt nema því aðeins að dómurinn telji hafið yfir allan vafa að arfleiðsluvottorðið sé beinlínis rangt um hæfi arfleifandans á nákvæmlega þeim tíma sem erfðaskráin var staðfest. Í þessu samhengi telji varnaraðili einnig fjarstæðukennt að D heitinn hefði getað skrifað nafn sitt svo greinilega sem hann gerði á erfðaskrána ef hann hefði verið svo úr heimi hallur sem haldið sé fram af sóknaraðilum. Að þessu sé ekkert vikið í mats­gerð matsmannanna, enda hafi þeir ekki verið beðnir um að tjá sig neitt um það. Á beiðni um leyfi til einkaskipta eftir eiginkonu D heitins megi sjá undirritun hans árið 2003. Þegar hún sé borin saman við nafnritun hans undir erfðaskrána sjáist að öll helstu rithandareinkennin séu þau sömu. Varnaraðili vísar til 130. gr. laga nr. 91/1991 varðandi málskostnaðarkröfu sína. V Fyrir liggur að formskilyrðum erfðalaga nr. 8/1962 er fullnægt hvað snertir hina um­deildu erfðaskrá er D, sem lést hinn [...] 2006, gerði þann 26. sama mánaðar. Mál þetta snýst þannig eingöngu um arfleiðsluhæfi D við gerð erfða­skrárinnar, en í 2. mgr. 34. gr. erfðalaga nr. 8/1962 er kveðið á um að erfðaskrá sé því aðeins gild, að sá, sem hana gerir, sé svo heill heilsu andlega, að hann sé fær um að gera þá ráðstöfun á skynsamlegan hátt. Bera sóknaraðilar sönnunarbyrði fyrir því að D heitinn hafi ekki uppfyllt kröfur 2. mgr. 34. gr. erfðalaga um arfleiðsluhæfi við gerð erfðaskrárinnar, þann [...] 2006, þremur dögum fyrir andlát sitt. Nákomnir D heitnum, sem þekktu hann frá blaut barnsbeini og heimsóttu hann m.a. daginn fyrir gerð erfðaskrárinnar og sama dag og hún var gerð, gáfu skýrslur fyrir dóm­inum. F, sem heimsótti D heitinn 25. október 2006, G, sem heimsótti hann 25. og 26. s.m., og H, sem heimsótti hann 26. október, hafa öll borið að D hafi verið mjög veikur þessa daga og mjög af honum dregið. F kvað hann ekki hafa þekkt sig en hafa þekkt föður sinn sem með honum var. G kvað hann e.t.v. hafa þekkt sig en hafa þekkt móður hennar, sem hafi komið með henni í heimsóknina 25. október, til að kveðja hann. H var í vafa um að D hafi þekkt hana. I, félagi D heitins, bar hins vegar að honum hafi sýnst D alveg klár í kollinum. Það hafi verið fólk hjá D þegar hann kom í heimsókn til hans og D hafi sagt við hann að betra væri að hann kæmi á morgun því hann þyrfti að tala við lögfræðinginn sinn. Vitnið kveðst hafa heimsótt D kvöldið áður en hann dó en við það þykir mega miða að það hafi verið kvöldið sem hann gerði erfðaskrána. Ekkert vitnanna kannaðist við að hafa heyrt D heitinn fyrr eða síðar tala um erfðaskrá. Þó kom fram í vitnisburði vinar hans, J að hann hefði heyrt á honum og konu hans að þegar að því kæmi myndu fjölskyldur þeirra beggja erfa þau. Um aðdragandann að því að D heitinn gerði umrædda erfðaskrá er því ekki við annað að styðjast en framburð E hæstaréttarlögmanns sem ann­að­ist gerð hennar. Hann hefur greint frá því að D, sem var afabróðir hans í föður­ætt, hafi, í tengslum við það að hann var skipaður fjárhaldsmaður eiginkonu hans í árs­lok 2001, talað við sig um að hann þyrfti að gera erfðaskrá. D hafi síðan áréttað þetta nánast alltaf þegar þeir hittust, sem þó hafi ekki verið oft, en ekkert hafi orðið úr því. Hann hafi vitað það í gegnum varnaraðila og hennar fjölskyldu, sem sé mikið vina­fólk hans, að D heitinn hefði verið inn og út af spítala. Síðan hafi Guðmundur, sonur varnaraðila, borið honum þau skilaboð frá Guðrúnu systur sinni að D vildi gjarnan hitta hann. Hann hafi rennt grun í að D vildi hitta hann vegna ráð­stöfunar á eignum en ekkert vitað hvað hann hyggðist fyrir í þeim efnum. Þegar hann hafi komið á spítalann hafi D legið útaf og verið greinilega mikið veikur. D hafi strax þekkt hann og spurt hann fyrst um það hvernig Jóhannes, tveggja ára sonur hans, sem hann haldi að D hafi ekki hitt, hefði það. Honum hafi af þeirri spurn­ingu og fleirum þótt hann vera vel heima í kollinum. Þar sem gestir hafi verið hjá D hafi hann ákveðið að fara og koma aftur síðar þann dag. Hann hafi rætt við yfir­hjúkr­unarkonu á deildinni og hafi hún aðspurð tjáð honum að þó að D væri auð­vitað mikið veikur þá væri hann alveg með á nótunum. Hafi hún sagt honum að D yrði fluttur á einkastofu síðar þennan dag og þá yrði hægt að ræða við hann í næði. Hann hafi farið á spítalann aftur sama dag eftir kl. 18:00 og þá hitt yfir­hjúkr­unar­konuna sem hafi tjáð honum að D væri mun hressari en fyrr um daginn. Hann hafi farið inn á stofuna til D ásamt yfirhjúkrunarkonunni og annarri hjúkrunarkonu sem tekið hafi að sér að vera vottar. Hann hafi rætt við D og hann viljað gera erfðaskrá. Sam­skiptin við D hafi verið erfið þar til hjúkrunarkonurnar hjálpuðu honum að koma heyrnartækjunum fyrir. Hann hafi þráspurt D hvernig hann vildi hafa erfða­skrána og hann alltaf sagt að C ætti að hafa fyrsta rétt. Hann hafi sagt D að hann gæti ráðstafað eignum sínum að vild og spurt hvort hann vildi nefna einhverja aðra en hann alltaf sagt að C ætti að hafa fyrsta rétt. Svo hafi hann tekið fram að hann vildi að sitt fólk fengi aðgang að innbúi. Hann hafi síðan gert erfðaskrána á tölvu á spítalanum. Það hafi verið mikið atriði fyrir hann að fá hjúkrunarkonurnar, sem þekktu D og umgengust hann, til að vera vottar. Hann hafi spurt þær hvort þær væru ekki algjörlega vissar um hvað D vildi og þær svarað því játandi. Önnur þeirra hafi tjáð honum að þetta kæmi henni ekki á óvart því greinilegt væri að C væri honum mjög náin. Hann hafi sérstaklega tekið fram við þær að þær mættu alls ekki votta ef þær teldu af kynnum sínum af D að þetta væri eitthvað óljóst eða að ástæða væri til að ætla að hann vissi ekki hvað hann væri að gera. Arfleiðsluvottarnir, K og Í, staðfestu undir­skriftir sínar undir arfleiðsluvottorðið fyrir dóminum. Þær báru báðar að D heitinn hefði við gerð erfðaskrárinnar verið heill heilsu andlega og að erfðaskráin hefði að geyma vilja hans. Hins vegar væri það ekki rétt sem kæmi fram í arfleiðslu­vottorðinu að hann hafi verið heill heilsu líkamlega. Í framburði K, sem kveðst hafa hugsað mikið um D, kom fram að þær hefðu farið með E hæstaréttarlögmanni inn á stofuna til D. E hefði talað og þær staðið og hlustað á. E hefði margspurt D um það hvort erfða­skráin hefði að geyma vilja hans og hann alltaf svarað því játandi. Henni hefði fundist D líkur sjálfum sér og hressari en hún átti von á. Í framburði Í kom fram að D heitinn hefði verið ótrúlega skýr. Hann hefði margaðspurður um það hver ætti að fá eigur hans svarað því alveg skýrt að það ætti að gera kona sem hafði sinnt honum mjög vel og bjó í sama húsi. Honum hefði greini­lega verið það mjög umhugað að hún myndi erfa hann. Óútskýrt er hvers vegna vitnið Í taldi D heitinn vera að arfleiða konu sem bjó í sama húsi en fyrir liggur að varnaraðili býr ekki í sama húsi og D heitinn bjó í. Í málinu liggur fyrir matsgerð læknanna Pálma V. Jónssonar og Guðjóns Baldurs­sonar. Fyrir liggur að á matsfundi 6. september 2007 höfnuðu matsmenn beiðni lög­manns varnaraðila um að fá afhent afrit af öllum gögnum, sem stuðst væri við og vitnað til í matsgerð, sem þýðingu hefðu fyrir niðurstöðu í málinu. Matsmennirnir, sem höfðu aflað sér aðgangs að sjúkraskrá D heitins, höfnuðu beiðninni þar sem þeir töldu sig ekki hafa umboð til að afhenda gögnin. Samkvæmt 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 skal viðstöddum aðilum gefinn kostur á að tjá sig um gögn sem matsmaður hefur aflað til afnota við mati. Þar sem ekki liggur annað fyrir en að lögmaður varnaraðila hafi á matsfundinum átt þess kost að tjá sig um gögnin, sem beiðni hans laut að, verður ekki fallist á að framkvæmd matsins hafi brotið í bága við ákvæði 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991. Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna, sem byggð er á sjúkragögnum D heitins, kemur m.a. fram að D hafi verið með óráði daginn fyrir og daginn sem hann undirritaði erfðaskrána og hafi það ástand haldist allt til dauðadags. Komast matsmennirnir að þeirri niðurstöðu að D hafi vegna óráðsins ekki verið fær um að taka skuldbindandi ákvarðanir vegna tímabundinnar vitrænnar skerðingar. Matsmennirnir komu báðir fyrir dóminn og staðfestu matsgerðina. Í framburði Pálma V. Jónssonar læknis kom fram að unnt sé að eiga samtal við fólk með óráði og það geti blekkt tímabundið sé maður ekki á varðbergi gagnvart því sem er á seyði. Fólk geti sýnt fyrstu viðbrögð sem virðist eðlileg og framkvæmt einfaldar skipanir eins og rita nafnið sitt sem sé rótgróið. Fólk geti hins vegar ekki framkvæmt skipanir þar sem eitt leiði af öðru. Að hans mati séu yfirgnæfandi líkur á því að D heitinn hafi ekki haft fullan skilning og vitræna getu til að gera erfðaskrána. Í framburði Guðjóns Baldurssonar læknis kom fram að óráð geti verið sveiflu­kennt. Þannig geti tímabundið bráð af manni og hann öðlast ráð aftur. Þá geti sá sem er með óráði, þegar bráir af inn á milli, virst með fullu ráði og í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til. Sá sem er með óráði geti framkvæmt ýmsar eðlislægar eða vanabundnar at­hafnir eins skrifa nafnið sitt. Þá geti viðkomandi framfylgt fyrirmælum um að gera ein­falda hluti. Hann telji miklar, jafnvel allmiklar, líkur á því að D heitinn hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað fólst í erfðaskránni en sérstaklega aðspurður kvaðst hann ekki telja það útilokað. Það geti bráð af veikum einstaklingi eins og honum inn á milli tímabundið. Í læknabréfi Baldvins Kristjánssonar sérfræðings, sem hann staðfesti fyrir dóm­inum, kemur fram að D hafi versnað þann [...]., daginn sem hann gerði erfða­skrána, og að hann sé þá mjög slappur og óáttaður. Um kvöldið hafi hann verið með veru­leg andþyngsli og meðvitundarlítill. Jafnt og þétt hafi dregið af honum þar til hann andaðist þann [...].2006. Í framburði hans fyrir dómi kom fram að stundum brái að sjúklingum með óráð og þeir hressist í nokkra klukkutíma. Óráð þýði ekki endilega að sjúklingur liggi og viti hvorki í þennan heim né annan. Geta hans til að hugsa heildrænt sé hins vegar skert. Viðkomandi þoli stutta heimsókn og geti virst svara af viti. Sérstaklega að­spurður um það hvort algjörlega væri útilokað að D heitinn hafi getað gert sér grein fyrir efni erfðaskrárinnar svaraði hann því til að hugsanlega hafi bráð af honum og ekkert væri útilokað. Vilji arfleifanda vegur þungt við mat á því hvort ógilda eigi erfðaskrá á grund­velli 2. mgr. 34. gr. erfðalaga. Samkvæmt framburði E hæsta­réttar­lög­manns kom frumkvæðið að gerð erfðaskrárinnar frá D heitnum. Fyrir liggur að varn­araðili hafði annast um D heitinn og náin tengsl voru á milli þeirra. Hins vegar liggur ekkert fyrir um að D heitinn hafi áður lýst vilja sínum til að arfleiða varnar­aðila að eigum sínum. Liggur því ekkert fyrir um vilja hans fyrir gerð erfðaskrárinnar. Af niðurstöðu matsgerðarinnar, sem ekki hefur verið hnekkt, sem og framburði mats­mannanna og læknisins Baldvins Kristjánssonar, þykir verða ráðið að veruleg óvissa sé um að D heitinn hafi verið svo heill heilsu andlega við gerð erfða­skrárinnar að hann hafi verið fær um að ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá á skyn­samlegan hátt. Hins vegar þykir verða ráðið að það sé ekki útilokað. E hæstaréttarlögmaður og arfleiðsluvottarnir eru ein til vitnis um það hvernig ástandi D heitins var háttað nákvæmlega á þeim tíma er erfðaskráin var gerð. Þá liggur fyrir vitnisburður I, sem leggja þykir mega til grund­vallar að hafi heimsótti D skömmu áður en hann gerði erfðaskrána, og sýndist I hann vera alveg klár í kollinum. Hæstaréttarlögmaðurinn og arfleiðsluvottarnir bera að D hafi verið heill heilsu andlega við gerð erfðaskrárinnar. Er framburður arfleiðsluvottanna, sem báðir eru hjúkrunarfræðingar, mjög afdráttarlaus hvað það varðar, en þær kváðust báðar hafa annast hann og önnur þeirra hafa hugsað mikið um hann. Verður því að telja vitnis­burð þeirra sérstaklega veigamikinn. Þegar allt framanrakið er virt heildstætt þykir verða að telja ósannað að D heitinn hafi verið óhæfur til að gera erfðaskrá á skynsamlegan hátt á þeim tíma er erfða­skráin var gerð. Samkvæmt því verður kröfu sóknaraðila um ógildingu erfða­skrár­innar hafnað. Rétt þykir eftir atvikum að sóknaraðilar og varnaraðili beri hvorir fyrir sig sinn kostnað af málinu. Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, A og B, um að erfðaskrá dags. [...] 2006, þar sem D, arfleiddi, varn­araðila, C að helstu eignum sínum, sé ógild. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 176/2016
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Karl Axelsson og Hjördís Hákonardóttir settur hæstaréttardómari.Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 4. mars 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum samadag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 4. mars 2016, þar semvarnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 11. mars2016 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1.mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðarverður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður erstaðfestur.Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 4. mars 2016. Lögreglustjórinná höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að X kt. [...] verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allttil föstudagsins 11. mars 2016, kl. 16:00. Þá er þess krafist að kærða verðigert að sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Kærði mótmælir kröfunni. Hann krefst þess aðkröfunni verði hafnað. Ígreinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglan rannsaki nú meint rán og frelsissviptingu áheimili við [...] í [...]. febrúar síðastliðinn. Brotaþoli málsins lýsi því í skýrslu hjá lögregluað tveir menn, Y og Þ, hafi ráðist inn á heimili hennar ásamt fjórumgrímuklæddum mönnum sem hafi talað ensku og spænsku sín á milli. Mennirnir hafihaldið henni á heimilinu í um sex klukkustundir, bundið hana niður, beitt hanaofbeldi og meðal annars notað rafbyssu á hana og tekið hana kyrkingartaki svohún hafi liðið út af í tvígang á meðan þeir hafi verið á heimili hennar. Þegarmennirnir hafi farið hafi þeir haft á brott með sér skartgripi og peninga íeigu brotaþola. Brotaþoli hafi leitað á slysadeild eftir atvikið vegna áverkasem hún hafi hlotið en samkvæmt vottorði sem liggi fyrir hafi hún hlotiðmaráverka á við og dreif um líkama og í andliti, auk tognunar. Eftir árásinahafi Þ ítrekað hringt í brotaþola og hótaði henni lífláti. Málið sé talið tengjast því aðbrotaþoli hafi átt að geyma fíkniefni sem Þ hafi flutt til landsins á síðastaári, en lögregla hafi síðar lagt hald á á heimili brotaþola. Eigi Þ að hafahótað brotaþola lífláti myndi hún ekki greiða honum fimm milljónir króna vegnaumræddra fíkniefna. Þ hafi verið handtekinn 25.febrúar síðastliðinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmunatil dagsins í dag. Þ hafi verið yfirheyrður í tvígang og neiti allri aðild aðmálinu. Lögreglu hafi ekki tekist að hafa uppi á Y þrátt fyrir mikla leit ensamkvæmt upplýsingum lögreglu sé hann í felum þar sem hann óttist nú Þ sem hafihaft í hótunum við hann og fólk honum tengt vegna málsins. Lögregla hafi aflað símagagna Þog Y þar sem fram komi að þeir tengist sendi skammt frá brotavettvangi þegarumrædd árás hafi átt sér stað. Sömuleiðis sjáist að þeir séu í símasamskiptumsín á milli í kringum árásina og við kærða og bróður hans Z sem þekktir séu hjá lögreglunni fyrir ofbeldis- ogfíkniefnlagabrot. Þá hafi þrír aðilar borið um að hafa ýmist séð eða heyrt afþví að X og Z hafi verið með skartgripi í eigu brotaþola í fórum sínum eftirárásina. M og Z hafi þvíverið handteknir í gær og yfirheyrðir vegna málsins. Þeir neiti báðir aðild aðárásinni og segjast ekki kannast við brotaþola. Þeir kannist hinsvegar við aðhafa verið við heimili brotaþola þegar árásin hafi átt sér stað að leita aðmanni að nafni A sem þeir geti þó ekki gefið frekari upplýsingar um. Sömuleiðissjáist að símar þeirra komi inn á senda við árásarstaðinn á þeim tíma semárásin hafi átt sér stað. Þá kannist annar þeirra við að hafa verið þar með Yumrætt sinn. Það sé matlögreglustjóra að lagaskilyrðum rannsóknargæslu sé fullnægt í máli þessu, endasé kærði undir rökstuddum grun um aðild að ráni og frelsissviptingu sem taliðsé að varði við 226. gr. og 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og getivarðað allt að 16 ára fangelsi. Þá sé rannsókn málsins hvergi nærri lokið. Framburður kærða, Z og Þ sé ótrúverðugur um margt. Hvorki hafi tekist aðhafa uppi á Y né að finna þýfið sem brotaþoli beri um að hafi verið tekið fráhenni. Því sé afar brýnt að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi ogeinangrun, þannig að hann hafi ekki tækifæri til að torvelda rannsóknmálsins svo sem með því að koma undan munum og hafa áhrif á aðra samseka. Með vísan til framangreinds,framlagðra gagna og a. liðar 1. mgr. 95. gr. og b. liðar 1. mgr. 99. gr. laganr. 88/2008 um meðferð sakamála, sé þess krafist að krafan nái fram að ganga.Samkvæmt því sem að framan greinir og aðvirtum rannsóknargögnum málsins verður fallist á það með lögreglustjóra aðkærði sé undir rökstuddum grun um brot sem getavarðað fangelsisrefsingu samkvæmt 233., 226. og 252. gr. almennra hegningarlaganr. 19/1940. Rannsókn málsins er ekki lokið og ljóst að mati dómsins að haldikærði óskertu frelsi sínu geti hann torveldað rannsókn málsins, svo sem með þvíað afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eðavitni. Er þannig fullnægt skilyrðum a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála. Að virtum rannsóknarhagsmunum ber að fallast á kröfulögreglustjóra um að kærði sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.Samkvæmt þessu verður fallist á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinueins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurð þennankveður upp Jón Höskuldsson héraðsdómari. Úrskurðarorð: Kærði, X kt. [...], skal sæta gæsluvarðhaldi allt tilföstudagsins 11. mars 2016, kl. 16:00. Kærðiskal sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
Mál nr. 203/2001
Verksamningur
X hf. óskaði eftir ráðgjöf F ehf. varðandi tölvubúnað. Í verklýsingu F ehf., sem var samþykkt af X hf., kom fram að kostnaður við verkið væri 540.000 krónur án virðisaukaskatts og að nauðsynlegt væri að hafa samráð við alla aðila ef forsendur verksins breyttust. Að verkinu loknu krafðist F ehf. greiðslu á u.þ.b. 300.000 krónum auk virðisaukaskatts til viðbótar framangreindri fjárhæð vegna verkþátta sem félagið taldi að hefði ekki verið gert ráð fyrir í verklýsingu. X hf. taldi sér óskylt að greiða viðbótarfjárhæðina þar sem F ehf. hefði hvorki leitað samþykkis félagsins né haft samráð við það um að bæta við verkþáttum. Talið var að F ehf. hefði ekki sýnt nægilega fram á að umræddir verkþættir féllu utan samnings aðila. Þá væri sannað að X hf. hefði ekki verið gerð grein fyrir því að forsendur verksins hefðu breyst. Því ætti F ehf. ekki kröfu á X hf. umfram þá fjárhæð sem gert væri ráð fyrir í verklýsingu. X hf. var aftur á móti ekki talið geta byggt á óljósri tilgreiningu kostnaðar í tölvubréfi framkvæmdastjóra F ehf. meðal annars vegna þess að fjárhæðum bar ekki saman. Var X hf. gert að greiða F ehf. 540.000 krónur auk virðisaukaskatts að frádreginni þeirri fjárhæð sem félagið hafði þegar innt af hendi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. júní 2001. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 498.748 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af nánar tilteknum fjárhæðum frá 2. júní 2000 til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Fyrirtak ráðgjafarþjónusta ehf., greiði stefnda, X-18 hf., The Fashion Group, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2001. Mál þetta, sem dómtekið var 16. febrúar s.l., er höfðað með stefnu birtri 3. nóvember s.l. Stefnandi er Fyrirtak, ráðgjafarþjónusta ehf., kt. 561294-2249, Stórhöfða 15, Reykjavík. Stefndi er X-18 hf., The Fashion Group, kt. 600298-2759 Fiskislóð 75, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefn­anda kr. 498.748 með dráttarvöxtum af kr. 963.506 frá 2. júní 2000 til 15. október 2000, en af kr. 1.058.998 frá þeim degi til 13. desember 2000 og af stefnu­fjár­hæð frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað samkvæmt reikningi. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefn­anda í málinu en til vara eru þær kröfur gerðar að dómkröfur stefnanda verði lækk­aðar verulega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar samkvæmt reikningi. Málavextir. Málavextir eru þeir að stefnandi er ráðgjafarfyrirtæki sem veitir aðstoð við val á tölvu­búnaði fyrir fyrirtæki. Stefndi leitaði til stefnanda síðari hluta ársins 1999 um slíka ráðgjöf og samkvæmt verklýsingu fólst þjónusta stefnanda í því að vinna að kort­lagn­ingu á vinnubrögðum og upplýsingaflæði milli stefnda, undirverktaka stefnda, vöru­húsa og sölumanna. Í framhaldi af því skyldi gerður listi yfir helstu þarfir stefn­anda í upplýsingamálum og jafnframt skyldi stefnandi afla upplýsinga um þau upp­lýs­inga­kerfi sem til sölu væru á íslenskum markaði. Átti þar að koma fram lýsing á kerf­un­um, verð og tillögur um hvernig staðið skyldi að innleiðingu kerfisins og tíma­áætlun. Þá skyldi stefnandi aðstoða stefnda við að meta tilboð og velja kerfi. Þá segir í verklýsingu að framkvæmdaáætlun skyldi endurskoðuð þegar ákvörðun lægi fyrir og tekin skyldi ákvörðun um framhald verkefnisins, þ.e. hvort óskað væri eftir frekari að­stoð við verkefnastjórnun við innleiðingu kerfisins. Var að því stefnt að við lok verk­efn­isins lægi fyrir ákvörðun um nýtt upplýsingakerfi ásamt tilboði, fram­kvæmda­áætlun fyrir aðlögun og innleiðingu, ásamt áætluðum kostnaði við hana og var stefnt að því að byrjað yrði að nota hluta af kerfinu um áramótin 1999/2000. Stefnandi gerði ráð fyrir að verkið tæki hann 108 klukkustundir með 5.000 króna tíma­gjaldi eða samtals kr. 540.000 án virðisaukaskatts. Í verklýsingu var tekið fram að skilgreining verkefna, gerð tíma- og kostnaðaráætlana skyldi gerð á sameiginlegum fundi fyrirtækis, ráðgjafa og verkefnisstjóra. Þá var tekið fram að nauðsynlegt væri að hafa samráð við alla aðila ef forsendur verkefnisins breyttust. Þá var gert ráð fyrir að ráð­gjafi sendi reikning fyrir samþykktum kostnaði til fyrirtækis og verkefnisstjóri fengi afrit af greiddum reikningum frá fyrirtækinu. Stefndi samþykkti verklýsinguna og á grundvelli hennar óskaði hann eftir fjár­styrk frá Iðntæknistofnun. Hefur verið upplýst að verkefninu hafi verið veittur styrkur að fjárhæð kr. 98.000 og var gert ráð fyrir að sá kostnaður rynni upp í áætlaðan kostnað við þjónustu stefnanda. Vinna stefnanda mun hafa leitt til þess að stefndi festi kaup á tiltekinni tegund hug­búnaðar og vélbúnaðar og 2. maí 2000 sendi stefnandi stefnda tvo reikninga vegna vinnu sinnar. Var annar að fjárhæð kr. 571.953 og er hann sagður vera vegna vinnu við kortlagningu, þarfagreiningu, upplýsingasöfnun og val á tölvukerfi og er hann þannig sundurliðaður að vinna er sögð vera kr. 447.500, ferðir kr. 11.900 og virðis­aukaskattur kr. 112.553. Hinn reikningurinn er að fjárhæð kr. 391.553 og er sagður vera vegna vinnu við þarfagreiningu fyrir netþjóna og vistun á tölvukerfi 20. janúar til 29. febrúar. Samkvæmt reikningnum er vinna sögð kr. 307.500, ferðir kr. 7.000 og virðisaukaskattur kr. 77.053. Þriðji reikningurinn er dagsettur 15. september 2000 og er að fjárhæð kr. 95.492. Hann er sagður vera vegna vinnu að þarfagreiningu fyrir netþjóna og vistun á tölvukerfi 1. mars til 25. apríl. Vinna er sögð vera kr. 72.500, ferðir kr. 4.200 og virðisaukaskattur kr. 18.792. Þar sem stefndi taldi kröfu stefnanda mun hærri en samið hefði verið um greiddi hann ekki reikninga stefnanda en 13. desember s.l. greiddi stefnandi stefnda kr. 560.250 og taldi hann sig ekki skulda stefnanda neitt umfram þá fjárhæð. Stefnandi mið­aði þessa fjárhæð við upplýsingar sem hann fékk með tölvupósti frá Hauki Alfreðs­syni, fyrirsvarsmanni stefnanda. Þar kemur fram að upphaflega hafi verið gerð áætlun sem hafi hljóðað á kr. 540.000 án virðisaukaskatts, en kostnaður hafi numið kr. 450.000. Ákveðið hafi verið að fá aðstoð við að fá tilboð í vélbúnað og síðar vistun og rekstur á öllum hugbúnaði. Segir í bréfinu að mikil vinna hafi farið í að afla tilboða, fá lækkun á verði, finna ódýrari leiðir, taka inn nýja tækni í sam­skipt­um og toga upp úr Ax upplýsingar um raunverulega vélaþörf o.fl. Hafi því kostnaður um­fram áætlun numið kr. 235.000, en tekið skal fram að í bréfinu er ýmist talað um að kostnaður vegna upphaflegu áætlunarinnar hafi numið kr. 450.000 eða kr. 460.000 og þá er ýmist talað um að viðbótarkostnaður hafi numið kr. 310.000 eða kr. 315.000. Greiðsla stefnda 13. desember s.l. er miðuð við að kostnaður vegna umsaminnar þjón­ustu stefnanda hafi numið kr. 450.000 og fjárhæð virðisaukaskatts sé kr. 110.250. Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir á framangreindum reikningum og segir stefnda hafa ráðið stefn­anda til aðstoðar við val á hugbúnaði fyrir fyrirtæki sitt. Upphaflega hafi verið áætlað að kostnaður yrði kr. 540.000 en síðan hafi verið aukið við verkið og endanlegur kostn­aður nemi þeirri fjárhæð er í reikningum greinir. Við endanlega kröfugerð sé gert ráð fyrir innborgun stefnanda 13. desember s.l. kr. 560.250. Stefnandi byggir kröfur sínar á almennum reglum samninga- og kröfuréttar um rétt seljanda vöru og þjónustu til að krefjast endurgjalds, sbr. l. nr. 39/1922. Vaxta­krafa stefnanda er studd við III. kafla vaxtalaga og málskostnaðarkrafa er reist á 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi byggir á því að hann hafi að fullu staðið stefnanda skil á kostnaði við verkið sem forsvarsmaður stefnanda hafi upplýst að hafi numið kr. 450.000. Stefndi hafi greitt þá fjárhæð að viðbættum virðisaukaskatti 13. desember s.l. og eigi stefnandi því ekki frekari kröfur á hendur stefnda. Stefndi byggir á því að kröfur stefnanda séu ekki í samræmi við samning þann sem aðilar gerðu með sér á grundvelli verklýsingar, en samkvæmt henni mat stefnandi kostnað við verkið alls kr. 540.000. Stefnandi hafi hins vegar aukið við verkið án samráðs við stefnda og án hans samþykkis. Samkvæmt skýru ákvæði verk­lýs­ing­ar­innar hefði stefnandi átt að ráðfæra sig við stefnda ef forsendur verksins breyttust. Að mati stefnda var slíkt samráð alger forsenda þess að krafa stefnanda gæti talist lög­varin. Þá byggir stefndi á því að stefnandi hafi engin gögn lagt fram sem sýni með ótví­ræðum hætti að hann hafi aukið við verkþáttum með samþykki eða í samráði við stefnda. Þá hafi honum ekki tekist að sanna að stefndi hafi skuldbundið sig til þess að greiða stefnanda þann kostnað sem kynni að falla til umfram kostnaðaráætlun, en samkvæmt meginreglum íslensks einkamálaréttarfars hvíli sönnunarbyrðin að þessu leyti á stefnanda. Af framansögðu og með vísan til meginreglna samninga- og kröfu­réttar telur stefndi leiða að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda. Verði ekki á sýknukröfu stefnda fallist rökstyður hann varakröfu sína í fyrsta lagi með því að hann hafi þegar greitt hluta dómkröfu stefnanda og beri því að lækka kröf­una sem því nemur. Í öðru lagi bendir stefndi á að stefnandi krefjist u.þ.b. helmingi hærri greiðslu en stefndi hafi fallist á miðað við kostnaðaráætlun. Telur stefndi dóm­kröfu stefnanda umfram þann hluta hennar sem þegar hefur verið greiddur hvorki vera sann­gjarna né eðlilega og beri því að lækka dómkröfur stefnanda verulega. Stefndi reisir málskostnaðarkröfu á XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 129. gr. og 130. gr. laganna. Við aðalmeðferð málsins kom fyrir dóm til skýrslugjafar Haukur Alfreðsson, kt. 091251-4699, en hann vann verk það af hálfu stefnanda sem mál þetta snýst um. Hann skýrði svo frá að komið hafi í ljós að tölvukerfi stefnda hafi ekki ráðið við verk­efnið og hafi þá verið óskað eftir því að hann aflaði tilboða í nýtt tölvukerfi. Þá hafi komið fram hugmynd um að hugbúnaðurinn yrði vistaður annars staðar. Hafi verið gerður samningur við SKÝRR varðandi vistun hugbúnaðar, en um þráðlaust samband hafi verið að ræða og þá hafi verið keyptur hugbúnaður frá AXAPTA. Haukur sagði Adolf Óskarssyni, forsvarsmanni stefnda, hafa verið ljóst að nauðsynlegt hafi verið að bæta verkþáttum við. Hann kvaðst hafa gefið Adolf upplýsingar um tilboð og þá kvaðst hann hafa gert honum grein fyrir stöðu verkefnisins á hverjum tíma. Haukur kvað ekki strax hafa komið í ljós hversu kraftmikinn tölvubúnað hafi þurft vegna kerfisins, en hann kvaðst hafa aflað tilboða í kerfið í samráði við Adolf. Hann kvað kostn­aðaráætlun hafa gert ráð fyrir 540.000 króna kostnaði fyrir 1. verkþátt, en síðan hafi tveir verkþættir bæst við. Hann kvað ekki hafa verið beðið um kostnaðaráætlun vegna framhaldsins. Haukur kvaðst hafa verið undir kostnaðaráætlun vegna 1. verk­þáttar og kvaðst hann hafa tilkynnt stefnda það og jafnframt að þeir ættu eitthvað til góða. Haukur viðurkenndi að hann hefði átt að upplýsa betur um það hver auka­kostn­aður yrði, en engar spurningar hefðu komið frá stefnda þar að lútandi. Sigurður Kaldal Sævarsson, kt. 260168-3559, fjármálastjóri stefnda, skýrði svo frá fyrir dómi að síðari reikningarnir tveir, sem bárust frá stefnanda, hafi ekki verið í sam­ræmi við kostnaðaráætlun og því kvaðst hann ekki hafa samþykkt þá. Hann kvaðst ekki hafa vitað nákvæmlega um störf Hauks, en vissi að hann vann við að velja tölvu­kerfi. Sigurður kvaðst ekki hafa vitað um aukakostnaðinn áður en reikningar þar að lútandi bárust. Adolf Óskarsson, kt. 050268-5359, starfsmaður stefnda, skýrði svo frá fyrir dómi að verkáætlun hafi þurft að liggja fyrir til þess að styrkur fengist vegna verkefnisins frá Iðn­tæknistofnun. Hann kvað tilboð stefnanda hafa þótt hátt en það hafi þó verið sam­þykkt. Að hans mati var öll sú vinna sem Haukur innti af höndum innan ramma verk­áætl­unarinnar. Hann kvað aldrei hafa verið rætt um að kominn væri nýr verkþáttur inn í málið og kvað hann Hauk hafa viðurkennt á fundi að hann hafi ekki látið vita af því. Adolf kvað Hauk hafa unnið að öflun tilboða í fullu samráði við sig og þá kvað hann þá hafa haft mikið samband á þessum tíma. Hann mótmælti ekki að Haukur hefði innt þá vinnu af höndum sem hann tilgreinir en hann stóð í þeirri trú að hann væri bundinn af verðtilboði sínu. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningur málsaðila snýst um það hvort stefnandi eigi kröfur á hendur stefnda um­fram þann verkkostnað sem í verklýsingu greinir, en óumdeilt er að aðilar gerðu með sér samning á grundvelli þessarar verklýsingar. Samkvæmt verklýsingunni mat stefn­andi kostnað við verkið kr. 540.000, en stefnandi heldur því fram að sá kostn­aður eigi einungis við um 1. verkþátt, en af sérstökum ástæðum hafi tveir verkþættir bæst við. Stefndi segir stefnanda hafa upplýst í tölvupósti að kostnaður við verkið hafi numið kr. 450.000 án virðisaukaskatts og er óumdeilt að stefndi greiddi stefnanda þessa fjárhæð með virðisaukaskatti 13. desember s.l. Ekki er um það deilt að stefnandi innti af höndum þá vinnu sem hann hefur tilgreint. Samkvæmt verklýsingunni fólst ráðgjöf stefnanda í því meðal annars að afla upp­lýs­inga um þau upplýsingakerfi sem til sölu væru á íslenskum markaði. Skyldi koma fram lýsing á kerfunum, verð og tillögum um innleiðingu kerfisins og tímaáætlun. Þá var ákvæði þess efnis að stefndi yrði aðstoðaður við að meta tilboðin og velja kerfi. Þegar ákvörðun lægi fyrir skyldi framkvæmdaáætlun endurskoðuð og tekin ákvörðun um framhald verkefnisins, þ.e. hvort óskað væri eftir frekari aðstoð við verk­efna­stjórnun við innleiðingu kerfisins. Þá var sérstaklega tekið fram að nauðsynlegt væri að hafa samráð við alla aðila ef forsendur verkefnisins breyttust. Haukur Alfreðsson hefur fyrir dómi viðurkennt að hann hefði átt að upplýsa betur um það hver aukakostnaður yrði og þá hefur starfsmaður stefnda borið að aldrei hafi verið rætt um að komið væri að nýjum verkþætti og kvaðst hann hafa staðið í þeirri trú að öll sú vinna sem Haukur innti af höndum væri innan ramma verkáætlunarinnar. Samkvæmt reikningum þeim, sem stefnandi telur að falli utan ramma verk­áætl­un­arinnar, fólst vinna stefnanda í þarfagreiningu fyrir netþjóna og vistun á tölvukerfi. Samkvæmt verkáætlun var að því stefnt að vinna stefnanda leiddi til þess að fyrir lægi ákvörðun um nýtt upplýsingakerfi ásamt tilboði, framkvæmdaáætlun fyrir aðlögun og inn­leiðingu ásamt áætluðum kostnaði við hana. Stefndi leitaði til stefnanda sem sér­fræðings í tölvuvæðingu fyrirtækja. Má því ætla að það hafi staðið stefnanda nær að hlutast til um skýrara form samnings aðila. Að mati dómsins hefur stefnandi ekki sýnt nægi­lega fram á að þessir verkþættir falli utan samningsins. Eins og fram hefur komið þótti tilboð stefnanda hátt en gengið var að því og að mati stefnda var öll sú vinna sem innt var af höndum innan ramma verkáætlunarinnar. Telja verður nægilega sannað að stefnda hafi ekki verið gerð grein fyrir því að forsendur verkefnisins hefðu breyst. Á stefnandi því ekki kröfu á hendur stefnda umfram þá fjárhæð sem í verk­lýs­ingu greinir. Á hinn bóginn verður ekki fallist á að stefnandi verði talinn bundinn af óljósri tilgreiningu um kostnað í tölvubréfi, m.a. sökum þess að fjárhæðum ber þar ekki saman. Er það því niðurstaða dómsins að stefnda beri að standa stefnanda skil á kr. 540.000 að viðbættum virðisaukaskatti, eða samtals kr. 672.300. Þar sem stefndi greiddi stefnanda kr. 560.250 13. desember s.l. verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 112.050 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga eins og í dóms­orði greinir. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Hjörtur O. Aðalsteinsson, héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ: Stefndi, X-18 hf., The Fashion Group, greiði stefnanda, Fyrirtak, ráð­gjaf­ar­þjón­ustu ehf., kr. 112.050 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga af kr. 672.300 frá 2. júní 2000 til 13. desember sama ár, en af kr. 112.050 frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 278/2010
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. maí 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5. maí 2010, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 11. maí 2010 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 157/2007
Nauðungarsala Vanefnd Skaðabætur Aðfinnslur
P ehf. átti hæsta boð við nauðungarsölu á fasteign að Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Hann stóð ekki við boðið og var eignin seld þeim sem átti næsthæsta boð. S krafði P ehf. um bætur er námu mismuni á boði félagsins og því sem fékkst fyrir eignina. P ehf. hafnaði bótaskyldu og vísaði m.a. til þess að S hefði ekki gætt leiðbeiningarskyldu sinnar við uppboðið og því hefði fyrirsvarsmaður félagsins ekki gert sér grein fyrir að það yrði bundið við boð sitt og að mögulegt væri að krefja það bóta ef það stæði ekki við það. Ekki var talið sannað að kynning fyrir viðstöddum á almennum uppboðsskilmálum hefði farið fram eins og kveðið væri á um í 1. tölul. 2. mgr. 31. gr. laga nr. 90/1991. Þar sem þær reglur, sem P ehf. tilgreindi sérstaklega, komu jafnframt fram í lögum, sbr. 2. og 5. tölul. 1. mgr. 28. gr. og 4. mgr. 39. gr. laga nr. 90/1991, og að teknu tilliti til þess að um almennt þekktar meginreglur fjármunaréttar væri að ræða, var talið að P ehf. gæti ekki borið fyrir sig vanþekkingu á þeim. Þá var ekki fallist á að sú skylda hefði hvílt á S að leiðbeina P ehf. um að sýna aðgæslu þegar boð þess í eignina voru komin yfir 20 milljónir. Aðrar málsástæður P ehf. fyrir Hæstarétti þóttu of seint fram komnar og komu því ekki til álita. Með vísan til fyrrgreindra ákvæða laga nr. 90/1991 var fallist á kröfu S.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 16. mars 2007. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Endanleg krafa stefnda er að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, þó þannig að dæmdir verði dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 250.000 krónum frá 14. mars til 22. mars 2006, af 500.000 krónum frá þeim degi til 22. maí 2006 en af 1.000.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefndi málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Við nauðungarsölu 1. febrúar 2006 á fasteigninni Hvaleyrarbraut 22, eignarhluta 0102, í Hafnarfirði, var áfrýjandi hæstbjóðandi. Þar sem hann stóð ekki við boð sitt var eignin seld þeim er átti næsthæsta boð. Í máli þessu er áfrýjandi krafinn bóta er nemur mismuni á boði hans og því sem fékkst endanlega fyrir eignina. Nauðungarsölu fasteignarinnar hefur ekki verið hnekkt með úrlausn á grundvelli XIV. kafla laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Verður því lagt til grundvallar að nauðungarsalan sé gild. Áfrýjanda er eftir sem áður unnt að bera fyrir sig málsástæður er lúta að framkvæmd nauðungarsölunnar til stuðnings því að hann sé óbundinn af boði sínu og beri af þeim sökum ekki að greiða umkrafðar bætur fyrir að hafa ekki staðið við það. Í fyrsta lagi telur áfrýjandi sig óbundinn af boði sínu þar sem uppboðsskilmálar hafi ekki verið kynntir á uppboðinu. Af þeim sökum hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að hann yrði bundinn við boð sitt og að mögulegt væri að krefja hann bóta er næmu mismuni á boði hans og því sem fékkst endanlega fyrir eignina samkvæmt 5. mgr. 4. gr. auglýsingar nr. 41/1992 um almenna skilmála fyrir uppboðssölu á fasteignum o.fl. Áður en boða er leitað í eign á uppboði skal eintak almennra skilmála að jafnaði liggja fyrir og meginefni þeirra kynnt viðstöddum ef þeim má ekki vera það kunnugt að fyrra bragði, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 31. gr. laga nr. 90/1991. Skal þessa einnig gætt við framhaldsuppboð eftir því sem við á, sbr. 1. mgr. 36. gr. sömu laga, en hér var um slíkt uppboð að ræða. Í málinu er ekki sannað að þess háttar kynning hafi farið fram á hinum almennu skilmálum áður en boða var leitað. Samkvæmt 28. gr. laga nr. 90/1991 setur dómsmálaráðherra almenna skilmála fyrir uppboðssölu á fasteignum. Samkvæmt 2. og 5. tölul. 1. mgr. 28. gr. skal í þeim meðal annars kveðið á um að þeir sem geri boð í eign séu bundnir við þau um tiltekinn tíma frá því uppboði lýkur og að verði vanefndir af hendi kaupanda geti sýslumaður haldið kaupunum upp á hann eða rift þeim og skuli kaupandi ábyrgjast allt tjón sem hlýst af vanefndum. Í 4. mgr. 39. gr. laganna er þessi regla áréttuð en þar er mælt svo fyrir að krefja megi þann sem vanefnir boð sitt um mismuninn á boðinu og því sem fæst endanlega fyrir eignina. Almennir skilmálar fyrir uppboðssölu á fasteignum o.fl. voru birtir í B-deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 41/1992 sem fyrr var nefnd. Þær reglur skilmálanna, sem áfrýjandi tilgreinir sérstaklega að hann hafi ekki þekkt, koma jafnframt fram í lögum nr. 90/1991. Að þessu athuguðu og með vísan til þess að um almennt þekktar meginreglur fjármunaréttar er að ræða getur áfrýjandi ekki borið fyrir sig vanþekkingu á þeim, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblað. Verður því ekki fallist á málsástæðu áfrýjanda sem að þessu lýtur. Í öðru lagi telur áfrýjandi sig óbundinn af boði sínu þar sem löglærður fulltrúi sýslumanns, sem fór með framkvæmd uppboðsins, hafi ekki að eigin frumkvæði veitt honum leiðbeiningar í samræmi við almennar reglur réttarfars og vísar hann í því efni til 4. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hafi fulltrúanum þannig borið að leiðbeina áfrýjanda um að sýna aðgæslu þegar boð hans í eignina voru komin yfir 20 milljón krónur. Óumdeilt er í málinu að fyrirsvarsmaður áfrýjanda á uppboðinu leitaði ekki sérstaklega eftir leiðbeiningum hjá þeim fulltrúa sýslumanns, sem fór með framkvæmd nauðungar­sölunnar, um reglur þær er gilda um hana. Verður skylda til leiðbeininga um framangreind atriði því ekki reist á 2. mgr. 14. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Almennar reglur rétttarfars gilda ekki um framkvæmd nauðungarsölu nema sérstaklega sé til þeirra vísað í lögum. Mælt er fyrir um leiðbeiningarskyldu sýslumanns við nauðungarsölu í 2. mgr. 21. gr. laga nr. 90/1991. Þar kemur fram að sýslumaður skuli, þegar hann tekur fyrir beiðni um nauðungarsölu, veita gerðaþola eða þeim sem mætir fyrir hans hönd, nauðsynlegar leiðbeiningar um réttarstöðu hans og kröfu gerðarbeiðanda á sama hátt og dómara í einkamáli ber að leiðbeina ólöglærðum málsaðila. Þar sem í lögunum er á hinn bóginn ekki mælt fyrir um samsvarandi leiðbeiningarskyldu gagnvart ólöglærðum bjóðendum eða öðrum þeim, sem viðstaddir eru uppboð, verður hún ekki talin vera fyrir hendi. Ekki verður því heldur fallist á þessa málsástæðu áfrýjanda. Ekki verður séð að áfrýjandi hafi borið fyrir sig í héraði að hann væri óbundinn af boði sínu í eignina þar sem skilyrði fyrir samþykki sýslumanns á boðinu, um að greiðsla bærist fyrir tiltekinn tíma, hafi ekki verið fullnægt af hálfu áfrýjanda. Þá var þar ekki hreyft þeirri málsástæðu að sýslumaður hefði látið hjá liða að fara að fyrirmælum 2. mgr. 47. gr. laga nr. 90/1991 um að boða áfrýjanda til fyrirtöku þar sem ákveða átti hvort kaupunum yrði rift. Loks verður ekki séð að áfrýjandi hafi borið fyrir sig í héraði að ákvörðun um að krefja hann um bætur fyrir að standa ekki við boð sitt hafi ekki verið löglega tekin. Teljast þessar málsástæður of seint fram komnar, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991, og koma því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest að öðru leyti en um vexti sem dæmdir verða í samræmi við breytta kröfu stefnda. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Áfrýjandi lagði fram greinargerð sína í héraði 5. júlí 2006. Þegar málið var tekið fyrir 27. september 2006 lagði stefndi fram bréf sitt til lögmanns síns sem hafði inni að halda „umsögn sýslumannsins í Hafnarfirði vegna máls E-942/2006“ eins og það var nefnt í bréfinu sjálfu. Bréf þetta hafði að geyma skrifleg andsvör við greinargerð áfrýjanda. Lög nr. 91/1991 leyfa ekki að lögð séu fram í einkamálum málflutningsskjöl af þessum toga, nema þingsókn stefnda hafi fallið niður, sbr. 3. mgr. 96. gr. laganna. Var framlagning skjalsins aðfinnsluverð. Dómsorð: Áfrýjandi, P. Jónsson ehf., greiði stefnda, sýslumanninum í Hafnarfirði, 1.000.000 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 250.000 krónum frá 14. mars til 22. mars 2006, af 500.000 krónum frá þeim degi til 22. maí 2006 en af 1.000.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað er óraskað. Áfrýjandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 29. desember 2006. Mál þetta var dómtekið 15. nóvember s.l. að loknum munnlegum málflutningi. Stefnandi er Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, kt. 490169-5559, Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, en stefndi er P. Jónsson ehf., kt. 711297-2789, Þúfukoti, Mosfellsbæ. Lögmaður stefnanda er Leifur Árnason, hdl. en lögmaður stefnda er Magnús B. Brynjólfsson, hdl. I. Dómkröfur. Stefnandi krefst þess, að stefndi greiði sér skuld að fjárhæð 1.000.000 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 37/2001 af kr. 1.000.000 frá 14.03.2006 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda auk þess sem hann krefst málskostnaðar sér að skaðlausu. II. Málsástæður og lagarök. Stefnandi kveður málsatvik hafa verið með þeim hætti að þann 1. febrúar 2006 hafi fasteignin Hvaleyrarbraut 22, 0102, Hafnarfirði verið seld nauðungarsölu. Hæstbjóðandi hafi verið stefndi, P. Jónsson ehf. og hafi hæsta boð verið 27.000.000 krónur. Kveður stefnandi að stefndi hafi ekki staðið við boð sitt og hafi sýslumaður þurft að taka boði næst hæstbjóðanda, Einarhaldsfélagsins Hvaleyrarholts ehf., sem var 26.000.000 krónur. Stefnandi hafi rift kaupum stefnda á eigninni. Með innheimtuumboði dagsettu 23. mars 2006 hafi sýslumaður veitt lögmanni stefnanda umboð til þess að innheimta skaðabætur, mismuninn á boði stefnda og næst hæstbjóðanda vegna riftunarinnar með vísun til VII. kafla laga um nauðungarsölu nr. 90/1991, einkum 47. grein þeirra laga. Stefnandi byggir kröfu sína á meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga, en að regla sú fái meðal annars lagastoð í 45. gr. og 51. gr. laga nr. 50/2000. Um gjalddaga kröfunnar sé einkum vísað til meginreglu 49. gr. sömu laga. Kröfu um dráttarvexti þ.m.t. vaxtavexti styðji stefnandi við reglur III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 með síðari breytingum. Krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og því beri honum nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þeim úr hendi stefndu. Varðandi varnarþing er vísað til 34. gr. laga nr. 91/1991. Að auki vísi stefnandi til almennra skaðabótareglna og ákvæða laga um nauðungarsölu, einkum 7. kafla laganna. Stefndi kveður málsatvik hafa verið með þeim hætti að fyrirsvarsmaður stefnda, Höskuldur Pétur Jónsson, sem sé ólöglærður, hafi mætt á hið opinbera uppboð á eigninni Hvaleyrarbraut 22, 0102, Hafnarfirði sem haldið hafi verið á eigninni sjálfri sem framhaldsuppboð þann 1. febrúar 2006. Að sögn stefnda var ýmsu ábótavant við uppboðið. Telur stefndi að stefnandi hafi brotið 31. gr. uppboðslaganna nr. 90/1991, sem skyldar hann til að kynna uppboðsskilmála með þeim hætti að ólöglærðir aðilar eins og stefndi hefði getað gert sér grein fyrir afleiðingum þess að bjóða svo hátt í eignina en hæsti munur boða var kr. 1.000.000. Stefndi hafi ekki gert sér grein fyrir því hverju það varðaði að standa ekki við hæsta boð eða að það skipti máli að hafa muninn svo háan milli boða enda hafi þess hvergi verið getið að uppboðsskilmálar hefðu verið kynntir eða hver væri minnsti munur boða. Kveður stefndi að telja verði nauðsynlegt að stefnandi, sem sé sýslumaður, hafi átt að gæta þess að kynna hina almennu skilmála fyrir uppboðssölu á fasteignum samkvæmt auglýsingu í stjórnartíðindum nr. 41/1992. Hvergi hafi komið fram í framlögðum gögnum að almennir uppboðsskilmálar hafi verið kynntir. Á framlögðu skjali sem sé sé afrit úr uppboðsbók sýlsumanns megi greina að byrjað hafi verið að bjóða í eignina með kr. 5.000.000 og síðan hafi boðin gengið 22 sinnum með einni milljón á milli boða í öll skiptin þar til stefndi hafi boðið kr. 27.000.000 sem lokaboð. Ekki hafi stefnandi gert tilraun til að spyrja stefnda um tryggingu fyrir boðinu né hafi hann reynt að verja uppboðsþola fyrir hugsanlegu málamyndaboði eins og boðið sé í 6. mgr. 31. gr. NSL. Kveður stefndi að telja verði að það hafi verið mikil óvarkárni að hafa ekki farið að lögum varðandi kynningu uppboðsskilmála skv. 31. gr. laga nr. 90/1991 og verði stefndi, sem sé ólöglærður, ekki bundinn við boð sitt. Sýslumaður hefði átt að gæta leiðbeiningaskyldu sinnar og benda stefnda á það að réttara væri að fara varlega þegar komið væri boð yfir 20 milljónir. Honum hefði borið að leiðbeina bjóðanda sérstaklega að gæta sín þegar hér var komið við sögu. Ef sýslumaður hefði kynnt stefnda ákvæði 5. mgr. 4. gr. auglýsingar nr. 41/1992 um almenna skilmála fyrir uppboðssölu á fasteignum ofl., sem mælir fyrir um heimild til að krefja bjóðanda um greiðslu mismunar á boði sínu og þeirri fjárhæð, sem að endingu fæst fyrir eignina, vanefni hann boð sitt, hefði stefndi hagað boðum sínum í eignina með allt öðrum hætti. Sýslumaður hafi ekki upplýst um eða gert stefnda ljóst hver væri minnsti munur boða og að stefnda væri heimilt að bjóða lægri fjárhæðir sbr.1. mgr. 33. gr. NSL. Sýslumaður hafi ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart hinum ólöglærða aðila eftir því sem sýslumanni hafi borið skylda til að gera en leiðbeiningarregla sé meginregla í íslensku réttarfari, sem sýslumaður hefði átt að gæta að ex officio með hliðsjón af 4. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sem gildi jafnt um opinbera sýslunarmenn sem dómara. Af framangreindum ástæðum beri að sýkna stefnda af kröfu stefnanda. Stefnandi beri sönnunarfærslu fyrir því að hafa kynnt fyrir stefnda söluskilmála sem lutu að því að gera honum grein fyrir ábyrgð sinni sem bjóðanda og hvað það gilti að standa ekki við boð sitt. Hvergi sé þess getið í framlögðum gögnum eða skrá stefnanda að kynntir hafi verið söluskilmálar með sérstakri bókun stefnanda þar um. Stefnanda hafi borið að lesa söluskilmála upp í heyranda hljóði á uppboðinu. Ekki hefði verið nægilegt að geta þess á uppboðinu að þeir hefðu legið frammi og menn gætu lesið þá ef þeir kærðu sig um. Slíkum vinnubrögðum sé harðlega mótmælt enda gangi það ekki upp að ólöglærðir væntanlegir uppboðskaupendur standi í að stauta sig fram úr umræddri auglýsingu, sem telur 11 greinar rétt fyrir uppboð eða jafnvel eftir að sýslumaður er byrjaður að leita boða í fasteignina. Gera megi þá kröfu til stefnanda að hann hefði átt standa fyrir skýrri og greinargóðri kynningu á uppboðsskilmálum og sé það ætíð á hendi og ábyrgð sýslumanns í hvert sinn. Þá telur stefndi að ólöglega hafi verið staðið að uppboðinu þar sem brotin hafi verið 20. gr. laga nr. 90/1991, sem mæli fyrir um að auglýsa hefði átt nauðungarsölu einu sinni í Lögbirtingarblaði minnst fjórum vikum áður en fyrsta beiðni var tekin fyrir skv. 21. gr. sömu laga. Þar sem auglýsing hafi farist fyrir í Lögbirtingarblaði sé uppboðið ónýtt og verði stefndi ekki sóttur um stefnufjárhæðina þar sem ranglega hafi verið staðið að fyrstu auglýsingu fyrir uppboðið. Það sé stefnanda að færa lögfullar sönnur á að hann hafi staðið lögformlega að uppboðinu þannig að skuldbindandi sér fyrir stefnda. Hafi hann ekki gert það geti hann ekki gengið að stefnda fyrir mismun á hæsta og lægsta boði á uppboði. Þá hafi auglýsing í Lögbirtingarblaði ekki gildi gangvart stefnda, þar sem hún hafi verið birt of seint eða hinn 12. október 2005. Stefndi hafi ekki aðgang að tölvu eða tölvunettengingu og hafi hvorki þekkingu né hafi átt þess kost að fylgjast með rafrænum upplýsingum, sem kunni að hafa birtst með rafrænum hætti á vef Lögbirtingarblaðsins. Stefndi telji að þess verði ekki krafist að almennir borgarar eða lögaðilar hafi aðgang að tölvum eða netmiðlum (tölvunetinu) enda brjóti það í bága við jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með hliðsjón af þjóðfélagsstöðu, efnahag eða öðrum sambærilegum ástæðum. Þá sé vísað til 15. gr. sömu laga um upplýsingarétt aðila, sem felist í því að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er mál hans varða. Það hafi hann ekki getað þar sem aðgangi að tölvu og þekkingu þar að lútandi hafi ekki verið til að dreifa. Af þessu leiði að stefndi verði ekki bundinn við rafræna útgáfu á vef Lögbirtingarblaðsins. Grundvallarregla 27. gr. stjórnarskárinnar um birtingu um íþyngjandi ákvarðana svo sem nauðungarsöluauglýsingar hafi því verið brotin á stefnda. Þá telur stefndi að þar sem ljóst sé að prentun Lögbirtingarblaðsins hafi komið of seint fram vegna uppboðsins 28. október 2005 (sem nemur 14 dögum) sé uppboðsmeðferðin ónýt og hafi ekkert gildi gagnvart stefnda. Beri því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Kveðst stefndi skora á stefnanda að leggja fram afrit tveggja auglýsinga í dagblaði, annars vegar vegna byrjunarsölu hinn 10 janúar 2006 og hins vegar fyrir framhaldssöluna 1. febrúar 2006. Stefndi haldi því fram að stefnandi hafi ekki auglýst byrjunarsölu og framhaldssölu innan tilskilins frests og beri því að sýkna hann. Þá kveður stefndi að sýkna beri hann á þeim grunni að reglugerð nr. 623/2005 eigi ekki stoð í lögum nr. 15/2005 um stjórnartíðindi og lögbirtingarblað. Fyrirmæli 1. gr. reglugerðar um réttaráhrif auglýsinga á þann veg að þau séu bundin við rafræna útgáfu hafi ekki beina stoð í lögum. Þar sem breyta átti út af fyrri venju og lögum um réttaráhrif útgáfu Lögbirtingarblaðsins hafi verið nauðsynlegt að geta þess sérstaklega í lögum nr. 15/2005 að réttaráhrifin væru bundin við rafræna útgáfu á vef lögbirtingarblaðsins. Svo hafi ekki verið og því hafi auglýsing um nauðungarsöluna á Hvaleyrarbraut 22 verið of seint fram komin. Fyrirmæli reglugerðarinnar eins og að framan greinir gangi út fyrir ramma laganna. Lögin beri að skýra þröngt og sé nauðsynlegt að reglugerðin eigi beina lagastoð enda um mikla hagsmuni þegnanna að ræða, sem lúti að því að ráðstafa eignum með nauðungarsölumeðferð. Beri dómnum að virða þá meginreglu að reglugerðin víki fyrir lögunum þannig að ekki verði lagðar íþyngjandi byrðar á þegnana með reglugerð umfram það sem greini í lögum. M.ö.o. þar sem upphafs réttaráhrifa auglýsinga sé ekki getið með beinum hætti í lögum nr. 15/2005 verði stefndi eingungis bundinn við útgáfudag Lögbirtingarblaðsins er það kom frá prentsmiðju. Uppboðsmeðferðin sé því ónýt og beri að sýkna stefnda. Þá sé ljóst að þeir sem tilgreindir hafi verið mættir fyrir hönd gerðarbeiðanda hinn 28. október 2005 og 10. janúar 2006, hafi ekki ritað undir söluna, þrátt fyrir að í seinna skiptið (10. 01. 2006) hafi verið boðið í fasteignina kr. 400.000. Þá hafi fulltrúinn sem stýrði fyrstu fyrirtöku (28.10.2005) og byrjunarsölu (10.01.2006) í hvorugt skiptið undirritað uppboðsgerðirnar. Telur stefndi slíka bókun ógilda þar sem hvorki gerðarbeiðandi, gerðarþoli eða sýslumaður hafi ritað undir uppboðsgerðirnar. Verði stefndi ekki bundinn við slíka formleysu sem leiði til sýknu stefnda. Um þetta vísi stefndi til 1.tl. 2. mgr. 15. gr. NSL, þar sem telja verði að ekki hafi verið mætt af hálfu gerðarbeiðanda þar sem enginn hafi ritað undir bókun sýslumanns í umræddum tilvikum. Þá sé krafist sýknu á þeim grunni að gerðarbeiðendur hafi ekki afhent sýslumanni frumrit veðskuldabréfa til stuðnings beiðnum sínum skv. 2. tl.2. mgr. 15. gr. nauðungarsölulaga sbr. 3. mgr. 11. gr. nauðungarsölulaga, en þar segi að sýslumaður skuli krefja um frumrit veðskuldabréfs ekki síðar en þegar sala fari fram. Hvergi hafi þess verið getið í bókunum sýslumanns að gerðarbeiðendur hafi afhent frumrit veðskuldabréfa við byrjunarsöluna eða í síðasta lagi við framhaldssöluna og því sé engin vissa fyrir því að bréfin hafi verið ófölsuð. Upphaf sölumeðferðar sýslumanns hafi verið við byrjunarsölu þann 10. janúar 2006 og þá hafi honum borið skv. 2. tl. 2. mgr. 15. gr. nauðungarsölulaganna skylda til að krefjast frumrits veðskuldabréfs af þeim er var uppboðsbeiðandi í málinu. Þetta þýði til að mynda að þegar á byrjunarsölu, er boðnar voru kr. 400.000 í eignina, hefði sýslumaður átt að krefja uppboðsbeiðanda, Gilda-lífeyrissjóðinn, um frumrit veðskuldabréfs, enda hann fyrsti uppboðsbeiðandi í málinu. Með því að hafa sniðgengið fyrirmæli 15. gr. og 11. gr. nauðungarsölulaga nr. 90/1991 hafi stefnandi póstitíft brotið lagaboð um framkvæmd uppboðsins fyrir utan það að brjóta á rétti stefnda. Sönnunarfærsla um framlagningartíma frumrita veðskuldabréfa, sem eru grundvöllur uppboðsins, hvíli alfarið á stefnanda. Uppboðsmeðferðin sé af þessum sökum ógild og ónýt og verði að sýkna stefnda af kröfum stefnanda af þessum sökum. Stefndi bendir á 31. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölur sbr. 4. gr. auglýsingar nr. 41/1992, 20. gr., 21. gr., 15. gr. og 11. gr. laga um nauðungarsölu. Einnig sé bent á 11. gr. og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, lög nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblað, reglugerð nr. 623/2005 og 27. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944. Um málskostnað vísist til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Niðurstöður. Í XIV. kafla laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu eru sérreglur um hvernig hægt er að leita til dómstóla og fá úrlausn um gildi nauðungarsölu eftir að eign hefur verið komið í verð. Heimild til að leita úrlausnar eftir reglum XIV. kafla laganna kemur fyrst til samkvæmt 1. mgr. 80. gr. laganna þegar uppboði á eign er lokið, tilboði hefur verið tekið í eign við sölu á almennum markaði eða andvirði eignar eða réttinda hefur greiðst sýslumanni við nauðungarsölu að hætti XII. kafla laga um nauðungarsölu. Frá þessum tímamörkum er heimilt að leita úrlausnar héraðsdóms um gildi nauðungarsölunnar í fjórar vikur og verður tilkynning að hætti 81. gr. laganna að berast héraðsdómi innan þess frests. Óumdeilt er að þann 1. febrúar 2006 var fasteignin Hvaleyrarbraut 22, 0102, í Hafnarfirði seld nauðungarsölu. Stefndi, P. Jónsson ehf. var hæstbjóðandi við uppboðið og bauð 27.000.000 krónur. Stefnandi, Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, tók því boði stefnda með ritun í gerðarbók þar að lútandi. Í bókun kemur fram að hæstbjóðanda sé greint frá því að boð hans í eignina verði samþykkt ef greiðsla berst samkvæmt því í samræmi við uppboðsskilmála. Uppboðsskilmálar lágu frammi og var aðilum gefinn kostur á því að kynna sér þá áður en leitað var boða í eignina. Greiðslan átti að berast miðvikudaginn 22. febrúar 2006 klukkan 12:00. Greiðslan barst ekki á umræddum tíma. Að sögn stefnanda var haft samband við Höskuld Pétur Jónsson, fyrirsvarsmann stefnda þann 23. febrúar 2006 vegna uppboðsins og kom þá fram að stefndi hygðist ekki standa við boð sitt. Stefndi staðfesti þetta fyrir dómi. Þá var haft samband við næsthæstbjóðanda sem var fyrirsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins Hvaleyrarholts ehf., og var félagið tilbúið til að standa við boð sitt að fjárhæð 26.000.000 krónur. Ekki verður annað séð en að framkvæmd uppboðsins hafi verið með venjubundnum hætti. Ef heimild til að fá úrlausn um nauðungarsölu eftir reglum XIV. kafla laganna um nauðungarsölu er ekki nýtt, verður nauðungarsölunni sem slíkri ekki hnekkt. Aðilar eru því bundnir af gerðinni eins og hún liggur fyrir. Dómsmál varðandi þau atriði sem reglur XIV. kafla laga um nauðungarsölu taka til, verða því ekki rekin í búningi einkamáls eftir almennum reglum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 heldur er ófrávíkjanlegt að þau fari eftir þessum sérreglum. Krafa stefnanda í þessu máli byggir á nauðungarsölu sem ekki hefur verið ógilt á grundvelli XIV. kafla laga um nauðungarsölu og er hún því bindandi fyrir aðila málsins. Í 3. mgr. 80. gr. laganna er áréttað að ákvæði 1. og 2. mgr. breyti því ekki að annars megi hafa uppi kröfu um skaðabætur eða aðra peningagreiðslu sem byggist á því að ekki hafi verið skilyrði fyrir nauðungarsölu eða að ranglega hafi verið að henni staðið. Sú leið hefur ekki verið farin hér. Stefnandi krefst skaðabóta á grundvelli 5. mgr. 47. gr. laga um nauðungarsölu um skaðabótaskyldu upphaflegs kaupanda. Sá réttur stefnanda er skýr og verður því að fallast á kröfur hans um að stefnda verði gert að greiða 1.000.000 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14.03.2006 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 200.000 krónur í málskostnað að virðisaukaskatti meðtöldum. Dóm þennan kveður upp Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari. Stefndi, P. Jónsson ehf. greiði stefnanda 1.000.000 krónur auk dráttarvaxta skv. III. kafla laga nr. 38/2001 frá 14. mars 2006 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 200.000 krónur í málskostnað að virðisaukaskatti meðtöldum.
Mál nr. 384/2000
Börn Forsjá Aðild Óvígð sambúð Skipting sakarefnis Gjafsókn
Þau X og Y kröfðust forsjár dóttursonar síns A eftir að móðir hans lést í bílslysi. A slasaðist illa í bílslysinu og lá á sjúkrahúsi í rúman mánuð. Eftir það var hann vistaður á vistheimili barna þar til föður hans, Z, var fengin forsjá hans eftir að dómur féll í máli, sem höfðað var til viðurkenningar á faðerni A. Héraðsdómur skipti sakarefninu og dæmdi aðeins um málsástæðu sem laut að aðild. Taldi dómurinn sannað að foreldrar A hefðu verið í sambúð og því farið sameiginlega með forsjá barnsins. Því hefði Z átt að fara með forsjána eftir andlát móður skv. 1. mgr. 31. gr. barnalaga nr. 20/1992. Var Z sýknaður af kröfu X og Y vegna aðildarskorts þeirra. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóminn með þeirri athugasemd að ótvírætt væri sannað að Z og móðir A hefðu verið í sambúð við fæðingu og því farið sameiginlega með forsjá barnsins við andlát hennar. Samkvæmt því hefði Z farið einn með forsjána eftir andlát móður A og gætu X og Y því ekki byggt aðild á 3. mgr. 31. gr. barnalaga.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. október 2000. Þau krefjast þess að þeim verði dæmd forsjá drengsins A og stefndi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjendur og stefndi hafa gjafsókn fyrir Hæstarétti. Í héraði var sakarefni skipt með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var aðeins dæmt um málsástæðu stefnda sem laut að aðildarskorti áfrýjenda. Samkvæmt 2. mgr. 151. gr. sömu laga verður því fyrir Hæstarétti eingöngu fjallað um sýknukröfu stefnda vegna aðildarskorts. Drengurinn A er fæddur [...] 1996. Samkvæmt vottorði húseiganda að B [...], voru stefndi og móðir drengsins með íbúð á leigu þar frá 1. janúar 1996 til apríl sama ár. Samkvæmt þessu og öðrum gögnum málsins er ótvírætt sannað að stefndi og móðir drengsins voru í sambúð við fæðingu hans og fóru því sameiginlega með forsjá hans samkvæmt 1. mgr. 30. gr. barnalaga nr. 20/1992 er móðirin lést, enda stóð réttur barnsins til þess. Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. sömu laga fór stefndi einn með forsjána eftir andlát móðurinnar og geta áfrýjendur ekki byggt aðild á 3. mgr. sömu greinar. Afskipti barnaverndarnefndar Reykjavíkur af málinu breytir þar engu um. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til rökstuðnings héraðsdóms ber að staðfesta hann. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Gjafsóknarkostnaður aðila greiðist úr ríkissjóði, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjenda, X og Y, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin lögmannsþóknun 200.000 krónur. Gjafsóknarkostnaður stefnda, Z, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin lögmannsþóknun 200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júlí 2000. Mál þetta, sem dómtekið var 4. þ.m., var höfðað með stefnu, birtri 24. febrúar sl. Stefnendur eru X, kt. [...] og eiginmaður hennar, Y, kt. [...], til heimilis að sama stað. Stefndi er Z, kt. [...]. Dómkröfur stefnenda: Dómkröfur stefnda: Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnenda. Jafnframt krefst stefndi þess að stefnendur verði dæmdir til greiðslu málskostnaðar samkvæmt framlögðum reikningi eins og málið væri eigi gjafsóknarmál en stefndi fékk gjafsókn í málinu með leyfi dómsmálaráðherra, dags. 5. júní 2000. Hinn 5. maí sl. var kveðinn upp úrskurður í málinu þar sem hafnað var kröfu stefnenda um að dómari skipaði barninu, A, talsmann til þess að gæta hagsmuna hans við úrlausn forsjármálsins og að dómkvaddir verði matsmenn til þess að kanna aðbúnað og þroska barnsins, tengsl við aðila málsins og sögu hingað til svo og forsjárhæfni og aðstæður málsaðila til að sinna uppeldi A eins og best verði á kosið. Úrskurður þessi var að því er varðaði kröfu stefnenda um dómkvaðningu matsmanns kærður til Hæstaréttar. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 2. júní sl., var úrskurðurinn staðfestur. Við fyrirtöku í málinu 20. júní sl. var ákveðið með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að skipta sakarefni málsins þannig að fyrst verði dæmt um málsástæðu stefnda, er lýtur að aðildarskorti stefnenda. Dóttir stefnanda, X, Þ, eignaðist soninn, A, [...] 1996. Á þeim tíma voru þau stefndi og Þ í óskráðri sambúð, að sögn stefnda. Hann segir sambúðina hafa staðið frá því í júní 1994 þar til Þ andaðist í umferðarslysi 16. september 1996. Stefnendur telja sambúð Þ og stefnda ósannaða. Barnið, A, slasaðist í sama umferðarslysi og móðir þess andaðist. Vegna slyssins dvaldist barnið á sjúkrahúsi til 24. okt. 1996. Að þeim tíma loknum var barnið vistað á vistheimili barna í Reykjavík þar til 5. desember 1996. Hinn 23. okt. 1996 sóttu stefnendur til barnaverndarnefndar Reykjavíkur um að fá barnið, A, í varanlegt fóstur. Samkvæmt framlögðu læknisvottorði var stefndi mikið frá vinnu í þrjú ár vegna bakverkja sem endaði með brjósklosaðgerð 21. okt. 1996. Stefnda var bannað að vinna nema létt störf næstu tvö árin eftir aðgerð. Þá er Þ andaðist hafði ekki verið gengið frá formlegri faðernisviðurkenningu vegna barnsins. Að tilhlutan barnaverndarnefndar Reykjavíkur var höfðað mál á hendur stefnda til viðurkenningar á faðerni barnsins. Fyrir dómi viðurkenndi stefndi að vera faðir barnsins. Í skjölum málsins kemur fram að stefndi var viðstaddur fæðingu barnsins og fór með móður barnsins í mæðraskoðanir. Eftir að farið hafði fram mannerfðafræðileg rannsókn til greiningar á faðerni barnsins var stefndi dæmdur faðir þess með dómi, uppkveðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 28. nóv. 1996. Frá 5. desember 1996 hefur barnið verið í umsjá föður síns. Hinn 13. febrúar 1997 var Steinunn Guðbjartsdóttir hdl. skipuð sérstakur lögráðamaður barnsins af yfirlögráðandanum í Reykjavík. Verkefni hins sérstaka lögráðamanns var að koma fram fyrir hönd barnsins við skipti á dánarbúi móður hans. Jafnframt var lögráðamanninum falið að innheimta þær bætur sem barnið kynni að eiga hverju nafni sem nefnast, varðveita bótaféð og taka afstöðu til ráðstöfunar þess. Hinn 5. maí 2000 kvað úrskurðarnefnd í vátryggingamálum upp úrskurð þar sem úrskurðað var að stefndi ætti rétt á greiðslu skaðabóta fyrir missi framfæranda skv. 13. gr. skaðabótalaga. Skjöl málsins bera með sér að mikill ágreiningur hefur verið milli málsaðila varðandi umgengni stefnenda við A. Jafnframt sýna þau ítrekaðar bréfaskriftir stefnenda til barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Barnastofu vegna aðbúnaðar og umönnunar barnsins hjá stefnda, svo og vegna afgreiðslu málsins hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Með bréfi Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, dags. 6. janúar 1997, var stefnendum tilkynnt m.a., að samkvæmt bókun barnaverndarnefndar, dags. 10. des. 1996, teljist afskiptum nefndarinnar af málefnum barnsins, A, lokið. Í bréfi þessu er tekið fram að ekkert hafi komið fram annað en að stefndi sé vel hæfur til þess að annast og fara með forsjá sonar síns. Hinn 13. janúar 1997 skrifuðu stefnendur Barnaverndarstofu vegna málsins. Barnaverndarstofa skrifaði Félagsmálastofnun Reykjavíkur bréf, dags. 22. janúar 1997. Bréf þetta tók barnaverndarnefnd m.a. sem tilkynningu skv. 12. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna. Bréf þessi eru einungis lítill hluti bréfa þeirra sem farið hafa á milli stefnenda, barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Barnaverndarstofu. Þessi bréfaskipti hafa haft í för með sér könnun barnaverndarnefndar Reykjavíkur á högum barnsins. Ekki er að sjá í skjölum málsins að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi séð ástæðu til athugasemda vegna aðbúnaðar barnsins hjá föður sínum. Hinn 5. janúar 1999 kvað sýslumaðurinn í Reykjavík að ósk stefnenda upp úrskurð um umgengni þeirra við barnið, A. Sú umgengni sem þar var úrskurðuð gekk ekki eftir. Hinn 12. ágúst 1999 kvað sýslumaðurinn í Reykjavík upp úrskurð þar sem stefnda var gert að greiða dagsektir í ríkissjóð, 4.000 kr. á dag, frá uppkvaðningu úrskurðar þar til barnaverndarnefnd Reykjavíkur tilkynni sýslumanninum í Reykjavík að stefndi hafi látið af tálmunum á umgengni samkvæmt úrskurðinum frá 5. janúar 1999. Ekki mun hafa orðið af umgengni stefnenda við barnið eftir uppkvaðningu þessa úrskurðar. Hinn 18. maí 2000 kvað sýslumaðurinn í Reykjavík upp úrskurð þar sem stefnda var gert að greiða 4.350 kr. á dag frá dagsetningu úrskurðar þar til hann hafi látið af tálmunum á umgengni samkvæmt úrskurðinum frá 5. jan. 1999. Málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur byggja kröfu sína um forsjá drengsins, A, á því m.a. að þau geti boðið drengnum upp á traustar og farsælar uppeldisaðstæður og þannig tryggt velferð barnsins. Persónulegir eiginleikar þeirra geri þau að vel hæfum forsjáraðilum fyrir barnið. Þau geti með því að fara með forsjá barnsins gefið því kost á nánu og góðu samneyti við móðurfjölskyldu sína og eðlilega umgengni við alla fjölskyldumeðlimi sína. Jafnframt byggja stefnendur á því að rétt sé að velja milli aðila í máli þessu eingöngu út frá hæfni hvors aðila um sig með tilliti til hagsmuna drengsins en ekki með tilliti til þess hver fari með forsjána í dag. Varðandi það atriði byggja stefnendur á því að forsjá drengsins hafi aldrei átt að vera færð til stefnda með þeim hætti sem gert var, þ.s. barnaverndarnefnd hafi farið með forsjá drengsins og hafi ekki átt að láta hana frá sér án þess að rannska hvað best væri fyrir barnið og hvaða forsjáraðili gæti best tryggt eðlileg uppeldisskilyrði fyrir barnið. Forsjá barnsins sé þannig komin til stefnda fyrir mistök eða a.m.k. ekki nægilega vönduð vinnubrögð barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar og því eigi núverandi forsjárskipan ekki að hafa áhrif á mat dómsins í máli þessu. Það hafi verið vilji móður dregnsins að þau færu með forsjá hans félli hún frá, enda hafi þau verið í góðum tengslum við hana og barnið allt fram að fráfalli hennnar. Móðir barnsins hafi með athöfnum sínum og athafnaleysi sýnt að hún hafi ekki viljað að stefndi færi með forsjá dregnsins. Hún hafi komið í veg fyrir það með því að skrá sig ekki í sambúð með stefnda eftir fæðingu drengsins sem hefði valdið sjálfkrafa feðrun hans skv. ákvæðum barnalaga og með því að ganga ekki frá feðrun barnsins. Þar að auki hafi móðir barsins kennt það við sjálfa sig en ekki stefnda. Þar sem stefndi hafi ekki verið með forsjá barnsins á meðan móðir þess lifði sé í alla staði óeðlilegt að stefndi hafi fengið forsjána sjálfkrafa nokkru eftir fráfall hennar án vandlegrar rannsóknar á forsjárhæfni stefnda og getu til að annast ungabarn. Enn fremur byggja stefnendur á því að stefndi hafi ekki nægilegt forsjárhæfi til að geta boðið barninu upp á bestu uppeldisskilyrði, m.a. vegna eigin ístöðuleysis og fjárhagserfiðleika. Aðbúnaður barnsins sé ófullnægjandi hjá föður. Um lagarök vísa stefnendur til ákvæða barnalaga nr. 20/1992, aðallega 3. mgr. 32. gr., 34. gr. og 36. gr. Með vísan til 1. mgr. 34. gr. barnalaga i.f. óska stefnendur eftir því að málið verði rekið með hraði. Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefnenda að sambúð stefnda og Þ sé ósönnuð og þar af leiðandi hafi þau stefndi og Þ ekki farið með sameiginlega forsjá barnsins. Á meðan Þ var á lífi hafi hún og stefndi ekki verið í skráðri sambúð og barnið ófeðrað. Réttur stefnenda til þess að krefjast forsjár barnsins byggist á 3. mgr. 31. gr. barnalaga. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á aðildarskorti stefnenda. Á heimild 3. mgr. 31. gr. barnalaga, að fela öðrum en foreldri forsjá barns, reyni því aðeins ef foreldri andast sem hefur eitt farið með forsjá barns og ekki sé sambúðar- eða stjúpforeldri til að dreifa. Ljóst sé að stefndi og Þ hafi verið í óvígðri sambúð þegar Þ andaðist. Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. barnalaga sé forsjá í höndum beggja foreldra búi þau saman. Um skilgreiningu á sambúð er vísað til 3. mgr. 2. gr. barnalaganna, þar sem efnislega segi að um óvígða sambúð sé áskilið að hennar sé getið í þjóðskrá eða ótvíræð gögn séu að öðru leyti um að foreldrar búi saman. Þau gögn liggi fyrir í máli þessu og þegar af þeirri ástæðu sé ekki lagagrundvöllur fyrir málshöfðun stefnenda. Eigi þau ekki aðild að máli um forsjá drengsins og beri því að sýkna stefnda vegna aðildarskorts. Það hafi ekki verið í verkahring barnaverndarnefndar Reykjavíkur að taka ákvörðun um hvert barnið færi við andlát móður því stefndi hafi lögum samkvæmt farið með forsjá hans. Dómstólar fari ekki með barnaverndarstarf og geti þar af leiðandi ekki gripið inn í forsjá stefnda. Það séu eingöngu barnaverndaryfirvöld sem geti haft afskipti af forsjánni og gripið til íþyngjandi ráðstafana, en þá því aðeins að fullvíst megi telja að líkamlegri eða andlegri heilsu barnsins sé hætta búin vegna þess að foreldrið sé augljóslega vanhæft til að fara með forsjána. Um lagarök er af hálfu stefnda vísað til barnalaga, einkum 29. gr. og 31. gr. Telja verður að um misritun sé að ræða í stefnu þá er vísað er til 3. mgr. 32. gr. barnalaga nr. 20/1992 en þar er kveðið á um samninga foreldra um sameiginlega forsjá. Í 31. gr. barnalaga er fjallað um forsjá við andlát forsjárforeldris. Í 34. gr. er fjallað um ágreining foreldra um forsjá og í 36. gr. um bráðabirgðaforsjá. Í samræmi við það sem haldið var fram af hálfu stefnenda við munnlegan málflutning er við það miðað að stefnendur byggi málatilbúnað sinn á 3. mgr. 31. gr. barnalaga. Grein þessi er svohljóðandi: “Við andlát foreldris, sem farið hefur eitt með forsjá barns, hverfur forsjá þess til hins foreldrisins. Fela má öðrum forsjá barnsins, komi fram ósk um það og sé það álitið barninu fyrir bestu.” Fullyrðingar af hálfu stefnenda um að móðir barnsins hafi viljað að þau færu með forsjá barnsins, félli hún frá, eru ósannaðar. Í heilsufarsbók barnsins og ónæmisskírteini er barnið skráð Júlíusson. Ágreiningur er með aðilum um það hvort stefndi og Þ hafi verið í sambúð við fæðingu barnsins, A, eða ekki. Þau voru ekki í skráðri sambúð. Þegar litið er til framlagðra gagna, m.a. þess að stefndi fór með móður barnsins í mæðraskoðanir á meðan hún gekk með barnið, stefndi var viðstaddur fæðingu barnsins, stefndi aðstoðaði móður barnsins við vinnu hennar við ræstingu hjá R um tveggja ára skeið og stefndi og móðir barnsins hjálpuðust að við framfærslu fjölskyldunnar, þykir ljóst að um sambúð var að ræða sbr. 3. mgr. 2. gr. barnalaga. Barnið, A, átti því rétt á forsjá beggja foreldra sinna skv. 1. mgr. 30. gr. barnalaga á meðan móðir þess lifði. Þar sem ekki hafði verið gengið formlega frá faðerni barnsins við andlát móður þess var að tilhlutan barnaverndarnefndar Reykjavíkur höfðað mál á hendur stefnda til viðurkenningar á faðerni barnsins. Fyrir dómi gekkst stefndi við faðerni barnsins og að genginni mannerfðafræðilegri rannsókn til greiningar á faðerni barnsins var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 28. nóvember 1996 þar sem dæmt var að stefndi teldist faðir barnsins. Þar sem stefndi og móðir barnsins voru í sambúð, og hafa því í raun farið sameiginlega með forsjá barnsins skv. l. mgr. 30. gr. barnalaga, fer um forsjá barnsins eftir andlát móður þess skv. 1. mgr. 31. gr. barnalaga, þ.e. forsjáin er í höndum stefnda eins. Í greininni er tæmandi talning á því hverjum megi fela forsjá barns látins foreldris, sem farið hefur með forsjá barnsins sameiginlega með hinu foreldrinu, en það er maki eða sambúðaraðili hins látna foreldris, sem einnig hefur farið með forsjá barnsins, ef það er talið barninu fyrir bestu. Þegar af þessari ástæðu er ekki lagagrundvöllur fyrir málshöfðun stefnenda á hendur stefnda í máli þessu. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnenda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnenda, þ.e. þóknun lögmanns stefnenda, Þorbjargar I. Jónsdóttur hdl., 350.000 kr., greiðist úr ríkissjóði. Gjafsóknarkostnaður stefnda, þ.e. þóknun lögmanns stefnda, Helga Birgissonar hrl., 350.000 kr., greiðist úr ríkissjóði. Auður Þorbergsdóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð: Stefndi, Z, skal vera sýkn af kröfum stefnenda, X og Y, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnenda, 350.000 kr., greiðist úr ríkissjóði. Gjafsóknarkostnaður stefnda, 350.000 kr., greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 791/2017
Kærumál Óvígð sambúð Fjárslit
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi sem reis við opinber skipti til fjárslita milli M og K vegna slita á óvígðri sambúð. Deildu aðilarnir aðallega um skiptingu á fasteign og einkahlutafélagi sem skráð var jafnt í eigu þeirra. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að eftir almennum reglum fjármunaréttar gildi sú meginregla við fjárslit að þinglýstar eignarheimildir og opinber skráning eigna veiti líkindi fyrir eignarrétti. Leiddi af þeirri reglu að sá sem héldi því fram að í slíkri skráningu fælust ekki réttar upplýsingar bæri sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu. Kom fram að kaupin á fasteigninni hefðu verið að stærstum hluta fjármögnuð með framlögum frá M. Samkvæmt því var talið óhjákvæmilegt að víkja frá þinglýstum eignarheimildum hvað fasteignina varðaði. Þá var meðal annars með vísan til þeirrar fjárhagslegu samstöðu sem var með M og K á sambúðartímanum lagt til grundvallar að M bæri 80% eignarhlutdeild í umræddri fasteign en K 20%. Hins vegar var talið að M hefði ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að efni væru til að víkja frá skráningu hlutafjár í einkahlutafélaginu í fyrirtækjaskrá og kom félagið því til jafnra skipta.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Ólafur BörkurÞorvaldsson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11.desember 2017 en kærumálsgögn bárust réttinum 22. sama mánaðar. Kærður erúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. nóvember 2017 þar sem leyst var úr nánartilteknum ágreiningi aðilanna í tengslum við opinber skipti til fjárslita milliþeirra vegna slita á óvígðri sambúð. Kæruheimild var í 1. mgr. 133. gr. laganr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess í fyrsta lagi aðvið fjárslitin verði viðurkennt að fasteignin [...] í Reykjavík, fastanúmer [...],og félagið A ehf., kt. [...], séu eignir hans að öllu leyti, í öðru lagi aðstaðfest verði niðurstaða hins kærða úrskurðar um að vísa frá dómi kröfuvarnaraðila um að skipta skuli jafnt öðrum eignum aðila á viðmiðunardegi skiptaog í þriðja lagi að staðfest verði niðurstaða hins kærða úrskurðar um varakröfuvarnaraðila. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti12. desember 2017. Endanleg aðalkrafa hennar lýtur að því í fyrsta lagi að viðfjárslit aðila komi fasteignin [...] í Reykjavík til jafnra skipta, í öðru lagiað staðfest verði niðurstaða hins kærða úrskurðar um að við fjárslitin komifélagið A ehf. til jafnra skipta og í þriðja lagi að ágreiningur um „aðrareignir aðila á viðmiðunardegi skiptanna verði tekinn til efnisúrlausnar ogákveðinn þannig að eignunum verði skipt til helminga án tillits til þesshvernig skráningu eigna er hagað.“ Til vara kefst hún þess að sóknaraðili fáivið fjárskiptin í sinn hlut 11.000.000 krónur, uppreiknaðar meðverðlagsvísitölu til greiðsludags en að öðru leyti skuli skipta jafnt öllumeignum þeirra á viðmiðunardegi, þar með talið fasteigninni að [...] og félaginuA ehf. Í báðum tilvikum krefst varnaraðili málskostnaðar í héraði ogkærumálskostnaðar.Með hinum kærða úrskurði var vísað frá héraðsdómikröfu varnaraðila um að aðrar eignir aðilanna en fasteignin að [...] og félagiðA ehf. skyldu koma til jafnra skipta milli þeirra. Varnaraðili krefst þess ekkifyrir Hæstarétti að þessu frávísunarákvæði hins kærða úrskurðar verði hrundiðog lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfuna til efnismeðferðar heldur krefst húnefnisúrlausnar um hana fyrir Hæstarétti. Með því að heimild brestur til málskotsí slíku skyni verður þessari kröfu varnaraðila af sjálfsdáðum vísað fráHæstarétti, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 7. júní 2006 í máli nr.273/2006 og 29. apríl 2008 í máli nr. 191/2008.Eins og greinir í hinum kærða úrskurði ber viðfjárslit við lok óvígðrar sambúðar að líta á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæðaeinstaklinga og gildir þá sú meginregla að hvor aðili tekur þær eignir sem hannátti við upphaf sambúðar eða eignaðist meðan á sambúðinni stóð. Eftir almennumreglum fjármunaréttar gildir sú meginregla við fjárslit að þinglýstareignarheimildir og opinber skráning eigna veita líkindi fyrir eignarrétti.Leiðir af þeirri reglu að sá sem heldur því fram að í slíkri skráningu felistekki réttar upplýsingar ber sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu. Staðfest er með skírskotun til forsendna sú niðurstaðahins kærða úrskurðar að við úrlausn málsins sé ekki unnt að líta tilsamkomulags þess sem varnaraðili byggir á að hún og sóknaraðili hafi gert íupphafi sambands síns um jafna skiptingu eigna kæmi til sambúðarslita. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar erstaðfest sú niðurstaða að félagið A ehf. skuli koma til jafnra skipta millisóknaraðila og varnaraðila við fjárslit þeirra. Á sambúðartíma sínum festu sóknaraðili og varnaraðili íjöfnun hlutföllum kaup á fasteigninni að [...] í Reykjavík með kaupsamningi 13.mars 2013. Í hinum kærða úrskurði er nánar rakið hvernig staðið var aðfjármögnun þeirra kaupa. Af því sem þar kemur fram má ljóst vera að kaupin voruað stærstum hluta fjármögnuð með framlögum frá sóknaraðila en að takmörkuðuleyti frá varnaraðila. Samkvæmt þessu er fallist á með héraðsdómi aðsóknaraðili hafi sýnt fram á að eignamyndun í fasteigninni hafi að mestu leytiorðið til vegna framlaga hans og er því við fjárslitin óhjákvæmilegt að víkjafrá þinglýstum eignarheimildum hvað þessa eign varðar. Eins og nánar er rakið í hinum kærða úrskurði kynntustaðilar málsins árið 2011, hófu samband stuttu seinna, voru í skráðri sambúð frájanúar 2013 til sambúðarloka í janúar 2017 og töldu saman fram til skattstekjuárin 2012 til 2016. Þá eignuðust þau saman barn sem fætt er í júní 2016 oghéldu á sambúðartímanum sameiginlegt heimili með þremur börnum hans og tveimur börnumhennar úr fyrri samböndum beggja. Af gögnum málsins sést að þau stóðu bæðistraum af kostnaði vegna sameiginlegs heimilishalds og framfærslu barnanna ásambúðartímanum. Á árinu 2015 hættu þau bæði störfum hjá fyrirtækinu [...] þarsem þau störfuðu áður og unnu eftir það fyrst og fremst að verkefnum hjá félaginuA ehf. sem þau höfðu stofnað saman haustið 2014 og höfðu tekjur sínar frá þvífélagi. Tekjur sóknaraðila voru öllu meiri en varnaraðila enda vann hann fyrstog fremst utan heimilis en hún sinnti heimilinu meðfram vinnu hjá A ehf. Áttihún hún með framlagi sínu þátt í þeirri eignamyndum sem varð í fasteigninni að [...]á sambúðartímanum og á til samræmis við það rétt til hlutdeildar í þeirrieignamyndum. Samkvæmt því sem hér var rakið og í ljósi þeirrar fjárhagslegusamstöðu sem var með aðilum á sambúðartímanum verður lagt til grundvallar aðsóknaraðila beri 80% eignarhlutdeild í umræddri fasteign en varnaraðila 20%. Að fenginni framangreindri niðurstöðu um skiptingueignarinnar að [...] í Reykjavík og félagsins A ehf. við fjárslit aðila erstaðfest sú niðurstaða hins kærða úrskurðar að ekki séu efni til að takaafstöðu til varakröfu varnaraðila.Rétt er að aðilarnir berihvor sinn kostnað af rekstri málsins í héraði og fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Viðurkennter að við opinber skipti til fjárslita milli sóknaraðila, M, og varnaraðila, K,beri sóknaraðila 80% eignarhlutdeild í fasteigninni að [...] í Reykjavík ogvarnaraðila 20% en að félagið A ehf. skuli koma til jafnra skipta milli þeirra.Vísaðer frá Hæstarétti kröfu varnaraðila um að aðrar eignir hennar og sóknaraðila skulikoma til jafnra skipta.Málskostnaðurí héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur miðvikudaginn 29. nóvember 2017Mál þetta, sem barstdóminum 11. apríl sl. og var þingfest 5. maí sl., var tekið til úrskurðar 26.október sl. Sóknaraðili er M, kt. [...], [...], Kópavogi. Varnaraðili er K, kt.[...], [...], Reykjavík. Sóknaraðili krefst þessað viðurkennt verði að fasteignin að [...] í Reykjavík, fastanúmer [...], séeign sóknaraðila að öllu leyti. Þá krefst sóknaraðili þess að viðurkennt verðiað A ehf., kt. [...], sé eign sóknaraðila að öllu leyti. Jafnframt krefstsóknaraðili þess að varnaraðili verði dæmd til að greiða sóknaraðila 250.000krónur í leigu vegna búsetu varnaraðila í fasteigninni [...] í Reykjavík,mánaðarlega frá 1. janúar 2017, þar til búsetu hennar í fasteigninni lýkur.Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila, aukvirðisaukaskatts. Varnaraðili krefst þessað öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað. Varnaraðili krefst þess aðallega aðvið opinber skipti til fjárslita milli aðila komi til jafnra skipta fasteigninað [...] í Reykjavík, fastanúmer [...] og einkahlutafélagið A ehf., kt. [...].Þá krefst varnaraðili þess að skipta skuli jafnt öðrum eignum aðila áviðmiðunardegi skiptanna, án tillits til þess hvernig skráningu eigna er hagað.Til vara krefst varnaraðili þess að sóknaraðili fái við fjárskiptin í sinn hlut11.000.000 króna, uppreiknaðar með verðlagsvísitölu til greiðsludags, en aðöðru leyti skuli skipta jafnt öllum eignum aðila á viðmiðunardegi, þ.m.t.fasteigninni að [...] og einkahlutafélaginu A. Jafnframt krefst varnaraðilifrávísunar á kröfu sóknaraðila um leigugreiðslu úr hendi varnaraðila vegnabúsetu í [...]. Loks krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. IMálavextirAðilar máls þessa kynntust árið 2011þegar þau störfuðu bæði hjá [...] og hófu samband nokkrum mánuðum seinna. Þauvoru í skráðri sambúð frá janúar 2013 til janúar 2017 og töldu þau saman framtil skatts tekjuárin 2012-2016. Þegar samband aðila hófst áttu þau bæði börnfrá fyrri samböndum, sóknaraðili átti þrjú börn og varnaraðili tvö börn. Samaneiga þau einn dreng sem fæddur er í [...] 2016. Árið2012 flytja aðilar saman í íbúð að [...], en hana hafði sóknaraðili fengið ísinn hlut við fjárslit hans og fyrri sambýliskonu. Í mars 2013 er fasteignin að[...] keypt en ágreiningur máls þessa lýtur m.a. að því hvernig eignarhaldi áþeirri fasteign er háttað. Aðilar bjuggu saman í [...] þar til sambandi þeirralauk í desember 2016 og flutti sóknaraðili þá út úr fasteigninni. A ehf. varstofnað haustið 2014 og snýr starfsemi félagsins að framleiðslu svokallaðra „[...]“ásamt öðrum verkefnum, s.s. smíðavinnu og vinnu fyrir fiskbúðir/fiskverkanir. Áárinu 2015 hættu báðir aðilar í störfum sínum hjá [...] og unnu þau þá eingönguað verkefnum sínum hjá A ehf.Meðúrskurði dómsins, uppkveðnum 4. apríl 2017, var fallist á kröfu sóknaraðila umað fram færu opinber skipti til fjárslita milli hans og varnaraðila vegna slitaá óvígðri sambúð. Með bréfi skiptastjóra til dómsins 11. apríl 2017 varágreiningi vegna skiptanna vísað til dómsins á grundvelli 122. gr. laga nr.20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Í bréfi skiptastjóra segir að á skiptafundi10. apríl 2017 hafi komið fram að ágreiningur væri með aðilum um hvaða eignirskuli koma til skipta og hvert eignarhald sé á einstökum eignum. Sóknaraðilitelji fasteignina að [...] vera sína eign að öllu leyti og einnig félagið Aehf. Þá telji hann sumarbústaðalóðina [...] vera sína eign að fullu. Engaraðrar eignir eigi að koma til skipta í búi þeirra, enda hafi sóknaraðili keyptþær allar og greitt. Varnaraðili telji hins vegar fasteignina að [...] og Aehf. vera eignir aðila að jöfnu, í samræmi við skráðar eignarheimildir. Samaeigi við um aðrar eignir sem til voru við lok sambúðar og skráðar séu áskattframtali aðila 2017. Auk þess sé í búinu fasteign á Spáni sem sé ekkigetið í skattframtali en eigi að falla undir skiptin. Ekki hafi tekist að jafnaágreining aðila og sé málinu því vísað til héraðsdóms samkvæmt ákvæðum laga nr.20/1991. IIMálsástæður sóknaraðilaFasteignin [...]Sóknaraðili byggir á því að hann hafigreitt fasteignina að [...] að öllu leyti en varnaraðili hafi ekkert greittvegna hennar. Þinglýst eignarhlutföll fasteignarinnar séu ekki í samræmi viðframlög aðila til eignarinnar og afborgana þeirra af áhvílandi lánum. Því beriað að líta fram hjá þinglýstum heimildum við ákvörðun eignarhlutfalla og vísarsóknaraðili til skýrrar dómaframkvæmdar í því sambandi. Sóknaraðilivísar til þess að fasteignin að [...] í Reykjavík, sem hafi verið þinglýst eignsóknaraðila og komið í hans hlut við fyrri sambandsslit, hafi veriðgreiðslueyrir við kaup fasteignarinnar að [...]. Afborganir af tveimur lánumsem sóknaraðili hafi tekið til að greiða hluta kaupverðsins hafi frá upphafiverið greiddar af honum. Varnaraðili hafi aldrei greitt þessar afborganir.Afsalsgreiðsla vegna fasteignarinnar hafi verið greidd af sóknaraðila. Til aðgreiða afsalsgreiðsluna hafi sóknaraðili nýtt peninga sem hann hafi fengiðgreidda vegna uppgjörs á slysabótum að fjárhæð 2.275.737 krónur og einnig hlutaandvirðis sölu á hjólhýsi að fjárhæð 2.000.000 króna. Þá hafi varnaraðilialdrei greitt hitakostnað, rafmagnskostnað, tryggingar, kostnað vegnaöryggiskerfis, fasteignagjöld né nokkuð annað sem tengist rekstri eignarinnar. Sóknaraðili vísar tilþess að löng dómaframkvæmd sé fyrir því að þinglýstar eignarheimildir skapiekki rétt til fasteignar enda þótt skráning eignar í veðmálabók gefivísbendingu um hvernig eignarhaldi hennar sé háttað. Í tilviki sóknaraðila sýniveðmálabækur ekki rétt eignarhlutföll fasteignarinnar. A ehf.Sóknaraðili byggir á því að hann hafieinn greitt allt hlutafé við stofnun A ehf. og sé því einn eigandi félagsins.Þau tæki sem hafi verið lögð fram sem hlutafé hafi öll verið í eigu sóknaraðilaþegar hann kynntist varnaraðila en þau hafi hann fengið í sinn hlut við fyrrisambandsslit. Varnaraðili hafi ekki lagt fram neitt hlutafé til stofnunarfélagsins né tekið á sig skuldbindingar vegna þess. Varnaraðili hafi starfað íþágu félagsins frá upphafi þess og hafi fengið greidd laun fyrir störf sín. Sóknaraðili vísar tildómaframkvæmdar vegna fjárskipta á milli sambúðarfólks en samkvæmt þeim séalmennt litið svo á að það sé meginregla að sambúð ein og sér myndi ekkisameign á milli sambúðarfólks. Því hafi verið hafnað að beita reglumhjúskaparlaga með lögjöfnun þannig að skiptareglur hjúskaparlaga gildi umsambúðarfólk. Þvert á móti megi ráða af dómum að reglur fjármunaréttarins gildium myndun sameignar á milli sambúðarfólks í óvígðri sambúð. Af því leiði að sáaðili sem haldi því fram að sameign hafi myndast verði að sýna fram á að hannhafi lagt fé til eignamyndunar. Sóknaraðili geti sýnt fram á að hann hafi lagtfram allt fé vegna eignarhalds og stofnunar A ehf. en varnaraðili hafi ekkertlagt fram vegna félagsins. Sóknaraðili kveður tekjurA ehf. að langmestu leyti hafa orðið til fyrir vinnu sem sóknaraðili hafi sinntí verkum sínum, ýmist einn eða með aðstoð undirverktaka, þ. á m. í [...]Einungis lítill hluti tekna félagsins hafi komið fyrir framleiðslu og sölu[...]. A ehf. hafi verið byggt upp á góðum grunni þar sem sóknaraðili hafibyggt upp viðskiptatengsl allt frá árinu 2000 og skýri það að mestu leytivelgengni félagsins. Krafa sóknaraðila um að varnaraðili greiði honum leigu vegna búsetuvarnaraðila í fasteigninni að [...] í ReykjavíkSóknaraðili vísar til þess að viðsambúðarslit aðila hafi sóknaraðili flutt úr [...] en varnaraðili hafi orðiðeftir ásamt sameiginlegu barni þeirra og börnum sem varnaraðili átti fyrir.Sóknaraðili hafi þurft að leigja sér íbúð og greiði fyrir hana 206.000 krónur ámánuði.Frá þvíað sóknaraðili flutti af heimili aðila hafi hann greitt nær allan kostnað vegna[...] en varnaraðili hafi einungis greitt hluta rafmagnsreikninga, síma ogkostnað vegna öryggiskerfis. Umkrafin fjárhæðsóknaraðila sé mjög hófleg miðað við stærð húseignarinnar að [...]. Fasteigninsé rúmlega 246 fermetrar að stærð og því geri sóknaraðili kröfu um greiðsluu.þ.b. 1.000 króna fyrir hvern fermetra. Það verð sé langt undir meðalverðisamkvæmt leigusamningum sem þinglýstir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu ogupplýst sé um á vef Þjóðskrár Íslands. Sumarhúsalóðin [...]Sóknaraðili hafi keyptsumarhúsalóðina [...] eftir að hann kynntist varnaraðila en hún hafi engaaðkomu haft að kaupum á eigninni og eignin komi því ekki til skipta. Lóðin séóumdeilanlega eign sóknaraðila eins og gögn málsins beri með sér.Hjólhýsi nr. [...]Aðilar hafi keypt hjólhýsi, nr. [...]fyrir 3.900.000 krónur eins og komi fram á skattframtali 2015. Varnaraðili hafigreitt vegna þessara kaupa 650.000 krónur inn á reikning sóknaraðila sem hafilitið svo á að með þeirri millifærslu hafi varnaraðili greitt 16,7%hjólhýsisins og eigi þann hluta. Hjólhýsið sé skráð á nafn sóknaraðila.Hús á SpániSóknaraðili kveður að sú eign sé meðöllu óviðkomandi varnaraðila en sóknaraðili hafi keypt þá eign með föður sínum.Þann hluta af kaupverði hússins sem sóknaraðili hafi greitt, hafi hannfjármagnað með arðgreiðslu sem hann fékk úr A ehf. Sóknaraðili bendir á aðvarnaraðili sé eigandi hluta í fasteigninni [...], fastanúmer [...], en þá eignhafi hún fengið í arf og sé eignin með öllu óviðkomandi sóknaraðila. IIIMálsástæður varnaraðila[...]Varnaraðili byggir á því aðfasteignin að [...] sé þinglýst eign beggja aðila að jöfnu og sé það í samræmivið kaupsamning um eignina frá 13. mars 2013. Sú meginregla gildi við fjárslitvegna óvígðrar sambúðar að þinglýst eignarheimild yfir fasteign veiti líkindifyrir eignarrétti. Af þeirri reglu leiði að sá sem heldur því fram að í slíkriskráningu felist ekki réttar upplýsingar um eignarrétt beri sönnunarbyrði fyrirþeirri staðhæfingu. Aðilar hafi fjármagnað ogkeypt fasteignina að [...] saman meðan á skráðri sambúð þeirra stóð. Kaupvirðifasteignarinnar hafi verið greitt með andvirði fasteignarinnar að [...], semvar u.þ.b. 10 milljónir, með sameiginlegri lántöku fyrir u.þ.b. 35 milljónum ogmeð reiðufé að fjárhæð u.þ.b. 6 milljónir. Aðilar hafi safnað sér reiðufé meðvinnu sinni hvort um sig og með sölu [...], en varnaraðili hafi einnig fengiðu.þ.b. 3,6 milljónir úr fjárskiptum við fyrri sambýlismann sinn. Aðilar beri báðir óskiptaábyrgð á þeim skuldum sem hvíli á fasteigninni. Báðir aðilar séu skráðirskuldarar að báðum lánum en tilviljun ein hafi ráðið því að sóknaraðili hafigreitt af lánum og rekstrarkostnaði af sínum bankareikningi. Varnaraðili hafihins vegar séð um greiðslu alls kostnaðar vegna heimilishaldsins að öðru leyti,s.s. fatnað, framfærslu barna, ferðalög, innbú, innréttingar fyrir heimiliðo.s.frv. Þá skipti í raun engu máli varðandi úrlausnarefni máls þessa hvoraðili hafi greitt af lánum í gegnum tíðina eða greitt rekstrarkostnaðfasteignarinnar. Í fyrsta lagi vegna þess að aðilar hafi verið meðsameiginlegan fjárhag og hafi greitt í sameiningu af sameiginlegum eignumsínum. Í öðru lagi vegna þess að slíkar afborganir og greiðslur geti aldreieinar og sér leitt til aukinnar eignarhlutdeildar í fasteigninni. Í þriðja lagiað slíkar greiðslur hafi ekki farið fram í tómarúmi heldur hafi þær getað fariðóskiptar af reikningi sóknaraðila þar sem allar aðrar greiðslur er vörðuðurekstur heimilis þeirra hafi farið af reikningi varnaraðila. Þá byggir varnaraðili áþví að aðilar hafi gert með sér bindandi samkomulag í upphafi sambands síns umþað hvernig gert skyldi upp milli þeirra kæmi til fjárslita. Í almennum reglumfjármunaréttar og samningaréttar felist að samninga skuli virða. Ávallt hafiverið ætlun aðila að hvor um sig fengi helming söluandvirðis eignarinnar í sinnhlut í samræmi við skráningu eignarhluta, að frádregnum áhvílandi veðskuldum.A ehf.Varnaraðili byggir á því að allthlutafé í félaginu A ehf. sé skráð í eigu beggja að jöfnu hjá fyrirtækjaskrá ogað þau séu bæði skráð stofnendur félagsins. Aðilar hafi stofnaðfélagið í sameiningu meðan á skráðri sambúð þeirra stóð og þau hafi tekiðjafnan þátt í uppbyggingu þess, hvort með sínum hætti. Félagið hefði aldreiorðið að þeirri eign sem það var orðið við samvistarslit nema fyrir tilstilliþeirra beggja og eignamyndunin, sem óumdeilanlega hafi átt sér stað ásambúðartímanum, því til komin fyrir framlag beggja. Varnaraðili kveður aðframleiðsla [...] hafi fljótlega þróast þannig að það hafi verið alfariðvarnaraðili sem hafi séð um útvegun aðfanga til framleiðslunnar, samskipti viðbirgja, afgreiðslu vegna viðskiptavina o.s.frv. Auk þess hafi varnaraðili séðum bókhald og rekstur skrifstofu frá upphafi. Aðilar hafi í sameiningu staðiðað ákvörðunum um fjárfestingar og fastafjármuni eins og t.d. fasteign ogbifreiðar. Sumarið 2014 hafi varnaraðili minnkað við sig vinnu hjá [...], þ.e. hafihætt þar kl. 14 á daginn og farið þá rakleitt að sinna rekstrinum. Haustið 2015hafi hún svo sagt starfi sínu hjá [...] lausu og farið að vinna eingöngu viðrekstur fyrirtækisins. Þá hafi rekstur heimilis og umönnun fimm barna aðila auksonar sem þau eignuðust saman í [...] 2016, nánast alfarið verið á könnuvarnaraðila. Þávísar varnaraðili til almennra reglna fjármunaréttar og samningaréttar um aðsamninga skuli virða. Aðilar hafi gert með sér bindandi samkomulag í upphafisambands síns um það hvernig gert skyldi upp milli þeirra kæmi til fjárslita. Aðrar eignirVarnaraðilibyggir á því að fjárhagsleg samstaða aðila hafi verið svo rík og fjárhagurþeirra þannig samþættur að ekki verði greint á milli hvor eigi hvaða lausamunisem til staðar voru við sambúðarslitin. Varnaraðilihafi, auk vinnu sinnar við rekstur aðila, í raun líka verið heimavinnandi ogséð um börn og bú á meðan sóknaraðili hafi notið aukins svigrúms til að leggjatil meira vinnuframlag. Eign þeirra í rekstrarfélaginu hafi stækkað umtalsvertmeðan á sambúðinni stóð og hafi aðilar þannig tekið þaðan út talsverðafjármuni, m.a. í formi arðs. Einnig hafi verið nokkuð um að ljósin og aðrarafurðir sem seldar voru og vinna sem lögð var í rekstrinum, hafi verið greittmeð reiðufé sem aðilar notuðu til einkaneyslu, auk útborgunar í fasteignina.Aðilar hafi með þessum hætti getað keypt í sameiningu á sambúðartíma sínumsumarbústaðarlóð, bifreiðar, hjólhýsi og fasteign á Spáni. Áyfirliti yfir bankareikning varnaraðila sjáist greiðslur inn á reikningsóknaraðila frá 2011-2017, samtals að fjárhæð ríflega 2,7 milljónir aukpeningaúttektar að fjárhæð 500.000 krónur sem varnaraðili hafi látiðsóknaraðila hafa. Yfirlitið sýni jafnframt að í nokkrum tilvikum hafivarnaraðili lagt sérstaklega inn á sóknaraðila þegar kom að kaupum á eignum,til dæmis 650.000 krónur vegna kaupa á hjólhýsi og 400.000 krónur vegna kaupa ásumarbústaðarlóð. Hvaðvarði fasteignina á Spáni þá hafi 9 milljónir verið teknar af rekstrarreikningifélagsins og lagðar inn á persónulegan reikning sóknaraðila. Hann hafi svofarið til Spánar og gengið frá kaupum á eigninni en varnaraðili hafi ekki hafttök á því að fara með vegna fjögurra mánaða sonar aðila. Greiðslan hafi veriðskráð í bókhald félagsins sem arðgreiðsla til beggja aðila, enda bæðihluthafar. VarakrafaVarnaraðili byggir varakröfu sína áþví að aðilar hafi gert með sér samkomulag um hvernig skyldi fara meðfjárskipti, kæmi til þeirra. Varnaraðili hafi haft áhyggjur af því að aðrareignir en fasteignin og félagið væru skráðar á sóknaraðila einan en sóknaraðilihafi margsagt við varnaraðila að hann vildi að öllu yrði skipt jafnt.Varnaraðili kveður að sóknaraðili hafi eitt sinn gripið blað af borði og ritaðdagsetningu efst og undirritun sína neðst og sagt við varnaraðila að hún skyldifylla inn í texta um jöfn skipti við fjárslit. Það hafi varnaraðili gert íviðurvist móður sinnar sem hafi síðan þá varðveitt skjalið. Í nóvember 2014 hafikomið brestir í samband aðila og hafi þá farið á milli þeirra tölvupóstar ummálefnið. Þau hafi bæði tiltekið það sem þau höfðu fengið hvort um sig úr sínumsambúðarslitum og sammæli hafi verið um að þar munaði u.þ.b. 11 milljónum. Krafa sóknaraðila um að varnaraðili greiði honum leigu vegna búsetuvarnaraðila í fasteigninni að [...] í ReykjavíkVarnaraðili vísar til þess að þaðmálefni hafi ekki verið hluti af þeim ágreiningi sem skiptastjóri vísaði tilhéraðsdóms, en samkvæmt fyrirmælum 112. gr. og 3. töluliðar 1. mgr. 122. gr.laga nr. 20/1991 verði af hálfu dómara ekki tekin afstaða til annarraágreiningsefna en þeirra sem tilgreind séu í bréfi skiptastjóra til dómsins.Beri því að vísa kröfunni frá dómi. IVNiðurstaðaMál þetta lýtur að ágreiningi ítengslum við opinber skipti til fjárslita milli sóknaraðila og varnaraðila,vegna loka óvígðrar sambúðar þeirra. Við lok óvígðrar sambúðar ber við fjárslitað líta á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga og gildir þá súmeginregla að hvor aðili taki þær eignir sem hann átti við upphaf sambúðar eðaeignaðist meðan á sambúðinni stóð. Eftiralmennum reglum fjármunaréttar gildir sú meginregla við fjárslit að þinglýstareignarheimildir og opinber skráning eigna veita líkindi fyrir eignarrétti.Leiðir af þeirri reglu að sá sem heldur því fram að í slíkri skráningu felistekki réttar upplýsingar um eignarrétt ber sönnunarbyrði fyrir þeirristaðhæfingu. Í málinu deila aðilar umeignarhlutdeild þeirra í fasteigninni að [...] í Reykjavík. Sóknaraðili krefstþess að viðurkennt verði að hann sé einn eigandi fasteignarinnar þar sem hann hafigreitt hana að fullu og því beri að víkja frá þinglýstum eignarheimildum vegnahennar. Varnaraðili krefst þess að fasteignin komi til jafnra skipta milliaðila í samræmi við þinglýstar eignarheimildir. Aðilar hafi keypt fasteigninasaman og tilviljun ein hafi ráðið því að sóknaraðili hafi greitt af lánum ogrekstrarkostnað en varnaraðili hafi greitt kostnað vegna heimilishaldsins aðöðru leyti, s.s. mat, fatnað o.fl. Varnaraðili byggir á þvíí málinu að aðilar hafi gert með sér bindandi samkomulag í upphafi sambandssíns um það að ef til sambúðarslita þeirra kæmi myndu eignir þeirra skiptastjafnt á milli þeirra. Ágreiningslaust er með aðilum að sóknaraðili ritaði nafnsitt á autt blað og að varnaraðili skrifaði síðar á skjalið hvernig skyldi farameð eignir þeirra ef til fjárskipta kæmi. Aðilum ber þó ekki saman um hvertilgangur skjalsins hafi verið. Að mati dómsins eru atvikin að bakisamkomulaginu og tildrög þess að það var útbúið svo óljós að ekki er unnt aðbyggja á því við fjárslit milli aðila enda ekki upplýst í málinu með óyggjandihætti hver tilgangur þess hafi verið. Er því ekki unnt að líta til efnissamkomulagsins við úrlausn málsins.Aðilar festu kaup áfasteigninni að [...] með kaupsamningi 13. mars 2013. Samkvæmt ákvæðumsamningsins voru þau kaupendur að fasteigninni í jöfnum hlutföllum. Kaupverðiðvar 51.000.000 króna og skyldu 10.950.056 krónur greiðast með afsali fasteignarsóknaraðila að [...], þá skyldu 36.825.000 krónur greiðast með sameiginleguláni aðila og 3.224.944 krónur skyldu greiðast með reiðufé. Ekki er annað framkomið í málinu en að áðurnefndur kaupsamningur hafi verið efndur samkvæmt efnisínu. Við kaupin urðu aðilar því hvort um sig eigendur að 50% hluta eignarinnarog er það í samræmi við þinglýstar eignarheimildir. Sóknaraðili ber þvísönnunarbyrði fyrir staðhæfingu um aukna eignahlutdeild. Fyrir liggur að þegarsamband aðila hófst átti sóknaraðili einn fasteignina að [...] og að hannnotaði andvirði hennar til að fjármagna fasteignina að [...]. Þá voru tekin tvölán hjá Arion banka, annars vegar lán nr. [...] að fjárhæð 17.150.000 krónur,og hins vegar lán nr. [...] að fjárhæð 20.350.000 krónur. Aðilar erusamskuldarar að báðum þessum lánum en af gögnum málsins sést að sóknaraðiligreiddi einn afborgarnir af þeim. Þá greiddi hann einnig einn kostnað sem félltil vegna húseignarinnar, s.s. fasteignagjöld, reikninga frá Orkuveitunni ogreikninga vegna síma og internets og hefur því ekki verið mótmælt af hálfuvarnaraðila. Hinn 14. mars 2013 greiddi hann 797.900 krónur inn á reikningfasteignasölunnar í stimpilgjöld vegna kaupsamningsins. Aðila greinir á umhvernig afsalsgreiðslu 1. júlí 2013 að fjárhæð 3.224.944 krónur hafi veriðháttað. Málatilbúnaður þeirra beggja og gagnframlagning varðandi greiðslunamætti vera skýrari. Sóknaraðili heldur því fram að hann hafi greittafsalsgreiðsluna að fullu með annars vegar slysabótum að fjárhæð 2.275.737krónur og hins vegar með hluta andvirðis sölu á hjólhýsi sem hann seldi fyrir2.000.000 króna. Af gögnum málsins sést að 1. júlí 2013 greiddisóknaraðili seljanda fasteignarinnar2.250.000 krónur og fasteignasölunni 8.000 krónur. Varnaraðili bar fyrir dómiað hún hefði millifært 1.000.000 króna á reikning sóknaraðila og hafi súfjárhæð átt að ganga upp í afsalsgreiðsluna. Þá hafi afgangur greiðslunnarkomið frá sölu á [...] sem aðilar hafi unnið sameiginlega að. Afreikningsyfirliti varnaraðila sést að hún millifærði samtals 875.000 krónur inná reikning sóknaraðila í nokkrum færslum á árinu 2013. Fyrsta millifærslan aðfjárhæð 400.000 krónur var framkvæmd 14. mars 2013, sama dag og sóknaraðiligreiddi stimpilgjöld vegna eignarinnar og daginn eftir að aðilar undirrituðukaupsamninginn. Þótt atvik hvað þetta varðar mættu vera skýrari þykir ekkióvarlegt að mati dómsins að líta svo á að þessar greiðslur varnaraðila veitivísbendingu um að hún hafi lagt þessar upphæðir til kaupanna eða vegnakostnaðar sem af kaupunum hlaust. Með vísan tilframangreinds þykir sóknaraðili hafa sýnt fram á að eignamyndun í fasteigninniað [...] hafi að langmestu leyti orðið til vegna hans framlaga og er þvíóhjákvæmilegt að víkja frá þinglýstum eignarheimildum vegna þessarar eignar.Þegar eignarhlutföll aðila eru ákvörðuð telur dómurinn að ekki verði hjá þvíkomist að horfa heildstætt á atvik málsins og til fjárframlaga hvors aðila umsig á sambúðartímanum sem stuðlað hafa að sameiginlegri eignamyndun aðila íeigninni. Eins og áður er fram komið keyptu aðilar fasteignina að [...] í mars2013 og bjuggu þar saman þar til sóknaraðili flutti út í desember 2016. Áheimilinu voru jafnan fimm börn, en sóknaraðili átti þrjú börn frá fyrrasambandi og varnaraðili tvö. Saman eignuðust þau svo dreng í júní 2016.Varnaraðili kveður að á sambúðartíma aðila hafi hún séð um greiðslu allskostnaðar vegna framfærslu barna og heimilishalds. Af gögnum málsins sést aðaðilar stóðu sannarlega bæði straum af kostnaði vegna heimilisins og framfærslubarna á sambúðartíma sínum og er því ekki unnt að fallast á þá fullyrðinguvarnaraðila að hún ein hafi staðið straum af þessum kostnaði. Málsástæðuvarnaraðila hvað þetta varðar er því hafnað.Með vísan til allsframangreinds og þeirra gagna sem aðilar hafa lagt fram máli sínu til stuðninger það niðurstaða dómsins að viðurkenna beri að sóknaraðila beri 90% hlutdeildí fasteigninni að [...] en varnaraðila 10%. Þá deila aðilar umeignarhlutdeild þeirra í félaginu A ehf. en félagið er skráð í eigu beggjaaðila að jöfnu hjá fyrirtækjaskrá. Sóknaraðili krefst þess að viðurkennt verðiað A ehf. sé eign sín að öllu leyti og teflir hann fram eftirgreindummálsástæðum því til stuðnings. Í samræmi við það sem að framan greinir hvílirsönnunarbyrðin á sóknaraðila um að hann sé einn eigandi félagsins þrátt fyriropinbera skráningu þess. Varnaraðili krefst þess að félagið komi til jafnraskipta milli aðila í samræmi við skráningu hjá fyrirtækjaskrá. Sóknaraðili byggir á þvíað hann hafi einn greitt allt hlutafé við stofnun A ehf. með tækjum sem hannhafi átt áður en hann kynntist varnaraðila. Varnaraðili hafi ekki lagt framneitt hlutafé til stofnunar félagsins né tekið á sig skuldbindingar vegna þess.Í samþykktum félagins kemur fram að hlutafé þess sé 500.000 krónur og ístofnsamningi segir að aðilar greiði hvort um sig helming hlutafjár.Ágreiningslaust er að hlutaféð var þó einungis greitt af sóknaraðila meðafhendingu tækja í hans eigu. Að mati dómsins skiptir þó ekki öllu máli fyrirúrlausn málsins hvort upphaflegt fjárframlag til stofnunar félagins hafieinungis komið frá sóknaraðila enda um óverulega fjárhæð að ræða í samanburðivið tekjur aðila og eignir. Er málsástæðu sóknaraðila hvað þetta varðar þvíhafnað. Félagið var stofnaðhaustið 2014 og eru aðilar bæði skráð stofnendur félagsins í fyrirtækjaskrá.Aðilar unnu bæði í verkefnum fyrir félagið, hvort með sínum hætti. Aðilar deilaekki um það hvernig verkaskiptingu þeirra í þágu félagsins var háttað.Sóknaraðili sá um smíðavinnu og vinnu fyrir fiskbúðir/fiskverkanir ásamtverkefnum á [...] en þar voru einnig á stundum verktakar á vegum félagsins.Varnaraðili sá um bókhald félagsins, afgreiðslu í verslun í eigu félagsins ogvann á verkstæðinu við samsetningu ljósanna. Með fram rekstri félagsins vorubáðir aðilar í fullu starfi hjá [...], en um haustið 2014 minnkaði varnaraðilivinnu sína þar í 80%. Aðilar hættu svo bæði 2015 í störfum sínum hjá [...] ogunnu þá eingöngu að verkefnum sínum hjá A ehf. Þá héldu aðilar sameiginlegtheimili ásamt þremur börnum sóknaraðila og tveimur börnum varnaraðila. Sonuraðila fæddist svo í [...] 2016 og var varnaraðili í barneignarleyfi fram aðsamvistarslitum aðila en sinnti áfram vinnu við bókhald félagins. Af gögnummálsins verður að telja að fjárhagsleg samstaða hafi verið með aðilum. Þau voruí skráðri sambúð og töldu saman fram til skatts. Þá lögðu bæði sitt af mörkumtil reksturs heimilisins og framfærslu barna sinna. Sóknaraðilikveður að tekjur félagsins hafi að langmestu leyti orðið til fyrir vinnu semsóknaraðili hafi sinnt í verkum sínum og að einungis lítill hluti teknafélagsins hafi komið fyrir framleiðslu og sölu [...]. Þessu til stuðnings hefursóknaraðili lagt fram yfirlit yfir söluhæstu vörur félagins 2015-2016, en þarkemur fram að 41.850.000 krónur megi rekja til sölu á [...] en heildartekjurfélagsins fyrir þetta tímabil nemi 177.807.000 krónum. Ekkert í gögnum málsinsrennir frekari stoðum undir þessa sérgreiningu, eins og t.d. gögn úrársreikningi eða annað. Þá kemur heldur ekki fram í gögnum málsins hvernigvinna sem sóknaraðili innti af hendi í þágu félagins skiptist milli þeirraverkefna er félagið hafði með höndum. Þó svo að fallist yrði á það meðsóknaraðila að meirihluti tekna félagsins væri til kominn vegna hans vinnu yrðiþað eitt og sér ekki talið leiða til þess að hann ætti aukna eignarheimild í félaginu.Hér ber að leggja til grundvallar heildstætt mat á atvikum öllum ogvinnuframlags hvors aðila um sig á sambúðartímanum. Aðilar hættu bæði í fyrristörfum sínum hjá [...] árið 2015 og sneru sér alfarið að rekstri félagsins.Eins og að framan er rakið er ekki ágreiningur milli aðila um hvernigverkaskiptingu í félaginu var háttað. Ljóst er að þau stóðu saman að stofnunfélagsins og unnu saman að uppbyggingu þess. Telja verður að verðmæti semsóknaraðili skapaði í félaginu hafi meðal annars orðið til vegna framlagsvarnaraðila til annarra þátta í félaginu og öfugt. Þegar öll atvik málsins eruvirt þykir ljóst að sú eignamyndun í félaginu sem óumdeilanlega átti sér stað ásambúðartímanum sé komin til vegna framlags beggja. Samkvæmt því sem að framangreinir hefur sóknaraðili ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að efni séu tilað víkja frá skráningu hlutafjár í félaginu A ehf. í fyrirtækjaskrá. Því verðurað hafna kröfu sóknaraðila um að viðurkennt verði að A sé eign hans að ölluleyti en fallist er á kröfu varnaraðila um að félagið skuli koma til jafnraskipta milli aðila. Aðfenginni þessari niðurstöðu, um skiptingu eignarinnar að [...] í Reykjavík ogfélagsins A ehf. við fjárslit aðila, telur dómurinn ekki ástæðu til að taka afstöðutil þess þáttar varakröfu varnaraðila að hún fái við fjárskiptin 11.000.000krónur uppreiknaðar til greiðsludags, eins og nánar greinir í kröfugerð hennar,og mun dómurinn því ekki fjalla frekar um þann þátt kröfugerðarinnar.Ímálinu krefst varnaraðili þess, bæði í aðal- og varakröfu sinni, að skiptaskuli jafnt öðrum eignum aðila á viðmiðunardegi skiptanna, án tillits til þesshvernig skráningu eigna er háttað. Varnaraðili tilgreinir ekki í kröfugerðsinni hvaða eignir er þar um að ræða. Krafa varnaraðila er því ósundurgreind aðþessu leyti. Á hinn bóginn eru í meginmáli greinargerðar varnaraðila taldar uppýmsar eignir sem varnaraðili kveður að aðilar hafi keypt í sameiningu ásambúðartíma sínum, s.s. sumarbústaðarlóð, bifreiðar, hjólhýsi og fasteign áSpáni. Varnaraðili hefur að mati dómsins ekki rökstutt nægilega hvers vegnahenni beri hlutdeild í þessum eignum auk þess sem gögn hvað aðrar eignir varðareru lítil sem engin. Er það mat dómsins að rökstyðja þurfi kröfu umeignartilkall hvað varðar hverja og eina eign enda kunna ólík sjónarmið að ráðaniðurstöðu í hverju tilviki. Þá tekur dómurinn fram að kröfugerð verður að veraþannig orðuð að unnt sé að taka hana upp óbreytta sem ályktunarorð ídómsniðurstöðu, séu yfirhöfuð skilyrði til að fallast á kröfuna. Dómkrafavarnaraðila er því að mati dómsins of almenn og óljós þar sem hún beinist ekkiað nánar tilgreindum eignum aðila heldur eingöngu að „öðrum eignum“ enfasteigninni að [...] og einkahlutafélaginu A. Er því ekki um nægilega sérgreiningueigna að ræða svo unnt sé að tilgreina þær í úrskurðarorði dómsins. Með vísantil framangreinds er það mat dómsins að krafa varnaraðila hvað þetta varðar sévanreifuð og verður henni því vísað frá dómi. Í niðurlagi kröfugerðarsinnar krefst sóknaraðili þess að varnaraðila verði gert að greiða sér leiguvegna búsetu varnaraðila í fasteigninni að [...]. Í 112. gr. laga nr. 20/1991segir að rísi ágreiningur milli aðila við opinber skipti samkvæmt XIV. kaflalaganna um atriði sem 2. mgr. 103. gr. og 104.–111. gr. taki til, skuliskiptastjóri leitast við að jafna hann. Takist það ekki beini skiptastjórimálefninu til héraðsdóms eftir ákvæðum 122. gr. Slíkur ágreiningur verði ekkilagður fyrir dómstóla á annan hátt. Í 1. mgr. 122. gr. segir síðan m.a. að ef ágreiningur rísi um atriði við opinberskipti sem fyrirmæli laga þessara kveði sérstaklega á um að skuli beint tilhéraðsdóms til úrlausnar, svo og ef skiptastjóritelji þörf úrlausnar héraðsdóms um önnur ágreiningsatriði sem komi upp við opinber skipti, skuli skiptastjóri beina skriflegrikröfu um það til þess héraðsdómstóls þar sem hann var skipaður til starfa. Í 3. tölulið1. mgr. 122. gr. er síðan tekið fram að meðal þess sem fram skuli koma íkröfunni sé um hvað ágreiningur standi og hverjar kröfur hafi komið fram í þvísambandi. Af framangreindum fyrirmælum 112. gr. og 3. tölulið 1. mgr. 122. gr.laga nr. 20/1991 er ljóst að ekki verður af hálfu dómsins tekin afstaða tilannarra ágreiningsefna enþeirra sem koma fram í bréfi skiptastjóra dagsettu 11. apríl 2017. Í bréfiskiptastjóra til dómsins er ekkert vikið að ágreiningi um leigugreiðslurvarnaraðila til sóknaraðila. Er því kröfu sóknaraðila um að varnaraðila verðigert að greiða sér leigu vegna búsetu varnaraðila í fasteigninni að [...] vísaðfrá dómi. Með hliðsjón af atvikumöllum telur dómurinn rétt, með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991,sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., að hvoraðili beri sinn kostnað af málinu.Hólmfríður Grímsdóttirhéraðsdómari kvað upp úrskurð þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 115. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991 umskipti á dánarbúum o.fl. Dómarinn tók við meðferð málsins 19. júní sl.Ú R S K U R Ð A R O R Ð :Við opinber skipti tilfjárslita milli sóknaraðila, M, og varnaraðila, K, við lok óvígðrar sambúðarþeirra skal viðurkennt að sóknaraðila beri 90% eignarhlutdeild í fasteigninniað [...] í Reykjavík, fastanúmer 204-2695, en varnaraðila 10% eignarhlutdeild ísömu fasteign.Fallist er á kröfuvarnaraðila um að félagið A ehf. komi til jafnra skipta milli sóknaraðila ogvarnaraðila. Kröfu varnaraðila um aðskipta skuli jafnt öðrum eignum aðila á viðmiðunardegi skiptanna, er vísað frádómi. Kröfu sóknaraðila um aðvarnaraðila verði gert að greiða honum leigu vegna búsetu hennar í fasteigninniað [...], er vísað frá dómi. Málskostnaður milli aðila fellurniður.
Mál nr. 11/2008
Líkamsárás Skilorð Áfrýjunarkostnaður Vitni
H var sakfelldur fyrir að hafa slegið A nokkur hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut m.a. varanlega tvísýni. Áverkar A voru taldir svo verulegir að rétt hafi verið að heimfæra brot ákærða undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Þá var ekki fallist á það með héraðsdómi að árásin hefði verið af tilefnislausu og án fyrirvara. Var m.a. litið til 3. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar. Einnig var litið til þess að ákærði, sem ekki hafði áður gerst sekur um refsivert brot, játaði verknaðinn bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og tilkynnti lögreglu strax um brot sitt. Var refsing hans hæfilega ákveðin skilorðsbundið fangelsi í fjóra mánuði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 7. desember 2007 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun en einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst staðfestingar á sakfellingu ákærða og refsiþyngingar. Ákærði krefst nú mildunar refsingar og að hún verði að öllu leyti skilorðsbundin. Í máli þessu er ákærða gefin að sök líkamsárás, sem heimfærð er undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa að morgni laugardagsins 18. febrúar 2006 á götuhorni í miðbæ Reykjavíkur slegið A nokkur hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, hlaut glóðarauga og sár undir vinstra auga og brot í vinstri augnbotn, sem leiddi til langvarandi sjónskerðingar og varanlegrar tvísýni á vinstra auga. Með játningu ákærða, sem styðst við annað sem fram er komið í málinu, er fallist á með héraðsdómi að sannað sé að ákærði hafi slegið A fjögur hnefahögg í andlitið. Áverkavottorð Óskars Jónssonar augnlæknis er rakið í hinum áfrýjaða dómi svo og framburður hans fyrir dómi. Í héraðsdómi er haft eftir lækninum að bæði tvísýni og innfallið auga „væri varanleg sjónskerðing“ og sá skaði gæti „virkilega háð viðkomandi einstaklingi.“ Svör læknisins voru almenns eðlis en hann neitaði því að varanleg sjónskerðing hefði hlotist af árásinni. Í ljósi fyrirliggjandi gagna verður því aðeins talið að hnefahögg ákærða hafi valdið A varanlegri tvísýni, tímabundinni sjónskerðingu auk annarra tímabundinna áverka sem nefndir eru í ákæru. Þessar afleiðingar verða taldar svo verulegar að rétt er að heimfæra brot ákærða undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Í héraðsdómi var líkamsárás ákærða talin tilefnislaus og án fyrirvara. Til stuðnings þeirri ályktun eru raktar skýrslur vitnisins B fyrir dómi og A hjá lögreglu. Ekki mun vera vitað um dvalarstað A og gaf hann ekki skýrslu fyrir dómi. Í héraðsdómi er því litið til kæruskýrslu hans hjá lögreglu með vísan til 3. mgr. 48. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og niðurstaða reist á frásögn hans hjá lögreglu. Tiltekið er um aðdraganda árásarinnar að litið sé til samhljóða framburðar þessara tveggja vitna um að A hafi ekki gefið ákærða tilefni til árásarinnar. Í kjölfarið er sú ályktun dregin að ákærði hafi tilefnislaust og að fyrra bragði ráðist á A og veitt honum þá áverka sem í ákæru greinir. Í 3. mgr. 48. gr. laga nr. 19/1991 segir: „Nú hefur vitni ekki komið fyrir dóm og þess er ekki kostur við meðferð málsins, en skýrsla hefur verið gefin fyrir lögreglu eða öðrum rannsóknaraðila, og metur dómari þá hvort slík skýrsla hafi sönnunargildi og þá hvert gildi hennar sé.“ Við mat á sönnunargildi umræddrar lögregluskýrslu verður að líta til þess að frásögn A er gefin í kæruskýrslu og af því sem fram er komið í málinu og rakið hefur verið var nauðsynlegt að gefa ákærða kost á að spyrja hann fyrir dómi um aðdraganda árásarinnar. Þá verður í þessu samhengi að líta til þess að einungis vitnið B gaf skýrslu fyrir dómi um málsatvik, en samkvæmt frumskýrslu lögreglu var þetta vitni ekki viðræðuhæft vegna ölvunar er lögregla kom á vettvang. Fram kom hjá B að hún hafi verið á gangi með fleira fólki, meðal annars vinkonu sinni, og ekki fylgst vel með aðdraganda þess að ákærði sló A, en margir hefðu verið á vettvangi. Hún neitaði þó, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að gefa upp hver væri vinkonan sem með henni hefði verið og var ekkert frekar eftir því gengið við skýrslugjöfina svo sem unnt hefði verið, sbr. 3. mgr. 58. gr. laga nr. 19/1991. Þá er þess að gæta að ákærði hefur við frá upphafi lýst því að A hafi veist að sér að fyrra bragði og slegið sig hnefahögg í andlitið. Fær sá framburður ákærða stuðning í frumskýrslu lögreglu og læknisvottorði um komu hans á slysa- og bráðadeild Landspítala snemma morguns 18. febrúar 2006. Ekki verður fallist á með héraðsdómi að frásagnir B og A séu samhljóða um tildrög árásarinnar að öðru leyti en því að bæði sögðu þau að ákærði hefði áreitt eða ónáðað A þar sem hann var á gangi ásamt B og fleira fólki. Þannig kvaðst A hafa ýtt ákærða frá sér og sparkað í hönd hans áður en ákærði réðist að sér, en B kvaðst ekki hafa séð neitt slíkt. Samkvæmt fyrrgreindu vottorði læknis á Landspítala mun ákærði hafa verið með blóðnasir og með yfirborðsáverka á hægri hönd og í andliti við komu á spítalann. Af öllu framanrituðu verður framburður ákærða lagður til grundvallar um að A hafi fyrst slegið ákærða hnefahögg í kjölfar munnlegra samskipta þeirra. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður samkvæmt framansögðu litið til 3. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga. Þá verður litið þess að ákærði, sem ekki hefur áður gerst sekur um refsivert brot, játaði verknaðinn bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og tilkynnti hann lögreglu strax um brot sitt. Refsing hans er ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, sem bundin verður skilorði, eins og nánar greinir í dómsorði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verða staðfest. Með tilliti til þess að ákærði er dæmdur fyrir þá háttsemi sem hann játaði í héraði verður áfrýjunarkostnaði málsins, þar með talin málsvarnarlaunum skipaðs verjenda ákærða, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði, samkvæmt 1. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, skipt þannig að ákærði greiði einn þriðja hluta hans en tveir þriðju hlutar greiðist úr ríkissjóði, allt eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Hans Ögmundur Stephensen, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu þessa dóms haldi ákærði almennt skilorð samkvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns, ákveðast 311.250 krónur. Þau og annan áfrýjunarkostnað, samtals 324.033 krónur, skal ákærði greiða að einum þriðja hluta, en hinir hlutar áfrýjunarkostnaðar greiðist úr ríkissjóði. Mál þetta, sem dómtekið var 12. nóvember sl., er höfðað með ákæru útgefinni af ríkissaksóknara 14. maí 2007 á hendur Hans Ögmundi Stephensen, kt. 300974-3769, Tröllavegi 1, Neskaupstað, fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa, að morgni laugardagsins 18. febrúar 2006, á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, slegið A, [kt.], nokkur hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, hlaut glóðarauga og sár undir vinstra auga og brot í vinstri augnbotn, sem leiddi til langvarandi sjónskerðingar og varanlegrar tvísýni á vinstra auga. Þetta er talið varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/1981 og lög nr. 82/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Verjandi ákærða krefst þess að ákærði verði sýknaður af kröfum ákæruvalds og að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Reykjavík frá kl. 07.12 aðfaranótt laugardagsins 18. febrúar 2006 fékk lögregla á þeim tíma boð um að fara að mótum Pósthússtrætis og Austurstrætis í Reykjavík þar sem maður hafi verið kýldur niður. Er lögreglumenn hafi komið á staðinn hafi maður legið í blóði sínum á tröppum við veitingastaðinn Apótekið. Á móti lögreglu hafi komið maður að nafni Hans Ögmundur Stephensen, ákærði í máli þessu. Formálalaust hafi ákærði sagt við lög­reglu­menn að hann hafi lamið viðkomandi einstakling. Hafi ákærði lýst yfir að hann viðurkenndi að hafa slegið manninn og að hann vissi engin deili á honum. Manninn hafi ákærði slegið fjórum sinnum í andlitið. Ákærði hafi sagt að hann hafi verið að spjalla við manninn á veitingastað. Hafi þeir gengið út og haldið áfram að ræða saman. Er þeir hafi verið staddir á mótum Pósthússtrætis og Austurstrætis hafi A farið að æsa sig. Samkvæmt lögregluskýrslu kom í ljós að hinn slasaði héti A. Í frumskýrslu kemur fram að með ákærða og A hafi verið kona að nafni B. Ákærði hafi verið blóðugur í framan og sennilega bólginn á nefi. Þá hafi hann verið blóðugur á báðum höndum. Hann hafi greinilega verið undir áhrifum áfengis. Ákærði hafi lýst atburðum svo að er hann hafi verið að ræða við A hafi A farið að æsa sig. Síðan hafi hann tekið út úr sér falskar tennur og sett þær í vasa sinn. Í framhaldi hafi A lamið ákærða eitt hnefahögg og höggið komið í andlit ákærða á nefið. Blætt hafi úr. Hafi ákærða grunað að hann væri nefbrotinn, en mikið hafi blætt úr nefinu. Við það hafi ákærði orðið reiður og lamið A fjórum sinnum í andlitið. Er ákærði hafi lamið A hafi A fallið í götuna. Í framhaldi hafi ákærði hringt í lögreglu. Í því hafi vinur A komið að og reynt að koma í veg fyrir að ákærði hringdi í lögreglu. Fram kemur að ákærða hafi verið ekið á slysadeild. B hafi lýst því yfir að hún hafi verið vitni að líkamsárásinni. B hafi greinilega verið undir áhrifum áfengis og hafi ekki reynst unnt að fá upplýsingar frá henni. Reynt hafi verið að ræða við A. Það hafi ekki gengið þar sem A hafi ,,ruglað eitthvað”. Sjúkraflutningamenn hafi sagt að A væri með mikið bólgið vinstra auga og skurð fyrir neðan augað. Einnig hafi hann verð bólginn á nefi. A hafi verið ekið á slysadeild. Föstudaginn 17. mars 2006 mætti A á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir líkamsárás. Við það tilefni greindi hann svo frá atvikum að hann hafi verið á ferð í miðbæ Reykjavíkur að morgni laugardagsins 18. febrúar 2006. Hafi A ekki verið undir áhrifum áfengis. Hann hafi verið að koma frá vini sínum og leið legið heim til A þar sem hann hafi ætlað að skipta um föt þar sem hann væri að fara til vinnu. Í miðbænum hafi A hitt par þar sem a.m.k. karlmaðurinn hafi verið frá Portúgal. Hafi A verið að ræða við fólkið og þau öll gengið saman um 100 metra í átt að Pósthússtræti. Er þangað kom hafi ákærði komið að þeim. Ákærði hafi sennilega verið undir áhrifum áfengis, en hann hafi haldið á bjórglasi og gert sig líklegan til að slá A. Engin tjáskipti, hvorki munnleg eða öðruvísi, hafi farið fram á milli A og ákærða, sem hann hafi ekki þekkt. Kvaðst A hafa ýtt ákærða frá sér með báðum höndum og sparkað til hans. Hafi spark A líklega komið í hægri hendi ákærða en með þeirri hendi hafi ákærði haldið á bjórglasinu. Hafi A ætlað að ganga burt frá þessu en þá hafi ákærði hrint A inn á pall við inngang að veitingastaðnum Apótekinu. Hafi A fallið á bakið. Þar hafi ákærði kýlt A nokkrum sinnum í andlitið og hugsanlega sparkað í hann. Kvaðst A ,,dottið út” og kvaðst hann ekki minnast þess að hafa náð að svara fyrir sig nema í upphafi er hann hafi ýtt ákærða frá sér. Hafi A legið á vettvangi þar til lögregla og sjúkraflutningamenn hafi komið á staðinn. Í framhaldi hafi A farið með sjúkrabifreið á slysadeild. Teknar hafi verið röntgenmyndir af A og sári undir vinstra auga verið lokað með saumi. Við endurkomu á slysadeild hafi A verið lagður inn en kinnbein undir vinstra auga hafi verið styrkt. Einar Thoroddsen sérfræðingur á háls-, nef- og eyrnalækningadeild Land­spítala háskólasjúkrahúss hefur 18. apríl 2006 ritað læknisvottorð vegna A. Í vottorðinu kemur fram að A hafi fengið högg í andlitið 18. febrúar 2006 og þar af leiðandi stórt glóðarauga vinstra megin og stuttan grunnan skurð undir auganu, auk nefbrots með innkýlingu vinstra megin á nefi. Röntgenmynd sem tekin hafi verið 24. febrúar 2006 hafi sýnt talsvert stórt ,,blowout” brot á vinstri augnbotni. Ákveðið hafi verið að gera aðgerð þar sem smeygt hafi verið skífu undir augnbotninn þar sem A hafi haft tvísýni. Í aðgerðinni hafi skífu verið smeygt undir augnfituna og augnbotninum þannig lyft. Ekki hafi verið öruggt að skífan myndi halda og því hafi aðgerðin verið endurtekin viku síðar þar sem stærri skífa hafi verið sett. Við saumatöku hafi A verið með dálítinn bjúg um neðra augnlok, sem ekki hafi verið undarlegt vegna skurðarins sem hafi þurft að gera í aðgerðunum. Ófeigur T. Þorgeirsson sérfræðingur í lyf- og heimilislækningum á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur 12. desember 2006 ritað læknisvottorð vegna komu A á slysadeild að morgni laugardagsins 18. febrúar 2006. Í vottorðinu kemur m.a. fram að við skoðun hafi A verið með stórt glóðarauga á vinstra auga. Um 1 ½ til 2ja cm langt sár ekki mjög djúpt hafi verið undir auga. Nef hafi verið bólgið en ekki merki um önnur sár. Nokkrum dögum síðar hafi A komið á göngudeild háls-, nef- og eyrnalækninga. Hafi A þá verið kominn með sjóntruflanir og tvísýni. Tekin hafi verið sérstök mynd af andlitsbeinum sem sýndi allstórt brot á beinum augnhvelfingar vinstra megin og merki um að einn af ytri hreyfivöðvum augans hafi gengið niður í gegnum brotið. Þann 24. febrúar hafi verið gerð aðgerð á því þar sem þetta hafi verið lagað. Þá aðgerð hafi þurft að endurtaka. Óskar Jónsson augnlæknir hefur 17. janúar 2007 ritað áverkavottorð vegna A. Í vottorðinu kemur fram að A sé almennt hraustur karlmaður sem hafi ekki átt við nein augnvandamál að stríða. Hann hafi orðið fyrir líkamsárás 18. febrúar 2006 og hlotið við það ,,blow out” brot á vinstri augntóft og brot í medial vegg vinstri augntóftar. Hafi honum verið sinnt af háls-, nef- og eyrnalæknum Landspítala háskólasjúkrahúss. Óskar hafi séð A fyrst 24. febrúar 2006. Hafi hann þá kvartað undan lélegri sjón á vinstra auga auk tvísýni. Hafi hann verið með minnkað skyn á neðra vinstra augnloki og vinstra auga innfallið. Við skoðun á augnhreyfingum hafi ,,elevation” á vinstra auga verið minnkuð en augnhreyfingar að öðru leyti eðlilegar. Á vinstra auga hafi verið blæðing undir slímhimnu og sjónhimnu. A hafi gengist undir tvær augntóftaðgerðir á háls-, nef- og eyrnalækningadeild. Við læknisskoðun sem gerð hafi verið á A 22. nóvember 2006 hafi komið fram að A væri stundum aumur undir vinstra auga. Í vottorðinu er tekið fram að vinstra auga A sé innfallið um 4 mm. Munur á hreyfingu augnloka hafi ekki sést. Hann hafi verið með skerta ,,elevation” á vinstra auga og tvísýni er hann horfi upp á við. Án glerja hafi hann neitað tvísýni þegar augu hafi verið í réttstöðu en með glerjum hafi hann 1 PD ,,vertical” tvísýni í réttstöðu. Líklegt sé að ástand A sé orðið stöðugt og mjög litlar líkur á því að sjón á vinstra auga eigi eftir að hraka í framtíðinni vegna áverkans. Einar Hjaltason læknir á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss hefur í september 2006 ritað læknisvottorð vegna komu ákærða á slysadeild að morgni laugardagsins 18. febrúar 2006. Í lýsingu á slysi er fært í vottorðið að ákærði hafi skýrt frá því að hann hafi verið í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann hafi séð Portúgala á ferð með dauðadrukkinni konu. Hafi hann talið rétt að hann skærist í leikinn og bjargaði konunni frá Portúgalanum. Við það hafi upphafist slagsmál og hafi ákærði verið sleginn í andlitið. Hafi hann slegið á móti í andlitið á Portúgalanum. Í vottorðinu kemur fram að ákærði hafi verið aðeins drukkinn. Hafi hann verið blóðugur á höndum. Svolítið blóð hafi verið í andliti og storkið blóð í vinstri nös. Nef virðist beint, en aðeins þrútið. Ekki hafi verið eymsli yfir beinum. Hafi ákærði verið með eymsli og bólgu í hægri hendi. Ákærði kvaðst hafa verið einn á göngu í Pósthússtræti umrædda nótt þegar hann hafi veitt því athygli að tveir menn hafi verið að draga á eftir sér stúlku. Hafi ákærða fundist þetta óeðlilegt, kallað til stúlkunnar og spurt hvort ekki væri allt í lagi. Stúlkan hafi hlaupið í fangið á ákærða og þakkað honum fyrir. Þá hafi fokið í báða mennina sem hafi verið í för með stúlkunni. Kvaðst ákærði hafa bakkað og fyllilega gefið til kynna að hann vildi ekki slagsmál. Annar mannanna hafi hins vegar hlaupið fram, tekið út úr sér falskar tennur og gert sig líklegan til að ráðast á ákærða. Því næst hafi maðurinn slegið ákærða eitt hnefahögg og höggið komið í andlit ákærða neðan við annað augað. Þá hafi farið af stað ,,kýtingar” á milli þeirra. Kvaðst ákærði hafa fyllst hræðslu um hvað myndi gerast næst enda hafi virst sem árásarmaðurinn væri vanur átökum og hugsanlega vopnaður. Ákærði kvaðst ósjálfrátt hafa slegið árásarmanninn fjögur högg með krepptum hnefa. Hafi höggin komið í andlit árásarmannsins. Höggin hafi ákærði slegið í sjálfsvörn. Hafi ákærði ,,panikerað”. Kvaðst hann aðspurður eftir á að hyggja ef til vill hafa fengið of langt, en hann hafi verið hræddur. Árásarmaðurinn hafi náð að slá ákærða nokkrum sinnum til viðbótar en ekki vissi ákærði hvar þau högg hafi lent í líkamanum. Sá maður sem verið hafi með árásarmanninum hafi blandað sér í átökin með því að hlaupa ógnandi að ákærða. Hafi ákærði náð að snúa manninn niður án frekari átaka. Þegar ráðist hafi verið á ákærða hafi hann haldið á gsm síma sínum. Hafi hann fyrst náð að hringja í lögreglu eftir að átökum hafi lokið. Eftir að lögregla hafi verið komin á svæðið og ekið hafi verið með ákærða og árásarmanninn á slysadeild hafi ákærði sagt lögreglumönnum þeim er ekið hafi ákærða þangað að árásarmaðurinn hafi tekið út úr sér falskar tennur í átökunum. Hafi lögreglumennirnir sagt ákærða að tennur hafi fundist í vasa árásar­mannsins á slysadeild. Ákærði kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis þessa nótt. Það hafi þó ekki verið neitt að ráði. Ekki hafi verið margt fólk á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa nótt. Ekki kvaðst ákærði hafa séð að A hafi verið undir áhrifum áfengis. Kona sem komið hafi að hafi hins vegar verið mjög ölvuð. B kvaðst hafa verið á göngu í Austurstræti umrædda nótt ásamt vinkonu sinni en B hafi veri að skemmta sér. Hafi maður af erlendu bergi brotinn slegist í för með þeim. Er þau þrjú hafi verið komin að inngangi veitingastaðarins Apótekið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis hafi einhver ,,vitleysingur” komið að og farið að uppnefna manninn sem hafi verið með þeim í för. Hafi henni virst mennirnir ekki þekkjast neitt. Ákærði hafi síðan farið að stugga við manninum sem hafi verið með henni í för. Hafi ákærði m.a. togað í peysu hans. Því næst hafi ákærði slegið manninn hnefahögg í andlitið algerlega að tilefnislausu. Maðurinn hafi fallið í götuna við höggið. Eftir það hafi ákærði slegið manninn aftur hnefahögg í andlitið og hafi höggin í allt verið að minnsta kosti þrjú. Blætt hafi úr nefi mannsins og hann verið alblóðugur. Eftir að fólk hafi streymt að hafi ákærði hætt árásinni. Sjúkraflutningamenn og lögregla hafi komið að stuttu síðar. B kvað ákærða á engum tíma hafa þurft að verja sig gegn árás mannsins og að um enga sjálfsvörn af hans hálfu hafi verið að ræða. Hafi maðurinn ekki slegið ákærða. B kvaðst ekki hafa tekið eftir bjórglasi í hendi ákærða fyrir árásina. B kvað vinkonu sína sem verið hafi með henni í för nú búsetta erlendis. B kvaðst muna þessa atburði mjög vel. Hún hafi verið undir áhrifum áfengis en ekki verið ofurölvi. Óskar Jónsson augnlæknir staðfesti áverkavottorð sitt frá 17. janúar 2007 og gerði grein fyrir einstökum atriðum í vottorðinu. Kvaðst Óskar hafa sinnt máli A sem augnlæknir á vakt er A hafi komið á slysadeild að morgni 18. febrúar 2006. A hafi síðar farið í aðgerðir, en þær hafi verið framkvæmdar af læknum á háls-, nef- og eyrnalækningadeild. Óskar kvaðst síðar hafa skoðað A. Hafi verið greinanlegt að vinstra augnlok hafi opnast hægar eftir þá áverka er A hafi fengið. Þá hafi A verið með tvísýni er hann hafi litið upp. Tvísýnin hafi verð mæld. Einnig hafi vinstra auga A verið innfallið um 4 mm. Innfallið augað hafi verið hluti af tvísýnisvanda A. Bæði tvísýnin og innfallið augað hafi verið afleiðingar af höggi er A hafi fengið í miðbæ Reykjavíkur. Innfallið auga væri dæmigerðar afleiðingar af höggi sem kæmi beint á augað. Bæði tvísýni og innfallið auga væri varanleg sjónskerðing. Gæti sá skaði virkilega háð viðkomandi einstaklingi. Tvísýni hefði áhrif á gæði sjónar og gæti valdið erfiðleikum bæði í leik og starfi. Tvísýni væri hins vegar unnt að leiðrétta með gleraugum. Sigfús Rúnar Eiríksson, sem ritað hefur frumskýrslu lögreglu, staðfesti þátt sinn í rannsókn málsins. Niðurstaða: Ákærði hefur viðurkennt að hafa slegið A fjögur hnefahögg í andlitið að morgni laugardagsins 18. febrúar 2006 á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis í Reykjavík. Um aðdraganda þess hefur ákærði reyndar orðið tvísaga að því leyti að samkvæmt frumskýrslu lögreglu hefur hann sagt við lögreglumenn að hann hafi orðið reiður við A eftir að A hafi lamið ákærða í andlitið. Þess vegna hafi ákærði lamið A. Fyrir dómi bar ákærði við sjálfsvörn, að hann hafi orðið hræddur við A, ,,panikerað” og lamið hann eftir að A hafi að fyrra bragði lamið ákærða í andlitið. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi, að eftir á að hyggja, hafi hann ef til vill gengið of langt í atlögu sinni gagnvart A. A gaf skýrslu hjá lögreglu er hann lagði fram kæru í málinu. Sækjandi upplýsti að A, sem er frá Portúgal, hafi hins vegar farið af landi brott fyrir einhverju síðan og væri ekki vitað um verustað hans í útlöndum. Af þessum ástæðum kom A ekki fyrir dóminn til skýrslugjafar við aðalmeðferð málsins. Þar sem svo háttar til sem hér hefur verið rakið verður við mat á niðurstöðu málsins litið til framburðar A hjá lögreglu, sbr. 3. mgr. 48. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Verulega ber í milli í frásögn ákærða og A um upphaf átaka þeirra á milli. Þá er ekki fullkomið innbyrðis samræmi í framburðum A og B um einstök atriði í aðdragandanum. Af framburðum þeirra verður þó ráðið að þau eru sammála um að þau hafi verið saman á ferð um Austurstræti allt þar til þau hafi komið að gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis við inngang að veitingastaðnum Apótekinu. A ber að ákærði hafi komið að með glas í hendi og farið að áreita A. A hafi þá ýtt ákærða frá sér og sparkað til hans þannig að sparkið hafi komið í hendi ákærða. Í framhaldi hafi ákærði ráðist að sér og slegið sig ítrekað hnefahögg í andlitið. B kvaðst ekki hafa séð ákærða með bjórglas í hendi, né A ýta honum frá sér eða sparka í hendi ákærða. Hún kveður ákærða hafa verið að angra A og toga í peysu hans. Síðan hafi hann skyndilega ráðist að A og slegið hann a.m.k. þrjú hnefahögg í andlitið. B hefur viðurkennt að hafa verið undir áhrifum áfengis þessa nótt en kveðst þrátt fyrir það muna atburðina vel. Ákærði hefur sömuleiðis viðurkennt að hafa verið undir áhrifum áfengis. Þegar litið er til samhljóða framburða A og B um að A hafi ekki gefið ákærða tilefni til að ráðast á sig er það niðurstaða dómsins að leggja framburði þeirra tveggja til grundvallar um þetta atriði. Verður því talið að ákærði hafi að fyrra bragði ráðist á A og veitt honum þá áverka sem í ákæru greinir, en ákærði hefur viðurkennt að hafa slegið A fjögur högg í andlitið. A hlaut ýmsa alvarlega áverka umrætt sinn, en hann m.a. nefbrotnaði og hlaut brot í vinstri augnbotni. Samkvæmt læknisvottorði og vætti Óskars Jónssonar augn­læknis leiddi atlaga ákærða til þess að vinstra auga A er varanlega innfallið um 4 mm og að hann hefur varanlega tvísýni á vinstra auga. Hefur Óskar lýst yfir að hér sé um varanlega sjónskerðingu að ræða sem virkilega geti valdið erfiðleikum bæði í leik og starfi. Í ljósi þess að A hefur hlotið varanlegan skaða á sjón, en augu eru eitt viðkvæmasta og á sama tíma mikilvægasta skynfæri líkamans, verður talið að hér sé um stórfellt líkams- og heilsutjón að ræða. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemin þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði er fæddur í september 1974. Hefur hann ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. Árás ákærða á A var með öllu tilefnislaus. Var hún fyrirvaralaus og harkaleg. Leiddi hún til varanlegs sjónskaða fyrir A. Varð A að gangast undir endurteknar aðgerðir til að lagfæra tvísýnina og innfallið augað, sem þrátt fyrir það hefur ekki bætt skaða A að fullu. Á ákærði sér engar málsbætur. Er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði. Verður refsingin ekki bundin skilorði. Er um refsimat m.a. litið til refsimats Hæstaréttar Íslands í máli nr. 342/2007, en í því tilviki var um hættulegri aðferð að ræða en í því máli sem hér er til meðferðar en ekki nærri eins alvarlegir áverkar. Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt yfirliti lögreglustjóra. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, að viðbættum virðisaukaskatti, með þeim hætti er í dómsorði greinir. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Karl I. Vilbergsson fulltrúi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Hans Ögmundur Stephensen, sæti fangelsi í 8 mánuði. Ákærði greiði 219.868 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Guðmundar Ómars Hafsteinssonar héraðsdómslögmanns 207.168 krónur.
Mál nr. 126/2004
Sjómaður Ráðningarsamningur Uppsagnarfrestur Laun
Yfirvélstjóranum E var sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti, en til stóð að hætta útgerð skips þess sem hann var ráðinn á. Er uppsagnarfrestinum lauk var E endurráðinn til þess að sjá um skipið, sem lá bundið við bryggju. Var skipið selt skömmu síðar. Taldi E sig eiga rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti frá afhendingu þess miðað við laun yfirvélstjóra. Eigandi skipsins, M ehf., taldi sig hins vegar hafa gert tímabundinn ráðningarsamning við E og samið við hann um þau laun sem hann hafði þegið fyrir að annast skipið. Hæstiréttur taldi að E hafi eingöngu verið ráðinn til eftirlitsstarfa með skipinu meðan það lá bundið við bryggju. Hafi E ekki mátt vænta þess að skipinu yrði haldið til veiða af M ehf. Á hinn bóginn væri ósannað að um tímabundinn ráðningarsamning hafi verið að ræða, sem hafi eingöngu átt að standa fram að sölu skipsins. Ætti E rétt á launum í þrjá mánuði frá afhendingu þess miðað við þær mánaðarlega launagreiðslur, sem hann fékk á ráðningartímanum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 25. mars 2004. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að kröfur stefnda verði lækkaðar og málskostnaður látinn falla niður. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Eins og fram kemur í héraðsdómi hafði stefndi frá árinu 1993 verið yfirvélstjóri á m/s Kóp GK 175, sem var í eigu Guðmundar Þorsteinssonar, sem sá um rekstur skipsins, og Jóhannesar Jónssonar, sem var skipstjóri þess. Á árinu 2002 stofnuðu eigendurnir einkahlutafélög um eignarhluta sinn í skipinu, Guðmundur stofnaði Strýthól ehf. og Jóhannes Melhól ehf. Samkomulag varð milli eigendanna 4. mars 2002 um að hætta útgerðarrekstri og var ákveðið að halda skipinu til veiða fram til 20. maí 2002. Stefnda var sagt upp störfum sem vélstjóri 15. júní 2002 með þriggja mánaða uppsagnarfresti og kom fram í uppsagnarbréfinu, að það væri vegna slita á útgerðinni. Er ekki ágreiningur um það, að stefnda var greidd samningsbundin kauptrygging í þrjá mánuði. Er uppsagnarfrestinum lauk í september 2002 var stefndi endurráðinn til þess að sjá um skipið, sem lá bundið við bryggju. Hefur stefndi lýst því yfir, að hann hafi átt að sinna eftirliti og koma bátnum í gegnum skoðun. Áfrýjandi keypti hlut Strýthóls ehf. í bátnum 5. nóvember 2002 og seldi hann í byrjun desember til Tálknafjarðar. Stefndi hélt áfram gæslu sinni á skipinu eftir að áfrýjandi var orðinn einn eigandi þess, en ekkert samband hafði verið haft við áfrýjanda þegar stefndi var endurráðinn eftir lok uppsagnarfrestsins. Áfrýjandi bar fyrir dómi, að fallist hefði verið á, að stefndi hefði sömu laun og hann hefði haft hjá Strýthól ehf. við gæslu bátsins og honum tryggð að minnsta kosti þriggja mánaða laun, en áskilið hefði verið, að launagreiðslur féllu niður færi hann fyrr til annarra starfa. Stefndi bar fyrir dómi, að hann hefði komið að máli við forráðamenn áfrýjanda og spurst fyrir um það, hvort hann yrði áfram hjá þeim og verið sagt, að hann ætti að vera áfram og „myndi bara hugsa um skipið.“ II. Áfrýjandi heldur því fram, að stefndi hafi verið endurráðinn 15. september 2002 eingöngu í því skyni að annast gæslu skipsins þar til það yrði selt. Hann hafi greitt honum laun fyrir síðari hluta nóvember og desember 2002 og janúar 2003, en ekki fyrir febrúar, þar sem áfrýjandi taldi stefnda hafa fengið nýja vinnu um mánaðamótin janúar/febrúar. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnda eins og fyrir er lagt í 1. mgr. 6. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, þegar hann var endurráðinn eftir að uppsagnarfrestinum lauk 15. september 2002 og telur stefndi, að um hafi verið að ræða ótímabundinn samning. Er skipið var afhent nýjum eiganda 7. desember 2002 hafi honum ekki verið boðið áframhaldandi starf á skipinu, og hafi því ráðningu hans verið rift. Krefst hann í máli þessu meðallauna í uppsagnarfresti 7. desember 2002 til 7. mars 2003, að frádregnu því, sem áfrýjandi greiddi stefnda fyrir desember 2002 og janúar 2003. Eins og að framan greinir var skýrt tekið fram í uppsagnarbréfi stefnda, að honum væri sagt upp störfum sem vélstjóri, þar sem útgerð skipsins yrði slitið. Fram er komið, að stefndi vissi að það átti að selja skipið og engar áætlanir voru um áframhaldandi útgerð þess af hálfu áfrýjanda. Eru ekki rök til annars en að telja, að stefndi hafi eingöngu verið ráðinn til eftirlitsstarfa með skipinu meðan það lá bundið við bryggju. Verður að telja sannað, að stefndi hafi ekki mátt vænta þess, að skipinu yrði haldið til veiða af áfrýjanda. Áfrýjandi heldur því fram, að hér hafi verið um tímabundinn ráðningarsamning að ræða, sem eingöngu ætti að standa fram að sölu skipsins. Er ósannað að svo hafi verið og á stefndi rétt á launum á þriggja mánaða uppsagnarfresti frá afhendingu skipsins 7. desember 2002 til 7. mars 2003. Samkvæmt framansögðu er varakrafa áfrýjanda tekin til greina og miðað við þær mánaðarlegu launagreiðslur, sem stefndi fékk á ráðningartímanum. Áfrýjandi hefur þegar greitt laun fyrir desember 2002 og janúar 2003. Ber honum því að greiða stefnda laun fyrir febrúar og viku af mars 2003, samtals 321.142 krónur (256.914+64.228) með dráttarvöxtum frá 24. apríl 2003, er mánuður var liðinn frá dagsetningu kröfubréfs. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, Melhóll ehf., greiði stefnda, Enok Sigurgeiri Klemenssyni, 321.142 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. apríl 2003 til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 250.000 krónur. I Mál þetta, sem dómtekið var hinn 14. janúar sl., að loknum munnlegum málflutningi, var höfðað fyrir dómþinginu af Enok S. Klemenssyni, Köldukinn 6, Hafnarfirði, á hendur Melhóli ehf. Kringlunni 7, Reykjavík, með stefnu áritaðri um birtingu hinn 22. maí 2003. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnandi dæmdur til að greiða honum málskostnað, en til vara að stefnukröfur verði verulega lækkaðar, og málskostnaður felldur niður. Gætt var ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, áður en dómur var kveðinn upp. Málavextir eru þeir, að stefnandi réð sig til starfa á m.s. Kóp GK-175 frá Grindavík, árið 1984, en frá árinu 1993, starfaði hann sem yfirvélstjóri á skipinu. Skipið var upphaflega í eigu tveggja einstaklinga, sem stofnuðu síðar hvor sitt fyrirtækið, Strýthól ehf. og Melhól ehf. Í nóvember 2002 keypti Melhóll ehf. hlut Strýthóls ehf. í skipinu. Um mánaðamótin nóvember/desember 2002, seldi stefndi fyrirtækinu Þórsbergi ehf., Tálknafirði, skipið og var það afhent nýjum eigendum 7. desember 2002. Stefnanda var ekki boðið áframhaldandi starf á skipinu hjá hinum nýja eiganda, sem ráðið hafi annan vélstjóra í starfið. Stefndi greiddi stefnanda 513.828 krónur fyrir mánuðina desember 2002 og janúar 2003, sem stefnandi telur vera kauptryggingu vegna riftunarinnar og dregur frá kröfu sinni um meðallaun í uppsagnarfresti, tímabilið 7. desember 2002 til 7. mars 2003. Með bréfi, dagsettu 24. mars 2003, krafði lögmaður stefnanda stefnda um meðallaun í uppsagnarfresti, sem stefndi hafnaði með bréfi, dagsettu 31. mars 2003. Stefnandi ítrekaði kröfur sínar með bréfi til stefnda, dagsettu 5. maí 2003, sem stefndi lét ósvarað. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að hann hafi verið ráðinn á skip stefnda sem yfirvélstjóri. Ekki hafi verið gerður við hann skriflegur ráðningarsamningur, sbr. 6. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Stefnandi eigi sem yfirmaður rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti, sbr. 9. og 25. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, og hafi stefndi þegar greitt honum hluta uppsagnarfrests vegna sölu skipsins og riftunar ráðningarsamnings stefnda við stefnanda. Við sölu skipsins hafi ráðningu stefnanda verið rift, enda hafi hann ekki átt þess kost að starfa áfram á skipinu, sbr. 22. gr. sjómannalaga. Yfirmenn á skipum eigi rétt á óskertum launum í þriggja mánaða uppsagnarfresti. Komi því ekki til að stefnda sé heimilt að draga frá meðallaunum stefnanda í uppsagnarfresti, tekjur, sem hann hafi unnið sér inn annars staðar á uppsagnarfrestinum. Stefnandi byggir á því, að stefnda beri að greiða honum meðallaun í uppsagnarfresti miðað við eigin aflareynslu síðustu mánaða á skipinu, sbr. dóma Hæstaréttar Íslands. Þannig verði fundin út heildarlaun hans síðustu mánuði, deilt í með ráðningardögum hans og þannig fundin út meðallaun pr. ráðningardag og síðan margfaldað með 90 dögum, þ.e. uppsagnarfresti stefnanda. Stefnandi miðar við tekjur sínar árin 2000, 2001 og 2002, en með því að miða við svo langan tíma ætti að vera hægt að fá fram nokkuð nákvæmt meðaltal tekna stefnanda. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar með eftirfarandi hætti í stefnu: Samkvæmt launaseðlum hafi laun hans verið 6.763.602 krónur almanaksárið 2000. Árið 2001 hafi þau verið 7.105.242 krónur og árið 2002 6.186.981 króna, eða samtals 20.055.825 krónur vegna þessara þriggja almanaks- og tekjuára. Meðaltekjur séu því 6.685.275 krónur. Meðaltekjur pr. dag séu reiknaðar: 6.685.275 kr.:330 (360 lögbundnir 30 dagar í orlof) = 20.258 kr. x 90 = 1.823.200 kr. x 10,17% orlof = 185.421 króna. Glötuð lífeyrisréttindi (6%) 109.393 kr. Samtals 1.823.200 kr. + 185.421 kr. +109.393 kr. = 2.118.034 krónur. Frá þessari tölu dragist kauptrygging 513.828 krónur, eða samtals krafa að fjárhæð 1.604.206 krónur. Um lagarök vísar stefnandi til 6. gr., 9.gr., 22. gr. og 25. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Kröfu um orlof byggir stefnandi á orlofslögum nr. 30/1987. Kröfu um dráttarvexti byggir stefnandi á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Kröfu um virðisaukaskatt byggir stefnandi á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Stefndi byggir kröfur sínar á því, að málsatvik hafi verið með þeim hætti, að stefndi og Guðmundur Þorsteinsson, hafi saman gert út m.s. Kóp GK-175. Hafi Guðmundur alfarið séð um rekstur skipsins á eigin nafni, en Jóhannes hafi verið skipstjóri. Samstarfið hafi gengið stirðlega árið 2001 og þann 4. mars 2002 hafi aðilar undirritað samkomulag þess efnis að þeir skyldu slíta sameigninni, en halda skipinu til veiða fram til 20. maí 2002. Í samkomulaginu hafi verið kveðið á um það, að haga uppsögnum á ráðningarsamningum þannig, að starfslok áhafna yrði sem næst þeim tímamörkum. Jafnframt hafi verið samið um að skipstjóri skipsins, eigandi stefnda, hætti störfum 1. júní 2002. Öll áhöfnin hafi verið afskráð hinn 16. maí 2002, m.a. stefnandi. Stefndi kveðst hafa haldið að eftir þessu samkomulagi hefði verið farið varðandi allt mannahald. Báðir eigendur Kóps hafi á fyrri hluta árs 2002 stofnað einkahlutafélög um sinn eignarhluta í útgerðinni. Guðmundur hafi stofnað einkahlutafélagið Strýthól en Jóhannes einkahlutafélagið Melhól. Ekki hafi náðst samkomulag milli þeirra um að annar yfirtæki eignarhluta hins. Í lok október 2002 hafi verið borið undir stefnda hvort hann samþykkti fyrir sitt leyti kauptilboð, sem borist hefði í bátinn frá Guðfinni Birgissyni, dagsett 26. október 2002 og hafði þegar verið samþykkt af Strýthóli ehf. Stefndi hafi ekki samþykkt tilboðið, en boðist til þess að ganga inn í það og gekk það eftir. Hinn 5. nóvember 2002 var gengið frá kaupsamningi og afsali í samræmi við áðurgreint kauptilboð, að teknu tilliti til þess, að stefndi var eigandi 50% hlutar í bátnum. Kaupsamningurinn hafi því hljóðað á um kaup á 50% hlut í bátnum og eignarhlut seljanda í beitu og segulnaglalínu, sem verið hafi um borð. Stefndi kveðst á þessum tíma hafa gert út lítinn bát, undir 12 brúttólestum, og hafi ekki staðið til að breyta útgerðarháttum heldur reyna að hagnast á endursölu á Kópi. Fram hafi komið hjá forráðamönnum Strýthóls ehf. að stefnandi hefði verið ráðinn tímabundið til að gæta skipsins. Hafi því verið talið eðlilegt að bjóða honum gæslustarf þegar stefndi hafi tekið við vörslum bátsins, þar sem hann hafi ekki haft annað starf með hendi. Hafi verið fallist á að stefnandi hefði sömu mánaðarlaun og hann hefði haft við gæslustörfin hjá Strýthól ehf. og tryggð laun í þrjá mánuði ef hann væri ekki kominn í aðra vinnu fyrr. Aldrei hafi komið til tals að verið væri að yfirtaka skuldbindingar frá fyrri vinnuveitanda. Skipið hafi verið keypt til endursölu og búist hafi verið við að ekki tæki margar vikur að selja það. Stefnandi hafi samþykkt þetta. Skipið hafi síðan verið selt aftur með kaupsamningi dagsettum 4. desember 2002. Þegar skipið hafi verið afhent nýjum eigendum hafi stefnandi lagt inn launaseðla frá Guðmundi Þorsteinssyni fyrir októbermánuð 2002 og hluta nóvembermánaðar til að upplýsa um þau laun sem hann hefði þar haft. Jafnframt hafi hann farið fram á að fá greiddan útlagðan kostnað við eldsneyti á bifreið sína og lagt fram nótur. Hafi honum verið greidd laun fyrir nóvember í samræmi við þessi gögn án athugasemda. Jafnframt hafi honum verið greidd laun út desembermánuð, hinn 11. desember, þar sem fyrirsjánlegt væri að hann færi ekki í aðra vinnu þann mánuð, en hann hefði neitað að sigla bátnum með kaupendum til nýrrar hafnar. Greiðslur fyrir janúarmánuð 2003 hafi síðan verið innar af hendi í lok janúar, en þá hafi stefnandi tilkynnt að hann væri kominn í nýja vinnu og gerði ekki frekari launakröfur. Athugasemdir við launauppgjör hafi fyrst verið settar fram af hálfu stefnanda, með bréfi lögmanns síðari hluta marsmánaðar 2003. Stefnandi heldur því fram, að Guðmundur Þorsteinsson, launagreiðandi stefnanda, hafi sagt honum upp störfum þann 15. júní 2002, með tilvísun til þess að slit yrðu á útgerðinni. Svo virðist sem stefnandi sé síðar ráðinn í september 2002 til Strýthóls ehf., eða Guðmundar Þorsteinssonar, án samráðs við stefnda, til að sjá um bátinn, þar sem hann hafi verið bundinn við bryggju. Samkvæmt framlögðum launaseðlum hafi verið samið um ákveðin föst laun. Þegar stefndi kaupi eignarhluta Strýthóls í bátnum sé hann eins og öll gögn beri með sér einungis að kaupa umræddan eignarhluta, en engin réttindi eða skyldur, sem tengst hafi útgerð aðila, en henni hafi verið slitið í maímánuði 2002. Stefndi heldur því fram, að hann hafi í samræmi við samkomulag aðila greitt stefnanda að fullu fyrir þá vinnu, sem stefnandi hafi haft með höndum við gæslu á skipinu í þrjár vikur. Stefndi hafi ekki yfirtekið skyldur Guðmundar Þorsteinssonar eða Strýthóls ehf., er stefndi hafi keypt Kóp GK-175. Stefnanda hafi verið ljóst að ekki hafi staðið til að gera bátinn út og að hann yrði endurseldur strax. Hafi það verið af greiðasemi við stefnanda, að ráða hann tímabundið og tryggja honum þar með a.m.k. þriggja mánaða laun eða þar til hann fengi aðra vinnu, ef það yrði fyrr. Stefndi hafi ekki verið ráðinn sem yfirvélstjóri, þar sem aldrei hafi staðið til að báturinn færi á sjó meðan Melhóll ætti hann. Til vara krefst stefndi þess, að stefnukröfur verði lækkaðar, og tekið mið af þeim launagreiðslum sem samið hafi verið um milli stefnanda og stefnda. Um lagarök vísar stefndi til sjómannalaga nr. 35/1985. Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Ágreiningur aðila lýtur annars vegar að því hvort stefnanda hafi borið þriggja mánaða uppsagnarfrestur frá störfum, sem yfirmaður á skipi stefnda og hins vegar um fjárhæð launa. Stefnandi heldur því fram, að hann hafi verið ráðinn á skip stefnda sem yfirvélstjóri. Hins vegar heldur stefndi því fram, að stefnanda hafi, er stefndi keypti skipið í nóvember 2002, verið boðið gæslustarf við bátinn, þar sem hann hafi ekki haft annað starf með hendi. Hafi samningur aðila verið þess efnis, að stefnanda yrðu tryggð sömu föstu launin og hann hafi fengið fyrir gæslustörf við bátinn frá hausti 2002 og jafnframt að honum yrðu tryggð laun í þrjá mánuði, ef hann væri ekki kominn í aðra vinnu. Fyrir liggur að stefnandi hafði um árabil starfað sem yfirvélstjóri á umræddu skipi, en hafði verið sagt upp störfum með uppsagnarbréfi dagsettu í júní 2002. Þá liggur og fyrir, að stefnandi var endurráðinn í september 2002, til að sjá um skipið, eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Strýthól ehf., sem sá um allt starfsmannahald á skipinu meðan það var í eigu þess fyrirtækis og stefnda. Í nóvember 2002 eignaðist stefndi allt skipið með kaupum á 50% hluta Strýthóls ehf. Stefnandi hélt áfram störfum á skipinu eftir það, án þess að gerður væri við hann skriflegur ráðningarsamningur. Þar sem fyrir liggur að ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnanda eins og skylt er samkvæmt 6. gr. laga nr. 35/1985 ber að leggja til grundvallar fullyrðingar stefnanda um að hann hafi verið fastráðinn starfsmaður, og að stefndi hafi í raun yfirtekið ráðningarsamninginn, enda er alls ósönnuð sú fullyrðing stefnda, að stefnanda hafi verið gert það ljóst að um tímabundna ráðningu væri að ræða eða að starfssamningur aðila væri með þeim hætti sem stefndi heldur fram. Með vísan til 2. mgr. 9. gr. laga nr. 35/1985, bar stefnanda því þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Stefnandi leggur til grundvallar kröfu sinni meðaltal launa sinna síðustu þrjú ár fyrir riftun ráðningarsamnings. Stefndi hefur haldið því fram að ákveða eigi tjón stefnanda með hliðsjón af launum hans síðustu mánuðina fyrir starfslok. Þegar það er virt, að fallist hefur verið á að stefnandi hafi verið ráðinn á skipið sem yfirvélstjóri, ber að ákveða honum bætur með hliðsjón af reynslu liðins tíma, og þykir þá rétt að bætur honum til handa verði reiknaðar miðað við meðaltal launa hans árið 2002, sem voru 6.186.981 króna, heildarlaun. Með þessari viðmiðun deilt með dagafjölda, eða 360 dögum, eru laun pr. dag 17.186 krónur, eða 1.546.745 krónur í 90 daga og hefur þá verið reiknað með lögbundnu orlofi, en inn í heildarlaun, sem stefnandi notar sem viðmiðun, hefur verið reiknað orlof. Við þessa fjárhæð bætast 6% vegna glataðra lífeyrisréttinda, eða 92.805 krónur. Frá þessari tölu dragast þegar greidd laun, eins og gert er í dómkröfu stefnanda. Samkvæmt þessu verður því fallist á að stefnda beri að greiða stefnanda 1.639.550 krónur að frádregnum 513.828 krónum, eða 1.125.722 krónur, ásamt dráttarvöxtum eins og krafist er í stefnu, en ekki er ágreiningur um upphafsdag dráttarvaxta. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 250.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskattsskyldu stefnanda. Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari, kvað upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Melhóll ehf., greiði stefnanda, Enok S. Klemenssyni, 1.125.722 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. desember 2002 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 250.000 krónur í málskostnað, þ.m.t. virðisaukaskattur.
Mál nr. 736/2013
Kærumál Dómstóll Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
U höfðaði mál á hendur I ehf. til viðurkenningar aðallega á því að uppsögn I ehf. á ráðningarsamningi málsaðila væri ógild en til vara að uppsögnin og framkvæmd hennar hafi verið ólögmæt. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá dómi með skírskotun til þess að U hefði ákveðið að bera ágreining málsaðila undir starfsráð I ehf. á grundvelli kjarasamnings og að með því að málsaðilar hefðu samið um að úr sakarefninu yrði leyst fyrir starfsráðinu ætti það ekki undir dómstóla, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hæstiréttur taldi að virtum atvikum málsins og áskilnaði 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar að ekki væri unnt að halda því fram að málsaðilar hefðu komið sér saman um að leggja ágreininginn undir úrskurð starfsráðs I ehf. Var því ekki talið að þeir hefðu með skýrum og ótvíræðum hætti samið um að sakarefni málsins yrði skilið undan lögsögu dómstóla. Hinn kærði úrskurður var því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. nóvember 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 2013, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málavextir eru raktir í hinum kærða úrskurði. Eins og þar greinir var sóknaraðila, sem starfaði sem flugmaður, sagt upp störfum hjá varnaraðila með bréfi 30. júní 2011. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) taldi að uppsögn sóknaraðila fæli í sér brot á starfsaldursreglum flugmanna varnaraðila þar sem ekki hafði verið leitað umsagnar starfsráðs, sbr. 11. gr. reglnanna, og krafðist þess með bréfi 26. júlí 2012 að starfsráð tæki málið til umfjöllunar og úrskurðaði uppsögnina ógilda. Starfsráð kvað upp úrskurð í málinu 24. ágúst 2012 og komst að þeirri niðurstöðu að varnaraðila hefði borið að leita umsagnar starfsráðs samkvæmt 11. gr. reglnanna en hafnaði kröfu FÍA um að uppsögn sóknaraðila væri ógild með vísan til þess að kæra væri of seint fram komin. Starfsaldursreglur flugmanna varnaraðila eru hluti kjarasamnings FÍA og varnaraðila. Í 11. gr. reglnanna sem fjallar um misfellur í starfi segir að ef flugmaður vanrækir skyldur sínar eða gerist sekur um aðrar misfellur í starfi, eða stórfelldar ávirðingar utan starfs, svo stjórn eða forstjóri félagsins telji ástæðu til aðvörunar, starfsbanns um stundarsakir, stöðulækkunar eða uppsagnar geti hvor aðili fyrir sig, flugmaður (eða FÍA fyrir hans hönd) eða félagið skotið þeirri ákvörðun félagsins til umsagnar starfsráðs. Ekki er heimilt að segja flugmanni upp starfi fyrr en umsögn starfsráðs liggur fyrir, enda skal hún liggja fyrir innan tveggja vikna frá því að málið er afhent starfsráði. Verkefni starfsráðs samkvæmt 1. mgr. 13. gr. reglnanna eru: a) Að gera starfsaldurslista og skera úr öllum ágreiningi sem kann að rísa út af starfsaldursreglunum eða röð á starfsaldurslista, b) Að veita umsagnir um þau atriði sem um er rætt í 11. gr. og c) Að úrskurða um önnur þau atriði, sem félagið og FÍA koma sér saman um að leggja undir úrskurð þess. Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. eru úrskurðir starfsráðs endanlegir og bindandi fyrir báða aðila og verður ekki skotið til dómstóla. Þetta gildir þó ekki um umsagnir sem það gefur samkvæmt ákvæðum 11. gr. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá héraðsdómi á þeim forsendum að með því að aðilar hafi samið svo um að úr sakarefninu yrði leyst fyrir starfsráði yrðu þeir að hlíta úrskurði ráðsins, sbr. 2. mgr. 13. gr. starfsreglnanna. Í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 er mælt fyrir um að dómstólar hafi vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til, nema það sé skilið undan lögsögu þeirra eftir lögum, samningi, venju eða eðli máls. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár ber öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Þessi regla um rétt manna til aðgangs að dómstólum útilokar þó ekki að þeir geti gert samninga um að tiltekinn ágreiningur verði ekki borinn undir dómstól en gera verður þá kröfu að slíkur samningur um afsal á réttinum sé skýr og ótvíræður. Eins og rakið hefur verið krafðist sóknaraðili úrskurðar starfsráðs um gildi uppsagnar hennar þar sem varnaraðili hefði ekki farið að 11. gr. starfsreglnanna. Ekki var í kærunni tekið fram á hvaða staflið 1. mgr. 13. gr. starfsaldursreglnanna krafa sóknaraðila byggðist og þrátt fyrir að varnaraðili hafi í greinargerð sinni til starfsráðs mótmælt því að uppsögnin heyrði undir verksvið þess tók starfsráð ekki afstöðu til þess á hvaða ákvæði 1. mgr. 13. gr. það reisti aðkomu sína að málinu. Af orðalagi a. liðar ákvæðisins er óljóst hvaða atvik önnur en þau sem beinlínis lúta að svokölluðum starfsaldurslista falli þar undir. Þó sýnist ljóst miðað við það umsagnarferli sem gert er ráð fyrir í b. lið ákvæðisins varðandi atriði, sem 11. gr. starfsaldursreglnanna tekur til, að ágreiningur um uppsögn vegna misfella í starfi falli ekki undir úrskurðarvald starfsráðs samkvæmt a. lið ákvæðisins. Vegna þessa og óskýrleika í málatilbúnaði sóknaraðila fyrir starfsráði verður við það að miða að krafa hans hafi byggst á c. lið 1. mgr. 13. gr. reglnanna. Eins og fram er komið byggði varnaraðili á því í greinargerð sinni til starfsráðs í tilefni af kæru sóknaraðila að uppsögn sóknaraðila heyrði ekki undir verksvið starfsráðs og í greinargerð sinni hér fyrir rétti kvaðst hann enga aðkomu hafa átt að þeirri ákvörðun sóknaraðila að leggja málið fyrir starfsráð. Þegar af þeirri ástæðu er ljóst að skilyrði c. liðar 1. mgr. 13. gr. starfsaldursreglnanna um að aðilar komi sér saman um að leggja ágreining undir úrskurð starfsráðs er ekki fullnægt. Verður því ekki fallist á að aðilar hafi samið með skýrum og ótvíræðum hætti um að sakarefni þessa máls verði skilið undan lögsögu dómstóla. Samkvæmt því sem að framan greinir verður málinu ekki vísað frá héraðsdómi. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Icelandair ehf., greiði sóknaraðila, Unni Guðjónsdóttur, 250.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 389/2014
Uppsögn Stjórnsýsla Skaðabætur Miskabætur
B var sagt upp starfi sínu sem deildarstjóri í launadeild fjárhags- og stjórnsýslusviðs S vegna endurskipulagningar á starfsemi sviðsins. Hún höfðaði í kjölfarið mál til heimtu bóta vegna ætlaðrar ólögmætrar uppsagnar. Talið var að þótt ákvörðun um fækkun starfsmanna í hagræðingarskyni réðist að meginstefnu af mati S þyrfti slík ákvörðun að vera í samræmi við grunnreglur stjórnsýsluréttar og byggja á málefnalegum sjónarmiðum. Fyrir lá að í framhaldi af því að starf B, sem borið hefði starfsheitið fjárhagsfulltrúi launamála, var lagt niður hefði starf mannauðsstjóra verið auglýst til umsóknar, en af auglýsingunni yrði ráðið að það starf sem B hefði haft með höndum átti að flytjast til viðkomandi mannauðsstjóra, en auk þess myndi umfang starfsins aukast nokkuð vegna mannauðsmála. Nafngreindur einstaklingur hefði verið ráðinn í starfið en sagt sig frá því og mannauðsstjóri enn ekki verið ráðinn, þrátt fyrir að liðið væri á fjórða ár frá því staðan var auglýst. Ráðinn hefði verið verkefnastjóri mannauðsmála sem þó sinnti ekki nákvæmlega sama starfi og auglýst hefði verið og annar starfsmaður S aðstoðað við launaútreikninga eftir að B lét af störfum eins og starfsmaðurinn hafði gert áður en það átti sér stað. S hefði ekki sýnt fram á að uppsögn B og tilfærsla þeirra verkefna, sem hún hefði haft með höndum hjá sveitarfélaginu, til fyrirhugaðs mannauðsstjóra hefði verið afrakstur faglegrar vinnu til undirbúnings þeirri ákvörðun að segja henni upp störfum. Þá hefði ekki verið framkvæmt mat á starfi og hæfni B með tilliti til þess hvort hún gæti sinnt því starfi. Að þessu virtu hefði S ekki sýnt fram á að gætt hefði verið málefnalegra sjónarmiða við uppsögn B. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um bætur henni til handa.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Guðrún Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. júní 2014. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefndu, en til vara lækkunar á dæmdri fjárhæð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Seltjarnarnesbær, greiði stefndu, Bryndísi Sigrúnu Richter, 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5. mars 2014. Mál þetta, sem dómtekið var 12. febrúar sl., er höfðað af Bryndísi Sigrúnu Richter, Bollagörðum 19, Seltjarnarnesi, með stefnu áritaðri um birtingu 24. júní 2013, á hendur Seltjarnarneskaupstað, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 7.116.508 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. september 2011 til 12. apríl 2012 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst þess aðallega sýknu en til vara að kröfur stefnanda verði verulega lækkaðar. Í báðum tilvikum krefst stefndi að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað. I. Með bréfi 30. september 2011 var stefnanda tilkynnt að stefndi hefði lagt niður starf stefnanda sem deildarstjóra launadeildar stefnda, frá og með 30. september 2011. Var þess krafist að stefnandi hætti störfum samdægurs. Í bréfi stefnda var vísað til þess að af hálfu stefnda hefði verið tekin ákvörðun um að endurskipuleggja og gera breytingar á starfsemi fjárhags- og stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins. Var tekið fram að í samræmi við réttarstöðu stefnanda myndi stefndi greiðs stefnanda föst mánaðarlaun í 12 mánuði, sbr. ákvæði í kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Seltjarnarness. Með bréfi 21. október 2011 óskaði stéttarfélag stefnanda, Starfsmannafélag Seltjarnarnesbæjar, eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun stefnda. Með bréfi 9. nóvember 2011 svaraði stefndi bréfi stéttarfélagsins. Var niðurlagning starfs stefnanda rökstudd út frá því að stefndi hefði unnið að endurskipulagningu og breytingum á starfsemi sveitarfélagsins með sparnað og hagræðingu að markmiði. Við undirbúning ákvörðunar um að leggja niður starf deildarstjóra launadeildar hafi farið fram mat og sérstök athugun á þörfum starfseminnar m.a. með hliðsjón af núverandi umfangi og eðli starfseminnar. Á sama tíma og ákvörðun hafi verið tekin um niðurlagningu starfs deildarstjóra launadeildar hafi verið ákveðið að stofna til nýs starfs á sviði starfsmannamála. Stefnandi telur að markmið stefnda hafi einfaldlega verið að segja stefnanda upp störfum. Uppsögnin hafi verið dulbúin sem niðurlagning starfs. Því mómælir stefndi. II. Stefnandi telur að ólöglega hafi verið staðið að ákvörðun stefnda þegar starf stefnanda var lagt niður. Við mat á ólögmæti ákvörðunarinnar verði að líta til þess að ákvörðunin hafi leitt til starfsloka stefnanda en ákvörðun um lausn frá störfum hjá stefnda sé stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ákvörðunin verði því að vera í samræmi við skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar, óháð því hvort lausn frá störfum byggist á þörf fyrir hagræðingu eða öðrum ástæðum. Krafa stefnanda um skaðabætur byggi í fyrsta lagi á því að stefndi hafi ekki virt réttmætisreglu stjórnsýsluréttar við töku ákvörðunarinnar að leggja niður starf stefnanda. Reglan feli í sér að ákvarðanir stefnda verði að byggjast á málaefnalegum sjónarmiðum. Í rökstuðningi stefnda komi fram að ákvörðun stefnda hafi byggst á því að 1) starf stefnanda hafði breyst „að efni til og umfangi“ og 2) að „þörf [hefði] myndast fyrir annars konar þjónustu hjá sveitarfélaginu m.a. á sviði mannauðsmála.“ Stefnandi telji að sú staðreynd að starf stefnanda hafði breyst að „efni til og umfangi“ geti ekki réttlætt þá ákvörðun stefnda að leggja niður starf hennar. Þvert á móti sé það eðlilegt að starf stefnanda taki breytingum frá því að hún hafi fyrst verið ráðin til stefnda fyrir 25 árum. Þörf stefnda, fyrir að veita aukna þjónustu, geti heldur ekki réttlætt hina umdeildu ákvörðun án þess að frekara mat á hæfni starfsmanna stefnda fari fram, meðal annars með tilliti til þekkingar og starfsreynslu á viðkomandi sviði. Ekkert réttlætti það að leggja niður starf stefnanda, til að setja á laggirnar starf mannauðsstjóra, nema stefndi hafi áður framkvæmt mat á öllum störfum sveitarfélagsins og komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast væri að leggja niður starf stefnanda. Stefnandi mótmæli því jafnframt sem röngu að þörf hafi myndast hjá stefnda til að veita þjónustu á sviði mannauðsmála. Að minnsta kosti hafi engin gögn verið lögð fram þess efnis þrátt fyrir áskorun frá stefnanda. Krafa stefnanda byggi í öðru lagi á því að stefndi hafi ekki virt meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 12. gr. laga nr. 37/1993, við töku ákvörðunarinnar að leggja niður starf stefnanda. Reglan feli í sér að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar því markmiði sem að sé stefnt verði ekki náð með öðru og vægari móti. Í fyrirliggjandi gögnum málsins sé ekkert sem bendi til þess að stefndi hafi framkvæmt mat á því hvort mögulegt hefði verið að beita vægara úrræði en að leggja niður starf stefnanda, til að ná fram þeim markmiðum sem að hafi verið stefnt. Þá mótmæli stefnandi því sem röngu að nauðsynlegt hafi verið að leggja niður starf hennar til að setja á fót starf mannauðsstjóra. Stefndi hefði einfaldlega getað breytt störfum einstakra starfsmanna í stað þess að leggja niður starf stefnanda. Krafan stefnanda byggi í þriðja lagi á því að ákvörðun stefnda hafi brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sem sé lögfest í 10. gr. laga nr. 37/1993. Reglan feli í sér að stjórnvald skuli að eigin frumkvæði sjá til þess að málsatvik séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. Stefnandi byggi á því að stefndi hafi ekki rannsakað það sérstaklega hvort starfsmenn hafi getað tekið að sér verkefni svokallaðs mannauðstjóra. Þar af leiðandi hafi ekki verið rannsakað sérstaklega hvort stefnandi hefði getað tekið að sér aukin verkefni áður en gripið hafi verið til þess ráðs að leggja niður starf hennar. Hefði stefndi uppfyllt rannsóknarskyldu sína, hefði stefnda verið ljóst að stefnandi hafi verið fær um að sinna verkefnum mannauðsstjóra með fullnægjandi hætti, enda hafi stefnandi verið með 25 ára starfsreynslu hjá stefnda og menntun á sviði mannauðsstjórnunar. Lokaritgerð hennar í diplómanámi í mannauðsstjórnun hafi fjallað um Starfsmannamál Seltjarnarnesbæjar. Þá hafi ekki verið rannsakað sérstaklega hvort tilefni væri til að leggja niður önnur störf en starf stefnanda. Krafa stefnanda byggi í fjórða lagi á því að ákvörðun stefnda hafi brotið gegn jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar, sem meðal annars er lögfest í 11. gr. laga nr. 37/1993 og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Stefnandi bendi á að stefndi hafi í sambærilegum tilvikum, þegar starf sé lagt niður, ráðið aftur þann starfsmann sem hafi gegnt starfinu og jafnframt hvatt hann til að sækja um. Þessu til stuðnings vísi stefnandi til þess þegar stöður Snorra Aðalsteinssonar, Baldurs Pálssonar, Hauks Geirmundssonar og Gunnars Lúðvíkssonar hafi verið lögð niður þá hafi þeir allir verið endurráðnir. Krafa stefnanda byggi í fimmta lagi á því að ákvörðun um niðurlagningu starfs stefnanda hafi ekki verið tekin af þar til bærum aðila. Um valdþurrð hafi því verið að ræða sem veiti stefnanda rétt til greiðslu skaðabóta samkvæmt almennum reglum. Í samþykktum stefnda um starfsmannamál segi í 8. gr. að bæjarstjórn „... ákveð[i] um fjölda heimilaðra stöðugilda hverju sinni“ og að ekki skuli ráðið í nýtt starf „... án þess að bæjarstjóri eða viðkomandi sviðstjóri skili kostnaðarmati og greinargerð um starfið til fjárhags og launanefndar um þörf fyrir ráðningu í það og skal starfið ekki auglýst fyrr en stöðuheimild er veitt af fjárhags- og launanefnd“, sbr. Fjármálastjóri stefnda, Gunnar Lúðvíksson, hafi undirritað og afhent stefnanda tilkynningu um að búið væri að leggja niður starf hennar. Hann hafi ekki haft heimild til þess samkvæmt framangreindu ákvæði í samþykktum stefnda nema með samþykki bæjarstjórnar. Fyrirliggjandi gögn staðfesti að bæjarstjórn hafi ekki veitt slíkt samþykki. Þegar af þeirri ástæðu beri að fallast á dómkröfu stefnanda. Stefnandi telji að við mat á fjártjóni hennar vegna hinnar ólögmætu ákvörðunar beri m.a. að hafa í huga aldur hennar, kyn, menntun og starfsreynslu. Atvinnumöguleikar 56 ára konu séu fáir eins og atvinnuleit stefnanda undanfarna mánuði sýnir fram á. Stefnandi hafi ekki getað aflað sér sambærilegs starfs og hjá stefnda, þrátt fyrir ítrekaða atvinnuleit, en hún starfi nú hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þá beri að hafa í huga að stefnandi hafi notið réttinda samkvæmt almennum reglum stjórnsýsluréttar og lögum nr. 37/1993. Hún hafi mátt vænta þess að halda starfi sínu til venjulegra starfsloka opinbers starfsmanns svo lengi sem starfseminni yrði haldið áfram á vegum stefnda og hún gerðist ekki brotleg í starfi. Í ljósi alls ofangreinds sé krafa stefnanda um skaðabætur vegna fjártjóns er svari til árslauna, samtals 6.416.508 krónur, því síst of há. Miðað sé við að mánaðarlaun stefnanda hafi að meðaltali verið 534.709 krónur. Krafan sé sett fram á hefðbundinn hátt í málum sem þessum, en samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar beri að ákvarða fjártjónsbætur að álitum með tilliti til allra atvika, en með að leiðarljósi að tjónþoli fái bætt tjón sitt. Horfa verði til þess að stefnandi hafi, sem áður segi, ekki tekist að afla sér sambærilegs starfs og hjá stefnda en stefnandi starfi nú tímabundið hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Mánaðarlaun stefnanda hjá lífeyrissjóðnum séu talsvert lægri en þau hafi verið hjá stefnda. Krafa um vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 30. september 2011 til 12. apríl 2012, byggi á 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Upphafstími vaxtanna miðist við að hið bótaskylda atvik hafi átt sér stað þann 30. september 2011, þegar stefnanda hafi verið tilkynnt að búið væri að leggja niður starf hennar. Krafa um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 12. apríl 2012 til greiðsludags byggist á 9. gr. laga nr. 38/2001 sem kveði á um að skaðabótakröfur skuli bera dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega hafi lagt fram þær upplýsingar sem þörf hafi verið á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Kröfubréf hafi fyrst verið sent stefnda þann 12. mars 2011. Frá þeim degi hafi stefndi getað metið tjónsatvik og fjárhæð bóta í skilningi 9. gr. laga nr. 38/2001. Krafa stefnanda um miskabætur styðjist við 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Aðferðin sem hafi verið viðhöfð þegar stefnanda var tilkynnt að búið væri að leggja niður starf hennar hafi verið sérlega meiðandi. Einkum í ljósi þess að stefnandi hafði starfað í 25 ár hjá stefnda. Stefnanda hafi fyrirvaralaust og án ástæðu verið gert að yfirgefa vinnustað stefnda. Út á við beri uppsögnin þess merki að stefnandi hafi gerst sek um brot á vinnuskyldum sínum sem réttlæti fyrirvaralausan brottrekstur af vinnustað. Með vísan til framangreinds telji stefnandi að uppfyllt séu skilyrði 26. gr. laga nr. 50/1993. Í ljósi atvika geri stefnandi kröfu um miskabætur að fjárhæð 700.000 krónur. Stefnandi telji að stefndi eigi engar málsbætur sem leitt geti til lækkunar á stefnukröfunni. Um málskostnaðarkröfu vísi stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III. Sýknukrafa stefnda er byggð á því að niðurlagning á starfi stefnanda hafi verið í samræmi við lög og stjórnvaldsreglur. Ákvörðunin hafi grundvallast á málefnalegum forsendum, réttur stefnanda virtur og séu skilyrði bótaábyrgðar ekki uppfyllt í málinu. Stefndi hafi unnið að endurskipulagningu og breytingum á stjórnkerfi sínu árin 2009 til 2011. Hafi aðgerðirnar verið liður í því hagræðingar- og sparnaðarferli sem hrundið hafi verið af stað til að draga úr kostnaði í starfsemi sveitarfélagsins. Hafi þær tekið til stjórnkerfisins í heild sinni, þ. á m. fjármála- og stjórnsýslusviðs. Gerð hafi verið úttekt á starfsemi sviðsins sem og inntaki og eðli starfa innan þess. Úttektin hafi leitt í ljós að hægt væri að fækka störfum innan deildarinnar, sameina störf og endurskilgreina þau. Enn fremur hafi komið fram að þörf hafði myndast fyrir nýju starfi á sviði mannauðsmála. Ákveðið hafi verið að setja á stofn starf mannauðsstjóra er sinnt gæti öllum þeim þáttum er snúi að mannauðsstarfinu. Að auki hafi verið gert ráð fyrir að mannauðsstjóri sæi um launavinnslu um hver mánaðamót, starf sem stefnandi hafði áður haft með höndum. Hafi þótt eðlilegt að mannauðsstjóri tæki yfir þetta verkefni en forsendur höfðu skapast til þess með innleiðingu nýs launakerfis haustið 2011. Hafi því verið ákveðið að leggja niður starf deildarstjóra launadeildar og stofna nýtt starf, mannauðsstjóra, sem tæki yfir störf hans ásamt því að taka yfir störf sem tilheyrðu sviðsstjóra. Hafi niðurstöður sýnt að með þessum ráðstöfunum næðist umtalsverð hagræðing í starfsemi stefnda. Stefndi byggi lögmæti ákvörðunar sinnar á sjálfsákvörðunarrétti, sem varinn sé af ákvæði 78. gr. stjórnarskrárinnar og sé stefnda heimilt að gera hverjar þær breytingar á stjórnkerfi og stjórnskipulagi sveitarfélagsins sem hann telji þjóna hagsmunum sveitarfélagsins og íbúum þess best. Séu honum ekki settar neinar takmarkanir eða skorður í þessu sambandi, hvorki lagalegar ná aðrar. Nánar sé á því byggt að stefnda hafi verið fullkomlega heimilt að leggja starf stefnanda niður með ákvörðun sinni í umrætt sinn. Stefnda hafi enn fremur verið heimilt að taka ákvörðunina einhliða, þ.e.a.s. án samráðs við stefnanda eða íhlutunar af hans hálfu. Í samræmi við ákvæði kjarasamnings hafi ákvörðun þurft að grundvallast á málefnalegum sjónarmiðum. Þá hafi stefnda vitaskuld borið að virða kjarasamningsbundinn rétt stefnanda við niðurlagningu á starfi hennar. Ljóst megi vera að rétt hafi verið staðið að ákvörðun sem um ræðir að öllu leyti og að henni hafi í engu verið áfátt. Ákvörðun hafi verið tekin að vandlega íhuguðu máli og að baki henni hafi legið fullkomlega málefnalegar ástæður. Nægi í því sambandi að benda á þá staðreynd að stefndi hafi ráðist í viðamiklar aðgerðir með það að markmiði að ná fram hagræðingu og sparnaði í starfsemi sinni. Hafi sú vinna staðið yfir í hartnær tvö ár og náð til stjórnkerfisins í heild sinni. Aukinheldur hafi sérhvert starf verið metið m.t.t. þarfa starfseminnar. Að fengnum niðurstöðum hafi sú ákvörðun verið tekin að endurskipuleggja og gera breytingar á starfsemi fjárhags- og stjórnsýslusviðs. Í því hafi falist auk annars að starf deildarstjóra launadeildar hafi verið lagt niður. Með öðrum orðum hafi starfið ekki lengur verið til í stjórnkerfi stefnda. Stefndi viðurkenni að ákvarðanir sem teknar séu í tengslum við stjórnkerfisbreytingar séu sjaldnast vinsælar, allra síst hjá þeim sem þær varði með beinum hætti. Þá árétti stefndi að ákvarðanir sem þessar séu ekki teknar af neinni léttúð eða í hálfkæringi. Vegna rekstrarlegrar stöðu hafi verið aðkallandi fyrir stefnda að sýna jafnt aðhald og ábyrgð í rekstri sínum. Tölur úr rekstrarreikningi árið 2009 tali sínu máli. Liður í því hafi verið að ráðast í endurskipulagningu og breytingar á stjórnkerfi sveitarfélagsins. Aðhaldsaðgerðirnar hafi leitt til þeirrar ákvörðunar að starf stefnanda hafi verið lagt niður. Lögð sé áhersla á að stefnandi hafi ekki verið ein um það að missa starf sitt. Því fari víðsfjarri. Það skuli upplýst að frá árinu 2009 hafi verið fækkað um þrjú stöðugildi á fjárhags- og stjórnsýslusviði. Auk þess hafi allir aðrir starfsmenn sviðsins með engri undantekningu þurft að sæta breytingum ellegar tilfæringum í starfi. Stefndi bendi á að ákvörðun sem um ræði hafi ekki haft neitt með persónu stefnanda sem starfsmanns að gera né árangur hennar í starfi. Stefnandi hafi starfað hjá stefnda í 25 ár. Á þeim tíma hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hennar. Stefndi bendi á að aðhaldsaðgerðirnar hafi ekki einvörðungu beinst að starfsmönnum í stjórnkerfi bæjarins heldur hafi þær varðað alla íbúa sveitarfélagsins. Til marks um það nægi að benda á að bæjarstjórn stefnda tók ákvörðun um hækkun útsvars árið 2011. Með bréfi stefnda 30. september 2011 hafi stefnanda verið tilkynnt ákvörðun um niðurlagningu starfs og starfslok hennar hjá sveitarfélaginu og skyldi ákvörðun öðlast gildi sama dag að telja. Í samræmi við kjarasamningsbundinn rétt, sbr. gr. 11.1.1. í kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Seltjarnarness, og réttarstöðu sinnar hafi stefnandi notið fastra mánaðarlauna í 12 mánuði, svokallaðra biðlauna. Samkvæmt því hafi launagreiðslum til stefnanda átt að ljúka 30. september 2012. Í júní mánuði árið 2012 hafi stefnandi fengið greidd laun frá Lífeyrissjóði starfmanna ríkisins. Af staðgreiðsluyfirliti megi draga þá ályktun að í maí mánuði 2012 hafi stefnandi ráðið sig til starfa hjá sjóðnum. Næstu mánaðamót á eftir hafi stefnandi fengið útborguð laun frá lífeyrissjóðnum. Samkvæmt því hafi stefnandi notið tvöfaldra launa um margra mánaða skeið. Slíkt fyrirkomulag sé í andstöðu við þá reglu sem gildi í íslenskum vinnurétti um frádrátt tekna hjá nýjum vinnuveitanda hvort sem um lögmæta eða ólögmæta uppsögn sé að ræða. Stefndi telji að stefnandi hafi notið mun betri réttar en hún hafi átt samkvæmt kjarasamningi. Stefndi bendi á að lýsingar stefnanda á því hvernig viðskilnaði við stefnanda var háttað séu stórlega ýktar. Ekki sé rétt hjá stefnanda að henni hafi verið vísað út af vinnustað sínum með látum. Hið rétta sé að stefnanda hafi verið boðið að hafa sína hentisemi varðandi það að losa starfsstöð sína. Hafi hún mátt sækja sína persónulegu muni og annað sem henni tilheyrði hvenær sem henni hentaði utan vinnutíma. Stefndi telji að eðli ákvæða um niðurlagningu starfa samkvæmt ákvæðum kjarasamnings sé með þeim hætti að ekki beri að tilkynna slíkar ákvarðanir með tilteknum fyrirvara ólíkt því sem gildi um uppsögn ráðningarsamninga. Í þessu sambandi bendi stefndi á að ákvæði um biðlaunagreiðslur kveði á um greiðslu mánaðarlauna í 12 mánuði án vinnuframlags en við uppsögn sé greiðslan að jafnaði þrír mánuðir gegn vinnuframlagi starfsmanns. Þá séu starfslýsingar í stefnu rangar. Stefnandi hafi ekki borið ábyrgð á vinnslu launa og launaupplýsinga líkt og haldið sé fram. Allar launaáætlanir hafi verið unnar af fjármálastjóra bæjarins. Stefnandi hafi ekki haft það verk með höndum að taka saman öll grunnskjöl sem lágu til grundvallar áætlunargerðar. Stefndi kannist ekki við þau sérverkefni sem stefnandi telji sig hafa sinnt nema skýrsluskil sem tengst hafi sjálfri launavinnslunni. Hafi ekki verið um sérverkefni að ræða heldur hafi þau verið órjúfanlegur hluti launavinnslunnar. Stefndi mótmæli umfjöllun um form ráðningarsamnings. Þegar núverandi stjórnendur hjá stefnda hafi orðið þess áskynja að sumir starfsmenn höfðu hvorki skriflegan ráðningarsamning né starfslýsingu hafi þeir ráðist í að lagfæra ástandið til betri vegar. Hafi stefnandi verið sú eina á bæjarskrifstofunni sem reyndist ófáanleg til að undirrita nýja starfslýsingu. Sé þar komin skýringin á því hvers vegna skriflegur ráðningarsamningur hafi ekki verið gerður. Hafi réttarstaða stefnanda ekki verið verri fyrir vikið, enda munnlegir samningar, þ.m.t. ráðningasamningar, jafngildir skriflegum að lögum. Varðandi inntak og eðli nýja starfsins sem sett var á laggirnar innan stjórnkerfis stefnda, starf mannauðsstjóra, hafi meginstarfsskyldur verið að annast öll mannauðsmál í samráði við sinn yfirmann. Skyldi mannauðsstjóri einnig sjá um launavinnslu, verkefni sem stefnandi hafi sinnt áður. Mannauðsmál hafi ekki verið á hendi stefnanda. Því sé útilokað að leggja störfin að jöfnu. Stefndi telji að ekki þurfi að koma á óvart þótt stefnandi hafi ekki heyrt um innleiðingu starfs mannauðsstjóra. Ákvarðanataka þar að lútandi hafi verið í höndum annarra. Öllum starfsmönnum hafi þó verið kunnugt um þá verkferlagreiningu sem í gangi hafi verið innan stjórnkerfis stefnda með tilheyrandi skoðun starfa og kortlagningu sviða. Hafi ákvörðun um niðurlagningu starfs stefnanda byggt á faglegum forsendum. Niðurstöður verkferlagreiningar sem óháð ráðgjafarfyrirtæki, HI ráðgjöf, hafi unnið fyrir stefnda hafi leitt í ljós að unnt væri að ná fram hagræðingu með tilfærslum og endurskipulagningu starfa innan fjármála- og stjórnsýslusviðs sem aftur hafi leitt til ákvörðunar um niðurlagningu starfs stefnanda. Löngu hafi verið tímabært að setja á fót starf mannauðsstjóra innan stjórnkerfisins. Starfsmannaviðtöl og starfsmannakönnun sem ráðgjafarfyrirtækið Capacent hafi unnið hafi staðfest það. Samanburður á starfi stefnanda og starfi mannauðsstjóra sé með öllu óraunhæfur. Útilokað sé að bera saman verkefni starfsmanns í launavinnslu og starfsmanns sem hafi með mannauðsmál á sínum höndum. Um gjörólík störf sé að ræða. Stefndi bendi á að ef stefnandi hafi talið sig uppfylla þær hæfni- og menntunarkröfur sem gerðar voru til starfs mannauðstjóra hafi ekkert mælt gegn því að hún sækti um starfið er það var auglýst. Það hafi hún ekki gert. Stefnandi verði því sjálf að bera hallann af því að ekki hafi farið fram mat á hæfni hennar til að gegna umræddu starfi. Staðhæfingum stefnanda um að stefndi hafi hvatt nánar tilgreinda einstaklinga, hvers störf voru lögð niður til að sækja um ný störf, og að því er virðist í þeim tilgangi einum saman að endurráða þá sé alfarið mótmælt. Með ákvörðun bæjarstjórnar 8. september 2010 hafi störf allra framkvæmdastjóra verið lögð niður. Í kjölfarið hafi stefndi auglýst störf sviðsstjóra laus til umsóknar. Fjárhags- og launanefnd stefnda hafi farið yfir allar umsóknir sem bárust og hafi síðan verið lagt til við bæjarstjórn um ráðningar í störfin. Hafi Gunnar Lúðvíksson ekki verið framkvæmdastjóri heldur hafi hann verið ráðinn verkefnastjóri tímabundið í sex mánuði. Starf hans hafi því ekki verið lagt niður. Í kjölfar skipulagsbreytinga og niðurlagningu starfa framkvæmdastjóra hafi bæjarstjórn ráðið Gunnar í starf fjármálastjóra sveitarfélagsins. Stefndi andmæli því að ákvörðun um niðurlagningu hafi ekki verið tekin af til þess bærum aðila. Samkvæmt V. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar sé bæjarstjóri framkvæmdastjóri bæjarfélagsins. Sem slíkum hafi bæjarstjóra verið falið að framfylgja samþykkt bæjarstjórnar um hagræðingu og endurskipulagningu innan stjórnsýslu stefnda. Liður í þeim aðgerðum hafi verið niðurlagning á starfi stefanda. Ákvörðunin sem slík hafi því verið á ábyrgð bæjarstjóra. Forstöðumanni fjármálasviðs hafi síðan verið falið að tilkynna stefnanda um niðurlagningu starfsins með formlegum hætti. Sé ekkert athugunarvert við þá framkvæmd enda alvanalegt innan stjórnsýslunnar að næstu yfirmönnum sé falið slíkt. Þótt undirbúningur og meðferð mála séu í höndum hlutaðeigandi yfirmanna fari bæjarstjóri með endanlegt ákvörðunarvald og beri ábyrgð. Stefndi byggi varakröfu á sömu málsástæðum og aðalkröfu, þ.e.a.s. að öll vinnulaun sem starfsmaður afli hjá nýjum vinnuveitanda á uppsagnarfresti komi til frádráttar bótakröfu á hendur vinnuveitanda. Stefnandi hafi fengið útborguð laun frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins á sama tíma og hún naut biðlauna frá stefnda. Komi þær greiðslur til frádráttar bótakröfu stefnanda á hendur stefnda. Þá beri við ákvörðun að líta heildstætt á málavöxtu og aðstæðna. Kröfu stefnanda um miskabætur sé mótmælt. Telji stefndi að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að skilyrði 26. gr. laga nr. 50/1993 séu uppfyllt í málinu. Stefndi hafi ekki sýnt af sér ásetning um að brjóta rétt á stefnanda eða beita hana meingerð. Beri því að hafna kröfu stefnanda um greiðslu miskabóta. IV. Í máli þessu er til úrlausnar hvort löglega hafi verið staðið að þeirri ákvörðun stefnda 30. september 2011 að leggja niður starf stefnanda sem deildarstjóra launadeildar stefnda. Málstaður stefnanda er á því reistur að málsmeðferð stefnda hafi ekki verið í samræmi við skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Samkvæmt 78. gr. stjórnarskrár skulu sveitarfélög sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Með ákvæðinu er sveitarfélögum tryggður sjálfsákvörðunarréttur um sín innri málefni. Mat á því hverra skipulagsbreytinga var þörf til að koma til leiðar hagræðingu í rekstri var þannig í höndum stefnda og sætti ekki öðrum takmörkunum en þeim að aðgerðir sem gripið var til urðu að vera í samræmi við lög og meginreglur stjórnsýsluréttar. Á þessum grundvelli var stefnda rétt og skylt að ráðast í endurskipulagningu á innri starfsemi sinni í ljósi þess að rekstrarreikningur ársins 2009 sýnir mikinn rekstrarhalla. Stefndi hafði hins vegar ekki frjálsar hendur um hvernig að niðurlagningu starfa var staðið og bar í þeim efnum að haga undirbúningi og framkvæmd í samræmi við ákvæði laga nr. 37/1993 og meginreglur um vandaða stjórnsýsluhætti. Er ákvæðum laga nr. 37/1993 meðal annars ætlað að tryggja að ekki sé verið að dylja ástæður að baki niðurlagningu starfa. Verður að gera þá kröfu til forstöðumanna opinberra stofnana að þeir gæti almennra stjórnsýslureglna í samskiptum sínum við starfsmenn sína, sérstaklega þegar um er að ræða ákvarðanir sem þýðingu hafa að lögum og ætlað er að hafa íþyngjandi áhrif. Niðurlagning starfs stefnanda var stjórnvaldsákvörðun, sem var hluti af stjórnsýslu stefnda. Við undirbúning og ákvörðun bar stefnda því að fara eftir reglum laga nr. 37/1993, sbr. 1. gr. laganna. Stefndi hefur staðhæft að hafa árin 2009 til 2011 unnið að endurskipulagningu og breytingum á stjórnkerfi sínu í hagræðingar- og sparnaðarskyni. Þá hefur stefndi staðhæft að ráðgjafafyrirtækið HI ráðgjöf hafi unnið svonefndar verkferlagreiningar fyrir stefnda. Niðurstaða allrar þessarar vinnu hafi leitt til þess að ráðast hafi verið í niðurlagningu á starfi deildarstjóra launadeildar. Þrátt fyrir staðhæfingar um viðamiklar endurskipulagningu og breytingar á stjórnkerfi sínu hefur stefndi engin gögn lagt fram um vinnu eða úttektir að baki þeim stjórnkerfisbreytingum. Stefndi hefur staðhæft að yfirlit á dskj. nr. 15 stafi frá ráðgjafafyrirtækinu HI ráðgjöf og sýni verkferlagreiningu, sem stuðst hafi verið við í ákvörðun um niðurlagningu starfs stefnanda. Af skjalinu sjálfu verður ekki ráðið að það stafi frá HI ráðgjöf. Hefur engu öðru verið teflt fram því til stuðnings en vætti Gunnars Lúðvíkssonar fjármálastjóra. Átti stefndi þess þó kost. Þá verður vart af skjalinu ráðið hvaða verk hafi í reynd falist í starfi deildarstjóra launadeildar. Er nánast ógerningur að bera saman starf deildarstjóra launadeildar og starf mannauðsstjóra, svo sem hinu síðarnefnda var lýst í auglýsingu í Fréttablaðinu og frammi liggur í málinu. Þegar grípa þarf til aðgerða eins og niðurlagningu starfa verður forstöðumaður að afmarka þau störf slíkar aðgerðir geta beinst gegn og velja úr þá stöðu sem telja verður að stofnunin geti helst verið án. Slíku vali eru takmörk sett af réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Verður valið að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum er taka mið af þeim opinberu hagsmunum sem hin opinbera stofnun vinnur að. Stefnandi hefur staðhæft að ekki hafi verið framkvæmt nauðsynlegt mat á starfi og hæfni stefnanda áður en starf stefnanda hafi verið lagt niður. Þá hefur stefnandi staðhæft að ekki hafi verið framkvæmt nægjanlegt mat á því hvort mögulega hafi mátt ná þeim markmiðum er að var stefnt með beitingu vægari úrræða en að leggja niður starf stefnanda. Loks hefur stefnandi staðhæft að ekki hafi verið sérstaklega rannsakað af hálfu stefnda hvort einhver starfsmaður stefnda hafi getað gegnt starfi mannauðsstjóra, er ákveðið var að koma því starfi á laggirnar. Þar með hafi stefndi brotið rannsóknarskyldu stjórnsýslulaga. Í ljósi þess að stefndi hefur ekki lagt fram nein gögn eða varpað með öðrum hætti ljósi á vinnu að baki hinum svonefndu stjórnkerfisbreytingum og því með hvaða hætti mat hafi verið lagt á nauðsyn þess að leggja niður starf stefnanda en ekki annars starfsmanns, verður stefndi látinn bera halla af skorti á sönnun um framangreind atriði. Með því er það niðurstaða dómsins að ekki hafi réttilega verið staðið að því af hálfu stefnda að leggja niður starf stefnanda. Stefnandi á rétt á skaðabótum vegna ólögmætrar háttsemi stefnda. Í samræmi við dómvenju verða skaðabætur vegna fjártjóns stefnanda ákvarðaðar að álitum með tilliti til atvika allra. Eru bætur vegna fjártjóns ákveðnar 2.000.000 króna og þá litið til þess að stefnandi naut um tíma launa á sama tíma og henni voru greidd biðlaun af hálfu stefnda. Framangreind niðurlagning á starfi stefnanda var meiðandi í garð stefnandi og fól í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni. Á stefnandi rétt á miskabótum úr hendi stefnda á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993. Eru miskabætur hæfilega ákveðnar 500.000 krónur. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað. Málið flutti af hálfu stefnanda Hilmar Gunnarsson héraðsdómslögmaður en af hálfu stefnda Anton Björn Markússon hæstaréttarlögmaður. Dóm þennan kveður upp Símon Sigvaldason héraðsdómari. D ó m s o r ð: Stefndi, Seltjarnarnesbær, greiði stefnanda, Bryndísi Sigrúnu Richter, 2.500.000 krónur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 30. september 2011 til 12. apríl 2012, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 537/2005
Kærumál Ákæruvald Vanhæfi
1. Umboðsskrá setts saksóknara hafi verið víðtækari en heimilt var þegar hún var látin ná til máls S-1026/2005, sbr. forsendur í úrskurði dómsforseta þann 22. nóvember 2005.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 16. desember 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. desember 2005, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að málið yrði fellt niður. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðilar krefjast þess að málið verði fellt niður. Þeir krefjast þess jafnframt að málsvarnarkostnaður þeirra í héraði verður greiddur úr ríkissjóði auk kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Svo sem greinir í úrskurði héraðsdóms telja varnaraðilar settan ríkissaksóknara í málinu hafa skort umboð til að fara með það af hálfu ákæruvalds. Nefna þeir þrjár ástæður því til stuðnings, en hver þeirra um sig leiði til þess að líta verði svo á að ákæruvaldið hafi ekki sótt þing í málinu í nánar tilgreind skipti þegar það var tekið fyrir í héraðsdómi. Ítrekuð útivist ákæruvalds í opinberu máli eigi að leiða til þess að það verði fellt niður. Er í hinum kærða úrskurði jafnframt rakin framvinda málsins frá því að ríkislögreglustjóri gaf út ákæru á hendur varnaraðilum 1. júlí 2005. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur ágreiningsefnum í tengslum við málið tvívegis áður verið skotið til Hæstaréttar með kæru, sbr. dóma réttarins 10. október 2005 í máli nr. 420/2005 og 2. desember sl. í máli nr. 492/2005. Eftir fyrri dóminn fluttist saksókn frá ríkislögreglustjóra, en ágreiningur aðila nú varðar umboð setts ríkissaksóknara í þeim átta liðum ákæru af alls fjörutíu, sem ekki var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar 10. október 2005. Varnaraðilar styðja kröfu sína í fyrsta lagi við það að setning ríkissaksóknara hafi verið látin ná til þess hluta ákærunnar, sem ekki var vísað frá dómi samkvæmt framansögðu, en með því hafi setningin orðið víðtækari en heimilt var. Verði því að líta svo á að um ítrekaða útivist ákæruvalds hafi verið að ræða. Með vísan til forsenda hins kærða úrskurðar verður þeirri málsástæðu hafnað. Krafa varnaraðila er í annan stað reist á því að dóms- og kirkjumálaráðherra hafi verið vanhæfur til að setja ríkissaksóknara í málinu. Því til stuðnings eru tilfærð ýmis ummæli ráðherrans á opinberum vettvangi um þá og G hf., sem varnaraðilar telja sýna óvild hans í þeirra garð, og að ástæða sé til að efast um óhlutdrægni hans gagnvart þeim, sbr. 6. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Fallist er á með héraðsdómara að ýmis þessara ummæla séu mjög gagnrýnin í garð G hf. og að minnsta kosti sumra varnaraðilanna, en ekki verður séð að þau tengist sérstaklega einstökum sakarefnum í málinu. Er heldur ekki fram komið að ráðherrann fari með stjórnsýsluvald á þeim sviðum, sem ummæli hans varða. Að öllu virtu er ekki nægilega sýnt fram á að ráðherrann hafi með ummælum sínum orðið vanhæfur til að setja ríkissaksóknara í málinu og að líta beri svo á að af þeirri ástæðu hafi ekki verið sótt þing af hálfu ákæruvalds er það var tekið fyrir í héraðsdómi. Þriðja málsástæða varnaraðila fyrir kröfu sinni er sú að engin heimild sé í 28. gr. laga nr. 19/1991 til að flytja forræði máls frá ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara eftir að ákæra hefur verið gefin út, sbr. 2. mgr. 29. gr. laganna. Varðandi þetta er til þess að líta að lögreglustjórar og þar með ríkislögreglustjóri fara með sjálfstætt ákæruvald undir eftirliti og yfirstjórn ríkissaksóknara. Að því gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hafnað kröfu varnaraðila, sem á þessari ástæðu er reist. Samkvæmt öllu framanröktu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 648/2009
Samningur Starfslok Trúnaðarskylda Brostnar forsendur
A starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri F. Þann 11. apríl 2008 gerði F starfslokasamning við A þar sem kveðið var á um að A skyldi ljúka vinnuskyldu sinni 31. maí sama ár en laun haldast til 31. október 2008. Í samningnum var kveðið á um að launin skyldu greidd, óháð því hvort A myndi sinna störfum annarsstaðar á tímabilinu. Með munnlegum samningi í maí á sama ári réði A sig til S sem starfaði á sama sviði og F og voru launagreiðslur A felldar niður vegna þessa. Í málinu krafði A, F um greiðslur samkvæmt starfslokasamningnum. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ákvæði starfslokasamningsins væri skýrt um að A skyldi njóta réttar til launa til loka október 2008. Hefði F verið í lófa lagið að taka fram í samningnum ef hann vildi takmarka þennan rétt A við að hann réði sig ekki til vinnu hjá S. Hefði F í raun haft sérstakt tilefni til að gæta að þessu þar sem ágreiningslaus var að A lét af störfum hjá F vegna stuðnings við tillögu um samruna F og S. Þetta hafði F ekki gert og var ekki fallist á að óskráð forsenda fyrir samningnum sem að þessu laut hefði brostið með þeim réttaráhrifum að F yrði ekki bundið við starfslokasamninginn. Var krafa A samkvæmt þessu tekin til greina og F dæmt til að greiða A laun og aðrar greiðslur samkvæmt samningum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson og Benedikt Bogason dómstjóri. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málavöxtum og málsástæðum aðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Stefndi hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir því að áfrýjandi hafi vísvitandi leynt upplýsingum um starfskjör sín hjá stefnda, sem máli hafi skipt, við gerð starfslokasamningsins 11. apríl 2008. Úrslit málsins ráðast af skýringu á þeim samningi. Í honum er kveðið á um að áfrýjandi skuli halda óbreyttum launum til 31. október 2008 og að þau skuli „greidd óháð því hvort Andrés sinni störfum annarsstaðar á tímabilinu, ..“. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að forsendur skyldu sinnar samkvæmt þessu samningsákvæði hafi brostið þegar áfrýjandi réði sig til starfa hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Kveður hann þau samtök „helsta samkeppnisaðila“ sinn. Til stuðnings sjónarmiði sínu um þetta hefur stefndi bent á svofellt ákvæði í starfslokasamningi áfrýjanda: „Allar upplýsingar um FÍS og starfsemi félagsins eru trúnaðarmál og gildir sá trúnaður eftir lok þessa samnings með óbreyttum hætti eins og á starfstíma.“ Stefndi hefur ekki byggt á því að áfrýjandi hafi brotið gegn þessu ákvæði með því að hafa gefið hinum nýja vinnuveitanda sínum tilteknar upplýsingar, sem hann hafi verið bundinn trúnaði um, heldur felist nefndur forsendubrestur í því að hafa ráðið sig til vinnu hjá honum. Samkvæmt því sem að framan segir er ákvæði starfslokasamningsins skýrt um að áfrýjandi skuli njóta réttar til launa til loka október 2008 svo sem hann krefst. Stefnda hefði verið í lófa lagið að taka fram í samningnum ef hann vildi takmarka þennan rétt áfrýjanda við að hann réði sig ekki til vinnu hjá nefndum ætluðum samkeppnisaðila sínum. Hafði stefndi raunar sérstakt tilefni til að gæta að þessu þar sem ágreiningslaust er að áfrýjandi lét af störfum hjá honum vegna stuðnings við tillögu um samruna þessara tveggja samtaka verslunarfyrirtækja. Þetta gerði stefndi ekki og verður ekki fallist á með honum að óskráð forsenda fyrir samningnum sem að þessu lúti teljist hafa brostið með þeim réttaráhrifum að hann sé ekki skuldbundinn samkvæmt ákvæðinu um rétt áfrýjanda til launa fyrrgreint tímabil eftir að hann lét af störfum. Samkvæmt þessu verður krafa áfrýjanda tekin til greina. Ekki eru efni til að lækka hana vegna varakröfu stefnda í héraði sem byggð er á því að hann eigi gagnkröfu á hendur áfrýjanda vegna viðgerðarkostnaðar á bifreið í eigu stefnda sem áfrýjandi hafði til afnota. Hefur stefndi ekki fært fram haldbær rök fyrir þessari kröfu. Samkvæmt þessari niðurstöðu málsins verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem ákveðst í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Stefndi, Félag íslenskra stórkaupmanna, greiði áfrýjanda, Andrési Magnússyni, 4.109.486 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 1.225.400 krónum frá 1. september 2008 til 1. október sama ár, af 2.450.800 krónum frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, en af 4.109.486 krónum frá þeim degi til greiðsludags og samtals 900.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. ágúst 2009. Mál þetta, sem dómtekið var 30. júlí sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Andrési Magnússyni, Vesturbrún 33, Reykjavík, á hendur Félagi íslenskra stórkaupmanna, Kringlunni 7, Reykjavík, með stefnu áritaðri um birtingu 21. nóvember 2008. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert með dómi að greiða honum skuld að fjárhæð kr. 4.109.486.- með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af kr. 1.225.400.- frá 01.09.2008 til 01.10.2008, af kr. 2.450.800.- frá þeim degi til 01.11.2008 en af stefnufjárhæð, kr. 4.109.486.- frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu að viðbættum 24,5% virðisaukaskatti á málskostnað samkvæmt mati dómsins. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Til vara er þess krafist að stefnukrafan verði lækkuð um kr. 485.293 og að málskostnaður verði felldur niður. Málavextir Stefnandi starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri stefnda eða allt til þess að hann lauk vinnuskyldu sinni hjá stefnda í lok maí 2008. Starfslok stefnanda hjá stefnda voru gerð með samkomulagi aðila og gengu aðilar frá skriflegum starfslokasamningi þann 11. apríl 2008. Tildrög að starfslokum stefnanda hjá stefnda voru þau að stefnandi hafði sem framkvæmdastjóri stefnda unnið að sameiningu stefnanda og Samtökum verslunar og þjónustu. Þau sameiningaráform gengu ekki eftir og í framhaldi af því urðu aðilar sammála um það að stefnandi lyki störfum hjá stefnda og var samið um starfslokin. Samkvæmt starfslokasamningi urðu aðilar ásáttir um að stefnandi lyki vinnuskyldu þann 31. maí 2008, en frá gerð starfslokasamnings 11. apríl til 31.maí voru gerðar takmarkanir á völdum framkvæmdastjóra félagsins og áhrif formanns stjórnarinnar aukin. Þá skyldi stefnandi eftir 1. júní 2006 vinna að hámarki tvær vikur með nýjum framkvæmdastjóra auk þess sem hann myndi taka að sér tilfallandi ráðgjafaverkefni fyrir stefnda. Þá var umsamið samkvæmt starfslokasamningi að laun og kostnaður vegna bifreiðar og hlunninda og orlofsgreiðslur skyldu vera óbreytt eftir 31. maí 2008 allt til 31. október 2008. Á fundi sem stefnandi átti með stjórnarmanni stefnda 30. júní 2008 var honum tjáð að það væri skoðun stefnda að brostnar væru forsendur starfslokasamnings aðila þar sem stefnandi hefði ráðið sig sem starfsmann Samtaka verslunar og þjónustu og að launagreiðslur féllu niður þegar stefnandi væri komin á launaskrá annars staðar. Þessu hafnaði stefnandi með formlegu bréfi þann 11. júlí 2008. Í bréfi stefnda til stefnanda, dags. 28. ágúst 2008, segir að forsendur stafslokasamnings séu brostnar, þar sem stefnandi hafi með ráðningu sinni til samkeppnisaðila stefnda brotið bæði skrifaðar og óskrifaðar reglur um trúnaðarskyldu við stefnda. Tekið er fram í bréfi þessu að frekari greiðslur í formi launa eða launatengdra greiðslna falli niður frá og með 1. ágúst. Stefnanda voru því greidd laun samkvæmt starfslokasamningi fyrir júní og júlí 2008. Mál þetta hefur stefnandi höfðað til greiðslu launa í samræmi við efni starfslokasamningsins til loka október mánaðar 2008. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir mál sitt í meginatriðum á þeirri staðreynd að stefndi hafi ekki staðið skil á greiðslum launa samkvæmt starfslokasamkomulagi fyrir mánuðina ágúst, september og október 2008. Fyrir liggi að þann 11. apríl 2008 hafi aðilar gert með sér starfslokasamning. Hann sé í átta greinum og undirritaður af báðum aðilum málsins og fyrir liggi að farið hafi verið eftir efni hans frá undirritun til 31. júlí 2008. Meginatriði samningsins voru; að takmörkun varð á völdum framkvæmdastjóra frá gerð samnings, framkvæmdastjórn framkvæmdastjóra lauk miðað við 31. maí 2008 og eftir það skyldi eingöngu sinna tilteknum verkefnum. Að því marki sem stefndi hafi óskað eftir slíku var við því orðið. Í 2., 3. 4 og 5. gr. starfslokasamningsins hafi sérstaklega verið kveðið á um það lið fyrir lið að stefnandi skyldi ekki missa neins í kjörum; laun, orlof, hlunnindi og kostnað. Þá sé í 4. gr. starfslokasamnings svohljóðandi ákvæði ..” Laun skulu haldast óbreytt til 31.10.2008. Laun skulu greidd óháð því hvort Andrés sinni störfum annars staðar á tímabilinu sem og réttindi Andrésar samkvæmt 4. gr..” Stefnandi byggir á því að samningsákvæði þetta sé skýrt óskilyrt loforð um að laun skuli greiða til tiltekins tíma hvað sem líði launum í öðru starfi. Hin venjulegu sjónarmið vinnuréttar um frádrátt launa á tímabili uppsagnar eða ólögmætrar synjunar á launagreiðslum eigi ekki við. Ráðning stefnanda í nýtt starf og launagreiðslur frá þriðja aðila geti því ekki falið í sér forsendubrest hvað varðar starfslokasamninginn og skyldur stefnda. Ekki sé reyndar ljóst hvort á því sé byggt. Í bréfi stefnda, dags. 28. ágúst 2008, sé vísað til þess að forsendur séu brostnar og að skrifaðar og óskrifaðar trúnaðarskyldur hafi verið brotnar. Þetta sé hins vegar lítið rökstudd og sé því hafnað að þessi sjónarmið geti átt við. Fyrir liggi að í starfslokasamningi sé engin takmörkun sett á stefnanda hvað varðar mögulega ráðningu á tímabili starfslokasamnings. Hvorki hvað varðar þann aðila sem hann réði sig til né annarra. Þá sé heldur ekki takmörkun á starfsvali samkvæmt ráðningarskilmálum eða starfslokasamkomulagi. Þá sé og ljóst að ákvæði 37. gr. laga nr. 7/1936 takmarki með hvaða hætti hömlur verða lagðar á atvinnuþátttöku manna eftir starfslok. Ákvæði 6. gr. um trúnað stefnanda við stefnda verði ekki túlkað þannig að það fari í bága við meginreglu 37. gr. samningalaga nr. 7/1936 og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Meginreglan sé að mönnum sé í sjálfsvald sett með að nýta aflahæfi sitt og eigi hún við í þessu máli. Þá sé ekki ljóst með hvað hætti stefndi telur trúnað brotinn utan almennrar yfirlýsingar þess efnis í bréfi 28. ágúst 2008. Ekki sé sýnilegt að slík brot hafi verið framin og að auki ekki ljóst að stefndi og Samtök verslunar og þjónustu eigi í samkeppni eða upplýsingar annars um starfsemi hins séu skaðlegar. Þá liggi og fyrir að fyrir starfslok stefnanda hjá stefnda hafði stefndi átt í viðræðum og lagt fyrir fund tillögu um sameiningu stefnda og Samtaka verslunar og þjónustu. Ljóst sé að í þeim sameiningarviðræðum hafi hvor aðili um sig verið upplýstur um allt sem máli skipti í starfsemi hins og vandséð hvaða sérstöku trúnaðarupplýsingum stefnandi á að hafa búið yfir og eða hvaða trúnaðarskyldur hafi verið brotnar. Þá liggi og fyrir að stjórn stefnda hafi vitað af því að stefnandi færi til starfa hjá Samtökum verslunar og þjónustu strax í maí en hafi allt að einu óskað eftir að stefnandi stæði við starfslokasamninginn og greiddi laun fyrir maí, júní og júlí. Hver sé raunveruleg ástæða þess að stefndi kaus að fella greiðslur niður fyrirvaralaust í lok ágúst sé stefnanda hins vegar ekki ljóst. Hefði ráðning stefnanda hjá Samtökum verslunar og þjónustu falið í sér brostnar forsendur sem stefndi ætlaði að bera fyrir sig hefði stefndi átt að lýsa þeirri afstöðu sinni eigi síðar en á stjórnarfundi 16. maí 2008 en ekki eftir að stefndi hafði ítrekað í verki fallist á að ráðning hjá Samtökum verslunar og þjónustu hefði ekki áhrif á skyldur aðila samkvæmt starfslokasamkomulagi m.a. með móttöku vinnuframlags og greiðslu launa. Um vexti sé vísað til vaxtalaga nr. 38/2001 en krafist sé dráttarvaxta frá því að stefndi skyldi greiða stefnanda laun samkvæmt starfslokasamningi. Um sönnun sé vísað til ákvæða laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en byggt sé á því að sönnunarbyrði um skilyrði forsendubrests og trúnaðarbrest hvíli á stefnda. Gerð sé krafa um málskostnað á grundvelli ákvæða laga nr. 91/1991. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar svo; Krafist sé fullra mánaðarlauna fyrir ágúst til október 2008 og höfð hliðsjón af launaseðli fyrir júlí 2008. Þá sé krafist mótframlags í lífeyrissjóði sem fram koma á launaseðli og orlofs af launagreiðslum og hlutfallslegrar desemberuppbótar. Stefnandi miðar við að skila sjálfur sköttum og lögboðnum gjöldum þar með talið til lífeyrissjóða og krefst jafnvirði þess úr hendi stefnda. Sé þetta í samræmi við dómafordæmi. Krafist sé vaxta frá réttum útborgunardegi launa fyrir ágúst og september og við lok launagreiðsla séu eindagaðar orlofsgreiðslur fyrir umþrætta mánuði og hlutfallsleg desemberuppbót. Um greiðsluskyldu stefnda sé vísað til starfslokasamnings aðila frá 11. apríl 2008 enda liggi fyrir að greiða skuli stefnanda laun til 31. október 2008 þrátt fyrir að vinnuskyldu hafi lokið 31. maí 2008. Um óskilyrt loforð til launagreiðslna sé að ræða. Greiðslusynjun stefnda fyrir þrjá síðustu mánuðina sé ólögmæt og hafi ekki þýðingu. Ekki sé um kröfu að ræða sem sæti takmörkunum vegna launagreiðslna annarra á sama tíma. Á sömu sjónarmiðum eigi reglur bótaréttar um tjónstakmörkun ekki við. Vísað sé til reglna vinnuréttarins og almennra reglna samningaréttar þar með talið um skuldbindingargildi samninga og reglna kröfuréttar eftir því sem við á. Hvað mögulegan forsendubrest varði sé ljóst að um forsendur stefnda hafi ekki verið getið í samningi aðila og því ljóst að stefnandi mátti ekki ætla að þær takmarkanir væru á starfslokasamningnum sem stefndi vilji nú byggja á. Sjónarmið um forsendubrest eigi því ekki við. Hvað sjónarmið um trúnað varðar byggir stefnandi á að hann hafi haldið trúnað við stefnda á ráðningartíma og eftir starfslok sín. Starfssamband sitt og Samtaka verslunar og þjónustu raski þar engu og hann hafi í engu brotið gegn rétti stefnda eftir starfslok sín. Ekki verði séð að aðilar séu samkeppnisaðilar, allar upplýsingar hafi verið veittar þegar til stóð að sameinast og ekki sé að sjá annað en stefnandi hefði getað tekið að sér verkefni sem óskað yrði eftir. Ekki hafi komið til þess að óskir um vinnuframlag bærust stefnanda sem hann hafnaði að sinna. Þá sé og ljóst að hvað þessi atriði varðar eigi stefndi sönnunarbyrði í málinu. Krafa um dráttarvexti frá mánuði eftir að greiðslukrafa var sett fram sé byggð á vaxtalögum og dráttarvaxtakrafa sé gerð samkvæmt 1. tl. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38//2001. Krafan um málskostnað að skaðlausu sé byggð á 130. gr. laga nr. 91/1991. Krafan um virðisaukaskatt á málskostnað byggir á lögum nr. 50/1988, enda hafi stefnandi ekki með höndum virðisaukaskattskylda starfsemi. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi telur að allar forsendur fyrir starfslokasamningnum hafi brostið þegar stefnandi réði sig í starf framkvæmdastjóra hjá helsta samkeppnisaðila stefnda. Þá telur stefndi einnig ljóst að stjórnin hafi verið blekkt til samningagerðar og af þeim ástæðum sé starfslokasamningurinn óskuldbindandi fyrir félagið. Því beri að sýkna stefnda alfarið af öllum kröfum stefnanda. Í starfslokasamningnum segi að stefnandi skuli taka að sér tilfallandi ráðgjafarverkefni fyrir stefnda á meðan á launagreiðslum til hans standi. Starfssambandi aðila hafi þannig verið ætlað að standa áfram þó viðveruskyldu stefnanda á skrifstofu stefnda lyki að mestu. Einnig hafi sérstaklega verið hnykkt á trúnaðarskyldum aðila í 2. mgr. 6. gr. í starfslokasamningnum, þar sem segir: „Allar upplýsingar um FÍS og starfsemi félagsins eru trúnaðarmál og gildir sá trúnaður eftir lok þessa samnings með óbreyttum hætti eins og á starfstíma.“ Stefndi telur augljóst að stefnandi hafi brotið þessa grein með því að ráða sig til samkeppnis­aðila og þar með hafi brostið forsendur fyrir samningnum. Starf fyrir einhvern annan en samkeppnisaðila hefði getað farið heim og saman við starfslokasamninginn, en ekki framkvæmdastjórastarf fyrir samkeppnisaðila. Á það sé að líta að enn hafi verið ráðningarsamband milli aðila sem fólst m.a. í því að stefnanda hafi borið að sinna ráðgjafar­störfum fyrir stefnda. Stefndi hafi ekki getað treyst á ráðgjöf framkvæmdastjóra helsta samkeppnisaðila síns, auk þess sem slíkt sé ólöglegt samráð. Menn þjóni ekki tveimur herrum. Ákvörðun sína um það að ráða sig til Samtaka verslunar og þjónustu hafi stefnandi leynt fyrir stjórn stefnda. Virðist þó sem hún hafi verið tekin áður en starfslokasamningurinn var gerður. Forsenda stefnda fyrir því að greiða stefnanda laun, þó hann væri við einhver önnur störf á tímabilinu, hafi að sjálfsögðu verið sú að stefnandi gæti staðið við sinn hluta af samningnum, m.a. að inna af hendi umsamið vinnuframlag sem fólst í óháðri ráðgjöf við stefnda og að trúnaðarákvæðin væru virt. Stefnandi hafi þannig ekki verið fær um að efna sinn hluta af starfslokasamningnum, hvernig sem á það sé litið. Máli sínu til stuðnings vísar stefndi til dóms Hæstaréttar í máli nr. 613/2006 þar sem tekist hafi verið á um samskonar atvik og í máli þessu. Það verði að telja nokkuð ljóst að með ráðningu sinni til Samtaka verslunar og þjónustu hafi stefnandi brotið bæði skrifaðar sem óskrifaðar reglur um trúnaðarskyldur við stefnda og hafi þar með brostið allar forsendur fyrir starfslokasamningi hans. Hafi stefnda því verið heimil riftun starfslokasamningsins þegar á þeim grundvelli. Í annan stað byggir stefndi á því að stefnandi hafi vísvitandi sagt rangt frá um þau starfskjör sem fyrrverandi stjórn hafði samið um við hann um á árinu 2001. Stefnandi hafi einungis átt rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti samkvæmt ráðningar­samningi. Hann átti ekki rétt á launum í uppsagnarfresti ef hann segði sjálfur upp og kysi af einhverjum ástæðum að vinna ekki út uppsagnarfrestinn. Hann átti hins vegar rétt á launum ef stjórnin sagði upp ráðningarsamningnum og óskaði ekki eftir vinnuframlagi frá stefnanda á uppsagnartímanum. Eigi því 2. mgr. 30. gr. laga. nr.7/1936 við hér og sé samningurinn óskuld­bindandi fyrir stefnda af þeim ástæðum. Stefnandi hafði bifreið til afnota vegna starfa sinna hjá stefnda og átti samkvæmt starfsloka­samningnum að halda henni út ráðningartímabilið, þ.e. til 30. október 2008. Þegar stefndi hafi tilkynnt stefnanda um riftun samningsins með bréfi dags. 28. ágúst 2008 hafi þess jafnframt verið krafist að hann skilaði umræddri bifreið. Það hafi hann ekki gert og var þannig með óheimilar vörslur á bifreiðinni. Bifreiðin hafi bilað af óþekktum ástæðum meðan hún var í óheimilum vörslum stefnanda og beri honum að greiða viðgerðarkostnaðinn, sem nam kr. 485.293 samkvæmt framlögðum reikningi, en stefndi hafi innt þá fjárhæð af hendi. Byggist varakrafan á því að þessi fjárhæð komi til frádráttar stefnukröfum, ef sýknukrafa stefnda verði ekki tekin til greina. Áskilinn sé réttur til endurkröfu í sjálfstæðu dómsmáli ef sýknukrafan verði tekin til greina. Krafa um málskostnað sé byggð á 1. mgr. 130 gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða Fyrir dómi skýrði stefnandi frá því að allt frá haustinu 2007 hefðu staðið yfir viðræður milli stefnda og Samtaka verslunar og þjónustu um mögulega sameiningu þessara tveggja samtaka. Hafi stefnandi tekið þátt í þessum viðræðum og verið fylgjandi sameiningu. Legið hafi fyrir að með því væri stefnandi að stíga ákveðið skref og leggja starf sitt hjá stefnda að veði, því ef svo færi að þessi áform gengu ekki eftir þá yrði honum trauðla sætt í störfum sem framkvæmdastjóri stefnanda. Áform um sameiningu stefnanda og Samtaka verslunar og þjónustu runnu út í sandinn og stefnandi lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá stefnda í kjölfar þess. Samkvæmt starfslokasamningi, sem gerður var 11. apríl 2008, skyldi stefnandi ljúka vinnuskyldu sinni hjá stefnda í lok maí, en halda óbreyttum launum út október 2008. Stefnandi var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og hóf þar störf í júní 2008. Stefnandi byggir kröfur sínar í málinu á því að stefndi hafi ekki staðið skil á greiðslum launa samkvæmt starfslokasamningi fyrir mánuðina ágúst, september og október 2008. Stefndi byggir sýknukröfu sína í málinu aðallega á því að allar forsendur fyrir starfslokasamningnum hafi brostið þegar stefnandi réði sig í starf framkvæmdastjóra hjá Samtökum verslunar og þjónustu, sem sé helsti samkeppnisaðili stefnda. Í 6. gr. starfslokasamningsins er kveðið á um trúnaðarskyldu. Þar segir m.a. að allar upplýsingar um stefnda og starfsemi félagsins séu trúnaðarmál og gildi sá trúnaður eftir lok samningsins með óbreyttum hætti eins og á starfstíma. Af gögnum máls, m.a. framburði aðila fyrir dómi, verður ráðið að stefndi, Félag íslenskra stórkaupmanna, og Samtök verslunar og þjónustu, séu hagsmunasamtök á sama sviði, sem eiga í samkeppni sín á milli um aðild verslunar- og þjónustufyrirtækja að samtökunum. Þau hafa tekjur af félagsgjöldum og fjöldi félagsmanna skiptir því máli fjárhagslega. Verður því að telja að það samrýmdist ekki þeim trúnaðarskyldum sem stefnandi var bundinn gagnvart stefnda að taka við starfi framkvæmdarstjóra hjá félagi sem var í samkeppni við stefnda á sama tíma og hann þáði laun hjá stefnda samkvæmt starfslokasamningi. Það hefur ekki áhrif á trúnaðarskyldu stefnanda að þessu leyti þótt upplýsingar hafi farið á milli félaganna er viðræður þeirra um sameiningu stóðu yfir, eins og stefnandi byggir á. Ákvæði í starfslokasamningi þess efnis að laun skuli greidd óháð því hvort stefnandi sinni störfum annars staðar á tímabilinu breyta og engu í þessu efni. Þá verður að telja að stefndi hafi nægilega haldið rétti sínum til laga. Verður því fallist á með stefnda að forsendur fyrir starfslokasamningnum hafi brostið þegar stefnandi réði sig í starf framkvæmdastjóra hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ekki verður talið að ákvæði 37. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eða 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi standi þessari niðurstöðu í vegi. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu, en rétt þykir að málskostnaður falli niður. Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Stefndi, Félag íslenskra stórkaupmanna, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Andrésar Magnússonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 776/2015
Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Kröfugerð Vanreifun
S og A kröfðustþess aðallega að sveitarfélaginu G yrði gert að þola riftun kaupsamninga átveimur lóðum í landi Ásgarðs í Grímsnesi og endurgreiðslu kaupverðs oggatnagerðargjalda lóðanna. Byggðu þau kröfu sína meðal annars á niðurstöðum ídómum Hæstaréttar í málum nr. 222/2012 og 82/2014, um að lóðir sem G hafði seltá sama svæði væru haldnar galla í skilningi laga nr. 40/2002 um fasteignakaupvegna eftirfarandi vanefndar. Talið var að stefna S og A í héraði uppfylltiekki skilyrði e. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um skýran og glögganmálatilbúnað vegna vanreifunar á stefnufjárhæð. Breytti þar engu um þótt S og Ahefðu reynt að bæta úr annmörkunum með framlagningu nýs skjals fyrir Hæstaréttisem þau kváðu stafa frá G, þar sem skjalið var hvorki í frumriti né staðfestueftirriti, sbr. lokamálsliður 2. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991, auk þess sem Ghafði mótmælt því að skjalið væri frá sér komið. Var úrskurður héraðsdóms umfrávísun málsins því staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÓlafurBörkur Þorvaldsson og Eiríkur Tómasson og Ingveldur Einarsdóttir setturhæstaréttardómari. Sóknaraðilar skutumálinu til Hæstaréttar með kæru 12. nóvember 2015, en kærumálsgögn bárustréttinum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 6.nóvember 2015 þar sem vísað var frá dómi máli sóknaraðila á hendur varnaraðila.Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi oglagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þaumálskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefststaðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og greinir íhinum kærða úrskurði lýtur mál þetta að sölu varnaraðila á tveimur lóðum semfélög í eigu annars sóknaraðila munu hafa keypt, annars vegar með kaupsamningi31. mars 2006 og hins vegar 12. apríl sama ár. Með kaupsamningnum 31. mars 2006voru auk fyrrgreindrar lóðar, sem mál þetta snýst um, seldar þrjár aðrar lóðirog var umsamið kaupverð lóðanna fjögurra 14.059.265 krónur ásamt gatnagerðargjöldumað fjárhæð 7.112.000 krónur. Með kaupsamningnum 12. apríl 2006 var seld önnurlóð auk þeirrar, sem deilt er um í málinu, og var umsamið kaupverð beggjalóðanna 8.152.265 krónur ásamt gatnagerðargjöldum að fjárhæð 2.844.800 krónur.Fjárhæð dómkröfu sóknaraðila er 11.730.875 krónur en engin grein er fyrir þvígerð í stefnu hvernig sú fjárhæð er reiknuð og verður henni samkvæmt framangreinduekki fundin stoð í áðurgreindum kaupsamningum. Sóknaraðilar hafalagt fyrir Hæstarétt nýtt skjal sem þau kveða að stafi frá varnaraðila og hafiað geyma upplýsingar um verð þeirra lóða sem deilt er um í málinu. Skjalið erhvorki í frumriti né staðfestu eftirriti, sbr. lokamálslið 2. mgr. 145. gr.laga nr. 91/1991, og hefur varnaraðili mótmælt því að skjalið sé frá sér. Gegnandmælum hans hafa sóknaraðilar samkvæmt þessu ekki bætt úr annmörkum á stefnuað því er varðar reifun stefnufjárhæðar, sbr. e. lið 1. mgr. 80. gr. laganr. 91/1991. Þegar af þeirri ástæðu verður hinn kærðiúrskurður staðfestur. Sóknaraðilum verðurgert að greiða varnaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað eins og ídómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Sigurður Örn Sigurðsson og Aðalheiður Jacobsen, greiði óskipt varnaraðila, Grímsnes- ogGrafningshreppi, samtals 800.000 krónur í málskostnað í héraði ogkærumálskostnað.
Mál nr. 424/2008
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. ágúst 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. ágúst 2008, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 22. ágúst 2008 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að hann verði látinn sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Að því frágengnu krefst hann þess að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að kærða, X, kt. [...], verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 29. ágúst nk. kl. 16. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að 21. júlí sl. hafi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist tilkynningar um neðangreind innbrot, Í máli 007-2008-52454 er varði innbrot að A í Hafnarfirði hafi vitni skýrt frá því að þau hafi um kl. 13:00 séð til ferða tveggja manna við húsið, annan klæddan í hettupeysu, en hinn sköllóttan, þeir hafi kíkt inn um glugga, hringt dyrabjöllu og farið bakvið húsið. Því næst hafi sést til mannanna inni í húsinu og svo hafi þeir komið út með tvo poka meðferðis og yfirgefið vettvanginn á bifreiðinni [...], sem er af gerðinni B, rauð á lit. Bakvið húsið hafi mátt sjá að búið var að spenna upp glugga. Hafi húsráðendur skýrt frá því að frá þeim hafi verið stolið fartölvu, víni, skartgripum og fleira. Í máli nr. 007-2008-52509 hafi verið brotist inn í einbýlishúsið að C 1 í Garðabæ, á tímabilinu kl. 13:30 til 16:30, með því að spenna upp glugga á vesturhlið hússins og þaðan stolið fartölvu, 200 evrum o.fl. Í viðræðum lögreglu við nágranna hafi D skýrt frá því að hann hafi séð rauða B við C milli kl. 13:30 og 14:00. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu í máli nr. 007-2008-52514 hafi verið brotist inn í einbýlishúsið að E í Garðabæ á tímabilinu kl. 09:00 til 16:43, með því að spenna upp glugga á austurhlið hússins og þaðan stolið ýmsum munum, m.a. myndavél. Hafi nágranni einn sagst hafa séð um kl. 13:50 þennan dag rauða eða fjólubláa bifreið kyrrstæða við húsið. Síðar sama dag hafi lögregla stöðvað bifreiðina [...], sem sé rauð B og skráð í eigu kærða, við söluturn Aktu-taktu í Garðabæ. Hafi kærði verið í bifreiðinni ásamt þremur öðrum samlöndum sínum. Við leit í bifreiðinni hafi fundist þýfi úr innbrotunum að E og A. Einnig hafi fundist í bif­reið­inni kúbein, sem lögregla hafi nú borið saman við verksummerki á ofangreindum inn­brotsstöðum og bendi niðurstöður frumrannsóknar á verksummerkjum til þess, að sams konar kúbein, bæði hvað varðar lit og lögun, hafi verið notað til að spenna upp glugga á ofangreindum stöðum, og hafi kúbeini jafnframt verið beitt til að spenna upp hurðir inni í viðkomandi húsum. Við leit á dvalarstað kærða, að F í Reykjavík, hafi svo fundist fleiri munir úr ofangreindum innbrotum og fleirum. Hafi haldlagðir munir verið bornir undir kærða við skýrslutöku hjá lögreglu og hafi kærði játað að hafa staðið að innbrotum bæði í Garðabæ og Hafnarfirði og borið kennsl á nokkra þá muni, sem saknað sé af ofangreindum innbrots­stöðum, og sagst hafa tekið þá við innbrotin. Í máli nr. 007-2008-40836, sem varði innbrot að G í Reykjavík hinn 4. júní sl., hafi verið saknað m.a. síma, úrum og myndavél. Úr símanum, sem hafi verið, hafi verið hringt nokkuð oft í símanúmer, sem sé að finna í símaskrá síma kærða sjálfs, og kannist hann við að hafa hringt úr símanum. Þá hafi munir úr innbrotinu fundist á dvalarstað kærða að F í Reykjavík, m.a. ljósmyndavél, auk þess sem kærði hafi gengið með úr, sem saknað hafi verið úr innbrotinu. Kærði hafi játað innbrotið í fyrstu hjá lögreglu, en síðar dregið þann framburð sinn til baka. Þá hafi einnig fundist Rolex armbandsúr úr innbroti að H í Reykjavík hinn 2. júlí sl., sbr. mál nr. 007-2008-48308, á dvalarstað kærða að F. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jafnframt haft til rannsóknar mál nr. 007-2008-42462, sem sé þjófnaðarmál, en í því hafi kærði játað að hafa stolið hleðslutæki fyrir fartölvu úr versluninni I að J C í Reykjavík hinn 9. júní sl. og selt. Lögreglan á Selfossi hafi jafnframt haft til rannsóknar tvö innbrotsmál, þar sem kærði hafi komið við sögu: Í máli nr. 033-2008-4789, sem varði innbrot að K á Selfossi hinn 30. júní sl., hafi verið stolið nokkrum munum, en þýfi úr því innbroti hafi m.a. fundist í bifreið kærða og á dvalarstað hans að F í Reykjavík. Mál nr. 033-2008-4800, varði innbrot að L á Selfossi, sama dag, en fingrafar kærða hafi fundist á vettvangi. Kærði hafi í fyrstu neitað að vera viðriðinn ofangreind mál, en eftir því sem rannsókn málanna hafi miðað fram og frekari sönnunargögn verið borin undir kærða, hafi hann játað síðar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa farið inn á ofangreindum stöðum. Þá hafi lögregla lagt hald á ætlað þýfi, m.a. nokkuð magn skartgripa, sem hafi fundist á dvalarstað kærða, sem ekki sé vitað, hvaðan séu til komnir. Kærði sé nú atvinnulaus og hafi lítil tengsl við land og þjóð. Hann hafi lýst því yfir, að hann framfleyti sér með afbrotum og hafi hann játað að hann selji þýfi úr innbrotum. Í þessu ljósi sé það mat lögreglu, að ofangreind röð afbrota bendi til þess, að gangi kærði laus, muni hann halda áfram fyrri iðju sinni. Farið sé fram á gæsluvarðhald yfir kærða til 29. ágúst nk. Verði rannsókn málanna að fullu lokið innan þess tíma og muni ákvörðun um saksókn þá liggja fyrir. Í ljósi ofangreindra atriða sé það mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að skilyrðum c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé fullnægt. Með vísan til framanritaðs, framlagðra gagna og c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 er þess krafist, að krafan nái fram að ganga. Svo sem að ofan er rakið og stutt er framlögðum gögnum liggur fyrir rökstuddur grunur um að kærði eigi hlut að fjölmörgum innbrotum á höfuð­borgar­svæðinu og nágrenni í júní og júlímánuði. Hefur mikið magn þýfis fundist á dvalarstað hans og í bifreið, sem tengir hann við innbrotin. Kærði hefur viðurkennt að eiga aðild að innbrotum þessum og hefur jafnframt lýst því yfir að hann framfleyti sér hér á landi með afbrotum og sölu á þýfi. Við brotum þessum liggur fangelsisrefsing. Fellst dómurinn á mat lögreglustjóra að hætta kunni að vera á að kærði muni halda áfram iðju sinni, gangi hann laus. Verður kærða því gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, en þó þannig að varðhaldinu verður markaður tími til föstudagsins 22. ágúst nk. kl. 16.00. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Kærði, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi, allt til föstudagsins 22. ágúst nk. kl. 16.00.
Mál nr. 550/2002
Nauðungarsala Fasteign Hlutafélag Umboð
Deilt var um gildi framsals framkvæmdastjóra og stjórnarformanns H hf. á boði þess í fasteign við nauðungarsölu til G. Krafðist félagið að viðurkennt yrði með dómi ógildi framsalsins og að F ehf. yrði dæmt til að gefa út afsal til þess. Hafði framkvæmdastjórinn gripið á það ráð að framselja boðið til G, þar sem frestur sá sem H hf. hafði verið veittur til að greiða hluta söluverðsins til þess að boðið teldist samþykkt, nægði því ekki. Með vísan til 3. mgr. 39. gr. laga nr. 90/1991 var talið að H hf. hefði ekki haft kaupsamning um fasteignina fyrr en eftir samþykki boðsins og yrði framsal framkvæmdastjórans því ekki talið ráðstöfun á fasteign í skilningi undanþáguákvæðis 25. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð. Miða yrði við að boð félagsins hefði án framsalsins fallið niður og sýslumaður skoðað næsta boð samkvæmt 4. mgr. 39. gr. laga nr. 90/1991. Þótt telja mætti framsal framkvæmdastjórans mikils háttar ráðstöfun í skilningi 2. mgr. 68. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög var frestur H hf. til að standa við boðið nær liðinn og gat það hugsanlega orðið fyrir fjárútlátum vegna vanefnda. Yrði því samkvæmt niðurlagi 2. mgr. 68. gr. laga nr. 2/1995 að telja framkvæmdastjórann hafa haft umboð til þess að skuldbinda félagið og hefði G mátt líta svo á. Var H hf. því bundið við gerðir framkvæmdastjórans og G og F ehf. sýknaðir af öllum kröfum H hf.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason og Garðar Gíslason og Hjörtur Torfason fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. desember 2002. Þeir krefjast sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og að áfrýjendur greiði málskostnað in solidum fyrir Hæstarétti. I. Málsatvikum er lýst í héraðsdómi. Stefndi var hæstbjóðandi við nauðungarsölu fiskverkunarhúss við Patrekshöfn, nyrðri lóð eignarhluta II, með boði að fjárhæð 11.000.000 krónur. Bar honum samkvæmt uppboðsskilmálum að greiða fjórðung söluverðsins í síðasta lagi 18. desember 2001, til þess að boðið teldist samþykkt. Samkvæmt málatilbúnaði hans gat hann ekki greitt fyrr en 20. desember og leitaði því til sýslumannsins á Patreksfirði um frest til þess dags. Var honum veittur frestur en einungis til 19. desember. Fyrir liggur að sá frestur nægði honum ekki. Greip framkvæmdastjóri og stjórnarformaður félagsins því á það ráð að framselja boðið til áfrýjanda Guðfinns þann 19. desember, sbr. 5. mgr. 39. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Síðla það sama kvöld hafði Guðfinnur samband við sýslumann og greindi honum frá því að hann hefði fengið boðið framselt og bauð greiðslu samkvæmt uppboðsskilmálunum þegar í stað. Afþakkaði sýslumaður það en bauð honum að greiða daginn eftir, sem hann og gerði að morgni þess dags. Þann sama dag kom stjórn stefnda saman og kynnti framkvæmdastjóri stefnda þar framangreindar ráðstafanir. Samkvæmt fundargerð var honum þá bent á að atbeina tveggja stjórnarmanna þyrfti til að skuldbinda félagið, en þess hafði hann ekki gætt. Samþykkti stjórnin síðan að hafna framsali hans á boði stefnda við nauðungarsöluna. Var áfrýjanda Guðfinni, svo og sýslumanni, kynnt þetta 21. desember 2001, en jafnframt hafði stefndi hinn 20. desember greitt fjórðung söluverðsins til sýslumanns, sem endurgreiddi jafnharðan. II. Í 3. mgr. 39. gr. laga um nauðungarsölu segir að þegar ákveðið hafi verið hverju boði verði tekið tilkynni sýslumaður þeim sem gerði boðið með tryggum hætti um að það verði samþykkt ef greiðsla berst í samræmi við uppboðsskilmála á tilteknum tíma. Þegar sú greiðsla berist teljist boðið sjálfkrafa samþykkt. Stefndi hafði samkvæmt þessu ekki kaupsamning um fasteignina fyrr en eftir samþykki boðsins. Þegar framkvæmdastjóri stefnda framseldi boðið til áfrýjanda Guðfinns var staðan þannig að sýslumaður hafði hafnað fresti til 20. desember 2001 og var því fjármögnun stefnda úr sögunni. Verður framsalið ekki talið ráðstöfun á fasteign í skilningi undanþáguákvæðis 25. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð. Verður við það að miða, eins og atvikum var háttað, að boð stefnda hefði án framsalsins fallið niður og sýslumaður skoðað næsta boð samkvæmt 4. mgr. 39. gr. laga um nauðungarsölu. Mátti þá krefja stefnda um mismun boðanna samkvæmt því ákvæði. Þótt telja mætti framsal framkvæmdastjórans mikils háttar ráðstöfun í skilningi 2. mgr. 68. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög var frestur stefnda til að standa við boðið nær liðinn og gat stefndi hugsanlega orðið fyrir fjárútlátum vegna vanefnda. Verður því samkvæmt niðurlagi 2. mgr. 68. gr. hlutafélagalaga að telja hann hafa haft umboð til þess að skuldbinda félagið, og hafi áfrýjandi Guðfinnur mátt líta svo á. Stefndi var því bundinn við gerðir framkvæmdastjórans. Af því leiðir að sýkna ber áfrýjendur af öllum kröfum stefnda. Stefndi greiði málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Áfrýjendur, Guðfinnur Pálsson og Fasteignafélagið Rán ehf., skulu sýknir af öllum kröfum stefnda, Hafanna sjö hf. Stefndi greiði áfrýjendum sameiginlega 300.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem var dómtekið 3. október sl., höfðaði Höfin sjö hf., Laugavegi 97, Reykjavík, hinn 31. janúar sl. með stefnu á hendur Guðfinni Pálssyni, Aðalstræti 118a, Patreksfirði, og hinn 10. apríl sl. með framhalds- og sak­aukastefnu á hendur stefnda Guðfinni og Fasteignafélaginu Rán ehf., Aðalstræti 52, Patreksfirði. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi ógildi framsals Jóns A. Pálmasonar hinn 19. desember 2001 til stefnda Guðfinns Pálssonar á boði stefnanda í fasteignina Fiskverkunarhús við Patrekshöfn, nyrðri lóð ehl. II, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð. Þá krefst stefnandi þess að stefnda Fasteignafélagið Rán ehf. verði dæmt til að gefa út afsal til stefnanda fyrir fasteigninni gegn greiðslu 11.000.000 króna auk innlánsvaxta. Þá er gerð krafa um málskostnað. Stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Fallist var á kröfur stefndu um frávísun málsins með úrskurði upp kveðnum 24. júlí 2002, en þeim úrskurði var hrundið með dómi Hæstaréttar upp kveðnum 3. september sl. og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnis­meðferðar. Samkvæmt gögnum málsins var ákveðið á fundi stjórnar stefnanda þann 25. nóvember 2001 að heimila framkvæmdastjóra stefnanda, Jóni A. Pálmasyni, sem jafnframt er formaður stjórnar hans og annar prókúruhafa, að bjóða í fasteignina Fisk­verkunarhús við Patrekshöfn, nyrðri lóð, ehl. II, Patreksfirði, Vesturbyggð, við nauðungarsölu. Neytti framkvæmdastjórinn þessarar heimildar við uppboð þann 27. sama mánaðar. Varð stefnandi hæstbjóðandi, með boð að fjárhæð 11.000.000 krónur. Mun honum hafa borið, samkvæmt upp­boðs­skilmálum, að greiða fjórðung söluverðsins í síðasta lagi 18. desember 2001, til að boðið yrði samþykkt. Er greint frá því í stefnu að stefnandi hafi ekki getað innt greiðsluna af hendi fyrr en 20. desember og leitað til sýslumannsins á Patreksfirði um frest til þess dags. Hafi frestur verið veittur til 19. desember. Jón A. Pálmason kveðst hafa vitað að stefndi Guðfinnur hafði áhuga á eigninni. Hafi hann ekki séð að stefnandi gæti greitt á tilskildum tíma, en viljað gæta hagsmuna stefnanda og því haft samband við stefnda Guðfinn. Hittust þeir síðdegis hinn 19. desember á skrifstofu Sigurðar A. Þóroddssonar hdl., þar sem þeir gerðu skriflegt samkomulag, þar sem kveðið var á um að stefnandi framseldi fyrrgreint boð sitt til stefnda Guðfinns gegn nánar tilgreindri greiðslu, auk þess sem stefnanda var áskilin heimild til að taka tiltekna lausafjármuni, sem geymdir væru í hinu selda fiskverkunarhúsi. Samhliða þessu undirrituðu þeir sérstaka yfirlýsingu um framsal stefnanda á boðinu til stefnda Guðfinns. Nefndur lögmaður kveðst hafa innt Jón Pálmason eftir því hvort hann hefði umboð til þessarar ráðstöfunar og Jón játað því. Hafi hann látið þar við sitja, enda talið að Jón þyrfti í raun ekki sérstakt umboð til hennar. Samkvæmt framburði Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns, hér fyrir dómi, hafði stefndi Guðfinnur samband við hann síðla kvölds hinn 19. desember 2001 og greindi frá því að hann hefði fengið réttindi stefnanda samkvæmt boði hans framseld og bauðst til að koma heim til sýslumanns og afhenda greiðslu samkvæmt uppboðsskilmálum. Afþakkaði sýslumaður það en bauð honum að greiða daginn eftir, sem hann gerði. Var boðið þá samþykkt. Stjórn stefnanda kom saman til fundar 20. desember 2001, þar sem framkvæmdastjóri stefnanda kynnti framangreindar ráðstafanir. Samkvæmt fundargerð var honum þá bent á að mælt væri fyrir um það í samþykktum stefnanda að atbeina tveggja stjórnarmanna þyrfti til að skuldbinda hann. Kvaðst framkvæmdastjórinn ekki hafa leitað samþykkis neins annars stjórnarmanns fyrir ráðstöfunum sínum. Að þessu fram komnu samþykkti stjórnin að hafna framsali hans á boði stefnanda við áðurgreinda nauðungarsölu. Tilkynnti lögmaður stefnanda stefnda Guðfinni og sýslumanninum á Patreksfirði um þessa samþykkt stjórnarinnar með bréfi 21. desember 2001. Jafnframt var hafnað greiðslu sem stefndi Guðfinnur átti að inna af hendi samkvæmt ofangreindu samkomulagi. Samkvæmt bréfi sýslumannsins á Patreksfirði 28. febrúar 2002 greiddi stefnandi fjórðung sölu­verðs­ins til sýslumanns hinn 20. desember 2001, annan fjórðung þess hinn 18. janúar 2002 og afganginn 11. febrúar sama ár. Sýslumaður endurgreiddi stefnanda féð jafn­harðan. Með kæru 23. janúar 2002 leitaði stefnandi úrlausnar héraðsdóms og krafðist þess að ógilt yrði ákvörðun sýslumannsins á Patreksfirði 20. desember 2001 um að taka gilt framsal á boði stefnanda til stefnda Guðfinns, svo og að lagt yrði fyrir sýslumann að samþykkja boð stefnanda. Kærunni var vísað frá héraðsdómi með skírskotun til þess að hún hefði ekki komið fram innan frests, sem mælt er fyrir um í ákvæðum laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Stefndi Guðfinnur Pálsson framseldi réttindi sín samkvæmt greindu boði í eignina til stefnda Fasteignafélagsins Ránar ehf. hinn 28. febrúar 2002. Mun síðarnefndi aðilinn hafa sama dag greitt sýslumanni eftirstöðvar söluverðs fasteignarinnar. Afsal var gefið út til hans þann dag og því þinglýst samdægurs. Stefnandi kveðst byggja á því að framkvæmdastjóra sínum hafi verið óheimilt að framselja boð stefnanda í fasteignina. Hafi hann fengið umboð á stjórnarfundi til að bjóða í hana, en ekki til annarra athafna. Framsalið falli undir löggerninga sem stjórn félagsins sé ein bær um að gera, þar sem þessi gjörningur sé í engu frábrugðinn framsali á réttindum samkvæmt kaupsamningi um fasteign, en réttindi yfir fasteign séu eitt skýrasta dæmi um réttindi, sem aðeins verði ráðstafað af stjórn félags. Sé framsalið því ógilt. Þá hafi komið á daginn að frestur til að greiða samkvæmt boðinu hafi ekki verið útrunninn hinn 20. desember. Telur stefnandi stefnda Fasteignafélaginu Rán ehf. skylt að afsala sér eigninni, þar sem réttindaframsal stefnanda til stefnda Guðfinns sé ógilt. Stefnandi vísar til 16. gr. samþykkta sinna, þar sem fram kemur að undirskriftir þriggja stjórnarmanna skuldbindi hann, III. kafla samningalaga nr. 7/1936 og IX. kafla hlutafélagalaga nr. 2/1995. Um framsal tilboða í eignir við nauðungarsölu vísar hann til 39. gr. nauðungarsölulaga nr. 90/1991. Af hálfu stefndu er á því byggt að Jón A. Pálmason hafi haft umboð til að framselja boð stefnanda og stefndi Guðfinnur verið í góðri trú um það. Hafi Jón lýst því yfir við framsalið og að eigin sögn verið í stöðugu símasambandi við aðra forsvarsmenn stefnanda. Þá hafi stefnda Guðfinni verið kunnugt um að Jón hefði haft umboð til að bjóða í eignina við nauð­ungarsöluna og því mátt ætla að hann hefði einnig umboð til að ráðstafa réttindum stefnanda samkvæmt boðinu. Þá telja stefndu að Jón hafi sem framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og prókúruhafi stefnanda haft stöðuumboð til ráðstöfunarinnar, sbr. 18. gr. samþykkta stefnanda, 2. mgr. 68. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 og 25. gr. laga nr. 43/1905 um verslunarskrár, firmu og prókúruumboð. Kveðast stefndu mótmæla því að hin framseldu réttindi hafi verið mikilsverð, eða réttindi yfir fasteign. Hafi verið um að ræða óvissa kröfu, sem verði að skoða sem lausafjárréttindi. Benda stefndu á það að stefnandi hafi ekki getað efnt boð sitt á þeim tíma sem hann framseldi réttindi sín samkvæmt því og frestur til að efna það verið að renna út. Hafi stefnandi með framsalinu verið að firra sig hugsanlegu tjóni af því að þurfa að greiða mismun hæsta og næst hæsta boðs, sem hafi numið einni milljón króna. Söluverð réttindanna til stefnda Guðfinns geri stefnanda algerlega skaðlausan af framsalinu, en stefnandi hafi átt að fá peninga og eignir samtals að verðmæti um tvær milljónir króna samkvæmt framsalssamningnum. Stefndu benda sérstaklega á það að sýslumanni hafi verið boðin greiðsla hinn 19. desember, en hann mælst til þess að hún yrði afhent daginn eftir. Ef stefndi Guðfinnur hefði ekki boðið þessa greiðslu og síðan afhent hana daginn eftir hefðu réttindi samkvæmt boðinu fallið niður, boði næstbjóðanda verið tekið, eða efnt til vanefndauppboðs. Sýni þetta að réttindi stefnanda hafi verið óviss í meira lagi. Þá kveðst stefndi Fasteignafélagið Rán ehf. byggja á því að þar sem hann hafi fengið afsal fyrir eigninni skipti ógilding á framsalinu, eða ógildanleiki þess engu máli að lögum. Byggist eignarheimild þessa stefnda á samþykki sýslumanns á boðinu og greiðslu söluverðsins samkvæmt skilmálum. Verði samþykki sýslumanns ekki haggað í almennu einkamáli, þar sem reka hafi átt mál um það sem ágreiningsmál vegna nauðungarsölunnar. Ógildi upphaflega framsalsins haggi því ekki samþykki boðsins, eða leiði til skyldu þessa stefnda til að gefa út afsal til stefnanda. Þá verði skylda hans til útgáfu afsals ekki leidd af lögum eða samningum að öðru leyti. Stefndu vísa máli sínu til stuðnings til meginreglna kröfu- og félagaréttar, til reglna hlutafélagalaga nr. 2/1995 einkum er varða heimildir stjórnarmanna og framkvæmdastjóra. Sérstaklega vísar stefndi til 2. mgr. 68. gr. laganna um heimildir framkvæmdastjóra. Þá vísar stefndi til ákvæða laga 42/1903 um verslunarskrár, firmu og prókúruumboð, einkum til 25. gr. laganna um heimildir prókúruhafa. Um réttarfar í nauðungarsölumálum vísar stefndi til laga um nauðungarsölu nr. 90/1991. Deilt er um það í málinu hvort Jón A. Pálmason hafi verið bær um að framselja réttindi stefnanda samkvæmt ofangreindu boði í fasteign. Óumdeilt er að Jón var framkvæmdastjóri stefnanda og stjórnarformaður og annar prókúruhafa. Í 16. gr. samþykkta stefnanda, frá 13. apríl 2000, segir að stjórn stefnanda stýri öllum málefnum hans milli hluthafafunda og gæti hagsmuna hans gagnvart þriðja manni. Undirskrift þriggja stjórnarmanna skuldbindi stefnanda. Þá er fjallað um framkvæmdastjóra í 18. gr. samþykkta stefnanda og kveðið á um það að hann stjórni daglegum rekstri stefnanda og komi fram fyrir hans hönd í málum sem varði venjulegan rekstur. Firma er samkvæmt 8. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, það nafn, sem notað er fyrir tiltekna atvinnu, þ.e. rekstur verslunar, handiðnaðar eða verksmiðjuiðnaðar og undirskrift fyrir hana. Svo sem kom fram að framan rita þrír stjórnarmenn saman firma stefnanda. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 42/1903 getur firmahafi veitt öðrum aðila umboð til þess að annast fyrir sína hönd allt það, er snertir rekstur atvinnu hans og rita firmað. Þó er prókúruhafa óheimilt að selja eða veðsetja fasteignir umbjóðanda síns, nema hann hafi til þess beint umboð umbjóðanda. Samkvæmt 28. gr. laganna ber prókúruhafa að einkenna undirskrift sína svo að sjá megi að ritað sé samkvæmt prókúruumboði. Enn fremur má binda prókúru því skilyrði að fleiri en einn riti hana, sbr. 26. gr. laganna. Aðrar takmarkanir en hér greinir verða ekki gerðar á prókúruumboði gagnvart grandlausum viðsemjanda samkvæmt lögunum. Ekki er vísað til laga nr. 42/1903 í stefnu heldur til 16. gr. samþykkta stefnanda. Þar sem stjórnin hafði framselt rétt til að rita firmað til prókúruhafa kemur til athugunar hvort ofangreind takmörkun 25. gr. laga nr. 42/1903 á heimild prókúruhafa taki til hinnar umdeildu ráðstöfunar, en samkvæmt henni má prókúruhafi hvorki selja fasteign né veðsetja, nema í skjóli sérstaks umboðs. Þau réttindi sem Jón A. Pálmason framseldi stefnda Guðfinni fyrir hönd stefnanda vörðuðu fasteign. Var framseldur réttur til að fá tilboð í eignina sjálfkrafa samþykkt, gegn tiltekinni greiðslu, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Verður fallist á það með stefnanda að þessum réttindum verði jafnað til kaupsamnings um eignina. Verður að telja að framsal á bindandi kauptilboði um fasteign sé háð takmörkun 25. gr. laga nr. 42/1903 á umboði prókúruhafa, þótt greiðslur samkvæmt slíku tilboði hafi ekki verið inntar af hendi. Samkvæmt því var atbeini þriggja stjórnarmanna nauðsynlegur til að framselja réttindi stefnanda samkvæmt boðinu, sbr. 16. gr. samþykkta stefnanda. Stefndu hafa vísað í vörn sinni til þess að framkvæmdastjóra stefnanda hafi verið þessi ráðstöfun heimil í krafti stöðuumboðs hans sem fram­kvæmda­stjóra, sbr. 2. mgr. 68. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Það umboð er bundið við þær athafnir sem teljast vera eðlilegar í daglegum rekstri fyrirtækis. Það umboð er, samkvæmt efni sínu, þrengra en prókúruumboð og því getur ekki falist í stöðuumboði samkvæmt 2. mgr. 68. gr. laganna heimild til að selja fasteignir umbjóðanda eða ráðstafa réttindum yfir þeim. Samkvæmt þessu verður fallist á að framsal Jóns A. Pálmasonar f.h. stefnanda á réttindum stefnanda samkvæmt ofangreindu til stefnda Guðfinns sé ógilt. Ekki er á því byggt að stefndi Fasteignafélagið Rán ehf. hafi verið grandlaus um hugsanlegan heimildarskort stefnda Guðfinns, er hann framseldi réttindin á ný. Verður því ekki á því byggt að stefndi Fasteignafélagið Rán ehf. hafi öðlast betri rétt til eignarinnar við framsalið frá stefnda Guðfinni. Þótt stefndi Guðfinnur hafi boðist til að afhenda sýslumanni greiðslu samkvæmt uppboðsskilmálum síðla kvölds hinn 19. desember 2001, verður ekki við annað miðað en að boð það sem aðilar deila um hvor hafi þá átt með réttu, hafi verið samþykkt hinn 20., sbr. endurrit úr gerðabók sýslumanns, sem frammi liggur í málinu. Greiddu báðir aðilar, þ.e. stefnandi og stefndi Guðfinnur, tilskilda greiðslu samkvæmt uppboðsskilmálum þann dag. Er hér ekki til endurskoðunar sú ákvörðun sýslumanns að samþykkja boðið eftir að upprunalegur sam­þykkis­frestur var útrunninn. Þar sem stefnandi greiddi sama dag og boðið var samþykkt og afhenti síðar fulla greiðslu í samræmi við skilmála, verður ekki litið svo á að réttindi hans samkvæmt því hafi fallið niður vegna vanefnda af hans hálfu. Í þessu máli er deilt um það hvor aðila hafi með réttu verið handhafi þeirra réttinda sem fólust í boði stefnanda í eignina, þ.m.t. réttinda til að fá afsal fyrir henni úr hendi sýslumanns gegn greiðslu söluverðsins. Í því ljósi og með skírskotun til forsendna dóms Hæstaréttar Íslands hinn 3. september sl. í máli nr. 379/2002, verður fallist á að stefnanda sé rétt að sækja þau í þessu máli, óháð reglum laga nr. 90/1991 um úrlausn ágreinings um nauðungarsölu. Stefndi Fasteignafélagið Rán ehf. fékk útgefið afsal fyrir eigninni í skjóli réttindaframsals, sem hér hefur verið fallist á að stefnandi sé ekki bundinn af. Með því að framsalið er ógilt, eins og að framan greinir, verður að fallast á það með stefnanda að hann eigi lögvarinn rétt til að fá eignina afhenta frá stefnda Fasteignafélaginu Rán ehf., gegn þeim greiðslum sem bar að inna af hendi samkvæmt boði stefnanda í hana og stefndu stóðu sýslumanni skil á. Vaxta­ákvæði í stefnu er óákveðið, en var skýrt svo við munnlegan málflutning að átt væri við almenna vexti, sem reiknuðust frá þeim tíma sem bar að inna greiðslur af hendi hverju sinni samkvæmt uppboðsskilmálum. Verður að miða hér við vexti samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001. Ekki liggur að aðrir skilmálar hafi gilt við söluna en koma fram í auglýsingu nr. 41/1992, um að einum mánuði eftir samþykki boðs hafi átt að greiða annan fjórðung söluverðs og afganginn tveimur mánuðum þaðan í frá. Verður stefndi Fasteignafélagið Rán ehf. samkvæmt þessu dæmdur til að gefa út afsal fyrir eigninni til stefnanda, gegn greiðslu 11.000.000 króna, ásamt vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 af 2.750.000 krónum frá 20. desember 2001 til 20. janúar 2002, af 5.500.000 krónum frá þeim degi til 20. mars sama ár, en af 11.000.000 króna frá þeim degi til greiðsludags. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma stefndu í sameiningu til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst 300.000 krónur. Dóm þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri. Gætt var þeirra atriða sem áskilið er í 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 áður en dómur var kveðinn upp. Hafa lögmenn aðila lýst því yfir að þeir telji óþarft að endurflytja málið. Viðurkennt er ógildi framsals Jóns A. Pálmasonar hinn 19. desember 2001 til stefnda Guðfinns Pálssonar á boði stefnanda, Hafanna sjö hf., í fasteignina Fiskverkunarhús við Patrekshöfn, nyrðri lóð, ehl. II, 450 Patreksfirði, Vestur­byggð. Stefndi Fasteignafélagið Rán ehf. skal gefa út afsal fyrir sömu fasteign til stefnanda gegn greiðslu 11.000.000 króna, ásamt vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 af 2.750.000 krónum frá 20. desember 2001 til 20. janúar 2002, af 5.500.000 krónum frá þeim degi til 20. mars sama ár, en af 11.000.000 króna frá þeim degi til greiðsludags. Stefndu greiði í sameiningu stefnanda 300.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 30/2019
Lögmaður Úrskurðarnefnd Aðild Stjórnarskrá Sératkvæði
J höfðaði mál þetta á hendur L og krafðist ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndar lögmanna þar sem honum var gert að sæta áminningu vegna tilgreindrar framgöngu sinnar í samskiptum við dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Í málinu greindi aðila á um hvort L hefði heimild til að leggja fram kvörtun á hendur félagsmanni til úrskurðarnefndarinnar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að með 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn væri sérhverjum þeim sem teldi að lögmaður hefði í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríddi gegn lögum eða siðareglum heimilað að leggja fyrir úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun á hendur lögmanninum vegna þess. Þrátt fyrir framangreint orðalag ákvæðisins yrði það þó ekki skýrt á þann veg að samkvæmt því gæti hver átt sök sem vildi, enda væri það skilyrði jafnframt sett að sá hinn sami teldi að gert hefði verið á „sinn hlut“. Yrði ekki talið að í ákvæðinu fælist frávik frá almennum reglum stjórnsýsluréttar um nauðsyn beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna til kæruaðildar. Var hvorki talið að í ákvæði 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 fælist nægilega skýr lagaheimild fyrir L til að bera fram kvörtun vegna hinnar meintu háttsemi J né að hagsmunir félagsins vegna hennar væru slíkir að félagið teldist hafa öðlast þann rétt. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur og úrskurðurinn felldur úr gildi.
Dómur Hæstaréttar.Málþetta dæma Haraldur Henrysson, fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásgeir Magnússondómstjóri, Eggert Óskarsson, fyrrverandi héraðsdómari, Hólmfríður Grímsdóttirhéraðsdómari og Sigríður Ingvarsdóttir, fyrrverandi héraðsdómari. Áfrýjandiskaut málinu til Hæstaréttar 20. júní 2019. Hann krefst sýknu af kröfum stefndaog málskostnaðar fyrir Landsrétti og Hæstarétti.Stefndikrefst staðfestingar á dómi Landsréttar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.IMálþetta á rætur að rekja til samskipta stefnda við dómstjóra HéraðsdómsReykjavíkur síðla árs 2016 í framhaldi af beiðni hins fyrrnefnda umflýtimeðferð máls sem hann hugðist höfða fyrir dómstólnum til ógildingar árekstrar- og starfsleyfum tiltekins aðila. Stefndi taldi sig hafa fengið jáyrðidómstjórans fyrir því að hann þyrfti ekki að senda öll gögn málsins, sem voruviðamikil, með beiðninni. Hins vegar hafnaði dómstjórinn beiðninni og byggðistsynjunin á því að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt. Stefndi sendi þádómstjóranum tölvubréf og lýsti þeirri skoðun á bréfi dómstjórans að það væri„furðulegt og reyndar eins konar högg undir beltisstað.“ Þá kvaðst hann ekkimuna eftir „svona framgöngu embættismanns eða dómara fyrr á starfsæfi minni,sem spannar um hálfa öld“ og bætti við orðunum: „Vonandi sefur þú vel næstunótt.“ Dómstjórinn svaraði þessu og kvaðst hafa sagt í fyrra samtali þeirra aðekki væri nauðsynlegt að senda öll gögnin en að hann hefði nefnt sem dæmi að værióskað flýtimeðferðar vegna ákvörðunar stjórnvalds þá þyrfti ákvörðunin aðsjálfsögðu að fylgja. Að öðru leyti kvaðst hann ekki hirða um ávirðingarstefnda. Þessu svaraði stefndi með tölvuskeyti nokkru síðar og kvaðst finna hjásér þörf fyrir að ljúka þessum óskemmtilegu samskiptum við dómstjórann, mannsem hann hefði „jafnan talið að væri þokkalega heiðarlegur maður með sæmilegtjarðsamband.“ Tók hann fram að í ljósi samskiptanna hefðu allir venjulegir menntekið upp símann og gert viðvart um vöntun gagna og bætti síðan við „[e]n ekkiþú hinn mikli dómstjóri! Svo sendir þú mér í þokkabót svar sem er fullt afhroka og yfirlæti. Ef satt skal segja kenni ég í brjósti um þig. Menn sem komasvona fram eru að mínum dómi varla í góðu jafnvægi. Ég mun núna eftir helginasenda að nýju óskina um flýtimeðferð, þó ekki væri til annars en að skemmta þérí yfirlæti þínu.“ Sendi hann síðan nýja beiðni um flýtimeðferð til HéraðsdómsReykjavíkur en henni var hafnað með þeim rökum að hvorki væri séð að brýn þörfværi á skjótri úrlausn málsins né að sú úrlausn hefði slíka þýðingu fyrirskjólstæðing stefnda að rétt væri að verða við beiðninni. Í framhaldi þessa sendistefndi dómstjóranum enn tölvuskeyti þar sem hann sagði meðal annars aðdómstjórinn ætti að láta af hroka og yfirlæti sem svo mjög hefði einkenntafgreiðslu hans á málinu. Miklu beturfæri á því að sleppa slíku þó að menn kynnu að líta stórt á sig. Þeim liði aðjafnaði betur þannig. Ofangreind samskipti urðu tilefni bréfsdómstjórans til formanns áfrýjanda 4. janúar 2017 þar sem hann vakti athygli áframgöngu stefnda sem að sínu áliti bæri vott um „fádæma dónaskap,virðingarleysi og vanstillingu“ stefnda gagnvart verkefnum dómstjórans eftir aðhann hafði tvívegis hafnað beiðni stefnda um flýtimeðferð. Kvaðst dómstjórinntelja einsýnt að háttsemi stefnda bryti í bága við 19. gr. siðareglna lögmanna,„hvað þá almenna kurteisi og samskiptavenjur.“ Dómstjórinn tók fram að honumværi ekki kunnugt um hvernig dómari eða dómstjóri ætti að fara með mál semþetta og léti sig ekki varða hvort félagið kysi að aðhafast en óskaði þessaðeins að hvorki hann né aðrir í sömu stöðu þyrftu eftirleiðis að sitja undirslíkum skætingi sem þarna um ræddi.Stjórnáfrýjanda fjallaði um bréf þetta á fundi og sendi stefnda bréf 24. janúar 2017 ogóskaði afstöðu hans og skýringa á umræddum samskiptum. Því bréfi svaraðistefndi 31. janúar og greindi frá atvikum eins og þau horfðu við honum. Taldihann framkomu dómstjórans í sinn garð ámælisverða og bréf hans gæfi sérstakttilefni til að spyrja hann hvernig hann færi með eftirlits- og agavald yfirdómurum sem starfa við dómstól hans þar sem brotinn sé freklega réttur áborgurum.Meðbréfi 8. mars 2017 sendi stjórn áfrýjanda úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun ogkrafðist þess að nefndin úrskurðaði hvort háttsemi stefnda, sem nánar var lýstí bréfinu, samrýmdist siðareglum lögmanna og teldist svo ekki vera yrðu honumákvörðuð viðurlög til samræmis við tilefnið.Stefndikrafðist þess í bréfi 23. mars 2017 að málinu yrði vísað frá nefndinni en ellasynjað kröfu um að honum yrðu ákveðin viðurlög. Úrskurðarnefndinúrskurðaði 26. maí 2017 að stefndi hefði brotið gegn 19. gr. siðareglnalögmanna og skyldi hann sæta áminningu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðalannars: „Þegar metin eru þau skrif sem kærði sendi dómstjóranum í Reykjavík ogfólu í sér viðbrögð kærða við úrlausn hans, er það mat nefndarinnar að kærðihafi farið langt út fyrir þau mörk sem ákvæði 19. gr. siðareglna lögmanna setur.Það getur ekki talist eðlilegt að lögmenn setji sig í beint samband viðdómendur til að fjalla um óánægju sína með úrlausnir þeirra eftir að þær komafram með þeim hætti sem gert var. Einstök ummæli kærða í þessum samskiptum, semað ofan eru rakin, um högg undir beltisstað, um nætursvefn dómarans, hroka,yfirlæti, skort á jarðsambandi, heiðarleika og að hann sé varla í góðujafnvægi, eru fjarri því sem er viðeigandi í samskiptum lögmanna við dómendur.Með þessu er gefið í skyn að umræddan dómara skorti þá lyndiseinkunn sem dómaraþarf að prýða og dómstólalög gera ráð fyrir. Ekkert tilefni var til þessa. Ekkifæst séð að þessi tilskrif kærða hafi á nokkurn hátt þjónað þeim tilgangi aðgæta hagsmuna skjólstæðingsins og verða þau ekki réttlætt með því. ... Viðákvörðun viðurlaga er horft til þess að brot kærða lýtur að þeim mikilvæguhagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu.Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur er farið gegn þeimhagsmunum og þar með einnig hagsmunum skjólstæðinga þeirra. Nefndin telur brotkærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“ Stefndihöfðaði síðan mál þetta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 13. október 2017 tilógildingar á ofangreindum úrskurði. Með dómi héraðsdóms 17. maí 2018 varáfrýjandi sýknaður af kröfum stefnda. Var þeirri niðurstöðu snúið við með dómi Landsréttar5. apríl 2019 þar sem fallist var á kröfur stefnda og úrskurðurinn felldur úrgildi. Áfrýjunarleyfi var veitt fyrir Hæstarétti á þeim grunni að dómur ímálinu hefði verulegt almennt gildi um skýringu 27. gr. laga nr. 77/1998 umlögmenn.IISvo semfram kemur í hinum áfrýjaða dómi er mælt fyrir um starf og hlutverk áfrýjanda ílögum nr. 77/1998 um lögmenn, en með lögmanni er eftir 1. mgr. 1. gr. lagannaátt við þann sem hefur leyfi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum,Landsrétti eða Hæstarétti Íslands. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna skululögmenn hafa með sér félag sem nefnist Lögmannafélag Íslands og er þeim öllumskylt að vera þar félagsmenn. Í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar segir aðengan megi skylda til aðildar að félagi, en með lögum megi þó kveða á um slíkaskyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegnaalmannahagsmuna eða réttinda annarra. Samkvæmt2. mgr. 3. gr. laga nr. 77/1998 setur félagið sér samþykktir og skal það ekkihafa með höndum aðra starfsemi en þá sem sérstaklega er mælt fyrir um í lögum,sbr. þó 5. mgr. sömu greinar um að félagið geti starfrækt deild eða deildir semfélagsmönnum er frjálst að eiga aðild að. Í 3.mgr. 3. gr. laganna segir að í tengslum við áfrýjanda skuli starfa sjálfstæðúrskurðarnefnd lögmanna, sem hafi lögsögu yfir lögmönnum er starfa hér á landiog er þar mælt fyrir um hvernig hún skuli skipuð. Eftir 4. mgr. skal áfrýjandibera kostnað af störfum sem félaginu og úrskurðarnefnd lögmanna eru falin meðlögum. Í 1. mgr. 5. gr. er kveðið á um að áfrýjandi komi fram fyrir höndlögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum og í 2. mgr. sömu greinar segir aðáfrýjandi setji siðareglur fyrir lögmenn. Í 1. mgr. 27. gr. laganna segir aðtelji einhver að lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi semstríði gegn lögum eða reglum samkvæmt 2. mgr. 5. gr. geti hann lagt kvörtun fyrirúrskurðarnefndina. Er þar vísað til siðareglna sem áfrýjandi hefur sett fyrirlögmenn (Codex Ethicus) 17. mars 2000 með síðari breytingum. IIIÁgreiningurer milli aðila málsins um það hvernigtúlka eigi 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn og þá hvort áfrýjandihafi heimild til að leggja fram kvörtun á hendur félagsmanni fyrirúrskurðarnefnd lögmanna. Áfrýjandi heldur því fram að hann hafi slíkan rétt og aðvið úrlausn málsins þurfi annars vegar að huga að réttri túlkun ákvæðisins oghins vegar að hagsmunum áfrýjanda af því að lögmenn virði ákvæði siðareglna ísamskiptum við dómstóla. Telur hann að ályktun sú sem dregin er í hinum áfrýjaðadómi af lögskýringargögnum við túlkun ákvæðisins sé með öllu órökrétt. Vitnarhann til umfjöllunar um ákvæðið á Alþingi þar sem í upphafi hafi verið gert ráðfyrir að einungis umbjóðandi lögmanns gæti lagt fram kvörtun tilúrskurðarnefndarinnar teldi hann lögmanninn hafa gert á sinn hlut. Þessu hafiverið breytt í meðförum þingnefndar í núgildandi horf með þeirri skýringu meðalannars að eðlilegt væri að víkka heimildina út þannig að um greiða kæruleiðyrði að ræða. Augljóst sé að löggjafinn hafi talið að áfrýjandi hefði verulegahagsmuni af því að lögmenn gerðust ekki sekir um framferði er telja mættistéttinni ósamboðið. Í hinum áfrýjaða dómi sé hvergi vikið að þessum hagsmunum.Þá vísar áfrýjandi til 43. gr. siðareglna er hann hefur sett samkvæmt 2. mgr.5. gr. laga nr. 77/1998. Hann telur engar vísbendingar að finna ílögskýringargögnum um að eftirlitsskyldur áfrýjanda væru aflagðar eða fyrir þaðgirt að hann gæti vísað málum sem hann hefði hagsmuni af tilúrskurðarnefndarinnar. Áfrýjandi byggir á því að í þessu máli séu hagsmunirhans verulegir, beinir og lögvarðir. Stefndi hafi því gert á hlut hans ískilningi 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998.Stefndibyggir á því að stjórn áfrýjanda hafi ekki heimild til að kvarta tilúrskurðarnefndar lögmanna vegna samskipta lögmanns við dómara og að með kvörtunsinni hafi áfrýjandi farið út fyrir lögbundið hlutverk sitt, í beinni andstöðuvið lög og þau sjónarmið er gildi um neikvætt félagafrelsi, sbr. 2. mgr. 74.gr. stjórnarskrárinnar, sbr. stjórnskipunarlög nr. 97/1995. Með lögum nr.77/1998 hafi eftirlitshlutverk áfrýjanda verið fellt niður og vald til aðákveða lögmönnum agaviðurlög vegna brota gegn lögum og siðareglum fært tilsjálfstæðrar úrskurðarnefndar. Áréttað sé í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 77/1998 að áfrýjandiskuli ekki hafa með höndum aðra starfsemi en þá sem mælt sé fyrir um í lögum,sbr. þó 5. mgr. ákvæðisins. Öll vafaatriði varðandi þetta verði að túlka meðþrengjandi skýringu. Hvergi í lögum sé áfrýjanda falið að hafa eftirlit með þvíað lögmenn fylgi siðareglunum. Ekki sé fullnægjandi að kveða svo á í reglunumsjálfum. Varðandi ætlaða hagsmuni áfrýjanda af fylgni félagsmanna viðsiðareglur lögmanna í einkasamskiptum lögmanna og dómara er það mat stefnda aðþeir séu í besta falli almennir, óverulegir og óbeinir og alls ekki slíkir aðréttlætt geti að áfrýjandi taki upp hanskann fyrir dómara, sem telji lögmannhafa brotið gegn sér og beini kvörtun af því tilefni til úrskurðarnefndarlögmanna.IVÁður erfram komið að með 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn er sérhverjumþeim sem telur að lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi semstríði gegn lögum eða reglum samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laganna heimilað að leggjafyrir úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun á hendur lögmanninum vegna þess. Þráttfyrir framangreint orðalag ákvæðisins verður það þó ekki skýrt á þann veg aðsamkvæmt því geti hver átt sök sem vill, enda er það skilyrði jafnframt sett aðsá hinn sami telji að gert hafi verið „á sinn hlut“. Verður ekki talið að íákvæðinu felist frávik frá almennum reglum stjórnsýsluréttar um nauðsyn beinna,verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna til kæruaðildar. Þá verður og aðhafa í huga við skýringu ákvæðisins að aðild að áfrýjanda er skyldubundin og aðmeð tilliti til þessa er sérstaklega áréttað í 2. mgr. 3. gr. fyrrgreindra lagaað félagið skuli ekki hafa með höndum aðra starfsemi en þá sem sérstaklega sémælt fyrir um í lögum, utan heimildarinnar í 5. mgr. lagagreinarinnar tilstarfsrækslu sérstakrar félagsmáladeildar sem áður hefur verið vikið að. Berþví enn frekar til þess nauðsyn, með hliðsjón af ákvæði 2. mgr. 74. gr.stjórnarskrárinnar, að gera strangar kröfur til skýrleika lagaákvæða er kveða áum eftirlit stjórnarinnar gagnvart einstökum félagsmönnum og heimila hennieftirfylgni gagnvart úrskurðarnefnd félagsins vegna meintra brota einstakralögmanna á lögum eða siðareglum þess. Þótt áfrýjanda sé í 13. gr. laga nr.77/1998 falið að hafa eftirlit með tilteknum þáttum í starfsemi lögmanna, svosem að hann uppfylli ávallt skilyrði fyrir lögmannsréttindum samkvæmt 6., 9. og12. gr. laganna, verður hvorki talið að í fyrrgreindu ákvæði 1. mgr. 27. gr.felist nægilega skýr lagaheimild fyrir áfrýjanda til að bera fram kvörtun vegnahinnar meintu háttsemi stefnda né að hagsmunir félagsins vegna hennar séuslíkir að félagið teljist hafa öðlast þann rétt. Í samræmi við þetta verðurniðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest og gildir það einnig um niðurstöðu hansum málskostnað.Áfrýjandaverður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorðigreinir.Dómsorð:Hinnáfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi,Lögmannafélag Íslands, greiði stefnda, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, 900.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. Sératkvæði HaraldsHenryssonar ogEggerts Óskarssonar Viðerum sammála því sem kemur fram í köflum I-III í atkvæði meirihluta dómenda. Meðal þeirra hlutverka semlöggjafinn hefur ætlað áfrýjanda er sem fyrr segir að koma fram fyrir höndlögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum og setja lögmönnum siðareglur svosem hann hefur gert. Er þar kveðið á um góða lögmannshætti, skyldur lögmannagagnvart skjólstæðingum sínum, samskipti lögmanna við dómstóla og lögmannainnbyrðis svo nokkur dæmi séu nefnd. Í 1. mgr. 43. gr. reglnanna segir aðstjórn áfrýjanda hafi eftirlit með því að þeim sé fylgt, en úrskurðarnefndlögmanna skeri úr ágreiningi um skilning á reglunum, sbr. 3. mgr. sömu greinar.Í 3. mgr. 3. gr. samþykkta áfrýjanda sem settar eru samkvæmt fyrirmælum 2. mgr.3. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn er vísað til siðareglnanna þegar fjallað erum réttindi og skyldur félagsmanna. Þá er í 3. gr. málsmeðferðarreglnaúrskurðarnefndar lögmanna sem hún hefur sett sér, sbr. 2. málslið 1. mgr. 4.gr. sömu laga, gert ráð fyrir því að hlutverk hennar sé meðal annars að fjallaum erindi frá stjórn áfrýjanda samkvæmt 3. mgr. 43. gr. siðareglnanna. Þegarlitið er til þessara ákvæða í ljósi fyrirmæla löggjafans um setningu siðareglnaverður að telja að áfrýjandi hafi réttilega með höndum eftirlit með fylgni viðreglurnar og séu félagsmeðlimir við það bundnir. Eftirlitshlutverk áfrýjanda aðþessu leyti er hluti af lögbundnu hlutverki hans og er í almannaþágu, sbr. 2.mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki verður talið vafa undirorpið að meðalþeirra hagsmuna sem siðareglum lögmanna er ætlað að vernda séu hagsmuniráfrýjanda og lögmannastéttarinnar í heild af því að einstakir lögmenn komi framaf virðingu fyrir starfi sínu og skaði ekki orðstír stéttar sinnar í heild.Viðsetningu laga nr. 77/1998 kom fram ótvíræður vilji löggjafans til þess aðkæruleið til úrskurðarnefndar lögmanna yrði greið. Eftir orðanna hljóðan verður1. mgr. 27. gr. laganna ekki skilin öðruvísi en svo að hver sá sem telur lögmann hafa gengið á hagsmuni sína með háttsemisem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna geti kvartað tilúrskurðarnefndarinnar. Er þessi heimild ekki einskorðuð við umbjóðendurlögmanna svo sem greinilega kemur fram í lögskýringargögnum sem áður er vísaðtil. Miðað við afdráttarlaust orðalag ákvæðisins þykir ekki tækt að álykta að áfrýjandisé hér undanskilinn enda eigi hann ótvíræðra hagsmuna að gæta vegna framkomulögmanns og gildir þá einu þótt aðrir kynnu að eiga hagsmuna að gæta af samatilefni. Kvörtun áfrýjanda á hendur stefnda til úrskurðarnefndarinnar kom tilvegna háttsemi sem hann taldi lúta að slíkum hagsmunum sínum. Með vísan tilforsendna héraðsdóms verður fallist á þá niðurstöðu hans að þessir hagsmunirhafi verið beinir, lögvarðir og nægilega sérgreindir til að áfrýjandi gæti áttaðild að máli þessu fyrir úrskurðarnefndinni. Auk þess sem þetta styðst viðofangreint ákvæði 27. gr. er þetta og í samræmi við ákvæði 1. mgr. 5. gr.laganna um hagsmunagæslu áfrýjanda fyrir lögmannastéttina og samrýmistáskilnaði 2. mgr. 3. gr. laganna um starfsemi áfrýjanda. Stefndi varð sem félagsmaðurað una kvörtunarrétti áfrýjanda.Þá skalá það bent að fyrir liggja skýr dómafordæmi Hæstaréttar um að félagasamtökumsem telja brotið á lögvörðum hagsmunum félagsmanna sinna sé heimil málsóknhvort sem er fyrir dómstólum eða á stjórnsýslusviði eins og hér háttar til,sbr. og málshöfðunarheimild 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála.Aðþessu athuguðu, en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms, teljum viðað staðfesta eigi hann að öllu leyti. Dómur LandsréttarMál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð ÞórBjörgvinsson, Kristbjörg Stephensen og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.Málsmeðferð ogdómkröfur aðila Áfrýjandi skautmálinu til Landsréttar 22. júní 2018 að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómiHéraðsdóms Reykjavíkur 17. maí 2018 í málinu nr. E-3301/2017.2 Áfrýjandi krefstþess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að ógiltur verðimeð dómi úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna, uppkveðinn þann 26. maí 2017 ímálinu nr. 14/2017: Lögmannafélag Íslands gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl.Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins í héraðiog fyrir Landsrétti.3 Stefndi krefst þessað hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Hann krefst einnig greiðslumálskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Landsrétti að mati dómsins. Málsatvik4 Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi.Þar er meðal annars gerð grein fyrir beiðni áfrýjanda 5. desember 2016 tildómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um flýtimeðferð á máli skjólstæðings síns,samskiptum þeirra á milli og synjun dómstjóra á beiðni áfrýjanda 7. samamánaðar. Í tölvuskeytum áfrýjanda til dómstjóra eftir synjunina sem rakin eru íhéraðsdómi, lýsir áfrýjandi áliti sínu á afgreiðslu dómstjóra meðal annars meðþeim orðum að hann muni ekki eftir svona framgöngu embættismanns eða dómarafyrr á starfsævi sinni, sem spanni um hálfa öld. Í fyrrnefndum tölvuskeytumsegir jafnframt: „Ég finn hjá mér þörf til að ljúka þessum óskemmtilegusamskiptum við þig, mann sem ég hef jafnan talið að væri þokkalega heiðarlegurmaður með sæmilegt jarðsamband.“ Þá rekur héraðsdómur að þann 4. janúar 2017sendi dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur bréf til formanns stefnda þar sem hannvekur athygli formannsins á framkomu áfrýjanda í samskiptum þeirra. Taldidómstjórinn framgöngu áfrýjanda bera vott um „fádæma dónaskap, virðingarleysiog vanstillingu lögmannsins“ sem brjóti í bága við 19. gr. siðareglna lögmannaog gæti vart talist stétt lögmanna til framdráttar. Í bréfinu krafðistdómstjórinn ekki beinna aðgerða stefnda af þessu tilefni en afrit aftölvuskeytum áfrýjanda fylgdu bréfinu. Niðurstaða 5 Í 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998segir að lögmenn skuli hafa með sér félag sem nefnist Lögmannafélag Íslands ogsé þeim öllum skylt að vera þar félagsmenn. Af þeirri skylduaðild leiðir aðhvorki áfrýjandi né nokkur annar lögmaður getur skorast undan aðildinni eðaþeim skyldum sem henni fylgja. Í 2. mgr. sama ákvæðis segir að Lögmannafélagiðsetji sér samþykktir. Í greininni segir einnig að félagið skuli ekki hafa meðhöndum aðra starfsemi en þá sem sérstaklega er mælt fyrir um í lögum, sbr. þó5. mgr., en það ákvæði kemur ekki til álita hér. Í 3. mgr. 3. gr. laganna segirsíðan að í tengslum við Lögmannafélag Íslands skuli starfa sjálfstæðúrskurðarnefnd lögmanna sem leysi úr málum eftir ákvæðum laganna. Úrskurðarnefndinhafi lögsögu yfir lögmönnum sem starfa hér á landi í samræmi við 2. mgr. 1. gr.laganna. 6 Í2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar segirað engan megi skylda til aðildar að félagi, en með lögum megi þó kveða áum slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltuhlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra. Meginrökin fyrirskylduaðild að stefnda eru reist á ákvæðum laganna um eftirlitshlutverkúrskurðarnefndar lögmanna samkvæmt 3. mgr. 3. gr. þeirra, sbr. og 26. og 27. gr. laganna.Leiðir af ákvæði stjórnarskrárinnar sem og 3. mgr. 3. gr. laganna að heimildirstjórnar stefnda til að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum þurfa aðstyðjast við skýra lagaheimild.7 Meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna fer eftir stjórnsýslulögumog setur nefndin sér nánari reglur um meðferð einstakra málaflokka, sbr. 4. gr.laga nr. 77/1998. Þá setur stefndi siðareglur fyrir lögmenn, sbr. 2. mgr. 5.gr. laganna.8 Í 26. og 27. gr. laga nr. 77/1998 eru meðtæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefndina. Í 26.gr. er fjallað um rétt lögmanns til endurgjalds en í 27. gr. segir að teljieinhver að lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríðigegn lögum eða reglum samkvæmt 2. mgr. 5. gr. geti hann lagt fyrirúrskurðarnefnd lögmanna kvörtun á hendur lögmanninum. 9 Ágreiningur aðila máls þessa lýtur einkum aðþví hvort stefndi hafi á grundvelli 27. gr. laga nr. 77/1998 getað átt aðild aðmálinu og lagt fram kvörtun fyrir úrskurðarnefndina á hendur áfrýjanda fyrirbrot á siðareglum stefnda. Samkvæmt orðanna hljóðan er kæruheimildin víðtæk. Áhinn bóginn verður ráðið af lögskýringargögnum að undir 27. gr. falli fyrst og fremst mál sem byggjast ákvörtun umbjóðanda á hendur lögmanni fyrir háttsemi sem stríðir gegn lögum eðasiðareglum lögmanna. 0 Að öllu því virtu sem að framan greinir verður að telja að ekki sé fyrirhendi nægilega traust lagaheimild fyrir stjórn stefnda til að koma framviðurlögum gegn félagsmanni með því aðleggja fram kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Skírskotun til málsmeðferðarreglnanefndarinnar og siðareglna stefnda nægir ekki til að bæta úr skorti á slíkriskýrri heimild til handa stefnda til að sækja hið umþrætta mál fyrirúrskurðarnefndinni. Verður úrskurðurinn því felldur úr gildi.1 Stefnda verður gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrirLandsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Felldur er úr gildiúrskurður úrskurðarnefndar lögmanna frá 26. maí 2017 í málinu nr. 14/2017:Lögmannafélag Íslands gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. Stefndi,Lögmannafélag Íslands, greiði áfrýjanda, Jóni Steinari Gunnlaugssyni,málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti, samtals 1.200.000 krónur.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur,fimmtudaginn 17. maí 2018 Málþetta sem dómtekið var að aflokinni aðalmeðferð þann 23. apríl sl., er höfðaðaf Jóni Steinari Gunnlaugssyni, Holtsvegi 31, 210 Garðabæ, með stefnu birtri13. október 2017, á hendur stefnda, Lögmannafélagi Íslands, Álftamýri 9, 108Reykjavík. Stefnandigerir þær dómkröfur að ógiltur verði með dómi úrskurður úrskurðarnefndarlögmanna, uppkveðinn þann 26. maí 2017 í málinu nr. 14/2017: LögmannafélagÍslands gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. Þákrefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndikrefst sýknu af kröfum stefnanda auk málskostnaðar úr hendi stefnanda. Ágreiningsefni og málsatvik Málavextireru þeir að stefnanda var ásamt Konráð Jónssyni héraðsdómslögmanni falið aðannast málsókn til ógildingar á rekstrar- og starfsleyfum sem Matvælastofnun ogUmhverfisstofnun höfðu veitt fyrirtækinu Arnarlaxi hf. til sjókvíaeldis á laxií Arnarfirði með leyfum dags. 15. febrúar og 6. maí 2016. Með bréfi dags. 5.desember 2016 fór stefnandi fram á það við þáverandi dómstjóra HéraðsdómsReykjavíkur að umrætt mál fengi flýtimeðferð með vísan til 123. gr. laga ummeðferð einkamála nr. 91/1991. Í bréfi þessu kvaðst stefnandi hafa vísað tilþeirra hagsmuna er í húfi væru fyrir málsaðila og aðra í sömu sporum en með þvíhafi fylgt stefna í málinu til útgáfu. Áðuren stefnan var þannig send dómstjóra afréði stefnandi að hafa símasamband viðhann. Í því símtali kveðst stefnandi hafa greint dómstjóranum frá því aðstefnan geymdi ítarlega og nákvæma lýsingu á málavöxtum og að henni fylgduviðamikil gögn. Kveðst stefnandi hafa spurt dómstjórann hvort hann vildi fágögnin með beiðninni um flýtimeðferðina. Er staðhæft af hálfu stefnanda aðdómstjórinn hafi þá enga þörf talið á því á þessu stigi málsins og hafi þáorðið að samkomulagi með stefnanda og dómstjóranum að stefnandi sendi honumskjalaskrána og að dómstjórinn myndi síðan láta stefnanda vita ef hann teldisig þurfa að sjá einhver þeirra skjala sem talin hafi verið upp í skjalaskránniog myndi þá stefnandi senda honum þau skjöl. Tilsamræmis við framangreint ætlað samkomulag hafi stefnandi getið þess íniðurlagi bréfs síns, dags. 5. desember 2016, að málsgögn sem fram yrðu lögðvið þingfestingu málsins væru mikil vöxtum og hann léti fylgja skrá yfir þau.Hafi hann tekið fram að ef dómstjóri óskaði eftir að kynna sér einhver þeirraáður en hann tæki afstöðu til beiðninnar myndi stefnandi framvísa skjölum.Eftir að stefnandi sendi framangreinda beiðni inn og áður en tekin var afstaðatil hennar áttu dómstjórinn og stefnandi samtal símleiðis þar sem staðhæft eraf hálfu stefnanda að dómstjórinn hafi tekið fram að hann hefði móttekiðbeiðnina og að vel hefði verið gengið frá öllu af hálfu stefnanda, en það einasem væri þó til athugunar snerti blaðsíðu 19 í beiðninni. Fyrirliggur í málinu að dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hafnaði síðanframangreindri beiðni stefnanda með bréfi dags. 7. desember 2016. Byggðistsynjunin á því að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með erindi stefnanda. Líturstefnandi svo á að með þessari afgreiðslu málsins hafi dómstjórinn brotið gegnþví framangreinda ætlaða samkomulagi sem stefnandi telur að hann og dómstjórinnhafi áður komist að. Eftirað svar dómstjórans um synjun barst stefnanda sendi stefnandi sama dagsdómstjóranum tölvuskeyti þar sem hann lýsti þeirri skoðun á bréfi dómstjóransað það væri „furðulegt og reyndar eins og högg undir beltisstað“. Vísaðistefnandi þar til samskipta vegna gagna málsins. Í niðurlagi skeytisins kvaðststefnandi ekki muna eftir „slíkri framgöngu embættismanns eða dómara ástarfsæfi sinni sem spannaði hálfa öld.“ Bætti stefnandi síðan að endingu viðorðunum „vonandi sefur þú vel næstu nótt“. Dómstjórinnsendi síðan stefnanda tölvuskeyti þann 7. desember 2016. Í því skeyti kvaðsthann þurfa að leiðrétta stefnanda. Sagðist dómstjórinn hafa sagt í samtaliþeirra að ekki væri nauðsynlegt að senda inn öll gögnin en að hann hefði nefntsem dæmi að ef óskað væri flýtimeðferðar vegna ákvörðunar stjórnvalds þá þyrftiað sjálfsögðu að fá ákvörðunina. Kvaðst dómstjórinn að öðru leyti ekki hirða umávirðingar stefnanda, en kvaðst þykja það leitt ef stefnandi hefði gleymtsamtali þeirra. Stefnandisendi dómstjóranum þá enn tölvuskeyti dags. 11. desember 2016. Þar kvaðststefnandi finna hjá sér þörf fyrir að ljúka þessum óskemmtilegu samskiptum viðdómstjórann, mann sem hann hefði „jafnan talið að væri þokkalega heiðarlegurmaður með sæmilegt jarðsamband.“ Stefnandi tók þar fram að hann myndi samskiptisín við dómstjórann á annan veg en jafnvel þótt dómstjórinn hefði rétt fyrirsér mætti honum vera ljóst að eitthvað hefði farið milli mála þegar gögnin semdómstjórinn nefndi fylgdu ekki bréfinu. Stefnandi tók þá fram að í ljósisamskiptanna hefðu allir venjulegir menn þá tekið upp símann og gert viðvart umþetta en bætti síðan við: „ En ekki þú hinn mikli dómstjóri! Svo sendir þú mérí þokkabót svar sem er fullt af hroka og yfirlæti. Ef satt skal segja þá kenniég í brjósti um þig. Menn sem koma svona fram eru að mínum dómi varla í góðujafnvægi. Ég mun núna eftir helgina senda að nýju óskina um flýtimeðferð, þóekki væri til annars en að skemmta þér í yfirlæti þínu.“ Stefnandisendi nýja beiðni um flýtimeðferð til Héraðsdóms Reykjavíkur þann 14. desember2016. Þann 19. desember 2016 var þeirri beiðni um flýtimeðferð hafnað á þeimgrunni að hvorki væri séð að brýn þörf væri á skjótri úrlausn málsins né að súúrlausn hefði slíka þýðingu fyrir hagsmuni stefnanda að rétt væri að verða viðbeiðni. Íframhaldinu, 23. desember 2016, sendi stefnandi tölvuskeyti til dómstjórans þarsem hann sagði meðal annars að dómstjórinn ætti að láta af hroka og yfirlætisem svo mjög hefði einkennt afgreiðslu hans í málinu. Sagði svo að það færimiklu betur á því að sleppa slíku þó að menn kynnu að líta stórt á sig. Þeimliði að jafnaði betur þannig. Þann4. janúar 2017 sendi dómstjórinn bréf til Reimars Péturssonar, formannsLögmannafélags Íslands. Í bréfinu lýsir dómstjórinn því að hafa átt í„óskemmtilegum samskiptum“ við stefnanda sem sé félagi í Lögmannafélaginu.Dómstjórinn benti þar á að háttsemi stefnanda í samskiptum þeirra tveggja hlytiað fara á svig við 19. gr. siðareglna lögmanna, „hvað þá almenna kurteisi ogsamskiptavenjur, og geti vart talist stétt lögmanna til framdráttar“. Tókdómstjórinn fram að þar sem honum væri ekki kunnugt um hvernig dómari eðadómstjóri ætti að fara með erindi sem þetta leitaði hann til formannsfélagsins. Þá tók dómstjórinn fram að hann léti sig ekki varða hvernig eðahvort félagið kysi að aðhafast, en að hann óskaði þess aðeins að hvorki hann néaðrir í hans stöðu þyrftu „eftirleiðis að sitja undir skætingi semþessum“. Þann24. janúar 2017 sendi Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands,bréf fyrir hönd stjórnar þess til stefnanda. Í bréfinu kom fram að erindidómstjórans hefði verið lagt fyrir stjórnarfund í félaginu, þar sem samþykkthefði verið að óska eftir afstöðu stefnanda til erindis dómstjórans. Þá varóskað eftir skýringum á þeim samskiptum sem um ræðir, sérstaklega með tillititil ákvæða 2., 19. og 22. gr. siðareglna lögmanna. Stefnandi sendi stjórnstefnda svarbréf ásamt með fylgiskjölum dags. 31. janúar 2017. Með bréfi dags.8. mars 2017 kvartaði svo framkvæmdastjórinn fyrir hönd stjórnar LögmannafélagsÍslands til úrskurðarnefndar lögmanna. Í bréfinu var gerð sú krafa að nefndinúrskurðaði hvort háttsemi stefnanda í garð dómstjórans í Reykjavík samrýmdistsiðareglum lögmanna og ákvarðaði honum viðurlög til samræmis við tilefniðteldist svo ekki vera. Kvörtunin var stimpluð um móttöku með móttökustimpliLögmannafélags Íslands sama dag, 8. mars 2017, og málinu gefið númerið 14/2017hjá úrskurðarnefnd lögmanna. Kvörtun stjórnar stefnda var síðan send tilstefnanda í bréfi frá úrskurðarnefnd lögmanna, dags. 14. mars 2017. Í bréfinuvar óskað eftir greinargerð stefnanda um erindið og sendi hann greinargerðásamt með fylgiskjölum til úrskurðarnefndar lögmanna þann 23. mars 2017. Föstudaginn26. maí 2017 var síðan kveðinn upp úrskurður í málinu nr. 14/2017:Lögmannafélag Íslands gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Úrskurðarorðið ersvohljóðandi: „Kærði, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., sætir áminningu.“Stefnandi er ósammála niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og afréð því að skjótamálinu til héraðs- dóms til að fá úrskurðinum hnekkt með dómi, sbr. 5. mgr. 28.gr. laga nr. 77/1998. Getaber þess að stefndi, Lögmannafélag Íslands, vísar um málavexti til kvörtunarsinnar til úrskurðarnefndar lögmanna, dags. 8. mars 2017, og til I. kaflaúrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 14/2017. Sé málavaxtalýsingu afhálfu stefnanda í stefnu mótmælt að því leyti sem hún feli í sér fullyrðingarum efni símtala á milli stefnanda og þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur,sem ekki fari saman við lýsingu dómstjórans sjálfs, sbr. tölvuskeyti hans tilstefnanda, dags. 7. desember 2016. Sé því sérstaklega mótmælt sem ósönnuðu að ámilli stefnanda og dómstjórans hafi komist á einhvers konar samkomulag umtiltekna meðferð þess erindis sem stefnandi sendi dómstjóranum, dags. 5.desember 2016, samkvæmt 123. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, og aðmeð afgreiðslu dómstjórans, dags. 7. desember 2016, hafi dómstjórinn brotiðgegn samkomulagi sem hann og stefnandi hefðu gert með sér. Málsástæður og lagarök af hálfu stefnanda Stefnandibyggi mál þetta á því að stefndi, Lögmannafélag Íslands (LMFÍ), geti ekki áttaðild að máli sem þessu hjá úrskurðarnefnd lögmanna, meðal annars vegna skortsá lögvörðum hagsmunum og vegna þess að lagareglur um nefndina leyfi ekki slíkaaðild. Þá byggi stefnandi á því að úrskurðarnefnd LMFÍ sé vanhæf til þess aðúrskurða í málum þar sem stefndi sé annar málsaðila. Þá byggi stefnandi á þvíað með úrskurðinum og þeim reglum sem hann sé byggður á sé í raun verið aðskerða tjáningarfrelsi stefnanda og grafa undan getu hans til þess að sinnastarfi sínu sem lögmaður. Loks byggi stefnandi á því að hann hafi ekki gerstbrotlegur við neitt ákvæði í siðareglum lögmanna eða lögum og reglum sem gildium störf lögmanna. Stefnandibyggi á því að stefndi geti ekki átt aðild að máli fyrir úrskurðarnefndlögmanna er varði samskipti lögmanns og dómara. Í það minnsta geti slík aðildekki átt við í þessu máli. Grundvallarheimildin til að leggja mál fyrirúrskurðarnefnd lögmanna sé í 1. mgr. 27. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. Þarsé gert að skilyrði fyrir því að leggja mál fyrir nefndina að málshefjanditelji að lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríðigegn lögum eða siðareglum lögmanna. Stefnandi hafi ekki gert neitt á hlutstjórnar stefnda eða stefnda. Það breyti engu að dómstjórinn hafi lagt það íhendur stjórnar stefnda að ákveða hvernig brugðist yrði við erindi dómstjórans.Dómstjórinn sé sá eini er geti haldið því fram að stefnandi hafi gert á sinnhlut. Hvergi sé í lögum að finna heimild til að framselja réttinn til að leggjamál fyrir úrskurðarnefndina til annarra, en stjórn stefnda hafi sótt málið íeigin nafni. Samkvæmtreglum um meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna, sem nefndin setji sérsjálf samkvæmt 2. mgr. 13. gr. samþykkta fyrir LMFÍ, sbr. 2. málslið 1. mgr. 4.gr. laga um lögmenn nr. 77/1998, sé hlutverk nefndarinnar meðal annars aðfjalla um erindi sem stjórn stefnda sendi nefndinni samkvæmt 3. mgr. 43. gr.siðareglna lögmanna. Í 3. mgr. 43. gr. siðareglnanna segi að úrskurðarnefndlögmanna skeri úr ágreiningi um skilning á reglunum. Stefnandi fái ekki séð aðá grundvelli framangreinds sé stefnda veitt sjálfstæð heimild til að leggjakæru gegn tilgreindum lögmanni fyrir úrskurðarnefnd lögmanna. Því hljótialmenna heimildin að gilda, það er að sá geti kvartað til nefndarinnar semtelji lögmann hafa gert á hlut sinn, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998.Stefnandi telji stefnda ekki hafa sýnt fram á það með neinum hætti að stefnandihafi gert á sinn hlut. Stjórnstefnda hafi sjálf talið að lög um lögmenn nr. 77/1998 geri ekki ráð fyrir þvíað stjórn félagsins geti beint málum til úrskurðarnefndar lögmanna. Samkvæmtbréfi dags. 16. júlí 2015 hafi stefndi unnið drög að breytingum á lögum umlögmenn nr. 77/1998. Í drögunum hafi verið lögð til sú breyting á 27. gr.laganna að stjórn félagsins hefði heimild til þess að leggja fyrirúrskurðarnefnd lögmanna kvörtun, teldi hún að lögmaður hefði með háttsemi sinnibrotið gegn lögum eða reglum samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laganna sem kastað gætirýrð á störf og ímynd lögmanna. Þetta gefi skýrlega til kynna að almennt hafiverið litið svo á að stefndi gæti ekki átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndlögmanna nema til kæmi breyting á lögum um lögmenn. Jafnvelþótt stefnda yrði játuð viss heimild til að bera mál undir úrskurðarnefndlögmanna verði hún ekki skýrð svo rúmt að stjórn stefnda geti ákveðið aðstefndi hafi frumkvæði að því að höfða mál fyrir úrskurðarnefndinni af hvaðatilefni sem er. Úrskurðarnefndin virðist sjálf fallast á þetta í úrskurði íþessu máli sem og í tveimur öðrum málum sem stjórn stefnda hafi tekið ákvörðunum að höfða fyrir nefndinni. Íforsendum nefndarinnar fyrir niðurstöðu í málunum þremur sé efnislega samhljóðaumfjöllun um það að játa verði stjórn stefnda formlegan rétt til þess að berafram kvörtun þegar hún telji að lögmaður hafi brotið gegn lögum eða siðareglumog að brotið hafi beinst gegn hagsmunum lögmanna almennt eða gegn stefnda.Síðan segi að stefndi geti ekki knúið fram umfjöllun vegna kvartana sem beinistað því að lögmaður hafi í störfum sínum brotið gegn ákveðnum aðila, sem fari þámeð forræði á sakarefni, þar á meðal á ákvörðun um það hvort þeir beini kærutil úrskurðarnefndar eða ekki. Íþessu máli hafi ekkert komið í veg fyrir það að dómstjórinn kærði stefnanda tilúrskurðarnefndarinnar teldi hann stefnanda hafa gert á sinn hlut. Þetta hafihann ekki gert heldur tilkynnt formanni stefnda um samskipti sín við stefnandaog sagt ekki láta það sig varða hvernig eða hvort félagið kysi að aðhafasteitthvað vegna málsins. Byggi stefnandi á því að dómstjórinn hafi ekki og getiekki framselt málshöfðunarrétt sinn með bréfinu og að enginn annar en hann ogstefnandi geti hafa haft lögvarða hagsmuni af úrlausn máls um einkasamskiptiþeirra á milli. Þá byggi stefnandi á því að meint brot hans gegn dómstjóranumgeti ekki varðað hagsmuni lögmannastéttarinnar eða lögmanna almennt, enda sé aðmati stefnanda enginn dómari sem líti svo á að lögmaður sem eigi í samskiptumvið dómara komi fram sem fulltrúi allrar stéttarinnar. Þábyggi stefnandi á því að úrskurðarnefnd lögmanna hafi verið vanhæf til aðúrskurða í málinu vegna þess að nefndin sé rekin á kostnað stefnda og stefndieigi verulegan þátt í því að skipa nefndarmenn. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganr. 77/1998 fari um meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna eftirstjórnsýslulögum nema annað leiði af ákvæðum V. kafla. Í II. kaflastjórnsýslulaga nr. 37/1993 séu reglur um sérstakt hæfi. Þar komi fram að nefndarmaðursé vanhæfur til meðferðar máls eigi hann sjálfur sérstakra og verulegrahagsmuna að gæta eða ef fyrir hendi séu þær aðstæður er fallnar séu til þess aðdraga óhlutdrægni nefndarmannsins í efa með réttu. Stefnandibyggi á því að nefndarmenn úrskurðarnefndarinnar eigi fjárhagslegra hagsmuna aðgæta í málum sem stjórn stefnda ákveði að beina til hennar. Þá sé málshefjandistjórn félagsins er ákveði og greiði nefndarmönnum laun sem séu ekki óveruleg.Þá sjái stefndi um að skipa einn af þremur nefndarmönnum samkvæmt 3. mgr. 3.gr. laga nr. 77/1998. Verði og að benda á, að ef úrskurðarnefnd lögmanna, semhafi á að skipa þremur lögmönnum, hafi til umfjöllunar mál um það hvortlögmaður hafi í störfum sínum gert á hlut stéttar lögmanna í heild sinni þá séunefndarmenn þegar af þeim sökum vanhæfir enda hefðu þeir þá beina hagsmuni afúrslitum máls. Varðandigagnrýni lögmanna á störf dómara og neikvætt félagafrelsi vísist til þess aðMannréttindadómstóll Evrópu hafi í fjölda mála komist að þeirri niðurstöðu aðlögmönnum skuli játuð rúm heimild til gagnrýni á störf dómara og annarraopinberra starfsmanna. Sú heimild taki bæði til opinberrar umfjöllunar um störfopinberra starfsmanna og til gagnrýni á störf þeirra sem fari með opinbert valdsem ekki sé borin út opinberlega heldur aðeins send afmörkuðum hópi. Sömusjónarmið hljóti að eiga við um gagnrýni lögmanns á dómara þegar gagnrýninni sébeint til dómarans sjálfs. Stefnandihefði getað skrifað grein um afgreiðslu dómstjórans á erindinu og haft þar uppiharðorða gagnrýni á afgreiðslu hans og birt í fjölmiðlum. Stefnandi hafi þóþess í stað ákveðið að gera það sem minna væri, að beina gagnrýni aðdómstjóranum í persónulegu tölvuskeyti sem enginn hafi séð nema hann, í staðþess að birta gagnrýni í fjölmiðlum. Það fái ekki staðist að stefnandi sé íverri stöðu vegna þess að hann hafi kosið að beina gagnrýni að dómstjóranumeinum en ekki birt hana opinberlega. Stefnanditelji sig ekki hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á meðferð dómstjóransá erindi umbjóðanda stefnanda. Dómarar verði að mati stefnanda að þola það aðspjótum sé beint að þeim í þeim tilfellum sem lögmenn telji afgreiðslu þeirra áerindum í ósamræmi við lög eða samkomulag sem dómari og lögmaður hafi komistað. Það gangi að mati stefnanda ekki upp að stjórn stefnda taki þá ákvörðun aðtaka upp hanskann fyrir dómara sem móðgist eða telji að sér vegið í tilfellisem þessu. Þaðsamrýmist ekki hlutverki stefnda eða úrskurðarnefndar á vegum þess félags aðtakmarka frelsi lögmanna til tjáningar og til að gagnrýna störf dómara líkt oghér. Það sé eitt af grundvallarhlutverkum lögmanns í hagsmunagæslu fyrirumbjóðendur að geta tjáð sig greiðlega við aðra lögmenn, dómstóla og stjórnvöldeftir eigin samvisku og án inngrips stefnda eða úrskurðarnefndar lögmanna.Lögmaður eigi ekki að þurfa að óttast áminningu frá henni vegna starfa í þáguumbjóðanda síns þar sem hann gagnrýni dómara fyrir ósanngjarna og óeðlilegameðferð á máli umbjóðandans. Stefndisé félag sem lögmönnum sé skylt að eiga aðild að. Félagið feli því í sérlögbundna takmörkun á neikvæðu félagafrelsi, það er frelsinu til að standa utanfélaga og verða ekki þvingaður til aðildar að þeim, sbr. 2. mgr. 74. gr.stjórnarskrárinnar. Sem slíkt verði LMFÍ að gæta þess að ganga ekki lengra ístörfum sínum en nauðsynlegt sé til þess að sinna lögbundnu hlutverki sínu.Meginhlutverk félagsins sé samkvæmt 5. gr. laga nr. 77/1998 þríþætt: Félagiðkomi í fyrsta lagi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart stjórnvöldum og dómstólumum þau málefni sem stéttina varði. Í öðru lagi setji félagið siðareglur fyrirlögmenn. Í þriðja lagi skuli félagið stuðla að því að sérhver sem þarfnistaðstoðar lögmanns fái notið hennar. Í 1. mgr. 13. gr. laganna komi síðan frameftirlitshlutverk er stefnda sé falið en það beinist aðeins að því að gæta þessað lögmenn uppfylli skilyrði laganna fyrir lögmannsréttindum. Með því að hafafrumkvæði að málum fyrir úrskurðarnefndinni sé stefndi að fara út fyrirskyldubundið hlutverk sitt og sé farið að sinna eftirlits- og ritskoðunarhlutverkisem fái ekki samrýmst því hlutverki sem samtök lögmanna eigi að sinna. Hvaðvarði Siðareglur lögmanna (Codex Ethicus)þá sé í málatilbúnaði stefnda fyrir úrskurðarnefnd lögmanna byggt á því aðstefnandi hafi gerst sekur um brot gegn 2., 19. og 22. gr. siðareglnanna. Í 2.gr. þeirra sé kveðið á um það að lögmaður skuli gæta að heiðrilögmannastéttarinnar jafnt í lögmannsstörfum sem öðrum athöfnum. Í 19. gr. komi fram að lögmaður skulisýna dómstólum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu en skuli eftir sem áðurgæta hagsmuna skjólstæðings síns fyrir dómi af fullri einurð og heiðarleika ogán tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra. Í 22. gr. komi svo fram aðlögmaður skuli kappkosta að vanda málatilbúnað sinn fyrir dómstólum og stuðla áannan hátt að greiðri og góðri málsmeðferð af sinni hálfu. Stefnandibyggi á því að hann hafi ekki með neinum hætti brotið gegn þessum ákvæðumsiðareglna lögmanna. Þvert á móti hafi hann sinnt því lykilhlutverki lögmannssem komi fram í 1. gr. sömu siðareglna að efla rétt og hrinda órétti. Hann hafilagt til þessa máls það sem hann vissi sannast eftir sinni samvisku. Í samtalivið dómara hafi orðið samkomulag um að haga umsókn um flýtimeðferð með þeimhætti að stefna og skjalaskrá yrðu send dómara, en dómari myndi láta vita efhann teldi þörf á að fá gögn, og þá hvaða gögnum hann teldi þörf á. Jafnvelþótt það teldist ósannað að samtal stefnanda og dómarans hefði verið með þessumhætti þá hafi það ekki getað dulist dómaranum að stefnandi teldi svo vera þegarbréf um ósk um flýtimeðferð hafi verið sent dómstjóra þann 5. desember 2016. Íniðurlagi bréfsins segi: „Með stefnunni fylgir listi yfir þau skjöl sem tilstendur að leggja fram við þingfestingu málsins. Þau eru mikil að vöxtum. Efþér óskið eftir að fá einhver þeirra til athugunar, áður en afstaða verðurtekin til beiðninnar um útgáfu stefnunnar, verða þau send yður.“ Þegardómstjórinn hafi brugðist við erindi stefnanda með því að hafna beiðninni áþeim grundvelli að gögn með beiðninni hafi ekki verið fullnægjandi hafistefnandi auðvitað orðið ósáttur í ljósi þess sem hafi farið fram þeirra ámilli í símtali og í ljósi niðurlags bréfs stefnanda til dómstjórans. Stefnanditelji viðbrögð sín sem hann hafi sent með tölvuskeyti 7. desember 2016, ekkihafa verið úr hófi fram, en með þeim hafi stefnandi verið að bregðast við þvíþegar umbjóðandi hans hafi verið beittur órétti. Stefnandigeti með engu móti áttað sig á því hvernig einkasamskipti hans við dómstjóranneigi að geta vegið að heiðri lögmannastéttarinnar í andstöðu við 2. gr.siðareglna lögmanna. Dómstjóra hafi verið fullkomlega ljóst að stefnandi kæmifram fyrir hönd umbjóðanda síns en ekki sem sérstakur sendiboði stéttarlögmanna. Ekkert hafi verið að finna í samskiptum stefnanda við dómstjórann semhafi verið með þeim hætti að stefnandi hafi gert á hlut annarra lögmanna. Enginástæða hafi verið til þess að gera samskipti stefnanda og dómarans opinber.Jafnvel þótt talið yrði að háttsemi stefnanda hafi með einhverjum hætti ekkiverið eðlileg í samskiptum lögmanns við dómara þá leiði sú niðurstaða ekki tilþess að stefnandi verði sakaður um að hafa vegið að starfsheiðrilögmannastéttarinnar, heldur hafi hann þá hugsanlega vegið að eiginstarfsheiðri. Það sé ekkert sem banni einstaklingi að vega að eigin starfsheiðri.Stefnandi hafi sýnt dómstjóranum alla þá virðingu í ræðu og riti sem málið hafigefið tilefni til. Honum hafi þó borið að bregðast við höfnun dómstjórans áerindi umbjóðanda síns með því að gæta réttmætra hagsmuna umbjóðandans.Dómstjórinn hafi að mati stefnanda gengið á bak orða sinna og við því hafistefnandi brugðist. Loksmótmæli stefnandi því að hann hafi brotið gegn 22. gr. siðareglna lögmanna.Stefnandi hafi kappkostað að vanda málatilbúnað sinn þegar hann hafi haftsamband símleiðis við dómarann til að ganga úr skugga um hvernig hann vildi aðframsetningu erindisins væri háttað. Stefnandi hafi ítrekað í bréfi sínu tildómstjórans að stefnandi myndi leggja fram þau gögn sem dómstjórinn teldi þörfá að leggja fram að beiðni hans. Þetta hafi allt verið gert í því skyni aðgreiða fyrir hraðri afgreiðslu málsins enda ljóst að þau umfangsmiklu gögn semtil hafi staðið að leggja fram við þingfestingu málsins hafi ekki öll skiptmáli við afgreiðslu á beiðni um flýtimeðferð. Stefnandi hafi því ekki brotiðgegn 22. gr. siðareglna lögmanna heldur þvert á móti kappkostað að vandamálatilbúnað og tryggja greiða málsmeðferð. Sé ekki stefnanda um að kenna aðdómstjórinn hafi kosið að bregðast við erindinu með þeim hætti sem raun barvitni. Aðöllu framangreindu virtu verði ekki hjá því komist að fallast á kröfu stefnandaum að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna í málinu nr. 14/2017 verði felldur úrgildi og stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað. Málshöfðunin eigi stoð í5. mgr. 28. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn þar sem kveðið sé á um heimildaðila máls fyrir úrskurðarnefndinni til þess að leita ógildingar úrskurðarnefndarinnar fyrir dómi. Stefnandi byggi á meginreglum stjórnsýsluréttar ogeinkamálaréttarfars en vísi að öðru leyti til framangreindrar umfjöllunar umeinstök lagaákvæði sem byggt sé á. Málsástæður og lagarök af hálfu stefnda Stefndibyggi á því að hann hafi haft lögvarða hagsmuni og átt aðild að málinu fyrirúrskurðarnefnd lögmanna og að nefndarmenn í úrskurðar­nefndinni hafi veriðhæfir til þess að úrskurða í málinu. Einnig sé byggt á því að úrskurðurúrskurðar­nefndarinnar sé efnislega réttur og ekki haldinn ágöllum sem valdaberi ógildi hans. Almenntsé viðurkennt að félög lögmanna njóti sjálfstæðis. Hafi mikilvægi þess verið áréttaðí ályktun ráðherraráðs Evrópu­ráðsins sem lagt hafi áherslu á að starfandi séuslík sjálfstæð félög er séu í störfum sínum óháð yfirvöldum og almenningi.Félögin eigi að setja lögmönnum siðareglur, gæta stéttarhagsmuna þeirra og beraábyrgð á og eiga rétt til þátttöku í agamálum lögmanna. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr.laga nr. 77/1998 um lögmenn (lögmannalög) skuli lögmenn hafa með sér félag ernefnist Lögmannafélag Íslands (LMFÍ). Stefndi sé það félag. Sé öllum lögmönnumskylt að vera félagsmenn í stefnda. Stefndi skuli ekki hafa með höndum aðrastarfsemi en þá sem sérstaklega sé mælt fyrir um í lögum, sbr. þó 5. mgr. 3.gr. lögmannalaga. Samkvæmt2. mgr. 3. gr. lögmannalaga setji stefndi sér samþykktir. Samþykktir fyrir LMFÍhafi fyrst verið settar í desember 1944 en hafi síðan tekið breytingum. Í 2.gr. gildandi samþykkta stefnda sé tilgangur félagsins meðal annars skilgreindursem svo að það sé að sinna lögboðnu eftirlits- og agavaldi, að gæta hagsmunalögmanna­stéttarinnar, stuðla að samheldni og góðri samvinnu félagsmanna, aðstanda vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar og stuðla að framþróun réttarinsog réttaröryggi. Samkvæmt 11. gr. samþykktanna sé stjórn stefnda meðal annarsfalið það hlutverk að koma fram fyrir hönd lögmannastéttarinnar, að leysa úrágreinings­málum á milli félagsmanna innbyrðis, að gæta þess að fylgt sé góðumlögmanns­háttum og vinna að hagsmunamálum félagsmanna. Samkvæmt5. gr. lögmannalaga komi stefndi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum ogstjórnvöldum um þau málefni sem stétt þeirra varði. Stefndi skuli jafnframtsetja siðareglur (Codex Ethicus)fyrir lögmenn. Slíkar reglur hafi fyrst verið samþykktar í júní 1960 en þærhafi síðan tekið breytingum. Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. gildandi siðareglnalögmanna skuli stjórn stefnda hafa eftirlit með því að reglunum sé fylgt, ísamráði við dómstóla og stjórnardeildir. Samkvæmt3. mgr. 3. gr. lögmannalaga skuli, í tengslum við stefnda, starfa sjálfstæðúrskurðarnefnd lögmanna sem leysi úr málum eftir ákvæðum laganna. Úrskurðarnefndlögmanna hafi það grundvallarhlutverk að fjalla um kvartanir á hendur lögmannivegna háttsemi sem kunni að stríða gegn lögunum eða siðareglum lögmanna. Þettasé orðað svo í 1. mgr. 27. gr. lögmannalaga að telji „einhver að lögmaður hafií starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríði gegn lögum eða reglumskv. 2. mgr. 5. gr.“ geti hann lagt fyrir úrskurðarnefndina kvörtun á hendurlögmanninum. Þá sé sérstaklega tilgreint í 3. mgr. 43. gr. siðareglna lögmannaað úrskurðarnefndin skeri úr ágreiningi um skilning á reglunum. Þessutil samræmis og á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laga nr. 77/1998 hafiúrskurðarnefndin sett sér málsmeðferðarreglur. Fram komi í 2. og 3. tl. 3. gr.þeirra að hlutverk nefndarinnar sé „að fjalla um kvörtun á hendur lögmanni fráaðila vegna háttsemi, sem kann að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ“ og „aðfjalla um erindi sem stjórn LMFÍ sendir nefndinni skv. 3. mgr. 43. gr.siðareglna lögmanna“. Þessi skilgreining á hlutverki úrskurðarnefndarinnar séað mati stefnda í fullu samræmi við lögmannalög og þær siðareglur sem lögmennskuli starfi eftir. Í þeim lögum og reglum sem gildi um úrskurðarnefndina séþannig síður en svo ráðgert að kvartanir frá stjórn stefnda séu undanskildarvaldsviði nefndarinnar. Þá sé vandséð hvernig félagið eigi að geta sinntlögbundnu eftirlitshlutverki sínu, geti það ekki leitað úrlausnar nefndarinnarum meint brot lögmanna á lögmannalögum og siðareglum. Samkvæmtframangreindu sé aðild að kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna skilgreind víttog bundin við „einhvern“ sem telji að lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinnhlut með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum. Hver sá sem sýnt getifram á lögvarða hagsmuni geti því lagt mál fyrir nefndina. Skipti í þvísambandi ekki máli hvort um sé að ræða félag eða einstakling eða hvernig hafiverið gert á hlut viðkomandi. Þá verði varla um það deilt að það falli undirtilgang stefnda að hafa eftirlit með störfum lögmanna, gæta hagsmunalögmannastéttarinnar og að standa vörð um sjálfstæði stéttarinnar, sbr. 2. gr.samþykkta félagsins. Stefndibyggi á því að þau brot gegn siðareglum lögmanna sem kvartað hafi verið undan,sem og það brot er úrskurðarnefndin hafi komist að niðurstöðu um að stefnandihafi gerst sekur um, varði hagsmuni lögmannastéttarinnar í heild sinni, en ekkiaðeins hagsmuni þess sem beinlínis sé misgert við. Hagsmunirlögmannastéttarinnar af því að virðing sé borin fyrir stétt lögmanna séumikilvægir enda gegni þeir veigamiklu hlutverki í réttarríki sem ella væristefnt í hættu. Tilhlýðileg samskipti lögmanna við dómstóla vegi þar þungt ogendurspeglist áherslan meðal annars í því að um samskipti lögmanna og dómstólasé fjallað í heilum kafla í siðareglum lögmanna. Ákvæði 2. og 19. gr.siðareglnanna, sem stefndi telji að stefnandi hafi meðal annars brotið gegn,séu sett til verndar þessum hagsmunum. Brot gegn ákvæðum siðareglnanna sem settséu til verndar virðingu fyrir lögmannastéttinni brjóti því ekki aðeins gegnþeim sem beinlínis sé misgert við heldur einnig gegn lögmönnum almennt. Úrskurðursá sem stefnandi krefjist ógildingar á varði háttsemi sem stefndi telji íandstöðu við þá hagsmuni sem félaginu beri að gæta og vinna að, sbr. tilhliðsjónar einnig 1. mgr. 5. gr. lögmannalaga. Stefndi hafi því beina ognægilega sérgreinda hagsmuni af kvörtun þeirri sem lögð hafi verið fram viðúrskurðarnefnd lögmanna. Samkvæmtöllu framangreindu hafi stefndi því haft lögvarða hagsmuni og átt aðild aðmálinu fyrir úrskurðarnefnd lögmanna, sbr. einnig sjónarmið úrskurðar­nefndar­innarum þetta atriði sem fram komi í I. hluta niðurstöðukafla úrskurðarins ogsjónarmið stefnda sem fram komi í bréfi hans til nefndarinnar, dags. 4. maí2017. Hvaðvarði hæfi nefndarmanna úrskurðarnefndarinnar þá mótmæli stefndi því að nefndarmenn í úrskurðarnefnd lögmanna hafiverið vanhæfir til meðferðar málsins af þeirri ástæðu að stjórn stefnda ákveðiog greiði nefndarmönnum laun fyrir nefndarstörfin. Störf og skipan nefndarþessarar séu lögbundin og sé hún sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Stefndi skipiminnihluta nefndarmanna og greiði nefndinni, lögum samkvæmt, laun fyrirstarfann. Brúttólaun fyrir setu í nefndinni séu í dag 90.000 krónur á mánuðieða þá 54.484 krónur þegar tekið hafi verið tillit til skatta,lífeyrissjóðsgreiðslna, o.s.frv. Mánaðarlaun nefndarmanna hafi ekki veriðhækkuð frá 1. desember 2013, en þá hafi þau verið hækkuð samhliða ákvörðun umhækkun á tímagjaldi starfsmanns nefndarinnar. Laun fyrir setu í nefndinni séutöluvert lægri en þau laun sem þeir lögmenn sem í nefndinni sitja mynduinnheimta við hefðbundinn málarekstur í ljósi þeirrar vinnu sem nefndarmenninni af hendi við lestur mála, fundasetu, vinnu að niðurstöðu í málum, o.s.frv.Nefndarmenn standi heldur ekki í sérstakri þakkarskuld við stefnda fyrirgreiðslur til sín vegna starfanna enda séu greiðslurnar fjármagnaðar álögákveðinn hátt, sbr. 4. mgr. 3. gr. laga um lögmenn, með framlögum meðlimafélagsins, þar á meðal með framlögum frá stefnanda. Megiog benda á að yrði fallist á rök stefnanda að þessu leyti myndi engin skipannefndarinnar samkvæmt lögunum um lögmenn uppfylla hæfisskilyrði, enda yrði einnad hoc nefndarmanna einnig skipaðuraf stefnda og laun ad hoc nefndarmannaeinnig greidd af stefnda. Líkt og tíðrætt sé um í skrifum fræðimanna sé ótæktað skýra hæfisreglur svo að enginn sé hæfur til að úrskurða í máli. Þannig hafiaðild ríkisins að málum á stjórnsýslustigi, t.d. fyrir úrskurðarnefndumhverfis- og auðlindamála og kærunefnd jafnréttismála, ekki verið talin valdavanhæfi nefndarmanna sem ríkið skipi og greiði laun. Þá hafi dómarar semskipaðir séu og fái greidd laun frá ríkinu ekki verið taldir vanhæfir til þessað dæma í dómsmálum þar sem íslenska ríkið sé aðili. Aðauki mótmæli stefndi því að nefndarmenn í úrskurðarnefnd lögmanna hafi veriðvanhæfir til meðferðar málsins sökum þess að ætluð brot stefnanda hafi beinstgegn lögmannastéttinni allri sem nefndarmenn tilheyri. Enda þótt nefndumákvæðum siðareglnanna sé ætlað að gæta að heiðri stéttarinnar og að hagsmunirhennar séu þannig tryggðir með ákvæðunum verði ekki talið að einstaka lögmennhafi svo beina hagsmuni af málum er varði slík brot að þeir teljist vanhæfir afþeirri ástæðu. Forðast beri að túlka reglur um vanhæfi með svo rúmt að enginngeti talist hæfur, svo sem niðurstaðan yrði ef hæfisreglur yrðu túlkaðar svo aðenginn lögmaður væri hæfur til að úrskurða í máli fyrir úrskurðarnefndinni semvarðaði heiður lögmannastéttarinnar. Hvaðvarði ummæli stefnanda og efnislega niðurstöðu úrskurðarins þá telji stefndieinsýnt að stefnandi hafi með ummælum sínum gerst sekur um brot gegn 19. gr.siðareglna lögmanna og vísist um það til forsendna úrskurðarnefndar lögmanna.Verði ummæli stefnanda ekki réttlætt með því að hann hafi með þeim gætthagsmuna umbjóðanda síns enda hafi honum verið sá starfi fær án þess að vega aðstarfsheiðri dómarans og sýna honum vanvirðingu. Til þess sé að líta við mat á ummælum stefnanda að þau hafi ekkiverið látin falla í hita leiksins heldur skriflega á nokkurra daga tímabili. Séþví enn síður tilefni til þess að gefa stefnanda afslátt af þeirri kröfu semsiðareglur lögmanna geri um tillitssemi og virðingu með vísan til þess að íorðunum hafi falist viðbrögð við því sem stefnandi hafi upplifað sem óréttlæti,enda hafi hann haft nægan tíma til að láta sér renna reiðina og ígrunda orð þausem hann hafi látið falla við dómstjórann. Orð hans hafi, líkt ogúrskurðarnefndin hafi komist að niðurstöðu um, verið fjarri því sem viðeigandisé í samskiptum lögmanna við dómara. Þásé því hafnað að ummæli stefnanda um og við dómstjórann séu hans einkamál ogkomi stétt lögmanna ekki við. Stefnandi byggi á því að hann hafi ekki komiðfram sem sendiboði stéttar lögmanna gagnvart dómstjóranum heldur fyrir höndumbjóðanda síns. Væru siðareglur lögmanna eða ákvæði þeirra um að halda uppiheiðri lögmannastéttarinnar túlkaðar svo að þær tækju aðeins til þess þegarlögmenn kæmu fram sem sendiboðar stéttarinnar væri ljóst að gildissvið þeirrayrði allverulega þröngt. Öllum lögmönnum megi vera ljóst að þegar þeir komifram í störfum sínum þá séu þeir ekki aðeins fulltrúar sín og umbjóðenda sinna,heldur einnig óbeint fulltrúar lögmannastéttarinnar í heild. Hið sama megisegja um fjölmargar aðrar stéttir og þannig þyki störf dómara t.a.m. ekkiaðeins endurspegla þá sjálfa heldur einnig dómstóla almennt. Um þetta teljistefndi að almennt sé ekki deilt enda hafi löggjafinn falið stefnda að setjasiðareglur fyrir lögmenn og taki ákvæði þeirra meðal annars til atriða semnauðsynlegt sé að virt séu, ef lögmenn og störf þeirra í þágu réttarkerfisinseiga að vera tekin alvarlega og njóta virðingar í samfélaginu. Stefndihafni því að með úrskurði nefndarinnar hafi verið vegið að tjáningarfrelsi eðaneikvæðu félagafrelsi stefnanda. Vissulega hafi lögmenn rétt til þess aðgagnrýna dómstóla og störf dómara en sú gagnrýni, líkt og önnur störf lögmanna,þurfi að vera sett fram með þeim hætti sem gæti að heiðri lögmanna­stéttarinnar.Stefnanda hafi vel verið fært að gera athugasemdir við afgreiðslu erindis síns,hvort heldur sem hann kysi að gera það í tölvuskeyti til dómstjórans eða áopinberum vettvangi, án þess að sýna þann fádæma dónaskap sem raunin hafiorðið. Ekki hafi verið vegið að neikvæðu félagafrelsi stefnanda með þeirriaðgerð stefnda að beina kvörtun undan honum til úrskurðarnefndarinnar eða aðfélagið hafi með því farið út fyrir skyldubundið hlutverk sitt. Félaginu séfalið það hlutverk að koma fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum ogstjórnvöldum, að setja siðareglur fyrir lögmenn og hafa eftirlit með framfylgniþeirra reglna. Þegar einstaka lögmaður stefni heiðri lögmannastéttarinnar íhættu með framkomu sinni gagnvart dómstólum standi það félaginu og hlutverkiþess afar nærri að láta til sín taka og gæta að því að siðareglum lögmanna séframfylgt, og þá ekki síst þegar undan slíkri framkomu sé sérstaklega kvartaðtil stjórnar stefnda. Samkvæmtöllu framangreindu beri því að hafna kröfu stefnanda um að ógiltur verði meðdómi úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna sem kveðinn hafi verið upp hinn 26.maí 2017 í málinu nr. 14/2017, en um lagarök vísi stefndi til laga nr. 77/1998,stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sem og til óskráðra reglna stjórnsýsluréttarins. Niðurstaða. Ímálinu krefst stefnandi ógildingar á framangreindum úrskurði úrskurðarnefndarlögmanna gagnvart honum, dags. 26. maí 2017, þar sem niðurstaðan varð sú aðstefnandi var látinn sæta áminningu vegna framgöngu sinnar sem lögmaður ísamskiptum við þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sbr. 27. gr. laganr. 77/1998 og með síðari breytingum, eins og nánar er lýst hér að framansögðu. Byggirstefnandi dómkröfu sína um ógildingu, sbr. 5. mgr. 28. gr. laga nr. 77/1998 umlögmenn, einkum á því að stefndi, Lögmannafélag Íslands (LMFÍ), hafi með réttuekki átt að geta haft stöðu sem kærandi í málinu á stjórnsýslustigi fyrirúrskurðarnefnd lögmanna vegna skorts á lögvörðum hagsmunum og vegna þess að lögum nefndina leyfi ekki slíka aðild félagsins í máli af þessu tagi. Í annan staðbyggir stefnandi svo ógildingarkröfu á því að úrskurðarnefndin hafi veriðvanhæf í málinu þar sem stefndi, LMFÍ, sem hafi aðkomu að tilnefningu í nefndinaog standi straum af kostnaði við rekstur hennar, hafi verið málsaðili. Í þriðjalagi byggir stefnandi síðan á því að hann hafi í umrætt skipti ekki gerstbrotlegur við nein ákvæði í siðareglum lögmanna eða almennt í lögum og reglumsem gildi um störf lögmanna þar sem hann hafi aðeins sinnt nauðsynlegrihagsmunagæslu fyrir skjólstæðing sinn, en slík skerðing á úrræðum til þess feliauk þess í sér skerðingu á tjáningarfrelsi hans sem lögmanns. Hvaðvarðar fyrst þá málsástæðu stefnanda fyrir ógildingu, sem snýr að aðildstefnda, LMFÍ, sem kæranda í úrskurðarmáli því sem leiddi til áminningarstefnanda í úrskurðinum, dags. 26. maí 2017, þá er ágreiningur um það í málinuhvort stefndi geti samkvæmt lögum um lögmenn og siðareglum lögmanna átt aðildað slíku kærumáli sem varðar samskipti lögmanns við dómara, sem og hvortstefndi geti þá mögulega átt lögvarða hagsmuni í slíku máli þar sem háttsemistefnanda hafi beinst að dómara. Í1. málslið 1. mgr. 27 gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn segir um mögulega aðild: „Nú telur einhver að lögmaður hafi í starfisínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríði gegn lögum eða reglum skv. 2.mgr. 5. gr. og getur hann þá lagt fyrir úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun áhendur lögmanninum.“ Reglursem hér er vísað til í 2. mgr. 5. gr. laganna eru siðareglur þær sem LMFÍ seturfyrir lögmenn (Codex Ethicus) og erufrá 24. júní 1960 með síðari breytingum. Sétekið mið af orðalagi framangreinds ákvæðis í 1. mgr. 27 gr. laga nr. 77/1998þá er það nú fremur opið um það hverjir geti mögulega talist aðilar semkærendur í kærumálum til úrskurðarnefndarinnar, sem starfar samkvæmt 3. mgr. 3.gr. laganna, en þó er við það miðað að gert hafi verið á hlut þess er beinirkvörtun til nefndarinnar. Sé litið til nefndarálits frá allsherjarnefndAlþingis er lá fyrir í tengslum við setningu laganna þá kemur þar fram aðfyrirætlun hafi verið sú að víkka kæruheimild út þannig að um greiða kæruleiðverði að ræða fyrir aðra en einungis umbjóðendur lögmanna. Þáliggur fyrir að úrskurðarnefndin hefur sjálf sett sér frekarimálsmeðferðarreglur sem eru frá árinu 1999 með síðari breytingum, sbr. 2. mgr.13. gr. samþykkta fyrir LMFÍ frá 1944 með síðari breytingum, sbr. og 2.málslið, 1. mgr. 4. gr. laga nr. 77/1998. Er í 3. gr. málsmeðferðarreglnanna gertráð fyrir því að hlutverk úrskurðarnefndarinnar sé meðal annars „að fjalla umkvörtun á hendur lögmanni frá aðila vegna háttsemi, sem kann að stríða gegnlögum eða siðareglum LMFÍ“ og „að fjalla um erindi sem stjórn LMFÍ sendirnefndinni skv. 3. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna“. Aðmati dómsins verður því ekki séð að framangreind lög og reglur fyrirbyggimögulega aðild stefnda LMFÍ að kærumálum gagnvart einstökum lögmönnum eins oghér um ræðir samkvæmt 1. mgr. 27 gr. laga nr. 77/1998, að því gefnu að félagiðgeti þá með réttu fært rök fyrir úrskurðarnefndinni fyrir því að gert hafiverið á þess hlut. Berþá að taka fram að ekki er unnt að draga hér of víðtækar ályktanir í ljósi þessað ekki er nú fjallað sérstaklega um mögulegt umfang og inntak þessara heimildaLMFÍ til aðildar að kærumálum fyrir úrskurðarnefndinni í 27. gr. laga nr.77/1998 og þess að komið hafa fram tillögur og hugmyndir um það að skerpa þurfifrekar á þeim heimildum sérstaklega, en hefur þó til þessa ekki náð fram aðganga, sbr. þær tillögur stjórnar stefnda LMFÍ til breytinga á 27. gr. frá 16.júlí 2015, er liggja fyrir í málinu. Hvaðvarðar síðan skilyrði um að sýna þurfi fram á mögulega lögvarða hagsmuni LMFÍ,og þá með tilliti til lögbundins hlutverks þess, þá liggur óumdeilt fyrir ímálinu að heimildir stjórnar stefnda LMFÍ til þess að hafa frumkvæði að slíkumkærumálum fyrir úrskurðarnefndinni gagnvart einstökum lögmönnum eru, eins og núer ástatt um, í öllu falli takmarkaðar við þau tilvik þegar brot lögmanns gegnframangreindum lögum nr. 77/1998, eða þá siðareglunum lögmanna, telst ótvírættbeinast gegn hagsmunum lögmanna almennt sem stéttar eða þá hagsmunum félagsinssem slíks. Einsog vísað er til af hálfu stefnda, þá gera gildandi samþykktir fyrir LMFÍ, semsettar hafa verið á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga nr. 77/1998, ótvírætt ráðfyrir því að tilgangur félagsins sé meðal annars sá að sinna lögboðnueftirlits- og agavaldi og gæta hagsmuna lögmannastéttarinnar, sbr. 2. gr.gildandi samþykkta, en stjórn félagsins sé meðal annars falið það hlutverk aðgæta þess að fylgt sé góðum lögmannsháttum, sbr. 11. gr. þeirra. Þá gerir 5.gr. laga nr. 77/1998 ráð fyrir því að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmannagagnvart dómstólum og stjórnvöldum og setji lögmönnum siðareglur, en í 1. mgr. 43.gr. siðareglna er síðan gert ráð fyrir því að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með þvíað siðareglunum sé fylgt í samráði við dómstóla og stjórnardeildir. Aðmati dómsins verður að fallast á með stefnda, að líta verði til framangreindstilgangs og hlutverks við mat á því hvort stefndi geti hér almennt átt lögvarðahagsmuni, en einnig verður þá síðan að líta hverju sinni til þeirra efnisleguverndarhagsmuna sem undir eru í viðkomandi tilviki, í þessu tilviki ætluð brotstefnanda gegn 1. mgr. 19. gr., sbr. 2. gr. í siðareglum fyrir lögmenn, ervirðast út frá verndarhagsmunum allt eins geta varðað lögmannastéttina í heild,eins og ákvæðin eru fram sett. Ímáli því sem hér um ræðir byggir stefndi enn fremur á því að þau brot stefnandagegn siðareglum lögmanna sem kvartað hafi verið yfir, sem og þau brot ásiðareglum sem úrskurðarnefndin hafi síðan komist að niðurstöðu um að stefnandihefði sannarlega haft í frammi í þeim samskiptum við þáverandi dómstjóra íHéraðsdómi Reykjavíkur og sem áður er hér lýst, varði hagsmunilögmannastéttarinnar í heild, en ekki einungis hagsmuni þess dómstjóra sembeinlínis hafi hér verið misgert við. Verðurað mati dómsins fallist á það með stefnda að þær röksemdir um mikilvægitilhlýðilegrar háttvísi í samskiptum lögmanna við dómstóla sem endurspeglisteinkum í ákvæðum III. kafla í siðareglum fyrir lögmenn, sbr. þá einkum 19. gr.þeirra, feli í sér heildarhagsmuni lögmannastéttarinnar og að úrskurður sá semstefnandi krefjist hér ógildingar á varði því háttsemi sem geti talist vera íandstöðu við þá hagsmuni sem stefnda beri að gæta og vinna að, sbr. og 1. mgr.5. gr. laga nr. 77/1998, og að stefndi teljist því hafa getað haft beina ognægilega sérgreinda lögvarða hagsmuni af kvörtun til úrskurðarnefndar lögmannaog til þess að geta átt aðild að því máli fyrir nefndinni. Aðframangreindu virtu er það því mat dómsins að stefnandi hafi hér ekki sýnt framá að gild rök standi til þess að ógilda beri úrskurð úrskurðarnefndar lögmannagagnvart honum, dags. 26. maí 2017, byggt á því að stefndi hafi ekki getað áttaðild að umræddu kærumáli með hliðsjón af framangreindum lögum og reglum sem umþað gilda, sbr. einkum ákvæði 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 27. gr. laga nr.77/1998, sbr. 2. og 11. gr. samþykkta fyrir LMFÍ, sem og 1. mgr. 43. gr. siðareglnalögmanna og 3. gr. málsmeðferðarreglna úrskurðarnefndarinnar, sem virt í heildsinni virðast styðja þá framkvæmd og skýringu á lögunum að slík aðild stefndafái hér við svo búið staðist. Skalþá því næst vikið að þeirri málsástæðu stefnanda að ógilda beri úrskurðinn frá26. maí 2017 á þeim grundvelli að fulltrúar í úrskurðarnefnd lögmanna hafiverið vanhæfir til þess að fjalla um málið. Byggir stefnandi þá einkum á því aðþetta leiði af því að úrskurðarnefndin sé alfarið rekin á kostnað stefnda og stefndiskipi auk þess einn af þremur nefndarmönnum, sbr. 3. og 4. mgr. 3. gr. laga nr.77/1998. Vísar stefnandi til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 77/1998, sbr. og II. kaflastjórnsýslulaga nr. 37/1993 með síðari breytingum, um sérstakt hæfinefndarmanna í slíkri stjórnsýslunefnd, sbr. einkum 5. og 6. tölulið 1. mgr. 3.gr. um vanhæfisástæður, þegar viðkomandi nefndarmaður telst sjálfur eigasérstakra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn máls eða ef að öðru leytieru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hansí efa með réttu. Þá vísar stefnandi til þess að nefndarmenn í málinu, sem allirþrír hafi verið lögmenn, eigi þá í öllu falli slíka hagsmuni af niðurstöðu ímáli sem félagið hefur frumkvæði að þar sem málsefnið varði hagsmunistéttarinnar í heild. Aðmati dómsins verður hins vegar að fallast á það með stefnda að framangreindlögbundin skipun úrskurðarnefndarinnar og fjármögnun hennar samkvæmt 3. og 4.mgr. 3. gr. laga nr. 77/1998 geti ekki eitt og sér talist leiða sjálfkrafa tilþess háttar vanhæfis nefndarmanna í málum þar sem LMFÍ á sjálft aðild aðkærumáli, þó svo að félagið standi vissulega straum af kostnaði við reksturnefndarinnar og skipi í hana einn fulltrúa, eins og lög bjóða. Er og ljóst aðviðlíka háttur við skipun og fjármögnun sjálfstæðra stjórnsýslunefnda hefurt.d. ekki verið talinn valda vanhæfi í málum þegar hið opinbera á í hlut, sbr.almennt um úrskurðarnefndir á vegum ríkisins. Þá er ekki heldur tækt að fallastá það að ætlað vanhæfi nefndarmanna í úrskurðanefndinni geti grundvallast á þvíað þeir hljóti að hafa átt svo einstaka hagsmuni af úrlausn umrædds máls, þósvo að það hafi snúið almennt að heildarhagsmunum lögmannastéttarinnar. Aðframangreindu virtu er því ekki unnt að fallast á það að stefnandi hafi hérsýnt fram á það að fallast beri á kröfu hans um ógildingu úrskurðarins frá 26.maí 2017 á þeim grundvelli að einhverjir nefndarmannanna hafi sannarlega veriðvanhæfir við meðferð umrædds stjórnsýslumáls, sbr. ákvæði í II. kaflastjórnsýslulaga nr. 37/1993. Aðlokum ber þá að víkja í einu lagi að þeim málsástæðum stefnanda að hann hafi þóí öllu falli með umræddri framgöngu sinni ekki gerst brotlegur við nein ákvæðií siðareglum lögmanna eða í lögum og reglum er gildi um störf lögmanna, þar semhann hafi í umrætt sinn aðeins haft í frammi gagnrýni í tengslum viðhagsmunagæslu fyrir skjólstæðing sinn, sem fullt tilefni hafi hér verið til.Skerðing á úrræðum lögmanns til þess með slíkum viðurlögum sem umrædd áminningí skjóli skyldubundinnar aðildar að Lögmannafélagi Íslands sé feli auk þess ísér skerðingu á tjáningarfrelsi stefnanda sem lögmanns til þess að gagnrýnastörf dómara og gæta hagsmuna umbjóðenda. Telur stefnandi að með umræddri kæruer leiddi til áminningar úrskurðarnefndarinnar hafi stefndi farið út fyrirskyldubundið hlutverk sitt, sbr. 5. og 13. gr. laga nr. 77/1998, en stefnandihafi hér auk þess ekki farið á svig við 19. gr. siðareglna fyrir lögmenn, einsog úrskurðarnefndin hafi komist að í úrskurði sínum frá 26. maí 2017. Erþað mat dómsins að við efnislega endurskoðun á umræddum úrskurði frá 26. maí2017, þá verði að líta svo á að þar sé fyrst og fremst um að ræða matskenndaákvörðun þar til bærrar sjálfstæðrar úrskurðarnefndar um það hvernig bæri aðheimfæra framgöngu stefnanda með hliðsjón af túlkun ákvæða í 2., 19., og 22.gr. siðareglna fyrir lögmenn. Var mat nefndarinnar að hún taldi stefnanda meðframgöngu sinni a.m.k. hafa farið á svig við 19. gr. siðareglnanna þannig aðleiddi til áminningar hans að mati nefndarinnar, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr.77/1998. Að mati dómsins verður að telja þetta forsvaranlega niðurstöðu afhálfu úrskurðarnefndarinnar með hliðsjón af efni umræddra siðareglna og þeimgögnum sem liggja fyrir um samskipti stefnanda sem lögmanns við þáverandi dómstjóraHéraðsdóms Reykjavíkur, auk þess sem ekki er deilt á það mat nefndarinnar aðframgangan hafi varðað stéttina sem heild. Verðurþannig að telja ótvírætt að ýmis framangreind ummæli þau sem stefnandi viðhafðióumdeilt í þessum samskiptum sínum við dómstjórann hafi verið alls kostaróviðeigandi og óþörf í því skyni að vinna sem best að hagsmunum umbjóðendahans. Voru ummælin auk þess sett þannig fram að það getur ekki með nokkru mótifalið í sér skerðingu á eðlilegu tjáningarfrelsi stefnanda eða þá misbeitingu áneikvæðu félagafrelsi gagnvart honum sem lögmanni að þannig hafi verið við þeimbrugðist sem gert var hér af hálfu stefnda og úrskurðarnefndarinnar við meðferðstjórnsýslumálsins. Ekki verður heldur séð að hald sé í þeim röksemdum af hálfustefnanda að gætt hafi verið viss meðalhófs með því að birta ekki opinberlegaummælin í garð dómstjórans enda er það alls ekki inntak málefnalegrar gagnrýnistefnanda á störf dómstjórans sem tekist var á um og sem aðilum ber ekkiallskostar saman um heldur einungis óverjandi framsetning og orðaval stefnandaí garð dómstjórans, sbr. hér framangreinda lýsingu á málsatvikum. Er þvífallist á það með stefnda að ekki hafi hér heldur verið sýnt fram á af hálfustefnanda að stefndi eða úrskurðarnefndin hafi með einhverjum hætti farið útfyrir lögbundin hlutverk sín í þeirri málsmeðferð eða þá við það mat semviðhaft var í framangreindu stjórnsýslumáli, sbr. úrskurðurinn frá 26. maí 2017í máli nr. 14/2017. Aðöllu framangreindu virtu er það því mat dómsins að stefnandi hafi í máli þessuekki fært fram neinar þær málsástæður eða lagarök sem leiða eigi til ógildingará úrskurði úrskurðarnefndarnefndar lögmanna í máli nr. 14/2017, er kveðinn varupp 26. maí 2017, og með hliðsjón af því ber að sýkna stefnda af þeirri dómkröfustefnanda. Einsog mál þetta er vaxið þykir þó rétt að málskostnaður á milli aðila falliniður. Máliðflutti Björgvin Þorsteinsson lögmaður fyrir stefnanda en Óttar Pálsson lögmaðurfyrir stefnda. PéturDam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Stefndi,Lögmannafélag Íslands, er sýknaður af kröfu stefnanda, Jóns SteinarsGunnlaugssonar. Málskostnaðurfellur niður.
Mál nr. 234/2008
Skattur Fyrning Málsástæða Afdráttarlaus málflutningur
G kærði úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu hans um að nánar tiltekin skuld vegna þing- og sveitasjóðsgjalda teldist fyrnd. Í málinu var deilt um hvort innborgun G inn á opinber gjöld sín hafi falið í sér viðurkenningu hans á hinni umdeildu skuld og þar með rofið fyrningu hennar samkvæmt 6. gr. laga nr. 14/1905. Í niðurstöðu Hæstaréttar var vísað til þess að meðal gagna málsins væri kvittun sem óumdeilt væri að G hafi fengið í hendur þegar hann innti greiðsluna af hendi. Í kvittuninni hafi komið fram að greiddur hafi verið virðisaukaskattur en ekki minnst á önnur opinber gjöld. Ósannað væri að G hafi við greiðsluna fengið í hendur upplýsingar um að greiðslan hafi komið til ráðstöfunar inn á þá skuld sem deilt var um í málinu. Mátti G þvert á móti ráða af þeirri kvittun að greiðslunni hefði verið ráðstafað inn á virðisaukaskattskuld hans, enda var þar um að ræða skuld sem var eldri en sú skuld sem um var deilt í málinu. Var því ekki fallist á að fyrning hinnar umdeildu kröfu hafi rofnað við innborgunina og krafa T því fyrnd.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 23. apríl 2008. Hann krefst þess að staðfest verði með dómi að skuld hans vegna opinberra gjalda ársins 1994 að fjárhæð 882.676 krónur sé fallin niður. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Ekki er ágreiningur milli málsaðila um að þinggjöld áfrýjanda vegna álagningar 1994 með áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði hafi 11. desember 2007 numið þeirri fjárhæð sem greinir í kröfu áfrýjanda og að krafa hans sé miðuð við þá dagsetningu. Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi veitti sýslumaðurinn í Reykjavík hinn 7. júlí 2000 viðtöku aðfararbeiðni tollstjórans í Reykjavík, þar sem krafist var aðfarar hjá áfrýjanda fyrir opinberum gjöldum vegna áranna 1994 til 1999 og virðisaukaskatti 1993 til 1997 samtals að höfuðstól 2.837.753 krónur. Er óumdeilt að skattskuldin sem ágreiningi veldur í málinu var meðal þeirra skulda sem aðfararbeiðnin tók til. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti vildi áfrýjandi byggja á því að kvaðning vegna þessarar aðfararbeiðni hafi misfarist hjá sýslumanni auk þess sem málinu hafi ekki verið fram haldið án ástæðulauss dráttar, svo sem tilskilið er í 52. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, þar sem aðför á grundvelli beiðninnar hafi ekki farið fram fyrr en 3. október 2002. Móttaka beiðninnar hafi því ekki rofið fyrningu kröfunnar samkvæmt lagaákvæðinu. Ekki verður séð að áfrýjandi hafi fyrr byggt kröfu sína á þessum málsástæðum þó að tilefni hafi verið til. Teljast þær því með vísan til 5. mgr. 101. gr., sbr. 2. mgr. 163. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála of seint fram komnar og verður ekki á þeim byggt í málinu. Af þessu leiðir að fallist verður á með stefnda að fyrningu kröfunnar teljist hafa verið slitið 7. júlí 2000. Fyrir liggur að 27. febrúar 2007 veitti sýslumaðurinn í Reykjavík viðtöku beiðni um aðför hjá áfrýjanda vegna hinna umdeildu gjalda ársins 1994. Óumdeilt er í málinu að krafan fyrnist á fjórum árum. Er þá til athugunar hvort fyrningu hennar hafi verið slitið á ný einhvern tíma á fjögurra ára tímabili næst fyrir síðast nefnda dagsetningu og þá áður en fjögur ár liðu frá fyrningarslitunum 7. júlí 2000. Í þessu efni greinir aðila á um hvort innborgun áfrýjanda 6. mars 2003 inn á opinber gjöld sín hafi falið í sér viðurkenningu hans á skuldinni, sem hafi rofið fyrningu hennar samkvæmt 6. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Byggir stefndi þá á því að við þessa innborgun, sem samtals nam 300.000 krónum, hafi 294.000 krónum verið ráðstafað inn á gjöldin 1994. Þar sem áfrýjanda hafi verið sú ráðstöfun ljós en látið henni ómótmælt beri að líta svo á að hann hafi viðurkennt skuldina í skilningi nefnds lagaákvæðis. Er þetta eini hluti kröfunnar, sem beiðst var aðfarar fyrir 7. júlí 2000, sem stefndi heldur fram að ófyrndur sé. Þannig séu kröfur um öll yngri gjöldin sem þar greindi fyrndar. Meðal gagna málsins er kvittun sem óumdeilt er að áfrýjandi hafi fengið í hendur þegar hann innti greiðsluna 6. mars 2003 af hendi. Í kvittuninni kemur fram að greiddur hafi verið virðisaukaskattur, en ekki er þar minnst á önnur opinber gjöld. Stefndi heldur því fram að áfrýjandi hafi um leið fengið á framhaldsblaði yfirlit þar sem fram hafi komið ráðstöfun á 294.000 krónum inn á þá skuld sem um er deilt í málinu. Þessu mótmælir áfrýjandi. Stefndi hefur ekki fært fram í málinu fullnægjandi sönnun um staðhæfingu sína hér að lútandi. Telst því ósannað í málinu að áfrýjandi hafi við greiðsluna fengið í hendur upplýsingar um þá ráðstöfun sem stefndi byggir á. Mátti stefndi þvert á móti ráða af þeirri kvittun, sem óumdeilt er að hann hafi fengið, að greiðslunni hefði allri verið ráðstafað inn á virðisaukaskattskuld hans, enda var þar um að ræða skuld sem var eldri en skuldin frá 1994, sem hér er til umfjöllunar. Þegar af þessari ástæðu verður ekki fallist á það með stefnda að fyrning hinnar umdeildu kröfu hafi rofnað við þessa innborgun. Stefndi heldur því ekki fram að önnur atvik á nefndu tímabili hafi rofið fyrningu hinnar umdeildu kröfu. Samkvæmt því sem að framan er rakið verður fallist á með áfrýjanda að krafan sé fyrnd og verður viðurkenningarkrafa hans því tekin til greina. Stefnda verður samkvæmt 1. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem ákveðst eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Viðurkennt er að krafa stefnda, íslenska ríkisins, á hendur áfrýjanda, Guðmundi Leó Guðmundssyni, vegna opinberra gjalda árið 1994, samtals að fjárhæð 882.676 krónur með vöxtum og kostnaði miðað við 11. desember 2007, er fallin niður. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 750.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta var flutt 13. mars sl. Það er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Guðmundi Leó Guðmundssyni, Njálsgötu 48a, Reykjavík á hendur fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, með stefnu birtri 5. júlí 2007. Með úrskurði 8. febrúar sl. var máli þessu vísað frá dómi án kröfu. Með dómi Hæstaréttar Íslands 29. febrúar sl. var úrskurðurinn felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Dómkröfur stefnanda eru þær að krafa stefnda, samtals að fjárhæð 882.676 kr. miðað við 11. desember 2007 vegna opinberra gjalda fyrir árið 1994 með vöxtum og kostnaði á hendur stefnanda, verði dæmd fyrnd. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostaðar úr hans hendi. Málavextir Samkvæmt stöðuyfirliti frá Tollstjóranum í Reykjavík hinn 28. nóvember 2006 skuldaði stefnandi opinber gjöld, samtals að fjárhæð 14.053.849 kr. Voru gjöldin vegna áranna 1993 til 1999. Með bréfi, dags. 29. desember 2006, óskaði stefnandi eftir því að skuld þessi yrði afskrifuð. Með bréfi Tollstjórans í Reykjavík frá 12. janúar 2007 var fallist á að gjöld, að undanskilinni skuld vegna AB E 1994, væru fyrnd. Varðandi skuld AB E 1994 kom fram að fjárnám var gert í fasteign stefnanda 3. október 1994 og að stefnandi hafi greitt 294.000 kr. inn á kröfuna 6. mars 2003. Sú greiðsla hafi haft í för með sér sjálfstætt fyrningarrof á þeim gjöldum. Sú krafa væri því ófyrnd. Hinn 5. júlí 2007 var stefnda birt stefna málsins. Aðalkrafan var viðurkenningarkrafa um að gjöld, samtals að fjárhæð 15.671.925 kr. miðað við 29. júní 2007, væru fyrnd. Hinn 27. og 28. ágúst 2007 voru kröfur að fjárhæð um 15 millj. kr. afskrifaðar í tölvukerfi stefnda. Stefnan, sem birt var 5. júlí 2007, var lögð fram í Héraðsdómi 6. september 2007. Greinargerð stefnda var lögð fram 27. nóvember sl. Aðallega var krafist frávísunar málsins. Í fyrirtöku 21. desember sl. lækkaði stefnandi kröfu sína og stefndi féll frá frávísunarkröfu sinni. Eftir stendur ágreiningur um það hvort gjöld vegna AB E 1994 séu fyrnd eða ekki. Ekki er tölulegur ágreiningur í málinu. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því að með honum og tollstjóra hafi tekist samkomulag um að skattaskuldir stefnanda yrðu afskrifaðar eftir 3. október 2006 en þá voru 4 ár liðin frá aðfarargerð nr. 011-2000-10530, þar sem gert hafði verið fjárnám fyrir eignarhluta stefnanda í Njálsgötu 48A, Reykjavík. Stefnandi telur að hinn 17. nóv. 2005 hafi munnlegt samkomulag verið gert við þáverandi yfirmann innheimtudeildar tollstjóra, um að allar skuldir stefnanda frá 1993 til 1999 yrðu afskrifaðar og felldar úr innheimtukerfinu eftir 3. okt. 2006, þar sem þá væru liðin 4 ár frá því að fjárnám átti sér stað (3. okt. 2002) og skuldir stefnanda því fyrndar. Þetta sagði yfirmaðurinn að hefði verið niðurstaðan af samtali hennar við tollstjóra. Var þessi ákvörðun rituð í minnisbanka stefnda um stefnanda en litið er á umrædda minnispunkta sem innanhúsplagg hjá stefnda og tollstjóra. Þá bendir stefnandi á bréf stefnda, dags. 12. jan. 2007, þar sem fyrir liggur viðurkenning á því að kröfur tollstjóra vegna áranna 1993 – 1999 verði afskrifaðar á næstu dögum. Ekki hafði það átt sér stað við stefnugerð í lok júní 2007. Stefnandi tekur fram að tollstjóri hafi borið fyrir sig í sama bréfi að greitt hefði verið inn á kröfu stefnda vegna AB E 1994 og þ.a.l. væri hún ekki fyrnd. Þessu er harðlega andmælt. Krafa þessi var löngu fyrnd ásamt öðrum. Engar aðgerðir hafi átt sér stað síðan 3. okt. 2002 og er andlagið sem gert var fjárnám í ennþá óselt og engin tilraun verið gerð til þess að selja það síðan aðförin átti sér stað 3. okt. 2002. Stefnandi telur að krafa stefnda hafi þá þegar verið fyrnd er greitt var inn á þinggjöld AB E 1994 hinn 6. mars 2003. Fyrnd krafa verði ekki vakin upp með því einu að borga inn á hana. Jafnvel þó haldið sé fram að greitt hafi verið sérstaklega inn á kröfuna frá 1994 hinn 6. mars 2003, þá hafi engar frekari aðgerðir átt sér stað af hálfu stefnda til að framfylgja rétti sínum. Rúmlega 4 ár séu liðin frá umræddri greiðslu og krafan því fyrnd. Í annan stað mótmælir stefnandi því að greiðsla hans 6. mars 2003 að fjárhæð 300.000 kr. slíti fyrningu. Stefnda hafi borið skylda til að leiðbeina stefnanda, er hann innti greiðslu af hendi en hann er ólöglærður. Stefnda beri að færa sönnur á því að hann hafi gert stefnanda grein fyrir því að hann væri að greiða inn á fyrnda skuld. Skv. 6. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905 verði stefnandi að hafa viðurkennt skuld sína með skriflegum hætti, t.d. með því að lofa borgun eða greiða vexti. Stefndi hafi með atferli sínu gerst sekur um misneytingu skv. 31. gr. samningalaga nr. 7/1936 og brot á jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sbr. 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Um framangreint vísast til Hrd. 469/2003. Um lagarök bendir stefnandi á 5. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 varðandi aðild stefnda en stefndi hefur ákvörðunarvald sem æðsti fyrirsvarsmaður tollstjórans í Reykjavík. Þá er byggt á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um rétt manna til að fá viðurkenningardóm um rétt sinn. Byggt er á 3. gr. og 6. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905. Þá styðst stefnandi við 31. gr. samningalaga nr. 7/1936, 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, 10. gr. laga nr. 90/1989 um aðför og 65. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944. Um málskostnað vísast til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og til laga nr. 50/1988 um að stefnandi eigi að verða skaðlaus af málsókn þessari. Málsástæður og lagarök stefnda Forsendur og niðurstaða Stefnandi byggir á því að starfsmaður tollstjóra hafi gefið bindandi yfirlýsingu um það að allar skuldir stefnanda yrðu afskrifaðar og felldar úr innheimtukerfi ríkissjóðs eftir 3. október 2006. Þessari fullyrðingu hefur verið neitað fyrir dómi af viðkomandi starfsmanni. Því er hún ósönnuð. Með vísan til þess sem að framan greinir er það niðurstaða dómsins að sýkna beri stefnda af öllum kröfum stefnanda. Eins og atvikum málsins er háttað þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Af hálfu stefnanda flutti málið Magnús B. Brynjólfsson hdl. Af hálfu stefnda flutti málið Óskar Thorarensen hrl. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af kröfum stefnanda, Guðmundar Leós Guðmundssonar. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 6/2019
Skaðabætur Málsgrundvöllur Málsástæða Fyrning Sakarskipting Ómerking dóms Landsréttar Ómerking héraðsdóms
FV hf. höfðaði mál á hendur B og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. 19. desember 2007 fyrir samtals 237.709.297 krónur. Reisti FV hf. kröfu sína á því að B hefði valdið sér tjóni með því að hafa með saknæmum hætti leynt upplýsingum um að félag í hans eigu færi í reynd með yfirráð í Landsbanka Íslands hf. Byggði FV hf. á því að félagið hefði ekki átt hlutabréf í bankanum á því tímamarki er þau urðu verðlaus 7. október 2008 hefði hið ólögmæta og saknæma athæfi B ekki komið til. Með ákvörðun héraðsdómara í þinghaldi 30. nóvember 2017 var sakarefni málsins skipt þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa FV hf. væri fyrnd. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að svo væri og sýknaði B af kröfum FV hf. Í dómi Hæstaréttar kom fram að eins og málið lægi fyrir réttinum væri ekki unnt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu FV hf. nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynt hvort orðið hafi til, hafi fallið niður fyrir fyrningu. Talið var ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu á grundvelli 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Væri því óhjákvæmilegt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm sem og héraðsdóm í málinu og vísa því heim í hérað til löglegrar meðferðar.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason, Karl Axelsson,Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.Áfrýjandiskaut málinu til Hæstaréttar 29. janúar 2019 að fengnu áfrýjunarleyfi. Hannkrefst að viðurkennt verði að krafa sín á hendur stefnda um greiðslu að fjárhæð237.709.297 krónur með nánar tilgreindum vöxtum frá 27. desember 2007 tilgreiðsludags, sé ekki fyrnd. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda áöllum dómstigum.Stefndikrefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.IÍ málinukrefst áfrýjandi skaðabóta úr hendi stefnda vegna fjártjóns sem hann kveðsthafa orðið fyrir vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. 19.desember 2007 fyrir samtals 237.709.297 krónur. Áfrýjandi byggir kröfu sína áþví að stefndi hafi valdið sér tjóni með því að hafa með saknæmum hætti leyntupplýsingum um að Samson eignarhaldsfélag ehf., sem hann hafi óbeint veriðannar aðaleigenda að, færi í reynd með yfirráð í Landsbanka Íslands hf., svo ogað bankinn hafi veitt umfangsmikil lán til félaga undir stjórn stefnda. Sústaða sem uppi hafi verið hefði meðal annars átt að leiða til þess að bankinnteldist dótturfélag Samson eignarhaldsfélags ehf. og jafnframt að félaginu væriskylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í hlutabréf þeirra. Áfrýjandikveðst miða fjárkröfu sína í málinu við kaupverð framangreindra hlutabréfa. Stefndibyggir sýknukröfu sína aðallega á því að ætluð krafa áfrýjanda hafi verið fyrndvið málshöfðun en ella að hann beri enga bótaskyldu gagnvart áfrýjanda.Málþetta var höfðað 29. september 2016 og þingfest 1. nóvember sama ár. Íþinghaldi í héraði 30. nóvember 2017 var sakarefni málsins skipt þannig aðfyrst yrði leyst úr því hvort krafa áfrýjanda væri fyrnd. Í dómi 17. apríl 2018komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að svo væri og sýknaði stefnda af kröfuáfrýjanda. Staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu með hinum áfrýjaða dómi. Ágreiningsefnimálsins eins og það liggur fyrir Hæstarétti er því hvort krafa áfrýjanda séfyrnd. IIMeðkaupsamningi 31. desember 2002 seldi íslenska ríkið Samson eignarhaldsfélagiehf. 45,8% hlut í Landsbanka Íslands hf. Eftir það var eignarhlutur félagsins íbankanum yfir 40% allt þar til Fjármálaeftirlitið neytti 7. október 2008heimildar samkvæmt 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5.gr. laga nr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundar í bankanum, víkjastjórn hans frá og setja yfir hann skilanefnd.Félagundir yfirráðum stefnda, Givenshire Equities Ltd., mun í upphafi hafa veriðeinn af þremur eigendum Samson eignarhaldsfélags ehf. og frá árinu 2005 annartveggja aðaleigenda á móti félagi í eigu föður stefnda, Bell Global Ltd.Eignarhlutir hvors þessara félaga í Samson eignarhaldsfélagi ehf. munu hafanumið á bilinu 49,5% til 49,9% frá árinu 2005 og þar til yfir lauk en á árinu2005 mun Hersir ráðgjöf ehf. hafa farið með 1% eignarhlut í Samsoneignarhaldsfélagi ehf. og árin 2006 og 2007 munu feðgarnir sjálfir hafa haldiðá 0,1% hlut í félaginu. Givenshire Equities Ltd. mun upphaflega hafa verið aðöllu leyti í eigu félags sem tilheyrði stefnda, Valhamar Group Ltd., en á árinu2007 mun Axis Capital Ltd. hafa keypt 5% hlut í fyrrnefnda félaginu. 2Áfrýjandikeypti 19. desember 2007 hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. að nafnvirði6.601.624 krónur á genginu 35,90 fyrir 237.709.297 krónur. Uppgjör vegnakaupanna fór fram 27. desember 2007. Óumdeilt er að hlutabréfin urðu verðlaus7. október 2008. 3Ískýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem birt var 12. apríl 2010, komu í fyrstasinn fram opinberlega ýmsar upplýsingar um Landsbanka Íslands hf. sem þýðinguhafa fyrir sakarefni máls þessa. Í skýrslunni var meðal annars fjallað umeignarhald Samson eignarhaldsfélags ehf. á Landsbanka Íslands hf. ogáhættuskuldbindingar bankans gagnvart stefnda og tengdum aðilum. Þar var rakiðað Fjármálaeftirlitið hafi með ákvörðun 3. febrúar 2003 fallist að gættumnánari skilyrðum á hæfi Samson eignarhaldsfélags ehf. til að fara með virkaneignarhlut í Landsbanka Íslands hf. að því undangengnu að samþykktum félagsinshafði verið breytt á þann veg að tilgangur félagsins væribundinn við eignarhald á hlutabréfum í bankanum. Fjármálaeftirlitið hafi sentbréf til Samson eignarhaldsfélags ehf. 31. maí 2005 þar sem fram hafi komið aðáhyggjur hafi vaknað hjá eftirlitinu um hæfi félagsins til að fara með virkaneignarhlut í Landsbanka Íslands hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002. Hefðuáhyggjurnar lotið að því hvort eignarhald Samson eignarhaldsfélags ehf. ábankanum, með hliðsjón af þeirri reynslu sem komin hafi verið á það, teldistvera í samræmi við þau skilyrði og sjónarmið sem hefðu legið til grundvallarsamþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir kaupunum. Fjármálaeftirlitið hefði í þvíljósi talið að taka þyrfti þrjú atriði til nánari athugunar, í fyrsta lagihættu á hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði, sbr. þágildandi 3. tölulið 42. gr.laga nr. 161/2002, í öðru lagi torveldun eftirlits, sbr. þágildandi 5. töluliðsömu lagagreinar, og í þriðja lagi hvort Samson eignarhaldsfélag ehf. teldistvera eignarhaldsfélag á fjármálasviði í skilningi þágildandi 97. gr. laganna.Einnig kom fram að áhyggjur Fjármálaeftirlitsins hefðu snúið að því að Samsoneignarhaldsfélag ehf. og tengdir aðilar nytu verulegrar fyrirgreiðslu fráLandsbanka Íslands hf. og dótturfélagi hans í Lúxemborg. Skuldbindingarnar væruí mörgum tilvikum ýmist með ábyrgð móðurfélagsins eða tryggðar með veði íhlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. eða félögum sem tengd væru bankanum eðavirkum eigendum hans. Þá hefði Fjármálaeftirlitið litið alvarlegum augum aðkomueigenda virks eignarhlutar í fjármálafyrirtæki að viðskiptum á markaði sem værutil þess fallin að torvelda eðlilegt eftirlit með eignarhaldi í öðrumfjármálafyrirtækjum. Af skýrslu rannsóknarnefndarinnar má ráða að Samsoneignarhaldsfélag ehf. hafi svarað bréfinu 29. júní 2005 og reifað sjónarmið sínen jafnframt ítrekað áður fram komna ósk um að fá heimild til að breytasamþykktum sínum í fyrra horf. Hafi félagið talið að nauðsynlegt væri „aðútvíkka starfsheimildir félagsins í því skyni að tryggja óháða stöðu þess,styrkja það og stuðla að gegnsæi í rekstri þess.“ Í framhaldinu mun ekki hafakomið til aðgerða Fjármálaeftirlitsins vegna framangreindra atriða en með bréfi2. júní 2006 féllst það á beiðni um heimild til að breyta samþykktum Samsoneignarhaldsfélags ehf. með nánar tilgreindum skilyrðum.Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar var jafnframt vikið að„stórum áhættum“ í rekstri Landsbanka Íslands hf. og tiltekið að í bréfiFjármálaeftirlitsins til bankans 22. mars 2007, hafi verið gerðar ýmsarathugasemdir vegna úttektar sem hafði verið gerð á áhættumælingum ogáhættustýringu bankans á árinu 2005. Í fyrsta lagi hefðu verið gerðarathugasemdir um hvernig Landsbanki Íslands hf. skilgreindi fjárhagslega tengdaaðila í nokkrum tilvikum, í öðru lagi hefði Fjármálaeftirlitið álitið aðbankinn hefði vantalið áhættur sem færu fram úr 10% af eigin fé hans, í þriðjalagi væri misræmi í tölum í skýrslugjöf bankans, í fjórða lagi hefði skilyrðumfyrir frádrætti frá stórum áhættum ekki verið fullnægt í öllum tilvikum og ífimmta lagi hefði skort nafngreinanlegar upplýsingar um fyrirgreiðslu. HefðiFjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að áhættuskuldbinding bankansgagnvart stefnda og tengdum aðilum hefðu numið að minnsta kosti 51.300.000.000krónum eða 49,7% af svonefndu CAD eigin fé bankans. Þessi niðurstaða hefðitekið mið af stöðunni eftir að búið væri að beita hámarksfrádrætti samkvæmtreglum um stórar áhættur, en án frádráttarins hefði skuldbindingin svarað til52% af eigin fé bankans. Fjármálaeftirlitið hefði farið fram á þaðí bréfinu að þessar niðurstöður yrðu kynntar stjórn Landsbanka Íslands hf. oggerðar viðeigandi ráðstafanir til að bæta úr þeim atriðum sem athugasemdir værugerðar við. Í bréfi bankans 30. apríl 2007 hefði túlkun Fjármálaeftirlitsins áframkvæmd reglna um stórar áhættur verið mótmælt um nokkur mikilvæg atriði.Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kom einnig fram að íseptember 2008 hefði Landsbanki Íslands hf. veitt Samson eignarhaldsfélagi ehf.lán að fjárhæð 168.000.000 sterlingspund, sem samkvæmt fundargerð lánanefndarbankans hefði verið vegna gjaldþrots tilgreinds félags. Hefði láninu öllu veriðráðstafað til lækkunar á skuldbindingum við bankann. Síðustu átján mánuðinafyrir fall bankans hefðu heildarútlán móðurfélags hans til tiltekinnafyrirtækja á vegum stefnda sveiflast í kringum 20% af eiginfjárgrunni bankans. 4Íhéraðsdómsstefnu er greint frá minnisblaði sem starfsmennPricewaterhouseCoopers hf., sem var endurskoðandi Landsbanka Íslands hf., hafiritað 22. október 2005 eftir fund með tilteknum starfsmönnum bankans ogframkvæmdastjóra Samson eignarhaldsfélags ehf. Tilefni fundarins hafi veriðstaða sem hafi komið upp þegar Samson eignarhaldsfélag ehf. hafi leyst til sín15% eignarhlut þriðja eiganda félagsins. Eftir það munu stefndi og faðir hans hafafarið hvor um sig með 50% atkvæða í félaginu og þar með óbeint eignarhald aðmeira en 20% hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. sem oft væri stuðst við umskilgreiningu á mikilvægum áhrifum í hlutafélagi. Hafi framkvæmdastjóri Samsoneignarhaldsfélags ehf. tekið fram á fundinum að gripið yrði til aðgerða tilþess meðal annars að eignarhlutur stefnda myndi færast í fyrra horf og óbeinhlutdeild hans í atkvæðisrétti í Landsbanka Íslands hf. færi ekki yfir þessi20% mörk. Í árslok 2005 hafi Hersir – ráðgjöf og þjónusta ehf. keypt 1% hlut íSamson eignarhaldsfélagi ehf. af félaginu sjálfu. Eftir efnahagsreikningiSamson eignarhaldsfélags ehf. 31. desember 2006 hafi sá eignarhlutur á hinnbóginn virst vera kominn aftur í eigu félagsins en eignarhlutföll að öðru leytiverið óbreytt. Ítölvubréfi til Fjármálaeftirlitsins 1. febrúar 2007 tilkynnti framkvæmdastjóriSamson eignarhaldsfélags ehf. að Axis Capital Ltd. hefði keypt 5% hlut íGivenshire Equities Ltd. Í tölvubréfi til regluvarðar Landsbanka Íslands hf.17. október 2007 staðfesti síðan framkvæmdastjóri Samson eignarhaldsfélags ehf.að engar breytingar hefðu orðið á eignarhaldi að félaginu „þannig að BTB erundir 20% í óbeinu eignarhaldi í Landsbanka.“ Þá áttu regluvörður LandsbankaÍslands hf. og framkvæmdastjóri í bankanum tölvubréfaskipti í janúar 2008 umeignarhald að Samson eignarhaldsfélagi ehf., en aðspurður þar um hvort stefndiværi „innan við 20% í bankanum“ svaraði regluvörðurinn: „Okkur reiknaðist tilað hann væri 19,9x%.“ Í framhaldi afþessu svaraði framkvæmdastjórinn fyrirspurn frá endurskoðanda LandsbankaÍslands hf. um stöðu stefnda á eftirfarandi hátt: „BTB á 95% í Givenshire en 5%eru í eigu Hersir-ráðgjöf og þjónusta ehf. ... Givenshire á 49,94% og er í 95%eigu BTB eða samtals 47,44%. Síðan á BTB beint 0,06%. Samtals eru þetta 47,5%.Eignarhlutur Samson í bankanum er 40,73%. Hlutur BTB er 47,5% af 40,73% semgerir 19,34% m.v. allt hlutafé. Síðan þegar eigin bréf eru dregin frá (c.a 3%)og þá er hlutdeild í virku hlutafé 19,94% eða rétt undir mörkum. Samson erumeðvitaðir um áhrif þess ef þeir fara yfir 20%.“ Loks er þess að geta að ísvari starfsmanns Samson eignarhaldsfélags ehf. 12. júní 2008 við fyrirspurnFjármálaeftirlitsins vegna eftirlits með virkum eignarhluta í LandsbankaÍslands hf. kom fram að fyrir utan eigin hluti Samson eignarhaldsfélags ehf.ættu Bell Global Investment S.á.r.l., sem væri að öllu leyti í óbeinueignarhaldi föður stefnda, og Givenshire Equities S.á.r.l., sem væri að 95% íeigu stefnda og 5% í eigu Landsbanka Luxembourg S.A., hvort um sig 49,9% hlut íeignarhaldsfélaginu. Stefndi og faðir hans ættu síðan hvor um sig 0,1% hlut.5Í málinuhefur verið lagt fram álit þriggja lögmanna á lögfræðistofunni Landslögum 14.febrúar 2011 sem gert mun hafa verið að ósk nafngreinds lögmanns, sem mun hafaátt hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. Var í álitinu fjallað um hugsanlegastöðu stefnda sem tengds aðila gagnvart Landsbanka Íslands hf. og komist aðþeirri niðurstöðu að „Með því að hlutir Givenshire og Hersis í Samson annars vegarog hlutir Valhamars og starfsmanna Novator í Givenshire hins vegar skulu taldirsaman við útreikning á óbeinum eignarhlut Björgólfs Thors í Landsbankanum, ferhlutur hans í bankanum yfir 20%.“ Er síðan ályktað á þann veg að þegar afþeirri ástæðu yrði að telja að stefndi hefði haft stöðu tengds aðila gagnvartLandsbanka Íslands hf. í skilningi laga nr. 161/2002. Í grein nafngreindalögmannsins, sem birtist í dagblaði 12. september 2011, fjallaði hann umhugsanlegan bótarétt hluthafa í félaginu á hendur stefnda vegna annmarka áupplýsingagjöf til þeirra. Lýsti hann meðal annars vilja til að standa aðundirbúningi slíks skaðabótamáls. Samhliða þessu birtist frá honum auglýsingmeð fyrirsögninni: „Áskorun til fyrrum hluthafa í Landsbanka Íslands hf.“ Þar komfram að hluthafar í félaginu ynnu að undirbúningi þess að fá skýrslur teknarfyrir dómi vegna hugsanlegrar málsóknar gegn stefnda og gæfist öðrum úr röðumhluthafa kostur á að leggja þessu lið. Markmið þessarar gagnaöflunar væri aðafla frekari upplýsinga um viðskipti, lánveitingar og stöðu stefnda innanbankans. Í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort höfðað yrði skaðabótamál áhendur honum.Meðbréfi 15. nóvember 2011 til slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. óskaðilögmaður, fyrir hönd ótilgreinds hóps hluthafa í félaginu, eftir aðgangi aðtilteknum gögnum og upplýsingum á grundvelli 2. mgr. 80. gr. laga nr. 21/1991um gjaldþrotaskipti o.fl. Í svari slitastjórnarinnar 13. desember sama ár komfram að hún teldi nauðsynlegt áður en lengra yrði haldið að upplýst yrðihverjir þessir hluthafar væru. Í framhaldi af því munu tveir hluthafar, Stapilífeyrissjóður og Vilhjálmur Bjarnason, hafa gert þessar óskir að sínum. Þannigleitaði lífeyrissjóðurinn eftir því með bréfi 1. mars 2012 að slitastjórnLandsbanka Íslands hf. veitti aðgang að nánar tilgreindum gögnum ogupplýsingum. Því hafnaðislitastjórnin með bréfi 22. sama mánaðar með vísan til „nýgenginnahæstaréttardóma“ sem styddu að lífeyrissjóðurinn hefði ekki lögvarða hagsmuniaf því að fá umbeðin gögn til að meta grundvöll fyrir málshöfðun á hendurfyrrum aðaleigendum Landsbanka Íslands hf. eða til sönnunarfærslu í bótamáligegn þeim. Eftir frekari bréfaskipti um þetta leitaði slitastjórnin úrlausnarhéraðsdóms um ágreining sinn við lífeyrissjóðinn samkvæmt 171. gr. laga nr.21/1991. Með dómi Hæstaréttar 3. mars 2014 í máli nr. 108/2014 var staðfesturúrskurður héraðsdóms þar sem slitastjórninni var gert að afhendalífeyrissjóðnum nánar tiltekin gögn á grundvelli 2. mgr. 80. gr. sömu laga. Gögninsem dómur þessi varðaði voru afhent lífeyrissjóðnum 7. mars 2014. Meðtölvubréfum 14. október, 3. nóvember og 3. desember 2014 óskaðilífeyrissjóðurinn eftir frekari gögnum. Í framhaldinu var lögmanni hans veitturaðgangur að svonefndu gagnaherbergi á vegum slitastjórnarinnar og undirritaðihann af því tilefni yfirlýsingu 9. desember 2014 um að þetta væri gert í þeimtilgangi að Stapi lífeyrissjóður gæti að gættum trúnaði afmarkað nánar eftirhvaða gögnum væri óskað. Eftir skoðun gagnanna sama dag mun lögmaður lífeyrissjóðsinshafa tilgreint að hverjum þeirra beiðni hans lyti og munu þau hafa verið afhenthonum 16. febrúar 2015. Á þeimtíma sem fyrrnefndur ágreiningur um afhendingu gagna beið úrlausnar dómstólafór Stapi lífeyrissjóður þess einnig á leit að fá eftirrit stefnu ogskjalaskrár í tilteknu einkamáli sem Landsbanki Íslands hf. hafði höfðað gegnfyrrum endurskoðendum félagsins. Landsbanki Íslands hf. mótmælti þeirri beiðnien hún var tekin til greina með úrskurði héraðsdóms 22. nóvember 2012. Þákrafðist Vilhjálmur Bjarnason þess með bréfi til héraðsdóms 21. september 2012að sér yrði heimilað samkvæmt XII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamálaað leiða sautján nafngreinda menn fyrir dóm til skýrslugjafar vegnaundirbúnings málshöfðunar gegn stefnda ásamt því að mælt yrði fyrir um skyldutil að afhenda tiltekið skjal. Stefndi tók til varna gegn þessum kröfum og varþeim hafnað með úrskurði héraðsdóms 2. apríl 2013. Með dómi Hæstaréttar 15. maísama ár í máli nr. 259/2013 var krafa um skýrslutökur á hinn bóginn tekin tilgreina að öðru leyti en því að stefnda var ekki gert að gefa skýrslu fyrirdómi. Skýrslur voru teknar af þessumvitnum 4., 6., og 7. nóvember 2013. Þarreis ágreiningur um skyldu vitnanna til að svara tilteknum spurningum og genguaf þeim sökum dómar í Hæstarétti 27., 30. og 31. janúar og 4. febrúar 2014 ímálum nr. 799/2013, 807/2013, 808/2013, 809/2013, 810/2013 og 811/2013, þar semvitnunum var gert að svara stærstum hluta spurninganna. Skýrslutökum fyrirhéraðsdómi lauk 11. og 13. mars 2014.Áfrýjandivar þátttakandi í Málsóknarfélagi hluthafa Landsbanka Íslands hf., sem höfðaðimál á hendur stefnda 12. ágúst 2015 til viðurkenningar á skaðabótaskyldu hans,að meginstefnu til vegna sömu atvika og mál þetta byggir á. Með dómi Hæstaréttar 2. maí 2016 í máli nr. 235/2016 varstaðfestur úrskurður héraðsdóms um að vísa því máli frá dómi, þar sem kröfugerðmálsóknarfélagsins þótti áfátt auk þess sem ekki væri fullnægt því skilyrði 1.mgr. 19. gr. a. laga nr. 91/1991 um að kröfur félagsmanna yrðu að vera af sömurót runnar. Áfrýjandi höfðaði sem fyrr segir mál þetta 29. september2016. Kröfu stefnda um að málinu yrði vísað frá dómi var hafnað með úrskurðihéraðsdóms 30. maí 2017.IIIÍ þessum þætti málsins byggir áfrýjandi í fyrsta lagi á þvíað málsástæða stefnda um fyrningu kröfu hans, sem fyrst hafi verið höfð uppivið málflutning í héraði, hafi komið of seint fram og eigi því ekki að komastað í málinu, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991. Þá sé þessi málsástæðavanreifuð og hafi greinargerð stefnda í héraði ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr.99. gr. sömu laga.Komist þessi málsástæða að byggir áfrýjandi í öðru lagi áþví að eldri lög nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda gildium kröfu sína þar sem hún hafi stofnast þegar hann keypti hlutabréf íLandsbanka Íslands hf. 19. desember 2007, sbr. 1. mgr. 28. gr.laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda og fyrnist krafan því á tíu árumsamkvæmt 4. gr. laga nr. 14/1905. Verði lög nr. 150/2007 á hinn bóginn talin eiga við um kröfuáfrýjanda byggir hann í þriðja lagi á því að hann hafi höfðað málið innanfjögurra ára frá því að hann fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjón sitt og þannsem ber ábyrgð á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga, sbr. 1. mgr. 9. gr.laga nr. 150/2007. Hafi málið því verið höfðað fyrir lok fyrningartíma.Áfrýjandi byggir jafnframt sjálfstætt á því að þar semskaðabótakrafa hans sé að hluta reist á því að stefndi hafi vanrækt að geraöðrum hluthöfum í Landsbanka Íslands hf. yfirtökutilboð hafi krafan hvað semöðru líði stofnast á því tímamarki þegar skylt var að setja slíkt tilboð fram,en það hafi verið 23. apríl 2008.Stefndi andmælir því að málsástæða hans um fyrningu sévanreifuð. Hann byggir á því að lög nr. 150/2007 taki til kröfu áfrýjanda, semgeti ekki hafa stofnast fyrr en ætlað tjón hafi orðið 7. október 2008 þegarhlutabréf hans urðu verðlaus. Hafi því fjögurra ára fyrningarfrestur samkvæmtlögunum verið liðinn þegar málið var höfðað. Þá hafnar stefndi því aðnægjanlegt tilefni til málsóknar í skilningi 9. gr. laga nr. 150/2007 getiráðist af því hvort tjónþoli hafi undir höndum sönnunargögn um öll atvik máls.Einnig andmælir stefndi því að krafa um skaðabætur, sem reist sé á vanrækslu áað gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, geti hafa stofnast á þeim degi sem gerahefði átt slíkt boð. Hópmálsókn 12. ágúst 2015 geti ekki hafa slitið fyrninguog hafi áfrýjandi að auki sýnt af sér tómlæti um málshöfðun. Loks byggirstefndi sérstaklega á því að krafa áfrýjanda um vexti sé fyrnd og breyti þáengu hvort eldri eða yngri lögin eigi við um hana.IVSkiptingu sakarefnis í málinu reisti héraðsdómari á 1. mgr.31. gr. laga nr. 91/1991 þar sem kveðið er á um að dómari geti ákveðið að eiginfrumkvæði eða eftir ósk annars aðila eða beggja að skipta sakarefni þannig aðfyrst verði dæmt sérstaklega um tiltekin atriði máls meðan önnur atriði þesshvíla og bíða þess að verða dæmd. Á þeim grundvelli var í héraðsdómi og dómiLandsréttar eingöngu tekin afstaða til þess hvort ætluð krafa áfrýjanda umskaðabætur væri fyrnd. Svo unnt sé að skipta sök með því móti og taka aðeinsafstöðu til fyrningar án þess að leysa úr málinu að öðru leyti verður að liggjafyrir hvenær og á hvaða grundvelli krafa er talin hafa stofnast. Niðurstaða íþeim efnum ræður einnig lagaskilum milli eldri fyrningarlaga nr. 14/1905 ogyngri laga nr. 150/2007, en síðargreindu lögin gilda einvörðungu um kröfur semstofnast eftir gildistöku þeirra 1. janúar 2008, sbr. 28. gr. laganna. Þannigvar fyrningarfrestur skaðabótakröfu utan samninga tíu ár eftir eldri lögunum,sbr. 2. tölulið 4. gr. þeirra, en fyrningarfrestur slíkrar kröfu eftir 1. mgr.9. gr. gildandi laga er fjögur ár miðað við nánar tilgreind atriði sem lýst erí ákvæðinu.Svo sem grein hefur verið gerð fyrir byggir áfrýjandi á þvíað eldri lög nr. 14/1905 gildi um fyrningu kröfu hans þar sem hún hafi stofnastvið kaup hlutabréfanna í Landsbanka Íslands hf. 19. desember 2007. Stofndagurkröfunnar, sem sé um skaðabætur utan samninga, miðist við það þegar áfrýjandikeypti hlutabréfin á grundvelli rangra og ófullnægjandi upplýsinga en þá hafihin bótaskylda háttsemi stefnda þegar verið hafin. Engu breyti um þetta hvenærtjón hafi komið fram og því hafi krafa áfrýjanda ekki verið fyrnd við höfðunmáls þessa. Áfrýjandi byggir jafnframt á því að verði ekki talið að tilskaðabótaskyldu stefnda hafi stofnast þegar við kaupin, þá hafi eftir þaðtímamark hvílt á stefnda skylda til nánar tilgreindra athafna sem þá beri aðmiða við um tilurð skaðabótakröfunnar. Öll þau tilvik hafi átt sér stað fyrirgildistöku laga nr. 150/2007 ef frá sé talin málsástæða um að stefnda hafiorðið skylt að gera öðrum hluthöfum í félaginu yfirtökutilboð í hlutabréfþeirra 23. apríl 2008. Áfrýjandi telur að dagsetningin 7. október 2008, þegarhlutabréfin urðu verðlaus, hafi enga sjálfstæða þýðingu fyrir málatilbúnað hansog byggir hann ekki á því að stefndi hafi borið ábyrgð á að svo hafi farið,heldur á því að áfrýjandi hefði ekki átt hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. áþví tímamarki hefði hið ólögmæta og saknæma athæfi stefnda ekki komið til.Stefndi byggir á hinn bóginn á því að lög nr. 150/2007 eigivið í málinu og því sé krafa áfrýjanda fallin niður fyrir fyrningu.Skaðabótakrafa utan samninga geti fyrst stofnast þegar öllum skilyrðumskaðabótaskyldu er fullnægt. Krafa áfrýjanda hafi því ekki stofnast fyrr entjón hafi orðið 7. október 2008 þegar hlutabréfin urðu verðlaus, en ekki nægi íþeim efnum að fyrir hendi sé hætta á tjóni. Fyrir þann tíma hafi engriskaðabótaskyldu verið til að dreifa.Það er meginregla að krafa um skaðabætur utan samningastofnast þegar hin bótaskylda háttsemi á sér stað og miðast gjalddagi kröfunnarvið sama tímamark, sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar 22. mars 2016 í máli nr.519/2015 og 11. maí 2017 í máli nr. 571/2016, og kenningar norrænna fræðimannaí þeim efnum. Það fer þó eftir atvikum hvort afleiðingar háttseminnar koma framá sama tímamarki eða síðar og hvort unnt er að gera tjón vegna háttseminnar þáupp eða síðar. Er það samkvæmt þessu ekki fortakslaust skilyrði fyrir stofnunskaðabótakröfu utan samninga að saman fari það tímamark þegar til kröfunnarstofnast annars vegar og hins vegar hvenær tjón verður staðreynt og gert uppsem getur eins og áður segir verið á síðara tímamarki. Þá hefur verið lagt tilgrundvallar hvað svokölluð athafnaleysisbrot varðar að miða beri stofndag kröfuvið það tímamark þegar unnt var í síðasta lagi að afstýra tjóni. Samkvæmt þessukann áfrýjandi að lögum að eiga kröfu um skaðabætur utan samninga þess efnissem hann heldur fram og sem þá stofnaðist til innan þeirrar tímamarka sem hannbyggir aðallega á. Skilja verður málatilbúnað áfrýjanda svo að hann leggieinnig til grundvallar að skaðabótaskylda stefnda verði öðrum þræði reist áathafnaleysi hans sem hafi verið „samfelld bótaskyld háttsemi.“ Þessi háttsemihafi verið byrjuð áður en áfrýjandi keypti hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. 19.desember 2007 og varað allt þar til skilanefnd var sett yfir félagið 7. október2008. Jafnframt vísar áfrýjandi til nánar tilgreindra og tímasettra athafnastefnda sem varði hann skaðabótaskyldu, þar á meðal að stefndi hafi meðathöfnum eða athafnaleysi komið því til leiðar að rangar upplýsingar hafi komiðfram um eignarhald stefnda og lánveitingar til hans í ársreikningum LandsbankaÍslands hf. 2005, árshlutareikningi 2006, ársreikningi sama ár,árshlutareikningi 2007 og ársreikningi þess árs. Þá beri stefndi ábyrgð árangri upplýsingagjöf um eignarhluta sinn í Samson eignarhaldsfélagi ehf. semhaft hafi í för með sér rangt mat á óbeinum eignarhlut hans í LandsbankaÍslands hf. Ennfremur byggir áfrýjandi á því að þar sem stefndi hafi vanrækt aðgera öðrum hluthöfum í þeim banka yfirtökutilboð, sbr. 1. mgr. 19. gr.þágildandi laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegratilboðsmarkaða, hafi krafan hvað sem öðru líði stofnast á því tímamarki þegarskylt hafi verið að setja slíkt tilboð fram 23. apríl 2008, en fyrning slíkrarkröfu félli undir gildissvið laga nr. 150/2007. Stefndi byggir hins vegar íöllum tilvikum á því að ekki geti hafa stofnast til ætlaðrar kröfu áfrýjanda fyrren 7. október 2008. Svo sem ráða má af framangreindu er í málatilbúnaðiáfrýjanda gert ráð fyrir því að til ætlaðrar kröfu hans geti hafa stofnast ámismunandi tímum og spanna þær tímasetningar að auki gildissvið bæði eldri ogyngri laga um fyrningu kröfuréttinda, en áður er vikið að lagaskilum eftir 28.gr. laga nr. 150/2007. Aðallega byggir áfrýjandi á þeirri málsástæðu aðskaðabótakrafan hafi orðið til við kaup hans á hlutabréfum í Landsbanka Íslandshf. 19. desember 2007. Eftir málatilbúnaði áfrýjanda kynni skaðabótakrafa hansþó jafnframt að hafa stofnast eftir kaupdaga hlutabréfanna en þó fyrir 1.janúar 2008 þegar lög nr. 150/2007 öðluðust gildi. Það ætti þó ekki við efstefndi yrði talinn bera skaðabótaskyldu gagnvart áfrýjanda fyrir þá sök að stefndihafi vanrækt að gera öðrum hluthöfum í Landsbanka Íslands hf. yfirtökutilboð íhlutabréf þeirra 23. apríl 2008. Jafnframt byggir áfrýjandi, svo sem fyrrgetur, á viðvarandi athafnaleysi stefnda en í því tilviki myndi stofndagurkröfu ráðast af lokadegi þess svo sem að framan getur. Eins og mál þetta liggur fyrir er ekki unnt að taka afstöðutil fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu áfrýjanda nema fyrst hafi verið leyst úrþví hvort hún hafi orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Að öðrumkosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvortkröfuréttindi, sem ekki hefur verið staðreynt hvort orðið hafi til, hafi falliðniður fyrir fyrningu. Að þessu gættu er ljóst að skilyrði brast með öllu til aðskipta sakarefni í málinu á grundvelli 31. gr. laga nr. 91/1991 svo sem gertvar með ákvörðun héraðsdómara í þinghaldi 30. nóvember 2007. Er því óhjákvæmilegtað ómerkja hinn áfrýjaða dóm sem og héraðsdóm í málinu og vísa því heim í héraðtil löglegrar meðferðar en við hana verður þá að taka til þess afstöðu hvortmálsástæður um fyrningu hafi í einstökum atriðum verið nægjanlega reifaðar afstefnda hálfu.Rétt erað málskostnaður falli niður á öllum dómstigum.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur og héraðsdómur í máli þessu eruómerktir og er því vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.Málskostnaður í héraði, fyrir Landsrétti og Hæstaréttifellur niður.DómurLandsréttar 14. desember 2018.Mál þetta dæmalandsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson, Oddný Mjöll Arnardóttir og RagnheiðurHarðardóttir.Málsmeðferð ogdómkröfur aðilaÁfrýjandi skaut málinu tilLandsréttar 9. maí 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. apríl 2018 í málinu nr. E-3327/2016. 2Áfrýjandi krefst þess að hinumáfrýjaða dómi verði hrundið og kveðið verði á um það með dómi að kröfur hansséu ófyrndar. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 3Stefndi krefst staðfestingar hinsáfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða4Atvikum máls er lýst í hinumáfrýjaða dómi. 5Fyrir Landsrétti byggir áfrýjandiá því að málsástæður stefnda um fyrningu, sem fyrst hafi komið fram viðmálflutning í héraði, séu of seint fram komnar auk þess að vera vanreifaðar.Komist þær því ekki að í málinu, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er því hafnað aðmálsástæður stefnda um fyrningu séu vanreifaðar. Með sömu rökum er því einnighafnað að þær séu of seint fram komnar. 6Eins og rakið er í héraðsdómireisir áfrýjandi kröfu sína um skaðabætur úr hendi stefnda á því að hann hafiorðið fyrir fjártjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. 19.desember 2007. Tjónið verði rakið til þess að stefndi hafi með saknæmum hættihaldið frá honum og öðrum markaðsaðilum upplýsingum sem mikilvægar voru þeimsem vildu fjárfesta í hlutabréfum í Landsbankanum. Telur áfrýjandi kröfu sínahafa stofnast á kaupdegi bréfanna enda þótt hún hafi orðið gjaldkræf á síðaratímamarki. Miðast bótakrafa hans því við kaupverð bréfanna. 7Samkvæmt 28. gr. laga um fyrningukröfuréttinda nr. 150/2007 gilda lögin einvörðungu um þær kröfur sem stofnasteftir gildistöku þeirra, sem var 1. janúar 2008. Telur áfrýjandi að um fyrninguskaðabótakröfunnar fari því eftir eldri fyrningarlögum nr. 14/1905. Samkvæmtþví fyrnist hún á 10 árum, sbr. 4. gr. þeirra laga, og sé því ófyrnd. 8Áfrýjandi átti ekki ísamningssambandi við stefnda er hann ákvað að fjárfesta í hlutabréfum íLandsbankanum. Um kröfu hans fer því eftir reglum um skaðabætur utansamninga. 9Áfrýjandi byggir á því að hannhefði ekki fjárfest í hlutabréfum í Landsbankanum „ef réttar upplýsingar hefðulegið fyrir“ og að tjón hans nemi kaupverði bréfanna, eins og að framangreinir. Ekki er fallist á það með áfrýjanda að hann hafi orðið fyrir tjóni þegarvið kaup hlutabréfanna enda byggir hann ekki á öðru en að þau hafi orðiðverðlaus við fall bankans 7. október 2008. Samkvæmt því miðast stofndagurskaðabótakröfu hans við það tímamark. Um fyrningu kröfunnar fer því eftir lögumnr. 150/2007, sbr. fyrrgreinda 28. gr. þeirra laga.0Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr.150/2007 fyrnist krafa um skaðabætur á fjórum árum frá þeim degi er tjónþolifékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar aðafla sér slíkra upplýsinga. Í lögskýringargögnum kemur fram að þá fyrst verðitalinn grundvöllur fyrir tjónþola að setja fram kröfu sína um bætur. Af þeimverður jafnframt ráðið að í ákvæðinu felist ekki að tjónþoli geti haldið að sérhöndum uns hann telur sig öruggan um að niðurstaða málsóknar verði honum í hag,heldur miðist upphaf fyrningarfrests við það tímamark er hann hafði nægilegttilefni til málsóknar. Í apríl 2010 var kynnt skýrsla rannsóknarnefndarAlþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Telja verður að ísíðasta lagi þá hafi tjónþoli búið yfir þeirri vitneskju að honum væri fært aðleita fullnustu kröfu sinnar. Hvort sem upphaf fyrningarfrests miðast við þaðtímamark eða þann dag sem fjártjón varð var krafan fyrnd þegar mál þetta varhöfðað með stefnu birtri í nóvember 2016, sbr. 15. gr. laga nr. 150/2007. Þávar krafan einnig fyrnd þegar mál Málsóknarfélags hluthafa Landsbanka Íslandshf. var höfðað gegn stefnda í ágúst 2015, en áfrýjandi var þátttakandi ífélaginu.1Samkvæmt framangreindu verður hinnáfrýjaði dómur staðfestur. 2 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsréttieins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal veraóraskaður.Áfrýjandi, Venus hf.,greiði stefnda, Björgólfi Thor Björgólfssyni, 500.000 krónur í málskostnað.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. apríl 2018.Mál þetta, sem var dómtekið 11. aprílsl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Fiskveiðahlutafélagið Venus hf.,Strandgötu 11-13, Hafnarfirði á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni, 55Clarendon Road, London, W11 4JD, Bretlandi, með stefnu birtri 21. september2016.Stefnandi krefst þess að stefndaverði gert að greiða stefnanda 237.709.297 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8.gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. desember 2007 til 1. nóvember 2016, enmeð dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi tilgreiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar.Stefndi krefst sýknuaf kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda.Stefndi gerði einnigkröfu um frávísun málsins frá dómi en þeirri kröfu var hafnað með úrskurði 30.maí 2017. Í fyrirtöku málsins 30. nóvember2017 var ákveðið að sakarefninu yrði skipt og er því í þessum þætti málsinsfjallað um þá málsástæðu stefnda að krafa stefnanda sé fyrnd. Krafastefnanda í þessum þætti málsins er sú að kveðið verði á um það með dómi aðkrafa hans sé ekki fyrnd. Stefndikrefst sýknu og málskostnaðar.I Stefnandikrefst þess í málinu að stefnda verði gert að greiða honum skaðabætur vegnatjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna kaupa á hlutabréfum íLandsbanka Íslands hf. hinn 12. desember 2007 á hlutabréfum að nafnverði6.601.624 kr. fyrir samtals 237.709.297 kr. Uppgjör vegna kaupanna fór fram 27.desember 2007. Stefnandi telur að gögn málsinssýni að á þeim degi sem hann keypti fyrrgreind hlutabréf hafi stefndi meðsaknæmum hætti haldið frá honum og öðrum markaðsaðilum upplýsingum um að Samsoneignarhaldsfélag ehf. (hér eftir Samson) færi með meirihluta atkvæða áhluthafafundum í Landsbanka Íslands hf. og að bankinn hefði stundaðumfangsmiklar lánveitingar til félaga sem voru undir stjórn stefnda. Stefnanditelur að sú staða að Samson fór með meirihluta atkvæða á hluthafafundum íLandsbanka Íslands hf. hefði átt að leiða annars vegar til þess að Landsbankinnteldist vera dótturfélag Samsons og hins vegar til þess að Samson hefði veriðskylt að gera öðrum hluthöfum kauptilboð (yfirtökutilboð) í hlutabréf þeirra.Fyrrgreindar upplýsingar hafi verið mikilvægar fyrir alla sem vildu fjárfesta íhlutabréfum í Landsbanka Íslands hf.Stefndi hafnar kröfum stefnandaog tekur fram að verið sé að krefjast bóta fyrir tjón vegna hluta sem stefnandikeypti í Landsbanka Íslands hf.; líkt og stefndi, sem aldrei tók sæti íbankaráði Landsbankans, hafi borið einhverja stjórnunarábyrgð á bankanum.Stefndi kveður viðskiptin hafa farið fram fyrir opnum tjöldum og aðatburðarásin hafi verið einföld, en stefnandi reyni að flækja hana. Stefnditelur ekki lagalegar forsendur fyrir málatilbúnaði stefnanda og telur hannkröfur stefnanda ekki aðeins vera fyrndar, heldur horfi stefnandi m.a. fram hjámeginreglum laga um takmarkaða ábyrgð hluthafa.IIHelstu málsástæður stefnanda erueftirfarandi:Í fyrsta lagi byggist krafastefnanda á vanreifun málsástæðu stefnda um fyrningu. Stefndi hafi vísað tillagaákvæða en í engu getið um málsástæður þær sem hann byggi á. Í annan stað byggir stefnandi áþví að lög nr. 14/1905 eigi við í málinu og krafa hans séu því ófyrnd.Skaðabótakrafan hafi stofnast þegar hin bótaskylda háttsemi átti sér stað ogmiðist gjaldkræfni kröfunnar að jafnaði við sama tímamark, samanber 1. mgr. 5.gr. laga nr. 14/1905, sbr. 28. gr. laga nr. 150/2007. Þó geti gjaldkræfnibótakröfu miðast við síðara tímamark en stofndagurinn miðast við, ef tjón kemurfram síðar eða ekki er hægt að staðreyna það.Stefnandi byggir á því að hinbótaskylda háttsemi stefnda hafi verið hafin þegar stefnandi keypti hlutabréf íLandsbanka Íslands 19. desember 2007 og stofndagurinn eigi að miðast við þaðtímamark.Í þriðja lagi tekur stefnandifram að eigi að byggja á lögum nr. 150/2007, þá hafi stefnandi höfðað málið umkröfuna innan fjögurra ára frá því að hann fékk nauðsynlegar upplýsingar umtjónið og þann sem ábyrgð bar á því og bar að afla sér slíkra upplýsinga, sbr.1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007.Stefnandi heldur því fram aðhann hafi slitið fyrningu þegar hann höfðaði mál um kröfuna, það er þegarstefndi mætti við þingfestingu stefnu málsóknarfélags hinn 27. október 2015.Þá bendir stefnandi á að skýrslarannsóknarnefndar Alþingis er kom út 12. apríl 2010 hafi gefið stefnandatilefni til gagnaöflunar, en skýrslan sjálf hafi ekki sjálfstætt sönnunargildi.Þá liggi fyrir í málinu aðumfangsmikil gagnaöflun hafi farið fram hjá LBI hf. og hafi lögmaður stefnandaekki fengið gögnin afhent fyrr en 16. febrúar 2015. Einnig hafi verið höfðaðvitnamál til gagnaöflunar samkvæmt beiðni 21. september 2012 og skýrslutökurekki farið fram fyrr en 11. og 13. mars 2014, en mikill ágreiningur hafi veriðá milli aðila sem skýri þann drátt sem varð á málinu.Stefnandi telur ljóst að hannhafi ekki haft nægar upplýsingar til stuðnings kröfum sínum fyrr en 16. febrúar2015 og séu kröfurnar því augljóslega ekki fyrndar, hvort sem miðað sé viðmálshöfðun málsóknarfélagsins eða þingfestingu þessa máls.IIIHelstu málsástæður stefnda erueftirfarandi.Í fyrsta lagi hafnar stefndi þvíað málsástæða hans um fyrningu sé vanreifuð. Hann telur að málsástæðan sé settfram á skýran og gagnorðan hátt og það séu ekki gerðar ríkari kröfur um aðfyrningarmálsástæða sé rökstudd sérstaklega umfram það að nefna fyrningu ánafn.Í öðru lagi byggir stefndi á þvíað lög nr. 150/2007 eigi við í málinu og séu því allar kröfur stefnandafyrndar. Bótakrafa stofnist ekki fyrr en tjón hafi átt sér stað. Í þessutilviki hafi það orðið 7. október 2008, en þá urðu hlutabréfin verðlaus.Stefndi byggir á því að kröfuréttindi stefnanda, eins og þeim sé lýst í stefnu,geti vart hafa stofnast fyrr en eftir gildistöku laga nr. 150/2007.Í þriðja lagi byggir stefndi áþví að fyrningu hafi fyrst verið slitið þegar málið var höfðað í september2016. Stefndi hafnar því að viðurkenningarkrafa í hópmálssókn í eldra máli, semþingfest var 15. október 2015, hafi rofið fyrningu.Þá byggir stefnandi í fjórðalagi á því að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti um málshöfðun. Tjónið hafiorðið 7. október 2008 og stefnanda borið að hefjast handa svo fljótt sem auðiðyrði. Það sé alveg sama hvort fyrningarfrestur sé talinn byrja að líða 7.október 2008 (við bankahrunið), 12. apríl 2010 (er rannsókn lauk á falli ísl.bankanna, sbr. lög nr. 142/2008), 18. nóvember 2010 (er hugmynd að málshöfðunkom í opinbera umræðu), 12. september 2011 (er auglýst var eftir þátttöku íhópmálssókn) eða við síðara tímamark áður en fjögur ár voru til rofs fyrningar.Allar kröfur hafi verið fyrndar þegar málið var höfðað.Að lokum heldur stefndi því framað vaxtakrafan sé fyrnd og breyti þá engu hvort eldri eða yngri lögin verðitalin eiga við.IV Hinn19. desember 2007 festi stefnandi kaup á hlutabréfum í Landsbankanum. Stefnanditapaði hlutabréfum þessum í bankahruninu. Hann telur að hann eigiskaðabótakröfu á hendur stefnda vegna tapsins. Í þessum þætti málsins er deiltum það hvort dómkrafan sé fyrnd. Stefnandi byggir á því að krafan fyrnist á 10árum, sbr. 4. gr. laga nr. 14/1905, og sé hún því ófyrnd. Stefndi hafnar því ogbyggir á því að lög nr. 150/2007 eigi við og að krafan fyrnist á fjórum árum ogsé hún því fyrnd. Stefnandibyggir á því að krafa stefnda um fyrningu sé vanreifuð í greinargerð.Greinargerð stefnda ber skýrlega með sér að hann telji kröfuna fyrnda þegarmálið var höfðað og einnig að fyrningarfresturinn sé fjögur ár, samanber 3. gr.laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þá kemur skýrlega fram ígreinargerðinni að stefndi byggir á 2., 3. og 9. gr. laga nr. 15/2007.Greinargerðin er hvað þetta varðar sett fram á skýran og gagnorðan hátt,samanber 2. mgr. 99. gr. laga um meðferð einkamála. Við munnlegan málflutningvar síðan gerð nánari grein fyrir þessari málsástæðu. Eins og gögn málsinsliggja fyrir og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í málinu nr. 548/2014 verðurað telja að krafa stefnda sé studd rökum um fyrningu og er því hafnað að umvanreifun sé að ræða.Í fyrstu þarf að taka afstöðutil þess hvort skaðabótakrafa stefnanda sé krafa utan eða innan samninga. Kaupstefnanda á hlutabréfum í bankanum eru byggð á samningi. Hins vegar verðahlutabréfin verðlaus við hrun bankakerfisins í október 2007. Bankahrunið varalgjörlega óháð því samningssambandi sem var til staðar við hlutabréfakaupin.Tjónið verður vegna atburða/hamfara er gengu yfir þjóðina alveg óháðsamningssambandi aðila. Dómurinn lítur því svo á að um sé að ræðaskaðabótakröfu utan samninga.Í eldri skaðabótalögum nr.14/1905 var ekki að finna sérákvæði um skaðabótakröfur og fyrndust því slíkarkröfur á 10 árum, samanber 2. tl. 4. gr. þeirra laga. Þá var upphaffyrningarfrests miðað við 1. mgr. 5. gr. laganna, það er frá þeim degi erkrafan varð gjaldkræf. Þó hefur í dómum Hæstaréttar verið talið að miða eigivið síðara tímamark, ef tjón kemur fram síðar eða ekki er hægt að staðreynatjónið, samanber hér til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málunum nr. 197/2000 og578/2014. Eins og atvikum málsins er háttað telur dómurinn að ekki eigi að miðaupphaf fyrningarfests við kaupdag hlutabréfanna heldur þegar tjónið kom fram. Í lögum nr. 150/2007, sem gilditóku 1. janúar 2008, er nýmæli um fyrningu skaðabótakrafna. Í 9. gr. laganna er kveðið á um aðkrafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk„nauðsynlegar upplýsingar um tjónið“ og þann sem ábyrgð ber á því eða bar aðafla sér slíkra upplýsinga. Ákvæðið tekur m.a. til skaðabóta utan samninga.Samkvæmt þessu ákvæði miðast stofnun kröfunnar ekki við kaupin á hlutabréfunum,svo sem stefnandi heldur fram, heldur er miðað við tjónið, það er krafa umskaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegarupplýsingar um tjónið. Íathugasemd með frumvarpi sem varð að lögum nr. 150/2009 segir um 9. gr. aðupphaf fyrningar skuli telja frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegarupplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgur var fyrir því eða bar að afla sérslíkra upplýsinga. Er því hér um huglægt atriði að ræða. Þá segir að almennthafi þó verið litið svo á að fyrningarfresturinn byrji að líða þegar tjónþolifékk eða bar að afla sér nauðsynlegra upplýsinga um fyrrgreinda tvo þætti, þ.e.tjónið sjálft og þann sem ábyrgðina bar. Í athugasemdunum segir svo: „Þá fyrsthefur verið talinn grundvöllur fyrir hann til að setja fram kröfu sína umbætur. Hann getur hins vegar ekki setið aðgerðalaus eða borið við vanþekkingusinni á réttarstöðu sinni. Fyrningarfrestur samkvæmt ákvæði 9. gr. fer því ekkieftir persónubundinni vitneskju einstakra tjónþola um réttarstöðu sína, heldureftir því hvenær tjónþoli bjó yfir þeirri vitneskju að honum væri fært að leitafullnustu kröfu sinnar. Einstaklingsbundin vitneskja um lagareglur ræður ekkifyrningarfresti hér frekar en öðrum lagaskilyrðum.“ Teljaverður að upphaf fyrningarfrestsins sé sá dagur er bankahrunið varð, þ.e. 7.október 2008. Þá hafi stefnandi vitað að hrunið myndi leiða til tjóns fyrirhann. Ætla má að það hafi ekki tekið stefnanda langa yfirlegu að gera sér greinfyrir því hver að hans mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni hans. Samkvæmt 15. gr. laga nr. 150/2008 er fyrningu slitið meðmálssókn kröfuhafa á hendur skuldara til að fá dóm fyrir kröfunni. Dómsmálþetta var höfðað með stefnu birtri í september 2016. Er krafan því löngu fyrnd.Sömuleiðis var krafan löngu fyrnd við þingfestingu stefnu málsóknarfélagsinshinn 27. október 2015. Með vísan til þesssem að framan greinir er niðurstaða málsins sú að krafa stefnanda er fyrnd.Samkvæmt þessari niðurstöðu og með vísan til 130. gr. laga um meðferð einkamálaber stefnanda að greiða stefnda málskostnað svo sem greinir í dómsorði.SigrúnGuðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan.DÓMSORÐ: Stefndier sýknaður af kröfu stefnanda. Stefnandi,Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 639/2011
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Greta Baldursdóttir og Benedikt Bogason settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. nóvember 2011 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. desember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. nóvember 2011, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. desember 2011 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Sóknaraðili hefur til rannsóknar mál er varða ætluð refsiverð brot framin á árunum 2004 til 2008 í starfsemi A hf. Felast brotin í ætlaðri skipulagðri og kerfisbundinni markaðsmisnotkun og ætluðum umboðssvikum í tengslum við lánveitingar bankans til viðskiptavina hans vegna fjármögnunar hlutabréfakaupa í bankanum. Gögn málsins bera með sér að hin ætlaða brotastarfsemi taki yfir langt tímabil og rannsókn málanna sé yfirgripsmikil. Þótt langt sé um liðið frá því brotin eigi að hafa verið framin er til þess að líta að til rannsóknar eru flóknir fjármálagerningar, gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir sem tengjast þeim og margir eiga að hafa komið að málum, eftir atvikum með skipulögðum hætti. Í greinargerð sóknaraðila segir að við rannsóknina hafi komið fram mikið af gögnum og upplýsingum sem ekki hafi áður verið gerð opinber en verði borin undir sakborninga og vitni í skýrslutökum. Þá kemur og fram í gögnum málsins að mikið beri á milli í framburðum sakborninga og vitna sem yfirheyrð hafa verið um hin ætluðu refsiverðu brot. Á það er fallist með héraðsdómi að fram sé kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili, sem samkvæmt gögnum málsins var forstöðumaður verðbréfamiðlunar A hf. frá júní 2005 fram í október 2008, hafi framið brot sem tilgreind eru í hinum kærða úrskurði og geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sönnuð eru. Samkvæmt því sem að framan er rakið og að virtum gögnum málsins er fallist á með héraðsdómi að skilyrði a. liðar 1. mgr. 95. gr. og b. liðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 séu fyrir hendi og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Reykjavíkur í Dómhúsinu miðvikudaginn 30. nóvember 2011. Árið 2011, miðvikudaginn 30. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjatorg af Pétri Guðgeirssyni héraðs­dómara, kveðinn upp svofelldur úrskurður. Sérstakur saksóknari hefur gert þá kröfu að þá kröfu að dómurinn úrskurði að X, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til miðvikudagsins 7. desember 2011, kl. 16:00. Þess er krafist að X verði látinn vera í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Greinargerð embættis sérstaks saksóknara um málsatvik og lagarök: „Embætti sérstaks saksóknara, sem starfar skv. lögum nr. 135/2008, ásamt síðari breytingum (hér eftir embætti sérstaks saksóknara) hefur til rannsóknar mál er varða ætluð refsiverð brot í tengslum við starfsemi A hf. (hér eftir einnig nefnt A eða A). Í fyrsta lagi er til rannsóknar ætluð skipulögð og kerfisbundin markaðsmisnotkun á árunum 2004-2008 sem var til þess fallin að skekkja eðlilega verðmyndun á hlutabréfum útgefnum af A. Í öðru lagi rannsakar embættið níu mál er varða ætluð umboðssvik í tengslum við lánveitingar A til viðskiptavina bankans til fjármögnunar á hlutabréfakaupum í bankanum, langoftast án nokkurra annarra trygginga en í hlutabréfunum sjálfum. Í þessum málum er jafnframt til rannsóknar meint markaðsmisnotkun. I. Grunur um markaðsmisnotkun með hlutabréf í A hf. (mál nr. 090-2011-19). Þann 31. mars 2011 barst embætti sérstaks saksóknara kæra frá Fjármálaeftirlitinu (hér eftir FME) sem varðar grun um refsiverða háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna A en um er að ræða ætlaða markaðsmisnotkun með hlutabréf í A á tímabilinu janúar 2004 til október 2008. Til rannsóknar er hvort að starfsmenn A hafi með skipulögðum og kerfisbundnum hætti, með viðskiptum með hlutabréf í bankanum, haft áhrif á gengi eigin hlutabréfa, í því skyni að hækka eða styðja við gengi þeirra. Umfangsmikil kaup eigin viðskipta A (hér eftir EVG) á hlutabréfum útgefnum af bankanum hafi leitt til þess að röng mynd var gefin af eftirspurn, veltu og verði hlutabréfanna. Nánar tiltekið er grunur um að með háttsemi sinni hafi starfsmenn A átt viðskipti eða gert tilboð, sem gáfu eða voru líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga ranglega eða misvísandi til kynna, eða tryggja óeðlilegt verð eða búa til verð á einum eða fleirum fjármálagerningum án þess að um viðurkennda framkvæmd væri að ræða. Þá er grunur um að hluti hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi hafi lotið að því að eiga viðskipti eða gera tilboð sem byggð voru á tilbúningi eða þar sem notuð voru einhver form blekkingar eða sýndarmennsku. Á tímabilinu 1. janúar 2004 til 3. október 2008 keyptu starfsmenn EVG umtalsvert af hlutabréfum útgefnum af bankanum eða um 7,7 milljarða hluta nettó á markaði með sjálfvirkri pörun (verður til í viðskiptakerfi Kauphallar þegar samsvörun verður milli tilboða kaupenda og seljenda í tilboðabók) á tímabilinu eða um 52% af útgefnu hlutafé bankans miðað við útgefið hlutafé bankans þann 1. janúar 2008 (14.880.701.303 hlutir). Umfang kaupanna var stór hluti af heildarveltu hlutabréfa A í Kauphöllinni í mörgum mánuðunum á tímabilinu sem um ræðir. Sem dæmi má nefna að frá júní 2007 til febrúar 2008 námu nettó kaup EVG, sem hlutfall af heildarkaupum á þessum hlutabréfum í Kauphöllinni, á bilinu 45-70% í sérhverjum mánuði. Hlutafélög og fjármálafyrirtæki mega ekki eiga eða taka að veði meira en 10% af nafnverði innborgaðs hlutafjár fyrirtækisins, sbr. 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 og 29. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í ljósi hinna umfangsmiklu kaupa á eigin bréfum, söfnuðust upp eigin bréf hjá A umfram lögbundin 10% á tímabili. Uppsöfnuð eigin bréf voru því næst seld af EVG í gegnum verðbréfamiðlun bankans, oft á tíðum í stórum utanþingsviðskiptum til útvalinna viðskiptavina bankans. Í mörgum tilvikum voru viðskiptin fjármögnuð af bankanum sjálfum með lánveitingum. Ásamt starfsmönnum EVG og verðbréfamiðlunar bankans virðast starfsmenn fleiri deilda innan bankans hafa tengst hinni meintu markaðsmisnotkun og þannig verið meðvitaðir um háttsemina sem viðgekkst innan bankans. Er talið að án aðkomu þessara deilda hafi A ekki getað falið stóra og vaxandi eign bankans í eigin bréfum. Meðal þessara deilda bankans eru regluvarsla, fyrirtækjasvið og áhættustýring bankans. Framangreind háttsemi A var mjög kostnaðarsöm fyrir bankann, bæði vegna taps bankans á stöðu EVG í hlutabréfum í A og vegna margra lánveitinga bankans til útvalinna viðskiptavina sem eingöngu voru tryggðar með veði í fyrrgreindum hlutabréfum. Sem dæmi námu nettó kaup EVG á hlutum í bankanum sjálfum með sjálfvirkri pörun um 100 milljörðum króna frá 1. júní 2007 til 30. september 2008. Nam gengistap EVG af viðskiptum með hlutabréf útgefnum af bankanum á þessu sama tímabili rúmlega 19,6 milljörðum króna. Við það bætist tap bankans vegna lánveitinga til viðskiptavina bankans til fjármögnunar á hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum sem nemur milljörðum. Ætluð brot varða gríðarlega fjárhagslega hagsmuni og verulega hagsmuni fjölda þeirra sem áttu viðskipti með hlutabréf í bankanum á umræddu tímabili þegar hin ætlaða markaðsmisnotkun fór fram. Þá er vert að horfa til hagsmuna þeirra sem lánuðu bankanum fjármuni til starfseminnar þar sem horft var til hlutabréfaverðs til marks um afkomu bankans við ákvarðanir um að lána bankanum fé. Einnig þarf að líta til hagsmuna þeirra sem tóku veð í hlutabréfum bankans sem tryggingu fyrir fjárskuldbindingum. Loks verður að líta til verðbréfamarkaðarins í heild, alls víðskiptalífsins og íslensks samfélags enda var A meðal stærstu og verðmætustu félaga á Íslandi. Embætti sérstaks saksóknara telur rökstuddan grun vera fyrir því að yfirstjórnendur, ákveðnir starfsmenn EVG og verðbréfamiðlunar bankans hafi stundað þessi viðskipti af hálfu bankans með kerfisbundnum og skipulegum hætti yfir langt tímabil, í þeim tilgangi að hafa áhrif eða reyna að hafa áhrif á verð hlutabréfanna á markaði. Í mörgum tilvikum voru viðskiptin fjármögnuð af bankanum sjálfum. Talið er að hin umfangsmiklu kaup á hlutabréfum útgefnum af bankanum hafi haft veruleg áhrif á heildarvirkni verðbréfamarkaðarins á Íslandi, þar sem röng mynd var gefin af eftirspurn, veltu og verði hlutabréfanna á áðurnefndu tímabili. Ef rétt reynist þá varðar hin meinta markaðsmisnotkun hlutabréf sem mynduðu allt að 18%, eða tæplega fimmtung, af úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Embætti sérstaks saksóknara telur framangreint vekja rökstuddan grun um brot gegn 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Brot gegn þessum ákvæðum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, sbr. 1. tölul. 146. gr. s.l. Þá er einnig grunur um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna. Brot gegn ákvæðinu varðar fangelsi allt að tveimur árum, en allt að sex ára fangelsi ef mjög miklar sakir eru. II. Lánveitingar A hf. til viðskiptavina í tengslum við kaup á hlutabréfum í bankanum. Mál nr. 090-2009-000055 (Kaup Á ehf. á hlutabréfum í A hf. og B hf. og tengdar ráðstafanir) Embættinu barst kæra, dags. 4. desember 2009, frá FME vegna kaupa Á ehf. á hlutabréfum í A og B hf. og tengdra ráðstafana. Á ehf. var stofnað af A 9. nóvember 2007. Áhættunefnd bankans samþykkti þann 12. nóvember s.á. að veita félaginu allt að 24.000.000.000 króna að láni til kaupa á hlutabréfum í bankanum og stærsta eiganda hans, B hf. Daginn eftir keypti C, starfsmaður X í verðbréfamiðlun A, 380.000.000 hluti í C hf. og 640.000.000.000 hluti í bankanum, í nafni Á ehf., sem var ennþá 100% dótturfélag í eigu bankans. Í framangreindri kæru FME kemur fram að seljandi hlutabréfanna hafi verið A í báðum ofangreindum tilvikum eða eins og hér segir: Hlutabréf í B hf. Seljandi Nafnverð Eigin viðskipti A hf. 61.000.000 Söfnunarbók verðbréfamiðlunar 236.467.057 Miðlunarbók 443 15.971.960 Afleiðubók nr. 132 8.708.123 Afleiðubók nr. 88 57.852.860 Samtals: 380.000.000 Hlutabréf í A hf. Seljandi Nafnverð Eigin viðskipti A hf. 594.500.000 Miðlunarbók 443 45.500.000 Samtals: 640.000.000 Alls 61.000.000 hluta í B hf. komu úr EVG, en A gerði þó ekki innherjatilkynningu til Kauphallar vegna viðskiptanna. Þá seldi bankinn 236.467.057 hluti út af Söfnunarbók verðbréfamiðlunar, en hlutabréfunum hafði verið safnað upp, í andstöðu við innri reglur bankans, frá 24. apríl 2007 til 31. ágúst s.á. Tap A af þeirri stöðutöku var 1.832.191.763 krónur, en gengi hlutabréfa í B hf. hafði lækkað gríðarlega. Þá voru 15.971.960 hlutir seldir út af Miðlunarbók 443, sem fyrrgreindur X stýrði, en þar hafði hlutunum verið safnað frá 1. nóvember 2007 til 8. nóvember s.á., þvert gegn innri reglum bankans sem kváðu á um að miðlunarbækur skyldi tæma í lok dags. Alls 66.560.983 hlutir voru seldir úr Afleiðubókum bankans, sem halda utan um eign bankans á verðbréfum til að verja hann fyrir markaðsáhættu. Daginn sem bankinn stofnar Á ehf. var heildarstaða hans í eigin hlutabréfum 12,606% af nafnverði innborgaðs hlutafjár, en samkvæmt þágildandi 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki má samanlagður eignarhluti bankans vera að hámarki 10%. Inni á veltubók Eigin viðskipta A var 4,245% af nafnverði innborgaðs hlutafjár bankans. Alls 594.500.000 hlutir í A voru seldir úr veltubók Eigin viðskipta bankans til Á ehf. Þá seldi bankinn 45.500.000 hluti úr Miðlunarbók 443, sem fyrrgreindur X hafði umsjón með, en þar hafði hlutunum verið safnað frá júní til ágúst 2007, sem braut gegn innri reglum bankans. A stofnaði D ehf. þann 15. nóvember 2007. Daginn eftir keypti A 32,5% í Á ehf., í gegnum D ehf., fyrir 650.211.250 krónur. Útvaldir viðskiptavinir bankans keyptu jafnframt hlut í Á ehf. og lögðu 1.350.438.750 krónur til félagsins í formi hlutafjár. Hlutafé félagsins var því samtals 2.000.650.000 krónur. Uppbygging fjármögnunar á hlutabréfakaupum Á ehf. var að öðru leyti með þeim hætti að A lánaði 19.538.481.818 krónur til félagsins í formi forgangsláns (e. senior loan), með veði í hlutabréfunum í B hf. en sölu- og veðsetningarbanni á hlutabréfunum í A sjálfum. Bankinn stofnaði E ehf. þann 13. nóvember 2007 og seldi til É hf. með kaupsamningi dags. 16. sama mánaðar. Í framhaldinu lánaði bankinn 2.500.000.000 króna til É hf., án trygginga, sem lánaði sömu upphæð til E ehf., sem loks lánaði Á ehf. sömu upphæð í formi víkjandi lánveitinga (e. Mezzanineloan). F hf. lánaði 1.000.000.000 króna til Á ehf. í formi víkjandi láns. Endanleg uppbygging lánsfjármögnunar A til Á ehf. var samþykkt án athugasemda af áhættunefnd bankans þann 20. nóvember 2007. Þremur vikum eftir viðskiptin hafði gengi hlutabréfa A og B lækkað umtalsvert sem leiddi til þess að verðmæti trygginga að baki láni bankans til Á fór niður fyrir samningsbundið lágmark. A gerði engan reka að því að kalla eftir frekari tryggingum frá eigendum Á ehf., né að leysa til sín eignir félagsins, allt fram að falli bankans í október 2008. Embætti sérstaks saksóknara telur að hin umfangsmiklu kaup Á ehf., fjármögnuð að stærstum hluta af bankanum sjálfum, hafi verið í þeim tilgangi að losa uppsafnaða stöðu bankans í hlutabréfum í báðum félögum og spyrna við lækkunum á hlutabréfamarkaði. Embætti sérstaks saksóknara telur framangreint vekja rökstuddan grun um brot gegn 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Brot gegn þessum ákvæðum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, sbr. 1. tölul. 146. gr. s.l. Þá er einnig grunur um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna. Brot gegn ákvæðinu varðar fangelsi allt að tveimur árum, en allt að sex ára fangelsi ef mjög miklar sakir eru. Mál nr. 090-2011-33 (G ehf.) Til rannsóknar eru ætluð refsiverð háttsemi stjórnenda og starfsmanna í tengslum við lánveitingar bankans til félagsins G ehf. til hlutabréfakaupa í bankanum. Nánar tiltekið er um að ræða kaup félagsins G ehf., í eigu H, á samtals 297.614.026 hlutum í A, þann 22. september 2008, samtals að andvirði 4.328.349.587 króna, að þóknun meðtalinni. Framkvæmd viðskiptanna var í höndum lánastjóra á fyrirtækjasviði og starfsmanna markaðsviðskipta A og var deild EVG seljandi hlutanna. Kaupin voru fjármögnuð með láni frá A til félagsins G ehf. án viðhlítandi trygginga. Málsatvik eru þau að lánabeiðni óstofnaðs félags í eigu H, var samþykkt milli funda þann 4. september 2008 af þremur meðlimum áhættunefndar A, þeim M, I og Í. Var samþykkt að lána félaginu G ehf. allt að 4,5 milljarða króna gegn 20% sjálfskuldarábyrgð félagsins H ehf. en á þeim tímapunkti lágu hvorki fyrir fjárhagsupplýsingar um G ehf. né heldur H sjálfan. Samkvæmt fundargerð áhættunefndar A, dags. 17. september 2008, var áðurnefnd lánaákvörðun staðfest með þeirri viðbót að samþykki væri háð því að fyrir lægu fjárhagsupplýsingar um félagið G ehf. og H. Embætti sérstaks saksóknara telur framangreint vekja rökstuddan grun um brot gegn 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Brot gegn þessum ákvæðum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, sbr. 1. tölul. 146. gr. s.l. Þá er einnig grunur um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna, enda hafi fjármunum bankans verið stefnt í verulega hættu með þessum gerningum. Brot gegn ákvæðinu varðar fangelsi allt að tveimur árum, en allt að sex ára fangelsi ef mjög miklar sakir eru. Mál nr. 090-2010-15 & 090-2011-8 (14 einkahlutafélög starfsmanna A) Til rannsóknar eru ætluð refsiverð háttsemi stjórnenda og starfsmanna í tengslum við lánveitingar bankans til einkahlutafélaga í eigu lykilstarfsmanna A til hlutabréfakaupa í bankanum. Nánar tiltekið er um að ræða kaup 14 einkahlutafélaga í eigu lykilstarfsmanna A á samtals 393.385.540 hlutum að nafnverði dagana 15. og 16. maí 2008, sem jafngilti 2,64% af heildarhlutafé A á þeim tíma. A fjármagnaði hlutafjárkaupin að fullu og nam heimiluð lánveiting til félaganna 14 samtals 6.790.000.000 króna að þóknun meðtalinni. Þetta fyrirkomulag gerði starfsmennina og félög þeirra skaðlaus og án allrar áhættu af þessum samningum. Framkvæmd viðskiptanna var í höndum Í, C og X, allir starfsmenn bankans. Deild EVG seldi a.m.k. 90% hlutabréfanna til miðlunar A sem seldi þau áfram til umræddra 14 einkahlutafélaga. Kaupin voru að öllu leyti fjármögnuð með lánum frá A án viðhlítandi trygginga en einungis var tekið veð í vörslusafni félaganna ásamt því að viðkomandi starfsmaður og eigandi sérhvers félags sýndi fram á að eignir hans í vörslu hjá A svaraði til 20% af kaupunum við viðskiptin. Lánabeiðnirnar vegna viðskiptanna voru annars vegar lagðar fram sem lánamál til stjórnar bankans, dagsett 6. maí 2008 og hins vegar sem lánamál til samþykktar milli funda lánanefndar þann 14. maí 2008. Allar lánabeiðnirnar voru samþykktar og undirritaðar af Y og J, stjórnarformanni bankans. Samkvæmt fundargerðum stjórnar og lánanefndar voru lánveitingarnar hins vegar ekki teknar fyrir með formlegum hætti, hvorki á fundi í stjórnar 6. maí 2008 né í lánanefnd. Embætti sérstaks saksóknara telur framangreint vekja rökstuddan grun um brot gegn 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Brot gegn þessum ákvæðum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, sbr. 1. tölul. 146. gr. s.l. Þá er einnig grunur um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna, enda hafi fjármunum bankans verið stefnt í stórfellda hættu með þessum gerningum. Brot gegn ákvæðinu varðar fangelsi allt að tveimur árum, en allt að sex ára fangelsi ef mjög miklar sakir eru. Mál nr. 090-2011-11 (K ehf.) Til rannsóknar er ætluð refsiverð háttsemi stjórnenda og starfsmanna A í tengslum við lánveitingar bankans til K ehf. (K) til hlutabréfakaupa í A. Nánar tiltekið er um að ræða kaup K, félags í eigu aðila sem allir tengjast L ehf., á 297,5 milljón hlutum í A þann 13. febrúar 2008 að andvirði 5.164.168.818 kr., að þóknun meðtalinni. Markaðsviðskipti A önnuðust viðskiptin og var X miðlari viðskiptanna. Seljandi hlutabréfanna var deild Eigin viðskipta A. Kaupin voru fjármögnuð með láni bankans til K án viðhlítandi trygginga. Viðskiptin voru framkvæmd þrátt fyrir að ákvörðun um lánveitingu hafi verið frestað í áhættunefnd sem hafði gert að skilyrði að eigið fé félagsins yrði 300-500 milljónir króna, en endanlegt samþykki fékkst á áhættunefndarfundi þann 20. febrúar 2008. A lánaði K til hlutabréfakaupanna gegn einungis sölu- og veðsetningarbanni á hlutabréfunum sjálfum. Embætti sérstaks saksóknara telur framangreint vekja rökstuddan grun um brot gegn 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Brot gegn þessum ákvæðum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, sbr. 1. tölul. 146. gr. s.l. Þá er einnig grunur um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna, enda hafi fjármunum bankans verið stefnt í stórfellda hættu með þessum gerningum. Brot gegn ákvæðinu varðar fangelsi allt að tveimur árum, en allt að sex ára fangelsi ef mjög miklar sakir eru. Mál nr. 090-2011-24 (M ehf.) Til rannsóknar er ætluð refsiverð háttsemi stjórnenda og starfsmanna A í tengslum við lánveitingar bankans til M ehf. (M) til hlutabréfakaupa í A. Nánar til tekið er um að ræða kaup M, félags í eigu N ehf., á 260.412.272 hluta á A að andvirði 4.453.049.851 kr. Markaðsviðskipti A önnuðust viðskiptin fyrir tilstilli X miðlara. Seljandi hlutabréfanna var deild Eigin viðskipta A. Hlutabréfakaupin voru að fullu fjármögnuð með lánveitingum frá bankanum sjálfum án viðhlítandi trygginga en A lánaði M til kaupa á hlutabréfunum gegn einungis veði í vörslusafni félagsins hjá A ásamt sölu- og veðsetningarbanni eigna félagsins. Embætti sérstaks saksóknara telur framangreint vekja rökstuddan grun um brot gegn 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Brot gegn þessum ákvæðum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, sbr. 1. tölul. 146. gr. s.l. Þá er einnig grunur um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna, enda hafi fjármunum bankans verið stefnt í stórfellda hættu með þessum gerningum. Brot gegn ákvæðinu varðar fangelsi allt að tveimur árum, en allt að sex ára fangelsi ef mjög miklar sakir eru. Mál nr. 090-2011-27 (O ehf / Ó ehf.) Til rannsóknar er ætluð refsiverð háttsemi stjórnenda og starfsmanna A í tengslum við lánveitingar bankans til O ehf. (O) og Ó ehf. (Ó) til hlutabréfakaupa í A. Nánar tiltekið er annars vegar um að ræða kaup O, félags í eigu P, á 341,5 milljón hluta í A þann 21. desember 2007 að andvirði 7.473.749.993 króna, að þóknun meðtalinni, og hins vegar kaup Ó, félags í 100% eigu O, á 370 milljón hlutum í A þann 18. september 2008 að andvirði 4.946.896.300 króna, að þóknun meðtalinni. Framkvæmd viðskiptanna var í höndum fyrrgreinds C starfsmanni hjá miðlun A og var deild Eigin viðskipta A (EVG) seljandi hlutanna. Kaupin voru fjármögnuð með lánum frá A til félaganna. Lánveiting til O var samþykkt í lánanefnd fyrirtækja, corporate creditcommitee, þann 26. desember 2007 og var gert ráð fyrir því að til tryggingar væru hin keyptu hlutabréf í A og hlutabréf O í Q án þess að starfsmenn A hafi sannreynt eða lagt sjálfstætt mat á virði eignarhluta O í Q þegar ákvörðun um lánveitinguna var samþykkt. Lánveiting til Ó var samþykkt í áhættunefnd A 17. september 2008. Lánið var veitt án framlags eigin fjár, gegn sjálfskuldarábyrgð O og Ó sem takmarkaðist við 1.200 milljónir króna, ásamt sölu- og veðsetningarbanni. Embætti sérstaks saksóknara telur framangreint vekja rökstuddan grun um brot gegn 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Brot gegn þessum ákvæðum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, sbr. 1. tölul. 146. gr. s.l. Þá er einnig grunur um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna, enda hafi fjármunum bankans verið stefnt í stórfellda hættu með þessum gerningum. Brot gegn ákvæðinu varðar fangelsi allt að tveimur árum, en allt að sex ára fangelsi ef mjög miklar sakir eru. Mál nr. 090-2011-69 (R ehf.) Til rannsóknar er ætluð refsiverð háttsemi stjórnenda og starfsmanna A í tengslum við lánveitingar bankans til R ehf. (R) til hlutabréfakaupa í A, og sala bréfanna aftur til A. Nánar tiltekið er um að ræða kaup R, í eigu S, starfsmanns A, á samtals 150 milljón hlutum í A þann 7. nóvember 2007 á genginu 25,2 að andvirði 3.780.000.000 króna. Framkvæmd viðskiptanna var í höndum áðurnefnds C starfsmanni hjá miðlun A og var deild Eigin viðskipta A (EVG) seljandi hlutanna. Kaupin voru fjármögnuð með láni frá A til R án víðhlítandi trygginga. Lánveitingin fór ekki í gegnum áhættunefnd bankans heldur var einungis um að ræða heimild fyrir peningamarkaðsláni sem T, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, segist hafa aflað. Lánið var veitt til eins mánaðar í senn en framlengt alls níu sinnum. Þann 25. apríl 2008 seldi R 30 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 16,85 og voru viðskiptin tilkynnt til Kauphallarinnar sem utanþingsviðskipti. Miðlari var C og kaupandi var eigin viðskipti bankans. Óvíst er hvort óskað hafi verið heimildar regluvarðar fyrir viðskiptunum. Þann 22. júlí 2008 seldi R 120 milljón hluti á genginu 14,95 og voru þau viðskipti tilkynnt sem utanþingsviðskipti. Miðlari var C og kaupandi markaðsviðskipti bankans sem miðlaði síðan bréfunum á sama gengi til eigin viðskipta. Sama dag kaupir R 120 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 14,95 inn á vörslureikning nr. 210971 og selur þau síðan strax aftur á genginu 31,82 sem er 112% hærra verð en í fyrri viðskiptum. Hvorug þessara viðskipta voru tilkynnt til Kauphallarinnar. Samkvæmt gögnum kemur fram að eigin viðskipti A hafi keypt bréfin fyrir milligöngu C hjá miðlun A. Samkvæmt kerfum Þ átti R ekki neina kaup- né söluréttarsamninga með undirliggjandi hlutabréf í A. C og U, starfsmenn A, hafa vísað í munnlegan samning sem ber þess merki að um einhvers konar skaðleysi hafi verið að ræða til handa S og félagi hans R. Sérfræðingar embættisins hafa reiknað út hvað söluréttarsamningur um hlutabréf í A myndi kosta að gefnum ofangreindum forsendum. Miðað við að um sé að ræða 120 milljón hluti sem keyptir voru á genginu 25,2 þann 7. nóvember 2007 með lokadagsetningu 22. júlí 2008 á genginu 31,5 myndi slíkur samningur kosta 560.926.945 kr. Engin þóknun var hins vegar greidd önnur en hlutabréfaþóknun til miðlunar. Grunur leikur á að með ofangreindu hafi R verið umbunað fyrir að eiga viðskiptin en sá hagnaður sem varð eftir í R nemur 85.725.973 krónum. Embætti sérstaks saksóknara telur framangreint vekja rökstuddan grun um brot gegn 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Brot gegn þessum ákvæðum geta varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, sbr. 1. tölul. 146. gr. s.l. Þá er einnig grunur um brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna, enda hafi fjármunum bankans verið stefnt í stórfellda hættu með þessum gerningum. Brot gegn ákvæðinu varðar fangelsi allt að tveimur árum, en allt að sex ára fangelsi ef mjög miklar sakir eru. X var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans frá júní 2005 fram að falli bankans í október 2008. Hann hafði m.a. umsjón með sölu bankans á eigin hlutabréfum til viðskiptavina hans. Sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar var hann yfirmaður C á nefndu tímabili. Samkvæmt viðskiptagögnum Kauphallarinnar og A var X þátttakandi í allt að 16% af ársveltu utanþingsviðskipta í Kauphöll með hlutabréf A á tímabilinu 2004-2008. Samkvæmt viðskiptagögnum A var X skráður miðlari fyrir mörgum af stærstu sölum verðbréfamiðlunar á tímabilinu 2006-2008 með hlutabréf A. Þar á meðal var sala til K ehf að 5.555 milljónir króna að markaðsverðmæti og sala til M ehf fyrir 4.446 milljónir króna að markaðsverðmæti. Skýrslu A um eigin hlutabréf var dreift til X þann 4. nóvember 2007 en staða bankans í eigin bréfum var á þeim tíma 10,9% skv. skýrslunni. Talið er að X hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum bankans m.a. frá Y um að taka þátt í því að finna mögulega kaupendur á hlutabréfum bankans vegna hárrar stöðu í eigin hlutabréfum. Sem dæmi má nefna að í september 2007 þ.e. á tímabili þegar staða bankans í eigin hlutabréfum var um 13% fékk X tölvupóst frá Z, forstöðumanni markaðsviðskipta um að það þyrfti að gera eitthvað í þessum málum. Þann 2. september 2008 sendi Í þáverandi fjármálastjóri bankans tölvupóst í stjórnendur bankans um þunga stöðu eigin bréfa á rekstur bankans og er svarað af Y á þá leið að X sé í viðræðum við O, Ú /V ?), H, N og kvótakalla frá W ?. Sú ályktun er dregin að X sé kærði X og að þeir aðilar sem nefndir eru í póstinum séu hluta þeir sömu og eiga aðild að þeim málum sem hér að framan eru reifuð. Vegna stöðu sinnar sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar er talið að X hafi haft vitneskju um umfangsmikil kaup eigin viðskipta bankans (EVG) á eigin bréfum og ráðstöfun þeirra með umfangsmiklum utanþingsviðskiptum. Embætti sérstaks saksóknara hefur rökstuddan grun um að stjórnendum bankans, þ.á m. X hafi verið ljóst að umrædd viðskipti væru í andstöðu við hagsmuni A enda fjármögnuð með lánum bankans til hlutabréfakaupa í bankanum oftast með eingöngu með tryggingum í bréfunum sjálfum og þá gjarnan til eignalausra eða eignalítilla félaga. Um verulega tjónshættu var að ræða í viðskiptunum þar sem öll áhættan virðist hafa verið lögð á bankann. Rökstuddur grunur er um veigamikinn þátt X í ætluðum stórfelldum auðgunarbrotum samkvæmt almennum hegningarlögum og ætlaðri markaðsmisnotkun samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, sem hagsmunir almennings krefjast að upplýst verði um. Hin ætlaða markaðsmisnotkun er talin ná yfir langt tímabil og talið að um umfangsmikla og kerfisbundna brotastarfsemi hafi verið að ræða. A er félag sem skráð var á skipulegum verðbréfamarkaði á þeim tíma sem ætluð brot voru framin og þannig almenningshlutafélag. Ætluð brot höfðu í för með sér mikil fjárútlát og mikla áhættutöku fyrir A. Ætla má að X hafi verið ljós sú mikla tjónshætta sem stafaði af umræddum viðskiptum en fyrir liggur að bæði hluthafar og kröfuhafar A hafa orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna hinna ætluðu framangreindu brota. Verulegir hagsmunir standa til þess að hin ætluðu brot verði rannsökuð og upplýst um þau, þá sérstaklega vegna alvarleika háttseminnar og hinna afdrifaríku afleiðinga af henni. Fjármálaeftirlitið hefur kært X fyrir aðild sína að meintum brotum í ofangreindum málum. Draga verður fram að X grunaður um refsiverða háttsemi er lýtur fyrst og fremst að málum sem hér hafa verið rakin og varða meint brot við lánveitingar A til viðskiptavina vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum. Bæði staða X í stjórnskipulagi bankans sem forstöðumaður verðbréfa-miðlunar sem og rannsóknargögn framangreindra mála vekja rökstuddan grun um að hann hafi gegnt virku hlutverki í meintum brotum sem til rannsóknar eru. Rannsókn málanna er flókin og mjög yfirgripsmikil, enda spannar hin refsiverða háttsemi lengra tímabil en almennt gerist í sakamálum, til rannsóknar eru flóknir fjármálagerningar og rannsóknin varðar gríðarlega fjárhagslega hagsmuni. Fyrir liggur að upplýsingar um þau sakarefni sem eru til rannsóknar eru að hluta kunnar opinberlega, m.a. eftir útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Við rannsókn á umræddum sakarefnum hefur aftur á móti komið fram mikið af gögnum og upplýsingum sem ekki hafa verið gerð opinber og borin verða undir sakborninga og vitni í skýrslutökum. Rannsókn allra framangreindra mála, utan eins þeirra, er á frumstigi hjá embætti sérstaks saksóknara og ljóst að efni þeirra kæra sem rannsókn málanna snýr að, auk þess hvaða gögn liggja fyrir í málunum, eru ekki kunn kærðum og vitnum. Á næstu dögum eru fyrirhugaðar skýrslutökur af tugum einstaklinga, sem ýmist hafa stöðu sakbornings eða vitnis í þeim málum sem til rannsóknar eru. Með vísan til framangreinds er talið nauðsynlegt að kærði, X , sæti gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins, þar sem ætla má að gangi hann laus, þá muni hann torvelda rannsókn málsins með því að hafa áhrif á samseka og/eða vitni og /eða skjóta undan gögnum sem sönnunargildi hafa í málinu og hafa enn ekki verið haldlögð. Það er talið gríðarlega þýðingarmikið í þágu rannsóknarinnar að fá fram sjálfstæðan framburð sakborninga og vitna. Þykir þannig mikilvægt að vernda rannsóknarhagsmuni málsins með því að X sæti gæsluvarðhaldi og sömu rök talin standa til þess að hann verði látinn vera í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Til rannsóknar eru ætluð brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna, 117. gr., sbr. 146. gr., laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, 41. og síðar 55. gr. laga nr. 33/2003, og 154. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, en hin tilgreindu brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um verðbréfaviðskipti geta varðað allt að 6 ára fangelsi. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til a liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og til b liðar 1. mgr. 99. gr. sömu laga hvað varðar kröfu um einangrun. Verði ekki fallist á kröfu um gæsluvarðhald er gerð krafa um að sakborningi verði bönnuð brottför af landinu, með vísan til 1. mgr. 100. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Kærði er undir rökstuddum grun um að hafa veitt stjórnendum A banka liðsinni við stórfelld brot gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga, gegn lögum um verðbréfaviðskipti og gegn hlutafélagalögum í tengslum við starfsemi A hf. Ætluð brot kærða geta varðað allt að sex ára fangelsi. Rannsókn í málinu er yfirgripsmikil og flókin og á næstu dögum er fyrirhugað að yfirheyra tugi manna sem ýmist eru vitni í málinu eða liggja undir grun. Dómurinn lítur svo á að hætta sé á því að kærði torveldi rannsókn málsins, fái hann að ganga laus, með því að hafa áhrif á samseka og vitni eða skjóta undan gögnum sem enn hefur ekki verið lagt hald á í rannsókninni. Ber með vísan til a-liðar 95. gr. og b-liðar 1. mgr. 99. gr. laga um meðferð sakamála að taka kröfu hins sérstaka saksóknara til greina og ákveða að kærði sæti gæsluvarðhaldi eins og krafist er og að hann verði jafnframt hafður í einrúmi.“ Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð : Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. desember 2011, kl. 16:00. Kærði skal hafður í einrúmi meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
Mál nr. 583/2015
Skaðabætur Líkamstjón Orsakatengsl
A krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu K vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir er hann féll úr stiga sem var í eigu K. Var A að sjálfboðastörfum á ungmennamóti sem haldið var af S er slysið varð en S leigði af K aðstöðu og búnað fyrir mótshaldið, þar á meðal umræddan stiga. Var ekki talið að A hefði sýnt fram á að orsök þess að hann féll úr stiganum yrði rakin til vanrækslu eða annarrar saknæmrar háttsemi K. Var K því sýknaður af kröfu A.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogasonog Ingibjörg Benediktsdóttir settur hæstaréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar4. september 2015. Hann krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndavegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í slysi 6. febrúar 2011 í Vatnaskógi. Þákrefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefstaðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en tilvara að hann verði aðeins talinn skaðabótaskyldur að hluta vegna slyssáfrýjanda og að málskostnaður verði felldur niður.Áfrýjandihefur stefnt Sjóvá-Almennum tryggingum hf. til réttargæslu fyrir Hæstarétti. Með vísan tilforsendna héraðsdóms er fallist á að áfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að orsökþess að hann féll úr stiga þeim, sem um ræðir í málinu, verði rakin tilvanrækslu eða annarrar saknæmrar háttsemi stefnda. Samkvæmt því verður hinnáfrýjaði dómur staðfestur.Rétt er aðmálskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 5. júní 2015.Málþetta sem dómtekið var 11. maí 2015 var höfðað 16. október 2014 af hálfu A, […] á hendur KFUM og KFUK á Íslandi, […], tilviðurkenningar á bótaskyldu og til greiðslu málskostnaðar auk virðisaukaskattsog Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík, tilréttargæslu. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskyldastefnda, KFUM og KFUK á Íslandi, vegna líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir íslysi þann 6. febrúar 2011 á […] móti í Vatnaskógi. Krafist ermálskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða mati réttarins,eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Þá er þess krafist að tekið verði tillittil skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun.Stefnandi gerir engar sérstakar kröfur á hendurréttargæslustefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og gerir réttargæslustefndiengar kröfur í málinu.Stefndi krefst þess aðallega að verðasýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiðastefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins.Stefndi krefst þess til vara að hann verði einungis dæmdur skaðabótaskyldur að hlutavegna tjóns stefnanda sem hlaust af slysi þann 6. febrúar 2011 og að í þvítilviki verði málskostnaður felldur niður.Yfirlit málsatvika ogágreiningsefna Mál þetta er höfðað vegna slyss sem stefnandi varð fyrir þann6. febrúar 2011 á […] móti í Vatnaskógi, en það er […]mót fyrir ungt fólk á vegum B. Stefnandi var að sjálfboðastörfumfyrir B umrætt sinn, en samtökin höfðu leigt aðstöðu hjá stefnda, KFUM og KFUKá Íslandi, í Vatnaskógi dagana 4.-6. febrúar 2011. Leigusamningurinn er ekki ítarlegur en þar kemur fram að B skuli greiðafyrir aðstöðuna 1.500 krónur fyrir nóttina og 3.000 krónur fyrir helgina, 1.000krónur fyrir formlega gesti og hálfvirði fyrir fólk í þjónustu. Þá segir ísamningnum: Aðstaða til leigu:Vatnaskógurallur staðurinn með þeim tólum og tækjum sem hægt er að nota hverju sinni. Öllhús og gisting.Leigutakiskili staðnum hreinum og í svipuðu ástandi og þegar tekið var við honum. Ákveðið hafði verið að halda mótið í Vatnaskógi með mjögstuttum fyrirvara vegna vandkvæða með annan áætlaðan mótsstað. Tíminn sem B ogsjálfboðaliðar á hennar vegum höfðu til skipulagningar var því naumur og mörgverk sem þurfti að vinna. Undirbúningur fyrir mótið hófst fimmtudagskvöldið 3.febrúar 2011. Þá kom hópur fólks, þ. á m. stefnandi, í Vatnaskóg og varíþróttasal þar breytt í tónleika- og hátíðarsvæði. Meðal annars voru veggirþaktir með tjaldi eða dúk, sem festur var upp í loft íþróttasalarins til aðbæta hljómburð og fyrir liggja myndir af því hvernig sjálfboðaliðar B báru sigað við undirbúning, m.a. það að koma dúknum upp. Til tals hafði komið að leigjavinnulyftu til þessa verks, en af því varð ekki. Þess í stað var álstiga komiðfyrir á kassa og með því móti gátu sjálfboðaliðar náð nægilega hátt til aðfesta dúkinn. Framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM í Vatnaskógi, sem tók á móti hópnum, hafði vísað stefnanda, sem stýrði framkvæmdumsjálfboðaliðanna á fimmtudagskvöldinu, á stigann í geymslu í íþróttahúsinu og var stiginn hluti af þeim tólum og tækjum sem B hafði aðgang aðsamkvæmt leigusamningi.Álstiginn sem notaður var til þessara verka var sá samiog stefnandi síðar féll úr aðfaranótt sunnudagsins 6. febrúar 2011. Þá var stefnandi að ganga frá eftir mótið og var að taka niður veggspjaldsem hafði verið fest upp á vegg. Til þess að ná til veggspjaldsins notaði hannumræddan álstiga. Stefnandi mun hafa staðið ofarlega í stiganum, í tæplegatveggja metra hæð, þegar stiginn seig eða féll niður með þeim afleiðingum aðstefnandi féll í gólfið. Við fallið bar hann fyrirsig vinstri hönd og hlaut við það beinbrot á hendinni. Stefnandi var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi í kjölfar slyssins og þaðaná Landspítala - Háskólasjúkrahús þar sem beinbrotið kom í ljós. Gekkst hannundir aðgerð samdægurs og var til eftirlits á spítalanum. Hann leitaði einnigtil heimilislæknis, sjúkraþjálfara og handarskurðlæknis. Stefnandi og Vátryggingarfélag Íslands hf., öfluðusameiginlega matsgerðar frá C bæklunarskurðlækni. Niðurstaða matsgerðar hans 7. september 2012 var sú aðstefnandi var metinn með 7% varanlega læknisfræðilega örorku vegna afleiðingaslyssins og að stefnandi hafi ekki getað vænst frekari bata eftir 6. maí 2011. Á grundvelli matsins var slysstefnanda gert upp úr slysatryggingu launþega B hjá Vátryggingafélagi Íslandshf. þann 9. október 2012.Með bréfi, dags. 27. mars 2011, óskaði stefnandi eftir þvívið réttargæslustefnda, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., að tekin yrði afstaðatil bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu stefnda hjá félaginu.Réttargæslustefndi hafnaði bótaskyldu með bréfi, dags. 15. júní 2011, með vísantil þess að ósannað væri að slysið mætti rekja til aðstæðna eða atvika semstefndi bæri skaðabótaábyrgð á. Réttargæslustefndi taldi að slysið yrði fyrstog fremst rakið til eigin gáleysis stefnanda eða til óhappatilviljunar. Stefnandi skaut málinu til úrskurðarnefndar ívátryggingamálum 21. september 2011. Úrskurðarnefndin taldi, þegar tekið værimið af takmörkuðum gögnum málsins, að slys stefnanda yrði ekki rakið tilvanbúnaðar álstigans og var niðurstaðan sú að bótaskylda var ekki talin verafyrir hendi. Ágreiningur aðila í þessu máli snýst um það hvort stefndi beriskaðabótaábyrgð á slysi stefnanda.Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu og framkvæmdastjóriSkógarmanna KFUM í Vatnaskógi, starfsmaður stefnda, sem tók á móti hópnum. Þábáru átta aðilar vitni, sem ýmist höfðu orðið vitni að slysinu eða komið aðundirbúningi eða frágangi, þar af var eitt vitnanna starfsmaður stefnda ástaðnum.Málsástæður og lagarök stefnandaa) Almennt um grundvöllbótaábyrgðar og málshöfðunarMál þetta sé höfðað semviðurkenningarmál samkvæmt heimild í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála. Stefnandi byggi dómkröfu sína á því að stefndi, KFUM, berifulla skaðabótaábyrgð á því slysi og tjóni sem hann hafi orðið fyrir þann 6.febrúar 2011, enda megi rekja slysið að öllu leyti til vanbúnaðar álstigans semstefndi beri skaðabótaábyrgð á. Full bótaskylda stefnda sé byggð ásakarreglu íslensks skaðabótaréttar, meginreglunni um ábyrgð vinnuveitanda áskaðaverkum sem starfsmenn hans valda með saknæmum og ólögmætum hætti viðframkvæmd starfa sinna og reglu skaðabótaréttarins um nafnlaus mistök. Tjón stefnanda skuli þvíbætt samkvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993, með síðari breytingum, og byggistefnandi á því að hann eigi fullan bótarétt vegna þess líkamstjóns er hannhafi hlotið í slysinu. Þarsem stefndi hafi á slysdegi haft frjálsa ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá-Almennumtryggingum hf. sé félaginu stefnt til réttargæslu sbr. 21. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála.Stefnandi byggi á því að hann hafiorðið fyrir varanlegu líkamstjóni vegna slyssins sem stefnda beri að bæta aðfullu. Um líkamstjón stefnanda vísist til læknisfræðilegra gagna og matsgerðar,en með þeim gögnum, ásamt öðrum gögnum málsins, sé sýnt fram á hagsmunistefnanda af málshöfðun þessari.b) Um sönnun á málsatvikum – höfnun réttargæslustefnda byggir á getgátumHöfnun réttargæslustefnda ábótaskyldu 15. júní 2011 hafi byggst á því að myndir af stiganum hafi sýnt aðstiginn hefði orðið fyrir miklu höggi framanvert á stuðningsfótinn og hafiréttargæslustefndi því talið líklegt að höggið á stigann hefði komið tilmeð þeim hætti að stiginn hafi runnið fram af kassa sem stefnandi hefði líklegakomið honum fyrir á. Stiginn hefði þá skollið á gólfið með þeim afleiðingum aðstefnandi féll niður og slasaðist. Réttargæslustefndi hafi því talið ósannað aðorsök slyssins yrði rakin til vanbúnaðar stigans.Stefnandi mótmæli afstöðuréttargæslustefnda, einkum vegna þess að hún sé byggð á tilbúnum forsendum.Réttargæslustefndi byggi afstöðu sína á myndum sem teknar hafi verið viðundirbúning mótsins og gefi sér þær forsendur að slysið hafi líklega orðið áþeim stað og með þeim hætti sem réttargæslustefndi haldi fram í höfnun sinni.Ljóst sé að afstaða réttargæslustefnda byggi ekki á staðreyndum, heldurgetgátum. Því hafni stefnandi alfarið lýsingu réttargæslustefnda á líklegum tildrögumslyssins og því hvar réttargæslustefndi telji að slysið hafi orðið og vísi tillýsinga vitna á staðsetningu og tildrögum slyssins máli sínu til stuðnings. Íyfirlýsingum fjögurra vitna komi skýrt fram að stiginn sem stefnandi hafistaðið í hafi verið á gólfinu, verið staðsettur við vegg gegnt sviði ííþróttasalnum og gefið sig fyrirvaralaust með þeim afleiðingum að stefnandihafi fallið í gólfið. Telji stefnandi það hafið yfir allan vafa að slysið hafiorðið með þeim hætti sem hann lýsi. Stefnandi telji það málinu óviðkomandi, semstefndi haldi ranglega fram að starfsmenn stefnda hefðu kynnt starfsmönnum B aðheppilegra væri að fá vinnulyftu til verksins. Vinnulyfta hefði ekki hentaðbetur til þess verks sem hann slasaðist við, að fjarlægja plakat sem límt hafiverið á vegg. Þar sem engar hindranir hafi verið til staðar hafi álstigi hentaðeinkar vel til þess verks. Stefnandi hafi það eftirstarfsmanni stefnda eftir slysið að stiginn hafi verið ónýtur og það hefði áttað vera búið að henda honum. Stefnandi telji ljóst að slysið megi að öllu leytirekja til vanbúnaðar stigans sem stefndi beri skaðabótaábyrgð á. Slysið hafiekki orðið með þeim hætti sem réttargæslustefndi haldi fram í höfnun sinni ogþví sé ekki hægt að rekja slysið til eigin sakar hans að neinu leyti.Íáliti úrskurðarnefndar í vátryggingamálum komi fram að gögn málsins séutakmörkuð. Stefnandi hafni því alfarið og bendi á að fyrir liggi nákvæmarlýsingar fjögurra vitna auk málsatvikalýsingar stefnanda þar sem tildrögumslyssins sé lýst. Óumdeilt sé að stiginn sem gaf sig hafi verið í eigu stefndaog verið meðal þess búnaðar sem leigður hafi verið B, ásamt aðstöðunni íVatnaskógi. Stiginn og ástand hans hafi verið á ábyrgð stefnda og því teljistefnandi að skaðabótaábyrgð stefnda sé fyrir hendi vegna þess líkamstjóns semhann hafi orðið fyrir í slysinu.c) Um ábyrgð stefnda á stiganum samkvæmt lögum og reglumÍ 1. mgr. 2. gr. laga um aðbúnað,hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 sé mælt fyrir um að þau löggildi um alla starfsemi, þar sem einn eða fleiri menn vinni, hvort sem um sé aðræða eigendur fyrirtækja eða starfsmenn. Undantekningar sem gerðar séu ágildissviði laganna eigi ekki við í máli þessu og teljist sá staður, þar semstefnandi slasaðist, vinnustaður hans í skilningi 41. gr. laganna. Meginregla13. gr. laganna mæli fyrir um, að það sé atvinnurekandi sem skuli tryggja aðgætt sé fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað, viðframkvæmd vinnu og að vélar og tækjabúnaður uppfylli þá kröfu.Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr.367/2006 um notkun tækja beri atvinnurekanda að gera nauðsynlegar ráðstafanirtil að tryggja að tæki sem starfsmönnum sé ætlað að nota innan fyrirtækisinshæfi verkinu sem inna skuli af hendi eða sé hæfilega lagað að verkinu, þannigað starfsmenn geti notað tækið án þess að öryggi þeirra eða heilsu sé hættabúin. Í 6. og 7. gr. reglugerðarinnar segi m.a. að atvinnurekanda beri aðtryggja að notkun tækis sé með réttum hætti sem og að upplýsa starfsmenn sínaum notkunarskilyrði tækja og reynslu sem fengist hafi við notkun hlutaðeiganditækja. Þá segi í 4.2.1. gr. í II. viðauka við reglugerðina að stigar skuli veraþannig upp settir að þeir séu stöðugir við notkun.Þótt lög nr. 46/1980 geri ráð fyrirþví sem meginreglu að það sé atvinnurekandi, sem beri ábyrgð á því aðfyrirmælum laganna og reglum sem settar séu samkvæmt þeim sé fylgt, leggi lögineinnig skyldur á aðra. Í 29. gr. laganna sé mælt fyrir um að sá sem selji,afhendi eða sýni meðal annars verkfæri, áhöld, tæki og annað það sem ætlað sétil notkunar við atvinnurekstur skuli tryggja að það, sem hér um ræði sé, þegarþað sé sýnt eða afhent til notkunar, útbúið með tilskildum hlífðar- ogöryggisbúnaði og notkun þess leiði ekki af sér slysa- eða sjúkdómshættu, sbr.VII. kafla laganna. Í 3. mgr. 29. gr. segi, að ef einhver búnaður, sem talinnsé upp í 1. mgr. greinarinnar og tilbúinn sé til notkunar, sé afhentur áfram,endurseldur, lánaður út eða leigður gildi þær reglur, sem að framan greini.Samkvæmt þessum reglum beri sá, sem láni eða leigi búnað til notkunar viðatvinnurekstur einnig ábyrgð á því að búnaðurinn standist þær kröfur, semgerðar séu í lögunum eða reglum settum samkvæmt þeim.Í leigusamningi sem stefndi hafigert við B […] segi varðandi aðstöðu til leigu: „Vatnaskógur allur staðurinnmeð þeim tólum og tækjum sem hægt er að nota hverju sinni. Öll hús og gisting.“Ljóst sé að stefndi hafi leigt út staðinn ásamt öllum þeim tækjum og tólum semtil staðar hafi verið. Stiginn sem stefndi hafi lánað til verksins, hafi ekkistaðist lágmarks öryggiskröfur, enda hafi hann skyndilega gefið sig þegarstefnandi hafi staðið í stiganum í tæplega tveggja metra hæð. Hafi stefndaog/eða starfsmönnum hans borið að ganga úr skugga um að búnaður þessi væri ekkihaldinn þeim ágöllum sem um ræði áður en hann hafi verið lánaður leigutaka.Brot stefnda á þessum reglum, sem honum hafi átt að vera kunnar, feli í sérsaknæma og ólögmæta háttsemi af hans hálfu og beri hann skaðabótaábyrgð á þvítjóni, sem af því leiði. Orsök slyss stefnanda sé vanbúnaður stigans og þvíberi stefndi skaðabótaábyrgð á því tjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir þegarstiginn hafi gefið sig undan stefnanda.Gera verði þá kröfu til leigusala,sem leigi aðstöðu líkt og í Vatnaskógi með öllum tækjum og tólum á staðnum, aðsá búnaður sem standi leigutaka til boða sé öruggur og uppfylli lágmarkskröfursem gera megi til tækja og aðbúnaðar á vinnustað. Af fyrirliggjandi myndum séljóst að svo hafi ekki verið enda sjáist glögglega af myndunum að ástandstigans hafi verið óviðunandi og notkun hans beinlínis hættuleg, líkt og slysstefnanda hafi sannað. Telji stefnandi ljóst að stefndi hafi vanrækt að viðhafanauðsynlegt reglubundið eftirlit og viðhald með stiganum. Starfsmönnum stefndahafi verið, eða hafi a.m.k. átt að vera, kunnugt um ástand stigans fyrir slysiðen hafi þrátt fyrir það ekki hlutast til um að stiginn yrði tekin úr notkun,heldur beinlínis bent starfsmönnum B á að nota stigann. Stefnandi byggi enn fremur á því aðstefndi hafi ekki hlutast til um að framkvæmd yrði rannsókn á nefndum stiga ogaðstæðum á vettvangi og á þann hátt leitað orsaka tjónsatburðar. Þannig hafiVinnueftirlit ríkisins ekki verið kallað til eftir tjónsatburð né heldur hafilögreglan verið kvödd á slysstað. Byggi stefnandi á því að stefndi beri hallannaf því að slík rannsókn hafi ekki farið fram og að ekki hafi verið leitast viðað upplýsa um tjónsorsakir að öðru leyti.Um líkamstjón oglögvarða hagsmuni stefnandaMálshöfðun og kröfugerð byggi á heimild í 2. mgr. 25. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en stefnandi hafi mikla hagsmuni af þvíað skorið sé úr um tilvist og efni kröfu hans á hendur stefnda. Stefnandi teljisýnt fram á lögvarða hagsmuni hans af málshöfðuninni með matsgerð Cbæklunarlæknis sem metið hafi varanlega læknisfræðilega örorku stefnanda vegnaslyssins 7%, sem og með vísan til allra þeirra læknisfræðilegu gagna sem legiðhafi til grundvallar matinu.Á því sé byggt að stefndi berifulla skaðabótaábyrgð á því líkamstjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir íslysinu þann 6. febrúar 2011 og beri að bæta stefnanda það tjón sbr. 1. og 2.mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 bæði vegna tímabundinna og varanlegraafleiðinga slyssins, sbr. einnig I. kafla laganna. Tilvísanir til lagaákvæðaUm bótaábyrgð vísi stefnandi tilmeginreglna íslensks skaðabótaréttar svo og til almennu sakarreglunnar. Þá vísistefnandi til meginreglu skaðabótaréttar um húsbóndaábyrgð vinnuveitanda vegnaskaðaverka sem rekja megi til ásetnings eða gáleysis og/eða vanrækslustarfsmanna og til reglu um nafnlaus mistök starfsmanna. Stefnandi vísi tillaga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem ogþeirra reglna og reglugerða sem settar hafi verið á grundvelli laganna, einkum reglna um notkun tækja nr. 367/2006. Stefnandivísi til ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum. Um málshöfðun stefnanda sé vísað til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála um heimild til höfðunar viðurkenningarmáls. Um aðild og fyrirsvar stefnda sé vísað tilIII. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. einkum ákvæði 16. og17. gr. laganna. Aðild réttargæslustefnda byggist á 21. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála. Um varnarþing vísist til ákvæða V. kafla laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála, einkum 3. mgr. 42. gr. Varðandi málskostnað vísi stefnanditil ákvæða 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Umvirðisaukaskatt á málflutningsþóknun er vísað til laga nr. 50/1988 umvirðisaukaskatt, með síðari breytingum.Málsástæður og lagarök stefndaStefndi mótmæli því ekki að stefnandi eigi rétt á því ágrundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að fá skoriðúr um tilvist og efni kröfu sinnar, en mótmæli að öðru leyti öllum málsástæðumstefnanda. Aðalkrafa um sýknuSönnunarbyrði um saknæmi, tjón og orsakir tjónshvíli á stefnanda. Ósannað sé að slysið sé að rekja til atvika á ábyrgðstefnda. Fyrir það fyrsta sé ósannað að tjónið sé að rekja til vanbúnaðarálstigans sem stefnandi hafi kosið að nota í umrætt sinn og í annan stað séalgjörlega ósannað, ef stiginn hafi á einhvern hátt verið vanbúinn er stefnandikaus að nota hann, að sá vanbúnaður hafi verið á ábyrgð stefnda. Stefndi mótmæli sérstaklega sem ósannaðri þeirriskýringu stefnanda að stiginn hafi fyrirvaralaust án nokkurs höggs eðautanaðkomandi atvika gefið sig. Það liggi fyrir af myndum af undirbúningimótsins að stiginn hafi verið í góðu ásigkomulagi á fimmtudagskvöldi þegar fólká vegum B hafi byrjað að nota hann og það liggi einnig fyrir að við undirbúningmótsins hafi stiginn verið notaður mikið og með óábyrgum hætti. Stefndi teljiallar líkur á því að stiginn hafi annaðhvort orðið fyrir hnjaski þegarstefnandi hafi notað hann eða að stiginn hafi orðið fyrir hnjaski fyrr umhelgina þegar hann hafi verið notaður á viðsjárverðan og stórkostlega gálausanhátt af stefnanda og félögum hans við undirbúning […] mótsins.Stefndi telji að slys stefnanda sé fyrst og fremstað rekja til aðgæsluleysis stefnanda sjálfs og/eða óhappatilviljunar. Því fylgiávallt ákveðin hætta að vinna í stiga. Því séu það eðlileg vinnubrögð þegarunnið sé hátt uppi í stiga að fá einhvern til að halda í stigann. Þá hefðistefnandi átt að tryggja að hann hefði trygga handfestu og að stiginn væristöðugur en hann hafi hvorugt gert. Stefndi mótmæli sérstaklega þeirri málsástæðustefnanda að stiginn hafi verið ónýtur þegar fólk á vegum B hafi komið ástaðinn og að það hafi átt að henda honum. Stiginn hafi verið keyptur íbúsáhaldaverslun á Íslandi og uppfyllt öll þau skilyrði sem gerð séu um stigaaf þessu tagi lögum samkvæmt. Bótakrafa stefnanda byggi á sakarreglunni og tilþess að bótaskylda sé til staðar þurfi stefnandi að sanna saknæma háttsemistefnda eða starfsmanna hans. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á gáleysi stefndahvað viðkomi aðbúnaði eða ástandi hins leigða. Þá hafi stefnandi ekki sýnt framá saknæma háttsemi af hálfu starfsmanna stefnda. Stiginn hafi verið notaður mikið af sjálfboðaliðum B áfimmtudeginum án þess að nokkrar athugasemdir hefðu verið gerðar við ástandhans. Það liggi því ljóst fyrir að stiginn hafi verið í góðu ástandi þegar Bhafi tekið við hinu leigða. Þá liggi fyrir á ljósmyndum að stiginn hafi áfimmtudagskvöldi verið notaður með óforsvaranlegum og varhugaverðum hætti.Allar líkur bendi til þess að stiginn hafi orðið fyrir hnjaski við þá notkuneða þegar stefnandi hafi notað hann. Stefndi geti ekki borið skaðabótaábyrgð áþví að stiginn hafi laskast í meðförum sjálfboðaliða B. Sé það talið sannað aðstiginn hafi, er stefnandi hafi hafið notkun á honum, ekki borið nein merkiþess að hafa áður orðið fyrir hnjaski og fætur stigans skyndilega ogfyrirvaralaust gefið sig þá sé um óhappatilvik að ræða en ekki vanbúnað semstefndi beri sakarábyrgð á.Stefndi mótmæli harðlega tilvísunum stefnanda tillaga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Stefnandihafi ekki verið starfsmaður stefnda og stefndi ekki á nokkurn hátt veriðatvinnurekandi stefnanda. Stefndi mótmæli því enn fremur að Vatnaskógur hafiverið vinnustaður stefnanda í skilningi 41. gr. laganna enda hafi stefnandiverið að koma sem sjálfboðaliði að Vatnaskógi vegna […] móts á vegum B en ekkivegna launaðra starfa sinna. Samkvæmt 24. gr. laga nr. 46/1980 segi: Starfsmaður merkir í lögum þessum hvern þann, semvinnur launuð störf í annarra þjónustu. Nemar og lærlingar teljast einnig tilstarfsmanna, jafnvel þótt þeir inni af hendi vinnu án endurgjalds, enda sévinna þeirra liður í skipulögðu námi. Það sé því alveg ljóst aðsjálfboðavinna stefnanda í umrætt sinn falli ekki undir lög nr. 46/1980, hannhafi ekki verið starfsmaður og Vatnaskógur ekki vinnustaður hans.Jafnvel þótt unnt væri að líta á sjálfboðavinnustefnanda sem vinnu og Vatnaskóg sem vinnustað í skilningi laga nr. 46/1980 þáætti það einungis við um samband stefnanda við B sem atvinnurekanda stefnda,sbr. t.d. tilkynningu um vinnuslys, en ekki stefnda sem ekki hafi átt í nokkruvinnusambandi við stefnanda. Stefnandi vísi til 13. gr. laga nr. 46/1980 um aðþað sé „atvinnurekanda“ að tryggja að gætt sé fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðarog hollustuhátta á vinnustað, við framkvæmd vinnu og að vélar og tækjabúnaðuruppfylli þá kröfur. Stefndi hafi ekki verið atvinnurekandi stefnanda og sé þvíraunar ekki einu sinni haldið fram í stefnu. Einnig sé mótmælt tilvísunstefnanda til 29. gr. laga nr. 46/1980 enda sé alveg ljóst að stefndi hafi ekkiverið að selja, afhenda eða sýna vél, vélarhluta, geyma, ílát, katla,húseiningar, verkfæri, áhöld, eða annað það sem ætlað hafi verið tilnotkunar við atvinnurekstur. Því sé harðlega mótmælt að stefndi hafi leigtstigann út til notkunar við atvinnurekstur. Sannleikurinn sé einfaldlega sá að Bhafi leigt húsnæðið í Vatnaskógi gegn hóflegri greiðslu og fengið afnot afhúsnæðinu og þeim venjubundna húsbúnaði sem því hafi fylgt, þ. á m. álstiga.Álstiginn hafi verið hefðbundinn um tveggja metra álstigi og hafi verið í fínuástandi þegar fólk á vegum B hafi komið á staðinn á fimmtudegi, svo sem sjámegi af myndum. Mótmælt sé tilvísun stefnanda til 5. gr.reglugerðar nr. 367/2006 um notkun tækja. Í öllum þeim greinum sem stefnandivísi til sé verið að vísa til þeirra skyldna sem á atvinnurekanda hvíli. Ekkertstarfssamband hafi verið á milli stefnanda og stefnda. Stefndi hafi ekkertboðvald haft yfir stefnanda og hafi með engu móti getað fyrirskipað hvernigtiltekin verk skyldu unnin. Starfsmaður stefnda hefði þegar gert stefnanda ogöðrum sjálfboðaliðum á vegum B grein fyrir því að réttast væri að vinna verkiðmeð vinnulyftu. Þrátt fyrir það hafi sjálfboðaliðar kosið að fylgja ekki þeimráðleggingum starfsmanns stefnda og beri stefndi enga ábyrgð á þeirri ákvörðunsjálfboðaliðanna. Jafnvel þótt reglugerð nr. 367/2006 gilti þá hafi stefndiekki gerst brotlegur við hana, enda hafi stiginn uppfyllt öll skilyrði laga. Loks mótmæli stefndi því að á honum hafi hvíltskylda til að kalla til lögreglu eða Vinnueftirlit. Hér hafi ekki verið umvinnuslys á ábyrgð stefnda að ræða í skilningi laga nr. 46/1980 og því engintilkynningarskylda hvílt á stefnda. Stefndi hafi gert allt sem í hans valdihafi staðið til að upplýsa um tildrög slyssins.Varakrafa Stefndi krefjist þess til vara að hann verði einungis dæmdur skaðabótaskyldur að hlutavegna slyssins. Telji dómstóllinn að stefnandi hafi fært sönnur fyrir saknæmistefnda og því að bótaskylda samkvæmt almennri sakarreglu sé fyrir hendi þákrefjist stefndi þess að einungis verði viðurkenndur að hluta réttur stefnandatil skaðabóta vegna eigin aðgæsluleysis stefnanda.Stefnandi hafi í umrætt sinn farið upp í efsta þrepfrístandandi álstiga eða í um 2 metra hæð. Stiginn hafi ekki verið festur viðneitt né fætur hans skorðaðir. Þá fékk stefnandi engan til að halda fyrir sigvið stigann. Stefnandi hafi í umrætt sinn verið að rífa stórt plakat af vegg oghafi til þess þurft að nota hendurnar við að rykkja í plakatið. Stefnandi hafiekki verið með örugga handfestu við athafnir sínar. Það sé almenn vitneskja aðvinna í stigum sé varasöm og því beri að gæta fyllstu varkárni við notkunþeirra. Engar reglur, hversu ítarlegar sem þær væru, gætu komið í veg fyrirfall úr stiga sýni sá sem í honum stendur sjálfur ekki tilhlýðilega aðgæslu.Stefnandi verði því a.m.k. að bera stærstan hluta tjóns síns sjálfur. Um lagarök vísi stefndi til meginreglna skaðabótaréttareinkum um sönnunarbyrði, saknæmi og orsakartengsl. Þá sé vísað tilskaðabótalagalaga nr. 50/1993 og laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga ogvátryggingaskilmála. Um málskostnað sé vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála.NiðurstaðaÍmáli þessu er deilt um bótaskyldu vegna líkamstjóns stefnanda, sem rakið verðurtil þess að hann féll á gólf í íþróttahúsinu í Vatnaskógi 6. febrúar 2011.Ágreiningslaust er að stefnandi hlaut meiðsl við fallið og að hann hafilögvarða hagsmuni af því að fá dæmt um viðurkenningarkröfu sína um bótaábyrgðstefnda, sem var eigandi stigans sem stefnandi féll úr þegar hann meiddist.Umræddurálstigi stendur við notkun á stigakjálkum og stuðningsfótum. Sjö stigaþrep ogpallur eru milli kjálkanna sem ganga áfram upp og tengjast efst með láréttribrík. Stuðningsfætur stigans eru tengdir við kjálkana rétt ofan við pallinn,sem fellur í lárétta stöðu við notkun þegar stuðningsfætur eru spenntir út, enþeir eru sýnu veigaminni en kjálkar stigans og grennri. Stiginn er þannig ósköpvenjulegur stigi úr byggingavöruverslun og ekki af dýrustu tegund samkvæmtframburði starfsmanns stefnda, D. Fyrir liggur fjöldi ljósmynda sem sýna aðstiginn var í notkun við undirbúning mótsins, ekki aðeins uppi á upphækkun ágólfi eða uppi á sviði til að ná til lofts, heldur var hann þá einnig notaðurtil þess að ná til þess að byrgja glugga hátt á vegg og stóð stiginn þá á gólfisalarins við vegg þannig að sá sem gekk upp tröppurnar sneri hlið að veggnum oggat haft stuðning af honum. Engarljósmyndir eru í gögnum málsins af því hvernig stefnandi bar sig að þegar hannnotaði stigann eða af því hvort stuðningsfótum stigans hafi verið komið þannigfyrir að stiginn væri stöðugur áður en stefnandi steig upp í hann til þess aðtaka niður veggspjald sem límt var á vegg við frágang eftir mótið. Stefnandilýsir atvikum svo að hann hafi verið með stigann á gólfi við vegg, hann hafistaðið í öðru eða þriðja þrepi ofan frá, stutt hné við pallinn og veggurinnhafi verið við hlið hans. Hann hafi verið að losa varlega límband neðan til afveggspjaldinu þegar hann hafi skyndilega byrjað að falla niður við það aðundirstaðan var að gefa sig og hafi hann fallið í gólfið. Fyrir liggjaljósmyndir af stiganum sem teknar voru eftir slysið og á þeim sést að annarstuðningsfótur stigans hefur bognað undir sig um það bil á móts við fjórðutröppu stigans. Samkvæmt framburði vitna féll stiginn saman og stefnandi féll ígólfið. Stefnandikvaðst í skýrslu sinni fyrir dóminum hafa skoðað stigann fyrir notkun hans íupphafi og ekki hafi verið á honum að sjá dældir né hafi gallar veriðsýnilegir. Stefnandi bar einnig að stiginn hefði ekki orðið fyrir neinu hnjaskivið undirbúning mótsins. Ekki verða greindir sýnilegir vankantar á stiganum áþeim ljósmyndum sem teknar voru þá. Samkvæmt framburði vitna sást ekkert ástiganum og ekkert hafi, svo vitað væri, komið fyrir hann við notkun, en auktöluverðrar notkunar við undirbúning sem ljósmyndir sýna mun stiginn hafa veriðnotaður eitthvað við frágang áður en slysið varð. Stefnandi bar fyrir dóminumað stiginn hljóti að hafa verið gallaður og ótrúlegt væri að hann hefði ekkigefið sig fyrr. Þaðvar E, framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM í Vatnaskógi, sem tók á móti hópnum ogbenti stefnanda á umræddan stiga þar sem hann var á hillu í geymslu ííþróttahúsinu. Bar hann fyrir dóminum að hann hafi enga vitneskju haft um gæðistigans, hann hafi bent á fleiri áhöld í hillunum sem stefnanda og félögum hansværi heimilt að nota að vild. Hann var staddur í Vatnaskógi til þess að sinnafermingarbörnum og fór með hópinn heim á föstudeginum. Hann var því farinn afstaðnum þegar slysið varð. Stiginn sætti ekki sérstakri athugun fagaðila eftirslysið og er ekkert upplýst í málinu um galla á honum. Fyrir liggur að stefnandi var ekki starfsmaður stefndaþegar slysið varð, heldur var hann að störfum fyrir B í húsnæði sem B hafði tilumráða samkvæmt leigusamningi við stefnda. Ekki verður fallist á það meðstefnanda að stefndi þurfi að bera hallann af sönnunarskorti sem stafi af þvíekki hafi verið tilkynnt um vinnuslysið til Vinnueftirlits eða lögreglu.Stefnandihefur það eftir F, sem flutti varning á mótið fyrir B og tók ljósmyndir afstiganum eftir slysið, að starfsmaður stefnda hafi sagt við hann eftir slysiðað þessi stigi væri ónýtur og það hefði átt að vera búið að henda honum fyrirlöngu. Stefnandi kvaðst fyrir dóminum hafa talið að F ætti þar viðstarfsmanninn D sem var á staðnum við frágang, en einnig hefði hann heyrt aðþað gæti hafa verið verið E sem hefði sagt þetta um stigann. Bæði E og D komufyrir dóminn og kannaðist hvorugur þeirra við þessi orð eða að hafa haftsérstaka vitneskju um ástand stigans. E var farinn úr Vatnaskógi þegar slysiðvarð en D var þá starfsmaður stefnda á staðnum. F sem býr í Noregi gafvitnisburð fyrir dóminum í síma. Hann lýsti þeim manni sem hann kvaðst hafaþessi ummæli eftir sem eldri manni, sem hann myndi ekki nafnið á, sem veriðhafi þarna við vinnu og sem fjarlægt hafi stigann. D bar fyrir dóminum að hannmyndi ekki eftir því hver hafi fjarlægt stigann eða fargað honum. Lýsing F áviðmælanda sínum getur ekki átt við D, sem fæddur er árið 1989, en auk þessnafngreindi vitnið D í framburði sínum um samtal við hann „seinna meir“ umtækjabúnað í Vatnaskógi. Sönnur hafa ekki verið færðar að því að starfsmaðurstefnda hafi látið þau orð falla í kjölfar slyssins að stiginn sem stefnandinotaði væri ónýtur og það hefði átt að vera búið að henda honum, en ekki hafakomið fram upplýsingar um að aðrir starfsmenn stefnda en D hafi verið á staðnumþegar slysið varð. Ósannað er því að nokkur starfsmanna stefnda hafi talið aðstiginn væri ónýtur eða hafi haft ástæðu til að ætla að stiginn gæti veriðhættulegur við venjulega notkun. Samkvæmtmeginreglu skaðabótaréttar verður sá sem krefst skaðabóta að sanna að hann hafiorðið fyrir tjóni, auk þess sem hann ber sönnunarbyrðina fyrir því hver atvikinað baki tjóninu voru. Þá ber honum að sanna að orsakatengsl séu milli tjónshans og atvika. Sönnunarbyrðin hvílir á tjónþola og verður ekki vikið fráþessari almennu reglu nema í undantekningartilvikum. Í málinu verður stefnandiauk þess að bera sönnunarbyrði fyrir því að tjónið megi rekja til atvika semstefndi eða starfsmenn hans beri skaðabótaábyrgð á að lögum. Afhálfu stefnanda er á því byggt að slysið verði rakið til vanbúnaðar stigans ogberi stefndi skaðabótaábyrgð á tjóni sem af þeim vanbúnaði hafi hlotist með þvíað það sé að rekja til ásetnings, gáleysis eða vanrækslu starfsmanna stefnda á skyldumsínum samkvæmt lögum nr.46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, ásamt reglum ogreglugerðum sem settar hafi verið á grundvelli laganna, einkum reglugerð um notkun tækja nr. 367/2006. Stefnandivísar til þess að í 3. mgr. 29. gr. laganna felist að sá sem láni eða leigiverkfæri, áhöld, tæki og annað það sem ætlað sé til notkunar við atvinnureksturberi einnig ábyrgð á því að búnaðurinn standist þær kröfur, sem gerðar séu ílögunum eða reglum settum samkvæmt þeim. Í 2. mgr. 29. gr. laganna segir aðnauðsynlegar og auðskildar leiðbeiningar á íslensku um meðferð, viðhald,flutning, uppsetningu og frágang skuli fylgja með, þegar viðkomandi hlutir eruafhentir. Byggirstefnandi á því að stiginn hafi ekki staðist öryggiskröfur og á því aðstarfsmönnum stefnda hafi borið að ganga úr skugga um að búnaðurinn væri ekkihaldinn ágöllum áður en hann var afhentur leigutaka. Fær þessi málsástæða umábyrgð á hinu leigða nokkra stoð í dómaframkvæmd, m.a. dómi Hæstaréttar ímálinu nr. 265/2005, þótt samkomuhald B geti vart talist hefðbundinnatvinnurekstur.Samkvæmt því sem að framanhefur verið rakið um gerð og notkun stigans verður ekki séð að starfsmennstefnda hefðu getað veitt eða hefðu átt að veita stefnanda og félögum hanssérstakar leiðbeiningar um meðferð stigans. Í reglugerð nr. 367/2006 um notkuntækja og viðauka II við hana um notkun stiga, sem stefnandi vísar til, erulagðar skyldur á atvinnurekanda til þess að upplýsa starfsmenn sína umtækjanotkun, m.a. um að færanlegir stigar skuli hvíla á föstu undirlagi, komiðskuli í veg fyrir að þeir renni til við notkun og að þeir geti hreyfst áður enstigið sé í þá og að stigar skuli notaðir þannig að starfsmenn geti jafnanverið stöðugir og haft trygga handfestu. Þessar skyldur hvíldu ekki á stefnda semhvorki var vinnuveitandi stefnanda né hafði verkstjórn á staðnum með höndum. Stefnandistjórnaði sjálfur framkvæmdum við undirbúning mótsins en G, leiðtogi hjá B,stjórnaði framkvæmdum við fráganginn samkvæmt framburði stefnanda. Þá barstefnanda að fara við störf sín að leiðbeiningum um vinnuvernd, nr. 1/1991, semstefnandi hefur einnig vísað til, en þar kemur fram að þegar valin sé trappafyrir ákveðin störf þurfi að athuga að hún henti vel því verki sem vinna eigi. Ekki verður fallist á það meðstefnanda að orsök slyssins verði rakin til þess að stefndi hafi vanrækt að viðhafa nauðsynlegt reglubundiðeftirlit og viðhald á stiganum. Af því sem upplýst er um sýnilegt ástand stigans viðafhendingu, m.a. með framburði stefnanda um skoðun hans sjálfs á stiganum viðupphaf notkunar, eru engar líkur á því að ágallar hefðu fundist við skoðunstarfsmanna stefnda á stiganum í reglubundnu eftirliti. Þá getur stefndi ekkiborið ábyrgð á því ef ástand stigans var annað þegar slysið varð aðfararnóttsunnudags, en það var þegar stefnanda var heimiluð notkun hans áfimmtudagskvöldi, en stefnandi tók þá við umráðum stigans og hafði með höndumverkstjórn við notkun hans.Stefnandahefur samkvæmt öllu því sem að framan er rakið ekki tekist að sýna fram á aðorsök þess að hann féll úr stiganum hafi verið vanræksla eða önnur saknæmháttsemi starfsmanna stefnda eða vanbúnaður umrædds stiga, sem stefndi beriábyrgð á. Verður samkvæmt því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Ísamræmi við þá niðurstöðu málsins, og með vísun til 1. mgr. 130 gr. laga ummeðferð einkamála nr. 91/1991, verður stefnanda gert að greiða stefndamálskostnað, sem ákveðst 400.000 krónur.Stefnandihefur gjafsókn í málinu og verður allur gjafsóknarkostnaður hans því greiddurúr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans sem ákveðin er810.000 krónur, þar með talinn virðisaukaskattur.Dóminnkvað upp Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari.D Ó M S O R Ð Stefndi,KFUM og KFUK á Íslandi, er sýkn af kröfum stefnanda, A, í máli þessu.Stefnandigreiði stefnda 400.000 krónur í málskostnað.Allurgjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talinmálflutningsþóknun lögmanns hans, 810.000 krónur þar með talinnvirðisaukaskattur.
Mál nr. 257/2007
Kærumál Sjálfræðissvipting
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að B yrði svipt sjálfræði á grundvelli a. liðar 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 en sjálfræðissviptingunni markaður skemmri tími.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. apríl 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. maí sama árs. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 18. apríl 2007, þar sem sóknaraðili var svipt sjálfræði í tíu mánuði. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að sjálfræðissviptingu hennar verði markaður skemmri tími. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Fallist er á með héraðsdómara að skilyrði a. liðar 4. gr. lögræðislaga séu fyrir hendi þannig að þörf sé á því að sóknaraðili verði svipt sjálfræði. Í vottorði yfirlæknis á bráðageðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss 14. mars 2007 kemur fram það álit hans að sjálfræðissviptingin ætti ekki að vara skemur en átta mánuði og ekki lengur en tólf mánuði. Læknirinn gaf skýrslu fyrir héraðsdómi og telur að átta mánaða sjálfræðissvipting ætti að duga sem „fyrsta skref“. Verður sóknaraðili því svipt sjálfræði í átta mánuði frá uppsögu hins kærða úrskurðar. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Sóknaraðili, B, er svipt sjálfræði í átta mánuði frá uppsögu hins kærða úrskurðar. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar héraðsdómslögmanns, 100.000 krónur.
Mál nr. 232/2004
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Ljóst sé að hér sé um mjög óvenjulegt sakarefni að ræða og að rannsókn málsins sé þung í vöfum og taki sá tími sem krafist sé að kærði sæti gæsluvarðhaldi mið af því. Meðal annars sé nauðsynlegt að afla gagna frá útlöndum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 16. júní 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að beitt verði farbanni. Að því frágengnu krefst hann að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fyrir liggur að varnaraðili kom hingað til lands ásamt tveimur öðrum mönnum 6. maí 2004 og framvísaði fölsuðu vegabréfi. Ætluð brot hans geta varðað hann fangelsisrefsingu samkvæmt 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og II. og III. kafla laga nr. 96/2002 um útlendinga. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, sbr. og 6. mgr. 29. gr. laga nr. 96/2002, til að beita varnaraðila gæsluvarðhaldi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 93/2002
Verksamningur
Samið var um greiðslu fyrir hvern tíma sem starfsmenn B ynnu að tilteknu verki fyrir G. Deilt var um hvort B hefði verið heimilt að ráða mann til verksins sem ekki var iðnaðarmaður. P, stjórnarmaður G, sem haft hafði daglegt eftirlit með vinnu starfsmanna B, minnist þess ekki að hafa fundið að gæðum verksins. Talið var að svo lengi sem gæðum var ekki áfátt, tengdist það ekki hagsmunum G beinlínis hvaða starfsmenn B notaði til verksins og hvaða laun B greiddi þeim. Endurgjaldskrafa B á hendur G var samkvæmt þessu tekin til greina.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. febrúar 2002. Hann krefst þess að sér verði aðeins gert að greiða stefnda 156.372 krónur. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Dæma verður áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Gissur og Pálmi ehf., greiði stefnda, Bjarg-Húsi ehf., 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. janúar 2002. Mál þetta, sem dómtekið var 17. desember sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Bjarg-Húsi ehf., kt. 630200-2610, Miðvangi 37, Hafnarfirði, gegn Pálma Ásmundssyni, kt. 130947-3879, Þverárseli 2, Reykjavík, stjórnarformanni Gissurar og Pálma ehf., kt. 560589-1159, Staðarseli 6, Reykjavík, f.h. félagsins, með stefnu sem birt var 14. júní 2001. Dómkröfur stefnanda eru að stefndu verði gert að greiða stefnanda 639.432 krónur með dráttarvöxtum frá 16. mars 2001 til greiðsludags. Þá er þess krafist að stefnanda verði heimilað að færa dráttarvexti upp á höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta skipti 16. mars 2002, sbr. 12. gr. laga nr. 25/1987. Enn fremur er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Dómkröfur stefnda eru að félagið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Aðilum ber saman um að stefndi, sem er byggingarverktaki, hafi fengið stefnanda, sem einnig er verktakafyrirtæki í byggingariðnaði, til setja glugga í stórhýsi við Holtasmára í Kópavogi, sem stefndi var að byggja. Þá ber þeim saman um að samið hafi verið um að stefndi greiddi stefnanda 2.400 krónur fyrir hvern tíma er hver starfsmaður stefnanda ynni að verkinu. Segir af hálfu stefnanda að hann hafi gert stefnda reikninga vikulega, alla í samræmi við þetta og hafi stefndi greitt þessa reikninga, allt þar til kom að síðasta reikningnum, sem sé sá reikningur, er krafist sé dóms fyrir í máli þessu. Er þessum málavöxtum ekki andmælt af hálfu stefnda. Af hálfu stefnanda er byggt á því að stefnandi hafi gert munnlegan samning við stefnda um ísetningu á álgluggum í tiltekið hús. Samið hafi verið um hvert endurgjaldið skyldi verða eða 2.400 krónur á tímann fyrir hvern starfsmann auk virðisaukaskatts. Annar aðaleigandi stefnda hafi haft daglegt eftirlit með verkinu. Hafi honum var fullkunnugt um hverjir unnu það og hvaða starfsréttindi þeir höfðu. Hafi hann aldrei gert athugasemdir við gang verksins eða gæði þess og því síður gert athugasemdir við þann kostnað sem verkinu fylgdi. Þannig hafi stefnda verið fullkunnugt um stöðu mála og hafi með athöfnum sínum og athafnaleysi staðfest efni og inntak samnings þess sem aðilar gerðu með sér um framangreinda vinnu. Stefnda beri því að greiða stefnanda uppsett endurgjald, sbr. dómkröfur málsins. Af hálfu stefnda er byggt á því að komið hafi í ljós að einn af starfsmönnum stefnanda, er vann að verkinu, hafi ekki verið iðnaðarmaður. Útilokað sé að hann hafi samið við stefnanda um endurgjald fyrir vinnuframlag verkamanns á sama tímagjaldi og iðnaðarmanns. Þegar samið var um 2.400 krónur fyrir hverja unna klukkustund, hafi sú fjárhæð verið miðuð við vinnuframlag iðnaðarmanns. Fráleitt verði að telja að greitt sé sama tímagjald fyrir iðnaðarmann og verkamann, enda tíðkist það alls ekki í dag. Vísað sé til þess að 2.400 krónur sé nokkuð hátt tímagjald miðað við markaðinn á þessum tíma. Samið hafi verið um svo hátt tímagjald á þeirri forsendu að um væri að ræða vana og duglega iðnaðarmenn. Ekki komi til greina að eðlilegt geti verið að greitt sé fyrir vinnuframlag verkamanns til vinnuveitanda hans 2.400 krónur fyrir hvern unninn tíma en tímakaup til verkamannsins nemi aðeins 700 krónum. Slíkur mismunur tíðkist ekki og sé ekki réttlætanlegur. Af hálfu stefnda segir að allt frá því að forsvarsmenn stefnda fengu vitneskju um rangfærslu stefnanda hafi þeir gert athugasemdir þar að lútandi og óskað leiðréttingar á tímagjaldinu. Því er mótmælt að þeir hafi haft hugmynd um að einhver starfsmannanna var ekki með iðnréttindi. Þvert á móti hafi verið gengið út frá að allir starfsmennirnir væru tré- eða járnsmíðamenntaðir. Þá er mótmælt þeirri fullyrðingu stefnanda að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við gang verksins eða gæði þess. Staðreyndir séu þær að iðulega hafi forsvarsmenn stefnda neyðst til að gera athugasemdir við framgang verksins og það stjórnleysi, sem einkenndi allt verkið, allan verktíma stefnanda. Vinnubrögðin og framgangur verksins hafi að lokum leitt til þess að stefndi hafi sjálfur orðið að setja stefnanda af verkinu og yfirtaka og ljúka því. Þá er byggt á því að stefnandi hafi ekki lagt fram tímaseðla starfsmanna sem þeir hafi ritað sjálfir. Hafi verið skorað á stefnanda að leggja fram þá vinnuseðla sem starfsmönnunum sjálfum bar að útfylla. Þá hafi verið skorað á stefnanda að leggja fram verkábyrgðina fyrir verkið, enda sé það grundvallaratriði fyrir útseldri tímavinnu milli verksala og verkkaupa, að fyrir liggi verktrygging. Ingvar Hólm Traustason, stjórnarmaður stefnanda, gaf skýrslu fyrir rétti. Hann sagði m.a. að fyrirtækið Bjarg-Hús ehf. sé nýlegt, stofnað af honum og Daða Jónssyni. Fyrirtækið hafi verið í almennri byggingavinnu, mikið við viðhald. Hafi þeir tekið ýmsa verkþætti að sér en þó ekki á útboðsmarkaði. Þannig bar að, sagði Ingvar, að hringt hafi verið til þeirra frá BYKO og þeim tjáð að stefnda vantaði menn. Ekki hafi verið um formlega beiðni að ræða. Af hálfu stefnda hafi síðan verið haft samband við þá. Daði Jónsson hafi alfarið séð um samninga af hálfu stefnanda við stefnda. Um munnlegan samning hafi verið að ræða. Hann sagði að Daði hefði tjáð sér að samningurinn hljóðaði upp á 2.400 krónur fyrir utan virðisaukaskatt „á línuna". Um þessar mundir hafi stefnandi haft þremur mönnum á að skipa, honum sjálfum, Daða og eins annars. Af hálfu stefnda hafi verið látið í ljós að þeir væru of fáir. Því hafi af hálfu stefnanda verið ákveðið að þeir yrðu fimm til sex. Ingvar sagði að Jón, þriðji starfsmaður stefnanda, hafi á þessum tíma líklega verið átján ára gamall, og hafi hann ekki verið smiður að mennt. Hafi hann starfað með þeim til jóla [2000]. Ingvar sagði að ekki hafi af hálfu stefnda verið minnst á að stefnandi legði fram tryggingu fyrir verkinu eða verkábyrgð. Ekki hafi það verið ámálgað fyrr en næstsíðasti reikningur þeirra var lagður fram. Ekki hafi heldur verið rætt um að halda eftir geymslufé. Ingvar sagði að þrír aðrir smiðir hafi starfað á vegum stefnanda að verkefninu fyrir stefnda, Lúðvík, Kári og einn annar. Einn járniðnaðarmaður hefði bæst í hópinn, annar, Andrés, lærður tækniteiknari. Þá hafi Kristján tekið við störfum af Jóni um jólin. Ekki hafi komið til tals milli aðila þessa máls á hvaða launum starfsmenn stefnanda voru hjá stefnanda. Hann sagði að allir nema Jón og Kristján hefðu starfað fyrir stefnanda sem verktakar með 1.600 krónur til 1.800 krónur á tímann [Lúðvík Óskar Árnason húsasmíðameistari með 2.100 krónur]. Ingvar kvaðst hafa lent í slysi 8. október 2000. Þá hafi kona hans tekið við rekstrinum, reikningagerð og þess háttar. Lúðvík Óskar Árnason hefði að mestu tekið við stjórn á verklegum framkvæmdum fyrir hann. Ingvar kvað forráðamenn stefnda aldrei hafa kvartað undan því að starfsmenn stefnanda hefðu ekki menntun eða kunnáttu til að vinna þau störf, sem um var að ræða, meðan á verkinu stóð. Á verktímanum hafi heldur ekki verið kvartað undan því að stefnandi skilaði ekki verkskýrslum frá starfsmönnunum sjálfum til stefnda. Ingvar sagði að Pálmi [Ásmundsson] hefði séð um eftirlit með verkinu á staðnum af hálfu stefnda. Eftir að hann varð fyrir slysinu kvaðst Ingvar hafa boðið stefnda að hverfa frá verkefninu. Ekki hafi verið fallist á það af hálfu stefnda. Ingvar sagði að einn verkfundur hafi verið haldinn meðan á verkinu stóð. Hann, kona hans og Lúðvík Óskar Árnason hefðu sótt fundinn af hálfu stefnanda en Pálmi Ásmundsson af hálfu stefnda. Rætt hafi verið um að starfsmönnum yrði fækkað en vika til hálfur mánuður væri þar til að verkinu lyki. Engar bókanir hafi verið gerðar á þessum fundi. Aðspurður sagði Ingvar að fyrir stefnanda hefði verið lagt að útvega menn til verksins. Ekki hefði verið tekið fram að þetta ættu einungis að vera iðnaðarmenn. Gissur Rafn Jóhannsson, stjórnarmaður stefnda, gaf skýrslu fyrir rétti. Hann sagði m.a. að stefndi hafi verið að byggja hús í Kópavogi og keypt glugga gegnum BYKO. Hafi þeir beðið fyrirsvarsmenn BYKO að benda þeim á menn sem hefðu þekkingu á að setja gluggana í. Hafi þeim verið bent á Daða Jónsson í Hafnarfirði. Hafi verið rætt við hann. Í framhaldi af því hafi hann tekið að sér verkið. Hafi Daði lofað að vera með starfsmenn sem væru sérfræðingar á þessu sviði. Þess vegna hafi verið fallist á að greiða þeim gott kaup. Gissur sagði að um álglugga hafi verið að ræða, sem keyptir hafi verið frá Danmörku. Miklu hefði skipt að ísetningin yrði með þokkalegum hætti. Hafi Daði verið ráðinn sem sérfræðingur og ætlast hefði verið til þess að starfsmenn hans væru það einnig. Gissur sagði að þeir hefðu ekki vitað fyrr en leið að verklokum að stefnandi var að taka 2.400 krónur á tímann fyrir verkamann. Þessi verkamaður hafi komið í vinnu til stefnda og sagt þeim hvað hann hefði haft í kaup hjá stefnanda. Þá hafi komið fram að hann var verkamaður en ekki iðnaðarmaður. Gissur sagði að verkið hafi ekki alltaf gengið sem skyldi hjá stefnanda. Á tímabili hafi lítil verkstjórn verið. Eiginkona Ingvars hefði komið að máli við þá áramótin 2000/2001 og tjáð þeim að Daði væri hættur en Ingvar kæmi til starfa eftir áramótin. Ingvar hefði hins vegar ekki komið til starfa. Eftir áramótin hafi Lúðvík komið til starfa. Aðspurður kvað Gissur, að hann, Pálmi og Daði hafi staðið að samningi stefnda og stefnanda. Talað hefði verið um að lærðir iðnaðarmenn, húsasmiðir, ynnu verkið. Pálmi Ásmundsson, stjórnarmaður stefnda, gaf skýrslu fyrir rétti. Hann sagði m.a. að BYKO hefði bent á Daða til verksins er hér um ræðir. Hafi þeir hitt hann að máli og samið hefði verið um að hann tæki verkið að sér, þ.e. að setja gluggana í fyrir umrætt verð, 2.400 krónur á tímann. Hafi verið gengið út frá því að smiðir ynnu við þetta. Hann sagði að í byrjun hafi verkið gengið ágætlega en upphaflega hafi gengið til verksins þeir báðir, Daði og Ingvar ásamt ungum manni um tvítugt, sem unnið hefði með þeim í viku eða hálfan mánuð. Síðar hefði verið haft að orði við forsvarsmenn stefnanda að æskilegt væri að starfsmenn væru fleiri og þá hafi þeir bætt við mönnum. Aðspurður kvaðst Pálmi ekki hafa sérstaklega leitt huga að því, hvort ungi maðurinn, sem vann með Daða og Ingvari við upphaf verksins, hafi verið iðnaðarmaður. Hafi hann að minnsta kosti álitið að hann gæti verið með sveinspróf. Pálmi sagði að ástæðan fyrir því að stefnandi hætti verkinu og stefndi réði mannskapinn til sín hafi verið sú, að verkinu var brátt lokið og að auki hafi þeim fundist að óánægju væri farið að gæta hjá starfsmönnum stefnanda með stjórnendur. Raunar hafi starfsmennirnir lagt til að þeir færu að vinna fyrir stefnda án stefnanda sem milliliðar. Hafi þá verið kallað til verkfundar með stjórnendum stefnanda. Á fundinum hefði hann tjáð þeim „að þessu færi að ljúka." Pálmi kvaðst ekki hafa verið óánægður með verkið á meðan Daði og Ingvar voru að störfum. Hann hefði séð að þeir kunnu til verka. En menn, sem komu á vegum stefnanda seinna til verksins, hafi verið misjafnlega færir. Hins vegar sé ekkert óeðlilegt við það, er nokkrir menn ganga saman til verks, að svo sé. Pálmi sagði að þegar Kristján réði sig til vinnu hjá stefnda hafi komið í ljós að hann var ekki smiður. Hafi þeir ekki verið ánægðir með að þeim hafði verið seld vinna verkamanns á sömu kjörum og iðnaðarmanns. Aðspurður kvaðst Pálmi hafa haft eftirlit með verki stefnanda. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa gert ákveðnar athugsemdir við verk stefnanda á meðan það stóð en hann hafi daglega rætt við starfsmenn stefnanda um verkið. Hann sagði að við upphaf verksins hafi örugglega verið rætt um það að þeir væru að fá menn sem kynnu að lesa teikningar, sem í þessu tilviki séu nokkuð flóknar, og kynnu að koma gluggunum í með sómasamlegum hætti. Á hreinu hefði verið að þetta áttu að vera smiðir. Baldur Þór Baldvinsson, formaður meistarafélags húsasmiða, kom fyrir réttinn. Hann sagði m.a. að fyrir ári síðan hefði verið algengt að undirverktakar tækju 1.800 til 1.900 krónur auk virðisaukaskatts. Fyrir verkamenn hafi þetta verið 1.400 til 1.500 krónur auk virðisaukaskatts. Kristján Guðmundsson gaf skýrslu fyrir rétti. Hann sagði m.a. að hann hefði unnið hjá stefnanda frá því í lok nóvember 2000 þar til seint í febrúar 2001. Eftir þann tíma hafi hann unnið hjá stefnda í ef til vill þrjá daga. Hann kvaðst ekki vera lærður iðnaðarmaður. Hann kvaðst hafa verið með 1.030 krónur á tímann í laun hjá stefnanda fyrir utan orlof. Kristján kvað atvinnu sína að jafnaði vera sjómennsku, hafi hann lítið unnið í byggingarvinnu. Daði Jónsson, fyrrverandi varastjórnarmaður stefnanda, gaf skýrslu fyrir rétti. Hann sagði m.a. að í lok september 2000 hafi hann hitt Pálma og Gissur. Hafi þeir gert með sér samkomulag varðandi ísetningu glugga. Var talað um að fjórir til sex menn ynnu við þetta. Greidd yrðu jafnaðarlaun, 2.400 krónur á tímann, á línuna. Ekki hafi verið rætt um iðnréttindi starfsmanna í þessu sambandi. Ekki hafi verið rætt um tryggingar eða ábyrgð. Aðspurður kvað hann einungis þá þrjá hafa verið viðstadda þegar samkomulagið var gert. Daði kvaðst hafa verið við verkið fram yfir miðjan desember [2000]. Á þeim tíma hafi ekki verið fundið að störfum starfsmanna stefnanda fyrir stefnda; ekki fundið að því að tímaskráning væri ekki rétt eða aðrar aðfinnslur bornar fram. Niðurstaða: Óumdeilt er að aðilar sömdu um að stefnandi setti glugga í hús, sem stefndi var að byggja í Kópavogi og greitt yrði fyrir verkið 2.400 krónur auk virðisaukaskatts fyrir hvern tíma er hver starfsmaður stefnanda ynni að verkinu. Deila aðila stendur um það, hvort stefnanda hafi verið heimilt að ráða mann til verksins sem ekki var iðnaðarmaður. Skriflegur samningur var ekki gerður og mönnum ber ekki saman um, hvort þetta hafi verið orðað. Af hálfu stefnda er á því byggt að allar líkur séu fyrir því að hann hafi gert það að skilyrði að allir starfsmenn stefnanda væru með iðnréttindi þar sem útilokað sé að samið hafi verið að stefndi greiddi 2.400 krónur á tímann fyrir verkamann eða sömu fjárhæð fyrir iðnaðarmann og verkamann. Á þessi rök stefnda er ekki fallist. Pálmi Ásmundsson, annar stjórnarmanna stefnda, hafði daglegt eftirlit með vinnu starfs-manna stefnanda. Kvaðst hann fyrir réttinum ekki minnast þess að hafa fundið með afgerandi hætti að verki stefnanda meðan á því stóð. Með öðrum orðum hafi hann ekki fundið að gæðum verksins. Hvaða starfsmenn stefnandi notaði til verksins og hvaða laun stefnandi greiddi þeim verður ekki séð að tengist hagsmunum stefnda beinlínis svo lengi sem gæðum verksins var ekki áfátt. Ekki er tölulegur ágreiningur milli aðila. Og samkvæmt framangreindu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kröfufjárhæð stefnanda með vöxtum, eins og í dómsorði greinir. Rétt er að stefndi greiði stefnanda 150.000 krónur í málskostnað. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn. DÓMSORÐ: Stefndi, Gissur og Pálmi ehf., greiði stefnanda, Bjarg-Húsi ehf., 639.432 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 21. mars 2001 til 1. júlí 2001 en með dráttarvöxtum samkvæmt 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 150.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 825/2013
Gjaldþrotaskipti Riftun Skaðabætur
Þrotabú H ehf. krafðist riftunar, á grundvelli laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., á þeirri ráðstöfun H ehf. að fella niður skuld J samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá félaginu með færslu á tiltekinni fjárhæð inn á reikninginn. Þá krafðist þrotabú H ehf. þess jafnframt að J yrði gert að greiða því þá fjárhæð sem færð hafði verið honum til eignar á viðskiptareikningnum. Í dómi Hæstaréttar var rakið að M, einn af fjórum hluthöfum í H ehf., hefði á árinu 2009 tekið lán til að standa skil á iðgjaldaskuldum félagsins hjá lífeyrissjóði og hefði lánsfjárhæðin verið færð honum til eignar á viðskiptareikningi hans hjá H ehf. Eftir að bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta hefðu verið gerðar færslur milli viðskiptareikninga hluthafanna fjögurra þannig að skuldir annarra hluthafa en M hefðu liðið undir lok. Taldi Hæstiréttur að líta yrði svo á að ráðstöfun á inneignum milli viðskiptareikninga eigenda félagsins hefði einvörðungu farið fram með færslum í bókhaldi þess svo og að þær færslur hefðu ekki verið gerðar til samræmis við samninga eða ákvarðanir sem áður hefðu verið teknar. Var því fallist á kröfu þrotabús H ehf. um riftun greiðslnanna, enda ætti ekki við nokkur þeirra undantekninga sem kæmi fram í 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991. Þá var J gert að endurgreiða þrotabúinu þá fjárhæð sem færð hefði verið honum til eignar samkvæmt framangreindu, en ekki var talið að J ætti gagnkröfu á hendur þrotabúinu til skuldajafnaðar.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 30. desember 2013. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda, en til vara að fjárkrafa hans verði lækkuð. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms, en til vara að áfrýjanda verði gert að greiða sér 5.267.435 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. janúar 2013 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I Samkvæmt gögnum málsins var Húsanes ehf., sem virðist síðar hafa fengið heitið H-12 ehf., stofnað 1979, en frá 2004 var áfrýjandi hluthafi í félaginu ásamt Halldóri Karli Ragnarssyni, Margeiri Þorgeirssyni og Þorbirni Tjörva Stefánssyni. Ekki liggur annað fyrir en að þeir hafi átt jafna hluti í félaginu. Eigendurnir munu allir hafa starfað hjá félaginu, sem gerði ráðningarsamning við áfrýjanda 1. maí 2006, en samkvæmt samningnum gegndi hann þar stöðu fjármálastjóra. Á árinu 2009 mun hafa verið svo komið fyrir félaginu að það hafi ekki getað staðið skil á iðgjöldum vegna starfsmanna sinna til Festu lífeyrissjóðs. Samkvæmt framlagðri yfirlýsingu lífeyrissjóðsins tók áðurnefndur Margeir lán hjá honum 14. ágúst 2009 að fjárhæð 15.341.050 krónur til að standa skil á iðgjaldaskuldum félagsins. Af gögnum málsins verður ráðið að vegna þessa framlags Margeirs hafi 15.608.240 krónur verið færðar honum til eignar í lok ársins 2009 á viðskiptareikningi hans hjá félaginu, en áfrýjandi og hinir hluthafarnir tveir höfðu jafnframt sérstaka viðskiptareikninga hjá því. Í lok árs 2010 virðist bókfærð inneign Margeirs hjá félaginu samkvæmt viðskiptareikningi hans hafa numið 16.834.153 krónum, sem meðal annars mátti rekja til þessa framlags hans. Á sama tíma stóðu áfrýjandi og hinir hluthafarnir tveir á hinn bóginn í skuld við félagið á viðskiptareikningum sínum, en skuld áfrýjanda var 5.267.435 krónur, Halldórs 3.659.441 króna og Þorbjörns 2.464.334 krónur. Árangurslaust fjárnám var gert hjá Húsanesi ehf. 18. mars 2011 og krafðist Festa lífeyrissjóður 5. apríl sama ár gjaldþrotaskipta á búi félagsins á grundvelli þeirrar gerðar. Krafa um gjaldþrotaskipti var birt ásamt fyrirkalli fyrir Halldóri 16. júní 2011 og tekin fyrir í héraðsdómi 23. sama mánaðar, þar sem hún náði fram að ganga með úrskurði 8. september sama ár. Fyrir liggur að eftir að bú Húsaness ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta en áður en skiptastjóri hafði tekið bókhaldsgögn þrotabúsins í sínar hendur hlutaðist áfrýjandi til um að gerðar yrðu færslur milli viðskiptareikninga hluthafanna fjögurra 12. september 2011. Þessar færslur, sem voru dagsettar 31. desember 2010, fólust í því að fyrrnefndar 15.608.240 krónur voru skuldfærðar af viðskiptareikningi Margeirs, en 2.343.327 krónur færðar þar rakleitt aftur til eignar, 3.749.235 krónur voru færðar til eignar á viðskiptareikningi Halldórs, 3.893.704 krónur á viðskiptareikningi Þorbjörns og 5.621.974 krónur á viðskiptareikningi áfrýjanda. Áður en þetta var gert höfðu nokkrar færslur farið á árinu 2011 um viðskiptareikninga Halldórs, Þorbjörns og áfrýjanda, ýmist þeim til eignar eða skuldar, en hjá þeim öllum höfðu þessar færslur þau heildaráhrif að skuldir þeirra við félagið höfðu aukist. Framangreindar fjárhæðir, sem voru færðar þeim þremur til eignar á viðskiptareikningunum 12. september 2011, urðu á hinn bóginn til þess að skuldir þeirra við félagið liðu undir lok og áttu þeir eftir þetta heldur engar inneignir hjá því, en Margeir átti þar enn inni þegar upp var staðið 3.617.614 krónur. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir skýringum áfrýjanda á ástæðum þessara færslna 12. september 2011 í bókhaldi félagsins. Í málinu leitar stefndi riftunar á ráðstöfunum, sem hann telur hafa falist í framangreindum bókhaldsfærslum 12. september 2011 að því er áfrýjanda varðar. Jafnframt krefst stefndi þess aðallega að áfrýjanda verði gert að greiða sér 5.621.974 krónur, en til vara 5.267.435 krónur. II Í málinu liggur ekkert fyrir um að samningur hafi verið gerður milli áfrýjanda, Halldórs Karls Ragnarssonar, Margeirs Þorgeirssonar og Þorbjörns Tjörva Stefánssonar um að skipta á milli þeirra fjögurra útgjöldum af skuldinni, sem Margeir stofnaði til samkvæmt áðursögðu við Festu lífeyrissjóð 14. ágúst 2009, áður en inneign að fjárhæð 15.608.240 krónur var færð af því tilefni á viðskiptareikning hans hjá Húsanesi ehf. í lok þess árs. Ekki fær staðist að þessir fjórir eigendur félagsins hafi á árinu 2009 eða 2010 ákveðið að skipta milli sín fjárhæð þessarar skuldbindingar á þann hátt, sem síðar birtist með færslunum á viðskiptareikningum þeirra 12. september 2011, og að þær hafi þannig falið í sér leiðréttingar á upphaflegri færslu í árslok 2009, enda voru fjárhæðirnar, sem fluttar voru til eignar á viðskiptareikninga Halldórs, Þorbjörns og áfrýjanda, í öllum tilvikum nákvæmlega þær sömu og skuldir þeirra á reikningunum námu þann dag að undangengnum færslum á árinu 2011. Verður þannig að líta svo á að ráðstöfun á inneignum milli viðskiptareikninga eigendanna fjögurra hafi einvörðungu farið fram með færslunum í bókhaldi félagsins 12. september 2011, svo og að þær færslur hafi ekki verið gerðar til samræmis við samninga eða ákvarðanir, sem áður höfðu verið teknar. Krafa stefnda um riftun á ráðstöfunum Húsaness ehf. snýst því réttilega um þessar færslur í bókhaldi félagsins. Frestdagur við gjaldþrotaskipti á stefnda er samkvæmt gögnum málsins 7. apríl 2011 og fóru þessar ráðstafanir þannig fram á því tímabili, sem ákvæði 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. tekur til. Þessum ráðstöfunum verður því rift samkvæmt kröfu stefnda, enda getur ekki átt hér við nokkur þeirra undantekninga, sem í ákvæðinu greinir. Samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 skal sá, sem hafði hag af ráðstöfun sem rift er með stoð í 139. gr. sömu laga, greiða bætur eftir almennum reglum. Með þeim ráðstöfunum, sem um ræðir í málinu, var að engu gerð skuld áfrýjanda samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá Húsanesi ehf., sem eftir gögnum málsins hefði að öðrum kosti numið 5.621.974 krónum við upphaf gjaldþrotaskipta á stefnda. Er því ljóst að tjón stefnda svarar til þessarar fjárhæðar, sem hann hefur farið á mis við að geta innheimt hjá áfrýjanda vegna þeirra ráðstafana, sem gerðar voru 12. september 2011. Með því að ekki eru efni til annars en að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um gagnkröfu að fjárhæð 6.000.000 krónur, sem áfrýjandi hefur krafist að fá að skuldajafna við kröfu stefnda á hendur sér, verður dómurinn látinn standa óraskaður. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Jóhannes Ellertsson, greiði stefnda, þrotabúi H-12 ehf., 750.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 1. október 2013. Mál þetta, sem dómtekið var 3. september síðastliðinn, er höfðað 5. desember 2012. Stefnandi er þrotabú H-12 ehf., Borgartúni 28, Reykjavík Stefndi er Jóhannes Ellertsson, Háholti 7, Reykjanesbæ. Stefnandi krefst þess að rift verði ráðstöfun H-12 ehf., frá 12. september 2011, sem færð var í bókhald félagsins eins og hún hefði verið gerð 31. desember 2010, um að fella niður skuld stefnda samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá félaginu, sem þá nam 5.267.435 krónum með færslu á 5.621.974 krónum inn á reikninginn þannig að staða hans varð jákvæð um 354.539 krónur. Þá krefst stefnandi þess að stefndi greiði honum 5.621.974 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 12. september 2011 til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi greiði honum 5.267.435 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 12. september 2011 til greiðsludags. Loks krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda, en til vara að fjárhæðir dómkrafna stefnanda verði lækkaðar. Þá krefst stefndi málskostnaðar. I Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 8. september 2011 var bú stefnanda tekið til gjaldþrotaskipta og Þórhallur Haukur Þorvaldsson héraðsdómslögmaður skipaður skiptastjóri í búinu. Var innköllun birt í Lögbirtingablaðinu 23. september 2011 og rann kröfulýsingarfrestur út 23. nóvember sama ár. Fyrsti skiptafundur með kröfuhöfum var haldinn 14. desember 2011 þar sem fjallað var um lýstar kröfur og önnur málefni búsins. Frestdagur í búinu var 7. apríl 2011, en þann dag barst Héraðsdómi Reykjaness gjaldþrotaskiptabeiðni frá Festu lífeyrissjóði. Fyrir gjaldþrotið fólst starfsemi félagsins í byggingu fasteigna fyrir eigin reikning og verktöku á sama sviði. Félagið stundaði starfsemina út sumarið 2011. Skiptastjóri fékk endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hf. til að rannsaka bókhald stefnanda í því skyni að kanna hvort einhverjar riftanlegar ráðstafanir hefðu verið gerðar í rekstri stefnanda eða lögbrot framin. Voru fyrstu drög að skýrslu um bókhald stefnanda afhent í september 2012 og endurbætt drög 8. nóvember 2012. Í ljósi upplýsinga sem komu fram í skýrslunni, og til að afla skýringa á þeirri ráðstöfun sem krafist er riftunar á, tók skiptastjóri skýrslu af stefnda 4. september 2012 og af fyrrverandi bókara félagsins, Jennýju Lárusdóttur, 15. nóvember 2012. Stefndi var einn fjögurra eigenda stefnanda, framkvæmdastjóri félagsins og varamaður í stjórn þess. Aðrir eigendur félagsins voru Halldór Karl Ragnarsson, Margeir Þorgeirsson og Þorbjörn Tjörvi Stefánsson. Stefndi stjórnaði öllum daglegum rekstri stefnanda fram að gjaldþroti, sá um fjármál félagsins og gaf fyrirmæli um bókhaldsfærslur. Allir eigendur stefnanda, þar á meðal stefndi, voru með viðskiptareikninga hjá stefnanda. Viðskiptareikningur stefnda var notaður með þeim hætti að lán stefnanda til stefnda voru bókuð inn á hann auk greiðslna sem hann innti persónulega af hendi fyrir stefnanda eða greiddi inn á skuld sína við hann. Staða reikningsins var þannig neikvæð ef stefndi var í skuld við stefnanda en jákvæð ef hann átti fjármuni inni hjá stefnanda. Lengst af var reikningurinn neikvæður um nokkrar milljónir króna, en staða hans 31. desember 2010 var neikvæð um 5.267.435 krónur. Fjórum dögum eftir að stefnandi var úrskurðaður gjaldþrota, eða 12. september 2011, var færð greiðsla að fjárhæð 5.621.974 krónur inn á viðskiptareikning stefnda. Greiðslan var færð inn miðað við 31. desember 2010 og lýsing hennar í bókhaldi er „MLF. SKJ/MÞ. 2008“. Í skýrslu skiptastjóra af fyrrverandi bókara félagsins, Jennýju Lárusdóttur, staðfesti hún að hafa fært umrædda greiðslu að beiðni stefnda þennan dag. Sama dag var skuld Þorbjörns Tjörva Stefánssonar við stefnanda samkvæmt viðskiptareikningi lækkuð um 3.893.704 krónur og skuld Halldórs Karls Ragnarssonar við stefnanda samkvæmt viðskiptareikningi lækkuð um 3.749.235 krónur. Stefnanda bárust engir fjármunir vegna framangreindra lækkana á skuldum stefnda og meðeigenda hans að stefnanda. Skuld stefnanda við Margeir Þorgeirsson samkvæmt viðskiptareikningi hans var lækkuð um 13.264.913 krónur, eða sömu fjárhæð og samanlögð skuldalækkun annarra eigenda. Í skýrslu hjá skiptastjóra 4. september 2012 gaf stefndi þá skýringu á færslunni að einn eigenda stefnanda, Margeir Þorgeirsson, hefði tekið persónulegt lán til að greiða upp skuldir á viðskiptareikningum eigenda stefnanda. Lánið hafi Margeir tekið hjá Festu lífeyrissjóði í júlí 2009 til að greiða niður skuld stefnanda við lífeyrissjóðinn sem var færð miðað við 31. desember 2010. Fyrrverandi bókari félagsins, Jenný Lárusdóttir, staðfesti auk þess við skýrslutöku fyrir skiptastjóra að lántaka Margeirs hefði verið til greiðslu lífeyrisskuldbindinga stefnanda. Stefndi kveður atvikalýsingu stefnanda áfátt að því leyti að í hana vanti staðreyndir sem geti gefið heildstæða mynd af þeirri greiðslu sem stefnandi vilji rifta. Félagið hafi verið stofnað árið 1991 og hafi áður heitið Húsanes. Árið 2008 hafi farið að harðna í ári hjá félaginu eins og hjá flestum aðilum á þessu sviði og hafi útgjöld orðið mun meiri en tekjur. Jafnframt hafi verið reynt að veita þeim mönnum sem störfuðu hjá fyrirtækinu áframhaldandi vinnu. Þetta megi sjá af rekstrar- og efnahagsreikningum félagsins. Á þessum tíma hafi dregist að greiða mótframlög í lífeyrissjóði starfsmanna stefnanda og hafi svo verið komið árið 2009 að félagið hafi skuldað Festu lífeyrissjóði háa upphæð. Samkomulag hafi orðið meðal eigenda félagsins að Margeir Þorgeirsson tæki lán fyrir þeirra hönd hjá lífeyrissjóðnum og greiddi inn á vanskil félagsins við sjóðinn. Hafi Margeir tekið umrætt lán fyrir hönd allra eigenda félagsins en í bókhaldi þess hafi honum einum verið fært lánið til eignar í stað þess að það væri fært á eigendur í umsömdum hlutföllum eins og falist hafði í framangreindu samkomulagi eigendanna. Um samstarf þeirra hafi gilt hluthafasamkomulag sem gert hafi verið 29. desember 2005. Færslan hafi ekki verið leiðrétt við gerð ársreiknings fyrir árið 2009, sem unninn hafi verið í júní 2010. Ársreikningurinn hafi verið sendur með skattframtali til ríkisskattstjóra 24. september 2010. Haustið 2011 hafi verið farið að vinna að uppgjöri vegna ársins 2010. Bókari félagsins, Jenný Lárusdóttir, hafi unnið við það í samráði við stefnda. Hafi stefndi þá tekið eftir því að lánið hafi eingöngu verið fært sem skuld við Margeir í stað þess að vera fært sem skuld við alla eigendur. Hafi stefndi því gefið bókara félagsins fyrirmæli um að leiðrétta færsluna sem gert hafi verið. Færslan hafi verið færð miðað við 31. desember 2010 þar sem ekki hafi verið gerlegt að miða hana við rétta dagsetningu, það er 31. desember 2009, þar sem búið hafi verið að skila ársreikningi og framtali fyrir árið 2009 og þar með loka bókhaldi þess árs. Skiptastjóri stefnanda hafi fengið bókhald félagsins afhent stuttu eftir úrskurð um gjaldþrotaskipti. Í framhaldinu hafi hann tekið tvær skýrslur af stefnda, aðra 13. september 2011 og hina 4. september 2012. Stefna hafi þó ekki verið birt fyrir stefnda fyrr en 5. desember 2012 en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness fimm dögum síðar. Með henni birtust riftunar- og endurgreiðslukröfur máls þessa fyrir stefnda í fyrsta sinn. II Kröfuna um að rift verði þeirri ráðstöfun H-12 ehf. frá 12. september 2011 að fella niður skuld stefnda samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá félaginu með færslu á 5.621.974 krónum inn á reikninginn kveðst stefnandi byggja á því að stefnda hafi sem forsvarsmanni félagsins verið óheimilt að gefa þáverandi bókara stefnanda þau fyrirmæli hinn 12. september 2011 að færa inn í bókhald félagsins greiðslu á 5.621.974 krónum inn á viðskiptareikning hans og miða færsluna við 31. desember 2010. Bú stefnanda hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 8. september 2011 með vitneskju stefnda, enda hafði hann verið réttilega boðaður til þinghalds þar um. Frá þeim tíma hafi stefnda verið óheimilt að hafa afskipti af bókhaldi stefnanda, sbr. 72. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en stefnandi var þá orðinn þrotabú og skiptastjóra hafi verið falin skipti þess samkvæmt XIII. kafla laganna. Í ljósi þessa sé krafist riftunar ofangreindrar ráðstöfunar á grundvelli 2. mgr. 139. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl., en samkvæmt því ákvæði má krefjast riftunar ráðstöfunar sem hefur verið gerð eftir frestdag nema ráðstöfunin hafi verið nauðsynleg í þágu atvinnurekstrar þrotamannsins, eðlileg af tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánardrottna eða til að fullnægja daglegum þörfum. Ekki verði rift gagnvart þeim sem hafi mátt líta svo á að ráðstöfunin hafi verið þess eðlis sem á undan segi eða hvorki vissi né mátti vita um beiðni um heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings eða kröfu um gjaldþrotaskipti. Ljóst sé að stefndi hafi vitað eða mátt vita að bú stefnanda hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta, en beiðni þess efnis hafi borist Héraðsdómi Reykjaness 7. apríl 2011. Fyrirkall hafi verið birt meðeiganda stefnda að félaginu, Halldóri Karli Ragnarssyni, 16. júní 2011. Að mati stefnanda hafi ráðstöfunin hvorki verið nauðsynleg í þágu atvinnurekstrar hans, né eðlileg af tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánardrottna og þá ekki til að fullnægja daglegum þörfum og útilokað sé að stefndi hafi talið hana vera það. Verði talið að ráðstöfunin hafi átt sér stað 31. desember 2010 en ekki þegar hún hafi verið færð inn í bókhaldið 12. september 2011 byggi stefnandi á því að í ráðstöfuninni hafi falist gjafagerningur sem sé riftanlegur á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefnanda hafi ekki borist peningar eða önnur verðmæti frá stefnda þegar skuld hans við stefnanda samkvæmt viðskiptareikningi hafi verið felld niður. Það eina sem hafi átt sér stað var að stefndi hafi gefið fyrrverandi bókara stefnanda fyrirmæli um að ská inn í bókhaldið færslur sem felldu niður skuld hans og tveggja annarra eigenda stefnanda. Þetta hafi stefndi gert eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Á móti hafi hann gefið fyrirmæli um að skuld félagsins við fjórða eigandann yrði lækkuð um sömu heildarfjárhæð. Sú skuld hefði fengið stöðu almennrar kröfu við gjaldþrotaskipti stefnanda og stefndi vissi að ekkert myndi koma upp í hana við skiptin. Að mati stefnanda hafi þessi eftirgjöf skulda falið í sér gjafagerning til stefnda sem fram hafi farið 31. desember 2010. Frestdagur við skipti stefnanda hafi verið 7. apríl 2011 og því hafi gjöfin verið afhent innan sex mánaða frá frestdegi, sbr. 1. mgr. 131. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá kveðst stefnandi byggja riftunarkröfu sína á 141. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl., enda hafi hin umdeilda ráðstöfun á ótilhlýðilegan hátt orðið til þess að eignir hans, í þessu tilfelli krafa á hendur stefnda, séu ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum og að stefndi hafi vitað eða mátt vita á þeim tíma sem ráðstöfunin hafi verið gerð að stefnandi hafi verið ógjaldfær, hvort sem ráðstöfunin teldist gerð 31. desember 2010 eða 12. september 2011. Telja verði að stefnda, sem framkvæmdastjóra og eins eigenda stefnanda, hljóti að hafa verið ljóst að stefnandi hafi verið orðinn ógjaldfær 31. desember 2010. Stefndi hafi viðurkennt í skýrslutöku fyrir skiptastjóra 13. september 2011 að hann hefði notað allar leigutekjur systurfélags stefnanda, Þ-1 ehf. síðasta árið fyrir þrot stefnanda, til að halda rekstri stefnanda gangandi. Þegar ráðstöfunin hafi verið gerð hafi þeim sem hafði hag af henni, það er stefnda, því verið ljóst að stefnandi var ógjaldfær. Stefnandi kveður fjárhæð aðalkröfu sinnar um endurgreiðslu úr hendi stefnda að fjárhæð 5.621.974 krónur annars vegar byggja á framangreindum málsástæðum og hins vegar því að það sé sú fjárhæð sem stefndi hafi hagnast um og beri því að endurgreiða stefnanda samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., enda sé ljóst að hefði umrædd færsla ekki verið skráð hefði félagið átt kröfu á hendur stefnda sem nemi umkrafinni fjárhæð. Með færslu á fyrrgreindri fjárhæð hafi staða á viðskiptareikningi stefnda breyst í inneign sem hann hafi síðan fengið greidda frá stefnanda. Fjárhæð varakröfu stefnanda um endurgreiðslu úr hendi stefnda að fjárhæð 5.267.435 krónur byggi á framangreindum málsástæðum ásamt því að það hafi verið fjárhæð þeirrar skuldar sem felld hafi verið niður með hinni riftanlegu ráðstöfun og því sú fjárhæð sem hann hafi hagnast um og beri að endurgreiða stefnanda samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Með færslu á fyrrgreindri fjárhæð hafi skuld stefnda við stefnanda samkvæmt viðskiptareikningi fallið niður. Kröfuna um riftun á hinni umdeildu ráðstöfun og endurgreiðslu úr hendi stefnda styður stefnandi við ákvæði laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl., einkum 72. gr., 2. mgr. 139. gr., 1. mgr. 131. gr., 141. gr. og 142. gr. laganna. Kröfu um dráttarvexti úr hendi stefnda styður stefnandi við 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Kröfu sína um málskostnað úr hendi stefnanda byggir stefndi á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 130. gr. Um varnarþing er vísað til 1. mgr. 32. gr. laga nr. 91/1991. III Stefndi kveðst byggja kröfu sína um sýknu á því að umræddar millifærslur á viðskiptareikningi hans og annarra meðeigenda séu ekki riftanlegir gjörningar á grundvelli riftunarreglna laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. Í stefnu byggi stefnandi riftunarkröfu sína fyrst og fremst á 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Telji hann að í umræddum millifærslum hafi falist „aðrar ráðstafanir“ í skilningi framangreindrar lagagreinar. Stefndi kveðst telja heimfærslu stefnanda á umræddum millifærslum undir hugtakið „aðrar ráðstafanir“ í 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 ranga. Stefndi telji að færslur þær sem gerðar hafi verið í bókhaldi stefnanda 12. september 2011 hafi ekki falið í sér ráðstafanir í skilningi laga nr. 21/1991 heldur hafi verið um að ræða leiðréttingu á rangri bókhaldsfærslu frá árinu 2009. Hafi heildarfjárhæðin 15.608.240 krónur verið millifærð af viðskiptareikningi Margeirs Þorgeirssonar og síðan deilt niður á eigendur félagsins í ákveðnum hlutföllum sem aðilar höfðu komið sér saman um. Eins og fram komi í gögnum málsins sé óumdeilt að 15.608.240 krónur hafi verið greiddar til félagsins með greiðslu til Festu lífeyrissjóðs á árinu 2009. Um hafi verið að ræða forgangskröfu Festu á hendur félaginu vegna vangoldinna lífeyrissjóðsiðgjalda vegna starfsmanna stefnanda, en á þessum tíma hafði verið lögð fram gjaldþrotaskiptabeiðni á hendur félaginu. Greiðslan hafi verið færð í bókhald stefnanda 31. desember 2009. Mótmælt sé því þeirri fullyrðingu stefnanda, að ekki hafi verið um raunverulega greiðslu skuldar að ræða. Greidd hafi verið skuld félagsins við lífeyrissjóðinn Festu. Stefndi telji augljóst að um greiðslu skuldar hafi verið að ræða og að skuldin hafi verið þess eðlis að hún hefði greiðst við gjaldþrotaskipti á félaginu samkvæmt XVII. kafla nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og áður en almennir kröfuhafar hefðu fengið kröfur sínar greiddar. Leiði þetta af því að skuldin hafi upphaflega verið lífeyrissjóðsskuldbinding stefnanda vegna starfsmanna hans, en slíkar kröfur njóti forgangs í skuldaröð samkvæmt 4. tölulið 1. mgr. 112. gr. sömu laga. Mótmæli stefndi því þeirri fullyrðingu stefnanda að krafa Margeirs Þorgeirssonar á hendur félaginu hefði fengið stöðu almennrar kröfu við skipti stefnanda. Hið rétta sé að krafan hefði fengið stöðu forgangskröfu og greiðsla hennar sé því ekki riftanleg á grundvelli 1. mgr. 139. gr. laganna. Að mati stefnda séu millifærslurnar því ekki riftanlegar á grundvelli 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991, séu þær metnar heildstætt. Óeðlilegt sé að meta bókhaldslegar færslur án þess að rannsaka þau fjárskipti sem hafi legið þeim að baki. Stefnandi byggi á því að ef miðað sé við bókhaldslega dagsetningu þeirra millifærslna sem um sé deilt þá hafi falist í þeim gjafagerningur sem sé riftanlegur á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sé það byggt á þeim grundvelli að millifærslurnar hafi verið gerðar í bókhaldskerfi stefnanda miðað við 31. desember 2010 en sá dagur sé innan sex mánaða frá því að gjaldþrotaskiptabeiðni hafi borist héraðsdómi 7. apríl 2011 sem sé frestdagur við skiptin. Stefndi kveðst aftur á móti vísa til þess sem fyrr segi um sameiginlega greiðslu fyrrum eigenda stefnanda til Festu lífeyrissjóðs. Stefndi haldi því fram að hann, ásamt meðeigendum sínum, hafi greitt raunverulega skuld stefnanda og geti framangreind leiðrétting á bókhaldi stefnanda aldrei leitt til þess að um gjafagerning honum til handa hafi verið að ræða. Þá bendi stefndi á að til að gerningur verði talin gjöf að gjaldþrotaskiptarétti þurfi að hafa falist í honum „skerðing á eignum skuldara“ samanber forsendur fyrir niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli númer 324/2006. Hvað skerðingu á eignum skuldara í fyrirliggjandi máli varði sé ljóst að þegar skuld stefnda og tveggja meðeigenda hans við stefnanda hafi verið lækkuð hafi samtímis verið lækkuð skuld stefnanda við Margeir Þorgeirsson. Samanlagt hafi lækkanir á skuldum stefnda og tveggja meðeigenda hans verið jafnar þeirri lækkun sem gerð hafi verið á skuld stefnanda við Margeir. Af því leiði að engin breyting hafi orðið á raunverulegum eignum stefnanda við þessar bókhaldsfærslur og í þeim hafi aðeins falist tilfærsla á verðmætum sem komu inn í félagið árið 2009. Loks byggi stefnandi riftunarkröfu sína á 141. gr. laga nr. 21/1991, með þeim rökstuðningi að með greiðslu stefnanda á skuld sinni við eigendur hafi eignum hans á „ótilhlýðilegan hátt“ verið skotið undan sameiginlegri fullnustugerð kröfuhafa. Á þetta sé ekki hægt að fallast þar sem skilyrði þess að beita megi 141. gr. laganna skorti. Í fyrsta lagi sé stefndi ekki kröfuhafi í skilningi ákvæðisins en fyrsta skilyrði greinarinnar sé að ráðstöfun hafi á ótilhlýðilegan hátt orðið kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa. Í öðru lagi sé ljóst að umræddar millifærslur hafi ekki orðið til aukningar á skuldum stefnanda öðrum kröfuhöfum til tjóns. Í þriðja lagi hafi stefnandi ekki verið ógjaldfær þegar skuldin við lífeyrissjóðinn Festu hafi verið greidd en hún hafi einmitt verið greidd til að forðast fullnustugerðir og stöðvun rekstrar. Framangreint telji stefndi leiða til þess að umræddar millifærslur geti ekki talist ótilhlýðilegar í skilningi 141. gr. laga nr. 21/1991 og því verði þeim ekki rift á þeim grundvelli. Stefndi kveður kröfu sína um sýknu af endurgreiðslukröfum stefnanda aðallega byggja á því að honum verði ekki gert að þola riftun á grundvelli riftunarreglna laga um gjaldþrotaskipti o.fl. samanber rökstuðning hans fyrir sýknu vegna riftunar. Sýknukröfu sína byggi stefndi einnig á því að hann hafi ekki auðgast við umræddar færslur eða að þær hafi valdið þrotabúi stefnanda tjóni. Aðalkrafa stefnanda um endurgreiðslu sé um 5.621.974 krónur sem stefnandi telji að sé sú fjárhæð sem stefndi hafi hagnast um við bókhaldsfærsluna 12. september 2011 sem hafi lækkað kröfu stefnanda á stefnda. Stefndi bendi á að þessi skilningur stefnanda sé rangur og mótmælir honum þar sem stefndi hafi í raun verið skuldlaus við stefnanda. Kröfu sína um endurgreiðslu byggi stefnandi á 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Endurgreiðsla samkvæmt þeirri grein eigi við ef riftun fari fram samkvæmt 131.-138. gr. laganna. Samkvæmt þeirri kröfugerð byggi stefnandi því endurgreiðslukröfu sína um riftun á 131. gr. um gjafagerninga. Stefndi mótmæli því að leiðréttingar á bókhaldi stefnanda hafi falið í sér gjafagerning honum til handa. Varakrafa stefnanda um endurgreiðslu er um 5.267.435 krónur, en það telji stefnandi þá upphæð sem stefndi hafi skuldað stefnanda áður en 5.621.974 krónur hafi verið færðar inn á reikning hans 12. september 2011. Þetta telji stefndi ekki réttan skilning því að þá hefði stefndi í raun átt inni hjá stefnanda 354.539 krónur þar sem hluti stefnda í láni eigenda til stefnanda árið 2009 hafi verið 5.621.974 krónur. Varakröfu sína byggi stefnandi á 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 en ákvæðið sé um endurgreiðslu hagnaðar. Stefndi telji ljóst að hann hafi ekki auðgast um framangreinda fjárhæð þar sem hún hafi verið uppgjör á skuld við hann að viðbættum 354.539 krónum. Stefndi telji því skorta þau skilyrði ákvæðisins að um riftanlega greiðslu hafi verið að ræða sem hann hafi auðgast á og valdið með því búinu tjóni. Varakröfu stefnanda um endurgreiðslu sé mótmælt með vísan til fyrri rökstuðnings. Þá hafi stefnandi eingöngu valið að byggja endurgreiðslukröfur sínar á 1. mgr. 142. gr., laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., þrátt fyrir að hann styðji riftunarkröfu sína bæði við 139. og 141. gr. laganna. Stefndi bendi á að grundvöllur endurgreiðslu sé annar í síðastnefndu ákvæðunum, sbr. 3. mgr. 142. gr., en í 131. gr. laganna. Ráði þar skaðabótasjónarmið og þyrfti stefnandi því að hafa sýnt fram á tjón þrotabúsins, grandsemi, og ótilhlýðileika í tilviki 141. gr. ef hann ætlaði byggja endurgreiðslukröfur sínar á 3. mgr. 142. gr. Það hafi hann þó valið að gera ekki. Þá kveðst stefndi byggja sýknukröfu sína á skuldajöfnuði 6.000.000 króna samkvæmt heimild í 1. mgr. 100. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um kröfu sé að ræða sem byggi á 5. gr. ráðningarsamnings stefnda við stefnanda frá 5. maí 2006 sem hljóði svo: „Félagið leggur til og rekur bifreið fyrir Jóhannes að fjárhæð kr. 6.000.000. Þetta ákvæði tekur gildi frá og með 1. nóvember 2007. Ákvæðið skal endurskoða á tveggja ára fresti, í fyrsta sinn 1. nóvember 2009.“ Um lagalegan grundvöll kröfu sinnar bendi stefndi á að öll skilyrði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 21/1991 séu uppfyllt sem og þau almennu skilyrði skuldajöfnunar sem ávallt þurfi að vera til staðar. Ljóst sé þannig að skilyrði um gagnkvæmni sé uppfyllt, verði talið að stefnandi eigi endurgreiðslukröfu á stefnda. Þá sé ljóst að kröfurnar séu samkynja, þó undanþágu frá því skilyrði sé að finna í 1. mgr. 100. gr. sömu laga, þar sem segi „að hver sá sem skuldi þrotabúi, geti dregið það frá sem hann á hjá því, hvernig sem skuld og gagnkröfu er varið“. Þá sé ljóst að kröfurnar séu hæfar til að mætast, enda hafi hlunnindagreiðslur stefnda fallið í gjalddaga eins og aðrar kröfur hans um endurgjald fyrir vinnu sbr. 4. gr. ráðningarsamnings milli hans og stefnanda. Þá leiði 1. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 ennfremur til hins sama þar sem fram komi að allar kröfur á hendur þrotabúi falli í gjalddaga við úrskurð um gjaldþrotaskipti. Stefndi bendi jafnframt á að krafa hans sé gild, þar sem hún sé ófyrnd fyrir tímabilið 30. janúar 2009 til 30. janúar 2013, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þá telji stefndi skuldajöfnunarkröfu sína skýra, enda hafi hann sýnt fram á tilvist kröfunnar og fjárhæð hennar. Að lokum telji stefndi öll hin sérstöku skilyrði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 21/1991 uppfyllt. Stefndi hafi eignast kröfuna áður en þrír mánuðir hafi verið til frestdags. Stefndi hafi ekki verið grandvís um ógjaldfærni þegar hann hafi eignast kröfuna enda hafi stefnandi verið gjaldfær á þeim tíma. Þá sé ljóst að stefndi hafi ekki fengið kröfuna til að skuldajafna enda átti hann hana allan tímann og hún er komin til vegna ógreidds endurgjalds fyrir vinnu. Stefndi telji því öll skilyrði skuldajafnaðar uppfyllt í málinu og að heimila eigi honum skuldajöfnun. Varakröfu sína um lækkun á endurgreiðslukröfum stefnanda byggi stefndi á því að stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn, úttektir eða annað sem sýni hvernig meint skuld stefnda að fjárhæð 5.621.974 krónur sé tilkomin. Varakröfuna byggi stefndi einnig á því að dráttarvextir verði ekki reiknaðir á endurgreiðslukröfur stefnanda fyrr en frá og með 5. janúar 2013, þegar mánuður hafi verið liðinn frá því að þær hafi fyrst verið birtar stefnda. Stefndi kveður stefnanda hafa lagt umræddar færslur á viðskiptareikningi stefnda til grundvallar endurgreiðslukröfum sínum. Sú fjárhæð sem hafi falist í færslunni sé tala sem ákveðin hafi verið með samkomulagi eigenda stefnanda árið 2009. Fjárhæðin hafi verið lán stefnda til stefnanda, en stefnandi telji hana vera skuld stefnda við sig og ætti hann að því að geta lagt fram gögn sem sýni hvernig skuldin sé tilkomin, til dæmis með úttektum stefnda eða öðru. Þetta hafi stefnandi ekki gert og telji stefndi því endurgreiðslukröfur stefnanda vera í andstöðu við e. og g. liði 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þær skuli því lækka verulega eða hafna með öllu. Þá kveðst stefndi mótmæla framkominni dráttarvaxtakröfu stefnanda á grundvelli þess að hana skorti lagastoð þar sem stefnandi byggi endurgreiðslukröfur sínar á reglu sem ekki byggi á skaðabótasjónarmiðum, sbr. 1. mgr. 142. gr., sbr. 139. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefnandi hafi valið að byggja riftunarkröfu sína jöfnum höndum á riftunarreglum 131., 139. og 141. gr. laga nr. 21/1991, en síðastnefndu greinarnar tvær byggi á öðrum endurgreiðslugrundvelli en 131. gr. laganna. Engu að síður hafi stefnandi valið að byggja endurgreiðslukröfur sínar eingöngu á 1. mgr. 142. gr. sömu laga sem ekki gerir ráð fyrir þeim skaðabótasjónarmiðum sem 139. og 141. gr. laganna byggja á. Engu síður krefjist stefnandi dráttarvaxta á endurgreiðslukröfur sínar frá og með þeim degi sem umræddar millifærslur hafi verið gerðar og hann telji að bótaskylt atvik hafi átt sér stað. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu megi reikna dráttarvexti á skaðabótakröfur frá og með þeim degi sem bótaskylt atvik eigi sér stað og megi krefjast slíkra dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna án þess að hundraðshluti þeirra sé tilgreindur í stefnu. Stefndi telji stefnanda þennan hátt þó ekki heimilan í fyrirliggjandi máli því hann hafi sjálfur valið að byggja endurgreiðslukröfur sínar alfarið á 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 sem ekki byggi á skaðabótagrundvelli. Af því leiði að hann geti ekki krafist dráttarvaxta frá 12. september 2011, heldur verði hann að byggja dráttarvaxtakröfu sína á 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sem miði við mánuð frá því að sannarlega var krafið um greiðslu. Stefnda hafi verið birt stefna í málinu 5. desember 2012 og þá hafi riftunar- og endurgreiðslukröfur stefnanda verið birtar honum í fyrsta sinn. Stefndi telji því að stefnandi geti ekki krafið hann um dráttarvexti fyrr en frá og með 5. janúar 2013 þegar mánuður hafi verið liðinn frá því að stefnandi beindi endurgreiðslukröfum sínum fyrst að stefnda. Stefndi byggir mál sitt í meginatriðum á lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., meginreglum gjaldþrotaskiptaréttar og lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá styður stefndi einnig mál sitt við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og almenn hegningarlög nr. 19/1940. Um málskostnað vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. IV Bú félagsins H-12 ehf., áður Húsaness ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta 8. september 2011. Frestdagur við skiptin var 7. apríl sama ár. Fyrirkall vegna kröfu um gjaldþrotaskipti á félaginu var birt fyrir Halldóri Karli Ragnarssyni meðeiganda stefnda og starfsmanni félagsins 16. júní 2011. Í málinu krefst stefnandi riftunar á ráðstöfun frá 12. september 2011, sem færð var í bókhaldi félagsins eins og hún hefði verið gerð 31. desember 2010, um að fella niður skuld stefnda samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá félaginu, þá að fjárhæð 5.267.435 krónur, með færslu á 5.621.974 krónum á viðskiptareikninginn sem leiddi til þess að inneign að fjárhæð 354.539 krónur myndaðist á reikningnum. Riftunarkröfuna byggir stefnandi aðallega á 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. en þar segir að heimilt sé að rifta öðrum ráðstöfunum sem gerðar hafa verið eftir frestdag nema ráðstöfunin hafi verið nauðsynleg í þágu atvinnurekstrar þrotamanns, eðlileg af tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánadrottna eða til að fullnægja daglegum þörfum. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og byggir aðallega á því að heimfærsla stefnanda á nefndri bókhaldsfærslu undir „aðrar ráðstafanir“ samkvæmt 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. sé röng. Vísar stefndi til þess að færslur í bókhaldi stefnanda sem gerðar voru 12. september 2011 feli ekki í sér ráðstafanir í skilningi laga um gjaldþrotaskipti o.fl. heldur hafi verið um að ræða leiðréttingu á rangri færslu bókhalds frá árinu 2009. Bendir stefndi á að 15.608.240 krónur, sem hafi verið greiddar til félagsins í því skyni að greiða skuld við Festu lífeyrissjóð, hafi verið millifærðar af viðskiptareikningi Margeirs Þorgeirssonar og deilt niður á eigendur félagsins í ákveðnum umsömdum hlutföllum. Samkvæmt þessu deila aðilar um það hvort tilgreindar færslur í bókhaldi félagsins feli í ráðstafanir í skilningi 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Fram er komið að endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hf. rannsakaði bókhald stefnanda að beiðni skiptastjóra. Í skýrslu um rannsóknina segir að 1. janúar 2008 hafi stefndi skuldað H-12 ehf. 9.846.757 krónur en 8. september 2011 hafi engin krafa verið á hendur stefnda. Um hinar umdeildu færslur segir orðrétt: „Þann 31. desember 2010 lækkaði skuld Jóhannesar við H-12 ehf. um kr. 5.621.974. Hér var um að ræða skuldajöfnun á viðskiptareikning Margeirs Þorgeirssonar. Telja verður óvenjulegt að umrædd skuldajöfnun hafi verið gerð þar sem Margeir tók persónulegt lán til þess að greiða skuldir H-12 ehf. ...... Með þessari skuldajöfnun er félagið að greiða Margeiri skuld sína við hann með kröfu sem félagið átti á Jóhannes. Bent skal á að samkvæmt gögnum úr bókhaldi félagsins var umrædd færsla gerð þann 12. september 2011.“ Í skýrslu sem skiptastjóri þrotabús H-12 ehf. tók af Jennýju Lárusdóttur, fyrrverandi starfsmanni og bókara hins gjaldþrota félags 4. september 2012, kemur fram að hún kannist við að krafa Margeirs hafi verið notuð til að lækka skuld annarra eigenda við félagið. Hún þekki þó ekki það samkomulag á milli eigenda sem kunni að liggja að baki færslunum en telur að hún hafi fært færslur sem jöfnuðu viðskiptareikninga eigenda í bókhaldið 12. september 2011. Með því hafi menn eingöngu verið að ljúka ófrágengnum málum og líklegt sé að stefndi hafi óskað eftir því að þessar færslur yrðu gerðar á þessum tíma. Haft er eftir Jennýju í skýrslunni að allar tölur sem færðar hafi verið á viðskiptamannareikninga og beiðnir um slíkar færslur hafi verið komnar frá stefnda. Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að lækkun skuldar á viðskiptareikningi stefnda var tilkomin vegna skuldajöfnunar við viðskiptareikning Margeirs Þorgeirssonar sem greiddi skuldir H-12 ehf. með persónulegu láni sem hann tók 14. ágúst 2009. Þannig var tilgangurinn með umræddum breytingum á stöðu á viðskiptareikningum eigenda sá að félagið greiddi skuldina við Margeir með kröfum sem félagið átti á stefnda og aðra fyrrum eigendur félagsins. Þá er upplýst að færslan hafi verið gerð 12. september 2011 og verður að miða breytinguna við það tímamark óháð því að henni hafi verið ætlað að taka gildi við lok ársins 2010 og hafi verið færð í bókhaldið 31. desember það ár. Að því virtu koma ekki til álita sjónarmið stefnanda um að umþrætt breyting á færslum í bókhaldi stefnanda sé gjafagerningur sem sé riftanlegur samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. enda eru sjónarmið stefnanda í þá veru einvörðungu byggð á því að ráðstöfunin verði miðuð við 31. desember 2010. Að mati dómsins þykir ekkert það fram komið í málinu sem styður sjónarmið stefnda um að nefndar bókhaldsfærslur hafi verið leiðréttingar á rangri færslu bókhalds frá 2009. Þá þykir heldur ekki hafa verið sýnt fram á það að heimild hafi verið til slíkrar skuldajöfnunar sem að framan er getið og nægir í þeim efnum að vísa til þess að þegar færslurnar voru gerðar í bókhaldi stefnanda hafði bú H-12 ehf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. Var stefndi því á engan hátt bær til þess að gefa fyrirmæli um að gera færslurnar, enda hafði skipaður skiptastjóri þegar tekið við umráðum búsins, sbr. 72. og 74. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá liggur fyrir að stefnda var eða mátti vera kunnugt um gjaldþrot félagsins. Fyrir dómi greindi stefndi frá því aðspurður að honum hefði verið kunnugt um það að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta þegar færslan var gerð. Sú háttsemi sem að framan er lýst um breytingar á viðskiptamannareikningum eigenda, er að mati dómsins ráðstöfun sem fellur undir regluna í 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. sem mælir fyrir um að heimilt sé að rifta öðrum ráðstöfunum. Í ákvæðinu kemur ekki fram hvaða ráðstafanir geti talist aðrar ráðstafanir og verður að líta svo á reglan sé víðtæk og nái til hvers konar ráðstafana annarra en greiðslna sem gerðar hafa verið eftir frestdag. Fyrir liggur að skuld stefnda á viðskiptareikningi hans hjá félaginu var ekki lengur til staðar vegna hinnar umdeildu ráðstöfunar og er því uppfyllt það almenna skilyrði riftunar að þrotabúið hafi orðið fyrir tjóni og að riftunin leiði til hærri úthlutunar úr búinu. Ekki eru nein efni til að fallast á að hin umdeilda ráðstöfun hafi verið nauðsynleg í þágu atvinnurekstrar þrotamanns, að hún hafi verið eðlileg með tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánadrottna eða til að fullnægja daglegum þörfum. Stefnandi byggir riftunarkröfu sínar einnig á 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. þar sem ráðstöfunin hafi á ótilhlýðilegan hátt orðið til þess að krafa á hendur stefnda hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum og að stefndi hafi vitað eða mátt vita á þeim tíma sem ráðstöfunin var gerð að stefnandi var ógjaldfær. Stefndi mótmælir þessu og bendir á að skilyrði skorti til þess að beita megi 141. gr. laganna þar sem stefndi sé ekki kröfuhafi í skilningi laganna. Fallist er á þetta með stefnda enda er ekki upplýst í málinu að stefndi sé kröfuhafi í búi stefnanda og verður krafa stefnanda um riftun því ekki byggð á ákvæðum 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Samkvæmt því sem fram er komið verður fallist á dómkröfu stefnanda um að rift verði samkvæmt 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 þeirri ráðstöfun H-12 ehf. frá 12. september 2011 að fella niður skuld stefnda á viðskiptareikningi hans hjá félaginu. Að því er varðar gildi ætlaðs samnings á milli hluthafa félagsins vegna láns frá Festu lífeyrissjóði þá hefur hann ekki áhrif á niðurstöðu málsins þegar af þeirri ástæðu að hvorki stefndi né aðrir hluthafar félagsins voru bærir til þess að ráðstafa hagsmunum félagsins eftir að það hafði verið úrskurðað gjaldþrota. Sú ráðstöfun að millifæra 5.621.974 krónur inn á viðskiptareikning stefnda hjá hinu gjaldþrota félagi og fella með því niður skuld hans við félagið var til hagsbóta fyrir stefnda að því leyti að hann varð við þá ráðstöfun skuldlaus við félagið. Fari riftun fram samkvæmt 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. skal sá sem hag hafði af ritanlegri ráðstöfun greiða bætur eftir almennum reglum, sbr. 3. mgr. 142. gr. laganna. Í samræmi við framangreinda niðurstöðu dómsins um riftun verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda bætur sem nema sömu fjárhæð og þeirri sem stefndi hagnaðist um með ráðstöfuninni, eða 5.621.974 krónur, með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Stefndi var einn eigenda félagsins H-12 ehf., áður Húsaness ehf. Hlaut honum að vera ljós fjárhagsleg staða félagsins sem úrskurðað var gjaldþrota fjórum dögum áður en stefndi gaf bókara félagsins fyrirmæli um að gera þær millifærslur sem um ræðir. Varakrafa stefnda um lækkun á umkröfðum fjárhæðum er studd sömu rökum og sýknukrafa stefnda. Í samræmi við niðurstöðu dómsins um að fallast á riftunarkröfu stefnanda og greiðslu á fjárhæð aðalkröfu stefnanda, 5.621.974 krónur, kemur varakrafa stefnda ekki til álita. Krafa stefnda um sýknu er öðrum þræði byggð á skuldajöfnuði, 6.000.000 króna, samkvæmt heimild í 1. mgr. 100. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Kröfuna byggir stefnandi á 5. gr. í ráðningarsamningi milli Húsaness ehf. og stefnda. Þar segir að félagið leggi til og reki bifreið fyrir stefnda að fjárhæð 6.000.000 króna. Að mati dómsins felur ákvæðið í sér fyrirheit félagsins um að leggja stefnda til bifreið að greindu verðmæti til afnota fremur en að stefndi hafi á grundvelli ákvæðisins öðlast fjárkröfu á hendur stefnanda. Verður því ekki fallist á það með stefnda að ákvæði ráðningasamningsins feli í sér fjárkröfu sem stefndi eigi á stefnanda þannig að uppfylli skilyrði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Er kröfu stefnda um skuldajöfnuð hafnað. Stefnandi krefst dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 á endurgreiðslukröfuna frá 12. september 2011 eða frá þeim degi þegar umþrættar millifærslur voru gerðar og til greiðsludags. Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda á þeim grundvelli að hana skorti lagastoð enda byggi stefnandi endurgreiðslukröfuna á 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., það er reglu sem ekki byggi á skaðabótasjónarmiðum. Fallist hefur verið á riftun þeirra ráðstafana sem um ræðir á grundvelli 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og endurgreiðslu samkvæmt aðalkröfu stefnanda. Byggir sú niðurstaða á 3. mgr. 142. gr. laganna en til greinarinnar er vísað í stefnu í kaflanum um lagarök. Að auki þykir ljóst að stefnandi reisir kröfu sína um endurgreiðslu úr hendi stefnda á því að búið hafi orðið fyrir tjóni af ráðstöfuninni. Á hinn boginn liggur fyrir að stefnandi krefst einvörðungu dráttarvaxta á endurgreiðslu kröfu sína samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Rétt þykir að fallast á kröfu stefnanda um að greiðslan beri dráttarvexti, en þó þannig að upphafstími dráttarvaxta verði 5. janúar 2013 þegar mánuður var liðinn frá því að stefndi beindi fyrst endurgreiðslukröfu að stefnda en það var með birtingu stefnu í máli þessu 5. desember 2012, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Eftir framangreindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til þess að mál þetta er samkynja tveimur öðrum málum sem rekin hafa verið samhliða máli þessu. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Rift er þeirri ráðstöfun H-12 ehf. frá 12. september 2011, sem færð var í bókhald félagsins eins og hún hefði verið gerð 31. desember 2010, um að fella niður skuld stefnda, Jóhannesar Ellertssonar, samkvæmt viðskiptareikningi hans hjá félaginu, sem nam 5.267.435 krónum, með færslu á 5.621.974 krónum inn á reikninginn þannig að staða hans varð jákvæð um 354.539 krónur. Stefndi greiði stefnanda, þrotabúi H-12 ehf., 5.621.974 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtyggingu frá 5. janúar 2013 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 300.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 542/2002
Stjórnarskrá Atvinnufrelsi Lögreglusamþykkt Veitingastaðir Skemmtanahald Kröfugerð
Deilt var um gildi breytingar sem gerð var á ákvæði lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 625/1987 sem meðal annars bannaði sýnendum nektardans að fara um meðal áhorfenda og girti fyrir hvers konar einkasýningar. Hélt V ehf. því fram að með framangreindri breytingu væri vegið að atvinnufrelsi hans, sem varið væri af 75. gr. stjórnarskrárinnar. Hann ræki löglega starfsemi, sbr. i-lið 9. gr. laga nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði og lög nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir geymdu engar reglur sem heimiluðu stjórnvöldum takmörkun þess réttar. Þótt nektardans væri leyfður lögum samkvæmt taldi Hæstiréttur engu að síður heimilt að setja þeirri atvinnustarfsemi almennar skorður í þágu velsæmis og allsherjarreglu. Í 3. gr. laga nr. 36/1988 fælust ótvíræðar heimildir til að setja um þetta reglur í lögreglusamþykkt og bæri lögreglu að hafa eftirlit með því, að þeim reglum væri fylgt og að ekki ætti sér stað refsiverð háttsemi á veitingastöðum. Einkasýningar á nektardansi færu fram í lokuðu rými innan veitingastaðanna og yrði slíku eftirliti þar ekki við komið. Fyrrnefnd breyting á lögreglusamþykktinni fæli ekki í sér bann við nektardansi en áskildi aðeins að nektardansara væri bannað að loka að sér með viðskiptamanni meðan á sýningu stæði og fara um meðal áhorfenda. Væri þetta almenn regla í samræmi við ákvæði laga nr. 36/1988 og gerði yfirvöldum kleift að fylgjast með sýningum á nektardansi og ganga úr skugga um, að allsherjarreglu og velsæmis væri gætt og að ekki færi fram refsiverð háttsemi í næturklúbbum. Leyfi V ehf. til að reka næturklúbb gæti þannig ekki falið í sér heimild honum til handa til þess að láta svokallaðan einkadans fara fram í lokuðu rými á veitingastaðnum eða leyfa för sýnenda meðal áhorfenda. Þessir þættir í rekstri V ehf. yrðu því ekki taldir atvinnustarfsemi, sem nyti verndar 75. gr. stjórnarskrárinnar. Voru Í og R því sýknaðir af kröfum V ehf.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandinn íslenska ríkið skaut máli þessu til Hæstaréttar 9. desember 2002 og áfrýjandinn Reykjavíkurborg áfrýjaði málinu 11. sama mánaðar. Áfrýjendur krefjast þess aðallega, að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. október 2002, þar sem frávísunarkröfu þeirra var hafnað, verði felldur úr gildi, hinn áfrýjaði dómur ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. Til vara krefjast þeir þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og þeir sýknaðir af kröfu stefnda. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar in solidum úr hendi áfrýjenda fyrir Hæstarétti. I. Í stefnu gerði stefndi eftirfarandi dómkröfur auk málskostnaðarkröfu: „I. Að viðurkennt verði með dómi að ákvæði 2. gr. samþykktar nr. 548/2002 um breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 625/1987, sem undirrituð var í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þann 16. júlí s.l. og birt var í stjórnartíðindum þann 31. júlí s.l., verði dæmd ógild. II. Að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefndu in solidum vegna þess tjóns sem breytingin mun valda á starfsemi stefnanda.“ Í þinghaldi 18. september 2002 breytti stefndi I. lið dómkrafna sinna á þann veg, að framangreint ákvæði yrði dæmt ógilt að því er varðar lokamálsgreinar þess um að sýnendum sé óheimilt að fara um meðal gesta og hvers konar einkasýningar séu óheimilar, en til vara eingöngu hvers konar einkasýningar. Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu, að I. liður kröfugerðar stefnda eins og honum var breytt 18. september 2002 uppfyllti skilyrði ákvæða laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og féllst ekki á það, að slíkir annmarkar væru á henni, að leiddi til frávísunar hennar. Hins vegar var kröfu stefnda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu áfrýjenda vísað frá dómi með vísan til e-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Áfrýjendur telja, að dómkröfur stefnda og sakarefni málsins fjalli ekki um tiltekna háttsemi eða atvik heldur um gildi tiltekinna réttarreglna, sem almenna þýðingu hafi án tengsla við ákveðið og sérgreint sakarefni. Séu kröfurnar því andstæðar 25. gr. og 80. gr. laga nr. 91/1991. Skilja verður breytta kröfugerð stefnda á þann veg, að dæmt verði að honum sé, þrátt fyrir ákvæði 2. gr. samþykktar nr. 548/2002, heimilt að hafa einkasýningar í veitingahúsi sínu og láta sýnendur fara um meðal áhorfenda. Stefndi telur, að önnur niðurstaða hafi í för með sér mikla röskun á starfsemi sinni, sem hafi að mestu leyti falist í einkasýningum í lokuðu rými. Því sé honum nauðsyn að fá dóm um það, hvort umrætt ákvæði lögreglusamþykktarinnar eigi sér lagastoð. Telja verður, að stefndi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um þetta álitaefni. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms, að báðir áfrýjendur séu réttir aðilar máls þessa. II. Frá árinu 1999 hefur forsvarsmaður stefnda rekið veitingastaðinn Óðal að Austurstræti 12a í Reykjavík. Með lögum nr. 66/2000, sem breyttu lögum nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði, var veitingastöðum fjölgað um fjóra flokka og meðal þeirra voru næturklúbbar. Í i-lið 9. gr. laga nr. 67/1985 er næturklúbbur skilgreindur sem „Veitingastaður með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem aðaláhersla er lögð á áfengisveitingar og sýningu á nektardansi í atvinnuskyni.“ Með bréfi lögreglustjórans í Reykjavík 7. desember 2000 fékk stefndi leyfi til að reka næturklúbb að Austurstræti 12a í Reykjavík. Stefndi kveður ávallt hafa verið boðið upp á einkadans á veitingastaðnum, en hann hafi farið fram með þeim hætti, að dansari og viðskiptamaður færu saman í lokað rými, þar sem dansarinn sýndi nektardans fyrir viðskiptavininn gegn greiðslu. Segir stefndi nektardans nær eingöngu hafa farið fram á þennan hátt. Stefndi hefur ekki rökstutt sérstaklega hvaða hagsmuni hann hafi af því, að sýnendum sé heimilt að fara um meðal áhorfenda. Breyting var gerð á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 625/1987 með samþykkt nr. 548/2002, sem staðfest var af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 16. júlí 2002, sbr. 4. gr. laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir, og birt í Stjórnartíðindum 31. júlí sama ár. Samkvæmt breytingunni bættist ný málsgrein við 30. gr. lögreglusamþykktarinnar, sem meðal annars bannaði sýnendum að fara um meðal áhorfenda og girti fyrir hvers konar einkasýningar. Eins og lýst er í héraðsdómi var breyting þessi gerð að gefnu tilefni og að vel undirbúnu máli, en samkvæmt niðurstöðu rannsóknar, sem unnin var á vegum dómsmálaráðherra, lá fyrir rökstuddur grunur um, að refsivert atferli þrifist í tengslum við starfsemi nektardansstaða. Stefndi heldur því fram, að með framangreindri breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík sé vegið að atvinnufrelsi hans, sem varið sé af 75. gr. stjórnarskrárinnar. Því aðeins megi setja atvinnufrelsi skorður, að það sé gert með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Hann reki löglega starfsemi, sbr. i-lið 9. gr. laga nr. 67/1985, og hafi til þess leyfi réttra stjórnvalda. Lög nr. 36/1988 geymi engar reglur, sem heimili stjórnvöldum takmörkun þessa réttar. III. Eins og að framan greinir hefur stefndi leyfi lögreglustjórans í Reykjavík til að reka næturklúbb, en næturklúbbur er skilgreindur sem veitingastaður, þar sem aðaláherslan er lögð á áfengisveitingar og sýningu á nektardansi í atvinnuskyni, sbr. i-lið 9. gr. laga nr. 67/1985. Í 3. gr. laga nr. 36/1988 segir, að í lögreglusamþykkt skuli, eftir því sem þurfa þyki, kveða á um það, sem varðar allsherjarreglu, svo sem reglu og velsæmi á og við almannafæri, og skemmtanahald. Í 2. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík er almannafæri skilgreint meðal annars sem staðir, sem opnir eru almenningi, þar á meðal veitingastaðir. Í 2. mgr. 3. gr. lögreglusamþykktarinnar segir, að enginn megi sýna öðrum áreitni á almannafæri eða sýna þar af sér ósæmilega háttsemi. Samkvæmt þessu á lögreglan að halda uppi lögum og reglu á veitingastöðum eins og annars staðar á almannafæri í samræmi við hlutverk sitt, sbr. 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Opinbert leyfi stefnda nær til þess að reka næturklúbb. Í því felst leyfi til að láta nektardans fara fram á veitingastaðnum, en slíkur dans er ekki nánar skilgreindur í lögum. Þótt nektardans sé leyfður lögum samkvæmt, er engu að síður heimilt að setja þeirri atvinnustarfsemi almennar skorður í þágu velsæmis og allsherjarreglu. Í fyrrgreindum ákvæðum laga nr. 36/1988 felast ótvíræðar heimildir til að setja um þetta reglur í lögreglusamþykkt og ber lögreglu að hafa eftirlit með því, að þeim reglum sé fylgt og að ekki eigi sér stað refsiverð háttsemi á veitingastöðum. Einkasýningar á nektardansi fara fram í lokuðu rými innan veitingastaðanna og verður slíku eftirliti þar ekki við komið. Breyting sú á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík, sem hér er fjallað um, felur ekki í sér bann við nektardansi en áskilur aðeins að nektardansara sé bannað að loka að sér með viðskiptamanni meðan á sýningu stendur og fara um meðal áhorfenda. Er þetta almenn regla í samræmi við ákvæði laga nr. 36/1988 og gerir yfirvöldum kleift að fylgjast með sýningum á nektardansi og ganga úr skugga um, að allsherjarreglu og velsæmis sé gætt og að ekki fari fram refsiverð háttsemi í næturklúbbum. Leyfi stefnda til að reka næturklúbb getur þannig ekki falið í sér heimild honum til handa til þess að láta svokallaðan einkadans fara fram í lokuðu rými á veitingastaðnum eða leyfa för sýnenda meðal áhorfenda. Þessir þættir í rekstri stefnda verða því ekki taldir atvinnustarfsemi, sem njóti verndar 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar af þessari ástæðu ber að sýkna áfrýjendur af kröfum stefnda og geta aðrar málsástæður hans ekki leitt til annarrar niðurstöðu. Eftir öllum atvikum þykir rétt að fella niður málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjendur, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, skulu vera sýknir af kröfum stefnda, Veitingahússins Austurvelli ehf. Málskostnaður fellur niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. nóvember 2002. Mál þetta sem dómtekið var 13. þessa mánaðar er höfðað með stefnu birtri 15. ágúst sl. Mál þetta sætir flýtimeðferð samkvæmt 123. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi er Veitingahúsið Austurvöllur ehf. Stefndu eru Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, Reykjavík, og íslenska ríkið. Dómkröfur stefnanda eru þessar: I. Að viðurkennt verði með dómi að ákvæði 2. gr. samþykktar nr. 548/2002 um breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 625/1987, sem undirrituð var í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þann 16. júlí í s.l. og birt var í stjórnartíðindum þann 31. júlí s.l., verði dæmd ógild að því er varðar lokamálsgreinar ákvæðisins um að sýnendum sé óheimilt að fara um meðal gesta og hvers konar einkasýningar séu óheimilar. II. Til vara að viðurkennt verði með dómi að ákvæði 2. gr. samþykktar nr. 548/2002 um breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 625/1987, sem undirrituð var í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þann 16. júlí í s.l. og birt var í stjórnartíðindum þann 31. júlí s.l., verði dæmd ógild að því er varðar að hvers konar einkasýningar séu óheimilar. III. Þá er krafist málskostnaðar. Dómkröfur stefnda, Reykjavíkurborgar, eru þær að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Dómkröfur stefnda, íslenska ríkisins, eru þær að íslenska ríkið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað. MÁLSATVIK Á fundi borgarráðs 16. mars 1999 var ákvörðun tekin um að óska eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið, samgönguráðuneytið og dómsmálaráðuneytið um aðgerðir til að sporna við starfsemi svonefndra „erótískra veitingastaða". Í kjölfarið var viðræðunefnd Reykjavíkurborgar og ráðuneytanna stofnuð þar sem einn fulltrúi var tilnefndur frá hverjum aðila. Tilefni stofnunar viðræðunefndarinnar var að nektarstöðum fjölgaði jafnt og þétt án þess að borgaryfirvöld teldu sig hafa nokkur úrræði til að sporna við þeirri þróun eða hafa nokkra stjórn á stöðunum. Á sama tíma höfðu verið uppi umræður um vafasama starfsemi sem tengdist stöðunum og grunur um ýmis lögbrot sem þar væru hugsanlega framin. Slíkar umræður urðu t.d grundvöllur að fyrirspurnum á Alþingi um vændisstarfsemi, sem beint var til dómsmálaráðherra, og um eftirlit með vændi. Kemur fram í gögnum málsins að losarabragur var á öllum þeim málum er tengdust rekstri nektardansstaðanna, dansararnir komu til landsins á undanþáguheimild b-liðar 14. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 133/1994 og þurftu því ekki atvinnuleyfi og engin leið var að fylgjast með þeim sem komu til landsins í þessum erindagjörðum. Enginn greinarmunur var gerður í lögum á skemmtistað eða nektardansstað og því talið erfitt að setja sérreglur um aðra hvora starfsemina. Niðurstöður viðræðuhóps Reykjavíkurborgar og félags- og dómsmálaráðuneytis leiddu til breytinga sem gerðar voru á lögum nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði og á lögum nr. 133/1994 um atvinnuréttindi útlendinga. Hinn 7. apríl 2000 barst dómsmálaráðherra beiðni frá Alþingi um skýrslu um samanburð á lagaumhverfi á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum varðandi löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl. Var skýrsla þess efnis lögð fyrir Alþingi 15. jan. 2001. Segir í málatilbúnaði stefnda að á sama tíma og sú umræða varð æ háværari í þjóðfélaginu að vændi þrifist á Íslandi og væri einnig tengt rekstri og starfsemi nektardansstaða hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að rannsókn yrði unnin um þetta efni og fól hann rannsóknamiðstöðinni Rannsóknum og greiningu verkið. Skýrslan var gefin út í mars 2001 (Vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess, áfangaskýrsla). Skýrslan leiddi í ljós að vændi ætti sér stað á Íslandi meðal þeirra hópa sem athugunin náði til, það er vændi meðal ungs fólks í vímuefnaneyslu og vændi tengt starfsemi nektardansstaða. Rannsóknin beindist hins vegar ekki að því að kanna umfang vændis. Hinn 10. apríl 2001 skipaði dómsmálaráðherra þverfaglega nefnd til að gera tillögur um viðbrögð við niðurstöðum þeirra tveggja skýrslna sem nefndar eru að framan, þ.e. annars vegar skýrslu um samanburð á lagaumhverfi á Íslandi og annar staðar á Norðurlöndum varðandi löggjöf og eftirlit með klámi og vændi o. fl. og hins vegar um vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess. Í skipunarbréfi sagði nánar að nefndinni væri meðal annars falið að fara yfir gildandi refsilög sem vörðuðu vændi og kynferðislega misnotkun, rannsókn og meðferð slíkra mála, þ.m.t. hjálparúrræði fyrir þolendur og hvort unnt væri að veita börnum og unglingum ríkari refsivernd á þessu sviði. Einnig yrði kannað hvort ástæða væri til að setja reglur um rekstur og starfsemi nektardansstaða. Nefndin skilaði skýrslu 16. apríl 2002 (Skýrsla nefndar sem falið var að gera tillögur um úrbætur vegna kláms og vændis). Í skýrslunni er að finna nokkuð ítarlega umfjöllun um rekstur og starfsemi nektardansstaða og réttarstöðu dansara og tillögur til úrbóta í þessum málum. Nefndin lagði m.a. til að sérstakar reglur yrðu settar um athafnir dansara á nektardansstöðum og að einkadans yrði ekki leyfður. Vísaði nefndin til skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar og lögreglustjórans í Reykjavík í þessu tilliti en starfshópurinn var stofnaður meðan vændisnefnd sat að störfum og var falið það hlutverk að gera tillögur til úrbóta í veitingamálum borgarinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í september 2001. Í skipunarbréfi var hópnum sérstaklega falið að taka á vændi. Starfshópurinn lagði til að einkadans yrði bannaður með þeim rökum sem fram koma í skýrslunni. Hinn 4. desember 2001 var skrifstofu borgarstjórnar falið að móta frumvarp að breytingum á lögreglusamþykkt Reykjavíkur í samræmi við tillögur starfshóps borgarstjóra og lögreglustjórans í Reykjavík varðandi úrbætur í veitingamálum. Skrifstofa borgarstjórnar óskaði eftir áliti borgarlögmanns á ætluðum breytingum. Breytingartillögurnar voru lagðar fyrir borgarráð hinn 12. mars 2002. Borgarráð var samþykkt breytingunum en ákvað að óska eftir umsögn dómsmálaráðuneytisins áður en þær yrðu lagðar fyrir borgarstjórn. Hinn 24. apríl svaraði dómsmálaráðuneytið erindi borgarstjóra þar sem það taldi ekkert standa því í vegi að staðfesta umræddar breytingar á lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Hinn 23. maí óskaði svo borgarstjórinn í Reykjavík eftir staðfestingu ráðuneytisins á umræddum breytingum. Að fengnu áliti ríkislögreglustjóra, sem gerði ekki athugasemdir við breytingarnar, tilkynnti ráðuneytið borgarstjóra með bréfi, dags. 17. júlí, að það hefði staðfest breytingarnar. Breyting þessi á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík fól í sér að ný málsgrein (4. mgr.) bættist við 30. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 625/1987, sbr. 2. gr. samþykktar nr. 548/2002 svohljóðandi: Í janúar 2001 fékk stefnandi rekstrarleyfi sem næturklúbbur á grundvelli laga nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði, sbr. i-lið l. mgr. 9. gr. þeirra laga. Segir í málatilbúnaði stefnanda að frá upphafi hafi verið boðið upp á einkadans í rekstri stefnanda, en hann hafi farið fram með þeim hætti, að dansari og viðskiptamaður fari saman í lokað rými þar sem dansarinn dansi nektardans fyrir viðskiptavininn gegn greiðslu. Reksturinn hafi verið óáreittur af yfirvöldum enda telji stefnandi hann í samræmi við ákvæði laga 67/1985 um veitinga- og gististaði, sbr. i-lið 1. mgr. 9. gr. þeirra laga. Á grundvelli þessa lagaákvæðis hafi Reykjavíkurborg afgreitt leyfi til stefnanda og staðurinn verið óáreittur í rekstri sínum, enda hafi aldrei legið neinar kærur fyrir á hendur honum né athugasemdir borist frá yfirvöldum um rekstur hans. Allt hafi verið gert til að reksturinn samrýmdist þeim reglum sem starfsemi hans er undirorpin. Stefnandi telur að hið nýja ákvæði standist ekki lög. Hann hafi gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að afstýra því að umdeild breyting á lögreglusamþykktinni næði fram að ganga. Bendir stefnandi á bréf lögmanns síns til skrifstofu borgarstjórnar, dags. l. mars 2002, bréf forsvarsmanns stefnanda til borgarstjóra dags. 23. apríl 2002, og bréf hans til dómsmálaráðherra, dags. 5. júlí 2002. Þrátt fyrir þessar bréfaskriftir og fyrirliggjandi álit borgarlögmanns um að verulegur vafi léki á því að breyting þessi stæðist lög hafi breytingin verið samþykkt. Stefnandi telur að breytingin muni hafa í för með sér svo mikla röskun á starfsemi sinni að henni verði sjálfhætt að óbreyttu. Því sé honum nauðsyn á að fá dóm um það hvort ákvæðið standist lög. MÁLSÁSTÆÐUR OG LAGARÖK: I. Stefnandi byggir á því í fyrsta lagi að með 2. gr. samþykktarinnar, sbr. 4. mgr. 30. gr. lögreglusamþykktarinnar, sé vegið að atvinnufrelsi hans sem varið sé af 75. gr. stjórnarskrárinnar. Á grundvelli þess ákvæðis sé öllum frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi megi þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Ljóst sé að stjórnvöld geti ekki haft óheft mat á ákvörðunum sínum um það hvernig atvinnufrelsið sé skert. Starfsemi stefnanda sé lögleg starfsemi, grundvölluð á ákvæðum laga nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði, þar sem sérstaklega sé gert ráð fyrir nektardansi í atvinnuskyni, sbr. i-lið 9. gr. laganna. Komi upp vafatilvik um það hvort vegið sé að atvinnufrelsinu sé ljóst að skýra eigi vafann því í hag. Löggjafinn verði að mæla fyrir um meginreglur þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar sem talin er nauðsynleg í samfélaginu. Í lögum nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir sé ekki að finna neinar slíkar efnisreglur. Að auki sé sérstaklega gert ráð fyrir þeirri atvinnustarfsemi í lögum sem hið nýja ákvæði í 30. gr. lögreglusamþykktarinnar hafi nú sett verulegar skorður við frá því sem var. Viðurkennt sé í íslenskum rétti að virða beri að vettugi ákvæði stjórnvaldsfyrirmæla sem annaðhvort skorti stoð í lögum eða gangi í berhögg við ákvæði laga. Í raun eigi bæði atriðin við um hið nýja ákvæði 30. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Með því að banna starfsemi sem verið hafi lögleg, enda grundvölluð á lögum nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði, sé ljóst að atvinnufrelsi hans hafi verið skert. Skilyrði ákvæðis 75. gr. stjórnarskrárinnar um lagaboð frá Alþingi hafi hins vegar ekki verið virt. Ákvæði 75. gr. stjórnarskrárinnar um lagaáskilnað varðandi slíkar réttinda­skerðingar sé alveg skýrt. Í öðru lagi sé með 2. gr. samþykktarinnar, sbr. 4. mgr. 30. gr. lögreglu­samþykktarinnar, vegið að jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þar komi fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Það að ákveðin atvinnustarfsemi sem sé bönnuð í einu sveitarfélagi sé leyfð í öðru standist ekki það ákvæði. Með því sé vegið að frelsi manna til að stunda atvinnustarfsemi eftir því hvar starfsemin er staðsett á landinu. Þrátt fyrir að ákvæði laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir veiti sveitarfélögum ákveðið frelsi til ákvörðunar um efni lögreglusamþykktar innan hvers sveitarfélags takmarki 65. gr. stjórnarskrárinnar hversu langt reginmismunun milli staða á landinu geti náð. Í þriðja lagi sé með 2. gr. samþykktarinnar, sbr. 4. mgr. 30. gr. lögreglusamþykktarinnar, vegið að friðhelgi eignarréttarins, eins og hann sé verndaður af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ljóst sé að ef hið nýja ákvæði í 30. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur standi séu allar forsendur fyrir rekstri stefnanda brostnar. Skýra lagaheimild þurfi til að skerða megi friðhelgi eignarréttarins og það hvað einstaklingar og lögaðilar aðhafast á eignum sínum. Hvorki lögreglusamþykkt Reykjavíkur né ákvæði laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir veiti heimild til skerðingar á eignarrétti stefnanda. Að auki sé ekki jafnræði við þessa eignaskerðingu, en almennt hafi verið lagt til grundvallar að til þess að svo almenn eignaskerðing geti átt sér stað verði hún að ná til allra í sambærilegri stöðu. Slíkt eigi vitaskuld ekki við, þar sem um sé að ræða staðbundna eignaréttarskerðingu innan marka sveitarfélagsins Reykjavíkur. Í fjórða lagi sé með gildistöku 2. gr. samþykktarinnar, sbr. 4. mgr. 30. gr. lögreglusamþykktarinnar, gengið gegn óskráðri lögmætisreglu stjórnsýslunnar, sem komi fram í því að ákvörðun stjórnvalda verði að eiga sér stoð í lögum. Um sé að ræða eina af grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu og stjórnskipunar. Viðurkennt sé að enn ríkari kröfur verði að gera til lögmætisreglunnar, þegar um sé að ræða persónulega og fjárhagslega hagsmuni og réttindi frelsisákvæða stjórnarskrárinnar séu í húfi. Jafn rík réttindi og atvinnufrelsi, eignarréttur og jafnræði þegnanna verði ekki skert með ákvörðunum stjórnvalda, nema í ákveðnum þröngum undantekningar- tilvikum á grundvelli framsals frá löggjafanum. Í því efni hafi verið miðað við að framsalið frá löggjafanum til framkvæmdavaldsins verði að vera skýrt afmarkað og skilgreint svo að það teljist standast þær stjórnskipulegu reglur sem um slíkt gildi. Svo rúma heimild sé ekki að finna í lögum nr. 36/1988. Stjórnvöldum sé ekki heimilt að ákvarða allt í einu með ákvæði í lögreglusamþykkt Reykjavíkur að starfsemi sem hingað til hafi verið lögleg og sótt stoð sína til settra laga, sem hafi ekki verið breytt, geti allt í einu verið bönnuð á grundvelli stjórnvaldsfyrirmæla, sem sæki stoð sína til lagaákvæðis sem fjalli með óskilgreindum hætti um jafn óhöndlanleg hugtök og reglu og velsæmi á og við almannafæri, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 36/1988. Stjórnvöld geti ekki skert hagsmuni lögaðila og einstaklinga án þess að lög mæli fyrir um að slíkt megi eða skuli gera. Í íslenskri lögfræði hafi verið viðurkennt að löggjöf verði að mæla fyrir um meginreglur þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar sem talin sé nauðsynleg í samfélaginu. Augljóst sé að brotið sé á stefnanda með umræddri breytingu á lögreglusamþykkt Reykjavíkur á þessari reglu, sem stefndu hafi sett með stoð í mjög svo ónákvæmu lagaákvæði, sem hvorki afmarki né takmarki heimila réttindaskerðingu. Það sé hins vegar viðurkennt varðandi framsal á löggjafarvaldi að þær heimildir sem af viðkomandi lögum séu leiddar verði að vera innan þeirra efnismarka sem lögin setja og í samræmi við meginefni þeirra. Slíkt sé af og frá í þessu tilviki. Ekki verði séð að sú réttindaskerðing sem deilt er um í þessu máli rúmist innan tilvitnaðs lagaákvæðis og verði svo talið sé ljóst að of langt hafi verið seilst í framsali valds sem með réttu eigi að rúmast innan vébanda löggjafans. Með því sé þar með brotið gegn valdskiptingarákvæði 2. gr. stjórnarskrárinnar. Í fimmta lagi hafi löggjafinn gert ráð fyrir rekstri nektardansstaða í ákvæðum laga nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði. Í i-lið 9. gr. þeirra laga sé næturklúbbur skilgreindur með þeim hætti að um sé að ræða veitingastað með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem aðaláhersla sé lögð áfengisveitingar og sýningu á nektardansi í atvinnuskyni. Þar komi ekki fram nein frekari útlistun, takmörkun eða skilgreining á því hvað falli innan hugtaksins nektardans. Hins vegar hafi nektardansstaðir frá upphafi boðið upp á svonefndan einkadans, enda hafi hann verið löglegur og enginn amast við honum. Með því að setja ákvæði í lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík sem banni slíkan dans sé verið að breyta settum lögum sem löggjafinn hafi ekki séð ástæðu til að breyta. Slíkt standist vitaskuld ekki þá grundvallarreglu stjórnskipunarinnar að stjórnvaldsfyrirmæli breyti ekki settum lögum. Slíkt sé í andstöðu við viðurkenndar grunnreglur um valdmörk stjórnvalda og löggjafans, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar. Í sjötta lagi kveðst stefnandi leiða það af ákvæðum l. gr. laga nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði að samgöngumálaráðuneytinu hafi verið falin umsjá með veitinga- og gistihúsum. Með því að borgaryfirvöld og ríki hafi á grundvelli laga nr. 36/1988 farið inn á valdsvið þess hafi verið um að ræða valdþurrð sem leiði til ógildis stjórnvaldsgerðarinnar samkvæmt íslenskum rétti. Í sjöunda lagi kveðst stefnandi byggja kröfu sína á því að í 2. gr. laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir komi fram að ráðherra setji reglugerð um lögreglusamþykktir sem sé fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaganna. Í greinargerð með 2. gr. frumvarpsins, sem varð að lögum nr. 36/1988, komi fram að æskilegt sé að efni lögreglusamþykkta sé samræmt eftir föngum. Á þessari fyrirmynd sé ekki að byggja þar sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur aldrei sett umrædda reglugerð. Það breyti þó ekki því að gert sé ráð fyrir ákveðinni samræmingu milli sveitarfélaganna um lögreglusamþykktir. Vegna þess verði að telja það vera í skýrri andstöðu við efni 2. gr. laganna að heimila ákveðnum sveitarfélög frelsisskerðingu á réttindum einstaklinga og lögaðila innan marka þess, meðan einstaklingar og lögaðilar í öðrum sveitarfélögum þurfi ekki að þola slíkt. Slíkt sé í andstöðu við áðurnefnda 2. gr. laganna. Stefnandi vísar um réttarheimildir til 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. stjórnskipunarlög nr. 97/1995 um atvinnufrelsi, 65. gr. stjórnarskrárinnar um jafnræði þegnanna, 72. gr. hennar um friðhelgi eignarréttarins, óskráða lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins, viðurkenndra reglna um valdmörk stjórnvalda og löggjafans, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar, og reglna stjórnsýsluréttarins um valdþurrð. Þá er og byggt á reglum um lagastoð fyrir stjórnvaldsfyrirmælum, sbr. og 2. gr. og 3. gr. laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir. Kröfur um dráttarvexti styður stefnandi við III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Kröfur um málskostnað styður stefnandi við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. II Af hálfu íslenska ríkisins er því haldið fram að samkvæmt 3. gr. laga um lögreglusamþykktir nr. 36/1988 skuli í lögreglusamþykkt sveitarfélags kveða á um það sem varðar allsherjarreglu, svo sem varðandi reglu og velsæmi á og við almannafæri og í tengslum við skemmtanahald. Samkvæmt 4. gr. laganna sé það sveitarstjórn sem semji frumvarp til lögreglusamþykktar og sendi dómsmálaráðuneytinu til staðfestingar. Óheimilt sé samkvæmt ákvæðinu að setja í lögreglusamþykkt ákvæði sem sveitarstjórn fallist ekki á. Breyting sú sem deilt er um í málinu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík sé að tilhlutan meðstefnda, Reykjavíkurborgar, þar sem hún sem sveitarfélag hafi skilgreint þau velsæmismörk og allsherjarreglu sem hún telji við hæfi á og við almannafæri, þar með talið á veitingastöðum og næturklúbbum. Sé sú tilhögun laga nr. 36/1988 í samræmi við 78. gr. stjórnarskrár. Í því efni sé borgarstjórn innan sinna valdheimilda og dómsmálaráðuneyti beri að staðfesta þá breytingu sem um ræði enda hafi verið rétt að afgreiðslu hennar staðið af hálfu meðstefnda. Þannig hafi ráðuneytið fullnægt þeirri skyldu samkvæmt lögum. Atbeini ráðuneytisins sé því á engan hátt þess eðlis að það geti verið aðili að máli um dómkröfur stefnanda og hafi í engu uppfyllt bótaskilyrði þannig að með staðfestingunni hafi ráðuneytið stofnað til bótaábyrgðar íslenska ríkisins. Beri því að sýkna af öllum kröfum stefnanda þar sem stefndi geti ekki átt aðild að málinu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Verði ekki fallist á aðildarskort byggir stefndi á eftirfarandi. Ný málsgrein hafi bæst við 30. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 625/1987, sbr. 2. gr. samþykktar nr. 548/2002. Hafi frumvarp til breytingarinnar verið samþykkt í borgarstjórn, hún staðfest og gefin út af dómsmálaráðherra þann 16. júlí síðastliðinn, birt í stjórnartíðindum 31. sama mánaðar og tekið þegar gildi. Samþykktin hafi verið samin og samþykkt á grundvelli laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir. Með breytingunni sé kveðið á um að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi (nektardansstað) skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og að sýnendum sé óheimilt að fara um á meðal áhorfenda. Samkvæmt ákvæðinu séu hvers konar einkasýningar óheimilar. Stefndi byggi á því að ákvæðið sé í fullu samræmi við ákvæði laga nr. 36/1988 og stangist á engan hátt á við 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 13. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995. Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 36/1988 sé mælt fyrir um að í lögreglusamþykkt skuli, eftir því sem þurfa þyki, kveða á um það sem varðar allsherjarreglu. Sé þar nefnt í a-lið það sem varði reglu og velsæmi á og við almannafæri, auk alls sem lúti að því að draga úr hættu og óþægindum, umferð og öryggi fólks, góðri umgengni og hreinlæti á almannafæri, svo eitthvað sé nefnt. Einnig sé kveðið á um í b-lið að undir það sem varði allsherjarreglu skuli teljast opnunar- og lokunartími veitingastaða, skemmtanahald og fleira. Þá sé einnig fellt undir allsherjarreglu í lögreglusamþykktum verslun og önnur atvinna á almannafæri. Stefndi byggir á því að hið umdeilda ákvæði 4. mgr. 30. gr. lögreglusamþykktarinnar, sbr. 2. gr. samþykktar nr. 548/2002, rúmist ótvírætt innan þeirra efnisákvæða laganna sem að framan er lýst. Í lögum um lögreglusamþykktir séu þannig nægjanlega skýr efnisákvæði sem löggjafinn hafi nægjanlega skilgreint og afmarkað gagnvart ákvæði 75. gr. stjórnarskrár. Í lögunum sé þannig sérstaklega lögð sú skylda á stjórnvöld að hlutast til um að halda uppi allsherjarreglu með fyrirmælum í lögreglusamþykkt, og sé regla og velsæmi á og við almannafæri sérstaklega nefnd í lögunum, og einnig að allsherjarreglu sé haldið uppi varðandi veitingastaði og skemmtahald og aðra atvinnu. Óumdeilt sé að starfsemi næturklúbba sem aðgengileg sé viðskiptavinum teljist öll til þess sem almennt sé litið á sem almannafæri. Vísast bæði til þeirrar skilgreiningar sem fram kemur í 2. gr. lögreglusamþykktar um veitingahús og viðtekinnar túlkunar á hugtakinu almannafæri sem fram kemur í lögum. Á þeim vettvangi hafi löggjafinn ætlast til þess að starfsemi sé innan velsæmismarka og að allsherjarreglu sé haldið uppi. Felist það almennt í allsherjarreglu að velsæmis sé gætt og að komið sé í veg fyrir að refsiverð brotastarfsemi geti þrifist. Eins og stefnandi lýsi einkadansi felist hann í því að dansari og viðskiptamaður fari saman í lokað rými þar sem dansarinn dansi nektardans fyrir viðskiptavininn. Óumdeilt sé að bann við hvers konar einkasýningum taki til þess háttar nektardansa. Í málinu blandi stefnandi saman starfsemi nektarklúbba með nektarsýningum við það sem hljóti að teljast aðalágreiningsefni málsins, þ.e. bann við hvers konar einkasýningum á nektardansstað. Óumdeilt hljóti að teljast að starfsemi næturklúbba (nektardansstaða) sé heimil atvinnustarfsemi samkvæmt lögum, sbr. 9. gr. laga nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði, að uppfylltum skilyrðum. Þá felist tilvist og starfsemi næturklúbba (nektardansstaða) í hinu umdeilda ákvæði lögreglusamþykktarinnar. Þrátt fyrir það verði viðkomandi starfsemi að hlíta reglum sem eftir atvikum kunni að vera í lögreglusamþykkt á grundvelli laga nr. 36/1988. Hugtakið nektardans sé ekki skilgreint í lögum nr. 67/1985. Sú skilgreining hafi verið sett fram að nektardans felist í því að viðskiptavinir séu örvaðir úr fjarlægð og þeim skemmt í gegnum ímyndunarafl þeirra og hugaróra. Einkadansi hafi meðal annars verið lýst svo að í honum felist að klæðalítil eða klæðalaus kona framkvæmi sýningu fyrir karlkyns viðskiptavin með því að sitja klofvega í fangi hans eða milli læra hans í hálflokuðu eða lokuðu rými. Einkanektarsýningar felist þannig í miklu návígi dansarans og viðskiptavinarins í lokuðu eða hálflokuðu rými. Hugtakið nektardans í 9. gr. laga nr. 67/1985 verði ekki túlkað þannig að í bága fari við ákvæði annarra laga er lúta að velsæmi og allsherjarreglu eða ákvæði 209. gr. og 210. gr. almennra hegningalaga. Mótmælir stefndi því alfarið að starfsemi sem fælist í einkasýningum, eins og bann er lagt við í 4. mgr. 30. gr. lögreglusamþykktarinnar eða umferð sýnenda nektar meðal áhorfenda, njóti verndar 75. gr. stjórnarskrárinnar. Slík starfsemi sé hvergi heimiluð í lögum og skiptir engu máli hvort hún hafi verið óáreitt að mati stefnanda eða ekki. Þá sé slík starfsemi hvergi heimiluð í leyfum sem stefnandi hafi fengið til starfsemi sinnar. Greint ákvæði stjórnarskrár verndi ekki starfsemi sem sé handan við velsæmismörk og felist í einkanektarsýningum. Sama eigi við um það ef sýnendur gangi um á milli viðskiptavina. Engin venja eða lög helgi slíka starfsemi þannig að notið gæti verndar stjórnarskrár. Þannig sé engan veginn unnt að ganga út frá því að athafnir eins og einkanektarsýningar geti talist lögleg starfsemi, enda kunni þær að varða við 209. gr. eða 2. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga og séu ósamrýmanlegar 2. mgr. 3. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Hafi stefnandi þannig á engan hátt sýnt fram á lögmæti þessara athafna eins og hann lýsi þeim þar sem nekt sé sýnd í návígi. Þau gögn sem lögð séu fram af stefndu sýni einnig að rökstuddur grunur sé um að í rekstri svonefndra nektardansstaða hafi verið framin víðtæk brot gegn 206. og 208. gr. almennra hegningarlaga. Stefndi bendir á að í einhverjum tilvikum kunni að vera örðugt að meta hvenær athafnir séu ekki innan velsæmismarka. Hins vegar verði ekki hjá því komist að benda á ákvæði 209. gr. og 210. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til samanburðar. Verknaðarlýsing þeirra ákvæða lúti að því sem teljist handan við velsæmismörk þótt ekki njóti við nákvæmrar skilgreiningar á því sem teljist annað-hvort klám eða brot gegn blygðunarsemi. Engu að síður sé um gilda refsiheimild að ræða. Telur stefndi hins vegar ljóst af þeim ákvæðum og dómaframkvæmd að einkasýning, eins og sú sem falli undir 4. mgr. 30. gr. lögreglusamþykktarinnar, geti ekki talist til velsæmis í skilningi laga. Bann ákvæðisins við því að sýnendur fari um á milli viðskiptavina sé einnig til þess fallið í samræmi við lögin að halda uppi allsherjarreglu og velsæmi. Engin tilefni séu til að hnekkja því mati löggjafans að láta til sín taka með almennum fyrirmælum að haldið sé uppi allsherjarreglu og velsæmis gætt á almannafæri, ekki síst á samkomustöðum og veitingastöðum. Stefndi bendir einnig á að varhugavert sé að gera óraunhæfar kröfur til þess hversu ítarlega löggjafanum sé ætlað að skilgreina hvað telst allsherjarregla eða velsæmi, enda komi bæði hugtökin fram í sjálfri stjórnarskránni, sbr. 63., 70. og 73. gr. hennar. Þá komi hugtökin eða samheiti þeirra víða fram í lögum án nánari útskýringar. Þótt talið yrði að svonefndur einkadans og för sýnenda meðal áhorfenda nyti verndar 75. gr. stjórnarskrár vísar stefndi til þess sem að framan greinir. Um sé að ræða takmörkun á tilhögun og starfsemi næturklúbba sem styðjist við ótvíræð ákvæði í settum lögum. Almannahagsmunir krefjist þess að mati löggjafans að ákvæði séu í lögum er mæli fyrir um að takmarka megi tiltekna starfsemi veitingahúsa, þ.m.t. næturklúbba, á grundvelli allsherjarreglu, meðal annars þannig að reglu og velsæmis sé gætt. Sé það mat löggjafans að fela sveitarfélagi það frumkvæði að ákveða hvaða kröfur beri að gera til starfsemi til að hún megi teljast innan velsæmismarka. Breyting sú á ákvæði 30. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík, sem um er deilt í málinu, sé þannig í samræmi við lög og reist á málefnalegum grundvelli. Styðjist hún við það mat sem stutt er rannsóknum, að einkasýningar og för sýnenda á meðal áhorfenda stuðli að vændi. Rannsóknir hafi einnig sýnt að rökstuddur grunur hafi verið um að brotastarfsemi sem varðaði við hegningarlög og bryti gegn velsæmi væri stunduð á nektardansstöðum. Telur stefndi að almannahagsmunir mæli með því að haldið verði uppi allsherjarreglu og velsæmis gætt í samfélaginu meðal annars með þeim hætti sem felist í 4. mgr. 30. gr. lögreglusamþykktarinnar. Skilyrði 75. gr. stjórnarskrár um almannahagsmuni sé uppfyllt enda réttmætt í þágu allsherjarreglu að komið sé í veg fyrir að refsiverð og ósæmileg háttsemi þrífist á eða í tengslum við nektardansstaði. Því hafi verið réttmætt og í fullu samræmi við ákvæði laga um lögreglusamþykktir að staðfesta frumvarp borgarráðs. Varðandi lagalegan grundvöll lögreglusamþykktar gagnvart ákvæðum stjórnarskrár um atvinnufrelsi vísar stefndi meðal annars í þessu sambandi til hrd. 30. nóvember 2000 í málinu nr. 295/2000 og hrd. 15. júní 2000 í málinu nr. 70/2000. Stefndi mótmælir því að ákvæði 2. gr. samþykktar nr. 548/2002 um breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík sé andstæð jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár. Lög um lögreglusamþykktir nr. 36/1988 gangi út frá því að á landinu kunni að vera mismunandi ákvæði er varði t.d. atvinnustarfsemi og allsherjarreglu í því sambandi. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að honum sé mismunað miðað við aðra í sambærilegri stöðu. Hvergi komi fram hvar á landinu eða í hvaða sveitarfélagi stefnandi telji það sérstaklega leyft sem bann er lagt við í ákvæðinu eða hvort á það hafi reynt með vísan til laga eða lögreglusamþykkta annarra. Stefndi telur það málefnalegt og í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrár þótt lög geri ráð fyrir að ákvæði lögreglusamþykktir séu mismunandi eftir sveitarfélögum, sbr. ákvæði 78. gr. stjórnarskrár. Þá sé ekki um skerðingu á lögákveðnum réttindum að ræða í tilviki stefnanda, svo sem áður greinir. Óumdeilt hljóti einnig að teljast að þeir lögaðilar sem starfa í Reykjavík sitji við sama borð. Stefndi bendir einnig á að jafnræðisregla stjórnarskrár sé til verndar mannréttindum. Einkanektarsýningar, för sýnenda meðal áhorfenda eða þeir hagsmunir sem kynnu að felast í því að nektardans fari fram í þröngu húsrými séu ekki mannréttindi varin af stjórnarskrá. Stefndi mótmælir því að með ákvæðinu er dómkröfur lúta að sé vegið að friðhelgi eignarréttar, sbr. 72. gr. stjórnarskrár. Að breyttu breytanda vísar stefndi til þeirra málsástæðna sem að framan greinir varðandi önnur ákvæði stjórnarskrár sem byggt er á. Því er mótmælt að forsenda rekstrar stefnanda hafi verið fólgin í því sem lagðar eru hömlur á með ákvæði samþykktarinnar, enda kveðst stefnandi sjálfur ekki hafa fengið leyfi til að starfa sem næturklúbbur fyrr en í ársbyrjun 2001. Í því leyfi hafi hvergi verið heimilaður einkadans sérstaklega eða annað sem sérstaklega sé lagt bann við nú í 4. mgr. 30. gr. lögreglusamþykktarinnar. Stefndi byggir einnig á því að rekstur almennt njóti ekki verndar 72. gr. stjórnarskrár og hafi stefnandi ekki bent á nein eignarréttindi vernduð af stjórnarskrá sem tekin hafi verið af. Verði talið að til sé að dreifa réttindum í skilningi 72. gr. stjórnarskrár sé um að ræða takmörkun sem styðjist við skýrt lagaboð, sé almenn í eðli sínu, byggð á málefnalegum grundvelli og komi eins niður á þeim sem eins eru settir. Verði lögaðilar eins og stefnandi því að hlíta ákvæði lögreglusamþykktarinnar bótalaust. Stefndi ítrekar vegna málsástæðna byggðum á lögmætisreglu að breytingin á lögreglusamþykkt Reykjavíkur styðjist við ótvíræða heimild í lögum. Vísast að öðru leyti til áður fram kominna málsástæðna stefnda. Breytingin sé innan marka og í samræmi við ákvæði 3. gr. laga nr. 36/1988 og á engan hátt um að ræða framsal valds andstætt 2. gr. stjórnarskrár. Í fimmta lið málsástæðna beri stefnandi niður í lögum nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði, en hið umdeilda ákvæði lögreglusamþykktarinnar telji hann vera ósamrýmanlegt i-lið l. mgr. 9. gr. nefndra laga. Stefndi byggir á því að nefnt lagaákvæði beri að skýra þröngt. Feli það ekki í sér efnisreglu um það hversu starfsemin verði heimiluð heldur sé einungis um flokkun veitingastaða að ræða. Þótt þar sé um að ræða eina tegund veitingastaða komi það ekki í veg fyrir að starfsemi þess lúti öðrum reglum þar sem nánar sé kveðið á um að starfsemin sé innan velsæmismarka og að allsherjarreglu sé gætt. Í athugasemdum með frumvarpi til breytinga á lögum um veitinga- og gististaði segi að niðurstaða viðræðunefndar, sem sett var á fót vorið 1999 og hafði það hlutverk að sporna við starfsemi "erótískra" veitingastaða, væri meðal annars sú að nauðsynlegt væri að breyta lögum nr. 67/1985 á þann veg að flokkun veitingastaða yrði fjölgað. Hafi nefndin talið að með því móti væri sveitarstjórnum veitt úrræði til að geta haft áhrif á hvar slík starfsemi færi fram. Með flokkun veitingastaða gætu sveitarfélög á grundvelli b-liðar 3. gr. laga nr. 36/1988, um lögreglusamþykktir, kveðið á um opnunar- og lokunartíma nektardansstaða, jafnframt gætu þau kveðið á um það í skilmálum aðal- eða deiliskipulags hvar heimilt væri að reka slíka staði og á grundvelli sömu heimildar sett einhver nánari skilyrði um það skemmtanahald sem fram færi á nektardansstöðum, umfram þau skilyrði sem giltu um skemmtanahald á öðrum veitingastöðum. Gerði löggjafinn beinlínis ráð fyrir að nektardansstaðir myndu lúta nánari fyrirmælum í lögreglusamþykktum á grundvelli laga nr. 36/1988. Stefndi mótmælir því að stefndu hafi farið inn á valdsvið samgönguráðuneytis. Í lögum nr. 36/1988 sé sem fyrr segir skýrt kveðið á um að það sem varði reglu og velsæmi á almannafæri, þ.m.t. veitingastöðum og það sem varði skemmtanahald, skuli eftir því sem þurfa þykir kveða á um í lögreglusamþykkt. Frumvarp til samþykktarinnar hafi verið samið af meðstefnda og staðfest af dómsmálaráðuneyti í samræmi við 4. gr. nefndra laga. Sé það alþekkt víðs vegar í löggjöfinni að þótt yfirstjórn og eftir atvikum útgáfa leyfa falli undir málefni tiltekins ráðuneytis í Stjórnarráði Íslands eða sé lagt til stofnunar sem undir það eða annað ráðuneyti heyri, gildi um starfsemina önnur lög eða stjórnvaldsfyrirmæli á þeim reist sem önnur stjórnvöld eða ráðuneyti eigi vald til að framkvæma. Stefndi mótmælir því ekki að reglugerð sú sem 2. gr. laga nr. 36/1988 gerir ráð fyrir hafi ekki verið sett. Lögreglusamþykktir hafi þó verið samræmdar eftir föngum. Á hinn bóginn geri lögin um lögreglusamþykktir ráð fyrir, eins og heiti þeirra og efni gefi til kynna, að efni þeirra og ákvæði kunni að vera mismunandi í verulegum atriðum milli sveitarfélaga. Komi þetta beinlínis fram í ákvæðum 1. og 4. gr. laganna, sem byggi á því að viðkomandi sveitarfélag eigi frumkvæði að lögreglusamþykkt og semji hana fyrir viðkomandi sveitarfélag. Breytingartillögur ráðuneytis, sem sveitarstjórn fallist ekki á, megi til að mynda ekki setja í lögreglusamþykktir. Þannig sé á engan hátt um að ræða brot á 2. gr. laganna um lögreglusamþykktir eins og stefnandi haldi fram. Í engu sé um að ræða „frelsisskerðingu á réttindum" og vísast til þeirra málsástæðna stefnda sem fyrr greinir. Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað vísast til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III Að mati stefnda Reykjavíkurborgar felur breytingin á 30. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur ekki í sér ólögmæta skerðingu á atvinnufrelsi stefnanda. Engin deila sé um að atvinnufrelsið sé varið af 75. gr. stjórnarskrárinnar og því verði ekki settar skorður nema á grundvelli laga enda krefjist almannahagsmunir þess. Jafnljóst sé að skv. lögum um lögreglusamþykktir sé sveitarstjórnum heimilt að setja ákvæði sem varði allsherjarreglu, sbr. 3. gr. laga nr. 36/1988, m.a. er varði reglu og velsæmi á almannafæri og reglur um skemmtanahald, enda hljóti reglurnar staðfestingu dómsmálaráðherra. Í þessu máli séu lögð fram gögn sem sýni að rökstuddur grunur sé um að refsiverð brot hafi verið framin í rekstri svonefndra nektardansstaða (næturklúbba) sem opnir séu almenningi. Einkum séu þetta grunsemdir um víðtæk brot gegn 1., 2. og 4. mgr. 206. gr. og 208. gr. almennra hegningarlaga. Vísar stefndi til framlagðra gagna málsins um þessar grunsemdir, m.a. til skýrslu um vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess, sem unnin var á árinu 2001 á vegum dómsmálaráðherra. Þótt nektardans sé lögmæt starfsemi, sbr. i-lið 9. gr. laga nr. 67/1985, sé vændisrekstur og það að stunda vændi sér til framfærslu brot gegn hegningarlögum. Í þágu allsherjarreglu hafi verið eðlilegt að borgarstjórn beitti sér fyrir breytingu á lögreglusamþykkt Reykjavíkur í því skyni að koma í veg fyrir að refsiverð háttsemi þrifist á nektarstöðunum. Breytingin hafi falið í sér að settar hafi verið almennar reglur um hvernig staðið skuli að nektarsýningum en þær ekki bannaðar. Breytingin hafi verið gerð með stoð í lögum nr. 36/1988 og stuðst við augljósa almannahagsmuni, þ.e. að koma í veg fyrir alvarleg lögbrot sem rökstuddur grunur hafi verið um, en eðli máls samkvæmt hafi að óbreyttu verið ómögulegt að fylgjast með. Skilyrði 75. gr. stjórnarskrárinnar um að takmörkun atvinnufrelsis sé byggð á lögum og gerð vegna almannahagsmuna sé því uppfyllt. Því sjónarmiði stefnanda, að mismunandi ákvæði í lögreglusamþykktum einstakra sveitarfélaga um skilyrði atvinnustarfsemi feli í sér brot gegn jafnræðisreglunni í 65. gr. stjórnarskrárinnar, er andmælt. Í 78. gr. stjórnarskrárinnar sé ákvæði um að sveitarfélög ráði málefnum sínum sjálf eftir því sem lög leyfa. Lögin um lögreglusamþykktir nr. 36/1988 séu byggð á þeirri hugsun að hvert sveitarfélag geri tillögu um eigin lögreglusamþykkt sem hljóta skuli staðfestingu dómsmálaráðherra. Mörg dæmi séu um að lögmæt atvinnustarfsemi lúti mismunandi skilyrðum eftir því í hvaða sveitarfélagi hún sé rekin. Alkunna sé að reglur um afgreiðslu- eða þjónustutíma og reglur um opnunar- og lokunartíma veitingastaða og verslana hafi verið mismunandi milli sveitarfélaga. Löngum hafi slíkar reglur verið þrengri í Reykjavík en sumum nágrannasveitarfélaganna. Reykvíkingar hafi þá mátt una því að þurfa að sækja þjónustu út fyrir borgarmörkin eftir að heimiluðum þjónustutíma hafi verið lokið. Ljóst sé að fullkomlega málefnaleg rök geti verið fyrir því að einstök sveitarfélög setji mismunandi reglur í þessu efni. Á sama hátt sé augljóst að ýmsa háttsemi kunni að vera eðlilegt að takmarka í borgarsamfélagi sem engin ástæða sé til að setja reglur um í litlu bæjarfélagi og öfugt. Stefndi Reykjavíkurborg mótmælir því að lög um sjálfstæðar lögreglusamþykktir einstakra sveitarfélaga feli í sér brot gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Breytingin á 30. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur feli í sér almenna takmörkun á starfsemi nektardansstaða (næturklúbba). Breytingin sé byggð á lögum, byggist á málefnalegum forsendum og snúi eins að öllum þeim sem eins eru settir. Slík breyting, jafnvel þótt takmarkandi sé, sé ekki bótaskyld frekar en væri ef reglum um lokunartíma næturklúbba yrði breytt. Starfsemi næturklúbba, eins og önnur atvinnustarfsemi, sé háð eftirliti og almennum reglum stjórnvalda. Því er mótmælt að breytingin á lögreglusamþykktinni feli í sér brot gegn lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Eins og rakið sé að framan sé breytingin gerð með stoð í settum lögum. Það sé rétt að nektardans sé lögleg atvinnustarfsemi, sbr. m.a. i-lið 9. gr. laga nr. 67/1985. Margnefnd breyting á lögreglusamþykktinni hafi ekki falið í sér bann við nektardansi heldur hafi starfseminni einungis verið settar almennar takmarkanir í þágu allsherjarreglu. Slíkar takmarkanir séu heimilar enda ekkert einsdæmi að atvinnurekstur sé háður almennum takmörkunum, sbr. t.d. 14., 15. og 28.-30. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur. Þá sé það misskilningur hjá stefnanda að halda því fram að breytingin á lögreglusamþykkt Reykjavíkur sé ógild vegna valdþurrðar. Virðist stefnandi telja að samgönguráðherra hafi einhvers konar alræðisvald um málefni veitinga- og gistihúsa vegna 1. gr. laga nr. 67/1985. Starfsemi veitingastaða sé háð þeim almennu takmörkunum sem kunni að vera settar í lögreglusamþykktir hvers sveitarfélags, t.d. um lokunartíma. Eins og áður hafi verið rakið sé það hlutverk sveitarstjórna, skv. lögum nr. 36/1988, að semja frumvarp að lögreglusamþykktum, m.a. um allsherjarreglu, velsæmi og skemmtanahald, og leggja frumvarpið síðan fyrir dómsmálaráðherra til staðfestingar. Enginn vafi sé á því að rétt hafi verið staðið að breytingunni á lögreglusamþykktinni og því ekki um valdþurrð að ræða. Því er mótmælt að breytingin á lögreglusamþykkt Reykjavíkur geti verið ógild þótt hún eigi sér ekki fullkomna samsvörun í lögreglusamþykkt annars sveitarfélags. Það sé eflaust rétt hjá stefnanda að ætlun löggjafans hafi verið að tryggja ákveðið samræmi í lögreglusamþykktum einstakra sveitarfélaga með því að áskilja staðfestingu dómsmálaráðherra til þess að þær öðluðust gildi og eins að kveða á um að sett skyldi reglugerð um lögreglusamþykktir sem nýta mætti sem fyrirmynd. Þetta breyti þó ekki þeirri staðreynd að í lögunum sé gert ráð fyrir því að lögreglusamþykktir sveitarfélaga kunni að vera mismunandi og því ekki um lögbrot að ræða. Krafa um málskostnað er byggð á XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. NIÐURSTAÐA Stefnandi rekur næturklúbb hér í borg. Hann fékk leyfi samkvæmt lögum nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði til rekstrar klúbbsins 7. desember 2000. Breyting á lögreglusamþykkt tók til starfsemi þeirrar sem rekin er á hans vegum og hefur hann af því lögvarða hagsmuni að fá úrlausn um þá kröfu sína að ákvæðið verði að hluta til dæmt ógilt. Í máli þessu hafa stjórnvöld með frumvarpi til breytingar á lögreglusamþykkt og staðfestingu hennar hreyft við atvinnustarfsemi sem heimil er samkvæmt sérlögum og eru báðir stefndu réttir aðilar máls þessa. Samkvæmt i-lið 9. gr. laga nr. 67/1985, sbr. 2. gr. laga nr. 66/2000, er næturklúbbur veitingastaður með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem aðaláhersla er lögð á áfengisveitingar og sýningu á nektardansi í atvinnuskyni. Í 14. gr. laganna er heimild til ráðherra til að gefa út reglugerð um nánari framkvæmd laganna. Í lögunum er ekki að finna skilgreiningu á því hvað sé nektardans í atvinnuskyni og í heimildarákvæði laganna til setningar reglugerðar segir einungis að ráðherra setji nánari reglur um framkvæmd laganna. Eins og einkadans og einkasýning eru skilgreind af aðilum í máli þessu þykir ljóst að þar sé um að ræða nektardans. Stefnda Reykjavíkurborg lagði frumvarp til lögreglusamþykktar fyrir dómsmálaráðherra, sbr. 4. gr. laga nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir, og bera stefndu fyrir sig að 3. gr. laganna geymi heimild til þess að setja reglur um það efni sem hér var gert. Þegar tekin er afstaða til þess hvaða valdheimildir felast í 3. gr. laga nr. 36/1988 til þess að leggja bönd á atvinnustarfsemi verður að kanna hvort atvinnustarfsemin byggist á sérlögum sem taka verður tillit til við skýringu hinnar almennu heimildar 3. gr. laga nr. 36/1988. Sérlög geta þannig þrengt þær valdheimildir sem felast í 3. gr. laga nr. 36/1988. Í annan stað verður að kanna skýrleika lagaheimildarinnar í ljósi eðlis og umfangs þeirrar skerðingar sem lögð er á atvinnustarfsemina skv. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Umþrætt ákvæði lögreglu-samþykktarinnar felur ekki í sér almennar takmarkanir, svo sem um opnunar- og lokunartíma veitingarstaðar, heldur felur ákvæðið í sér bann við einum þætti í atvinnustarfsemi stefnda sem hann hefur opinbert leyfi til að stunda og byggist á skýrri lagaheimild. Þegar framansögð sjónarmið eru höfð í huga, og litið er til eðlis og umfangs þeirrar skerðingar sem lögð var á atvinnustarfsemi stefnanda með lögreglusamþykkt, verður að telja að farið hafi verið út fyrir þá lagaheimild sem 3. gr. laga nr. 36/1988 hefur að geyma. Samkvæmt þessu skorti lagastoð fyrir breytingu þeirri sem gerð var á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 625/1987 með 2. gr. samþykktar nr. 548/2002 og verður krafa stefnanda því tekin til greina. Eins og atvikum máls þessa er háttað þykir ekki þörf á því að taka afstöðu til þess hér hvort heimilt sé með reglugerð samkvæmt 14. gr. laga nr. 67/1985 að setja skorður við þeirri atvinnustarfsemi stefnanda sem þau lög heimila. Eftir úrslitum málsins verða stefndu dæmdir in solidum til að greiða stefnanda 250.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ Ákvæði lokamálsgreinar ákvæðis 2. gr. samþykktar nr. 548/2002 um breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 625/1987, um að sýnendum sé óheimilt að fara um meðal gesta og hvers konar einkasýningar séu óheimilar, er ógilt. Stefndu, Reykjavíkurborg og íslenska ríkið, greiði in solidum stefnanda, Veitingahúsinu Austurvelli ehf., 250.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 492/2009
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði kærða X, kt. [...], til að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins september nk. kl. 16. Þá er þess einnig krafist að tilhögun gæsluvarðhalsins verði samkvæmt b-lið 1. mgr. 99. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. ágúst 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. september 2009 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 14. ágúst 2009. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 93/2000
Ölvunarakstur Akstur sviptur ökurétti Þjófnaður Tilraun
S var ákærður fyrir ölvunarakstur, akstur sviptur ökuréttindum og þjófnað með þremur ákæruskjölum. Hann viðurkenndi fyrstgreindu háttsemina en taldi hins vegar að taka ætti tillit til vikmarka og vafa við heimfærslu hennar til 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Talið var, að S hefði notið alls vafa við ákvörðun alkóhólmagns í blóði með því að gerðar höfðu verið tvær sjálfstæðar mælingar og vikmörk ætluð frá miðtölugildi þeirra. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að heimfæra háttsemi hans til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 45. gr. laga nr. 50/1987, auk þess sem sakfelling S fyrir brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 20. gr. var staðfest. Samanlögð refsing þótti hæfilega ákveðin í dómum héraðsdóms.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 8. mars 2000 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun tveggja dóma Héraðsdóms Reykjavíkur 27. janúar og 10. febrúar 2000 og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að samanlögð refsing, sem ákærða var gert að sæta með dómunum, verði þyngd. Ákærði krefst sýknu af sakargiftum samkvæmt ákæru 28. september 1999, en að öðru leyti að refsing samkvæmt héraðsdómunum verði milduð. I. Í málinu er ákærði borinn sökum með þremur ákærum. Í þeirri fyrstu, sem gefin var út 7. september 1999, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ákvæðum 1., sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum, með því að hafa 21. ágúst 1999 ekið bifreið undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti. Þá var ákærði sóttur til saka með ákæru 28. september 1999 fyrir brot gegn 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í félagi við nafngreindan mann að kvöldi 3. september 1999 farið í auðgunarskyni inn í íbúðarhús og leitað þar verðmæta. Loks var ákærði saksóttur með ákæru 1. febrúar 2000 fyrir að hafa 19. ágúst 1999 ekið bifreið sviptur ökurétti. II. Ákærði hefur viðurkennt þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru 7. september 1999. Hann andmælir ekki þeim niðurstöðum rannsókna á blóðsýni, sem héraðsdómur byggði á, en telur hins vegar að taka eigi tillit til vikmarka og vafa við heimfærslu háttseminnar til 45. gr. umferðarlaga og eigi hún þá undir 1. mgr., sbr. 2. mgr. greinarinnar. Samkvæmt gögnum málsins voru gerðar tvær mælingar á blóði ákærða. Reyndist magn vínanda 1,33‰ við þá fyrri, en 1,34‰ við þá síðari. Meðaltal mælinganna var reiknað 1,34‰, frávik frá meðaltalinu 0,13‰ og endanleg niðurstaða 1,21‰. Ákærði telur sig ekki mundu njóta alls vafa nema miðað yrði við lægri tölu úr mælingu honum til hagsbóta. Hefði það verið gert hefði útkoman orðið 1,197‰, sem sé undir 1,20‰ mörkum 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga. Í dómi Hæstaréttar 4. mars 1999 í málinu nr. 437/1998 var því lýst, að teknar hafi verið upp nýjar vinnureglur við að ákveða alkóhól í blóði. Gerðar séu tvær sjálfstæðar mælingar í stað einnar áður og tekið meðaltal. Var því slegið föstu, að með þessari nýju aðferð væri rétt að halda þeirri venju að ætla vikmörk frá miðtölugildi 10%, en þó ekki minna en sem svari 0,10‰ vínanda í blóði. Þessari aðferð hefur verið beitt í máli því, sem hér er til úrlausnar, og hefur ákærði því notið alls vafa. Eru andmæli hans því haldlaus. Verður héraðsdómur staðfestur um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða samkvæmt ákærunni. III. Ákærði krefst sýknu af ákæru 28. september 1999, sem hann var sakfelldur fyrir í héraði. Í hinum áfrýjaða dómi er lýst framburði ákærða og meðákærða í héraði um för þeirra í kjallara hússins að Faxaskjóli 4 greindan dag. Meðákærði bar við lögreglurannsókn að ákærði hefði kallað til sín í kjallaranum: „Ég er kominn með læknatösku“, en hann hafi þá sagt: „Láttu hana vera“. Fyrir héraðsdómi bar meðákærði að á vettvangi hefði hann heyrt ákærða kalla til sín að ákærði væri með tösku. Við vettvangsrannsókn lögreglu kom fram að læknistaska í eigu húsráðanda hefði verið færð úr stað, en þó ekki opnuð. Að öllu þessu virtu og með vísan til forsendna héraðsdóms að öðru leyti er fallist á þá niðurstöðu hans að ekki sé varhugavert að telja sannað að ákærði hafi farið inn í kjallarann í þjófnaðarskyni. Verður hann því staðfestur um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann fimm sinnum áður sætt refsingu vegna ölvunaraksturs, eitt skipti eingöngu fyrir akstur án ökuréttar og þrívegis fyrir þjófnað. Að virtum sakaferli ákærða og að gættum ákvæðum 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga er refsing hans hæfilega ákveðin í hinum áfrýjuðu dómum. Ákvæði héraðsdóma um sakarkostnað eru staðfest. Þá verður ákærði dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Pétur Sigurðsson, sæti fangelsi fjóra mánuði. Ákvæði héraðsdóma um sakarkostnað eru staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. janúar 2000. Málið er höfðað með tveimur ákærum lögreglustjórans í Reykjavík á hendur ákærðu, [...] og Sigurði Pétri Sigurðssyni, kt. 131071-4349, Viðarási 1, Reykjavík. Í fyrsta lagi með ákæru, dagsettri 7. september sl. á hendur ákærða Sigurði Pétri einum, ”fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni GD-444, laugardaginn 21. ágúst 1999, undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti norður Vatnagarða í Reykjavík. Þetta telst varða við 1. sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50,1987, sbr. 1. gr. laga nr. 48,1997 og 3. gr. laga nr. 57,1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44,1993 og 2. gr. laga nr. 23,1998”. Í öðru lagi með ákæru, dagsettri 28. sama mánaðar á hendur báðum ákærðu, ”fyrir tilraun til þjófnaðar, með því að hafa í félagi að kvöldi föstudagsins 3. sept­ember 1999, farið í auðgunarskyni inn í íbúðarhúsið að Faxaskjóli 4, Reykjavík, og leitað þar verðmæta og er húsráðandi kom að ákærðu á vettvangi flúði ákærði, [...], með lyklakippu að húsinu, en húsráðandi kom í veg fyrir að ákærði, Sigurður Pétur, flýði einnig þar til lögregla kom á vettvang. Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar”. Málavextir I. Ákærði Sigurður Pétur hefur viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni GD-444 undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti laugardagin 21. ágúst sl. Í blóði ákærða mældust 1, 21 ‰ af vínanda. Ákærði var sviptur ökurétti ævilangt 5. ágúst sl. Hefur hann orðið sekur um athæfi það sem lýst er í ákærunni og réttilega er þar fært til refsi­ákvæða. II. Föstudaginn 3. september sl. var hringt til lögreglunnar í Reykjavík frá Faxa­skjóli 4 hér í borg og tilkynnt um innbrot. Fóru lögreglumenn á vettvang og þegar þeir komu þangað var húsráðandinn, Sigurður Árnason, kt. 100449-8039, með mann í tökum úti á gangstétt. Reyndist það vera ákærði, Sigurður Pétur. Var hann hand­tekinn. Húsráðandinn saknaði lyklakippu og kom hún í leitirnar þegar ákærði, [...], vísaði á hana heima hjá sér. Verður nú rakið það sem fram hefur komið við meðferð málsins fyrir dómi. Ákærði, Sigurður Pétur, neitar sök. Hann hefur sagt að hann hafa hitt með­ákærða, [...] í Sörlaskjóli 50 þennan dag. Hjá lögreglunni bar hann hins vegar að þeir hefðu hist niðri í bæ og þeir hafi tekið saman leigubíl vestur eftir. Hann segist hafa dregist inn á það að fara með [...] þarna inn í húsið því að [...]hafi sagt að hann þekkti húsráðanda. Útidyrnar hafi verið galopnar og meðákærði beðið sig um að hinkra í ganginum á meðan hann brá sér inn fyrir. Ákærði segist svo hafa þurft að fara á salerni, sem var innst inni í íbúðinni. Þegar hann kom út aftur hafi húsráðandi verið kominn og [...] hlaupinn í burtu. Segist hann alls ekki hafa ætlað að stela þarna nokkru og verið þarna í góðri trú. Ákærði, [...], neitar einnig sök. Hann hefur sagt að hann hafi farið inn í húsið í Faxa­skjóli 4 með Sigurði Pétri, þar sem hann taldi að hann ætti heima þar. Hefði hann enda verið búinn að bjóða sér heim. Þeir hafi báðir verið drukknir. Hann segist þekkja Sigurð Pétur „óljóst”. Hafi þeir gengið inn um útidyrnar og Sigurður Pétur gengið þar inn og hafi hann talið að þeir væru komnir heim til hans. Hann segist ekki hafa tekið eftir því hvort dyrnar væru opnar, lokaðar eða læstar en hann hafi gengið rakleiðis inn á eftir Sigurði Pétri. Hann neitar því að þeir hafi farið inn um glugga. Segir hann Sigurð Pétur hafa vísað sér inn í herbergi. Hann kveðst svo hafa heyrt meðákærða kalla að hann væri með tösku og kveðst hann þá hafa fengið hugboð um að ekki væri allt með felldu. Hann neitar því að hafa verið að gramsa í hirslum þarna í herberginu. Ákærði segist ekki muna hvernig á lyklakippunnni standi. Hann neitar því að hafa hlaupið út úr húsinu heldur segist hann hafa gengið út úr húsinu þegar meðákærði kallaði upp og ákærði heyrði einhverja skruðn­inga frá honum um leið. Hann segist ekki hafa séð neinn annan þarna og ekki hafa séð til meðákærða þegar hann gekk út úr húsinu. Sigurður Árnason, húsráðandi í Faxaskjóli 4, segist hafa verið staddur uppi í stofu í húsi sínu, sem er tvílyft einbýlis­hús með kjallara. Stofan sé á miðhæðinni og hafi hann heyrt umgang í kjallaranum, en þar séu aðeins herbergi en ekki sjálfstæð íbúð. Þar sem ekki var kallað neðan úr kjallaranum og spurt hvort einhver væri heima eins og venja sé hjá heimilisfólkinu hafi hann farið að athuga þetta. Þegar hann kom niður hafi hann fundið reykingarlykt og séð að útidyrnar voru opnar og þá séð að ekki var allt með felldu en þær séu alltaf hafðar vendilega læstar. Segist hann hafa gengið þar um sjálfur hálf­tíma áður og læst. Dyrnar séu ekki kviklæstar og einungis hægt að opna dyrnar innanfrá og einnig með lykli utanfrá. Hann hafi svo komið að manni sem hefði verið að róta í skrifborði. Maður sá hafi verið frekar hávaxinn, grannur og lotinn og með áberandi nef eins og ákærði [...] -sem er með kónganef- og vitnið hefur séð í dóminum. Maður þessi hafi æpt upp „Siggi, Siggi, komdu”, og horfið. Næst hafi annar maður komið út af klósetti og segist vitnið hafa tekið hann og haldið þar til lögreglan kom. Hann segist hafa séð merki þess að mennirnir hefðu komið inn í kjallarann um þvottahúsglugga. Hafi glugginn verið galopinn og óhrein­indi í gluggakistu, á veggn­um og á gólfi. Þá hafi læknistaska hans, sem geymd sé í skáp verið komin fram á gang, og eins hafi verið búið að róta í fatahengi sem er á vegg og taka þaðan lyklakippu, sem lögreglan hafi svo fært þeim. Katrín Eva Erlarsdóttir lögreglumaður, hefur skýrt frá því að þegar þau lög­reglumennirnir komu á vettvang hafi húsráðandi verið með mann í tökum fyrir utan húsið og sagt að mennirnir hefðu verið tveir. Á eftir hafi hann sýnt þeim lögreglu­mönnunum hvernig umhorfs var í kjallaranum. Hefði verið búið að róta, að hans sögn, inni í tölvuherbergi, færa til læknistösku hans og eins hefði þvottahúsgluggi verið opinn en hún segist ekki muna eftir óhreinindum eða raski við gluggann. Þá hafi húsráðandi sagt að útidyrnar á kjallaranum hefðu verið opnar þegar hann kom þangað niður. Ólafur Páll Magnússon lögreglumaður, segist hafa komið á vettvang ásamt Katrínu Evu lögreglumanni. Hafi húsráðandi verið þar fyrir með mann í tökum, Sigurð að nafni. Segist hann hafa leitað á manni þessum en ekki fundið neitt sem saknað var úr húsinu og hafi hann hand­járnað manninn og lokað hann inni í lögreglubíl. Hann segist ekki hafa rann­sakað vettvanginn en Katrín Eva hafi tekið það að sér. Sigurður þessi hafi gefið þá skýringu á veru sinni í húsinu að maður sem hann kallaði [...], hafi sagst vera í einhverjum tengslum við íbúana og hefði [...] dregið sig þangað inn og hefðu þeir farið inn um dyrnar. Úlfar Jónsson rannsóknarlögreglu­maður, segist hafa tekið skýrslur af báðum ákærðu vegna málsins 4. september sl. Hafi ákærði [...] talað um að heima hjá honum væru lyklar sem hann kannaðist ekki við. Þeir hafi því farið með ákærða heim til hans, sótt lyklana og skilað þeim í Faxaskjól 4. Þar hafi verið fyrir dóttir hús­ráð­anda sem kannaðist við lyklana. Hann segist hafa athugað þvottahúsgluggann sem snúi út að bílskúr. Opnanlegt fag á þeim glugga hafi verið 36 cm á breidd og 41 cm á hæð og því auðvelt fyrir mann að komast þarna inn. Gluggajárnið hafi verið gamaldags gatajárn. Stúlkan hafi talað um að þvottur sem hefði legið á borði undir glugganum hefði verið kominn niður á gólf og segir hann þvottinn hafa legið ennþá á gólfinu. Þá hafi vírnetsrammi sem hafður sé innan á glugganum verið kominn úr skorðum og legið þarna hjá. Hann segist ekki hafa tekið eftir fótsporum eða óhrein­indum í eða við gluggann. Niðurstaða Frásögn ákærðu um ástæðu þess að þeir fór inn í kjallarann í Faxaskjóli 4 er ósamrýmanleg og fjarstæðukennd. Þá er ljóst af frásögn Sigurðar Árnasonar að rótað hafði verið til í kjallaranum og einnig verður að telja upplýst með vætti Sigurðar og Úlfars Jónssonar rannsóknarlögreglu­manns, að þangað hafði verið farið inn um þvotta­húsgluggann. Loks ber Sigurður að ákærði, [...], hafi hrópað á með­ákærða þegar Sigurður birtist í kjallaranum. Er ekki varhugavert að telja sannað að ákærðu hafi farið inn í kjallarann í þjófnaðarskyni og þannig brotið gegn 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Viðurlög og sakarkostnaður Ákærði, Sigurður Pétur, hefur til þessa hlotið sjö refsidóma, ýmist fyrir hegn­ingar- eða umferðarlagabrot. Síðast var hann dæmdur í 3ja mánaða fangelsi 5. ágúst sl. Auk þess hefur hann verið sektaður sex sinnum fyrir ýmis brot. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Ákærði, [...], hefur ekki áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot en aftur á móti hefur hann hlotið þrjá dóma fyrir skjalafals og þá í eitt skiptið fyrir stórfellda líkamsárás. Þá hefur honum verið refsað fimmtán sinnum fyrir ýmisleg brot, aðallega ölvun og réttindaleysi við akstur. Ákærði hafði þó ekki brotið af sér frá því í októberr 1995 þegar mál þetta kom upp. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga. Rétt þykir að fresta framkvæmd refsingarinnar og ákveða að hún falli niður að liðnum 3 árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Dæma ber ákærða, Sigurð Pétur, til þess að vera sviptur ökurétti ævilangt frá dómsbirtingu að telja. Dæma ber ákærða, Sigurð Pétur, til þess að greiða verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hrl. 45.000 krónur í málsvarnarlaun og ákærða, [...], til þess að greiða verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hrl. 65.000 krónur í málsvarnarlaun. Kostnað vegna alkóhólrannsóknar, 8.950 krónur, greiði ákærði, Sigurður Pétur, en ekki er kunnugt um annan sakarkostnað. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Ákærði, Sigurður Pétur Sigurðsson, sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærði, [...], sæti fangelsi í 60 daga. Frestað er fram­kvæmd refsingarinnar og fellur hún niður að liðnum 3 árum, haldi ákærði almennt skil­orð hegningarlaganna. Ákærði, Sigurður Pétur, sæti sviptingu ökuréttar ævilangt frá dómsbirtingu að telja. Ákærði, Sigurður Pétur, greiði verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hrl. 45.000 krónur í málsvarnarlaun og ákærði, [...], greiði verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hrl. 65.000 krónur í málsvarnarlaun. Sakarkostnað vegna alkóhólrannsóknar greiði ákærði, Sigurður Pétur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 2000. Ár 2000, fimmtudaginn 10. febrúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 220/2000: Ákæruvaldið (Sturla Þórðarson) gegn Sigurði Pétri Sigurðssyni (Kristján Stefánsson hrl.) sem tekið var til dóms samdægurs. Þetta telst varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50,1987, sbr. 3. gr. laga nr. 57,1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar". Málavextir. Ákærði hefur skýlaust játað það brot sem hann er saksóttur fyrir. Hefur hann orðið sekur um athæfi það sem lýst er í ákærunni og réttilega er þar fært til refsiákvæða. Þykir refsing hans, sem er hegningarauki, vera hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til verjandans, Kristjáns Stefánssonar hrl., 30.000 krónur. DÓMSORÐ: Ákærði, Sigurður Pétur Sigurðsson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til verjanda síns Kristjáns Stefánssonar hrl., 30.000 krónur.
Mál nr. 421/2017
Atvinnuréttindi Leigubifreiðar
X var gefið að sök að hafa brotið gegn nánar tilgreindum ákvæðum laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar með því að hafa ekið bifreið með farþega gegn gjaldi án þess að hafa atvinnuleyfi til aksturs leigubifreiða. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til þess að umrætt sinn hefði X, sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis, verið að aka ferðamönnum milli staða í fyrirfram skipulagðri skoðunarferð. Hefði akstur X verið þáttur í þjónustu ferðaþjónustufyrirtækisins við þátttakendur í skoðunarferðinni og gjald fyrir flutninginn þar með innifalið í heildarverði skoðunarferðarinnar. Félli akstur X umrætt sinn því ekki undir gildissvið laga nr. 134/2001. Var X því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, GretaBaldursdóttir og Viðar Már Matthíasson.Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 27. júní 2017 í samræmi viðyfirlýsingu ákærða um áfrýjun og að fengnu áfrýjunarleyfi. Af hálfuákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd.Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins.ISamkvæmt gögnum málsins starfaði ákærði sem ökumaður hópferðabifreiða ogleiðsögumaður í skipulögðum skoðunarferðum ferðaþjónustufyrirtækisins B ehf. áþeim tíma er atvik málsins urðu hinn 18. nóvember 2016. Þann dag var hann íslíkri skipulagðri ferð um hinn svokallaða „Gullna hring“ með viðkomu íhellinum Leiðarenda á Reykjanesi. Voru ferðamenn þeir sem voru með ákærða ískoðunarferðinni sjö talsins og ók ákærði þeim á fólksbifreið sem gerð er fyrirátta farþega. Á áfangastaðnum Geysi í Haukadal lagði ákærði bifreiðinni í stæðihópbifreiða við þjónustumiðstöðina og þar hafði lögregla afskipti af honum. Varþað mat lögreglu að þar sem akstur ákærða hefði verið gegn gjaldi væri um aðræða brot á lögum um leigubifreiðar. Að teknu tilliti til hagsmuna farþegannavar ákærða þó leyft að aka þeim til Reykjavíkur.Í málinu liggja frammi gögn ferðaþjónustufyrirtækisins um þá tegundskoðunarferðar sem ákærði fór í umræddan dag. Eins og þar er rakið skyldifyrsti áfangastaðurinn vera hellirinn Leiðarendi, þaðan yrði farið að Gullfossiog síðan Geysi. Frá Geysi skyldi svo haldið til Þingvalla og þaðan aftur tilReykjavíkur. Samkvæmt gögnum þessum skyldi skoðunarferðinni hagað eftirnákvæmri áætlun fyrirtækisins bæði hvað varðaði tímasetningar og skoðunarstaðiauk þess sem upplýst var um að ýmiss konar fróðleikur yrði veittur í ferðinnium þá skoðunarstaði.IIÁkærða er í máli þessu gefið að sök að hafa ekið bifreið með farþega gegngjaldi og án þess að hafa atvinnuleyfi til aksturs leigubifreiða þannig að hannhafi gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 11. gr., laga nr.134/2001 um leigubifreiðar.Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna taka þau til fólksbifreiða sem notaðareru til leigubifreiðaaksturs, en fólksbifreiðar sem skráðar eru fyrir fleiri enátta farþega falla ekki undir lögin. Þá segir að það teljistleigubifreiðaakstur þegar fólksbifreið er seld á leigu ásamt ökumanni fyrirtiltekið gjald til flutnings á farþegum og farangri þeirra. Samkvæmt 1. mgr. 6.gr. sömu laga er atvinnuleyfi samkvæmt 5. gr. laganna skilyrði til þess aðviðkomandi sé heimilt að taka að sér eða stunda leigubifreiðaakstur. Óumdeilt er í málinu að ákærði hafði gild réttindi til aksturs leigu- oghópbifreiða og að bifreiðin var á vegum fyrirtækis sem hafði gilt rekstrarleyfitil hópferðaaksturs. Þá er enn fremur ágreiningslaust að ákærði hafði ekkiatvinnuleyfi til að stunda leigubifreiðaakstur. Samkvæmt framburði ákærða sem fær stoð í öðrum gögnum málsins liggurfyrir að umrætt sinn var ákærði, sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækisins, aðaka ferðamönnum milli staða í fyrirfram skipulagðri skoðunarferð, sem þeirhöfðu pantað áður og greitt fyrir, auk þess sem hann var leiðsögumaður þeirra íferðinni. Þykir því fram komið að akstur ákærða með ferðamennina í bifreiðinnihafi verið þáttur í þjónustu ferðaþjónustufyrirtækisins við þátttakendur íhinni skipulögðu skoðunarferð og þar með hafi gjald fyrir flutninginn verið innifaliðí heildarverði skoðunarferðarinnar. Féll akstur ákærða með farþega umrætt sinnþví ekki undir gildissvið laga nr. 134/2001, sbr. skilgreiningu á hugtakinuleigubifreiðaakstur í 1. gr. laganna. Að því virtu fól akstur ákærða ekki í sérbrot á lögum nr. 134/2001 eins og honum er gefið að sök í ákæru. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.Allur sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraði og fyrirHæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda fyrirHæstarétti að virðisaukaskatti meðtöldum eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Ákærði, X, er sýkn af kröfumákæruvaldsins.Allur sakarkostnaður eins og hannvar ákveðinn í héraðsdómi greiðist úr ríkissjóði.Allur áfrýjunarkostnaður málsinsgreiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, BogaNilssonar hæstaréttarlögmanns, 620.000 krónur.DómurHéraðsdóms Suðurlands 4. maí 2017.Mál þetta, sem dómtekið var þann6. apríl sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi, dagsettri 12.desember 2016 á hendur ákærða, X, kt. [...], til heimilis að [...]„fyrir brot á lögum um leigubifreiðarmeðþví að hafa, síðdegis föstudaginn 18. nóvember 2016, ekið bifreiðinni [...](fólksbifreið í flokki M1) með farþega, gegn gjaldi og án þess að hafaatvinnuleyfi til aksturs leigubifreiða, frá Reykjavík að þjónustumiðstöðinnivið Geysi í Haukadal, þaðan sem ákærði hugðist aka farþegum bifreiðarinnaraftur til Reykjavíkur. Telst brot ákærða varða við 1.mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 11. gr. laga um leigubifreiðar nr. 134, 2001. Þesser krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu allssakarkostnaðar.“ Ákærði krefst sýknu af öllumkröfum ákæruvaldsins og þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður verðigreiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda hans.Málavextir.Föstudaginn 18.nóvember 2016 kl. 15:10 veittu lögreglumenn athygli fólksbifreiðinni [...] þarsem hún stóð í stæði hópbifreiða við þjónustumiðstöðina Geysi í Bláskógabyggð.Lögreglumenn höfðu tal af ökumanni bifreiðarinnar, ákærða í máli þessu, ogkvaðst hann vera starfsmaður A, en það sé rekið á nafni fyrirtækisins B hf.,kt. [...]. Í lögregluskýrslu segir að fyrirtækið hafi rekstrarleyfi dagsett 1.nóvember 2015 til hópferðaaksturs í 5 ár. Hafi ökumanni verið bent á aðbifreiðin uppfyllti ekki skilyrði rekstrarleyfisins og þar sem um akstur gegngjaldi væri að ræða væri um að ræða brot á lögum um leigubifreiðar, en 7farþegar voru í bifreiðinni. Ákærði framvísaði gildum ökuréttindum til akstursleigu- og hópbifreiða, útgefnum 9. nóvember 2016. Umrædd bifreið mun vera afgerðinni Opel Vivaro, 8 farþega og hafi hún ekki verið leyfisskoðuð. Að teknutilliti til hagsmuna farþega var ákærða leyft að ljúka ferð sinni til Reykjavíkur. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði skýrði svo frá fyrir dómiað hann hefði umrætt sinn ekið ferðamönnum semhefðu greitt fyrir ferðina fyrirfram og hefði verið um svokallaðapakkaferða að ræða á vegum fyrirtækisins A. Hefði verið ekið að þjónustumiðstöðinnivið Geysi í Haukadal þar sem lögreglan hefði haft afskipti af honum. Hannkvaðst hafa leyfi til aksturs leigu- og hópferðabifreiða. Hann kvaðst hafaverið með 7 farþega, honum hafi verið sagt hvert hann ætti að fara, stöðvaðværi á ákveðnum stöðum og væri hann þá leiðsögumaður en hvorki komið nálægt bókun ferðarinnar négreiðslum frá farþegum. Hann taldi fyrirtækið sem hann starfaði hjá hafa haftöll tilskilin leyfi og þá taldi hann sig ekki hafa verið að aka leigubifreið,heldur hópferðabifreið. Vitnið C lögreglumaður skýrði svofrá í símaskýrslu fyrir dómi að umrædd bifreið hafi ekki verið með tilskiliðrekstrarleyfi sem leigubifreið og þá hefði hún ekki verið leyfisskoðuð. Hannkvað hafa komið fram hjá farþegunum að þeir hefðu greitt fyrir ferðina. Vitnið D lögreglumaður skýrðisvo frá í símaskýrslu fyrir dómi að afskipti hefðu verið höfð af ákærða ogminnti hann að hann hefði gengist við því að hafa ekið umræddri bifreið ántilskilinna leyfa. Niðurstaða. Ákærða er í máliþessu gefið að sök að hafa ekið bifreið með farþega gegn gjaldi og án þess aðhafa atvinnuleyfi til aksturs leigubifreiða. Óumdeilt er að ákærði hafði gildréttindi til aksturs leigu- og hópbifreiða og þá er einnig óumdeilt aðbifreiðin var á vegum fyrirtækis sem hafði gilt rekstrarleyfi til hópferðaaksturs.Samkvæmt gögnum málsins er umrædd bifreið skráð fyrir 8 farþega en samkvæmt 1.mgr. 1. gr. laga nr. 134/2001 falla fólksbifreiðar sem skráðar eru fyrir fleirien átta farþega ekki undir lögin. Samkvæmt 2. málslið sömu lagagreinar telstþað leigubifreiðaakstur þegar fólksbifreið er seld á leigu ásamt ökumanni fyrirtiltekið gjald til flutnings á farþegum og farangri þeirra. Samkvæmt 1. mgr. 6.gr. sömu laga er atvinnuleyfi skv. 5. gr. skilyrði þess að viðkomandi séheimilt að taka að sér eða stunda leigubifreiðaakstur. Þar sem ákærði ókbifreið sem féll undir framangreind lög um leigubifreiðar án þess að hafa aflaðsér atvinnuleyfis eins og honum bar samkvæmt framangreindum lagaákvæðum telstsannað að hann hafi gerst sekur um brot gegn lögunum og er brot hans rétt færttil refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt framlögðu sakavottorðihefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Refsing ákærða er hæfilegaákveðin 50.000 krónur í sekt tilríkissjóðs, sem ákærða ber að greiða innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsþessa en sæta ella fangelsi í 4 daga.Þá ber með vísan til 1. mgr. 218.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að dæma ákærða til greiðslu allssakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Boga ÍsaksNilssonar hdl., 160.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjórikveður upp dóm þennan. Dómsorð:Ákærði, X, greiði 50.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurravikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæta ella fangelsi í 4 daga.Ákærði greiði allan sakarkostnað þar með talinmálsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Boga Ísaks Nilssonar hdl., 160.000 krónurað meðtöldum virðisaukaskatti.
Mál nr. 154/2002
Kærumál Sakarefni Frávísunarúrskurður staðfestur
Með dómi héraðsdómstóls UMSK var Skotíþróttasambandi Íslands (S) gert að endurtaka keppni í greinum sem C hafði skráð sig til þátttöku í ársbyrjun 1997. S skaut málinu til dómstóls Skotíþróttasambands Íslands. Svo fór að sá dómstóll sýknaði S af kröfum C. Af þessu tilefni höfðaði C mál á hendur S þar sem hann krafðist þess að síðastgreindur dómur yrði felldur úr gildi. Með dómi héraðsdóms 11. febrúar 1999 var fallist á kröfu C. Um það bil tveimur árum síðar höfðaði C annað mál á hendur S þar sem hann krafðist þess að S yrði gert að endurtaka nánar tiltekin landsmót í samræmi við dóm héraðsdómstóls UMSK. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að málið hafi ekki verið tekið fyrir að nýju af dómstóli Skotíþróttasambands Íslands eða öðrum þeim dómstóli innan Íþróttasambands Íslands sem málið geti heyrt undir. Að svo komnu verði ekki tekin afstaða til kröfu C. Beri því að vísa málinu frá dómi, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms með vísan til forsendna hans.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. febrúar 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. apríl sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2002, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili, sem flytur mál sitt sjálfur fyrir Hæstarétti, gerir í kæru sinni kröfur, sem lúta eingöngu að efnishlið málsins, svo og kröfu um málskostnað. Verður að líta svo á að í raun kæri hann í því skyni að fá hinn kærða úrskurð felldan úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Sóknaraðili krefst málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 541/2014
Kærumál Gæsluvarðhald Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi
Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi samkvæmt a. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. ágúst 2014 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. ágúst 2014 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 27. ágúst 2014 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og sér verði ekki gert að sæta einangrun meðan á því stendur. Að því frágengnu gerir hún kröfu um að verða vistuð á viðeigandi sjúkrastofnun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Krafa sóknaraðila um að varnaraðili verði úrskurðuð í gæsluvarðhald er reist á a. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 þar sem hún sé „undir rökstuddum grun um alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og hótanir“. Í kröfunni er vísað til skýrslu sem A gaf hjá lögreglu 11. ágúst 2014, en þar lýsti hann því meðal annars að 6. sama mánaðar hefðu þeir Y, Z og Þ ráðist á hann og veitt honum margvíslega áverka að [...], [...]. Varnaraðili hefði verið viðstödd og verið „bara að hlæja þarna ... og niðurlægja mig.“ Í skýrslu A kemur ekki fram að varnaraðili hafi veist að honum og við skýrslugjöf hjá lögreglu 13. ágúst 2014 neitaði hún að hafa sagt eða gert eitthvað við hann. Í 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 er svo fyrir mælt að sakborningur verði því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Samkvæmt framansögðu er ekki fallist á að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa átt refsiverða aðild að þeim brotum sem að framan að greinir og verður hinn kærði úrskurður því felldur gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
Mál nr. 469/2013
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], verði með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. júlí 2013, kl. 16.00, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr., laga um meðferð sakamála nr. 88, 2008. Þá er gerð krafa um að kærði sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. júlí 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. júlí 2013 kl. 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Til vara krefst hann þess að í stað gæsluvarðhalds verði mælt fyrir um að honum verði gert að dvelja á sjúkrahúsi, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun meðan á því stendur. Samkvæmt gögnum málsins eru ekki efni til að mæla fyrir um dvöl varnaraðila á sjúkrahúsi í stað gæsluvarðhalds, enda ber samkvæmt 22. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu meðan á gæsluvarðhaldinu stendur, sbr. 2. mgr. 77. gr. sömu laga. Að þessu gættu verður staðfest sú niðurstaða hins kærða úrskurðar að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi til þess tíma er þar greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 425/2015
Tollur Stjórnarskrá
Í málinu krafðist Ö ehf. endurgreiðslu á fjárhæðum sem hann hafði innt af hendi til Í á árunum 2010 til 2014 vegna innflutnings á kartöflusnakki sem bar almennan 59% verðtoll. Reisti hann kröfu sína á því að gjaldtaka tollsins færi í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar og skorti lagastoð sem gild skattlagningarheimild. Fallist var á með Í að ákvörðun tollsins hefði rúmast innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis væri sett, sbr. 40. gr. stjórnarskrárinnar. Var Í því sýknað af kröfu Ö ehf.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, BenediktBogason, Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttirsettur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 24. júní 2015. Hann krefst þess aðstefnda verði gert að greiða sér aðallega 224.997.138 krónur, til vara167.794.473 krónur, en að því frágengnu 148.726.923 krónur, með vöxtum samkvæmt1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af nánar tilgreindum fjárhæðumfrá 15. nóvember 2010 til 24. september 2014, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr.6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Í öllum tilvikum krefst hannmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti, en til vara að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar ogmálskostnaður á báðum dómstigum felldur niður. Í málinu krefst áfrýjandi endurgreiðslu á 59% tolli sem hann greiddi áárunum 2010 til 2014 á kartöflusnakk er hann flutti til landsins frá Kanada ístarfsemi sinni. Hann reisir kröfu sína á málsástæðum og röksemdum, sem lýst erí héraðsdómi. Fallist er á með stefnda að nægilega sé sýnt fram á að ákvörðuntollsins rúmist innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis eru sett,sbr. 40. gr. stjórnarskrárinnar. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan tilforsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorðigreinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., greiði stefnda, íslenskaríkinu, 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2015Mál þetta var höfðað 5. nóvember2014 og dómtekið 13. apríl 2015.Stefnandi er ÖlgerðinEgill Skallagrímsson ehf., Grjóthálsi 7-11, Reykjavík.Stefndi er íslenskaríkið, Lindagötu Arnarhvoli, Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðallega að stefnda verði gert að greiðastefnanda alls 224.997.138 kr. með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 7.064.783 kr. frá 15. nóvember 2010 til15. janúar 2011 en frá þeim degi af 14.823.343 kr. til 15. mars 2011 en fráþeim degi af 20.883.055 kr. til 15. maí 2011 en frá þeim degi af 29.705.106 kr.til 15. júlí 2011 en frá þeim degi af 38.611.776 kr. til 5. ágúst 2011 en fráþeim degi af 41.443.851 kr. til 15. september 2011 en frá þeim degi af46.561.381 kr. til 5. október 2011 en frá þeim degi af 51.678.911 kr. til 15.nóvember 2011 en frá þeim degi af 55.591.989 kr. til 5. desember 2011 en fráþeim degi af 59.505.067 kr. til 15. janúar 2012 en frá þeim degi af 64.280.437kr. til 5. febrúar 2012 en frá þeim degi af 69.055.807 kr. til 15. mars 2012 enfrá þeim degi af 74.493.989 kr. til 15. maí 2012 en frá þeim degi af 82.518.797kr. til 5. júní 2012 en frá þeim degi af 84.928.232 kr. til 15. júlí 2012 enfrá þeim degi af 91.259.743 kr. til 5. ágúst 2012 en frá þeim degi af97.591.254 kr.til 15. september 2012 en frá þeim degi af 103.872.724 kr. til 5.október 2012 en frá þeim degi af 110.154.194 kr. til 15. nóvember 2012 en fráþeim degi af 114.294.692 kr. til 5. desember 2012 en frá þeim degi af118.435.190 kr. til 15. janúar 2013 en frá þeim degi af 123.523.758 kr. til 5.febrúar 2013 en frá þeim degi af 128.612.326 kr. til 15. mars 2013 en frá þeimdegi af 136.948.143 kr. til 15. maí 2013 en frá þeim degi af 144.721.766 kr.til 5. júní 2013 en frá þeim degi af 147.771.916 kr. til 15. júlí 2013 en fráþeim degi af 153.933.615 kr. til 5. ágúst 2013 en frá þeim degi af 160.095.314kr. til 15. september 2013 en frá þeim degi af 165.316.868 kr. til 5. október2014 en frá þeim degi af 170.538.422 kr. til 15. nóvember 2013 en frá þeim degiaf 175.181.021 kr. til 5. desember 2013 en frá þeim degi af 179.823.620 kr. til15. janúar 2013 en frá þeim degi af 186.264.453 kr. til 5. febrúar 2014 en fráþeim degi af 192.705.286 kr. til 15. mars 2014 en frá þeim degi af 195.654.691kr. til 5. apríl 2014 en frá þeim degi af 198.604.096 kr. til 15. maí 2014 enfrá þeim degi af 206.609.577 kr. til 5. júní 2014 en frá þeim degi af214.615.058 kr. til 15. júlí 2014 en frá þeim degi af 219.806.098 kr. til 5.ágúst 2014 en frá þeim degi af 224.997.138 kr. til 5. nóvember 2014, en meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi gerir þá kröfutil vara að stefnda verði gert að greiða stefnanda alls 167.794.473 kr. meðvöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af5.268.625 kr. frá 15. nóvember 2010 til 15. janúar 2011 en frá þeim degi af11.054.697 kr. til 15. mars 2011 en frá þeim degi af 15.573.804 kr. til 15. maí2011 en frá þeim degi af 22.152.961 kr. til 15. júlí 2011 en frá þeim degi af28.795.223 kr. til 5. ágúst 2011 en frá þeim degi af 30.907.279 kr. til 15.september 2011 en frá þeim degi af 34.723.742 kr. til 5. október 2011 en fráþeim degi af 38.540.205 kr. til 15. nóvember 2011 en frá þeim degi af41.458.433 kr. til 5. desember 2011 en frá þeim degi af 44.376.661 kr. til 15.janúar 2012 en frá þeim degi af 47.937.954 kr. til 5. febrúar 2012 en frá þeimdegi af 51.499.247 kr. til 15. mars 2012 en frá þeim degi af 55.554.840 kr. til15. maí 2012 en frá þeim degi af kr. 61.539.443 til 5. júní 2012 en frá þeimdegi af 63.336.310 kr. til 15. júlí 2012 en frá þeim degi af 68.058.115 kr. til5. ágúst 2012 en frá þeim degi af 72.779.920 kr. til 15. september 2012 en fráþeim degi af 77.464.406 kr. til 5. október 2012 en frá þeim degi af 82.148.892kr. til 15. nóvember 2012 en frá þeim degi af 85.236.721 kr. til 5. desember2012 en frá þeim degi af 88.324.550 kr. til 15. janúar 2013 en frá þeim degi af92.119.414 kr. til 5. febrúar 2013 en frá þeim degi af 95.914.278 kr. til 15.mars 2013 en frá þeim degi af 102.130.819 kr. til 15. maí en frá þeim degi af107.928.097 kr. til 5. júní 2013 en frá þeim degi af 110.202.785 kr. til 15.júlí 2013 en frá þeim degi af 114.797.950 kr. til 5. ágúst 2013 en frá þeimdegi af 119.393.115 kr. til 15. september 2013 en frá þeim degi af 123.287.155kr. til 5. október 2014 en frá þeim degi af 127.181.195 kr. til 15. nóvember2013 en frá þeim degi af 130.643.472 kr. til 5. desember 2013 en frá þeim degiaf 134.105.749 kr. til 15. janúar 2013 en frá þeim degi af 138.909.082 kr. til5. febrúar 2014 en frá þeim degi af 143.712.415 kr. til 15. mars 2014 en fráþeim degi af 145.911.971 kr. til 5. apríl 2014 en frá þeim degi af 148.111.527kr. til 15. maí 2014 en frá þeim degi af 154.081.716 kr. til 5. júní 2014 enfrá þeim degi af 160.051.905 kr. til 15. júlí 2014 en frá þeim degi af163.923.189 kr. til 5. ágúst 2014 en frá þeim degi af 167.794.473 kr. til 5.nóvember 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi gerir þá kröfutil þrautavara að stefnda verði gert að greiða stefnanda alls 148.726.922 kr.með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,af kr. 4.669.941 frá 15. nóvember 2010 til 15. janúar 2011 en frá þeim degi af9.798.481 kr. til 15. mars 2011 en frá þeim degi af 13.804.053 kr. til 15. maí2011 en frá þeim degi af 19.635.578 kr. til 15. júlí 2011 en frá þeim degi af25.523.038 kr. til 5. ágúst 2011 en frá þeim degi af 27.395.088 kr. til 15.september 2011 en frá þeim degi af 30.777.862 kr.til 5. október 2011 en fráþeim degi af 34.160.636 kr.til 15. nóvember 2011 en frá þeim degi af 36.747.247kr. til 5. desember 2011 en frá þeim degi af 39.333.858 kr. til 15. janúar 2012en frá þeim degi af 42.490.459 kr. til 5. febrúar 2012 en frá þeim degi af45.647.060 kr. til 15. mars 2012 en frá þeim degi af 49.241.790 kr. til 15. maí2012 en frá þeim degi af 54.546.324 kr. til 5. júní 2012 en frá þeim degi af56.139.001 kr. til 15. júlí 2012 en frá þeim degi af 60.324.237 kr. til 5.ágúst 2012 en frá þeim degi af 64.509.473 kr. til 15. september 2012 en fráþeim degi af 68.661.631 kr. til 5. október 2012 en frá þeim degi af 72.813.789kr. til 15. nóvember 2012 en frá þeim degi af 75.550.728 kr. til 5. desember2012 en frá þeim degi af 78.287.667 kr. til 15. janúar 2013 en frá þeim degi af81.651.297 kr. til 5. febrúar 2013 en frá þeim degi af 85.014.927 kr. til 15.mars 2013 en frá þeim degi af 90.525.043 kr. til 15. maí en frá þeim degi af95.663.540 kr. til 5. júní 2013 en frá þeim degi af 97.679.741 kr. til 15. júlí2013 en frá þeim degi af 101.752.728 kr. til 5. ágúst 2013 en frá þeim degi af105.825.715 kr. til 15. september 2013 en frá þeim degi af 109.277.251 kr. til5. október 2014 en frá þeim degi af 112.728.787 kr. til 15. nóvember 2013 enfrá þeim degi af 115.797.624 kr. til 5. desember 2013 en frá þeim degi af118.866.461 kr. til 15. janúar 2013 en frá þeim degi af 123.123.961 kr. til 5.febrúar 2014 en frá þeim degi af 127.381.461 kr. til 15. mars 2014 en frá þeimdegi af 129.331.068 kr. til 5. apríl 2014 en frá þeim degi af 131.280.675 kr.til 15. maí 2014 en frá þeim degi af 136.572.434 kr. til 5. júní 2014 en fráþeim degi af 141.864.193 kr. til 15. júlí 2014 en frá þeim degi af 145.295.558kr. til 5. ágúst 2014 en frá þeim degi af 148.726.923 kr. til 5. nóvember 2014,en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Í öllum tilvikum krefststefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst aðallegasýknu af kröfum stefnanda auk málskostnaðar en til vara að kröfur hans verðilækkaðar og málskostnaður látinn niður falla. I.Málavextir Stefnandi máls þessa,Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., er drykkjaframleiðandi og heildsala semhefur með höndum, innflutning, framleiðslu dreifingu og sölu matvæla og sérvöruaf ýmsum toga. Fyrir liggur að á árunum 2010-2014 flutti stefnandi innkartöflusnakk frá Kanada sem fellt var undir tollskrárnúmerið 2005.2003: Aðrarmatjurtir, unnar eða varðar skemmdum á annan hátt en með ediki eða ediksýru,ófrystar, þó ekki vörur nr. 2006: Kartöflur – Nasl svo sem skífur, skrúfur,hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli. Almennur verðtollurumrædds tollskrárnúmers er 59% af innflutningsverði þeirrar vöru sem um ræðir.Á tímabilinu frá 14. september 2010 til 16. júní 2014, greiddi stefnandi ísamræmi við þetta samtals 224.997.138 krónur í verðtoll. Gjalddagi verðtollsinsvar breytilegur í samræmi við 122. gr. tollagalaga nr. 88/2008, sbr.bráðabirgðaákvæði II.-XII. laganna. Ekki er ágreiningur um atriði er lúta aðgjalddögunum sérstaklega. Stefnandi telur hins vegar umrædda gjaldtöku veraólögmæta eins og nánar verður rakið og að stefnda beri að endurgreiða þeim ofgreiddgjöld í samræmi við það. II.Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að gjaldtaka stefnda í formi 59% tolls ákartöflusnakk samræmist ekki kröfu um málefnalegan grundvöll skattheimtu hinsopinbera. Tollskrárnúmerið 2005.2003 sem tollálagningin byggi á hafi komið inní tollskrána með breytingarlögum nr. 87/1995 vegna aðildar Íslands aðAlþjóðaviðskiptastofnuninni (WHO). Hvergi sé að finna skýringar eða réttlætinguá þessari gífurlega háu tollprósentu, hvorki í lögunum sjálfum, viðaukum né ílögskýringargögnum. Sé einungis vísað til þess í 10. gr. laganna að „á tollskráí viðauka I við tollalög verði breytingar eins og greinir í viðauka I með lögumþessum“.Telur stefnandi ekkióvarlegt að ætla að stefndi telji álagninguna réttlætast af svokallaðriverndarstefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði. Til þess aðunnt sé að réttlæta svo háa gjaldtöku með þessum hætti þurfi eitthvertverndarandlag, þ.e. einhver innlend búvöruframleiðsla, að vera fyrir hendi. Ítilviki kartöflusnakks sé hins vegar ýmist mjög lítil eða engin slíkframleiðsla fyrir hendi og því ekkert sem þarfnist verndar. Rekur stefnandiþetta frekar í stefnu. Telur stefnandi snakkið selt neytendum hér á landi undirmerkjum tveggja íslenskra fyrirtækja sem íslenskt kartöflusnakk sem njótiverndar sem slíkt í skjóli „ofurtolla“ stefnda. Þetta gangi þvert á þáverndartollastefnu sem stefndi hefur byggt tollheimtu sína á. Í stað þess aðvernda innlenda búvöruframleiðslu virðist verndarandlagið vera vinnsla tveggjatiltekinna fyrirtækja á innfluttu hráefni. Að mati stefnenda samræmist slíktekki fyrrgreindri kröfu um málefnalegan grundvöll skattheimtu.Stefnandi telur álagningutollsins fela í sér sértæka álagningu skatta, þar sem ákveðnir aðilar séusérstaklega skattlagðir umfram aðra í sambærilegri stöðu, án þess að málefnalegsjónarmið liggi slíkri mismunun til grundvallar. Slíkt brjóti í bága viðkröfuna um málefnalegan grundvöll skattheimtu. Einnig feli slík gjaldtaka í sérólögmæta mismunun og brot gegn jafnræði.Stefnandi telurtollskrárnúmerið 2005.2003 ekki eiga sér hliðstæðu, hvorki í tollskráEvrópusambandsins né í tollskrá WCO. Tollflokkur sá sem umrætt tollskrárnúmerfalli undir hafi verið sérstaklega búið til fyrir innflutning á kartöflusnakkitil landsins og heyri ekki undir hið alþjóðlega tollflokkunarkerfi. Telurstefnandi það benda til þess að umræddur flokkur hafi verið settur sérstaklegatil að vernda framleiðslu innlendra fyrirtækja á kartöflusnakki. Lýsingflokksins beri það einnig með sér, enda sé þar sérstaklega sagt nasl svo semskífur, skrúfur, hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli.Telur stefnandi greinilegt að vísað sé til ákveðinnar sérstöðu innlendraframleiðenda. Þá telur stefnandimismunun eiga sér stað milli vöruflokka hvað varði tollflokkun, þ.e. millikornsnakksins (tollskrárnúmer 1905.9060) og kartöflusnakksins (tollskrárnúmer2005.2003 og 2005.2004). Kornsnakkið beri engan toll frá ríkjum innanEvrópusambandsins og fleiri ríkjum, en annars leggist á það 20% almennurverðtollur. Á sama tíma leggist 59% tollur á kartöflusnakkið, óháð því hvaðanþað komi. Kornsnakkið er í beinni samkeppni við kartöflusnakk og því sé ekkertsem réttlæti svo ólíka tollálagningu. Báðar vörurnar, kartöflu- og kornsnakkið,séu unnar að mestu eða öllu leyti úr erlendu hráefni. Eini munurinn sé sá aðinnlendir framleiðendur virðist selja lítið af kornsnakki. Að mati stefnandastyður það ályktanir hans.Í stefnu fjallarstefnandi um að „ofurtollar“ séu lagðir á tæplega 70% af innlendri heildarneysluog telur það vera undir því yfirskyni að verið sé að vernda innlendaframleiðslu á kartöflusnakki og það séu neytendur sem beri tjónið. Telurstefnandi að verndartollar geti ekki átt rétt á sér þegar innlend framleiðslaanni ekki eftirspurn neytenda. Stefnandi byggirjafnframt á því að umrædd gjaldtaka brjóti gegn meðalhófsreglustjórnskipunarréttar. Með tollálagningunni sé ekki verið að vernda innlendaframleiðslu úr íslensku hráefni. Sé því ekki uppfyllt það frumskilyrði að hiníþyngjandi gjaldtaka sé til þess fallin að ná því lögmæta markmiði sem að séstefnt, þ.e. vernd innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Jafnvel þó svo væri þátelur stefnandi ljóst að tollprósentan 59% sé ekki réttlætanleg að teknutilliti til þeirra markmiða sem tollinum sé ætlað að þjóna. Nægi í því sambandiað bera hann saman við tollinn á hráefninu, þ.e. kartöflumjöli og svokölluðupellets, sem hinir íslensku framleiðendur noti við framleiðslu sína ákartöflusnakki. Hráefnin beri annaðhvort engan toll við innflutning eða mjög láganog sé því mun hagkvæmara að flytja inn hráefni í kartöflusnakk og framleiða þaðhérlendis en að flytja inn fullunna vöru. Annað skýrt dæmi um þetta sé hinnmikli munur sem sé á tollálagningu kartöflusnakks og kornsnakks.Þá sé á það bent aðtollálagning sem þessi sé nánast einsdæmi og þekkist ekki í nærlægum löndum.Telur stefnandi að það styðji enn frekar að álagningin fari langt fram úreðlilegu meðalhófi. Telur hann engu breyta þó að gjaldtakan sé innan þeirramarka sem WTO samningurinn setji aðildarríkjum samningsins. Stefnandi byggir einnig á því að umrædd gjaldtaka brjóti gegnjafnræðisreglu og hindri samkeppni. Lagaákvæði sem þannig leggi óhæfilegarbyrðar á tiltekinn aðila, umfram annan í sambærilegri stöðu, séu í andstöðu við65. gr. stjórnarskrárinnar og ekki á þeim byggjandi. Þar sem bæði innflytjendurog framleiðendur kartöflusnakks flytji inn erlenda vöru og keppi um samamarkaðinn, þ.e. sölu á kartöflusnakki til smásöluaðila, sé ljóst að hiniríslensku framleiðendur fái aðra og betri meðferð en innflytjendur, enda lagðaróhæfilegar byrðar á innflytjendur með framangreindum ofurtollum. Enginmálefnaleg rök liggja umræddri mismunun til grundvallar og af þeim sökum sé umbrot á 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. EES-samningsins, sbr. lög nr.2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, að ræða enda sé að mati stefnanda um að ræðaskýra mismunun í tollálagningu milli annars vegar erlendra framleiðsluvara oghins vegar innlendra framleiðsluvara. Framangreint fyrirkomulagsé enn fremur í andstöðu við meginreglur samkeppnisréttar þess efnis aðopinberir aðilar skuli ekki takmarka samkeppni, sbr. t.d. c-lið 1. mgr. 8. gr.og b-lið 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 en handhöfum ríkisvaldsberi að hafa samkeppnissjónarmið til hliðsjónar við setningu laga og reglna. Aðmati stefnanda sé ljóst að stefndi hafi vanrækt þá skyldu með álagningu 59%tolls á innflutt kartöflusnakk.Stefnandi telurgjaldtökuna skerða atvinnufrelsi með ólögmætum hætti og ljóst að ekki sé uppfyllt það skilyrði 75.gr. stjórnarskrárinnar að almannahagsmunir krefjist skerðingar á atvinnufrelsistefnanda og annarra innflytjenda. Telur stefnandi að gjaldtakan feli í sértakmörkun á frelsi þeirra og tollálagningingeri þeim erfitt um vik og leiðitil þess að innflutningur verð minni. Fari það gegn hagsmunum almennings aðskerða atvinnufrelsi innflytjenda með þessum hætti enda leiði sú skerðing afsér hækkað verðlag og skertar samkeppnisaðstæður á íslenskum markaði,almenningi til tjóns. Hafi stefndi ekkisýnt fram á að aðrar leiðir hafi ekki verið færar til að ná því markmiði sem umræðir en slíkt sé nauðsynlegt til þess að réttlæta takmörkun á atvinnufrelsi. Stefnandi byggir á því að gjaldtakan feli í sér ólögmæta skerðinguá eignarrétti en hann sé friðhelgur samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr.áðurgreinds 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Eign stefnanda séu þaufjárhagslegu verðmæti sem felist í innflutningi og sölu á kartöflusnakki. Um séað ræða áþreifanlega eign sem ekki verði skert nema að uppfylltum skilyrðum 72.gr. stjórnarskrárinnar. Að matistefnanda sé gjaldtakan ómálefnaleg, sértæk og óhófleg, auk þess sem hún brýturgegn jafnræði innflytjenda og framleiðenda. Telur stefnandi því ljóst aðálagning gjaldsins fari ekki eftir almennum, efnislegum mælikvarða og að gættsé að jafnræði og meðalhófi. Af þeim sökum sé ekki um heimila skattheimtu aðræða í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, heldur ólögmæta skerðingu áeignarrétti, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Til vara sé byggt á þvíað stefndi beri skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna hinnar ólögmætueignaskerðingar og nemi tjónið þeim greiðslum sem fram koma í dómkröfumstefnanda. Að lokum byggir stefnandi á því að tollflokkun hins innfluttakartöflusnakks, undir tollskrárnúmerinu2005.2003, sé röng. Þegar litið sé til túlkunarreglna við tollskránna séréttara að flokka innflutt kartöflusnakk sem ekki sé úr kartöflumjöli undirtollskrárnúmer 2005.2001. Byggir stefnandi það á orðalagi umrædds undirliðartollflokks, þ.e. Kartöflur - fín- eða grófmalaðar eða flögur, í stað þess aðheyra undir nasl svo sem skífur, skrúfur, hringir, keilur, stangir o.þ.h, semfalli betur að hinu innlenda snakki. Þá sé tollurinn á tollskrárnúmeri2005.2001 sem ber 15% verðtoll í mun betra samræmi við álagningu sambærilegrainnfluttra vara sem ber 20% verðtoll. Í stefnu er að finna sundurliðun á kröfum stefnanda. Aðalkrafanbyggir á því að öll gjaldtaka vegna 59% tolls á kartöflusnakki sé ólögmæt ogþví beri að endurgreiða allt það sem innheimt var af stefnanda með ólögmætumhætti. Varakrafa stefnandabyggir á því að öll gjaldtaka umfram 15% toll á kartöflusnakk sé ólögmæt endaljóst að lýsing undirflokksins 2005.2001 falli best að umræddri vöru og berihann almennan 15% verðtoll. Því beri að endurgreiða þá gjaldtöku sem svari til mismunarinsá 59% tolli annars vegar og 15% tolli hins vegar.Þrautavarakrafa stefnandabyggir á því að öll gjaldtaka umfram 20% toll á kartöflusnakk sé ólögmæt, endasé ljóst að sambærileg vara, þ.e. kornsnakk, sem sé í beinni samkeppni viðkartöflusnakk, beri þann toll. Því beri að endurgreiða þá gjaldtöku sem svarartil mismunarins á 59% tolli annars vegar og 20% tolli hins vegar. Stefnandi byggir kröfur sínar einkum á 40., 65., 72., 75. og 77.gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, lögmætisreglustjórnskipunarréttar, meginreglum íslensks réttar um gjaldtöku hins opinbera ogalmennum reglum kröfuréttar um endurgreiðslu oftekins fjár. Þá byggir stefnandikröfur sínar á lögum nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda,breytingarlögum nr. 87/1995 vegna aðildar Íslands aðAlþjóðaviðskiptastofnuninni, tollalögum nr. 88/2005 ásamt viðaukum, ogbúvörulögum nr. 99/1993, auk meginreglna samkeppnisréttar og samkeppnislaga nr.44/2005. Enn fremur vísar stefnandi til skuldbindinga Íslands af vettvangi WTOog ESB, þ. á m. EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópskaefnahagssvæðið, meginreglna þjóðaréttar um túlkun slíkra alþjóðlegraskuldbindinga, almennra reglna um bótaábyrgð hins opinbera ogeignarréttarákvæðis í 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu,sbr. lög nr. 62/1994. Vaxta- og dráttarvaxtakrafa byggir á lögum nr. 29/1995 oglögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Málskostnaðarkrafa stefnandabyggir á XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um varnarþing ervísað til 3. mgr. 33. gr. laga um meðferð einkamála og fyrirsvar á stoð í 5.mgr. 17. gr. sömu laga. III.Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi hafnar skýringumstefnanda á verndarforsendum samkvæmt búvörulögum við ákvörðun tolls samkvæmttollskrá fyrir kartöflusnakk. Þegar tollskrárnúmer 2005.2003 hafi komið inn ítollskrána upphaflega með lögum nr. 87/1995 hafi hvergi í því sambandi veriðvitnað til búvörulaga nr. 99/1995. Engin lögskýringargögn renna stoðum undir þákenningu stefnanda að tollurinn hafi verið ákveðinn með verndarstefnu íslenskrastjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði að leiðarljósi. Stefndi vísar til 12. gr.tollalaga nr. 88/2005 þar sem tilgreindir eru tollkvótar, sem ráðherra sem farimeð málefni landbúnaðar, úthlutar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutitollkvótum sem tilgreindir eru í viðauka IIIA og B og IVA og B við tollalög.Eingöngu kartöflur í vöruliðum 701 og 710 falli undir þá viðauka. Þá úthlutarsjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tollkvótum samkvæmt öðrum skuldbindingumÍslands um innflutning á landbúnaðarvörum í fríverslunar- ogmilliríkjasamningum sé tollur lagður á vöruna sem magntollur eftir því sem ítollskrá í viðauka I við tollalög greinir. Kartöflur sem falla undir vöruliði1105 (mjöl, fín- eða grófmalað, duft, flögur, kurl og kögglar), kartöflur unnareða varðar skemmdum í vöruliðum nr. 2001 (með ediki eða edikssýru), 2004(frystar) og í vörulið 2005 (ófrystar), beri ekki magntoll heldur beri þærverðtoll samkvæmt tollskrá sem er viðauki I við tollalög og heyri því ekkiundir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heldur undir fjármála- ogefnahagsráðherra.Stefndi kveður toll áinnflutt kartöflusnakk grundvallast af tekjuöflunarmarkmiði íslenska ríkisinslíkt og aðrir skattar. Vangaveltur stefnanda um verndarþörf innlendskartöflusnakks og stöðu innlendra framleiðenda á kartöflusnakki á íslenskumkartöflusnakksmarkaði og sértæka skattlagningu í þágu þeirra fái ekki staðistog séu að mati stefnda skattlagningunni óviðkomandi.Stefndi vísar á bug þeirristaðhæfingu stefnanda að tollskrárnúmerið 2005.2003 fyrir kartöflusnakk eigisér enga hliðstæðu í alþjóðlegu kerfi og sé það ásamt því að tollur á innfluttkornsnakk sé 20% til marks um að 59% tollur á kartöflusnakk feli í sér sértækaskattlagningu. Bendir stefndi á að undir WCO númerinu 2005.20 séu flestallarframleiðslur úr kartöflum og aðildarríkjunum sé í sjálfsvald sett hversu mikiðeða lítið þau skipti kartöfluframleiðslu upp. Samanburður stefnanda á tollum ákartöflusnakk í tollskrárnúmeri 2005.2003 við toll á kornsnakki ítollskrárnúmeri 1905.9060 fái ekki staðist. Stefndi bendir á að ekki sé um aðræða samanburðarhæfar vörur. Um tvær mismunandi vörur sé að ræða úr mismunandihráefni, sem heyri undir mismunandi vöruliði samkvæmt tollskrá. Stefndi telur að ekki fái staðist þau sjónarmið stefnanda aðinnheimta 59% verðtolls við innflutning á kartöflusnakki í tollskrárnúmeri2005.2003 brjóti gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Samkvæmt reglunni beristjórnvaldi því aðeins að taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, semað er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Meðalhófsreglan sélögfest í 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Meginreglan eigi við umstjórnvöld en gildi ekki um löggjafarstörf Alþingis. Tollar sem lagðir séu ákartöflusnakk við innflutning séu lagðir á samkvæmt tollskrá sem er viðauki Ivið tollalög nr. 88/2005 og hafi lagagildi. Tollarnir séu því lagðir á ísamræmi við lög sem samþykkt hafi verið á Alþingi og þeim verði ekki breytt néþeir afnumdir nema með lögum. Að mati stefndu fái ekki staðist að brotið ségegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við álagningu tolls á kartöflusnakk né aðbrotið sé gegn óskráðri grundvallarreglu stjórnsýsluréttar.Sá samanburður stefnandaað bera saman toll á kartöflumjöli í vörulið 1105 við toll á kartöflusnakkieins og um sömu vöru sé að ræða fái að mati stefndu ekki staðist. Kartöflusnakksem falli undir tollskrárnúmerið 2005.2003 sé ekki framleitt úr kartöflumjöli.Ljóst er að hægt er að nýta m.a. kartöflumjöl sem hráefni til að framleiðakartöflusnakk sem félli þá undir tollflokkinn 2005.2004 í 42% tolli. Um sé aðræða ólíkar vörur sem ekki eru samanburðarhæfar. Hið sama gildir um samanburðvið kornsnakk sem ekki sé unnið úr kartöflum heldur úr korni sem fái á enganhátt staðist að bera saman. Um sé að ræða ólíkar vörur sem heyri hvor undirsinn vöruliðinn samkvæmt tollskrá og beri mismunandi toll. Stefndi bendir á aðumrædd tollaálagning sé innan þeirra marka sem sett séu í WTO samningnum, sbr.viðauki IIA við tollalög nr. 88/2005. Í nefndum viðauka séu tollabindingarlögfestar sem hluti af tollalögum og áréttað sé í 3. mgr. 5. gr. tollalaga aðtollur geti aldrei orðið hærri en tollabinding. Framangreindum viðauka IIA hafiverið bætt við tollalög með lögum nr. 87/1995 um breytingar á lögum vegnaaðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Tollabindingarnar séu í samræmivið alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og sé Ísland innan þeirra heimilda viðálagningu 59% tolls á kartöflusnakk samkvæmt tollskrá. Stefndi vísar því á bug að brotið sé gegn jafnræðisreglu viðálagningu umrædds tolls enda gætt samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti.Kartöflumjöl sé mjölvara sem falli undir vörulið 1105. Sömu tollar gildi fyriralla innflytjendur á kartöflumjöli. Á sama hátt gildi sömu tollar fyrir allainnflytjendur á kartöflusnakki. Stefndi fái ekki séð hvernig brotið sé gegnjafnræðisreglu í þessu tilfelli, enda greiði innflytjendur allir sama toll viðinnflutning sömu vöru. Þá fái ekki staðist að bera saman kartöflumjöl sem heyriundir vörulið 1105 samkvæmt tollskrá og kartöflusnakk úr kartöflum sem heyriundir tollskrárnúmer 2005.2003 eða 2005.2004 sé snakkið framleitt úrkartöflumjöli, enda um mismunandi vörur að ræða þó svo að hægt sé að notakartöflumjöl í hráefni til að búa til kartöflusnakk úr kartöflumjöli.Mismunandi tollar séu lagðir á mismunandi vörur og geti það ekki talist brot ájafnræðisreglu. Þá telur stefndi ekki fá staðist að atvinnufrelsi stefnanda sétakmarkað með ólögmætum hætti. Löggjafanum sé heimilt að leggja á borgaraskatta og önnur opinber gjöld, svo sem tolla sbr. 40. gr. og 77. gr.stjórnarskrárinnar og standa ákvæði 75. gr. um atvinnufrelsi því ekki í vegi.Tollur sé lagður á við innflutning á kartöflusnakk samkvæmt tollalögum nr.88/2005 í tekjuöflunarskyni. Öllum sé frjálst að flytja inn umrædda vöru, áþeim tollum sem ákveðinn er samkvæmt tollskrá. Hvað varði meinta skerðingu á eignarrétti stefnanda sé sjónarmiðumstefnanda um að greiðsla tolls við innflutning á kartöflusnakki teljist ekkiskattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar heldur ólögmæta skerðinguá eignarrétti sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, vísað á bug. Réttur tilinnflutnings á kartöflusnakki sé ekki einkaréttur stefnanda og sé ekki umeignarrétt að ræða. Skatta og önnur gjöld verði að greiða þrátt fyrir ákvæði 1.mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar enda sé annars staðar í stjórnarskránni gertráð fyrir skattlagningu. Ekki sé um að ræðaeinhverja sérstaka gjaldtöku sem feli í sér ólögmæta skerðingu á eignarrétti.Um álagningu tolls á vöru við innflutning sé að ræða og sé tollálagningin ísamræmi við lög. Innflytjendur sömu vöru greiði allir sama toll viðinnflutning. Þá vísar stefndi sjónarmiðum stefnanda á bug þess efnis aðinnheimta 59% tolls við innflutning á kartöflusnakki sé ómálefnaleg og óhófleg,auk þess sem brotið sé gegn jafnræði innflytjenda og framleiðenda. Þá vísar stefndivarakröfu stefnanda, um að stefndi beri skaðabótaábyrgð gagnvart stefnandavegna ólögmætrar eignarskerðingar, á bug, enda engri ólögmætri eignarskerðingufyrir að fara. Stefnandi greiddi toll af umræddri vöru við innflutning, líkt oglög kveði á um. Þá sé krafa byggð á reglum um skaðabótaskyldu órökstudd ogvanreifuð m.a. um tjón. Stefndi telur aðalkröfustefnanda ekki fá staðist enda ljóst að innheimta tolla hafi farið framsamkvæmt tollalögum og tollskrá sem í hvívetna séu gildarskattlagningarheimildir að lögum. Stefndi vísar á bugvarakröfu stefnanda, sem byggð sé á endurgreiðslu á mismuni á 59% tolli og 15%tolli, og að tollflokkun kartöflusnakks í vörulið 2005. 2003 sé röng en rétt séað flokka hana sem flögu í skilningi vöruliðar 2005.2001. Vöruliður 2005.2001taki til kartaflna sem séu fín- eða grófmalaðar eða flögur sem nýttar séu viðmatreiðslu. Kartöflusnakk það sem stefnandi flutti inn hafi verið réttilegatollflokkað í tollskrárnúmerið 2005.2003 af stefnanda sjálfum áaðflutningsskýrslu sem lögð var til grundvallar álagningu 59% tolls.Að mati stefnda fái ekkistaðist að kartöflusnakk sem stefnandi flutti inn geti talist flögur ískilningi vöruliðar 2005.2001 en þar sé átt við flögur eins og þær sem eru íþurrefni til að búa til kartöflumús og sambærilegar vörur. Vöruliður 2005.2003sé á hinn bóginn sérstaklega skilgreindur fyrir nasl sem unnið er úr kartöflum.Þá sé á því byggt aðkrafa stefnanda, byggð á rangri tollflokkun vörunnar, sé fallin niður fyrirtómlæti og vangæslu. Stefnandi hafi sjálfur flokkað kartöflusnakkið í tollflokk2005.2003 án nokkurs fyrirvara. Um slíkt og kærur til tollstjóra innan 60 dagafrá tollafgreiðsludegi, og um kærur í kjölfarið til ríkistollanefndar innan 60daga, er sérstaklega fjallað í 117. gr. og 118. gr. tollalaga og sé úrskurðurríkistollanefndar fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi. Af hálfu stefnandaskortir jafnframt öll gögn og upplýsingar sem nauðsynleg séu til að grundvallaendurskoðun og eftir atvikum breytingu á tollflokkun þess kartöflusnakks semflutt hafi verið inn og sem endurgreiðslukrafa í máli þessu taki til. Ljóst séaf stefnu að kartöflusnakk var flutt inn frá ýmsum löndum og mismunandi framleiðendum.Með öllu sé ósannað að vara sem stefnandi flutti inn geti flokkast sem flögur ískilningi tollskrárnúmers 2003.2001.Þrautavarakröfu stefnandasé mótmælt enda byggir hún á því að öll gjaldtaka umfram 20% toll ákartöflusnakk sé ólögmæt í ljósi þess að 20% tollur sé lagður á sambærilegavöru, þ.e. kornsnakk. Ekki sé um sambærilegar vörur að ræða og fái krafan þvíekki staðist og ber að sýkna af henni. Verði ekki fallist ásýknukröfu stefnda vísar hann til sömu sjónarmiða til stuðning varakröfu umlækkun stefnukrafnanna. Kröfum stefnanda um almenna vexti sé mótmælt og krafistsýknu af þeim enda hafi hann sýnt af sérvangæslu og tómlæti. Þá er dráttarvaxtakröfu mótmælt og þess krafist að þeirdæmist ekki frá fyrri tíma en dómsuppsögu í málinu. IV.Niðurstaða Í máli þessu krefjast stefnandi endurgreiðslu oftekinna gjalda seminnt voru af hendi vegna innflutnings þeirra á kartöflusnakki tímabilið 14.september 2010 til 16. júní 2014. Um var að ræða kartöflusnakk en vara þessi erfelld undir tollskrárnúmerið 2005.2003 og ber 59% almennan verðtoll.Stefnandi telur gjaldtökuverðtollsins ólögmæta og reisir kröfur sínar á því að hún fari í bága viðákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar.Telur stefnandi gjaldtökuna ekki uppfylla kröfur um málefnalegan grundvöllskattheimtu og að hún brjóti gegn meðalhófi og jafnræði. Sé því ekki um að ræðaheimila skattheimtu heldur ólögmæta skerðingu á eignarrétti og atvinnufrelsistefnanda.Stefndi vísar öllumsjónarmiðum stefnanda á bug enda telur hann innheimtu verðtolls í samræmi viðtollalög nr. 88/2005 og tollskrá sem séu gildar skattlagningaheimildir aðlögum.Í 40. gr.stjórnarskrárinnar segir að engan skatt megi á leggja né breyta né af taka nemameð lögum. Í 77. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um að skattamálum skuliskipa með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli áskatt, breyta honum eða afnema hann. Hugtakið skattur er ekkiskilgreint í lögum en hefur verið skýrt svo af fræðimönnum og í dómaframkvæmd,að um sé að ræða gjald sem lagt er á tiltekinn hóp einstaklinga eða lögaðilasamkvæmt einhliða ákvörðun hins opinbera eftir almennum, efnislegum mælikvarðaog án sérstaks endurgjalds. Tollar falla þannig undir ofangreint hugtak ensamkvæmt 24. tl. 1. gr. tollalaga er tollur gjald sem innheimt er af vörusamkvæmt tollskrá.Í 3. gr. tollalaga er aðfinna meginreglu um almenna tollskyldu. Þar segir að hver sá sem flytur vöruinn til landsins til endursölu, afhendingar án endurgjalds eða eigin nota eða verðiábyrgur fyrir greiðslu tolla samkvæmt ákvæðum þessara laga, sé tollskyldur ogskuli greiða toll af hinni innfluttu vöru nema annað sé tekið fram í tollskrá. Í 1. mgr. 5. gr.tollalaga nr. 88/2005 er að finna þá meginreglu, að af vörum sem fluttar eruinn á tollsvæði ríkisins skuli greiða toll eins og mælt er fyrir um í tollskráí viðauka I með lögunum. Skal tollur lagður á sem verðtollur og sem magntollurá vörumagn eins og það er ákveðið í tollskrá samkvæmt viðauka I við lögin. Tollskráin, sem þannig erlögfest sem viðauki við tollalög, byggist á samræmdri vörulýsingu- ognúmeraskrá sem Ísland hefur skuldbundið sig að þjóðarétti til að fara eftir,þ.e. alþjóðlegu flokkunarkerfi sem samið er og gefið út afAlþjóðatollastofnuninni (WCO). Í tollskránni er að finna taxta tollskrárinnarsem skiptast í dálka A þar sem tilgreindur er verðtollur í % og dálk A1 þar semtilgreindur er magntollur í kr./kg, og gilda þeir fyrir allar innfluttar vörur.Í 20. kaflatollskrárinnar sem ber heitið Framleiðsla úr matjurtum, ávöxtum, hnetum ogöðrum plöntuhlutum er að finna vöruliðinn 2005: Aðrar matjurtir, unnar eðavarðar skemmdum á annan hátt en með ediki eða ediksýru, ófrystar, þó ekki vörurnr. 2006 sem kartöflusnakk flokkast undir, eins og áður erlýst. Undir vöruliðinn falla m.a. kartöflur og þar undir 5 mismunandi númer.Tollskrárnúmer kartöflusnakks hefur verið fellt undir númer 2005.2003. Þaðsamanstendur annars vegar af undirlið, sem samkvæmt hinu alþjóðlega kerfi er20, táknuðum með fyrstu tveimur tölustöfunum í ofangreindu númeri og hins vegarskiptilið, táknuðum með seinni tveimur tölustöfunum. Um er að ræða séríslenskaundirskiptingu sem heimilt er að ákveða í samræmi við reglur hins alþjóðlegaflokkunarkerfis. Það kartöflusnakk sem fellur undir þetta tollskrárnúmer beraðeins verðtoll samkvæmt tollskrá.Stefnandi bersönnunarbyrði fyrir því að gjaldtaka 59% verðtolls uppfylli ekki kröfur ummálefnalegan grundvöll skattheimtu. Til stuðnings þeirri málsástæðu bendirstefnandi á að réttlætanlegar ástæður þurfi að búa að baki svo háum tolli. Þarsem hana sé hvergi að finna, sér í lagi ekki í lögskýringargögnum meðtollalögum, megi draga þá ályktun að um verndartolla sé að ræða eða tolla semjafna megi til þeirra. Þau sjónarmið er um verndartolla gildi eigi hins vegarekki við enda sé með álagningu tollsins ekki verið að vernda innlendabúvöruframleiðslu heldur vinnslu tveggja íslenskra fyrirtækja sem framleiðisnakk úr innfluttu hráefni sem enga tolla beri auk þess sem þeir anni ekkieftirspurn íslenskra neytenda eftir snakki. Þá bendir stefnandi á að lýsing ástórum hluta tollskrárnúmersins 2005.2003: Nasl svo sem skífur, skrúfur,hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli, sé sérstaklegasniðin að hinni íslensku framleiðslu.Stefndi vísar því á bugað önnur sjónarmið en almenn markmið skattlagningar, þ.e. að afla ríkinu teknatil að standa undir útgjöldum sínum, búi að baki verðtolli á innfluttu snakki.Með lögum nr. 87/1995 umbreytingar á tollalögum vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninnivoru m.a. gerðar breytingar á þágildandi tollalögum nr. 55/1987, þ.e. átollskránni í viðauka I við tollalög. Samhliða voru gerðar breytingar á lögumnr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara. Þær voru veigamiklarenda var tilefni lagasetningarinnar aðild íslenska ríkisins að samningi umstofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Tekið var upp tollkvótafyrirkomulag viðinnflutning á landbúnaðarvörum sem fól í sér tiltekið hámark á tollum, þ.e.svokallaðar tollabindingar. Sérstakur samningur um landbúnað, sem var hlutiheildarsamningsins, gerði ráð fyrir tollvernd í formi almennra tolla í staðhafta og sérgjalda sem áður voru við lýði, m.a. í tengslum við kartöflur ogvörur unnar úr þeim. Segir í almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpitil laga um breyting á tollalögum um hina nýju tolla að breytingunum sé ætlaðað endurspegla þetta sérstaklega. Framsetningin er sögð byggja á víðtækritúlkun á heimildum búvörulaga til að takmarka innflutning og þeirri staðreyndað tollabindingar séu verðmæt skiptimynt í viðskiptaviðræðum. Ekki sé ætluninað nýta þessar heimildir vegna allra þeirra vara er í landbúnaðarskránnigreini. Tollvernd komi einungis í stað verndar sem hingað til hafi verið íhöftum og sérgjöldum, svo sem jöfnunargjaldi á kartöflur.Að mati dómsins styðjaofangreindar athugasemdir það ekki að verðtollur á snakk undirtollskrárnúmerinu 2005.2003 sem kom inn í tollskránna með breytingarlögum nr.87/1995, hafi verið á lagður með verndarstefnu íslenskra stjórnvalda gagnvartinnlendum landbúnaði að leiðarljósi. Þá er ekki að finna aðra umfjöllun ílögskýringargögnum með breytingalögunum, svo sem sjónarmið er varða tollprósentu. Þá fellst dómurinn ekki á þausjónarmið önnur er stefnandi teflir fram í stefnu og telur styðja að í reyndbúi verndarsjónarmið að baki álagningu tollsins en ekki tekjuöflunarmarkmiðíslenskra ríkisins. Í málflutningi sínum vísaði lögmaður stefnanda til dómaHæstaréttar í málum réttarins nr. 427/1995, nr. 329/1999 og 359/1999 er vörðuðulögmæti tiltekinna ákvarðana um álagningu jöfnunargjalds á kartöflur og taldiþá dóma styðja að stefndi bæri sönnunarbyrði fyrir því að há tollprósenta værimálefnaleg og réttlætanleg eins og á stæði. Að mati dómsins er sakarefni þessamáls ólíkt því sem úr var leyst í ofangreindum dómum Hæstaréttar. Í þeim málumlá til að mynda fyrir hvert hlutverk jöfnunargjaldsins var, svo og önnursjónarmið er löggjafanum bar sérstaklega að líta til við ákvörðun sína. Það erþví niðurstaða dómsins að gjaldtaka 59% tolls á snakki með tollskrárnúmerið2005.2003 hafi verið málefnaleg en ákvörðun skattlagningar var í samræmi viðlög og tollskrá eins og rakið hefur verið. Stefnandi byggir á því aðhvað sem líði niðurstöðu um málefnalegan grunn gjaldtökunnar brjóti hin 59%tollprósenta gegn meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar og sé því ólögmæt. Telurstefnandi að við mat á því þurfi að skoða tollálagningu á sambærilegar vörur ogbenda í því sambandi á kornsnakk með tollskrárnúmerið 1905.9060 sem ber 20%verðtoll og hráefni sem notað er til að framleiða snakk, annars vegarkartöflumjöl sem fellur undir tollskrárnúmerið 1105:1001: Mjöl, fín- eðagrófmalað, duft, flögur, kurl og kögglar úr kartöflum og hins vegar pellets,sem er deig sem hinir íslensku framleiðendur nota til að framleiða snakk og fellurundir tollskrárnúmerið 1901.2087: til framleiðslu á nasli, svo sem skífum,skrúfum, hringjum, keilum, stöngum o.þ.h en það hráefni ber engan toll. Telurstefnandi að heitið bendi til þess að verið sé að gera greinarmun á einhverjusem í reynd sé hið sama í þeim tilgangi að hygla hinum íslensku framleiðendum.Telur stefnandi j slíka mismunun jafnframt brjóta gegn jafnræðisreglu og hindrasamkeppni.Að mati dómsins hefurstefnandi með vísan til ofangreindra röksemda ekki fært fram sönnur fyrir þvíað gjaldtaka 59% verðtolls á snakk brjóti í bága við meðalhófsreglustjórnskipunarréttar. Fallast ber á það með stefnda að snakk úr ólíkum hráefnumsé ósamanburðarhæft. Hið sama gildir um samanburð á hráefni sem annars vegar ernotað til framleiðslu á snakki og hins vegar það sem fellur undir annan vöruliðen 2005.2003. Þá telur dómurinn samanburð við tollálagningu í öðrum ríkjum engaþýðingu hafa við úrlausn á ágreiningsefni þessu. Um er að ræða toll sem lagðurer á með lögum eftir almennum, efnislegum mælikvarða en í því sambandi hefurlöggjafinn víðtækt svigrúm enda í samræmi við tollabindingar, sbr. 3. mgr. 5.gr. tollalaga, en í ákvæðinu segir að tollur á vörur frá aðildarríkjumAlþjóðaviðskiptastofnunarinnar megi eigi vera hærri en þær tollabindingar semtilgreindar eru í viðaukum IIA, IIB og IIC með lögunum. Miðist tollabindingbæði við verð og magn og skal hámarkstollur miðast við þá bindingu sem hærriálagning leyfir. Samkvæmt 17. tl. 1. gr. tollalaga er tollabinding hámark tollasamkvæmt hinum almenna samningi um tolla og viðskipti frá 1994 sem er að finnaí viðauka við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Jafnframt telur dómurinnstefnanda ekki hafa sýnt fram á að gjaldtakan brjóti gegn 65. gr. stjórnarskrárum jafnræði. Ljóst er að ákvörðun um gjaldtöku 59% verðtolls á snakk nær tilallra innflytjenda í sömu stöðu. Þeir vissu fyrir fram að hverju þeir gengu entollflokkun snakksins byggir í öndverðu á þeirra ákvörðun um flokkun þess íaðflutningsskýrslu. Stoðar stefnanda ekki að vísa til jafnræðisreglu viðsamanburð á ólíkum vörum sem bera vegna þess mismunandi toll samkvæmt tollaskráeins og áður er rakið. Með sömu rökum er ekki fallist á sjónarmið stefnanda erlúta að því að gjaldtakan og það fyrirkomulag sem sé við lýði sé í andstöðu viðmeginreglur samkeppnisreglur þess efnis að opinberir aðilar skuli ekki takmarkasamkeppni.Þá er hafnað sjónarmiðumstefnanda um að gjaldtakan teljist ólögmæt eignaskerðing og brjóti í bága við72. gr. stjórnarskrár auk þess sem hún skerði atvinnufrelsi hans sem varið sémeð 75. gr. stjórnarskrár. Áður er komist að þeirri niðurstöðu að gjaldtakaverðtolls á snakk var í samræmi við lög sem sett voru með stjórnskipulegagildum hætti. Þá byggðist gjaldtakan á málefnalegum sjónarmiðum, auk þess semmeðalhófs og jafnræðis var gætt. Í henni fólst því ekki ólögmæt skerðing áeignarrétti stefnanda. Með vísan til þessarar niðurstöðu verður ekki fallist áskaðabótakröfu stefnanda byggðri á þeim grunni. Hvað varðar atvinnufrelsistefnanda er til þess litið að honum er í sjálfsvald sett að haga innflutningiá snakki í samræmi við rekstrarlega hagsmuni sína. Að mati dómsins eru ekkihaldbær rök að vísa til þess að lægri tollprósenta á snakk myndi sjálfkrafaleiða til innflutnings á meira magni af snakki. Með vísan til þess semrakið hefur verið er stefndi sýknaður af aðalkröfu stefnanda.Varakrafa stefnanda umendurgreiðslu oftekinna gjalda byggir á því að tollflokkun snakks í vörulið2005.2003 sé röng og beri að flokka hana undir tollskrárnúmer 2005.2001 sem ber15% toll. Krefst stefnandi mismunar á 59% verðtolli þeim er hann greiddi fyrirhið innflutta snakk og 15% verðtolls sem hann telur sig með réttu hafa átt aðgreiða. Samkvæmt því sem framkemur í tollskrá fellur tollskrárnúmerið 2005.2001 undir fyrrgreindan vörulið2005, undir Kartöflur rétt eins og hið umdeilda snakk og ber heitið Fín- eðagrófmalaðar eða flögur. Stefnandi telur, með vísan til túlkunarreglnatollaréttar, að orðið flögur falli betur að því snakki sem hann flytji inn aðmeginstefnu til og eigi því með réttu að falla undir tollskrárnúmerið2005.2001. Stefndi bendir hins vegar á að undir þetta tollskrárnúmer falliflögur, ætlaðar til matreiðslu, svo sem þurrefni í kartöflumús. Stefnandi hefurekki borið því við að þetta eigi ekki við rök að styðjast. Í inngangi að tollskrá erað finna almennar reglur um túlkun hennar en þær hafa lagagildi. Þar segir í 1.tl. að fyrirsagnir á flokkum, köflum og undirköflum séu einungis tilleiðbeiningar. Í lagalegu tilliti skuli tollflokkun byggð á orðalagi vöruliðar,athugasemda við tilheyrandi flokka eða kafla og brjóti það eigi í bága viðorðalag vöruliða eða athugasemda skuli fylgt nánar tilgreindum reglum. Að matidómsins verður á það fallist með stefnda að snakk það sem stefnandi flytur innfalli réttilega undir tollskrárnúmerið 2005.2003: Nasl svo sem skífur, skrúfur,hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli, sem tekur tilsnakks, öðru nafni nasl, í ýmsum formum sem tilbúið er til neyslu. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki fallist ávarkröfu stefnanda. Í ljósi þess sem áður errakið í tengslum við umfjöllum um málsástæðu stefnanda byggða á meðalhófsreglustjórnskipunarréttar og jafnræðisreglu verður ekki fallist á þrautavarakröfustefnanda sem byggir á því að öll gjaldtaka umfram 20% verðtoll á kartöflusnakksé ólögmæt enda eigi það með réttu að bera sama verðtoll og kornsakk sem sésamanburðarhæf vara.Með vísan til alls þesssem rakið hefur verið verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda.Að þessari niðurstöðuvirtri ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála, sem þykir hæfilegur 750.000 krónur.Sigríður Hjaltestedhéraðsdómari kveður upp þennan dóm.D Ó M S O R Ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af öllum kröfum stefnanda,Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. Stefnandi greiði stefnda 750.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 442/2007
Bifreið Líkamstjón Skaðabætur Örorka Gjafsókn
Ágreiningur aðila laut að því hvort G og T bæri að greiða K bætur vegna varanlegrar örorku, en óumdeilt var í málinu að T og G voru skaðabótaskyldir gagnvart K vegna slyss er hún varð fyrir 2003. Fyrir lá að K, sem var öryrki, var óvinnufær þegar slysið varð. K krafðist þess hins vegar að fá bætt tjón sitt vegna varanlegra örorku til heimilisstarfa sbr., 3. mgr. 1. gr. skaðabótalaga 50/1993. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að ákvæði þetta fæli ekki í sér heimild fyrir sjálfstæðum mælikvarða fyrir skerta getu til heimilisstarfa óháð því hvernig færi um getu til starfa utan heimilis. Ákvæðið gæti ekki veitt rétt til skaðabóta í tilviki þar sem geta til starfa utan heimilis var engin þegar tjónsatburður varð, heldur fæli það eingöngu í sér fyrirmæli um grundvöll til að áætla tekjutap þegar því væri að skipta. Voru T og G sýknaðir af kröfu K.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Dómsorð: Mál þetta var höfðað 3. ágúst 2006. Það var dómtekið 24. apríl sl. Stefnandi er Kolbrún Kolbeinsdóttir, Hafnargötu 16 a, Reykjanesbæ. Stefndu eru Gunnar Þór Geirsson, Óðinsgötu 15, Reykjavík og Tryggingamiðstöðin hf., Aðalstræti 6, Reykajvík. Dómkröfur Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda 1. 068.094 krónur með 4,5% ársvöxtum frá 7. október 2003 til 8. desember 2005, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. desember 2005 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar í samræmi við framlagðan málskostnaðarreikning, eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega að stefndu verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða stefndu málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Til vara er krafist að málskostnaður verði látinn niður falla. Ef bætur verða að einhverju leyti tildæmdar er þess krafist að þær beri 4,5% ársvexti frá 7. október 2003 til dómsuppsögudags, en beri dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara er þess krafist að tildæmd bótafjárhæð beri 4,5% ársvexti frá 7. október 2003 til 3. ágúst 2006, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Málavextir Þann 2. júlí 2003 slasaðist stefnandi í umferðarslysi á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar í Kópavogi er bifreiðinni JZ-561 var ekið aftan á bifreiðina LJ-443 sem stefnandi var farþegi í. Ekki er um það deilt að stefndu bera óskipta fébótaábyrgð á líkamstjóni því er stefnandi hlaut í slysinu, sbr. 88., 90. og 91. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Stefnandi leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja daginn eftir slysið. Þar var hún greind með mikil eymsli meðfram hálshrygg og yfir vöðvum aftan á hálsi og hreyfingar voru sárar í hálsinum. Vægari eymsli voru í mjóbaki og vöðvum þar. Stefnandi hryggbrotnaði árið 1986, var slæm af bakverkjum, höfuðverk og þunglyndi eftir það slys og fór oft á Reykjalund í endurhæfingu vegna þessara einkenna. Hún stundaði ekki launaða vinnu utan heimilis og var metin til 75% örorku hjá Tryggingatofnun ríkisins. Stefnandi kveður líkamsástand sitt hafa versnað eftir slysið 2003. Með matsgerð, dags. 27. október 2005, mátu Júlíus Valsson læknir og Ingvar Sveinbjörnsson hrl. afleiðingar slyssins. Þeir töldu heilsufar stefnanda stöðugt þann 7. október 2003 og að tímabil þjáninga án rúmlegu væri þrír mánuðir. Þá töldu þeir varanlegan miska stefnanda vera 10% og varanlega örorku hennar vegna skertrar vinnugetu til heimilisstarfa vera 10%. Stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., féllst ekki á mat matsmanna á varanlegri örorku stefnanda. Að beiðni stefndu voru því dómkvaddir matsmenn til þess að svara því hvort stefnandi hefði haft starfsgetu til vinnu utan heimilis fyrir umferðarslysið hinn 2. júlí 2003. Með matsgerð, 31. mars 2006, komust dómkvaddir matsmenn, Guðjón Baldursson læknir og Sigurður R. Arnalds hrl. að þeirri niðurstöðu að stefnandi hefði á slysdegi verið með öllu óvinnufær til starfa utan heimilis. Er sú niðurstaða í samræmi við fyrri matsgerð, dags. 27. október 2005, og er óumdeilt í málinu að stefnandi hafi verið ófær til launaðrar vinnu utan heimilis. Ágreiningur stefnanda og stefndu lýtur að því hvort stefnanda beri skaðabætur vegna 10% varanlegrar örorku til heimilisstarfa samkvæmt 5.-7. gr., sbr. 3. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, ásamt síðari breytingum. Stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., neitaði, með bréfi dags. 6. apríl 2006, að greiða stefnanda bætur fyrir varanlega örorku vegna afleiðinga umferðarslyssins. Því telur stefnandi nauðsynlegt að höfða mál þetta til innheimtu bótanna. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir á því að við útreikning skaðabóta til stefnanda skuli farið eftir skaðabótalögum nr. 50/1993. Krafa stefnanda um bætur fyrir varanlega örorku hennar byggi á 5. - 7. gr. þeirra laga. Stefnandi hafi verið 55 ára þegar hún slasaðist. Hún hafi verið baksjúklingur fyrir slysið eftir að hafa hryggbrotnað í slysi árið 1986 og hafi þess vegna ekki stundað launaða vinnu utan heimilis en hafi annast heimilishald og sinnt heimilisstörfum á heimili sínu og sambýlismanns síns. Eftir slysið hafi heilsa stefnanda versnað til muna og ráði stefnandi nú ekki við erfiðari heimilisstörf sem hún hafi áður getað sinnt. Á bls. 7 í matsgerð matsmanna, Júlíusar Valssonar læknis og Ingvars Sveinbjörnssonar hrl., er talið ljóst að stefnandi hafi orðið fyrir tognunaráverkum í slysinu, sem ýft hafi upp gömul einkenni í baki. Þá er talið að ný einkenni hafi bæst við frá hálsi sem stefnandi hafi ekki haft fyrir slysið. Þá segi á bls. 7 matsgerðinni: „Við mat á varanlegri örorku er litið til þeirra einkenna sem að framan er lýs tog sem matsmenn telja almennt séð til þess fallin að hafa áhríf á starfsgetu í velflestum störfum. [Stefnandi] var ekki á vinnumarkaði og hafði ekki verið um langan tíma. Í Ijósi fyrri heilsufarssögu verður að telja engar líkur á að hún hefði komist á vinnumarkað. Mat á varanlegrí örorku er því miðað við heimilisstörf. Hún þarf nú aðstoð við heimilisstörf sem hún virðist ekki hafa haft þörf á fyrir slysið. Hún heldur ein heimili, hún getur eldað mat og ræður ekki við erfiðari heimilisstörf. Hún fær ekki aðkeypta heimilisþjónustu. Hún getur ekki borið þunga poka. Matsmenn telja varanlega örorku til heimilisstarfa rétt metna 10%.“ Varanleg örorka stefnanda sé því metin 10%. Því mati hafi ekki verið hnekkt. Stefnandi geti ekki unnið öll þau heimilisstörf sem hún gerði áður en hún slasaðist, svo sem að skúra, ryksuga, bogra yfir þvottavél eða hengja upp þvott, sbr. framangreind ummæli í matsgerðinni. Þetta sé einnig staðfest á bls. 10 og 13 í matsgerð dómkvaddra matsmanna, Sigurjóns Sigurðssonar og Sigurðar R. Arnalds. Stefnandi krefjist þess að fá bætt tjón sitt vegna 10% varanlegrar örorku til að vinna heimilisstörf. Samkvæmt 3. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 skuli verðmæti vinnu við heimilisstörf lagt að jöfnu við launatekjur, bæði við ákvörðun bóta fyrir tímabundið atvinnutjón og varanlega örorku, sbr. 2. gr., 2. mgr. 7. gr. og 8. gr. laganna. Bótafjárhæð vegna slíks tjóns eigi samkvæmt 3. mgr. 1. gr. skaðabótalaga að miðast við verðmæti vinnu við heimilisstörf. Sá sem ekki gegni launuðu starfi utan heimilis teljist verða fyrir fjártjóni þar sem hann, vegna líkamstjóns síns, getur ekki sinnt heimilisstörfum að hluta eða öllu leyti. Það breyti engu þótt að tjónþoli hafi ekki þurft að bera kostnað af því að einhver annar leysti af hendi þá vinnu í hans stað, sbr. H 2000:594. Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga nr. 37/1999, sem varð að núgildandi 8. gr. skaðabótalaga, segi: „Í tilviki heimavinnandi einstaklings yrði almennt að meta skert hæfitil tekju­öflunar utan heimilis samkvæmt þeim viðmiðunum sem að framan greinir. Hugsanlegt er að örorka til heimilisstarfa geti orðið afleiðing slyss, þótt hún yrði ekki talin þess eðlis að af henni leiði skerta eða jafnskerta möguleika til tekjuöflunar utan heimilis. Sem dæmi má nefna hreyfihömlun af tilteknu tagi. Við þær aðstæður yrði að meta viðkomandi einstaklingi fjárhagslega örorku vegna minnkaðrar getu til heimilisstarfa. Hún yrði þá bætt á grundvelli lágmarkstekjuviðmiðunar 7. gr. laganna, sbr. og 3. mgr. 1. gr. laganna.“ Af tilgreindum ummælum í greinargerð sé ljóst að það skipti ekki máli við mat á varanlegri örorku til heimilisstarfa hvort tjónþoli vinni, eða hafi getu til að vinna utan heimilis. Það sé tekið fram að aðstæður geti verið með þeim hætti, eins og í tilviki stefnanda, að afleiðingar slyss skerði einungis getu til að vinna heimilisstörf. Við ákvörðun bóta samkvæmt skaðabótalögum beri því ekki að líta til þess hvort tjónþoli hafi kosið að vinna við heimilisstörf eða geri það af nauðsyn einni. Líta beri til þess hvort þau séu yfirleitt unnin. Stefnandi vísar einnig til þeirrar meginreglu skaðabótaréttar um að tjónþoli skuli fá allt tjón sitt bætt. Ef stefnandi fái ekki bætta varanlega örorku sína til að geta sinnt heimilisstörfum, fái hún ekki tjón sitt bætt að fullu. Með skaðabótalögum nr. 50/1993 séu heimilisstörf metin til jafns við önnur störf, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Dómstólar hafa dæmt skaðabætur í slíkum tilvikum. Ef tjón stefnanda fáist ekki bætt, sé það í andstöðu við skýr ákvæði skaðabótalaga og fordæmi dómstóla. Um útreikning tjóns stefnanda vegna varanlegrar örorku fari því eftir 5. - 7. gr. skaðabótalaga, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Þá beri að leggja til grundvallar útreikningnum lágmarkstekjuviðmiðun 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, sbr. tilvitnuð ummæli í greinargerð með lögum nr. 37/1999. Við ákvörðun bótafjárhæðar sé byggt á ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993, og matsgerð Júlíusar Valssonar læknis og Ingvars Sveinbjörnssonar hrl. frá 27. október 2005 um afleiðingar slyss stefnanda. Varanleg örorka stefnanda sé metin 10%. Útreikningur á kröfu stefnanda vegna varanlegrar örorku hennar byggi á 5. - 7. gr. skaðabótalaga. Vaxtakrafa stefnanda byggist á 16. gr. skaðabótalaga. Vaxta sé krafist frá slysdegi, en dráttarvaxta frá 8. desember 2005, samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, þegar mánuður var liðinn frá því að lögmaður stefnanda krafði stefndu bréflega um greiðslu skaðabóta. Þá hafi legið fyrir öll gögn sem stefndi hafi þurft til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Málskostnaðarkrafa stefnanda sé byggð á 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyld og því sé nauðsynlegt að taka tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun málskostnaðar. Málsástæður stefndu og lagarök Stefndu reisa sýknukröfu sína á því að áður en stefnandi lenti í slysinu hafi hún um langt árabil verið ófær til að stunda atvinnu utan heimilis. Á árinu 1986 hafi hún orðið fyrir alvarlegum meiðslum er hún féll á milli hæða í húsi og hryggbrotnaði. Frá byrjun árs 1990 hafi hún ekki unnið utan heimilis og hafi verið metin til 75% örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins og frá sama tíma hafi hún einnig verið metin til örorku hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Að beiðni stefnda, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., og lögmanns stefnanda hafi Júlíus Valsson læknir og Ingvar Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður metið afleiðingar slyssins. Í matsgerð þeirra, dags. 27. október 2005, komi fram að áverkar þeir sem hún hlaut séu almennt séð til þess fallnir að hafa áhrif á starfsgetu í velflestum störfum. Stefnandi hafi ekki verið á vinnumarkaði um langan tíma og í ljósi fyrri heilsufarssögu verði að telja engar líkur á að hún hefði komist á vinnumarkað. Hafi mat á varanlegri örorku því verið miðað við heimilisstörf. Hún haldi ein heimili og ráði ekki við erfiðari heimilsstörf. Hún þurfi því nú aðstoð við heimilisstörf sem hún virðist ekki hafa haft þörf á fyrir slysið. Hafi matsmenn talið varanlega örorku til heimilisstarfa rétt metna 10%. Í ljósi þess að örorka stefnanda hafi einungis verið metin vegna skertrar getu til heimilisstarfa hafi þótt nauðsynlegt að afla frekara sönnunargagns um hver hafi verið geta hennar til að afla vinnutekna utan heimilis fyrir slysið í júlí 2003. Í því skyni hafi verið dómkvaddir tveir hæfir og óvilhallir matsmenn, Guðjón Baldursson læknir og Sigurður R. Arnalds hæstaréttarlögmaður, til að meta m.a. hver hafi verið starfsgeta stefnanda til vinnu utan heimilis fyrir slysið. Í matsgerð þeirra, dags. 31. mars 2006, komi fram að á slysdegi hafði stefnandi ekki unnið á almennum vinnumarkaði í 13 ár vegna afleiðinga slyss árið 1986. Allan þennan tíma hafi hún verið metin óvinnufær sökum langvinnra bakverkja og þunglyndis. Við endurmat árið 2000 hafi komið fram í læknisvottorði að barkverkirnir séu til verulegra óþæginda fyrir stefnanda og hún þoli ekkert álag. Andleg líðan hafi farið nokkuð batnandi en þó sjái læknirinn ekki fram á að hún komist út á almennan vinnumarkað. Í umræddu endurmati hafi komið fram að stefnandi hafi þá verið óvinnufær í a.m.k. tíu ár og ekki verði séð að hilli undir að hún komist á almennan vinnumarkað. Hafi niðurstaða matsmanna, sem byggðist á læknisskoðun sem framkvæmd var í tengslum við matsgerðina og öðrum gögnum málsins, að stefnandi hafi á slysdegi verið með öllu óvinnufær til starfa utan heimilis. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 4. gr. laga nr. 37/1999 um breyting á þeim, eigi tjónþoli rétt á bótum fyrir varanlega örorku, ef líkamstjón veldur varanlegri skerðingu á getu til að afla vinnutekna. Í þessari grein sé mælt fyrir um þá megninreglu laganna að skerðing á getu til að afla vinnutekna sé skilyrði þess að tjónþoli eigi rétt til bóta fyrir varanlega örorku. Nánari fyrirmæli um hvernig örorkan skuli metin sé að finna í 2. og 3. mgr. 5. gr., en þessi grein lúti fyrst og fremst að þeim sem í reynd afli vinnutekna. Hins vegar eigi 8. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 37/1999, við um þá tjónþola sem að verulegu leyti nýti vinnugetu sína þannig að þeir hafa engar eða takmarkaðar vinnutekjur, en örorkubætur skuli í slíkum tilvikum einnig ákvarðaðar á grundvelli örorkustigs samkvæmt 5. gr. Af skýru orðalagi ákvæðisins sé augljóst að þeir tjónþolar, sem undir það falla, skuli hafa vinnugetu sem skerðist vegna líkamstjóns svo þeir geti átt rétt til bóta fyrir varanlega örorku. Að öðrum kosti eigi tjónþoli ekki rétt á slíkum bótum. Í athugasemdum við 7. gr. þess frumvarps sem varð að fyrrgreindum lögum nr. 37/1999 um breyting á skaðabótalögum segi svo varðandi núgildandi 8. gr. laganna: „Ljóst er að sum þeirra hliðsjónaratriða, sem nefnd eru, svo sem tekjur fyrir og eftir slys, geta ekki átt við um flesta þá sem 8. gr. tekur til. Þrátt fyrir það er lagt til að fram fari fjárhagslegt örorkumat gagnvart þeim einstaklingum, með misnnun á atvinnutækifærum fyrir og eftir slys sem mælikvarða og líklegum áhri­f­um á atvinnutekjur. Við mat á atvinnutækifærum fyrir og eftir slys yrði m.a. að líta til starfshæfni og starfa viðkomandi tjónþola fyrr á ævinni, menntunar hans og starfsréttinda með það fyrir augum að ákvarða að hvaða marki þessir möguleikar hafi raskast... ...í tilviki heimavinnandi einstaklings yrði almennt að meta skert hæfi til tekjuöflunar utan heimilis samkvæmt þeim viðmiðunum sem að framan greinir.“ Af tilvitnun þessari sé engum vafa undirorpið að það mat, sem framkvæma skal vegna þeirra tjónþola sem 8. gr. taki til, skuli vera fjárhagslegt mat þar sem metin sé skerðing á atvinnutækifærum og líkleg áhrif líkamstjóns á atvinnutekjur tjónþolans. Hið sama gildi um tjónþola sem sinni heimilisstörfum. Í þeim tilvikum skuli einnig metin skerðing á getu til tekjuöflunar utan heimilis. Ef líkamsástand tjónþola hafi verið með þeim hætti fyrir slys að hann hafði enga getu til að afla tekna utan heimilis, sé ekki um að ræða að líkamstjón af völdum slyss geti haft í för með sér skerðingu á slíkri getu. Af ákvæðum skaðabótalaga verði með engu móti dregin sú ályktun að tjónþoli, sem misst hafi hæfi sitt til að afla tekna utan heimilis áður en slys bar að höndum, eigi rétt til bóta fyrir varanlega örorku. Þar sem ekki sé um neitt fjárhagslegt tjón að ræða stríði það gegn réttum rökum, ef tjónþoli geti átt tilkall til bóta fyrir varanlega örorku. Ekki verði heldur leitt af ákvæði 3. mgr. 1. gr. skaðabótalaga að tjónþoli geti við aðstæður, eins og hér um ræði, átt rétt á bótum fyrir varanlega örorku. Það ákvæði eigi einvörðungu við um ákvörðun sjálfrar bótafjárhæðarinnar, þ.e. annars vegar þegar laun séu metin í tengslum við ákvörðun bóta fyrir tímabundið atvinnutjón, sbr. 2. gr. laganna, og hins vegar við mat á árslaunum þegar fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku sé ákveðin, sbr. 2. mgr. 7. gr. og 8. gr. Fyrir liggi, og sé óumdeilt, að stefnandi hafði enga starfsgetu til vinnu utan heimilis fyrir slysið 2. júlí 2003. Af því leiði, samkvæmt framangreindu, að mat þeirra Júlíusar Valssonar og Ingvars Sveinbjörnssonar á varanlegri örorku vegna heimilisstarfa hefur ekki lagastoð og getur því ekki verið grundvöllur fyrir kröfu hennar um bætur fyrir varanlega örorku. Hún hafi heldur ekki orðið fyrir fjártjóni vegna þeirrar örorku, sem þannig hafi verið metin, og af þeim sökum sé ekki um það að ræða að hún hafi ekki fengið tjón sitt bætt að fullu. Því beri að sýkna stefndu af öllum kröfum hennar í máli þessu. Í stefnu sé vitnað til nánar tilgreindra ummæla í athugasemdum við 7. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 37/1999. Nokkurs misskilnings gæti þar í túlkun á hinum tilgreindu ummælum. Það sem málið snúist um sé að hæfi tjónþola til tekjuöflunar utan heimilis fyrir slys getur skerst af völdum líkamstjóns, ef það hefur leitt til þess að geta til að sinna heimilisstörfum hafi að einhverju leyti skerst jafnvel þótt það hafi ekki haft í för með sér skerta eða jafnskerta möguleika til tekjuöflunar utan heimilis. Það sé grundvallaratriði í hinum tilvitnuðu umælum að um sé að ræða almennt mat á skertu hæfi til að afla tekna utan heimilis. Af téðum ummælum verði alls ekki leidd sú regla að skert hæfi til að gegna heimilisstörfum skuli metið til varanlegrar örorku, jafnvel þótt engin starfsgeta til vinnu utan heimilis hafi verið fyrir hendi þegar slysið varð. Lagagrundvöllur fyrir bótakröfu stefnanda í máli þessu sé afar óljós og honum verði ekki fundinn staður í beinum fyrirmælum skaðabótalaga, öðrum ákvæðum laga eða dómvenju, að séð verður. Málefnalegar ástæður búi að baki því að ágreiningur þessi sé lagður fyrir dómstóla. Ef ástæða þyki til að taka kröfu stefnanda til greina sé rétt að hún beri ekki dráttarvexti fyrr en í fyrsta lagi frá endanlegum dómsuppsögudegi í málinu. Með vísan til síðari málsliðar 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur er þess krafist að tildæmdar bætur beri dráttarvexti fyrst frá þeim degi að telja. Með vísan til 4. mgr. 5. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, er þess krafist til þrautavara að dráttarvextir reiknist frá þeim degi er mál þetta var höfðað eða 3. ágúst 2006, en þann dag hafi stefna verið árituð af lögmanni fyrir hönd stefndu. Málskostnaðarkröfur stefndu, bæði í aðalkröfu og varakröfu, eru reistar á 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Óumdeilt er að stefndu eru skaðabótaskyldir gagnvart stefnanda vegna slyss er hún varð fyrir 3. júlí 2003. Ágreiningur í málinu lýtur einvörðungu að því hvort stefndu beri að greiða stefnanda bætur vegna varanlegrar örorku, en eins og rakið er hér að framan er einnig ágreiningslaust að stefnandi, sem hefur verið öryrki til margra ára vegna hryggbrots árið 1986, var óvinnufær á slysdegi. Í 2. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 segir að ef líkamstjón hafi varanlegar afleiðingar skuli greiða bætur fyrir miska og bætur fyrir örorku, þ.e. varanlegan missi eða skerðingu á getu til að afla vinnutekna. Í 1. mgr. 5. gr. segir að valdi líkamstjón varanlegri skerðingu á getu til að afla vinnutekna eigi tjónþoli rétt á bótum fyrir varanlega örorku. Séu ákvæði þessi lesin er ljóst að þau miða að því að bætt sé tjón sem veldur skerðingu á möguleikum tjónþola til þess að afla sér tekna. Í athugasemdum við frumvarp til skaðabótalaga nr. 50/1993 kemur þetta einnig fram en þar segir að við ákvörðun örorkubóta samkvæmt reglum frumvarpsins skuli miða við raunveruleg áhrif sem líkamstjón hefur á getu til þess að afla tekna. Fyrir liggur að stefnandi var óvinnufær þegar slysið varð. Hafði það tjón sem hún varð fyrir í umræddu slysi því engin áhrif á getu hennar til að afla tekna. Varð hún því ekki fyrir fjárhagstjóni sem bótaskylt telst samkvæmt skaðabótalögum. Ákvæði 3. mgr. 1. gr. skaðabótalaga á einungis við um ákvörðun sjálfrar bótafjárhæðarinnar, þ.e. annars vegar þegar laun eru metin í tengslum við ákvörðun bóta fyrir tímabundið atvinnutjón, sbr. 2. gr. laganna, og hins vegar við mat á árslaunum þegar fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku er ákveðin, sbr. 2. mgr. 7. gr. og 8. gr. laganna, og hefur það því engin áhrif á þessa niðurstöðu. Stefndu skulu því vera sýknir af kröfum stefnanda í málinu. Eftir atvikum þykir rétt að hver aðili beri sinn kostnað af málinu. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.e. þóknun lögmanns hennar, Eiríks Jónssonar hdl., 300.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun málflutningsþóknunar er ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Stefndu, Gunnar Þór Geirsson og Tryggingamiðstöðin hf., skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Kolbrúnar Kolbeinsdóttur. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.e. þóknun lögmanns hennar, Eiríks Jónssonar hdl., 300.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 31/2000
Kynferðisbrot Skilorð Miskabætur
Klæðskerinn J var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa sært blygðunarsemi 15 ára stúlku K, sem hann hafði ráðið til fyrirsætustarfa og til mátunar á fatnaði í vinnustofu sinni, þegar hann strauk prufu af fataefni úr fiskroði um kynfæri hennar og fékk henni síðan í hendur fleiri roð- og skinnasýnishorn í þeim tilgangi að fá í þau sýni af tíðablóði hennar til að kanna áhrif þess á þau efni, sem hann hugðist nota til framleiðslu á kvenfatnaði. J viðurkenndi að hafa haft umrædda háttsemi í frammi, en kvað K hafa veitt samþykki við athöfnunum. Ekki var talin ástæða til að ætla að K hefði veitt samþykki fyrir þessum athöfnum og með hliðsjón af atvikum og þeirri aðstöðu sem K var í gagnvart J hefði J ekki með réttu getað litið svo á að samþykki hennar lægi fyrir. Voru því taldar fram komnar nægar sönnur fyrir því að J hefði með athæfi sínu sært blygðunarsemi stúlkunnar og með því brotið gegn 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu J og hann dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og greiðslu miskabóta til K.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Málinu hefur verið skotið til Hæstaréttar með stefnu 14. janúar 2000 að ósk ákærða, með vísan til a. – d. liða 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu fyrir brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992, en refsing ákærða þyngd. Jafnframt verði ákærði dæmdur til greiðslu miskabóta. Ákærði krefst aðallega sýknu af ákæru og frávísunar á kröfu um miskabætur til kæranda málsins. Til vara er þess krafist, að refsing hans verði ákveðin svo væg, sem lög framast leyfa, og höfð skilorðsbundin, en kröfunni um miskabætur hafnað. Réttargæslumaður kæranda fyrir Hæstarétti krefst þess, að ákvörðun héraðsdóms um miskabætur verði staðfest og skjólstæðingi sínum dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti. Engin vitni voru að þeim atburði, sem ákæra vísar til, en ákærði hefur óskað eftir því, að kallað verði eftir vitnisburði tiltekinna manna um önnur atvik, er hann telur varða sakarefni málsins, til viðbótar þeim yfirheyrslum, sem fram fóru fyrir héraðsdómi. Vísar hann í þessu efni til 3. mgr. 157. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 17. gr. laga nr. 37/1994, og 5. mgr. 159. gr. sömu laga, sbr. 19. gr. laga nr. 37/1994. Eftir atvikum málsins og gögnum er ekki ástæða til að ætla, að þessi frekari sönnunarfærsla gæti haft áhrif á úrslit þess, né heldur þykir ástæða til ítrekunar þeirrar munnlegu sönnunarfærslu, sem fram fór fyrir héraðsdómi, sbr. umrædd lagaákvæði. Ákærði viðurkennir að hafa haft í frammi þær athafnir gagnvart kæranda málsins, sem lýst er í ákæruskjali, og greinir þau aðallega á um túlkun og áhrif þess, er fram fór á vinnustofu hans í þetta sinn. Ekki er ástæða til að ætla, að stúlkan hafi veitt samþykki við þessum athöfnum, sem bar mjög snöggt að eftir sögn þeirra beggja. Ákærði hafði ráðið stúlkuna til fyrirsætustarfa og til mátunar á fatnaði í vinnustofunni. Í samskiptum við hana bar honum sérstök skylda til að gæta þess aðstöðumunar milli þeirra, sem um var að ræða vegna þessa og hins unga aldurs hennar. Að þessu athuguðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur í heild, með vísan til forsendna hans að öðru leyti. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, svo sem um er mælt í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Jón Skúli Þórisson, greiði áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 krónur. Ákærði greiði réttargæslukostnað kæranda fyrir Hæstarétti, þar með talda þóknun réttargæslumanns fyrir réttinum, Björns L. Bergssonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. Mál þetta dæma héraðsdómararnir Þorgeir Ingi Njálsson og Jónas Jóhannsson og Ólöf Pétursdóttir dómstjóri. Er dómurinn fjölskipaður með vísan til ákvæða 1. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1994. Málið, sem dómtekið var 14. þ.m., er höfðað með ákæru ríkissaksóknara 3. september 1999 á hendur Jóni Skúla Þórissyni, kt. 160731-6809, [...] fyrir kynferðisbrot samkvæmt 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992, „með því að hafa í febrúarmánuði 1999, á klæðskeraverkstæði ákærða í [...], sært blygðunarsemi stúlkunnar K fæddrar árið 1983, þegar hann strauk fiskroðsprufu um kynfæri hennar og fékk henni síðan í hendur fleiri roð- og skinnasýnishorn í þeim tilgangi að fá í þau sýni af tíðablóði hennar til að kanna áhrif þess á þau efni, sem hann hugðist nota til framleiðslu á kvennærfatnaði.” Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu er þess ennfremur krafist að ákærða verði gert að greiða stúlkunni K 400.000 krónur í miskabætur. Er bótakrafan tilgreind í ákæru, en hún var sett fram með bréfi skipaðs réttargæslumanns K, Þórdísar Bjarnadóttur héraðsdómslögmanns, 1. júní 1999. Krafist er dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. júní 1999 til greiðsludags. Ákærði tók til varna í málinu og sætti það aðalmeðferð hér fyrir dómi. Krefst hann þess aðallega að hann verði sýknaður af refsikröfu ákæruvalds, bótakröfu K verði vísað frá dómi og að allur kostnaður sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, verði felldur á ríkissjóð. Til vara er þess krafist að ákærða verði einungis gerð vægasta refsing sem lög frekast leyfa og að hún verði í öllu falli skilorðsbundin. Í varakröfu er þess jafnframt krafist að framkominni miskabótakröfu verði hafnað og að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, greiðist úr ríkissjóði. Við munnlegan flutning málsins krafðist ákæruvaldið þess að ákærði verði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. I. Hinn 16. apríl 1999 mætti stúlkan K á lögreglustöðina [...] og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Í skýrslu sem þá var tekin af henni kvaðst hún hafa kynnst ákærða í gegnum fyrrum kærasta sinn, sem sé barnabarn ákærða. Hafi mál þróast á þann veg að hún fór að vinna fyrir ákærða sem sýningarstúlka og módel. Samskipti þeirra hafi í upphafi verið mjög eðlileg. Tiltekur hún í þessari skýrslu sinni tvær sýningar sem hún tók þátt í með ákærða, en þátttaka hennar í fyrri sýningunni mun hafa komið til að beiðni dóttur hans. Meðan á seinni sýningunni stóð hafi ákærði rætt einslega við hana um það hvort hún vildi gera við hann samning um að hún myndi, gegn greiðslu, ganga í nærfötum sem hann hefði hannað úr fiskroði og skinnum. Hafi tilgangur þessa verið sá að ákærði vildi kanna hvernig þessi efni kæmu út við langtíma notkun og hreinsun. Ekki hafi þó orðið af þessari tilraun. Ákærði hafi hins vegar hringt í hana nokkrum sinnum og viljað fá hana til að máta fyrir sig fatnað sem hann var að vinna að. Hafi hún hitt hann í þessu skyni á verkstæði hans [...] í 4-5 skipti á tveggja til þriggja vikna tímabili í febrúar á þessu ári. Í öll þessi skipti hafi hún verið ein með ákærða og mátað margskonar skinnfatnað. Meðan á þessu stóð hafi ákærði nokkrum sinnum haft orð á því að hann vildi fá prufu af tíðablóði á skinn- og roðprufur í þeim tilgangi að kanna hvernig væri að hreinsa blóð úr þeim. Í eitt skiptið hafi hún haft blæðingar og ákærði tekið eftir því. Hafi hann þá sagt að tilvalið væri að fá blóðprufur í nokkur efni. Hafi hann borið efnisprufurnar upp á milli fóta hennar og hreyft þær fram og tilbaka. Hafi henni fundist þetta óþægilegt og óeðlilegt og beðið ákærða um að fá að gera þetta sjálf. Hafi ákærði þá tautað eitthvað og haldið þessu áfram þar til hún hafi borið sig undan og sagt að það væri örugglega komið nóg. Eftir þetta hafi hún farið tvisvar sinnum til ákærða. Hafi hún verið ein með honum í fyrra skiptið og ákærði þá haft í frammi tiltekna kynferðislega tilburði gagnvart henni. Í seinna skiptið hafi dóttir ákærða verið viðstödd og ekkert óeðlilegt átt sér stað. Ákærði hefur hjá lögreglu og fyrir dómi játað að hafa viðhaft þá háttsemi gagnvart K sem lýst er í ákæru. Hann neitar því hins vegar að hann hafi með þessari háttsemi sinni brotið gegn því ákvæði almennra hegningarlaga sem í ákæru greinir. Er vörn hans í málinu á því byggð, að stúlkan hafi haft frumkvæði að því sem fram fór þeirra í milli í umrætt sinn og veitt samþykki sitt fyrir því. Þar með séu ekki efni til að líta svo á að hann hafi sært blygðunarsemi hennar. II. Fyrir dómi kvaðst ákærði aldrei hafa spurt K um það hversu gömul hún væri, en talið að hún væri 16 ára. Um aðdraganda þess atviks sem hér er til umfjöllunar kvaðst ákærði hafa haft orð á því við tvær stúlkur þar sem þær voru staddar á klæðskeraverkstæði hans, en K hafi verið önnur þeirra, að hann þyrfti að fá sýnishorn af tíðablóði kvenna á bút af því efni til fatagerðar sem hann var að vinna með, en um sé að ræða fiskroð og skinn. Hafi K boðist til að gera þetta og sagt að það væri ekki meira mál en að fara til læknis. Í lögregluskýrslu sem tekin var af ákærða sagði hann um þetta að K hafi verið mjög opin fyrir umræðu um þessi mál og að fyrra bragði boðist til að útvega sýni. Hefðu þau rætt um það sín í milli að hún kæmi á vinnustofu ákærða næst þegar hún hefði blæðingar og þar yrðu sýnin tekin. Atvikum í umrætt sinn lýsti ákærði svo fyrir dómi, að K hafi í fyrstu tekið efnisprufu og sjálf reynt að fá sýnishorn af tíðablóði úr sér á hana. Er framburður ákærða að þessu leyti ekki í samræmi við skýrslu hans hjá lögreglu, en þar er þetta ekki nefnt sérstaklega. Hafi hún staðið alsnakin fyrir framan hann meðan á þessu stóð. Hún hafi borið sig klaufalega að við þetta og ekkert hafi komið á fiskroðið. Ákærði hafi þá spurt hvort hann mætti taka eina prufu. Hafi hún þá fært fæturna í sundur og hann strokið með fiskroðinu einu sinni eftir kynfærum hennar. Þá hafi komið vökvi á roðið. Frekari orðaskipti hafi ekki átt sér stað á milli þeirra þann örstutta tíma sem þetta tók. Þá kom fram hjá ákærða að honum hafi sjálfum fundist, þegar þetta var afstaðið, að þessi háttsemi hans gæti ekki talist eðlileg. Í skýrslu sinni fyrir dómi greindi K svo frá, að hún hafi kynnst ákærða nokkrum mánuðum eftir að hún fór að vera með dóttursyni hans. Hafi D dóttir ákærða spurt hana hvort hún vildi taka þátt í sýningu sem ákærði hugðist halda. Hafi hún gengist inn á það og sýningin verið haldin í janúar á þessu ári. Í framhaldi af þessu hafi ákærði beðið hana um að sýna fyrir sig áfram og hún fallist á það. Fyrstu tvö eða þrjú skiptin sem hún kom á klæðskeraverkstæði ákærða hafi kærasti hennar komið með henni. Hún hafi síðan farið að mæta þangað ein. Þar hafi hún mátað föt sem ákærði var sauma. Hafi hún jafnan afklæðst þar, en þó mismikið. Í eitt skiptið hafi ákærði rætt um það við hana að þar sem kjólarnir, sem hann var að hanna úr skinnum, væru svo stuttir, þyrfti hann að sauma nærbuxur úr sama efni. Honum væri hins vegar viss vandi á höndum þar sem erfitt væri að þrífa þessi efni sem hann var að vinna með og þá haft í huga tíðablóð og aðra líkamsvessa frá kynfærum kvenna. Þyrfti hann að fá einhverja stúlku til að ganga í þessum buxum fyrir sig, þeim yrði skilað í poka til hans og hann myndi síðan setja þær í hreinsun. Hann gæti eflaust fengið hvern sem er til að gera þetta en þar sem hún væri í fjölskyldunni og hann hefði í hyggju að greiða fyrir þetta viðvik hefði honum dottið í huga að kanna hvort hún væri reiðubúin til að gera þetta fyrir sig. Hafi hún gengist inn á það. Hafi þetta samtal þeirra farið fram á kaffihúsi [...], en þangað hafi hún farið með honum þrisvar sinnum eftir að hún hafði mátað föt á klæðskeraverkstæði hans. Þessi ráðagerð þeirra hafi hins vegar aldrei komið til framkvæmda og í reynd breyst á þann veg að hann hafi byrjað að hafa orð á því að hann vildi að hún léti honum í té sýnishorn þarna á verkstæðinu og að hann tæki þau sjálfur. Þetta hafi ekki verið rætt frekar. Í eitt skiptið sem hún kom á verkstæðið til hans til að máta föt hafi hún haft blæðingar og ákærði tekið eftir því. Hafi hann sagt við hana hvort ekki væri rétt að taka prufurnar núna. Hafi hann í kjölfarið komið með efnisbúta, kropið framan við hana, þar sem hún var alsnakin, og strokið einni slíkri prufu eftir kynfærum hennar. Minntist hún þess ekki að hann hafi beðið hana að færa fæturna í sundur áður en hann gerði þetta. Þá hafi ekkert verið um það rætt hvort henni þætti þetta í lagi. Nánar aðspurð um þetta atvik skýrði K svo frá: „Ég stóð þarna nakin og hann segir eitthvað á þá leið hvort það væri ekki sniðugt ... að gera prufurnar núna og ég byrja að tauta eitthvað og veit ekki hvort hann er að meina þetta eða hvort hann er bara að tala um þetta út í loftið eins og hann hafði alltaf gert, vissi aldrei hvort ég ætti að taka mark á honum eða ekki ... og hann sem sagt kemur með þessa búta og ég stend þarna og hann fer með bútinn á hendinni á milli lappanna á mér og strýkur mig þar fram og til baka...” Kvaðst hún hafa færst undan þegar hér var komið sögu og spurt hann hvort hún mætti ekki gera þetta heima. Því hafi hann játað og ekki reynt þetta frekar, en fengið henni í hendur einn efnisbút. Hafi hún þá sett blóð á þann bút með því að nudda honum við tíðabindi sitt. Í kjölfar þessa hafi hún klætt sig, enda hafi ákærði ekki minnst á það þegar þetta var afstaðið að hún þyrfti að máta föt. Hún hafi þó komið á verkstæðið í umrætt sinn gagngert í þeim tilgangi og verið búin að afklæða sig í því skyni þegar framangreind atvik gerðust. Síðar í skýrslu sinni fyrir dómi lýsir K atvikum svo, að hún hafi slitið sig lausa þegar ákærði strauk efnisbútnum eftir kynfærum hennar og þá hugsað sem svo „að þetta gæti ekki verið að gerast fyrir sig”. Hafi hún færst undan um leið og hún áttaði sig á því að þarna væru óeðlilegir hlutir að gerast. Þetta hafi gerst mjög snögglega og hún í fyrstu ekki vitað hvað hún ætti að gera. Fram kom hjá K að hún hafi komið á klæðskeraverkstæði ákærða tvisvar sinnum eftir þetta. Ekkert hafi verið rætt um atvikið. Þó tiltók hún að ákærði hafi sagt við hana að það væri mikilvægt að hún hefði ekki orð á þessu við nokkurn mann og allra síst dótturson hans. Hún hafi hins vegar skýrt vinkonu sinni frá þessu tveimur vikum síðar og enn seinna fært þetta í tal við kærasta sinn. Í kjölfar þessa hafi hún rætt atvikið við félagsráðgjafa og í framhaldi af því við móður sína. Föður hennar hafi að síðustu verið skýrt frá atvikinu og kæra á hendur ákærða verið lögð fram nokkrum dögum síðar. Í skýrslu sinni neitaði K því alfarið að hún hafi með einum eða öðrum hætti samþykkt það að ákærði tæki sýnishorn af tíðablóði hennar með því að strjúka sjálfur efnisbút eftir kynfærum hennar. Þá staðhæfði hún að ákærða hafi verið kunnugt um aldur hennar þegar umrætt atvik gerðist. Loks lýsti hún vanlíðan sem hún kveðst hafa fundið fyrir eftir atvikið og hún rekur alfarið til þess. Auk K gáfu vitnaskýrslu fyrir dómi faðir hennar A, V og U, en þær eru vinkonur K, Georgía Magnea Kristmundsdóttir sálfræðingur og D dóttir ákærða. Þær V og U staðfestu í skýrslum sína þann framburð K, að hún hafi sagt þeim frá því atviki sem hér er til umfjöllunar. Bar þeim saman um að það hafi hún gert í byrjun febrúar á þessu ári. Ekki er ástæða til að rekja hér framburð vitnanna A, Georgíu Magneu Kristmundsdóttur og D, né framburð annarra vitna umfram það sem að framan greinir. III. Svo sem fram er komið hefur ákærði skýlaust játað að hafa strokið fiskroðsprufu um kynfæri stúlkunnar K í þeim tilgangi að fá í prufuna sýni af tíðablóði hennar. Átti atburður þessi sér stað á vinnustað ákærða í byrjun þessa árs, en stúlkan var þá 15 ára gömul. Sýnið kveðst ákærði hafa ætlað að nota til að kanna áhrif tíðablóðs á þessi efni, sem hann hugðist nota til framleiðslu á kvennærfatnaði. Að mati dómsins er það engum vafa undirorpið að framangreint atferli ákærða telst vera lostugt athæfi í skilningi 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem ákvæðinu var breytt með 15. gr. laga nr. 40/1992. Þegar litið er til þess hvernig aðstæðum var háttað í umrætt sinn verður ennfremur að telja að þessi háttsemi hafi almennt séð verið til þess fallin að særa blygðunarsemi manna. Fellur háttsemi ákærða gagnvart K því hlutrænt séð að verknaðarlýsingu tilvitnaðs ákvæðis. Sýknukrafa ákærða er á því byggð, að K hafi í raun samþykkt þá athöfn hans sem hann er hér sóttur til saka fyrir. Leiði það samþykki hennar til þess að ekki sé unnt að líta svo á, að um refsiverðan verknað sé að ræða. Þegar tekin skal afstaða til þessarar varnarástæðu ákærða er til þess að líta, að K var einungis 15 ára gömul þá er umrædd samskipti þeirra áttu sér stað. Að sögn ákærða hafði hann ekki innt K eftir aldri hennar, en taldi að hún væri 16 ára. Ekkert er fram komið sem bendir til þess að hún hafi fyrir þennan tíma veitt samþykki sitt fyrir því að ákærði tæki sjálfur sýnishorn af tíðablóði hennar með því að strjúka efnisprufu eftir kynfærum hennar. Af framburði ákærða og K verður skýrlega ráðið að atburðarás í umrætt sinn hafi verið mjög hröð og orðaskipti þeirra í milli nánast engin. Þannig heldur ákærði því ekki fram að stúlkan hafi í orðum veitt samþykki sitt fyrir þeirri grófu kynferðislegu háttsemi, sem lýst er í ákæru og hann hefur gengist við, heldur eingöngu fært fæturna í sundur í kjölfar þess að ákærði spurði hvort hann mætti taka eina prufu. Í umrætt sinn var stúlkan stödd ein með ákærða á klæðskeraverkstæði hans. Var framburður hennar einkar trúverðugur um samskipti þeirra þar, en hann er í meginatriðum rakinn í kafla II hér að framan. Þegar allt framangreint er virt og litið til þeirrar aðstöðu sem stúlkan var í gagnvart ákærða, er það mat dómsins, að ákærði hafi ekki með réttu getað litið svo á að hann hefði samþykki hennar fyrir atferli sínu og honum hafi mátt vera það ljóst. Þegar af þessari ástæðu eru ekki efni til að fallast á það með ákærða að sú vörn hans, sem hann samkvæmt framansögðu teflir fram í málinu, komi honum að haldi. Þar við bætist, að draga verður mjög í efa í ljósi allra aðstæðna, yrði á annað borð litið svo á að samþykki K í einhverri mynd hafi legið fyrir, að það hefði haft gildi í þeim skilningi sem hér reynir á það. Af framangreindu leiðir að ekki þykir varhugavert að telja nægar sönnur komnar fram fyrir því að ákærði hafi með umræddu athæfi sínu gagnvart K sært blygðunarsemi stúlkunnar og með því brotið gegn 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992. IV. Með þeirri háttsemi sinni, sem ákærði er hér sakfelldur fyrir, braut hann meðal annars gegn því trúnaðartrausti, sem stúlkan hafði ástæðu til að ætla að ríkja ætti á milli þeirra. Hann hefur ekki áður sætt refsingu sem áhrif hefur við ákvörðun þeirrar refsingar, sem honum verður nú gerð, og hann er á 69. aldursári. Að þessu virtu þykir refsing ákærða samkvæmt 209. gr. almennra hegningarlaga, sbr. ennfremur 104. gr. laga nr. 82/1998, hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Þykir skilorðsbinding hennar eiga við í ljósi sakarferils hans og svo sem nánar greinir í dómsorði. Takmarkaðra gagna nýtur í málinu um andlega líðan K í kjölfar þess atviks, sem hér er til umfjöllunar, utan stuttrar skýrslu sálfræðings sem haft hefur hana til meðferðar og framburðar föður hennar fyrir dómi. Ljóst er þó, að slíkur atburður og hér um ræðir er almennt til þess fallinn að valda þeim, sem fyrir verður, sálrænum erfiðleikum. Þykir K í ljósi þessa eiga rétt til miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 úr hendi ákærða. Eru ekki efni til að vísa bótakröfu hennar frá dómi, svo sem ákærði hefur aðallega gert kröfu til. Þykir bótafjárhæðin hæfilega ákveðin 150.000 krónur. Skal hún bera dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. júní 1999 til greiðsludags. Með vísan til 1. mgr. 165 gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 130.000 krónur. Til sakarkostnaðar samkvæmt 164. gr. sömu laga, sbr. 14. gr. laga nr. 36/1999, telst ennfremur þóknun réttargæslumanns K, Þórdísar Bjarnadóttur héraðsdómslögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 60.000 krónur. Framangreindar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts. D ó m s o r ð : Ákærði, Jón Skúli Þórisson, sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A vegna ólögráða dóttur hans, K, 150.000 krónur í miskabætur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. júní 1999 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 130.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns K, Þórdísar Bjarnadóttur héraðsdómslögmanns, 60.000 krónur.
Mál nr. 71/2001
Umboðssvik Fjárdráttur Brot í opinberu starfi Skilorð
E var oddviti hreppsnefndar. Hann var ákærður fyrir umboðssvik og fjárdrátt í opinberu starfi. Brotin voru í ákæru talin fólgin í því að E hefði misnotað aðstöðu sína til að gefa út skuldabréf í nafni hreppsins, án þess að hreppsnefnd samþykkti, og verja meginhluta lánsfjárins til greiðslu á öðru skuldabréfi, sem var rekstri hreppsins óviðkomandi. Þá var hann talinn hafa dregið sér fé með því að hafa látið færa til inneignar á viðskiptareikning sinn tiltekna fjárhæð, sem hafði verið gjaldfærð hjá sveitarsjóði sem kostnaður vegna vegagerðar í hreppnum án reikninga að baki þeirri færslu. Hæstiréttur sýknaði E af ákæru fyrir umboðssvik og taldi ósannað að auðgunarásetningur hefði legið að baki gjörðum hans. Hins vegar var E sakfelldur fyrir fjárdrátt, þar sem ljóst þótti, að tilteknar bókhaldsfærslur hafi leitt til lækkunar á skuld hans við hreppinn. Sem oddvita hafi honum hlotið að vera kunnugt um þennan frágang reikninga og ekki getað dulist, hver áhrif hans væru. Var E dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði skilorðsbundið.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar 19. febrúar 2001 að tilhlutan ákærða. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist, að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru, þó þannig að 1. liður í II. kafla ákæru verði hluti af I. kafla, og refsing hans verði þyngd. Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara mildari refsingar en ákveðin var í héraðsdómi. Ákæruvaldið hefur lagt fyrir Hæstarétt gögn um uppgjör á fjórum skuldabréfum, sem voru í öndverðu hvert að fjárhæð 226.900 krónur og tryggð með veði í Eystra-Fíflholti. Þá hefur verið lagt fram bréf umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi til Einars Sveinbjörnssonar löggilts endurskoðanda frá 27. apríl 2001, þar sem staðfest er, að kostnaður við vegaframkvæmdir á svonefndum Þúfuvegi í apríl 1996, 1.578.919 krónur, hafi að hluta til verið færður á viðhald vega og að hluta á safnvegi í Vestur-Landeyjum. Af hálfu ákærða hefur verið lögð fram greinargerð Guðbjörns Jónssonar 5. apríl 2001 um færslur í bókhaldi Vestur-Landeyjahrepps á 500.000 krónum vegna framkvæmda á Þúfuvegi og bréf Jóns Þ. Hilmarssonar löggilts endurskoðanda til verjanda ákærða 7. apríl 2001 um sama efni. Þá hefur ákærði lagt fram greinargerð Guðrúnar Bogadóttur 21. mars 2001 um samskipti hennar og Magnúsar Benediktssonar löggilts endurskoðanda. I. Eins og að framan greinir hefur ákæruvaldið breytt kröfugerð sinni fyrir Hæstarétti á þann veg, að 1. liður í II. kafla ákæru um ætlaðan fjárdrátt verði hluti af I. kafla um ætluð umboðssvik. Jafnframt er því lýst, að heildarákærufjárhæð lækki í 1.535.000 krónur, þar sem ákærufjárhæð umboðssvikabrotsins hækki ekki sem nemur lækkun fjárdráttarfjárhæðar II. kafla úr 1.177.360 krónum í 500.000 krónur. Það er því ekki lengur sjálfstætt ákæruefni, að ákærði hafi dregið sér fé með því að hafa á árunum 1994, 1995 og 1996 lækkað skuld á viðskiptareikningi Eystra-Fíflholts um 677.360 krónur undir þeim formerkjum, að verið væri að millifæra þær á rekstur hreppsins sem útgjöld vegna ábyrgðar. Eftir framangreinda breytingu á kröfugerð ákæruvaldsins getur það ekki komið til sérstakrar úrlausnar fyrir Hæstarétti, hvort þessi ætlaða háttsemi ákærða hafi falið í sér refsinæm umboðssvikabrot, sbr.1. mgr. 117. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. II. Málavöxtum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Gögn málsins bera með sér, að kaupsamningur Birgis Sævars Péturssonar og Vestur-Landeyjahrepps um jörðina Eystra-Fíflholt frá 19. apríl 1986 var ekki lagður fyrir hreppsnefnd, en nefndin hafði á fundi 4. sama mánaðar samþykkt að neyta forkaupsréttar að jörðinni og ganga inn í kaupsamning Birgis Sævars við Þorkel Steinar Ellertsson. Sá samningur liggur ekki fyrir í málinu. Með bréfi Brynjólfs Bjarnasonar oddvita Vestur-Landeyjahrepps til ríkissaksóknara 7. janúar 2000 var því lýst, að hreppsnefnd hefði á fundi 6. apríl 1999 samþykkt, að ekki væri ástæða til frekari aðgerða vegna kæru níu íbúa hreppsins á hendur ákærða. Jafnframt var sagt í bréfi oddvita, að hreppsnefndin hefði hafnað því á fundi 1. desember 1999 að setja fram skaðabótakröfu í málinu, þar sem hreppurinn hefði ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna aðgerða fyrrverandi oddvita. Án tillits til þess hvort Vestur-Landeyjahreppur var að lögum bundinn við þá ábyrgðaryfirlýsingu, sem fram kom í áðurnefndum kaupsamningi um Eystra-Fíflholt 19. apríl 1986, liggur ekki fyrir, að hreppurinn hafi skaðast fjárhagslega vegna aðgerða ákærða í tengslum við jarðarkaupin, en ósannað er, að auðgunarásetningur hafi legið að baki þeim gjörðum hans, er I. kafli ákæru lýtur að, sbr. 243. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að sýkna ákærða af þessum hluta ákærunnar. III. Eins og rakið er í héraðsdómi og ráðið verður af framlögðu bréfi umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi kom ekki til þess, að Vestur-Landeyjahreppur þyrfti að inna af hendi 500.000 krónur vegna framkvæmda við Þúfuveg, eins og hreppsnefndin hafði þó samþykkt á fundi sínum 3. apríl 1996. Fjárhæð þessa átti því ekki að gjaldfæra í bókhaldi hreppsins. Fyrir liggur hins vegar, að hún var án nokkurra gagna færð hreppnum til gjalda vegna vegamála og í fyrstu til inneignar á viðskiptareikningi með heiti Ræktunarsambands Landeyja en þaðan til inneignar á viðskiptareikningi 29-63-416, er hafði að geyma viðskipti ákærða og hreppsins. Upphafsstaða hans eða saldo 1. janúar 1996 nam 168.650 krónum. Í árslok voru færðar til skuldar 500.841 króna sem „Saldó 1/1 Eggert Haukdal” og um leið til inneignar áðurnefndar 500.000 krónur af reikningi Ræktunarsambandsins. Viðskiptareikningur 416 var jafnaður út miðað við árslok 1996 og var þá stofnaður nýr viðskiptareikningur ákærða, 29-63-430. Á hann voru skráðar nær allar færslur ársins 1996 af reikningi 416 en þó ekki framangreindar fjárhæðir, sem gengu hvor á móti annarri með þeim afleiðingum, að skuld ákærða að fjárhæð 500.841 króna jafnaðist að mestu út, áður en fært var yfir á hinn nýja viðskiptareikning. Mismuninum, 841 krónu, virðist hafa verið eytt með færslum á reikningi 416, sem ekki eiga sér fulla samsvörun á reikningi 430. Samkvæmt framansögðu er ljóst, að umræddar bókhaldsfærslur leiddu til lækkunar á skuld ákærða við hreppinn, áður en stofnaður var viðskiptareikningur 430. Sem oddvita hlaut ákærða að vera kunnugt um þennan frágang reikninga og gat ekki dulist, hver áhrif hans væru. Hefur hann því orðið sekur um þá háttsemi, er greinir í II. kafla ákæru og þar er réttilega færð til refsiákvæða. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er fallist á ákvörðun hans um refsingu ákærða og sakarkostnað. Ákærði skal greiða helming áfrýjunarkostnaðar, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Eggert Haukdal, greiði helming áfrýjunarkostnaðar málsins, þar með talinn helming málsvarnarlauna verjanda síns fyrir Hæstarétti, Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, er samtals nema 250.000 krónum. I. Mál þetta, sem dómtekið var 5. janúar sl., er höfðað með svofelldri ákæru, dags. 15. febrúar 2000, á hendur ákærða, ,,Eggert Haukdal, kt. 260433-7419, Bergþórshvoli II, Vestur-Landeyjum, Rangárvallasýslu fyrir eftirgreind auðgunarbrot, í opinberu starfi sem oddviti Vestur-Landeyjahrepps. I. Fyrir umboðssvik í opinberu starfi, með því að hafa hinn 27. desember 1994, misnotað aðstöðu sína til að gefa út í nafni hreppsins, án þess að hreppsnefnd samþykkti, skuldabréf til Búnaðarbanka Íslands, að fjárhæð kr. 1.035.000, með sjálfskuldarábyrgð ákærða og tveggja annarra hreppsnefndarmanna, og eignfæra þá fjárhæð á viðskiptareikning á nafni Eystra-Fíflholts. Lánsfénu varði ákærði að meginhluta til greiðslu á skuldabréfi, útgefnu 19.6.91 að fjárhæð kr. 622.000, sem var rekstri hreppsins óviðkomandi. Telst þetta varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 138. gr. sömu laga. II. Fyrir fjárdrátt í opinberu starfi, með því að hafa dregið sér af fjármunum hreppsins samtals kr. 1.177.360, á þann hátt sem hér greinir: 1. Á árunum 1994, 1995 og 1996, lækkað skuld, sem ákærði hafði stofnað til á viðskiptareikningi Eystra-Fíflholts, um kr. 677.360, með því að millifæra á rekstur hreppsins sem útgjöld vegna ábyrgðar, heimildarlaust og án vitundar hreppsnefndarinnar, sem hér greinir: 31.12.1994 kr.250.000 31.12.1995 kr.200.000 31.12.1996 kr.227.360 kr.677.360 2. Á árinu 1996 látið færa til inneignar á viðskiptareikning sinn kr. 500.000, sem höfðu verið gjaldfærðar hjá sveitarsjóði sem kostnaður vegna vegagerðar í hreppnum, án reikninga að baki þeirri færslu. Mótfærslan var í fyrstu færð á Ræktunarsamband Vestur-Landeyja, en síðan millifærð sem inneign ákærða á viðskiptareikning hans. Teljast þessi brot varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 138. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Þá krefst sækjandi þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu ákærða er þess krafist að ákærði verði sýknaður af öllu kröfum ákæruvaldsins og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða að mati dómsins. Ákærði var oddviti Vestur-Landeyjahrepps í tæp þrjátíu ár, en sagði af sér embætti í lok ársins 1998 í kjölfar málefna þeirra sem ákæra í máli þessu er sprottin af. Hann hefur haldið því fram að mál þetta sé tilkomið vegna kaupa hreppsins á jörðinni Eystra-Fíflholti, en hreppsnefnd samþykkti á hreppsnefndarfundi á árinu 1985 að ,,nota forkaupsrétt sinn samkvæmt 6. gr. jarðalaga no 65,1976”. Á árinu 1986 var samþykkt með þremur atkvæðum, en tveir sátu hjá, að neyta forkaupsréttar að jörðinni og ganga inn í kaupsamning Þorkels Steinars Ellertssonar við Birgi S. Pétursson um jörðina. Í kaupsamningi þessum, sem dags. er 19. apríl 1986, er m.a. ákvæði um að sveitarsjóður Vestur-Landeyjahrepps sé ábyrgur fyrir öllum skuldbindingum samningsins gagnvart seljanda, þó að sveitarsjóður endurselji jörðina, þar á meðal greiðslu fasteignatryggðs veðskuldabréfs sem skyldi gefið út við afsal. Sveitarsjóður seldi Þorvaldi Elíssyni jörðina 3. júní 1987, en kaupin gengu til baka 8. september sama ár. Sveitarsjóður gerði kaupsamning 22. september 1987 við Guðmund Örn Ólafsson um jörðina. Hreppsnefnd tók málið fyrir á fundi 23. september 1987 og var samþykkt með 4 atkvæðum, en einn sat hjá, að selja Guðmundi Erni jörðina og gengi hann inn í kaupsamning hreppsins við Birgi og Þorvald Elísson. Guðmundur Örn seldi síðan jörðina Hafsteini Alfreðssyni og Guðrúnu Jóhannsdóttur með kaupsamningi dags. 31. maí 1990. Á hreppsnefndarfundi 5. júní 1990 var samþykkt að falla frá forkaupsrétti að jörðinni. Í málinu er fram komið að Guðmundur Örn Ólafsson lenti í verulegum vanskilum með greiðslu kaupverðs jarðarinnar, en ákærði heldur því fram að á sveitarsjóð hafi af þeim sökum fallið ábyrgðir samkvæmt kaupsamningnum og lúti ákæruatriði máls þessa að greiðslu þeirra ábyrgða af hálfu sveitarsjóðs. Í málinu hefur verið lögð fram yfirlýsing frá Búnaðarbanka Íslands, Hellu, dags. 23. desember 1994, þar sem segir: ,,Það staðfestist hér með, að lán að fjárhæð 1.035.000 sem V-Landeyjahreppur mun fá hér í Búnaðarb. Íslands, Hellu mun ráðstafast til uppgreiðslu á skuld V-Landeyjahrepps, vegna Eystra-Fíflholts, skv. skuldabréfi nr:13008 sem hér hefur verið í vanskilum frá 10.12.91. Sú skuld er miðað við 27.12.´94 að fjárhæð kr: 982.342.40 reiknuð með samningsvöxtum í stað dráttarvaxta. Einnig mun andvirði bréfsins notað til að greiða kr: 18.838.30 sem er vegna framlengingar víxils, sem einnig var v/Eystra Fíflholts. Skuldabréfið nr:13008 pr.19.12.´91 var upphaflega kr: 622.000.00”. Þá hefur einnig verið lögð fram önnur yfirlýsing Búnaðarbankans, dags. 9. nóvember 2000, þar sem segir að andvirði skuldabréfs nr. 13008 að upphæð 622.000 krónur, útg. og keypt 19. júní 1991, hafi verið notað til greiðslu á skuldabréfi nr. 12695, upphaflega að upphæð 571.000 krónur, útgefið 4. desember 1989. Greiðandi og útgefendur hafi verið þeir sömu. Á fundi hreppsnefndar Vestur-Landeyjahrepps 11. nóvember 1998 var samþykkt tillaga þess efnis að unninn skyldi nýr ársreikningur fyrir árið 1997 og að Einar Sveinbjörnsson löggiltur endurskoðandi hjá KPMG endurskoðun hf. á Selfossi yrði fenginn til verksins. Tillagan var samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum og ritar ákærði undir hana sjálfur. Í greinargerð Einars Sveinbjörnssonar, dags. 10. febrúar 1999, kemur m. a. fram að oddviti hafi ,,upplýst að á árunum 1991 og 1994 hafi hann greitt samtals 1.207.449 kr. vegna ábyrgðarskuldbindingar sem hann hafi ritað í nafni Vestur-Landeyjahrepps með vitund tveggja hreppsnefndarmanna, en án formlegrar heimildar hreppsnefndar Vestur-Landeyjahrepps. Fjárhæð þessi var skuldfærð í viðskiptareikning undir nafninu Eystra-Fíflholt. Á árunum 1994 til 1996 voru gjaldfærðar hjá sveitarfélaginu 679.269 kr. sem kostnaður vegna ábyrgðar og sem laun án þess að séð verði að um útgjöld sveitarfélagsins hafi verið að ræða og var fjárhæðin færð í kredit á viðskiptareikning Eystra-Fíflholts og lækkaði því staða hans um þá fjárhæð. Þessar fjárhæðir hafa nú verið bakfærðar í hinum leiðrétta ársreikningi ársins 1997. Á árinu 1996 voru gjaldfærðar 500.000 kr. hjá sveitarsjóði vegna vegagerðarframkvæmda og var fjárhæðin í fyrstu færð sem skuld við Ræktunarsamband V-Landeyja, en síðan millifærð sem inneign oddvita á viðskiptareikning hans. Ekki verður séð að um útgjöld sveitarfélagsins hafi verið að ræða, en ljósrit af fylgiskjali með færslu þessari fylgir hér með merkt fylgiskjal 1. Oddviti hefur óskað eftir að gjaldfærsla þessi verði bakfærð í leiðréttum ársreikningi 1997. Samkvæmt bókhaldi hreppsins hefur oddviti fengið greiðslur umfram reiknuð og gjaldfærð laun á árunum 1996 og 1997 að fjárhæð 1.327.418 kr. án þess að séð verði að samþykki hreppsnefndar hafi legið fyrir og voru þessar greiðslur skuldfærðar á viðskiptareikning oddvita.” Í kjölfar greinargerðar þessarar sendu níu íbúar Vestur-Landeyjahrepps bréf til Ríkislögreglustjóra, dags. 23. febrúar 1999, þar sem þeir fóru þess á leit að fram færi opinber rannsókn á því hvort ákærði hafi gerst sekur um brot gegn ,,almennum hegningarlögum, bókhaldslögum, sveitarstjórnarlögum, stjórnsýslulögum og skattalögum”. Þá var óskað eftir því að rannsakað yrði hvort kjörnir hreppsnefndarmenn hefðu sinnt störfum sínum, sem eftirlitsskyldir aðilar, samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Með bréfi Brynjólfs Bjarnasonar, oddvita Vestur-Landeyjahrepps, dags. 7. janúar 2000, var upplýst að á fundi hreppsnefndar 6. apríl 1999 hafi legið fyrir bréf frá Ríkislögreglustjóra um afstöðu hreppsnefndar til ofangreindrar kæru. Hreppsnefndin samþykkti á fundi sínum að ekki væri ástæða til frekari aðgerða í málinu. Þá er upplýst í bréfi þessu að á fundi hreppsnefndarinnar 1. desember 1999 hafi legið fyrir bréf Ríkislögreglustjóra vegna hugsanlegrar skaðabótakröfu Vestur-Landeyjahrepps á hendur ákærða. Tekin hafi verið ákvörðun um að setja ekki fram skaðabótakröfu á hendur ákærða, þar sem hreppurinn hefði ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna aðgerða ákærða. Ríkislögreglustjóri tók málið til rannsóknar, sem leiddi til ákæru í máli ákæruvaldsins á hendur Eggert Haukdal, dags. 15. febrúar sl. Dómur í máli hans var kveðinn upp 24. mars sl. Þeim dómi áfrýjaði ákærði til Hæstaréttar. Með dómi Hæstaréttar uppkveðnum 28. september sl., var hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði dæmd ómerk og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Fram hefur komið að ákærði greiddi á tímabilinu febrúar 1998 til desember 1998 2.800.000 krónur til Vestur-Landeyjahrepps. Fyrir dómi margítrekaði ákærði varðandi ákærulið I að það væri grundvallaratriði að þegar Vestur-Landeyjahreppur keypti Eystra-Fíflholt, hefðu því fylgt ábyrgðir fyrir hreppinn. Þegar hreppurinn hefði endurselt Guðmundi Erni Ólafssyni jörðina, hefði hreppurinn enn verið í ábyrgðum, þar sem bankastofnanir hefðu neitað að aflétta ábyrgðum. Hann kvað skuldabréf þau sem um ræðir, annars vegar að fjárhæð 571.000 krónur og hins vegar að fjárhæð 622.000 krónur, bæði tengd kaupum og sölu á Eystra-Fíflholti. Hann kvað bankaútibússtjóra Búnaðarbankans á Hellu hafa staðfest að andvirði þess bréfs sem ákæra lýtur að, að fjárhæð 1.035.000 krónur hafi verið ráðstafað til þess að greiða upp skuld Vestur- Landeyjahrepps vegna Eystra-Fíflholts, þ. e. skuldabréf upphaflega að fjárhæð 622.000 krónur og það bréf hafi verið notað til þess að greiða skuldabréf upphaflega að fjárhæð 571.000 krónur, sem útgefið var 4. desember 1989. Ákærði gat ekki skýrt hvers vegna skuldabréf að fjárhæð 571.000 krónur, útgefið í desember 1989, var ekki að finna í ársreikningum hreppsins. Ákærði svaraði ekki beinlínis þeirri spurningu hvort ætlun hans hafi verið að hann greiddi þessi skuldabréf úr eigin vasa, en sagði: ,,Ég er hins vegar þannig gerður að þegar maður stóð frammi fyrir því að allt brást, að ég skammaðist mín að sumu leyti fyrir að velta þessu á sveitina sem hann [Guðmundur Örn] stóð ekki við. Þetta er bara hreinskilnisleg játning.” Ákærði kvað Guðmund Örn hafa fengið góð meðmæli frá ábyggilegum aðilum. Þá kom fram hjá ákærða að hann hafi gengist í persónulegar ábyrgðir vegna kaupa Guðmundar Arnar á vélum og öðru viðkomandi búrekstri hans. Hann kvað alla hreppsnefndarmenn hafa átt eða mátt vita af greiðsluerfiðleikum Guðmundar Arnar Ólafssonar. Hann kvað hreppsnefnd hafa samþykkt kaupin á Eystra-Fíflholti. Hann kvað það rangt sem fram kemur í ákæru að skuldabréf að fjárhæð 622.000 krónur sé hreppnum óviðkomandi. Aðspurður varðandi ákærulið II.1, um það hvers vegna ekki hafi verið fjallað um þessar ábyrgðir hreppsins á hreppsnefndarfundum, kvað ákærði löggiltan endurskoðanda hafa annast bókhaldið fyrir hreppinn og honum hafi ákærði treyst. Ákærði hafi því ekki verið vel að sér um bókhaldið og hvernig það hafi verið fært. Ákærði kvaðst hafa greitt hreppnum á árinu 1998 2.800.000. Hann hafi staðið í þeirri trú að hann skuldaði hreppnum þessa fjárhæð en sæi nú að það hafi verið á misskilningi byggt. Ástæða þessa hafi verið sú að hann hafi ruglast vegna fullyrðinga Einars Sveinbjörnssonar endurskoðanda og Birgis Sigmundssonar lögreglufulltrúa um að hann hafi tekið sér þessar fjárhæðir úr sjóðum hreppsins. Um ákærulið II. 2, kvaðst ákærði vísa til þess sem hann áður hafði sagt, að ráðinn hefði verið löggiltur endurskoðandi til að sjá um bókhald hreppsins og færsla og frágangur á bókhaldi væri verk endurskoðandans. Færslan hefði verið án sinnar vitneskju. Vitnið Birgir Sigmundsson, lögreglufulltrúi hjá efnahagsbrotadeild lögreglunnar, kvað rannsókn þá sem hann stóð að í máli þessu byggða á skýrslu Einars Sveinbjörnssonar endurskoðanda. Kvað hann sinn þátt málsins hafa verið þann að draga saman í stuttu máli það sem talið var vera ólögmætt. Hann kvað Jón H. Snorrason saksóknara hafa komið að þessu máli líka, sem og Ragnar Björnsson, sem reki í dag sjálfstæða bókhaldsskrifstofu. Aðspurður um hvaða ástæður lægju því að baki að ekki hafi verið leitast við að afla ljósrita af eldri skuldabréfum, þ. e. að fjárhæð 571.000 krónur og 622.000 krónur, kvaðst vitnið telja að erfitt hafi verið að finna þessi gögn, en kvaðst ef til vill hafa í þeim efnum treyst á skoðun Einars Sveinbjörnssonar, endurskoðanda. Hann kvað skýrlega hafa komið fram hjá ákærða á ýmsum stigum málsins að allt málið tengdist Eystra-Fíflholti með einum eða öðrum hætti. Hann kvað lögfræðing embættisins hafa tekið ákvörðun um það hversu langt aftur í tíma rannsókn skyldi ná, auk þess sem málið hafi að sínu mati legið nægilega ljóst fyrir. Vitnið Magnús G. Benediktsson, löggiltur endurskoðandi, kvað starf sitt hafa verið fólgið í því að stilla upp bókhaldinu eftir að búið hafi verið ,,að færa það í gagnið eftir árinu” og stillt upp ársreikningi. Hann kvaðst muna eftir óformlegum fundi með ákærða og Einari Sveinbjörnssyni endurskoðanda eftir að hreppsnefnd samþykkti tillögu um að endurgera ársreikning ársins 1997. Hann kvaðst hafa fært allar færslur í samráði við ákærða. Hann kvaðst ekki hafa vitað um tilvist skuldabréfa sem út voru gefin 1989 og 1991. Hann kvaðst hafa spurt ákærða að því hvernig skuldabréf að fjárhæð 1.035.000 krónur hefði komið til og hefði ákærði svarað því þannig að það hafi verið vegna kröfu sem fallið hafi á hreppinn vegna Eystra-Fíflholts. Þá kvað hann lækkanir á skuld sem myndast hefði á viðskiptareikningi Eystra-Fíflholts hafa verið gerðar að beiðni ákærða og í samráði við hann. Hann kvaðst ekki hafa vitað betur en að hreppsnefndin hefði samþykkt að þessi skuld yrði afskrifuð og að um væri að ræða skuld sem hreppsnefndin tæki á sig. Aðspurður um 500.000 króna færslu sem færð var til lækkunar á viðskiptaskuld ákærða hjá hreppnum kvað hann ákærða hafa sagt að hann ætlaði að koma með reikning fyrir þeirri færslu. Vitnið kvaðst ekki hafa verið lögformlegur endurskoðandi hreppsins, heldur hafi það einungis gert reikningsskil fyrir hreppinn. Hann hafi stillt upp ársreikningum, en síðan hafi ákærði tekið við og gengið frá málinu við skoðunarmenn. Hann kvaðst einungis hafa endurskoðað fyrir eitt ár, þ. e. árið 1997. Aðspurður um hver hafi opnað reikning undir nafni Ræktunarsambands Vestur-Landeyja, kvaðst hann telja líklegt að hann hafi gert það í samráði við ákærða, enda hefði hann aldrei fært færslu sem þessa án samráðs við ákærða og nefndi í þessu sambandi að hann hefði ekki haft hugmynd um ,,þennan Þúfuveg.” Hann kvað fjárhæðina 500.000 krónur fyrst hafa verið færða sem skuld við Ræktunarsambandið, síðan hafi fjárhæðin verið tekin þaðan út og færð inn á viðskiptareikning ákærða, eins og hann hafi tekið að sér að greiða skuldina og kvaðst vitnið hafa staðið í þeirri trú að ákærði ætlaði að gera það. Grundvöllur þessara bókhaldsfærslna hafi verið frásögn ákærða. Vitnið kvaðst ekki hafa vitað um forsögu þess að skuldabréf að fjárhæð 1.035.000 krónur var tekið. Hann kvað ákærða hafa sagt sér í ársbyrjun 1998 að ekki hafi verið staðið rétt að lántöku þannig að hreppurinn gæti ekki talið það til sinnar skuldar. Þá hafi vitnið farið fram á við ákærða að hann greiddi þessa skuld, sem hann hafi og gert. Vitnið staðfesti skýrslu sína fyrir lögreglu sem og fundargerð Einars Sveinbjörnssonar um fund þeirra tveggja og ákærða. Hann kvaðst ekki vita til þess að einhverjar færslur hafi komið ákærða á óvart á þeim fundi. Vitnið Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi hjá KPMG endurskoðun, staðfesti framangreinda skýrslu sína. Vitnið kvaðst hafa fengið bókhaldið, fylgiskjöl, hreyfingalista og ársreikning vegna ársins 1997 frá Magnúsi G. Benediktssyni, endurskoðanda. Hann kvaðst fljótlega hafa orðið þess var að ýmislegt var ekki eins og átti að vera. Þess vegna hafi hann hitt að máli ákærða og Magnús G. Benediktsson og hafi þeir farið yfir ýmis atriði. Hann hafi séð að einkum hafi verið um að ræða gjaldfærslur sem átt hafi sér stað á þremur árum og tengdust bókhaldsreikningi, sem nefndur var í bókhaldi sem Eystra-Fíflholt, og ekki hafi verið rétt bókhaldsleg meðferð á. Einnig gjaldfærsla á 500.000 krónum sem nefnt var vegna framlags til Þúfuvegar. Hann kvað að ekki hafi verið unnt að leggja fram nein gögn vegna þessara 500.000 króna og könnun sín hafi leitt í ljós að þær framkvæmdir sem átt hafi sér stað við Þúfuveg hafi alfarið verið greiddar annars vegar af Vegagerð ríkisins og hins vegar af Sýsluvegasjóði Rangárvallasýslu. Vestur-Landeyjahreppur hafi ekki greitt neitt af þeim kostnaði, þó svo að fundargerð beri með sér að heimild sé að finna til þess konar greiðslu. Við vinnu greinargerðar sinnar kvaðst vitnið ekki hafa skoðað kaup og sölu á jörðinni Eystra-Fíflholti. Hann kvað skuldabréfin, upphaflega að fjárhæð 571.000 krónur og 622.000 krónur, aldrei hafa verið færðar sem skuld hjá sveitarfélaginu í bókhaldi hreppsins, þrátt fyrir að Vestur-Landeyjahreppur væri talinn skuldari. Hann kvað ákærða hafa rætt um að skuldabréf þessi væru vegna ábyrgðarskuldbindinga vegna Eystra-Fíflholts, en jafnframt hafi hann tjáð sér að aldrei hafi staðið til að hreppurinn skaðaðist á einn eða annan hátt vegna þessara ábyrgða. Hann kvaðst ekki hafa leitað sérstaklega eftir gögnum frá Búnaðarbankanum vegna útgáfu skuldabréfanna. Hann kvaðst hafa kannað það hvers vegna Eystra-Fíflholt hafi verið viðskiptamaður í bókhaldi hreppsins með því að skoða þau gögn sem þar lágu að baki. Við þá skoðun hafi hann ekki séð nein merki þess að þau tengdust Eystra-Fíflholti. Hann kvaðst ekki hafa séð í bókhaldsgögnum að formlega hafi verið samþykkt í sveitarstjórn að taka lán að fjárhæð 1.035.000 krónur. Hann kvaðst ekki hafa merkt það sérstaklega á fundi sínum með ákærða og Magnúsi G. Benediktssyni endurskoðanda að það hafi komið ákærða á óvart að færslur hafi farið fram í bókhaldi með þeim hætti sem gert var. Hann sagði hins vegar að sér væri það ljóst að ákærði hafi ekki vitað með hvaða hætti þær færslur voru gerðar. Hins vegar hafi framangreind færsla upp á 500.000 krónurnar verið ákærða ljós, að því er vitninu skildist. Aðspurður um framkvæmdakostnað að fjárhæð 500.000 krónur, sem samþykkt hafði verið að greiddur yrði úr sjóði hreppsins vegna Þúfuvegar, kvað hann unnt að rekja það af bókhaldsgögnum að með lokafærslum ársins 1996 hefðu 500.000 krónur verið gjaldfærðar á reikning nr. 10-22-444-1 sem gjöld vegna vegamála. Mótfærslan hefði verið viðskiptareikningi 29-63-417 til inneignar en hann beri nafn Ræktunarsambands Landeyja. Færslan væri gerð samkvæmt fylgiskjali nr. 289 sem sé handskrifaður listi um ýmsar færslur. Eftir fylgiskjali nr. 290 væri upphæðin hins vegar færð af reikningi Ræktunarsambandsins og til inneignar reikningi nr. 29-63-416 sem ber nafnið ,,Viðskiptamenn” en að sögn vitnisins innhéldi sá reikningur viðskipti ákærða og hreppsins. Að lokum væru síðan fjölmargar fjárhæðir, bæði í debet og kredit, færðar af reikningi 29-63-416 ,,Viðskiptamenn” og til reiknings 29-63-430, sem beri nafn Eggerts Haukdals, og sé fyrri reikningurinn þar með settur á 0. Þessar færslur væru gerðar samkvæmt fylgiskjölum nr. 291, 292, 293, 294 og 296 og sagði vitnið að þar með væru færsluáhrif upphaflegu 500.000 króna færslunnar komnar viðskiptareikningi ákærða nr. 29-63-430 til inneignar og þar með til lækkunar á skuld hans við sveitarfélagið, sem ella hefði verið þeim mun hærri. Vitnið Jón Þ. Hilmarsson endurskoðandi kvaðst hafa kynnt sér nokkuð af þeim bókhaldsgögnum sem liggja frammi í málinu. Auk þess ritaði hann ásamt Gunnari G. Schram lagaprófessor greinargerð sem lögð var fram af hálfu ákærða. Fram kom hjá Jóni að ákærði hefði ekki getað hagnast þótt skuldabréf að fjárhæð 1.035.000 krónur hefði verið eignfært á viðskiptareikning á nafni Eystra- Fíflholts. Vitnið kvaðst telja lögreglumanninn sem rannsakað hefði málið hafa verið á villigötum. Hann kvað þessar bókhaldsfærslur ekki geta verið ákærða í hag, fremur í óhag. Aðspurður um framlag vegna Þúfuvegar, kvaðst hann ekki geta fundið neitt það fylgiskjal sem áskilið er samkvæmt bókhaldslögum að eigi að fylgja þessari færslu. Hann kvað skjölin bera með sér að færslan hafi farið fram í lok ársins 1996 og farið inn á viðskiptareikning ákærða, honum til góða. Hann kvað færsluna hins vegar ekki hafa verið gerða með neinni leynd, þannig að ef hreyfingalistar og dagbók væru lesin, ætti að vera auðvelt að koma auga á hana. Vitnið Erna Sigurðardóttir kvaðst hafa verið starfsmaður Búnaðarbankans á Hellu í 26 ár og væri nú skrifstofustjóri þar. Hún kvað Vestur-Landeyjahrepp hafa verið viðskiptamann í bankanum. Hún kvað það liggja fyrir í gögnum bankans að þau þrjú skuldabréf sem tóku við hvert af öðru, hið fyrsta frá 1989 að fjárhæð 571.000 krónur, annað frá 1991 að fjárhæð 622.000 krónur og hið síðasta frá 1994 að fjárhæð 1.035.000 krónur hefðu öll verið vegna Eystra-Fíflholts. Hún kvaðst minnast þess að hafa heyrt frá útibússtjórum Búnaðarbankans að Guðmundur Örn Ólafsson hefði ,,aldrei getað klárað sínar skuldbindingar” vegna Eystra-Fíflholts og þess vegna hafi hreppurinn ekki losnað undan ábyrgð vegna kaupa Guðmundar Arnar á jörðinni. Vitnið Haraldur Júlíusson sat í hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps frá 1986-1994. Hann kvað hreppinn hafa keypt jörðina Eystra-Fíflholt á árinu 1986. Þá hafi komið fjölskylda frá Klausturhólum í Grímsnesi og búið á jörðinni til 1987, en síðar hafi Guðmundur Örn Ólafsson keypt jörðina. Einhver ,,leyndarhjúpur” hafi legið yfir dvöl fjölskyldunnar frá Klausturhólum á Eystra-Fíflholti og hann hafi ekki vitað um að neinir löggerningar hafi verið gerðir milli hreppsins og þeirra ábúenda þann tíma sem þau dvöldu á jörðinni. Hann kvað ákærða ávallt haft lagt ríka áherslu á að ,,það kæmi aldrei króna á hreppinn af þessum jarðarmálum” og kvað það hafa verið það orðalag sem ákærði hafi notað vegna þessara jarðarkaupa. Hann hafi yfirleitt fengið lítil svör þegar hann hafi verið að spyrjast fyrir um ábyrgðir hreppsins vegna þessa. Hann kvaðst minnast hreppsnefndarfundar 7. apríl 1986, en þar hafi verið rætt um að hreppurinn neytti forkaupsréttar að Eystra-Fíflholti. Hann minntist þess þó ekki að honum hefði verið sýndur kaupsamningur, en ákærði hefði greint frá efni hans og kaupverði. Vitnið Hrefna Magnúsdóttir, tók sæti sem aðalmaður í hreppsnefnd á árinu 1991. Hún kvaðst ekki minnast þess að til umræðu hafi komið í hreppsnefnd veitingar ábyrgða eða lántökur. Hún kvað sér þó vera kunnugt um að Vestur-Landeyjahreppur hefði neytt forkaupsréttar að jörðinni Eystra-Fíflholti á árinu 1986. Hún kvaðst ekki kannast við að rætt hafi verið á hreppsnefndarfundum eftirmál eignarhalds hreppsins á Eystra-Fíflholti. Hún kvaðst ekki hafa séð skuldabréf, útgefið af Vestur-Landeyjahreppi til Búnaðarbanka Íslands 19. júní 1991 að fjárhæð 622.000 krónur. Hún kvaðst ekki heldur hafa átt viðræður við ákærða utan hreppsnefndarfunda um kaupin á Eystra-Fíflholti. Þá kvaðst hún ekki hafa orðið þess vör að Guðmundur Örn Ólafsson, kaupandi jarðarinnar Eystra-Fíflholts, hefði lent í fjárhagslegum örðugleikum. Vitnið Sigmundur Felixson sat í hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps frá miðju ári 1994 til ársins 1998. Aðspurður um kaup hreppsins á jörðinni Eystra-Fíflholti kvaðst hann hafa vitað um ,,ábyrgð sem hvílt hefði á hreppnum í Búnaðarbanka.” Það hafi verið skuldabréf sem tekið hafi verið við kaup hreppsins á jörðinni og hafi verið greitt af því. Hann kvaðst hafa séð það skuldabréf. Hann kvað bréfið hafa verið útgefið áður en hann hafi tekið sæti í hreppsnefnd. Hann kvaðst einnig hafa vitað um útgáfu nýs bréfs til uppgjörs við Búnaðarbankann á eldra bréfinu og væri hann ábyrgðarmaður á því bréfi, þ.e. skuldabréfi upphaflega að fjárhæð 1.035.000 krónur. Hann kvað ekki hafa verið fjallað um þessa lántöku á hreppsnefndarfundi, en þó hafa staðið í þeirri trú að hreppurinn hafi átt að greiða skuldina. Hann kvað ákærða hafa talað um að hann tæki á sig ,,vanda Fíflholtsmálsins”, ef hann fengist ekki greiddur af ábúanda, Guðmundi Erni Ólafssyni. Hann kvað hreppsnefndarmenn og raunar flesta hreppsbúa hafa vitað um vanefndir Guðmundar Arnar Ólafssonar vegna kaupa á jörðinni. Vitnið Vilborg Alda Jónsdóttir sat í hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps á árunum 1986-1994. Hún kvaðst minnast þess að fjallað hafi verið um í hreppsnefnd kaup og sölu á jörðinni Eystra-Fíflholt. Hún kvaðst ekki minnast þess að í kjölfar sölu hreppsins á jörðinni hefði verið rætt um að ábyrgðir og skuldir sem hefðu átt að greiðast af kaupandanum Guðmundi Erni Ólafssyni, féllu á hreppinn. Hún kvaðst ekki kannast við skuldabréf þau sem henni voru sýnd í réttinum, að fjárhæð 571.000 krónur og 622.000 krónur. Þá kvaðst hún ekki minnast umræðna utan hreppsnefndarfunda um að upp hefði komið vandi vegna kaupa á Eystra-Fíflholti. Vitnið Jón Gunnar Vogfjörð Karlsson sat í hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps frá 1986-1994. Hann kvaðst ekki minnast þess að komið hefði til umræðu á hreppsnefndarfundum að hreppurinn þyrfti að taka á sig skuldbindingar vegna kaupa á Eystra-Fíflholti. Hann kvaðst minnast þess að hafa skrifað undir skuldabréf að fjárhæð 622.000 krónur, en ekki að hafa skrifað undir skuldabréf að fjárhæð 571.000 krónur. Hann kvaðst muna eftir því að ákærði hefði talað um að fyrrnefnda bréfið að fjárhæð 622.000 krónur væri tengt kaupum á Eystra-Fíflholti. Vitnið Brynjólfur Bjarnason sat í hreppsnefnd frá 1994 og er nú oddviti í Vestur-Landeyjahreppi. Hann kvaðst hafa setið hreppsnefndarfund þegar hreppurinn ákvað að kaupa Eystra-Fíflholt og hafa verið því samþykkur. Hann kvaðst ekki minnast þess að skuldabréf að fjárhæð 1.035.000 krónur, hafi verið kynnt á fundi hreppsnefndar og ekki kannast við sérstakar umræður eða fyrirspurnir í hreppsnefnd um mál tengd Eystra-Fíflholti. Hann kvaðst hins vegar kannast við að samþykkt hefði verið að greidd yrði tiltekin fjárhæð úr sjóðum hreppsins til vegagerðar, 500.000 krónur, en samkvæmt því sem fram hefði komið við endurskoðun á reikningum, hefði sú fjárhæð ekki verið greidd úr hreppssjóði. Vitnið Hjörtur Hjartarson sat í hreppsnefnd í Vestur-Landeyjahreppi frá haustinu 1995 til síðasta vors. Hann kvaðst minnast bókunar varðandi ársreikning hreppsins árið 1997 dags. 11. nóvember 1998. Aðdragandi þeirrar bókunar hafi verið sá að hann hafi leitað upplýsinga um fjármál sveitarfélagsins og hafi hann ekki talið sig fá þær. Hann hafi beint ákveðnum spurningum til oddvita og meirihluta hreppsnefndar. Hann kvaðst ekki hafa staðið að samþykkt ársreiknings ársins 1997, ákveðnir liðir í honum hafi verið áberandi ,,skakkir”. Hann hafi leitað til löggilts endurskoðanda hreppsins, Magnúsar Benediktssonar og hann hafi svarað sér skriflega um að hann hafi áritað reikninginn og þar með væru tölur réttar. Þá kvaðst vitnið ekkert annað hafa getað gert en leitað til lögmanns og þá fyrst hafi Félagsmálaráðuneytið tekið á þessu máli. Í framhaldi af því hafi Einar Sveinbjörnsson verið ráðinn sem endurskoðandi. Hann kvað athugasemdir sínar aðallega hafa lotið að því að óreiða hafi verið á bókhaldi og upplýsingar hafi vantað inn í bókhaldið um ýmsa hluti. Hann kvaðst ekki hafa leitað upplýsinga um kaup hreppsins á Eystra-Fíflholti. Hann kvað Einar Sveinbjörnsson hafa hitt hreppsnefndina og farið vel yfir greinargerð sína og skýrt hana. Ákærði hefði ekki verið á þeim fundi. Fundurinn hefði verið í fyrri hluta desembermánaðar. Vitnið Indriði Theodór Ólafsson sat í hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps á árunum 1994-1998. Hann kvaðst ekki muna til þess að rætt hafi verið á fundum um kaup hreppsins og hugsanleg eftirmál þeirra á jörðinni Eystra-Fíflholti. Hann kvaðst kannast við að hafa gerst ábyrgðarmaður á skuldabréfi að fjárhæð 1.035.000 krónur. Hann kvaðst telja að útgáfa þess hafi eitthvað tengst félagsheimilinu, en kvaðst þó ekki þora að fullyrða það. Hann kvaðst hins vegar geta fullyrt að ekki hafi verið rætt um að útgáfa skuldabréfsins væri í tengslum við Eystra-Fíflholt. Hann kvaðst þó vita til þess að hreppurinn hefði keypt Eystra-Fíflholt á sínum tíma. Hann kvaðst einnig vita til þess að hreppurinn hefði selt Guðmundi Erni Ólafssyni jörðina síðar. Hann kvaðst ekki muna til þess að vegna útgáfu slíkra skuldabréfa, sem að ofan greinir, væri umfjöllun á hreppsnefndarfundum. Vitnið Guðmundur Örn Ólafsson, er keypti jörðina Eystra-Fíflholt af Vestur-Landeyjahreppi með kaupsamningi dags. 22. september 1987, kvaðst ekki geta gefið miklar upplýsingar um greiðslu kaupverðs og yfirteknar áhvílandi veðskuldir, og nefndi að langt væri um liðið frá kaupunum. Í framburði hans kom þó fram að hann hafði lent í vanskilum með greiðslu afborgana. Vitnið Birgir Sævar Pétursson, sem seldi Vestur-Landeyjahreppi jörðina Eystra-Fíflholt með kaupsamningi 19. apríl 1986, gaf einnig skýrslu fyrir dómi, en ekki þykir ástæða til að rekja hans framburð sérstaklega. Magnús G. Benediktsson og þeir hreppsnefndarmenn sem skýrslur gáfu við meðferð málsins fyrir dómi, voru yfirheyrðir hjá lögreglu sem grunaðir. Ákæruliður I. Undir þessum ákærulið er ákærði sakaður um umboðssvik í opinberu starfi, með því að hafa misnotað aðstöðu sína til að gefa út 1.035.000 króna skuldabréf í nafni hreppsins, án þess að hreppsnefnd samþykkti, með sjálfsskuldarábyrgð ákærða og tveggja hreppsnefndarmanna og eignfæra þá fjárhæð á viðskiptareikning Eystra-Fíflholts og að hafa varið meginhluta lánsfjárins til uppgreiðslu á skuldabréfi, sem upphaflega var að fjárhæð 622.000 krónur, rekstri hreppsins óviðkomandi. Ákærði hefur haldið því fram við yfirheyrslur fyrir dómi, að þessar lántökur hafi stafað af þeim vanda sem hreppurinn komst í við kaup og sölu á jörðinni Eystra-Fíflholti. Skuldabréf að fjárhæð 1.035.000 krónur gaf ákærði út hinn 27. desember 1994 í nafni hreppsins, með sjálfsskuldarábyrgð tveggja hreppsnefndarmanna, þeirra Sigmundar Felixsonar og Indriða Th. Ólafssonar. Ekkert liggur fyrir í bókunum hreppsnefndar um að lántaka þessi hafi verið borin undir hreppsnefnd og þar samþykkt. Sigmundur Felixson og Indriði Th. Ólafsson báru báðir fyrir dómi að þeir minntust þess ekki að lántakan hafi komið til tals á hreppsnefndarfundi. Sigmundur Felixson kvaðst hafa staðið í þeirri trú að bréfið hefði verið útgefið vegna uppgjörs á eldra skuldabréfi sem útgefið hafi verið vegna ábyrgða hreppsins í tengslum við kaup hreppsins á Eystra-Fíflholti. Indriði Th. Ólafsson kvaðst hins vegar geta fullyrt að hann hefði aldrei heyrt að útgáfa bréfsins væri í tengslum við Eystra-Fíflholt, en kvaðst hins vegar minna að lántaka þessi hefði eitthvað tengst félagsheimilinu Njálsbúð. Af gögnum málsins má ráða að fjárhæð þessi var eignfærð hreppnum á viðskiptareikning á nafni Eystra-Fíflholts. Einnig er komið fram, m. a. með framburði ákærða sjálfs, að lánsfénu var að meginhluta varið til uppgreiðslu á skuldabréfi upphaflega að fjárhæð 622.000 krónur, útgefnu 19. júní 1991. Fram er komið í málinu að andvirði þess skuldabréfs var varið til uppgreiðslu á skuldabréfi, upphaflega að fjárhæð 571.000 krónur, útgefnu 4. desember 1989. Greiðandi og útgefendur voru þeir sömu á báðum síðastnefndu bréfunum. Þessara tveggja skuldabréfa var þó ekki getið í ársreikningum hreppsins. Ekkert þeirra vitna sem í hreppsnefnd sátu með ákærða minntist þess að rætt hefði verið á hreppsnefndarfundum um að hugsanlegt væri að á sveitarsjóð féllu ábyrgðir vegna kaupa hreppsins á Eystra-Fíflholti. Eins og að framan er rakið gekk Guðmundur Örn Ólafsson inn í kaupsamning Vestur-Landeyjahrepps að jörðinni Eystra-Fíflholti. Hins vegar verður að miða við að Vestur-Landeyjahreppur hafi ábyrgst efndir Guðmundar Arnar á kaupverði jarðarinnar, samkvæmt samþykktum hreppsins á árinu 1986 og 1987. Fram er komið að Guðmundur Örn lenti í vanskilum með greiðslu kaupverðsins. Samkvæmt yfirlýsingum Búnaðarbanka Íslands, Hellu, dags. 23. desember 1994 og 9. nóvember 2000 og framburði Ernu Sigurðardóttur, skrifstofustjóra bankans, var andvirði framangreinds skuldabréfs að fjárhæð 1.035.000 krónur varið til greiðslu á eftirstöðvum áðurgreinds skuldabréfs, upphaflega að fjárhæð 622.000 krónur. Andvirði síðastnefnds bréfs hafi verið varið til greiðslu á skuldabréfi upphaflega að fjárhæð 571.000 krónur og hafi það bréf verið vegna Eystra-Fíflholts. Þá staðfestu nokkrir hreppsnefndarmenn þann framburð ákærða að hann hafi margoft lýst því yfir að hann myndi gera allt til að koma í veg fyrir að ábyrgðir vegna Eystra-Fíflholts lentu á hreppnum. Skýringar ákærða við rannsókn og meðferð málsins eru nokkuð misvísandi um tilvist og útgáfu þessara skuldabréfa og engar bókhaldsfærslur eru um fyrri bréfin tvö. Þrátt fyrir þetta þykir í ljósi framanritaðs, sérstaklega tilgreindra yfirlýsinga Búnaðarbanka og vitnisburðar skrifstofustjóra bankans, mega miða við að skuldabréf að fjárhæð 1.035.000 krónur og skuldabréf að fjárhæð 622.000 krónur hafi tengst kaupum hreppsins á Eystra-Fíflholti, þannig að á hreppnum hafi hvílt sú ábyrgð að greiða bréfin, sbr. og samþykkt hreppsins á hreppsnefndarfundi 1986, þar sem samþykkt var að ganga inn í kaupsamning dags. 19. apríl 1986. Í ljósi ákvæða 45. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála og að öllu framangreindu virtu þykir varhugavert að telja sannað að auðgunartilgangur hafi legið að baki útgáfu þessara skuldabréfa, heldur hafi andvirði bréfanna verið notað til þess að standa við skuldbindingar hreppsins. Ber því að sýkna ákærða af þessum hluta ákæru. Telja verður upplýst að millifærðar hafi verið samtals 667.360 krónur til lækkunar á fjárhæð þeirri sem eignfærð hafi verið á viðskiptareikning Eystra-Fíflholts og færðar á móti sem rekstrarútgjöld hreppsins, án þess að séð verði af bókhaldsgögnum, öðrum gögnum málsins, eða framburði vitna fyrir dómi að fyrir því hafi verið heimild. Tengsl skuldabréfa þeirra sem getið er í I. kafla ákæru og færslna þeirra sem getið er í þessum ákærulið, verða að teljast augljós. Sannað er, m. a. með framburði Magnúsar G. Benediktssonar endurskoðanda, að lækkanir á skuld þessari áttu sér stað að beiðni ákærða og í samráði við hann. Með millifærslum þessum stuðlaði ákærði að því að lækka skuld sem var eignfærð á Eystra Fíflholt. Ekki verður annað séð en að bókhaldsfærslur þessar hafi verið til þess fallnar að leyna þeirri háttsemi sem ákærði viðhafði samkvæmt ákærulið I. Eins og fram hefur komið undir ákærulið I telur dómurinn auðgunartilgang ákærða ekki nægilega sannaðan. Með hliðsjón af framansögðu og rannsóknargögnum að öðru leyti telur dómurinn einnig varhugavert að fullyrða, að ákæruvaldinu hafi tekist að færa fram, gegn neitun ákærða, lögfulla sönnun fyrir því að ákærði hafi í auðgunarskyni dregið sér fé samkvæmt þessum ákærulið, svo að varði við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 143. gr. sömu laga. Því ber að sýkna ákærða af þessum ákærulið. Á hreppsnefndarfundi 26. nóvember 1994 var samþykkt að Vestur-Landeyjahreppur legði fram 300.000 krónur sem framlag við lagfæringu Þúfuvegar. Á árinu 1996 var samþykkt á hreppsnefndarfundi að auka framlag hreppsins þannig að það yrði 500.000 krónur. Upplýst er í málinu að hreppurinn greiddi ekki þessa fjárhæð vegna títtnefndra vegaframkvæmda. Hjá lögreglu kvaðst ákærði ekki geta skýrt þær færslur sem ákæruliður þessi lýtur að, en benti á að hann hefði þegar endurgreitt þessa fjárhæð og hann tæki á sig alla ábyrgð á þessum skuldum við hreppinn. Við síðari meðferð málsins fyrir dómi vildi ákærði einungis vísa til þess að færslur þessar hafi verið á ábyrgð Magnúsar G. Benediktssonar, endurskoðanda, sem ráðinn hefði verið til að endurskoða bókhald hreppsins. Þær færslur sem hér um ræðir áttu sér stað á árinu 1996, en eins og áður segir voru reikningar hreppsins ekki endurskoðaðir af endurskoðanda, heldur stillti Magnús aðeins upp bókhaldi hreppsins. Fram kom í máli Magnúsar fyrir dóminum að hann hafi fært þessar færslur að fyrirmælum ákærða og hafi hann staðið í þeirri trú að ákærði skilaði síðar inn fylgiskjölum vegna þeirra. Engin gögn hafa komið fram vegna þessara færslna. Af bókhaldsgögnum málsins, sem og af framburði endurskoðendanna Magnúsar G. Benediktssonar og Einars Sveinbjörnssonar, er ljóst að ákærði lét færa þessa fjárhæð, sem ætluð var til lagfæringar á Þúfuvegi, án allra fullnægjandi gagna, sem gjöld hreppsins vegna vegamála. Í fyrstu á móti til inneignar Ræktunarsambandi Vestur-Landeyja á viðskiptareikning Ræktunarsambandsins í bókhaldi hreppsins. Síðan er mótfærslunni beint af viðskiptareikningi Ræktunarsambandsins og inn á almennan viðskiptareikning sem innihélt viðskipti ákærða og hreppsins og þaðan loks inn á sérstakan viðskiptareikning í nafni Eggerts Haukdal þar sem hún kom til lækkunar á skuld ákærða við hreppinn. Upplýst er að færslur þessar eru allar gerðar á sama tíma, í árslok 1996, og eru með þeim hætti sem líklegur er til þess að villa um fyrir óbókhaldsfróðum aðilum. Samkvæmt þessu telst sannað að fyrir ákærða vakti að auðgast á þessum bókhaldsfærslum og hefur hann því gerst sekur um þá háttsemi sem í ákærulið þessum greinir og réttilega er færð til refsiákvæða. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar í máli þessu ber annars vegar að taka sérstaklega tillit til 138. gr. almennra hegningarlaga þar sem ákærði gegndi trúnaðarstörfum og hafði sem oddviti á hendi fjárreiður Vestur-Landeyjahrepps. Hins vegar ber að líta á það, ákærða til hagsbóta að hann er 67 ára gamall maður og hefur ekki áður sætt refsingu. Þá lét ákærði af starfi oddvita vegna máls þessa og hefur greitt Vestur-Landeyjahreppi tæplega þrjár milljónir króna vegna viðskilnaðar síns sem oddviti hreppsins. Auk þessa hefur rannsókn málsins og meðferð tekið nokkuð langan tíma án þess að ákærða verði um það kennt. Að öllu þessu virtu er refsing ákærða hæfilega ákveðin tveggja mánaða fangelsi, en rétt þykir að fresta fullnustu refsingar og skal hún niður falla að liðnu einu ári frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, skal ákærði greiða helming sakarkostnaðar, þar með talinn helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, sem ákveðast 400.000 krónur. Dóm þennan kveður upp Ólafur Börkur Þorvaldsson, dómstjóri ásamt Ingveldi Einarsdóttur héraðsdómara og Geir Geirssyni löggiltum endurskoðanda. Dómsuppkvaðning hefur dregist um rúma viku vegna anna dómsformanns. Ólafur Börkur Þorvaldsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, Eggert Haukdal, sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnu einu ári frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði helming sakarkostnaðar, þar með talinn helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Ragnars Aðalsteinssonar, hæstaréttarlögmanns, sem ákveðast 400.000 krónur.
Mál nr. 701/2017
Kærumál Einkaréttarkrafa Frávísun frá héraðsdómi felld úr gildi
Brotaþoli, A, kærði ákvæði í dómi héraðsdóms þar sem vísað var frá dómi einkaréttarkröfu hans í máli Á gegn X og Y. Með ákæru var X og Y gefið að sök líkamsárás gegn A og brotið talið varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með dómi héraðsdóms voru X og Y sýknaðir af broti gegn fyrrnefndu ákvæði en sakfelldir fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. sömu laga. Þá var einkaréttarkröfu A vísað frá dómi þar sem X og Y hefðu verið sýknaðir af því að hafa valdið þeim áverkum A, sem lýst hefði verið í ákæru, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í dómi Hæstaréttar kom fram að með því að X og Y hefðu verið sakfelldir fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. laga nr. 19/1940 stæði ákvæði 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 ekki til þess að einkaréttarkröfu A yrði vísað frá dómi. Samkvæmt því var ákvæði héraðsdóms fellt úr gildi og lagt fyrir dóminn að taka kröfuna til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirHelgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir.Brotaþoli, A, skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 2. nóvember 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum7. sama mánaðar. Kært er ákvæði í dómi Héraðsdóms Vesturlands 1. nóvember 2017,þar sem vísað var frá dómi einkaréttarkröfu brotaþola í máli sóknaraðila gegnvarnaraðilum. Kæruheimild er í u. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála. Af hálfu brotaþola er þess krafist að fyrrgreint ákvæðihéraðsdóms um að vísa einkaréttarkröfu hans frá dómi verði fellt úr gildi oglagt fyrir héraðsdóm að taka „bæði miskabóta- og málskostnaðarkröfur“ hans tilefnismeðferðar. Hvorki sóknaraðili né varnaraðilar hafa látiðmálið til sín taka fyrir Hæstarétti.Með ákæru lögreglustjórans á Vesturlandi 29. apríl2016 var X og Y gefin að sök líkamsárás aðfaranótt 26. júlí 2015 við [...] í [...],X með því að hafa slegið A hnefahögg í andlitið þannig að hann féll í götuna ogvankaðist og Y með því að hafa sparkað í A þannig að sparkið fór ofarlega í búkog andlit, með þeim afleiðingum að A hlaut innkýlt brot í framvegg vinstrikjálkaholu, skurð lóðrétt í gegnum alla þykkt vinstri hluta efri varar og ígegnum hringvöðva munns og bólgu og mar á vinstri kinn. Var brotið talið varðavið 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Ímálinu hafði áðurnefndur brotaþoli uppi þá kröfu að ákærðu yrðu dæmdir óskipttil að greiða sér 1.200.000 krónur í miskabætur með nánar tilgreindum vöxtum,auk útlagðs kostnaðar að fjárhæð 141.448 krónur og málskostnaðar við að haldabótakröfu sinni fram fyrir dómi.Með dómi Héraðsdóms Vesturlands 1. nóvember 2017voru ákærðu sýknaðir af broti gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, ensakfelldir fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. sömu laga. Sem fyrr greinir var áðurnefndrieinkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi. Voru þau rök færð fyrir þeirriniðurstöðu að ákærðu hefðu verið sýknaðir af því að hafa verið valdir að þeimáverkum brotaþola, sem lýst væri í ákæru, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr.88/2008.Í 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 segir að efsakamál er fellt niður, því vísað frá dómi eða ákærði sýknaður með dómi, ánþess að það hafi verið vegna þess að hann sé talinn ósakhæfur, skuli dómarivísa kröfu samkvæmt 1. eða 2. mgr. 172. gr. af sjálfsdáðum frá dómi. Skuli þaðgert með dómi eða að öðrum kosti með úrskurði, þar á meðal ef málið er felltniður. Eins og áður greinir voru ákærðu sýknaðir af brotigegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, en sakfelldir fyrir brot gegn 1.mgr. 217. gr. laganna. Með því að ákærðu voru samkvæmt þessu sakfelldir ímálinu standa ákvæði 2. mgr. 176. gr. ekki til þess að einkaréttarkröfubrotaþola verði vísað frá dómi. Verður ákvæði héraðsdóms þar um því fellt úrgildi og lagt fyrir dóminn að taka kröfuna til efnismeðferðar, en jafnframt þarf að taka afstöðu til málskostnaðarkröfubrotaþola, sbr. 3. mgr. 176. laga nr. 88/2008.Dómsorð:Ákvæði héraðsdóms um að vísa frá dómieinkaréttarkröfu brotaþola, A, er fellt úr gildi og lagt fyrir dóminn að takakröfuna til efnismeðferðar. Dómur HéraðsdómsVesturlands 1. nóvember 2017.I.Mál þetta er höfðað með ákæru lögreglustjórans áVesturlandi, dags. 29. apríl 2016, á hendur X, kt. [...], [...], Snæfellsbæ, ogY, kt. [...], [...], Snæfellsbæ. Málið var dómtekið 4. október 2017. Íákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærðu „fyrir líkamsárás aðfaranótt 26. júlí 2015við [...] í [...], með því að hafa veist að A, kt. [...], a) ákærði X með þvíað hafa slegið A hnefahögg í andlit þannig að hann féll í götuna og vankaðist,b) ákærði Y með þvíað hafa sparkað í A þannig að sparkið fór ofarlega í búk og í andlit, með þeim afleiðingum að A hlaut innkýltbrot í framvegg vinstri kjálkaholu, skurð lóðrétt í gegnum alla þykkt vinstrihluta efri varar og í gegnum hringvöðva munns (m. obiculari oris) og bólgu ogmar á vinstri kinn. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaganr. 19/1940, með síðari breytingum.Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar oggreiðslu alls sakarkostnaðar.Einkaréttarkrafa:Í málinu hefur Arnar Þór Stefánsson hrl. lagt framskaðabótakröfu f.h. A, kt. [...], og krafist að ákærðu verði dæmdir til aðgreiða A in solidum 2.000.000 kr. í miskabætur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr.laga um vexti og verð­tryggingu nr. 38/2001 frá 26. júlí 2015 þar til mánuðurer liðinn frá birtingu kröfunnar, en með dráttar­vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er gerð krafa um að ákærðuverði dæmdir til að greiða A útlagðan kostnað sem hann kann að verða fyrirvegna málsins og þóknun tilnefnds og skipaðs réttargæslu­manns skv. 48. gr.sakamálalaga nr. 88/2008.“Lögmaður brotaþola lét bóka við aðalmeðferðmálsins lækkun á bótakröfu brotaþola á þann veg að höfuðstóll skaðabótakröfulækkaði í 1.200.000 krónur og að útlagður kostnaður vegna tannlæknis næmi alls141.448 krónum. Þá krefst hann greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfusinni fram fyrir dómi.Ákærði X krefst þess aðallega að hann verðisýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Til vara krefst hann þess að refsing verðifelld niður eða að honum verði ákveðin vægasta refsing sem lög leyfi. Ákærðikrefst þess að bótakröfu verði vísað frá dómi, en að öðrum kosti verði hannsýknaður af henni. Loks krefst hann þess að allur sakarkostnaður verði greiddurúr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, hver sem úrslitmálsins verða.Ákærði Y krefst þess aðallega að hann verðisýknaður af öllum kröfum ákæruvalds og að bótakröfu verði vísað frá dómi, sbr.2. mgr. 172. gr. laga nr. 88/2008. Til vara krefst hann þess að ákærða verðiekki gerð refsing og að bótakröfu verði vísað frá dómi. Til þrautavara krefstákærði þess að verði lagaskilyrði talin vera fyrir hendi til refsiábyrgðarverði hann dæmdur í þá vægustu refsingu sem lög leyfa og að bótakröfur verðistórlega lækkaðar. Í öllum tilvikum er þess krafist að allur sakarkostnaðurverði felldur á ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda skv.málskostnaðaryfirliti. II.Samkvæmt frumskýrslu lögreglu voru lögreglumenn staddirvið hafnarsvæðið í [...] kl. 04.26, aðfaranótt sunnudagsins 26. júlí 2015,þegar þeim bárust upplýsingar um slagsmál á grashól við [...] hjá [...].. Þegarþeir komu á staðinn hafi hópur fólks verið dreifður þar um nokkuð stórt svæði.Hafi fólkið verið æst og öskur og barsmíðar gengið á víxl. Lögreglan hafifljótlega séð brotaþola mikið blóðugan í andliti. Hafi hann verið æstur og ífyrstu ekki viljað þiggja aðstoð. Hafi skurður verið á efri vör hans og hann haltrað. Hann hafi svo veriðfluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna í [...] Þriðjudaginn 28. júlí 2015 mættibrotaþoli til skýrslutöku hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinuað eigin frumkvæði til þess að leggja fram kæru á hendur fjórum nafngreindummönnum, þ. á m. ákærðu, vegna líkamsárásar hinn 26. sama mánaðar. Lýstibrotaþoli atvikum þannig að hann hefði verið ásamt öðru fólki á leiðinnigangandi upp á tjaldstæðið á [...] þegar einn í hópnum hefði kastað lítillibjórdós, hálffullri af bjór, yfir hóp af fólki. Við það hefðu kærðu orðiðbrjálaðir. Hefðu þeir komið upp að brotaþola og félögum hans nálægt bryggjunniog byrjað að rífast. Kærðu hefðu svo elt þau áfram og alltaf verið að segjaeitthvað við þau og reyna að búa til vesen. Þegar þau hefðu komið upp átjaldstæðið hefði systir brotaþola gengið upp að einum hinna kærðu og gertathugasemdir við framgöngu þeirra. Hafi maðurinn þá sagst ætla að lemja hana,ýtt við henni og þá hafi allt sprungið. Kvaðst brotaþoli hafa sett hendur upp íloft og sagst ekki vera að fara að slást við neinn. Hann myndi svo næst eftirsér þar sem hann stóð við hliðina á systur sinni með áverka á vörinni. Hannkvaðst óljóst muna eftir að hafa verið að glíma við einhvern mann. Hann hefðisvo fengið högg, en hann vissi ekki hvort það hefði verið hnefahögg eða spark.Spurður frekar um áverka kvaðst hann, auk þess að fá skurð á efri vör, hafakinnbeinsbrotnað, augntóft vinstra megin væri brotin, liðþófi sennilegaskaddaður í hægra hné og taugaendi í andliti sennilega skaddaður þar sem hannværi enn dofinn í andliti.Í málinu liggur fyrirlæknisvottorð B, sérfræðings í lýtalækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi,vegna komu brotaþola á slysa- og bráðadeild Landspítala að morgni umrædds dags.Kemur þar fram að brotaþoli hafi fyrst fengið aðhlynningu á heilsugæslunni í [...]fyrr um nóttina, en þar hafi sár á efri vör hans verið saumað til bráðabirgða.Hafi hann svo verið fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi til frekari greiningar ogmeðhöndlunar. Þar hafi verið gerð tölvusneiðmynd af andliti og niðurstaðanverið eftirfarandi: „Innkýlt brot brot sést í framvegg vinstri kjálkaholu.Lítið frakment sést í mjúkpörum fram við sinusinn, Einnig er nokkuð blóð íhonum og stórt hematoma í mjúkvefjum. Ekki sjást önnur brot.“ Brotaþoli hafiloks verið sendur á slysa- og bráðadeild Landspítala til enn frekarimeðhöndlunar. Hafi vakthafandi sérfræðingur gefið það álit á andlitsbroti aðekki væri talin ástæða til inngrips vegna þess, enda talið að það myndi gróa ánafmyndunar í andliti. Hins vegar hafi það verið niðurstaða sérfræðings álýtadeild að lagfæra þyrfti skurð á efri vör frekar með skurðaðgerð. Í þeirriaðgerð hafi komið í ljós að áverkinn væri mun dýpri og meiri en í fyrstu hafiverið talið og að „skurðurinn, sem liggur lóðrétt í vinstri hluta efri varar,nær alveg í gegnum vörina, alla þykkt varar og langt inní slímhúð munns og uppað sulcus. Skurðurinn nær rúma 2 cm upp fyrir varalínuna og alveg í gegn inn ímunnholið. Hringvöðvi munns (m.Orbicularis Oris) er alveg í sundur á þessusvæði. Ekki sjáanlegur áverki á tönnum eða tannholdi.“ Hafi skurðurinn veriðsaumaður í 2-3 lögum og hafi gott útlit fengist á varalínu, sem áður hafi veriðmjög skökk. Brotaþoli hafi komið á ný til skoðunar og saumatöku 31. sama mánaðar.Hafi skurðsárið þá litið vel út miðað við aðstæður og engin merki verið umsýkingu. Bólga hafi verið yfir vinstra kinnbeini og mar. Loks segir svo íálitskafla vottorðsins: „Áverki sem þessi í andliti verður að teljast nokkuðalvarlegur. Ljóst er að ör á efri vör og þar fyrir ofan er varanlegt. Það tekurum 12 mánuði fyrir örið að ná endanlegum þroska og aðeins þá er hægt að metahvort þurfi lagfæringar.“Jafnframt liggur fyrir í málinuvottorð C tannlæknis, dags. 18. janúar 2017, vegna meðhöndlunar brotaþola vegnabólgueinkenna og verkja frá kjálkalið og hálsvöðvum. Kemur þar m.a. frameftirfarandi: „Líklegt er að kjálkaliður hafi hnaskast við höfuðhögg sem hannvarð fyrir þegar hann fékk spark í höfuðið 26. júlí 2015. Miðað við áverka þessatburðar er mjög líkleg að tilfærsla hafi orðið inni í kjálkalið meðtilheyrandi bólgumyndun og verkjum, Tönn 22, vinstri hliðarframtönn, brotnaðieinnig í insisivkanti ca 2 mm af. Einnig er A með dofa í tönnum og tannbeiniauk kinnbeins að hluta eftir þennan áverka.“Í málinu liggur fyrirmyndupptaka af vettvangi sem sýnir átök á milli brotaþola annars vegar og hinsvegar ákærðu V og X og var hún sýnd í upphafi aðalmeðferðar. III.Skýrslur fyrir dómiÁkærði X kvaðst umrættsinn hafa verið að koma af dansleik í [...] ásamt konu sinni, ákærða Y ogfleirum. Þau hefðu verið að rölta áleiðis að bíl til þess að fá far til [...]þegar einhver úr hópi með brotaþola hefði kastað bjór í þau. Í kjölfarið hefðutveir menn, annar þeirra brotaþoli, komið að þeim. Hefði brotaþoli rifið sig úrað ofan og ráðist að manni sem var með ákærða. Hefði þessi atlaga síðan beinstað ákærða Y. Kvaðst ákærði hafa skynjað þetta þannig að hópur sem brotaþoli varí hefði setið fyrir þeim. Ákærði Y hefði snúist til varnar og ráðist ábrotaþola. Kvaðst ákærði hafa ætlað að stoppa þessa atburðarás en þá hefðibrotaþoli snúið sér við og kýlt til hans. Hann hefði þá sjálfur reynt að verjasig og ýtt brotaþola frá. Brotaþoli hefði við það fallið en haldið svo áfram ográðist á fleiri af félögum ákærða. Aðspurðurkvaðst ákærði hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra umrætt sinn. Sagðist hannvera rétthendur og að hann hefði ekki þurft að leita sér læknisaðstoðar eftiratburðinn. Hann væri klár á því að hópur sem tilheyrði brotaþola hefði áttupptökin að átökunum. Spurður út í myndskeið, þar sem brotaþoli sést vera íslagsmálum við ákærða Y og ákærði kemur þar að, kvaðst hann hafa viljað stoppaþað sem var í gangi. Ráðist hefði verið á ákærða Y og kvaðst ákærði þá hafaætlað að draga hann með sér og fara með hann út í bíl. Brotaþoli hefði þá snúiðsér við, komið fljúgandi með hægri höndina, sem hefði farið eftir ölluandlitinu á honum og upp. Kvaðst ákærði hafa reynt að forða sér og ýttbrotaþola frá sér, sem hafi valdið því að brotaþoli féll við. Aðspurður kvaðákærði brotaþola hafa slegið sig höggi sem hafi ekki endilega hitt hann vel enfarið í bringuna á honum og meðfram andlitinu. Sjálfur kvaðst ákærði fremurhafa ýtt brotaþola en slegið og að útilokað væri að hann hefði stórskaðaðbrotaþola vinstra megin í andliti. Ákærði kvaðst hafa misst jafnvægið og höndin„runnið til hægra megin.“ Hann hefði náð að ýta á brotaþola og hafi vinstri höndhans lent á hægri hluta andlits brotaþola, höku eða öxl. Spurður hvortbrotaþoli hafi dottið í jörðina í kjölfar þessa kvað ákærði brotaþola ekki hafaverið í jafnvægi þegar hann nálgaðist hann. Ákærði kvaðst ekki sjálfur hafaorðið vitni að frekari átökum í kjölfarið heldur eingöngu séð þau síðar ámyndupptöku. Ákærði Y neitaði að hafa sparkaðí andlit brotaþola umrætt sinn. Kvaðst hann hafa verið að koma af balli ásamtákærða X og konunum þeirra. Þau hefðu verið að labba upp í bíl þegar einn úrhópi brotaþola hefði hent bjór yfir þau. Þau hefðu þá snúið sér við og spurthvað væri í gangi. Hefði brotaþoli þá verið mjög æstur og haft sig mikið íframmi. Þau hefðu hins vegar ákveðið að halda áfram en stoppað við Samkaup ogverið þar að spjalla saman þegar sami hópur hefði ráðist að félögum þeirra, D ogE. Ákærðu hefðu ætlað að stoppa átökin en lætin þá byrjað og allt gerst hratt.Sjálfur kvaðst ákærði hafa verið kýldur og þurft að verja sig. Sjá megi ámyndupptökunni að ekki hafi verið fullur þungi í sparki sem hann gaf brotaþola.Hann hefði dregið úr sparkinu. Hann teldi þó ekki að hann hefði verið aðverjast þegar hann sparkaði í brotaþola en í þessum æsingi og látum hefði þettaendað svona. Hann sagðist ekki hafa getað forðað sér af vettvangi þar semmargir hefðu ráðist að þeim í einu. Þá hefði konan hans, kona meðákærða o.fl.verið þarna enn á staðnum og hann því ekki viljað fara frá þeim. Aðspurðurkvaðst ákærði hafa fengið á sig högg áður en myndupptakan hófst því að brotaþolihefði þá verið búinn að gera nokkrar atlögur að honum. Kvaðst ákærði hafafengið glóðarauga undan höggum frá honum. Brotaþoli, A, kvaðst hafa verið á leiðinniaf balli og upp á tjaldstæði með félögum sínum þegar einn þeirra hefði kastaðbjórdós yfir hóp af mönnum þannig að skvettst hefðu einhverjir dropar á þá.Þeir hefðu þá sturlast og farið að rífast við brotaþola. Þegar hann hefði ætlaðað ganga í burtu hefðu þeir komið á eftir. Þetta hefði hafist á bryggjunni og áleiðinni upp að Samkaupum hefðu þeir alltaf verið að hreyta einhverju í þau.Systir brotaþola hefði svo snúið sér við og sagt þeim að hætta þessu. Þá hefðieinn þeirra rifið í hana, hent henni í jörðina og sagt henni að þeir ætluðu aðberja hana líka. Við það hefði allt sprungið og slagsmál byrjað. Hann kvaðstsíðan lítið muna í kjölfarið. Hann kvaðst muna eftir aðdraganda átakanna og að hafa slegið í átt að ákærða Y en ekki hitt. Hann myndihins vegar ekki eftir að hafa slegið til ákærða X og ekki eftir að hann hefðisjálfur verið sleginn niður. Hann hefði verið undir áhrifum áfengis ogannarra vímuefna umrætt sinn, bæði áfengis og kókaíns. Aðspurður kvaðst hannhafa tvíbrotnað í andlitinu og fengið þar skurð. Sé hann eftir þettatilfinningalaus á vissu svæði í andlitinu. Þá hafi rifnað liður í hægra hnénu áhonum, puttinn á honum hafi brotnað og hann hafi fengið sýkingu í beinið íkjölfarið. Aðspurður kvaðst hann fyrst hafa haldið að hann hefði fengiðáverkana við að falla í grasið en hefði komist að því, eftir að hafa talað viðfólkið á svæðinu og séð myndbandið, að hann hefði fengið umrædda áverka aföðrum ástæðum. Honum hefði liðið illa eftir umrædda atburði. Hann væri búinn aðvera hjá geðlækni og fyndi fyrir miklum kvíða. Aðspurður kvaðst hann áður hafa lentí slagsmálum en ekki vita hversu oft. Vitnið E lýsti atvikum þannig að hann hefði verið á leið af balli ásamtöðrum er hópur fólks hefði staðið og verið að grýta bjórdósum í áttina að þeim.Kvaðst hann hafa gengið að brotaþola og sagt: ,,Þið viljið engin vandræði viðokkur og við viljum engin vandræði.“ Þegar hann hefði svo ætlað að ganga íburtu hefðu allt í einu hafist slagsmál. Einhver vinur brotaþola hefði komið ogbyrjað að slá vitnið. Svo hefði verið komið aftan að honum, hann tekinn afþremur eða fjórum, hann bitinn, klóraður og í hann sparkað. Kvaðst hann ekkihafa séð ákærðu veitast að brotaþola. Spurður um atvik á myndupptöku þar semhann liggur á fjórum fótum og maður er að slá hann kvað hann það vera brotaþolasem hafi verið að slá hann. Brotaþoli hefði verið allur blóðugur og hefði hannsparkað í sig og slegið. Hefði mikið blóð verið á fötum vitnisins eftir þettaog minnst af því úr honum sjálfum. Vitnið D lýsti atvikum þannig að hann hefðiásamt öðrum verið að ganga upp í bíl þegar fljúgandi bjórdós kom inn í hópinnog brotist hefðu út slagsmál. Hann hefði svo allt í einu verið kominn í jörðinaog einhverjir að sparka í hann á fullu. Síðan hefðu F, G og fleiri komið að ogleyst hann frá þessum strákum og leitt hann inn í bíl. Hann hefði ekki séðákærðu veita brotaþola umrædda áverka. Vitnið H, bróðir brotaþola, kvaðst hafaverið í slagsmálum við hóp manna, ásamt brotaþola, I systur þeirra, I og einhverjum fleirum. Kvaðst hann ekki hafaséð átök ákærðu við brotaþola, en hann hefði séð brotaþola eftir á og þá hefðiverið augljóst að hann hefði verið sleginn. Vitnið I, systir brotaþola,kvaðst ekki heldur hafa séð átök ákærðu við brotaþola. Um hefði verið að ræðahópslagsmál þar sem allir hefðu verið að slást við alla. Margir hefðu veittbrotaþola högg og spörk og hefði hann fengið mörg högg á sig áður en hann fékkstóra skurðinn. Hefði hún fyrst tekið eftir skurðinum á andliti brotaþola þegarhann settist við hlið hennar á bekk, en þá hefðu slagsmálin verið ennþá ígangi. Brotaþoli hefði síðan verið rifinn aftur inn í slagsmálin. Vitnið J sagðist ekki hafa séð ákærðu veita brotaþolaáverka. Kvaðst hann hafa legið á jörðinni og orðið fyrir barsmíðum og ekki séðannað sem var að gerast. Kvaðst hann hafa séð brotaþola í einhverjum átökum ogsíðar hefði hann séð að vörin á brotaþola væri sprungin. Hann kvaðst ekki munahver kýldi hvern og gæti því ekki sagt til um það hver hefði slegið brotaþola.Kvaðst hann hafa séð einhvern sparka í andlit brotaþola en vissi ekki hver þaðhefði verið. Vitnið G lýsti atvikum þannig að hann hefðiverið að skemmta sér með ákærðu umrætt kvöld. Kvaðst hann muna eftir því aðþeir hefðu ásamt öðrum verið að ganga upp frá bryggjunni er bjórdós hefði veriðkastað inn í hópinn. Slagsmál hefðu byrjað en hann kvaðst hins vegar ekki hafaséð þegar brotaþola voru veittir áverkar.Vitnið K, kunningi brotaþola, kvaðst hafaverið við gæslu á balli í [...] og verið á heimleið er hann sá að brotist hefðuút slagsmál. Kvaðst hann hafa séð brotaþola í átökum úti á götu við mann, semsló hann í andlitið. Við það hefði brotaþoli virst vankast en þá hefði annarmaður komið og sparkað af alefli í andlit brotaþola. Kvaðsthann hvorki geta sagt til um það hverjir það voru sem veittu brotaþola áverkané lýst því hvernig þeir voru klæddir. Kvaðst hann ekki hafa séð brotaþolaí átökum eftir þetta en brotaþoli hefði augljóslega verið reiður, valsað um ogöskrað. Kvaðst vitnið hafa séð brotaþola slást viðeinhverja aðra áður en hann síðan fékk umrædda áverka. Vitnið L, eiginkona ákærða Y, kvaðst hafaséð þegar ákærði Y sparkaði, eða hefði ætlað að sparka, í brotaþola. Hún kvaðsthins vegar ekki muna eftir að hafa séð brotaþola veitast að Y. Kvaðst húnminnast þess að brotaþoli hefði klætt sig úr og verið að gera sig kláran íeitthvað í upphafi. Vitnið M, fyrrverandi eiginkona ákærða X,lýsti því að ákærðu hefðu verið orðnir ergilegir yfir áreiti hóps manna umrættsinn og að á örskotsstundu hefðu brotist út slagsmál. Hefði hún aldrei séðþessa menn áður og gæti líklega ekki þekkt neinn þeirra aftur í dag. Sagði húnað ákærði X hefði verið að verja sig þegar ráðist hefði verið að honum. Húnkvaðst þó ekki geta sagt til um það hver hefði kýlt fyrst eða hafið átökin.Hefði hún aldrei lent í neinu slíku áður og viljað komast í burtu. Kvaðst húneiga erfitt með að lýsa slagsmálunum sjálfum. Þetta hefði gerst hratt og húnverið í áfalli. Vitnið N kvaðst hafa farið nokkuð á undanákærðu og félögum þeirra og verið sestur inn í bíl þegar hann heyrði öskur ogskarkala og leit út. Kvaðst hann hafa séð báða ákærðu og brotaþola alblóðuganhjá þeim, en þó ekki séð hvað gerst hefði á milli þeirra. Vitnið F kvaðst hafa staðið nokkuð álengdarþegar hann sá að ákærði Y var sleginn niður og að ákærði X var að reyna aðverja hann. Hann hefði þó séð hvorugan ákærðu slá til viðkomandi. Í framhaldihefðu hins vegar orðið mikil átök. Vitnið B lýtalæknir sagðist ekki hafa skoðaðbrotaþola eftir að hún ritaði það vottorð sem liggur frammi í málinu. Taldi húnað áverkin á vör brotaþola væri varanlegur. Skurðurinn hefði náð í gegnum ölllög vararinnar, hringvöðvinn farið í sundur og að þarna muni myndast varanlegurörvefur. Gæti áverki þessi valdið skynbrottfalli í kringum skurðinn og valdiðþar dofa, þetta geti þó smám saman gengið til baka.Þrír lögreglumenn sem komu á vettvang lýstuaðkomu sinni að málinu. Urðu þeir ekki vitni að umræddum átökum en höfðuafskipti af brotaþola. Hann hefði verið alblóðugur og mjög æstur.IV.NiðurstaðaÁkærðu er gefin að sök líkamsárás með því að hafaráðist að brotaþola, ákærði X með því að slá brotaþola hnefahöggi í andlitiðsvo að hann féll í götuna og vankaðist og ákærði Y með því að sparka íbrotaþola. Neita báðir ákærðu sök í málinu. Þeir hafa báðir lýst þvíað brotaþoli hafi umrætt sinn veist að þeim og vinum þeirra með látum. Var framburður ákærða X fyrir dómi á þann veg að hann hefðiumrætt sinn ætlað að hjálpa ákærða Y að verjast árás brotaþola, en þá hefðibrotaþoli snúið sér við og kýlt til hans. Kvaðst hann einungis hafa ýttbrotaþola frá sér, sem hefði valdið því að brotaþoli féll við. Hefði vinstrihönd hans lent á hægri hluta andlits brotaþola, höku eða öxl. Ákærði hafði hinsvegar áður kannast við það hjá lögreglu að hann hefði slegið brotaþola einuhöggi en sagði þó að brotaþoli hefði áður verið búinn að slá hann. Framburðurákærða Y fyrir dómi var á þann veg að hann kannaðist við að hafa sparkað íbrotaþola. Það spark hefði hins vegar ekki verið þungt og ekki lent í andlitibrotaþola. Brotaþoli hefur lítið getað lýst atvikum umrætt sinn. Hann mundi einungiseftir aðdraganda átakanna og að hafa slegið í áttina að ákærða Y, án þess þó aðhitta. Hins vegar mundi hann ekki eftir að hafa slegið til ákærða X og ekkieftir að hafa sjálfur verið sleginn niður. Vitnið K kvaðst hafa séð brotaþola íátökum við mann, sem sló hann í andlitið, og að annar maður hefði þá komið þarað og sparkað af alefli í andlit brotaþola. Kvaðst vitnið hvorki geta sagt tilum það hverjir það voru sem veittu brotaþola áverka né lýst því hvernig þeirvoru klæddir. Þá bar vitnið J að hann hefði séð einhvern sparka í andlitbrotaþola en að hann vissi þó ekki hver það hefði verið. Í málinu liggur fyrirmyndupptaka af vettvangi sem óumdeilt er að sýnir umrædd átök milli ákærðuannars vegar og brotaþola hins vegar. Má þar greinilega sjá hvar ákærði X ræðsttil atlögu við brotaþola og veitir honum hnefahögg, sem virðist beint að höfðibrotaþola. Við höggið fellur brotaþoli við og í kjölfarið kemur ákærði Yaðvífandi og sparkar í brotaþola. Verður hvorki séð með vissu að sparkinu hafiverið beint að höfði brotaþola né að það hafi lent þar. Að öllu framangreinduvirtu er það niðurstaða dómsins að sönnun sé komin fram um að ákærðu hafiumrætt sinn veist að brotaþola, að ákærði X hafi slegið brotaþola hnefahögg íandlitið og að ákærði Y hafi sparkað í hann. Hins vegar verður ekki taliðsannað, gegn neitun ákærða Y, að spark hans hafi lent í andliti brotaþolaheldur ofarlega í búk hans.Í ákæru er á því byggt að þessar atlögurákærðu hafi haft þær afleiðingar að brotaþoli hafi við þær hlotið innkýlt brotí framvegg vinstri kjálkaholu, skurð lóðrétt í gegnum alla þykkt vinstri hlutaefri varar og í gegnum hringvöðva munns (m. obiculari oris) og bólgu og mar ávinstri kinn. Er háttsemi ákærðu í ákæru talin varða við 1. mgr. 218. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Enda þótt telja verði nægilega fram komið,með fyrirliggjandi læknisvottorði og vætti læknis, að brotaþoli hafi hlotiðframangreinda áverka í átökum umrædda nótt verður til þess að líta að ekkertvitni sem kom fyrir dóminn gat með vissu staðfest að ákærðu hefðu veittbrotaþola þá áverka sem getið er um í ákæru. Þá verður ráðið af fyrrgreindrimyndupptöku af vettvangi og af framburði vitna fyrir dómi að brotaþoli var íátökum við fleiri en ákærðu, bæði þar á undan og á eftir. Þannig kom fram hjá I, systur brotaþola, að brotaþoli hefði sest við hlið hennar ábekk og hafi hann þá verið með skurð í andliti. Hópslagmál hefðu þá enn verið ígangi og hefði brotaþoli í kjölfarið verið „rifinn aftur inn í slagsmálin“.Sagði hún að brotaþoli hefði fengið mörg högg á sig áður en hann fékk skurðinnog að margir hefðu veitt brotaþola högg og spörk í slagsmálunum umrætt sinn. Þálýsti vitnið E því að hann hefði í greint sinn lentí átökum við brotaþola, sem hefði þá allur verið blóðugur. Kvað vitnið þau átök komafram á fyrrgreindri myndupptöku og sjáist þar hvar brotaþoli sé að sparka íhann og slá þar sem hann sé á fjórum fótum. Þá verður og ráðið af framburðivitnisins K að brotaþoli hafi slegist við fleiri en ákærðu umrætt sinn. Meðhliðsjón af framangreindu verður að telja að ekki sé komin fram sönnun fyrirþví að brotaþoli hafi hlotið þá áverka af völdum árása ákærðu sem í ákærugreinir. Að fenginni þessari niðurstöðu, og þar sem ljóst má vera afmyndupptöku af árásunum að þær geta með engu móti réttlæst af neyðarvörn, verðaákærðu sakfelldir fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga.Hvorugurákærðu hefur áður hlotið refsingu svo kunnugt sé. Við ákvörðun refsingar verðurað taka tillit til þess að ákærðu gerðust sekir um áðurgreind brot í átökum viðbrotaþola, en upptökin að þeim verða ekki frekar rakin til ákærðu en brotaþola.Ber því að horfa til ákv. 3. mgr. 218. gr. c í almennum hegningarlögum. Að þvívirtu þykir refsing þeirra hvors fyrir sig hæfilega ákveðin 200.000 króna sektí ríkissjóð.Þar semdómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri ákærðu af því að hafaverið valdir að þeim áverkum brotaþola sem lýst er í ákæru verður bótakröfu brotaþola vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008.Þar sem ákærðu hafa verið sýknaðir af hlutaákærunnar þykir rétt að þeir greiði hvor fyrir sig helming af útlögðum kostnaðiog helming af þóknun og ferðakostnaði skipaðs verjanda síns, en helmingurgreiðist úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði.Við rannsókn máls þessa hjá lögreglu varArnar Þór Stefánsson hrl. tilnefndur réttargæslumaður fyrir brotaþola. Samkvæmtákæru voru brot ákærðu, sem áður segir, talin varða við ákvæði 1. mgr. 218. gr.almennra hegningarlaga, en læknisfræðileg gögn málsins báru ekki með sér aðbrotaþoli hefði vegna þeirra orðið fyrir verulegu tjóni á líkama eða andleguheilbrigði. Var af þessum sökum ekki fullnægt skilyrðum 2. mgr. 41. gr. laga nr.88/2008 um meðferð sakamála til að tilnefna honum réttargæslumann. Verðursakarkostnaður þessi því felldur á ríkissjóð, eins og greinir í dómsorði. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan.D ó m s o r ð :Ákærði X greiði 200.000 króna sekt í ríkissjóð og komi 14 dagafangelsi í stað sektar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna fráuppkvaðningu dóms þessa.Ákærði Y greiði 200.000 króna sekt íríkissjóð og komi 14 daga fangelsi í stað sektar verði hún ekki greidd innanfjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa.Einkaréttarkröfu A er vísað frá dómi.Ákærði X greiði helming 1.100.000 krónaþóknunar skipaðs verjanda síns, Þorsteins Einarssonar hrl., á rannsóknarstigiog fyrir dómi, og helming af 44.880 króna ferðakostnaði, en hinn helmingurinn greiðist úr ríkissjóði.Ákærði Y greiði helming 1.100.000 krónaþóknunar og 63.220 króna ferðakostnaðar skipaðs verjanda síns, BragaBjörnssonar hdl., en hinn helmingurinn greiðist úrríkissjóðiÁkærðu greiði óskipt helming af40.000 króna útlögðum sakarkostnaði en hinn helmingurinn greiðist úrríkissjóði.Þóknun Arnars Þórs Stefánssonhrl., tilnefnds réttargæslumanns brotaþola á rannsóknarstigi, að fjárhæð130.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 459/2016
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, EiríkurTómasson og Karl Axelsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. júní 2016,sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 14. júní 2016, þar sem varnaraðila var gert að sætagæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 12. júlí 2016 klukkan 16. Kæruheimild erí l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilikrefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en tilvara að honum verði gert að sæta farbanni. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinskærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júní 2016.Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinuhefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, fæðingardagur[...] frá [...] verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til þriðjudagsins 12.júlí 2016 kl. 16:00. Í greinargerð aðstoðarsaksóknarakemur fram að hinn 1. júní sl. hafi kærði verið handtekinn við dvalarstað sinnað [...] í Hafnarfirði og hafi þá haldið á kassa sem innihélt þýfi sem kærðiætlaði að senda úr landi. Hinn 2. júnís.l. hafi kærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmunaog þann 9. júní s.l. var gæsluvarðhaldið framlengt á grundvellirannsóknarhagsmuna til dagsins í dag.Lögreglan hafi til rannsóknarþjófnaðar- og hylmingarbrot kærða. Við leit lögreglu á dvalarstað kærðaog meðkærða, Y, hafi fundist mjög mikið magn af ætluðu þýfi. Mikið afsnyrtivörum og ónotuðum fatnaði, sem og talsvert af rakvélum og rakvélablöðum,auk tveggja kvittana fyrir tveimur póstsendingum erlendis. Þá hafi Póstinumtekist að finna 3 aðrar sendingar, samtals 72 kg., sem þeir höfðu sent úrlandi. Hefur lögreglan fengið þær upplýsingar að ein af sendingunum innihaldi15 kg af rakvélablöðum og hleypur því andvirðið af þeirri sendingu á milljónumíslenskra króna. Kærði hafi játað fyrir lögreglu að hafa stolið hér á landi ogsent þýfið erlendis en enn á eftir að finna hvaðan megnið af þýfinu er oghvenær brotin voru framin. Þá sé talið að kærði hafi hylmt yfirmeð þjófnaðarbrotum meðkærða, Y, sem hann hafi játað en kærði og meðkærði hafifarið saman á pósthús að senda pakka úr landi sem innihéldu þýfi, sem og mikiðmagn þýfis fannst að dvalarstað þeirra að [...]. Þá hafi þær upplýsingarfengist frá Póstinum að kærði hafi verið skráður fyrir öllum 5 sendingunum. Ennsé verið að bíða eftir sendingunum til baka, en skartgripir úr málum semmeðkærði játar að hafa verið að verki hafa enn ekki fundist og er talið að þeirleynist í sendingunum. Vegna mikils magns ætlaðs þýfis ogskipulagningar við bæði þjófnaði og undankomu þýfisins úr landi telur lögreglanað kærði hafi komið hér til landsins gagngert í þeim tilgangi að brjóta af sér.Rannsókn lögreglu sé komin vel á veg en enn sé verið að bíða eftir sendingumsem kærði og meðkærði sendu úr landi.Þá mun lögreglan gefa út ákæru svofljótt sem auðið er. Í ljósi ofangreindra mála og fjöldabrota kærða eftir komu til landsins þyki að mati lögreglu ljóst að kærði hefureinbeittan brotavilja og virðist ekkert lát vera á brotastarfsemi hans, endatalið að um skipulagða starfsemi hans og meðkærða, Y, sé að ræða. Með vísan tilframangreinds telur lögregla yfirgnæfandi líkur á því að hann muni haldabrotastarfsemi áfram fari hann frjáls ferða sinna og því nauðsynlegt að kærðisæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hans sæta dómsmeðferð. Sakarefni málsins sé talið varðavið 244. gr. og/eða 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot gegnákvæðinu geti varðað fangelsi allt að 6 árum ef sök sannast. Um heimild tilgæsluvarðhalds er vísað til c-liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamálanr. 88/2008. Samkvæmt framburði kærða hjá lögreglukom hann til landsins í maí sl. Síðan þá hefur kærði framið fjölda þjófnaða aukþess sem hann er grunaður um að hafa framið aðra. Hann er því undir rökstuddumgrun um að hafa framið brot sem fangelsisrefsing liggur við. Þegar virtur erferill hans hér á landi þennan stutta tíma er fallist á með lögreglu að ætlamegi að hann haldi áfram brotum hafi hann fullt frelsi. Það er því fallist ákröfu lögreglustjóra eins og nánar greinir í úrskurðarorði enda er fullnægtskilyrðum c-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008.ArngrímurÍsberg héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R ÐKærði,X, fæðingardagur [...] frá [...] skal sæta gæsluvarðhaldi, allt tilþriðjudagsins 12. júlí 2016 kl. 16:00.
Mál nr. 415/1998
Áfengisauglýsing Tjáningarfrelsi Stjórnarskrá Mannréttindasáttmáli Evrópu Ábyrgð á prentuðu máli
J, framkvæmdastjóri bjórframleiðanda, var ákærður fyrir að hafa birt bjórauglýsingar á flettiskilti, í dagblaði og í útvarpi. Talið að J bæri ábyrgð á birtingu auglýsinganna og að þær brytu í bága við ákvæði 20. gr. áfengislaga um bann við áfengisauglýsingum. Hvorki var fallist á að bann gegn auglýsingum sem þessum fæli í sér brot gegn 73. gr. stjórnarskrárinnar né 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu enda væri ljóst að tilgangur bannsins væri að vinna gegn misnotkun áfengis og þeim vandamálum sem af henni hljótast. Þau rök sem byggju að baki banninu ættu sér því efnislega stoð í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans. Var J dæmdur til greiðslu sektar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 12. október 1998 samkvæmt 148. gr., sbr. b- og c - liði 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. lög nr. 37/1994, og krefst hann þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og honum ákvörðuð refsing. Ákærði krefst staðfestingar héraðsdóms. I. Auglýsingar þær, sem ákært er fyrir í málinu, birtust með þrennum hætti. Í fyrsta lagi hefur birst auglýsing á flettiskilti við Vesturlandsveg frá því snemma sumars 1997. Í öðru lagi kom auglýsing tvisvar í Ríkisútvarpi - sjónvarpi í febrúar 1998. Loks birtist auglýsing sex sinnum í Morgunblaðinu vorið og sumarið 1997 og önnur fjórum sinnum í sama blaði í febrúar 1998. Texti auglýsinga þeirra, sem birtust vorið og sumarið 1997, var „6,2% ... nú er Egill STERKUR“. Birtist síðastgreinda orðið á bogadregnum borða. Við birtingu í sjónvarpinu og Morgunblaðinu í febrúar 1998 eru auglýsingarnar óbreyttar að öðru leyti en því, að við textann er bætt orðunum „í Ríkinu þínu í öllum landshlutum“. Auglýsingarnar birtust ætíð á rauðum fleti með gylltum, lóðréttum röndum. Fram kom hjá ákærða fyrir dómi að Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefði sett bjórinn „Egils STERKUR“ á markað til reynslu í maí 1997 og síðan í almenna dreifingu hjá ÁTVR sex mánuðum síðar. Mynd af dós með slíkum bjór liggur frammi í málinu og birtist orðið „STERKUR“ þar með sama hætti og í fyrrgreindum auglýsingum. Einnig kemur þar fram að styrkleiki bjórsins er 6,2%. Dósir þessar eru rauðar að lit með gylltum, lóðréttum röndum. Samkvæmt 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sem er samhljóða 16. gr. a áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 8. gr. laga nr. 94/1995, eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar. Í 2. mgr. greinarinnar er auglýsing meðal annars skilgreind svo að átt sé við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar séu í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni. Í 2. gr. áfengislaga er áfengi skilgreint svo, að það sé hver sá neysluhæfur vökvi, sem í er að rúmmáli meira en 2,25% af hreinum vínanda. Þegar litið er til ofangreindra auglýsinga annars vegar og hins vegar til umbúða þeirrar bjórtegundar, sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. var að hefja sölu á, þegar auglýsingarnar birtust, verður að telja ótvírætt að þær falli undir skilgreiningu 2. mgr. 20. gr. áfengislaga og að birting þeirra hafi verið tengd markaðssetningu bjórsins. II. Í 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, eins og greinin hljóðar nú samkvæmt 11. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, er kveðið á um tjáningarfrelsi. Segir meðal annars í 2. mgr. greinarinnar að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verði hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Í 3. mgr. segir að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Í 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögtekinn hefur verið hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994, er sambærilegt ákvæði og var það meðal fyrirmynda að núgildandi 73. gr. stjórnarskrárinnar. Segir þar í 1. mgr. að sérhver maður eigi rétt til tjáningarfrelsis og skuli sá réttur einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Í 2. mgr. segir að þar sem af réttindum þessum leiði skyldur og ábyrgð sé heimilt að þau séu háð þeim formreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæli fyrir um og nauðsyn beri til í lýðræðislegu þjóðfélagi meðal annars vegna almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum eða til verndar heilsu eða siðgæði manna. Sambærileg ákvæði eru einnig í 19. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966, sem Ísland er aðili að, sbr. auglýsingu nr. 10/1979 í C-deild Stjórnartíðinda. Vafalaust er að auglýsingar njóta verndar ofangreindra ákvæða, enda er hér um að ræða tjáningarform, sem hefur mikla þýðingu í nútímaþjóðfélagi við upplýsingamiðlun til almennings. Þær skipta og máli fyrir fjárhag fjölmiðla og hafa þar með áhrif á það hvernig þeir sinna hlutverki sínu. Áður er getið 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sem felur í sér bann gegn áfengisauglýsingum í innlendum fjölmiðlum. Slíkt bann hefur verið í lögum hér á landi allt frá 1928, en þá gilti hér áfengisbann. Eftir að innflutningur áfengis var leyfður á ný 1935 breyttist þetta þó ekki. Lengst af var einungis skilgreint í reglugerð hvað teljast skyldi áfengisauglýsing. Þegar núgildandi ákvæði var fyrst lögfest með lögum nr. 94/1995 þótti nauðsynlegt til að eyða réttaróvissu að slík skilgreining yrði tekin í lög. Var ákvæðið tekið óbreytt upp við setningu núgildandi laga. Ekki er að öðru leyti að finna í lögskýringagögnum sérstaka skírskotun til tilgangs löggjafans með banni við auglýsingum á áfengi. Hins vegar verður hér að líta til 1. gr. núgildandi áfengislaga þar sem segir að tilgangur laganna sé að vinna gegn misnotkun áfengis. Í 1. gr. laga nr. 82/1969, sem í gildi voru, þegar auglýsingarnar birtust, sagði um tilgang þeirra, að hann væri að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem henni væri samfara. Alkunna er að ofneyslu áfengis fylgja vandamál af ýmsum toga, sem meðal annars varða allsherjarreglu, siðgæði og heilsu. Hafa þau í för með sér mikla byrði fyrir þjóðfélagið í heild. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti vísaði ríkissaksóknari til íslenskrar heilbrigðisáætlunar, sem Alþingi samþykkti með þingsályktun 19. mars 1991, en þar er sett fram áætlun í 32 liðum um heilbrigðismál til ársins 2000. Segir þar í 9. lið meðal annars að draga þurfi úr almennri neyslu áfengis og útrýma ofneyslu. Einnig vísaði ríkissaksóknari til stefnumótunar Evrópudeildar Alþjóða-heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í heilbrigðismálum næstu aldar, en þar eru sett fram stefnumið í áfengismálum, sem meðal annars leggja áherslu á takmarkanir á beinum og óbeinum auglýsingum áfengis og viðurkenningu á slíkum takmörkunum og bönnum í þeim löndum, þar sem um slíkt er að ræða. Samkvæmt framansögðu verður að telja nægilega ljóst að tilgangur löggjafans með banni á áfengisauglýsingum sé sá að vinna gegn misnotkun áfengis og þeim vandamálum, sem af henni hljótast. Ríkissaksóknari hefur við flutning málsins í Hæstarétti vísað til fræðilegra athugana, sem gerðar hafa verið meðal annars að tilhlutan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um þessi efni, og gefa þær vísbendingar um að áfengisauglýsingar hafi áhrif til aukinnar drykkju, ekki síst meðal yngri aldurshópa. Þau rök, sem þannig búa að baki 20. gr. áfengislaga, eiga sér efnislega stoð í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Löggjafinn hefur metið auglýsingabann áfengis nauðsynlegt og ítrekað það mat eftir að núgildandi tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar var sett. Svo sem fyrr segir falla auglýsingar þær, sem ákært er fyrir í máli þessu, undir skilgreiningu 20. gr. áfengislaga og verður að telja þær þannig fram settar að þær feli í sér hvatningu til kaupa á áfengi. Er ekki á það fallist að beiting lagagreinarinnar gagnvart slíkum auglýsingum feli í sér brot gegn ofangreindum ákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. III. Nú verður fjallað um einstaka ákæruliði og refsiábyrgð ákærða. Ákæruliður 1. Hér er ákært fyrir auglýsingu á flettiskilti við Vesturlandsveg á móts við Stórhöfða 44 í Reykjavík og er auglýsingunni rétt lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Málningaverksmiðjan Harpa hf. mun vera eigandi flettiskiltis þessa en Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., sem ákærði er framkvæmdastjóri fyrir, fékk skiltið að hluta á leigu til birtingar á umræddri auglýsingu. Auglýsingin var samin og sett upp af starfsmönnum fyrirtækisins, er lutu stjórn ákærða og verður að líta svo á framburð hans fyrir dómi að hann hafi ákveðið að birta umrædda auglýsingu með þessum hætti. Með vísan til þess, sem áður hefur verið rakið, telst ákærði brotlegur við þau ákvæði áfengislaga, sem tilgreind eru í ákæru, og skiptir eignarhald á umræddu flettiskilti ekki máli varðandi refsiábyrgð hans. Ákæruliður 2. Um er að ræða auglýsingu, er birtist í Ríkisútvarpinu - sjónvarpi 10. og 11. febrúar 1998, og réttilega er lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Er óumdeilt að auglýsingin var birt á ábyrgð ákærða. Braut hann með því tilgreind ákvæði áfengislaga í ákæru og bakaði sér refsiábyrgð samkvæmt 5. mgr. 35. gr. útvarpslaga nr. 68/1985. Ákæruliðir 3 og 4. Hér er ákært fyrir auglýsingar, sem birtust í Morgunblaðinu. Annars vegar auglýsingu 8., 15. og 16. maí, 30. og 31. júlí og 1. ágúst 1997. Hins vegar auglýsingu, sem kom í blaðinu 10., 11., 12. og 14. febrúar 1998. Er auglýsingunum réttilega lýst í ákæru, sbr. og kafla I hér að framan. Við yfirheyrslu fyrir dómi sagði ákærði um þessar auglýsingar að enginn einn væri höfundur þeirra. Þær væru unnar af hópi manna innan fyrirtækisins. Væri hann einn úr þeim hópi og bæri ábyrgð á honum. Auglýsingar þessar teljast samkvæmt framansögðu brot á tilgreindum ákvæðum áfengislaga í ákæru. Í 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt eru ákvæði um ábyrgð á efni blaða, eins og hér um ræðir. Segir þar að höfundur beri refsi- og fébótaábyrgð á efni ritsins, ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annaðhvort heimilisfastur hér á landi, þegar ritið kemur út, eða undir íslenskri lögsögu þegar mál er höfðað. Þá segir að hafi enginn slíkur höfundur nafngreint sig, beri útgefandi eða ritstjóri ábyrgðina, því næst sá er hefur ritið til sölu eða dreifingar, og loks sá, sem annast hefur prentun þess eða letrun. Hér er fjallað um auglýsingar, sem fyrirtæki ákærða hefur keypt rúm fyrir í umræddu blaði. Óumdeilt er og viðurkennt, svo sem áður segir, að hún er samin á vegum fyrirtækisins undir stjórn ákærða. Auglýsingin varðar tiltekna vöru fyrirtækisins og auk þess koma þar fram auðkenni, sem með greinilegum hætti vísa til þessa fyrirtækis og vörumerkis, sem það hefur fengið skráð. Er hér átt við vörumerki nr. 452, sem skráð var 31. október 1988, með nafninu „EGILL STERKI“. Að þessu virtu verður að telja að fyrir liggi nafngreining, sem fullnægi ákvæði 15. gr. laga nr. 57/1956. Telst ákærði samkvæmt því ábyrgur fyrir birtingu umræddra auglýsinga í Morgunblaðinu. IV. Ákveða ber ákærða refsingu samkvæmt 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, en með hliðsjón af 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður tekið tillit til þess að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Á hinn bóginn verður að líta til þess að um er að ræða mörg brot og einnig spannar brot samkvæmt 1. ákærulið langt tímabil. Brotin eru og framin í ávinningsskyni og varða mikilvæga hagsmuni. Með allt þetta í huga þykir refsingin hæfilega ákveðin sekt í ríkissjóð að fjárhæð 1.500.000 krónur, sem greiðist innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Verður vararefsing ákveðin eins og í dómsorði greinir. Í ákæru var krafist upptöku á tilgreindum búnaði. Málinu hefur ekki verið áfrýjað að þessu leyti og verður því ekki tekin afstaða til þeirrar kröfu. Dæma ber ákærða til greiðslu sakarkostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Ákærði, Jón Snorri Snorrason, greiði 1.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði greiði allan kostnað málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 250.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 1998. Árið 1998, föstudaginn 9. október er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr: S-532/1998: Ákæruvaldið gegn Jóni Snorra Snorrasyni, en málið var fyrst dómtekið 17. september sl. og á ný eftir framhaldsmeðferð í dag. Málið er höfðað með ákæru útgefinni 26. maí 1998 á hendur: „Jóni Snorra Snorrasyni, kt. 071255-4099, Hjallalandi 24, Reykjavík, fyrir áfengislagabrot framin á árunum 1997 og 1998, með því að hafa sem framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf., Grjóthálsi 7-11, Reykjavík, birt eða látið birta eftirgreindar auglýsingar á áfengum bjór af tegundinni „Egill Sterkur“: 1.Auglýsingu á flettiskilti við Vesturlandsveg, á móts við Stórhöfða 44, Reykjavík, sem birst hefur þar óslitið frá því snemma sumars 1997, en í texta hennar sem er á rauðum fleti með gylltum röndum segir „6,2 %... nú er Egill STERKUR“. Telst þetta varða við 16. gr. a, sbr. 33. gr., áfengislaga nr. 82, 1969, sbr. 8. gr. laga nr. 94, 1995 og 5. gr. laga nr. 52, 1978. 2.Auglýsingu er birtist 10. og 11. febrúar 1998 í Ríkisútvarpinu-sjónvarpi, en í texta hennar sem er á rauðum fleti með gylltum röndum segir „6,2%... nú er Egill STERKUR í Ríkinu þínu í öllum landshlutum“. Telst þetta varða við framangreind lagaákvæði, sbr. 5. mgr. 35. gr. útvarpslaga nr. 68, 1985. 3.Auglýsingu er birtist í Morgunblaðinu sem kom út 8. maí (bls. 75), 15. maí (bls. 4-B og 77), 16. maí (bls. 21), 30 júlí (bls. 51), 31. júlí (bls. 47) og 1. ágúst 1997 (bls. 44 og 48), en í texta auglýsingarinnar, sem er á rauðum fleti með gylltum röndum segir: „6,2... nú er Egill STERKUR“. 4.Auglýsingu er birtist í Morgunblaðinu er út kom þann 10. febrúar (bls. 6), 11. febrúar (bls. 6), 12. febrúar (bls. 6) og 14. febrúar 1998 (bls. 6), en í texta hennar sem er á rauðum fleti með gylltum röndum segir: „6,2 % ... nú er Egill STERKUR í Ríkinu þínu í öllum landshlutum“. Brotin í liðum 3 og 4 teljast varða við sömu lagákvæði og greinir í ákærulið 1, sbr. 15. gr. laga um prentrétt nr. 57, 1956. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þess er enn fremur krafist að Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. verði með vísan til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, gert að sæta upptöku á framangreindri auglýsingu á flettiskilti við Vesturlandsveg, sbr. ákærulið 1.“ Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Krafist er málsvarnarlauna úr ríkissjóði að mati dómsins. Lögreglurannsókn máls þessa hófst eftir að vegfarandi vakti athygli lögreglunnar með bréfi dags. 26. október 1997 á „ólöglegri áfengisauglýsingu“ við Vesturlandsveg og er þar átt við auglýsinguna á flettiskiltinu, sem lýst er í 1. lið ákærunnar. Eftir þetta fór lögreglan á vettvang á Vesturlandsvegi, ljósmyndaði auglýsingaskiltið og síðar var aflað gagna, sem sýna að mati ákæruvaldsins ólöglegar auglýsingar á áfengum bjór og ákært er út af í öðrum ákæruliðum. Tekin var skýrsla af ákærða, sem neitaði sök. Vegna rannsóknar sakarefnis sem lýst er í ákærulið 2 var tekin vitnaskýrsla af auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins og vegna rannsóknar sakarefna sem lýst er í ákæruliðum 3 og 4 voru teknar skýrslur af ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki þykir ástæða til að rekja efni þessara lögregluskýrslna. Verður nú rakinn framburður ákærða fyrir dómi og hjá lögreglunni að hluta, en engin vitni voru kvödd fyrir dóminn, enda ekki ágreiningur um málavexti, heldur um það hvort birting auglýsinganna hafi verið brot gegn lagaákvæðunum sem lýst er í ákærunni og hvort birtingin baki ákærða refsiábyrgð. Ákærði, sem var framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf. á þeim tíma er í ákærunni greinir, neitar sök. Hann kvað auglýsingarnar sem ákært er út af birtar með sínu samþykki sem framkvæmdastjóra. Ákæran sé því rétt varðandi það að hann hafi birt eða látið birta auglýsingarnar. Hann kvað afstöðu sína hina sömu til allra ákæruliðanna og í engu tilvikanna væri um að ræða áfengisauglýsingu í skilningi áfengislaga. Hann kvað unnt að skilja auglýsingarnar og textann í þeim á marga vegu. Fyrst og fremst væri verið að auglýsa fyrirtækið sjálft, en mismunandi væri hvað fólk læsi út úr auglýsingunum og nefndi ákærði dæmi þar um. Ákærði lýsti því fyrir dómi og hjá lögreglunni að auglýsingin í 1. tl. ákærunnar hefði verið samin hjá markaðs- og hönnunardeild fyrirtækisins, sem heyri undir ákærða sem framkvæmdastjóra og hann samþykkt birtingu auglýsingarinnar. Fyrirtækið hafi síðan leigt auglýsingaflötinn á flettiskiltinu en hann kvaðst ekki vita hvernig auglýsingin var sett upp. Um 2. lið ákærunnar kvaðst ákærði hafa samþykkt birtingu auglýsingarinnar í sjónvarpinu. Ákærði kvað engan einn starfsmann fyrirtækisins höfund textans í auglýsingunum, sem lýst er í ákæruliðunum 3 og 4, sem birtust í Morgunblaðinu. Hann kvaðst einn höfundanna og bera ábyrgð á þeim hópi sem vann auglýsinguna innan fyrirtækisins. Hann taldi að Morgunblaðið hefði ekki birt þessar auglýsingar væru þær taldar áfengisauglýsingar. Niðurstöður Eftir útgáfu ákæru tóku í gildi ný áfengislög nr. 75/1998 og eru lögin óbreytt frá fyrri áfengislögum að því er refsinæmi verknaðar varðar. 20. gr. núgildandi áfengislaga er þannig samhljóða 16. gr. a eldri áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 8. gr. laga nr. 94/1995, sem vísað er til í ákærunni. Hér á eftir er því fjallað um nýju áfengislögin. 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998 hljóðar svo: „Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vörur eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðra drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum er: 1.Auglýsingar á erlendum tungumálmum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi. 2.Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar. 3.Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.“ Þegar texti auglýsinganna er skoðaður er hugsanlegt að upp í hugann komi eitthvað annað en auglýsing á áfengum bjór af tegundinni „Egill Sterkur“. En þegar texti, útlit og auðkenni auglýsinganna er skoðað í heild, og það borið saman við útlit umbúða bjórsins „Egill Sterkur“, telur dómurinn ljóst að allar auglýsingarnar sem ákært er út af falla undir skilgreininguna í 2. mgr. 20. gr. áfengislaganna, sbr. áður 16. gr. a áfengislaga og auglýsingarnar tengist allar markaðssetningu á áfengum bjór af tegundinni sem lýst var og af auglýsingunum sé augljóst að um sé að ræða auðkenni sem snerta þessa bjórtegund. Ákæruliður 1 Ákærði lýsti fyrir dóminum, og gögn málsins bera það með sér, að Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er ekki eigandi flettiskiltisins. Fyrirtækið tók auglýsingaflötinn á leigu. Tekin var ákvörðun hjá þeim sem annast markaðs- og kynningarmál, og með samþykki ákærða, að láta birta þessa auglýsingu. Í 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sbr. áður 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, er lýst viðurlögum við brotum gegn lögunum. Í lagaákvæðinu segir ekkert um það hver skuli bera refsiábyrgð þegar svo háttar sem í máli þessu þar sem viðsemjandi ölgerðarinnar á og rekur flettiskiltið, setur upp og birtir auglýsinguna. Að þessu leyti eru áfengislögin ólík útvarpslögunum og lögunum um prentrétt sem fjallað verður um síðar. En í þeim lögum er skýrt kveðið á um það hver beri refsiábyrgðina. Af þessum sökum er ekki unnt að slá því föstu að það sé ákærði sem beri refsiábyrgð eins og hér stendur á. Vísast að þessu leyti til sömu röksemda og lýst er í niðurstöðu við 3. og 4. tölulið ákærunnar hér á eftir um meginreglu 69. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 7. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, 1. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 um það að engum manni verði gerð refsing nema lög mæli háttsemi refsiverða. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða af þessum ákærulið. Ákæruliður 2 Samkvæmt 5. mgr. 35. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 ber auglýsandi refsi- og fébótaábyrgð á auglýsingu. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er auglýsandinn og ákærði framkvæmdastjóri og ber sem slíkur ábyrgð. Hann samþykkti að auglýsingin yrði birt eða lét birta hana svo sem rakið var að framan. Því er áður lýst að dómurinn telur að auglýsing sú, sem birtist í Ríkisútvarpinu-sjónvarpi 10. og 11. febrúar 1998, falli undir skilgreininguna í 2. mgr. 20. gr. áfengislaganna og teljist því áfengisauglýsing í skilningi laganna. Verjandi ákærða taldi hin fortakslausu ákvæði áfengislaganna ósamrýmanleg 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, segir: „Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs, annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“ Tjáningarfrelsisákvæðið tekur til auglýsinga eins og þeirra sem hér um ræðir. Tjáningarfrelsið verður ekki skert nema að uppfylltum þeim skilyrðum sem talin eru upp í greininni. Skerðing sú á tjáningarfrelsinu, sem lýst er í 20. gr. áfengislaganna, hlýtur að vera reist á því að skerðingin sé nauðsynleg í því skyni að vernda heilsu manna. Önnur skilyrði 73. gr. stjórnarskrárinnar koma ekki til álita. Dómurinn telur 73. gr. stjórnarskrárinnar fela það í sér að skerðing tjáningarfrelsisins megi aldrei vera meiri en nauðsynlegt sé til að ná þeim markmiðum sem skerðingin miðar að. Hér til að vernda heilsu fólksins í landinu. Auglýsingabannið á sér gamla sögu og rætur í samfélagi sem var ólíkt því sem nú er. Þá hefur inntak tjáningarfrelsisákvæðisins rýmkað í seinni tíð eins og ráða má t.d. af dómaframkvæmd. Til að unnt sé að meta hvort hið fortakslausa auglýsingabann og skerðing tjáningarfrelsisins, sem lýst er í 20. gr. áfengislaganna, hafi verið nauðsynleg, af þeim sökum sem hér um ræðir, þurfa að mati dómsins að liggja fyrir einhver gögn eða að vera unnt að ráða af lögskýringargögnum hver rökin eru. Hvorugu er til að dreifa að mati dómsins. Dómurinn telur að tjáningarfrelsið verði ekki skert með lögum án slíkra raka. Af þessum sökum verður ákærði látinn njóta vafans við endanlegt mat á því hvort 20. gr. áfengislaganna fái samrýmst 73. gr. stjórnarskrárinnar. Dómurinn telur að einnig beri að líta til þeirra hagsmuna sem skerðing tjáningarfrelsisins kemur niður á. Í þessu máli eru það hagsmunir Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf. og ákærða, sem framkvæmdastjóra f.h. fyrirtækisins, á því að eiga þess kost hér á landi, að markaðssetja framleiðslu sína á þann hátt sem tíðkast nú á tímum og á sama hátt og erlendir samkeppnisaðilar, sem auglýsa sambærilega vöru beint og óbeint á ýmsan hátt hér á landi, t.d. í erlendum blöðum, eins og lýst er heimilt skv. undanþáguákvæði 1. tl. 4. mgr. 20. gr. áfengislaganna. Með hinu stranga banni er framleiðendum áfengs bjórs hér á landi gert ókleift að auglýsa löglega framleiðslu sína. Þá takmarkar hið skerta tjáningarfrelsi rétt fólksins í landinu til upplýsinga. Að þessu virtu telur dómurinn verulegan vafa leika á því hvort hið fortakslausa ákvæði áfengislaganna um auglýsingabann fái samrýmst 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því er rétt að láta ákærða njóta vafans og slá því föstu að 73. gr. stjórnarskrárinnar hafi tryggt réttinn til birtingar auglýsingarinnar. Ber því að sýkna ákærða af þessum ákærulið. Ákæruliðir 3 og 4 Auglýsingarnar sem hér um ræðir voru birtar í Morgunblaðinu. Auglýsingarnar voru samdar í hópvinnu innan fyrirtækisins og settar upp af aðila undir stjórn ákærða. Auglýsingarnar bera hvorki með sér nafn höfundar né auglýsanda, þó ráða megi í hið síðar greinda. Í ákærunni er ákærði talinn bera refsiábyrgð á grundvelli 15. gr. laga um prentrétt nr. 57/1956, en þar segir: „Um ábyrgð á efni annarra blaða eða tímarita en þeirra, er getur í 14. gr., gilda þessar reglur: Höfundur ber refsi- og fébótaábyrgð á efni ritsins, ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annaðhvort heimilisfastur hér á landi, þegar ritið kemur út, eða undir íslenskri lögsögu, þegar mál er höfðað. Ef enginn slíkur höfundur hefur nafngreint sig, ber útgefandi rits eða ritstjóri ábyrgðina, því næst sá er hefur ritið til sölu eða dreifingar, og loks sá, sem annast hefur prentun þess eða letrun.“ Enginn höfundur er nafngreindur á þann hátt sem áskilið er í lögunum og ákærði er ekki höfundur. Því er lýst í 3. mgr. 15. gr. laga um prentrétt hvernig með skuli fara er þannig háttar. Engu skiptir þótt ráða megi í það hver auglýsandinn er. Þótt ákærði hafi lýst því fyrir dóminum að vinna við gerð auglýsinga hafi verið unnin innan fyrirtækisins og undir hans stjórn, þá leiðir það ekki til þess að ákærði beri refsiábyrgð. Refsiábyrgð geta menn ekki tekið á sig með yfirlýsingum eins og þeirri hjá ákærða, að vinnan við auglýsingarnar hafi verið unnin hjá fyrirtækinu er hann stjórnar. Lög verða að mæla fyrir um refsinæmi háttseminnar, sbr. meginreglu 69. gr. stjórnarskrárinnar, 1. gr. almennra hegningarlaga og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem vitnað var til við ákærulið 1 að framan. Það væri að mati dómsins andstætt grundvallarreglunum, sem að ofan greinir, að gera ákærða refsingu eins og hér stendur á. Breytir framburður ákærða þess efnis að hann hafi talið sig bera ábyrgð og menn hafi unnið undir hans stjórn að gerð auglýsinganna engu þar um. Engum verður gerð refsing fyrir aðra háttsemi en lög lýsa refsiverða. Ákvæði 15. gr. laga um prentrétt eru skýr að þessu leyti og ljóst að ákærði ber ekki refsiábyrgð eins og á stendur í þeim tilvikum sem ákært er út af í þessum ákæruliðum. Ber því að sýkna ákærða. Vegna starfs ákærða og tengsla hans við Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. þykir rétt að dæma efnislega um upptökukröfu ákæruvaldsins. Með vísan til niðurstöðunnar í ákærulið 1 ber að sýkna Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. af upptökukröfunni. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með taldar 120.000 krónur í málsvarnarlaun til Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns. Dómsorð: Ákærði, Jóni Snorri Snorrason, er sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er sýknuð af upptökukröfu ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með taldar 120.000 krónur í málsvarnarlaun til Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns.
Mál nr. 530/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var X gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að hann verði látinn sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds og til þrautavara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Úrskurður héraðsdóms er ekki að öllu leyti nákvæmur um atvikalýsingu, en af gögnum málsins verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili tengist skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfðuborgarsvæðinu. Slík brot geta varðað fangelsisrefsingu allt að sex árum. Uppfyllt eru skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður því staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um gæsluvarðhald yfir varnaraðila en gæsluvarðhaldinu markaður sá tími sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007, klukkan 16.
Mál nr. 54/2010
Kærumál Greiðsluaðlögun
A kærði úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu hans um heimild til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar. Talið var að fjárhagsörðugleikar A stöfuðu öðru fremur af því að á honum hvíli ábyrgðarskuldbindingar vegna atvinnurekstrar, en einkahlutafélag í eigu hans og tveggja annarra hafi haft þennan rekstur á hendi. Ábyrgðirnar hvíli því á A á grundvelli samninga en ekki ótakmarkaðrar ábyrgðar hans á atvinnustarfsemi. Ákvæði 2. mgr. 63. gr. a. laga nr. 21/1991 girði því ekki fyrir að A yrði veitt heimild til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 272/2009. Þar sem ekki væru heldur leiddar í ljós aðrar ástæður sem staðið gætu þeirri niðurstöðu í vegi var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og A veitt heimild til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. janúar 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. janúar 2010, þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um að honum yrði veitt heimild til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. með áorðnum breytingum. Sóknaraðili krefst þess að fallist verði á beiðni hans um heimild til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. I Sóknaraðili óskaði 30. október 2009 eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að gera nauðasamning til greiðsluaðlögunar við lánardrottna sína samkvæmt X. kafla a. laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 24/2009. Í hinum kærða úrskurði er í helstu atriðum greint frá eignum og skuldum sóknaraðila, svo og tekjum og aðstæðum að öðru leyti. Í greiðsluáætlun, sem fylgdi beiðni sóknaraðila til héraðsdóms, greinir svo frá að heildarsamningsskuldir hans nemi rúmlega 10,6 milljón krónum, vanskil af þeim tæplega 113.000 krónum og skuldir vegna ábyrgða fyrir aðra rúmlega 15,8 milljón krónum. Síðastnefndu skuldirnar munu þó samkvæmt gögnum málsins vera ívið lægri, en þær eru til komnar vegna ábyrgða, sem sóknaraðili gekkst í ásamt tveimur öðrum mönnum í þágu félags þeirra, C ehf. Bú félagsins hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Í sömu áætlun greinir að nettó tekjur sóknaraðila á mánuði séu 132.183 krónur. Mánaðarleg útgjöld, þar á meðal til framfærslu, telur hann nema 138.183 krónum, en að viðbættum 67.000 krónum vegna afborgana af húsnæðislánum en ekki öðrum lánum séu þau 205.183 krónur. Auk greiðsluáætlunar fylgdu beiðninni meðal annars ljósrit fimm síðustu skattframtala sóknaraðila og maka hans og vottorð um hjúskaparstöðu þeirra. Sóknaraðili kveður sig vera ófæran um að standa í skilum með skuldbindingar sínar, en jákvæð greiðslugeta eiginkonu hans um rúmlega 26.000 krónur á mánuði breyti engu um það enda séu skuldirnar hans og vinnuþrek hennar skert vegna sjúkleika. Tillaga sóknaraðila er sú að þær skuldir hans, sem ekki eru tryggðar með veði í fasteign, verði felldar niður að fullu. II Samkvæmt forsendum hins kærða úrskurðar réðst niðurstaða hans af því að ekki þótti fyllilega upplýst hver greiðslubyrði sóknaraðila yrði af þeim sjálfskuldarábyrgðum, sem hugsanlega kemur í hans hlut að greiða. Sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt gögn þar sem fram kemur að Arion banki hf. og NBI hf. krefja hann og tvo aðra menn um samtals 14.096.813 krónur vegna sjálfskuldarábyrgða á skuldum C ehf. Greiðsluskyldan hvílir á þeim óskipt. Að þessu virtu stendur 4. töluliður 1. mgr. 38. gr. laga nr. 21/1991 því ekki í vegi að sóknaraðila verði veitt heimild til að leita nauðasamnings. Fjárhagsörðugleikar hans stafa öðru fremur af því að á honum hvíla ábyrgðarskuldbindingar vegna atvinnurekstrar, en áðurnefnt einkahlutafélag hafði þennan rekstur á hendi. Umræddar ábyrgðir hvíla á sóknaraðila á grundvelli samninga en ekki vegna ótakmarkaðrar ábyrgðar hans á atvinnustarfsemi. Ákvæði 2. mgr. 63. gr. a. laga nr. 21/1991 girða því ekki fyrir að sóknaraðila verði veitt heimild til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar, sbr. dóm Hæstaréttar 10. júní 2009 í máli nr. 272/2009. Ekki eru heldur í ljós leiddar aðrar ástæður sem staðið geti þeirri niðurstöðu í vegi. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Sóknaraðila, A, er veitt heimild til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar samkvæmt ákvæðum X. kafla a. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl..
Mál nr. 468/2004
Kærumál Lögræði
Y krafðist að X, sem er bæði einhverfur og þroskaheftur, yrði sviptur sjálfræði og fjárræði. Ekki var fallist á að Y hefði þrátt fyrir fötlun varnaraðila sýnt fram á, að skilyrði 4. gr. lögræðislaga væru fullnægt, þannig að þörf krefðist þeirrar ráðstöfunar. Var úrskurður héraðsdóms því staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. nóvember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. nóvember 2004, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að svipta varnaraðila lögræði. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðili verði sviptur lögræði, bæði sjálfræði og fjárræði. Þá krefst hún þess að þóknun talsmanns hennar fyrir Hæstarétti verði greidd úr ríkissjóði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og að þóknun skipaðs verjanda hans verði greidd úr ríkissjóði. Sóknaraðili er móðir varnaraðila. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði er varnaraðili einhverfur og þroskaheftur sem lýsir sér meðal annars í skertum félagsþroska og tjáskiptaerfiðleikum. Óumdeilt er að hann er algerlega upp á aðra kominn með persónulega hagi sína og fjármál. Í málinu liggur fyrir að varnaraðili nýtur aðstoðar og aðhlynningar náinna vandamanna sinna, þar á meðal sóknaraðila, og starfsfólks sambýlisins þar sem hann býr. Þá hefur ekkert komið fram sem bendir til að fjármuna varnaraðila sé ekki vel gætt eða hann hafi sýnt vilja til að ráðstafa þeim sjálfur. Að þessu virtu verður ekki fallist á að sóknaraðili hafi þrátt fyrir fötlun varnaraðila sýnt fram á, að skilyrði 4. gr. lögræðislaga sé fullnægt, þannig að þörf krefjist þeirrar ráðstöfunar að svipta hann sjálfræði og fjárræði. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun talsmanns sóknaraðila og skipaðs verjanda varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, en þóknunin er ákveðin eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun talsmanns sóknaraðila, Ragnars Halldórs Hall hæstaréttarlögmanns, og skipaðs verjanda varnaraðila, Evu B. Helgadóttur héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 50.000 krónur til hvors þeirra, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 295/2001
Kærumál Fjárslit Óvígð sambúð Sameign
M og K voru í óvígðri sambúð á árunum 1995 til 1999. Eftir lok sambúðarinnar komu upp nánar tilgreind ágreiningsefni í tengslum við opinber skipti til fjárslita milli þeirra. Fyrir Hæstarétti deildu aðilar um eignarhlutföll í fasteign, að frádregnum þeim 36 hundraðshlutum eignarinnar sem óumdeilt var að tilheyrðu M einum frá fyrri tíð. Með hliðsjón af gögnum málsins, fjárframlögum aðila og yfirtöku skulda á sambúðartímanum var M talinn eigandi að alls 81,26 hundraðshlutum eignarinnar en K eigandi að 18,74 hundraðshlutum hennar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2001, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. ágúst sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. júní 2001, þar sem leyst var úr nánar tilgreindum ágreiningsefnum í tengslum við opinber skipti til fjárslita milli aðilanna vegna loka óvígðrar sambúðar. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að niðurstöðu hins kærða úrskurðar um eignarhlutföll aðilanna í fasteigninni að [...] verði breytt á þann veg að hann teljist eigandi að 83,37 hundraðshlutum hennar, en varnaraðili að 16,63 hundraðshlutum. Þá verði málskostnaður í héraði felldur niður, en sóknaraðila dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, til vara að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur, en til þrautavara að eignarhlutfall hennar í fyrrnefndri fasteign verði ákveðið 28,76 hundraðshlutar af hreinni eign. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. I. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði voru aðilar málsins í óvígðri sambúð á árunum 1995 til 1999. Sóknaraðili hafði áður verið í hjúskap, sem lauk 1990. Við slit þess hjúskapar gerðu sóknaraðili og fyrrum eiginkona hans samning um skilnaðarkjör 31. maí 1991, þar sem meðal annars var ákveðið að þau myndu eiga fasteignina að [...] í óskiptri sameign, hún að 60 hundraðshlutum en hann að 40 hundraðshlutum. Nokkru áður en sá samningur var gerður hafði fyrrum eiginkona sóknaraðila selt með samningi 17. júlí 1990 eignarhluta sinn, sem var sagður vera 64 hundraðshlutar af eigninni allri. Kaupendur samkvæmt þeim samningi voru systir sóknaraðila og eiginmaður hennar. Kaupverð eignarhlutans var ákveðið 9.000.000 krónur. Af þeirri fjárhæð áttu kaupendurnir að greiða með peningum 2.000.000 krónur í þremur áföngum á tímabilinu fram til 1. júlí 1991, en fyrir eftirstöðvum kaupverðsins skyldi gefið út fasteignaveðbréf að fjárhæð 5.850.000 krónur og skuldabréf með veði í eignarhlutanum að fjárhæð 1.150.000 krónur. Þessum samningi var þinglýst 18. júlí 1990. Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en að kaupendurnir hafi efnt skyldur sínar samkvæmt samningnum með því að inna af hendi peningagreiðslur, auk þess að gefa út fasteignaveðbréf og veðskuldabréf. Sóknaraðili heldur því hins vegar fram að hann hafi orðið að greiða fyrrum eiginkonu sinni skuld samkvæmt veðskuldabréfinu fyrir 1.150.000 krónum. Verður málatilbúnaður varnaraðila ekki skilinn svo að þetta sé dregið í efa. Sóknaraðili gerði skriflegt samkomulag 10. september 1995 við systur sína og eiginmann hennar um að ganga inn í kaup þeirra á 64 hundraðshlutum af fasteigninni að [...]. Var þar samið um að sóknaraðili tæki yfir skuld samkvæmt áðurgreindu fasteignaveðbréfi, sem nam orðið 6.220.907 krónum, og greiddi systur sinni og eiginmanni hennar 2.500.000 krónur, annars vegar 1.000.000 krónur með húsbréfum og hins vegar 1.500.000 krónur með þremur peningagreiðslum. Fyrrum eiginkona sóknaraðila gaf síðan út afsal til hans 24. september 1995 fyrir eignarhlutanum, en afsal hafði ekki verið gefið út til kaupendanna samkvæmt kaupsamningnum frá 17. júlí 1990. Fyrir Hæstarétti er óumdeilt að varnaraðili hafi lagt til samtals 2.130.000 krónur til að standa straum af greiðslum, sem sóknaraðili hafði heitið að inna af hendi með framangreindu samkomulagi frá 10. september 1995, en hann 370.000 krónur. Sóknaraðili hefur fallið frá mótbárum, sem hann hélt uppi fyrir héraðsdómi gegn því að varnaraðili hafi orðið sameigandi hans að fasteigninni með þessu framlagi sínu. Er jafnframt óumdeilt fyrir Hæstarétti að miða eigi við að sóknaraðili hafi átt fyrir gerð samkomulagsins 36 hundraðshluta af allri eigninni, eins og leiða mátti af kaupsamningnum frá 17. júlí 1990 og afsalinu til hans 24. september 1995, en ekki 40 hundraðshluta, svo sem fram kom í samningi sóknaraðila og fyrrum eiginkonu hans um skilnaðarkjör. Aðilarnir deila á hinn bóginn um hvort líta eigi svo á að sóknaraðili hafi aukið upphaflegan eignarhlut sinn í fasteigninni fyrir gerð samkomulagsins 10. september 1995 með því að greiða fyrrum eiginkonu sinni áðurgreinda skuld samkvæmt veðskuldabréfi að fjárhæð 1.150.000 krónur. Jafnframt deila þau um hvort miða eigi eignarhlutfall varnaraðila við það að hún hafi auk fyrrnefnds framlags tekið að sér skuld samkvæmt áhvílandi fasteignaveðbréfi að hálfu á móti sóknaraðila. Verði ekki fallist á það með varnaraðila er viðurkennt fyrir Hæstarétti af sóknaraðila að við ákvörðun eignarhlutfalls hennar verði greiðslur að fjárhæð 521.870 krónur, sem hún innti af hendi vegna framkvæmda við lóð, metnar sem framlag hennar til að auka verðmæti fasteignarinnar. II. Í kröfu sóknaraðila fyrir Hæstarétti um það eignarhlutfall í fasteigninni að [...], sem ákveða eigi varnaraðila, er lagt til grundvallar að hann hafi fyrir gerð samkomulags við systur sína og eiginmann hennar 10. september 1995 verið eigandi að 36 hundraðshlutum af eigninni. Fyrir þann hluta eignarinnar, sem samkomulagið tók til, hafi verið greiddar 2.500.000 krónur með peningum og húsbréfum, en 6.220.907 krónur hafi greiðst með yfirtöku áhvílandi veðskuldar. Þessu til viðbótar telur sóknaraðili að áðurgreindar 1.150.000 krónur, sem hann greiddi fyrrum eiginkonu sinni vegna skuldar samkvæmt veðskuldabréfi, eigi að teljast hluti af framlagi sínu til kaupanna samkvæmt samkomulaginu. Samtals hafi því verið greiddar samkvæmt samkomulaginu 9.870.907 krónur fyrir 64 hundraðshluta af eigninni. Svari þetta til þess að verðmæti allrar eignarinnar hafi þá numið 15.423.293 krónum. Varnaraðili hafi eftir þetta lagt til fyrrnefndar 521.870 krónur vegna framkvæmda við lóð og aukið þannig verðmæti eignarinnar í 15.945.163 krónur. Af því heildarverðmæti hafi varnaraðili lagt af mörkum 2.130.000 krónur með greiðslum samkvæmt samkomulaginu og 521.870 krónur vegna framkvæmda, eða alls 2.651.870 krónur. Svari þetta til 16,63 hundraðshluta af verðmæti eignarinnar, en í dómkröfu sóknaraðila er miðað við að varnaraðili verði talin eigandi sama hlutfalls af fasteigninni. Svo sem varnaraðili hefur bent á í greinargerð sinni fyrir Hæstarétti gerði sóknaraðili ekki í héraði dómkröfu á þeim forsendum, sem að framan greinir. Dómkrafa sóknaraðila fyrir Hæstarétti er á hinn bóginn reist á atriðum, sem lögð voru á ýmsan hátt til grundvallar í kröfum aðilanna fyrir héraðsdómi, en voru þá að verulegu leyti umdeild. Breytingar á kröfugerð sóknaraðila eiga rætur að rekja til þeirra atriða, sem hann nú viðurkennir varnaraðila í hag og áður er getið. Eru því ekki annmarkar á endanlegri kröfugerð sóknaraðila, sem leitt geta til þess að málinu verði vísað frá Hæstarétti. Verður aðalkröfu varnaraðila þess efnis hafnað samkvæmt því. III. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður ekki fallist á með sóknaraðila að greiðsla hans á skuld samkvæmt áðurnefndu skuldabréfi að fjárhæð 1.150.000 krónur geti hafa aukið eignarhluta hans í fasteigninni að [...]. Í málinu liggur fyrir umsókn sóknaraðila 10. apríl 1995 til Húsnæðisstofnunar ríkisins um að mega taka yfir veðskuld, sem hvíldi á fasteigninni samkvæmt fasteignaveðbréfi útgefnu í tengslum við kaup systur hans og eiginmanns hennar á hluta eignarinnar. Liggur einnig fyrir ódagsett svar stofnunarinnar til sóknaraðila, þar sem fallist var á þessa umsókn með nánar tilgreindum skilyrðum. Í áðurnefndu samkomulagi 10. september 1995 lýsti sóknaraðili því yfir gagnvart systur sinni og eiginmanni hennar að hann tæki að sér eftirstöðvar skuldar samkvæmt fasteignaveðbréfinu. Varnaraðila var hvergi getið í þessu sambandi. Ekki hafa verið lögð fram önnur gögn, sem sýna að hún hafi gengist í ábyrgð fyrir þessari skuld. Standa því engin efni til að reikna varnaraðila eignarhlutfall í fasteigninni á þeirri forsendu að hún hafi tekið að sér helming þessarar veðskuldar, heldur verður að miða við að sóknaraðili hafi tekið að sér skuldina í heild. Samkvæmt þessu verður að líta svo á að verð þeirra 64 hundraðshluta af fasteigninni, sem samkomulagið 10. september 1995 var gert um, hafi numið 2.500.000 krónum, sem greiddust með peningum og húsbréfum, og 6.220.907 krónum, sem greiddust með yfirtöku skuldar samkvæmt fasteignaveðbréfi, eða alls 8.720.907 krónum. Svarar þetta til þess að verð eignarinnar allrar hafi þá verið 13.626.417 krónur. Sóknaraðili viðurkennir sem áður segir að verðmæti eignarinnar hafi í framhaldi af þessu aukist um 521.870 krónur vegna framlags varnaraðila til framkvæmda á lóð. Verður því lagt til grundvallar að heildarverðmæti eignarinnar hafi eftir þetta verið 14.148.287 krónur. Af þeirri fjárhæð telst varnaraðili hafa lagt til 2.130.000 krónur að viðbættum 521.870 krónum, eða alls 2.651.870 krónur. Svarar þetta til 18,74 hundraðshluta af heildarverðmæti eignarinnar. Verður niðurstaða málsins því sú að varnaraðili teljist eigandi þess hlutfalls af fasteigninni, en sóknaraðili eigandi að 81,26 hundraðshluta hennar. Fyrir Hæstarétti er ekki leitað endurskoðunar á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um ágreining aðilanna um eignarrétt að hjónarúmi, sem skal því standa óröskuð. Ákvæði úrskurðar héraðsdómara um málskostnað er staðfest, en rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Við opinber skipti til fjárslita á milli sóknaraðila, M, og varnaraðila, K, telst sóknaraðili eigandi að 81,26 hundraðshlutum af fasteigninni að [...], en varnaraðili eigandi að 18,74 hundraðshlutum hennar. Ákvæði hins kærða úrskurðar um eignarrétt að hjónarúmi og um málskostnað skulu vera óröskuð. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 513/2012
Rán Þjófnaður Aðalmeðferð Skýrslugjöf
B var sakfelldur í héraði fyrir þjófnaðar- og ránsbrot, sem hann framdi í félagi við meðákærða X, en sýknaður af ákæru um hótunarbrot þar sem ósannað þótti gegn neitun hans að hann hefði gerst sekur um slíkt brot. B neitaði sök hvað ránsbrotið varðaði og taldi sakfellingu sína ekki verða byggða á framburði meints brotaþola þar sem skýrslutaka af því vitni hafi farið fram fyrir dómi án þess að hann væri viðstaddur. Hæstiréttur taldi réttinda B hafa verið nægjanlega gætt, eins og á stóð, þar sem verjandi B hafi verið viðstaddur skýrslugjöf og átti þess kost að beina spurningum til vitnisins. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um 18 mánaða fangelsisrefsingu B að frádreginni gæsluvarðhaldsvist hans.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir og Þorgeir Örlygsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 19. júlí 2012 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvalds er krafist staðfestingar á sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd. Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum sakargiftum samkvæmt ákæru útgefinni 10. maí 2012 og af sakargiftum samkvæmt 3. lið í I. kafla ákæru útgefinni 30. apríl 2012 og að honum verði einvörðungu gerð vægasta refsing vegna brota samkvæmt liðum 1, 2 og 4 í I. kafla síðarnefndu ákærunnar. Til vara krefst hann refsimildunar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða samkvæmt ákæru 30. apríl 2012. Ákærði neitar sök samkvæmt ákæru 10. maí 2012 og telur ákæruvaldinu ekki hafa tekist lögfull sönnun þess að ákærði hafi framið þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök. Telur ákærði að sakfelling hans verði ekki byggð á framburði brotaþola, C, þar sem hann hafi gefið skýrslu fyrir dómi án þess að ákærði ætti þess kost að vera viðstaddur og sé það í andstöðu við 1. mgr. 166. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Aðalmeðferð í máli þessu hófst 11. júní 2012 og gaf ákærði þá skýrslu ásamt meðákærða í héraði og nokkrum vitnum. Ekki náðist í vitnið C og segir í bókun dómara að aðalmeðferð málsins sé „frestað þar til næst í brotaþola ... Tímasetning verður ákveðin í samráði við sækjanda og verjendur.“ Er aðalmeðferð var fram haldið 21. júní 2012 mætti ákærði ásamt verjanda sínum. Í bókun í þingbók segir: „Í þessu þinghaldi stóð til að halda aðalmeðferð málsins áfram og yfirheyra vitnið C en hann hefur ekki mætt og finnst ekki að sögn sækjanda. Sækjandinn kveður að áfram verði reynt að hafa upp á vitninu og er aðalmeðferð frestað þar til í það næst.“ Aðalmeðferð var enn fram haldið daginn eftir og mætti þá vitnið C til skýrslugjafar. Ákærði mætti ekki til þinghaldsins en það gerði verjandi hans sem mótmælti því að vitnið gæfi skýrslu og krafðist frestunar málsins sökum fjarvistar ákærða. Að kröfu verjandans kvað héraðsdómari upp úrskurð þar sem hafnað var að fresta aðalmeðferðinni. Í úrskurðinum segir: „Framhaldsmeðferð málsins átti að fara fram í gær en þá mætti vitnið C ekki. Ákærði Baldur var þá viðstaddur en hann er vistaður á Litla-Hrauni. Vitnið fannst nú í morgun og þar eð veruleg hætta var á því að það myndi ekki mæta ef meðferð málsins yrði frestað frekar var ákveðið að taka skýrsluna núna ... þrátt fyrir að ljóst væri að ákærði Baldur myndi ekki ná í tæka tíð. Verjandi hans er viðstaddur og lítur dómurinn svo á að réttindi hans séu ekki fyrir borð borin þótt vitnaskýrsla sé tekin nú og er því hafnað að fresta málinu.“ Í framhaldi úrskurðarins gaf vitnið skýrslu fyrir dómi. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, og 1. mgr. og d. lið 3. mgr. 6. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, á sakaður maður almennt rétt á að vera viðstaddur þinghöld í máli sínu og fá að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum. Svo sem að framan greinir var ákærði viðstaddur aðalmeðferð málsins ef frá er talin skýrslutakan af vitninu C. Þar sem verjandi ákærða var við hana staddur og átti þess kost að beina spurningum til vitnisins var réttinda ákærða nægjanlega gætt eins og á stóð. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða samkvæmt ákæru 10. maí 2012. Í ljósi sakarferils ákærða og með vísan til 6. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr., 71. gr., 72. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er staðfest ákvörðun héraðsdóms um refsingu ákærða. Til frádráttar skal koma gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 4. apríl 2012. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað ákærða skal vera óraskað. Ákærða verður gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Baldur Kolbeinsson, greiði áfrýjunarkostnað málsins, 472.090 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 439.250 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. júní 2012. I Málið, sem dómtekið var 22. júní síðastliðinn, er höfðað með tveimur ákærum. Fyrri ákæran er gefin út af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 30. apríl 2012 á hendur „Baldri Kolbeinssyni, kt. [...], [...], Reykjavík, fyrir eftirtalin hegningarlagabrot framin í Reykjavík á árinu 2012, nema annað sé tekið fram: I. Fyrir þjófnaðar- og hótunarbrot, með því að hafa,: 1. Mánudaginn 26. mars á bifreiðastæði við verslun [...] við [...], farið inn í bifreiðina [...] og stolið þaðan farsíma að óþekktu verðmæti og kortaveski sem innihélt greiðslukort, skilríki og staðgreiðslukort Olís. 2. Miðvikudaginn 28. mars, brotist inn í íbúð að [...], með því að brjóta upp útidyrahurð íbúðarinnar og stolið þaðan Playstation leikjatölvu, fjórum fjarstýringum auk snúra, Mobile Video HDD sjónvarpsflakkara, Sennheiser heyrnartólum og D&G armbandsúri, allt að óþekktu verðmæti. 3. Föstudaginn 30. mars í búningsaðstöðu að [...], stolið kvenmannsveski að óþekktu verðmæti og stungið því inn á sig en er að honum var komið hljóp ákærði á brott en á eftir honum hljóp A, kt. [...], á hlaupunum sneri ákærði sér tvívegis við og hótaði A því að hann væri með hníf og greip um buxnavasa sinn, en hótanirnar voru til þess fallnar að vekja hjá henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð, á hlaupunum missti ákærði veskið. 4. Aðfaranótt miðvikudagsins 4. apríl, brotist inn í húsnæði félagasamtaka [...] með því að brjóta rúðu í útidyrahurð og tvær rúður í glugga og losað opnanlegt fag úr glugga og stolið þaðan sjóðsvél að óþekktu verðmæti. Teljast brot í öllum liðum ákærukafla I. varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot í ákærulið I.3. að auki við 233. gr. sömu laga. II. Fyrir hylmingu, með því að hafa, mánudaginn 2. apríl tekið við farsíma frá B vitandi eða mátt vera það ljóst að um þýfi væri að ræða og þannig haldið farsímanum ólöglega frá eiganda hans en símanum hafði verið stolið á [...] skömmu áður. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.“ Síðari ákæran er gefin út af ríkissaksóknara 10. maí 2012 á hendur framangreindum Baldri Kolbeinssyni og „X, kennitala[...], [...], [...], „fyrir rán með því að hafa laugardagskvöldið 31. mars 2012 í Reykjavík, veist í félagi með ofbeldi, hótunum og ógnunum að C, kennitala [...], við [...], þar sem ákærðu ógnuðu C með hnífum, ákærði Baldur tók hann hálstaki og kýldi hann tvisvar í vinstra auga með krepptum hnefa, skipaði honum að tæma vasana og láta hann fá símann hans og tók því næst af honum veski, sem innihélt greiðslukort og ökuskírteini. Ákærði Baldur hótaði að stinga C ef hann léti hann ekki hafa 10.000 krónur af greiðslukortinu og af ótta við ákærðu fór C með þeim í hraðbanka að [...] og gaf ákærða Baldri upp leyninúmer kortsins, en nær engin innistæða var á kortinu. Á [...] og í porti við [...] héldu ákærðu áfram hótunum og ógnunum með hnífum, auk þess að heimta símann af C, og létu ekki af háttsemi sinni fyrr en lögregla hafði afskipti af þeim, en þá voru þeir staddir í portinu. Afleiðingar af háttsemi ákærðu urðu þær að C hlaut bólgu við vinstra auga. Telst háttsemi ákærðu varða við 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“ Við upphaf aðalmeðferðar féll ákæruvaldið frá ákæru fyrir það sem greint er í II. kafla ákæru lögreglustjóra. Ákærði Baldur játar sök í 1., 2. og 4. lið í ákæru lögreglustjóra og krefst vægustu refsingar en neitar sök að öðru leyti og krefst sýknu. Ákærði X neitar sök og krefst sýknu. Þess er krafist að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. II Málavextir varðandi þann þátt málsins þar sem ákærðu neita sök verða nú reifaðir en að öðru leyti er vísað til ákæru, sbr. 3. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008. Málavextir varðandi það sem ákærða Baldri er gefið að sök í 3. lið ákæru lögreglustjóra eru þeir að nefndan dag var tilkynnt til lögreglu um mann sem hefði stolið veskjum úr yfirhöfnum að [...]. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn horfinn á braut en hann var sagður hávaxinn, grannur, snoðklipptur með skollitað hár, klæddur ljósri hettupeysu og í rauðum buxum. Lögreglumenn svipuðust um eftir manninum en fundu hann ekki. Grunur beindist að ákærða vegna þess að um svipað leyti og þetta gerðist kom maður í húsið og spurði eftir Baldri. Ákærði var handtekinn og yfirheyrður daginn eftir. Hann kvaðst lítið muna og bar við lyfja- og áfengisneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa verið að [...] daginn áður og eins að hafa fengið hníf að gjöf þann dag. Samkvæmt lýsingu í lögregluskýrslu var ákærði í rauðum íþróttabuxum, svörtum bol og hvítri hettupeysu þegar hann var handtekinn og kvaðst hann hafa verið þannig klæddur daginn áður. Málavextir varðandi það sem ákærðu er gefið að sök í ákæru ríkissaksóknara eru þeir að nefnt kvöld barst lögreglunni tilkynning um að tveir menn væru að ráðast á þann þriðja við [...]. Lögreglumenn svipuðust um eftir mönnunum og fundu ákærðu og brotaþola í húsasundi við [...]. Við leit á ákærða Baldri fannst vasahnífur og ökuskírteini brotaþola. Brotaþola er lýst svo að hann hafi verið rauður og bólginn við vinstra auga. Lögreglumaður spurði brotaþola hvort ákærðu hefðu veitt honum áverkann og kinkaði hann kolli við því. Hann var spurður hvort ákærðu hefðu fleiri muni hans í vörslu sinni og kvað hann þá hafa tekið bankakort sitt, en það fannst ekki í fórum ákærðu. Við yfirheyrslu hjá lögreglu skýrði brotaþoli svo frá: „Ég var á leiðinni heim og þegar ég var kominn að Hlemmi þá sá ég X en við þekkjumst og ég fór til hans og bað hann um sígarettu. Hann bað mig þá um að koma í hornið við [...]. Þegar við vorum komnir þangað þá tók Baldur mig hálstaki og sagði mér að tæma vasana. Ég sagði nei og þá kýldi Baldur mig í vinstra augað með krepptum hnefa. Baldur leitaði þá á mér og tók veskið mitt. Hann sagði mér síðan að koma með símann og ég sagði nei og þá kýldi hann mig aftur í vinstra augað með krepptum hnefa. Ég reyndi þá að hlaupa í burtu, en Baldur kyrkti mig þá fastar og fastar. Baldur tók síðan upp debetkortið mitt, Landsbankakort, sem var í veskinu og sagði við mig „láttu mig hafa tíuþúsundkall núna eða ég sting þig“ en hann var með hníf í hægri hendi. Ég fór þá með þeim í Landsbankann á [...]i, móti [...]. Baldur setti debetkortið mitt í hraðbankann og ég sagði honum PIN-númerið en ég vissi að það var ekkert inni á kortinu. Baldur stimplaði PIN-númerið og sýndi þá hraðbankinn að 14 krónur væru inni á kortinu. X sagði mér þá að koma með símann minn og hann skyldi redda mér öðrum síma í staðinn og nefndi hann þá einhverja greiðslu um næstu mánaðamót. Ég skildi ekki hvað hann átti við með því. Þeir tóku mig síðan bak við eitthvert hús eftir þetta og ógnuðu mér með hníf og heimtuðu símann minn og þá kom lögreglan.“ Við yfirheyrslu hjá lögreglu bar ákærði Baldur að brotaþoli hefði skuldað meðákærða 30.000 krónur og hefðu þeir sent hann í hraðbanka til að taka út peninga. Ákærði kvaðst hafa potað í bakið á brotaþola og hótað að nauðga honum ef hann borgaði ekki. Ákærði kvaðst ekki hafa kýlt brotaþola heldur hefði verið búið að því þegar þeir hittust. Hann hefði ekki tekið hann kverkataki eða ógnað honum með hnífi, en hann hefði lagt hendurnar yfir axlirnar á honum. Hins vegar viðurkenndi ákærði að hafa tekið veskið af brotaþola af því að hann ætlaði að láta hann fara í hraðbanka. Við yfirheyrslu hjá lögreglu bar ákærði X að hann og meðákærði hefðu neytt Rivotril þennan dag og myndi hann lítið eftir því sem hafði gerst. Hann neitaði að þeir hefðu ráðist á brotaþola heldur hefðu þeir reynt að ræna af honum símanum. Þá kvaðst ákærði hafa séð meðákærða kýla brotaþola tvisvar í augað og hefði hann bólgnað við það. Ákærði viðurkenndi að hafa ógnað brotaþola með hníf en kannaðist ekki við að meðákærði hefði gert það. Ákærði var spurður hvort hann hefði séð meðákærða taka brotaþola kverkataki og svaraði hann því til að hann hefði séð hann standa fyrir aftan brotaþola og taka hann kverkataki með því að hafa höndina sína utan um háls brotaþola. Þá kvaðst hann muna eftir því að meðákærði hefði spurt brotaþola um PIN-númerið á korti hans en í ljós hefði komið að innstæðan á kortinu var 14 krónur. III Við aðalmeðferð ítrekaði ákærði Baldur neitun sína við því sem hann er sakaður um í 3. lið I. kafla ákæru lögreglustjóra. Hann kvað það rangt sem eftir sér er haft í lögregluskýrslu að hann hefði verið að [...] þetta kvöld. Hann hefði sagt að hann hefði verið á [...]. Þá kvaðst hann ekki hafa verið með hníf þetta kvöld. Ekki kvaðst hann muna eftir að kona hefði elt sig eða að hann hefði hótað konu. Ákærði kvaðst ekki muna hvernig hann var klæddur þetta kvöld en gerði ekki athugasemdir við lýsingu í lögregluskýrslu. A, sem er í kór sem hafði haldið tónleika að [...] umræddan dag, bar að eftir tónleikana hefði söngfólkið orðið vart við að maður hefði verið að gramsa í yfirhöfnum þess inni í búningsherbergi. Hún kvaðst hafa séð manninn ganga út gang og elt hann út á götu. Þegar hann varð var við eftirförina hefði honum brugðið og misst veski í götuna. Hún kvaðst hafa hlaupið á eftir honum en hann hrópað að henni að hætta að elta sig þar sem hann væri með hníf. Hún kvaðst hafa hætt að elta manninn á horni [...] og [...]. A kvaðst geta ímyndað sér að ákærði væri maðurinn, enda væri hann áþekkur honum. Maðurinn hefði verið í hvítri peysu og annaðhvort í rauðum buxum og köflóttum nærbuxum eða öfugt. Hún kvað hann hafa haldið uppi um sig buxunum eins og hann væri að missa þær niður um sig. Eftir að þetta var um garð gengið hefði maður komið í húsið til að leita að vini sínum sem hann kvað heita Baldur og þess vegna dró A þá ályktun að þjófurinn héti Baldur. A kvaðst hafa heyrt þetta frá öðrum. Kona, sem einnig er í kórnum, bar að eftir tónleikana hefði hún farið inn í búningsherbergið og mætt þar ungum manni sem henni fannst ekki geta hafa verið í hópi tónleikagesta. Hún kvað hann hafa gengið fram hjá sér og í því hefði A komið inn og hefði hún spurt hana hvort hún þekkti hann. Í ljós kom að svo var ekki og hefðu þær því báðar tekið á rás á eftir honum út. Maðurinn hefði haldið um sig miðjan eins og hann væri að fela eitthvað þar. Á leiðinni hefði maðurinn misst veski og kvaðst konan hafa tekið það upp. A hefði haldið á eftir manninum sem hefði kallað eitthvað að henni sem hún kvaðst ekki hafa heyrt. Konan kvaðst ekki þekkja aftur ákærða sem manninn. Hún kvað sig minna að maðurinn hefði verið í hvítri íþróttapeysu og annaðhvort rauðum buxum eða rauðum nærbuxum, en hann hafi næstum verið búinn að missa buxurnar niður um sig á hlaupunum. Hún kvað konu í kórnum hafa komið með þær upplýsingar að maðurinn héti Baldur. Önnur kona í kórnum bar að eftir tónleikana hefði hún farið inn í búningsherbergið og þá séð þar mann í rauðum buxum og hvítri hettupeysu og var hann eitthvað að eiga við dótið sem þar var geymt. Hún kvaðst hafa gengið beint að sínu dóti, en þar átti sími að liggja efstur. Hann var ekki á sínum stað og kvaðst hún þá hafa litið á manninn og séð hann vera að ganga út úr herberginu með símann í hendinni. Hún kvaðst hafa sagt við hann „hei þú ert með símann minn“. Maðurinn hefði þá snúið sér við, rétt sér símann og sagt „fyrirgefðu, þetta er misskilningur“. Nú kvaðst hún hafa áttað sig á að maðurinn var ekki einn af tónleikagestum, auk þess sem hún hafi séð vasa hans úttroðna og kvenveski stingast upp úr einum þeirra. Hún kvaðst aftur hafa sagt „hei“ og þá hefði maðurinn farið út úr herberginu og hlaupið á brott, en hún hefði elt hann og kallað að hann hefði verið að taka eitthvað. Hún kvaðst ekki hafa elt manninn út. Hún kvaðst vera 95% viss á að ákærði væri maðurinn. Rannsóknarlögreglumaður sem rannsakaði málið staðfesti skýrslur sínar. Hann bar að ákærði hefði borið við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. Þegar ákærði var handtekinn hafi hann verið klæddur í hvíta hettupeysu og rauðar íþróttabuxur og hefði sá klæðnaður komið heim og saman við lýsingu vitna á klæðnaði mannsins, sem stal veskinu að [...]. Ákærði Baldur neitaði sök í ákæru ríkissaksóknara en kvað sig og meðákærða hafa talað við brotaþola, en brotaþoli hefði skuldað meðákærða peninga og þar eð þá hefði vantað peninga hefði hann ákveðið að innheimta þá. Ákærði kvaðst hafa ætlað að „tékka“ á því hvort brotaþoli ætti einhverja innstæðu á kortinu, en brotaþoli sagðist ekki eiga innstæðu á því og hefði látið sig hafa kortið til að athuga það. Ákærði kvaðst hafa látið brotaþola hafa kortið aftur þegar hann hafði sannreynt að ekkert var inni á því. Þessu næst kvaðst hann hafa sett höndina á brjóstkassann á honum til að tala við hann, en ákærði kvaðst hvorki hafa kýlt brotaþola né tekið hann hálstaki. Hann kvað brotaþola hafa verið með áverka þegar þeir hittu hann. Þá hefði hvorugur ákærðu beitt brotaþola ofbeldi eða ógnað honum með hnífi, en ákærði kvaðst hafa tekið hníf af meðákærða. Ákærði kvaðst hafa beðið brotaþola um að tæma vasana og hefði hann gert það, en hann kvaðst ekki hafa skipað honum að gera það. Þetta hafi verið gert í þeim tilgangi að kanna hvort brotaþoli ætti einhverja peninga, en engir peningar hefðu komið í ljós. Ákærði kvað brotaþola hafa látið sig hafa leyninúmerið á kortinu sínu eftir að hann hafði beðið hann um það. Tilgangurinn með þessum aðgerðum gagnvart brotaþola hafi verið að kanna hvort brotaþoli ætti peninga til að greiða skuld sína sem ákærði taldi ýmist 20.000 krónur, 30.000 eða 10.000. Í dóminum var sýnd upptaka úr myndavél við Landsbankann að [...]. Ákærði þekkti sjálfan sig sem mann á hvítri peysu og einnig sáust meðákærði og brotaþoli. Þá kvað hann sig sjást á mynd með kort brotaþola. Einnig sást á myndinni hvar ákærði setti framhandlegg sinn á brjóstkassa brotaþola, en hann hefði gert sig líklegan til að fara í burtu en ákærði kvaðst hafa átt eftir að tala við hann. Ákærði kvaðst hafa tekið ökuskírteini brotaþola til að kanna hvað hann héti. Ákærði X neitaði sök og kvaðst ekki muna mikið eftir þessu vegna þess að hann hefði verið undir áhrifum Rivotril. Ákærðu hefðu hitt brotaþola sem hefði beðið sig um sígarettu. Brotaþoli hefði skuldað sér smápeninga og gæti verið að hann hafi verið að rukka hann. Brotaþoli kvaðst ekki eiga peninga og fóru þeir í hraðbanka til að sannreyna það. Brotaþoli hefði stungið upp á því og látið meðákærða hafa bankakortið. Ákærði kvað meðákærða ekki hafa tekið þátt í þessu en taldi hann þó hafa skallað brotaþola. Hann kvað þá ekki hafa hótað brotaþola og taldi þá ekki hafa barið hann. Hann kvaðst ekki hafa verið með hníf en taldi meðákærða hafa verið með hníf sem hann hefði þó ekki ógnað með. Framangreind mynd var sýnd aftur. Ákærði kvaðst kannast við sig á myndinni ásamt meðákærða og brotaþola. Á myndinni sést ákærði skoða í peningaveski og kvað hann það veski brotaþola. Hann hefði rétt sér það til að hann gæti sannreynt að hann ætti enga peninga. Þegar sést á myndinni hvernig meðákærði stendur þétt upp við brotaþola og setur hönd sína fyrir brjóstkassa hans kvað ákærði brotaþola hafa verið með stæla og ákærði verið að segja honum að róa sig niður og stöðva hann í að ráðast á sig. Þá var hann spurður hvað hann sjáist draga upp úr vasa sínum og kvað hann það vera kveikjara. Borið var undir ákærða það sem hann hafði borið hjá lögreglu og kvaðst hann þá hafa verið undir áhrifum efna og þess vegna borið á þennan hátt. Hann myndi ekki eftir að meðákærði hefði slegið brotaþola eða tekið hann kverkataki. Hins vegar hefði hann séð meðákærða leggja höndina yfir háls brotaþola. Hann kvaðst ekki hafa séð meðákærða ógna brotaþola með hnífi. Brotaþolinn, C, bar að hafa hitt ákærðu og beðið ákærða X um sígarettu, en þeir hefðu sagt sér að koma á bak við eitthvað, eins og hann orðaði það, en þeir hefðu þá verið rétt hjá Hlemmi. Þar hefði ákærði X dregið upp hníf og sagt sér að tæma vasana. Brotaþoli kvaðst hafa neitað og þá hefði ákærði Baldur kýlt hann tvisvar í augað vinstra megin. Einnig hefði ákærði Baldur tekið sig hálstaki. Hann kvaðst ekki hafa tæmt vasana heldur hefði ákærði Baldur tekið veskið sitt. Síðan hefðu ákærðu farið með sig að hraðbanka og þar hefði hann sagt þeim PIN-númerið á kortinu en ekkert hafi verið inni á því. Hann kvaðst hafa farið með þeim vegna þess að þeir voru með veski hans. Eftir þetta hefðu lögreglumenn komið að þeim bak við hús, en þar hefðu ákærðu reynt að taka af sér síma og hótað að stinga sig með hnífi sem ákærði Baldur var með. Brotaþoli kvaðst ekki hafa skuldað ákærðu peninga heldur hefðu þeir búið þá sögu til. Hann kvað lögregluna hafa leitað á ákærðu og fundið þar veski hans og bankakort. Lögreglumaður, sem ritaði frumskýrslu málsins varðandi ákæru ríkissaksóknara, staðfesti hana. Hann kvað að tilkynnt hefði verið um tvo menn að veitast að þeim þriðja á [...]. Lögreglumenn hefðu farið á vettvang en ekki fundið mennina fyrr en við [...]. Hann kvaðst hafa þekkt ákærða Baldur sem hefði framvísað vasahníf og ökuskírteini brotaþola. Þá kvaðst hann hafa tekið eftir að einn mannanna var með áverka. Lögreglumaðurinn kvaðst hafa spurt brotaþola hvort ákærðu hefðu veitt honum áverkann og hefði hann kinkað kolli því til samþykkis og eins hefði hann sagt þá vera með bankakort sitt. Mennirnir voru fluttir á lögreglustöð þar sem hann kvaðst hafa rætt við brotaþola. Brotaþoli hefði lýst því að hann hefði verið á göngu austur [...] og mætt ákærðu. Hann kvaðst hafa þekkt ákærða X og beðið hann um sígarettu, en hann hefði ekki þekkt ákærða Baldur. Ákærðu hefðu beðið hann um að ræða við sig í húsaskoti og er þangað var komið hefði ákærði Baldur gripið um háls hans, ýtt honum upp að hliði og kýlt hann tvisvar sinnum með krepptum hnefa. Ákærðu hefðu krafið hann um peninga sem ákærði X hefði sagt að brotaþoli skuldaði sér. Þetta væri ekki rétt en ákærði X hefði áður búið til sögu um að hann skuldaði sér peninga. Brotaþoli sagðist hafa reynt að komast undan en ákærði Baldur hefði haldið honum og ógnað með hnífi. Ákærðu hefðu síðan leitt hann að [...], fengið hjá honum PIN-númerið og reynt að taka út peninga, en aðeins hafi verið 14 krónur inni á kortinu. Þeir hefðu síðan farið með hann í innkeyrsluna þar sem lögreglumennirnir komu að þeim, en þá hefðu ákærðu verið að ógna honum með hníf og krefja hann um síma. Lögreglumaðurinn kvað brotaþola hafa verið rauðan og eins og hann væri að byrja að bólgna við vinstra augað. Hann kvað brotaþola hafa virst mjög hræddan. Annar lögreglumaður kvaðst hafa fengið tilkynningu um þrjá menn í átökum við [...] og farið á vettvang. Mennirnir höfðu verið farnir en þeir hefðu séð þrjá menn í húsasundi við [...] þar sem tveir þeirra voru að ógna einum með hníf. Lögreglumaðurinn kvaðst ekki hafa séð það en hinn lögreglumaðurinn hefði séð það. Mennirnir tveir hefðu verið handteknir og fluttir á lögreglustöð ásamt brotaþola. Hann kvaðst ekki hafa rætt við mennina eftir það. Rannsóknarlögreglumaður sem rannsakaði málið staðfesti skýrslur sínar. Hann kvað ákærða Baldur hafa verið frekar æstan og viljað ljúka yfirheyrslunni sem fyrst eins og hans væri vandi. Ákærði X hafi hins vegar verið rólegur eins og hann væri venjulega. Þá kvað hann sjást á myndinni að ákærði X taki upp hníf eins og hann lýsti í skýrslutöku. IV Ákærði Baldur hefur skýlaust játað það sem honum er gefið að sök í ákæruliðum 1, 2 og 4 í ákæru lögreglustjóra og verður hann sakfelldur fyrir þau brot sem eru rétt færð til refsiákvæðis í ákærunni. Ákærði hefur neitað sök í 3. ákærulið. Hér að framan var rakinn framburður þriggja kvenna sem allar voru að [...] umræddan dag. Allar bera þær að maðurinn, sem stal þar kvenveski hafi verið klæddur eins og ákærði var klæddur þegar hann var handtekinn. Þá báru tvær þeirra að skömmu eftir atburðinn hefði komið maður í húsið og spurt eftir Baldri, en þær höfðu þetta þó eftir öðrum. Loks kvaðst ein þeirra vera 95% viss um að ákærði væri þjófurinn. Samkvæmt þessu telur dómurinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi verið þarna að verki eins og honum er gefið að sök í ákærunni. Hann verður því sakfelldur fyrir þjófnað og varðar brot hans við 244. gr. almennra hegningarlaga. A ber ein um að ákærði hafi hótað henni eins og honum er gefið að sök í ákærunni. Gegn neitun hans er því ósannað að hann hafi hótað henni og verður hann sýknaður af ákærunni hvað það varðar. Hér að framan var rakinn framburður brotaþola og lögreglumanna sem komu á vettvang og lýst því sem sést á myndbandi af vettvangi við hraðbankann að [...]. Frásögn brotaþola er í samræmi við það sem hann skýrði lögreglumanni frá á vettvangi. Þá staðfesti lögreglumaður að brotaþoli hefði verið rauður eins og hann væri að byrja að bólgna við vinstra auga. Ákærði Baldur hefur borið að brotaþoli hefði skuldað meðákærða peninga sem hann hefði ákveðið að innheimta og var í kaflanum að framan rakið hvernig ákærði lýsti aðgerðum sínum við innheimtuna. Þá var í II. kafla rakinn framburður ákærðu hjá lögreglu, en þar viðurkenndi ákærði Baldur að hafa tekið veskið af brotaþola, potað í bakið á honum og hótað að nauðga honum ef hann greiddi ekki hina meintu skuld. Ákærði neitaði hins vegar að hafa tekið hann hálstaki eða kýlt hann. Ákærði X kvaðst fyrir dómi mest lítið muna eftir þessu og bar við neyslu Rivotril. Hann kvaðst þó telja að meðákærði hefði skallað brotaþola. Hjá lögreglu hafði ákærði borið að meðákærði hefði tvisvar kýlt brotaþola í augað. Hann viðurkenndi að hafa ógnað brotaþola með hnífi en kvað meðákærða ekki hafa gert það og þá kvað hann þá hafa reynt að ræna síma hans. Þegar allt framangreint er virt telur dómurinn sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærðu veittust að brotaþola með ofbeldi, hótunum og ógnunum eins og þeim er gefið að sök í ákærunni. Þá er og sannað á sama hátt að ákærði Baldur hafi kýlt brotaþola eins og honum er gefið að sök en ósannað að hann hafi tekið hann hálstaki, enda er brotaþoli einn um að bera það. Þá er og ósannað að ákærði Baldur hafi ógnað brotaþola með hnífi, en með játningu ákærðaX hjá lögreglu er sannað að hann ógnaði brotaþola með hnífi. Með framburði brotaþola og að hluta til viðurkenningu ákærðu, eins og rakið var, telur dómurinn sannað að ákærðu hafi með framangreindu ofbeldi og hótunum haft af brotaþola fjármuni þá sem í ákæru greinir. Samkvæmt framansögðu verða ákærðu því sakfelldir fyrir rán eins og þeim er gefið að sök í ákærunni og er brot þeirra þar rétt fært til refsiákvæðis. Ákærði Baldur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna, 2007 fyrir margvísleg brot. Árið 2008 var hann dæmdur í 15 mánaða fangelsi og var skilorðshluti fyrri dómsins dæmdur með. Honum var tvívegis veitt reynslulausn úr fangelsi vegna þess dóms en rauf skilyrði hennar og lauk afplánun 10. nóvember 2009. Ákærði var aftur dæmdur í 5 mánaða fangelsi 22. febrúar 2010. Honum var, líkt og fyrr, veitt reynslulausn en rauf skilyrði hennar og lauk afplánun 17. júlí 2010. Hann var dæmdur í 4 mánaða fangelsi 6. júlí 2010 og lauk afplánun þeirrar refsingar 18. desember sama ár. Síðast var ákærði dæmdur í 15 mánaða fangelsi 18. mars 2011 og lauk afplánun þeirrar refsingar 21. mars 2012. Við ákvörðun refsingar ákærða verður höfð hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga auk sakaferils hans. Þá er og til þess að líta að hann byrjar að brjóta af sér nánast um leið og hann er látinn laus úr fangelsi. Samkvæmt þessu verður refsing hans ákveðin 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar skal koma gæsluvarðhald sem hann hefur sætt eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði X var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi 23. mars 2012. Hann var dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi 8. júní síðastliðinn og var fyrri dómurinn dæmdur með. Skilorðsdómurinn verður nú tekinn upp og dæmdur með þessu máli, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði er 16 ára og framdi brotið, sem hann hefur verið sakfelldur fyrir, með sér eldri og reyndari brotamanni. Refsing hans nú verður ákveðin með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga og er hún hæfileg 6 mánaða fangelsi og skal hún bundin skilorði eins og í dómsorði greinir. Loks verða ákærðu dæmdir til að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði, en annan kostnað leiddi ekki af rekstri málsins. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Baldur Kolbeinsson, sæti fangelsi í 18 mánuði en til frádráttar skal koma gæsluvarðhaldsvist hans frá 4. apríl 2012. Ákærði, X, sæti fangelsi í 6 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 3 árum frá birtingu dómsins, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Baldur greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Inga Freys Ágústssonar hdl., 489.450 krónur. Þá greiði hann þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi, Páls Kristjánssonar hdl., 225.900 krónur. Ákærði X greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Björgvins H. Björnssonar hdl., 316.887 krónur.
Mál nr. 80/2007
Verksamningur Uppgjör Tómlæti Gagnkrafa Dráttarvextir
G ehf. var undirverktaki A ehf. við hafnargerð í Reyðarfirði og krafðist greiðslu eftirstöðva verklauna samkvæmt nokkrum reikningum. Undir rekstri málsins fyrir Hæstarétti tók Í ehf. við aðild málsins af G ehf. A ehf. hélt því fram að Í ehf. ætti ekki kröfu um þóknun fyrir verkþætti sem A ehf. hafði þurft að taka yfir meðan á framkvæmdum stóð. Fallist var á niðurstöðu héraðsdóms um að A ehf. hefði orðið að láta við það sitja að krefjast greiðslu fyrir þessa verkþætti samkvæmt ákvæði í verksamningi þar sem mælt var fyrir um tímagjald fyrir þjónustu sem aðilar létu hvor öðrum í té við framkvæmd verksins. Hefði A ehf. ekki gert fullnægjandi grein fyrir kröfunni þannig að fallast mætti á að hún kæmi til skuldajafnaðar gegn kröfu Í ehf. Sýknukrafa A ehf. var ennfremur reist á bótaskyldu Í ehf. vegna tafa á framgangi verksins, vegna kostnaðar sem hlotist hefði af aðstoð við G ehf. út af óhappi á verktímanum og annarra atriða. Ekki var fallist á þessar málsástæður ýmist vegna tómlætis A ehf. eða vanreifunar. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að A ehf. hefði ekki haft heimild til að beita undirverktaka dagsektum og að hafna bæri kröfu félagsins sem á því væri reist. Í héraði var stefnukrafan lækkuð með hliðsjón af 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 og undi Í ehf. við þá niðurstöðu. Niðurstaða héraðsdóms, þar sem fallist var á kröfuna með þessari breytingu, var staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. febrúar 2007. Hann krefst sýknu af kröfu gagnáfrýjanda auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 20. apríl 2007. Hann krefst þess nú að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um annað en málskostnað. Krefst hann málskostnaðar í héraði að fjárhæð 3.795.035 krónur auk málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Íslenska gámafélagið ehf. hefur tekið yfir Gáma- og tækjaleigu Austurlands ehf. og breytist aðild málsins samsvarandi. Gagnáfrýjandi tók að sér sem undirverktaki hjá aðaláfrýjanda tiltekna verkhluta í verki sem nefnt var „Stóriðjuhöfn við Mjóeyri“ og aðaláfrýjandi hafði tekið að sér með verksamningi við hafnarsjóð Fjarðabyggðar eftir útboð í apríl 2004. Skriflegur verksamningur málsaðila var gerður 1. nóvember 2004 en gagnáfrýjandi hafði þá þegar unnið við verkið um nokkurn tíma. Meginefni samnings þessa er lýst í héraðsdómi. Í málinu krefst gagnáfrýjandi greiðslu á eftirstöðvum þeirra reikninga sem hann gerði á hendur aðaláfrýjanda vegna verksins. Voru kröfur hans teknar til greina í héraði eftir að gerð hafði verið leiðrétting á einum reikninganna til lækkunar, án þess þó að aðaláfrýjandi hefði gert kröfu um hana. Unir gagnáfrýjandi þessari niðurstöðu en krefst hækkunar á málskostnaði sem honum var dæmdur í héraði. Aðaláfrýjandi byggir sýknukröfu sína annars vegar á því að hann hafi sjálfur yfirtekið tiltekna verkþætti sem féllu undir verksamning aðila og gagnáfrýjandi gerði reikning fyrir. Hins vegar hefur hann haft uppi til skuldajafnaðar gegn kröfu gagnáfrýjanda skaðabótakröfu í fimm liðum sem hann telur sig eiga á hendur honum aðallega vegna tafa sem orðið hafi á því að gagnáfrýjandi lyki verki sínu. Gagnáfrýjandi hefur mótmælt þessari kröfu. Málavöxtum og ágreiningsefnum aðila eru gerð greinargóð skil í hinum áfrýjaða dómi. Í héraðsdómi er komist að þeirri niðurstöðu, að því er varðar þá verkhluta sem aðaláfrýjandi vann sjálfur í verkinu, að hann verði að láta við það sitja að krefja gagnáfrýjanda um greiðslu vegna þeirra á grundvelli 5. gr. verksamnings málsaðila. Þar var gert ráð fyrir að samningsaðilar kynnu að láta hvor öðrum í té þjónustu við framkvæmd verksins og mælt fyrir um tímagjald vegna slíkrar þjónustu, mismunandi eftir þjónustuliðum. Aðaláfrýjandi hefur ekki fært sönnur á að þetta ákvæði samningsins hafi verið bundið við smávægilega þjónustu og gildi ekki um þá verkþætti sem hann vann. Er með vísan til forsendna héraðsdóms fallist á að aðaláfrýjandi hafi ekki gert fullnægjandi grein fyrir kröfu af þessu tilefni á grundvelli 5. gr. verksamningsins, og sé því ekki unnt í þessu máli að taka til greina slíka kröfu til skuldajafnaðar gegn kröfu gagnáfrýjanda. Fyrstu þrír liðir skaðabótakröfu aðaláfrýjanda byggjast á því að gagnáfrýjandi sé bótaskyldur honum vegna tafa sem orðið hafi á framgangi verksins og skilum þess. Gagnáfrýjandi mótmælir þessu og telur að tafir á skilum verksins megi rekja til magnaukningar og fleiri þátta sem hann beri ekki ábyrgð á. Í aðalverksamningi var kveðið á um að ljúka skyldi verkinu eigi síðar en 1. júlí 2005. Aðilar eru samála um að sá skiladagur hafi gilt í lögskiptum þeirra. Fyrir liggur að aðaláfrýjandi fékk hjá aðalverkkaupa framlengingu á skilatíma um fjórar vikur eða til 28. júlí 2005. Lauk verkinu síðan um mánaðarmót ágúst/september 2005 og mun lokaúttekt á því hafa farið fram í kjölfarið. Meðal gagna málsins eru tölvupóstsamskipti milli fyrirsvarsmanns aðaláfrýjanda og aðalverkkaupa í lok ágúst 2005 þar sem sá fyrrnefndi heldur því fram með margvíslegum rökum að verkkaupinn beri ábyrgð á töfum á skilum verksins. Liggur fyrir að aðaláfrýjandi þurfti ekki að svara til tafabóta gagnvart aðalverkkaupa. Í 3. gr. verksamnings aðila segir að lögð sé rík áhersla á að haldið sé verkáætlun og brugðist við með öllum tiltækum ráðum til að vinna upp tíma sem kunni að tapast. Þessu til stuðnings verði haldnir verkfundir viku- eða hálfsmánaðarlega eftir atvikum milli aðalverktaka og undirverktaka. Skuli fundargerðir hvers fundar vera skriflegar og undirritaðar. Af göngum málsins og málflutningi aðila er ljóst að sérstakir verkfundir um verk gagnáfrýjanda samkvæmt samningnum við aðaláfrýjanda voru aldrei haldnir. Er því ekki að finna bókaðan áskilnað af hálfu aðaláfrýjanda um slíkar kröfur í verkfundagerðum. Engin gögn eru um að slíkur áskilnaður hafi verið gerður á annan hátt meðan á verkinu stóð. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á að aðaláfrýjanda hafi borið skylda til að tilkynna gagnáfrýjanda strax með skýrum hætti að hann teldi sig eiga gagnkröfur á hendur honum vegna tafa á verkinu og að aðaláfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi gert þetta. Verður því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að hafna þremur fyrstu kröfuliðum aðaláfrýjanda. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að hafna fjórða og fimmta kröfulið aðaláfrýjanda. Hið sama gildir um afgreiðslu dómsins á þeirri málsástæðu sem aðaláfrýjandi hefur haft uppi til vara að gagnáfrýjanda sé skylt að svara honum dagsektum. Aðaláfrýjandi hefur ekki sérstaklega mótmælt úrlausn hins áfrýjaða dóms um upphafstíma dráttarvaxta að öðru leyti en því að hann mótmælir því að lokareikningurinn 1. desember 2005 eigi að bera dráttarvexti frá 20. desember 2005. Ber aðaláfrýjandi því við að samkvæmt verksamningi aðila eigi að greiða reikninga eigi síðar en 20 dögum eftir að þeir séu samþykktir af verkkaupa. Hann hafi aldrei samþykkt þennan reikning og sé hann því ekki tekinn að bera dráttarvexti. Að minnsta kosti ættu þeir ekki að dæmast fyrr en frá síðari degi, dómsuppkvaðningu eða málssókn. Með dómi þessum er fallist á réttmæti þessa reiknings og verður ekki talið að greint samningsákvæði leiði til þess að fjárhæð hans taki ekki á sig dráttarvexti þó að aðaláfrýjandi hafi ekki lýst samþykki við honum. Verður niðurstaða héraðsdóms um dráttarvexti því staðfest. Ekki eru efni til að taka til greina kröfu gagnáfrýjanda um hækkun málskostnaðar vegna reksturs málsins í héraði. Samkvæmt öllu framangreindu verður héraðsdómur því staðfestur. Aðaláfrýjanda verður gert að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er óraskaður. Aðaláfrýjandi, Arnarfell ehf., greiði gagnáfrýjanda, Íslenska gámafélaginu ehf., 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta er höfðað með stefnu birtri 20. febrúar 2006 og dómtekið 4. desember sl. Stefnandi er Gáma- og tækjaleiga Austurlands ehf., Búðareyri 15, Reyðarfirði. Stefndi er Arnarfell ehf., Sjafnarvegi 2-4, Akureyri. Endanlegar kröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til greiðslu 49.045.482 króna með dráttarvöxtum samkvæmt 6. gr. laga nr. 38/2001 af 33.585.208 krónum frá 10. júlí 2005 til 29. júlí 2005, af 31.085.208 krónum frá þeim degi til 3. ágúst 2005, af 36.742.283 krónum frá þeim degi til 4. ágúst 2005, af 41.651.403 krónum frá þeim degi til 12. ágúst 2005, af 36.651.403 krónum frá þeim degi til 11. september 2005, af 44.419.583 krónum frá þeim degi til 20. desember 2005, en af 61.675.889 krónum frá þeim degi til 26. maí 2006, en af 49.045.482 krónum til greiðsludags. Hann krefst einnig málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu, en til vara að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar. Hann krefst einnig málskostnaðar. I Málsatvik Atvik málsins eru í veigamiklum atriðum umdeild. Hinn 1. nóvember 2004 gerðu aðilar með sér verksamning þar sem stefnandi, sem undirverktaki, tók að sér að vinna ákveðna hluta verksins „Stóriðjuhöfn við Mjóeyri“ sem stefndi fór með sem aðalverktaki samkvæmt útboði Siglingastofnunar í apríl 2004. Í útboðslýsingu var helstu þáttum verksins í heild lýst svo: a. Fylla skal í fyllingarpúða fyrir framan þil; b. Dýpka fyrir framan þilið og losa dýpkunarefni innan þils; c. Fylla bak við þil og í hafnarsvæði með efni er kemur úr grunni Fjarðaáls; d. Uppúrtekt og klapparsprengingar. Koma efni fyrir í hafnarsvæði; e. Reka niður 383 tvöfaldar stálþilsplötur; f. Bolta 449 m langan stagbita við þil; g. Koma fyrir 183 stögum og akkerisplötum; h. Steypa 449 m kant með pollum, þybbum og stigum. Verk það er stefnandi tók að sér sem undirverktaki fólst í stuttu máli í flutningi efnis í stálþilið frá Reyðarfjarðarhöfn að verkstað við höfnina á Mjóeyri, sanddælingu og fyllingu með efni er féll til við þær, niðurrekstri stálþilsins, stögun þess, steypu á kantbita og uppsetningu dekkjarúlla utan á kantinn og þybbubita. Stefndi annaðist hins vegar sjálfur klapparsprengingar og fyllingar úr sprengdu efni frá landi. Samkvæmt 2. gr. samnings aðila fólst verk stefnanda nánar tiltekið í eftirfarandi: Stóriðjuhöfn við Mjóeyri, liðir 2.2.1 (að hluta) 2.2.2, 2.2.3, 2.2.5 (fylling IV), 2.2.8, 2.2.9 og 2.2.10 í samræmi við samning þennan, meðfylgjandi sundurliðun á einingaverðum verktaka, útboðsgögnum gefin út af Hafnarsjóði Fjarðarbyggðar og Siglingastofnun, fyrirliggjandi verkáætlun. Auk þess er “Almennir útboðs- og samningaskilmálar, ÍST 30:1997 með sérskilmálum Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar” hluti samnings. [/] Gerður er fyrirvari um að liður 2.2.10 “Steyptur kantur, pollar, stigar og þybbur” geti fallið út úr samningnum þar sem ekki hefur verið kynnt fyrir verkkaupa að undirverktaki annist hann. Í 3. gr. samningsins var lögð áhersla á að verkáætlun væri haldið og brugðist væri við með öllum tiltækum ráðum til að vinna upp tíma sem kynni að hafa tapast. Þá sagði í greininni að þessu til stuðnings yrðu haldnir verkfundir viku- eða hálfsmánaðarlega, eftir atvikum milli aðalverktaka og undirverktaka og skyldu fundargerðir hvers fundar vera skriflega og undirritaðar. Samkvæmt 4. gr. samningsins skyldi stefndi greiða stefnanda 169.775.960 krónur fyrir verkið og skyldi stefnandi leggja fram tryggingu fyrir 10% af samningsupphæð. Ekki er um það deilt að umsamið verð skyldi taka mið af einingaverðum og endanlegum magntölum samkvæmt tilboðsskrá. Þá var kveðið á um það í 4. gr. samningsins að stefnda bæri að greiða reikninga stefnanda í samræmi við framvindu verksins og að reikninga skyldi greiða eigi síðar en 20 dögum eftir að þeir hefðu verið samþykktir af verkkaupa. Í 5. gr. samnings aðila sagði að meðfylgjandi gjaldskrá væri lögð til grundvallar vegna þjónustu fyrirtækjanna hvors til annars vegna tímavinnu manna og tækja, uppihalds, o.s.frv. Í málinu liggur ennfremur fyrir endurrit verkáætlunar sem unnin var af starfsmönnum stefnda á þeim tíma sem samningurinn var undirritaður. A Samkvæmt því sem fram kemur í stefnu hóf stefnandi vinnu við verkið í ágúst 2004 og lauk formlega verkinu, þ.á m. aukaverkum, 28. september 2005, en þann dag hafi eftirlitsaðili með verkinu lýst því yfir að verkinu væri að fullu lokið. Af hálfu stefnanda hefur fullyrðingum um drátt á verkinu verið mótmælt og vísað til þess að tafir hafi helgast af breytingum á verkinu, magnaukningum og öðrum atvikum sem hafi ekki verið á ábyrgð stefnanda. Í greinargerð stefndu er hins vegar ítarlega lýst framgangi verksins og ýmsum töfum á verkinu af hálfu stefnanda. Er þar fyrst vikið að því stefnandi hafi ekki lagt fram verktryggingu fyrr en með símbréfi hinn 20. september 2005, þ.e. eftir að verktíma var lokið. Afrit staðfestingar verktryggingar hafi borist síðar og sé dagsett 13. október s.á. Hafi því engin verktrygging af hálfu stefnanda verið í gildi fram til 20. september 2005. Þá hafi orðið dráttur á framkvæmdum stefnanda þegar í upphafi. Stefnandi hafi lofað stefnda að hefja sanddælingar í júní 2004 og byrja þilrekstur í júlíbyrjun en sanddælingar ekki hafist fyrr en í ágúst. Gert hafi verið ráð fyrir að sanddælingar tækju um þrjá og hálfan mánuð en hafi tekið þrettán mánuði. Verulegar magnaukningar hafi orðið í verkinu en þó hafi meðalafköst í dælingu verið tæplega helmingur af því sem reiknað hafði verið með. Þegar búið hafi verið að gera hluta svæðisins tilbúinn undir þilreksturinn hafi liðið tvær til þrjár vikur áður en tæki og búnaður sem nota átti við verkið hafi komið á verkstað, en tækin hafi þá verið í þannig ástandi að byrja þurfti að gera við þau. Niðurrekstur hafi átt að hefjast í byrjun ágúst en hafi hafist í lok september. Gert hafi verið ráð fyrir að þilrekstur tæki um þrjá og hálfan mánuð en hafi tekið um sex og hálfan mánuð. Við upphaf þilreksturs hafi orðið það óhapp að sjávarbakki gaf sig og þilið sökk. Verkkaupi hafi borið ábyrgð á töf er af þessu hlaust, u.þ.b. ein og hálf til tvær vikur. Að öðru leyti hafi töf á þilrekstri alfarið verið á ábyrgð stefnanda. Þilrekstri hafi lokið rétt fyrir páska 2005, nokkrum mánuðum á eftir áætlun. Þessi seinkun hafi tafið verulega framvindu þeirra verkþátta sem stefndi hafi séð um sjálfur, en það var að fylla á bak við þilið. Stefndi vísar til þess að stögun þils þurfi að eiga sér stað sem næst jafnóðum og þilið er rekið niður. Í ljós hafi komið að stefnandi hafði ekki mannafla til að vinna samtímis að niðurrekstri og stögun. Þar sem verkið hafi verið orðið mörgum vikum á eftir áætlun hafi stefndi gripið til þess ráðs að setja eigin mannskap og tæki í verkið og stefnandi hafi ekki gert stefnda reikning vegna þeirra verkliða sem hér um ræðir (2.2.9.3 og 2.2.9.4). Steypa kantbita hafi hafist eftir páska 2005, nokkrum mánuðum of seint. Stefnandi hafi gefið til kynna að bætt yrði við mannskap til að vinna þennan verkþátt en ekkert orðið af því. Stefndi hafi aflað steypu til verksins þótt samningur gerði ráð fyrir að stefnandi legði til steypuna. Þessi verkþáttur hafi staðist tímaáætlun en ekki hafist fyrr en um tveimur mánuðum of seint. Uppsetningu kanttrés og stiga hafi átt að ljúka seinnihluta júní 2005 en ekki lokið fyrr en í lok ágúst. Fljótlega eftir að byrjað var að steypa kantbitann hafi átt að setja saman um 1800 vörubíladekk keðjuð saman, sex stykki í búnt (dekkjaþybbur), og hengja framan á stálþilið ásamt gúmmíþybbum sem keyptar voru erlendis frá og koma átti fyrir framan á steypta kantinum. Þar sem stefnandi hafi ekki haft burði til að framkvæma þessi verk hafi stefndi gripið til þess ráðs að vinna verkþáttinn sjálfur. Stefndi upplýsir að hann hafi fengið verktímann framlengdan um fjórar vikur þ.e. til 28. júlí 2005. Þegar verkinu hafi ekki verið lokið í ágúst 2005 hafi verkkaupi varað við beitingu dagsekta með orðsendingu, en ekki komið til þess að dagsektum yrði beitt. Verkinu hafi síðan lokið í ágúst 2005, um tveimur mánuðum eftir umsamin verklok. Stefndi vísar til þess að ítrekað hafi verið bókað um athugasemdir við framvindu verks í verkfundargerðum og vísar til tiltekinna verkfundagerða í því sambandi. Eftir að úttekt á verkinu var lokið héldu aðilar tvo uppgjörsfundi, hinn fyrri 2. október 2005 og þann síðari 11. sama mánaðar. Ekki tókst samkomulag með aðilum á þessum fundum. Í framhaldinu hófust innheimtutilraunir stefnanda með aðstoð lög­manns sem ekki er ástæða til að rekja sérstaklega. B Í stefnu kemur fram að heildarfjárhæð útgefinna reikninga stefnanda á hendur stefnda nemi 198.283.414 krónum. Skýrist hækkun frá samningi aðila af magnaukningu og aukaverkum er stefnanda hafi verið falið að vinna. Er í stefnu gefið yfirlit yfir alla útgefna reikninga stefnanda á hendur stefnda. Með hliðsjón af því að í málinu er ekki deilt um þá heildarfjárhæð sem stefnanda bar fyrir verkið er ekki ástæða til að rekja frekar málatilbúnað stefnanda að þessu leyti. Þá er því lýst að stefndi hafi greitt alls 136.607.525 krónur. Stefndi hafi þannig greitt að fullu reikninga stefnanda útgefna á tímabilinu 31. júlí 2004 til 26. maí 2005. Reikningar stefnanda útgefnir á því tímabili séu því óumdeildir. Stefndi hafi frá 26. maí 2005 aðeins greitt inn á reikninga stefnanda útgefna frá þeim tíma, en stefnanda séu ekki ljósar ástæður þessa. Krafa stefnanda í málinu sé því um greiðslu skuldar stefnda við stefnanda samkvæmt eftirfarandi fimm reikningum samtals að höfuðstól 69.175.889 krónur: Reikningur dags. 26. maí 2005 kr. 33.585.208 Reikningur dags. 29. júní 2005 kr. 5.657.075 Reikningur dags. 14. júlí 2005 kr. 4.909.120 Reikningur dags. 2. ágúst 2005 kr. 7.768.180 Reikningur dags. 1. desember 2005 kr. 17.256.306 Ágreiningslaust er stefndi hefur greitt inn á ofangreinda kröfu stefnanda 2.500.000 krónur 29. júlí 2005 og 5.000.000 krónur 12. ágúst 2005. Samtals hefur stefnandi því greitt 136.607.525 krónur sem fyrr segir. Þá greiddi stefndi stefnanda 12.630.407 krónur 26. maí 2006 eftir framlagningu greinargerðar sinnar í héraði. Hefur verið tekið tillit til þeirrar innborgunar í endanlegri kröfugerð stefnanda. Höfuðstóll kröfu stefnanda að teknu tilliti til innborgana stefnda er því 61.675.889 krónur. Að frádreginni síðustu innborgun stefnda að fjárhæð 12.630.407 krónur nemur höfuð­stóllinn 49.045.482 krónum sem er endanleg stefnufjárhæð sem fyrr segir. C Við aðalmeðferð málsins komu gáfu aðilaskýrslu Óskar Alfreð Beck, fram­kvæmdastjóri stefnanda, Sigurbergur Konráðsson, framkvæmdastjóri stefnda og Þór Konráðsson, stjórnarformaður stefnda. Þá komu fyrir dóminn sem vitni Sigurður Áss Grétarsson, starfsmaður Siglingastofnunar, Jörgen Rúnar Hrafnkelsson, fyrrverandi starfsmaður stefnda og verkefnisstjóri við umrætt verk og loks Geir Sigurpáll Hlöðversson, sem sinnti eftirliti við verkið fyrir verkkaupa. Ekki er ástæða til að rekja skýrslur þessara manna sérstaklega. II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á framangreindum fimm reikningum og vísar til reglna samninga- og verktakaréttar, þ. á m. ÍST 30, til stuðnings kröfu sinni. Þá vísar hann til reglna kröfuréttar um þýðingu tómlætis stefnda. Hann áréttar að honum sé ókunnugt um ástæður þess að stefndi hefur ekki greitt fyrrgreinda reikninga vegna verksins og telur stefnandi reikninga þessa vera óumdeilda. Stefnandi áréttar að krafa hans byggi á verksamningi aðila og leggur áherslu á að stefndi hafi ekki mótmælt reikningum stefnanda. Teljist þeir því samþykktir af stefnda, sbr. ákvæði ÍST 30, grein 31.13.1. Krafa stefnanda samkvæmt fyrrgreindum reikningum byggi á úttekt á verkstöðu á hverjum tíma og séu upplýsingar á yfirlitsblöðum um stöðu verksins óumdeildar. Stefndi hafi a.m.k. ekki mótmælt þeim upplýsingum um stöðu verksins á hverjum tíma. Stefnandi bendir á að fyrrgreindir reikningar hans og yfirlitsblöð um verkstöðu byggi á viðurkenndri verkstöðu samkvæmt samningi stefnda og aðalverkkaupa um heildarverkið. Samkvæmt samningi aðila hafi stefnandi tekið að sér að sér undirverktöku við verkið, þ.e. að framkvæma hluta þess verks, sem stefndi samdi við aðalverkkaupa um að vinna, og sé óumdeilt að stefnandi hafi unnið þau verk sem greini í yfirlitsblöðum um verkstöðu sem fylgi reikningum. Í stefnu er sundurliðun hvers einstaks reiknings ítarlega lýst. Meðal annars kemur þar fram að hvaða marki reikningarnir eru gerðir fyrir verkhluta auðkennda 2.2.10.9 og 2.2.10.10 sem stefndi telur sig hafa tekið yfir eins og síðar greinir. Með hliðsjón af því að ekki er ágreiningur um fjárhæðir þessara reikninga og einstakra liða þeirra er ekki ástæða til að rekja efni þeirra frekar. Endanleg dráttarvaxtakrafa stefnanda miðast við að gjalddagi sé 20 dögum eftir samþykki reiknings af hálfu verkkaupa. Hefur stefnandi í endanlegri kröfugerð sinni tekið til greina athugasemdir stefnda við gjalddaga reikninga. Stefnandi vísar að öðru leyti til þess að kröfur hans byggi á verksamningi aðila og séu kröfur byggðar á upplýsingum frá aðalverktaka um magntölur sem samþykktar hafi verið á verkfundum. Skorar stefnandi á stefnda að leggja fram aðrar upplýsingar frá verkkaupa, ef dregnar eru í efa upplýsingar um magntölur. III Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir málatilbúnað sinn á því að stefnandi hafi vanefnt samning aðila með stórfelldum hætti með þeim drætti er varð á framkvæmd verksins svo og skorti á mannafla og getu til að framkvæma verkið. Hann vísar til þess að hann hafi haft heimild til að rifta samningnum samkvæmt grein 25.5 í ÍST 30:2003. Stefndi hafi kosið að gera það ekki en látið þess í stað stefnanda vinna verkið að svo miklu leyti sem unnt var jafnframt því að hann vann sjálfur verkliði 2.2.10.9 og 2.2.10.10. Hafi stefnandi samþykkt þessa tilhögun. Við uppgjör aðila beri að hafa hliðsjón eftir því sem unnt er af ákvæðum í 25. kafla ÍST 30:1997 sem sé samhljóða sambærilegum ákvæðum ÍST 30:2003. Stefndi mótmælir þannig í heild sinni þeim hluta ógreiddra reikninga er varða verkliði 2.2.10.9 og 2.2.10.10 með vísan til þess að stefnandi hafi ekki unnið þennan hluta verksins heldur stefndi, en samtals nemi þessir liðir 44.137.000 krónum. Stefndi vísar til þess að 29. júlí og 12. ágúst 2005 hafi hann greitt samtals 7.500.000 krónur inn á reikning dagsettan 26. maí 2005 sem svari til fjárhæða annarra verkliða en 2.2.10.9 og 2.2.10.10. Að svo miklu leyti sem stefndi hafi ekki þegar greitt stefnanda fyrir fullunnin verk hafi stefndi, samkvæmt grein 25.7.3 í ÍST:30, eigi hann rétt til að halda eftir greiðslu til mæta kröfum sínum til bóta vegna vanefnda á grundvelli greina 25.7.4 og 25.7.5. Að auki kunni stefnandi að eiga rétt til greiðslu fyrir ónotað efni sem hann hafi flutt á vinnustað, en þar hafi verið um að ræða efni í þybbubita (fendera). Stefndi telur sig einnig eiga skaðabótakröfu vegna þess tjóns sem hann varð fyrir vegna tafa á verkinu og vegna þess að stefnandi afhenti honum ekki alla verkliði, sbr. greinar 25.6.10, og 25.7.4 og 25.7.5 ÍST 30 og almennar reglur skaðabóta- og verktakaréttar. Einnig hafi stefndi innt af hendi þjónustu til stefnanda sem sé óuppgerð milli aðila. Samkvæmt framansögðu beri að fara svo með uppgjör aðila: Samanlögð fjárhæð samþykktra liða á reikningum stefnanda kr. 25.038.889 Greiðsla stefnda fyrir ónotað efni (dekkjarúllur) kr. 3.043.777 Greiðsla stefnda fyrir ónotað efni (fenderar) kr. 25.296.263 Samtals til stefnanda kr. 53.378.929 Skaðabótakrafa til skuldajafnaðar kr. (40.748.522) Mismunur kr. 12.630.407 Eins og áður greinir greiddi stefndi stefnanda umræddan mismun, þ.e. 12.630.407 krónur, 26. maí 2006. Er tekið tillit til þessarar greiðslu í endanlegri kröfugerð stefnanda. Í endanlegri kröfugerð sinni miðar stefnandi einnig við gjalddaga í samræmi við athugsemdir stefnda. Er ekki ástæða til að rekja sérstaklega athugsemdir stefnda um þetta atriði að öðru leyti en því að hann telur að umræddir reikningar geti ekki hafa fallið í gjalddaga fyrr en stefnandi afhenti staðfestingu verktryggingar 20. september 2005. Þá telur stefndi einnig að gagnkröfur hans hafi stofnast mun fyrr en kröfur stefnanda og komi því ekki til greina að dæma dráttarvexti hvernig sem málið fer. Samkvæmt framangreindu telur stefndi þannig að hann hafi greitt stefnanda fulla greiðslu samkvæmt samningi aðila. Verður nú vikið nánar að gagnkröfu stefnda. Skaðabótakrafa stefnda að fjárhæð 40.748.522 krónur er í fimm liðum. Sundurliðar stefnandi hana með eftirfarandi hætti: 1. Skaðabótakrafa v. kostnaðarauka við yfirtöku stefnda og frkv. á verkliðum 2.2.10.9 og 2.2.10.10. 2. Krafa um skaðabætur vegna kostnaðar af aðstöðu í tvo mánuði 3. Krafa um skaðabætur vegna tapaðs rekstrarframlags tækja stefnda 4. Krafa skv. reikningum vegna þjónustu stefnda við stefnanda Krafa um endurgreiðslu vegna sigs í fyllingu Fyrsta kröfulið sinn rökstyður stefnandi þannig að hann hafi alfarið unnið verklið 2.2.10.10. Kostnaðarauki hans vegna yfirtöku á þessum verklið hafi falist annars vegar í efnisöflun og hins vegar í kostnaði við framkvæmd verksins, en stefndi hafi gert ráð fyrir því að nýta tæki sín og mannafla í öðrum verkum á þeim tíma sem um ræðir. Að því er varðar liði 1.1 og 1.2 vísar stefndi til þess að hann hafi lagt til tvo vagna fulla af dekkjarúllum, en áætla megi að í hvorum vagni hafi rúmast um 100-120 dekk og sé verð dekkjanna metið 400.000 krónur. Stefndi hafi keypt suðuvír fyrir 115.189 krónur samkvæmt nótum sem lagðar hafi verið fram í málinu. Að því er varðar liði 1.3 og 1.4 vísar stefndi til þess að hann hafi unnið alls 2174 vinnustundir við þennan verklið. Vinnustundir séu teknar saman á skjali sem lagt hafi verið fram í málinu. Sundurliðar stefndi vinnustundir manna og véla sem samtals geri 10.752.600 króna. Að frátöldum virðisaukaskatti, en að meðtöldu 15% álagi fyrir verkstjórn fáist kostnaðarverð útseldrar vinnu og tækja sem sé 8.636.626 krónur. Einnig sé krafið um greiðslu fyrir fæði og gistingu, kr. 4.500 fyrir hvern dag í 181 manndag (miðað við 12 klst. vinnudag) en það sé samkvæmt samningi aðila. Krafa vegna uppihalds nemi 814.500 krónum. Samkvæmt þessu nemi samanlögð krafa vegna kostnaðarauka af framkvæmd verkliða 2.2.10.9 og 2.2.10.10 alls 9.966.315 krónum. Stefndi segir kröfuna styðjast við grein 25.6.10 og 25.7.4 í ÍST 1997:30 og reglur kröfuréttar og verktakaréttar um skaðabætur vegna vanefnda í verksamningum. Stefndi tekur fram að ef, af einhverjum ástæðum, verði fallist á kröfu stefnanda um greiðslu reikninga fyrir verkliði 2.2.10.9 og 2.2.10.10 sé í stað ofangreindrar kröfu að fjárhæð kr. 8.636.626 gerð krafa um þóknun fyrir verkið samkvæmt útseldum taxta að viðbættri 15% þóknun fyrir verkstjórn, en samanlögð krafa um þóknun að meðtöldum virðisaukaskatti nemi 12.365.490 króna. Í báðum tilfellum sé notaður taxti samkvæmt samningi við verkkaupa enda hafi taxti samkvæmt verksamningi aðila verið hugsaður fyrir minniháttar aðstoð stefnda við stefnanda en ekki vinnu er vinna þyrfti óvænt við heila verkliði. Er krafan í þessu tilviki byggð á því að eigi stefnandi rétt til þóknunar fyrir verk sem stefndi vann, hljóti stefndi á grundvelli þess hvernig samningur aðila var framkvæmdur, að eiga rétt til greiðslu fyrir vinnu er hann seldi stefnanda. Að því er varðar kröfulið 2 vísar stefndi til þess að verkið hafi tafist vegna atvika, er stefnandi bar alfarið ábyrgð á, í tvo mánuði. Stefndi hafi af þeim sökum þurft að halda úti aðstöðu á verkstað til loka ágúst í stað júníloka sem hafi verið umsaminn tími verkloka. Beri stefnandi skaðabótaábyrgð gagnvart stefnda sem nemi kostnaði við þetta. Um lið 2.1 er vísað til launakostnaðar fyrir ráðskonu samkvæmt framlögðum launaseðlum. Um lið 2.2 er vísað til viðhalds húsnæðis samkvæmt framlögðum reikningum. Um lið 2.3 er vísað til kostnaðar stefnda við aðföng vegna fæðis í júlí og ágúst samkvæmt framlögðum reikningum. Um liði 2.4 og 2.5 er vísað til þess að stefndi þurfti að keyra rafstöðu aukalega í 62 daga, þ.e. júlí og ágúst, vegna tafa á verkinu af völdum stefnanda. Afnot af rafstöðinni séu metin á 550 krónur á klst. eða samtals 818.400 krónur. Miðað við meðalverð olíu í júlí og ágústmánuði 2005 nemi kostnaður vegna olíunotkunar 944.681 krónu sem sé tjón stefnda. Um lið 2.6 er vísað til þess að núvirði hverrar vinnubúðaeiningar stefnda sé 1.200.000 krónur og miðað við að 10% afskrift á ári sé kostnaður sem bundinn er í vinnubúðunum 120.000 krónur á ári eða 10.000 krónur á mánuði. Notaðar hafi verið 18 vinnubúðaeiningar í tvo mánuði og nemi því krafa stefnda vegna þessa 360.000 krónum. Um lið 2.7 er vísað til þess að við tilboðsgerð til verkkaupa reiknaði stefndi sér 5% samnings­fjárhæðar fyrir yfirstjórn, svo sem rekstur skrifstofu, samskipti við verkkaupa (verk­fundir, bréfasamskipti, magntaka, reikningagerð) samskipti og samræmingu við aðra verktaka og hagsmunaaðila, fjármagnskostnað, öryggismál, merkingu vinnusvæðis og ferðakostnað starfsmanna. Stefndi hafi þurft að sinna yfirstjórn í júlí og ágúst sem hafi verið umfram umsaminn verktíma. Hann hafi því orðið fyrir tjóni sem þessu nemi. Stefndi kveðst hafa takmarkað kröfu sína við 5% samningsfjárhæðar við stefnanda en ekki við verkkaupa. Þessi kostnaðarliður fyrir tveggja mánaða tímabil nemi því 5% af 169.775.960 krónum deilt með 12 x 2 eða 1.414.800 krónum. Samanlögð krafa um skaðabætur vegna kostnaðar af aðstöðu í tvo mánuði nemi þannig 3.923.993 krónum. Krafan er sögð styðjast við reglur kröfuréttar og verktakaréttar um skaðabætur vegna vanefnda í verksamningum, m.a. gr. 25.7.4 og 25.7.5 í ÍST 30. Að því er varðar kröfulið 3 vísar stefndi til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna vannýtts tækjaflota sem var bundinn í verkinu. Hann hafi tekið saman úr dagbókarfærslum þann tíma sem tókst að nýta tækin og dregið frá þeim tíma er samsvarar eðlilegri nýtingu þeirra miðað við að virkir dagar í mánuði séu 22 og virkur véltími níu klukkustundir þegar tekið hafi verið tillit til olíuáfyllinga, smurtíma og annarrar minni háttar þjónustu. Vísar stefndi til þess að endurskoðandi hans hafi staðfest þá útreikninga um þetta sem lagðir hafa verið fram í málinu. Í raun hefðu þó sum tækin verið í meiri notkun en kröfugerðin geri ráð fyrir, þar sem við verk stefnda í Ufsarveitu hafi verið unnið á vöktum. Krafan er studd við reglur kröfuréttar og verktakaréttar um skaðabætur vegna vanefnda í verksamningum, m.a. gr. 25.7.4 og 25.7.5 ÍST 30. Að því er varðar kröfulið 4 vísar stefndi til þess að hann hafi aðstoðað stefnda við að ná bómu af krana sem lenti í óhappi og hafi hann gert stefnda reikninga vegna aðstoðarinnar á þeim taxta er greini í samningi og skyldi gilda um minni háttar aðstoð milli aðila. Um sé að ræða framlagðan reikning að fjárhæð 90.000 krónur vegna aðstoðar við flutning á kranabómu (liður 4.2) og framlagðan reikning að fjárhæð 785.000 krónur vegna vinnu við að ýta upp görðum (liður 4.3). Einnig hafi stefndi aðstoðað stefnanda við öflun járnalykkja í þilkant sem hafi verið verkþáttur er tilheyrði stefnanda (liður 4.1), en reikningur að fjárhæð 202.487 sé vegna útlagðs kostnaðar við efnið. Kröfur þessar nemi samtals 1.279.975 krónum og styðjist við reglur samningaréttar um að samninga skuli halda. Að því er varðar kröfulið 5 vísar stefndi til þess að stefnandi hafi tekið að sér verklið 2.2.3.1, dýpkun, en hann hafi falist í sanddælingum og fyllingu. Að auki hafi stefnandi aflað aðflutts efnis í fyllinguna. Ljóst sé að töluvert sig hafi orðið bæði í botni á svæðinu og einnig í fyllingu. Áætlað hafi verið að sig botnsins myndi að mestu koma fram á byggingartímanum og það gæti orðið um 10 sm á þeim hluta svæðisins þar sem notaður væri siltríkur sandur, en óverulegt á þeim hluta svæðisins þar sem notuð væri möl. Í verkfundargerðum komi fram niðurstaða mælinga á sigi við þrjú sigrör er sett hafi verið niður. Í fundargerðum komi fram að í vestari landvegg og í kringum þilplötu 280 megi sjá sig af stærðargráðunni 20 – 25 sm. Samkvæmt samningi aðila hafi sig í undirlagi og í fyllingu verið á áhættu stefnanda. Hafi stefndi reiknað meðalsig í verkinu 184 mm en það leiði til aukinnar efnisöflunar sem nemi 4.892 rúmmetrum. Hlutfall stefnanda í aukinni efnisöflun miðað við hlutfall hvors aðila um sig í efnisöflun inn í verkið sé 0.51, aukið efnismagn er stefnanda beri að taka á sig vegna þessa sé 2.509 rúmmetrar sem verðleggist samkvæmt umsömdu einingaverði á 355 krónur. Hafi stefndi því ofgreitt stefnanda 890.793 krónur. Verði af einhverjum ástæðum ekki fallist á að stefndi eigi kröfu til skaðabóta samkvæmt liðum 1 til 3 eða að fjárhæð skaðabóta yrði talin 23.768.640 krónur eða lægri gerir stefndi kröfu til þess að stefnandi greiði honum tafabætur. Vísar hann til 2. gr. verksamnings þessu til stuðnings þar sem vísað hafi verið til verksamnings í heild sinni. Í grein 1.12 þess samnings sé kveðið á um tafabætur er nemi 0,2% af samningsfjárhæð fyrir hvern almanaksdag sem dragist að skila verki eftir að samningsbundinn skilafrestur er útrunninn. Stefndi hafi átt að skila verkinu eigi síðar en 1. júlí 2005 en lokaúttekt hafi ekki farið fram fyrr en 10. september það ár og eigi tafabætur að reiknast til þess dags er lokaúttekt fór fram. Samkvæmt þessu beri stefnanda að greiða stefnda tafabætur fyrir 70 daga eða 23.768.640 krónur. IV Niðurstaða Í máli þessu gerir stefnandi efnislega þá kröfu að stefndi greiði fimm reikninga sem útgefnir voru á tímabilinu 26. maí 2005 til 1. desember sama árs, en eins og áður greinir voru þessir fimm reikningar síðastir í röðinni af alls 21 reikningi sem stefnandi gaf út vegna undirverktöku fyrir stefnda við byggingu stóriðjuhafnar við Mjóeyri. Aðilar deila ekki um magntölur í reikningum stefnanda eða um þá heildarfjárhæð sem stefnanda bar samkvæmt samningi aðila dagsettum 1. nóvember 2004. Endanleg kröfu­gerð stefnanda tekur og tillit til innborgana stefnda 29. júlí 2005 að fjárhæð 2.500.000 króna, 12. ágúst sama árs að fjárhæð 5.000.000 króna og 26. maí 2006 að fjárhæð 12.630.407 króna. Þá hefur í endanlegri kröfugerð stefnanda verið fallist á mótmæli stefnda við gjalddögum umræddra reikninga. Er því ekki lengur deilt um upphafsdaga dráttarvaxta að þessu leyti, ef fallist verður á kröfu stefnanda samkvæmt umræddum reikningum. Eins og fram kemur í samningi aðila dagsettum 1. nóvember 2004 skyldi stefndi greiða stefnanda samkvæmt reikningi í samræmi við framvindu verksins. Samkvæmt reikningi 26. maí 2005 (verkstaða 13) nam fjárhæð þess verks, sem stefnandi hafði þá lokið við að vinna, alls 117.716.885 krónum, en áður hafði verið greitt 110.205.976 krónur samkvæmt verkstöðu. Var fjárhæð reikningsins mismunur þessara tveggja talna, þ.e. 7.510.909 krónur. Fjárhæð næsta reiknings, sem einnig er útgefinn 26. maí 2005 (verkstaða 21), er 33.585.208 krónur og kemur þá fram í meðfylgjandi sundurliðun að búið sé að vinna verkið fyrir 146.679.185 krónur. Í þessum reikningi er hins vegar ranglega miðað við að áður hafi verið gerður reikningur fyrir aðeins 113.093.976 krónur í stað 117.716.885 króna. Miðað við forsendur fyrri reikningsins hefði fjárhæð þessa reiknings aðeins átt að vera aðeins 28.962.300 krónur. Þetta ósamræmi í gögnum stefnanda hefur ekki verið skýrt þrátt fyrir fyrirspurnir dómara til fyrirsvarsmanns stefnanda og lögmanns hans við aðalmeðferð málsins. Enda þótt stefndi hafi ekki andmælt kröfu stefnanda á þessum grundvelli er það álit dómsins að málið verði ekki dæmt samkvæmt málatilbúnaði stefnanda að því leyti sem ósamrýmanlegt er framkomnum gögnum málsins, sbr. til hliðsjónar síðari málslið 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt framangreindu verður að lagt til grundvallar að rétt fjárhæð umrædds reiknings sé 28.962.300 krónur og heildarkrafa stefnanda lækki í samræmi við það. A Ágreiningur aðila málsins er tvenns konar. Annars vegar mótmælir stefndi tilteknum liðum í reikningum stefnanda. Hins vegar telur stefndi sig eiga rétt til skaðabóta úr hendi stefnanda vegna vanefnda hans á samningi aðila Líkt og áður greinir byggir stefndi mótmæli sín við reikningum stefnanda á því að stefndi hafi tekið yfir verkhluta auðkennda 2.2.10.9 og 2.2.10.10 í útboðs- og verklýsingu Siglingastofnunar frá apríl 2004, en stefnandi hafi ekki innt af hendi neina vinnu við þessa verkliði. Þeir liðir í reikningum stefnanda sem lúta að þessum verkhlutum nema samanlagt 40.748.522 krónum. Telur stefndi að reikningar stefnanda eigi að sæta lækkun sem þessu nemur, þó þannig að tekið sé tillit til kostnaðar stefnanda, við að útvega efni frá þriðja aðila, að fjárhæð 28.340.040 krónur. Í málinu er því ekki haldið fram af hálfu stefnda að stefnandi hafi tekið yfir þessa hluta verksins á grundvelli sérstaks samkomulags við stefnda eða hann hafi með öðrum hætti samþykkt breytta tilhögun á framkvæmd verksins. Verður að skilja málatilbúnað stefnda á þá leið að hann hafi talið sér heimilt að rifta einhliða samningi sínum við stefnanda að hluta, sbr. 25 kafla ÍST 30:1997 þannig að stefnandi sinnti ekki lengur umræddum verkhlutum, án þess þó að samningi aðila að öðru leyti væri rift. Í málatilbúnaði stefnda sér þess ekki stað að stefndi hafi tilkynnt stefnanda um umrædda riftun að hluta með nokkrum hætti, eins og þó er skýrlega áskilið í þeim ákvæðum ÍST 30:1997 sem stefndi vísar til. Án tillits til þess hvort skilyrði til riftunar voru fyrir hendi, svo og þess hvort heimilt var að rifta eingöngu tilteknum hluta samningsins, er af þessum sökum ekki unnt að fallast á að stefndi hafi rift samningi sínum við stefnanda með gildum hætti. Samkvæmt þessu verður þessum andmælum stefnda við reikningum stefnanda hafnað og lagt til grundvallar að samningur aðila dagsettur 1. nóvember 2004 hafi gilt um lögskipti aðila, þar á meðal verkhluta auðkennda 2.2.10.9 og 2.2.10.10. Í málinu er óumdeilt að stefndi innti af hendi vinnu og útvegaði vélar og tæki vegna vinnu við umrædda verkhluta. Var því lýst yfir í munnlegum málflutningi af hálfu stefnanda að upplýsingum stefnda um tímafjölda starfsmanna og véla væri ekki mótmælt. Samkvæmt 5. gr. samnings aðila skyldi gjaldskrá, sem fylgdi samningnum, gilda um þjónustu málsaðila hvors til annars vegna tímavinnu manna og tækja, uppihalds o.s.frv. Samkvæmt öllu framangreindu er ljóst að stefndi á rétt á greiðslu frá stefnanda vegna framlags til umræddra verkhluta. Hins vegar hefur stefndi hvorki gefið út reikninga samkvæmt 5. gr. samnings aðila vegna þessa framlags, né sundur­liðað þessa kröfu fyrir dómi í þeim tilgangi og með þeim hætti að henni verði skuldajafnað. Þótt ekki sé ágreiningur um tímafjölda manna og véla sem stefndi ráðstafaði í verkhluta 2.2.10.9 og 2.2.10.10 liggja því ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar í málinu til þess að unnt sé að slá fastri þeirri fjárhæð sem stefndi á rétt á samkvæmt framansögðu. Samkvæmt þessu er í máli þessu ekki unnt að draga frá kröfu stefnanda ákveðna fjárhæð vegna framlags stefnda til verkhluta 2.2.10.9 og 2.2.10.10. Í málinu hafa verið lagðir fram af hálfu stefnda alls 11 matarreikningar. Er sá fyrsti dagsettur 31. maí 2005, en sá síðasti 3. september sama árs. Af hálfu stefnda er ekki höfð uppi töluleg krafa til skuldajafnaðar vegna umræddra reikninga. Þá liggur ekkert fyrir í málinu um hvort og þá hvernig umræddir reikningar kunni að hafa verið greiddir af stefnda, að hluta eða í heild, svo sem stefnandi heldur fram. Eins og kröfugerð stefnda er háttað, og málið liggur fyrir dóminum að öðru leyti, er ekki unnt að taka afstöðu til hugsanlegrar kröfu stefnda á hendur stefnda vegna umræddra matarreikninga. Verður því ekki frekar um þá fjallað. B Fyrrgreind skaðabótakrafa stefnda, sem hann hefur uppi til skuldajafnaðar, er í fimm liðum. Fyrstu þrír liðirnir eru grundvallaðir á því að dráttur hafi orðið á verki stefnanda sem hafi valdið stefnda tjóni sem stefnandi beri ábyrgð á. Eru nánari fjárhæðir kröfuliða grundvallaðar á þeim kostnaði sem stefndi telur sig hafa haft af því að vinna tiltekna verkhluta, sem stefnandi átti að sjá um sjálfur, svo og þeim beina og óbeina kostnaði sem hlaust af því að halda mönnum, tækjum og aðstöðu vegna þessarar ráðstöfunar. Í verkfundagerðum sem lagðar hafa verið fram í málinu er að því vikið á fleiri stöðum að tilteknir verkhlutar séu á eftir áætlun, þar á meðal verkhlutar sem stefnandi framkvæmdi. Slík ályktun verður einnig dregin af þeirri verkáætlun sem fylgdi samningi aðila dagsettum 1. nóvember 2004 og fyrirliggjandi upplýsingum um framgang verksins. Í verkfundagerðum sér þess hins vegar hvergi stað að stefndi hafi gert kröfu um bætur vegna efndadráttar, tafabætur eða með öðrum hætti áskilið sér rétt vegna tafa á verkinu. Þá er upplýst í málinu að ekki voru haldnir sérstakir verkfundir aðalverktaka og undirverktaka, þar sem slíkar kröfur hefðu komið fram eða áskilnaður um slíkar kröfur kynni að hafa verið gerður. Gegn mótmælum stefnanda verður því talið ósannað að stefndi hafi tilkynnt stefnanda með einhverjum hætti að hann teldi sig eiga rétt á skaðabótum vegna efndadráttar áður en lokaúttekt verksins hófst 10. september 2005. Samkvæmt gögnum málsins fékk stefndi, sem aðalverktaki umrædds verks, framlengdan frest til að ljúka verkinu til 28. júlí 2005. Í munnlegum skýrslum við aðalmeðferð málsins kom jafnframt fram, að af hálfu verkkaupa, hefði verið látið athugasemdalaust þótt verkskil hefðu dregist einhverjar vikur umfram þennan fram­lengda frest. Fá þessir framburðir einnig stoð í orðsendingu eftirlitsmanns verkkaupa til Jörgens Hrafnkelssonar, verkefnisstjóra stefnda, 29. ágúst 2005, þar sem skorað er á stefnda að hraða verkinu eins og kostur væri og minnt á rétt verkkaupa til að innheimta dagsektir. Í rafskeyti, sem nefndur Jörgen sendi eftirlitsmanni 30. ágúst 2005 í tilefni af framangreindri orðsendingu, kemur hins vegar fram sú afstaða stefnda að tafir á verkinu hafi orsakast af ýmsum atriðum sem séu á ábyrgð verkkaupa, meðal annars vegna magnbreytinga, breytinga á hönnun og ýmissa ófyrirsjáanlegra atvika. Verður ekki önnur ályktun dregin af skeytinu, svo og skýrslum fyrir dómi, en að dráttur á verkhluta stefnanda kunni, a.m.k. að einhverju leyti, hafa verið talinn afsakanlegur af hálfu stefnda og orsakast af atvikum á ábyrgð verkkaupa. Ekki verður því á það fallist að við lok verksins hafi með einhverjum hætti legið fyrir að stefndi teldi sig eiga rétt til bóta úr hendi stefnanda vegna tafa á verkinu. Ýmislegt í gögnum málsins gefur til kynna óánægju stefnda með þann drátt sem varð á verki stefnanda. Á svonefndum uppgjörsfundi sem haldinn var 2. október 2005 kemur þannig fram að starfsmaður stefnda hafi vakið athygli fyrirsvarsmanns stefnanda á því að ekki hafi verið „reikningsfærð vinna við að verja seinagang G&t gagnvart verkkaupa og af hverju væri ekki unnið samkvæmt verkáætlunum, af hverju væri ekki bætt við mannskap og jafnvel settar vaktir eins og G&t hafði lofað til að halda tímaáætlun o.s.frv.“ Hvorki á þessum fundi né á öðrum uppgjörsfundi, sem haldinn var 11. október 2005, mun þó hafa verið höfð uppi krafa um skaðabætur af hálfu stefnda eða áskilnaður gerður um slíka kröfu. Að öllu virtu verður að leggja til grundvallar í málinu að slík krafa hafi ekki komið fram fyrr en með greinargerð stefnda fyrir héraðsdómi 27. apríl 2006. Samkvæmt almennum reglum kröfuréttar bar stefnda að tilkynna stefnanda um að hann hygðist bera fyrir sig efndadrátt hans innan hæfilegs tíma. Á þetta því frekar við að stefndi er fyrirtæki sem sérhæfir sig bygginga- og mannvirkjagerð í atvinnuskyni. Eins og áður greinir fór lokaúttekt verksins fram í september 2005 án þess að séð verði að stefndi hafi á þeim tíma haft uppi áskilnað um bætur vegna efndadráttar stefnanda. Samkvæmt þessu liðu meira en sjö mánuði frá lokaúttekt verksins, þar til stefndi hafði uppi kröfu um bætur. Samkvæmt málatilbúnaði stefnda sjálfs mun fyrsta tilefni til þess að hafa uppi kröfu um efndabætur þó hafa risið löngu fyrir lokaúttekt eða um vorið 2005. Staðhæfingar stefnda um að áskilnaður hafi verið hafður uppi munnlega um skaðabætur eru ósannaðar gegn mótmælum stefnanda. Samkvæmt öllu framangreindu er það álit dómsins að stefndi hafi sýnt slíkt tómlæti að réttur hans til bóta vegna hugsanlegs efndadráttar stefnanda sé fallinn niður. Þegar af þessari ástæðu verður fyrstu þremur liðunum í gagnkröfu stefnanda hafnað. Gerist þess því ekki þörf að fjallað sé um hvort og þá að hvaða marki stefndi hafi fært sönnur á tjón sitt samkvæmt umræddum kröfuliðum. C Fjórði liðurinn í skaðabótakröfu stefnda er grundvallaður á kostnaði sem stefndi telur sig hafa haft af því að aðstoða stefnanda við að ná bómu af krana sem lenti í óhappi og flytja hana auk þess að aðstoða hann við að afla efnis í þilkant. Um kröfuliðinn er vísað til tveggja reikninga sem gefnir voru út 26. apríl 2006, svo og tveggja reikninga Steypustöðvarinnar ehf. 20. apríl 2005 og 10. maí 2005 að samanlagðri fjárhæð 202.487. Af hálfu stefnanda hefur þessum reikningum verið mótmælt, bæði að því er varðar greiðsluskyldu og fjárhæðir. Hafa ber í huga að þótt umræddur kröfuliður stefnda sé að hluta til byggður á útgefnum reikningum stefnda er hér um að ræða skaðabótakröfu vegna tjóns sem stefndi telur sig hafa orðið fyrir vegna vanefnda stefnanda. Athugast að stefndi lítur ekki svo á að hér sé um að ræða þjónustu við stefnanda sem rúmist innan 5. gr. samnings aðila dagsetts 1. nóvember 2004, enda væru einingaverð í reikningunum ósamrýmanleg þeirri afstöðu. Hvergi í málatilbúnaði stefnda er að finna reifun á bótagrundvelli eða bótafjárhæð vegna umræddra atvika. Jafnvel þótt talið yrði að umrædd krafa um skaðabætur væri nægilega snemma fram komin er hún því svo vanreifuð að dóminum er ómögulegt að taka efnislega afstöðu til hennar. Er óhjákvæmilegt að hafna kröfuliðnum þegar af þessari ástæðu. Fimmti liður skaðabótakröfu stefnda lýtur að rýrnun efnis í fyllingu botns. Telur stefndi að þetta hafi leitt til aukinnar efnisöflunar og beri stefnandi ábyrgð á 2.509 rúmmetrum af efni sem svari til 890.793 króna. Ekki verður séð að stefndi hafi haft uppi umrædda kröfu eða áskilnað um hana á verkfundum. Gera verður ráð fyrir að mælingum og yfirferðum á því magni efnis sem fór í botn sé löngu lokið án þess að fram hafi komið athugsemdir af hálfu stefnda. Þá ber að hafa í huga að lokaúttekt verksins fór fram í september 2005 án þess að þá væri höfð uppi krafa eða áskilnaður um kröfu vegna umrædds magns efnis. Er það álit dómsins að hugsanleg krafa stefnanda vegna rýrnunar efnis í botnfyllingu sé fallin niður fyrir tómlæti stefnda. Víkur þá að varakröfu stefnda um að honum sé heimilt að skuldajafna kröfu um samningsákveðnar tafabætur eða dagsektir við stefnukröfu. D Í 2. gr. samnings aðila dagsetts 1. nóvember 2004 er að finna tilvísun til samnings stefnda við verkkaupa og þeirra gagna sem þar var vísað til, m.a. útboðsgagna og ÍST 30:1997 með sérskilmálum Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Umrædda tilvísun verður að skilja svo að stefnanda, sem undirverktaka, hafi borið að vinna þá verkhluta sem vísað var til í samningnum í samræmi við tiltekna skilmála í samningi stefnda, sem aðalverktaka, við verkkaupa. Hins vegar verður tilvísunin ekki skilin á þá leið að heimildir verkkaupa í þeim samningi, til að beita stefnda dagsektum, hafi með þessu átt við um lögskipti stefnda og stefnanda máls þessa. Hvergi í samningi aðila dagsettum 1. nóvember 2004 er að finna heimild til handa stefnda til að beita dagsektum. Þegar af þessum ástæðum verður að hafna umræddri kröfu stefnda um slíkar bætur. Gerist þess því ekki þörf að fjallað sé um nánari skilyrði beitingar dagsekta samkvæmt 25. kafla ÍST 30:1997. E Samkvæmt framangreindu verður málsástæðum og gagnkröfum stefnda hafnað. Verða kröfur stefnanda teknar til greina með þeirri lækkun sem áður er gerð grein fyrir. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að stefndi hafi haldið greiðslum eða áskilið sér rétt til vanefndaúrræða sökum þess að verktrygging lá ekki fyrir fyrr en 20. september 2005. Þegar af þessari ástæðu verður ekki á það fallist með stefnda að stefnanda sé óheimilt að reikna dráttarvexti á reikninga sína fyrir þennan tíma. Eins og áður greinir er ekki lengur ágreiningur um gjalddaga reikninga stefnanda samkvæmt samningi aðila. Verður krafa stefnanda um dráttarvexti því tekin til greina eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir úrslitum og umfangi málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem ákveðst hæfilegur 1.100.000 krónur. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Þorsteinn Einarsson hrl. Af hálfu stefnda flutti málið Erla S. Árnadóttir hrl. Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt meðdóms­mönnunum Jónasi Elíassyni byggingarverkfræðingi og Ólafi Gíslasyni byggingar­verk­fræðingi. Stefndi, Arnarfell ehf., greiði stefnanda, Gáma- og tækjaleigu Austurlands ehf., 44.422.573 krónur ásamt dráttarvöxtum af 28.962.299 krónum frá 10. júlí 2005 til 29. júlí 2005, af 26.462.299 krónum frá þeim degi til 3. ágúst 2005, af 32.119.374 krónum frá þeim degi til 4. ágúst 2005, af 37.028.494 krónum frá þeim degi til 12. ágúst 2005, af 32.028.494 krónum frá þeim degi til 11. september 2005, af 39.796.674 krónum frá þeim degi til 20. desember 2005, en af 57.052.980 krónum frá þeim degi til 26. maí 2006, en af 44.422.573 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.100.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 22/2021
Endurgreiðsla Framsal valds Gjaldtaka Skattur Stjórnarskrá Tollur
Á ehf. höfðaði mál gegn Í til endurgreiðslu á fjárhæðum sem hann hafði innt af hendi til Í vegna greiðslna fyrir tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ríkjum Evrópusambandsins sem ráðherra úthlutaði honum á grundvelli 3. mgr. 65. gr., sbr. 65. gr. B, búvörulaga nr. 99/1993 og 5. mgr. 12. gr. tollalaga nr. 88/2005. Fyrir Hæstarétti laut ágreiningur málsins að því hvort ákvæði 3. mgr. 65. gr., sbr. 65. gr. B búvörulaga, eins og þau hljóðuðu á þeim tíma sem atvik málsins gerðust, teldist fullgild skattlagningarheimild og þá hvort heimild ráðherra til að setja reglugerð um úthlutun tollkvóta hefði falið í sér framsal skattlagningarvalds og þar með hvort álagning gjaldsins hefði samrýmst 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar kom fram með þeirri skattlagningu sem fólgin væri í gjaldtöku fyrir tollkvóta stefndi löggjafinn að tilteknum lögmætum markmiðum sem nánar væri lýst í 1. gr. búvörulaga. Játa yrði löggjafanum talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt væri grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgurunum eftir því sem unnt væri. Þá sagði að við mat á því hvort ákvæði laga hefðu að geyma fullgilda heimild til skattlagningar hefði verið lögð megináhersla á það í dómum Hæstaréttar, án tillits til þess af hvaða toga skattlagning væri, að ákvörðun um hvort skattur verði lagður á, hver fjárhæð hans skuli vera, hverjir séu gjaldskyldir á hverjum tíma og önnur meginatriði skattheimtunnar sé ekki á hendi stjórnvalda. Hæstiréttur taldi að við útboð á tollkvótum á árinu 2018 hefðu ráðherra og önnur stjórnvöld ekki haft neitt það svigrúm sem máli skipti til að ákveða hversu hátt gjald Á ehf. greiddi fyrir tollkvótann, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Þá taldi Hæstiréttur að af 3. mgr. 65. búvörulaga yrði ekki ráðið að ráðherra hefði í raun haft val um aðra útfærslu gjaldtökunnar en að kalla eftir tilboðum á jafnræðisgrundvelli og taka því boði sem hæst væri. Var því ekki fallist á að þágildandi ákvæði laganna hefðu veitt ráðherra frjálsa heimild til að setja ákvæði í reglugerð um það hvernig velja skyldi á milli þeirra sem gerðu tilboð í tollkvóta og við hvaða boð skyldi miða hið álagða gjald. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að gild skattlagningarheimild hefði legið til grundvallar þeirri gjaldtöku sem fólst í greiðslu Á ehf. fyrir þá tollkvóta sem málið laut að. Var Í því sýknað af kröfu Á ehf.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.2. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17. maí 2021. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum. 3. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni4. Ágreiningur málsins lýtur að gjaldtöku fyrir tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ríkjum Evrópusambandsins sem ráðherra úthlutaði stefnda 7. maí og 18. desember 2018 á grundvelli 3. mgr. 65. gr., sbr. 65. gr. B búvörulaga nr. 99/1993 og 5. mgr. 12. gr. tollalaga nr. 88/2005 gegn greiðslu gjalds, samtals að fjárhæð 17.410.000 krónur. 5. Sundurliðun stefnufjárhæðar er með þeim hætti að annars vegar er krafist endurgreiðslu á 1.560.000 krónum vegna úthlutunar tollkvóta 7. maí 2018 samkvæmt reglugerð nr. 318/2018 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins og hins vegar endurgreiðslu 15.850.000 króna vegna úthlutunar á tollkvóta 18. desember sama ár samkvæmt reglugerð nr. 1045/2018 er ber sama heiti. 6. Fyrir Hæstarétti lýtur ágreiningurinn að því hvort ákvæði 3. mgr. 65. gr., sbr. 65. gr. B búvörulaga, eins og þau hljóðuðu á þeim tíma sem atvik málsins gerðust, teljast fullgild skattlagningarheimild og þá hvort heimild ráðherra til að setja reglugerð um úthlutun tollkvóta hafi falið í sér framsal skattlagningarvalds og þar með hvort álagning gjaldsins hafi samrýmst 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.7. Stefndi höfðaði mál þetta 28. janúar 2019 og gekk dómur í héraði 1. nóvember það ár þar sem áfrýjandi var sýknaður af kröfu hans. Í hinum áfrýjaða dómi 19. mars 2021 var talið að í ljósi 40. og 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrár styddist álagning þeirra gjalda sem um ræðir ekki við lögmæta skattlagningarheimild. Áfrýjandi var dæmdur til endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem stefndi hafði greitt.8. Áfrýjunarleyfi Hæstaréttar var veitt 14. maí 2021 á þeim grunni að dómur gæti haft fordæmisgildi um hvort viðhlítandi heimild hefði verið fyrir hendi fyrir gjaldtökunni. Málsatvik og lagaumhverfi9. Stefndi hefur um árabil haft með höndum innflutning á matvörum, dreifingu og sölu þeirra. Hefur hann meðal annars flutt inn tilteknar landbúnaðarvörur á grundvelli tollkvóta. Í máli þessu var um að ræða innflutning stefnda á kjötvörum á árinu 2018 samkvæmt tollkvótum. Tollkvóti merkir samkvæmt 20. tölulið 1. gr. tollalaga tiltekið magn vöru sem flutt er inn á lægri tollum en almennt gerist samkvæmt meginreglu 5. gr. sömu laga. 0. Tollkvótar fela þannig í sér heimild til þess að fá að flytja inn tilteknar landbúnaðarafurðir á sérstökum tollkjörum. Áfrýjandi hefur skuldbundið sig til að gefa út tollkvóta samkvæmt ýmsum fríverslunar- og milliríkjasamningum, meðal annars á grundvelli samkomulags Íslands og Evrópusambandsins frá febrúar 2007 og september 2015 á grunni 19. gr. EES-samningsins og bókun 4 við hann, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta endurspeglast meðal annars í 1. tölulið 1. mgr. 7. gr. tollalaga sem mælir fyrir um að tollur skuli lækka, falla niður eða endurgreiðast í samræmi við ákvæði í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.1. Í 5. mgr. 12. gr. tollalaga segir að ráðherra er fari með málefni landbúnaðar úthluti tollkvótum samkvæmt skuldbindingum Íslands um innflutning á landbúnaðarvörum enda væri tollur lagður á vöruna sem magntollur eftir því sem greinir í tollskrá í viðauka I við lögin. Um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari málsgrein færi samkvæmt 65. gr. B búvörulaga. Falla hér undir tvíhliða skuldbindingar Íslands við Evrópusambandið um landbúnaðarvörur. 2. Áfrýjandi hefur úthlutað slíkum tollkvótum á hverju ári og hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árlega gefið út reglugerðir um úthlutun þeirra að undangenginni auglýsingu. Sæki innflytjendur um meira magn til innflutnings en sem nemur tollkvóta vöru hafa kvótarnir verið boðnir út í sérstökum útboðum.3. Á þeim tíma er atvik áttu sér stað var 3. mgr. 65. gr. búvörulaga svohljóðandi: Heimilt er að skipta tollkvótum upp í einingar. Tollkvótum skal úthlutað til ákveðins tíma, allt að einu ári í senn. Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal leita tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum og skal andvirðið þá renna í ríkissjóð. Endurúthluta má tollkvótum sem ekki eru nýttir innan þess frests sem tilgreindur er við úthlutun kvótans.4. Þá var 2. mgr. 65. gr. B laganna svohljóðandi:Ráðherra birtir í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tolltaxtar, viðurlög við misnotkun, sbr. 4. mgr. 65. gr., og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda. 5. Í 1. mgr. 65. gr. B búvörulaga kemur fram að ráðherra úthluti tollkvótum sem tilgreindir eru í 5. mgr. 12. gr. tollalaga og varði aðrar skuldbindingar Íslands um innflutning á landbúnaðarvörum í fríverslunar- og milliríkjasamningum en þær sem greinir í 65. gr. og 65. gr. A búvörulaga, enda væri tollur lagður á vöruna sem magntollur eftir því sem tollskrá í viðauka I við tollalög greinir. Um úthlutun tollkvóta fari eftir ákvæðum 65. gr. búvörulaga. Eins og áður kemur fram setti ráðherra reglugerðir nr. 318/2018 og 1045/2018 á grundvelli 65. gr. B búvörulaga og 5. mgr. 12. gr. tollalaga. 6. Í 2. gr. beggja framangreindra reglugerða var kveðið á um magn tollkvóta fyrir tilgreindar vörur og í 4. gr. þeirra voru áréttuð framangreind lagafyrirmæli þess efnis að bærust umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta næmi skyldi leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar og jafnframt að tilboð skyldu ráða úthlutun. Síðan segir að sá tilboðsgjafi er hæst byði skyldi leysa til sín úthlutaðan tollkvóta með greiðslu andvirðis hans innan sjö daga frá dagsetningu um niðurstöðu útboðs. Úthlutun væri ekki framseljanleg. 7. Á grundvelli framangreindra laga og reglna gerði stefndi umrædd tilboð sín í tollkvóta á árinu 2018 að undangengnum auglýsingum þar um frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fékk hann eins og áður segir úthlutaðan tollkvóta sem hann greiddi fyrir samtals 17.410.000 krónur. 8. Undir rekstri þess máls sem hér er til úrlausnar var 3. mgr. 65. gr. búvörulaga breytt með 1. gr. laga nr. 152/2019 er tóku gildi 1. janúar 2020. Ákvæðið er nú svohljóðandi:Heimilt er að skipta tollkvótum upp í einingar. Tollkvótum skal úthlutað til ákveðins tíma, allt að einu ári í senn. Heimilt er að endurúthluta tollkvótum sem ekki eru nýttir innan þess frests sem tilgreindur er við úthlutun kvótans. Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal leitað tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum og skal andvirðið þá renna í ríkissjóð. Til þess að tilboð teljist gilt er heimilt að fara fram á ábyrgðaryfirlýsingu eða staðgreiðslu tilboðs. Við útboð tollkvóta skulu valin hæstu verðtilboð í tiltekið magn þar til magni tollkvóta sem til ráðstöfunar er hefur verið náð. Verð tollkvótans fyrir öll valin verðtilboð ræðst að svo búnu af verði lægsta valda tilboðsins í hverjum vörulið. Gildir það verð þá jafnframt fyrir önnur hærri og valin tilboð sé þeim til að dreifa. Séu fleiri en einn þátttakandi með tilboð jöfn lægsta samþykkta tilboði skal úthlutað hlutfallslega. Auglýsa skal útboð tollkvóta.9. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 152/2019 sagði að ákvæðið fæli í sér þá grundvallarbreytingu varðandi útboð á tollkvótum að tekin skyldi upp aðferð frá Hollandi sem nefnd hefði verið jafnvægisútboð. Fælist þessi uppboðsaðferð í því að lægsta samþykkta verð útboðs skyldi ákvarða verð tollkvótans á því magni sem til úthlutunar kæmi væri heildarmagn tilboða meira en það sem væri í boði. Útboðsverð vegna hvers tollkvóta yrði þannig jafnt fyrir alla án tillits til þess sem hver aðili bauð.20. Með 2. gr. laga nr. 136/2020, er tóku gildi 22. desember það ár, var fyrirkomulagi á úthlutun tollkvóta aftur breytt. Með þeirri breytingu var kveðið á um að þrátt fyrir 7.-9. málslið 3. mgr. 65. gr. búvörulaga skuli verð tollkvóta frá og með gildistöku ákvæðisins til 1. ágúst 2022 ráðast af fjárhæð tilboða hverju sinni. Kvótunum yrði því fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess sem næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hefði verið úthlutað. Í athugasemdum með frumvarpinu var vísað til breyttra markaðsskilyrða og því væri lagt til að eldra fyrirkomulag útboðs tollkvóta yrði tekið tímabundið upp að nýju í stað jafnvægisútboðs eins og lög nr. 152/2019 gerðu ráð fyrir. Réttarframkvæmd21. Dómsmál hafa áður verið rekin vegna úthlutunar tollkvóta á grundvelli búvöru- og tollalaga þar sem ágreiningur hefur staðið um hvort ákvæði laganna eins og þau hafa verið á hverjum tíma hafi falið í sér viðhlítandi heimild til skattheimtu að virtum ákvæðum stjórnarskrár. Þá hafa lagaákvæði um úthlutun tollkvóta tekið ýmsum breytingum, meðal annars í tilefni af þessum dómsmálum. 22. Með dómum 21. janúar 2016 í málum nr. 317-319/2015 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að reglur þágildandi 65. gr., sbr. 65. gr. B, í búvörulögum um að ráðherra hefði frjálst val um það, þegar umsóknir bærust um meiri innflutning vöru en tollkvóta hennar næmi hverju sinni, hvort hlutkesti skyldi ráða úthlutun eða hvort leita skyldi tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótunum, hefðu farið í bága við 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Fælist enda í þessari skipan að ráðherra gæti einhliða ákveðið hvort greiða skyldi gjald fyrir tollkvóta eða ekki, en slík gjaldtaka væri allsherjarréttarlegs eðlis og teldist skattheimta að því leyti að lagaheimildir til hennar þyrftu að uppfylla skilyrði sem gerð væru til fullgildrar sköttunarheimildar. Í dómum héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, sagði meðal annars að úthlutun tollkvóta fæli í sér ívilnun til handa þeim sem úthlutun hljóti. Innflytjendur hefðu ávallt val um að taka þátt í útboði en þeir hefðu ekki val um aðrar leiðir vildu þeir fá tollkvóta úthlutað. Aðrar leiðir stæðu því ekki til boða fyrir innflytjendur sem gæta vildu viðskiptalegra hagsmuna sinna. Tilboð þeirra réðu alfarið úthlutun og þar með því gjaldi sem þeir greiddu fyrir tollkvóta sem rynni síðan í ríkissjóð. Þá sagði að í ákvæðum 65. gr. og 65. gr. B búvörulaga væri ekki að finna reglur um ákvörðun fjárhæðar gjaldsins eða hámark þess en fyrir lægi að tilboð aðila réði úthlutun. Í þessu fælist sérstaða gjaldsins þar sem þeir er byðu í tollkvóta hefðu um það að segja hve hátt það yrði að lokum. Gjaldið væri þó skýrt að því leyti að bjóðandi vissi hvað hann byði og á sama hátt væri engum vafa undirorpið hver gjaldandinn væri. Þá fæli útboð að auki í sér að gætt væri vissrar jafnræðisreglu. Við þessar forsendur gerði Hæstiréttur ekki sérstakar athugasemdir. 23. Meðan á rekstri framangreindra dómsmála stóð voru gerðar breytingar á ákvæði 3. mgr. 65. gr. búvörulaga um úthlutun tollkvóta. Með 7. gr. laga nr. 46/2015, sem tóku gildi 9. júlí 2015, var felld brott heimild í 3. málslið 3. mgr. 65. gr. til að ráðherra gæti valið um hvort hlutkesti réði úthlutun tollkvóta eða hvort leitað yrði tilboða í heimildirnar í þeim tilvikum þegar borist hefðu umsóknir um meiri innflutning en sem næmi tollkvóta. Í ákvæðinu stóð hins vegar eftir heimild til handa ráðherra að opna fyrir frjálsan innflutning búvara samkvæmt tilgreindum viðaukum við tollalög í stað þess að innheimta gjald á grundvelli útboðs. Í lögskýringargögnum kom fram sú skýring við tillögu til þessarar breytingar að tilefni hennar hafi verið niðurstaða héraðsdóms í nokkrum málum, meðal annars í málum sem til endurskoðunar voru í síðastgreindum dómum Hæstaréttar. 24. Með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 14. nóvember 2017 í málum nr. E-187/2017, E-188/2017 og E-495/2017 var komist að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag 3. mgr. 65. gr. búvörulaga um að ráðherra hefði val um að heimila frjálsan innflutning búvara í stað innheimtu gjaldsins væri einnig andstætt ákvæðum 40. og 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrár. Dómum þessum var ekki áfrýjað til Hæstaréttar.25. Meðan á meðferð síðastgreindra héraðsdómsmála stóð var 3. mgr. 65. gr. búvörulaga enn breytt, sbr. lög nr. 102/2016 sem tóku gildi 1. janúar 2017. Með b-lið 34. gr. laganna var felld brott framangreind heimild ráðherra til að ákveða hvort veita ætti almenna heimild til innflutnings á sérstökum tollkjörum og ákvæði 3. mgr. 65. gr. búvörulaga fært í það horf sem rakið er í 13. lið hér að framan. Niðurstaða26. Málatilbúnaður stefnda hefur verið óglöggur og misvísandi. Til að mynda byggði stefndi upphaflega á því að um væri að ræða landbúnaðarvörur er féllu undir vöruflokka IVA og IVB í tollalögum, að tollkvótunum hefði verið úthlutað eftir 65. gr. A en ekki 65. gr. B búvörulaga og að fyrrgreinda lagagreinin fæli í sér heimild til handa ráðherra að ákveða hvort gjaldtaka ætti sér stað eða hvort heimilaður yrði innflutningur án gjaldtöku. Við upphaf aðalmeðferðar í Landsrétti var á hinn bóginn bókað eftir stefnda að hann félli frá ýmsum þeim málsástæðum sem hann hafði haft uppi í héraði og við meðferð málsins fyrir Hæstarétti skýrðist málatilbúnaður stefnda að þessu leyti enn frekar. Fram kom hjá báðum aðilum að ágreiningur málsins snerist um hvort 3. mgr. 65. gr. búvörulaga fæli í sér fullnægjandi aðferð við skattlagningu að virtum 40. og 77. gr. stjórnarskrár. 27. Í 1. málslið 40. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að engan skatt megi á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Þá er mælt svo fyrir í 1. mgr. 77. gr. að skattamálum skuli skipað með lögum og ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.28. Ákvæði 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar var breytt í það horf sem áður er lýst með 15. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því er varð að lögum nr. 97/1995 var fjallað sérstaklega um bann við framsali skattlagningarvalds. Sagði meðal annars að í ákvæðinu væri bætt við reglu um að beinlínis verði tekið fram að ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort skattur verði lagður á, honum breytt eða hann afnuminn. Efnislega væri þessi regla nokkuð skyld þeirri sem kæmi fram í upphafsmálslið 40. gr. stjórnarskrárinnar um að engan skatt megi á leggja, breyta né af taka nema með lögum. Dómstólar hafi orðið að leysa úr því í allnokkrum málum hvort eða hvernig þau fyrirmæli útiloka eða takmarka heimildir löggjafans til að framselja með lögum ákvörðunarvald um þessi atriði til stjórnvalda. Með orðalaginu í þessu ákvæði frumvarpsins væri leitast við að taka af skarið með miklu ákveðnari hætti en gert væri í 40. gr. stjórnarskrárinnar um að löggjafinn megi ekki framselja til framkvæmdarvaldsins ákvörðunarrétt um fyrrnefnd atriði, heldur verði að taka afstöðu til þeirra í settum lögum. 29. Heimildarákvæði í lögum fyrir stjórnvöld til þess að setja nánari reglur um útfærslu og framkvæmd viðkomandi laga verða að skoðast í þessu ljósi við mat á hvort um er að ræða fullgilda skattlagningarheimild. Þannig segir í dómi Hæstaréttar 21. október 1999 í máli nr. 64/1999 að af orðalagi framangreinds ákvæðis stjórnarskrárinnar, eins og það varð með 15. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 og með vísun til áðurgreindra ummæla í greinargerð, verði ráðið að settar hafi verið öllu ítarlegri reglur um skattamál en áður stóðu í 77. gr. stjórnarskrárinnar. Verði ráðið að ætlun stjórnarskrárgjafans hafi verið að banna með því fortakslaust að almenni löggjafinn heimili stjórnvöldum að ákveða hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema. Fyrri úrlausnir dómstóla fyrir þessa stjórnarskrárbreytingu yrðu af þessum sökum ekki taldar hafa nema takmörkuð áhrif við skýringu á lögmæti skattlagningarheimilda eftir breytinguna. 30. Hefðbundin merking skatthugtaksins er að skattur sé peningagreiðsla sem tilteknir hópar einstaklinga eða lögaðila verða að gjalda til hins opinbera samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins eftir almennum efnislegum mælikvarða og án sérgreinds endurgjalds, sbr. til hliðsjónar áðurgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 64/1999. Hefur hugtakið í 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar í síðari tíð verið skýrt rúmt, sbr. til að mynda dóm Hæstaréttar 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016, þar sem ekki var talið hafa þýðingu að veiðigjaldi sem málið laut að væri öðrum þræði ætlað að fela í sér endurgjald fyrir nýtingu á nytjastofnum á Íslandsmiðum. Svo sem áður segir er gjaldtaka fyrir tollkvóta allsherjarréttarlegs eðlis og telst skattheimta að því leyti að lagaheimildir til hennar þurfa að uppfylla skilyrði þau sem gerð eru til fullgildrar skattlagningarheimildar. Engu að síður hefur skattlagning þessi sérstöðu þar sem í raun er um að ræða endurgjald fyrir nýtingu tollkvóta, sem eru takmörkuð gæði, tilkomin vegna þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins þar sem úthlutun felur í sér ívilnun frá almennum reglum tollalaga.31. Með þeirri skattlagningu sem fólgin er í gjaldtöku fyrir tollkvóta stefnir löggjafinn einnig að tilteknum lögmætum markmiðum sem nánar lýst er í 1. gr. búvörulaga. Verður að játa löggjafanum talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt sé grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgurunum eftir því sem unnt er, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 10. apríl 2014 í máli nr. 726/2013. 32. Þegar atvik þessa máls urðu höfðu sem fyrr segir tekið gildi breytingar á 3. mgr. 65. gr. búvörulaga með lögum nr. 102/2016. Mæla lögin nú fyrir um skyldu til að leita tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum, berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar. Er því ljóst að ráðherra hefur ekki lengur heimild til að taka einhliða ákvörðun um hvort greiða skal gjald fyrir tollkvóta eða láta fara fram útboð á tollkvótum, svo sem dómstólar hafa talið andstætt 1. mgr. 77. gr. 33. Við mat á því hvort ákvæði laga hafi að geyma fullgilda heimild til skattlagningar hefur verið lögð megináhersla á það í dómum Hæstaréttar, án tillits til þess af hvaða toga skattlagning er, að ákvörðun um hvort skattur verði lagður á, hver fjárhæð hans skuli vera, hverjir eru gjaldskyldir á hverjum tíma og önnur meginatriði skattheimtunnar sé ekki á hendi stjórnvalda. Með því er stefnt að því markmiði stjórnarskrárbreytinganna 1995 sem kom skýrt fram í lögskýringargögnum að löggjafinn verði að taka afstöðu til þessara atriða. Jafnframt er borgurunum veitt vernd gegn því að ákvarðanir um skattheimtu, sem fela í sér almennar takmarkanir á eignarrétti þeirra, verði byggðar á geðþótta. Kom þessi afstaða réttarins meðal annars skýrt fram í fyrri dómum hans um tollkvóta frá 21. janúar 2016 í málum nr. 317-319/2015 sem lýst var að framan. Þar var til umfjöllunar fyrirkomulag sem þá gilti að ráðherra hefði frjálst val um hvort hlutkesti skyldi ráða úthlutun tollkvóta eða hvort leita skyldi tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum. Var í þessu talið felast í reynd að ráðherra gæti einhliða ákveðið hvort greiða skyldi gjald fyrir tollkvóta eða ekki, en slík skipan hjó að kjarna þeirrar verndar sem 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar veitir sem fyrr er lýst.34. Svo sem að framan greinir er í 1. mgr. 5. gr. tollalaga að finna þá meginreglu að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skuli greiða toll eins og mælt er fyrir um í tollskrá í viðauka I við lögin. Sú undantekning er gerð í 1. tölulið 1. mgr. 7. gr. laganna að tollur skuli lækka, falla niður eða endurgreiðast í samræmi við ákvæði í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að. Með þessu er lögð áhersla á að löggjafanum beri þjóðréttarleg skylda til að mæla fyrir um slíkar ívilnanir en jafnframt að gera ráðstafanir í lögum til að ná þessu markmiði, því eins og fyrr segir verður stjórnvöldum ekki veitt óheft ákvörðunarvald þar um. Ákvæði 5. mgr. 12. gr. laganna og 65. gr. B búvörulaga fela í sér sérstaka heimild til að flytja inn landbúnaðarafurðir tollfrjálst í takmörkuðu magni eða á lægri tollum en almennt gerist, sbr. 20. tölulið 1. gr. fyrrnefndu laganna, og byggir ákvörðun þar um á fyrrgreindum þjóðréttarskuldbindingum. Þar sem tollkvótar eru sem fyrr segir takmörkuð gæði sem úthluta þarf til þeirra sem sækjast eftir þeim þarf löggjafinn að setja fyrirmæli um fyrirkomulag við að deila þeim út og búa jafnframt svo um hnútana að byggt sé á almennum efnislegum mælikvarða og gætt sé ákveðins jafnræðis eins og fyrr var lýst.35. Eins og fram kom í forsendum héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti í málum 317˗˗319/2015, felst sérstaða gjaldsins í 65. gr. B og 65. gr. búvörulaga í því að þegar tilboða er aflað í tollkvóta og eftirspurn eftir þeim er meiri en framboð, ráði tilboð þeirra sem bjóða í tollkvótann úrslitum um fjárhæð gjaldsins sem þeir greiða. Þeir sem bjóða í tollkvóta hafa því um það að segja hve hátt það verður að lokum. Gjaldið er skýrt að því leyti að bjóðandi veit hvað hann býður og á sama hátt er engum vafa undirorpið hver gjaldandinn er. Þá felur útboð að auki í sér að gætt er vissrar jafnræðisreglu. 36. Í samræmi við þessa skipan fór fram útboð á vegum áfrýjanda á tollkvótum tiltekinna vara á árinu 2018 þar sem stefndi gerði tilboð í tollkvóta á jafnræðisgrundvelli með öðrum sem gerðu slík tilboð. Var stefnda úthlutaður tollkvóti sem hann greiddi fyrir í samræmi við tilboð sín. Ráðherra eða önnur stjórnvöld höfðu ekki neitt það svigrúm sem máli skiptir til að ákveða hversu hátt gjald stefndi greiddi fyrir tollkvótann, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Að þessu virtu verður ekki fallist á að fyrirkomulag um að skylt sé að leita tilboða væntanlegra gjaldenda í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum sé í andstöðu við 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.37. Annað meginúrlausnarefni málsins lýtur að því hvort fyrirmæli um þá aðferð að leita tilboða í tollkvóta samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga sé nægilega fest í sett lög, eða hvort ráðherra hafi verið framselt vald til að ákveða fjárhæð skattlagningar í stjórnvaldsfyrirmælum, sem ekki standist kröfur fyrrgreindra ákvæða stjórnarskrárinnar. Í því sambandi hefur stefndi bent á að í hinu setta lagaákvæði hafi hvergi verið tekið af skarið um hvaða tilboði skyldi taka í kjölfar útboðs á tollkvótum en það aðeins komið fram í 4. gr. reglugerða nr. 318/2018 og 1045/2018. Þá réð það úrslitum fyrir niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að fyrirmæli um það hvernig velja skyldi milli tilboðsgjafa í tollkvóta og við hvaða boð skyldi miða hið álagða gjald kæmu aðeins fram í reglugerðunum.38. Af 3. mgr. 65. gr. búvörulaga verður ekki ráðið að ráðherra hafi í raun haft val um aðra útfærslu gjaldtökunnar en að kalla eftir tilboðum á jafnræðisgrundvelli, svo sem fyrr var lýst, og taka því boði sem hæst væri. Leiðir af þessu að fyrirmæli 4. gr. reglugerða nr. 318/2018 og 1045/2018 um að kalla eftir tilboðum með auglýsingu og að sá tilboðsgjafi sem hæst bjóði leysi til sín úthlutaðan tollkvóta með greiðslu andvirðis hans er í beinu samhengi við þessi lagafyrirmæli. Það samræmist einnig þeirri meginreglu sem almennt gildir þegar tilboða er leitað að taka skuli tilboði hæstbjóðanda nema fyrir hendi séu sérreglur um frávik frá því. Að öðru leyti fjalla framangreindar reglugerðir aðeins um útfærslu á því hvernig tollkvóti er greiddur, þar á meðal um greiðsluhátt, greiðslufresti og ábyrgðir, sem ekki hefur þýðingu fyrir efnislega ákvörðun um fjárhæð greiðslu fyrir tollkvóta. Verður því ekki fallist á með stefnda að ákvæði laganna á þeim tíma er mál þetta tekur til hafi veitt ráðherra frjálsa heimild til að setja ákvæði í reglugerð um það hvernig velja skyldi á milli þeirra sem gerðu tilboð í tollkvóta og við hvaða boð skyldi miða hið álagða gjald.39. Af því sem rakið hefur verið verður heldur ekki fallist á með stefnda að framangreindar lagabreytingar á árunum 2019 og 2020 sem mæla meðal annars fyrir um sérstaka aðferð við útboð, svokölluð jafnvægisútboð, hafi þýðingu fyrir niðurstöðu þessa máls. 40. Samkvæmt öllu framanrituðu lá gild skattlagningarheimild til grundvallar þeirri gjaldtöku sem fólst í greiðslu stefnda fyrir þá tollkvóta sem málið lýtur að. Verður áfrýjandi því sýknaður af kröfu stefnda. 41. Rétt er að hvor aðila beri sinn kostnað af rekstri málsins á öllum dómstigum.Dómsorð:Áfrýjandi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfu stefnda, Ásbjörns Ólafssonar ehf.Málskostnaður fellur niður á öllum dómstigum.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=4cd0c076-29cb-44c0-9f96-a4bc05cedf75
Mál nr. 389/2010
Sjómaður Laun Veikindaforföll Fordæmi
Þ var sagt upp störfum hjá H hf. í kjölfar þess að hann meiddist í baki í veiðiferð á skipinu V í eigu H hf. en læknir hafði metið Þ óvinnufæran eftir að veiðiferðinni lauk. Þ höfðaði mál og krafðist þess að sér yrðu greidd veikindalaun samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 vegna veiðiferðar V sem var farin skömmu eftir að hann var metinn óvinnufær. H hafnaði kröfunni og vísaði til þess að Þ hefði átt að vera í fríi þegar sú ferð var farin. Í dómi Hæstaréttar var miðað við réttur Þ til launa vegna óvinnufærni hefði getað tekið til tímabils sem hófst þegar læknir mat hann óvinnufæran, enda hefði Þ leyst af hendi störf á V eftir að hann meiddist til loka yfirstandandi veiðiferðar. Talið var að skýra bæri 1. mgr. 36. gr. laga nr. 35/1985 á þann veg að skipverji sem forfallaðist við vinnu sína héldi launum þótt hann hefði átt að fara í launalaust frí á veikindatímabilinu. Vísað var til skýringa í frumvarpi til eldri sjómannalaga þar sem var að finna samhljóða reglu og í 1. mgr. 36. gr. laga nr. 35/1985 auk eldri dóms um beitingu þeirrar reglu en dóminum hafði verið fylgt eftir sem fordæmi í sams konar tilvikum við beitingu núgildandi laga. Af þessum sökum var fallist á kröfu Þ.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. júní 2010 að fengnu áfrýjunarleyfi. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins hóf stefndi á árinu 1999 störf sem skipverji á fiskiskipinu Venusi HF 519 og mun hafa verið fastráðinn einu eða tveimur árum síðar. Fyrir liggur í málinu að á skipi þessu, sem er í eigu áfrýjanda, hafi vinnutilhögun um einhvern tíma verið með þeim hætti að hver skipverji hafi að jafnaði farið tvær veiðiferðir í röð og tekið síðan frí í þeirri þriðju. Stefndi var við störf á skipinu í veiðiferð, sem stóð yfir frá 5. október til 14. nóvember 2008, og kveðst hann hafa orðið þar fyrir meiðslum í baki. Þetta hafi gerst 17. október 2008 þegar hann hafi unnið við snyrtingu á fiskflökum í vinnslurými skipsins og þurft að taka upp fullan fiskkassa við færiband. Kassinn, sem hafi verið um 25 til 30 kg að þyngd, hafi verið skorðaður og stefndi þurft að rykkja í hann til að ná honum upp, en við það hafi stefndi fengið „svakalega í bakið“, svo sem hann komst að orði í aðilaskýrslu fyrir héraðsdómi. Eftir þetta hafi stefndi orðið að hlífa sér mjög í veiðiferðinni og honum verið fengin léttari störf, sem hann hafi leyst af hendi með því að harka af sér, en rakleitt eftir ferðina hafi hann leitað til læknis. Stýrimaður á skipinu staðfesti þessa lýsingu stefnda í vitnaskýrslu fyrir héraðsdómi að öðru leyti en því að hann hafi ekki verið viðstaddur þegar stefndi hafi orðið fyrir meiðslunum, en áfrýjandi andmælir því ekki að stefndi hafi hlotið þau á þann hátt, sem hann hefur greint frá. Óumdeilt er að stefndi hafi samkvæmt vinnufyrirkomulagi á skipinu átt að vera í launalausu leyfi í næstu veiðiferð þess, sem mun hafa staðið yfir frá 21. nóvember til 29. desember 2008. Samkvæmt læknisvottorðum, sem stefndi hefur lagt fram, var hann óvinnufær vegna þessara meiðsla frá 14. nóvember 2008 til 11. febrúar 2009. Stefndi kveðst hafa tilkynnt skipstjóra um óvinnufærni sína sama dag og skipið kom úr síðastgreindri veiðiferð. Við þessu hafi áfrýjandi brugðist með því að segja upp ráðningarsamningi þeirra með bréfi, sem borist hafi stefnda 9. janúar 2009, en uppsagnarfrestur hafi verið einn mánuður. Í framhaldi af þessu hafi stefndi krafið áfrýjanda um greiðslu veikindalauna vegna veiðiferðarinnar frá 14. nóvember til 29. desember 2008. Því hafi áfrýjandi neitað með vísan til þess að stefndi hafi átt að vera í fríi meðan á þeirri veiðiferð stóð, en á hinn bóginn hafi áfrýjandi greitt veikindalaun vegna næstu veiðiferðar þar á eftir, sem hafi verið frá 2. janúar til 11. febrúar 2009. Stefndi höfðaði mál þetta með stefnu 24. júní 2009, en eins og greinir í héraðsdómi reisir hann kröfu sína á því að sér hafi borið að fá veikindalaun samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 vegna tveggja fyrstu mánaðanna, sem hann hafi verið óvinnufær. Laun fyrir veiðiferðina frá 14. nóvember til 29. desember 2008 hefðu numið 1.594.334 krónum, en fyrir þrettán fyrstu daga næstu veiðiferðar 466.232 krónum. Áfrýjandi hafi greitt stefnda 1.470.423 krónur vegna síðari veiðiferðarinnar allrar og komi sú fjárhæð til frádráttar kröfu hans, sem nemi þannig 590.143 krónum. Þótt leggja verði til grundvallar að stefndi hafi 17. október 2008 orðið fyrir meiðslum, sem leiddu samkvæmt framlögðum læknisvottorðum til óvinnufærni hans frá 14. nóvember sama ár, verður ekki litið svo á að hann hafi haft forföll frá vinnu allt frá fyrrnefnda deginum, enda er óumdeilt að hann hafi þrátt fyrir meiðslin leyst af hendi störf á skipi áfrýjanda til loka yfirstandandi veiðiferðar, þótt þau hafi ekki verið sams konar og hann hefði ella sinnt. Af þeim sökum verður að miða við að réttur stefnda til launa vegna óvinnufærni geti tekið til tímabils, sem hófst 14. nóvember 2008. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga, sem stefndi reisir málsókn sína á, skal skipverji, sem verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hann verður fyrir meðan á ráðningartíma stendur, ekki missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau eru greidd, svo lengi sem hann er óvinnufær af þeim sökum, en þó ekki lengur en í tvo mánuði. Samhljóða regla var áður í 1. málslið 3. mgr. 18. gr. sjómannalaga nr. 67/1963 eins og þeim var breytt með 1. gr. laga nr. 49/1980. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 138/1984, sem birtur er í dómasafni 1985 bls. 1360, var tekin afstaða til kröfu sjómanns á fiskiskipi, sem veiktist í veiðiferð en hafði áður sammælst við útgerðarmann þess um að taka launalaust leyfi eftir lok hennar, um laun í veikindaforföllum vegna næstu veiðiferðar á grundvelli 3. mgr. 18. gr. laga nr. 67/1963. Þar var fallist á þá kröfu með því að lagaákvæði þetta yrði ekki skýrt þannig að réttur skipverja, sem veiktist við vinnu sína, til launa yrði skertur sökum þess að hann hefði á veikindatímabilinu átt að vera í launalausu leyfi. Til stuðnings þessu var vísað til skýringa í athugasemdum við frumvarp, sem varð að lögum nr. 49/1980, en þar sagði meðal annars eftirfarandi: „Hins vegar er gert ráð fyrir að skipverji, sem forfallast við vinnu sína, haldi launum þótt hann hafi átt að fara í launalaust frí síðar.“ Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur þessu fordæmi í sams konar tilvikum verið fylgt við beitingu 1. mgr. 36. gr. núgildandi sjómannalaga, sbr. dóm í máli nr. 207/2005, sem birtur er í dómasafni 2005 bls. 4121, en þess er að gæta að dómar réttarins 6. mars 2008 í málum nr. 288 og 289/2007, sem áfrýjandi hefur skírskotað til í málatilbúnaði sínum, vörðuðu ósambærileg atvik. Að þessu virtu verður nú að skýra þetta lagaákvæði á sama veg, en af því leiðir að niðurstaða hins áfrýjaða dóms verður staðfest á þann hátt, sem í dómsorði greinir. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, HB Grandi hf., greiði stefnda, Þresti Magnússyni, 590.143 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. janúar 2009 til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað. Áfrýjandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2010. I Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að skaðlausu að mati réttarins. Til vara krefst stefndi þess, að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður milli aðila verði felldur niður. II Málavextir Stefnandi starfaði sem háseti á frystitogara stefnda, b.v. Venusi HF – 519 (1308 og hafði starfað þar frá árinu 2006. Ráðningarfyrirkomulag var þannig, að sögn stefnda, að á skipið er ráðin ein og hálf áhöfn. Almennt róðrarfyrirkomulag skipverja var þannig, að þeir fóru tvo túra, en áttu frí þann þriðja. Kveður stefnandi slíkt fyrirkomulag á frystiskipum vera í dag allsráðandi, þannig að hægt sé að hvíla mennina, án þess að stöðva rekstur á skipinu. Aðila greinir á um rétt stefnanda til launa vegna desembertúrsins. III Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því, að hann hafi sannanlega orðið óvinnufær á ráðningartíma sínum hjá stefnda og sannanlega óvinnufær þann tíma, sem hann krefur stefnda um veikindalaun. Enginn skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður við stefnanda, sbr. 6. gr. sjómannalaganna. Ráðningartíma stefnanda hafi lokið vegna uppsagnar stefnda þann 9. febrúar 2009, sem hafi engin áhrif á veikindalaunarétt hans. Frítúrataka og veikindalaunaréttur. Stefndi byggi synjun sína á veikindalaunakröfu stefnanda á því, að stefnandi hafi átt að vera í frítúr næstu veiðiferð skipsins, þ.e.a.s desemberveiðiferðina, og eigi af þeim sökum ekki rétt á veikindalaunum, þar sem hann hafi ekki misst af neinum vinnutekjum vegna óvinnufærninnar. Í þessum efnum skuli, að mati stefnda, gilda regla skaðabótaréttarins compensatiolucri cum damno, en ekki sérregla 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, þ.e að greiða skuli full staðgengilslaun (stöðugildislaun) fyrstu tvo mánuði óvinnufærninnar. Stefnandi telji á hinn bóginn, með vísan til dómafordæma Hæstaréttar, einkum Hrd. 2001:3484 (3487), að það skipti ekki neinu máli varðandi rétt óvinnufærs skipverja til staðgengilslauna, hvað gerist næstu 60 dagana, eftir að skipverji verði óvinnufær. Sé sjómaður í ráðningarsambandi við útgerð, er hann verði óvinnufær, eigi hann rétt á forfallakaupi í öllum tilvikum. Breyti engu þótt skipverjinn sé að hætta störfum eða fara í frí eða í frítúr. Réttur hans sé óskertur og algildur í öllum tilvikum. Samkvæmt 36. gr. sjómannalaganna skuli óvinnufær skipverji fá fyrstu tvo mánuði óvinnufærni sinnar þau heildarlaun, er staða hans á skipinu gefi þann tíma, sem hann sé forfallaður, svokölluð staðgengilslaun, sem réttara væri að kalla stöðugildislaun, því launarétturinn falli ekki niður, þótt enginn staðgengill sé ráðinn í stað hins óvinnufæra skipverja, eins og oft gerist. Það frítúrafyrirkomulag, sem hafi að jafnaði gilt á skipinu, að skipverjarnir færu tvo túra á sjó og síðan einn túr í frí, breyti engu um rétt stefnanda til fullra staðgengilslauna fyrstu 60 daga óvinnufærninnar. Tilvísun lögmanns stefnda í tvo dóma Hæstaréttar í samkynja málum nr. 288 og 289/2007 frá 6. mars 2008 eigi ekki við í þessu máli hér. Í þeim málum byggi Hæstiréttur á því, að viðkomandi hefði verið ráðinn í hálft hásetastarf á móti öðrum háseta, þótt annar þeirra hefði verið ráðinn á skipið 5 árum fyrr en hinn. Þessir tveir hásetar, sem ráðnir hafi verið saman um eina hásetastöðu, hafi því farið aðra hverja veiðiferð á móti hvor öðrum og deilt með sér launum, þ.e hafi verið í svokallaðri innbyrðisgreiðslumiðlun. Þar sem þeir hafi verið tveir um eina hásetastöðu, hafi staðgengill ekki komið í stað hins veika, heldur sá sem ráðinn hafi verið í hálfa stöðu á móti honum. Hinn óvinnufæri skipverji hafi því ekki verið í ráðningarsambandi við útgerðina, þegar hann var ekki lögskráður á skipið, heldur hinn hásetinn. Dómafordæmi Hæstaréttar. Stefnandi vitni máli sínu til stuðnings í eftirfarandi dómfordæmi Hæstaréttar, sem haldi sínu fulla gildi og hafi skorið úr þeim ágreiningi, sem liggi til úrlausnar. Hrd. 1985:1360: Réttur til veikindalauna haldist, þótt skipverjinn hafi sannanlega átt að fara í launalaust frí í næstu veiðiferð á eftir. Niðurstaðan í málinu byggist fyrst og fremst á því, að hinn óvinnufæri skipverji teljist ekki vera í fríi, meðan forföllin varin og verði því að taka sér launalaust frí einhvern tímann síðar eftir að forföllunum ljúki. Hrd. 1985:43: Réttur til veikindalauna haldist, þótt fyrir liggi, að skipverjinn hafi verið að hætta eftir veiðiferðina, sem hann slasaðist í, (hafi verið að fara í guðfræðinám), og hefði þar af leiðandi ekki misst af neinum vinnutekjum. Lengra verði ekki gengið í þessum efnum. Hrd. 2006:211: Réttur til veikindalauna haldist, þótt fyrir liggi, að skipverjinn hafi verið að hætta eftir veiðiferðina, sem hann slasaðist í, (hafi verið að fara í skipstjórnarnám). Hrd. 2005:4121: Í þessum dómi komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, að óvinnufær skipverji, sbr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, ætti rétt á staðgengilslaunum í fulla tvo mánuði, þótt hann hafi starfaði á skiptimannakerfi, þ.e færi tvær veiðiferðir (2/3) á sjó og væri eina veiðiferð (1/3) í fríi, eins og vinnufyrirkomulagið hafi verið á þeim togara, eins og hafi verið á b.v Venusi HF - 519. Skipverjinn hafi því fengið greidd veikindalaun allan forfallatímann, enda þótt hann hefði sannanlega verið í launalausu fríi þriðju hverja veiðiferð. Stefnandi telji, að það sama eigi að gilda gagnvart sér og fram komi í þessum dómum og breyti engu, þótt stefnandi hafi átt að fara í frí í næstu veiðiferð, þ.e desemberveiðiferðina. Hæstiréttur Íslands hafi þegar, með þessum tilvitnaða dómi, skorið úr ágreiningsefni aðila, enda alveg eins tilvik. Hrd. 2001:3484 (3487): Í dómi þessum segi m.a., að 36. gr. sjómannalaganna sé sérregla. Þar af leiðandi gildi ekki ákvæði skaðabótalaga varðandi compensatio lucri cum damno. Af þeim ástæðum greiðist fullar bætur fullan staðgengilstímann, en ekki eingöngu sannanlegt fjártjón, eins og við ákvörðun tímabundins tekjutaps, hvað útreikning skaðabóta snerti, skv. skaðabótalögunum nr. 50/1993. Þrátt fyrir þennan hæstaréttardóm og H. 2005 – 4121, byggi stefndi mál sitt á því, að regla skaðabótaréttar, compensatio lucricum damno, gildi einnig varðandi 36. gr. sjómannalaganna. Snúist dómsmál það, sem hér sé rekið, fyrst og fremst um það, hvort þessi hæstaréttardómur haldi sínu fulla gildi í dag eða ekki. Varðandi þetta atriði um frítúra og forföll vísi stefnandi í umburðarbréf LÍÚ nr. 8/1993 neðst á bls. 3, sbr. dskj. nr. 11. Þar segi: „Slasist eða veikist skipverji og verði óvinnufær á ráðningartímanum fær hann forfallakaup, jafnvel þótt hann hefði verið að hætta störfum. Sama gildir, ef skipverjinn hefur verið búinn að biðja um frí, enda ekki talið að hann sé í fríi, ef hann getur ekki notið frísins vegna veikinda eða meiðsla.“ Þessi sjónarmið, sem þarna komi fram í þessum dómfordæmum Hæstaréttar, hafi í engu breytst í dag, og breyti dómarnir í málunum nr. 288 og 289/2007 ekki neinu í þeim efnum. Byggi Hæstiréttur á því, í þessum tilvitnuðum dómum, að réttur skipverja, sem verði óvinnufær, skuli vera hinn sami, hvort heldur skipverjinn hefði haldið áfram störfum eða farið í fyrirframákveðið frí, Hrd. 1985:1360, sbr. Hrd. 2005:4121, eða verið að hætta störfum á skipinu, Hrd. 1985:43 og Hrd. 2006:211. Réttur skipverjans til forfallakaups skuli í öllum tilvikum byggjast á þeim rétti, sem skipverjinn hafi notið á slysadegi, burtséð frá því, hvað næstu mánuðir hefðu borið í skauti sér fyrir hinn slasaða skipverja varðandi vinnufyrirkomulag eða launagreiðslur. Miðað sé við staðgildislaun fyrstu 60 daga óvinnufærninnar. Regla 36. gr. sjómannalaga sé sérregla, og gildi regla skaðabótalaga, compensatiolucri cum damno, ekki vegna slysa- eða veikindalauna sjómanna. Stefnandi telji, að stefnda sé ekki tækt að neita að virða tilvitnaðar niðurstöður dómafordæma Hæstaréttar Íslands í þessum efnum. Við dóma Hæstaréttar verði stefndi að una, eins og aðrir landsmenn, nema Hæstiréttur sjálfur breyti þeim. Sundurliðun krafna. Krafa stefnanda byggist á launaseðli annars háseta á skipinu vegna 9. veiðiferðar, þ.e desemberveiðiferðar b.v. Venusar HF – 519 (1308), er hafi staðið yfir tímabilið 21. nóvember til 31. desember 2008. Heildarlaun háseta vegna þessarar veiðiferðar hafi verið kr. 1.594.334, sbr. dskj. nr. 7. Stefnandi hafi orðið óvinnufær þann 14. nóvember 2008 og eigi rétt á staðgengilslaunum næstu 60 dagana, eða til 14. janúar 2009. Stefndi hafi neitað að greiða stefnanda desembertúrinn, en hafi greitt honum allan janúartúrinn, þar sem stefnandi hafi átt að fara þann túr. Túrinn hafi staðið yfir dagana frá 2. janúar til 11. febrúar 2009, eða í 41 dag, og hafi hásetahluturinn verið alls kr. 1.470.423. Þar sem 60 daga staðgengilslaunatímabili stefnanda hafi lokið þann 14. janúar 2009, hafi stefnandi skv. því eingöngu átt rétt á 13/41 af þeim túr, eða kr. 466.232 (1.470.423: 41 x 13 = kr. 466.232). Umframgreiðsla stefnda til stefnanda vegna janúartúrsins sé því kr. 1.004.191 (kr.1.470.423 - kr. 466.232 = kr. 1.004.191), sem dragist frá desembertúrnum. Krafa stefnanda sé því um greiðslu desembertúrsins, kr. 1.594.334, að frádregnum kr. 1.004.191 vegna janúartúrsins, eða að eftirstöðvum kr. 590.143, sem sé stefnukrafan. Lagarök. Stefnandi byggir kröfur sínar á 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, sbr. 27. gr. Um dráttarvexti vísist til III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, sbr. 5. gr. Um málskostnað vísist til 1. mgr. 130. gr. eml. nr. 91/1991. Um virðisaukaskatt vísist til laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Málsástæður stefnda Stefndi hafni málsástæðum stefnanda, og byggi á því, að í uppgjöri við stefnanda vegna veikinda hans í ársbyrjun 2005 hafi stefndi fylgt ákvæðum 1. mgr. 36. gr. laga nr. 35/1985 og kjarasamnings aðila, grein 1.21, dskj. nr. 10. Stefnandi hafi orðið óvinnufær þann 14.11. 2008, eftir að hann kom úr þeim veiðitúr, sem þá hafi lokið, enda hafi hann í þeim túr ekki verið óvinnufær, eða eins og hann lýsi sjálfur „harkað af sér“. Stefndi byggi á því, að um sé að ræða veikindi vegna bakverkja, en ekki vinnuslys, enda hafi stefnandi ekki orðið fyrir slysi, heldur hafi hann tognað í baki við vinnu sína. Er stefnandi var metinn óvinnufær þann 14.11. 2008, hafi hann átt rétt til þess að fá laun í veikindaforföllum frá og með þeim tíma, sem hann hafi átt að koma aftur til vinnu, eða frá og með þeim túr, sem hafi hafist þann 2. janúar og staðið til 11. febrúar 2009. Stefndi hafi greitt honum allan túrinn, enda hafi hann litið svo á, að tveggja mánaðar réttur til veikinda- og slysalauna byrji frá og með þeim tíma, sem sjómaður eigi að mæta til vinnu, eftir að veikindi komu upp. Stefndi hafi því ekki byggt á því, að réttur stefnanda til að halda fullum launum hafi fallið niður þann 14. janúar 2009, eins og stefnandi byggi sjálfur á. Stefndi byggi einnig á því, að stefnandi hafi á tímabili því, sem hann var óvinnufær skv. framlögðum læknisvottorðum, frá 14. nóvember 2008 til 11. febrúar 2009, fengið greidd full laun í samræmi við ákvæði 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, en þar sé kveðið á um, að hann skuli „eigi missa neins í af launum sínum í hverju sem þau eru greidd svo lengi sem hann er óvinnufær... ... þó eigi lengur en í tvo mánuði. Sé skipverji í launalausu fríi er hann veikist eða slasast tekur hann laun frá þeim tíma er hann skyldi hefja störf að nýju“. Telji stefndi, að það sé óumdeilt í málinu, að stefnandi hafi eigi misst neins í af launum sínum, á meðan hann var óvinnufær. Stefndi byggi á því, að þegar lagaákvæði, eins og 1. mgr. 36. gr. sjómannalaganna sé skýrt, sé ávallt nauðsynlegt að hafa í huga grundvallarrök, sem að baki reglunum búi. Reglur um, að launþegar skuli í ákveðinn tíma njóta fullra launa í forföllum vegna veikinda eða slysa, byggi á sjónarmiðum um samhjálp og séu gerðar til að tryggja betur en ella fjárhagslegt öryggi starfsmanna. Alltaf megi deila um það, hversu háar slíkar bætur skuli vera, eða hversu lengi starfsmaður skuli njóta þeirra. Sú niðurstaða, sem komist hafi verið að varðandi þessi réttindi verkamanna og sjómanna með lögum frá 1979 og 1980, hafi byggt á þeim grunni, að fyrst um sinn skyldu þessir aðilar „eigi missa neins í launum sínum í hverju sem þau eru greidd“, þ.e. landverkamenn í einn mánuð, en sjómenn í tvo mánuði. Hefur þessi regla um ákvörðun launa verið nefnd „staðgengilsreglan“, og bæturnar „staðgengilslaun“. Þetta heiti á reglunni eigi að vísa til efnis hennar, en sé ekki fyllilega nákvæmt, enda ráðist réttur viðkomandi til launa ekki af launum „staðgengils“, hvort sem hann sé ímyndaður eða ekki, heldur eigi sjómaðurinn rétt á að fá þau laun, sem hann hefði fengið, ef veikindi eða slys hefðu ekki komið í veg fyrir, að hann gæti gegnt starfi sínu áfram, sbr. Hrd. 1994:2514, en þar segi Hæstiréttur um ákvæði 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga: Lagaákvæðið er svo afdráttarlaust, að það verður eigi skilið öðruvísi en svo, í því samhengi, sem hér reynir á, að stefndi eigi rétt til þeirra launa, sem hann hefði fengið greidd fyrir að gegna starfi sínu áfram, ef veikindi hefðu ekki gert hann ófæran til þess. Hæstiréttur staðfesti ofangreind sjónarmið í tveimur nýlegum dómum frá 6. mars 2008, mál nr. 288/2007 og 289/2007, og vísi Hæstiréttur m.a. í forsendum sínum í áður tilvitnaðan dóm réttarins nr. 1994:2514. Í forsendum Hæstaréttar segi svo m.a.: Samkvæmt ráðningu áfrýjanda var þannig fyrir fram ljóst að hann var í fríi meðan á veiðiferð stóð 2. janúar til 3. febrúar 2005. Hann veiktist 30. desember 2004, en veikindin hindruðu hann ekki í að gegna starfsskyldum sínum fyrr en 8. febrúar 2005 þegar kom að því að hann skyldi hefja störf. Tilgreind mál séu algerlega sambærileg máli stefnanda, að öðru leyti en því, að í þessum málum hafi verið ágreiningur um það, hvort viðkomandi hafi átt að fara í næstu veiðiferð eftir að veikindi hófust eða ekki. Slíkum ágreiningi sé ekki til að dreifa í máli stefnanda, enda viðurkenni hann, að hann hafi ekki átt að vera í áhöfn skipsins í næstu veiðiferð. Það liggi því fyrir jafn ljóst í þessu máli og þeim, sem vísað sé til, að enginn „staðgengill“ hafi verið ráðinn í túrinn fyrir stefnanda vegna veikinda hans. Stefndi bendir á, að dómar þeir, sem stefnandi vísi til í málatilbúnaði sínum, séu allir þeir sömu og vísað hafi verið til í tilgreindum málum Hæstaréttar og rétturinn komi inn á í forsendum sínum. Stefndi kveði það vera grundvallarreglu í vinnurétti, að launþegi eigi ekki að hagnast á slysi eða veikindum á kostnað vinnuveitanda síns. Stefndi telji einnig, að löggjafinn hafi ekki heimild til þess að kveða á um skyldu vinnuveitanda til að greiða starfsmanni sínum bætur, sem séu hærri en umsamin laun. Ákvæðið verði einnig að skýra út frá grunnreglunni og með það í huga, að löggjafanum sé óheimilt að mismuna vinnuveitendum með svo grófum hætti, að einum afmörkuðum og þröngum hópi þeirra, útgerðarmönnum skipa, skuli gert að greiða launþegum sínum, ekki aðeins bætur fyrir launamissi í tiltekinn tíma, heldur greiðslur umfram sannanlega töpuð laun, þ.e. sérstaka þóknun eða aukagreiðslur vegna veikinda, sem séu miklu mun hærri en þau laun, sem launþeginn hefði getað unnið sér inn óforfallaður. Í öllu falli verði að gera kröfu til þess, að slíkt frávik frá meginreglunni yrði að koma fram með skýrum hætti í texta laganna og að færð væru fram gild rök fyrir slíku fráviki í greinargerð. Hvorugu hafi verið fyrir að fara við setningu laga nr. 49/1980. Verði talið, að í 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga felist réttur til handa stefnanda til að fá slysa- eða veikindalaun, sem séu hærri en þau laun, sem hann hefði notið óforfallaður, byggi stefndi á því, að sýkna beri hann af slíkri kröfu með vísan til þess, að ákvæðið, þannig skýrt, brjóti gegn 1. gr. samningsviðauka nr. 1, við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis (mannréttindasáttmáli Evrópu), en samningsviðauki þessi hafi lagagildi skv. 1. gr. laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Stefndi telji jafnframt, að slík niðurstaða feli í sér brot gegn ákvæðum 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Stefndi byggi á því, að ákvörðun löggjafans um að setja lög þess efnis, að vinnuveitendur skuli bæta launþega launamissi í veikindum eða slysum, feli í sér inngrip í eignarétt vinnuveitenda og tilfærslu á peningalegum verðmætum frá þeim til launþega við þær aðstæður. Hafi verið um það almenn sátt, að það falli undir heimildir löggjafans að setja almenn lög um bætur fyrir missi á launum í veikinda- og slysaforföllum. Við slíka lagasetningu verði löggjafinn að gæta að jafnvægi milli hagsmuna vinnuveitenda og launþega og feta þá slóð, sem standist þá skoðun, að hún sé í almannaþágu. Löggjafinn þurfi jafnframt að gæta að því, að slíkt inngrip í eignarétt vinnuveitanda sé málefnalegt og almennt og að þeim sé ekki mismunað, nema fyrir þeirri mismunun séu rök, sem jafnframt standist þann mælikvarða, að mismununin sé málefnaleg og í þágu almannahagsmuna. Stefndi byggi á því, að verði talið, að í 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga felist réttur til handa stefnanda til að fá slysa- eða veikindalaun, sem séu hærri en þau laun, sem hann hefði notið óforfallaður, standist sú niðurstaða ekki þann almenna mælikvarða, sem áður sé vísað til, og því feli það í sér brot gegn eignarréttindum útgerðarmanna og ólögmæta mismunun gagnvart þeim í samanburði við aðra vinnuveitendur. Sú almenna regla vinnuréttar, að launþegar eigi ekki að hafa fjárhagslegan hag af veikindum sínum, telji stefndi að sé almennt og viðurkennt viðhorf, sem byggi á þeim grundvallarsjónarmiðum, sem mótast hafi og birtist í viðhorfum til heimilda löggjafans til að setja almennar reglur, sem feli í sér inngrip í eignaréttindi. Stefndi hafni því alfarið og telji, að því sé hvergi að finna stoð eða réttlætingu, að launþegi fái hærri greiðslur fyrir veikindi frá vinnuveitanda en sem svari til missis hans á launum, hvað þá að hann fái tvöföld laun í veikindaforföllum, líkt og grunnsjónarmið stefnanda byggi á. Af hálfu stefnda sé vaxtakröfu stefnanda, bæði vaxtafæti og upphafsdegi vaxta, mótmælt sérstaklega. Stefnandi krefjist vaxta frá 1. desember 2008 vegna missis launa vegna veiðiferðar, sem hafi lokið þann 11. febrúar 2009. Samkvæmt ákvæði 1.12 í kjarasamningi SSÍ og LÍÚ eigi uppgjör að fara fram 15 dögum eftir lok kauptryggingartímabils, en varðandi skuttogara sé það hver veiðiferð fyrir sig. Stefnandi hafi því ekki átt kröfu til uppgjörs vegna veiðiferðar þeirrar, sem hafi lokið þann 11. febrúar 2009, fyrr en þann 15. febrúar 2009. Stefndi telji, að fjárkrafa stefnanda hafi ekki komið fram fyrr en í stefnu, þingfestri 25. júní 2009. Samkvæmt reglum vaxtalaga eigi stefnandi því ekki rétt á dráttarvöxtum, telji dómurinn einhvern fót fyrir kröfum hans, fyrr en í fyrsta lagi mánuði síðar, eða frá 25. júlí 2009, sbr. 3. mgr. 5. laga nr. 38/2001. Um málskostnað sé vísað til 130. gr. laga nr. 91/1991. IV Forsendur og niðurstaða Stefnandi gaf skýrslu fyrir dómi, sem og Einar Bjarni Einarsson stýrimaður. Ágreiningslaust er með aðilum, að stefnandi hlaut bakáverka þann, sem leiddi til óvinnufærni hans tímabilið 14. nóvember 2008 til 11. febrúar 2009, meðan á ráðningartíma hans hjá stefnda stóð, eða í þeim túr, sem lauk hinn 14. nóvember 2008. Gildir því regla 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga um launagreiðslur á veikindatíma hans. Breytir þá engu, þótt stefnandi hafi harkað af sér og unnið sína vinnu, þar til túrnum lauk, svo sem hann greinir frá í stefnu. Hann bar reyndar fyrir dómi, að honum hefðu verið falin léttari störf það sem eftir var túrsins, og var það staðfest af vitninu Einari. Stefndi heldur því m.a. fram, að stefnandi hafi verið í hálfu starfi, þegar hann varð fyrir meiðslum sínum. Þegar af þeim sökum, að stefnandi fór í tvo túra af hverjum þremur, fær þessi staðhæfing ekki staðist. Þá liggur ekkert fyrir um það, að stefnandi hafi deilt einni stöðu með þeim, sem gegndi starfanum, þegar stefnandi átti svokallaðan frítúr, og liggur ekki annað fyrir en að stefnandi hafi einn gegnt þeirri stöðu, sem hann hafði um borð í skipinu, eins og ráðningarfyrirkomulagi hans var háttað. Samkvæmt framangreindu ákvæði 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga á stefnandi rétt til óskertra launa í allt að tvo mánuði, án tillits til þess, hvort ráðning hans í skiprúm hefði staðið þann tíma, ef hann hefði ekki orðið fyrir meiðslunum, og fær þessi niðurstaða stoð í dómafordæmum Hæstaréttar, sbr. t.d. Hrd. 207:2005. Ekki er fallist á með stefnda, að þessi niðurstaða brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu eða tilvitnuðum ákvæðum stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Ekki er í sjálfu sér ágreiningur um útreikning stefnanda á dómkröfunni, og verður hún því tekin til greina með þeirri breytingu, að dráttarvextir reiknast frá 15. janúar 2009, en stefnandi hefur ekki sýnt fram á, að launauppgjör skyldi fara fram frá fyrri tíma en að loknu staðgengilslaunatímabili hans. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 250.000, að meðtöldum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. D Ó M S O R Ð Stefndi, Grandi hf., greiði stefnanda, Þresti Magnússyni, kr. 590.143, auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, sbr. 5. gr. frá 15. janúar 2009 til greiðsludags og kr. 250.000 í málskostnað.
Mál nr. 164/2004
Vinnuslys Líkamstjón Skaðabætur Gjafsókn
Þ leitaði dóms um bótaskyldu vegna slyss, sem hann kvaðst hafa orðið fyrir í starfi sínu hjá Í. Voru kröfur hans fyrir Hæstarétti reistar á málsástæðu, sem fól í sér að honum hafi verið gert að vinna með mun þyngri byrði en haldið var fram í málatilbúnaði hans í héraði. Var sú málsástæða of seint fram borin. Ósannað var að bakmeiðsli Þ hafi borið að með bótaskyldum hætti og var Í því sýknað af kröfum hans. Þá var S ekki talið bótaskylt gagnvart Þ á grundvelli slysatryggingar launþega sem Í hafði keypt hjá tryggingafélaginu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 29. apríl 2004. Hann krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda Ístaks hf. vegna slyss, sem hann varð fyrir í starfi 12. október 1998. Hann krefst einnig viðurkenningar á bótaskyldu stefnda Sjóvá-Almennra trygginga hf. samkvæmt slysatryggingu launþega, sem stefndi Ístak hf. keypti hjá félaginu. Jafnframt krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt á báðum dómstigum. Stefndu krefjast aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi Ístak hf. krefst þess til vara að sök verði skipt og málskostnaður falli í því tilviki niður. Sjóvá-Almennum tryggingum hf. er jafnframt stefnt til réttargæslu í þeim þætti málsins, sem veit að frjálsri ábyrgðartryggingu, sem stefndi Ístak hf. keypti hjá félaginu. Í málinu leitar áfrýjandi dóms um bótaskyldu stefndu vegna slyss, sem hann kveðst hafa orðið fyrir 12. október 1998 í starfi sínu hjá stefnda Ístaki hf. Hefur hann lagt fyrir Hæstarétt ný gögn, sem meðal annars hafa að geyma útreikninga á þyngd þeirra líparítsteina, sem hann var að vinna við í umrætt sinn. Er þar miðað við að þeir hafi verið allt að 140 cm langir og þyngd hinna stærstu 220 kg. Í stefnu til héraðsdóms var hins vegar lagt til grundvallar að steinarnir hafi verið 70 til 100 cm langir og þyngd hvers þeirra „um og yfir“ 100 kg. Eru kröfur áfrýjanda fyrir Hæstarétti þannig reistar á málsástæðu, sem felur í sér að honum hafi verið gert að vinna með mun þyngri byrði en haldið var fram í málatilbúnaði hans í héraði. Er sú málsástæða of seint fram borin og kemur ekki til álita í málinu. Að þessu virtu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður niðurstaða hans um annað en gjafsóknarlaun staðfest með þeim hætti, sem greinir í dómsorði. Rétt er að hver aðilanna beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda á báðum dómstigum greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, sem verður ákveðin eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Stefndu, Ístak hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., eru sýknir af kröfum áfrýjanda, Þorkels Daníels Eiríkssonar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans á báðum dómstigum, samtals 1.000.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 30. janúar 2004. Stefnandi málsins er Þorkell Daníel Eiríksson, kt. 051270-3209, en stefndu eru Ístak hf., kt. 540671-0959, Engjateigi 7, Reykjavík og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., kt. 701288-1739, Kringlunni 5, Reykjavík, sem einnig er stefnt til réttargæslu. Málið er höfðað með stefnu dagsettri 12. júní sl., sem birt var 13. sama mánaðar. Það var þingfest hér í dómi 19. sama mánaðar, en dómtekið 20. janúar 2004 að afloknum skýrslutökum og munnlegum málflutningi. Eftirleiðis verður vísað til Ístaks hf. sem stefnda, en til Sjóvá-Almennra trygginga hf. sem meðstefnda. Dómkröfur: Endanlegar kröfur stefnanda eru þessar: Að viðurkennt verði, að stefndi, félagið Ístak hf., sé bótaskylt fyrir líkamstjóni vegna slyss, sem stefnandi hlaut við vinnu hjá félaginu við endurbætur á Bessastaða­kirkju í Bessastaðahreppi þann 12. október 1998. Að viðurkennt verði, að meðstefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., sé bóta­skyldur gagnvart stefnanda fyrir skaðabótum, samkvæmt slysatryggingu launþega, sem stefndi, Ístak hf., keypti hjá meðstefnda. Sjóvá- Almennum tryggingum hf. er stefnt til réttargæslu í þeim þætti málsins, sem veit að frjálsri ábyrgðartryggingu, sem stefndi, Ístak hf., keypti hjá meðstefnda. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu, samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi, Ístak hf., krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefn­anda verði gert að greiða honum málskostnað, samkvæmt framlögðum málskostn­aðarreikningi, en til vara, að sök verði skipt og að málskostnaður verði felldur niður. Meðstefndi, Sjóvá-Almennar hf., krefst sýknu af öllum kröfu stefnanda og að stefn­anda verði gert að greiða félaginu málskostnað, samkvæmt framlögðum máls­kostnaðarreikningi. Stefnanda var veitt gjafsókn til höfðunar málsins með leyfi dóms- og kirkju­málaráðuneytisins, dags. 17. mars 2003. Málavextir, málsástæður og lagarök málsaðila. Málavextir eru í stórum dráttum sem hér segir: Stefnandi vann sem verkamaður hjá stefnda við endurbætur á Bessastaðakirkju í október 1998. Dagana 11. og 12. október vann stefnandi við það, ásamt Hannesi Jóhannessyni, að slá krossböndum á líparítplötur, sem síðan voru hífðar upp í kirkjuturninn. Verkstjóri var Guðmundur Jónsson. Að sögn verkstjóra voru plöturnar um 11,5 cm á þykkt, 56 cm á breidd og frá 70-100 cm á lengd og hafi þær þyngstu vegið um það bil 100 kg. Plöturnar voru geymdar í nokkurra metra fjarlægð frá kirkjunni og stóðu þar upp á rönd. Þangað sóttu stefnandi og Hannes hverja einstaka plötu og báru hana að lyftu við kirkjuna, þaðan sem hún var hífð upp á kirkjuþakið. Vörubretti var komið fyrir við lyftuna. Plöturnar voru settar niður á vörubrettið á rönd, eða þeim velt upp á brettið, þannig að hægt væri að bregða undir þær böndum. Hannes hélt við plöturnar meðan stefnandi smeygði böndunum undir þær. Böndum var krossbrugðið um hverja plötu, sem að því búnu var hífð upp í turninn. Að sögn stefnanda varð hann fyrir slysi hinn 12. október, þegar verið var að bregða böndum á síðustu plötuna. Platan hafi fallið út af vörubrettinu með með þeim afleiðingum, að allur þungi hennar hafi lent á honum. Við það hafi hann fengið mikinn slink á bakið, enda hafi platan verið þung. Hann hafi strax fundið mikið til í bakinu, en einnig orðið haltur á hægri fæti en reynt að harka af sér og ljúka verkinu, enda talið að hann myndi jafna sig fljótlega. Hann hafi látið Guðmund Jónsson, verkstjóra stefnda, vita af atburðinum, sem hafi sagt honum að hvíla sig og fá sér kaffi. Þegar verkir hafi ágerst hafi hann fengið leyfi Guðmundar til að fara heim og verið rúmfastur næstu daga. Hann hafi ekki komið til vinnu hjá stefnda eftir þetta. Stefnandi leitaði til slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur 15. október vegna meiðslanna og fékk þar greininguna tognun á lendarhrygg. Í vottorði Andra K. Karlssonar, læknis, dags. 19. febrúar 1999, kemur fram, að stefnandi hafi verið greindur með svokallað „þursabit” af læknum slysadeildar. Hann hafi leitað til endur­komudeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur 28. október og 11. nóvember 1998 vegna viðvar­andi verkja og fengið sömu sjúkdómsgreiningu í bæði skiptin. Þá liggur fyrir vottorð Ragnars Jónssonar bæklunarlæknis, dags. 18. desember 1999. Í lokakafla vottorðsins er samantekt á helstu efnisþáttum þess. Þar segir m.a. svo: Þorkell hefur fyrri sögu um bakeinkenni og leiðsluverki niður í hægri ganglim. Hann hefur nú fengið mjóbakseinkenni eftir vinnuslys 12.10.1998 en þá var hann við vinnu hjá Ístaki í Bessastaðakirkju. Hann hefur eftir þetta ekki komist til vinnu. Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar og hafa þær ekki sýnt fram á neina áverka á bein eða taugavef og virðist hér vera um að ræða afleiðingar mjóbakstognunar en erfitt getur verið að greina hér á milli fyrri einkenna og einkenna nú eftir síðasta slys.......... Stefnandi leitaði einnig til Halldórs Jónssonar bæklunarlæknis. Vottorð hans er dags. 4. apríl 2001. Í þeim kafla vottorðsins sem ber yfirskriftina ÁLIT segir m.a. svo: Gerð var segulómrannsókn á LHS v/ Hringbraut sem sýnir væga afturbungun á þremur neðstu hryggþófunum, sérstaklega tveimur neðstu. Það er hins vegar ekki að sjá lækkun á þeim eða hrörnunarbreytingar. Hins vegar eru vægar breytingar á smáliðunum. Einnig er einnig að finna svohljóðandi lýsingu: Rannsóknarniðurstöður sýna útbunganir á hryggþófum í þremur neðstu liðsbilunum. Hins vegar er ekki hægt að beintengja niðurstöðurnar umræddu óhappi (þ.e. slysinu 12. október 1998) öðruvísi en að Þorkell staðfestir að óþægindin hafi byrjað við og eftir óhappið. Þrátt fyrir þetta er óhjákvæmilegt annað en að Þorkell hafi hlotið slæma tognun á mjóbakið í umræddu tilviki. Ekki liggur fyrir mat á örorku stefnanda. Í yfirlýsingu frá stefnda, sem dagsett er 15. desember 1998, kemur fram, að stefnandi var á launum hjá Ístaki hf. til og með 6. nóvember 1998. Síðan segir svo: Eftir þann tíma er hann búinn með áunnin sjúkraréttindi. Lögmaður stefnanda óskaði eftir því við lögregluna í Hafnarfirði, að tildrög slyssins við Bessastaðakirkju yrðu rannsökuð. Stefnandi gaf skýrslu hjá lögreglu af þessu tilefni 29. desember 1998. Þar lýsir stefnandi atburðarásinni svo, að hann hafi staðið við steinplötu og haldið við hana, en þá hafi Hannes, vinnufélagi hans, skyndi­lega ýtt á plötuna, sem við það hafi fallið niður af vinnubrettinu og lagst á hann með fullum þunga. Hann hafi staðið hálfskakkur við verkið og snúist til við þau átök að forða því, að steinplatan félli í jörðina og kynni að brotna. Hafi hann strax fundið til mikils sársauka. Honum hafi verið fyrirlagt að sýna aðgát, því að þessar steinplötur væru fornminjar. Guðmundur verkstjóri hafi komið til hans strax eftir slysið og hafi honum verið sagt frá því, sem gerst hafði. Nokkru síðar hafi hann fengið leyfi Guðmundar til að fara heim, þar sem hann hafi verið sárþjáður. Guðmundur hafi um leið klappað honum á bakið nokkuð harkalega og hafi hann við það kveinkað sér. Stefnandi kvaðst hafa hringt í Guðmund u.þ.b. viku síðar og sagt honum að hann kæmist ekki til vinnu í bráð vegna slyssins. Guðmundur hafi þá sagt honum, að reyna að fá sig góðan og koma í vinnu, þegar hann treysti sér til þess. Hann hafi síðan frétt að slysið hefði aldrei verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins og að Guðmundur vildi ekki kannast við slysið. Guðmundur Jónsson verkstjóri gaf skýrslu hjá lögreglunni í Hafnarfirði hinn 15. janúar 1999. Hann lýsti verktilhögun með sama hætti og áður er getið. Hann kvað stefnanda hafa komið að máli við sig um kl. 14.00 og borið sig illa og sagst vera slæmur í baki. Hann hafi sagt stefnanda að fara heim og jafna sig og koma síðan aftur, þegar hann væri orðinn góður. Eftir þetta samtal hafi hann spurt Hannes vinnufélaga stefnanda um þennan bakverk, en Hannes hafi ekki orðið var við neitt óeðlilegt, fyrr en stefnandi fór að kvarta yfir bakverkjum. Sömu svör hafi hann fengið hjá Valdimar, sem stjórnaði hífingum upp í turninn. Guðmundur sagði stefnanda hafa unnið hjá stefnda í þrjár til fjórar vikur, þegar þessi atburður gerðist. Honum hafi þótt vinnan líkamlega erfið og barmað sér mikið og kvartað yfir verkjum í baki. Hann minntist þess að hafa klappað stefnanda á bakið, sem hafi kveinkað sér og borið sig aumlega. Skýrsla var tekin af Hannesi Jóhannessyni, vinnufélaga stefnanda, hinn 28. janúar s.á. Hann sagðist ekki hafa orðið var við, að stefnandi hefði meitt sig. Hann minntist þess hins vegar, að stefnandi hefði kvartað yfir bakverkjum þennan dag og talað um, að hann hefði fengið hnykk á bakið. Hannes lét þess getið, að vel geti verið, að menn fengju á sig hnykk við vinnu við þessar plötur, sem væru þungar. Því gæti það hafa gerst, að stefnandi hefði slasast, án þess að hann hefði orðið þess var. Valdimar Gíslason gaf skýrslu 6. febrúar s.á. Hann vann við að hífa líparít­plöturnar upp í kirkjuturninn daginn sem stefnandi slasaðist. Valdimar sagðist ekki hafa orðið þess var, að stefnandi hefði orðið fyrir slysi: Hann minntist þess hins vegar, að stefnandi hefði einhvern tímann sagst hafa fengið hnykk á bakið og verið slæmur eftir. Stefndi, Ístak hf., var með slysatryggingu launþega og ábyrgðartryggingu hjá meðstefnda, Sjóvá- Almennum tryggingum hf., eins og áður er getið. Lögmaður stefnanda tilkynnti meðstefnda um umrætt slys með bréfi, dags. 21. desember 1998, og spurðist fyrir um bótarétt hans. Sama dag tilkynnti lögmaðurinn Tryggingastofnun ríkisins um slysið. Lögmaður stefnanda leitaði eftir skaðabótum hjá meðstefnda, sem ítrekað hafnaði beiðni hans á þeirri forsendu, að tjón stefnanda væri ekki bótaskylt. Meðstefndi skaut málinu tvívegis til tjónanefndar vátrygginga­félaganna, sem í bæði skiptin komst að þeirri niðurstöðu að tjónið væri ekki bótaskylt. Loks lagði stefnandi málið fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, sem hafnaði kröfu stefnanda með úrskurði, dags. 10. október 2001. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því, að hann hafi slasast í vinnu hjá stefnda, Ístaki hf., með bótaskyldum hætti samkvæmt skilmálum slysatryggingar launþega, sem félagið hafi keypt hjá meðstefnda. Framlögð gögn beri ljóslega með sér, að hann hafi verið fullfrískur til erfiðisvinnu fyrir slysið. Vinnufélagar stefnanda og Guðmundur Jónsson verkstjóri hafi staðfest frásögn hans af atburðarrásinni, og að hann hafi orðið að hætta vinnu og fara heim af völdum slyssins. Þá staðfesti fjölmörg læknisvottorð og vottorð frá sjúkraþjálfara, að stefnandi hafi verið óvinnufær svo mánuðum skipti vegna slæmrar tognunar í mjóbaki. Afleiðingum slyssins sé einkar vel lýst í vottorði Halldórs Jónssonar læknis, en þar komi fram góð greining á þeim hryggskemmdum, sem stefn­andi hafi hlotið við slysið og lýsing á þeirri læknismeðferð, sem hann hafi þurft að leggja á sig. Stefnandi byggir bótakröfu sína gagnvart stefnda, Ístak hf., á því, að vinnu­aðstæður hafi verið með öllu óforsvaranlegar, eins og framlögð gögn sýni. Ámælisvert sé að ætla starfmönnum að handleika líparítplöturnar og lyfta þeim af eigin rammleik, án nokkurra hjálpartækja, upp á vörubretti, svo að hægt væri að slá stroffum utan um þær. Hver plata hafi vegið 100 kg og því verði að telja gáleysi að ætla einum manni að valda svo miklum þunga, ekki síst í ljósi þess, að fyrirsjáanlegt var, að vinnan myndi standa yfir í nokkra daga. Einnig hafi verið óvarlegt af verkstjóra að ætla Hannesi að vinna þetta verk. Hannes hafi skertan styrk í hægri hendi, þar sem vanti bæði baugfingur og litla fingur. Verkið hafi verið líkamlega erfitt og útheimt fullan styrk í höndum, ekki síst í ljósi þess, að rigning og rok hafi verið allan þann tíma, sem á verkinu stóð, plöturnar verið blautar og hálar og tekið á sig mikinn vind. Verkstjóranum hafi mátt vera ljóst, að þessi verktilhögun byði hættunni heim og færi í bága við reglur nr. 499/1994 um aðbúnað, öryggi og hollustu, þegar byrðar séu hand­leiknar, sbr. 38. gr. laga nr. 46/1980. Einnig byggir stefnandi á því, að slysið hafi hlotist af aðgæsluleysi Hannesar Jóhannessonar, samstarfsmanns hans. Hannes hafi haldið undir þann enda líparít­plötunnar, sem tyllt hafi verið á vörubrettið og það hafi verið í hans verkahring að halda henni þar, meðan stefnandi smeygði stroffunni utan um hana. Hannes hafi annað hvort ýtt á plötuna, eða sett hana of tæpt á brettið, nema hvort tveggja hafi verið og því hafi hún fallið niður af brettinu með fyrrgreindum afleiðingum. Þá byggir stefnandi á því, að Vinnueftirliti ríkisins hafi ekki verið tilkynnt um slysið, eins og lögskylt sé, sbr. 1. og 2. gr. reglna nr. 612/1989 og 81. gr. laga nr. 46/1980. Öll gagnaöflun hafi verið að frumkvæði stefnanda og lögmanns hans. Af þessum ástæðum telur stefnandi að leggja beri framburð hans til grundvallar um öll atvik málsins. Hefðu viðkomandi starfsmenn stefnda á vettvangi sinnt þeirri lagaskyldu að tilkynna um slysið til lögreglu og Vinnueftirlitsins innan 14 daga lög­mælts frests, lægju öll atvik málsins ljós fyrir. Stefndu verði að bera hallann af þessu aðgerðarleysi. Stefnandi vísar til almennra reglna skaðabótaréttarins og reglna um slysa­tryggingu launþega og ábyrgðartryggingu fyrir atvinnurekstur, til stuðnings kröfum sínum, sbr. og áðurnefndar reglur um öryggi á vinnustöðum o. fl. og reglur um til­kynningaskyldu slysa. Málskostnaðarkröfu sína byggir stefnandi á 130. gr. laga nr. 91/1991 (eml.), en kröfu sína um virðisaukaskatt til viðbótar tildæmdum málskostnaði á lögum nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefndu og meðstefnda. Stefndu byggja á því, að stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir orsökum tjóns síns og umfangi þess og mótmæla þeirri málsástæðu stefnanda, að sönnunaraðstaðan hafi breyst þeim í óhag við það, að atvikið hafi ekki verið tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins. Aðstæður hafi verið með þeim hætti, að enginn starfsmanna stefnda hafi gert sér grein fyrir því, að slys hefði orðið, enda hafi stefnandi ekki sagt Guðmundi Jónssyni verkstjóra annað en hann væri slæmur í baki og ekki minnst á, að hann hefði orðið fyrir slysi. Einnig sé ljóst, að rannsókn á vegum Vinnueftirlitsins í kjölfar slyssins hefði ekki varpað nýju og breyttu ljósi á tildrög þess umfram það, sem sjá megi af gögnum málsins. Stefndu byggja á því, að verkstjórn, vinnutilhögun og aðstæður á vinnustað hafi verið í fullu samræmi við allar þær reglur, sem um þau atriði gildi. Verkið hafi ekki verið áhættusamt. Það hafi verið einfalt og öllum ljóst, hvernig það yrði best og öruggast unnið. Ástæðulaust hafi verið að nota sérstök tæki umfram þau, sem notuð hafi verið. Meint tjón stefnanda megi þannig rekja til óhappatilviljunar og e.t.v. eigin sakar stefnanda. Stefndu benda á, að því er varðar kröfu stefnanda á grundvelli slysatryggingar launþega, að slys sé skilgreint í grein 1.3 í skilmálum slysatryggingar launþega sem skyndilegur utanaðkomandi atburður, sem valdi meiðslum á líkama þess, sem tryggður sé og gerist sannanlega án vilja hans. Ekki verði ráðið af gögnum málsins, að stefnandi hafi orðið fyrir bakmeiðslum vegna utanaðkomandi atviks í merkingu skilmálanna. Ósannað sé með öllu, að Hannes, samstarfsmaður stefnanda, hafi ýtt á plötuna eða sett hana tæpt á brettið. Fullyrðingum stefnanda í þessa veru sé algjörlega mótmælt. Stefndu byggja varakröfu sína á því, að tjón stefnanda megi einkum rekja til óhappatilviljunar og eigin sakar hans sjálfs. Honum hafi borið að láta verkstjóra vita af veiklega í baki og fyrri bakmeiðslum og sýna sérstaka aðgát í ljósi þessa veikleika. Hafi stefnandi fengið slink á bakið við verkið, stafi það af óhappatilviljun eða rangri líkamsbeitingu sem og óvarkárni hans sjálfs, sem stefnandi verði einn að bera ábyrgð á. Stefndu vísa til skaðabótalaga, reglna skaðabótaréttar um sönnum tjóns og sönnunarbyrði og reglna skaðabótaréttar um orsakatengsl og sennilega afleiðingu, en byggja málskostnaðarkröfu sína á ákvæðum 21. kafla laga nr. 91/1991. Niðurstaða: Skýrsla var tekin af stefnanda við aðalmeðferð málsins. Anna Runólfsdóttir, sam­býliskona stefnanda, gaf einnig skýrslu fyrir dóminum, svo og Hannes Jóhannes­son og Guðmundur Jónsson, verkstjóri. Skýrsla var tekin af Valdimar Gíslasyni um síma. Samstarfsmenn stefnanda og Guðmundur, verkstjóri stefnda, mundu mjög óljóst eftir þeim atburði, sem málið fjallar um. Allir staðfestu þeir þá frásögn, sem skráð var eftir þeim hjá lögreglu. Þeir hafi undirritað hana á sínum tíma og talið hana rétta. Stefnandi greindi frá atvikum með líkum hætti og að framan er lýst. Hann kvaðst ekki geta fullyrt, að líparítplatan hafi fallið af vörubrettinu við það, að Hannes hafi ýtt á hana, en hún hafi fallið af brettinu með fyrrgreindum afleiðingum. Stefnandi viðurkenndi að hafa áður átt við bakmeiðsli að stríða, en kvaðst ekki hafa kennt sér meins af þeim sökum í a.m.k. tvö ár fyrir slysið. Hann hafi unnið hjá Fossvirki hf., við gerð Hvalfjarðargangna frá hausti 1996 og fram á haustið 1998. Sú vinna hafi oft útheimt átök, þar sem reynt hafi á bak og hafi hann ekki fundið til óþæginda í baki við þau störf. Yfirlýsing frá Haraldi A. Ingþórssyni, rekstrarstjóra stefnda Ístaks hf., liggur frammi í málinu. Þar er því lýst, að stefnandi hafi unnið hjá Fossvirki hf. á umræddu tímabili, hluti starfsins hafi verið erfiðisvinna með þunga hluti, sem stefnandi hafi ekki átt í erfiðleikum með. Haraldur neitaði að koma fyrir dóm og staðfesta yfirlýsingu sína, en lögmaður stefndu kvaðst ekki rengja efni hennar. Stefnandi lýsti því yfir í dóminum, að hann hefði náð sér að fullu af fyrri bakmeiðslum, þegar umræddur atburður átti sér stað. Því verður ekki talið, að óráð­legt hafi verið af Guðmundi Jónssyni, verkstjóra stefnda, að fela honum að vinna umrætt starf og verkstjórn ekki verið áfátt að þessu leyti. Ljóst þykir, að stefnandi varð fyrir bakmeiðslum við störf sín hjá stefnda hinn 12. október 1998. Allir samstarfsmenn stefnanda báru í skýrslu sinni hjá lögreglu, að stefnandi hafi kvartað yfir bakverkjum og sagst hafa fengið slink á bakið. Hannes sagði frá því, að stefnandi hafi kveinkað sér í kaffitímanum þennan dag og Guðmundur verkstjóri sagðist hafa spurt Hannes um bakverk stefnanda, eftir að hafa veitt stefnanda leyfi til heimferðar og hafi Hannes sagst ekki hafa orðið var við neitt, fyrr en stefnandi fór að kvarta um verk í bakinu. Valdimar kvaðst minnast þess, að stefnandi hafi í matar- eða kaffitíma einn daginn sagst hafa fengið hnykk á bakið og væri slæmur eftir það. Á hinn bóginn liggur ekki fyrir með neinni vissu, hvernig bakmeiðsli stefnanda komu til, þótt líklegt þyki, að átök við líparítplöturnar hafi valdið þeim. Stefnandi byggir einnig á því, að rangt hafi verið og óráðlegt af verkstjóra að ætla Hannesi Jóhannessyni að vinna umrætt verk. Hannes hafi misst tvo fingur hægri handar, sem hafi áhrif á handstyrk hans. Verkið hafi verið erfitt og útheimt fullan styrk. Hannes upplýsti hér fyrir dómi, aðspurður um þessa fötlun sína, að hún hefði að hans mati engin áhrif haft á hæfi hans til að vinna verkið. Ósannað þykir því, að verkstjórn stefnda hafi verið röng í þessu tilliti. Ekki verður heldur talið, að verktilhögun sú, sem stefnanda og Hannesi var ætlað að viðhafa, hafi verið hættuleg eða varhugaverð. Þeirra verkefni fólst í því að bera í sameiningu líparítplötur, allt að 100 kg um 10 metra vegalengd og slá á þær böndum, eins og áður er lýst. Þykir það ekki hafa verið ofviða tveimur fullfrískum mönnum. Ósönnuð er sú staðhæfing stefnanda, að Hannes, samstarfsmaður hans, hafi ýtt á líparítplötuna og valdið því að hún féll af vörubrettinu. Þá byggir stefnandi á því, að leggja beri frásögn hans um málsatvik til grundvallar, þar sem stefndi, Ístak hf., hafi látið hjá líða að tilkynnta Vinnueftirliti eða lögreglu um atburðinn, eins og lögskylt sé. Fram kom í skýrslu vinnufélaga stefnanda hjá lögreglu, sem þeir staðfestu hér í dómi, að hvorugur þeirra hafi áttað sig á því, að stefnandi hefði orðið fyrir slysi. Guðmundur verkstjóri greindi frá atvikum með sama hætti. Svo virðist, sem þessir þrír hafi talið, að stefnandi hafi tognað í baki við vinnu sína við það að hafa fengið á sig hnykk, án þess að um slys hafi verið að ræða. Þeir upplifðu því atburðinn ekki sem slys og því var hann ekki tilkynntur viðkomandi stjórnvaldi eða lögreglu. Stefnandi gerði hvorki fyrirsvarsmönnum stefnda, Ístaks hf., né Guðmundi Jónssyni verkstjóra grein fyrir því, svo sannað sé, að hann hafi orðið fyrir slysi. Að mati dómsins stóð það stefnanda nær, eins og hér stóð á, að hafa frumkvæði að rannsókn á orsökum atburðarins, sem hann og gerði, eins og áður er lýst. Dómurinn lítur svo á, að rannsókn Vinnueftirlitsins hefði vart varpað skýrara ljósi á atburðarásina, þar sem enginn viðstaddra upplifði atburðinn sem slys. Enginn ágreiningur er um það, hvernig staðið var að verki eða hvaða hlutverk einstakur starfsmaður stefnda hafði með höndum við framkvæmd verksins. Lögreglurannsókn fór fram nokkrum mánuðum eftir að atvikið átti sér stað og ekki að sjá, að rannsókn sem fyrr hefði verið gerð, hefði breytt sönnunarstöðu stefnanda. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, þykir ósannað, að bakmeiðsli stefn­anda hafi borið að með bótaskyldum hætti. Þykir því verða að sýkna stefnda, Ístak hf. af skaðabótakröfu stefnanda á hendur félaginu. Stefnandi krefst þess einnig, að viðurkennt verði, að meðstefndi, Sjóvá- Almennar hf., sé bótaskylt gagnvart honum á grundvelli slysatryggingar launþega, sem stefndi, Ístak hf., keypti hjá tryggingafélaginu. Í gr. 1.3 í tryggingaskilmálum meðstefnda, sem áður er getið, er hugtakið slys skilgreint svo, að átt sé við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama þess, sem tryggður er og gerist sannanlega án vilja hans. Því er lýst hér að framan, að ósannað sé, að stefnandi hafi slasast í vinnu hjá stefnanda. Þegar af þeirri ástæðu ber að sýkna meðstefnda, Sjóvá-Almennar hf., af kröfu stefnanda. Rétt þykir, eins og málsatvikum er háttað, að málsaðilar beri hver um sig kostnað af málinu. Stefnandi fékk gjafsókn til höfðunar málsins, eins og áður er lýst. Lögmaður stefnanda hefur lagt fram tímaskýrslu, þar sem hann gerir grein fyrir þeim tíma, sem hann hefur varið til málsins. Annars vegar er um að ræða yfirlit yfir tímafjölda, sem lögmaðurinn varði til málsins á fyrri stigum þess, allt frá lögreglu­rannasókn og þar til gjafsóknar er fyrst beiðst á árinu 2002 og hins vegar yfirlit yfir tímafjölda frá þeim tíma til þessa dags. Samtals er um að ræða 135,25 vinnustundir. Dómurinn hefur yfirfarið tímaskýrslu lögmannsins og telur 670.000 krónur hæfilegan málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Miðað er við þann tíma, þegar lögmaður stefnanda hóf að undirbúa málsókn þessa á árinu 2002. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði. Skúli J. Pálmason héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndu, Ístak hf. og Sjóvá-Almennar hf., eru sýknuð af kröfum stefnanda, Þorkels Daníels Eiríkssonar, á hendur þeim. Málskostnaður, 670.000, krónur greiðast úr ríkissjóði.
Mál nr. 118/2003
Lögbann
Samkvæmt arðskrá fyrir Eystri-Rangá áttu K og fimm aðrar jarðir sameiginlega tiltekinn hluta arðs vegna veiðihlunninda í ánni. Deilur höfðu staðið um innbyrðis skiptingu arðsins. Á aðalfundi V var ákveðið að úthluta öllum arðinum til fyrrgreindra fimm jarða og jafnframt skuldbundu eigendur jarðanna sig til að greiða hlut K, ef síðar kæmi í ljós að hún ætti rétt til hluta greiðslunnar. S, eigandi K, fékk lagt lögbann við útborgun arðsins. Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans, var talið að þar sem arðskrá tiltæki ekki innbyrðis skiptingu milli jarðanna sex, stæðu ákvæði laga um lax- og silungsveiði nr. 76/1970 því ekki í vegi að V úthlutaði arðinum með þeim hætti sem það gerði, enda hefðu þeir sem greiðslurnar fengju heitið endurgreiðslu. Talið var að réttarreglur um skaðabætur vernduðu hagsmuni S nægjanlega og því þóttu ekki skilyrði til lögbannsins og var kröfum S hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 3. apríl 2003 og krefst þess að staðfest verði lögbann sem sýslumaðurinn á Hvolsvelli lagði 22. nóvember 2002 við því að stefndi ráðstafaði arði til eigenda jarðanna Vallar I, Vallar II, Bakkavallar, Vallarhjáleigu og Markarskarðs í samræmi við samþykkt aðalfundar stefnda 17. nóvember sama ár. Ennfremur, að viðurkennt verði að stefnda sé óheimilt að ráðstafa arði til eigenda nefndra jarða í samræmi við samþykktina. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Skógræktarfélag Rangæinga, greiði stefnda, Veiðifélagi Eystri-Rangár, 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem tekið var til dóms 18. febrúar sl. er höfðað 3. desember 2002. Stefnandi er Skógræktarfélag Rangæinga, Dalsbaka 6, Hvolsvelli. Stefndi er Veiðifélag Eystri-Rangár, Dalsbakka 6, Hvolsvelli. Stefnandi krefst þess að staðfest verði lögbann Sýslumannsins á Hvolsvelli 22. nóvember 2002 við því að stefndi ráðstafi arði til eigenda jarðanna Vallar I, Vallar II, Bakkavallar, Vallarhjáleigu og Markaskarðs, í samræmi við samþykkt aðalfundar stefnda 17. nóvember 2002. Þá krefst stefnandi þess að stefnda sé óheimilt að ráðstafa arði til eigenda jarðanna Vallar I, Vallar II, Bakkavallar, Vallarhjáleigu og Markaskarðs, allt í samræmi við samþykkt aðalfundar 17. nóvember 2002. Stefnandi krefst og málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Stefndi krefst þess að kröfum stefnanda verði hafnað og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málsatvik. Stefnandi er eigandi jarðarinnar Kotvallar í Rangárvallasýslu, en Kotvöllur hefur verið í Veiðifélagi Rangæinga frá stofnun þess árið 1960. Innan vébanda Veiðifélags Rangæinga starfa fimm félög og er stefndi eitt þessara félaga. Samkvæmt arðskrá fyrir Eystri-Rangá, sem samþykkt var af Landbúnaðarráðuneytinu 26. apríl 1999 ber Vallartorfu (jarðirnar Bakkavöllur, Markaskarð, Vallarhjáleiga, Völlur I og Völlur II) sem og jörðinni Kotvelli 1414 einingar. Vegna ágreinings um það með hvaða hætti skuli skipta arði innbyrðis milli jarðanna hefur stefndi ekki greitt út arð til jarðanna heldur lagt arðgreiðslur inn á sérstakan reikning í sínum vörslum og á sínu nafni og á arðurinn að koma til greiðslu þegar niðurstaða er komin í ágreining aðila. Aðalfundur stefnda samþykkti svofellda tillögu 17. nóvember 2002: ,,Aðalfundur beinir því til stjórnar Veiðifélags Eystri-Rangár að arður jarðanna Vallar I, Vallar II, Bakkavallar, Vallarhjáleigu og Markaskarðs vegna veiðihlunninda verði tafarlaust greiddur. Rísi dómsmál vegna kröfu Kotvallar um veiðirétt og svo ólíklega vildi til að Kotvelli yrði dæmdur veiðiréttur í Eystri-Rangá, heita landeigendur í Vallartorfu og skuldbinda sig til að endurgreiða þann hlut sem Kotvelli yrði hugsanlega dæmdur”. Stefnandi fékk lagt lögbann 22. nóvember 2002 við því að stefndi ráðstafaði arði í samræmi við ofangreinda samþykkt aðalfundar og er mál þetta höfðað til staðfestingar á þeirri lögbannsgerð. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi kveður að í ofangreindri tillögu aðalfundar stefnda felist að arði Kotvallar yrði skipt milli þeirra jarða sem getið sé í tillögunni. Niðurstaðan yrði því sú að enginn arður kæmi í hlut Kotvallar, þrátt fyrir að jarðarinnar sé getið í arðskrá. Heildarfjárhæð arðsins sé um sjö milljónir króna. Í 1. mgr. 50. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði komi fram að arðskrá sem sett skuli á fundi sem boðað skuli til með sama hætti og stofnfundar, skuli vera grundvöllur úthlutunar arðs af veiði til félagsmanna. Í 9. gr. samþykkta Veiðifélags Rangæinga og 8. gr. samþykkta Veiðifélags Eystri-Rangár segi jafnframt að arði af veiði skuli skipt niður á félagsmenn samkvæmt arðskrá. Með því að greiða út arðinn með þeim hætti að undanskilja Kotvöll, þrátt fyrir að jarðarinnar sé getið í arðskrá, sé brotið gegn ofangreindum ákvæðum lax- og silungsveiðilaga og samþykkta stefnda. Með því væri gróflega brotið gegn hagsmunum stefnanda og sé slíkt að auki refsivert samkvæmt i- og j-lið 1. mgr. 104. gr. lax- og silungsveiðilaga. Verði arðurinn greiddur með þeim hætti sem tillagan kveði á um yrði fullnusta þess arðs sem Kotvellir eigi rétt til, mun örðugri. Stefnandi telji því ljóst að greiðsla arðsins samkvæmt samþykkt aðalfundar brjóti gegn lögvörðum rétti hans og að hætta sé á að réttindi hans fari forgörðum eða verði fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til að bíða dóms um þau. Skilyrði 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 séu þannig uppfyllt. Þá telji stefnandi útilokað að hann geti tryggt hagsmuni sína með öðrum hætti og þannig standi ákvæði 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 ekki í vegi fyrir því að kröfur hans nái fram að ganga. Stefnandi vísar til laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, einkum 50. gr. laganna og kröfu um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Kröfu sína um staðfestingu kyrrsetningargerðar styður stefnandi við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 31/1990. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi kveður að ekki verði séð að sýslumaður hafi gætt nægjanlega að 9. gr. laga nr. 31/1990, sbr. 27. gr. sömu laga. Hann hafi ekki leiðbeint ólöglærðum talsmanni gerðarþola um hvernig hann gæti brugðist við gerðinni, m.a. hafi hann ekki vakið athygli talsmannsins á því að hann gæti leyst sig undan gerðinni með tryggingu, sbr. 28. gr. laganna. Þá sé ljóst að telja verði reglur skaðabótaréttar tryggja nægjanlega hagsmuni gerðarbeiðanda. Því hefði ekki átt að leggja á lögbann, sbr. 1. tl. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Það sem áður greinir um leiðbeiningaskyldu sýslumanns eigi ekki síst við um þetta atriði. Leiðbeina hefði átt talsmanni gerðarþola um að hann gæti sett fram kröfu um að leysa sig undan lögbanni með því að setja tryggingu. Ljóst sé að lögbannsgerðin gangi allt of langt, þar sem hagsmunir stefnanda séu ekki nema brot af þeirri fjárhæð sem bundin sé með lögbannsgerðinni, en hún nemi nú nálægt 10 milljónum króna. Eins og fram komi í arðskrá fyrir hið stefnda félag komi 1414 einingar óskipt í hlut Vallartorfu annars vegar og Kotvallar hins vegar. Ekki sé eining um hvernig eigi að skipta fjárhæðinni milli þessara aðila. Það sé ljóst eftir meginreglum um sameign, að sé ekki getið um skiptingu skuli skipt jafnt milli aðila og megi ætla að rétt væri að skipta þessari fjárhæð í 6 hluta þar sem jarðirnar sem arðinn eigi að fá séu 6 talsins. Það sé með öllu ljóst að stefnandi geti aldrei átt tilkall til meira en helmings, sé litið svo á að Vallartorfa sé annar aðilinn og Kotvöllur hinn aðilinn og jafnvel ekki til meira en 1/6 hlutar og gangi því lögbannið allt of langt. Beri því að miða staðfestingu gerðarinnar við í mesta lagi helming fjárhæðarinnar, ef ekki verði sýknað af kröfu stefnanda. Niðurstaða. Samkvæmt 1. mgr. 50. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði er arðskrá grundvöllur úthlutunar arðs af veiði til félagsmanna. Samkvæmt arðskrá fyrir Eystri- Rangá eiga Vallartorfa, þ.e. jarðirnar Bakkavöllur, Markaskarð, Vallarhjáleiga, Völlur I, Völlur II sem og Kotvöllur saman 1414 einingar, en af arðskrá verður ekki ráðið hvernig innbyrðis skipting arðsins skuli vera milli jarðanna. Samkvæmt 9. gr. samþykkta fyrir Veiðifélag Rangæinga og 8. gr. samþykkta fyrir veiðifélag Eystri-Rangár skal skipta arði af sameiginlegri veiði niður á félagsmenn samkvæmt arðskrá. Í málinu er fram komið að stefndi hyggst skipta arði vegna veiðihlunninda milli jarðanna Vallar I, Vallar II, Bakkavallar, Vallarhjáleigu og Markaskarðs, en undanskilja Kotvöll, í samræmi við samþykkt á aðalfundi. Þar sem innbyrðis hlutföll arðs milli Vallartorfu og Kotvallar liggja ekki ljós fyrir verður ekki talið að að ákvæði lax- og silungsveiðilaga eða samþykktir stefnda standi því í vegi að stefndi ráðstafi arði í samræmi við ofangreinda samþykkt á aðalfundi, enda hafa landeigendur að Vallartorfu ábyrgst endurgreiðslu hugsanlegs hluta Kotvallar gagnvart stefnda. Samkvæmt 1. tl. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 verður lögbann ekki lagt við athöfn ef talið verður að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun hagsmuna gerðarbeiðanda tryggi þá nægilega. Komi til þess að ágreiningur um hugsanlegar arðgreiðslur til jarðarinnar Kotvalla verði til lykta leiddur og jörðinni ákvarðaður arður, er ljóst að réttarreglur um skaðabætur tryggja hagsmuni stefnanda nægilega. Verður samkvæmt framangreindu ekki talið að að skilyrði lögbanns hafi verið fyrir hendi og kröfum stefnanda því hafnað. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnanda að greiða stefnda 150.000 krónur í málskostnað. Ingveldur Einarsdóttir, héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Kröfum stefnanda er hafnað. Stefnandi greiði stefnda 150.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 67/2003
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Með beiðni dagsettri í dag, lagði Lögreglustjórinn á Selfossi fram kröfu um að X, [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, allt til mánudagsins 31. mars 2003 kl. 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. febrúar 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 16. febrúar 2003, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 10. mars nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur, enda hefur sóknaraðili ekki kært hann fyrir sitt leyti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 517/2007
Þjófnaður Umferðarlagabrot Ítrekun Vextir Frávísun frá héraðsdómi að hluta
B var sakfelldur fyrir að hafa í fimm skipti stolið munum að andvirði samtals um 2.000.000 krónur og umferðarlagabrot. Með brotunum rauf hann reynslulausn á 380 dögum eftirstöðva óafplánaðrar fangelsisrefsingar og var sú refsing felld inn í þá refsingu sem honum var gerð í málinu. Við ákvörðun refsingar B var einkum litið til þess að B hafði ítrekað gerst sekur um þjófnaðarbrot, um var að ræða mörg brot, um talsverð verðmæti var að ræða og brotavilji hans var einbeittur. Þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 22. ágúst 2007 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst staðfestingar á niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu ákærða og greiðslu „skaðabóta ásamt vöxtum“ en þyngingar á refsingu. Ákærði krefst sýknu af ákæru 27. október 2006 svo og af tölulið 1 í ákæru 21. nóvember 2006. Þá krefst hann þess að refsing sín verði að öðru leyti milduð. Loks krefst ákærði frávísunar á bótakröfu. Ákærði er sakaður um þjófnaðarbrot í fimm skipti. Málavöxtum er rétt lýst í hinum áfrýjaða dómi hvað varðar ákærulið 1.1 í ákæru 21. nóvember 2006 að öðru leyti en því að samkvæmt upptöku úr öryggismyndavél telst brot ákærða framið um kl. 20.45. Ákærði hafði þá nokkrum sinnum komið inn í verslunina, fyrst um kl. 19.30. Á upptökunni sést greinilega hvar hann hleypur í burtu þegar hann er kominn út úr versluninni með tilgreindan kassa. Dómari segir réttilega að atvik þetta hafi átt sér stað 13. júlí 2006, en ekki 18. sama mánaðar eins og í ákæru greinir. Er um augljós mistök að ræða í ákæruskjali sem heimilt var að leiðrétta, sbr. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Í rökstuðningi hins áfrýjaða dóms um sönnun þess að ákærði hafi 12. ágúst 2006 stolið af lager verslunarinnar BT í Kringlunni, sbr. tölulið 1.2 í ákæru 21. nóvember 2006, er vísað til „ferils“ ákærða. Af samhengi og gögnum má ráða að hér er átt við aðferð ákærða við framningu brotsins. Hinn 12. ágúst 2006 sést ákærði á upptöku úr öryggismyndavél athafna sig á lager verslunarinnar BT í Kringlunni og ber hann sig þar að á sambærilegan hátt og sést upptöku á sama stað 11. nóvember 2006. Í síðara skiptið var hann stöðvaður þegar hann var kominn út af lagernum. Þá eru þjófnaðir af lager verslunarinnar Ormsson í Smáralind 13.-14. og 22. ágúst 2006 með sama yfirbragði. Ákærði játaði síðastgreind brot eftir handtöku 22. ágúst 2006. Hann dró játningu sína til baka fyrir dómi, en vefengdi þó ekki að hafa hjá lögreglu greint þannig frá atvikum að viðstöddum verjanda sínum. Hefur ákærði ekki gefið þær skýringar á breyttum framburði sem tekið verður tillit til við úrlausn máls. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ákærði sakfelldur fyrir öll þau brot sem hann er ákærður fyrir. Ákærði er í máli þessu fundinn sekur um að hafa í fimm skipti stolið munum að andvirði samtals um 2.000.000 krónur og umferðalagabrot. Aðeins hluti þýfisins hefur komist til skila. Hann hefur fimm sinnum áður fengið dóm fyrir þjófnaðarbrot, en þrisvar var um hegningarauka að ræða. Ákærði hefur einnig gengist undir viðurlög vegna umferðar- og fíkniefnabrota og hlotið dóm fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eftir að hinn áfrýjaði dómur féll var hann dæmdur til greiðslu sektar fyrir hraðakstursbrot og sviptur ökurétti í þrjá mánuði. Samtals hefur ákærði verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar í þrjú ár og tvo mánuði. Hinn 2. desember 2004 var honum veitt reynslulausn á 380 dögum eftirstöðva óafplánaðrar fangelsisrefsingar skilorðbundið í tvö ár. Hefur hann rofið reynslulausnina með þeim brotum sem hann er hér sakfelldur fyrir. Verður með vísan til 1. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga, að taka hana upp og fella inn í refsingu sem honum verður nú gerð. Við ákvörðun refsingar er ennfremur litið til þess að ákærði hefur ítrekað gerst sekur um þjófnaðarbrot og varðar það þyngingu refsingar samkvæmt 255. gr. og 1. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga. Þá er um mörg brot að ræða og refsing því ákveðin samkvæmt 77. gr. sömu laga. Einnig er litið til þess að um talsverð verðmæti var að ræða og að endurtekinn þjófnaður á sama stað með svipaðri aðferð bendir til einbeitts brotavilja, sbr. 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. sömu laga. Allt leiðir þetta til refsiþyngingar. Það leiðir á hinn bóginn ekki til refsiþyngingar þó að ákærði hafi verið með „óþarfa undanbrögð“ við rannsókn og meðferð málsins eins og segir er í hinum áfrýjaða dómi, en ákærði á sér hins vegar engar málsbætur. Þegar allt framangreint er virt er refsing ákærða ákveðin fangelsi í tvö ár. Samkvæmt ákæru krefst Ormsson ehf. „vaxta og dráttarvaxta af höfuðstól“ án þess að tilgreindur sé vaxtafótur eða þeir upphafsdagar vaxta sem miða beri við. Ekki er heldur krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. heimild í 11. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Vaxtakrafan er samkvæmt þessu vanreifuð og verður ekki hjá því komist að vísa henni frá héraðsdómi. Hins vegar verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um höfuðstól skaðabótakröfu Ormsson ehf. Dómsorð: Ákærði, Birgir Brynjarsson, skal sæta fangelsi í tvö ár. Ákærði greiði Ormson ehf. 229.800 krónur, en kröfu Ormson ehf. um vexti og dráttarvexti er vísað frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 278.373 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 249.000 krónur. Mál þetta sem dómtekið var 23. mars sl. að loknum munnlegum málflutningi er höfðað með tveimur ákærum útgefnum 27. október og 21. nóvember 2006 gegn Birgi Brynjarssyni, kt. 230577-5609, Stóragerði 38, Reykjavík "fyrir eftirtalin brot framin á árinu 2006. I. Þjófnaðir 1. Að hafa á tímabilinu 13. – 14. ágúst 2006, stolið tveimur skjávörpum, samtals að verðmæti kr. 229.800, af lager verslunarinnar Ormsson í Smáralind við Hagasmára 1 í Kópavogi. (036-2006-7785) 2. Að hafa þriðjudaginn 22. ágúst 2006, stolið þremur sjónvarpstækjum og tveimur bifreiðahljómflutningstækjum, samtals að verðmæti kr. 435.502, af lager verslunarinnar Ormsson í Smáralind við Hagasmára 1 í Kópavogi. (037-2006-7838) 3. Að hafa þriðjudaginn 18. júlí í versluninni Hans Petersen, Kringlunni 8-12, stolið skjávarpa að verðmæti kr. 160.000. (10-2006-34395) 4. Að hafa laugardaginn 12. ágúst í versluninni BT í Kringlunni 8-12, stolið 4 fartölvum, samtals að verðmæti kr. 671.952. (10-2006-39076) 5. Að hafa laugardaginn 11. nóvember á sama stað, stolið flatskjá og 2 fartölvum, samtals að verðmæti kr. 612.964. (10-2006-57590) Teljast brot þessi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Vegna 2. ákæruliðarins gerir Ormsson, Smáralind ehf. kt. 441104-3670, kröfu um að ákærður verði dæmdur til að greiða félaginu bætur að fjárhæð kr. 229.860- auk vaxta og dráttarvaxta. II. Umferðarlagabrot. 1. Að hafa sunnudaginn 13. ágúst ekið bifreiðinni UF-847 með 110 km hraða á klst. austur Vesturlandsveg, á vegarkafla við Réttarholtsveg, þar sem leyfður hámarkshraði var 80 km á klst. (10-2006-39579) Telst þetta varða við 1., sbr. 2., mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar." Ákærður hefur játað öllu um meint umferðarlagabrot og verður það dæmt skv.125. gr.laga nr. 19/1991. Ákærður hefur neitað öllu um ætluð þjófnaðarbrot sem lýst er í I. kafla hér að framan, liðir 1-5 og hefur haldið uppi vörnum um þá liði og krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins varðandi þá, en til vara er þess krafist að ákærða verði einungis gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa og verði hún skilorðsbundin. Þá er þess krafist að bótakröfunni verði vísað frá dómi og sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóð, þar á meðal hæfileg málsvarnarlaun og verjandalaun skipaðs verjanda, Hilmars Ingimundarsonar hrl. á rannsóknarstigi. Með játningu ákærða sem er í samræmi við rannsóknargögn málsins er sannað að hann hefur gerst sekur um það umferðalagabrot sem honum er gefið að sök og rétt er fært til refsiákvæða í II. kafla hér að framan sbr. ákæru merkt dómskjal nr. 5. Verður nú fjallað um þau þjófnaðarbrot sem ákærður er sakaður um. 1. Verslun Ormsson í Smáralind við Hagasmára í Kópavogi a) Mánudaginn 21. ágúst 2006 var kært til lögreglunnar í Kópavogi að líklega á tímabilinu frá 13.–14. ágúst 2006 hafi horfið af lager verslunar Bræðranna Ormsson, Smáralind, Kópavogi 2 – 3 skjávarpar og upplýsti A, starfsmaður verslunarinnar, að þeir væru af gerðinni Sharp x R – 10 og væru hver að verðmæti kr. 114.900 á tilboði. Á þessum tíma var ólag á lagerhurðinni, þar sem ekið hafði verið á hana með lyftara, og fullnaðarviðgerð ekki farið fram og var ekki talið ólíklegt, að sá sem tekið hafi skjávarpana hafi komist þar inn, en ekkert var að sjá í öryggismyndavélum þar sem gagnagrunnur fyrir myndavélaupptökur hafi ekki virkað. Talið var að hlutaðeigandi hafi farið út um neyðarútgöngudyr á lager. Villuboð höfðu borist stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar frá neyðarútgöngudyrunum 14. ágúst 2006 en þau bárust vegna þess að klippt hafði verið á snúru sem tengd var þjófavarnarkerfinu og var talið að skjávarparnir hafi verið teknir á þeim tíma. Um svipað leyti hafi frést af samskonar þjófnaði úr versluninni BT Í Kringlunni og voru taldar líkur á að sami maður gæti hafa staðið þar að verki. Teknar höfðu verið myndir af þeim manni með öryggismyndavélum verslunarinnar og voru þær taldar vera af ákærða. Þriðjudaginn 22. ágúst s.l. var tekin skýrsla af ákærða vegna gruns um, að hann hefði staðið að þessu broti en hann hafði sama dag viðurkennt að hafa tekið plasma sjónvarpstæki af lager verslunarinnar. Hann kvaðst í bæði skiptin hafa farið eins að. Hann hafði heyrt að unnt væri að fara inn á lager verslunarinnar með auðveldum hætti, en þar inn á lagerinn væri hurð sem ekki væri tengdi þjófavarnarkerfinu, þar eð búið var að klippa á viðvörunarbúnaðinn sem tengdur var við hurðina. Hann hafði svo farið inn á lagerinn, tekið tvo kassa sem voru við hurðina og sett þá í bíl sem hann var á. Þegar hann var kominn í hæfilega fjarlægð frá versluninni hafði hann opnað kassana og séð að í þeim voru skjávarpar, sem hann hafði selt aðila, sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Hér fyrir dómi neitaði ákærði að hafa stolið framangreindum skjávörpum af lager verslunar Ormsson í Smáralind og kvaðst hann hafa verið tilneyddur að játa hjá lögreglu þar sem gæsluvarðhald hafi vofað yfir honum ef hann játaði ekki, en aðstæður hans hafi þá verið þannig að hætta hafi verið á að konan sem hann var með færi frá honum ef hann lenti inni, en til hafi staðið að þau færu að gifta sig. Hann hafi því skáldað framburðinn hjá lögreglu og kvað hann B rannsóknarlögreglumann, sem tók af honum skýrsluna hafa ráðið því hvernig framburður hans varð. Vitnið B, rannsóknarlögreglumaður staðfesti að það hafi tekið skýrslu af ákærða um meint framangreint brot ákærða og ætlað brot hans sem lýst er í b lið hér á eftir. Það kvað ákærða hafa játað bæði brotin og hann ekki verið beittur neinum þrýstingi í því sambandi en verjandi hans hafi verið viðstaddur skýrslutökuna. Það taldi þó að í þágu rannsóknarinnar hafi komið til álita að ákærði sætti gæsluvarðhaldi meðan rannsókninni yrði haldið áfram, ef málið hefði ekki upplýstst með játningu ákærða. Það kvað hafi komið fram hjá ákærða að hann vissi að klippt hafði verið á snúrur sem tengdi hurðina inn á lagerinn við þjófavarnarkerfið. Starfsfólk verslunarinnar gat borið að ákærður hafði verið í versluninni rétt áður en þjófnaðarbrotin áttu sér stað og hafði það séð mynd af ákærða sem tekin var af honum á öryggismyndavél í BT Kringlunni og endurþekktu hann sem sama mann. Vitnið C, aðstoðarverslunarstjóri verslunarinnar, kvaðst hafa verið að fara heim eftir vinnu mánudaginn 14. águst 2006 og sett öryggiskerfið á. Þá hafi komið villuboð frá hurðinni inn á lagerinn og það hringt upp í Öryggismiðstöð og látið vita og spurt hvað gæti valdið þessu og þá verið talið að villuboðin væru vegna þess að eitthvað ýtti á hurðina og hafi ekkert verið gert í því þá. Miðvikudaginn á eftir höfðu starfsmenn verslunarinnar séð að það vantaði 3 skjávarpa á lagerinn og var þá beðið um skoðun á hurðinni og kom þá í ljós að klippt hafði verið á snúru að hurðinni á lagernum, sem gengur út í portið og var þetta lagað sama dag. Starfsmenn höfðu svo leitað eftir myndum í öryggismyndavélakerfinu en sáu engar myndir um töku skjávarpanna og töldu það ekki hafa verið í sambandi eða verið bilað. Á fimmtudaginn var fenginn maður til að laga myndavélarnar og einnig var lagerhurðin löguð. Síðar heyrði það að einhver hefði verið á ferðinni úti og var greinilega með vörur frá þeim og kom þá í ljós að aftur var búið að klippa á vírinn að hurð lagersins. Það kvaðst þá hafa séð í öryggismyndavélakerfinu að akærður var að dunda sér á lagernum og að hann klippti vírinn í sundur. Sbr. b hér á eftir. Það hvað skávörpunum ekki hafa verið skilað og gaf nokkuð rétta lýsingu á ákærða. b) Þriðjudaginn 22. ágúst 2006 kl. 18:50 barst lögreglunni í Kópavogi tilkynning um tilraun til þjófnaðar í versluninni Ormsson í Smáralind og að öryggisverðir væru með mann í haldi utan við heilsugæslustöðina að Hagasmára 3, Kópavogi. Er lögreglumenn komu á vettvang rétt á eftir voru tveir öryggisverðir með mann í handtökum og reyndist það vera ákærður. Hann tjáði lögreglumönnunum sem handtóku hann eftir að honum hafði verið lesið réttarstaða hans, að hann hefði farið inn í verslun Ormsson að framanverðu og gengið svo beint inn á lager. Þar hafi verið kassi sem í var plasmasjónvarp og setti hann hann í innkaupakerru og ýtti henni svo út af lagernum að aftanverðu. Þegan hann kom út, kom öryggisvörður á móti honum og reyndi að stoppa hann. Hann hafði þá ýtt kerrunni fast í átt að öryggisverðinum og hlaupið á brott en svo hafi komið tveir öryggisverðir á eftir honum og náð honum við heilsugæslustöðina, en hann þá alveg verið búinn. Þeir hafi hrint honum í jörðina, en hann tekist á við þá. Haft var samband við C um að af lager verslunar hafi verið tekið í greint sinn LCD sjónvarpstæki af gerðinni Sharp 37 og tvö sjónvarpstæki af gerðinni 20” Samsung LCD og einnig hafi verið tekin þrjú Pioneer bíltæki og væri samanlagt verðmæti tækjanna 475.000 krónur. Við skýrslutöku hjá B, rannsóknarlögreglumanni sama dag, þar sem verjandi ákærða var viðstaddur, viðurkenndi ákærði að hafa farið í greint sinn inn á lager verslunar og tekið stóran kassa, sem var næst útihurð lagersins, sem hann setti á innkaupakerru og fór með út, en kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir hvað var í kassanum en hann kvaðst bara hafa viljað stela einhverju til að minnka fíkniefnaskuldir sínar. Hann sagðist hafa verið búinn að frétta að hurðin að lagernum væri ekki tengd þjófavörn og því auðvelt að athafna sig inni á lagernum. Við síðari yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu, viðurkenndi hann að það hafi verið fleiri kassar sem hann hafi sett í innkaupakerruna eða nokkrir kassar, en þeir hafi verið svo léttir að hann þyrði að fullyrða að þeir hafi verið tómir. Ákærður hefur við skýrslutöku hér fyrir dómi horfið frá því að hafa tekið úr lagernum í greint sinn kassa með sjónvarpstæki og heldur því fram að hann hafi farið út með tóma kassa af lagernum og fengið til þess leyfi hjá verslunarstjóra eða öðrum starfsmanni til að taka þá. Hann kvað hafa verið farið með kassana aftur upp á lager, eftir að hann var handtekinn, án þess að innihald þeirra væri skoðað. Vitnið A kannaðist við að hafa séð ákærða í öryggismynda-vélakerfinu inni á lager verslunarinnar, er það skoðaði upptökurnar eftir framan-greindan þjófnað. Vitnið D, öryggisvörður, kt. [...], hafði verið statt á 3. hæð Öryggismiðstöðvarinnar í Smáralind 22. ágúst 2006, er það fékk boð eða viðvörun um að vesturhurð á lager verslunar Bræðranna Ormsson hefði opnast, en sérstakur hreyfiskynjari hafði verið tengdur við hurðina vegna þjófnaðar af lagernum sem átti sér stað nokkrum dögum áður. Það kvaðst hafa hlaupið niður að versluninni og komið að manni í portinu utan við lagerinn með kassa í innkaupakerru. Það kvað hann hafa ýtt kerruni á það svo að það fór upp að vegg og svo hafi hann hlaupið í burt en áður hafi maðurinn sagt því að hann væri starfsmaður verslunarinnar og væri með vörur frá þeim. Það hafði svo hlaupið á eftir manninum og náð honum á bílaplaninu við heilsugæslustöðina og ætlað með hann aftur að Smáralind er einn öryggisvörður hafi komið á móti, en þá hafi maðurinn farið að berjast á móti og honum þá verið haldið niðri þangað til lögreglan kom. Vitnið lýsti ákærða og samræmdist lýsingin útliti ákærða. Vitnið kvaðst ekki hafa skoðað varninginn sem var í kerrunni en það hafi fundið að hún var þung er það fékk hana á sig. Vitnið E, lögreglumaður staðfesti lögregluskýrslu sína um atvikin. Það kvað hafa komið tilkynning til þeirra um að tveir öryggisverðir í verslunarmiðstöðinni Smáralind væru með mann í haldi, sem væri æstur og í tökum. Þegar þeir komu þangað færðu þeir manninn í lögreglubifreiðina og svo niður á lögreglustöð, en hann hafði brotist um er þeir komu. Öryggisverðirnir hafi upplýst að hann hafi reynt að stela Plasmasjónvarpi. Það kvað manninn, sem það þekkti sem ákærða, ekki hafa tjáð sig um né viðurkennt brotið á vettvangi. Það kvaðst ekki hafa kannað varninginn sem ákærði var grunaður um að hafa tekið. Vitnið F, sölumaður hjá versluninni Ormsson, kvaðst hafa verið í versluninni þegar husvörðurinn kom þar inn og sagði að það væri verið að taka Bigga fyrir þjófnað. Það hafði hlaupið niður og farið inn á lagerinn af bílaplaninu við heilsugæslustöðina. Lagerinn hafi verið opinn og þar verið rekstrarstjóri verslunarinnar og öryggisvörður og hafi þeir játað því að Biggi hafi verið tekinn. Það kvaðst hafa séð kassana sem voru á innkaupakerru frá Hagkaup og hafi það verið tvö sjónvarpstæki og tvö bíltæki og svo þriðja sjónvarpstækið sem staðið hafi upp við vegg. Tækin höfðu verið óskemmd og farið aftur í sölu. Vitnið C aðstoðarverslunarstjóri hafði ekki verið vitni af þessum þjófnaði. Það heyrði að ákærður hafi farið út með tæki frá þeim, en það fór ekki út. Það hafði séð að búið var að opna lagerhurðina og klippa á víra. Það kvaðst hafa séð upptökur úr öryggismyndavélum eftir þetta síðara þjófnaðarbrot og hafi þar sést að ákærður var inni á lagernum að dunda sér og klippti vírinn að hurðinni og hafði það séð þetta á myndbandi. Það hafði ekki afhent lögreglu þetta myndband en gerði ráð fyrir að A hafi gert það. Það lýsti manninum sem það sá á lagernum á myndbandinu og var sú lýsing í samræmi við útlit ákærða. Fram er komið að ákærður viðurkennir bæði framangreind þjófnaðarbrot við skýrslutöku hjá lögreglu að viðstöddum verjanda sínum og gegn vætti B, rannsóknarlögreglumanni, þykja ekki komin fram gögn sem benda til þess að ákærður hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi við skýrslutökur. Skýring ákærða um að hann hafi átt á hættu að samband hans við unnustu hans gæti farið út um þúfur ef hann sætti gæsluvarðhaldi er ekki sennileg og hefur ekki þýðingu í málinu. Þegar virtur er að auki framburður C sem sér ákærða í síðara skiptið þegar hún afspilar upptökur úr öryggismyndavélum verslunarinnar, að hann er inni á lager að dunda sér og klippir jafnframt á rafmagnssnúruna á útihurðinni að lagernum og svo framburður vitnisins D sem fer strax að lager verslunarinnar er það fékk boð um að vesturhurð lagersins hefði opnast og hittir þá fyrir í portinu utan við lagerinn ákærða með innkaupakerru með kössum í sem hann kvað vera vörur frá verlsuninni, þykir ekki fara milli mála og vera nægilega sannað að ákærður framdi síðara þjófnaðarbrotið, en vitnisburður D og F, staðfestir að í kerrunni voru þær vörur, sem ákærður er sakaður um að hafa tekið. Litið er á það sem fyrirslátt einan af hálfu ákærða að þetta hafi verið tómir pappakassar. Verksummerki eftir fyrra brotið, eru með sama hætti og þykir ekki varhugavert að telja næga sönnun um að ákærði hafi og staðið að því, en við síðara brotið hafði hann ekki varað sig á því, að vegna fyrra brotsins var búið að tengja aukalega hreyfiskynjana við lagerhurðina, sem gáfu boð í hvert skipti sem hún var opnuð. Ákærður telst því sekur um að hafa framið bæði þessi þjófnaðarbrot, og hefur með því gerst brotlegur við 244. gr. almennra hegningarlaga. 2. Verslanir í Kringlunni 8-12, Reykjavík. a. Fimmtudagskvöldið 13. júlí 2006 kl. 19:30 hafði komið inn í verslun Hans Petersen í Kringlunni maður, sem samkvæmt lýsingu G við lögreglu var á milli þrítugs og fertugs, sköllóttur með dökkan kraga og var að svipast um í versluninni. Fram kom hjá henni að maðurinn hafi farið út og komið inn nokkrum sinnum. Um kl. 20:45 hafi hann gengið að kassa með skjávarpa, sem geymdur væri við útstillingarglugga, tekið hann og farið með út úr versluninni. Skjávarpinn hafi verið af gerðinni Epson TW-200 að verðmæti 160.000 krónur. Hún vísaði á geisladisk úr öryggiskerfi verslunarinnar, sem fylgdi kærunni en þar sjáist greinilega er maðurinn hlaupi burt með kassann, eftir að hann hafi farið í gegnum þjófavarnaðarhlið verslunarinnar. Ákærður hefur hér fyrir dómi og hjá lögreglu neitað að hafa tekið skjávarpann í greint sinn. Hann kannaðist við að hafa verið inni í versluninni og verið að skoða muni, en engu stolið. Hann kvað það geta verið að hann hafi verið að færa til kassa með skjávarpa inni í versluninni áður en hann fór út. Kassinn sem hann hafi verið með í höndunum eftir að hann var kominn út úr versluninni hafi verið tómur pappakassi, sem hann hafi þurft á að halda vegna fyrirhugaðra flutninga og hann hafi geymt utan við verslunina og vísaði hann til myndbandsins úr öryggismyndavél verslunarinnar því til sönnunar. G, kt. [...], [...], starfsmaður verslunarinnar bar vitni í málinu. Bar vitnið að það hafi sjálft ekki séð ákærða taka kassann með skjávarpanum og fara með út, heldur hafi framburði þess í kæruskýrslu um að það hafi séð ákærða taka kassann miðast við það, sem það hafði séð er upptökur úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar voru spilaðar. Það kvað engann starfsmann verslunarinnar hafa verið beint vitni að því að ákærður hafi tekið skjávarpann og þó að öryggismyndavélakerfið væri alltaf í gangi væri ekki fylgst stöðugt með því. Það kvað verðmæti skjávarpans hafa verið 160.000 krónur en hann væri nú til sölu á 90-110 þúsund krónur. Það kvað tækinu ekki hafa verið skilað. Ljóst er að framangreindur skjávarpi var tekinn úr verslun Hans Petersen í Kringlunni um kl. 19:30 fimmtudaginn 13. júlí sl. og hefur vitnið G borið að á þessum tíma hafi maður sem samsvarar lýsingu á ákærða komið inn í verslunina og eftir að hafa fylgst með ferðum hans er upptökur voru spilaðar úr öryggismyndavélum var það þess fullvisst að maðurinn hafi tekið kassa með skjávarpa sem hafi verið í hillu við útstillingarglugga verslunarinnar. Geisladiskur með upptökum úr versluninni á umræddum tíma frá 19:30 til 20:45 var spilaðar og sýndur í réttinum og auk þess hefur dómarinn skoðað þær enn betur og fer ekki á milli mála að ákærður færir kassann úr hillunni við útstillingargluggann og nær því í hvarf við aðra hillusamstæðu, svo að aðeins sést í hornið á honum og næst sést hann með kassa sem virðist vera sami kassinn fyrir utan sýningargluggann og er þá kassinn sem aðeins sást í þar sem hann var í hvarfi við hillusamstæðuna horfinn. Framburður ákærða um að hann hann hafi tekið tóman kassa utan við verslunina um leið og hann kom út þykir ósennilegur, er ekki studdur neinum gögnum. Örskotsstund líður frá því að það sést á myndbandi að kassinn er horfinn, þar til ákærði sést með álíka kassa utan við verslunina og verður þrátt fyrir neitun ákærða að telja að upptakan ásamt öðrum gögnum sé næg sönnun um að ákærður tók framangreindan skjávarpa og hefur hann með því gerst brotlegur við 244. gr. almennra hegningarlaga. b. Laugardaginn 12. ágúst s.l. kl. 18:50 var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um þjófnað úr versluninni BT í Kringlunni í Reykjavík og fóru tveir lögreglumenn á staðinn og hittu þar fyrir H, staðgengil verslunarstjóra, sem upplýsti þá um að uppgötvast hefði að fjórar fartölvur vantaði inni á lager verslunarinnar og léki grunur á því, að maður sem hefði komið inn í verslunina kl. 16:45 og verið að vafra um verslunina í smátíma hefði tekið fartölvurnar. H sagði að það hefði fengist staðfest með því að skoða myndavélakerfi verslunarinnar að maðurinn fari um lager verslunarinnar og taki þar fartölvurnar og fari með þær út um hurð sem snúi að Borgarleikhúsinu, sem opnanleg er innan frá. Fram kom að samanlagt verðmæti fartölvanna væri 671.952 krónur. Lögreglunni var afhent mynd af manninum þar sem hann kemur inn í verslunina og svo myndupptökur úr geisladisk og myndavélakerfi verslunarinnar, þar sem maðurinn sést taka fartölvurnar. J rannsóknarlögreglumaður, skoðaði myndina og myndbandið, en þekkti ekki manninn, en eftir eftirgrennslan var talið að þetta væri ákærði og var flett upp á mynd af honum í myndasafni lögreglunnar og fór ekki á milli mála að maðurinn á myndinni og geisladiskinum var ákærði. Ákærður hefur hjá lögreglu og hér fyrir dómi neitað að hafa tekið fjórar fartölvur úr versluninni, en kannaðist við að hafa verið í versluninni á framangreindum tíma um kl. 16:45. Honum voru sýndar myndir úr myndavélakerfi verslunarinnar, þar sem sést að maður líkur ákærða tekur kassastæðu úr hillu á lagernum og gengur með hana út um bakdyr. Ákærður kannaðist við að hafa verið þarna inni á lagernum. Hann kvaðst hafa farið inn í verlsunina til að athuga hvort hann gæti fengið gefins tóma pappakassa, vegna þess að hann stóð í flutningum á þessum tíma. Hann sagðist hafa rætt við starfsmann verslunarinnar sem setið hafi í eftirlitsbúri við dyr að lagernum og spurt hann um pappakassa og hann vísað honum á hilluna eða rekkann, sem sjáist á myndbandsupptökunni. Hann kvaðst hafa tekið kassana og fengið leyfi til að fara með þá bakdyramegin út, því að þar væri bifreið hans. Hann lýsti manninum svo að um hafi verið að ræða karlmann á þrítugs aldri með dökkt hrokkið hár og í bol frá BT. Ákærður hélt fast við það við skýrslutöku fyrir dómi, að hann hefði ekki tekið fjórar fartölvur af lager verslunarinnar. Hann hafi verið inni á lager og fært til kassa, en hann hafi farið tómhentur út, þó að hann hafi ætlað að ná í tóma kassa, og fengið leyfi frá manni í stjórnstöð til þess. Vitnið I, sem var starfandi verslunarstjóri helgina 12.-14. ágúst 2006, kvaðst hafa verið við afgreiðslu frammi í versluninni í lok dags laugardaginn 12. ágúst s.l. þegar sölumaður seldi fartölvu og þeir farið á bak við eða inn á lager til að reyna að finna þessa fartölvu, sem átti að vera til samkvæmt birgðabókhaldinu. Hún hafði ekki fundist og fór þá að gruna að ekki væri allt með felldu. Það var strax gerð talning og þeir skoðuðu upptökur í myndavélakerfi verslunarinnar og kom þá í ljós að maður hafði gengið inn á lagerinn í gegnum verslunina og tekið góðan slatta af fartölvum, minnti að þær hafi verið sex og hafi maðurinn gengið með þær um bakútganginn inn á Kringlusvæðið. Hann kvað dyrnar út af lagernum oftast læstar og þurfi lykil til að komast inn um þær utan frá. Eftir að hafa skoðað myndupptökuna hringdu þeir strax í lögregluna og virtust lögreglumennirnir þekkja manninn af myndupptökunni. Um tveimur dögum síðar hafði maðurinn komið aftur í verslunina, en séð strax að starfsmennirnir þekktu hann og forðað sér út, er þeir hafi gengið til hans. Það lýsti manninum og samræmdist sú lýsing útliti ákærða. Vitnið hafði kannað verðmæti tölvanna og minnti að það hafi verið milli 500 og 600 þúsund krónur. Vitnið K, kt. [...], [...], Reykjavík, verslunarstjóri í verslun BT í Kringlunni kvaðst hafa skoðað mikið upptökurnar í myndavélakerfi verslunarinnar, bæði um þjófnaðinn af lager hennar 12. ágúst 2006 og einnig 11. nóvember 2006. Vitnið kvaðst hafa borið kennsl á manninn sem grunaður var um seinna þjófnaðarbrotið eftir að hafa séð upptökurnar um fyrra brotið. Það kvað fyrri myndirnar hafa verið greinilegar og hafa fallið að því að um sama mann sé að ræða í bæði skiptin. Vitnið kvað tóma kassa af sýningarvörum vera geymda inni á lager, en á allt öðrum stað, en þeim sem fartölvurnar voru geymdar á. c. Laugardaginn 11. nóvember 2006 var ákærður handtekinn á bifreiðastæði við suðaustur horn Kringlunnar í Reykjavík og var klukkan þá 18:52, en hann var grunaður um að hafa tekið stórt sjónvarpstæki úr verslun BT í Kringlunni. Fram kom hjá öryggisvörðunum L og M hjá Securitas, sem voru þarna á vettvangi, að þeir hafi verið að horfa á skjá frá öryggismyndavélum og þá séð að ákærður var fyrir framan og inni í verslun BT. Hann hafi svo farið inn á lager verslunarinnar og tekið þær vörur, sem voru í innkaupakerru, er lögregluna bar að. Engar myndavélar frá Öryggismiðstöðinni eru inni á lagernum, en öryggisverðirnir höfðu séð er ákærður kom út af lagernum bakdyramegin, að þá hafi hann verið með vörur í innkaupakerru og verið á leið burt með kassa, en þeir höfðu þá tilkynnt um atvikið til lögreglu og svo hlaupið á eftir ákærða. Hann hafði þá skilið eftir kerruna og hlaupið á brott af staðnum en hafði þá hlaupið í fangið á lögreglumönnunum sem komið hefðu að í því. Ákærður hélt því strax fram að hann hefði engu stolið úr verslun BT. Ákærða var þá gert ljóst að best væri að hann vísaði lögreglunni á ætlað þýfi, svo að koma mætti því til skila og vísaði ákærði þá lögreglunni á það við suðurenda Kringlunnar og var því þar haganlega komið fyrir undir þakskyggni við dyr á gólfi hússins. Um var að ræða tvo litla kassa sem voru í innkaupakerru og svo stóran kassa sem var við hliðina á kerrunni. Í stóra kassanum var 1 stykki Phanaconic 37" P.V. 60E Plasma, talið að verðmæti 275.988 krónur, en í hinum kössunum voru fartölvur 1 stykki Toshiba Satelite A 100.761 að verðmærti 146.988 krónur og 1 stykki FSC Amilo X 1526 að verðmæti 167.988 krónur. Fram hafði komið hjá ákærða að þetta hafi verið skyndiákvörðun að taka þessi tæki og hann vissi að hann ætti ekki að stela en hann réttlætti þetta með því að hann skuldaði húsaleigu. Við skýrslutöku hjá lögreglu kannaðist ákærði við að hafa verið inni á lager BT og verið að taka til kassa. Hann kvaðst þó ekki hafa sett kassana, sem voru í innkaupakerrunni og stóra kassann með Phanaconic tækinu í hana, heldur hafi þessir kassar verið í kerrunni er hann tók hana. Hann kvaðst hafa farið með kerruna upp á ramp við hliðina á Borgarleikhúsinu. Ákærður hefur hér fyrir dómi vísað í játningu sína hjá lögreglu um að hafa fært innkaupakerru frá BT að Borgarleikhúsinu, en neitaði að hafa tekið vörurnar sem í kerrunni voru af lager BT. Vitnið M, kt. [...], [...], Reykjavík, öryggisvörður í Kringlunni bar hér fyrir dómi, að það hafi framangreindan dag fylgst með ákærða sem það þekkti í sjón í öryggismyndavélum Kringlunnar. Hann þá verið þar á rölti með einhverri vinkonu sinni. Svo hafi orðið rafmagnsbilun í Kringlunni og öryggismyndavélarnar hafi dottið út í smá tíma, en þegar rafmagnið kom á aftur hafi sést að hann nálgaðist verslun BT, en tveir öryggisverðir voru og fyrir utan verslun BT og fylgdust með honum, en þá sást ekki til hans í smá tíma, en svo sást hann fara út um bakdyr BT og er þar með kerru með vörum í og ekur henni upp á ramp við bakinnganginn. Haft var samband við lögreglu, sem króaði hann af austan megin við húsið. Vitnið kvaðst hafa veitt honum eftirför og látið stjórnstöð vita af ferðum hans. Vitnið kvaðst hafa svo séð hann við Borgarleikhúsið. Hinn öryggisvörðurinn sem var við eftirlit á göngum hússins hafði séð hann þegar hann hafi komið út við bakinnganginn. Vitnið L, kt. [...], [...] var og öryggisvörður í Kringlunni, kvaðst fyrst hafa séð ákærða kl. 16:00 þennan dag, en það þekkti hann vegna annarra mála, og fylgdist örstutt með honum án þess að hafa af honum afskipti. Um kl. 17:30 hafi rafmagnið farið af og það farið ásamt öðrum að ganga frá ýmsum búnaði, sem þurfti að sinna í slíkum tilvikum. Það hafði þá séð ákærða aftur og gerði viðvart í stjórnstöð. Það hafði svo aftur séð hann við BT, þar sem hann hverfur og litlu síðar hafi stjórnstöð tilkynnt, að hann sjáist í myndavélum vera að fara út bakdyramegin með vörur frá BT. Þá hafi strax verið hringt í lögreglu og tveir öryggisverðir farið bak við húsið til að reyna að finna hann aftur og það svo séð hann aftur á móts við Borgarleikhúsið og eins og hann bíði eftir einhverjum, en um leið og hann hafi séð það, hafi hann tekið til fótanna og hlaupið í fangið á lögreglunni. Vitnið lýsti ákærða og var lýsingin í samræmi við útlit hans. Vitnið N, lögreglumaður, kvaðst hafa verið í lögreglubifreið nálægt Kringlunni, þegar tilkynnt hafði verið að ákærður hafi sést fara með þýfi úr Kringlunni. Það kvaðst ásamt lögreglumanninum sem var með því þegar farið á vettvang og ekið að bílastæðinu austan við Kringluna og voru þeir að svipast um eftir ákærða er þeir sáu hann koma út undan kjallaranum á neðri bílastæðinu og náðu þeir honum þar og hann verið móður og másandi og verið handtekinn. Það kvað ákærða í fyrstu ekki þóst vita um málið, en vísaði þeim svo á vörurnar sem hann var grunaður um að hafa tekið og hann hafði komið fyrir við anddyri Borgarleikhússins. Öryggisverðir höfðu svo komið og tekið varninginn. Það kvað ákærða hafa viðurkennt að hafa tekið varninginn en sagði ekki hvar, en ýjaði að því, að hann hafi tekið þetta þar sem kerrunni hafði verið lagt. Það hafði skoðað vörurnar og hafi verið um að ræða tvær fartölvur og sjónvarp í lokuðum umbúðum og verið nokkur þyngsli í þessu. Vitnið kvaðst síðar hafa skoðað myndbandsupptökurnar og hafi þar glitt í ákærða með kerruna og það borið kennsl á hann Vitnið O, kt. [...], [...], Reykjavík, sölumaður verslunar BT Kringlunni í Reykjavík hafi verið að störfum 11. nóvember s.l. er öryggisverðir komu til þess og sögðu því að þeir væru með mann í vörslu, sem hefði stolið sjónvarpi frá versluninni. Þeir hafi fengið að skoða myndbandsupptökur úr versluninni og strax sést að maðurinn hafði komið inn á baksvæðið og þekkti vitnið ákærða frá fyrra atvikinu. Þeir höfðu svo farið út bakdyramegin til að sækja þýfið og hafði það þá séð lögreglubifreiðina við Borgarleikhúsið, þar sem þýfið var, en þar hafi verið 37" Plasma sjónvarp og tvær ferðatölvur. Þetta hafi verið þungir hlutir, en ekki tómir pappakassar og það þurft kerru undir þetta. Vitnið K hafði skoðað upptökur úr myndavélum verslunarinnar í sambandi við fyrra og seinna þjófnaðarbrotið og hafði eins og fyrr er fram komið, séð að sami maður var að verki í báðum tilvikunum. Vitnið P, hafði tekið skýrslu af ákærða vegna ætlaðs þjófnaðarbrots hans 11. nóvember 2006, en mundi ekki sérstaklega eftir skýrslutökunni, en staðfesti að það væri rétt, sem það hefði bókað í sambandi við hana. Það kvaðst muna eftir að hafa séð myndir úr upptökuvélum verslunarinnar, þar sem ákærði sjáist fara með vörur í innkaupakörfu. Það er sammerkt með báðum atvikunum sem rakin eru í liðum b og c hér að framan, að í bæði skiptin sést ákærður athafna sig inni á lager verslunar BT í Kringlunni og er greinilegt af þessum upptökum að hann tekur þar þær vörur sem hann er sakaður um og í síðara skiptið er hann staðinn að verki, þar sem hann er með vörurnar, Plasma 37" sjónvarp og tvær fartölvur í og við innkaupakerru rétt hjá lager verslunarinnar. Framburður ákærða um að hann hafi einungis verið að leita eftir tómum pappakössum á lager verslunarinnar fær enga stoð í gögnum og er reyndar ósamræmi í framburði ákærða þar og verður að líta á hann sem tilbúning, sem ákærður kemur með, eftir að upp um hann kemst í sambandi við þessi meintu brot. Með framangreindum upptökum og vætti vitnanna og þegar litið er til ferils ákærða í heild í sambandi við brot sem hann er sakaður um, þykir fram komin næg sönnun um að hann hafi framið þau þjófnaðarbrot, sem greind eru í lið b og c hér að framan. Sakaferill ákærða er þannig að frá árinu 2001 hefur hann hlotið 5 dóma fyrir brot á 244. gr. almennra hegningarlaga og einnig í eitt skipti fyrir brot á 1. mgr. 202. gr. sömu laga og hefur í allt verið dæmdur til að sæta fangelsi í 3 ár og 2 mánuði. Ákærður hlaut þann 2. desember 2004 samkvæmt ákvörðun Fangelsismálastofnunar ríkisins reynslulausn á 380 dögum af eftirstöðvum refsingarinnar í 2 ár. Brot þau sem ákærður er sakfelldur fyrir í máli þessu eru framin fyrir lok reynslulausnartímans og hefur ákærði því rofið skilorð hennar og verður með vísan til 42. gr. sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga refsing ákærða ákvörðuð í einu lagi fyrir brot þau sem nú er sakfellt fyrir og með hliðsjón af hinni óafplánuðu refsingu sem tilgreind er í reynslulausninni og hún tekin með. Með hliðsjón af þessum sakaferli og að ákærður hefur verið með óþarfa undanbrögð í málinu, sem meta verður til þyngingar á refsingunni, sem með vísun til 77. og 255 gr. almennra hegningarlaga þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár og 4 mánuði. Ekki þykja skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Í málinu hefur Ormsson, Smáralind ehf., gert bótakröfu að fjárhæð 229.800 krónur auk vaxta og dráttarvaxta sbr. a lið ákæru frá 27. október 2006. Ákærður mótmælti þessari kröfu og krafðist þess að henni yrði vísað frá dómi. Telja verður að kröfu þessari sé í hóf stillt og miðast við tilboðsverð þeirra skjávarpa sem ákærði tók, sem er nokkru lægra en fullt verð og þykir mega taka hana til greina, en rétt þykir að miða upphafstíma dráttarvaxta við þingfestingu málsins 10. janúar s.l. Dæma ber ákærða til að greiða skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hrl. málsvarnarlaun og þóknun vegna verjandastarfa á rannsóknarstigi málsins, sem ákveðast í heild 233.064 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan kostnað leiddi ekki af sökinni. Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp dóminn. Ákærður, Birgir Brynjarsson, sæti fangelsi í 2 ár og 4 mánuði. Ákærði greiði Ormsson ehf., Smáralind, Kópavogi, 229.800 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 14. ágúst 2006 til 10. janúar 2007, en dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. laganna frá þeim tíma til greiðsludags. Ákærði greiði skipuðum verjanda sínum Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttar-lögmanni í málsvarnarlaun og í þóknun vegna verjandastarfa á rannsóknarstigi 233.064 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Mál nr. 109/2000
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að R skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Sóknaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur, en til vara að varnaraðila verði gert að sæta farbanni. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. [...] Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið er rannsókn málsins lokið og bárust málsgögn embætti ríkissaksóknara þann 2. mars sl. Í málinu þessu hefur kærði gengist við því að hafa átt aðild að innflutningi á verulegu magni fíkniefna til landsins sem ætlað var til sölu. Er því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá þykir hafa verið færð fyrir því viðhlítandi rök að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Mál þetta er verulega umfangsmikið og eðlilegt að nokkurn tíma taki að vinna að útgáfu ákæru og leggja á það dóm. Ákæra mun verða gefin út alveg á næstu dögum samkvæmt því sem fulltrúi ríkissaksóknara hefur upplýst hér fyrir dóminum. Telst tímalengd gæsluvarðhalds samkvæmt kröfu ríkissaksóknara því eðlileg í því sambandi. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, þykja uppfyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 þannig að fallast ber á kröfu ríkissaksóknara. Kærði er því úrskurðaður til að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16.00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Kærði, Rúnar Ben Maitsland, kt. 230772-3989, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000, kl. 16:00.
Mál nr. 449/2002
Friðun Náttúruvernd Refsiheimild Stjórnarskrá
X var ákærður fyrir að hafa á árunum 2000 og 2001 raskað hreiðurstað arna og spillt friðlýstum náttúruminjum í þeim tilgangi að hindra arnarvarp í Miðhúsaeyjum. Var X ákærður fyrir brot gegn nánar tilteknum ákvæðum í lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd, sbr. auglýsingu nr. 425/1977. Ekki var talið ljóst hvort sá staður sem örn kynni að verpa á gæti fallið undir „lífsvæði dýra“ í ákvæðinu sem X sætti ákæru fyrir og kvað á um að ávallt skyldi „gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagnvart villtum dýrum og lífsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun“. Var umrætt orðalag talið of almennt og því ekki nægilega ótvírætt og glöggt. Uppfyllti það ekki þær kröfur sem gera verður til skýrleika refsiheimilda. Þá varð ekki séð að friðlýsing eyjunnar H tæki til friðunar fugla og sérstaks lífríkis þeirra eða búsvæða. Var X því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins í málinu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 18. september 2002 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst þyngingar á refsingu hans. Ákærði krefst sýknu af kröfu ákæruvalds. I. Með ákæru 13. febrúar 2002 var ákærða gefið að sök að hafa haustið 2000 farið annars vegar í hólmann Arnarstapa, sem er í landi jarðarinnar Miðhúsa í Reykhólahreppi, og rekið þar niður við hreiðurstað arnar þrjá mannhæðarháa staura og hins vegar í Hrísey í landi sömu jarðar og sett þar fjórar tréfjalir yfir syllu við hreiðurstað arnar nyrst á eyjunni eins og nánar er lýst í ákæru. Einnig er honum gefið að sök með ákæru 10. maí 2002 að hafa um sumarið 2001 farið annars vegar í fyrrgreindan hólma, komið þar fyrir tveimur þrífótum úr timbri við hreiðurstað arnar og hins vegar í Hrísey þar sem hann hafi reist háa stöng með flaggi við hreiðurstað arnar á syllu nyrst á eyjunni eins og nánar greinir í ákæru. Ákærði hefur viðurkennt framangreinda háttsemi, en telur að sér hafi verið refsilaust að setja upp umrædd mannvirki í því skyni að verjast ágangi arnar í æðarvarpi í Miðhúsaeyjum. Vísar hann meðal annars í því efni til neyðarvarnarsjónarmiða 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er fram komið í málinu að ákærði hefur um árabil stundað dúntekju í landi Miðhúsa, [...], og haft af því tekjur. Heldur hann því fram að verpi örn á þessu svæði, eins og áður hafi gerst, fæli hann æðarfugl frá varpstað og eyðileggi varpið. Geti örninn þannig valdið miklu tjóni í æðarvarpinu. Segist ákærði hafa orðið fyrir talsverðum búsifjum á umliðnum árum vegna ágangs arnar í varpinu. Þannig hafi tjón af minni dúntekju undanfarin sex ár numið um 250.000 til 500.000 krónum. Byggir ákærði á því að nytjar hans af dúntekjunni njóti verndar 72. gr. og 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 10. gr. og 13. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Í báðum ákærum er ákærði talinn hafa með ofangreindri háttsemi sinni raskað hreiðurstað arna og spillt friðlýstum náttúruminjum í þeim tilgangi að hindra arnarvarp á þessum stöðum. Eru brot hans þar talin varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 6. gr., sbr. 19. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og 1. og 3. tölulið 1. mgr. 53. gr. og 63. gr., sbr. b. og d. liði 50. gr. og 76. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd, sbr. auglýsingu nr. 425/1977 um friðlýsingu Hríseyjar í Reykhólahreppi, Austur-Barðastrandarsýslu. II. Fram kemur í skýrslu Ævars Petersen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, 21. maí 1999, sem að nokkru var rakin í héraðsdómi, að ernir hafi orpið nokkuð samfellt í Miðhúsaeyjum frá árinu 1959, oftast í Arnarstapa, sem sé mikilvægasti varpstaður í eyjunum, en einnig alloft í Hrísey. Eitt arnaróðal sé í Miðhúsaeyjum og hafi verið lengi. Verpi ernir sitt á hvað í Arnarstapa, Hrísey og Tóbakshólma. Miðhúsaeyjar séu vel þekkt arnarsvæði og þótt ernir hafi ekki orpið nýlega í Arnarstapa hafi ummerki um þá fundist síðast í maí 1999. Arnarstapi sé gamalgróið, hefðbundið arnarsetur. Geti ernir notað sama hreiðurstaðinn áratugum, jafnvel öldum saman, en þeir skipti um setur með óreglulegu millibili. Er nánar getið í skýrslunni um skráð arnarvarp annars vegar í Arnarstapa á árunum 1959 til 1999 og hins vegar í landi Miðhúsa í heild frá árinu 1990 til 1999. Kemur þar fram að ernir hafi orpið þar nokkuð samfellt frá árinu 1959, oftast í Arnarstapa, en síðast sé vitað um arnarvarp þar á árinu 1997. Ráða má af framangreindri skráningu að á þessum árum hafi fáeinir ungar komist upp og varpið misfarist í nokkur skipti. Þá kemur fram í vitnisburði Kristins Hauks Skarphéðinssonar, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, fyrir héraðsdómi að ernir helgi sér varpóðöl eða varpsvæði sem geti náð yfir heilan eyjaklasa. Íslenski haförninn er alfriðaður samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. gr. og 17. gr. laga nr. 64/1994 og aldrei má veiða hann í þeim tilgangi að koma í veg fyrir tjón, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Í 2. mgr. 6. gr. laganna segir að ávallt skuli „gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagnvart villtum dýrum og lífsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun.“ Ákærða er sem fyrr segir gefið að sök að hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að hafa raskað hreiðurstað arna með framangreindri mannvirkjagerð á hreiðurstöðum þeirra í Arnarstapa og Hrísey. Fram er komið að á undanförnum áratugum hafa fáeinir arnarungar komist upp og á sama tíma hefur varp misfarist í nokkur skipti á þessum hreiðurstöðum. Er óumdeilt að síðast var kunnugt um arnarvarp í Arnarstapa árið 1997, en ekki er fram komið hvenær örn verpti síðast í Hrísey. Í orðskýringum 1. gr. laga nr. 64/1994 eru „lífsvæði“ talin vera „svæði sem dýr nota sér til framfærslu og viðkomu eða sem farleið.“ Ekki er ljóst af 6. gr. laganna og öðrum ákvæðum þeirra eða lögskýringargögnum hvort sá staður sem örn kunni að verpa á geti fallið undir lífsvæði dýra eða hvort gerð er sú krafa að hann verpi þar í raun. Þetta orðalag ákvæðisins er að þessu leyti of almennt og því ekki nægilega ótvírætt og glöggt. Uppfyllir það ekki þær kröfur sem gera verður til skýrleika refsiheimilda. Verður ákærði því ekki sakfelldur fyrir brot gegn þessu ákvæði. Kemur þá til umfjöllunar hvort ákærði hafi með háttsemi sinni sem lýst er í ákærum spillt friðlýstum náttúruminjum í þeim tilgangi að hindra arnarvarp á fyrrnefndum stöðum og með þeirri röskun gerst brotlegur við ofangreind ákvæði laga nr. 44/1999. Í héraðsdómi var talið að þessi verknaður ákærða gæti ekki fallið undir 1. mgr. 53. gr. laganna og var hann því sýknaður af því broti. Féllst ákæruvaldið á þá niðurstöðu við meðferð málsins fyrir Hæstarétti. Þegar af þeirri ástæðu kemur það lagaákvæði ekki til álita sem refsiheimild í málinu. Í VII. kafla laga nr. 44/1999 er fjallað um friðlýstar náttúruminjar. Þeim er skipað í fjóra flokka í a. til d. liðum 50. gr. laganna. Fjallar b. liður um friðlönd, en samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 53. gr. nefnast svo friðlýst landsvæði, en d. liður um friðlýstar lífverur, búsvæði, vistgerðir og vistkerfi. Samkvæmt 1. mgr. síðargreinds ákvæðis getur umhverfisráðherra friðlýst, að fengnum tillögum eða áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands, landsvæði sem mikilvægt er að varðveita sökum sérstaks lífríkis, sbr. 1. tölulið ákvæðisins, og lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi, sem miklu skiptir að ekki sé raskað, fækkað eða útrýmt, sbr. 3. tölulið. Óumdeilt er að Arnarstapi hefur ekki verið friðlýstur. Verður ákærði því ekki sakfelldur fyrir að hafa með mannvirkjagerð sinni á þeim stað brotið gegn 63. gr. laga nr. 44/1999, en það ákvæði fjallar um röskun friðlýstra náttúruminja. Hrísey var hins vegar friðlýst árið 1977 með heimild í 24. gr. þágildandi laga nr. 47/1971 um náttúruvernd, sbr. auglýsingu nr. 425/1977. Er friðlýsingunni nánar lýst í héraðsdómi. Fyrir Hæstarétt var lögð fram yfirlýsing [...] og eigenda jarðarinnar Miðhúsa, frá júlí 1977, sem gefin var í tilefni samþykkis þeirrar fyrir friðlýsingu Hríseyjar. Eru þar talin upp fimm atriði sem lagt er til að gilda eigi um hið friðlýsta svæði. Í fyrsta lagi að bannað verði að skerða gróður eða breyta gróðurfari og beiting búfjár verði bönnuð, í öðru lagi að óheimilt verði að skerða fjörugróður, í þriðja lagi að bann verði lagt við drápi á fuglum, „nema svo sem nauðsynlegt kann að reynast vegna nytja æðarvarps“, í fjórða lagi verði umferð bönnuð á tilteknu tímabili án heimildar Náttúruverndarráðs og í fimmta lagi verði ráðinu heimilt að leyfa nytjar æðarvarps og annarra hlunninda í og við eyna. Ekki nýtur gagna í málinu um það hvort eigendur Miðhúsa hafi hlotið leyfi til að nytja æðarvarp í landi sínu, en hins vegar kom fram í vitnisburði Kristins Hauks Skarphéðinssonar að honum væri kunnugt um að eigendurnir hafi gert það með vitund og vilja ráðsins, og gerði hann ráð fyrir að það hafi verið „talinn sjálfsagður hlutur að veita þessa heimild“. Ljóst er af því sem rakið hefur verið um tilgang og aðdraganda friðlýsingar Hríseyjar að henni var einkum ætlað að taka til friðunar lands og gróðurfars á eyjunni, en hvergi var þar vikið að friðlýsingu fugla eða lífríkis þeirra á eða við hana, nema að því er varðar hugsanlega friðlýsingu vegna nytja æðarvarps. Eins og fyrr segir er ákærða gefið að sök að hafa spillt friðlýstum náttúruminjum í þeim tilgangi að hindra arnarvarp á umræddum stöðum. Þar sem ekki verður séð að friðlýsing Hríseyjar taki til friðunar fugla og sérstaks lífríkis þeirra eða búsvæða verður ákærði þegar af þeirri ástæðu ekki sakfelldur fyrir brot gegn 63. gr. laga nr. 44/1999. Að öllu framangreindu virtu verður ákærði sýknaður af kröfum ákæruvalds. Eftir þessum úrslitum ber að greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, eins og nánar greinir í dómorði. Dómsorð: Ákærði, X, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Magnúsar Thoroddsen hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur. Mál þetta, sem var dómtekið 10. maí sl., höfðaði sýslumaðurinn á Patreksfirði 13. febrúar 2002 með ákæru á hendur X, „fyrir brot á lögum um náttúruvernd og lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með því að hafa dag einn um haustið 2000 farið í land í hólmanum Arnarstapa í Miðhúsaeyjum í Reykhólahreppi, rekið niður þrjá staura um mannhæðarháa, staðsetta þannig að staurar voru skammt innan við brún stapans beggja vegna og einn staur þar á milli, strengt band á milli stauranna og einnig til hliðar út frá endastaurum í tréhæla í jörðinni, og með því að fara í land í Hrísey í Miðhúsaeyjum í Reykhólahreppi, sett 4 tréfjalir yfir syllu nyrst á eynni þannig að þær náðu frá klettabrún ofan við sylluna og niður á brún hennar frá öllum hliðum í þeim tilgangi að hindra arnarvarp í arnarlaupum á fyrr­greindum stöðum, og með því raskað hreiðurstað arna og spillt friðlýstum náttúruminjum. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 64/1994 og við 1. og 3. tölul. 1. mgr. 53. og 63. gr. sbr. b og d lið 50. gr. og 76. gr. laga nr. 44/1999 sbr. auglýsingu nr. 425/1977. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.“ Ákæra sama sýslumanns, út gefin 10. maí sl., var sam­einuð þessu máli samdægurs. Með henni er höfðað mál á hendur ákærða „fyrir brot á lögum um náttúruvernd og lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með því að hafa dag einn um sumarið 2001 farið í land í hólmanum Arnarstapa í Miðhúsaeyjum í Reykhólahreppi, komið þar fyrir tveimur þrífótum úr timbri, öðrum 120 cm. háum vestan við hreiðurstað arnarins og hinum 160 cm. háum austan við hreiðurstaðinn, og með því að fara í land í Hrísey í Miðhúsaeyjum í Reykhólahreppi, reist þar háa stöng með flaggi við hreiðurstað arna á syllu nyrst á eynni, í þeim tilgangi að hindra arnarvarp í arnarlaupum á fyrr­greindum stöðum, og með því raskað hreiðurstað arna og spillt friðlýstum náttúruminjum Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 64/1994 og við 1. og 3. tölul. 1. mgr. 53. og 63. gr. sbr. b og d lið 50. gr. og 76. gr. laga nr. 44/1999 sbr. auglýsingu nr. 425/1977. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Ákærði krefst sýknu. Ákærði kveðst hafa komið fyrir þeim mannvirkjum sem í ákærum greinir og kveðst hafa gert það í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að ernir gerðu sér þar hreiður. Telur hann arnarvarp þarna til þess fallið að valda sér búsifjum með usla í æðarvarpi. Telur hann háttsemina ekki varða refsingu. Frammi liggur í málinu skýrsla Ævars Petersen, fuglafræðings, dagsett 21. maí 1999, þar sem meðal annars er að finna yfirlit um sögu arnarvarps í Mið­húsa­eyjum. Segir að tvö gömul hreiður hafi fundist í Arnarstapa vorið 1999, en ernir hafi varla orpið þar það vor. Arnarstapi sé engu að síður gamalgróið arnasetur. Noti ernir yfirleitt fleiri setur, tvö til fjögur, á hverju óðali, og skipti óreglulega um þau. Arnaóðalinu í Miðhúsaeyjum tilheyri þannig setur í Hrísey og Tóbaks­hólma, auk setursins í Arnarstapa. Hafi ernir orpið nokkuð samfellt í Mið­húsa­eyjum frá árinu 1959, oftast í Arnarstapa. Samkvæmt yfirliti fugla­fræð­ingsins er síðast vitað um arnarvarp í Miðhúsalöndum 1997, er par var með hreiður í Arnar­stapa 2. maí, en varp mis­fórst. Kristinn Haukur Skarphéðinsson líffræðingur gaf skýrslu fyrir dómi við aðal­meðferð málsins. Með dómi Héraðsdóms Vestfjarða 15. september 2000 var ákærði sak­felldur fyrir brot gegn lögum nr. 61/1992 um sinubrennur og meðferð elds á víða­vangi með því að brenna sinu í Arnarstapa vorið 1999, en sýknaður af sakargiftum um að hafa raskað hreiður­stað arna með þeirri háttsemi. Dómurinn leggur til grundvallar að mannvirkjagerð ákærða, sem í ákærum er lýst, hafi verið til þess fallin að koma í veg fyrir að ernir gerðu sér hreiður í Arnar­stapa eða Hrísey, enda var það tilgangur ákærða með henni. Ómögulegt er að vita hvort ernir hefðu gert þarna hreiður ef ákærði hefði ekkert aðhafst, en það er ekki ósennilegt miðað við sögu arnarvarps í Miðhúsaeyjum, en eins og rakið er að framan hafa ernir margoft orpið í Arnarstapa, en einnig alloft í Hrísey, sam­kvæmt tilvitnaðri skýrslu Ævars Petersen. Í 1. gr. laga nr. 64/1994 segir að friðun merki bann við veiðum og öðrum að­gerðum sem geta aukið vanhöld eða dregið úr viðkomu dýra af tiltekinni tegund. Tekur friðun einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar. Íslenski haförninn er friðaður, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 64/1994 og í 7. gr. reglugerðar nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fugl­um er hann talinn meðal þeirra tegunda sem aldrei megi heimila tímabundnar veiðar á, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir tjón. Aðgerðir ákærða, sem komu í veg fyrir að haförn gæti nýtt sér fyrri varpstaði voru til þess fallnar að draga úr viðkomu teg­undar­innar, en nærri má geta hver hún yrði að lokum, ef heimilt yrði talið að reisa varnarvirki á þekktum hreiðurstöðum til að koma í veg fyrir varp þar að nýju. Varðar háttsemi ákærða, sem í ákærum er lýst, því við 1. mgr. 6. gr., sbr. 19. gr., laga nr. 64/1994. Hrísey í Reykhólahreppi var friðlýst árið 1977, sbr. auglýsingu nr. 425/1977, með heimild í 24. gr. þágildandi laga nr. 47/1971, sbr. nú 2. mgr. 78. gr. laga nr. 44/1999. Í auglýsingunni er tekið fram að eyjan sé friðland og bannað sé að skerða þar gróður, þ.m.t. fjörugróður, breyta gróðurfari og beita búfé, granda fuglum nema nauðsyn krefji vegna nytja æðarvarps og fara um eyjuna á tímabilinu 15. apríl til 15. júlí án heimildar Náttúruverndarráðs. Náttúru­verndarráð getur heimilað nytjar æðarvarps og ann­arra hlunninda í og við eyj­una. Í 1. tl. 53 gr. laga nr. 44/1999 er tekið fram að friðlýst landsvæði nefnist friðlönd. Falla þau undir friðlýstar náttúruminjar samkvæmt b lið 50. gr. laganna. Ákærði setti fjórar tréfjalir yfir syllu nyrst á greindu friðlandi haustið 2000 og reisti þar stöng með flaggi sumarið eftir. Í 1. mgr. 53. gr. laga nr. 44/1999, sem háttsemi ákærða er heimfærð undir, er talið upp hvaða náttúrufyrirbæri umhverfis­ráðherra geti friðlýst, en þar er ekki að finna verknaðarlýsingu sem háttsemi ákærða fellur undir. Samkvæmt 63. gr. laga nr. 44/1999 má ekki granda friðlýstum náttúru­minjum, spilla þeim eða breyta. Varðar slík röskun refsingu samkvæmt 76. gr. laganna. Fjórar tréfjalir yfir syllu og stöng með flaggi verða að teljast spjöll á friðlandinu og varðar uppsetning þeira ákærða refsingu samkvæmt 76. gr. laga nr. 44/1999. Er þá haft í huga að stöngin verður ekki talin hafa verið þáttur í nýtingu æðarvarps, eins og málið horfir við. Við ákvörðun refsingar verður hins vegar litið til þess að ekki var um varanleg spjöll að ræða og auðvelt ætti að vera að koma friðlandinu í samt lag. Ákærði, sem hefur ekki sætt refsingum, var sakfelldur hinn 15. september 2000 fyrir brot gegn lögum nr. 64/1994 og 61/1992, en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Ákærði hefur nú rofið skilorð þess dóms. Ber að taka hann upp, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955 og 7. gr. laga nr. 24/1999, og dæma ákærða refsingu fyrir öll brotin í einu lagi, samkvæmt reglum 77. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða ákveðst 80.000 króna sekt til ríkis­­sjóðs, sem skal greiðast innan fjögurra vikna frá birtingu þessa dóms að telja, en ákærði ella sæta fangelsi í 12 daga. Dæma ber ákærða til að greiða allan sakarkostnað. Dóm þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri. Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans. Ákærði, X, greiði 80.000 krónur í sekt til ríkis­sjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu þessa dóms að telja, en sæti ella fangelsi í 12 daga. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar.
Mál nr. 63/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Kröfu hans um að takmörkunum í gæsluvarðhaldinu yrði aflétt var vísað frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. febrúar 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 1. febrúar 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 6. febrúar 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Að því frágengnu krefst hann þess að aflétt verði þeim takmörkunum, sem honum sé gert að sæta í gæsluvarðhaldsvistinni. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ekki verður séð að varnaraðili hafi borið atriði er varða framkvæmd gæsluvarðhaldsins undir héraðsdóm og verður ákvörðun um það atriði því ekki kærð til Hæstaréttar að svo stöddu. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði fundust 107,72 grömm af kókaíni í póstsendingu, sem varnaraðili var skráður viðtakandi að. Bróðir hans var handtekinn er hann vitjaði póstsendingarinnar en fram er komið að þeir búi á sama stað. Er fram kominn rökstuddur grunur um aðild varnaraðila að þessum innflutningi, sem varðar fangelsisrefsingu ef sök sannast. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Kröfu um að takmörkunum á gæsluvarðhaldi varnaraðila, X, verði aflétt er vísað frá Hæstarétti. Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sýslumaðurinn á Selfossi hefur gert þá kröfu að úrskurðað verði að kærða, X, [kt. og heimilisfang] en til dvalar að [heimilisfang] verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16:00 föstudaginn 9. febrúar n.k. á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu kærða er þess krafist að kröfu um gæsluvarðhald verði hafnað en til vara að því verði markaður skemmri tími. Í greinargerð lögreglustjóra segir að forsaga málsins sé sú að tollverðir hafi fundið mánudaginn 29.01. s.l. meint fíkniefni í hraðsendingu frá Guyana, Suður Ameríku, í húsnæði Fedex að Gjótuhrauni 4 í Hafnarfirði. Sendingin var stíluð á kærða. Samkvæmt upplýsingum frá ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, reyndist sendingin innihalda 107,72 gr. af kókaíni. Fíkniefnin voru fjarlægð, gerviefni sett í staðinn og sendingin hélt áfram sína leið. Hana sótti nefndur A, [kt.] á pósthúsið í Hveragerði síðdegis í gær og var þá handtekinn af lögreglu. Kærði og sömuleiðis A hafa neitað að standa fyrir ofangreindum innflutningi á fíkniefnum. Við húsleit á heimili X fannst blá bók ofan á peningaskáp í bílskúr, sem A hefur játað að geymi samantekt um skuldir ýmissa aðila vegna fíkniefna sem hann útvegi þeim “þegar svo ber undir”. Í peningarskápnum fundust ýmsir munir sem lögregla telur tengjast fíkniefnaviðskiptum en A kannast við að eiga skápinn. Við leit í bifreið þeirri sem kærði var á þegar hann var handtekinn fundust 4 kúlur af ætluðu kókaíni. Rannsókn lögreglu er nýhafin. Um verulegt magn fíkniefna er að ræða og telur lögregla öruggt að þau hafi verið ætluð til dreifingar hérlendis. Eftir er að rannsaka bankareikninga kærða, símtöl og framkvæma efnarannsókn á hinum haldlögðu fíkniefnum. Hætt er við að kærði geti spillt rannsókninni með því að hafa samband við vitni eða aðra samseka, verði hann látinn laus áður en rannsókn verður lengra á veg komin. Sýslumaður vísar til að verið sé að rannsaka ætluð brot kærða á lögum nr. 65,1974 um ávana- og fíkniefni og á 173. gr. a. almennra hegningarlaga, nr. 19,1940. Það sakarefni sem hér um ræðir mun varða fangelsisrefsingu ef sök telst sönnuð. Rannsókn málsins er viðamikil og er á frumstigi og veruleg hætta þykir á að hinir grunuðu muni torvelda rannsóknina með því að skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni og samseka. Með vísan til alls framanritaðs, rannsóknarhagsmuna, svo og með vísan til a- liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991 um meðferð opinberra mála, er þess farið á leit að ofangreind krafa um gæzluvarðhald nái fram að ganga. Kærði hefur neitað að hafa staðið fyrir ofangreindum innflutningi á fíkniefnum. Kærði segist eiga lögheimili að [heimilisfang] en hann búi að [heimilisfang] en þar hafi bróðir hans, A einnig dvalið. Kærði neitar því að hafa haft nokkurn grun um það hvers vegna umrædd sending var merkt honum. Spurður um afnot af bifreið kærða kvast hann hafa leyft bróður sínum A að nota bifreiðina, meðal annars vegna þess að bifreið A væri ver útbúin til vetraraksturs. Kærði væri trésmiður og sé hann ofstast sóttur heim þegar hann fari í vinnu og skilji því bifreið sína eftir heima, ólæsta og með lyklum í kveikjuásnum. Kærði sagðist síðast hafa opnað öskubakkann í bifreið sinni 1. eða 2. desember sl., þegar hann fór með bifreiðina í þvottastöði í Mosfellsbæ en þar hefði hann sett pening í hann. Síðan hafi hann ekki opnað öskubakkann í bifreiðinni en hann reyki ekki. Í lögregluskýrslum af A kom fram að A væri einn eigandi að peningaskáp þeim er leit var gerð í í bílskúr á heimili kærða og staðfesti A að kærði ætti ekkert af því sem í skápnum fannst enda hafi hann ekki vitað talnaröðina að læsingunni á skápnum. Um verulegt magn fíkniefna sé að ræða og telur lögregla öruggt að þau hafi verið ætluð til dreifingar hérlendis. Eftir er að rannsaka bankareikninga kærða, símtöl og framkvæma efnarannsókn á hinum haldlögðu fíkniefnum. Telur lögreglan að hætt sé við að kærði geti spillt rannsókninni með því að hafa samband við vitni eða aðra samseka, verði hann látinn laus áður en rannsókn verður lengra á veg komin. Kærða er gefið að sök að hafa átt aðild að því að flytja inn 107,72 grömm af kókaíni sem tollverðir fundu þann 29. janúar sl., við leit í húsnæði Fedex að Gjótuhrauni 4, Hafnarfirði. Kom efnið með hraðsendingu frá Guyana í Suður Ameríku. Kærði neitar því að hafa staðið fyrir ofangreindum innflutningi og neitað að hafa vitað nokkuð um umrædda sendingu. Í gögnum málsins liggur fyrir að heima hjá kærða fundust ýmis gögn í læstum peningaskáp, sem talin eru tengjast fíkniefnum. Kærði hefur alfarið neitað að hafa haft vitneskju um það sem í skápnum var. Þá fullyrðingu styður framburður A sem hefur viðurkennt að eiga skápinn ásamt fleirum svo og innihald hans. Fíkniefni fundust í bifreið kærða og þrátt fyrir neitun hans um að hafa vitað um þau færir það stoð undir sekt kærða. Rannsókn lögreglu er nýhafin eins og kemur fram í greinargerð hennar. Um verulegt magn fíkniefna sé að ræða og telur lögregla öruggt að þau hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hérlendis. Eftir sé að rannsaka bankareikninga kærða, símtöl og framkvæma efnarannsókn á hinum haldlögðu fíkniefnum. Allt þetta getur lögregla rannsakað þrátt fyrir að kærði sé ekki í gæsluvarðhaldi. Þá telur lögregla að kærði geti spillt rannsókninni með því að hafa samband við vitni eða aðra samseka, verði hann látinn laus áður en rannsókn verður lengra á veg komin en brot kærða varði við lög nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni og 173. gr. a almennra hegningalga nr. 19/1940 og varði fangelsisrefsingu ef sök telst sönnuð. Rannsóknin sé viðamikil og veruleg hætta á að kærði muni torvelda rannsóknina með því að skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni og samseka. Kærði er grunaður um brot sem geta varðað hann fangelsisrefsingu ef sök sannast. Kærði neitar sakargiftum en rannsóknargögn vekja sterkan grun um aðild hans að framangreindum broti. Eftir er að rannsaka hugsanlega samseka í málinu ásamt öðru sem tekið er fram í greinargerð lögreglu. Rannsókn málsins er á algjöru frumstigi og verður að telja að hætta sé á því að kærði geti spillt rannsókninni með óskertu frelsi, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða þá sem hugsanlega eru samsekir. Rannsóknarhagsmunir styðja þannig kröfu um að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Er því fallist á að skilyrði a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála séu uppfyllt og verður krafa sýslumannsins á Selfossi tekin til greina, og skal kærði sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16:00 þriðjudaginn 6. febrúar n.k. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Kærði, X, [kt.], skal sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 6. febrúar nk. kl. 16:00.
Mál nr. 210/2000
Umferðarlagabrot Fíkniefnalagabrot Þjófnaður Hylming Ítrekun Hegningarauki Vanaafbrotamaður
H var ákærður fyrir umferðarlagabrot, þjófnað, fíkniefnalagabrot og hylmingu. Var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu og refsingu staðfest og H dæmdur til fangelsisrefsingar, en hann átti langan brotaferil að baki.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Arnljótur Björnsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 23. maí 2000 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst nú staðfestingar héraðsdóms. Ákærði krefst þess aðallega að sér verði ekki gerð refsing, en til vara að hún verði milduð frá því, sem dæmt var í héraði. Málið var höfðað með ákæru lögreglustjórans í Reykjavík 27. desember 1999, þar sem ákærða var gefið að sök umferðarlagabrot 14. janúar sama árs, eins og nánar greinir í héraðsdómi. Lögreglustjóri gaf út aðra ákæru 7. mars 2000 á hendur ákærða og nafngreindri konu, þar sem þau voru borin sökum um að hafa í sameiningu brotið 24. júlí 1999 gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í þeirri ákæru var ákærða einum jafnframt gefið að sök fíkniefnalagabrot 24. júlí 1999, svo og brot gegn 254. gr. almennra hegningarlaga 27. október sama árs. Mál þessi voru sameinuð fyrir héraðsdómi. Gengust ákærðu þar við sökum og var hinn áfrýjaði dómur felldur á málið við svo búið. Unir meðákærða héraðsdómi. Áður en málið var höfðað hafði ákærði frá árinu 1981 hlotið dóm 16 sinnum fyrir skjalafals, þjófnað, gripdeild, ólögmæta meðferð fundins fjár, rán, hilmingu, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot, þar af sex skipti fyrir auðgunarbrot frá árinu 1996, síðast með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júní og 25. júní 1999, sem voru staðfestir með dómi Hæstaréttar 25. nóvember sama árs. Þá hafði ákærði tvívegis á árinu 1995 gengist undir viðurlög fyrir fíkniefnalagabrot, en 17 sinnum á árunum frá 1984 til 1992 hafði lokið með sátt málum á hendur honum fyrir líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Brot ákærða samkvæmt ákæru 27. desember 1999 var framið áður en fyrrnefndir tveir héraðsdómar gengu á hendur honum í júní á því ári og verður honum því nú gerður hegningarauki fyrir það brot, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Brot samkvæmt ákæru 7. mars 2000 voru hins vegar framin að gengnum þeim dómum, sem hafa nú ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar að því er varðar þjófnaðarbrot ákærða 24. júlí 1999 og hylmingarbrot 27. október sama árs, sbr. 71. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga. Í sakavottorði, sem lá fyrir héraðsdómi við meðferð þessa máls, var ekki getið dóms, sem gekk á hendur ákærða og tveimur öðrum mönnum í Héraðsdómi Reykjaness 17. mars 2000 fyrir fimm þjófnaðarbrot og eina tilraun til slíks brots, en þau brot voru öll drýgð 25. janúar 1999. Með þeim dómi var ákærða gert að sæta fangelsi í sjö mánuði. Verður af þessum sökum að ákveða refsingu ákærða fyrir öll brotin, sem um ræðir í þessu máli, sem hegningarauka við þann dóm, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur lagt í vana sinn að fremja auðgunarbrot. Verður því að gæta ákvæða 72. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar. Að öllu þessu athuguðu eru engin efni til að milda þá refsingu, sem ákærða var gerð með hinum áfrýjaða dómi. Skal héraðsdómur því standa óraskaður. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Haukur Guðmundsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. apríl 2000. Málið er höfðað með ákæruskjali dagsettu 27. desember 1999 á hendur Hauki Guðmundssyni, kt. 190664-4499, Hverfisgötu 99, Reykjavík, ,, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 14. janúar 1999 ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna áreksturs, sem hann átti hlut að á bifreiðastæði við Vítastíg 13, Reykjavík, milli bifreiðarinnar G-4677, sem ákærði ók, og bifreiðarinnar MM-887, heldur ekið brott af vettvangi. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 10. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 3. gr. laga nr. 57/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Með ákæru, dags. 7. mars 2000, á hendur: K, [...] og Hauki Guðmundssyni, kt. 190664-4499, báðum til heimilis að Hverfisgötu 991, Reykjavík, “fyrir eftirtalin brot framin í Reykjavík á árinu 1999: Ákærða Hauki: 1. Fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 24. júlí á veitingastaðnum Keisarinn, Laugavegi 116, haft í vörslum sínum 4,88 g af amfetamíni, sem lögregla lagði hald á. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, sbr. lög nr. 13, 1985 og 2. gr., sbr. 10. gr., reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 16, 1986, sbr. reglugerð nr. 177, 1986, sbr. auglýsingu nr. 84, 1986. 2. Hylmingu, með því að hafa miðvikudaginn 27. október tekið við úr höndum tilgreinds manns sjónvarpi að verðmæti um kr. 40.000, falið það á heimili sínu og stuttu síðar selt það Guðmundi Sigursteinssyni, kt. 291245-3239, fyrir kr. 20.000, þrátt fyrir að ákærða væri ljóst að sjónvarpsins hafði verið aflað með auðgunarbroti. Telst þetta varða við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II Ákærðu báðum fyrir þjófnað, með því að hafa í félagi aðfaranótt laugardagsins 24. júlí farið inn í tískuverslunina Straumar við Laugaveg 55 og stolið 3 töskum og ýmsum fatnaði m.a. 6 skyrtum, 7 klútum, 7 slæðum, 11 bolum, 12 pilsum, 20 peysum, 21 yfirhöfn, 26 kjólum og 48 buxum, samtals að verðmæti um kr. 200.000, og úr kjallara hússins stolið slípirokki og 2 borvélum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og að framangreint fíkniefni verði gert upptækt sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 16, 1986.” Í þinghaldi 10. apríl sl. var sakamálið nr. 42/2000: Ákæruvaldið gegn Hauki Guðmundssyni sameinað þessu máli. Ákærðu hafa bæði komið fyrir dóminn og viðurkennt brot sín og borið að háttsemi þeirra sé rétt lýst í ákærunum. Sannað þykir með skýlausri játningu beggja ákærðu, sem studd er öðrum gögnum málsins, að ákærðu hafi gerst sek um brot þau sem þeim er gefið að sök í ákærum og þar eru rétt heimfærð til refsiákvæða. Refsingar: [...] Ákærði Haukur hefur frá árinu 1981 hlotið 15 refsidóma fyrir ýmis afbrot, skjalafals, þjófnaði, gripdeild, ólöglega meðferð á fundnu fé, rán, hilmingu, brot á lögum og reglum um ávana- og fíkniefni og ölvunarakstur. Þá hefur hann frá árinu 1984 gengist með sáttum undir að greiða sektir 16 sinnum fyrir ýmis brot, þar af 10 sinnum fyrir fíkniefnabrot. Auk þess hefur hann gengist undir tvær viðurlagaákvarðanir fyrir samskonar brot og lögreglustjórasekt fyrir líkamsárás. Ákærði hlaut refsivistardóm 8. september 1997, 6 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, en í maí sama ár dæmdi Hæstiréttur hann í 12 mánaða fangelsi fyrir fíkniefna- og þjófnaðarbrot, en með þeim dóminum voru einnig teknar upp eftirstöðvar eldri refsingar. Honum var veitt reynslulausn í 2 ár 8. október sl. á eftirstöðvum refsingar, samtals 260 dögum. Hann rauf þá reynslulausn og með dómi 8. júní sl. var sú reynslulausn dæmd með refsingu sem honum var gerð fyrir brot gegn 252. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga og 254. gr. sömu laga og refsing dæmd 18. mánaða fangelsi. Ákærði var enn dæmdur 25. júní sl., í 2 mánaða fangelsi, fyrir brot gegn 254. gr. almennra hegningarlaga hegningarauki. Þessir tveir síðastnefndu dómar voru staðfestir í Hæstarétti í nóvember sl. Brot ákærða, sem hér skal lagður dómur á, eru framin áður en hann hlaut dóm Hæstaréttar 25. nóvember 1999. Ber því að dæma honum hegningarauka samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga. Það ber að virða ákærða til hagsbóta að hann hefur án undanbragða viðurkennt brot sín. Ákærði er hins vegar vanaafbrotamaður og verður refsing hans því einnig ákveðin með hliðsjón af 71. gr., sbr. 255. gr., 72. gr. svo og 77. gr. almennra hegningarlaga. Þegar allt framangreint er virt þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Dómsorð: [...] Upptæk eru gerð í ríkissjóð 4,88 g. af amfetamíni sem lögregla lagði hald á 24. júlí 1999, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 16, 1986.
Mál nr. 85/2016
Fjársvik Gæsluvarðhald Upptaka Skaðabætur
K var sakfelldur fyrir fjársvik með því að hafa svikið út farmiða í flug á vegum I ehf. með því að gefa upp við greiðslu tveggja flugbókana á vef flugfélagsins, í blekkingarskyni og án heimildar, greiðslukortanúmer sem tilheyrði greiðslukorti annars manns. Við ákvörðun refsingar K var litið til þess að hann átti langan sakarferil að baki og hefði í flestum tilvikum verið um fjármunabrot að ræða. Þá væri ljóst af gögnum málsins að brotavilji K hefði verið einbeittur. Var refsing K ákveðin fangelsi í 6 mánuði en til frádráttar refsingunni kom gæsluvarðahald sem hann hafði sætt vegna rannsóknar þessa máls. Var honum auk þess gert að sæta upptöku á nánar tilgreindum munum og gert að greiða I ehf. 2212,51 evru í skaðabætur.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson ogIngveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 22. janúar 2016 í samræmivið yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist aðrefsing ákærða verði þyngd og að ákærða verði gert að sæta upptöku ábrottfararspjaldi í flug 27. júlí 2015 frá Póllandi til Íslands með viðkomu íHollandi, beiðnabók frá hótelkeðjunni Hyatt Regency, 243 óútfylltumbrottfararspjöldum og 102 farangursmerkimiðum frá ýmsum erlendum flugfélögum og17 óútfylltum boðsmiðum merktum United.Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð og að til frádráttarhenni komi það gæsluvarðhald sem hann hefur sætt. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfuverði vísað frá dómi.Brotaþoli Icelandair ehf. krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms umeinkaréttarkröfu sína og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaðahans um refsingu ákærða. Jafnframt verður staðfest sú niðurstaða dómsins að tilfrádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 28. júlí til 26.ágúst 2015 vegna þeirra brota sem ákæra í þessu máli tekur til. Aftur á mótikemur ekki til frádráttar gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2015, enda erþað ekki til komið vegna þeirra brota, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 11.nóvember 2004 í máli nr. 313/2004.Með skírskotun til forsendna héraðsdóms verður staðfest sú niðurstaða aðgera upptækt brottfararspjald í flug 27. júlí 2015. Jafnframt krefstákæruvaldið þess að gerð verði upptæk beiðnabók hótels, óútfylltbrottfararspjöld og farangursmiðar erlendra flugfélaga og boðsmiðar í setustofuerlends flugfélags. Til stuðnings kröfunni er vísað til þess að um sé að ræðamuni sem hætta þykir á að notaðir verði til brots en eigendur þeirra hafi ekkiþekktan dvalarstað á Íslandi, sbr. 1. töluliður 1. mgr. 69. gr. a. og 2. mgr.69. gr. f. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu ákærða er kröfunni ekkimótmælt og við munnlegan flutning málsins var ekki vefengt af hans hálfu aðumræddir munir væru í eigu annarra. Samkvæmt þessu er fullnægt lagaskilyrðumfyrir upptökunni og verður krafan tekin til greina.Ákærði krefst frávísunar einkaréttarkröfu á hendur sér með þeim rökum aðkrafan sé vanreifuð. Á þetta verður ekki fallist enda er krafan studdviðhlítandi gögnum. Verður héraðsdómur staðfestur um kröfuna og ákærða gert aðgreiða brotaþola málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar verður staðfest. Ákærði skaleinnig greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaunskipaðs verjanda síns sem ákveðin verða með virðisaukaskatti eins og í dómsorðigreinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en kröfu ákæruvaldsins umeignaupptöku.Ákærði, Konstantin Deniss Fokin, sæti upptöku á brottfararspjaldi í flug27. júlí 2015 frá Póllandi til Íslands með viðkomu í Hollandi auk þess sem gerðer upptæk beiðnabók frá hótelkeðjunni Hyatt Regency, 243 óútfylltbrottfararspjöld og 102 farangursmerkimiðar frá ýmsum erlendum flugfélögum og17 óútfylltir boðsmiðar merktir United.Ákærði greiði brotaþola, Icelandair ehf., 100.000 krónur í málskostnaðfyrir Hæstarétti.Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 680.083 krónur, þar meðtalin málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti, Guðrúnar BjargarBirgisdóttur hæstaréttarlögmanns, 496.000 krónur. DómurHéraðsdóms Reykjaness 7. janúar 2016.Mál þetta, sem dómtekið var 10.desember 2015, höfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 4. nóvember2015 á hendur ákærða, Konstantin Deniss Fokin, eistneskum ríkisborgara, fæddum17. september 1981;„fyrir fjársvik, með því að hafa, sunnudaginn 26.júlí 2015, svikið út farmiða í flug hjá og á vegum Icelandair ehf., kt.461202-3490, samtals að andvirði 2212,51 evrur sem nam kr. 327.450,- samkvæmt miðgengi Seðlabanka Íslands ákaupdegi, með því að gefa upp, við greiðslu tveggja flugbókana á vefflugfélagsins, í blekkingarskyni og án heimildar, greiðslukortanúmer semtilheyrði greiðslukorti annars manns. Með þessari háttsemi vakti og hagnýttiákærði sér þá röngu hugmynd starfsmanna Icelandair ehf. að greiðslur værulögmætar og kom því til leiðar að andvirði farmiða auk breytingargjalds á öðrumþeirra var ranglega skuldfært af reikningum að baki umræddu greiðslukorti. Ákærði komst í framhaldi yfir farmiðana og hagnýttiannan þeirra til að komast í flug hjá og á vegum Icelandair ehf. Vegna þessararháttsemi varð Icelandair ehf. af greiðslu fyrir báða farmiðana og gat ekki seltfarmiða í flugsæti þau sem bókuð höfðu verið. Nánar tiltekið var um að ræða eftirfarandi tilvik:. Viðgreiðslu á farmiða að andvirði 1107,32 evrur gefið upp kortanúmerið [...]. Farmiðinn, með bókunarnúmer [...], var bókaður á nafnið KonstantinFok Deniss og var A, til heimilis í Frakklandi, sagður greiðandi. Ákærðinotaði farmiðann 27. júlí 2015 til að komast í flug [...] og [...], fráPóllandi til Íslands með viðkomu í Hollandi. (skjalaskrártilvik I-4)2. Viðgreiðslu á farmiða að andvirði 1014,51 evrur og breytingargjalds að andvirði 90,68 evrur, gefiðupp kortanúmerið [...]. Farmiðinn, meðbókunarnúmer [...], varupphaflega bókaður í flug [...] og [...], hinn 26. júlí 2015, fráÞýskalandi til Íslands, með viðkomu í Danmörku, á nafnið Konstantin Deniss ogvar B, til heimilis í Frakklandi, sagður greiðandi. Farmiðanum breytti ákærðisíðar í flug [...] og [...], hinn 29. júlí 2015, frá Berlín til Íslands meðviðkomu í Kaupmannahöfn.(skjalaskrártilvik I-5)Telst þessi háttsemi ákærðavarða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verðidæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess er krafist að ákærðiverði, með heimild í 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009, dæmdurtil þola upptöku á brottfararspjaldi í flugsem frá er greint í 1. tl. ákæru (munanr. 413765 og 41376). Jafnframt er þesskrafist að ákærða verði, með heimild í 1. mgr. 69. gr. a. og 2. mgr. 69. gr. f.almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009, gert að sæta upptöku á eftirtöldum munum semfundust við leit hinn 27. júlí 2015 og ætla má að séu til notkunar eða hætta séá að verði notaðir við brot. Um er að ræða tvo bæklinga frá flugfélaginu EasyJet (munanr. 413752 og 413764), beiðnabók frá hótelkeðjunni Hyatt Regency (munanr.413744), þrjá stimpla er tengjast flugrekstri með áletruninni, „IB. BARCELONA DIF. TARIFA RESERVA CAMBIADAA“, „AUTORIZADO“ og „PUENTE AEREO“ (munanr. 413747), 243óútfyllt brottfararspjöld, þar af 84 stk. merkt Iberia (munanr. 413723,413724,413757), 27 stk. merkt United(munanr. 413725), 26 stk. merkt Royal Jordanian (munanr. 413726), 63stk. merkt Alitalia (munanr. 413727 og 413729) og 43 stk. merkt AeroflotRussian Airlines (munanr. 413728), 102 farangursmerkimiða, þar af 50 stk. merktUnited (munanr. 413730), fimm stk. merkt Air Berlin, (munanr. 413733, 413734,41736 og 413737), 4 stk. merkt Lufthansa (munanr. 413742), tvö stk. merktAirEuropa, (munanr. 413731), sautján óútfyllta boðsmiða, merkt United. (munanr.413757) og sautján nælur frá ýmsum flugfélögum, (munanr. 413758)Í málinu liggurfyrir einkaréttarkrafa Ara Guðjónssonar hdl., f.h. Icelandair ehf., kt.461202-3490, þar sem þess er krafist að ákærðiverði dæmdur til að greiða Icelandair ehf. samtals 2212,51 evrur, meðvöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá26. júlí 2015 til þingfestingardags en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þingfestingardegi tilgreiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi ákærða samkvæmt matidómsins.“Kröfurákærða í málinu eru þær aðallega að ákærði verði sýknaður af refsikröfuákæruvalds en til vara að ákærða verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þákrefst verjandi hæfilegrar þóknunar að mati dómsins sér til handa sem greiðistúr ríkissjóði ásamt öðrum sakarkostnaði. Hvað bótakröfu varðar krefst ákærðiþess aðallega að bótakröfunni verði vísað frá dómi, en til vara að ákærði verðisýknaður af kröfunni. IAðfaranótt þriðjudagsins 28. júlí2015 var ákærði stöðvaður af tollvörðum í Leifsstöð við komu til landsins meðflugi [...] frá Amsterdam, Hollandi. Í fórum ákærða fannst meðal annars nokkurfjöldi kreditkorta sem ekki báru með sér að vera í hans eigu. Enn fremur fannstí farangri ákærða mikið magn af óútfylltum brottfararspjöldum frá mismunandiflugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhafnar­meðlimum hjá ýmsum flugfélögum ogóútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel. Kölluðu tollverðir til lögreglu vegnaþessa. Eftir að hafa skoðað farangur ákærða og rætt við hann ákvað lögregla aðhandtaka ákærða vegna gruns um að hann hefði gerst sekur um fjársvik.Með bréfi 28. júlí 2015 lagðiIcelandair ehf. fram kæru á hendur ákærða fyrir fjársvik með því meðal annarsað hafa keypt flugmiða að andvirði EUR 1107,32, jafnvirði 163.883 íslenskrakróna, í gegnum vef félagsins, frá Varsjá til Amsterdam og áfram tilReykjavíkur, með kreditkorti sem ákærði hefði ekki haft heimild til að nota.Krafðist flugfélagið bóta úr hendi ákærða vegna hins meinta brots.Icelandair ehf. lagði fram aðrakæru á hendur ákærða með bréfi 8. september 2015 fyrir fjársvik með því að hafakeypt flugmiða að andvirði EUR 1014,51, jafnvirði 150.147 íslenskra króna, ígegnum vef félagsins, frá Berlín til Kaupmannahafnar og áfram til Reykjavíkur,með kreditkorti sem ákærði hefði ekki haft heimild til að nota. Krafðistflugfélagið bóta úr hendi ákærða vegna hins meinta brots.Hinn 9. september 2015 barstlögreglu staðfesting frá Bank of America, útgefanda greiðslukortsins sem notaðvar til þess að kaupa fyrrnefnda tvo flugmiða, á því að handhafi kortsins hefðihvorki keypt flugmiðana né heimilað kaupin. Tæpum mánuði síðar, hinn 2. október2015, barst lögreglu skrifleg yfirlýsing korthafans, B, þessu til staðfestu.IIÁkærði kom fyrir dóm viðþingfestingu málsins og neitaði sök. Við upphaf aðalmeðferðar 10. desember 2015ítrekaði ákærði þá afstöðu sína.Í skýrslu sinni fyrir dómigreindi ákærði svo frá að 25. júlí 2015 hefði hann verið í rútu á leið fráTallin í Eistlandi og hefði förinni verið heitið til Þýskalands með viðkomu íRiga í Lettlandi, Vilnius í Litháen og Póllandi. Lokaáfangastaður ákærða hefðiekki verið Ísland heldur Gíbraltar, þar sem ákærði kvaðst halda heimili.Á leiðinni hefði ákærða boristsímtal frá A. Spurður um nánari deili á þeirri konu sagði ákærði hana vera meðtvöfalt ríkisfang, franskt og úkraínskt. Í símtalinu hefðu þau rætt viðskiptisem þau standi að saman. A hefði óskað eftir aðstoð ákærða í tilteknu máli ogbeðið hann um að fara til Íslands. A hefði gefið ákærða upplýsingar um flugiðtil Íslands, þ.m.t. tilvísunarnúmer og tímasetningu flugsins. Ákærði hefðiáttað sig á því að hann myndi ekki ná fluginu miðað við áætlaðan komutímarútunnar til Berlínar. Ákærði hefði ekki haft aðgang að internetinu í rútunniog því ekki átt þess kost að gera breytingar á fluginu. A hefði hringt aftur íákærða nokkru síðar og tjáð honum að hún væri búin að gera breytingar áfluginu. Hefði ákærði skrifað niður hjá sér upplýsingar varðandi flugið.Fram kom hjá ákærða að hann hefðiekki verið spenntur fyrir því að fara til Íslands en þar sem hann hefði veriðmeð öll skjöl meðferðis varðandi viðskipti þeirra A hefði hann látið tilleiðast. Nánar spurður um hver viðskipti þeirra A væru kvaðst ákærði ekki ætlaað ræða það frekar. Hann nefndi þó að þau störfuðu hjá sama fyrirtæki ásamtfimm öðrum mönnum. Hina haldlögðu muni sem ákæruvaldið krefðist upptöku á sagðiákærði tengda þessum viðskiptum. Áréttaði ákærði í því sambandi að hann hygðistekki ræða viðskipti sín og neitaði að tjá sig um uppruna munanna. Hann tók þófram að þeirra hefði hvorki verið aflað með refsiverðum verknaði né hefðistaðið til að nota þá við slíka háttsemi.Ákærði bar að algengt væri íEvrópu að handhafar kreditkorta deildu reikningnum með öðrum aðilum. Þannigskýrði ákærði það að hann hefði verið með kort í fórum sínum við handtöku sembæru ekki með sér að vera hans. Sagðist ákærði hafa aðgang að kortunum í gegnumnetbanka.Spurður um farmiðakaup þau semvísað er til í ákæru bar ákærði að heimild hefði verið til staðar fyrir kaupumá fyrri flugmiðanum. Varðandi kaup á síðari miðanum sagði ákærði A hafa tjáðsér að hún hefði gert smávægileg mistök við bókunina. Ákærði hefði því ekkiviljað nýta þann miða.Ástæðu þess að nafn hans hefðiekki verið ritað með réttum hætti við bókanirnar sagði ákærði vera að hannhefði lent í vandræðum á Íslandi 2007 og því verið á svörtum lista. Hann hefðiþví viljað forðast að lenda í vandræðum vegna þessa fyrra máls.Fyrir dómi fullyrti ákærði aðtíttnefnd A hefði bókað báða flugmiðana. Spurður út í þann framburð sinn fyrirlögreglu að hann hefði bókað miðana svaraði ákærði því til að hann hefði veriðmjög þreyttur og í slæmu andlegu ástandi við skýrslutökuna. Ákærði kvaðst hafakomið þreyttur til landsins, verið handtekinn og síðan settur í gæsluvarðhald.Ástand hans hefði því ekki verið gott. Þá var á ákærða að skilja að samamisræmi í framburði í síðari skýrslutöku skýrðist einkum af því að túlkur viðþá skýrslutöku hefði ekki verið að túlka á sínu móðurmáli, þ.e. rússnesku.Þetta hefði leitt til þess að orð hans voru misskilin.IIIVitnið C, starfandi lögreglumaðurer atvik máls gerðust, skýrði svo frá fyrir dómi að tollgæslan áKeflavíkurflugvelli hefði haft samband við lögreglu skömmu eftir miðnætti 28.júlí 2015 og tilkynnt að til skoðunar væri hjá lögreglu aðili, ákærði í máliþessu, sem væri með í fórum sínum muni sem tollgæslu þættu athyglisverðir. Framkom hjá vitninu að hjá ákærða hefði fundist mikið magn kreditkorta og einnigóútfyllt brottfararspjöld frá ýmsum flugfélögum. Þá hefði ákærði jafnframt haftí fórum sínum flugbókun á nafni annars aðila. Vitnið kvaðst ítrekað hafa spurtákærða að því hvort hann hefði sjálfur bókað flugið fyrir sig. Hefði ákærðisvarað því játandi. Þá hefði hann ekki kannast við að annar aðili hefði greittfyrir flugmiðann. Hins vegar hefði komið fram í gögnum sem ákærði hafðimeðferðis að greiðandi flugmiðans hefði verið annar aðili en ákærði.Greiðslukort þess aðila hefði ekki verið meðal þeirra korta sem ákærði var meðí fórum sínum þegar hann var stöðvaður af tollgæslu.Vitnið D lögreglumaður bar fyrirdómi að fram hefði komið hjá ákærða að greitt hefði verið fyrir flugmiða hansmeð greiðslukorti sem hann hefði haft í fórum sínum við komuna til landsins.Það kort hefði ekki fundist í fórum ákærða þótt ákærði hefði haft meðferðisnokkurn fjölda greiðslukorta sem ekki hefðu verið á hans nafni. Vitnið sagði fljótlega hafaborist óformleg staðfesting frá útgefanda kortsins sem notað hefði verið tilþess að kaupa flug ákærða til Íslands, Bank of America, á að um svikafærsluværi að ræða. Réttmætur korthafi hefði upplýst útgefanda um að hann hefði ekkikeypt flugmiðann. Tímafrekt hefði hins vegar reynst að fá þetta staðfest meðformlegum hætti þar sem ferlið sé flókið og tafsamt. Tekið hefði lögreglunokkra mánuði að fá staðfestinguna í hendur. Þetta ferli sagði vitnið ákærðaþekkja. Í tengslum við þetta hefði einnig komið fram að korthafinn hefði áumræddum tíma verið á ferðalagi um Evrópu.Auk fyrrnefndra greiðslukortahefði ákærði haft í fórum sínum ótrúlegt magn flugtengdra muna,brottfararspjöld, töskumiða, VIP-kort, leiðbeiningar og bæklinga. Ákærði hefðisagt muni þessa til komna vegna starfs hans, sem hann hefði hins vegar ekkiverið reiðubúinn til þess að gefa frekari skýringar á. Lögregla hefði spurstfyrir um muni þessa hjá viðkomandi flugfélögum. Tvö félaganna hefðu svarað ogsagt ákærða aldrei hafa unnið hjá þeim og að honum væri ekki heimilt að hafamunina í fórum sínum. Vitnið E, stafsmaður Icelandairehf. bar fyrir dómi að ákærði hefði verið á válista hjá Icelandair síðan 2007.Bókunum hans væri því lokað þegar þær kæmu upp þar sem hann hefði ítrekað reyntað kaupa flug á stolnum kreditkortum. Þá skuldi ákærði flugfélaginu vegna málssem komið hafi upp 2007. Hinn 27. júlí 2015 hefði ákærði hins vegar komist framhjá vörnum flugfélagsins, hann keypt flugmiða og flogið til Íslands. Íframhaldinu hefði komið í ljós að ákærði hefði keypt flugið með stolnukreditkorti. Til þess að komast framhjá vörnum félagsins hefði ákærði breytt nafnisínu lítillega, keypt miðann rétt fyrir brottför. Við því hefði kerfið ekki séðí þetta skipti.Vitnið sagði erfitt að fáupplýsingar frá bönkum í Bandaríkjunum og væri algengt að kortanúmer fráþarlendum bönkum væru notuð í tilvikum sem þessum.Vitnið sagði kærur Icelandairehf., dagsettar 28. júlí 2015 og 8. september 2015, sem vitnið hefði komið áframfæri við lögreglu fyrir hönd flugfélagsins, hafa verið reistar áyfirlýsingu viðkomandi korthafa þess efnis að umræddar kreditkortafærslur hefðuverið án heimildar. Sama kreditkort hefði verið notað við báðar færslurnar.Korthafinn hefði krafið greiðslurnar til baka og niðurstaðan orðið sú aðIcelandair ehf. fékk enga greiðslu fyrir flugmiðana.IVÍ málinu eru ákærða gefin að sök fjársvik með því aðhafa í tvígang nýtt sér kreditkort annars manns í heimildarleysi til kaupa áflugmiðum af Icelandair ehf. Með þeirri háttsemi hafi ákærði með blekkingumvakið og hagnýtt sér þá röngu hugmynd starfsmanna Icelandair ehf. aðkreditkortagreiðslurnar væru lögmætar og komið því til leiðar að andvirðifarmiðanna, auk breytingargjalds á öðrum þeirra, var ranglega skuldfært afreikningum að baki fyrrnefndu greiðslukorti. Ákærði hafi í framhaldinu komistyfir farmiðana og hagnýtt annan þeirra til að komast í flug hjá og á vegumIcelandair ehf. Vegna lýstrar háttsemi ákærða hafi Icelandair ehf. orðið afgreiðslu fyrir báða farmiðana.Af hálfu ákærða hefur meðalannars verið til þess vísað að hann hafi ekki keypt umrædda tvo flugmiðasjálfur heldur viðskiptafélagi hans, kona að nafni A. Ákærði hefur hins vegarekki getað, eða eftir atvikum viljað, segja nokkur deili á þeim einstaklingi.Þá hefur hann neitað að tjá sig um viðskiptasamband þeirra tveggja.Við aðalmeðferð málsins upplýsti sækjandi að undir rannsókn málsins hefði lögregla kannað hvorteinstaklingur að nafni A væri til. Sú eftirgrennslan lögreglu hefði ekki skilaðárangri. Í kjölfarið lýsti verjandi ákærða því yfir að af hálfu ákærða væriekki gerð krafa um að sá aðili yrði leiddur fyrir dóm í málinu sem vitni. Að þessuog öðru framangreindu athuguðu telur dómurinn ekki annað verða lagt tilgrundvallar við úrlausn málsins en að ósannað sé að umræddur einstaklingur sétil. Þá liggur fyrir samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu að ákærði greindi fráþví í tvígang við skýrslutöku að hann hefði sjálfur keypt flugmiðana. Hið samatjáði hann tollvörðum og lögreglumönnum er afskipti voru af honum höfð íLeifsstöð aðfaranótt 28. júlí 2015. Skýringar ákærða á hinum breytta framburðium þetta atriði í skýrslu hans fyrir dómi eru að mati dómsins ótrúverðugar ogengum haldbærum gögnum studdar. Að þessu og öðru framangreindu virtu þykirsannað, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr.laga nr. 88/2008, að ákærði hafi bókað þá tvo flugmiða sem ákæra málsins tekurtil.Ákærði hefur jafnframt borið þvívið að heimild hafi verið til staðar fyrir því að greiða fyrir flugmiðana meðkreditkorti með kortanúmerið [...], útgefnu af Bank of America. Það liggur hinsvegar fyrir að 9. september 2015 barst lögreglu staðfesting frá Bank of Americaþess efnis að handhafi kortsins hefði hvorki keypt flugmiðana né heimilaðkaupin. Tæpum mánuði síðar, 2. október 2015, barst lögreglu síðan skriflegyfirlýsing korthafans, B, þessu til staðfestu. Ekkert haldbært hefur komið framí málinu sem hnekkir þessu. Hefur ákæruvaldið því fært fyrir því sönnur aðákærði hafi ekki haft heimild til þess að greiða fyrir flugmiðana tvo meðfyrrnefndu greiðslukorti B. Samkvæmt öllu framansögðu telurdómurinn sannað, svo ekki verði vefengt með skynsamlegumrökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi í tvígang nýttsér kreditkort annars manns í heimildarleysi til kaupa á flugmiðum afIcelandair ehf. Jafnframt að með þeirriháttsemi hafi ákærði með blekkingum vakið og hagnýtt sér þá röngu hugmyndstarfsmanna Icelandair ehf. að kreditkorta­greiðslurnar væru lögmætar og komiðþví til leiðar að andvirði farmiðanna, auk breytingargjalds á öðrum þeirra, varranglega skuldfært af reikningum að baki fyrrnefndu greiðslukorti. Hafði ákærðiþannig fé af Icelandair ehf. Með háttsemi sinni braut ákærði gegn 248. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem réttilega er vísað til í ákæru.VSamkvæmt vottorði sakaskrárríkisins var ákærði með dómi Héraðsdóms Reykjaness, uppkveðnum 17. ágúst 2007,dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Í málinu liggja einnig fyrirupplýsingar um sakaferil ákærða erlendis. Árið 2005 hlaut hann níu mánaðafangelsisdóm fyrir fjársvik á Spáni. Hann hlaut árið 2009 dóm í Danmörku fyrirþjófnað og ítrekuð fjársvik og var gert að sæta fangelsi í eitt ár og sexmánuði. Árið 2014 var ákærði sakfelldur fyrir fjársvik í Bretlandi og honumgert að gegna samfélagsþjónustu í 140 klst. og greiða ríflega 1800sterlingspund í sekt. Í Þýskalandi hefur ákærði hlotið þrjá dóma. Árið 2004 varákærði sakfelldur fyrir þjófnað og árið 2005 hlaut hann eins árs og níu mánaðafangelsisdóm fyrir þjófnað og fjársvik. Þá var hann árið 2009 sakfelldur fyrirfjársvik og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni og honum gert að sæta fangelsií tíu mánuði, skilorðsbundið til þriggja ára.Eins og rakið er hér að framan áákærði talsverðan sakaferil að baki. Í flestum tilvikum er um fjármunabrot aðræða, þ.m.t. fjársvik. Þá telur dómurinn ljóst af gögnum málsins að brotaviljiákærða hafi verið einbeittur í tilvikum þeim sem um ræðir í málinu. Að þessugættu, sbr. ákvæði 5. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaganr. 19/1940, og að atvikum máls að öðru leyti virtum þykir refsing ákærðaréttilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Til frádráttar refsingu ákærða kemurgæsluvarðhald sem hann sætti vegna rannsóknar máls þessa, sbr. 76. gr. laga nr.19/1940, frá 28. júlí 2015 til 26. ágúst2015 að fullri dagatölu.VISvo sem rakið er í ákæru krefstákæruvaldið upptöku á fjölmörgum munum sem fundust í fórum ákærða þegar hannvar handtekinn í Leifsstöð aðfaranótt 28. júlí 2015. Til stuðnings þeirri kröfuvísar ákæruvaldið um brottfararspjald til 1. mgr. 69. gr. a. almennrahegningarlaga nr. 19/1940, en hvað aðra muni varðar til þeirrar lagagreinar,auk 2. mgr. 69. gr. f. sömu laga. Heldur ákæruvaldið því fram að ætla megi aðumræddir munir hafi verið til notaðir eða hætta sé á að þeir verði notaðir viðbrot.Ákærði fékk brottfararspjald í flug það sem töluliður 1 íákæru tekur til í hendur með refsiverðri háttsemi samkvæmt áðursögðu. Skilyrði1. mgr. 69. gr. a. almennra hengingarlaga eru því uppfyllt hvaðbrottfararspjaldið varðar. Verður því fallist á upptöku þess. Ekkertliggur fyrir í málinu um það með hvaða hætti ákærði komst yfir aðra þá muni semupptökukrafa ákæruvalds tekur til. Ákæruvaldið hefur engin gögn lagt fram semréttlætt geta að því verði slegið föstu að umræddir munir hafi verið notaðirvið brot eða hætta sé á að þeir verði notaðir í þeim tilgangi. Þá fékk sámálatilbúnaður ákæruvalds heldur enga stoð í framburði vitna fyrir dómi. Aðþessu gættu þykja ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 69. gr. a. og 2. mgr. 69. gr.f. almennra hegningarlaga og verður kröfu ákæruvalds um upptöku annarra muna enbrottfararspjaldsins því hafnað.VIIÍmálinu krefst Icelandair ehf. skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 2212,51 evrameð vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingufrá 26. júlí 2015 til 17. nóvember 2015, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.Tilstuðnings kröfunni vísar kröfuhafi til þess að ákærði hafi með saknæmum ogólögmætum hætti valdið félaginu skaðabótaskyldu tjóni með því að kaupa flugmiðaaf kröfuhafa með kreditkortum í eigu annarra einstaklinga. Kröfuhafi hafi veriðí þeirri trú að greitt yrði fyrir flugmiðana með þeim kreditkortum sem notuðhafi verið við kaupin. Afleiðing háttsemi ákærða hafi verið sú að kröfuhafifékk ekki greitt fyrir hina seldu flugmiða. Hann hafi því orðið fyrir tjóni semnam kaupverði þeirra, auk breytingargjalds vegna annars miðans.Samkvæmtframansögðu hefur dómurinn slegið því föstu að ákærði hafi gerst sekur umfjársvik er hann bókaði flugmiðana tvo hjá kröfuhafa. Upplýst er með gögnum semákæruvaldið lagði fram undir aðalmeðferð málsins að kreditkorta­færslurnar hafabáðar verið bakfærðar. Kröfuhafi hefur því enga fjármuni fengið fyrirflugmiðana. Er því nægjanlega sannað að ákærði hafi með hinni ólögmætu ogsaknæmu háttsemi sinni valdið kröfuhafa tjóni sem nemur andvirði flugmiðanna,auk breytingargjalds vegna annars þeirra. Skiptir í því sambandi engu að ákærðihagnýtti sér eingöngu annan flugmiðann. Um vexti og dráttarvexti af kröfunnifer svo sem nánar greinir í dómsorði.VIIIMeð vísan til sakfellingarákærða, sbr. 1. mgr. 218. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verðurhonum gert að greiða sakarkostnað málsins. Ákærði dæmist því til að greiðaþóknun skipaðs verjanda síns, Theodórs Kjartanssonar hdl., sem eftir umfangimálsins og með hliðsjón af tímaskýrslu verjanda þykir hæfilega ákveðin, aðvirðisaukaskatti meðtöldum, 1.329.900 krónur. Ákærði greiði enn fremur útlagðanferðakostnað lögmannsins, samtals 211.966 krónur.Dóm þennan kveður upp KristinnHalldórsson héraðsdómari.D Ó M S O R Ð:Ákærði, Konstantin Deniss Fokin,sæti fangelsi í sex mánuði. Til frádráttarrefsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 28. júlí 2015 til 26. ágúst 2015 að fullri dagatölu.Ákærði sætiupptöku á brottfararspjaldi í flug sem hann fór í 27. júlí 2015 frá Póllanditil Íslands með viðkomu í Hollandi. Upptökukröfu ákæruvalds er að öðruleyti hafnað.Ákærði greiði þóknun skipaðsverjanda síns, Theodórs Kjartanssonar hdl., 1.329.900 krónur aðvirðisaukaskatti meðtöldum, sem og útlagðan ferðakostnað lögmannsins, 211.966krónur.Ákærði greiði Icelandair ehf.2212,51 evru með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 26. júlí 2015 til 17. desember 2015 en dráttarvöxtum samkvæmt1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Mál nr. 164/2001
Sjómaður Ráðningarsamningur Kjarasamningur Uppsögn
G starfaði sem yfirvélstjóri á fiskiskipi í eigu J ehf. Eftir að skipið kom til hafnar óskaði J ehf. eftir því að G sinnti viðhaldsstörfum í skipinu, en skipið var skömmu síðar selt S hf. G taldi sér óskylt að vinna í skipinu og óskaði eftir því að fá að láta af störfum. J ehf. féllst á beiðni G þegar ljóst var orðið að ekki yrði um frekari rekstur á skipinu að ræða og að annar vélstjóri myndi sinna viðhaldsstörfum um borð. Í máli sem G höfðaði á hendur J ehf. krafðist hann sex vikna kaups frá þeim degi er skipið var afhent S hf., sbr. 2. og 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Hæstiréttur sýknaði J ehf. af kröfu G með vísan til þess að G hefði neitað að vinna, þótt honum hefði verið það skylt samkvæmt ákvæðum í kjarasamningi, og óskað eftir að hætta störfum. Hann hefði því sjálfur slitið ráðningarsamningi sínum og firrt sig rétt til launa á nefndu sex vikna tímabili.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. maí 2001. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 674.314 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 7. september 2000 til greiðsludags. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. I. Áfrýjandi starfaði sem yfirvélstjóri á fiskiskipi stefnda, Arnarnúpi ÞH 272, sem gert var út frá Raufarhöfn. Meðal málsskjala er ráðningarsamningur aðila 15. júlí 1998, þar sem fram kemur að um ráðningarkjör áfrýjanda fari samkvæmt kjarasamningum Vélstjórafélags Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann skuli þó fá sérstök laun í formi tryggingar, sem greiðist í hlutfalli við fjölda vinnudaga um borð í skipinu að lágmarki 350.000 krónur á mánuði. Ágreiningslaust er að sú fjárhæð hafi verið hækkuð í 400.000 krónur á árinu 1999. Arnarnúpur kom til Raufarhafnar að lokinni loðnuvertíð 23. mars 2000. Var skipinu þá lagt og ekki ráðgert að halda því aftur til veiða fyrr en á síldarvertíð þá um vorið eða sumarið. Við lok loðnuvertíðar hafði stefndi hafið tilraunir til að selja skipið. Þeim lauk að því ráðið verður um mánaðamót mars og apríl 2000 með því að það var selt SR-mjöli hf. Var skipið afhent kaupandanum í byrjun maí sama árs. Lýsti áfrýjandi yfir skriflega 14. apríl að hann óskaði ekki eftir áframhaldandi ráðningu á Arnarnúpi eftir eigendaskiptin. Í málinu leitar áfrýjandi eftir greiðslu skaðabóta vegna ráðningarslitanna. Vísar hann um rétt sinn til 2. og 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, sem fjalli um rétt sjómanna til að rifta skiprúmssamningi við sölu skips innanlands. Hinn eiginlegi riftunardagur hljóti að miðast við afhendingu skipsins í byrjun maí 2000 og samkvæmt lagagreininni séu bæturnar fast ákveðnar miðað við sex vikna kaup frá þeim degi. Kröfufjárhæð miðist við aflareynslu skipsins síðustu mánuðina fyrir eigendaskiptin. II. Við skýrslutöku fyrir dómi kom fram hjá áfrýjanda að eftir að Arnarnúpur kom til hafnar 23. mars 2000 hafi hann ekki unnið við skipið meðan það var bundið við bryggju. Orðrómur hafi verið uppi um að skipið yrði selt og hann því viljað hætta störfum hjá stefnda strax. Af hálfu hins síðastnefnda hafi hins vegar ekki verið fallist á þá málaleitan. Kvaðst áfrýjandi jafnframt hafa þá verið beðinn um að sinna viðhaldsstörfum um borð, sem hann hafi neitað, enda ekki talið sér það skylt. Í skýrslu hans kom fram að á milli veiðitímabila á Arnarnúpi hafi hann iðulega ráðið sig í einstakar veiðiferðir á skip annarra útgerðarmanna með samþykki stefnda. Framkvæmdastjóri stefnda, Margrét Vilhelmsdóttir, bar að áfrýjandi hafi á ný komið á sinn fund í byrjun apríl 2000 þegar sala á skipinu var afráðin. Hafi hún þá fallist á ósk hans að mega hætta strax, enda ljóst orðið að ekki yrði um frekari rekstur stefnda á skipinu að ræða og að annar vélstjóri myndi sinna þeim viðhaldsstörfum um borð, sem þyrfti uns skipið yrði afhent nýjum eiganda. Sótti áfrýjandi án tafar eigur sínar um borð. Er fram komið að hann var lögskráður á fiskiskip frá Siglufirði 13. apríl 2000. III. Í kjarasamningi þeim, sem tók til starfa áfrýjanda hjá stefnda og áður er getið, er ákvæði í grein 1.31 um vinnu vélstjóra milli veiðitímabila. Skal vélstjóra tryggð dagvinna, enda óski hann eftir því að vinna, og með sama hætti getur útgerðarmaður óskað eftir að vélstjóri vinni. Samkvæmt 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga ber skipverja að vinna venjuleg skipsstörf á sex vikna uppsagnarfresti eða þar til skip er afhent nýjum eiganda sé það innan þess tímabils. Áfrýjandi neitaði að vinna, þótt honum væri það skylt, og í kjölfar þess óskaði hann að hætta störfum fyrir stefnda, svo sem áður hefur verið rakið. Hefur hann þannig sjálfur slitið ráðningarsamningi sínum og firrt sig rétti til launa á nefndu sex vikna tímabili. Verður héraðsdómur að því virtu staðfestur. Aðilar skulu hvor bera sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Mál þetta, sem dómtekið var þann 19. janúar s.l., hefur Gestur Hansson, kt. 030858-3799, Hverfisgötu 18, Siglufirði, höfðað hér fyrir dómi gegn Jökli ehf., kt. 521297-2639, Aðalbraut 4-6, Raufarhöfn, með stefnu þingfestri þann 7. september 2000. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt til að greiða honum fjárhæð kr. 674.314,- auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25, 1987 af þeirri fjárhæð frá 7. september 2000 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefnda gerir þær dómkröfur aðallega, að það verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og að honum verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt framlögðum reikningi. Til vara er þess krafist, að stefnukrafan verði lækkuð og málskostnaður felldur niður. Af hálfu stefnanda hefur málsatvikum verið lýst svo, að stefnandi hafi ráðist til starfa sem yfirvélstjóri á nótaskipið Arnarnúp ÞH-272, skipaskrárnúmer 1556, þann 15. júlí 1998, en skipið hafi þá verið gert út af Jökli hf. Við stefnanda hafi verið gerður sérsamningur um ráðningarkjör (skiprúmssamningur) sem hljóðað hafi á um kr. 350.000,- kauptryggingu á mánuði og aðrar þær greiðslur, sem greini í kjarasamningi milli Vélstjórafélags Íslands og Landsambands íslenskra útvegsmanna. Arnarnúpur ÞH-272, skipaskrárnúmer 1556 hafi verið seldur til Samherja hf. í nóvember 1998 og hafi stefnandi verið lögskráður úr skiprúmi þann 4. nóvember 1998. Stefnandi hafi undirritað annan skiprúmssamning við Jökul hf. þann 27. október og þá til vélstjórastarfa á Sunnuberg NS-199, skipaskrárnúmer 1002, sem Jökull hf. hafði þá nýverið keypt, en stefnandi hafi verið lögskráður á skipið þann 12. nóvember 1998. Sá skiprúmssamningur hafi að öllu leyti verið samhljóða hinum fyrri skiprúmssamningi. Sunnuberg NS hafi verið selt Útgerðarfélagi Akureyringa hf. um vorið 1999 og hafi nafni skipsins verið breytt í Arnarnúp ÞH-272. Áfram hafi gilt nefndur skiprúmssamningur. Um sumarið 1999 hafi þáverandi yfirvélstjóri á Arnarnúp ÞH hætt störfum og hafi stefnanda þá verið boðið að taka stöðu hans. Við stöðuhækkunina hafi kauptrygging stefnanda hækkað í kr. 400.000,-. Samkvæmt yfirlýsingu, sem fyrir liggi í málinu, hafi Útgerðarfélag Akureyringa hf. og Jökull hf., kt. 631068-0149, runnið saman þann 1. september 1999. Um útgerð Arnarnúps ÞH hafi hins vegar verið stofnað nýtt félag, stefnda, en stefnandi hafi verið ráðinn hjá stefnda. Stefnandi hafi endanlega verið lögskráður úr skiprúmi þann 25. mars 2000 er hefbundið veiðihlé hófst. Stefnandi hafi fengið bréf frá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. dags. 7. apríl 2000, en í bréfinu segi m.a.: „Fyrirhugað er að Arnarnúpur ÞH-272 verði seldur til SR-mjöl. Skipið verður afhent nýjum eigendum 1. maí næstkomandi. – Nýir eigendur hafa samþykkt að bjóða þér áframhaldandi starf sem vélstjóri á skipinu. Það er ósk Útgerðarfélags Akureyringa að fá staðfest hið fyrsta hvort þú þiggir þetta boð. Þessvegna biðjum við þig vinsamlegast að útfylla viðlagt svarbréf og senda okkur fyrir 14. apríl.“ Stefnandi hafi svarað bréfi Útgerðarfélagsins með bréfi þann 14. apríl 2000 og hafi hann í bréfinu lýst því yfir, að hann vildi ekki fylgja skipinu til hinna nýju eigenda. Á þessu tímamarki hafi stefnandi verið vélstjóri á rækjuskipi í eigu Þormóðs ramma-Sæbergs hf. með vitund og samþykki stefnda eins og honum hafi verið heimilt skv. 2. og 3. mgr. gr. 1.31 í framlögðum kjarasamningi, en þar segi: „Vélstjóra/vélaverði skal tryggð dagvinna milli veiðitímabila enda sé hann ráðinn til áframhaldandi starfs á skipinu og viðkomandi vélstjóri/vélavörður óski vinnunnar. – Útgerðarmaður á sömuleiðis rétt á að óska eftir því að vélstjóri/vélavörður vinni.“ Stefnandi hafi ekki óskað eftir vinnu við skipið milli veiðitímabila og hafi stefnda ekki óskað eftir því að stefnandi ynni. Stefnandi hafi sparað stefnda útgjöld vegna þess enda hefði stefnda að öðrum kosti þurft að greiða honum laun samkvæmt skiprúmssamningnum í veiðihléinu. Riftun samningsins hafi síðan átt sér stað þann 3. maí 2000 enda hafi skipið þá verið afhent nýjum eigendum. Lögmaður stefnanda hafi ritað stefnda bréf dags. 31. júlí 2000 þar sem kröfur stefnanda hafi verið reifaðar. Með bréfi lögmanns stefnda dags. 16. ágúst 2000 hafi kröfum stefnanda verið hafnað og hafi stefnanda því verið nauðsyn að höfða mál þetta. Stefnda kveðst um málavexti vísa til reifunar stefnanda á þeim en kveður rétt að ótvírætt komi fram, að stefnandi hafi sagt upp starfi sínu hjá stefnda 14. apríl 2000. Þá sé einnig upplýst, sbr. bréf framkvæmdastjóra stefnda til stefnanda dags. 4. maí 2000, að aðilar málsins hafi samið svo um að stefnandi þyrfti ekki að vinna hjá stefnda á uppsagnarfresti. Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á 2. og 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35, 1985 en þar segi: „Sé skip selt öðrum innlendum útgerðarmanni er skipverja heimilt að krefjast lausnar úr skiprúmi en segja verður þá skipverji skiprúmi sínu lausu þegar eftir að hann fær vitneskju um þetta. - Eigi skipverji rétt á lausn úr skiprúmi af þessum sökum á hann rétt til kaups í sex vikur nema uppsagnarfrestur sé skemmri tími. Innan þess tíma ber skipverja að vinna venjuleg skipsstörf uns skipið er afhent hinum nýja eiganda. Ákvæði þessarar málsgreinar eiga því aðeins við að skipið sé afhent hinum nýja eiganda áður en ráðningu hefði lokið fyrir uppsögn.“ Framanrakið ákvæði fjalli um rétt sjómanna til að rifta ráðningu við útgerðarmann við sölu skips. Sjómanni beri að tilkynna eins fljótt og unnt sé hvort hann vilji nýta sér þessa heimild. Ákveði hann að hætta störfum beri honum að vinna fram að afhendingardegi skipsins, sé þess óskað, sem teljist vera hinn eiginlegi riftunardagur. Bæturnar séu fastákveðnar, miðað sé við sex vikna kaup nema uppsagnarfrestur sé skemmri tími. Hefði stefnanda verið sagt upp þremur mánuðum fyrir afhendingardag skipsins hefði réttur hans til bóta, miðað við sex vikna kaup, fallið niður samkvæmt orðum ákvæðisins. Ákvæði 22. gr. sjómannalaga byggi þannig fyrir, að útgerðarmanni sé unnt að stytta lögbundinn uppsagnarfrest yfirmanna á skipi, sbr. 2. mgr. 9. gr. sjómannalaga, úr þremur mánuðum í sex vikur, hyggist hann selja skip sitt. Hvað launaviðmið varði kveður stefnandi, að miða verði við hvað staða viðkomandi skipverja hafi gefið af sér tekjulega fyrir ráðningarslit, en ekki hvað staðan hafi gefið af sér eftir ráðningarslitin. Stefnandi kveður að í 25. gr. sjómannalaga sé notast við orðalagið „á hann rétt á kaupi“ en ekki orðalagið „á hann rétt á bótum“, sem verði þó að telja eðlilegra. Ákvæði 25. gr. feli í sér riftunarreglu og riftun leiði af sér skaðabótarétt en ekki launarétt. Bæturnar beri því að ákvarða miðað við stöðu mála á riftunardegi, þ.e. aflareynslu undanfarinna mánaða en ekki aflareynslu á komandi mánuðum. Væri síðargreinda leiðin farin myndi það leiða til þess að útgerðarmaðurinn gæti lagt skipi sínu og greitt skipverjum tímakaup eða kauptryggingu í þrjá mánuði eða til þess tíma að hann væri laus undan skaðabótaskyldu sinni gagnvart hinum brottrekna skipverja. Kveður stefnandi engu breyta um niðurstöðu málsins hvort hann hafi hafið vinnu annars staðar eftir ráðningarslitin eða ekki. Stefnandi þurfi ekki að sæta frádrætti frá skaðabótunum vegna tekna hans annars staðar frá eftir riftun ráðningar, sbr. H. 1993:946. Við útreikning bóta kveðst stefnandi nota til viðmiðunar skiprúmssamning stefnanda við stefnda, sem lagður hafi verið fram í málinu. Kveður stefnandi upphafstíma dráttarvaxta miðast við þingfestingardag, 7. september 2000, sbr. 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25, 1987. Stefnandi kveðst aðallega byggja kröfur sínar á 5., 6., 9., 22. og 25. gr. sjómannalaga nr. 35, 1985. Þá byggi stefnandi á kjarasamningi milli Landsambands íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélags Íslands. Einnig byggi stefnandi á dómum Hæstaréttar Íslands, H. 1988:518, H. 1989:599, H. 1990:1246 og H. 1993:946. Þá byggi stefnandi á skiprúmssamningi milli stefnanda og stefnda dags. 27. október 1998. Um dráttarvexti vísist til III. kafla vaxtalaga nr. 25, 1987, um málskostnað til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91, 1991 og um virðisaukaskatt til laga um virðisaukaskatt nr. 50, 1988. Stefnda kveðst byggja sýknukröfur sínar á því, að stefnda hafi gert um það munnlegan samning við stefnanda að hann fengi að hætta strax þegar ljóst hafi verið að Arnarnúpur ÞH yrði seldur. Þetta komi fram í bréfi framkvæmdastjóra stefnda dags. 4. maí 2000, sem liggi fyrir í málinu. Á þessum tíma hafi staða stefnanda verið sú, að honum hafi staðið til boða að ráði sig á togara sem gerður hafi verið út frá Siglufirði og hafi hann því óskað eftir lausn undan vinnuskyldu sinni gagnvart stefnda. Fallist hafi verið á þetta af hálfu stefnda svo sem bréf framkvæmdastjórans beri með sér. Í framhaldi af því hafi stefnandi ráðið sig á umræddan togara. Stefnandi hafi ekki gert athugasemd við stefnda í tilefni af því að honum hafi ekki verið greidd laun í maí eins og hann hefði átt rétt á ef hann hefði ekki óskað eftir að fá að hætta strax. Það hafi ekki verið fyrr en með bréfi lögmanns stefnanda dags. 31. júlí s.l. að stefnandi hafi gert kröfur á hendur stefnda og þá um skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar á skiprúmssamningi. Telur stefnda samkvæmt framansögðu, að því beri ekki að greiða stefnanda laun eftir að hann hafi að eigin ósk verið leystur undan vinnuskyldu sinni. Samkvæmt gildandi kjarasamningi grein 1.31, 2. og 3. mgr., þá skuli greiða dagvinnu á milli veiðitímabila enda sé um áframhaldandi ráðningu að ræða. Það hafi verið gert eins og framlagður launaseðill á dskj. nr. 20 beri með sér. Af 3. mgr. gr. 1.31 verði ráðið, að stefnda hafi getað óskað eftir að stefnandi ynni við Arnarnúp ÞH þar til hann yrði seldur, en það hafi ekki verið gert þar sem stefnandi hafi eindregið óskað eftir að vera leystur undan vinnuskyldu sinni. Stefnda telji því að sýkna eigi það af kröfum stefnanda í málinu. Ef ekki verði fallist á sýknukröfu stefnda á framangreindum forsendum þá kveðst stefnda til vara gera kröfu um að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Varakrafan sé byggð á neðangreindum málsástæðum. Stefnda kveður ágreiningslaust, að stefnandi hafi ekki þáð boð um að halda starfi sínu áfram hjá nýjum eiganda. Stefnda líti eðlilega svo á, að stefnandi hafi því þann 14. apríl sagt starfi sínu lausu með sex vikna uppsagnarfresti, sbr. 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35, 1985. Í stefnu sé hins vegar miðað við að uppsagnarfresturinn hafi ekki byrjað að líða fyrr en skipið hafi verið afhent þann þann 3. maí 2000 sem sé rangt því afhendingardagur skipsins hafi verið 5.maí 2000. Kveður stefnda þennan skilning stefnanda enga stoð eiga í sjómannalögum. Almennar reglan sé ótvíræð, að uppsögn öðlist gildi þegar hún sé komin til viðtakanda. Ef ætlunin hefði verið, að það giltu einhverjar aðrar reglur í tilvikum sem þessu, þá hefðu þurft að vera um það skýr ákvæði í lögunum. Svo sé ekki. Þvert á móti verði ekki betur séð en í 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga sé þessi skilningur stefnda staðfestur. Kveður stefnda skaðabótakröfu stefnanda virðast vera byggða á, að um ólögmæta riftun hafi verið að ræða af hálfu stefnda. Þessum skilningi kveðst stefnda mótmæla því stefnda hafi ekki rift ráðningarsamningnum heldur hafi það verið stefnandi sem sagt hafi upp þann 14. apríl s.l. Það sé almennt talið skilyrði skaðabóta, að um sé að ræða sök hjá þeim, sem skaðabótakröfu sé beint gegn. Í þessu máli verði ekki séð, að salan á skipinu hafi getað bakað stefnda skaðabótaskyldu, því ekkert hafi verið ólögmætt við hana. Stefnandi hafi hins vegar nýtt sér rétt sinn samkvæmt 2. og 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga og sagt upp, en það geti varla leitt til skaðabótaskyldu. Rétt sé að benda á að í 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga segi, að skipverji eigi rétt til kaups í sex vikur. Ekki sé talað um skaðabætur og hljóti verða að skýra orð ákvæðisins samkvæmt orðanna hljóðan í samræmi við almennar reglur. Stefnandi eigi því einungis rétt á kauptryggingu eigi hann yfir höfuð kröfu á hendur stefnda. Stefnda kveður svo virðast sem stefnandi byggi kröfu sína um skaðabætur á 1. mgr. 25. gr. sjómannalaga. Mjög langsótt sé að líta svo á, að sú regla eigi við í því tilviki er hér um ræði. Hér sé um að ræða reglur sem taki á tilvikum, sem séu á engan hátt sambærileg. Annars vegar sé um að ræða regluna í 2. mgr. 22. gr., en hún sé í 3. kafla laganna, sem fjalli um rétt skipverja til að krefjast lausnar úr skiprúmi. Hins vegar sé það 25. gr., en hún sé í 4. kafla laganna, sem fjalli um þau tilvik er manni sé vikið úr skiprúmi. Í framkvæmd hafi 25. gr. verið beitt þegar um ólögmæta riftun sé að ræða en ekki verði séð að henni hafi verið beitt þegar skipverji segi starfi sínu lausu vegna sölu á skipi. Fjárkröfu stefnanda kveður stefnda vera byggða á skiprúmssamningi dags. 27. október 1998. Kveðst stefnda í ljósi þessa mótmæla kröfum stefnanda sérstaklega því samkvæmt samningnum sýnist ótvírætt að einungis eigi að greiða samkvæmt honum ef unnið sé um borð í skipinu. Samningurinn hafi alla tíð verið framkvæmdur þannig, að stefnandi hafi fengið greidda tryggingu er hann hafi ekki verið í vinnu við skipið. Skýrslur fyrir dómi gáfu, auk stefnanda, Svafar Ólafur Gestsson vélstjóri og Margrét Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri stefnda. Ákvæði 2. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35, 1985 kveður á um rétt skipverja til að krefjast lausnar úr skiprúmi sé skip selt öðrum innlendum útgerðarmanni, en skipverji verður að segja skiprúmi sínu lausu þegar er hann fær vitneskju um þetta. Í 3. mgr. 22. gr. laganna segir síðan, að eigi skipverji rétt á lausn úr skiprúmi af þessum sökum eigi hann rétt til kaups í sex vikur nema uppsagnarfrestur sé skemmri tími. Innan þess tíma beri skipverja hins vegar að vinna venjuleg skipsstörf uns skipið er afhent hinum nýja eiganda. Í máli þessu hagar svo til, að stefnandi fékk bréf frá Útgerðarfélags Akureyringa hf. dags. 7. apríl 2000 þar sem honum var skýrt frá fyrirhugaðri sölu Arnarnúps ÞH til SR-mjöls. Ekki er í málinu ágreiningur um að bréf þetta hafi Útgerðarfélagið sent í umboði stefnda og hinna nýju eigenda. Var stefnanda í bréfinu boðin áframhaldandi staða vélstjóra á skipinu hjá hinum nýju eigendum og frá honum óskað svars um hvort hann þæði boðið. Stefnandi svaraði bréfi Útgerðarfélagsins með bréfi þann 14. apríl 2000 og kvaðst ekki óska eftir áframhaldandi ráðningu á skipið hjá SR-mjöli. Reglur 2. og 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35, 1985 komu fyrst inn í íslensk sjómannalög með umræddum lögum. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna sagði um ákvæði 2. mgr., að um væri að ræða nýmæli, sem ekki þarfnaðist skýringar. Um 3. mgr. sagði hins vegar, að ákvæðið væri nýmæli sem fæli í sér sérstaka reglu um greiðslu launa á uppsagnartíma, þó ekki lengur en 6 vikur og byggði reglan á gagnkvæmum sanngirnissjónarmiðum. Er stefnandi sendi svarbréf sitt til Útgerðarfélags Akureyringa hf. þann 14. apríl 2000 hafði sala Arnarnúps ÞH ekki átt sér stað. Stefnda hafði hins vegar ákveðið að selja skipið til SR-mjöls og var afstaða stefnanda sem fram kom í bréfinu, byggð á þeim áformum stefnda, sem síðar urðu að veruleika. Þykir að þessu athuguðu og að teknu tilliti til framanraktra ummæla í athugasemdum í greinargerð við 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga, rétt að beita ákvæðum 2. og 3. mgr. 22. gr. laganna í málinu og slá því föstu, að stefnandi hafi, með svarbréfi sínu til Útgerðarfélagsins, sagt skiprúmi sínu lausu með sex vikna uppsagnarfresti. Í sjómannalögum nr. 35, 1985 eða framlögðum kjarasamningi, sem í gildi var milli aðila er stefnandi sagði starfi sínu lausu, eru engin ákvæði um hvenær uppsagnarfrestur skipverja taki að líða í kjölfar uppsagnar. Verður því um upphafstíma uppsagnarfrests að miða við almennar reglur samningaréttar um ákvaðir. Uppsagnarfrestur stefnanda tók því að líða er áðurnefnt svarbréf stefnanda til Útgerðarfélags Akureyringa hf. kom til vitundar félagsins, en aðila greinir ekki á um að það hafi verið 14. apríl 2000. Stefnandi byggir í máli þessu á 2. og 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35, 1985. Eftir að stefnandi sagði skiprúmi sínu lausu bar honum, sbr. skýr fyrirmæli í 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga, að vinna venjuleg skipsstörf uns skipið væri afhent hinum nýja eiganda. Stefnandi bar sjálfur fyrir dómi, að hann hafi neitað að vinna viðhaldsvinnu við Arnarnúp ÞH eftir lok loðnuvertíðar, þar sem honum hafi ekki borið skylda til að vinna á milli veiðitímabila. Kom fram hjá stefnanda að honum hafi á þessum tímapunkti verið kunnugt um að stefnda hefði áform um að selja skipið. Þar sem stefnandi innti ekki vinnu af hendi við skipið á umræddu tímabili, þó svo eftir því væri leitað og í andstöðu við skýr fyrirmæli 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga, fyrirgerði hann rétti sínum til launa á áðurnefndum sex vikna uppsagnarfresti. Ákvæði 25. gr. sjómannalaga nr. 35, 1985 á samkvæmt orðum sínum við í þeim tilvikum þegar skipverja er vikið úr skiprúmi áður en ráðningartími hans er liðinn og án þess að heimild sé til þess í 23. eða 24. gr. laganna. Eins og rakið hefur verið að framan neytti stefnandi þess réttar, sem honum er tryggður í 2. mgr. 22. gr. sjómannalaga, og lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að fylgja Arnarnúpi ÞH yfir til hins nýja eiganda. Stefnanda var því ekki vikið úr starfi heldur sagði hann sjálfur starfi sínu lausu. Ákvæði 25. gr. sjómannalaganna á því ekki við í málinu. Með vísan til alls þess sem rakið hefur verið þykir verða að sýkna stefnda alfarið af kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kveður upp Freyr Ófeigsson, dómstjóri. D Ó M S O R Ð : Stefnda, Jökull ehf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Gests Hanssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 509/2016
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu K ehf. um dómkvaðningu matsmanna þar sem ekki var talið leitt í ljós að bersýnilegt væri að svör við þeim spurningum sem fram komu í matsbeiðni K ehf. skiptu ekki máli, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson, Benedikt Bogason og Viðar Már Matthíasson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 11. júlí 2016, en kærumálsgögn bárust réttinum 18. sama mánaðar. Kærður erúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. júní 2016 þar sem tekin var til greinakrafa varnaraðila um dómkvaðningu matsmanna. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr.143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðbeiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanna verði hafnað og að honum verðigert að greiða kærumálskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.Varnaraðili kærði ekki úrskurð héraðsdóms fyrirsitt leyti og kemur því ekki til álita krafa hans um málskostnað í héraði.Varnaraðili ber áhættu af sönnunargildi þeirrarmatsgerðar sem hann vill afla og stendur straum af matskostnaði. Með þessariathugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verðurhann staðfestur.Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilakærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili, MerillLynch International, greiði varnaraðila, Kaupþingi ehf., 350.000 krónur íkærumálskostnað.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28.júní 2016.IMál þetta, sem þingfest var 6. september 2012, var tekið tilúrskurðar 20. júní 2016 um matsbeiðni stefnanda, Kaupþings hf., sem lögð varfram í þinghaldi 10. sama mánaðar. Við þá fyrirtöku málsins mótmælti stefndi,Merrill Lynch International, matsbeiðni stefnanda. Dómkröfur stefnanda í málinu er þærað rift verði eftirtöldum greiðslum stefnanda til stefnda, Merrill LynchInternational: Hinn 15. september 2008, að fjárhæð 1.197.059,71 evrur vegnaviðskipta 10. september 2008 og hinn 24. september 2008 að fjárhæð 8.137.916,67bandaríkjadollarar vegna viðskipta hinn19. september 2008.Þess er einnig krafist að stefndi greiði stefnanda1.197.059,71 evru og 8.137.916,67 bandaríkjadollara með dráttarvöxtum af báðumfjárhæðunum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, frá 11. júní 2012 til greiðsludags.Loks krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt síðarframlögðum málskostnaðarreikningi eða mati réttarins.Í upphafi krafðist stefndi þess aðallega að málinu yrðivísað frá dómi. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 28.júní 2013. Að því frágengnu krefst stefndi aðallega sýknu af öllum kröfumstefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað. Til varakrefst stefndi þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og aðmálskostnaður verði felldur niður. II Í máli þessukrefst stefnandi riftunar á nánar tilgreindum greiðslum sem hann innti af hendi15. og 24. september 2008 sem endurgjald fyrir ákveðna hagsmunaeign eðahlutdeild í skuldabréfum sem stefnandi gaf út 2007, eins og nánar er lýst ístefnu stefnanda og greinargerð stefnda. Fyrir liggur að gjalddagiskuldabréfanna var ekki kominn þegar stefnandi innti greiðslurnar af hendi enhann kveðst hafa bókfært greiðslurnar til lækkunar á útistandandi skuldumsínum. Stefnandi byggir riftunarkröfu sína á 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991,um gjaldþrotaskipti o.fl., en honum var skipuð slitastjórn 25. maí 2009 ágrundvelli ákvæðis II til bráðabirgða í lögum nr. 44/2009, um breytingu á lögumnr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Slitastjórnin gaf út innköllun tilkröfuhafa 6. júlí 2009. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 22. nóvember2010 var stefnandi tekinn til formlegrar slitameðferðar. Stefnandi krefst ennfremur endurgreiðslu á framangreindum greiðslum á grundvelli 142., sbr. 143.gr., laga nr. 21/1991. Stefndi reisirsýknukröfu sína á aðildarskorti. Auk þess byggir hann á því að umræddargreiðslur hafi ekki falið í sér greiðslu skuldar samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laganr. 21/1991 í ljósi skilmála og erlendra réttarreglna sem gilt hafi umviðskiptin. Jafnframt byggir stefndi á því að málsókn þessi sé af hálfustefnanda ólögmæt tilraun til þess að sniðganga ákvæði tilskipunar nr. 98/26/EBum endanlegt uppgjör í greiðslukerfum vegna verðbréfaviðskipta. Þá telurstefndi m.a. að það leiði af n-lið 99. gr. laga nr. 161/2002, umfjármálafyrirtæki, eins og skýra beri þann lið með hliðsjón af 30. gr.tilskipunar nr. 2001/24/EB, að einungis megi rifta þeirri greiðslu, sem tengistviðskiptum stefnda, ef lög á Englandi heimila það. Stefndi byggir á því að lögþar í landi heimili ekki slíka riftun og því beri að sýkna hann af kröfumstefnanda. Í þinghaldi ímáli þessu hinn 5. desember 2014 er bókað að lögmaður stefnda óski eftir frestitil að leggja fram matsbeiðni til sönnunar á erlendri réttarreglu. Lögmaðurstefnanda lýsti því þá yfir að matsbeiðninni yrði mótmælt þegar hún kæmi fram.Í þinghaldi 21. janúar 2015 lagði stefndi fram matsbeiðni gegn mótmælum stefnanda.Lögmaður stefnda dró matsbeiðnina til baka við fyrirtöku málsins 12. febrúarsama ár en lagði fram nýja matsbeiðni 26. sama mánaðar. Af hálfu stefnanda varmatsbeiðni mótmælt og fór fram munnlegur málflutningur um þann ágreining daginneftir. Með úrskurði, uppkveðnum 18. mars 2015, heimilaði dómurinn umbeðnadómkvaðningu matsmanns að hluta en með dómi Hæstaréttar Íslands í máliréttarins nr. 250/2015 hinn 21. apríl 2015 var fallist á kröfu stefnda umdómkvaðningu að öllu leyti. Í kjölfar þeirrar niðurstöðu fór hinn 3. júní 2015fram dómkvaðning Louise Gullifer, prófessors við Oxford háskóla, sem matsmannsí málinu. Lögmaður stefnda lagði fram matsgerð Louise Gullifer prófessors íþinghaldi 16. nóvember 2015 en íslensk þýðing hennar var lögð fram 19. janúar2016. Í matsgerðinni er svarað eftirfarandi spurningum í matsbeiðni um enskanrétt:. Í samhengi viðútgáfu á allsherjarskuldabréfum, hvaða reglur gilda í enskum rétti um stofnunskuldasambands og niðurfellingu kröfu vegna samruna réttinda og skyldna?2. Hvaða reglur gildaí enskum rétti um það hvenær löggerningur er talinn vera skaðlegur kröfuhöfum?3. Ef löggerningur ertalinn vera skaðlegur kröfuhöfum, hvaða reglur gilda í enskum rétti sem heimilaað slíkir gerningar séu vefengdir?4. Þess er óskað að matsmaður geri sérstaka grein í svörumsínum, við spurningum nr. 1, 2 og 3, fyrir tilvist og efni framangreindraenskra réttarreglna við þær kringumstæður þegar fjármálafyrirtæki, sem erútgefandi allsherjarskuldabréfs, með sömu skilmálum og greinir í dómskjölum nr.6, nr. og nr. 9, hefur keypt hlutdeildarkröfur í eigin allsherjarskuldabréfifyrir lokauppgjörsdag þess. Íframangreindu þinghaldi óskaði stefnandi eftir frekari fresti til að kynna sérefni matsgerðarinnar og í næsta þinghaldi hinn 1. mars sl. óskaði hann eftirfresti til að leggja fram yfirmatsbeiðni svo sem hann gerði í þinghaldi 23. samamánaðar. Í yfirmatsbeiðni voru settar fram sömu spurningar og spurt hafði veriðí matsbeiðni stefnda en þeim til viðbótar voru settar fram eftirfarandi tværyfirmatsspurningar: 5. Í samhengi viðútgáfu á allsherjarskuldabréfum, hvaða reglur gilda í enskum rétti um hvorthlutdeildareigendur geti við einhverjar aðstæður höfðað dómsmál gegn útgefandaallsherjarskuldabréfs, og þá við hvaða aðstæður?6. Í samhengi viðútgáfu á allsherjarskuldabréfum, hvaða reglur gilda í enskum rétti um hvorthlutdeildareigendur geti við einhverjar aðstæður lýst kröfum við skuldaskilútgefanda allsherjarskuldabréfs, þ.m.t. sem skilyrtir kröfuhafar, og þá viðhvaða aðstæður? Við framlagningu yfirmatsbeiðnistefnanda óskaði lögmaður stefnda eftir fresti til aðfara yfir hana en mótmælti jafnframt sérstaklega að í henni væri að finna óskirþess efnis að dómkvaddir yfirmatsmenn yrðu látnir svara nýjum spurningum í yfirmatinusem hvorki hefði verið fjallað um né svarað í undirmatsgerð. Málinu varfrestað til 11. apríl sl. og í þinghaldi þann dag reifuðu lögmenn aðilaröksemdir sínar um ágreiningsefnið. Með úrskurði dómsins, uppkveðnum 22. samamánaðar, var fallist á kröfu stefnanda um dómkvaðningu tveggja yfirmatsmannatil að leggja á ný mat á matsspurningar 1 til 4 samkvæmt yfirmatsbeiðninni enkröfu stefnanda að því er varðaði matsspurningar 5 og 6 var hafnað með þeimrökum að með þeim væri ekki leitað endurmats á sömu atriðum og áður hefðu veriðmetin. Yrði því ekki leitað svara yfirmatsmanna við þeim á grundvelli 64. gr.laga nr. 91/1991. Með dómi Hæstaréttar Íslands, uppkveðnum 7. júní sl., í máliréttarins nr. 353/2016 var sú niðurstaða staðfest. Í þinghaldimálsins 10. júní sl. voru dómkvaddir tveir sérfróðir yfirmatsmenn að óskstefnanda. Í sama þinghaldi lagði stefnandi fram matsbeiðni, dagsetta sama dag,þar sem þess er krafist að dómkvaðning færi fram í samræmi við beiðnina, þ.e.til mats á tveimur matspurningum sem eru samkvæmt efni sínu sömu spurningar ogframangreindar matsspurningar 5 og 6 í fyrrgreindri yfirmatsbeiðni stefnanda.Stefndi krafðist þess að dómkvaðningu yrði hafnað og að stefnandi yrðiúrskurðaður til greiðslu málskostnaðar. Bókað var eftir stefnda að hannmótmælti matsbeiðninni sem bersýnilega tilgangslausri og jafnframt sem of seintfram kominni. Við munnleganmálflutning um ágreining aðila um hvort dómkvaðning matsmanna færi fram áframangreindum grundvelli, vísaði lögmaður stefnda til þess að hann hefði þegarí greinargerð sinni gert grein fyrir því að hann byggði kröfur sínar í málinu áenskum rétti og því væri matsbeiðni stefnanda, dagsett 10. júní 2016, sem lytiað efni ensks réttar, of seint fram komin. Þá vísaði stefndi til þess að í matsbeiðniværu settar fram ýmsar staðhæfingar sem hvergi kæmu fram í stefnu þar sem lýstværi grundvelli málsins. Yrði því ekki séð að matsspurningarnar lytu aðmálsástæðum stefnanda í stefnu og væru þær því bersýnilega tilgangslausar. Stefnandibyggir kröfu sína um að matsmenn verði dómkvaddir í samræmi við matsbeiðni áþví, að ýmsar niðurstöður í framlagðri matsgerð Louise Gullifer prófessors séurangar, auk þess sem hún sé að mörgu leyti reist á ófullnægjandi eða röngumforsendum. Stefnanda sé nauðsynlegt að afla matsgerðarinnar þar sem ekki sé ífyrirliggjandi matsgerð Louise Gullifer prófessors gerð grein fyrir öllumhliðum skuldarsambands milli útgefanda allsherjarskuldabréfs oghlutdeildareigenda og því gefi matsgerðin ekki nákvæma mynd af réttarsambandimálsaðila. Þar sé því réttarreglum um samruna réttinda og skyldna hvorki lýstmeð réttum hætti né í réttu samhengi. Tilgangur stefnanda með matsbeiðninni séþví að fá fram fullnægjandi lýsingu á þessu réttarsambandi, auk þess semstefnandi hyggist sanna að milli útgefanda og eiganda hlutdeildar íallsherjarskuldabréfi sé skuldarsamband en slíkt skuldarsamband hafi áhrif ábeitingu reglunnar um samruna réttinda og skyldna að enskum rétti.III Aðili að máli,sem rekið er fyrir dómstólum á grundvelli laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, á að meginstefnu til rétt á því að afla og leggja fram þausönnunargögn sem hann telur þörf á til stuðnings málatilbúnaði sínum. Það erþví almennt hvorki á valdi gagnaðila né dómstóla að aftra því, nema með stoð ílögum. Af þeim sökum ber dómara jafnan að verða við beiðni málsaðila um aðdómkveðja matsmann eða matsmenn samkvæmt IX. kafla laga nr. 91/1991 nemamatsbeiðni fullnægi ekki skilyrðum 2. málsliðar 1. mgr. 61. gr. laga nr.91/1991, leitað sé mats um atriði sem dómari telur bersýnilegt að skipti ekkimáli, sbr. 3. mgr. 46. gr. laganna, eða að matsbeiðni lúti einvörðungu aðatriðum sem dómara ber að leggja sjálfur mat á en ekki sérfróður matsmaður,sbr. 2. mgr. 60. gr. og 1. málslið 1. mgr. 61. gr. laganna. Ljóst er aðrekstur máls þessa hefur tekið langan tíma og þá hefur verið lagður fram ímálinu mikill fjöldi gagna, auk þess sem leysa hefur þurft úr ýmsum ágreiningiaðila undir rekstri málsins. Þegar litið er til ferils málsins, einkum íkjölfar matsbeiðni stefnda og síðar framlagningar matsgerðar Louise Gulliferprófessors og gangi málsins í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms og HæstaréttarÍslands um yfirmatsbeiðni stefnanda, verður ekki fallist á það með stefnda aðlíta verði svo á að það verði talið stefnanda til einhvers konar vanrækslu aðhafa ekki lagt matsbeiðni sína frá 10. júní sl. fram fyrr. Liggur enda fyrir aðmatsspurningar stefnanda í umræddri matsbeiðni hans eru sprottnar af efnistökumog niðurstöðum í framangreindri matsgerð Louise Gullifer. Að þessu virtu verðurþví ekki talið að matsbeiðnin sé of seint fram komin. Fram er komiðað stefnandi telur að í margnefndri matsgerð prófessors Louise Gullifer prófessorssé ekki gerð nægileg grein fyrir öllum hliðum skuldarsambands milli útgefandaog eiganda hlutdeildar í allsherjarskuldabréfi að enskum rétti og því gefimatsgerðin ekki nákvæma mynd af réttarsambandi aðila þessa máls. Óumdeiltvirðist að þeim matsspurningum, sem lagðar eru fyrir í umræddri matsbeiðnistefnanda frá 10. júní sl., hefur ekki nú þegar verið svarað í matsgerð. Þáliggur fyrir að stefndi byggir dómkröfur sínar í málinu á enskum rétti.Matsspurningar stefnanda lúta að skuldarsambandi að enskum rétti, annars vegarum heimildir hlutdeildareigenda til að höfða dómsmál gegn útgefanda allsherjarskuldabréfsog hins vegar heimild hlutdeildareiganda til að lýsa kröfum við skuldaskilútgefanda allsherjarskuldabréfs. Liggur fyrir að í framlagðri matsgerð LouiseGullifer prófessors var vikið að atriðum sem matsspurningar stefnanda íumþrættri matsbeiðni lúta að, án þess þó að fyrir liggi sjálfstætt mat á þeim ískilningi 1. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Að ölluframangreindu virtu er það mat dómsins að ekki sé leitt í ljós að það sébersýnilegt að svör við umræddum matsspurningum í matsbeiðni stefnanda skiptiekki máli, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og hafaengin haldbær rök komið fram sem styðja fullyrðingu stefnda að því leyti. Að ölluframangreindu virtu er fallist á matsbeiðni stefnanda eins og hún er fram sett. Ekki eru efnitil þess á þessu stigi málsins að taka afstöðu til kröfu stefnda um málskostnaðí þessum þætti málsins. ArnfríðurEinarsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Fallist er áað dómkveðja tvo hæfa og óvilhalla matsmenn til þess að leggja mat ámatsspurningar í matsbeiðni stefnanda á dómskjali nr. 269sem lagt var fram í þinghaldi 10. júní 2016. Ekkier skorið úr um kröfu stefnda um málskostnað.
Mál nr. 256/2016
Kærumál Ákæra Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem ákæru á hendur X var vísað frá dómi. Hæstiréttur felldi hinn kærða úrskurð úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar þar sem formskilyrðum ákæru samkvæmt c. lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 var fullnægt í málinu. Þá heyrði það undir efnishlið málsins hvort háttsemi sem X var gefin að sök, væri refsiverð samkvæmt nánari ákvæðum laga nr. 30/2007.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson og IngveldurEinarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 1. apríl 2016 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 1. apríl 2016 þar semmáli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimilder í a. lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verðifelldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.Varnaraðili krefst staðfestingarhins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.Mál þetta höfðaðilögreglustjórinn á Suðurlandi með ákæru 30. nóvember 2015 á hendur varnaraðilafyrir brot á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta ogannarra skipa nr. 30/2007. Í verknaðarlýsingu ákæru kemur fram að varnaraðilihafi 8. apríl 2014 siglt skipinu m/b [...] [...] á veiðum í utanverðum Faxaflóaán þess að hafa stýrimann um borð. Er brot varnaraðila talið varða við b. lið1. mgr. 12. gr., sbr. 20. gr. laganna. Í hinum kærða úrskurði var komistað þeirri niðurstöðu að ákæran uppfyllti ekki skilyrði c. liðar 1. mgr. 152.gr. laga nr. 88/2008 þar sem ekki hafi verið tilgreint í ákæru hvortvarnaraðili hafi fengið heimild hjá mönnunarnefnd til þess að sigla skipinu ánstýrimanns, en af síðari málslið áðurgreinds ákvæði laga nr. 30/2007 leiði aðhafi slík heimild verið fengin væri siglingu skipsins án stýrimanns refsilaus.Samkvæmt c. lið 1. mgr. 152. gr.laga nr. 88/2008 skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemier sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess aðlögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga. Í dómaframkvæmdHæstaréttar hafa fyrirmæli þessa lagaákvæðis verið skýrð svo að verknaðarlýsingí ákæru verði að vera það greinargóð og skýr að ákærði geti ráðið af hennihvaða refsiverða háttsemi honum sé gefin að sök og hvaða lagaákvæði hann ertalinn hafa gerst brotlegur við.Í ákæru er tilgreint hvar oghvenær brot er talið hafa verið framið og við hvaða refsiákvæði það varðar. Formskilyrðumákæru er því fullnægt. Það heyrir síðan undir efnishlið málsins hvort háttseminsem varnaraðila er gefin að sök, sé refsiverð samkvæmt b. lið 1. mgr. 12. gr.,sbr. 20. gr. laga nr. 30/2007, en í því tilliti getur reynt á hvort heimild frámönnunarnefnd leiði til þess að háttsemin hafi verið ákærða refsilaus. Samkvæmtþessu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm aðtaka málið til efnismeðferðar.Kærumálskostnaður dæmist ekki,sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að takamálið til efnismeðferðar.Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 1. apríl 2016.Mál þetta, sem þingfest var 17. desember2015, er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Suðurlandi útgefinni 30. nóvember2015 á hendur X, kt. [...], [...], [...].„fyrir brot á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa,varðskipa, skemmtibáta og annarra skipameð því að hafa, aðmorgni þriðjudagsins 8. apríl 2014 siglt skipinu m/b [...] [...], sknr. [...] á[...]veiðum í utanverðum Faxaflóa án þess að hafa stýrimann um borð, enLandhelgisgæslan hafði umrætt sinn afskipti af skipinu þar sem það var statt64°18´N – 022°42´V.Telst brot ákærðavarða við b. lið 1. mgr. 12. gr., sbr. 20. gr. laga nr. 30, 2007 um áhafniríslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skika.Þess er krafist aðákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“ Ákærði neitar sök.Aðalmeðferð málsinsfór fram 4. mars 2016 og var málið dómtekið að henni lokinni.Af hálfu ákæruvaldseru þær kröfur gerðar sem að ofan greinir.Af hálfu ákærða eraðallega krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvalds, en til vara að refsing verðifelld niður og til þrautavara að refsing verði tiltekin eins væg og kostur er.Þá er krafist málsvarnarlauna að mati dómsins til handa skipuðum verjanda, úrríkissjóði.Eftir dómtökumálsins varð dómari þess var að vera kynnu efni til að vísa málinu frá dómi exofficio og var sakflytjendum gefinn kostur á að tjá sig um það í þinghaldi fyrrí dag. MálavextirSamkvæmt gögnummálsins sendi Landhelgisgæsla Íslands lögreglustjóranum á Selfossi kæru áhendur ákærða þann 8. apríl 2014. Segir í kærunni að við athugun áatvinnuréttindum og lögskráningu hafi komið í ljós að enginn stýrimaður hafiverið um borð í téðu skipi umrætt sinn og engin undanþága þess efnis hafi veriðfrá mönnunarnefnd. Kemur jafnframt fram að ákærði hafi verið skipstjóri umrætt sinn.Samkvæmtlögskráningu voru ákærði og einn háseti lögskráðir á skipið umrætt sinn.Samkvæmt skoðunarskýrsluA 2. stýrimanns á varðskipinu Þór, sem fór um borð í [...] umrætt sinn, vorugerðar athugasemdir við að sjókort skipsins væru gömul, skrá um björgunaræfinguvantaði og þá vantaði stýrimann um borð. Í skoðunarskýrslu kemur fram aðveiðiferð hafi hafist kl. 05:30 og áætluð lok hennar hafi verið kl. 19:00, en íkæru kemur fram að afskipti hafi verið höfð af skipinu kl. 09:08 umræddan dag.Lögregla ræddi viðákærða í síma við rannsókn málsins og er haft eftir honum í skýrslu umsamtalið, að hann hafi staðfest afskipti Landhelgisgæslunnar. Er jafnframt hafteftir ákærða að hann hafi kannast við það ákvæði sem honum er gefið að sök aðhafa brotið gegn, en ekki hafa fengið tilkynningu um að sett hefði verið á hann14 tíma regla. Það hafi ekki verið stýrimannaregla áður fyrr og hann hafi ekkiætlað að sækja um hana til þess eins að skerða réttindi sín. Þá er haft eftirákærða að á þeim tíma sem Landhelgisgæslan hafi komið um borð hafi hann ekkiverið á 14 tíma reglu og í raun aldrei verið 14 tíma eða lengur á sjó.Fram kemur í gögnummálsins að skipið [...] er fiskiskip, 29,36 brúttórúmlestir og 28 brúttótonn ogskráð lengd skipsins er 15,58 metrar.Þá hefur veriðlagður fram úrskurður Mönnunarnefndar skipa, dags. 23. apríl 2014, þar semútgerð skipsins [...] sækir um frávik svo ekki þurfi að skrá stýrimann á skipiðí úthaldi styttra en 14 klukkustundir. Í úrskurðinum er heimilað að ekki þurfiað vera stýrimaður í áhöfn skipsins þegar dagleg útivist skipsins er styttri en14 klukkustundir á hverju 24 klukkustunda tímabili. Forsendur og niðurstaðaÍ máli þessu erákærða gefið að sök brot gegn mönnunarreglum íslenskra skipa eins og lýst er íákæru með því að hafa siglt umræddu skipi án þess að hafa stýrimann um borð.Ákærði neitar sök.Í lagaákvæði því semákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn, þ.e. b lið 1. mgr. 12. gr. laga nr.30/2007, segir: „Á skipi sem er styttraen 24 metrar að skráningarlengd skal vera stýrimaður ef útivera skips fer framúr 14 klst. á hverju 24 klst. tímabili. Á skipi þar sem daglegur útivistartímier styttri en 14 klst. er heimilt að vera án stýrimanns, enda hafi skip fengiðútgefna heimild þess efnis frá mönnunarnefnd. [Samgöngustofa]1) skal halda skráyfir þau skip sem slíka heimild hafa hlotið. Séu reglur um skilyrtanútivistartíma brotnar skal mönnunarnefnd afturkalla heimildina.“ Samkvæmtgögnum málsins er skipið [...] 15,58 metrar að skráðri lengd og fellur þvíundir framangreint ákvæði. Samkvæmt umræddu lagaákvæði er fortakslaus skyldatil að hafa stýrimann í áhöfn ef útivera skips fer fram úr 14 klukkustundum áhverju 24 klukkustunda tímabili. Ekkert liggur fyrir í málinu um að útiveraskipsins umrætt sinn hafi verið umfram 14 klukkustundir á 24 klukkustundatímabili. Þvert á móti kemur fram í gögnum málsins að veiðiferðin hafi hafistkl. 05:30 umræddan dag og áætluð lok hennar hafi verið innan við 14klukkustundum síðar, eða kl. 19:00 þann sama dag. Er ekki byggt á því í ákæruað útiveran hafi verið umfram 14 klukkustundir. Séútivera skips þannig styttri en 14 klukkustundir á hverju 24 klukkustundatímabili er heimilt að vera án stýrimanns, enda hafi skip fengið útgefnaheimild þess efnis frá mönnunarnefnd. Þegar þannig stendur á að útivera skipser styttri en 14 klukkustundir á hverju 24 klukkustunda tímabili felst því brotgegn umræddu ákvæði í því að sigla skipinu án stýrimanns, án þess að hafafengið til þess heimild frá mönnunarnefnd. Er það óhjákvæmilegur efnisþáttur íslíku broti að ekki hafi verið fengin heimild frá mönnunarnefnd til að siglaskipinu án stýrimanns. Hafi slík heimild verið fengin er sigling skipsins ánstýrimanns refsilaus og ekki um brot að ræða. Íákæru kemur ekkert fram um vöntun á heimild frá mönnunarnefnd til þess að siglaskipinu án stýrimanns, en skortur á heimildinni er óhjákvæmilegur efnisþáttur íbrotinu. Að mati dómsins skortir því á að lýst sé refsiverðri háttsemi í ákærusbr. c lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en ekkiverður ákærði sakfelldur fyrir aðra háttsemi en þá sem greinir í ákæruskjalinusbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 og dóm Hæstaréttar í málinu nr.420/2005. Ersamkvæmt framansögðu óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi án kröfu.Samkvæmt 218. gr.laga nr. 88/2008 verður sakarkostnaður ekki lagður á ákærða, en ekki liggurfyrir að annar kostnaður hafi hlotist af málinu en málsvarnarlaun skipaðsverjanda ákærða, Sigurðar Jónssonar hrl., sem eru ákveðin kr. 450.120 aðmeðtöldum virðisaukaskatti og greiðist úr ríkissjóði.Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.Ú r s k u r ð a r or ð :Máli þessu er vísaðfrá dómi.Sakarkostnaðurgreiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, SigurðarJónssonar hrl., kr. 450.120.
Mál nr. 672/2007
Verksamningur Vanefnd Matsgerð
Með verksamningi 11. september 2001 tók félagið K ehf. að sér gagnvart íslenska ríkinu að framkvæma endurbætur á byggingu Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu í Reykjavík, ásamt stækkun byggingarinnar, en upphafleg verklok voru áætluð 1. október 2002. Var eftirlit ríkisins á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins. Í samræmi við útboðsskilmála gaf tryggingafélagið T út verkábyrgð fyrir K ehf. í tengslum við verkið. Þegar líða tók á verktímann fór að halla undan fæti hjá K ehf. sem sagði sig á endanum frá verkinu með samningi við Framkvæmdasýslu ríkisins. Í kjölfar þess gerðu íslenska ríkið og T með sér samkomulag 13. desember 2002 sem miðaði að því að tryggja framgang verkefna samkvæmt eldri verksamningi ríkisins og K ehf. svo unnt yrði að ljúka verkinu. Hafði samningurinn meðal annars að geyma ákvæði um skyldur beggja aðila í því sambandi, svo og ákvæði um uppgjör milli T og íslenska ríkisins vegna verksins. Í samningnum kom fram að T tæki að sér nánar tilgreindar skyldur K ehf. sem lutu einkum að stjórnun og rekstri vinnustaðarins, auk þess sem Framkvæmdasýsla ríkisins fengi framselda samninga undirverktaka K ehf. Greindi aðila á um uppgjör verksins en ljóst var að verklok drógust mjög og kostnaður varð hærri en upphaflegi verksamningur ríkisins og K ehf. gerði ráð fyrir. Í dómi Hæstaréttar kom fram að um skyldur og réttindi málsaðila færi eftir samkomulagi þeirra 13. desember 2002. Talið var að T hefði samkvæmt uppgjörsákvæði í samningi aðila ekki einungis átt kröfu á greiðslum samkvæmt upphaflegum einingarverðum í verksamningi K ehf. og ríkisins, heldur einnig því sem sá samningur hefði fært félaginu umfram samningsfjárhæð ef til vanefnda kæmi af hálfu ríkisins. Af matsgerð sem lá fyrir í málinu mátti ljóst vera að stórfelldar vanefndir ríkisins hefðu veitt K ehf. rétt á greiðslum umfram samningsfjárhæð ef það félag hefði unnið verkið eftir 13. desember 2002 en ekki T. Ekki var unnt að meta nákvæmlega hverjar þær fjárhæðir hefðu orðið en samkvæmt niðurstöðu matsmanna yrði að telja heildarkostnað þann er T varð fyrir vegna verksins sanngjarnan og eðlilegan miðað við umfang verksins og tafir á því. Sönnunarbyrði fyrir því að krafa T í málinu væri hærri en K ehf. hefði öðlast vegna sömu vanefnda yrði að leggja á ríkið og hefði sú sönnun ekki tekist. Var niðurstaða héraðsdóms um að íslenska ríkið skyldi greiða T umkrafða fjárhæð vegna uppgjör aðila á verkkostnaði staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 28. desember 2007 og krefst aðallega sýknu, en til vara að krafa stefnda verði lækkuð og dráttarvextir dæmdir frá uppsögu dóms. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms, en til vara að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða 65.533.753 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. nóvember 2004 til greiðsludags. Hann krefst einnig málskostnaðar á báðum dómstigum. Áfrýjandi hefur stefnt til réttargæslu fyrir Hæstarétti Hornsteinum arkitektum ehf., Línuhönnun hf., Rafhönnun hf., VSÓ ráðgjöf ehf., Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. og Hönnun hf. Tveir þeir síðastnefndu hafa nú sameinast undir nafninu VGK Hönnun hf. Áfrýjandi gerir engar kröfur á hendur réttargæslustefndu. Þeir hafa skilað greinargerðum til Hæstaréttar, en ekki látið málið frekar til sín taka. Af hálfu allra réttargæslustefndu er krafist málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I Í júní 2001 leitaði Framkvæmdasýsla ríkisins fyrir hönd áfrýjanda sem verkkaupa eftir tilboðum í að framkvæma endurbætur innanhúss á byggingu Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu í Reykjavík ásamt stækkun byggingarinnar. Verkið skyldi framkvæma samkvæmt meðfylgjandi útboðsgögnum og öðrum gögnum, sem þar var vísað til. Meðal þeirra var útboðslýsing, ítarleg verklýsing, útboðsteikningar, tilboðsskrá, Íslenskur staðall ÍST-30 auk ýmissa annarra gagna. Fram kom að eftirlit áfrýjanda yrði á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins, eftirlitsaðili yrði ráðinn til að sinna því og að verktaki skyldi framkvæma verkið í samráði við hann. Framkvæmdir gætu hafist sumarið 2001 og skyldi að fullu vera lokið eigi síðar en 1. október 2002. Af hálfu stefnda er haldið fram að um tæknilega flókið verk hafi verið að ræða, sem að miklu leyti hafi falist í gagngerri breytingu innanhúss á gamalli byggingu þar sem ríkar kröfur hafi verið gerðar til faglegrar og listrænnar útfærslu. Hinn 11. september 2001 mun áfrýjandi hafa tekið tilboði Kraftvaka ehf. í verkið og verksamningur þar með kominn á. Samningsfjárhæð mun hafa verið 429.848.832 krónur. Í útboðslýsingu var tekið fram að upphæðin verðbættist ekki. Kraftvaki ehf. samdi síðan við nokkra undirverktaka um að þeir ynnu tiltekna hluta heildarverksins, en aðra hugðist aðalverktakinn vinna sjálfur. Hann hóf framkvæmdir 17. september 2001. Í samræmi við útboðsskilmála setti Kraftvaki ehf. áfrýjanda tryggingu fyrir því að sá fyrrnefndi innti af hendi skyldur sínar í samræmi við samning þeirra. Sú trygging var fengin hjá stefnda og var að fjárhæð 64.500.000 krónur. Síðari hluta árs 2002 var ljóst orðið að Kraftvaka ehf. tækist ekki að ljúka við verkið, en verulegur hluti þess var þá enn óunninn. Gerðu félagið og Framkvæmdasýsla ríkisins fyrir hönd áfrýjanda samning 1. desember 2002 um að verktakinn segði sig frá verkinu miðað við 23. október sama ár og að fjárhagslegt uppgjör skyldi miðast við þann dag. Félagið áskildi sér jafnframt rétt til að krefjast skaðabóta vegna tjóns, sem það taldi sig hafa orðið fyrir vegna samningsins, en ekki er fram komið að á það hafi reynt. Með samningnum framseldi Kraftvaki ehf. til áfrýjanda sjö nánar tilgreinda samninga sína við undirverktaka og efnissala og yfirtók áfrýjandi samningsskuldbindingar gagnvart þeim að fengnu samþykki þeirra. Þá segir í samkomulaginu að stórir verkþættir, sem Kraftvaki ehf. hafi sjálfur ætlað að vinna yrðu boðnir út að nýju eða „samið við einhverja aðila skv. nánara samkomulagi.“ Í lokagrein samkomulagsins segir að Kraftvaki ehf. framselji gildandi verktryggingu undirverktaka til stefnda, sem ábyrgist verkið í heild gagnvart áfrýjanda. Uppgjör á tjóni áfrýjanda vegna samningsrofa við Kraftvaka ehf. muni verða gert við stefnda, en þar til hann losni frá ábyrgð sinni haldi hann veðum samkvæmt tryggingabréfi og innistæðu á bankareikningi, sem Kraftvaki ehf. setti til tryggingar skaðleysi stefnda af því að veita umrædda tryggingu. Af hálfu stefnda var samkomulagið undirritað til staðfestingar á skuldbindingu samkvæmt lokagrein þess. Kraftvaki ehf. mun hafa fengið greiðslustöðvun í desember 2002 og var bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta í janúar 2003. II Af hálfu stefnda er fram komið að á þessu tímamarki hafi legið fyrir að greiðsluskylda hans gæti orðið virk, en þó aldrei fyrir hærri fjárhæð en nam hámarki verktryggingarinnar. Þá hafi verið unnið fyrir rúmlega helming samningsverðsins, en af því sem eftir stóð hafi áfrýjandi yfirtekið samninga við undirverktaka að fjárhæð um 115.000.000 krónur. Eftirstöðvar samningsverka, sem Kraftvaki ehf. skyldi vinna, hafi numið nærri 71.500.000 krónum. Stefndi hafi litið svo á að hagkvæmt gæti verið fyrir hann að yfirtaka þennan hluta verksins í stað þess að greiða út verktrygginguna, 64.500.000 krónur, og minnka þannig tjón sitt. Það ætti eins við þótt kostnaður færi verulega fram úr áætlun. Áfrýjandi hafi einnig talið hagkvæmt fyrir verkefnið í heild að þannig yrði farið að, meðal annars vegna þess að þá þyrfti ekki að bjóða út eftirstöðvar þess á ný með töfum og kostnaði, sem því fylgdi. Það væri þannig beggja hagur að stefndi tæki beinan þátt í verkinu. Málsaðilar gerðu samkomulag 13. desember 2002 og lýstu þar í 1. lið því markmiði sínu að tryggja framgang verkefna samkvæmt áðurnefndum samningi áfrýjanda og Kraftvaka ehf. frá september 2001. Verklok innanhúss skyldu verða fyrir 15. maí 2003 og utanhúss eigi síðar en 16. júní sama ár. Í 3. og 5. lið sagði að stefndi tæki á sig nánar tilgreindar skyldur Kraftvaka ehf., sem einkum lutu að stjórnun og rekstri vinnustaðarins, og að stefndi ráði Hönnun hf. til að sinna byggingarstjórn. Í 4. lið sagði meðal annars að haft skyldi samráð við áfrýjanda um útboð einstakra verkhluta sem og samninga við verktaka. Samkvæmt 6. lið skyldi VSÓ ráðgjöf ehf. annast eftirlit með verkinu af hálfu áfrýjanda og fara yfir og samþykkja reikninga. Í 7. lið sagði að Framkvæmdasýsla ríkisins greiddi reikninga samkvæmt 2. og 4. lið samkomulagsins, en stefndi samkvæmt 3. og 5. lið. Í 8. lið sagði: „Að verki loknu fer uppgjör þannig fram að lagður er saman kostnaður við vinnu verktaka skv. lið 2 og 4 í þessu samkomulagi og rökstuddur umframkostnaður FSR við umsjón. Frá þessari upphæð er dreginn kostnaður eins og hann hefði orðið skv. samningi FSR við Kraftvaka ehf. Ef uppgjörsupphæð er hærri en samningsupphæð mun TM greiða þennan mismun en þó aldrei hærri upphæð en sem nemur tryggingarfjárhæð skv. samningi V-01073. Ef uppgjörsupphæð er lægri en samningsupphæð greiðir FSR TM mismuninn.“ Aðilana greinir á um túlkun samningsins og þá einkum 8. lið hans, svo sem nánar greinir hér á eftir. III Samkvæmt því, sem áður greinir, skyldu verklok innanhúss verða sem næst fimm mánuðum eftir gerð samkomulagsins 13. desember 2002, en utanhúss átti verkum að vera lokið um mánuði síðar. Umsaminn verktími fór hins vegar mjög úr böndum og lauk verkinu ekki fyrr en í september 2004 eða nærri 21 mánuði eftir gerð samkomulagsins. Málsaðilar eru ekki á eitt sáttir um ástæður þess að svona fór eða hvor þeirra eigi að bera ábyrgð á því að kostnaður varð mun hærri en gera mátti ráð fyrir í upphafi. Af hálfu áfrýjanda er einkum á því byggt að með samkomulaginu hafi stefndi axlað áhættu af því að kostnaður við verkið yrði meiri en hann reiknaði þá með. Forsendur áfrýjanda fyrir því að gera samninginn hafi verið þær að umsamin einingaverð í samningi við Kraftvaka ehf. frá 2001 myndu gilda áfram. Þetta hafi stefnda verið ljóst. Engu að síður hafi hann ýmist samið um önnur einingaverð eða greiðslur fyrir tímavinnu við þá verktaka, sem hann réði til að vinna einstaka hluta verksins. Á því verði hann sjálfur að bera ábyrgð. Þá hafi skýrlega verið tekið fram í 4. lið samkomulagsins 13. desember 2002 að stefndi skyldi hafa samráð við Framkvæmdasýslu ríkisins um útboð einstakra verkhluta og samninga við verktaka. Þetta hafi stefndi ekki virt og sé ábyrgð hans enn meiri af þeim sökum. Stefndi bendir á að VSÓ ráðgjöf ehf. hafi haft eftirlit með framkvæmd verksins af hálfu áfrýjanda og fylgst nákvæmlega með öllu sem gerðist, meðal annars á tíðum verkfundum, þar sem engum athugasemdum hafi verið hreyft, hvorki við val á verktökum né ákvæði um endurgjald í samningum við þá. Kveðst stefndi hafa lagt sig fram við að skila vönduðu verki og að framkvæmdin gengi eins vel og kostur væri. Til að greiða fyrir því hafi hann gengið mun lengra en samningsskyldur hans kváðu á um. Þannig hafi hann til dæmis greitt reikninga frá verktökum samkvæmt 2. og 4. lið samkomulagsins umfram skyldu með það í huga að áfrýjandi myndi endurgreiða þann kostnað í lokin. Framkvæmd verksins hafi farið algerlega úrskeiðis af ástæðum, sem áfrýjandi beri einn ábyrgð á, en þar skipti mestu að hönnun ýmissa verkhluta hafi ekki verið tilbúin þegar á reyndi og miklar breytingar verið gerðar meðan á verkinu stóð, sem hafi tafið það mjög. Allar forsendur fyrir upphaflegum og óverðbættum samningsgreiðslum til Kraftvaka ehf. hafi því brostið og ókleift að fá verkið unnið fyrir lægri greiðslur en þær, sem inntar voru af hendi. Kostnaður hefði einnig margfaldast fyrir Kraftvaka ehf. vegna vanefnda áfrýjanda, hefði félagið unnið verkið en ekki stefndi. Áfrýjanda beri því að greiða raunkostnað við það, að undanskildum kostnaði samkvæmt 3. og 5. lið samkomulagsins, sem stefndi hafi dregið frá kröfu sinni. Þá hafi áfrýjandi í raun viðurkennt skilning stefnda á samkomulagi þeirra með tveimur fyrirvaralausum greiðslum, samtals 35.000.000 krónur, inn á heildarverð verksins eftir að hafa fengið bréf stefnda 18. mars 2004, en þá var verkinu ekki enn lokið. Við úrlausn um það hvað felst í 8. lið samkomulagsins 13. desember 2002 reynir einkum á texta 1. og 2. málsliðar hans. Samkvæmt þeim skyldi að verki loknu lagður saman kostnaður við vinnu verktaka samkvæmt 2. og 4. lið að viðbættum svokölluðum umframkostnaði áfrýjanda við umsjón, og frá þeirri upphæð síðan dreginn „kostnaður eins og hann hefði orðið skv. samningi FSR við Kraftvaka ehf.“ Hver kostnaðurinn hefði orðið samkvæmt samningi við Kraftvaka ehf. liggur ekki fyrir, en niðurstaða um það hefði ráðist meðal annars af því hvort viðsemjandi hans væri talinn hafa vanefnt samninginn og það veitt verktakanum rétt til frekari greiðslna en samningsfjárhæðarinnar einnar. Samkvæmt því er hafnað þeirri málsástæðu áfrýjanda að upphafleg einingaverð hafi verið það eina sem stefndi átti rétt á samkvæmt nefndu samkomulagi án tillits til þess hvort um vanefndir hafi verið að ræða hjá áfrýjanda sem gátu gefið stefnda rétt til frekari greiðslna. IV Af hálfu stefnda er á því byggt að miklar tafir hafi orðið vegna breytinga á verkinu á verktímanum. Staðhæfing hans um síðbúnar breytingar fær stoð í drögum að svokallaðri verklokaskýrslu VSÓ ráðgjafar ehf. 22. febrúar 2005 þar sem segir meðal annars: „Ýmsar breytingar voru gerðar á verkinu meðan á framkvæmdum stóð og eru þær tíundaðar í verkfundagerðum. Aðeins nokkurra breytinga verður getið hér, því of langt mál er að telja þær allar upp.“ Síðan er þess meðal annars getið að breytingar hafi verið gerðar á gólfplötum 2. og 3. hæðar, nánast öll loftaplön verið endurskoðuð „vegna árekstra í tæknikerfum“, þaki kaffistofu og gluggum breytt, einnig hurðum innanhúss og reykhólfandi búnaði, reyklosandi búnaði bætt við, herbergjaskipan á 1. hæð breytt svo og ýmsu í nýju anddyri, svo sem hurðum, gólfefni, upphitun og uppbyggingu þaks, stálhandriðum breytt og „brúm breytt úr því að vera með gólf úr gleri í parketgólf.“ Þá er getið um mikla lagnaskurði á lóð og stokka þar vegna loftræstikerfa. Stefndi hefur einnig byggt á því að forsenda fyrir ákvæði um stuttan verktíma í samkomulagi 13. desember 2002 hafi verið sú að hönnun alls verksins væri lokið. Þannig hafi legið fyrir svofelld bókun á verkfundi 28. nóvember 2002: „Hönnuðir hafa unnið við að afgreiða þau atriði sem óleyst eru og er vonast til að þeirri vinnu verði lokið strax í byrjun næstu viku. ... Ný teikningasett og teikningaskrár eru væntanlegar frá hönnuðum.“ Starfsmenn VSÓ ráðgjafar ehf. hafi fært þessa fundargerð til bókar eins og aðrar verkfundagerðir. Þessi forsenda hafi algerlega brugðist og í mörgum verkþáttum hafi verulega skort á að hönnun væri lokið þegar ráðast átti í verkin. Stefndi óskaði eftir því 26. júní 2006 að dómkvaddir yrðu matsmenn til að svara spurningum, sem nánar greinir í héraðsdómi, en þær lutu einkum að útboðsgögnum, töfum á verkinu og ástæðum fyrir þeim, hönnun og skipulagningu verksins og auknum kostnaði og ástæðum fyrir honum. Verkfræðingarnir Guðbrandur Steinþórsson og Páll Ólafsson voru dómkvaddir til starfans og skiluðu þeir matsgerð 23. janúar 2007. Í henni segir meðal annars að verkfundagerðir beri með sér að hönnunargögnum var verið að breyta fram á síðasta dag og að sein afhending breyttra teikninga og annarra verkfyrirmæla hafi óhjákvæmilega valdið einhverjum töfum á sumum verkþáttum. Þá hafi biðtími eftir svörum við fyrirspurnum byggingarstjóra stefnda um hönnun og vinnu við verkið orðið misjafnlega langur eða frá 1 – 2 vikum upp í 10 – 18 vikur. Einnig hafi ófyrirséð vandkvæði komið upp við framkvæmd verksins sem tvímælalaust hafi valdið stórfelldum töfum. Stærstu einstöku þættirnir, sem það eigi við um, séu raflagnir og terrazzolögn, sem nánar er lýst í héraðsdómi. Mjög mikil aukaverk eða um 80% magnaukning hafi óhjákvæmilega krafist lengri verktíma. Hvað varðar hönnun sérstaklega telja matsmenn að í þessu verki hafi breytingar meðan unnið var við það orðið mun stórfelldari en almennt gerist og tvímælalaust hindrað að verktakinn gæti skipulagt verkið á hagkvæman hátt og það leitt til umtalsverðra tafa. Nokkrir þættir eru síðan taldir upp sem „sýnishorn af þeim atriðum sem matsmenn telja óhjákvæmilega hafa tafið verkið.“ Tafir á hönnun og breytingar frá upphaflegum hönnunargögnum telja þeir hafa seinkað terrazzolögn um 5 mánuði og að auki tafið aðra verkliði að sama skapi. Þá hafi ákvarðanir hönnuða um tiltekinn lið er laut að trésmíði legið fyrir í júlí 2003 og um nokkra aðra í lokaútgáfu í júní 2004. Hönnun á stálverki hafi verið breytt allt fram í júní 2004 og 11 vikur hafi tekið að fá leyst úr úrlausnaefnum varðandi niðurtekin loft. Hönnun ýmissa annarra verkliða tafðist einnig verulega eins og nánar greinir í matsgerð hinna dómkvöddu manna. Í niðurstöðu matsmanna segir að eðlileg framvinda hafi ekki náðst við verkið sem hafi aðallega verið vegna röskunar af sífelldum og óvæntum breytingum á því, endurskoðun á hönnun og fjölda aukaverka. Þá segir í matsgerðinni að hvergi komi fram að aðgerðir stefnda hafi valdið seinkun á verkinu. Áfrýjandi hefur ekki leitað eftir yfirmati til að hnekkja matsgerðinni. Hún er ítarleg og engir annmarkar eru fram komnir sem geta dregið úr sönnunargildi hennar hvað framanritað varðar. Samkvæmt því verður lagt til grundvallar að þær miklu tafir á verkinu og kostnaður, sem af þeim leiddi, séu á ábyrgð áfrýjanda málsins. V Stefndi kveðst reisa aðalkröfu sína á því hver raunkostnaður hans hafi orðið við verkið. Telur hann þá viðmiðun réttmæta samkvæmt grunnreglu verktakaréttar um ákvörðun endurgjalds þegar ekki hafi verið samið um fast verð, enda geti upphafleg einingaverð ekki átt við að virtum vanefndum áfrýjanda. Þá sé ókleift að greina nákvæmlega hve mikið hver þáttur tafði framvindu verksins og hvaða kostnaður féll til vegna einstakra vanefnda. Af þessum sökum beri áfrýjanda að endurgreiða stefnda allan útlagðan kostnað af verkinu utan þess sem stefndi eigi að greiða samkvæmt 3. og 5. lið samkomulagsins frá 13. desember 2002. Heildarkostnað kveður hann nema 245.692.441 krónu, en frá dragist innborganir áfrýjanda, 91.089.444 krónur. Einnig dragist frá stjórnunarkostnaður, 24.440.362 krónur samkvæmt 3. og 5. lið samkomulags aðila og sé aðalkrafan, 130.162.635 krónur þannig ákveðin. Skyldur og réttindi málsaðila markast af samkomulagi þeirra 13. desember 2002. Í III. kafla að framan var komist að þeirri niðurstöðu að stefndi átti samkvæmt 8. lið ekki einungis kröfu á greiðslum samkvæmt upphaflegum einingaverðum í verksamningi Kraftvaka ehf., heldur einnig því sem sá samningur hefði fært félaginu umfram samningsfjárhæð ef til vanefnda kæmi af hálfu áfrýjanda. Verksamningurinn hefur að geyma ákvæði um það hvernig með skuli fara vegna vanefnda hvort heldur er af hálfu verktaka eða verkkaupa. Má slá föstu að stórfelldar vanefndir, sem áfrýjandi bar ábyrgð á, hefðu veitt Kraftvaka ehf. rétt á greiðslum umfram samningsfjárhæð ef það félag hefði unnið verkið eftir 13. desember 2002 en ekki stefndi. Hverjar þær fjárhæðir hefðu nákvæmlega orðið liggur ekki fyrir og þar með ekki heldur hvort þær hefðu orðið hinar sömu eða svipaðar og stefndi krefst. Í héraðsdómi, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, er greint frá því að matsmenn hafi metið heildarkostnað stefnda við verkið og talið hann sanngjarnan og eðlilegan miðað við umfang verksins og tafir á því. Fjárhæðum, sem stefndi dró frá heildarkostnaði, hefur ekki verið mótmælt tölulega Þá greiddi áfrýjandi athugasemdalaust í tvö skipti að kröfu stefnda samtals 35.000.000 krónur inn á heildarverkið í mars og apríl 2004, en sú gerð hans fær ekki samrýmst málsástæðum sem hann byggir á í málinu. Að því virtu, sem að framan er rakið, og stórfelldum vanefndum áfrýjanda, verður hann að bera sönnunarbyrði fyrir því að krafa stefnda sé hærri en sú sem Kraftvaki ehf. hefði öðlast vegna sömu vanefnda áfrýjanda gagnvart honum ef á hefði reynt. Sú sönnun hefur ekki tekist. Þá er ekki hald í þeirri viðbáru áfrýjanda að stefndi hafi ekki virt skyldu sína til að hafa samráð um ákvarðanir samkvæmt 4. lið samkomulagsins. Í því fólst ekki að leitað skyldi samþykkis áfrýjanda við ákvörðunum stefnda, auk þess sem sá fyrrnefndi hélt uppi daglegu eftirliti á staðnum og framgangur verksins og staða þess var rædd á tíðum verkfundum án þess að fulltrúi áfrýjanda gerði athugasemdir við þessi atriði. Að virtu öllu því, sem að framan greinir, en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms, verður niðurstaða hans staðfest. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem dómtekið var 10. september 2007, var höfðað 14. desember 2005. Stefnandi er Tryggingamiðstöðin hf., Aðalstræti 6-8, Reykjavík, en stefndi er íslenska ríkið. Réttargæslustefnandi er íslenska ríkið og réttargæslustefndu eru eftirtaldir: Hornsteinar arkitektar ehf., Ingólfsstræti 5, Reykjavík, Línuhönnun hf., Suðurlands­braut 4a, Reykjavík, Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf., Laugavegi 178, Reykjavík, Rafhönnun hf., Ármúla 42, Reykjavík, VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, Reykjavík og Hönnun hf., Grensásvegi 1, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 130.033.753 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 9., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. nóvember 2004 til greiðsludags. Til vara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 65.533.753 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 9., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð­tryggingu frá 1. nóvember 2004 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda en til vara að krafa stefnanda verði lækkuð verulega og að dráttarvextir verði dæmdir frá dómsuppsögudegi. Í báðum tilvikum er þess krafist að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefndu en réttargæslustefndu, Horn­steinar arkitektar ehf., Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf., VSÓ Ráðgjöf ehf. og Rafhönnun hf. gera þær kröfur að réttargæslustefnandi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað. Mál þetta varðar uppgjör á verkkostnaði við endurbætur á húsnæði Þjóðminjasafnsins við Hringbraut, Reykjavík. Framkvæmdasýsla ríkisins bauð verkið út í júní 2001 fyrir hönd stefnda, íslenska ríkisins og stefnandi, Tryggingamiðstöðin hf., gaf út verkábyrgð fyrir verktakann, Kraftvaka ehf., sem hlaut verkið sem kallaðist: Þjóðminjasafn Íslands, endurbætur og stækkun, annar áfangi. Samkvæmt upphaflegum verksamningi og útboðsgögnum átti að skila verkinu hinn 1. október 2002. Þegar líða tók á verktíma fór að halla undan fæti hjá Kraftvaka ehf. og með samkomulagi Kraftvaka ehf. og Framkvæmdasýslu ríkisins 1. desember 2002 sagði Kraftvaki ehf. sig frá verkinu frá og með 23. október 2002. Var bú Kraftvaka ehf. tekið til gjaldþrotaskipta 9. janúar 2003. Í fyrrgreindu samkomulagi aðila frá 1. desember 2002 segir í 5. grein að Kraftvaki framselji gildandi verktryggingar undirverktaka til stefnanda sem ábyrgist verkið í heild gagnvart verkaupa samkvæmt nánara samkomulagi. Þá segir að uppgjör á tjóni verkkaupa vegna samningsrofs við Kraftvaka fari fram milli verkkaupa og stefnanda. Undirritaði stefnandi þetta samkomulag. Stefnandi kveður að þegar Kraftvaki ehf. hafi sagt sig frá verkinu hafi verið ljóst að greiðsluskylda gæti vaknað hjá stefnanda vegna verktryggingarinnar sem hafi verið að hámarki 64.500.000 krónur. Þegar Kraftvaki ehf. hafi sagt sig frá verkinu hafi greiðslustaða verið þannig að heildarsamningsverk hafi numið 433.000.000 krónum. Þegar hafi verið unnið fyrir 246.500.000 krónur og hafi eftirstöðvarnar því numið 186.500.000 krónum. Hafi stefndi, með samningum við undirverktaka Kraftvaka ehf., yfirtekið undirverktakasamninga að fjárhæð 115.000.000 þannig að eftirstöðvar samningsverka hafi numið um það bil 71.500.000 krónum að teknu tilliti til magnbreytinga. Að mati stefnanda hafi því allt bent til að verulega hagkvæmt gæti verið fyrir stefnanda að yfirtaka þennan hluta verksins í stað þess að greiða út verktryggingu. Þannig hafi kostnaður mátt fara meira en 80% fram úr áætlun án þess að stefnandi þyrfti að leggja út jafnháa fjárhæð og numið hafi verktryggingunni. Þá hafi Fram­kvæmdasýsla ríkisins talið verulega hagkvæmt fyrir verkefnið í heild að svona yrði farið að, því þá þyrfti ekki að bjóða eftirstöðvar verksins út aftur. Því hafi það verið álitið beggja hagur að stefnandi kæmi beint að verkinu. Í kjölfar afsagnar Kraftvaka ehf. gerðu stefnandi og Framkvæmdasýsla ríkisins með sér samkomulag sem þeir undirrituðu hinn 13. desember 2002. Í 1. gr. samkomu­lagsins kemur fram að markmið þess sé að tryggja framgang á þeim verkefnum sem skilgreind séu í verksamningi Framkvæmdasýslu ríkisins og Kraftvaka ehf. og að verklokum hafi verið breytt þannig að allri vinnu innan dyra skuli lokið fyrir 15. maí 2003 og vinnu að utan eigi síðar en 16. júní 2003. Í 2. gr. samkomulagsins segir að Framkvæmdasýsla ríkisins fái framselda undir­verktaka samninga Kraftvaka ehf. samkvæmt samkomulagi þar um dagsettu 1. desember 2002. Í 3. gr. samkomulags segir að stefnandi taki að sér skyldur Kraftvaka varðandi stjórnun og samræmingu og að stefnandi ráði réttargæslustefnda, Hönnun hf., til að sinna bygginga­stjórn. Í 4. gr. samkomulagsins segir að réttargæslustefndi, Hönnun hf., muni gera tillögur að verktökum til að ljúka þeim verkþáttum sem ekki séu innifaldir í samningum undirverktaka samkvæmt 2. gr. og ekki verði boðnir út að nýju og að hafa skuli samráð við Framkvæmdasýslu ríkisins um útboð einstakra hluta sem og samninga við verktaka. Í 5. gr. segir að stefnandi muni sjá um verkliðinn rekstur vinnustaðar samkvæmt útboðsgögnum nr. 1.1.3 þar með talið hefðbundna aðstöðu fyrir verktaka samkvæmt 2. og 4. gr. sam­komu­lagsins. Þá muni stefnandi sjá um greiðslu orkureikninga og annað sem tilgreint sé í lið 1.1.3 nema um annað verði samið. Í 6. gr. segir að eftirlit af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins sé í höndum réttargæslustefnda, VSÓ Ráðgjafar ehf., og fari eftirlitið yfir og samþykki reikninga. Í 7. gr. segir að Framkvæmdasýsla ríkisins greiði reikninga samkvæmt 2. og 4. gr. samkomulagsins en stefnandi greiði kostnað vegna 3. og 5. gr. samkomulagsins. Þá segir að engin aukaverk megi vinna nema með skriflegu samþykki Framkvæmdasýslu ríkisins. Í 8. gr. samkomulagsins er fjallað um uppgjör og skyldi það fara þannig fram að lagður sé saman kostnaður við vinnu verktaka samkvæmt 2. og 4. gr. og rökstuddur umframkostnaður Framkvæmdasýslu ríkisins við umsjón. Frá þeirri fjárhæð skuli draga kostnað eins og hann hefði orðið samkvæmt samningi Framkvæmdasýslu ríkisins við Kraftvaka ehf. Ef sú fjárhæð yrði hærri en samningsupphæð myndi stefnandi greiða mismuninn, þó aldrei hærri upphæð en nemi tryggingarfjárhæð, sem var 64.500.000 krónur. Ef uppgjörsfjárhæðin yrði lægri en samningsupphæð myndi Framkvæmdasýsla ríkisins greiða mismuninn. Samkvæmt 9. gr. skyldu aukaverk greidd sérstaklega af Framkvæmdasýslu ríkisins. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið yfirtók stefnandi stöðu byggingarstjóra en Framkvæmdasýsla ríkisins yfirtók helstu samninga Kraftvaka við undirverktaka. Fyrirsvarsmaður Kraftvaka ehf., Unnsteinn Eggertsson hélt áfram við verkið sem undirverktaki og tók fyrirtæki hans Kvarði yfir rafverktöku af Kraftvaka ehf. Í febrúar 2003 yfirtók skiptastjóri Kraftvaka ehf. rekstur Kvarða en hætti því í mars 2003 og þá tók stefnandi við rafverktöku og réði Afltak ehf. til verksins. Verkið tafðist verulega og ber aðilum ekki allskostar saman um af hvaða ástæðum það var en verklok urðu ekki fyrr en í september 2004 og fór magntöluuppgjör fram í desember 2004. Stefnandi kveðst fljótlega eftir að framangreint samkomulag var undirritað milli aðila hafa farið að greiða reikninga frá verktökum samkvæmt 2. og 4. gr. samkomulagsins þrátt fyrir að stefndi ætti að greiða þá. Hafi stefnandi gert þetta í þeirri trú að uppgjör færi síðar fram á grundvelli samningsins en stefnandi taldi þetta fyrirkomulag vera mjög til einföldunar og tryggði öruggari framgang verksins, stefnda til hagsbóta. Stefnandi kveður stefnda hafa greitt inn á verkkostnaðinn eftir því sem hann féll til og samkvæmt samskiptum aðila hafi skilningur virst vera sá að stefndi skyldi greiða allt sem til félli að frádregnu því hámarki sem stefnandi skyldi bera, 64.500.000 krónur. Í kjölfar tölvupósts, sem stefnandi sendi fyrirsvarsmanni Framkvæmdasýslu ríkisins 18. mars 2004, þar sem varað var við því að framkvæmdir yrðu stöðvaðar ef greiðslur bærust ekki frá stefnda, greiddi stefndi 20.000.000 króna í mars 2004 og 15.000.000 króna í apríl 2004. Stefnandi kveður heildarkostnað sinn af verkinu nema 245.692.441 krónu og krefst þess að stefndi endurgreiði þá fjárhæð að frádregnum þeim kostnaði sem stefnandi sannanlega hafi tekið á sig með samningi aðila þann 13. desember 2002 og að teknu tilliti til þess sem stefndi hafi nú þegar greitt. Sendi stefnandi stefnda kröfubréf 15. mars 2005. Af hálfu stefnda var því bréfi svarað 29. mars 2005 og óskaði hann eftir fresti til að fara yfir kröfur stefnanda og lýsti því yfir að engin afstæða væri að svo stöddu tekin til krafna stefnanda og allur fyrirvari hafður uppi um réttmæti þeirra. Lögmaður stefnanda sendi stefnda annað kröfubréf hinn 28. september 2005 og gaf stefnda frest til 15. október 2005 til að sinna erindinu. Að öðrum kosti yrði málinu stefnt fyrir dómstóla. Með bréfi 12. október 2005 var þess óskað af hálfu stefnda að beðið yrði með aðgerðir um sinn. Með bréfi Framkvæmdasýslu ríkisins 12. desember 2005 til lögmanns stefnanda var kröfum stefnanda hafnað Stefndi heldur því fram að stefnandi hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni samkvæmt samkomulagi aðila að hafa samráð við Framkvæmdasýslu ríkisins um útboð einstakra hluta verksins sem og samningsgerð við undirverktaka. Þess í stað hafi verið gerðir samningar við undirverktaka án nokkurrar aðkomu eða samráðs við Framkvæmda­sýslu ríkisins og hafi í þeim samningum verið samið um hærri einingarverð en gert hafi verið ráð fyrir í upphaflegum samningi við Kraftvaka ehf. Hafi það verið forsenda samkomulags aðila að þau einingarverð myndu gilda áfram. Þá hafi stefnandi eða réttargæslustefndi, Hönnun hf., fyrir hönd stefnanda samið um aukaverk án samþykkis eða vitundar Framkvæmdasýslu ríkisins. Hins vegar muni öll aukaverk hafa verið gerð upp og virðist ágreiningur aðeins vera um viðbótarkostnað vegna annarra verka. Stefndi kveður Framkvæmdasýslu ríkisins hafa gert stefnanda grein fyrir athuga­semdum sínum við framsettar kröfur strax á árinu 2004 þegar stefnandi hafi farið fram á það við Framkvæmdasýslu ríkisins að viðbótargreiðslur yrðu inntar af hendi án þess að gerð væri grein fyrir verkstöðu eða sundurgreindu uppgjöri. Hafi Framkvæmda­sýsla ríkisins hafnað greiðsluskyldu á þeim atriðum sem ekki falli undir greiðslu­skyldu hennar samkvæmt samkomulaginu sem gert hafi verið 13. desember 2002. Hafi þess allan tímann verið krafist af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins að krafa stefnanda væri rökstudd og sundurliðuð en stefnandi hafi ekki orðið við því. Þrátt fyrir að kröfugerð stefnanda sé með öllu ósundurgreind sé ljóst að stærsti hluti krafnanna sé vegna þess að stefnandi hafi samið við undirverktaka og greitt þeim mun hærra einingarverð en upphaflegir samningar hafi gert ráð fyrir og hafi þessir samningar verið gerðir án samráðs og samþykkis Framkvæmdasýslu ríkisins. Stefndi telur að þar sem efnisleg úrlausn máls þessa kunni að skipta máli fyrir marga aðila sem komið hafi að endurbótum Þjóðminjasafnsins, hefur stefndi stefnt til réttargæslu þeim sem komu að arkitektavinnu vegna framkvæmdanna, Hornsteinum arkitektum ehf., Línuhönnun hf., Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. og Rafhönnun hf. Þá hefur stefndi stefnt til réttargæslu VSÓ Ráðgjöf ehf. sem sá um eftirlit með framkvæmd verksins fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins og Hönnun hf. sem sá um byggingarstjórn í umboði stefnanda. Undir rekstri málsins óskaði stefnandi eftir dómkvaðningu matsmanna. Óskaði hann eftir mati á útboði, útboðsgögnum, umfangi verks, aukaverkum og kostnaði vegna vinnu við viðgerðir og endurbætur. Hinn 26. júní 2006 voru verkfræðingarnir Guðbrandur Steinþórsson og Páll Ólafsson dómkvaddir til verksins og er matsgerð þeirra dagsett 23. janúar 2007. Stefnandi kveður kröfu sína vera tvíþætta en í báðum tilvikum byggja á samningi aðila frá 13. desember 2002, vanefndum á honum og bótaskyldu samkvæmt almennum reglum verktakaréttar. Stefnandi geri aðallega þá kröfu að honum verði endur­greiddur allur kostnaður hans af verkinu, að frádregnum þeim kostnaði sem hann sannanlega eigi að bera samkvæmt samningi aðila frá 13. desember 2002. Til vara krefjist stefnandi þess að heildarkostnaður hans af verkinu verði aðeins sú hámarksfjárhæð sem samið hafi verið um í 8. gr. samnings aðila frá 13. desember 2002, samtals að fjárhæð 64.500.000 krónur að viðbættum þeim kostnaði sem stefnandi sannanlega eigi að bera samkvæmt samningnum. Í samningi aðila frá 13. desember 2002 sé tekið á skyldum hvors aðila við framkvæmd verksins og fjallað um uppgjör á milli þeirra við verklok. Skyldi stefnandi greiða kostnað sem félli undir 3. og 5. gr. samningsins, en stefndi samkvæmt 2. og 4. gr. samningsins. Stefnandi hafi þó fljótlega hafið að greiða kostnað vegna 4. gr. samningsins en uppgjör skyldi svo fara fram milli aðila samkvæmt 8. gr. samningsins. Stefnandi kveðst byggja aðalkröfu sína á uppgjörsreglu 8. gr. samnings aðila. Í samkomulagi aðila sé markmiðinu lýst í 1. gr. með þeim hætti að verið sé að tryggja framgang verkefnisins og tekið fram að verklokum hafi verið breytt þannig að ljúka eigi frágangi að innan í maí 2003 en utanhúsvinnu eigi síðar en 16. júní 2003 eða sex mánuðum eftir undirritun samningsins. Hafi þessar grundvallarforsendur verið alrangar og hafi fulltrúum stefnda mátt vera það ljóst enda hafi ýmsir þættir í hönnun verksins alls ekki verið tilbúnir og ekkert útlit fyrir að þeim gæti lokið innan tilsetts tíma. Ekki sé deilt um að ástæður hinna miklu tafa í verkinu hafi verið þær að hönnun verksins hafi ekki legið fyrir að fullu þegar til átti að taka. Vegna þess hafi einstakir verkþættir tafist, afköst minnkað verulega og verkið orðið óhagkvæmara á allan hátt. Sjá megi í fyrstu fundargerð, sem bókuð sé eftir að stefnandi kom að verkinu 18. desember 2002, að hönnuðir eigi eftir að taka afstöðu til fjölmargra atriða og að bráðnauðsynlegt sé að fá svör við öllum þeim atriðum sem komi fram á tilgreindum lista. Í umsögn réttargæslustefnda, VSÓ Ráðgjafar ehf., 6. maí 2005 sé bæði staðfest að réttur hafi stofnast til aukagreiðslna vegna reksturs vinnustaðar í að minnsta kosti 14 ½ mánuð umfram það sem samið hafi verið um og að óumdeilt sé að á verktímanum hafi verið gerðar töluverðar breytingar á teikningum og verklýsingum. Um svo gríðarlega miklar tafir sé að ræða hlutfallslega að afkastarýrnun iðnaðar- og verkamanna sé óhjákvæmileg og kostnaður í engu samræmi við forsendur í tilboði einingaverða. Samkvæmt yfirliti og greinargerð byggingarstjóra sem starfaði á vegum stefnanda á verkstað hafi þau atriði numið tugum þar sem fresta hafi þurft verkþáttum vegna þess að endanleg hönnun hafi ekki legið fyrir eða ákvarðanir dregist um einstök útfærsluatriði. Sérstaklega sé bent á verkáætlun sem legið hafi fyrir við gerð upp­haflegs samkomulags aðila og samsvarandi uppstillingu á því sem raunverulega varð. Sé það augljóst að kostnaður hafi allur aukist við þennan drátt vegna þess að erfitt hafi verið að skipuleggja vinnu þar sem aldrei hafi séð fyrir endann á þeim verkefnum sem vinna þurfti. Þá telur stefnandi það hafa þýðingu hér að verkgjaldið hafi verið óverðbætt samkvæmt ákvæðum útboðslýsingar. Samkvæmt upphaflegum útboðsgögnum hafi verkinu átt að ljúka að fullu hinn 1. október árið 2002 en verklok í raun orðið tæpum tveimur árum síðar eða í september 2004. Magntöluuppgjöri hafi verið lokið í desember 2004. Á þessum tíma hafi vísitala byggingarkostnaðar hækkað úr 277,4 stigum í 302,1 stig og launavísitala úr 4.958 stigum í 5.498 stig. Almennar kostnaðarhækkanir séu því á bilinu 8-10% á tímabilinu eftir að verkinu átti að ljúka og þar til því lauk í raun. Þá hafi þáttur stefnanda í rekstri vinnustaðar og stjórnun verksins á staðnum orðið mun umfangsmeiri vegna dráttarins á verkinu. Sá kostnaðarliður hefði einnig margfaldast hjá Kraftvaka ehf. Þá hafi þurft að greiða orkureikninga og sjá vinnu­staðnum fyrir ýmsum aðföngum í margfalt lengri tíma en samið hafi verið um. Allt þetta hafi leitt til stórfelldrar kostnaðaraukningar. Eins og gögn málsins beri með sér hafi liðurinn, rekstur vinnustaðar, kostað stefnanda 18,6 milljónir króna en stefndi hafi greitt 4 milljónir upp í þann lið. Hér hafi því augljóslega stofnast réttur til að fá bætur í formi viðbótargreiðslna sem nemi útlögðum kostnaði. Aðrir þættir hafi einnig farið verulega úr skorðum. Eins og fram komi í gögnum málsins séu það einkum liðirnir, rafmagn, múrverk, flísalögn innanhúss, trésmíði innanhúss og trésmíði utanhúss. Margir þessara liða verki saman og þurfi hver að bíða eftir öðrum þegar vinna stöðvist. Vísað sé til greinargerðar byggingarstjóra, Sigurðar Einarssonar, varðaðandi tafir og vannýttan mannafla þar sem tíundaðir séu nákvæmlega þeir liðir sem töfðust, ástæður þeirra tafa og áhrif þessa alls á heildarframgang verksins. Þá sé vísað til þess að stefndi hafi sýnt skilning sinn á samkomulagi aðila í verki með því að greiða inn á kostnað sem stefnandi hafði lagt út fyrir með tveimur greiðslum í mars og apríl 2004, samtals að fjárhæð 35.000.000 króna. Með því hafi stefndi viðurkennt ábyrgð sína á viðbótarkostnaðinum enda hafi honum, í ljósi samskipta við fulltrúa stefnanda, verið alveg ljóst hvernig stefnandi liti á málin og hafi greiðslan verið innt af hendi í framhaldi af skriflegri áréttingu þar að lútandi. Málsástæða þessi eigi enn fremur við um varakröfuna í málinu. Þegar afköst hafi rýrnað við að vinna verkefnið, með þeim truflunum og í þeim hægagangi sem um ræði, sé nánast útilokað að meta slíkar tafir til fjárhæða nákvæmlega. Hvernig einstakar tafir hafi áhrif á verkið sé erfitt að greina og þegar um svo mörg atriði sé að ræða sem raun beri vitni standist engar forsendur fyrir skipulagningu þess og verðlagningu. Verksamningur kveði skýrt á um að það sé skylda verkkaupa, stefnda, að standa að hönnun verksins og skila gögnum í tíma svo hægt sé að halda afköstum. Þessi samningsskylda hafi verið brotin og sé það óumdeilt. Undirbúningur framkvæmdarinnar virðist hafa verið í molum og á því beri sá ábyrgð sem verkið kaupi. Eina spurningin sé hvernig meta eigi réttar bætur eða hækkun á endurgjaldi til Kraftvaka ehf. vegna þess að stefndi hafi ekki staðið við sínar skyldur. Nánast sé ómögulegt að greina það nákvæmlega hvað hver þáttur hafi tafið verk­framvinduna. Að mati stefnanda hefði verktaki aldrei verið bundinn við upphafleg einingaverð í ljósi hinnar miklu truflunar sem orðið hafi á verkinu af ástæðum sem ekki hafi verið á hans valdi. Verði þá ekki séð annað og betra viðmið til mats á verkkostnaði en að skoða þann raunkostnað sem til hafi fallið við að ljúka verkinu. Þá standi það stefnda nær að sýna fram á að sá heildarkostnaður sem liggi ótvíræður fyrir sé óraunhæfur eða á einhvern hátt ósanngjarn sem viðmiðun endurgjalds til verktakans, sbr. grunnreglu verktakaréttar um ákvörðun endurgjalds þegar ekki hafi verið um fast verð samið. Kveðst stefnandi byggja á því að kostnaður stefnda af samningi við Kraftvaka ehf. hefði numið heildarfjárhæð eftirstöðva verksins frá því stefnandi gerði samning sinn við stefnda. Því beri stefnda að endurgreiða stefnanda allan útlagðan kostnað stefnanda af verkinu, utan þess kostnaðar sem stefnandi sannanlega hafði samið um að greiða samkvæmt 3. og 5. gr. samningsins. Hefði stefndi þurft að greiða Kraftvaka ehf. heildarkostnað verksins, samtals 245.692.441 krónu. Draga beri frá innborganir stefnda, samtals að fjárhæð 91.089.444 krónur og endurgreiða stefnanda mismuninn 154.602.997 krónur, en að frádregnum stjórnunarkostnaði stefnanda sem hann hafi tekið að sér að greiða miðað við forsendur samkomulags aðila. Við mat á stjórnunarkostnaði sé farin sú leið að finna útlagðan heildarkostnað við stjórnun verksins. Sú upphæð hafi numið 43.759.867 krónum. Megi reikna með því að innifalinn í einingarverðum hafi verið ákveðinn stjórnunarkostnaður sem meta megi sem um það bil 10% af einingafjárhæð, eða 24.440.362 krónur, og sé því rétt að draga hana frá heildarkröfunni. Til skýringar sé rétt að geta þess að stefnandi krefjist með því 19.319.505 króna (43.759.867-24.440.362) sem greiðslu fyrir stjórnun inni í heildarkröfu sinni. Það sé mjög lág upphæð miðað við rauntölur og þann drátt sem á verkinu hafi orðið. Krafa stefnanda sundurliðist svo: Þá sé einnig byggt á því að stefnandi hafi ekki verið verktaki að verkinu. Aðkoma stefnanda hafi eingöngu grundvallast á samningi aðila frá 13. desember 2002. Það séu engin rök fyrir því að stefnandi beri það fjárhagslega tjón sem hafi orðið vegna tafa og kostnaðarauka við verkið. Stefnandi hafi ekki tekið yfir skuldbindingar Kraftvaka ehf. og beri því ekki skyldur sem verktaki. Engin allsherjar fjárhagsleg ábyrgð á verkinu hvíli á stefnanda og slík ábyrgð verði ekki lögð á stefnanda með stoð í samningi hans við stefnda. Stefnandi kveðst krefjast dráttarvaxta af kröfu sinni frá því verkinu lauk, í september 2004, enda hafi stefnandi þá greitt alla framangreinda fjárhæð. Við þær aðstæður hafi vaknað greiðsluskylda stefnda, sbr. 4., 7. og 8. gr. samnings aðila. Til að sanngirni sé gætt sé dráttarvaxta krafist frá 1. nóvember 2004, enda gjalddagi allra reikninga fyrir verkið þá sannanlega liðinn. Dráttarvaxtakrafa stefnanda byggist á 1. mgr. 5. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, enda hafi stefnda borið að endurgreiða stefnanda þá reikninga sem stefnandi greiddi, eigi síðar en á gjalddaga þeirra. Stefnandi kveður varakröfu sína einnig byggjast á samningi aðila. Samkvæmt samningnum beri stefnanda að greiða kostnað sem falli undir 3. og 5. gr. samningsins. Að auki beri stefnanda að greiða mismun á uppgjörsupphæð og þeim kostnaði sem stefndi hefði þurft að greiða Kraftvaka ehf. (samningsupphæð) samkvæmt 8. gr. samningsins, en þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemi tryggingafjárhæð verksamnings­ins, 64.500.000 krónur. Eins og áður hafi komið fram sé kostnaður stefnanda af 3. og 5. gr. samningsins metinn á 24.569.244 krónur. Ef gert sé ráð fyrir að stefndi komist upp með að standa við verksamninginn sem hann gerði við Kraftvaka ehf., þrátt fyrir brot sín á honum, sé ljóst að mismunur á uppgjörsupphæð og samningsupphæð sé meiri en sem nemi tryggingafjárhæðinni. Stefnandi þurfi því að greiða hámarksgreiðslu samkvæmt 8. gr. samningsins eða 64.500.000 krónur. Stefnandi hafi lagt út 245.692.441 krónu vegna verksins, en stefndi endurgreitt 91.089.444 krónur. Eftir standi 154.602.997 krónur. Af því beri stefnandi sjálfur 64.500.000 krónur (hámarksupphæð samkvæmt 8. gr. samnings aðila) og 24.569.244 krónur (kostnaður samkvæmt 3. og 5. gr. samningsins). Stefnandi krefjist þess að fá greiddan mismuninn, 65.533.753 krónur. Stefnandi krefjist dráttarvaxta af þeirri fjárhæð frá 1. nóvember 2004 með sömu rökum og greini í aðalkröfu. Málskostnaðarkrafa stefnanda eigi sér stoð í 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um varnarþing vísist til 3. mgr. 33. gr. sömu laga. Stefndi kveður aðalkröfu sína um sýknu byggjast á því að ekki hafi verið sýnt fram á greiðsluskyldu stefnda á aðalkröfu, hvorki á grundvelli brostinna forsendna í samningi né þeim grundvelli að skaðabótaskylda að verktakarétti hafi stofnast, sem stefndi beri ábyrgð á. Kveðst stefndi gera alvarlegar athugasemdir við framsetningu á kröfum stefnanda í málinu og hafna öllum málsástæðum stefnanda. Stefndi kveður framsetningu kröfugerðar stefnanda vera í andstöðu við 80. gr. laga nr. 91/1991. Sé því alfarið hafnað af hálfu stefnda að vegna erfiðleika við að meta fjárhæð meints kostnaðar stefnanda við rekstur verksins geti stefnandi gert kröfu um svokallaðan raunkostnað sinn og að stefnda beri að hnekkja honum telji stefndi hann úr hófi. Hérna sé stefnandi að snúa sönnunarbyrðinni við enda virðist byggt á þeirri reglu að greiða skuli uppsett verð þegar ekki hafi verið samið fyrir fram. Þar sem aðilar hafi samið um verkið fyrir fram og hvaða verð skyldi greitt þá geti stefnandi ekki byggt kröfugerð á meintum raunkostnaði eða á uppsettu verði. Sé því sérstaklega hafnað sem byggt sé á í stefnu að stefndi hafi viðurkennt í verki skilning stefnanda á greiðsluskyldu á viðbótarkostnaði með greiðslum í mars og apríl 2004. Eftirlitsaðili með verkinu, réttargæslustefndi VSÓ Ráðgjöf ehf., hafi gert fyrirvara við greiðslukröfur sem stefnandi hafi sett fram í mars sama ár og gert þá kröfu að verkstöðuyfirlit yrði lagt fram með reikningunum en við þeirri kröfu hafi ekki verið orðið af hálfu stefnanda. Engu að síður hafi tvær greiðslur, að fjárhæð samtals 35 milljónir króna, verið inntar af hendi af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins eftir tölvupóst stefnanda þann 18. mars 2004 þar sem fram hafi komið sú óbeina hótun stefnanda að verkið yrði stöðvað ef ekki kæmi innágreiðsla. Hafi greiðslan verið innt af hendi án viðurkenningar á kröfugerð stefnanda, sem hafi verið með öllu ósundurgreind og órökstudd og hafi hún eingöngu verið innt af hendi til að koma í veg fyrir að stefnandi stoppaði verkið og myndi með þeim hætti fresta verklokum enn frekar en orðið var. Verði ekki dreginn víðtækari skilningur af greiðslunum en sá að stefndi hafi ekki viljað að verkið stöðvaðist á nýjan leik. Engin viðurkenning felist í þeirri greiðslu. Þeirri aðferðarfræði sem stefnandi byggi á við sönnunarmat, þ.e. um öfuga sönnunar­byrði vegna kröfu um viðbótargjald þegar samið hafi verið um fast verð, beri að hafna á grundvelli almennra sönnunarreglna við meðferð einkamála. Það sé almenn regla í málum um uppgjör á verkkostnaði, að sá er vilji fá greitt umfram samning, líkt og stefnandi, verði að sanna réttmæti slíkrar viðbótar­kröfugerðar sem og umfang hennar. Stefnanda hafi ekki tekist slík sönnun í þessu máli og engin haldbær gögn hafi verið lögð fram um slíkt. Telji stefnandi sig hafa orðið fyrir tjóni eða auknum kostnaði á grundvelli brostinna samningsforsendna eða sakar samkvæmt skaðbótareglum verktakaréttarins, sem stefndi beri ábyrgð á, beri stefnanda að sýna fram á orsök þess tjóns eða kostnaðar og gera nákvæma útlistun á því í hverju tjónið eða kostnaðurinn liggi. Í því liggi skylda um skýra og rökstudda kröfugerð og glöggan málatilbúnað. Stefnandi hafi í stefnu brotið freklega gegn 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og sé engin tilraun gerð til þess að útskýra kröfugerðina að þessu leyti. Kveðst stefndi styðja sýknukröfu sína við þá meginreglu verktakaréttarins að greiða skuli umsamið verð nema sannað sé að viðbótarkröfur eigi rétt á sér. Þar sem sönnun á viðbótarkröfum hafi ekki tekist leiði það til þeirrar niðurstöðu að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda. Í málum sem snúi að uppgjöri á verkkostnaði þekkist ekki að sönnunarbyrði sé snúið við, þannig að verkkaupi, stefndi í þessu máli, sem krafinn sé um viðbótargreiðslur, eigi að sýna fram á að framlagðar kostnaðartölur séu rangar eða ósanngjarnar. Stefnandi sé hér í stöðu verktaka sem krefjist greiðslu meints kostnaðar umfram greiðslur samkvæmt samningi. Beri stefnanda að sýna fram á að orsaka­samhengi sé að baki kröfum hans og því beri stefnanda að sanna meintan viðbótar­kostnað sinn með venjubundnum hætti. Sé því þannig alfarið hafnað að stefndi beri að afsanna forsendur að baki kröfugerð stefnanda. Þar sem slík sönnun stefnanda hafi ekki tekist beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefndi kveður að stefnandi taki það sérstaklega fram í stefnu, og byggi á því við framsetningu kröfugerðar, að erfitt sé að greina það nákvæmlega hvað hver þáttur dró verk­framkvæmdina á langinn. Virðist sem það sé rökstuðningur fyrir kröfum stefnanda að þessir erfiðleikar eigi að vera þess valdandi að stefnda beri að greiða allan kostnað stefnanda af verkinu án þess að tekið sé tillit til þeirra vanefnda sem stefnandi, og réttargæslustefndi Hönnun hf., hafi orðið uppvís að. Hafi þeir vanefnt samninginn með því að hafa ekkert samráð um gerð samninga við undirverktaka eða að fá aukaverk samþykkt sérstaklega eins og skylda hafi borið til. Telji stefndi að slík kröfugerð og uppbygging málsástæðna samrýmist ekki ákvæðum 80. gr. laga nr. 91/1991 um skýran málatilbúnað auk þess sem kröfugerðin gangi ekki upp röklega. Virðist krafa stefnanda reist á þeirri forsendu að allar tafir við verkið verði raktar til atvika sem stefndi, sem verkkaupi, beri ábyrgð á. Þessu sé alfarið hafnað enda hafi þetta ekki verið sannað af hálfu stefnanda. Því sé sérstaklega hafnað að greinargerð sem unnin sé af byggingastjóra, réttargæslustefnda Hönnun hf., geti haft nokkuð sönnunargildi í málinu sökum augljósra hagsmunatengsla þess aðila við stefnanda. Því verði að líta alfarið fram hjá skýrslunni við sönnunarmat í málinu. Með vísan til meginreglna um sönnunarfærslu verði stefnandi að bera allan halla af því að geta ekki sannað og rökstutt kröfugerð sína. Stefnandi hafi ekki á neinn hátt sérgreint eða rökstutt þann dagafjölda sem verkið eigi að hafa tafist um vegna ástæðna sem varði stefnda sem verkkaupa. Þess í stað séu hafðar uppi kröfur um allan meintan kostnað stefnanda af verkinu á ákveðnu tímabili, ósundurgreint. Megi rekja stærstan hluta þess tíma sem verkið hafi tafist til tafa sem varði stefnanda og hans undir­verktaka sem samið hafi verið við án aðkomu Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá verði tafir á verkinu einnig raktar til þess að efni frá stefnanda og undirverktökum hans hafi ekki borist á réttum tíma, sbr. gler í glugga kaffistofu og í anddyri, efni í glervegg í safnbúð o.fl. Þetta liggi allt fyrir og komi fram í verkfundargerðum en ekki virðist hafa verið tekið tillit til þess í stefnu. Þá bendir stefndi á að stefnandi og réttargæslustefndi Hönnun hf., hafi gerst sekir um endurteknar vanefndir vegna skorts á samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins vegna einstakra verkhluta. Geti stefndi ekki borið ábyrgð á slíkum vanefndum. Allt leiði þetta til þess að hafna beri kröfum stefnanda í málinu. Stefndi kveðst alfarið mótmæla því að forsendur fyrir samkomulagi stefnanda og Framkvæmdasýslu ríkisins frá 13. desember 2002 hafi verið rangar og að fulltrúum Framkvæmdasýslu ríkisins hafi mátt vera það ljóst. Virðist þessi fullyrðing fyrst og fremst reist á því að ýmsir þættir í hönnun verksins hafi ekki verið tilbúnir. Engin tilraun sé hins vegar gerð til þess í stefnu að sýna nánar fram á það hvað skort hafi á í hönnun og hvaða áhrif það hafi haft á framgang verksins. Látið sé við það sitja að fullyrða að tímarammi og hönnun hafi brugðist algerlega og höfð uppi stóryrði í þá átt án þess að tilraun sé gerð til að rökstyðja það atriði nánar. Stefnandi þyrfti í þessu sem öðru að rökstyðja kröfu sína og tilgreina hvaða atriði það hafi verið sem valdið hafi töfum og hvaða forsendur stefnandi telji að hafi verið rangar, sbr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Stefnandi virðist byggja kröfu sína um forsendubrest á greinargerð eigin byggingar­stjóra, dagsettri 27. september 2005. Eins og rakið hafi verið hafi réttargæslustefndi, Hönnun hf., ríka hagsmuni af því að tafir og mistök við framkvæmd verksins verði ekki talið vera á ábyrgð þess félags. Sökum augljósra hagsmunatengsla á milli réttargæslustefnda, Hönnunar hf., og stefnanda telji stefndi að greinargerðin hafi ekkert sönnunargildi og sé í raun aðilaskýrsla og hafi gildi samkvæmt því. Þá bendi stefndi á að greinargerðin sé samin sérstaklega að beiðni stefnanda og sé eðli málsins samkvæmt ónákvæm þar sem hún sé unnin löngu eftir verklok. Slíkt gagn sé alltof seint fram komið í málinu til að hægt sé að byggja á því sem raunverulegu gagni. Auk þeirra atriða sem leiði til þess að skýrsla byggingarstjóra geti ekki haft sönnunargildi umfram þau atriði sem séu stefnanda í óhag, sbr. til hliðsjónar 45. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, bendi stefndi á að stefnandi hafi látið undir höfuð leggjast að gera stefndu viðvart um hina meintu ófullnægjandi hönnun meðan á verktímanum stóð. Þegar af þeim ástæðum geti stefnandi ekki byggt rétt á meintum töfum sem raktar séu í greinargerðinni. Þá bendi stefndu á að niðurstöður í greinargerð byggingarstjóra séu á margan hátt í ósamræmi við efni þeirra verkfundar­gerða sem greinargerðin virðist byggjast á. Í þeim efnum megi nefna sem dæmi að fram komi í verkfundargerðum að tafir vegna gluggaísetningar og tafir vegna afhendingar aðfanga, sem hvort tveggja hafi verið á ábyrgð stefnanda, tefji framgang verksins þótt hið gagnstæða komi fram í greinargerðinni. Þá megi einnig sjá af verkfundargerðum að framsetning nýrrar verkáætlunar, sem hafi verið á ábyrgð réttargæslustefnda, Hönnunar hf., og þar með stefnanda hafi einnig tafist ítrekað en ekki sé minnst á það í niðurstöðum greinargerðarinnar. Þá sé í greinargerð byggingarstjóra vísað til atriða sem ekki hafi tafið framkvæmd verksins þótt gagnstæð ályktun sé dregin í niðurstöðum. Þetta eigi einnig við um teikningar en hluti endur­útgáfu þeirra séu eingöngu uppfærslur og minni háttar breytingar sem ekki hafi haft nein áhrif á verktímann eins og komi fram í fjölmörgum verkfundargerðum. Með öllu framangreindu sé sýnt fram á að stefnanda hafi ekki tekist að sanna að forsendur fyrir verkinu hafi reynst rangar. Af þeim ástæðum beri að sýkna stefnda. Allan verktímann eftir að stefnandi tók yfir stjórnun verksins hafi aldrei borist athuga­semd eða kvörtun frá honum yfir því að tímarammi verksins stæðist ekki eða að hönnun væri ófullnægjandi. Slíkar athugasemdir séu þó skilyrði þess að stefnandi geti byggt á því að forsendur og tímarammi upphaflegs samkomulags geti talist verulega rangar. Hafi einhver réttur skapast til handa stefnanda vegna einhverra tafa eða annarra atriða sem varði stefnda hafi hann fallið niður vegna tómlætis stefnanda við að gera athugasemdir á verktímanum. Vanræksla á slíkum tilkynningum séu í verk­takarétti talin forsenda þess að kröfur vegna viðbótarkostnaðar geti stofnast. Sé þetta almenn regla í verktakarétti og megi um það vísa til ákvæða ÍST 30 sem stefndi telji að endurspegli venju á þessu sviði. Vanræksla stefnanda á tilkynningu um meintar rangar forsendur eða tafir vegna ástæðna sem stefndi beri ábyrgð á leiði til þess að stefnandi geti ekki byggt rétt sinn á því. Kveður stefndi að stefnandi hafi tekið við stjórnun á verkinu á grundvelli sömu hönnunargagna og Kraftvaki ehf. hafði grundvallað sitt tilboð á. Hafi þessi gögn legið fyrir þegar stefnandi gerði samkomulagið við Framkvæmdasýslu ríkisins 13. desember 2002. Ekki hafi verið bent á sérstaka vankanta við þá hönnun sem valdið hafi tilteknum töfum. Verkið hafi hins vegar dregist á langinn, meðal annars vegna breytinga- og aukaverka sem sérstaklega hafi verið greitt fyrir. Engin tilraun sé gerð til þess að sundurgreina þessi atriði. Þá byggi stefndi á því að í greiðslum fyrir breytinga- og aukaverk hafi verið innifalin greiðsla fyrir stjórnun og samræmingu verks og rekstur vinnustaðar. Stefnandi geti ekki krafist sérstakrar greiðslu fyrir þessa þætti allan þann tíma sem verkið fór fram yfir júní 2003, eins og upphaflegt verk hafi allt dregist fram yfir þann tímapunkt. Að því marki sem breytinga- og aukaverk hafi verið unnin eftir þessi tímamörk samkomulagsins hafi stefnandi fengið að fullu greitt fyrir stjórnun og rekstur vinnustaðar og verði hann að sérgreina og sundurliða meint tjón sitt nánar til að fullnægja ákvæðum 80. gr. laga nr. 91/1991. Það liggi fyrir að eftir að verksamningur komst á hafi verið gerðar tilteknar breytingar á verkinu og einhverjar teikningar því verið endurútgefnar og/eða nýjar teikningar gefnar út. Hér hafi annars vegar verið um að ræða breytingar af hálfu stefnda og hins vegar breytingar á verkinu, gerðar til hagræðingar fyrir verktaka, stefnanda. Því sé á hinn bóginn alfarið hafnað af hálfu stefnda að um ófullkomnar teikningar hafi verið að ræða í þessum tilvikum. Ítrekað sé að þessar breytingar á teikningum hafi verið minni háttar og hvorki leitt til þess að verktími lengdist né aukins kostnaðar. Þá sé með öllu óvinnandi vegur fyrir stefnda að skilja hver áhrif nýjar og breyttar teikningar hafi haft á framgang verksins nema stefnandi leggi fram rökstudd og sundurliðuð gögn þar sem komi fram með skýrum hætti hvaða áhrif einstök atriði hafi haft á framvindu verksins á verkstað. Einhliða málflutningur réttargæslustefnda, Hönnunar hf., sem eigi ríkra hagsmuna að gæta í málinu, geti ekki talist fullnægjandi gagn í þessu sambandi. Þá geti skrá um útgefnar teikningar og svarlisti fyrirspurnar, sem stefnandi hafi lagt fram sem dómskjöl, ekki heldur talist fullnægjandi án nokkurs samhengis við feril verksins. Á þeim forsendum sé því hafnað að nokkur ábyrgð vegna framangreinds geti fallið á stefnda enda hafi ekki verið sýnt fram á að hönnun hafi verið ábótavant. Þá hafi stefnandi enga tilraun gert til að færa rök fyrir eða meta meinta afkastarýrnun sem stefnandi byggir á að hafi verið óhjákvæmileg afleiðing af því að verkið tafðist hjá iðnaðar- og verkamönnum. Þess í stað sé fullyrt að afköst hafi minnkað en engin rök færð fyrir þeirri fullyrðingu að forsendur fyrir upphaflegum einingaverðum hafi brugðist. Það hafi verið forsenda fyrir því að markmiðum samkomulagsins frá 13. desember 2002 yrði náð að samningar við verktaka samkvæmt 4. gr. samkomulagsins tækjust á upphaflegum einingaverðum. Ekkert liggi fyrir um það í málinu að ekki hafi verið hægt að ljúka samningum við undirverktaka á upphaflegum einingaverðum en stefnandi beri alla sönnunarbyrðina fyrir því. Stefnandi og réttargæslustefndi, Hönnun hf., hafi hins vegar ráðist í það í sameiningu og án nokkurs samráðs við Framkvæmdasýslu ríkisins, að ljúka verkinu með samningum við verktaka á grundvelli einingaverða sem aldrei hafi verið borin undir Framkvæmdasýslu ríkisins og að greiða reikninga verktaka án athugasemda. Þar sem stefnandi hafi kosið að hafa Framkvæmdasýslu ríkisins ekki með í ráðum um þessa framkvæmd þrátt fyrir skýra samningsskyldu til þess geti hann ekki ætlast til að stefndi taki þátt í kostnaði sem af því hafi hlotist umfram upphafleg einingaverð. Umframkostnaður stefnanda vegna slíkra mistaka geti því ekki komið inn í uppgjör samkvæmt 8. tl. samkomulagsins. Þá kveðst stefndi hafna því að meginskýring meints umframkostnaðar stefnanda liggi í því að útboðið á endurbótum Þjóðminjasafnsins hafi verið illa undirbúið og framkvæmd þess ábótavant. Engin rök hafi verið lögð fram til að styðja fullyrðingar í stefnu um slíkt og þegar af þeirri ástæðu beri að hafna þeim málsástæðum. Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnda um sýknu sé gerð sú krafa til vara að stefnukrafa verði lækkuð verulega. Ekki sé gerð sú krafa að stefndi greiði stefnendum tiltekna fjárhæð heldur sé það lagt í mat dómsins að ákveða fjárhæð sem stefnda beri að greiða, byggða á gögnum málsins. Í þessari kröfu ítreki stefndi þó að stefnandi geti ekki í neinu tilviki átt rétt til þess að bera ekki þá fjárhæð að lágmarki sem nemi verkábyrgðinni eða samtals 64.500.000 krónur. Sé með öllu óskiljanlegt og engin tilraun gerð til að skýra það hvernig stefnandi reyni í aðalkröfu sinni að skorast undan skýrri samningsskyldu sinni að greiða verkábyrgðina. Þess í stað sé þess krafist að stefndi greiði allan meintan raunkostnað stefnanda vegna verksins án þess að tekið sé tillit til verkábyrgðar stefnanda sem þó liggi óumdeild fyrir í málinu. Hér sé um að ræða skýrt brot á verkábyrgð stefnanda. Sá umstefndi kostnaður sem sé deiluatriði þessa máls sé kostnaður sem orðið hafi í kjölfar þess að skipt var um verktaka við framkvæmd endurbóta á Þjóðminjasafninu. Litið virðist vera framhjá því í stefnu að það hafi verið verkábyrgðin sem hafi orðið þess valdandi í upphafi að stefnandi vildi frekar reyna að takmarka tjón sitt með því að taka yfir verkið frekar en að greiða verkábyrgðina út þegar ljóst hafi verið að Kraftvaki ehf. þyrfti að segja sig frá verkinu. Megi í þessu sambandi vísa til skýrra ákvæða í samkomulagi aðila sem og ákvæða verkábyrgðarinnar. Þá sé það enn fremur brot á skyldu stefnanda sem tryggingarfélags sem njóta eigi trausts þeirra sem móttaki einhliða ábyrgðaryfirlýsingar slíkra fyrirtækja líkt og Framkvæmdasýsla ríkisins hafi gert þegar vinna við endurbætur Þjóðminjasafnsins hófst. Þegar á þessum forsendum verði stefnandi að bera sjálfur 64.500.000 krónur að lágmarki. Verði fallist að einhverju leyti á kröfur stefnanda geri stefndi þá kröfu að dráttarvextir verði eigi dæmdir fyrr en frá dómsuppsögu, sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Stefndi reisir kröfu um málskostnað á 129. til 131. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Eins og fram er komið eru engar kröfur gerðar á hendur réttargæslustefndu en Hornsteinar arkitektar ehf., Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf., Rafhönnun hf. og VSÓ Ráðgjöf ehf. hafa skilað greinargerðum í málinu og krafist þess að réttargæslustefnandi greiði þeim málskostnað. Í greinargerðum ofangreindra, annarra en Rafhönnunar hf., er tekið undir sýknukröfur stefnda, réttargæslustefnanda, í málinu. Í ljósi þess að engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefndu, og ofangreindir réttargæslustefndu gera aðeins kröfu um málskostnað með vísan til XXI. kafla laga nr. 91/1991, þykja ekki efni til að rekja sérstaklega hvernig málavextir og málsástæður í máli þessu horfa við réttargæslustefndu eins og rakið er í greinargerðum þeirra. Í máli þessu deila aðilar um uppgjör á verkkostnaði vegna endurbóta á Þjóðminja­safni Íslands við Hringbraut í Reykjavík. Ekki er deilt um aukaverk sem innt voru af hendi enda munu þau uppgerð. Aðkoma stefnanda að þessum verkefnum átti rót sína að rekja til þess að Kraftvaki ehf. hafði tekið verktryggingu hjá stefnanda sem er tryggingafélag. Var tryggingin tekin vegna verksamnings Kraftvaka ehf. og Fram­kvæmda­sýslu ríkisins vegna 2. áfanga að endurbótum og stækkun á Þjóðminjasafni Íslands. Í kjölfar þess að Kraft­vaki ehf. sagði sig frá verkinu lá fyrir að greiðsluskylda gæti vaknað hjá stefnanda vegna verkábyrgðarinnar og gerðu stefnandi og Framkvæmdasýsla ríkisins sam­komulag til að tryggja framgang á þeim verkefnum sem skilgreind voru í verk­samningi milli Kraftvaka ehf. og Framkvæmdasýslu ríkisins. Má draga þá ályktun af þessari niðurstöðu að báðir aðilar hafi séð sér hag í því að ganga svona frá málum því verkaupi komst þannig hjá því að leita að öðrum verktaka eða að bjóða verkið út að nýju. Hvort tveggja hefði án efa leitt til mikils kostnaðar­auka auk þess sem verkið hefði óhjákvæmilega dregist. Þá var stefnandi að vernda sína hagsmuni á grundvelli verktryggingarinnar. Samkvæmt samkomulagi aðila tók stefnandi að sér skyldur Kraftvaka ehf. varðandi stjórnun og samræmingu og réð réttargæslustefnda, Hönnun hf., til að sinna byggingastjórn. Þá skyldi stefnandi sjá um rekstur vinnustaðar samkvæmt útboðs­gögnum. Réttargæslustefndi, Hönnun hf., átti svo að gera tillögur að verktökum til að ljúka þeim verkþáttum sem ekki voru innifaldir í samningum við undirverktaka sem Framkvæmdasýsla ríkisins tók að sér samkvæmt samkomulaginu. Stefnandi átti svo að greiða kostnað vegna stjórnunar, samræmingar og reksturs vinnustaðar en Framkvæmdasýsla ríkisins átti að greiða reikninga verktaka. Sú leið sem þarna var valin er einhvers konar blanda af verktakastarfsemi og reikningsvinnu en eins og að framan er rakið tók stefnandi að sér að ljúka vissum verkþáttum auk þess sem hann tók að sér stjórnun og umsjón verksins, þar með talið umsjón með undir­verktökum sem Framkvæmdasýsla ríkisins yfirtók frá Kraftvaka ehf. Þrátt fyrir þessa verkaskiptingu mátti Framkvæmdasýslu ríkisins vera ljóst að stefnandi rak ekki verktakastarfsemi og hafði þannig ekki eigin starfslið með slíka reynslu. Varð stefn­andi því að ráða utanaðkomandi starfsfólk og greiða þeim. Þá hafði stefnandi takmarkaða möguleika á að reka á eftir undirverktökum þar sem engin bein samningstengsl voru þeirra á milli enda hafði Framkvæmdasýsla ríkisins yfirtekið samninga við þá. Með samkomulaginu komst þannig á ákveðin verkaskipting milli stefnanda og Framkvæmdasýslu ríkisins og er hún rakin í drögum að verklokaskýrslu réttar­gæslustefnda, VSÓ Ráð­gjafar ehf., eftirlitsaðila Framkvæmdasýslu ríkisins. Þar kemur fram að verk sem stefnandi átti að bera ábyrgð á voru, álgluggar, múrverk, trésmíði, stálsmíði, múr og terrasó, gólfefni, annað en parket, og lyftur. Ekki er ágreiningur um að verkaupi átti að standa straum af kostnaði verktaka heldur deila aðilar fyrst og fremst um viðbótarkostnað vegna verksins umfram það sem upphaflegur samningur við Kraftvaka ehf. hljóðaði upp á. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur stefnandi orðið fyrir kostnaði vegna verkþátta sem unnir voru eftir að hann kom að verkinu. Samkvæmt gögnum málsins eru upplýsingar um þann kostnað teknar úr bókhaldi stefnanda og er hann samtals að fjárhæð 245.692.441 króna. Telur stefnandi að þetta sé kostnaður sem stefndi eigi að endurgreiða á grundvelli samkomulags aðila. Frá þeirri fjárhæð dregur hann 91.089.444 krónur sem óumdeilt er að stefndi hefur greitt stefnanda vegna verkþáttanna. Þá hefur stefnandi dregið frá kröfunni stjórnunarkostnað sem hann kveður innifalinn í einingarverðum samtals að fjárhæð 24.440.362 krónur og kveður það vera þann kostnað sem hann hafi tekið að sér að greiða samkvæmt samkomulagi aðila. Kostnaður þessi er sundurliðaður í yfirliti yfir kostnað á sama hátt og þeir gjaldaliðir sem krafa stefnanda byggir á, sbr. neðangreint. Stjórnunarkostnaðurinn skiptist þannig að vegna tilboðsverka er hann 18.682.612 krónur en vegna aukaverka 5.757.750 krónur. Kostnaður stefnanda og innborganir stefnda sundurliðast svo: Stefndi byggir sýknukröfu sína á því fyrst og fremst að stefnandi hafi ekki sýnt fram á greiðsluskyldu, hvorki á grundvelli brostinna forsendna í samningi, né þeim grundvelli að skaðabótaskylda að verktakarétti hafi stofnast sem stefndi beri ábyrgð á. Af samkomulagi aðila verður ekki annað ráðið en að aðilar hafi gert ráð fyrir að hægt væri að halda verkinu áfram miðað við þær forsendur sem lágu til grundvallar verksamningi Kraftvaka ehf. og Framkvæmdasýslu ríkisins og gerir uppgjörsregla samkomulagsins ráð fyrir að frá heildarkostnaði við verkið, frá og með þeim tímapunkti sem samkomulag aðila miðaðist við, væri dreginn sá kostnaður sem hefði orðið samkvæmt verksamningnum. Væri kostnaðurinn hærri skyldi stefnandi greiða mismuninn, þó ekki hærri fjárhæð en verktryggingin hljóðaði upp á en stefndi skyldi greiða mismuninn ef kostnaðurinn væri lægri. Var gert ráð fyrir því í þessari uppgjörsreglu að Framkvæmdasýsla ríkisins hefði greitt verktökum samkvæmt 2. og 4. gr. samningsins en stefnandi kostnað vegna stjórnunar, samræmingar og reksturs vinnustaðar samkvæmt 3. og 5. gr. samningsins. Nú liggur fyrir að kostnaðurinn var mun hærri en upphaflegur verksamningur gerði ráð fyrir og deila aðilar um hvor þeirra eigi að bera þann kostnað. Fyrir liggur og er óumdeilt að tafir urðu miklar á verkinu umfram umsamin verklok í júní 2003 en því lauk ekki fyrr en í september 2004. Urðu tafirnar því 14 mánuðir en aðilum ber ekki allskostar saman um hver beri ábyrgð á þessum töfum eða hvaða áhrif þær höfðu á kostnað við verkið. Í fyrirliggjandi matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna eru tíundaðar ástæður fyrir töfum á verkinu. Kveða matsmenn tafir verða raktar til ófullnægjandi hönnunar og endurútgáfu teikninga, langs biðtíma á svörum vegna fyrirspurna byggingar­stjóra, ófyrirséðra vandkvæða við framkvæmd verksins og vegna aukaverka. Matsgerðinni hefur ekki verið hnekkt að er það niðurstaða dómsins að hún sé í samræmi við gögn málsins að þessu leyti. Þykir þannig ljóst að hönnunargögnum var verið að breyta lengi fram eftir í verkinu og hafði það óhjákvæmilega í för með sér tafir á verkinu þótt ekki sé unnt að slá því föstu hve stóran þátt tafir að þessu leyti höfðu á hvern einstakan verkþátt. Þá kemur fram í matsgerð að verkið hafi tafist vegna þess hversu langur biðtími var á svörum vegna fyrirspurna byggingastjóra sem fram komu á verkfundum um hönnun og fyrirmæli vegna vinnu við verkið. Telja matsmenn að biðtími þessi hafi verið óhóflegur og engan vafa leika á að slíkt hafi haft letjandi áhrif á framvindu verksins. Þá kemur fram hjá matsmönnum að ýmis ófyrirséð vandkvæði hafi komið fram við framkvæmd verksins sem valdið hafi töfum á því og nefna sérstaklega tvo stærstu liðina að þessu leyti, þ.e. raflagnir og terrassólögn. Í upphafi voru raflagnir á ábyrgð Kvarða ehf. sem var undirverktaki Framkvæmda­sýslu ríkisins, sbr. 2. gr. samkomulags aðila. Í febrúar 2003 gafst það félag upp við verkið og réð stefnandi Afltak ehf. til verksins og samdi við það félag. Með þessu skuldbatt stefnandi sig enn frekar en gert var ráð fyrir í samkomulagi aðila. Af gögnum málsins er ljóst að verk rafverktaka dróst á meðan verktakaskiptin áttu sér stað og bera gögn málsins með sér að lítið sem ekkert hafi verið unnið við raflagnir vegna verktakaskiptanna í tvo mánuði. Hafði sú töf óhjákvæmilega í för með sér að raflagnavinna dróst verulega á langinn og olli töfum á öðrum verkþáttum. Fram kemur í verkfundargerðum í febrúar 2003 að verið væri að leita að nýjum rafverktaka. Þá kom fram í verkfundargerð 26. mars 2003 að ráðinn hefði verið nýr rafverktaki, Afltak, og verður því ekki annað ráðið en að það hafi verið gert með fullri vitund verkkaupa, Framkvæmdasýslu ríkisins og eftirlitsaðila hans. Engin yfirfærsla á ábyrgð virðist hafa farið fram og getur því stefnandi ekki borið ábyrgð á töfum og hugsanlegum kostnaði vegna þess að Kvarði fór frá verkinu. Tafirnar sem urðu vegna verktakaskiptanna verða því ekki raktar til aðgerða eða aðgerðaleysis stefnanda. Annar verkþáttur, sem olli stórfelldri röskun og seinkunum, var terrassólögn í anddyri og á fyrstu hæð. Upphafleg verkáætlun gerði ráð fyrir að byrja á þessu verki í febrúar 2003 og ljúka henni í maí 2003. Bera gögn málsins með sér að terrassólögn hafi verið breytt að ósk Framkvæmdasýslu ríkisins og lá ný verklýsing fyrir í febrúar 2003. Þegar hún lá fyrir þurfti stefnandi að bjóða verkið út og semja við verktaka en fram kemur í gögnum málsins að einungis tveir aðilar geti tekið að sér slíkt verk. Verkinu lauk í október 2003 og þarna olli breytt hönnun og verklýsing og nýtt útboð um fjögurra mánaða seinkun á þessum verkþætti auk röskunar á flestum öðrum verk­þáttum. Þá þykir ljóst að stefnandi lenti í talsverðum aukakostnaði vegna breyttrar verklýsingar verkkaupa. Þá liggur fyrir að talsvert var um aukaverk, sem óhjákvæmilega leiddu til þess að verkið tafðist enn frekar, og er óumdeilt að þessi aukaverk hafa verið gerð upp. Þykir ljóst að aukaverk voru unnin í þágu verkkaupans og að hans beiðni og ábyrgð enda hefur stefndi þegar greitt fyrir öll slík verk. Er því ljóst að verkkaupi ber ábyrgð á þeim drætti sem aukaverkin óhjákvæmilega höfðu í för með sér. Að því virtu sem nú hefur verið rakið þykir ljóst að meginorsakir tafa á verkinu voru vegna atvika sem stefndi bar ábyrgð á og hefur stefndi ekki lagt fram haldbær gögn sem sýna fram á að stefnandi beri nokkra ábyrgð á þeim. Öll hönnunarvinna var á ábyrgð verkkaupa og þegar ekki lágu fyrir fullnægjandi hönnunargögn gat seinkun á verkframvindu ekki verið á ábyrgð stefnanda. Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna er gert ráð fyrir þeirri verkaskiptingu sem greinir í drögum að verklokaskýrslu VSÓ og við útreikning á kostnaði við að ljúka verkinu notast matsmenn að jafnaði við samningsupphæðir eins og þær voru í hinum upphaflega samningi þar sem það er hægt. Matsmenn telja útilokað að gefa sundurliðaða niðurstöðu á viðbótarkostnaði vegna einstakra liða og fara þá leið að reyna að meta heildarkostnað stefnanda af rekstri verksins samkvæmt samkomulagi stefnanda við Framkvæmdasýslu ríkisins. Þar með sé talinn kostnaður vegna rekstrar og stjórnunar vinnustaðarins og aukakostnaður vegna verktakaskipta við raflagnir og breytingar við terrassólögn. Er niðurstaða matsmanna, sem ekki hefur verið hnekkt, sú að raunkostnaður stefnanda að meðtöldum aukaverkum, við að ljúka sínum hluta verksins hafi verið 288.900.000 krónur. Inni í þeirri fjárhæð eru aukaverk sem matsmenn meta til verðs að fjárhæð 51.310.000 krónur en eins og rakið hefur verið er ekki ágreiningur um þau verk. Þar sem samningur við Kraftvaka ehf. var gerður í október 2001 telja matsmenn eðlilegt að miða við byggingavísitölu í október 2002 sem grunnvísitölu þegar verð eru uppfærð í nóvember 2004. Niðurstaða matsgerðarinnar er því eftirfarandi: Kostnaður með virðisaukaskatti er því samkvæmt matsgerð samtals 237.560.000 krónur. Af matsgerð verður ráðið að matsmenn fari þá leið að meta kostnað við heildarverkið og draga frá það sem greitt hafði verið inn á verkið áður en stefnandi kom að því og finna þannig út mat á kostnaði stefnanda við lúkningu verksins. Verður að fallast á það með matsmönnum að eðlilegt sé í ljósi þeirra miklu tafa sem urðu á verkinu að uppfæra verð miðað við byggingavísitölu eins og gert er í matsgerðinni. Þykir niðurstaða matsgerðarinnar staðfesta svo ekki verði um villst að þær fjárhæðir sem stefnandi hefur greitt vegna verksins séu í raun sanngjarnar og eðlilegar miðað við umfang verksins og tafir á því. Þegar gögn málsins eru skoðuð, einkum bókanir á verkfundum, er ljóst að eftirlitsaðila Framkvæmdasýslu ríkisins, réttargæslustefnda VSÓ Ráðgjöf ehf., hlaut að vera kunnugt um að stefnandi var að gera samninga og ráða verktaka í samræmi við samkomulag aðila. Þá átti ekki að fara fram hjá honum að verkið hafði tafist eða að stefnandi varð að gera nýja samninga vegna raflagna og terrassólagnar. Voru því engin sérstök efni til þess fyrir stefnanda að tilkynna stefnda um þetta sérstaklega. Getur stefndi því ekki firrt sig ábyrgð á þeim forsendum að ekki hafi verið haft samráð við hann vegna þessa enda hefur verið sýnt fram á að kostnaðurinn var innan eðlilegra marka og sanngjarn. Með vísan til þess sem nú hefur verið rakið þykir stefnandi hafa sýnt fram á það að sá kostnaður sem hann hefur haft af verkinu eftir að hann tók við stjórnun þess í kjölfar afsagnar Kraftvaka ehf. hefði orðið sá sami samkvæmt samningi FSR og Kraftvaka. Þá þykir ljóst, í ljósi þessarar niðurstöðu, að forsendur samkomulags stefnanda og Framkvæmdasýslu ríkisins hafi orðið allt aðrar en aðilar gerðu ráð fyrir í upphafi og því er ekki unnt að styðjast við ákvæði samkomulagsins við uppgjör á milli aðila. Þá er ljóst að kostnað vegna verktaka átti stefndi að greiða og ber honum að endurgreiða stefnanda það sem eftir stendur af þeim kostnaði. Eins og fram er komið hefur stefnandi reiknað út þann kostnað sem hann tók að sér samkvæmt samningi aðila að fjárhæð 24.440.362 krónur og dregið hann frá kröfum sínum. Þeim útreikningi hefur ekki verið andmælt og fær hann í raun stoð í niðurstöðu matsmanna að því leyti að samanlagður kostnaður vegna þátta sem lúta að rekstri vinnustaðar, verkloka og starfsemi byggingastjóra er metinn 43.890.000 krónur í matsgerð. Ekki verður fyllilega ráðið af fyrirliggjandi gögnum hvað fólst í verkábyrgð stefnanda, en almennt verður litið svo á að slík verkábyrgð standi til tryggingar þeim kostnaði sem leiðir af verktakaskiptum. Eins og rakið hefur verið hefur því verið slegið föstu að viðbótarkostnaður sá sem stefnandi hefur þurft að greiða vegna verksins hefði líka fallið til hefði Kraftvaki ehf. haldið áfram með verkið. Þykir stefndi því ekki hafa sýnt fram á það með óyggjandi hætti að hann hafi beðið tjón af verktakaskiptunum sem slíkum og verður hann að bera hallann af þeim sönnunarskorti. Verður því ekki fallist á það að stefnandi þurfi að sæta frádrætti af kröfum sínum á grundvelli verkábyrgðarinnar. Að því virtu sem nú hefur verið rakið verður aðalkrafa stefnanda tekin til greina eins og hún er fram sett með dráttarvöxtum eins og greinir í dómsorði en með hliðsjón af atvikum öllum þykir rétt, með vísan til 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, að upphafsdagur dráttarvaxta sé 14. desember 2005. Þess ber að geta að í sundurliðun sinni á aðalkröfu gerir stefnandi ráð fyrir frádrætti vegna kostnaðar sem hann telur sig eiga að bera samkvæmt samkomulagi aðila að fjárhæð 24.440.362 krónur og samkvæmt því væri höfuðstóll kröfunnar 130.162.635. Dómkrafan er hins vegar lægri og hljóðar upp á 130.033.753 og er þar miðað við að frádráttur þessi sé 24.569.244 krónur. Þessi mismunur er óútskýrður í málatilbúnaði stefnanda en fjárhæð dómkröfunnar stendur. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 3.000.000 króna. Þá verður stefndi dæmdur til að greiða réttargæslu­stefndu, Hornsteinum arkitektum ehf., Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf., Rafhönnun hf., og VSÓ Ráðgjöf ehf. 200.000 krónur í málskostnað, hverjum fyrir sig. Af hálfu stefnanda flutti málið Jóhannes Karl Sveinsson hrl. en af hálfu stefnda flutti málið Heiðar Ásberg Atlason hdl. Greta Baldursdóttir héraðsdómari kveður upp dóminn ásamt meðdómsmönnunum Ásmundi Ingvarssyni verkfræðingi og Vífli Oddssyni verkfræðingi. Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, Tryggingamiðstöðinni hf., 130.033.753 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 14. desember 2005 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 3.000.000 króna í málskostnað. Stefndi greiði réttargæslustefndu, Hornsteinum arkitektum ehf., Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf., Rafhönnun hf., og VSÓ Ráðgjöf ehf. 200.000 krónur í málskostnað, hverjum fyrir sig.
Mál nr. 249/2009
Ávana- og fíkniefni Vörslur Upptaka Sératkvæði
V var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi við A, haft í vörslum sínum 392 MDMA töflur, ætlaðar til söludreifingar í ágóðaskyni, en töflurnar fundust við leit lögreglu í leigubifreið sem V og A voru farþegar í. Þá var V jafnframt sakfelldur fyrir vörslu á fíkniefnum sem fundust við leit á honum þegar lögreglan hafði afskipti af honum í leigubifreiðinni, svo og heima hjá honum. Þegar litið var til fjölda taflnanna, þyngdar þeirrar og styrkleika, var talið að háttsemi ákærða væri réttlega heimfærð í ákæru til 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var ákvörðun héraðsdóms um að dæma V í tveggja ára fangelsi staðfest, en til frádráttar refsingunni kom gæsluvarðahald sem hann hafði sætt við rannsókn málsins.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 13. maí 2009 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða, en að refsing hans verði þyngd. Ákærði krefst sýknu á 1. tölulið ákæru 17. desember 2008 og að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa vegna þeirrar háttsemi sem hann hefur að öðru leyti játað. Eins og greinir í héraðsdómi hefur ákærði staðfastlega neitað því að hafa haft í vörslum sínum 392 MDMA töflur þegar hann og meðákærði í héraði, A, voru handteknir aðfaranótt 20. mars 2008. Hinn síðarnefndi játaði að eigin frumkvæði í skýrslu hjá lögreglu 13. maí 2008 að hafa átt framangreindar töflur. Hefur hann verið dæmdur fyrir þá háttsemi, sem ákært er fyrir og dómurinn ekki til endurskoðunar að því er hann varðar. Fyrir dómi skýrði hann frá því að hann hefði farið með töflurnar í pakka út í leigubifreiðina sem þeir voru í við handtökuna og sett pakkann við eða undir sæti bifreiðarstjórans. Ákærði hefur borið að hann og meðákærði í héraði séu bestu vinir. Upplýst er að þeir hafi ekið saman til Reykjavíkur 19. mars, daginn fyrir handtökuna, og verslað þar. Er komið var til baka hafi þeir dvalið á heimili meðákærða í héraði en haldið svo í ökuferð og að því búnu farið heim til ákærða. Þar hafi þeir dvalið í skamma stund áður en þeir pöntuðu leigubifreið, sem þeir höfðu nýlega sest inn í, er þeir voru handteknir. Í framhaldi af handtökunni voru framkvæmdar húsleitir á heimilum þeirra. Á heimilum beggja fundust sundurklipptir pokar sams konar og klipptir höfðu verið niður til að nota í umbúðir utan um töflurnar í pakkanum sem fannst í leigubifreiðinni, en inni í honum voru fjórir minni pakkar og var hverjum þeirra lokað með svörtu einangrunarlímbandi. Sama gerð af límbandi fannst við húsleitir á heimilum þeirra beggja. Á heimili ákærða fundust sams konar MDMA töflur og voru í pakkanum sem fannst í leigubifreiðinni og voru umbúðir þeirra sambærilegar. Hefur ákærði viðurkennt að hafa átt þær töflur. Við húsleitina á heimili ákærða fundust einnig gögn sem bentu til sölu hans á fíkniefnum, en hann hefur staðfest fyrir dómi að hafa stundað þá iðju, en þó ekki sölu á MDMA töflum. Ákærði var yfirheyrður hjá lögreglu 16. maí 2008 að viðstöddum verjanda sínum á þeim tíma. Þar voru honum kynnt hljóðbrot vegna hlerana, sem lögregla kvaðst hafa gert á síma hans. Voru honum kynnt þrjú tilgreind stímtöl sem fram hefðu farið 18. janúar, 2. og 12. febrúar 2008 og gerð grein fyrir þeirri ætlan lögreglu að í öllum tilvikum hefði hann verið að bjóða til sölu eða segja frá sölu á umtalsverðu magni af MDMA töflum. Ákærði kvaðst ekki muna eftir neinu af þessum símtölum og bar fyrir sig mikla neyslu fíkniefna á þessum tíma. Efni lögregluskýrslunnar að þessu leyti var borið undir ákærða er hann kom fyrir dóm og kvaðst hann ekki muna eftir þessu en nefndi að hann væri ekki viss um að rödd hans væri á umræddum hljóðbrotum. Tveir lögreglumenn, þar með talið sá sem annaðist símhlerunina, komu einnig fyrir dóm og svöruðu spurningum. Kváðust þeir vissir um að það væri rödd ákærða sem heyrðist á hljóðbrotunum. Í málinu liggur ekki fyrir úrskurður um heimild til símhlerunar. Engin rannsókn hefur farið fram á því hvort víst sé að um rödd ákærða sé að ræða. Af framangreindu og afstöðu ákærða, eins og henni er lýst, verður þó talið fram komið að rangar séu fullyrðingar hans um að hann hafi ekki stundað sölu á MDMA töflum, heldur öðrum fíkniefnum. Í héraðsdómi er gerð grein fyrir skýrslu leigubifreiðastjóra þess, sem ók bifreiðinni er ákærði og meðákærði höfðu pantað og voru handteknir í. Eins og þar kemur fram taldi hann að það hefði verið ákærði sem troðið hefði einhverju í vasa á baki bifreiðastjórasætisins, en þar fann lögregla pakkann með MDMA töflunum. Fallist er á með héraðsdómi að sannað sé, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði verði, ásamt meðákærða í héraði, að teljast vörslumaður þeirra 392 MDMA taflna sem fundust í leigubifreiðinni. Það breytir ekki þessari niðurstöðu þótt leiddar hafi verið líkur að því að meðákærði í héraði hafi innt af hendi greiðslur fyrir töflurnar. Þá verður heldur ekki vefengt mat héraðsdóms um að framburður meðákærða í héraði 13. maí 2008 og fyrir dómi um að hann hafi einn verið eigandi taflnanna sé ótrúverðugur, einkum í ljósi þess að hann hafði tvívegis í skýrslum hjá lögreglu 20. og 26. mars sama ár neitað því að kannast við hver ætti töflurnar. Þykir einnig hafið yfir vafa að töflurnar hafi verið ætlaðar til söludreifingar í ágóðaskyni svo sem í ákæru greinir. Með tilliti til fjölda taflnanna, þyngdar þeirra og styrkleika, sem gerð er grein fyrir í hinum áfrýjaða dómi, er háttsemi ákærða réttilega færð til refsiákvæða í ákæru. Er refsing hans einnig hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi og verður hún staðfest, en frá henni dregst að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 20. til 27. mars 2008. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað að því er ákærða varðar eru staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, sem ákveðin verða með virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sæti fangelsi í tvö ár en til frádráttar refsingunni komi að fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist hans 20. til 27. mars 2008. Niðurstaða héraðsdóms um upptöku fíkniefna og sakarkostnað, að því er ákærða varðar, skal vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins 411.370 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur. Ég er ósammála meirihluta dómara um afgreiðslu á 1. tölulið ákæru 17. desember 2008, þar sem ákærða og meðákærða í héraði er gefið að sök að hafa 20. mars 2008 haft í vörslum sínum 392 MDMA töflur. Er atvikum sem að þessu lúta lýst í hinum áfrýjaða dómi. Það er skilyrði fyrir sakfellingu ákærða að ákæruvaldið færi fram lögfulla sönnun í málinu um að hann hafi haft nefnd fíkniefni í vörslum sínum umrætt sinn en það er sú verknaðarlýsing sem í ákæru greinir og heimfærð er til 2. mgr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við skýringu á hugtakinu vörslur í lagaákvæðinu verður að líta til almennrar notkunar þess í lögfræði, meðal annars að einkarétti, sem engan veginn er þó einhlít. Þannig er ljóst að maður telst ekki hafa vörslur hlutar fyrir það eitt að samferðamaður hans hefur hlutinn í fórum sínum. Sýnist þá ekki heldur skipta máli þó að viðkomandi viti um hlutinn í vörslum samferðamannsins. Á sama hátt er ljóst að tveir menn sem eru saman í för geta talist fara saman með vörslur hlutar þó að aðeins annar þeirra hafi hann undir höndum. Svo mætti til dæmis telja ef þeir eiga hlutinn saman eða eru að flytja hann með vitneskju beggja milli staða í því skyni að hafa sameiginleg not af honum á áfangastað. Fleiri atriði kunna að skipta máli þegar metið er hvað felist í hugtakinu vörslur. Almennt verður að gera ráð fyrir að strangari kröfur verði gerðar til þess að um vörslur teljist vera að ræða, þegar þær eru skilyrði refsiábyrgðar heldur en í öðrum tilvikum. Af 46. gr., sbr. 45. gr., laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, nú 1. mgr. 109. gr., sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, leiðir að færa þarf fram sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum, „um hvert það atriði sem varðar sekt“ ákærðs manns. Í þessu máli stendur svo á að samferðamaður ákærða, meðákærði í héraði, hefur sagst hafa verið eigandi fíkniefnanna. Ekki skiptir máli fyrir sönnun sakar á hendur ákærða að þessi maður hafði neitaði þessu fyrst í stað en viðurkennt síðar. Í gögnum málsins liggja fyrir upplýsingar um peningaúttekt samferðamannsins nokkrum dögum fyrir hið ætlaða brot, sem vel getur samrýmst því að hann hafi fest kaup á efnunum fyrir það fé. Engin gögn í málinu benda til þess að ákærði hafi lagt til fé til kaupanna. Það er því ósannað að ákærði hafi átt efnin með hinum manninum. Samkvæmt skýrslu lögreglu um húsleit á heimili meðákærða í héraði 20. mars 2008 fannst þar plastpoki „sem virtist sá sami og notaður var sem umbúðir um töflurnar sem fundust í leigubifreiðinni“ svo sem komist er að orði í skýrslunni. Það sannar ekki þátttöku ákærða í innpökkun þessara efna að umbúðaleifar af svipaðri gerð fundust einnig á heimili hans, en hann hefur viðurkennt að hafa selt fíkniefni, þó ekki af þeirri gerð sem um ræðir í málinu. Ákærði kvaðst hafa fengið MDMA töflur, sem fundust á heimili hans hjá meðákærða í héraði, en sá ákæruliður sem hér er til umfjöllunar tekur ekki til þeirra. Tilvist þeirra sannar ekki eignarhald eða vörslur ákærða á efnunum sem fundust í leigubifreiðinni. Þá er ósannað að ákærði hafi verið með efnin í fórum sínum, þegar hann settist upp í leigubifreiðina, og einnig að hann hafi komið þeim fyrir í sætisvasanum aftan á bílstjórasætinu. Raunar myndi það ekki uppfylla kröfur lagatextans um vörslur þó að sannað væri að hann hefði tekið við efnunum af meðákærða í héraði inni í bifreiðinni, þegar lögreglunnar varð vart, og komið þeim fyrir í sætisvasanum. Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að ekki hefur verið færð fram í málinu sönnun um tiltekin atvik sem skipta máli við mat á því hvort ákærði teljist hafa haft efnin í vörslum sínum svo sem hann er ákærður fyrir og áskilið er í lagatextanum. Hann verður að mínum dómi ekki sakfelldur fyrir vörslur nema slík sönnun sé færð fram á þann veg að ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum. Er að mínum dómi alveg eins líklegt að frásögn ákærða af atvikum málsins sé sönn eins og ætlan ákæruvaldsins. Það getur ekki dugað að þyrla upp moldviðri um alls kyns kringumstæður brots, kunningsskap milli ætlaðra brotamanna og vitneskju um fyrri háttsemi til að uppfyllt teljist sönnunarskylda sem leitt geti til sakfellingar í refsimáli. Af þeim ástæðum sem hér hefur verið gerð grein fyrir tel ég að sýkna beri ákærða af 1. tl. ákæru 17. desember 2008. Með því að þetta er alvarlegasta brotið sem hann er sakaður um í málinu og meirihluti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að sakfella beri fyrir þetta brot, tel ég ekki ástæðu til að fjalla sérstaklega um ákvörðun refsingar ákærða, upptöku fíkniefna að því er hann varðar eða sakarkostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjaness, miðvikudaginn 18. mars 2008. 1. Mál þetta, sem dómtekið var að aflokinni framhaldsaðalmeðferð 19. febrúar sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á Suðurnesjum, 3. nóvember 2008, á hendur A, kt. og heimilisfang [...] “fyrir eftirtalin brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum: I. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 22. desember 2006 haft í vörslum sínum 9,9 g af amfetamíni er hann geymdi í frystihólfi í ísskáp í eldhúsi á heimili sínu að [...]. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. II. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 8. maí 2007 haft í vörslum sínum á heimili sínu að [...], 3,25 g af kannabisefni og 1,79 g af amfetamíni er hann geymdi í eldhúsi, stofu og svefnherbergi. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002.65 III. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 19. maí 2007 haft í vörslum sínum á heimili sínu að [...] , 1 g af kannabisefni er hann geymdi í stofu og 4,73 g af kókaíni er hann geymdi á hillu í eldhúsi. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001. IV. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 8. júní 2007 haft í vörslum sínum á heimili sínu að [...] , 10,46 g af amfetamíni er hann geymdi í forstofu, 26,08 g af kannabisefni er hann geymdi í forstofu og stofu og 57 stk. af LSD er hann geymdi í eldhúsi. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. V. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa sunnudaginn 22. júlí 2007 haft í vörslum sínum 0,88 g af hassi er lögregla fann við leit í bifreiðinni AS-374, á Langholtsvegi við Laugarásveg, Reykjavík, í hólfi milli framsæta. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001. VI. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, miðvikudaginn 25. júlí 2007, ekið bifreiðinni AS-374, undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði (amfetamín og tetrahýdrókannabínól) og því ekki verið fær um að stjórna bifreiðinni örugglega, norður Hafnargötu, Reykjanesbæ, uns bifreið hans og bifreiðin YI-482 rákust saman á gatnamótum Skólavegar og Hafnargötu. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr.a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006. VII. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 31. ágúst 2007 haft í vörslum sínum á heimili sínu að [...], 56,58 g af kannabislaufum, 19,24 g af marihuana og 13 kannabisplöntur er hann geymdi í stofu og á háalofti húsnæðisins. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2. gr., 4. gr. a, sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001. VIII. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, sunnudaginn 2. september 2007, ekið bifreiðinni NK-306, undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði (amfetamín) og því ekki verið fær um að stjórna bifreiðinni örugglega, vestur Faxabraut og norður Suðurgötu, Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr.a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006. IX. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, sunnudaginn 9. mars 2008, ekið bifreiðinni AF-407, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði (amfetamín og MDMA) og því ekki verið fær um að stjórna bifreiðinni örugglega, á Reykjanesbraut við Strandarheiði, Reykjanesbæ þar sem hann ók á bifreiðina VR-610. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr.a og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006. X. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 11. apríl 2008 haft í vörslum sínum á heimili sínu að [...], 0,54 g af amfetamíni, 1,05 g af kannabisefni og 1 stk. ecstasy er hann geymdi á stofuborði og í eldhússkáp í húsnæðinu. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. XI. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 30. apríl 2008 haft í vörslum sínum á heimili sínu að [...] , 0,53 g af kannabisefni er hann geymdi á stofuborði í húsnæðinu. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001. XII. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, laugardaginn 17. maí 2008, ekið bifreiðinni YY-Y93, sviptur ökuréttindum og án þess að hlýða stöðvunarmerkjum lögreglu, norður Njarðarbraut og austur Iðjustíg að Brekkustíg 41, Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 3. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. XIII. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 4. júlí 2008 haft í vörslum sínum 8,64 g af amfetamíni er hann geymdi í brjóstvasa sínum og lögreglan fann við líkamsleit á honum á tjaldsvæði í Kalmannsvík, Akranesi. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. XIV. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 4. ágúst 2008 haft í vörslum sínum á heimili sínu að [...] , 5,38 g af amfetamíni, er hann geymdi í krukku undir stiga í húsnæðinu. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. XV. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, miðvikudaginn 17. september 2008, ekið bifreiðinni NI-190, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði (amfetamín og tetrahýdrókannabínól) og því ekki verið fær um að stjórna bifreiðinni örugglega, austur Faxabraut, Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr.a og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar, skv. 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Þá er þess jafnframt krafist að ákærða verði gert að sæta upptöku á 36,71 g af amfetamíni, 108,61 g af kannabisefni, 13 kannabisplöntum, 4,73 g af kókaíni, 57 stk. af LSD og 1 stk. af ecstasy, sbr. I.-V., VII., X-XI og XIII-XIV. liði ákæruskjals, fíkniefni sem lögregla lagði hald á í þágu rannsóknar málanna, skv. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997, sbr. lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, sbr. reglugerð 848/2002. Málið er einnig höfðað með ákæru, útgefinni 27. nóvember 2008, á hendur áðurgreindum A “fyrir brot gegn lögum ávana- og fíkniefni, með því að hafa sunnudaginn 17. ágúst 2008, haft í vörslum sínum 0,72 g af kannabisefni er lögreglan fann í hanskahólfi bifreiðarinnar DF-597 er hún hafði afskipti af ákærða sem farþega í bifreiðinni á bifreiðastæði við Stigahlíð 47, Reykjavík. Telst þessi háttsemi varð við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku á 0,72 g af kannabisefni, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þá er málið höfðað með ákæru, útgefinni af ríkissaksóknara, 17. desember 2008, á hendur áðurgreindum A og Vilhjálmi Vilhjálmssyni, kt. 230977-5779, áður að Heiðargarði 5, Reykjanesbæ, en nú að Heiðarbóli 2, Reykjanesbæ “fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot framið 20. mars 2008: 1. Ákærðu báðum fyrir að hafa haft í vörslum sínum 392 MDMA töflur, ætlaðar til söludreifingar í ágóðaskyni, en töflurnar fundust við leit lögreglu í vasa á baki ökumannssætis leigubifreiðar sem ákærðu voru farþegar í, þar sem bifreiðinni var lagt við Suðurgötu 42, Reykjanesbæ.. 2. Ákærða Vilhjálmi fyrir að hafa haft í vörslum sínum 0,53 g af kannabis sem hann framvísaði er lögregla hafði afskipti af honum í framangreindri leigubifreið, sem og 43 skammta af lysergide (LSD), 16 MDMA töflur, 7,11 g af amfetamíni og 6,19 g af kannabis, sem fundust við leit lögreglu á þáverandi dvalarstað ákærða að Suðurgötu 42, Reykjanesbæ. 3. Ákærða A fyrir að hafa haft í vörslum sínum 0,74 g af tóbaksblönduðu kannabis sem lögregla fann við leit á heimili hans að [...]. Brot ákærðu varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1974, sbr. 1. gr. laga nr. 32/2001. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar. Þá er þess krafist að framangreind fíkniefni, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, verði gerð upptæk samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.” Loks er málið höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á Suðurnesjum, 15. janúar 2008 á hendur áðurgreindum Vilhjálmi “fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, framin þann 1. mars 2008: I. Fyrir hótanir með því að hafa í stigagangi hússins að Fífumóa 3, Reykjanesbæ, hótað EF, kt. og heimilisfang, lífláti. Telst þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. Fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa haft í vörslum sínum í íbúð að Fífumóa 5a, Reykjanesbæ, 1,01 g af amfetamíni er lögregla framkvæmdi leit í húsnæðinu. Telst þetta varða við 2., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 og reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002 og reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á 1,01 g af amfetamíni, sem lögreglan lagði hald á við rannsókn málanna, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001.” Af hálfu ákærða, A, er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna. Af hálfu ákærða, Vilhjálms Vilhjálmssonar, er krafist sýknu af ákærulið 1 í ákæru útgefinni 17. desember 2008, en vægustu refsingar sem lög leyfa að því er varðar ákærulið 2 í sömu ákæru og að brotið verði heimfært undir lög um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974. Þá er krafist sýknu af ákærulið I í ákæru, útgefinni 15. janúar 2009, og vægustu refsingar sem lög leyfa að því er varðar ákærulið II í sömu ákæru. Þá er þess krafist að refsing ákærða verði að fullu skilorðsbundin. 2. Málavextir. A. Ákærur, útgefnar 3. og 27. nóvember 2008, á hendur A. Málið dæmt samkvæmt skýlausri játningu ákærða að því er framangreindar ákærur varðar og er því um málavexti skírskotað til ákæranna. B. Ákæra, útgefin 17. desember 2008, á hendur A og Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Ákæruliður I. Á hendur ákærðu báðum. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu, sem dagsett er 20. mars 2008, voru lögreglumenn við eftirlit í Reykjanesbæ aðfaranótt þess sama dags er þeir veittu ákærðu athygli þar sem þeir voru að setjast upp í leigubifreið við Suðurgötu 42. Í skýrslunni segir að ákærði A hafi sest upp í bifreiðina hægra megin og ákærði Vilhjálmur vinstra megin, þ.e. aftan við bílstjórasætið. Þeir hafi heimilað lögreglu að framkvæma leit á þeim og hafi ákærði A afhent lögreglu poka með hvítu dufti í og ákærði Vilhjálmur rúllu með sellofan og lítið glas með ætluðu maríjúana. Hafi þeim strax verið kynnt að þeir væru handteknir vegna gruns um fíkniefnabrot og þeim kynntur réttur handtekinna manna. Í vasa á sætisbaki ökumanns leigubifreiðarinnar, fyrir framan ákærða Vilhjálm, hafi síðan fundist plastpakkning vafin með málningarlímbandi. Hvorugur ákærða hafi viljað kannast við þessa pakkningu. Ákærði Vilhjálmur hafi tjáð lögreglu að þeir hafi pantað leigubifreið til að forðast það að vera stöðvaðir á bifreiðinni KM-U37, sem þeir hafi komið á og var þar skammt frá. Ákærðu voru báðir fluttir á lögreglustöð og vistaðir þar. Við athugun á pakkningunni á lögreglustöðinni hafi komið í ljós um var að ræða 400 ecstacy tölfur. Fimmtudaginn 20. mars 2008 kl. 7.25 fór fram húsleit á heimili ákærða A að [...] í Keflavík. Í stofu íbúðarinnar fannst plastbox með ætluðum fíkniefnum eða íblöndunarefnum og heimatilbúin pípa, ætluð til fíkniefnaneyslu. Í svefnherbergi fannst öskubakki með ætluðum fíkniefnum (jónu) í og í eldhúsi svart einangrunarlímband og sundurskorinn plastpoki. Segir í skýrslunni að plastpokinn hafi virst sá sami og notaður hafi verið sem umbúðir utan um töflurnar, sem fundist hafi í leigubifreiðinni. Fimmtudaginn 20. mars 2008 kl. 15.09 fór einnig fram húsleit á heimili ákærða Vilhjálms að Suðurgötu 42 í Keflavík. Í skýrslu lögreglu segir að áður en leitin hófst hafi ákærða verið gefinn kostur á því að segja til um hvort fíkniefni væru í íbúðinni og hafi hann tjáð lögreglu að þar ætti aðeins að vera smáræði af grasi í krukku í eldhússkáp. Við leitina fannst m.a. áðurnefnd glerkrukka með grasi í, svo og ætlað amfetamín eða kókaín vafið í plast í frystihólfi ísskáps, plastpokar vafðir í sellófan í tösku í eldhúsglugga, ætlað LSD vafið í álpappír í eldhússkáp, ætlaður skuldalisti, bók með kennitölu og bankanúmeri, sogrör, grá límbandsrúlla, sellófanrúlla, allt á eldhúsbekk, plastpoki frá ÁTVR í ruslatunnu í eldhúsi, en í skýrslunni segir að pokinn hafi verið klipptur líkt og hann hafi verið notaður í umbúðir. Á salerni íbúðarinnar fundust 16 ætlaðar e-töflur, vafðar inn í eldhúspappír og vog og í stofu svart einangrunarlímband í stofuglugga. Daginn eftir var húsleitinni fram haldið, einnig að viðstöddum verjanda ákærða, og fannst þá m.a. glerkrukka með ætluðum íblöndunarefnum. Meðal rannsóknargagna málsins er skýrsla tæknideildar lögreglu, dags. 16. apríl 2008, en deildin fékk til rannsóknar pakkningu með fíkninefnum, sem fannst í vasa á ökumannssæti áðurgreindrar leigubifreiðar. Í skýrslunni segir að efnin hafi verið í fjórum einingum og hafi 98 töflur verið í hverri einingu. Hver eining hafi verið vafin inn í hringlaga plastbúta, sem klipptir höfðu verið úr innkaupapoka með rauðu mynstri og merktir www.vinbud.is. Hverri einingu hafði verið lokað með svörtu einangrunarlímbandi og höfðu einingarnar fjórar verið settar í einn glæran plastpoka. Í skýrslu tæknideildar gefur að líta ljósmyndir af fíkniefnunum og pakkningum utan um þau, svo og ljósmynd af sams konar innkaupapoka og plastbútarnir höfðu verið klipptir úr og segir í skýrslunni innkaupapokinn hafi fundist á vettvangi. Að beiðni tæknideildar voru efnin send til greiningar hjá Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði. Matsgerð rannsóknarstofunnar er dags. 9. apríl 2008 og þar segir m.a. eftirfarandi: “Sýnið var 3 bleikar, yrjóttar töflur, um 8,2 mm í þvermál og meðalþungi þeirra var 0,328 g. Á annarri hlið þeirra var mynd af andliti (broskarli). Með blettagreiningu á þynnu, gasgreiningu á súlu, massagreiningu, vökvagreiningu á súlu og ýmsum efnaprófum fannst að töflurnar innihéldu MDMA-klóríð. Í töflunum voru 65 mg af MDMA-basa (samsvarar 77 mg af MDMA-klóríði).” Meðal rannsóknargagna málsins er einnig myndaskýrsla rannsóknardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þar gefur að líta ljósmyndir af munum, sem haldlagðir voru á heimili ákærða Vilhjálms. Á ljósmynd 1 eru fíkniefni þau sem fundust á heimilinu, þ.e. ætlaðar e-töflur. Hafði þeim verið pakkað inn í hringlaga plastbút og utan um hann vafið gulu málningarlímbandi og pakkinn síðan falinn inni í salernisrúllu. Á ljósmynd nr. 3 gefur að líta umbúðir, sem voru utan um áðurgreind 392 stykki af e-töflum, þ.e. vafningur úr gulu málningarlímbandi og segir í skýrslunni að þar sé um að ræða sams konar umbúðir og fundist hafi á heimili ákærða Vilhjálms, sbr. ljósmynd 1. Á ljósmynd 4 gefur að líta plastpoka merktan ÁTVR og hringlaga plastbút og segir í skýrslunni að svo virðist sem plastpokinn hafi verið notaður í umbúðir eins og verið hafi utan um fíkniefnin, sbr. ljósmynd 1. Í skýrslunni er einnig ljósmynd af vafningi með amfetamíni, sem fannst í frystihólfi ísskápsins, glerkrukku, sem innihélt maríjúana, ljósmynd af álpappírsumbúðum, sem innihéldu 43 skammta af LSD og ljósmynd af glerkrukku, sem innihélt mjólkursykur, ætlaðan til íblöndunar á fíkniefnum. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dóminum og hjá lögreglu eftir því sem þurfa þykir að því er varðar sakarefni ákæru, útgefinnar17. desember 2008. Ákærði Vilhjálmur Vilhjálmsson neitaði sök að því er varðar 1. lið ákærunnar, sem útgefin er 17. desember 2008, en játaði sök að því er varðar 2. lið ákærunnar. Hann sagðist hafa verið í mikilli lyfja- og fíkniefnaneyslu á þessum tíma og því lítið muna eftir því sem gerðist. Hann sagði að þeir meðákærði væru bestu vinir. Ákærði sagði að umrædda nótt hefði hann verið nýstiginn upp í leigubifreið þegar lögregla hefði komið, opnað hurðina og beðið hann um að stíga út úr bifreiðinni. Hefði lögreglan fundið á honum “gras”. Lögreglan hefði síðan leitað í bifreiðinni og tekið upp einhvern pakka, sem hann hefði ekkert kannast við. Aðspurður sagðist hann hafa neytt e-taflna á þessum tíma og nokkru áður hefði hann fengið nokkrar e-töflur hjá meðákærða A. Sagði hann að lögreglan hefði lagt hald á það sem eftir var af töflunum á heimili hans. Sagðist hann ekki hafa neytt e-taflna daglega, en stundum hefði hann farið með allt upp í 15 töflur á einu kvöldi. Hann sagðist aðspurður hafa greitt meðákærða fyrir töflurnar, en þó ekki í hvert sinn. Hann sagðist ekki muna hver pantaði leigubifreiðina eða hvert þeir meðákærði voru að fara. Sagðist hann hafa setið í aftursæti bifreiðarinnar fyrir aftan ökumanninn og stigið upp í bifreiðina á eftir meðákærða. Ákærði sagðist hafa verið vanur að pakka amfetamíni inn í búta úr plastpokum og kvað hann það líklega skýringu á því hvers vegna sams konar poki og var utan um e-töflurnar fannst heima hjá honum. Vaninn hefði verið að setja fíkninefnin á plastpokann og vefja síðan pokanum utan um efnin og klippa á. Plastbútarnir hefðu því orðið hringlaga. Ákærði Vilhjálmur sagðist hafa verið í sambandi við meðákærða á meðan á afplánun hans á eftirstöðvum reynslulausnar stóð á Litla-Hrauni. Meðákærði hefði þó ekki fengið að koma í heimsókn til hans fyrr en að liðnum þremur eða fjórum mánuðum frá því að gæsluvarðhaldi þeirra lauk, en þeir hefðu oft talast við í síma. Hann sagði að þriðji aðili hefði komið þeim skilaboðum til hans frá meðákærða að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu máli, þ.e. hvað varðar e-töflurnar. Síðar hefði meðákærði komið til hans í heimsókn á Litla-Hraun og sagt honum að hann hefði átt pakkann með e-töflunum. Það hefði verið löngu áður en meðákærði fór til lögreglu og skýrði frá því að hann hefði átt e-töflurnar. Aðspurður sagðist ákærði hafa stundað sölu á amfetamíni áður en hann var handtekinn vegna þessa máls, en meðákærði hefði hins vegar stundað sölu á e-töflum og fleiru. Hann sagðist hins vegar hafa fengið e-töflur hjá meðákærði þegar hann vildi neyta þeirra. Ákærði var inntur út í símtöl sem lögregla hleraði 18. janúar og 2. og 12. febrúar 2008 þar sem m.a. væri rætt um talningu á brosköllum, svo og e-töflur og sölu á þeim. Sagðist ákærði ekkert muna eftir þessum símtölum og ekki geta staðfest að þetta væri hann sem talaði. Sagði hann að allt væri í móðu frá þessum tíma þar sem hann hefði verið í mikilli lyfjaneyslu. Einnig sagði hann að lögregla hefði ekki verið viss um að þetta væri hann. Sagðist hann ekki vera viss um að röddin hans heyrðist í upptökunni. Hann sagði að sú tilgáta lögreglunnar að annar væri að taka á sig sök í málinu fyrir hann væri óskiljanleg. Ákærði sagðist hafa verið í fíkniefnameðferð á meðan hann var í afplánun á Litla-Hrauni, en sagðist hafa fallið um áramótin. Sagðist hann hafa verið að koma sér á rétt ról síðan en þó án aðstoðar fagaðila. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 20. og 27. mars og 16. maí 2008. Þar sagðist hann ekki kannast við e-töflurnar, sem fundust í leigubifreiðinni eða að hafa komið þeim fyrir í bifreiðinni. Þá kvaðst hann ekki kannast við að hafa séð ákærða A gera það. Spurður um e-töflurnar, sem fundust á heimili hans, sagði hann að hann og félagar hans hefðu átt þær. Í skýrslunni frá 16. maí sagðist hann hafa talað daglega við ákærða A eftir að hann kom á Litla-Hraun, en ákærði A hafi ekki mátt heimsækja hann þangað. Þá bar hann um það að hann hefði fengið að vita það frá þriðja manni, sem hann vildi ekki nafngreina, að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu máli. Þá sagðist hann ekki hafa stundað sölu á fíkniefnum og að e-töflurnar sem hafi fundist heima hjá honum hefðu verið til einkanota. Þegar ákærða voru kynnt hljóðbrot úr síma hans frá 18. janúar, 2. og 12. febrúar 2008 þar sem talið sé að rætt sé um e-töflur sagðist ákærði ekki muna eftir símtölunum vegna mikillar neyslu. Ákærði A játaði sök að því er varðar 1. og 3. ákærulið ákæru, útgefinnar 17. desember 2008. Hann sagði að í umrætt sinn hefðu þeir meðákærði verið heima hjá þeim síðarnefnda og pantað leigubíl til að komast í annað hús. Á leiðinni út í leigubílinn hefði hann séð lögreglubíl og þegar hann hefði sest upp í leigubílinn hefði hann tekið pakkann með fíkniefnunum sem hann var með í höndunum og sett hann undir eða á bak við sætið hjá leigubílstjóranum. Meðákærði hefði síðan komið á eftir honum og sest inn í leigubílinn. Þá hefði lögreglan komið og handtekið þá. Ákærði sagðist hafa sest inn í bifreiðina ökumannsmegin og fært sig síðan innar í sætið og setið fyrir aftan farþegasætið. Þá sagði hann að meðákærði hefði komið sömu megin inn í bifreiðina, þ.e. ökumannsmegin og setið fyrir aftan ökumannssætið. Ákærði sagðist hann hafa neytt mikilla fíkniefna þessa nótt eins og venjulega. Þegar ákærði var beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann losaði sig við fíkniefnapakkann inni í leigubifreiðinni sagðist hann hafa sett pakkann niður á bak við ökumannssætið. Einnig sagðist hann hafa fleygt pakkanum í sætið. Sagðist hann hafa séð lögregluna skömmu síðar taka pakkninguna úr sætinu. Ákærði sagðist hafa orðið mjög stressaður þegar hann hefði komið auga á lögregluna vitandi það að hann væri með um 400 e-töflur á sér og því gæti hann ekki lýst því nákvæmlega hvað hann gerði. Hann sagði að sig minnti að hann hefði lagt pakkann frá sér. Ákærði sagðist hafa pakkað e-töflunum inn í umrædda pakkningu. Hann sagði að um hefði verið að ræða fjóra poka með hundrað töflum í hverjum poka. Pokarnir hefðu verið hringlaga og skornir út úr plastpoka. Þá hefði hverri pakkningu verið lokað með sellófani. Utan um allan pakkann hefði verið vafið málningarlímbandi. Ákærði sagðist hafa talið 100 töflur, vigtað þær og síðan skipt töflunum í pakkningarnar samkvæmt þeirri vigt. Sagðist ákærði hafa verið í annarlegu ástandi á þessum tíma og því hefði hann greinilega talið töflurnar vitlaust í byrjun þar sem 98 töflur hefðu verið í hverjum pakka. Hann sagðist hafa keypt 500 e-töflur tveimur eða þremur dögum áður en hann var handtekinn og greitt fyrir þær 300.000 krónur. Hann sagði að meðákærði hefði vitað að hann væri í svona buisness, eins og ákærði orðaði það. Meðákærði hefði séð um sitt og hann um sitt. Hann sagði að þeir væru mjög góðir vinir og þeir gæfu hvor öðrum fíkniefni. Hann sagðist kannast við að hafa gefið meðákærða e-töflur skömmu áður en þeir voru handteknir. Ákærði sagðist hafa verið í a.m.k. vikulegum samskiptum við meðákærða eftir að meðákærði fór inn á Litla-Hraun til að afplána eftirstöðvar reynslulausnar. Sagðist ákærði hafa rætt við meðákærða í síma þar sem hann hefði ekki mátt heimsækja hann. Sagðist hann hafa komið þeim upplýsingum til meðákærða á Litla-Hrauni að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu máli, enda hefði ekki staðið til að láta meðákærða taka á sig sök fyrir hann. Hann sagði að ekki væri rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu að hann hefði sagt meðákærða þetta sjálfur. Aðspurður sagðist ákærði ekki hafa játað á sig sök fyrr en 13. maí 2008 vegna þess að hann hefði vitað að lögreglan myndi ekki láta hann í friði eftir það, enda hefði sú orðið raunin. Ákærði var spurður að því hvers vegna hann hefði verið með upptökutæki meðferðis þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu í umrætt sinn og játaði á sig sök í málinu. Gaf ákærði þá skýringu á því að hann hefði verið prófa rafhlöður í tækinu heima hjá sér og verið með tækið í vasanum. Hann sagði að ekki hefði verð ætlunin að taka upp skýrsluna hjá lögreglunni. Ákærði sagðist hafa farið í meðferð á Vogi síðastliðið haust og væri nú búinn að vera án fíkniefna í fjóra mánuði. Hann sagðist einu sinni hafa fallið, en þá byrjað á aftur að mæta á AA-fundi, sem hjálpaði honum að vera án fíkniefna. Hann sagðist vera á sjó og hafa stundað sjómennsku í 8 ár. Sagðist hann hafa góð laun og eiga íbúð. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 20. og 26. mars og 13. maí 2008. Í fyrstu skýrslunni sagði ákærði að þeir meðákærði hefðu í fyrstu rúntað um bæinn á bifreið meðákærði en síðan ákveðið að taka leigubíl af ótta við afskipti lögreglu. Hann kvaðst ekki hafa neytt e-taflna frá árinu 2003 eða 2004 og ekki hafa átt e-töflurnar sem fundust í leigubifreiðinni. Þá sagðist hann ekki hafa hugmynd um það hvort meðákærði hefði átt umræddar töflur og ekki vita hvort hann hefði verið með slíkar töflur meðferðis þegar þeir settust upp í leigubílinn. Þá væri það tilviljun ein að sams konar umbúðir hefðu verið utan um e-töflurnar, sem fundust heima hjá honum og þær sem fundust í leigubílnum. Þá neitaði hann því að stunda sölu á fíkniefnum og sagðist aðeins neyta fíkniefna einu sinni eða tvisvar í mánuði og þá reykja gras. Í skýrslunni frá 26. mars neitaði ákærði því að peningaúttekt að fjárhæð 365.000 krónur hinn 13. mars 2008 hefði farið í kaup á fíkniefnum. Í skýrslunni frá 13. maí 2008 viðurkenndi ákærði að hafa átt e-töflurnar sem fundust í leigubílnum. Sagðist hann hafa keypt 450 e-töflur fyrir 300.000 krónur tveimur dögum áður en þeir meðákærði voru handteknir. Hann hefði verið með töflurnar heima hjá sér og farið með þær umrætt kvöld heim til meðákærða. Þar hefðu þeir verið í um 15 mínútur og síðan ætlað í heimsókn í Innri-Njarðvík og hann ætlað að fela töflurnar einhvers staðar á leiðinni. Hann hefði farið út í leigubifreiðina á undan meðákærða og séð strax lögreglubifreiðina nálgast. Hann hefði orðið hræddur og látið efnin “þarna undir”. Ákærði var spurður að því hvað hann ætti við með orðunum “þarna undir”. Sagði ákærði þá að hann hefði sett þau á gólfið og sparkað þeim undir bílstjórasætið. Honum var þá bent á að hann hefði áður borið um það að hafa setið fyrir framan farþegasætið. Sagðist ákærði þá hafa sett efnin undir ökumannssætið um leið og hann settist inn í bifreiðina. Pakkinn hefði ekki farið langt undir ökumannssætið heldur hefði sést í hann. Honum var þá bent á að efnin hefðu fundist í vasa aftan á ökumannssætinu. Sagði ákærði það ekki vera rétt og sagðist hafa séð efnin á gólfinu þegar lögreglan tók þau. Ákærði sagði að efnunum hefði verið pakkað inn í 4 glæra poka og hefðu 100 töflur verið í hverjum poka. Hvítur innkaupapoki hefði síðan verið utan um þá og síðan hefði allur pakkinn verið límdur með málningarlímbandi. Þegar hann hefði keypt töflurnar í Reykjavík hefðu allar töflurnar 450 verið í einum stórum, glærum poka, sem hægt hefði verið að loka. Hann hefði endurpakkað töflunum í fjóra poka þar sem hann hefði ætlað að selja þær í fernu lagi, þ.e. 100 stykki í einu. Sagðist hann hafa keypt töflurnar 18. mars og pakkað þeim í umbúðirnar daginn eftir. Hann sagði að meðákærði hefði ekki vitað af þessum e-töflum, en hann hefði verið með þær í vasanum allan tímann. Sagðist hann ekki geta skýrt það hvers vegna eins e-töflur, sem pakkað hefði verið inn á sama hátt, hefðu fundist heima hjá meðákærða. Sagðist hann ekki hafa séð svona töflur heima hjá meðákærða. Ákærði sagðist hafa heyrt í meðákærða nokkrum sinnum í meðákærða eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi. Sagðist hann hafa sagt meðákærði það fyrir um einni til tveimur vikum að hann ætlaði að fara til lögreglunnar og segja frá því að hann hefði átt töflurnar. Sagðist hann hafa reynt að koma skilaboðum til meðákærða fyrir löngu síðan um að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Sagði ákærði að ástæðan fyrir því að hann hefði ekki sagt frá þessu fyrr væri sú að hann hefði viljað losna við afskipti lögreglu. Vitnið Halldór S. Sveinsson lögreglumaður sagðist hafa haft afskipti af ákærðu A og Vilhjálmi aðfaranótt 20. mars 2008. Þeir Ragnar Hafsteinsson lögreglumaður hefðu séð ákærðu setjast inn í leigubíl. Þeir hefðu rætt við ákærðu og fengið þá út úr leigubílnum. Ákærði Vilhjálmur hefði verið hægra megin og ákærði A vinstra megin. A hefði framvísað einhverju hvítu efni og Vilhjálmur hefði haldið á litlu glasi sem hefði innihaldið kannabis og var með lítið sellófan í vasanum. Þar sem ákærðu væru þekktir fyrir aðild sína að fíkniefnamálum hefði verið leitað í bílnum og í vasa aftan á sætisbaki ökumannsins hefði hann fundið pakkningu, sem síðar hefði reynst innihalda talsvert magn af e-töflum. Hann sagði engin leið hefði verið að henda pakkanum þar ofan í þar sem vasinn hefði ekki verið laus frá sætisbakinu. Yrði að stinga hlut þarna ofan í þar sem hann dytti ekki auðveldlega ofan í vasann. Vitnið Ragnar Hafsteinsson fyrrverandi lögreglumaður sagðist hafa verið í eftirlitsferð um Reykjanesbæ í umrætt sinn ásamt Halldóri S. Sveinssyni lögreglumanni þegar þeir hefðu séð ákærðu stíga inn í leigubíl. Þeir hefðu stöðvað þá og leitað á þeim. Ákærði A hefði komið snögglega út úr bílnum og rétt honum poka með hvítu dufti. Í framhaldi af því hefðu þeir leitað á ákærðu og skömmu síðar hefði Halldór látið vita af því að hann hefði fundið fíkniefni. Hann sagði að A hefði setið í aftursæti hægra megin, en Vilhjálmur hefði setið fyrir aftan bílstjórann. Hann sagðist hafa verið fyrir utan bifreiðina þegar Halldór hefði fundið efnið og því hefði hann ekki séð hvar pakkningin var í bifreiðinni. Hann sagði að Halldór hefði komið út úr bifreiðinni með pakkninguna í höndunum til að sýna honum. Vitnið H leigubílstjóri sagði að ákærðu hefðu pantað leigubíl umrædda nótt. Sagðist hann hafa verið búinn að bíða í smá tíma fyrir utan húsið þegar ákærði A hefði komið og sest aftur í bifreiðina hægra megin og tilkynnt að aka ætti í Innri-Njarðvík, en bíða yrði eftir öðrum. Eftir smá tíma hefði hinn maðurinn komið inn í bifreiðina með miklu meiri látum en sá fyrrnefndi. Sá hefði farið inn í bifreiðina vinstra megin og sest í aftursætið fyrir aftan ökumannssætið og sagt honum að fara strax af stað. Í því hefði lögreglu borið að og hún handtekið ákærðu. Hann sagðist ekki hafa séð hvar fíkniefnin fundust í bifreiðinni, en lögreglan hefði rétt honum pakkninguna á milli sætanna og spurt hann að því hvort hann kannaðist við þetta. Hann sagðist hafa fundið fyrir því að eitthvað hefði verið átt sætið þegar sá síðari hefði komið inn í bifreiðina, þ.e. hann hefði fundið fyrir hreyfingu og einhverjum bægslagangi aftur í bifreiðinni. Hann sagði að vasinn aftan á sætisbakinu væri þröngur og ekki væri hægt að henda einhverju ofan í hann. Taka yrði í vasann til að koma einhverju ofan í hann. Nánar aðspurður sagðist hann ekki vera alveg viss á því að ákærði A hefði farið inn í bifreiðina hægra megin. Hann sagði að vel gæti verið að hann hefði farið inn um afturdyrnar ökumannsmegin og fært sig yfir í farþegasætið hægra megin eins og eftir honum væri haft í lögregluskýrslu. Í skýrslu sinni hjá lögreglu 25. mars 2008 sagði hann að ákærði Vilhjálmur hefði sest beint fyrir aftan ökumannssætið og þá hefði hann fundið fyrir því að eitthvað væri átt við sætisbakið, eins og t.d. þegar menn væru að koma sér fyrir og settu hnén í sætisbakið. Vitnið Bjarki Sigurðsson lögreglumaður sagði að ákærði A hefði hringt í sig tæpum tveimur mánuðum eftir að þeir ákærðu voru handteknir og tjáð honum að hann vildi gefa skýrslu í málinu. Ákærði hefði komið sjálfviljugur á lögreglustöðina og gefið skýrslu um að hann hefði verið eigandi e-taflnanna. Þá hefði verið búið að boða ákærða Vilhjálm í skýrslutöku daginn eftir. Þegar skýrsla ákærða A hefði verið u.þ.b. hálfnuð hefðu þeir heyrt skruðninga og þá hefði komið í ljós að ákærði var með upptökutæki í vasanum, sem stillt hafði verið á upptöku. Hann sagði að ákærði hefði virst vera mjög stressaður í skýrslutökunni. Vitnið sagðist hafa hlustað á upptökur af ætluðum samtölum ákærða Vilhjálms við þriðja aðila þar sem m.a. kæmi fram í fyrsta símtalinu viðkomandi væri með 500 e-töflur og hefði náð að selja 100 í einu, í öðru símtalinu væri hann að bjóða mönnum rauðan smiley fyrir 600 kall stykkið og í því þriðja væri hann að bjóða stelpu að kaupa rauða broskalla. Sagðist vitnið þekkja rödd ákærða Vilhjálms á þessum upptökum, enda væri rödd hans mjög auðþekkjanleg. Þá sagðist hann telja líklegt að í upptökunum væri talað um fíkniefni. Hann sagði að sams konar töflur hefðu fundist heima hjá ákærða Vilhjálmi og hefðu verið í pakkningunni, sem fundist hefði í leigubifreiðinni, þ.e. bleikar e-töflur með broskarli. Þá hefðu e-töflurnar, sem fundust í leigubifreiðinni og heima hjá Vilhjálmi verið í sams konar pakkningum, þ.e. bútum úr ÁTVR-plastpoka. Aðspurður sagði hann að ÁTVR-plastpoki, sem búið var að klippa úr, hefði bæði fundist bæði heima hjá ákærða A og heima hjá ákærða Vilhjálmi. Vitnið Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður sagðist hafa hlustað á síma ákærða Vilhjálms. Sagðist vitnið vera alveg visst á því að það væri ákærði Vilhjálmur, sem talaði í símann. Sagði hann að Vilhjálmur hefði talað um bleikar e-töflur með broskörlum og kallað þær smiley. Vitnið sagðist hafa verið viðstatt skýrslutöku af ákærða A þegar hann játaði að eiga pakkann með e-töflunum, sem fundist hefðu í leigubílnum. Í miðri skýrslutökunni hefðu þeir heyrt surg í vasanum hjá honum og í ljós hefði komið að hann var með upptökutæki í vasanum. Hefði ákærði sagt þeim að hann hefði ekkert vitað af upptökutækinu og verið stressaður. Vitnið Kristján Friðþjófsson lögreglumaður sagðist hafa fengið umbúðirnar, sem voru utan um e-töflurnar til rannsóknar. Hann sagði að plastbútarnir, sem e-töflunum hefði verið pakkað inn í, hefðu verið orðnir svo teygðir að ekki hefði verið hægt að gera samanburðarrannsókn á þeim og plastpokanum, sem fylgdi með og fundist hafði við húsleit, sbr. ljósmynd á skjali I-4, bls. 4. Hann sagðist ekki vita við hvaða húsleit umræddur plastpoki fannst, en hins vegar hefði verið búið að klippa hringlaga búta úr honum. Vitnið Sveinbjörn Halldórsson lögreglumaður sagðist hafa gert húsleit heima hjá ákærða Vilhjálmi. Áður en þeir fóru í húsleitina hefðu þeir verið búnir að sjá umbúðirnar, sem voru utan um fíkniefnin, sem fundust í leigubílnum, þ.e. að þeim hafði verið pakkað inn í búta úr vínbúðarplastpoka og að límt hafði verið fyrir hverja einingu með svörtu einangrunarlímbandi. Sagði hann að þeir hefðu fundist sams konar plastpoka í ruslinu heima hjá ákærða, svo og svart einangrunarlímband. Hann sagði að pokinn, sem hefði verið í ruslinu, hefði verið rifinn og klipptur. Vitnið Haukur Örn Sigurjónsson lögreglumaður sagðist hafa tekið þátt í húsleitum heima hjá ákærðu með fíkniefnahundi. Hann sagðist hafa fundið innkaupapoka frá vínbúðinni í ruslinu heima hjá Vilhjálmi, sem hafði verið klippt úr. Hann sagði að fíkniefnahundurinn hefði merkt við ruslafötuna, en ekki sérstaklega við víðbúðarpokann. Vitnið Jón Halldór Sigurðsson lögreglumaður sagðist hafa tekið þátt í húsleit heim hjá ákærða Vilhjálmi. Þar hefði fundist ÁTVR-innkaupapoki, sem klipptur hafði verið í marga hringlaga plastbúta. Plastbútur úr sams konar poka hefði verið utan um e-töflurnar, sem fundist hefðu heima hjá Vilhjálmi. Ákæruliður 2. Á hendur ákærða Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Málið dæmt samkvæmt skýlausri játningu ákærða að því er framangreindan ákærulið varðar og er því um málavexti skírskotað til ákæruliðarins. Ákæruliður 3. Á hendur ákærða A. Málið dæmt samkvæmt skýlausri játningu ákærða að því er framangreindan ákærulið varðar og er því um málavexti skírskotað til ákæruliðarins. C. Ákæra, útgefin 15. janúar 2009, á hendur Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Ákæruliður I. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu kom tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra klukkan 8.24 um að C hefði hringt og sagt að maður að nafni Vilhjálmur hefði verið að reyna að brjótast inn á heimili hans að [...]. Einnig að Vilhjálmur hefði dregið upp skammbyssu og ógnað honum með henni. Lögreglumenn fundu ákærða heima hjá D að Fífumóa 3d og voru ákærði og D báðir handteknir og þeir færðir á lögreglustöð. D heimilaði leit í íbúðinni en engin skammbyssa fannst. Blautir strigaskór fundust í fataskáp í forstofu íbúðarinnar og segir í skýrslunni að munstrið á þeim hafi passað við skóför, sem legið hafi frá [...]. Hafi ákærði viðurkennt að eiga skóna. Síðar fannst óhlaðin skammbyssa í geymslu að Fífumóa 5, sem tilheyrir íbúð D. Lögreglumenn fór að [...] og ræddu við C. Hafi C tjáð þeim að E hefði klifrað upp á svalirnar hjá sér, vakið sig og sagt sér að ákærði væri á leiðinni til hans og ætlaði að stúta honum. Ástæðan væri sú að ákærði héldi að C hefði gefið lögreglunni upplýsingar um fíkniefnafund, sem átt hefði sér stað á heimili ákærða á Varnarsvæðinu skömmu áður. Sagði C þær grunsemdir ekki vera á rökum reistar. Tveimur til þremur mínútum síðar hefði verið sparkað í útidyrahurðina á íbúðinni hans. E hefði þá rokið til og opnað hurðina. Vilhjálmur hefði verið á ganginum og reynt að komast inn í íbúðina en E hefði hrint honum frá hurðinni og ýtt honum upp að vegg fyrir framan íbúðina. Á meðan E hélt ákærða hefði ákærði beint skammbyssu að höfði E og ógnað honum með henni. Á meðan á þessu stóð hefði ákærði sagt við E: Stendurðu með þessu “skvílarafífli” ? E hefði þá sagt við ákærða: Ætlarðu að skjóta mig ? Sagðist C þá hafa lokað hurðinni, hringt í neyðarlínuna og tilkynnt um atburðinn. Því næst hefði E bankað á hurðina hjá honum og sagt að ákærði væri farinn. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dóminum og hjá lögreglu eftir því sem þurfa þykir. Ákærði sagðist ekki muna vel eftir laugardagsmorgninum 1. mars 2008 þar sem hann hefði verið undir áhrifum lyfja- og fíkniefna og ekki sofið í 5 eða 6 sólarhringa þegar þarna var komið sögu. Hann sagði að hann og E væru góðir vinir, en sagðist engin tengsl hafa við C. Einnig sagðist hann vera vinur D. Hann sagði að þeir E hefðu farið frá D og heim til C umrædda nótt. Að ósk E hefði hann lyft honum upp á svalirnar heima hjá C og þar hafði E farið inn til C. Sjálfur sagðist hann hafa farið inn í stigahúsið og bankað eða lamið á útidyrahurðina hjá C. E hefði þá komið til dyra og C einnig komið í dyragættina. Sagðist ákærði þá hafa öskrað á C og kallað hann barnaperra. Ennfremur hefði hann borið það upp á C að hafa misnotað drengi kynferðislega Hann sagði að E hefði aftrað því að hann færi inn í íbúðina, en sagði að ekki væri rétt að hann hefði hótað vini sínum E lífláti. Hins vegar gæti vel verið að hann hefði hótað C, en hann sagðist ekki muna eftir því. Ákærði sagðist síðan hafa farið aftur heim til D, en þangað hefði víkingasveit lögreglunnar komið og handtekið hann fyrir að vera vopnaður skammbyssu. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 1. mars og 24. apríl 2008. Í fyrri skýrslunni lýsti ákærði málsatvikum með svipuðum hætti og hér fyrir dómi en þó þannig að hann hefði farið einn frá D og heim til C. Hann neitaði því að hafa verið með skammbyssu og kvaðst ekki hafa beint byssu að höfði E. Í seinni skýrslunni vísaði ákærði til fyrri skýrslunnar og kvaðst engu hafa við hana að bæta. Vitnið D sagði að ákærði Vilhjálmur hefði vakið hann um nóttina og um 5 til 10 mínútum síðar hefði lögreglan komið og farið með hann niður á stöð. Sagðist hann ekkert hafa vitað hvað var um að vera. Hann sagðist ekki hafa hitt Vilhjálm og E fyrr um nóttina. Hann sagðist hins vegar hafa hitt E fyrr um kvöldið, þ.e. mörgum klukkutímum áður, en ekki þarna um nóttina. Þegar framburður hans hjá lögreglu var kynntur fyrir honum sagðist hann ekki muna þetta vel enda væri um ár liðið frá því að þetta gerðist og vel gæti verið að hann hefði munað þetta betur þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Hann sagði að Vilhjálmur hefði talað um að það hefðu verið einhver læti heima hjá C. Hann sagðist vera gamall skólafélagi og vinur ákærða Vilhjálms, en engin samskipti hafa haft við E. Þá sagðist hann vita hver C væri, en hann byggi í sama hverfi og hann. Vitnið staðfesti skýrslu þá, sem það gaf hjá lögreglu 1. mars 2008. Þar bar vitnið um það að hafa vaknað við það umrædda nótt að dyrasíminn hringdi og síðan hafi verið bankað á svaladyrnar. Þar hafi þá verið staddir ákærði og E. Hann hafi hleypt þeim inn og þeir stoppað við hjá honum í 30-45 mínútur. Ákærði hafi talað um það að hann ætlaði sér að berja C. Þeir ákærði og E hafi síðan farið og hann farið aftur að sofa. Hann hafi síðan vaknað aftur við það að bankað var á svaladyrnar og þar hafi þá verið ákærði og verið mjög móður. Hann hafi hleypt honum inn og ákærði tjáð honum að hann hefði farið heim til C og gert hommann skíthræddan og að hann hefði átt það skilið. Skömmu síðar hafi lögreglan komið og þeir tveir verið handteknir. C sagði að í kringum átta eða níu um morguninn hefði E vakið sig með því að banka á svaladyrnar hjá sér og hann opnað fyrir honum. E hefði verið mjög æstur og tjáð honum að ákærði ætlaði að koma heim til hans og berja hann. Um sjö til átta mínútum síðar hefði verið sparkað í hurðina hjá honum og E opnað hurðina, en sjálfur hefði hann staðið rétt fyrir innan anddyrið og um tvo metra fyrir aftan E. Fyrir utan hefði ákærði staðið og haldið á skammbyssu, sem hann sagðist halda að hefði verið ætluð honum en ekki E. Ákærði hefði sagt: “Ertu að verja þetta fífl?” E hefði náð að ýta ákærða frá og aftrað því að ákærði færi inn í íbúðina. Þá hefði hann heyrt E spyrja: “Ertu með skammbyssu?”. Hefði hann þá flýtt sér að loka hurðinni á eftir E og því næst farið inn í svefnherbergi og hringt í neyðarlínuna. Stuttu síðar hefði ákærði farið. Hann sagðist ekki muna eftir því hvort E hefði farið með ákærða eða hvort hann hefði komið aftur inn í íbúðina. Þó sagðist hann minna að E hefði bankað upp hjá honum og látið hann vita að ákærði væri farinn og síðan farið sjálfur. Hann sagðist sjálfur ekki hafa farið fram á stigaganginn og ákærði hefði ekki komið inn íbúðina. Hann sagðist hafa heyrt E kalla upp: “Ætlarðu að skjóta hann, hvað ertu að gera við skammbyssu?” Hann sagðist ekki hafa heyrt ákærða hóta sér eða E og sagðist ekki hafa upplifað atvikið með þeim hætti að ákærði hefði verið að hóta E. Sagðist hann ekki hafa heyrt orðaskil eftir að hann lokaði hurðinni að íbúðinni. Hann sagðist ekki hafa séð ákærða eftir þetta atvik og ekki ætla sér að hitta hann aftur. Sagðist hann óttast ákærða. Ákærði hefði haldið að hann hefði sagt til hans, en það væri ekki rétt. Hann sagðist lítið sem ekkert hafa rætt málið við E Hann sagðist ekki muna eftir að ákærði hefði miðað skammbyssu að höfðinu á E en kvaðst e.t.v. hafa munað þetta betur þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Vitnið gaf skýrslu hjá lögreglu 1. mars 2008. Þar lýsti hann málsatvikum með svipuðum hætti, en kvaðst þó hafa séð ákærða miða skammbyssu að höfðinu á E g heyrt E pyrja: “Ætlar þú að skjóta mig?” Esagði að fráleitt væri að ákærði Vilhjálmur hefði hótað honum að morgni 1. mars 2008 að [...]. Hann sagðist ekki muna vel hvað gerðist, en ákærði Vilhjálmur hefði aldrei hótað sér. Hann sagðist engin tengsl hafa við C en sagðist vera vinur ákærða Vilhjálms. Hann sagðist tvisvar hafa farið heim til C Í fyrra skiptið hefði hann hringt dyrabjöllunni og farið inn um aðaldyrnar, en í síðar skiptið hefði hann klifrað upp á svalirnar. Í fyrra skiptið hefði hann verið einn og spjallað við C en hann hefði tjáð honum að einhverjir guttar hefðu verið að hóta honum og beðið hann um vernd gegn því. Þá hefði annar maður haft samband við hann og beðið hann um að fara heim til Ctil að athuga hvort einhverjir guttar væru að brjótast inn til hans til að berja á honum. Aðspurður sagðist hann ekki muna eftir að hafa hitt ákærða Vilhjálm heima hjá Cí hvorugt skiptið. Sagðist hann hafa verið í milli áfengis- og lyfjaneyslu á þeim tíma, sem hann gaf fyrri skýrslu sína um málið hjá lögreglu, og ekkert muna eftir henni. Hann sagðist hins vegar muna eftir seinni skýrslunni frá 29. apríl 2008. Hann sagðist muna eftir því að í seinna skiptið þegar hann kom heim til C þ.e.a.s. þegar hann fór inn um svaladyrnar, hefði C erið vælandi og einhver hefði verið að sparka í hurðina. Sagðist hann hafa opnað hurðina og þar fyrir utan hefði verið manneskja, sem hann þekkti ekki neitt. Var honum þá bent á að ákærði Vilhjálmur hefði borið um það sjálfur að vitnið hefði opnað fyrir honum í umrætt sinn. Sagði hann þá að vel gæti verið að ákærði Vilhjálmur hefði verið fyrir utan dyrnar, en hann hefði verið í svo mikilli lyfja- og áfengisneyslu á þessum tíma að hann myndi ekki eftir því hvort það var ákærði Vilhjálmur sem hann opnaði fyrir. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa rætt við viðkomandi manneskju, en sagðist muna eftir ummælum á borð við “...helvítis hommakvikindið þitt...”, en ekkert meira. Hann staðfesti að lögregla hefði komið til hans þar sem hann var heima hjá móður sinni og spurt sig að því hvort hann væri tilbúinn til að koma með þeim á lögreglustöðina. Lögreglan hefði síðan ekið sér á lögreglustöðina. Hann sagðist hafa komið nokkrum sinnum heim til D en sagðist ekki geta staðfest hvort hann kom á heimili hans hinn 1. mars 2008. Hann staðfesti undirritun sína undir lögregluskýrslur frá 1. mars og 29. apríl 2008. Í fyrri lögregluskýrslunni sagðist hann hafa farið einn heim til C og notað stiga til að fara upp á svalirnar og síðan bankað á svaladyrnar. Áður hefði hann gert nokkrar tilraunir til að gera vart við sig en C hefði ekki svarað. Hann sagði að C hefði verið búinn að biðja hann um vernd þar sem hann óttaðist að á hann yrði ráðist. Á milli þess sem hann reyndi að komast inn til C kvaðst hann hafa farið heim til D. Hann sagði að enginn hefði verið hjá D á meðan hann átti þar viðdvöl. Eftir að C opnaði svaladyrnar og hleypti honum inn hefðu þeir C spjallað saman í stofunni í um 40 mínútur. Hefði þá verið barið einu sinni harkalega í útidyrahurðina. Sagðist hann hafa farið til dyra og þá hefði ákærði staðið fyrir utan dyrnar, ekki litið sig viðlits og verið miklu meira en brjálaður. Ákærði hefði ætlað að æða inn í íbúðina, en hann hefði varnað því. Ákærði hefði þá tekið upp skammbyssu og beint henni að höfðinu á sér með fingurinn á gikknum. Ákærði hefði einnig beint byssunni inn í íbúðina og kvaðst telja að hann hefði beint byssunni að C. Hann hefði þá sagt við ákærða: “Við vorum búnir að tala um þetta.” og ákærði hefði þá sagt: “Þú varst að skvíla mig.” Hann hefði þá sagt við ákærða: “Ertu að ráðast á mig?” Í því hefði C lokað dyrunum að íbúðinni þannig að hann og ákærði hefðu verið læstir úti. Ákærði hefði þá slitið sig frá honum og hlaupið niður stigann og út. Honum hefði brugðið mjög mikið við þetta og verið skjálfandi lengi á eftir. Hann hefði bankað á dyrnar hjá C og C hleypt honum inn. Kvaðst honum líða stórfurðulega eftir atvikið og sagði að miðtaugakerfið væri í rúst og hann alveg í hönk. Kvaðst hann leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir að hafa hótað sér með skammbyssu, þó með þeim fyrirvara að hann fengi skýringu á því hvers vegna C hefði lokað hurðinni á hann og ákærða. Í síðari skýrslu sinni hjá lögreglu dró vitnið kæru sína til baka. Kvað hann ákærða ekki hafa verið með byssu heima hjá C. Á þessum tíma hefði hann verið búinn að vera í mikilli áfengis-og fíkniefnaneyslu og að hann myndi ekkert af hverju hann hefði farið heim til C. Hann væri í miklu betra ásigkomulagi í dag og væri á leiðinni í meðferð. Einnig sagði hann að ákærði hefði verið í svörtum hönskum og haldið höndunum eins og hann væri með byssu, en svo hefði ekki verið. Tók hann fram að ákærði væri góður drengur og hefði á þessum tíma verið þunglyndur og langt niðri enda nýkominn af Litla-Hrauni. F sagðist búa við hliðina á C að [...]. Umræddan laugardagsmorgun hefðu þær mæðgur verið nývaknaðar klukkan átta eða hálf níu þegar þær hefðu heyrt að lamið var mjög hátt á hurðina hjá C. Hún sagðist hafa vitað að ekki væri rétt að fara fram og gá. Sagðist hún hafa heyrt karlmannsrödd kalla: “Opnaður, opnaðu !”. Þá sagðist hún ekki vera viss um hvort hún heyrði einnig kallað upp annað hvort “Ég ætla að skjóta þig!” eða “Ég ætla að drepa þig !”. Hún sagðist ekki hafa þekkt þessa rödd. G sagðist einnig búa í sama stigagangi og C. Sagðist hún hafa vaknað að morgni til og haldið að einhver hefði bankað hjá henni og að eitthvað væri að. Sagðist hún hafa henst fram og þá heyrt einhver læti frammi á stigaganginum. Þegar hún hefði ætlað að opna hurðina hefði hún heyrt einhvern karlmann segja: “...drepa þig, helvítið þitt... “ eða “...skjóta þig, helvítið þitt...” eða eitthvað í þeim dúr. Hún sagði að verið gæti að um hefði verið að ræða tvo til þrjá karlmenn. Þá sagðist hún hafa heyrt stimpingar og hávaða. Hún sagðist ekki hafa heyrt í C. Guðmundur Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður lýsti því að lögregla hefði haft samband við E heima hjá móður hans eftir atburðinn. Hefði hann verið spurður að því hvort hann ætlaði að fylgja málinu eftir og E samþykkt að koma með lögreglu og gefa skýrslu í málinu og leggja fram kæru á hendur ákærða Vilhjálmi. Lögreglumennirnir María Pálsdóttir og Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir gáfu skýrslur fyrir dóminum en ekki þykir ástæða til að rekja efni þeirra hér. Ákæruliður II. Málið dæmt samkvæmt skýlausri játningu ákærða að því er framangreindan ákærulið varðar og er því um málavexti skírskotað til ákæruliðarins. 3. A. Ákærur, útgefnar 3. og 27. nóvember 2008, á hendur A. Ákærði A játaði brot sín skýlaust fyrir dóminum eins og þeim er lýst í framangreindum ákærum. Þykir með játningu ákærða sem á sér stoð í gögnum málsins sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem ákært er fyrir og eru brot ákærða rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunum. B. Ákæra, útgefin 17. desember 2008, á hendur A og Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Ákæruliður 1. Hlutur ákærða A. Ákærði A játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum eins og því er lýst í ákærulið 1. Þykir með játningu ákærða sem á sér stoð í gögnum málsins sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem ákært er fyrir og er brot ákærða rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. Hlutur ákærða Vilhjálms Vilhjálmssonar. Ákærði Vilhjálmur hefur staðfastlega neitað sök að því er þennan ákærulið varðar. Hefur meðákærði A viðurkennt hér fyrir dómi og hjá lögreglu hinn 13. maí 2008 að hafa átt fíkniefnapakkann, sem fannst í leigubifreiðinni og hefur borið um það að ákærði Vilhjálmur hafi ekkert um hann vitað. Framburður meðákærða um þennan ákærulið hefur verið hvarflandi. Í skýrslu sinni hjá lögreglu 20. mars 2008 neitaði meðákærði því að hafa átt áðurgreindar e-töflur og kvaðst ekki hafa hugmynd um það hvort ákærði Vilhjálmur hefði átt þær. Þann framburð staðfesti meðákærði í skýrslu sinni hjá lögreglu 26. mars 2008. Það var svo ekki fyrr en 13. maí 2008 sem meðákærði kom að eigin frumkvæði til lögreglunnar og viðurkenndi að hafa átt áðurgreindar e-töflur. Þykja ótrúverðugar skýringar hans á því hvers vegna hann kom ekki til lögreglunnar fyrr og játaði sök. Hinn 13. maí viðurkenndi meðákærði einnig að hafa verið í samskiptum við ákærða frá því að gæsluvarðhaldi þeirra ákærðu lauk og á meðan ákærði Vilhjálmur afplánaði dóm á Litla-Hrauni. Einnig að hafa tjáð ákærða nokkru áður að hann hygðist fara til lögreglunnar og játa sök í málinu. Við sama tækifæri fannst upptökutæki í vasa meðákæra sem stillt var á upptöku. Þykja skýringar meðákærða á þeirri staðreynd afar ótrúverðugar og atvikið benda til þess að ákærði hafi ætlað að tryggja sér sönnur fyrir því að hann hefði játað á sig sök í málinu og að hann hafi verið undir þrýstingi um að fara til lögreglunnar í þessum tilgangi. Þá þykir framburður meðákærða um það hvar og hvernig hann losaði sig við fíkniefnapakkann í leigubifreiðinni afar óskýr og ótrúverðugur. Hér fyrir dómi lýsti meðákærði þessu ýmist þannig að hann hefði sett pakkann undir eða á bak við ökumannssætið. Einnig sagðist meðákærði hafa sett pakkann niður á bak við ökumannssætið. Þá sagðist hann hafa fleygt pakkanum í sætið og að hafa séð lögreglu taka pakkann úr sætinu skömmu síðar. Loks sagðist ákærði hafa lagt pakkann frá sér. Hjá lögreglu sagðist ákærði fyrst hafa sett efnin “þarna undir” og þegar hann var beðinn um nánari skýringu á því sagðist hann hafa sett þau á gólfið og sparkað þeim undir ökumannssætið. Síðar í skýrslunni sagðist hann hafa sett efnin undir ökumannssætið um leið og hann settist inn í bifreiðina. Meðákærði hefur borið um það að hafa pakkað fíkniefnunum inn í þá pakkningu, sem fannst í leigubifreiðinni. Þrátt fyrir það hefur hann ekki getað lýst því með skilmerkilegum hætti hvernig töflunum var pakkað inn og er framburður hans um það atriði hér fyrir dómi ekki í samræmi við framburð hans hjá lögreglu. Ákærðu hafa báðir borið um það að vera vel til vina og að hafa báðir verið í neyslu fíkniefna á þeim tíma sem um ræðir. Þá hefur ákærði Vilhjálmur borið um það að hafa stundað sölu á amfetamíni, en meðákærði sölu á e-töflum. Einnig að þeir hafi hvor um sig látið hinum í té fíkniefni til eigin neyslu og m.a. kveðst ákærði Vilhjálmur hafa fengið nokkrar e-töflur hjá meðákærða skömmu áður en þeir voru handteknir. Samkvæmt framburði ákærða A keypti hann e-töflurnar tveimur dögum áður en þeir ákærðu voru handteknir og pakkaði þeim inn daginn áður. Ekki bar ákærðu saman um það hvort fíkniefnin, sem þeir létu hvor öðrum í té til eigin neyslu, voru án endurgjalds eða gegn greiðslu. Er fram komið að sams konar e-töflur og voru í leigubifreiðinni fundust við húsleit heima hjá ákærða Vilhjálmi og að þeim hafði verið pakkað inn á sama hátt. Þá er og fram komið að við húsleit heima hjá ákærða Vilhjálmi, þaðan sem ákærðu voru að koma í greint sinn, fannst sundurklipptur innkaupapoki merktur vínbúð ÁTVR, sbr. ljósmynd nr. 4 á skjali nr. II-7, en bútar úr sams konar plastpoka voru utan um e-töflurnar, sem fundust í leigubifreiðinni og heima hjá ákærða Vilhjálmi. Þá ber og að líta til vitnisburðar leigubílstjórans, H, sem bar um það að þegar ákærði Vilhjálmur hefði komið inn í leigubifreiðina og sest fyrir aftan ökumannssætið hefði hann fundið fyrir því að eitthvað var átt við ökumannssætið, þ.e. hann hefði fundið fyrir hreyfingu og einhverjum bægslagangi aftur í bifreiðinni. Þá bar hann um það að vasinn aftan á sætisbakinu væri þröngur og að taka yrði í hann til að stinga einhverju ofan í hann. Þykir þetta benda til þess að pakkningunni hafi verið stungið ofan í sætisvasann í þann mund er ákærði Vilhjálmur sté inn í leigubifreiðina og kom sér fyrir í aftursætinu. Í ljósi alls framangreinds þykir mjög ótrúverðugur sá framburður ákærða Vilhjálms um að hann hafi ekki vitað af e-töflunum í leigubifreiðinni. Þykir í ljós leitt svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að fíkninefnin hafi verið í vörslum ákærðu beggja í greint sinn. Með vísan til magns fíkniefnanna, hvernig um þau var búið og framburðar ákærða A þykir og ljóst að þau hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni. Þykir því sannað að ákærði Vilhjálmur hafi gerst sekur um háttsemi þá sem greinir í ákærulið 1 og er brot hans réttilega heimfært til refsiákvæða í ákærunni. C. Ákæra útgefin 15. janúar 2009 á hendur Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Ákæruliður I. Samkvæmt þessum ákærulið er ákærða gefið að sök að hafa hótað E lífláti í stigagangi hússins að [...] í Reykjanesbæ að morgni 1. mars 2008. Framburður vitnanna F og G er ekki með þeim hætti að hann geti varpað skýru ljósi á málsatvik. Gegn eindreginni neitun ákærða og með vísan til framburðar vitnanna C og E þykir ósannað að ákærði hafi hótað E lífláti í greint sinn. Er ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvalds að því er þennan ákærulið varðar. Ákæruliður II. Ákærði játaði brot sitt skýlaust fyrir dóminum eins og því er lýst í ákærulið II í ákæru útgefinni 15. janúar 2009. Þykir með játningu ákærða sem á sér stoð í gögnum málsins sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem ákært er fyrir og eru brot ákærða rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakavottorði ákærða A hefur hann fimm sinnum frá árinu 2003 gengist undir greiðslu sektar vegna fíkniefnalagabrots. Hinn 8. janúar 2004 gekkst ákærði undir greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar í 12 mánuði vegna ölvunaraksturs og brots gegn 48. gr. umferðarlaga. Með dómi 6. september 2007 var ákærði dæmdur til greiðslu sektar og sviptingar ökuréttar í 3 ár vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Síðast hlaut ákærði dóm hinn 16. september 2008 og var þá dæmdur til greiðslu sektar vegna fíkniefnalagabrots. Brot þau er greinir í ákæruliðum I-VIII í ákæru, útgefinni 3. nóvember 2008, framdi ákærði áður en dómur frá 6. september 2007 gekk. Þá framdi ákærði brot þau er greinir í ákæruliðum I-XIV í ákæru, útgefinni 3. nóvember 2008, ákæru útgefinni 27. nóvember 2008 og 17. desember 2008, áður en dómur frá 16. september 2008 gekk. Ber því að dæma ákærða hegningarauka við þessa dóma að því er framangreind brot varðar, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Með broti því, er greinir í IX. ákærulið ákærunnar frá 3. nóvember 2008, ítrekaði ákærði í annað sinn brot gegn 45. gr. umferðarlaga. Í máli því sem hér er til meðferðar hefur ákærði alls þrettán sinnum gerst sekur um vörslur fíkniefna og er þar um að ræða tiltölulega lítið magn af amfetamíni, kannabisefni, kannabisplöntum og kókaíni, en tiltölulega mikið magn af e-töflum og LSD. Þá hefur ákærði fjórum sinnum ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna og þrisvar sinnum sviptur ökurétti. Með vísan til ákvæða 77. gr. almennra hegningarlaga skal gera ákærða refsingu í einu lagi fyrir öll brotin. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur játað brot sín og er það honum til refsimildunar. Á hinn bóginn er litið til sakarferils ákærða og þess að hann hefur nú gerst sekur um vörslur á talsverðu magni af hættulegum fíkniefnum og að um samverknað hans og meðákærða var að ræða. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Með hliðsjón af sakarferli ákærða þykja ekki skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald er ákærði sætti vegna málsins. Þá er ákærði ökurétti ævilangt frá 8. október 2010 að telja. Samkvæmt sakavottorði ákærða Vilhjálms var hann hinn 16. febrúar 2000 dæmdur til greiðslu sektar vegna brots gegn 106. gr. almennra hegningarlaga. Hinn 10. mars 2004 hlaut ákærði fangelsisdóm, 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Þá var ákærði hinn 9. febrúar 2006 dæmdur í 2 ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningaraga og hinn 16. maí 2007 var ákærða dæmdur hegningarauki við þann dóm fyrir brot gegn 217. gr. almennra hegningarlaga, en ekki gerð sérstök refsing. Síðast gekkst ákærði undir viðurlagaákvörðun, sekt og sviptingu ökuréttar, fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Brot þau, er ákærði er nú sakfelldur fyrir, sbr. 1. og 2. lið ákæru, útgefinnar 17. desember 2008 og II. ákærulið ákæru, útgefinnar 15. janúar 2009, framdi ákærði áður en hann gekkst undir viðurlagaákvörðun dómara hinn 3. júlí 2008. Ber því að dæma ákærða hegningarauka við þá sátt, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga og gera ákærða refsingu í einu lagi fyrir öll brotin, sbr. 77. gr. sömu laga. Við ákvörðun refsingar ákærða er litið til þess að ákærði hefur áður gerst sekur um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga og er það ákærða til refsihækkunar. Þá er litið til þess að hann hefur nú gerst sekur um vörslur á talsverðu magni af hættulegum fíkniefnum. Í ljósi framangreinds þykir refsing hans hæfilega ákveðin 2 ára fangelsi og þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald sem ákærði sætti vegna málsins. Upptæk skulu gerð 44,82 g af amfetamíni, 116,05 g af kannabisefni, 13 kannabisplöntur, 4,73 g af kókaíni, 57 stykki af LSD, 43 skammta af lysergide (LSD), 408 MDMA töflur, 0,74 g af tóbaksblönduðu kannabis og 1 stykki af ecstacy. Ákærði A greiði sakarkostnað að fjárhæð 1.419.854 krónur, þar af 75.569 krónur sameiginlega með meðákærða, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., 506.440 krónur og þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi, Ásbjörns Jónssonar hdl., 305.971 króna, hvorutveggja að meðtöldum virðisaukaskatti. Þar af Ákærði Vilhjálmur greiði sakarkostnað að fjárhæð 1.065.593 krónur, þar af 75.569 krónur sameiginlega með meðákærða, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hdl., sem þykja hæfilega ákveðin 432.264 krónur og þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi, Bjarna Haukssonar hdl, 557.760 krónur, hvorutveggja að meðtöldum virðisaukaskatti. Sakarkostnaður að fjárhæð 127.363 krónur vegna blóðrannsóknar í tengslum við ætlað hótunarbrot greiðist úr ríkissjóði. Dóm þennan kveður upp Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, A, sæti fangelsi í 18 mánuði, en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald er ákærða sætti vegna málsins. Ákærði A er sviptur ökurétti ævilangt frá 8. október 2010 að telja. Ákærði, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sæti fangelsi í 2 ár, en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald er ákærði sætti vegna málsins. Upptæk skulu gerð 44,82 g af amfetamíni, 116,05 g af kannabisefni, 13 kannabisplöntur, 4,73 g af kókaíni, 57 stykki af LSD, 43 skammta af lysergide (LSD), 408 MDMA töflur, 0,74 g af tóbaksblönduðu kannabis og 1 stykki af ecstacy. Ákærði A greiði sakarkostnað að fjárhæð 1.419.854 krónur, þar af 75.569 krónur sameiginlega með meðákærða, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., 506.440 krónur og þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi, Ásbjörns Jónssonar hdl., 305.971 króna. Ákærði Vilhjálmur greiði sakarkostnað að fjárhæð 1.065.593 krónur, þar af 75.569 krónur sameiginlega með meðákærða, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hdl., 432.264 krónur og þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi, Bjarna Haukssonar hdl., 557.760 krónur. Sakarkostnaður að fjárhæð 127.363 krónur greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 389/2013
Húsbrot Eignaspjöll Líkamsárás Rannsókn Kæra Frávísun frá héraðsdómi
X var ákærður fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás með því að hafa ruðst heimildarlaust í íbúð í fjölbýlishúsi og veist þar að A, ýtt við henni og rifið utan af henni nærbuxur með þeim afleiðingum að hún hlaut rispu á mjöðm, auk þess að hafa hent farsíma og örbylgjuofni í gólf íbúðarinnar. Þá var X ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa síðar sama dag í sama fjölbýlishúsi veist að Á þannig að hann féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í ofn og hlaut við það sár á hvirfli. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að þótt A hefði borið fram kæru á hendur ákærða hjá lögreglu fyrir húsbrot samkvæmt 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og eignaspjöll samkvæmt 1. mgr. 257. gr. sömu laga hefði þar ekki komið fram að hún krefðist þess að sakamál yrði höfðað á hendur honum. Hafi því ekki verið fullnægt skilyrði 1. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til höfðunar sakamáls og þegar úr því hafi verið bætt 11 mánuðum síðar hafi verið liðinn hinn lögbundni 6 mánaða málshöfðunarfrestur samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að vísa frá héraðsdómi þeim hluta ákærunnar sem laut að framangreindum brotum. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu X af ákæru fyrir líkamsárásir gagnvart A og B.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 28. maí 2013. Af hálfu ákæruvalds er þess aðallega krafist að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og hann dæmdur til refsingar, en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað. Ákærði krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms, til vara að hann verði sýknaður af kröfu ákæruvaldsins, en að því frágengnu að refsing verði milduð. Í 1. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála segir að sé það gert að skilyrði fyrir því að sakamál sé höfðað, að krafa sé um það gerð, skuli það því aðeins gert að brotaþoli krefjist þess. Þá er kveðið á um það í 3. mgr. sömu greinar að heimild til þess að bera fram kröfu um málshöfðun samkvæmt 1. mgr. falli niður sé krafa ekki gerð innan sex mánaða frá því að sá sem heimildina hefur fékk vitneskju um þann sem sekur kann að vera um hina refsiverðu háttsemi. Í málinu er ákærða meðal annars gefið að sök húsbrot samkvæmt 231. gr. almennra hegningarlaga, en samkvæmt a. lið 2. töluliðar 242. gr. laganna sætir slíkt brot ákæru eftir kröfu þess manns sem misgert var við. Einnig eru ákærða gefin að sök eignaspjöll samkvæmt 1. mgr. 257. gr. sömu laga, en í 4. mgr. þeirrar greinar er mælt fyrir um að því aðeins skuli höfðað mál út af slíku broti að sá krefjist þess sem misgert var við. Í hinum áfrýjaða dómi er rakið niðurlag hljóðupptöku af skýrslu A hjá lögreglu 11. ágúst 2011, sama dag og umrædd brot eru sögð hafa verið framin, og var skýrslan gefin að viðstöddum réttargæslumanni hennar. Þótt fallist verði á með ákæruvaldinu að A hafi borið fram kæru á hendur ákærða fyrir framangreind brot kom þar ekki fram að hún krefðist þess að sakamál yrði höfðað á hendur honum vegna þeirra. Framangreindu skilyrði til höfðunar sakamáls var því ekki fullnægt umrætt sinn og þegar úr því var loks bætt ellefu mánuðum síðar var liðinn hinn lögbundni sex mánaða málshöfðunarfrestur sem kveðið er á um í 3. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt 2. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 getur Hæstiréttur ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði hafi gefið skýrslu hér fyrir dómi. Á hinn bóginn getur Hæstiréttur eftir 3. mgr. sömu greinar fellt úr gildi héraðsdóm ef rétturinn telur líkur á að niðurstaða héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kunni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, meðal annars á grundvelli munnlegs framburðar ákærða og vitna fyrir dómi, að ákærði hafi ekki gerst sekur um brot samkvæmt ákæru gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Verður ekki talið að sú niðurstaða sé röng svo að máli skipti og því hafnað þeirri kröfu ákæruvaldsins að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur. Að framansögðu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 2. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008 verður allur áfrýjunarkostnaður málsins felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Allur áfrýjunarkostnaður málsins, 276.052 krónur, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, X, Óskars Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 251.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 3. maí 2013. Mál þetta, sem þingfest var þann 21. febrúar sl., og dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 11. apríl sl., er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á Selfossi, dagsettri 21. janúar 2013, á hendur X, kt. [...], til heimilis að [...], „fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás I. með því að hafa að morgni fimmtudagsins 11. ágúst 2011, ruðst heimildarlaust inn í íbúð í fjölbýlishúsi að [...], og veist þar að A, kt. [...], ýtt við henni og rifið utan af henni nærbuxur með þeim afleiðingum að hún hlaut rispu á vinstri mjöðm. Einnig fyrir að hafa í umrætt sinn hent, annars vegar GSM farsíma í gólfið og stigið á hann og hins vegar örbylgjuofni í gólfið, með þeim afleiðingum að hvort tveggja skemmdist. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 217. gr., 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. II. með því að hafa síðar sama dag og þau atvik urðu sem frá greinir í ákærulið I, í stigagangi í sama fjölbýlishúsi og í fyrri ákærulið greinir, veist að B, kt. [...], þannig að hann féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í ofn, með þeim afleiðingum að B hlaut sár á hvirfli. Telst brot ákærða varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“ Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa brotaþolans A, en krafan er svohljóðandi: „Einkaréttarkrafa Í málinu gerir Sigurður Sigurjónsson hrl., f.h. brotaþola samkvæmt fyrri lið ákæru, A, kt. [...], kröfu um að ákærða verði með dómi gert að greiða brotaþola bætur að fjárhæð kr. 642.985,- ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá tjónsdegi til þess dags er mánuður er liðinn frá dagsetningu bótakröfunnar, og dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 6. gr. vaxtalaga, auk kostnaðar sem af réttargæslu eða eftir atvikum lögmannsaðstoðar brotaþola hlýst.“ Ákærði mætti við þingfestingu málsins. Einnig mætti Jónína Guðmundsdóttir hdl., vegna framkominnar einkaréttarkröfu [...], og var Jónína skipuð réttargæslumaður brotaþola. Málinu var frestað til 7. mars sl. Ákærði mætti fyrir dóm framangreindan dag ásamt Óskari Sigurðssyni hrl., sem skipaður var verjandi að ósk ákærða. Í þinghaldinu játaði ákærði að hafa ruðst heimildarlaust inn í íbúð A í fjölbýlishúsinu að [...] samkvæmt fyrsta tölulið ákæru en neitaði sök að öðru leyti samkvæmt þeim ákærulið. Ákærði neitaði einnig sök í síðari ákærulið og hafnaði framkominni einkaréttarkröfu. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa fyrir húsbrotið og sýknu af líkamsárás í fyrsta og öðrum tölulið ákæru. Ákærði krefst þess að ákæru um eignaspjöll í fyrsta tölulið ákæru verði vísað frá dómi, en til vara er krafist sýknu af þeim þætti ákæru. Þess er krafist að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi og verjandi ákærða krefst málsvarnarlauna sér til handa og að þau verði greidd úr ríkissjóði. Fyrir hönd brotaþolans A, krefst skipaður réttargæslumaður, Jónína Guðmundsdóttir hdl., miskabóta að fjárhæð 600.000 krónur og bóta vegna munatjóns að fjárhæð 42.985 krónur, allt ásamt vöxtum eins og nánar greinir í einkaréttarkröfunni. Þá er gerð krafa um þóknun til handa skipuðum réttargæslumanni og einnig til handa tilnefndum réttargæslumanni brotaþola, Sigurði Sigurjónssyni hrl. Málavextir Fyrir liggur að A, fyrrverandi sambýliskona ákærða og barnsmóðir, bjó á umræddum tíma ásamt barni hennar og ákærða í leiguíbúð í fjölbýlishúsi að [...]. Þá liggur fyrir að A og ákærði höfðu nokkrum mánuðum áður slitið samvistum. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að fimmtudaginn 11. ágúst 2011 hafi lögregla tvisvar sinnum með stuttu millibili sinnt útköllum vegna atburða í eða við íbúð A. Í fyrra skiptið, klukkan 10:40, í kjölfar tilkynningar A um að hún hafi orðið fyrir líkamsárás á heimili sínu af hendi ákærða. Aðkomunni er þannig lýst í skýrslu lögreglu. „Þegar við komum að íbúðinni sáum við að hurðakarmur var brotinn, þegar inn var komið sáum við snyrtitösku á miðjum herbergisganginum og hlutir úr töskunni út um allt, aðeins innar var hluti af nærbuxunum sem A sagðist hafa verið í. Eldhús og stofa eru í beinu framhaldi af herbergisganginum og þar var örbylgjuofn á gólfinu.“ Í frumskýrslu kemur fram að ekki hafi verið hægt að læsa útidyrahurð á íbúð A. Stuttu eftir framangreinda tilkynningu barst lögreglu aftur tilkynning frá sömu íbúð. Þegar lögregla kom á vettvang greindi B, sem þar var staddur, frá því að ákærði hafi ráðist að sér þegar B hafi varnað ákærða inngöngu í íbúð A þegar ákærði kom í síðara skipti umræddan dag að heimili hennar. Meðal rannsóknargagna eru átta ljósmyndir sem lögregla tók á vettvangi þann 11. ágúst 2011 og sýna þær m.a. skemmdir á dyrakarmi á útidyrahurð, örbylgjuofn á hvolfi á gólfi fyrir framan ísskáp í eldhúsi íbúðarinnar, myndir af snyrtibuddu, snyrtidóti og lyfjum og nærbuxum á gólfi íbúðarinnar og loks er mynd af Nokia farsíma, allt munir í eigu A. Framangreindur farsími og nærbuxur, sem voru í vörslu lögreglu, lágu frammi við aðalmeðferð málsins og bar A kennsl á umrædda muni þegar skýrsla var tekin af henni. Í málinu liggur frammi læknisvottorð sem C læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi ritaði að beiðni lögreglu þann 26. október 2012. Þar kemur fram að þann 11. ágúst 2011 hafi A, brotaþoli samkvæmt fyrri lið ákæru, leitað til stofnunarinnar og hitt þar fyrir D lækni. Í svokölluðum nótum kemur m.a. fram að við skoðun hafi komið í ljós á vinstri mjöðm „grunn rispa ca 2cm að lengd, staðsetningin passar við nærbuxnahæð. Það eru ekki aðrir áverkar svo vitað sé. Þessi áverki kemur heim og saman við frásögn A.“ Einnig liggur frammi í málinu læknisvottorð sem E læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi ritaði að beiðni lögreglu þann 27. júlí 2012 um komu brotaþola samkvæmt síðari lið ákæru, B, til vaktlæknis stofnunarinnar þann 11. ágúst 2011. Segir í vottorðinu: „Við skoðun er á hvirfli grunnt svöðusár á stærð við þumalnögl, ca 2-3cmx1cm. ekki aðrir áverkar [ ] gæti allt eins samrýmst falli á ofn.“ Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði, X, viðurkenndi að hafa brotið sér leið inn í íbúð A, fyrrverandi sambýliskonu sinnar til tæpra þriggja ára, í kjölfar þess að A hafi ekki viljað hleypa honum inn í íbúðina þegar hann vildi ræða við hana. Ákærði kvaðst hafa reiðst eftir að hafa fengið símtal frá B þess efnis að ákærði ætti að láta A í friði. Ákærði kvaðst hafa ýtt tvisvar til þrisvar á hurðina og notað til þess eigin þunga þar til hún opnaðist. Ákærði kvaðst sjá eftir þessu háttarlagi sínu. Þegar inn í íbúðina kom hafi A ekkert viljað tala við hann og því hafi hann tekið af henni síma og fleygt honum létt til hliðar á gólfið. Ákærði neitaði að hafa stigið á símann. Á leiðinni út úr íbúðinni kvaðst ákærði hafa slegið í hliðina á skáp sem ísskápurinn hafi staðið í en ofan á honum hafi verið örbylgjuofn. Ákærði tók fram að þegar hann fór út úr íbúðinni hafi örbylgjuofninn staðið ofan á ísskápnum enda hafi hann ekki komið við ofninn. Fram kom hjá ákærða að hann hafi sennilega verið æstur og reiður í umrætt sinn og hafi þau A rifist. A hafi verið í svokölluðum boxerbuxum eða stuttbuxum og ermalausum bol þegar hann kom inn í íbúðina. Sérstaklega aðspurður kvaðst ákærði ekkert hafa komið við A í greint sinni, hvorki ýtt við henni né rifið utan af henni nærbuxur með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir. Ákærði kvaðst ekki geta tjáð sig um af hverju nærbuxur A hafi verið rifnar þegar lögregla kom á staðinn. Aðspurður um annan lið ákæruskjals kom fram hjá ákærða að hann hafi séð eftir því sem á undan hafi gengið og viljað sjá hvað hann hefði eyðilagt og einnig viljað biðja A afsökunar. Ákærði kvaðst hafa farið upp með lyftunni en þegar upp á hæðina kom hafi B staðið fyrir framan lyftudyrnar og varnað sér útgöngu með því að ýta sér inn í lyftuna aftur og senda lyftuna aftur niður. Þá hafi B beðið sig um að fara en það kvaðst ákærði ekki hafa viljað því hann hafi ætlað að ná tali af A. Eftir að B hafi ítrekað ýtt honum aftur inn í lyftuna kvaðst ákærði hafa gengið rösklega fram en þá hafi B tekið utan um hann. Þar sem ákærða hafi ekki komið til hugar að taka á móti B hafi hann látið sig falla niður. Við það hafi B einnig fallið og lent ofan á ákærða og hafi þeir legið einhverja stund í gólfinu. Þessu hafi síðan lokið með því að ákærði hafi staðið upp og yfirgefið húsið. Ákærði kvaðst ekki hafa tekið eftir því hvort blætt hafi úr B eða hann fengið sár en ákærði kvað skyrtu sína hafa rifnað. Aðspurður kvaðst ákærði telja að A hafi séð þegar þeir féllu í gólfið en hún hafi staðið á ganginum innan við útidyrnar að íbúðinni. Fram kom hjá ákærða að hann og A, sem eiga barn saman, hafi slitið samvistum í marsmánuði 2011. Ákærði upplýsti að hann hafi á umræddum tíma verið 1,86 metrar að hæð og 110-112 kg. að þyngd. Vitnið A, fyrirverandi sambúðarkona og barnsmóðir ákærða, kvaðst hafa verið ein heima umræddan dag þegar ákærði kom. Hún hafi ekki viljað hleypa honum inn og því hringt í B kærasta sinn og beðið hann um að hringja í ákærða þannig að ákærði myndi láta vitnið í friði. Vitnið kvaðst hafa verið í nærbuxum (g-streng) og hlýrabol einum klæða þegar ákærði kom inn í íbúðina eftir að hafa brotið upp útidyrahurðina. Þegar inn kom hafi ákærði fyrst hent niður snyrtitösku vitnisins og traðkað á henni. Síðan hafi hann ýtt örbylgjuofninum sem við það hafi fallið í gólfið. Þrátt fyrir fallið hafi örbylgjuofninn verið í lagi og sé enn í notkun, nú hjá móður vitnisins. Hins vegar hafi komið gat á gólfteppið og beygla sé aftan á ofninum. Þá hafi ákærði ýtt við vitninu og rifið í nærbuxurnar hennar og hrópað á hana. Þegar hún hafi ætlað að hringja á hjálp hafi ákærði tekið af henni símann, grýtt honum í gólfið og stappað ofan á hann. Síminn, þ.e. skjárinn, hafi brotnað og hún því ekki getað hringt enda ekkert séð á símann. Fljótlega eftir þetta hafi ákærði yfirgefið íbúðina en vitnið hlaupið út og fengið að hringja í lögregla í síma konu sem hún hitti fyrir utan húsið. Vitnið greindi frá því að hafa verið í miklu áfalli eftir atburðinn og mikið hrædd. Sérstaklega aðspurð kvaðst vitnið aldrei hafa fengið rispur við að vera í svokölluðum g-streng. Fram kom að ákærði hafi látið vitnið hafa notaðan síma eftir atburðinn. Vitnið greindi frá því að þegar B, kærasti vitnisins, kom heim úr vinnu hafi þau séð til ákærða fyrir utan húsið. Vitnið kvaðst hafa orðið mjög hrædd og því farið inn á baðherbergi ásamt vinkonu sinni og hringt aftur á lögreglu en B tekið á móti ákærða. Vitnið kvaðst hafa hlaupið fram á stigaganginn eftir að hafa heyrt mikinn hávaða og þá séð B halda ákærða niðri. Þá hafi ákærði sagt „ok, ég skal fara“, staðið upp og yfirgefið húsið í rifinni skyrtu, en B hafi verið með blæðandi sár. Vitnið og brotaþolinn, B, sambýlismaður vitnisins A, kvaðst hafa verið í símasambandi við ákærða umræddan morgun og heyrt hræðsluöskur í vitninu A og grunað að ákærði hefði komist inn í íbúðina. Vitnið, sem á umræddum tíma var við störf í Þorlákshöfn, kvaðst hafa komið upp á Selfoss, líklega rúmri klukkustund síðar, og farið heim til A sem hafi verið í miklu sjokki. Hún hafi þá verið í íþróttapeysu og joe-boxerbuxum sem hafi náð niður á kálfa. Þá hafi verið búið var að sparka upp útidyrahurðina og hafi allt verið í rúst innan dyra. Nánar lýsti vitnið því þannig að snyrtidót og lyf hafi legið á gólfinu, örbylgjuofn hafi verið á gólfinu beyglaður og ónýtur, teppið rifið, sófinn brotinn og nærbuxur A á gólfinu. Stuttu eftir að vitnið kom í íbúðina hafi hann séð bifreið ákærða við fjölbýlishúsið og þá hafi A orðið mjög hrædd. Hann hafi þá ýtt A og vinkonu hennar, sem komið hafi A til aðstoðar, inn í íbúðina og beðið þær að loka sig af inni á salerni. Vitnið kvaðst hafa beðið eftir ákærða fyrir utan lyftudyrnar. Þegar ákærði kom upp með lyftunni hafi hann beðið ákærða að fara og sagt honum að hann ætti ekkert erindi þangað. Vitnið kvaðst hafa komið í veg fyrir að ákærði, sem hafi verið rólegur, kæmist út úr lyftunni með því að ýta honum aftur inn í lyftuna með báðum höndum og gefið skipun um að lyftan færi aftur niður. Ákærði hafi hins vegar tvisvar eða þrisvar reynt að komast út úr lyftunni en vitnið kvaðst alltaf hafa ýtt honum til baka inn í lyftuna eins og áður er lýst. Síðan hafi ákærði stokkið snögglega á vitnið sem við það hafi dottið aftur fyrir sig og lent með höfuðið á ofni. Kvaðst vitnið hafa upplifað atvikið þannig að ákærði hafi ætlað að ráðast að honum og að á þeim tímapunkti hafi ákærði ekki verið rólegur. Þeir hafi síðan tekist á liggjandi á gólfinu og hafi skyrta ákærða rifnað. Loks hafi vitninu tekist að halda ákærða niðri og í því hafi A komið að. Allt í einu hafi ákærði sagt, „ég er rólegur, ég skal fara“, staðið upp og farið niður. Vitnið upplýsti að hann hafi á umræddum tíma verið 1,85 á hæð og um 115-120 kg að þyngd. Vitnið, F, vinkona A, kvað B hafa hringt í sig umræddan morgun og haft áhyggjur af A. Hún hafi því farið heim til A. Þá hafi lögreglan verið á staðnum, mikið drasl og A áhyggjufull. Kvaðst vitnið hafa lokað sig inni ásamt A þegar ákærði kom í síðara skiptið og þá hafi A hringt í lögreglu úr síma vitnisins. Þær hafi síðan heyrt öskur frammi, orðið áhyggjufullar og farið fram á stigaganginn en þá hafi ákærði verið á leiðinni út úr húsinu. Vitnið, G, fyrrverandi lögreglumaður kvaðst hafa farið á vettvang með forgangi ásamt H lögreglumanni. Aðkomu að íbúð A lýsti vitnið þannig að hurðakarmur hafi verið skemmdur, mikið af snyrtidóti hafi verið á gólfinu á ganginum og innst í íbúðinni hafi örbylgjuofn legið á gólfinu. Þá hafi A bent þeim á rifnar nærbuxur sem lágu á gólfinu og greint frá því að ákærði hafi rifið þær. Ákærði hafi ekki verið á vettvangi en A hafi verið í miklu uppnámi, grátandi og virst hrædd. Vitnið minnti að annað hvort hún eða H hafi tekið myndir af vettvangi. Sérstaklega aðspurð kvaðst vitnið ekki hafa skoðað hugsanlegar skemmdir á örbylgjuofninum. Vitnið kannaðist ekki við að hafa séð gsm-síma á vettvangi. Vitnið, H, lögreglumaður lýsti aðkomu á vettvang þannig að A hafi verið mjög hrædd og í uppnámi. Nærbuxur, snyrtitaska og örbylgjuofn hafi legið á gólfinu, en ákærði hafi ekki verið á vettvangi. Vitnið kvaðst ekki hafa kannað hugsanlegar skemmdir á örbylgjuofninum og ekki muna eftir að hafa séð gsm-síma í íbúðinni. Vitnið, C, læknir, sem skoðaði A umræddan dag á heilsugæslustöðinni á Selfossi, gaf skýrslu í gegnum síma og staðfesti það sem fram kemur í framlögðu læknisvottorði. Vitnið greindi frá lítilli grunnri rispu á yfirborði, líkt og skrámu eftir nögl eða núning á vinstri mjöðm A. Áverkinn hafi ekki kallað á aðhlynningu af neinu tagi enda engin blæðing. Vitnið taldi það eitt að ganga í g-streng ætti ekki að framkalla áverka sem þennan. Vitnið, E, læknir, sem ritaði læknisvottorð vegna B, gaf skýrslu í gegnum síma. Vitnið staðfesti að C læknir hafi skoðað B umræddan dag á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Vitnið staðfesti að það sem fram kemur í framlögðu læknisvottorði hafi verið skráð upp úr sjúkraskrá heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Sérstaklega aðspurt sagði vitnið að áverki sem þessi geti t.d. komið við að reka sig upp undir. Niðurstaða Fyrri töluliður ákæru, húsbrot og eignaspjöll Fyrri töluliður ákæru lýtur að ætluðum brotum ákærða gegn 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot gegn þeim ákvæðum almennra hegningarlaga sæta ákæru eftir kröfu þess sem misgert er við, sbr. a-lið 2. mgr. 242. gr. laga nr. 19/1940 og 4. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá segir í 3. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, að heimild brotaþola til þess að bera fram kröfu um málshöfðun falli niður sé krafa ekki gerð innan sex mánaða frá því að sá sem heimildina hefur fékk vitneskju um þann sem sekur kann að vera um hina refsiverðu háttsemi. Með vísan til þessa er því nauðsynlegt að fjalla sérstaklega um hvort skilyrði tilvitnaðra ákvæða almennra hegningarlaga og laga um meðferð sakamála séu uppfyllt í máli þessu. Í máli þessu liggur frammi samantekt lögreglu af skýrslutöku yfir brotaþolanum A þann 11. ágúst 2011. Í samantektinni kemur ekki fram að brotaþoli hafi sett fram kröfu um að sakamál sé höfðað gegn ákærða fyrir ætluð brot gegn 231. og 1.mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga. Meðal framlagðra rannsóknargagna er hljóðupptaka af framangreindri yfirheyrslu og er því nauðsynlegt að fjalla um efni hennar að þessu leyti, en dómari hefur kynnt sér hljóðupptökuna. Í upphafi skýrslutöku, sem tilnefndur réttargæslumaður A, Sigurður Sigurjónsson hrl., var viðstaddur kemur fram að til standi að taka skýrslu af vitni í máli nr. 33-2011-5641. Síðan segir orðrétt um kæruefni „en það er atvik sem gerðist í morgun og varðar meint húsbrot og líkamsárás.“ Undir lok yfirheyrslu segir lögreglumaðurinn við vitnið A. „En þú leggur fram kæru á hendur X fyrir skemmdarverk“. Vitnið grípur fram í og segir, „að skemma hurðina, brotið“. Lögreglumaðurinn segir þá, „húsbrot, ráðast inn á heimilið þitt“. Vitnið grípur aftur fram í og segir, „já mér finnst þetta allt of langt gengið “ Í framhaldi af því segir lögreglumaðurinn. „Ég ætla, ég líka, að kynna þér þarna bótakröfurétt, þú átt rétt á að leggja fram bótakröfu af því þú hefur orðið fyrir tjóni þannig á ég ekki að bara að bóka það bara“ og virðist lögreglumaðurinn beina orðum sínum að tilnefndum réttargæslumanni sem svarar, „jú, hún áskilur sér rétt til að krefja hann um bætur fyrir það tjón sem hann hefur valdið.“ Ákærða er gefið að sök brot gegn 231. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt a-lið 2. mgr. 242. gr. laga nr. 19/1940 og 4. mgr. 257. gr. áðurnefndra laga skal því aðeins höfða mál út af brotum gegn 231. og 1. mgr. 257. gr. laga nr. 19/1940, að sá krefjist þess sem misgert er við. Með vísan til þess sem að framan er rakið kom slík krafa ekki fram þegar skýrsla var tekin af brotaþolanum A þann 11. ágúst 2011. Skýrsla sú sem tekin var af brotaþola þann 13. júlí 2012 bætir þar ekki um, þó þar komi fram skýr refsikrafa, enda var þá liðinn sex mánaða frestur til að bera fram kröfu um málshöfðun sem kveðið er á um í 3. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt framansögðu verður því ákæru vegna húsbrots og eignaspjalla í fyrri tölulið ákæru vísað frá dómi. Fyrri töluliður ákæru, líkamsárás Ákærða er gefið að sök að hafa umræddan dag, inni á heimili A að [...], veist að A, ýtt við henni og rifið utan af henni nærbuxur með þeim afleiðingum að hún hlaut rispu á vinstri mjöðm. Ákærði sagði brotaþola hafa verið í svokölluðum boxer stuttbuxum og ermalausum bol þegar hann kom inn á heimili hennar, en brotaþoli sagðist hafa verið í nærbuxum, svokölluðum g-streng, og hlýrabol. Ákærði lýsti því í framburði sínum fyrir dómi að hann hafi sennilega verið æstur og reiður og hafi hann og brotaþoli rifist. Ákærði neitaði hins vegar alfarið að hafa veist að brotaþola eins og lýst er í ákæru og tók fram að hann hafi ekki komið við brotaþola. Brotaþoli lýsti atvikum þannig að ákærði hafi ýtt við henni, rifið í nærbuxur hennar og hrópað að henni. Vitnið C læknir bar fyrir dómi að áverki á vinstri mjöðm brotaþola hafi verið lítil grunn rispa á yfirborðinu án blæðingar, líkt og skráma eftir nögl eða núning og hafi áverkinn ekki kallað á aðhlynningu að neinu tagi. Málatilbúnaður ákæruvaldsins verður ekki skilinn á annan hátt en þann að brotaþoli hafi fengið umræddan áverka á vinstri mjöðm við það að ákærði reif utan af henni nærbuxurnar og vísað var til þess að nærbuxurnar, sem lágu frammi í málinu og brotaþoli staðfesti að væru sínar, hafi legið rifnar á gólfi íbúðarinnar þegar lögregla kom á vettvang stuttu síðar. Fyrir liggur að umræddur áverki var óverulegur og þess eðlis að ekki er útilokað að hann hafi myndast fyrir tilstilli brotaþola sjálfs. Verulega ber á milli framburðar ákærða og brotaþola sem í umrætt sinn voru ein í íbúðinni. Með vísan til alls þessa og gegn eindreginni neitun ákærða hefur ákæruvaldinu, að mati dómsins, ekki tekist að færa fram sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, á sekt ákærða hvað þennan þátt málsins varðar og vísast í því sambandi til 108. gr. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt því verður ákærði sýknaður af líkamsárás samkvæmt fyrri lið ákæru. Síðari töluliður ákæru, líkamsárás Ákærða er gefið að sök að hafa, eftir atvik þau sem lýst er í fyrri tölulið ákæru, veist að brotaþolanum B þannig að hann féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í ofn með þeim afleiðingum að hann hlaut sár á hvirfli. Fyrir liggur að ákærði fór í lyftu til að komast að íbúð A og þegar á hæðina var komið hafi brotaþoli staðið fyrir framan lyftudyrnar og beðið ákærða að fara burtu. Brotaþoli lýsti því fyrir dómi að hafa varnað ákærða útgöngu úr lyftunni með því að ýta honum ítrekað inn í lyftuna aftur. Þegar hér var komið sögu greinir ákærða og brotaþola á um atburðarásina. Ákærði kvaðst hafa gengið rösklega fram og brotaþoli þá tekið utan um hann, en þar sem ákærða hafi ekki komið til hugar að taka á móti brotaþola hafi ákærði látið sig falla niður. Við það hafi brotaþoli einnig fallið og lent ofan á ákærða og í framhaldi af því hafi þeir legið einhverja stund í gólfinu, eða þar til ákærði hafi staðið upp og yfirgefið húsið. Brotaþoli lýsti atvikum þannig að ákærði hafi snögglega stokkið á sig og við það hafi hann fallið aftur fyrir sig og lent með höfuðið á ofni. Báðir lýsa þeir því að hafa legið og velst um á gólfinu og að þá hafi skyrta ákærða rifnað. Brotaþola hafi síðan tekist að halda ákærða niðri og þá hafi ákærði allt í einu sagt, „ég er rólegur, ég skal fara“, staðið upp og farið niður. Þessi framburður fær stuðning í framburði vitnisins A en hún greindi frá því að þegar hún kom fram á stigaganginn hafi B haldið ákærða niðri. Vitnið F kvað ákærða hafa verið á leið út þegar vitnið kom fram á stigaganginn. Fyrir liggur að nokkurt jafnræði var milli ákærða og brotaþola hvað líkamsburði varðar. Ákærði upplýsti að hann hafi á umræddum tíma verið 1,86 metrar á hæð og 110-112 kg að þyngd og brotaþoli að hann hafi verið 1,85 metrar á hæð og um 115-120 kg að þyngd. Einnig liggur fyrir samkvæmt framburði ákærða og brotaþola að til ryskinga hafi komið milli þeirra við lyftudyrnar þegar ákærði reyndi ítrekað að komast út úr lyftunni en brotaþoli aftraði honum för. Hins vegar ber þeim ekki saman um það hvernig það atvikaðist að þeir féllu í gólfið og ekki er ljóst hver hafi verið þáttur hvors um sig í þeim átökum en engin vitni voru að átökunum. Samkvæmt þessu er það niðurstaða dómsins að verulegur vafi leiki á um það hvort ákærði hafi valdið brotaþola þeim áverkum sem honum er gefið að sök í ákæru. Þennan vafa ber að skýra ákærða í hag, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði er því sýknaður af líkamsárás samkvæmt síðari lið ákæru. Með vísan til þess að ákæru á hendur ákærða fyrir minniháttar eignaspjöll hefur verið vísað frá dómi og ákærði hefur verið sýknaður af líkamsárás sem honum er gefin að sök í fyrri tölulið ákæru er bótakröfu í máli þessu vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með vísan til niðurstöðu málsins, sbr. 2. mgr. 218. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, verður allur sakarkostnaður í máli þessu felldur á ríkissjóð. Samkvæmt framlögðu yfirliti yfir sakarkostnað var kostnaður vegna læknisvottorðs 11.178 krónur og þóknun verjanda á rannsóknarstigi 37.650 krónur, og verður hann, eins og áður segir, felldur á ríkissjóð. Sama gildir um málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Óskars Sigurðssonar hrl., sem þykja hæfilega ákveðin 213.350 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, sem og þóknun tilnefnds réttargæslumanns, Sigurðar Sigurjónssonar hrl., 188.250 krónur og skipaðs réttargæslumanns, Jónínu Guðmundsdóttur hdl., 150.600 krónur í báðum tilvikum að virðisaukaskatti meðtöldum. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Selfossi, flutti málið fyrir ákæruvaldið. Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Vísað er frá dómi ákæru á hendur X að því er varðar þann hluta ákæru sem fjallar um húsbrot samkvæmt 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og eignaspjöll samkvæmt 1. mgr. 257. gr. sömu laga. Ákærði, X, er sýkn af öllum öðrum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Einkaréttarkröfu A er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin útlagður kostnaður 48.828 krónur, málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Óskars Sigurðssonar hrl., 213.350 krónur, og réttargæslulaun Sigurðar Sigurjónssonar hrl., 188.250 krónur og Jónínu Guðmundsdóttur hdl., 150.600 krónur, í öllum tilvikum að meðtöldum virðisaukaskatti.
Mál nr. 411/2017
Ómerking héraðsdóms Heimvísun Málsástæða
Þ og D kröfðust viðurkenningar á því að tvær kreditkortafærslur af kreditkortum þeirra í tiltekinni verslun á Tenerife hefðu verið ólögmætar og að fella bæri þær niður án ábyrgðar. Óumdeilt var að Þ og D hefðu sjálf sett kort sín í posa verslunarinnar og slegið inn PIN númer færslunni til staðfestingar. Þ og D byggðu á því að þetta hefðu þau gert í því skyni að fá ábyrgð á tölvu sem Þ hafði keypt í versluninni og átti ekki að kosta neitt, en starfsmenn verslunarinnar hefðu beitt þau blekkingum til að ná fram greiðslunum. Héraðsdómur tók kröfu Þ og D til greina með vísan til þess að þau hefðu með nægilegum hætti sýnt fram á að þau hefðu ekki fengið afhenta neina vöru eða þjónustu gegn þeim greiðslum skuldfærðar hefðu verið á kort þeirra. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ekki hefði verið byggt á þessari málsástæðu í héraði af hálfu Þ og D. Samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála mætti dómari ekki byggja niðurstöðu sína á málsástæðum sem hefðu mátt koma fram við meðferð máls en gerðu það ekki. Taldi Hæstiréttur því ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og leggja fyrir héraðsdóm að taka málið til munnlegs málflutnings og dómsálagningar að nýju.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og BenediktBogason og Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. júní 2017. Hann krefst sýknuaf kröfu stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaðadómi varðar ágreiningur aðila tvær úttektir sem færðar voru á greiðslukortstefndu vegna notkunar þeirra á kortunum í verslun á Tenerife 16. apríl 2015.Er óumdeilt að umrætt sinn settu stefndu sjálf kort sín í posa verslunarinnarog slógu inn svokallað PIN númer færslunni til staðfestingar. Hafa stefndugreint frá því að ekki hafi verið um að ræða að þau væru að greiða fyrir vörueða þjónustu heldur hafi þau notað kortin í því skyni að fá með þeim hættiábyrgð á tölvu sem stefndi Þorvaldur hafði keypt í versluninni og hafi súábyrgð ekki átt að kosta neitt. Kveða stefndu að þau hafi ítrekað sett kortin íposann og slegið inn PIN númer en starfsmenn verslunarinnar hafi jafnan haldiðþví fram að færslurnar hefðu ekki farið í gegn. Svo hafi ekki verið rauninvarðandi þær tvær færslur sem um er deilt í máli þessu sem starfsmennverslunarinnar hafi með blekkingum náð fram.Í hinum áfrýjaða dómi var dómkrafastefndu um að viðurkennt væri að áfrýjanda bæri að fella niður umræddar færslurá greiðslukortum þeirra tekin til greina. Var sú niðurstaða einkum reist á þvíað stefndu hafi með nægilegum hætti sýnt fram á að þau hefðu ekki fengiðafhenta neina vöru eða þjónustu gegn þeim greiðslum sem skuldfærðar voru á kortþeirra. Var í því sambandi vísað til iv. liðar 4. greinar og iv. liðar 8.greinar kortaskilmála áfrýjanda. Í iv. lið 4. greinar skilmálanna segirað korthafi sé ábyrgur fyrir öllum úttektum sem staðfestar eru með undirritunkorthafa eða PIN-númeri, nema þegar úttekt hefur verið skráð en korthafi sannarað vara eða þjónusta hafi ekki verið afhent. Þá segir í iv. lið 8. greinar aðsé söluaðili ófús eða ófær um að inna af hendi vöru eða þjónustu sem korthafihefur greitt fyrir, atburði sé aflýst eða söluaðili hættir rekstri, getikorthafi sent skriflega kvörtun til útgefanda og telji viðkomandigreiðslukortafyrirtæki að þjónustan hafi sannanlega ekki verið innt af hendivegna ofangreindra ástæðna, endurgreiði greiðslukortafyrirtækið sem svarivanefndunum.Málsástæðu þess efnis að stefndu hafiekki fengið afhenta neina vöru eða þjónustu sér hvergi stað í skriflegummálatilbúnaði stefndu í héraði og við munnlegan málflutning fyrir Hæstaréttikom fram að hana hafi ekki borið á góma við flutning málsins í héraði, endahafa stefndu þvert á móti haldið því fram að þau hafi ekki verið að greiðafyrir vöru eða þjónustu með notkun kortanna heldur einungis að tryggja sérábyrgð án endurgjalds á tölvunni sem stefndi Þorvaldur hafði keypt af versluninni.Samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála má dómari ekkibyggja niðurstöðu sína á málsástæðum sem hefðu mátt koma fram við meðferð málsen gerðu það ekki. Verður því ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dómog leggja fyrir héraðsdóm að taka málið til munnlegs málflutnings ogdómsálagningar að nýju, en rétt er að aðilar beri hver sinn kostnað af þvífyrir Hæstarétti.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur oglagt fyrir héraðsdóm að taka málið til munnlegs málflutnings og dómsálagningará ný.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. mars2017.Málþetta var höfðað með stefnu birtri 8. og 11. nóvember 2016 og dómtekið aðlokinni aðalmeðferð 21. mars sl. Stefnendur eru Þorvaldur Ingi Jónsson, Ögurási12, Garðabæ og Dís Kolbeinsdóttir, Rjúpnasölum 14, Kópavogi. Stefndi er Arion bankihf., Borgartúni 19, Reykjavík. Þá er stefnt til réttargæslu Valitor hf.,Dalshrauni 3, Hafnarfirði. Endanlegdómkrafa stefnanda er sem hér segir: „Að viðurkennt verði með dómi aðkreditkortafærslur dags. 16.04.2015, eðakr. 695.205,- með heimildanúmerið833179, af kreditkorti stefnanda Þorvaldar, nr. XXXX-XX**-´****-0246, og kr.680.351,- með heimildanúmerið 854561, afkreditkorti stefnanda Dísar, nr. XXXX-XX**-´****-0253, hafi veriðólögmætar og ber að fella þær niður án ábyrgðar stefnenda.“ Stefnendur krefjasteinnig málskostnaðar.Stefndikrefst sýknu auk málskostnaðar.Áhendur réttargæslustefnda, sem gerir kröfu um málskostnað, eru ekki gerðarsérstakar kröfur.Helstu ágreiningsefni og yfirlitmálsatvikaÍmálinu deila aðilar um ábyrgð stefnenda á kreditkortafærslum sem gerðar voru íversluninni „LIM GOKHAN“ á Tenerife 16. apríl 2015 og tilgreindar eru íkröfugerð stefnenda. Helstu atvik málsins er óumdeild, þó þannig að ágreiningurer með aðilum um hvernig nánari aðstæðum var háttað í téðri verslun þegarstefnendur staðfestu færslurnar með innslætti PIN-númera sinna.Stefnendur,sem þá voru í hjúskap, dvöldu á Tenerife 4. til 18. apríl 2015. StefnandinnÞorvaldur mun hafa ákveðið að festa kaup á spjaldtölvu af tiltekinni gerð íumræddri verslun nokkrum dögum áður en áðurgreindar færslur fóru fram oggreiddi hann fyrir tölvuna með peningum. Stefnandanum var þó ekki afhentspjaldtölvan við það tækifæri og sagt að nauðsynlegt væri að uppfæraspjaldtölvuna. Hinn 16. apríl mætti stefnandinn svo í verslunina til þess að fátölvuna afhenta en við það tilefni var honum ráðlagt að greiða fremurkaupverðið, 365 evrur, með VISA greiðslukorti í því skyni að fá tveggja áraábyrgðartryggingu. Hafa stefnendur vísað til þess að í versluninni hafi einnigverið sérstakt skilti með slíkri ráðleggingu þar sem merki VISA kom meðalannars fram. Stefnandinn mun hafa fengið peninga sína endurgreidda og greittsömu fjárhæð með kreditkorti sínu. Er ekki deilt um lögmæti þeirrar færslu semsamkvæmt gögnum málsins fór fram kl. 17:23. Samkvæmtstefnu var stefnandanum tjáð að til viðbótar þyrfti að senda inn beiðni fyrirábyrgð eða tryggingu hjá VISA sem ætti að gefa ákveðið heimildarnúmer semtryggingin væri tengd við. Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi bar stefnandinn aðhans skilningur hefði verið sá að þessi greiðsla ætti að vera án fjárhæðar.Samkvæmt færsluyfirliti sem liggur fyrir í málinu staðfesti stefnandinn íkjölfarið fimm færslur með PIN-númeri sínu með tveimur mismunandi posum. Fyrstufærslunni, kl. 18:27 að fjárhæð 8.989 evrur, var synjað með vísan til þess aðhún væri umfram hámark korthafa. Annarri færslu, kl. 18.32 að fjárhæð 6.480evrur, var einnig synjað með sömu athugasemd á færsluyfirliti. Þriðja færslan,kl. 18.33 að fjárhæð 4.680 evrur, var hins vegar heimiluð og er hún önnurfærslnanna sem vísað er til í kröfugerð stefnenda. Fjórðu og fimmtu færslunni,kl. 19.25 og 19.26 að fjárhæð 2.704 og 1.352 evrur, var hins vegar synjað.Samkvæmtframburði stefnandans fyrir dómi var honum í öllum tilvikum sagt að færslurhefðu ekki tekist. Samkvæmt framburði hans var af þessum ástæðum ákveðið að náí þáverandi eiginkonu hans, stefnanda Dís, til þess að nota greiðslukort hennarí sama skyni. Mun starfsmaður verslunarinnar hafa ekið stefnanda Þorvaldi áhótel þar sem þau hjón dvöldust og kom stefnandinn Dís því næst í verslunina,framvísaði kreditkorti sínu og staðfesti þar þrjár færslur með innslættiPIN-númers. Samkvæmt gögnum málsins var fyrsta færslan gerð kl. 18.54 aðfjárhæð 4.580 evrur og var hún heimiluð. Er þessi færsla síðari færslan semvísað er til í kröfugerð stefnenda. Tveimur öðrum færslum, kl. 19.27 og 19.28að fjárhæð 2.704 og 989 evrur, var hins vegar hafnað með vísan til þess að þærværu yfir hámarki korthafa samkvæmt því sem fram kemur á færsluyfirliti.Samkvæmt framburði stefnandans Þorvaldar fyrir dómi sáu stefnendur aldreifjárhæðir þeirra færslna sem þeir staðfestu. Þá voru ekki prentaðar útkvittanir úr posa fyrir greiðslunum. Aðspurður gat téður stefnandi ekki gefiðnánari skýringar á ástæðum þess að honum voru ekki ljósar þær fjárhæðir semhann staðfesti með innslætti sínum, svo sem hvort fjárhæðir hefðu ekki birst áþar til gerðum glugga posanna. Næstadag, eða 17. apríl 2015, mætti stefnandinn Þorvaldur enn í téða verslun oginnti þá af hendi greiðslu með kreditkorti sínu vegna annarra viðskipta semekki er deilt um í málinu og ekki er ástæða til að rekja nánar. Til viðbótarstaðfesti hann þá tvær færslur í sama tilgangi og daginn áður, en báðum færslumvar hafnað.Afhálfu stefnda og réttargæslustefnda hefur verið bent á að svo virðist semvinátta eða kunningsskapur hafi myndast á milli stefnenda og áðurgreindraafgreiðslumanna, meðal annars þannig að stefnendur hafi farið út að borða meðstefnendum og þau farið saman á golfvöll. Þetta var í meginatriðum staðfest íaðilaskýrslu stefnanda Þorvaldar með þeirri athugasemd að um hefði verið aðræða stutt kynni og takmörkuð samskipti. Í málinu liggja fyrir samskiptistefnandans við starfsmenn verslunarinnar á Fésbók eftir að umræddar færslurvoru gerðar sem ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins.Aðmorgni 18. apríl fengu stefnendur sent smáskeyti frá stefnda þess efnis aðkreditkort þeirra væru komin yfir úttektarfjárhæð. Í kjölfarið hafði stefnandiÞorvaldur samband við þjónustuver réttargæslustefnda og spurðist fyrir um þærfærslur sem um væri að ræða. Í samtalinu, sem var hljóðritað og liggur fyrir ímálinu, var stefnandanum skýrt frá því að umræddur söluaðili væri að reyna fáheimild til að skuldfæra kort stefnandans. Í samtali við stefnanda Dís síðar ummorguninn kom hið sama fram. Var erlendri notkun korta stefnenda lokað meðþeirra samþykki og þeim leiðbeint um að leggja fram skriflega kvörtun þegar ogþau kæmu til landsins.Mánudaginn20. apríl 2015 mættu stefnendur á starfsstöðréttargæslustefnda til að undirrita yfirlýsingu um að kort þeirra hefði veriðnotað með sviksamlegum hætti. Liggur fyrir að af hálfu réttargæslustefnda vargerð tilraun til þess að stöðva færsluna í gegnum greiðslumiðlunarkerfi VISA.Sú tilraun mun þó ekki hafa borið árangur vegna afstöðu færsluhirðissöluaðilans á Tenerife. Stefnendur kærðu málið síðar til lögreglu og leituðuaðstoðar utanríkisþjónustunnar til að fá leiðréttingu mála sinna gagnvartumræddum söluaðila en án árangurs. Með hliðsjón af úrlausn málsins er ekkiástæða til að rekja frekar þann þátt málsins eða bréfaskipti málsaðila íframhaldi af því að stefnendum var tilkynnt 29. júní 2015 að ekki hefði reynstunnt að bakfæra téðar færslur þeirra.Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandinn Þorvaldur aðilaskýrslu. Þágaf skýrslu fyrir dómi Hjálmar Diego Haðarson og nafngreindur starfsmaðurstefnda.Helstu málsástæður oglagarök stefnendaStefnendurbyggja kröfur sínar í máli þessu á ákvæðum laga nr. 120/2011 um greiðsluþjónustuog á kreditkortaskilmálum stefnda. Þeir vísa til þess að þeir hafi gætt allraöryggisráðstafana samkvæmt 51. gr. laganna og v- og vi-lið 4. gr.kreditkortaskilmálanna. Þau hafi þannig varðveitt PIN-númer sín og gætt þess aðláta þau ekki af hendi. Þá hafi þeir einnig sinnt tilkynningarskyldu sinni,sbr. 53. gr. laganna og i-lið 8. gr. kreditkortaskilmálanna, eftir að þeim varðljóst að um svik og misnotkun á kortum þeirra var að ræða. Þeir telja aðréttargæslustefndi hafi brugðist skyldum sínum gagnvart þeim, meðal annars meðþví að loka kortum þeirra tafarlaust en við tilkynningu þeirra 18. apríl 2015hafi færslur þeirra enn verið svokallaðar heimildarfærslur og ekki farnar ígegnum greiðslukerfi til uppgjörs við söluaðila. Er vísað til þess að samkvæmt5. mgr. 52. gr. laganna sé stefnda skylt að koma í veg fyrir alla misnotkungreiðslumiðils þegar tilkynningu samkvæmt 3. mgr. 51. gr. laganna hefur veriðkomið á framfæri. Í 2. málsl. i-liðar 8. gr. kreditkortaskilmála stefnda komijafnframt fram að í öllum tilvikum þegar grunur um sviksamlega kortanotkun erfyrir hendi beri útgefanda eða greiðslukortafyrirtæki að loka korti. Það sématskennt atriði hverju sinni hvort greiðsla sé heimil þegar greiðsla hefurverið framkvæmd með PIN-númeri og sé ekki hægt að fallast á þær útskýringarréttargæslustefnda að korthafi beri í raun hlutlæga ábyrgð á því ef greiðslafer í gegnum kreditkort með PIN-númeri. Líta beri til 2. mgr. 54. gr. laga nr.120/2011 þess efnis að ef notandi greiðsluþjónustu neitar að hafa heimilaðframkvæmd greiðslu fari það eftir atvikum hvort notkun greiðslumiðils, semgreiðsluþjónustuveitandi skráir, dugi ein og sér til sönnunar því að greiðandihafi annaðhvort heimilað greiðsluna eða hann hafi með sviksamlegum hætti, aðyfirlögðu ráði eða af stórfelldu gáleysi látið ógert að uppfylla eina eðafleiri af skyldum sínum samkvæmt 51. gr. laganna. Stefnendurvísa til þess að samkvæmt1. mgr. 55. gr. laga nr. 120/2011skuli greiðsluþjónustuveitandi, þegar um óheimilaðagreiðslu í skilningi laganna er að ræða og að uppfylltum skilyrðum 53. gr.laganna, þegar í stað endurgreiða greiðanda fjárhæð hinnar óheimiluðu greiðsluog, ef við á, bakfæra eignfærslu á greiðslureikninginn til sömu stöðu og hannhefði verið í ef greiðslan hefði ekki átt sér stað. Samkvæmt ákvæðinu beristefndi sem greiðsluþjónustuveitandi ábyrgð á því að skuldfærsla á kortin áttisér stað og beri því fébótaábyrgð á þeirri vanrækslu. Í ákvæði i-liðar 8. gr. íkreditkortaskilmálum stefnda komi jafnframt fram að korthafi beri ekki tjón vegnaúttekta sem hann eigi sannanlega ekkiaðild að. Stefndi beri samkvæmt þessu að halda stefnendum skaðlausum af hinumóheimiluðu greiðslum. Þá er einnig vísað til þeirrar meginreglu að í vafamálumgildir sú túlkun sem neytandanum komi best samkvæmt hefðbundnum skýringar- ogtúlkunarreglum neytendaréttar. Helstu málsástæður og lagarök stefndaog réttargæslustefndaStefndibyggir í fyrsta lagi á því að ekki hafi verið um óheimila notkun kreditkortannaað ræða í skilningi laga nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu og honum hafi ekkiverið skylt að fella niður hinar umdeildu færslur á kreditkortum stefnenda. Þauhafi samþykkt og veitt heimild til þess að færslurnar færu fram. Færslurnarhafi að auki verið innan úttektarheimilda kortanna. Þá liggi fyrir að örgjörvikortanna hafi verið lesinn á staðnum og allar hinar umdeildu færslur staðfestarmeð réttu PIN-númeri fyrir kort stefnenda. Samkvæmt stefnu kveðjist stefnendursjálfir hafa slegið PIN-númer inn í posana. Samkvæmt ii. lið í 4. gr. kreditkortaskilmála stefnda samþykkikorthafi viðskipti sem tilgreind séu á sölunótu með innslætti á PIN-númeri eðaáritun á sölunótuna. Í lið iv. í sömu grein segi ennfremur að korthafi séábyrgur fyrir öllum úttektum sem staðfestar séu með undirritun eða PIN-númeri.Með því að slá inn PIN-númer hafi stefnendur samkvæmt ofangreindu mátt vita aðallar færslur sem þannig voru samþykktar myndu ganga í gegn og veraskuldfærðar. Stefnendum hafi borið að nota kortin í samræmi viðkreditkortaskilmálana, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 120/2011.Stefndibyggir einnig á 2. mgr. 54. gr. laga nr. 120/2011. Í ákvæðinu segi að efnotandi greiðsluþjónustu neiti að hafa heimilað framkvæmd greiðslu fari þaðeftir atvikum hvort notkun greiðslumiðils, sem greiðsluþjónustuveitandi skráir,dugi ein og sér til sönnunar því að greiðandi hafi annað hvort heimilaðgreiðsluna eða hann hafi með sviksamlegum hætti, að yfirlögðu ráði eða afstórfelldu gáleysi látið ógert að uppfylla eina eða fleiri af skyldum sínumsamkvæmt 51. gr. Stefndi byggir á því að það sé fullsannað að stefnendur hafiheimilað greiðslurnar enda hafi þau samþykkt færslurnar með PIN-númeri. Stefndibyggir einnig á því að stefnendur hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi oglátið ógert að uppfylla skyldur sínar samkvæmt 51. gr. laganna. Af hálfu stefnda er byggt á því að vegnaframangreinds eigi ákvæði 55. gr. laga nr. 120/2011 ekki við. Stefnendur hafisamþykkt greiðslurnar með PIN-númeri. Í því felist samþykki bæði í skilningikreditkortaskilmála stefnda og 49. gr. laga nr. 120/2011. Ekki hafi verið um aðræða óheimilaða greiðslu í skilningi laganna. Þá hafi stefndi ekki getaðstöðvað greiðslurnar eftir á þar sem greiðslufyrirmælin voru óafturkallanlegsamkvæmt 61. gr. laga nr. 120/2011. Stefndibyggir í öðru lagi á því að stefnendur hafi ekki notað kortin í samræmi viðákvæði laga nr. 120/2011 og kreditkortaskilmála stefnda. Stefndi telur að súháttsemi stefnenda, að slá PIN-númer sín inn til staðfestingar án þess að sjáhvað þau voru að staðfesta, hafi brotið gegn 4. gr. kreditkortaskilmálanna.Korthafi eigi eingöngu að slá PIN-númer inn til að samþykkja færslur þegar hannsjái „sölunótu“, sbr. ii. lið 4. gr. sem rakinn er hér að ofan. Stefndi byggireinnig á því að háttsemi stefnenda hafi brotið gegn ii. lið 5. gr.kreditkortaskilmálanna. Samkvæmt ákvæðinu skuldbindi korthafar sig til að notakortin ekki umfram tilgreinda hámarksheimild. Ljóst sé að samþykki korthafifærslur, þótt hann sjái ekki fjárhæð færslunnar, geti hann ekki vitað hvorthann fari umfram tilgreinda hámarksheimild. Stefndi telur samkvæmt þessu aðstefnendur hafi ekki notað kortin í samræmi við 1. og 2. mgr. 51. gr. laga nr.120/2011 dagana 16. og 17. apríl 2015.Samkvæmt ákvæðunum hafi stefnendum borið að nota kortin í samræmi viðskilmála og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja persónubundnaöryggisþætti. Með nauðsynlegum ráðstöfunum í skilningi ákvæðisins er átt viðaðgerðir af hálfu notandans sem réttmætt megi telja að gera kröfu til af hanshálfu. Stefndibyggir á því að aðgerðir stefnenda hafi ekki verið í samræmi við það semréttmætt var að gera kröfu til af þeirra hálfu við þessar aðstæður og þau hafisýnt af sér stórfellt gáleysi. Stefndi vísar í þessu sambandi til þess aðstefnendum hafi borið að gæta varúðar með hliðsjón af bágbornu útliti verslunarinnar.Stefnendur hafi dvalið mjög lengi í versluninni á meðan ítrekað var reynt aðganga frá viðskiptunum af hálfu verslunarinnar og kort þeirra ítrekað skuldfærðfyrir úttektum. Starfsmenn verslunarinnar hafi einnig sýnt óeðlilega hegðungagnvart stefnendum, meðal annars með vináttulátum og undandrætti viðafhendingu vöru. Þá hafi stefnendur verið hvattir til að greiða meðgreiðslukorti og margbeðnir um að slá PIN-númer sín inn án þess að kvittun eðastrimill kæmi úr posanum. Fjölmargt hafi því gefið stefnendum til kynna að þauþyrftu að hafa varann á sér. Stefndi byggir einnig á 2. mgr. 56. gr. laga nr.120/2011 um að korthafi beri allt tjón sem rekja megi til óheimilaðra greiðslna ef hann hefurlátið ógert að uppfylla eina eða fleiri af skyldum sínum samkvæmt 51. gr. laganr. 120/2011 af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Stefnditelur að þótt stefnendur hafi nýtt sér ákveðna þjónustu hjá stefnda sem felistí því að viðskiptavinir bankans geti óskað eftir því að fá sent SMS-skeyti,þegar úttekt á kortunum þeirra hafi farið yfir ákveðna fjárhæð, breyti það enguum úttektarheimildir stefnenda. Það sé ávallt heimildin á kortinu sem ráðiúttektum, sbr. 5. gr. kreditkortaskilmála stefnda, og hvort þær séu heimilaðareða ekki. Stefndibyggir á því að það hafi ekki verið háttsemi stefnda sem leiddi til hinnaumdeildu færslna heldur gáleysisleg háttsemi stefnenda sjálfra og meint svik afhálfu starfsmanna verslunarinnar LIM GOKHAN. Stefndi byggir á því að hann beriekki ábyrgð á háttsemi starfsmanna verslunarinnar gagnvart stefnendum. Bent erá að í v. lið í 8. gr. kreditkortaskilmála stefnda segir að sérhver ágreiningurútaf gæðum vöru eða þjónustu skuli leystur beint á milli korthafa og seljanda,en útgefandi, þ.e. stefndi, beri enga ábyrgð á gæðum keyptrar vöru eðaþjónustu. Það sé korthafans að gæta þess vel að hann hafi fengið rétta vöru íhendurnar áður en hann samþykki færslu á kortið sitt með PIN-númeri. Stefnditelur samkvæmt þessu, og þar sem stefnendur samþykktu greiðslurnar meðPIN-númeri, að honum séu viðskipti stefnda og verslunarinnar óviðkomandi.Stefndi byggir jafnframt á því að hann hafi staðið við skyldur sínar samkvæmt5. mgr. 52. gr. laga nr. 120/2011 enda lokað kortunum þegar þess var óskað afhálfu stefnenda. Það hafi ekki getað breytt því að stefndi gat ekki afturkallaðfærslur sem stefnendur höfðu þegar heimilað á kortin og voru þar meðóafturkallanlegar. Réttargæslustefnditekur undir málsástæður og lagarök stefnda í öllum atriðum sem máli skipta.Réttargæslustefndi tekur þó fram að hann hafi engar skyldur gagnvart stefnendumí máli þessu og sé ekki í neinu samningssambandi við stefndu. Hann hafi ekkiverið færsluhirðir heldur aðeins vinnsluaðili stefnda. Um hafi verið að ræða erlendan söluaðila ogerlendan færsluhirði en stefndi sé hinn formlegi útgefandi greiðslukortastefnenda. Vegna athugasemda í stefnu um öryggisgæslu réttargæslustefnda eráréttað að umræddar færslur hafi ekki náð hámarks heimild kortanna. Hámarksheimild stefnanda, Þorvaldar Inga, hafi numið 1.300.000 krónum og stefnandaDísar Kolbeinsdóttur 900.000 krónum. Þá hafi færslurnar borið með sér að veraframkvæmdar með örgjafa kortsins og innslætti PIN-númers og þannig legið fyrirað eintak korthafans af kortinu var á staðnum sem og korthafinn sjálfur. Ekkisé hægt að fallast á að öryggisgæsla réttargæslustefnda hafi veriðófullnægjandi að þessu leyti.Þvíer einnig mótmælt að öryggi kortanna hafi ekki verið fullnægjandi og ekki ítakt við þá tækni sem þeir aðilar sem svindla á korthöfum búi yfir. Gera verðiþær kröfur til korthafa að hann staðreyni upphæðina áður en PIN-númer er slegiðinn og neiti að eiga í viðskiptunum við söluaðila ef aðstæður eruótraustvekjandi. Þessi aðferð hljóti að teljast nægjanlega örugg enda þurfibæði korthafi og kort að vera á staðnum til að greiðslan fari í gegn.Réttargæslustefndi hafi reynt eftir bestu getu að aðstoða stefnendur í málinualveg frá upphafi, lokað fyrir erlenda notkun kortanna tafarlaust og gerttilraun til þess að fá færslurnar bakfærðar. Felst réttargæslustefndi því ekkiá að hafa sýnt af sér vanrækslu eða gert mistök í tengslum við mál stefnenda.Réttargæslustefndimótmælir því að færslurnar hafi, á þeim tíma sem stefnendur höfðu samband viðréttargæslustefnda, haft stöðu heimildarbeiðna og að þær hafi því ekki veriðfarnar í gegn um greiðslukerfið til uppgjörs við söluaðila. Það ferli sem hérsé um að ræða sé þannig að færsluhirðir vinni úr heimildarbeiðni til útgefandakortsins, þ.e. stefnda, strax sem samþykki þá þegar greiðsluna eða hafni henni.Þegar korthafi hafi samþykkt færslu sé hún því nánast tilbúin um leið oggreiðsla þá send þegar í stað til söluaðila. Það sé því ljóst að færslurnarhöfðu þegar farið í gegn hjá stefndaog réttargæslustefnda þegar stefnendur höfðu samband viðréttargæslustefnda 18. apríl 2015. Um sé að ræða vélrænt ferli þar sem um leiðog korthafi hafi slegið inn PIN-númer fari af stað ferli sem aðeins takinokkrar sekúndur af hálfu réttargæslustefnda og stefnda og eftir það hafi greiðslan farið fram. Réttargæslustefndimótmælir fullyrðingum um meint ófullnægjandi vinnulag og brot á andmælaréttistefnenda í tengslum við sendingar söluaðila á sviknum reikningum tilréttargæslustefnda. Réttargæslustefndi hafi óskað eftir reikningum frásöluaðila til skýringar á viðskiptunum. Söluaðili hafi sent réttargæslustefndaþá reikninga fyrir kaupum stefnenda á vörum úr verslun sinni sem að matisöluaðila útskýrðu úttektir af kortum stefnenda. Stefnendur segi þá reikningasvikna þar sem að umræddar vörur hafi ekki verið til sölu í versluninni og þar semað undirskriftir þeirra á reikningunum séu falsaðar. Stefnendum hafi verið gerðgrein fyrir því að reikningarnir hefðu ekkert vægi í málinu hvað varðar rétttil bakfærslu og ekki skipti máli þó undirskriftirnar hafi verið falsaðar.Réttargæslustefndi vísar til þess að hann hafi gengið lengra en honum barskylda til við að óska eftir gögnum frá viðkomandi söluaðila í því skyni aðaðstoða stefnendur. Því er einnig mótmælt að starfsmaður réttargæslustefndahafi gefið í skyn 18. apríl 2015 að önnur umstefndra færslna hefði veriðleiðrétt.Þátelur réttargæslustefni að í öllu falli geti ekki komið til þess að stefndieigi endurkröfurétt á réttargæslustefnda á grundvelli 71. gr. laga nr. 120/2011um greiðsluþjónustu, eins og haldið sé fram í stefnu. Ákvæði 71. gr. lagannaeigi aðeins við vegna tjóns greiðsluþjónustuveitanda á grundvelli 69. gr. laganr. 120/2011 sem rekja megi til annars greiðsluþjónustuveitanda eða milliliðar.Ákvæði 69. gr. laganna eigi aðeins við þegar framkvæmd greiðslu á sér ekki staðeða er gölluð. Ljóst sé að greiðslan hafi verið framkvæmd og ekki gölluð ánokkurn hátt. Að öllu ofangreindu sögðu sé það mat réttargæslustefnda að hannhafi ekki sýnt af sér nokkra vanrækslu eða brotið gegn skyldum sínum gagnvart stefnendum. NiðurstaðaÍ málinuverður að leggja til grundvallar að hinar umdeildu færslur hafi farið þannigfram að stefnendur hafi slegið PIN-númer sín inn á númerborð svonefndra posa ínafngreindri verslun á Tenerife í þeirri röngu trú að um væri að ræða einhverskonar færslur án fjárhæðar vegna ábyrgðar á spjaldtölvu sem annar stefnandahafði fest kaup á. Telur dómurinn því hafið yfir vafa að stefnendum hafi ekkiverið ljósar þær fjárhæðir sem staðfestingar þeirra með innslætti PIN-númeralutu að þótt nánari orsakir þessa séu ekki að fullu ljósar. Eins og máliðliggur fyrir verður einnig að miða við að þær fjárhæðir sem skuldfærðar voru ákortareikninga stefnenda hafi verið færðar inn af starfsmönnum verslunarinnarán samþykkis stefnenda í því skyni að hafa fé af stefnendum með svikum og þá ánþess að ætlunin væri að nokkurt endurgjald kæmi fyrir það fé sem fengið værifrá stefnendum með þessum hætti. Ítrekaðar komur stefnenda í verslunina oglengd dvalar þeirra þar styrkir þessa niðurstöðu fremur en hið gagnstæða. Svosem áður greinir verður ráðið af gögnum málsins að stefnandi Þorvaldur hafifimm sinnum slegið inn PIN-númer sitt í þessari röngu trú þegar hann varstaddur í versluninni síðdegis 16. apríl 2016 og tvívegis degi síðar, enstefnandi Dís hafi slegið sitt númer inn þrívegis í versluninni fyrrnefndadaginn. Er ágreiningslaust að þær færslur sem vísað er til í kröfugerðstefnenda fóru báðar fram fyrri daginn, svo sem nánar hefur verið lýst hér aðframan.Í4. gr., lið iii, í kortaskilmálum stefnda, sem ekki er deilt um að giltu umumrædda notkun stefnenda á kortum sínum, segir að með innslætti á PIN-númerieða áritun sinni á sölunótu samþykki korthafi þau viðskipti sem tilgreind séu ásölunótunni. Samkvæmt framangreindu telur dómurinn fram komið í málinu aðstefnendur hafi veitt samþykki sitt fyrir þeim færslum sem vísað er til íkröfugerð þeirra og þannig heimilað greiðslurnar í skilningi 1. og 2. mgr. 49.gr. laga nr. 120/2011 um greiðslumiðlun. Getur það hvorki haggað þeirriniðurstöðu að stefnendur slógu inn PIN-númer sín í rangri trú um þær fjárhæðirsem þau staðfestu í reynd né að þau fengu ekki útprentaðar sölunótur úr posa.Eiga ákvæði 54. og 55. gr. laganna af þessum ástæðum ekki við í málinu. Á hiðsama við um þau ákvæði laganna sem lúta að rangri eða gallaðri framkvæmdgreiðslu.Samkvæmt61. gr. laga nr. 120/2011 gátu stefnendur ekki afturkallað greiðslur sínar nemaákvæði 2. til 6. mgr. greinarinnar ættu við. Í 2. til 4. mgr. þeirrar greinareru talin upp tilvik þar sem greiðandi getur afturkallað greiðslufyrirmæli síneftir að greiðsluþjónustuveitandi hefur tekið við þeim og er ljóst aðfyrrgreindar aðstæður eiga þar ekki undir. Hins vegar er gert ráð fyrir því í5. mgr. greinarinnar að eftir þetta tímamark sé unnt að afturkalla greiðslufyrirmælin ef notandi greiðsluþjónustuog greiðsluþjónustuveitandi hafa samið um það. Leiðir slík niðurstaða einnig afalmennum reglum enda sé samið um betri rétt til handa neytanda en leiða myndiaf lögum.Samkvæmt 4. gr., lið iv, fyrrnefndrakortaskilmála stefnda er korthafi ábyrgur fyrir öllum úttektum sem staðfestareru með undirritun korthafa eða PIN-númeri, nema þegar úttekt hefur verið skráðen korthafi sannar að vara/þjónusta hafi ekki verið afhent. Þá segir meðalannars í 8. gr. skilmálanna, lið iv, að ef söluaðili er ófús eða ófær um aðinna af hendi vöru eða þjónustu sem korthafi hefur greitt fyrir, geti korthafisent skriflega kvörtun til útgefanda. Telji viðkomandi greiðslukortafyrirtækiað þjónustan hafi sannanlega ekki verið innt af hendi vegna ofangreindraástæðna, endurgreiði fyrirtækið korthafa sem svari vanefndunum. Líkt og áður er gerð grein fyrir liggur fyrirað stefnendur fengu enga vöru eða þjónustu afhenta fyrir þær greiðslur sem þeirinntu af hendi samkvæmt framansögðu. Samkvæmt skilmálum stefnda áttu stefnendur,við þessar aðstæður, kost á því að afla sér sönnunar fyrir því að ekkertendurgjald hefði komið fyrir greiðslurnar og krefjast þess að stefndiendurgreiddi þeim umræddar fjárhæðir. Því er áður lýst að annar stefnanda hafðisamband við þjónustuver réttargæslustefnda 18. apríl 2015 eftir að honum hafðiborist smáskeyti um að kortaheimildir stefnenda hefðu verið nýttar umframákveðna fjárhæð. Verður ráðið af samtali stefnandans við starfsmannréttargæslustefnda að hann hafi ekki aðeins óskað eftir því að kortum stefnendayrði lokað heldur einnig óskað eftir upplýsingum um hvaða greiðslur hefðu þegarverið skuldfærðar á kortið. Við þær aðstæður sem voru uppi, og stefnandinnlýsti í samtali sínu við starfsmann réttargæslustefnda, bar þeim síðarnefnda, semtelja verður að starfi að þessu leyti í umboði stefnda, ótvíræð skylda til þessað skýra stefnendum frá öðrum þeim greiðslum hjá sama söluaðila sem þegar höfðuverið sannvottaðar og færðar stefnandanum til skuldar.Það er álit dómsins að stefnendum hafi áfyrrgreindu tímamarki ekki verið veittar þær upplýsingar af hálfu stefnda semþeir óskuðu eftir og áttu skýlausan rétt til, sbr. 45. gr. laga nr. 120/2011.Var stefnendum, sem á þessum tíma dvöldu enn á Tenerife, með þessu gert munerfiðara fyrir en ella við að tryggja sér sönnun fyrir því að í reynd hafðihvorki vara né þjónusta komið fyrir þær greiðslur sem þeim höfðu þegar veriðfærðar til skuldar. Hins vegar fóru stefnendur að leiðbeiningum starfsmannsréttargæslustefnda og gerðu grein fyrir öllum atvikum viðskiptanna meðtilkynningu á starfsstöð réttargæslustefnda 20. apríl 2015, meðal annars því aðfærslurnar væru grundvallaðar á svikum og hefði því eðli málsins samkvæmtekkert endurgjald komið fyrir þær. Svo sem áður greinir áttu stefnendur við þessaraðstæður rétt á því samkvæmt skilmálum stefnda að umræddar fjárhæðir yrðuendurgreiddar þeim, enda gætu þau sýnt fram á að ekkert endurgjald hefði komiðfyrir færslurnar. Að mati dómsins var ástæða þess að stefnendur gátu ekki lagtfram gögn máli sínu til stuðnings, t.d. tilkynningu eða skýrslu hjálögregluyfirvöldum, og urðu þess í stað að styðjast við eigin framburð, aðverulegu leyti hinar ófullnægjandi upplýsingar sem þau fengu hjá þjónustuveriréttargæslustefnda. Í málinu liggur fyrir að réttargæslustefndi hlutaðist tilum, gegnum alþjóðlegt greiðslumiðlunarkerfi VISA, að umræddar greiðslur yrðuekki færðar á reikning umrædds söluaðila eða bakfærðar, en þær tilraunir báruekki árangur vegna afstöðu færsluhirðis söluaðilans á Tenerife. Að mati dómsinsgat það hins vegar ekki leyst stefnda undan ábyrgð gagnvart stefnendum aðsamstarfsaðili hans í umræddu greiðslumiðlunarkerfi gat ekki eða vildi ekkistöðva greiðslur til söluaðilans eða hlutast til um endurgreiðslu úr hanshendi.Þótt á það verði fallist að stefnendur hafisýnt af sér vangæslu þegar þau slógu inn PIN-númer sín með framangreindum hættiverður ekki talið að stefnendur hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi viðmeðferð korta sinna eða upplýsinga þeim tengdum, eða brotið þannig gegn kortaskilmálumstefnda, að þau hafi firrt sig rétti til þess að krefjast síðar niðurfellingará færslum samkvæmt fyrrgreindum skilmálum. Er þá einnig horft til þess aðstefnendur tilkynntu tafarlaust um ætlaða misnotkun á kortum sínum í samræmivið 3. mgr. 51. gr. laga nr. 120/2011 og nánari fyrirmælum kortaskilmálastefnda. Samkvæmt öllu framangreindu er það niðurstaðadómsins að stefnendur hafi með nægilegum hætti sýnt fram á að þeir hafi ekkifengið afhenta neina vöru eða þjónustu gegn áðurlýstum greiðslum semskuldfærðar voru á kort þeirra. Jafnframt telur dómurinn að stefnendur hafitilkynnt stefnda og réttargæslustefnda um þetta eðli málsins án tafar og lagtfram þau gögn sem þeim voru tiltæk að fengnum leiðbeiningum af hálfuréttargæslustefnda. Samkvæmt kortaskilmálum stefnda báru stefnendur ekki ábyrgðá færslum við þessar aðstæður og áttu rétt til endurgreiðslu. Þótt ekki verði áþað fallist, líkt og áður hefur verið rakið, að færslurnar hafi, út af fyrirsig, verið óheimilar leiðir af þessu að stefnendur bera ekki ábyrgð á færslunumog eiga rétt á því að þær verði felldar niður. Verður krafa stefnenda því tekinefnislega til greina með þeim hætti sem nánar greinir í dómsorði.Eftir úrslitum málsins verður stefndi dæmdurtil að greiða stefnendum sameiginlega málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn1.100.000 krónur að teknu tilliti til umfangs málsins. Að öðru leyti fellurmálskostnaður niður.Afhálfu stefnanda flutti málið Sveinn Guðmundsson hrl.Afhálfu stefnda flutti málið Kristján B. Thorlacius hrl.Afhálfu réttargæslustefnda flutti máli Helga Melkorka Óttarsdóttir hrlSkúliMagnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R ÐViðurkennter að stefnda, Arion banka hf., beri að fella niður kreditkortafærslurstefnenda, Þorvalds Inga Jónssonar og Dísar Kolbeinsdóttur, sem báðar vorugerðar 16. apríl 2015, önnur að fjárhæð 695.205 krónur með heimildanúmerið833179, en hin að fjárhæð 680.351 króna með heimildanúmerið 854561.Stefndigreiði stefnendum sameiginlega 1.100.000 krónur í málskostnað, en að öðru leytifellur málskostnaður niður.
Mál nr. 307/2000
Kynferðisbrot Börn Miskabætur Réttargæslumaður
X var ákærður fyrir að hafa framið kynferðisbrot gagnvart drengjunum Y og Z þegar þeir voru á aldrinum 11 til 13 ára. X játaði skýlaust þær sakargiftir sem á hann voru bornar í ákæruskjali og var sakfelldur í héraði. Hann var dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta til drengjanna. Hæstiréttur staðfesti sakarmat héraðsdóms og heimfærslu hans til refsiákvæða. Refsiákvörðunin var staðfest, en miskabætur til drengjanna hækkaðar. Þóknun skipaðs réttargæslumanns Y og Z var ákveðin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. i laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og lækkuð frá því sem ákveðið var í héraði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Málinu var skotið til Hæstaréttar 2. ágúst 2000 að ósk ákærða en jafnframt af ákæruvaldsins hálfu, sem krefst staðfestingar á sakfellingu en þyngingar refsingar og greiðslu skaðabóta, 5.000.000 krónur til Y og 1.000.000 krónur til Z. Ákærði krefst aðallega sýknu af broti gegn 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara að háttsemin verði talin varða við 209. gr. eða 2. málslið 1. mgr. 202. gr. laganna. Hann krefst verulegrar mildunar refsingar, sem höfð verði skilorðsbundin, og að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara, að þær verði lækkaðar. Þá krefst hann þess, að kröfu ákæruvalds um greiðslu réttargæslukostnaðar verði vísað frá dómi, en ella verði ákærði sýknaður af þeirri kröfu. Við málflutning fyrir Hæstarétti féll verjandi ákærða frá kröfu um ómerkingu héraðsdóms og heimvísun. Fallist er á það með héraðsdómara, að ekki hafi verið ástæða til að fram færi sálfræðiathugun á ákærða, en þáverandi verjandi hans undi þeirri ákvörðun. Fallist er á sakarmat héraðsdómara. Skilja verður málflutning ákærða svo, að sú háttsemi, sem honum er gefin að sök í 2. tölulið ákæru, verði til vara talin varða við 209. gr. almennra hegningarlaga. Ótvírætt er, að háttsemi ákærða, bæði að því er varðar 1. og 2. tölulið ákæru, fellur undir 1. og 2. málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Er því fallist á heimfærslu héraðsdóms til refsiákvæða. Brot ákærða eru alvarleg og stóðu yfir í langan tíma. Með hliðsjón af því að ákærði játaði brot sín undanbragðalaust þykir þó mega una við refsiákvörðun héraðsdóms um 12 mánaða fangelsi, en engin efni eru til að skilorðsbinda refsinguna. Af hálfu brotaþola hafa verið settar fram miskabótakröfur eins og að framan greinir. Ljóst er, að brot þau, sem sakfellt er fyrir í máli þessu, eru almennt til þess fallin að valda þeim, sem fyrir verða, margvíslegum sálrænum erfiðleikum og eiga drengirnir því rétt á miskabótum úr hendi ákærða. Í málinu liggja ekki fyrir sérstök gögn um líðan og hagi drengjanna frá því að héraðsdómur gekk. Þrátt fyrir það þykir rétt að ákveða bætur til þeirra þannig, að Y fái 500.000 krónur og Z 300.000 krónur. Í héraði var ákærði dæmdur til að greiða þóknun skipaðs réttargæslumanns drengjanna með vísan til 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. f laga nr. 19/1991 er hlutverk réttargæslumanns að gæta hagsmuna brotaþola og veita honum aðstoð í málinu, þar á meðal við að setja fram einkaréttarkröfur samkvæmt XX. kafla laganna, sbr. 14. gr. laga nr. 36/1999. Í 3. mgr. 44. gr. i laga nr. 19/1991 segir, að þóknun réttargæslumanns skuli greiðast úr ríkissjóði og teljast til sakarkostnaðar. Samkvæmt því eru ekki efni til að ákveða brotaþola samkvæmt XXII. kafla almennra hegningarlaga um kynferðisbrot bætur eftir almennu ákvæði 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 fyrir að halda fram bótakröfu, nema sýnt sé fram á sérstakan kostnað utan réttargæslu, sbr. dóm Hæstaréttar 9. nóvember 2000 í máli nr. 290/2000. Nægir því að ákveða réttargæsluþóknun í þessu máli í samræmi við 3. mgr. 44. gr. i laganna, þar sem ekki er sýnt fram á annan kostnað. Við ákvörðun þóknunar verður litið til hins afmarkaða hlutverks réttargæslumanns brotaþola miðað við störf verjanda ákærða. Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í 12 mánuði. Ákærði greiði Y 500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 20. júní 2000 til greiðsludags. Ákærði greiði Z 300.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 20. júní 2000 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns í héraði, Lúðvíks E. Kaaber héraðsdómslögmanns, 300.000 krónur, málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 150.000 krónur, þóknun Helgu Leifsdóttur héraðsdómslögmanns, skipaðs réttargæslumanns bótakrefjenda í héraði, 150.000 krónur, og Óskars Thorarensen hæstaréttarlögmanns, skipaðs réttargæslumanns þeirra fyrir Hæstarétti, 75.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júní 2000. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara 14. desember sl. gegn ákærða X, [ ] “fyrir eftirtalin kynferðisbrot: 1. Frá nóvember 1997 til vors 1999, á heimili ákærða að F, þuklað á lærum drengsins Y, fædds 12. maí 1986, utan klæða og baki hans innan og utan klæða, margsinnis þuklað lim drengsins innan klæða og fróað honum, tekið lim drengsins í munn sér og haft munnmök við hann og fróað sjálfum sér á sama tíma í nokkur skipti og, sumarið 1998, í tjaldi á ferðalögum á Akureyri og á Laugarvatni, fróað drengnum og sjálfum sér á sama tíma. 2.Frá hausti 1997 fram á árið 1999, einnig á heimili sínu, margsinnis strokið drengnum Z, fæddum 9. desember 1985, um rass og mitti utan klæða, sett hönd undir buxnastreng drengsins og fróað honum. Telst þetta varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40, 1992. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Af hálfu Y er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 5.000.000 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25,1987 frá 15. apríl 1997 til greiðsludags og þóknunar vegna réttargæslu og lögmannsaðstoðar. Af hálfu Z er krafist miskabóta að fjárhæð 3.000.000 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 1. nóvember 1997 til greiðsludags og þóknunar vegna réttargæslu og lögmannsaðstoðar.” Helga Leifsdóttir héraðsdómslögmaður, skipaður réttargæslumaður drengjanna, Y og Z gerði grein fyrir miskabótakröfum og krafðist þóknunar vegna réttargæslu og lögmannsaðstoðar fyrir þeirra hönd samkvæmt framlögðum reikningi. Af hálfu ákærða hefur þess verið krafist að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann hefur krafist þess að miskabótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að þær verði stórlega lækkaðar. Við meðferð málsins fyrir dómi kom fram krafa af hálfu ákærða, um að dómari málsins viki sæti með vísan til g liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með úrskurði uppkveðnum 28. mars 2000 hafnaði dómari kröfu um að hann viki sæti. Var úrskurðurinn staðfestur með dómi Hæstaréttar 6. apríl 2000. Málavextir Málavextir eru óumdeildir í málinu, en ákærði hefur játað þær sakargiftir sem á hann eru bornar í ákæruskjali. Með bréfum A starfsmanns Barnaverndarnefndar B 17. maí 1999 og 25. maí 1999 til lögreglunnar í Reykjavík, var óskað eftir því að lögreglan kannaði hvort brotið hafi verið á börnunum Y og Z. Teknar voru lögregluskýrslur af mæðrum drengjanna, C móður Z þann 9.maí 1999 og D, móður Y þann 25. maí 1999. Kröfðust þær þess að meint kynferðisbrot ákærða gagnvart sonum þeirra yrði rannsakað. Með bréfum Lögreglustjórans í Reykjavík dagsettum 25. maí 1999 og 7. júní 1999 til Héraðsdóms Reykjavíkur var þess farið á leit að teknar yrðu skýrslur af drengjunum vegna rannsóknar málsins. Tók dómari skýrslu af Z þann 27. maí 1999 í Barnahúsi og kvaddi dómari Rögnu Guðbrandsdóttur félagsráðgjafa sem kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku. Þann 20. júlí 1999 tók dómari skýrslu af Y í Barnahúsi og kvaddi dómari Vigdísi Erlendsdóttur sem kunnáttumann sér til aðstoðar. Viðstaddur báðar þessar skýrslutökur var verjandi ákærða, Lúðvík Emil Kaaber hdl. Voru skýrslurnar teknar upp á myndbönd. Við aðalmeðferð málsins voru myndbönd þessi sýnd að ákærða viðstöddum. Verða nú raktir framburðir ákærða og vitna fyrir dóminum. Ákærði kvaðst hafa kynnst Y 1-2 mánuðum eftir að hann flutti í sama hús í febrúar eða mars 1997. Hafi kunningsskapur þeirra hafist með því að móðir Y hafi stungið upp á því að hann kæmi í heimsókn. Hann hafi átt tölvu og svo hafi þetta þróast þannig að þeir hafi farið saman í bíó og gert eitt og annað sér til dægrastyttingar. Hann hafi umgengist Y næstum daglega auk þess sem hann hafi umgengist fjölskyldu hans eitthvað líka. Hann kvaðst hafa vitað um aldur Y. Hann kvaðst aðspurður einu sinni hafa beðið móður Y að leyfa honum að gista hjá honum og hafi hann gert það einu sinni í síðbúinni afmælisveislu hans og hafi þá fleiri vinir Y verið með. Hafi þetta verið svona “upp á sportið”. Aðspurður kvaðst hann hafa þuklað Y um bak og læri innan og utan klæða. Kvaðst ákærði hafa átt upptökin. Þetta hafi byrjað um haustið eða veturinn eftir að hann kynntist honum. Hann kvaðst hafa gert þetta ansi oft en hefði ekki tölu á því. Hann kvaðst oft hafa þuklað lim Y, svona einu sinni í viku. Þetta hafi hætt þegar Y varð 13 ára, þann 12. maí 1999. Hann kvaðst hafa fróað Y og átt upptökin að því. Það hefði gerst svona einu sinni í viku og byrjað á sama tíma og annað sem hann hefur lýst. Hann kvaðst hafa haft munnmök við Y og hafi það byrjað mun seinna, sennilega sumarið 1998 eða um haustið það ár. Þetta hafi gerst álíka oft og annað sem hann gerði við hann og stóð þar til hann varð 13 ára. Hann kvað það sjaldan hafa komið fyrir að hann hefði fróað sér á sama tíma. Hann kvað Y hafa fengið fullnægingu en ekki sáðlát. Hann kvaðst hafa farið í ferðalög með Y um sumarið 1998. Hann kvaðst hafa fróað Y á þessum ferðalögum og haft við hann munnmök, alla vega í tveimur þessara ferðalaga á Laugarvatni og á leiðinni til Þingvalla. Hann kvaðst hafa fróað sjálfum sér eftir að hann var kominn ofan í svefnpokann. Hann kvaðst hafa kynnst Z ekkert löngu eftir að hann kynntist Y. um sumarið 1997. Hann hefði vitað að hann væri 11 ára. Hann hafi komið með Y og fengið að fara í tölvuna. Hann kvaðst hafa umgengist Z mun minna en Y. Kannski svona aðra hvora viku eða eitthvað svoleiðis. Hann kvaðst aðspurður hafa þuklað rass og mitti Z aðallega utan klæða en einhvern tímann innan klæða. Hafi þetta byrjað veturinn 1997-1998, heldur seinna en með Y. Þetta hafi gerst svona annað hvert skipti sem hann kom eða rúmlega það alveg fram á vetur 1999 eða vorið 1999, svona fram í janúar eða febrúar. Hann kvaðst tvisvar hafa fróað Z. Annað skiptið hafi það verið í afmælisveislu hans en hitt skiptið eitthvað fyrr. Hafi Y verið viðstaddur þegar hann gerði þetta. Hann kvaðst ekki hafa fróað sér á sama tíma og hafi hann sjálfur átt upptökin. Hann kvaðst ekki hafa rætt við drengina að segja ekki frá þessu. Hann kvað aðstæður hafa verið þannig þegar þetta gerðist, fyrir utan atvikin á ferðalögunum, að þeir hafi verið ýmist í tölvunni eða horfa á videó. Ákærði kvaðst ekki hafa talið að drengirnir hefðu verið smeykir við þetta, nema hann kvaðst lítið geta sagt varðandi Z þar sem hann hafi umgengist hann svo lítið. Honum fannst Y ekki vera smeykur. Hann kvaðst hafa rætt við drengina um að ef þeir vildu þetta ekki gætu þeir bara sagt það, þeir þyrftu ekki að vera feimnir við það. Ákærði kvað drengina í flest öllum tilvikum hafa komið til sín óboðnir. Hann kvaðst aldrei hafa séð nein óttamerki á drengjunum. Hafi móðir Y talað sérstaklega um að Y hefði verið miklu betri í skapinu eftir Akureyrarferðina þetta hafi allt verið svo skemmtilegt. Kvaðst Y hafa farið með ákærða í bíltúra og í búðir. Þrisvar sinnum hefðu þeir farið saman í ferðalög, tvisvar á Laugarvatn og einu sinni til Akureyrar. Hafi ákærði einnig farið með honum í íshokkí ferð til Akureyrar síðast liðinn vetur, líklega eftir jól. Hafi ákærði farið með öllu liðinu í rútu. Í þeirri ferð hafi ákærði ekkert gert. Í ferðinni til Laugarvatns hafi ákærði runkað honum og tottað hann. Þeir hafi farið annað sinn til Akureyrar og á bifreið ákærða. Hann mundi ekki hvenær það hafi verið en það hafi verið að sumri til. Þeir hafi gist í tjaldi og hafi gist í þrjár nætur. Þarna hafi gerst það sama og í hinu ferðalaginu og taldi hann að ákærði hefði runkað honum og tottað hann tvisvar í þeirri ferð. Kvað Y ákærða hafa gefið sér afmælis- og jólagjafir en utan þess hafi hann ekki gefið honum gjafir. Hann hefði stundum fengið að drekka og borða hjá honum, stundum hafi hann pantað pizzu en stundum hafi hann eldað. Hann hafi tvisvar lánað honum peninga 10 krónur og 50 krónur til að hann gæti keypt sér að drekka. Hann kvaðst hafa verið í tölvuleikjum í tölvu ákærða. Taldi hann að klám hefði verið á tölvu ákærða, þeirri sem af honum var tekin. Ekki kvaðst hann hafa hugmynd um hversu oft ákærði hefði runkað honum eða tottað hann. Þetta hafi byrjað svona mánuði eftir að þeir kynntust. Stundum hafi þeir hist einu sinni í viku og stundum 4 til 5 sinnum. Í helmingi heimsóknanna hafi hann verið einn en í helmingi þeirra hafi vinir hans verið með honum. Hafi ákærði stundum komið heim til hans og þeir stundum verið að passa fyrir mömmu Y. Þá hafi ekkert gerst. Hann kvaðst hafa séð grín- og spennumyndir hjá ákærða en ekki öðruvísi myndir. Ekki kvaðst hann geta útskýrt hvað það væri að runka eða totta. Aðspurður kvað hann ákærða ekki hafa meitt sig. Ekkert hafi verið rætt um þetta eða að hann mætti ekki segja frá þessu. Y kvað ákærða hafa runkað sér þegar hann var að eiga við hann, en hann hafi ekki verið mikið að horfa á það, en hann hafi séð það. Hafi ákærði aldrei látið hann gera neitt við sig. Kvað hann aðspurður að það að runka sér væri að gera eitthvað við typpið með höndunum og sé typpið þá hart. Hann kvaðst ekki telja að hann hefði fengið sáðlát en ákærði hefði alltaf farið inn á klósett á eftir. Hann hefði gert þetta jafnvel oftar en 10 sinnum. Kvaðst Y hafa verið of feiminn til að gera eitthvað til að ákærði hætti að eiga við hann en hann sagði að sér hafi þótt þetta óþægilegt. Hann kvaðst ekki hugsa mikið um þetta og væri að reyna að gleyma þessu. Þetta væri leiðinlegt og hann nennti ekki að muna þetta. Hann kvaðst ekki hafa talað um þetta við vini sína, en mamma hans hefði talað um þetta áður en þetta kom upp því hún var hrædd um að eitthvað væri að gerast. Hafi hann hugsað um að segja frá þessu. Y kvaðst hafa séð ákærða runka Z í 2-3 skipti í sófanum en það hafi ekki verið lengi. Kvaðst Y hafa verið hræddur að segja frá þessu án þess að hann vissi við hvað hann væri hræddur, hann væri búinn að gleyma því. Hann kvaðst aldrei hafa lent í neinu svona áður. Í skýrslu Z sem tekin var í Barnahúsi þann 27. maí 1999 kom fram að hann þekkti ákærða því vinur hans, Y byggi í sama húsi og ákærði. Hann hafi kynnst ákærða fyrir svona einu og hálfu til tveimur árum síðan því ákærði hefði hjálpað Y og móður hans. Hann sagði að ákærði hefði byrjað að káfa á honum svona tveim mánuðum eftir að hann hafi kynnst honum og hafi það gerst í nánast hvert skipti sem hann fór til ákærða. Hann hafi um tíma farið oftar en einu sinni í viku til ákærða. Fyrst hafi ákærði byrjað að strjúka hann yfir fötin svo hafi hann farið innar og innar. Hann hafi strokið um mittið, bæði að framan og aftanverðu. Hann hafi farið undir fötin. Þeir hafi verið í tölvuleik eða verið að horfa á myndir í sjónvarpinu. Ákærði hefði ekki rætt neitt nema talað um tölvuleiki meðan á þessu stóð. Hann hafi sýnt honum myndir af berum stúlkum í tölvunni. Kvaðst Z aldrei hafa verið einn inni hjá ákærða, heldur hafi Y alltaf verið með. Kvaðst hann aldrei hafa séð myndir af berum stúlkum í sjónvarpinu en ákærði hefði átt 2-3 blöð með þannig myndum. Var Z beðinn að lýsa einu atviki sem ákærði hefði gert við hann og kvað hann ákærða hafa byrjað á að káfa aðeins síðan hafi hann farið með höndina undir fötin og verið að káfa á honum þar og farið með höndina upp og niður. Hann hafi þá verið með höndina á typpinu á honum. Það hafi verið í svolítið langan tíma. Hann kvaðst aldrei hafa séð ákærða gera neitt við sjálfan sig. Hann kvaðst ekki hafa rætt þetta við ákærða en taldi sig hafa látið í ljós að hann vildi þetta ekki. Þessi atvik hafi gerst bæði við tölvuna og í sófanum. Þeir hafi alltaf verið klæddir í buxur og stuttermabol. Kvað hann ákærða hafa strokið honum og verið með höndina í klofinu á sér, aðallega utan yfir fötin. Hafi ákærði komið við typpið á honum 2-3 skiptum eftir að hann byrjaði að káfa á honum. Hann kvaðst ekki vita hversu oft þetta hefði gerst en hann hefði verið svolítið oft hjá honum. Hafi ákærði aldrei klætt hann úr fötunum. Hafi ákærði aldrei beðið hann að koma við sig. Hann hefði einu sinni gefið honum 2-300 krónur fyrir flugeldum og 100 krónur þegar þeir voru í ferð til Þingvalla. Í þeirri ferð hefði ekkert gerst. Hann kvað ákærða aldrei hafa gefið sér gjafir en þeir hafi stundum fengið pizzu þegar þeir heimsóttu hann. Ekki kvaðst hann muna eftir því að ákærði hefði beðið hann að tala ekki um þetta en það gæti þó verið að hann hefði gert það. Minnti hann að það hefði verið gefið í skyn að þetta væri leyndarmál, en hann kvaðst ekki vera viss. Ákærði hefði aldrei hótað honum eða verið vondur við hann. Hann kvað þá Y einu sinni hafa gist hjá ákærða og þá hafi hann káfað á honum en ekkert meira. Hann kvaðst aðspurður hafa reynt að forðast að fara til ákærða. Vitnið Vigdís Erlendsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Barnahúss kom fyrir dóminn. Hún kvaðst hafa haft til meðferðar drenginn Z í Barnahúsi. Hann hafi komið tvisvar sinnum til hennar, fyrst 21. júní 1999 og síðan aftur 2. júlí 1999. Hafi hann verið mjög áhyggjufullur og kviðið fyrir að koma í viðtölin. Hefði hann haft ýmsar vangaveltur í sambandi við sína eigin ábyrgð á því sem hafði gerst og eins svona almennar vangaveltur, sem sjáist oft hjá strákum sem séu áreittir af karlmönnum, hræðslu um að vera hommi og ýmislegt því tengdu og hræðslu um að félagarnir myndu heyra hvað hafði gerst og taldi sig hafa orðið fyrir skaða út af því sem hafði gerst. Honum hafi liðið mjög illa. Hafi hann tengt hræðslu sína við að vera hommi við það að hafa ekki stoppað eða flúið. Það hafi því kannski mest tengst þeirri ábyrgð sem hann taldi sig bera á því sem gerst hefði. Hafi hann nefnt að þetta kynni að geta valdið því að hann fengi rangar hugmyndir um kynlíf en hann hafi ekki talað um í hverju þær væru fólgnar. Hann hafi líka sagt að ef hann heyrði í fjölmiðlum eitthvað um kynferðisofbeldi eða yrði var við eitthvað svona í sínu umhverfi sem væri að einhverju leyti því tengt þá hrykki hann alltaf við og brygði mjög og þetta truflaði hann svolítið í daglegu lífi því að hann óttaðist alltaf að eitthvað minnti hann á það sem hafði gerst. Hafi orðið að samkomulagi að hann kæmi tvisvar í viðtöl til vitnisins og ef móðir hans teldi hann hafa þörf fyrir frekari viðtöl myndi hún hafa samband. Kvað hún drenginn hafa verið mjög duglegan í viðtölunum. Hann hafi komið þótt hann kviði því mjög og sagt sjálfur að hann hefði þörf fyrir að ræða þetta til að fá leiðréttingu á þeim hugmyndum hans sem hugsanlega væru rangar. Hafi hann látið þess getið að hann hefði verið leiður í langan tíma og hafi honum létt mjög þegar þetta hafi komist upp. Hún kvaðst ekki hafa frétt neitt af drengnum síðan. Kvað vitnið sérstaklega aðspurð ekki vera hægt á grundvelli almennra niðurstaðna um afleiðingar kynferðisofbeldis að draga ályktanir um einstaklinga. Hins vegar séu ýmis einkenni þekkt hjá börnum, sem verði fyrir kynferðisofbeldi, og þeir þættir sem veiti bestu forspá um afleiðingarnar séu aldursmunur brotaþola og geranda. Þeim mun meiri sem hann sé þeim mun alvarlegri sé talið að afleiðingarnar verði. Enn fremur sé talað um tengsl milli geranda og þolanda, þeim mun sterkari sem þau séu, þess líklegra sé að afleiðingarnar verði alvarlegri fyrir brotaþolann. Einhver sem hann treysti hafi brugðist traustinu og það geti haft áhrif á samskipti brotaþola við annað fólk í framhaldinu. Þriðji þátturinn sem skipti máli í sambandi við afleiðingar séu viðbrögð umhverfisins og hvort sá sem fyrir þessu verður fái hjálp eftir að hann segi frá. Það sé þessi þriðji þáttur sem veiti forspá um afleiðingar kynferðisofbeldis. Ef brotaþola sé trúað þegar hann segi frá og honum tryggð aðstoð þá sé líklegra að afleiðingarnar verði minni en ella. Þetta séu þeir þrír þættir sem sýni fylgni við alvarlegar afleiðingar. Vitnið D, móðir Y kvaðst hafa kynnst ákærða um vorið 1997. Hafi þau kynnst smátt og smátt. Hann hafi ekið Y á æfingar í íshokkí og tekið þátt í því tómstundastarfi hans og oft borðað hjá þeim, þau hafi grillað saman og þess háttar. Hafi hún litið á ákærða sem góðan fjölskylduvin, þau hafi smátt og smátt tengst honum og hann hafi í raun verið eins og góður frændi eða bróðir. Hafi þetta verið gífurlegt áfall fyrir vitnið og fjölskylduna. Trúi hún því varla að hún sitji hér nú því ákærði hafi verið svo mikill trúnaðarvinur sem þau hafi nú misst. Hann hafi hjálpað Y við heimalærdóm og þau oft spjallað saman. Hafi ákærði vitað töluvert um fortíð þeirra, gleði og sorg. Hann hafi verið vinur sem þau hafi treyst bæði í gleði og sorg. Hún kvaðst vera varkár að eðlisfari og því hafi hún stjórnað því að þeir kynntust hægt, Y og ákærði og því sé svo erfitt að kyngja þessu. Hafi henni fundist að hún væri alltaf að hringja í ákærða þegar Y var hjá honum og fara óvænt niður til hans. Hún kvaðst hafa verið því mótfallinn að Y gisti hjá ákærða og fundist það óþarfi. Þeir hafi farið saman í ferðalög og hafi ákærði átt frumkvæðið að því. Þeir hafi farið til Akureyrar 1998. Þeir hafi síðan farið í ferðalag á einn af þeirra uppáhalds stöðum og það sé hræðilegt að nú sé búið að eyðileggja þann stað fyrir þeim. Einu sinni hafi þeir farið á Laugarvatn. Hafi ákærði virst hafa haft vald yfir drengnum. Muni hún að í Akureyrarferðinni hafi Y beðið um að fá að vera lengur í ferðinni og sjái hún núna eftir að þetta uppgötvaðist hvað ákærði hafi haft mikið vald yfir honum. Kvað hún drenginn mjög reiðan yfir því að ákærði hafi verið laus í eitt ár og sé enginn söknuður í dag til ákærða. Sjái hún best hversu mikið þetta hafi skaðað barnið. Þegar komið hafi í ljós að ákærði hafi verið með klám í tölvunni sinni hafi hún spurt Y hvort þau ættu ekki bara að slíta sambandi við ákærða en hann ekki viljað það. Fannst henni þetta segja að ákærði hefði vald yfir drengnum. Hafi sonur hennar skaðast mikið og neiti öllu sem heiti úrvinnslu og það sé hræðilegt. Hafi Y verið í [...] í fleiri mánuði. Hann hafi orðið mjög reiður og liðið illa eftir yfirheyrsluna í Barnahúsi því allt hafi rifjast upp fyrir honum. Hann hafi haft martraðir á nóttunni og exem, sem hann þjáist af, hafi blossað upp á honum. Kvað hún Y hafa þurft að skipta um skóla og þau hafa flutt úr hverfinu þar sem ákærði hefði einungis flust í næsta hús. Kvað hún son sinn hafa verið óheppinn með skólann. Hann sé hress á yfirborðinu en innst inni sé hann daufur. Hann vilji alls ekki tala mikið um þetta, þó spyrji hann oft hvort ákærði hafi verið settur í fangelsi. Megi segja að hjartað í honum gráti. Sé gífurleg vinna framundan til að koma honum í einhvers konar úrvinnslu, en hann loki á það og ætli sér ekki að vinna með þetta. Honum hafi gengið illa í skólanum síðast liðinn vetur og verið óánægður. Hann hafi ekkert unnið þar og erfitt hafi verið að fá hann til að vinna. Hafi hún því í nóvember sl. tekið þá ákvörðun að taka hann úr skólanum og þá hafi hann farið til systur hennar í [...]. Kvað hún hann hafa hætt í íshokkíinu þar sem það tengdist ákærða. Hún kvaðst telja að ástæðan fyrir því að Y hefði ekki viljað slíta sambandinu við ákærða eftir að upp komst um tölvumálið væri sú að hann hefði verið búinn að ná það miklum völdum yfir barninu. Vitnið C móðir Z kvaðst telja að sonur hennar hefði kynnst ákærða um sumarið eða haustið 1997 og hafi hann kynnst honum í gegnum Y. Taldi hún að þeir hafi umgengist nokkuð mikið. Hafi hún ekki viljað að hann væri mikið hjá ákærða og meðal annars hefði verið keypt tölva á heimilið í því skyni að draga úr þessum heimsóknum. Kvaðst hún oft hafa rætt við móður Y um ákærða til að kanna hvernig maður þetta væri og hafi hún verið mjög tortryggin og fundist ýmislegt athugavert. Hafi henni fundist óeðlilegt að hann samsamaði sig við svona litla stráka. Hann hafi klæðst eins og þeir og verið að bjóða þeim í partí og kvaðst hún aldrei hafa orðið vör við að hann hefði eðlileg fullorðinstengsl. Hafi hún því haft efasemdir og oft rætt það við móður Y. Kvað hún ástæðu óttans hafa verið þá að hún hafi starfað við mál af þessum toga í mörg ár og taldi sig því vera tortryggna og að hún væri farin að sjá kynferðisafbrotamenn í hverju horni. Hafi D fullvissað hana um að hún hefði talað um þessa hluti við ákærða og Y og hægt væri að treysta ákærða fullkomlega. Sé ákærði þannig maður að maður fari að vorkenna honum og finna til með honum. Hann sé umkomulaus og hafi hún því miður kæft svolítið þessar grunsemdir sínar. Hún hafi séð til þeirra Z og Y þar sem Y var að sjúga lim Z og hafi þeir borið sig að eins og þeir kynnu þetta. Hafi hún setið á sér að rjúka ekki til og hleypa öllu í hávaða og ákveðið að ræða við Z einslega. Daginn eftir þegar Y var farinn hafi hún rætt við son sinn og gætt þess vel að spyrja ekki leiðandi spurninga. Hafi hana grunað að þessi háttsemi tengdist ákærða og hafi þetta verið staðfesting á því sem hana hefði grunað lengi. Hafi hún orðið vör við breytta hegðun hjá syni sínum áður en hann sagði henni frá þessu. Hann hefði flosnað upp úr [...]skóla en hann sé mjög góður námsmaður. Taldi hún að ástæðan væri sú að hann væri lítill, mjór og væskilslegur og þetta hafi verið mjög harður og töff bekkur sem hann var í og hafi hún rætt þetta við umsjónarkennarann hans og skólastjórann um haustið þegar stóð til að hann færi aftur í skólann og sagt honum að Z vildi ekki fara í skólann og hafi sér verið tjáð að þetta væri mjög erfiður bekkur. Hafi hún sett hann í [...]skóla og hann verið þar í 7. bekk. Stuttu áður en mál þetta kom upp hafi umsjónarkennarinn hans í [...]skóla haft samband og sagst hafa tekið eftir breytingu á honum. Hann væri orðinn svo áhugalaus, sinnulaus, dapur, þungur, kærulaus og bara svona vansæll og hafi hún kennt því um að hann væri ný búinn að eignast litla systur, en hann hefði verið eina barn móður sinnar í 13 ár. Kvaðst hún hafa tekið eftir því að eftir að hann trúði henni fyrir þessu og hún sagt honum að hafa engar áhyggjur hafi verið eins og þungu fargi hafi verið af honum létt. Hann hafi tekið öll próf og verið allt annað barn. Honum hafi liðið betur og verið hamingjusamur og hress. Taldi hún að honum hafi bara liðið ágætlega eftir þetta og verið feginn að geta komið þessu frá sér. Þetta sé strákur sem hafi góðan grunn og góðan stuðning og sterka fjölskyldu og hafi þau reynt að styðja hann eftir fremsta megni. Hins vegar sé ekki komin nein reynsla á það hvernig ör þetta skilji eftir en þetta virðist ganga ágætlega í dag Niðurstaða. Ákærði hefur við rannsókn og meðferð málsins skýlaust játað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem hann er sakaður um í ákæru. Við upphaf meðferðar málsins fyrir dómi vildi ákærði ekki viðurkenna að hafa margsinnis strokið drengnum Z um rass og mitti utan klæða, það hefði aðeins gerst nokkrum sinnum. Við aðalmeðferð viðurkenndi hann að hafa gert þetta í svona annað hvert skipti er drengurinn kom í heimsókn eða rúmlega það en hann hefði komið svona aðra hverja viku í heimsókn. Þegar litið er til þess langa tímabils sem þetta stóð yfir þykir sannað með framburði ákærða sjálfs að þetta hafi verið margsinnis eins og lýst er í ákæru. Þykir því sannað með játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, svo sem skýrslur brotaþola, mæðra þeirra og Vigdísar Erlendsdóttur, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar háttsemin við þau lagaákvæði sem þar eru tilgreind. Ákærði hefur einu sinni áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, en þann 4. desember 1998 gekkst hann undir sátt í Héraðsdómi Reykjavíkur með greiðslu sektar vegna brots gegn 2. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða eru alvarleg. Við ákvörðun refsingar ákærða verður litið til þess að hann hefur hreinskilnislega játað brot sitt. Þykir refsing ákærða með sérstakri vísan til 1. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og með hliðsjón af 77. gr. sömu laga hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Helga Leifsdóttir héraðsdómslögmaður, réttargæslumaður drengsins Y hefur krafist þess að honum verði greiddar miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 15. apríl 1997 til greiðsludags. Hún hefur jafnframt gert kröfu um miskabætur vegna drengsins Z að fjárhæð 1.000.000 króna auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 1. nóvember 1997 til greiðsludags. Upphafleg krafa vegna Z var að fjárhæð 3.000.000 króna en var hún lækkuð við aðalmeðferð málsins. Réttargæslumaðurinn var viðstaddur aðalmeðferð málsins og reifaði þá jafnframt kröfur þessar og krafðist kostnaðar vegna lögfræði- og réttargæslustarfa sinna. Í málinu liggja ekki fyrir sérstök gögn um líðan og hagi drengsins Y í kjölfar brots ákærða gagnvart honum, en eins og rakið hefur verið hefur Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur, sem hefur haft drenginn Z í meðferð í kjölfar brots ákærða, komið fyrir dóminn og lýst vanlíðan hans af völdum brotsins. Þá hefur hún lýst þekktum einkennum hjá börnum sem verði fyrir kynferðisafbrotum og þeim þáttum sem veiti bestu forspá um afleiðingar slíkra brota og nefnt í því sambandi aldursmun geranda og brotaþola. Þeim mun meiri aldursmunur þeim mun alvarlegri afleiðingar fyrir brotaþolann. Þá geti skipt máli hver tengsl séu milli geranda og brotaþola, þeim mun sterkari tengsl, þeim mun alvarlegri afleiðingar geti það haft fyrir brotaþolann. Svo geti viðbrögð umhverfisins skipt miklu varðandi afleiðingar slíkra brota. Geti skipt miklu máli hvort brotaþola sé trúað og hann fái hjálp eftir slíka reynslu. Telja verður ljóst að slíkir atburðir sem hér um ræðir séu til þess fallnir að valda þeim sem fyrir verða margvíslegum sálrænum erfiðleikum. Verður ákærði því dæmdur til að greiða báðum brotaþolum miskabætur samkvæmt 26. gr. laga nr. 50/1993. Þykir Y eiga rétt á miskabótum að fjárhæð 450.000 krónur. Eftir atvikum þykir rétt að miða upphafsdag vaxta bótakröfunnar við uppsögu dóms þessa og skal ákærði greiða dráttarvexti eins og greinir í dómsorði. Þá þykir Z eiga rétt á miskabótum að fjárhæð 200.000 krónur. Eftir atvikum þykir rétt að miða upphafsdag vaxta bótakröfunnar við uppsögu dóms þessa og skal ákærði greiða dráttarvexti eins og greinir í dómsorði. Með vísan til 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 eiga bótakrefjendur rétt á að fá greiddan kostnað við að halda kröfu sinni fram. Er ákærði dæmdur til að greiða þóknun skipaðs réttargæslumanns beggja drengjanna sem þykir hæfilega ákvörðuð 300.000 krónur samtals. Ákærði er dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun og réttargæsluþóknun skipaðs verjanda síns, Lúðvíks Emils Kaaber héraðsdómslögmanns 250.000 krónur. Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, sótti málið af hálfu ákæruvalds. Greta Baldursdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Ákærði, X sæti fangelsi í 12 mánuði. Ákærði greiði Y 450.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 20. júní 2000 til greiðsludags. Ákærði greiði þóknun réttargæslumanns bótakrefjenda, Helgu Leifsdóttur héraðsdóms­lögmanni, samtals 300.000 krónur. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun og réttargæsluþóknun skipaðs verjanda síns, Lúðvíks E. Kaaber héraðsdómslögmanni 250.000 krónur
Mál nr. 221/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 6. júní 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 12. júní nk. kl. 12. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki, sbr. 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, svo sem lögunum var breytt með 38. gr. laga nr. 36/1999. Það athugast að samkvæmt gögnum málsins var varnaraðili handtekinn 5. júní sl. kl. 9.15, en ekki leiddur fyrir dómara fyrr en kl. 9.47 næsta dag. Þessi töf, sem ekki hefur verið nægilega réttlætt, var andstæð 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 5. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 269/2003
Hlutafélag Hlutabréf Samningur
S krafðist ógildingar á samningi um kaup á 5.000.000 króna hlut í N ehf. á genginu 4 og að J yrði gert að endurgreiða sér fjárhæðina. Byggði S á því að J hefði vakið þá trú að S væri að eiga viðskipti við N og að yfirverð hlutafjárins rynni til félagsins. Einnig taldi S að J hefði sem fyrirsvarsmaður N leynt vitneskju sinni um að viljayfirlýsing B um kaup á verulegu magni framleiðsluvara N myndi ekki ganga eftir. Með hliðsjón af framburði þáverandi sparisjóðsstjóra S fyrir dómi, um að honum hefði verið kunnugt um að J hafi átt hlutaféð en ekki N, var ekki fallist á að S hefði verið blekktur til kaupanna. Ekki var talið sýnt fram á að upplýsingar um að B hefði gengið til samninga við annað félag um sams konar viðskipti hefðu legið fyrir fyrr en viku eftir að hin umdeildu kaup áttu sér stað. Var talið ósannað að J hefði komið samningnum á með svikum í skilningi 30. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð umboð og ógilda löggerninga og ekki fallist á að óheiðarlegt hafi verið af J að bera samninginn fyrir sig í skilningi 33. gr. sömu laga. Þá þótti ekki sannað að J hefði bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart S með því að leyna upplýsingum, sem máli skiptu við samningsgerðina, með saknæmum og ólögmætum hætti. Var J sýknaður af kröfu S.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. júlí 2003. Hann krefst þess, að viðurkennt verði með dómi, að samningur hans og stefnda 16. ágúst 1999 um kaup á hlutum í Nýbrauði ehf. að nafnverði 5.000.000 krónur á genginu 4 verði dæmdur ógildur og stefnda gert að endurgreiða sér 20.000.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. júlí 2002 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjandi skal greiða stefnda 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Sparisjóður Hafnarfjarðar, greiði stefnda, Jóhanni Þorvarðarsyni, 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem dómtekið var 26. mars síðastliðinn, er höfðað 15. ágúst 2002 af Sparisjóði Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, Hafnarfirði, gegn Jóhanni Þorvarðarsyni, Starfield Road 10, London, Englandi. Stefnandi krefst þess aðallega, að viðurkennt verði með dómi, að samningur málsaðila, dagsettur 16. ágúst 1999, um kaup stefnanda á hlutum í Nýbrauði ehf., að nafnverði 5.000.000 krónur á genginu 4, verði dæmdur ógildur og að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða stefnanda kaupverð hlutanna, 20.000.000 króna, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 14. júlí 2002 til greiðsludags. Til þrautavara krefst stefnandi, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 15.000.000 krónur, með hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 14. júlí 2002 til greiðsludags. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað. I. Einkahlutafélagið Nýbrauð var stofnað 23. febrúar 1999 af Bárði Ágústssyni og Einari Viðarssyni. Stofnhlutafé félagsins var 500.000 krónur, sem stofnendurnir lögðu fram að jöfnu, en félagið var skráð hjá hlutafélagaskrá 3. mars 1999. Skoðunarmaður félagsins var kosinn stefndi, Jóhann Þorvarðarson. Þann 17. mars 1999 var haldinn hluthafafundur í félaginu, þar sem samþykkt var að auka hlutafé þess úr 500.000 krónum í 50.000.000 krónur. Á sama hluthafafundi var félaginu kosin ný stjórn, skipuð þremur mönnum, stefnda, Jóni Gerald Sullenberger og Bárði Ágústssyni. Jafnframt samþykkti hluthafafundurinn að gera samning við Nationalwide Business Services Ltd., sem hafði aðsetur í London, um að stefndi yrði ráðinn af fyrirtækinu til að vera starfandi stjórnarformaður Nýbrauðs ehf. í tólf mánuði frá 17. mars 1999, gegn greiðslu á 4.800.000 krónum. Samningi þessum var breytt á hluthafafundi 3. maí 1999 og hann framlengdur til 30. september 2001. Á stjórnarfundi 25. mars 1999 skipti stjórnin með sér verkum og var stefndi kosinn formaður hennar í samræmi við ákvörðun hluthafafundarins 17. mars 1999. Á stjórnarfundinum 25. mars 1999 var jafnframt samþykkt að veita stefnda prókúru félagsins. Á stjórnarfundi 2. apríl 1999 var ráðgert, að hlutfé félagsins yrði 50.000.000 króna og að langtímalán yrðu 125.000.000 króna. Á stjórnarfundi 26. apríl 2002 var bókað, að erfiðlega hefði gengið að fá fyrirgreiðslu hjá fjármálastofnunum, en að stefndi hefði fengið vilyrði frá stefnanda og Sparisjóði vélstjóra um langtímalán að fjárhæð 100.000.000 króna, að því gefnu, að hlutafé félagsins yrði aukið um 25.000.000 króna. Á stjórnarfundinum var ákveðið að boða til hluthafafundar 10. maí 1999 og bera upp tillögu um aukningu hlutafjár um 25.000.000 króna og aðrar breytingar á samþykktum félagsins. Gekk það eftir og skrifuðu sex aðilar sig fyrir aukningunni samkvæmt endurriti fundargerðar. Þann 16. ágúst 1999 undirritaði stefnandi skjal, þar sem hann skrifaði sig fyrir hlutafé í Nýbrauði ehf. að nafnverði 5.000.000 króna á genginu 4, eða samtals 20.000.000 króna. Í kjölfar áskriftar stefnanda að hlutafé í Nýbrauði ehf. var honum sent bréf, dagsett 16. ágúst 1999, er stefndi ritaði undir sem stjórnarformaður Nýbrauðs ehf. Í bréfinu var staðfest áskrift stefnanda að hlutafé í Nýbrauði ehf. og þá voru þar fyrirmæli um, að greiðsla fyrir hlutina ætti að berast inn á reikning á kennitölu stefnda. Greiddi stefnandi síðan umsamið kaupverð, 20.000.000 króna, inn á reikninginn 17. ágúst 1999. Var stefnandi eftir það tilgreindur á hlutaskrá félagsins sem eigandi 6,67% hlutar í Nýbrauði ehf. Kaupin á hlutafénu í Nýbrauði ehf. voru formlega samþykkt í stjórn stefnanda á fundi 10. nóvember 1999. Á stjórnarfundi Nýbrauðs ehf. 25. ágúst 1999 var bókað, að í ljós hefði komið, að Baugur hf. myndi ekki kaupa framleiðslu félagsins, þar sem Baugur hf. hefði gert einokunarsamning við Mylluna hf. Í janúar 2002 höfðaði fyrrum framkvæmdastjóri Nýbrauðs ehf., Hákon Gunnarsson, mál á hendur Nýbrauði ehf. til endurgreiðslu þess hlutafjár, sem hann hafði keypt. Var málsóknin meðal annars byggð á því, að hann hefði verið beittur blekkingum við kaupin. Hæstiréttur lauk dómi á málið 2. maí 2002 og var félagið sýknað á grundvelli aðildarskorts, þar sem sannað þótti, að viðskipti Hákons hefðu verið við stefnda, Jóhann Þorvarðarson. Var niðurstaðan meðal annars byggð á því, að Nýbrauð ehf. hefði ekki átt nein hlutabréf til sölu sumarið 1999, er kaupin áttu sér stað. Eftir uppkvaðningu dómsins kveðst stefnandi hafa farið að kanna fyrrgreind hlutafjárkaup sín í Nýbrauði ehf. Var meðal annars óskað eftir skriflegu svari frá Nýbrauði ehf. um, hvaða greiðslur hefðu borist félaginu vegna hlutafjárkaupa stefnanda í ágúst 1999. Í svari Nýbrauðs ehf., dagsettu 14. maí 2002, var staðfest, að stefnandi hefði 19. ágúst 1999 greitt 5.000.000 krónur til Nýbrauðs ehf. vegna hlutafjárkaupa. Þann 14. júní 2002 var stefnda send krafa um endurgreiðslu á yfirverði hlutabréfanna, en hann lýsti því yfir 4. júlí 2002, að hann myndi ekki verða við henni. Nýbrauð ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í júní 2002. II. Aðalkrafa stefnanda er byggð á því, að stefndi, sem hafi verið í senn stjórnarformaður og prókúruhafi Nýbrauðs ehf. á þeim tíma, sem samningurinn var gerður, hafi beitt stefnanda svikum við kaupin. Hafi stefndi verið hátt launaður starfsmaður Nýbrauðs ehf. og nánast einn farið með málefni félagsins allt árið 1999 og fram í janúar 2000. Hafi stefndi látið líta svo út, að hann væri að kaupa hluti í Nýbrauði ehf. af félaginu sjálfu, en síðar hafi komið í ljós, að hann hafi tekið til sín 15.000.000 króna af kaupverðinu. Skilningur stefnanda hafi verið sá, að allt yfirverð hlutabréfasölu félagsins við hlutafjáraukninguna rynni til félagsins. Hafi stefndi búið þannig um hnútana, að litið hafi út fyrir, að félagið nyti alls kaupverðsins og þannig leynt stefnanda því, að yfirverð bréfanna færi til einhvers annars en félagsins sjálfs. Stefnandi hafi komið að fjármögnun Nýbrauðs ehf., ásamt Sparisjóði vélstjóra. Skilyrði fyrir lánveitingunni hafi m.a. verið, að hlutafé félagsins væri aukið um 25.000.000 króna. Hafi stefnandi talið, að yfirverð og nafnverð hlutafjáraukningar-innar gengi til Nýbrauðs ehf., en annað komið á daginn. Þá sé byggt á því, að stefnda hafi verið ljóst, að þær forsendur, sem kynntar voru stefnanda um framtíðarsölu Nýbrauðs ehf. til Baugs hf., hafi verið brostnar við söluna í ágúst 1999. Hafi stefndi vísvitandi leynt stefnanda þessum upplýsingum við samningsgerðina. Ljóst sé, að stefnandi hafi staðið í þeirri trú, að fyrir hendi væri vilyrði fyrir sölu á brauðum til Baugs hf. á þeim tíma, sem kaupin áttu sér stað. Stefndi hafi verið stjórnarformaður Nýbrauðs ehf. á þessum tíma, auk þess sem hann hafi verið með prókúruumboð félagsins. Frá kaupum stefnanda á hlutafé þar til haldinn hafi verið stjórnarfundur, þar sem bókað hafi verið, að ekkert yrði af sölusamningi við Baug hf., hafi einungis liðið vika. Verði að telja ólíklegt, að stefnda hafi ekki verið kunnugt um, þegar samningur var gerður, að mikilvæg forsenda stefnanda fyrir verðmati á hlutabréfunum var brostin. Samt sem áður hafi stefndi ekki kynnt það stefnanda við kaupin, eða gefið það á nokkurn hátt til kynna. Hafi stefndi þannig, gegn betri vitund, gefið rangar upplýsingar um, hver samningsaðili stefnanda var við kaupin og jafnframt leynt atriðum, er vörðuðu framtíðarmöguleika félagsins, með þeim ásetningi að fá stefnanda til þess að gera samninginn um kaup hlutabréfanna, sbr. ákvæði 30. gr. samningalaga nr. 7/1936. Þá sé einnig byggt á því, að framferði stefnda hafi verið óheiðarlegt vegna ofangreindra atvika, sem óumdeilt sé, að stefndi hafi haft vitneskju um við samningsgerðina, sbr. 33. gr. s.l. Varakrafa stefnanda sé byggð á 36. gr. samningalaga og sömu málsástæðum og aðalkrafa stefnanda, en jafnframt sé byggt á því, að sú vitneskja, sem stefndi hafi búið yfir varðandi efnahag Nýbrauðs ehf. hafi valdið aðstöðumun við samningsgerðina og jafnframt hafi framkoma stefnda við samningsgerðina verið andstæð góðri viðskiptavenju. Stefndi reisir sýknukröfu á því, að stefnandi hafi með tómlæti sínu firrt sig rétti til að hafa uppi þær dómkröfur, sem hann geri í máli þessu. Þau viðskipti, sem málið sé risið af, hafi átt sér stað á árinu 1999, en mál þetta hafi ekki verið höfðað fyrr en þremur árum eftir það. Viðskiptin hafi í reynd falið í sér sölu kröfuréttinda, sem teljist lausafé í skilningi laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup, er í gildi hafi verið á umræddum tíma. Teljist kaupin hafa verið verslunarkaup í skilningi umræddra laga, enda hafi þau verið liður í atvinnustarfsemi beggja aðila. Sé það meginregla um slík kaup, að gagnaðili verði að hafa uppi allar mótbárur um leið og tækifæri gefst, ella glati hann rétti til að bera þær fyrir sig síðar. Hafi stefnanda verið í lófa lagið að hafa uppi þær dómkröfur, sem um ræðir í máli þessu, þegar eftir stjórnarfund Nýbrauðs ehf. 25. ágúst 1999, þegar fyrir hafi legið, að samningar við Baug hf. myndu ekki nást, en ella eftir athugasemdir endurskoðanda félagsins vorið 2000. Það hafi stefnandi hins vegar ekki, og því með tómlæti sínu glatað rétti sínum. Þá er í öðru lagi haldið fram, að hlutabréfa­viðskiptin hafi verið eðlileg og lögum samkvæmt. Er mótmælt sem röngu og ósönnuðu, að stefndi hafi beitt stefnanda svikum við kaupin og hann hafi með vitund og vilja látið líta út fyrir, að stefnandi væri í umrætt sinn að kaupa hluti í Nýbrauði ehf. af félaginu sjálfu, svo og, að hann hafi látið í það skína, að yfirverð hlutabréfanna rynni til félagsins. Jafnframt er mótmælt, að stefndi hafi vitað eða mátt vita, að það væri forsenda fyrir kaupum stefnanda á hlutabréfum í Nýbrauði, að Baugur hf. gerði viðskipta­samning við félagið, og að hann hafi vísvitandi leynt stefnanda upplýsingum um, að þessi samningur við Baug hf. um kaup á brauði hefði ekki náðst. Stefnandi sé „atvinnumaður” á sviði viðskipta og lánaumsýslu og hafi verið viðskiptabanki Nýbrauðs ehf. og hafi veitt fyrirtækinu lán fyrir á um annað hundrað milljónir króna. Áður en sú lánveiting var veitt, hafi stefnandi fengið allar þær upplýsingar um rekstur og rekstraráætlanir Nýbrauðs ehf., er hann óskaði sér, sem og um skipulag fyrirtækisins, og hann í kjölfarið ákveðið að setja það skilyrði fyrir lánveitingunni, að hlutafé fyrirtækisins yrði hækkað um 25.000.000 krónur. Megi ætla, að stefnandi hafi fylgst með því, hvort þetta skilyrði var uppfyllt, áður en hann veitti umrætt lán, en með því hefði honum átt að verða ljóst, að hluthafar í félaginu höfðu, bæði í þessu hlutafjárútboði sem og hinu fyrra, skrifað sig fyrir öllum áskriftarhlutum í félaginu, sem í boði voru og að félagið ætti þar af leiðandi enga eigin hluti. Hljóti slíkt raunar að hafa verið alger forsenda fyrir því, að stefnandi veitti félaginu lán, miðað við þau skilyrði, sem stefnandi setti lánveitingunni, því að öðrum kosti hefði ekki allt það hlutafé skilað sér inn í fyrirtækið, sem gert hafi verið að forsendu lánveitingarinnar. Hefði félagið á annað borð átt slíka hluti, hefði þeirra verið getið í efnahagsreikningi félagsins, er stefnandi, sem góður og gegn „atvinnumaður” á sviði viðskipta, hafi vafalítið kynnt sér, eða ætti að hafa kynnt sér, áður en hann veitti félaginu lán fyrir á annað hundrað milljónir króna. Geti stefnandi því geti ekki borið fyrir sig, að hann hafi ekki vitað af hverjum hið umdeilda hlutafé var keypt. Verði ekki fallist á ofangreint, hafi stefnanda í síðasta lagi mátt verða þetta ljóst, er hann greiddi kaupverð hlutabréfanna, enda hafi bankareikningur sá, sem greiðsla átti að berast inn á, verið í eigu stefnda. Hafi stefnanda þannig verið fullkunnugt um, hver samningsaðili hans var, eða þetta a.m.k. átt að gefa honum tækifæri til að spyrjast fyrir um aðild að samningnum, teldi hann einhvern vafa leika á um hana. Verði stefnandi því að bera hallann af því að hafa ekki kynnt sér efni þeirra skjala, sem lágu fyrir um viðskiptin og aðild að þeim. Sé mótmælt fullyrðingum stefnanda um, að stefndi hafi reynt að leyna því, hver var samningsaðili stefnanda við hlutabréfakaupin. Stefndi hafi, fyrir áeggjan og leiðbeiningu starfsmanns stefnanda, lánað félaginu innstæðuna á reikningi sínum í því skyni að sýna fram á tiltrú hluthafa á rekstri félagsins til að greiða fyrir fyrirhuguðum lánveitingum til félagsins. Hafi það e.t.v. ekki verið óeðlileg krafa af hálfu stefnenda, þar sem mjög fjársterkir aðilar hafi staðið að baki rekstri Nýbrauðs ehf. Þá hafi þetta heldur ekki verið óeðlileg háttsemi af hálfu stefnda, sem oftsinnis hafi lánað félaginu fjármuni vegna lausafjárskorts, meðan á stjórnarformennsku hans í því stóð, en þau lán hafi, bæði fyrir og eftir að atvik máls þessa gerðust, verið endurgreidd, þegar fjárhagsstaða félagsins batnaði. Þá sé því mótmælt sem ósönnuðu og órökstuddu, að það hafi verið skilningur og forsenda stefnanda fyrir kaupum á umræddu hlutafé, að allt kaupverð hlutabréfanna, þ.e. bæði nafnverð og yfirverð þeirra, ætti að renna til félagsins. Hefði slíkt enda ekki getað gerst nema í því tilfelli, að félagið væri að selja eigin bréf, sem stefnanda hafi mátt vera ljóst, að félagið hafi ekki getað, eða með því að sá hluthafi, er bréfin seldi, hefði afsalað sér söluverði í hendur félagsins. Liggi engar upplýsingar um slíkt afsal fyrir í málinu. Hins vegar liggi fyrir, að stefndi hafi lánað félaginu umrædda fjármuni um stundarsakir. Enn fremur er mótmælt sem ósannaðri þeirri fullyrðingu stefnanda, að stefndi hafi leynt stefnanda upplýsingum um, að ekki yrði af gerð viðskiptasamnings við Baug hf., í því skyni að fá stefnanda til umræddra hlutabréfakaupa. Óvissa hafi ríkt um samnings­gerð við Baug hf. allan þann tíma, sem hér um ræðir, þar sem félagið hafi, á undir­búnings­tíma rekstrar Nýbrauðs ehf., ekki verið reiðubúið að skrifa undir formlega viljayfirlýsingu eða viðskiptasamning, þó svo að fyrir hefði legið munnleg viljayfirlýsing Jóns Geralds Sullenberger um, að Baugur hf. myndi gera viðskiptasamning við Nýbrauð ehf. Hafi stefnanda, sem „atvinnumanni” á sviði viðskipta, því mátt vera ljóst, að hann væri af þessum sökum og ýmsum öðrum að taka áhættu með fjárfestingu sinni í félaginu, enda ekkert verið fast í hendi um rekstrargrundvöll félagsins að þessu leyti. Sé þessi aðstaða og áhætta ítarlega rakin í fundargerð stjórnar Nýbrauðs ehf. frá 26. apríl 1999, sem stefnandi ætti a.m.k. að hafa kynnt sér, áður en hann veitti félaginu lán fyrir vel á annað hundrað milljónir króna. Hefði enda góðum og gegnum lánveitanda borið við þessar aðstæður að kanna ítarlega raunhæfi þeirra viðskipta­samninga, sem félagið hafði gert, eða voru í burðarliðnum, með það fyrir augum að meta greiðsluhæfi félagsins. Virðist sem stefnandi hafi látið þessa rannsókn undir höfuð leggjast, enda hefði honum orðið þessi aðstaða ljós með því einu að lesa umrædda fundargerð stjórnar Nýbrauðs ehf. Geti hann því ekki kennt öðrum um, reynist væntingar hans hafa brostið, enda hafi stefndi í störfum sínum sem stjórnarformaður aldrei dregið fjöður yfir þá áhættu, sem hafi verið samfara þátttöku í rekstri fyrirtækisins. Telji dómurinn, að skilyrði skaðabótaskyldu séu fyrir hendi, vísar stefndi til þess, að eigin sök stefnanda sé svo mikil, að hann hafi fyrirgert rétti til skaðabóta. Stefnandi byggir aðallega á því, að stefndi hafi beitt stefnanda svikum við framangreind hlutafjárkaup. Hafi stefndi látið líta svo út, að hann væri að kaupa hluti í Nýbrauði ehf. af félaginu sjálfu, en síðar hafi komið í ljós, að hann hafi tekið til sín 15.000.000 króna af kaupverðinu. Stefnandi hafi hins vegar talið, að yfirverð og nafnverð hlutafjáraukningarinnar gengi til Nýbrauðs ehf., en annað hafi komið á daginn. Greiðsla fyrir kaup stefnanda á hlutabréfum í Nýbrauði ehf., að nafnvirði 5.000.000 króna, á genginu 4, að fjárhæð 20.000.000 króna, var lög 17. ágúst 1999 inn á reikning stefnda nr. 401878 hjá stefnanda og næsta dag færð af þeim reikningi yfir á nánar tiltekinn reikning stefnda hjá Landsbanka Íslands. Vitnið Jónas Reynisson var annar tveggja sparisjóðsstjóra stefnanda á þeim tíma, sem umrædd hlutafjárkaup áttu sér stað, en vitnið hætti störfum hjá stefnanda í árslok 2001. Vitnið skýrði svo frá fyrir dómi, að hann og stefndi hefðu rætt fyrst saman um viðskiptin í ársbyrjun 1999. Hafi þetta byrjað með bankaviðskiptum og síðan þróast út í hugmynd um, hvort stefnandi hefði áhuga á að kaupa bréfin. Eitt hafi svo leitt af öðru og þetta endað með því, að stefnandi keypti þau. Kvað vitnið, að hann og hinn sparisjóðsstjórinn, Þór Gunnarsson, hefðu tekið sameiginlega ákvörðun um kaupin. Stefndi hafi sagt vitninu frá því, að hann ætti bréfin og að hann hefði keypt þau af eigendum, sem „byrjuðu í fyrirtækinu”. Hafi þeir Þór tekið ákvörðun um að kaupa bréfin á yfirverði, en reynt hafi verið að „prútta” um verðið. Hafi stefndi skýrt vitninu frá því, að hann hefði keypt bréfin á háu verði og þyrfti hann þess vegna að selja þau aftur við háu verði. Fyrir hafi legið hefðbundin rekstraráætlun Nýbrauðs ehf. um tekjur og gjöld og áætlaðan hagnað og ætlunin verið að byggja á viljayfirlýsingu Baugs hf. um, að félagið hygðist kaupa brauð af Nýbrauði ehf. Áðurnefndur Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri stefnanda, kannast við að hafa komið að hlutafjárkaupunum í Nýbrauði ehf., en kveður Jónas hafa að mestu séð um undirbúning þeirra, þar sem hann hefði haft með fyrirtækjasvið stefnanda að gera. Þór kvað sér ekki hafa orðið kunnugt um, að stefnandi var að kaupa bréfin af stefnda, en ekki Nýbrauði ehf., fyrr en á síðastliðnu ári. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, vissi annar sparisjóðsstjóra stefnanda, að stefndi var seljandi umræddra hlutabréfa í Nýbrauði ehf. Þá liggur ljóst fyrir, að stefnandi lagði greiðslu fyrir þau inn á persónulegan reikning stefnda hjá stefnanda. Eru því engin efni til að fallast á með stefnanda, að stefndi hafi komið kaupunum á með sviksamlegum hætti, sbr. 30. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Þá er af hálfu stefnanda byggt á þeirri málsástæðu, að stefnda hafi verið ljóst, að þær forsendur, sem kynntar voru stefnanda um framtíðarsölu Nýbrauðs ehf. til Baugs hf., hafi verið brostnar við söluna í ágúst 1999 og hafi stefndi vísvitandi leynt stefnanda þessum upplýsingum við samningsgerðina. Viðskipti þau, sem mál þetta er sprottið af, eru áhættusöm, eðli sínu samkvæmt. Ljóst er af gögnum málsins, að stefnandi og aðrir hluthafar í Nýbrauði ehf. bundu miklar vonir við áðurnefnda viljayfirlýsingu Baugs hf. um kaup á brauðum af fyrirtækinu. Var í áætlunum Nýbrauðs ehf. gert ráð fyrir, að Baugur hf. myndi kaupa daglega um 10000 – 15000 brauð. Aðilar eru þó sammála um, að enginn skuldbindandi samningur hafi legið fyrir þar að lútandi. Fyrir liggur, að fyrst var bókað um það í fundargerð Nýbrauðs ehf. vegna stjórnarfundar 25. ágúst 1999, eða liðlega viku eftir að stefnandi keypti hlutabréfin í Nýbrauði ehf., að þá væri að koma í ljós, eins og segir orðrétt í fundargerðinni „ ... að Baugur hf. mun ekki hefja viðskipti við Nýbrauð á þessu ári. Komið hefur í ljós að væntanlegur samkeppnisaðili Nýbrauðs, þ.e. Myllan Brauð, hefur gert einokunarsamning við verslunarkeðjuna [...] Þetta er í hróplegu ósamræmi við þá viljayfirlýsingu sem Baugur skrifaði undir við Nýbrauð á vormánuðum 1999. Í þeirri yfirlýsingu kom fram einlægur ásetningur um að hefja viðskipti við Nýbrauð frá og með 01.10.1999 og í síðasta lagi 01.11.1999 ”. Að mati dómsins er samkvæmt framansögðu með öllu ósannað af hálfu stefnanda, að stefndi hafi á þeim tíma, er stefnandi keypti hlutabréfin í Nýbrauði ehf., haft vitneskju um breyttar rekstrarforsendur Nýbrauðs ehf. í ljósi þeirrar breytingar, sem lýst er í ofangreindri fundargerð, á áformum Baugs hf. um kaup brauða af Nýbrauði ehf. Verður því að leggja til grundvallar við úrlausn málsins, að það hafi ekki verið fyrr en eftir kaupin, að stefndi mátti vita, að einhverjar ráðagerðir væru í bígerð af hálfu Baugs hf. í aðra veru, en fyrirsvarsmenn Nýbrauðs ehf. töldu sig mega treysta samkvæmt umræddri viljayfirlýsingu. Er því ósannað, að stefndi hafi, gegn betri vitund, leynt atriðum, er vörðuðu framtíðarmöguleika félagsins, með þeim ásetningi að fá stefnanda til þess að gera samninginn um kaup hlutabréfanna og þannig brotið gegn 30. gr. samningalaga. Á sama hátt er hafnað þeirri málsástæðu stefnanda, að framferði stefnda hafi verið óheiðarlegt, sbr. 33. gr. sömu laga. Þá eru engin efni til að fallast á með stefnanda, sem hefur meðal annars atvinnu af því að kaupa og selja hlutabréf, að ákvæði 36. gr. samningalaga geti hér átt við. Að lokum er á því byggt af hálfu stefnanda, að stefndi hafi með saknæmum og ólögmætum hætti leynt stefnanda atriðum, sem máli skiptu við samningsgerðina, og með því valdið stefnanda tjóni. Með vísan til sömu raka og að ofan greinir, er það álit dómsins, að stefnanda hafi engan veginn tekist að sýna fram á, að hald sé í þessari málsástæðu hans. Það er því niðurstaða dómsins að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum og með skírskotun til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Dóminn kvað upp Helgi I. Jónsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Jóhann Þorvarðarson, er sýkn af kröfum stefnanda, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 37/2010
Kærumál Reynslulausn Skilorðsrof Fullnusta refsingar
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X, sem veitt hafði verið reynslulausn, á grundvelli 2. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga, skyldi afplána 90 daga eftirstöðvar refsingar, enda taldist kominn fram sterkur grunur um að X hefði framið brot varðað gæti allt að 8 ára fangelsi.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. janúar 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. janúar 2010, þar sem varnaraðila var gert að afplána 90 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 2008, 4. febrúar 2009 og 20. apríl 2009. Kæruheimild er í 2. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 106/2008
Virðisaukaskattur
Bílaleigan A krafðist þess að úrskurði yfirskattanefndar og úrskurði skattstjórans í Reykjavík um hækkun virðisaukaskattsskyldrar veltu A yrði hnekkt og að Í yrði dæmt til að endurgreiða sér 30.407.185 krónur. Ágreiningur málsins laut að því hvort A hefði verði heimilt að halda utan skattverðs sölu á viðbótartryggingum, sem viðskiptavinum hans var boðið að kaupa er þeir leigðu af honum bifreið til afnota, og um leið hvort bílaleigur hefðu heimild til að selja tryggingar án þess að innheimta virðisaukaskatt af þeirri þjónustu. A hélt því fram að kostnaður við viðbótartrygginguna ætti ekki að teljast til skattverðs hins leigða, þar sem um sérstaka þjónustu væri að ræða, ótengda starfsemi hans. Talið var að sala hinna valkvæðu trygginga hefði verið í slíkum tengslum við starfsemi A að telja bæri kostnað vegna þeirra til heildarandvirðis hins selda, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988, og skipti í því sambandi ekki máli þótt viðskiptavinurinn hefði sjálfur óskað eftir þjónustu A við kaup slíkra trygginga. Samkvæmt 9. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 væri vátryggingastarfsemi undanþegin virðisaukaskatti. Talið var að túlka ætti ofangreinda undanþágu þröngt frá þeirri meginreglu laganna að öll almenn sala á vöru og þjónustu skyldi skattskyld. Þar sem A rak ekki vátryggingastarfsemi og hafði ekki leyfi til að selja tryggingar samkvæmt lögum um vátryggingasamninga nr. 60/1994 var ekki fallist á að A hefði verið heimilt að undanþiggja virðisaukaskatt í þjónustu sinni við viðskiptavini við kaup á tryggingum. Samkvæmt þessu var Í sýkn af kröfum A.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. febrúar 2008. Hann krefst þess að úrskurði yfirskattanefndar nr. 230/2006 frá 19. júlí 2006 og úrskurði skattstjórans í Reykjavík frá 23. nóvember 2004 um hækkun virðisaukaskattsskyldrar veltu áfrýjanda verði hnekkt. Þá krefst hann þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 30.407.185 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 8.238.821 krónu frá 5. febrúar 2002 til 5. febrúar 2003, af 18.027.031 krónu frá þeim degi til 5. febrúar 2004, af 28.704.057 krónum frá þeim degi til 5. febrúar 2005, af 29.459.965 krónum frá þeim degi til 5. júní 2005, en af 30.407.185 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Einnig krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Auto Reykjavík hf., greiði stefnda, íslenska ríkinu, 350.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 9. nóvember sl., er höfðað með stefnu, birtri 17. janúar 2007. Stefnandi er Auto Reykjavík hf., Knarrarvogi 2, Reykjavík, en stefndi er íslenska ríkið og er fjármálaráðherra stefnt fyrir þess hönd. Dómkröfur stefnanda eru þær að úrskurði yfirskattanefndar nr. 230/2006, dags. 19. júlí 2006, um hækkun virðisaukaskattskyldrar veltu stefnanda verði hnekkt og að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða stefnanda kr. 30.407.185,00. Þá er krafist dráttarvaxta af kr. 8.238.821 frá 5. febrúar 2002, af kr. 18.027.031 frá 5. febrúar 2003, af kr. 28.704.057 frá 5. febrúar 2004, af kr. 29.459.965 frá 5. febrúar 2005 og af kr. 30.407.099 frá 5. júní 2005 til greiðsludags. Í kröfugerð segir að í dómkröfum felist eðli máls samkvæmt að úrskurði skattstjóra um sömu efnisatriði og hér greinir verði hnekkt að öðru leyti en álagi því (10%) sem skattstjóri beitti, en yfirskattanefnd féllst á að fella niður. Stefnandi gerir loks kröfu um málskostnað úr hendi stefnda, að mati dómsins. Í upphaflegri kröfugerð stefnanda var óskað eftir því að dómstóllinn aflaði álits EFTA-dómstólsins um lögmæti túlkunar á þeim lagaákvæðum sem um er deilt í málinu, en fallið var síðar frá þeirri kröfu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi, að mati dómsins. Málsatvik og ágreiningsefni Stefnandi rekur bílaleigu hér í borg og gilda um starfsemi hans lög um bílaleigur nr. 64/2000. Samkvæmt 8. gr. laganna setur samgönguráðherra með reglugerð nánari ákvæði um leigustarfsemina og framkvæmd laganna að öðru leyti. Núgildandi reglugerð um bílaleigur er nr. 790/2006, en á þeim tíma sem mál þetta varðar gilti reglugerð nr. 398/2000, með síðari breytingu, sbr. reglugerð nr. 733/2001. Í 6. gr. reglugerðar nr. 398/2000, eins og henni var breytt með reglugerð nr. 733/2001, er mælt fyrir um leiguskilmála sem bílaleigum er skylt að nota í viðskiptum sínum við leigutaka bifreiða. Samkvæmt 18. tl. leiguskilmála eru lögboðnar ökutækjatryggingar, þ.e. ábyrgðartygging og slysatrygging ökumanns og eiganda, innifaldar í leigugjaldi. Í 20. gr. leiguskilmálanna kemur fram að leigutaki geti keypt kaskótryggingu sérstaklega og í 22. gr. sömu skilmála segir að leigutaki geti keypt sérstaka grjóttryggingu (GP), þjófnaðartryggingu (TP) og vatnstryggingu (WP) hjá þeim bílaleigum sem selji slíkar tryggingar. Stefnandi bauð viðskiptavinum sínum viðbótartryggingar til kaups, samhliða leigu á bifreið. Ákvörðun um kaup á slíkum tryggingum var alfarið á valdi leigutaka. Gat leigutaki hafnað umræddum viðbótartryggingum, keypt þær af stefnanda gegn aukagjaldi eða leitað til síns tryggingafélags og keypt þær þar. Þegar leigutaki kaus að kaupa viðbótartryggingu af stefnanda var virðisaukaskattur ekki innheimtur af þjónustunni, þar eð stefnandi taldi þá þjónustu undanþegna virðisaukaskatti á grundvelli 9. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Í stefnu kemur fram að stefnandi hafi á árinu 2000 greitt virðisaukaskatt af öllum seldum tryggingum. Eftir ábendingar frá viðskiptavinum og AVIS bílaleigu í Danmörku, samstarfsaðila stefnanda, um að ekki ætti að greiða virðisaukaskatt af seldum viðbótartryggingum, ákvað stefnandi að hætta að leggja virðisaukaskatt ofan á seldar tryggingar. Ákvörðunin var ekki borin undir skattyfirvöld, þar eð stefnandi taldi að ekki léki nokkur vafi á um réttmæti þeirra breytinga. Uppgjör bílaleigunnar á hinum lögboðnu tryggingum og hinum valkvæðu munu hafa farið fram gagnvart tryggingafélaginu með þeim hætti að einungis var greitt fyrir þann tíma sem viðkomandi bifreið var í útleigu og grundvallaðist á leigusamningum. Með bréfi 10. mars 2004 óskaði skattstjórinn í Reykjavík eftir því að stefnandi gerði grein fyrir seldum tryggingum á árunum 2000, 2001 og 2003. Bréfi skattstjóra var svarað, ásamt öðrum bréfum sem hann ritaði stefnanda af sama tilefni. Með bréfi 30. september 2004 boðaði skattstjóri að hann hefði í huga að endurákvarða virðisaukaskatt stefnanda vegna rekstraráranna 2001, 2002 og 2003 og vegna uppgjörstímabilanna janúar – apríl 2004. Vísaði skattstjóri til þess að stefnandi hefði á því tímabili selt tryggingar til viðskiptavina sinna án virðisaukaskatts, á þeim grundvelli að um væri að ræða sérstaka þjónustu sem boðin væri til sölu. Að mati skattstjóra væri sala trygginga þessara í þeim tengslum við starfsemi stefnanda, sem fólgin væri í útleigu bifreiða, að telja bæri kostnað vegna þeirra til heildarandvirðis hins selda, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988, og gilti einu þótt viðskiptavinir stefnanda ættu val um kaup á tryggingunum. Í 2. tl. 2. mgr. sömu greinar kæmi fram að til skattverðs teldist m.a. kostnaður vegna vátrygginga, sem innifalinn væri í verði eða seljandi krefði kaupanda sérstaklega um. Þá taldi skattstjóri að í 2. mgr. 7. gr. sömu laga fælist að sérhver kostnaður í sambandi við sölu skráðs aðila á vöru eða skattskyldri þjónustu teldist til skattverðs, nema kaupandi greiddi kostnaðinn beint, t.d. með því að kaupa sjálfur vátryggingu. Yrði ekki séð að það ætti við um tilvik stefnanda, þar sem stefnandi tæki vátryggingu fyrir hönd viðskiptavinarins og innheimti sérstaklega fyrir þá þjónustu. Í bréfi sínu benti skattstjóri einnig á að vátryggingastarfsemi væri undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 9. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988. Það hefði þau áhrif að virðisaukaskattur legðist ekki á þá þjónustu vátryggingafélaga sem teldist eiginleg vátryggingastarfsemi, og væri undanþágan m.a. talin ná til sölu á tryggingum í umboðssölu fyrri vátryggingafélag (tryggingaumboð). Um undanþáguákvæði væri að ræða sem túlka bæri þröngt, þannig að þau næðu ekki til fleiri tilvika en ætlast hefði verið til. Stefnandi væri hvorki tryggingafélag né með umboðsmannasamning við tryggingafélag um endursölu á bifreiðatryggingum, enda þyrfti til þess leyfi samkvæmt lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi. Því hefði stefnandi ekki leyfi til að selja tryggingar. Var það álit skattstjóra að virðisaukaskattur skyldi reiknaður af heildarendurgjaldi fyrir hina seldu þjónustu, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988. Stefnandi mótmælti boðaðri endurákvörðun skattstjóra og benti m.a. á að sala stefnanda á tryggingum til viðskiptavina væri ekki kostnaðarliður. Ákvörðun um kaup viðbótartryggingar lægi alfarið hjá viðskiptavininum. Þá vísaði stefnandi til reglugerðar nr. 398/2000, með áorðnum breytingum samkvæmt reglugerð nr. 733/2001, þar sem stefnanda væri veitt heimild til að selja sérstakar tryggingar. Með úrskurði 23. nóvember 2004 hækkaði skattstjóri virðisaukaskattskylda veltu stefnanda á tímabilinu nóvember-desember 2001 um 33.625.108 krónur, 39.948.627 krónur uppgjörstímabilið nóvember-desember 2002, 43.576.154 krónur uppgjörstímabilið nóvember-desember 2003, 3.085.342 krónur uppgjörstímabilið janúar-febrúar 2004 og um 3.865.855 krónur uppgjörstímabilið mars-apríl 2004. Um leið hafnaði skattstjóri andmælum stefnanda. Stefnandi kærði úrskurð skattstjóra til yfirskattanefndar 3. febrúar 2005. Með úrskurði nefndarinnar nr. 230/2006 var hafnað kröfu stefnanda um að hnekkt yrði framangreindum úrskurði skattstjóra. Í rökstuðningi fyrir niðurstöðu sinni segir yfirskattanefnd m.a.: „Í 2. mgr. 7. gr. [laga nr. 50/1988] er sérstaklega getið um ýmsan kostnað og verðmæti sem skulu teljast til skattverðs. Sú upptalning er ekki tæmandi. Þannig er í 1. tölul. málsgreinarinnar tekið fram að skattar og gjöld samkvæmt öðrum lögum sem á hafa verið lögð á fyrri viðskiptastigum eða greidd hafa verið við innflutning til landsins eða virðisaukaskattsskyldur aðili á að standa skil á vegna sölu teljist til skattverðs. Í 2. tölul. segir að umbúðakostnaður, sendingarkostnaður, vátryggingar og slíkur kostnaður sem innifalinn er í verði eða seljandi krefur kaupanda sérstaklega um teljist til skattverðs. Í athugasemdum með 7. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 50/1988 kemur fram að hvers konar kostnaður og gjöld sem seljandi krefur kaupanda um teljist hluti skattverðs og skipti í því sambandi ekki máli hvort þau séu innifalin í söluverði án sérgreiningar eða komi sérstaklega fram á reikningi eða á sér reikningi. Að því er varðar skýringar á framkvæmd skattverðsreglna virðisaukakattslaga skal hér vísað til dóma Hæstaréttar nr. 242/1997 (H 1998:3259) og 4. nóvember 2004 í málinu nr. 189/2004.“ Enn fremur segir svo í úrskurði yfirskattanefndar: „Fyrir liggur að sala valkvæðra trygginga, sem kærandi nefnir svo, á sér eingöngu stað í tengslum við bílaleiguþjónustu kæranda og hefur einvörðungu gildi í þeim viðskiptum. Þá verður að öðru leyti ekki séð að um þjónustu sé að ræða sem sé almennt til þess fallin að uppfylla sjálfstæðar þarfir viðskiptamanna kæranda og þykir ekki skipta máli í því sambandi þótt um valkvæðan lið sé að ræða. Að þessu virtu verður ekki fallist á það með kæranda að um sé að ræða sérstakan þátt í starfsemi hans sem greina megi frá bílaleiguþjónustu hans. Verður þvert á móti að telja að umræddar valkvæðar tryggingar standi í þeim tengslum við sölu á skattsskyldri þjónustu kæranda, þ.e. bílaleiguþjónustu, að telja verður endurgjald vegna þeirra til skattverðs þjónustunnar í skilningi 7. gr. laga nr. 50/1988.“ Ágreiningur máls þessa lýtur að því hvort stefnanda, sem rekur bílaleigu, sé heimilt að halda utan skattverðs sölu á tryggingum sem viðskiptavinum er boðið að kaupa, og hvort bílaleigur hafi heimild til að selja tryggingar án þess að innheimta virðisaukaskatt. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi hafnar túlkun skattyfirvalda á því hvað felist í ákvæði 7. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og rökstyður þá afstöðu þannig: Í 1. mgr. 7. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 er tilgreint hvað telja skuli til skattverðs, en þar segir: „Skattverð er það verð sem virðisaukaskattur er reiknaður af við sölu á vörum og verðmætum, skattskyldri vinnu og þjónustu. Skattverð miðast við heildarendurgjald eða heildarandvirði hins selda án virðisaukaskatts.“ Í 2. mgr. 7. gr. segir síðan: „Til skattverðs telst m.a.: 1. Skattar og gjöld samkvæmt öðrum lögum sem á hafa verið lögð á fyrri viðskiptastigum eða greidd hafa verið við innflutning til landsins eða virðisaukaskattsskyldur aðili á að standa skil á vegna sölu. 2. Umbúðakostnaður, sendingarkostnaður, vátryggingar og slíkur kostnaður sem er innifalinn í verði eða seljandi krefur kaupanda sérstaklega um.“ Að dómi stefnanda er það misskilningur hjá skattstjóra, er hann byggi ákvörðun sína um skattskyldu stefnanda á því að túlka beri 2. tl. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988 með þeim hætti að umræddar tryggingar sé kostnaður sem seljandi krefji viðskiptavininn sérstaklega um. Það verð sem viðskiptavinurinn greiði fyrir þessa þjónustu sé ekki hluti af rekstrarkostnaði í starfsemi stefnanda og því krefji stefnandi ekki viðskiptavininn um greiðsluna sem hluta af rekstrarkostnaði. Í ákvæðinu segi „krefur kaupanda sérstaklega um“ og í greinargerð með lögunum sé rætt um að kostnaður og gjöld sem seljandi krefji sérstaklega um skuli teljast til skattverðs, og skipti í því sambandi ekki máli hvort þau séu innifalin í söluverði án sérgreiningar eða komi sérstaklega fram á reikningi eða á sérreikningi. Þegar hér sé rætt um að krefja sérstaklega um, sé átt við þann kostnað sem seljandi beri af því að afhenda ákveðin verðmæti, vöru eða þjónustu. Ekki sé hins vegar átt við þann kostnað sem kaupandi verðmætanna kjósi að greiða aukalega, vegna atriða sem kunni að snerta hann fjárhagslega, t.d. þegar hann vilji tryggja sig gagnvart hugsanlegu fjárhagslegu tjóni sem hann yrði látinn bera. Það sé sjálfstæð þjónusta, sem kaupandi geti vissulega keypt sjálfur hjá tryggingafélagi, en bílaleigan kjósi að þjónusta hann með það, þótt það sé rekstri bílaleigunnar óviðkomandi hvernig viðskiptavinurinn kjósi að tryggja sig gegn fjárhagslegri áhættu. Þessi þjónusta komi rekstri bílaleigunnar ekkert við og sé í eðli sínu algjörlega ótengd starfsemi hennar. Stefnandi telur að ákvarðandi bréf ríkiskattstjóra nr. 8/2003 eigi hér ekki við, eins og skattstjóri telji. Í því álitamáli séu kaup á tryggingum dæmigerður rekstrarkostnaður fyrirtækis og því eðlilegur hluti af skattverðinu. Þá fellst stefnandi ekki á þau sjónarmið skattstjóra að ekki geti komið til undanþágu á tryggingum í þessu tilviki, nema viðskiptavinurinn snúi sér sjálfur til vátryggingafélags og kaupi tryggingar sjálfur. Af því tilefni telur stefnandi vert að benda á samkeppnissjónarmið og jafnréttissjónarmið, um leið og hann varpar þeirri spurningu fram hvort skipta eigi máli hvar þjónustan sé seld. Þá telur stefnandi einnig að tilvísun yfirskattanefndar í tvo dóma Hæstaréttar hafi hér enga þýðingu, enda hafi þeir ekki fordæmisgildi í máli þessu. Ekki sé heldur hægt að fallast á rök yfirskattanefndar fyrir skattskyldu stefnanda, þar sem því sé haldið fram að það séu einkenni þjónustuliða af þessu tagi, þ.e. sem falli undir hugtakið skattverð, að þeir uppfylli ekki sjálfstæða þörf kaupanda heldur felist í þeim viðbót við þá þjónustu sem kaup beinist að, þau auki gæði hennar eða geri hana aðgengilegri fyrir viðskiptamann. Þvert á móti telur stefnandi að kjósi viðskiptamaður að greiða fyrir það að tryggja sig, umfram lögboðnar skyldutryggingar, uppfylli það sjálfstæða þörf kaupandans. Sú þörf sé væntanlega sú sama og þegar einstaklingar kjósi að kaupa valkvæðar tryggingar fyrir einkabifreið sína. Að áliti stefnanda snúist túlkun á skattverðinu um það hvað sé rekstrarkostnaður þess sem veitir/selur vöru og þjónustu og verðmæti. Gjaldfærður kostnaður hjá rekstraraðilum sé eðlilega hluti af skattverðinu, um það sé ekki deilt. Ekki sé með nokkru móti hægt að líta svo á að afhending á umræddri þjónustu stefnanda, sem leigutaki kjósi að kaupa sér, sé annað en afhending á sérstakri þjónustu. Ljóst megi vera að sú ákvörðun viðskiptavinar að tryggja sig gegn tjóni, sem hann kunni að verða fyrir, sé sjálfstæð ákvörðunartaka. Stefnandi byggir einnig á því að hin þrönga túlkun skattyfirvalda á ákvæði 9. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 fái ekki staðist, en samkvæmt því ákvæði er vátryggingastarfsemi undanþegin virðisaukaskatti. Í skattframkvæmd hafi verið litið svo á að undanþágan næði einnig til sölu á tryggingum í umboðssölu fyrir tryggingafélög. Þá taki undanþágan ekki til þeirra sem selji tryggingafélögum vöru eða þjónustu. Með undanþágunni sé hugsunin sú, að þeir sem falli undir upptalningu 3. mgr 2. gr. laganna, beri þann virðisaukaskatt sem innheimtur sé af aðföngum til starfseminnar, þeir hafi því ekki heimild til að fá hann endurgreiddan sem innskatt, eins og sá sem sé í virðisaukaskattsskyldri starfsemi. Í rökstuðningi sínum vísi yfirskattanefnd til úrskurðar nefndarinnar nr. 625/1998. Þar hafi hins vegar verið deilt um sölu á þjónustu til tryggingafélags. Eðli máls samkvæmt hafi sú þjónusta ekki verið undanþegin virðisaukaskatti og hafi sá úrskurður því ekki fordæmisgildi í máli þessu. Fái túlkun skattyfirvalda á undanþáguákvæðinu hins vegar staðist, telur stefnandi það bersýnilegt brot á 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, svo og þeim sjónarmiðum og markmiðum er liggi að baki ákvæðum samkeppnislaga nr. 8/1993. Tryggingafélag gæti samkvæmt því sett upp bás á starfsstöð stefnanda og væri salan á umræddum tryggingum þá undanþegin virðisaukaskatti. Að dómi stefnanda sé það þó augljóst brot á samkeppnissjónarmiðum. Stefnandi hafi aftur á móti valið þá leið að veita sjálfur viðskiptavinum þá þjónustu að bjóða þeim tryggingar, sem hann hafi heimild til samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 733/2001. Stefnandi heldur því fram að við túlkun á virðisaukaskattslögum hafi skattyfirvöld ekki frjálsar hendur um túlkun landsréttar eftir að meginmáli EES-samningsins var veitt lagagildi hér á landi með 2. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnhagssvæðið. Með 3. gr. þeirra laga hafi sú almenna lögskýringarregla verið lögfest að skýra beri lög og reglur, að svo miklu leyti sem við eigi, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum séu byggðar. Þá hvíli sú skylda á innlendum stjórnvöldum og dómstólum að varast ráðstafanir sem geti stefnt markmiðum EES-samningsins í tvísýnu. Með 6. tilskipun Evrópusambandsins um virðisaukaskatt, sem samþykkt hafi verið 1977 og komið til framkvæmda í ársbyrjun 1978, hafi skattstofninn verið samræmdur, en ekki skatthlutfallið, tilskipun nr. 388/77. Í dómi Evrópudómstólsins, C-349/96 Card Protection Plan, sé komist að þeirri niðurstöðu við túlkun tilskipunar 388/77 um undanþáguákvæði um vátryggingastarfsemi, að undanþágan gildi um aðila sem kaupi í sínu nafni hóptryggingu (kollektiv forsikring) fyrir viðskiptavini sína. Jafnframt komist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að aðildarríkjum sé ekki heimilt að takmarka umfang undanþágunnar vegna vátryggingastarfsemi með þeim hætti að þjónustan sé eingöngu undanþegin ef hún er afhent af aðila sem hafi starfsleyfi samkvæmt landslögum. Niðurstaða dómstólsins sé bindandi fyrir íslensk stjórnvöld og dómstóla samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993. Dómurinn sé frá árinu 1999, og hafi því gilt á því tímabili sem skattyfirvöld endurákvarði virðisaukaskattsskylda veltu stefnanda. Samkvæmt því hafi skattyfirvöld ekki heimild til að túlka undanþáguákvæði 9. tl. 3. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaganna með þeim hætti sem gert sé, þ.e. að takmarka undanþáguna við þá aðila sem hafi starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 60/1994. Þegar af þeirri ástæða beri að fella úrskurð yfirskattanefndar úr gildi. Stefnandi víkur einnig að því að dönsk skattyfirvöld túlki undanþáguákvæði um vátryggingastarfsemi í samræmi við áðurnefndan dóm Evrópudómstólsins. Þannig hafi Landsskatteretten í Danmörku fylgt niðurstöðu dómsins í álitamálum um undanþágu á virðisaukaskatti vegna vátryggingastarfsemi. Íslensk virðisaukaskattslög byggi að meginefni til á þeim dönsku. Ákvæði dönsku virðisaukaskattslaganna um undanþágu um vátryggingastarfsemi séu þó ítarlegri en þau íslensku, en þar sé tekið fram að umboðsmenn falli undir undanþáguna. Þannig hafi íslensk skattyfirvöld einnig túlkað hið íslenska ákvæði. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, einkum 9. tl. 3. mgr. 2. gr. og 7. gr. laganna, laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun Evrópusambandsins nr. 388/77 og dóms Evrópudómstólsins, C-349/96. Kröfu um dráttarvexti styður stefnandi við reglur III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Um málskostnaðarkröfu er vísað til 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndi byggir á því að starfsemi stefnanda sé bílaleiga og ekki verði séð að stefnandi hafi aðra starfsemi með höndum. Þótt viðskiptavinir stefnanda geti, gegn hærra leigugjaldi, valið að leigja bíl með aukalegum tryggingum, sé ekki unnt að líta á starfsemina sem vátryggingastarfsemi. Eftir sem áður sé starfsemi stefnanda bílaleiga en ekki vátryggingastarfsemi. Viðskiptavinurinn sé í raun ekki að kaupa tryggingu, heldur að leigja bíl með mismiklum tryggingum, og um leið mismiklum gæðum hins leigða. Ekki sé um sjálfstæða sölu vátrygginga að ræða, enda hafi ekki komið fram að stefnandi stundi sjálfstæða sölu vátrygginga. Aðeins þeir sem leigi bíl af stefnanda geti fengið tryggingu gegnum hann, og aðeins á þeim bíl sem þeir leigi, en ekki á aðra bíla, t.d. einkabifreiðar sínar. Tryggingar þær sem stefnandi kveðst selja uppfylli þannig ekki sjálfstæða þörf neytenda fyrir tryggingar. Svokölluð sala stefnanda á tryggingum sé svo nátengd bílaleigustarfsemi hans, að nær væri að telja hana hluta af henni og hluta af heildarandvirði hins selda. Í 1. mgr. 7. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 komi fram að skattverð sé það verð sem virðisaukaskattur sé reiknaður af við sölu á vörum, þjónustu og öðrum verðmætum, eins og lýst sé í ákvæðinu. Skattverðið miðist við heildarendurgjald eða heildarandvirði hins selda, án virðisaukaskattsins. Í 2. mgr. 7. gr. laganna sé í 7 töluliðum talið upp ýmislegt, sem m.a. teljist til skattverðsins, og sé sú upptalning berlega ekki tæmandi. Í 2. tl. sé nefnt að til skattverðsins skuli m.a. telja vátryggingar og slíkan kostnað sem innifalinn sé í verði eða seljandi krefji kaupanda sérstaklega um. Ekki skipti máli hvort þessir liðir séu innifaldir í söluverðinu án sérgreiningar eða hvort þeir komi sérstaklega fram á reikningi, eða jafnvel á sérstökum reikningi. Meginreglan sé sú að kostnaður sem falli til við sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu teljist til skattverðsins, jafnvel þó um sé að ræða vöru eða þjónustu sem almennt og ein sér falli utan skattskyldunnar. Einkenni slíkra liða séu að þeir uppfylli ekki sjálfstæða þörf kaupanda, heldur séu þeir til viðbótar og fyllingar hinni seldu og skattskyldu vöru eða þjónustu, líkt og í tilfelli stefnanda. Í tilfelli stefnanda sé sá þáttur í starfsemi hans, sem lúti að því að viðskiptavinurinn geti fengið bílinn með hinum valkvæðu tryggingum, ekki sérstakur þáttur í starfsemi hans sem megi greina frá bílaleiguþjónustu, heldur þvert á móti óaðskiljanlegur hluti hennar. Sala hinna valkvæðu trygginga, eins og stefnandi kalli þær, sé ávallt og aðeins í tengslum við bílaleiguþjónustuna og hafi ekkert sjálfstætt gildi eða líf utan þeirrar þjónustu. Tryggingaþátturinn standi þannig í slíkum tengslum við hina skattskyldu bílaleiguþjónustu, að sá hluti gjaldsins sem stafi frá tryggingu bílsins sé órjúfanlegur hluti þeirrar þjónustu sem viðskiptavinur stefnanda fái, og því hluti skattverðsins, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988. Stefndi mótmælir túlkun stefnanda á hugtakinu „kostnaður“ í 2. tl. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988. Heldur stefndi því fram að engar vísbendingar séu um að það hugtak einskorðist við kostnað sem gjaldandi hafi af starfsemi sinni. Allt eins megi túlka orðið svo að það vísi einnig til þess kostnaðar sem kaupandi þjónustunnar beri, svo sem kostnaðar við sendingu heim til kaupanda, kostnaðar sem sé hluti af því heildarendurgjaldi sem kaupandi greiði og eigi því að teljast til skattverðs. Auk þess megi með réttu telja að stefnandi beri kostnað í rekstri sínum vegna hinna aukalegu trygginga sem leigutakar geti fengið með bílunum. Orðalagið „seljandi krefur kaupanda sérstaklega um“ vísi til þess að það sé kostnaður sem ekki sé innifalinn í grunngjaldi. Þá mótmælir stefndi því að ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra nr. 8/2003 eigi ekki við í tilviki stefnanda, og bendir á að ekki verði ráðið af 7. gr. laga nr. 50/1988 að gera eigi greinarmun á kostnaði rekstraraðila og kostnaði sem viðskiptavinurinn beri. Vegna umfjöllunar stefnanda um orðið „sjálfur“, í því samhengi að allan kostnað, þ.m.t. vátryggingu, skuli telja til skattverðs nema kaupandi greiði kostnaðinn beint, t.d. með því að taka sjálfur vátryggingu, telur stefndi að orðið þýði hér að kaupandi taki vátrygginguna annars staðar og semji um hana við vátryggingafélag sem hafi starfsleyfi. Að öðrum kosti væri orðið marklaust, því þá ætti það alltaf við. Loks mótmælir stefndi þeim sjónarmiðum stefnanda að dómar Hæstaréttar, sem vísað sé til í úrskurði yfirskattanefndar, eigi ekki við í máli þessu. Stefndi mótmælir því einnig að hluti af starfsemi stefnanda verði talin vátryggingastarfsemi og því undanþegin virðisaukaskatti samkvæmt 9. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988. Stefnandi reki ekki vátryggingastarfsemi, og breyti þar engu þótt viðskiptavinurinn geti valið aukna tryggingavernd, umfram þá sem innifalin sé í grunngjaldinu. Bílarnir séu tryggðir samkvæmt reglugerð nr. 790/2006, áður reglugerð nr. 398/2000, sbr. reglugerð nr. 733/2001, en þessar reglugerðir haggi hvorki skattframkvæmd né hafi áhrif á hana, enda ekki á færi þeirra reglugerða að ákveða hvað skuli teljast til skattverðs í skilningi virðisaukaskattslaga. Stefndi mótmælir einnig þeim skilningi stefnanda að túlka eigi reglugerð nr. 733/2001 með þeim hætti að viðbótartryggingin sé ekki hluti af leiguverðinu og að lesa eigi orðið „leiguverð“ sem „skattverð“. Bendir hann á að í umræddum reglugerðum sé ekki notað orðið „leiguverð“ heldur „leigugjald“, og sé engar vísbendingar að finna um að það orð beri að skilja sem „skattverð“, enda væri það markleysa. Stefndi áréttar að um vátryggingastarfsemi gildi sérstök lög, nr. 60/1994. Í 1. gr. þeirra komi fram að sú starfsemi sem undir þau falli sé háð starfsleyfi og hafi stefnandi ekki slíkt starfsleyfi. Í 2. gr. laganna komi fram hverjir megi reka vátryggingastarfsemi og falli stefnandi ekki í þann hóp. Stefnandi byggi heldur ekki mál sitt á því að starfsemi hans falli undir lög nr. 60/1994, eða að hann hafi starfsleyfi samkvæmt þeim lögum, enda geri það stefnanda ekki að vátryggingafélagi eða ígildi þess, þótt bílar hans séu leigðir með tiltekinni tryggingu samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 790/2006, áður reglugerðar nr. 398/2000, sbr. reglugerð nr. 733/2001. Starfsemi stefnanda falli því ekki undir undanþáguákvæði 9. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, þar sem hann stundi ekki vátryggingastarfsemi. Gildi það jafnt um þá bíla sem stefnandi leigi út og aðeins hafi lágmarkstryggingu, sem og þá bíla sem leigðir séu út með hinum valkvæðu aukatryggingum. Bílaleiga sé virðisaukaskattskyld, hvort heldur sem bílunum fylgi litlar eða miklar tryggingar, en tryggingin verði aðeins skoðuð sem hluti af hinum leigðu gæðum eða verðmætum. Ekki sé um að ræða sjálfstæða sölu vátrygginga og enn síður um að ræða vátryggingastarfsemi í skilningi laga nr. 60/1994 eða undanþáguákvæðis 9. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988. Stefndi byggir einnig á því að meginreglan sé sú að virðisaukaskattskylda nái til allrar vöru og þjónustu, hverju nafni sem nefnist. Undantekningu sé m.a. að finna í 9. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, og beri að skýra hana þröngt. Hafi það verið gert þannig af skattyfirvöldum og þá miðað við að undanþágan ætti fyrst og fremst við um starfsemi vátryggingafélaga, en einnig um það þegar vátryggingar væru seldar í umboðssölu fyrir vátryggingafélög. Í því efni bendir stefndi á jafnræðisregluna, eins og hún birtist m.a. í 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en á þeirri reglu sé það sjónarmið m.a. reist að túlka verði allar undanþágur frá skattlagningu þröngt, enda leiði önnur túlkun til ósanngjarnrar niðurstöðu gagnvart öðrum gjaldendum. Stefndi mótmælir málsástæðu stefnanda um brot á jafnræðisreglu og telur jafnframt að samanburður stefnanda á starfsemi sinni og starfsemi vátryggingafélaga sé óraunhæfur. Ekki sé um sambærileg tilvik að ræða, en það sé grundvallarforsenda þess að jafnræðisregla eigi við. Engar vísbendingar séu um það í málatilbúnaði stefnanda að hann sé skattlagður öðruvísi en aðrar bílaleigur, eða sæti á annan hátt öðruvísi meðferð hjá skattayfirvöldum, en að mati stefnda væri það mun raunhæfari samanburður. Þá mótmælir stefndi sem haldlausum þeim rökum stefnanda að við úrlausn málsins skuli litið til sjónarmiða og markmiða sem liggi að baki samkeppnislögum nr. 44/2005, sbr. áður lög nr. 8/1993, enda vísi stefnandi ekki til neinna tiltekinna ákvæða þeirra laga. Bendir stefndi á að skattskylda og álagning virðisaukaskatts hjá stefnanda geti ekki farið eftir ákvæðum samkeppnislaga og hafi þau því ekki vægi við mat á skattskyldu hans. Það sé heldur ekki skattyfirvalda að túlka samkeppnislög, sem auk þess séu ekki ríkari réttarheimild en lög um virðisaukaskatt. Stefndi byggir jafnframt á því að sú tilskipun Evrópusambandsins sem stefnandi vísi til í stefnu sé ekki hluti EES-samningsins. Stefnandi haldi því heldur ekki fram að brotið hafi verið gegn samningnum. Þótt skattareglur á Íslandi kunni að vera á annan veg en reglur innan Evrópusambandsins feli það ekki í sér brot á skuldbindingum Íslendinga samkvæmt EES-samningnum. Skýr dómafordæmi séu einnig fyrir því að EES-samningurinn taki ekki til skattkerfa aðildarríkjanna, enda hafi það verið forsenda við undirritun samningsins í Óportó 2. maí 1992. Um þetta megi vísa til dóma EFTA-dómstólsins í málum nr. E-6/98 (málsgrein 34), E-1/01 (málsgrein 17) og E-1/03 (málsgrein 26). Loks mótmælir stefndi tilvísun stefnanda til skattframkvæmdar í Danmörku, enda hafi dönsk skattframkvæmd ekki fordæmisgildi hér á landi, gegn íslenskum lögum og lagaframkvæmd. Dráttarvaxtakröfum stefnanda er mótmælt sem órökstuddum, sem og allri sundurliðun þeirra í stefnukröfunni. Af framlögðum gögnum verði ekki séð að stefnandi hafi sannanlega lagt fram kröfu um endurgreiðslu hins umdeilda virðisaukaskatts fyrr en með stefnu, eins og mælt sé fyrir um í 2. gr. laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda nr. 29/1995, en það sé forsenda fyrir dráttarvaxtagreiðslum. Til stuðnings kröfu um málskostnað vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991. Niðurstaða Eins og rakið hefur verið lýtur ágreiningur málsins að því hvort stefnanda hafi verið heimilt að halda utan skattverðs sölu á tryggingum, sem viðskiptavinum hans var boðið að kaupa er þeir leigðu af honum bifreið til afnota, og um leið hvort bílaleigur hafi heimild til að selja tryggingar án þess að innheimta virðisaukaskatt af þeirri þjónustu. Hins vegar er ekki um það ágreiningur að kostnaður vegna lögboðinna bifreiðatrygginga sé liður í skattverði til virðisaukaskatts samkvæmt 7. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Aðeins er deilt um þær viðbótartryggingar, eða valkvæðu tryggingar, sem viðskiptavinir stefnanda kusu að kaupa við leigu á bifreið. Fram er komið að stefnandi bauð viðskiptavinum sínum að kaupa viðbótartryggingar, samhliða leigu á bifreið. Eftir því sem næst verður komist voru tryggingarnar ýmist sem kaskótrygging, sérstök grjóttrygging, þjófnaðartrygging eða vatnstrygging, allt samkvæmt 20. eða 22. gr. leiguskilmála fyrir bílaleigu í fylgiskjali með reglugerð nr. 733/2001 um breytingu á reglugerð um bílaleigur nr. 398/2000. Ef leigutaki ákvað að kaupa slíkar tryggingar hafði stefnandi milligöngu um kaup þeirra og krafði leigutaka um þann kostnað, en án virðisaukaskatts. Heldur stefnandi því fram að sá kostnaður eigi ekki að teljast til skattverðs hins leigða, þar sem um sérstaka þjónustu hafi verið að ræða, ótengda starfsemi hans. Í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, kemur fram sú meginregla að virðisaukaskatt skuli reikna af heildarandvirði hins selda án virðisaukaskatts. Í 2. mgr. 7. gr. sömu laga eru talin upp ýmis gjöld og verðmæti sem teljast til skattverðs og er sú upptalning ekki tæmandi. Samkvæmt 2. tl. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988 telst m.a. til skattverðsins umbúðakostnaður, sendingarkostnaður, vátryggingar og slíkur kostnaður sem er innifalinn í verði eða seljandi krefur kaupanda sérstaklega um. Dómurinn getur ekki fallist á þá túlkun stefnanda að með tilvitnuðu orðalagi 2. tl. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988 sé einungis átt við rekstrarkostnað í starfsemi stefnanda, eða þann kostnað sem seljandi beri af því að afhenda ákveðin verðmæti, vöru eða þjónustu. Þykir síðari liður ákvæðisins, og þá einkum orðalagið „eða seljandi krefur kaupanda sérstaklega um“, styðja þá skoðun að í skattverðinu felist ekki einungis sá kostnaður sem seljandi beri af afhendingu vöru eða þjónustu, heldur einnig sá kostnaður sem við kann að bætast að ósk kaupanda, í því skyni að auka gæði eða verðmæti vöru eða þjónustunnar, og seljandi krefur kaupanda sérstaklega um. Því til frekari stuðnings er bent á að í athugasemdum við 7. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 50/1988 kemur fram að hvers konar kostnaður og gjöld, sem seljandi krefur kaupanda um, skuli teljast til skattverðs og skipti í því sambandi ekki máli hvort þau séu innifalin í söluverði án sérgreiningar eða komi sérstaklega fram á reikningi eða sérreikningi. Það er því álit dómsins að sala hinna valkvæðu trygginga hafi verið í slíkum tengslum við starfsemi stefnanda að telja beri kostnað vegna þeirra til heildarandvirðis hins selda, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988, og skiptir þá ekki máli þótt viðskiptavinurinn hafi sjálfur óskað eftir þjónustu stefnanda við kaup slíkra trygginga. Í áður tilvitnuðum leiguskilmálum í fylgiskjali með reglugerð nr. 733/2001 um breytingu á reglugerð um bílaleigur nr. 398/2000 kemur fram í 18. tl. skilmálanna að innifalið í leigugjaldi séu lögboðnar ökutækjatryggingar, þ.e. ábyrgðartrygging og slysatrygging ökumanns og farþega. Þótt 22. tl. skilmálanna kveði á um að leigutaki geti keypt viðbótartryggingar hjá þeim bílaleigum sem selji slíkar tryggingar, verður sú heimild ekki túlkuð á þann veg að sá kostnaður eigi ekki að teljast til skattverðs hins leigða, enda segir ekkert um slíkt í ákvæðinu. Lögum um virðisaukaskatt verður því síður breytt með reglugerð. Samkvæmt 9. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er vátryggingastarfsemi undanþegin virðisaukaskatti. Í skattframkvæmd hefur undanþágan m.a. verið talin ná til sölu á tryggingum í umboðssölu fyrir tryggingafélög. Þar sem um undanþágu er að ræða frá þeirri meginreglu laganna að öll almenn sala á vöru og þjónustu skuli skattskyld, verður að túlka ákvæðið þröngt. Stefnandi rekur ekki vátryggingastarfsemi og hefur ekki leyfi til að selja tryggingar samkvæmt lögum um vátryggingasamninga nr. 60/1994. Af þeirri ástæðu einni verður ekki á það fallist að stefnanda hafi verið heimilt að undanþiggja virðisaukaskatt í þjónustu sinni við viðskiptavini við kaup á tryggingum. Verður ekki séð að sú niðurstaða kunni að brjóta gegn jafnræðisreglu 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða markmiðum að baki samkeppnislaga nr. 8/1993, enda um allsendis óskylda starfsemi að ræða, annars vegar starfsemi bílaleigu og hins vegar vátryggingastarfsemi. Tilvísun stefnanda í tilskipun Evrópusambandsins nr. 388/77 og dóms Evrópudómstólsins í málinu nr. C-349/96, Card Protection Plan Ltd., hefur ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þar sem umrædd tilskipun er ekki hluti af EES-samningnum. Samkvæmt ofanrituðu er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi borið að reikna virðisaukaskatt af heildarendurgjaldi hinnar seldu þjónustu, þ.m.t. þeirri þjónustu er fólst í kaupum á viðbótartryggingum á hinu leigða samkvæmt ákvörðun leigutaka. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 þykir eftir atvikum rétt að aðilar málsins beri sjálfir hvor sinn kostnað af málsókninni. Dóminn kvað upp Ingimundur Einarsson héraðsdómari. D Ó M S O R Ð: Stefndi, íslenska ríkið, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Auto Reykjavík hf. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 314/2005
Kærumál Málskostnaður
K höfðaði mál á hendur M og krafðist forsjár A, sonar þeirra. Svo fór að gerð var dómsátt á milli þeirra þess efnis að forsjáin fluttist til M, en óleyst var úr ágreiningi um málskostnað. Talið var óhjákvæmilegt að líta svo á, að K hefði með dómsáttinni tapað málinu í öllu verulegu. Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 varð því til samræmis að dæma K til greiðslu málskostnaðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmd til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, K, greiði varnaraðila, M, 80.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 14. júní sl. var þingfest þann 8. desember 2004. Dómkröfur stefnanda voru þær að henni yrði með dómi einni falin forsjá sonarins A kt. [...] til 18 ára aldurs hans, að dæmt yrði að stefndi greiddi stefnanda einfalt meðlag með syninum frá dómsuppkvaðningu til 18 ára aldurs hans og að kveðið yrði með dómi á um inntak umgengnisréttar þess foreldris sem ekki fengi forsjá sonarins skv. nánari lýsingu í stefnu. Að auki krafðist stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að viðbættum virðisaukaskatti óháð því hvort stefnandi fengi gjafsóknarleyfi vegna málsins. Í greinargerð krafðist stefndi sýknu af kröfum stefnanda og að honum yrði falin forsjá A til 18 ára aldurs hans og að honum yrði tildæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi stefnanda og að tekið yrði þá tillit til skyldu lögmanns að innheimta 24,5 % virðisaukaskatt. Í þinghaldi þann 2. júní sl. lýstu aðilar því yfir að með þeim hefði tekist sátt í málinu um annað en málskostnað. Væru aðilarnir sammála um að fella málið niður en leggja málið í úrskurð um málskostnað. Að ósk aðila var málinu síðan frestað til 14. júní sl. til þess að lögmenn gætu þá reifað málið nánar að þessu leyti og lagt fram málskostnaðarreikninga ásamt yfirlitum um vinnuframlag lögmannanna. Með þeirri dómsátt sem aðilar máls þess gerðu með sér þann 2. júní sl. var forsjá beggja sonanna, A og B kt. [...] flutt til stefnda til 18 ára aldurs og stefnanda gert að greiða einfalt meðlag með þeim báðum. Loks var þar kveðið allítarlega á um umgengni drengjanna við stefnanda. Stefnanda var veitt gjafsóknarleyfi til reksturs málsins fyrir héraðsdómi með leyfi dómsmálaráðuneytisins þann 21. febrúar 2005. Af hálfu stefnanda var því lýst yfir við flutning málsins um málskostnaðarþáttinn að fallið væri frá kröfu um málskostnað úr hendi stefnda og þess í stað krafist að málskostnaður verði felldur niður. Málskostnaðarkrafa stefndu er óbreytt. Með þeirri dómsátt sem aðilarnir hafa gert í máli þessu liggur fyrir að stefnandi fékk í engu framgengt dómkröfum sínum er lúta að forræði og meðlagi með syninum A. Verður heldur ekki fallist á það með henni að með sáttinni hafi fengist aukin umgengni við drenginn en áður svo nokkru nemi og þar með hafi markmiði málssóknarinnar verið náð. Í þessu ljósi og með hliðsjón af ákvæðum 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda því gert að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 280.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns. Þykir þóknun að teknu tilliti til virðisaukaskatts hæfilega ákveðinn 280.000 krónur. Ásgeir Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Stefnandi, K, greiði stefnda, M, 280.000 krónur í málskostnað. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns, 280.000 krónur.
Mál nr. 328/2017
Opinberir starfsmenn Embættismenn Niðurlagning stöðu Flutningur í starfi
P var skipaður lögreglufulltrúi hjá embætti sérstaks saksóknara í september 2011 og gegndi þeirri stöðu allt þar til hann hóf störf sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í október 2014. Reis í kjölfarið ágreiningur um hvort P hefði verið leystur frá embætti sínu hjá sérstökum saksóknara eða hvort hann hefði verið fluttur í annað embætti í skilningi 36. gr. laga nr. 70/1996 og ætti þar með rétt á að fá greiddan þann launamismun sem eftir var af skipunartíma hans í fyrra embættinu. Byggði P á hinu síðarnefnda og krafðist greiðslu fjárhæðar sem svaraði til launamismunarins á milli embættanna á tímabilinu frá því að hann tók við hinni nýju stöðu og þar til embætti sérstaks saksóknara var lagt niður í janúar 2016, auk þriggja mánaða biðlauna. Í héraði var krafa P tekin til greina. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til tveggja bréfa innanríkisráðuneytisins til P sem lágu fyrir í gögnum málsins. Taldi rétturinn að af þeim yrði ráðið að upphaflega hafi verið miðað við að staða P hjá sérstökum saksóknara yrði lögð niður en síðar verið fallið frá því og P þess í stað fluttur í umrædda stöðu hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Hefði hann því átt rétt á að fá greiddan þann launamismun sem eftir var af skipunartíma hans í fyrra embættinu auk biðlauna. Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari,Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari og Ingimundur Einarsson héraðsdómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. maí 2017. Hannkrefst aðallega sýknu afkröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti en til vara aðkrafan verði lækkuð og málskostnaður felldur niður.Stefndi krefststaðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Í gögnum málsins eru meðalannars tvö bréf innanríkisráðuneytisins til lögmanns stefnda. Í hinu fyrra, frá29. janúar 2015, sagði að í október 2014 hafi sérstakur saksóknari upplýst „aðunnið væri að því að flytja lögreglumennina til starfa hjá öðrum embættum svoekki kæmi til lausnar frá embætti ... Þann 30. október 2014 gengu hlutaðeigandiembætti frá flutningsbréfum fyrir umrædda lögreglumenn. Málalok urðu þau aðenginn var leystur frá embætti.“ Í hinu síðara, frá 23. febrúar 2015, sagði aðsamkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara „var flutningur lögreglumannannaliður í samkomulagi sem sneri að því að í stað þess að leggja niður störfþeirra, sem lið í niðurlagningu embættis Sérstaks saksóknara, yrði um að ræðaflutning í laus störf hjá öðrum löggæsluembættum.“ Að þessu athuguðu verðurfallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að við það verði að miða að upphaflega hafi sérstakursaksóknari ætlað haustið 2014 að leggja niður stöðu lögreglufulltrúa semstefndi gegndi og leysa hann þar með frá störfum, en frá því hafi verið fallið.Þess í stað hafi orðið að samkomulagi með sérstökum saksóknara oglögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að stefndi yrði með heimild í þágildandi1. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisinsfluttur í stöðu rannsóknarlögreglumanns hjá þeim síðarnefnda, en því varhrundið í framkvæmd með svonefndu flutningsbréfi lögreglustjórans 29. október 2014.Þar af leiðandi komi ekki til skoðunar málsástæður áfrýjanda sem lúta að reglumum niðurlagningu embættis eða lausn embættismanna frá störfum. Þar sem stefndi varfluttur í embætti sem var lægra launað en fyrra embætti hans átti hann réttsamkvæmt þágildandi 2. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996 á að fá greiddan mismunlaunanna þann tíma sem eftir var af skipunartíma hans í fyrra embættinu. Sátími markaðist af 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um embætti sérstakssaksóknara, sbr. 2. gr. laga nr. 82/2011, og skyldi því skipun stefnda standaþar til annað hvort kæmi til, að embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niðureða það sameinað annarri ríkisstofnun. Embætti sérstaks saksóknara var lagtniður 1. janúar 2016, sbr. 29. gr. laga nr. 47/2015. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr.laga nr. 135/2008 hefði stefndi að auki átt rétt til biðlauna í þrjá mánuði fráþeim degi að telja. Áfrýjanda bar þannig að greiða stefnda fjárhæð sem svaraðitil launamismunarins allt til 31. mars 2016. Fyrir Hæstaréttihefur áfrýjandi borið fram nýjar málsástæður fyrir varakröfu sinni um lækkun áfjárhæð kröfu stefnda. Samkvæmt 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála, sbr. 29. gr. laga nr. 49/2016, koma þær ekki til álita. Niðurstaðahins áfrýjaða dóms verður því staðfest.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrirHæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda, Páli Sigurðssyni, 750.000krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27.febrúar 2017IMál þetta, semdómtekið var 24. janúar 2016, er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 10. maí2016. Stefnandi er Páll Sigurðsson, Naustabryggju 1, Reykjavík, og stefndi erefnahags- og fjármálaráðherra, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík, f.h.íslenska ríkisins.Stefnandi krefstþess að stefnda verði gert að greiða honum 2.157.234 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 167.956krónum frá 1. mars 2015 til 1. apríl 2015, af 310.912 krónum frá þeim degi til1. maí 2015, af 478.868 krónum frá þeim degi til 1. júní 2015, af 686.613krónum frá þeim degi til 1. júlí 2015, af 914.108 krónum frá þeim degi til 1.október 2015, af 1.233.555 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2015, af1.461.050 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2016, af 1.640.096 krónum frá þeimdegi til 1. febrúar 2016, af 1.799.142 krónum þeim degi til 1. mars 2016, af1.978.188 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2016 en af 2.157.234 krónum fráþeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 73.210 krónum hinn 1. desember2015.Þá krefst stefnandiþess að stefnda verði gert að greiða honum málskostnað að teknu tilliti tilvirðisaukaskatts samkvæmt framlögðu vinnuyfirliti lögmanns stefnanda eða aðmati dómsins. Stefndi krefst þessaðallega að stefndi verði sýknaður af kröfu stefnanda og að stefnandi verðidæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Til vara er krafistlækkunar á dómkröfu stefnanda og að málskostnaður verði látinn niður falla.IIEmbætti sérstakssaksóknara var sett á fót með lögum nr. 135/2008. Samkvæmt 7. gr. laganna varembættinu upphaflega ætlað að starfa til 1. janúar 2011 en með breytingu álögunum með lögum nr. 82/2011 var starfstími þess lengdur til 1. janúar 2013.Ráðherra var þá heimilað að leggja niður embættið að þeim tíma liðnum meðframlagningu lagafrumvarps þess efnis, að fengnu áliti ríkissaksóknara. Í lögumnr. 135/2008 var tekið fram að ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmannaríkisins um fimm ára skipunartíma og biðlaunarétt tækju ekki til sérstakssaksóknara og að skipun hans félli niður þegar embættið yrði lagt niður eða þaðsameinað annarri ríkisstofnun. Þá var tekið fram að sérstakur saksóknari héldióbreyttum launum í þrjá mánuði frá þeim tíma. Með lögum nr. 82/2011 var bættvið ákvæði í 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 sem veitti heimild til þess aðskipa lögreglumenn til starfa við embættið. Sérstaklega var tekið fram aðákvæði lögreglulaga og laga um réttindi starfsmanna ríkisins um fimm áraskipunartíma og biðlaunarétt tækju ekki til þessara starfsmanna. Í ákvæðinu vareinnig tekið fram að skipun starfsmannanna félli niður þegar embætti sérstakssaksóknara yrði lagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun. Við þau málalokmyndu skipaðir lögreglumenn halda óbreyttum launakjörum í þrjá mánuði frá þeimtíma. Embætti sérstaks saksóknara var lagt niður með lögum nr. 47/2015 en löginfelldu úr gildi lög nr. 135/2015, um sérstakan saksóknara. Lög nr. 47/2015 tókugildi 1. janúar 2016, sbr. 29. gr. laganna.Stefnandi hefurstarfað sem lögreglumaður frá 1990, fyrst sem almennur lögreglumaður en frá1996 sem rannsóknarlögreglumaður. Hann var ráðinn sem lögreglufulltrúi tilembættis sérstaks saksóknara 1. september 2010 og var gerður við hannráðningarsamningur 13. desember 2011. Í ráðningarsamningnum er starfsheitisamkvæmt kjarasamningi þó sagt vera lögreglufulltrúi. Stefnandi var skipaðurlögreglumaður við embætti sérstaks saksóknara 1. september 2011 og síðanskipaður ótímabundið í embætti lögreglufulltrúa við sama embætti frá og með 1.mars 2012 í samræmi við 2. gr. laga nr. 82/2011. Í skipunarbréfinu var tekiðfram að skipun stefnanda félli niður þegar embætti sérstaks saksóknara yrðilagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun. Stefnandi gegndi embættilögreglufulltrúa til 29. október 2014 en hóf í kjölfarið störf semrannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild Lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu. Með bréfi sérstakssaksóknara, dagsettu 30. september 2014, var stefnanda, ásamt öðrumlögreglumönnum sérstaks saksóknara, tilkynnt um fyrirhugaða lausn hans fráembætti lögreglufulltrúa frá og með 1. nóvember 2014. Í bréfinu segir að ástæðaþessa sé fækkkun starfsmanna embættisins vegna lækkunar fjárheimildaembættisins á árinu 2015. Lögmaður stefnanda sendi sérstökum saksóknara,fjármálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu bréf þann 9. október 2014 þar semfyrirhuguðum uppsögnum stefnanda og nokkurra annarra lögreglumanna var mótmæltog færð rök fyrir því að þær væru ólögmætar. Þess var krafist að embættið féllifrá áformum sínum um að veita lögreglumönnunum lausn frá embættum sínum.Erindið var ítrekað 22. sama mánaðar. Með tövlupóstisérstaks saksóknara til stefnanda 28. október 2014 var stefnanda tilkynnt aðsamkomulag hefði náðst milli embættis hans og Lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu um að stefnandi flyttist í stöðu rannsóknarlögreglumanns hjásíðarnefndu embætti og yrði skipaður í þá stöðu frá og með 1. nóvember 2014.Yrði miðað við að stefnandi nyti óbreyttra kjara í þrjá mánuði frá og með 1.nóvember en að þeim tíma liðnum yrðu kjör hans samkomulagsatriði milli hans ogLögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfinu var tekið fram að til þess aðþetta fyrirkomulag gæti gengið eftir, yrði stefnandi að samþykkja tilhöguninasem fyrst. Stefnandi svaraði með tölvupósti sendum 29. október 2014 þar semhann féllst á að verða fluttur til í embætti en gerði þann fyrirvara að hannteldi niðurlagningu stöðu sinnar ólögmæta og áskildi sér rétt til þess aðkrefja embættið um greiðslu fullra launa þar til þrír mánuðir væru liðnir fráþví að skilyrði 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um niðurlagningu væri uppfyllt.Sérstakur saksóknari hafnaði fyrirvara stefnanda í töluvósti 30. október 2014og leit svo á að stefnandi hefði samþykkt flutninginn og að ekki yrði byggt áþeim atriðum sem nefnd væru í fyrirvaranum. Flutningsbréf fyrir stefnanda tilþess að vera rannsóknarlögreglumaður við embætti Lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu var gefið út af lögreglustjóranum 29. október 2014.Lögmaður stefnanda sendi bréf tilinnanríkisráðuneytisins þann 20. janúar 2015 þar sem þess var krafist aðbrugðist yrði við þeim kröfum sem settar hefðu verið fram í bréfi frá 9.október 2014. Ráðuneytið svaraði með bréfi, dagsettu 29. janúar 2015, þar sembent var á að umræddir lögreglumenn hefðu verið fluttir til í starfi með þeirrasamþykki og því hefði ekki komið til lausnar úr embætti. Lögmaður stefnandaítrekaði kröfur stefnanda 5. febrúar 2015 og krafðist þess að stefnanda yrðibætt það launatap sem hann varð fyrir vegna tilfærslu í starfi í samræmi viðfyrrgreint ákvæði laga nr. 135/2008 og skipunarbréf hans. Ráðuneytið svaraði bréfinuhinn 23. febrúar 2015 á sama veg og áður og ítrekaði þá afstöðu sína aðflutningur stefnanda hefði verið liður í samkomulagi til að koma í veg fyrir aðstöður lögreglumannanna yrðu lagðar niður sem hluti af niðurlagningu embættissérstaks saksóknara. Í stað þess væri um að ræða flutning í laus störf hjáöðrum lögregluembættum á grundvelli laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldurstarfsmanna ríkisins. Í bréfinu var bent á að forstöðumaður stofnunarinnar bæriábyrgð á þeirri stofnun sem hann stýrði og því ætti að beina erindum sem lytuað starfsmannamálum til hlutaðeigandi forstöðumanns. Þann 31. mars 2015sendi lögmaður stefnanda bréf til sérstaks saksóknara þar sem gerð var krafa umað embættið greiddi stefnanda full laun út skipunartíma hans hjá embættinu, ísamræmi við skýr ákvæði 2. gr. laga nr. 135/2008, þar til þrír mánuðir væruliðnir frá niðurlagningu embættis sérstaks saksóknara. Í bréfinu var tiltekiðað embætti sérstaks saksóknara hefði hvorki verið lagt niður né sameinaðannarri ríkisstofnun. Sérstakur saksóknari svaraði bréfinu með fyrirspurn tillögmanns stefnanda 8. maí 2015 um það, hvort því væri haldið fram að stefnandihefði ekki samþykkt að flytjast til í starfi með þeim áskilnaði að hann héldióbreyttum kjörum í þrjá mánuði frá tilfærslunni en að þeim tíma liðnum yrðukjör hans samkomulagsatriði milli hans og viðtökuembættisins. Í bréfinu varþeirri fyrirspurn einnig beint til stefnanda, hvort hann gæti hugsanlegasamþykkt að flutningur hans í starfi gengi til baka þannig að hann sneri tilfyrri starfa við embættið og myndi starfa þar e.a. fram að því að embættið yrðilagt niður, eins og til stæði. Lögmaður stefnanda svaraði bréfinu 1. júní 2015og tók fram að þegar lögreglumennirnir hefðu samþykkt að flytjast til í starfi,hefði verið gerður fyrirvari og áskilnaður um rétt þeirra til að sækja öllréttindi vegna kjaraskerðingar og/eða krefjast skaðabóta. Þann 1. september2015 sendi sérstakur saksóknari lögmanni stefnanda bréf þar sem kröfumstefnanda var hafnað og m.a. vísað til þess að starfsmenn embættisins gætu ekkihaft lögmætar væntingar um að starfa við embættið þangað til það yrði lagtniður. Jafnframt var ítrekuð sú afstaða embættisins að stefnandi hefði samþykktflutninginn á þeim kjörum sem í boði voru. Þá var tekið fram í bréfinu aðkröfugerðinni væri mótmælt tölulega. Lögmaður stefnanda ítrekaði kröfu hans meðbréfi til embættis sérstaks saksóknara, dagsettu 1. október 2015, þar semröksemdum sérstaks saksóknara í bréfi hans frá 1. september var mótmælt. Einsog áður er getið var mál þetta höfðað 10. maí 2016. IIIKröfum sínum tilstuðnings vísar stefnandi til þess að ljóst sé að hann hafi verið skipaðurótímabundið í embætti lögreglufulltrúa við embætti sérstaks saksóknara frá ogmeð 1. mars 2012 samkvæmt skipunarbréfi, dagsettu sama dag. Í skipunarbréfinusegi að með vísan til 2. gr. laga nr. 82/2011 skipi ríkislögreglustjóri hannlögreglufulltrúa við embætti sérstaks saksóknara frá 1. mars 2012. Þá segi þarjafnframt að skipunin falli niður „þegar embætti sérstaks saksóknara verðurlagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun, sbr. 2. gr. laganna“.Eins ogskipunarbréfið beri með sér sé ákvæði 3. mgr. 2. gr. laga nr 135/2008, sbr. 2.gr. laga nr. 82/2011, orðað með sama hætti og tekið fram að ákvæði lögreglulagaog laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna um fimm ára skipunartímaog rétt til biðlauna taki ekki til skipaðra lögreglumanna við embættið. Þá sé íákvæðinu sérstaklega tekið fram að skipunin falli niður þegar embætti sérstakssaksóknara verði lagt niður eða það sameinað annarri ríkisstofnun en viðkomandistarfsmenn haldi óbreyttum launakjörum í þrjá mánuði frá þeim tíma. Af ákvæðinuog skýru orðalagi skipunarbréfsins sé ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, aðstefnandi hafi verið skipaður ótímabundið í embætti og að skipun hans félliekki niður fyrr en embættið yrði lagt niður eða það sameinað annarriríkisstofnun.Stefnandi telurljóst að upphaflega hafi verið ætlun sérstaks saksóknara að leggja niðurembætti þeirra starfsmanna, sem hann teldi ofaukið hjá embættinu, með hliðsjónaf þeim fjárveitingum sem embættinu hafi verið ætlaðar í fjárlagafrumvarpiársins 2015. Eftir að lögmaður stefnanda hefði gert alvarlegar athugasemdir viðlögmæti niðurlagningar embættis, m.a. embættis stefnanda, hafi embætti sérstakssaksóknara hins vegar horfið frá þeim áformum og þess í stað kosið að umræddirlögreglumenn yrðu fluttir til annarra embætta hjá lögreglunni, í tilvikistefnanda í stöðu rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Stefnandi byggir áþví að ákvæði laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,gildi um starfsmenn embættis sérstaks saksóknara með þeim þröngu undantekningumsem sérstaklega séu orðaðar í lögum nr. 135/2008. Undantekningarnar lúti aðskipunartíma, sbr. 23. gr. laga nr. 135/2008, rétti starfsmanna til biðlauna ogskyldu til að auglýsa lausar stöður samkvæmt 7. gr. sömu laga. Ljóst sé aðönnur ákvæði laga nr. 70/1996 gildi um réttindi starfsmanna embættisins, þ.m.t.36. gr. laganna. Stefnandi byggir á því að ákvæði 2. mgr. 36. gr. laga nr.70/1996 eigi við í máli hans, enda hafi hann verið fluttur í embætti, sem hafiverið ver launað en fyrra embætti hans, svo sem framlögð gögn beri með sér.Hann eigi því rétt á því að fá greiddan launamismun þann tíma sem hafi veriðeftir af skipunartíma hans í fyrra embættinu. Samkvæmt framansögðu hafi skipunstefnanda fyrst fallið niður þegar embætti sérstaks saksóknara var lagt niður1. janúar 2016 með lögum nr. 47/2015. Stefnandi telur sig ennfremur eiga rétttil greiðslu þessa launamismunar í fulla þrjá mánuði eftir niðurlagninguembættis sérstaks saksóknara samkvæmt skýrum ákvæðum skipunarbréfs hans ogfyrirmælum 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008.Stefnandi bendir áað ekki hafi verið færð rök fyrir þeirri afstöðu sérstaks saksóknara oginnanríkisráðuneytisins, sem fram komi í svarbréfum þeirra, dagsettum 29.janúar 2015 og 1. september 2015, að stefnandi hafi með samþykki sínu áflutningnum afsalað sér þeim lögbundnu réttindum sem honum séu tryggð í 3. mgr.2. gr. laga nr. 135/2008 og í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996. Þá eigi súafstaða sér enga stoð í gögnum málsins. Stefnandi kveðst hafa samþykktflutninginn með þeim fyrirvara að hann áskildi sér rétt til þess að sækja bæturvegna ólögmætis ákvarðana embættisins, auk þess sem hann hafi tekið fram aðhann myndi sækja rétt sinn til vangreiddra launa vegna tilfærslu í starfi, sbr.2. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996. Stefnandi vísar til þess að umrædd lagaákvæðiséu skýr um rétt stefnanda og því hafi hann alla tíð haft lögmætar væntingartil þess að hann myndi halda fullum launum út skipunartíma sinn vegnaflutningsins í samræmi við ákvæði laganna og skýr fyrirmæli í skipunarbréfihans. Stefnandi bendir á að sérstakur saksóknari hafi einhliða tekið ákvörðunum að hunsa þá fyrirvara, sem stefnandi hafi sett við flutninginn, og að ekkertsamkomulag hafi legið fyrir um að stefnandi afsalaði sér umræddum réttindum.Þar sem um lögbundin grundvallarréttindi stefnanda sé að ræða, þurfi að liggjafyrir skýrt samkomulag ef víkja eigi frá þeim. Í þessu máli liggi þvert á mótifyrir skýr mótmæli stefnanda og fyrirvari hans um að hann muni sækja rétt sinnsamkvæmt ákvæðum laganna. Því sé ekki hægt að líta svo á að stefnandi hafisamþykkt að falla frá þessum rétti sínum.Krafa stefnandatekur mið af mismun á annars vegar raunverulegum launum hans eftir að hann varfluttur til í starfi í stöðu rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni áhöfuðborgarsvæðinu og hins vegar meðaltali þeirra launa sem hann hafði þegarhann starfaði við embætti sérstaks saksóknara síðastliðna fjóra mánuði áður enhann var fluttur til í starfi. Um sé að ræða launamismun frá nóvember 2014, þámánuði sem stefnanda hafi verið greidd lægri laun en hann hafði hjá embættisérstaks saksóknara fyrir flutninginn. Stefnandi kveðst taka mið afsamningsbundinni launahækkun, sem hafi tekið gildi 1. maí 2015, og hækkiviðmiðunarlaunin í samræmi við það frá því tímamarki. Ekki sé gerð krafa umgreiðslu launamunar þá mánuði sem stefnandi var í launalausu leyfi eða orlofi,þ.e. í júlí og ágúst 2015. Til frádráttar kröfu stefnanda komi 73.210 krónur ení nóvember 2015 hafi verið greidd út leiðrétting á kjörum stefnanda hjáLögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna launahækkunar sem hafi tekið gildi1. maí 2015. Laun stefnanda þann mánuð hafi numið samtals 843.482 krónum vegnaleiðréttingarinnar sem nemi 73.210 krónum umfram þau laun sem hann hefði hafthjá embætti sérstaks saksóknara. Samtals nemi launamismunur stefnanda átímabilinu 2.157.234 krónum og miðist stefnukrafan við þá fjárhæð. Stefnandi byggirfjárhæð endanlegrar stefnukröfu sinnar á eftirfarandi útreikningi:Laun hjá ESSLaun hjá LRHFull laun hjá ESSVangreidd launjúl.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. ágú.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. sep.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. okt.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. nóv.14 367.555 kr. 710.733 kr. - kr. des.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. jan.15 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. feb.15 542.777 kr. 710.733 kr. 167.956 kr. mar.15 567.777 kr. 710.733 kr. 142.956 kr. apr.15 542.777 kr. 710.733 kr. 167.956 kr. maí.15 562.527 kr. 770.272 kr. 207.745 kr. jún.15 542.777 kr. 770.272 kr. 227.495 kr. júl.15 41.861 kr. 770.272 kr. ágú.15 - kr. 770.272 kr. sep.15 450.825 kr. 770.272 kr. 319.447 kr. okt.15 542.777 kr. 770.272 kr. 227.495 kr. nóv.15 843.482 kr. 770.272 kr. des.15 591.226 kr. 770.272 kr. 179.046 kr. jan.16 611.226 kr. 770.272 kr. 159.046 kr. feb.16 591.226 kr. 770.272 kr. 179.046 kr. mar.16 591.226 kr. 770.272 kr. 179.046 kr. Samtals 2.157.234 kr. Stefnandi vísarjafnframt til nánari tilgreiningar á útreikningi hans í framlögðum gögnum.Stefnandi kveður kröfu sína bera dráttarvexti frá greiðsludegi launa hversmánaðar sem fyrsti dagur næsta mánaðar eftir launamánuð.Um lagarök vísarstefnandi til laga nr. 135/2008, um embætti sérstaks saksóknara, lögreglulaganr. 90/1996 og laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.Um varnarþing vísast til 33. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og ummálskostnaðarkröfu til 129. og 130. gr. sömu laga. Um kröfu um virðisaukaskatter vísað til laga nr. 50/1988 og um dráttarvexti til laga nr. 38/2001, um vextiog verðtryggingu, einkum 6. og 9. gr. laganna.IVStefndi mótmælirkröfum og málatilbúnaði stefnanda og telur stefnanda ekki eiga rétt á greiðslulaunamismunar fyrir umrætt tímabil og því beri að sýkna stefnda af kröfustefnanda. Stefndi leggur áherslu á að lögreglumenn teljist til embættismanna,sbr. 7. tl. 22. gr. laga nr. 70/1996. Almenna reglansé sú að lögreglumenn séu skipaðir til fimm ára, sbr. 23. gr. laganna og 28.gr. lögreglulaga, líkt og almennt gildi um embættismenn, nema annað sé tekiðfram í sérlögum. Þá sé það almennt verklag að í skipunarbréfum sé tekið fram aðskipun viðkomandi sé til fimm ára samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996 oglögreglulaga.Umskipaða lögreglumenn hjá embætti sérstaks saksóknara gildi ákvæði laga nr.70/1996, lögreglulaga og laga nr.135/2008. Lögreglumenn við embætti sérstaks saksóknara séu skipaðir í embætti ágrundvelli sérákvæðis í lögum en í 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, segi:„Sérstakur saksóknari ræður aðra starfsmenn embættisins en saksóknara. Heimilter að skipa lögreglumenn sem hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins tilstarfa við embættið, en ákvæði lögreglulaga og laga um réttindi og skyldurstarfsmanna ríkisins um fimm ára skipunartíma og biðlaunarétt taka ekki tilþessara starfsmanna. Skipun þeirra fellur niður þegar embætti sérstakssaksóknara verður lagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun, sbr. 7. gr., enþeir skulu þá halda óbreyttum launakjörum í þrjá mánuði frá þeim tíma. Ákvæði 7. gr. laga nr.70/1996, um réttindi ogskyldur starfsmanna ríkisins, gildir ekki um ráðningu eða skipun samkvæmt þessuákvæði.“Stefndibendir á að ákvæðið hafi komið inn í lög nr. 135/2008 á árinu 2011 þegarsamþykkt hafi verið lög nr. 82/2011 um breyting á lögum um embætti sérstakssaksóknara, nr. 135/2008, með síðari breytingum. Upphaflega hafi embættinuverið markaður ákveðinn tímarammi þannig að eftir 1. janúar 2011 væri ráðherraheimilt, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að leggja embættið niður. Komi þettafram í greinargerð með frumvarpi því sem orðið hafi að lögum nr. 135/2008. Hafiátt að færa verkefnin til lögreglu eða ákærenda eftir almennum reglumlögreglulaga og sakamálalaga, enda hafi í raun verið um að ræða samsvarandi málog rannsökuð séu hjá lögreglu. Sökum þeirrar samsvörunar, sem hafi verið meðþeim málum sem rannsökuð voru hjá embætti sérstaks saksóknara og hjáefnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, hafi með frumvarpi sem hafi orðið aðlögum nr. 82/2011 verið lagt til að rannsókn og saksókn efnahagsbrota yrðisameinuð á einum stað hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hafi verið settá fót vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2008 og verið markaður afar skammurtímarammi.Ískipunarbréfum lögreglumanna hjá embætti sérstaks saksóknara hafi þannig veriðtekið fram að þeir væru skipaðir við embættið þangað til það yrði lagt niðureða sameinað annarri ríkisstofnun, sbr. ákvæði laga nr. 135/2008. Stefndibyggir á því að það hafi verið gert til áréttingar á því að ákvæði laga nr.70/1996 og lögreglulega um fimm ára skipunartíma giltu ekki um þessaembættismenn, heldur sérákvæði laga nr. 135/2008. Texti skipunarbréfsins hafitekið mið af framangreindu lagaákvæði og verið sett fram með þessum hætti tilað gæta samræmis um efni og útlit skipunarbréfa, þannig að skipunartími væritekinn fram líkt og gert sé varðandi lögreglumenn sem séu skipaðir til fimm árasamkvæmt almennum ákvæðum laga.Ígreinargerð með frumvarpi að lögum nr. 82/2011, sem hafi breytt ákvæðum 2. gr.laga nr. 135/2008 sem kveðið hafi á um heimild til að skipa lögreglumenn viðembætti sérstaks saksóknara, komi fram að ákvæðinu sé ætlað að bæta stöðuþeirra starfsmanna hjá embætti sérstaks saksóknara sem hafi réttindi til starfasem lögreglumenn og hafi í raun starfað sem slíkir hjá embættinu en vegnaákvæða laga sé ekki unnt að skipa þá lögreglumenn hjá embættinu. Úr þessu þurfiað bæta þar sem réttindi og skyldur þeirra lögreglumanna, sem störfuðu hjáembættinu, séu önnur en þeirra sem séu skipaðir sem lögreglumenn. Eigi slíktvið um verkfallsrétt, launakjör og önnur atriði. Stefndiáréttar að með orðalaginu „að bæta stöðu þeirra“ og öðrum atriðum ígreinargerðinni hafi aðallega verið átt við valdheimildir viðkomandistarfsmanna en sem lögreglumenn yrðu þeir að vera hafnir yfir allan vafa, tildæmis að því er varðar handtökuheimildir. Þetta komi þó ekki skýrt fram ílögskýringargögnum. Ígreinargerðinni er áréttað að tiltekin ákvæði starfsmanna- og lögreglulaga takiekki til lögreglumanna við embætti sérstaks saksóknara:)Ákvæði laga um fimm ára skipunartíma embættismanna taki ekki til þessara aðilaþar sem embætti sérstaks saksóknara sé markaður skammur tími;2)ákvæði laga nr. 70/1996 um biðlaunarétt taki ekki til þessara starfsmanna þarsem embættinu sé markaður skammur tími og;3)að ekki þurfi að auglýsa stöður lögreglumanna við embættið lausar til umsóknar,sbr. 7. gr. laga nr. 70/1996.Stefndivísar til þess að sérákvæði um skipunartíma lögreglumanna í lögum nr. 138/2008og í skipunarbréfum hafi verið gerð í því ljósi að embættinu var markaðurskammur tími og að starfsmenn hafi mátt búast við því að skipun þeirra væriekki til fimm ára. Tilgangurinn hafi einnig verið sá, að enginn ætti aðvelkjast í vafa um að þegar embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niður eðasameinað annarri ríkisstofnun, yrðu stöður embættismanna við embættið lagðarsjálfkrafa niður, sbr. fyrirmæli í lögum.Stefndibendir á að í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar (139. löggjafarþing2010-2011, þskj. 1672-754. mál) hafi, vegna umræðu um frumvarp það er varð aðlögum nr. 82/2011, komið fram að með breytingunum yrði heimilt að skipalögreglumenn við embættið. Ákvæði lögreglulaga og laga nr. 70/1996 um fimm áraskipunartíma og biðlaunarétt tækju hins vegar ekki til þessara starfsmanna ogskipun þeirra félli niður þegar embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niður eðasameinað annarri ríkisstofnun. Tekið hafi verið fram að staða lögreglumannaværi sérstök að því leyti að þeir væru embættismenn samkvæmt lögum nr. 70/1996.Fram hafi komið að nefndin tæki undir nauðsyn þess að kveðið væri með skýrumhætti á um réttindi og skyldur þeirra sem sinntu lögreglustörfum fyrir embættiðog hafi verið talið eðlilegt að réttarstaða þeirra væri bætt. Því hafi nefndinlagt til að þeir lögreglumenn, sem boðið yrði starf hjá embætti sérstakssaksóknara, yrðu skipaðir til starfa sem lögreglumenn hjá embætti sérstakssaksóknara, þó ekki í fimm ár heldur í skemmri tíma vegna þess að embættið væritímabundið, í samræmi við tillögu að nýrri 3. mgr. 2. gr. í frumvarpinu. Viðhina nýju skipun myndu lögreglumennirnir halda áunnum starfsstigum innanlögreglunnar. Í álitinu hafi verið tekið fram að þrátt fyrir ákvæðistarfsstigareglugerðar um að menn fullnægðu tilteknum skilyrðum um starfstímatil þess að hljóta skipun, væri litið svo á að við embætti sérstaks saksóknaraværi heimilt að skipa lögreglumenn þótt þeir fullnægðu ekki ákvæðum reglugerðarum starfstíma. Höfð yrði hliðsjón af persónulegri hæfni lögreglumanns svo semstarfsaldri, þekkingu, menntun, starfsreynslu og kyni. Loks hafi komið fram aðyrði embættið lagt niður, ættu lögreglumennirnir rétt á óbreyttum launakjörum íþrjá mánuði.Afframangreindu leiði að um embættismenn hjá embætti sérstaks saksóknara farieftir almennum reglum um embættismenn, að undanskildum þeim atriðum sem rakinhafi verið.Stefndi byggir áþví að ákvæði laga nr. 70/1996 um lausn frá störfum eigi við í tilvikistefnanda. Sá sem sé skipaður í embætti gegni því þartil eitthvert þeirra atriða koma til sem talin séu upp í 25. gr. laganna. Þá séí lögreglulögum að finna sérákvæði um að lögreglumenn skuli leystir frá embættiþegar þeir eru orðnir fullra 65 ára eða fyrr, eftir því sem ráðherra ákveði meðreglugerð. Í lögum nr. 135/2008 komi fram að skipun lögreglumanna fallisjálfkrafa niður þegar embættið verði lagt niður eða sameinað annarri stofnun.Að öðru leyti gildi ákvæði laga nr. 70/1996 umlausn embættismanna frá störfum.Í lögumnr. 135/2008 séu ekki gerðar aðrar undantekningar frá lögum nr. 70/1996 oglögreglulögum nr. 90/1996 en raktar hafi verið. Önnur ákvæði þessara laga, þarmeð talin 25. gr. laga nr. 70/1996, eigi við í þessum tilvikum. Eigi því viðákvæði 34. gr. laga nr. 70/1996 um lausn frá störfum á grundvelli þess aðembætti starfsmanns er lagt niður. Stefndi leggur áherslu á að ástæðaniðurlagningar embættis geti meðal annars verið vegna hagræðingar ogniðurskurðar í rekstri viðkomandi stofnunar og því fari eins um lögreglumennhjá embætti sérstaks saksóknara og aðra lögreglumenn. Hafi hinu sérstaka ákvæðilaga um skipunartíma þessara lögreglumanna, sem og tilgreiningu til ákvæðisinsí skipunartíma, verið ætlað að skýra að um tímabundna skipun í embættið væri aðræða en ekki fimm ára skipun.Stefndivísar til þess að samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 70/1996 beri forstöðumaðurábyrgð á því að rekstrarútgjöld, rekstrarafkoma stofnunar og fjármunir hennarséu í samræmi við fjárlög og að fjármunirnir séu nýttir á árangursríkan hátt.Ef útgjöld fari fram úr fjárlagaheimildum, verkefnum stofnunar sé ekki sinntsem skyldi eða þjónusta hennar teljist óviðunandi, geti ráðherra veittforstöðumanni áminningu samkvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996. Þá geti ráðherraveitt honum lausn frá embætti samkvæmt VI. kafla laganna ef hann hefur gerstsekur um ítrekaða eða stórfellda vanrækslu í starfi með þeim hætti sem aðframan er lýst. Í 49. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, segi aðforstöðumenn og stjórnir ríkisaðila beri ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanirþeirra séu í samræmi við heimildir. Brot á ákvæðum laganna varði við skylduropinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 70/1996. Samkvæmt 24. gr. síðastnefndralaga nr. 70/1996, sbr. 34. gr. sömu laga, geti forstöðumaður stofnunar lagtniður embætti vegna hagræðingar.Stefndibyggir á því að forstöðumenn geti þurft að grípa til þess að segja uppstarfsfólki vegna ástæðna sem rekja megi til rekstrar stofnunar.Skipulagsbreytingar, sparnaður eða samdráttur geti orðið kveikja að uppsögnumeða að breyttar kröfur eða áhersla í starfsemi kalli á aukna eða nýja kunnáttuog menntun. Stefndi byggir á því að slík áform teljist málefnaleg forsendafyrir því að tiltekinn starfsmaður eða starfsmenn séu leystir frá störfum, endasé það mat stjórnenda stofnunar að slík ráðstöfun miði að því að ná settu markií rekstri hennar.Stefndileggur áherslu á að starfsmenn ríkisins séu ráðnir til starfa í þágu þeirraverkefna sem viðkomandi stofnun hafi með höndum samkvæmt lögum. Ef þau verkefniséu ekki lengur til staðar eða dregið hafi úr fjárveitingum og sértekjum tilstarfsemi stofnunar, kalli það jafnan á breytingar á starfseminni. Slíkt leiðioft til þess að gera verði breytingar á störfum starfsmanna. Af þeim sökum sésérstaklega gert ráð fyrir því í lögum nr. 70/1996 að breytingar geti orðið ástörfum og verksviði ríkisstarfsmanna og að til þess kunni að koma að störfþeirra verði lögð niður eða þeim sagt upp störfum innan þess ramma semráðningarkjör þeirra setji. Stefndi byggir á því að starf teljist hafa veriðlagt niður sé starfsmaður leystur frá störfum vegna sparnaðar eða vegnaskipulagsbreytinga.Meðvísan til framangreinds telur stefndi ekki unnt að fallast á þau rök að ekki séhægt að leggja niður embætti lögreglumanna hjá embætti sérstaks saksóknara,sbr. 25. gr. laga nr. 70/1996, líkt og gildi um lögreglumenn með fimm áraskipun.Að matistefnda megi færa rök fyrir því að fyrirhugaðar uppsagnir eða niðurlagning embættaþeirra, sem um ræði, þar með talið stefnanda, hafi verið liður í því að leggjaniður embættið eða sameina það annarri ríkisstofnun í áföngum. Í þeim tilvikumeigi að fara eftir ákvæðum 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um biðlaun. Í þessusamhengi vísar stefndi til minnisblaðs sérstaks saksóknara frá 7. maí 2010 semlýsir áætlun um rekstur embættisins á tímabilinu 2010-2014. Þar komi fram áformum að minnka embættið í áföngum á árunum 2013 og 2014. Sú fyrirætlun að minnkaembættið hafi þannig legið fyrir áður en umræddir lögreglumenn hófu þar störf.Stefndibyggir á því að við niðurskurð fjárheimilda samkvæmt fjárlögum fyrir 2015 hafií reynd verið að leggja embættið niður að hluta þannig að 3. mgr. 2. gr. laganr. 135/2008 ætti við, þar sem starfsemin hafi í reynd verið dregin verulegasaman með þeirri lækkun fjárheimilda sem fjárlög tiltóku. Stefndi telur ekkiunnt að draga þá ályktun að lögreglumenn yrðu undanskildir með einhverjum hættivið samdrátt samkvæmt fjárlögum út frá ákvæðum laga um réttarstöðuembættismanna við lok embættisins. Við flutning lögreglumannanna hafi veriðhorft til nefndrar 3. mgr. 2. gr. og í samræmi við ákvæðið hafi þeim veriðgreidd í þrjá mánuði þau laun, sem þeir hefðu haft hjá embætti sérstakssaksóknara, og einnig í samræmi við hið þríhliða samkomulag um flutning semgert hafi verið. Stefndi vísar jafnframt til þess að í ráðningarviðtölum viðalla umsækjendur um starf við embættið hafi verið bent á að embættinu væriætlað að starfa tímabundið. Starfsmenn og embættismenn við embættið hafi þvíekki haft lögmætar væntingar til þess að starfa við embættið fram að þvítímamarki þegar það yrði lagt niður eða sameinað annarri stofnun, einkum íljósi þess að eftir 2011 hafi verið mögulegt að leggja embættið niður samkvæmtákvæðum laga.Meðgildistöku laga nr. 47/2015 um breytingu á lögum um meðferð sakamála oglögreglulögum (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrotamála o.fl.) hafiembætti sérstaks saksóknara verið lagt niður 1. janúar 2016 og við hafi tekiðembætti héraðssaksóknara. Með lögunum hafi verið kveðið á um framtíðarskipunefnahagsbrotamála og þá lokið hinu tímabundna ástandi sem komist hafi á meðembætti sérstaks saksóknara. Embætti sérstaks saksóknara hafi ekki verið ætlaðað vera varanleg ráðstöfun til lengri tíma, heldur hafi verið gert ráð fyrirþví að sérstakur saksóknari myndi starfa tímabundið og að við niðurlagninguembættisins færu verkefni þess til annarra saksóknara- og lögregluembætta.Stefndileggur áherslu á að framlög til embættis sérstaks saksóknara hafi tekiðverulegum breytingum frá fjárlögum 2009 þegar 50 milljónum króna hafi fyrstverið veitt til þessara verkefna. Þegar í fjáraukalögum þess árs hafi framlagiðhins vegar verið aukið um 235 milljónir króna. Á árinu 2010 hafi framlag tilembættisins numið samtals 751 milljón króna, 1.219 milljónum króna á árinu 2011og 2012 hafi framlagið numið samtals 1.325 milljónum króna. Hin mikla aukningframlaga hafi verið byggð á áætlun embættisins um að ljúka í árslok 2014 öllumrannsóknum og saksókn mála tengdum bankahruninu. Við undirbúningfjárlagafrumvarps 2012 hafi einnig verið ákveðið að færa starfsemiefnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til embættisins og því hafi fylgtfjárheimild sem svari nú til um 142 milljóna króna með verðbótum. Á árinu 2013hafi framlagið lækkað í 849 milljónir króna í takt við upphaflegarekstraráætlun og í fjárlögum 2014 hafi framlagið með sama hætti lækkað í tæpar562 milljónir króna en samkvæmt áætluninni hafi það átt að vera síðastarekstrarár embættisins í núverandi mynd. Við endurskoðun á rekstraráætlunembættisins fyrir árin 2014 og 2015 hafi orðið ljóst að fyrri áætlun myndi ekkistandast og að ekki yrði unnt að draga úr starfseminni fyrr en 2015 ef ljúkaætti við og styrkja grundvöll útistandandi mála. Í frumvarpi til fjáraukalagafyrir árið 2014 hafi því verið gert ráð fyrir 215 milljóna krónaviðbótarframlagi til rekstursins og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 hafieinnig gert ráð fyrir 150 milljóna króna tímabundnu viðbótarframlagi í eitt ártil lúkningar á eldri málum embættisins. Afþessu megi ráða að fyrir hafi legið að minnka ætti starfsemi embættis sérstakssaksóknara í þrepum, þótt það væri ekki lagt niður að öllu leyti á þessum tíma.Það megi færa sannfærandi rök fyrir því að því hafi verið málefnalegt ogheimilt að lögum að leggja niður embætti umræddra lögreglumanna og skyldu þeirþá fara á þriggja mánaða biðlaun samkvæmt ákvæðum laga nr. 135/2008.Stefndibyggir á því að sérákvæði um biðlaunarétt lögreglumanna hjá embætti sérstakssaksóknara, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, eigi hér við en ekki hiðalmenna ákvæði 34. gr. laga nr. 70/1996. Í 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008segi að skipun starfsmanna falli niður þegar embætti sérstaks saksóknara verðilagt niður eða það sameinað annarri ríkisstofnun. Skuli þeir þá halda óbreyttumlaunakjörum í þrjá mánuði frá þeim tíma. Samkvæmt orðanna hljóðan eigi ákvæðiðeinungis við í því tilviki þegar embættið er lagt niður en hvorki í greinargerðné nefndaráliti sé tekið á því, hvernig með skuli fara verði embættilögreglumanna hjá embætti sérstaks saksóknara lögð niður, án þess að embættiðsem slíkt sé lagt niður. Stefndi bendir hins vegar á að líta megi til þess aðafdráttarlaust sé kveðið á um það í lögskýringagögnum að ákvæði laga nr.70/1996 um biðlaun eigi ekki að ná til þessara embættismanna sem skipaðir séutil starfa við embætti sérstaks saksóknara, þar sem embættinu sé ætlaðurskammur tími. Í þessu samhengi verði þó að líta til þess að tímarammiembættisins, það er sá tími sem því sé ætlað að starfa, hafi verið lengdur.Stefndileggur áherslu á að samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996 sé hægt að leggja niðurembætti og störf í sparnaðarskyni eða vegna niðurskurðar. Þau ákvæði gildi umembætti sérstaks saksóknara, líkt og önnur ákvæði laga nr. 70/1996 sem ekkihafi verið sérstaklega undanskilin í lögum nr. 135/2008. Embætti sérstakssaksóknara hafi verið lagt niður í áföngum og hafi niðurlagning stöðu stefnandaverið hluti af þeim aðgerðum. Af þeim sökum eigi stefnandi einungis rétt ábiðlaunum í þrjá mánuði, svo sem kveðið sé á um í lögum nr. 135/2008.Stefndibendir á að forstöðumaður stofnunar beri ábyrgð á að stofnun, sem hann stýri,starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem honum erusett samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 70/1996. Forstöðumaður beri þannigábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunar hans sé í samræmi viðfjárlög. Stefndi byggir á því að eins og framþróun fjárframlaga til embættisinshafi verið háttað, teljist fækkun starfsmanna vegna niðurskurðar í rekstrimálefnaleg forsenda og lögmæt ástæða fyrir fækkun starfsmanna sem bæði geti náðtil ráðinna starfsmanna og skipaðra embættismanna. Við lækkun fjárheimilda hafiverið ljóst að embættið hafi ekki getað starfað áfram með óbreyttu sniði og aðfækka hafi þurft starfsfólki, meðal annars með því að leggja niður embætti áttalögreglufulltrúa. Stefndiáréttar að þar sem reglur laga nr. 70/1996 og lögreglulaga um fimm áraskipunartíma nái ekki til þeirra lögreglumanna, sem störfuðu hjá embættisérstaks saksóknara vegna hins stutta tíma sem embættinu var ætlað að starfa,hafi verið sett inn ákvæði þess efnis að þegar embætti sérstaks saksóknara yrðilagt niður myndi skipun þessara embættismanna sjálfkrafa falla niður. Hinsvegar breyti það ekki þeirri staðreynd að unnt sé að leggja niður embættiþessara starfsmanna á grundvelli ákvæða laga nr. 70/1996, enda sé þarsérstaklega tekið fram að einungis reglur laganna um skipunartíma ogbiðlaunarétt taki ekki til þessara starfsmanna vegna þess skamma tíma semembætti sérstaks saksóknara var ætlað að starfa, sbr. ummæli í greinargerð meðfrumvarpi því sem varð að lögum nr. 135/2008. Að öðru leyti gildi ákvæði laganr. 90/1996 og 70/1996 að öllu leyti.Stefndifellst ekki á að takmörkun sé á því að embætti viðkomandi lögreglufulltrúaverði lagt niður, sbr. 9. tl. 25. gr. laga nr. 70/1996. Samkvæmt ákvæðinu skuliembættismanni veitt lausn þegar embætti hans er lagt niður. Stefndi telurnauðsynlegt að gera greinarmun á því að embættismaður sé skipaður til að gegnatilteknu embætti innan sinnar stofnunar, í þessum tilvikum embættilögreglufulltrúa. Heimilt sé að leggja niður þau, óháð afdrifum stofnunarinnarsem þeir starfi við, það er embætti sérstaks saksóknara. Í þessu samhengi þurfieinnig að taka mið af þeirri staðreynd að ákvæði fjárlaga marka rekstrargrunnríkisstofnanna. Því hafni stefndi því að ráðagerð um lausn stefnanda úr embættihafi verið ólögmæt.Jafnframtítrekar stefndi að umræddir lögreglumenn, þar með talinn stefnandi, hafisamþykkt flutning á þeim kjörum sem boðin hafi verið. Ljóst hafi verið fyrirflutninginn að starfið, sem stefnanda hafi boðist, hafi ekki falið í sér sömulaunakjör og hann hefði notið hjá embætti sérstaks saksóknara. Í þeirri erfiðustöðu, sem komin hafi verið upp, hafi embætti sérstaks saksóknara leitað leiðatil þess að komast hjá því að lögreglumönnunum yrði veitt áður tilkynnt lausnfrá embætti en með þessum ráðstöfunum hafi þeim því verið tryggð störf hjáöðrum lögregluliðum. Það sé í hæsta máta óeðlilegt að koma nú fram með auknarlaunakröfur umfram það, sem fyrir hafi legið þegar stefnandi samþykktiflutninginn, einkum í ljósi þess að stefnanda hafi verið tryggt starf innanlögreglunnar á sama tíma og öðrum starfsmönnum embættisins, sem hafi sættuppsögn á sama tíma, hafi ekki verið tryggt starf með sama hætti hjá ríkinu. Með vísan til allsframangreinds mótmælir stefndi málsástæðum stefnanda og kröfum. Stefnandi hafiekki sýnt fram á að hann eigi rétt til greiðslu launamismunar vegna þess aðlaun hans hafi dregist saman við það að taka við starfi hjá lögreglustjóranum áhöfuðborgarsvæðinu. Ljóst sé að staða sú, sem stefnandi hafi gegnt hjá embættisérstaks saksóknara, hafi verið lögð niður og að það hafi verið liður í niðurlagninguembættisins. Verði því að sýkna stefnda af kröfu stefnanda.Til vara mótmælirstefndi kröfu stefnanda sem of hárri þar sem launamunur í stefnu sé reiknaðurút frá heildarlaunum sem hafi verið og séu misjafnlega samsett hjá stofnunum.Misjafnar kröfur búi því þar að baki.Til stuðningskröfum stefnda um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála.VVið aðalmeðferðmálsins gáfu skýrslur stefnandi málsins og Ólafur Þór Hauksson,héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari. Verður efni skýrslnaþeirra rakið eins og þurfa þykir.Eins og áður errakið var embætti sérstaks saksóknara stofnað með lögum nr. 135/2008. Samkvæmt7. gr. laganna gat dómsmálaráðherra eftir 1. janúar 2011 lagt til að embættiðyrði lagt niður með framlagningu laga þess efnis, að fengnu álitiríkissaksóknara, en með lögum nr. 82/2011 var starfstími þess lengdur og mæltfyrir um að eftir 1. janúar 2013 gæti ráðherra lagt til, að fengnu álitiríkissaksóknara, að embættið yrði lagt niður. Eftir lagabreytinguna var í 3.mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, sbr. 2. gr. laga nr. 82/2011, að finna heimildfyrir sérstakan saksóknara til að skipa lögreglumenn til starfa en tekið framað ákvæði lögreglulaga og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins umfimm ára skipunartíma og biðlaunarétt tækju ekki til þessara starfsmanna. Síðaner þar sérstaklega tekið fram að skipun þeirra falli niður þegar embættisérstaks saksóðknara verður lagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun, sbr.7. gr. Loks var sérstaklega tekið fram í ákvæðinu að skipun starfsmannannafélli niður þegar embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niður eða sameinaðannarri ríkisstofnun og að þeir skyldu þá halda óbreyttum launakjörum í þrjámánuði frá þeim tíma.Af hálfu stefnandaer í máli þessu byggt á því að hann hafi ekki verið leystur frá störfum, heldurhafi hann verið fluttur úr starfi lögreglufulltrúa hjá sérstökum saksóknara ístarf rannsóknarlögreglumanns hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þvínjóti hann sem embættismaður réttinda samkvæmt ákvæðum 36. gr. laga nr.70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um greiðslu mismunarmilli þeirra launa sem hann hafði í starfi sínu hjá sérstökum saksóknara annarsvegar og þeirra launa sem hann hefði notið frá því hann hóf störf semrannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóra allt þar til embætti sérstakssaksóknara var lagt niður í árslok 2015. Þessu mótmælir stefndi og byggirkröfur sínar á því að ákvæði laganna um lausn frá störfum eigi við í tilvikistefnanda, þ.m.t. ákvæði 25. og 34. gr. laganna. Stefndi vísar jafnframt tilþess að til niðurlagningar embættis geti m.a. komið vegna hagræðingar ogniðurskurðar í rekstri stofnana.Af framlögðumgögnum verður ráðið að frá árinu 2013 voru fjárheimildir embættis sérstaks saksóknaralækkaðar frá því sem verið hafði. Ólafur Þór Hauksson, fyrirverandi sérstakursaksóknari, lýsti því í skýrslu sinni hér fyrir dóminum að vegna niðurskurðar áfjárheimildum, hefði verið nauðsynlegt að grípa til uppsagna starfsfólks og þvíhefði 18 starfsmönnum embættisins verið sagt upp störfum haustið 2013. Þegarákvörðun hefði verið tekin haustið 2014 um að láta lögreglumenn fara, hafilegið fyrir að embættið fengi innan við 300.000.000 króna í rekstrarfé.Óumdeilt er að undir haust 2014 stóð til að segja upp fleiri starfsmönnumembættisins og að þeim hafi verið kynntar þær fyrirætlanir. Stefnanda vartilkynnt um fyrirhugaða lausn hans frá embætti lögreglufulltrúa 1. nóvember2014 með bréfi sérstaks saksóknara 30. september sama ár. Fram kemur í bréfinuað ástæða þess sé fækkun starfsmanna embættisins vegna lækkunar fjárheimildafyrir árið 2015. Þessari ráðagerð var mótmælt sem ólögmætri í bréfi tilsérstaks saksóknara frá lögmanni stefnanda fyrir hönd hans og nokkurra annarralögreglumanna 9. október 2014. Samhljóða bréf voru jafnframt send tilinnanríkisráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Í tölvupósti sérstaks saksóknaratil stefnanda 28. október sama ár var vísað til þess að náðst hefði samkomulagmilli embættisins og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að stefnandiflyttist þangað í stöðu rannsóknarlögreglumanns og að hann yrði skipaður í hanafrá 1. nóvember það ár. Við það væri miðað að stefnandi nyti óbreyttra kjara íþrjá mánuði frá þeim tíma en að þeim tíma liðnum væru kjör stefnanda samkomulagsatriðimilli hans og lögreglustjórans. Sérstaklega var tekið fram að til þess að þettagæti gengið eftir, þyrfti stefnandi að samþykkja þessa tilhögun. Loks vartilkynnt að lögreglustjórinn muni flytja stefnanda í stöðurannsóknarlögreglumanns frá 1. nóvember, að fengnu samþykki stefnanda. Í tölvupósti tilsérstaks saksóknara 29. október 2014 féllst stefnandi á að vera fluttur tillögreglustjórans en gerði þann fyrirvara gagnvart embætti sérstaks saksóknaraað hann teldi niðurlagningu stöðu sinnar ólögmæta og áskildi sér m.a. rétt tilað krefja embættið um greiðslu fullra launa þar til þrír mánuðir væru liðnirfrá því að skilyrði 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um niðurlagningu væruuppfyllt. Í svari sérstaks saksóknara til stefnanda í tölvupósti 30. samamánaðar kom fram að fyrirvörum stefnanda væri hafnað en að litið væri svo á aðstefnandi hefði samþykkt flutninginn. Fyrir liggur flutningsbréf fyrirstefnanda „til þess að vera rannsóknarlögreglumaður við embættiLögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu“, dagsett 29. október 2014. Þá segir ísvarbréfi innanríkisráðuneytisins til lögmanns stefnanda, dagsettu 29. janúar2015, að fyrirhugað hafi verið að leysa átta lögreglumenn frá störfum viðembætti sérstaks saksóknara en að 30. október 2014 hefði verið gengið fráflutningsbréfum fyrir umrædda lögreglumenn í önnur störf. Því hefðu málalokorðið þau „að enginn var leystur frá embætti.“ Af því sem hér aðframan hefur verið rakið um aðdraganda að starfslokum stefnanda hjá embættisérstaks saksóknara og efni áðurrakinna gagna, sem stafa frá sérstökumsaksóknara og innanríkisráðuneytinu og lúta að þeim, er það mat dómsins aðfallast verði á það með stefnanda að hann hafi verið fluttur til í starfi enekki leystur frá störfum, eins og stefndi heldur fram. Ekki verður enda annaðráðið af gögnum, m.a. áðurgreindu bréfi innanríkisráðuneytisins frá 29. janúar2015, en að horfið hafi verið frá upphaflegum áformum sérstaks saksóknara um aðleysa stefnanda frá störfum en færa hann þess í stað yfir í starf rannsóknarlögreglumannshjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá liggur fyrir að gefið var útsérstakt flutningsbréf fyrir stefnanda og í því er tvívegis vísað sérstaklegatil 36. gr. laga nr. 70/1996 sem mælir fyrir um heimild til flutnings áembættismanni milli starfa með tilteknum hætti. Jafnframt er þar tekið fram aðflytjist maður í annað embætti, sem er lægra launað, skuli greiða honumlaunamismuninn þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í fyrra embættinu.Að öllu þessu gættu og litið til skýrs orðalags flutningsbréfsins að þessuleyti, verður ekki fallist á það með stefnda að um það hafi í raun verið aðræða, að embætti stefnanda hafi með þessu verið lagt niður og að því beri aðbyggja á ákvæðum 34. gr. laga nr. 70/1996 að því er varðar kjör stefnanda. Þáverður ekki fallist á að höfnun sérstaks saksóknara á fyrirvörum í tölvupóstistefnanda til sérstaks saksóknara ráði úrslitum um lögbundin réttindi og kjörstefnanda. Fyrir liggur að stefnandi gerði fyrirvara við tilhögun fyrirhugaðsflutnings í embætti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á þann veg aðhann teldi niðurlagningu stöðu sinnar ólögmæta og áskildi sér jafnframt rétttil að krefja embætti sérstaks saksóknara umgreiðslu fullra launa þar til þrír mánuðir væru liðnir frá því aðskilyrði 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um niðurlagningu væri uppfyllt. Þvíverður hvorki á því byggt að stefnandi hafi með því að samþykkja flutninginnafsalað sér lögbundnum réttindum sínum, sem hann naut sem embættismaður, né aðhann hafi ekki mátt gera sér væntingar um að hann nyti þeirra kjara semframangreind gögn og lagaákvæði bera með sér. Því er þeim málsástæðum stefndahafnað.Í ljósi allsframangreinds koma hér ekki til frekari skoðunar þær málsástæður stefnda, semlúta að reglum laga um niðurlagningu embættis eða lausn embættismanna frástörfum, hvort heldur sem er vegna rekstrarlegra sjónarmiða eða af öðrumástæðum. Með sömu rökum verður ekki talið að tilvísun stefnda til ákvæða 25.gr. laga nr. 70/1996 breyti þessari niðurstöðu. Eftir setningu ákvæða3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, svo sem henni var breytt með 2. gr. laga nr.82/2011, nutu skipaðir lögreglumenn við embætti sérstaks saksóknara ekkiréttinda samkvæmt ákvæðum lögreglulaga nr. 90/1996 og laga nr. 70/1996, umréttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að því er varðaði fimm áraskipunartíma og biðlaun. Hins vegar er í ákvæðinu sérstaklega tekið fram aðskipun þeirra falli niður þegar embætti sérstaks saksóknara verður lagt niðureða það sameinað annarri ríkisstofnun. Þá er jafnframt vísað til 7. gr. lagannanr. 135/2008 sem hefur að geyma lýsingu á því hvernig standa skuli að því aðleggja embættið niður. Þar kemur fram að ráðherra geti lagt til, að fengnuáliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður og leggur þá frumvarp þessefnis fyrir Alþingi. Bæði ísetningarbréfi stefnanda, dagsettu 9. febrúar 2012, og í skipunarbréfum hans,dagsettum 1. september 2011 og 1. mars 2012, er vísað til ákvæða 3. mgr. 2. gr.laga nr. 135/2008, sbr. 2. gr. laga nr. 82/2011. Þannig var í skipunarbréfistefnanda frá 1. september 2011 vísað til þess að um skipun hans semlögreglumanns við embætti sérstaks saksóknara gilti ákvæði framangreindrar 3.mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 eftir að hennni var breytt með 2. gr. laga nr.82/2011. Jafnframt var ákvæðið tekið upp í heild sinni í skipunarbréfið og ílok þess tekið fram að „[u]m skipunartíma og kjör yðar vísast til tilvitnaðrar2. gr. laga nr. 82/2001.“ Ákvæðið var einnig tekið upp í heild sinni ískipunarbréfi stefnanda, dagsettu 1. mars 2012, og tekið fram aðríkislögreglustjóri skipi stefnanda lögreglufulltrúa við embætti sérstakssaksóknara með vísan til ákvæðisins. Þá segir: „Skipun yðar fellur niður þegarembætti sérstaks saksóknara verður lagt niður eða sameinað annarriríkisstofnun, sbr. 2. gr. laganna.“ Eins og áður er getið, telur dómurinn aðvið úrlausn málsins beri að líta svo á að stefnandi hafi verið fluttur til ístarfi í lok október 2014. Það er jafnframt mat dómsins að við túlkunframangreindra lagaákvæða og skipunarbréfa, sem stafa frá stefnanda, verði aðtaka mið af orðanna hljóðan, enda eru bæði lagákvæðin og bréfin orðuð meðskýrum hætti. Að því gættu og með hliðsjón af öðru framangreindu telur dómurinnekki unnt að líta svo á að starfslok stefnanda hafi verið þáttur íniðurlagningu embættis sérstaks saksóknara í skilningi lagagreinarinnar, svosem stefndi heldur fram. Þykja því engu breyta sjónarmið stefnda í greinargerðsem lúta að því að í ráðningarviðtölum starfsmanna hjá embætti sérstakssaksóknara hafi þeim verið bent á að embættinu væri ætlað að starfa í skammantíma. Við úrlausn málsþessa verður því að líta til ákvæða laga sem eiga við um flutning embættismannaí önnur störf. Er enda, eins og áður greinir, vísað til ákvæða 36. gr. laga nr.70/1996 í framangreindum bréfum sem stefnanda voru send vegna starfsloka hansog einnig í flutningsbréfinu. Samkvæmt 2. mgr. lagagreinarinnar ber að greiðaþeim manni, sem flyst í annað embætti samkvæmt 1. mgr. sem er lægra launað,launamismuninn þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í fyrra embætti. Svosem segir í athugasemdum með lögum nr. 70/1996 er ákvæðið í samræmi við 4. mgr.20. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944, þar sem mælter fyrir um að embættismenn, sem eru fluttir úr einu embætti í annað, „missi [...]einskisí af embættistekjum sínum“. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, sbr. 2.gr. laga nr. 82/2011, skyldi skipun stefnanda falla niður þegar annað hvortkæmi til, að embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niður eða að embættið yrðisameinað annarri ríkisstofnun. Fyrir liggur aðembætti sérstaks saksóknara var lagt niður í árslok 2015. Þegar litið er tilskýrs orðalags 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um skipunartíma lögreglumannahjá embættinu, sem framlögð gögn bera með sér að miðað hafi verið við ísetningarbréfum og skipunarbréfum stefnanda, verður að þessu leyti að miða viðþað tímamark. Óumdeilt er og ljóst af framlögðum gögnum málsins að launstefnanda sem rannsóknarlögreglumanns hjá embætti Lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu voru lægri en þau laun sem hann hafði áður notið í starfisínu sem lögreglumaður hjá embætti sérstaks saksóknara. Að öllu framangreinduvirtu er það því niðurstaða dómsins að fallast beri á það með stefnanda að hanneigi kröfu á hendur stefnda um greiðslu þess launamismunar.Stefndi byggirvarakröfu sína um lækkun á dómkröfu stefnanda á því að launamunur í stefnu séreiknaður út frá heildarlaunum sem hafi verið og séu misjafnlega samsett og þvíbúi misjafnar kröfur þar að baki. Af hálfu stefnda eru ekki að öðru leyti gerðfrekari grein fyrir þessum mótmælum í greinargerð. Við munnlegan málflutningvið aðalmeðferð málsins var af hálfu stefnda vísað til þess að stefnandi gætiundir engum kringumstæðum átt rétt á greiðslu launamismunar vegna lengri tímaen fram í mars 2015 þar sem stefnandi hefði ekki getað vænst lengri starfstímahjá embætti sérstaks saksóknara en út árið 2014. Þá vísaði stefndi til ákvæða34. gr. laga nr. 70/1996 um óbreytt launakjör í sex mánuði. Stefndi hefur aðekki öðru leyti gert tölulegar athugasemdir við útreikning stefnanda. Fjárkrafa stefnandatekur mið af þeim mismum sem framlögð gögn bera með sér að hafi verið á launumhans eftir að hann hóf störf sem rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglustjóranumí Reykjavík í nóvember 2014 og launum hans sem skipaðs lögreglumanns hjáembætti sérstaks saksóknara. Í stefnu er gerð grein fyrir útreikningidómkröfunnar og er hún miðuð við mismun á launum stefnanda allt þar til embættisérstaks saksóknara var lagt niður í árslok 2015 og jafnframt í þrjá mánuði tilviðbótar. Er það í samræmi við ákvæði 3. mgr. 2. mgr. 135. gr. laga nr.135/2008, sbr. 2. gr. laga nr. 82/2011. Af framlögðum gögnum verður ekki annaðráðið en að fjárkrafa stefnanda sé miðuð við þær föstu launagreiðslur semstefnandi þáði fyrir störf sín, bæði hjá embætti sérstaks saksóknara ogLögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður fallist á það að viðúrlausn málsins að þessu leyti geti skipt máli að stefnandi hefði getað áttþess kost að taka bakvaktir hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinuog fá greitt fyrir þær. Stefnandi kvaðst enda í skýrslu sinni fyrir dóminumekki hafa kannað hvort hann ætti kost á slíkum vöktum, þótt hann kannaðist viðað einhverjir lögreglumenn í sömu deild gengju þær. Þegar til allsframangreinds er litið er það því niðurstaða dómsins að hafna verðilækkunarkröfu stefnda og fallast á kröfu stefnanda, eins og hún er sett fram ístefnu og þar er gerð töluleg grein fyrir. Stefnandi krefst dráttarvaxta afvangreiddum launum frá greiðsludegi launa hvers mánaðar, þ.e. fyrsta degi næstamánaðar eftir launamánuð. Engin efni þykja til annars en að fallast á þákröfu. Eftir þessumúrslitum og með vísan til meginreglu 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem telsthæfilega ákveðinn 1.000.000 króna, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.ArnfríðurEinarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Uppkvaðning dómsins hefurdregist vegna embættisanna dómarans.D ó m s o r ð:Stefndi, íslenskaríkið, greiði stefnanda, Páli Sigurðssyni, 2.157.234 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 167.956krónum frá 1. mars 2015 til 1. apríl 2015, af 310.912 krónum frá þeim degi til1. maí 2015, af 478.868 krónum frá þeim degi til 1. júní 2015, af 686.613krónum frá þeim degi til 1. júlí 2015, af 914.108 krónum frá þeim degi til 1.október 2015, af 1.233.555 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2015, af1.461.050 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2016, af 1.640.096 krónum frá þeimdegi til 1. febrúar 2016, af 1.799.142 krónum þeim degi til 1. mars 2016, af1.978.188 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2016 en af 2.157.234 krónum fráþeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 73.210 krónum hinn 1. desember 2015.Stefndi greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað að meðtöldumvirðisaukaskatti.
Mál nr. 137/2015
Kærumál Réttaráhrif dóms Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem kröfu H um ógildingu sjálfskuldarábyrgðar, sem hann hafði tekist á hendur vegna skuldar F ehf. við L hf., var vísað frá dómi á grundvelli 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að í máli, sem L hf. hafði áður höfðað gegn H og F ehf., hefði með áritun á stefnu verið fallist á þá kröfu L hf. að H skyldi greiða L hf. nánar tilgreinda upphæð á grundvelli yfirlýsingar um sjálfskuldarábyrgðina. Nú krefðist H hins vegar meðal annars ógildingar á ábyrgðaryfirlýsingunni. Þar sem sú krafa hefði ekki verið höfð uppi í fyrrgreinda máli aðilanna var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að ekki bæri að vísa málinu frá dómi á grundvelli 2. mgr., sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Í niðurstöðu réttarins kom jafnframt fram að í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefði máli verið vísað frá héraðsdómi á grundvelli 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 ef stefnandi þess máls hefði áður höfðað mál og látið undir höfuð leggjast að færa fyrir kröfu sinni málsástæður, sem hann hefði getað teflt fram í því máli. Að virtum rétti manna til að bera mál um réttindi sín og skyldur undir dómstóla, sem þeim væri áskilinn í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, yrði ekki talið að aðili, sem áður hefði verið stefnt fyrir dóm, hefði fyrirgert rétti sínum til að höfða mál síðar gegn stefnanda fyrra málsins, jafnvel þótt hann hefði getað í því máli teflt fram sömu málsástæðum og hann gerir í síðara málinu. Á hinn bóginn kynni sú afstaða hans, að taka ekki til varna í fyrra málinu, að hafa þýðingu þegar leyst væri efnislega úr kröfu hans í síðara málinu. Með vísan til þessa var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka kröfu H til úrlausnar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. febrúar 2015 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. janúar 2015, þar sem kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka kröfuna til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Dómsorð:
Mál nr. 36/2015
Kærumál Gagnaöflun Ómerking úrskurðar héraðsdóms
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A, B, C og D um að Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og velferðarsviði Reykjavíkurborgar yrði gert að veita þeim aðgang að heilsufarsgögnum um F, sem lést árið 2013. Úrskurður héraðsdóms var ómerktur og málinu vísað heim í hérað þar sem dánarbú E hafði ekki lagt fram í héraði greinargerð til að taka til varna gegn kröfum A, dánarbús B, C og D, sbr. 2. mgr. 130. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Lágu því hvorki fyrir í málinu kröfur dánarbús E um formhlið og efnishlið málsins og á hverju þær væru byggðar né gögn sem málstaður dánarbúsins væri studdur við.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Þorgeir Örlygsson og Karl Axelsson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 22. desember 2014 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. janúar 2015. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2014, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og velferðarsviði Reykjavíkurborgar yrði gert skylt að veita þeim aðgang að heilsufarsgögnum um F. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðilar krefjast þess að framangreind krafa þeirra verði tekin til greina. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í kæru sóknaraðila kemur fram að sóknaraðili að málinu í héraði, B, „lést áður en málið ... var kært til Hæstaréttar.“ Á grundvelli 2. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hefur dánarbú hans tekið við aðild málsins. Samkvæmt gögnum málsins gerði F erfðaskrá 17. ágúst 1988 þar sem kveðið var á um að E, stjúpdóttir hans, skyldi erfa þriðjung eigna hans en að öðru leyti skyldi fara um arf eftir hann samkvæmt lögum. F gerði á ný erfðaskrá 4. febrúar 2008 þar sem hann arfleiddi E að sumarhúsi í sinni eigu auk þess sem mælt var fyrir um að hún skyldi erfa helming annarra eigna til móts við sex systkini F. Enn gerði F erfðaskrá 12. maí 2011 þar sem hann ráðstafaði öllum eignum sínum til E eftir sinn dag. F lést [...] júní 2013 og var dánarbú hans tekið til opinberra skipta [...] september sama ár. Á skiptafundi 30. september 2013 vefengdu þrjú af sex systkinum F erfðaskrárnar frá 2008 og 2011, en E byggði arfstilkall sitt á þeirri síðarnefndu sem felldi úr gildi eldri erfðaskrár. Á grundvelli 3. mgr. 53. gr., sbr. 122. gr. laga nr. 20/1991 vísaði skiptastjóri ágreiningnum til héraðsdóms 8. október 2013 og var mál þetta þingfest af því tilefni 13. desember sama ár. Í samræmi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 20/1991 lögðu sóknaraðilar fram greinargerð á dómþingi 10. janúar 2014 þar sem þau kröfðust þess að erfðaskrár F frá 2008 og 2011 yrðu metnar ógildar og erfðaskrá hans frá 1988 lögð til grundvallar við skipti á dánarbúinu. Að auki lögðu sóknaraðilar fram beiðni um að dómkvaddir yrðu tveir matsmenn til að svara nánar tilgreindum spurningum er tengdust arfleiðsluhæfi F, sbr. 2. mgr. 34. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Af því tilefni fékk E frest til að kynna sér matsbeiðnina. Málið var síðan tekið fyrir að nýju 24. janúar, 7. febrúar og 14. febrúar 2014 og var þá fjallað um val á matsmönnum, en þeir voru dómkvaddir í síðastnefndu þinghaldi. Þessu næst var málið tekið fyrir 5. september 2014 vegna kröfu sóknaraðila um öflun þeirra gagna sem nánar er fjallað um í hinum kærða úrskurði, en þeirri kröfu mótmælti varnaraðili. Að undangengnum munnlegum málflutningi um þetta ágreiningsefni var kröfu sóknaraðila hafnað með hinum kærða úrskurði. Í málinu hefur varnaraðili ekki lagt fram í héraði greinargerð til að taka til varna gegn fyrrgreindum kröfum sóknaraðila, sbr. 2. mgr. 130. gr. laga nr. 20/1991. Liggja því hvorki fyrir í málinu kröfur varnaraðila um formhlið og efnishlið málsins og á hverju þær eru byggðar né gögn sem málstaður varnaraðila er studdur við. Þegar af þeirri ástæðu verður að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Í ljósi þessara úrslita málsins er rétt að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 734/2012
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Úrskurðurhéraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1.mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirGreta Baldursdóttir, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11.desember 2012 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærðurer úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. desember 2012, þar sem varnaraðila vargert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, en þó eigilengur en til þriðjudagsins 8. janúar 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þessaðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara aðgæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinskærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 551/2009
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, nú á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. september 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 30. september 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 28. október 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 10. september 2009 á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Fram er komið að varnaraðili er undir sterkum grun um að hafa átt veigamikinn þátt í broti sem varðað getur allt að 10 ára fangelsi, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Þegar litið er til upplýsinga um magn og styrkleika þeirra fíkniefna sem um ræðir má fallast á með sóknaraðila að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna samkvæmt sama ákvæði, eins og það hefur verið skýrt af Hæstarétti. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness með vísan til 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 að [...], kt. [...], [...], Mosfellsbæ, verði með úrskurði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 28. október 2009, kl. 16:00. Kærði krefst þess aðallega að kröfunni verði hafnað, til vara að gæsluvarðhaldstíma verði markaður skemmri tími og til þrautavara að kærði verði aðeins úrskurðaður í farbann. Krafan er reist á því að kærði sé undir rökstuddum grun um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 og 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í kröfu lögreglustjórans kemur m.a. fram að lögreglan hafi um nokkurt skeið rannsakað innflutning á rúmlega fjórum kg af amfetamíni. Þann 12. ágúst 2009 hafi lögreglan í Árósum í Danmörku lagt hald á pakka sem hafi innihaldið þessi efni og skipt þeim út fyrir lögleg efni. Pakkinn hafi síðan verið sendur undir eftirlit lögreglu hingað til lands. Kærði gaf skýrslu hér fyrir dómi í dag og kom m.a. fram hjá honum að hann hefði farið til Kaupmannahafnar, fengið fíkniefnin afhent og síðan pakkað þeim inn og sent þau til Íslands. Lögreglan telur rannsókn málsins miða vel áfram en framundan sé frekari gagnaöflun og úrvinnsla þeirra gagna. Lögreglan telur kærða vera undir sterkum rökstuddum grun um aðild að broti sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi. Meint aðild kærða sé mikil en hún tengist a.m.k. sendingu fíkniefnanna hingað til landsins. Lögreglan telur öruggt að fíkniefnin hafi átt að fara í sölu og dreifingu til ótiltekins fjölda manna hér á landi. Lögreglan telur ætlað brot mjög alvarlegt og með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan mál hans sé til meðferðar. Að öllu framangreindu virtu, sem og gögnum málsins að öðru leyti, verður fallist á það með lögreglustjóra að sterkur grunur sé um að kærði hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað allt að 12 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verður talið að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er því fullnægt til að gæsluvarðhaldi verði beitt eins og krafist er. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Kærði, X, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 28. október 2009, kl. 16:00.
Mál nr. 606/2010
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til föstudagsins 5. nóvember n.k. kl. 16:00. Þá er gerð krafa um að sakborningur sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. október 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. október 2010, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 5. nóvember 2010 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi hans verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann þess að honum verði ekki gert að sæta einangrun í gæsluvarðhaldinu. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa átt aðild að því að um 277.000.000 króna voru sviknar út úr ríkissjóði með þeim hætti, sem greinir í hinum kærða úrskurði. Ekki hefur tekist að rekja slóð peninganna. Athugun lögreglu hefur gefið tilefni til að álykta að rekjanleg útgjöld varnaraðila séu langt umfram uppgefnar tekjur hans. Hann hefur ekki gefið trúverðugar skýringar á því, hvaðan honum hafa borist þeir fjármunir. Er fallist á með héraðsdómi að varnaraðili kunni að torvelda rannsókn lögreglu, meðal annars á þessum þætti, ef hann gengi laus. Með þessum athugasemdum, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 69/2008
Kaupsamningur Ógilding samnings Aðild
Þ, sem sat í óskiptu búi eftir K, seldi syni sínum S jörð í eigu búsins ásamt bústofni, greiðslumarki og vélum með kaupsamningi 1. október 2003. Í júlí 2006 lést Þ og var bú hans og K tekið til opinberra skipta. Í málinu krafðist ÞM, systir S þess að umræddur kaupsamningur milli föður hennar og bróður yrði dæmdur ógildur með vísan til 33. gr. samningalaga nr. 7/1936. Byggði hún mál sitt á því að S hefði mátt vita að með kaupsamningnum hefði faðir þeirra verið að afsala sér öllum eigum hins óskipta bús á verði sem að hennar mati væri langt undir markaðsverði. Í dómi Hæstaréttar kom fram að af 33. gr. samningalaga yrði ekki ráðið að aðrir en þeir sem staðið hefðu að löggerningnum eða komið hefðu í stað þeirra að lögum gætu orðið aðilar að ógildingarmálinu. Þar sem K hafði ekki tekið við réttindum og skyldum föður aðila, enda bú hans undir opinberum skiptum, auk þess sem hún gat ekki reist aðild sína að málinu á grundvelli 3. mgr. 68. gr. laga nr. 20/1991, var niðurstaða héraðsdóms um sýknu S staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. febrúar 2008 og krefst þess nú að kaupsamningur 1. október 2003 um sölu á jörðinni Næfranesi, Dýrafirði, og 12/30 hlutum jarðarinnar Höfða, Dýrafirði, ásamt byggingum, bústofni, greiðslumarki, vélum og tækjum, verði dæmdur ógildur. Hún krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málsatvikum og málsástæðum aðila er lýst í héraðsdómi. Móðir málsaðila lést 7. janúar 1992 og fékk faðir þeirra leyfi til setu í óskiptu búi. Hann lést 19. júlí 2006. Áfrýjandi hefur höfðað málið til að hnekkja gjöf, sem hún telur að hafi falist í kaupsamningi milli föður aðila og stefnda 1. október 2003 um framangreinda jörð og jarðarhluta. Málsaðilar eru einu erfingjar foreldra sinna, en dánarbú þeirra var tekið til opinberra skipta 25. janúar 2007, eftir að mál þetta var höfðað. Í héraði gerði áfrýjandi þá aðalkröfu að kaupsamningurinn yrði dæmdur ógildur með vísan til 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga með áorðnum breytingum og þá varakröfu að honum yrði rift á grundvelli 2. mgr. 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Í héraðsdómi var stefndi sýknaður af aðalkröfu áfrýjanda, en að kröfu stefnda var varakröfu áfrýjanda vísað frá héraðsdómi. Fyrir Hæstarétti reisir áfrýjandi kröfu sína um ógildingu samningsins á 33. gr. laga nr. 7/1936. Þar segir að löggerning, sem ella myndi talinn gildur, geti sá maður, er við honum tók, eigi borið fyrir sig yrði það talið óheiðarlegt vegna atvika sem fyrir hendi voru þegar löggerningurinn kom til vitundar hans og ætla má að hann hafi haft vitneskju um. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi borið því við um aðild sína að hún hafi haft heimild á grundvelli 3. mgr. 68. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. til að reka málið í eigin nafni til hagsbóta dánarbúi foreldra aðilanna og hafi hún tilkynnt það skiptastjóra. Í héraði var ekki byggt á þessari málsástæðu og er hún of seint fram komin. Fyrir Hæstarétti hefur stefndi borið fyrir sig aðildarskort, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þessari málsástæðu var ekki hreyft í héraði og er hún of seint fram komin. Af 33. gr. laga nr. 7/1936 verður ekki leitt að aðrir en þeir, sem staðið hafa að löggerningi eða komið hafa í þeirra stað að lögum, geti orðið aðilar að máli til ógildingar honum. Áfrýjandi hefur ekki tekið við réttindum og skyldum föður aðilanna, enda er dánarbú hans til opinberra skipta. Sem fyrr greinir getur áfrýjandi ekki reist aðild sína að máli þessu á því að hún reki það í eigin nafni til hagsbóta dánarbúinu í skjóli 3. mgr. 68. gr. laga nr. 20/1991. Af þessum sökum er fallist á með héraðsdómi að áfrýjandi geti ekki byggt rétt á ákvæði 33. gr. laga nr. 7/1936. Verður því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu stefnda af kröfu áfrýjanda. Rétt er að hvor málsaðila beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður Mál þetta, sem dómtekið var 11. október sl., höfðaði stefnandi, Þóra Margrét Þórarinsdóttir, Hrauntungu 63, Kópavogi, hinn 22. nóvember 2006, gegn stefnda, Sighvati Jóni Þórarinssyni, Höfða 3, Dýrafirði, Ísafjarðarbæ. Kröfur stefnanda eru aðallega að kaupsamningur, dagsettur 1. október 2003, milli Þórarins Sighvatssonar og stefnda, sem þinglýst var 26. október 2003, og fjallar um sölu á jörðinni Næfranesi, Dýrafirði, og 12/30 hlutum jarðarinnar Höfða, Dýrafirði, ásamt byggingum, bústofni, greiðslumarki, vélum og tækjum, verði dæmdur ógildur. Til vara krefst stefnandi þess að kaupsamningnum verði rift með dómi. Í báðum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi gerir aðallega þær kröfur að varakröfu stefnanda um riftun kaupsamningsins verði vísað frá dómi en stefndi sýknaður af öðrum kröfum stefnanda í málinu. Til vara krefst stefndi þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Krefst stefndi málskostnaðar í báðum tilvikum. I. Málsaðilar eru systkin, börn hjónanna Karlottu Margrétar Jóhannsdóttur, sem lést 7. janúar 1992, og Þórarins Sighvatssonar, er andaðist 19. júlí 2006. Eftir andlát Karlottu Margrétar fékk Þórarinn útgefið leyfi hjá sýslumanninum á Ísafirði 18. mars 1992 til setu í óskiptu búi eftir maka sinn. Haustið 2003, nánar til tekið 1. október það ár, undirrituðu stefndi og faðir hans kaupsamning. Hið selda samkvæmt samningnum var í fyrsta lagi jörðin Næfranes í Dýrafirði, í öðru lagi eignarhluti Þórarins heitins í jörðinni Höfða, Dýrafirði (12/30 hlutar jarðarinnar), ásamt öllum þeim mannvirkjum, réttindum og skyldum er eignarhlutanum fylgdi, þar með talið greiðslumark jarðarinnar. Í þriðja lagi var hið selda bústofn samkvæmt lista er fylgdi kaupsamningnum og í fjórða lagi vélar og tæki til landbúnaðarnota samkvæmt lista sem fylgdi samningnum. Samkvæmt 6. gr. kaupsamningsins tók kaupandi við hinu selda við undirritun samningsins. Kaupverð samkvæmt umræddum samningi var ákveðið 14.735.000 krónur sem skiptist þannig að stefndi skyldi greiða 5.000.000 króna fyrir jarðirnar ásamt öllu því er þeim fylgdi, þar með talin mannvirki, hlunnindi og ræktað og óræktað land. Söluverð greiðslumarks í mjólk var ákveðið 6.600.000 krónur, söluverð bústofns 1.135.000 krónur og söluverð véla og tækja 2.000.000 króna. Í samningnum sagði ennfremur að kaupverðið skyldi greiðast þannig að 2.000.000 króna skyldu greiðast með peningum við undirritun kaupsamnings, 1.000.000 króna skyldi greiðast með peningum eigi síðar en 1. febrúar 2004, 8.500.000 krónur skyldu greiðast með andvirði væntanlegs láns frá Lánasjóði landbúnaðarins vegna kaupanna og þá skyldu 3.235.000 krónur greiðast með skuldabréfi til fjögurra ára, með einni afborgun á ári, þann 15. ágúst ár hvert, í fyrsta sinn 15. ágúst 2004. Með kaupsamningi og afsali, dagsettu 1. desember 2003, keypti Þórarinn Sighvatsson af stefnda íbúðarhúsið að Höfða 1 í Dýrafirði, sem er 127,2 m² steinsteypt hús með kjallara. Samkvæmt skjalinu var hús þetta byggt árið 1939 en það mun hafa verið mikið endurnýjað og tekið í gegn á árunum 1986 til 1990. Kaupverð var í nefndu skjali sagt 4.150.000 krónur, sem greiddar væru að fullu við undirritun. Hinn 1. febrúar 2004 gaf Þórarinn Sighvatsson út afsal til handa stefnda fyrir þeim eignum er hann seldi syni sínum með fyrrnefndum kaupsamningi frá 1. október 2003. Í niðurlagi afsalsins sagði að umsamið kaupverð fyrir eignirnar væri að fullu greitt. Var afsal þetta móttekið til þinglýsingar 22. nóvember 2004 og innfært í þinglýsingarbækur tveimur dögum síðar. Svo sem áður var getið lést Þórarinn Sighvatsson 19. júlí 2006. Með bréfi 18. nóvember það ár setti stefnandi fram kröfu við dóminn um að dánarbú foreldra málsaðila yrði tekið til opinberra skipta. Höfðaði stefnandi mál þetta fjórum dögum síðar samkvæmt áðursögðu. Með úrskurði dómsins 25. janúar 2007 var dánarbúið tekið til opinberra skipta. II. Stefnandi byggði í upphafi á því í málinu að Þórarinn Sighvatsson hefði ekki fengið útgefið leyfi til setu í óskiptu búi eftir eiginkonu sína, Karlottu Margréti Jóhannsdóttur. Eftir höfðun málsins var upplýst að slíkt leyfi var gefið út 18. mars 1992 af sýslumanninum á Ísafirði, en stefndi lagði leyfið fram í þinghaldi 2. febrúar sl. Leyfinu hefur hins vegar ekki verið þinglýst og var við aðalmeðferð málsins byggt á því af hálfu stefnanda að hin umdeilda ráðstöfun Þórarins heitins hefði honum ekki verið heimil af þeirri ástæðu, þinglýsing leyfis til setu í óskiptu búi hefði verið forsenda hinnar umdeildu ráðstöfunar eigna hins óskipta bús. Stefnandi reisir sýknukröfu sína einnig á því að ekkert samræmi hafi verið á milli þeirra verðmæta sem faðir hennar afsalaði til stefnda 1. febrúar 2004 og þess verðs sem stefnandi kunni að hafa greitt fyrir þau. Vísar stefnandi til þess að fasteignamat húseigna á jörðinni hafi 31. desember 2003 samtals numið 7.809.000 krónum og samanlagt brunabótamat eignanna 39.792.000 krónum. Ennfremur bendir stefnandi á að jörðin Höfði sé landstór, ræktað land talið 33,8 hektarar, og fasteignamat 12/30 hluta ræktaðs lands jarðarinnar 31. desember 2003 hafi verið 476.000 krónur. Þá sé ræktað land jarðarinnar Næfraness 14,5 hektarar og hafi fasteignamat þess á fyrrgreindum tíma verið 451.000 krónur. Tilgreint söluverð í kaupsamningi um framangreinda eignaþætti, 5.000.000 króna, kveður stefnandi hafa verið langt frá öllu eðlilegu markaðsverði. Þá hafi söluverð greiðslumarks mjólkur í kaupsamningi verið 198,80 krónur á lítra er verið hafi verulega lægra en almennt markaðsverð sem á umræddum tíma hafi verið 230 til 240 krónur á lítra samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands. Bústofn hafi jafnframt verið reiknaður í kaupsamningi á mun lægra verði en samkvæmt skattmati, sem almennt sé þó lægra en markaðsverð. Bókfært verð bústofns, skattmat, hafi verið 2.823.600 krónur, en samkvæmt kaupsamningi hafi kaupverð hans verið 1.135.000 krónur. Tilgreint söluverð véla og verkfæra hafi hins vegar verið nálægt bókuðu verði, 2.292.567 krónur. Með kaupsamningnum segir stefndi Þórarin Sighvatsson hafa verið að selja allar eignir dánarbúsins. Ljóst sé að ekkert samræmi hafi verið á milli verðmætis hins selda og kaupverðs. Þar sem leyfi til handa Þórarni til að sitja í óskiptu félags- og dánarbúi sínu og látinnar eiginkonu sinnar hafi aldrei verið þinglýst hafi Þórarinn ekki haft heimild til að selja allar eigur búsins án samþykkis samerfingja. Stefndi hafi mátt vita um heimildarskort föður síns og þá hafi hann vitað að hið afsalaða voru allar eignir dánarbúsins. Ennfremur hafi hann hlotið að gera sér grein fyrir því að allt verðmætamat í kaupsamningnum hafi verið langt undir markaðsverði. Vísar stefnandi í þessu sambandi til 33. gr. samningalaga nr. 7/1936. Stefnandi heldur því fram að títtnefndur kaupsamningur hafi verið örlætisgerningur. Þó svo hann hafi að formi til verið gagnkvæmur viðskiptagerningur þá sé slíkt misræmi á milli verðmætis hinna seldu eigna og kaupverðs að gerningurinn sé bersýnilega málamyndagerningur og gjöf til stefnda. Verið sé að koma eignum undan skiptum. Stefnandi segir liggja fyrir að engin sérstök þörf hafi verið á að ívilna stefnda fyrir að hafa stundað búskap með foreldrum sínum þar sem hann hafi fyrir kaupsamningsgerðina þegar verið búinn að eignast, að öllum líkindum með aðstoð foreldra sinna, verulegan hluta jarðarinnar og bygginga á henni. Með gerningnum hafi stefndi heldur ekki tekið að sér framfærsluskyldu gagnvart föður sínum sem best sjáist á því hversu lítið standi eftir af söluandvirðinu í dánarbúinu. Verði ekki fallist á ógildingu kaupsamningsins krefst stefnandi þess að samningnum verði rift á grundvelli 2. mgr. 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Stefnandi kveðst fyrst hafa fengið upplýsingar um kaupsamninginn þegar fara hafi átt að skipta búinu eftir andlát föður þeirra. Hvorki stefndi né faðir málsaðila hafi minnst á gerninginn. Þegar fyrir hafi legið upplýsingar um að jarðirnar Höfði og Næfranes hefðu verið seldar til stefnda með byggingum og bústofni hafi verið óskað eftir veðbókarvottorðum fyrir jarðirnar. Í þeim hafi verið vísað til afsals frá 1. febrúar 2004. Stefnandi heldur því fram að upphafstíma þriggja ára reglu 2. mgr. 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962 beri í þessu tilviki að miða við þinglýsingu afsals, 24. nóvember 2004, en verði ekki á það fallist í fyrsta lagi frá dagsetningu afsals, 1. febrúar 2004. Þó svo afhending sé í kaupsamningi sögð vera 1. október 2003 kveður stefnandi ekki hægt að miða við þann dag þar sem raunveruleg eignayfirfærsla verði ekki fyrr en við útgáfu afsals. Bendir stefnandi jafnframt á að kaupsamningnum hafi ekki verið þinglýst fyrr en 26. nóvember 2003. Að lokum segir stefnandi hér einnig verða til þess að líta að um viðskipti feðga var að ræða. Stefndi hafi þekkt vel til allra aðstæðna og faðir hans verið orðinn alvarlega veikur. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og 2. töluliðar 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962. III. Stefndi vísar til þess að mál þetta hafi verið höfðað með stefnu sem birt hafi verið umboðsmanni hans 22. nóvember 2006. Í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 8/1962 sé að finna tvenns konar málshöfðunarfresti um hvenær mál þurfi í síðasta lagi að höfða. Höfða þurfi mál innan beggja þessara fresta en stefndi telji að þeir hafi báðir verið liðnir þegar málið var höfðað. Í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 8/1962 segir stefndi erfingjum settur þriggja ára afdráttarlaus frestur frá afhendingu „gjafar“ úr óskiptu búi til höfðunar riftunarmáls. Hinn umdeildi kaupsamningur hafi verið undirritaður 1. október 2003 og afhending hins selda farið fram samdægurs, sbr. 6. gr. samningsins. Krafa stefnanda um riftun kaupsamningsins sé því í öllu falli of seint fram komin, jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að litið yrði á samninginn sem gjafagerning líkt og stefnandi geri, þar sem nefndur þriggja ára frestur hafi verið liðinn 1. október 2006 þegar liðin voru þrjú ár frá afhendingu umráða yfir hinu selda, eða eftir atvikum undirritun samnings er fól í sér skuldbindingu um gjöf. Mótmælir stefndi þeim málatilbúnaði stefnanda að miða megi upphaf frestsins við útgáfu afsals eða þinglýsingu kaupsamnings og tekur sérstaklega fram að í umræddri lagagrein sé tímamarkið sagt vera „frá afhendingu gjafar“ en ekki gerður áskilnaður um að samningnum hafi verið þinglýst eða hann skráður opinberri skráningu. Upphafstíma ársfrestsins skv. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 8/1962 kveður stefndi hafa í síðasta lagi byrjað að líða við þinglýsingu kaupsamningsins 26. nóvember 2003. Auk þess hafi stefndi upplýst stefnanda um fyrirhugaða sölu án þess að fram kæmu athugasemdir af hennar hálfu. Stefndi hafi ennfremur upplýst stefnanda síðar um að salan væri um garð gengin. Hafi stefnandi engu að síður verið andvígur sölunni hafi þessar upplýsingar gefið henni ástæðu til að fylgjast með því hjá sýslumanni hvort búið væri að þinglýsa kaupsamningi. Stefndi mótmælir þeim málatilbúnaði stefnanda að þinglýsing hafi verið forsenda hinnar umdeildu ráðstöfunar eigna dánarbúsins. Vísar stefndi til þess að Þórarinn hafi fengið útgefið leyfi til setu í óskiptu búi og honum því verið ráðstafanirnar heimilar, algerlega óháð þinglýsingu búsetuleyfisins, sbr. 12. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Skírskotun í stefnu til ógildingarákvæða laga nr. 7/1936 segir stefndi með öllu vanreifaða og án tilvísana til málsástæðna. Krafa um riftun verði heldur ekki byggð á ógildingarreglum laganna. Þá séu þær aðstæður sem í ákvæðunum er lýst ekki á nokkurn hátt fyrir hendi í þessu máli, enda hafi efni kaupsamningsins frá 1. október 2003 og afsals, dagsett 1. febrúar 2004, verið í samræmi við ákvörðun og vilja Þórarins heitins. Þórarinn hafi verið heilsuhraustur og við góða andlega heilsu fram til ársins 2005 og fyrir honum hafi vakað að tryggja áframhaldandi búrekstur á jörðinni. Einnig hafi hann viljað búa heima eins lengi og hægt var. Það hafi því verið fyrir tilstuðlan og að frumkvæði Þórarins að gengið var þannig frá málum sem gert var og án nokkurs þrýstings frá stefnda. Í þessu sambandi vísar stefndi að lokum til þess að meira en þrjú ár eru liðin frá því að kaupsamningurinn var undirritaður og stefndi tók við hinu selda, en síðan hafi stefndi ráðist í umtalsverðar endurbætur á jörðinni. Stefndi mótmælir því að í hinum umdeilda kaupsamningi hafi falist gjöf honum til handa. Kaupverð hins selda hafi verið í samræmi við almennt markaðsverð þess þegar salan fór fram. Við mat á verðmæti hins selda kveður stefndi í fyrsta lagi verða að horfa til þess að um var að ræða sölu á hluta af landi jarðarinnar Höfða, sem óhjákvæmilega hafi haft áhrif á söluverðið. Einnig verði að líta til þess að jarðir til sveita séu oft torseljanlegar og mjög örðugt að segja fyrir um hvert sé almennt markaðsverð þeirra. Þá mótmælir stefndi því alfarið að söluverð greiðslumarks mjólkur samkvæmt kaupsamningnum hafi verið verulega lægra en almennt markaðsverð greiðslumarks mjólkur á þessum tíma. Mótmælir stefndi því verði sem stefnandi haldi fram sem röngu. Meðalverð í september og október 2003 hafi samkvæmt könnun Bændasamtaka Íslands verið nálægt 240 krónum á lítra. Þá hafi samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsamtökum Vesturlands verð greiðslumarks á því svæði verið á bilinu frá 200 til 240 krónur á lítra á árinu 2003. Ennfremur hafi á Vestfjörðum verið tilhneiging í þá átt að selja mjólkurkvóta á lægra verði þegar um var að ræða sölu innan svæðis. Við verðlagningu bústofns kveður stefndi að mestu hafa verið miðað við sláturverð gripa, en algengast sé að miða verð á fæti við sláturverð. Auk þess hafi verð á búpeningi á umræddum tíma verið frekar lágt, en skattmat sé hærra en almennt markaðsverð. Þá hafi söluverð véla og tækja miðast við bókfært verð eins og algengast sé. Verði talið að stefndi hafi greitt verð fyrir hið selda sem verið hafi lægra en almennt markaðsverð byggir stefndi á því að ekki sé uppfyllt það skilyrði 2. mgr. 15. gr. laga nr. 8/1962 að í kaupsamningnum hafi falist gjöf sem telja verði óhæfilega verðmæta miðað við efni bús. Við matið verði til þess að líta að um var að ræða sölu á jörð og búi frá föður til sonar, sem verið hafi lögerfingi að helmingi eigna Þórarins og óskipta búsins, í þeim tilgangi föðurins að búreksturinn héldist á jörðinni þar sem búskapur hafði haldist í fjóra ættliði. Þá hafi Þórarinn, eftir að hann var hættur að sinna bústörfum, vegna eigin hagsmuna, séð ástæðu til að koma málum fyrir á þann hátt að hann sjálfur gæti búið áfram heima og notið umönnunar og aðhlynningar sonar síns og tengdadóttur, sem tryggt hafi verið að sætu jörðina með hinum umdeildu ráðstöfunum. Heldur stefndi því fram að játa verði Þórarni nokkurt svigrúm til ráðstafana í þessu sambandi. Ennfremur verði til þess að líta að stefndi vann hjá foreldrum sínum við búskapinn um nokkurt tímabil, fram til 1996, án þess að þau störf væru að fullu launuð. Að lokum bendir stefndi á að virða þurfi kaupin heildstætt, enda til dæmis jörð og mannvirki lítils virði án framleiðsluheimilda. Þá hafi fjárhæð kaupverðs verið ákveðin í samræmi við tillögu og mat ráðgjafa á því hvert væri eðlilegt verð. Því sé heldur ekki uppfyllt gagnvart stefnda huglæg skilyrði fyrir riftun skv. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 8/1962. Hvað varðar kröfu um málskostnað bendir stefndi sérstaklega á að hann sé ekki virðisaukaskattsskyldur aðili og beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skattinum úr hendi gagnaðila síns. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefndi til 2. mgr. 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962 og ákvæða II. kafla sömu laga um óskipt bú, einkum 12. gr. þeirra laga. Vegna galla á málatilbúnaði stefnanda kveðst stefndi vísa til e-liðar 80. gr. laga nr. 91/1991 og reglna um skýran og glöggan málatilbúnað og frávísunarástæður. Ennfremur vísar stefndi til efnisatriða skv. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 8/1962 og til dóms í dómasafni Hæstaréttar frá árinu 2000, bls. 820. IV. A. Fyrir liggur að Þórarinn Sighvatsson fékk útgefið leyfi hjá sýslumanninum á Ísafirði 18. mars 1992 til setu í óskiptu búi eftir maka sinn, Karlottu Margréti Jóhannsdóttur. Skv. 12. gr. erfðalaga nr. 8/1962 hefur maki, sem situr í óskiptu búi, í lifanda lífi eignarráð á fjármunum búsins. Í erfðalögunum er hvergi nefnt að þinglýsing sé skilyrði þess að eignarráð handhafa leyfis til setu í óskiptu búi verði virk. Þá verður ekki séð að aðrar réttarheimildir styðji þá málsástæðu stefnanda. Hún er því haldlaus. Í 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga segir að löggerning, sem ella myndi talinn gildur, geti sá maður, er við honum tók, eigi borið fyrir sig ef það yrði talið óheiðarlegt vegna atvika sem fyrir hendi voru þegar löggerningurinn kom til vitundar hans og ætla má að hann hafi haft vitneskju um. Fallast má á það með stefnda að málatilbúnaður stefnanda í stefnu hvað varðar ógildingarákvæði 33. gr. laga nr. 7/1936 sé ekki svo skýr sem skyldi. Þó verður af stefnunni ráðið að ógildingarkrafa stefnanda sé að þessu leyti á því byggð að stefndi hafi mátt vita að með kaupsamningnum 1. október 2003 hafi faðir málsaðila verið að afsala sér öllum eignum hins óskipta bús og þá hafi stefndi hlotið að gera sér grein fyrir að allt verðmætamat í kaupsamningnum væri langt undir markaðsverði. Svo sem að framan er rakið er dánarbú Karlottu Margrétar Jóhannsdóttur og Þórarins Sighvatssonar undir opinberum skiptum. Í 2. mgr. 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962 er að finna sérákvæði sem veitir erfingjum rétt, við þær aðstæður sem nánar greinir í ákvæðinu, til að höfða mál til riftunar á óhæfilega hárri gjöf, miðað við efni búsins, úr óskiptu búi, ef viðtakandi sá eða átti að sjá, að gefandi sat í óskiptu búi og að gjöf var úr hófi fram. Ákvæði þetta veitir hins vegar erfingja ekki rétt til höfðunar máls í eigin nafni á grundvelli ógildingarreglna laga nr. 7/1936 til ógildingar á samningum langlífari maka, sem sat í óskiptu búi. Þá verður ekki séð að aðrar réttarheimildir styðji málshöfðun stefnanda á þeim grundvelli. Þegar að þessu virtu getur stefnandi ekki byggt rétt á 33. gr. laga nr. 7/1936 í málinu. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið verður stefndi sýknaður af aðalkröfu stefnanda. B. Í 2. mgr. 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962 segir að mál til riftunar á grundvelli greinarinnar skuli höfða áður en ár sé liðið frá því að erfingi eða lögráðamaður hans fékk vitneskju um gjöfina, og þó ekki síðar en innan þriggja ára frá afhendingu gjafar. Málatilbúnaður stefnanda byggist á því að í kaupsamningi stefnda og föður málsaðila frá 1. október 2003 hafi falist gjöf í skilningi 2. mgr. 15. gr. laga nr. 8/1962. Samkvæmt 6. gr. kaupsamningsins tók stefndi „... við hinu selda 1. október 2003 og tekur frá og með þeim tíma við öllum réttindum og skyldum seljanda hvað varðar hið selda. Kaupandi hirðir arð af hinu selda frá afhendingardegi og greiðir skatta og skyldur af hinu selda frá sama tíma, en seljandi til þess tíma.“ Hefur ekkert fram komið í málinu annað en að nefndur dagur hafi verið formlegur afhendingardagur umræddra eigna og að þann dag hafi áhættan af hinu selda færst yfir á stefnda. Mál þetta var höfðað 22. nóvember 2006. Var þá liðinn hinn afdráttarlausi þriggja ára frestur sem settur er í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 8/1962 til höfðunar riftunarmáls á grundvelli greinarinnar. Stefnandi getur því ekki byggt á nefndu ákvæði í málinu, enda hefur ekki verið í ljós leitt að stefndi hafi leynt gerð samningsins með sviksamlegum hætti, sbr. meðal annars þá staðreynd að hinum umdeilda kaupsamningi var þinglýst 26. nóvember 2003 og þá var afsali fyrir hinu selda þinglýst 24. nóvember 2004. Samkvæmt framansögðu verður fallist á kröfu stefnda um frávísun varakröfu stefnanda. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þykir rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Fyrir uppsögu dómsins var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Sighvatur Jón Þórarinsson, skal sýkn af aðalkröfu stefnanda, Þóru Margrétar Þórarinsdóttur, í málinu. Varakröfu stefnanda er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 483/1999
Kærumál Res Judicata Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
H höfðaði mál gegn hlutafélaginu Ö. Héraðsdómari féllst á kröfu Ö um frávísun málsins á grundvelli þess að áður hefði verið leyst efnislega úr ágreiningi um kröfu H í máli sem hann hafði áður höfðað gegn hlutafélaginu G. Ö hafði ekki að lögum komið í stað G og átti Ö ekki aðild að máli því, sem H höfðaði gegn G. Var því ekki talið að 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála stæði í vegi fyrir málsókninni og var lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 1999, þar sem vísað var frá dómi máli sóknaraðila á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Eins og greinir í úrskurði héraðsdómara gekk dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. apríl 1999 í máli, sem sóknaraðili höfðaði gegn Greiðabílum hf. til greiðslu skuldar samkvæmt reikningum fyrir bókhaldsþjónustu frá nóvember 1997 til maí 1998, samtals að fjárhæð 348.283 krónur. Félagið var sýknað af kröfu sóknaraðila, þar sem því var talið heimilt að hafa uppi til skuldajafnaðar gagnkröfu á hendur honum um leigu fyrir skrifstofuhúsnæði á tímabilinu frá ársbyrjun 1996 til ágúst 1998, að fjárhæð 384.000 krónur. Í máli þessu, sem sóknaraðili höfðaði með stefnu birtri 29. júní 1999, krefur hann varnaraðila um greiðslu 494.327 króna samkvæmt reikningi frá 15. apríl sama árs fyrir bókhaldsþjónustu á árunum 1995, 1996 og 1997. Fyrir héraðsdómi krafðist varnaraðili þess að málinu yrði vísað frá dómi, því leyst hafi verið efnislega úr ágreiningi um kröfu sóknaraðila í dóminum frá 8. apríl 1999. Féllst héraðsdómari á þá kröfu með vísan til 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Í fyrrnefndum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 8. apríl 1999 var leyst að efni til úr ágreiningi um kröfu, sem sóknaraðili gerði í því máli á hendur Greiðabílum hf. Varnaraðili hefur ekki komið að lögum í stað þess félags og átti ekki aðild að því máli. Þegar af þeirri ástæðu stendur ákvæði 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 ekki í vegi þessari málsókn. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili verður dæmur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Öryggisþjónustan hf., greiði sóknaraðila, Hilmari Ó. Sigurðssyni, 75.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 70/2003
Þjófnaður Tilraun Fjársvik Ítrekun Vanaafbrotamaður
B, sem var vanaafbrotamaður, var ákærður fyrir fjársvik og tvær tilraunir til þjófnaðar. B játaði brotin. Hafði hann frá árinu 1983 hlotið átján refsidóma og höfðu þrír þeirra ítrekunaráhrif á þessi brot hans. Var refsing hans ákveðin óskilorðsbundið fangelsi í 6 mánuði að teknu tilliti til 77. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 71. gr., 72. gr. og 255. gr. sömu laga.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 13. febrúar 2003 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. Ákærði krefst þess að refsing sín verði milduð og hún skilorðsbundin. Eins og nánar er rakið í ákæru er ákærða gefin að sök tilraun til þjófnaðar í I. kafla ákæru með því að hafa 19. maí 2002 brotist inn í tvö nafngreind fyrirtæki í Kópavogi í þeim tilgangi að stela þar verðmætum. Samkvæmt II. kafla ákæru eru honum gefin að sök fjársvik með því að hafa 18. sama mánaðar notað í heimildarleysi greiðslukort nafngreinds manns til að svíkja út vörur að verðmæti samtals 48.445 krónur, í fimm nánar tilgreindum tilvikum. Loks er hann sakaður í III. kafla ákærunnar um tilraun til þjófnaðar með því að hafa 30. maí 2002 farið inn í bifreiðina SX-114, sem stóð utan við hús við Kársnesbraut, og fjarlægt þaðan verkfæri að verðmæti samtals 165.000 krónur. Við meðferð málsins í héraði, sem farið var með í samræmi við 125. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, játaði ákærði sakargiftir og samþykki fram komnar bótakröfur í málinu. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann frá árinu 1983 hlotið átján refsidóma og gengist fjórum sinnum undir að greiða sektir, tvívegis vegna ölvunaraksturs, einu sinni fyrir umferðarlagabrot og einu sinni fyrir brot á lögum og reglum um ávana- og fíkniefni. Refsing samkvæmt nokkrum dómanna var ákveðin með hliðsjón af því að um var að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Fyrst var ákærði dæmdur árið 1983 í fangelsi í 2 mánuði, skilorðsbundið í 3 ár, og til greiðslu 5.000 króna sektar fyrir þjófnað. Næst var hann dæmdur árið 1984 í fangelsi í 5 mánuði, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, fyrir þjófnað, nytjastuld og umferðarlagabrot. Árið 1986 var ákærði dæmdur í fangelsi í 18 mánuði fyrir brennu, þjófnað og skemmdarverk. Næsta ár var hann dæmdur tvívegis, fyrst í fangelsi í 2 mánuði, hegningarauki, fyrir skjalafals og fjársvik og síðar í fangelsi í 4 mánuði fyrir fíkniefnalaga- og þjófnaðarbrot. Árið 1990 var hann dæmdur í fangelsi í 10 mánuði, þar af 7 mánuði skilorðsbundið í 3 ár, fyrir þjófnað og fjársvik. Í sjöunda sinn var ákærði dæmdur árið 1991 og þá í fangelsi í 4 mánuði fyrir þjófnað. Áttundi og níundi dómur á hendur honum voru kveðnir upp á árinu 1994 og hann dæmdur í fyrra skiptið í fangelsi í 5 mánuði fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnað og ölvun og réttindaleysi við akstur og það síðara í fangelsi í 30 daga fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur. Í ágúst 1996 hlaut hann fangelsi í 30 daga fyrir fjársvik og í nóvember sama ár fangelsi í 2 mánuði, hegningarauki, fyrir þjófnað. Þá var hann dæmdur í apríl 1997 í fangelsi í 3 mánuði fyrir þjófnað. Hann hlaut tvo dóma á árinu 1998, þann fyrri 2. október fangelsi í 2 ár fyrir líkamsárás, húsbrot, þjófnað og fjárdrátt svo og brot gegn 1. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar af var dæmd með 50 daga ólokin refsivist hans samkvæmt reynslulausn 17. ágúst 1997. Síðari dómurinn var kveðinn upp 29. október, fangelsi í 10 mánuði, hegningarauki, fyrir þjófnað og skjalafals. Í þeim dómi var meðal annars tekið mið af því við ákvörðun refsingar að hann hafði tekið sig á og farið í meðferð eftir margra ára vímuefnaneyslu. Hann hlaut þrjá refsidóma á árinu 1999, 4. júní fangelsi í 2 mánuði fyrir þjófnað, 23. júlí sektarrefsingu fyrir fíkniefnalagabrot og loks 6. ágúst fangelsi í 4 mánuði, hegningarauki, fyrir skjalafals. Síðast var hann dæmdur 19. júní 2001 í fangelsi í 2 mánuði fyrir skjalafals. Eins og fyrr greinir voru brot ákærða, sem hér eru til meðferðar, framin 18., 19. og 30. maí 2002. Hafa dómarnir frá 2. og 29. október 1998 og 4. júní 1999 allir ítrekunaráhrif á þessi brot hans. Ber því að tiltaka refsingu hans með vísan til 71. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði er vanaafbrotamaður og verður refsing hans því einnig ákveðin með hliðsjón af 72. gr. laganna. Þykir hún að teknu tilliti til 77. gr. sömu laga hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Þrátt fyrir að brot ákærða séu ekki stórfelld og hann hafi nú aftur tekið sig á og farið í vímuefnameðferð þykir ekki verða hjá því komist vegna langs og óslitins sakaferils hans og þess að um margítrekuð brot er að ræða að refsingin verði dæmd óskilorðsbundin. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar verður staðfest. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Brynjólfur Jónsson, skal sæta fangelsi í 6 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar skal vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigurðar Georgssonar hæstaréttarlögmanns, 90.000 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var 19. desember sl., var höfðað með ákæru sýslumannsins í Kópavogi 11. október 2002 á hendur Brynjólfi Jónssyni, kt. 260766-3419, Hafnarbraut 11, Kópavogi og Guðjóni Björgvini Guðmundssyni, kt. 070875-4389, Vesturhólum 17, Reykjavík ,,fyrir eftirtalin hegningarlagabrot: I. Á hendur ákærðu báðum fyrir tilraun til þjófnaðar, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 19. maí 2002, brotist inn í fyrirtækin Réttir bílar ehf. og Innviði-Valdberg ehf., Kársnesbraut 98, Kópavogi, í þeim tilgangi að stela þaðan verðmætum. Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegingarlaga nr. 19/1940. II. Á hendur ákærða Brynjólfi fyrir fjársvik með því að hafa laugardaginn 18. maí 2002, í heimildarleysi í neðangreindum tilvikum, notað debitkort Jóseps Steins Kristjánssonar, nr. 5893-2103-1908-2461, til að svíkja út vörur samtals að andvirði kr. 48.445,-. 1. Greitt Vínbúðinni, Smáralind, Kópavogi, fyrir vörur að fjárhæð kr. 2.805,-. 2. Greitt Vínbúðinni, Dalvegi 2, Kópavogi, fyrir vörur að fjárhæð kr. 9.000,-. 3. Greitt Skóversluninni Ásta G, Smáralind, Kópavogi, fyrir vörur að fjárhæð kr. 9.995,-. 4. Greitt Skóversluninni Ásta G, Smáralind, Kópavogi, fyrir vörur að fjárhæð kr. 9.995,-. 5. Greitt versluninni Jack&Jones, Smáralind, Kópavogi, fyrir vörur að fjárhæð kr. 16.650,-. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. III. Á hendur ákærða Brynjólfi fyrir tilraun til þjófnaðar, með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 30. maí 2002, farið inn í bifreiðina SX-114, sem stóð utan við Kársnesbraut 119-121 og var hann búinn að taka úr bifreiðinni borvél að verðmæti kr. 90.000,-, batterísborvél að verðmæti kr. 35.000,- og höggborvél að verðmæti kr. 40.000,- er hann var handtekinn á vettvangi. Telst þetta varða við 244. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IV. Á hendur ákærða Guðjóni Björgvini fyrir nytjastuld, með því að taka í heimildarleysi, fimmtudaginn 16. maí 2002, bifreiðina UZ-717 frá Hafnarbraut, Kópavogi og aka henni þaðan að Hafnarbraut 11, Kópavogi. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eftirtaldar bótakröfur eru gerðar í málinu: 1. Þorgeir Baldursson, kt. 170752-7919, gerir þá kröfu f.h. Vínbúðarinnar, kt. 410169-4369, að ákærði Brynjólfur verði dæmdur til að greiða Vínbúðinni kr. 2.805,- auk vaxta samkvæmt 8. gr. vaxtalaga frá tjónsdegi 18.05.2002 en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga til greiðsludags. 2. Tinna María Sigurðardóttir, kt. 200981-3089, gerir þá kröfu f.h. Skæði ehf., kt. 460588-1389, að ákærði Brynjólfur verði dæmdur til að greiða Skæði ehf., kr. 9.995,- auk vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá tjónsdegi 18.05.2002 en síðan dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.“ Við meðferð málsins fyrir dómi viðurkenndi ákærði Brynjólfur að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru. Ákærði samþykkti einnig framkomnar bótakröfur á hendur sér. Ákærði Guðjón hefur hins vegar neitað sök og fór fram aðalmeðferð 19. desember sl. varðandi hans þátt í málinu. I. Sunnudaginn 19. maí 2002, kl. 01:51, var lögreglunni í Kópavogi tilkynnt um að sést hefði til tveggja grunsamlegra manna við fyrirtæki að Kársnesbraut 98, Kópavogi. Þegar lögreglan kom á staðinn sá hún til tveggja manna á hlaupum í norðurátt milli Kársnesbrautar 98 og 100. Mönnunum var veitt eftirför og þeir handteknir stuttu síðar. Hjá lögreglu mundi ákærði Guðjón ekkert frá atburðum kvöldsins. Hann minnti þó helst að meðákærði Brynjólfur hafi farið inn í fyrirtækið og hann farið á eftir honum í þeim tilgangi að stöðva hann við innbrotið. Hjá lögreglu sagði ákærði Brynjólfur aftur á móti að hann hefði verið að aðstoða Guðjón við innbrotið vegna þess að Guðjón hafi skuldað honum 250.000 krónur. Fyrir dómi sagði ákærði Guðjón að hann hefði verið í mikilli óreglu á þessum tíma og búið í húsi við Hafnarbraut, skammt frá innbrotsstað. Þeir Brynjólfur hafi setið að sumbli þetta kvöld og ákveðið að fara út að ganga. Brynjólfur hafi þá stungið upp á því að brjótast inn í fyrirtækið Innviði-Valdberg ehf. við Kársnesbraut 98 í Kópavogi. Hann hafi reynt að aftra því en ekki tekist. Brynjólfur hafi því farið inn í fyrirtækið en hann staðið fyrir utan. Hann hafi heyrt brothljóð og þá gengið í burtu. Stuttu síðar hafi lögreglan komið og hafi hann þá hlaupið í burtu en lögreglan handtekið hann. Ákærði Brynjólfur skýrði svo frá fyrir dómi að þeir hefðu setið við drykkju umrætt kvöld en síðan ákveðið að ganga niður í bæ. Brynjólfur sagðist hafa ákveðið að brjótast inn í fyrirtæki við Kársnesbraut en Guðjón reynt að fá hann ofan af því. Hann hafi brotið rúðu í fyrirtækin og farið inn en þegar hann heyrði til lögreglunnar hafi hann hlaupið út og reynt að koma sér undan. Ákærði kvaðst hafa skýrt vísvitandi rangt frá hjá lögreglu til þess að reyna að bjarga eigin skinni. Hann hafi verið mjög drukkinn í umrætt sinn og hugsað um það eitt að vera samvinnuþýður við lögregluna til þess að sleppa laus. Hann hafi hins vegar skýrt satt og rétt frá fyrir dómi. Tveir lögreglumenn komu fyrir dóm og skýrðu svo frá að þeir hefðu séð ákærðu hlaupa samsíða í burtu frá vettvangi. II. Fimmtudaginn 16. maí 2002, kl. 14:43 veitti lögreglan í Kópavogi bifreiðinni UZ-717 athygli þar sem henni var ekið á bifreiðastæði við Hafnarbraut 11, Kópavogi. Lögreglan hafði grun um að bifreiðinni hefði verið stolið og var því ökumaður hennar, ákærði Guðjón, handtekinn. Á vettvangi kvaðst ákærði hafa fengið bifreiðina að láni hjá Mikka vini sínum. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst ákærði ekki kannast við að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Strákur, sem kallaður væri Mikki, hafi lánað honum bílinn. Hann hafi hitt þennan Mikka fyrir utan hús við Hafnarbraut 11 í Kópavogi en þekki hann ekki neitt og viti ekkert um hvar hægt sé að finna hann. Fyrir dómi sagði ákærði að hann hafi verið í mikilli óreglu á þessum tíma og búið að Hafnarbraut 11 í Kópavogi. Þar hafi jafnframt búið fleira óreglufólk og enn fleiri slíkir vanið komur sínar þangað. Hann hafi kynnst Mikka þetta kvöld á Hafnarbrautinni og gert ráð fyrir að hann byggi þar. Að öðru leyti vissi ákærði ekki nein deili á umræddum Mikka. III. Eins og framan er rakið báru báðir ákærðu fyrir dómi að það hafi verið Brynjólfur sem hafi brotist inn að Kársnesbraut 98, Kópavogi og að ákærði Guðjón hafi staðið fyrir utan á meðan. Þegar lögreglan kom á vettvang voru báðir ákærðu á hlaupum frá brotastað. Verður að leggja þennan framburð ákærðu til grundvallar og þar af leiðandi að sýkna ákærða Guðjón af ákærulið I. Hins vegar þykir sök ákærða Guðjóns sönnuð varðandi ákærulið IV enda hefur hann ekki gefið viðhlítandi skýringu á því hvernig hann komst yfir bifreiðina UZ-717 sem hafði verið stolið. Ákærði Guðjón hefur 9 sinnum hlotið dóma og 4 sinnum undirgengist sáttir. Refsing ákærða Guðjóns nú þykir hæfilega ákveðin 1 mánaðar fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Brynjólfur játaði sök við meðferð málsins fyrir dómi og samþykkti bótakröfur. Með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við gögn málsins þykir sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi er í ákæru greinir og þar er réttilega færð til refsiákvæða. Ákærði hefur 18 sinnum hlotið dóma og 4 sinnum undirgengist sáttir, aðallega fyrir brot á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Síðast hlaut ákærði 2 mánaða fangelsisdóm 19. júní 2001 fyrir brot á 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða Brynjólfs þykir með hliðsjón af sakarferli hans hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Ákærði Guðjón greiði skipuðum verjanda sínum, Jóni Egilssyni hdl., 80.000 krónur í málsvarnarlaun. Ákærði Brynjólfur greiði skipuðum verjanda sínum, Sigurði Georgssyni hrl., 50.000 krónur í málsvarnarlaun. Ákærðu greiði óskipt annan sakarkostnað. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Ákærði, Guðjón Björgvin Guðmundsson, sæti fangelsi í 1 mánuð en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði, Brynjólfur Jónsson, sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærði, Brynjólfur, greiði Vínbúðinni, kt. 410169-4369, 2.805 krónur með dráttarvöxtum skv. III. kafla laga nr. 38/2001 frá 18. maí 2002 til greiðsludags. Ákærði, Brynjólfur, greiði Skæði ehf., kt. 460588-1389, 9.995 krónur með dráttarvöxtum skv. III. kafla laga nr. 38/2001 frá 18. maí 2002 til greiðsludags. Ákærði, Guðjón, greiði skipuðum verjanda sínum Jóni Egilssyni hdl. 80.000 krónur í málsvarnarlaun. Ákærði, Brynjólfur, greiði skipuðum verjanda sínum Sigurði Georgssyni hrl. 50.000 krónur í málsvarnarlaun. Ákærðu greiði óskipt annan sakarkostnað.
Mál nr. 600/2009
Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur
D o.fl. stefndu SÍ og kröfðust þess að viðurkenndur yrði réttur þeirra til skaðabóta úr hendi SÍ vegna þess tjóns sem ákvörðun SÍ um að hafna SPRON um lausafjárstuðning hefði leitt til fyrir þá. Var málinu vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Þá var talið að ekki hafi verið lögð fram grundvallargögn og talið brotið gegn 1. mgr. 10. gr. laga nr. 91/1991 þar sem mikill fjöldi skjala hafi verið lagður fram á ensku án íslenskrar þýðingar. Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að það hafi verið ágalli á málatilbúnaði D o.fl. að ekki hafi verið sinnt áskilnaði a. og b. liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um rétta tilgreiningu á þeim, en þetta valdi þó ekki frávísun málsins. Þá verði þess ekki krafist að íslensk þýðing fylgi öllum skjölum sem lögð séu fram á erlendum tungumálum, sbr. 3. mgr. 10. gr. laganna. Hins vegar var málið talið vanreifað um stöðu hvers stefnanda í málinu, sbr. e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Ekki var talið að reifun D o.fl. á grundvelli skaðabótaábyrgðar gæti ein og sér leitt til frávísunar málsins. Fram kom að ekki væri gerð grein fyrir því hvert ætla mætti að væri tjón hvers fyrir sig né hvernig það væri til komið og hvernig tengsl þess væru við atvik máls. D o.fl. hafi í stefnu hvorki leitt líkur að því að þeir hafi orðið fyrir tjóni, né lýst í hverju tjónið fælist. Úr þessum annmörkum verði ekki bætt undir rekstri málsins, enda miðist varnir í héraði við málið eins og það væri við þingfestingu þess. Málatilbúnaður D o.fl. um ætlaða lögvarða hagsmuni þeirra væri því ekki í samræmi við e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og var því þegar af þeirra ástæðu staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um frávísun málsins.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. október 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. september 2009, þar sem máli sóknaraðila og fleiri á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Mál þetta var höfðað í héraði af 27 aðilum og kemur fram í heiti þeirra, að um sé að ræða erlenda banka, auk þess sem það er tekið fram í stefnu. Fjórir stefnenda féllu frá málshöfðun af sinni hálfu undir rekstri málsins í héraði. Sóknaraðilar málsins eru átta úr hópi þeirra 23 sem ráku málið í héraði. Fallist er á með héraðsdómi að það hafi verið ágalli á málatilbúnaði stefnenda að ekki var sinnt áskilnaði a. og b. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um rétta tilgreiningu á stefnendum og hver væri til fyrirsvars fyrir hvern og einn þeirra, sbr. og 4. mgr. 17. gr. laganna. Sóknaraðilar kveðast hafa leitast við að bæta úr þessum ágalla og ætlað að leggja fram upplýsingar um þessi atriði í upphafi þinghalds 23. september 2009 er málið skyldi flutt munnlega um frávísunarkröfu varnaraðila. Kveða sóknaraðilar að þeim hafi verið meinuð framlagning gagnanna. Sóknaraðilar gátu látið bóka yfirlýsingu um þessa synjun, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 91/1991. Um þetta er þó ekkert bókað af hálfu héraðsdómara í þingbók. Verður ekki lagt til grundvallar að stefnendum hafi verið meinuð framlagning gagnanna fyrir héraðsdómi. Sóknaraðilar hafa sent Hæstarétti þessi gögn með kæru eins og heimilt er samkvæmt 2. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991. Veldur þessi ágalli ekki frávísun málsins. Fallist er á niðurstöðu í hinum kærða úrskurði um áhrif þess annmarka á stefnu, sem fólst í að kennitala og heimilisfang fyrirsvarsmanns varnaraðila var ekki rétt tilgreint. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði hafa stefnendur í héraði lagt fram 18 skjöl á erlendu tungumáli, án þess að íslensk þýðing fylgdi. Í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 91/1991 er kveðið á um að þingmálið sé íslenska. Til samræmis við það er mælt fyrir um í 3. mgr. sömu greinar að skjali á erlendu tungumáli skuli að jafnaði fylgja þýðing á íslensku ,,að því leyti sem byggt er á efni þess í máli nema dómari telji sér fært að þýða það.“ Verður þess því ekki krafist að öllum skjölum sem lögð eru fram á erlendum málum fylgi íslensk þýðing og teljist þýðing nauðsynleg er rétt að þýða þann hluta skjals, sem málatilbúnaður er reistur á eða sérstaklega er vísað til. Í hinum kærða úrskurði er greint frá því að sóknaraðilar og aðrir stefnendur málsins í héraði séu meðal fjármálafyrirtækja, sem átt hafi aðild að lánasamningum við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis hf. Lánasamningar þeir, sem stefnendur eru aðilar að, voru ekki lagðir fram í héraði, en lagt fram blað með upplýsingum um þrjá lánasamninga og lánveitendur samkvæmt þeim. Sóknaraðilar hafa lagt fyrir Hæstarétt þrjá lánasamninga og tvo samninga um breytingar á þeim. Í lánasamningunum eru ýmsar takmarkanir á heimildum einstakra lánveitenda, sem eru aðilar að þeim, til þess að gera ráðstafanir tengdar samningunum á eigin spýtur. Þótt ekki sé loku fyrir það skotið, að einstakir lánveitendur í slíkum lánasamningum geti sótt kröfu til viðurkenningar á skaðabótaskyldu utan samninga ber að gera grein fyrir stöðu hvers stefnanda í máli eins og þessu og skýra hvers vegna slíkar takmarkanir í lánasamningum eigi ekki við um hann. Málið er vanreifað um þetta atriði, sbr. e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Málið er höfðað til viðurkenningar á rétti sóknaraðila og annarra stefnenda í héraði til skaðabóta úr hendi varnaraðila vegna tjóns, sem ákvörðun hans 20. mars 2009 um að hafna Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hf. um lausafjárstuðning hafi haft í för með sér fyrir þá. Í stefnu eru atvik máls reifuð ítarlega og að því búnu fjallað um hver hafi verið grundvöllur þeirrar ákvörðunar varnaraðila að synja Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hf. um lausafjárstuðning. Í framhaldi af því segir að krafan um viðurkenningu á skaðabótaskyldu varnaraðila sé reist á því að ákvörðun hans hafi verið ,,tekin og útfærð á saknæman og ólögmætan hátt“ og þar með valdið stefnendum málsins tjóni, sem varnaraðili beri skaðabótaábyrgð á. Því næst er reifað að ástæður þess að ákvörðunin hafi verið saknæm og ólögmæt séu þær, að varnaraðili hafi vanrækt rannsóknarskyldu sína áður en ákvörðunin var tekin, hann hafi brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með því að ganga lengra með ákvörðuninni en nauðsyn bar til, hann hafi vanrækt leiðbeiningarskyldu sína, ákvörðunin hafi verið ósanngjörn og ómálefnanleg í garð sóknaraðila og falið í sér brot á jafnræðisreglu íslensks réttar. Þá kveðast þeir hafa haft réttmætar væntingar sem ekki hafi gengið eftir vegna ákvörðunar varnaraðila. Reifun sóknaraðila á grundvelli skaðabótaábyrgðar getur ein og sér ekki leitt til frávísunar málsins. Um tjón sóknaraðila segir í stefnu: ,,Hin saknæma og ólögmæta ákvörðun ... hefur valdið stefnendum umtalsverðu tjóni ... þótt umfang tjónsins sé ekki hægt að sannreyna að svo stöddu. Þrátt fyrir að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins væri felld úr gildi eins og krafist hefur verið í öðru dómsmáli ... hefur umtalsvert tjón orðið á verðmæti eigna SPRON og mögulegum framtíðarrekstri vegna yfirfærslu viðskiptavina SPRON í aðra fjármálastofnun án greiðslu til SPRON og ráðstöfun eigna að öðru leyti sem leitt hefur til verulegs tjóns á vörumerkinu ,,SPRON“. Ekki þarf að velkjast í vafa um að orsakatengsl eru á milli hinnar saknæmu og ólögmætu ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins og þeirra afleiðinga að mun minni eignir munu standa til fullnustu kröfum stefnenda.“ Sóknaraðilar hafa í kæru til Hæstaréttar leiðrétt tilvísun til Fjármálaeftirlitsins í þessari umfjöllun þannig að átt sé við varnaraðila. Frekari grein er hvorki gerð fyrir því hvert ætla megi að sé tjón hvers stefnenda í héraði né hvernig það er til komið og tengist hinni ætluðu saknæmu og ólögmætu ákvörðun varnaraðila. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að höfða mál til að leita viðurkenningardóms um kröfu, enda hafi aðili lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Áskilnaður ákvæðisins um lögvarða hagsmuni hefur í dómum Hæstaréttar verið skýrður svo, að sá er höfðar mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu verði að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni og gera grein fyrir því í hverju tjón hans felist og hver tengsl þess séu við atvik máls. Eins og fram er komið er ekki að því vikið með skýrum hætti í stefnu í hverju hið ætlaða tjón felist. Ekki er heldur gerð grein fyrir því hvernig hver og einn af stefnendum málsins hafi orðið fyrir tjóni og hvernig tengsl þess séu við atvik máls. Sóknaraðilar hafa því í stefnu hvorki leitt líkur að því að þeir hafi orðið fyrir tjóni, né lýst í hverju tjónið felist. Úr þessum annmörkum verður ekki bætt undir rekstri máls, enda miðast varnir í héraði við málið eins og það var við þingfestingu þess. Málatilbúnaður sóknaraðila um ætlaða lögvarða hagsmuni hans er því ekki í samræmi við e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og verður þegar af þessari ástæðu fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Sóknaraðilar verða dæmdir til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærður úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, DekaBank Deutsche Girozentrale Luxembourg S.A., DZ Bank AG Deutsche Zentral-Genossenschaftsbank Frankfurt am Main, HSH Nordbank AG Copenhagen Branch, National Bank of Egypt (UK) Limited, Raiffeisen Zentralbank Österreich Aktiengesellschaft, Salzburger Landes-Hypothekenbank Aktiengesellschaft, Sparebanken Øst og Sumitomo Mitsui Banking Corporation Europe Limited, greiði óskipt varnaraðila, Seðlabanka Íslands, 300.000 krónur kærumálskostnað.
Mál nr. 260/2005
Ávana- og fíkniefni Upptaka
K játaði að hafa haft í fórum sínum 143,17 g af hassi og 2,32 g af amfetamíni. Talið var, að magn efnanna væri töluvert, en hins vegar væru engin gögn sem styddu þá fullyrðingu ákæruvalds að þau hafi verið ætluð til sölu. Gegn neitun K þótti því varhugavert að telja fram komna lögfulla sönnun þess, og var hann sýknaður af þeirri háttsemi að hafa ætlað að selja efnin í ágóðaskyni. Var refsing K ákveðin fangelsi í einn mánuð, auk þess sem efnin voru gerð upptæk. Þá krafðist ákæruvaldið upptöku á 400.000 krónum, sem K var með í vörslum sínum við handtöku. Þótti ákæruvaldið ekki hafa fært fram nægar sönnur þess að K hafi aflað peninganna með sölu fíkniefna. Var kröfu um upptöku á peningunum því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 31. maí 2005 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst staðfestingar héraðsdóms á sakfellingu og upptöku fjármuna og fíkniefna, en þyngingar á refsingu. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um að hann hafi ætlað að selja fíkniefni í ágóðaskyni og að refsing hans verði milduð. Þá krefst hann sýknu af kröfu ákæruvaldsins um upptöku á fjármunum. Eins og fram kemur í héraðsdómi hefur ákærði játað að hafa haft í fórum sínum þau 143,17 grömm af hassi og 2,32 grömm af amfetamíni, sem um getur í ákæru 15. júní 2004. Hann hefur hins vegar neitað þeim sakargiftum að hafa ætlað að selja að verulegu leyti efnin í ágóðaskyni, en sagt að hann hafi ætlað þau öll til eigin neyslu, enda hafi hann verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma. Magn efnanna er töluvert, en hins vegar eru engin gögn sem styðja þá fullyrðingu ákæruvalds að þau hafi verið ætluð til sölu. Gegn neitun ákærða þykir því varhugavert að telja að fram sé komin lögfull sönnun þess og verður hann því sýknaður af þeirri háttsemi, sbr. 45. gr. og 46. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku fíkniefna verða staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða helming sakarkostaðar í héraði og fyrir Hæstarétti samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um málskostnað og ákvörðun Hæstaréttar um málsvarnarlaun, sem eru ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins í dómsorði greinir. Hinn helming sakarkostnaðar skal greiða úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða, Kolbeins Hlyns Tómassonar, og upptöku fíkniefna skulu vera óröskuð. Ákærði greiði helming sakarkostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, 398.350 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns á báðum dómstigum, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur, en hinn helmingurinn greiðist úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 14. apríl 2005. Mál þetta, sem var dómtekið 7. mars síðastliðinn, er höfðað með tveimur ákærum Lögreglustjórans á Selfossi. Málið var höfðað með ákæru dagsettri 15. júní 2004 á hendur ákærða, Kolbeini Hlyni Tómassyni, kt. 170767-5869, Tryggvagötu 24, Selfossi, „fyrir fíkniefnabrot með því að hafa þriðjudaginn 16. september 2003 haft í vörslu sinni í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishússins að Háengi 14, Selfossi, 143,17 grömm af hassi og 2,32 grömm af amfetamíni, sem ákærði framvísaði við leit lögreglu og þykja efnin að verulegu leyti hafa verið ætluð til sölu í ágóðaskyni.” Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum (efnaskrá nr. 33-2003-47), sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að sæta upptöku á 400.000 krónum sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er mál höfðað á hendur ákærða með ákæru dagsettri 27. ágúst 2004, „fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 19. júní 2004 haft í vörslu sinni 0,94 grömm af amfetamíni, sem lögregla fann falið í sokk á hægri fæti ákærða við leit á honum á lögreglustöðinni á Selfossi.“ Ákæruvaldið telur brot það sem ákærða er gefið að sök í síðastnefndri ákæru varða við 2. gr, sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum, sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum (efnaskrá nr. 33-2004-49), en lagt hafi verið hald á greind fíkniefni samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Mál samkvæmt fyrri ákæru var þingfest sem mál nr. S-511/2004, og síðara málið nr. S-752/2004, og var það sameinað máli nr. S-511/2004 7. mars 2005. Ákærði kom fyrir dóm og játaði ákæru frá 27. ágúst síðastliðnum rétta. Hann játaði og vörslur hass og amfetamíns eins og honum er gefið að sök í ákæru frá 15. júní 2004, en neitaði að efnin hafi að verulegu leyti verið ætluð til sölu. Ákærði samþykkti upptöku á fíkniefnum, en hafnar að honum verði gert að sæta upptöku á 400.000 krónum. Málavextir. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að 16. september 2003 hafi lögreglu borist áreiðanlegar upplýsingar um að talsvert magn fíkniefna væri í íbúð A við Háengi á Selfossi. Lögregla fór á vettvang, en í íbúðinni voru staddir A og ákærði í máli þessu. Framvísaði ákærði hassi, sem hann taldi vera 100 grömm, og 400.000 krónum. Voru munir þessir í jakka ákærða. A samþykkti að húsleit yrði gerð hjá honum eftir að hafa ráðfært sig við lögmann. Við leitina fannst talsvert magn fíkniefna. Við yfirheyrslu 17. september 2003 kvaðst ákærði einnig hafa átt tvo hassmola sem voru á stofuborði, glerstauk með hvítu efni sem innihélt amfetamín og lítinn plastpoka með öðrum minni í sem einnig innihélt amfetamín. Samkvæmt sömu skýrslu voru umræddar 400.000 krónur í hvítum plastpoka. Kvaðst ákærði hafa keypt 150 grömm af hassi fyrir 225.000 krónur, 1.500 krónur fyrir grammið, og ætlað að taka efnið með sér að Kárahnjúkum þar sem hann hafði hugsað sér að fá vinnu. Kvaðst hann hafa keypt hassið laugardaginn 13. september 2003, fyrir peninga sem hann fékk hjá kunningja sínum, B. Hefði ákærði gerst ábyrgðarmaður á skuldabréfi fyrir nefndan B, borgað skuldabréfið og loks hefði B greitt ákærða skuldina. Kvaðst ákærði hafa verið eini ábyrgðarmaðurinn, en bréfið hefði verið að fjárhæð kr. 390.000, og kvaðst ákærði vera með bréfið undir höndum, væri það í Reykjavík. Hefði hann greitt bréfið upp þremur til fjórum vikum áður, þá borgað 50.000 krónur í Íslandsbanka og fengið bréfið afhent. Hefði ákærði greitt bréfið, vexti af því og rukkað B um 600.000 krónur. Hefði hann þurft að greiða vel á fimmta hundrað þúsund. Kvaðst ákærði ekki hafa selt fíkniefni og hefðu peningarnir, 400.000 krónur, ekki tengst fíkniefnaviðskiptum. Var hann síðar sama dag spurður um blöð þau sem peningarnir voru pakkaðir í. Á einu þeirra stóð skrifað með penna „174.000.-=117 greiddir þ. af .....“, var ákærði inntur eftir því hvað áletrunin þýddi. Kvaðst hann hafa fengið peningana afhenta í þessum blöðum og ekki hafa hugmynd um hver skrifaði þetta eða hvað það merkti. Samkvæmt framlögðu bréfi frá Íslandsbanka, undirrituðu af S og dagsettu 6. apríl 2004, hafði ákærði þá greitt að minnsta kosti 300.000 krónur af bréfinu, og síðast í janúar 2003. Ekki var að sjá neina greiðslu að fjárhæð 50.000 krónur í ágúst, september eða október 2003. Ennfremur segir þar að bréfið sé í vanskilum, ekki uppgreitt og hafi því ekki verið afhent. Framburður ákærða og vitna. Ákærði, Kolbeinn Hlynur Tómasson, kom fyrir dóminn. Kvaðst hann hafa neytt nokkuð mikilla fíkniefna á þeim tíma sem um ræðir, en hann hefði verið nýbúinn að missa vinnuna á sjónum. Taldi hann sig hafa notað að meðaltali 5-7 grömm af kannabis á dag. Ákærði kvaðst hafa fengið fíkniefnin sem um ræðir daginn áður en hann var tekinn með þau. Hefði hann keypt 150 grömm af hassi. Kvaðst ákærði hafa borgað 1.200 krónur fyrir grammið, og væri það lægra en venjulegt verð vegna þess hversu mikið hann hefði keypt. Ella hefði gramm af efninu kostað 2.000 krónur. Hefði hassið verið í plötum. Ákærði kvað þau 143 grömm sem fundust á ákærða hafa verið til eigin nota. Ákærði kvaðst hafa verið á leið að Kárahnjúkum, en bróðir ákærða hefði útvegað honum vinnu þar fyrir verktakafyrirtæki, væri ákærði með vinnuvélaréttindi. Ákærði kvaðst ekki hafa farið að Kárahnjúkum meðal annars vegna peningaleysis. Hefði hann ekki átt fyrir því sem hann þurfti að ganga frá áður en hann fór, og því lagst í þunglyndi og enn meiri fíkniefnaneyslu. Kvaðst hann ekki hafa verið búinn að reikna út hversu lengi þetta magn dygði en hafa reiknað með þriggja mánaða úthaldi í Kárahnjúkum. Ákærði kvaðst ekki hafa dreift eða selt fíkniefni á þessum tíma. Aðspurður kvaðst ákærði hafa framvísað 400.000 krónum vegna þess að peningarnir hefðu verið á sama stað og hassið. Ákærði kvaðst ekki hafa séð sérstaka ástæðu til að láta lögregluna hafa peningana, heldur hefði lögreglan spurt hvað væri þarna og ákærði sagt að það væru 400.000 krónur. Ákærði kvaðst aðeins hafa framvísað öllu því sem hefði verið í jakkanum hans. Hefði féð verið greiðsla B til ákærða fyrir skuldabréf sem ákærði skrifaði upp á fyrir hann. Ákærði kvaðst hafa borgað af bréfinu fyrir B, og passað að hver greiðsla væri færð á reikning hjá sér svo ákærði gæti krafið hann aftur. Kvaðst hann vera búinn að borga allt bréfið. Ákærði staðfesti það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslu, að hann hefði borgað Íslandsbanka 50.000 krónur. Ákærði kvaðst hafa bréfið undir höndum en ekki vera með það með sér. Ákærði kvaðst vera búinn að borga bréfið núna, en ekki muna hversu mikið hann hefði verið búinn að greiða þá. Skjal það frá Íslandsbanka, sem greint er frá að ofan var borið undir ákærða. Ákærði sagði þá að faðir hans væri með skuldabréfið. Um það að síðasta greiðsla frá ákærða hefði verið í janúar 2003, sagði hann að þjónustufulltrúinn hefði þá ekki greitt 50.000 króna greiðsluna. Hefðu ef til vill ekki verið til peningar til þess. Kvaðst hann nú ekki hafa séð bréfið sjálfur. Kvað hann það ekki hafa verið rétt hjá sér sem eftir honum er haft í lögregluskýrslu að hann hefði bréfið og það væri í Reykjavík. Jón Hlöðver Hrafnsson, rannsóknarlögreglumaður, kom fyrir dóminn. Hann ritaði frumskýrslu lögreglu, og staðfesti hann skýrslu sína. Vitnið kvað ástæðu þess að farið var í Háengi umrætt sinn hafa verið þá að þeir hefðu haft afskipti af pilti nokkrum og þá haft fregnir um að ákærði væri staddur í íbúð A. Hefðu þeir verið að leita að ákærða. Vitnið kvað lögreglumennina hafa verið þrjá saman. Væri íbúðin á fyrstu hæð og hefðu þeir farið inn um svalirnar og hitt þar fyrir A og ákærða. Voru ákærði og A spurðir hvort þeir væru með fíkniefni og gefinn kostur á að framvísa því sem þeir væru með. Þá hefði ákærði sagst vera með fíkniefni og peninga, í sömu orðum, og framvísað þessu. Vitnið kvað hafa verið grun um að ákærði væri að dreifa eða selja fíkniefni. Niðurstaða. Ákærði neitar að fíkniefnin sem á honum fundust hafi verið ætluð til sölu og mótmælir að honum verði gert að sæta upptöku á 400.000 krónum. Um töluvert magn fíkniefna er að ræða. Ákærði skýrir fé það sem hann hafði undir höndum með því að hann hafi verið búinn að greiða upp skuldabréf fyrir annan mann, og fengið það greitt til baka umrætt sinn. Hefur framburður hans breyst, þar eð hann hefur ýmist haldið því fram að bréfið væri uppgreitt og hann hefði það undir höndum sjálfur, að faðir hans hefði bréfið og ákærði aldrei séð það og að ef til vill hefði hann ekki verið búinn að greiða það. Um lokagreiðslu bréfsins, að fjárhæð 50.000 krónur, sagði hann loks að þjónustufulltrúinn hefði ekki greitt þessa fjárhæð, en samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka fór sú greiðsla aldrei fram. Þykja skýringar ákærða á því hvaðan 400.000 krónur í reiðufé komu vera ótrúverðugar. Ekki hafa komið fram neinar aðrar skýringar á þessu fé en að það hafi verið vegna skuldabréfsins, en nægilega sannað þykir að peningarnir hafi ekki verið til komnir vegna skuldabréfs þess sem ákærði heldur fram. Til stuðnings því að peningarnir hafi tengst fíkniefnaviðskiptum hefur og verið lagt fram bréf sem peningum var pakkað inn í og er þar að finna útreikninga er virðast tengjast fíkniefnasölu. Þykir með vísan til þess sem að framan greinir vera nægilega sannað að fé það sem ákærði hafi verið með hafi tengst fíkniefnaviðskiptum hans. Sannað er að peningar þeir sem ákærði var með í reiðu fé hafi verið til komnir vegna fíkniefnaviðskipta. Vitnið Jón Hlöðver bar að upplýsingar hefðu verið um það að ákærði stundaði fíkniefnaviðskipti, og leitað hefði verið að honum vegna þess. Ákærði var með töluvert magn fíkniefna undir höndum, en skýringar hans á því eru ekki trúverðugar, að hann hafi verið á leið í Kárahnjúka, en þangað fór hann ekki og gat ekki heldur sagt fyrir hvern hann ætlaði að vinna. Kvað hann ástæðu þess að hann fór ekki til vinnu vera fjárskort, en þrátt fyrir þetta var hann með tæpa hálfa milljón króna í reiðufé með sér og nýbúinn að eyða rúmlega 200 þúsundum í hass. Þykir því ekki varhugavert, gegn neitun ákærða, að telja nægilega sannað að hann hafi ætlað efnin sem hann var með í fórum sínum að verulegu leyti til sölu í ágóðaskyni. Ákærði hefur játað vörslur fíkniefna sem honum eru gefnar að sök í ákæru frá 27. ágúst 2004. Hefur ákærði því gerst sekur um brot þau sem honum eru gefin að sök í ákæru og þar eru réttilega færð til refsiákvæða. Ákærði hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði sjö sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert brot. Fyrst var ákærði 14. september 1984, dæmdur í fangelsi í einn mánuð, skilorðsbundið í þrjú ár fyrir brot gegn 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga. 27. júní 1985 var hann dæmdur í fangelsi í fjóra mánuði, skilorðsbundið í þrjú ár fyrir brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga. 8. desember 1994 var ákærði dæmdur til að greiða 30.000 króna sekt fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöf. 28. september 1995 gekkst hann undir 30.000 króna sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga og var sviptur ökurétti í fjóra mánuði. 6. apríl 1998 var ákærða gert að greiða 25.000 króna sekt fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöf. 9. október 1998 gekkst hann undir 27.500 króna sekt fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöf. Loks var ákærði dæmdur í fangelsi í þrjá mánuði fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöf 24. mars 2004. Brot ákærða samkvæmt ákæru frá 15. júní 2004 var framið fyrir síðastgreindan dóm, en brot samkvæmt síðari ákæru eftir dóminn. Er refsing ákærða því hegningarauki að hluta til, og verður ákveðin með vísan til 77.og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar ákærða þykir verða að líta til þess að það er sannað að hann ætlaði fíkniefni þau sem hann var með undir höndum til sölu, og að 400.000 krónur í reiðufé tengdust fíkniefnaviðskiptum. Þyki einnig mega hafa hliðsjón af því að töluvert langur tími er liðinn, einkum frá því að fyrra brot ákærða var framið. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin fangelsi í einn mánuð. Þá skal ákærði sæta upptöku til ríkissjóðs á 143,17 grömmum af hassi, 3,26 grömmum af amfetamíni, og 400.000 krónum. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Brynjars Níelssonar hrl., 80.000 krónur. Hjörtur O. Aðalsteinsson, héraðsdómari, kveður upp dóm þennan. Dómsuppkvaðning hefur dregist vegna embættisanna dómarans. Dómsorð: Ákærði, Kolbeinn Hlynur Tómasson, sæti fangelsi í einn mánuð. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 143,17 grömm af hassi, 3,26 grömm af amfetamíni, og 400.000 krónur.
Mál nr. 249/2014
Kærumál Lögræði Ómerking úrskurðar héraðsdóms
Með kröfu, sem barst Héraðsdómi Reykjaness 20. mars 2014, krafðist sóknaraðili, Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar, kt. [...], [...], þess að A, kt. [...], yrði sviptur sjálfræði í tvö ár.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. apríl 2014 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 28. mars 2014, þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í tvö ár. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að sjálfræðissviptingu verði markaður skemmri tími. Í báðum tilvikum krefst hann kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. I Varnaraðili reisir kröfu sína um að sóknaraðili verði sviptur sjálfræði á a. lið 4. gr. lögræðislaga. Svo sem rakið er í hinum kærða úrskurði er sóknaraðili með nýrnabilun á lokastigi vegna erfðasjúkdóms. Að auki hefur hann verið greindur með athyglisbrest, ofvirkni og mótþróaþrjóskuröskun og hefur átt við hegðunarvanda að stríða frá unga aldri. Samkvæmt vottorði yfirlæknis bráðageðdeildar 32C á Landspítala er sóknaraðila bráður bani búinn án meðferðar við hinum alvarlega nýrnasjúkdómi sem hann er haldinn. Í vottorðinu kemur á hinn bóginn fram að unnt sé að bæta líf hans og lengja líftíma með nýrnaígræðslu, en sóknaraðili hafi vegna lélegrar meðferðarheldni og skorts á samvinnu aldrei komist á lista fyrir ígræðslu. Í kröfu um sviptingu sjálfræðis segir að sóknaraðili sé fullkomlega ófær um að sinna meðferð við nýrnasjúkdómi sínum, hann ,,sé afneitandi á alvarleika veikinda sinna og hafi mjög skert innsæi í eigin stöðu. Hann neiti lífsnauðsynlegum lyfjameðferðum, rannsóknum og innlögnum á lyfjadeildir. Endurtekið hafi verið reynt að gefa honum tækifæri til að taka sig á hvað þetta varði en án árangurs.“ Þá segir, að það sé mat læknis að óhjákvæmilegt sé að sóknaraðili dvelji á geðdeild næstu mánuði ,,til meðferðar á geðrænum vanda sínum, og til meðferðar á líkamlegum veikindum í samvinnu við nýrnalækna á Landspítala“. Með kröfu um sviptingu sjálfræðis fylgdi framangreint vottorð yfirlæknis á bráðageðdeild Landspítala. Þar er meðal annars gerð skilgóð grein fyrir hegðunarvandamálum sóknaraðila og heilsufarssögu hans bæði vegna líkamlegra veikinda og geðheilsu. Í niðurstöðukafla vottorðsins segir, að mál sóknaraðila sé ,,mjög óvanalegt.“ Hann sé með alvarlegan líkamlegan sjúkdóm og bráður bani búinn án meðferðar. Þrátt fyrir þetta hafi hann sinnt meðferð illa. Sóknaraðili sé ,,í grunninn ekki með alvarlegan geðsjúkdóm“. Hann sé á hinn bóginn fullkomlega ófær um að sinna meðferð við alvarlegum sjúkdómi sínum. Hann sé hvatvís og hafi mikla vangetu til að standa með sjálfum sér í sínum líkamlegu veikindum. Hann sé fær um ,,að gera öðrum grein fyrir því hversu alvarlegur sjúkdómur hans er og hvað þurfi til að ná árangri í meðferð. Hins vegar [sé] hann fullkomlega ófær um að fylgja eftir því sem til þarf.“ Hann sé afneitandi á alvarleika veikinda sinna og hafi mjög skert innsæi í eigin stöðu. Hann sé sem fyrr segir hvatvís og hömlulaus og missi stjórn á sér þegar hann finni fyrir óþægindum þannig að hann hætti reglulega í blóðskilun eða mæti ekki þegar þurfi, en þau séu honum nauðsynleg. Hann neiti enn fremur lífsnauðsynlegum lyfjameðferðum, rannsóknum og innlögnum á lyfjadeildir. Endurtekið hafi verið reynt að gefa honum tækifæri til að taka sig á hvað meðferðina varðar en án árangurs. Sé fullreynt að hann geti haldið utan um eigin meðferð. Ljóst sé að sóknaraðili sé að deyja úr sjúkdómi sínum. Á hinn bóginn sé unnt að bjarga honum, auka lífsgæði hans og lífslíkur með meðferð og jafnvel með nýju nýra ef vel gangi. Telur yfirlæknirinn með vísan til þessa að óhjákvæmilegt sé að sóknaraðili dvelji á geðdeild næstu mánuði til meðferðar á geðrænum vanda sínum og til meðferðar á líkamlegum veikindum í samvinnu við nýrnalækna. Hann þurfi mikinn stuðning og stífan ramma í þeirri meðferð. Að því loknu telur hún rétt að hann dveljist heima, en að eftirfylgni verði áfram mikil ,,bæði af hálfu nýrnalækna og geðlækna. Þannig sé hægt að grípa inn [í] ef illa gengur. Ég tel í þessu sjónarmiði að nauðsynlegt sé að [sóknaraðili] verði sviptur sjálfræði í tvö ár.“ Yfirlæknirinn gaf skýrslu fyrir héraðsdómi og bar meðal annars að geðræn vandamál sóknaraðila gerðu það að verkum að hann gæti ekki sinnt sinni líkamlegu heilsu. Hann væri þó ekki á sérstökum geðlyfjum til meðferðar á sínum geðrænu vandamálum, heldur í viðamikilli atferlismeðferð og væri veittur stuðningur til að sinna sjúkdómi sínum. Markmiðið með meðferðinni væri að bæta heilsu sóknaraðila og bjarga lífi hans, en meðferðin hefði gengið mjög illa vegna mótþróaþrjóskuröskunar, athyglisbrests og mikils hegðunarvanda hans. Spurð að því hvort sóknaraðili væri ófær um að ráða persónulegum högum sínum sagði yfirlæknirinn hann vera ófæran um að fylgja eftir sinni lífsnauðsynlegu meðferð og hafi hann sýnt það endurtekið. Hún taldi hann hafa innsæi í sjúkdóm sinn en væri á hinn bóginn ekki fær um að bregðast við sínum veikindum og fylgja eftir meðferð vegna þeirra. Þá bar yfirlæknirinn að sóknaraðili væri vissulega með alvarlegan heilsubrest, en vegna sinna geðrænu vandamála, sem jafna mætti til alvarlegs geðsjúkdóms, væri hann ekki fær um að taka ábyrgð á sinni heilsu og hefði ekki innsæi í að hann yrði að fylgja meðferðinni. Aðalatriðið í henni væri hinn líkamlegi sjúkdómur hans. Deildarlæknir á bráðageðdeild 32C á Landspítala gaf einnig skýrslu í héraði og kom þar meðal annars fram hans að hann teldi sóknaraðila hafa innsæi í sjúkdóm sinn og að hann vildi gera sitt besta í því sambandi en honum hafi á hinn bóginn ekki tekist það. Væri ástæðan sú að hann hefði ekki stjórn á tilfinningum sínum. Væri sóknaraðili að hans mati ófær um að ráða persónulegum högum sínum, en hann skorti innsæi að því er varðaði hegðun hans sjálfs og hvernig hún leiddi til þess að illa gengi í meðferð við hans sjúkdómi. II Óumdeilt virðist að sóknaraðili er ekki haldinn geðsjúkdómi í skilningi a. liðar 4. gr. lögræðislaga en í greinargerð varnaraðila til Hæstaréttar er á því byggt, að vottorð geðlæknis, sem áður er getið, og skýrslur geðlækna fyrir héraðsdómi, svo og skýrsla þar fyrir dómi af nýrnalækni sem meðhöndli sóknaraðila, ,,staðfesti að uppfyllt séu skilyrði a. liðar 4. gr. lögræðislaga þannig að jafna megi ástandi sóknaraðila til alvarlegs geðsjúkdóms auk líkamlegs heilsubrests.“ Í hinum kærða úrskurði var fallist á kröfu varnaraðila þar sem talið var að öllu virtu að fullnægt væri skilyrðum 4. gr. lögræðislaga, án þess að tilgreint væri hvaða stafliður þeirrar greinar ætti við. III Samkvæmt 7. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga skal virða rétt sjúklings til þess að ákveða sjálfur hvort hann þiggur meðferð eða ekki. Í 8. gr. laganna er mælt fyrir um að ef sjúklingur hafni meðferð skuli læknir upplýsa hann um hugsanlegar afleiðingar þess. Sjúklingur geti einnig stöðvað meðferð hvenær sem er, nema á annan hátt sé mælt fyrir um í öðrum lögum. Hafni sjúklingur meðferð skuli læknir hans eða sá heilbrigðisstarfsmaður sem stjórnar meðferðinni upplýsa sjúkling um hugsanlegar afleiðingar þeirrar ákvörðunar. Skrá skuli slíkar ákvarðanir sjúklings í sjúkraskrá og staðfest að hann hafi fengið upplýsingar um hugsanlegar afleiðingar þeirrar ákvörðunar. Þótt fallast verði á með varnaraðila að lífi og heilsu sóknaraðila sé ógnað, sinni hann ekki þeirri meðferð sem honum er nauðsynleg vegna nýrnasjúkdóms síns, hefur varnaraðili ekki rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig jafna megi ástandi sóknaraðila til geðsjúkdóms þannig að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 4. gr. lögræðislaga. Samkvæmt því ákvæði er það skilyrði lögræðissviptingar að maður sé ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum vegna andlegs vanþroska, ellisljóleika eða geðsjúkdóms eða vegna annars konar alvarlegs heilsubrests. Í athugasemdum með þessu ákvæði, sem fylgdi frumvarpi til lögræðislaga, þegar það var lagt fram á Alþingi, kemur fram að með lokaorðum a. liðarins ,,annars konar alvarlegs heilsubrests“, sé átt við ýmiss konar sjúkdóma eða ástand sjúklings, svo sem vegna heilablæðingar eða heilarýrnunar, eða annars konar heilasköddunar af völdum slyss eða sjúkdóms. Lögræðissvipting verði ekki reist á þessum ástæðum nema fyrir liggi vottorð læknis um andlegt heilsufar þess sem krafa um lögræðissviptingu beinist gegn, nema í algerum undantekningartilvikum. Eins og áður greinir er það mat læknis að sóknaraðili sé ,,í grunninn ekki með alvarlegan“ geðsjúkdóm. Þá er ljóst af framangreindu að gögn eru misvísandi um hvert innsæi sóknaraðila er í sjúkdóm sinn og þörf á meðferð við honum. Loks er fram komið að hann á við margþætta andlega erfiðleika að stríða svo sem athyglisbrest, mótþróaþrjóskuröskun og hefur nokkrum sinnum lagst inn á barna- og unglingageðdeild Landspítala meðal annars vegna alvarlegs þunglyndis, sjálfsvígshættu og kvíða. Hann hefur sætt nauðungarvistun í tuttugu og einn dag á geðdeild á árinu 2013 og er sækinn í róandi lyf og verkjalyf. Af rökstuðningi varnaraðila fyrir kröfu um sjálfræðissviptingu sóknaraðila, læknisvottorði sem hún er reist á og skýrslum lækna fyrir dómi, verður ekki ráðið hvort krafan byggir á því að sóknaraðili sé ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum vegna geðveiki eða annars konar alvarlegs heilsubrests og þurfi því að svipta hann sjálfræði eða hvort nauðsyn sjálfræðissviptingar er í raun reist á því að honum sé brýnt að fá meðferð við líkamlegum sjúkdómi sínum. Því verður ekki ráðið af gögnum málsins, hvort ástand sóknaraðila sé með þeim hætti að teljist til alvarlegs heilsubrests í skilningi sama lagaákvæðis, eins og það ber að túlka samkvæmt framansögðu. Í 11. gr. lögræðislaga er kveðið á um að dómara beri að tryggja að mál sé nægjanlega upplýst áður en hann kveður upp úrskurð um sviptingu lögræðis. Hann geti sjálfur aflað sönnunargagna svo sem vottorðs lækna og jafnframt kvatt vitni til skýrslugjafar. Ekki er unnt að fallast á kröfu varnaraðila í málinu nema sýnt sé fram á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 4. gr. lögræðislaga. Með hliðsjón af þeirri óvissu sem er um hvort heilsu sóknaraðila sé þannig háttað hvílir sú skylda á dómara að rannsaka, hvort synjun sóknaraðila á læknismeðferð við nýrnasjúkdómi sínum eigi sér stoð í framangreindum ákvæðum laga nr. 74/1997 eða hvort staða hans sé með vissu sú að hann sé ófær um að ráða persónulegum högum sínum sökum geðræns heilsubrests og skorts á innsæi, sem falli undir ákvæði a. liðar 4. gr. lögræðislaga og þurfi því að sæta sviptingu sjálfræðis. Samkvæmt öllu framansögðu verður að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði og er hún ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti, Jóns Egilssonar hæstaréttarlögmanns, 251.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 254/2007
Kærumál Refsiheimild Ákæra Frávísun frá héraðsdómi að hluta
Með ákæru 31. mars 2006 voru JÁJ, TJ og JGS ákærðir í 19 liðum fyrir ýmis brot í tengslum við rekstur B hf. Með úrskurði héraðsdóms 30. júní 2006, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 21. júlí sama ár var fyrsta ákæruliðnum vísað frá dómi. Með dómi héraðsdóms 3. maí 2007 var tíu liðum ákærunnar gegn JÁJ og TJ einnig vísað frá dómi en efnislega leyst úr öðrum liðum hennar. Þá var þeim hluta ákærunnar, er beindist gegn JGS, ennfremur vísað frá dómi. Ríkissaksóknari kærði frávísun ákæruliðanna til Hæstaréttar og krafðist þess að lagt yrði fyrir héraðsdóm að taka þá til efnismeðferðar. Á það var fallist að sá annmarki, sem héraðdómur taldi vera á skýrleika refsiheimildar 104. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, gæti ekki einn út af fyrir sig leitt til þess að máli yrði vísað frá dómi. Var frávísun ákæruliða tvö til níu, þar sem JÁJ var borinn sökum um brot gegn umræddu ákvæði, því felld úr gildi. Hins vegar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að ákærulið tíu, þar sem JÁJ var aðallega borinn sökum um meiriháttar bókhaldsbrot en til vara um brot gegn áðurnefndu ákvæði laga nr. 2/1995, væri ekki lýst í ákæru í samræmi við c. lið 1. mgr. 116. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála að því leyti sem háttsemin var í ákærunni talin fela í sér bókhaldsbrot. Verknaðarlýsing ákæruliðarins olli hins vegar ekki vafa að því leyti sem háttsemin var talin varða við umrætt ákvæði laga nr. 2/1995 og var frávísun ákæruliðarins því felld úr gildi hvað varðar sakargiftir, sem hafðar voru uppi til vara. Frávísun ákærunnar gegn JGS var á því reist að á fyrri stigum málsins hefði hann haft stöðu vitnis en ekki sakbornings við skýrslutökur hjá lögreglu. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ein skýrsla hefði verið tekin af JGS sem sakborningi eftir að settur ríkissaksóknari tók við málinu og hefði sú lögreglurannsókn lagt nægilegan grundvöll að útgáfu á ákæru gegn honum. Væru því ekki efni til að vísa sakargiftum á hendur honum frá dómi vegna þess hvernig rannsókn á þessu atriði hefði verið hagað á fyrri stigum, enda kæmi hún að því leyti ekki til álita við úrlausn málsins. Þá var ekki fallist á með JGS að svör saksóknara til verjenda annarra sakborninga í málinu, þar sem skýringar voru gefnar á því hvers vegna hann hefði ekki verið ákærður í fyrra máli, ættu að leiða til þess að óheimilt hefði verið að gefa síðar út ákæru gegn honum. Var frávísun ákærunnar á hendur JGS því felld úr gildi. Að lokum var talið að tilgreining í 19. lið ákærunnar á þeirri háttsemi, sem TJ var þar gefin að sök, væri nægilega ljós og samrýmdist c. lið 1. mgr. 116. gr. laga nr. 19/1991. Var ákvæði héraðsdóms um frávísun ákæruliðarins því fellt úr gildi. Lagt var fyrir héraðsdóm að taka ofangreinda ákæruliði alla til efnismeðferðar í samræmi við það sem að framan greinir.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hjördís Hákonardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar. Kærð eru ákvæði í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 3. maí 2007, þar sem nánar tilgreindum ákæruliðum í máli ákæruvaldsins gegn varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að ákvæði dómsins um frávísun ákæruliðanna verði felld úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka þá til efnismeðferðar. Þá krefst hann að ákvæði dómsins um málsvarnarlaun skipaðs verjanda varnaraðilans Jóns Gerald Sullenberger og greiðslu þeirra úr ríkissjóði verði fellt úr gildi. Varnaraðilinn Jón Ásgeir Jóhannesson krefst staðfestingar ákvæða í héraðsdómi um frávísun þeirra ákæruliða er varða hann. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Tryggvi Jónsson krefst staðfestingar ákvæðis í héraðsdómi um frávísun þess ákæruliðar er varðar hann og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Jón Gerald Sullenberger krefst staðfestingar kærðs dómsákvæðis um frávísun ákæruliðar á hendur honum, svo og um ákvörðun málsvarnarlauna verjanda hans. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. I. Settur ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur varnaraðilum 31. mars 2006. Skiptist ákæran í fimm kafla, þar sem meginefni sakargifta er tilgreint í fyrirsögnum og í sumum tilvikum einnig undirfyrirsögnum. Einstakir ákæruliðir voru nítján. Eftir að málið var þingfest kröfðust varnaraðilar þess hver fyrir sig að sakargiftum á hendur þeim yrði vísað frá dómi. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 2006 var I. kafla ákærunnar, sem hafði að geyma 1. lið hennar, vísað frá dómi, en kröfum varnaraðila að öðru leyti hafnað. Úrskurður um frávísun 1. ákæruliðar var staðfestur með dómi Hæstaréttar 21. júlí sama ár í máli nr. 353/2006. Með dómi héraðsdóms 3. maí 2007 var leyst efnislega úr nokkrum liðum ákærunnar, en öðrum vísað frá dómi. Af þeim síðarnefndu eru 2. til 10. liður að báðum meðtöldum á hendur varnaraðilanum Jóni Ásgeiri og 19. liður varnaraðilanum Tryggva. Jafnframt var vísað frá dómi þeim hluta 15. ákæruliðar, sem beinist gegn varnaraðilanum Jóni Gerald. Tekur kæra sóknaraðila til allra þeirra ákæruatriða, sem vísað var frá héraðsdómi. II. Í II. kafla ákærunnar er varnaraðilanum Jóni Ásgeiri í 2. til 9. lið gefið að sök brot gegn lögum nr. 2/1995 um hlutafélög með því að hafa sem forstjóri Baugs hf. veitt lán af fjármunum félagsins til Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., Fjárfars ehf. og Kristínar Jóhannesdóttur á árunum 1999 til 2001, eins og nánar er lýst í einstökum liðum, en Baugur hf. hafi á þeim tíma verið skráð hlutafélag á aðallista Verðbréfaþings Íslands með dreifða eignaraðild. Er í ákæru vísað til nánar tiltekinna ákvæða í 104. gr. og 153. gr. laga nr. 2/1995, sem talið er að varnaraðilinn hafi brotið. Í dómi héraðsdóms var komist að þeirri niðurstöðu að refsiheimild 104. gr. laganna sé ekki svo skýr að unnt sé að dæma einstakling til refsingar á grundvelli hennar. Af þeirri ástæðu og með vísan til 69. gr. stjórnarskrárinnar var talið óhjákvæmilegt að vísa 2. til 9. lið ákærunnar frá dómi. Sóknaraðili reisir kröfu sína um að þetta ákvæði dómsins verði fellt úr gildi meðal annars á því að ráða megi af dómaframkvæmd hér á landi að ágreiningur um skýrleika refsiheimildar sé efnislegt atriði, sem beri að leysa úr með efnisdómi, en tengist ekki formkröfum. Annmarki af þessum toga á lagaheimild geti því leitt til sýknu en ekki frávísunar. Vísar sóknaraðili til nokkurra dóma Hæstaréttar frá árunum 2000 til 2006, sem hann telur vera fordæmi að þessu leyti við úrlausn málsins. Í héraðsdómi er greint frá efni 104. gr. og 153. gr. laga nr. 2/1995, sem þar er talið svo óljóst að ófært sé að dæma einstakling til refsingar á grundvelli þeirra. Slíkur annmarki getur ekki einn út af fyrir sig leitt til þess að máli verði vísað frá dómi og sú aðstaða er ekki fyrir hendi að hann geti hafa haft áhrif á réttarstöðu varnaraðilans á fyrri stigum málsins. Verður að þessu virtu fallist á kröfur sóknaraðila að því er varðar 2. til 9. lið ákærunnar að báðum meðtöldum. III. Samkvæmt III. kafla ákæru voru varnaraðilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva gefin að sök í 10. til 16. lið meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa á árunum 2000 og 2001 rangfært bókhald Baugs hf., átt þátt í að búin voru til gögn sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum við aðra og hagað bókhaldinu með þeim hætti að það hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Auk þess var Jóni Ásgeiri til vara í 10. lið gefin að sök ólögmæt lánveiting. Í 15. lið ákærunnar var varnaraðilanum Jóni Gerald gefið að sök að hafa á árinu 2001 aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs hf. með því að búa til gögn, sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum. Sakargiftir í 10. lið beindust að Jóni Ásgeiri einum, í 15. lið að öllum varnaraðilum, en í öðrum liðum þessa kafla ákærunnar að Jóni Ásgeiri og Tryggva. Með héraðsdómi var 10. lið ákærunnar vísað frá dómi og þeim hluta 15. liðar, sem beindist að Jóni Gerald, en felldur efnisdómur á sakargiftir samkvæmt þessum kafla að öðru leyti. Í 10. lið ákæru er varnaraðilanum Jóni Ásgeiri gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að láta færa í bókhaldi Baugs hf. 30. júní 2000 sölu á hlutafé í eigu félagsins í Baugi.net ehf. að nafnvirði 2.500.000 krónur til Fjárfars ehf., sem varnaraðilinn hafi stjórnað og ráðið yfir, fyrir 50.000.000 krónur. Er framhaldi viðskiptanna, færslum í bókhaldi Baugs hf. og tilkynningum í því sambandi lýst í ákæru, svo sem nánar greinir í héraðsdómi, en með þeim er varnaraðilinn talinn hafa brotið nánar tilgreind ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940, laga nr. 145/1994 um bókhald og laga nr. 2/1995. Í þessum ákærulið er varnaraðilanum til vara gefið að sök brot gegn 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tölulið 153. gr. laga nr. 2/1995 með því að hafa lánað Fjárfari ehf. kaupverð hlutafjárins, 50.000.000 krónur. Í forsendum héraðsdóms var komist að þeirri niðurstöðu að ætluðu broti varnaraðilans væri ekki lýst í þessum ákærulið í samræmi við c. lið 1. mgr. 116. gr. laga nr. 19/1991 og því óhjákvæmilegt að vísa honum frá dómi. Með vísan til forsendna dómsins verður sú niðurstaða staðfest að því leyti, sem háttsemi varnaraðilans var í ákæru aðallega talin varða við ákvæði almennra hegningarlaga, laga nr. 145/1994 og laga nr. 2/1995. Í héraðsdómi varð niðurstaðan jafnframt sú að vísa frá varakröfu sóknaraðila um að varnaraðilanum yrði refsað fyrir brot gegn lögum nr. 2/1995 með því að hafa lánað Fjárfari ehf. 50.000.000 krónur og vísað til þess sem áður var sagt í dóminum í úrlausn um 2. til 9. lið hvað varðar skýrleika refsiheimildar. Verknaðarlýsing veldur að þessu leyti ekki vafa og geta sakargiftir, sem hafðar eru uppi til vara í þessum lið, ekki sætt frávísun frá dómi, sbr. II. kafla að framan. Verður fallist á kröfu sóknaraðila að því leyti og frávísun þessa ákæruliðar felld úr gildi hvað varðar sakargiftir, sem hafðar eru uppi til vara. IV. Sakargiftir á hendur varnaraðilanum Jóni Gerald í 15. lið ákæru lúta að því að hann hafi aðstoðað varnaraðilana Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs hf. og stuðlað að bókhaldsbrotum þeirra með því að útbúa rangan og tilhæfulausan afsláttarreikning frá Nordica Inc. í Bandaríkjunum að fjárhæð 589.890 bandaríkjadalir að tilhlutan Jóns Ásgeirs og samkvæmt fyrirsögn Tryggva, en reikningurinn hafi ekki átt stoð í viðskiptum félaganna, sem þeir þrír voru í fyrirsvari fyrir. Er ætluðum rangfærslum í bókhaldi Baugs hf. nánar lýst og afleiðingum þeirra í árshlutareikningi félagsins. Í niðurstöðu héraðsdóms í þessum þætti var vísað til þess að varnaraðilinn Jón Gerald hafi á fyrri stigum málsins, allt frá ágúst 2002, haft stöðu vitnis en ekki sakbornings við skýrslutökur hjá lögreglu. Hann hafi engu að síður tjáð sig um eigin þátttöku í atferli fleiri manna. Þetta hafi ekki breyst fyrr en á árinu 2006 eftir að settur ríkissaksóknari hafði tekið við málinu. Lögregla hefði frá upphafi átt að taka skýrslur af varnaraðilanum sem sökuðum manni og hafi hann því ekki notið þeirra réttinda sakbornings við rannsókn hennar, sem nánar tilgreind lagaákvæði áskilji. Taldi héraðsdómur að ákæra á hendur Jóni Gerald yrði ekki reist á lögreglurannsókninni og vísaði því sakargiftum á hendur honum frá dómi. Þótt annmarkar hafi verið á skýrslutökum af varnaraðilanum hjá lögreglu á fyrri stigum, svo sem getið er í héraðsdómi, er ekki fram komið að neinu slíku hafi verið til að dreifa þegar lögregla tók af honum skýrslu 22. febrúar 2006 eftir að settur ríkissaksóknari tók við málinu. Varnaraðilinn gaf þá skýrslu sem sakborningur og sú lögreglurannsókn lagði nægilegan grundvöll að útgáfu ákæru á hendur honum. Eru því engin efni til að vísa sakargiftum á hendur varnaraðilanum frá dómi vegna þess hvernig lögreglurannsókn á þessu atriði var hagað á fyrri stigum, enda kemur hún að því leyti ekki til álita við úrlausn málsins. Ber að leggja dóm á það á grundvelli þess, sem fram kom fyrir dómi, þar sem varnaraðilinn gaf meðal annarra ítarlega skýrslu. Krafa varnaraðilans um frávísun sakargifta á hendur honum styðst jafnframt við það að af hálfu ákæruvaldsins hafi því verið lýst yfir á fyrri stigum að hann yrði ekki saksóttur. Sé sóknaraðili bundinn af því og geti ekki horfið frá slíkri ákvörðun með því að höfða eftir það opinbert mál á hendur sér. Vísar hann því til stuðnings til tveggja bréfa saksóknara við embætti ríkislögreglustjóra 14. október 2005 og 20. desember sama ár til verjenda tveggja sakborninga í málinu, svo og dóms Hæstaréttar í dómasafni 2005 bls. 2315, sem hann telur vera fordæmi að þessu leyti, sbr. einnig dóma réttarins 1995 bls. 791, 1997 bls. 1890 og 1998 bls. 2299. Þau bréf, sem að framan er getið, voru rituð í tilefni máls, sem höfðað var með ákæru 1. júlí 2005 á hendur varnaraðilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva og fleirum. Bréfin höfðu að geyma svör saksóknarans í því máli við fyrirspurn verjenda sakborninga um það hvers vegna sökum hafi þar ekki einnig verið beint að varnaraðilanum Jóni Gerald. Í fyrra bréfinu sagði það eitt að sú niðurstaða að ákæra ekki Jón Gerald væri reist á fyrirmælum 112. gr. laga nr. 19/1991 um að höfða ekki mál nema það, sem fram sé komið, sé nægilegt eða líklegt til sakfellis. Í hinu síðara kom fram að verjendur hafi óskað eftir fyllri svörum við fyrirspurn sinni og jafnframt tekið fram að settur ríkissaksóknari hafi nú tekið við málinu. Fyrra svar var síðan ítrekað og því bætt við að „við þetta mat var litið til allra gagna málsins og á grundvelli þeirra varð niðurstaðan sú að framlögð gögn gerðu það ekki líklegt að háttsemi Jóns Geralds Sullenberger yrði lögð að jöfnu við háttsemi skjólstæðinga ykkar, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónssonar og Kristínar Jóhannesdóttur, en þau eru ákærð fyrir það að hafa framvísað við tollafgreiðslu bifreiðanna röngum og villandi gögnum um kaup þeirra og greiðslur fyrir þá.“ Í rökstuðningi sóknaraðila í þessum þætti er vísað til þess að varnaraðilinn hafi ekki haft réttarstöðu sakbornings við rannsókn lögreglu í fyrra málinu og því aldrei gefist tilefni til að taka sérstaka ákvörðun um hvort hann skyldi saksóttur eða ekki. Bréf, sem áður var getið, hafi því ekki falið í sér formlega ákvörðun ákæruvaldsins í skilningi 112. gr. laga nr. 19/1991, heldur hafi með þeim verið gefin skýring vegna fyrirspurna á þeim atriðum, sem komu til athugunar hjá saksóknaranum. Skýringum hans hafi að auki ekki verið beint til varnaraðilans. Þá hafi síðara bréfið verið ritað eftir að settur ríkissaksóknari tók við málinu. Ákvörðun hans um að ákæra hafi ekki falið í sér endurskoðun á annarri ákvörðun, en í því umboði sem hann fékk hafi falist allar lagaheimildir ríkissaksóknara. Hann hafi lagt sjálfstætt mat á gögn málsins, jafnframt því að hlutast til um viðbótarrannsókn, sem meðal annars hafi verið fólgin í öflun matsgerðar um áreiðanleika tölvupóstsendinga, sem stöfuðu frá varnaraðilanum og fleirum. Þá hafi nýjar skýrslur verið teknar af honum og öðrum sakborningum áður en ákæra var gefin út. Vísar sóknaraðili til dóms Hæstaréttar í dómasafni 1989 bls. 1514 til stuðnings kröfu sinni, en þar hafi fleiri menn verið ákærðir en í fyrra máli vegna sömu atvika, eftir að hinu fyrra var vísað frá héraðsdómi. Atvik hafi hins vegar verið ólík í þeim dómum réttarins frá árunum 1995 til 1998, sem áður voru nefndir, en þeir eigi það sameiginlegt að þar hafi verið um að ræða formlegar yfirlýsingar ákæruvaldsins um að ekki væri krafist frekari aðgerða af þess hálfu gagnvart sakborningum, auk þess sem ekkert nýtt hafi þar komið fram frá því að þessar tilkynningar bárust frá ríkissaksóknara og þar til ný ákvörðun var tekin. Sú varnarástæða, sem hér greinir, var áður höfð uppi í því máli, sem lauk með dómi Hæstaréttar 21. júlí 2006 og fyrr var getið. Héraðsdómur hafnaði þá að hún gæti leitt til frávísunar, en sú niðurstaða kom ekki til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Við úrlausn málsins verður litið til þess að varnaraðilinn Jón Gerald hafði ekki stöðu sakbornings við skýrslutöku hjá lögreglu áður en ákæra var gefin út 1. júlí 2005. Bar sóknaraðila því ekki skylda til að tilkynna honum að hann yrði ekki sóttur til saka, sbr. 1. mgr. 114. gr. laga nr. 19/1991. Áðurnefnd svör saksóknara 14. október 2005 og 20. desember sama ár við fyrirspurn verjenda annarra manna fólu ekki í sér ákvörðun eða tilkynningu, sem ekki yrði síðar horfið frá. Sóknaraðili hlutaðist til um frekari rannsókn málsins áður en ákæra var gefin út 31. mars 2006. Að því virtu, sem að framan greinir, verður fellt úr gildi ákvæði héraðsdóms um að vísa frá 15. lið ákæru á hendur varnaraðilanum Jóni Gerald Sullenberger, sem og ákvæði dómsins um málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans. V. Varnaraðilanum Tryggva er í 19. lið ákæru gefið að sök að hafa dregið sér samtals 1.315.507 krónur á árunum 2000 til 2002 þegar hann lét Baug hf. greiða félaginu Nordica Inc. í þrettán skipti reikninga, sem gefnir voru út af síðarnefnda félaginu á hendur því fyrrnefnda vegna persónulegra útgjalda varnaraðilans, sem hafi verið Baugi hf. óviðkomandi. Hafi Tryggvi einkum stofnað til útgjaldanna erlendis með úttektum á greiðslukorti í reikning Nordica Inc., sem það félag lagði út fyrir og innheimti síðan hjá Baugi hf. samkvæmt fyrirmælum varnaraðilans. Hann hafi áritað alla þrettán reikningana um samþykki og látið færa þá til gjalda í bókhaldi Baugs hf. sem „ferðakostnaður erlendis án vsk“ eða „tæknileg aðstoð án vsk“. Í forsendum héraðsdóms segir meðal annars að sóknaraðili telji fjárdráttinn vera vegna notkunar varnaraðilans á greiðslukorti í allmörg skipti í eigin þágu. Þeirri notkun sé þó ekki lýst nánar en að hún hafi verið vegna kaupa varnaraðilans „á varningi og þjónustu í eigin þágu, meðal annars í tónlistarverslunum, tískuvöruverslunum, golfvöruverslun, skemmtigarði, veitingastöðum og vegna kaupa á sláttudráttarvél.“ Rannsóknargögn bendi þó til að kortið hafi verið notað víðar. Þá sé ekki samræmi milli reikninganna og sundurliðunar á notkun kortsins í rannsóknargögnum. Með því að ákært sé fyrir fjárdrátt hafi nauðsyn borið til að lýsa í ákærunni notkun varnaraðilans á kortinu með þeim hætti að honum og dóminum hafi verið fært að taka afstöðu til hvers atviks fyrir sig, enda hafi vörn hlotið að byggjast á því að varnaraðilinn gæti tekið afstöðu til sérhverrar greiðslu með kortinu. Ákæran sé að þessu leyti ekki í samræmi við það, sem áskilið sé í 116. gr. laga nr. 19/1991 og því óhjákvæmilegt að vísa þessum lið hennar frá dómi. Samkvæmt gögnum málsins munu vera 65 færslur með greiðslukorti Nordica Inc. að baki þeim þrettán reikningum, sem hér um ræðir. Lítils háttar misræmi er á milli fjárhæða reikninganna annars vegar og hins vegar yfirlita vegna kortanotkunarinnar, þar sem munurinn er frá tæplega einum bandaríkjadal allt að 35 dölum. Af hálfu sóknaraðila er haldið fram að fjárdráttarbrot varnaraðilans hafi verið fullframin þegar reikningarnir þrettán voru greiddir en ekki við notkun greiðslukortsins, enda hafi þá ekki legið fyrir að Baugur hf. myndi greiða fyrir kortanotkunina. Þá telur hann frávísun 19. ákæruliðar vera í andstöðu við dómaframkvæmd í málum út af fjárdráttarbrotum. Tilgreining í ákæru á þeirri háttsemi varnaraðilans Tryggva að láta Baug hf. greiða áðurnefnda þrettán reikninga felur í sér lýsingu á verknaði, sem 247. gr. almennra hegningarlaga getur tekið til. Verknaðarlýsing er nægilega ljós og samrýmist ákvæði c. liðar 1. mgr. 116. gr. laga nr. 19/1991. Varnaraðilanum er því unnt að ráða af ákærunni einni hvaða refsiverð háttsemi honum er gefin að sök. Hann reisir sýknukröfu sína hins vegar á því að honum hafi verið heimilt að láta Baug hf. bera þau útgjöld, sem hann stofnaði til með notkun greiðslukorts Nordica Inc. Verður þá að líta til þess að í gögnum málsins er að finna sundurliðun á reikningsfjárhæðum og skýringar á því hvaða greiðslukortaúttektir liggja að baki einstökum reikningum. Er ekki fram komið að vörnum verði ekki komið við vegna þess hvernig sakargiftir eru fram bornar í ákæru. Óverulegt misræmi milli reikninga og yfirlita, sem áður var getið, leiðir ekki heldur til frávísunar 19. ákæruliðar í heild sinni. Verður ákvæði héraðsdóms um hann því fellt úr gildi. VI. Samkvæmt öllu því, sem að framan er rakið, verður fallist á kröfur sóknaraðila að öðru leyti en varðandi sakargiftir í 10. ákærulið, sem þar eru aðallega hafðar uppi. Verða því felld úr gildi ákvæði í héraðsdómi um að vísa frá 2. til 9. lið ákæru, sakargiftum til vara samkvæmt 10. lið, sakargiftum á hendur varnaraðilanum Jóni Gerald í 15. lið og 19. lið í heild sinni og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið að þessu leyti til efnismeðferðar. Verður jafnframt þessu til samræmis að fella úr gildi ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun handa skipuðum verjanda varnaraðilans Jóns Gerald og um greiðslu þeirra úr ríkissjóði. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Ákvæði í héraðsdómi um að vísa frá 2. til 9. lið ákæru, sakargiftum til vara samkvæmt 10. lið, hluta 15. liðar og 19. lið eru felld úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka þá ákæruliði til efnismeðferðar. Jafnframt er fellt úr gildi ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun skipaðs verjanda Jóns Gerald Sullenberger. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 3. maí 2007. Ár 2007, fimmtudaginn 3. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Arngrími Ísberg, héraðs­dómara, sem dóms­formanni, Jóni Finnbjörnssyni, héraðsdómara, og Garðari Valdimarssyni, hæsta­réttar­lögmanni og löggiltum endurskoðanda, kveðinn upp þessi dómur í málinu nr. S-514/2006: Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóni Gerald Sullenberger sem tekið var til dóms 29. mars sl. I Með ákæru, dagsettri 31. mars 2006, höfðaði settur ríkissaksóknari samkvæmt umboðsskrá opinbert mál á hendur þeim “Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, kt. 270168-4509, Laufásvegi 69, Reykjavík, Tryggva Jónssyni, kt. 140755-2739, Vesturhúsum 22, Reykjavík, Jóni Gerald Sullenberger, kt. 240664-2089, 832 Santiago Street, Coral Gables, Florida, USA. Ákærðu eru gefin að sök brot á eftirtöldum ákvæðum almennra hegningarlaga, laga um bókhald og hlutafélög á árunum 1998 til 2002, samkvæmt mála­vaxtalýsingum sem hér fara á eftir og rakið er í hverju tilviki fyrir sig. Brot ákærðu tengdust rekstri Baugs hf. sem stofnað var 1. júlí 1998. Hlutabréf félagsins voru skráð á aðallista Verðbréfaþings Íslands 28. apríl 1999 en afskráð af þeim lista 11. júlí 2003. Félagið var á þeim tíma almenningshlutafélag með dreifða eignaraðild. I. kafli. Auðgunarbrot í tengslum við viðskipti með hlutafé tveggja hlutafélaga með nafninu Vöruveltan á árunum 1998 og 1999.” Þessum kafla var vísað frá dómi með úrskurði 30. júní 2006 sem var staðfestur með dómi Hæstaréttar 21. júlí sama ár. “II. kafli. Lánveitingar andstæðar lögum um hlutafélög Ákærða Jóni Ásgeiri eru, sem forstjóra Baugs hf., gefin að sök, í ákæruliðum 2-9, brot gegn lögum um hlutafélög með því að láta veita lán af fjármunum Baugs hf. til Fjár­fest­ingarfélagsins Gaums ehf., Fjárfars ehf. og Kristínar Jóhannesdóttur á árunum 1999-2001. Baugur hf. var á þessum tíma skráð hlutafélag á aðallista Verðbréfaþings Íslands með dreifða eignaraðild. Ólögmætar lánveitingar til Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. 2. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 20. ágúst 1999, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 100.000.000 frá Baugi hf., til að fjármagna kaup á hlutafé í Baugi hf., en ákærði var þá jafnframt framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. Lánið var veitt með þeim hætti að millifærðar voru kr. 100.000.000 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, til Íslandsbanka hf., sem greiðsla Fjár­fest­ingar­félagsins Gaums ehf. vegna innheimtu bankans á hlutafjárloforði Fjárfestingar­félagsins Gaums ehf., að nafnverði kr. 10.000.000, í hlutafjárútboði Baugs hf. í apríl 1999. Gefin var út skrifleg yfirlýsing Baugs hf. til staðfestingar á lánveitingunni og að lánið bæri 12,2% vexti frá 20. júlí 1999 en gjalddagi ekki tilgreindur. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á viðskiptamannareikning Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. hjá Baugi hf. hinn 23. ágúst 1999. Eftir bókunina stóð skuld Fjár­fest­ingar­félagsins Gaums ehf. á viðskiptamannareikningnum í kr. 182.782.689 en staða á lánar­drottnareikningi Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. í bókhaldi Baugs hf. þennan dag nam kr. 131.350.000 sem krafa á Fjárfestingarfélagið Gaum ehf. sem þannig skuldaði Baugi hf. samtals kr. 314.132.689. Dráttarvextir voru ekki greiddir og láns­fjárhæðin ekki innheimt í samræmi við hlutafélagalög. Lán þetta var endurgreitt á tíma­bilinu 28. október 1999 til 28. júní 2000. 3. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 11. október 1999, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 4.500.000 frá Baugi hf. Lánið var veitt með þeim hætti að milli­færðar voru kr. 4.500.000 af bankareikningi Baugs hf., nr. 1150 26 000077, á banka­reikning Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa þess félags á hluta fasteignarinnar að Viðarhöfða 6, Reykjavík. Gefin var út skrifleg yfir­lýsing Baugs hf. til staðfestingar á lánveitingunni og að lánið bæri 11,5% vexti frá 1. október 1999. Gjalddagi var ekki tilgreindur. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eign­færð á viðskiptamannareikning Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. Eftir bókunina stóð skuld Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. á viðskiptamannareikningnum í kr. 187.665.005 en staða á lánardrottnareikningi Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. í bók­haldi Baugs hf. þann dag nam kr. 3.650.000, sem skuld Baugs hf. við Fjár­fest­ingar­félagið Gaum ehf., sem þannig skuldaði Baugi hf. samtals kr. 184.015.005. Láns­fjár­hæðin var ógreidd 28. ágúst 2002. 4. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 3. desember 1999, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 8.000.000 frá Baugi hf. Lánið var veitt með þeim hætti að milli­færðar voru kr. 8.000.000 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, til Spari­sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, vegna kaupa Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. á helm­ingi hlutafjár í Viðskiptatrausti ehf., sem var í eigu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Lánið var veitt án skriflegra gagna um endurgreiðslu og greiðslukjör. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á viðskiptamannareikning Fjár­festingar­félagsins Gaums ehf. hjá Baugi hf. Eftir bókunina stóð skuld Fjár­fest­ing­ar­fél­ags­ins Gaums ehf. á viðskiptamannareikningnum í kr. 168.031.286. Lánar­drottna­reikningur Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. í bókhaldi Baugs hf. stóð á núlli þennan dag. Þetta lán var gert upp 30. júní 2000 án vaxta. 5. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa hinn 13. febrúar 2001, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 50.529.987 til að fjármagna kaup á hlutum í Baugi hf. Lánið var veitt með þeim hætti að Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. skráði sig fyrir hlutafé í Baugi hf. að verðmæti kr. 340.529.987 í hlutafjárútboði í félaginu í desember árið 2000. Þar af voru greiddar kr. 290.000.000 til Baugs hf. en eftirstöðvarnar, kr. 50.529.987, voru ekki greiddar heldur var lánsfjárhæðin eignfærð á viðskiptamanna­reikning Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. í bókhaldi Baugs hf. 13. febrúar 2001. Eftir bókunina stóð skuld Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. á viðskiptamanna­reikningnum í kr. 145.871.863. Í bókhaldi Baugs hf. stóð lánardrottnareikningur Fjárfestingar­félagsins Gaums ehf. á núlli þennan dag. Lánið var veitt án skriflegra gagna um endur­greiðslu og greiðslukjör og lánsfjárhæðin ekki innheimt í samræmi við hlutafélagalög. Láns­fjárhæðin var ógreidd 28. ágúst 2002. 6. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa hinn 18. maí 2001, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 100.000.000 frá Baugi hf. Lánið var veitt með þeim hætti að milli­færðar voru kr. 100.000.000 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, inn á banka­reikning nr. 0527 26 001099 í eigu Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. Gefin var út skrifleg yfirlýsing, undirrituð af hálfu Baugs hf., til staðfestingar á lánveitingunni. Þar kom fram að lánið skyldi endurgreiða 15. júní 2001 og að lánið bæri 16% vexti auk kr. 300.000 álags. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á viðskipta­manna­reikning Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. Eftir bókunina stóð skuld Fjár­fest­ingarfélagsins Gaums ehf. á viðskiptamannareikningnum í kr. 262.836.989. Lánar­drottna­reikningur Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. í bókhaldi Baugs hf. stóð á núlli þennan dag. Lánsfjárhæðin var ógreidd 28. ágúst 2002. Ólögmætar lánveitingar til Fjárfars ehf. 7. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 16. maí 2000, látið veita Fjárfari ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 64.500.000 frá Baugi hf. til að fjármagna kaup á hlutfé í Baugi hf. af félaginu að nafn­virði kr. 5.000.000 en að verðmæti kr. 64.500.000. Hlutaféð var selt í samræmi við óundir­ritaðan, skriflegan samning þessara aðila, dagsettan 16. maí 2000, þar sem fram kom að kaupverðið skyldi greiða 2. júní 2000 en engin greiðsla fór þá fram og engin tilraun gerð til innheimtu lánsins. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á viðskipta­mannareikning Fjárfars ehf. 16. maí 2000 og var um að ræða fyrstu færslu á þeim viðskiptamannareikningi. Lánsfjárhæðin var ógreidd 28. ágúst 2002. 8. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 13. febrúar 2001, látið veita Fjárfari ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 85.758.591 til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu. Lánið var veitt með þeim hætti að Fjárfar ehf. skráði sig fyrir hlutafé í Baugi hf. að verðmæti kr. 85.758.591 í hluta­fjár­útboði í félaginu í desember árið 2000. Ekki var greitt fyrir hlutaféð og láns­fjárhæðin ekki innheimt í samræmi við hlutafélagalög. Lánsfjárhæðin var ógreidd hinn 28. ágúst 2002. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á við­skipta­manna­reikning Fjárfars ehf. 13. febrúar 2001. Eftir bókunina stóð skuld Fjárfars ehf. á viðskipta­mannareikningnum í kr. 194.350.540. Ólögmæt lánveiting til Kristínar Jóhannesdóttur. 9. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 13. febrúar 2001, látið veita Kristínu Jóhannesdóttur, hluthafa í Baugi hf., lán að fjár­hæð kr. 3.786.727 til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu. Lánið var veitt með þeim hætti að Kristín Jóhannesdóttir skráði sig fyrir hlutafé í Baugi hf. að verðmæti kr. 3.786.727 í hlutafjárútboði í félaginu í desember árið 2000. Ekki var greitt fyrir hlutaféð og lánsfjárhæðin ekki innheimt í samræmi við hlutafélagalög. Lánsfjárhæðin var ógreidd 28. ágúst 2002. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á við­skipta­mannareikning Kristínar 13. febrúar 2001 og var það fyrsta færslan á þeim reikningi. Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt ákæruliðum 3, 4 og 6 teljast varða við 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr., laga um hlutafélög nr. 2/1995 en brot ákærða samkvæmt ákæru­liðum 2, 5, 7, 8 og 9 teljast varða við 2. mgr. 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr., laga um hlutafélög nr. 2/1995. III. kafli. Meiri háttar bókhaldsbrot, rangfærsla skjala og brot gegn lögum um hlutafélög Ákærðu Jóni Ásgeiri, forstjóra Baugs hf., og Tryggva, aðstoðarforstjóra Baugs hf., eru í ákæruliðum 10-16 gefin að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa á árunum 2000 og 2001 rangfært bókhald Baugs hf., átt þátt í að búin voru til gögn sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum við aðra aðila og hagað bókhaldinu með þeim hætti að það gaf ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Auk þess er ákærða Jóni Ásgeiri í ákærulið 10 gefin að sök ólögmæt lánveiting. Jafnframt er ákærða Jóni Ásgeiri í ákæruliðum 10-16 gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hlutafélagalögum með því að láta, sem forstjóri Baugs hf., senda frá Baugi hf. til Verðbréfaþings Íslands opinberar tilkynningar sem ákærða var ljóst að voru rangar. Um var að ræða tilkynningu, birta 28. ágúst 2000, um afkomu félagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins 2000, tilkynningu, birta 19. mars 2001, um afkomu félagsins á árinu 2000 og tilkynningu, birta 3. september 2001, um afkomu félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2001. Með þessum röngu, opinberu tilkynningum sem byggðust á niðurstöðum árshlutareikninga og ársreiknings Baugs hf. skýrði ákærði Jón Ásgeir vísv­itandi og í blekkingarskyni rangt frá högum Baugs hf. á opinberum vettvangi og skapaði vísvitandi rangar hugmyndir um hag félagsins þannig að áhrif gat haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu. Ákærða Jóni Gerald Sullenberger er í ákærulið 15 gefið að sök brot gegn 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög um bókhald, með því að hafa á árinu 2001 aðstoðað ákærðu Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs hf. með því að búa til gögn sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum. Rangar færslur á fyrri helmingi ársins 2000 höfðu þau áhrif á árshlutareikning Baugs hf. fyrir fyrstu sex mánuði þess árs að hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA-hagnaður) var u.þ.b. 13 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 1,7% hækkun EBITDA-hagnaðar. Hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 60 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 26% hækkun hagnaðar, og eigið fé var 1,7% hærra en ella hefði verið. Rangar færslur á árinu 2000 höfðu þau áhrif á ársreikning Baugs hf. fyrir árið 2000 að hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA-hagnaður) var u.þ.b. 53 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 3,2% hækkun EBITDA-hagnaðar. Hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 203 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 52% hækkun hagnaðar, og eigið fé var 4,1% hærra en ella hefði verið. Rangar færslur á fyrri helmingi ársins 2001 höfðu þau áhrif á árshlutareikning Baugs hf. fyrir fyrstu sex mánuði þess árs að hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA-hagnaður) var u.þ.b. 108 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 15,6% hækkun EBITDA-hagnaðar. Hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 76 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 25,6% hækkun hagnaðar og eigið fé var 0,7% hærra en ella hefði verið. Meiri háttar bókhaldsbrot og rangar tilkynningar til Verðbréfaþings Íslands um afkomu Baugs hf. á árinu 2000. 10. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að láta, færa í bókhaldi Baugs hf. 30. júní 2000 sölu á hlutafé Baugs hf. í Baugi.net ehf., að nafn­verði kr. 2.500.000 til Fjárfars ehf., sem ákærði stjórnaði og réð yfir, fyrir kr. 50.000.000. Í bókhaldi Baugs hf. voru kr. 2.500.000 færðar til lækkunar á hluta­bréfa­eign en kr. 47.500.000 sem tekjur af sölu hlutabréfa. Fjárfar ehf. greiddi ekki fyrir hlutaféð og voru kr. 50.000.000 eignfærðar í bókhaldi Baugs hf. á viðskiptareikning Fjárfars ehf. Bókhaldsfærslurnar voru byggðar á samningi milli Baugs hf. og Fjárfars ehf., dagsettum 16. júní 2000, um umrædd hlutafjárkaup. Viðskipti félaganna með hlutaféð gengu ekki eftir og bakfærsla var gerð í bókhaldi Baugs hf. hinn 21. febrúar 2002 með þeim hætti að eign Baugs hf. á viðskiptareikningi Fjárfars ehf. var lækkuð um kr. 50.000.000, nafnverð hlutafjár í Baugi.net ehf. kr. 2.500.000 eignfært en hagnaður af sölu hlutabréfa, kr. 47.500.000, gjaldfærður. Þessi færsla var síðan leiðrétt 28. febrúar 2002 og gjaldfærslunni var breytt í eignfærslu að fjárhæð kr. 47.500.000 og stóð þannig bókfærður söluhagnaður óhaggaður. Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 28. ágúst 2000, um afkomu félagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins 2000 var í samræmi við árshlutareikning félagsins fyrir sama tímabil, sem meðal annars var byggður á framangreindri rang­færslu. Umrædd færsla hafði þau áhrif að hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 33 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 12,9% hækkun hagnaðar, og eigið fé 0,9% hærra en ella hefði verið. Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 19. mars 2001, um afkomu fél­agsins á árinu 2000 var í samræmi við ársreikning félagsins fyrir það ár, sem meðal annars var byggður á framangreindri rangfærslu. Umrædd færsla hafði þau áhrif að hagn­aður eftir skatta var u.þ.b. 33 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem sam­svarar 6% hækkun hagnaðar, og eigið fé var 0,7% hærra en ella hefði verið. Jafnframt er ákærða Jóni Ásgeiri gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hluta­félaga­lögum með því að láta senda frá Baugi hf. til Verðbréfaþings Íslands, 28. ágúst 2000 og 19. mars 2001, framangreindar, opinberar tilkynningar, sem ákærða var ljóst að voru rangar en þessar tilkynningar voru í kjölfarið birtar á heimasíðu Verð­bréfa­þings Íslands. Þannig skýrði ákærði vísvitandi og í blekkingarskyni rangt frá högum Baugs hf. á opinberum vettvangi og skapaði þar með vísvitandi, rangar hugmyndir um hag félagsins þannig að áhrif gat haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu. Ákærði Jón Ásgeir var á þessum tíma forstjóri Baugs hf. og jafnframt rak hann og stjórnaði Fjár­fari ehf. Til vara er ákærða gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa lánað Fjár­fari ehf. kaupverð hlutafjárins, kr. 50.000.000. Í bókhaldi Baugs hf. var krafa félags­ins eignfærð á viðskiptamannareikning Fjárfars ehf. 30. júní 2000. Eftir bók­unina stóð skuld Fjárfars ehf. á viðskiptamannareikningnum í kr. 114.500.000. 11. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf., látið búa til gögn sem áttu sér ekki stoð í við­skiptum við aðra aðila og hagað bókhaldinu með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þegar ákærði Tryggvi lét, með vilja og vitneskju ákærða Jóns Ásgeirs, færa til eignar á viðskiptamannareikning Kaupþings hf., í bókhaldi Baugs hf. og til tekna hjá Baugi hf. kr. 25.000.000 með eftirgreindri rangri og tilhæfulausri færslu: Eignfærslan á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf., sem þannig myndaði tilhæfu-lausa skuld Kaupþings hf. við Baug hf. í bókhaldi Baugs hf., er byggð á fyrirmælum um færslur á bókhaldslykla, í handskrifuðu og óundirrituðu fylgiskjali, dagsettu 30. apríl 2000, þar sem eftirfarandi skýring kemur fram: „Tekjur Baugs v/ábyrgðar á hluta­bréfum í UVS. Heildartekjur 50 mills. 25 tekjufært í apríl samkv. TJ“. Engin önnur gögn lágu færslunni til grundvallar. Færslan var bakfærð við gerð ársreiknings Baugs hf. fyrir tímabilið 1. mars 2002 til 28. febrúar 2003. Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 28. ágúst 2000, um afkomu félagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins 2000 var í samræmi við árshlutareikning félagsins fyrir sama tímabil, sem meðal annars var byggður á framangreindri rang­færslu. Umrædd færsla hafði þau áhrif á árshlutareikninginn að hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 17 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 6,4% hækkun hagnaðar, og eigið fé var 0,5% hærra en annars hefði verið. Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 19. mars 2001, um afkomu félagsins á árinu 2000 var í samræmi við ársreikning félagsins fyrir það ár, sem meðal annars var byggður á framangreindri rangfærslu. Umrædd færsla hafði þau áhrif á ársreikninginn að hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 17 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 3,1% hækkun hagnaðar, og eigið fé 0,3% hærra en annars hefði verið. Jafnframt er ákærða Jóni Ásgeiri gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hluta­félaga­lögum með því að láta senda frá Baugi hf. til Verðbréfaþings Íslands, 28. ágúst 2000 og 19. mars 2001, framangreindar, opinberar tilkynningar, sem ákærða var ljóst að voru rangar en þessar tilkynningar voru í kjölfarið birtar á heimasíðu Verð­bréfa­þings Íslands. Þannig skýrði ákærði vísvitandi og í blekkingarskyni rangt frá högum Baugs hf. á opinberum vettvangi og skapaði þar með vísvitandi, rangar hugmyndir um hag félagsins þannig að áhrif gat haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu. 12. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot, með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf. og hagað því með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þegar ákærði Tryggvi lét, með vilja og vitneskju ákærða Jón Ásgeirs, færa til eignar á viðskiptamannareikning Kaup­þings hf., í bókhaldi Baugs hf. og til tekna hjá Baugi hf. kr. 13.045.954 með eftir­greindri rangri og tilhæfulausri færslu: Eignfærslan á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf., sem þannig myndaði tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. við Baug hf. í bókhaldi Baugs hf., var gerð án þess að nokkur gögn lægju að baki í bókhaldi Baugs hf. Færslan var bakfærð við gerð ársreiknings Baugs hf. fyrir tímabilið 1. mars 2002 til 28. febrúar 2003. Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 28. ágúst 2000, um afkomu félagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins 2000 var í samræmi við árshlutareikning félagsins fyrir sama tímabil, sem meðal annars var byggður á framangreindri rangfærslu. Umrædd færsla hafði þau áhrif á árshlutareikninginn að hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA-hagnaður) var u.þ.b. 13 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 1,7% hækkun EBITDA-hagnaðar. Hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 9 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 3,2% hækkun hagnaðar, og eigið fé var 0,3% hærra en ella hefði verið. Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 19. mars 2001, um afkomu félagsins á árinu 2000 var byggð á ársreikningi félagsins fyrir það ár, sem meðal annars var byggður á framangreindri rangfærslu. Umrædd færsla hafði þau áhrif á árs­reikninginn að hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA-hagnaður) var u.þ.b. 13 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 0,8% hækkun EBITDA-hagnaðar. Hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 9 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 1,6% hækkun hagnaðar, og eigið fé var 0,2% hærra en ella hefði verið. Jafnframt er ákærða Jóni Ásgeiri gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hluta­félagalögum með því að láta senda frá Baugi hf. til Verðbréfaþings Íslands, 28. ágúst 2000 og 19. mars 2001, framangreindar, opinberar tilkynningar, sem ákærða var ljóst að voru rangar en þessar tilkynningar voru í kjölfarið birtar á heimasíðu Verð­bréfa­þings Íslands. Þannig skýrði ákærði vísvitandi og í blekkingarskyni rangt frá högum Baugs hf. á opinberum vettvangi og skapaði þar með vísvitandi, rangar hugmyndir um hag félagsins þannig að áhrif gat haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu. 13. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot, með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf., látið búa til gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við aðra aðila og hagað bókhaldi Baugs hf. með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þegar ákærðu létu færa til eignar á við­skipta­mannareikning Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf., í bókhaldi Baugs hf. og til tekna hjá Baugi hf. kr. 40.000.000 með eftirgreindum röngum og tilhæfulausum færslum: Færslurnar voru byggðar á tveimur reikningum, dagsettum 31. desember 2000, samtals að fjárhæð kr. 40.000.000 sem „10-11“, sem þá var deild í Baugi hf., gaf út á hendur Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. Reikningar þessir voru ógreiddir samkvæmt bókhaldi Baugs hf. 28. ágúst 2002. Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 19. mars 2001, um afkomu félagsins á árinu 2000 var í samræmi við ársreikning félagsins fyrir það ár, sem meðal annars var byggður á framangreindri rangfærslu. Umrædd færsla hafði þau áhrif á árs­reikn­inginn að hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA-hagnaður) var u.þ.b. 40 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 2,4% hækkun EBITDA-hagn­aðar. Hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 28 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem sam­svarar 5% hækkun hagnaðar, og eigið fé var 0,5% hærra en ella hefði verið. Jafnframt er ákærða Jóni Ásgeiri gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hluta­félagalögum með því að láta senda frá Baugi hf. til Verðbréfaþings Íslands, 19. mars 2001, framangreinda, opinbera tilkynningu, sem ákærða var ljóst að var röng en þessi tilkynning var í kjölfarið birt á heimasíðu Verðbréfaþings Íslands. Þannig skýrði ákærði vísvitandi og í blekkingarskyni rangt frá högum Baugs hf. á opinberum vettvangi og skapaði þar með vísvitandi, rangar hugmyndir um hag félagsins þannig að áhrif gat haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu. 14. Ákærðu Jóni og Tryggva er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að láta rangfæra bókhald Baugs hf. og haga því með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af við­skiptum og notkun fjármuna með eftirfarandi, þremur röngum og tilhæfulausum færslum: Ákærði Tryggvi lét í mars 2001, með vitund og vilja ákærða Jóns Ásgeirs, bókfæra í bók­haldi Baugs hf., með færsludegi 31. desember 2000, sölu á hlutabréfum félagsins í Arcadia Group Plc. að nafnverði 3.100.000 GBP til Kaupþings hf. fyrir kr. 332.010.000 en þessi sala átti sér í raun ekki stað. Baugur hf. hafði selt Íslandsbanka-FBA hf. umrætt hlutafé 13. október 2000 en bankinn selt félaginu bréfin framvirkt með afhendingardegi 13. desember 2000 en þeir skilmálar voru þá framlengdir til 18. janúar 2001 og þá aftur framlengdir til 1. febrúar 2001. Ákærði Tryggvi lét færa kr. 332.010.000 til eignar á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs hf., kr. 167.399.464 til lækkunar á erlendri hluta­bréfa­eign og kr. 164.610.536 til tekna hjá Baugi hf., sem hagnað af sölu hlutabréfa, með eftir­greindri rangri færslu. Með þessari færslu varð til tilhæfulaus skuld Kaupþings hf. við Baug hf. í bókhaldi Baugs hf. Færsla nr. I00296 dags. 31.12.2000 með texta: „Lokaf. Sala hlbr. Arcadia til Kaupþ. Lux“ Færslan var framkvæmd í samræmi við óundirritað lokafærsluskjal frá KPMG Endurskoðun hf., dagsett 23. mars 2001. Til grundvallar þessari færslu lá samningur milli Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og Baugs hf., dagsettur 28. desember 2000, undir­ritaður af Magnúsi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra bankans, af hálfu bankans sem kaupanda og ákærða Tryggva af hálfu Baugs hf. sem seljanda um framsal til bankans á hlutum að nafnverði 3.100.000 GBP í Arcadia Group Plc. á genginu 0,85 fyrir 2.635.000 GBP. Samningurinn var útbúinn 1. febrúar 2001 af Magnúsi Guðmundssyni. Með eftirfarandi rangri og tilhæfulausri færslu lét ákærði Tryggvi líta svo út að Kaup­þing hf. hefði greitt Baugi hf. kaupverð hlutabréfanna 2. febrúar 2001. Með þessari færslu var skuld Kaupþings hf. á viðskiptamannareikningi í bókhaldi Baugs hf. lækkuð. Færsla nr. T000630 dags. 02.02.2001 með texta: „Sala á Arcadia hlutabréfum“ Færslan var byggð á ódagsettu og óundirrituðu, handskrifuðu blaði, með skýringunni „Sala á Arcadia hlutabréfum“, auk afrits af bankayfirliti Baugs hf. sem sýndi innborgun sömu fjárhæðar á reikning Baugs hf. 1. febrúar 2001. Innborguð fjárhæð var í raun lán frá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og var fjár­hæðin greidd inn á tékkareikning Baugs hf. nr. 527 26 000720 hjá Íslandsbanka hf. Færsla nr. L1073 dags. 11.05.2001 með texta: „Stofnhlutafé í A-Holding“ Færslan byggir á handskrifuðu blaði, dagsettu 27. júní 2001, merktu Jóhanna. Til grundvallar þessari færslu lá samningur milli Kaupthing Bank Luxembourg S.A. og Baugs hf., dagsettur 15. febrúar 2001, undirritaður af Magnúsi Guðmundssyni fram­kvæmda­stjóra bankans, af hálfu bankans sem seljanda og ákærða Tryggva af hálfu Baugs hf. sem kaupanda, um framsal til Baugs hf. á hlutum að nafnverði 3.100.000 GBP í Arcadia Group Plc. á genginu 1,35 fyrir 4.185.000 GBP. Í raun var verið að leggja hlutafé Baugs hf. í Arcadia Group Plc. inn í A-Holding S.A. sem framlag Baugs hf. Skjal þetta samdi Magnús Guðmundsson í febrúar 2001. Með færslum þeim sem tilgreindar eru í þessum ákærulið var ranglega búinn til hagn­aður í bókhaldi Baugs hf. á árinu 2000 að fjárhæð kr. 164.610.536 og jafnframt var búin til skuld í bókhaldi félagsins á árinu 2001, að fjárhæð kr. 212.040.000, sem ekki átti við rök að styðjast. Þessar færslur voru leiðréttar í bókhaldi Baugs hf. á árinu 2003 þegar reikningar Baugs hf. hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. voru færðir inn í bókhald félagsins en þeim hafði af ráðnum hug verið haldið utan þess. Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 19. mars 2001, um afkomu fél­agsins á árinu 2000 var í samræmi við ársreikning félagsins fyrir það ár, sem meðal annars var byggður á framangreindum rangfærslum. Umræddar færslur höfðu þau áhrif á ársreikninginn að hagnaður eftir skatta var u.þ.b. kr. 115 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 24,2% hækkun hagnaðar, og eigið fé var 2,3% hærra en ella hefði verið. Jafnframt er ákærða Jóni Ásgeiri gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hluta­félaga­lögum með því að láta senda frá Baugi hf. til Verðbréfaþings Íslands, 19. mars 2001, framangreinda, opinbera tilkynningu, sem ákærða var ljóst að var röng, enda bar ársreikningurinn það með sér að félagið ætti engin hlutabréf í Arcadia Group Plc. Þessi tilkynning var í kjölfarið birt á heimasíðu Verðbréfaþings Íslands. Þannig skýrði ákærði vísvitandi og í blekkingarskyni rangt frá högum Baugs hf. á opinberum vettvangi og skapaði þar með vísvitandi, rangar hugmyndir um hag félagsins þannig að áhrif gat haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu. Meiri háttar bókhaldsbrot og rangar tilkynningar til Verðbréfaþings Íslands um afkomu Baugs hf. á fyrstu sex mánuðum ársins 2001. 15. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf., átt þátt í að búin væru til gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við aðra aðila og hagað bókhaldi Baugs hf. með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Þetta gerðu þeir með því að láta færa til eignar (........) í bókhaldi Baugs hf. og til tekna hjá Baugi hf., sem lækkuð vörukaup, kr. 61.915.000 á grundvelli rangs og tilhæfulauss kreditreiknings (afsláttar­reiknings) frá Nordica Inc., Miami í Flórída í Bandaríkjunum, dagsetts 30. ágúst 2001, að fjárhæð USD 589.890, sem jafngilti kr. 61.915.000 á færsludegi. Ákærða Jóni Gerald Sullenberger er gefið að sök að hafa aðstoðað ákærðu Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs hf. og stuðlað að bókhaldsbroti þeirra með því að útbúa framangreindan kreditreikning að tilhlutan ákærða Jóns Ásgeirs og samkvæmt fyrirsögn ákærða Tryggva. Reikningurinn átti sér ekki stoð í viðskiptum þeirra félaga sem ákærðu voru í fyrirsvari fyrir. Samtala þessa kreditreiknings frá Nordica Inc. og þeirrar fjárhæðar sem kom fram í yfirlýsingu frá P/F SMS í Færeyjum að jafnvirði kr. 46.679.000 var vegna mistaka færð öfugt í bókhald Baugs hf., með færsludegi 30. júní 2001, sem kostnaðarfærsla í stað tekjufærslu með textaskýringunni ”Lokaf. Kreditreikn. skv. JÁJ KSV”. Fylgiskjal í bókhaldi að baki færslunni er lokafærslublað frá endurskoðendum félagsins, dagsett 27. september 2001. Færslan var síðar leiðrétt með fskj. nr. I00751, dags 30.06.2001, með texta: „leiðr.lokafærsla v/bókað öfugt” Áhrif af færslunum á bókhald Baugs hf. var því eftirfarandi: Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 3. september 2001, um afkomu fél­agsins á fyrstu 6 mánuðum ársins 2001 var byggð á árshlutareikningi félagsins fyrir sama tímabil. Framangreindar færslur höfðu þau áhrif á árshlutareikninginn að hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA-hagnaður) var u.þ.b. 62 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 8,4% hækkun EBITDA-hagnaðar. Hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 43 milljónum hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 13,2% hækkun hagnaðar, og eigið fé var 0,4% hærra en ella hefði verið. Jafnframt er ákærða Jóni Ásgeiri gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hluta­félagalögum með því að láta senda frá Baugi hf. til Verðbréfaþings Íslands, 3. september 2001, framangreinda, opinbera tilkynningu, sem ákærða var ljóst að var röng en þessi tilkynning var í kjölfarið birt á heimasíðu Verðbréfaþings Íslands. Þannig skýrði ákærði vísvitandi og í blekkingarskyni rangt frá högum Baugs hf. á opin­berum vettvangi og skapaði þar með vísvitandi, rangar hugmyndir um hag félagsins þannig að áhrif gat haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu. 16. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf., átt þátt í að búin væru til gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við aðra aðila og hagað bókhaldi Baugs hf. með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Þetta gerðu þeir með því að láta færa til eignar (...........) í bókhaldi Baugs hf. og til tekna hjá Baugi hf. kr. 46.679.000 á grundvelli yfirlýsingar frá P/F SMS, dagsettrar 30. júní 2001, með fyrir­sögninni: „Credit Invoice” og textanum: „We confirm that Bónus Iceland share af Marketing support from Dagrofa July 1. 2000 – June 30. 2001 amounts to dkr. 3.900.000” en fjárhæðin jafngilti kr. 46.679.000 á færsludegi. Yfirlýsingin var útbúin að frumkvæði ákærðu Jóns Ásgeirs og Tryggva og höfðu ákærðu vitneskju um að hún átti sér ekki stoð í viðskiptum aðila. Baugur hf. átti stóran eignarhluta í P/F SMS. Færslur vegna þessarar yfirlýsingar voru gerðar í bókhaldi aðalskrifstofu Baugs hf. Samtala fjárhæðarinnar sem fram kom í fyrrnefndri yfirlýsingu og kreditreikningsins frá Nordica Inc. að jafnvirði kr. 61.915.000 var vegna mistaka færð öfugt í bókhald Baugs hf., með færsludegi 30. júní 2001, sem kostnaðarfærsla í stað tekjufærslu með textaskýringunni „Lokaf. Kreditreikn.skv. JÁJ KSV”. Fylgiskjal í bókhaldi að baki færslunni er merkt I00751. Færslan var síðar leiðrétt með fskj. nr. I00751, dags 30.06.2001, með texta: „leiðr.lokafærsla v/bókað öfugt”. Áhrif af færslunum á bók­hald Baugs hf. var því eftirfarandi: Í árslok 2001 var áhrifum tekjufærslu vegna yfirlýsingarinnar frá P/F SMS eytt úr bókhaldi Baugs hf. með færslu með færslutextanum: „Lokaf. 1 bakf. kreditreikn. frá SMS skv. TJ/JÁJ” og sama fjárhæð færð til lækkunar eignfærðri kröfu á biðreikningi. Tilkynning Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, birt 3. september 2001, um afkomu félagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins 2001 var í samræmi við árshlutareikning félagsins fyrir sama tímabil, sem meðal annars var byggður á framangreindum rang­færslum. Framangreindar færslur höfðu þau áhrif á árshlutareikninginn að hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA-hagnaður) var u.þ.b. 46 milljónum kr. hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 6,2% hækkun EBITDA-hagnaðar. Hagnaður eftir skatta var u.þ.b. 32 milljónum hærri en ella hefði verið, sem samsvarar 9,6% hækkun hagn­aðar, og eigið fé var 0,3% hærra en ella hefði verið. Jafnframt er ákærða Jóni Ásgeiri gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hluta­félagalögum með því að láta senda frá Baugi hf. til Verðbréfaþings Íslands, 3. september 2001, framangreinda, opinbera tilkynningu, sem ákærða var ljóst að var röng en þessi tilkynning var í kjölfarið birt á heimasíðu Verðbréfaþings Íslands. Þannig skýrði ákærði vísvitandi og í blekkingarskyni rangt frá högum Baugs hf. á opin­berum vettvangi og skapaði þar með vísvitandi, rangar hugmyndir um hag félagsins þannig að áhrif gat haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu. Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt ákæruliðum 10-16 teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Einnig teljast brot ákærða, samkvæmt framan­greindum ákæruliðum, varða við 1., sbr. 3. mgr., 158. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 153. gr. og 1. mgr. 154. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Brot ákærða samkvæmt ákærulið 10 telst til vara varða við 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr., hluta­félagalaga nr. 2/1995. Brot ákærða Tryggva samkvæmt ákæruliðum 11-16 teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Til vara við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr., laga nr. 145/1994 um bókhald. Brot ákærða Jóns Geralds, samkvæmt ákærulið 15, telst varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr., laga nr. 145/1994 um bókhald. IV. kafli. Meiri háttar bókhaldsbrot 17. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot, með því að Tryggvi lét færa, með vilja og vitneskju ákærða Jóns Ásgeirs, rangar og tilhæfu­lausar færslur um viðskipti og notkun fjármuna í bókhald Baugs hf. þannig að þar var færð sala á hlutabréfum Baugs hf. í félaginu sjálfu að nafnverði kr. 40.000.000 en bókfærðu verði kr. 330.764.000, miðað við færsludag 30. júní 1999. Hlutabréfin voru í raun afhent Kaupthing Bank Luxembourg S.A. til varðveislu inn á fjár­vörslu­reikning Baugs hf., sem stofnaður var á grundvelli samnings milli Baugs hf. og bankans, dagsetts 14. október 1998. Ákærðu ráðstöfuðu bréfunum og andvirði þeirra til greiðslu ýmissa fjárskuldbindinga sem tengdust Baugi hf., þar með talið til nokkurra af æðstu stjórnendum hlutafélagsins, án þess að þessara ráðstafana væri getið í bókhaldi Baugs hf. Samkvæmt bókhaldsfærslunni var Kaupþing hf. sagður kaup­andi og kaupverð hlutanna eignfært á viðskiptareikningi Kaupþings hf. hjá Baugi hf. og myndaði færslan þannig tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. við Baug hf. í bók­haldi Baugs. Færslan, til eignar á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf., sem þannig myndaði til­hæfu­lausa skuld Kaupþings hf. við Baug hf. í bókhaldi Baugs hf., var eingöngu byggð á handskrifuðu, ódagsettu og óundirrituðu fylgiskjali þar sem fram kom eftirfarandi: „Baugur kaupir 5% í Baugi og fær lán hjá FBA ... Selur Kaupþingi 4/5 hlut 330.764.000 út af biðreikn. D/viðskm. KÞ“. Brot ákærðu Jóns Ásgeirs og Tryggva samkvæmt ákærulið 17 teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. V. kafli. Fjárdráttur í tengslum við skemmtibátinn Thee Viking og notkun greiðslukorts 18. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefinn að sök fjárdráttur með því að hafa, á tímabilinu frá 20. janúar 2000 til 11. júní 2002, dregið Fjárfestingarfélaginu Gaumi, einka­hlutafélagi sem á þessum tíma var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs, föður hans, móður og systur, samtals kr. 32.262.645, frá Baugi hf. til að fjármagna eignarhlutdeild Fjár­festingarfélagsins Gaums ehf. í skemmtibátnum Thee Viking og greiða kostnað vegna hans. Brot ákærðu fólust í því að ákærði Tryggvi, aðstoðarforstjóri Baugs hf., lét með vitund og vilja ákærða Jóns Ásgeirs, forstjóra félagsins, félagið greiða 31 reikning, sem gefnir voru út af félaginu Nordica Inc. á hendur Baugi hf., vegna útgjalda sem voru Baugi hf. óviðkomandi. Reikningar þessir voru að stærstum hluta vegna afborgana af lánum, rekstrarkostnaðar og annars tilfallandi kostnaðar vegna skemmtibátsins Thee Viking sem staðsettur var í Miami í Flórída í Bandaríkjunum. Skráður eigandi Thee Viking, samkvæmt kaupsamningi dagsettum 30. september 1999, var félagið New Viking Inc., skrásett í Delaware í Bandaríkjunum. Eigendur Fjár­festingarfélagsins Gaums ehf. töldu félagið eiga eignarhlutdeild í skemmtibátnum. Ákærði Tryggvi gaf Jóni Gerald Sullenberger, eiganda og framkvæmdastjóra Nordica Inc. og New Viking Inc., fyrirmæli um á hendur hverjum reikningarnir skyldu gefnir út, fjárhæðir þeirra og skýringartexta. Fjárhæð umræddra reikninga var samtals 356.159 USD en sá hluti þeirra sem dreginn var Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. úr sjóðum Baugs hf. var samtals að fjárhæð 352.809 USD. Reikningarnir voru áritaðir af ákærða Tryggva um samþykki og gjaldfærðir í bókhaldi Baugs hf. sem „Tæknileg aðstoð án vsk“ eða „Ferðakostnaður erlendis án vsk“. Gjaldfærður kostnaður í bókhaldi Baugs hf. vegna þessara reikninga var samtals kr. 32.262.645 og er þá útlagður bankakostnaður aðeins talinn með í þeim tilvikum sem annar kostnaður var ekki greiddur á sama tíma. Í neðangreindri töflu eru fjárdráttartilvikin sundurliðuð: 19. Ákærða Tryggva er gefinn að sök fjárdráttur með því að hafa dregið sér samtals kr. 1.315.507 á tímabilinu frá 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002, þegar ákærði lét Baug hf. greiða félaginu Nordica Inc. í Bandaríkjunum í 13 skipti reikninga sem gefnir voru út af Nordica Inc. á hendur Baugi hf., vegna persónulegra útgjalda ákærða sem voru Baugi hf. óviðkomandi. Ákærði stofnaði einkum til útgjaldanna erlendis með úttektum á American Express greiðslukorti í reikning Nordica Inc., sem það lagði út fyrir og innheimti síðan hjá Baugi hf., samkvæmt fyrirmælum ákærða. Skýr­ingar­texti reikninganna gaf til kynna að þeir væru vegna ferða- og dvalarkostnaðar erlendis. Úttektirnar voru í raun vegna kaupa Tryggva á varningi og þjónustu í eigin þágu, meðal annars í tónlistarverslunum, tískuvöruverslunum, golfvöruverslun, skemmti­garði, veitingastöðum og vegna kaupa á sláttudráttarvél. Ákærði, sem var að­stoð­ar­forstjóri Baugs hf. á þessum tíma, hafði til afnota greiðslukort frá Baugi hf. til þess að greiða með kostnað vegna rækslu starfa í þágu félagsins erlendis. Ákærði áritaði alla 13 reikningana um samþykki, en þeir voru án fylgigagna og samtals að fjárhæð 14.354,10 USD, og lét færa þá til gjalda í bókhaldi Baugs hf. sem „Ferða­kostnaður erlendis án vsk“ eða sem „Tæknileg aðstoð án vsk“. Gjaldfærður kostnaður í bókhaldi Baugs hf. vegna þessara reikninga var samtals kr. 1.315.507 og er þá út­lagður banka­kostnaður aðeins talinn með í þeim tilvikum sem annar kostnaður var ekki greiddur á sama tíma. Í neðangreindri töflu eru fjárdráttartilvikin sundurliðuð: Brot ákærða Jóns Ásgeirs, samkvæmt ákærulið 18, telst varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot ákærða Tryggva, samkvæmt ákæruliðum 18 og 19, teljast varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar fyrir framangreind brot.” Ákærðu neita sök og hafa verjendur þeirra krafist sýknu og að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun þeirra, verði greiddur úr ríkissjóði. Upphaf máls þessa má rekja til þess að 13. ágúst 2002 kom Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður á fund Jóns H.B. Snorrasonar, sem þá var sak­sóknari við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Jón H.B. bar að Jón Steinar hefði haft með sér talsvert af gögnum og óskað eftir að leggja fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds Sullenberger, meðal annars á hendur ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva. Jón Gerald, sem einnig er ákærður, kom svo til skýrslutöku hjá efna­hags­brotadeild ríkislögreglustjóra klukkan 10.00 að morgni sunnudagsins 25. ágúst 2002. Í skýrslunni kvaðst hann “vilja greina frá atvikum sem hann taldi að kunni að varða við lög”, eins og segir í skýrslu lögreglufulltrúa. Jón Gerald kvaðst vera kaupsýslumaður, búsettur í Flórída og reka þar fyrirtækið Nordica Inc. Hann hafi um langt skeið stundað stórinnkaup á vörum í Bandaríkjunum er hann hafi selt til Íslands. Stærstu viðskiptavinir hans þar hafi verið fyrirtæki feðganna Jóhannesar Jónssonar og sonar hans Jóns Ásgeirs, sem er ákærður í málinu. Hin síðari ár hafi þeir verið einu viðskiptavinir hans, en viðskiptin verið honum mjög óhagstæð og hafi hann tapað á þeim síðustu þrjú árin. Kvaðst Jón Gerald hafa leitað til lögmannsins er hafi ráðlagt honum að leita til lögreglu og aðstoðað hann við það. Jafnframt væri lögmaðurinn að undir­búa einkamál vegna viðskiptanna. Samkvæmt gögnum málsins slitnaði upp úr sam­skiptum Jóns Geralds og Baugs hf., og þeirra sem honum tengdust, vorið 2002. Einka­málum, sem risið höfðu milli þeirra vegna viðskiptanna, lauk með sátt í Banda­ríkjunum í ágúst 2003 og á sama ári féll niður einkamál sem höfðað hafði verið hér á landi. Í lögregluskýrslunni er haft eftir Jóni Gerald að meint brot þeirra feðga og Tryggva Jónssonar hafi annars vegar verið þau að fá hann til að gefa út reikninga til að ná fé út úr Baugi hf. og hins vegar snúi þau að kaupum og rekstri skemmtisnekkju í Flórída, sem hafi verið fjármögnuð af fyrirtækjum þeirra feðga. Á grundvelli fram­burðar Jóns Geralds og gagna frá honum var krafist dómsúrskurðar 28. ágúst, er heimilaði leit í húsnæði fyrirtækjanna Aðfanga hf. og Baugs hf. og jafnframt að handtaka framangreinda Jón Ásgeir og Tryggva. Héraðsdómur Reykjavíkur heimilaði leit þennan sama dag og við leitina var lagt hald á mikið af gögnum. Þá var Tryggvi handtekinn og hafður í haldi lögreglu þar til síðdegis næsta dag. Jón Ásgeir var erlendis. Rannsókn lögreglu sem hófst í lok ágúst 2002 hélt áfram næstu árin og teygði anga sína víða um lönd. Henni lauk með því að ríkislögreglustjóri gaf út ákæru 1. júlí 2005 á hendur Jóhannesi Jónssyni, syni hans, Jóni Ásgeiri, dóttur hans, Kristínu, framan­greindum Tryggva og tveimur endurskoðendum, Stefáni Hilmari Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur, og var málið þingfest 17. ágúst. Héraðsdómur taldi vera annmarka á málinu, er væru þess eðlis að varða kynni frávísun. Var málflytjendum gefinn kostur á að flytja málið varðandi þau atriði 13. september og með úrskurði 20. sama mánaðar vísaði héraðsdómur málinu frá dómi. Ríkislögreglustjóri kærði úr­skurðinn til Hæstaréttar og með dómi hans 10. október var fyrstu 32 ákæruliðunum vísað frá dómi. Dómur gekk um þá 8 ákæruliði sem eftir voru, 15. mars 2006 og voru ákærðu öll sýknuð. Hæstiréttur staðfesti dóminn 25. janúar sl. Eftir að frávísunardómur Hæstaréttar gekk sagði ríkislögreglustjóri sig frá málinu og, eftir að ríkissaksóknari sagði sig líka frá því, setti dómsmálaráðherra sérstakan ríkissaksóknara til að fara með það og gaf hann út ákæruna. I. kafla ákærunnar, ákærulið 1, var vísað frá héraðsdómi 30. júní 2006. Hæstiréttur staðfesti frá­vísunarúrskurðinn með dómi 21. júlí sama ár. Upphaf rekstrar Baugs hf. má rekja til þess að í apríl 1989 opnuðu þeir feðgar, Jóhannes og Jón Ásgeir, lágvöruverðsverslunina Bónus. Starfsemin óx með árunum og var Baugur hf. stofnað í júlí 1998 með samruna nokkurra félaga, sem störfuðu á sviði smásöluverslunar. Núna er starfsemin hluti af fyrirtækinu Baugur Group, sem er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á fjárfestingar í þjónustu og smásölu­verslun og fasteignarekstur á Íslandi og erlendis. Á þeim tíma sem rannsókn lögreglu hófst, þ.e. í ágúst 2002, var ákærði, Jón Ásgeir, stjórnarformaður Baugs hf., en hann hafði verið forstjóri þess frá 7. júlí 1998 til 3. júní 2002. Ákærði, Tryggvi Jónsson, tók þá við starfi forstjóra, en hann hafði verið aðstoðarforstjóri frá miðju ári 1998. Á meðan ákærði, Tryggvi, gegndi stöðu aðstoðar­forstjóra fór hann með daglega stjórn fjármála fyrirtækisins. Gaumur ehf., sem við sögu kemur hér síðar, er fjárfestingarfélag í eigu ákærða, Jóns Ásgeirs, foreldra hans og Kristínar, systur hans, sem er fram­kvæmda­stjóri félagsins. Í II. kafla ákærunnar, sem ber heitið Lánveitingar andstæðar lögum um hlutafélög, er ákærða, Jóni Ásgeiri, sem forstjóra Baugs hf., gefið að sök brot gegn lögum um hlutafélög með því að láta veita lán af fjármunum Baugs hf. til Fjár­festingar­félagsins Gaums ehf., Fjárfars ehf. og Kristínar Jóhannesdóttur á árunum 1999-2001. Baugur hf. hafi á þessum tíma verið skráð hlutafélag á aðallista Verð­bréfa­þings Íslands með dreifða eignaraðild. Í ákæruliðum 2-6 er ákærða gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa látið Baug hf. veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán eins og nánar er rakið í þessum liðum. Í ákæruliðum 7-8 er ákærða gefið að sök brot gegn sömu lögum með því að hafa látið Baug hf. veita Fjárfari ehf., hluthafa í Baugi hf., lán eins og rakið er í þessum liðum ákærunnar. Loks er ákærða í 9. ákærulið gefið að sök brot gegn sömu lögum með því láta Baug hf. veita Kristínu Jóhannesdóttur, hluthafa í Baugi hf., lán eins og rakið er í ákæruliðnum. Í ákærunni eru brot ákærða samkvæmt ákæruliðum 3, 4 og 6 talin varða við 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 og brot ákærða samkvæmt ákæruliðum 2, 5, 7, 8 og 9 eru talin varða við 2. mgr. 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr. sömu laga. 104. gr. laga nr. 2/1995 er í XII. kafla laganna sem ber heitið Arðsúthlutun, vara­sjóðir o.fl. Samkvæmt 1. mgr. 104. gr. er hlutafélagi hvorki heimilt að veita hlut­höfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félagsins, eða móðurfélags þess, lán né setja tryggingu fyrir þá. Félagi er einnig óheimilt að veita þeim lán eða setja fyrir þann tryggingu sem giftur er eða í óvígðri sambúð með aðila samkvæmt 1. málslið eða er skyldur honum að feðgatali eða niðja ellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri. Ákvæði þessarar málsgreinar taka þó ekki til venjulegra við­skipta­lána. Samkvæmt 2. mgr. má hlutafélag ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess hvort heldur móðurfélagið er hlutafélag eða einka­hlutafélag. Hlutafélag má heldur ekki leggja fram fé né setja tryggingu í tengslum við slík kaup. Ákvæðin eiga þó ekki við um kaup starfsmanna félagsins eða tengds félags á hlutum eða kaup á hlutum fyrir þá. Samkvæmt 2. tl. 153. gr. laga nr. 2/1995 varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að brjóta vísvitandi ákvæði laganna um lán eða tryggingu til handa hlut­höfum o.fl. (104. gr.). Eins og hér kemur fram lýtur verknaðarlýsing 104. gr. ekki að athöfnum einstakl­ings heldur hlutafélags. Í 153. gr. er engin verknaðarlýsing heldur vísar hún til 104. gr. Í 4. mgr. 104. gr. segir að hafi félagið innt af hendi greiðslur í tengslum við ráðstafanir sem andstæðar eru 1. og. 2. mgr. skuli endurgreiða þær með dráttar­vöxtum. Og í 5. mgr. segir að ef ekki sé unnt að endurgreiða féð eða afturkalla trygg­ingu séu þeir sem gerðu eða framkvæmdu síðar ráðstafanir samkvæmt 1. og 2. mgr. ábyrgir fyrir tapi félagsins. Í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. lög nr. 97/1995, segir að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi, sem var refsi­verð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað, eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Þetta ákvæði hefur í framkvæmd verið talið gera ákveðnar kröfur til skýrleika refisheimilda, meðal annars með hliðsjón af túlkunum á 6. og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hér að framan voru rakin þau ákvæði 104. gr. laga nr. 2/1995 sem ákæru­valdið telur ákærða hafa brotið. Í þeim ákvæðum er lagt bann við tilteknum athöfnum hluta­félags en ekki einstaklings. Þá er í greininni kveðið á um hvernig brugðist skuli við ef veitt eru lán eða tryggingar í andstöðu við bann greinarinnar. Í 2. tl. 153. gr. laganna er einungis sagt að það varði refsingu að brjóta gegn 104. gr. eins og rakið var. Samkvæmt þessu er verulegur brestur á að refsiheimild 104. gr. sé svo skýr að hægt sé að dæma einstakling á grundvelli hennar. Af þessari ástæðu og með vísan til 69. gr. stjórnarskrárinnar er óhjákvæmilegt að vísa II. kafla ákærunnar, ákæruliðum 2-9, frá dómi. III. kafli ákærunnar, ákæruliðir 10-16, ber heitið: Meiri háttar bókhaldsbrot, rang­færsla skjala og brot gegn lögum um hlutafélög. Í ákærulið 10 er ákærði, Jón Ásgeir, einn ákærður, en hann og ákærði, Tryggvi, í ákæruliðum 11-16. Ákærði, Jón Gerald, er ákærður með þeim í ákærulið 15. Nú verður gerð grein fyrir hverjum ákærulið fyrir sig og niðurstöðu dómsins varðandi hvern þeirra. Ákæruliður 10. Í þessum lið segir að ákærða, Jóni Ásgeiri, sé gefið að sök meiri háttar bókhalds­brot með því að láta færa í bókhaldi Baugs hf. sölu á hlutafé félagsins í Baugi.net ehf., að nafnverði 2.500.000 krónur til Fjárfars ehf., sem ákærði stjórnaði og réð yfir, fyrir 50.000.000 króna. Síðan er því lýst í ákæruliðnum hvernig þessi sala var færð í bókhaldi Baugs hf. Þá er því lýst að Fjárfar ehf. hafi ekki greitt fyrir hlutaféð og hvernig við hafi verið brugðist með færslum í bókhaldi Baugs hf. sem lauk með eignfærslu 28. febrúar 2002 eins og rakið er í ákærunni. Í þessari efnislýsingu er því í engu lýst í hverju brot ákærða á að vera fólgið. Aðeins er lýst færslum á viðskiptum sem gengu ekki eftir og hvernig við var brugðist með bakfærslu og loks eignfærslu á hlutabréfum sem höfðu verið seld, en kaupin gengið til baka. Í 116. gr. laga um meðferð opinberra mála kemur fram hvað greina skuli í ákæru, en samkvæmt c – lið er það hvert brotið er sem ákært er út af, hvar og hvenær það er talið framið, heiti þess að lögum og önnur skilgreining og loks heimfærsla þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta. Til að ákæra geti uppfyllt þessi skilyrði laganna verður verknaðarlýsing hennar að vera þannig úr garði gerð að hvorki ákærði né dómari þurfi að vera í vafa um hvaða refsiverð háttsemi ákærða er gefin að sök. Verður að vera hægt að ráða þetta af ákærunni einni saman og skiptir engu hvaða ályktanir megi draga af rannsóknargögnum eða hvað ákærða kann að vera ljóst vegna rann­sóknar málsins. Með ákærunni á þannig að leggja fullnægjandi grundvöll að málinu svo hægt sé að fella dóm á það samkvæmt því sem í ákærunni er tilgreint. Í þessum ákærulið er ætluðu broti ákærða ekki lýst og er ákæruliðurinn því ekki í samræmi við nefnt lagaákvæði og óhjákvæmilegt að vísa honum frá dómi. Breytir engu um þessa niðurstöðu að í ákæruliðnum er talað um að tilkynningar Baugs hf. til Verð­bréfa­þings Íslands hafi byggst á “framangreindri rangfærslu”, enda rangfærslunni í engu lýst. Til vara er ákærða gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum eins og rakið er. Með vísun til þess sem segir um refsiheimild hlutafélagalaga í III. kafla hér að framan er varakröfu ákæruvaldsins einnig vísað frá dómi. Ákæruliður 11. Í þessum ákærulið er ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf., látið búa til gögn sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum við aðra aðila og hagað bókhaldinu með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Um hafi verið að ræða ranga og tilhæfulausa færslu að fjárhæð 25.000.000 króna til eignar á viðskipta­mannareikningi Kaupþings hf. og til tekna hjá Baugi hf. svo sem nánar er rakið í ákæru. Jafnframt er ákærða, Jóni Ásgeiri, gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hluta­félagalögum með því að láta senda frá Baugi hf. til Verðbréfaþings Íslands, 28. ágúst 2000 og 19. mars 2001, opinberar tilkynningar sem ákærða hafi verið ljóst að voru rangar og þannig skýrt vísvitandi og í blekkingarskyni rangt frá högum Baugs hf. á opinberum vettvangi og skapað þar með rangar hugmyndir um hag félagsins þannig að áhrif gat haft á sölu eða söluverð hluta í félaginu. Með færslu 30. apríl 2000, sem merkt er nr. L0565, og með skýringartextanum “Tekjur v. ábyrgð á hlutabréfum” er viðskiptamannareikningur Kaupþings hf. eign­færður fyrir 25.000.000 króna með mótfærslu sömu fjárhæðar kredit á bók­halds­lykilinn F 51990 “aðrar fjármunatekjur”. Fylgiskjalið með þessari færslu er hand­skrifað og óundirritað blað með sömu dagsetningu þar sem eftirfarandi skýring kemur fram: “Tekjur Baugs v/ ábyrgðar á hlutabréfum í UVS. Heildartekjur 50 mills. 25 tekju­fært í apríl samkv. TJ.” Auk þess koma fram á blaðinu færslufyrirmælin: D/viðskm. Kaupþing, K/51990-2-2. og færslumerkingin L 0565. Engin ytri gögn fylgja til staðfestingar þessarar færslu. Framangreind færsla er síðan millifærð með sömu dagsetningu milli bókhalds­lykla með færslu nr. L0618 og textanum “Lei.þóknun vegna hlutabréfa”, þannig að færðar eru 25.000.000 króna debet á fyrrgreindan bókhaldslykil F 51990 og kredit á bók­haldslykil F199222 “Tekjur utan samstæðu án vsk”. Síðastnefnd færsla er síðan bakfærð við gerð ársreiknings Baugs hf. fyrir reiknings­tímabilið 1. mars 2002 til 28. febrúar 2003 þannig að 25.000.000 króna eru færðar kredit á viðskiptamannareikning Kaupþings hf., ásamt öðrum færslum, og sama fjárhæð debet gegnum rekstrarreikning á bókhaldslykil F 52255 “Fjármagnsk. v. Kaupþ.Lux (rekstrarr)” með textanum “Bakf.fskj.L0565”. Þessi bakfærsla, sem er dagsett 28. febrúar 2003, er gerð í tengslum við afstemmingu á vörslureikningi hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. (hér eftir nefnt Kaupthing Lux), sbr. ákærulið 17 hér á eftir, en vörslureikningnum var þá lokað. Eftir þessa bakfærslu eru áhrif upp­haflegra færslna á efnahag og rekstrarniðurstöðu færð til baka. Ákærði, Jón Ásgeir, kannaðist hvorki við færslu nr. L 0565 né fylgiskjalið sem henni fylgir. Hann bar að færslan tengdist ekki hlutabréfum í félaginu Urði Verðandi Skuld. Kvaðst hann telja að ákærði, Tryggvi, hafi útbúið færsluskjalið og fengið það stað­fest eftir á af endurskoðanda félagsins að um eðlilega tekjufærslu hefði verið að ræða. Ákærði kvaðst ekki hafa komið nálægt gerð skjalsins. Ákærði, Tryggvi, kannaðist ekki við handskrifaða fylgiskjalið, sem dagsett er 30. apríl 2000, og lá til grundvallar færslu L 0565 og neitaði að hafa komið að gerð þess á nokkurn hátt eða því að það hafi verið notað í bókhaldi Baugs hf. fyrir hans tilstilli. Hann upplýsti þó að UVS sé fyrirtækið Urður Verðandi Skuld. Nánar að­spurður bar hann að menn í yfirstjórn Baugs hf. hafi verið mikið á ferðalögum erlendis á þessum tíma og þess vegna hafi oft þurft að fara hratt yfir sögu varðandi ýmis mál með fjármálastjóra Baugs hf. Hann kvaðst hafa verið að segja fjár­mála­stjór­anum frá því að Baugur hf. hefði fjárfest í hlutabréfum í Urði Verðandi Skuld og jafn­framt því verið að tala við fjármálastjórann um eitt og annað varðandi vörslu­reikn­inga, sbr. ákærulið 17, og að Baugur hf. væri með hlutabréf þar inni og það ætti að færa þar verðbætur upp á 25 milljónir. Fjármálastjórinn hafi hins vegar nokkru síðar útbúið færslu eða fylgiskjal í þessu sambandi og þar hafi þetta misfarist. Ákærði hafi síðan ekki séð þetta fylgiskjal fyrr en við yfirheyrslur hjá lögreglu. Fylgiskjalið sé því ekki lýsandi um það sem þarna var verið að gera eða framkvæma. Ákærði bar að engin ytri fylgiskjöl hafi legið til grundvallar þessari færslu og það eina sem sé rétt í fylgiskjalinu séu bókhaldslyklarnir. Ekki hafi verið um að ræða neina ábyrgð Baugs hf. á hlutabréfum í Urði Verðandi Skuld, en á þessum tíma hefði Baugur hf. verið að kaupa hlutabréf í því fyrirtæki fyrir eina milljón dollara, en þau hefðu verið flutt á vörslureikninginn í Luxemborg. Færslurnar hafi ekkert með Urði Verðandi Skuld að gera. Þetta séu fyrst og fremst verðbætur á eigin hlutabréf, sem voru þarna úti í Luxemborg. Hann mundi ekki nákvæmlega hvernig fjárhæðin 25 milljónir var fundin, enda sé langt um liðið, en ákvörðun fjárhæðarinnar hafi verið frekar varfærin ef eitthvað var. Varðandi uppfærslu verðbréfaeignarinnar, sem var seld samkvæmt bókum Baugs hf., vísaði ákærði til þess að skráning á eigin hlutabréfum hafi farið að nafninu til yfir á Kaupþing hf. á árinu 1999, sbr. ákærulið 17., en síðar hafi verið litið á vörslureikninginn hjá Kaupthing Lux sem venjulegan vörslureikning. Þessi verð­bóta­færsla hafi verið færð eingöngu í eitt skipti. Ákærði vísaði til þess að fjárhæðin og færslan hafi verið rétt en skýringartextinn ekki réttur. Ákærði bar að tölvupóstur frá honum, frá 3. ágúst 2000, til Magnúsar Guðmundssonar framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi í Luxemborg, styðji framburð sinn. Þar sé minnst á hugsanlega ábyrgðar­þóknun til handa Baugi hf. frá Kaupþingi hf. að fjárhæð 500.000 bandaríkjadalir, vegna hlutabréfa í Urði Verðandi Skuld, en bréfin hafi átt að selja viðskiptavini Kaupþings hf. Væntanlegur kaupandi hefði hins vegar hætt við kaupin og hefði því grund­völlurinn fyrir tekjum af ábyrgðarþóknuninni fallið niður. Nefndur tölvupóstur var borinn undir nefndan Magnús sem kannaðist ekki við að Kaupþing hf. hafi skuldað Baugi hf. hálfa milljón bandaríkjadala vegna ábyrgðar­þóknunar og bar hann að engar færslur þar að lútandi væru á bankareikningum Baugs hf. hjá Kaupthing Lux. Linda Jóhannsdóttir, fjármálastjóri Baugs hf., bar um fylgiskjal nr. L 0565 að það hafi orðið til í samtölum hennar og ákærða, Tryggva, og þetta hafi verið punktar sem hún tók niður á fundi með honum. Linda bar að fyrirtækið Urður Verðandi Skuld hafi ekki verið skráð í bækur Baugs hf. hér heima. Að öðru leyti mundi hún ekki eftir til­drögum færslunnar. Hún kveðst hafa fært áfallnar verðbætur á öll lán í hverjum mánuði og varðandi 25 milljónirnar líti út fyrir að þarna hafi verið um að ræða upp­færslu á verðbótum á þessa eign. Ástæða þess að þetta hafi verið fært á Kaupþing hf. sé að til hafi verið lykill á efnahagsreikningi á Kaupþing hf. og hlutabréf hafi verið í umsjá Kaupþings hf. Linda bar að vel geti verið að hún hafi verið að rugla þessu saman við eitthvað annað. Af hálfu ákærðu er því haldið fram að með eign- og tekjufærslu á þeim 25.000.000 króna sem ákært er fyrir hafi verið ætlunin að tekjufæra verðhækkanir á eigin hlutum Baugs hf., sem fluttir höfðu verið á vörslureikning félagsins hjá Kaupthing Lux. Verður því ekki komist hjá því að taka afstöðu til þess hvort slík færsla kunni að hafa verið réttlætanleg. Eins og rakið verður hér á eftir í umfjöllun um ákærulið 17 er það niðurstaða dómsins að 40.000.000 hlutir hafi áfram verið í eigu Baugs hf., þrátt fyrir flutninginn yfir á vörslureikning félagsins í júní 1999 og tilgreiningu Kaupthing Lux sem eiganda þeirra að nafninu til. Þá kemur fram samkvæmt yfirliti yfir vörslureikning Baugs hf. hjá Kaupthing Lux að 20.000.000 hlutir voru færðir út af reikningnum 15. júní 1999 til þess að fullnægja kaupréttarákvæðum æðstu stjórnenda Baugs hf. að hluta. Það er þannig ljóst að í lok júní 1999 stóðu eftir 20.000.000 hlutir í Baugi hf. sem, miðað við gengið 8,2691, voru bókfærðir á 165.382.000 krónur, sbr. nánar ákærulið 17. Miðað við yfirlit frá Kaupthing Lux yfir vörslureikning nr. 400017 voru þessir 20.000.000 hlutir óhreyfðir á vörslureikningnum í lok júní 2000. Svo sem lýst er hér að framan var færsla nr. L 0565 dagsett 30. apríl 2000 en þá var skráð gengi hluta í Baugi hf. 13. Gengi hlutanna í lok 6 mánaða uppgjörstímabilsins, það er 30. júní 2000, var 12,65. Af þessu verður ráðið að virði eigin hlutanna í Baugi hf. var mun hærra en bókfært verð þeirra. Samkvæmt áliti reikningsskilanefndar Félags löggiltra endurskoðenda frá 29. september 1999 skal færa eigin hlutabréf hlutafélags til lækkunar á eigin fé, en álit þetta byggði á áliti álitsnefndar alþjóðlegu reikningsskilanefndarinnar (Standing Interpretation Committee – SIC), sem byggði meðal annars á alþjóðlegum reiknings­skila­staðli nr. 32 (IAS 32). Með lögum nr. 45/2005 er lögfest reglugerð ESB nr. 1606/2002, um innleiðingu reikningsskilastaðla reikningsskilanefndar IASB (International Accounting Standards Board). Fyrir gildistöku nefndra laga kemur ekki til álita að beita þessum reikningsskilastöðlum í málinu. Meginreglan um skráningu veltufjármuna var í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 144/1994 um ársreikninga en þar segir að veltufjármuni skuli ekki færa til eignar við hærra verði en kostnaðarverði eða raunverði ef það er lægra, sbr. nú 1. mgr. 32. gr. laga nr. 3/2006. Frávik frá þessari reglu var í 29. gr. þágildandi ársreikningslaga þar sem segir að verðbréf sem ekki séu ætluð til varanlegrar eignar og skráð séu á opin­beru verðbréfaþingi sé heimilt að meta við síðasta skráða kaupgengi þrátt fyrir ákvæði 26. gr. Samkvæmt 34. gr. þágildandi laga um ársreikninga var aðalreglan að eigin hlutir skyldu færðir til lækkunar á heildarhlutafé. Undantekningin var að eigin hlutir, sem keyptir höfðu verið á síðustu tveimur reikningsárum, mátti færa til eignar enda hefði þeirra verið aflað í þeim tilgangi að selja þá aftur. Samkvæmt reglugerð nr. 696/1996, um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga, er gert ráð fyrir því, sbr. t.d. í 4. tl. c liðar 3. gr., undir liðnum verðbréf og eignarhlutar, að meðal eigna í efnahagsreikningi skuli sérgreina eigin hluti, sbr. 34. gr. laga um árs­reikninga. Ákvæði nefndrar reglugerðar eru misvísandi varðandi það hvort færa skuli mats­breytingar eignarhluta í skráðum félögum á rekstrarreikning eða eigið fé, þó líklegast sé að matsbreyting hlutabréfa á markaði eigi að fara á eigið fé, sbr. 2. tl. d liðar 3. og 4. gr. reglugerðarinnar. Af framansögðu má ráða að eignfærsla eigin hluta Baugs hf. hafi ekki verið óheimil enda hefur komið fram í málinu að þeirra hafi verið aflað til þess að uppfylla kaup­réttarákvæði í samningum við æðstu stjórnendur félagsins. Óljósara er með heimild til tekjufærslu hækkana á matsverði eigin hluta gegnum rekstrarreikning. Þessi vafi leiðir til þess að ekki verður byggt á því í refsimáli að slík hækkun hafi verið óheimil. Hér fyrr var það rakið að ákærði, Tryggvi, bar fyrir dómi að fylgiskjalið frá 30. apríl 2000, sem lá til grundvallar færslu nr. L 0565, hafi verið efnislega rangt og ekki tengst fyrirtækinu Urði Verðandi Skuld eins og það bar með sér að gera. Þá bar ákærði, Jón Ásgeir, að nefnd færsla hafi ekki tengst hlutabréfum þeim sem Baugur átti í Urði Verðandi Skuld. Með framburði ákærðu og vitna er sannað að framangreint fylgiskjal, sem lá til grundvallar færslu nr. L 0565, er efnislega rangt og tengist ekki fyrirtækinu Urði Verðandi Skuld, eins og það ber með sér að gera. Fyrir liggur í málinu að fylgiskjalið varð til eftir fund milli ákærða, Tryggva, og fjármálastjóra Baugs hf. Skýring ákærða, Tryggva, um að um misskilning hafi verið að ræða við gerð fylgiskjalsins fær stuðning í framburði fjármálastjórans, sem ekki útilokar að um slíkt hafi verið að ræða. Samkvæmt þessu er ósannað að ákærði, Tryggvi, hafi af ásetningi eða af stór­felldu gáleysi látið búa til fylgiskjalið með hinu ranga efni og verður hann því sýknaður af þessum ákærulið. Þá er ósannað að ákærði, Jón Ásgeir, hafi vitað um þau gögn sem til urðu í samskiptum þeirra ákærða, Tryggva, og fjármálastjórans og færslu þeirra. Það er einnig ósannað að ákærði hafi vitað annað en tilkynningar, sem sendar voru Verðbréfaþingi Íslands, hafi verið réttar. Ákærði, Jón Ásgeir, er því einnig sýknaður af því sem á hann er borið í þessum ákærulið. Ákæruliður 12. Ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, er í þessum ákærulið gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf. og hagað því með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Ákærða, Tryggva, er gefið að sök að hafa, með vilja og vitneskju ákærða, Jóns Ásgeirs, látið færa 13.045.954 krónur til eignar á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs hf. og til tekna hjá félaginu, með færslu sem lýst er í ákærunni. Færslan hafi verið bakfærð við gerð ársreiknings Baugs hf. fyrir tímabilið 1. mars 2002 til 28. febrúar 2003. Þegar ákveðið var að hefja sölu á hlutabréfum í Baugi hf. á markaði tóku Kaup­þing hf. og Fjárfestingabanki atvinnulífsins (FBA) að sér söluna. Forsvarsmenn Baugs hf. höfðu hins vegar milligöngu um sölu á bréfum til norska félagsins Reitan Gruppen og töldu þeir að Baugi hf. bæri hluti af þóknuninni sem bankarnir tóku fyrir söluna á bréfunum. Framangreind færsla á rót sína í þessum viðskiptum. Ákærði, Jón Ásgeir, bar að um hafi verið að ræða færslu á kröfu á Kaupþing hf. vegna sölu hlutabréfa sem Kaupþing hf. átti í Baugi hf. til Reitan Gruppen. Baugur hf. hafi séð um að selja þessi bréf. Félagið hafi einnig séð um að selja bréf er FBA átti og hafi bankinn gefið afslátt af þóknun sinni vegna sölunnar. Sama aðferð hafi verið notuð gagnvart kröfunni um þóknun á Kaupþing hf. og hlutfallslega sama fjár­hæð færð sem eign á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf., enda hafi félagið viður­kennt kröfuna. Það hafi hins vegar dregist að fá hana greidda. Ákærði kvaðst að öðru leyti ekki hafa komið nálægt færslunni í bókhaldið. Aðspurður af hverju færslan hafi verið án fylgiskjala kvað ákærði hana hafa byggst á munnlegum samningi. Færslan hafi síðar verið bakfærð vegna þess að þá hafi verið búið að gera þóknunina upp í öðrum viðskiptum, en ekki kvaðst ákærði muna hver þau hafi verið. Ákærði, Tryggvi, bar að hann og meðákærði hafi fundið fjárfesta að bréfum í Baugi hf. og, vegna þess að tregðu hafi gætt hér á landi til að kaupa, hafi verið leitað til Reitan Gruppen sem hafi keypt hluti. Ákærðu hafi talið eðlilegt að Baugur hf. fengi hlut af þóknun FBA og Kaupþings hf. fyrir að selja bréfin og hafi verið tekið vel í það. FBA hafi gengið frá sínum málum, en Kaupþing hf. ekki þótt það hafi sam­þykkt kröfuna og ákærðu gengið á eftir greiðslu. Ákærði gat ekki borið um færsluna sjálfa og minntist þess ekki að hafa gefið fyrirmæli um hana, en ákærðu hafi talið rétt að bóka hana með þeim hætti sem gert var. Fjárhæðin hafi verið reiknuð út með sama hætti og krafan á FBA. Ákærði kvaðst hafa verið hættur störfum hjá Baugi hf. þegar færslan var bakfærð og því ekki geta borið um hana. Jóhannes Jónsson bar að hann hafi, þegar erfiðlega hafi gengið að selja hluti í Baugi hf., hringt í Odd Reitan og selt honum stóran hlut í félaginu. Taldi Jóhannes félagið hafa átt að fá þóknun fyrir þessa sölu. Linda Jóhannsdóttir, sem var fjármálastjóri Baugs hf. á þessum tíma, gat ekkert um færsluna borið. Hið sama gilti um aðra starfsmenn Baugs hf. er komu fyrir dóminn. Sigurður Einarsson, var forstjóri Kaupþings hf. á þessum tíma. Hann bar að stjórnendur Baugs hf. hafi haft milligöngu um sölu á hlutafé til Reitan Gruppen og töldu þeir að félaginu bæri hluti af söluþóknun Kaupþings hf. fyrir vikið. Ekki mundi Sigurður hvernig viðræðum um þessa kröfu lyktaði en taldi líklegast að hún hafi verið gerð upp í öðrum viðskiptum. Hreiðar Már Sigurðsson, var aðstoðarforstjóri Kaupþings hf. á þessum tíma. Hann bar að forsvarsmenn Baugs hf. hafi alfarið séð um sölu á hlutafé til Reitan Gruppen og þeir hafi talið sig eiga rétt á hlut í þóknun vegna þessa, en ekki mundi hann um hvaða fjárhæðir eða prósentutölu var rætt í því samhengi. Um þessa kröfu hafi oft verið rætt og taldi Hreiðar Már að hún hefði verið gerð upp í sambandi við alls­herjaruppgjör á mörgum viðskiptum, en ekki gat hann gert nánari grein fyrir þeim. Hann staðfesti hins vegar að krafan hafi verið viðurkennd í uppgjörinu. Meðal gagna málsins er bréf Kaupþings banka hf. frá 1. júlí 2005 undirritað af Helga Sigurðssyni, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs, og Guðnýju Önnu Sveinsdóttur, fram­kvæmdastjóra fjármálasviðs, þar sem svarað er spurningu efnahagsbrotadeildar ríkis­lögreglustjóra um komu Baugs hf. að viðskiptunum og hvort kostnaður vegna þeirra hafi verið færður í bókhald bankans, svo sem vegna þóknunar til Baugs hf. Í svar­bréfinu segir: “Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar verður ekki séð að þessi kostnaður hafi verið færður í bókhald bankans og ekki eru til skriflegir samningar eða önnur skrifleg gögn sem sýna aðkomu Baugs að viðskiptunum.” Helgi og Guðný Anna komu bæði fyrir dóm og staðfestu efni bréfsins. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis hf. áður Íslandsbanka hf., gat ekki með vissu borið um þóknun til Baugs hf. í þessum viðskiptum. Ármann Harri Þorvaldsson, starfsmaður Kaupþings hf. á þessum tíma, bar að forsvars­menn Baugs hf. hafi haft milligöngu um sölu á hlutum til Reitan Gruppen vegna þess að erfiðlega hafi gengið að selja hluti í félaginu hér á landi og hafi þeir viljað að félagið fengi hlutdeild í þóknun Kaupþings hf. fyrir vikið. Ekki gat hann borið um með vissu hvernig þau máli voru þó leyst á endanum. Með framburði ákærðu og vitna, sem rakinn var, er sannað að ákærðu töldu sig eiga kröfu á Kaupþing hf. vegna þóknunar fyrir sölu hlutabréfa. Þótt ekkert skjal hafi verið gert um kröfuna, og ekkert formlegt samkomulag, er sannað, með fram­burði framangreindra vitna, að hún var til og var gerð upp í viðskiptum Baugs hf. og Kaup­þings hf. síðar og í framhaldinu bakfærð, eins og lýst er í ákærunni. Af þessu leiðir að ósannað er að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að rangfæra bókhald Baugs hf. eins og þeim er gefið að sök. Það var hins vegar gáleysi af þeirra hálfu að afla ekki gagna, sbr. 8. gr. bókhaldslaga, áður en þeir létu færa kröfuna. Krafan átti sér hins vegar stoð í viðskiptum og þess vegna metur dómurinn gáleysi ákærðu ekki stórfellt. Samkvæmt þessu verða þeir sýknaðir af þessum ákærulið. Með sömu rökum er ákærði, Jón Ásgeir, sýknaður af ákæru um rangfærslu skjala og brot gegn hluta­félagalögum. Ákæruliður 13. Ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, er í þessum ákærulið gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf., látið búa til gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við aðra aðila og hagað bókhaldi Baugs hf. með þeim hætti að það gaf ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna eins og rakið er í ákærunni. Vorið 1999 keypti Baugur hf. verslanir 10-11 og voru kaupin gerð á for­sendum sem Gaumur ehf. hafði lagt fyrir hluthafa Baugs hf. Í kjölfarið kom upp óánægja hjá hluthöfum Baugs hf. vegna slæmrar stöðu verslana 10-11, en hún mun hafa verið verri en þeir höfðu gert ráð fyrir. Forstjóri Baugs hf., ákærði, Jón Ásgeir, lagði þá til að Gaumur ehf. myndi leggja fé til markaðssetningar og annars meðan verið væri að koma rekstrinum í betra horf. Gefnir voru út tveir reikningar af 10-11 á hendur Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. Var annar að fjárhæð 30.000.000 króna en hinn að fjárhæð 10.000.000 króna og voru þeir bókaðir með þeim hætti sem lýst er í ákærunni. Ákærði, Jón Ásgeir, bar að hann hafi lagt mikið kapp á að Baugur hf. eignaðist verslanir 10-11 og þess vegna hafi það verið sér vonbrigði þegar í ljós hafi komið að rekstur þeirra gekk ekki sem skyldi. Sér hafi fundist að hann bæri ábyrgð á því að Baugur hf. réðist í kaupin og því lagt það til við meðeigendur sína í Gaumi ehf. að félagið styrkti rekstur 10-11 með þessu framlagi til auglýsingaherferðar og þátttöku í stjórn­unarkostnaði vegna hennar. Krafa um þetta hafi hins vegar ekki komið frá hlut­höfum í Baugi hf. Reikningarnir hafi verið gefnir út af þessu tilefni og hafi hann ráðið texta þeirra. Ákærði, Tryggvi, bar að hann hefði ekki komið að útgáfu reikninganna, en kvað þarna hafa verið um að ræða styrk frá Gaumi ehf. til Baugs hf. vegna þess að væntingar vegna kaupa þess síðarnefnda á verslunum 10-11 hafi ekki gengið eftir. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums ehf., bar að fljótlega eftir kaup Baugs hf. á verslunum 10-11 hafi komið í ljós að þær þurftu á meiri markaðs­setningu að halda og hafi verið ákveðið að Gaumur ehf. styrkti hana og hafi féð verið greitt inn á viðskiptareikning. Linda Jóhannsdóttir, fjármálastjóri Baugs hf., gat ekki borið um þessa reikn­inga og færslur þeirra. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs hf., bar að það hafi verið rætt í stjórn­inni að ekki hafi verið jafn góð kaup í verslunum 10-11 og höfðu átt að vera. Ákærða, Jóni Ásgeiri, hafi fundist hann verða að koma til móts við þessi sjónarmið og beitt sér fyrir þessum greiðslum frá Gaumi ehf. Í þessum ákærulið er ákærðu gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot og heldur ákæru­valdið því fram að reikningarnir sem þeir hafi látið færa í bókhaldi Baugs hf. hafi ekki átt sér stoð í viðskiptum við aðra aðila. Ákærðu hafa neitað sök og gefið þær skýringar sem að framan voru raktar. Þessar skýringar fá stoð í framburði vitna. Það er niðurstaða dómsins að ósannað sé að viðskipti þau sem þessi ákæruliður fjallar um hafi ekki átt sér stað og því hafi færslurnar sem byggðust á þeim verið réttmætar. Af þessu leiðir að ákærðu verða sýknaðir af þessum lið ákærunnar. Með sömu rökum er ákærði, Jón Ásgeir, sýknaður af ákæru um rangfærslu skjala og brot gegn hluta­félaga­lögum. Ákæruliður 14. Í þessum ákærulið er ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að láta færa í bókhaldi Baugs hf. þrjár rangar færslur. Í fyrsta lagi er færsla ákærða, Tryggva, með vitund og vilja ákærða, Jóns Ásgeirs, á sölu hlutabréfa Baugs hf. í Arcadia Group Plc. að nafnverði 3.100.000 pund til Kaupþings hf. fyrir 332.010.000 krónur. Telur ákæruvaldið að þessi sala hafi ekki átt sér stað í raun. Í öðru lagi er því haldið fram í ákæru að ákærði, Tryggvi, hafi með rangri færslu látið líta svo út að Kaupþing hf. hafi greitt Baugi hf. kaupverð hlutabréfanna 2. febrúar 2001. Fjárhæð sú sem greidd var hafi í raun verið lán frá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. (hér eftir nefnt Kaupthing Lux). Þá er því í þriðja lagi haldið fram að ákærði,Tryggvi, hafi látið færa í júní 2001, með skráðan færsludag 11. maí 2000, kaup félagsins á þessum sömu bréfum fyrir 544.050.000 krónur af Kaupþingi hf. Í raun hafi hlutafé Baugs hf. í Arcadia Group Plc. verið lagt inn í A-Holding S.A. sem framlag Baugs hf. Í ákæru er sagt að með þessum færslum hafi ranglega verið búinn til hagnaður í bókhaldi Baugs hf. á árinu 2000 að fjárhæð 164.610.536 krónur. Þá hafi verið ranglega búin til skuld í bókhaldinu á árinu 2001 að fjárhæð 212.040.000 krónur. Þessar færslur hafi síðan verið leiðréttar á árinu 2003 þegar reikningar félagsins hjá Kaupthing Lux hafi verið færðir inn í bókhald félagsins. Í ákæru segir einnig að tilkynning til Verðbréfaþings Íslands um afkomu félagsins á árinu 2000 hafi verið í samræmi við ársreikning er byggður hafi verið á þessum röngu færslum. Sé því sýndur 115 milljóna króna meiri hagnaður eftir skatta en ella hefði verið, og 2,3% hærra eigið fé. Loks er ákærða, Jóni Ásgeiri, gefin að sök rangfærsla skjala og brot gegn hluta­félagalögum með því að láta senda framangreinda tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands, vitandi að hún var röng. Það sem um er að ræða í þessum ákærulið er færsla nr. I00296 í bókhaldi Baugs hf. frá 31. desember 2000 þar sem færðar eru 167.399.464 krónur til lækkunar á hlutafjáreign, 164.610.536 krónur sem tekjufærsla hagnaðar af sölu og 322.010.000 krónur sem inneign á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf., svo sem nánar er rakið í ákæru, en þar kemur enn fremur fram á hvaða grundvelli hún er byggð. Nefnd inneign er síðan jöfnuð út með færslu nr. T000630 2. febrúar 2001, þar sem látið er líta út fyrir að greiðsla á kaupverði bréfanna komi frá Kaupþingi hf. til greiðslu inn á tékka­reikning Baugs hf. hjá Íslandsbanka hf. þegar greiðslan kom í raun frá vörslu­reikningi Baugs hf. hjá Kaupthing Lux sem ekki var færður í bókhaldi Baugs hf. Með færslu nr. L1073 11. maí 2001, eru síðan 544.050.000 krónur færðar debet sem stofn­framlag Baugs hf. í A-Holding, eignarhaldsfélagi um Arcadia bréfin, en kredit á við­skipta­reikning Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs hf., eins og nánar er lýst í ákæru, sem þýddi að hann stóð þá í skuld að fjárhæð 544.050.000 krónur. Með færslu nr. I00743 30. júní 2001 með textanum “Lokaf. Bakf. skuld við Kaupþing” er þessi kredit mis­munur, að undanskildum 50.000 krónum, færður af viðskiptareikningi Kaupþings hf. með 544.000.000 krónum yfir á viðskiptareikning Baugs Holding S.A. í kredit. Í bók­haldi Baugs hf. fyrir árið 2003 voru síðan gerðar leiðréttingar á framangreindum færslum með nokkrum færslum 31. desember 2003, en eftir þær færslur var búið að tekju­færa hagnað af sölu hlutabréfanna í Arcadia í bókhaldi Baugs hf. sem nam rúmum 212 milljónum króna. Eins og að framan er lýst var áður búið að tekjufæra rúmar 164 milljónir krónur í árslok 2000 sem hagnað af sölu hlutabréfa í Arcadia þannig að eftir þessar færslur á árinu 2003 hafði hagnaður vegna þessara hluta­bréfa­viðskipta að fjárhæð rúmar 376 milljónir króna verið tekjufærður í gegnum rekstrar­reikning Baugs hf. sem hagnaður af sölu hlutabréfa. Samkvæmt framangreindu virðast færslurnar á árinu 2001 hafa í för með sér frestun tekjufærslu á 212 milljónum króna til síðari tíma. Ákærði, Jón Ásgeir, bar að bréfin í Arcadia hafi verið skammtímaeign og á þessum tíma hafi verið talið heimilt að færa skammtímaeignir upp til markaðsverðs. Þessar færslur gefi því rétta mynd. Um aðkomu sína að færslunni kvað ákærði þetta hafa verið fært á fjármálasviði félagsins, en hann hefði gefið fyrirmæli um að færa eignir eins og þessa upp að markaðsvirði. Hann hafi ekki vitað af þessum færslum. Komið hafi fram í samþykkt stjórnar að þetta væri skammtímaeign og hluturinn hafi raunar verið seldur inn í annað félag stuttu síðar. Ákærði bar að Baugur hf. og Gaumur ehf. hefðu byrjað að kaupa bréf í Arcadia síðari hluta árs 2000. Hann hefði að mestu séð um þessi kaup fyrir Baug hf., en ákærði, Tryggvi, komið að þeim síðar. Ákærði kvaðst telja að Baugur hf. hafi haft umráð bréfanna meðan framvirkir samn­ingar voru í gangi. Hann hafi hins vegar ekki vitað um alla framvirka samninga sem í gildi voru. Þeir hafi varðað skammtímafjármögnun félagsins sem hann hafi ekki haft umsjón með. Ákærði, Tryggvi, bar að þessi viðskipti hafi verið færð sem sala í bókhaldinu og hann hafi litið á þetta sem sölu. Hvernig sem á það væri litið breytti það engu um reiknings­skilin. Baugur hf. hafi verið að fjárfesta í Arcadia um nokkurt skeið er þetta átti sér stað. Það hafi verið litið á þetta sem skammtímafjárfestingu og hafi verið fjár­magnað með láni frá Íslandsbanka hf. Ákærði kvaðst hafa viljað selja þessi bréf og lækka skuldir. Hann hafi sett söluferli í gang í desember, en það hafi tekið tíma að losa bréfin þar sem þau hafi verið veðsett eða í vörslu erlendis. Þetta hafi því ekki klárast fyrr en eftir áramótin. Í millitíðinni hafi ákærði, Jón Ásgeir, samið við FBA, Íslands­banka hf. og Kaupþing hf. um stofnun A-Holding og að lokum hafi bréfin verið lögð inn í það félag. Taldi ákærði að færslan hefði alltaf átt rétt á sér vegna þess að það eigi sér stað tekjufærsla, hvort sem bréfin séu seld eða ekki. Munurinn liggi í því hvort það sé söluhagnaður eða verðhækkun hlutabréfaeignar. Hvort sé valið breyti engu um ársreikninginn. Það breyti engu um rekstrarniðurstöðu ársins 2000, eigið fé ársins 2000, eða efnahagsreikninginn, það er niðurstöðutölur þeirra, hvort sem var innan tímabilsins eða milli áranna 2000 og 2001. Ákærði hélt því fram að hann hefði verið búinn að semja um þessi viðskipti í desember 2000, þó að skjölin hefðu ekki verið undirrituð fyrr en í byrjun febrúar 2001. Hann hefði viljað halda sig við að ganga frá þessum skjölum, þó að þá hefði verið búið að stofna A-Holding og færa bréfin inn í það félag. Það hefði ekki breytt neinu efnislega. Ekki hafi verið hægt að ganga frá þessu í desember vegna þess að bréfin voru þá veðsett erlendis á vegum Íslandsbanka hf. Ákærði kvaðst vita að svonefndur „Share transfer agreement” fæli ekki í sér raun­verulega sölu, heldur einungis nafnskráningu til vörsluaðila. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Lux, gaf skýrslu fyrir dómi og staðfesti að samningur 29. desember 2000 hafi verið undirritaður í byrjun febrúar 2001. Hann bar að hann hefði rætt þessi málefni við ákærða, Tryggva, fyrir ára­mótin, en ekki hefði verið gengið frá skjölunum fyrr en í febrúar. Hans Kristian Hustad, stjórnarmaður í Baugi hf., kannaðist við umræður í stjórn félagsins um kaup á hlutum í Arcadia og hafi það verið ætlunin að eignast þar stóran hlut. Hans Kristian kvaðst hafa haft efasemdir um þessi kaup vegna þess að hann hafi haft takmarkaða þekkingu á tískufatnaði kvenna. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs hf., bar að það hefði fyrst og fremst verið ákærði, Jón Ásgeir, sem vann í því að kaupa hlut í Arcadia. Ákærði, Tryggvi, hafi verið í öðrum verkefnum á þessum tíma og verið mikið á ferðinni. Í fyrstu hafi ekki verið skýrar hugmyndir um hvað stjórnendur Baugs hf. vildu með því að kaupa þessi hlutabréf. Það hafi breyst er kom fram á árið 2001 og þá hafi þeir viljað eignast stóran hlut. Það hafi hins vegar í byrjun verið ákveðin togstreita innan stjórnarinnar, því Baugur hf. hafi á þessum tíma verið smásölufyrirtæki, en ekki fjárfestingafélag. Þegar ákveðið hafi verið að fjárfesta verulega í Arcadia hafi komið í ljós að Baugur hf. gæti ekki gert það einn og því hafi A-Holding verið stofnað. Hreinn staðfesti fyrir dómi bréf frá 28. maí 2004, sem hann hafði sent lög­reglu. Í því kemur fram að Baugur hf. stofnaði vörslureikning hjá Kaupthing Lux á árinu 1998. Síðan er lýst aðdragandanum að því að Baugur hf. og Gaumur ehf. fengu Íslands­banka-FBA og Kaupþing hf. til samstarfs um kaup á 20% hlut í Arcadia snemma árs 2001. Orðrétt segir síðan: “Þeir Tryggvi (ákærði) og Magnús (vitnið Magnús Guðmundsson) virðast ekki hafa verið hafðir með í ráðum þegar útfærsla á fjár­mögnun A-Holding var á teikniborðinu. Salan á hlut Baugs í Arcadia var bókfærð hjá Baugi eins og áður greinir (...) og samkvæmt bókhaldi félagsins var hluturinn keyptur aftur af Kaupthing Bank, eftir að ákveðið var að stofna A-Holding og leggja bréfin veðbandalaus inn í það félag. Kaupin fóru fram á markaðsverði miðað við 15. febrúar 2001, eða GBP 1,35, alls GBP 4.185.000, sem svarar til 544 milljóna króna ... en það gengi er í samræmi við viðskipti annarra hluthafa A-Holding við stofnun þess félags um líkt leyti. Skýrist hækkunin úr 332 í 544 milljónir króna af breytingum á gengi hlutafjár í Arcadia. Líkt og áður segir gat Baugur ekki afhent bréfin í Arcadia þar sem veðböndum hafði ekki verið aflétt. Viðskiptin gengu því til baka með gerð greinds kaupsamnings. Engin greiðsla var innt af hendi vegna kaupanna.” Stefán Hilmar Hilmarsson, löggiltur endurskoðandi, staðfesti fyrir dómi að hann hefði séð kaupsamninginn, Share Transfer Agreement, sem færslan er byggð á áður en lokafærsluskjalið var útbúið hjá endurskoðun KPMG. Hann kvaðst hafa litið á þetta sem kaupsamning, samning um sölu bréfanna til Kaupthing Lux. Tilgangurinn hafi verið að fá fjármagn inn í reksturinn. Fram kom í skýrslu Stefáns Hilmars að hann hefði ekki vitað að kaupsamningurinn var ekki undirritaður fyrr en í febrúar. Anna Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi, sagði að sér hefði verið tjáð að viðskiptin við Kaupþing hf. um Arcadia bréfin hefðu gengið til baka. Það hafi átt að hafa gerast í gegnum vörslureikninginn. Mismunurinn á söluverðinu, 332 milljónum króna, og 544 milljóna króna kaupverði hefði ekki verið færður í bókhaldið fyrr en síðar. Endurskoðendurnir hefðu staðið í þeirri meiningu að bréfin hefðu verið seld í árslok 2000 og keypt aftur fyrri hluta árs 2001 fyrir hærra verð. Taldi hún að endan­legar færslur eftir leiðréttingar hefðu sýnt að bréfin hefðu aldrei farið úr eigu Baugs hf. Ákæruliður þessi í þremur hlutum varðar færslur sem ákæruvaldið telur rangar, en þær tengjast allar innbyrðis. Fyrsti hluti þessa ákæruliðar varðar það að færsla á sölu hlutabréfa í Arcadia með færsludegi 31. desember 2000 hafi verið röng. Salan hafi ekki átt sér stað. Þá segir að ákærði, Tryggvi, hafi látið færa 332.010.000 krónur til eignar á við­skipta­manna­reikningi Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs hf., fært 167.399.464 krónur til lækk­unar á erlendri hlutabréfaeign og 164.610.536 krónur sem tekjur af sölu hlutabréfa. Telur ákæruvaldið færslu þessa tilhæfulausa og bókun um skuld Kaupþings hf. við Baug hf. hafi einnig verið tilhæfulaus. Það er niðurstaða dómsins að hér hafi efnislega ekki farið fram sala hlutafjár. Hluta­féð var með samningnum afhent Kaupthing Lux til vörslu, en ekki selt og var færslan því röng. Annar hlutinn varðar færslu 2. febrúar 2001, þar sem látið er líta út fyrir að inn­borgun á bankareikning Baugs hf. á Íslandi sé greiðsla frá Kaupþingi hf. á kaup­verði hlutabréfanna í Arcadia, sbr. fyrsta hluti hér að framan, þegar innborgunin var í rauninni lán sem veitt var gegnum vörslureikning Baugs hf. hjá Kaupthing Lux sem ekki var færður í bókhaldi Baugs hf. Sannað er að um ranga færslu var að ræða, en hún var til þess fallin að gefa ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Er sannað, eins og rakið var, að ákærði, Tryggvi, hafi staðið að þessari færslu. Þriðji hluti þessa liðar varðar færslu 11. maí 2001, en ekki 2000, eins og segir í ákæru. Hér var verið að færa stofnhlutafé Baugs hf. í A-Holding, sem er félag stofnað utan um eignarhlutina í Arcadia. Debet færslan á í sjálfu sér rétt á sér enda var hér verið að leggja þessa hluti inn sem hlutafjárframlag Baugs í A-Holding. Kredit færslan á reikning Kaupþings hf. var hins vegar ekki rétt, sbr. það sem rakið er hér á undan um fyrsta og annan hluta þessa liðar, enda var Baugur hf. hér ekki að kaupa hluta­bréf af Kaupþingi hf. Sannað er að um ranga færslu var að ræða, en hún var til þess fallin að gefa ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Er sannað, eins og rakið var, að ákærði, Tryggvi, hafi staðið að þessari færslu. Með framangreindu hefur ákærði, Tryggvi, gerst sekur um brot gegn 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 3. tl. 1. mgr. 37. gr. bókhaldslaga nr. 145/1994. Hins vegar er ósannað að ákærði, Jón Ásgeir, hafi með saknæmum hætti komið að þessum færslum og verður hann því sýknaður hvað það varðar. Eins og áður er vikið að hefur því verið haldið fram af ákærða, Tryggva, að tekju­færslan á 164.610.536 krónum sem söluhagnaði í árslok 2000 breyti ekki niður­stöðum rekstrarreiknings Baugs hf. vegna þess að hefði þessi hagnaður ekki verið færður sem söluhagnaður á þessum tíma, hefði mátt færa hlutabréfin í Arcadia upp í markaðs­verð í árslok, en salan til Kaupþings hf. var færð á markaðsgengi Arcadia hlut­anna í árslok 2000 sem var 0,85. Þetta myndi hafa leitt til þess að færa hefði mátt mats­hækkunina, að fjárhæð 164.610.536 krónur, af þessari fjárfestingu sem ákærði, Tryggvi, taldi hafa verið skammtímafjárfestingu, til tekna gegnum rekstrarreikning Baugs hf. sem myndi hafa leitt til sömu niðurstöðu og færsla söluhagnaðarins. Það er álit dómsins, að miðað við viðbrögð við fjárfestingunni innan stjórnar Baugs hf. haustið 2000, og að langtímafjármögnun hennar lá þá ekki fyrir og þann skamma tíma sem hlutabréfin í Arcadia voru í raun í eigu Baugs hf., sé ekki óeðlilegt að miða við það að um skammtímafjárfestingu hafi verið að ræða. Að fenginni þeirri niðurstöðu og með vísan til þágildandi 29. greinar laga nr. 144/1994 um ársreikninga, telur dómurinn að forráðamönnum Baugs hf. hafi verið heimilt að færa gengishækkun vegna Arcadia hlutabréfanna til tekna hjá félaginu í árslok 2000. Samkvæmt þessu telst ekki sannað að ársreikningur sá fyrir Baug hf. fyrir árið 2000 sem byggt er á í tilkynn­ingu félagsins til Verðbréfaþings Íslands, sem birt var 19. mars 2001, hafi verið efnislega rangur. Ákærði, Jón Ásgeir, verður því alfarið sýknaður af þessum ákæru­lið. Ákæruliður 15. Í þessum ákærulið er ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf., átt þátt í að búin væru til gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við aðra aðila og hagað bók­haldi Baugs hf. með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjár­muna. Þetta hafi þeir gert með því að láta færa til eignar í bókhaldi Baugs hf. og til tekna hjá Baugi hf., sem lækkuð vörukaup, 61.915.000 krónur, á grundvelli rangs og til­hæfu­lauss kreditreiknings (afsláttarreiknings) frá Nordica Inc., dagsetts 30. ágúst 2001, að fjárhæð USD 589.890, sem jafngilti 61.915.000 krónum á færsludegi. Ákærða, Jóni Gerald Sullenberger, er gefið að sök að hafa aðstoðað ákærðu, Jón Ásgeir og Tryggva, við að rangfæra bókhald Baugs hf. og stuðlað að bókhaldsbroti þeirra með því að útbúa framangreindan kreditreikning að tilhlutan ákærða, Jóns Ásgeirs, og samkvæmt fyrirsögn ákærða, Tryggva. Ákæran er á því byggð að reikning­urinn hafi ekki átt sér ekki stoð í viðskiptum þeirra félaga sem ákærðu voru í fyrirsvari fyrir eins og nánar er rakið í ákærunni. Texti reikningsins er svohljóðandi: “ Discount on purchased goods and reimbursement for damage or shortages shipments to Adfong from July 01, 2000 to June 30, 2001. This cover all cargo shipped thru Nordica Inc Warehouse in Miami Florida”. Að öðru leyti er reikningnum lýst hér að framan. Hann var fyrst færður á bið­reikning ásamt reikningi þeim, sem um getur í 16. ákærulið, en ekki á við­skiptareikning Nordica Inc. Reikningurinn var aldrei innheimtur hjá Nordica Inc. og var síðan gjaldfærður í bókhaldi Baugs hf. eins og lýst er í ákæru. Nú verður rakinn framburður ákærðu varðandi þennan lið og síðan vitna eftir því sem við á. Ákærði, Jón Ásgeir, bar að Baugur hf. og þar áður Bónus hafi verið í viðskiptum við ákærða, Jón Gerald, og fyrirtæki hans allt frá árinu 1992. Á árinu 2000 hafi ákærði, Jón Gerald, stofnað vöruhús í Bandaríkjunum til að auka viðskiptin enn frekar. Í framhaldi af því, eða í ársbyrjun 2001, hafi viðræður hafist um eflingu við­skiptanna og þá hafi komið fram hjá forsvarsmönnum Baugs hf. að það væri tals­vert magn af “vandræðabirgðum” frá Nordica Inc., fyrirtæki ákærða, Jóns Geralds, í versl­unum og vöruhúsum Baugs hf. á Íslandi, þ.e. vörum sem höfðu ekki selst, en ekki mundi ákærði hversu mikið magnið hafði verið. Vorið 2001 hafi samningum um þessi mál verið lokið og menn orðnir ásáttir um upphæðina, sem hafi verið fundin út í íslenskum krónum og síðan umreiknuð í bandaríkjadali. Aðspurður hvort upphæðin hafi verið reiknuð út út frá gögnum kvað ákærði menn hafa haft tilfinningu fyrir stærð málsins og það verið leyst með “pennastriksaðferð”. Ákærði, Jón Gerald, hafi gefið reikn­inginn út í samræmi við samkomulagið og ákærði, Tryggvi, síðan gengið frá mál­unum, þar með talið að ákveða texta reikningsins. Síðar hafi komið í ljós að ákærði, Jón Gerald, gat ekki greitt reikninginn og hafi hann því verið gjaldfærður (lotaður) mánaðarlega í bókhaldi Baugs hf. Ákærði, Tryggvi, bar að hann hefði kallað eftir reikningnum frá ákærða, Jóni Gerald, sem hefði gert reikninginn. Gerð reikningsins hefði byggst á samkomulagi ákærðu, Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds, um ónýtar vörur er hefðu safnast saman í áranna rás. Aðallega vegna heimildar ákærða, Jóns Geralds, til að fylla gáma, sem hann sendi til Baugs hf., með vörum til að nýta plássið í gámunum. Þetta hafi verið að hluta til skýringin á því af hverju óseljanlegar vörur söfnuðust upp hjá Baugi hf. Ákærði kvað meðákærðu eina hafa samið um lausn þessa máls og þar með að ákveða upp­hæð reikningsins og texta. Hann hafi lesið textann yfir eins og hann kom frá ákærða, Jóni Gerald, og endursent honum hann með smávægilegum leiðréttingum og þannig leiðréttan hafi ákærði, Jón Gerald, sent sér reikninginn í símbréfi. Ákærði kvaðst síðan hafa sent reikninginn til KPMG sem var að ljúka við gerð árs­hluta­reiknings á þessum tíma og hafi endurskoðendurnir fært hann sem lokafærslu. Ákærði, Jón Gerald, kvaðst hafa útbúið reikninginn að beiðni ákærða, Tryggva. Það hafi borið þannig til að 30. ágúst 2001 hafi ákærði, Tryggvi, hringt í sig og spurt hvort hann gæti útbúið fyrir sig kreditreikning og sagt sér hver texti hans ætti að vera. Ákærði kveðst hafa skrifað textann og sent ákærða, Tryggva, í tölvupósti. Hann hafi endursent sér textann leiðréttan og þann texta kvaðst ákærði hafa sett á reikn­inginn og endursent í símbréfi. Engin viðskipti hafi verið á bak við reikninginn og hann því verið algerlega út í bláinn. Ekki hafi ákærði, Tryggvi, minnst á til hvers ætti að nota reikninginn og það hafi aldrei verið rætt þeirra á milli. Ákærði kvaðst ekki hafa fært reikninginn í bókhald sitt heldur hafi hann hafnað í pappírsbunka inn í skáp hjá sér og þar hafi lögreglumenn frá Íslandi síðan fundið hann þegar þeir voru að leita gagna hjá honum í tengslum við rannsókn málsins. Ákærði kvað skýringar með­ákærðu ekki eiga við rök að styðjast og benti á að hann hefði ekki pantað vörur frá Banda­ríkjunum, heldur séð um að afgreiða vörupantanir. Þá bar hann að aðallega hafi verið fluttar niðursuðuvörur frá Bandaríkjunum og þar eð þær væru mjög þungar væri oft laust pláss í gámunum sem hann hafi fyllt upp með auðseljanlegum vörum, svo sem eldhúsrúllum. Kristrún Sveinbjörnsdóttir, sem starfaði hjá ákærða, Jóni Gerald, þegar hann útbjó reikninginn, bar að hún hefði ekki komið að gerð hans, en séð hann, líklega daginn eftir að ákærði sendi hann. Hún kvaðst hafa sagt ákærða að hann ætti ekki að gera þetta þar eð engin viðskipti væru á bak við reikninginn og hann hafi ekki verið færður í bókhaldi Nordica Inc., heldur hafi honum verið eytt úr bókhaldskerfinu. Hún kvað ákærða hafa gefið sér þá skýringu á gerð reikningsins að ákærði, Tryggvi, hefði beðið sig um að gera hann. Kristrún kannaðist ekki við að Baugur hf. hefði setið uppi með ill- eða óseljanlegar vörur frá Nordica Inc. Stærsti hluti varanna hafi verið dósa­matur sem endist í mörg ár. Einstaka sinnum hafi komið fyrir að sent hafi verið of mikið af vörum og hafi það verið gert upp. Hið sama hafi gilt um skemmdir og rýrnun á vörum. Helgi Magnús Gunnarsson, þá löglærður fulltrúi ríkislögreglustjóra, bar að hann hafi fundið reikninginn á skrifstofu ákærða, Jóns Geralds, í Miami. Hann hafi fundist nánast fyrir tilviljun þar eð hann hafi ekki verið færður í bókhald og ákærði hafi ekki framvísað honum. Einar Þórisson, innkaupastjóri hjá Aðföngum, bar að hafa séð um innkaup frá Banda­ríkjunum, þar með talið frá Nordica Inc., en fyrirtækið Aðföng er í eigu Baugs hf. Einar bar að komið hafi fyrir að vörur hefðu borist frá Nordica Inc. sem ekki höfðu verið pantaðar og eins hafi komið fyrir að vörur hafi vantað. Brugðist hafi verið við þessu með því að gefa út debet- eða kreditreikninga eftir því um hvort var að ræða. Á árunum 2000 og 2001 hafi Nordica Inc. hins vegar átt orðið mikið af vörum hjá Aðföngum sem hafi stafað af því að þá hafi verið ætlunin að auka verulega viðskiptin við félagið en það ekki gengið eftir. Það hafi stafað af tvennu: Í fyrsta lagi hafi neytendum ekki fallið við vörurnar og í öðru lagi hafi gengið verið óhagstætt. Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, bar að farið hefði verið yfir vöru­sendingar frá Nordica Inc. á sama hátt og frá öðrum. Hvort sem of mikið var í send­ingunni eða of lítið, hafi það verið gert upp með debet- eða kreditreikningum eftir því sem við átti hverju sinni. Á árinu 2001 hafi verið gert átak í að auka vörukaupin frá Nordica Inc. og í framhaldinu hafi birgðir þaðan aukist hjá Aðföngum. Það hafi hins vegar gerst áður að birgðir hafi verið miklar frá Nordica Inc. Þannig hafi verið verulegar birgðir frá fyrirtækinu þegar hann hóf störf hjá Aðföngum 1997. Hann gat hins vegar ekkert borið um reikninginn sem þessi ákæruliður fjallar um. Árni Pétur Jónsson, yfirmaður matvörusviðs Baugs hf. á árinu 2001, bar að á árinu 2001 hafi Aðföng verið með miklar vörubirgðir frá Nordica Inc. sem hafi meðal annars stafað af því að til hafi staðið að auka verulega viðskiptin við félagið. Það hafi ekki gengið eftir. Hins vegar kannaðist hann ekki við reikninginn sem þessi ákæru­liður fjallar um. Linda Jóhannsdóttir, fjármálastjóri Baugs hf., mundi ekki eftir reikningnum og taldi sig ekki hafa bókað hann. Hún tók fram af gefnu tilefni að fjárhæð hans væri ekki há miðað við veltu Baugs hf. Auðbjörg Friðgeirsdóttir var innri endurskoðandi Baugs hf. á þessum tíma. Hún kvaðst hafa athugað reikninginn og tildrög þess að hann var gerður, en þau hafi verið samkomulag á milli forstjóra tveggja viðskiptafélaga, Baugs hf. og Nordica Inc. Hún bar að hafa kannað heildarviðskipti félaganna og komist að því að miðað við þau væri reikningurinn ekki hár, enda hafi hann tekið til allra þátta viðskiptanna frá upp­hafi þeirra. Auðbjörg kvaðst hafa aflað sér upplýsinga með viðtölum við ýmsa stjórn­endur hjá Baugi hf. og hafi þau leitt í ljós að veltuhraði á vörum frá Nordica Inc. hafi ekki verið mikill. Þá hafi það og gerst að vörur hafi runnið út á “líftíma”. Þetta hafi verið skráð en við skráninguna hafi ekki verið greint á milli birgja þannig að ekki hafi verið hægt að greina á milli varnings frá Nordica Inc. og öðrum birgjum. Lögreglunni hafi verið bent á að hægt væri að fá gögn um skráninguna hjá fyrirtækinu en hún hafi ekki haft áhuga á því. Auðbjörg vann skjal, sem lagt hefur verið fram í málinu, og hún staðfest, og er það yfirlit yfir viðskipti félaganna á árunum 1995 til 2002 að báðum meðtöldum. Í skjalinu koma fram tölur um heildarviðskiptin hvert ár fyrir sig og hvernig þau skiptist á milli matvöru og sérvöru. Einnig er gerð grein fyrir rýrnun, bæði þekktri og óþekktri, svo og tilgreint hver afsláttur frá birgjum hafi verið, en af­sláttur hafi ekki fengist frá Nordica Inc. Niðurstaða Auðbjargar á skjalinu er sú að “Kreditreikningur frá Nordica vegna viðskipta þessi sjö ár hefði þurft að vera á bilinu 190-230 milljónir svo hægt sé að bera þau saman við samskipti við sambærilega birgja.” Stefán Hilmar Hilmarsson var löggiltur endurskoðandi Baugs hf. á þessum tíma. Hann bar að hafa séð reikninginn fyrst í lok ágúst 2001, nánar tiltekið á loka­degi milliuppgjörsins sem var sami dagurinn og reikningurinn var útbúinn. Það hafi verið ákærði, Tryggvi, sem hafi látið koma reikningnum til sín og minnti Stefán Hilmar að ákærði hefði sagt að um væri að ræða afslætti sem félagið ætti útistandandi og því þyrfti að færa reikninginn. Hann kvaðst ekki hafa gert athugasemdir við reikn­inginn, enda ekki óvenjulegt að birgjar veittu Baugi hf. afslætti og hefðu þeir verið færðir þegar reikningar vegna þeirra bárust. Eins og nú hefur verið rakið byggðist gerð framangreinds reiknings á ákvörðun ákærða, Jóns Ásgeirs, sem hann ber að hafa tekið að undangengnum samn­inga­viðræðum við meðákærða, Jón Gerald. Ákærði, Jón Gerald, kannast ekki við þennan samning eins og rakið var. Framburður ákærða, Jóns Geralds, fær stuðning í fram­burði Kristrúnar Sveinbjörnsdóttur svo og því að reikningurinn var ekki færður í bókhaldi Nordica Inc. heldur fannst á skrifstofu félagsins nánast fyrir tilviljun eins og rakið var. Framburður ákærða, Jóns Ásgeirs, styðst að nokkru við framburð starfs­manna Baugs hf., sem hafa borið að safnast hafi saman vörur hjá félaginu frá Nordica Inc. sem ekki hafi tekist að selja eins og rakið var. Þessi framburður starfsmannanna styðst þó ekki við skrifleg gögn, hvorki gögn úr bókhaldi Baugs hf. né önnur, en fram kom að ekki hafi verið hægt að sérgreina birgðir frá Nordica Inc. frá birgðum annarra birgja. Úttekt Auðbjargar Friðgeirsdóttur sýnir aðeins hverju hefði mátt gera ráð fyrir í viðskiptum félaganna, hefði Baugur hf. búið við sömu kjör gagnvart Nordica Inc. og gagnvart öðrum viðskiptavinum. En í málinu hefur komið fram að viðskipti fél­ag­anna voru ekki sambærileg viðskiptum við önnur félög. Hjá Baugi hf. og fyrirtækjum þess var frekar litið á ákærða, Jón Gerald, sem samstarfsmann en viðskiptafélaga. Þegar virtur er framangreindur framburður ákærða, Jóns Geralds, sem fær stuðning í framburði Kristrúnar Sveinbjörnsdóttur, fundarstaður reikningsins hjá Nordica Inc. og sú staðreynd að engin samtímagögn hjá Baugi hf. styðja þá full­yrðingu ákærðu, Jóns Ásgeirs og Tryggva, að til hafi verið uppsafnaður vörulager frá Nordica Inc., er það niðurstaða dómsins að sannað sé, þrátt fyrir neitun ákærðu, Jóns Ásgeirs og Tryggva, að reikningurinn hafi verið rangur og tilhæfulaus og þeim hafi báðum verið það ljóst. Brot ákærðu hafði þau áhrif á árshlutauppgjör Baugs hf. sem lýst er í ákæruliðnum og þar af leiðandi var tilkynning félagsins til Verðbréfaþings Íslands röng, en á því bar ákærði, Jón Ásgeir, ábyrgð sem framkvæmdastjóri fél­agsins. Brot ákærða, Jóns Ásgeirs, varðar við 1., sbr. 3. mgr. 158. gr. almennra hegn­ing­arlaga sem tæmir sök ákærða og verður brot hans því ekki jafnframt talið varða við önnur þau lagaákvæði sem tilgreind eru í ákærunni. Brot ákærða, Tryggva, varðar við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 3. tl. 1. mgr. 37. gr. bókhaldslaga, eins og í ákæru greinir. Í II. kafla dómsins er upphafi málsins lýst og þar með hvernig það bar til að ákærði, Jón Gerald, sneri sér til ríkislögreglustjóra í ágúst 2002 og tekin var af honum skýrsla. Við þessa skýrslutöku, og allar skýrslutökur hjá lögreglu eftir það, hafði ákærði stöðu vitnis, þótt einnig hafi verið gætt ákvæða 51. gr. laga um meðferð opin­berra mála. Við aðalmeðferð málsins, sem dæmt var 15. mars 2006, var athygli hans í ein­staka tilvikum vakin á ákvæðum 51. gr. Eftir að settur ríkissaksóknari tók við mál­inu var ákærði einu sinn yfirheyrður af lögreglu og hafði þá stöðu grunaðs manns. Í fram­haldinu var hann svo ákærður. Í lögregluskýrslum sem teknar voru af ákærða sem vitni er í raun iðulega verið að yfirheyra hann um atferli meðákærðu og annarra sem lögreglan mat refsivert. Gætti hún ætíð viðeigandi ákvæða laganna um meðferð opinberra mála þegar þeir menn voru yfirheyrðir. Öllum sem lesa framburðarskýrslur ákærða má þó ljóst vera að hann er þar að tjá sig um þátttöku sína í atferli þessu með þeim hætti að engum, allra síst lög­lærðum mönnum, getur dulist að þar er ekki vitni að tjá sig. Í 2. mgr. 32. gr. lag­anna um meðferð opinberra mála segir að sá, sem yfirheyrður er við rannsókn máls, eigi rétt á því að fá vitneskju um það, þegar mál er orðið svo skýrt að þess er kostur, hvort hann er spurður vegna gruns á hendur honum um refsivert brot eða hvort hann er kvaddur vitnisburðar. Það er mat dómsins að þegar við fyrstu lögregluyfirheyrslu, 25. ágúst 2002 og alltaf eftir það, hafi borið að láta ákærða njóta réttarstöðu sakaðs manns, enda er ákvæði 51. gr. undantekningarákvæði sem ber að skýra þröngt og fram­burður ákærða gaf ekkert tilefni til að leggja það í mat hans hvort skilyrði grein­arinnar ættu við. Ákvæði 69. og 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, hafa verið skýrð svo að þeim sem sakaður er um refsi­verða háttsemi sé óskylt að tjá sig eða láta í té upplýsingar sem leitt geta til sak­fell­ingar hans. Í 3. mgr. 32. gr. laganna um meðferð opinberra mála segir að sakborningi sé óskylt á öllum stigum opinbers máls að svara spurningum sem varða refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök og ber yfirheyranda að benda sakborningi ótvírætt á þennan rétt hans þegar efni standa til. Ákærði var að vísu yfirheyrður af lög­regl­unni sem sakaður maður 22. febrúar 2006 og sérstaklega spurður um þau atriði sem hann er ákærður fyrir og svaraði hann á sama hátt og hann hafði gert fyrr í rannsókn málsins. Þegar hins vegar er litið til umfangs fyrri lögreglurannsóknar, þar sem ákærði hafði stöðu vitnis, verður ekki hjá því komist að líta á þessa einu skýrslu sem mála­myndaskýrslu er ekki breyti þeirri staðreynd að hann hafði haft stöðu vitnis alla rann­sókn málsins þótt hann væri í raun að tjá sig um atriði er hefðu getað leitt til ákæru á hendur honum. Lögreglan hefði frá upphafi átt að yfirheyra ákærða sem sakaðan mann og breytir engu um það þótt lögmaður hans hafi verið viðstaddur þegar lokið var að taka fyrstu lögregluskýrsluna af ákærða og lesið hana yfir með honum. Lögmaðurinn var einnig viðstaddur upphaf og lok næstu yfirheyrslu. Með vísun til framangreinds er það niðurstaða dómsins að ákærði, Jón Gerald, hafi ekki notið þeirra réttinda sakbornings við lögreglurannsókn málsins sem nefnd laga­ákvæði áskilja. Ákæra á hendur honum verður því ekki reist á lögreglu­rann­sókn­inni og verður ákærunni vísað frá dómi hvað ákærða varðar. Ákæruliður 16. Ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, er í þessum ákærulið gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs hf., átt þátt í að búin væru til gögn sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum við aðra aðila og haga bókhaldi Baugs hf. með þeim hætti að það gæfi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Þetta eiga þeir að hafa gert með því að láta færa til eignar í bókhaldi Baugs hf. og til tekna hjá Baugi hf. 46.679.000 krónur á grundvelli yfirlýsingar frá P/F SMS 30. júní 2001 með fyrirsögninni: “Credit Invoice” og textanum: “We confirm that Bónus Iceland share af Marketing support from Dagrofa July 1. 2000 – june 30. 2001 amounts to dkr. 3.900.000” en fjárhæðin hafi jafngilt framangreindri fjárhæð í íslenskum krónum, eins og nánar er rakið í ákærunni. Fyrirtækið P/F SMS er verslunarfyrirtæki í Færeyjum og á Baugur hf. helming í því. Dagrofa er dönsk heildsala. Forsvarsmenn Baugs hf. komust að því að SMS naut betri kjara við innkaup á kaffi frá Danmörku en Baugur hf. og reyndu þeir því að flytja kaffi inn til Íslands frá Danmörku í gegnum færeyska fyrirtækið. Þetta gekk ekki þar eð færeyska fyrirtækinu var gert að hætta að hafa milligöngu um viðskiptin. Hætti það því ekki myndi kaffiverðið til þess hækka til jafns við það sem var til Íslands. Ákærði, Jón Ásgeir, bar að þessi færsla hefði byggst á misskilningi. Þarna hefði annaðhvort verið oftalinn markaðsstyrkur eða innkaupum blandað saman. Að öðru leyti vísaði hann á meðákærða, Tryggva, sem hefði séð um þessi mál. Þegar mis­tökin hafi uppgötvast hafi færslan verið lotuð út í lokafærslum. Hann kvaðst ekki muna hvenær hann hafi séð yfirlýsinguna frá SMS og kannaðist ekki við að hún hafi farið um sínar hendur til endurskoðanda Baugs hf. og gat ekki skýrt af hverju upp­hafs­stafir hans væru prentaðir með færslunni. Þá gat hann heldur ekki skýrt af hverju krafan var færð á biðreikning en ekki viðskiptamannareikning SMS. Ákærði, Tryggvi, bar að forsvarsmenn Baugs hf. hefðu komist að raun um að SMS gæti keypt vörur á mun hagstæðara verði en þeir. Þar hafi einkum verið um kaffi að ræða og hefðu þeir talið að þetta gæti þýtt um 3,9 milljóna danskra króna lækkun á innkaupsverði. Hann kveðst hafa talið að Baugur hf. ætti ógreidda inneign hjá SMS sem nam þessari fjárhæð, vegna þess að hann hafi ekki vitað að ekki hafði orðið af viðskiptunum. Hann hafi því haft samband við feðgana Niels Heine og Hans Mortensen, framkvæmdastjóra SMS, og sagt þeim að sig vantaði fylgiskjal um þann markaðs­stuðning, sem um hafði verið rætt og samsvaraði þeirri verðlækkun sem hefði orðið ef kaffið hefði verið keypt í gegnum Færeyjar. Ákærði kveðst ekki hafa vitað á þessum tíma að íslenskir heildsalar hefðu komið í veg fyrir að hægt væri að kaupa kaffi á þennan hátt í gegnum Færeyjar. Þegar upp hafi verið staðið hafi þessi kredit­færsla ekki alveg átt rétt á sér. Ákærði kvaðst hins vegar telja að þessi reikningur hefði í raun ekki skekkt árshlutauppgjör félagsins, vegna þess að ófærðir hafi verið afslættir, bæði í Færeyjum og á Íslandi. Þetta hafi verið bakfært um haustið. Niels Heine Mortensen, framkvæmdastjóri SMS, bar að ákærði Tryggvi hefði haft samband við sig varðandi útgáfu kreditnótu, en þar eð hann hafi verið staddur úti á sjó og heyrt illa í símanum hafi hann vísað honum á föður sinn, Hans Mortensen. Hans Mortensen, framkvæmdastjóri SMS, bar að hann hefði útbúið framan­greinda yfirlýsingu að beiðni ákærða, Tryggva, sem hafi ákveðið texta hennar og fjár­hæð. Hans kvað ákærða hafa sagt sér að yfirlýsinguna ætti að nota sem innan­húss­skjal, en ekki mundi hann hvort það var á fundi hjá Baugi hf. eða ekki. Hins vegar hafi yfirlýsingin ekki verið færð í bókhaldi SMS. Hans kvað hana ekki hafa tengst við­skiptum milli Baugs og SMS. Endurskoðandi SMS í Færeyjum, Árni Ellefsen, staðfesti yfirlýsingu sína um að á árunum 2000 og 2001 hefðu ekki verið viðskipti á milli SMS og Baugs hf. og að umræddrar yfirlýsingar væri ekki getið í bókhaldi SMS. Eins og hér hefur verið rakið gaf Hans Mortensen út umrædda yfirlýsingu að beiðni ákærða, Tryggva. Með játningu ákærða, Tryggva, sem fær stuðning í fram­burði nefnds Hans og Árna Ellefsen, er sannað að engin viðskipti lágu til grundvallar yfir­lýsingunni, en ákærði taldi hins vegar að þau hefðu átt sér stað og þess vegna ætti Baugur hf. rétt á afslætti vegna þeirra. Yfirlýsingin var færð í bókhaldi Baugs hf. með þeim hætti sem rétt er lýst í ákæru. Yfirlýsing þessi átti sér ekki stoð í viðskiptum og hlaut ákærða, Tryggva, að vera það ljóst. Tekjufærsla í bókhaldi á grundvelli þessarar yfirlýsingar var því óheimil. Hefur ákærði, Tryggvi, því gerst sekur um brot gegn 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 3. tl. 1. mgr. 37. gr. bókhaldslaga nr. 145/1994. Hins vegar er ósannað að færslan í bókhaldinu hafi verið færð með vilja og vitneskju ákærða, Jón Ásgeirs, og verður hann því sýknaður af þessum lið og þar með einnig af því að hafa látið Baug hf. senda Verðbréfaþingi Íslands ranga tilkynningu. V Ákæruliður 17. Ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, er í þessum ákærulið gefið að sök meiri háttar bókhaldsbrot með því að ákærði, Tryggvi, hafi látið færa, með vilja og vitneskju ákærða, Jóns Ásgeirs, rangar og tilhæfulausar færslur um viðskipti og notkun fjármuna í bókhald Baugs hf. með því að færa sölu á eigin hlutabréfum í félaginu til Kaupþings hf., þegar bréfin voru í raun afhent Kaupthing Bank Luxembourg S.A. til varðveislu, inn á vörslureikning sem Baugur hf. stofnaði í þeim banka svo sem nánar er rakið í ákæru. Eftir athugasemdir stjórnar Baugs hf. hafi verið gerðar ráðstafanir á árinu 2003 til þess að leiðrétta bókhald Baugs hf. hvað þennan vörslureikning snerti. Ákærði, Tryggvi, stofnaði 14. október 1998, fyrir hönd Baugs hf., vörslu­reikning nr. 400017 hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. (hér eftir nefnt Kaupthing Lux). Í skýringum af hálfu bankans segir að þegar viðskiptavinur opni reikning hjá Kaupthing Lux og vilji koma verðbréfum í vörslu bankans sé almenna reglan sú að við­skiptavinurinn framselji (nafnbreyti) bréfin yfir á nafn Kaupthing Lux. Bankinn komi því fram sem formlegur eigandi (nominee) bréfanna í hlutaskrá þeirra félaga sem fjárfest sé í. Verðbréfin séu því bókuð inn á reikning viðskiptavinarins og sé hann raunverulegur eigandi (“beneficial owner”) þeirra og njóti þar af leiðandi allra réttinda og beri allar skyldur er tengjast verðbréfunum og hafi jafnan ráðstöfunarrétt yfir þeim, sem takmarkist þó af þeim skilmálum sem felist í opnun vörslureiknings. Baugur hf. keypti, 15. apríl 1999, 5% eignarhluta í sjálfu sér að nafnverði 50.000.000 króna af Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. á genginu 8,2691 fyrir 415.950.711 krónur. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. var annar tveggja um­sjón­araðila útboðs og skráningar verðbréfa Baugs hf. á Verðbréfaþing Íslands hf. í apríl 1999, en hinn aðilinn var Kaupþing hf. Kaupverð eignarhlutanna, 413.455.006 krónur, var eignfært á biðreikning, lántökukostnaður, 2.495.705 krónur, var gjald­færður og lántaka vegna kaupanna, 415.950.711 krónur, færð til skuldar við Fjár­fest­ingar­banka atvinnulífsins. Með færslu 30. júní 1999 með skýringartextanum “Hlutabréf í Baugi seld Kaup­þingi” selur Baugur hf. 4% eignarhluta í sjálfu sér að nafnverði 40.000.000 króna á genginu 8,2691 til Kaupþings hf. Söluverðið, 330.764.000 krónur, var eign­fært á viðskiptareikning Kaupþings í bókhaldi Baugs hf. og var mótfærslan til lækk­unar á eigin hlutabréfaeign, sem áður hafði verið færð til eignar í áðurnefndum bið­reikn­ingi. Fylgiskjal að baki nefndri færslu var útprentun úr dagbók 7. júlí 1999, og hand­skrifað blað, ódagsett og óundirritað, þar sem segir, m.a., “Baugur kaupir 5% í Baugi og fær lán hjá FBA” og einnig “Selur Kaupþingi 4/5 hlut” Á fylgiskjalinu koma fram fyrirmæli um færslur. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupthing Lux voru færðir 40.000.000 hluta inn á vörslureikning Baugs hf. nr. 400017 15. júní 1999 og sama dag eru færðir 20.000.000 hluta út af sama reikningi til þess að fullnægja kaupréttarákvæðum við æðstu stjórnendur Baugs hf. að hluta. Í bréfi ákærða, Tryggva, til hlutaskrár Baugs hf. 31. mars 1999, er tilkynnt um sölu Baugs hf. á hlutafé til Kaupthing Lux að nafnverði 40.000.000 króna. Útboðs- og skráningarlýsing hlutabréfa Baugs hf. á Verðbréfaþingi Íslands er dagsett 15. apríl 1999 og undirrituð meðal annars af ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, og Óskari Magnússyni, þáverandi stjórnarformanni Baugs hf. Þar er því lýst yfir að útboðs- og skráningarlýsingin sé “eftir bestu vitund í fullu samræmi við staðreyndir og í hana vanti engin mikilvæg atriði sem áhrif geti haft á mat á félaginu eða hluta­bréfum þess”. Í nefndri lýsingu er að finna lista yfir stærstu hluthafa Baugs hf. 31. mars 1999. Þar kemur fram að Kaupthing Lux eigi 4% í Baugi hf. Linda Jóhannsdóttir, fjármálastjóri Baugs hf., hefur borið að hún hafi hand­ritað blaðið að baki færslunni á sölu hlutabréfa í Baugi hf. til Kaupþings hf. sem að framan er lýst. Varðandi tilurð þessa fylgiskjals hefur Linda vísað til þess að ákærði, Tryggvi, hafi verið yfirmaður hennar. Auk þess hefur hún borið fyrir lögreglu að færslan hefði verið færð á þennan hátt samkvæmt beiðni ákærða og hafi hann tekið ákvörðun um bókunina. Þetta staðfesti Linda fyrir dómi. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Lux, hefur staðfest að for­ráðamenn Baugs hf. hafi haft ráðstöfunarrétt á hlutabréfunum á vörslureikningi nr. 400017. Þá hefur Magnús staðfest að í upphafi hafi tilgangur vörslureikningsins verið að halda utan um kaupréttarsamninga fyrir æðstu yfirmenn Baugs hf. og minntist hann þess að hafa séð gögn þar að lútandi á þeim tíma. Stefán Hilmarsson, endurskoðandi Baugs hf. á þessum tíma, hefur borið að hann hafi fyrst vitað um kaupréttarákvæði æðstu stjórnarmanna Baugs hf. og tilvist vörslu­reikningsins hjá Kaupthing Lux í október 2002, eða eftir að rannsókn lögreglu hófst. Þá bar Stefán einnig að hann hafi haldið frá upphafi að viðskiptastaðan á við­skipta­reikningi Kaupþings væri vegna sölu Baugs hf. á hlutum í sjálfu sér til Kaup­þings, enda hefðu öll tiltæk gögn bent til þess. Hann hefur staðfest að eftir færslu á sölu á hlutunum til Kaupþings hafi ekkert legið fyrir í bókhaldi Baugs hf. sem benti til þess að félagið ætti eigið hlutafé á vörslureikningi í Luxemborg. Anna Þórðardóttir, sem byrjaði að vinna sem endurskoðandi að endurskoðun Baugs hf. um áramótin 1999 og 2000, hefur borið að hún hafi ekki fengið vitneskju um kaupréttarsamningana fyrr en um áramótin 2002 og 2003. Þá staðfesti Anna að hún hafi ekki vitað um tilvist vörslureikningsins sem Baugur hf. átti hjá Kaupthing Lux fyrr en frá sama tíma. Hún bar að þetta hafi horft þannig við sér að um hafi verið að ræða kröfu Baugs hf. á hendur Kaupþingi hf. vegna sölu á eigin hlutabréfum til þess og ekkert í bókhaldi Baugs hf. hafi bent til vörslureiknings hjá Kaupthing Lux. Þá bar Anna að af hálfu endurskoðenda félagsins hefði verið sent svokallað stað­fest­ingarbréf til Kaupthing Lux þar sem beðið var um staðfestingu á kröfunni, en ekkert svar hefði borist. Ákærði, Tryggvi, kvaðst ekki vita hver ritaði blaðið, sem áður er lýst og lá til grund­vallar færslunni á sölu eigin bréfa Baugs hf. til Kaupþings hf. Þá kvaðst hann ekki þekkja rithönd þess sem ritaði skjalið. Enn fremur kvaðst hann ekki muna hver átti hugmyndina að því að færa færsluna sem sölu á hlutabréfum til Kaupþings hf. Hann, það er ákærði, Tryggvi, ákærði, Jón Ásgeir, Óskar Magnússon, Kaup­þings­menn og fleiri sem að málinu komu hefðu talið að svona ætti að standa að færslunni enda væru eignir á vörslureikningi alltaf færðar sem sala. Nánar rökstuddi ákærði, Tryggvi, færsluna sem sölu í bókum Baugs hf. þannig að þegar fært sé inn á vörslu­reikning þá flytjist nafnskráningin yfir á Kaupþing hf. og þess vegna sé þetta fært sem sala. Ákærði, Jón Ásgeir, bar að hafa ekki vitað nákvæmlega hvaða viðskipti fóru gegnum vörslureikninginn og hann hafi ekki komið að þessum reikningi eða ein­stökum færslum á honum. Ákærði vísaði um færslurnar og framkvæmd þeirra á ákærða, Tryggva, og fjármálasvið Baugs hf. Ákærði bar að sér hafi verið sagt að ekki þyrfti að færa hverja færslu vörslureikningsins í bókhald Baugs hf. heldur væri nóg að færa aðeins upphafs- og lokafærslu reikningsins. Aðspurður um það hver hafi tekið ákvörðun um stofnun vörslureikningsins kvað ákærði að hann, það er ákærði, Jón Ásgeir, ákærði, Tryggvi, og Óskar Magnússon hafi gert það. Ákærði skýrði þetta nánar þannig að vörslureikningnum hafi upphaflega verið ætlað að halda utan um kaup­réttarhluti og hafi eigin hlutum í Baugi hf., að nafnverði 40 milljónum króna, verið ráðstafað inn á vörslureikninginn og hafi það fé verið bundið til ráðstöfunar vegna kaupréttar æðstu starfsmanna félagsins. Þessi kaupréttur hafi verið samkvæmt sam­starfssamningi félags í eigu Kaupþings hf., Kaupthing Lux, Fjárfestingarbanka atvinnu­lífsins og Gaums ehf., en þetta félag, Gír hf., hafi verið undanfari Baugs hf. Samkvæmt starfssamningum Gírs hf. við ákærðu, Jón Ásgeir og Tryggva, og Óskar Magnússon, stjórnarformann Baugs hf., frá 18. júní 1998, áttu þeir ákærði, Jón Ásgeir, og Óskar kauprétt að 1,5% hvor af væntanlegu hlutafé í Baugi hf., en ákærði, Tryggvi, kauprétt að 1%. Samtals var því um að ræða kauprétt þessara þriggja að 4% í væntanlegu hlutafé Baugs hf., eða sem nam 40.000.000 króna að nafnverði. Af hálfu ákærða, Tryggva, er því haldið fram að á þeim tíma sem færslan á vörslu­reikninginn var gerð hafi það tíðkast að færa eignir sem færðar voru á vörslu­reikning sem seldar og byggðist þetta á því að við þessa færslu hafi nafnskráningin á bréfunum færst yfir á Kaupthing Lux. Ekki hafa verið lögð fram gögn til stuðnings þessari staðhæfingu. Þá er ljóst að ákærðu ráðfærðu sig ekki við endurskoðendur Baugs hf. um þessa færslu eða réttmæti hennar svo sem tíðkanlegt er hjá for­svars­mönnum félaga þegar vafi leikur á tilteknum færslum í bókhaldi. Ljóst er af ráðstöfun helmings þeirra hluta sem færðir voru á vörslureikninginn í júní 1999 að Baugur hf. taldi sig vera að uppfylla kaupréttarákvæði við æðstu starfsmenn félagsins, sem ekki hefði verið unnt nema félagið ætti viðkomandi hluti. Þá hefur það komið skýrt fram af hálfu Kaupthing Lux að þrátt fyrir færslu hlutanna yfir á vörslureikninginn hafi Baugur hf. verið áfram raunverulegur eigandi þeirra eins og lýst er hér að framan. Það er því niðurstaða dómsins að Baugur hf. hafi áfram átt þessa 40.000.000 hluta í félaginu, þrátt fyrir færsluna yfir á vörslureikning félagsins 30. júní 1999 og til­grein­ingu Kaupthing Lux sem eiganda þeirra að nafninu til. Með framburði ákærðu og vitna og öðru því sem rakið er hér að framan er sannað að færslur þær sem raktar eru í ákæru að fjárhæð 330.764.000 krónur voru rangar og til þess fallnar að gefa ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Er sannað að ákærði, Tryggvi, hafi gefið fyrirmæli um þessar færslur sem honum var ljóst að voru rangar og hefur hann því gerst sekur um brot gegn 2. mgr. 262. gr. al­mennra hegningarlaga, sbr. 3. tl. 1. mgr. 37. gr. bókhaldslaga nr. 145/1994. Hins vegar er ósannað að færslurnar í bókhaldinu hafi verið færða með vilja og vitneskju ákærða, Jóns Ásgeirs, og verður hann því sýknaður af þessum lið. VI Í V. kafla ákærunnar er ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, í ákærulið 18 gefinn að sök fjárdráttur í tengslum við skemmtibátinn Thee Viking. Í ákærulið 19 er ákærða, Tryggva einum, gefinn að sök fjárdráttur í tengslum við notkun greiðslukorts. Ákæruliður 18. Ákærðu, Jóni Ásgeiri og Tryggva, er í þessum ákærulið gefinn að sök fjár­dráttur með því að hafa, á tímabilinu frá 20. janúar 2000 til 11. júní 2002, dregið Fjár­fest­ingarfélaginu Gaumi, einkahlutafélagi sem á þessum tíma var í eigu ákærða, Jóns Ásgeirs, föður hans, móður og systur, samtals 32.262.645 krónur, frá Baugi hf. til að fjár­magna eignarhlutdeild Gaums ehf. í skemmtibátnum Thee Viking og greiða kostnað vegna hans. Brotin hafi verið framin með þeim hætti að ákærði, Tryggvi, hafi, með vitund og vilja ákærða, Jóns Ásgeirs, látið Baug hf. greiða 31 reikning, sem gerð er grein fyrir í ákærunni, og gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Síðan segir í ákærunni: “Skráður eigandi Thee Viking, samkvæmt kaupsamningi dagsettum 30. september 1999, var félagið New Viking Inc., skrásett í Delaware í Banda­ríkjun­um. Eigendur Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. töldu félagið eiga eignar­hlut­deild í skemmti­bátnum.” Ákærðu hafa neitað þessu og halda því fram að greiðslurnar, sem þessi ákæru­liður fjallar um, hafi runnið til Nordica Inc. sem þóknun til Jóns Geralds Sullenberger fyrir störf er hann vann á vegum Baugs hf. í Bandaríkjunum við að afla og viðhalda við­skiptasamböndum, fara á vörusýningar og annað sem tengdist starfsemi félagsins. Þessu hefur Jón Gerald hafnað og borið að greiðslurnar frá Baugi hf. hafi verið til að greiða afborganir af lánum og kostnað við að reka bátinn. Hann hefur borið að enginn fótur sé fyrir skýringum ákærðu. Í málinu hafa verið lögð fram gögn um eignarhald New Viking Inc. á bátnum, en engin gögn hafa verið lögð fram um að Gaumur ehf. hafi verið skráður eigandi bátsins eða talið hann til eignar í bókhaldi sínu. Einkaeigandi New Viking Inc. var Jón Gerald. Nú verður rakinn framburður ákærðu og vitna fyrir dómi varðandi eignar­haldið á bátnum. Ákærði, Jón Ásgeir, neitaði sök og bar að Jón Gerald hafi verið eigandi bátsins eða félag í hans eigu. Greiðslur þær sem Baugur hf. greiddi Nordica Inc. samkvæmt reikn­ingunum í þessum ákærulið hafi verið vegna þjónustu er Nordica Inc. innti af hendi fyrir Baug hf. í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki geta borið um í hvað Jón Gerald hefði ráðstafað peningunum, hvort þeir hefðu runnið til reksturs bátsins eða í annað, en Baugur hf. hafi ekki greitt fé til Nordica Inc. vegna reksturs bátsins. Ákærði bar að Gaumur ehf. hafi lánað Jóni Gerald fé til að kaupa bátinn og tvo báta þar áður og taldi Gaumur ehf. sig eiga kröfu á Jón Gerald vegna kaupanna. Ekki hafi verið um það samið hvernig þetta yrði endurgreitt, en til tals hafi komið að því yrði breytt í eignarhlutdeild í New Viking Inc. sem var skráður eigandi bátsins. Af því hafi þó ekki orðið. Gaumur ehf. hafi hins vegar ekki kostað viðhald og útgjöld vegna bátanna, þótt eitthvað af láninu kunni að hafa runnið til þeirra þátta. Upphaflega hafi þeir Jón Gerald leigt sér bát, enda hafi þetta verið sameiginlegt áhugamál þeirra, en síðar hafi verið keyptur bátur, sá fyrsti af þremur. Bátar þessir hafi verið notaðir af þeim tveimur, föður ákærða og systur en einnig hafi verið farnar boðsferðir á honum með starfsmenn og viðskiptavini Baugs hf. Jón Gerald hafi algerlega séð um bátinn, enda hans eign. Hann einn hafi haft lyklavöld að honum og jafnvel meinað fólki á vegum ákærða afnot af honum. Þegar samskiptum Jóns Geralds við Baug hf. og for­svars­menn þess lauk hafi Jón Gerald sett bátinn á sölu án nokkurs samráðs við sig eða aðra sér tengda. Ákærði, Tryggvi, neitaði sök og bar að Jón Gerald hafi átt bátinn og engar greiðslur hafi runnið frá Baugi hf. til hans til að kosta rekstur bátsins. Reikningarnir sem um ræðir í þessum ákærulið hafi verið greiddir Nordica Inc. vegna margvíslegrar þjónustu sem Jón Gerald hafi innt af hendi fyrir Baug hf. í Bandaríkjunum en tengdust á engan hátt rekstri bátsins. Ákærði kannaðist hins vegar við að báturinn hafi verið notaður til skemmtiferða með viðskiptavini og starfsmenn Baugs hf. Hann bar að Gaumur ehf. hafi lánað fé til bátakaupanna og meiningin hafi verið að félagið eða feðg­arnir, ákærði, Jón Ásgeir, og Jóhannes Jónsson, eignuðust hlut í bátnum en það hafi ekki gengið eftir. Jón Gerald Sullenberger bar að hann og ákærði, Jón Ásgeir, hafi keypt saman fyrsta bátinn og hafi ætlunin verið að hvor um sig ætti helming í honum. Jón Gerald hafi hins vegar verið einn skráður eigandi hans þar eð ekki hafi mátt vitnast að ákærði ætti hlut í skemmtibát. Kostnaður við rekstur bátsins hafi verið greiddur af Jóni Gerald eða Nordica Inc. og svo hafi verið gerður reikningur á Bónus, er hafi verið sendur ákærða, Tryggva, sem lét greiða hann. Jón Gerald kvaðst alfarið hafa hugsað um bátinn og alltaf verið með þegar hann var notaður, en auk hans og ákærða, Jóns Ásgeirs, hafi fjölskylda ákærða notað bátinn svo og starfsmenn og viðskiptavinir Baugs hf. Þessi bátur var seldur og annar keyptur sem fjármagnaður var með sölu fyrsta bátsins auk þess sem Jóhannes Jónsson hafi komið með ávísun að fjárhæð 200.000 bandaríkjadali og lagt til kaupanna. Jón Gerald kvaðst hafa litið svo á að ákærði, Jón Ásgeir, ætti bátinn á móti sér á sama hátt og fyrsta bátinn. Báturinn hafi þó verið skráður á sig einan og hann hafi greitt kostnað vegna hans og gert reikninga fyrir honum á sama hátt og lýst var varðandi fyrsta bátinn. Á árinu 1999 var svo þriðji báturinn keyptur og nefndist hann Thee Viking og bar Jón Gerald að þegar þau kaup voru rædd hafi hugmyndin verið að hann ætti þriðjungshlut og feðgarnir sinn þriðjung­inn hvor. Ákveðið hafi verið að stofna félag um bátinn og reka hann með reglu­legum greiðslum frá Baugi hf. samkvæmt reikningum sem Jón Gerald átti að senda, en ákærði, Tryggvi, ákvað texta þeirra. Eigandi bátsins var hins vegar skráður New Viking Inc., félag sem Jón Gerald átti einn. Þetta átti að vera bráða­birgða­ráðstöfun því að til stóð að stofna fyrirtæki á Bahamaeyjum er myndi eignast bátinn. Ekki var gert ráð fyrir að Jón Gerald ætti í því, heldur myndi hans hlutur í bátnum verða greiddur honum þegar það yfirtæki bátinn. Um þessar ráðagerðir eru ekki til skrif­legir samningar og ekkert mun hafa orðið úr stofnun fyrirtækisins á Bahama­eyjum. Sérstaklega aðspurður kvað Jón Gerald það aldrei hafa komið til tals að Gaumur ehf. eða önnur félög hér á landi ættu eða myndu eignast bátinn. Hann hafi verið í eigu þeirra þriggja, hans, ákærða, Jóns Ásgeirs, og Jóhannesar Jónssonar. Eftir að slitnaði upp úr viðskiptum og vinskap Jóns Geralds við forsvarsmenn Baugs hf. kvaðst hann hafa selt bátinn og borgað lánin og kostnað af sölunni. Þá “var ósköp lítill afgangur eftir” bar hann og þegar hann var spurður hvort feðgarnir hafi fengið sinn hlut svaraði hann því til að enginn hlutur hafi verið eftir. Skömmu síðar kom fram hjá honum að mikill kostnaður hafi fylgt málarekstri á hendur sér í Banda­ríkjunum, en í lausn þeirra mála hafi meðal annars falist að fallið var frá kröfum á hendur honum vegna bátsins. Jóhannes Jónsson bar að Gaumur ehf. hafi lagt fram samtals 40 milljónir króna til kaupa á bátunum þremur. Þessir fjármunir hafi verið afhentir Jóni Gerald og hafi ætlunin verið að síðar yrði Gaumur ehf. eigandi bátsins sem hverju sinni var skráður á Jón Gerald. Ekki hafi verið gerður neinn áskilnaður um væntanlega eignarhlutdeild Gaums ehf. eða þeirra feðga, enda hafi menn treyst Jóni Gerald fullkomlega. Það hafi hins vegar aldrei orðið að Gaumur ehf. eða þeir yrðu eigendur að hlut í bátnum. Jóhannes mundi ekki eftir því að rætt hefði verið um hver eignarhlutur Jóns Geralds yrði í bátnum, enda kvaðst hann ekki hafa komið að þeim viðræðum. Þá gat hann ekki upplýst hvernig rekstrarkostnaður bátsins hefði verið greiddur eða afborganir af lánum. Hins vegar hafi Jón Gerald talað um að auðvelt væri að leigja svona stóran bát og hafa af honum tekjur. Eftir að upp úr slitnaði með Jóni Gerald og forsvarsmönnum Baugs hf. hafi Gaumur ehf. höfðað mál á hendur Jóni Gerald en síðan gert við hann sátt sem meðal annars fól í sér að fallið var frá öllum kröfum á hendur honum vegna bátsins. Eftir það kvaðst Jóhannes ekki hafa heyrt meira af bátnum. Kristín Jóhannesdóttir, systir ákærða, Jóns Ásgeirs, hefur verið fram­kvæmda­stjóri Gaums ehf. frá haustinu 1999. Þegar hún kom til starfa hjá félaginu var henni greint frá því að það hefði lagt fram fé til bátakaupa og reksturs þeirra. Hún bar hins vegar að hún hefði ekkert komið nálægt þessum málum og kvaðst ekki þekkja til sam­skipta Jóns Geralds við föður sinn og bróður, en sá síðarnefndi hafi alfarið séð um þau mál. Kristín bar að Gaumi ehf. hafi ekki tekist að breyta framlögum sínum til bátsins í eignarhlutdeild og á endanum hafi þessar kröfur tapast þegar gerð var sátt í mála­ferl­unum í Bandaríkjunum. Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, bar að ákærði, Jón Ásgeir, og Jón Gerald hafi keypt saman fyrsta bátinn, en Jón Gerald hafi einn verið skráður eigandi hans. Ákærði hafi ekki viljað að það fréttist að hann ætti skemmti­bát. Annan bátinn hafi þeir keypt ásamt Jóhannesi Jónssyni, en Jón Gerald hafi eftir sem áður verið einn skráður eigandi hans, þótt hann ætti bara helming á móti feðg­unum. Eignarhlutföllin í þriðja bátnum, Thee Viking, hafi einnig verið þau sömu. Jóhanna mundi eftir að fundað hefði verið um kröfur ákærða og Jóhannesar um að þeir eignuðust hlut í félaginu um bátinn. Kristrún Sveinbjörnsdóttir starfaði hjá Nordica Inc. á árunum 2000 til 2002. Hún bar að Jón Gerald hafi einn verið skráður fyrir bátnum, en ákærðu, Jón Ásgeir og Tryggvi, hafi átt hann ásamt Jóhannesi Jónssyni. Bar hún Jón Gerald fyrir þessu. Hún kvaðst ekki þekkja til Gaums ehf., en vita til þess að áður en hún hóf störf hjá Nordica Inc. hafi Gaumur ehf. greitt Nordica Inc. vegna bátsins. Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, sambýliskona ákærða, Jóns Ásgeirs, bar að í eitt sinn, er hún hafi verið á bátnum, hafi Jón Gerald beðið hana að yfirgefa hann vegna þess að hann þyrfti að nota hann. Jónína Benediktsdóttir, sem bjó með Jóhannesi Jónssyni á árunum 1999 til 2000, bar að sér hafi skilist að Jón Gerald og feðgarnir ættu Thee Viking saman. Í gögnum málsins er allmikið af gögnum, svo sem tölvupóstum, útreikningum og fleiru, sem ákæruvaldið byggir á að sanni að greiðslur þær, sem þessi ákæruliður fjallar um, hafi runnið til þess að kosta rekstur Thee Viking. Einnig eru þar gögn varð­andi rekstur dómsmáls í Bandaríkjunum. Því máli lauk með samningi um lausn á ágrein­ingnum. Aðilar þess samnings voru annars vegar Nordica Inc., New Viking Inc., Jón Gerald Sullenberger og Jóhanna Guðmundsdóttir, í samningnum nefndir bandarískir aðilar, og hins vegar Baugur Group hf., Gaumur ehf., Aðföng, Fjár­festingar­félagið Gaumur ehf., Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir, í samn­ingnum nefndir íslenskir aðilar. Í samningnum segir orðrétt um Thee Viking: “Gaumur lætur hér með niður falla allar kröfur sem hann hefur haft uppi eða kynni að hafa haft uppi í skipið “Thee Viking” og fellst á að hann eigi engan frekari rétt af neinu tagi til eignar, umráða, nota eða annars varðandi það skip. Hinir Íslensku aðilar lýsa því yfir að þeir eigi engin réttindi til skipsins að því tagi sem nefnt var. Íslensku að­ilarnir vísa einnig frá sér að þeir eigi nokkur réttindi varðandi félagið New Viking Inc., þar með talið til hlutafjár eða eigna eða krafna í eigu þess. Íslensku aðilarnir skulu enga ábyrgð, kostnað eða útgjöld bera af skipinu, hvort sem slíkt er þegar til komið eða kemur til síðar.” Að mati dómsins sýna þessi gögn fram á að Jóni Gerald hafi verið lánað fé til að kaupa bátana tvo sem keyptir voru á undan Thee Viking. Það hafi hins vegar aldrei tekist að ganga frá málum á þann hátt sem ákærðu, Jón Ásgeir og Tryggvi, og Jóhannes Jónsson stefndu að, það er að eignarhald á bátnum yrði, að minnsta kosti að hluta til, skráð á þá eða félag í þeirra eigu. Í þessum lið ákærunnar er ákærðu gefið að sök að hafa dregið Fjár­fest­ing­ar­félaginu Gaumi ehf. framangreinda fjárhæð, og með þeim hætti sem lýst var, til að fjár­magna eignarhlutdeild félagsins í Thee Viking og greiða kostnað vegna hans. Eins og fram kemur í ákærunni var félagið New Viking Inc. skráður eigandi bátsins, en einka­eigandi þess félags var Jón Gerald Sullenberger. Hins vegar er ljóst að Gaumur ehf. lagði fram fjármuni til kaupa á bátum er keyptir voru á undan Thee Viking, en andvirði þeirra rann til kaupanna á honum. Það er einnig ljóst af framburði ákærðu og vitna, sem rakinn var hér að framan, að ákærði, Jón Ásgeir, og faðir hans, Jóhannes Jónsson, töldu sig eiga kröfu um að eignast hlut í bátnum, en aldrei tókst að ganga frá þeim eignarhlut áður en Jón Gerald seldi bátinn án samráðs við þá feðga, að því er best verður séð. Hins vegar nefndi enginn Gaum ehf., við yfirheyrslur í aðal­með­ferðinni, í sambandi við eignarhlut í bátnum, nema Jóhannes Jónsson, en af framburði hans má ráða að hann geri ekki greinarmun á Gaumi ehf. og fjölskyldu sinni, enda félagið í eigu hennar. Fjármunir þeir, sem ákærðu eru ákærðir fyrir að hafa dregið Gaumi ehf. frá Baugi hf., runnu ekki til þess félags, heldur til Nordica Inc., en ákærðu eru þó ekki ákærðir fyrir að hafa dregið féð því félagi. Samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laga nr. 19/1991 má ekki dæma ákærðan mann fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir og með því að ósannað er að ákærðu hafi dregið Gaumi ehf. fé, eins og þeir eru ákærðir fyrir, verða þeir sýknaðir af þessum lið ákærunnar. Að fenginni þessari niðurstöðu er þarflaust að fjalla um skýringar ákærðu á greiðslum Baugs hf. til Nordica Inc. sem þessi ákæruliður fjallar um. Ákæruliður 19. Í þessum ákærulið er ákærða, Tryggva, gefinn að sök fjárdráttur með því að hafa dregið sér samtals 1.315.507 krónur á tímabilinu frá 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002, þegar ákærði lét Baug hf. greiða félaginu Nordica Inc. í Bandaríkjunum reikninga í 13 skipti, sem gefnir voru út af Nordica Inc. á hendur Baugi hf., vegna persónulegra útgjalda ákærða sem voru Baugi hf. óviðkomandi. Síðan segir að ákærði hafi einkum stofnað til útgjaldanna erlendis með úttektum á American Express greiðslukorti í reikning Nordica Inc., sem það hafi lagt út fyrir og innheimt síðan hjá Baugi hf. samkvæmt fyrirmælum ákærða. Skýringartexti reikninganna hafi gefið til kynna að þeir hafi verið vegna ferða- og dvalarkostnaðar erlendis, en úttektirnar verið í raun vegna kaupa ákærða á varningi og þjónustu í eigin þágu. Segir í ákærunni að þær hafi meðal annars verið vegna kaupa ákærða í tónlistarverslunum, tísku­vöru­versl­unum, golfvöruverslun, skemmtigarði, veitingastöðum og vegna kaupa á sláttu­dráttarvél. Reikningarnir 13 hafa verið lagðir fram og eru þeir samtals að fjárhæð 14.354,10 bandaríkjadalir, eins og segir í ákærunni. Þá hafa verið lögð fram gögn þar sem fjárhæð hvers reiknings fyrir sig hefur verið sundurliðuð eftir notkun kortsins hvert tímabil fyrir sig. Af þessum sundurliðunum má sjá að það hefur verið notað til að greiða í fríhöfnum, tískuvöruverslunum, tónlistarverslunum, skóverslun, raf­tækja­verslun, á veitingastöðum, í golfvöruverslun, garðvöruverslunum, aðgöngumiða, síma­kostnað, bækur og einnig hefur árgjald kortsins verið greitt, auk annars sem ekki er auðvelt að átta sig á hvað er. Sundurliðanirnar greina í einu tilfelli hærri fjárhæð en við­komandi reikningur er, þ.e. reikningur 7. september 2000 sem sagður er í ákæru vera 2.220 dalir en samkvæmt sundurliðuninni er hann 2.220,76 dalir. Í 5 tilfellum greina sundurliðanirnar lægri fjárhæð en viðkomandi reikningur sem hér segir: Reikningur 10. október 2000 er 638,31 dalur, en sundurliðunin er að fjárhæð 603,31 dalur, reikningur 11. janúar 2001 er 270 dalir en sundurliðunin tilgreinir 260,73 dali, reikningur 5. apríl 2001 er 3.813,23 dalir en sundurliðunin tilgreinir 3.800,13 dali, reikningur 4. september 2001 er 445,55 dalir en sundurliðunin tilgreinir 415,55 dali og reikningur 3. janúar 2002 er 458,81 dalur en sundurliðunin tilgreinir 390,52 dali. Í 116. gr. laga um meðferð opinberra mála kemur fram hvað greina skuli í ákæru, en samkvæmt c – lið er það hvert brotið er sem ákært er út af, hvar og hvenær það er talið framið, heiti þess að lögum og önnur skilgreining og loks heimfærsla þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta. Til að ákæra geti uppfyllt þessi skil­yrði laganna verður verknaðarlýsing hennar að vera þannig úr garði gerð að hvorki ákærði né dómari þurfi að vera í vafa um hvaða refsiverð háttsemi ákærða er gefin að sök. Verður að vera hægt að ráða þetta af ákærunni einni saman og skiptir engu hvaða ályktanir megi draga af rannsóknargögnum eða hvað ákærða kann að vera ljóst vegna rannsóknar málsins. Með ákærunni á þannig að leggja fullnægjandi grundvöll að málinu svo hægt sé að fella dóm á það samkvæmt því sem í ákærunni er tilgreint, enda verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 117. gr. laganna. Í þessum ákærulið gefur ákæruvaldið ákærða að sök fjárdrátt með því að láta Baug hf. greiða félaginu Nordica Inc. í Bandaríkjunum reikninga í 13 skipti, sem gefnir voru út af Nordica Inc. á hendur Baugi hf., vegna persónulegra útgjalda ákærða sem voru Baugi hf. óviðkomandi og segir hann hafa látið færa framangreinda reikninga í bókhaldi Baugs hf. eins og nánar er rakið í ákærunni. Það kemur hins vegar fram í ákærunni að ákæruvaldið telur fjárdráttinn vera vegna notkunar ákærða á greiðslu­korti í allmörg skipti í eigin þágu án þess að lýsa notkun hans nánar en að segja hann hafa meðal annars notað það í viðskiptum á tilteknum stöðum, eins og rakið var. Rannsóknargögn benda þó til þess að það hafi verið notað víðar. Þá bera þau með sér að ekki er samræmi á milli reikninganna og sundurliðunar lögreglu á notkun kortsins, eins og rakið var. Með því að ákæruvaldið ákærir ákærða fyrir fjár­drátt bar nauðsyn til þess að það lýsti notkun hans kortinu í ákærunni með þeim hætti að honum og dómnum væri fært að taka afstöðu til hvers atviks fyrir sig. Nauðsynlegt var að hafa þennan hátt á þar eð varnir ákærða hlutu að byggjast á því að hann gæti tekið afstöðu til sérhverrar greiðslu með kortinu. Þetta var ekki gert og er ákæran þess vegna, að þessu leyti, ekki í samræmi við það sem áskilið er í 116. gr. laga um meðferð opinberra mála. Er óhjákvæmilegt að vísa þessum ákærulið frá dómi. VII Ákæran var upphaflega í 19 liðum, en 1. lið hennar var vísað frá dómi eins og rakið var í II. kafla. Með þessum dómi hefur 10 liðum til viðbótar verið vísað frá dómi, auk þess sem ákæru á hendur ákærða, Jóni Gerald, hefur verið vísað frá dómi. Ákærði, Jón Ásgeir, hefur verið sakfelldur fyrir brot samkvæmt einum ákærulið og ákærði, Tryggvi, samkvæmt fjórum liðum. Ákærði, Jón Ásgeir, er fundinn sekur um brot gegn 1. mgr., sbr. 3. mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga og ákærði, Tryggvi, um brot gegn 2. mgr. 262. gr. sömu laga, sbr. 3. tl. 1. mgr. 37. gr. bókhaldslaga nr. 145/1994. Sakavottorð ákærðu skipta ekki máli við ákvörðun refsingar. Refsing ákærða, Jóns Ásgeirs, er hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði og refsing ákærða, Tryggva, fangelsi í 9 mánuði og hefur verið höfð hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar hans. Skilyrði eru til að skilorðsbinda refsingarnar og skulu þær falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins fyrir þeim, haldi þeir almennt skilorð 57. gr. almennra hegn­ingar­laga. Við ákvörðun málsvarnarlauna er tekið mið af vinnuskýrslum verjenda og við­mið­unarreglum dómstólaráðs. Þá er virðisaukaskattur innifalinn í máls­varn­ar­laununum. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóns Ásgeirs, Gests Jónssonar hrl. ákveðast 15.300.000 krónur og skal ákærði greiða 1/10 hluta þeirra en að 9/10 hlutum skulu þau greidd úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Tryggva, Jakobs R. Möller hrl. ákveðast 11.900.000 krónur og skal ákærði greiða 1/5 hluta þeirra en að 4/5 hlutum skulu þau greidd úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóns Geralds, Brynjars Níelssonar hrl. ákveðast 7.900.000 krónur og skulu þau greidd úr ríkissjóði. Sakarkostnaður samkvæmt yfirliti setts ríkissaksóknara nemur 55.802.221 krónu. Samkvæmt 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 verða ákærðu, Jón Ásgeir og Tryggvi, dæmdir til að greiða hluta þess kostnaðar. Þegar litið er til þess að aðeins er sak­fellt fyrir hluta ákæruatriða, lengdar aðalmeðferðar, sem var ekki að öllu leyti í sam­ræmi við umfang málsins og þess að lagt var í kostnað vegna vitna sem ekki verður séð að þörf hafi verið á að leiða, verður ákærðu gert að greiða óskipt 5.000.000 króna í sakarkostnað til ríkissjóðs. Af hálfu ákærða, Jón Ásgeirs, hefur verið krafist greiðslu kostnaðar vegna vinnu aðstoðarmanna verjanda hans. Þá hefur verið krafist greiðslu kostnaðar vegna vinnu PriceWaterhouseCoopers, en það endurskoðunarfyrirtæki vann álitsgerðir um ákæru­liði 10 til 19. Loks er krafist greiðslu 685.192 króna vegna útlagðs skrifstofu- og ritfangakostnaðar og fylgja reikningar til stuðnings þeirri kröfu. Þegar litið er til um­fangs málsins verður ekki hjá því komist að ákvarða kostnað vegna að­stoð­ar­mann­anna 25.000.000 króna og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Þá verður fallist á að skrifstofu- og ritfangakostnaður ákærða teljist til sakarkostnaðar. Hins vegar er ekki fallist á að vinna PriceWaterhouseCoopers hafi, nema að litlu leyti, verið óhjákvæmileg vegna rannsóknar og meðferðar málsins, sbr. 1. mgr. 164. gr. laga nr. 19/1991 og verður þessi kostnaður því ekki talinn til sakarkostnaðar. Samkvæmt þessu ákveðst kostnaður ákærða, Jóns Ásgeirs, 25.685.192 krónur og skal ákærði greiða 1/10 hluta hans, en 9/10 skulu greiddir úr ríkissjóði. Dóminn kváðu upp Arngrímur Ísberg, héraðs­dómari, dómsformaður, Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, og Garðar Valdimarsson, hæstaréttarlögmaður og lög­giltur endurskoðandi. Dómsuppsaga hefur dregist fram yfir lögmæltan tíma vegna umfangs málsins. Dómsorð Ákæruliðum 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 19 er vísað frá dómi. Ákæru á hendur ákærða, Jóni Gerald Sullenberger, er vísað frá dómi. Ákærði, Jón Ásgeir Jóhannesson, sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærði, Tryggvi Jónsson, sæti fangelsi í 9 mánuði. Fresta skal fullnustu refsinga ákærðu og falli þær niður að liðnum 2 árum frá birt­ingu dómsins fyrir þeim, haldi þeir almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóns Ásgeirs, Gests Jónssonar hrl., 15.300.000 krónur, skal ákærði greiða að 1/10 hluta, en að 9/10 hlutum skulu þau greidd úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Tryggva, Jakobs R. Möller hrl., 11.900.000 krónur, skal ákærði greiða að 1/5 hluta, en að 4/5 hlutum skulu þau greidd úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóns Geralds, Brynjars Níelssonar hrl., 7.900.000 krónur skulu greidd úr ríkissjóði. Ákærðu, Jóns Ásgeir og Tryggvi, greiði óskipt 5.000.000 króna í sakarkostnað til ríkissjóðs. Kostnaður ákærða, Jóns Ásgeirs, 25.685.192 krónur, skal að 1/10 hluta greiddur af ákærða, en að 9/10 hlutum skal hann greiddir úr ríkissjóði.
Mál nr. 222/2016
Kaupsamningur Riftun Vanefnd
KGJ krafðist þess að viðurkennt væri að í gildi væri samningur milli hans og KGB um kaup KGJ á einkahlutafélaginu A ehf. fyrir 115.000.000 krónur. KGB hafði lýst yfir riftun á samningnum vegna verulegra vanefnda KGJ. Í dómi Hæstaréttar var rakið að KGJ hefði fullnægt þeirri skyldu sinni samkvæmt kaupsamningnum að greiða 16.000.0000 krónur „við kaupsamning“. Gjalddagi annarra greiðslna hefði ekki verið kominn þegar KGB hefði lýst yfir riftun að frátalinni greiðslu sem fólst í afhendingu fasteignarinnar G og stofnun einkahlutafélags vegna hennar, en sú greiðsla nam 23.500.000 krónum. Var ekki talið að veruleg vanefnd hefði verið fólgin í því að KGJ hefði hvorki stofnað einkahlutafélagið um fasteignina G né aflétt veðskuldum af henni enda yrði með engu móti ráðið af samningi aðila hvor þeirra hefði átt að hlutast til um stofnun félagsins. Var talið að KGB hefði ekki sýnt fram á að vanefnd KGJ hefðu verið svo veruleg að varðað gæti riftun og var því viðurkenningarkrafa KGJ tekin til greina.
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Helgi I.Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. mars 2016. Hann krefst þess aðviðurkennt verði að í gildi sé samningur milli áfrýjanda og stefnda 30. október2014 um kaup áfrýjanda á einkahlutafélaginu Austurstræti 10A ehf. af stefnda fyrir 115.000.000 krónur. Þá krefsthann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.IMeð kaupsamningi 30. október 2014, sem bar yfirskriftina,,Samningur um sölu á Austurstræti 10A ehf. knt 461014-1270“, var einkahlutafélagiðAusturstræti 10A selt áfrýjanda. Í kaupsamningnum kom ekki fram hverjir værusamningsaðilar en undir hann rituðu áfrýjandi og stefndi. Í samningnum sagði að hið selda væri„hlutafélagið Austurstræti 10A. Eignir félagsins eru Fasteignin Austurstræti10A. 4. hæð. Fasta númer: 222-2989. Á fasteigninni hvílir lán frá Virðingu aðupphæð kr 49,000,000,- sem mun fylgja með eigninni. Fasteignagjöld skulu vera ískilum miðað við kaupsamnings dag. Kaupverð félagsins er kr 115,000,000“ semgreiðast skyldi með fyrrgreindu láni frá Virðingu og 16.000.000 krónum ,,við kaupsamning“.Þremur mánuðum eftir kaupsamning skyldu greiðast 7.000.000 krónur, sex mánuðumeftir kaupsamning 6.000.000 krónur, níu mánuðum eftir kaupsamning 6.000.000krónur og tólf mánuðum eftir kaupsamning 7.500.000 krónur. Þá skyldieinkahlutafélagið Gjáhella 7 vera hluti kaupverðs og greiðast ,,við kaupsamning“.Enn fremur sagði í samningnum um Gjáhellu 7 ehf: ,,Nýtt félag sem á fasteigninaGjáhella 7 ... Fasteignin skal vera eign Gjáhellu 7 ehf við kaupsamning ogfylgir félaginu. Vera veðbandslaus við kaupsamning.“ Þá sagði í samningnum aðbáðir aðilar ábyrgðust að engar aðrar skuldbindingar fylgdu félögunum og aðafhending eignanna og frágangur skjala skyldi vera fyrir 15. desember 2014.Samkvæmt samningi aðila skyldi einkahlutafélagið Gjáhella 7 ásamt fasteigninniað Gjáhellu 7 reiknast sem greiðsla á 23.500.000 krónum af kaupverði. Ágreiningslauster að fasteignin var við undirritun samningsins ekki eign áfrýjanda og að áhenni hvíldu veðbönd.Í framhaldi af samningsgerðinni fórfram afhending lykla og virðast aðilar sammála um að áfrýjandi hafi tekið viðlykli sem gekk að hluta eignarinnar að Austurstræti 10A í Reykjavík og stefndifengið sjálfvirkan opnara sem gekk að Gjáhellu 7 í Hafnarfirði, að minnsta kosti að hluta hennar.Hinn 16. nóvember 2014 afsöluðu DarriÖrn Hilmarsson og Örvar Hilmarsson Hagbyggi ehf., með starfsstöð að Austurstræti10A, Reykjavík, fasteigninni „Austurstræti 10A Merkt 01-0401 Fastano 222-2989 ...án kvaða af hálfu afsalsgjafa.“ Ágreiningslaust er að stefndi var í forsvarifyrir einkahlutafélagið Hagbyggi. Í afsalinu kom fram að kaupverðið væri aðfullu greitt og afsalshafi hefði tekið við eigninni við undirritunkaupsamnings. Undir afsalið ritaði stefndi fyrir hönd kaupanda og var það móttekiðtil þinglýsingar degi síðar. Með afsali, sem einnig var frá 16. nóvember 2014,afsalaði Hagbyggir ehf. sömu fasteign til Austurstrætis 10A ehf. og sagði þarmeðal annars að kaupverðið væri að fullu greitt, uppgjör arðs og gjalda hefðifarið fram, kaupandi yfirtæki áhvílandi veðskuldir og afsalshafi tæki viðeigninni við undirritun afsals. Stefndi undirritaði afsalið bæði fyrir höndseljanda og kaupanda og var það móttekið til þinglýsingar degi síðar. Hagbyggirehf. hafði eftir kaupsamningsgerð, eða 10. nóvember 2014, gefið út tvöveðskuldabréf til MP banka hf., annað að fjárhæð 12.200.000 krónur, en hitt aðfjárhæð 15.000.000 krónur, bæði með veði í fasteigninni að Austurstræti 10A íReykjavík, án leyfis áfrýjanda.Ágreiningslaust er að áfrýjandigreiddi 1.500.000 krónur inn á reikning Hagbyggis hf. 24. nóvember 2014 seminnborgun á þá fjárhæð sem hann átti að reiða fram við undirritun kaupsamnings.Var greiðslustaður tilgreindur að ósk stefnda.Með bréfi 12. desember 2014 boðaðistefndi áfrýjanda á sinn fund 15. desember 2014 til þess að ,,ganga endanlegafrá kaupsamningi um einkahlutafélagið Austurstræti 10 ... sem og að greiðaumsamda kaupsamningsgreiðslu að fjárhæð kr. 16.000.000“. Jafnframt sagði aðfyrir fundinn þyrfti að ljúka ýmsum atriðum og væri eitt þeirra að stofnaeinkahlutafélag um fasteignina að Gjáhellu 7 í Hafnarfirði. Áfrýjandi óskaði eftir því með smáskilaboðum14. desember 2014 að stefndi gæfi sér upp IBAN númer sitt. Með tölvupóstistarfsmanns MP banka hf. var Hagbyggi ehf. sent tilgreint IBAN númer og þauskilaboð framsendi Hagbyggir ehf. til stefnda, sem framsendi þau síðan tilviðskiptafélaga áfrýjanda, Ómars Sigtryggssonar. Aðilar hittust á fundi hjálögmanni stefnda 15. desember 2014 og greiddi félagið ELOS Ltd., sem mun vera íeigu fyrrgreinds viðskiptafélaga áfrýjanda, sama dag 14.500.000 krónur inn áreikning Hagbyggis ehf. Engin ákvæði voru í samningi aðila umhvor þeirra skyldi hlutast til um stofnun hins nýja einkahlutafélags, en áfundi 15. desember 2014 var áfrýjanda veittur frestur til 17. sama mánaðar tilað aflétta þeim veðum sem hvíldu á Gjáhellu 7, samtals að höfuðstólsfjárhæð21.000.000 krónur, sem og að gera ráðstafanir til stofnunar einkahlutafélagsinsGjáhellu 7. Samkvæmt framburði lögmanns stefnda fyrirhéraðsdómi mætti áfrýjandi á fundinn 17. desember 2014 án þess að hafa meðferðistilskilin skjöl í samræmi við það sem aðilar höfðu sammælst um fyrr. Áfrýjandibar fyrir héraðsdómi að hann hafi haft skjöl til stofnunar einkahlutafélagsinsGjáhellu 7 tilbúin í tölvu sinni. Þá liggur enn fremur fyrir að áfrýjandi hafðiekki aflétt veðböndum af Gjáhellu 7 fyrir fundinn. Með bréfi 19. desember 2014 lýstistefndi yfir „riftun á kauptilboði, dags. 30. október 2014, um Austurstræti 10ehf. ... vegna verulegra vanefnda tilboðsgjafa.“ Í tilkynningunni voru ástæðurriftunarinnar tilgreindar vanefndir sóknaraðila við „að klára sín mál ervörðuðu afléttingu veðskulda og stofnun félags í kringum Gjáhelluna. Í dag eruenn kr. 21.000.000,- að nafnvirði áhvílandi á umræddri fasteign.“ Áfrýjandimótmælti riftuninni með bréfi 23. desember 2014.Meðal gagna málsins er húsaleigusamningur 23.desember 2014 „um húsnæðið, fastanúmer 222-2989, Austurstræti 10A, Reykjavík“milli Austurstrætis 10A ehf. sem leigusala og Alþingis sem leigutaka, þar semfasteignin var leigð Alþingi til sjö ára. Undir leigusamninginn ritaði stefndi„Pr.Pr. Austurstræti 10 A ehf“ fyrir hönd leigusala og var samningurinnmóttekinn til þinglýsingar 20. janúar 2015. Með afsali 17. febrúar 2015 seldiog afsalaði Austurstræti 10A ehf. „Fasteigninni að Austurstræti 10A, 4. hæð,fastanúmer 222-2989“ til Deborah Dagbjartar Blyden. Í afsalinu kom fram aðsamkomulag væri „um greiðslu kaupverðs hinnar seldu eignar og hefur það alltverið greitt ... Ennfremur yfirtekur kaupandi sem leigusali gagnvart Alþingisem leigutaka þinglýstan húsaleigusamning, dags. 23. desember 2014.“ Undirsamninginn ritaði stefndi fyrir hönd afsalsgjafa. Meðúrskurði héraðsdóms 12. mars 2015 var hafnað beiðni áfrýjanda um að þinglýstyrði stefnu í máli þessu á fasteignina Austurstræti 10A, Reykjavík, en með dómiHæstaréttar 15. apríl 2015 í máli nr. 247/2015 var úrskurðinum hrundið ogfallist á beiðni áfrýjanda.IIÍ máli þessu er deilt um hvortvanefnd áfrýjanda samkvæmt áðurgreindum kaupsamningi hafi verið veruleg og þarmeð veitt stefnda rétt til riftunar. Byggist úrlausn um það atriði áheildarmati á atvikum málsins. Samkvæmt samningi aðila skyldi afhendingu eigna og frágangi skjala vera lokið fyrir 15. desember2014. Eins og áður hefur verið rakið greiddi áfrýjandi 1.500.000 krónur inn á reikningHagbyggis ehf. 24. nóvember 2014, að ósk stefnda, sem innborgun á þá fjárhæðsem hann átti að reiða fram við undirritun kaupsamnings. Jafnframt erágreiningslaust að 15. desember 2014 greiddi félagið ELOS Ltd. 14.500.000krónur inn á reikning Hagbyggis ehf., eins og rakið hefur verið. Hlaut stefndaað vera fullljóst frá hverjum greiðslan var og inn á hvaða reikning hún varlögð, enda var hann í forsvari fyrir síðastgreint félag og hafði gefið stefndaþær upplýsingar sem nauðsynlegar voru til að greiðsla gæti farið fram. Samkvæmtframangreindu fullnægði áfrýjandi þannig þeirri skyldu sem á honum hvíldi samkvæmtsamningi aðila að greiða 16.000.000 krónur ,,við kaupsamning“.Gjalddagi annarra greiðslna var ekki kominn þegar riftun varlýst yfir 19. desember 2014, að frátalinni greiðslu sem felast átti í afhendingufasteignarinnar að Gjáhellu 7 og stofnun einkahlutafélags vegna hennar. Súgreiðsla nam samkvæmt samningi aðila 23.500.000 krónum af 115.000.000 krónakaupverði eignarinnar. Við mat á því hvort svo veruleg vanefnd var í því fólginað áfrýjandi hafði hvorki stofnað einkahlutafélag um fasteignina að Gjáhellu 7né aflétt veðskuldum af henni fyrir fund aðila 15. desember 2014 er á það aðlíta að af samningiaðila verður með engu móti ráðið hvor þeirra átti að hlutast til um stofnuneinkahlutafélagsins, en áfrýjandi hefur haldið því fram að sú skylda hafi hvíltá stefnda. Á fundinum 15. desember 2014 tók áfrýjandi það þó að sér og hófstþegar handa við að afla upplýsinga um væntanlega stjórnarmenn, sem stefndi tilgreindi í tölvupósti til áfrýjanda 16. sama mánaðar.Þegar allt framangreint er virt og jafnframt litið til þessað á riftunardegi hafði stefndi veðsett fasteignina að Austurstræti 10A fyrirskuldum að fjárhæð 27.200.000 krónur, og þannig vanefnt samning aðila fyrirsitt leyti, hefur stefndi ekki sýnt fram á að sú vanefnd áfrýjanda semtilgreind var í riftunarbréfi stefnda hafi verið svo veruleg að varðað gætiriftun samnings aðila. Samkvæmt framansögðu og í ljósi meginreglunnar um að samningaberi að halda er fallist á kröfu áfrýjanda um viðurkenningu á því að í gildi sésamningur milli aðila 30. október 2014 um kaup áfrýjanda á einkahlutafélaginuAusturstræti 10A ehf. af stefnda fyrir 115.000.000 krónur. Eftir þessum úrslitum verður stefnda gert að greiða áfrýjandamálskostnað í héraði og fyrirHæstarétti sem ákveðst í einu lagi á báðum dómstigum eins og í dómsorðigreinir.Dómsorð:Viðurkennt er að í gildi sé samningur milliáfrýjanda, Kristjáns Georgs Jósteinssonar, og stefnda, Kjartans GuðfinnsBjörgvinssonar, 30. október 2014 um kaup áfrýjanda á einkahlutafélaginuAusturstræti 10A ehf. af stefnda fyrir 115.000.000 krónur.Stefndi greiði áfrýjanda samtals 1.200.000 krónurí málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjaness 18.desember 2015.Mál þetta varhöfðað 3. febrúar 2015 og dómtekið 27. nóvember sama ár. Stefnandi er KristjánGeorg Jósteinsson, Lindarbraut 9, Seltjarnarnesi. Stefndi er Kjartan GuðfinnurBjörgvinsson, Garðatorgi 7, Garðabæ. Dómkröfur stefnandaeru í fyrsta lagi þær að viðurkennt verði með dómi að í gildi sé samningurmilli stefnanda og stefnda, dags. 30. október 2014, um kaup stefnanda áeinkahlutafélaginu Austurstræti 10A ehf., kt. 461014-1270, af stefnda, fyrir115.000.000 króna. Í öðru lagi að viðurkennt verði með dómi að í framan­greindumkaupum skuli samkvæmt samningi aðila eignir hins selda félags, Austurstrætis10A ehf., vera fasteignin Austurstræti 10A, fastanúmer 222-2989, Reykjavík. Íþriðja lagi krefst stefnandi þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskyldastefnda á fjártjóni stefnanda vegna leigusamnings, dags. 23. desember 2014, semstefndi gerði fyrir hönd Austurstrætis 10A ehf. um leigu á fasteigninniAusturstræti 10A, fastanúmer 222-2989, Reykjavík, til Alþingis. Loks gerir stefnandikröfu um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað. Stefndikrefst þess aðallega að öðrum og þriðja kröfulið stefnanda verði vísað frá dómiog að stefndi verði sýknaður af fyrsta kröfulið. Stefndi krefst til vara sýknu affyrsta og þriðja kröfulið. Í öllum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar. I. Hinn 30. október 2014 gerðumálsaðilar samning um sölu á Austurstræti 10A ehf. Samkvæmt samningnum seldistefndi stefnanda einkahlutafélagið Austurstræti 10A, en eignir þess voru fasteigninAusturstræti 10A, 4. hæð, fastanúmer 222-2989, Reykjavík. Umsamið kaupverð var115.000.000 króna og skyldi greiðast með yfirtöku veðláns við Virðingu ehf. aðfjárhæð 49.000.000 króna, fimm peningagreiðslum og hlutafélaginu Gjáhellu 7ehf. sem átti að stofna, en félagið skyldi eiga fasteignina Gjáhellu 7,fastanúmer 230-2893, Hafnarfirði. Fasteignin að Gjáhellu 7 átti að veraveðbandslaus við kaupsamning. Verðmat hins nýja félags eða fasteignarinnar var23.500.000 krónur. Kaupsamningsgreiðslurnar fimm með reiðufé átti að greiðaþannig: . Við kaupsamning kr.16.000.000 2. Þremur mánuðum eftir kaupsamning kr. 7.000.000 3. Sex mánuðum eftir kaupsamning kr. 6.000.000 4. Níu mánuðum eftir kaupsamning kr. 6.000.000 5. Tólf mánuðum eftir kaupsamning kr. 7.500.000Í samningi aðila kemur fram að afhending fasteignanna ogfrágangur skjala skyldi vera fyrir 15. desember 2014. Ágreiningur er með aðilum um atvik eftir aðframangreindur samningur var undirritaður, en aðilar deila um það hvortfasteignirnar að Austurstræti 10A og Gjáhellu 7 hafi verið afhentar og hvorthvor aðili um sig hafi vanefnt samninginn frá 30. október 2014.Stefnandi heldur því fram að í beinu framhaldi afsamningi aðila 30. október 2014 hafi stefnandi fengið afhent umráðfasteignarinnar Austurstræti 10A og stefndi Gjáhellu 7. Í kjölfar afhendingarhafi stefnandi fengið arkitektastofuna Stáss-arkitekta til teikna þærbreytingar er stefnandi hugðist gera á fasteigninni Austurstræti 10A og leggjainn umsókn um byggingarleyfi, en stefnandi hafi áformað að breyta henni úrskrifstofuhúsnæði í íbúð. Í desember hafi verið lagðar inn til byggingarfulltrúateikningar varðandi þessar breytingar, en skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefðitekið jákvætt í þessa breytingu. Stefnandi kveður að þar sem afhending á fasteignunum hafifarið fram og skjöl um stofnun nýs einkahlutafélags, sem stefndi hafi átt aðannast, hefðu ekki borist frá stefnda, auk þess sem stefndi hafi átt að boðatil kaupsamnings, hafi stefnandi beðið þess að heyra frá stefnda. Hvað varðaraflýsingu veðlána af eigninni að Gjáhellu 7 hafi stefnandi fyrir samning aðilagengið frá skuld að baki tryggingarbréfi á 2. veðrétti við Landsbankann hf.,þannig að einungis hafi átt eftir að aflýsa tryggingarbréfinu. Þá hafi legiðfyrir samþykki 1. veðréttarhafa á veðflutningi áhvílandi láns á 1. veðréttiyfir á fasteignina Austurstræti 10A, þar sem það yrði áhvílandi á eftirveðskuldum samkvæmt samningi aðila, þ.e. láni Virðingar hf. á 1. veðrétti ogfjórum tryggingarbréfum sem samningurinn hafi mælt fyrir um að kaupandi gæfi úttil seljanda til tryggingar kaupsamningsgreiðslum. Stefndi segir hins vegar að formleg afhending á fasteignunum hafi aldrei farið fram.Stefnandi hafi fengið lánaðan lykil að stigahúsi (sameign) Austurstrætis 10Aseinni hluta nóvember 2014 til að geta ráðfært sig við arkitekt um það hvorthúsnæðið gæti hentað honum. Hurðin að 4. hæðinni hafi verið ólæst og hafi veriðþað um margra mánaða skeið. Stefnandi hafi aldrei fengið lyklavöld að 4.hæðinni úr hendi stefnda. Stefnandi hafi aftur á móti tekið sér það bessaleyfi,í algeru óleyfi stefnda, að skipta um lás á 4. hæðinni. Stefndi hafi brugðistvið þessu með því að skipta aftur um lás. Hvað varðar Gjáhellu 7 segir stefndiað stefndi hafi fengið lánaðan sjálfvirkan opnara að neðri hæð þess húsnæðis,þar sem hann hafi fengið leyfi til að geyma þar hluta úr búslóð. Stefndi hafihins vegar aldrei fengið lykil að aðalinngangi húsnæðisins og engin formlegafhending farið fram á því húsnæði. Húsnæðið hafi verið fullt af drasli og dótifrá stefnanda. Þá segir stefndi að það sé rangt að stefndi hafi átt að annastum skjalagerð vegna stofnunar nýs einkahlutafélags. Stefnandikveðst hafa hinn 24. nóvember 2014 greitt stefnda inn á greiðslu sem átti aðvera við undirritun kaupsamnings. Um er að ræða greiðslu að fjárhæð 1.500.000krónur, sem var greidd inn á reikning Hagbyggis ehf., en það er félag í eigustefnda. Fyrirdómi hefur verið upplýst að málsaðilar hittust á fundi 10. desember 2014.Stefndi kveður að á fundinum hafi stefnandi óskað eftir því að breytakaupsamnings­greiðslum þannig að hann myndi greiða allt kaupverðið í evrum,Gjáhellu 7 yrði sleppt úr viðskiptunum og stefnandi fengi 25% afslátt afkaupverðinu fyrir að greiða með evrum. Þá hafi komið fram hjá stefnanda að hannmyndi ekki verða tilbúinn með efndir á samningnum á tilskildum tíma. Stefndikveðst hafa hafnað þessu öllu og séð fram á að stefnandi gæti ekki staðið viðsamning aðila. Með bréfi12. desember 2014, frá þáverandi lögmanni stefnda, Gunnari Sv. Friðrikssynihdl., var stefnandi boðaður til fundar á skrifstofu lögmannsins mánudaginn 15.desember 2014 til að ganga endanlega frá kaupsamningsgerð, greiðakaupsamningsgreiðslu og afhenda umræddar eignir. Í bréfinu segir að efstefnandi myndi ekki mæta á fundinn yrði litið svo á að samningur aðila væriniður fallinn fyrir vanefndir, en stefnandi hafi þegar haft sex vikur til að tryggjaefndir af sinni hálfu á efndum kauptilboðsins. Stefnandi mætti til fundarins 15. desember 2014. Stefndikveður að á fundinum hafi stefnandi ekki verið tilbúinn með skjölin varðandistofnun einkahlutafélagsins utan um Gjáhellu 7. Fyrir liggur að nýr fundur varákveðinn tveimur dögum síðar, 17. desember. Fram kemur í gögnum málsins að hinn 15. desember 2014framkvæmdi ELOS (UK) Limited, sem er félag í eigu Ómars Sigtryggssonar,viðskiptafélaga stefnanda, tvær millifærslur á reikning Hagbyggis ehf., annarsvegar að fjárhæð 7.000.000 króna og hins vegar 7.500.000 krónur. Hinn 16. desember 2014 sendi stefnandi stefndasmáaskilaboð þar sem hann innti eftir nöfnum þeirra aðila sem ættu að sitja ístjórn hins nýja félags og skoðunarmanns. Sama dag svaraði stefndi og gaf uppnafn sitt í stjórn, varamann og endurskoðanda. Stefnandi kveður að með hliðstæðum hætti og hann hafi átteftir að ganga frá afléttingu veðlána af fasteigninni Gjáhellu 7 hafi stefndiátt eftir að aflétta tveimur veðlánum af fasteigninni Austurstræti 10A, semfélag hans Hagbyggir ehf. hafi tekið 10. nóvember 2014 hjá MP banka hf., öðruað fjárhæð 15.000.000 króna og hinu að fjárhæð 12.200.000 króna, en eignin hafiátt að afhendast veðbandalaus fyrir utan veðskuld á 1. veðrétti við Virðinguhf. Stefnandi hafi mætt á fundinn 17. desember 2014, á skrifstofu Gunnars Sv.Friðrikssonar hdl., með skjölin fyrir stofnun einkahlutafélagsins tilundirritunar fyrir stefnda, en þá hafi borið svo við að stefndi hafi ekki mætttil fundarins. Í staðinn hafi lögmaðurinn borið stefnanda þau boð að stefndivildi nú rifta samningnum frá 30. október 2014.Með bréfi, dags. 19. desember 2014, lýsti stefndi yfirriftun samnings aðila. Riftuninni var andmælt af hálfu stefnanda með bréfi 23.desember 2014. Fyrir liggur að eftir að stefndi lýsti yfir riftun gerðihann f.h. Austurstrætis 10A ehf. leigusamning, dags. 23. desember 2014, þar semhann leigði Alþingi fasteignina að Austurstræti 10A til sjö ára. Við aðalmeðferð málsins gáfu stefnandi og stefndi skýrslu.Þá komu fyrir dóm vitnin Gunnar Sv. Friðriksson hdl., Georg Georgiou, félagistefnanda, Ómar Sigtryggsson, félagi stefnanda, og Hallgrímur Friðgeirssoninnanhúsarkitekt. Verður vísað til framburðar þeirra síðar eftir því sem ástæðaer til. II.Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á meginreglu samninga-og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga, að loforð skuli efna ogsamningar standa. Stefnandi heldur því fram að þótt gert hafi verið ráð fyrirað gerður yrði sérstakur kaupsamningur síðar milli aðila breyti það ekki því aðmeð samningi 30. október 2014 hafi verið kominn á bindandi samningur um kaup.Stefnandi byggir á því að afhending til hans á fasteigninni Austurstræti 10Ahafi átt sér stað og stefnda hafi verið afhent fasteignin að Gjáhellu 7. Stefnandi hafnar því að skilyrði hafi verið fyrir henditil þess að stefndi gæti einhliða rift kaupunum. Þótt í samningi aðila hafiverið kveðið á um að frágangur skjala og afhending hins selda skyldi eiga sérstað fyrir 15. desember 2014, sé stærð viðskiptanna slík að riftun verði ekkibyggð á því að frágangi hafi seinkað í stuttan tíma fram yfir þetta tímamark. Áengan hátt hafi verið við stefnanda einan að sakast um þessa seinkun áfrágangi, t.a.m. hafi stefndi sjálfur ætlað að annast skjalagerð varðandistofnun einkahlutafélags utan um Gjáhellu 7, alveg þar til á fundinum 15.desember 2014. Fyrir liggi að stefndi hafi veðsett fasteignina Austurstræti 10Afyrir tveimur nýjum lánum við MP banka hf., samtals að fjárhæð 27.200.000krónur, sem hafi þurft að aflétta áður en hægt yrði að undirrita kaupsamning.Boðun fundarins 15. desember 2014 hafi verið sú fyrsta þar sem boðað hafi veriðtil frágangs á samningi aðila, en hún hafi ekki borist stefnanda fyrr en eftirlok skrifstofutíma föstudaginn 12. desember. Þótt ekki hafi verið búið aðafhenda stefnanda formlega eignarhlutina í hinu selda félagi hafi afhending áfasteigninni Austurstræti 10A þegar farið fram, sem að mati stefnandajafngildir, í tilliti 4. mgr. 54. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, því aðhið selda einkahlutafélag hafi verið afhent. Þannig byggir stefnandi á því aðriftun verði ekki komið fram á lausafjárkaupum eftir að hið selda hafi veriðafhent. Þá byggir stefnandi á því að hann hafi hinn 15. desember 2014 greitt aðfullu þá greiðslu útborgunar kaupverðs sem vera átti við kaupsamning. Hvað varðar kröfu stefnanda um að viðurkennd verðiskaðabótaskylda stefnda á fjártjóni stefnanda af leigusamningi, dags. 23.desember 2014, vísar stefnandi til þess að hinn 23. desember 2014 hafi stefndi,af hálfu Austurstrætis 10A ehf., gertbindandi leigusamning við Alþingi um að leigja því fasteigninaAusturstræti 10A til næstu sjö ára. Hafi stefndi þarna verið í fullkominnivanheimild til slíkrar samningsgerðar, þar eð stefndi hafi verið búinn aðskuldbinda sig til að selja stefnanda félagið Austurstræti 10A ehf. Beri aðmeta skaðabótaskyldu stefnda í ljósi þess hversu vísvitandi og gróflega stefndihafi brotið í bága við samning aðila frá 30. október 2014 og unnið gegn því aðhann gæti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt honum. Stefnandi hafiáformað að breyta húsnæði, sem hafi verið skrifstofuhúsnæði, í íbúð sem hannhafi ætlað að leigja til ferðamanna, en leiguverð við slíka útleigu nemi250.000 krónum á sólarhring. Samkvæmt umræddum leigusamningi sé grunnleigu­verðið952.500 krónur á mánuði. Þótt fyrir liggi að stefnandi hefði þurft að kosta tilfjármunum við breytingar á fasteigninni í íbúð liggi fyrir að stefnandi hafiorðið fyrir fjártjóni af umræddum leigusamningi. Stefnandi hafi lagt í kostnaðvið gerð bygginganefndarteikninga er fylgdu umsókn til SkipulagssviðsReykjavíkurborgar varðandi breytingar á eigninni. Beri stefnda að bætastefnanda allt það fjártjón sem af þessu samningsbroti stefnda hljótist,samkvæmt reglum laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 og almennum reglum kaupa-,kröfu- og skaðabótaréttar. Þar sem ekki liggi fyrir hversu mikið fjártjónstefnanda af þessu broti stefnda muni verða geri stefnandi á þessu stigieinungis kröfu um að viðurkennd verði bótaskylda stefnda. Um lagarök vísar stefnandi til meginreglu samninga- ogkröfuréttar um skuldbindingargildi samninga, að loforð skuli efna og samningarstanda. Vísað er til laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, m.a. 23. gr. og 4. mgr.54. gr. laganna. Einnig vísar stefnandi til d-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr.91/1991 og 2. mgr. 25. gr. sömu laga. Þáer og vísað til reglna kaupa-, kröfu- og skaðabótaréttar, m.a. um skaðabæturinnan samninga.Krafa um málskostnað er byggð á 129. gr. og 130. gr. laganr. 91/1991 og ákvæðum 21. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Varðandi kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er vísað til laga nr.50/1988, þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustusinni. Þar sem stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur beri honum nauðsyn tilað fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda.III.Stefndi krefst þessað öðrum kröfulið stefnanda, þar sem þess er krafist að viðurkennt verði að íkaupsamningi 30. október 2014 felist að eignir hins selda einkahlutafélagsskyldu vera fasteignin Austurstræti 10A, fastanúmer 222-2989, verði vísað frádómi þar sem hann hafi ekki sjálfstæða lögvarða hagsmuni af úrlausn þessararkröfu þar sem óumdeilt sé að ætlun aðila hafi verið að nefnd fasteign skyldivera í eigu hins selda einkahlutafélags. Stefndi krefst þess jafnframt að þriðja kröfulið stefnanda, um að viðurkenndverði skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefnanda vegna leigusamnings viðAlþingi, verði vísað frá dómi þar sem stefnandi hafi ekki sýnt fram á tjón. Krafa stefnda um sýknu af fyrsta kröfulið stefnanda er byggð á því að samningurinn frá 30. október 2014 sé ekki lengur ígildi þar sem honum hafi verið réttilega rift vegna verulegra vanefndastefnanda. Af kaupsamningnum30. október 2014 megi ráða að stefnandi skyldi greiða stefnda 16.000.000 krónameð peningum við kaupsamning og enn fremur að það skyldi gerast „fyrir 15.desember 2014“. Í málinu liggi fyrir millifærslukvittanir. Sú fyrsta sé frá 24.nóvember 2014 og sýni greiðslu til einkahlutafélagsins Hagbyggis ehf., en ekkistefnda, að fjárhæð 1.500.000 krónur. Þá virðist tvær millifærslur hafa veriðframkvæmdar 15. desember 2014, önnur að fjárhæð 7.000.000 króna og hin aðfjárhæð 7.500.000 krónur. Greiðandi hafi í báðum tilvikum verið ELOS (UK)Limited, en ekki stefnandi. Og það sem verra sé að í báðum tilvikum hafi veriðgreitt til Hagbyggis ehf., en ekki stefnda. Í þessu felist ekki réttar efndir ákaupsamningnum, enda greitt til rangs aðila, þ.e. ekki til stefnda sem hafiverið aðili að kaupsamningnum. Engin fyrirmæli hafi komið frá stefnda um aðgreiða skyldi til Hagbyggis ehf. heldur skyldi greiða til stefnda sjálfs, endahafi hann verið aðili að samningnum. Þá liggi fyrir að Hagbyggir ehf. hafiendurgreitt féð fáeinum dögum síðar, 16.000.000 króna hinn 19. desember og1.500.000 krónur 22. desember.Til viðbótar liggifyrir, sem sé sýnu alvarlegast, að stefnandi hafi í engu efnt veigamikinn þáttí kaupsamningnum sem varði afhendingu á félaginu Gjáhellu 7 ehf. til stefndasem skyldi eiga fasteignina Gjáhellu 7, fastanúmer 230-2893, veðbandslausa. Meðbréfi lögmanns stefnda til stefnanda 12. desember 2014 hafi verið boðað tilkaupsamningsfundar 15. desember kl. 15 þar sem ganga skyldi frákaupsamningsgreiðslum og afhenda eignir, þ.m.t. hið nýja einkahlutafélag semeiga skyldi nefnda fasteign. Augljóst sé af bréfinu og kaupsamningi að það hafiverið verkefni stefnanda að annast um málefni Gjáhellu en ekki stefnda. Skemmst sé frá þvíað segja að efndir stefnanda hvað varðar Gjáhellu hafi verið engar. Líkt ograkið sé í bréfi lögmanns stefnda til stefnanda 19. desember 2014 hafistefnandi þegar til kaupsamningsfundarins kom 15. desember 2014 kl. 15 hvorkiverið búinn að stofna nýtt félag, afsala eigninni til þess félags né afléttaveðskuldum. Stefndi hafi veitt stefnanda lokafrest til þess arna til kl. 13þann 17. desember 2014. Á þeim tímapunkti hafi heldur engar efndir orðið, sbr.veðbókarvottorð, dags. þann dag. Þar sjáist að VIP Travel ehf., félag í eigustefnanda, sé enn eigandi umræddrar fasteignar og á henni hafi enn hvílt tvöveðbönd, alls að fjárhæð 21.000.000 króna. Enn í dag hafi stefnandi ekkistofnað umrætt félag, flutt eignina í það félag, eða aflétt veðskuldum.Vanefndir stefnanda hvað þetta varðar séu því algerar og verulegar. Stefndibendir sérstaklega á að í kaupsamningi sé enga heimild eða veðleyfi að finnatil handa stefnanda til að flytja áhvílandi veðskuldir, aðra eða báðar, áfasteignina Austurstræti 10A, líkt og hann leggi til grundvallar að hann hafihaft heimild til. Þá hafi hinn 17. desember ekki verið búið að rýma Gjáhelluna.Stefndi byggir áþví að framangreindar vanefndir stefnanda hafi veitt honum rétt til að riftaumræddum kaupum. Vísar stefndi í þessu sambandi til almennra reglnakröfuréttar, sem um þessi viðskipti hafi gilt, þar sem þau teljast hvorkifasteignakaup né lausafjárkaup heldur kaup á félagi. Af þeim reglum leiði aðviðsemjandi í kröfuréttarsambandi megi rifta samningi ef vanefndir gagnaðilanseru verulegar. Þá vísar stefnandi til reglna kröfuréttar um riftun að liðnumsvokölluðum sanngjörnum viðbótarfresti, sbr. til hliðsjónar 3. mgr. 51. gr.laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og 2. mgr. 54. gr. laga nr. 50/2000 umlausafjárkaup. Enn fremur vekurstefndi athygli á því að stefnandi hafi ekki efnt af sinni hálfukaupsamningsgreiðslu sem hafi verið á gjalddaga eigi síðar en 15. mars 2015 aðfjárhæð 7.000.000 króna. Framangreindarverulegar vanefndir og riftun stefnda á kaupsamningi aðila vegna þeirra valdiþví að sá samningur sé ekki lengur í gildi og sé ekki hægt að knýja fram efndirá honum. Af þeirri ástæðu verði að sýkna stefnda af fyrsta kröfulið stefnanda. Þetta leiði einnigtil þess að sýkna verði stefnda af þriðja kröfulið stefnanda, verði þeimkröfulið ekki vísað frá dómi. Þá telur stefndi að sjálfstætt beri að sýkna afþriðja kröfulið þar sem tjón stefnanda sé með öllu ósannað. Hver svo sem úrslit máls þessa verði beri að dæmastefnanda til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu. Umlagarök hvað varðar frávísunarkröfur er vísað til laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála, sem og meginreglna einkamálaréttarfars. Hvað varðar sýknukröfu ervísað til meginreglna kröfuréttar um riftun vegna verulegra vanefnda, sem ogtil hliðsjónar 3. mgr. 51. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og 2. mgr. 54.gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Þá er vísað til meginreglna kröfuréttarum skaðabætur innan samninga hvað varðar sönnun tjóns. Krafaum málskostnað byggist á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. IV.Einsog rakið hefur verið átti stefnandi samkvæmt samningi aðila frá 30. október2014 að greiða fyrir kaupin á Austurstræti 10A ehf. með yfirtöku 49.000.000króna veðláns sem hvíldi á fasteigninni Austurstræti 10A, sem var í eigufélagsins, með fimm peninga­greiðslum, samtals 42.500.000 krónur, oghlutafélagi sem átti að stofna um fasteignina Gjáhellu 7, en sú fasteign var íeigu félags sem stefnandi átti og var verðmat hennar 23.500.000 krónur. Samkvæmtframangreindum samningi aðila skyldi afhendingu fasteigna og frágangi skjalavera lokið fyrir 15. desember 2014. Stefnandi heldur því fram að afhending hafifarið fram um leið og samningur aðila var gerður. Stefndi neitar því hins vegarog segir að stefnandi hafi aðeins fengið lykla að sameigninni á Austurstræti10A og fengið að sýna arkitektum eignina. Þá hafi stefndi aðeins fengið tilafnota hluta af Gjáhellu 7 sem geymslu og ekki haft aðgang að efri hæðinni.Einnig bendir stefndi á að stefnandi hafi ekki verið búinn að rýma Gjáhellu 7.Að öllu þessu virtu og með hliðsjón af því að engar greiðslur stefnanda höfðuátt sér stað er ósannað gegn mótmælum stefnda að eiginleg afhending hafi fariðfram. Stefndi gat því veðsett eignina með þeim hætti sem hann gerði með tveimurnýjum lánum, hinn 10. nóvember 2014, samtals að fjárhæð 27.200.000 krónur. Stefnandiheldur því fram að stefndi hafi átt að annast stofnun einkahluta­félags umfasteignina að Gjáhellu 7 en stefndi mótmælir því. Þar sem hér stendur orð gegnorði og með hliðsjón af þeirri meginreglu kröfuréttar að það er kaupandi sem áað hafa frumkvæði að því að bjóða fram greiðslu verður að ganga út frá því aðþað hafi verið stefnanda að viðhafa ráðstafanir varðandi stofnuneinkahlutafélags í tíma fyrir gjalddaga. Það gerði stefnandi hins vegar ekki. Áfundinum 15. desember á skrifstofu þáverandi lögmanns stefnda lagði stefnandiekki fram skjöl um stofnun einkahluta­félags og var ekki búinn að geranauðsynlegar ráðstafanir varðandi stofnun þess. Veðböndum á eigninni var heldurekki búið að aflétta. Þá nýtti stefnandi ekki þann viðbótarfrest sem hann fékktil að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Stefnandi getur ekki borið fyrir sig aðboðað hafi verið til fundarins 15. desember með stuttum fyrirvara, enda komskýrt fram í samningi aðila að frágangi skjala ætti að vera lokið fyrir þanntíma. Meðþví að vanrækja að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að stofna einkahlutafélagum fasteignina að Gjáhellu 7 vanefndi stefnandi samning aðila. Ísamningi aðila var ekki kveðið á um greiðslustað peningagreiðslna sem stefnandiátti að inna af hendi. Verður því að líta til almennra reglna kröfuréttar umgreiðslustað, en samkvæmt þeim reglum er greiðslustaður peningagreiðslu almennthjá kröfuhafa. Fyrir liggur að stefnandi greiddi ekki peningagreiðslu aðfjárhæð 16.000.000 króna, sem var komin á gjalddaga, til stefnda heldurHagbyggis ehf. Stefnandi sagði fyrir dómi að það hefði verið vegna þess aðstefndi hefði gefið honum fyrirmæli um að greiða inn á reikning Hagbyggis ehf.Stefndi kannaðist við að hann hefði beðið stefnanda um að greiða innborgun inná reikning Hagbyggis ehf., og greiddi stefnandi 1.500.000 krónur hinn 24.nóvember 2014, en hann hefði ekki gefið fyrirmæli um að aðrar greiðslur ætti aðgreiða inn á reikning Hagbyggis ehf. Þótt stefndi hafi gefið fyrirmæli um aðgreiða innborgun inn á reikning Hagbyggis ehf. gat stefnandi ekki gengið út fráþví að aðrar kaupsamningsgreiðslur ættu að fara inn á reikning Hagbyggis ehf.Þá var greiðslan ekki frá stefnanda heldur ELOS (UK) Limited. Var stefnda þvírétt að líta svo á að stefnandi hefði ekki innt af hendi umsamdapeningagreiðslu. Þegar stefndi rifti samningi aðila átti stefnandi mun meiraógreitt af kaupverði en sem nam tveimur nýjum áhvílandi veðskuldum sem stefndiátti eftir að aflétta og getur stefnandi því ekki borið fyrir sig að stefndihafi verið búinn að veðsetja Austurstræti 10A með tveimur nýjum lánum. Meðvísan til alls framangreinds verður að telja að stefnandi hafi vanefnt verulegasamning aðila og gat stefndi því rift samningnum, sem hann gerði meðyfirlýsingu 19. desember 2014. Verður stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda,um að viðurkennt verði með dómi að í gildi sé samningur milli aðila, dags. 30.október 2014, um kaup stefnanda á einkahlutafélaginu Austurstræti 10A afstefnda. Af þessari niðurstöðu leiðir að stefndi er sýknaður af öðrum kröfumstefnanda, um að viðurkennt verði að fasteignin Austurstræti 10A skuli vera íumræddum kaupum aðila og að skaðabótaskylda verði viðurkennd. Eftirþessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað, sem þykirhæfilega ákveðinn 800.000 kr. Dómþennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari. D ó m s o r ð: Stefndi, Kjartan GuðfinnurBjörgvinsson, er sýkn af kröfum stefnanda, Kristjáns Georgs Jósteinssonar. Stefnandi greiði stefnda 800.000krónur í málskostnað.
Mál nr. 419/1998
Hjón Skilnaðarsamningur
G og B skildu lögskilnaði á árinu 1995 og gerðu með sér eignaskiptasamning sem þau staðfestu fyrir sýslumanni. Samkvæmt samningnum skyldi B greiða áhvílandi skuldir af fasteign, sem var séreign hennar, en G greiða allar aðrar lausaskuldir og bankalán sem þau hefðu í sameiningu stofnað til. Í málinu krafði B G um endurgreiðslu vegna greiðslna sem hún hafði innt af hendi af skuldum sem stofnast höfðu meðan á hjónabandi þeirra stóð. G neitaði greiðslu. Hvorki var fallist á að um málamyndagerning hefði verið að ræða né að umræddar skuldir féllu utan þess sem G tók að sér að greiða samkvæmt samningnum. Var G dæmdur til að greiða B stefnufjárhæðina.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. október 1998. Hann krefst sýknu af kröfum stefndu, auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða henni málskostnað fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um annað en málskostnað, en áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem er ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, Gunnlaugur Bjarnason, greiði stefndu, Björk Jóhannsdóttur, samtals 350.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Reykjaness 30. september 1998. Ár 1998, miðvikudaginn 30. september, er Héraðsdómur Reykjaness háður í húsi dómsins að Brekkugötu 2, Hafnarfirði. Dómari er Þorgerður Erlendsdóttir settur héraðsdómari. Fyrir er tekið: Málið nr. E-329/1998, Björk Jóhannsdóttir gegn Gunnlaugi Bjarnasyni Og kveðinn er upp svohljóðandi dómur: Mál þetta sem dómtekið var 18. september sl., er höfðað af Björk Jóhannsdóttur, kt. 070158-4509, Rauðalæk 21, Reykjavík, með stefnu birtri 6. apríl sl. á hendur Gunnlaugi Bjarnasyni, kt. 270658-6449, Vatnsendabletti 181, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 738.282, auk dráttarvaxta af kr. 424.837 frá 9. ágúst 1996 til 17. febrúar 1998, en af kr. 738.282 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu hæfilegs málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda eru að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og tildæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda að viðbættum virðisaukaskatti. Málavextir. Stefnandi og stefndi eru fyrrverandi hjón. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda, á grundvelli eignaskiptasamnings sem aðilar gerðu vegna skilnaðar síns, um greiðslu á kr. 738.282 sem hún hefur greitt vegna skulda við Den Danske Bank A/S og Lífeyrissjóð Vestfjarða. Atvik að baki máli eru þau að aðilar máls þessa gengu í hjúskap árið 1982. Þann 6. febrúar 1989 gerðu þeir með sér kaupmála um að íbúð að Silfurteig 5 í Reykjavík skyldi vera séreign stefnanda og var kaupmálinn skráður í kaupmálabók Borgarfógetaembættisins í Reykjavík 28. febrúar s.á. Síðar á árinu 1989 fluttu málsaðilar til Danmerkur og aftur heim til Íslands í júlí 1993. Þann 5. október 1993 fengu aðilar leyfi til skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðarleyfi 31. mars 1995. Við fyrirtöku skilnaðarmálsins hjá Sýslumanninum í Reykjavík þann 30. september 1993 lögðu aðilar fram eignaskiptasamning dagsettan sama dag. Ákvæði samningsins um skiptingu skulda er svofellt: „Björk greiði áhvílandi skuldir af Silfurteig 5, þinglýstri séreign hennar. Gunnlaugur greiði allar aðrar lausaskuldir og bankalán sem þau hafa í sameiningu stofnað til.” Hinn 30. september 1993 gerðu aðilar með sér annan samning þar sem segir m.a. orðrétt: „Gulli greiði allar skuldir, en ef hann getur það ekki má hann koma með þær til Bjarkar.” Þegar aðilar fluttu heim til Íslands frá Danmörku voru þeir í skuld að upphæð u.þ.b. DKR 31.000 við Den Danske Bank A/S þar sem þau höfðu haft svokallaðan „ökonomikonto.” Þann 30. mars 1995 höfðaði bankinn mál á hendur þeim til greiðslu á skuldinni sem nam þá DKR 33.239,54. Hinn 4. maí s.á. gerði stefndi sátt við bankann um greiðslu kröfunnar. Stefndi stóð ekki við sáttina og var stefna í málinu árituð í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. apríl 1996. Stefnandi greiddi skuldina við Den Danske Bank hinn 9. ágúst 1996 með kr. 424.837. Þann 17. febrúar 1998 greiddi stefnandi skuld við Lífeyrissjóð Vestfirðinga að fjárhæð kr. 313.445,20 skv. skuldabréfi útgefnu af stefnanda þann 10. apríl 1985 að fjárhæð kr. 193.000, upphaflega með veði í fasteigninni Stórholti 9, Ísafirði, íbúð á 1. hæð merkt A, en við greiðslu með veði í fasteigninni Fífuhvammi 25, Kópavogi. Fasteignina að Stórholti 9 keyptu málsaðilar með kaupsamningi dags 10. maí 1984 og var stefndi þinglýstur eigandi hennar. Til skuldarinnar var stofnað til að greiða afborgun af fasteigninni að upphæð kr. 193.961 þann 5. mars 1985. Þann 13. mars 1995 sendi stefnandi Lífeyrissjóði Vestfirðinga erindi um að stefndi yrði í samræmi við eignaskiptasamning aðila skráður greiðandi að láninu. Varð Lífeyrissjóðurinn við því og beindi greiðsluseðlum til stefnda. Í september 1997 fékk stefnandi greiðsluáskorun frá Lífeyrissjóðnum. Þann 17. febrúar 1998 greiddi stefnandi kröfuna upp með kr. 313.445,20. Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir á að hún hafi árangurslaust reynt að fá stefnda til að greiða skuldirnar við Den Danske Bank og Lífeyrissjóð Vestfirðinga, en ótvírætt sé samkvæmt eignaskiptasamningi aðila að stefndi hafi tekið að sér að greiða þær. Stefndi, sem hafi um árabil unnið við rekstur fyrirtækja og verið vel að sér um fjármál aðila, hafi sjálfur útbúið eignaskiptasamninginn, ráðið innihaldi hans, undirritað hann ásamt stefnanda og staðfest hjá Sýslumanninum í Reykjavík þann 30. september 1993. Stefndi hafi ekki krafist riftunar samningsins og óvéfengjanlegt sé að hann sé bundinn af honum gagnvart stefnanda. Stefndi byggir á að þegar aðilar skildu að borði og sæng hafi fjárhagur þeirra verið þannig að sameiginlegar eignir þeirra hrukku ekki fyrir skuldum. Þar sem hætta hafi verið á því að skuldheimtumenn myndu ganga að eignum aðilanna til fullnustu á kröfum sínum hafi eignaskiptasamningur sá sem staðfestur var hjá sýslumanni verið gerður. Tilgangurinn með samningnum hafi þannig verið að gera skuldheimtumönnum erfiðara fyrir að ganga að stefnanda með kröfur sínar þannig að tóm gæfist til þess að greiða skuldirnar án þess að gengið yrði að íbúð konunnar að Silfurteigi 5 í Reykjavík. Hafi stefnda verið það kappsmál að tryggja sem best framtíð barna þeirra hjónanna og koma í veg fyrir að þau stæðu uppi húsnæðislaus. Jafnframt hafi því verið gerður annar samningur milli aðila. Samkvæmt þeim samningi skal stefndi greiða allar skuldir, en ef hann getur það ekki má hann koma með þær til stefnanda. Sá samningur sýni svart á hvítu að samningurinn sem staðfestur var hjá sýslumanni var einungis „pro forma” samningur, gerður í framangreindum tilgangi. Samningur aðila hafi í raun verið sá að þau áttu að greiða sameiginlegar skuldir sínar til helminga hvort. Þá byggir stefndi á því að lánið við Lífeyrissjóð Vestfjarða teljist ekki til sameiginlegra skulda. Það geti auk þess hvorki fallið undir „lausaskuldir og bankalán sem þau hafa í sameiningu stofnað til.” Stefndi hafi einnig skuldað lífeyrissjóðslán hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna sem hafi verið hærra en lífeyrissjóðslán það sem stefnandi hefur greitt. Um það hafi verið samið að hvort hjónanna tæki sitt lífeyrissjóðslán. Stefndi hafi greitt af sameiginlegum skuldum þeirra hjóna kr. 625.000 vegna skuldar við Kreditkort hf. Þá hafi hann greitt lán í Búnaðarbanka Íslands nálægt 1.000.000 króna. Stefndi hafi með þessum greiðslum staðið að fullu skil á sínum helmingi af sameiginlegum skuldum þeirra hjóna og vel það. Loks byggir stefndi á að hluti skuldarinnar við Den Danske Bank sé vegna kaupa á heimilistækjum fyrir bróður stefnanda og beri stefnanda að krefja hann um greiðslu þess hluta skuldarinnar, hafi hún ekki fengist greidd. Auk aðila, gaf bróðir stefnanda, Viðar Marel Jóhannsson, skýrslu fyrir dóminum. Í skýrslu hans kom fram að hann hafi rætt við aðila um fjárskiptin vegna skilnaðar þeirra. Hans skilningur hafi verið sá að stefnandi tæki að sér allar skuldbindingar vegna fasteignarinnar, en stefndi tæki að sér að greiða allar aðrar skuldir. Stefndi hafi ítrekað endurtekið við hann að skuldir skiptust þannig. Þá kom þar fram að aðilar hefðu fyrir heimflutninginn frá Danmörku keypt fyrir hann og konu hans ísskáp og ryksugu. Stefndi hafi viljað greiða fyrir tækin með greiðslukorti þeirra hjóna frekar en að fá senda greiðslu. Kaupverðið, 70.000 krónur, hafi hann síðan greitt stefnda eftir heimkomuna með 5000 króna seðlum. Einnig að stefndi hafi beðið hann að mæta í málinu sem Den Danske Bank höfðaði á hendur aðilum til þess að sækja um frest þar sem hann var erlendis og hafi hann gert það. Þá hafi hann mætt fyrir stefnda í málinu í annað skipti til að leggja fram skjöl til staðfestu á að stefndi hefði gert samning við bankann um greiðslu á skuldinni. Hann hafi litið svo á að stefndi hafi við skilnað aðila tekið að sér að greiða umrædda skuld. Niðurstöður. Með eignaskiptasamningi aðila dags. 30. september 1993, sem aðilar staðfestu fyrir sýslumanni sama dag, varð samkomulag með þeim um fjárskipti vegna skilnaðar þeirra. Stefndi byggir á því að samningurinn hafi verið málamyndasamningur gerður í því skyni að koma í veg fyrir að skuldheimtumenn gengu að séreign konunnar. Ekki verður fallist á það með stefnda að samningurinn sem aðilar gerðu sama dag styðji þá fullyrðingu hans. Á það er að líta að sá samningur kveður á um að stefndi greiði allar skuldir, en ef hann geti það ekki þá megi hann koma með þær til stefnanda. Þá þykir ekkert annað fram komið í málinu er styðji það að samningurinn sé málamyndagerningur. Einnig þykir ekkert fram komið í málinu sem styður þá fullyrðingu stefnda að samningur aðila hafi í raun og veru verið sá að þau skyldu greiða sameiginlegar skuldir sínar til helminga. Verður því á því byggt að eignaskiptasamningurinn sem aðilar staðfestu hjá sýslumanni gildi um skiptin milli þeirra, en samkvæmt samningnum skyldi stefnandi greiða áhvílandi skuldir á fasteigninni Silfurteig 5, Reykjavík sem var séreign hennar samkvæmt kaupmála, en stefndi allar aðrar lausaskuldir og bankalán sem þau höfðu í sameiningu stofnað til. Óumdeilt er að skuldin við Den Danske Bank A/S er tilkomin vegna svokallaðs „ökonomikonto” sem aðilar höfðu hjá bankanum meðan þau bjuggu í Danmörku. Fyrir liggur að stefndi gerði einn sátt við bankann um greiðslu skuldar á reikningnum. Sú fullyrðing stefnda að hluti skuldarinnar sé tilkominn vegna kaupa á heimilistækjum fyrir bróður stefnanda, sem ekki hafi fengist greidd, er ekki studd neinum gögnum. Þá er á það að líta að bróðirinn gaf skýrslu fyrir dóminum og kvaðst hafa greitt stefnda tækin að fullu eftir heimkomuna. Stefnandi tók lánið hjá Lífeyrissjóði Vestfjarða meðan á hjúskap aðila stóð og ómótmælt er að því hafi verið varið til greiðslu afborgunar af íbúð sem aðilar keyptu á Ísafirði og stefndi var þinglýstur eigandi að. Verður því við það miðað að um sameiginlega skuld aðila hafi verið að ræða. Í eignaskiptasamningi aðila er kveðið á um að stefnandi greiði áhvílandi skuldir á fasteigninni Silfurteig 5, en stefndi allar aðrar lausaskuldir og bankalán sem þau hafa í sameiningu stofnað til. Skuldin við lífeyrissjóðinn er hvorki lausaskuld né bankalán, en þegar til orðalags samningsins er litið þykir verða við það að miða að með honum sé kveðið á um að stefndi greiði allar aðrar skuldir hjónanna en þær sem hvíla á fasteigninni Silfurteig 5. Fær sá skilningur stoð í framburði vitnisins Viðars Marel Jóhannssonar . Þegar framanrakið er virt verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 738.282 auk dráttarvaxta eins og krafist er og greinir í dómsorði. Eftir úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 180.000 krónur og er þá ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Þorgerður Erlendsdóttir settur héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Gunnlaugur Bjarnason greiði stefnanda, Björk Jóhannsdóttur kr. 738.282 auk dráttarvaxta af kr. 424.837 frá 9. ágúst 1996 til 17. febrúar 1998, en af kr. 738.282 frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 180.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 441/2003
Kynferðisbrot
X var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa haft samræði við tvær stúlkur þegar ástand þeirra var þannig að þær gátu ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 4. nóvember 2003 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. Jafnframt er krafist greiðslu 700.000 króna í miskabætur til hvors tjónþola um sig, auk vaxta og dráttarvaxta eins og í ákæru greinir. Ákærði krefst þess aðallega að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim til löglegrar meðferðar, en til vara að hann verði sýknaður og bótakröfu vísað frá dómi. Til þrautavara krefst ákærði þess að refsing hans verði milduð og miskabætur lækkaðar. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur. Við ákvörðun refsingar er vísað til 1. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 16. gr. laga nr. 82/1998. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins fyrir Hæstarétti svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Málið er höfðað með ákæru útgefinni 19. maí 2003 á hendur: ,,[X], [kt. og heimilisfang], fyrir kynferðisbrot með því að hafa að morgni laugardagsins 4. janúar 2003, á heimili sínu, haft samræði við tvær stúlkur, [Y] og [Z], gegn vilja þeirra, en ákærði notfærði sér það að stúlkurnar gátu ekki spornað við kynferðisbrotunum sökum ölvunar og svefndrunga. Brot gegn [Y] framdi ákærði í stofusófa en gegn [Z] í rúmi í svefnherbergi sínu. Teljast brot ákærða varða við 196. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 40/1992. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. [Y] krefst miskabóta að fjárhæð kr. 700.000 auk vaxta og dráttarvaxta skv. lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og þóknunar vegna réttargæslu. [Z] krefst miskabóta að fjárhæð kr. 700.000 auk vaxta og dráttarvaxta skv. lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og þóknunar vegna réttargæslu.” Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu af refsikröfu ákæruvaldsins og að báðum miskabótakröfum verði vísað frá dómi. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og aðallega að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi, en til vara að þær sæti verulegri lækkun. Málsvarnarlauna er krafist að mati dómsins. Samkvæmt kæruskýrslu Y og Z, sem dags. eru 4 janúar sl., eru málavextir þessir í stuttu máli. Báðar greindu svo frá að þær hafi farið út að skemmta sér að kvöldi 3. janúar. Þær hafi farið á ýmsa staði í miðborginni og hitt ákærða og annan mann um kl. 03.00 um nóttina. Leiðir þeirra hafi skilið eftir það. Þær hafi hitt sömu menn aftur milli kl. 05.00 og 06.00 um morguninn. Þær hafi síðan haldið á heimili ákærða eftir að hafa komið við á matsölustað, en á leiðinni í leigubifreið heim til ákærða hafi A, kunningi ákærða, farið úr bílnum. Erindið heim til ákærða hafi verið það að fara í ,,eftirpartí“. Báðar lýstu stúlkurnar dvöl sinni á heimili ákærða og því að ákærði hafi þar misnotað þær kynferðislega á þann hátt, sem lýst er í ákærunni. Í gögnum málsins er lýst komu stúlknanna á neyðarmóttöku að morgni 4. janúar og skoðun þeirra þar. Ákærði greindi svo frá að hann hafi haft mök við stúlkurnar með þeirra samþykki. Nú verður rakinn framburður ákærða og vitnisburður fyrir dómi. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa haft samræði við Y og Z, en með vilja beggja. Hann kvaðst hafa farið að skemmta sér í miðbænum að kvöldi 3. janúar sl. ásamt A kunningja sínum. Þeir hafi hitt stúlkurnar á Laugaveginum um nóttina, en leiðir þeirra hafi skilið uns þeir hittu þær aftur síðar sömu nótt. Um kl. 04.00 hafi þau farið á matsölustað þar sem þau fengu sér að borða utan Z, sem ekki hafi borðað neitt. Eftir það hafi ákærði samþykkt að haldið yrði á heimili hans í partí, en það hafi verið að ósk stúlknanna. Á leiðinni heim til ákærða fór A, sem var með þeim, úr bifreiðinni en hann hafi ætlað heim til sín. Ákærði kvaðst hafa boðið stúlkunum að drekka eftir heimkomuna og kvaðst hann hafa fært þeim hvítvín. Þau hafi eftir það setið í sófa í stofunni og rætt saman og lýsti hann samræðum þeirra Z. Þá lýsti hann því er hann færði þeim eplasnafs og þau hafi skálað í honum, en Y hafi aðallega drukkið bjór sem hún hafði meðferðis. Hann kvað Z hafa spurt sig að því hvort hann hefði prófað að vera með tveimur stelpum í einu, en hann sagt að það hafi hann ekki reynt. Y hafi þá spurt hvort hann myndi gera það byðist honum tækifæri til þess. Hann hafi svarað því svo að það myndu allir strákar gera. Eftir þetta hafi hann byrjað að kyssa Z og Y hafi tekið að snerta hann. Hann lýsti því er stúlkurnar færðu sig úr fötum og kvað hann stúlkurnar þar báðar hafa tekið fullan þátt í því sem fram fór. Hann kvað þetta hafa endað þannig að hann hafði samfarir við báðar stúlkurnar í sófanum í stofunni og kvaðst hann hafa fellt sæði til Y. Y hafi verið vakandi og tekið fullan þátt í því sem fram fór. Eftir þetta hafi Y sofnað og hann breitt yfir hana teppi. Þau Z hafi ræðst við um stund uns þau fóru inn í svefnherbergið, þar sem þau höfðu samfarir og kvaðst ákærði hafa fellt sæði til hennar. Eftir það hafi þau bæði sofnað. Z hafi verið vakandi á meðan á þessu stóð og verið samþykk því sem fram fór. Hann kvaðst hafa vaknað um morguninn er dyrabjöllu var hringt. Y hafi verið þar í fylgd manns, sem hafi öskrað á sig. Eftir það hafi báðar stúlkurnar farið í fylgd þessa manns. Ákærði kvaðst ekki hafa verið mikið ölvaður og taldi Y hafa verið álíka ölvaða. Hið sama hafi átt við um ástand Z. Hann hafi ekki séð mun á ölvunarástandi þeirra. Hann kvað ölvunarástand stúlknanna ekki hafa verið eins og lýst er í ákærunni þannig að þær hafi ekki getað spornað við því sem fram fór. Vitnið, Y, kvað þær Z hafa hitt ákærða og kunningja hans tvisvar sinnum í miðbænum þessa nótt. Hún lýsti ferðinni á matsölustað og ferðinni heim til ákærða í leigubíl og því er A fór úr leigubílnum á leiðinni efnislega á sama veg og ákærði. Hún kvað þær Z hafa haldið áfram áfengisdrykkju á heimili ákærða uns Y kvaðst hafa sofnað í sófa í stofunni. Hún kvaðst hafa rankað við sér er breitt var yfir hana teppi. Eftir það hafi hún sofnað, en vaknað upp er ákærði lá ofan á henni hafandi við hana samfarir. Hún hafi þá aðeins verið klædd í sokka, bol og jakka, en verið ber að neðan. Hún hafi ekki afklæðst sjálf. Hún kvað sér hafa brugðið við þetta og orðið hrædd og ekkert hafa hreyft sig. Ákærði hafi eftir þetta lagst við hlið hennar í sófanum og sofnað. Enginn aðdragandi hafi verið að þessu. Ekkert kynferðislegt hafi borið á góma í samræðum þeirra um nóttina. Hún lýsti einkum samræðum Z og ákærða um nóttina, en sjálf hafi hún nánast ekkert rætt við ákærða. Þá kvaðst hún ekki hafa orðið vör við að neitt kynferðislegt samband væri á milli ákærða og Z. Eftir að ákærði sofnaði kvaðst hún hafa farið að huga að Z sem svaf inni í svefnherbergi. Þar hafi hún legið í hnipri klædd bol og sokkum. Ekki hafi tekist að vekja hana og hún virst mjög drukkin, en hún hafi drukkið eplasnafs hjá ákærða. Ákærði hafi þá komið inn í herbergið og kvaðst Y þá hafa lagst við hlið Z og þóst sofa. Er hún heyrði að ákærði var sofnaður kvaðst hún hafa sótt föt sín inn í stofu, klætt sig og komið sér út. Hún hafi fengið að hringja í B bróður sinn úr söluturni skammt frá og kom B skömmu síðar. Hún kvaðst að einhverju leyti hafa greint honum frá því sem gerst hafði, en ekki í smáatriðum. Eftir þetta hafi þau B farið á heimili ákærða. Enginn hafi svarað dyrabjöllunni. Hún kvaðst þá hafa hringt í GSM-síma Z og ákærði hafi svarað og hleypt þeim inn. Hún kvaðst þá hafa farið inn í herbergið og vakið Z, klætt hana og aðstoðað út úr húsinu. Eftir þetta héldu þær að heimili Y, þar sem þær hafi ætlað að leggja sig. Þær hafi ekki verið búnar að átta sig á því sem gerst hafði. Eftir að hafa rætt saman hafi þær farið saman á neyðarmóttöku. Y kveðst telja að þær Z hafi drukkið nánast sama áfengismagn um kvöldið og um nóttina. Þær hafi byrjað á því að fá sér bjór. Þá hafi þær farið út að borða, þar sem þær drukku bjór. Eftir það hafi þær farið heim til Y þar sem þær hafi drukkið nokkur glös af blöndu með sterku áfengi. Eftir það hafi þær farið út og haldið áfram að drekka og lýsti hún nokkrum ,,skotum“ og fleiru. Hún kvaðst hafa haft með sér bjór á heimili ákærða, en ekki hafa drukkið annað þar, en mundi eftir eplasnafsinum, sem hún hafi ekki drukkið. Hún kvað þær Z hafa byrjað að drekka um níuleytið kvöldið áður. Þær hafi komið heim til ákærða á milli kl. 06.00 og 06.30 morguninn eftir. Þá hafi hún verið bæði þreytt og drukkin. Þótt hún hafi ekki verið undir verulegum áfengisáhrifum hafi hún verið búin að vaka í tæpan sólarhring. Y lýsti áhrifum þessa atburðar á sig, en þetta hafi komið niður á námi hennar. Hún hafi aukið áfengisdrykkju og haft martraðir. Hún hafi leitað sér aðstoðar, en hún kvaðst áður hafa orðið fyrir kynferðisbroti er hún var 15 eða 16 ára gömul. Vitnið, Z, lýsti ferðum þeirra Y efnislega á sama veg og Y gerði uns þær komu á heimili ákærða, þar sem ákveðið hafi verið að fara í eftirpartí og taldi hún þá hugmynd frá þeim Y komna. Hún lýsti því er A fór úr leigubílnum á leiðinni heim til ákærða. Er þangað kom um kl. 06.00, að því er hún taldi, hafi þær Y rætt við ákærða, sem bauð þeim í glas. Z kvaðst hafa verið sú eina sem drakk, en hún hafi drukkið tvö staup og hafi það verið of mikið fyrir hana og leitt til þess að hún sofnaði. Hún lýsti því að Y hafi sofnað í sófa í stofunni og ákærði hafi sótt ábreiðu og breitt yfir hana. Þau ákærði hafi rætt eitthvað saman eftir þetta og lýsti hún því um hvað þær samræður þeirra snerust, en það varðaði það að ákærði væri vinafár hér á landi og að hann væri vel liðinn á vinnustað sínum. Að öðru leyti mundi hún ekki eftir samræðum þeirra. Hún kvaðst hafa verið orðin mjög ölvuð er ákærði reyndi að kyssa hana. Hún hafi sagt nei við þessu og reynt að víkja sér undan en hún hafi síðan lognast út af sökum ölvunar. Þá hafi hún setið í sófanum í stofunni. Hún hafi fyrst rankað við sér inni í svefnherbergi og kvaðst hún muna eftir andliti ákærða og að hann hafi verið að reyna að kyssa hana. Næst mundi hún eftir sér er Y og bróðir hennar komu. Hún hafi heyrt öskur í B, en Y hafi hjálpað sér í fötin og stutt sig út úr húsinu. Hún kvaðst telja sig hafa verið í nærbol er hún vaknaði, en bera að neðan. Hún mundi eftir sér inni í herberginu klæddri jakka sem renndur hafi verið upp í háls. Hún mundi ekki eftir því að ákærði hafi haft við hana samfarir, en hún kvaðst muna eftir ákærða ofan á sér inni í svefnherberginu. Hún kvað kynlíf ekki hafa borið á góma og hafi það ekki komið til greina af hennar hálfu. Eftir að komið var heim til Y hafi Y spurt sig að því hvað hefði gerst. Hún kvaðst enn hafa verið hálf rugluð er hér var komið sögu. Þær hafi ætlað að fara að sofa, en eftir að þær áttuðu sig á því sem gerst hefði hafi þær ákveðið að fara á neyðarmóttöku, því hvorug þeirra hafi viljað það sem gerðist að hennar sögn. Hún kvaðst hafa verið búin að vaka tæpan sólarhring er þessi atburður átti sér stað. Z lýsti afleiðingum þessa atburðar fyrir sig. Hún hafi átt í erfiðleikum með að byrja skóla og lýsti hún ýmiss konar tilfinningalegum erfiðleikum af þessum sökum. Vitnið, Arnar Hauksson, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, staðfesti og skýrði skýrslur sem hann ritaði eftir læknisskoðun á Y og Z hinn 4. janúar sl. Vitnið, Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur, staðfesti og skýrði vottorð sem hún ritaði vegna Y, sem komið hafi í sextán viðtöl hjá henni. Hún lýsti einkennum í fari Y sem samræmast því að hún hafi lent í alvarlegu áfalli og skýrði Heiðdís þetta nánar. Vitnið, Guðbjörg Ragna Ragnarsdóttir sálfræðingur, staðfesti og skýrði vottorð sem hún ritaði um viðtöl sín við Z. Hún lýsti streitueinkennum í fari hennar, sem hún taldi tengjast atburði þeim sem í ákæru greinir. Vitnið, Ingólfur Bruun rannsóknarlögreglumaður, lýsti því er hann ræddi við Y á neyðarmóttökunni. Hann greindi frá frásögn Y og að önnur stúlkan hafi vaknað er ákærði var að hafa við hana samfarir. Hann staðfesti skýrslu sem hann ritaði um þetta, en vitnisburður hans verður ekki rakinn frekar. Vitnið, B, kvaðst hafa vaknað að morgni 4. janúar sl. er Y systir hans hringdi í hann og bað um að verða sótt þangað sem hún var stödd í söluturni við [...]. Y hafi grátið í símann svo hann hafi gert sér grein fyrir því að ,,þetta væri slæmt“. Hann kvaðst hafa farið í söluturninn. Þar hafi Y greint sér frá því að hún héldi sig hafa orðið fyrir kynferðisbroti, en hún hafi vaknað nakin við hlið ákærða og forðað sér út. Áfengisþef hafi lagt frá Y, en hann hafi ekki merkt að hún hafi verið mikið ölvuð. Þau Y hafi farið saman á heimili ákærða, þar sem Z var enn. Ákærði hafi hleypt þeim inn og kvaðst hann hafa haldið ákærða frá á meðan Y aðstoðaði Z, en hann kvaðst hafa séð að hún var hálfnakin í rúminu. Hún hafi aðeins verið klædd bol og sokkum. Y hafi þurft að toga Z upp úr rúminu og aðstoða hana við að klæðast. Þau Y hafi stutt Z út í bíl. Vitnið, C kaupmaður, kvaðst hafa verið nýbúinn að opna söluturn sinn við [...] að morgni 4. janúar sl. er Y kom þar útgrátin og í miklu uppnámi og bað um að fá að hringja. Hann kvað henni sýnilega hafa liðið mjög illa. Hann kvaðst hafa boðið henni að hringja, sem hún gerði. Bróðir hennar hafi komið skömmu síðar og sótt hana. Hann kvað Y ekki hafa greint sér frá því hvað hefði gerst, en hann kvaðst hafa séð að ,,eitthvað mikið hefði skeð“. Vitnið, D, sambýliskona ákærða, lýsti því er hann kom á þáverandi heimili hennar um hádegisbilið 4. janúar sl. í því skyni að gæta sonar þeirra. Hún lýsti ferðum sínum og samskiptum við ákærða og kvað ekkert óeðlilegt hafa séð í fari hans. Hún kvað ákærða síðan hafa komið að máli við hana á þriðjudagskvöldið eftir, þar sem hann greindi henni frá kærunni á hendur sér, sem hann hafi talið ranga. Hann hafi þá verið niðurbrotinn og mjög miður sín. Vitnið, A, kvaðst hafa verið samferða ákærða, Y og Z í leigubílnum um kvöldið uns hann fór úr bílnum. Hann lýsti því er þeir ákærði hittu stúlkurnar tvívegis um nóttina og fóru með þeim á matsölustað áður en haldið var heim á leið í leigubifreið. Hann kvað ekkert kynferðislegt hafa verið í gangi í leigubílnum á meðan hann var þar. Hann vissi ekkert um atburði á heimili ákærða um nóttina. Niðurstaða Sannað er með játningu ákærða, sem fær stoð í öðrum gögnum málsins, að hann hafði samræði við báðar stúlkurnar á þeim tíma sem í ákæru greinir. Hann neitar sök og kvað stúlkurnar hafa tekið þátt í því sem fram fór af fúsum og frjálsum vilja. Y og Z fóru báðar í skoðun á neyðarmóttöku 4. janúar sl. Í skýrslu Arnars Haukssonar læknis um skoðun á Y segir meðal annars að hún hafi verið í losti og óraunveruleikakennd og fengið grátköst. Í skýrslu sama læknis um skoðun á Z kemur meðal annars fram að hún hafi verið í losti og óraunveruleikakennd. Þá hafi hjartsláttur gefið til kynna kreppuviðbrögð. Tekið var blóð- og þvagsýni úr báðum stúlkunum við skoðun á neyðarmóttöku. Í matsgerð rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði af blóð- og þvagsýni sem tekið var úr Y segir svo: ,,Etanól í blóði var 0,31 ‰ og 0,93 ‰ í þvagi. Styrkur etanóls í blóði er mjög lágur og bendir ekki til þess að hlutaðeigandi einstaklingur hafi verið undir áhrifum áfengis þegar blóðsýnið var tekið. Styrkur etanóls í þvagi gefur vísbendingu um að hann hafi verið undir vægum áhrifum áfengis nokkru áður, en ekki er hægt að tímasetja það með neinni nákvæmni.“ Í matsgerð rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði af blóð- og þvagsýni, sem tekið var úr Z segir svo: ,,Etanól í blóði var 1,00 ‰ og 1,45 ‰ í þvagi. Styrkur etanóls í blóði bendir til þess að hlutaðeigandi hafi verið undir áhrifum áfengis þegar sýnið var tekið. Styrkur etanóls í þvagi bendir til þess að hann hafi verið undir verulegum áhrifum áfengis (meira en 1,2 ‰ í blóði) nokkru áður. Ekki er hægt að tímasetja það nákvæmlega, en líklegt er að það hafi verið 1 – 2 klst. fyrr.“ Báðar hafa stúlkurnar leitað sér sálfræðiaðstoðar eftir atburðinn sem í ákæru greinir. Fyrir liggur vottorð tveggja sálfræðinga, sem þeir skýrðu og staðfestu fyrir dómi. Hjá báðum kom fram að einkenni hafi greinst í fari stúlknanna, sem tengdust atburði þeim sem í ákæru greinir. Ákærði lýsti því hvernig stúkurnar hafi fært sig úr fötunum eftir að ákærði fór að kyssa þær. Þá kvað hann hafa komið til tals samfarir þriggja aðila. Stúlkurnar báru báðar að Y hafi sofnað í sófa í stofunni og að sótt hafi verið teppi og breytt yfir hana. Y kvaðst muna eftir þessu. Þessi vitnisburður stúlknanna er ekki í samræmi við framburð ákærða um aðdraganda samfaranna. Þá bera stúlkurnar staðfastlega að ekkert kynferðislegt hafi borið á góma í samræðum þeirra við ákærða þessa nótt. Er það mat dómsins að framburður ákærða um það hvað honum og stúlkunum fór á milli sé ótrúverðugur og fær hann enga stoð í vitnisburði stúlknanna eins og rakið hefur verið. Framburður ákærða um að samfarirnar hafi átt sér stað með samþykki stúlknanna er á sama hátt ótrúverðugur og ekkert í málinu sem styður hann. Vitnið, C, kvað Y hafa verið útgrátna og í miklu uppnámi er hún fékk að hringja. Eftir það hélt Y á heimili ákærða í fylgd bróður síns. Ráða má af vitnisburði Y að hún hafi komið aftur á heimili ákærða skömmu eftir að hún fór þaðan til að hringja. Er hún kom aftur þurfti hún að vekja Z og aðstoða hana í fötin og styðja út úr húsinu. Vísað er til vitnisburðar Y og B um þetta. Þá liggur fyrir niðurstaða úr rannsókn af þvag- og blóðsýni sem gefur til kynna að Z hefur verið mjög ölvuð er þessir atburðir áttu sér stað. Þótt minna áfengismagn hafi mælst í Y er ljóst af rannsóknarniðurstöðum, sem raktar voru, að hún var ölvuð þótt það hafi ekki verið í sama mæli og Z. Þá er þess að geta að blóðsýni var ekki tekið af henni fyrr en laust fyrir kl. 14.00 framangreindan dag. Að auki er á það að líta að stúlkurnar höfðu vakað tæpan sólarhring er þær komu á heimili ákærða undir morgun 4. janúar sl. Dómurinn telur sannað á þann hátt sem nú hefur verið rakið og með gögnum sem rakin hafa verið að stúlkurnar hafi báðar verið þannig á sig komnar á þeim tíma sem í ákæru greinir að þær hafi ekki sökum ölvunar og svefndrunga getað spornað við því er ákærði hafði við þær samræði. Fram er komið í málinu að stúlkurnar þekktu báðar ákærða og báru fullt traust til hans. Hvorug stúlknanna hefur borið að neitt kynferðislegt hafi vakað fyrir þeim er þær fóru á heimili ákærða og ekkert slíkt hafi þar átt sér stað með þeirra samþykki. Vitnisburður þeirra beggja er stöðugur, trúverðugur og í góðu innbyrðis samræmi. Verður hann lagður til grundvallar um að það sem fram fór hafi ekki gerst með samþykki þeirra. Styðst þessi niðurstaða dómsins við það sem fram kom við læknisskoðun beggja stúlknanna og að hluta með sálfræðivottorðum beggja. Af öllu ofanrituðu virtu er sannað gegn neitun ákærða að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæðis. Ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við almenn hegningarlög. Hann braut gróflega gegn stúlkunum eftir að þær lögðust til svefns á heimili hans. Þykir refsing hans hæfilega ákvörðuð fangelsi í 2 ár. Y og Z eiga hvor um sig rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja bæturnar til hvorrar um sig hæfilega ákvarðaðar 500.000 krónur auk dráttarvaxta frá 23. mars 2003 að telja og til greiðsludags, en þá var mánuður liðinn frá birtingu krafnanna. Ákærði greiði 120.000 krónur í réttargæsluþóknun til Helgu Leifsdóttur, skipaðs réttargæslumanns Y og Z. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með taldar 250.000 krónur í málsvarnarlaun til Brynjólfs Eyvindssonar héraðsdómslögmanns. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Dóminn kveða upp héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson, sem dómsformaður, Helgi I. Jónsson dómstjóri og Valtýr Sigurðsson. DÓMSORÐ: Ákærði, X, sæti fangelsi í 2 ár. Ákærði greiði Y og Z hvorri um sig 500.000 krónur í miskabætur auk dráttarvaxta frá 23. mars 2003 að telja og til greiðsludags. Ákærði greiði 120.000 krónur í réttargæsluþóknun til Helgu Leifsdóttur héraðsdómslögmanns, skipaðs réttargæslumanns Y og Z. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með taldar 250.000 krónur í málsvarnarlaun til Brynjólfs Eyvindssonar héraðsdómslögmanns.
Mál nr. 506/2006
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. september 2006, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. september 2006, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 2. nóvember 2006, kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Af gögnum málsins verður ráðið að sóknaraðili sé undir sterkum grun um að hafa átt þátt í skipulagningu innflutnings á tæplega tveimur kílóum af kókaíni, hafa séð um móttöku þeirra á Spáni og flutt þau ásamt A til landsins. Fram hefur komið af hálfu sóknaraðila að stefnt sé að því að málið verði sent ríkissaksóknara í lok þessarar viku. Með hliðsjón af þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur lagt fram kröfu þess efnis að kærði, X, [kt. og heimilsfang], sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 2. nóvember 2006, kl. 16.00. Í greinargerð lögreglu kemur fram að ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjórans í Reykjavík rannsaki meintan innflutning á miklu magni af fíkniefnum til landsins. Kærði og samferðarkona hans, A, [kt.], hafi verið handtekin þann 9. ágúst sl. af tollgæslu á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins frá Spáni. A hafi verið með fíkniefnin í farangri sem hún hafi haft meðferðis en X hafi verið handtekinn skömmu síðar í flugstöðinni eftir að hann hafi farið í gegnum hlið tollgæslunnar. Kærði hafi verið yfirheyrður af lögreglu en hann hafi greint m.a. frá því að hann og A hafi tekið að sér að flytja fíkniefnin til landsins að beiðni B, búsettri á [...]. Við skýrslutökur hafi kærði lýst aðdraganda ferðarinnar, fundi sem hann hafi átt með nefndri B þar sem ferðin hafi verið skipulögð, móttöku fíkni­efnanna á Spáni, milligöngu B við aðila á Spáni í tengslum við móttökuna, auk þess sem hann hafi greint frá þátttöku A að brotinu. Sé nánar vísað til framburðarskýrslu kærða. Rannsókn málsins sé á lokastigi og verður flýtt eftir föngum. Öll bankagögn hafi nú borist lögreglu, en gögn hafi borist lögreglu síðast í gær. Unnið sé að úrvinnslu þeirra og yfirheyrslur tengdar þeim muni fara fram á næstu dögum. Í lok næstu viku sé stefnt að því að frágangur rannsóknargagna hefjist og einnig gerð greinargerðar rannsóknara til ríkissaksóknara skv. 1. mgr. 77. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19,1991. Sé við það miðað að málið verði í kjölfarið sent ríkissak­sóknara til viðeigandi meðferðar. Kærði þyki vera undir rökstuddum grun um aðild að stórfelldu fíkniefnabroti. Kærði hafi sætt gæsluvarðhaldi frá 10. ágúst sl. Meint aðild kærða þyki mikil. Einnig sé lagt til grundvallar að um sé að ræða mjög mikið magn sterkra og hættulegra fíkniefna. Nær öruggt þyki að fíkniefnin hafi átt að fara í sölu og dreifingu til ótiltekins fjölda manna hér á landi. Hið meinta brot kærða þyki mjög alvarlegt. Með tilliti til hagsmuna almennings þyki þannig nauðsynlegt að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan mál hans sé til meðferðar en telja verði og reikna með að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegu broti og kærði, gangi laus áður en máli lýkur með dómi, valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings. Staða kærða í málinu þyki sambærileg stöðu sakborninga í öðrum svipuðum málum, sbr. mál Hæstaréttar nr.: 154/2006, 368/2005, 93/2005, 488/2004, 269/2004, 417/2000 og 471/1999, þar sem sakborningum hafi verið gert að sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi þegar legið hafi fyrir rökstuddur grunur um beina aðild að innflutningi af miklu magni fíkniefna í ágóðaskyni. Sé ekki talin ástæða til að ætla að refsimat og réttarvitund almennings í slíkum málum hafi breyst frá því téðir dómar hafi verið uppkveðnir, að skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19,1991 um meðferð opinberra mála sé ekki fullnægt í því máli sem hér um ræðir. Sakarefnið sé talið geta varðað við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19,1940, sbr. 1. gr. laga nr. 64,1974 og 1. gr. laga nr. 32,2001. Um heimild til gæsluvarðhalds sé vísað til 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19,1991. Kærði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 10. ágúst sl. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. ágúst sl. í málinu nr. R-450/2006 var kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi til dagsins í dag á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Sá úrskurður var ekki kærður til Hæstaréttar Íslands. Það er mat dómsins að skilyrðum 2. mgr. 103. gr. nefndra laga sé enn fullnægt, enda hefur ekkert gerst frá síðasta úrskurði, sem breytt gæti því mati, að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Þá verður að mati dómsins ekki heldur litið fram hjá þeim mörgu dómum Hæstaréttar Íslands, þar sem sakborningum, með sambærilega stöðu og kærði, hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, X, [kt.], skal sæta áfram gæslu­varðhaldi allt til fimmtudagsins 2. nóvember 2006, kl. 16.00.
Mál nr. 654/2013
Kærumál Nauðungarsala Ómerking héraðsdóms
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli E á hendur D hf., til úrlausnar um gildi nauðungarsölu, var vísað frá héraðsdómi. Með dómi Hæstaréttar var hinn kærði úrskurður ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, með vísan til þess að héraðsdómur hefði ekki leyst úr málinu á réttum lagagrundvelli.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. september 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. október sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. september 2013, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, sbr. j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I Samkvæmt gögnum málsins krafðist varnaraðili þess með beiðni til sýslumannsins í Reykjavík 16. febrúar 2012 að íbúð í eigu sóknaraðila að Tjarnargötu 10 í Reykjavík, númer 01-0502, yrði seld nauðungarsölu til lúkningar skuld við sig samkvæmt veðskuldabréfi útgefnu 27. október 2004, en íbúðin hafði verið sett að veði til tryggingar skuldinni. Með tilkynningu sýslumanns 15. mars 2012 var varnaraðila greint frá því að fyrrgreind beiðni um nauðungarsölu hafi borist embættinu og yrði hún tekin fyrir á skrifstofu þess 24. maí 2012, að undangenginni auglýsingu sem send yrði til birtingar í Lögbirtingablaði 12. apríl sama ár. Hinn 28. maí 2013 fór samkvæmt fyrirliggjandi endurriti úr gerðabók sýslumanns fram að Tjarnargötu 10 nauðungarsala til að halda áfram uppboði á fyrrnefndri eign sóknaraðila. Fyrir varnaraðila sem gerðarbeiðanda var mættur nafngreindur héraðsdómslögmaður og sóknaraðili sem gerðarþoli. Bókað var að honum hafi verið kynnt framlögð gögn og leiðbeint um réttarstöðu sína. Síðan var fært til bókar: „Gerðarþoli óskar bókað að hann hafi krafist að fá að greiða lánið á 1. veðrétti á sama hátt og lán Hildu hf. sem hvílir á Grundarstíg 5, Reykjavík en það hafi ekki fengist. Gerðarþoli leggur fram tölvupósta ... með samskiptum við Dróma hf. þar sem hann telur að fram komi ósannindi starfsmanns og vanræksla starfsmanna Dróma hf. við úrlausn mála“. Lögmaður varnaraðila mótmælti bókun sóknaraðila í heild sinni sem rangri og tilhæfulausri og var þess krafist að uppboðið færi fram. Sýslumaður taldi þær athugasemdir sem fram komu ekki leiða til þess að stöðva bæri uppboðið og skyldi það því fara fram að kröfu varnaraðila sem gerðarbeiðanda. Leitað var eftir boðum í eignina og var hæst boðið í hana af hálfu varnaraðila. Síðan var bókað: „Frekari boð komu ekki fram og er uppboðið á eigninni nú lokið. Hæstbjóðanda er greint frá því að boð hans í eignina verði samþykkt ef greiðsla berst samkvæmt því í samræmi við breytta uppboðsskilmála þann 23. júlí nk. kl. 11:00.“ Sóknaraðili leitaði úrlausnar héraðsdóms 19. júlí 2013 „um ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík ... 28. maí 2013 vegna framhalds nauðungarsölu og nauðungarsölu almennt að Tjarnargötu 10 íbúð nr-0502“. Krafðist sóknaraðili þess að ákvörðun sýslumanns yrði felld úr gildi og sér úrskurðaður málskostnaður. Í hinum kærða úrskurði er tekið fram að í XIII. kafla laga nr. 90/1991 sé fjallað um úrlausn héraðsdómara um ágreining sem rís við nauðungarsölu. Segi í 5. mgr. 73. gr. þeirra laga að sá sem leitar slíkrar úrlausnar skuli tafarlaust senda héraðsdómara málsgögn samkvæmt 3. mgr. sömu lagagreinar. Í lok úrskurðarins kemur fram að þar sem sóknaraðili hafi ekki lagt fram þau gögn þrátt fyrir ótvíræða skyldu hans til þess séu ekki uppfyllt skilyrði laganna til að taka kröfu hans til meðferðar. Af þeim sökum verði að vísa kröfunni frá dómi af sjálfsdáðum án þess málið sé formlega tekið fyrir á dómþingi, sbr. 1. mgr. 74. gr. þeirra. Í úrskurðinum er þess ekki getið að sóknaraðila, sem er ólöglærður og fór með mál sitt sjálfur, hafi verið leiðbeint um formhlið þess. II
Mál nr. 364/2003
Dómsuppkvaðning Ómerking Heimvísun
Héraðsdómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju, þar sem ekki hafði verið fylgt fyrirmælum síðari málsliðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 16. september 2003 að fengnu áfrýjunarleyfi og krefjast sýknu af kröfu gagnáfrýjanda. Þau krefjast og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 17. nóvember 2003. Hún krefst þess að aðaláfrýjendur verði dæmd til að greiða sér 200.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 19. febrúar 2001 til 1. júlí sama árs og samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Málið var tekið til dóms í héraði við lok aðalmeðferðar 24. mars 2003. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 25. apríl sama árs, en ekki var þá sótt þing af hálfu málsaðila. Var þá liðinn frestur samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að kveða upp dóm í málinu án þess að það yrði munnlega flutt á ný eða að aðilar þess og héraðsdómari væru samdóma um að það væri óþarft. Vegna þessa verður ekki hjá því komist að ómerkja sjálfkrafa hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju. Rétt er að aðilar beri hver sinn kostnað af þessum þætti málsins fyrir Hæstarétti. D ó m s o r ð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs flutnings og uppsögu dóms að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.
Mál nr. 577/2015
Verksamningur Uppgjör
H ehf. og M gerðu sameiginlega verksamning við V um gerð vegganga. H ehf. krafði M í málinu um greiðslu vegna kostnaðar sem hann hafði lagt út í við að loftræsa og lýsa göngin frá 1. janúar 2010. Hélt H ehf. því fram að M hefði einn borið ábyrgð á því að tryggja viðhlítandi loftræstingu og lýsingu í göngunum allt til verkloka. Því til stuðnings vísaði H ehf. til tiltekins verkliðar í útboðsgögnum sem laut að greftri ganganna en meginhluti þess verks hvíldi á M. Var ekki talið að H ehf. hefði sýnt fram á að þeim viðfangsefnum, sem heyrt gátu undir verkliðinn, hefði verið ólokið þegar hann kvaðst hafa þurft að leggja út í fyrrgreindan kostnað. Ekki væri unnt að leggja þann skilning í orðalag verkliðarins að hann tæki til loftræstingar í göngunum eftir að sú vinna sem féll undir verkliðinn væri yfirstaðin. Gæti H ehf. því ekki reist fjárkröfu sína á honum. Þá hefði H ehf. ekki sýnt fram á að öðrum verkliðum í sama kafla hefði verið ólokið 1. janúar 2010. Var því ekki talið að H ehf. gæti reist kröfu sína á almennri verklýsingu í kaflanum þar sem fram kom að göngin skyldu vera lýst og loftræst meðan á greftri þeirra stæði. Loks var ekki á það fallist að við V væri að sakast að H ehf. hefði ekki reiknað með kostnaðinum við tilboðsgerðina. Voru M og V því sýknaðir af kröfum H ehf.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Ólafur Börkur Þorvaldssonhæstaréttardómari og Ingibjörg Benediktsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settirhæstaréttardómarar. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4.september 2015. Hann krefst þess að aðalstefnda Metrostav a.s., en til varaVegagerðinni, verði gert að greiða sér 32.509.710 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1.nóvember 2010 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti.Aðalstefndi Metrostav a.s. krefst aðallegastaðfestingar héraðsdóms, en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð. Þákrefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Varastefndi Vegagerðin krefst staðfestingarhéraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dómsverður hann staðfestur, þó þannig að málskostnaður verður ákveðinn í einu lagivegna reksturs málsins á báðum dómstigum eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal veraóraskaður um annað en málskostnað.Áfrýjandi, Háfell ehf., greiði aðalstefnda,Metrostav a.s., samtals 2.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrirHæstarétti og varastefnda, Vegagerðinni, samtals 1.200.000 krónur í héraði ogfyrir Hæstarétti. Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 9. júlí 2015. I Málþetta, sem var dómtekið 2. júní sl., erhöfðað 20. desember 2013 af Háfelli ehf., Skeifunni 11 í Reykjavík, gegnMetrostav a.s. Praha 8, Kozeluzka 2246, Zip 1 80 00, Tékklandi, ogVegagerðinni, Borgartúni 5 til 7 í Reykjavík, sem og gegn íslenska ríkinu. Íþinghaldi 6. nóvember sl. féll stefnandi frá kröfum sínum á hendur íslenskaríkinu. Dómkröfurstefnanda eru þær aðallega að stefndi Metrostav a.s. verði dæmdur til þess aðgreiða stefnanda 32.509.710 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. nóvember 2010 til greiðsludags, entil vara að stefndi Vegagerðin verði gert að greiða honum sömu fjárhæð með sömuvöxtum. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. StefndiMetrostav a.s. krefst aðallega sýknu en til vara stórfelldrar lækkunar ádómkröfum auk málskostnaðar. StefndiVegagerðin krefst sýknu auk málskostnaðar. Íöndverðu kröfðust stefndu þess að málinu yrði í heild vísað frá dómi. Meðúrskurði 4. desember 2014 var á það fallist að vísa bæri frá dómi fjárkröfu semstefnandi krafðist óskipt úr hendi beggja stefndu að fjárhæð 129.664.340krónur. Hins vegar var því hafnað að vísa framangreindri kröfu að fjárhæð32.509.710 krónur frá dómi. Í samræmi við kröfugerð stefnanda og í ljósiniðurstöðu úrskurðarins verður stefndi Metrostav a.s. hér eftir kallaðuraðalstefndi og stefndi Vegagerðin varastefndi. II Samkvæmtþví sem fram hefur komið fyrir dómi er stefnandi verktakafyrirtæki sem hefuraðallega unnið við jarðvinnu og vegagerð hér á landi. Aðalstefndi er tékknesktverktakafyrirtæki með reynslu af gerð jarðganga. Varastefndi er ríkisstofnunsem hefur það hlutverk að byggja upp og reka samgöngukerfi ríkisins samkvæmtlögum nr. 120/2012 og öðrum lögum sem stofnunin starfar eftir. Íoktóber 2005 auglýsti varastefndi forval verktaka í tengslum við útboð á gerðvegganga milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar annars vegar og Ólafsfjarðar ogHéðinsfjarðar hins vegar ásamt vegagerð í göngunum og að gangamunnum. Stefnandiog aðalstefndi gerðu í kjölfarið með sér samstarfssamning (joint venture),dags. 2. desember 2005, um þátttöku í útboðinu. Samkvæmt samstarfssamningumskyldi aðalstefndi vera leiðandi aðili í verkefninu og samþykktu aðilar aðaðildarhlutdeild yrði skipt þannig að 75% væri í höndum aðalstefnda og 25% íhöndum stefnanda. Stefnandiog aðalstefndi gerðu sameiginlegt tilboð í verkið sem nam samtals 5.739.412.688krónum. Með bréfi varastefnda 4. maí 2006 var þessu tilboði tekið. Hinn 20. maí2006 var gerður samningur milli annars vegar varastefnda sem verkkaupa og hinsvegar stefnanda og aðalstefnda sem verktaka um framangreint verk. Fyrir liggurað fyrirtækið Geo Tek ehf. hafði heildarumsjón og eftirlit með framkvæmdumfyrir varastefnda sem verkkaupa. Íverksamningnum segir að skoða beri ýmis gögn sem hluta af honum. Meðal þessaragagna eru „1. hefti Útboðslýsing“ og „2. hefti Sérverklýsing“, sem ogÍST30:2003, Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir. Í12. kafla verksamningsins, sem ber yfirskriftina „Tilboðsskrá“, er einstökumverkþáttum lýst og raðað eftir númeri og heiti eins og tilgreint er ífyrrgreindri sérverklýsingu. Í grein 12.1 í samningnum segir að áríðandi sé aðhafa í huga að „lýsing í aðalkafla almennrar verklýsingar gildir fyrir allaundirkafla hans með þeim breytingum og viðbótum, sem fram kunna að koma íviðkomandi undirkafla. Ef engin lýsing er á undirkafla gildir lýsingaðalkaflans.“ Í 5. mgr. greinar 12.2 segir að í einingarverðum í tilboðsskráskuli koma fram allur kostnaður við verkið, „þ.e. allir verkliðir sem þarf tilað framkvæma verkið skulu vera innifaldir í verkþáttum, þannig að samanlagtverð úr tilboðsskrá flytjist á SAFNBLÖÐ og síðan á TILBOÐSBLAÐ og myndiheildarverð fyrir verkið“. Ífyrrgreindri útboðslýsingu, „1. hefti Útboðslýsing“, var í grein 1.9.1 mæltfyrir um að verktaki bæri ábyrgð á öryggis- og hollustumálum á vinnustað ogskyldi hann gera sérstaka öryggis- og heilbrigðisáætlun, byggða á kröfum í IV.viðauka við reglur nr. 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanirá byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð. Skyldi aðbúnaðurverktaka vera allur í samræmi við lög, reglugerðir, leiðbeiningarVinnueftirlits ríkisins og ákvæði í samningum við verkalýðsfélög þar að lútandisem væru í gildi hér á landi. Þá var þar kveðið á um að verktaki skyldi hafaeigin áætlun um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi allra á vinnusvæðinu og væriöryggis- og heilbrigðisáætlun verktaka háð samþykki umsjónarmanns verkkaupa. Þáskyldi verktaki skipa sérstakan öryggisfulltrúa til að framfylgja þessariáætlun. Samkvæmtgrein 1.9.2 í útboðslýsingunni bar verktaka, 28 dögum eftir að tilboði hefðiverið tekið, að leggja fram fyrir umsjónarmann verkkaupa skriflega áætlun umöryggi á vinnusvæðinu er tæki til allra þátta verksins. Skyldi áætlun þessim.a. fjalla um loftræstikerfi jarðganganna ásamt mælikerfi fyrir lofttegundir ígöngunum. Þá skyldi þar gera grein fyrir útreikningum á ferskloftsþörf, gerðloftræstikerfis, stokkavídd, efnum, tækjum og staðsetningu blásara og ryksía,auk fleiri atriða. Ígrein 4.6.2 í útboðslýsingunni er fjallað um raforkuöflun og -notkun fyrirverkið. Kemur þar fram að verkkaupi muni setja upp spenna við gangamunna íÓlafsfirði og Skútudal ásamt aðliggjandi háspennustrengjum þar sem verktaki fáiaðgang að raforku að tilteknu afli við hvorn munna. Skyldi verktaki setja uppbúnað til að dreifa raforku frá tengistað og til tímabundinnar raflýsingar áöllu vinnusvæðinu. Þá segir m.a. í greininni að „allan kostnað vegnarafnotkunar verktaka á framkvæmdatímanum“ skuli verktaki greiða, samkvæmt þeimsamningi sem hann geri við orkusala og skyldi „kostnaðurinn vera innifalinn íverkþáttum verksins“. Ísérverklýsingu sem áður greinir, „2. hefti Sérverklýsing“, var í kafla 8.09fjallað um gröft jarðganganna. Skiptist sú verklýsing í almennan hluta ogeinstaka liði, sem voru númer 76 til 80. Í almenna hlutanum segir að meðan „ágreftri jarðganganna stendur skulu göngin vera lýst, loft- og vatnsræst þannigað aðstæður á verkstað trufli ekki vinnu í göngunum“. Skyldu lampar, festingarog ljósmagn uppfylla skilyrði BS 6164:2001, „Code of pracitce for safety intunnelling in the construction industry“. Þá kom þar fram að verktaki skyldieinnig leggja til færanleg ljós (lampar/luktir) til sérstakrar lýsingar á þeimstöðum í jarðgöngunum þar sem eftirlit óskaði eftir að skoða eða framkvæmaprófanir. Þar kemur einnig fram að verktaki skuli leggja fram til samþykktarumsjónarmanns verkkaupa „útreikninga og frumdrög af loftræstikerfinu“.Jafnframt segir þar að vinnuumhverfi í jarðgöngunum skuli vera sem best verðurá kosið og að minnsta kosti í samræmi við ákvæði tiltekinna gagna í þeirri röðsem þar kom fram. Í fyrsta lagi var þar vísað til „Håndbok nr. 3 Arbejdsmiljöunder jord (Norsk Forening for Fjellsprengningsteknikk, 2000“. Í öðru lagi varþar vísað til reglugerðar nr. 154/1999 um mengunarmörk og aðgerðir til að dragaúr mengun á vinnustöðum. Í þriðja lagi var vísað til ritsins „Jarðgangagerð 5.Leiðbeiningar um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Vinnueftirlit ríkisins, júní1984“. Íverklið 76 í kafla 8.09 segir að verkþátturinn „innifelur allan gröft íjarðgöngunum að hönnunarmörkum, í samræmi við ákvæði verklýsingar eða eins ogsýnt er á teikningum“. Þar segir einnig að innifalið skuli „vera allt efni ogvinna sem þarf til við gröft ganganna að hönnunarmörkum, þar með talin borun oghleðsla sprengifæra, sprengingar, loftræsting, og öll hrjóðun og fleygun, hvortsem hún er gerð samhliða greftri eða síðar í tengslum við lokastyrkingar eðalokafrágang“. Aðrir verkliðir í kafla 8.09 lutu að greftri utan hönnunarmarka(liður 76), smíði móta fyrir styrktarsteypu (liður 77), járnalögn ístyrktarsteypu (liður 79) og styrktarsteypuí göngunum (liður 80). Aðalstefndihefur lagt fram skjal, sem ber með sér að hafa verið samið í Prag í maí 2006, oger höfundurinn Ing. Martin Krempaský, Ph.D., hönnunarverkfræðingur. Skjalið beryfirskriftina „VENTILATION DESIGN / The Siglufjördur and Ólafsfjördur Tunnels“.Aðalstefndi kveður þetta skjal fela í sér þá greinargerð um loftræstingu semmælt hafi verið fyrir um í grein 8.09 í sérverklýsingunni og að hún hafi veriðsamþykkt af umsjónaraðila verksins. Þar er lýst gerð og hönnun loftræstikerfis.Í inngangskafla þessarar skýrslu segir orðrétt: „The ventilation systemsutilised for ventilation during tunnel excavation differ from the systemsutilised during tunnel operation. The design work being submitted solves theproblems of tunnel ventilation during the construction phase, untilthrough-ventilation is achieved. When the tunnels have been broken through, thissystem of ventilation must be replaced by another system, which will besuitable from the operational safety aspect.“ Íkafla 8.21 í sérverklýsingunni er fjallað um vegagerð í jarðgöngum og skálum.Þar er ítarlega fjallað um einstaka verkliði, sem eru númer 178 til 199, og þærkröfur sem gerðar eru til efnisnotkunar og framkvæmdar á verkinu. Þar er hinsvegar ekki vikið að loftræstingu eða lýsingu meðan á þessari vinnu stæði. Eftirað í ljós kom að stefnandi og aðalstefndi voru lægstir í útboðinu gerðu félöginýmsa samninga sín á milli til viðbótar við upphaflegan samstarfssamning. Hinn20. mars 2006 gerðu þeir sérstakan samning um einstök atriði (SpecifyingAgreement). Þá var fyrsti viðauki við fyrrgreindan samstarfssamningundirritaður 20. maí 2006 (Amendment nr. 1 to „Joint Venture Agreement“). Þarvar m.a. kveðið á um að aðilarnir myndu leggja samvinnunni til þá sérþekkingusem þeir byggju yfir hvor á sínu sviði þannig að aðalstefndi ynni að gerðjarðganganna og að stefnandi sæi um jarðvegsvinnu, vega- og brúagerð. Skyldinánari sundurliðun á þeim byggingarþáttum, sem hvorum aðili bæri að vinna, komafram á fylgiskjali nr. 1 með þessum samningi, auk þess sem kveðið var á um aðhvor aðila um sig myndi fá greitt fyrir þá hluta verkefnisins sem hann sæi umsamkvæmt tilboðsskrá. Fylgiskjalnr. 1 með þessum samstarfssamningi var tilboðsskrá verkssamningsins meðeinstökum verliðum þar sem sundurliðaðri tilboðsfjárhæð hafði verið skipt milliverktakanna. Hlutur stefnanda í þessum verkum var samtals 1.869.987.907 krónurmeðan hlutur aðalstefnda nam samtals 3.869.424.781 krónu. Vinna samkvæmt kafla8.09, Gröftur í jarðgöngum, hvíldi að meginstefnu til á aðalstefnda. Undirliður76, Gröftur að hönnunarmörkum, var þó að nokkru á ábyrgð stefnanda, en hluturhans í þeim þætti verksins nam aðeins 46.240.000 krónum meðan hluturaðalstefnda var 2.920.634.000 krónur. Ágreiningslaust er að þáttur stefnanda íþessum lið fólst einungis í því að taka við flokkuðu efni úr göngunum ásvonefndum tippsvæðum og ýta því í hauga. Öll vinna í göngunum við sprautusteypu(kafli 8.10), bergbolta (kafli 8.11), borun og bergþéttingu (kafli 8.12) ogvatnsklæðningu og frostvarnir (kafli 8.13) hvíldi á aðalstefnda. Hins vegar varöll vegagerð í jarðgöngum og skálum samkvæmt kafla 8.21 í verklýsingu á hendistefnanda. Íviðaukasamningnum 20. maí 2006 var mælt fyrir um stofnun sérstaks félags,Metrostav-Háfell ehf., sem var ætlað að koma fram sem fulltrúi félagannagagnvart verkkaupa, gefa út reikninga á hendur honum og taka við greiðslum.Aðalstefndi skyldi eiga 68% hlut í félaginu og stefnandi 32% hlut í því. Kveðiðvar á um það að þegar greiðslur bærust inn á reikning einkahlutafélagsinsskyldu þær millifærðar innan þriggja daga inn á reikninga eigenda þess. Samkvæmtútboðsgögnum átti verkinu að vera lokið eigi síðar en 10. desember 2009.Framkvæmdir hófust í júní 2006. Gögn málsins bera með sér að gerð ganganna hafitekið lengri tíma en upphafleg verkáætlun gerði ráð fyrir, m.a. vegna mikilsvatnsaga. Varastefndi féllst á kröfur verktaka, um nánar tilgreindar viðbótargreiðslurvegna ófyrirséðra aðstæðna við verkið, með samkomulagi 5. nóvember 2008. Meðsamningi verktaka og verkkaupa 23. desember 2008 samþykkti stefndi Vegagerðinenn fremur að verktíminn yrði lengdur til 17. júlí 2010. Íkjölfar gengisfalls íslensku krónunnar 2008 fóru verktakarnir fram á aðverkkaupi bætti þeim það tap sem af því hlaust. Fór svo að komist var aðsamkomulagi 24. september 2009 um að stefndi Vegagerðin bætti tjón verktakavegna vinnu við nánar tilgreinda þætti með greiðslu 720.300.000 króna, er kæmitil viðbótar þegar greiddum verðbótum. Voru 719.475.162 krónur vegna verka semaðalstefnandi hafði unnið og 824.838 krónur vegna verka sem unnin höfðu veriðaf stefnanda. Þá var verktíminn lengdur til 30. september 2010. Stefnandiog aðalstefndi gerðu sama dag með sér samning um uppgjör á ýmsum kröfum sín ámilli ásamt breytingum á samstarfssamningi félaganna. Ber samningurinnyfirskriftina 2. viðauki við samstarfssamning aðila (Amendment No. 2 to JointVenture Agreement concluded og 2nd December 2005). Aðalstefndi skuldbatt sigþar til að greiða stefnanda 50 milljónir króna gegn því að allar kröfur beggjaaðila, sem upp hefðu komið fram að gildistöku samningsins, féllu niður, sbr.grein 4.3 í viðaukanum. Hinn30. desember 2009 gerðu verktaki og verkkaupi á ný samkomulag umviðbótargreiðslu. Kemur þar fram að greiðslan sé „vegna aukins kostnaðar ogóhagræðis af lengingu verktíma verksins“ til 30. september 2010. Skuldbattstefnda Vegagerðin sig þar til þess að greiða verktaka eingreiðslu að fjárhæð75 milljónir króna. Með undirritun samkomulagsins lýsti verktaki því yfir aðekki yrðu gerðar „frekari kröfur á hendur verkkaupa vegna framlengingar áverktíma verksins“ auk þess sem hann féll frá nánar tilgreindum kröfum sínum áhendur verkkaupa. Samkvæmtgögnum málsins sömdu verkkaupi og verktaki um breytingar á rafbúnaði í göngunumí árslok 2009. Hinn 28. apríl 2010 var komist að samkomulagi um að uppsetninguþess búnaðar yrði endanlega lokið 4. desember 2010. Eftir sem áður var við þaðmiðað að þeim verkþáttum yrði lokið sem nauðsynlegir væru til að opna fyrirumferð um göngin 30. september 2010. Gögnmálsins bera með sér að gegnumbrot ganganna frá Siglufirði til Héðinsfjarðarhafi átt sér stað 21. mars 2008, en samkvæmt upphaflegri verkáætlun áttu þau aðverða 1. ágúst 2007. Þá mun gegnumbrot á göngunum frá Ólafsfirði tilHéðinsfjarðar hafa orðið 9. apríl 2009, en átti að eiga sér stað 1. apríl 2008.Bergstyrkingu mun hafa verið lokið haustið 2008 í Siglufjarðargöngunum, en íÓlafsfjarðargöngunum í júní 2009. Borun fyrir boltum mun hafa farið fram fránóvember 2009 til janúar 2010. Þá mun uppsetningu á vatnsklæðningum hafa lokiðí júní 2010. Stefnandi kveðst hafa hafið malbikun í Siglufjarðargöngunum 2.júlí 2010 og afhending hafi farið fram 30. september sama ár. Stefnandikveður aðalstefnda hafa dregið úr umsvifum sínum á verkstað eftir að hafa lokiðvið að grafa Ólafsfjarðargöng 9. apríl 2009. Heldur hann því meðal annars framað aðalstefndi hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að viðhalda loftræstingu oglýsingu ganganna. Lýtur ágreiningur málsins að kostnaði stefnanda við þá liðieftir 1. janúar 2010. Aðalstefndi heldur því fram að engin skylda hafi hvílt áhonum að sjá stefnanda fyrir loftræstingu og lýsingu eftir að lokið hafði veriðvið að grafa göngin. Hinn30. maí 2011 sendi Metrostav-Háfell ehf. umsjónarmanni verksins, Geo Tek ehf.,kröfu um bætur vegna kostnaðar á tafatíma sem og vegna þess að auka hefði þurftframkvæmdarhraða verksins. Í bréfi félagsins til Geo Tek ehf. 9. júní 2011 vareinnig „ítrekuð krafa vegna loftræstingar í göngunum“, þar sem vísað var tilsynjunar á greiðslu kostnaðar vegna loftræstingar. Þar vísaði félagið til þessað í kafla 8.09 í sérverklýsingu, lið 76, hefði loftræsting verið innifalin.Því taldi félagið ljóst að kostnaður vegna loftræstingar væri „ekki hluti afyfirkostnaði verksins“, heldur hafi hann átt að vera hluti af skilgreindumeiningarverðum og ætti því að vera lýst í sérverklýsingu sem hluti afskilgreindum einingaverðum. Þar sem sú skylda hvíldi á verkkaupa að hafaútboðsgögn það skýr, að verktakar gætu verðlagt tilboðsliði rétt, áréttaðifélagið kröfu sína um að verkkaupi greiddi áfallinn kostnað vegna uppsetningarloftræstikerfis og rekstur þess frá því að framkvæmdum við endanlegar styrkingarvar lokið til verkloka. Kom þar fram að áfallinn kostnaður næmi 28,5 milljónumkróna á tímabilinu frá janúar til september 2010. Þessumkröfum var hafnað með bréfum umsjónarmanns framkvæmdanna og starfsmanni Geo Tekehf., dags. 4. nóvember 2011. Í svarbréfi er laut að kröfu um viðbótargreiðslurvegna loftræstingar var áréttuð sú afstaða verkkaupa að allur kostnaður viðöryggis- og heilbrigðisráðstafanir, þ.m.t. allur kostnaður við loftræstinguvinnusvæða, væri innifalinn í einingarverðum verksamningsins. Því var kröfunnihafnað. Stefnandihefur lagt fram í málinu matsgerð verkfræðinganna Ásmundar Ingvarssonar ogPálma Ragnars Pálmasonar, dags. 11. júní 2013. Í matsgerðinni er svarað ýmsumspurningum sem stefnandi lagði fyrir matsmennina um verkið, meðal annars umástæður tafa á því. Þar er einnig svarað spurningum er lutu að því hvort þörfhafi verið á að loftræsta og lýsa göngin eftir 1. janúar 2010 til 30. september2011 og hver áætlaður heildarkostnaður við þessa liði hafi verið. Ímatsgerðinni kemur fram að eðlisbreyting hafi orðið á þörf fyrir loftræstinguvið gangagerðina eftir að slegið hafði verið í gegn. Þó hafi þurft að loftræstagöngin að einhverju leyti eftir 1. janúar 2010 til loka verksins. Hins vegarværi erfitt að fullyrða um umfang þeirrar loftræstingar. Veðuraðstæður hafi oftgetað verið með þeim hætti að nánast engrar vélrænnar loftræstingar hafi veriðþörf. Matsmenn telja þó að lágmarksloftræsting hafi verið nauðsynleg og teljaað eðlilegt hafi verið að útbúa loftræstingu með svonefndum „impuls“ blásurumsem hafi getað hjálpað til við náttúrulegt loftstreymi um göngin eftir að búiðvar að slá í gegn. Áætluðu þeir kostnað við slíka lágmarksloftræstingu samtals5.715.000 krónur miðað við að einingarkostnaður næmi 9.000 krónum á dag í 635 daga. Umþörf á lýsingu segir í matsgerðinni að það sé engum vafa undirorpið að lýsahafi þurft göngin frá 1. janúar 2010 til 30. september 2011. Miða þeir við aðum „20 LUX lýsing“ hafi verið nægjanleg sem grunnvinnulýsing. Síðan hafi menngetað nýtt sér annan ljósabúnað svo sem ennisljós, lýsingu á ökutækjum,vinnuvélum og öðru. Áætlaður heildarkostnaður við lýsingu í göngunum áofangreindu tímabili mátu matsmenn að væri um 75.000 krónur á dag í 635 dagaeða samtals 47.625.000 krónur. III. Málsástæður oglagarök stefnanda Íalmennri umfjöllun um þær kröfur sem stefnandi hafði uppi í öndverðu kemur framað hann byggi kröfur sínar á samningssambandi við stefndu. Hafi aðilar gert meðsér samning sem stefndu hafi vanefnt með þeim afleiðingum að stefnandi hafiorðið fyrir tjóni. Kveðst stefnandi í fyrsta lagi byggja á almennum reglumkröfuréttar og samningaréttar. Í annan stað kveðst stefnandi byggja kröfu sínaá almennum reglum skaðabótaréttar og þar með talið almennu skaðabótareglunni.Óháð samningssambandi hafi stefndu valdið stefnanda tjóni með saknæmum ogólögmætum athöfnum sínum eða athafnaleysi. Stefnandikveður verkframkvæmdum vera lokið og hafi varastefndi greitt verktökunumverklaun í samræmi við sundurliðun á fylgiskjali 1 með viðauka nr. 1 við samstarfssamkomulagverktakanna frá 2. desember 2005. Sundurliðun þessi miðist hins vegar viðtilboð verktakanna, en vegna vanefnda aðalstefnda endurspegli hún ekki að ölluleyti raunverulega framkvæmdarliði hvors um sig. Fjárkröfunasem hér er til umfjöllunar kveður stefnandi byggjast á kostnaði hans, annarsvegar af loftræstingu ganganna og hins vegar við lýsingu þeirra frá 1. janúar2010 til verkloka. Stefnandi telur að vinna við þessa liði hafi veriðverkþættir sem aðalstefndi hafi átt að vinna. Aðalstefndi hafi aftur á mótiborið því við að útboðsgögn væru óljós hvað þessa verkþætti varði. Af þeirriástæðu kveðst stefnandi beina kröfunni til vara að varastefnda sem verkkaupa. Stefnandirökstyður kröfu sína að því er lýtur að loftræstingu með því að vísa til þessað vinnuskilyrði á verkstað þurfi að vera með þeim hætt að hagkvæmt sé að vinnaað framkvæmd og að heilsu starfsmanna sé ekki ógnað. Alla jafna sé gert ráðfyrir kostnaði vegna þess í útboðsgögnum, enda eðlilegt að verktakar annist þæraðgerðir er snúa að vinnuaðbúnaði og öryggi starfmanna sinna. Í útboðslýsinguHéðinsfjarðarganga, lið 76, sé ákvæði um að verktaki loftræsti göngin. Þessiverkliður hafi verið á hendi aðalstefnda. Því hafi stefnandi ekki gert ráðfyrir því við tilboðsgerð að verða fyrir kostnaði vegna loftræstingar ágöngunum. Framkemur af hálfu stefnanda að meðan unnið hafi verið við gröft ganganna hafiverið notast við stóran loftræstibarka sem hafi blásið lofti að þeim stafni þarsem að sprengja hafi átt úr. Barkinn hafi verið um 2,2 metrar í þvermál oghangið uppi í gangaloftinu. Loftið úr barkanum hafi borist aftur til baka útgöngin og þannig myndað hringstreymi súrefnisríkara lofts á vinnusvæðinu. Eftirað sprengt hafi verið í gegnum göngin hafi barkinn ekki nýst lengur til aðmynda hringstreymi. Hann hafi því hangið uppi ónotaður meðan unnið hafi veriðvið sprautusteypu. Þegar klæða hafi þurft göngin hafi barkinn verið fjarlægðureftir því sem verkinu vatt fram. Eftir það hafi göngin verið loftræst þar semunnið hafi verið hverju sinni með lausum blásurum. Stefnandi kveðst hafa boriðkostnað við þessa loftræsingu frá og með 1. janúar 2010. Stefnandikrefst þess aðallega að aðalstefndi verði dæmdur til að greiða sér kostnað viðað loftræsa göngin á tímabilinu frá 1. janúar 2010 til verkloka. Krafan er áþví reist að aðalstefndi hafi þegar fengið greitt fyrir verkið úr hendiverkkaupa. Um þetta vísar stefnandi til verkliðar 76, í kafla 8.09 ísérverklýsingu framkvæmdarinnar, sem áður er lýst. Heldur stefnandi því fram aðloftræsting samkvæmt verkliðnum sé einn þeirra þátta sem aðalstefndi skyldi sjáum og bera ábyrgð á allt þar til lokafrágangur ganganna væri yfirstaðinn. Stefnandikveður aðalstefnda hafa sprengt Ólafsfjarðargöngin í gegn 8. apríl 2009. Vinnuvið verkþáttinn hafi hins vegar ekki verið lokið, þar sem fleygun, útskotum ogskurðum hafi enn verið ólokið. Þegar aðalstefndi hóf að draga saman seglin viðgangagröft frá marsmánuði 2009 hafi hann fjarlægt loftræstihreyfla ogdreifikerfi lofts, þvert á skyldur sínar samkvæmt verklið 76. Með því telurstefnandi að aðalstefndi hafi vanefnt skyldur sínar samkvæmt þeim verklið.Stefnandi hafi í kjölfarið komið á framfæri mótmælum með tölvupósti og ásamráðsfundum verktala. Vegnaþessara vanefnda kveðst stefnandi hafa verið knúinn til þess að sjá umloftræstinguna frá og með 1. janúar 2010 svo verkið gæti haldið áfram. Þannighafi stefnandi séð til þess að tjóni af völdum vanefnda aðalstefnda yrði haldiðí lágmarki. Stefnandi hafi tekið á leigu þrjár stórar viftur ásamt rafstöðvumfrá Skútabergi ehf. Þær hafi haldið lofti í göngunum á hreyfingu svo mengun ogryk safnaðist ekki fyrir. Sífellt hafi þurft að færa vifturnar til eftir þvísem vinnu miðaði áfram sem ekki hafi þurft með upprunalega loftræstingu. Stefnandibendir á að lokafrágangur hans í göngunum hafi falið í sér malbikun. Eðlimálsins samkvæmt þurfi að loftræsta jarðgöng meðan slík vinna fari fram vegnaheilsu starfsmanna og fyrirmæla í verklýsingu. Kveðst stefnandi því hafa þurftað reka loftskiptakerfi á verkstað allt til loka framkvæmda. Afhálfu stefnanda er gerð krafa um það að honum verði bættur sá kostnaður semhann hafi orðið fyrir við að halda loftræstingunni gangandi frá byrjun janúar2010 til verkloka. Kveðst stefnandi hafa takmarkað tjón sitt eins og kosturhafi verið, enda hafi hann haldið úti minna og ódýrara loftræstikerfi enaðalstefndi hafði notast við. Kostnaður stefnanda hafi fyrst og fremst falist íleigu á búnaði og í rafmagns- og olíukostnaði við að halda kerfinu gangandi,sbr. framlagða reikninga. Stefnandisundurliðar útlagðan kostnað vegna loftræstingar að viðbættum virðisaukaskattimeð eftirfarandi hætti: Kostnaðarliður Verðm. vsk. Rafmagn (Rarik) 5.326.283 Rafmagn (Orkusalan) 3.200.907 Leiga á viftum 5.009.960 Leiga á rafstöðvum 1.180.328 Olíukostnaður 7.023.560 Rafvirki 1.987.920 Flutningur o.þ.h. 1.506.000 Stjórnunarkostnaður 3.280.545 Samtals 28.515.503 Til vara gerir stefnandikröfu um greiðslu loftræstikostnaðar úr hendi varastefnda Vegagerðarinnar.Stefnandi kveður kröfuna gerða á þeim grundvelli að ef komist verður að þeirriniðurstöðu að kostnaðurinn við loftræstingu eftir 1. janúar 2010 falli ekkiundir verklið 76, sé um aukaverk stefnanda að ræða. Fjallað hafi verið umloftræstingu ganganna á tveimur stöðum í útboðsgögnum varastefnda, annars vegarí sérverklýsingu við verklið 76 og hins vegar í almennum hluta útboðslýsingar.Á verktíma hafi stefnandi litið svo á að þar sem loftræsting væri sérgreind íverklið 76 væri greiðslum fyrir loftræstingu samkvæmt verkliðnum ætlað að berakostnað við loftskipti allt til loka verksins. Verði komist að því aðaðalstefnda hafi einungis verið skylt að loftræsta göngin þar til greftriganganna var lokið telur stefnandi að varastefndi beri sem verkkaupi ábyrgð áþví að útboðsgögn hafi verið óskýr um þetta efni. Slík niðurstaða leiði tilþess að verkkaupi hafi með útboðsgögnum fellt skyldu á verktaka til aðloftræsta göngin frá því að sprengt var í gegn og til verkloka án þess að þeirfengju greitt fyrir. Þar sem verkkaupi hafi útbúið útboðsgögnin einhliða, ognotið við það aðstoðar sérfræðinga, verði ágreiningur um efni þeirra túlkaðurverktaka í hag. Verkkaupa beri að greiða fyrir þau verk sem unnin hafi verið.Verktaki geti ekki borið ábyrgð á ónákvæmni verkkaupa og þannig orðið fyrirtugmilljóna króna viðbótarkostnaði án þess að greiðsla komi fyrir. Stefnandi rökstyður kröfusína um kostnað vegna lýsingar í göngunum frá 1. janúar 2010 með því að vísatil sömu röksemda og gildi um loftræstingu. Í sérverklýsingu við verklið 8.09segi að göngin skuli vera lýst, loft- og vatnsræst þannig að aðstæður áverkstað trufli ekki vinnu í göngunum. Því hafi lýsing ganganna verið innifaliní verkliðnum. Stefnandi hafi litið svo á að það væri hluti af samningsbundnumskyldum aðalstefnda að lýsa göngin á verktíma. Líkt og með loftræsinguna hafiaðalstefndi ekki sinnt þessari skyldu eftir 1. janúar 2010. Stefnandi hafi þvíverið tilneyddur að halda göngunum lýstum út framkvæmdartímann svo hægt væri aðljúka framkvæmdum. Stefnandi kveðst gera kröfu um að fá útlagðan kostnað sinnvið verkþáttinn greiddan, samtals 4.560.003 kr. með virðisaukaskatti. Stefnandi kveður þennankostnað hafa falist í greiðslu rafmagnsreikninga ásamt viðhaldi, sbr.eftirfarandi sundurliðun: Kostnaðarliður Verð m.vsk. Orkukostnaður 2.527.200 Rafvirki, 304klst. 1.690.240 Efni ogrekstrarvörur 342.563 Samtals 4.560.003 Stefnandi kveður varakröfusína á hendur varastefnda gerða á sömu forsendum og varakröfu hans um kostnaðvegna loftræstingar. Hafi aðalstefnda einungis borið að halda göngunumupplýstum þar til sprengt var í gegnum þau telur stefnandi að varastefndi hafisem verkkaupi borið ábyrgð á því að útboðsgögn voru óskýr um þetta efni. Slíkniðurstaða hefði það í för með sér að verkkaupi hafi með útboðsgögnum felltskyldu á verktaka til þess að lýsa göngin frá því að sprengt var í gegn og tilverkloka án þess að verktakinn fengi greitt fyrir.2. Málsástæður og lagarök aðalstefnda Aðalstefndi hafnar kröfu stefnanda um greiðslu kostnaðar við loftræstingujarðganganna eftir að greftri þeirra lauk. Mótmælir hann því að slík skyldahafi falist í verkþætti 8.09 í sérverklýsingu í útboðsgögnum, enda lúti sáþáttur einungis að vinnu meðan á greftri þeirra standi. Við lok gangagraftrarhafi tekið við nýtt tímabil þar sem hvor verktakanna hafi borið að sjá fyrirþeirri loftræstingu sem verkefni hans kölluðu á og greiða kostnað, fyrst ogfremst raforkukostnað, því samfara. Þann kostnað hafi átt að reikna inn íviðkomandi verkþætti, sbr. skýr ákvæði þar um í Verklýsingu, gr. 4.6.2, þar semsegi að allan kostnað vegna rafnotkunar verktaka á framkvæmdatímanum skuliverktaki greiða og skuli hann vera innifalinn í verkþáttum verksins. Aðalstefndi kveðst hafaannast verkþátt 8.09 er hafi lotið að greftri ganganna. Hafi hann séð fyrirsérhæfðri loftræstingu og lýsingu í samræmi við kröfur þar um meðan á greftrijarðganganna hafi staðið. Stefndi hafi frá upphafi hafnað því að framangreintákvæði hafi lagt á hann skyldu til þess að sjá fyrir annars konar loftræstingueftir að greftrinum lauk. Aðalstefndi kveður að lýsing stefnanda á loftræstingumeðan á greftri standi sé í höfuðdráttum rétt; lofti hafi verið blásið inn aðstafni ganganna um víðan barka sem framlengdur hafi verið eftir því semgreftrinum miðaði. Hreint loft hafi þrýst út úr göngunum lofttappa með ryki semhafi þyrlast upp við boranir, sprengingar og gröft. Um leið og göngin hafiopnast hafi tekið við náttúrlegt loftflæði um göngin svo loftstreymi um barkannhafi orðið þýðingarlaust. Stefndi hafi í upphafi verks lagt fram tæknilegalýsingu á þessari tilhögun loftræstingar, sem aðeins skyldi viðhöfð meðan ágreftri ganganna stóð. Áætlunin hafi verið samþykkt af eftirlitsaðilaverkkaupa. Eftir að náttúrulegloftræsting hafi tekið við telur aðalstefndi að ekki hafi verið þörf áloftskiptakerfi heldur aðeins staðbundnum blásurum til að blása frástarfsmönnum mengun hverju sinni. Engin ákvæði hafi verið í samningsgögnum semhafi fellt þá skyldu á stefnda að koma upp og kosta nýja tegund loftræstingartil að nýta við aðra verkþætti eftir að greftri ganganna lauk. Um loftræstinguvið vinnu við þá verkþætti hafi því gilt almenn ákvæði útboðsgagna, aðkostnaður við framkvæmd þeirra skyldi borinn af viðkomandi verklið. Aðalstefndi tekur fram aðþegar í hönd hafi farið lokaáfangi í frágangi ganganna og lagning vegar um þau,þar sem samhliða skyldi unnið að uppsetningu vatns- og frostvarna oguppsetningu rafbúnaðar, hafi stefnandi, aðalstefndi og undirverktaki hans,Vatnsklæðningar ehf., gert með sér samning um samvinnu um fyrirkomulagframkvæmda til verkloka. Þar hafi m.a. verið kveðið á um tilhögunloftræstingar. Telur aðalstefndi samning þennan til marks um að hvor aðila umsig skyldi sjá um loftræstingu vegna eigin verkþátta og þá fyrst og fremst meðstaðbundnum hætti. Loftflæðinu hafi þá verið stýrt með sjálfvirkum hurðum ágöngunum sem aðalstefndi hafi kostað og hafi verið notaðar til að koma í vegfyrir að náttúrlegt flæði loftsins beindi menguðu lofti að vinnusvæðum. Aðalstefndi vísar til þess aðá samráðsfundi verktakanna 10. desember 2009 hafi stefnandi lýst því yfir aðhann teldi að vinna hans í göngunum myndi ekki kalla á loftræstingu, eins ogfram komi í fundargerð þess fundar. Telur aðalstefndi það vera til enn frekaristaðfestingar á því að ekki hafi verið þörf á loftræstikerfi fyrir göngin íheild og sé það rangt sem fullyrt sé í stefnu að stefnandi hafi séð fyrirloftskiptakerfi í göngunum frá 1. janúar 2010 til 30. september sama ár. Ekkertslíkt kerfi hafi verið rekið fyrir göngin heldur hafi loftræsting takmarkastvið staðbundin verkefni sem hver verktakanna hafi séð um fyrir sig. Aðalstefndi mótmælir einnigtalnalegum forsendum fyrir dómkröfu stefnanda varðandi kostnað af loftræstingusem hann telur bæði óhóflegan og ósannaðan. Aðalstefndi bendir á að ímatsskýrslu dómkvaddra matsmanna sé fjallað ítarlega um loftræstingu og sé þaðmeginniðurstaða þeirra að ekki hafi verið þörf á að loftræsta öll göngin allantímann. Hins vegar hafi verið sterkar líkur fyrir því að á vissum tímabilumhafi verið þörf á staðbundinni loftræstingu þar sem vinna hafi farið framhverju sinni. Matsmenn áætli lágmarkskostnað af slíkri staðbundinniloftræstingu og telji hann nema 9.000 krónum á dag. Af ókunnum ástæðum miðiþeir mat sitt við að verklok hafi verið 30. september 2011 eða ári síðar enraun varð á. Því sé samtala þessa matsliðar 2.430.000 krónur miðað viðtilgreindan kostnað alla daga frá 1. janúar til afhendingardags verksins 30.september 2010. Matsmennirnir sérgreina ekki hver hefði verið líklegurkostnaður stefnanda heldur taki matið mið af verkinu í heild sinni. Þurfi þá aðtaka mið af því að aðalstefndi hafi sjálfur séð fyrir loftræstingu eftir þörfumvið uppsetningu frost- og vatnsvarna. Því hljóti umfang kostnaðar stefnanda aðvera nokkru lægra en sem svari fyrrgreindri niðurstöðu matsmanna. Fallist dómurinn á að krafastefnanda eigi sér lagastoð krefst hann þess að dómkrafan verði stórlega lækkuðog taki að hámarki mið af niðurstöðu matsmanna að breyttu breytanda miðað viðrétt tilgreint tímabil. Aðalstefndi hafnar því einnigað í sérverklýsingu 8.09 felist skylda af hans hálfu að annast lýsingu fyrirstefnanda eftir að greftri ganganna lauk. Hafi hvor verktakanna átt að sjáfyrir þeirri lýsingu sem verkefni hans kölluðu á eftir það og greiða kostnaðsem væri því samfara, fyrst og fremst raforkukostnað. Hafi borið að reikna þannkostnað inn í viðkomandi verkþætti, sbr. skýr ákvæði þar um í Verklýsingu, gr.4.6.2, sem áður er lýst. Aðalstefndi tekur fram að viðgröft ganganna hafi verið lagður háspennustrengur inn eftir göngunum eftir þvísem greftrinum miðaði og hafi hann m.a. fætt borvagn og fleiri tæki. Hafi hannhangið uppi á járnfestingum í gangavegg. Frá þessum streng hafi einnig veriðtekið rafmagn í spennistöð, þaðan sem lágspennukerfi hafi verið fædd, m.a. ljóssem hengd hafi verið upp í loft ganganna. Þegar komið hafi verið að uppsetninguklæðningar vegna vatns- og frostvarna hafi blasað við að taka þyrfti niðurbráðabirgðalýsingu og jafnframt háspennukapal á þeim svæðum. Aðalstefndi kveðsthafa gert stefnanda grein fyrir þessu og andmælt fyrrgreindum sjónarmiðum hansum að honum bæri að sjá fyrir lýsingu út framkvæmdatímann. Niðurstaðan hafiorðið sú að stefnandi hafi tekið yfir allt rafkerfi ganganna og jafnframtgreiðsluskyldu á rafmagni frá 1. janúar 2010 og skyldi hann gera aðalstefndatilboð um verð á orku vegna vinnu við uppsetningu vatns- og frostvarna, sbr.tölvuskeyti milli aðila 10. febrúar 2010. Aðalstefndi kveður það hafaþó verið fyrst í síðustu viku febrúar 2010 sem háspennustrengurinn hafi veriðtekinn niður og lagður á gangagólfið í fyrstu 2/3 hlutum Siglufjarðarganga,sbr. endurrit úr fundargerð samráðsfunda verktaka. Nokkru síðar kveðuraðalstefndi að stefnandi hafi staðreynt að ekki væri hættulaust að hafastrenginn liggjandi á gólfinu og hafi rafmagn verið tekið af honum íframhaldinu. Ekki hafi því lengur verið til staðar rafmagn til þess að haldaúti lýsingu í lofti, þar sem það hafi verið unnt, þ.e. í þurrum hlutum gangannaþar sem ekki hafi þurft að setja upp klæðningu og fjarlægja fyrrgreindabráðabirgðalýsingu. Hafi verktakar í framhaldinu notað ljós frá vinnuvélum oglýsingu frá litlum olíuknúnum rafstöðvum. Þannig hafi Vatnsklæðning,undirverktaki aðalstefnda á verkstað, notað litla rafstöð vegna lýsingar ogloftræstingar og hafi aðalstefndi greitt kostnað af hvoru tveggja í samræmi viðákvæði verklýsingar 4.6.2 og samning við undirverktakann. Aðalstefndi telur því að íraun hafi stefnandi þurft fyrst frá byrjun mars 2010 að grípa til eigin búnaðarvið raflýsingu við vinnu í Siglufjarðargöngum og a.m.k. mánuði síðar íÓlafsfjarðargöngum. Þá getur stefnandi þess ekki að varanleg lýsing komst á ígöngunum í áföngum. Hún hafi að stærstum hluta verið komin á íSiglufjarðargöngum 11. ágúst 2010, sbr. verkfundargerð 90, og í byrjun septemberí ríflega helmingi Ólafsfjarðarganga, sbr. verkfundargerð 91. Aðalstefndi kveðst ekki hafauppi andmæli um umfang kostnaðar sem stefnandi kveðst hafa haft af lýsingu ígöngum. Hann áréttar að sá kostnaður sé innifalinn í einingaverðum verksins, sbr.gr. 4.6.2 í útboðslýsingu. Stefndi andmælir því hins vegar að umfjöllunmatsmanna um þörf á lýsingu í göngum hafi þýðingu við úrlausn ágreinings um þaðhver greiða eigi kostnað skv. kröfuliðnum. Augljóst sé að stefnandi hafi komistaf með mun minni lýsingu en matsmenn miði við. Auk þess miði þeir mat sitt viðþað að þörf hafi verið á nýrri lýsingu fyrir allt tímabilið frá 1. janúar til30. september 2011, sem sé margfalt það tímabil sem verktakarnir hafi þurft aðbrúa með tilfallandi lýsingu á verkstað frá því vinnulýsing við gangagröft hafiverið tekin niður og þar til varanleg lýsing hafi verið komin upp. Þó aðeinsværi af þessari ástæðu telur aðalstefndi að ekkert tillit sé unnt að taka tilniðurstöðu matsgerðar varðandi þennan kröfulið. Aðalstefndi mótmæli einnigkröfu um greiðslu dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1.nóvember 2010. Sú krafa eigi sér ekki lagastoð. Til vara krefst aðalstefndiþess að vextir verði aldrei dæmdir fyrr en frá dómsuppsögu. Aðalstefndi gerir þá athugasemdvið málskostnaðarkröfu stefnanda að félagið hafi höfðað mál á henduraðalstefnda fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra með stefnu sem hafi verið gefinút 26. mars 2012 vegna fjölda kröfuliða sem hafi átt rót í samstarfi aðila aðframkvæmd verksamningsins um gerð Héðinsfjarðarganga. Að mati aðalstefnda hefðiverið eðlilegra að reka eitt mál um öll ágreiningsefni málsaðila sem hafi áttrót að rekja til samstarfs þeirra, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 91/1991. Meðvísan til þessa og á grundvelli 2. mgr. 27. gr. laga nr. 91/1991 krefstaðalstefndi þess að hann verði ekki dæmdur til greiðslu málskostnaðar óháðniðurstöðu málsins að öðru leyti.3. Málsástæður og lagarök varastefnda Varastefndi mótmælir öllummálatilbúnaði stefnanda sem snúi að honum. Varastefndi tekur fram að stefnandiog aðalstefndi hafi gert sameiginlegt tilboð í umrætt verk og hafi fulltrúarþeirra báðir undirritað verksamninginn sem verktaki. Því er mótmælt sem rönguað einhvers konar uppskipting á verkinu á milli verktakanna hafi viðgengist íverkinu. Ábyrgð á öllum verkþáttum hafi hvílt óskipt á stefnanda og aðalstefndasem verktaka gagnvart varastefnda sem verkkaupa. Í samningum um framlenginguverktíma og viðbótagreiðslur hafi stefnandi og aðalstefndi komið báðir ogsameiginlega fram gagnvart varastefnda. Samkvæmt verksamningi, sem ogsamkomulagi stefnanda og aðalstefnda um samstarfsverkefnið, hafi stefnanda ogaðalstefnda borið að vinna sameiginlega að því markmiði að ljúka verkinu. Hafikomið upp ágreiningur þeirra á milli um einstaka verkliði, vinnu við þá, sem ogum innbyrðis uppgjör verktakanna, sé hann varastefnda með öllu óviðkomandi. Sýknukrafa varastefndabyggist í fyrsta lagi á aðildarskorti, bæði til sóknar og varnar. Varastefndikveður stefnanda hafa höfðað þetta mál til greiðslu ætlaðrar skuldar vegnauppgjörs við verkframkvæmd við Héðinsfjarðargögn í eigin nafni. Um þá framkvæmdhafi verið gerður fyrrgreindur verksamningur. Skyldur verktaka samkvæmt þeimsamningi séu sameiginlegar og því geti stefnandi ekki einn og án aðildaraðalstefnda staðið að slíkri málsókn gagnvart varastefnda ef því er að skipta.Því beri að sýkna varastefnda af öllum dómkröfum stefnanda vegna aðildarskorts,sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Þá telur varastefndi tilefniog forsendur málshöfðunar stefnanda, eftir því sem næst verði komist, ekkinægilega rökstuddar í ljósi þess að í stefnu sé fullyrt að loftræsting oglýsing ganganna hafi verið meðal þeirra þátta sem aðalstefndi skyldi sjá um ogbera ábyrgð á allt þar til lokafrágangur ganganna væri yfirstaðinn. Því séeinnig lýst yfir í stefnu að aðalstefndi hafi vanefnt skyldur sínar samkvæmtverklið 8.09.76 í sérverklýsingu, með því að fjarlægja loftræstikerfið fyrirverklok og ekki sinnt lýsingu, sem hafi verið innifalin í þeim verklið, eftir 1.janúar 2010. Varastefndi áréttar í því sambandi að ágreiningur milli verktakasé honum óviðkomandi. Varastefndi mótmælir málsástæðum stefnanda, þess efnis aðútboðslýsing hafi verið óljós um greiðslu á kostnaði vegna loftræstingar oglýsingar, sem röngum. Framangreindar málflutningsyfirlýsingar stefnanda verðiekki túlkaðar með öðrum hætti en að stefnandi telji sjálfur að það hafi veriðskylda verktaka, og því skylda hans sjálfs, samkvæmt verksamningi að lýsa ogloftræsta göngin allan verktímann í samræmi við sérverklýsingu á verklið8.09.76. Þessar málflutningsyfirlýsingar stefnanda gangi beint gegnmálatilbúnaði hans sjálfs og bindi hann í samræmi við 45. laga nr. 91/1991. Þvíberi að sýkna stefndu af varakröfu stefnanda með vísan til 2. mgr. 16. gr. laganr. 91/1991 sökum aðildarskorts stefndu. Verði ekki fallist ásýknukröfu varastefnda sökum aðildarskorts byggir sýknukrafa hans á því aðloftræsting og lýsing ganganna allan verktímann séu innifalin í verkinu. Íútboðslýsingu, séu öryggis- og heilbrigðisráðstafanir tíundaðar í grein 1.9.Þar komi fram að verktaki sé ábyrgur fyrir stjórn öryggis- og hollustumála ávinnustað og skuli gera sérstaka öryggis- og heilbrigðisáætlun byggða á kröfumí IV. viðauka við reglur nr. 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti ogöryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundnamannvirkjagerð. Verktaki skuli gera skriflega áætlun um öryggi á vinnusvæðinu,sem nái til allra þátta verksins, þ. á m. greinargerð um loftræstikerfijarðganganna ásamt mælikerfi fyrir lofttegundir í þeim. Gera skuli grein fyrirútreikningum á ferskloftsþörf, gerð loftræstikerfis, stokkavídd, efnum, tækjumog staðsetningu blásara og ryksía. Í sérverklýsingu, sé að finna lýsingu áverklið 8.09. Þessi verkliður sé viðamikill og því lögð áhersla á það íverklýsingunni að telja upp ýmsa þætti sem innifaldir eru í verkliðnum til aðtaka af allan vafa um öll þau fjölmörgu atriði sem líta þurfi til við vinnsluverksins, þ. á m. lýsingu og loftræstingu. Tekið sé fram að vinnuumhverfi íjarðgöngum skuli vera sem best verður á kosið og hið minnsta í samræmi viðákvæði nánar tilekinna gagna. Þá sé áréttað að verktaki skuli fara að íslenskumkröfum og reglugerðum er varði aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum,svo sem kröfum varðandi mörk hávaða, titrings, lýsingar o.fl., ásamt kröfum umbúnað til skyndihjálpar. Varastefndi tekur fram aðloftræsting og lýsing sé venjulegur og jafnframt nauðsynlegur rekstarbúnaðurvið jarðgangagerð. Því sé óþarfi að tíunda þörf þeirra umfram önnur tæki semnauðsynleg séu til að framkvæma verkið í verksamningi. Það hafi ekki getaðdulist verktaka að loftræsta þyrfti göngin á verktíma. Þá sé augljóst hverjumþeim sem taki að sér vinnu í jarðgöngum að ekki sé með góðu móti unnt að innaþar af hendi verk án þess að tryggja einhverja lýsingu og að það sé alfarið áábyrgð verktaka að leysa úr því við skipulagningu verksins. Er sú tilhögun ísamræmi við almenna ákvæðið í 19. gr. ÍST 30:2003. Varastefndi mótmælirjafnframt fjárhæð dómkröfu stefnanda í þessum efnum sem ósannaðri. Tölulegframsetning krafna vegna loftræstingar og lýsingar í jarðgöngunum sé ekki studdneinum haldbærum gögnum. Engir reikningar fyrir kaupum eða leigu áloftræstibúnaði eða ljósabúnaði, kvittaðir um greiðslu stefnanda, hafi veriðlagðir fram í málinu. Því sé ekki unnt að taka neina afstöðu tilkröfugerðarinnar og því beri að sýkna stefndu af þessari kröfu. Þess utan sé tekið fram íútboðslýsingu, í grein 4.6.2, að allan kostnað vegna raforkunotkunar verktaka áframkvæmdatímanum skuli verktaki greiða og skuli kostnaðurinn vera innifalinn íverkþáttum verksins. Verktaki, þ.e stefnandi og aðalstefndi, beri einir þannkostnað og eigi enga kröfu samkvæmt verksamningi aðila á að fá slíkan kostnaðendurgreiddan. Þá hátti svo sérkennilega til að ekkert samræmi sé á millikröfugerðar stefnanda og niðurstöðu matsmanna. Meint tjón stefnanda sé þvíórökstutt og ósannað og því beri að sýkna varastefndu af þessum kröfulið. Þávekur hann athygli á því að matgerðin sé gölluð um mat á kostnaði viðloftræstingu og lýsingu í göngunum, en lagthafi verið fyrir matsmenn að meta kostnað frá 1. janúar 2010 til 30.september 2011. Verkskil hafi verið réttu ári fyrr. Mótmælir varastefndiforsendum og útreikningum í matsgerð sem röngum og ósönnuðum. Varastefndi kveður stefnandaekki heldur hafa sýnt fram á að ætlað tjón hans verði rakið til saknæmrar ogólögmætrar háttsemi stefndu, enda hafi það verið einhliða ákvörðun stefnanda aðlýsa og loftræsa göngin, eftir að aðalstefndi hafi, að sögn stefnanda, fjarlægtloftræstibúnað og lýsingu úr göngunum. Aldrei hafi verið gerðar athugasemdirvið verktakann um loftræstingu eða lýsingu á verktímanum. Verði fallist ádráttarvaxtakröfu stefnanda kveðst varastefndi mótmæla upphafstíma dráttarvaxtasem órökstuddum. Engin grein sé gerð fyrir því í stefnu hvers vegna stefnanditelji að kröfur hans eigi að bera dráttarvexti frá 1. nóvember 2010.Varastefndi telur að miða beri við síðara tímamark. Verði fallist á kröfurstefnanda að einhverju eða öllu leyti telur varastefndi að ekki skuli dæmastefnanda málskostnað úr hans hendi, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 91/1991, þarsem stefnanda hafi verið í lófa lagið að hafa kröfurnar uppi í málinu nr. E-446/2012,sem hann hafi höfðað á hendur varastefnda 30. janúar 2012. IV Eins og rakið hefur veriðgerðu stefnandi og aðalstefndi sameiginlega sem verktakar verksamning viðvarastefnda um gerð vegganga milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar ogÓlafsfjarðar og Héðinsfjarðar ásamt vegagerð í göngunum og að gangamunnum.Fjárkrafa stefnanda á hendur aðalstefnda byggist á þeirri afstöðu stefnanda aðaðalstefndi hafi einn borið ábyrgð á því að tryggja viðhlítandi loftræstingu oglýsingu í göngunum allt til verkloka. Það hafi hann ekki gert og því hafistefnandi þurft að leggja út í kostnað við búnað og orkuöflun til að loftræsaog lýsa göngin frá 1. janúar 2010 sem hann hafi ekki reiknað með viðtilboðsgerð. Til stuðnings því að þessiskylda hafi hvílt á aðalstefnda vísar stefnandi til verkliðar 76 í kafla 8.09 ísérverklýsingu í útboðsgögnum. Eins og rakið er í kafla II lýtur þessiverkliður að greftri ganganna að hönnunarmörkum í samræmi við verklýsingar eðateikningar. Meginhluti þessa verks hvíldi á aðalstefnda. Ágreiningslaust er aðgrafið hafi verið í gegn frá Siglufirði til Héðinsfjarðar 21. mars 2008 og fráÓlafsfirði til Héðinsfjarðar 9. apríl 2009. Hefur stefnandi ekki sýnt fram á aðeinhver þau viðfangsefni, sem heyrt gátu undir verklið 76 í kafla 8.09 íverklýsingunni, svo sem hrjóðun og fleygun í tengslum við lokastyrkingar eðalokafrágang, hafi verið ólokið þegar hann kveðst hafa þurft að leggja út íkostnað vegna loftræstingar og lýsingar í göngunum. Telur dómurinn ekki unnt aðleggja þann skilning í orðalag þessa verkliðar í samningi aðila að hann takitil loftræstingar í göngunum eftir að lokið hafði verið við að grafa þau í gegnað hönnunarmörkum og önnur sú vinna sem undir verkliðinn falla var yfirstaðin.Fjárkrafa stefnanda á hendur aðalstefnda verður samkvæmt framansögðu ekki reistá verklið 76 í kafla 8.09 í verklýsingu útboðsgagna. Þá hefur stefnandi heldurekki fært sönnur á að aðrir verkliðir í kafla 8.09, svo sem styrktarsteypa ogundirbúningur hennar, hafi verið ólokið 1. janúar 2010. Því fær dómurinn ekkiséð að stefnandi geti reist fjárkröfu sína á almennri verklýsingu í kaflanumþar sem fram kemur að göngin skuli vera lýst, loft og vatnsræst meðan á greftriganganna stendur. Aðalstefndi hefur lagt fram ímálinu samkomulag, dags. 29. desember 2009, milli stefnanda, aðalstefnda ogVatnsklæðningar ehf., sem var undirverktaki aðalstefnanda, um samræminguþeirrar vinnu í göngunum sem á þeim tíma var eftir, sem og flæðirit sem á aðsýna skipulag þeirrar vinnu. Í þessu samkomulagi er lýst með hvaða hætti staðiðskyldi að dreifingu rafmagns í göngunum sem og tilhögun loftræstingar. Umloftræstingu segir í þessu samkomulagi að í Siglufjarðargöngunum yrði komiðfyrir viftum inni í göngunum og við munna 2. Í Ólafsfjarðargöngunum var við þaðmiðað að viftur yrðu staðsettar inni í göngunum. Sérstaklega var vikið að þvíað meðan á vinnu stefnanda við „R&D og P&C hægra megin og vinstra megin(RS og LS)“ í Ólafsfjarðargöngum standi skuli stefnandi „nota loftræstingu semer til staðar ef með þarf og skal lofti beint í átt til munna 4“, sbr. þýðingulöggilts skjalaþýðanda á umræddu samkomulagi. Ales Richter, sem var meðalyfirmanna aðalstefnda á verkstað, lýsti þeirri afstöðu sinni fyrir dómi að meðþessu samkomulagi hafi verið gengið út frá því að hvor verktakanna fyrir sighafi átt að bera kostnað af nauðsynlegri loftræstingu við þá verkþætti sem þeirbæru ábyrgð á. Fullyrti hann að aðalstefndi hafi sjálfur greitt kostnað við þáblásara sem hann hafi notað og greitt kostnað undirverktaka síns við færanlega blásaraá þeirra vegum eftir 1. janúar 2010. Jóhann Gunnar Stefánsson, fyrrverandiframkvæmdastjóri stefnanda, bar á annan veg. Hélt hann því fram að stefnandihefði alfarið greitt kostnað af umræddum blásurum, sem hann taldi að hefðuverið þeir sömu og aðalstefndi hafði áður notað, auk þess sem stefnandi hafikeypt þá olíu og það rafmagn sem knúði þá áfram. Kannaðist hann ekki við aðundirverktaki aðalstefnda, Vatnsklæðning ehf., hafi verið með neina blásara ásínum vegum. Eins og rakið hefur verið erkrafa stefnanda á hendur aðalstefnda alfarið reist á því að aðalstefndi hafiátt að standa undir kostnaði við loftræstingu og lýsingu samkvæmt kafla 8.09 íverklýsingu, sbr. einkum verklið 76 að því er lýtur að loftræstingu. Þeimröksemdum hefur verið hafnað hér fyrir dómi og veitti aðalstefndi ekki samþykkifyrir því við að stefnandi gæti byggt á öðrum málsástæðum. Hafi ekki verið samið umannað verður að ganga út frá því að hvor verktaka um sig hafi þurft að sjá tilþess að viðhlítandi lýsing og loftræsting væri til staðar þar sem þeir voru aðvinna hverju sinni. Í stefnu var ekki byggt á því að stefnandi hafi þurft aðbera einhvern kostnað við lýsingu og loftræstingu við vinnu, sem var á ábyrgðaðalstefnda samkvæmt sundurliðaðri verklýsingu, annarri en þeirri sem fjallaðvar um í kafla 8.09, og átti sér stað eftir 1. janúar 2010, svo sem viðuppsetningu vatnsklæðningar í göngunum. Ekki kemur því til álita að skera úr umhvort stefnandi eigi kröfu sem reist er á þeim grundvelli. Þá hafa ekki veriðfærð fyrir því viðhlítandi rök að stefnandi geti átt skaðabótakröfu úr hendiaðalstefnda sem nemi þessum kostnaði. Samkvæmt því sem hér hefurverið rakið liggur ekki fyrir að stefnandi eigi fjárkröfu á hendur aðalstefndavegna kostnaðar við loftræstingu og vinnulýsingu í göngunum eftir 1. september2010 til verkloka. Kemur þá til skoðunar hvort stefnandi geti átt kröfu áhendur varastefnda sem verkkaupa vegna þessa kostnaðar. Í grunninn er sú krafaá því reist að hann hafi ekki reiknað með þessum viðbótarkostnaði þegar hanngerði tilboð í verkið, af þeirri ástæðu að orðalag útboðsgagna hafi gefið honumtilefni til að ætla að greiðslur fyrir loftræstingu samkvæmt kafla 8.09 myndustanda undir loftræstingu og lýsingu út verktímann. Því verði að líta á þennanviðbótarkostnað stefnanda, sem helgast hafi af ónákvæmni varastefnda við gerðútboðsgagna, sem kostnað við aukaverk af hans hálfu. Ekki er á það fallist meðvarastefnda að útilokað sé að stefnandi geti á þessum grunni átt einn og sér,án aðildar meðstefnda, kröfu á hendur varastefnda. Þá koma röksemdir stefnandafyrir kröfu á hendur varastefnda einungis til álita ef yfirlýsingu stefnanda umskyldu aðalstefnda samkvæmt verklið 76 í kafla 8.09 hefur verið hafnað afdóminum. Í þessu ljósi er ekki efni til þess að sýkna varastefnda á grundvelliaðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, eins og varastefndiheldur fram. Kafli 8.09 í sérverklýsinguútboðsgagna ber með sér að taka til þeirrar vinnu er laut að greftri gangannaog bergstyrkingu með svonefndri hrjóðun og styrktarsteypu. Gat stefnandi ekkireiknað með því að sérákvæði um lýsingu og loftræstingu við þá vinnu, sem mæltvar fyrir um í framangreindum kafla, tæki einnig til annarra verkliða sem vinnabæri síðar, svo sem við vegagerð í göngunum. Um það var samið milli verktaka ogverkkaupa að skilmálar í ÍST 30:2003 væri hluti af samningi aðila. Í grein 19.2í ÍST 30:2003 segir að sé ekki samið um annað skuli verktaki kosta og leggjatil allt sem þarf til að ljúka verkinu, svo sem efni og vinnu, þar með taliðvélavinnu, vinnuaðstöðu, uppihald starfsmanna, vinnupalla, ljósabúnað, rafmagn,vatn, vegagerð o.s.frv. Í þessu ljósi mátti stefnandi reikna með því, þegarekki var mælt fyrir um loftræstingu og lýsingu í viðkomandi verklið sem hanntók að sér að vinna og ekki hafði verið samið um annað milli verktakanna, aðhann yrði að kosta og leggja til búnað til að loftræsta og lýsa göngin meðviðhlítandi hætti, í samræmi við kröfur sem komu fram í grein 1.9 íútboðslýsingu, til að hann gæti lokið við þá verkþætti. Ekki verður á þaðfallist að það sé við varastefnda að sakast að stefnandi reiknaði ekki meðþessum kostnaði við tilboðsgerðina. Verður varastefndi því einnig sýknaður afkröfu stefnanda. Íljósi niðurstöðu málsins, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála, verður stefnanda gert að greiða aðalstefnda og varastefndamálskostnað. Ber þá að líta til reksturs málsins í heild, þar á meðal kostnaðstefndu við að halda uppi vörnum vegna þeirrar kröfu sem vísað var frá dómi meðúrskurði 4. desember 2014, en þar var ákvörðun málskostnaðar látin bíðalokaniðurstöðu málsins. Í ljósi umfangs málsins, og upplýsinga sem fram komuvið aðalmeðferð um útlagðan kostnað aðalstefnda, þykir sá málskostnaður semstefnanda verður gert að greiða honum, hæfilega ákveðinn 2.500.000 krónur. Þáþykir rétt að stefnandi greiði varastefnda 1.000.000 króna í málskostnað. Dómsuppkvaðninghefur dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.Dómari og aðilar töldu ekki þörf á því að málið yrði endurflutt. ÁsmundurHelgason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓ M S O R Ð : Aðalstefndi,Metrostav a.s., og varastefndi, Vegagerðin, eru sýknaðir af öllum kröfumstefnanda, Háfells ehf. Stefnandigreiði aðalstefnda 2.500.000 krónur og varastefnda 1.000.000 króna ímálskostnað.
Mál nr. 74/2017
Lausafjárkaup Neytendakaup Galli Skaðabætur Aðild
H höfðaði mál til heimtu skaðabóta meðal annars vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna galla á nánar tilgreindum vörum sem hann keypti. H beindi í öndverðu málsókn sinni að HJ, M og S sem kröfðust frávísunar málsins frá héraðsdómi og reistu kröfu sína annars vegar á því að skilyrðum samlagsaðildar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hefði ekki verið fullnægt og hins vegar að slíkir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði H að vísa hefði átt málinu frá héraðsdómi sökum vanreifunar, sbr. e. og g. liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Með úrskurði héraðsdóms var frávísunarkröfu HJ, M og S hafnað og með hinum áfrýjaða dómi voru HJ og M sýknaðir af kröfum H vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, en S dæmt áfelli. H undi niðurstöðu héraðsdóms að því er varðaði HJ og M en S áfrýjaði dóminum fyrir sitt leyti. Tók áfrýjun bæði til úrskurðar héraðsdóms og dóms í málinu. Í dómi Hæstaréttar kom fram að þar sem HJ og M hefðu verið sýknaðir vegna aðildarskorts væri ekki fallist á að vísa málinu frá héraðsdómi nú af þeirri ástæðu að ekki hefði verið fullnægt skilyrðum um samlagsaðild. Þá var heldur ekki fallist á að vísa ætti málinu frá vegna vanreifunar. Jafnframt kom fram að eins og atvikum málsins háttaði yrði að leggja til grundvallar að sá, sem undirritaði tilboð fyrir hönd seljanda um kaup á vörum þeim sem um ræddi í málinu, hefði haft til þess gilt umboð frá H og hefði því komist á bindandi samningur á milli H og S um kaup á áðurgreindum vörum. Var því ekki fallist á kröfu S um að aðildarskort af hálfu H væri að ræða. Loks var tekið fram að um neytendakaup væri ræða í skilningi 1. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup og að vörur þær sem H hefði keypt af S hefðu verið gallaðar, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 48/2003. Af því leiddi að H ætti rétt til skaðabóta vegna gallans, sbr. 33. gr. þeirra laga, og fengi fjárhæð skaðabótakröfunnar stuðning í matsgerð dómkvadds manns. Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest.
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirÞorgeir Örlygsson og Greta Baldursdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson prófessor.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 2. febrúar 2017. Tekuráfrýjun bæði til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 3. febrúar 2016, þar semhafnað var kröfu áfrýjanda um frávísun málsins, og dóms í málinu 4. nóvembersama ár. Áfrýjandi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi entil vara sýknu af kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði ogfyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.IKröfu sína um frávísun málsins frá héraðsdómi reisiráfrýjandi í fyrsta lagi á því að skilyrðum samlagsaðildar samkvæmt 1. mgr. 19.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hafi ekki verið fullnægt. Í öðru lagier krafan reist á því að slíkir annmarkar hafi verið á málatilbúnaði stefnda aðvísa hafi átt málinu frá héraðsdómi sökum vanreifunar, sbr. e. og g. liði 1.mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi beindi í öndverðu málsókn sinni að áfrýjanda, einkahlutafélaginuMýrarbraut 23 og Hjörleifi K. Júlíussyni vegna þáttar þeirra í gerð samningsþess um kaup og sölu á gluggum, hurðum og gleri fyrir fasteignirnar aðHaukdælabraut 11, 13 og 15 í Reykjavík sem um ræðir í málinu. Í úrskurðinum 3.febrúar 2016 var lagt til grundvallar að krafa stefnda á hendur umræddum þremuraðilum ætti rót að rekja til sama löggernings. Þótt aðkoma þessara aðila aðgerð samningsins þætti um sumt óljós var í úrskurðinum 3. febrúar 2016 lagt tilgrundvallar að þau atriði mætti upplýsa nánar undir rekstri málsins. Að þvíleyti þætti málsóknin á hendur þessum aðilum fullnægja skilyrðum 1. mgr. 19.gr. laga nr. 91/1991 og væru samkvæmt því ekki efni til að vísa málinu frá dómiað svo stöddu. Með hinum áfrýjaða dómi voru Mýrabraut 23 ehf. og HjörleifurK. Júlíusson sýknaðir af kröfum stefnda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16.gr. laga nr. 91/1991, en áfrýjanda dæmt áfelli. Að þessu gættu verður málinuekki vísað frá héraðsdómi nú af þeirri ástæðu að ekki hafi verið fullnægt skilyrðum1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 til höfðunar málsins með framangreindum hætti.Með skírskotun til forsendna úrskurðarins 3. febrúar 2016 er staðfest súniðurstaða að stefndi hafi nægjanlega gert grein fyrir bótakröfu þeirri semhann hefur uppi í málinu. Er því ekki fallist á að um vanreifun sé að ræðaþannig að málinu verði vísað frá héraðsdómi.IIMeð hinum áfrýjaðadómi voru Mýrarbraut 23 ehf. og Hjörleifur K. Júlíusson sýknaðir af kröfum stefndaí málinu sem unir þeirri niðurstöðu. Þá var áfrýjandi sýknaður af kröfu stefndaum skaðabætur vegna afhendingardráttar en dæmdur til greiðslu skaðabóta vegnagalla á vörum þeim sem um ræðir. Þeirri niðurstöðu unir stefndi einnig ogkrefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Stendur þá það eitt eftir að takaafstöðu til þess hvort fallast beri á kröfu áfrýjanda um sýknu af kröfu stefndaum skaðabætur vegna galla.Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfestsú niðurstaða að eins og atvikum málsins háttaði verði að leggja tilgrundvallar að Jón Kristjánsson hafi haft umboðtil að undirrita tilboðið 1. júní 2014 fyrir áfrýjanda hönd. Meðundirritun þess af hálfu beggja aðila komst á bindandi samningur milliáfrýjanda og stefnda um kaup á vörum þeim sem um ræðir í málinu. Verðuráfrýjandi samkvæmt þessu ekki sýknaður af kröfum stefnda vegna aðildarskorts,sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Um neytendakaup var að ræða í skilningi1. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Með vísan til forsendna hins áfrýjaðadóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, er staðfest sú niðurstaða aðvörur þær sem stefndi keypti af áfrýjanda hafi verið gallaðar, sbr. 1. mgr. 16.gr. laga nr. 48/2003. Af því leiðir að stefndi á rétt til skaðabóta vegna gallans,sbr. 33. gr. þeirra laga. Niðurstöðu héraðsdóms um fjárhæð skaðabótakröfunnarsem fær stuðning í matsgerð dómkvadds manns hefur áfrýjandi ekki hnekkt ogverður hinn áfrýjaði dómur samkvæmt því staðfestur á þann hátt sem í dómsorðigreinir. Eftir framangreindum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til aðgreiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Áfrýjandi, Sia Royal Koks, greiði stefnda, HilmariEinarssyni, 4.162.635 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. júní 2015 til greiðsludags.Áfrýjandi greiði stefnda 700.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 4. nóvember 2016. I. Mál þetta var höfðað þann 30. júní2015 og dómtekið 27. október 2016. Stefnandier Hilmar Einarsson, til heimilis að Hverafold 46, Reykjavík, en stefndu eruMýrarbraut 23 ehf., Hjörleifur K. Júlíusson, Mýrarbraut 23, Blönduósi og SiaRoyal Koks LV, Lettlandi. Stefnandikrefst þess að stefndu verði sameiginlega (in solidum) dæmd til að greiðastefnanda 10.912.635 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001, frá þingfestingu málsins til greiðsludags. Þá krefst stefnandimálskostnaðar. Stefndukrefjast sýknu, auk málskostnaðar. II. Með samningi, dags. 1. júní 2014 á millistefnanda (verkkaupa) og stefnda, Sia Royal Koks (verksali) tók stefndi, SiaRoyal Koks að sér að smíða og afhenda hurðir, glugga o.fl. í þrjú hús semstefnandi var með í smíðum fyrir sig og fjölskyldu sína að Haukdælabraut 11, 13og 15, í Reykjavík. SiaRoyal Koks er félag með takmarkaðri ábyrgð og skráð í Lettlandi. Er eiginkonastefnda, Hjörleifs K. Júlíussonar, stjórnarmaður félagsins og einn af hluthöfumþess. Hjörleifur K. Júlíusson virðist hafa verið einhvers konar fyrirsvarsmaðurstefndu, Sia Royal Koks og Mýrarbrautar 23 ehf., og er það raunar óumdeilt ímálinu. Tilboðsverðí verkið var 3.900.000 krónur og bar stefnanda að greiða 50% við undirrituntilboðsins og eftirstöðvar við afhendingu. Samkvæmt samningnum skyldiafhendingartími vera eigi síðar en 14. júlí 2014. Undir samningin rituðu stefnandi sem verkkaupi, en JónKristjánsson fyrir verksala, Sia Royal Koks. Með samningnum fylgdu teikningaraf hurðum og gluggum sem smíða átti eftir. FyrrgreindurJón Kristjánsson sá um burðarþols- og lagnateikningar fyrir stefnanda vegnahúsanna að Haukdælabraut 11-15 og hafði áður verið í samstarfi við stefnda,Hjörleif. Greiðslurvegna tilboðsins voru ekki lagðar beint inn á bankareikning verksala Sia RoyalKoks, heldur greiddi stefnandi þann 2. júní 2014, 1.950.000 krónur inn ábankareikning Jóns Kristjánssonar. Sama dag greiddi Jón Kristjánsson 1.900.000krónur inn á bankareikning stefnda, Mýrarbrautar 23 ehf., í kjölfar upplýsingasem nefndum Jóni bárust frá stefnda Hjörleifi K. Júlíussyni, sbr. tölvubréf frástefnda Hjörleifi til Jóns Kristjánssonar. Í tölvubréfinu kom fram að greiðslanværi vegna „Gluggatilboð!!“. Mismunurinn 50.000 krónur var þóknun til JónsKristjánssonar. Hinarpöntuðu vörur voru ekki afhentar þann 14. júlí 2014, eins og samningurmálsaðila kvað á um, heldur komu þær til landsins með gámi þann 18. desember2014. Þann 5. janúar 2015 fékk stefnandi heimild tollyfirvalda til þess aðskoða vörurnar í gámnum og kom þá í ljós að þar voru ekki allar þær vörur semstefnanda taldi sig hafa pantað hjá stefnda Sia Royal Koks. Vantaði m.a.bílskúrshurðir. Samkvæmtóundirrituðum samningi um fullnaðaruppgjör, dags. 25. janúar 2015, gerðustefnandi og stefndi Hjörleifur K. Júlíusson með sér samkomulag, sem kvað á umað stefnandi greiddi verksala, Sia Royal Koks, lægri fjárhæð en áður hafðiverið um samið samkvæmt tilboðinu, eða 1.350.000 krónur, gegn afhendingu þeirravara sem komu til landsins með gámnum þann 18. desember 2014. Í samkomulagiþeirra var ákveðið að fjárhæðin yrði greidd af reikningi þriðja aðila sem báðiraðilar væru sammála um og að sá aðili skyldi jafnóðum og þörf væri á greiðafyrir tollafgreiðslu, þegar báðir samningsaðilar hefðu fullvissað sig um aðallt væri í gámnum, þ.e. gluggar, hurðir, gler og allir fylgihlutir. Voruaðilar sammála um að þrjár bílskúrshurðir og álgluggalistar, sem gert hefðiverið ráð fyrir að væru í upphaflegu tilboði, væru ekki í gámnum og yrðu þvíekki afhentar af verksala. Var í samkomulaginu tekið fram að verkkaupi tæki aðsér að greiða kostnað vegna flutnings varanna frá hafnarbakka að byggingarstað. Stefnandiog stefndi, Hjörleifur K. Júlíusson f.h. Sia Royal Koks, rituðu undiryfirlýsingu, dags. 26. janúar 2015, þar sem verkaupi, Hilmar Einarsson, lýsirþví yfir að fyrrgreint fullnaðaruppgjör, dags. 25. janúar 2015 sé einungissamningur um uppgjör vegna viðskipta hans og Sia Royal Koks sem verksala og umafhendingu glugga, hurða og fylgihluta sem tilgreint hafi verið í fyrrgreindumsamningi um fullnaðaruppgjör. Þá var tekið fram að aðrir ættu ekki aðild að þvífullnaðaruppgjöri. Íkjölfar framangreinds greiddi stefnandi, þann 30. janúar 2015, umsamda fjárhæð,1.350.000 krónur inn á reikning þriðja aðila, Jóns Þorvalds Walterssonar. Ertekið fram í tilvísuninni að greiðslan sé vegna Hjörleifs. Sama dag var öllfjárhæðin millifærð á bankareikning stefnda, Hjörleifs K. Júlíussonar. Í skýringumgreiðanda segir að um sé að ræða greiðslu á gluggum Hilmars Einarssonar. Einsog áður segir var gert ráð fyrir að hluta greiðslunnar yrði ráðstafað tiltollafgreiðslu varanna. Það var ekki gert og var þess næst krafist af hálfustefnanda með aðfararbeiðni, dags. 4. mars 2015, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur,að fyrrgreindar vörur yrðu teknar með beinni aðfarargerð úr vörslu stefnda,Mýrarbrautar 23 ehf., og fengnar stefnanda í hendur. Var beiðnin tekin tilgreina og stefnda Mýrarbraut 23 ehf. gert að greiða stefnanda 80.000 krónur ímálskostnað. Eftir að framsal farmpappíra hafði átt sér stað greiddi stefnandiEimskipum hf. 833.055 krónur gegn afhendingu varanna. Ímálinu liggur fyrir matsgerð, dómkvadds matsmanns, Hjalta Sigmundssonar,byggingatæknifræðings og húsasmíðameistara, dags. 6. apríl 2016, sem óskað vareftir að beiðni stefnanda. Lagðar voru fyrir matsmann spurningar í þremurliðum. Í fyrsta lagi hvort afhentar vörur hafi verið í samræmi við gerðapöntun, sem byggði á teikningum frá Ómari Erni Kristóferssyni, dags. 1. júní2014. Var farið fram á að gerður yrði listi þar sem bornar yrðu saman þær vörursem ekki væru til samræmis við upphaflega pöntun og metinn yrði fjárhagslegurkostnaður sem matsbeiðandi þyrfti að leggja í vegna kaupa á nýjum ogsambærilegum vörum. Í öðru lagi hvort þær vörur sem afhentar voru hefðuuppfyllt kröfur sem gerðar væru til byggingarefnis á Íslandi, til notkunar ííbúðarhúsnæði og hvort vörurnar uppfylltu reglugerðir nr. 112/2012 og 434/1994sem og lög nr. 160/2010. Átti matsmaður að gera grein fyrir frávikum og metafjárhagslegar afleiðingar hefðu þær ekki þegar verið metnar undir lið 1. Íþriðja lagi átti að meta hver væri mánaðarlegur leigukostnaður fyrir umræddareignir og tapaðar tekjur vegna seinkunar á afhendingu varanna og þar meðframkvæmd bygginga. Samkvæmtniðurstöðum matsmannsins eru þær vörur sem afhentar voru, þ.e. gluggar oghurðir, í meginatriðum í samræmi við teikningar að því er varðar málsetningar.Á því séu þó nokkrar undantekningar, sem taldar eru upp í matsgerðinni. GluggarG1 og hurðir H1, H5 og H&, séu mjórri en teikningar segi til um og aðrarfimm hurðir af átta breiðari en teikningar sýni fram á. Að öðru leyti séufrávik á málum innan eðlilegra marka. Efni í hurðum og gerð þeirra sé ekki í samræmivið teikningar, gluggar í kjallara ekki afhentir glerjaðir og ekkert efni tilísetningar hafi fylgt með þeim. Botnlista úr áli hafi vantað, svo og öll járn áhurðir og fög fyrir utan lamir á hurðir og hluta af efni til glerjunar. Þriggjapunkta læsingar vanti í útihurðir og svalahurðir og eftir sé að taka úr fyrirþeim. Þá vanti stál á þröskulda og hurðir, bréfalúgur vanti á aðalhurðir,sleðalamir á fög og læsingar með næturopnun, skrúfur vanti í glerlista auk 100metra af gúmmílistum við fast gler. Ekki hafi verið afhentar rúður í allaglugga, margar þeirra séu af rangri stærð og margar of þunnar. Samtals þurfi aðútvega 72 nýjar rúður og burðarklossa vanti fyrir gler. Þá sé stífni í gluggumG6 og G9 ekki næg, vatnsraufar séu í botnfölsum tveggja glugga þar sem eigi aðvera fast gler. Þá séu hurðir ekki smíðaðar í samræmi við tilboð og teikningar.Fram kemur að matsbeiðendur hafi sett glugga af gerðinni G1 í hús númer 15 ogverði því að ætla að ekki séu vandkvæði af því að þeir séu of mjóir. ÚtihurðirH1, H2 og H7 séu of mjóar og verði að endursmíða þær ásamt körmum. Þá sé efni íhurðum ekki í samræmi við tilboð og því verði að smíða nýjar hurðir ásamtkörmum en ekki sé hægt að reikna með því að framleiðsla annarra framleiðendafalli að þessari framleiðslu. Glerja þurfi glugga í kjallara húss númer 15 semhafi átt að afhenda glerjaða. Útvega þurfi ísetningakerfi fyrir glugga. Útvegaþurfi állista í botnföls glugga, faga og hurða og sníða að lengd. Einnig þurfiað útvega járn á hurðir og fög, utan lamir á hurðir, 12 þriggja punktalæsingar, 12 stál á þröskulda, 6 stálhlífar á útihurðir, 4 bréfalúgur áútihurðir, einnig sleðalamir og læsingar á fög, samtals 37 stk. Þá sé miðað viðað settir séu snerlar á fög með möguleika á næturopnun. Skrúfur vanti í glerfalslistaog gúmmílista við fast gler 100 m. Taka þurfi úr hurðum fyrir þriggja punktalæsingum og fyrir bréfalúgum. Útvega þurfi gler í stað þess sem vanti eða passiekki í glugga eða sé of þunnt. Mæla þurfi rúður, panta þær, flytja á staðinn ogtaka á móti þeim. Þá þurfi að útvega burðarklossa fyrir gler. Styrkja þurfipósta í gluggum G6 og G9. Það megi gera með því að líma og skrúfa aftan á þátréstyrkingar, sponsa yfir skrúfur og mála. Þá þurfi að fella trélista ívatnsraufar í botnfölsum tveggja glugga. Metur matsmaður kostnað vegna þessa4.457.000 krónur með virðisaukaskatti og þar af sé virðisaukaskattur af vinnu45.859 krónur. Matsmaðurlagði ekki mat á kostnað vegna matsspurningar nr. 2 vegna skorts á upplýsingumum eiginleika varanna, svo sem hvort gluggar hefðu verið CE vottaðir, skorts ásamræmisvottorðum o.fl. Tók matsmaður fram að þar sem ekki lægi fyrir hvortþetta hefði kostnað í för með sér fyrir matsbeiðanda yrði kostnaður ekki metinnaf matsmanni. Umhæfilegt leiguverð fyrir raðhúsin á mánuði, sbr. matsspurningu nr. 3, taldimatsmaður að miðað væri við að húsin væru fullbúin og að lokaúttekt hefði fariðfram. Leiguverð fyrir hús nr. 11 og nr. 13 væri 250.00 krónur á mánuði og fyrirhús nr. 15, 280.000 krónur á mánuði. Aðbeiðni stefnda, Hjörleifs K. Júlíussonar og með samþykki stefnanda lagðistefndi, Hjörleifur fram við aðalmeðferð málsins, teikningar dagsettar í maí2014, en hann kvaðst hafa lagt þær til grundvallar smíðum sínum. Skýrslufyrir dóminum gáfu Hilmar Einarsson, Hjörleifur K. Júlíusson, Jón Kristjánsson,Ómar Örn Kristófersson, Monika Baldursdóttir, Jón Þorvaldur Waltersson ogHjalti Sigmundsson. Framkom í skýrslutöku af stefnda Hjörleifi K. Júlíussyni að hann hefði ekki byggteftir teikningum sem fylgdu með samningstilboðinu frá 1. júní 2014, heldurhefði hann lagt til grundvallar teikningar sem hann hafi fengið afhentar í maí2014. Tók Hjörleifur fram að hann hefði tekið að sér að smíða glugga fyrir JónKristjánsson. Þegar honum hefði borist greiðsla frá Jóni að fjárhæð 1.900.000kr. hafi hann talið að Jón væri að greiða honum fyrir þá glugga og einnig þáglugga sem hann hefði verið að smíða fyrir stefnanda. Þá kvaðst hann aldreihafa verið í sambandi við stefnanda sjálfan. Tók hann einnig fram að enginnhefði heimild til að rita undir pappíra fyrir Sia Royal Koks og að Jón hefðialdrei haft umboð til að skrifa undir neitt fyrir hönd Sia Royal Koks. Spurðurum samkomulag hans fyrir hönd Sia Royal Koks frá 26. janúar 2015, tók stefndiHjörleifur fram að hann hafi ekki viljað ganga frá málinu nema ljóst væri aðJón Kristjánsson væri ennþá skuldari. Hann hafi viljað halda því opnu að hanngæti sótt sitt síðar til Jóns Kristjánssonar. Þá kvaðst hann aldrei hafa tekiðvið peningum á persónulegan reikning, en staðfesti að um kennitölu Mýrarbrautar23 ehf. væri að ræða, sem greitt hefði verið inn á. Hann tók þó fram að hannhefði ekki lesið skjölin sem hefðu fylgt með og að hann teldi að um skjalafalshefði verið að ræða. Hann kvaðst þó kannast við greiðslu að fjárhæð 1.900.000 krónur,en hafi talið að greiðslan væri upp í viðskipti hans við Jón Kristjánsson.Hjörleifur tók fram að hann hefði smíðað umræddar vörur og að hann teldi sighafa farið eftir málum. JónKristjánsson, kvaðst hafa verið burðarþols- og lagnahönnuður fyrir húsin aðHaukdælabraut. Hann hefði boðið Hjörleifi að gera tilboð í gluggahönnun. Hannkvaðst hafa undirritað fyrir Sia Royal Koks vegna þess að Hjörleifur hafi ekkiverið á landinu eða á Blönduósi. Þá kvað hann Hjörleif hafa séð samninginn. Þáhefði Hjörleifur ekki verið að senda honum upplýsingar um bankareikning nemavegna þess að hann hafi vitað um samninginn við Sia Royal Koks. Hann hafi vitaðmætavel að hann væri að taka við greiðslu fyrir helming gluggavinnunnar.Hjörleifur hafi vitað allt um afhendingardag og hafi ekki haft uppi neinmótmæli. Þá hefðu allar upplýsingar sem fram komu í tilboðinu til stefnandakomið frá Hjörleifi. Þá staðfesti hann að vörurnar hefðu ekki verið í samræmivið það sem óskað hefði verið eftir. Jón taldi sjálfgefið að hann hefði umboðtil að rita undir tilboðið. Þá tók hann fram að þetta hefðu ekki veriðsamningar á milli hans og Hjörleifs. Um ástæðu þess að fjárhæðin hafi fyrstverið lögð inn á bankareikning Jóns, tók hann fram að greiðsluupplýsingar umHjörleif hefðu ekki legið fyrir og því verið ákveðið að leggja greiðsluna fyrstinn á reikning hans. Þá tók hann fram að það væri fráleitt að hann hefði faliðHjörleifi að smíða glugga fyrir sig. Hann tók einnig fram að hann hefði ekkigert þær teikningar sem fylgdu tilboðinu, þær hefði dóttir stefnanda gert. III..Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi reisir kröfur sínar á hendurstefndu á lögum um neytendakaup, þar sem hann sé neytandi í skilningi laganna,en auk þess byggir hann á samningi aðila og meginreglum kröfuréttar um fullarefndir og meginreglum samningaréttar um skuldbindingargildi samninga. Stefnanditelur að stefndi, Sia Royal Koks hafi ekki efnt sinn hluta samningsins semgerður var við stefnanda. Varan hafi ekki verið afhent á tilskildum tíma, ensamkomulag hafi orðið um frestun á afhendingu hennar til 15. ágúst 2014. Þegarstefnandi hafi loks fengið vörunar, hafi komið í ljós að þær væru ekki ísamræmi við upphaflega pöntun. Stefnandi telur að afhendingardráttur stefnda,Sia Royal Koks, hafi valdið honum verulegu tjóni og töfum. Ætlunin hafi veriðað loka fyrsta húsinu haustið 2014, en til þess þurfti að fá afhenta glugga oghurðir svo að ljúka mætti uppsteypu húsanna. Ekki hafi tekist að vinna inni ífyrsta húsinu veturinn 2014 til 2015. Samkvæmt samningnum hafi stefnandi átt aðgreiða stefnda, Sia Royal Koks, 3.900.000 krónur fyrir vöruna komna áhafnarbakka í Reykjavík, tilbúna til aksturs á byggingarstað. Aðilar hafi síðansamið um lægri fjárhæð, þar sem vantað hafi vörur í sendinguna. Eftir miklar vanefndir stefnda, Sia Royal Koks, hafiaðilar gert með sér samkomulag þann 25. janúar 2015, þar sem gert var ráð fyrirþví uppgjörsfyrirkomulagi að greitt yrði inn á reikning milligönguaðila, semsíðan myndi greiða jafnóðum og þörf væri á fyrir tollafgreiðslu, þegarbáðir samningsaðilar hefðu fullvissað sig um að allt væri í flutningagámnum,sem samningur gerði ráð fyrir, þ.e.a.s. gluggar, hurðir, gler og allirfylgihlutir, eins og tilgreint hafi verið í samningi aðila. Aðilar voru sammálaum að þrjár bílskúrshurðir og álgluggalistar, sem gert var ráð fyrir íupphaflegu tilboði, yrðu ekki afhent. Aðilar hafi einnig komist að samkomulagium að Jón Þorvaldur Waltersson tæki að sér framangreinda milligöngu og hafiumsamin lokagreiðsla, 1.350.000 krónur, verið innt af hendi inn á bankareikninghans þann 30. janúar 2015. Eins og áður segir greiddi Jón Þorvaldur sömufjárhæð inn á persónulegan reikning stefnda Hjörleifs án þess að varan værileyst út. Stefndu, Sia Royal Koks, Mýrarbraut 23 ehf. og Hjörleifur K Júlíussongerðu ekki frekari reka að því að leysa vörurnar úr tolli og afhentu ekkivörurnar þótt stefnandi hefði greitt fyrir að fullu og staðið við sinn hlutasamningsins. Stefnandikveðst hafa staðið við sinn hluta samningsins að fullu. Til viðbótar greiðslumað fjárhæð 3.300.000 krónur hafi hann þurft að leggja út í viðbótarkostnað tilað takmarka tjón sitt sbr. eftirfarandi:Tvígreidd farmgjöld og opinber gjöld (542.493 og 290.055)833.055 krónurJárnbúnaður sem vantar í pöntunina (Oxus ehf.)484.876 krónurKostnaður vegna hurða sem uppfylla ekki staðla (Gluggagerðin ehf.)2.280.000 krónurFræsing opnanlegra faga (Gluggagerðin ehf.)200.000 krónurFræsing glerlista fyrir í dregna gúmmí blöðku (Gluggagerðin ehf.)30.000 krónur Í dregnar gúmmí blöðkur og ísetningarefni Húsasmiðjan ehf.72.896 krónurGlerrúður a.m.k. 7 stk. (Glerborg ehf.)230.000 krónurOfgreiddur VSK (Mismunur á 25,5% og 24% af kr. 3.300.000) 31.808 krónurSamtals 4.162.635 krónur Stefnandivísar til 24. gr. neytendakaupalaga, nr. 48/2003. Þegar vara hafi veriðsérpöntuð sé gerð krafa um eiginleika vörunnar. Beint tjón stefnanda liggifyrir vegna verulegra vanefnda, svo sem greiðsludráttar, vanefnd við afhendinguvörunnar og vegna eiginleika vörunnar. Stefnandikrefst einnig skaðabóta að fjárhæð 6.750.000 krónur vegna seinkunar á verkinu.Vísar stefnandi í því sambandi til 1. mgr. 5. mgr. 24. gr. laga nr. 48/2003. Númánaða seinkun hafi orðið á heildarverkinu með þeim afleiðingum að fyrstiíbúinn, sem hafi ætlaði að flytja inn í hús sitt eigi síðar en 1. ágúst 2015,geti hugsanlega ekki flutt inn fyrr en 1. júní 2016. Á þessum tíma verðistefndi af tekjum og auknum kostnaði sem nemi að lágmarki 250.00 krónum ámánuði, eða 6.750.000 fyrir öll þrjú húsin. 2.Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndu reisasýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að þeir séu ekki réttir aðilar málsins,sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Í stefnu skortiviðhlítandi skýringar á aðild allra stefndu. Stefndu Hjörleifur og Mýrarbraut23 ehf. séu augljóslega ekki aðilar að tilboði/samkomulagi á samningi þeim semstefnandi reisir kröfur sínar á. Þá hafi stefndi Sia Royal Koks ekki verið íneinu samningssambandi við stefnanda og hafi Jón Kristjánsson sem hafiundirritað tilboðið f.h. þess fyrirtækis ekki gert það með réttum hætti. Hannhafi heldur ekki haft umboð til að gera tilboð/samning og því síður til aðsemja um varnarþing f.h. stefnda. Vísar stefndi til 1. mgr. 10. gr.samningalaga nr. 7/1936, þar sem fram komi að fari umboðsmaður út fyrir umboðsitt eða komi fram sem umboðsmaður án þess að hafa nokkurt umboð skuldbindi ságerningur ekki umbjóðanda. Ekki sé heldur um að ræða eftirfarandi samþykki þarsem Hjörleifur, f.h. Sia Royal Koks, taldi sig vera að semja við JónKristjánsson um verkið. Sönnunarbyrði um umboð eða eftirfarandi samþykki sé hjástefnanda. Sýknukrafa stefndu byggir einnigá því að meint tjón stefnanda sé alfarið ósannað. Eigi það við um alla liði íkröfugerð stefnanda. Galli sé ósannaður og úttekt Jóns Kristjánssonar, semsjálfur hafi verulegra hagsmuna að gæta, sé eina gagnið sem lagt hafi veriðfram til sönnunar á galla. Stefnanda hafi verið í lófa lagið að leggja framviðhlítandi gögn um tjón sitt, eftir atvikum með matsgerð dómkvadds matsmanns,til þess að meta raunverulegt tjón. Þá séu gögn sem lögð hafi verið fram umkostnað vegna meints galla í formi tilboðs. Ekkert komi fram um að þærfjárhæðir hafi verið greiddar. Þá hafi stefnandi ekki greitt þá fjárhæð semfram komi í tilboðinu. Tjón vegna afhendingardráttar sé ósannað og ekki víst aðhúsin sem um ræðir hefðu annars verið tilbúin. Sú krafa stefnanda byggi ááætlun um leigutekjur og skorti alla sönnun og gögn um þessa kröfu. Þá séstefnandi ekki þinglýstur eigandi Haukdælabrautar nr. 11-15, heldurReykjavíkurborg, og erfitt að sjá hvernig stefnandi geti orðið af leigutekjumaf þeirri eign. Í stefnu sé vísað tilneytendakaupalaga þar sem verkkaupi, Hilmar Einarsson, sé einstaklingur og þvíneytandi í skilningi laganna. Á bls. 6 í stefnu er síðan talað um að stefnandiverði af tekjum vegna afhendingardráttar þannig að þessi viðskipti hljóti þá aðvera vegna atvinnustarfsemi hans. Á bls. 4 í stefnu undir liðnum málsástæður oglagarök komi fram að meginreglan vegna vanefnda í neytendakaupum komi fram í24. gr. neytendakaupalaga nr. 48/2003. Greinin fjallar hins vegar um skaðabæturvegna afhendingardráttar. Þessar ábendingar séu settar fram til stuðnings báðumkröfum stefndu og sýni að málatilbúnaður stefnanda sé óvandaður og ruglingslegur. Við aðalmeðferð málsins upplýstilögmaður stefndu að fallið væri frá málsástæðum um að málið væri höfðað á rönguvarnarþingi.IV.NiðurstaðaÍ máli þessu deila aðilar um efndirsamnings sem dagsettur er 1. júní 2014, á milli stefnanda og stefnda Sia RoyalKoks, sem er félag með takmarkaða ábyrgð og er skráð í Lettlandi. Deilt er umkröfu stefnanda um greiðslu kostnaðar sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrirvegna þess að tilteknar vörur, þ.e. gluggar hurðir og fleira, sem hann keyptiaf fyrrgreindu félagi hafi ekki verið í samræmi við teikningar og pöntun hans.Krefst stefnandi skaðabóta sameiginlega úr hendi stefndu að fjárhæð 4.162.635krónur, vegna þessa tjóns, en einnig krefst stefnandi bóta vegnaafhendingardráttar sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna seinkunar áverkinu. Telur stefnandi að hann hafi orðið af leigutekjum sem nemi að lágmarki250.000 krónum á mánuði eða sem nemi 6.750.000 krónum fyrir öll húsin aðHaukdælabraut 11-15. Stefnandi reisir kröfur sínar á hendur stefndu, m.a. ámatsgerð Hjalta Sigmundssonar, byggingatæknifræðings og húsasmíðameistara, semaflað var undir rekstri málsins að beiðni stefnanda. Telur stefnandi aðframlögð matsgerð staðfesti að þær vörur sem stefnandi pantaði hjá stefnda, SiaRoyal Koks, hafi ekki verið í samræmi við það sem óskað hafi verið eftir. Stefnduhafa hver fyrir sig krafist sýknu með m.a. vísan til aðildarskorts. Þá teljastefndu að hið meinta tjón sé ósannað, greiðslur hafi ekki verið inntar afhendi til stefndu í samræmi við samning aðila og að tjón vegnaafhendingardráttar sé ósannað. Víkurfyrst að aðild málsins. Því er haldið fram að stefndu Hjörleifur K. Júlíussonog Mýrarbraut 23 ehf. séu ekki aðilar að samningi, stefnanda og Sia Royal Koksfrá 1. júní 2014. Þá er því haldið fram að Jón Kristjánsson hafi ekki haftumboð til að undirrita samninginn fyrir hönd félagsins Sia Royal Koks. SiaRoyal Koks er félag með takmarkaða ábyrgð og tók félagið að sér að smíðafyrrgreindar vörur í hús stefnanda samkvæmt samningi aðila 1. júní 2014. Kröfuum skaðabætur vegna vanefnda samningsins verður því ekki beint að öðrum en þvífélagi. Hvorki stefndi, Hjörleifur né Mýrarbraut 23 ehf. tók á sigskuldbindingar samkvæmt þeim samningi. Er það því niðurstaða dómsins aðstefndu, Hjörleifur K. Júlíusson og Mýrarbraut 23 ehf. eigi ekki aðild að máliþessu. Eru því stefndi Hjörleifur og Mýrarbraut 23 ehf. sýknuð af öllum kröfumstefnanda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála. Stefndi,Sia Royal Koks, reisir kröfu sína um sýknu vegna aðildarskorts á því að JónKristjánsson sem undirritaði tilboðið f.h. félagsins hafi ekki haft umboð tilþess, auk þess sem félagið hafi ekki verið í neinu samningssambandi viðstefnanda. Stefndi,Hjörleifur, tók að sér umrædda smíðavinnu á grundvelli samningsins, og hófsthanda við hana að eigin sögn í júní 2014. Hann tók við greiðslum frá stefnandavegna þeirrar vinnu og ritaði undir yfirlýsingu, dags. 26. janúar 2015, ogfullnaðaruppgjör, dags. 25. janúar 2015, til þess að hægt væri að ljúkaviðskiptum aðila og stefnandi fengi afhentar umsamdar vörur. Hefur ekki annaðkomið fram í málinu en að þetta hafi stefndi Hjörleifur gert með fullri heimildstefnda Sia Royal Koks. Verður í þessu ljósi að leggja til grundvallar að JónKristjánsson hafi haft umboð til að undirrita samninginn með bindandi hætti.Verður því að hafna kröfu stefnda Sia Royal Koks um sýknu á grundvelliumboðsskorts. Þá verður ekki séð hvaða þýðingu það hefur fyrir úrlausn málsinshver sé þinglýstur eigandi lóðarinnar að Haukdælabraut 11-15, í máli þar semdeilt er um kaup á vörum og þjónustu. Málsástæðu stefndu sem að þessu lýtur erþví hafnað. Viðaðalmeðferð málsins lagði stefndi Hjörleifur fram teikningar sem hann kvaðsthafa fengið í hendur með tölvubréfi frá Jóni Kristjánssyni þann 22. maí 2014.Hann kvaðst hafa lagt þær teikningar til grundvallar smíðavinnu sinni, en ekkiþær teikningar sem fylgdu með samningstilboðinu þann 1. júní 2014. Telurdómurinn ósannað að stefndi Hjörleifur hafi mátt leggja fyrrgreindar teikningartil grundvallar smíðavinnu sinni. Víkurþá að bótakröfu stefnanda á hendur stefnda Sia Royal Koks. Stefnandi krefstbóta úr hendi stefnda vegna kostnaðar sem hann telur sig hafa orðið fyrir þarsem vörur sem hann keypti af stefnda hafi ekki verið í samræmi við teikningar,m.a. að því er varðar málsetningu o.fl. Samkvæmtniðurstöðum matsgerðar dómkvadds matsmanns, sem byggir á teikningum sem fylgdumeð samningstilboðinu 1. júní 2014, nemur viðbótarkostnaður stefnanda vegna vanefndastefnda, Sia Royal Koks, af þessum sökum 4.457.000 krónum með virðisaukaskatti.Er í matsgerðinni gerð ítarleg grein fyrir þeim úrbótum sem matsmaður meturnauðsynlegar. Matsgerð þessari hefur ekki verið hrundið með yfirmati eða áannan hátt. Þá eru engir þeir ágallar á matsgerð hins dómkvadda matsmanns eðaröksemdafærslu hans sem valdið geta því að horft skuli fram hjá niðurstöðumhennar. Þá samrýmist matsgerðin öðrum gögnum málsins að því leyti sem máliskiptir. Erdómurinn sammála niðurstöðum matsmannsins og telur að vörur þær sem stefnandipantaði hjá stefnda hafi ekki verið í samræmi við teikningar. Verður krafastefnanda vegna kostnaðar samtals að fjárhæð 4.162.635 krónur tekin til greinaað fullu, en fjárhæð matsgerðar hefur ekki sætt tölulegum andmælum. Víkurnæst að kröfu stefnanda vegna afhendingardráttar. Stefnandi kveðst hafa orðiðfyrir tjóni þar sem ekki hafi reynst unnt að taka húsnæðið í notkun fyrr en níumánuðum síðar en hann gerði ráð fyrir. Af þessum sökum hafi stefnandi orðið fyrirtjóni sem nemi að lágmarki 250.000 krónum á mánuði fyrir hvert hús eða samtals6.750.000 krónum fyrir öll húsin. Í matsgerð dómkvadds matsmanns er einungislagt mat á hvert sé hæfilegt leiguverð fyrir slík raðhús fullbúin. Eftirstendur á hinn bóginn að stefnandi hefur ekki lagt fram gögn um ætlað tjón sittaf þessum sökum eða gert sennilegt að umræddur afhendingardráttur á vörunumhafi orðið til þess að ekki hafi verið unnt að flytja inn í húsin á þeim tímasem stefnandi nefnir. Meðal annars er til þess að líta að ekki hefur verið sýntfram að ekki hafi verið unnt að vinna í húsunum og flýta fyrir verklokum þó aðtafir væru á afhendingu glugga og hurða. Samkvæmtframansögðu eru úrslit málsins þau að stefnda, Sia Royal Koks, beri að greiðastefnanda, Hilmari Einarssyni, 4.162.635 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingu málsins til greiðsludags. Eftirúrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála ber stefnda, Sia Royal Koks, að greiða stefnanda 2.200.000 krónur ímálskostnað og hefur þá verið tekið tilliti til frávísunarþáttar málsins.Málskostnaður á milli stefnanda og stefndu, Hjörleifs K. Júlíussonar ogMýrarbrautar 23 ehf., fellur niður.RagnheiðurSnorradóttir héraðsdómari og meðdómararnir Ásmundur Ingvarssonbyggingaverkfræðingur og Björn Marteinsson byggingaverkfræðingur og arkitektkveða upp dóm þennan.DÓMSORÐ:Stefnda, Sia Royal Koks LV, ber að greiðastefnanda, Hilmari Einarssyni, 4.162.635 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þingfestingu málsins til greiðsludags. Stefndi,Sia Royal Koks, greiði stefnanda 2.200.000 krónur í málskostnað. Stefndu,Hjörleifur K. Júlíusson og Mýrarbraut 23 ehf., eru sýknaðir af kröfum stefnandaí máli þessu. Málskostnaðurá milli stefnanda og stefndu, Hjörleifs K. Júlíussonar og Mýrarbrautar 23 ehf.,fellur niður.
Mál nr. 587/2016
Lánssamningur Ógilding samnings Ábyrgð Málsástæða Hlutafé
Í málinu krafði L hf. E um greiðslu skuldar samkvæmt lánssamningi í breskum pundum. Lánið hafði E tekið vegna uppgjörs á sjálfskuldarábyrgð sem hún hafði gengist undir á láni L hf. til EC ehf. Héraðsdómur féllst hvorki á það með E að sjálfsskuldarábyrgð hennar á skuld EC ehf. hefði verið ógild frá upphafi þar sem tilgangur lánveitingarinnar hefði farið gegn lögum um einkahlutafélög, né að L hf. hefði með nýrri lánveitingu til EC ehf. vanefnt ákvæði upphaflegs samnings gagnvart sér. Þá hafnaði héraðsdómur því að ábyrgðarákvæði lánssamnings EC ehf. og L hf. væri svo ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að víkja bæri því, eða samningnum í heild sinni, til hliðar á grundvelli 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Féllst héraðsdómur því á kröfu L hf. Í dómi Hæstaréttar var þeirri málsástæðu E, að L hf. hefði valdið sér tjóni með því að lækka kröfu sína í þrotabú EC ehf., hafnað sem of seint fram kominni. Þá var tekið fram að hvað sem liði skuldbindingu aðalskuldara lánsins, hefði E gengist undir ábyrgð sína í breskum pundum og væri hún því skuldbundin gagnvart lánveitanda samkvæmt því. Að því gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna, var héraðsdómur staðfestur.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. ágúst 2016. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að hún verði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi deila aðilar um kröfu stefnda á hendur áfrýjanda samkvæmt lánssamningi 7. ágúst 2008. Sá samningur var gerður til að gera upp skuldbindingu áfrýjanda samkvæmt skiptri sjálfskuldarábyrgð á lánssamningi 27. júlí 2005 milli Hydra ehf., sem síðar fékk nafnið Eignarhaldsfélagið City S.A. ehf., og Landsbanka Íslands hf. Kröfum bankans samkvæmt þessum samningum var síðar ráðstafað til stefnda með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. október 2009. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi teflt fram þeirri málsástæðu að stefndi hafi valdið sér tjóni með því að lækka kröfu samkvæmt kröfulýsingu sinni í þrotabú Eignarhaldsfélagsins City S.A. ehf. úr 93.210.868 krónum í 21.339.723 krónur. Með þessu hafi hann fallið frá rétti til greiðslu úr þrotabúinu á kostnað áfrýjanda og annarra sjálfskuldarábyrgðarmanna, en um þetta fer eftir reglum 103. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að þessi málsástæða hafi verið höfð uppi í héraði. Hún er því of seint fram komin og kemur ekki til álita við úrlausn málsins fyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Með lánssamningnum 27. júlí 2005 veitti Landsbanki Íslands hf. lán til Hydra ehf. að jafnvirði 80.000.000 króna í breskum pundum. Telur áfrýjandi að um hafi verið að ræða lán í íslenskum krónum með ólögmætri bindingu við gengi erlends gjaldmiðils. Við uppgjör á ábyrgð áfrýjanda á láninu með lánssamningi hennar við bankann 7. ágúst 2008 hafi hins vegar verið lagt til grundvallar að upphaflega lánið hafi verið í erlendum gjaldmiðli. Hvað sem þessu líður um skuldbindingu aðalskuldara gekkst áfrýjandi í ábyrgð sína með tiltekinni fjárhæð í pundum og var skuldbundin gagnvart lánveitanda samkvæmt því. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Elín Þóra Dagbjartsdóttir, greiði stefnda, Landsbankanum hf., 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. maí 2016. Mál þetta sem dómtekið var hinn 9. maí sl., að lokinni aðalmeðferð var höfðað fyrir dómþinginu af Landsbankanum hf., Austurstræti 11, Reykjavík, á hendur Elínu Dóru Dagbjartsdóttur, Skipastíg 9, Grindavík, með stefnu birtri 22. október 2014. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 2.043.337 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 232.389 krónum frá 15. janúar 2014 til 3. ágúst 2014, en af 2.043.337 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu, að viðbættum virðisaukaskatti. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega að hún verði sýknuð af kröfum stefnanda, en til vara að stefnufjárhæð verði lækkuð verulega. Í báðum tilvikum krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda, auk virðisaukaskatts.II Málavextir eru þeir, að hinn 7. ágúst 2008 gerðu Landsbanki Íslands hf. og stefnda með sér lánssamning um fjölmyntalán til þriggja ára að fjárhæð 22.256,58 sterlingspund. Lánið skyldi greiðast með 6 jöfnum afborgunum á 6 mánaða fresti. Fyrsti gjalddagi afborgana og vaxta skyldi vera 1. janúar 2009, sbr. grein 2.1 í samningnum. Lántaki lofaði að greiða bankanum vexti sem skyldu vera breytilegir vextir jafnháir LIBOR-vöxtum í samræmi við lengd vaxtatímabils hverju sinni, auk 3,75% vaxtaálags. Vextir skyldu greiðast frá útborgunardegi lánsins og greiðast eftir á á gjalddögum, í fyrsta sinn 1. janúar 2009. Við vaxtaútreikning skyldi tekið mið af þeim vaxtareglum er varða dagafjölda sem í gildi væru á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum á hverjum tíma. Samkvæmt grein 6.1 í samningnum bar lántaka að greiða dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð í erlendri mynt, eða af skuldinni breyttri í íslenskar krónur. Ef dráttarvaxta yrði krafist í erlendum myntum skyldu þeir vera vextir samkvæmt grein 3.1 í samningnum auk viðeigandi álags að viðbættu 10% viðbótarálagi. Ef skuldinni yrði breytt í íslenskar krónur á gjalddaga skyldu dráttarvextir reiknast á íslenskar krónur samkvæmt lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Vanefndi lántaki skyldur sínar samkvæmt samningnum skuldbatt hann sig jafnframt til að greiða bankanum allan útlagðan kostnað bankans vegna vanefndanna, málsóknar eða annarra réttargjalda, lögmannsþóknunar eða annars sem bankanum bæri að greiða svo og annan lögfræðilegan kostnað vegna innheimtu alls lánsins, sbr. gr. 6.2 í samningnum. Samkvæmt grein 5.1 í samningnum skyldi lántaki greiða bankanum 0,30% lántökugjald af heildarlánsfjárhæðinni og skyldi lántökugjaldið dragast af við útborgun lánsins. Samkvæmt grein 1.2 í samningnum var það skilyrði fyrir útborgun lánsins að stefnanda myndi berast beiðni um útborgun, þar sem tiltekinn yrði sá reikningur sem leggja skyldi lánið inn á, og var vísað til forms að útborgunarbeiðni í viðauka 1 við samninginn. Samkvæmt útborgunarbeiðni stefndu, dagsettri 7. ágúst 2008, var óskað eftir því að lánið yrði greitt út þann 9. ágúst 2008 og óskað eftir að útborgunarfjárhæðinni yrði ráðstafað inn á lán nr. 0142-3372 milli bankans og Eignarhaldsfélagsins City SA ehf. Þann 7. apríl 2009 var gerður viðauki við lánssamninginn þar sem fram kom að eftirstöðvar lánsins þann 5. janúar 2009 væru 22.526,58 sterlingspund. Auk þess væru gjaldfallnir vextir 899,30 sterlingspund, sem skyldu greiðast við undirritun viðaukans. Samkvæmt skilmálabreytingunni var lánstíma breytt þannig að eftirstöðvar lánsins bar að greiða að fullu með 6 jöfnum afborgunum á 6 mánaða fresti. Næsti gjalddagi afborgana og vaxta skyldi vera 15. júlí 2009. Vextir skyldu reiknast frá 5. janúar 2009. Að öðru leyti skyldi samningurinn haldast óbreyttur. Þann 7. maí 2010 var aftur gerður viðauki við samninginn vegna höfuðstólslækkunar. Þar kom fram að eftirstöðvar lánsins þann 17. maí 2010 væru 15.017,72 sterlingspund, einnig voru reiknuð vanskil að fjárhæð 766.767 krónur. Að auki voru ógreiddir vextir að fjárhæð 172,94 sterlingspund og 144.797 krónur, sem lántaka bar að greiða við undirritun viðaukans. Að beiðni skuldara var láninu breytt í íslenskar krónur og skyldi höfuðstólslækkun vegna breytinganna vera 25% af hverri mynt. Höfuðstóll sem gefinn yrði upp í íslenskum krónum skyldi miðast við sölugengi Landsbankans á viðkomandi mynt við útgáfudag viðaukans, 192,37 sterlingspund. Skilmálar lánsins eftir breytinguna voru þeir að höfuðstóllin var 2.935.206 krónur og skyldi lánstíminn vera níu ár. Afborganir af láninu skyldu verða 18 og gjalddagi fyrstu afborgunar og vaxta skyldi vera 15. júlí 2010. Greiða skyldi af láninu á sex mánaða fresti. Vextir skyldu reiknast frá 17. maí 2010 og vera í vaxtaflokki K1, við undirritun 5,80%. Þá var grunnvísitala lánsins 362,9. Vextir skyldu vera breytilegir ársvextir, eins og þeir væru ákveðnir af Landsbankanum og skyldi það taka jafnt til kjörvaxta og vaxtaálags. Vextir skyldu greiðast eftir á, á sömu gjalddögum og afborganir, nema um annað yrði samið. Landsbankanum var heimilt á lánstímanum að hækka og lækka vextina, þ.m.t. vaxtaálag, í samræmi við vaxtaákvarðanir Landsbankans á hverjum tíma og/eða færa lánið á milli vaxtaflokka, svo sem ef breytingar yrðu á fjárhagsstöðu og endurgreiðslumöguleikum útgefanda, ef breytingar yrðu á kjörvaxtakerfi bankans eða aðrar aðstæður gæfu tilefni til. Skyldi útgefandi ekki vilja una breytingunum var honum heimilt að greiða skuldina upp með því vaxtaálagi sem í gildi var fram að breytingunni, enda hefði hann að fullu greitt skuldina innan 30 daga frá dagsetningu tilkynningar Landsbankans. Höfuðstóll skuldarinnar skyldi breytast í hlutfalli við breytingar á vísitölunni frá grunnvísitölu til fyrsta gjalddaga og síðan í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga. Höfuðstóll lánsins skyldi reiknaður út á hverjum gjalddaga áður en afborganir og vextir yrðu reiknaðir út. Afborganir skyldu reiknaðar út þannig að á hverjum gjalddaga skyldi vísitöluálag bætt við höfuðstól skuldarinnar og síðan deilt í útkomuna með þeim fjölda gjalddaga sem þá væru eftir, að meðtöldum þeim gjalddaga sem væri í það sinn. Við vaxtaútreikning og útreikning vanskilavaxta var miðað við að 30 dagar væru í hverjum mánuði og 360 dagar í ári. Að öðru leyti skyldu skilmálar lánsins haldast óbreyttir. Þá kom fram að við breytinguna kynni lánssamningurinn að fá nýtt númer, og breyttist lánsnúmerið úr 11886 í 421578. Þann 11. janúar 2012 sendi stefnandi stefndu bréf, þar sem vísað var til bréfs Landsbankans hf. frá júní 2011, sem sent var í framhaldi af niðurstöðu Hæstaréttar í máli bankans gegn þrotabúi Mótormax, í máli nr. 155/2011. Í bréfinu var tilkynnt að bankinn væri að skoða hvort lán nr. 0142-36-11886 félli undir fordæmisgildi dómsins. Það var mat Landsbankans að lánið félli ekki undir efnisatriði dómsins. Af þeirri ástæðu myndi bankinn ekki endurútreikna lánið. Í greinargerð sinni vísar stefnda til þess að lánssamningur, dagsettur 7. ágúst 2008, hafi verið hluti af uppgjöri aðila vegna hlutafjáraukningar Eignarhaldsfélagsins City Star Airlines ehf. Hlutafjáraukningin hafi farið fram með þeim hætti að ECSA (þá Hydra ehf.) hafi gert lánssamning við Landsbanka Íslands hf. 27. júlí 2005 og tiltekna einstaklinga, sem ábyrgðarmenn, og hafi hluthafar félagsins gengist í skipta (pro rata) ábyrgð fyrir láninu, þar sem ábyrgð hvers og eins hafi verið ákveðin í samræmi við þá hlutafjáraukningu sem þeir hafi verið skráðir fyrir. Þannig hafi ábyrgð stefndu vegna lánssamningsins verið 22.458 sterlingspund, sem hafi verið u.þ.b. sú hlutafjáraukning sem stefnda hafi verið skráð fyrir, að teknu tilliti til gengisbreytinga, en miðað hafi verið við gengið 116 krónur, og ábyrgð hennar því verið 2.494.000 krónur, samkvæmt áskrift. Hið sama hafi átt við um alla þá 25 aðila sem skrifað hafi undir ábyrgð vegna lánssamningsins, að ábyrgð þeirra hafi hljóðað upp á þá hlutafjáraukningu sem þeir hafi verið skráðir fyrir. Þannig hafi 25 hluthafar félagsins verið kallaðir í útibú Landsbanka Íslands hf. á Suðurnesjum til að skrifa undir lánssamninginn sem ábyrgðaraðilar, gegn loforði um aukna hlutafjáreign. Lánsfjárhæðin hafi verið greidd í íslenskum krónum inn á bankabók félagsins 0142-05-2028, 2. ágúst 2005 í samræmi við viðauka samningsins um útborgun, sem undirrituð var 27. júlí 2005. Þar kom jafnframt fram að skuldfæra mætti greiðslur afborgana, vaxta og annarra gjalda samkvæmt samningnum af tékkareikningi félagsins nr. 0142-26-787. Lánssamningur nr. 142-36-3372 sé, samkvæmt forsíðu samningsins, þríhliða samningur milli Hydra ehf. (ECSA), Landsbanka Íslands hf. og tiltekinna einstaklinga, sem ábyrgðaraðila, um lán á 80.000.000 króna. Í inngangi samningsins segi að um sé að ræða lánssamning um fjölmyntalán til 5 ára að jafnvirði 80.000.000 króna, í neðanskráðum myntum og hlutföllum: „GBP 100%“. Samkvæmt grein 2.2 í þeim samningi óskaði lántaki eftir að íslenskur tékkareikningur hans yrði skuldfærður fyrir afborgunum og/eða vöxtum. Í grein 4.1 í samningnum segi að sé skuldin í skilum geti lántaki óskað þess að myntsamsetningu lánsins verði breytt þannig að eftirstöðvar skuldarinnar miðist að öllu leyti eða að hluta við aðrar erlendar myntir eða mynteiningar, eina eða fleiri, og í öðrum hlutföllum en upphaflega hafi verið samið um. Við myntbreytinguna skyldi við umreikning nota sölugengi þess gjaldmiðils sem hætt sé að miða við og kaupgengi þess gjaldmiðils sem framvegis skuli miða við. Samkvæmt 9. grein í samningnum var lántaka Hydra óheimilt að setja nokkrar eignir sínar eða dótturfélaga sinna að veði um fram það sem þegar hafði verið gert við gerð samningsins auk þess sem lántaki skuldbindi sig til að setja ekki sérstakar tryggingar fyrir lánum sem hann taki né öðrum fjárhagslegum skuldbindingum hverju nafni sem þær nefnist nema sams konar trygging sé jafnframt sett fyrir skuldbindingum lántaka samkvæmt lánssamningnum. Þrátt fyrir það hafi Hydra veðsett flugvél og aðrar eignir til Landsbanka Íslands hf. í janúar 2006, vegna tveggja lánasamninga sem þá hafi verið gerðir, sbr. umfjöllun í dómi Hæstaréttar í máli nr. 119/2009. Stefndi kveður bú ECSA hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 28. maí 2008 og hafi stefnandi lýst kröfu í þrotabúið, eins og um löglegt lán í sterlingspundum væri að ræða. Jafnframt hafi stefnandi krafið stefndu um greiðslu 22.459 sterlingspunda vegna ábyrgðar hennar á láninu. Þáverandi útibússtjóri Landsbankans í Keflavík hafi nokkrum sinnum hringt í stefndu og beðið hana um að koma í útibúið og undirrita nýjan lánssamning af því tilefni. Hafi orðið úr að stefnda hafi undirritað lánssamning að fjárhæð 22.536,58 sterlingspund þann 7. ágúst 2008 til uppgjörs á ábyrgðarskuldbindingu sinni. Lánsfjárhæðin hafi verið greidd í íslenskum krónum inn á bankabók félagsins 0142-05-2028, 2. ágúst 2005, í samræmi við viðauka samningsins um útborgun, sem undirrituð hafi verið 27. júlí 2005. Þar kom jafnframt fram að skuldfæra mætti greiðslur afborgana, vaxta og annarra gjalda samkvæmt samningnum af tékkareikningi félagsins í íslenskum krónum. Fjármálaeftirlitið tók ákvörðun 9. október 2008, með heimild í 110. gr. a í lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, um heimildir til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., að ráðstafa eignum og skuldum Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbanka Íslands hf., nú Landsbankinn hf. III Stefnandi byggir kröfu sína á hendur stefndu á lánssamningi dagsettum 7. ágúst 2008. Með samningnum tók stefnda fjölmyntalán hjá forvera stefnanda til þriggja ára að fjárhæð 22.526,58 sterlingspund. Lánstíminn var til þriggja ára með sex jöfnum afborgunum á sex mánaða fresti. Lánstíma samningsins var tvívegis breytt á lánstímanum, fyrst með viðauka, dagsettum 7. apríl 2009, og síðan með viðauka, dagsettum 17. maí 2010, þar sem lánstíminn var lengdur. Stefnandi kveður lánið vera í vanskilum og hafi síðast verið greitt af því 15. janúar 2014. Stefnandi kveðst hafa nýtt sé vanefndarúrræði, sem hann hafi samkvæmt 10. gr. í lánssamningnum. Þar sé gjaldfellingarákvæði, sem heimili bankanum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum að fella lán samkvæmt samningnum í gjalddaga einhliða og fyrirvaralaust og án sérstakrar uppsagnar. Þessi heimild sé m.a. til staðar ef vanskil á greiðslu afborgana eða vaxta hafa varað í 14 daga eða lengur. Elsti ógreiddi gjalddagi lánsins er 15. janúar 2014 og hefur stefnandi nýtt sér heimild samkvæmt 10. gr. samningsins og fellt allt lánið í gjalddaga. Eftirstöðvar lánsins, er það var gjaldfellt þann 15. janúar 2014, hafi verið 1.992.042 krónur og áfallnir samningsvextir þann dag 51.295 krónur, eða samtals 2.043.337 krónur, sem sé stefnufjárhæðin. Stefndu hafi verið send innheimtuviðvörun þann 22. janúar 2014 og innheimtubréf þann 3. júlí 2014, en án árangurs.IV Stefndi byggir sýknukröfu sína fyrst og fremst á því að ábyrgð sú sem hin meinta skuld byggi á hafi verið ógild frá upphafi. Byggir stefnda á því að ljóst megi vera af lánssamningi milli Hydra ehf., Landsbanka Íslands hf. og tiltekinna einstaklinga, sem ábyrgðaraðila, að þeir starfsmenn bankans sem komið hafi að samningsgerðinni hafi vitað eða mátt vita að lánveitingu til félagsins hafi verið ætlað að auka hlutafé þess, þvert gegn ákvæðum 11. gr. einkahlutafélagalaga. Þrátt fyrir þá vitneskju hafi bankinn kallað hluthafana í bankann til að skrifa undir samninginn sem ábyrgðaraðila, í stað raunverulegrar innborgunar á hlutafé. Þá byggir stefnda á því að með nýjum lánasamningi milli Hydra og Landsbankans, sem gerðir hafi verið í janúar 2006, hafi Hydra og Landsbanki Íslands hf. brotið gegn, eða breytt, skýru orðalagi 9. gr. upphaflegs lánssamnings með því að Landsbanki Íslands hafi tekið veð í eignum félagsins án þess að þeim veðum hafi verið ætlað að tryggja réttindi samkvæmt lánssamningi frá 27. júlí 2005. Þar með hafi grundvelli stefndu fyrir aðkomu hennar að lánssamningi Hydra, Landsbanka Íslands hf. og tiltekinna einstaklinga verið kippt undan henni. Ljóst sé að með því að Landsbanki Íslands hf. hafi ákveðið ásamt Hydra ehf. að breyta ákvæðum samningsins hafi bankinn tryggt stöðu sína gagnvart félaginu á kostnað þeirra ábyrgðaraðila sem tekið hafi á sig ábyrgð á láninu. Stefnda og aðrir þeir sem tekið hafi á sig ábyrgð hafi þannig verið í umtalsvert verri stöðu eftir lánveitingu Landsbanka Íslands hf. í janúar 2006 heldur en þeir hafi verið í þegar samningurinn hafi verið undirritaður í lok júlí 2005. Ljóst sé að þar með hafi allar forsendur stefndu brostið fyrir veitingu ábyrgðarinnar enda ljóst að líkur á að ábyrgðin félli á stefndu hafi aukist umtalsvert við veðsetningu eigna Hydra ehf., en grunnforsenda stefndu fyrir því að gangast í ábyrgð vegna lánssamningsins hafi verið að litlar líkur væru á að ábyrgðin félli á hana. Þá sé skýrt af lánssamningi nr. 142-36-3372 og dómi Hæstaréttar í máli nr. 119/2009, að umþrættur lánssamningur hafi verið þríhliða samningur bankans, félagsins og ábyrgðarmanna, en þar komi fram að sjálfskuldarábyrgðarmenn séu aðilar að samningnum og bundnir af ákvæðum hans og geti jafnframt eftir atvikum reist rétt á honum. Í ljósi þess sé ekki hægt að líta svo á að skyldur Hydra ehf., samkvæmt 9. gr. í samningnum, hafi aðeins gilt gagnvart Landsbanka Íslands hf., sem lánveitanda. Því beri að líta svo á að Landsbanki Íslands hf. hafi tekið fullan þátt í „broti“ Hydra ehf. á skyldum sínum samkvæmt 9. gr. í samningnum. Hafi tveir aðilar þríhliða samnings í raun samið um að breyta efni samningsins án þess að bera það undir þá aðila samningsins sem mesta hagsmuni hafi haft af því að umrædd breyting yrði ekki gerð á samningnum, þ.e. ábyrgðaraðila samningsins. Þegar af þessari ástæðu sé ljóst að ábyrgð stefndu vegna lánssamnings Hydra ehf. og Landsbanka Íslands hf. hafi fallið að fullu niður með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 í síðasta lagi í janúar 2006 þegar Landsbanki Íslands hf. hafi tekið veð í eignum Hydra ehf. í tilefni tveggja nýrra lánveitinga. Enda sé ljóst að afar ósanngjarnt sé af stefnanda að krefja ábyrgðarmenn um greiðslu ábyrgða í ljósi þessarar breytingar sem gerð hafi verið á samningnum, án aðkomu ábyrgðarmanna. Byggir stefnda á því að ósanngjarnt sé af stefnanda að krefja hana um greiðslu lánssamnings þess, sem gerður hafi verið til uppgjörs ábyrgðarinnar. Við mat á sanngirni þurfi, samkvæmt 2. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936, að líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komi til. Í fyrsta lagi sé ljóst að stefnda hafi ekkert endurgjald fengið fyrir ábyrgð sína á lánssamningi aðila þrátt fyrir loforð um slíkt, þar sem ekkert raunverulegt hlutafé hafi komið inn í Hydra ehf. og hafi því efni samningsins í raun verið afar ósanngjarnt gagnvart henni. Þá hafi staða samningsaðila verið mjög ójöfn þar sem stefnandi sé fjármálafyrirtæki sem hafi á að skipa sérfróðum starfsmönnum, en stefnda sé einstaklingur og neytandi. Hafi því hallað mjög á stefnanda við samningsgerðina eins og sjá megi á því að öll ákvæði samningsins séu einhliða samin af stefnanda. Atvik hafi og verið þannig við samningsgerðina að stefnandi hafi vitað eða mátt vita að blekkingum hefði verið beitt til að fá stefndu til að undirrita ábyrgðaryfirlýsinguna. Enn fremur sé ljóst að eftir að Landsbanki Íslands hafi tekið veð í flugvélum Hydra ehf. og breytt þar með efni samnings aðila, hafi efni samningsins orðið enn ósanngjarnara gagnvart stefndu. Með því að stefnandi hafi tekið ofangreint veð verði að telja, í ljósi skýrra ákvæða í 9. gr. í samningnum nr. 142-36-3372, að tveir aðilar þríhliða samnings hafi komið sér saman um að breyta efni hans í meginatriðum, án þess að bera það undir þá aðila samningsins sem ábyrgir hafi verið fyrir efndum hans. Stefnda hafi staðið í þeirri trú, í ljósi þeirra upplýsinga sem Landsbankinn hafi veitt henni, með skýrum ákvæðum lánssamnings aðila, að eignir Hydra ehf., þ.m.t. flugvélar félagsins, yrðu ekki veðsettar Landsbanka Íslands hf., eða öðrum, án þess að sams konar trygging yrði sett fyrir greiðslu ofangreinds lánssamnings og/eða leitað yrði þá samkomulags við stefndu um slíka breytingu á samningnum. Þá verði jafnframt, við mat á sanngirni samningsins um ábyrgð stefndu, að horfa til þess að stefnda hafi ekki fengið neitt af lánsfénu í sinn hlut. Þegar stefnda hafi skrifað undir ábyrgðina hafi hún staðið frammi fyrir því að eignarhlutur hennar í félaginu yrði þynntur út án þess að nokkurt nýtt hlutafé kæmi inn í félagið. Aðstæðum við samningsgerðina hafi því svipað mjög til þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið þegar mikill fjöldi stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði og Sparisjóði Hörgárbyggðar hafi verið boðið lán til stofnbréfakaupa, en hefðu þau ekki nýtt tækifærið hefði það haft þau áhrif að verðmæti stofnfjárbréfa sem þau hafi þegar átt rýrnuðu verulega. Vísar stefnda sérstaklega til dóms Hæstaréttar í málum nr. 117/2011 og nr. 119/2011 þar sem rétturinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanka hefði verið óheimilt að leita fullnustu á greiðsluskyldu skuldara í öðrum eignum hans en veðsettum stofnfjárbréfum og arði af þeim. Þannig hafi sjálfskuldarábyrgð skuldarans verið ógilt á þeim grunni að ósanngjarnt væri af Íslandsbanka að bera samninginn fyrir sig. Í kjölfar dómanna hafi fjármálafyrirtæki fellt niður hundruð ábyrgða á grundvelli þeirra. Liggi því fyrir að víkja beri téðri ábyrgð stefndu til hliðar vegna stöðu aðila við samningsgerð, atvika við samningsgerð, atvika sem síðar hafi komið til og vegna þess að efni samningsins hafi verið ósanngjarnt. Stefnda telji ljóst að sá háttur sem hafður hafi verið á ábyrgðartöku bankans hjá stefndu á sínum tíma fái hvorki staðist lög né góða viðskiptahætti. Stefnda telur ljóst að Landsbanki Íslands hf. hafi með ólögmætum hætti blekkt hana til að gangast í ábyrgð, enda hafi þau loforð sem stefndu hafi verið gefin, m.a. af Landsbanka Íslands hf., verið með öllu ólögmæt og gersamlega úr takt við þær kröfur sem gerðar séu við hlutafjáraukningu samkvæmt hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum. Telur stefnda að bankinn hafi tekið fullan þátt í ólögmætu athæfi til þess að hagnast á kostnað stefndu, þvert gegn ákvæðum 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Stefnda byggir á því að ábyrgð hennar á lánssamningi nr. 142-36-3372 hafi verið ógild frá upphafi þar sem Landsbanki Íslands hf. hafi, ásamt stjórn ECSA ehf., blekkt hana til að skrifa undir samninginn á forsendum sem bankanum var, eða mátti vera ljóst, að stæðust ekki lög. Starfsmaður bankans sem séð hafi um samningsgerðina fyrir hönd bankans hafi vitað eða mátt vita, að ástæða þess að 25 einstaklingar hafi ákveðið að skrifa undir ábyrgð á lánssamningi einkahlutafélags væri loforð um hlutafjáraukningu félagsins, sem aldrei hafi getað staðist lög um einkahlutafélög. Bankinn hafi því misnotað aðstöðu sína og þekkingarleysi stefndu og þannig hagnýtt sér ranga eða óljósa hugmynd hennar, enda hafi bankinn mátt vita að hlutafjáraukning hefði aldrei farið fram á þann hátt sem stefndu hafi verið kynnt. Ljóst sé að hlutafé einkahlutafélags verði ekki aukið án þess að greiðsla komi fyrir aukningu hlutafjár. Sú greiðsla geti aldrei falist í undirritun ábyrgðar á lánssamningi félagsins sem hyggi á hlutafjáraukningu. Til að hlutafjáraukning geti átt sér stað verði hluthafar, eða nýir hluthafar, að greiða inn það hlutafé sem aukningunni nemi. Stefnda hafi í raun aldrei fengið þá hluti sem hún hafi skráð sig fyrir enda hafi í raun engin hlutafjáraukning orðið í félaginu. Ábyrgð stefndu vegna lánssamnings nr. 142-36-3372 hafi því aldrei verið skuldbindandi fyrir hana, sbr. 30. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, enda hafi hún verið fengin til að gangast í ábyrgð með svikum stjórnenda Hydra ehf. og starfsmanna Landsbanka Íslands hf., eða í það minnsta með vitneskju starfsmanna bankans, og hafi þeir þagað yfir þeirri vitneskju sem augljóslega hefði haft áhrif á það að stefnda hafi gengist í ábyrgðina. Í það minnsta sé ljóst að þeir starfsmenn Landsbankans Íslands hf., sem að samningsgerðinni hafi komið hafi vitað, eða mátt vita, að stjórnendur Hydra ehf. hafi notað sér fákunnáttu stefndu á sviði hlutafélagalaga til þess að afla félaginu hagsmuna þannig að bersýnilegur munur hafi verið á hagsmunum félagsins og bankans, og því endurgjaldi sem stefndu hafi verið ætlað, enda ljóst að í raun hafi ábyrgð stefndu verið veitt án endurgjalds. Landsbanka Íslands hf. hafi verið, eða mátt vera, kunnugt hvernig háttað hafi til við veitingu ábyrgðarinnar, sbr. 31. gr. samningalaga. Stefnda telji fáheyrt, og jafnvel óþekkt, að nokkur önnur tilvik finnist um sambærileg atvik, þ.e. að á milli 20 og 30 einstaklingar séu teymdir inn í fjármálastofnun, til þess að skrifa undir skipta (pro rata) ábyrgð á tugmilljóna lánssamningi hlutafélags, sem hluta af hlutafjáraukningu í því félagi. Lánssamningur Hydra ehf., Landsbanka Íslands hf. og tiltekinna einstaklinga hafi ekki verið um lán í sterlingspundum eða annarri erlendri mynt heldur hafi verið um að ræða gengistryggðan lánssamning að fjárhæð 80.000.000 króna, sem tengdur hafi verið við 100% dagsgengi sterlingspunda, sbr. forsíðu og upphafsorð samningsins. Lánið hafi verið greitt út í íslenskum krónum og greitt til baka í íslenskum krónum, sbr. viðauka 1 við samninginn „beiðni um útborgun“, dagsettan 27. júlí 2005. Þrátt fyrir að um ólöglegt gengistryggt lán væri að ræða hafi ábyrgð stefndu verið gerð upp með lánssamningi 0142-36-11890, sem skráður hafi verið í sterlingspundum. Það breyti þó ekki þeirri staðreynd að lán samkvæmt lánssamningi 0142-36-11890 hafi verið greitt út í íslenskum krónum, enda hafi andvirði lánsins verið varið til innborgunar á lánssamningi Hydra ehf., Landsbanka Íslands hf. og tiltekinna einstaklinga frá 27. júlí 2005, sem hafi verið bundið ólöglegri gengistryggingu. Að sama skapi hafi endurgreiðsla lánsins átt að fara fram í íslenskum krónum. Ljóst sé því að þótt lánssamningur stefndu og stefnanda sé að formi til um lán í erlendri mynt sé ljóst að efnislega sé um gengistryggðan lánssamning að ræða, í andstöðu við 13., sbr. 14. gr. laga nr. 38/2001. Þar sem um sé að ræða lánssamning en ekki skuldabréf verði að horfa til þeirra atvika sem að baki samningnum liggi en ekki nægi að lesa aðeins í framsetningu stefnanda á efni samningsins enda sé samningurinn einhliða saminn af stefnanda og samningsstaða stefndu við samningsgerð afar þröng. Horfa verði til allra aðstæðna í kringum samningsgerðina við túlkun samningsins, en þar að auki verði að horfa til raunverulegrar framkvæmdar samningsins. Samningnum hafi verið ætlað að vera uppgjör vegna ábyrgðar á láni í íslenskum krónum sem bundið hefði verið gengi erlendra gjaldmiðla. Það sé því rangt sem haldið sé fram í stefnu að 22.495 sterlingspund hafi verið greidd út í kjölfar beiðni um útborgun. Lánsfjárhæðin hafi verið greidd í íslenskum krónum inn á lán í íslenskum krónum. Þá sé jafnframt ljóst að samkvæmt viðauka 1, „beiðni um útborgun“ hafi átt að greiða lánið til baka í íslenskum krónum. Það sé í samræmi við endurgreiðsluákvæði samningsins í 2. gr. hans. Stefndi vísar í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar í máli nr. 155/2011, enda verði að telja að sá samningur sem þar hafi verið deilt um hafi verið sams konar samningur, hvað varði hina ólögmætu gengistryggingu. Þá sé jafnframt ljóst að afar ósanngjarnt sé af stefnanda að krefja stefnda um fullar efndir í sterlingspundum þegar ljóst sé að lánssamningur 0142-36-11890 hafi komið til vegna uppgjörs á ábyrgð vegna gengistryggðs lánssamnings. Breyti þar engu þótt ábyrgð á gengistryggða lánssamningnum hafi verið tilgreind í sterlingspundum, þar sem sú tilgreining hafi augljóslega byggt á þeim misskilningi að um lögmætt lán í erlendri mynt hefði verið að ræða. Augljóst sé því að víkja beri samningnum til hliðar á grundvelli 36. gr. samningalaga í það minnsta að því leyti sem fjárhæð skuldarinnar sé umfram hlut stefndu í ábyrgð á upphaflegum höfuðstól hins gengistryggða lánssamnings, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 384/2013. En þar hafi verið talið ósanngjarnt af Landsbankanum hf. að bera fyrir sig yfirdráttarlán að því marki sem höfuðstóll þess hefði verið umfram höfuðstól skuldabréfs að frádreginni gengistryggingu þess. Sama eigi við í þessu máli, en umdeildur lánssamningur sé til kominn vegna uppgjörs á ólöglegu gengistryggðum lánssamningi og af því leiði að ósanngjarnt sé af stefnanda að bera samninginn fyrir sig, enda ljóst að önnur niðurstaða myndi færa stefnanda ólögmætan ávinning á kostnað stefndu. Einnig verði að líta til þess að stefnandi hafi gengið að ábyrgðarmönnum lánsins áður en ljóst hafi verið hversu mikið fengist greitt upp í lánið frá upphaflegum lántaka. Þannig hafi kröfulýsing stefnanda í þrotabú ECSA ehf. verið takmörkuð við þá fjárhæð sem eftir var þegar 20 af 25 ábyrgðarmönnum hefðu gengist við ábyrgð vegna samningsins. Þá sé enn fremur ljóst að stefnandi hafi tapað umtalsverðum réttindum með tómlæti gagnvart öðrum ábyrgðarmönnum samningsins. Þannig liggi fyrir að 5 einstaklingar sem gerst hafi ábyrgðarmenn að lánssamningnum hafi ekki gengist við ábyrgðum sínum. Stefnandi hafi ekkert aðhafst gagnvart fjórum þeirra en krafið einn þeirra um greiðslu fyrir dómi, en Hæstiréttur hafi vísað málinu frá héraðsdómi, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 119/2009. Stefnandi hafi aldrei gert frekari kröfur á hendur þeim fimm einstaklingum sem gengust ekki við ábyrgð sinni og sé sú ábyrgð nú niður fallin fyrir fyrningu. Telur stefnda að ef stefnandi hefði gætt hagsmuna sinna á þann hátt sem gera verði kröfu um, í ljósi stöðu stefnanda, hefði tjón hans af gjaldþroti ECSA ehf. orðið umtalsvert minna og ekki gerst þörf fyrir stefnanda að krefja stefndu um fulla greiðslu ábyrgðarskuldbindingar hennar. Þegar tekið sé tillit til þess sem ECSA ehf. hafi greitt af upphaflegum lánssamningum og því sem stefnandi varð af vegna eigin tómlætis gagnvart öðrum ábyrgðarmönnum verði að telja að stefnandi hafi nú þegar fengið alla kröfu sína greidda að því marki sem stefnandi eigi rétt á og megi því líta svo á að stefnandi sé með málshöfðun þessari að reyna að hagnast á óréttmætan hátt á kostnað stefndu. Þá liggi einnig fyrir að stefnandi hafi fengið greidd fjárverðmæti út úr þrotabúinu, sem ekki hafi verið tekið tillit til í máli þessu. Staðfesti það enn frekar að stefnandi reyni að auðgast með ólögmætum hætti á stefndu. Um lagarök vísar stefnda til laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, og laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Kröfu um málskostnað byggir stefnda á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.VÁgreiningur mál þessa lýtur að því hvort stefndu beri greiðsluskylda samkvæmt lánssamningi dagsettum 7. ágúst 2008, að fjárhæð 22.526,58 sterlingspund. Óumdeilt er að stefnda undirritaði lánssamning þann sem liggur frammi í málinu sem lántaki. Samkvæmt framlögðum lánssamningi var fjárhæð lánsins þar skýrlega tilgreind í sterlingspundum og því um lögmætt lán í erlendri mynt að ræða, en hinn 7. apríl 2009 var láninu skilmálabreytt með viðauka, og hinn 17. maí 2010 var enn gerður viðauki við samninginn þar sem láninu var breytt yfir í íslenskar krónur og höfuðstóll þess jafnframt lækkaður. Fyrir liggur í málinu að ástæða þess að umþrættur samningur var gerður er að áður hafði stefnda tekið á sig sjálfskuldarábyrgð hlutfallslega (pro rata) á lánssamningi milli Landsbanka Íslands hf. og Hydra ehf., 22.526,58 sterlingspund á fullum efndum allra skuldbindinga samkvæmt samningnum. Samkvæmt greinargerð stefndu byggir hún sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að sjálfskuldarábyrgð hennar á lánssamningi milli Landsbanka Íslands hf. og Hydra ehf. hafi verið ógild frá upphafi, þar sem tilgangur lánveitingarinnar hafi farið gegn einkahlutafélagalögum. Fyrir liggur að stefnda var ein af hluthöfum í lántaka Hydra ehf., er hún tók á sig ábyrgð á efndum samningsins. Í málinu liggur ekkert fyrir um að Landsbanki Íslands hf. hafi vitað um tilgang lántökunnar eða er nokkuð það fram komið sem styður þær fullyrðingar stefndu að með lántökunni hafi verið brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga. Þá byggir stefnda á því að Landsbanki Íslands hf. hafi með nýrri lánveitingu til Hydra ehf., brotið gegn 9. gr. í upphaflegum samningi, með því að taka veð í eignum félagsins til tryggingar á efndum þess samnings milli Hydra ehf. og Landsbanka Íslands hf. Með því hafi bankinn tryggt stöðu sína gagnvart félaginu á kostnað ábyrgðarmanna. Ákvæði 9. gr. lánssamningsins í heild lúta að sérstökum skyldum lántakanda gagnvart lánveitanda. Þar kemur fram að lántaki skuldbindi sig til þess að hlíta nánar tilgreindum skilmálum uns skuld samkvæmt samningnum er að fullu greidd. Ákvæðin fjalla um skyldur lántaka gagnvart lánveitanda en ekki verður litið svo á að þau feli í sér sérstaka skyldu lánveitanda til að gæta hagsmuna sjálfskuldarábyrgðarmanna að þessu leyti. Þá hafa engin gögn verið lögð fram um að stefnda hafi sett fyrirvara fyrir sjálfskuldarábyrgð sinni. Þá er það mat dómsins með sömu rökum, að stefnanda hafi verið heimilt, samkvæmt tilvitnaðri grein, að veita lántaka samkvæmt lánssamningnum frekari lánafyrirgreiðslu gegn veði í flugvélum félagsins eftir gerð umrædds lánssamnings. Í ljósi framanritaðs eru ekki efni til að fallast á með stefndu að stefnandi hafi vanefnt ákvæði lánssamnings gagnvart henni. Stefnda virðist og byggja á því að hún hafi ritað undir ábyrgð á samningnum vegna misskilnings um efni hans. Í 10. gr. samningsins milli Hydra ehf. og Landsbanka Íslands hf., sem ber yfirskriftina tryggingar, segir að til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu allra lánshluta samningsins, taki tilgreindir aðilar á sig sjálfskuldarábyrgð hlutfallslega (pro rata) fyrir nánar tilgreindri upphæð á fullum efndum samkvæmt samningnum. Eru ábyrgðaraðilar síðan taldir upp og við nöfn þeirra tilgreindar fjárhæðir í breskum pundum. Þá segir að sjálfskuldarábyrgðin taki til greiðslu höfuðstóls allra lánshluta auk vaxta, dráttarvaxta og vaxtavaxta, svo og alls kostnaðar sem af vanskilum kunni að leiða. Loks segir í lok 10. gr. að ábyrgðin gildi jafnt þótt greiðslufrestur verði veittur á skuldbindingum samkvæmt samningnum einu sinni eða oftar uns skuldin sé að fullu greidd. Ekki veður talið að það eitt, að um er að ræða banka annars vegar og einstakling hins vegar, leiði undantekningarlaust til þess að litið verði svo á að ójafnræði hafi verið með aðilum, þ.e. að bankinn hafi með einhverjum hætti neytt yfirburðastöðu gagnvart viðsemjanda sínum. Þegar litið er til framangreinds um efni ábyrgðarákvæðis 10. gr. lánssamningsins verður ekki fallist á það með stefndu að efni þess sé svo ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að víkja beri til hliðar í heild eða að hluta með hliðsjón af 36. gr. samningalaga þannig að stefndu losni undan greiðsluskyldu samkvæmt umstefndum samningi. Þá liggur ekkert fyrir um það í málinu að stefnda hafi verið blekkt í viðskiptum þeirra og með öllu ósannað að stefnandi hafi með svikum eða þvingunum fengið hana til að taka á sig sjálfskuldarábyrgð á skuldum félagsins. Ekki er unnt að fallast á sýknukröfu stefndu af þessum sökum. Hér verður að líta til þess að þegar um er að ræða ábyrgð skuldara að hluta (pro rata), ábyrgist hver ábyrgðarmaður tiltekinn hluta af heildarskuldinni þannig að samtala verðmætis hlutanna er jöfn heildarskuldinni. Þegar svo háttar til verður hver skuldari aðeins krafinn um hans hluta af skuldinni. Það hefur því ekki áhrif á efndaskyldur hvers einstaks skuldara hvort kröfuhafa lánast að fá efndir hjá hinum skuldurunum. Það er meginregla að ábyrgðarmaður er skuldbundinn samkvæmt loforði sínu samkvæmt þeim skilmálum sem hann hefur gengist undir. Í greinargerð sinni hefur stefnda ekki byggt á því að lán samkvæmt samningnum sé uppgreitt og getur tómlæti stefnanda við innheimtu hjá öðrum ábyrgðarmönnum ekki leitt til þess að pro rata ábyrgð stefndu falli niður. Samkvæmt gögnum málsins liggur fyrir að skuld samkvæmt umþrættum lánssamningnum hefur ekki verið greidd. Stefnda byggir á því að ósanngjarnt sé af stefnanda að bera fyrir sig kröfuna. Með vísan til framangreinds verður ekki fallist á það með stefndu að víkja beri samningnum til hliðar samkvæmt 36. gr. samningalaga. Með því að skuld samkvæmt lánssamningnum hefur ekki verið greidd ber stefndu greiðsluskylda. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið verður fjárkrafa stefnanda á hendur stefndu tekin til greina eins og hún er fram sett, en ekki er tölulegur ágreiningur með aðilum. Eftir þessari niðurstöðu verður stefnda dæmd til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 700.000 krónur, þ.m.t. virðisaukaskattur. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð:Stefnda, Elín Þóra Dagbjartsdóttir, greiði stefnanda, Landsbankanum hf., 2.043.337 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 15. janúar 2014 af 232.389 krónum til 3. ágúst 2014, en af 2.043.337 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda 700.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 24/2000
Kærumál Þingfesting Litis pendens áhrif Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
Einkahlutafélagið S fól trésmiðjunni T að smíða innréttingar. Við afhendingu innréttinganna greiddi P, fyrirsvarsmaður S fyrir þær með tékka, sem hann gaf út í eigin nafni. Tékkarnir fengust ekki innleystir í banka. T stefndi P til greiðslu tékkanna en hafði þá áður höfðað annað mál gegn S þar sem krafist var greiðslu á reikningi fyrir smíðina. Héraðsdómur vísaði máli T gegn P frá dómi á þeim grundvelli að um sömu kröfu væri að ræða í báðum málunum. Talið var að ekki væri um sömu kröfu að ræða og var m.a. vísað til þess að málið væri rekið sem tékkamál en hitt vegna lögskipta að baki þeim, auk þess sem ekki væru sömu aðilum stefnt í báðum málunum. Var því lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. desember 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. janúar 2000. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 17. desember 1999, þar sem vísað var frá dómi máli sóknaraðila á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér málskostnað í héraði og kærumálskostnað. I. Samkvæmt gögnum málsins fól Sprettur ehf. sóknaraðila haustið 1998 að smíða nánar tilteknar innréttingar í hús, sem félagið var þá að reisa. Innréttingarnar munu hafa verið afhentar félaginu 26. nóvember 1998, en þann dag gaf sóknaraðili út reikning vegna verksins að fjárhæð 597.600 krónur. Sá reikningur var greiddur með tveimur tékkum, útgefnum af varnaraðila. Var annar þeirra að fjárhæð 300.000 krónur og útgáfudagur hans tilgreindur 4. desember 1998, en fjárhæð hins 297.600 krónur og útgáfudagur 11. sama mánaðar. Tékkarnir fengust ekki greiddir þegar sóknaraðili hugðist innleysa þá í banka. Sóknaraðili mun hafa fengið kyrrsetningu hjá Spretti ehf. 19. maí 1999 til tryggingar kröfu sinni samkvæmt fyrrnefndum reikningi. Höfðaði sóknaraðili í kjölfarið mál til staðfestingar kyrrsetningunni og heimtu skuldarinnar fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Stefna í því máli var birt 2. júní 1999 og það þingfest 10. sama mánaðar, en dómur mun ekki hafa gengið í því. Hinn 2. júní 1999 birti sóknaraðili jafnframt stefnu í þessu máli fyrir varnaraðila, en það var þingfest fyrir Héraðsdómi Vesturlands 8. september sama árs. Í málinu krefur sóknaraðili varnaraðila um greiðslu skuldar samkvæmt áðurnefndum tékkum. Með hinum kærða úrskurði féllst héraðsdómari á kröfu varnaraðila um frávísun málsins með skírskotun til 4. mgr. 94. gr. laga nr. 91/1991. II. Í áðurnefndu máli, sem er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra, krefur sóknaraðili Sprett ehf. um greiðslu skuldar samkvæmt reikningi á grundvelli verksamnings þeirra. Í þessu máli krefur sóknaraðili á hinn bóginn varnaraðila um greiðslu skuldar samkvæmt tveimur tékkum. Eru þannig ekki sömu aðilar að málunum og er annað þeirra rekið um kröfu samkvæmt verksamningi en hitt sem tékkamál. Í skilningi 4. mgr. 94. gr. laga nr. 91/1991 er krafan, sem mál þetta er rekið um, því ekki sú sama og heimt er í máli sóknaraðila á hendur Spretti ehf. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Rétt er að málskostnaður í héraði vegna þessa þáttar málsins bíði efnisdóms. Varnaraðili verður á hinn bóginn dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Lagt er fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Málskostnaður í héraði dæmist ekki. Varnaraðili, Páll Guðfinnur Harðarson, greiði sóknaraðila, Tré-X búðinni hf., 50.000 krónur í kærumálskostnað. I. Málið höfðaði Tré-X Búðin hf., kt. 450692-2559, Dalvegi 24 Kópavogi, á hendur Páli Guðfinni Harðarsyni, kt. 060754-7569, Grundargötu 80 Eyrarsveit, með stefnu útgefinni 28. maí 1999 og birtri 2. júní s.á. Málið var þingfest á dómþingi 8. september 1999, en því þá frestað til 13. október s.á. til framlagningar greinargerðar stefnda. Þann dag var málinu á ný frestað til 2. nóvember 1999 til undirbúnings aðalmeðferð. Með bréfi dómsins dags. 1. nóvember 1999 var þeirri fyrirtöku frestað. Málflutningur um frávísunarkröfu stefnda fór fram 3. desember 1999 og hún þá tekin til úrskurðar. II. Í þessum þætti málsins gerir stefndi þá kröfu aðallega að málinu verði vísað frá dómi og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Af hálfu stefnanda er þess krafist að frávísunarkröfu stefnda verði hafnað og að dómari taki málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði úrskurðaður til greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda í þessum þætti málsins. III. Dómkröfur stefnanda í máli þessu eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skuld að fjárhæð kr. 597.600 ásamt dráttarvöxtum af kr. 300.000 frá 4. desember 1998 til 11. s.m. en þá ef kr. 597.600 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefnandi lýsir málavöxtum á þann veg í stefnu, að krafa hans byggi á tveimur ávísunum, samtals að fjárhæð kr. 597.600, báðum útgefnum af stefnda á tékkareikningi nr. 754 í Íslandsbanka hf., þeirri fyrri útgefinni 4. desember 1998, að fjárhæð kr. 300.000, en þeirri seinni útgefinni þann 11. s.m. að fjárhæð kr. 297.600. Segir stefnandi að ekki hafi reynst innistæða fyrir hendi er ávísanirnar voru sýndar til greiðslu í Íslandsbanka hf. þann 15. desember 1998 og hafi innlausn þeirra verið hafnað. Síðan segir í stefnu: “Mál hefur verið höfðað vegna kröfunnar sem tékkarnir eru sprottnir af gegn Spretti ehf. og er málshöfðun þessi til að tryggja að tékkaréttur glatist ekki vegna fyrningar. Stefndi skrifaði tékkana út úr persónulegu tékkhefti sínu og er hann því persónulega ábyrgur.” Í greinargerð sinni í málinu segir stefndi að atvikum málsins sé lýst í framlögðum dómskjölum og af þeim sé ljóst að fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra sé til meðferðar mál vegna sömu kröfu og um sé að ræða í þessu máli. Telur stefndi því að samkvæmt 4. mgr. 94. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála beri að vísa máli þessu frá dómi. Stefnandi styður dómkröfur sínar í þessum hluta málsins þeim rökum að 4. mgr. 94. gr. einkamálalaga eigi ekki við, þar sem málið lúti afbrigðilegri meðferð 17. kafla laganna. IV. Í stefnu sem lögð er fram í máli þessu og þingfest var í Héraðsdómi Norðurlands eystra 10. júní 1999, í máli stefnanda máls þessa gegn Spretti hf. krefst stefnandi þess, auk annars, að Sprettur hf. verði dæmdur til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 597.000 auk dráttarvaxta af þeirri fjárhæð frá 26. desember 1998 til greiðsludags. Í stefnunni er málsatvikum lýst með eftirgreindum hætti: “Málsatvik segir stefnandi vera þau að haustið 1998 hafi stefndi [þ.e. Sprettur hf., en ekki stefndi í máli þessu. Innskot dómara] haft samband við stefnanda og pantað hjá honum sérsmíðaðar innréttingar fyrir grunnskóla Eyrarsveitar, en stefndi vann þá við smíði skólans. Stefnandi hafi tekið við pöntun stefnda og hafið að sérsmíða innréttingar fyrir skólann. Að því verki loknu hafi stefnandi látið stefnda vita um að innréttingarnar væru tilbúnar til afhendingar. Stefndi hafi ekki komið strax að sækja innréttingarnar og hafi nokkur tími liðið þar til hann kom loks til að sækja þær. Stefndi hafi ætlað að fá innréttingarnar afhentar án þess að inna nokkra greiðslu af hendi en stefnandi hafi þá neitað afhendingu nema gegn fullri greiðslu kaupverðsins. Fyrirsvarsmaður stefnanda Páll G. Harðarson [stefndi í máli þessu. Innskot dómara] bauð stefnanda þá að afhenda honum tvo tékka úr persónulegu hefti sínu fyrir andvirði varanna og hafi stefnandi þá fallist á afhendingu vörunnar í trausti þess að tékkarnir fengjust greiddir. Vörurnar hafi verið afhentar þann 26. nóvember 1998 og þann sama dag hafi stefnandi útbúið reikning vegna smíði innréttinganna sem afhentur hafi verið við móttöku framangreindra tékka. Annar tékkinn var að fjárhæð kr. 300.000 en hinn tékkinn var að fjárhæð kr. 297.600. Báðir tékkarnir hafi verið útgefnir til stefnanda og stílaðir á hans nafn. Stefndi kveðst hafa farið með tékkana í Íslandsbanka þann 15. desember 1998 til að fá þá greidda. Þá hafi komið í ljós að innistæða reyndist ekki vera fyrir hendi. Hafi stefnandi þá haft samband við stefnda og tilkynnt honum um það en stefndi hafi engar ráðstafanir gert til að greiða stefnanda andvirði tékkanna. Þegar innheimtuaðgerðir stefnanda sjálfs dugðu ekki, hafi stefnandi farið málið til innheimtu hjá lögfræðingi sem ítrekað hafi sent stefnda greiðsluáskoranir. Stefndi hafi ekki fengist til að greiða kröfuna þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir.” Í málsástæðukafla stefnunnar segir: “Stefnandi kveður mál þetta vera sprottið af verksamningi um smíði á innréttingum sem stefnandi hafi efnt að öllu leyti. Stefnandi hafi útbúið reikning vegna vinnu sinnar, sbr. dskj. nr. 3, en hafi ekki fengið reikninginn greiddan þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir. Stefndi hafi lagt fram tvo tékka í því skyni að fá stefnanda til að afhenda framangreindar innréttingar. Tékkarnir hafi síðan báðir reynst vera innistæðulausir er farið var með þá í banka. [...]” Í þeim kafla stefnunnar er inniheldur lagarök segir: “[...] Stefnandi kveðst vísa um kröfur sínar til almennra reglna samninga- og kröfuréttar. Málið sé höfðað fyrir [H]éraðsdómi Norðurlands eystra skv. 36. gr. laga nr. 31/1990. Mál vegna tékkanna kveðst stefnandi byggja á XVII. kafla laga 91/1991 um meðferð einkamála. Kröfu sína um málskostnað kveðst stefnandi styðja við 129. [gr.] og 130. gr. eml. nr. 91/1991.” Í framlagðri greinargerð stefnda, Spretts hf., fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra segir m.a. um málavexti: “[...] Varðandi tékka þá sem stefndi afhenti sem tryggingu við afhendingu innréttinga er það að segja að þeir voru upphaflega ætlaðir sem greiðsla. Þegar forsvarsmaður stefnda [þ.e. stefndi í máli þessu. Innskot dómara] hafði fengið innréttingarnar í hendur og áttað sig á að verð þeirra var langt umfram það sem eðlilegt getur talist og að verulegir gallar voru á innréttingunum, hafði [stefndi. Innskot dómara.] samband við viðskiptabanka sinn og afturkallaði tékkana. [...]” V. Af þeim málavaxtalýsingum sem raktar hafa verið að framan, má sjá að kröfur þær sem gerðar eru í máli þessu og í því máli sem rekið er milli stefnanda máls þessa og Spretts hf. fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra er að rekja til sama löggernings, þ.e. samnings Spretts hf. við stefnanda um smíði innréttinga, og lítur dómari svo á, að unnt hefði verið að höfða eitt mál til heimtu skuldarinnar skv. 1. eða jafnvel 2. mgr. 19. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Með útgáfu þeirra tékka sem stefnt er út af í máli þessu tókst stefndi á hendur sjálfstæða, persónulega greiðsluskyldu gagnvart stefnanda. Á hinn bóginn telur dómarinn að líta verði til þess, að þær kröfur sem uppi eru í málunum byggja í megindráttum á sömu málsatvikum þótt á hendur mismunandi aðilum sé; einnig til þess að kröfurnar eru nærri því þær sömu tölulega og lúta báðar að heimtu greiðslu samkvæmt sama verksamningi. Þá telur dómarinn ennfremur að líta verði til þess að stefnandi byggir á útgáfu tékkanna sem málsástæðu í máli sínu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra; þess að hann kveðst í stefnu sinni þar byggja mál vegna tékkanna á XVII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og til þess að af málsgögnum má ráða að greiðsluskylda samkvæmt umræddum verksamningi er umdeild. Í ljósi þessa telur dómarinn einsýnt, þrátt fyrir ákvæði XVII. kafla laga um meðferð einkamála, að sú greiðsluskylda stefnda sem getið er að ofan, standi í það nánum tengslum við það sakarefni sem nú er til meðferðar í máli stefnanda gegn Spretti hf. fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra, að ekki verði hjá því komist að vísa máli þessu frá Héraðsdómi Vesturlands samkvæmt 4. mgr. 94. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Finnur Torfi Hjörleifsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður.