Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gonguvika-a-akureyri-og-i-nagrenni
|
Gönguvika á Akureyri og í nágrenni
Um helgina hefst rúmlega vikulöng dagskrá á Akureyri og í Eyjafirði þar sem göngur af ýmsum toga og erfiðleikastigum eru í aðalhlutverki. Gönguvikan er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Naturalis, Ferðafélags Akureyrar, Glerárdalshringsins 24X24 og Ferðafélagsins Hörgs. Þetta er þriðja árið í röð sem gönguvikan er haldin og fór þátttakan í fyrra fram úr björtustu vonum.
Allar nánari upplýsingar er að finna á visitakureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-syning-a-listasafninu-4
|
Ný sýning á Listasafninu
Í sumar taka Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Listasafnið á Akureyri saman höndum í verkefninu ?safn í safni? en það byggist á því að sýna hluti úr safneign eins safns í öðru safni og varpa þannig ljósi á menningarsöguleg tengsl safnanna. Safnasafnið sýnir nú verk Katrínar Jósefsdóttur (Kötu saumakonu) sem eru eigu Akureyrarbæjar og laugardaginn 2. júlí opnar Listasafnið á Akureyri sýningu sem ber heitið Hringheimar og samanstendur meðal annars af fjölmörgum verkum úr safneign Safnasafnsins sem skipt hefur verið upp í fimm smærri sýningar. Sýningarstjórar eru Harpa Björnsdóttir og Níels Hafstein.
Sýningarnar varpa ljósi á margs konar hringferla sem hverfast um íslenska myndlist, afmarkaða kima jafnt sem fjölfarin svæði, og birta mismunandi viðhorf, staðhætti og skoðanir. Í gömlu handritunum er heimssýnin ýmist víðtæk eða þröng og sérviskuleg, jafnvel bernsk; í grafíkverkunum og teikningunum kallast markviss vinnubrögð og öguð framsetning hugmynda og val á efni á við tilviljun stundarinnar og hrifnæmi augnabliksins. Í skúlptúrunum er sótt til eldri reynslu og þeir lagaðir að samtímanum, og í einni sérsýningunni er leitast við að gefa myndhugsuninni áþreifanlegan blæ og farið fram á ystu nöf í miðlun áhrifa sem verða til við nýjar lausnir í leikföngum, vísindum og tækni. Svo breitt tjáningarsvið fellur vel að stefnu Safnasafnsins, sem leitast við að eignast verk eftir alþýðulistamenn, börn, hagleiksmenn og einfara, sem og framsækna listamenn sem gera tilraunir sem skara alþýðulist eða eru unnin með þjóðleg minni í huga.
Safnasafnið var stofnað 1995 af Magnhildi Sigurðardóttur og Níelsi Hafstein, í gamla Þinghúsinu á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, en síðan hefur það stækkað umtalsvert og starfsemin orðið viðameiri.
Sýningar Safnasafnsins hafa byggt á nýstárlegri hugsun þar sem alþýðulist og nútímalist mynda fagurfræðilegt samspil, og einstök tengsl heimilis, safns og garðs hafa opnað augu fólks fyrir fegurð mismunandi hluta og innbyrðis samhengis allrar sköpunarþrár.
Í Safnasafninu má sjá verk eftir sjálflærða alþýðulistamenn jafnt og framsækna nútímalistamenn, börn sem fullorðna ? þar má finna málverk, skúlptúra, útsaum, teikningar, líkön, minjagripi, brúður, verkfæri og leikföng, auk áhugaverðs bókasafns. Árlega eru settar upp nýjar sýningar sem hafa það að markmiði að skerpa á myndhugsun eða ögra gestum safnsins og þar er varpað birtu á hina ýmsu kima og hringferli sköpunar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-610-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
|
Nr. 610/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting,?Grímseyjargötu 1.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 7. júní 2011 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 deiliskipulagsbreytingu fyrir Grímseyjargötu 1.
Breytingin felur í sér breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-610-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-1
|
Nr. 610/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting, Sómatún 4.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 7. júní 2011 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 deiliskipulagsbreytingu fyrir Sómatún 4.
Breytingin felur í sér stækkun lóðanna nr. 2 og 4 við Sómatún og göngustíg. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-610-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-2
|
Nr. 610/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting, Undirhlíð 1-3.
Breytingin felur í sér að kvöð um aldur eigenda í húsagerð F1 lækki úr 55 í 50 ára.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/midbaer-nordurhluti-breyting-a-deiliskipulagi-holabraut
|
Miðbær norðurhluti ? breyting á deiliskipulagi, Hólabraut - Laxagata
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. júní 2011 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir norðurhluta miðbæjar Akureyrar.
Deiliskipulagsbreytingin nær til Hólabrautar, Laxagötu, Smáragötu og hluta Gránufélagsgötu. Breytingin gerir m.a. ráð fyrir sameiningu þriggja lóða við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í eina, Hólabraut 16, og breyttri aðkomu að versluninni. Lóðamörk, byggingarreitir og nýtingarhlutfall er skilgreint fyrir allar lóðir innan svæðisins. Gert er ráð fyrir því að Laxagata verði einstefnugata en Hólabraut og Smáragata botnlangagötur.
Tillagan var auglýst 9. mars með athugasemdafresti til 20. apríl 2011. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir Stjórnkerfi / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur. Þann 17. febrúar 2011 var haldinn íbúafundur og fyrirhuguð deiliskipulagsbreyting kynnt. Athugasemdum sem bárust á auglýstum athugasemdartíma var svarað á fundi skipulagsnefndar þann 1. júní 2011.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 52.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hólabraut - Laxagata
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/agust-torfi-hauksson-verdur-forstjori-nordurorku
|
Ágúst Torfi Hauksson verður forstjóri Norðurorku
Ágúst Torfi Hauksson hefur verið ráðinn forstjóri Norðurorku hf. Ágúst er 37 ára vélaverkfræðingur og lauk mastersnámi við University of British Columbia í Kanada árið 2001. Ágúst hefur stundað rannsóknir í varmafræðum við University of British Columbia og unnið hjá verkfræðistofu VGK, m.a við verkefni tengd orkuvinnslu og -nýtingu. Frá árinu 2005 hefur Ágúst verið framkvæmdastjóri hjá Brim hf. þar sem hann hefur m.a. stýrt starfsemi félagsins við Eyjafjörð þar sem um 150 manns starfa að meðaltali.
Ágúst er kvæntur Evu Hlín Dereksdóttur verkfræðingi og eiga þau tvær dætur. Hann hefur störf sem forstjóri Norðurorku í september.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mogil-med-tonleika-i-deiglunni
|
Mógil með tónleika í Deiglunni
Kvartettinn Mógil heldur tónleika á Heitum fimmtudegi í Deiglunni og hefjast tónleikarnir klukkan 21.30 í kvöld. Kvartettinn skipa Heiða Árnadóttir söngur, Hilmar Jensson rafgítar, Joachim Badenhorst klarinett og Kristín Þóra Haraldsdóttir víola. Tónlistin er samin af hljómsveitarmeðlimum.
Mógil hefur starfað í 5 ár og farið í tónleikarferðir um Ísland, Belgíu, Danmörk, Lúxemburg og Holland. Hljómsveitin hefur spilað á ýmsum tónlistarhátíðum, m.a. á Djasshátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Þjóðlagahátiðinni á Siglufirði og á WOMEX heimstónlistarhátiðinni.
Haustið 2007 tók Mógiil upp geisladiskinn Ró, sem hefur fengið frábæra dóma hér á landi og í blöðum erlendis. Einnig var Ró tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og valin þriðja besta plata ársins 2008 af gagnrýnanda Morgunblaðsins. Mógil hefur nú sent frá sér nýjan geisladisk, "Í stillunni hljómar", sem var gefinn út í Belgiu og Hollandi í mars og hefur strax fengið góða dóma þar. Mógil er á tónleikaferðalagi um Ísland til þess að kynna nýja diskinn.
Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefsíðum:
www.youtube.com/mogilmusic
www.mogilmusic.com
http://soundcloud.com/mogil
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-gonguvika-ad-baki
|
Vel heppnuð Gönguvika að baki
Gönguviku Akureyrar og nágrennis, þar sem göngur af ýmsum toga og erfiðleikastigum voru í aðalhlutverki, lauk um helgina. Framkvæmd Gönguvikunnar, sem haldin var í þriðja sinn, tókst vel í alla staði og þátttakan góð. Að sögn Ragnars Sverrissonar hjá Glerárdalshringnum 24X24 voru þátttakendur í göngum þeirra 77 talsins, á öllum aldri og komu alls staðar að af landinu. Ragnar segir að þrátt fyrir óvenju mikinn snjó á göngusvæðinu hafi hann ekki verið til vandræða og allar aðstæður þótt til fyrirmyndar.
Gönguvikan hófst sunnudaginn 3. júlí sl. þegar gengið var úr Öxnadal upp á Jökulborg og þaðan eftir fjallatoppum fyrir botni Glerárdals að Kerlingu, samtals 6 tindar, og endað við Finnastaði í Eyjafirði. Alls voru í boði 11 göngur og sú síðasta var í gær þegar gengið var á Flöguselshnjúk í Hörgárdal undir fararstjórn Bjarna E. Guðleifssonar.
Gönguvikan er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Naturalis, Ferðafélags Akureyrar, Glerárdalshringsins 24X24 og Ferðafélagsins Hörgs.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dalsbraut-fra-thingvallastraeti-ad-midhusabraut-kynning-veg
|
Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut - Kynning vegna deiliskipulagsgerðar
Um þessar mundir er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut. Tillagan er gerð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Framkvæmdin er einnig tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur lagt fram til kynningar lýsingu á skipulagsverkefninu ásamt matslýsingu og tilkynningu framkvæmdar. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru ráðandi við gerð deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Lýst er fyrirhuguðu skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verður háttað gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/midbaer-sudurhluti-drottningarbrautarreitur-kynning-vegna
|
Miðbær suðurhluti ? Drottningarbrautarreitur - Kynning vegna deiliskipulagsgerðar
Um þessar mundir er unnið að gerð deiliskipulags fyrir suðurhluta miðbæjar Akureyrarkaupstaðar, Drottningarbrautarreits. Tillagan er gerð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur lagt fram til kynningar lýsingu á skipulagsverkefninu. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru ráðandi við gerð deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Þá er fyrirhuguðu skipulagsferli lýst og hvernig kynningu og samráði verði háttað gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Tengill við greinargerðina er hér að neðan en hún liggur einnig frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og komið með ábendingar.
Miðbær suðurhluti - Drottningarbrautarreitur
Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að senda þær á netfangið [email protected] eða skila þeim skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dalsbraut-fra-thingvallastraeti-ad-midhusabraut-kynning-veg-1
|
Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut - Kynning vegna deiliskipulagsgerðar
Um þessar mundir er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut. Tillagan er gerð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Framkvæmdin er einnig tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur lagt fram til kynningar lýsingu á skipulagsverkefninu ásamt matslýsingu og tilkynningu framkvæmdar. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru ráðandi við gerð deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Lýst er fyrirhuguðu skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verður háttað gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Tengill við greinargerðina er hér að neðan en hún liggur einnig frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og komið með ábendingar.
Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut
Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að senda þær á netfangið [email protected] eða skila þeim skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-verk-eftir-jon-hlodver-frumflutt-a-laugardaginn
|
Nýtt verk eftir Jón Hlöðver frumflutt á laugardaginn
Á n.k. laugardag mun Íslenski flautukórinn frumflytja verkið Draumur Manúelu eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Verkið er samið fyrir 8 radda flautusveit og einleikara á flautu. Jón Hlöðver er fyrir löngu þjóðþekkt tónskáld og hefur samið fjölda tónverka, einkum fyrir kóra, einsöng og leikhús. Hann hefur hlotið starfslaun úr Tónskáldasjóði og verið valinn Bæjarlistamaður á Akureyri. Jón Hlöðver hefur alið sinn starfsaldur á Akureyri og hlaut í vor heiðursviðurkenningu Akureyrarbæjar fyrir störf í þágu tónlistar á Akureyri.
Er þetta í fyrsta sinn sem stórt tónverk eftir Jón Hlöðver er frumflutt í Skálholti, en einleikari þess er Áshildur Haraldsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fridarhlaupid-a-akureyri-i-dag
|
Friðarhlaupið á Akureyri í dag
Friðarhlaupið - World Harmony Run kom til Akureyrar í dag og hitti Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, hlauparana við Eymundsson kl. 10 í morgun. Eftir stutt spjall skokkaði hann ásamt hópnum upp Listagilið og á KA svæðið þar sem heilsað var upp á krakka í leikjaskóla KA. Þaðan lá leiðin í Glerárhverfið til eldri borgarar á sambýli aldraðra í Bakkahlíð og að lokum voru krakkar í leikjaskóla Þórs heimsóttir.
Friðarhlaupið hófst 5. júlí sl. og stendur fram til föstudagsins 22. júlí. Alls munu 20 hlauparar frá 13 þjóðlöndum hlaupa með logandi friðarkyndil umhverfis Ísland. Þetta alþjóðlega kyndilboðhlaup hefur farið fram í meira en 140 löndum frá því að indverski friðarfrömuðurinn Sri Chinmoy stofnaði það árið 1987 og hafa Íslendingar hafa lagt því lið frá upphafi. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldadagar-um-helgina
|
Miðaldadagar?um helgina
Hinir árlegu Miðaldadagar fara fram á Gásum í Eyjafirði um helgina. Dagskráin hefst á laugardaginn og lýkur á n.k. þriðjudag. Á Miðaldadögum mun handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinna að leður- og vattarsaumi, jurtalitun, reipisgerð, tálgun í tré, spjaldvefnaði, boga- og örvagerð svo fátt eitt sé nefnt. Það færist því sannarlega líf í Gásakaupstað sem var forn verslunarstaður á miðöldum.
Boðið verður upp á leiðsögn um minjasvæðið sem varðveitir hinn forna verslunarstað á Gásum undir leiðsögn Herdísar S. Gunnlaugsdóttur og Sigrúnar B. Óladóttir. Einnig verður brugðið á leik þar sem vafasöm verslun leikur stórt hlutverk í örleikþætti sem byggir á fólki og atburðum sem tengjast staðnum. Leikinn verður knattleikur líkt og hinir fornu kappar léku með knatttré og hálmbolta og munu Miðaldamenn sýna réttu handtökin. Áhugasömum gestum gefst kostur á að taka þátt og sýna hvað í þeim býr í þessum forna leik. Auk þess mun barnabókahöfundurinn Brynhildur Þórarinsdóttir halda sögustund fyrir börnin þar sem þau fá að kynnast spennusögunni Gásagátunni.
Gásverjar, þátttakendur á Gásum, verða um 100 manns. Flestir þeirra eru Eyfirðingar, handverksfólk með óbilandi áhuga á tímabilinu og þessum merka sögustað. Einnig mun handverksfólk frá Akranesi, Hafnarfirði, Reykjavík og Þingeyri taka þátt í hátíðinni.
Gásir í Eyjafirði eru 11 km norðan við Akureyri. Allar nánari upplýsingar um Miðaldadaga má finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hulda-bjork-a-sumartonleikarod
|
Hulda Björk á Sumartónleikaröð
Á sunnudaginn halda þau Hulda Björk Garðarsdóttir, sópransöngkona, og Eyþór Ingi Jónsson, organisti, tónleika á Sumartónleikaröð Akureyrarkirkju. Á efnisskránni er afar hugljúf tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs, Sigvalda Kaldalóns, Giulio Caccini, Edvard Grieg, Felix Mendelssohn, Franz Schubert, Robert Schumann, Carl Orff og Richard Strauss.
Hulda Björk Garðarsdo?ttir er fædd a? Akureyri. Hu?n ho?f söngna?m sitt hja? Þuri?ði Baldursdo?ttur við To?nlistarsko?la Eyjafjarðar, en síðar nam hu?n við Söngsko?lann i? Reykjavi?k, Hochschule der Kunste i? Berli?n og The Royal Academy of Music i? London. Þaðan lauk hu?n einsöngvarapro?fi Dip. RAM a?rið 1998. Hulda Björk hefur haldið fjölda einsöngstónleika víða hérlendis og erlendis, komið fram á ýmsum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kammersveitinni Ísafold. Hún hefur sungið á óperusviði hér heima og erlendis og má þar nefna Norsku óperuna í Osló, Garsington Opera í Englandi og Íslensku óperuna, þar sem hún var í hópi fyrstu fastráðnu söngvaranna.
Eyþo?r Ingi Jo?nsson er fæddur og uppalinn i? Dalasy?slu, þar sem hann ho?f to?nlistarmenntun si?na sex a?ra gamall. Hann nam si?ðar orgelleik hja? Fri?ðu La?rusdo?ttur við To?nlistarsko?lann a? Akranesi og orgelleik, ko?rstjo?rn og hliðargreinar við To?nsko?la Þjo?ðkirkjunnar undir leiðögn Harðar A?skelssonar, Sma?ra O?lasonar o.fl. Eyþo?r lauk Kantorspro?fi fra? sko?lanum vorið 1998. Að því loknu to?k við 7 a?ra nám við To?nlistarha?sko?lann i? Pitea i? Svi?þjo?ð, fyrst við kirkjuto?nlistardeild og si?ðar við konsertorganistadeild. Þaðan lauk hann pro?fi með hæstu einkunn vorið 2007.
Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og er aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjoladagar-i-fullum-gangi
|
Hjóladagar í fullum gangi
Hjóladagar Bifhjólaklúbbsins Tíunnar hófust í gærkvöldi á Ráðhústorgi. Þaðan var ekið í hópakstri að Mótorhjólasafni Íslands þar sem boðið var upp á vöfflur og tónleika. Hápunktur Hjóladagana verður í dag kl. 18:00 þegar keppt verður í mótorhjólaspyrnu á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Dagskránni lýkur svo annað kvöld á lokahófi í Sjallanum.
Dagskrá Hjóladaga má sjá Hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorunn-hyrna-og-volvan-heidur-kvedja-ad-sinni
|
Þórunn hyrna og völvan Heiður kveðja að sinni
Síðustu sýningar á sagnastundum Vanadísar, ?Þórunn hyrna ? landnámskona í Eyjafirði? og ?Sýn Heiðar völvu ? sagnir og veruleiki úr Völuspá?, verða í dag og á n.k. fimmtudag, kl.18:00 (á ensku) og 20:00 (á íslensku). Hinar fornu hafa heimsótt Fjallaloft ferðaþjónustumiðstöðvar FAB Travel að Strandgötu 49 síðustu vikur og flutt nútímanum sögur sínar og boðskap. Áfram verður þó hægt að panta sýningarnar fyrir hópa.
Aðgangur er kr.1.500 og miðasalan er við innganginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmenni-a-midaldadogum
|
Fjölmenni á Miðaldadögum
Góð aðsókn hefur verið á Miðaldadaga við Gásir í Eyjafirði sem hófust á laugardaginn. Talið er að um 650 gestir hafi heimsótt Gásir á opnunardaginn. Góð stemmning ríkti enda var veður nokkuð gott þrátt fyrir að golan léki um bæði Gásverja og gesti. Um helgina fóru m.a. fram skylmingar, knattleikur, axarkast, bogfimi og steinakast. Auk þess sem unnið hefur verið að smáhandverki, kaðlagerð, kolagröf og rennisteinshreinsun.
Dagskrá Miðaldadaga stendur fram á þriðjudag og nánari upplýsingar má finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljodatonleikar-a-sumarkvoldi
|
Ljóðatónleikar á sumarkvöldi
Ástmar Ólafsson, barítón og Alan Jacques, píanóleikari koma fram í kvöld, þriðjudagskvöld, í fyrsta sinn á Akureyri með dagskrá, sem ætti að höfða til allra unnenda ljóðasöngs. Ástmar og Alan hafa starfað saman í áraraðir og haldið fjölda tónleika í Skotlandi, þar sem þeir eru báðir búsettir.
Á dagskrá verða 3 ljóðaflokkar, Liederkreis Opus 39 eftir Robert Schumann, The Lady in White, eftir John Speight, sem alkunnur er Íslendingum eftir margra ára búsetu og tónlistarstörf á Íslandi, og Songs of Travel, eftir hið virta breska tónskáld Ralph Vaughan Williams.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaffihus-i-lystigardinum-a-100-ara-afmaelinu
|
Kaffihús í Lystigarðinum á 100 ára afmælinu
Akureyrarbær hefur ákveðið að hefja undirbúning að byggingu kaffihúss í Lystigarðinum. Samið hefur verið við 1912 Veitingar um leigu á húsnæðinu og er stefnt að opnun þess á 100 ára afmæli garðsins sumarið 2012. Kollgáta ehf. mun sjá um arkitektahönnun hússins og er stefnt að útboði í verkið í október 2011.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnadir-midaldadagar-a-gasum
|
Vel heppnaðir Miðaldadagar á Gásum
Um 1800 gestir lögðu leið sína á Miðaldadaga á Gásum í Eyjafirði dagana 16.-19. júlí. Þetta var í fjórða skipti sem Miðaldadagarnir eru haldnir og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þeir voru fyrst settir á svið árið 2003. Þá unnu einungis þrjár handverkskonur í tóftum hins forna kaupstaðar, en í ár voru Gásverjarnir, allir íklæddir miðaldaklæðum, nálægt 100.
Ljúfir tónar ómuðu um kaupstaðinn og handverksfólk óf, vattarsaumaði og skar út í tré um leið og matarilmur kitlaði bragðlauka. Hlátrasköll barna blönduðust sverðaglamri og háreysti bardagamannanna sem áttust við. Tvisvar var tekin kolagröf, kveikt í og hún opnuð við mikla eftirvæntingu Gásverja sem og gesta. Í bæði skiptin tókst vel til og eldsmiðirnir á staðnum nýttu kolin m.a. til framleiðslu hnífa, nagla og hringnæla. Á laugardaginn var Langskipið Vésteinn frá Þingeyri á Gásum og sigldi með gesti sem réru af kappi um fjörðinn.
Eins og áður kom fram þá voru Gásverjar hátt í 100 talsins og komu flestir þeirra úr Eyjafirðinum, en auk þeirra kom handverksfólk, kaupmenn og bardagmenn frá Akranesi, Hafnarfirði, Reykjavík, Dýrafirði og Danmörku.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/trio-sunnu-gunnlaugs-a-heitum-fimmtudegi
|
Tríó Sunnu Gunnlaugs á Heitum fimmtudegi
Jazzdívan Sunna Gunnlaugs verður í eldlínunni í kvöld í Ketilhúsinu þegar hún kemur fram á Heitum fimmtudegi. Sunna hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heimm fyrir lög sín og snjallan píanóleik. Auk Sunnu skipa tríóið trommuleikarinn Scott McLemore og kontrabassaleikarinn Þorgrímur Jónsson. Tríóið hefur nýlokið upptöku á nýrri breiðskífu sem kemur út með haustinu.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:30.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnanir-i-listagilinu
|
Opnanir í Listagilinu
Þrjár sýningar verða opnaðar í Listagilinu á laugardaginn; Systrasýning Jóhönnu Friðfinnsdóttur og Drafnar Friðfinnsdóttur heitinnar í Ketilhúsinu, Remix Móment 2009 eftir Ernu G.S. í Deiglunni og sýning systkinanna Guðrúnar og Brandar Ólafsbarna, Búkolla og Stolen Speed.
Ketilhúsið kl. 14:00. Systrasýning Jóhönnu Friðfinnsdóttur og Drafnar Friðfinnsdóttur heitinnar
Jóhanna Friðfinnsdóttir (f. 03.09 1947) hóf feril sinn 1997 og stundaði nám í 3 ár í Listaskóla Arnar Inga, eitt ár í Helnæs-Kunstskole og eitt ár í Kunstskolen Brofogedvej í Kaupmannahöfn. Auk þess hefur hún lokið fjölda námskeiða í leir- og glerlist. Hún hefur haldið margar einkasýningar á Íslandi og einnig sýnt í Jónshúsi og á Frederiksbjerg í Danmörku. Síðustu 3 ár hefur Jóhanna aðallega lagt stund á leirlist undir handleiðslu Sigríðar Ágústsdóttur leirlistakonu á Akureyri og verkin sem sýnd eru í Ketilhúsinu er afrakstur þeirrar vinnu.
Dröfn Friðfinnsdóttir (f. 21.03 1946, d. 11.05 2000) stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík, 1963, Myndlistarskólann á Akureyri, 1982-1986 og Lahti Art Institute, Finnlandi, 1987-1988. Dröfn hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga bæði á Íslandi og erlendis. Fjölskylda Drafnar hefur valið verkin á sýninguna sem eru grafíkverk unnin í tré og dúk, en það var sá miðill sem hún var þekktust fyrir og vann mest við sín síðustu ár.
Öll verkin á sýningunni verða til sölu.
Sýningunni lýkur 7. ágúst og verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13:00 til 17:00.
Mjólkurbúðin kl. 14:00. Búkolla og Stolen Speed, sýning Guðrúnar Ólafsdóttur og Brandar Ólafssonar
Systkinin Guðrún Ólafsdóttir og Brandur Ólafsson fluttu til Kanada á unglingsárum og búa nú í Toronto. Guðrún sýnir keramik með íslensku ívafi en Brandur sýnir ljósmyndir og er myndefnið að hluta til íslenskt.
Guðrún lauk námi í George Brown Ceramics Program í Toronto og University of Toronto í listasögu. Hún hefur starfað sjálfstætt sem leirlistakona. Í verkum sínum á sýningunni lítur hún til æskunnar á Ísland og veltir því jafnframt fyrir sér hvernig hrunið hefur leikið Íslendinga. Í verkinu Búkolla í fréttunum tengir hún ófarir útrásarinnar við Búkollusöguna og sýnir myndir af helstu útrásarvíkingum og öðrum áhrifavöldum hrunsins.
Brandur Ólafsson hefur stundað ljósmyndun af vaxandi áhuga í áratug og stundaði nám í Toronto School of Art. Hann sýnir tvö verk. Annað heitir Gluggarnir í Kaldbaksvík þar sem hann leitast eftir að sýna fegurð staðarins, en gefa jafnfram til kynna þann djúpa drunga sem þar er stundum að finna. Hitt nefnist Stolen Speed Juxtapositions. Nature, Beauty and Their Opposites. Verkið snýst um mótsagnakennda fegurð sem er að finna í trjám, steinsteypu, malbiki, vatni, regni, snjó og fáránlegum byggingum.
Sýningin stendur til 31. júlí og er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14:00 til 17:00.
Deiglan kl. 15:00. Remix Móment 2009, sýning Ernu G.S
Erna stundaði myndlistanám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands 1985-1989 og síðar framhaldsnám við Slade School of Fine Art í London 1990-1992. Hún lauk kennsluréttindum við Listaháskóla Íslands árið 2005. Þetta er 11 einkasýning Ernu, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og víða erlendis frá árinu 1990.
Erna sýnir málverk, ljósmyndir og innsetningu sem unnin voru 2009-2011. Viðfangsefni sýningarinnar er andartakið, þjóðfélagsástand og samtíminn, persónulegt líf og skynjanir. Erna hefur unnið að tilraunum með samþættingu ólíkra listmiðla og viðfangsefna frá árinu 2004 þar sem hún vinnur út frá augnablikinu og andartakinu.
Sýningin stendur til 7. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13:00 til 17:00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/operuariur-a-sumartonleikarod-akureyrarkirkju
|
Óperuaríur á Sumartónleikaröð Akureyrarkirkju
Á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn koma fram þau Margrét Brynjarsdóttir, mezzosópran, og Gísli Jóhann Grétarsson, gítarleikari og tónskáld. Munu þau flytja óperuaríur sem að Gísli hefur útsett fyrir gítar eftir Barber, Bizet, Donizzetti, Gastaldon, Gershwin, Herbert, Massenet, Menotti, Mozart, Strauss, Tchaikovsky, Verdi og Gísla sjálfan.
Margrét og Gísli eru bæði búsett í Svíþjóð þar sem þau hafa stundað nám og störf undanfarin ár. Þau stunda nú bæði meistaranám við Tónlistarháskólann í Piteå.
Tónleikarnir hefjast kl 17:00 og er aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-716-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-2
|
Nr. 716/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting, Oddeyri, suðurhluti.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. júní 2011 í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Oddeyri, suðurhluta.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að lögð eru fram m.a. ný lóðarmörk, nýir byggingarreitir og nýtingarhlutfall skilgreint fyrir hverja lóð. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-716-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-1
|
Nr. 716/2011 AUGLÝSING?um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi, Síðubraut - reitur 1.43.8 1.
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. júní 2011 samþykkt tillögu að deiliskipulagsbreytingum, Síðubraut - reitur 1.43.8 1, skv. 40. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að lóð fyrir dreifistöð Norðurorku er afmörkuð.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-716-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
|
Nr. 716/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting, miðbær, norðurhluti, Hólabraut - Laxagata
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. júní 2011 samþykkt tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 40. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér m.a. að þrjár lóðir við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sameinast í eina, Hólabraut 16, og aðkoma að versluninni mun einnig breytast. Lóðarmörk, byggingarreitir og nýtingarhlutfall er skilgreint fyrir allar lóðir innan svæðisins. Gert er ráð fyrir því að Laxagata verði einstefnugata en Hólabraut og Smáragata botnlangagötur.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-hefst-a-fimmtudaginn
|
Ein með öllu hefst á fimmtudaginn
Hin árlega fjölskylduhátíð Ein með öllu verður haldin á Akureyri dagana 28. júlí - 1. ágúst. Hátíðin í ár verður mjúk og elskuleg eins og undanfarin ár og áhersla lögð á að bæði bæjarbúar og gestir upplifi sanna Akureyrarstemmningu. Það má með sanni segja að dagskrá hátíðarinnar sé glæsileg enda munu margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar stíga á svið. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér að neðan og allar nánari upplýsingar má finna HÉR.
Fimmtudagur
Miðbærinn
N4 trúbadoraveisla. Ingó, Hvanndalsbræður, Mammúng o.fl. syngja okkur söngva sína. Útisvið við grasbrekkuna í Skátagili.
Græni hatturinn
Hvanndalsbræður mála Græna hattinn rauðan.
Kaffi Akureyri
Gítarpartý með Ingó veðurguð.
Kaffi Költ
Beggi Dan úr Shadow Parade og Konni úr Tender Foot skella upp trúbadorastemmingu.
Föstudagur
14:00 Upphitun á Ráðhústorgi: tónlist og sölutjöld
Föstudagsfjörfiskar frá Skapandi sumarstörfum á ferðinni. Andlitsmálun fyrir alla krakka á Kaffi Költ.
14:00 - 17:00 Atlantsolía á Glerártorgi
Ein með öllu og kók í boði fyrir dælulykilhafa og aðra gesti.
16:00 - 18:00 Kirkjutröppuhlaup Sportvers
Fimleikafélag Akureyrar stendur fyrir þessum magnaða viðburði. Veitt eru verðlaun fyrir bestu tíma karla og kvenna og 13 ára og yngri, flottustu búningana og stórbrotnustu tilþrifin.
20:00 Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju
Eyþór Ingi organisti heldur óskalagatónleika um ásamt Óskari Péturssyni stórsöngvara.
Tónleikarnir hafa laðað að sér mörg hundruð gesti enda algjörlega einstakir.
21:00 - 23:00 Trúbadorar á Kaffi Költ
Jói og Konni úr Dirty Birds sjá um rólega trúbadorastemmningu.
21:00 Skemmtikvöld á Ráðhústorgi
Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Fígúra, Rúnar Eff og Manhattan, Mammúng hópurinn, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Óskar Axel, Ingó og Veðurguðirnir, Magga & Ragga, Róbert Freyr & Elísabet Metta, Dagur Sig og hljómsveit og fleiri.
Litbolti á flötinni við Samkomuhúsið
Gokart á paninu hjá Brim
Tívolí við Skipagötu
Eftir miðnætti:
Oddvitinn: Alvöru 80´s ball
Alvöru 80´s 90's ball. Strákarnir í N3 ásamt Þórhalli í Pedro mæta með gömlu Dynheimaplöturnar, Sjallaplöturnar, 1929 diskana og alla töffarastælana. Aldurstakmark: 25 ár.
Græni hatturinn: Hjálmar
Stórhljómsveitin Hjálmar sér til þess að enginn sitji kyrr. Það er bara ekki hægt þegar seiðandi reggae-tónlistin hljómar. Eins og það er ekki hægt að valhoppa í fýlu.
Sjallinn: Ingó og Veðurguðirnir
Loksins koma hinir kynngimögnuðu Ingó & Veðurguðirnir í Sjallann eftir langa fjarveru og keyra upp stuðið. Einnig koma fram Kristmundur Axel, Óskar Axel og júlí Heiðar.
Kaffi Akureyri
23.00 - 01.30: Gítarpartý
01.30 - 05.00: DJ Hilli
Kaffi Amor: Dj Beggi Bess
Frítt inn
Pósthúsbarinn
80's diskó
Laugardagur
10:00-14:00 Vatnasafarí að Hömrum
Vatnaleikir við leikjatjörnina að Hömrum. Skemmtileg þrautabraut fyrir börn.
11:00 Sæludagur í sveitinni - Möðruvellir í Hörgárdal
Blönduð dagskrá við þetta forna höfuðból sem engan svíkur. Traktoraspyrna, sveitafitness, reiðsýning og teymt undir börnum.
13:00 Skoðunarferðir um Hof
Farið verður um alla króka og kima þessa glæsilega húss. Aðalsalir hússins, Hamraborg og Hamrar, verða skoðaðir og skyggnst verður á bak við tjöldin. Gestir fá að máta sig á sviðinu í Hamraborg, fara undir sviðið og alla leið upp undir rjáfur á tæknibrúna yfir salnum. Saga hússins og starfsemi verður rakin í stuttu máli. Skoðunarferðin tekur um það bil klukkustund.
13:00 Sæludagur í sveitinni - Hörgársveit
Hörgársveit býður gesti velkomna. Opnir blómagarðar, sveitamarkaður, upplestur á ljóðum okkar bestu skálda, opin fjós, kaffi og kruðerí.
14:00 Kaffi Költ. Málaðu á bolinn
Sveina Björg textílkennari kennir fólki að mála á bolinn. Bolir seldir á staðnum.
14:00 - 18:00 Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi
Einar Mikael töframaður, Mammúng hópurinn, Óskar Axel, Júlí Heiðar, Dagur Sigurðsson og hljómsveit, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Magga & Ragga, Róbert Freyr & Elísabet Metta. Dagskránni lýkur með því að gleðigandurinn Páll Óskar eys úr skálum stuðsins yfir lýðinn.
16:00 - 18:00 Upplestur úr Morgan Kane á Kaffi Költ
Valdir kaflar úr bókunum um töffarann Morgan Kane.
18:00 -22:00 Ævintýraland að Hömrum
Hoppukastalar, hjólabílar og bátar. Skemmtilegur ratleikur sem nær meðal annars inn í Kjarnaskóg. Eins gott að villast ekki. Þeir sem komast alla leið fá viðurkenningarskjal heim til sín eftir helgina.
21:00 - 23:00 Trúbadorar á Kaffi Költ
Jói og Konni úr Dirty Birds sjá um rólega trúbadorastemmingu
21:00 Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi
Fjöldi frábærra listamanna; Páll Óskar, Fígúra, Dagur Sig og hljómsveit, Friðrik Dór, N3, Hjálmar, Mammuúg, Rúnar Eff og Manhattan
Litbolti á flötinni við Samkomuhúsið
Gokart á planinu hjá ÚA
Tívolí við Skipagötu
Andlitsmálun í Kaffi Költ fyrir alla krakka
Eftir miðnætti:
Græni hatturinn: Hjálmar
Stórhljómsveitin Hjálmar hafa skipað fastan sess á Einni með öllu í mörg ár, enda stemmingin á Græna hattinum engu lík.
Oddvitinn: Dynheimaball
Dynheimaballið eina sanna. Þar munu þeir Þórhallur í Pedró, Hólmar Svansson, Pétur Guðjóns, Dabbi Rún og Siggi Rún mæta með gömlu Dynheimaplöturnar og alla töffarastælana. Aldurstakmark: 30 ár
Sjallinn
Stuðkóngurinn Páll Óskar tryllir lýðinn. Það er enginn sem kemst með tærnar þar sem Palli hefur hælana á dansskónum. Sérstakur gestur: Friðrik Dór.
Rýmið, Hafnarstræti. Allir með öllum. 16+
Fram koma: Óskar Axel, Júlí Heiðar, Kristmundur Axel, Ragga & Magga, Róbert Freyr & Elísabet Metta, Bjartur Elí, DJ Óli Geir. Áfengis- og vímuefnalaus skemmtun. Munið skilríkin, árið gildir.
Kaffi Akureyri. Gítarpartý.
DJ Pétur Sveins
Kaffi Amour Plötusnúllinn Davíð Oddsson
Pósthúsbarinn 80's diskó
Sunnudagur
12:00-14:00 Lautarferð í Iðnaðarsafninu
Í verður lautarferðin í skógarlundinum við Iðnaðarsafnið eins og tíðkaðist á sjötta áratug síðustu aldar. Við vonumst til að sjá rauðköflótta dúka með lummum og ástarpungum, ef til vill breiðir fólk út teppi á grasið og drekkur kók í gleri í gegnum lakkrísrör. Flutt verður söngdagskráin ?Stúlkan með lævirkjaröddina? til heiður Erlu Þorsteinsdóttur.
13:00 Skoðunarferðir um Hof
Farið verður um alla króka og kima þessa glæsilega húss. Aðalsalir hússins, Hamraborg og Hamrar, verða skoðaðir og skyggnst verður á bak við tjöldin. Gestir fá að máta sig á sviðinu í Hamraborg, fara undir sviðið og alla leið upp undir rjáfur á tæknibrúnna yfir salnum. Saga hússins og starfsemi verður rakin í stuttu máli. Skoðunarferðin tekur um það bil klukkustund.
14:00 Sjallaspyrnan
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu fer fram á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
14:00-17:00 Útimarkaður
Á Ráðhústorgi verður allt mögulegt til sölu.
15:00 Söngkeppni unga fólksins: HBI Vocalist Söngskóli
Heimir Bjarni Ingimarsson sér um keppnina og mætir með gítarinn. Keppt verður í tveimur flokkum: 3-12 ára og 13-16 ára. Skráning og upplýsingar í síma 869-6634. Sigurvegarar fá m.a. að syngja á Sparitónleikum á sunnudagskvöldið og upptökutíma í hljóðveri.
16:00 - 18:00 Upplestur úr Morgan Kane á Kaffi Költ
Valdir kaflar úr bókunum um töffarann Morgan Kane.
17:00 Sumartónleikar í Akureyrarkirkju
Guðrún Ingimarsdóttir söngkona, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja tónlist eftir Bach, Händel, Mozart og fleiri, fyrir sópran, fiðlu og píanó.
21:00 Sparitónleikarnir
Að þessu sinni verða tónleikarnir á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið. Þar verða flutt lög sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðleg og fram koma Rúnar Eff, Dikta, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Flugeldasýning frá Leiruveginum.
Eftir miðnætti:
Græni hatturinn: Bravó
Bravó-bítlarnir halda uppi bítlastuði frameftir nóttu. Valinn maður í hverju rúmi enda var þessi hljómsveit valin til að hita upp fyrir Kinks þegar þeir léku í Austurbæjarbíói árið 1965 og gerðu allt vitlaust. Sérstakur gestur: Ari Jónsson úr Roof Tops.
Oddvitinn: SSSól
SSSól með Helga Björns í fararbroddi tryllir lýðinn.
Sjallinn. Stórstjörnukvöld
Dikta, Jón Jónsson og Blaz Roca.
Kaffi Akureyri
Partý Sússi.
Kaffi Amour
Dj Ármann Narly.
Pósthúsbarinn
80's diskó.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/minningarbok-i-radhusinu
|
Minningarbók í Ráðhúsinu
Búið er að koma fyrir minningarbók í Ráðhúsinu um fórnarlömb voðaverkanna sem framin voru í Osló og Útey í Noregi sl. föstudag. Þar með gefst fólki kostur á að koma við í þjónustuanddyrinu og skrifa nöfn sín í bókina og votta aðstandendum samúð sína.
Minningarbókinni var komið fyrir í gær og skráði Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar, fyrstur nafn sitt í bókina. Bæjarstjórnin hafði áður sent bæjaryfirvöldum í Álásundi, vinabæ Akureyrar, samúðarskeyti í kjölfar atburðanna.
Bókin verður í þjónustuanddyrinu til föstudagsins 5. ágúst og er opnunartími þess frá kl. 08:00 til 16:00 alla virka daga.
Mynd: Þorgeir Baldursson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/danskir-tonar-i-ketilhusinu
|
Danskir tónar í Ketilhúsinu
Á Heitum fimmtudegi í Ketilhúsinu í kvöld mun hin virta danska jazzsöngkona Cathrine Legardh og kvartett Sigurðar Flosasonar saxófónleikara troða upp. Fyrr á árinu gáfu þau út plötuna Land & Sky þar sem Sigurður samdi tónlistina, en Legardh textana. Platan var tekin upp í Kaupmannahöfn í fyrra haust og henni síðan fylgt eftir með tónleikahaldi í Danmörku nú í vor. Meðleikararnir voru dönsku tónlistarmennirnir Peter Rosendal, Lennart Ginman og Andreas Fryland.
Auk þeirra Sigurðar og Legardh spilar Agnar Már Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:30 og er almennt miðaverð kr. 2.000 en kr. 1000 fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/soguganga-minjasafnsins-a-laugardaginn
|
Söguganga Minjasafnsins á laugardaginn
Á næstkomandi laugardag kl. 14:00 býður Minjasafnið upp á gönguferð um elsta bæjarhluta Akureyrar. Gengið verður um Fjöruna, gömlu Akureyri og allt norður að Torfunefi. Gangan hefst við Minjasafnið og endar í Sigurhæðum, húsi þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, þar sem boðið verður upp á hressingu.
Gangan tekur um 90 mínútur og er ekkert þátttökugjald. Leiðsögumaður er Gísli Sigurgeirsson.
Ljósmynd eftir Hallgrím Einarsson sem sýnir norður Fjöruna og út á gömlu Akureyri um 1902-1903.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-er-hafin
|
Ein með öllu er hafin
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hófst í gær með brekkutónleikum þar sem hinir akureysku Hvanndalsbræður opnuðu hátíðina. Í kjölfarið rak hver viðburðurinn annan, en tónleikunum lauk með fjöldasöng áheyrenda sem Ingó veðurguð stýrði af alkunnri snilld. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og er áætlað að um 3.000 manns hafi verið í Miðbænum þegar mest var.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ein með öllu hefst á fimmtudegi. Það er vel við hæfi því talið er að aldrei hafi jafnmargir gestir verið komnir til Akureyrar á fimmtudegi síðan að hátíðin var fyrst haldin.
Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér að neðan og allar nánari upplýsingar má finna HÉR.
Föstudagur
14:00 Upphitun á Ráðhústorgi: tónlist og sölutjöld
Föstudagsfjörfiskar frá Skapandi sumarstörfum á ferðinni. Andlitsmálun fyrir alla krakka á Kaffi Költ.
14:00 - 17:00 Atlantsolía á Glerártorgi
Ein með öllu og kók í boði fyrir dælulykilhafa og aðra gesti.
16:00 - 18:00 Kirkjutröppuhlaup Sportvers
Fimleikafélag Akureyrar stendur fyrir þessum magnaða viðburði. Veitt eru verðlaun fyrir bestu tíma karla og kvenna og 13 ára og yngri, flottustu búningana og stórbrotnustu tilþrifin.
20:00 Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju
Eyþór Ingi organisti heldur óskalagatónleika um ásamt Óskari Péturssyni stórsöngvara.
Tónleikarnir hafa laðað að sér mörg hundruð gesti enda algjörlega einstakir.
21:00 - 23:00 Trúbadorar á Kaffi Költ
Jói og Konni úr Dirty Birds sjá um rólega trúbadorastemmningu.
21:00 Skemmtikvöld á Ráðhústorgi
Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Fígúra, Rúnar Eff og Manhattan, Mammúng hópurinn, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Óskar Axel, Ingó og Veðurguðirnir, Magga & Ragga, Róbert Freyr & Elísabet Metta, Dagur Sig og hljómsveit og fleiri.
Litbolti á flötinni við Samkomuhúsið
Gokart á paninu hjá Brim
Tívolí við Skipagötu
Eftir miðnætti:
Oddvitinn: Alvöru 80´s ball
Alvöru 80´s 90's ball. Strákarnir í N3 ásamt Þórhalli í Pedro mæta með gömlu Dynheimaplöturnar, Sjallaplöturnar, 1929 diskana og alla töffarastælana. Aldurstakmark: 25 ár.
Græni hatturinn: Hjálmar
Stórhljómsveitin Hjálmar sér til þess að enginn sitji kyrr. Það er bara ekki hægt þegar seiðandi reggae-tónlistin hljómar. Eins og það er ekki hægt að valhoppa í fýlu.
Sjallinn: Ingó og Veðurguðirnir
Loksins koma hinir kynngimögnuðu Ingó & Veðurguðirnir í Sjallann eftir langa fjarveru og keyra upp stuðið. Einnig koma fram Kristmundur Axel, Óskar Axel og júlí Heiðar.
Kaffi Akureyri
23.00 - 01.30: Gítarpartý
01.30 - 05.00: DJ Hilli
Kaffi Amor: Dj Beggi Bess
Frítt inn
Pósthúsbarinn
80's diskó
Laugardagur
10:00-14:00 Vatnasafarí að Hömrum
Vatnaleikir við leikjatjörnina að Hömrum. Skemmtileg þrautabraut fyrir börn.
11:00 Sæludagur í sveitinni - Möðruvellir í Hörgárdal
Blönduð dagskrá við þetta forna höfuðból sem engan svíkur. Traktoraspyrna, sveitafitness, reiðsýning og teymt undir börnum.
13:00 Skoðunarferðir um Hof
Farið verður um alla króka og kima þessa glæsilega húss. Aðalsalir hússins, Hamraborg og Hamrar, verða skoðaðir og skyggnst verður á bak við tjöldin. Gestir fá að máta sig á sviðinu í Hamraborg, fara undir sviðið og alla leið upp undir rjáfur á tæknibrúna yfir salnum. Saga hússins og starfsemi verður rakin í stuttu máli. Skoðunarferðin tekur um það bil klukkustund.
13:00 Sæludagur í sveitinni - Hörgársveit
Hörgársveit býður gesti velkomna. Opnir blómagarðar, sveitamarkaður, upplestur á ljóðum okkar bestu skálda, opin fjós, kaffi og kruðerí.
14:00 Kaffi Költ. Málaðu á bolinn
Sveina Björg textílkennari kennir fólki að mála á bolinn. Bolir seldir á staðnum.
14:00 - 18:00 Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi
Einar Mikael töframaður, Mammúng hópurinn, Óskar Axel, Júlí Heiðar, Dagur Sigurðsson og hljómsveit, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Magga & Ragga, Róbert Freyr & Elísabet Metta. Dagskránni lýkur með því að gleðigandurinn Páll Óskar eys úr skálum stuðsins yfir lýðinn.
16:00 - 18:00 Upplestur úr Morgan Kane á Kaffi Költ
Valdir kaflar úr bókunum um töffarann Morgan Kane.
18:00 -22:00 Ævintýraland að Hömrum
Hoppukastalar, hjólabílar og bátar. Skemmtilegur ratleikur sem nær meðal annars inn í Kjarnaskóg. Eins gott að villast ekki. Þeir sem komast alla leið fá viðurkenningarskjal heim til sín eftir helgina.
21:00 - 23:00 Trúbadorar á Kaffi Költ
Jói og Konni úr Dirty Birds sjá um rólega trúbadorastemmingu
21:00 Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi
Fjöldi frábærra listamanna; Páll Óskar, Fígúra, Dagur Sig og hljómsveit, Friðrik Dór, N3, Hjálmar, Mammuúg, Rúnar Eff og Manhattan
Litbolti á flötinni við Samkomuhúsið
Gokart á planinu hjá ÚA
Tívolí við Skipagötu
Andlitsmálun í Kaffi Költ fyrir alla krakka
Eftir miðnætti:
Græni hatturinn: Hjálmar
Stórhljómsveitin Hjálmar hafa skipað fastan sess á Einni með öllu í mörg ár, enda stemmingin á Græna hattinum engu lík.
Oddvitinn: Dynheimaball
Dynheimaballið eina sanna. Þar munu þeir Þórhallur í Pedró, Hólmar Svansson, Pétur Guðjóns, Dabbi Rún og Siggi Rún mæta með gömlu Dynheimaplöturnar og alla töffarastælana. Aldurstakmark: 30 ár
Sjallinn
Stuðkóngurinn Páll Óskar tryllir lýðinn. Það er enginn sem kemst með tærnar þar sem Palli hefur hælana á dansskónum. Sérstakur gestur: Friðrik Dór.
Rýmið, Hafnarstræti. Allir með öllum. 16+
Fram koma: Óskar Axel, Júlí Heiðar, Kristmundur Axel, Ragga & Magga, Róbert Freyr & Elísabet Metta, Bjartur Elí, DJ Óli Geir. Áfengis- og vímuefnalaus skemmtun. Munið skilríkin, árið gildir.
Kaffi Akureyri. Gítarpartý.
DJ Pétur Sveins
Kaffi Amour Plötusnúllinn Davíð Oddsson
Pósthúsbarinn 80's diskó
Sunnudagur
12:00-14:00 Lautarferð í Iðnaðarsafninu
Í verður lautarferðin í skógarlundinum við Iðnaðarsafnið eins og tíðkaðist á sjötta áratug síðustu aldar. Við vonumst til að sjá rauðköflótta dúka með lummum og ástarpungum, ef til vill breiðir fólk út teppi á grasið og drekkur kók í gleri í gegnum lakkrísrör. Flutt verður söngdagskráin ?Stúlkan með lævirkjaröddina? til heiður Erlu Þorsteinsdóttur.
13:00 Skoðunarferðir um Hof
Farið verður um alla króka og kima þessa glæsilega húss. Aðalsalir hússins, Hamraborg og Hamrar, verða skoðaðir og skyggnst verður á bak við tjöldin. Gestir fá að máta sig á sviðinu í Hamraborg, fara undir sviðið og alla leið upp undir rjáfur á tæknibrúnna yfir salnum. Saga hússins og starfsemi verður rakin í stuttu máli. Skoðunarferðin tekur um það bil klukkustund.
14:00 Sjallaspyrnan
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu fer fram á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
14:00-17:00 Útimarkaður
Á Ráðhústorgi verður allt mögulegt til sölu.
15:00 Söngkeppni unga fólksins: HBI Vocalist Söngskóli
Heimir Bjarni Ingimarsson sér um keppnina og mætir með gítarinn. Keppt verður í tveimur flokkum: 3-12 ára og 13-16 ára. Skráning og upplýsingar í síma 869-6634. Sigurvegarar fá m.a. að syngja á Sparitónleikum á sunnudagskvöldið og upptökutíma í hljóðveri.
16:00 - 18:00 Upplestur úr Morgan Kane á Kaffi Költ
Valdir kaflar úr bókunum um töffarann Morgan Kane.
17:00 Sumartónleikar í Akureyrarkirkju
Guðrún Ingimarsdóttir söngkona, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja tónlist eftir Bach, Händel, Mozart og fleiri, fyrir sópran, fiðlu og píanó.
21:00 Sparitónleikarnir
Að þessu sinni verða tónleikarnir á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið. Þar verða flutt lög sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðleg og fram koma Rúnar Eff, Dikta, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Flugeldasýning frá Leiruveginum.
Eftir miðnætti:
Græni hatturinn: Bravó
Bravó-bítlarnir halda uppi bítlastuði frameftir nóttu. Valinn maður í hverju rúmi enda var þessi hljómsveit valin til að hita upp fyrir Kinks þegar þeir léku í Austurbæjarbíói árið 1965 og gerðu allt vitlaust. Sérstakur gestur: Ari Jónsson úr Roof Tops.
Oddvitinn: SSSól
SSSól með Helga Björns í fararbroddi tryllir lýðinn.
Sjallinn. Stórstjörnukvöld
Dikta, Jón Jónsson og Blaz Roca.
Kaffi Akureyri
Partý Sússi.
Kaffi Amour
Dj Ármann Narly.
Pósthúsbarinn
80's diskó.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/markadsdagur-i-laufasi-a-fridegi-verslunarmanna
|
Markaðsdagur í Laufási á frídegi verslunarmanna
Á frídegi verslunarmanna verður haldinn markaðsdagur í gamla bænum í Laufási. Á boðstólnum verður fjölbreytt íslenskt handverk eins og silfurmunir, prjónavara, snyrtivörur og matvara úr héraði ásamt ýmsu öðru forvitnilegu. Búið var í bænum fram á fjórða áratug síðustu aldar, en þar er nú sýning um lifnaðarhætti í íslenskum torfbæjum.
Laufás er 30 km. norðaustur af Akureyri og er tilvalinn áningarstaður á leið austur á land því þar er einnig rekið Kaffi Laufás sem býður upp á þjóðlegar veitingar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-vel-heppnud
|
Ein með öllu vel heppnuð
Vel heppnuð verslunarmannahelgi er að baki á Akureyri þar sem haldin var fjölskylduhátíðin Ein með öllu. Að vanda var hápunktur hátíðarinnar Sparitónleikarnir sem haldnir voru fyrir framan Samkomuhúsið á sunnudagskvöldinu. Þar komu fram m.a. Helgi Björnsson & Reiðmenn vindanna, Jón Jónsson, Dikta og Rúnar Eff. Talið er að um 12.000 manns hafi sótt tónleikana sem lauk með flugeldasýningu sem skotið var upp utan af Pollinum og tókst sérlega vel.
Ráðhústorgið iðaði af lífi allan laugardaginn þar sem fram kom fjöldi listamanna og þótti Dagur Sigurðsson og hljómsveit stela senunni. Einnig fóru fram skemmtanir á hinum ýmsu skemmtistöðum bæjarins um helgina og var mikill fjöldi fólks í Sjallanum sem og á Dynheimaballi á Oddvitanum. Þar ríkti andi áttunda og níunda áratugarins og mátti þar sjá ófáa axlapúða og satínskyrtur. Lionsmenn voru sýnilegir í bænum fram undir morgun alla helgina og höfðu afar góð áhrif á hátíðargesti með hlýlegu viðmóti.
Myndirnar hér að neðan voru teknar á föstudag og sunnudag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikil-fjolbreytni-verdur-a-handverkshatidinni
|
Mikil fjölbreytni verður á Handverkshátíðinni
Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefst á nk. föstudag og stendur yfir til 8. ágúst. Hundrað sýnendur taka þátt í ár og fjölbreytnin verður þar af leiðandi mjög mikil. Innandyra má m.a. sjá og versla fatnað, fylgihluti, keramik, snyrtivörur, textílvörur, skart ofl. Þessa vörur eru framleiddar úr rammíslenskum hráefnum svo sem hrauni, ull, roði, lambskinni og hreindýraskinni.
Ýmsar uppákomur verða á útisvæðinu, þar sem m.a. góðgæti úr íslensku náttúrunni verður til sölu, og haldnar verða tískusýningar alla dagana. Nánari upplýsingar um Handverkshátíðina má finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsokn-fra-faereyjum
|
Heimsókn frá Færeyjum
Tvöfaldi kvartettinn Vega frá Færeyjum heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, fimmtudag, kl. 20.00. Færeyingarnir eru hingað komnir til að syngja á Fiskideginum mikla á Dalvík um helgina, en munu auk þess halda tónleika á Akureyri og í Reykjavík. Á dagskránni eru einkum færeysk ættjarðarlög og sálmar, en einnig nokkur léttari norræn og amerísk lög.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er enginn aðgangseyrir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fiskidagurinn-mikli-haldinn-i-11-sinn
|
Fiskidagurinn mikli haldinn í 11. sinn
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli hefst á Dalvík á morgun, föstudag, í ellefta sinn. Setning hátíðarinnar verður við Dalvíkurkirkju kl..18:00 með Vináttukeðjunni svokölluðu þar sem fram koma m.a. Friðrik Ómar og Matti Matt, tríóið Sykur og rjómi, Karlakór Dalvíkur og leikskólabörn í Dalvíkurbyggð. Auk þess mun Svanhildur Hólm Valsdóttir flytja vinátturæðuna, 5.000 friðardúfublöðrum verður sleppt og flugeldum skotið á loft svo fátt eitt sé nefnt.
Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu ásamt góðum styrktaraðilum bjóða landsmönnum upp á dýrindis fiskrétti á milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardaginn. Matseðilinn breytist ár frá ári en þó er ávallt boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Af þeim er helst að nefna hina frægu fiskborgara sem grillaðir eru á lengsta grilli landsins en grillið er færiband og á því steikjast borgararnir um 8 metra leið. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir og er dagskrá hátíðarinnar án endurgjalds.
Frekari upplýsingar um Fiskidaginn mikla má sjá HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skak-i-hofi
|
Skák í Hofi
Um helgina fer fram landskeppni Íslands og Færeyja í skák. Tefld verður tvöföld umferð á 11 borðum á Húsavík og á Akureyri. Keppnin er nú haldin í 17. sinn en Færeyingar unnu naumlega þegar hún var haldin á þeirra heimavelli fyrir tveimur árum. Alls hafa Íslendingar sigrað 11 sinnum frá því að keppni hófst árið 1978. Íslensku keppendurnir koma úr röðum Skákfélags Akureyrar, Skákfélagsins Goðans, Skáksambands Austurlands og Taflfélagsins Máta.
Einn af keppendum Íslands verður hinn 11 ára gamli Jón Kristinn Þorgeirsson. Þar með verður hann langyngsti keppandi sem tekið hefur þátt í landskeppninni og jafnframt sá yngsti sem nokkru sinni hefur teflt fyrir Íslands hönd í keppni þar sem ekki er raðað í aldursflokka. Færeyingarnir mæta með sterka sveit til leiks og því má búast við jafnri og spennandi keppni.
1. umferð:
Laugardaginn 6. ágúst kl. 18.00 í sal Framsýnar á Húsavík.
2. umferð:
Sunnudaginn 7. ágúst kl. 13.30 í Hofi á Akureyri. Tónlistarmennirnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen munu blása keppendum baráttuanda í brjóst með nokkrum færeyskum og íslenskum dægurlögum. Taflið hefst u.þ.b. hálftíma síðar og svo verður Landskeppninni slitið með verðlaunahendingu um kl. 18.00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/abendingar-oskast-um-fallega-garda
|
Ábendingar óskast um fallega garða
Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Sérstaklega verður horft til hönnunar, frágangs lóðar/athafnasvæðis, viðhalds, hirðingar, umgengni, fjölbreytilegs plöntuvals og aðlaðandi götumyndar. Ef þurfa þykir getur dómnefnd ákveðið önnur áhersluatriði og veitt viðurkenningar samkvæmt þeim.
Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokkum:
- Flokkur nýrri garða.
- Flokkur eldri garða.
- Flokkur raðhúsa/fjölbýlishúsa.
- Flokkur fyrirtækja.
- Flokkur stofnana.
- Fyrirmyndar gata bæjarins.
Dómnefnd ákveður hversu margar viðurkenningar eru veittar í hverjum flokki. Heimilt er að fella niður úthlutun viðurkenningar í einstökum flokkum, ef kröfum verður ekki fullnægt.
Tekið er á móti ábendingum til og með 19. ágúst í netfangið [email protected], í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar og í síma 460 1000.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesilegri-handverkshatid-lokid
|
Glæsilegri Handverkshátíð lokið
Guðrún Bjarnadóttir var valin Handverksmaður ársins og segir m.a. í rökstuðning valnefndar: ?Guðrún hefur lagt mikla vinnu og fagmennsku til viðhalds gamalla aðferða og þekkingar við litun íslensku ullarinnar. Þennan grunn notar hún til þróunar og nýsköpunar.? Einnig fékk Hólmfríður Arngrímsdóttir verðlaun fyrir Sölubás ársins sem þótti sérstaklega ?stílhreinn og smekklegur.?
Dómnefnd ákvað að veita Bjarna Helgasyni sérstök Hvatningarverðlaun fyrir Organelle verkefni sitt sem er hönnunar- og silkiþrykks verkefni þar sem Bjarni sameinar myndlist, hönnun, náttúru og handverk.
Valnefnd Handverkshátíðarinn skipuðu: Arndís Bergsdóttir hönnuður, Bjarni Kristjánsson fagurkeri, Elín Björg Ingólfsdóttir útstillingahönnuður, Hlynur Hallsson listamaður, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinaleg-nofn
|
Vinaleg nöfn
Útgerðarfélag Akureyringa hefur nú tekið við þeim tveimur togurum sem fylgdu með í kaupum Samherja hf. á eignum Brims á Akureyri. Sólbakur EA 1 fær aftur sitt gamla nafn, Kaldbakur EA 1 og Mars RE 305 fær einnig sitt fyrra nafn, Árbakur EA 5. Skipstjóri á Kaldbak EA 1 verður Sigtryggur Gíslason en hann hefur verið skipstjóri á skipum Samherja um langt árabil og nú síðast á Björgvin EA 311.
Kaldbakur fer í slipp hjá Slippnum á Akureyri og gert er ráð fyrir að skipið haldi til veiða í byrjun september. Ekki er fyrirhugað að Árbakur fari til veiða á næstunni. Mynd: Þorgeir Baldursson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-hvert-stefnir
|
Akureyri ? hvert stefnir?
Undirbúningur fyrir haustþing AkureyrarAkademíunnar er nú kominn á fullt skrið. Yfirskrift haustþingsins að þessu sinni er: Akureyri - hvert stefnir? Með haustþinginu vill Akademían halda viðtekinni venju og bjóða til samtals og samveru þar sem menning og fræði sem og skemmtun og alvara hafa sinn sess.
Stefnt er að því að flutt verði 6 örerindi og hafa þau fengið eftirfarandi vinnutitla:
Menntun á Akureyri í framtíðinni
Menning á Akureyri í framtíðinni
Atvinna á Akureyri í framtíðinni
Iðnaður á Akureyri í framtíðinni
Heilbrigði á Akureyri í framtíðinni
Sjálfbærni á Akureyri í framtíðinni
Haustþingið 2011 er það fimmta sem Akademían stendur fyrir. Nánari upplýsingar má sjá HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-i-brefalugunni
|
Akureyri í bréfalúgunni
Nýtt vikurit beið bæjarbúa í bréfalúgunni í morgun. Blaðið nefnist einfaldlega Akureyri og gefur Fótspor ehf. það út. Ritstjóri er Björn Þorláksson blaðamaður og rithöfundur, en hann hefur starfað við allar gerðir fjölmiðlunar á Íslandi í hartnær tvo áratugi.
Meðal efnis í fyrsta tölublaðinu er úttekt á störfum L-listans, viðtal við Frey Jónsson, forstöðumann Mótorhjólasafnsins, norðlensk veitingahúsarýni og pistill Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Blaðið er gefið út í 8000 eintökum og er dreift á fimmtudagsmorgnum inn á öll heimili á Akureyri, bæjarbúum að kostnaðarlausu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tuttugasta-radstefna-nordmedia-haldin-a-akureyri
|
Tuttugasta ráðstefna NordMedia haldin á Akureyri
Á þriðja hundrað fjölmiðlafræðingar munu næstu daga setja svip sinn á mannlífið á Akureyri en þeir verða þar samankomnir á alþjóðlegri norrænni ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri. Um er að ræða 20. NordMedia ráðstefnuna sem haldin hefur verið á Norðurlöndunum frá 1973 en um áratugur er liðin síðan slík ráðstefna var haldin hér á landi.
Í ár er spurt í yfirskrift hvort fjölmiðlafræði og fjölmiðlarannsóknir séu að skoða það sem máli skiptir. Mikill fjöldi erinda verður fluttur á ráðstefnunni sem skiptist upp í 11 málstofur og eru viðfangsefni fræðimannanna mjög fjölbreytt og tengjast m.a. rannsóknum á blaðamennsku, stjórnkerfi fjölmiðla, áhrifum fjölmiðla á samfélagið og síðast en ekki síst breytingum sem orðið hafa á fjölmiðlum vegna tækniframfara, internetsins og annarrar stafrænnar miðlunar.
Ráðstefnan verður sett í Hofi á morgun, fimmtudag kl. 18:00. Að lokinni setningu mun John Durham Peters prófessor við Iowaháskóla í Bandaríkjunum flytja erindi um gamla og nýja tegund fjölmiðlunar og hvernig nýmiðlun og hefðbundin miðlun takast á og blandast saman í samtímanum.
Á föstudag og laugardag verða málstofur í Háskólanum á Akureyri. Síðdegis á föstudag heldur Cristina Kaindl, sálfræðingur, stjórnmálafræðingur og ritstjóri fræðitímaritsins ?Luxemburg?erindi. Þar mun hún m.a. fjalla um það hvernig breyttir framleiðsluhættir markaðssamfélagsins birtast í fjölmiðlum og kvikmyndum og mótar síðan hugmyndir fólks um sjálft sig.
Ráðstefnunni lýkur á laugardagskvöld.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnanir-um-helgina
|
Opnanir um helgina
Þrjár sýningar verða opnaðar í Listagilinu á laugardaginn; samsýningin Bábiljur ? hégiljur ? þjóðtrú í Deiglunni, Static sýning Georgs Óskars Manúelssonar og Hvarvetna eftir Hrafnhildi Ingu Sigurðardóttur í Ketilhúsinu.
Mjólkurbúðin kl. 14:00. Static. Sýning Georgs Óskars Manúelssonar
Georg Óskar lærði við Myndlistarskólann á Akureyri og var um skeið gestanemi við Lahti Institute of Fine Art í Finnlandi. Hann hefur haldið nokkrar sýningar víðsvegar um landið síðan náminu lauk. Georg segir verkin á sýningunni endurspegla óskýrleikann og truflunina í nútímalífi: ?Fyrir mér er málverkið aðeins ástríða augnabliksins. En eitthvað þarftu að hafa upplifað til að láta þetta augnablik verða sýnilegt öðrum.?
Sýningin stendur aðeins um helgina frá kl. 14:00-17:00.
Ketilhúsið kl. 14:00: Hvarvetna. Málverkasýning Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir er fædd að Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1978 og 1979, Myndlista og handíðaskóla Íslands, nú Listaháskóla Íslands, 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999 og 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs. Ennfremur dvaldi hún í listamannaíbúð Skandinaviska Foreningen í Róm haustið 2004 og lista og fræðimannsíbúðinni á Skriðuklaustri vorið 2006 og sumarið 2008.
Undanfarin ár hefur Hrafnhildur svo til eingöngu málað landslagsmálverk og þá aðallega sjó, himinn og veðrabrigði.
Sýningin er opin alla daga frá 13:00 ? 17:00 og stendur til 21. ágúst.
Deiglan kl. 15:00. Bábiljur ? hégiljur ? þjóðtrú. Samsýning Höfuðverks
Höfuðverk er hópur samnemenda úr Myndlistaskóla Akureyrar. Myndlistamennirnir eru Áslaug Anna Jónsdóttir, Ásta Bára Pétursdóttir, Eygló Antonsdóttir, Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, Margét Buhl, Telma Brimdís Þorleifsdóttir, Ragney Guðbjartsdóttir.
Þema sýningarinnar er bábiljur ? hégiljur og þjóðtrú og nálgast myndlistamennirnir viðfangsefnið hver á sinn hátt. Á sýningunni verða málverk, skúlptúrar og innsetningar.
Sýningin er opin alla daga frá 13:00 ? 17:00 og stendur til 21. ágúst.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnad-endurvinnsluatak
|
Vel heppnað endurvinnsluátak
Vegna endurvinnsluátaks sem hófst fyrir um ári síðan hefur heimilissorp á Akureyri minnkað um helming. Í ágúst í fyrra var rúmlega 7000 flokkunartunnum komið fyrir við hvert heimili bæjarins og fer nú innan við helmingur af óflokkuðu sorpi til urðunar miðað við það sem áður var.
Í viðtali við Bylgjuna í gær sagði Helgi Már Pálsson, bæjartæknifræðingur og yfirmaður framkvæmdadeildar: ?Flokkunin krefst ekki mikillar vinnu og fólk kemur sér upp kerfum sem að henta hverjum og einum. Þá verður þetta t.d. eins og að ryksuga vikulega eða hluti af öðrum heimilisstörfum. Við höfum ekki rekið mikinn áróður fyrir verkefninu en förum væntanlega með slíkt í gang á næstunni til þess að auka árangurinn enn frekar.?
Að lokum hvatti Helgi Már landsmenn til að feta í fótspor Akureyringa: "Svona lagað á allsstaðar við, en fer að mestu eftir hugsunargangi íbúanna sjálfra sem hefur verið mjög jákvæður hér á Akureyri.?
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ad-verda-hluti-af-heild-1
|
Að verða hluti af heild
Annað árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun annarra starfsmanna grunnskóla Akureyrar með námskeiðinu ?Að verða hluti af heild?. Mikil ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna.
Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla og hvetja starfsmenn í kröfuhörðum störfum fyrir komandi vetur. Það er von og trú allra sem að þessu verkefni koma að vel takist til og skili þátttakendum uppbyggilegri fræðslu sem hægt er að nýta í starfi. Um er það ögrandi verkefni fyrir starfsmenn SÍMEY að taka á móti svo kraftmiklum hópi starfsmanna Akureyrarbæjar í sí-og endurmenntun.
Í þetta sinn taka 110 starfsmenn þátt í 15 klukkustunda námskeiði þar sem meðal annars er fjallað um tölvu- og upplýsingalæsi, samskipti nemenda og starfsfólks, hvernig á að takast á við kröfuharða nemendur og boðið er upp á vinnustofu um leikinn. Leiðbeinendur á námskeiðunum hafa allir mikla reynslu á sínu sviði. Öllum þátttakendur býðst að sækja viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til að skoða frekari möguleika til sí- og endurmenntunar að námskeiði loknu.
Námskeiðið styrkja Starfsmenntaráð, Mannauðssjóður Kjalar og Sveitamennt ? starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni.
Myndirnar að neðan voru teknar við upphaf námskeiðsins á mánudag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kubanskir-dansar-i-ketilhusinu
|
Kúbanskir dansar í Ketilhúsinu
Á morgun, laugardag, kl. 17:15 verður boðið upp á kúbanska dansa í Ketilhúsinu. Þá munu Anna Richards segja frá dansmenningu Kúbu og hinum ólíku dönsum sem þar eru dansaðir og Ernesto Camilo, dansari og danskennari frá Kúbu, dansa með aðstoð Urðar Sahr. Camilo hefur til margra ára verið meðlimur í nútímadanshópi í Matanzas meðfram dansnámi sínu í æðsta listaháskóla Kúbu.
Tvenns konar dansnámskeið undir handleiðslu Camilo eru nú í gangi í Point dansstúdíó annars vegar fyrir 13-16 ára og hins vegar fyrir 16 ára og eldri. Munu nemendur sýna afraksturinn á Akureyrarvöku um næstu helgi. Í byrjun september hefst svo dansnámskeið fyrir börn.
Allar nánari upplýsingar gefur Anna Richards ? 863 1696.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-framundan
|
Akureyrarvaka framundan
Vika er í setningu Akureyrarvöku í Lystigarðinum. Þessi árlega bæjarhátíð Akureyringa stækkar frá ári til árs og hefur fjöldi viðburða bæst í dagskrána á föstudegi og laugardegi. Daglega bætast viðburðir við dagskrána sem er uppfærð reglulega á www.visitakureyri.is. Prentaðri dagskrá Akureyrarvöku verður dreift á n.k. miðvikudag í öll hús á Akureyri, Hrísey, Grímsey og Eyjafjarðarsveit. Hún mun einnig vera tiltæk í söluskálum í Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Siglufirði, Húsavík og Dalvík.
Í kjölfar samstarfs Akureyrarstofu og Myndlistaskóla Akureyrar er útlit kynningarefnis Akureyrarvöku í ár glænýtt. Það voru nemendur á 2. ári í grafískri hönnun undir leiðsögn Þórhalls Kristjánssonar grafísks hönnuðar, sem unnu að efninu. Fjöldi góðra tillaga kom fram en tillaga Kristínar Ýr Pétursdóttur varð fyrir valinu. Samvinnan tókst með stakri prýði og ríkir mikil ánægja með niðurstöðuna sem sjá má HÉR.
Akureyrarvaka hefst formlega í Lystigarðinum n.k. föstudag kl. 21:00. Hér má sjá dagskrá Akureyrarvöku.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/icelandair-flygur-fra-akureyri-naesta-sumar
|
Icelandair flýgur frá Akureyri næsta sumar
Næsta sumar mun Icelandair bjóða upp á flug til og frá Akureyri um Keflavíkurflugvöll á ýmsa áfangastaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Flogið verður allt að fjórum sinnum í viku frá 7. júní til 30. september 2012. Brottför frá Akureyrarflugvelli verður klukkan 14:30 og lending á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:20.
Í tilkynningu segir að hægt verði að fljúga með tengiflugi til New York, Boston, Washington, Orlando, Seattle og Halifax í Norður-Ameríku og London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Amsterdam, Brussel og Ósló í Evrópu.
Brottför frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar er klukkan 16.20 og lending á Akureyri kl. 17.10. Akureyrarflugið er bókanlegt sem hluti af flugi Icelandair til og frá Íslandi og mun félagið leigja Fokker 50-flugvél af systurfyrirtækinu Flugfélagi Íslands til þess.
Frétt tekin af mbl.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarakademian-fagnar-5-ara-afmaeli
|
AkureyrarAkademían fagnar 5 ára afmæli
Á Akureyrarvöku á n.k. laugardag mun AkureyrarAkademían - Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, fagna 5 ára afmæli sínu. Dagskráin hefst kl. 12:00 í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99, með ávarpi formanns Akademíunnar, Péturs Björgvins Þorsteinssonar.
Á meðal helstu dagskrárliða afmælisins er fyrirlestur Margrétar Helgadóttur sagnfræðings, sem mun að mestu fjalla um niðurstöður meistaraverkefnis hennar, Gullöld húsmæðra. Þar mun Margrét kynna niðurstöðu rannsóknar sem m.a. var unnin úr viðtölum við 11 konur sem allar áttu það sameiginlegt að vera húsmæður á árunum 1945 til 1965. Þær voru spurðar um áhrif tækniframfara, valmöguleika í lífinu og hlutverk þeirra í samfélaginu. Leitast var við að varpa ljósi á húsmóðurstarfið og fá svar við því hvort að þessi tími hafi í raun verið gullöld húsmæðra.
Afmælisnefnd AkureyrarAkademíunnar skipa: Kristín Þóra Kjartansdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson og Hermína Gunnþórsdóttir.
Afmælishátíðin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á akureyrarakademian.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styttist-i-akureyrarvoku
|
Styttist í Akureyrarvöku
Akureyrarvaka hefst á föstudaginn. Þessi árlega bæjarhátíð Akureyringa stækkar frá ári til árs og hefur fjöldi viðburða bæst í dagskrána á föstudegi og laugardegi. Enn eru að bætast viðburðir við dagskrána sem er uppfærð reglulega á www.visitakureyri.is. Prentaðri dagskrá Akureyrarvöku verður dreift í dag, miðvikudag, í öll hús á Akureyri, Hrísey, Grímsey og Eyjafjarðarsveit. Hún mun einnig vera tiltæk í söluskálum í Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Siglufirði, Húsavík og Dalvík.
Akureyrarvaka hefst formlega í Lystigarðinum n.k. föstudag kl. 21:00. Hér má sjá dagskrá Akureyrarvöku.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/okkar-ohada-isold
|
Okkar óháða ísöld
Dagana 3.-6. n.k. verður haldið í samvinnu við Háskólann á Akureyri sjötta alþjóðlega Rannsóknaþing Norðursins - Northern Research Forum - NRF. Þar koma saman tugir sérfræðinga frá Norðurlöndunum, Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Indlandi og Nepal og verða þátttakendur einnig frá fleiri löndum. Þingið er að þessu sinni haldið að Hótel Örk í Hveragerði og ber yfirskriftina ´Okkar ísháða veröld - Our Ice Dependent World´.
Rannsóknaþingið mun marka tímamót því þar koma saman í fyrsta sinn sérfræðingar og fulltrúar frá löndum á Norðurslóðum og ríkjum á Himalayasvæðinu til að fjalla um bráðnun íss og jökla og áhrif þess á heimsbyggð alla. Áhugafólki um loftslagsbreytingar, Norðurslóðir og Himalayasvæðið er einnig boðið að sækja Rannsóknaþingið og getur það skráð sig á heimasíðu NRF, www.nrf.is. Einnig er að finna nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar.
Rannsóknaþing Norðursins er mikilvægt framlag til þverfaglegrar og alþjóðlegrar umræðu um málefni er lúta að loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra, vandamálum og hugsanlegum tækifærum, sem þær kunna að skapa. Jafnframt eru Rannsóknaþingin vettvangur til að efla samstarf og tengsl á milli svæða þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir nú þegar á vistkerfi, loftslag, veður og samfélags- og menningarlega velferð.
Rannsóknaþing Norðursins stendur fyrir ráðstefnum þar sem fræðimenn, stjórnmálamenn, embættismenn, fulltrúar fyrirtækja, óháðra félagasamtaka og annarra hittast til að ræða mikilvæg málefni tengd norðurslóðum. Þær eru vettvangur fyrir skoðanaskipti milli lærðra og leikra og er sérstök áhersla lögð á þátttöku ungs fólks í umræðum.
Auk NRF og Háskólans á Akureyri standa eftirtaldir íslenskir aðilar að skipulagi Rannsóknaþingsins: Forsetaembættið, Utanríkisráðuneytið, Háskólafélag Suðurlands, Jöklarannsóknafélag Íslands, Hveragerðisbær, Rannís, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Veðurstofa Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/yfirlitssyning-a-verkum-gustavs-geirs-i-listasafninu
|
Yfirlitssýning á verkum Gústavs Geirs í Listasafninu
Á Akureyrarvöku á n.k. laugardag klukkan 15:00 opnar Listasafnið á Akureyri yfirlitssýningu á verkum Gústavs Geirs Bollasonar. Gústav hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis og haldið tíu einkasýningar. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlitssýning á verkum Gústavs er haldinn og gefst því gott tækifæri til að fá innsýn í feril þessa einstaka listamanns.
Glundroði og hrörnun eru hugðarefni Gústavs Geirs. Verk hans hverfast um tækifærin sem felast í framrás tímans. Hann vinnur með hluti sem fundnir eru á víðavangi, leikur sér með rekavið náttúrunnar og reköld mannanna. Landslagið læðist inn í ljósmyndasamsetningar, abstrakt grafísk verk og jafnvel verk búin til úr jörðinni sjálfri. Bútar úr jörðinni hafa verið sviptir samhengi sínu og hrifnir inn í galleríið og bíða þess þar að áhorfandinn púsli þeim saman í verkunum og á milli verka.
Miðpunktur sýningar Gústavs í Listasafninu á Akureyri er verk hans Fiskar bera ekki byssur (2004-2008). Þar skeytir listamaðurinn teikningar og málverk saman við myndbanda- og tónskúlptúra. Listilega unnar teikningarnar eru gerðar eftir kvikmynd af hendi sem gangsetur bátsvél. Með þessum teikningum fylgja útlínumyndir sem sýna þverskurð skipsskrokksins og á teiknaðar útlínurnar hefur listamaðurinn málað skipsskrúfuna. Kvikmyndavél á bátnum festi á filmu hafflötinn og lífið á sjónum. Þessari kvikmynd er varpað á vegg og á borð með vatni. Vatnsborðið endurspeglast einnig í myndinni sem varpað er á vegginn. Og freistist einhver áhorfandi til þess að dýfa fingrunum eða hendinni í vatnið, þá umhverfist kvikmyndin í bylgjur, gárur sem sjást bæði á vatnsborðinu og á veggnum.
Einn af hápunktum þessarar sýningar er ný röð teikninga sem er í raun ætlað að þjóna sem eins konar myndstiklur og sýna okkur heiminn eftir að vistfræðilegt hrun hefur átt sér stað. Þegar olíulindirnar þorna upp skipta bílarnir ekki lengur máli; maður sést byggja hús úr gömlum gúmmídekkjum sem vart eru til annars nýt. Svokallaðir flóðhestabílar ? sundursagaðir afturhlutar bifreiða sem dregnar eru áfram af hestum ? aka hægt framhjá óplægðum túnum. Í drungalegustu teikningunni er beinamulningsvél að verki innarlega í hlöðu og í þeirri órakenndustu sturta tvær hendur hrútsvofu úr bíldekki ofan í læk. Myndaflokkurinn lýsir því hvernig heimurinn er reistur úr öskustó með nákvæmlega sömu hlutum og lögðu hann í eyði og hvernig samskipti manns og dýra leita aftur til fyrri hátta.
Gústav Geir er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987-1989, nam við Magyar Képzömüveszeti Egyetem í Búdapest 1989-1990 og lauk DNSEP gráðu við Ecole Nationale d'Art í Frakklandi árið 1995. Gústav er einn af stofnendum Verksmiðjunnar á Hjalteyri og situr í stjórn hennar.
Sýningin stendur til sunnudagsins 16. október. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl 12:00-17:00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-hefst-i-dag
|
Akureyrarvaka hefst í dag
Akureyrarvaka verður sett í Lystigarðinum í kvöld kl 21.00. Á meðal helstu atriða við setningarathöfnina má nefna eldheitt kúbanskt salsa, tónlistargjörninga, álfaveislu og tónleika Helga og hljóðfæraleikaranna. Dagskrá Akureyrarvöku hefur aldrei verið viðameiri en hátt í 100 viðburðir eru þegar komnir á fjölbreytta dagskrána og þeim fjölgar enn.
Akureyrarvaka er síðasti liður Listasumars en jafnframt afmælishátíð Akureyrarbæjar, sem verður 149 ára á mánudag. Eitt af því sem einkennir Akureyrarvöku í ár er eyfirsk hönnun því bæði fag- og áhugaaðilar í faginu munu sýna afurðir sínar vítt og breitt um miðbæ Akureyrar á laugardagskvöld.
Á meðal annarra viðburða má nefna opnanir í Listagilinu og í galleríum bæjarins, opið hús hjá Félagi harmonikkuunnenda, fyrirlestur Hólmsteins Snædal um landnám Eyjafjarðar, Óperutöfra SN, Bryggjuball á Torfunefsbryggju, Afmælistónleika Björgvins Halldórssonar, Sirkus Íslands og tónlist og dynjandi dans í miðbænum.
Vegna Akureyrarvöku verða nokkrar götur bæjarins lokaðar fyrir umferð sem hér segir:
Föstudagur. Lækjargata frá kl. 22.00. Aðalstræti frá Lækjargötu að Minjasafni, Hafnarstræti frá Höepfner og suður að Minjasafninu ásamt Spítalavegi frá kl. 22.30-23.30. Bílaumferð bönnuð á Torfunefsbryggju frá kl. 22.00-24.00 vegna bryggjuballs.
Laugardagur. Kaupvangsstræti frá Glerárgötu og göngugatan í Hafnarstræti frá kl. 11.00-00.00. Skipagata frá kl. 11.00-00.00. Gilið frá Bautahorninu að gatnamótum Eyrarlandvegar frá kl. 11.00-00.00.
Hér má sjá dagskrá Akureyrarvöku.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/best-reknu-grunnskolarnir-eru-a-akureyri
|
Best reknu grunnskólarnir eru á Akureyri
Grunnskólar Akureyrar eru best reknu grunnskólar landsins í samanburði við stærstu sveitarfélögin. Auk þess er hvergi á landinu hærra hlutfall faglærðra kennara. Undanfarin fimm ár hafa grunnskólar bæjarins verið að stærstum hluta mannaðir faglærðu starfsfólki og segir Gunnar Gíslason, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, tilkomu kennaradeildarinnar við Háskólann á Akureyri eiga stóran þátt í því.
?Kennurum hefur almennt fjölgað á landinu og við höfum notið góðs af því. En ég vil taka það fram að hér er ekki um að ræða verri mönnun, því þegar að borin er saman fjöldi barna á hvern kennara er útkoman hjá okkur mjög svipuð og hjá hinum sveitarfélögunum.?
Þrátt fyrir að eiga hæsta hlutfall faglærðra kennara í starfi er hlutfall útgjalda til skólamála af skatttekjum á Akureyri lágt og rekstrarkostnaður á hvert barn er lægstur í samanburði við stærstu sveitarfélögin á landinu.
?Löngu áður en kreppan skall á voru menn á tánum í rekstrinum og leituðu ýmissa leiða til þess að mæta auknum útgjöldum. Þar er eiga stjórnendur og starfsmenn skóladeildar stóran hlut að máli og þessi árangur sýnir ábyrgð og metnað í starfi.?
Frétt tekin af ruv.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gledi-og-glaumur-a-akureyrarvoku
|
Gleði og glaumur á Akureyrarvöku
Mikil gleði ríkti á meðal þeirra sem nutu fjölda viðburða á Akureyrarvöku um helgina. Akureyrarvaka var sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldið og er talið að aldrei hafi fleira fólk safnast saman í garðinum af þessu tilefni. Einnig er talið að metþátttaka hafi verið í Draugaslóð Minjasafnsins, Leikfélags Akureyrar og Leikfélags Hörgdæla, sem fór fram að setningu lokinni.
Akureyrarvöku lauk í gær í Ketilhúsinu þar sem fram komu fjórir nemendur stórsöngvarans Kristjáns Jóhannssonar, þau Aðalsteinn Már Ólafsson, bariton, Kristján Jóhannesson, bassi, Una Dóra Þorbjörnsdóttir, sópran og Unnur Helga Möller, sópran. Góð aðsókn var á viðburði hátíðarinnar og ágústveðrið var ekki til að spilla fyrir stemmningunni.
Dagskrá Akureyrarvöku hófst með árlegri opnun Myndlistarfélagsins í Hofi á föstudag kl. 17:00 og við tók þétt dagskrá þar sem yfir 100 viðburðir fóru fram víðsvegar um bæinn. Haldið var skemmtilegt bryggjuball á Torfunefsbryggjunni og að því loknu héldu margir ballgestanna í rómantíska siglingu um Pollinn skömmu eftir miðnætti.
Á laugardag opnaði Listasafnið yfirlitssýningu á verkum Gústavs Geirs Bollasonar, sem stendur til 16. október, en einnig voru opnanir í öllum helstu galleríum og sýningarsölum bæjarins. Norðlenska í samvinnu við Bautann og Landssamband íslenskra kúabænda buðu uppá heilgrillað naut, Fimleikafélag Akureyrar skemmti börnum á Ráðhústorginu og eyfirskir hönnuðir sýndu vörur sínar um allan miðbæinn. Sirkus Íslands og Stórsveit Félags harmonikkuunnenda slógu svo botninn í dagskrá miðbæjarins með frábærri skemmtun.
Akureyrarvaka var mjög áberandi á Rás 2 um helgina þar sem voru beinar útsendingar úr Hofi frá Bergsson og Blöndal, Helgarvaktinni og Afmælistónleikum Björgvins Halldórssonar á laugardagog Gestum út um allt á sunnudag.
Hér að neðan má sjá myndir frá Akureyrarvöku sem voru teknar á föstudag og laugardag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/22-milljonir-faerdar-a-milli-ara
|
22 milljónir færðar á milli ára
Bæjarráð Akureyrar hefur heimilað færslu fjárveitinga á milli ára í málaflokkum félagsþjónustu og fræðslu? og uppeldismála. Góður rekstur á árinu 2010 gefur svigrúm til að færa rekstrarafgang þessara málaflokka yfir á núverandi fjárhagsár og nema upphæðirnar 12 milljónum króna til fjölskyldu? og búsetudeildar og 10 milljónum króna til skóladeildar.
Í 7. kafla um fjárhagsáætlunarferli Akureyrarbæjar er fjallað um færslu fjárveitinga á milli ára. Þar segir að ef rekstrarútgjöld stofnunar séu innan fjárhagsáætlunar geti forstöðumaður óskað eftir því við bæjarráð að rekstrarafgangur ársins af óbundnum liðum verði fluttur á milli ára. Þetta er þó háð því skilyrði að viðkomandi fagnefnd og embættismaður hafi staðfest að þjónustu hafi verið sinnt í samræmi við starfsáætlun og að rekstrarafgangur sé vegna hagræðingar, sparnaðar eða flutnings verkefna á milli fjárhagsára.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, afhenti deildarstjórum skóladeildar og fjölskyldu? og búsetudeildar fjármunina formlega í dag, samtals 22 milljónir króna sem verða færðar yfir á núverandi fjárhagsár.
Við það tækifæri sagði Eiríkur Björn að þótt aðeins væri um að ræða lítið brot af heildarrekstrarútgjöldum þessara málaflokka þá væri færsla þeirra á milli ára hvort tveggja í senn, hvatning til starfsfólks bæjarins um að gera enn betur og um leið þakklætisvottur fyrir vel unnin störf.
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, Sigurveig Bergsteinsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, Gunnar Gíslason, fræðslustjóri, Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi, Inda Björk Gunnarsdóttir, formaður félagsmálaráðs, Guðrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar, og Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-fyrir-fallega-garda-arid-2013
|
Viðurkenningar fyrir fallega garða árið 2011
Fyrr í mánuðinum óskaði Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Fjölmargar ábendingar bárust sem allar voru skoðaðar auk garða víða um bæinn. Í valnefndinni voru: Guðrún Björgvinsdóttir verkstjóri garðyrkjumála, Jóhann Thorarensen ræktunarstjóri, Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðsins og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála.
Hamragerði 10
Eigendur: Gunnlaugur Frímannsson og Guðlaug Halla Ísaksdóttir.
Stór, vel hirtur og afar snyrtilegur eldri garður sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga. Hann inniheldur stórt úrval af skrautplöntum og þess má geta að eigendur framleiða öll sín sumarblóm í gróðurhúsi á suðurlóð. Rammgerðir skjólveggir eru við hellulagða verönd og fjölbreyttur gróður í kring. Rifsberjarunnar eru í norðausturhlutanum og eru sumarblóm áberandi við aðalinngang hússins og víðar við húsið. Mjög stílhrein og vel hirt lóð í heildina séð.
Stekkjatún 12
Eigendur: Angantýr Arnar Árnason og Björk Elva Brjánsdóttir.
Stór og mikil verönd er sunnan við húsið sem er blanda af steypu og timbri. Mikið er af fjölbreyttum gróðri fyrir utan og innan skjólveggina og af blómum í kerum á veröndinni. Skemmtilegar klifurplöntur klæða veggi hússins og snyrtilegt garðhýsi er staðsett á lóðamörkunum. Fyrir austan húsið eru reitir fyrir matjurtir. Framlóðin er snyrtileg þar sem eru burknar og runnar í upphækkuðum beðum við innganginn. Mjög glæsileg parhúsalóð.
Holtagata 11
Eigendur: Óli Austfjörð og Elsa Heiðdís Hólmgeirsdóttir.
Mjög fallegur garður sem fellur vel að húsinu. Hæðarmuni lóðarinnar er eytt með blöndu af timburkerum og náttúrugrjóti. Í kerunum er blanda af sígrænum og lauffellandi runnum. Sunnan við húsið er fallegur garðskáli og í framhaldi af honum er lítil falleg verönd og lítið garðhýsi. Tré og runnar á lóðinni hafa verið endurnýjuð að mestu leyti en þó standa eftir nokkur eldri tré. Undir trjánum hefur skrautrunnum af ýmsum tegundum verið plantað. Mjög vel hirt og smekkleg lóð.
Munkaþverárstræti 25
Eigendur: Helgi Jóhannesson og Elín Sigurbjörg Jónsdóttir.
Gömul lóð sem ber natni eigenda fagurt vitni. Bráðskemmtilegur og stór garður sem er eins konar blanda af skrúðgarði og nytjajurtagarði. Lóðin er í töluverðum halla og því erfið í viðhaldi og hönnun. Aftur á móti er mikið af beðum í stöllum. Á baklóðinni eru ýmsar tegundir matjurta ásamt safnahaugakössum. Gamall og ilmandi garður með sál, vel hirtur með miklu og góðu plöntuvali.
Icelandair Hotels
Eigendur: Þingvangur ehf.
Mjög snyrtileg og hreinleg aðkoma með smástétt og gróðri við aðalinngang. Beð og bílastæði austan við hús eru mjög snyrtileg. Grasflatir eru fínar og gömlu aspirnar njóta sín á austur lóðinni. Mikill halli er á suður- og vesturlóð sem tekin er af með hleðslum og fláum úr náttúrugrjóti. Í fláann er plantað skrautrunnum af ýmsu tagi. Stór hellulögð verönd er vestan við húsið með flottum bekkjum, borðum og kerum úr timbri. Í heildina er allur frágangur til fyrirmyndar.
Mýratún 2
Eigendur: Óli Bjarni Ólason.
Mjög snyrtilegur og vel frágenginn nýr garður og vel afmarkaður af skjólveggjum á alla kanta. Hellulögð bílastæði og verönd eru fyrir sunnan, vestan og norðan við hús. Hluti sólpalls úr er úr timbri sem afmarkaður er með bogasveigðum línum. Beðin eru öll afmörkuð með kantsteini og er hæðarmuni eytt af suður- og vesturlóð með fallegum steinhleðslum. Í beðum eru aðallega lágvaxnir skrautrunnar. Lítil tjörn og garðlýsing auka á stemmninguna. Mjög stílhrein og vel hirt lóð.
Að lokum var þeim Hallgrími Gíslasyni og Báru Ólafsdóttur veitt sérstök viðurkenning fyrir matjurtagarð ársins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-795-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
|
Nr. 795/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting, Krossanes, Becromal
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. ágúst 2011 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Krossanes, Becromal. Breytingin felst í stækkun byggingarreits vegna staðsetningar vakthúss innan lóðar aflþynnuverksmiðjunnar. Tillagan að deiliskipulagsbreytingunni hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytingar-a-lidi-akureyrar
|
Breytingar á liði Akureyrar
Næsta vetur mun Akureyrarbær tefla fram nýjum liðsmanni þegar að Útsvar, spurningakeppni Sjónvarpsins hefur göngu sína á nýjan leik. Nýi liðsmaðurinn er séra Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju. Mun hún taka sæti Hildu Jönu Gísladóttur sem ákvað að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Sem fyrr verða þeir Hjálmar Brynjólfsson og Birgir Guðmundsson á sínum stað. Hildu Jönu er þökkuð frábær frammistaða á liðnum árum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikur-fyrir-lifid
|
Leikur fyrir lífið
Norræn leikskólaráðstefna verður haldin í Menningarhúsinu Hofi dagana 1.-2. september. Að þessu sinni kallast þema ráðstefnunnar ?leikurinn?. Á ráðstefnuna eru skráðir 143 þátttakendur, 24 Íslendingar og 119 Norðurlandabúar. Frá árinu 2000 hafa leikskólakennarar frá vinabæjunum Akureyri, Randers í Danmörku, Ålesund í Noregi og Västerås í Svíþjóð þróað með sér samstarf og fyrir ári síðan komu leikskólakennarar frá Lahti í Finnlandi inn í samstarfið.
Meginfyrirkomulag þessa samstarfs er að tveir til þrír aðilar frá hverjum vinabæ mynda stýrihóp. Hópurinn hittist einu sinni á ári og skipuleggur samstarfið. Haldnar hafa verið ráðstefnur einu sinni á ári um málefni leikskólans og hafa löndin skipst á að halda þær. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin á Akureyri og á næsta ári verður hún haldin í Lahti.
Með þessu samstarfi hefur skapast vettvangur fyrir leikskólakennara að gerast gestakennarar á hinum Norðurlöndunum og munu 20 norrænir leikskólakennarar taka þátt í leikskólastarfinu á Akureyri á næstu dögum.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar setur ráðstefnuna og Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri Hjallastefunnar flytur aðalfyrirlesturinn. Ráðstefnunni lýkur svo með hátíðarkvöldverði á föstudagskvöldinu.
Undirbúningshóp ráðstefnunnar skipa:
Gerður Gísladóttir aðstoðarleikskólastjóri, leikskólanum Iðavellir Akureyri
Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi skóladeild Akureyrar
Kristlaug Þ. Svavarsdóttir leikskólastjóri, leikskólanum Iðavellir Akureyri
Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi skóladeild Akureyrar
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimsíðu hennar: www.akmennt.is/norsamby
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eva-thorey-opnar-syningu-i-mjolkurbudinni
|
Eva Þórey opnar sýningu í Mjólkurbúðinni
Eva Þórey Haraldsdóttir opnar málverkasýninguna Húsin mín á morgun, laugardag, kl. 14:00 í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Eva Þórey sýnir olíumálverk á striga sem hún málar eingöngu með pallettu hnífi en ekki pensli. Þetta er þriðja einkasýning Evu Þóreyjar sem stundaði nám í frjálsri málun í Myndlistaskólanum í Reykjavík síðastliðinn vetur.
Um sig og málverkin sín segir Eva Þórey: ?Ég er Akureyringur í húð og hár; fædd og uppalin í fallegasta bæ norðan Alpafjalla. Ég hef teiknað og málað frá því ég man eftir mér. Áhuginn kviknaði svo um munaði í tímum hjá Einari Helgasyni myndlistarmanni og kennara í Gagnfræðiskóla Akureyrar. Hann leyfði mér að fara ótroðnar slóðir og hvatti mig og studdi. Það var ómetanlegt fyrir mig að kynnast honum og sitja kennslustundir hans. Ég hef sótt ýmis myndlistarnámskeið um ævina og stundaði nám í frjálsri málun við Myndlistarskólann í Reykjavík sl. vetur undir leiðsögn Sigtryggs Baldvinssonar og Birgis Snæbjörns Birgissonar?.
Sýningin stendur til 18.september.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aukasyning-a-husmodurinni
|
Aukasýning á Húsmóðurinni
Hlátrasköllunum ætlaði aldrei að linna í Menningarhúsinu Hofi þegar að leikhópurinn Vesturport sýndi Húsmóðurina þar um helgina en gleðileikurinn sló heldur betur í gegn hjá Akureyringum. Ákveðið hefur verið að bæta við aukasýningu næsta laugardag, 10. september, þar sem færri komust að en vildu um helgina.
Í Húsmóðurinni tekst Vesturport á við gamanleikjaformið þar sem hurðir opnast og lokast á háréttu augnabliki, persónur birtast á óþægilegu andartaki eða yfirgefa sviðið rétt áður en allt verður óbærilega vandræðilegt. Öll trixin í bókinni og auðvitað fullt af óvæntum uppákomum að hætti Vesturports. Húsmóðirin er sett upp í Hamraborg, stóra sal Hofs, en áhorfendur sitja á sviðinu.
Vesturportshópinn þarf vart að kynna en hann á 10 ára afmæli í ár og í vor hlaut hann Evrópsku leiklistarverðlaunin sem eru ein virtustu leiklistarverðlaun í heiminum. Hópurinn hefur á þessum tíu árum verið afkastamikill og sett upp margar eftirtektarverðar sýningar og framleitt nokkrar kvikmyndir. Þær sýningar sem mesta athygli hafa hlotið einkennast af sterkum myndum, krafti og gleði, grípandi tónlist og ólgandi tilfinningum. Nú um helgina veitti Vesturport Evrópsku leiklistarverðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Alexandrinsky-leikhúsinu í Pétursborg. Þetta er án vafa mesta viðurkenning sem íslenskt leikhús og leikhúslistamenn hafa hlotið fyrr og síðar. Sýningarnar Hamskiptin og Faust voru sýndar ytra í tenglsum við hátíðina fyrir fullu húsi fjölmiðla ? og leikhúsfólks og var vel fagnað.
Höfundar og leikarar verksins eru þau Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Víkingur Kristjánsson og Jóhannes Níels Sigurðsson. Leikmynd og búninga hannar Ilmur Stefánsdóttir og lýsingu annast Þórður Orri Pétursson. Pálmi Sigurhjartarson semur og flytur tónlist og Ólafur Örn Thoroddssen er hljóðmaður sýningarinnar.
Miðasala í Hofi og á http://www.menningarhus.is/.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-vegna-dalsbrautar
|
Íbúafundur vegna Dalsbrautar
Meginmál
Íbúafundur vegna deiliskipulagsins ,,Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut? verður haldinn fimmtudaginn 8. september í Lundarskóla.
Fundurinn hefst klukkan 20:30 og mun Þórgnýr Dýrfjörð stýra fundinum.
Dagskrá fundarins:
Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og formaður vinnuhóps um skipulag Dalsbrautar
Gerir grein fyrir núverandi stöðu skipulagsins
Ómar Ívarsson f.h. X2 hönnunar - skipulags ehf
Kynnir tillögu að skipulagi Dalsbrautar og tengsl við nærliggjandi svæði
Kristinn Magnússon f.h. Verkfræðistofu Norðurlands ehf
Kynnir veghönnun Dalsbrautar
Opnar umræður og fyrirspurnir
Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér skipulagið sem ennþá er á vinnslustigi.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-um-dalsbraut
|
Íbúafundur um Dalsbraut
Fimmtudagskvöldið 8. september verður haldinn íbúafundur vegna deiliskipulagsins "Dalsbraut frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut". Fundurinn verður í Lundarskóla og hefst kl. 20.30.
Dagskrá fundarins:
Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og formaður vinnuhóps um skipulag Dalsbrautar, gerir grein fyrir núverandi stöðu skipulagsins.
Ómar Ívarsson frá X2 hönnun-skipulagi kynnir tillögu að skipulagi Dalsbrautar og tengsl við nærliggjandi svæði.
Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands kynnir veghönnun Dalsbrautar.
Opnar umræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri verður Þórgnýr Dýrfjörð.
Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér skipulagið sem ennþá er á vinnslustigi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarminjadagur-evropu
|
Menningarminjadagur Evrópu
Menningarminjadagur Evrópu hér á landi verður haldinn fimmtudaginn 8. september nk. Þema dagsins að þessu sinni er menningarlandslag. Í tilefni dagsins mun Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra halda erindið Minningar og minjar í menningarlandslagi í Gamla Húsmæðraskólanum að Þórunnarstræti 99 á Akureyri kl. 18.00.
Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, http://www.fornleifavernd.is/.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bok-i-mannhafid
|
Bók í mannhafið
Í dag, 8. september, er alþjóðadagur læsis og af því tilefni hefur 30 bókakössum verið dreift um alla Akureyri. Í kössunum eru ókeypis bækur sem fólk á öllum aldri getur tekið með sér heim til lestrar. Að lestri loknum á að koma bókinni fyrir í sambærilegum bókakassa eða á stað sem er aðgengilegur öðrum. Hver bókarkápa hefur verið merkt með límmiða sem á stendur Bók í mannhafið. Almenningur getur einnig sett sínar eigin bækur í bókakassana með því að setja límmiða framan á bókina þar sem stendur Bók í mannhafið.
Bókakassarnir munu standa út september og lengur ef að áhugi er fyrir hendi. Að verkefninu standa Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/megas-senuthjofarnir-a-graena-hattinum
|
Megas & Senuþjófarnir á Græna hattinum
Meistari Megas mætir til Akureyrar í kvöld, föstudagskvöld, og heldur tónleika á Græna hattinum ásamt hljómsveit sinni Senuþjófunum. Óhætt er að segja samstarf Megasar og Senuþjófanna gæfuríkt því samstarfið hefur getið af sér fjórar plötur síðan það hófst árið 2007. Á tónleikunum verður leikið efni af þessum plötum en einnig verður farið yfir allt það besta frá ferli Megasar og þar er af nógu að taka.
Á morgun, laugardag, heldur hljómsveitin Ensími tónleika á Græna hattinum. Þetta verður í annað sinn sem sveitin leikur á Græna hattinum en hún spilaði fyrr á árinu til að kynna fjórðu plötu sína, Gæludýr. Að þessu sinni mun lagavalið einkennast af þekktustu lögum sveitarinnar af farsælum ferli.
Báðir tónleikarnar hefjast kl. 22:00. Miðasala fer fram í Eymundsson og við innganginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/reynsla-er-thekking
|
\"Reynsla er Þekking\"
Sýningin ?Reynsla er Þekking?, sem er samstarfsverkefni listamannanna Sharka Mrnakova, George Hollanders og Birgit Ehrhardt, opnaði um helgina í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningin er lifandi og listræn framsetning sem beinir athyglinni að eko- og útikennslu í leikskólum, náttúrulegum leikgörðum og áhrifum þeirra á þroska fólks; bæði andlegan og líkamlegan.
Náttúrulegir leikvellir eru gerðir úr náttúrulegu eða endurunnu hráefni eða hlutum. Það heildræna umhverfi sem þessir leikgarðar mynda miðar að örvun skilningarvits barna og fullorðinna og að færa þau nær náttúrunni og samfélaginu.
Á meðal þess sem sjá má á sýningunni er afrakstur þróunarverkefnis um útikennslu, sem unnið var í samstarfi við leikskólann Iðavelli á Akureyri í sumar, hönnunarferli og uppbygging í samvinnu við foreldra og aðferðir og óhefðbundnar leiðir til að endurnýta sorp eða úrgang við kennslu í leikskólum. Á sýningunni er einnig ítarleg kynning á útileikskólum og náttúrulegum leikgörðum.
Sýningin mun standa til 25. september.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/domulegir-dekurdagar-2
|
Dömulegir dekurdagar
Dömulegir dekurdagar verða haldnir í fjórða sinn á Akureyri helgina 6.-9. október næstkomandi. Þetta er helgi þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt verður að velja úr fjölda viðburða og munu Flugfélag Íslands og Icelandair Hótel Akureyri bjóða upp á sérstakan dekurpakka.
Allar nánari upplýsingar og dagskrá má sjá HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-i-punktinum-i-kvold
|
Opið hús í Punktinum í kvöld
Opið hús verður í Punktinum í kvöld, mánudagskvöldið 12. september, frá kl. 20-22. Akureyringar eru hvattir til að mæta og skoða aðstöðuna, hitta leiðbeinendur á námskeiðum komandi veturs og annað starfsfólk. Þá verður einnig hægt að skrá sig á einhver af þeim ótal námskeiðum sem í boði eru.
Námskeið í Punktinum haustið 2011.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-auglysir-eftir-styrkumsoknum
|
KEA auglýsir eftir styrkumsóknum
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum. Nauðsynlegt er að fylla út umsókn sem nálgast má á heimasíðunni eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36, 600 Akureyri fyrir 1. október 2011. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari útlistun á úthlutunarflokkum og reglugerð sjóðsins á heimasíðu KEA.
Styrkúthlutun tekur til eftirfarandi flokka:
- Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur verið að ræða málefni á sviði félagsmála, minja, lista og almennt þeirra málefna sem flokkast sem menning í víðtækri merkingu.
- Til þátttökuverkefna á sviði menningarmála. Í þessum flokki er horft til stærri verkefna á sviði menningarmála á félagssvæði KEA.
- Til ungra afreksmanna á sviði mennta, lista og íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek s.s. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA.
- Styrkir til íþróttamála. Markmiðið er að stuðla að því að sem flest börn og unglingar eigi kost á íþróttaiðkun og að íþróttamenn eða lið sem skara fram úr geti stundað markvissar æfingar og sótt mót við sitt hæfi. Einnig falla hér undir verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að heilbrigðum lífstíl almennings eða snúa að uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarrad-samthykkir-fjarhagsramma-naesta-ars
|
Bæjarráð samþykkir fjárhagsramma
næsta árs
Á fundi bæjarráðs á mánudaginn var samþykkt tillaga að fjárhagsramma ársins 2012 og er vinna við fjáhagsáætlun komin vel á veg. Bæjarfulltrúar A-lista, B-lista, D-lista, S-lista og V-lista lögðu fram bókun á fundinum þar sem þeir samþykktu framkomna tillögu um fjárhagsramma ársins 2012. Aftur á móti er minnt á að í þriggja ára áætlun sé gert ráð fyrir hagræðingarkröfu upp á 200 milljónir króna sem aðeins sé mætt að hluta til í þessum ramma.
Fundargerðina má sjá HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikarid-ad-hefjast-hja-leikfelagi-akureyrar
|
Leikárið að hefjast hjá Leikfélagi Akureyrar
Leikárið 2011-2012 hefst senn hjá LA og er fjölbreyttur og spennandi starfsvetur framundan. Leikfélagið mun frumsýna þrjár eigin uppfærslur og bjóða upp á fjölda ólíkra og vandaðra gestasýninga. Bæklingi LA hefur verið dreift um allt Norður- og Austurland og mun verða dreift um höfuðborgarsvæðið strax eftir helgina.
Sala áskriftarkorta er hafin og að venju býður Landsbankinn ungu fólki kortin á sérkjörum. Einnig verður boðið upp á nýjung í áskriftarkortum en það eru sameiginleg kort LA og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Þar gefst kaupendum tækifæri á að velja tvær af sýningum LA og tvenna tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Nánar um allar sýningar leikársins á www.leikfelag.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-795-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-1
|
Nr. 795/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting, Undirhlíð - Miðholt
Á grundvelli 4. gr. e í ?samþykkt um skipulagsnefnd? samþykkti skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar 10. ágúst 2011 tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Undirhlíð ? Miðholt, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin/deiliskipulagið felur í sér að gerð er ný lóð fyrir spennistöð við Langholt á opnu svæði norðan Undirhlíðar 1. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-835-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
|
Nr. 835/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting, Naustahverfi, 1. áfangi, Stekkjartún 26-28-30.
Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 1. áfangi, Stekkjartún 26-28-30. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 25. ágúst 2011 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Stekkjartún 26-28-30.
Breytingin felur m.a. í sér að húsgerð H breytist. Í stað tvíbýlishúsa með alls 6 íbúðum, koma fjölbýlishús, hvert með fjórum íbúðum, alls 12 íbúðir. Bílastæðum fjölgar úr 12 í 24. Lóðirnar stækka að götu og gangstétt færist inn á lóðir sem kvöð. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-rokkar
|
Akureyri Rokkar
Rokkhátíðin Akureyri Rokkar hefst í dag, fimmtudag, og stendur fram á laugardag. Alls koma 24 hljómsveitir fram á tónleikum í Húsinu og í Sjallanum. Það er hljómsveitin Crazy Dude sem að ríður á vaðið í Húsinu í kvöld kl. 19:30 en Agent Fresco mun svo loka hátíðinni með tónleikum í Sjallanum kl. 03:20 á laugardagskvöld.
Nánari upplýsingar má finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/matur-inn-2012
|
MATUR-INN 2011
Sýningin MATUR-INN 2011 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 1. og 2. október næstkomandi. Sýningin er vettvangur norðlenskrar matarmenningar í víðri merkingu allt frá frumframleiðendum matvæla til veitinga- og ferðaþjónustufyrirtækja. Sýningin er haldin á tveggja ára fresti og verður aðgangur að henni ókeypis.
Síðasta sýning var haldin haustið 2009 og sóttu hana á bilinu 12-14 þúsund gestir. Mikið er lagt upp úr því að sýningin verði fjölbreytt og í boði verður sýningarsvæði fyrir fyrirtæki og félagasamtök auk markaðssvæðis sem kjörið er til þess að selja haustuppskeruna eða annað sem tengist mat og matarmenningu. Á sýningarsvæðinu verða einnig skemmtilegar keppnir og uppákomur sem gestir geta fylgst með.
Opnunartími sýningarinnar verður kl. 11:00-17:00 dagana 1. og 2. október. Nánari upplýsingar má finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mastermind-nordursins
|
Mastermind Norðursins?
Vinnustofan Mastermind Norðursins verður haldin í Hofi 22. september næstkomandi á vegum Air 66N. Mastermind Norðursins er sérhönnuð vinnustofa fyrir aðila í ferðaþjónustu á Norðurlandi sem vilja ná markmiðum sínum og áætlunum um viðskiptalegan árangur með auknu samstarfi við aðra aðila.
Markþjálfi er Rúna Magnúsdóttir ACC stjórnendamarkþjálfi frá ICF. Nánari upplýsingar um Rúnu má finna á heimasíðu hennar: www.runamagnus.com.
Allar nánari upplýsingar um Mastermind Norðursins má finna á www.nordurland.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-umhverfismal-og-sjalfbaera-throun
|
Málþing um umhverfismál og sjálfbæra þróun
Fimmtudaginn 22. september næstkomandi verður haldið opið málþing í Ketilhúsinu undir heitinu: Umhverfismál og sjálfbær þróun. Norræn samvinna með þátttöku íbúa og fyrirtækja. Málþingið er haldið í tengslum við loftslagsráðstefnu norrænu vinabæja Akureyrar, sem haldin verður í bænum dagana 21. ? 23 september næstkomandi.
Málþingið í Ketilhúsinu er haldið í samvinnu við Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri og fer að mestu fram á norrænum málum. Alls verða flutt sex erindi; Danfríður Skarphéðinsdóttir sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu kynnir norrænt umhverfissamstarf, Guðmundur Halldórsson rannsóknarstjóri hjá Landgræðslu ríkisins fjallar um Vistheimt á Norðurlöndum, Ásgeir Ívarsson efnaverkfræðingur frá Mannviti fjallar um framleiðslu eldsneytis úr úrgangi á Akureyri, Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri Moltu segir frá jarðgerð á lífrænum úrgangi frá Eyjafjarðarsvæðinu, Anna Jungmarker og Kjell Sandli stjórnendur umhverfismála í Västerås og Álasundi gera grein fyrir vinnu að umhverfismálum og sjálfbærri þróun í sínum bæjum.
Málþingið hefst á tónlistarflutningi og síðan opnar Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar þingið. Málþingið er öllum opið, en æskilegt er að fólk skrái sig á netfangið [email protected].
Innan norrænu vinabæjakeðjunnar fer fram margháttuð samvinna og samskipti. Samvinna í umhverfismálum á sér nokkurra ára sögu og sameiginleg loftslagsráðstefna er nú haldin í fimmta skipti en í fyrsta sinn á Akureyri. Fyrri ráðstefnur voru haldnar í Álasundi, Västerås, Lahti og Randers.
Nánari upplýsingar um loftslagsráðstefnuna og opna málþingið gefur Helgi Már Pálsson, bæjartæknifræðingur: [email protected], sími: 460 1104.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsaekjendur-um-stodu-forstodumanns-nyrrar-menningarmidstodva
|
Umsækjendur um stöðu?forstöðumanns nýrrar menningarmiðstöðvar
Alls bárust níu umsóknir um starf forstöðumanns nýrrar menningarmiðstöðvar í Listagilinu. Umsækjendur eru: Arndís Bergsdóttir, Björg Erlingsdóttir, Eyjólfur Már Thoroddsen, Friðrik Rafnsson, Hannes Sigurðsson, Harpa Björnsdóttir, Hlynur Hallsson, Olga Hanna Möller og Sigríður Gunnarsdóttir.
Í miðstöðinni sameinast undir einum hatti starfsemi Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í
Listagili. Markmið breytinganna er að efla Listagilið sem eina heild og miðstöð sjónlista utan höfuðborgarsvæðisins. Menningarmiðstöðin tilheyrir rekstri Akureyrarstofu sem fer með menningar-, markaðs-, ferða- og atvinnumál fyrir hönd bæjarins.
Aðalverkefni nýju stofnunarinnar verður rekstur Listasafnsins á Akureyri, Ketilhússins og Deiglunnar og skipulagning árlegs Listasumars, en auk þess mun hún hafa umsjón með vinnustofum listamanna í Listagilinu og eiga í samstarfi við þá aðila sem þar starfa.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/19-aldar-ljosmyndari-i-minjasafninu
|
19. aldar ljósmyndari í Minjasafninu
Á næstkomandi laugardag gefst einstakt tækifæri til þess að bregða sér aftur um aldir og fylgjast með ljósmyndara taka ljósmyndir og framkalla með efnum og aðferðum sem notaðar voru um 1850. Þá mun Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri feta í spor Jóns Chr. Stefánssonar, timburmeistara og myndasmiðs, sem fyrstur Íslendinga tók ljósmyndir með votplötutækni sem hann lærði í Kaupmannahöfn 1858.
Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri hefur undanfarið ár numið 19. aldar ljósmyndafræði í Kalifornínu og gert tilraunir með slíka tækni sem kölluð er votplötutækni (wetplate) eða collodion. Notast er við framandi
efni og myndin framkölluð á glerplötu og málmplötu. Hörður er nú að smíða eigin myndavél frá grunni en mun nota myndavél frá 1880 á laugardaginn ásamt færanlegu myrkraherbergi ? myrkrakassa sem hann hefur smíðað.
Sýnikennslan fer fram á Minjasafninu á Akureyri á næstkomandi laugardag á milli kl. 14:00 og 16:00 og eru allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjoldi-hugmynda-a-vinnustofu-ferdathjonustufyrirtaekja
|
Fjöldi hugmynda á vinnustofu ferðaþjónustufyrirtækja
Fjöldi nýrra hugmynda kom fram á vinnustofu ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi í Hofi í gær. Á þriðja tug fyrirtækja í ferðaþjónustu hóf vinnu við þróunarverkefni sem á að efla samkeppnishæfni svæðisins. Settir voru af stað starfshópar sem munu á næstu vikum vinna að þróunar- og nýsköpunarverkefnum um allt Norðurland.
Vinnustofan var sett upp út frá markmiðum Flugklasans Air 66N um að styðja við aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll og gera Norðurland að eftirsóttum áfangastað ferðamanna allt árið um kring.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-til-norraenna-verkefna-med-bornum-og-unglingum
|
Styrkir til norrænna verkefna með börnum og unglingum
Ungt fólk á Norðurlöndum á sífellt erfiðara með að skilja tungumál hvers annars þrátt fyrir aukna umferð yfir landamæri. Norræna ráðherranefndin hefur ýtt úr vör spennandi verkefnum þar sem áhersla er lögð á að auka skilning norrænna barna á tungumálum grannþjóðanna. Eitt þessara verkefna er Norræna tungumálaátakið.
Föstudaginn 30. september verður haldið námskeið á vegum Norrænu upplýsingaskrifstofunnar í Brekkuskóla á Akureyri. Verkefnisstjóri tungumálaátaksins, Bodil Aurstad, miðlar þar Norðlendingum úr reynslubrunni sínum og vekur athygli á þeim möguleikum sem leynast til spennandi starfa með börnum og unglingum. Mögulegir norrænir styrkir verða einnig kynntir og farið verður yfir hvernig góð umsókn er unnin.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í þeirri aðstöðu að geta vakið áhuga barna og unglinga s.s. kennurum í grunn- og framhaldsskólum og fólki sem sinnir uppbyggingarstarfi með börnum og unglingum á öðrum vettvangi.
Skráning er hjá [email protected] fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 29. september.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstur-leikfelags-akureyrar-tryggdur
|
Rekstur Leikfélags Akureyrar tryggður
Í dag var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar um stuðning sveitarfélagsins við rekstur LA fyrir starfsárið 2011?2012. Markmið samningsins er að tryggja rekstur metnaðarfulls leikárs sem er nýhafið hjá LA og eru aðilar sammála um að fara sameiginlega í skoðun á því hvernig rekstri atvinnuleikhúss á Akureyri verði best háttað.
Stuðningur Akureyrarbæjar við LA er tvíþættur: Annarsvegar árlegt framlag til rekstursins en hinsvegar styrkur til greiðslu á húsaleigu vegna þess húsnæðis sem LA hefur á leigu frá Fasteignum Akureyrar.
Að auki fær Leikfélag Akureyrar 30 milljónir króna fyrirfram af væntanlegu framlagi almanaksársins 2012. Ekki verður um frekari greiðslur Akureyrarbæjar til félagsins á samningstímabilinu að ræða.
Framlög Akureyrarbæjar til LA á árinu 2012 eru með fyrirvara um óbreytt framlag menntamálaráðuneytisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ. Skilyrði þess að Akureyrarbær veiti félaginu framangreindan stuðning til reksturs atvinnuleikhússins eru að stjórn Leikfélagsins tryggi að ætíð verði um ábyrga fjármálastjórn að ræða hjá félaginu.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagðist við undirritun samningsins vera ánægður með að þessu samkomulagi væri náð: ?Ég vona að þetta verði til þess að renna styrkum stoðum undir bættan rekstur LA á komandi árum.?
Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður stjórnar LA, tók í sama streng og sagðist þakklát Akureyrarbæ fyrir að hafa sýnt í verki stuðning sinn við öflugan rekstur eina atvinnuleikhússins utan höfuðborgarsvæðisins. Öflugt menningarlíf skipti sköpum fyrir aðdráttarafl bæjarins árið um kring en þó sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Á meðfylgjandi mynd undirrita Eiríkur Björn og Sigrún Björk samninginn fyrr í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thu-skilur-mig-ekki
|
Þú skilur mig ekki!
Fimmtudaginn 29. september kl. 20.00 verður haldið í Menningarhúsinu Hofi málþing um samskipti innan fjölskyldunnar undir yfirskriftinni ?Þú skilur mig ekki!". Málþingið er ætlað öllum sem koma að uppeldi barna og unglinga en þar verður leitað svara við spurningum á borð við: Hvernig geta foreldrar skilið unglingana? Hvernig geta unglingar skilið foreldrana? Hvernig er uppskriftin að réttum tengslum innan fjölskyldunnar?
Frummælendur verða:
Pétur Broddason, forstöðumaður á Laugalandi: Ekki gefast upp!
Pétur Guðjónsson, meðferðarfulltrúi á Laugalandi: Gerum eitthvað saman
Rakel: Reynslusaga
Kristján Már Magnússon, sálfræðingur: Fjölskyldutengsl skipta öllu máli
Lögreglan: Er ekkert dóp á Akureyri?
Jóhannes Kr. Kristjánsson: Minning Sissu
Fundarstjóri verður Hilda Jana Gísladóttir.
Kristmundur Axel og Jónas Þór taka lagið á málþinginu en þar sameinast rapparinn og tenórinn í tónlistinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dalsbraut-fra-thingvallastraeti-ad-midhusabraut-fra-thingvallastraeti-ad-midhusabraut
|
Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut - frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Svæðið sem deiliskipulagið nær til er götustæði Dalsbrautar frá Þingvallastræti í norðri að Miðhúsabraut
í suðri ásamt nokkrum fullbyggðum íbúðasvæðum sem liggja að götustæðinu.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að tengibrautin Dalsbraut haldi áfram frá núverandi aðkomuvegi Lundarskóla, þveri
Skógarlund og tengist Miðhúsabraut um núverandi hringtorg við Kjarnagötu. Lengingin á Dalsbraut er um 800 metrar en í tillögunni er einnig gert
ráð fyrir jarðvegsmönum, hljóðvörnum, gönguljósum, trjágróðri og um 2100 metrum af göngu- og
hjólreiðastígum. Byggingarreitir og nýtingarhlutfall er skilgreint fyrir allar lóðir innan svæðisins. Jafnframt eru felld úr
gildi deiliskipulög fyrir tvö svæði, Kjarrlund og Barrlund annars vegar og Þrastarlund hins vegar, þar sem þau eru innan þessa skipulags.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð, umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum mun liggja frammi í þjónustuanddyri
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 28. september til 10. nóvember 2011, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér
tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar, www.akureyri.is, undir: stjórnkerfið / Skipulags- og
byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 10. nóvember 2011 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Skipulagsgögn
Greinargerð og umhverfisskýrsla
Skipulagsuppdráttur, suður
Skipulagsuppdráttur, norður
Yfirlitsuppdráttur
Húsakönnun
Ýmsar skýrslur
Hljóðstigi við Dalsbraut og Miðhúsabraut - Línuhönnun-
2003
Dalsbraut / Miðhúsabraut - Línuhönnun- 2004
Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar -Efla- 2010
Ávinningur og kostnaður -Efla- 2010
Hljóðvist, endurskoðun hljóðvarna við Dalsbraut -Efla-2011
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. september 2011,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/matur-inn-2011
|
MATUR-INN 2011
Sýningin MATUR-INN verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri í fimmta sinn um komandi helgi. Sýningin hefur verið haldin á tveggja ára fresti og var hún síðast haldin árið 2009. Þá voru gestir 12-14 þúsund og er búist við öðru eins í ár. Sýningarbásar eru fleiri en á síðustu sýningu og sýningasvæðið enn stærra. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og undirstrikað að um er að ræða sölusýningu og því hægt er að gera góð kaup hjá sýnendum. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, mun opna sýninguna formlega en hún verður opin kl. 11-17 á laugardag og sunnudag.
Óhætt er að segja að MATUR-INN 2011 sé hápunktur í norðlenskri matarmenningu. Sýningin er haldin af félaginu Mat úr Eyjafirði í góðu samstarfi við Þingeyska matarbúrið og Matarkistuna Skagafjörð. Að baki þessum félögum standa matvælaframleiðendur stórir sem smáir, veitingaaðilar, ferðaþjónustufyrirtæki, verslanir- og þjónustufyrirtæki - allt aðilar sem eiga það sammerkt að matur kemur við sögu í þeirra starfi. Á fjórða tug aðila tekur þátt í sýningunni MATUR-INN 2011 og verður fjölbreytni mikil.
Keppt verður í matreiðslu á eldhússvæði sýningarinnar. Til að mynda munu þjóðþekktir einstaklingar spreyta sig á laxaréttum, matreiðslumenn munu keppa um besta makrílréttinn, bakarar glíma við eftirrétti og loks munu veitingahús keppa í flatbökugerð.
Á sýningunni verða sýningarbásar fyrirtækja og matarmenningarfélaga, markaðstorg þar sem t.d. hægt verður að kaupa ferska haustuppskeru og sultur margs konar.
Samhliða sýningunni verður húsbúnaðarsýning í anddyri Íþróttahallarinnar og á laugardaginn verður kveikt upp í risagrilli útifyrir þar sem hefst sólarhringsgrillun á nautsskrokk. Hann verður síðan tilbúinn á sunnudag og gefst þá gestum tækifæri til að bragða á herlegheitunum.
Á sunnudag verða einnig afhent frumkvöðlaverðlaun félagsins Matar úr Eyjafirði en þau hafa verið fastur liður á sýningum félagsins hingað til.
Í tilefni af sýningunni verða átta veitingahús á Akureyri með sérréttamatseðil þessa viku þar sem þau útfæra hvert með sínum hætti hráefni úr héraði. Þannig má segja að matur og matarævintýri verði þema Eyjafjarðar og Norðurlands alla þessa viku og nái hápunkti um helgina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordmenn-kosta-professorsstodu-i-nordurslodafraedum-vid-ha
|
Norðmenn kosta prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við HA
Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag og hófst hún
á Akureyri. Støre og utanríkisráðherra Íslands, Össur Skarphéðinsson, tóku þátt í
fundi um norðurslóðasamstarf Íslands og Noregs sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir ásamt utanríkisráðuneytinu og
fór fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Þar flutti Støre flytja um norðurslóðamál og skrifaði undir samning við Háskólann á
Akureyri um stöðu prófessors í norðslóðafræðum, Nansenstöðu. Af því tilefni opnaði utanríkisráðherrann
einnig sýningu um norska heimskautafarann, vísindamanninn og mannvininn Fridtjof Nansen og verður sýningin opin almenningi í Hofi frá kl. 17?20 í dag.
Sýningin verður síðan opnuð á ný í Háskólanum á Akureyri 3. október og verður opin á opnunartíma
háskólans til 14. október.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-898-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-1
|
Breyting á deiliskipulagi, Fosshlíð-Mánahlíð, Barmahlíð, Sunnuhlíð 11
NR. 898/2011 AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í AKUREYRARKAUPSTAÐ
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 14. september 2011 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir Sunnuhlíð 11. Breytingin felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar stækkar til norðurs um 0,35 m vegna
fyrirhugaðrar viðbyggingar. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar
gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 19. september 2011,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasumar-2012
|
Listasumar 2012
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um þátttöku á Listasumri 2012 á Akureyri sem standa mun frá 19. júní til 25.
ágúst. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2012 og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér vel ákveðna skilmála áður en
sótt er um þátttöku.
Umsóknareyðublað og skilmála er að finna hér: Listasumar 2012.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-910-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
|
Breyting á deiliskipulagi, Spítalavegur, Tónatröð 5
NR. 910/2011 AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í AKUREYRARKAUPSTAÐ
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. september 2011 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Spítalaveg 5. Breytingin felur í sér að húsgerð E1 (kjallari, hæð og ris) er breytt í E3
(hæð og ris). Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 21. september 2011,
Arnar Birgir Ólafsson,
verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-quo-vadis
|
Akureyri - quo vadis?
Akureyri - quo vadis? eða Akureyri - hvert stefnir er yfirskrift málþings sem AkureyrarAkademían stendur fyrir laugardaginn 22. október frá 13.00 til 17.00
í Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Málþingið er öllum opið, aðgangur er ókeypis og vonast
eftir líflegri umræðu. Fluttir verða sex fimmtán mínútna langir fyrirlestrar, boðið upp í hreyfimínútur þeirra á
milli og ávaxta- og grænmetishlé áður en farið er í almennar umræður. Dagskráin í heild sinni er aðgengileg hér fyrir
neðan.
1) Stutt erindi um menntun og menningu
13.00: Menntun á Akureyri í framtíðinni? - Darri Arnarson, formaður Ungmennaráðs Akureyrar
13.15: Menning á Akureyri í framtíðinni? - Lárus H. List, listamaður
13.30: Spurningar til fyrirlesara
13.40: 10 hreyfimínútur í umsjón Grétu Kristínar Ómarsdóttur
2) Stutt erindi um atvinnu og aldur
13.50: Atvinna á Akureyri í framtíðinni? - Soffía Gísladóttir frá Vinnumálastofnun
14.05: Að eldast á Akureyri í framtíðinni? - Friðný Sigurðardóttir frá Öldrunarheimilum Akureyrar
14.20: Spurningar til fyrirlesara
14.30: 10 hreyfimínútur í umsjón Grétu Kristínar Ómarsdóttur
3) Stutt erindi um heilbrigði og sjálfbærni
14.40: Heilbrigði á Akureyri í framtíðinni? - Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og heilsuþjálfari
14.55: Sjálfbærni á Akureyri í framtíðinni? - Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum
15.10: Spurningar til fyrirlesara
15.20: Ávaxta- og grænmetishlé (kaffibaunin fær að fljóta með)
15.40: Samtala þátttakenda og fyrirlesara í þremur umræðuhornum
Horn 1: Menntun og menning.
Umræðustjóri: Jón Hjaltason
Ritari: Guðmundur Árnason
Horn 2: Atvinna og aldur
Umræðustjóri: Hjálmar Brynjólfsson
Ritari: Sigurður Bergsteinsson
Horn 3: Heilbrigði og sjálfbærni
Umræðustjóri: Valgerður Bjarnadóttir
Ritari: Sólveig Georgsdóttir
16.15: Samantekt - ritarar umræðuhornanna gera grein fyrir helstu skoðunum sem settar voru fram og draga upp mynd af "útópíu" framtíðarinnar
16.45: Dagskrárlok
Málþingsstjóri er Pétur Björgvin Þorsteinsson, formaður AkureyrarAkademíunnar.
Sýning listakvennanna Örnu Valsdóttur og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur í gamla kennslueldhúsinu á
miðhæðinni í Húsmæðraskólanum verður opin sama dag frá 12.00 til 18.00.
Verkefnið fékk styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.
AkureyrarAkademían
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfoniuhljomsveit-islands-i-hofi
|
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hofi
Nú eru liðin þrjú ár síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands lék síðast á Akureyri haustið 2008.
Þá var leikið í Íþróttahöllinni fyrir fullu húsi og við góðan orðstír. Nú þegar að nýtt og
glæsilegt tónlistarhús er risið norðan heiða telja forsvarsmenn hljómsveitarinnar og hljóðfæraleikarar svo sannarlega fulla
ástæða fyrir hljómsveitina að heimsækja Akureyri á ný.
Þann 27. október næstkomandi heimsækir Sinfóníuhljómsveit Íslands Menningarhúsið Hof í fyrsta sinn og á
efnisskránni eru tvö meistarverk: glæsilegur klarínettukonsert Webers og kraftmikil sinfónía Beethovens. Auk almennra tónleika í Hofi
býður hljómsveitin nemendum við Menntaskólann á Akureyri á sérstaka skólatónleika fyrr um daginn.
„Það er einstaklega ánægjulegt að fá nú tækifæri til að koma fram í Hofi í fyrsta sinn. Það er mikil
tilhlökkun hjá hljóðfæraleikurunum enda alltaf gaman að koma fram á nýjum stöðum og þó svo að hljómsveitin hafi oft
spilað á Akureyri þá felst tilhlökkun að þessu sinni fyrst og fremst í því að Norðlendingar fái nú
tækifæri í heimabyggð til að hlusta á hljómsveitina í sal sem er sérstaklega útbúin fyrir klassíska tónlist,“
segir Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Hofs segir það mikinn heiður að fá hljómsveitina í heimsókn.
„Það er ánægjulegt að fá að upplifa og taka þátt í þeirri breytingu sem orðið hefur á aðstöðu fyrir
tónleikahald á Íslandi undanfarin ár og nú síðast með tilkomu Hofs og Hörpu. Við í Hofi erum virkilega stolt af því
að geta boðið Sinfóníuhljómsveit Íslands og öllum þeim listamönnum sem hingað koma upp á fyrirmyndaraðstöðu og um
leið erum við virkilega þakklát fyrir að fá að taka þátt í því með listamönnunum að skapa hughrif hjá
áhorfendum sem eiga þess nú kost að upplifa tónleika og menningarviðburði sem eru á heimsmælikvarða, bæði með tilliti til
listamannanna og umgjörðarinnar.“
Einleikari með hljómsveitinni í þessari heimsókn er Einar Jóhannesson klarinettuleikari en hann hefur um árabil verið meðal fremstu
tónlistarmanna landsins. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1969 og hélt í kjölfarið
til náms við Royal College of Music í Lundúnum þar sem hann vann til Frederick Thurston-verðlaunanna. Einar hefur komið fram sem einleikari og
hljóðritað fyrir fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann hefur gegnt
stöðu sólóklarínettuleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1980, er stofnfélagi Blásarakvintetts
Reykjavíkur og leikur með Kammersveit Reykjavíkur.
Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Daníel Bjarnason en hann starfar jöfnum höndum sem hljómsveitarstjóri, tónskáld og
útsetjari. Meðal hljómsveita sem hann hefur stjórnað eru London Sinfonietta, Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveit Íslensku
óperunnar auk þess sem hann er hljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi kammersveitarinnar Ísafoldar. Meðal annarra samstarfsmanna hans má
nefna Sigur Rós, Ólöfu Arnalds, Oliviu Pedroli og Hjaltalín. Daníel fékk tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2010; sem
höfundur ársins og fyrir tónverk ársins. Hann hlaut einnig Menningarverðlaun DV 2010 auk þess sem verk hans, Bow to String, var tilnefnt til
Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2010.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-heimasidur-akureyrarbaejar
|
Nýjar heimasíður Akureyrarbæjar
Í dag voru heimasíður Akureyrarbæjar opnaðar í nýju útliti og nýju vefumsjónarkerfi frá Stefnu
hugbúnaðarhúsi. Á stjórnsýslu- og þjónustuvefnum Akureyri.is er nú að finna þrjár meginleiðir í veftré;
þjónustu, stjórnkerfi og íbúagátt en undir íbúagátt eru ýmis umsóknareyðublöð og auglýsingar sem
snúa beint að þeirri þjónustu sem bærinn veitir. Á afþreyingar- og ferðamannavefnum Visitakureyri.is hefur verið bætt við
nýju svæði sem miðar að því að kynna stórbætta möguleika til ráðstefnuhalds í bænum.
Vefir Hlíðarfjalls, Grímseyjar, Amtsbókasafnsins, Öldrunarheimilanna og Heilsugæslunnar hafa einnig verið fluttir í vefumsjónarkerfið
frá Stefnu. Allar ábendingar um það sem betur mætti fara eru vel þegnar. Sendið póst á [email protected].
Loftmynd af Akureyri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-898-2011-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
|
Breyting á deiliskipulagi, Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls, Heiðartún 1-3-5
NR. 898/2011 AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í AKUREYRARKAUPSTAÐ
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 14. september 2011 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir
Heiðartún 1-3-5. Breytingin felur í sér að lóðir við Heiðartún nr. 1, 3 og 5 stækka til vesturs um 3 m, inn á svæði
þar sem áður var gert ráð fyrir göngustíg og grenndarvelli að hluta til. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem
skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 19. september 2011,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarrad-eythings-auglysir-til-umsoknar-verkefnastyrki-til-menningarstarfs-a-nordausturlandi
|
Verkefnastyrkir til menningarstarfs
Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og
iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Áherslur ársins 2012
Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í
menningarmálum á Norðurlandi eystra eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Auk þessa hefur ráðið ákveðið að
árið 2012 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðalaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og
tengja íbúa á Norðurlandi eystra.
Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna.
Verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista.
Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu.
Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember. Úthlutun fer fram í lok janúar.
Styrkþegar verða að hafa skilað inn greinargerð vegna fyrri verkefna til þess að geta sótt um vegna ársins 2012. Úthlutað
verður einu sinni á árinu 2012.
Verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið fyrir árslok 2012.
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu
Eyþings http://www.eything.is/ eða hjá menningarfulltrúa Eyþings,
Strandgötu 29, 3. hæð. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur menningarráðs á heimasíðu Eyþings http://www.eything.is/.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið
[email protected].
Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum í Eyþing vegna úthlutunar á
menningarstyrkjum 2012. Viðtalstímar menningarfulltrúa verða sem hér segir:
Akureyri 27. og 28. október kl. 9-12 Skrifstofu
menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð
Hrísey 2. nóvember kl. 14.-15.30
Húsi Hákarla Jörundar
Dalvík 3. nóv. kl.
10.30-12 Menningarhúsinu Bergi, 2. hæð
Ólafsfjörður 3. nóvember kl. 13-14
Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar
Siglufjörður 3. nóvember kl. 14.30-16 Bæjarskrifstofu
Siglufjarðar
Húsavík 8. nóvember kl. 13-15
Menningarmiðstöð Þingeyinga
Kópasker 9. nóvember 10.30-12
Skrifstofu Norðurþings
Raufarhöfn 9. nóvember kl. 13-14.30 Skrifstofu Norðurþings
Langanesbyggð 10. nóvember kl. 9-11 Skrifstofu Langanesbyggðar
Þórshöfn
Grenivík 14. nóvember kl.
13-14 Skrifstofu Grýtubakkahrepps
Laugum 16. nóvember kl. 10-11.30 Skrifstofu
Þingeyjarsveitar
Mývatnssveit 16. nóvember kl. 13-14 Skrifstofu
Skútustaðahrepps
Akureyri 17. og 18. nóvember kl. 13-16 Skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3.
hæð
Grímsey auglýst síðar
Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heilsubotarganga-i-boganum
|
Heilsubótarganga í Boganum
Fjölnota íþróttahúsið Boginn við Skarðshlíð er opið öllum þeim sem vilja ganga sér til heilsubótar innandyra
frá kl. 8.30-12.00 alla virka daga. Þetta er einkum heppilegt yfir vetrartímann þegar veður geta verið válynd. Hringurinn er 370 metrar og eru yngri sem eldri
hvattir til að nýta sér aðstöðuna án endurgjalds.
Einnig má geta þess að á Þórsvellinum eru tvær innstu hlaupabrautirnar upphitaðar og þeir sem vilja frekar ganga eða trimma úti
undir berum himni geta notfært sér það. Loks má nefna að það er alltaf heitt á könnunni í íþróttahúsinu
ef fólk vill fá sér kaffisopa eftir að hafa hreyft sig.
Boginn - fjölnota íþróttahús
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.