Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
238
| Summary
stringlengths 73
7.23k
| Text
stringlengths 125
646k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 485/2017 | Fjármálafyrirtæki Veðleyfi Veðskuldabréf Ógilding samnings Málsástæða | S höfðaði mál á hendur L og krafðist ógildingar á veðrétti samkvæmt veðskuldabréfi sem sonur hennar hafði gefið út og hvíldi á fasteign S. Bréfið hafði verið gefið út til SPRON, samkvæmt samkomulagi við L, en það síðar framselt til L. Byggði S á því að brotið hefði verið gegn ákvæðum samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga við veðsetninguna, þar sem meðal annars ekkert lægi fyrir um að henni hefði verið kynnt niðurstaða greiðslumats sem framkvæmt hefði verið hjá syni hennar áður en lánið var veitt. Bæri því að víkja veðsetningunni til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Af hálfu L var krafist sýknu, meðal annars á þeim grundvelli að S hefði glatað rétti til hafa uppi umræddar mótbárur gagnvart sér sem grandlausum framsalshafa veðskuldabréfsins. Héraðsdómur taldi að jafnvel þótt fallist yrði á að L hefði ekki að öllu leyti uppfyllt formskilyrði samkomulags um notkun ábyrgða, væri ósannað að það hefði haft áhrif á ákvörðun S um að veita veðlán í fasteign sinni. Var L því sýknaður af kröfum S. Í dómi Hæstaréttar kom fram að L gæti ekki, eins og forsögu lánveitingarinnar væri háttað, borið fyrir sig grandleysi um ætlaða annmarka veðsetningarinnar. Þá hefði hvorki í stefnu, né undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi, verið á því byggt af hálfu S að ekki hefði farið fram mat á greiðslugetu sonar hennar eða að það mat hefði verið efnislega rangt. Kæmist sú málsástæða því ekki að fyrir Hæstarétti. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, var hann staðfestur. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og KarlAxelsson og Arngrímur Ísberg héraðsdómari. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 28. júlí 2017. Hún krefst þessað ógiltur verði veðréttur gagnáfrýjanda samkvæmt veðskuldabréfi útgefnu afÓlafi Frey Hjálmssyni til SPRON 18. júlí 2007, sem nú hvílir á eignaðaláfrýjanda að Kópavogstúni 3 í Kópavogi og gagnáfrýjanda gert að aflýsaveðskuldabréfinu af eigninni innan 15 daga frá dómsuppsögu að viðlögðum 25.000króna dagsektum frá þeim tíma þar til aflétting fer fram. Þá krefstaðaláfrýjandi þess að gagnáfrýjanda verði gert að greiða sér 1.859.833 krónurmeð vöxtum samkvæmt 3. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27.nóvember 2015 til 22. janúar 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst aðaláfrýjandi aðallegamálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti en til vara að hann verði felldurniður. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar fyrir sitt leyti 11. október2017. Hann krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um annað enmálskostnað sem hann krefst í héraði og fyrir Hæstarétti.Af hálfu gagnáfrýjanda er á því byggt að sýkna beri hann af dómkröfumaðaláfrýjanda þegar af þeirri ástæðu að við framsal veðskuldabréfsins fráSparisjóði Reykjavíkur og nágrennis til gagnáfrýjanda 8. október 2010 hafiaðaláfrýjandi á grundvelli viðskiptabréfareglna glatað gagnvart gagnáfrýjandaþeim mótbárum sem byggt er á af hennar hálfu í málinu að eigi að leiða tilógildingar á veðsetningu samkvæmt skuldabréfi 18. júlí 2007 á fasteign hennarað Stóragerði 14, Reykjavík. Þess er þá að gæta að í „Verklagsreglum umíbúðarlán til sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verkfræðinga“, 8. júlí 2005, semgerðar voru á grundvelli samnings gagnáfrýjanda og Sparisjóðs Reykjavíkur ognágrennis frá sama degi um fjármögnun eða endurfjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrirsjóðsfélaga Lífeyrissjóðs verkfræðinga, er sérstaklega áréttað að ef um lánsveðsé að ræða skuli „lántaki standast greiðslumat SPRON, en það sé samkvæmt„Samkomulagi um sjálfskuldarábyrgðir“ sem SPRON er aðili að.“ Í 1. mgr. 9. gr.umrædds samkomulags, sem er frá 1. nóvember 2001, sagði: „Fyrirtæki skal ísamningi um skuldaábyrgð eða veðsetningu vísa í samkomulag þetta.“ Enga slíkatilvísun er hins vegar að finna í veðskuldabréfinu 18. júlí 2007 og gaf þaðgagnáfrýjanda sérstakt tilefni til þess, eigi síðar en þá er hann fékk bréfiðframselt, að kanna hvort að lánveitandinn hefði í raun fylgt umræddum reglumvið veðsetninguna á íbúð aðaláfrýjanda. Getur hann því ekki, eins og forsögulánveitingarinnar var háttað, borið fyrir sig grandleysi um þá ætluðu annmarkasem á veðsetningunni upphaflega voru og aðaláfrýjandi byggir dómkröfu sína á ímálinu. Verður þessari málsástæðu hans þegar af þeim sökum hafnað.Hvorki var ístefnu í héraði né undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi á því byggt af hálfuaðaláfrýjanda að ekki hefði farið fram mat á greiðslugeta lántakans, sonaraðaláfrýjanda, né að það mat hefði verið efnislega rangt. Standa ekki til þesslagaskilyrði, samkvæmt 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála,að sú málsástæða komist að hér fyrir dómi. Að því gættu verður með vísan tilforsendna þar að lútandi staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að umræddveðsetning fasteignar aðaláfrýjanda verði ekki ógilt á grundvelli 36. gr. laganr. 7/1936 um samningsgerð, umboð ogógilda löggerninga. Samkvæmtframansögðu verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestur.Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28.apríl 2017I Málþetta, sem höfðað var með stefnu áritaðri um birtingu 29. apríl 2016, vardómtekið að lokinni aðalmeðferð 16. mars 2017. Stefnandi er Sigríður RutSigurðardóttir, Kópavogstúni 3 í Kópavogi og stefndi er Lífsverklífeyrissjóður, Engjateigi 9 í Reykjavík. Dómkröfurstefnanda eru þær að ógiltur verði veðréttur stefnda sem stefnandi veitti ífyrri fasteign sinni en hvílir nú á eign stefnanda að Kópavogstúni 3, 200Kópavogi, fastanúmer 235-5945, með undirritun á skuldabréf nr. 1158-64-545003,útgefnu af Ólafi Frey Hjálmssyni til SPRON, upphaflega að höfuðstól 4.200.000krónur, dagsett 18. júlí 2007. Stefnandi krefst þess einnig að stefnda verðigert að aflýsa veðskuldabréfi nr. 1158-64-545003 af fasteigninni Kópavogstúni3, 200 Kópavogi, fastanúmer 235-5945, innan 15 daga frá dómsuppsögu, aðviðlögðum 25.000 krónum í dagsektir frá þeim tíma þar til aflétting fer fram.Þá krefst stefnandi þess að stefndi greiði stefnanda 1.859.833 krónur meðvöxtum skv. 3. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. nóvember 2015 til 22. janúar 2015en með dráttarvöxtum samkvæmt 3. mgr. 5. gr. sömu laga frá þeim degi tilgreiðsludags. Að lokum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndikrefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar úr hendi stefnanda.II Málavextireru þeir að sonur stefnanda, Ólafur Freyr Hjálmsson, sótti um lán tilíbúðarkaupa hjá stefnda 6. júlí 2007. Lánið var veitt af Sparisjóði Reykjavíkurog nágrennis, sem var þá í samstarfi við stefnda um fjármögnun eðaendurfjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir sjóðfélaga stefnda á grundvelli samnings8. júlí 2005. Samkvæmt samningnum skuldbatt sparisjóðurinn sig gagnvart stefndatil þess að veita sjóðfélögum stefnda íbúðarlán sem næmi allt að 80% afmarkaðsverðmæti fasteignar á 1. veðrétti. Auk þess skuldbatt sparisjóðurinn sigtil þess að veita sjóðfélögum stefnda áreiðanlega og faglega ráðgjöf. Íverklagsreglum sem voru undirritaðar í tilefni samnings þessa, var tekið framað ef um lánsveð væri að ræða skyldi lántaki standast greiðslumat SparisjóðsReykjavíkur og nágrennis, en það væri samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða áskuldum einstaklinga sem sparisjóðurinn væri aðili að. Synistefnanda var veitt lán að fjárhæð 4.200.000 krónur þann 18. júlí 2007 semsjóðfélaga hjá stefnda á grundvelli skuldabréfs sem var gefið út sama dag. Tiltryggingar á greiðslum samkvæmt skuldabréfinu var fasteign stefnanda aðStóragerði 14 í Reykjavík sett að veði. Stefnandi undirritaði skuldabréfið íreit með yfirskriftinni „Samþ. framangreinda veðsetningu sem þinglýstureigandi“. Stefndikeypti öll skuldabréf og önnur lán sem veitt voru á grundvelli samningsins frá8. júlí 2005 af Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis 1. október 2008. Í samræmivið það var skuldabréfið sem sonur stefnanda gaf út stimplað um framsal 16.október 2008 og þjónustar Íslandsbanki nú skuldabréfalán fyrir stefnda.Skuldabréfið hafði upphaflega númerið 1154-74-075003, en við yfirtökuÍslandsbanka á þjónustu við skuldabréfið fékk það númerið 1158-64-545003. Sonurstefnanda átti við fárhagsvandræði að etja eftir efnahagshrunið í október 2008.Úr varð að hann leitaði á náðir umboðsmanns skuldara vegna skuldastöðu sinnar,sem lauk með frumvarpi til samnings um greiðsluaðlögun 12. mars 2012. Á árinu2014 breytti stefndi um nafn. Stefndi hét áður Lífeyrissjóður verkfræðinga enheitir nú Lífsverk lífeyrissjóður. Kaupsamningurum sölu stefnanda á fasteigninni að Stóragerði 14 í Reykjavík var undirritaður1. desember 2015. Fyrr á sama ári hafði stefnandi keypt fasteignina aðKópavogstúni 3 í Kópavogi. Vegna fasteignaviðskipta stefnanda þurfti stefnandileyfi til veðflutnings frá stefnda. Stefndi heimilaði veðflutning lánsins yfirá nýja fasteign stefnanda gegn greiðslu 1.852.833 króna sem stefnandi greiddiÍslandsbanka fyrir hönd stefnda 23. nóvember 2015 auk 7.000 króna vegnakostnaðar við skjalagerð. Meðbréfi 22. desember 2015 krafðist stefnandi þess að stefndi aflétti veðinu affasteign stefnanda auk þess sem stefndi endurgreiddi stefnanda 1.852.833 krónurauk kostnaðar við að halda fram kröfu sinni. Stefndi svaraði stefnanda meðbréfi 4. janúar 2016 þar sem stefndi hafnaði öllum kröfum stefnanda auk þesssem hann afhenti greiðslumat ásamt fylgiskjölum sem hafði verið gert á synistefnanda í aðdraganda lánveitingarinnar. Af því tilefni höfðaði stefnandi málþetta.III.Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandivísar til þess að hún og sonur hennar, sem tók hið umdeilda lán, séu neytendurá fjármálamarkaði. Sem slíkir hafi þau enga reynslu af fjármálaumhverfi, umfram venjulegalífsreynslu fólks sem ekki teljist sérfræðingar í viðskiptum. Stefnandi ogsonur hennar hafi átt í viðskiptum við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, semhafi verið eftirlitsskyldur aðili samkvæmt lögum nr. 161/2002, umfjármálafyrirtæki. Hafi þau mátt treysta því að öllum lögum og reglum hafiverið fylgt vegna lánveitingarinnar til sonar stefnanda. SparisjóðurReykjavíkur og nágrennis hafi átt í samstarfi við stefnda um lánveitingar tilsjóðfélaga sinna á grundvelli samnings frá 8. júlí 2005. Stefnandi beini kröfumsínum að stefnda enda sé það stefndi sem sé veðhafi á fasteign stefnanda aukþess sem stefndi hafi krafið stefnanda um greiðslu gegn því að stefnandi fengileyfi til veðflutnings samhliða fasteignaviðskiptum sínum. Stefnandi byggir á því að SparisjóðurReykjavíkur og nágrennis hafi ekki fylgt skýrum ákvæðum samkomulags um notkunábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001 við lánveitingu til sonarstefnanda. Samkomulagið hafi átt við um lánveitinguna samkvæmt 1. gr. sbr. 2.gr. samkomulagsins um þær aðstæður að veð í eigu annars einstaklings sé setttil tyggingar fjárhagslegri skuldbindingu annars einstaklings. Skuldabréf sonarstefnanda, sem útgefið hafi verið til Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, hafisíðar verið framselt stefnda og sé það óumdeilt í málinu. Stefnandi byggir á því að ógilda beri veðsetningu í fasteignstefnanda til tryggingar skuldum sonar hennar, enda hafi SparisjóðurReykjavíkur og nágrennis brotið gegn 4. gr. samkomulags um notkun ábyrgðaá skuldum einstaklinga. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. samkomulagsins um notkun ábyrgða áskuldum einstaklinga hafi fjármálafyrirtæki borið að gefa út upplýsingabæklingum skuldaábyrgðir og veðsetningar og dreifa með skjölum sem ábyrgðarmenn fengjuafhent til undirritunar. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. samkomulagsins skyldiábyrgðarmaður staðfesta að hann hafi kynnt sér efni bæklingsins. Samkvæmt 3.mgr. 4. gr. samkomulagsins skyldi tryggja að ábyrgðarmaður gæti kynnt sérniðurstöðu greiðslumats áður en hann gengist við ábyrgð. Þessar skyldur hafiSparisjóður Reykjavíkur og nágrennis ekki uppfyllt við umþrætta veðsetningu,enda lægi ekkert fyrirum að stefnandi hafi fengið til aflestrar eðaundirritað bækling um skuldaábyrgðir og veðsetningar frá sparisjóðnum íaðdraganda veðsetningar fasteignar sinnar. Til viðbótar við framangreint liggi ekkert fyrir um aðstefnandi hafi getað kynnt sér greiðslumat sem framkvæmt hafi verið á synihennar áður en lánið hafi verið veitt. Sé það í andstöðu við efni samkomulagsum notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Ábyrgðarmanni að láni hafi þurft að vera kleiftað kynna sér greiðslumat á lántaka áður en lán var veitt, jafnvel þótt lánþegistæðist greiðslumat, enda geti skipt máli hversu vel hlutaðeigandi hafi staðistslíkt mat. Mikill munur geti verið á jákvæðu greiðslumati, til að mynda ífyrirliggjandi máli. Samkvæmt greiðslumati sem Sparisjóður Reykjavíkur ognágrennis hafi framkvæmt á syni stefnanda hafi komið fram að mánaðarlegurafgangur sonar hennar eftir lánveitinguna yrðu 22.677 krónur. Stefnandi hafiþví haft ríka hagsmuni af því að fá tækifæri til þess að kynna sér niðurstöðugreiðslumatsins áður en hún hafi samþykkt veðsetningu á fasteign sinni endahafi niðurstaðan gefið til kynna að ekki þyrfti mikið að fara úrskeiðið hjásyni stefnanda þannig að til vanefnda kæmi á endurgreiðslu lánsins. Þá vísar stefnandi til þess að samkvæmt 9. gr. samkomulagsum notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga hafi í samningi um skuldaábyrgð eða veðsetninguborið að vísa í samkomulagið. Það hafi ekki verið gert. Með hliðsjón af því séveðleyfið ógilt og beri að aflétta veðsetningunni af fasteign stefnanda ogendurgreiða henni umkrafða fjárhæð. Samkvæmt þessu telur stefnandi ljóst að lánveitingunni ogsamhliða veðsetningu í íbúð hennar hafi verið stórlega ábótavant og að þar hafií engu verið fylgt skýrum ákvæðum samkomulags um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga. Engu skipti þó að stefndi sé kröfuhafi núna og hafi eignastskuldabréfið með framsali frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis 16. október2008. Með hliðsjón af öllu framangreindu beri að ógilda veðsetninguna, afmáveðréttinn úr þinglýsingabók og gera stefnda að endurgreiða stefnanda umkrafðaupphæð. Stefnandi telur að stefndi geti ekkiborið fyrir sig viðskiptabréfareglur um framsal skuldabréfa og mótbárutap, líktog hann hafi gert í svarbréfi sínu við kröfugerð stefnanda 4. janúar 2016.Ástæða þess sé sú að stefndi hafi ekki verið grandlaus um aðdragandalánveitingarinnar eða útgáfu skuldabréfsins. Stefnandi bendir á að til aðstefndi geti borið fyrir sig viðskiptabréfareglur um mótbárutap þurfi stefndiað hafa verið grandlaus um mótbárur skuldara eða réttindi þriðja manns, semekki hafi verið skráð á viðskiptabréfið, en séu þó fyrir hendi. Þegar ekki sé á annan veg mælt fyrir ílögum sé sami mælikvarði notaður við mat á grandleysi framsalshafa og almennt ísamningarétti. Þannig teljist framsalshafi ekki grandlaus hafi hann vitað eðamátt vita um mótbáru skuldara eða réttindi þriðja manns. Gáleysi framsalshafageti því útilokað að hann verði talinn grandlaus. Í þessu samhengi bendir stefnandi á aðí lánsumsókn sonar hennar komi fram nafn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennisauk þess sem fram komi að sonur stefnanda hafi óskað eftir að taka lán hjáLífeyrissjóði Verkfræðinga. Í lánsumsókninni komi jafnframt fram upplýsingar umþað hversu lengi sonur stefnanda hafi verið sjóðfélagi hjá stefnda. Þá séu ámeðal gagna málsins samskipti milli stefnda og Sparisjóðs Reykjavíkur ognágrennis um lánsrétt sonar stefnanda í aðdraganda lánveitingarinnar.Skuldabréfið sjálft hafi svo verið framselt frá Sparisjóði Reykjavíkur ognágrennis til stefnda 16. október 2008 eða um þremur mánuðum eftir útgáfubréfsins. Því sé ljóst að stefndi geti ekki boriðþví við að hann hafi verið grandlaus framsalshafi. Enda komi fram í gögnummálsins að beint samstarf hafi verið milli stefnda og Sparisjóðs Reykjavíkur ognágrennis um lánveitingar. Grandleysi framsalshafa þurfi auk þess aðstyðjast við viðskiptabréfið sjálft. Á framsalshafa hvíli rannsóknarskylda semfelist í því að framsalshafi verði að kynna sér efni bréfsins. Geri hann þaðekki fái hann ekki notið góðs af viðskiptabréfareglunum um mótbárutap skuldaraog réttindamissi þriðja manns. Stefndi hafi ekki kynnt sér efni hins framseldaviðskiptabréfs nægilega vel. Hefði hann gert það hefði hann séð að hvergi ískilmálum bréfsins sé vísað til samkomulags um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga líkt og 9. gr. samkomulagsins kveði á um. Sú staðreynd hefði áttað hringja viðvörunarbjöllum hjá stefnda enda hefði stefndi, líkt og alliraðrir lánveitendur, mátt vita að Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hafi boriðað fara eftir skýrum ákvæðum samkomulagsins. Hafi stefnda borið að hlutast tilum að skilmálar skuldabréfsins yrðu aðlagaðir kröfum laga þá þegar. Það hafihann ekki gert og því tekið þá áhættu að stefnandi héldi umræddri mótbáru fram. Í ljósi alls framangreinds byggirstefnandi á því að víkja eigi ábyrgðinni til hliðar á grundvelli 36. gr. laganr. 7/1936. Hljóti það enda að teljast ósanngjarnt af stefnda og andstætt góðriviðskiptavenju að bera samninginn fyrir sig sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr.7/1936. Við mat á því hvort ákvæðið eigi við skuli líta til efnis samnings, stöðusamningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Af efni samnings aðila telur stefnandiljóst að um veðskuldabréf sé að ræða, tryggt með veði í fasteign stefnanda ogað útgefandi þess sé sonur hennar. Stefnandi hafi enga beina hagsmuni haft afþví að veita veð í eign sinni aðra en að aðstoða son sinn við að koma undir sigfótunum. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hins vegar, og seinna stefndi,hafi haft þá hagsmuni af samningnum að með veðsetningunni yrði endurgreiðsla aðfullu tryggð. Þá sé þess getið að öll skjöl vegna lánveitingarinnar ogveðsetningarinnar hafi verið einhliða samin af sparisjóðnum. Um stöðusamningsaðilja við samningagerðina sé öðrum þræði ljóst að SparisjóðurReykjavíkur og nágrennis sem lánveitandi hafi verið eftirlitsskyltfjármálafyrirtæki með sérfræðinga í útlánum og skjalagerð að störfum. Stefnandiog sonur hennar hafi verið neytendur á lánamarkaði. Sparisjóðurinn hafi þvíhaft yfirburðastöðu gagnvart stefnanda og syni hennar við lánveitinguna og veðsetninguna. Stefnandi byggir kröfu sína umálagningu dagsekta á stefnda á 4. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála.Stefnandi telji 25.000 krónur hæfilega dagsekt, enda eigi stefndi hægt með aðuppfylla skyldu sína samkvæmt dómsorði yrði fallist á kröfur stefnanda ímálinu. Stefnandi byggir á því að stefnda beriað endurgreiða sér 1.859.833 krónur meðvöxtum samkvæmt 3. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. nóvember 2015 til 22. janúar2015 en með dráttarvöxtum samkvæmt 3. mgr. 5. gr. sömu laga frá þeim degi tilgreiðsludags. Kröfuna byggirstefnandi á því að hún hefði aldrei greitt stefnda umrædda fjárhæð hefðistefndi fallist á að veðréttur hans í íbúð stefnanda væri ógildur. Stefnandibendir á að stefndi hafi krafist þess að vanskil láns sonar stefnanda yrðu greiddupp ef heimila skyldi veðflutning yfir á nýja íbúð hennar. Henni hafi því veriðnauðugur sá kostur að greiða vanskilin upp í því skyni að geta flutt líkt oglesa megi út úr samskiptum fasteignasala og starfsmanns stefnda sem séu meðalgagna málsins. Stefnandi byggir á því að sjónarmið umtómlæti eða að stefnandi hafi innt greiðsluna af hendi fyrirvaralaust komi ekkitil skoðunar. Stefnandi hafi greitt vanskil lánsins upp og greitt Íslandsbankaþjónustugjald dagana 23. og 27. nóvember 2015. Innan mánaðar, eða þann 22.desember 2015, hafi stefnandi svo sent stefnda bréf þar sem stefnandi hafikrafist endurgreiðslu. Af þeirri ástæðu eigi stefnandi rétt á vöxtum affjárhæðinni frá 27. nóvember til 22. janúar 2016 en dráttarvöxtum frá þeim degier liðinn hafi verið einn mánuður frá því að stefnandi hafi krafistendurgreiðslu. Um lagarök vísar stefnandi til laga nr.7/1936, um samningsgerð umboð og ógilda löggerninga, einkum 36. gr., og tilóskráðra meginreglna samninga- og kröfuréttar, m.a. um ábyrgðir á skuldumeinstaklinga og til viðskiptabréfareglna kröfuréttarins. Þá byggir stefnandi ásamkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1998 og 2001. Einniger vísað til laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Vaxtakrafa stefnandabyggist á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Kröfu um dagsektirkveður stefnandi byggjast á 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála. Um málskostnaðarkröfu stefnanda er vísað til 1. mgr. 130. gr. laganr. 91/1991. Kröfu um virðisaukskatt á málflutningsþóknun byggir stefnandi álögum nr. 50/1988.2.Málsástæður og lagarök stefnda Til stuðnings sýknukröfu sinni vísarstefndi til þess að kveðið hafi verið á um það í 2. gr. samnings frá 8. júlí2005 á milli stefnda og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, um fjármögnun eðaendurfjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir sjóðfélaga stefnda, að sparisjóðurinn værilánveitandinn sem bæri alla áhættu af útlánum sem veitt yrðu á grundvellisamningsins. Stefndi hafi ekki komið nærri lánveitingunni að öðru leyti en þvíað staðfesta lánsrétt sonar stefnanda sem sjóðfélaga, líkt og ráða megi afverklagsreglum um lánveitingar á grundvelli 6. gr. samningsins frá 8. júlí2005. Gögn málsins sýni að lántökuskilyrði hafi verið þau að sjóðfélagi hafigreitt iðgjöld til stefnda í sex mánuði. Hafi þurft að ganga úr skugga um það íbókum stefnda hvort viðkomandi umsækjandi uppfyllti þau skilyrði. SparisjóðurReykjavíkur og nágrennis hafi hins vegar annast skjalagerð og umsýslu vegnalánveitingarinnar, m.a. með framkvæmd greiðslumats. Í október 2008 hafi stefndiog Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis gert með sér kaupsamning um kaup áöllum skuldabréfum sem sparisjóðurinn hafði veitt sjóðfélögum stefnda ágrundvelli samningsins frá 8. júlí 2005. Á þeim grunni hafi stefndi fengiðskuldbréfið framselt sem ágreiningur máls þessa hverfist um. Þar sem um viðskiptabréf hafi verið aðræða hafi stefndi mátt treysta því að hann myndi eignast þann rétt sem bréfiðhafi hljóðað á um. Þau réttindi sem ekki hafi verið rituð á viðskiptabréfiðhafi glatast við framsal til stefnda sem grandlauss framsalshafa. Rökin að bakireglum um viðskiptabréf séu viðskiptalegs eðlis enda talið mikilvægt aðauðvelda viðskipti með viðskiptabréf og gera réttarstöðu framsalshafa tryggarien almennar reglur kröfuréttarins mæli fyrir um. Framsalshafi viðskiptabréfsmegi því leggja til grundvallar að hann eigi þann rétt sem viðskiptabréfið berimeð sér. Þar af leiðandi geti veðsali tapað möguleikanum á að bera fyrir sigmótbárur gagnvart grandlausum framsalshafa verði ekki séð af bréfinu að þærmótbárur séu til. Sú regla eigi alltaf við um veikar mótbárur. Veðsetningstefnanda á eign sinni hafi verið skilyrðislaus og í málinu beri stefnandiaðeins fyrir sig veikar mótbárur með vísan til ógildingarreglnasamningaréttarins. Þær mótbárur hafi glatast gagnvart stefnda enda hafi hannverið grandlaus um mótbárur stefnanda. Stefndi vísar um það til þess að hannhafi verið í góðri trú um að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hafi fylgtþeim reglum sem um sjóðinn hafi gilt varðandi ábyrgðir. Í 5. gr. samnings millistefnda og sparisjóðsins frá 8. júlí 2005 hafi sparisjóðurinn skuldbundið sigtil að veita sjóðfélögum stefnda áreiðanlega og faglega ráðgjöf við veitinguíbúðalána. Þá hafi skýrlega verið tekið fram í verklagsreglum aðilanna að værium lánsveð að ræða vegna íbúðarlánanna skyldi greiðslumat fara fram í samræmivið samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga sem sparisjóðurinn hafiverið aðili að. Stefndi hafi því hvorki vitað né mátt vita um meinta mótbárustefnanda. Yrði mótbárum varðandi aðdraganda og tilurð veðstofnunarinnar í eignstefnanda því ekki haldið uppi gagnvart stefnda. Enda yrði ekki gerð sú krafatil stefnda, sem framsalshafa viðskiptabréfa á grundvelli kaupsamnings stefndaog Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, að rannsaka tilurð hvers og einsskuldabréfs sem hann hafi þá fengið framselt. Stefndi byggir auk framangreinds á þvíað sýkna beri stefnda enda sé ósannað að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennishafi ekki fylgt tilvísuðu samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklingaí tilviki stefnanda og sonar hennar. Stefndi byggir á því að stefnandi hafiekki staðið undir þeirri sönnunarbyrði sem hvíli á stefnanda, en þess í staðvísað með óljósum hætti til þess að ekki liggi fyrir að stefnanda hafi veriðkynnt greiðslumat sonar hennar og eða að hún hafi fengið bækling umskuldaábyrgðir og veðsetningar til aflestrar. Stefnandi virðist þannig byggja áþví að fallast beri á dómkröfur hennar nema stefnda takist að sanna aðstefnanda hafi verið kynnt tilgreind gögn. Stefndi mótmælir því að slíksönnunarbyrði verði lögð á framsalshafa viðskiptabréfs rúmum átta árum eftirútgáfu skuldabréfsins. Verði ekki fallist á það með stefnda aðstefnandi beri sönnunarbyrði fyrir kröfum sínum byggir stefndi á því að gögnmálsins staðfesti að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hafi fylgt reglunummeð fullnægjandi hætti. Samkvæmt verklagsreglum sem stefndi og sparisjóðurinnhafi sett sér hafi sparisjóðurinn skuldbundið sig gagnvart stefnda til aðfylgja í öllu samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Því væriljóst að greiðslumatið hafi verið kynnt stefnanda og að hún hafi fengið bæklingum skuldaábyrgðir og veðsetningar til aflestrar frá Sparisjóði Reykjavíkur ognágrennis. Á fylgiskjali með skuldabréfinu sem sonur stefnanda hafi gefið úthafi greiðsluáætlun lánsins verið sundurliðuð og hafi lánsumsókn hans fylgt þarmeð. Á lánsumsókninni hafi verið tekið fram að gögn vegna greiðslumats hafiverið afhent í ljósi þess að um lánsveð hafi verið að ræða. Jafnframt hafikomið fram á heimasíðu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis að ef um lánsveðværi að ræða þyrfti að framkvæma greiðslumat. Af því megi ráða að stefnandihafi vitað, eða í það minnsta mátt vita, að greiðslumat hafi verið framkvæmthjá syni hennar. Stefnandi hafi því haft fulla vitneskju um framkvæmdgreiðslumatsins og haft tækifæri til að afla sér frekari upplýsinga um stöðulántaka hafi hún séð ástæðu til þess. Verði ekki fallist á framangreintbyggir stefndi á því að það sé hvorki ósanngjarnt né andstætt góðriviðskiptavenju að halda veðsetningunni upp á stefnanda í skilningi 33. og 36.gr. samningalaga nr. 7/1936. Skuldabréfalánið hafi verið veitt syni stefnandaog óumdeilt sé að greiðslumat hafi réttilega verið framkvæmt af hálfu SparisjóðsReykjavíkur og nágrennis sem og að greiðslumatið hafi gefið jákvæða niðurstöðu.Þá sé óumdeilt að það greiðslumat sem hafi verið framkvæmt hafi ekki veriðhaldið annmörkum og að niðurstaða þess hafi gefið rétta mynd af afgangiráðstöfunartekna sonar stefnanda að teknu tilliti til afborgana afskuldabréfinu. Það að stefnanda hafi ekki verið kynnt hið jákvæða greiðslumat,geti ekki eitt og sér leitt til þess að fallast yrði á kröfur stefnanda umógildingu og aflýsingu. Sá annmarki, að kynna ekki jákvætt greiðslumat ogbækling þar um, sé ekki svo alvarlegur að hann geti leitt til ógildingar áveðsetningunni. Fjárhagsstaða lántaka hafi borið með sér að hann hafi getaðstaðið undir greiðslubyrði af láninu. Þá væru stefnandi og lántaki nátengd oghafi stefnandi þekkt til fjárhagsstöðu sonar síns. Af því sé ljóst að stefnandihafi af fúsum og frjálsum vilja sett eign sína að veði fyrir skuldum sonar sínsog aðstoðað hann fjárhagslega með þeim hætti. Þó svo að talið verði að SparisjóðurReykjavíkur og nágrennis hafi ekki farið í öllu eftir ákvæðum samkomulags umnotkun ábyrgða á skuldum einstaklinga telur stefndi að það leiði ekkisjálfkrafa til ógildingar á veðsetningunni heldur verði að fara fram heildarmatá aðstæðum aðila fyrir, eftir og við undirritun stefnanda á hið umþrættaveðskuldabréf. Í tilviki stefnanda hafi það verið svo að greiðslumat hafi veriðréttilega framkvæmt og gefið jákvæða niðurstöðu. Þó svo að það teldist ósannaðað stefnanda hafi ekki verið kynnt niðurstaða greiðslumatsins þá leiði öll röktil þess að sérstök kynning á greiðslumatinu hefði ekki breytt vilja stefnandatil þess að gangast undir þá skuldbindingu að lána syni sínum veð í fasteignsinni. Stefndi byggir að auki á því að verðilitið svo á að stefnandi hafi átt einhvern rétt hafi sá réttur glatast fyrirtómlæti, sem sé óskráð meginregla kröfuréttarins, enda hafi stefnandi fyrstgert reka að því að kanna réttarstöðu sína rúmum átta árum eftir að hún veittiveðleyfið. Skuldabréfalánið hafi verið veitt 18. júlí 2007 en engar athugasemdirhafi verið gerðar af hálfu stefnanda, hvorki við skuldabréfið sjálft néveðsetninguna á grundvelli veðleyfisins. Það hafi ekki verið fyrr en eftirveðflutninginn sem stefnandi hafi gert athugasemdir við lánsveðið en fyrstitölvupóstur lögmanns stefnanda hafi borist stefnda hinn 7. október 2015 þar semhann hafi óskað eftir gögnum vegna skuldabréfalánsins. Athugasemdir viðveðleyfið hafi hins vegar ekki verið gerðar fyrr en með bréfi 22. desember2015. Stefndi bendir í þessu samhengi á að stefnandi hafi fengið tilkynningu umgreiðsluaðlögunarumleitanir sonar hennar á árinu 2011, líkt og gögn málsinssýni fram á. Þá hafi stefnandi greitt upp vanskil skuldarans athugasemdalaustfyrir veðflutninginn. Stefndi mótmælir kröfu stefnanda umendurgreiðslu enda hafi stefnandi sjálfviljug og án fyrirvara greitt uppvanskil sonar síns sem skuldara. Við slíkar aðstæður hafi sá kröfuréttur semstefndi hafi átt í öndverðu færst yfir til stefnanda og sé krafan því á millistefnanda og sonar hennar. Enginn endurkröfuréttur sé til staðar gagnvartstefnda. Þá mótmælir stefndi kröfu stefnanda umdráttarvexti á endurkröfu stefnanda. Yrði fallist á endurkröfu stefnanda gætudráttarvextir fyrst reiknast frá málshöfðun 29. apríl 2016. Stefndi kveður kröfu sína ummálskostnað byggjast á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála,einkum 1. og 3. mgr. 130. gr. laganna. IV Stefnandi,Sigríður Rut Sigurðardóttir, gaf aðilaskýrslu fyrir dómi. Verður framburðurhennar reifaður eins og þurfa þykir vegna niðurstöðu málsins. Samkvæmtframansögðu lýtur ágreiningur aðila að því hvort fella beri úr gildi veðréttstefnda í fasteign stefnanda á grundvelli skuldabréfs sem sonur stefnanda gafút 18. júlí 2007 til Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á grundvelli samningsá milli sparisjóðsins og stefnda um lánveitingar til sjóðfélaga stefnda frá 8.júlí 2005. Til stuðnings kröfu sinni vísar stefnandi til 36. gr. laga nr.7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Samkvæmt 1. mgr. þessákvæðis er heimilt að víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta, eðabreyta honum, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenjuað bera hann fyrir sig. Við mat á þessu ber samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins að lítatil efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvikasem síðar komu til. Af hálfu stefnda er því m.a. borið við að stefnandi getiekki borið fyrir sig þessi rök í ljósi reglna um mótbárutap við framsalviðskiptabréfs. Dómurinntelur ljóst að lánið sem veitt var á grundvelli skuldabréfsins, sem sonurstefnanda gaf út 18. júlí 2007, hafi verið veitt af Sparisjóði Reykjavíkur ognágrennis í samvinnu við stefnda. Var það gert á grundvelli framangreindssamnings um íbúðarlán til sjóðfélaga stefnda frá 8. júlí 2005 og eftirfyrirmælum verklagsreglna sem áttu sér stoð í síðastgreindum samningi. Íverklagsreglunum greinir meðal annars frá því að ekki sé skilyrði að sjóðfélagistefnda sé í viðskiptum við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis til þess að getafengið svonefnd lífeyrissjóðslán vegna íbúðarkaupa. Forsenda fyrir lánveitingusparisjóðsins, eftir þeim skilmálum sem giltu um lánveitingu til sonarstefnanda, var því sú að hann væri sjóðfélagi í stefnda. Þá skyldi starfsmaðursparisjóðsins senda fyrirspurn til stefnda um lánsrétt sjóðfélaga og umsækjandaum íbúðarlán. Á meðal gagna málsins eru tölvupóstsamskipti milli sparisjóðsinsog stefnda þar sem starfsmaður sparisjóðsins spyrst fyrir um lánsrétt sonarstefnanda. Í svari frá starfsmanni stefnda greinir frá því hver sé lánsréttursonur stefnanda hjá stefnda og eftir hvaða skilmálum slíkt lán megi vera. Þáber til þess að líta að bæði lánsumsóknin frá 6. júlí 2007 og skuldabréfiðsjálft frá 18. júlí 2007 vísa til þess að um lán frá stefnda sé að ræða þráttfyrir að skuldabréfið sé gefið út til sparisjóðsins. Að ölluframangreindu virtu verður fallist á það með stefnanda að stefndi hafi veriðgrandsamur um lánveitinguna til sonar stefnanda og eftir hvaða skilmálum lániðvar veitt. Stefndi og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis voru í formlegu ogyfirlýstu samstarfi um lánveitinguna, unnu saman að afgreiðslu láns til stefndaog samkvæmt verklagsreglum vegna lánveitingarinnar hvíldi ákveðinrannsóknarskylda á stefnda í tilefni af lánveitingunni. Í ljósi þess að stefndivar grandsamur um skilmála lánsins og afgreiðslu þess getur ekki hafa komið tilmótbárutaps stefnanda í skilningi viðskiptabréfareglna við framsal lánsins tilstefnda 16. október 2008 líkt og stefndi byggir á. Að þvísögðu reisir stefnandi dómkröfur sínar á því að Sparisjóður Reykjavíkur ognágrennis hafi ekki fylgt ákvæðum samkomulags um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga frá 1. nóvember 2001, sem hafi gilt hafi um lánveitinguna. Nánartiltekið með því að hafa vanrækt að afhenda stefnanda upplýsingabækling umábyrgðir, með því að kynna stefnanda ekki niðurstöður greiðslumatsins frá 11.júlí 2007 sem framkvæmt var á stefnda í aðdraganda lánveitingarinnar og einsmeð því að hafa ekki vísað til samkomulagsins um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga í skuldabréfinu frá 18. júlí 2007. Um þetta vísar stefnandi til 4.og 9. gr. téðs samkomulags. Sökum vanrækslu að þessu leyti og með vísan tilefnis samningsins og ólíkrar stöðu aðila telur stefnandi rétt að víkja samningium veðsetningu fasteignar stefnanda til hliðar. Ískýrslu stefnanda fyrir dómi kom fram að hún hafi hvorki vitað að greiðslumathefði verið framkvæmt á syni hennar, né kannaðist hún við að hafa verið kynnturupplýsingabæklingur um ábyrgðir í aðdraganda þess að hún hafi sem veðsaliskrifað undir skuldabréfið. Hún kvaðst þó hafa gengið út frá því að greiðslumathefði verið gert og að það hefði verið jákvætt enda hefði lánið verið veitt.Stefnandi svaraði því til að hún hefði ekki þekkt fjárhagsstöðu sonar sínsítarlega á þessum tíma en í því sambandi gat hún þess að hann hefði veriðkominn í vinnu sem verkfræðingur. Þá kom fram í skýrslu stefnanda að hún hefðiverið hikandi við að veita veðlán í íbúð sinni kæmi til vanskila, en að sonurhennar hefði fullyrt að til þess kæmi ekki. Þá svaraði stefnandi því að húnhefði ekki vitað hvað hún hefði gert hefði hún séð greiðslumatið, sonur hennarhefði beðið hana að skrifa undir skuldabréfið, þetta hefði verið það sem hannþurfti vegna íbúðarkaupa. Ekkiverður fram hjá því litið að stefnandi og lántaki eru nátengd. Í því ljósi ogað teknu tilliti til þess sem fram kom við skýrslugjöf stefnanda má ganga útfrá því að hún hafi þekkt fjárhagsstöðu sonar síns í grófum dráttum. Þá vísarstefnandi sjálf til þess, dómkröfum sínum til stuðnings, að hún hafi viljað meðveðleyfinu aðstoða sonsinn við að koma undir sig fótunum. Framburður stefnanda í skýrslu fyrirdómi er á sama veg, sem fyrr greinir. Stefnandi byggir ekki á því að annmarkarhafi verið á framkvæmd eða niðurstöðu greiðslumatsins sem framkvæmt var á synihennar í aðdraganda lánveitingarinnar. Þá ber og til þess að líta að niðurstaðagreiðslumatsins var jákvæð um 22.677 krónur. Gaf það því eindregið til kynna aðlántakinn, sonur stefnanda, gæti staðið undir greiðslubyrði af láninu. Þá barstefnandi fyrir dómi að hún hefði gert ráð fyrir því að lántakinn hefði veriðgreiðslumetinn, en virðist ekki hafa talið ástæðu til að kynna sér niðurstöðumatsins áður en hún samþykkti veðsetninguna. Jafnvelþótt fallist yrði á það með stefnanda að stefndi hafi ekki gætt meðfullnægjandi hætti formskilyrða í samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga frá 2001, í aðdraganda lánveitingarinnar á grundvelliskuldabréfsins, fellst dómurinn á það með stefnda, að öllu framangreindu virtu,að ósannað sé að það hefði haft áhrif á ákvörðun stefnanda um að veita veðlán ífasteign sinni vegna lántöku sonar síns. Dómurinn telur einnig óhjákvæmilegt aðtaka mið af því að stefnandi hlutaðist ekki til um réttarstöðu sína eða gildiveðleyfisins fyrr en á síðari hluta ársins 2015, rúmum átta árum eftir að hún samþykktiað veita veðleyfið með undirritun sinni á skuldabréfið 18. júlí 2007. Sústaðreynd gerir það enn ólíklegra að mati dómsins, að það hafi veriðákvörðunarástæða stefnanda fyrir veitingu veðlánsins, hversu jákvæð niðurstaðagreiðslumats yfir syni hennar var, líkt og stefnandi byggir á. Öllu heldur hafiþar ráðið að með því að veita leyfi til veðsetningar fasteignar sinnar hafi húnverið að aðstoða son sinn við að kaupa sína eigin fasteign. Samkvæmtöllu framansögðu og að teknu tilliti til meginreglu samningaréttar umskuldbindingargildi samninga er það niðurstaða dómsins að hvorki verði litiðsvo á að ósanngjarnt sé né andstætt góðri viðskiptavenju að stefndi beriveðsetningu fasteignarinnar fyrir sig. Í því sambandi verður jafnframt litiðtil þess að efni skuldabréfsins var skýrt um skuldbindingu stefnanda og bréfiðmeð sama sniði og algengt var á þessum tíma þar sem nákomnir aðstoðuðu lántakameð því að veita leyfi til veðsetningar fasteignar sinnar. Er ekkert fram komiðum að stefnandi hafi verið ófær um að átta sig á þýðingu þessararskuldbindingar sinnar og þeirri áhættu sem hún tók með henni. Þegar af þeimástæðum ber að fallast á kröfu stefnda um sýknu af öllum kröfum stefnanda. Meðvísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, þykir réttað málskostnaður milli aðila falli niður. Dregisthefur fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 að kveða uppdóm í máli þessu. Dómendur og aðilar töldu ekki efni til þess að endurflytjamálið. ÁsmundurHelgason héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O RÐ Stefndi,Lífsverk lífeyrissjóður, er sýkn af öllum kröfum stefnanda, Sigríðar RutarSigurðardóttur, í máli þessu. Málskostnaður milliaðila fellur niður. |
Mál nr. 522/2017 | Ráðningarsamningur Laun Endurgreiðsla | L ehf. krafði E um endurgreiðslu launa sem hún hafði fengið greidd í uppsagnarfresti eftir að hún lét af störfum hjá félaginu. Hafði ríkt ótryggt ástand á starfsstöð L ehf. um nokkra hríð og hafði I, framkvæmdastjóra L ehf., verið vikið frá störfum. Var K, faðir E, ráðinn sem framkvæmdastjóri L ehf. í hans stað. Í kjölfarið var gerður samningur við E og aðra starfsmenn L ehf. um að þeir mættu hætta störfum án tafar ef I hæfi störf að nýju sem framkvæmdastjóri. Síðar var I endurráðinn sem framkvæmdastjóri félagsins. Létu þá allir starfsmenn L ehf. af störfum og fengu greidd laun í uppsagnarfresti, þar á meðal E. Talið var að E hefði mátt ganga út frá því að K hefði haft umboð stjórnar til þess að skuldbinda L ehf. með þeim hætti sem gert var með fyrrgreindum samning. Gætu tengsl E og K ekki skipt máli í því sambandi þar sem allir starfsmenn L ehf. hefðu setið við sama borð. Þá stæðu ákvæði 48. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög ekki því í vegi að framkvæmdastjóri tæki ákvörðun um launasamning E. Var E því sýknuð af kröfu L ehf. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslasonsettur hæstaréttardómari og Valtýr Sigurðsson fyrrverandi ríkissaksóknari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 22. ágúst 2017. Hann krefst þessað stefndu verði gert að greiða sér 1.067.677 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. október 2015til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaðadóms verður hann staðfestur.Áfrýjanda verður gert að greiðastefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Logaland ehf., greiðistefndu, Elísabetu Rós Kolbeinsdóttur, 750.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjaness 8. júní2017. Mál þetta var höfðað 23. júní2016 og tekið til dóms 11. maí sl. Stefnandi er Logaland ehf., Tunguhálsi 8,Reykjavík, en stefnda er Elísabet Rós Kolbeinsdóttir, Skólabraut 1,Hafnarfirði. Dómkröfur stefnanda eru þær aðstefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 1.067.677 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 5.október 2015 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendistefndu. Stefnda gerir þá kröfu að húnverði sýknuð af kröfum stefnanda í málinu og að stefnandi verði dæmdur til aðgreiða stefndu málskostnað.I Stefnda hóf störf hjá stefnandaí apríl 2011 og vann þar til ágúst 2013. Starfaði hún þá við símavörslu og semsölumaður en stefnandi selur vörur og þjónustu á heilbrigðissviði. Stefnda vanná ný hjá stefnanda við sölu og innkaup frá febrúar 2014 til ágúst sama ár. Loksvar henni boðið starf hjá stefnanda í maí 2015 og þá við innkaup. Faðirstefndu, Kolbeinn Sigurðsson, var þá orðinn framkvæmdastjóri stefnanda. Sagðihann í skýrslu sinni fyrir dómi að nauðsynlegt hafi verið að fá vananstarfsmann með reynslu af innkaupum til þess að taka að sér starfið ogstarfsmann sem gæti hafið störf strax. Þegar Kolbeinn tók við starfiframkvæmdastjóra höfðu um nokkurn tíma verið erfiðleikar á vinnustaðnum semrekja mátti til þáverandi framkvæmdastjóra stefnanda, Ingibergs Erlingssonar,sem jafnframt var helmingseigandi stefnanda á móti foreldrum sínum. Honum hafðiaf stjórn félagsins verið gert að láta af störfum 31. maí 2015 vegna erfiðleikaí samskiptum við starfsfólk. Þann 23. júlí 2015 kom hann á starfsstöð stefnandaog lagði hendur á einn starfsmann stefnanda. Hlaut hann dóm 31. mars 2016 vegnaþess í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt gögnum málsins urðu starfsmenn skelkaðireftir þennan atburð og var fenginn öryggisvörður á vinnustaðinn. Í kjölfarþessa var gerður samningur, dags. 24. júlí 2015, við alla starfsmennfyrirtækisins, þ. á m. stefndu, um að ef til þess kæmi að Ingibergur tæki á nývið sem framkvæmdastjóri stefnanda væri starfsmönnum frjálst að láta af störfumán vinnuskyldu í uppsagnarfresti en með rétt til launa og allra launatengdraréttinda samkvæmt ráðningarsamningi. Sagði Kolbeinn að þessi breyting á ráðningarsamningistarfsfólksins hafi verið nauðsynleg til þess að tryggja rekstur fyrirtækisinsen margir starfsmenn hafi hugsað sér til hreyfings eftir atburðinn 23. júlí2015. Nauðsynlegt hafi verið að róa starfsfólk þannig að það segði ekki þegarupp störfum. Ingibergur náði samkomulagi við foreldra sína og tók aftur við semframkvæmdastjóri. Kom hann á vinnustað 17. ágúst 2015 undir áhrifum áfengis ogþurfti öryggisvörður að skerast í leikinn þar sem hann lenti í handalögmálumvið einn starfsmann stefnanda. Í framhaldi af þessu hættu allir starfsmennstörfum hjá stefnanda og fengu þeir greidd laun í uppsagnarfresti ánvinnuskyldu, þ. á m. stefnda. Stefnda sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að húnhefði ekki treyst sér til að vinna undir stjórn hins nýja framkvæmdarstjóraeftir það sem á undan var gengið. Kolbeinn Sigurðarson, framkvæmdastjóristefnanda, lét einnig af störfum hjá stefnanda og fékk greidd laun íuppsagnarfresti samkvæmt því samkomulagi sem gert hafði verið við hann.Stefnandi höfðaði mál gegn Kolbeini til endurgreiðslu á launum en á það varekki fallist, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 379/2016. Af hálfu stefnanda er því haldiðfram að viðauki við ráðningarsamninginn, sem dagsettur er 24. júlí 2015, ogkveður á um að stefnda megi hætta störfum á fullum launum án vinnuskyldu, hafií raun verið saminn og undirritaður 16. ágúst 2015. Hafi sérfræðingar skoðaðtölvu Kolbeins og komist að raun um það. Kolbeinn og stefnda sögðu í skýrslusinni ekki muna hvenær skjalið hafi verið undirritað en Kolbeinn sagði að áfundi með starfsfólki 24. júlí 2015, daginn eftir að Ingibergur kom ífyrirtækið og réðist að einum starfsmanni þess, hafi verið gerður munnlegursamningur við allt starfsfólk fyrirtækisins sama efnis og hinn skriflegisamningur hljóði á um. Vera kunni að hinn skriflegi samningur hafi veriðundirritaður nokkrum dögum síðar. Eftir að nýir stjórnendur tókuvið völdum í félaginu var öllum starfsmönnum, þ. á m. stefndu, sent erindi fráþáverandi lögmanni félagsins, dags. 4. september 2015. Þar kemur fram súafstaða stefnanda að stefnda hafi horfið heimildarlaust og án skýringa afstarfsstöð áður en vinnutíma lauk þann 24. ágúst 2015. Kemur ennfremur fram íbréfinu að stefnandi telji þá greiðslu sem hún fékk ekki vera launagreiðslu ogvar skorað á stefndu að endurgreiða fjárhæðina og mæta til starfa á ný ávinnustaðinn. Yrði ekki orðið við þessum tilmælum liti stefnandi svo á að umfyrirvaralaust brotthvarf úr starfi væri að ræða og ætti hún því ekki rétt álaunum í uppsagnarfresti. II Stefnandi byggir aðallega á þvíað stefnda hafi vitað eða mátt vita að hún hafi ekki átt tilkall til þeirrafjármuna sem hún hafi fengið greidda samkvæmt launaseðli 30. september 2015. Þábyggir stefnandi á því að samkvæmt þágildandi kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsinseigi stefnda aðeins rétt á einnar viku uppsagnarfresti. Með vísan til þess aðstefnda hafi síðast fengið greidd laun þann 24. ágúst 2015 og ekki komið tilstarfa eftir þann dag, þrátt fyrir áskoranir stefnanda, sé ljóst að hún hafifyrirvaralaust sagt starfi sínu lausu þann 24. ágúst 2015. Hún hafi því ekkiátt tilkall til rúmlega þriggja mánaða uppsagnarfrests. Þá ákvörðun stefndu aðskila ekki fjármunum, þrátt fyrir að algert umboðsleysi stjórnenda til þessháttar athafna hafi blasað við, verði að skoða með tilliti tilfjölskyldutengsla stefndu og fyrrverandi framkvæmdarstjóra félagsins. Þá vísarstefnandi ennfremur til 48. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 þar semsegir að framkvæmdastjóra sé óheimilt að taka þátt í samningsgerð milli félagsog þriðja aðila ef hann hafi hagsmuna að gæta. Stefnda byggir sýknukröfu sína áþví að hún hafi gert samning við stefnanda um þriggja mánaða uppsagnarfrest viðráðningu sem hún hafi átt rétt á samkvæmt ákvæðum kjarasamnings VR um áunninréttindi, sbr. gr. 14.1, en stefnda hafi unnið hjá stefnanda með hléum. Eftir að Ingibergur hafi ráðistinn í fyrirtækið hafi verið gerð breyting á ráðningarsamningum allrastarfsmanna um að þeir gætu hætt störfum og fengið greidd laun íuppsagnarfresti án starfsskyldu ef Ingibergur kæmi aftur til starfa ífyrirtækinu. Á þessum forsendum hafi starfsmenn haldið áfram störfum. Stefndahafi að þessu leyti notið sömu réttinda og aðrir starfsmenn fyrirtækisins.Skipti því engu máli þótt viðauki við ráðningarsamning hennar hafi veriðundirritaður af þáverandi framkvæmdastjóra sem hafi verið faðir hennar. Stefndahafi því verið í góðri trú þegar hún tók við launagreiðslu og ekki haft neinaástæðu til þess að rengja umboð eða heimild Kolbeins Sigurðssonar til aðundirrita viðauka við ráðningarsamning hennar. Stefnda hafi tekið á mótilaununum í góðri trú og séu launin ekki endurkræf samkvæmt meginregluvinnuréttar um endurgreiðslu ofgreiddra launa sem byggist einkum á þvísjónarmiði að laun séu nýtt til framfærslu. Stefnandi geti því ekki endurkrafiðum laun sem hann hafi þegar greitt. Launin hafi ekki verið greidd fyrir mistökheldur byggst á samkomulagi aðila. Loks beri að hafa í huga að liðnir séu níumánuðir frá því að greiðslan var innt af hendi og móttekin og þangað til máliðvar höfðað. Verði að telja það tómlæti af hálfu stefnanda að halda ekki framkröfu sinni fyrr þar sem um var að ræða laun til framfærslu. Stefnandi bendir ennfremur á aðumþrætt samkomulag hafi verið gert um það leyti sem skipt var um stjórn í félaginu.Óumdeilt sé að bæði stjórnarformaður og framkvæmdastjóri höfðu á þeim tímafullt umboð til að gera samninga við starfsmenn þann 24. júlí 2015 þó svo aðfrágangur á þeim samningum hafi farið fram síðar. III Eins og að framan er rakið ríktiótryggt ástand á starfsstöð stefnanda. Helmingseigandi stefnanda, IngibergurErlingsson, sem jafnframt var framkvæmdastjóri félagsins, hafði verið vikið frástörfum. Kolbeinn Sigurðsson, faðir stefndu, hafði 1. júní 2015 verið ráðinn íhans stað. Þann 23. júlí 2015 kom Ingibergur á starfsstöð stefnanda og réðistað einum starfsmanni og veitti honum áverka. Hlaut hann dóm fyrir það. Samkvæmtgögnum málsins urðu starfsmenn skelkaðir eftir þennan atburð og töldu öryggisínu ógnað. Var ráðinn öryggisvörður á staðinn og neyðarhnöppum komið fyrir. Íkjölfarið var gerður samningur við stefndu og aðra starfsmenn um að þeir mættuhætta störfum án tafar ef Ingibergur hæfi störf að nýju sem framkvæmdastjóristefnanda. Samkvæmt gögnum málsins var þessi samningur gerður til þess aðtryggja rekstur fyrirtækisins og til þess að róa starfsmenn. Ingibergur komaftur á vinnustað 17. ágúst 2015 og lenti í handalögmálum við starfsmann enöryggisvörður skarst í leikinn. Þá var orðið ljóst að ný stjórn stefnanda hafðiendurráðið Ingiberg sem framkvæmdastjóra. Stefnandi byggir í fyrsta lagi áþví að stefnda hafi ekki átt rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti, í öðru lagiá því að stjórnendur stefnanda hafi ekki haft umboð til þess að geraframangreindan samning við stefndu um að hún mætti láta af störfum ánvinnuskyldu í uppsagnarfresti og í þriðja lagi byggir stefnandi á 48. gr. laganr. 138/1994 um einkahlutafélög þar sem segir að framkvæmdastjóra sé óheimiltað taka þátt í samningsgerð milli félags og þriðja aðila ef hann hafi hagsmunaað gæta. Í málflutningi byggði stefnandijafnframt á því að laun stefndu hefðu verið hækkuð óeðlilega mikið í ágúst2015. Þessari nýju málsástæðu var mótmælt af hálfu stefndu sem of seint framkominni og verður fallist á að hún komist ekki að í málinu. Þá byggði lögmaðurstefnanda ennfremur á því í málflutningi að samningur um breytinguráðningarsamnings stefndu, dags. 24. júlí 2015, daginn eftir að Ingibergurréðst að starfsmanni stefnanda, hafi í raun verið saminn 17. ágúst 2015 og þvíekki undirritaður fyrr. Hefur stefnandi lagt fram gögn í málinu sem hann segirað stafi frá sérfræðingum sem hafi skoðað tölvu Kolbeins eftir að hann lét afstörfum. Þessara gagna var aflað einhliða af stefnanda og voru þau ekkistaðfest fyrir dómi. Verða þau því ekki talin hafa sönnunargildi í málinu enþeim hefur einnig verið mótmælt af hálfu stefndu sem þýðingarlausum. Líta verður svo á að stefndahafi mátt ganga út frá því að þáverandi framkvæmdastjóri stefnanda hefði umboðstjórnar til þess að skuldbinda stefnanda með þeim hætti sem gert var meðsamningnum. Tengsl stefndu og fyrrverandi framkvæmdastjóra skipta ekki máli íþessu sambandi þar sem allir starfsmenn stefnanda sátu við sama borð. Ákvæði48. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög stóðu ekki í vegi fyrir því aðframkvæmdastjórinn tæki ákvörðun um launasamning stefndu. Samkvæmtkjarasamningi milli VR og Samtaka atvinnulífsins, sem gildir frá 1. maí 2015til 31. desember 2018, skulu áunnin réttindi haldast við endurráðningu innaneins árs. Á sama hátt skulu áunnin réttindi taka gildi á ný eftir eins mánaðarstarf ef endurráðning verður eftir meira en eitt ár en innan þriggja ára.Samkvæmt gögnum málsins uppfyllti stefnda þessi skilyrði kjarasamningsins enhún vann með hléum hjá stefnanda og hafði samkvæmt framansögðu áunnið sérþriggja mánaða uppsagnarfrest. Niðurstaðamálsins verður því sú að stefnda verður alfarið sýknuð af kröfum stefnanda ímálinu. Eftir þessari niðurstöðu verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu828.000 krónur í málskostnað. Ekki hefur þá verið tekið tillit til reglna umvirðisaukaskatt. Gunnar Aðalsteinssonhéraðsdómari kveður upp dóm þennan.Dómsorð Stefnda, Elísabet RósKolbeinsdóttir, er sýkn af kröfum stefnanda, Logalands ehf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu 828.000krónur í málskostnað. |
Mál nr. 423/2017 | Vinnuslys Skaðabætur Sakarskipting Líkamstjón Vextir Fyrning Gjafsókn Sératkvæði | A krafðist skaðabóta úr ábyrgðartryggingu T hf. hjá V hf. vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í vinnuslysi hjá T hf. þegar hann féll af svölum annarrar hæðar nýbyggingar. Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að A hefði fallið þegar hann hugðist stíga af svölunum niður á vinnupall sem stóð þar til hliðar eins og eina vitnið af slysinu lýsti fyrir héraðsdómi. Var talið að á slysdegi hefði skort verulega á að öryggisráðstafanir væru í samræmi við kröfur laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og var það metið starfsmönnum T hf. til sakar. Þá þótti nægjanlega sýnt fram á að viðeigandi fallvarnir hefðu hindrað A í því að gera tilraun til að stíga af svölunum inn á vinnupallinn og því væri einnig fullnægt því skilyrði skaðabótaábyrgðar að orsakatengsl væru á milli hinnar saknæmu háttsemi og tjóns A. Hins vegar var talið að ekki yrði framhjá því litið að A hefði borið fyrir héraðsdómi að hann hefði verið meðvitaður um skort á fallvörnum og að hann hefði gert athugasemdir við slysahættu sem af því gæti hlotist. Hann hefði allt að einu tekið ákvörðun um að nýta sér þessar aðstæður og stíga útaf svölunum í tilraun til að komast niður á vinnupall. Voru orsök slyssins því talin að stórum hluta einnig rakin til gáleysislegrar hegðunar A og hann látinn bera helming tjóns síns vegna eigin sakar. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirÓlafur Börkur Þorvaldsson og Karl Axelsson og Oddný Mjöll Arnardóttirlandsréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar30. júní 2017. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér aðallega5.088.077 krónur, en til vara 4.102.102 krónur, í báðum tilvikum með 4,5%ársvöxtum af nánar tilteknum fjárhæðum frá 17. nóvember 2008 til 14. janúar2016, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunumfrá stefnda 31. október 2012 að fjárhæð 1.182.301 króna og Sjúkratryggingum Íslands 29. september 2016 að fjárhæð1.024.445 krónur. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknarsem honum hefur verið veitt.Stefndi krefst aðallega staðfestingarhins áfrýjaða dóms en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð. Þá krefst hannmálskostnaðar fyrir Hæstarétti.IÍ máli þessu krefst áfrýjandiskaðabóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu […]. hjá stefnda vegna slyss sem hannvarð fyrir við vinnu sína 17. nóvember 2008. Málinu er beint að stefnda ágrundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Í stefnu í héraði er atvikum þanniglýst að áfrýjandi hafi „verið að bera byggingarefni inn í íbúð 0206, á annarrihæð í nýbyggingu í […] í […]“ og að þegar „hann sótti byggingarefnið út áaðliggjandi svalir féll hann aftur fyrir sig fram af svölunum.“ Lögregla kom ávettvang í kjölfar slyssins og í lögregluskýrslu er skráð að áfrýjandi hafifallið úr 3,04 metra hæð. Ágreiningslaust er að engar fallvarnirvoru á svölunum þar sem slysið varð. Eftirlitsmenn frá Vinnueftirliti ríkisinskomu á vettvang stuttu eftir slysið og í skýrslu þeirra um aðstæður á vettvangisegir að gengið hafi á með skúrum og að engar fallvarnir hafi verið á neðriveggsvölum og á efri svölum á vestari helmingi hússins. Er niðurstaðaskýrslunnar sú að orsök slyssins megi rekja til þess að engar fallvarnir hafiverið til staðar. Í skýrslu vinnueftirlitsins voru jafnframt gefin fyrirmæli umúrbætur, meðal annars þau að ef undan væri skilin vinna við að setja upp handriðværi öll vinna og umferð á veggsvölum þar sem handrið vantaði bönnuð og aðtryggja skyldi að á vinnupöllum væru bæði handrið og endalokanir. Í kjölfar slyssins var áfrýjandifluttur á sjúkrahús og greindist hann með opið beinbrot á vinstri handlegg ogbrot á öðrum lífbeinsarminum vinstra megin. Sama dag gekkst hann undir aðgerð ávinstri handlegg þar sem framhandleggsbrotin voru fest með spöngum og skrúfum. Með bréfi 31. ágúst 2009 hafnaðistefndi bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu […]. vegna slyss áfrýjanda. Áfrýjandiskaut þeirri ákvörðun til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum 14. janúar 2010.Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu 2. mars 2010 að greiða bæri bæturúr ábyrgðartryggingunni, en með bréfi 10. mars 2010 var áfrýjanda tilkynnt aðstefndi hygðist ekki una úrskurði nefndarinnar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónáfrýjanda og í matsgerð þeirra 30. nóvember 2015 var ályktað að orsakatengslværu á milli slyssins og einkenna áfrýjanda í vinstri framhandlegg ogmjaðmagrind. Töldu matsmennirnir áfrýjanda hafa verið óvinnufæran með öllu fráslysdegi til batahvarfa 22. apríl 2009. Þjáningatímabil mátu þeir hið sama, enþar af teldist áfrýjandi hafa verið rúmliggjandi í þrjá daga. Loks varvaranlegur miski áfrýjanda metinn til 10 stiga og varanleg örorka metin 10%. Áfrýjandi mun upphaflega hafa höfðaðmál gegn stefnda í júní 2014 en fellt það mál niður í nóvember sama ár. Málþetta höfðaði áfrýjandi síðan 6. júní 2016. IIÓumdeilt er að áfrýjandi féll afsvölum annarrar hæðar nýbyggingarinnar að […] en að öðru leyti greinir aðilamálsins á um það með hvaða hætti slysið bar að höndum og hvort það megi rekjatil skorts á fallvörnum og ófullnægjandi verkstjórnar eða hvort óhappatilvikeða háttsemi áfrýjanda sjálfs hafi orsakað það. Samkvæmt lögregluskýrslu lýstuáfrýjandi og Stefán Ragnar Þórðarson verkstjóri aðdraganda slyssins með þeimhætti að þegar það varð hefði verið unnið að því að bera byggingarefni inn ííbúð 0206. Jafnframt var haft eftir áfrýjanda að hann hefði fallið aftur fyrirsig af svölum annarrar hæðar. Í tilkynningu Stefáns Ragnars til vinnueftirlitsins17. nóvember 2008 segir að áfrýjandi hafi unnið að móttöku byggingarefnis þegarhann féll, en þar er ekki tekið fram hvort hann hafi fallið fram eða afturfyrir sig. Í skýrslu vinnueftirlitsins greinir að Stefán Ragnar og Sigurjón H.Steindórsson pípulagningarmaður, sem hafi orðið vitni að slysinu, hafi veittupplýsingar. Í skýrslunni kemur fram að unnið hefði verið að frágangi utanhússog að áfrýjandi hefði verið að bera inn byggingarefni af veggsvölum þegar hannhefði fallið fram af brún þeirra. Loks er þess að geta að í læknisvottorðiYngva Ólafssonar 14. desember 2008 er vitnað í sjúkraskýrslu frá slysdegi ogfrá því greint að áfrýjandi hafi dottið úr stillans við vinnu sína. Áfrýjandi gaf símaskýrslu fyrirhéraðsdómi með aðstoð túlks. Hann greindi svo frá að vinnu við að berabyggingarefni inn í íbúðir hefði verið lokið um þremur dögum áður en slysiðvarð og að hann hefði verið að vinna utanhúss við uppsetningu á vatnsrennumþegar hann missti jafnvægið og féll niður. Hann kvaðst hafa verið að reyna aðræða við vinnufélaga á hæðinni fyrir ofan um framkvæmd verksins þegar hanndatt. Þá kvaðst hann halda að hann hefði dottið á hlið niður, auk þess sem hannrámaði í að hafa reynt að teygja sig í vinnupall. Loks kannaðist hann ekki viðað lögregla hefði rætt við sig á vettvangi strax í kjölfar slyssins og kvaðstekki vera mæltur á ensku. Gunnar Halldór Sigurjónsson lögreglumaður, sem ritaðilögregluskýrslu um slysið, bar aftur á móti fyrir héraðsdómi að hann hefði rættvið áfrýjanda á vettvangi og að hann minnti að samtalið hefði farið þannig framað áfrýjandi „bullaði eitthvað á ensku.“Fyrir héraðsdómi bar vitnið StefánRagnar að þegar slysið varð hefði verið unnið að því að taka gifsplötur upp ásvalir og þaðan inn í húsið. Ekki hefði verið hægt að koma gifsplötunum upp ánþess að taka niður fallvarnir og hífa þær upp á svalirnar því stigahúsið hefðiverið of þröngt. Hann kvaðst reikna með því að áfrýjandi hefði verið að vinnavið þetta þegar hann féll af svölunum, en hann hefði ekki sjálfur orðið vitniað slysinu. Aðspurður kannaðist hann ekki við að unnið hefði verið aðvatnslögnum á slysdegi. Áðurnefndur Sigurjón pípulagningamaðurvarð sem fyrr segir vitni að slysi áfrýjanda. Fyrir héraðsdómi bar hann á þáleið að hann hefði staðið í um það bil 15 metra fjarlægð og snúið að áfrýjandaþegar hann hefði séð hann ganga eftir svölum hússins og ætla að stíga út afþeim og niður á vinnupall sem stóð þar til hliðar. Hann hefði tekið í pallastoðog ætlað inn á vinnupallinn, en þegar hann hefði stigið inn á pallinn með annanfótinn hefði hann runnið til í bleytu og dottið niður. Hann mundi ekki til þessað hafa rætt við fulltrúa vinnueftirlitsins á slysstað og kvaðst ekki hafatekið eftir því að hverju var unnið þennan dag. Samkvæmt framansögðu er ljóst aðsamskipti við áfrýjanda í tengslum við slysið voru háð einhverjumtungumálaörðugleikum og að gögn málsins og framburðir fyrir héraðsdómi erunokkuð misvísandi um það hvernig það atvikaðist að áfrýjandi féll fram afsvölunum, en áfrýjandi ber sönnunarbyrði um það atriði. Með vísan til þess aðframburður áfrýjanda fyrir héraðsdómi um tildrög slyssins fær litla sem engastoð í gögnum málsins verður ekki á honum byggt, sbr. einnig 1. mgr. 50. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Jafnframt er ljóst að Stefán Ragnar varðekki vitni að slysinu sjálfu og hafa lýsingar hans á því hvernig það atvikaðistþví takmarkað gildi. Þykir því verða að leggja til grundvallar að slysið hafiborið að með þeim hætti sem eina vitnið að því, Sigurjón, lýsti fyrir héraðsdómi,en líkt og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi er engin ástæða til að dragatrúverðugleika vitnisins í efa. Verður því við það miðað að áfrýjandi hafifallið þegar hann hugðist stíga af svölunum niður á vinnupall sem stóð þar tilhliðar. IIISamkvæmt 13. og 37. gr. laga nr.46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum skal atvinnurekanditryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta ávinnustað og við framkvæmd vinnu. Í reglum nr. 547/1996 um aðbúnað,hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðratímabundna mannvirkjagerð, sem settar eru með stoð í 38. gr. laga nr. 46/1980,eru taldar í IV. viðauka þær lágmarkskröfur sem gilda um öryggi og heilsuverndá byggingarsvæðum. Í B-hluta viðaukans segir í 21. gr. að í yfir tveggja metrahæð skuli vera handrið alls staðar þar sem hætta getur verið á að menn falliniður. Við úrlausn máls þessa er einnig til þess að líta að eftirvettvangsrannsókn komst Vinnueftirlit ríkisins að þeirri niðurstöðu að leggjabæri blátt bann við allri vinnu og umferð á veggsvölum þar sem handrið vantaðief frá væri talin vinna við uppsetningu handriða. Myndir sem bæði lögregla og vinnueftirlitiðtóku á vettvangi sýna einnig að ekki hefði verið nauðsynlegt að taka niðurallar fallvarnir á vesturhluta annarrar hæðar hússins til að koma þangaðgifsplötum, en til þess hefði dugað að opna smærra hlið í skamman tíma. Áslysdegi skorti því verulega á að öryggisráðstafanir á vinnustaðnum væru ísamræmi við kröfur laga nr. 46/1980 og verður það metið starfsmönnum […] tilsakar. Þá þykir nægilega sýnt fram á að viðeigandi fallvarnir hefðu hindraðáfrýjanda í því að gera tilraun til að stíga af svölunum inn á vinnupallinn. Erþví einnig fullnægt því skilyrði skaðabótaábyrgðar að orsakatengsl séu á millihinnar saknæmu háttsemi og tjóns áfrýjanda. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá þvílitið að fyrir héraðsdómi bar áfrýjandi að hann hefði verið meðvitaður um skortá fallvörnum og að hann hefði gert athugasemdir við slysahættu sem af því gætihlotist. Honum var því fullljóst að hætta stafaði að þeim sem fóru of nálægtbrún svalanna. Allt að einu tók hann ákvörðun um að nýta sér þessar aðstæður ogstíga út af svölunum í tilraun til að komast niður á vinnupall sem stóð þar tilhliðar. Verður orsök slyssins því að stórum hluta einnig rakin tilgáleysislegrar háttsemi áfrýjanda sjálfs. Þar sem atvik máls gerðust fyrirgildistöku 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993 skiptir ekki máli hvort súháttsemi verður metin honum til einfalds eða stórfellds gáleysis og verðuráfrýjanda samkvæmt framansögðu gert að bera helming tjóns síns vegna eiginsakar. IVÍ málinu er ekki ágreiningur um mathinna dómkvöddu manna á afleiðingum slyssins. Áfrýjandi byggir aðalkröfu sína áþví að við útreikning bóta fyrir varanlega örorku skuli meta árslaun hanssérstaklega á grundvelli 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, þar sem meginregla 1. mgr.7. gr. laganna um meðalatvinnutekjur síðustu þriggja almanaksára endurspegliekki líklegar framtíðartekjur hans. Vísar áfrýjandi til þess að hann hafiaðeins starfað á Íslandi í átta mánuði áður en slysið varð og að hann hafihækkað umtalsvert í launum við að hefja þau störf. Er aðalkrafa áfrýjanda þvímiðuð við þær tekjur sem hann aflaði sér hér á landi umrædda átta mánuði. Þegar slysið varð í nóvember 2008 varáfrýjandi 36 ára gamall og hafði verið sagt upp störfum hjá […] Áfrýjandi, semer […], flutti aftur til […] skömmu eftir slysið og er ekkert fram komið um aðhann hafi fyrir slysið gert ráðstafanir til að fá fjölskyldu sína til Íslandseða fá annað starf á Íslandi. Hefur hann ekki sýnt fram á að um óvenjulegaraðstæður hafi verið að ræða við tekjuöflun sína síðustu þrjú almanaksár fyrirslysið og eru skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga því ekki uppfyllt.Varakrafa áfrýjanda er reist á því aðvið útreikning bóta fyrir varanlega örorku skuli byggja á lágmarkstekjuviðmiði3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, en tekjur áfrýjanda á viðmiðunartímabili samkvæmt1. mgr. 7. gr. laganna voru lægri en þar greinir. Útreikningi áfrýjanda áþjáningabótum samkvæmt 3. gr. skaðabótalaga, bótum fyrir varanlegan miska samkvæmt4. gr., sbr. 15 gr. laganna og bótum fyrir varanlega örorku samkvæmt 3. mgr. 7.gr., sbr. 6. og 15. gr. laganna hefur ekki verið mótmælt. Samkvæmt því verðurfallist á að heildartjón áfrýjanda nemi 4.102.102 krónum, sem sundurliðastþannig að þjáningabætur nema 343.170 krónum, bætur vegna varanlegs miska1.037.650 krónum og bætur vegna varanlegrar örorku 2.721.282 krónum. Verðurstefndi dæmdur til að greiða helming tjónsins.Fallist er á það með stefnda að vextirsamkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga sem eldri voru en fjögurra ára viðbirtingu stefnu 6. júní 2016 séu fyrndir, sbr. 3. gr. og 2. mgr. 15. gr. laganr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Telst krafa áfrýjanda til 4,5% vaxtafrá því fyrir 6. júní 2012 því vera fyrnd, en að öðru leyti verða áfrýjandadæmdir vextir samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga líkt og greinir ídómsorði. Þá hefur stefndi mótmælt dráttarvaxtakröfu áfrýjanda á þeimgrundvelli að kröfubréfi hans 14. desember 2015 hafi ekki fylgt allar þærupplýsingar sem þurfti til að ákvarða bætur þar sem krafan hafi þá einungisverið miðuð við meðallaun karlkyns verkamanna á Íslandi. Í 9. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 2. mgr. 16. gr. skaðabótalaga, erkveðið á um að skaðabótakröfur skuli bera dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr.fyrrnefndra laga að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagðifram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta.Matsgerð hinna dómkvöddu manna fylgdi kröfubréfinu en í henni koma framupplýsingar um tjónsatvik og tekjur áfrýjanda samkvæmt skattframtölum vegnatekjuáranna 2005 til 2014. Verða dráttarvextir því dæmdir frá 14. janúar 2016.Eftir framangreindum niðurstöðum verður stefndi dæmdur til greiðslu 2.051.051 krónu, með4,5% ársvöxtum frá 6. júní 2012 til 14. janúar 2016, en með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, aðfrádregnum innborgunum stefnda 31. október 2012 að fjárhæð 1.182.301 króna ogSjúkratryggingum Íslands 29. september 2016 að fjárhæð 1.024.445 krónur.Ákvæði hins áfrýjaða dóms ummálskostnað og gjafsóknarkostnað verða staðfest.Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrirHæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, semákveðst eins og í dómsorði greinir. Með vísan til 3. mgr. 130. gr., sbr. 190.gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða hluta þess kostnaðar íríkissjóð. Dómsorð:Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf.,greiði áfrýjanda, A, 2.051.051 krónu, með 4,5% ársvöxtum frá 6. júní 2012 til14. janúar 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, að frádregnuminnborgunum 31. október 2012 að fjárhæð 1.182.301 króna og 29. september 2016að fjárhæð 1.024.445 krónur.Ákvæði héraðsdóms um málskostnað oggjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð.Stefndi greiði 400.000 krónur ímálskostnað fyrir Hæstarétti sem renni í ríkissjóð.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjandafyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans800.000 krónur. SératkvæðiÓlafs Barkar ÞorvaldssonarÉg er samþykkur atkvæði meirihluta dómenda um annað ensakarskiptingu og málskostnað. Ekki verður með öruggum hætti fullyrt hvernigáfrýjandi féll niður af umræddum veggsvölum og tekið er undir með meirihlutadómenda að um það verði helst að líta til framburðar þess eina vitnis sem varðað atvikinu, enda lýsingar áfrýjanda nokkuð misvísandi. Eins og fram kemur í atkvæði meirihluta dómenda liggjafyrir skýrslur lögreglu og vinnueftirlits um aðstæður á vettvangi eftirrannsóknir á honum sama dag og slysið varð. Komst vinnueftirlitið að þeirrieindregnu niðurstöðu að orsök slyssins mætti rekja til þess að engar fallvarnirvoru til staðar þar sem áfrýjandi var við vinnu sína og gaf jafnframt þaufyrirmæli um að leggja bæri blátt bann við allri vinnu og umferð á veggsvölumþar sem handrið vantaði, ef frá væri talin vinna við uppsetningu handriða. Varjafnframt um þetta vísað til viðeigandi ákvæða laga nr. 46/1980 um aðbúnað,hollustuhætti og öryggi á vinnustöðvum og ákvæða viðauka við reglur nr.547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðumog við aðra tímabundna mannvirkjagerð, sem settar voru á grundvelli nefndralaga. Er ekkert fram komið í málinu sem leiðir til annars en að leggja beriþessa niðurstöðu til grundvallar. Eins og greinir í atkvæði meirihluta dómenda gerðustatvik fyrir gildistöku 23. gr. a. skaðabótalaga nr. 50/1993, en fyrir þann tímamátti líta til einfalds gáleysis starfsmanns við ákvörðun sakarskiptingar. Þaðbreytir á hinn bóginn ekki því sem að framan er rakið um að meginorsök slyssinsverður rakin til hættulegra aðstæðna á þeim stað sem áfrýjanda var gert aðsinna vinnu sinni. Tel ég samkvæmt framanrituðu að ekki verði lagt ááfrýjanda meira en 1/3 hluta tjóns þess sem hann varð fyrir. Í samræmi við það tel ég einnig rétt að stefndi verðidæmdur til að greiða málskostnað á báðum dómstigum sem renna skuli í ríkissjóð.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. apríl 2017I.Mál þetta semvar höfðað 6. júní 2016 var dómtekið eftir aðalmeðferð þess 7. febrúar 2017. Stefnandi er A,búsettur í […]. Stefndi er Vátryggingafélag Íslands hf. Ármúla 3, 108Reykjavík. Stefnandi breyttidómkröfum sínum í þinghaldi 18. október 2016, en skýringin er einkumaukafrádráttur vegna innborgunar frá Sjúkratryggingum Íslands. Stefnandikrefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 6.606.758krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 1.380.820krónum frá 17. nóvember 2008 til 22. apríl 2009 og af 6.606.758 krónum frá þeimdegi til 14. janúar 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9.gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi tilgreiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu frá stefnda að fjárhæð 803.551 krónaþann 31. október 2012 og að frádreginni greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslandsað fjárhæð 1.024.445 krónur þann 29. september 2016.Tilvara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum5.088.077 krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af1.380.820 krónum frá 17. nóvember 2008 til 22. apríl 2009 og af 5.088.077krónum frá þeim degi til 14. janúar 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr.6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degitil greiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu frá stefnda að fjárhæð 803.551króna þann 31. október 2012 og að frádreginni greiðslu frá SjúkratryggingumÍslands að fjárhæð 1.024.445 krónur þann 29. september 2016.Tilþrautavara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum4.102.102 krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af1.380.820 krónum frá 17. nóvember 2008 til 22. apríl 2009 og 4.102.102 krónumfrá þeim degi til 14. janúar 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi tilgreiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu frá stefnda að fjárhæð 803.551 krónaþann 31. október 2012 og að frádreginni greiðslu frá Sjúkratryggingum Íslandsað fjárhæð 1.024.445 krónur þann 29. september 2016.Stefnandikrefst málskostnaðar úr hendi stefnda, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.Stefndikrefst aðallega sýknu en til vara að stefnukröfur verði lækkaðar stórlega. Íbáðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. II.Mál þetta hefurstefnandi höfðað vegna vinnuslyss sem hann lenti í 17. nóvember 2008, við störfsín hjá […], en stefnandi hafði starfað þar fráfebrúar 2008. Stefnanda mun hafa verið sagt upp vegna samdráttar 1. september2008 og var því á uppsagnarfresti þegar slysið varð. Í stefnu málsins segir aðslysið hafi orðið með þeim hætti að stefnandi hafi verið að berabyggingarefni inn í íbúð […], á annarri hæð í nýbyggingu við […]. Byggingin var langt komin, búið að setja gler í glugga ogvinna hafin inni í íbúðum. Flest bendir til þess að á slysdegi hafi verkefniðverið að flytja gipsplötur inn í íbúðir á annarri hæð fjölbýlishússins.Gipsplöturnar voru það langar og breiðar að ekki var unnt að koma þeim inn ííbúðirnar um glugga né flytja þær eftir stigagöngum án þess að skemma þær.Þurfti því að taka tímabundið niður fallvarnir við útisvalaganga á annarri hæð.Voru gipsplöturnar hífðar upp að svalaganginum og nauðsynlegt magn tekið úrstæðu og borið inn í hverja íbúð fyrir sig. Var stefnandi einn þeirra sem vannað þessu verki. Lýsir hann slysinu svo í stefnu að þegar hann hafi verið aðsækja byggingarefnið út á aðliggjandi svalir hafi hann fallið aftur fyrir sigfram af svölunum. Við aðalmeðferð málsins fullyrti stefnandi hins vegar aðþessu verki hefði verið lokið um tveimur dögum fyrr og hann hafi þess í staðverið að vinna við annan mann við uppsetningu á regnvatnsrennum eins og rakiðverður í niðurstöðu.Ágreiningslauster í málinu að engar fallvarnir voru á svölunum og yfirborð þeirra blautt vegnarigningar. Stefnandi féll neðan af svölunum að því er talið var, úr 3,04 metrahæð og lenti á möl með þeim afleiðingum að hann hlaut opið beinbrot á vinstrihandlegg og áverka á mjöðm. Stefnandi var fluttur með sjúkrabifreið áSjúkrahúsið í Keflavík þar sem rannsóknir sýndu framhandleggsbrot. Í kjölfariðvar stefnandi fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi og lagðurinn á bæklunarskurðdeild til aðgerðar. Voru bæði brotin í framhandleggnum réttog fest með plötu og skrúfum. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðuað stefnandi hafi verið óvinnufær í rúma fimmmánuði eftir slysið, varanlegur miski hans í kjölfar slyssins sé 10 stig ogvaranleg örorka 10%. Stöðugleikatímapunkturhafi verið 22. apríl 2009. Skömmu eftir slysið fór stefnandi aftur til […] ogmun hann hafa síðan þá verið til meðferðar hjá þarlendum læknum vegnaafleiðinga slyssins.Lögreglan ogVinnueftirlitið komu samdægurs á slysstað og gerði Vinnueftirlitið umsögn umslysið. Þar segir undir fyrirsögninni Vinnubrögð og starfshættir: „Slasaði varuppi á veggsvölum 1. hæðar að bera inn byggingarefni. Vegna aðflutningsefnisins höfðu handrið á veggsvölunum verið tekin niður. Þegar A var að sækjabyggingarefnið út á svalirnar féll hann fram af brún þeirra þar sem handriðvantaði. Fallhæðin var um 3 metrar.“ Það var niðurstaða eftirlitsmanns að orsökslyssins yrði rakin til þess að engar fallvarnir voru til staðar.Með bréfi, dags. 26. janúar 2009, var óskað eftir afstöðustefnda til skaðabótaskyldu vinnuveitanda stefnanda og bótaskyldu úr frjálsriábyrgðartryggingu. Stefndi hafnaði kröfum stefnanda með bréfi 31. ágúst 2009. Íbréfinu kom fram að stefndi teldi skaðabótaskyldu ekki til staðar. Hvorkivinnuveitandi né starfsmenn á hans ábyrgð hefðu sýnt af sér saknæma háttsemisem leitt hefði til tjóns stefnanda. Leitað var til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sem meðúrskurði sínum í málinu nr. 15/2010, 2. mars 2010, komst að þeirri niðurstöðu aðsýnt hefði verið fram á að slysið yrði fyrst og fremst rakið til skorts áfallvörnum og yrði af gögnum ráðið að vinnuveitandi hefði ekki gætt nægjanlegaað öryggisráðstöfunum við framkvæmd verksins. Því var greiðsluskylda úrábyrgðartryggingu viðurkennd. Með bréfi 10. mars 2010 tilkynnti stefndi aðfélagið ætlaði ekki að una úrskurði nefndarinnar.Þann 23. október 2012 greiddi stefndi stefnanda bætur úrkjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega. Alls greiddi stefndi 1.182.301krónu vegna þessa en greiðslan byggði á matsgerð Sveinbjörns Brandssonarbæklunarskurðlæknis, frá 11. október 2012, en þar var komist að niðurstöðu umað slysið hefði valdið stefnanda 5% læknisfræðilegri örorku.Málið virðist hafa legið í láginni í tæp tvö ár en 23.júní 2014 mun stefna hafa verið birt fyrir stefnda þar sem farið var fram meðviðurkenningarkröfu um bótaskyldu. Stefnandi felldi málið niður þann 19.nóvember 2014. Stefna þessa máls var síðan birt fyrir stefnda hálfu ári síðar,6. júní 2016. Stefndi bendir á að þá hafi verið liðin rúm sjö og hálft ár fráslysdegi.Íkjölfar þess að matsgerð dómkvaddra matsmanna lá fyrir í lok nóvember 2015reiknaði stefnandi út skaðabótakröfu í ábyrgðartryggingu […] hjá stefndu. Krafan var send meðtölvuskeyti 14. desember 2015 en stefndi mun ekki hafa sinnt þeirri kröfu. III.Stefnandi byggir á því að slys hans sé bótaskylt úr frjálsriábyrgðartryggingu […] sem var í gildi á slysdegi hjá stefnda.Stefnandibyggir á því að […] beri skaðabótaábyrgð á slysinu í ljósi þess að aðbúnaður ogvinnuaðstaða á byggingarvinnustað fyrirtækisins hafi á slysdegi verið með ölluófullnægjandi vegna skorts á fallvörnum á þeim stað þar sem stefnandi féllniður. Orsök slyssins hafi verið þessi skortur á fallvörnum, sbr. umsögnVinnueftirlitsins. Um sé að ræða skýlaust brot á ákvæðum laga nr. 46/1980, umaðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglum settum með stoð í þeimog vísar stefnandi til 13. gr. og 1. mgr. 37. gr. laganna svo og því að fylgjaskuli viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælumVinnueftirlits ríkisins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Íreglum nr. 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir ábyggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð, segi í 8. gr. aðatvinnurekandi skuli gera ráðstafanir sem samræmast kröfum sem settar eru framí IV. viðauka þeirra reglna. Í grein 15.2 í B-hluta IV. viðauka reglnanna segim.a. að vinna í mikilli hæð skuli að jafnaði fara fram með hjálp viðeigandibúnaðar eða með því að beita öryggisbúnaði eins og grindverkum, pöllum eðaöryggisnetum. Þá segi í grein 21.1 í B-hluta IV. viðauka reglnanna, að ávinnuflötum, verkpöllum, göngubrúm o.s.frv., skuli vera handrið ef hæðin ermeiri en 2 metrar frá jörðu eða öðrum fleti og skuli handrið vera alls staðarþar sem hætta geti verið á að menn falli niður. Stefnandibyggir á því að framangreindar athafnaskyldur hafi hvílt á […]. og þeim hafiborið að hlutast til um að tryggja að fallvarnir væru til staðar. Á slysdegihafi gengið á með skúrum, og yfirborð svalanna því verið blautt. Því hafi veriðenn meiri ástæða en ella til að hafa uppi viðeigandi fallvarnir til að tryggjaöryggi starfsmanna, en í ákvæði 2.1 í B-hluta IV. viðauka reglna nr. 547/1996segi að starfsmenn skuli varðir fyrir veðurfarslegum áhrifum sem gætu haftáhrif á heilsu þeirra og öryggi. Þá hafi hvílt enn ríkari skyldur á fyrirtækinuvið að tryggja öryggi á starfsvettvangi þegar í hlut áttu óreyndir starfsmenn,líkt og stefnandi, en hann hafi einungis starfað á vinnustaðnum í 8 mánuði oghafði aldrei áður verið í byggingarvinnu.Stefnandi byggir að auki á því að verkstjórn á vinnustaðnum hafi veriðáfátt, en samkvæmt1. mgr. 37. gr. laga nr. 46/1980skuli haga vinnuþannig að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Stefnandavar fyrirskipað að vinna verk sitt í rúmlega þriggja metra hæð, á stað þar semengar fallvarnir voru til staðar og yfirborð blautt vegna rigningar. Aðstæðurhafi því verið beinlínis hættulegar fyrir stefnanda og öryggi hans með ölluótryggt. Verkstjóri hafi vanrækt að stýra verkinu vel þannig að starfsmenn hansværu ekki í hættu enda beri verkstjóri samkvæmt 20.-23.gr. laga nr. 46/1980 ábyrgð á því að öruggt skipulag sé ríkjandi á vinnustað ogbyggir stefnandi á því að verkstjóri hafi átt að ganga úr skugga um hættuna afframkvæmd verksins og gera viðhlítandi ráðstafanir til að verjast henni.Stefnandi telur að með réttri og fullnægjandi verkstjórn hefði verið unnt aðkoma í veg fyrir slysið.Ístað þess að tryggja að fallvarnir væru til staðar áður en verkið var unniðhafi verkstjórinn samkvæmt gögnum málsins þvert á móti sjálfur fjarlægtfallvarnirnar áður en hann fól stefnanda að vinna verk sitt, sbr.lögregluskýrslu.Stefnanditelur af framangreindu ljóst að verkstjórn var ófullnægjandi í umrætt sinn ogbyggir stefnandi á að það hafi verið meðorsök slyssins ásamt skorti áfallvörnum. Á hvoru tveggja beri vinnuveitandi hans, og þar með stefndi,skaðabótaábyrgð. Stefnandibyggir á því að hann hafi ekki sýnt af sér neina þá háttsemi sem jafna megi tilgáleysis í aðdraganda slyssins og hann beri því enga sök á því að slysið varð.Stefnandi hafi engar öryggisreglur brotið við vinnu sína og hefði einungisverið að fylgja eftir fyrirmælum yfirboðara sinna sem báru ábyrgð á því aðtryggja að fallvarnir væru til staðar. Stefnandi mótmælir því sem stefndi hefurhaldið fram að hann hafi verið að stytta sér leið eða klifra í vinnupöllumþegar slysið átti sér stað. Staðreyndin sé sú að stefnandi féll af svölunum viðvinnu sína, eins og fram komi í lögregluskýrslu, tilkynningu tilVinnueftirlitsins og umsögn Vinnueftirlitsins.Stefnandibyggir á því að hann hafi uppfyllt þær kröfur um aðgæslu sem hægt var að geratil hans við þessar aðstæður. Þegar hann framkvæmdi verkið hafi hann veriðundir boðvaldi yfirmanna sinna og ekki í neinni aðstöðu til þess að neita aðframkvæma umbeðið verk. Stefnandi hafi þó bent yfirmönnum sínum á hættuna semfylgdi því að hafa ekki fallvarnir á svölunum. Þá sé á það bent að í umsögnVinnueftirlitsins sé ekkert að finna sem bent gæti til þess að stefnandi hafisýnt af sér gáleysi í aðdraganda slyssins og þannig orðið valdur að því.Varðandi eigin sök bendir stefnandi og á hversu stuttur starfstími hans hafiverið hjá […]. en stefnandi hafi enga reynslu haft af störfum sem þessu, utansex mánaða vinnu líkast til árið 1995. Þá verði að skoða hugsanlega meðábyrgðstefnanda eða eigin sök í samhengi við sök stefnda, þ.e. sök tjónvalds ogábyrgð hans sem vinnuveitanda á aðstæðum á vinnustað, skorti á fallvörnum ogslælegri verkstjórn en þessir þættir voru ráðandi orsakaþættir í því að slysiðvarð.Þábyggir stefnandi á því, að ef komist verður að þeirri niðurstöðu að meðábyrgðhans í slysinu hafi einhver verið, leiði ákvæði 2. mgr. 24. gr. skbl., og þausjónarmið sem ákvæðið byggi á, til þess að líta megi fram hjá hugsanlegri meðábyrgðhans í slysinu. Ljóst sé að líkamstjón stefnanda vegna slyssins er mikið, hannhafi lengi verið óvinnufær og í endurhæfingu og aðstæður hans eftir slysið alltaðrar en fyrir það. Einnig beri að líta til þess að fyrir hendi séábyrgðartrygging sem taki til tjónsins.Stefnandibyggir á því að skýr orsakatengsl séu á milli varanlegs líkamstjóns hans ogsaknæmrar háttsemi vinnuveitanda hans og vísast um það einkum tillæknisfræðilegra gagna málsins, örorkumatsgerðar, auk matsgerðar dómkvaddramatsmanna sem hafi ekki verið hnekkt.Varðandi viðmiðunarárslaun semgrundvalli fjárhæð bótakröfu stefnanda vísar hann til 2. mgr. 7. gr.skaðabótalaga nr. 50/1993. Þar sé að finna heimild til að víkja frámeginreglunni, um að leggja tekjur síðastliðinna þriggja ára til grundvallarákvörðunar bóta, enda endurspegli sá mælikvarði ekki líklegar framtíðartekjur tjónþola.Sé þetta í samræmi við það meginmarkmið skaðabótalaga að tryggja tjónþolafullar bætur fyrir raunverulegt tjón sitt, að bætur verði hvorki hærri né lægrien sem tjóninu nemur. Tvö skilyrði séu sett fyrir því aðárslaun við útreikning bóta fyrir varanlega örorku verði ákveðin sérstaklega.Annars vegar að aðstæður hafi verið óvenjulegar og hins vegar að þær aðstæðurleiði til þess að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjurtjónþola en meðalatvinnutekjur síðustu þriggja almanaksára fyrir slys.Í athugasemdum við 6. gr. frumvarps þesser varð að lögum nr. 37/1993, sem breyttu 7. gr. laga nr. 50/1993, komi fram að2. mgr. sé rýmkuð þannig að mati verði beitt í þeim tilvikum þegar viðmiðun viðsíðustu þrjú tekjuár fyrir slys þyki af einhverjum ástæðum ekki réttmæt. Stefnandi byggir á því að aðstæður hafiverið óvenjulegar síðustu þrjú ár fyrir slysdag. Megnið af þeim tíma hafi hannverið búsettur í […] en hann hafði starfað á Íslandi í 8 mánuði þegar slysiðátti sér stað. Ekki sé því unnt að leggja tekjur síðustu þriggja ára fyrirslysdag til grundvallar, þar sem á því tímabili urðu miklar breytingar á högumstefnanda, þegar hann flutti til Íslands og hóf störf við byggingarvinnu. Viðþað að hefja störf hér á landi hafi laun stefnanda hækkað umtalsvert frá þvísem áður hafði verið. Af þessu telur stefnandi ljóst að um óvenjulegar aðstæðurí skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 hafi verið að ræða á tímabilinu.Í aðalkröfu byggir stefnandi á því aðvið ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku beri að miða við meðallaun verkamannaá slysárinu 2008, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni, en stefnandi telurþetta tækt viðmið þar sem hann hafi alla tíð starfað sem verkamaður og ekkertbendi til annars en að hann muni starfa sem verkamaður í framtíðinni. Í varakröfu byggir stefnandi á því að við ákvörðun bótafyrir varanlega örorku beri að miða við þær tekjur sem stefnandi aflaði ístarfi sínu hér á landi árið 2008, uppreiknuðum miðað við fullt tekjuár og aðstöðugleikatímapunkti. Stefnandi telur að þessi mælikvarði sé réttari en tekjursíðustu þriggja ára fyrir slys eða lágmarkslaun.Með vísan til framangreinds telurstefnandi að skilyrði 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 séu uppfyllt í málinu ogþví beri að ákvarða árslaun hans sérstaklega en ekki miða við síðustu þrjútekjuár fyrir slys skv. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993, þar sem það leiði ekkitil þess að hann muni fá tjón sitt bætt að fullu. Ef ekki er fallist á að óvenjulegaraðstæður hafi verið til staðar og að annar mælikvarði sé réttari en sá sem mælter fyrir um í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993, byggir stefnandi á því íþrautavarakröfu sinni að lágmarkslaun skaðabótalaga verði lögð til grundvallarvið útreikning vegna varanlegrar örorku í samræmi við 3. mgr. 7. gr. laga nr.50/1993.Stefnandi sundurliðar ítarlega kröfursínar í stefnu málsins. Ekki þykir ástæða til að tíunda þær sundurliðanir ídómnum en þær byggja á matsgerð dómkvaddra matsmanna, ofangreindum sjónarmiðumum viðmiðunarlaun og ákvæði skaðabótalaga nr. 50/1993 um það hvernig reiknaskal út kröfur sem þessar. Verður enda ekki séð að við þessar forsendur séugerðar athugasemdir af hálfu stefnda.Umbótaábyrgð vísar stefnandi til meginreglna íslensks skaðabótaréttar svo ogalmennu sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Einnig vísarstefnandi til ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum, og tillaga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Þá er vísað til laga nr. 46/1980, umaðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem og þeirra reglna ogreglugerða sem settar hafa verið á grundvelli laganna, einkum reglna nr.547/1996, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir ábyggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð. Um útreikningkrafna er vísað til skaðabótalaga nr. 50/1993. Um vexti á dómkröfur stefnandaer vísað til 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og um dráttarvexti til ákvæða 6.og 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.Umaðild stefnda er vísað til III. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála,sbr. einkum ákvæði 16. og 17. gr. Um aðild er einnig vísað til 1. mgr. 44. gr.laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, en stefndi sé bótaskyldur vegnafrjálsrar ábyrgðartryggingar sem […]. var með í gildi hjá stefnda á slysdegi.Um varnarþing vísast til ákvæða V. kafla laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála. Varðandi málskostnað vísar stefnandi til ákvæða 129. og 130. gr.laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.IV.Sýknukrafastefnda byggir á því að skilyrði sakarreglunar séu ekki uppfyllt hvorki hvað […].varðar né aðila sem […]. geti borið vinnuveitendaábyrgð á.Ástefnanda, sem meintum tjónþola í skaðabótamáli, hvíli sönnunarbyrði um að hannhafi orðið fyrir því óhappi sem hann lýsir í stefnu enda byggi hann kröfu umviðurkenningu greiðsluskyldu stefnda á fullyrðingum sínum um málsatvik. Stefnandisé einn um að lýsa atvikum eins og gert er í stefnu. Þó að atvikum sé lýst áþann veg í lögregluskýrslu að hann hafi fallið afturábak fram af svölunum sé sátexti eftir honum hafður. Einungis eitt vitni varð að atvikinu og er það þessfullvisst að stefnandi hafi verið að reyna að stytta sér leið niður á jarðhæðmeð því að klifra fram af svölunum yfir á vinnupall sem reistur hafði verið viðstigahús fasteignarinnar sem sé við enda svalagangsins. Málavaxtalýsingstefnanda hafi verið mikið á reiki og hafi birst hið minnsta fjórar útgáfuratvika sem frá honum stafa. Þar sem stefnandi muni ekki málsatvik betur og þarsem stefnandi hafi dregið að höfða mál þetta í sjö og hálft ár frá slysdegiverði að leggja vitnisburð þess sem sá atvikið gerast til grundvallarniðurstöðu. Í öllu falli verði að túlka allan vafa um málsatvik stefnda ívil. Stefndibyggir á að stefnandi hafi ekki sannað að atvik hafi verið þau sem hann lýsir ístefnu og hann byggir greiðsluskyldu stefnda á. Verði þegar af þeim sökum aðsýkna stefnda.Hafiatvik verið með þeim hætti sem vitni ber um, hafi verið um óhappatilvik að ræðasem þriðji aðili verði ekki látinn bera skaðabótaábyrgð á. Hafi atvik verið meðþessum hætti er tímabundin fjarlæging fallvarna ekki í nokkru orsakasambandivið tjónsatvikið enda var stefnandi þá fyrir eigin vilja kominn fram fyrir þannstað þar sem fallvarnir voru staðsettar er tjónsatvik urðu.Jafnvelþó að lagt yrði til grundvallar að stefnandi hafi fallið afturábak fram afsvölunum hefur stefnandi ekki sannað sök […]. Í ákvæði 21.1 í IV. viðaukaB-hluta reglna nr. 547/1996, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir ábyggingarvinnustöðum, sé mælt fyrir um að handrið skuli að jafnaði vera þar semhæð er meiri en 2 metrar og þar sem hætta sé á að menn falli niður. Reglanverði þó ekki túlkuð svo þröngt að ekki sé heimilt að fjarlægja handriðtímabundið sé það nauðsynlegt og allir er starfa nálægt þeim stað er fallvarnirvoru á eru meðvitaðir um aðgerðina. Nauðsynlegthafi verið að fjarlægja tímabundið þá fallvörn sem komið hafði verið upp viðbrún svalaganga. Ekki hafi önnur leið verið fær til að flytja stórar gipsplöturupp á svalaganginn eða inn í íbúðir þar sem þurfti að nota þær. Fyllstu varúðarhafi verið gætt við þessa tímabundnu ráðstöfun og stefnanda, líkt og öðrumstarfsmönnum […]., hafi verið ljóst að fallvörnin hafði verið fjarlægð. Þar aðauki hafi ekki verið nauðsynlegt, til að framkvæma það verk sem stefnanda hafðiverið falið, að koma nálægt brún svalanna, hvað þá að ganga afturábak í átt aðhenni eða teygja sig framyfir hana. Þvísé sérstaklega mótmælt að […]. hafi sett starfsmenn sína í bráða og augljósahættu. Vissulega sé alltaf einhver hætta til staðar við aðstæður sem þessar enstefnandi sem hafi verið vanur vinnu á byggingarvinnustöðum vissi af hættunniog þurfti ekkert að gera annað en að viðhafa lágmarks aðgæslu til að koma í vegfyrir að óhapp yrði. Einsog atvikum er háttað verði það því ekki metið […]. til skaðabótaskyldrarvangæslu að hafa af nauðsyn fjarlægt fallvarnir í takmarkaðan tíma með vitundallra hlutaðeigandi. Þáverði saknæmi ekki byggt á öðrum reglum sem taldar eru upp í stefnu. Tilvísuðákvæði laga nr. 46/1980 og reglna sem settar eru með stoð í þeim séu almennstefnumið en ekki sértækar hátternisreglur og engin ályktun verði dregin um að […]hafi gerst brotlegt við þessar reglur eða sýnt að sér saknæma háttsemi þó aðóhapp hafi orðið á vinnustaðnum.Stefndumótmælir því sem hann segir að sé ný atvikalýsing í stefnu. Í henni sé í fyrstaskipti gefið til kynna að væta á vettvangi hafi verið meðvirkandi þáttur ífalli stefnanda. Það sé ekkert í gögnum málsins sem styður að stefnandi hafirunnið eða honum skrikað fótur vegna vætu. Málatilbúnaður þessi beri þess öllmerki að vera búinn til eftirá til að styðja skaðabótakröfu stefnanda.Verðitalið að tímabundin fjarlæging fallvarna hafi verið saknæm háttsemi er á þvíbyggt að stefnandi verði, sökum eigin sakar, að bera meint tjón sitt að ölluleyti sjálfur. Stefnandihafi vitað vel að fallvarnir hefðu verið fjarlægðar og hafi tekið þátt ífjarlægingu þeirra. Honum bar því að haga sér í samræmi við aðstæður og gætaþess sérstaklega að fara ekki of nálægt svalabrúninni. Í öllu falli var enginástæða til að ganga afturábak í átt að brún þeirra eða teygja sig fram afbrúninni. Slíkt háttalag sé stórkostlega gálaust í ljósi þess að stefnandivissi að engar fallvarnir væru á svalabrúninni og að ekkert kæmi í veg fyrir aðhann félli þar fram af færi hann of nálægt. Súháttsemi stefnanda sem leiddi til óhappsins hafi því verið þarflaus, gálaus ogaugljóslega þannig að miklar líkur yrðu á því að mikið tjón gæti orðið. Stefndibendir sérstaklega á að tjónsatvikið hafi orðið fyrir gildistöku laga nr.124/2009 sem gerðu stórkostlegt gáleysi að skilyrði þess að bótarétturstarfsmanns, sem verður fyrir líkamstjóni í starfi sínu, skerðist eða falliniður sökum eigin sakar. Eiginsök stefnanda sé mikil og á því aðallega byggt að réttur hans til greiðsluskaðabóta úr hendi […] falli með öllu niður. Til vara er byggt á því að reglurum eigin sök leiði til þess að stefnandi verði látinn bera hluta tjóns sínssjálfur.Aukeigin sakar byggir varakrafa stefnda á að skilyrði fyrir beitinguundantekningarreglu 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga séu ekki fyrir hendi.Viðuppgjör skaðabóta vegna varanlegs líkamstjóns sé leitast við að bæta tjónþolaþær tekjur sem líkur eru á að hann verði af vegna örorku sinnar.Líkindaútreikningur sem þessi sé ýmsum annmörkum háður og til að koma í vegfyrir að meta þurfi tjónið með flóknum útreikningum í hverju tilviki fyrir sighafi, með skaðabótalögum, verið settar fram staðlaðar reglur um útreikninginn. Meginreglunaum þau laun sem miða skal við að tjónþoli hefði haft í framtíðinni sé að finnaí 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Samkvæmt greininni skuli árslaun til ákvörðunarbóta skv. 6. gr. laganna teljast vera meðalatvinnutekjur tjónþola að meðtölduframlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs þrjú síðustu almanaksárin fyrir þanndag er tjón varð, leiðrétt samkvæmt launavísitölu til þess tíma sem upphafvaranlegrar örorku miðast við. Þaðsé stefnandi sem byggi hins vegar á undantekningarreglu 2. mgr. 7. gr. og berihonum samkvæmt almennum reglum skaðabótalaga að færa sönnur á fjárhæð tjónssíns. Sönnunarbyrði um að skilyrðum 2. mgr. 7. gr. sé fullnægt hvíli þvíalfarið á stefnanda.Skilyrðibeitingar 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga séu í grunninn tvö. Stefnandi hafi ekkisannað að aðstæður hafi verið óvenjulegar og að það leiði til þess að ekkigefist rétt mynd af framtíðartekjum hans við að skoða tekjur hans síðustu þrjúár fyrir slys. Hið sama gildi um það skilyrði að til sé annað og betra viðmiðsem gefi réttari mynd af líklegum framtíðartekjum tjónþola. Stefnandihafi verið 36 ára á slysdegi og hafði ekki aflað sér sérstakra starfsréttinda.Stefnandi hafi, líkt og fram komi í stefnu, einungis verið búinn að búa áÍslandi í um 8 mánuði og gögn málsins beri ekki með sér að hann hafi veriðbúinn að skjóta hér rótum; stofna hér fjölskyldu, kaupa hér fasteign eða annaðslíkt. Þvert á móti flutti stefnandi af landi brott fljótlega eftir slysið ogvirðist ekki hafa mikil tengsl við landið. Stefnandi var að vinnauppsagnarfrest hjá […] er slysið varð og allt bendi til þess að hann hefðiflutt af landi brott eftir efnahagshrunið árið 2008 líkt og fjöldi annarraerlendra verkamanna. Verði því ekki annað séð en að tímabil þar sem stefnandistarfaði hluta tímans erlendis og hluta hans hér á landi geti gefið raunsannamynd af líklegum framtíðartekjum hans.Aðauki bendir stefndi á að ekki sé óalgengt að tjónþolar hafi hærri laun en ellaá einhverjum tímabilum starfsævinnar. Það sé ekki óeðlilegt að tekjur mannasveiflist til, sérstaklega ekki þegar þeir ferðast milli landa til að stundaatvinnu. Engu breytir við útreikning skaðabótakröfu fyrir líkamstjón þó að tjónhafi orðið á slíku tímabili. Sérstaklega ekki ef allt bendir til þess að þvítímabili hafi verið við það að ljúka. Stefnandihafi því ekki sannað að nokkuð hafi verið óvenjulegt við þrjú síðustu tekjuárfyrir slys. Þvert á móti bendi gögn málsins til þess að ætla megi að þau gefigóða mynd af því sem búast mátti við í framtíðinni. Þar sem laun stefnanda áþessu tímabili voru lægri en mælt sé fyrir um í 3. mgr. 7. gr. skaðabótalagaberi því að miða við lágmarkslaun þau sem þar eru tilgreind.Stefnditelur ósannað að meðallaun íslenskra karlkyns verkamanna séu betri mælikvarði álíklegar framtíðartekjur stefnanda en tekjur hans sjálfs síðustu þrjú ár fyrirslys. Ífyrsta lagi nái ekki allt verkafólk meðalárslaunum verkamanna á starfsævinni ogekkert sérstakt sem bendir til þess að stefnandi myndi ná þeim launum, þó aðslysið hefði ekki orðið. Stefnandi hafi einfaldlega ekki sýnt fram á að tilþess séu meiri líkur en minni, að hann hefði náð meðaltekjum verkamanna íframtíðinni, ef slysið hefði ekki orðið. Þá hafi stefnandi ekki sannað né gertlíklegt að hann hefði starfað á íslenskum vinnumarkaði sem verkamaður útstarfsævina, en gögn málsins bendi ekki til þess.Lokstelja stefndu rétt, ef miða á við meðalvinnutekjur starfstéttar á annað borð,að miða beri þá við meðalvinnutekjur þriggja síðustu ára fyrir slys í takt viðmeginregluna í 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Þá beri að miða við meðallaunstarfstéttarinnar óháð kyni en ekki eingöngu við meðallaun annars kynsins.Annað sé í andstöðu við meginreglu laga um jafnan rétt karla og kvenna og næstaaugljóst að launamismunur sá sem stefnandi er að reikna sér muni ekki haldastút starfsævi stefnanda. Varakrafabyggir að lokum á að fjárhæð greiðslu stefnda úr slysatryggingu launþega semdraga ber frá skaðabótakröfu stefnanda samkvæmt 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga séranglega tilgreind í stefnu. Ístefnu sé ekki dregið frá skaðabótakröfunni fjárhæð sem jafngildir þeim hlutaslysadagpeninga sem stefndi fékk greidda, úr slysatryggingu þeirri sem […]greiddi fyrir hann, sem varið var til greiðslu tekjuskatts. Bætur fyrirtímabundið atvinnutjón séu tekjuskattsskyldar og er sú fjárhæð því hluti þeirraslysabóta sem greiddar voru til stefnanda í skilningi 4. mgr. 5. gr.skaðabótalaga. Vaxtakröfumstefnanda er mótmælt enda séu vextir eldri en 4 ára við birtingu stefnufyrndir. Dráttarvaxtakröfuer mótmælt á þeim grundvelli að ekki hafi legið fyrir allar þær upplýsingar semtil þurfti til að ákvarða bætur til stefnanda er kröfubréf var fyrst sentstefnda enda þar eingöngu miðað við að launaviðmið yrði meðallaun karlkynsverkamanna og upplýsingar til að reikna kröfuna út miðað við annan grundvölllágu ekki fyrir.Sýknukröfusína kveðst stefndi byggja á almennum ólögfestum reglum skaðabótaréttar utansamninga, skaðabótalögum nr. 50/1993 og lögum um aðbúnað hollustuhætti ogöryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.Málskostnaðarkröfubyggi stefndi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. V.Stefnandi gafskýrslu símleiðis frá […], þá gáfu skýrslu vitnin Steinar Harðarson,fyrrverandi starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins, Gunnar Halldór Sigurjónsson,lögreglumaður, Stefán Ragnar Þórðarson, verkstjóri á slysstað og Sigurjón HSteindórsson, pípulagningamaður. Framburður þessara verður rakinn síðar ímeginatriðum. Fyrirutan frásögn stefnanda sjálfs af slysinu var einungis einn sjónarvottur af þvílíkt og rakið verður síðar. Stefnandi ber eins og háttar til í málinusönnunarbyrðina fyrir því að slysið hafi orðið með þeim hætti sem hann lýsir.Ekkert hefur þannig komið fram í málinu sem gefur ástæðu til að snúasönnunarbyrði við að einhverju leyti. Málsatvikeru um margt óljós og ekki hjálpar það til við úrlausn málsins hversu langurtími er liðinn frá slysinu eða nú hartnær átta og hálft ár. Haft var eftirstefnanda í lögregluskýrslu sem gerð var sama dag og slysið varð, að hann hafiverið að bera inn efni í íbúð 206 í húsinu við […], þegar hann hafi falliðaftur fyrir sig. Stefán Ragnar Þórðarson verkstjóri, sem tilkynnti um slysiðbar á sama veg og nefndi sömu íbúð. Í skriflegri tilkynningu frá […]. um slysiðtil Vinnueftirlitsins 17. nóvember 2008 er rætt um að stefnandi hafi verið aðundirbúa móttöku á gipsplötum þegar honum hafi orðið fótaskortur og falliðniður af 3. hæð svala á húsinu. Það er á skjön við önnur gögn málsins sem berameð sér að stefnandi hafi fallið af annarri hæð. Þá hefur lögmaður stefndafullyrt fyrir dómnum að í stefnu þess máls sem fyrst var höfðað um kröfuna hafimálsatvikum verið lýst með öðrum hætti en gert sé í stefnu þessa máls. Lögmaðurstefnanda mótmælti slíkri tilvísun þar sem stefnan hefði ekki verið lögð fram íþessu máli og fallið hafi verið frá kröfum á grundvelli hennar. Þetta gefur þótil kynna hversu óljós atvik málsins eru. Þá telur stefndi að í stefnu þessamáls sé í fyrsta skipti gefið til kynna að væta á vettvangi hafi veriðmeðverkandi þáttur í falli stefnanda, en því hafi ekki verið hreyft áður. Þaðer reyndar ekki nákvæmt því í málsskoti til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum14. janúar 2010 er nefnt að á slysdegi hafi verið rigning og undirlag þvísleipt, en samt þó ekki byggt á því að það hafi verið meðorsök slyssins. Í samabréfi kemur hins vegar fram að starfsmenn og þar með stefnandi hafi ekki veriðað flytja inn gipsplötur. Sú vinna hafi klárast tveimur dögum áður og þessvegna hafi ekkert réttlætt að fallvarnir hafi ekki verið komnar aftur á sinnstað. Í bréfinu er þess þó ekki getið hvað starfsmennirnir voru þá að geraumrætt sinn. Ívottorðum Yngva Ólafssonar yfirlæknis er sú lýsing á slysinu, sem virðistbyggja á upplýsingum úr sjúkraskýrslu á slysdegi, að stefnandi hafi dottið úrstillans við vinnu sína í haugi í húsbyggingu um 3-4 metra, og borið fyrir sigvinstri handlegg í fallinu. Sú lýsing gefur til kynna að stefnandi hafi þádottið fram fyrir sig eða á hlið eins og styðst við önnur gögn málsins og framburðstefnanda sjálfs fyrir dómi. Jafnframt virðist hún vera í samræmi við lýsingueina sjónarvottsins. Ískýrslu sinni fyrir dómnum þvertók stefnandi fyrir að slysið hefði orðið þegarhann hafi verið að bera inn gipsplötur. Slysið hafi orðið þegar hann var aðsetja ásamt vinnufélaga upp vatnsrennur við nýbygginguna. Hann fullyrti aðfrágangi gipsplatnanna hefði verið lokið líkast til tveimur dögum áður. Hannkvaðst hafa í umrætt sinn verið að kallast á við vinnufélaga sinn varðandifestingu á rennunum og líkast til stigið aftur í átt að brúninni til þess ogjafnvel horft upp, þar sem hann kvaðst ekki hafa getað náð sambandi við hann ígegnum gat á svalaþakinu. Stefnandi neitaði því að við hann hefði verið rætt áslysstað eða eftir slysið. Færsla lögreglu í skýrslu þess efnis að hann hafiverið að koma gipsplötunum fyrir sé því ekki eftir honum haft og beinlínisröng. Stefnandi kvaðst enda ekki tala neina íslensku sem heitið gæti og ekkiensku. Við ritun skjala í málinu á ensku frá honum hafi hann notið aðstoðarvinar og vinkonu eiginkonu sinnar. Stefnandi kvaðst ekki hafa sjálfur fjarlægtfallvarnir en séð þegar það var gert og vissi því að þær skorti. Hann mundiekki hvenær dags slysið varð en taldi þó að það hafi verið fyrir hádegi. Hannkvaðst hafa verið búinn að vinna við rennuuppsetninguna í tvo til þrjá tímaþennan dag. Hann minnti að komið hefði verið nærri lokafrágangi við húsið. Þágreindi hann frá því að hann hefði dottið á hlið niður en í fallinu hafi hannreynt að teygja sig í vinnupall. Læknir hafi sagt honum að líkast til hefðihöndin sem brotnaði tekið af mesta höggið.SteinarHarðarson, starfsmaður Vinnueftirlitsins, staðfesti að hafa gert skýrslu ímálinu og að ljósmyndir sem henni fylgdu hafi verið teknar á slysdegi. GunnarHalldór Sigurjónsson lögreglumaður, sem var annar þeirra sem kom á slysstaðkannaðist við skýrslu sína um málið. Sjúkrabíll hafi verið kominn þegarlögreglu bar að garði og sjúkraflutningamenn verið að hlúa að stefnanda. Bæðivitnið og félagi hans ræddu við stefnanda en þó aðallega vitnið. Hann minnti aðsamtalið hefði farið fram á ensku. Stefnandi hafi talað um að hann hafi veriðað bera inn efni og dottið aftur fyrir sig. Ljósmyndir sem voru teknar ávettvangi hafi verið teknar á slysdegi. Vitnið áréttaði að það sem kæmi fram ílögregluskýrslu hefði verið haft beint eftir stefnanda. StefánRagnar Þórðarson, sem var verkstjóri á vinnustaðnum, gerði alvarlegarathugasemdir við það að þurfa að koma fyrir dóm eftir allan þennan tíma og barað hluta til við minnisleysi. Hann sagði þó alveg klárt að þarna hefði veriðunnið við að taka inn gipsplötur. Það hafi ekki verið hægt að gera nema ígegnum svalirnar og því hafi verið nauðsynlegt að taka niður fallvarnirtímabundið meðan það verk væri klárað. Stigagangurinn hafi verið of þröngur. Einisjónarvotturinn að slysinu var Sigurjón H. Steindórsson. Sigurjón starfaðiþarna fyrir undirverktaka við pípulögn. Hann hafði brugðið sér út fyrir íreykpásu og kvaðst hafa staðið u.þ.b. 15 metra frá slysstaðnum og snúið íáttina að stefnanda þar sem hann var við vinnu. Hann var mjög ákveðinn með þaðhvernig slysið hafi atvikast og lýsti því þegar hann hafi séð stefnanda taka ístoð og stíga niður af svölunum á vinnupall sem var þarna við hliðina. Þar hafihonum skrikað fótur og hann hrapað niður á jörðina. Vitnið hljóp að stefnandaog var hrætt um að hann væri jafnvel allur miðað við aðstæður. Vitnið veittiþví enga athygli við hvað stefnandi hafi verið að vinna. Óumdeilter að fallvarnir skorti í umrætt sinn vegna þess að þær höfðu verið fjarlægðar.Af gögnum málsins er ekki óvarlegt að ólykta að þetta hafi verið vegna þess aðverkið varð ekki framkvæmt með öðrum hætti sbr. til dæmis framburð Stefánsverkstjóra. Hugsanlega hefði mátt koma við öðrum fallvörnum en engin gögn gefatil kynna í hverju þær hafi getað falist. Ekki verður hins vegar séð að skorthafi á verkstjórn í umrætt sinn. Sumar aðstæður eru þess eðlis að gera verðurþá kröfu að góður og gegn maður átti sig án mikillar umhugsunar á því að hættageti stafað af þeim aðstæðum sem upp koma, og ekki verði gerð krafa um sérstakteftirlit eða leiðbeiningar hverju sinni. Sérstaklega á þetta við þegarvinnustaður er í eðli sínu frekar hættulegur eins og títt er um nýbyggingar.Fram er komið að stefnandi gerði sér fulla grein fyrir því að fallvarnir hefðuverið fjarlægðar af nauðsyn. Ósannað er að þær hafi skort lengur en nauðsynkrafði. Því er ekki fallist á þann framburð stefnanda að því verki sem kallaðiá þessar ráðstafanir hafi verið lokið einhverju fyrr. En gögn málsins ogframburðir vitna benda eindregið til kynna hið gagnstæða og að stefnandi hafiverið að bera í hús gipsplötur í umrætt sinn.Tekiðskal undir með stefnanda að ef slysið yrði talið rakið til þess beint aðfallvarnir skorti, þá skipti engu máli hvernig stefnandi féll niður afsvölunum. Á hinn bóginn skiptir það máli við mat á trúverðugleika stefnandahvernig hann hefur borið um það atriði, líkt og um önnur í málinu. Einsog fyrr segir er það ekki heppilegt fyrir sönnunarfærslu í máli sem þessu aðaðalmeðferð fyrir dómi fari fram rúmum átta árum eftir meint bótaskylt atvik. Áþessum töfum eru ekki sjáanlegar skýringar og stefnandi verður látinn berahalla af þessum mikla drætti. Einsog að framan greinir þá hefur stefnandi verið nokkuð reikandi í lýsingum áslysinu og umgjörð málsins að öðru leyti. Ekki verður hjá því horft að það erfyrst við aðalmeðferð málsins sem stefnandi lýsir atvikum með þeim hætti aðhann hafi verið að vinna við að setja upp regnvatnsleiðslur til að taka viðregnvatni af þaki hússins. Þetta er á skjön við önnur gögn málsins. Ekki varleitað eftir framburði þess aðila sem vann, að sögn stefnanda, verkið meðhonum. Þá þvertekur stefnandi fyrir að hafa rætt um slysið við aðila ávettvangi. Það er á skjön við framburð lögreglu, sbr. framangreint. Einnighefur stefnandi ekki útskýrt, eftir því sem best verður séð, eða mótmælt áfyrri stigum, lýsingum Yngva Ólafssonar yfirlæknis á tildrögum slyssins semeins og fyrr segir eru fremur í átt framburðar eina sjónarvottsins. Gera má ráðfyrir því að þær séu hafðar eftir stefnanda. Stefnandi hefur borið því við aðtungumálaörðugleikar hafi orðið til þess að atvikum málsins hafi ekki veriðrétt lýst í fyrstu. Þótt það sé ósannað, og til að mynda ekki teknar skýrsluraf þeim aðilum sem eiga að hafa aðstoðað hann við að rita ágætan enskan textasamkvæmt framlögðum gögnum, verður ekki fallist á að þetta geti skipt máli.Burtséð frá sönnun hér, þá leitaði stefnandi til lögmanns strax um átján dögumeftir slysið og þá þegar hefði verið hægt að bæta úr þeim atriðum sem talið varað hefðu misfarist. Þótt það skuli ekki dregið í efa að því hafi verið öfugtfarið, hafa þó engin gögn verið lögð fram í málinu um að samskipti hafi veriðmilli stefnanda og lögmanns hans um margra ára skeið til að reyna að staðreynaeins og hægt væri atvik máls, þótt fyrrnefnt málskot til úrskurðarnefndar gefiþað til kynna.Dómurinntelur að þegar gögn málsins og framburðir fyrir dómi eru metin heildstætt verðiað telja ósannað að fall stefnanda hafi borið að með þeim hætti sem hann lýstifyrir dómi. Hugsanlega mætti undir vissum kringumstæðum byggja bótaskylduá framburði eins og þeim sem stefnandigaf við aðalmeðferð málsins og lýsir málsatvikum með nýjum hætti. Það sem hinsvegar girðir fyrir það í þessu máli er að eini maðurinn sem staðhæfir að hafaséð slysið mjög greinilega ber öðruvísi um atvik heldur en stefnandi. Afskýrslu vitnisins Sigurjóns verður þannig ráðið að stefnandi hafi verið aðreyna að komast niður af svölunum eftir leið sem var varasöm og vafalaust ekkiætluð til slíks brúks. Af ljósmyndum verður ráðið að nokkur hæð hafi verið frásvalagólfi niður á vinnupallinn sem stóð við hlið svalanna. Ekki eru nein efnitil að draga trúverðugleika vitnisins í efa sem sá hvar stefnanda skrikaðifótur á þessu ferðalagi og það hafi verið meginorsök slyssins. Þær fallvarnirsem voru til staðar, og er þá horft til þeirra fallvarna sem ekki höfðu veriðfjarlægðar og sjá má á ljósmyndum í málinu, hefðu því ekki getað varnað slysinumiðað við ásetning stefnanda umrætt sinn. Með vísan til ósamræmis í framburðistefnanda og gagna málsins, en einkum ef litið er til framburðar sjónarvotts,verður því talið ósannað að slysið hafi orðið með þeim hætti sem stefnandibyggir á og að skortur á fallvörnum hafi þannig verið orsök slyssins. Því þarfekki að fjalla um þá ábyrgð sem sá skortur gæti ella fellt á vinnuveitandann,þar sem orsakatengsl skortir. Orsökina megi fremur rekja til óhappatilviks íkjölfar þess að stefnandi tók sjálfur ákvörðun um að stíga niður ávinnupallinn. Þegaraf þessari ástæðu verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda og því verðureðli máls samkvæmt ekki fjallað um fjárkröfur hans. Rétt er miðað við málsatvik aðmálskostnaður falli niður. Stefnandi hefur gjafsókn fyrir héraðsdómi, samkvæmtleyfi útgefnu 6. nóvember 2013 og því greiðist allur málskostnaður hans úrríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans sem telst hæfileg miðað viðumfang málsins 1.350.000 krónur. Fyrir hönd stefnanda flutti máliðHaukur Freyr Axelsson héraðsdómslögmaður og fyrir hönd stefnda, Heiðar ÖrnStefánsson hæstaréttarlögmaður.Dómsuppkvaðninghefur dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, enaðilar og dómari voru sammála um að ekki væri þörf á endurflutningi málsins.Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R ÐStefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., er sýknað af kröfumstefnanda A. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði þarmeð talin þóknun lögmanns hans, 1.350.000 krónur. |
Mál nr. 556/2017 | Skuldamál | L hf. höfðaði mál gegn Í ehf. til heimtu skuldar vegna yfirdráttar á tveimur myntveltureikningum. Í dómi héraðsdóms sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans kom fram að Í ehf. hefði með tveimur umsóknum 2007 stofnað reikningana og að undir umsóknirnar hefði ritað J eftir umboði sem var undirritað af tveimur stjórnarmönnum Í ehf. Var því talin haldslaus með öllu sú málsástæða Í ehf. að hann hefði ekki eða nokkur á hans vegum sótt um að opna myntveltureikninga auk þess sem ekki hefði verið gerðar athugasemdir við reikningsyfirlit eða innheimtuviðvaranir. Þá hefði Í hf. notað reikningana athugasemdalaust og dregið af þeim þá fjárhæð sem L hf. krafðist. Var krafa L hf. því tekin til greina. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Viðar MárMatthíasson.Áfrýjandi skaut málinuupphaflega til Hæstaréttar 22. júní 2017. Ekki varð af fyrirhugaðriþingfestingu þess 9. ágúst 2017 og áfrýjaði hann öðru sinni 5. september það ár.Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda en til vara að krafan verði lækkuðog upphafstími dráttarvaxta miðaður við ,,dómsuppsögu eða birtingu stefnu.“ Íbáðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefststaðfestingar héraðsdóms þó þannig að höfuðstóll skuldar áfrýjanda verði lækkaðurí 70.473.037 krónur og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Stefndi hefur hér fyrirdómi lækkað kröfu sína í framangreinda fjárhæð. Hann skýrir þá lækkun svo að íinnheimtubréfum hans 28. janúar 2013 hafi höfuðstóll þeirrar skuldar sem áðurvar í japönskum jenum verið 35.940.062 krónur en höfðustóll þeirrar sem áðurvar í svissneskum frönkum 34.533.011 krónur og sé krafa hans nú samtala þessarafjárhæða. Í breyttri kröfugerð stefnda felst að hann krefst ekki vaxta frá þeimtíma sem endurútreikningur fór fram, 16. apríl 2012, til 28. febrúar 2013. Að þessu gættu en aðöðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur umannað en fjárhæð dómkröfunnar.Áfrýjandi greiðistefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Áfrýjandi, Ístraktor ehf., greiði stefnda, Landsbankanum hf.,70.473.037 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá 28. febrúar 2013 til greiðsludags.Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms skal vera óraskað. Áfrýjandi greiði stefnda 800.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjaness 24. mars 2017. Málþetta var þingfest 10. febrúar 2016 og tekið til dóms 2. mars sl. Stefnandi erLandsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík, en stefndi er Ístraktor ehf.,Smiðsbúð 2, Garðabæ. Stefnandikrefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 78.396.528 krónur ásamt dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 28. febrúar 2013 til greiðsludags. Einnig er krafistmálskostnaðar samkvæmt mati dómsins og virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefndi krefst aðallega sýknu í málinu en til vara aðkröfur stefnanda verði lækkaðar. Stefndi krefstmálskostnaðar úr hendi stefnanda og að hann beri virðisaukaskatt. Með úrskurði 7. október 2016 varfrávísunarkröfu stefnda hafnað.IStefnandi kveður málavexti þá að þann11. september 2007 hafi stefndi stofnað myntveltureikning JPY nr.0111-29-049028 við útibú Landsbanka Íslands hf., Laugavegi 77, Reykjavík, ogfengið yfirdráttarheimild á reikninginn. Yfirdráttarheimildin hafi runnið út ánþess að uppsöfnuð skuld myntveltureikningsins væri greidd og hafi reikningnum íkjölfarið verið lokað. Uppsöfnuð skuld reikningsins hafi þá verið að fjárhæðJPY 49.681.115,46. Þann 17. apríl 2012 hafi stefnda, semeiganda reikningsins, verið sent bréf þar sem fram hafi komið aðmyntveltureikningurinn hafi verið endurútreiknaður í samræmi við lög nr.151/2010 um breytingar á lögum nr. 38/2001 sem kveði á um endurútreikning lánameð ólögmætri gengistryggingu. Hafi endurútreikningurinn miðast við lægstuóverðtryggðu vexti sem Seðlabanki Íslands birti, sbr. 10. gr. sömu laga. Staðamyntveltureikningsins fyrir endurútreikning hafi verið neikvæð um 78.088.777krónur en eftir endurútreikning hafi staða reikningsins verið neikvæð um35.928.162 krónur en endurútreikningur hafi miðast við 16. apríl 2012. Viðendurútreikning hafi myntveltureikningurinn nr. 0111-29-049028 fengið nýttnúmer, nú samkvæmt yfirdrætti á veltureikningi nr. 0111-26-799047 í útibúiLandsbankans.Þann 11. október2012 í máli nr. 467/2011 hafi Hæstiréttur kveðið upp dóm þess efnis aðyfirdráttarlán á gjaldeyrisreikningum væru gild lán í erlendum gjaldmiðli.Samkvæmt dómnum sé ljóst að endurútreikningur myntveltureikningsins hafi veriðumfram skyldu bankans. Yfirdráttarskuldin verði því ekki endurreiknuð frekar, endaum hreina ívilnun bankans að ræða. Stefnda hafi verið sent innheimtubréfþann 28. janúar 2013. Staða skuldarinnar þann dag hafi verið 39.978.363 krónursem sé hluti af stefnufjárhæðinni. Skuld þessi hafi ekki fengist greidd þráttfyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðsluhennar.Í öðru lagi hafi stefndi þann 11.september 2007 stofnað myntveltureikning CHF nr. 0111-29-049029 við útibúLandsbanka Íslands hf., Laugavegi 77, Reykjavík, og fengið yfirdráttarheimild áreikninginn. Yfirdráttarheimild á reikningnum hafi runnið út án þess aðuppsöfnuð skuld myntveltureikningsins væri greidd og hafi reikningnum íkjölfarið verið lokað. Uppsöfnuð skuld reikningsins hafi þá verið að fjárhæðCHF 501.591,20. Þann 17. apríl2012 hafi stefnda, sem eiganda reikningsins, verið sent bréf þar sem fram komað myntveltureikningurinn hafi verið endurútreiknaður í samræmi við lög nr.151/2010 um breytingar á lögum nr. 38/2001 sem kveði á um endurútreikning lánameð ólögmætri gengistryggingu. Hafi endurútreikningurinn miðast við lægstuóverðtryggðu vexti sem Seðlabanki Íslands birtir, sbr. 10. gr. sömu laga. Staðamyntveltureikningsins fyrir endurútreikning hafi verið neikvæð um 69.580.731krónu en eftir endurútreikning hafi staða reikningsins verið neikvæð um34.521.111 krónur enendurútreikningur hafi miðað við 16. apríl 2012. Við endurútreikning hafimyntveltureikningurinn nr. 0111-29-049029 fengið nýtt númer, nú samkvæmtyfirdrætti á veltureikningi nr. 0111-26-799048 í útibúi Landsbankans.Þann 11. október2012 í máli nr. 467/2011 hafi Hæstiréttur kveðið upp dóm þess efnis aðyfirdráttarlán á gjaldeyrisreikningum væru gild lán í erlendum gjaldmiðli.Samkvæmt dómnum sé ljóst að endurútreikningur myntveltureikningsins hafi veriðumfram skyldu bankans. Yfirdráttarskuldin verði því ekki endurreiknuð frekar,enda um hreina ívilnun bankans að ræða. Stefnda hafi verið sent innheimtubréfþann 28. janúar 2013. Staða skuldarinnar þann dag hafi verið að fjárhæð38.418.165 krónur sem sé hluti af stefnufjárhæðinni. Skuld þessi hafi ekkifengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfðamál til greiðslu hennar.Hvað aðild Landsbankans hf. varði hafiFjármálaeftirlitið (FME), með heimild í 100. gr. a. laga nr. 161/2002 umfjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr 125/2008 um heimild til fjárveitingar úrríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., tekið þá ákvörðunað ráðstafa eignum og skuldum Landsbanka Íslands hf. til Nýja LandsbankaÍslands hf. Ákvörðun FME um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf.,kt. 540291-2259, til Nýja Landsbanka Íslands hf., kt. 471008-0280, (núLandsbankinn hf., kt. 471008-0280) er dagsett þann 09.10.2008.Stefnandi byggir á meginreglum kröfu- ogsamningaréttar um greiðsluskyldu fjárskuldbindinga. Kröfur um dráttarvextistyður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 3. mgr. 5.gr. og 1. mgr. 6. gr. sömu laga. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt afmálflutningsþóknun er reist á lögum nr. 50/1988. Stefnandi sé ekkivirðisaukaskattsskyldur og beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skattiþessum úr hendi stefnda. Varðandi varnarþing vísast til 33. gr. laga nr.91/1991. IIStefndi segir að umsóknir í nafnistefnda fyrir veltureikningum í framangreindum myntum hafi ekki veriðundirritaðar af fyrirsvarsmönnum stefnda eða til þess bærum aðilum.Undirritanir beri með sér áritun eftir umboði og síðan fylgi óþekkt rithönd ogógreinilegt nafn. Á þessum tíma hafi Páll Gíslason einn setið í stjórn stefndaog eiginkona hans, Elín Erna Markúsdóttir, í varastjórn. Páll hafi gegnt stöðuframkvæmdarstjóra. Hvorugt þeirra hafi undirritað umsóknirnar. Stefndivísar til allra þeirra sjónarmiða er fram koma í kafla um frávísun tilstuðnings sýknu telji dómur þau ekki valda frávísun. Stefndi reisir sýknukröfusína á meginreglum kröfu- og samningaréttar um greiðsluskyldufjárskuldbindinga. Þá krefst stefndi sýknu af kröfu stefnanda þar sem stefndisjálfur hafi ekki sótt um myntveltureikninga í JPY og CHF og hafi ekki gefiðneinum umboð til þess fyrir sína hönd. Verði hann ekki af umsóknunum bundinn,né af skilmálum eða skilyrðum sem þeim fylgi. Telji dómur að stefnda hafi boriðað greiða til baka þá fjármuni, sem hann hefur fengið frá stefnanda, sé krafastefnanda fyrnd, enda fyrningarfrestur fjögur ár þar sem ekki er um lán aðræða. Grundvöllur kröfu væri mögulega endurkrafa vegna greiðslu án og/eðaumfram skyldu. Stefnandi sé fjármálafyrirtæki og beri ríka aðgæsluskyldu ogberi að viðhafa vandaðan frágang skjala. Til vara krefst stefndi lækkunará dómkröfu stefnanda og hafnar því sem segir í stefnu að útreikningar stefnandaséu ívilnandi fyrir stefnda. Stefndi hafnar því að hafa nokkrusinni móttekið innheimtubréf vegna kröfu stefnanda. Sé dráttarvaxtakröfu þvísérstaklega mótmælt og krafist að henni verði markaður skemmri tími. Stefndi vísar til meginreglna samninga- og kröfuréttar,laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, ákvæða samningalaga nr. 7/1936, laga umeinkahlutafélög nr. 138/1994, laga nr. 38/2001 um vexti og verðtyggingu, lagaum fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007 og laga um fyrningu skulda og annarrakröfuréttinda nr. 15/1904. Um réttarfar er vísað til laga nr. 91/1991. Krafa ummálskostnað er reist á ákvæðum einkamálalaga nr. 91/1991 og krafa umvirðisaukaskatt er reist á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988. III Svosem að framan greinir er krafa stefnanda reist á tveimur myntveltureikningummeð yfirdráttarheimild, annars vegar í japönskum jenum og hins vegar ísvissneskum frönkum. Stefnandi hefur endurútreiknað kröfu sína í samræmi viðlög nr. 15/2010 um breytingar á lögum nr. 38/2001. Af hálfu stefnda er ekkibyggt á því að um ólöglegt gengistryggt lán sé að ræða. Meðtveimur umsóknum 11. september 2007 stofnaði stefndi reikningana. Undirumsóknirnar ritaði Jón Egilsson eftir umboði. Umboðið hefur verið lagt fram ímálinu og er það undirritað af tveimur stjórnarmönnum stefnda f.h. stefnda,Páli Gíslasyni og Elínu Ernu Markúsdóttur, og samkvæmt umboðinu veita þau Jónifullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita skjöl um stofnunmyntveltureikninga í útibúi stefnanda. Haldlaus er því með öllu sú málsástæðastefnda að hann hafi ekki, eða nokkur á hans vegum, sótt um að opnamyntveltureikningana. Ekkier stoð í þeirri málsástæðu stefnda að krafa stefnanda sé fyrnd þar sem krafabyggð á peningaláni fyrnist á 10 árum, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007 umfyrningu kröfuréttinda. Endaþótt enginn skriflegur lánssamningur hafi verið gerður um viðskipti aðila,notaði stefndi reikningana athugasemdalaust og dró af þeim þá fjárhæð semstefnt er út af. Tekið var fram í öllum reikningsyfirlitum, sem stefndi fékksend, að athugasemdir skyldu gerðar innan 20 daga frá viðtöku yfirlits en ellateldust reikningar réttir. Engar athugasemdir bárust frá stefnda. Verður því aðlíta svo á að komist hafi á samningur milli aðila með þeim kjörum og skilmálumsem að framan greinir og er stefndi bundinn af þeim samningi. Ekkier tilefni til að fallast á kröfu stefnda um lækkun á dómkröfum stefnanda, endahefur sú krafa ekki verið rökstudd. Stefndimótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda. Stefnandi krefst þess að upphafstímidráttarvaxta miðist við þann tíma er einn mánuður var liðinn frá dagsetninguinnheimtubréfs og verður fallist á það, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmtframansögðu verður fallist á kröfu stefnanda að öllu leyti. Eftir þeirriniðurstöðu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 800.000 krónur ímálskostnað og hefur þá ekki verið tekið tillit til reglna um virðisaukaskatt. GunnarAðalsteinsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.Dómsorð Stefndi,Ístraktor ehf., greiði stefnanda 78.396.528 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 28. febrúar 2013til greiðsludags. Stefndigreiði stefnanda 800.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 461/2017 | Viðurkenningarkrafa Skaðabætur Gjaldþrotaskipti Skipting sakarefnis Tómlæti | S krafðist viðurkenningar á því að V hf. bæri skaðabótaábyrgð á því tjóni sem S hefði orðið fyrir og leiddi af því að bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Í hf. á árinu 1992. Í héraði var sakarefni málsins skipt samkvæmt heimild í 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og kom því einungis til úrlausnar hvort stofnast hefði bótakrafa S á hendur Í hf. þegar bankinn krafðist gjaldþrotaskipta á búi S og eftir atvikum hvort sú krafa hans væri niður fallin vegna tómlætis. Var V hf. sýknað af kröfu S með vísan til þess að Í hf. hefði átt lögvarða kröfu á hendur S á þeim tíma þegar gjaldþrotaskipti á búi hans hófust þar sem kröfur bankans á hendur S höfðu ekki verið færðar niður. Hefðu aðgerðir bankans af þessum sökum verið lögmætar. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Greta Baldursdóttir hæstaréttardómari, IngimundurEinarsson héraðsdómari og Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17. júlí 2017. Hann krefst þess aðviðurkennt verði með dómi „að sú aðgerð Íslandsbanka að krefjastgjaldþrotaskipta á búi áfrýjanda á árinu 1992 hafi leitt til skaðabótaskylduÍslandsbanka gagnvart áfrýjanda og að krafan hafi ekki verið fallin niður fyrirtómlæti þegar Halldóri H. Backman hrl. var falin meðferð kröfu áfrýjanda áhendur Íslandsbanka á árinu 2000.“ Þá krefst hann málskostnaðar í héraði ogfyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómivar sakarefni málsins skipt hinn 16. nóvember 2016 og snýst ágreiningur aðilaum það hvort stefndi beri ábyrgð á tjóni áfrýjanda sem hann telur sig hafaorðið fyrir vegna þess að bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta að kröfuÍslandsbanka hf. 14. maí 1992 og eftir atvikum hvort krafa hans sé niður fallinvegna tómlætis. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hannstaðfestur.Rétt þykir að hvor aðila beri sinnkostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti.Það athugist að eins og mál þetta ervaxið verður ekki séð að sú ákvörðun héraðsdóms 16. nóvember 2016 að skiptasakarefni málsins á grundvelli undantekningarákvæðisins í 1. mgr. 31. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála hafi haft í för með sér hagræði fyrir úrlausnþess.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19.apríl 2017.Málþetta höfðaði Sigurður Pétur Hauksson, Leirubakka 12, Reykjavík, með stefnubirtri 9. maí 2016 á hendur Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3,Reykjavík. Málið var dómtekið 24. marssl. Stefnandikrefst þess að viðurkennt verði að stefndi beri skaðabótaábyrgð á því tjóni semstefnandi hafi orðið fyrir og leiðir af því að Íslandsbanki hf. krafðistgjaldþrotaskipta á búi stefnanda sem leiddi til þess að bú hans var tekið tilgjaldþrotaskipta þann 14. maí 1992.Stefnandi krefst málskostnaðar að mati dómsins. Stefndikrefst sýknu af kröfum stefnanda, til vara að bótaskylda verði einungisviðurkennd að hluta. Í báðum tilvikumkrefst stefndi málskostnaðar að mati dómsins.Viðfyrirtöku málsins 16. nóvember 2016 var ákveðið að skipta sakarefni málsinssamkvæmt heimild 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991. Verður í þessum dómi einungis leyst úr þvíhvort stofnast hafi bótakrafa stefnanda á hendur Íslandsbanka hf. þegar bankinnkrafðist gjaldþrotaskipta á búi stefnanda í maí 1992. Verði á það fallist verður einnig leyst úrþeirri málsástæðu stefnda að bótakrafan hafi fallið niður vegna tómlætis. Báðir aðilar krefjast málskostnaðar í þessumþætti. Þessari skiptingu sakarefnisverða gerð nánari skil í niðurstöðukafla dómsins. Rekjaverður atvik þessa máls allt frá árinu 1992.Þá rak stefnandi tölvuþjónustu á Akranesi undir nafninu PC-tölvan. Vegna vanskila var fasteign hans, Kirkjubraut11, seld á nauðungaruppboði 20. febrúar 1992.Hæstbjóðandi var Íslandsbanki hf. með boð að fjárhæð 13.500.000krónur. Var boðið samþykkt. Bankinn greiddi lögveðskröfur og skuld viðLandsbanka Íslands á 1. veðrétti. Námuþessar kröfur samtals 13.122.321,80 krónum.Þá töldust greiddar 377.678,20 krónur upp í kröfu bankans á 2. veðréttiog var honum lögð út eignin sem ófullnægður veðhafi. Greiddist krafa hans á 2. veðrétti ekki aðfullu og ekkert upp í kröfur hans á 3., 4. og 5. veðrétti. Bankinn seldi fasteignina í október 2002fyrir 20.000.000 króna. Íkjölfar nauðungaruppboðsins krafðist bankinn gjaldþrotaskipta á búistefnanda. Ekki hefur komið fram ímálinu hvenær þessi krafa barst skiptaráðanda, en hún var tekin fyrir ískiptarétti Akraness 13. maí 1992. Degisíðar, 14. maí 1992, var bú stefnanda tekið til gjaldþrotaskipta. Ískiptastefnu segir að borist hafi krafa Íslandsbanka hf. um að bú stefnandayrði tekið til gjaldþrotaskipta.Árangurslaus aðför hafi farið fram 24. apríl 1992 vegna skuldar aðfjárhæð 11.853.516,99 krónur. Í máliþessu var lagt fram ljósrit sem virðist vera úr skiptabók Akraness, en eróstaðfest. Þar er bókuð fyrirtaka áframangreindri gjaldþrotabeiðni þann 13. maí 1992. Stefnandi var sjálfur mættur og óskaði eftirfresti í einn mánuð. Lögmaðurgjaldþrotabeiðanda mótmælti því að frestur yrði veittur og krafðistúrskurðar. Þá lýsti lögmaðurinn þeirriósk að haft yrði samráð við hann um ráðningu bústjóra, sér væri kunnugt umgerninga stefnanda sem kynnu að vera riftanlegir. Var yfirlýsing lögmannsins um þetta efni færðsem bókun í skiptabókina. Segir einnigað stefnandi hafi mótmælt þessari bókun.Málið var tekið til úrskurðar og úrskurður kveðinn upp eins og áðursegir 14. maí. Upplýsingarum gjaldþrotaskiptin liggja frammi í málinu í óbeinum frásögnum í öðrumskjölum, svo og í bréfi lögmanns þess sem skipaður var skiptastjóri. Bréfið er dags. 15. september 2007. Skiptum var lokið þann 30. september1996. Ekkert greiddist upp íforgangskröfur eða almennar kröfur.Kröfur Íslandsbanka voru samþykktar við skiptin, nema krafa samkvæmttryggingarvíxli að fjárhæð 9.966.196 krónur.Þeirri kröfu var hafnað að svo stöddu og gerði bankinn enga athugasemdvið þá afstöðu. Síðarvoru skiptin endurupptekin vegna málshöfðunar stefnanda, sem síðar verðurgetið, en ekki kom til úthlutunar úr búinu.Ámeðal þeirra málsástæðna sem stefndi teflir fram er að stefnandi hafi sýnttómlæti um að halda uppi kröfu sinni.Eins og áður segir lauk skiptum á þrotabúinu 30. september 1996. Þann 3. júlí 1997 sendi stefnandi bankastjóraÍslandsbanka bréf þar sem hann rekur innheimtuaðgerðir bankans gegn sér. Lýkur bréfinu með því að hann krefstskaðabóta að fjárhæð 113.000.000 króna.Síðar leitaði stefnandi til Fjármálaeftirlitsins og gerði athugasemdirvið vinnubrögð bankans. Verða bréfaskiptinekki rakin frekar. Áárinu 2000 leitaði stefnandi til Halldórs H. Backman lögmanns. Þann31. janúar 2001 höfðaði Halldór H. Backman mál fyrir hönd stefnanda á hendurÍslandsbanka. Í málinu var krafistendurgreiðslu á 23.074.054,20 krónum auk vaxta. Þá var þess krafist að viðurkennt yrði aðsannvirði eignarinnar að Kirkjubraut 11 á Akranesi hefði numið 39.000.000 krónaá nauðungaruppboði 20. febrúar 1992 og að eftirstöðvar áhvílandi veðskuldastefnanda við stefnda, sem hvíldu á 2. til 5. veðrétti eignarinnar aðKirkjubraut 11 á Akranesi, alls að fjárhæð 18.344.868,93 krónur, yrðu færðarniður að fullu. Við meðferð þessa máls var aflað matsgerðar og síðanyfirmatsgerðar um sannvirði fasteignarinnar Kirkjubrautar 11 á uppboðsdegi, 20.febrúar 1992. Matsbeiðni var lögð framá dómþingi við fyrirtöku málsins 5. júní 2001.Var dómkvaddur matsmaður þann 11. júní.Var matsgerð lögð fram á dómþingi 8. október 2001. Var krafistyfirmats og voru yfirmatsmenn dómkvaddir 25. október 2001. Yfirmat var lagt fram í dóminum 4. janúar2002. Í yfirmatsgerð var talið aðmarkaðsverð eignarinnar hefði verið 39.000.000 króna þann 20. febrúar 1992, enstaðgreiðsluafsláttur hefði verið 3-5%. Málið var dæmt í héraði 10.maí 2002. Því var áfrýjað og gekk dómurí Hæstarétti 15. apríl 2003. Þar varkröfu um viðurkenningu á sannvirði fasteignarinnar vísað frá héraðsdómi. Segir í forsendum dómsins að krafa stefnandaum niðurfærslu veðskulda sé á því reist að sannvirði fasteignarinnar hafi numiðtiltekinni fjárhæð. Þurfi að takaafstöðu til þessarar málsástæðu og hafi stefnandi ekki hagsmuni af því að fásérstaka viðurkenningu um sannvirðið. Þávar bankanum gert að greiða stefnanda 851.253 krónur auk vaxta. Loks var mælt fyrir um að eftirstöðvarveðskulda sem hvílt höfðu á 2. og 3. veðrétti, alls að fjárhæð 2.728.316krónur, skyldu færðar niður að fullu. Jafnframt var færð niður að fulluvíxilkrafa bankans á hendur stefnanda að fjárhæð 9.966.196 krónur, sem tryggðvar með tryggingarbréfum á 4. og 5. veðrétti.Var í dóminum byggt á niðurstöðu yfirmatsgerðarinnar og fjárhæðin39.000.000 lækkuð um 5% í 37.050.000. HalldórH. Backman stefndi Íslandsbanka öðru sinni fyrir hönd stefnanda og var stefnanbirt 14. maí 2002. Var krafist skaðabótaað fjárhæð 60.000.000 króna. Meðferðmálsins dróst talsvert fyrir héraðsdómi af ýmsum orsökum. Hætti Halldór H. Backman að vinna fyrirstefnanda í maí 2003 og komu nokkrir lögmenn að málinu fyrir hann íframhaldinu. Dómur var kveðinn upp 19.febrúar 2010. Var bankinn sýknaður þegaraf þeirri ástæðu að krafan hefði verið fyrnd þegar málið var höfðað. Stefnandi áfrýjaði og gekk dómur í Hæstarétti20. janúar 2011. Varð niðurstaðan súsama og í héraði, krafan fyrnd.Hæstiréttur heimilaði endurupptöku málsins og var það dæmt á ný íHæstarétti 10. nóvember 2011. Enn varbankinn sýknaður þar sem hugsanleg krafa væri fallin niður fyrir fyrningu. Eftirað þessi dómur var upp kveðinn leitaði stefnandi til stefnda eftir tilvísunHalldórs H. Backman. Átti hann sjálfurtölvupóstsamskipti við tjónadeild stefnda á árinu 2011, en lögmaður skrifaðikröfubréf fyrir hann og sendi þann 20. febrúar 2012. Þessu kröfubréfi svaraði stefndi 10. maí2012. Var því hafnað að stefndi bæriábyrgð á tjóni stefnanda. Stefnandiskaut málinu til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum þann 16. apríl 2013. Nefndin kvað upp úrskurð 11. júní 2013 ogféllst þar á kröfur stefnanda með þessum orðum:Viðurkenndur er réttur [stefnanda]til bóta úr lögmæltri ábyrgðartryggingu [Halldórs H. Backman] hjá [stefnanda]að því marki sem sýnt er fram á fjártjón sökum þess að skaðabótakrafa hans[Íslandsbanka] fyrndist. Stefnandihöfðaði þessu næst mál á hendur Halldóri H. Backman og VátryggingafélagiÍslands hf. Krafðist hann skaðabótavegna þess að Halldór hefði höfðað áðurgreint mál of seint. Tryggingafélaginu var stefnt þar sem Halldórhefði ábyrgðartryggingu hjá félaginu.Fyrst var kröfum á hendur tryggingafélaginu vísað frá dómi með úrskurði2. apríl 2014, en hann var staðfestur í Hæstarétti 9. maí 2014. Dómur gekk í málinu á hendur Halldóri íhéraði 19. maí 2015 og var hann sýknaður þar sem krafa á hendur honum værifyrnd. Hæstiréttur komst að sömuniðurstöðu í dómi sínum 22. mars 2016. Þettamál var höfðað eins og áður segir með stefnu birtri 9. maí 2016. Málsástæður og lagarök stefnandaStefnandibyggir á því að starfsmenn stefnda hafi í það minnsta gefið honum rangarupplýsingar, hafi þeir hreinlega þá ekki blekkt hann. Þá hafi stefndi dregið of lengi að takaafstöðu til bótakröfu hans á hendur Halldóri H. Backman. Stefnandibyggir á því að hann hafi átt rétt á greinargóðum, óvefengjanlegum og réttumupplýsingum um starfsábyrgðartryggingu Halldórs H. Backman frá stefnda og þarmeð á hvaða lagagrundvelli krafa hans væri.Þá hafi stefnda borið að taka afstöðu til bótakröfu hans mun fyrr enhann gerði. Styður stefnandi þetta viðgrunnreglur vátryggingaréttar, sbr. t.d. 1. mgr. 44. gr. laga nr.30/2004. Stefnandibyggir einkum á tveimur atriðum varðandi brot stefnda á upplýsingaskyldu sinni,þ.e. að kröfubréfi lögmanns hans hafi verið svarað allt of seint og um þaðleyti sem krafan á hendur Halldóri H. Backman féll niður fyrir fyrningu. Hins vegar á því að hann hafi verið blekkturmeð því að í svarbréfi stefnda hafi verið vísað til laga nr. 30/2004 umvátryggingasamninga, en síðan hafi stefndi byggt á því fyrir dómi að beita ættilögum nr. 20/1954. Ekkiþarf að skýra þessar málsástæður stefnanda nánar hér, þar sem sakarefni málsinshefur verið skipt. Stefnandibyggir á því að ekki hafi verið skilyrði fyrir Íslandsbanka til að krefjasttöku bús hans til gjaldþrotaskipta í maí 1992.Þetta hafi verið viðurkennt í dómi Hæstaréttar 15. apríl 2003 í málinunr. 461/2003. Forsenda fyrir niðurstöðudómsins hafi verið sú að skýra bæri 3. og 4. mgr. 32. gr. eldri laga umnauðungaruppboð nr. 57/1949 svo, að miða bæri sannvirði fasteignarinnar áuppboðsdegi við niðurstöðu yfirmatsmanna.Þar með hafi ekki verið skilyrði til gjaldþrotaskipta. Stefnandibyggir á því að með dómi Hæstaréttar 10. nóvember 2011, í máli nr. 291/2010,hafi verið viðurkennt að skaðabótakrafa sem hann hefði átt á hendur Glitnibanka væri fyrnd. Stefnandibyggir á því að eignin hafi verið lögð bankanum út og hafi kaupverðið numið13.500.000 krónum, en raunvirði hafi verið 39.000.000 króna. Gjaldfallin skuld stefnanda hafi í mestalagi numið 11.600.000 krónum. Við þessaraðstæður hafi bankanum borið að gæta hagsmuna stefnanda, sbr. 3. og 4. mgr. 32.gr., sbr. 57. gr. laga nr. 57/1949. Stefnandibyggir á því að ábyrgð bankans hafi náð til greiðslu skaða- og miskabóta, sbr.2. mgr. 20. gr. eldri gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Er ítarlega fjallað í stefnu um grundvöllfjárkröfu og þau gögn sem stefnandi hefur aflað. Ekki er ástæða til að fjalla um þessi atriðiá þessu stigi, en í málinu er aðeins krafist viðurkenningar bótaskyldu og ekkiverður leyst úr þeirri kröfu að fullu í þessum dómi. Ímunnlegum málflutningi mótmælti stefnandi sérstaklega þeirri málsástæðu semstefndi tefldi fram í greinargerð sinni, að krafan hefði fallið niður fyrirtómlæti. Benti stefnandi á bréf sitt tilÍslandsbanka, dags. 3. júlí 1997, en það eitt dugi til að hnekkja þessarimálsástæðu. Málsástæður og lagarök stefndaStefndibyggir á því að ekki hafi verið sannað að stefndi eða starfsmenn hans hafi meðsaknæmum og ólögmætum hætti valdið því að stefnandi glataði kröfu á hendurHalldóri H. Backman fyrir fyrningu, hafi hann yfirleitt átt slíka kröfu. Fjallar stefndi ítarlega um þessa málsástæðuí greinargerð sinni, en ekki er þörf á að rekja það allt í þessum dómi. Gagnvartþví sem fjallað er um í þessum þætti byggir stefndi á því að ósannað sé aðstefnandi hafi átt skaðabótakröfu á hendur Halldóri H. Backman. Byggir stefndi á því að ekki sé sannað aðstofnast hafi skaðabótakrafa til handa stefnanda á hendur Íslandsbanka samkvæmt2. mgr. 20. gr. eldri gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Stefnandi hafi því ekki orðið fyrir neinutjóni þótt krafa á hendur bankanum hafi fyrnst í höndum Halldórs. Engin skaðabótakrafa hafi því stofnast áhendur Halldóri, sem hefði getað glatast fyrir fyrningu af völdum stefnda. Þábyggir stefndi á því að skaðabótakrafa á hendur bankanum hefði verið fallinniður fyrir tómlæti stefnanda, þegar hann fól Halldóri H. Backman innheimtuhennar. Stefndimótmælir þeirri skýringu stefnanda á dómi Hæstaréttar í máli nr. 461/2002, aðþar hafi verið staðfest að skilyrði hafi ekki verið til þess að taka bú hanstil gjaldþrotaskipta. Um það hafi ekkiverið fjallað í þessum dómi. Varðanditómlæti þá vísar stefndi til þess að stefnandi hafi fyrst haft uppiskaðabótakröfu á hendur bankanum með bréfi 3. júlí 1997. Bankinn hafi hafnað kröfunni. Þá hafi verið liðin fimm ár frá því að bústefnanda hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Á þessum fimm árum hafi stefnandi ekki haft uppiandmæli við eða kröfur á hendur bankanum.Þá hafi hann ekki mótmælt töku búsins til gjaldþrotaskipta. Þá hafi hann ekki gert neitt til að fá kröfurbankans færðar niður samkvæmt 32. gr. laga nr. 57/1949. Eftirritun þessa bréfs hafi stefnandi enn verið aðgerðarlaus í þrjú ár, þar til hannleitaði til Halldórs H. Backman. Þettasinnuleysi stefnanda valdi því að hugsanleg krafa hans á hendur bankanum hafiverið fallin niður fyrir tómlætis sakir þegar stefnandi leitaði til Halldórs H.Backman á árinu 2000. NiðurstaðaFyrstskal gerð stutt grein fyrir sakarefni máls þessa og skiptingu þess eins og húnvar ákveðin 16. nóvember sl. Málið erskaðabótamál á hendur Vátryggingafélagi Íslands byggt á því að starfsmennfélagsins hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið því að stefnandi höfðaðiof seint málið sem áður er getið á hendur Halldóri H. Backman. Ímálinu á hendur Halldóri H. Backman var byggt á því að hann hafi með saknæmumog ólögmætum hætti dregið of lengi að höfða mál á hendur Íslandsbanka tilheimtu skaðabóta fyrir að krefjast gjaldþrotaskipta á búi stefnanda þóttbankinn ætti enga fjárkröfu á hendur honum.Ískaðabótamáli því sem hér er til meðferðar hefur sakarefni verið skipt þannigað nú skal leyst úr því hvort byggt verði á því að stefnandi hafi áttskaðabótakröfu á hendur Íslandsbanka og hvort stefnandi hafi þegar glataðslíkri kröfu vegna tómlætis þegar hann leitaði til Halldórs H. Backman á árinu2000. Ekkivar leyst úr því í dómi Hæstaréttar í máli nr. 291/2010 hvort stefnandi hefðiátt skaðabótakröfu á hendur Glitni banka eða Íslandsbanka. Íslandsbankikrafðist gjaldþrotaskipta á búi stefnanda einhvern tíma á tímabilinu frá 20.apríl til 13. maí 1992. Úrskurður varkveðinn upp 14. maí 1992. Bankinn hafðiorðið hæstbjóðandi á nauðungaruppboði á fasteign stefnanda með 13.500.000 krónaboði. Af þeirri fjárhæð greiddi bankinn479.511 krónur til lögveðshafa, 12.642.810,80 krónur til samningsveðhafa á 1.veðrétti, en tók 377.678,20 krónur undir sjálfum sér. Bankinn taldi þar með að talsvert af kröfumsínum á hendur stefnanda væru ógreiddar og krafðist gjaldþrotaskipta, erkyrrsetning hafði verið reynd án árangurs.Stefnandimætti við fyrirtöku á gjaldþrotabeiðninni í skiptarétti, en ekki verður séð aðhann hafi hreyft andmælum við kröfunni.Athugasemd er bókuð eftir honum við fullyrðingar lögmanns skiptabeiðandaum ráðstafanir sem væru riftanlegar. Skiptumá þrotabúinu var lokið á árinu 1996 án þess að nokkuð greiddist upp íforgangskröfur eða almennar kröfur. Þann3. júlí 1997 skrifaði stefnandi bankanum bréf þar sem hann krafðist bóta vegnaaðgerða bankans gegn honum og þess að bankinn greiddi eðlilegt verð fyrirKirkjubraut 11. Í bréfinu segir aðbankinn hafi ekki staðið rétt að málum þegar hann notaði tryggingarvíxil til aðkrefjast gjaldþrotaskipta og beri því ábyrgð á þeirri aðgerð svo og á þeimskaða sem aðgerðin hafi valdið honum. KröfurÍslandsbanka á hendur stefnanda voru færðar niður með dómi. Mál til niðurfærslu krafnanna var höfðaðlöngu eftir að skiptum á þrotabúi stefnanda lauk. Nokkrar af kröfum bankans í þrotabú stefnandavoru viðurkenndar af skiptastjóra og var þeirri viðurkenningu ekkiandmælt. Niðurfærsla krafna samkvæmt 32.gr. laga nr. 57/1949 getur ekki haft áhrif á þær aðgerðir sem þegar hafa fariðfram. Niðurfærslan tekur gildi þegar húner viðurkennd, ekki fyrr. Þannig geturniðurfærsla krafna bankans á hendur stefnanda ekki raskað gildigjaldþrotaskipta á búi stefnanda, sem lokið var áður en kröfurnar voru færðarniður. Þar sem kröfur bankans höfðu ekkiverið færðar niður þegar gjaldþrotaskipti hófust átti hann á þeim tíma lögvarðakröfu á hendur stefnanda. Voru aðgerðirhans lögmætar. Þegar af þeirri ástæðu erekki unnt að byggja á því í þessu skaðabótamáli stefnanda á hendur VátryggingafélagiÍslands að Íslandsbanki hafi borið skaðabótaábyrgð á tjóni sem stefnandi hlautaf gjaldþrotabeiðni bankans og gjaldþrotaskiptameðferðinni. Þarsem ekki er fallist á að Íslandsbanki hafi verið bótaskyldur gagnvart stefnandahefur hann ekki tapað neinum kröfum vegna þess að mál hans á hendur bankanumvar höfðað svo seint að krafan var talin fyrnd.Hefur hann þá heldur ekki orðið fyrir tjóni af þeim aðgerðum stefndaVátryggingafélags Íslands sem hann byggir á í þessu máli. Verður því að sýkna stefnda alfarið af kröfumstefnanda, þótt einungis hluti sakarefnisins hafi verið ræddur í þessum hlutamálsmeðferðarinnar. Eftirþessum úrslitum verður ekki hjá því komist að dæma stefnanda til að greiðastefnda 500.000 krónur í málskostnað. Erþá tekið tillit til virðisaukaskatts. JónFinnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DómsorðStefndi,Vátryggingafélag Íslands, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Sigurðar PétursHaukssonar. Stefnandigreiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 14/2018 | Kærumál Frávísun frá héraðsdómi Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti Sakarkostnaður Lögjöfnun | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að vísa máli ákæruvaldsins á hendur X frá dómi. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að skýra yrði kæruheimild í a. lið 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 á þann hátt að úrskurður Landsréttar gæti sætt kæru til Hæstaréttar ef þar hefði verið tekin ákvörðun um að vísa máli frá héraðsdómi, sem ekki hefði fyrr verið gert, en ekki ef þar hefði verið staðfestur úrskurður héraðsdóms um frávísun. Brast því heimild til að kæra úrskurð Landsréttar í málinu og var því vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason, MarkúsSigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson og Garðar Gíslason setturhæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 17. maí 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 15. maí 2018, þar sem staðfesturvar úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar sama ár, en með honum var málisóknaraðila á hendur varnaraðila vísað frá dómi. Um kæruheimild vísar sóknaraðilitil a. liðar 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 um meðferðsakamála. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi oglagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verðivísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þákrefst hann kærumálskostnaðar úr ríkissjóði.Samkvæmt a. lið 1. mgr. 211. gr.laga nr. 88/2008 er heimilt að kæra til Hæstaréttar úrskurði Landsréttar ef þarhefur verið mælt fyrir um „frávísun frá héraðsdómi eða Landsrétti eðaniðurfellingu máls að hluta eða að öllu leyti fyrir héraðsdómi eða Landsrétti.“Heimildir þessar verður að skoða í ljósi þeirrar meginreglu að baki ákvæðum 5.þáttar laga nr. 88/2008 að úrlausnaratriði, hvort sem það varðar efni máls eðaform, geti ekki komið til meðferðar á þremur dómstigum nema í því tilviki aðHæstiréttur hafi veitt leyfi til áfrýjunar á dómi Landsréttar, sbr. 215. gr.sömu laga. Að þessu gættu verður að skýra áðurnefndan a. lið 1. mgr. 211. gr.laganna eftir orðanna hljóðan og þá á þann hátt að úrskurður Landsréttar getisætt kæru til Hæstaréttar ef þar hefur verið tekin ákvörðun um að vísa máli fráhéraðsdómi, sem ekki hefur fyrr verið gert, en á hinn bóginn ekki ef þar hefurverið staðfestur úrskurður héraðsdóms um frávísun, svo sem hér er um að ræða.Samkvæmt þessu brestur heimild til að kæra úrskurð Landsréttar í máli þessu ogverður því vísað frá Hæstarétti.Samkvæmt lögjöfnun frá 3. mgr.237. gr. laga nr. 88/2008 verður kærumálskostnaður felldur á ríkissjóð, þar meðtalin málsvarnarlaun verjanda varnaraðila, sem ákveðin eru að meðtöldumvirðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Máli þessuer vísað frá Hæstarétti.Allurkærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjandavarnaraðila, Reimars Péturssonar lögmanns, 620.000 krónur.Úrskurður Landsréttar15. maí 2018.LandsréttardómararnirJón Finnbjörnsson, Ragnheiður Bragadóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða uppúrskurð í máli þessu.Málsmeðferð ogdómkröfur aðilaSóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 26. febrúar2018, sem barst réttinum ásamtkærumálsgögnum 1. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23.febrúar 2018 í málinu nr. S-[...]/2014 þar sem vísað var frá dómi málisóknaraðila gegn varnaraðila. Kæruheimild er í t-lið 1. mgr. 192. gr. laga nr.88/2008 um meðferð sakamála. 2Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldurúr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.3Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar ogkærumálskostnaðar. Málsatvik 4Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði hófskattrannsóknarstjóri ríkisins rannsókn á skattskilum varnaraðila 31. janúar2011 og gaf varnaraðili skýrslu 16. júní sama ár. Þá var 6. júlí sama ár tekinskýrsla af endurskoðanda sem annaðist skattframtöl varnaraðila. Að framkomnumathugasemdum varnaraðila í bréfi lögmanns hans 2. desember 2011 laukskattrannsóknarstjóri rannsókn sinni með skýrslu 29. sama mánaðar. Samdægursvar mál varnaraðila sent ríkisskattstjóra til meðferðar samkvæmt 6. mgr. 103.gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. 5Ríkisskattstjóri boðaði endurákvörðun álagðra gjaldavarnaraðila með bréfi 9. júlí 2012. Varnaraðili mótmælti fyrirhuguðumbreytingum með bréfi 30. ágúst sama ár. Með úrskurði 11. september 2012endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld varnaraðila gjaldárin 2007 til2010 auk þess sem hann lagði á varnaraðila álag samkvæmt heimild í 1. og 2.mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003.6Varnaraðili skaut úrskurði ríkisskattstjóra tilyfirskattanefndar með kæru 11. desember 2012. Í úrskurði 6. nóvember 2013 féllstnefndin á kröfu varnaraðila um frádrátt kostnaðar við uppgjör afleiðusamningaen staðfesti niðurstöðu ríkisskattstjóra að öðru leyti. 7Með bréfi23. febrúar 2012 beindi skattrannsóknarstjóri máli varnaraðila til rannsóknarhjá embætti sérstaks saksóknara. Bréfinu fylgdi fyrrgreind skýrslaskattrannsóknarstjóra ásamt fylgiskjölum. Sérstakur saksóknari hóf rannsóknsína 1. mars 2013 með skýrslutöku af varnaraðila. Þá var varnaraðili á nýkvaddur til skýrslutöku hjá embættinu 14. júní sama ár. Að auki voru teknarskýrslur af þremur vitnum í maí 2013 og eitt þeirra gaf skýrslu að nýju 9.ágúst sama ár.8Mál þetta var höfðað áhendur varnaraðila með ákæru sérstaks saksóknara 9. júlí 2014, sem birt varvarnaraðila 21. ágúst sama ár, fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga um tekjuskatt nr.90/2003. Við fyrirtöku málsins 2. september 2014 var bókuð ákvörðun um aðfresta því í ótiltekinn tíma vegna íslensks máls sem þá var rekið fyrirMannréttindadómstól Evrópu. Lá fyrir að þar myndi reyna á svipuð álitaefni ogþau sem um ræðir í þessu máli og varnaraðili telur að leiða eigi til frávísunarmálsins frá héraðsdómi. Héldu kærendur því fram að þeir hefðu verið saksóttirtvisvar fyrir sama brot með álagningu viðbótarálags á skatta og í framhaldinuhöfðun refsimáls í andstöðu við 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmálaEvrópu. Féllst dómstóllinn með dómi 18. maí 2017 í máli Jóns ÁsgeirsJóhannessonar og fleiri gegn Íslandi á sjónarmið kærenda. Á þessu tímabili varmál þetta tekið fyrir þrisvar sinnum, 21. desember 2016 og 8. mars og 12. apríl2017. Í síðastnefnda þinghaldinu ákvað héraðsdómari að fresta því þar til fyrirlægi dómur Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn X þar sem krafist hafði verið frávísunar á sama grunni og í þessumáli. Dómur í því var kveðinn upp 21. september 2017. Var kröfu ákærða umfrávísun málsins hafnað og hann sakfelldur fyrir þau skattalagabrot sem hannvar ákærður fyrir. Við fyrirtöku þessa máls 8. nóvember 2017 var ákveðið aðmunnlegur málflutningur um frávísunarkröfu varnaraðila færi fram 8. febrúar2018. Var fallist á þá kröfu hans með hinum kærða úrskurði. 9Um málsatvik að öðru leytivísast til hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 0Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. 7.samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu skal eins og segir í íslenskriþýðingu málsgreinarinnar enginn sæta lögsókn eða refsingu að nýju í sakamáliinnan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eðasakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandiríkis. 1Svo sem greinir í úrskurðihéraðsdóms og með vísan til dóms Hæstaréttar 21. september 2017 í máli nr.283/2016, þar sem stuðst var við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu,verður lagt til grundvallar að meðferð máls varnaraðila hjá skattyfirvöldum,sem vísað er til hér að framan, hafi verið sakamál í skilningi 1. mgr. 4. gr.7. samningsviðaukans og enn fremur að með rekstri þess annars vegar og rannsóknsérstaks saksóknara, ákæru og málsmeðferð fyrir héraðsdómi hins vegar hafiverið rekin tvö aðskilin mál á hendur varnaraðila vegna sama brots í skilningiákvæðisins. 2Hvað sem framangreindu líðurog svo sem rakið er í hinum kærða úrskurði hefur verið litið svo á að sú reglamannréttindasáttmálans, sem hér reynir á og nefnd hefur verið ne bis in idem,standi því ekki í vegi að fjallað sé um sama brot annars vegar hjáskattyfirvöldum, sem leitt getur til endurákvörðunar skatta og beitingar álags,og hins vegar fyrir dómstólum í sakamáli sem leitt getur til refsingar vegnasömu eða sambærilegra atvika. Á hinn bóginn er ljóst að ákveðnum skilyrðum þarfað vera fullnægt svo ekki sé með því fyrirkomulagi brotið gegn reglunni. Svosem fram kemur í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu A og B gegn Noregifrá 15. nóvember 2016 og Hæstiréttur studdist meðal annars við í framangreindumdómi sínum þarf rekstur málanna tveggja að vera nægilega tengdur að efni til ogí tíma til að úr verði samþætt heild, allt í því skyni að meðalhófs sé gætt oghin samþætta málsmeðferð leggi ekki óhóflegar byrðar á viðkomandi. Við mat áþví hvort málsmeðferð teljist nægilega samþætt að efni til beri í fyrsta lagiað líta til þess hvort meðferð seinna málsins hafi verið til fyllingar eðaviðbótar meðferð hins fyrra, í öðru lagi hvort hin tvíþætta málsmeðferð hafiverið fyrirsjáanleg afleiðing þeirrar háttsemi sem um ræðir, í þriðja lagihvort leitast hafi verið við af fremsta megni að forðast endurtekna öflun ogmat sönnunargagna og í fjórða lagi hvort í síðari málsmeðferðinni hafi verið tekiðtillit til þeirra viðurlaga sem áður voru á lögð. Við mat á því hvort reksturmálanna teljist nægilega samþættur í tíma sé ekki gerð krafa um að meðferðbeggja mála hafi farið fram samhliða frá upphafi til enda en þó þurfi tímalegtengsl að vera nægilega náin til að koma í veg fyrir óhóflegt óhagræði, óvissuog tafir vegna málareksturs sem dregst yfir lengri tíma. Jafnframt var þvíslegið föstu að þrátt fyrir að orðalag ákvæðisins gæfi til kynna að umendanlega ákvörðun þyrfti að vera að ræða í fyrra málinu, en það hefur íframkvæmd mannréttindadómstólsins verið metið með tilliti til þess hvort kæru-eða málshöfðunarfrestir séu liðnir, væri í málum af þessu tagi ekki nauðsynlegtað taka afstöðu til þess hvort eða hvenær ákvörðun er orðin endanleg þar semþað hafi ekki áhrif á mat á því hvort nægileg tengsl, í framangreindumskilningi, séu á milli meðferðar málanna.3Við mat á efnislegum tengslum mála varnaraðila er til þess aðlíta að þau viðurlög sem honum var gert að sæta hjá skattyfirvöldum og sem standafyrir dyrum, verði hann sakfelldur í sakamálinu fyrir dómstólum, vorufyrirsjáanleg sem úrræði samkvæmt íslenskum rétti vegna brota á skattalögum. Þáhafði varnaraðili á öllum stigum málsins vitneskju frá skattyfirvöldum um íhvaða farveg mál hans væru lögð. Jafnframt leiðir af 109. gr. laga nr. 90/2003að við ákvörðun refsingar í sakamálinu skuli tillit tekið til þess álags semvarnaraðili hefur sætt hjá skattyfirvöldum. 4Í framangreindum dómi Hæstaréttar 21. september 2017 var lagttil grundvallar að hvað hina lagalegu umgjörð varðar hefði sakamálið verið tilfyllingar eða viðbótar málsmeðferð skattyfirvalda að efni til. Í málinu reyndiá málsmeðferð samkvæmt lögum nr. 90/2003. Því var jafnframt slegið föstu að þaðgæti verið hluti af efnislega samþættri málsmeðferð sem standist kröfur 4. gr.7. viðauka við mannréttindasáttmálann þegar rannsókn lögreglu byggir á rannsóknskattrannsóknarstjóra, en nauðsynlegt reynist að afla viðbótargagna umeinhverja þætti máls sem ekki hafa verið rannsakaðir nægilega afskattyfirvöldum. Þá yrði ekki séð að sú rannsókn sem sérstakur saksóknari ákvaðað ráðast í hefði verið ónauðsynleg endurtekning fyrri málsmeðferðar, heldurhefði verið um að ræða rekstur tveggja aðskilinna mála sem mynduðu að efni tileina samþætta heild. Að virtum gögnum þessa máls þykir mega leggja tilgrundvallar að sama aðstaða sé að þessu leyti uppi í því. 5Með vísan til þess sem að framan er rakið telst fullnægtskilyrðinu um nauðsynlega efnislega samþættingu mála varnaraðila hjá annarsvegar skattyfirvöldum og hins vegar ákæruvaldi og dómstólum. 6Við úrlausn um það hvort skilyrðinu um samþættingu í tímahafi verið fullnægt við rekstur mála skattyfirvalda og ákæruvalds á hendurvarnaraðila er áréttað það markmið þess að tryggja að skattþegninn sem í hlut ásé ekki settur í óþarfa óvissu og tafir vegna málareksturs sem dregst yfirlengri tíma. Þá þarf að leggja mat á framvindu málsmeðferðar út frá viðmiðumsamkvæmt dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ogfleiri gegn Íslandi og A og B gegn Noregi og dómi Hæstaréttar 21. september2017 í máli ákæruvaldsins gegn X sem áður er getið. Var skilyrðinu umnægjanlega samþættingu í tíma talið fullnægt í seinni málunum tveimur en ekki íþví fyrstnefnda. 7Heildartími sem rekstur beggja mála varnaraðila hefur þegartekið er rétt rúm sjö ár og er þá miðað við tímann frá þvískattrannsóknarstjóri hóf rannsókn sína 31. janúar 2011 þar til hinn kærðiúrskurður um frávísun málsins var kveðinn upp 23. febrúar 2018. Þá er til þessað líta að frestun á málsmeðferð á meðan beðið var dóms mannréttindadómstólsinsí máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri, það er frá 2. september 2014 til21. desember 2016, getur ekki talist vera á ábyrgð varnaraðila enda þótt hannhafi ekki lýst sig mótfallinn henni. 8Frá uppkvaðningu úrskurðar yfirskattanefndar þar til ákæravar gefin út 9. júlí 2014 liðu átta mánuðir og við það verður að miða aðvarnaraðili hafi ekki haft um hana vitneskju fyrr en hún var birt honum 21.ágúst sama ár. 9Þegar virtur er sá tími sem rekstur mála varnaraðila varsamhliða hjá skattyfirvöldum og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum kemur í ljósað málin voru rekin samhliða í átta mánuði, það er frá 1. mars 2013 þegarvarnaraðili gaf fyrst skýrslu sem sakborningur hjá sérstökum saksóknara og til6. nóvember 2013 þegar úrskurður yfirskattanefndar var kveðinn upp. Stafarþessi skörun einvörðungu af því að varnaraðili nýtti sér rétt sinn til að kæratil nefndarinnar úrskurð ríkisskattstjóra frá 11. september 2012. Þá hefursakamálið verið rekið eitt og sér frá 6. nóvember 2013.20Í ljósi heildarmats allra tímaþátta, en jafnframt meðsérstakri vísan til þess sem rakið er hér að framan um einstaka þætti, þykirmega fallast á það með varnaraðila að skilyrðinu um nauðsynlega samþættingu ítíma hafi ekki verið fullnægt við rekstur mála hans hjá skattyfirvöldum annarsvegar og ákæruvaldi og dómstólum hins vegar. Samkvæmt því hefur með rekstrimálanna verið brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðaukamannréttindasáttmálans, sbr. lög nr. 62/1994. Af því leiðir að staðfesta berhinn kærða úrskurð. 21Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talinþóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Reimars Péturssonar lögmanns, sem ákveðinverður að teknu tilliti til virðisaukaskatts svo sem í úrskurðarorði greinir.Úrskurðarorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Kærumálskostnaður greiðist úrríkissjóði, þar með talin þóknun verjanda varnaraðila, Reimars Péturssonarlögmanns, 496.000 krónur.ÚrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 2018.Mál þetta, sem tekiðvar til úrskurðar 8. febrúar 2018, var höfðað með ákæru sérstaks saksóknara,dags. 9. júlí 2014, á hendur X, kt. [...], [...], [...], fyrir meiri háttarbrot gegn skattalögum, en samkvæmt ákæru lét ákærði undir höfuð leggjast aðtelja fram á skattframtölum sínum, vegna gjaldáranna 2007 til og með 2010,fjármagnstekjur samtals að fjárhæð 911.256.860 krónur, sem voru tekjur ákærðaaf 648 framvirkum samningum sem gerðir voru við Glitni banka hf., LandsbankaÍslands hf. og Straum – Burðarás Fjárfestingabanka hf., sem sundurliðast nánarí ákæru, og skattskyldar voru skv. 3. tl. C-liðar 7. gr., sbr. 2. mgr. 8. gr.laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og hafa með því komið sér undan greiðslufjármagnstekjuskatts samtals að fjárhæð 91.125.686 krónur, sem nánarsundurliðast í ákæru.Framangreind brotákærða teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995 og 139. gr. laga nr. 82/1998, sbr. 1. mgr. 109.gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, með síðari breytingum. Þess er krafist aðákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.Í þessum þætti málsinskrefst ákærði þess að málinu verði vísað frá dómi og að allur sakarkostnaðurvegna málsins verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðsverjanda hans.Af hálfu ákæruvaldsinser þess krafist að kröfu ákærða um frávísun verði hafnað.I.Forsaga málsins er súað 31. janúar 2011 hóf skattrannsóknarstjóri ríkisins rannsókn á skattskilumákærða vegna tekjuáranna 2005 til og með 2009. Beindist hún einkum að vantöldumfjármagnstekjum ákærða og þar á meðal vantöldum tekjum af framvirkum samningumsem hann gerði við Glitni banka hf., Landsbanka Íslands hf. og Straum –Burðarás Fjárfestingabanka hf. umrædd ár. Vegna rannsóknarinnar kom ákærði tilskýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra 16. júní 2011 og var skýrsla tekin 6.júlí sama ár af endurskoðanda sem annast hafði skattframtöl ákærða.Með bréfi 7. október2011 sendi skattrannsóknarstjóri ákærða skýrslu um rannsóknina sem dagsett var5. sama mánaðar og gaf honum kost á að tjá sig um efni hennar og koma áframfæri athugasemdum ef þurfa þætti. Í bréfi 2. desember 2011 gerði ákærðitilteknar athugasemdir við skýrslu skattrannsóknarstjóra sem í framhaldi af þvítók saman nýja skýrslu 29. sama mánaðar. Í henni var fjallað um andmæli ákærðaog tekið fram að þau hefðu gefið tilefni til breytinga á skýrslunni frá upprunaleguhorfi. Í skýrslunni var að finna samandregnar niðurstöður þar sem fram kom aðákærði hefði staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna2006 og 2007. Hefði hann þar meðal annars vanrækt að gera grein fyrirskattskyldum tekjum vegna jákvæðs mismunar af framvirkum gjaldmiðlasamningum ogframvirkum samningum með undirliggjandi skuldabréf. Þá hefði ákærði vanrækt aðstanda skil á skattframtölum vegna tekjuáranna 2008 og 2009.Skattrannsóknarstjórisendi ríkisskattstjóra mál ákærða til meðferðar með bréfi 29. desember 2011,sbr. 6. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Var ákærða með bréfi samadag tilkynnt um lok rannsóknar skattrannsóknarstjóra og að málið hefði ágrundvelli fyrirliggjandi gagna verið sent ríkisskattstjóra sem myndi takaákvörðun um hugsanlega endurálagningu. Í bréfinu sagði að fyrir lægi af hálfuskattrannsóknarstjóra að taka ákvörðun um refsimeðferð málsins í samræmi viðákvæði 110. gr. laga nr. 90/2003. Þar sem ákærði kynni að hafa bakað sérrefsiábyrgð vegna þeirra brota á lögum sem upplýst hefðu verið við rannsókninagæfist honum kostur á að tjá sig um fyrirhugaða refsimeðferð. Refsimeðferð gætifalist í því að skattrannsóknarstjóri gæfi ákærða kost á að ljúka henni meðsektargerð, eða að máli hans yrði vísað til sektarmeðferðar hjá yfirskattanefndeða til rannsóknar lögreglu. Var ákærða veittur 30 daga frestur til að tjá sigum fyrirhugaða refsimeðferð.Ákærði fór þess á leitmeð bréfi 26. janúar 2012 til skattrannsóknarstjóra að málið yrði fellt niðurþar sem rannsóknin hefði leitt í ljós að saknæmisskilyrðum væri ekki fullnægt.Skattalög væru ekki skýr og ótvíræð um ágreiningsefnið. Auk þess væri ljóst aðengin ástæða væri til að ætla að ákærði hefði skilað efnislega röngumskattframtölum af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Yrði ekki fallist ániðurfellingu rannsóknar væri þess krafist að málinu lyki með sektarmeðferð hjáskattyfirvöldum.Ríkisskattstjóri kvaðstí bréfi til ákærða 9. júlí 2012 hafa í hyggju að endurákvarða áður álögðopinber gjöld hans gjaldárin 2007 til og með 2010 með vísan til 6. mgr. 103.gr. og 96. gr. laga nr. 90/2003. Skýrsla skattrannsóknarstjóra fylgdi með ogvísaði ríkisskattstjóri til þess að líta bæri á hana sem hluta forsendnaboðaðra breytinga og væri af þeim sökum ekki tilefni til ítarlegrar umfjöllunarum efni hennar. Í niðurstöðukafla bréfsins greindi frá því að ríkisskattstjórihygðist hækka stofn ákærða til útreiknings fjármagnstekjuskatts gjaldárin 2007,2008, 2009 og 2010, en samkvæmt þágildandi 3. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003skyldi tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar vera 10% afþeim tekjum. Þær breytingar myndu leiða til hækkunar á stofni ákærða tilútreiknings fjármagnstekjuskatts um 82.238.388 krónur gjaldárið 2007, vegnatekjuársins 2006, um 195.805.171 krónu gjaldárið 2008, vegna tekjuársins 2007,um 596.559.679 krónur gjaldárið 2009, vegna tekjuársins 2008, og um 90.650.632krónur gjaldárið 2010, vegna tekjuársins 2009. Stofn gjaldanda til útreikningsauðlegðarskatts var svo ákveðinn 160.941.112 krónur vegna ákærða. Þá var tekiðfram að ríkisskattstjóri hygðist nýta heimild 1. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003og bæta 15% álagi á vanframtalinn stofn til fjármagnstekjuskatts gjaldárin 2009og 2010 og auðlegðarskatts gjaldárið 2010. Álag á stofn ákærða tilfjármagnstekjuskatts samkvæmt því varð 85.997.834 krónur gjaldárið 2009 og10.490.824 krónur gjaldárið 2010. Álag á stofn ákærða til auðlegðarskatts varð24.141.170 krónur. Einnig var tekið fram að ríkisskattstjóri hygðist nýtaheimild 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 og bæta 25% álagi á vantalinn stofntil fjármagnstekjuskatts gjaldárin 2007 og 2008. Álag á stofn ákærða tilfjármagnstekjuskatts samkvæmt því varð 20.559.597 krónur gjaldárið 2007 og48.951.293 krónur gjaldárið 2008. Þá sagði: „Vantaldar tekjur teljast svostórfelldur annmarki á skattframtali gjaldanda að ekki eru efni til annars enað beita umræddu álagi enda hefur ekkert komið fram um það að gjaldanda verðiekki kennt um annmarka þessa á skattframtali hans. Sé það skoðun gjaldanda erhann hér með hvattur til þess að færa fram slíkar röksemdir og styðja þærgögnum í andmælum við bréfi þessu.“ Var ákærða veittur frestur til 25. samamánaðar til að gera athugasemdir vegna skýrslunnar eða fyrirhugaðrarendurálagningar. Yrði endurákvörðun framkvæmd að fresti liðnum og tekið tillittil athugasemda kæmu þær fram innan frests og gæfu tilefni til breytinga. Sáfrestur var síðar framlengdur að beiðni ákærða til 1. september 2012.Með bréfi 31. ágúst2012 mótmælti ákærði fyrirhuguðum breytingum ríkisskattstjóra. Í andmælunum komfram að ákærði gæti ómögulega sætt sig við boðaðar breytingar. Galli hefðiverið á málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra enda hefði hlutlægni ekki veriðgætt við hana. Þá hefði verið horft fram hjá framtalsmáta ákærða sem hefðiverið í samræmi við framkvæmd sem tíðkast hefði og verið átölulaus um árabil.Þannig hefði ákærði í raun talið fram allar sínar tekjur miðað við þá framkvæmdsem hefði tíðkast í málum af þessum toga. Þá væri ekki unnt að líta fram hjá efnislegumraunveruleika þeirra viðskipta sem um ræddi, en afkoma þeirra gæti aðeinsráðist með því að reikna tap á móti hagnaði samninganna sem um ræddi, svo semákærði hefði gert. Eins var vísað með almennum hætti til fyrri andmæla í bréfi2. desember 2011 til skattarannsóknarstjóra. Að endingu mótmælti ákærðibeitingu álags í málinu, hann hefði haft fulla ástæðu til að ætla að skattskilhans væru fullnægjandi, hann hefði notið aðstoðar fagmanna í skattskilum sínumog væri einstaklingur. Ríkisskattstjóri hrattáður boðuðum breytingum, í bréfi embættisins til ákærða 9. júlí 2012, íframkvæmd og endurákvarðaði opinber gjöld ákærða með úrskurði 11. september2012. Vegna andmæla ákærða tók ríkisskattstjóri fram að þau gæfu ekki tilefnitil að falla frá beitingu álags á vanframtaldar tekjur. Eins lægi fyrir aðákærði hefði ekki skilað skattskýrslum fyrir tekjuárin 2008 og 2009 fyrr eneftir að rannsókn skattrannsóknarstjóra hefði hafist. Ákærði hefði því ekkihaft neina ástæðu til að telja skattskil sín fullnægjandi vegna þeirra ára ogþá væri ákærði sjálfur ábyrgur fyrir eigin skattskilum og gæti ekki velt þeirriábyrgð yfir á aðra. Þá teldist vanþekking ekki vera gild ástæða til að fallafrá beitingu álags enda hefði ákærða verið í lófa lagið að leita upplýsinga hjáembætti ríkisskattstjóra um skattlagningu umræddra tekna.Ákærði skaut úrskurðiríkisskattstjóra til yfirskattanefndar 11. desember 2012. Þar var þess krafistað hækkun ríkisskattstjóra á stofni til fjármagnstekjuskatts gjaldárin 2007 tilog með 2010 yrði hnekkt. Þá var þess krafist að álag yrði fellt niður, þar meðtalið á auðlegðarskattsstofn. Einnig var þess krafist að innsend skattframtölgjaldárin 2009 og 2010 yrðu lögð til grundvallar álagningu opinberra gjalda þauár, að teknu tilliti til síðari leiðréttinga og athugasemda í bréfi 2. desember2011. Í úrskurðiyfirskattanefndar 12. desember 2013 var sagt að fyrir lægi að við endurákvörðunhefði ríkisskattstjóri ekki tekið tillit til kostnaðar vegna þóknana semGlitnir banki hf. og Straumur – Burðarás Fjárfestingarbanki hf. hefðu haldiðeftir við uppgjör afleiðusamninga á tekjuárunum 2007, 2008 og 2009. Samkvæmtgögnum málsins hefði fjárhæð slíkra þóknana af samningum sem gerðir voru uppmeð jákvæðum mismun numið 593.777 krónum tekjuárið 2007, 17.318.121 krónutekjuárið 2008 og 1.657.416 krónum tekjuárið 2009. Yrði að ganga út frá því aðákærði hefði verið skuldbundinn til að greiða umræddar þóknanir á lokunardegisamninga og bæri því að lækka stofn til fjármagnstekjuskatts um síðastgreindarfjárhæðir frá því sem ríkisskattstjóri hefði ákveðið. Þá var tekið fram að ekkiþættu efni til að falla frá beitingu álags, enda hefði hvorki verið sýnt fram áað atvikum væri svo farið að 3. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 ætti við né aðtilefni væri til að falla frá álagsbeitingu að öðru leyti. Í úrskurðarorðisagði að stofn til fjármagnstekjuskatts lækkaði um 593.777 krónur gjaldárið2008, 17.318.121 krónu gjaldárið 2008 og 1.657.416 krónur gjaldárið 2009 fráþví sem ríkisskattstjóri hefði ákveðið en að öðru leyti væri kröfum ákærðahafnað.II.Með vísan til ákvæða 4.mgr. 110. gr. laga nr. 90/2003, 35. gr., sbr. 38. gr. reglugerðar nr. 373/2001,um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna, og 2. gr. reglugerðar nr.804/2007, um rannsókn og saksókn efnahagsbrota, beindi skattrannsóknarstjórimeð bréfi 23. febrúar 2012 máli ákærða til rannsóknar hjá embætti sérstakssaksóknara. Kom þar fram að málið væri sent til lögreglurannsóknar á grundvellifyrirliggjandi gagna um rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum ákærða,sbr. skýrslu 29. desember 2011, og annarra gagna málsins sem með fylgdu. Hefðiákærði staðið skil á efnislega röngum skattframtölum til skattyfirvalda vegnatekjuáranna 2006 og 2007 og hefði vanrækt að skila skattframtölum vegna tekjuáranna2008 og 2009 og með því vanrækt að gera grein fyrir tekjum að fjárhæð911.850.637 krónur. Kynni sú háttsemi að varða ákærða refsingu samkvæmt 1. mgr.109. gr. laga nr. 90/2003 og eftir atvikum 1. mgr. 262. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940.Bréfi skattrannsóknarstjóratil sérstaks saksóknara fylgdu í ljósriti í fyrsta lagi skýrslan frá 29.desember 2011 ásamt fylgiskjölum, í öðru lagi bréf skattrannsóknarstjóra tilríkisskattstjóra sama dag vegna heimilda ríkisskattstjóra til endurákvörðunaropinberra gjalda, í þriðja lagi bréf skattrannsóknarstjóra til ákærða sama dagþar sem tilkynnt var um lok rannsóknar og framsendingu máls tilríkisskattstjóra og boðuð fyrirhuguð ákvörðun um refsimeðferð, í fjórða lagisvarbréf ákærða 26. janúar 2012 og í fimmta lagi bréf skattrannsóknarstjóra 23.febrúar 2012 þar sem ákærða var tilkynnt um vísun málsins til rannsóknarlögreglu.Hinn 1. mars 2013, eðatólf mánuðum og sex dögum eftir að skattrannsóknarstjóri vísaði máli ákærða tilembættis sérstaks saksóknara mætti ákærði þar til skýrslutöku. Í upphafiskýrslunnar kom fram að ákærða, sem hefði stöðu sakbornings, hefði verið kynntsakarefnið sem byggði á kæru skattrannsóknarstjóra. Þá sagði að ákærði hefðiverið spurður hvort hann hefði fengið afhenta skýrslu skattrannsóknarstjóra ogkynnt sér efni hennar og hann kveðið svo vera. Í framhaldinu var ákærði meðalannars spurður um atriði sem vörðuðu hann sjálfan, skattframtöl hans vegnatekjuáranna 2006 til og með 2009, meintar vanframtaldar fjármagnstekjur oghvers vegna hann hefði ekki skilað skattframtölum vegna tekjuáranna 2008 og2009 innan lögmælts tíma. Þá var ákærði spurður ítarlega út í eðli og uppgjörviðskipta með framvirka samninga á árunum 2006 til og með 2009, sem ogsamskipti við þau fjármálafyrirtæki sem ákærði hefði átt í viðskiptum við.Ákærði mætti aftur til skýrslutöku hjá sama embætti 14. júní 2013. Þar varákærði meðal annars spurður um samskipti hans við fagaðila sem önnuðustframtalsgerð fyrir ákærða og eiginkonu hans á umræddu tímabili, upplýsingagjöftil þeirra og þekkingu hans á viðskiptum með framvirka samninga.Auk ákærða voru í maí2013 kvaddir til skýrslutöku hjá embætti sérstaks saksóknara sem vitni A,endurskoðandi, B, endurskoðandi og eigandi C ehf., og D, viðskiptafræðingur,sem áður starfaði sem fulltrúi hjá C ehf. Vitnaskýrsla var að nýju tekin af B14. ágúst 2013 hjá sama embætti. Með ákæru sérstaks saksóknara 9. júlí 2014 var mál þettahöfðað á hendur ákærða. Með bréfi sérstaks saksóknara til HéraðsdómsReykjavíkur sama dag og ákæran var gefin út var þess krafist að málið yrðitekið til dómsmeðferðar í samræmi við ákæru.Mál ákæruvaldsins áhendur ákærða var þingfest 28. ágúst 2014 en ákærði var ekki viðstaddur þaðþinghald. Næst var málið tekið fyrir 2. september sama ár og neitaði ákærði þásök. Bókað var að málinu yrði frestað ótiltekið enda væri að vænta dómsMannréttindadómstóls Evrópu í kringum næstu áramót þar á eftir. Málið var næsttekið fyrir 21. desember 2016 og hafði því þá verið úthlutað til nýs dómara.Ákveðið var að halda málinu áfram enda hefði málið verið í fresti í rúm tvö árán þess að umræddur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu lægi fyrir. Í bókuninni vartekið fram að verjandi gerði ekki athugasemdir við ákvörðunina en krefðistfrávísunar málsins. Þegar málið var tekið fyrir síðastnefndan dag var því afturfrestað og nú til 3. mars 2015 þar sem dómur Mannréttindadómstóls Evrópu láekki fyrir. Næst var málið tekið fyrir 8. mars 2017 og var þá flutt umfrávísunarkröfu ákærða. Kröfu ákærða var samdægurs hafnað með úrskurði dómsinsog var ákærða veittur frestur að skila greinargerð í málinu. Málið var næsttekið fyrir í þeim tilgangi 12. apríl 2017. Þar krafðist ákærði sýknu og tóktil efnisvarna en hélt frávísunarkröfu einnig til haga á síðari stigum máls eftilefni gæfist til. Málinu var frestað ótiltekið í því þinghaldi með vísan tilmáls ákæruvaldsins gegn [...] nr. 283/2016 fyrir Hæstarétti, sem hefðifordæmisgildi vegna málsástæðna ákærða í máli þessu. Málið var næst tekið fyrir8. nóvember 2017, en þá lá fyrir dómur Hæstaréttar í máli nr. 283/2016 frá 21.september 2017. Með vísan til niðurstöðu þess dóms var máli þessu frestað tilnýs flutnings um frávísunarkröfu ákærða til 8. febrúar 2018, en vegna dagskrárverjanda var ekki unnt að hafa þann málflutning fyrr.III.Krafa ákærða umfrávísun málsins frá héraðsdómi er reist á því að efnismeðferð og sakfelling ímálinu fari í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka MannréttindasáttmálaEvrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en sú grein ber fyrirsögnina: Réttur til að veraekki saksóttur eða refsað tvívegis. Samkvæmt því sem segir í íslenskri þýðingu1. mgr. 4. gr. samningsviðaukans skal enginn sæta lögsókn eða refsingu að nýjuí sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar veriðsýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfariviðkomandi ríkis. Er hér um að ræða reglu þá sem nefnd hefur verið ne bis inidem. Ákærði vísar einnig kröfu sinni til stuðnings til 70. gr.stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Ákæruvaldið kveðstmótmæla kröfu ákærða á þeim grunni að Hæstiréttur hafi í nýlegum dómum ekkitalið það fara gegn banni við tvöfaldri málsmeðferð að stjórnvöld geri manni aðgreiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni séu síðan í öðru máli gerðviðurlög vegna sama brots. Málinu verði því ekki vísað frá héraðsdómi á þessumgrundvelli.IV.Lagt verður tilgrundvallar úrlausn þessari, svo sem óumdeilt er í málinu, að meðferð ákærðahjá skattyfirvöldum og beiting álags af hálfu skattyfirvalda vegna brota ákærðaá skattalögum sé sakamál í skilningi 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka viðMannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Eins verður litið svo á aðhvort tveggja, annars vegar beiting álagsins hjá skattyfirvöldum og hins vegarrannsókn sérstaks saksóknara og ákæra í máli því sem hér er til meðferðar, séreist á sömu annmörkum á skattframtölum ákærða. Umrædd mál ákærða taka að aukitil sama tímabils og varða í aðalatriðum sömu fjárhæðir. Að því sögðu verðurlitið til þess að Hæstiréttur hefur í framkvæmd sinni lagt til grundvallar að1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu standi því ekki ívegi að rekin séu tvö aðskilin mál á hendur sama aðila vegna skattalagabrots.Það hefur Hæstiréttur meðal annars gert með skírskotun til dómaframkvæmdarMannréttindadómstóls Evrópu um beitingu umrædds lagaákvæðis, sem leggur bannvið tvöfaldri refsimeðferð. Ákveðin skilyrði þurfa hins vegar að vera uppfylltþannig að ekki verði litið svo á að um endurtekna refsimeðferð sé að ræða, sembrýtur í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu.Þannig þarf að sýna fram á að rekstur mála sé nægjanlega samþættur eðasamtengdur, hvort tveggja í efni og tíma, þannig að úr verði ein samþætt heild.Í því felst ekki aðeins að markmiðin sem að er stefnt og aðferðirnar við að náþeim séu í reynd hvor annarri til fyllingar eða viðbótar, heldur einnig aðafleiðingar þess fyrirkomulags séu fyrirsjáanlegar og fullnægi áskilnaði ummeðalhóf við rekstur málanna beggja.Í dómi meirihlutaHæstaréttar frá 21. september 2017 í máli nr. 283/2016 var því slegið föstu aðmálarekstur hjá skattyfirvöldum hefði að markmiði að leiða í ljós annað en þaðsem lögregla rannsakar og dómstólar dæma um vegna sama skattalagabrots. Að aukiværu viðurlögin ólík og skilyrðin fyrir beitingu þeirra mismunandi. Samkvæmtþví var lagt til grundvallar að meðferð sakamáls, sem leitt getur tilsakfellingar skattþegns, sé samkvæmt viðmiðum Mannréttindadómstóls Evrópu, hvaðefni varðar, til fyllingar eða viðbótar málsmeðferð skattyfirvalda. Við rannsóknstjórnvalda á skattalagabrotum gilda ákveðnar reglur um málsmeðferð sem eiga aðtryggja réttaröryggi skattþegnsins, þar á meðal reglur um andmælarétt og rétttil málskots innan stjórnsýslunnar. Rannsókn lögreglu og meðferð máls fyrirdómi lúta og reglum sem eiga að tryggja réttaröryggi þess sem sætirlögreglurannsókn, ákæru og dómsmeðferð. Gögn málsins bera ekki annað með sér enað ákærði hafi við rekstur beggja málanna notið þess réttaröryggis og hann nýttsér tiltæk réttarúrræði. Að gættu öllu því semhér var rakið verður lagt til grundvallar að fullnægt hafi verið skilyrðinu umnauðsynlega efnislega samþættingu mála ákærða hjá annars vegar skattyfirvöldumog hins vegar ákæruvaldi þannig að úr hafi orðið ein samþætt heild. Í þvífelst, eins og áður segir, að seinni málareksturinn hafði ekki í för með sér ónauðsynlegaendurtekningu hvað varðar öflun gagna og mat á þeim til sönnunar. Þá áréttardómurinn að samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 ber, eftir atvikum, viðákvörðun fésektar í efnisdómi vegna skattalagabrota, að taka tillit til álagssem skattþegn hefur sætt hjá skattyfirvöldum.Kemur þá til úrlausnarhvort skilyrðinu um nauðsynlega samþættingu í tíma hafi verið fullnægt viðrekstur mála skattyfirvalda og ákæruvalds á hendur ákærða. Markmið þessskilyrðis er að tryggja að skattþegninn sem í hlut á sé ekki settur í óþarfaóvissu og tafir vegna málareksturs sem dregst yfir lengri tíma.Heildartíminn semrekstur beggja mála ákærða hefur tekið er rúm sjö ár og er þá miðað við tímannfrá því að skattrannsóknarstjóri hóf rannsókn sína 31. janúar 2011 og þar tilmálið var flutt um frávísunarkröfu ákærða 8. febrúar 2018. Við umfjöllun umheildartímann verður að líta til þess tíma sem meðferð málsins fyrir héraðsdómidróst á meðan sammæli var um að bíða dóms Mannréttindadómstóls Evrópu íkærumáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl. Sú frestun var viðvarandi fráþinghaldi 28. ágúst 2014 fram að þinghaldi 21. desember 2016, þá er málinuhafði verið úthlutað til nýs dómara. Dómara þótti þá rétt að halda málinu áframenda liðin rúm tvö ár frá því að ákvörðun um frestun hafði verið tekin, endaþótt dómur hefði þá ekki enn legið fyrir í hinu íslenska kærumáli. Var málinufrestað til málflutnings um frávísunarkröfu ákærða sem fram fór 8. mars 2014.Þeirri kröfu ákærða var, sem fyrr segir, hafnað sama dag og fékk ákærði fresttil að skila greinargerð til 12. apríl 2017. Í þinghaldi þann dag var málinu aðnýju frestað ótiltekið á meðan beðið væri dóms Hæstaréttar í máli nr. 283/2016.Að dómi í því máli gengnum var boðað til fyrirtöku sem fram fór 8. nóvember2017. Í því þinghaldi krafðist ákærði að nýju frávísunar málsins með tillititil dóms meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 283/2016. Í sama þinghaldi varákveðið, með tilliti til anna verjanda ákærða, að málinu yrði frestað tilflutnings um frávísunarkröfu ákærða til 8. febrúar 2018. Til samanburðar skalþess getið að heildarmeðferðartíminn í Hæstaréttarmáli nr. 283/2016 var sex árog fjórir mánuðir, og er þá miðað við tímann frá því að skattrannsóknarstjórihóf rannsókn sína í því máli 3. maí 2011 og þar til málið var flutt í Hæstarétti4. september 2017, en hann var níu ár og þrír mánuðir í kærumáli Jóns ÁsgeirsJóhannessonar o.fl. sem lauk með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 18. maí 2017.Þar var fallist á þau sjónarmið kærenda að þeir hefðu sætt tvöfaldrirefsimeðferð í andstöðu við 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við MannréttindasáttmálaEvrópu.Næst er að líta tilþess hve lengi stjórnsýslumál ákærða var til meðferðar hjá skattyfirvöldum.Meðferðin tók tvö ár og rétt rúma ellefu mánuði, það er frá 31. janúar 2011,þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra hófst, og til 12. desember 2013, þegarúrskurður yfirskattanefndar lá fyrir. Til samanburðar er þess að geta aðsamkvæmt sömu viðmiðum stóð meðferð skattyfirvalda Hæstaréttarmáli nr. 283/2016í þrjú ár og tíu mánuði en í þrjú ár og níu mánuði í kærumáli Jóns ÁsgeirsJóhannessonar o.fl.Rekstur sakamálsins áhendur ákærða, eftir lok stjórnsýslumálsins, hefur staðið yfir í fjögur ár ogtæpa tvo mánuði og er þá miðað við tímann frá því að úrskurðuryfirskattanefndar lá fyrir 12. desember 2013 og þar til málflutningur umfrávísunarkröfu ákærða fór fram 8. febrúar 2018. Verður hér sem fyrr að lítatil tímans sem rekstur máls ákæruvaldsins hefur dregist fyrir dómi, í samtalstvö ár og rúma þrjá mánuði á meðan beðið var dóms Mannréttindadómstólsins íkærumáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl. og síðan í tvö ár og rúma fjóramánuði á meðan beðið var dóms Hæstaréttar í máli nr. 283/2016. Til samanburðarskal nefnt að rekstur sakamálanna í Hæstaréttarmáli nr. 283/2016, eftir lokstjórnsýslumáls, tók þrjú ár og sex mánuði, en fimm ár og fimm mánuði fyriríslenskum dómstólum í kærumáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl. Þegar virt ertímalengdin frá endanlegri ákvörðun í stjórnsýslumálinu til útgáfu ákæru kemurí ljós að í máli þessu var ákæra gefin út 9. júlí 2014, eða sex mánuðum og 27dögum eftir að úrskurður yfirskattanefndar 12. desember 2013 var kveðinn upp.Með hliðsjón af rökstuðningi meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 283/2016 er réttað hafa hér í huga að sá úrskurður varð endanlega bindandi að liðnum sexmánaða málshöfðunarfresti samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 30/1992 umyfirskattanefnd, eða tæpum mánuði áður en ákæra var gefin út. Til samanburðarvar ákæra í Hæstaréttarmáli nr. 283/2016 gefin út tveimur mánuðum og níu dögumeftir lok stjórnsýslumálsins og þar af leiðandi tæplega fjórum mánuðum áður enúrskurður yfirskattanefndar varð endanlegur, en í kærumáli Jóns ÁsgeirsJóhannessonar o.fl. hafði liðið eitt ár og tæpir fjórir mánuðir frá því aðúrskurður yfirskattanefndar lá fyrir og þar til ákæra var gefin út.Næst er að skoðatímalengdina frá útgáfu ákæru 9. júlí 2014 til þess er málflutningur fór framum frávísunarkröfu ákærða 8. febrúar 2018, sem er þrjú ár og tæpir sjö mánuðir.Verður hér sem fyrr að hafa í huga þann tíma sem meðferð málsins hefur dregistfyrir dómstólum á meðan beðið hefur verið dóms í Hæstaréttarmáli nr. 283/2016og dóms Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl. ÍHæstaréttarmálinu liðu þrjú ár og tæpir fjórir mánuðir frá útgáfu ákæru tilmálflutnings fyrir Hæstarétti en í kærumáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl.var þessi tími fjögur ár og tæpir tveir mánuðir.Loks þarf í þessusambandi að skoða þann tíma sem rekstur beggja mála ákærða var samhliða hjáskattyfirvöldum og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Í tilviki ákærða vorumálin rekin samhliða í rúma tíu mánuði, það er frá 1. mars 2013, þegar ákærðigaf fyrst skýrslu sem sakborningur hjá sérstökum saksóknara, og til 12.desember 2013, þegar úrskurður yfirskattanefndar var kveðinn upp. Í Hæstaréttarmálinr. 283/2016 voru málin rekin samhliða hjá yfirvöldum samkvæmt sama viðmiði íellefu mánuði en í tólf mánuði í tilvikum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl.Samkvæmt því sem hérvar rakið um tímalengd við rekstur mála ákærða, og með hliðsjón af áherslummeirihluta Hæstaréttar í máli nr. 283/2016, skortir á að fullnægjandi tengslséu í tíma á milli aðskilinnar meðferðar sakamála á hendur ákærða hjáskattyfirvöldum og þess máls sem hér er til úrlausnar. Í því heildarmati allratímaþátta sem fram hefur farið er einkum tekið mið af því, í ljósi forsendnameirihluta Hæstaréttar í máli nr. 283/2016, að í máli ákærða var ákæra gefin útsex mánuðum og 27 dögum eftir úrskurð yfirskattanefndar. Var úrskurðuryfirskattanefndar í máli ákærða því orðinn endanlega bindandi tæpum mánuði áðuren ákæran á hendur honum var gefin út. Að því sögðu er það mat dómsins að þaðfæri í bága við almennan tilgang að baki málskotsrétti innan stjórnsýslunnar,sem er að stuðla að auknu réttaröryggi borgaranna með því að veita aðilumstjórnsýslumála færi á að fá endurskoðun stjórnvaldsákvarðana, yrði litið svo áað það kæmi niður á réttarstöðu ákærða í sakamáli þessu, með tilliti til 1.mgr. 4. gr. 7. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu, að hann hafi nýtt sérkæruleiðina til yfirskattanefndar. Með framangreint í hugaer til þess litið að þó að Hæstiréttur hafi, í máli nr. 283/2016, lagt tilgrundvallar að rekstur tveggja aðskilinna mála þurfi ekki að vera algjörlegasamhliða frá upphafi til enda verður eftir sem áður að taka nægilegt tillit tilhagsmuna málsaðila, þannig að málin séu rekin áfram af skilvirkni ogfyrirsjáanleika, með réttaröryggi borgara að leiðarljósi. Einkum á þetta við íljósi þess að mannréttindaákvæði, á borð við 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka viðMannréttindasáttmála Evrópu, eru sett til verndar einstaklingum, ekkistjórnvöldum. Það verður einvörðungu gert með því að setja stjórnvöldum mörksem taka mið af meðalhófi og hagsmunum borgaranna af fyrirsjáanleika viðmeðferð refsimála, út frá eðlilegum framgangi réttvísinnar og í ljósi ólíkrasamfélagslegra hagsmuna. Þar af leiðandi verðureinnig tekið mið af heildartíma reksturs málanna beggja til þessa, hjáskattyfirvöldum og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, sem er rúm sjö ár, svosem hér að framan er rakið. Það verður óhjákvæmilega að gera með hliðsjón afúrlausn Mannréttindadómstólsins í kærumáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl.gegn íslenska ríkinu, þar sem heildartími beggja málsmeðferða í íslenskuréttarkerfi nam níu árum og þremur mánuðum og þá að gengnum efnisdómi íHæstarétti. Að öllu þessu virtuverður ekki annað séð en að við rekstur málanna á hendur ákærða hafi veriðfarið á svig við skilyrði um meðalhóf, sem krafa er gerð um að gætt sé viðrekstur tveggja sakamála samkvæmt 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka viðMannréttindasáttmála Evrópu, eins og ákvæðið hefur verið túlkað af dómstólum.Hefur ákærði þar með verið settur í óhæfilega óvissu um réttarstöðu sína aukþess sem óþarfa tafir urðu á málarekstri hans hjá ákæruvaldinu, án þess aðnokkrar skýringar væru gefnar á því. Er niðurstaðan því sú að sakamálin tvö áhendur ákærða, annars vegar hjá skattyfirvöldum og hins vegar íréttarvörslukerfinu, séu það ótengd í tíma að ítrekuð málsmeðferð, með því málisem hér er til úrlausnar, fari í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka viðMannréttindasáttmála Evrópu, eins og ákvæðið hefur verið skýrt af Hæstarétti,m.a. í ljósi dóma Mannréttindadómstóls Evrópu.Samkvæmt þessu verðurfallist á aðalkröfu ákærða og málinu vísað frá héraðsdómi. Um greiðslumálsvarnarlauna verjenda ákærðu fer svo sem í úrskurðarorði greinir.Sigríður Hjaltestedhéraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.ÚRSKURÐARORÐ:Máli þessu er vísað frádómi.Úr ríkissjóði greiðastmálsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Reimars Péturssonar lögmanns, 1.264.800krónur |
Mál nr. 6/2018 | Kærumál Hæfi dómara | Staðfestur var úrskurður Landsréttar þar sem hafnað var kröfu X um að tveir landsréttardómarar vikju sæti í máli ákæruvaldsins gegn honum. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Karl Axelsson ogMarkús Sigurbjörnsson og Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 9. mars 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 6. mars 2018, þar sem hafnað varkröfu varnaraðila um að landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og RagnheiðurHarðardóttir víki sæti í máli sóknaraðila gegn honum. Kæruheimild er í b. lið 1.mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að fyrrnefndkrafa sín verði tekin til greina. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.Með vísan til forsendna hinskærða úrskurðar verður hann staðfestur.Dómsorð:Hinn kærðiúrskurður er staðfestur.Úrskurður Landsréttar6. mars 2018LandsréttardómararnirAðalsteinn E. Jónasson, Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttirkveða upp úrskurð í máli þessu.Málsmeðferð og dómkröfur aðilaRíkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar meðáfrýjunarstefnu 30. júní 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Meðvísan til 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, um breytingu á lögum um meðferðeinkamála og lögum um meðferð sakamála (millidómstig), sbr. 4. gr. laga nr.53/2017, um breytingu á lögum um dómstóla og fleira, er málið nú rekið fyrirLandsrétti. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. mars 2017, í málinu nr.S-[...]/2016. 2Á þessu stigi er aðeins til úrlausnar krafa ákærða um aðdómsformaður, Ásmundur Helgason, og landsréttardómarinn RagnheiðurHarðardóttir, víki sæti sökum vanhæfis. Málið var munnlega flutt fyrirLandsrétti um kröfu ákærða 6. mars 2018. 3Ákæruvaldið krefst þess að kröfu ákærða verði hafnað.Málsástæður aðilaMálsástæður ákærða4Krafa ákærða um að framangreindir landsréttardómarar víkisæti í máli þessu er reist á g-lið 1. mgr. 6.gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Vísað er til þess að dómararnir hafiverið skipaðir héraðsdómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur þegar hinn áfrýjaðidómur var kveðinn upp. Á þeim tíma hafi þeir því verið samstarfsmenn dómaranssem hafi kveðið upp sakfellingardóm yfir ákærða í héraði. Að hans áliti séu þvífyrir hendi atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægnilandsréttardómaranna með réttu í efa. Málsástæður ákæruvaldsins5Ákæruvaldið telur að þau tengsl sem ákærði vísar til séu ekkifallin til þess að draga óhlutdrægni dómaranna í efa með réttu. Því eigi þeirekki að víkja sæti samkvæmt g-lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008.Niðurstaða Landsréttar6Eins og rakið er í dómi Hæstaréttar Íslands 8. nóvember 2002 í málinu nr. 487/2002, og áréttað erí dómi réttarins 28. nóvember 2016 í málinu nr. 783/2016, er héraðsdómarisjálfstæður í dómstörfum og leysir þau af hendi á eigin ábyrgð, sbr. þágildandi1. mgr. 24. gr. laga nr. 15/1998, um dómstóla, sbr. nú 1. mgr. 43. gr. laga nr.50/2016 um sama efni. Skal hann eingöngu fara eftir lögum við úrlausn á máli ogaldrei lúta þar boðvaldi annarra. Í fyrrgreindum dómum er sú ályktun dregin afþessu að héraðsdómari verði aldrei stöðu sinnar vegna vanhæfur til að fara meðmál af þeirri ástæðu einni að það varði persónu, störf eða hagsmuni annarshéraðsdómara.7Sömu sjónarmið og hér hafaverið rakin eiga við um sérstakt hæfi dómara við Landsrétt sem falið er aðendurskoða dóm sem kveðinn hefur verið upp af dómara við sama dómstól oglandsréttardómararnir gegndu áður embætti. Hvorki Ásmundur Helgason néRagnheiður Harðardóttir komu að meðferð þess máls í héraði sem er hér tilendurskoðunar. Ekkert er fram komið í málinu sem gefur tilefni til að ætla aðtil staðar séu einhver þau tengsl sem eru til þess fallin að draga óhlutdrægniþeirra með réttu í efa. Því ber að hafna kröfu ákærða um aðlandsréttardómararnir víki sæti í málinu.Úrskurðarorð:Hafnað er kröfuákærða, X, um að landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og RagnheiðurHarðardóttir víki sæti í málinu. |
Mál nr. 501/2017 | Tekjuskattur Hlutafélag Aflaheimild | Þ hf. keypti P ehf. á árinu 2006 og var kaupverðið 385.000.000 krónur en fram kom í kaupsamningnum að einu eignir síðargreinda félagsins væru aflahlutdeild og aflamark. Síðar keypti Þ hf. umræddar aflaheimildir af P ehf. og gaf félagið út skuldabréf sama dag þar sem það viðurkenndi að skulda P ehf. 385.000.000 krónur vegna kaupanna. Kom þar fram að endurgreiða ætti lánið í lok árs 2008 en ekki var gert ráð fyrir að greiddir yrðu vextir af því. Með kaupsamningi árið 2008 keypti P ehf. af Þ hf. aflahlutdeild fyrir sömu fjárhæð. Félögin tvö voru síðan sameinuð á árinu 2009. Ágreiningslaust var að kaup P ehf. á aflahlutdeild af Þ hf. breyttu því ekki að hún var áfram skráð á skip í eigu Þ hf. Var aflahlutdeildin því alfarið nýtt til tekjuöflunar í rekstri Þ hf. án þess að P ehf. fengi endurgjald fyrir. Sneri deila aðila að því hvort P ehf. hefði raunverulega keypt aflahlutdeild að nýju innan þess tíma sem kveðið væri á um í 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt þannig að heimilt hefði verið að færa stofnverð aflahlutdeildarinnar niður um fjárhæð sem nam söluhagnaði eldri réttinda. Talið var að svo virtist sem kaupverð aflahlutdeildarinnar samkvæmt kaupsamningnum frá árinu 2008 hefði verið greitt með skuldajöfnuði þannig að gagnkrafa P ehf. á hendur Þ hf. á grundvelli fyrrgreinds skuldabréfs hefði verið notað til greiðslu þess. Engir fjármunir hefðu því farið milli Þ hf. og P ehf. í tengslum við gerninginn og eini tilgangur hans verið að nýta frestunarheimild 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003. Var því talið að ríkisskattstjóra hefði verið heimilt að líta svo á að engin raunveruleg kaup á aflahlutdeild hefðu átt sér stað sem gætu haft þá skattalega þýðingu sem kveðið væri á um í lagaákvæðinu. Hefði honum því verið rétt að líta svo á að hinn frestaði söluhagnaður teldist með skattskyldum tekjum P ehf. á árinu 2008 með 10% álagi í samræmi við 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003 og tilefni hefði verið til að beita álagi samkvæmt 2. mgr. 108. gr. sömu laga. Var Í því sýknaður af kröfum Þ hf. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma MarkúsSigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari og KristbjörgStephensen landsréttardómari. Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 9. ágúst 2017. Hann krefst þess aðallega að úrskurðuryfirskattanefndar 18. nóvember 2015 í máli nr. 340/2014 verði felldur úr gildiog stefnda gert að greiða sér 80.684.584 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8.gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. desember 2014 til 23.september 2016, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeimdegi til greiðsludags. Til vara krefst hann þess að ákvæði úrskurðarins um 25%álag á vantalinn söluhagnað hans á gjaldárinu 2009 verði fellt niður og stefndagert að greiða sér 16.136.917 krónur með sömu vöxtum og áður greinir. Þá krefsthann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrirHæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaðidómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Þorbjörn hf., greiði stefnda, íslenska ríkinu, 1.000.000krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 12 maí 2017.I Mál þetta,sem var dómtekið 30. mars sl., var höfðað 23. september 2016 af Þorbirni hf.,Hafnargötu 12 í Grindavík, gegn íslenska ríkinu, Arnarhvoli við Lindargötu íReykjavík. Stefnandikrefst þess aðallega að úrskurður yfirskattanefndar 18. nóvember 2015 í málinr. 340/2014 verði felldur úr gildi og að stefnda verði gert að greiðastefnanda 80.684.584 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 3. desember 2014 til 23. september2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi tilgreiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að úrskurði yfirskattanefndar 18.nóvember 2015 í máli nr. 340/2014 verði breytt á þá leið að 25% álag á vantalinnsöluhagnað stefnanda á gjaldárinu 2009, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003,verði fellt niður og að stefnda verði gert að greiða stefnanda 16.136.917krónur með sömu vöxtum og í aðalkröfu. Í báðum tilvikum krefst stefnandimálskostnaðar. Stefndikrefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar, en til vara aðmálskostnaðurinn verði látinn niður falla.II Meðkaupsamningi 3. nóvember 2006 keypti stefnandi, sem er útgerðarfélag íGrindavík, öll hlutabréf í einkahlutafélaginu Ævarri ehf. af Skarfakletti ehf.fyrir 385 milljónir króna. Fram kom í samningnum að einu eignir Ævarrs ehf.væru aflahlutdeild og aflamark. Samkvæmt því sem fram kemur í stefnu tókkaupverðið mið af verðmæti aflaheimildanna. Nafni Ævarrs ehf. var breytt í PálIngólfsson ehf. í kjölfar kaupanna. Meðkaupsamningi 29. desember 2006 keypti stefnandi umræddar aflaheimildir afdótturfélagi sínu, Páli Ingólfssyni ehf., fyrir sömu fjárhæð og kaupverðfyrrgreindra hlutabréfa, 385 milljónir króna. Stefnandi gaf út skuldabréf samadag þar sem félagið viðurkenndi að skulda Páli Ingólfssyni ehf. sömu fjárhæð.Kom þar fram að endurgreiða bæri lánið 31. desember 2008. Ekki var gert ráðfyrir því að vextir væru greiddir af láninu. Ískattskilum Páls Ingólfssonar ehf. fyrir árið 2006 mun félagið hafa farið framá að skattlagningu söluhagnaðar, að fjárhæð 382.771.690 krónur, af söluframangreindra aflaheimilda yrði frestað í samræmi við heimild í 6. mgr. 15.gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Í lagaákvæðinu er skattaðila veitt heimildtil þess að fresta skattlagningu söluhagnaðar aflahlutdeildar um tvenn áramót,enda kaupi hann aflahlutdeild í sjávarútvegi innan þess tíma og færi hana niðurum fjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Fari svo að aflahlutdeildsé ekki keypt innan tilskilins tíma á samkvæmt ákvæðinu að telja söluhagnaðinnmeð skattskyldum tekjum á öðru ári frá því er hann myndaðist að viðbættu 10%álagi. Meðkaupsamningi 30. september 2008 keypti Páll Ingólfsson ehf. af stefnandaaflahlutdeild og aflamark í þorski fyrir 385 milljónir króna. Samkvæmtkaupsamningi átti að greiða kaupverðið við undirritun kaupsamnings. Stefnandiog Páll Ingólfsson ehf. voru síðan sameinuð samkvæmt tilkynningu tilhlutafélagaskrár 23. júlí 2010 og miðaðist samruninn við 31. desember 2009. Með bréfitil stefnanda 17. júlí 2012 óskaði ríkisskattstjóri eftir gögnum og skýringum áframangreindum viðskiptum. Þar var m.a. farið fram á gögn sem staðfestu íhverju rekstur Páls Ingólfssonar ehf. hefði falist frá því að aflaheimildirnarvoru keyptar, þ. á m. hvaða tekjur félagið hafi haft af hinum keyptuaflaheimildum uns það sameinaðist stefnanda. Þá var farið fram á upplýsingar umrekstrarlegan tilgang sameiningar félagsins við stefnanda. Þessarifyrirspurn var svarað af hálfu Páls Ingólfssonar ehf. með bréfi Deloitte ehf.10. september 2012. Með því fylgdu afrit framangreindra kaupsamninga ogskuldabréfsins frá 2006. Þá kom þar fram að félagið hefði ekki verið ítekjuaflandi rekstri frá því að aflaheimildirnar voru seldar stefnanda 2006.Tekið var fram að fram hafi komið ýmsar hugmyndir um rekstur félagsins sem ekkihafi orðið af og í byrjun árs 2010 hafi verið tekin ákvörðun um að sameinafélagið móðurfélaginu. Þá segir í bréfinu að tilgangur sameiningarinnar hafiverið að auka arðsemi rekstrareininganna með hagræðingu í rekstri. Með bréfitil Páls Ingólfssonar ehf. 3. apríl 2014 óskaði ríkisskattstjóri eftir frekariupplýsingum um rekstrarlegan tilgang kaupa félagsins á aflaheimildunum í ljósiþess að seljandi, stefnandi í máli þessu, virtist hafa nýtt þær áfram. Meðbréfi sama dag til stefnanda var óskað eftir sömu upplýsingum auk þess semfarið var fram á frekari gögn um umræddar aflaheimildir. Í málinuliggur fyrir svarbréf Deloitte ehf. fyrir hönd Páls Ingólfssonar ehf., dags. 6.maí 2014. Þar kemur fram að tilgangur kaupa félagsins á aflahlutdeild á árinu2008 hefði verið að nýta heimild 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003 ogendurfjárfesta í aflahlutdeild innan tveggja ára. Hefði sú ráðstöfun verið ísamræmi við hlutverk og tilgang félagsins sem væri útgerð fiskiskipa ogfisvinnsla. Þá var í bréfinu staðfest að aflaheimildirnar hefðu verið nýttar afstefnanda. Með bréfi16. júní 2014 til Páls Ingólfssonar ehf. boðaði ríkisskattstjóri að fyrirhugaðværi að endurákvarða opinber gjöld félagsins gjaldárið 2009. Í hnotskurn sagðií bréfinu að ekki yrði ráðið af fyrirliggjandi skýringum og gögnum að félagiðhefði fjárfest í „niðurfæranlegri aflahlutdeild“ á árinu 2008 „innan tilskilinstíma“. Hafi gerningurinn milli stefnanda og félagsins 30. september 2008 veriðmálamyndagerningur milli tengdra aðila sem ekki hafi verið ætlað að hafa gildisamkvæmt efni sínu og gerður í þeim megintilgangi að komast mætti hjá lögmæltriskattlagningu samkvæmt 5. og 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003 og þar meðskattlagningu söluhagnaðarins eftir ákvæðum 8. töluliðar C-liðar 7. gr. sömulaga. Í bréfinu var því lýst hvernig tekjuskattstofn félagsins myndi breytast.Þá var einnig boðað að 10% álag yrði lagt á frestaðan söluhagnað í samræmi við6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003. Enn fremur var boðað að 25% álag yrði lagt ávantalda skattstofna samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003. Var félaginuveittur frestur til þess að koma að skriflegum athugasemdum við fyrirhugaðaákvörðun. Með bréfi22. júlí 2014 var fyrirhugaðri endurálagningu gjalda á Pál Ingólfsson ehf.mótmælt. Þar var því hafnað að viðskipti milli aðila með aflahlutdeild á árinu2008 hefðu verið gerð til málamynda. Ekki væri unnt að fallast á að ummálamyndagerning hafi verið að ræða þó að tilgangur fjárfestingarinnar hafiverið að nýta heimild 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003. Ríkisskattstjórikvað upp úrskurð í málinu 23. september 2014. Þar voru færð rök fyrir því aðsala stefnanda á aflaheimildum til Páls Ingólfssonar ehf. hafi veriðmálamyndagerningur. Hefði gjaldandi ekki sýnt fram á að skilyrði 6. mgr. 15.gr. laga nr. 90/2003 hefðu verið uppfyllt þegar hann færði frádrátt fráfrestuðum skattskyldum söluhagnaði aflaheimildar í skattframtali 2009. Því kæmiboðuð endurákvörðun til framkvæmda. Frádráttur frá tekjufærslu frestaðssöluhagnaðar, að fjárhæð 382.771.690 krónur, í skattframtali Páls Ingólfssonarehf. var því felldur niður. Leiddi það til þess að tekjuskattstofn félagsinshækkaði um sömu fjárhæð. Við það varð skattstofn félagsins 383.055.236 krónur enhafði áður numið 283.546 krónum. Ríkisskattstjóri bætti 10% álagi við vantalinnstofn í samræmi við 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003 og nam sú hækkun38.277.169 krónum. Þá voru í úrskurðinum færð rök fyrir því að leggja bæri 25%álag á vantalinn skattstofn félagsins í samræmi við 2. mgr. 108. gr. sömu laga.Var því hafnað að atvik væru með þeim hætti að 3. mgr. sömu greinar gæti áttvið. Nam álag á þessum grunni 105.262.215 krónum. Tekjuskattstofn var þvíákveðinn 526.594.620 krónur. Samkvæmt skattbreytingarseðli sem fylgdiúrskurðinum var tekjuskattur félagsins hækkaður í 78.946.661 krónu í kjölfarþessarar breytingar. Gjaldandavar send tilkynning 22. nóvember 2011 þar sem félagið var krafið umframangreinda fjárhæð ásamt 1.425.426 krónum í vexti, eða samtals 80.372.087krónur. Stefnandi greiddi þá kröfu ásamt viðbótarvöxtum 3. desember 2014,samtals 80.684.584 krónur. Stefnandiskaut úrskurði ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar með kæru 12. desember2014. Þar krafðist stefnandi þess að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Tilvara var farið fram á að 25% álag yrði fellt niður í samræmi við 3. mgr. 108.gr. laga nr. 90/2003. Yfirskattanefndkvað upp úrskurð í málinu 18. nóvember 2015. Þar var kröfum stefnanda hafnað. Íúrskurði yfirskattanefndar eru færð svohljóðandi rök fyrir niðurstöðunni:Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að hin umdeilda aflahlutdeild, semkærandi tjáist hafa selt dótturfélaginu Páli Ingólfssyni ehf. á árinu 2008, vareftir sem áður nýtt til tekjuöflunar í rekstri kæranda, þ.e. til fiskveiða áskipi félagsins, án nokkurs endurgjalds til dótturfélagsins. Þá verður aðleggja til grundvallar að Páll Ingólfsson ehf. hafi ekki haft neinn rekstur meðhöndum frá sölu skips og aflaheimilda á árinu 2006 þar til félaginu var slitiðvið samruna þess og kæranda á árinu 2010. Að þessu virtu og öðrum þeim atriðumsem ríkisskattstjóri hefur fært fram til stuðnings hinni kærðu ákvörðun verðurað fallast á það með ríkisskattstjóra að hin umdeildu viðskipti félaganna áárinu 2008 beri það mikinn keim af málamyndagerningi að ekki sé tækt að byggjaá þeim í skattalegu tilliti. Er þá jafnframt litið til þess sem fyrir liggur umeigna- og stjórnunartengsl félaganna. Þá hafnaðiyfirskattanefnd einnig varakröfu stefnanda um að fella niður 25% álag á skattstofnfélagsins. Um þann þátt málsins segir í úrskurðinum að í ljósi niðurstöðumálsins varðandi hinar umdeildu ráðstafanir verði hvorki talið að stefnandihafi sýnt fram á að atvikum hafi verið hagað þannig að 3. mgr. 108. gr. laganr. 90/2003 ætti við né að tilefni væri til að falla frá álagsbeitingu að öðruleyti. III. Málsástæður oglagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína á þeim grundvelli aðendurákvörðun ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum Páls Ingólfssonar ehf.gjaldárið 2009 hafi verið ólögmæt. Þessu tilstuðnings vísar stefnandi til þess að sú grundvallarregla gildi að íslenskumrétti að stjórnvöld geti ekki lagt á borgarana álögur með sköttum nema skýrlagaheimild sé fyrir hendi. Um það vísar stefnandi til 40. gr. og 77. gr.stjórnarskrárinnar. Með vísan til þessara ákvæða hafi verið litið svo á aðskattalög, þ.m.t. lög um tekjuskatt, sem leggi greiðsluskyldu á borgarana, beriað skýra borgurunum í hag. Skattlagning verði þannig ekki byggð á óljósumskilyrðum sem ekki verði lesin út úr texta laga sem fjalli um skattlagningu.Lög um skattlagningu verði því að vera fyrirsjáanleg og þannig að skattaðilumsé fyrir fram ljóst hver skattaleg réttindi þeirra og skyldur séu þegar þeirframkvæmi einstaka löggerninga. Stefnanditelur að bresti skilyrði um skýrleika og fyrirsjáanleika skattlagningar beridómstólum að hafna kröfum skattyfirvalda um skattlagningu. Ákvæði stjórnarskráreigi að standa því í vegi að skattyfirvöld setji skilyrði eða leggi tilgrundvallar aðrar forsendur fyrir því að til skattgreiðslu komi hjá borgara enlöggjafinn hafi sérstaklega kveðið á um í lögum. Stefnandibyggir á því að fyrir félagið Pál Ingólfsson ehf. og stefnanda, sem hafi veriðmóðurfélag þess, hafi verið lagt til grundvallar við sölu aflaheimildanna áárinu 2006 að félagið myndi kaupa aflaheimildir að nýju innan tveggja ára. Hafiyfirlýsing þess efnis falist í tilkynningu félagsins með skattframtali ársins2007 um að félagið nýtti sér heimild 6. mgr. 15. gr. tekjuskattslaga tilfrestunar á skattgreiðslum um tvenn áramót. Í ákvæðinu komi skýrt fram aðfrestun á skattlagningu sé bundin því skilyrði að skattaðili kaupiaflaheimildir að nýju innan tveggja ára. Þannig hafi frá upphafi legið fyrir aðfélagið ætlaði sér að kaupa að nýju heimildir innan tveggja ára. Stefnanditekur fram að í 6. mgr. 15. gr. tekjuskattslaga sé sérstaklega kveðið á um þaðvið hvaða aðstæður geti komið til þess að frestaður söluhagnaður komi tilgreiðslu. Þar segi að sé aflahlutdeild ekki keypt innan tilskilins tímasamkvæmt þessari málsgrein teljist söluhagnaðurinn með skattskyldum tekjum áöðru ári frá því er hann myndaðist að viðbættu 10% álagi. Stefnandibendir á að með kaupsamningi, dags. 30. september 2008, hafi félagið PállIngólfsson ehf. keypt aflaheimildir í þorski af stefnanda fyrir 385 milljónirkróna. Kaupsamningurinn hafi verið efndur af hálfu beggja aðila eftir efnihans. Það sé staðfest í ársreikningum beggja félaga á árinu 2009 aðeigendaskipti hafi átt sér stað á umræddum veiðiheimildum. Þannig liggi fyrirað formleg eignatilfærsla hjá báðum félögum hafi átt sér stað á grundvellikaupsamningsins á árinu 2008. Stefnandikveður nauðsynlegt að hafa í huga að veiðiheimildir séu ekki hlutaréttindiheldur atvinnuréttindi sem séu bundin við skip. Veiðiheimildir séu þannig ekki áþreifanlegréttindi heldur réttur til frambúðar til þess að fá hlutdeild í árleguaflamarki. Réttindi þessi séu hins vegar framseljanleg og heimilt sé að flytjaþau milli skipa ef vill í samræmi við ákvæði laga um stjórn fiskveiða nr.116/2006. Í því tilviki sem hér sé til umfjöllunar hafi hins vegar ekki veriðástæða til þess að flytja réttindin enda hafi staðið til að þau yrðu áfram nýttaf stefnanda. Eðli aflaheimilda sem framseljanleg atvinnuréttindi sem séubundin við skip, geti skapað þá stöðu að fleiri en einn aðili eigi þæraflaheimildir sem bundnar séu við skip á hverjum tíma og það sé alls ekki svoað eigandi skips þurfi að vera eigandi þeirra aflaheimilda sem á skipinu séu.Það eigi t.d. nær alltaf við í þeim tilvikum sem fiskiskip eru leigð út tilveiða. Þá sé ekki óþekkt að fiskvinnslur kaupi aflaheimildir til þess aðtryggja sér hráefni án þess að þær stundi útgerð eða eigi þá báta semheimildirnar séu vistaðar á. Stefnandikveður þetta sérstaka eðli aflaheimilda vera ástæðu þess að löggjafinn hafisett sérstakar reglur um skattalega meðferð aflaheimilda og látið þær taka miðaf gildandi reglum um ófyrnanlegar eignir, svo sem lönd og lóðir. Kaupandaaflaheimilda sé þannig ekki heimilt, eftir setningu sérákvæða í lögum umtekjuskatt, að gjaldfæra í rekstri sínum kostnað af kaupum á aflaheimild eðaafskrifa kaupverð. Staða aflaheimilda í skattalögum sé þannig ekki viðurkenndsem kostnaður við tekjuöflun sem megi gjaldfæra, heldur séu þær settar í flokkmeð varanlegum (ófyrnanlegum) eignum. Rök löggjafans í greinargerð með ákvæðum6. mgr. 15. gr. tekjuskattslaga hafi m.a. verið að „lítil rök standi til þessað ætla að verðmæti aflahlutdeildar rýrni við notkun og almennt hefur þróuninverið sú að verð aflahlutdeildar hefur farið hækkandi“, eins og þar segiorðrétt. Þannig sé beinlínis á þvíbyggt í skattalögum að aflaheimildir séu varanleg fjárfesting með líkum hættiog land, en ekki hefðbundinn rekstrarkostnaður. Stefnandibendir á að löggjafinn hafi ekki farið þá leið varðandi aflheimildir að skilyrðaheimild til frádráttar vegna endurfjárfestingar við það að skattaðili nýtisjálfur aflaheimildina eða önnur skilyrði sem varði rekstur skattaðilans.Löggjafinn hafi hins vegar kosið að setja slík ákvæði í 4. mgr. 15. gr.tekjuskattslaga er varði heimild til frestunar á greiðslu söluhagnaðar af landi bújarða ogófyrnanlegum náttúruauðæfum á bújörðum. Þar sé kveðið á um að það sé skilyrðiþess að heimilt sé að draga kaupverð nýrra réttinda frá söluhagnaði að seljandi hafi haft búrekstur á hinni seldueign að aðalstarfi í a.m.k. fimm ár á síðastliðnum átta árum næst á undansöludegi og stundi búrekstur á sama hátt á hinni keyptu bújörð eða noti hiðkeypta húsnæði fyrir eigin íbúð í a.m.k. tvö ár eftir kaupdag. Stefnandi bendir á að sama hafi átt við þegar einstaklingum í atvinnurekstrihafi verið veitt heimild til þess að endurfjárfesta í kjölfar sölu hlutabréfameð lögum nr. 95/1998, um breytingu á lögum um tekjuskatt. Það skilyrði hafi þáverið sett að hlutabréfin væru eignfærð í atvinnurekstri viðkomandieinstaklings, sbr. b-lið 3. gr. laga nr. 95/1998. Heimild þessi hafi síðarverið felld niður með lögum nr. 38/2008. Af þessudregur stefnandi þá ályktun að löggjafinn hafi tekið þá ákvörðun að setja ekkirekstrartengd skilyrði vegna endurfjárfestingar á aflaheimildum eins og hafiverið gert varðandi söluhagnað aflandi bújarða og ófyrnanlegum náttúruauðæfum á bújörðum skv. 4. mgr. 15. gr.tekjuskattslaga og gert hafi verið við setningu 3. gr. laga nr. 95/1998. Stefnandihafnar því að ríkisskattstjóri geti með vísan til „eðli máls“ bætt því skilyrðivið heimild 6. mgr. 15. gr. laga um tekjuskatt að endurkaup verði að vera„vegna atvinnurekstrar“ án þess að það skilyrði komi fram í ákvæðinu sjálfu eðanánar sé skýrt hvað í því eigi að felast. Byggir stefnandi á því að áðurgreindákvæði stjórnarskrárinnar standi því einnig í vegi að skattlagning geti ráðistaf mati skattyfirvalda á því hvaða skilyrði þau telji „eðlilegt“ að gildi fyrirnýtingu skattívilnunar. Þá telurstefnandi að með samanburði á 4. mgr. og 6. mgr. 15. gr. laga um tekjuskatt,sem og ákvæði 3. gr. laga nr. 95/1998, komi í ljós að það sé rangt að einhverrekstrarleg skilyrði séu fyrir því að nýta megi söluhagnað af aflaheimild tilað kaupa nýjar aflaheimildir og að slík rekstrarleg skilyrði séu „innifalin“ íákvæðunum af hálfu löggjafans. Stefnandihafnar því þeirri forsendu skattyfirvalda að „eðli málsins“ leiði til þess aðákvörðun skattaðila um að nýta sér heimildina til frestunar ogendurfjárfestingar verði að byggjast á öðrum forsendum en vilja til aðfjárfesta í aflaheimild og njóta þeirrar skattívilnunar sem ákvæði 6. mgr. 15.gr. kveður á um. Það sé fremur „eðli máls“ að skattaívilnanir feli í sér hvatatil að fjárfesta óháð öðrum þáttum enda leiði hún til sparnaðar í rekstrifélags. Þetta sé atriði sem löggjafanum sé ljóst þegar hann setji reglur umskattaívilnanir. Hafi vilji löggjafans staðið til þess að takmarka heimildirtil nýtingar skattaívilnana, koma í veg fyrir nýtingu slíkra ívilnana eða felaskattyfirvöldum að leggja mat á ástæður að baki ákvörðun um að nýtaskattívilnun, þá telur stefnandi að slík ákvæði hafi átt að rata inn í textaviðkomandi ákvæðis, sbr. m.a. ákvæði 4. mgr. 15. gr. tekjuskattslaga. Telurstefnandi að það sé jafn mikilvægur þáttur í „atvinnurekstri“ að grípa tilaðgerða sem dragi úr kostnaði eins og að grípa til aðgerða sem afli tekna. Þaðsé augljóslega jafn mikilvægur hluti „atvinnurekstrar“ að spara útgjöld og aðafla tekna. Stefnanditekur fram að ástæða þess að ekki hafi verið gerður leigusamningur millifélaganna um nýtingu veiðiheimildanna felist í því að um móður- og dótturfélaghafi verið að ræða og því hafi slík skjalagerð, eða vinna við uppgjör ogtilfærslu fjármuna, enga rekstrarlega þýðingu fyrir samstæðuna. Hefði þaðeinungis leitt til óhagræðis og kostnaðar. Slík tilfærsla á fjármunum millimóður- og dótturfélags hafi engin áhrif á niðurstöðu samstæðureiknings þessarafélaga. Það séu því engin rekstrarleg rök sem mæli með því að slíkur samningursé gerður milli móður- og dótturfélags í því tilviki sem hér sé tilumfjöllunar. Stefnandibendir á að hafi skattyfirvöld talið að þessum félögum hafi verið skylt að geraleigusamning sín á milli og færa til fjármuni innan samstæðunnar þá hafi þaðaðeins verið skylt eða getað skipt máli í skattalegu tilliti. Stefnandi telurað það hefði lítil eða engin áhrif á heildarskattgreiðslur samstæðunnar. Í þeimtilvikum sem skattyfirvöld telji samninga milli tengdra aðila óeðlilega og aðverðlagning sé ekki rétt geti þau gripið til úrræða samkvæmt 57. gr. laga umtekjuskatt og ákvarðað skattaðila tekjur. Rétt viðbrögð skattyfirvalda í slíkristöðu séu að ákveða þessar tekjur sem dótturfélagið hefði fengið efsamningurinn hefði verið milli ótengdra aðila. Telur stefnandi að út frá reglumum meðalhóf, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, hafi skattyfirvöldumborið að bregðast við upplýsingum um að félagið Páll Ingólfsson ehf. hafi ekkihaft tekjur af þeim veiðiheimildum sem félagið keypti, með því að ákvarðafélaginu tekjur, en ekki að halda því fram að kaupsamningur félagsins hafiverið til málamynda, sem ekki hafi verið raunin. Stefnandihafnar því einnig að nokkur skilyrði séu fyrir hendi sem réttlæti þá ályktun aðkaupsamningur aðila á árinu 2008 hafi verið gerður til málamynda. Ársreikningarfélaganna staðfesti að svo hafi ekki verið. Form á kaupsamningum hafi verið þaðsama í viðskiptum árin 2006 og 2008. Samningur aðila á árinu 2008 hafi þvíverið venjulegur í þeim skilningi að hann hafi verið eins og fyrri samningurfrá árinu 2006. Þó að báðir þessir samningar beri með sér að vera milli tengdraaðila þá komi allt fram í þeim sem máli skipti við sölu milli félaganna.Samningurinn hafi verið efndur og hinar seldu aflaheimildir hafi veriðeignfærðar hjá Páli Ingólfssyni ehf. og færðar frá stefnanda í reikningumþessara félaga. Þá hafi báðir aðilar samningsins haft hagsmuni af því að kaupingengju eftir og enga hagsmuni eða vilja til þess að hafa viðskipti þessi tilmálamynda. Með vísan til þess sem áður sé rakið hafnar stefnandi þeim rökumyfirskattanefndar að telja beri samninginn málamyndasamning vegna þess aðfélagið Páll Ingólfsson ehf. hafi ekki gert samning við móðurfélag sitt umendurgjald fyrir notkun á veiðiheimildunum. Telur stefnandi að í forsendum ogniðurstöðu skattyfirvalda felist að þau telji það ekki gilda ástæðu að bakifjárfestingu í aflahlutdeild skv. 6. mgr. 15. gr. að það sé hagkvæmt meðtilliti til viðkomandi skattaívilnunar. Til þess að ná því markmiði sé þvíhaldið fram að samningur, þar sem kaupandi aflaheimildar hvorki nýtir þær sjálfurné hafi tekjur af útleigu hans, sé málamyndagerningur. Ekkert gefi til kynna aðaðilar hans hafi ekki viljað efna samninginn og raunar liggi hið gangstæðafyrir. Samningurinn hafi verið efndur af beggja hálfu og hafi viðeigandieignfærslur verið gerðar í samræmi við hann hjá báðum félögum. Stefnanditelur nauðsynlegt að hafa í huga í þessu sambandi að samningur um kaup áaflaheimildum sé sjálfstæður samningur og óháður samningi um nýtingu á sömuaflaheimildum. Eftir að félagið Páll Ingólfsson ehf. hafi orðið eigandiaflaheimilda í þorski með kaupsamningi 30. september 2008 hafi félagið formlegagetað gert það sem það vildi við þessar heimildir, s.s. gert samning umnýtingu, leigu eða selt þær þriðja aðila, hvenær sem var eftir að kaupin vorugerð. Sú staðreynd að enginn slíkur samningur hafi verið gerður eftir kaupingeti ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að kaupin sjálf teljistmálamyndagerningur. Stefnandibyggir á því til vara, að fella beri niður 25% álag, skv. 2. mgr. 108. gr. laganr. 90/2003, sem lagt hafi verið á í úrskurði ríkisskattstjóra og staðfest íúrskurði yfirskattanefndar. Stefnandihafnar því að hann hafi gert nokkuð sem jafna megi til rangfærslu eða annmarkaá framtali félagsins. Milli stefnanda og dótturfélags hans hafi verið gerðurréttur og lögmætur samningur sem báðir aðilar hafi efnt fyrir sitt leyti, færtí bókhald og ársreikninga sem og skattframtöl. Ekkert hafi verið ranglega færtí reikningum félagsins eða skattframtali. Félagið Páll Ingólfsson ehf. hafinýtt heimild til endurfjárfestinga í samræmi við ákvæði skattalaga og því hafiþað hvorki farið fram hjá eða mistúlkað viðkomandi ákvæði, það sé afar einfaltog skýrt. Skattyfirvöld telji hins vegar að það sé ekki gild endurfjárfesting ískilningi viðkomandi lagaákvæðis ef sá sem fjárfestir í aflaheimild nýtir hanaekki sjálfur eða ef ekki er gerður leigusamningur milli móður- og dótturfélags. Ætli dómstólarað fallast á það með skattyfirvöldum að réttur til að njóta skattaívilnunarskv. 6. mgr. 15. gr. eigi að vera háður mati skattyfirvalda á því hvortrekstrarlegar ástæður kaupa séu fullnægjandi eða nýting þeirra eftir kaup sémeð „venjulegum hætti“ sé það væntanlega mat sem fari fram eftir að skattaðiliskili öllum upplýsingum og gögnum til skattyfirvalda. Það geti varla staðistað stefnendur hafi gerst sekir um annmarka á framtalinu eða að eitthvað hafiverið rangt talið fram í upphafi, enda séu í skattframtali hans allar upplýsingar semskattyfirvöld hafi óskað eftir í tengslum við endurfjárfestingar skv. 6. mgr.15. gr. Engu hafi þar verið haldið eftir eða leynt. Þá ber einnig að líta tilþess að lagt sé 10% álag á uppgjör frestaðs söluhagnaðar og því sé þegar fyrirhendi álag vegna frestunar. Stefnandi rökstyður fjárkröfu sína á þann veg að hannhafi greitt, 3. desember 2014, 80.684.584 krónur vegna hinnar umdeilduendurálagningar á tekjuskatti Páls Ingólfssonar ehf., sbr. framlagða kvittun. Ímálinu sé aðallega krafist endurgreiðslu á þeirri fjárhæð. Varakrafa stefnandafeli í sér að fá endurgreiddan þann hluta endurálagningarinnar sem rekja megitil 25% álags skv. 2. mgr. 108. gr. laga um tekjuskatt og reiknist fjárhæðinhlutfallslega þannig að áhrif álagsins nemi 20% af fjárhæðinni sem stefnandihafi greitt. Um vexti afofgreiddum sköttum skv. lögum nr. 90/2003 vísar stefnandi til 114. gr. lagannaog 2. gr. laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, nr. 29/1995. Um lagarök að öðruleyti vísar stefnandi til ákvæða stjórnarskrár, aðallega 40., 70., 72. og 77.greinar. Þá vísar hann til laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, aðallega 15. gr. og 48. gr. Einnigvísar stefnandi til laga nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta oggjalda. Þá vísar stefnandi til 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá kveðurhann kröfu um málskostnað byggja á 130. og 131. gr. laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála.2. Málsástæður oglagarök stefnda Tilstuðnings sýknukröfu stefnda vísar hann til þess að tilgangur skatteftirlits séað leiða fram réttan skattstofn. Í eftirlitinu felist að skattyfirvöld verði aðtúlka lagaákvæði á þeim sviðum réttarins sem þeim sé falið að hafa eftirlitmeð. Einnig geti komið til þess að skattyfirvöld verði að leggja sjálfstætt matá hvort atvik séu með þeim hætti að tiltekin lagaregla taki til þeirra, en íþví efni geti þeim verið mismunandi leiðir færar. Stefndivísar til þess að stefnandi reisi málatilbúnað sinn öðrum þræði á því að það séekki skilyrði skv. 6. mgr. 15. gr. laga um tekjuskatt að endurfjárfesting íaflahlutdeild sé gerð vegna atvinnurekstrar. Stefndi leggur áherslu á að súmálsástæða sé ekki að öllu leyti lýsandi fyrir sakarefni málsins. Sakarefniðvarði fremur mat skattyfirvalda á þeim atvikum sem lágu til grundvallar synjuná viðurkenningu þeirra kaupa sem höfð voru í frammi á móti frestuðumsöluhagnaði. Byggir stefndi á því að skattyfirvöldum hafi borið að lítaheildstætt á málsatvik og meta í ljósi þeirra hvort endurfjárfestingin gætitalist vera kaup í merkingu téðs lagaákvæðis. Stefndibendir á að Hæstiréttur hafi slegið því föstu að löggjafinn sé, í skjólivaldheimilda sinna, bær um að setja reglur um nýtingu fiskistofna og getibundið þann rétt skilyrðum, s.s. í formi gjaldtöku. Samkvæmt 5. mgr. 15. gr.laga um tekjuskatt sé meginreglan að hagnaður af sölu aflahlutdeildar teljistað fullu til tekna á söluári. Ívilnunin í 6. mgr. 15. gr. feli í sér frávik fráþeirri reglu. Með hliðsjón af jafnræði skattborgaranna þurfi því að gætavarfærni við túlkun á orðalagi ákvæðisins auk þess sem gefa þurfi gaum að öðrummálefnalegum sjónarmiðum, s.s. þeirri forsendu fiskveiðistjórnarkerfisins að handhafaraflahlutdeildar nýti þann rétt innan marka laga og reglna með því að gera útskip eða, eftir atvikum, með framsali heimilda til veiða úr hlutaðeigandinytjastofnum, sem lýstir hafa verið í sameign þjóðarinnar. Stefndikveður stefnanda ekki draga dul á að megintilgangur umræddra ráðstafana hafiverið að nýta frestunarheimildina í 6. mgr. 15. gr. laga um tekjuskatt, þ.e.til að fresta skattgreiðslum. Samkvæmt 2. málslið ákvæðisins geti skattaðilifarið fram á frestun skattlagningar söluhagnaðarins um tvenn áramót, enda„kaupi“ hann aflahlutdeild í sjávarútvegi innan þess tíma og færi hana niður umfjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Fyrir liggi að Páll Ingólfssonehf. hafi ekki verið í tekjuaflandi rekstri eftir sölu veiðiheimildanna á árinu2006 og þar til félagið var sameinað stefnanda á árinu 2010. Einnig liggi fyrirað þrátt fyrir gerð kaupsamningsins í árslok 2008 hafi hinar keyptuveiðiheimildir ekki verið nýttar í rekstri félagsins. Því sé ágreiningslaust aðþrátt fyrir yfirlýst kaup dótturfélagsins, hafi veiðiheimildirnar áfram veriðnýttar til tekjuöflunar í rekstri stefnanda án nokkurs endurgjalds og án þessað formlegur leigusamningur hafi verið gerður um afnotin sem að öllum líkindumskýrist af þeim nánu eigna- og stjórnunartengslum sem hafi verið milliviðsemjenda. Að virtuframangreindu hafi það verið niðurstaða skattyfirvalda að kaupsamningurinn fráárinu 2008 fæli í sér málamyndagerning og hefði þannig í skattalegu tillitiekki réttaráhrif kaupa í merkingu 2. málsl. 6. mgr. 15. gr. laga um tekjuskatt.Af þeim sökum hafi verið farið með skattlagningu hins frestaða söluhagnaðar ísamræmi við 3. málslið 6. mgr. 15. gr. laganna. Komist hafi verið að þeirriniðurstöðu að kaupsamningurinn hafi verið gerður í þeim eina tilgangi að komasthjá lögmæltri skattlagningu hins frestaða söluhagnaðar. Til algerraundantekninga heyri að veiðiheimildir séu keyptar í því magni sem raun varð áog þær síðan lánaðar aftur endurgjaldslaust. Með hliðsjón af þeim viðskiptumsem fram hafi farið á árinu 2006 sé ekki síður óvenjulegt að kaupverð á slíkumagni aflaheimilda sé greitt með útgáfu vaxtalauss skuldabréfs sem sé með einumgjalddaga og án trygginga fyrir greiðslu. Upplýsingar um eigendaskiptin íársreikningum viðsemjendanna á árinu 2009 fái heldur engu breytt um matskattyfirvalda á kaupsamningnum á árinu 2008. Stefndifellst ekki á að niðurstaða skattyfirvalda hafi brotið í bága viðmeðalhófsreglu eða verið ósamrýmanleg ákvæði 6. mgr. 15. gr. laga umtekjuskatt. Hafi hún þvert á móti átt sér skýra stoð í orðalagi ákvæðisins ogsjónarmiðum að baki ákvæðinu sem almennt sé hugsað til endurkaupaatvinnurekstrareigna til áframhaldandi starfsemi. Niðurstaðan hafi auk þessrúmast vel innan þess svigrúms sem skattyfirvöldum sé almennt játað við skatteftirlitsitt. Engar málefnalegar ástæður standi til þess að fella úrskurðyfirskattanefndar úr gildi eða breyta honum þannig að fellt verði niður 25%álag á þá hækkun skattstofna sem endurálagning ríkisskattstjóra hafi haft í förmeð sér. Umræddur málamyndagerningur hafi leitt til verulegs annmarka ískattskilum Páls Ingólfssonar ehf. 2009 og hafi haft þann eina tilgang aðkomast hjá lögmæltri skattlagningu söluhagnaðar. Með vísantil alls þess sem að framan greini telur stefndi að sýkna eigi hann af öllum kröfumstefnanda. Þá styður hann kröfu sína um málskostnað við XXI. kafla laga nr.91/1991, um meðferð einkamála.IV Samkvæmt 2.gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, hvílir skylda m.a. á skráðumeinkahlutafélögum sem eru heimilisföst hér á landi til að greiða tekjuskatt aföllum tekjum sínum hvar sem þeirra er aflað. Nánar er fjallað um skattskyldartekjur í II. kafla laganna. Samkvæmt 8. tölulið C-liðar 7. gr. laganna erhagnaður af sölu eigna, sbr. 12. til 27. gr. sömu laga, skattskyldar tekjur. Í12. gr. laganna eru sameiginleg ákvæði um söluhagnað eigna. Telst söluhagnaðureigna almennt vera mismunur á söluverði þeirra og stofnverði, að teknu tillititil fenginna fyrninga og áður fengins söluhagnaðar eftir því sem nánar erákveðið í 13. til 27. gr. laganna. Mismunandireglur gilda um skattskyldu söluhagnaðar eftir því hvort um er að ræða eignirsem heimilt er að fyrna eða hvort þær séu ófyrnanlegar. Samkvæmt 1. mgr. 48.gr. sömu laga er óheimilt að fyrna stofnkostnað við kaup á réttindum sem ekkirýrna vegna notkunar. Í ákvæðinu segir að keyptur réttur til nýtingar ánáttúruauðæfum, svo sem kaup á varanlegri aflahlutdeild og sambærilegumréttindum, teljist til stofnkostnaðar samkvæmt þessari málsgrein. Í 3. mgr. 48.gr. laganna er síðan mælt svo fyrir að um hagnað af sölu á ófyrnanlegumréttindum samkvæmt 1. mgr. greinarinnar fari samkvæmt 5. og 6. mgr. 15. gr.laganna. Ífyrrnefndu málsgreininni, 5. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003, segir að hagnaðuraf sölu þeirra réttinda sem um ræði í 48. gr. teljist að fullu til tekna ásöluári og skipti þá ekki máli hve lengi skattaðili hafi átt hin selduréttindi. Telst hagnaður af sölu vera mismunur á söluverði og kaupverði eftirað frá því hafa verið dregnar fengnar fyrningar og niðurfærsla samkvæmt 6. mgr.greinarinnar. Í 6. mgr. 15. gr. laganna er mælt fyrir um heimild skattaðila tilþess „að færa niður stofnverð aflahlutdeildar, sem keypt hefur verið átekjuárinu eða á síðustu 12 mánuðum áður en salan fór fram, um fjárhæð semnemur hinum skattskylda söluhagnaði“ á því ári sem skattskyldur hagnaður afsölu aflahlutdeildar eða sambærilegra réttinda samkvæmt 5. mgr. færist tiltekna. Síðan segir orðrétt í ákvæðinu: Þá getur skattaðili farið fram á frestun skattlagningar söluhagnaðarins umtvenn áramót, enda kaupi hann aflahlutdeild í sjávarútvegi innan þess tíma ogfæri hana niður um fjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Efaflahlutdeild er ekki keypt innan tilskilins tíma samkvæmt þessari málsgreintelst söluhagnaðurinn með skattskyldum tekjum á öðru ári frá því er hannmyndaðist, að viðbættu 10% álagi. Niðurfærsla eða frestun tekjufærslu samkvæmtþessari málsgrein er því aðeins heimil að yfirfæranleg rekstrartöp hafi veriðjöfnuð. Lagaákvæðiþessi veita seljanda aflahlutdeildar heimild til þess að fresta því að greiðatekjuskatt af söluhagnaði vegna sölu aflahlutdeildar hafi hann keypt eða kaupisér sambærileg réttindi í sjávarútvegi. Af 6. mgr. 15. gr. laganna leiðir aðstofnverð nýrra aflahlutdeilda er þá fært niður um sem nemur söluhagnaðiréttinda sem leiðir til þess að söluhagnaður kemur í raun ekki tilskattlagningar fyrr en nýju réttindin eru seld. Með tilvitnuðu niðurlagimálsgreinarinnar er seljanda veitt nokkurt svigrúm til þess að afla sér nýrraraflahlutdeildar með því að hann getur frestað skattlagningu söluhagnaðarins umtvenn áramót. Hafi hann gert það, en kaupi ekki ný réttindi innan þess tíma,ber að leggja skatt á söluhagnaðinn að viðbættu 10% álagi, eins og mælt erfyrir um í 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003 Frestunarheimildþessi var lögfest með lögum nr. 118/1997, um breytingu á lögum um tekjuskatt ogeignarskatt, nr. 75/1981, með síðari breytingum. Með lögfestingu þessara reglnavar vikið frá þeirri grunnreglu skattalaga að söluhagnaður ófyrnanlegra eignateljist að fullu til skattskyldra tekna á söluári, sbr. nú 1. mgr. 15. gr. laganr. 90/2003. Ekki er í lögskýringargögnum að finna afdráttarlausa skýringu áþví í hvaða skyni þessi heimild var lögfest. Í almennum athugasemdum meðfrumvarpi því er varð að lögum nr. 75/1981 kom þó fram að lagt væri til aðkveðið verði með beinum hætti á um að „hagnaður af sölu aflahlutdeildar séskattskyldur og að um ákvörðun þessa hagnaðar verði settar nánari reglur ogþess þá m.a. gætt að skipti á aflaheimildum og breyting á samsetningu þeirraverði ekki hindruð af skattalegum ástæðum“. Af þessu verður helst ráðið aðumrædd frestunarheimild miði að því að koma í veg fyrir að skattalegar ástæðurhindri tilfærslu veiðiréttinda sem dragi úr sveigjanleika í rekstri útgerða. Máþví taka undir með stefnda að sú hugsun hljóti að búa hér að baki að auðveldaendurkaup veiðiréttinda til áframhaldandi atvinnurekstrar viðkomandi útgerðar. Eins ograkið er í kafla II seldi Páll Ingólfsson ehf. móðurfélagi sínu allaaflahlutdeild sína fyrir 385 milljónir króna með kaupsamningi 29. desember2006. Við það myndaðist söluhagnaður að fjárhæð 382.771.690 krónur sem ígrunninn telst til skattskyldra tekna samkvæmt framangreindum lagaákvæðum.Lýtur ágreiningur aðila að því hvort Páll Ingólfsson ehf. hafi raunverulegakeypt aflahlutdeild að nýju fyrir 385 milljónir króna innan þess tíma semkveðið er á um í 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003 þannig að heimilt hafi veriðað færa stofnverð aflahlutdeildarinnar niður um fjárhæð sem nam söluhagnaðieldri réttinda. Stefnandi telur svo hafa verið enda hafi dótturfélagið gertkaupsamning við móðurfélagið um þessa aflahlutdeild og að hún hafi verið færðmilli félaganna í samræmi við samninginn í bókum þeirra. Stefndi telur aftur ámóti að ekki hafi verið um raunveruleg kaup að ræða í skattalegu tilliti, einsog nánar er rökstutt í ákvörðun ríkisskattstjóra og úrskurði yfirskattanefndar. Það ergrunnregla í íslenskum rétti að skattlagning verður að byggjast á raunverulegumaðstæðum og atvikum sem síðan eru heimfærð undir viðeigandi lagaákvæði. Á þeimgrunni kann skattyfirvöldum að vera heimilt að líta fram hjá einstökumgerningum skattaaðila ef fyrir liggur að þeim er ekki ætlað að hafa réttaráhrifsamkvæmt efni sínu. Sama gildir um sýndargerninga sem miða einungis að því aðkomast hjá því að greiða skatt eða búa til aðstæður sem fella viðkomandi undirívilnandi reglur skattalaga. Sé efni til að álykta að slíkur sýndargerningureigi ekki að hafa þá skattalega þýðingu sem skattaðili æskir kallar það ekki ásérstaka lagaheimild fyrir skattyfirvöld til þess að bregðast við. Þvert á mótibyggist sú heimild á þeirri almennu reglu, sem leiða má af 77. gr.stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, að skattskylda eigi að ráðast af raunverulegumatvikum í samræmi við gildandi lagareglur á hverjum tíma, sem og af almennumjafnræðisreglum, sbr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Í máliþessu er ágreiningslaust að ætluð kaup Páls Ingólfssonar ehf. á nýrriaflahlutdeild af móðurfélagi sínu, stefnanda, breyttu engu um aðaflahlutdeildin var áfram skráð á skip í eigu móðurfélagsins. Varaflahlutdeildin því alfarið nýtt til tekjuöflunar í rekstri móðurfélagsins ánþess að dótturfélagið fengi nokkurt endurgjald fyrir. Í raun hafðidótturfélagið engan rekstur með höndum allt frá því að félagið seldimóðurfélagi sínu aflahlutdeildina árið 2006 uns það var sameinað móðurfélaginuárið 2010. Við ætluð kaup dótturfélagsins á aflahlutdeildinni 2008 virðistkaupverðið hafa verið greitt með skuldajöfnuði, þannig að gagnkrafadótturfélagsins á hendur móðurfélaginu á grundvelli vaxtalauss skuldabréfs aðsömu fjárhæð, sem var á gjalddaga í árslok 2008, var notuð til greiðslukaupverðsins. Engir fjármunir fóru því milli kaupanda og seljanda í tengslumvið gerning þennan. Félagið laut yfirráðum móðurfélagsins og virðist einitilgangur gerningsins sem um ræðir hafa verið að nýta frestunarheimild 6. mgr.15. gr. laga nr. 90/2003. Að öðru leyti liggur ekkert fyrir um að einhverrekstrarlegur tilgangur hafi búið að baki ráðstöfun þessari. Allt bendir þvítil þess að framangreindur gerningur hafi einungis miðað að því að búa tilaðstæður sem gerðu samstæðunni kleift að hagnýta sér ívilnandi skattareglu. Þegar þessiatriði eru metin heildstætt telur dómurinn að ríkisskattstjóra hafi veriðheimilt á líta svo á að engin raunveruleg kaup á aflahlutdeild hafi átt sérstað á grundvelli kaupsamningsins 30. september 2008 sem gætu haft þáskattalegu þýðingu sem kveðið er á um í 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003. Meðþeirri ályktun voru skattyfirvöld ekki að „bæta skilyrðum við“ lagaákvæðið, erlutu að því kaupin væru gerð vegna atvinnurekstrar, eins og stefnandi heldurfram, heldur að leggja mat á raunverulegar aðstæður út frá fyrirliggjandiupplýsingum og heimfæra þær undir viðkomandi lagaákvæði. Þá fær dómurinn ekkiséð að það skipti máli í þessu sambandi þó að sérstök skilyrði séu sett í öðrumreglum um frestun skattlagningar söluhagnaðar um nýtingu nýfenginna réttinda erkomi í stað seldra réttinda. Var ríkisskattstjóra því rétt að líta svo á aðhinn frestaði söluhagnaður í þessu máli teldist með skattskyldum tekjum PálsIngólfssonar ehf. á árinu 2008 með 10% álagi í samræmi við 6. mgr. 15. gr. laganr. 90/2003, er leiddi til hækkunar á tekjuskattstofni félagsins gjaldárið2009. Með vísantil þess sem hér hefur verið rakið verður ekki talið að sú ákvörðun semstefnandi krefst ógildingar á hafi verið í andstöðu við lagaáskilnaðarreglu 40.og 77. gr. stjórnarskrárinnar og þeirri kröfu sem þar er gerð til skýrleikaskattareglna. Þá fær dómurinn ekki séð að með ákvörðun skattyfirvalda hafiverið brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar með vísan til þeirraröksemda sem stefnandi teflir fram. Helgast það einkum af því að ekki var unntað ákvarða dótturfélaginu tekjur af hagnýtingu móðurfélagsins á umræddriaflahlutdeild á grundvelli viðskipta sem ekki gátu haft neina skattalegaþýðingu. Þegar á allt framangreint er litið er það niðurstaða dómsins að hafnaberi aðalkröfu stefnanda. Í 2. mgr.108. gr. laga nr. 90/2003 er kveðið á um að ríkisskattstjóra sé heimilt að bæta25% álagi við áætlaða eða vantalda skattstofna ef annmarkar eru á framtali,sbr. 96. gr. laganna, eða einstakir liðir eru ranglega fram taldir. Í máliþessu hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að sá annmarki hafi verið áframtali Páls Ingólfssonar ehf. 2009 að frestaður söluhagnaður frá árinu 2006var þar færður á móti kaupum á aflahlutdeild 2008 sem ekki gátu haft skattalegaþýðingu í samræmi við 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003. Átti fyrrgreind 2. mgr.108. gr. laganna því við í máli stefnanda og var því efni til þess að beitaálagi samkvæmt ákvæðinu. Samkvæmt 3.mgr. 108. gr. laganna skal fella niður álag samkvæmt ef skattaðili færir rökfyrir því að honum verði ekki kennt um annmarka á framtali eða vanskil þess, aðóviðráðanleg atvik hafi hamlað því að hann skilaði framtali á réttum tíma,bætti úr annmörkum á framtali eða leiðrétti einstaka liði þess. Í málinu liggurfyrir að stefnandi átti þátt í framangreindum annmarka á framtali PálsIngólfssonar ehf. með sýndarviðskiptum er miðuðu einungis að því að samstæðangæti hagnýtt sér frestheimild 6. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003. Ekki liggur þvífyrir að skilyrðum sé fullnægt svo fella megi niður álag samkvæmt heimild í 3.mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003. Í þessu ljósi verður stefndi einnig sýknaður afvarakröfu stefnanda. Með vísantil 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, ber stefnanda aðgreiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 800.000 krónur. Dregisthefur að kveða upp dóm í máli þessu fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr.laga nr. 91/1991. Dómari og aðilar voru á einu máli um að ekki væri þörf á þvíað flytja málið að nýju. ÁsmundurHelgason héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð: Stefndi,íslenska ríkið, er sýkn af kröfu stefnanda, Þorbjarnar hf. Stefnandigreiði stefnda 800.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 613/2017 | Skuldabréf Gengistrygging | E höfðaði mál á hendur L hf. og krafist þess að viðurkennt yrði að lán sem hún tók hjá LÍ hf., forvera L hf., samkvæmt veðskuldabréfi hefði verið í íslenskum krónum og bundið óheimilli gengistryggingu í skilningi þágildandi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Talið var að tilgreining á fjárhæð lánsins í japönskum jenum í texta skuldabréfsins nægði ekki ein og sér til að komast að niðurstöðu um hvers efnis skuldbindingin væri að þessu leyti. Yrði því að líta til þess hvernig aðilar efndu aðalskyldur sínar samkvæmt skuldabréfinu. Hefði LÍ hf. greitt út lánið til E með því að leggja fjárhæð þess á innlendan gjaldeyrisreikning í japönskum jenum á nafni hennar en í kaupnótu vegna skuldabréfsins hefði fjárhæð höfuðstóls þess og kaupverð eingöngu verið tilgreind í þeim gjaldmiðli. Þótt E kynni að hafa ekki verið höfð með í ráðum um þessa aðferð við útborgun lánsins yrði að fallast á með L hf. að bankanum hefði verið rétt að fara þessa leið sökum þess að E hefði ekki óskað eftir því eða heimilað að bankinn legði samsvarandi fjárhæð inn á reikning hennar í íslenskum krónum. Í tilkynningum LÍ hf. og síðar L hf. til E um gjalddaga greiðslna af skuldabréfinu og kvittunum fyrir þeim hefði upphafleg fjárhæð þess og fjárhæð eftirstöðva fyrir og eftir greiðslu, svo og fjárhæð afborgunar og vaxta hverju sinni, ávallt verið tilgreind í japönskum jenum, allt þar til skilmálum skuldabréfsins var breytt með viðauka sem gerður var eftir að lánið var endurútreiknað. Afborganir og vextir af skuldabréfinu hefðu fyrst um sinn verið greidd með úttekt af gjaldeyrisreikningi E í japönskum jenum en síðar hefðu greiðslur samkvæmt kvittunum L hf. farið fram með því að fé var tekið út af reikningi E í íslenskum krónum og keypt með því japönsk jen. Hefðu því allar efndir af hálfu beggja aðila á meginskyldum samkvæmt ákvæðum skuldabréfsins ávallt farið fram í japönskum jenum þar til fyrrnefndur viðauki var gerður. Var því talið að lánið hefði verið í erlendum gjaldmiðli og L hf. því sýknað af kröfu E. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma MarkúsSigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari ogStefán Már Stefánsson prófessor.Áfrýjandi skautmálinu upphaflega til Hæstaréttar 16. ágúst 2017. Ekki varð af fyrirhugaðriþingfestingu þess 27. september sama ár og áfrýjaði hún öðru sinni degi síðar.Hún krefst þess aðviðurkennt verði að lán, sem hún tók hjá Landsbanka Íslands hf. samkvæmtveðskuldabréfi 30. desember 2005, hafi verið í íslenskum krónum og bundiðóheimilli gengistryggingu í skilningi þágildandi 13. og 14. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði ogfyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.IÁfrýjandi gaf út veðskuldabréf til LandsbankaÍslands hf. 30. desember 2005. Þar kom fram í fyrirsögn að um væri að ræða„fasteignalán í erlendri mynt“, en neðan við hana sagði þó einnig:„Skuldabréfið er gengistryggt, með breytilegum vöxtum og jöfnum afborgunum“. Ískuldabréfinu viðurkenndi áfrýjandi „að skulda Landsbanka Íslands hf.jafnvirði“ 26.000.000 króna „í eftirtöldum myntum og hlutföllum: JPY 100,0%“,en með þeirri skammstöfun var átt við japönsk jen. Tekið var fram að lánið væri„bundið kaupgengi Landsbanka Íslands hf. á ofangreindum myntum tveimur virkumdögum fyrir útborgunardag“, en hann yrði tveimur virkum dögum eftir að bankanumbærist veðskuldabréfið með athugasemdalausri þinglýsingu. Átti áfrýjandi að endurgreiðaþetta lán með mánaðarlegum afborgunum á 40 árum, í fyrsta sinn 1. mars 2006, ogskyldi hún jafnframt hverju sinni greiða áfallna vexti, sem yrðu „breytilegirLIBOR“ með 1,3% álagi. Til tryggingar skuldinni var nánar tilgreind fasteignsett að veði. Fyrir liggur að í tengslum við veitingu þessa láns gerði bankinn greiðslumat,sem áfrýjandi áritaði um samþykki, en þar voru allar fjárhæðir tilgreindar ííslenskum krónum, þar á meðal vegna höfuðstóls skuldabréfsins og útreiknings ágreiðslubyrði af því. Einnig gerði bankinn yfirlit um fjárhæð áætlaðramánaðarlegra greiðslna af skuldabréfinu að meðtöldum vöxtum og kostnaði allttil loka lánstímans og voru þær allar tilteknar í íslenskum krónum, en yfirlitþetta áritaði áfrýjandi jafnframt um samþykki. Loks skrifaði áfrýjandi þennandag undir yfirlýsingu, sem rituð var á bréfsefni bankans og var samkvæmtfyrirsögn „fylgiskjal með láni í erlendri mynt“, en þar sagði meðal annars:„Vegna fasteignaláns í erlendri mynt ... að jafnvirði IKR 26.000.000,-,samkvæmt neðangreindri myntkörfu: ... JPY 100% lýsir undirritaður útgefandi þvíyfir, að hann gerir sér grein fyrir því að lántaka með þessum hætti eráhættusamari en lántaka í íslenskum krónum, eins og bankinn hefur kynnt honumsérstaklega. Um er að ræða gengisáhættu, sem lýsir sér m.a. í því, að samkvæmttölfræðilegu mati sem byggir á sögulegum sveiflum á áhættu lána sem skiptastmeð ofangreindum hætti, getur höfuðstóll láns sem tekið er í framangreindrimyntkörfu hækkað umtalsvert á lánstímanum. Jafnframt er um að ræða vaxtaáhættusem felst m.a. í því, að lánið er með breytilegum vaxtagrunni, LIBOR vöxtum,með föstu álagi. Vextir fyrir hverja mynt geta breyst með vaxtaákvörðunum íheimaríkjum hverrar myntar auk þess sem sveiflur á alþjóðlegumgjaldeyrismörkuðum geta haft áhrif til hækkunar.“Á bakhlið skuldabréfsins var að finna texta undirfyrirsögninni: „Skuldfærslubeiðni“, þar sem fram kom að útgefandi þess óskaðieftir að tiltekinn reikningur við Landsbanka Íslands hf. yrði skuldfærður fyrirafborgunum og vöxtum af skuld sinni. Óumdeilt er að reikningurinn, sem þar vartilgreindur, var í eigu áfrýjanda og í íslenskum krónum, en texta þennanundirritaði hún ekki. Þá var ekki tekið fram í skuldabréfinu eða fylgiskjölummeð því hvernig bankinn ætti að haga útborgun lánsfjárins. Fyrir liggur á hinnbóginn að lánið var greitt út 12. janúar 2006 með því að 48.271.006 japönsk jenvoru lögð á innlendan gjaldeyrisreikning á nafni áfrýjanda hjá bankanum, en íkaupnótu hans vegna skuldabréfsins frá sama degi var höfuðstóll þess sagðurvera 48.762.191 japanskt jen og var fjárhæða þar ekki getið í íslenskum krónum.Stefndi viðurkennir að gjaldeyrisreikningur þessi hafi verið stofnaður án óskaráfrýjanda, en hann kveður það hafa verið óhjákvæmilegt sökum þess að hún hafiekki leitað eftir því að lánsfénu yrði skipt í íslenskar krónur svo að leggjamætti það inn á reikning hennar í þeim gjaldmiðli.Fyrsti gjalddagi afborgunar af skuldabréfinu ogvaxta var sem áður segir 1. mars 2006 og voru gjalddagar síðan mánaðarlega uppfrá því. Samkvæmt skjölum málsins sendi Landsbanki Íslands hf. tilkynningar tiláfrýjanda um gjalddaga, þar sem fram kom hverju sinni að „upphaflegt nafnverð“skuldar hennar hafi verið 48.762.191 japanskt jen og tiltekið í sama gjaldmiðlihverjar eftirstöðvar skuldarinnar hafi verið fyrir viðkomandi gjalddaga, hvaðgreiða ætti í afborgun af höfuðstól og vexti og hverjar eftirstöðvarnar yrðu eftirgreiðslu, en lítilsháttar gjald vegna tilkynningar og greiðslu var á hinnbóginn tilgreint í íslenskum krónum. Kvittanir fyrir greiðslu sýndu einnigfjárhæð afborgunar og vaxta í japönskum jenum ásamt eftirstöðvum skuldarinnareftir greiðslu. Sjö fyrstu greiðslurnar af skuldabréfinu voru inntar af hendi átímabilinu frá 1. mars til 30. ágúst 2006 með því að fjárhæð, sem þeim svaraði,var hverju sinni tekin í japönskum jenum út af áðurnefndum gjaldeyrisreikningiáfrýjanda hjá bankanum. Lánsféð, sem lagt var sem fyrr segir inn á þannreikning 12. janúar 2006, var að öðru leyti tekið út af honum í nokkrum áföngumí janúar, apríl og ágúst á því ári og innstæðan þá tæmd, en í lok áranna 2006 og2007 voru á hinn bóginn lagðir vextir inn á reikninginn, sem stóð annarsóhreyfður þar til honum var lokað með útborgun í júní 2008. Fyrir liggur ímálinu að samkvæmt umsókn áfrýjanda var opnaður annar gjaldeyrisreikningur íjapönskum jenum á hennar nafni 30. ágúst 2006 við Landsbanka Íslands hf.Stefndi kveður sama hátt og að framan greinir hafa upp frá því verið hafðan átilkynningum til áfrýjanda um gjalddaga og kvittunum til hennar fyrir greiðsluhverju sinni til og með 1. október 2008, en þó þannig að greiðslur hafi veriðteknar út af nýja gjaldeyrisreikningnum hennar. Þessu hefur áfrýjandi ekkiandmælt, en samkvæmt kvittun bankans til hennar 1. október 2008 vorueftirstöðvar skuldarinnar 45.511.378 japönsk jen eftir greiðslu þann dag.Fjármálaeftirlitið neytti 7. október 2008 heimildarsamkvæmt 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laganr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundar í Landsbanka Íslands hf.,leysa stjórn félagsins frá störfum og setja yfir það skilanefnd. Með ákvörðunFjármálaeftirlitsins 9. sama mánaðar var ýmsum réttindum og skyldum þess bankaráðstafað til stefnda og er óumdeilt að meðal þeirra hafi verið krafa samkvæmtskuldabréfinu, sem áfrýjandi gaf út 30. desember 2005.Áfrýjandi undirritaði 27. október 2008 skjal meðfyrirsögninni: „Viðauki við lán í erlendri mynt“, þar sem kveðið var á um þærbreytingar á skilmálum skuldabréfsins að frekari afborgunum yrði frestað til 1.mars 2009 og vextir fram til þess tíma lagðir við höfuðstól skuldarinnar. Íþessum viðauka var skuldabréfinu lýst á þann hátt að „upphafleg lánsfjárhæð“hafi verið 26.000.000 krónur, en eftirstöðvar skuldarinnar 1. október 2008 hafinumið 45.511.378 japönskum jenum. Aftur skrifaði áfrýjandi undir viðauka 26.febrúar 2009 um sambærilegar breytingar á skilmálum skuldabréfsins með því aðafborgunum yrði áfram frestað til 1. júní 2009. Þar var skuldabréfinu lýstþannig að fjárhæð þess hafi verið „26.000.000,- krónur ... eða jafnvirðiþeirrar fjárhæðar í eftirtalinni mynt: JPY 100%“, en eftirstöðvar skuldarinnarhafi 1. febrúar 2009 verið 45.866.883 japönsk jen. Þegar leið að nýjum gjalddaga sendi stefnditilkynningu til áfrýjanda 25. maí 2009, þar sem hún var krafin um greiðsluafborgunar og vaxta af skuldabréfinu 1. næsta mánaðar. Í tilkynningunni komfram að „upphaflegt nafnverð“ þess hafi verið 48.762.191 japanskt jen, eneftirstöðvar skuldarinnar væru 46.098.383 jen. Greiða ætti afborgun og vexti aðfjárhæð samtals 163.622 jen auk 410 króna í tilkynningar- og greiðslugjald, eneftir greiðslu yrðu eftirstöðvar skuldarinnar 45.993.852 jen. Samkvæmt kvittunfrá stefnda 2. júní 2009 stóð áfrýjandi skil á þessu með því að 206.836 krónurvoru teknar út af tilteknum reikningi hennar hjá stefnda í þeim gjaldmiðli, enþar af hafi 206.426 krónum verið varið til að kaupa 163.622 japönsk jen. Þágreiðslu innti áfrýjandi af hendi með fyrirvara.Enn ritaði áfrýjandi 22. júní 2009 undir skjal umviðauka við „veðskuldabréf í erlendri mynt“ frá 30. desember 2005. Sagði þar að„jafnvirði upphaflegs höfuðstóls í íslenskum krónum“ væri 26.000.000 krónur, en„upphafleg myntsamsetning lánsins 100% JPY“. Í viðaukanum var kveðið á umgreiðslujöfnun, sem felast ætti í því að áfrýjandi myndi greiða „afborganir ogvexti af láni í erlendum myntum miðað við greiðslubyrði lánsins í maí 2008“,sem yrði þó bundin við svonefnda greiðslujöfnunarvísitölu. Ef slík greiðslanæmi lægri fjárhæð en sem svaraði mánaðarlegri afborgun og vöxtum samkvæmtskilmálum skuldabréfsins ætti mismunurinn að leggjast við höfuðstólskuldarinnar og lánstíminn að lengjast því til samræmis þar til hún yrði aðfullu greidd. Af gögnum málsins verður ráðið að áfrýjandi hafi eftir þessumbreyttu skilmálum staðið stefnda skil á greiðslu afborgana og vaxta afskuldabréfinu frá gjalddaga 1. júlí 2009 til og með 1. desember 2010 og þáþannig að greiðslur hafi verið skertar talsvert með greiðslujöfnun og mismunurbæst við höfuðstól. Óumdeilt virðist vera að á þessu tímabili öllu hafi áfrýjandifengið kvittanir frá stefnda fyrir greiðslum sínum, þar sem komið hafi hverjusinni fram að „upphafleg lánsfjárhæð“ hafi verið 48.762.191 japanskt jen,fjárhæð afborgunar og vaxta ásamt lækkun hennar vegna greiðslujöfnunar hafiverið tilgreind í sama gjaldmiðli og loks tiltekið í honum hverju eftirstöðvarnæmu eftir greiðslu og hver staða á greiðslujöfnunarreikningi væri. Einnig hafikomið fram í þessum kvittunum að greiðsla hafi verið innt af hendi með úttektfjárhæðar í íslenskum krónum af reikningi áfrýjanda í þeim gjaldmiðli, svo ogað með henni hafi verið keypt japönsk jen tiltekinnar fjárhæðar til að greiðaafborgun og vexti. Loks hafi þessar kvittanir borið fyrirvara, sem áfrýjandihafi gert við greiðslu hverju sinni.Stefndi sendi áfrýjanda bréf 15. febrúar 2011, þarsem vísað var til þess að í desember 2010 hafi verið gerðar breytingar á lögumnr. 38/2001, sem „kveða á um endurútreikning erlendra húsnæðislána“. Félli lánáfrýjanda samkvæmt skuldabréfinu frá 30. desember 2005 undir þessalagabreytingu og yrðu „eftirstöðvar því endurútreiknaðar og breytt í íslenskarkrónur.“ Fyrir endurútreikning hafi eftirstöðvar skuldar áfrýjanda numið64.269.986 krónum, en samkvæmt honum ættu þær að færast niður í 41.020.110krónur miðað við 1. febrúar 2011. Á þessum grundvelli gerðu áfrýjandi ogstefndi enn á ný viðauka 25. mars 2011 við skuldabréfið, þar sem fram kom aðnýr höfuðstóll þess yrði 41.120.211 krónur, sem bera myndi 5,25% ársvexti frá1. sama mánaðar, en greiða ætti skuldina með 419 mánaðarlegum afborgunum frá 1.apríl 2011 að telja. Áfrýjandi gerði fyrirvara „um betri rétt v/dómsHæstaréttar eða lagabreytinga“ við undirritun þessa viðauka.Í framhaldi af síðastgreindum breytingum áskilmálum skuldabréfsins átti áfrýjandi eftir gögnum málsins í nokkrum bréfaskiptumvið stefnda, þar sem hún gerði meðal annars athugasemdir um aðferðir viðendurútreikning á skuld sinni við hann. Verður ekki annað séð en aðathugasemdir þessar hafi einkum snúið að því að þar hafi meðal annars veriðreiknaðar afborganir og vextir á nýjan leik af fjárhæð skuldarinnar í íslenskumkrónum allt frá byrjun og greiðslur áfrýjanda á öllu tímabilinu síðan dregnarfrá, en vextir, sem þar væri miðað við, væru mun hærri en þeir, sem áfrýjandihafi þegar greitt, og fengi hún þess ekki notið að gefin hafi verið út hverjusinni fullnaðarkvittun fyrir þeim. Áfrýjandi virðist þó hafa staðið í skilumvið stefnda eftir breyttum skilmálum skuldabréfsins, ávallt með fyrirvara, þartil hún greiddi upp eftirstöðvar skuldarinnar 5. júní 2014 með 37.271.616krónum.IIÍ dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur við úrlausn umhvort samningur teljist hafa verið gerður um lán í erlendum gjaldmiðli, svo semer og hefur verið heimilt, eða lán í íslenskum krónum og fjárhæð þess bundinvið gengi erlends gjaldmiðils, sem óheimilt var þar til 13. gr. laga nr.38/2001 var breytt með 1.gr. laga nr. 36/2017, verið við það miðað að fyrst og fremst beri að leggja tilgrundvallar skýringu á texta samningsins, þar sem skuldbindingu lántaka erlýst. Ráðist ekki úrslit þegar af slíkri textaskýringu verði að líta til þesshvernig lánssamningur hafi í þessu efni verið efndur og framkvæmdur, sbr. meðalannars dóm Hæstaréttar 14. nóvember 2013 í máli nr. 337/2013.Fjárhæð lánsins, sem Landsbanki Íslands hf. veitti áfrýjanda meðskuldabréfinu 30. desember 2005, var sem fyrr greinir lýst með þeim orðum aðhún væri „jafnvirði“ 26.000.000 króna „í eftirtöldum myntum og hlutföllum: JPY100,0%“. Í dómum Hæstaréttar hefur ítrekað verið slegið föstu að slíktilgreining á fjárhæð láns í texta samnings nægi ekki ein og sér til að komastað niðurstöðu um hvort hann taki til láns í erlendum gjaldmiðli eða í íslenskumkrónum með bindingu við gengi erlenda gjaldmiðilsins, sbr. meðal annars dóm 15.júní 2012 í máli nr. 3/2012. Verður því að líta hér til þess hverniglánveitandinn og lántakinn efndu aðalskyldur sínar samkvæmt skuldabréfinu.Landsbanki Íslands hf. greiddi út lánið til áfrýjanda sem fyrr segir meðþví að leggja fjárhæð þess á innlendan gjaldeyrisreikning í japönskum jenum ánafni hennar, en í kaupnótu vegna skuldabréfsins var fjárhæð höfuðstóls þess ogkaupverð eingöngu tilgreind í þeim gjaldmiðli. Þótt áfrýjandi kunni að hafaekki verið höfð með í ráðum um þessa aðferð við útborgun lánsins verður aðfallast á með stefnda að bankanum hafi verið rétt að fara þessa leið sökum þessað áfrýjandi hafi ekki óskað eftir því eða heimilað að bankinn legði samsvarandifjárhæð inn á reikning hennar í íslenskum krónum. Fjárhæð lánsins stóð síðan ágjaldeyrisreikningnum áfrýjanda til ráðstöfunar og hefur ekkert komið fram umað hún hafi ekki í framhaldinu ein ráðið því hvernig farið var með innstæðuna áhonum. Leggja verður til grundvallar að í tilkynningum Landsbanka Íslands hf.og síðar stefnda til áfrýjanda um gjalddaga greiðslna af skuldabréfinu ogkvittunum fyrir þeim hafi upphafleg fjárhæð þess og fjárhæð eftirstöðva fyrirog eftir greiðslu, svo og fjárhæð afborgunar og vaxta hverju sinni, ávalltverið tilgreind í japönskum jenum, allt þar til skilmálum skuldabréfsins varbreytt með fyrrgreindum viðauka 25. mars 2011. Afborganir og vextir afskuldabréfinu voru í öllum tilvikum frá 1. mars 2006 til 1. október 2008 greiddmeð úttekt af gjaldeyrisreikningi áfrýjanda í japönskum jenum, en frá þeim tímatil 1. desember 2010 fóru greiðslur samkvæmt kvittunum stefnda fram með því aðfé var tekið út af reikningi áfrýjanda í íslenskum krónum og keypt með þvíjapönsk jen. Fóru þannig allar efndir af hálfu Landsbanka Íslands hf. og síðarstefnda annars vegar og áfrýjanda hins vegar á meginskyldum samkvæmt ákvæðumskuldabréfsins ávallt fram í japönskum jenum þar til viðaukinn var gerður viðskuldabréfið 25. mars 2011. Þegar af þessum ástæðum verður niðurstaða hinsáfrýjaða dóms staðfest.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnaðfyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Elsa Bjartmarsdóttir, greiði stefnda, Landsbankanum hf.,750.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 17. maí 2017.Mál þetta semvar höfðað 13. desember 2016 af Elsu Bjartmarsdóttur, Fálkastíg 4, 210 Garðabægegn Landsbankanum hf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík, var dómtekið að lokinniaðalmeðferð sem fram fór 25. apríl sl. Stefnandi krefst þess aðviðurkennt verði með dómi að lán stefnda samkvæmt veðskuldabréfi nr.0111-36-4332 sem gefið var út þann 30. desember 2005 nr. 1/2008, sé lán í íslenskum krónum og bundið ólögmætrigengistryggingu í skilningi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Ennfremur krefst stefnandigreiðslu málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda.Stefndi krefst sýknu, ogmálskostnaðar úr hendi stefnanda.I.Stefnandi gaf út skuldabréf tilLandsbanka Íslands hf. 30. desember 2005 en ágreiningur málsins snýst umlögmæti lánsins. Um er að ræðaneytendalán og er það tryggt með fasteignaveði. Skuldabréfið er á stöðluðuskuldabréfaformi Landsbanka Íslands hf. fyrirrennara stefnda og beryfirskriftina, „veðskuldabréf fasteignalán í erlendri mynt“, en þar við hliðinastendur að skuldabréfið sé gengistryggt með breytilegum vöxtum og jöfnumafborgunum. Þá segir að útgefandi viðurkenni að skulda Landsbanka Íslands hf.jafnvirði 26.000.000 íslenskra króna og er sú fjárhæð tilgreind bæði ítölustöfum og bókstöfum. Enn fremur segir að skuldin sé „í eftirtöldum myntumog hlutföllum: JPY 100%“, en ekki er getið um neina fjárhæð í þeirri mynt. Megin greiðsluskilmálar skuldabréfsins eru þeir að stefnandi skyldiendurgreiða lánið á 40 árum með 480 mánaðarlegum afborgunum, þeirri fyrstu þann1. mars 2006, og breytilegum LIBOR vöxtum að viðbættu 1,30% vaxtaálagi. Í 1. gr. skilmála segir að lánið sé bundið kaupgengi Landsbanka Íslands hf.á „ofangreindum myntum“ tveimur virkum dögum fyrir útborgunardag.Útborgunardagur er skilgreindur í ákvæðinu tveimur virkum dögum eftir aðskuldabréfið berst með athugasemdalausri þinglýsingu til bankans. Í 2. gr.segir að höfuðstóll skuldarinnar breytist í hlutfalli við breytingar ásölugengi hverrar myntar eins og það var tveimur dögum fyrir útborgunardag tilfyrsta gjalddaga, og síðan í hlutfalli við breytingar á sölugengi myntannamilli gjalddaga. Í 3. gr. segir svo að vextir miðist við LIBOR eins og fyrrgreinir. Um leið og stefnandi undirritaði skuldabréfið, undirritaði hún fylgiskjalmeð skuldabréfinu að auki, sem innihélt niðurstöður fasteignalánamats ogfylgiskjal skuldabréfs sem var greiðsluáætlun þar sem segir meðal annars aðlánið sé 100% í erlendri myntkörfu auk þess sem tilgreindar eru fjárhæð til útborgunar,dagsetningar, áætlaðar fjárhæðir einstakra gjalddaga o.fl., jafnframt voru þarupplýsingar um greiðslubyrðina og kostnað en vísað var til laga um neytendalánnr. 121/1994 um skilmálana.Þann 12. janúar 2006 var lánið greitt út. Á kaupnótu kemur fram að andvirðilánsins 48.274.569 japönsk jen, hafi verið greitt inn á reikning í eigustefnanda. Stefnandi fullyrðir að stefndi hafi stofnað þennan reikning fyrir höndstefnanda án hennar vitundar eða samþykkis og færslur af þeim reikningi hafiverið án hennar atbeina. Greiðslur inn á þennan reikning og skuldfærslur afhonum séu enda ekki í samræmi við áritun á skuldabréfið sjálft þar semstefnandi óski eftir því að reikningur 0111-26-513105 verði skuldfærður fyrirafborgunum og vöxtum. Þessu mótmælir stefndi. Þann 27. október 2008 var breyting á greiðsluskilmálum lánsins, þar sem varm.a. kveðið á um frestun afborgana til 1. mars 2009 og skuldbreytingu áfallinnavaxta, en að öðru leyti kveðið svo á um að ákvæði veðskuldabréfsins skyldu veraóbreytt. Yfirskrift skjalsins er „Viðauki við lán í erlendri mynt“.Upphaflegrar fjárhæðar er getið í íslenskum krónum, en stöðu lánsins á þeimtíma í japönskum jenum. Að lokum er gerður sá fyrirvari að þegar fyrstagreiðsla samkvæmt nýjum greiðsluskilmálum lánsins hefjist muni greiðslubyrði ííslenskum krónum ráðast af sölugengi Landsbankans á gjalddaga. Þann 26. febrúar 2008 var undirritaður annar viðauki við veðskuldabréfið umskilmálabreytingu á þá leið að afborgunum yrði frestað til 1. júní 2009 ogvöxtum skuldbreytt, en að öðru leyti héldist ákvæði veðskuldabréfsins óbreytt.Þar var sem fyrr tilgreind upphafleg fjárhæð lánsins í íslenskum krónum eneftirstöðvar lánsins á þeim tíma hins vegar tilgreindar í japönskum jenum45.866.883.Þann 22. júní 2009 var gerð þriðja skilmálabreytingin; skjal meðyfirskriftinni „Greiðslujöfnun. Viðauki við lánssamning/veðskuldabréf íerlendri mynt“. Þar er upphafleg fjárhæð lánsins tilgreind í íslenskum krónumen upphafleg myntsamsetning lánsins 100% JPY. Var skjalið undirritað afstefnanda með fyrirvara um betri rétt. Með bréfi 15. febrúar 2011 tilkynnti stefndi stefnanda að Alþingi hefðisamþykkt í desember 2010 breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu, semkváðu á um endurútreikning erlendra húsnæðislána og að sú lagabreyting hefðileitt til þess að eftirstöðvar láns stefnanda lækkuðu eftir endurútreikning úr64.269.986 krónum í 41.020.110 krónur miðað við 1. febrúar 2011. Segir ennfremur í bréfinu að hægt sé að óska eftir því fram til 25. mars 2011 að veraáfram með lán í erlendri mynt og verði hlutaðeigandi lán þá ekkiendurútreiknað. Með bréfinu fylgdi endurútreikningur á láninu. Í tilefni afþessum endurútreikningi var gerður viðauki. Segir í viðaukanum að upphaflegurhöfuðstóll hafi verið að jafnvirði 26.000.000 króna. Undir viðauka þennanritaði stefnandi aftur með fyrirvara um betri rétt „vegna dóms Hæstaréttar eðalagabreytinga“.Þann 29. júní 2011 sendi stefnandi bréf til stefnda þar sem hún óskaðieftir því að lánið yrði sett í upphaflega fjárhæð í íslenskum krónum og dregiðfrá allt það sem hafði verið greitt inn á lánið. Jafnframt gerði húnathugasemdir við útreikninga bankans á láninu og lýsti þeirri skoðun sinni aðlánið væri bundið við ólögmæta gengistryggingu og að endurútreikningur sembyggði á lögum 151/2010 gengi gegn meginreglum íslensks réttar um afturvirknilaga, stjórnarskrárvörðum eignarrétti og þar tilgreindum Evróputilskipunum. Þessu hafnaði stefndi í bréfi 18. júlí 2011. Krafa stefnanda var áréttuðmeð bréfi 26. september 2012 og sambærilegt svar barst frá stefnda í bréfi 3.janúar 2012.Þann 23. október 2013 sendi stefnandi bréf til stefnda þar sem krafist varendurgreiðslu á ofgreiddum afborgunum á neytendaláni því sem hér er tilumfjöllunar. Ætti að hafa til hliðsjónar dóma Hæstaréttar um ólögmæt gengislán,lög nr. 121/1994 um neytendalán, lög um eftirlit með viðskiptaháttum ogmarkaðssetningu nr. 57/2005, ákvæði samningalaga um neytendarétt o.fl.Aðilar og lögmaður stefnanda skiptust á bréfum og tölvuskeytum í framhaldiþar sem tekist var á um lögmæti gengistryggingar og endurútreikninga. Þann 1. júlí 2016 lagði stefnandi fram kvörtun á hendur stefnda hjáúrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sbr. mál nefndarinnar nr.41/2016 þar sem krafist var að úrskurðað yrði að stefnda yrði gert aðendurgreiða stefnanda vegna ólöglegs erlends láns. Kröfu stefnanda var hafnað.II.Stefnandi byggir á því aðlánsskuldbinding samkvæmt umfjölluðu veðskuldabréfi sé í íslenskum krónum ískilningi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu enda komieinungis fram höfuðstólsfjárhæð lánsins í íslenskum krónum í samningnum. Horfa beri til nokkurra atriðiþegar ákvarðað sé hvort um hafi verið að ræða lán í erlendri mynt eða lán ííslenskum krónum sem hafi verið gengistryggt. Einkum verði litið til orðalagslánaskjalsins sjálfs og fylgiskjala þess, en til fyllingar á því og ef umþrýtur sé einnig hægt að líta til efnis og orðalags á skjölum er lúta aðframkvæmd eða lúkningu umdeilds lánaskjals.Í fyrirsögn veðskuldabréfsinssegi: „Veðskuldabréf fasteignalán í erlendri mynt". Hugtakið fasteignalání erlendri mynt sé skýrt í samnefndu sérriti greiningardeildar Landsbankans frá10. febrúar 2004 en þar segi að um sé að ræða fasteignalán þar sem höfuðstóllsé í erlendri mynt og vextir taki mið af erlendum grunnvöxtum. Síðan segi: „Lání erlendri mynt eru gengistryggð en það þýðir að höfuðstóll lánsins og þar meðgreiðslubyrði tekur mið af gengi gjaldmiðla á hverjum tíma. Í textanum hér áeftir er ýmist talað um „lán í erlendri mynt“ eða „gengistryggð lán“ og ermerkingin sú sama."Í inngangi skjalsins viðurkennistefnandi að skulda stefnda að jafnvirði: „IKR 26.000.000 eða tuttugu og sexmilljónir 00/100 í eftirtöldum myntum og hlutföllum: JPY 100,0%.“Þá sé talað um að skuldabréfið sé„gengistryggt, með breytilegum vöxtum og jöfnum afborgunum“ og að lánið sé „íeftirtöldum myntum og hlutföllum“ en þar sé verið að vísa til gengistengingar,sbr. einnig það sem segi í 1. gr. skilmála bréfsins: „Lán þetta er bundiðkaupgengi Landsbanka Íslands hf. á ofangreindum myntum, tveimur virkum dögumfyrir útborgunardag“, sem og það sem segir í 2. gr. skilmálanna: „Höfuðstóll skuldarinnar breytist í hlutfallivið breytingar á sölugengi [viðkomandi myntar] hverrar myntar eins og það vartveimur dögum fyrir útborgunardag til fyrsta gjalddaga, og síðan í hlutfallivið breytingar á sölugengi myntanna milli gjalddaga. Afborganir eru reiknaðarþannig, að á hverjum gjalddaga er deilt í höfuðstól hverrar myntar, með þeimfjölda gjalddaga, sem þá eru eftir, að meðtöldum þeim gjalddaga sem er í þaðsinn.“Ótvírætt sé að höfuðstóllinn hafiverið í íslenskum krónum, en tengdur gengisbreytingum sem hafi verið ólöglegt.Ef um erlent lán hefði verið að ræða, þ.e.a.s. höfuðstóllinn verið í erlendummyntum eða mynt, þá hefði augljóslega ekki þurft að miða við gengi viðkomandimynta.Á skuldabréfinu geti að lítasvohljóðandi texta um skuldfærslubeiðni: „Útgefandi óskar hér með eftir því aðneðangreindur reikningur hjá Landsbanka Íslands hf. verði skuldfærður fyrirafborgunum og vöxtum lánsins. Skuldfærslureikningur 0111-26-513105“.Skuldabréfið beri það þannig með sér að við afborganir af bréfinu og greiðsluvaxta hefði borið að skuldafæra reikning sem er í íslenskum krónum. Verði ekkiséð á þessu að útgefandi bréfsins, stefnandi þessa máls, hafi óskað eftir þvíað andvirði lánsins yrði greitt út í jenum.Í greiðslumati, í tilefni aflántöku stefnanda hjá stefnda, sem unnið var af starfsmanni stefnda kemur framí lánalýsingu að fjárhæð lánsins sé 26.000.000 króna, greiðslugjald sé 700krónur og áætluð greiðslubyrði 87.684 krónur á mánuði. Ekkert af þessu sétilgreint í erlendum myntum.Í greiðsluáætlun sem varfylgiskjal með skuldabréfinu í máli þessu sagði m.a.: „Höfuðstóll: kr.26.000.000 100% í erlendri myntkörfu. Fjárhæð til útborgunar (andvirði): kr.25.348.100.“ Í greiðsluáætluninni séu eftirstöðvar, afborganir, vextir,kostnaður og samanlögð greiðsla ávallt og eingöngu tilgreind í íslenskumkrónum. Fram komi einnig að heildarlántökukostnaður sé 8.228.519 krónur og aðheildarupphæð sem greiða eigi miðað við óbreytta vexti sé 33.576.619 krónur.Hvergi séu fjárhæðir tilgreindar í erlendri mynt.Í viðauka við veðskuldabréfið,frá 27. október 2008 þar sem breytt var greiðsluskilmálum sé vísað til þess aðupphafleg lánsfjárhæð sé 26.000.000 króna en eftirstöðvar tilgreindar í jenum.Í þessum viðauka hafi verið staðfest yfirtaka stefnda á umræddu láni af hinumfallna Landsbanka Íslands hf. Í þessu skjali segir meðal annars: „… þegarfyrsta greiðsla skv. nýjum greiðsluskilmálum lánsins hefst mun greiðslubyrði ííslenskum krónum ráðast af sölugengi Landsbankans á gjalddaga.“ Nokkurn veginnsama gildi um viðauka frá 26. febrúar 2009.Enn einn viðaukinn hafi veriðgerður við veðskuldabréfið 22. júní 2009. Í viðauka þessum, sem lúti aðgreiðslujöfnun, segi m.a.: „Jafnvirði upphaflegs höfuðstóls í íslenskum krónumkr. 26.000.000 og upphafleg myntsamsetning lánsins 100% JPY.“ Það veki athyglistefnanda að stefndi skuli hafa séð ástæðu til þessara orðalagsbreytinga.Skýringanna sé sjálfsagt að leita í því að stefndi eins og flestarfjármálastofnanir á þessum tíma hafi staðið í dómsmálum vegna ólöglegragengislána.Þann 25. mars 2011 hafi aðilarritað undir viðauka við lánið vegna endurútreiknings á höfuðstól. Í þeimviðauka segi að höfuðstóll upphaflega lánsins hafi verið að jafnvirði26.000.000 króna. Þarna hafi upphaflegur höfuðstóll verið endurútreiknaðurmiðað við þróun neysluvísitölu og verðtryggða vexti Seðlabankans. Öllgengistenging hafi verið fallin út.Stefnandi telur þá aðeftirfarandi atriði er varða greiðslu á hinu umþrætta skuldabréfi eða lúta aðlögskiptum stefnanda og stefnda vegna þessa veðskuldabréfs renni stoðum undirþá málsástæðu að lánsskuldbindingin samkvæmt veðskuldabréfinu sé lán íslenskumkrónum í skilningi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Stefndi bendir á að kaupnótan frá12. janúar 2006 þar sem andvirði skuldabréfs er lagt inn á jenareikning, séfyrsta skjalið sem tilgreini lán stefnda til stefnanda í japönskum jenum, enþessi ráðstöfun hafi verið í andstöðu við fyrirmæli stefnanda á skuldabréfinu.Á kvittun fyrir greiðslu 1. mars2006, komi fram að skuldfært sé af reikningi nr. 111-38-670036, sem séjena-reikningur. Þetta gangi og þvert gegn efni skuldabréfsins þar sem mælt erfyrir um að skuldafæra skuli af reikningi 0111-26-513105. Fleiri dómskjöl beriþetta með sér. Á lánayfirlitum frá stefnda séu eftirstöðvar höfuðstólstilteknar ýmist í jenum eða krónum, eða báðum gjaldmiðlum.Í málinu séu kvittanir fyrirgreiðslu stefnanda á afborgunum og vöxtum þann 2. júní og 2. júlí 2009 og 1.júní 2010 en þar komi fram að deginum áður hafi verið tekin út fjárhæð afkrónureikningi stefnanda og jen keypt fyrir fjárhæðina áður en greitt hafiverið af láninu. Þá komi fram í tilkynningunum 19. febrúar og 25. maí 2009 aðskuldfært verði af ISK reikningi 0111-26-513105.Í ódagsettu bréfi stefnda tilstefnanda sem lýtur að endurútreikningi lánsins á grundvelli tilmælaFjármálaeftirlitsins og Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar frá 16. júní 2010segi að skv. tilmælunum beri bönkum og fjármálafyrirtækjum að endurreiknalánssamninga sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis innihaldi óskuldbindandigengistryggingarákvæði og samrýmist ekki umræddum dómi. Síðan segir í bréfinu:„Þetta þýðir að lán þitt telst samkvæmt þessari áætlun lán í íslenskum krónum“.Í bréfinu er síðan greint frá því að um vaxtaviðmið fari eftir því sem segi ítilmælunum og vitnað til þeirra þar sem segir: „Í stað gengistryggingar ogerlends vaxtaviðmiðs ...“. Í bréfi þessu taki stefndi undir málsástæðustefnanda um að lánsskuldbinding samkvæmt veðskuldabréfinu sé í íslenskumkrónum og svari með mjög afgerandi hætti kjarnaspurningu málsins hvort um sé aðræða lán í erlendri mynt eða gengistryggt lán í íslenskum krónum.Í kvittun frá 30. mars 2011 komifram að þann 1. mars 2011 hafi 23.171.617 krónur verið greitt vegna lánsins oger skýringin sú að um sé að ræða afskrift vegna endurútreikningsins. Í kvittunvegna bakfærslu sama dag komi fram að bakfærðar hafi verið 140.294 krónur. Þarkemur einnig fram að seld hafi verið japönsk jen að fjárhæð 98.816 krónur. Ísamræmi við þessar breytingar hafi greiðsluseðlar eftir þetta verið í íslenskumkrónum. Við mat á því hvort um hafi veriðað ræða lán í erlendri mynt eða lán í íslenskum krónum sem var gengistryggttelur stefnandi léttvæga þá staðreynd að lagðar hafa verið fram tvær kvittanirog yfirlit og fimm tilkynningar um gjalddaga þar sem greiðslur og eftirstöðvareru tilgreindar í jenum. Stefnandi reifar fjöldann allanaf dómum Hæstaréttar um svipuð álitaefni. Ekki er ástæða til að rekja þá í dómiþessum en sjónarmið sem þar eru nefnd til stuðnings því að lán teljist íslenskog gengistryggð eru m.a. að fjárhæðir í láns- eða leigusamningum séu innheimtarí íslenskum krónum. Einnig að lánsfjárhæð sé ákveðin í íslenskum krónum. Þá ernefndur dómur þar sem að virtum öðrum atriðum hafi hvorki skipt máli aðstaðhæfing um erlent lán komi fram í fyrirsögn samnings né yfirlýsing skuldaraum að skulda í erlendum gjaldmiðlum jafnvirði tiltekinnar fjárhæðar í íslenskumkrónum. Þá skipti máli ef hvergi kemur fram hver fjárhæð skuldar sé í erlendumkrónum en þá þurfi jafnvel ekki að líta til þess hvernig aðilar efnduskuldbindingar sínar í raun. Skuldbinding stefnanda sé aðeinstilgreind í íslenskum krónum og sé því ekki um að ræða lán í erlendri mynt. Umsé að ræða lán í íslenskum krónum sem bundið sé gengi erlendra gjaldmiðla. Hafistefndi á annað borð ætlað að hafa samninginn í erlendri mynt hefði honum veriðí lófa lagið að tilgreina hina erlendu mynt sem höfuðstólsfjárhæð í samningiaðila. Það hafi stefndi hins vegar ekki gert og því blasi við að um sé að ræðagengistryggðan lánssamning. Stefnandibyggir á því að kunni að leika einhver vafi á því hvort lánið hafi verið íerlendri mynt eða gengistryggt, þá beri að túlka þann vafa stefnanda í hag meðvísan til þess að um neytendalán sé að ræða, og lánið talið gengistryggt.Stefnandikveður einnig rétt að vísa til laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttumog markaðssetningu. Með hliðsjón af 5. gr., sbr. 9. gr. laganna um bann viðröngum eða villandi upplýsingum um eðli og einkenni vöru eða þjónustu og umlögbundin réttindi neytenda, telur stefnandi að stefndi beri hallann af öllumóskýrleika í lánasamningi þeim sem mál þetta lýtur að.III.Stefndi byggir sýknukröfu sína áþví að með undirritun sinni á veðskuldabréf nr. 4332 hafi stefnandi skuldbundiðsig til að taka lán í erlendum gjaldmiðli. Stefnanda beri að efna gerðasamninga og virða skuldbindingar sínar. Stefndi telur að krafa hans á hendurstefnanda samkvæmt veðskuldabréfinu sé skuldbinding í erlendri mynt og falliþess vegna utan gildissviðs VI. kafla laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, sbr. 1. mgr. 13. gr. þeirra laga. Stefndi kveðst leggja áherslu áað í fyrirsögn skjalsins segi að það sé „Veðskuldabréf fasteignalán í erlendrimynt“. Einnig sé vísað til þess að orðalagið „jafnvirði“ íslenskra króna getiekki talist tilgreining á skuldbindingu í íslenskum krónum. Auk þessa hafistefnandi undirritað sérstaka yfirlýsingu þess efnis að hún gerði sér greinfyrir því að lántaka í erlendri mynt væri áhættusamari en lántaka í íslenskumkrónum. Hafi stefnanda því verið ljóst að hún var að taka erlent lán en ekkilán í íslenskum krónum. Í lögum nr. 38/2001 sé ekki aðfinna skilgreiningu á því hvað skuli teljast „skuldbinding um lánsfé ííslenskum krónum“ og hvað teljist erlent lán. Af því leiði að túlka verðurskuldbindingu aðila í hvert og eitt skipti samkvæmt fyrirliggjandi samningi ogorðalagi hans. Við þá túlkun verði að horfa til grundvallarreglu samningaréttarum samningsfrelsi aðila, en af henni leiði m.a. að allar takmarkanir frá henniverði að túlka þröngt. Stefndi telur Hæstarétt Íslands hafa slegið því föstu aðvið þetta mat þurfi fyrst og fremst að líta til forms þess gernings sem liggurtil grundvallar skuldbindingunni. Hafi rétturinn lagt á það áherslu að hérskipti einkum máli hvernig sjálf skuldbindingin sé tilgreind í viðkomandilöggerningi. Ef lánsfjárhæð er tilgreind á forsíðu lánssamnings í erlendri mynthafi verið talið að þeir samningar séu um skuldbindingu í erlendri mynt. Ef formskilyrðið er ekkiuppfyllt, þ.e. að í lánssamningi sé getið um lánsfjárhæðina sem jafnvirðiíslenskra króna og aðeins getið um hlutföll hinna erlendu mynta, horfiHæstiréttur til þess hvernig aðilar samningsins efndu samningsskyldur sínar. Íumþrættu veðskuldabréfi sé fjárhæð lánsins tilgreind að jafnvirði íslenskrakróna í eftirtöldum myntum og hlutföllum: 100% JPY. Því þurfi að horfa til þesshvernig aðilar samningsins efndu samningsskyldur sínar. Stefndi kveður stefnandi ekkihafa óskað eftir því að fá lánið greitt út í íslenskum krónum og því hafiandvirði þess verið greitt út í lánsmyntinni, jenum. Stefndi hafi stofnaðgjaldeyrisreikning í nafni stefnanda og lagt jenin inn á hann. Stefnandi hafiekki mótmælt þessari framkvæmd við útgreiðslu lánsins en hún hafi tekiðfjárhæðina út af reikningnum með 15 færslum og hafi síðasta úttektin verið þann30. ágúst 2008 eða rúmum sjö mánuðum frá þeim tíma er lánið var greitt út. Stefndimótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda sem ósannaðri og rangri að allar úttektiraf gjaldeyrisreikningnum hafi verið án hennar atbeina. Sem eigandi reikningsinshafi stefnandi ein getað tekið út af honum. Stefnandi hafi átt þennangjaldeyrisreikning til 4. júní 2008, í þrjú og hálft ár (sic!), og bendi þaðekki til þess að hann hafi verið stofnaður í óþökk hennar. Stefnandi hafi fallið frá þeirribeiðni sinni að greiðsla afborgana og vaxta yrði skuldfærð af íslenskumtékkareikningi hennar. Var því gjaldeyrisreikningur hennar nr. 670036skuldfærður fyrir afborgunum og vöxtum af láninu fram til 30. ágúst 2006. Þanndag stofnaði stefnandi annan gjaldeyrisreikning í jenum, nr. 0111-38-670054, ogvar sá reikningur skuldfærður fyrir greiðslum lánsins allt fram í október 2008þegar gerður var viðauki við lánið um frestun afborgana og vaxta. Frá þeim tímahafi íslenskur tékkareikningur hennar verið skuldfærður fyrir afborgunumlánsins og hafi verið keypt jen sem greidd voru inn á lánið. Stefnandi gerðialdrei athugasemdir við þessa framkvæmd á greiðslum lánsins og lítur stefndisvo á að hún hafi verið samþykk henni. Sé því ljóst að báðir aðilarsamningsins hafi efnt aðalskyldur sínar í erlendum myntum; stefndi með því aðgreiða lánið út í jenum á gjaldeyrisreikning stefnanda og stefnandi með því aðendurgreiða lánið í jenum. Stefndi byggir á því að við þessar aðstæður getiskuldbinding aðila ekki talist vera í íslenskum krónum.Þá bendir stefndi á að stefnandiátti samkvæmt efni veðskuldabréfsins að greiða stefnda tilgreinda LIBOR-vextien LIBOR-vextir verði ekki ákvarðaðir á íslenskar krónur. Skuldbindingstefnanda var því án alls vafa í erlendum myntum og hafi þetta verið henniljóst. Þá sé skuldbindingin tilgreind íhinni erlendu mynt í öðrum skjölum sem séu tengd veðskuldabréfinu órjúfanlegumböndum. Þegar skjalagerð vegna lánsinshafi verið lokið og skilyrðum fyrir útgreiðslu þess fullnægt, þ. á m. aðþinglýsingu bréfsins, var fyrst hægt að greiða lánið út. Þá fyrst hafi legiðfyrir hver höfuðstóll hinnar erlendu myntar var nákvæmlega. Kaupnóta lánsins,sýni hver var höfuðstóll lánsins á útborgunardegi og sé skuldbinding stefnandasamkvæmt veðskuldabréfinu þar einungis tilgreind í jenum. Stefnandi hafi fengiðkaupnótuna senda til sín og enga athugasemd gert við efni hennar. Í skilmálabreytingum lánsins,yfirlitum um stöðu lánsins, kvittunum fyrir greiðslu hvers gjalddaga ogtilkynningum um gjalddaga, sé lánsfjárhæðin eingöngu tilgreind í jenum og ekkiminnst á íslenskar krónur. Þannig liggi fyrir aðskuldbinding stefnanda hafi í öllum skjölum, frá og með útgreiðslu lánsins,verið tilgreind með þeim erlenda gjaldmiðli sem hún var í en ekki í íslenskumkrónum. Telur stefndi því ljóst að af orðalagi samningsins, öðrum skjölum ogathöfnum aðila, sé engum vafa háð að umþrættar skuldbindingar hafi verið íerlendum gjaldmiðlum, og slíkt raunar verið skýrlega staðfest í dómaframkvæmd.Beri þegar af framangreindum ástæðum, hverri og einni og öllum samanlögðum, aðsýkna stefnda af dómkröfum stefnanda. Stefndi vísar til og reifarítarlega fjölmarga dóma Hæstaréttar sem hann telur í samræmi við framangreint.Stefndi telur að þau dómafordæmisem stefnandi vísar til í stefnu, þar sem niðurstaða Hæstaréttar varð sú að lánvar talið gengistryggt, hafi ekki fordæmisgildi í þessu máli þar sem atvik séuekki sambærileg. Í þeim málum efndu aðilar samningsins skyldur sínar ííslenskum krónum en í þessu máli efndu báðir aðilar samningsskyldur sínar íjenum. Stefndi tilgreinir að þegarviðauki hafi verið gerður við lán stefnanda þann 27. október 2008 hafigreiðslum af láninu verið frestað frá 1. október 2008 til og með 1. febrúar2009 og hafi næsti gjalddagi lánsins verið ákveðinn 1. mars 2009. Vextir fyrirþetta tímabil hafi verið lagðir við höfuðstól og því hafi eftirstöðvar lánsinshækkað án þess að lánstíminn lengdist. Þess vegna hafi verið tekið fram íviðaukanum að þegar afborganir hæfust af láninu að nýju yrði hver greiðslahærri en áður sem næmi hlutfallinu af höfuðstólsfærðum vöxtum og færriheildarfjölda afborgana. Einnig hafi komið fram að þegar fyrsta greiðslasamkvæmt nýjum greiðsluskilmálum hæfist myndi greiðslubyrði í íslenskum krónumráðast af sölugengi Landsbankans á gjalddaga. Ástæðan hafi verið sú að fleirikrónur þarf til þess að kaupa fleiri jen til þess borga hærri gjalddaga afláninu. Stefndi mótmælir þeim rökumstefnanda að umfjöllun greiningardeildar Landsbanka Íslands hf. frá 10. febrúar2004 um fasteignalán í erlendri mynt, bendi til þess að um gengistryggð lán séað ræða. Fram komi í inngangi greinarinnar að Landsbanki Íslands hf. ogÍslandsbanki hf. hefðu auglýst nýja tegund fasteignalána þar sem höfuðstóll séí erlendri mynt og vextir taki mið af erlendum grunnvöxtum. Vaxtamunur á milliÍslands og viðskiptalandanna sé um 3% á mælikvarða millibankavaxta (LIBOR) ogsé því óhætt að gera ráð fyrir því að íbúðarkaupendur velti því alvarlega fyrirsér hvort lántaka í erlendri mynt sé fýsileg. Fjármálaeftirlitið og SeðlabankiÍslands hafi sent tilmæli til fjármálafyrirtækja þann 30. júní 2010, í kjölfaruppkvaðningar fyrstu dómanna um að bílasamningar fjármögnunarleigufyrirtækjaværu gengistryggð lán, þar sem þau voru beðin um að meta hvaða áhrif það gætihaft á fjárhagsstöðu og eigið fé fyrirtækjanna ef lán viðskiptavina þeirra semteldust gengistryggð væru endurreiknuð í íslenskum krónum með lægstu vöxtum ánýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða með lægstu vöxtum á nýjum almennumverðtryggðum útlánum. Tilgangur tilmælanna hafi verið að hjálpa eftirlitsaðilummeð fjármálafyrirtækjum að gera sér grein fyrir hvaða áhrif dómar umgengistryggingu hefðu á rekstur fjármálafyrirtækja en farið var fram á aðfjármálafyrirtækin sendu áætlanir um áhrifin. Ekki var um lagasetningu að ræðaheldur tilmæli og þurftu fyrirtækin ekki að fara að þeim en ef þau gerðu það ogsendu umbeðnar upplýsingar megi vera ljóst að um áætlanir hafi verið að ræðaþar sem ekki lágu fyrir á þessum tíma skýr dómafordæmi um það hvaða lán teldustgengistryggð og hver erlend. Í framhaldi af þessum tilmælumhafi stefndi sent stefnanda bréf, þar sem gerð var grein fyrir þeim og að lánstefnanda hefði verið endurreiknað samkvæmt þessari áætlun. Í bréfinu hafikomið fram að útreikningarnir væru mat á stöðu lánsins miðað við 1. júní 2010og að þeir væru sendir til að auðvelda viðskiptavinum að gera sér grein fyriráhrifum tilmælanna. Stefnandi hafi ekki brugðist við bréfinu og hafi ekki haftsamband við stefnda vegna þess eða áætlaðs útreiknings sem birtur hafi verið íheimabanka stefnanda. Stefndi hafnar þeirri fullyrðingu stefnanda að meðbréfinu hafi stefndi fallist á að umþrætt veðskuldabréf væri gengistryggt ogbyggir á því að um hafi verið að ræða bréf þar sem áætluð staða lánsins varkynnt ef til þess kæmi að það yrði endurreiknað. Stefnandi hefur ekki borið þvívið áður að í bréfinu hafi falist viðurkenning á að lánið sé gengistryggt ogtelur stefndi að um tómlæti sé að ræða hjá stefnanda að byggja á því að íbréfinu felist slík viðurkenning. Með lögum nr. 151/2010, semAlþingi samþykkti þann 29. desember 2010, var samþykkt breyting á vaxtalögumnr. 38/2001. Í lögunum eru ákvæði um það hvernig standa skuli aðendurútreikningi gengistryggðra lána og voru fjármálafyrirtækjum gefnir þrírmánuðir til þess að endurreikna bæði gengistryggð og lögmæt erlend íbúðarlán.Stefndi hafi gert það og sent stefnanda bréf, 15. febrúar 2011, þar semniðurstöður endurútreikningsins vorukynntar. Með viðauka við skuldabréfið 25. mars 2011 samþykkti stefnandiútreikninginn en eftir þann útreikning hafi verið um lán í íslenskum krónum aðræða með lægstu óverðtryggðum vöxtum samkvæmt 4. gr. vaxtalaga. Stefndi vísar til laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, einkum 1. – 4. gr. og 13. og 14. gr.Stefndi vísar til meginreglna samninga- og kröfuréttar um skuldbindingargildisamninga. Krafa stefnda um málskostnað byggir á 1. mgr. 130. gr. laga nr.91/1991 og krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun er reist á lögum nr.50/1988, um virðisaukaskatt. Stefndi er ekki virðisaukaskattsskyldur og berhonum því nauðsyn til að fá dóm fyrir þessum skatti úr hendi stefnanda.IV.Ágreiningur málsþessa lýtur að því hvort veðskuldabréf útgefið af stefnanda í árslok 2005, sélán í erlendum myntum eða í íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingusamkvæmt 14. gr., sbr. 13. gr. laga nr. 38/2001, en á þetta álitaefni hefurmargoft reynt í dómaframkvæmd.Stefnandi kefstþess að viðurkennt verði að skuldabréfið sé lánssamningur í íslenskum krónumbundinn ólögmætri gengistryggingu í skilningi 14. gr. laga um vexti ogverðtryggingu.Stefndi heldur því fram að lánið hafi verið löglegt lán íerlendum gjaldmiðlum.Af orðalagifyrrgreindra lagaákvæða og lögskýringargögnum verður ráðið að við úrlausn á þvíhvort um sé að ræða skuldbindingu í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðliverði fyrst og fremst að líta til forms og meginefnis þeirra gerninga semliggja til grundvallar skuldbindingunni.Í því sambandi skiptir einkummáli hvernig sjálf skuldbindingin er tilgreind í þeim. Fjöldi dóma liggurfyrir þar sem reynt hefur á framangreint álitaefni.Hefur Hæstiréttur ídómum sínum, í samræmi við framangreint, fyrst og fremst lagt til grundvallarskýringu á texta lánssamnings þar sem lýst er skuldbindingunni sem lántakitekst á hendur.Koma önnur atriði tengd samningsgerðinni þá fyrst tilskoðunar ef samningsákvæðin sjálf taka ekki af vafa um þetta atriði. Þá hefurverið litið mjög til þess hvort lánsfjárhæðin hafi verið greidd út við kaup áskuldabréfi, í íslenskum krónum eða hinum erlenda eða erlendum gjaldmiðlum.Ákvæðum hinsumdeilda veðskuldabréfs hefur verið lýst hér að framan, en skjalið beryfirskriftina „Veðskuldabréf fasteignalán í erlendri mynt“. Í skjalinu játaststefnandi undir að skulda Landsbanka Íslands hf. jafnvirði 26.000.000 króna í„eftirtöldum myntum og hlutföllum: JPY 100%“.Þá voru vextir samkvæmtláninu til samræmis við að um erlent lán væri að ræða.Samkvæmt þessu barmeginefni samningsins ótvírætt með sér að lán þetta hafi verið gilt lán í hinumerlenda gjaldmiðli. Aukinheldur liggur fyrir að lánið var greitt út í japönskumjenum án þess að nokkur andmæli hafi verið höfð uppi af hálfu stefnanda viðþeirri ráðstöfun bankans, þótt hún beri því við nú að þetta hafi verið í óþökkhennar. Hið sama gildir um stofnun stefnda á reikningnum og útgreiðslur afhonum í framhaldi, engar athugasemdir erusjáanlegar af hálfu stefnanda vegna þessa. Vísa má um framangreindsjónarmið til dæmis til dóma Hæstaréttar í málunum nr. 3/2012 og 66/2012. Þáathugist að í bréfi stefnanda til stefnda 26. september 2013 segir hún lániðhafa verið í jenum. Þá liggur fyrir yfirlýsing stefnanda sem hún gaf viðlántökuna 30. desember 2005 þar sem kemur fram með ótvíræðum hætti að hún áttisig á því að lánið sé í erlendri mynt og slík lán séu áhættusamari en lántaka ííslenskum krónum. Þá lagði stefndi fram umsókn stefnanda 30. ágúst 2008 um aðstofna þrjá gjaldeyrisreikninga í Landsbankanum fyrir bandríkjadali, evrur ogjen. Samkvæmtframansögðu er það mat dómsins að lán það sem stefnandi tók 30. desember 2005nr. 111-36-4332 hjá Landsbanka Íslands hf. hafi verið í erlendri mynt ogbreytir það ekki þeirri niðurstöðu þótt greitt hafi verið af láninu að því ervirðist að hluta í íslenskum krónum og yfirlit og önnur skjöl hafi á stundumgeymt vísbendingar um að lánið væri í íslenskum krónum, enda mun láninu hafaverið að sögn stefnda breytt í íslenskt lán með viðaukanum sem undirritaður var25. mars 2011.Með vísan til framanritaðs verður stefndi sýknaður afkröfum stefnanda.Í málinu er lagtfram bréf frá stefnda til stefnanda sem er ódagsett en forsendur í útreikningisem þar koma fram bera með sér að það hafi verið sent eftir 1. júní 2010 ogvæntanlega þá fljótlega eftir þann dag því frestur síðar í bréfinu til aðbregðast við efni þess var settur til 15. ágúst. Í bréfinu segir að því fylgiáætlaður endurútreikningur á fasteignaláni stefnanda í erlendri mynt. Síðarsegir efnislega að samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslandsberi bönkum og fjármálafyrirtækjum að endurreikna lánasamninga sem að mativiðkomandi fjármálafyrirtækis innihéldu óskuldbindandi gengistryggingarákvæðiog samrýmdust ekki dómi Hæstaréttar frá 16. júní. Svo sagði: „Þetta þýðir aðlán þitt telst samkvæmt þessari áætlun lán í íslenskum krónum og fara þvívaxtaviðmið þess eftir því sem segir í fyrrnefndum tilmælum.“ Í niðurlagibréfsins sagði að ef endurútreikningur hentaði viðtakanda af einhverjum ástæðumekki væri boðið upp á aðrar leiðir sem voru tilgreindar. Í lokin var minnt á aðfrestur til að taka einhverjum úrræðum stefnda vegna erlendra lána rynni út 15.ágúst. Ekkert í málinubendir til þess að stefnandi hafi með einhverjum hætti brugðist við þessu bréfiog verður ekki betur séð en að það sé fyrst í málatilbúnaði þessa máls sem húnber því við að með þessu hafi hún í höndum viðurkenningu stefnda á því aðfallast beri á stefnukröfur hennar. Í raun er þó orðalag þannig að ekki virðistbyggt beint á þessari málsástæðu heldur tekið fram að með bréfinu hafi stefnditekið undir málsástæður stefnanda. Engin merki eru hins vegar um að stefnandihafi byggt upp einhverjar væntingar eða gert kröfur, eða þá samþykkt nálgunbankans sem birtist í bréfinu. Var um að ræða áætlun bankans og verður ekkibetur séð en vænst væri viðbragða við því. Eftir að bréfið var sent meðhöndlaðistefndi lánið áfram eins og erlent lán. Með vísan til framangreinds verður ekkitalið að stefnandi geti byggt rétt á umræddu bréfi. Miðað við atvikmálsins telur dómurinn ekki efni til að fjalla sérstaklega um möguleg áhriflaga nr. 57/2005 á réttarstöðu aðila.Með vísan tilframangreinds og 1. mgr. 130. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eróhjákvæmilegt að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað sem telsthæfilegur 500.000 krónur.Af hálfu stefnanda flutti málið Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaðurog af hálfu stefnda flutti málið Hrannar Jónsson héraðsdómslögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R ÐStefndi, Landsbankinn hf., ersýknaður af kröfum stefnanda, Elsu Bjartmarsdóttur. Stefnandi greiði stefnda 500.000kr. í málskostnað. |
Mál nr. 728/2017 | Skaðabætur Fyrning Kyrrsetning | A hf. krafði M sem var fyrrum starfsmaður AFL ses. skaðabóta vegna fjárdráttar og umboðssvika. Taldi A hf. að misferli M hefði falist í misnotkun bankareikninga viðskiptamanna AFL ses. sem og á fjármunum sparisjóðsins sjálfs. Í dómi héraðsdóms var talið sannað að M hefði framkvæmt millifærslur og notað afskriftarreikning sparisjóðsins sem honum hafi ekki verið heimilt og því talið að hann hefði með saknæmri og ólögmætri háttsemi valdið sparisjóðnum, sem A hf. leiddi rétt sinn af, tjóni sem því næmi og bæri bótaábyrgð á því. Var kröfum vegna meintra umboðssvika M vísað frá dómi vegna vanreifunar. Af hálfu M var lögð fyrir Hæstarétt vottfest yfirlýsing stjórnarformanns V ehf. um að hann hefði haft heimild til að millifæra ákveðna fjárhæð af reikningi félagsins inn á eigin reikning í mars 2008. Var því talið í dómi Hæstaréttar að M hefði verið sú millifærsla heimil og að A hf. hefði ekki orðið fyrir tjóni sem næmi þeirri fjárhæð. Að því gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var niðurstaða hans um skaðabótakröfu A hf. staðfest sem og kyrrsetningargerð sem sýslumaður hafði gert í eignum M árið 2015 fyrir dæmdum kröfum. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og BenediktBogason og Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 22. nóvember 2017. Hann krefstsýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms á þann veg að stefnda verði gertað greiða sér 54.336.304 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. júní 2016 til greiðsludags. Þákrefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með hinum áfrýjaða dómi var áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda55.653.054 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Fyrir Hæstarétti féllstefndi frá kröfu að fjárhæð 1.316.750 krónur, sem er samtala liða nr. 4, 5, 6,11, 13 og 17 í þeim kafla héraðsdóms sem hefur að geyma málsástæður og lagarökstefnanda. Þetta var reist á því að þessir liðir tækju til millifærslna af bankareikningiBáss ehf. á tímabilinu 2. mars 2009 til 29. mars 2011, en það tjón væriinnifalið í öðrum kröfulið stefnda. Þannig hefði verið afskrifuð 30. júní 2011 yfirdráttarskuldBáss ehf. á sama reikningi að fjárhæð 27.761.094 krónur, en fyrrgreindarmillifærslur væru hluti af afskriftinni. Af hálfu áfrýjandahefur verið lögð fyrir Hæstarétt vottfest yfirlýsing Ingólfs Jóns Geirssonar,stjórnarformanns Verslunarinnar Toppa ehf., um að áfrýjandi hafi haft heimildtil að millifæra 2.738.500 krónur af reikningi félagsins inn á eigin reikning13. mars 2008. Um hafi verið að ræða endurgreiðslu félagsins á láni semáfrýjandi hefði veitt. Af hálfu stefnda hefur ekki verið vefengt að yfirlýsinginstafi frá fyrirsvarsmanni einkahlutafélagsins. Samkvæmt gögnum málsins varfélagið eigandi tilgreinds bankareiknings sem áfrýjandi millifærði fyrrgreindafjárhæð af og lagði inn á sinn reikning. Því verður talið að áfrýjanda hafiverið þessi millifærsla heimil og að stefndi hafi ekki orðið fyrir tjóni semnemur framangreindri fjárhæð. Kemur hún því til lækkunar á kröfu stefnda. Aðþessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verðurniðurstaða hans um skaðabótakröfu stefnda staðfest þannig að áfrýjanda verðurgert að greiða honum 51.597.804 krónur með dráttarvöxtum eins og greinir ídómsorði. Þá verður með skírskotun til forsendna héraðsdóms staðfest kyrrsetningí eignum áfrýjanda fyrir dæmdum kröfum.Ákvæðihéraðsdóms um málskostnað verður staðfest. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti einsog í dómsorði greinir.Dómsorð:Áfrýjandi, Magnús Stefán Jónasson, greiði stefnda, Arion banka hf., 51.597.804 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 30. júní 2016 til greiðsludags.Ákvæðihéraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað.Áfrýjandi greiði stefnda 1.000.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Staðfest er kyrrsetningargerð sem sýslumaðurinn á Norðurlandi eystragerði 5. október 2015 í eignum áfrýjanda fyrir dæmdum kröfum.Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra23. ágúst 2017.Stefnandimáls þessa er nú Arion banki hf., Borgartúni 19, Reykjavík, en stefndi erMagnús Stefán Jónasson, Hvanneyrarbraut 35, Siglufirði. Máliðvar í öndverðu höfðað 16. október 2015 með réttarstefnu, útgefinni af dómstjórahéraðsdóms Norðurlands eystra 5. október 2015. Í henni var gerð krafa umgreiðslu 178.261.094 króna ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði og staðfestingukyrrsetningargerðar. Með úrskurði 29. apríl 2016 var fjárkröfunni vísað frádómi en hafnað kröfu um frávísun kröfu um staðfestingu kyrrsetningar.Úrskurðurinn var staðfestur með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 402/2016.Er málið var höfðað var AFL sparisjóður, Aðalgötu 34, Siglufirði, stefnandimálsins en hann sameinaðist Arion banka hf. hinn 15. október 2015 og breyttistaðild málsins samkvæmt því.Stefnandihöfðaði mál á hendur stefnda hinn 29. júní 2016 og var þar gerð krafa umgreiðslu 105.835.254 króna auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Málin vorusameinuð. Meðúrskurði dómsins 7. febrúar 2017 var málinu frestað þar til fyrir lægjuniðurstöður rannsóknar héraðssaksóknara á meintri refsiverðri háttsemi stefndaog eftir atvikum dómur héraðsdóms í sakamáli, yrði það höfðað í kjölfarrannsóknarinnar. Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 135/2017 varúrskurðurinn felldur úr gildi.Máliðvar tekið til dóms að lokinni aðalmeðferð 28. júní 2017. Við aðalmeðferðinalækkaði stefnandi fjárkröfu sína um fjórar milljónir króna.DómkröfurEndanlegardómkröfur stefnanda eru að stefndi verði dæmdur til greiðslu 101.835.254 krónaásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 22. október2015 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að staðfest verði kyrrsetningsem sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra gerði hinn 5. október 2015 ífasteignunum Hvanneyrarbraut 35, Siglufirði, fnr. 213-0510 og eignarhlutastefnda í Fákafeni 13, Siglufirði, fnr. 213-0181, ökutækjunum Mercedes Benz500SEL, fnr. DZ106, Subaru Impreza GL, fnr. RG710, Subaru Impreza, fnr. RL886,Nissan Patrol Y608, fnr. RH920, Toyota Land Cruiser 120, fnr. PT657 og NissanPatrol, fnr. RU164, hestakerru, fnr. BV380, 6% eignarhluta stefnda ífyrirtækinu Topphestum ehf., kt. [...] og eignarhluta stefnda í fyrirtækinuHálendi Íslands ehf., kt. [...], ásamt innstæðum bankareikninga stefnda 1102-26-[...],nr. 1102-26-[...], nr. 1102-26-[...], nr. 1102-15-[...], nr. 1102-18-[...] ognr. 1102-18-[...], nr. 1102-38-[...].Stefndikrefst sýknu af kröfum stefnanda en til vara lækkunar krafna hans.Hvorkrefst málskostnaðar úr hendi hins.Málavextir Stefndistarfaði hjá AFLi-sparisjóði og forvera hans í rúmlega aldarfjórðung. Frá miðjuári 2007 var hann skrifstofustjóri og staðgengill sparisjóðsstjóra. Hann samdium starfslok 26. júní 2015. Eftirstarfslok stefnda munu hafa vaknað grunsemdir um að hann hefði haft í frammimisferli í störfum sínum. Meðal gagna málsins er skjal, dags. 2. september2015, undir heitinu „Greinargerð til stjórnar“, og ber skjalið merkisparisjóðsins. Efni þess er sagt vera „Rökstuddur grunur um misnotkun fyrrumstarfsmanna á bankareikningum viðskiptavina og sjóðum AFL sparisjóðs.“Minnisblaðið sé „tekið saman vegna [gruns] um misnotkun á bankareikningi Básehf., mögulegrar misnotkunar á bankareikningum annarra viðskiptamanna AFL semog á fjármunum AFL sparisjóðs. Meint misnotkun beinist að fyrrum starfsmanniAFL sparisjóðs sem tengist ofangreindu félagi með beinum hætti. Sérstaklega erbent á tvær færslur á bankareikningi Bás ehf. (1102-26-611) samtals að fjárhæð47.761.094,- og aðgerðum og færslum þeim tengdum [...]. [Stefndi] fyrrumstarfsmaður AFL framkvæmdi allar neðangreindar aðgerðir og færslur. Forskoðunsjóðsins hefur leitt neðangreint í ljós.“ Eru því næst raktar „færslur og aðgerðir“tengdar annars vegar 20.000.000 króna og hins vegar 27.761.094 króna færslna ábankareikningi Báss ehf. Ískjalinu er færslunum og aðgerðunum, sem sagðar eru tengdar 20 milljóna krónafærslu á bankareikningi Báss ehf., lýst þannig að hinn 18. nóvember 2010 hafiverið framkvæmd millifærsla að fjárhæð 20 milljónir króna af reikningifyrirtækisins Hauks Jónssonar ehf., sem ekki hafi haft neina starfsemi heldurverið í slitaferli, á reikning Báss ehf. Viku síðar hefðu verið afskrifaðarskuldir nafngreinds einstaklings á nánar greindum reikningi. Skuld reikningsinshafi numið 8.142.916 krónum en afskriftin hafi numið 18.142.916 krónum. Þannighafi myndast 10 milljóna króna innstæða á reikningnum. Sama dag hafi 10milljónir króna verið millifærðar af reikningi viðskiptavinarins á reikningfyrst nefnda fyrirtækisins. Eftir þá færslu standi skuld á reikningifyrirtækisins í tíu milljónum króna. Hinn 3. desember 2010 hafi 266.921 krónaverið færð af reikningi í eigu fyrirtækisins Timburs og stáls ehf. Með aðgerðinnihafi verið skýringartextinn „Eyðilagður reikningur“. Upphæðin hafi verið lögðinn á reikning þess fyrirtækis sem fyrst var nefnt og þar með hafi skuldastaðaná þeim reikningi orðið 9.733.079 krónur. Hinn 10. janúar 2011 hafi 9.733.079krónur verið færðar af reikningi Báss ehf. inn á reikning fyrst nefndafyrirtækisins og þar með engin skuld eftir á þeim reikningi. Viku síðar hafi9.733.079 krónur verið færðar af reikningi fyrirtækisins Guðrúnar Maríu ehf.inn á reikning Báss ehf. Fyrir hafi skuldastaðan á reikningi Guðrúnar Maríuehf. verið 2.478.418 krónur en eftir millifærsluna 12.211.497 krónur. Hinn 4.mars 2011 hafi reikningsskuld Guðrúnar Maríu ehf., 12.211.497 krónur, veriðafskrifuð að fullu. Segir svo í skjalinu: „Ofangreindar færslur, sem allar eruframkvæmdar af sama starfsmanni, leiða til þess að skuldastaða Bás ehf. áreikningi 1102-26-611 lækkar um kr. 20.000.000,- Á móti þeirri fjárhæð eru kr.9.733.079,- afskrifaðar á kennitölu Guðrúnar Maríu ehf., kr. 10.000.000,- ákennitölu [nafngreinds viðskiptavinar] og að lokum með millifærslu af kennitöluTimburs og stáls ehf. kr. 266.921,-.“Ískjalinu er færslunum og aðgerðunum, sem sagðar eru tengdar 27.761.094 krónafærslu á bankareikningi Báss ehf., lýst þannig að hinn 15. júní 2011 hafi verið„átt við grunnupplýsingar reiknings [...] Bás ehf. Kennitölubreyting var gerðog skráður eigandi samkvæmt kerfum varð [sami nafngreindi einstaklingur].“ Hinn30. júní 2011 hafi skuldir á reikningi Báss ehf., 27.761.094 krónur, veriðafskrifaðar. Skýringartexti með aðgerð hafi verið „Innborgun“. Afskrift hafiverið færð á afskriftareikning vegna erlendra lána annars vegar og hins vegar ábókhaldslykil vegna sérgreindrar niðurfærslu. Þess er sérstaklega getið aðskuldirnar hafi verið í íslenskum krónum en ekki erlendum gjaldmiðli. Þá ertekið fram að „afskrift er framkvæmd var 30.06.2011 verður vegnakennitölubreytingar frá 15.06.2011 ekki rekjanleg til Bás ehf. heldureyrnamerkt [sama nafngreinda einstaklingi].“ Þá segir að hinn 6. október 2011hafi grunnupplýsingum reikningsins aftur verið breytt þannig að Bás ehf. hafiaftur verið skráður eigandi reikningsins. Loks segir: „Ofangreindar færslurleiða til þess að skuldstaða [sic] Bás ehf. lækkar um 27.761.094,- og verðurkr. 0,-. Á móti þeirri fjárhæð eru afskrifaðar kr. 27.761.094,- á kennitölu[sama nafngreinda einstaklings].“Ímálinu liggur skjal, nefnt „Samkomulag um bætur vegna tjóns“, dags. 17.desember 2012. Þar segir: „Kambur – bifreiða og vélaverkstæði ehf. [...] gerirsvofellt samkomulag við Bás ehf. [...] vegna tjóns á þaki húseignar félagsins ínóvember 2012 að Ránargötu 14, 580 Siglufirði. Kambur – bifreiða ogvélaverkstæði ehf. [...] greiði Bás ehf. eingreiðslu að fjárhæð kr. 3.500.000[...] sem fullnaðargreiðslu á ofangreindu tjóni.“ Stefndi ritar undirsamkomulagið fyrir hönd Kambs bifreiða- og vélaverkstæðis en annareinstaklingur undirritar fyrir hönd Báss ehf. Vottar að samkomulaginu eruRannveig Gústafsdóttir og Ólafur Jónsson. Samkvæmt viðskiptakvittun voru3.500.000 krónur greiddar af afskriftareikningi sparisjóðsins á reikning Kambsbifreiða- og vélaverkstæðis ehf. hinn 31. desember 2012. Skýring er skráð„Kambur v/Tjóns“. Á viðskiptakvittuninni segir að stefndi sé sá starfsmaður erframkvæmt hafi færsluna.Ímálinu liggur skjal nefnt „Veðflutningur/veðbandslausn“ og tekur tiltryggingarbréfs nr. 1102-38-000215. Þar segir: „Tryggingabréf útgefið þann28.03.2007 af [nafngreindum einstaklingi] til AFL-Sparisjóðs, að upphaflegrifjárhæð kr. 6.500.000, tryggt upphaflega með 03. veðrétti nú með 1. veðrétti ífasteigninni Eyrargata 15, Siglufirði [...]. Eyrargata 15, Siglufirði [...] erhér með laus allra veðbanda hvað varðar ofangreint tryggingabréf og óskastveðinu aflýst. Ofangreint tryggingabréf verður hér með flutt yfir á 5 veðréttifasteigninni Aðalgata 10, Siglufirði [...].“ Er því næst rakið að þar muni þaðstanda á eftir tryggingabréfi frá mars 2008, upphaflega að fjárhæð 40 milljónirkróna, veðskuldabréfi frá febrúar 2002, upphaflega að fjárhæð 3.000.000 króna,veðskuldabréfi frá janúar 2002, upphaflega að fjárhæð 55.304 evrur ogveðskuldabréfi frá febrúar 1977 að fjárhæð 50.000 krónur. Stefndi ritar undirskjalið fyrir hönd sparisjóðsins en einnig ritar undir skjalið nafngreindureinstaklingur fyrir hönd Joachim ehf. sem þinglýsts eiganda. Skjalið er fært íþinglýsingabók 14. maí.Ílánareglum sparisjóðsins, sem tóku gildi 4. september 2009, segir að öll nýútlán og ábyrgðir, yfir einni milljón króna, skuli fara fyrir lánanefnd, hvortum sé að ræða lán eða yfirdrátt. Öll ný útlán sem veitt séu aðila í vanskilumskuli fara fyrir nefndina. Séu vanskil greidd upp með lánveitingu skuli þaðgert samkvæmt sameiginlegri niðurstöðu nefndarinnar. Lánanefnd er starfi áSiglufirði hafi heimildir „heildarútlán innan 10% af cad eigið fé“. Í nefndinnisitji Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri, stefndi, Rannveig Gústafsdóttirdeildarstjóri og Kristján Björn Snorrason varamaður. Önnur lánanefnd, meðútlánaheimildir allt að fimm milljónum króna, þó þannig að heildarfyrirgreiðslaverði tíu milljónir að hámarki eftir lánveitingu, starfi á Sauðárkróki. Íreglunum segir einnig að lánanefndarmönnum sé óheimilt að veita viðskiptavinumfyrirgreiðslu fyrr en viðkomandi lánanefnd hafi „fjallað faglega umlánsbeiðni“. Lánanefndir skuli funda daglega eftir þörfum. Íútlánareglum sparisjóðsins frá október 2014 segir meðal annars aðsparisjóðsstjóri hafi heimild til að ákveða lánafyrirgreiðslu allt að fimmmilljónum króna, útibússtjórar og forstöðumaður lánasviðs allt að 1.500.000krónum og þjónustufulltrúar allt að einni milljón króna. Staðgengillsparisjóðsstjóra hafi sömu heimildir og sparisjóðsstjóri í forföllum hans. Þásegir að sparisjóðsstjóri skipi fulltrúa í lánanefnd. Lánanefnd taki„ákvarðanir um öll útlán, ábyrgðir og/eða hvers konar aðrar skuldbindingar erhafa útlánaígildi er nema hærri fjárhæð en kr. 1.500.000.“ Lánafyrirgreiðslatil viðskiptamanna er taki til hærri fjárhæðar en 1.500.000 króna sé óheimil ánheimildar lánanefndar. Þá segir í reglunum að stjórnendum sé „áskilið og skyltað hafa að leiðarljósi hagsmuni AFL en ekki sína eigin við ákvörðun álánveitingum til viðskiptamanna.“ Tryggingar fyrir lánum skuli ætíð vera meðþeim hætti að lágmarka útlánahættu sparisjóðsins.Meðbréfi til sérstaks saksóknara samkvæmt þág. lögum nr. 135/2008, dags. 4.september 2015, kærði AFL sparisjóður ses. „meint misferli“ stefnda. Fælist þaðí „misnotkun á bankareikningi Bás ehf., mögulegrar [sic] misnotkunar ábankareikningum annarra viðskiptamanna AFL sparisjóðs sem og á fjármunum AFLsparisjóðs.“ Segir í kærunni að stefndi tengist Bási ehf. með beinum hætti.Hinn5. október 2015 lýsti sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra að kröfu AFLsparisjóðs yfir kyrrsetningu í eftirtöldum eignum stefnda: fasteignunumHvanneyrarbraut 35, Siglufirði, fnr. 213-0510 og eignarhluta stefnda í Fákafeni13, Siglufirði, fnr. 213-0181, ökutækjunum Mercedes Benz 500SEL, fnr. DZ106,Subaru Impreza GL, fnr. RG710, Subaru Impreza, fnr. RL886, Nissan Patrol Y608,fnr. RH920, Toyota Land Cruiser 120, fnr. PT657 og Nissan Patrol, fnr. RU164,hestakerru, fnr. BV380, 6% eignarhluta stefnda í fyrirtækinu Topphestum ehf.,kt. [...] og eignarhluta stefnda í fyrirtækinu Hálendi Íslands ehf., kt. [...],ásamt innstæðum bankareikninga stefnda 1102-26-[...], nr. 1102-26-[...], nr.1102-26-[...], nr. 1102-15-[...], nr. 1102-18-[...] og nr. 1102-18-[...], nr.1102-38-[...]. Kyrrsetningin var gerð til fullnustu kröfu að fjárhæð178.261.094 krónur. Hinn29. september 2015 yfirheyrði sérstakur saksóknari stefnda og er bókað ískýrslu að yfirheyrslan hafi staðið frá klukkan 08:50 til 11:34. Stefnda varkynntur réttur hans til að njóta aðstoðar verjanda en kaus að gera það ekki. Íyfirheyrslunni var stefndi meðal annars spurður um einkahlutafélögin HaukurJónsson ehf. og Guðrún María ehf. og kvaðst stefndi ekkert hafa komið aðrekstri þeirra félaga fyrr en skuldir þeirra hefðu verið afskrifaðar. Hannkvaðst ekkert hafa komið að starfsemi félagsins Timburs og stáls ehf. Stefndikvaðst kannast við þann viðskiptamann sparisjóðsins sem var um tíma skráður eigandibankareiknings Báss ehf. og hefði sparisjóðurinn tapað miklu á viðskiptum viðhann og fyrirtæki hans. Íyfirheyrslunni var stefndi spurður um það er tuttugu milljónir króna hefðuverið teknar af reikningi Hauks Jónssonar ehf. og lagðar á reikning Báss ehf.Stefndi kvaðst kannast við færslurnar og hafa framkvæmt þær. Spurður um ástæðuþess sagði hann þetta vera sér „að kenna“ en kvaðst ekki geta útskýrt þaðfrekar. „Ég bara gerði það, þetta var mér að kenna“, svaraði stefndi þegarnánar var spurt. Þegar enn frekar var spurt um ástæðu þessa svaraði stefndi:„Ég stal þessu.“ Spurður um ástæðu þess kvaðst hann ekki ætla að svara því.Spurður um ástæðu þess „af hverju það var þessi reikningur“ svaraði stefndi:„Ég ætla ekki að svara, þið getið skoðað það í víðara samhengi en ég ætla ekkiað, að fara að draga einhverja fleiri í bankanum [...].“ Síðar, þegar stefndivar spurður hvort hann hefði fengið athugasemdir vegna þessarar færslu, svaraðihann: „Ég ætla ekki að svara fyrir það, vegna þess að það er, ég vil vernda þaðfólk að hefur, vinnur og hefur unnið þar, ég bara tek þetta á mig.“ Stefndi varspurður hvort tilgangur færslunnar hefði verið að minnka skuldir Báss ehf. ogsvaraði: „Það, þú veist, það er bara common sense, ok þú veist.“ Hann hefðiekki verið að nota féð í eigin þágu. Stefndivar í yfirheyrslunni spurður um afskrift á reikningi nafngreinds viðskiptamannsbankans, „átján milljónir þannig að það myndast þarna innistæða“ eins og það erorðað í spurningunni, og stefndi svarar: „Ég hef gert þetta, eða þú veist, égætla ekki að, nei bara ég, bara ég gerði þetta já.“ Við frekari spurningum umþetta margítrekaði stefndi að hann hefði gert þetta. Þegar hann var spurðurhvort sparisjóðsstjóri hefði vitað af þessu, svaraði hann: „Ég ætla ekki að dragafleiri inn í þetta vegna þess að það er nóg að einn fari. Ég hef ekkert út úrþví. Ég er ekki vanur því að koma fólki í vandræði.“Stefndivar spurður um viðskiptakvittun frá 10. janúar 2011 þar sem 9.733.079 krónurvoru teknar af reikningi Báss ehf. og lagðar á reikning Hauks Jónssonar ehf.Stefndi svaraði: „Nei ég hef gert þetta bara, er það ekki, nei ég, já.“ Hannvar þá spurður hvort einhver annar hefði aðgang að kerfum sparisjóðsins í hansnafni, og svaraði: „En ég bara gerði þetta, þú veist.“ Hann neitaði að svarahvers vegna hann hefði gert þetta. Nánar spurður svaraði hann: „Ég ætla ekki aðsvara meira út af þessu, ég bara gerði þetta á mína ábyrgð.“Yfirheyrslanvar áfram á þessa leið. Stefndi var spurður um ýmsar færslur og aðgerðir ogsvarar á þá leið að hann hafi verið að verki en gefur ekki á því neinarskýringar að öðru leyti en því að hann segist oft hafa verið „að stela“. Hannleggur ítrekað áherslu á að hann hafi verið einn að verki og beri einn ábyrgð. Ummiðbik yfirheyrslunnar var stefndi spurður um eigandabreytingu reiknings, á þáleið að Bás ehf. hefði í upphafi verið skráður eigandi hans, því næst hefðinafngreindur einstaklingur verið skráður eigandinn en hinn 6. október 2011hefði upplýsingunum verið breytt þannig að Bás ehf. var skráður eigandi aðnýju. Stefndi var spurður hvort hann hefði gert þessar breytingar og svaraðihann: „Já, já, já, örugglega, segi bara já við öllu.“ Yfirheyrandi sagðist þávilja fá að vita hvað væri rétt, frekar en að fá bara „já“. Því svaraðistefndi: „Það er nóg að taka einn af lífi.“ Hann var þá spurður hvað hannmeinti með því og hvort fleiri tengdust málinu og svaraði hann á þá leið aðhann segði ekki meira en þetta, „og þið munið komast að því.“ Nánar spurðursegir hann að „það bara komi í ljós“. Yfirheyrandi sagði þá: „Ef enginn ætlarað skýra okkur frá því, þá kemur það ekki í ljós.“ Því svaraði stefndi: „Nei,nei. En ég tek þetta á mig.“Ígögnum málsins er bréf, dags. 5. október 2015, undirritað af Valdísi IngibjörguJónsdóttur, tal- og raddmeinafræðingi, svo hljóðandi: „Það er algerlegaóforsvaranlegt, óverjandi og vítavert ef þeir sem stóðu að yfirheyrslu MagnúsarJónassonar frá Siglufirði [hafa] yfirheyrt hann tímunum saman vitandi fyrirframhans sjúkrasögu um heilablóðfall með málstoli í kjölfarið. Þeir sem þjást [af]málstoli hafa misst snerpu í hugsun sem gerir það að verkum að þeir eiga erfittmeð að finna rétt orð og orða hugsun sína skilmerkilega sérstaklega þegar aðþeim er sorfið. Þeir hafa mun minna úthald til að hugsa skýrt og mun minna valdá hreyfingu talfæra og þar með framburði. Málstol veldur líka erfiðleikum meðað hlusta á fleiri en einn í einu að ekki sé talað um ef fleiri en einn beinaspjótum sínum að viðkomandi. Ég hef haft Magnús í talmeðferð á annað ár til aðþjálfa upp færni í máli og framburði. Ég væri búin að útskrifa hann ef ég teldiað hann hefði náð tökum á málhæfni en svo er ekki. Ég tel að gengið hafi veriðallt of hart að Magnúsi í yfirheyrslunum ekki síst ef þeir sem að henni stóðu[hafa] fyrirfram vitað að hann gengur ekki heill til skógar. Í því ljósi tel égað endurtaka þurfi yfirheyrsluna og þá sé tekið sérstakt tillit tilheilsufarsástands Magnúsar. Einnig er nauðsynlegt og að hann hafi verjanda[viðstaddan] alla yfirheyrsluna.“Hinn9. október ritaði lögmaður stefnda sérstökum saksóknara bréf og sagðist þarkrefjast þess „að játning hans í yfirheyrslum í síðustu viku verði dregin tilbaka.“ Vísaði lögmaðurinn til bréfs Valdísar Ingibjargar Jónsdóttur og bættivið að beðið væri læknisfræðilegs mats á ástandi stefnda. Fór lögmaðurinn framá að tekin yrði ný skýrsla af stefnda og að lögmaðurinn yrði þá viðstaddur.Hinn15. október yfirheyrði sérstakur saksóknari Ólaf Jónsson fyrrverandisparisjóðsstjóra. Í samantekt um yfirheyrsluna segir meðal annars: „Ólafursagði aðspurður að Magnús hefði getað afskrifað lán án þess að það kæmi inn áborð til hans enda hafi Magnús verið staðgengill hans. Þegar Ólafur var ekki íhúsi var Magnús sparisjóðsstjóri og hafði sömu heimildir og Ólafur. Aðspurðurhvort ekki væri beðið með slíkar ákvarðanir til staðfestingar, afskriftir lána,sagði Ólafur að Magnús hefði alveg getað gert það og það hafi ekki verið neinregla að það þyrfti að bíða eftir samþykki né að tveir þyrftu að samþykkja.Ólafur sagði að farið hefði verið yfir afskriftir með innri endurskoðanda ogendurskoðanda. Ólafur sagði að þegar afskrifað var hefði það verið ákveðinnferill, lánið var sett í varúð og síðan var gerð „ákveðin tiltekt“ þegar félögvoru t.d. gjaldþrota. Ólafur sagðist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt ístörfum Magnúsar og að hann hefði „treyst Magnúsi fram í fingurgóma.““Ísamantektinni segir síðar: „Ólafur var spurður hvort hann hefði vitað til þessað félagið Bás ehf. hefði verið í einhverjum fjárhagserfiðleikum og sagði hannað lánanefnd hefði samþykkt afskrift eða leiðréttingu á lánum félagsins Básehf. fyrir nokkrum árum síðan. Aðspurður sagði Ólafur að það hefði verið eftirhrun. Ólafur sagði að afskriftin kæmi í raun í staðinn fyrir að búið var aðsamþykkja að veita þeim lán fyrir hrun. Félagið var alltaf með yfirdrátt og þauí lánanefndinni hafi samþykkt að leiðrétta vexti hjá félaginu en þeir hefðuborgað mikla vexti. Leiðréttingin var gerð með svokallaðri beinni leið sem varskulda aðlögunarferli fyrir fyrirtæki og var félagið Bás ehf. tekið í gegnumþessa leiðréttingu. Ólafur sagði að leiðréttingin hefði verið um 15-20milljónir. Þeir voru með hagsmuni sparisjóðsins að leiðarljósi með því að komaþessu félagi á beinu brautina, að öðrum kosti hefði hugsanlega orðið mun meiriafskriftir. Aðspurður hvort Magnús hefði komið að þessari ákvörðun mundi Ólafurþað ekki og fannst það ótrúlegt. Aðspurður um hver framkvæmdi síðan afskriftinasem ákveðin var á fundi lánanefndarinnar sagði Ólafur að það hefði væntanlega[verið] Magnús eða Rannveig. Ólafur var spurður hvort að Magnús myndi geraafskrift á félag jafn tengt honum og Bás ehf., sagði Ólafur að hann hefði getaðþað og það hefði ríkt traust á milli þeirra, hann hafi aldrei efast um neittsem Magnús gerði.“Samkvæmtsamantektinni var Ólafur spurður um „Færslur 25. nóvember 2010 – 18.142.916 kr.afskrifaðar á reikningi [nafngreinds viðskiptamanns]. Við það myndaðistinnstæða, 10.000.000 kr., sem voru millifærðar inn á reikning félagsins HaukurJónsson ehf.“ Í samantektinni segir svo: „Ólafur sagðist ekkert vita um þessaafskrift á reikningi [viðskiptamannsins] né millifærslu á reikning félagsinsHaukur Jónsson ehf. Aðspurður hvort enginn annar innan bankans þyrfti aðstaðfesta afskrift líkt og í þessu tilviki sagði Ólafur að það væri farið yfirbókhaldsmiðana daginn eftir. Ólafur sagðist ekki geta nefnt þá starfsmenn semfæru yfir bókhaldsmiðana, sagði það gætu verið ýmsir. Aðspurður hvort Magnúsgæti gert þessa afskrift án aðkomu lánanefndarinnar eða annarra sagði Ólafur aðef viljinn væri til staðar væri ýmislegt hægt. Ólafur sagði að án þess að bendaá neinn þá hefði þetta átt að koma í ljós í endurskoðun.“Hinn22. október 2015 yfirheyrði sérstakur saksóknari Gunnlaug Stefán Guðleifssongjaldkera sparisjóðsins. Í samantekt um yfirheyrsluna segir meðal annars:„Gunnlaugur sagði að þegar hann var í eftirliti með peningaþvætti hefði hannséð færslu sem honum þótti undarleg og vissi að félagið var gjaldþrota, minntiað félagið héti Guðrún Jónsdóttir. Sagði Gunnlaugur að allt í einu hefði veriðbúið að setja heimild á reikning félagsins, fyrir 15 eða 20 milljónir að hannminnti, og taka peninga út. Hann sagðist hafa farið með þetta upp til Ólafs ogMagnúsar og hefði spurt hvort þetta væri eðlilegt. Þá hefðu þeir sagt honum aðbest væri að hann myndi ekki skipta sér af þessu. Gunnlaugur [sagði] að eftirþetta hefði hann ekki skipt sér af peningaþvætti. Aðspurður mundi Gunnlaugurekki hvaða ár þetta átti sér stað. Hann sagðist síðan hafa skoðað þetta afturog þá hefði verið búið að laga þetta.“Ímálinu er skjal, nefnt „Samkomulag um lækkun skulda“, dags. 18. nóvember 2010.Segir þar að AFL sparisjóður og Bás ehf. geri með sér „samkomulag“, sem felistí því að sparisjóðurinn „lækkar skuld Bás ehf. á hlr. 1102-26-611 um Kr20.000.000“. Segir svo: „Ástæða þess er meðal annars tap fyrirtækisins vegnaviðskipta við fyrirtæki sem urðu gjaldþrota og gífurlegra hækkunar vaxta ogverðbóta í kjölfar bankahrunsins.“ Loks er „samkomulag þetta“ sagt veratrúnaðarmál aðila. Undir skjalið ritar sparisjóðsstjóri en ekki aðrir.Samkvæmttilkynningu um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúru Báss ehf., dags. 1.desember 2011, var Hrönn Fanndal, eiginkona stefnda, framkvæmdastjórifélagsins. Í málinu liggja eldri gögn úr hlutafélagaskrá og kemur þar fram aðsamkvæmt fundi dags. 1. júní 1997 var stefndi einn þriggja stjórnarmannafélagsins og var jafnframt framkvæmdastjóri þess og annar prókúruhafi. Samkvæmtársreikningi Báss ehf. vegna ársins 2011 var stefndi eigandi 10% hlutafjár ífélaginu.Meðbréfi til stefnda, dags. 30. september 2015, lýsti AFL sparisjóður yfir riftunstarfslokasamnings stefnda og viðauka við hann. Með bréfi dags. 2. nóvember2015 mótmælti stefndi riftuninni.Meðbréfi til stefnda, dags. 19. nóvember 2015, lýsti stefnandi yfir að riftuninværi lögmæt. Á hinn bóginn var viðurkennt að við starfslok hafi stefndi áttinni uppsafnað ógreitt orlof er næmi 4.131.400 krónum. Lýsti stefnandi yfirskuldajöfnuði á móti þeim skaðabótakröfum sem gerðar hefðu verið í máli þessu. FélagiðGuðrún María ehf. var úrskurðað gjaldþrota hinn 27. febrúar 2009 og afskráð hjáríkisskattstjóra 22. júní 2009.FélagiðReisum byggingarfélag ehf. var úrskurðað gjaldþrota 19. október 2012. Málsástæður og lagarök stefnandaStefnandisegir stefnda vera fyrrum starfsmann AFL sparisjóðs ses. og hafi hann þarstarfað í um aldarfjórðung. Fram undir mitt ár 2007 hafi stefndi starfað ílífeyrissjóðseiningu sparisjóðsins en eftir þann tíma sem skrifstofustjóri ogstaðgengill sparisjóðsstjóra í bankaeiningu sparisjóðsins. Stefndi hafi látiðaf störfum í lok júní 2015 þegar gerður hafi verið við hannstarfslokasamningur. Fljótlega eftir starfslok stefnda hafi komið í ljósalvarlegt misferli sem hann hafi viðhaft í störfum sínum. Náði það misferli„allt aftur til ársins 2007 eða eftir þann tíma sem hann tók við semskrifstofustjóri og staðgengill sparisjóðsstjóra.“ Hafi misferlið falist ímisnotkun bankareikninga viðskiptamanna sparisjóðsins sem og á fjármunumsparisjóðsins sjálfs. Stefnandisegir að misferlið sé í fyrsta lagi vegna fjárdráttar sem samtals nemi56.284.454 krónum, í öðru lagi umboðssvika sem alls nemi 15.548.008 krónum ogloks umboðssvika sem nemi 30.000.000 krónum. Stefnandisegir stefnda hafa framkvæmt fjárdrátt í 22 nánar tilgreindum færslum:.Ífyrsta lagi sé um að ræða tvær færslur og aðgerðir þeim tengdar á bankareikningfélagsins Báss ehf., að fjárhæð 47.761.094 krónur. Eiginkona stefnda hafi veriðframkvæmdastjóri félagsins frá 2011 til 2015 og hafi stefndi séð um fjármálfélagsins. Þá hafi stefndi sjálfur verið framkvæmdastjóri félagsins á undaneiginkonu sinni. Hafi hann því haft frjálsar hendur í bókhaldi félagsins oghafi framkvæmt flókna fléttu sem leitt hafi annars vegar til þess aðskuldastaða Báss ehf. hafi lækkað um 20 milljónir króna og hinsvegar að skuldastaðafélagsins hafi lækkað um 27.761.094 krónur og orðið að engu. Vísar stefnandihér til minnisblaðs þess úr sparisjóðnum, dags. 2. september 2015, sem áðurhefur verið rakið.2.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 31. desember 2007 og tekið 270.000 krónur út afnánar tilgreindum afskriftareikningi stefnanda. Hafi stefndi lagt fjárhæðinainn á sinn eigin reikning. 3.Stefndihafi lagt 2.738.500 krónur inn á sinn eigin reikning dags. 13. mars 2008 afreikningi nr. 1102-26-005103.4.Stefndihafi greitt vexti án heimildar inn á reikning nr. 1102-26-000611 að fjárhæð300.000 krónur dags 2. mars 2009, og síðan lagt sömu upphæð inn á eiginreikning.5.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 8. maí 2009, og tekið 200.000 út af reikningiBáss ehf. nr. 1102-2-000611 og lagt inn á sinn eigin reikning með skýringunni„vaxtanóta“.6.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 1. september 2009 og tekið 200.000 krónur út afreikningi Báss ehf. nr. 1102-2-000611 og lagt inn á sinn eigin reikning meðskýringunni „vaxtanóta“.7.Stefndihafi framkvæmt færstu dags. 29. desember 2009 og tekið 1.556.250 krónur út afreikningi 1102-26-001452 og lagt inn á þrjá reikninga, 160.000 krónur, 350.000krónur og 200.000 krónur, samtals hafi 710.000 krónur runnið inn á eiginreikninga stefnda.8.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 21. janúar 2010 þar sem reikningur1102-38-100027 hafi verið eyðilagður og 590.512 krónur runnið inn á reikningstefnanda. En 80.000 krónur inn á reikning stefnda.9.Stefndihafi framkvæmt færslu dags 19. mars 2010 þar sem framangreindar 590.512 krónurhafi runnið inn á reikning 1102-26-001452 með skýringunni „leiðrétting“.0.Hinn19. mars 2010, nokkrum mínútum eftir millifærslu sem getið er um í 9. lið, hafistefndi framkvæmt færslu þar sem 590.512 krónur hafi farið út af reikningi 1102-26-001452inn á þrjá mismunandi reikninga stefnda sjálfs.1.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 7. júní 2010 og tekið 250.000 krónur út afreikningi Báss ehf. nr. 1102-26-000611 og lagt inn á sinn eigin reikning meðskýringunni „vaxtanóta“.2.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta, 22. júní og tekið 539.650 krónur út afreikningi 1102-26 7818 og lagt inn á fimm mismunandi reikninga. Þar á meðal300.000 krónur inn á eigin reikninga.3.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 17. janúar 2011 og tekið 300.000 krónur út afreikning Báss ehf., 1102-26-0006111 með skýringunni „vaxtanóta“. Hafi stefndiannarsvegar lagt 200.000 krónur inn á eigin reikning og hinsvegar notað 100.000krónur til þess að greiða inn á skuldabréf í sínu nafni nr. 1102-74-903264.4.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 4. febrúar 2011 og tekið 376.500 krónur út afreikningi 1102-26-001452 og lagt inn á sinn eigin reikning.5.Hinn17. febrúar 2011 hafi stefndi framkvæmt færslu og tekið 500.000 krónur út afreikningi 1102-26-001452 með skýringunni „leiðrétting“ og lagt 250.000 krónurinn á sinn eigin reikning og 250.000 krónur inn á reikning Guðrúnar Maríu ehf.6.Hinn22. febrúar 2011 hafi stefndi framkvæmt aðra færslu og tekið 250.000 krónur útaf reikningi Guðrúnar Maríu ehf. og lagt þá fjárhæð inn á eigin reikning meðskýringunni „leiðrétting“.7.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 29. mars 2011 og tekið 1.066.750 krónur út afreikningi Báss ehf. nr. 1102-26-000611 og hafi 1.000.000 króna runnið inn áreikning þriðja aðila en 66.750 krónur inn á reikning stefnda.8.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 1. apríl 2011 og millifært án heimildar 892.000krónur út af reikningi 1102-26-001452 með skýringunni „leiðrétting“ og inn áreikning Báss ehf. Hinn 4. apríl 2011 hafi stefndi framkvæmt færslu þar semframangreindar 892.000 krónur hafi verið teknar út af reikningi Báss ehf. oglagðar inn á reikning stefnda. 9.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 17. apríl 2011 og tekið 284.994 krónur út afreikningi 1102-26-007006 og lagt 134.494 krónur inn á eigin reikning.20.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 29. nóvember 2011 og lagt 177.299 krónur inn áreikning Báss ehf. af reikningi stefnanda sem sé vegna yfirdráttarlána.21.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 30. nóvember 2011 og lagt 138.805 krónur inn áreikning Báss ehf. af reikningi stefnanda með skýringunni „leiðr. vextir“. 22.Stefndihafi framkvæmt færslu dagsetta 30. ágúst 2012 og tekið 300.000 krónur út afreikningi 1102-26-005604 og lagt inn á eigin reikning.Stefnandikveður stefnda hafa framið umboðssvik er nemi 15.548.800 krónum. Stefnandisegir stefnda hafa leigt félaginu Bási ehf. herbergi í húsnæðinu Aðalgötu 34 áSiglufirði fyrir 4.340 krónur á mánuði auk hita. Stefndi hafi hinsvegar íheimildarleysi framleigt herbergið til annars félags fyrir 361.600 krónur ámánuði. Kveður stefnandi þetta vera skýrt brot á trúnaðarskyldum stefnda viðstefnanda og hafi það valdið stefnanda gríðarlegu tjóni í töpuðum leigutekjum.Hafi þetta verið viðvarandi frá 3. maí 2010 til 2. maí 2014. Stefndi hafi fengiðþessar greiðslur greiddar beint inn á sinn eigin reikning, samtals 15.548.800krónur. Hafi greiðslurnar runnið inn á reikning stefnda eftir ýmsum leiðum.Greiðslurnar hafi ýmist komið beint frá því félagi sem leigt hafi herbergið,Kredia ehf., frá Bási ehf. þar sem stefndi hafi verið framkvæmdastjóri, eðaKambi bifreiðaverkstæði ehf. Í gögnum málsins megi sjá viðskiptakvittun þar semstefndi framkvæmi færslur dagsettar 7. júní 2010 að fjárhæð 361.600 og takifjárhæðina út af reikningi Kredia ehf. og leggi inn á eigin reikning. Þá segirstefnandi að í gögnum málsins sé reikningur sem stefndi virðist hafa gefið út áhendur Kredia ehf. fyrir framleigu. Virðist reikningurinn ekki eiga upprunasinn í rafrænu bókhaldskerfi, heldur beri hann með sér að hafa verið gerður meðforritunum „Word“ eða „Excel“. Kveðst stefnandi einungis hafa einn slíkanreikning undir höndum. Sérstakur saksóknari hafi lagt hald á heila möppusambærilegra reikninga þegar fulltrúar embættisins hafi gert húsleit íseptember 2015.Lokssegir stefnandi stefnda hafa framið umboðssvik er falist hafi í óheimilumgjafagerningum að fjárhæð 30.000.000 króna..Stefndihafi án heimildar afskrifað 20.000.000 króna hjá félaginu Reisum byggingar ehf.hinn 25. mars 2013. Sama dag hafi félagið aftur tekið að safna skuldum með þvíað ganga á yfirdráttarheimild sína, sem ekki hefði verið hægt samkvæmtlánareglum sparisjóðsins ef ekki hefði komið til afskriftar.2.Hinn17. desember 2012 hafi Kambur bifreiða- og vélaverkstæði ehf. og Bás ehf. gertmeð sér samkomulag um bætur vegna tjóns á þaki húsnæðis félagsins. Kambur ehf.hafi skuldbundið sig til að greiða Bási ehf. 3.500.000 króna. Stefndi hafiritað undir samkomulagið fyrir hönd Kambs. Afskriftareikningur stefnanda hafiverið notaður til þess að fjármagna viðgerð Kambs ehf. Stefndi hafi framkvæmtfærsluna í heimildarleysi dags. 31. desember 2012.3.Hinn9. maí 2014 hafi stefndi án heimildar samþykkt veðflutning og veðbandslausntryggingabréfs nr. 1102-38-000215, upphaflega að fjárhæð 6.500.000 króna entryggingabréfið hafi hvílt á 1. veðrétti einbýlishússins Eyrargötu 15,Siglufirði. Húsið sé 205 fm að stærð ogmarkaðsvirði áætlað 26.600.000 króna. Tryggingabréfið hafi verið fært á aftastaveðrétt að Aðalgötu 10 á Siglufirði og hafi þá um 90.000.000 króna skuldirstaðið þar framar. Veðinu hafi verið ætlað að tryggja skuldir félagsinsJoachims ehf. og hafi þær nú verið afskrifaðar.Stefnandisegir að ætlað misferli stefnda hafi verið kært til embættis sérstakssaksóknara í september 2015 og hafi embættið umsvifalaust hafið rannsókn ámálinu. Hafi átta fulltrúar embættisins verið sendir hinn 29. september 2015til að handtaka stefnda og framkvæma húsleitir, leggja hald á gögn og fleira.Sé því ljóst að um yfirgripsmikið mál sé að ræða og megi af þessu jafnframt ráðaað um stórfelld brot hafi verið að ræða, sem spanni nokkurra ára tímabil. Þáhafi athæfið jafnframt falið í sér mikið og alvarlegt trúnaðarbrot gagnvartstefnanda. Ljóst sé að aðgerðir embættis sérstaks saksóknara styðji við þaðhversu stórfellt brot stefnda sé hér um að ræða. Í fyrstu skýrslutöku hjásérstökum saksóknara hafi stefndi játað brot sín. Stefnandisegist hafa talið hagsmunum sínum best borgið með kyrrsetningu eigna stefnda íljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp hafi verið komin og hafi hún veriðframkvæmd af sýslumanninum á Norðurlandi eystra hinn 5. október 2015. Stefnandi segir nauðsynlegt að höfða málþetta á hendur stefnda til greiðslu bóta vegna framangreindra athafna hans ogþess tjóns sem hann hafi valdið stefnanda. Ljóst sé að ætluð brot stefnda náiyfir langt tímabil og hafi verið samfelld allt frá lokum árs 2007 og fram undirmitt ár 2014. Verði því að líta á háttsemi stefnda sem samfellt brot og upphaffyrningarfrests hefjist því frá lokum síðasta brots hans. Verði ekki fallist áþetta verði að líta til þess að stefnandi hafi ekki fengið vitneskju um brotstefnda og þar með mögulega skaðabótakröfu á hendur honum fyrr en á síðarihluta ársins 2015. Hafi kæra verið send sérstökum saksóknara vegna háttsemistefnda hinn 4. september 2015. Með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr.150/2007, krefjist stefnandi þess að fyrningarfrestur vegna háttsemi stefndafari eftir því ákvæði og krafan fyrnist þar af leiðandi aldrei fyrr en einu árieftir að stefnandi hafi fengið vitneskju um hana. Stefnandikveðst byggja kröfur sínar á því að stefndi hafi misnotað aðstöðu sína meðsaknæmum og ólögmætum hætti þegar hann hafi verið starfsmaður stefnanda ogmisnotað bankareikninga viðskiptavina stefnanda og stefnanda sjálfs. Hafistefndi millifært fé bæði inn á eigin reikninga og reikninga tengdra aðila semverið hafi viðskiptavinir stefnanda. Séu brot stefnda því afar gróf ogstórfelld, ásamt því að fela í sér gróft trúnaðarbrot gagnvart stefnanda. Sétjón stefnanda mikið. Þá felist tjón stefnanda jafnframt í því að stefnandiberi ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum vegna þess tjóns sem þeir hafa orðiðfyrir vegna háttsemi stefnda. Vegna þessarar háttsemi stefnda hafi stefnandiorðið fyrir tjóni sem stefnda beri að bæta ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Stefnandikveðst krefjast þess að stefndi greiði sér 56.286.454 krónur vegna fjárdráttar,15.548.800 krónur vegna húsaleigu sem greidd hafi verið framhjá stefnanda tiltengds þriðja aðila og loks 30.000.000 króna vegna óheimilla gjafagerninga.Dráttarvaxtakrafa sé miðuð við 22. október 2015 og það sé sá dagur semstefnandi hafi þingfest mál til staðfestingar kyrrsetningargerðar ásamtfjárkröfu stefnanda. Stefnandi kveðst vísa til almennra reglna kröfuréttar ogalmennra skaðabótareglna. Vegna réttar til dráttarvaxta af dómkröfu sé vísaðtil laga nr. 38/2001 og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Stefnandisegir ljóst að ef ekki hefði orðið af kyrrsetningu eigna stefnda hefði skapastveruleg hætta á undanskoti eignanna meðal annars vegna vitneskju stefnda um yfirvofandisaka- og bótamál gegn honum vegna athafna hans. Öll fullnusta krafna stefnandahefði á orðið mjög erfið ef ekki ómöguleg. Sé um mjög umfangsmikið mál að ræðaum mikla fjármuni. Af þeim sökum telji stefnandi að öll skilyrði 5. gr. laganr. 31/1990 séu fyrir hendi, þannig að staðfesta beri kyrrsetningu. Málsástæður og lagarök stefndaStefndikveðst hafa verið starfsmaður stefnanda í rúman aldarfjórðung. Hann hafi samiðum starfslok með samkomulagi 26. júní 2015 auk viðauka.Hinn4. september 2015 hafi stefnandi kært stefnda til embættis sérstaks saksóknaravegna meints fjárdráttar. Stefndi kveðst mótmæla því að hann hafi sýnt af sérmisferli í störfum sínum hjá stefnanda, engar sönnur hafi verið færðar á slíkt.Stefndi segir að í kjölfar kærunnar hafi hann gefið skýrslu hjá lögreglu hinn29. september 2015. Í skýrslutökunni hafi hann ekki notið aðstoðar verjanda ogverið í mjög slæmu ástandi í kjölfar heilablóðfalls sem hann hafi fengið árið2014. Kveðst hann þjást af málstoli og eigi erfitt með að reikna, muna tölur ogeiga í samræðum. Í bréfi Valdísar I. Jónsdóttur, tal- og raddmeinafræðings,dags. 5. október 2015, komi fram að of hart hafi verið gengið fram gagnvartstefnda í skýrslutöku. Telji Valdís nauðsynlegt að endurtaka yfirheyrsluna. Íkjölfarið hafi stefndi dregið til baka játningu sína í fyrri skýrslutöku, sbr.tölvubréf dagsett 9. október 2015. Andlegt og líkamlegt ástand hans viðskýrslutökuna hafi verið með þeim hætti að meðferðaraðilar telji játningu hansundir þeim kringumstæðum ómarktækar. Stefndikveðst mótmæla öllum kröfum og málsástæðum stefnanda. Stefndisegir stefnanda byggja kröfu sína á sakarreglunni. Af því leiði að stefnandiþurfi að sýna fram á í hverju hin ólögmæta og saknæma háttsemi stefnda hafi falist,orsakasambandi hennar milli og tjónsins og að tjónið sé sennilega afleiðingháttseminnar. Þetta hafi stefnandi ekki sýnt fram á.Stefnandihafi hvorki sýnt fram á þessi atriði né sannað að hann hafi orðið fyrir tjóni.Stefnandi vísi, að mestu leyti án gagna og fullnægjandi rökstuðnings, tiláætlaðs tjóns fremur en að hann leitist við að heimfæra einstakar málsástæðursínar til ákveðinna atvika og ætlaðrar saknæmrar háttsemi stefnda. Stefnandileggi ekki fram gögn eða rökstyðji orsakasamband milli aðgerða og aðgerðaleysisstefnda og tjóns stefnanda.Stefndikveðst alfarið mótmæla sönnunargildi yfirheyrslu yfir sér. Með vísan til þesssem rakið hafi verið um ástand stefnda við skýrslutökuna hafi „meintarjátningar hans í skýrslutökunni“ ekkert gildi í málinu. Önnur dómskjöl semstefnandi leggi fram til stuðnings nýjum stefnukröfum sínum, stafi öll frástefnanda sjálfum, sem segi þau vera úr bókhaldskerfum sínum. Stefndi hafi ekkiaðgang að bókhaldskerfunum og eigi því ekki möguleika á að sannreyna einstökskjöl eða þær tölur sem þar komi fram. Þá geti stefndi ekki sannað hvort eðahvenær einstökum skjölum hafi verið breytt í bókhaldskerfi stefnanda. Þá hafistefnandi auk þess lagt fram skjöl sem virðist ekki eiga sér stoð íbókhaldskerfi stefnanda, heldur virðist tilbúin af stefnanda beinlínis vegnaþessa máls.Stefndisegir marga starfsmenn stefnanda, núverandi og þáverandi, hafa og hafa haftaðgang að bókhaldskerfi stefnanda. Ekki sé sannað að stefndi hafi framkvæmteinstakar millifærslur, auk þess sem hægt hafi verið og hægt sé að fara í kerfistefnanda og breyta einstökum færslum og fjárhæðum þeirra. Stefndikveðst vísa til þess að fram komi í skýrslutöku af Gunnlaugi S. Guðlaugssyni aðGunnlaugur hafi látið Ólaf Jónsson sparisjóðsstjóra vita af millifærslum semgetið sé um í 1. kröfulið stefnanda. Ólafur hafi sagt Gunnlaugi að skipta sérekki af því. Segi svo í skýrslutökunni: „Hann sagði sig hafa skoðað þetta afturog þá hefði verið búið að laga þetta.“ Þá komi fram í skýrslutöku af ÓlafiJónssyni, dags. 23. mars 2016 að Ólafur segist ekki vita til þess að stefndihafi haft aðgengi að reikningum og bókhaldi Hauks Jónssonar ehf. eða GuðrúnarJónsdóttur ehf. Segir stefndi stefnanda bera sönnunarbyrði fyrir því að þessumdómskjölum hafi ekki verið breytt vegna þessa máls. Stefnandi leggi ekki framfrumrit dómskjalanna, heldur aðeins afrit eða meintar útprentanir út úrtölvukerfum stefnanda. Sé efni skjalanna mótmælt. Standi stefnanda mun nær aðafla sér frumrita þeirra millifærslukvittana þar sem hann segist leggja fram.Verði stefnandi að bera hallann af því að sönnunargildi ljósritaðra útprentanasem eigi að leggja fram í málinu verði talið lítið sem ekkert.Stefndisegir skaðabótakröfu stofnast þegar bótaskyld háttsemi eigi sér stað. Því sémótmælt að þau tilvik sem stefnandi krefjist skaðabóta fyrir hafi veriðsamfelld brot líkt og haldið sé fram í stefnu. Stefnandi byggi í málatilbúnaði sínum á því aðtjón sitt komi fram við hverja einstaka færslu sem hann kveði stefnanda hafaframkvæmt. Verði fallist á að stefnandi eigi skaðabótakröfu á þeim grundvellisem hann byggir á, hafi slíkar kröfur stofnast þegar tjón hafi hlotist afhverri einstakri saknæmri háttsemi sem stefnandi telji stefnda hafa viðhaft. Stefndisegir stefnanda vera fjármálafyrirtæki sem starfi samkvæmt lögum nr. 161/2002.Fyrir stefnanda hafi starfað innri og ytri endurskoðendur. Sérfræðingar ogfagaðilar skoði því bókhald stefnanda ítarlega. Slíkir aðilar hafi séð, eðamátt sjá þær bókhaldsfærslur sem stefnandi telji stefnda bera ábyrgð á. Þannigkomi fram í ársreikningum Báss ehf. 2010-2011 að félagið fái niðurfellinguskulda samkvæmt samkomulagi. Öll slík gögn eigi að vera til hjá stefnanda. Stefndisegir að samkvæmt skýrslutöku af Gunnlaugi S. Guðlaugssyni, hafi hann látiðÓlaf Jónsson, þáverandi sparisjóðsstjóra, vita af færslum vegna 1. kröfuliðar,að fjárhæð 47.761.094 krónur. Stefnandi hafi kosið að hafast ekki að.Starfsmaður stefnanda hafi því haft upplýsingar um hverja einstaka færslu viðyfirferð endurskoðanda á bókhaldi stefnanda. Þá hafi stefnandi fengiðnauðsynlegar upplýsingar eða borið að afla sér slíkra upplýsinga í skilning 1.mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um hverja færslu. Stefnandi kveðst mótmæla því að1. mgr. 10. gr. laga nr. 150/2007 eigi við. Ákvæðið sé undantekning frámeginreglu 1. mgr. 9. gr. laganna og beri að túlka þröngt. Séu allar kröfurstefnanda fyrndar og því beri að sýkna stefnda. Stefndisegir stefnanda hafa sýnt af sér aðgerðaleysi við að gæta meints réttar síns.Sé sýknukrafan byggð á því að krafa stefnanda sé fallin niður vegna tómlætis.Verði í því sambandi að líta til almennra sjónarmiða kröfuréttar um tómlæti,svo sem aðgerðarleysi stefnanda í langan tíma þrátt fyrir vitneskju umeinstakar millifærslur, góðrar trúar stefnda og þeirrar röskunar sem svo óvæntkrafa hafi á líf stefnda. Sérstaklega beri að líta til þess að stefnandi séfagaðili í fjármálaþjónustu sem hafi veruleg fjárhagsleg umráð, sérhæftstarfsfólk og alla burði til þess að halda fram rétti sínum. Slíkum aðila beriað halda fram kröfum sínum án ástæðulauss dráttar, einkum þegar krafan beinistgegn einstaklingum. Stefndisegist telja ósannað að hann hafi framkvæmt þær færslur sem stefnandi haldifram að hafi valdið honum tjóni. Kveðst stefndi auk þess gera athugasemdir viðmálsástæður stefnda.Vegna meints fjárdráttar að fjárhæð56.284.454 krónur.·Stefndisegir stefnanda lýsa því í stefnu að um sé að ræða tvær færslur og aðgerðirþeim tengdum af bankareikningi félagsins Báss ehf. Þá staðhæfir stefnandi aðstefndi hafi séð um fjármál þess félags. Þeirri staðhæfingu sé mótmælt semósannaðri. Hið gagnstæða komi fram í skýrslutöku af Sveini Ástvaldssyni, semhafi sagt það vera sína tilfinningu að Hilmar, stjórnarformaður Báss ehf., hafiverið sá sem allar ákvarðanir hafi tekið, án þess að það væri rætt innanfélagsins, nema hugsanlega við bróður Sveins en þeir bræður hafi áttmeirihlutann í félaginu. Stefndi segir að meintar aðgerðir sínar séu ekkirökstuddar í stefnu heldur vísað til nánar greindra gagna málsins. Af þeimgögnum verði hvorki ráðið hvort stefndi hafi framkvæmt þær aðgerðir sem lýstsé, né talið sannað að hann hafi dregið sér fjármuni að andvirði 47.761.094krónur. Í stefnu sé ekki lýst orsakatengslum milli meintra aðgerða stefnda ogmeins tjóns stefnanda. Stefndi kveðst mótmæla því að hafa valdið stefnandatjóni sem nemi þessari fjárhæð. Ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir tjónivegna þessa. Stefndisegir að telji stefnandi að skuld Báss ehf. að fjárhæð 47.61.094 krónur hafiranglega verið felld niður geti hann innheimt þá fjárhæð hjá félaginu. Þaðfélag sé enn starfandi og eigi eignir. Tjón stefnanda sé því ósannað. Ástefnanda hvíli skylda til að takmarka meint tjón sitt. Stefnandi geti gert þaðmeð því að innheimta fjárhæðina 47.61.094 hjá Bási ehf. Hafi stefndi ekki sinntskyldu sinni til að takmarka tjón sitt. Hafi hann því glatað rétti sínumsamkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar til bóta fyrir það tjón sem leiði afvanrækslu hans. Beri að sýkna stefnda af þessum kröfulið þegar af þessariástæðu. ·Stefndisegir stefnanda halda því fram að stefndi hafi millifært tuttugu milljónirkróna og þannig valdið sér tjóni. Þessi færsla sé sögð hafa verið framkvæmd 18.nóvember 2010. Stefndi segir ljóst að staðhæfingar stefnanda um tilurð þessararfærslu eigi ekki við rök að styðjast. Ljóst sé að umrædd millifærsla sé hlutiaf samkomulagi stefnanda við Bás ehf., dags. 18. nóvember 2010. Undirsamkomulagið hafi ritað Ólafur Jónsson fyrrum sparisjóðsstjóri stefnanda. Séþað staðfest í skýrslutöku af Ólafi hjá lögreglu. Komi fram í skýrslutökunni aðtuttugu milljónir króna hafi verið afskrifaðar í tengslum við leiðréttinguskulda félagsins Báss ehf. og hafi verið samþykkt af sparisjóðsstjóra oglánanefnd með hagsmuni sparisjóðsins að leiðarljósi. Beri stefndi ekkiskaðabótaábyrgð vegna þessarar færslu. Beri því að sýkna stefnda af þessarikröfu, enda sé ekki um saknæma eða ólögmæta háttsemi af hans hálfu að ræða.Millifærsla að fjárhæð 27.761.094krónur.Stefndisegir stefnanda telja færslu að fjárhæð 27.761.094 krónur hafa átt sér staðhinn 15. júní 2011. Í þeim gögnum málsins, sem stefnandi telji að rökstyðjiþennan kröfulið, sé í fyrsta lagi staðhæft að átt hafi verið viðgrunnupplýsingar reiknings Báss ehf., nr. 1102-26-2011, þannig aðkennitölubreyting hafi verið gerð og nýr eigandi skráður. Stefndi segir ósannaðað hann hafi framkvæmt þessar breytingar. Stefndi segir að í öðru lagi teljistefnandi að skuldir Báss ehf. að fjárhæð 27.761.094 krónur hafi verið að fulluafskrifaðar með færslu sem nefnd hafi verið innborgun. Ósannað sé að stefndihafi framkvæmt þessa færslu. Í þriðja lagi telji stefnandi að grunnupplýsingarreikningsins 1102-26-611 hafi breyst þannig að Bás ehf., hafi aftur veriðskráður eigandi hans. Gögn sem stefnandi leggi fram til stuðnings þessumkröfulið sanni ekki að stefndi hafi sýnt af sér háttsemi sem leitt hafi tiltjóns fyrir stefnanda að fjárhæð 27.761.094 krónur. Ósannað sé að stefndi hafisýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Stefndikveðst hafa upplýsingar um að embætti héraðssaksóknara hafi undir höndum skjalþar sem starfsmaður stefnanda heimili afskriftir að fjárhæð 27.761.094 krónur.Kveðst stefndi í greinargerð sinni áskilja sér rétt til að leggja skjalið framum leið og afrit þess hafi borist. 270.000 krónur 30. desember 2007.Stefndisegir stefnanda halda því fram að stefndi hafi tekið út af reikningi stefnanda270.000 krónur og lagt inn á eigin reikning. Af gögnum málsins sé ekki ljóst aðstefnandi eigi þann reikning sem tekið sé út af og tjón hans sé því ósannað.2.738.500 krónur 13. mars 2008.Stefndisegir stefnanda halda því fram að stefndi hafi tekið út af reikningi stefnanda2.738.500 krónur og lagt inn á eigin reikning. Af gögnum málsins sé ekki ljóstað stefnandi eigi þann reikning sem tekið sé út af. Kveðst stefndi skora ástefnanda að upplýsa hver eigi reikninginn 1102-26-5103. Stefndi kveðst teljaþennan reikning vera eða hafa verið í eigu Toppfisks hf. og um sé að ræðaendurgreiðslu þess félags til stefnda á láni enda hafi stefndi lánað félaginu2.650.000 krónur hinn 11. mars 2008. Tjón stefnanda vegna þessarar færslu séþví ósannað.300.000 krónur þann 2. mars 2009.Stefndisegir stefnanda hafa greitt vexti að fjárhæð 300.000 krónur án heimildar inn átiltekinn reikning og síðan lagt sömu fjárhæð inn á sinn eigin reikning.Stefndi segir stefnanda ekki tiltaka í stefnu hvaða heimildir stefndi eigi aðhafa farið í bága við. 200.000 krónur 18. maí 2009.Stefndisegir stefnanda halda því fram að stefndi hafi tekið 200.000 krónur afreikningi félagsins Báss ehf. og lagt inn á reikning stefnda 8. maí 2009.Stefndi segir ósannað að hann hafi framkvæmt þessa færslu. Auk þess sé ósannaðað stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna hennar. Stefnandi hafi ekki lagt framgögn um að hann hafi þurft að bæta Bási ehf. meint tjón vegna þessara færslna.200.000 krónur 1. september 2009.Stefndisegir stefnanda halda því fram að stefndi hafi tekið 200.000 krónur afreikningi félagsins Báss ehf. og lagt inn á reikning stefnda 1. september 2009.Stefndi segir ósannað að hann hafi framkvæmt þessa færslu. Auk þess sé ósannaðað stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna hennar. Stefnandi hafi ekki lagt framgögn um að hann hafi þurft að bæta Bási ehf. tjón vegna þessarar færslu..556.250 krónur hinn 20. desember2009.Stefndisegir stefnanda vísa til viðskiptakvittunar þar sem svo virðist sem tekið sé útaf reikningi sonar stefnda og lagt inn á aðra reikninga. Ósannað sé aðstefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa.80.000 krónur hinn 21. janúar 2010.Stefndisegir stefnanda vísa til málsgagna þar sem fram komi að lagðar hafi verið590.512 krónur inn á reikning stefnanda og 80.000 krónur inn á reikningstefnda. Ósannað sé að stefndi hafi framkvæmt þessar færslur, auk þess séósannað hver hafi átt reikninginn er tekið hafi verið út af. Tjón stefnanda séósannað.590.512 krónur hinn 19. mars 2010.Stefndisegir stefnanda vísa til gagna þar sem fram komi að lagðar hafi verið 590.512krónur inn á reikning félagsins Haukur Jónsson ehf. Ósannað sé að stefndi hafiframkvæmt þessar færslur, auk þess sé ósannað hver hafi átt reikninginn semtekið hafi verið út af. Tjón stefnanda sé ósannað.590.512 krónur hinn 19. mars 2010.Stefndisegir að stefnandi vísi til gagna þar sem fram komi að lagðar hafi verið590.512 krónur inn á reikninga stefnda. Ósannað sé að stefndi hafi framkvæmtþessar færslur, auk þess sé ósannað hver hafi átt reikninginn sem tekið hafiverið út af. Tjón stefnanda sé auk þess ósannað.250.000 krónur hinn 7. júní 2010.Stefndisegir stefnanda byggja á því að stefndi hafi millifært 250.000 krónur afreikningi Báss ehf. inn á reikning stefnda. Ósannað sé að stefnandi hafi orðiðfyrir tjóni vegna þessarar færslu.539.650 krónur hinn 22. júní 2010.Stefndisegir stefnanda lýsa því í stefnu að stefndi hafi millifært 539.650 krónur aftilteknum reikningi. Stefnandi lýsir því hins vegar ekki hver hafi veriðeigandi þessa reiknings eða hvernig stefnandi verði fyrir tjóni af hinni meintumillifærslu. Tjón stefnanda sé ósannað.300.000 krónur hinn 17. janúar 2011.Stefndisegir stefnanda byggja á því að stefndi hafi millifært 300.000 krónur afreikningi Báss ehf. inn á reikninga stefnda. Ósannað sé að stefnandi hafi orðiðfyrir tjóni vegna þessa.376.500 krónur hinn 4. febrúar 2011.Stefndisegir stefnanda lýsa því í stefnu að stefndi hafi millifært 376.500 krónur aftilteknum reikningi. Því sé hins vegar ekki lýst hver hafi verið eigandireikningsins eða hvernig stefnandi hafi orðið fyrir tjóni af hinni meintumillifærslu.500.000 krónur hinn 17. febrúar 2011.Stefndisegir stefnanda lýsa því að stefndi hafi millifært 500.000 krónur af tilteknumreikningi, stefnandi lýsir því hinsvegar ekki hver hafi verið eigandireikningsins eða hvernig stefnandi verði fyrir tjóni af hinni meintumillifærslu.250.000 krónur hinn 22. febrúar 2011.Stefndisegir stefnanda byggja á því að stefndi hafi millifært 250.000 krónur afreikningi Guðrúnar Maríu ehf. inn á reikning stefnda. Ósannað sé að stefnandihafi orðið fyrir tjóni vegna þessarar færslu..066.750 krónur hinn 29. mars 2011.Stefndisegir stefnanda byggja á því að stefndi hafi millifært 1.066.750 krónur afreikningi Báss ehf. inn á reikning stefnda. Stefndi segir ósannað að stefnandihafi orðið fyrir tjóni vegna þessa.892.000 krónur hinn 1. apríl 2011.Stefndisegir ósannað að hann hafi millifært þessa fjárhæð án heimildar, líkt ogstefnandi haldi fram. Tjón stefnanda sé ósannað.284.994 krónur hinn 17. apríl 2011.Stefndisegir ósannað að hann hafi millifært þessa fjárhæð svo sem stefnandi haldifram. Tjón stefnanda sé ósannað.77.299. krónur hinn 29. nóvember2011.Stefndisegir ósannað að hann hafi millifært þessa fjárhæð líkt og stefnandi haldifram. Tjón stefnanda sé ósannað.38.805 krónur hinn 30. nóvember2011.Stefndisegir ósannað að hann hafi millifært þessa fjárhæð. Tjón stefnanda sé ósannað.300.000 krónur hinn 30. ágúst 2012.Stefndisegir ósannað að hann hafi millifært þessa fjárhæð. Tjón stefnanda sé ósannað.Vegna meintra umboðssvika.Stefndisegir stefnanda byggja á því að stefndi hafi leigt félaginu Bási ehf. herbergií húsnæði stefnanda að Aðalgötu 34 á Siglufirði. Stefnandi segir leiguverðiðhafa verið 4.340 krónur á mánuði, auk hita. Stefnandi leggi ekki framleigusamning til stuðnings fullyrðingum sínum. Þá telji stefnandi ennfremur aðstefndi hafi framleigt umrætt herbergi til félagsins Kredia ehf. fyrir 361.600krónur á mánuði án heimildar. Samningur um þessa meintu framleigu sé ekkilagður fram. Ósannað sé að þessi framleiga hafi átt sér stað. Tjón stefnandavegna þessa sé ósannað. Ósannað sé að stefndi hafi fengið greiðslu vegnaþessarar meintu framleigu og ósannað að hann hafi sent reikning. Umboðssvik séuósönnuð. Stefnandi hafi ekki fært sönnur á atriði sem leitt hafi til tjónsfyrir hann. Stefndi segir sönnun orsakatengsla milli ætlaðs tjóns ogbótaskyldrar háttsemi vera forsendu í bótaskyldu.Vegna meintra óheimillagjafagerninga.Stefndisegir að skilyrði sakarreglu sé ekki uppfyllt að því er þennan kröfulið varði.Meint afskrift að fjáræð 20.000.000króna.Stefndisegir stefnanda halda því fram að stefndi hafi afskrifað án heimildar20.000.000 krónur hjá Reisum byggingafélagi ehf. 25. mars 2013. Félagið hafihins vegar verið úrskurðað gjaldþrota hinn 19. október 2012. Stefnandi útskýriekki í stefnu hvaða heimildir stefndi hafi brotið með þessu. Tjón stefnanda séósannað, enda um gjaldþrota félag að ræða. Ósannað sé að stefndi hafi valdiðstefnanda tjóni með saknæmri og ólögmætri háttsemi.Samkomulag um bætur að fjárhæð 3,5milljónir króna.Stefndisegir stefnanda halda því fram að hann hafi orðið fyrir tjóni af völdumtjónagreiðslu sem félagið Kambur ehf. hafi greitt til Báss ehf. Stefndi segirósannað að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Ósannað sé að stefndihafi tekið fjármuni án heimildar af afskriftareikningi stefnanda. Í gögnummálsins komi fram að Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri votti samkomulag um bæturvegna tjónsVegna afléttingar veða.Stefndisegir stefnanda halda því fram að stefndi hafi aflétt veði af bifreiðinni OS307 án heimildar. Vísi stefnandi því til stuðnings til nánar greinds dómskjals.Á því skjali komi nafn stefnanda ekki fram. Liggi auk þess ekkert að bakiþeirri staðhæfingu stefnanda að skuldir sem þessu veði hafi verið ætlað aðtryggja hafi verið afskrifaðar. Ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir tjóniog ósannað að hann hafi valdið þessu tjóni.Vegna veðflutnings.Stefndisegir stefnanda halda því fram að stefndi hafi heimildarlaust samþykktveðflutning og veðbandslausn tiltekins tryggingarbréfs. Stefndi segir ósannaðað hann hafi framkvæmt þetta án heimildar. Gögn málsins styðji ekkifullyrðingar stefnanda um að veðið hafi átt að tryggja skuldir félagsinsJoachim ehf. eða að afskrifa hafi þurft þær. Ekkert liggi fyrir um þessarskuldir eða afskrift þeirra. Meint tjón stefnanda sé ósannað. Skilyrðisakareglna sé ekki uppfyllt.Stefndikveðst vegna alls þessa ítreka að ekki hafi verið sýnt fram á orsakasamband eðarökræn tengsl milli málsástæðna og kröfugerðar stefnanda. Tjón stefnanda séósannað. Stefnandi hafi ekki lýst athöfnum eða háttsemi stefnda sem valdið hafistefnanda tjóni. Engri saknæmri ólögmætri háttsemi sé til að dreifa af hálfustefnda samkvæmt þeim gögnum sem stefnandi hafi lagt fram.Stefndisegir að í kyrrsetningarbeiðni stefnanda, dags. 2. október 2015, sé því haldiðfram að höfuðstóll kröfu stefnanda sé 178.261.094 krónur. Upphaflegri kröfuhans hafi verið vísað frá dómi. Í þessu máli telji stefnandi höfuðstól kröfusinnar vera 105.835.254 krónur. Hafi stefnandi því lækkað kröfu sína um72.425.840 krónur frá því kyrrsetningin hafi verið framkvæmd til 5. október2015. Þannig hafi stefnandi viðurkennt að verulegur hluti kröfu sinnar hafiekki átt við rök að styðjast. Af framangreindum málsástæðum stefnda verðieinnig ráðið að hin nýja krafa stefnanda eigi ekki við rök að styðjast.Kyrrsetning eigna sé íþyngjandi þvingunarúrræði sem beita beri af sérstakrivarúð. Augljóst sé að stefnandi hafi farið offari í beitingu úrræðisins.Stefndi kveðst telja stefnanda hafa bakað sér bótaskyldu með aðgerðum sínum ogafleiðingum þeirra. Hafi stefnandi sýnt af sér ásetning eða stórfellt gáleysimeð því að leggja fram kyrrsetningarbeiðni þar sem höfuðstóll hafi verið alltofhár. Kveðst stefndi krefjast sýknu af kröfu stefnanda að einhverju eða ölluleyti samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991, sbr. og 1. mgr. 27. gr.laganna. Stefndi segir skaðabótakröfu byggða á 42. gr. laga nr. 31/1990 umkyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. sérstaklega 1., sbr. 4. mgr. Erfitt sé fyrirað sanna fjárhæðir hins fjárhagslega tjóns að öllu leyti og því sé gerð krafaum að skaðabætur verði dæmdar að álitum. Þá sé einnig ljóst að ólögmætkyrrsetningargerð hafi valdið stefnda miska, meðal annars hugarangri, og veriðfjölskyldu hans þungbær. Í 42. gr. laga nr. 31/1990 sé mælt fyrir um aðgerðarþola skuli bættur sá miski sem telja megi að gerðin hafi valdið.Stefndisegir að verði hann talinn hafa valdið stefnanda tjóni með saknæmum ogólögmætum hætti, byggi hann til vara á því að fella eigi skaðabótaábyrgð hansniður samkvæmt 1. mgr. 23. og 1. mgr. 24. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laganna skuli líta til þess hve mikið tjóni sé, eðlisbótaábyrgðar, aðstaða tjónvalds, hagsmuna tjónþola, vátryggingaaðila og annarraatvika. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem orðið hafi að skaðabótalögumsé þessari lækkunarreglu lýst þannig að draga megi úr ábyrgð eða fella hananiður ef bótaábyrgð yrði hinum bótaskylda svo þungbær að ósanngjarnt megi teljaað hann greiddi fullar bætur. Þessari reglu sé beitt þegar talið sé óviðunandi,í ljósi félagslegra viðhorfa og mannúðarsjónarmiða, að leggja þá byrði átjónvald að greiða fullar bætur. Þannig sé það fyrst og fremst fjárhagurtjónvalds sem skipti máli þegar meta skuli hvort beita eigi heimildinni. Önnuratriði, sem talin séu í greininni, umfang tjóns, eðli bótaábyrgðar, hagsmunirtjónþola og vátryggingar sem fyrir hendi væru hafi einnig áhrif þegar metaskuli hvort ósanngjarnt sé að leggja tjónsbyrði á tjónvaldinn. Stefndi segirljóst að stefnandi hafi kyrrsett allar sínar eigur. Nái stefnukrafa fram aðganga megi ljóst vera að stefndi verði gjaldþrota. Auk þess beri að líta tilþess að stefnandi sé að öllum líkindum vátryggður fyrir tjóni sínu eða hefðiátt að vera það. Stefndi kveðst telja stefnanda hafa vátryggingu vegna meintstjóns og kveðst skora á stefnanda að upplýsa um slíkt. Auk lækkunarkröfu kveðststefndi krefjast þess að til lækkunar stefnukröfu komi laun samkvæmtsamkomulagi um starfslok, dagsett 26. júní 2015 ásamt viðauka. Stefndi hafimótmælt riftun stefnanda á samkomulaginu. Stefnandi hafi hafnað sjónarmiðumstefnda, en hins vegar viðurkennt að skulda honum 4.131.400 krónur. Stefndisegir að á stefnanda hvíli sú skylda að takmarka tjón sitt. Stefnandi hafi ekkisinnt þeirri skyldu sinni með því að innheimta kröfur sem hann telji stefndahafa ranglega fellt niður. Stefnandi beri hallann af því að hafa ekki takmarkaðtjón sitt með því að innheimta kröfur sínar. Samkvæmt almennum reglumskaðabótaréttar hafi stefnandi því glatað rétti sínum til bóta fyrir það tjónsem leiði af vanrækslu hans. Öllum kröfum um dráttarvexti sé mótmælt.Dráttarvextir verði fyrst dæmdir af kröfum stefnanda frá dómsuppsögudegi.Kröfur stefnanda séu bæði óljósar og háðar verulegum vafa sem hafi gert stefndanauðsynlegt að taka til varna í málinu. Auk þess hafi kröfum stefnanda veriðvísað frá dómi og nýjar kröfur fyrst komið fram með stefnu dagsettri 22. júní2016. Ósanngjarnt sé að stefnandi njóti tafa af málinu sem eingöngu verðiraktar til hans sjálfs. Kveðst stefndi að þessu leyti vísa til sjónarmiða aðbaki 9. gr. laga nr. 38/2001. Stefndi kveðst vísa til meginreglna laga nr.91/1991 um sönnun og sönnunarbyrði. Hann kveðst vísa til sakarreglu og skilyrðahennar. Hann kveðst vísa til laga nr. 31/1990, nr. 90/1989 og nr. 50/1993.Málskostnaðarkrafa sín eigi stoð í 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991, en krafaum virðisaukaskatt á málflutningsþóknun á lögum nr. 50/1988. Stefndi sé ekkivirðisaukaskattskyldur og sé því nauðsynlegt að líta til virðisaukaskatts viðákvörðun málskostnaðar.NiðurstaðaFyrirdómi var tekin vitnaskýrsla af Guðjóni Marinó Ólafssyni fyrrverandi starfsmannisparisjóðsins en ekki voru aðrar skýrslutökur.Stefndigaf skýrslu hjá sérstökum saksóknara. Hann telur sönnunargildi þeirrar skýrsluekkert. Framburður hans í yfirheyrslunni er í stórum dráttum á þá leið að hannkveðst kannast við þær færslur og aðgerðir sem bornar eru undir hann, kveðsthafa verið að verki, segist ítrekað hafa verið „að stela“ og að engir aðrirhafi þar komið að. Hann gefur hins vegar ekki sjálfstæða frásögn af þeim aðgerðumsem hann kveðst kannast við að hafa framkvæmt og útskýrir ekki þær ekkisérstaklega. Rakið hefur verið bréf Valdísar Ingibjargar Jónsdóttur tal- ograddmeinafræðings, en hún var ekki leidd fyrir dóminn. Að mati dómsins hefurekki verið sýnt fram á í máli þessu að vegna þess sem þar kemur fram eða aföðrum ástæðum sé ekkert mark takandi á framburði stefnda í skýrslutökunni.Verður að telja líkur gegn því að fyrrum starfsmaður stefnda, sem engan hluthefði átt að þeim málum sem ræddar voru í yfirheyrslunni, hefði svarað á þannveg sem stefndi gerði. Á hinn bóginn verður ekki horft fram hjá því að stefndisvarar því meðal annars til í yfirheyrslunni að hann segi bara „já við öllu“. Stefnandibyggir fjárkröfur sínar í fyrsta lagi á 22 tilvikum þar sem hann telur stefndahafa gerst sekan um fjárdrátt. Stefnandi hefur lagt fram afritviðskiptakvittana til stuðnings þeim kröfum sínum. Á þeim kvittunum kemur framað stefndi sé sá starfsmaður sem framkvæmt hafi færslurnar. Að mati dómsinshefur ekkert marktækt komið fram sem bendir til þess að einhverjir aðrir hafinotað aðgang stefnda og framkvæmt færslurnar í hans nafni eða gögnum umfærslurnar hafi verið breytt eftir á í því skyni að láta líta út fyrir aðstefndi hefði verið að verki. Í ýmsum tilvikum rennur fé samkvæmt þessumfærslum inn á reikninga stefnda sjálfs og hefur ekkert komið fram um að hannhafi gert athugasemdir við slíkar innlagnir eða leitað skýringa eðaleiðréttinga á þeim. Hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að óþekkturaðili hafi í þeim tilvikum notað aðgang stefnda til að leggja í hans nafni féinn á reikninga hans. Verður að miða við að viðskiptakvittanirnar séu réttar.Stefndibyggir á því að millifærsla að fjárhæð tuttugu milljónir króna til Báss ehf. sé„hluti af samkomulagi stefnanda við félagið Bás ehf., dags. 18. nóvember 2010“,en undir það samkomulag hafi Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri skrifað. Ennfremur vísar stefndi til orða Ólafs í skýrslutöku, þess efnis að félagið hafifengið „leiðréttingu“ sem numið hafi fimmtán til tuttugu milljónum króna. Aðmati dómsins getur slíkt samkomulag ekki skýrt þær hreyfingar sem hér eiga íhlut. Samkvæmt viðskiptakvittun eru tuttugu milljónir króna færðar 18. nóvember2010 af reikningi félags, sem enga starfsemi mun þá hafa haft, yfir á reikningBáss ehf. og er „hlutafé“ skráð á kvittunina. Önnur viðskiptakvittun, dags. 25.nóvember 2010, sýnir 18.142.916 króna afskrift á reikningi nafngreindsviðskiptamanns og tíu milljónir króna færðar af þeim reikningi á reikning þessfélags sem viku áður hafði lagt inn hjá Bási ehf. Aðrar viðskiptakvittanir sýnaþær hreyfingar sem stefnandi byggir á í þessu sambandi. Á öllum er stefndisagður sá starfsmaður sem framkvæmdi hreyfingarnar. Engin þörf var á þessumfærslum til að framkvæma einfalda skuldalækkun sem sparisjóðurinn hefði í raunmeð samkomulagi heitið viðskiptamanni. Það skjal, dags. 18. nóvember 2010,„samkomulag um lækkun skulda“, og undirritað er af Ólafi Jónssynisparisjóðsstjóra, og það sem eftir Ólafi er haft í skýrslu, breytir ekki því aðtelja verður sannað í máli þessu að stefndi hafi framkvæmt umræddar færslur semleitt hafi til þess að staða Báss ehf. gagnvart sparisjóðnum batnaði um tuttugumilljónir króna, á kostnað sjóðsins. Verður ekki talið að þetta hafi honumverið heimilt. Hefur hann þannig með saknæmri og ólögmætri háttsemi valdiðsparisjóðnum, sem stefnandi leiðir rétt sinn af, tjóni sem þessu nemur og berbótaábyrgð á því.Viðskiptakvittunsýnir að hinn 30. júní 2011 voru lagðar 27.761.094 krónur á reikning nr.1102-26-000611 af afskriftareikningi sparisjóðsins. Stefndi er skráður sem sástarfsmaður sem framkvæmdi færsluna. Samkvæmt viðskiptakvittuninni ernafngreindur einstaklingur eigandi reiknings nr. 1102-26-000611. Útprentanir úrfjárhagskerfi sparisjóðsins sýna að hinn 15. júní sama ár var upplýsingum umreikninginn breytt, þannig að umræddur einstaklingur var skráður eigandireikningsins í stað Báss ehf. Á annarri útprentun úr kerfinu sést að hinn 6.október sama ár er Bás ehf. aftur skráður eigandi reikningsins. Er sannað aðstefndi hafi með færslunni stuðlað að því að skuldir Báss ehf. við sparisjóðinnlækkuðu um 27.761.094 krónur og verður að miða við að sparisjóðurinn hafi orðiðfyrir tjóni að sama skapi. Verður ekki talið að þetta hafi stefnda veriðheimilt. Hefur hann þannig með saknæmri og ólögmætri háttsemi valdiðsparisjóðnum, sem stefnandi leiðir rétt sinn af, tjóni sem þessu nemur og berbótaábyrgð á því.Bankastofnunábyrgist gagnvart innstæðueigendum að innstæðan standi þeim til boða, eftirnánari reglum um hvern innlánsreikning. Lækki starfsmaður bankastofnunarinnarinnstæðu viðskiptamanns hennar ranglega, og færi á annan reikningviðskiptamanninum óviðkomandi, leiðir það til tjóns bankastofnunarinnar semþarf að geta staðið viðskiptamanninum skil á innstæðunni. Skiptir þar ekki málihvort viðskiptamaðurinn hefur krafið bankastofnunina um inneign sína eða ekki.Ífyrsta lið fjárkröfu sinnar, tl. 2 til 22, rekur stefnandi færslur sem hannkveður stefnda hafa framkvæmt og felist í því að stefndi færi fjármuni af einstökumreikningum, sem ekki voru í hans eigu, og leggi inn á aðra reikninga, oftastsína eigin en einnig aðra, eins og rakið hefur verið. Er þetta stuttviðskiptakvittunum sem bera með sér að stefndi hafi framkvæmt færslunnar. Einsog áður segir eru engin efni til að miða við annað. Er þannig sannað að stefndihafi framkvæmt færslurnar og með þeim fært fé með þeim hætti sem rakið er ístefnu. Í engu tilfelli hefur verið sýnt fram á að stefndi hafi haft heimildtil þessara færslna. Starfsmaður bankastofnunar sem færir fé af reikningumviðskiptamanna stofnunarinnar yfir á eigin reikninga ber sönnunarbyrðina af þvíað honum hafi verið slíkt heimilt.Vegnafærslu að fjárhæð 2.738.500 krónur hinn 13. mars 2008 kveðst stefndi telja aðfært hafi verið af reikningi félagsins Toppfisks ehf. og þar hafi sér veriðendurgreitt lán, en hann hafi lánað félaginu 2.650.000 krónur hinn 11. marssama ár. Gögn málsins veita því stoð að stefndi hafi í raun greitt slíkafjárhæð til þess félags hinn 11. mars og raunar 88.500 krónur hinn 5. mars. Þaðfær ekki breytt því að hann hefur ekki lagt neitt fram í málinu sem sýnt getiað hann hafi í raun haft heimild til að færa 2.738.500 krónur af reikningifélagsins. Liggur þar hvorki fyrir umboð né greiðslubeiðni frá félaginu. Ekkiliggja heldur fyrir í málinu hugsanlegir samningar stefnda og félagsins vegnahinnar ætluðu lánveitingar. Við svo búið er ekki hægt að leggja til grundvallarað stefnda, starfsmanni sparisjóðsins, hafi verið heimilt að millifæra afreikningi félagsins á eigin reikning.Meðvísan til framanritaðs er sannað í málinu að stefndi hafi framkvæmt þær færslursem hér um ræðir. Verður ekki talið að þetta hafi stefnda verið heimilt. Hefurhann þannig með saknæmri og ólögmætri háttsemi valdið sparisjóðnum, semstefnandi leiðir rétt sinn af, tjóni sem þessu nemur og ber bótaábyrgð á því.Stefnandibyggir á því að stefndi hafi viðhaft umboðssvik að fjárhæð 15.548.800 krónur.Stefnandi lýsir umboðssvikunum þannig að stefnandi hafi leigt félaginu Básiehf. herbergi í húsnæði á Aðalgötu 34 á Siglufirði „á kr. 4.340,- á mánuði aukhita“. Stefndi hafi hins vegar án heimildar framleigt herbergi þetta til annarsfélags fyrir 361.600 krónur á mánuði og hafi þannig valdið stefnanda„gríðarlegu tjóni í töpuðum leigutekjum“. Stefnandileggur sjálfur til grundvallar að hann hafi leigt félaginu Bási ehf. umrættherbergi á þeim kjörum sem rakin voru. AFL-sparisjóður og annar forveri hans,Sparisjóður Siglufjarðar, ráku starfsemi á Siglufirði frá árinu 1873. Geraverður ráð fyrir að sparisjóðurinn hafi í ljósi stöðu sinnar semfjármálastofnun á Siglufirði farið æði nærri um líklegt leiguverð slíksherbergis í bænum. Sú staðreynd að hann kaus að leigja herbergið út á 4.340krónur á mánuði auk hita, bendir ekki sérstaklega til þess að eðlilegt leiguverðslíks herbergis sé 361.600 krónur eða svo. Stefnandi byggir á því að hann hafiorðið fyrir „gríðarlegu tjóni í töpuðum leigutekjum“ vegna þeirrar framleigusem stefndi hafi stundað. Gögn málsins benda að vísu til þess að stefndi hafi íraun fengið mánaðarlegar greiðslur af þessu tagi, en það eitt færir ekki sönnurá að sparisjóðnum hefðu staðið slíkar leigugreiðslur til boða ef ekki hefðikomið til það sem hann nefni framleigu stefnda. Hefur hvorki verið útskýrt nésannað að AFL sparisjóður hefði í raun getað leigt herbergið út fyrir rúmlegaáttugfalt það leiguverð sem sparisjóðurinn sjálfur hafði samið um, er hannleigði frá sér herbergið til Báss ehf.Stefnandikveðst hafa leigt fyrirtækinu Bási ehf. herbergið en stefndi hafi svo framleigtþað til annars fyrirtækis. Er ekki skýrt í stefnu hvernig því viki við að þaðfyrirtæki semji um slíka leigu við stefnda, en ekki er byggt á því að Bás ehf.hafi áður leigt herbergið áfram til stefnda. Þegar á framanritað er horft þykjakröfur stefnanda samkvæmt þessum lið svo vanreifaðar að þeim verður vísað frádómi.Loksbyggir stefnandi fjárkröfur sínar á því að stefndi hafi viðhaft umboðssvik erfalist hafi í óheimilum gjafagerningum er alls nemi 30 milljónum króna. Stefnandibyggir fyrst á því að stefndi hafi án heimildar afskrifað tuttugu milljónirkróna hjá fyrirtækinu Reisum byggingarfélagi ehf. hinn 25. mars 2013. Sama daghafi félagið aftur byrjað að safna skuldum með því að ganga áyfirdráttarheimild sína, en það hefði ekki verið hægt samkvæmt lánareglum, efekki hefði komið til afskrifta. Samkvæmt gögnum málsins rann talsverður hlutiþeirra greiðslna, sem félagið innti af hendi, til sparisjóðsins sjálfs, enfélagið greiddi greiðslukortaskuld við sparisjóðinn að fjárhæð 1.108.508 krónurog vaxtanótur. Alls munu greiðslur félagsins, sem runnu annað en tilsparisjóðsins eftir afskrift, hafa numið 1.959.184 krónum. Í stefnu er látiðvið það sitja að byggja á því að stefndi hafi valdið stefnanda tuttugu milljónakróna tjóni með heimildarlausri afskrift en í stefnunni er hvorki rakið hvertgreiðslur félagsins eftir afskrift hafi runnið né hvað innheimst hafi afskuldum félagsins. Fyrir liggur að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta en ístefnu er ekki rakið hvort kröfu hafi verið lýst í búið né þá hvort nokkuð hafifengist upp í slíka kröfu. Þá er ekki reifað hvað ætla mætti að sparisjóðurinnhefði fengið greitt af kröfu sinni ef ekki hefði komið til afskriftar. Þegar áallt þetta er horft þykir kröfuliður þessi svo vanreifaður að honum verðurvísað frá dómi.Þábyggir stefnandi á því að stefndi hafi án heimildar notað afskriftareikningsparisjóðsins til að fjármagna viðgerð á þaki húsnæðis Kambs bifreiða- ogvélaverkstæðis ehf. Með þeirri viðskiptakvittun sem lýst var er sannað aðstefndi framkvæmdi slíka færslu. Ekkert hefur komið fram um að það hafi honumverið heimilt en afskriftareikningur er ekki ætlaður til slíks. Stefndi byggirá því að sparisjóðsstjóri sé vottur að samkomulaginu sem gert hafi verið milliKambs bifreiða- og vélaverkstæðis ehf. og Báss ehf. Samkomulagið snýst umgreiðslu sem Kambur bifreiða- og vélaverkstæði ehf. skuli greiða Bási ehf. enekkert segir um það í samkomulaginu að afskriftareikningur sparisjóðsins skulií raun standa straum af því. Vottun sparisjóðsstjórans getur því ekki á neinnhátt veitt heimild til þess. Verður að líta svo á að með umræddri færslu afafskriftareikningi hafi stefndi með saknæmri og ólögmætri háttsemi valdiðsparisjóðnum, sem stefnandi leiðir rétt sinn af, tjóni sem þessu nemur og beribótaábyrgð á því. Loksbyggir stefnandi á því stefndi hafi hinn 9. maí 2014 án heimildar samþykktveðflutning og veðbandslausn á tryggingarbréfi, upphaflega að fjárhæð 6.500.000krónur, sem hvílt hafi á 1. veðrétti á einbýlishúsi á Eyrargötu 15 áSiglufirði, að áætluðu markaðsvirði 25,6 milljónir króna. Tryggingarbréfið hafiverið fært á aftasta veðrétt á Aðalgötu 10 á Siglufirði, og þar staðið á eftirskuldum sem numið hafi um níutíu milljónum króna. Þær skuldir, sem veðinu hafiverið ætlað að tryggja, hafi verið afskrifaðar. Skjalinuer greindi veðflutninginn hefur verið lýst. Ágreiningslaust er að stefndi hafiritað undir skjalið. Augljóst er að það veð sem sparisjóðurinn fékk við þettavar að miklum mun lakara en það sem hann hafði áður. Ekkert hefur komið framsem bendir til að stefndi hafi haft heimild til þessarar gjörðar eða að húnhafi þjónað hagsmunum sparisjóðsins. Á hinn bóginn hefur ekkert verið sannað umþað tjón sem af þessu hefur leitt en engin gögn hafa verið lögð fram um heimtuþeirrar skuldar sem veðinu var ætlað að tryggja. Þykir krafa þessi svovanreifuð að óhjákvæmilegt sé að vísa henni frá dómi.Samkvæmt1. mgr 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda fyrnistskaðabótakrafa á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegarupplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkraupplýsinga. Að mati dómsins var það fyrst eftir starfslok stefnda semsparisjóðnum varð tjón sitt ljóst og hver bæri ábyrgð á því. Það sem eftirGunnlaugi Stefáni Guðleifssyni gjaldkera er haft í yfirheyrsluskýrslu um orðhans við sparisjóðsstjóra og stefnda er ekki þess eðlis að telja verði að sparisjóðnumhafi borið að afla sér upplýsinga sem gert hefðu tjónið að einhverju leytiljóst. Þótt sparisjóðurinn hafi notið þjónustu innri og ytri endurskoðunarverður ekki talið að honum hafi hlotið að verða tjón sitt ljóst eða mátt verðaþað ljóst fyrr en raun ber vitni. Það að í ársreikningi Báss ehf. sé getið umafskrift þykir ekki verða til þess að fyrningarfrestur byrji að líða. Þegar áallt er horft þykja kröfur stefnanda ekki fallnar niður vegna fyrningar.Stefnandimun ekki hafa freistað að innheimta fé hjá þeim aðilum sem hann telur hafaauðgast á heimildarlausum gjörðum stefnda. Verður það ekki til þess aðbótaréttur stefnanda gagnvart stefnda falli niður. Engin efni eru til að lækkabótakröfurnar vegna aðstöðumunar aðila eða annarra þeirra atriða er stefndibyggir á, að öðru leyti en vegna skuldajöfnuðar svo sem síðar verður rakið.Meðvísan til alls framanritaðs verða kröfur að fjárhæð 59.784.454 krónur teknartil greina. Þá verður stefnda gert að greiða dráttarvexti sem reiknast skulufrá þingfestingu stefnu er geymdi þær fjárkröfur sem til úrlausnar eru ímálinu. Í greinargerð sinni krafðist stefndi þess að til lækkunar kæmu launsamkvæmt samkomulagi um starfslok auk viðauka, og vísaði meðal annars til þessað stefnandi hefði viðurkennt að skulda stefnda 4.131.400 krónur. Síðastnefndaatriðið fær stoð í bréfi stefnanda til stefnda dags. 19. nóvember 2015 ogverður sú fjárhæð dregin frá dæmdri fjárhæð. Ekki eru efni til frekarifrádráttar stefnukrafna vegna starfslokasamnings stefnda, en í því felst ekkisérstök niðurstaða um hugsanleg réttindi stefnda samkvæmt samkomulaginu eða umréttmæti riftunar samningsins.Málþetta er einkamál en ekki sakamál. Í dóminum er engu slegið föstu um hvorteinstakar gjörðir stefnda feli í sér brot á almennum hegningarlögum eða séu aföðrum ástæðum refsiverðar.Skilyrði1. mgr. 5. gr. laga nr. 31/1990 fyrir kyrrsetningu eru uppfyllt, en í ljósitjónsatvikanna og eðlis þeirra verður talið að án kyrrsetningar muni draga mjögúr líkum á því að stefnanda takist að ná fullnustu krafna sinna.Kyrrsetningargerð verður staðfest og þykir hér ekki skipta máli að dæmd fjárhæðer talsverðu lægri en byggt var á er kyrrsetningarbeiðni var lögð fyrirsýslumann. Engin efni eru til að dæma stefnda bætur vegna kyrrsetningarinnar.Stefnda verður gert að greiða stefnanda málskostnað sem í ljósi atvika allra eneinnig með hliðsjón af upphaflegum dómkröfum og málsúrslitum ákveðst 500.000krónur. Gætt var 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.Afhálfu stefnanda fór Katrín Rúnarsdóttir hdl. með málið en Tómas Hrafn Sveinssonhrl. af hálfu stefnda. Málið dæma Þorsteinn Davíðsson og Erlingur Sigtryggssonhéraðsdómarar og Guðrún Torfhildur Gísladóttir lögg. endurskoðandi.D Ó M S O R ÐStefndi,Magnús Stefán Jónasson, greiði stefnanda, Arion banka hf., 55.653.054 krónurásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. júní 2016til greiðsludags. Staðfester kyrrsetning sýslumannsins á Norðurlandi eystra, 5. október 2015, áfasteignunum Hvanneyrarbraut 35, Siglufirði, fnr. 213-0510 og eignarhlutastefnda í Fákafeni 13, Siglufirði, fnr. 213-0181, ökutækjunum Mercedes Benz500SEL, fnr. DZ106, Subaru Impreza GL, fnr. RG710, Subaru Impreza, fnr. RL886,Nissan Patrol Y608, fnr. RH920, Toyota Land Cruiser 120, fnr. PT657 og NissanPatrol, fnr. RU164, hestakerru, fnr. BV380, 6% eignarhluta stefnda ífyrirtækinu Topphestum ehf., kt. [...], eignarhluta stefnda í fyrirtækinuHálendi Íslands ehf., kt. [...] og innstæðum bankareikninga stefnda nr.1102-26-[...], nr. 1102-26-[...], nr. 1102-26-[...], nr. 1102-15-[...], nr.1102-18-[...], nr. 1102-18-[...]og nr. 1102-38-[...].Stefndigreiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 342/2017 | Skuldamál Samningur Aðildarskortur Frávísunarkröfu hafnað | A AB höfðaði mál á hendur TA ehf. og TAA ehf. og krafðist greiðslu samkvæmt reikningi sem tilkominn var vegna lögfræðilegrar ráðgjafar AL, sem var fyrirsvarsmaður A AB, sem veitt hafði verið TAA ehf. í tengslum við samningsgerð við flugfélagið TA. Í dómi Hæstaréttar var meðal annars vísað til þess að vinna AL hefði frá öndverðu verið veitt í þágu TAA ehf. og að A AB hefði einnig gengið út frá því við gerð reikningsins.Var TA ehf. því sýknað á grundvelli aðildarskorts sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hinsvegar var fallist á greiðsluskyldu TAA ehf. vegna þeirrar vinnu sem reikningur A AB laut að. Kom fram að TAA ehf. bæri sönnunarbyrðina fyrir því að endurgjaldið fyrir vinnuna, sem ekki hefði verið samið um hvert ætti að vera, hefði verið ósanngjarnt þannig að A AB ætti ekki rétt á þeirri fjárhæð sem hann krafðist. Var talið að TAA ehf. hefði ekki fært viðhlítandi sönnur á að því skilyrði væri fullnægt svo taka mætti lækkunarkröfu hans til greina. Var krafa A AB gegn TAA ehf. því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÓlafurBörkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson og Ásmundur Helgasonlandsréttardómari.Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. júní2017. Hann krefst þess aðallega að gagnáfrýjendum verði gert að greiða sérsameiginlega 189.089 evrur, til vara að gagnáfrýjandanum Trans-Atlantic ehf.verði gert að greiða sér þá fjárhæð en að því frágengnu að héraðsdómur verðistaðfestur. Í öllum tilvikum krefst hann dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr.laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. apríl 2015 til greiðsludagsog málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Gagnáfrýjandinn Trans-Atlantic Aviation ehf. skautmálinu til Hæstaréttar fyrir sitt leyti 19. júní 2017. Hann krefst þess aðallegaað aðalkröfu aðaláfrýjanda verði vísað frá héraðsdómi og hann sýknaður afþrautavarakröfu hans, til vara að hann verði sýknaður af öllum kröfumaðaláfrýjanda en að því frágengnu að kröfur hans verði lækkaðar. Þá krefst hanní öllum tilvikum málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Gagnáfrýjandinn Trans-Atlantic ehf. skaut málinu tilHæstaréttar fyrir sitt leyti 16. ágúst 2017. Hann krefst þess aðallega aðaðalkröfu aðaláfrýjanda verði vísað frá héraðsdómi og að hinn áfrýjaði dómur umsýknu hans af kröfum aðaláfrýjanda verði staðfestur, til vara að hann verðisýknaður af öllum kröfum aðaláfrýjanda en að því frá gengnu að kröfur hansverði lækkaðar. Þá krefst hann í öllum tilvikum málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti.IKröfur sínar um frávísun málsins reisa gagnáfrýjendurá því að ekki sé gerð viðhlítandi grein fyrir því í málatilbúnaði aðaláfrýjandahvers vegna þeim báðum sé stefnt óskipt til greiðslu reiknings sem í öndverðuhafi aðeins verið beint að öðrum þeirra, gagnáfrýjandanum Trans-AtlanticAviation ehf. Í héraðsdómsstefnu færir aðaláfrýjandi þau rök fyrir óskiptrigreiðsluskyldu gagnáfrýjenda að fyrirsvarsmenn þeirra séu þeir sömu og að þeimhafi borið að taka skýrt fram, þegar leitað var eftir vinnuframlagi fyrirsvarsmannsaðaláfrýjanda, Anders Lidmans, að annar gagnáfrýjanda bæri ábyrgð umfram hinn ákröfum sem reistar væru á vinnu hans. Málatilbúnaður aðaláfrýjanda fullnægir aðþessu leyti áskilnaði e. og g. liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála, en ágreiningur aðila um þessa málsástæðu lýtur að öðru leyti aðefnisþætti málsins. Verður því kröfum gagnáfrýjenda um frávísun málsins hafnað.IIEins og rakið er í héraðsdómi greinir aðila ekki á umað fyrrgreindur Anders Lidman hafi samþykkt í apríl 2014, að ósk Egils ArnarArnarsonar Hansens, sem er fyrirsvarsmaður beggja gagnáfrýjenda, að veitaráðgjöf og vinna að því að koma á viðskiptasamningi við alsírska flugfélagiðTassili Airlines, gegn því að fá hlut í gagnáfrýjandanum Trans-AtlanticAviation ehf. Gögn málsins bera með sér að frá vormánuðum 2014 hafi verið stefntað því að það félag yrði gagnaðili Tassili Airlines í fyrirhuguðum samningum,eins og raunin varð að lokum, þó að gagnáfrýjandinn Trans-Atlantic ehf. hafi ífyrstu verið tilgreindur samningsaðili í ýmsum samningsdrögum. Meðan AndersLidman vann að verkefninu lá ekki fyrir bindandi samkomulag um skiptingueignarhluta í gagnáfrýjandanum Trans-Atlantic Aviation ehf. Þó er upplýst aðrætt hafi verið um það milli væntanlegra eigenda félagsins í júní 2014 aðAnders Lidman kæmi til með að eignast allt að 15% hlut í félaginu. Jafnframtvar gert ráð fyrir því að alsírskur samstarfsmaður þeirra fengi allt að 10%hlutafjár í félaginu.Í desember 2014 ákváðu hluthafar í gagnáfrýjandanum Trans-AtlanticAviation ehf. að auka hlut samstarfsmanns þeirra í Alsír í 29% hlutafjár ogskerða hlut annarra í verkefninu. Anders Lidman var tilkynnt um þá niðurstöðumeð tölvuskeyti Egils Arnar 22. desember 2014. Þar voru honum boðnir þrír tilfjórir hundraðshlutar í félaginu auk þess sem honum var gert að greiða 12.000evrur í nánar tiltekinn kostnað. Í framhaldi af þessu áttu Anders Lidman ogEgill Örn í frekari samskiptum sem lyktuðu með því að sá síðarnefndi sendi þeimfyrrnefnda tölvuskeyti 7. mars 2015. Þessi orðsending barst einnig tveimuröðrum hluthöfum í gagnáfrýjandanum Trans-Atlantic Aviation ehf., en þeir gegnaeinnig stjórnendastörfum hjá hinum gagnáfrýjandanum. Í íslenskri þýðingu framangreindstölvuskeytis til Anders Lidmans segir meðal annars: „Til að einfalda hlutinasvo þeir verði auðskildari ert þú ekki hluti af verkefninu okkar eða félaginufrá aðalfundinum“. Þá kemur þar fram að litið væri svo á að vinna hans væri„aðeins framlag ráðgjafa og samkvæmt því þurfum við að komast að gagnkvæmriniðurstöðu hvað varðar almennt og sanngjarnt uppgjör fyrir takmarkað verk þittí þessu máli.“ Áréttaði Egill Örn í þessu sambandi að „þetta“ yrði „að verarökrétt og í fullu samræmi við þá tíma sem fóru í þetta.“Fyrrgreindu samkomulagi við Anders Lidman um endurgjaldí formi hluta í gagnáfrýjandanum Trans-Atlantic Aviation ehf. fyrir vinnu ogaðra þjónustu hans í þágu verkefnisins var með þessari orðsendingu slitiðeinhliða. Í stað þess að eignast hlut í félaginu fyrir vinnu við verkefnið varhonum aftur á móti boðin þóknun eins og um ráðgjafaþjónustu hefði verið að ræðaí samræmi við þann tíma sem hann hafði varið til þess. Með þessu var AndersLidman rétt að líta svo á að hann ætti tilkall til endurgjalds fyrirvinnuframlag sitt sem var óháð árangri af rekstri gagnáfrýjandans Trans-AtlanticAviation ehf. Hann er sérfræðingur á sviði lagareglna um loftferðir og hefuratvinnu af því að veita ráðgjöf á því sviði á alþjóðlegum vettvangi gegnþóknun. Aðaláfrýjandi er félag sem Anders Lidman hefur um þennan atvinnureksturog er á það fallist að félagið sé réttur aðili að málinu til sóknar. Hlutuforsvarsmenn gagnáfrýjenda, sem stóðu að tilkynningunni, að gera sér greinfyrir því að aðaláfrýjandi seldi sérfræðiþjónustu á þessu sviði gegn hefðbundnutímagjaldi. Aðaláfrýjandi svaraði framangreindu boði með því að sendagagnáfrýjandanum Trans-Atlantic Aviation ehf. reikning sem hann segir reistan áréttum tímafjölda og eðlilegu tímagjaldi.Eins og áður er rakið laut ráðgjöfin, sem krafaaðaláfrýjanda er reist á, að samningsgerð sem fyrir lá að gagnáfrýjandinnTrans-Atlantic Aviation ehf. myndi að lokum eitt eiga aðild að. Íhéraðsdómsstefnu lýsir aðaláfrýjandi því jafnframt yfir að frá upphafi hafiverið við það miðað að Anders Lidman fengi hlut í því félagi og að það „myndiannast verkefnið“. Væri við það miðað að stofnað yrði sérstakt félag í Alsír„um verkefnið sem yrði í eigu“ gagnáfrýjandans Trans-Atlantic Aviation ehf. Íþessu ljósi verður að ganga út frá því að vinna Anders Lidmans hafi frá öndverðuverið veitt í þágu þessa gagnáfrýjanda en ekki gagnáfrýjandans Trans-Atlanticehf. Eins og mál höfðu þróast var aðaláfrýjanda ekki heldur unnt að líta svo áað tilboðið í tölvuskeytinu 7. mars 2015 stafaði frá gagnáfrýjandanumTrans-Atlantic ehf., sem þá var einn af fleiri hluthöfum í gagnáfrýjandanum Trans-AtlanticAviation ehf. Aðaláfrýjandi gekk einnig út frá því að svo væri þegar hann sendireikninginn 9. apríl 2015, en það er eina útgáfa hans sem lögð hefur verið framí málinu. Þar kemur fram að tilefni reikningsins sé lögfræðileg ráðgjöf semveitt hafi verið gagnáfrýjandanum Trans-Atlantic Aviation ehf. í tengslum viðsamningsgerð við Tassili Airlines frá 2. apríl 2014 til 7. mars 2015. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið er fallist ániðurstöðu héraðsdóms um að aðaláfrýjanda sé einungis unnt að beina kröfunni aðfyrrgreindum gagnáfrýjanda og að sýkna beri gagnáfrýjandann Trans-Atlantic ehf.á grundvelli aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Af þessumsökum kemur þrautavarakrafa aðaláfrýjanda í héraði, sem hérðasdómur féllst á,einungis til álita, en gagnáfrýjandinn Trans-Atlantic Aviation ehf. krefstsýknu af henni.Með vísan til framangreinds er fallist ágreiðsluskyldu gagnáfrýjandans Trans-Atlantic Aviation ehf. vegna þeirrar vinnusem reikningurinn 9. apríl 2015 lýtur að. Reikningnum fylgdi ítarleg ogsundurliðuð tímaskýrsla auk þess sem fjárhæð tímagjalds kom þar fram. Þá hafaverið lögð fram umfangsmikil gögn um vinnu aðaláfrýjanda. Mótmæli gagnáfrýjandansTrans-Atlantic Aviation ehf. í héraði við fjárhæð reikningsins voru almenn oghvorki var þar gerð grein fyrir því hvað hann teldi hæfilegt tímagjald fyrir þávinnu sem innt var af hendi né um eðlilegt umfang hennar. Anders Lidman,fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda, gaf aðilaskýrslu í héraði án þess að hann værikrafinn skýringa af hálfu þessa gagnáfrýjanda um færslur í tímaskýrslunni eðahvernig þær samrýmdust framlögðum gögnum. Þá hafa ekki verið lögð fram önnurgögn, sem eru til þess fallin að hnekkja fjárhæð kröfunnar, en skriflegarathugasemdir þessa gagnáfrýjanda við einstakar færslur í tímaskýrslunni semlagðar hafa verið fyrir Hæstarétt. Gagnáfrýjandinn Trans-Atlantic Aviation ehf.ber sönnunarbyrðina fyrir því að endurgjaldið fyrir vinnuna, sem ekki var samiðum hvert ætti að vera, sé ósanngjarnt þannig að aðaláfrýjandi eigi ekki rétt áþeirri fjárhæð sem hann fer fram á. Ekki er á það fallist að gagnáfrýjandinnhafi fært viðhlítandi sönnur á að þessu skilyrði sé fullnægt svo taka megilækkunarkröfu hans til greina. Gagnáfrýjandinn Trans-Atlantic Aviation ehf. hefurekki hreyft andmælum við dráttarvaxtakröfu aðaláfrýjanda. Með vísan til þesssem að framan greinir verður niðurstaða héraðsdóms um fjárkröfu aðaláfrýjanda áhendur honum staðfest. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 áaðaláfrýjandi rétt á málskostnaði úr hendi gagnáfrýjandans Trans-AtlanticAviation ehf. á báðum dómstigum sem verður ákveðin í einu lagi eins og ídómsorði greinir. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað milli aðaláfrýjanda oggagnáfrýjandans Trans-Atlantic ehf. skal vera óraskað en rétt þykir aðaðaláfrýjandi greiði honum málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorðigreinir. Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað enmálskostnað millum aðaláfrýjanda, Aeropol AB, og gagnáfrýjandans,Trans-Atlantic Aviation ehf., og greiði sá síðarnefndi þeim fyrrnefnda samtals1.400.000 krónur í málskostnaði í héraði og fyrir Hæstarétti.Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjandanum, Trans-Atlantic ehf.,500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur HéraðsdómsReykjavíkur frá 20. mars 2017Mál þetta er höfðað af AeropolAB, Nerzgatan 4, Västra Frölunda, Svíþjóð, með stefnu birtri þann 24. ágúst2015, á hendur Trans-Atlantic ehf., Tryggvabraut 22, 600 Akureyri og á hendurTran-Atlantic Aviation ehf., Hátúni 6a, 105 Reykjavík.Stefnandi gerir þær dómkröfur,aðallega að stefndu Trans-Atlantic ehf. og Trans-Atlantic Aviation ehf., verðidæmd óskipt (in solidum) til að greiða stefnanda 189.089 evrur, ásamtdráttarvöxtum frá 17. apríl 2015 til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr.37/2001 um vexti og verðtryggingu.Til vara, að stefndaTrans-Atlantic ehf. verði gert að greiða stefnanda 189.089 evrur, ásamtdráttarvöxtum frá 17. apríl 2015 til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr.37/2001 um vexti og verðtryggingu.Til þrautavara, að stefndaTrans-Atlantic Aviation ehf. verði gert að greiða stefnanda 189.089 evrur,ásamt dráttarvöxtum frá 17. apríl 2015 til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr.laga nr. 37/2001 um vexti og verðtryggingu.Þá er þess krafist að stefnduverði dæmdir til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins.Stefndi, Trans-Atlantic ehf.,krefst þess aðallega að verða sýknaður af varakröfu stefnanda, en til vara erkrafist sýknu af aðal- og varakröfu stefnanda.Þá er þess krafist að stefnandigreiði stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Stefndi Trans-Atlantic Aviationehf., krefst þess aðallega að verða sýknaður af þrautavarakröfu stefnanda, entil vara sýknu af aðal- og þrautvarakröfu stefnanda. Þá er þess krafist að stefnandigreiði stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins.Geta ber þess að kröfu stefndu umfrávísun málsins var hrundið með úrskurði í þinghaldi 2. maí 2016 en málið vardómtekið að aflokinni aðalmeðferð 24. febrúar sl.Ágreiningsefni ogmálsatvikÁgreiningur í málinu snýst einkumum það hvort stofnast hafi með réttu framangreind krafa stefnanda fyrir verkunnið í þágu beggja stefndu, eða þá annars hvors þeirra, í tengslum viðviðskipti aðila sem vörðuðu flugrekstur. Er í því sambandi enn fremur deilt umaðild stefnda, Trans-Atlantic ehf., að viðskiptunum og máli þessu.Málsatvik eru annars þau að vorið2014 höfðu Egill Örn Arnarsson Hansen, stjórnarformaður Trans-Atlantic ehf.,(hér eftir stefndi) og framkvæmdastjóri Trans-Atlantic Aviation ehf., (héreftir meðstefndi), samband við fyrirsvarsmann stefnanda, Anders Lidman, í þeimtilgangi að fá aðstoð hans við að koma á samstarfi um flug við alsírsktflugfélag að nafni Tassili Airlines, sbr. fyrirliggjandi tölvuskeyti þeirra ímilli frá 2. apríl 2014. Aðila greinir á um hvort Egill Örn hafi í þessumsamskiptum komið fram fyrir hönd stefnda, meðstefnda, eða þá beggja félaganna.Af hálfu stefnanda er vísað til þess að bæði félögin hafi almennt óskipt áttþar hlut að máli, en stefndu byggja bæði á því að fyrirsvarsmaður stefnanda,Anders Lidman, hafi verið eða hafi mátt vera meðvitaður um að samningsaðili viðTassili Airlines hafi ætíð og einungis verið meðstefndi, Trans-AtlanticAviation ehf., en ekki stefndi, Trans-Atlantic ehf.Stefnandi, Aeropol AB, er félagsem ofangreindur Anders Lidman, viðskipta- lögfræðingur og sérfræðingur íloftferða- og geimrétti, hefur stofnað um starfsemi sína (hér eftir verður íeinu lagi aðeins vísað til stefnanda eftir því sem við á). Er Anders Lidmanóumdeilt sérfróður um þær alþjóðareglur sem gilda um loftferðir og flugvélarsem og um rekstur flugfélaga, auk þess sem hann hefur áratuga reynslu á þessusviði. Stefndi, Trans-Atlantic ehf., erferðaskrifstofa, stofnuð árið 2004 og starfar á grundvelli laga nr. 73/2005, umskipan ferðamála, og laga nr. 80/1994, um alferðir. Starfsemin felst því í aðbjóða fram og selja alferðir í atvinnuskyni. Stefndi er með söluskrifstofur íReykjavík og á Akureyri. Meðstefndi, Trans-Atlantic Aviation ehf., var síðanstofnað árið 2009, en starfsemin felst einkum í flugrekstri, það er aðskipuleggja flugferðir, og er meðstefndi því ekki ferðaskrifstofa heldureingöngu flugrekstraraðili.Í málinu liggur enn fremur fyrirað Anders Lidman hafði áður átt í samskiptum við þá aðila sem tengjast stefndaog meðstefnda og leituðu þeir því sérstaklega til hans vegna ofangreindraviðskipta í ljósi sérþekkingar hans á loftferðum og réttarreglum er um þærgilda, sem og um rekstur flugfélaga og hvernig bæri að haga samningsgerð. Samkomulag málsaðila umframangreind viðskipti þeirra er að öðru leyti nokkuð á reiki. Í upphafi ríktibjartsýni um árangur af þessu verkefni en enginn skriflegur verksamningur vargerður um það á milli aðila né um visst endurgjald til stefnanda. Þó eróumdeilt að stefnandi var, 2. apríl 2014, beðinn af hálfu annars hvors eðabeggja stefndu um að taka þátt í framangreindu verkefni gagnvart alsírskaflugfélaginu Tassili Airlines. Nánar tiltekið skyldi stefnandi sinnasérfræðivinnu vegna verkefnisins og voru upphafleg áform þau að stefnandi fengiað lokum greitt fyrir vinnu sína með einhvers konar hlut í meðstefndaTrans-Atlantic Aviation ehf., eða þá í félagi um verkefnið sem stofnað yrði íeigu meðstefnda. Af hálfu stefnanda er byggt á því að upphaflega hafi veriðsamkomulag um að hlutur stefnanda í Trans-Atlantic Aviation ehf., eða félagiþess í Alsír, yrði 15% eign. Af hálfu stefndu er þó vísað til þess að þóttstaðið hafi til að stefnandi fengi ótiltekinn hlut þá hafi það jafnan veriðgagnkvæmur skilningur aðila að þessi vinna í heild væri árangurstengd en ekkerttiltekið hlutfall hafi verið umsamið.Vann stefnandi að gerðsamningsdraga við alsírska flugfélagið um samstarf um flug en þegar í upphafisamstarfs var leitað svara hjá honum við tilteknum spurningum sem ekki voruallar á sviði loftferðalaga, heldur lutu einnig almennt að alsírskum lögum. Varþá afráðið að leita einnig aðstoðar lögmanna með þekkingu á alsírskum rétti.Enn fremur hafði stefnandi samband við Business Sweden sem aðstoðar sænskfyrirtæki í starfsemi erlendis. Áttu málsaðilar svo í samskiptum við BusinessSweden, á tímabilinu frá 6. apríl 2014 til 23. september 2014, meðal annars meðsímafundum, þar sem rætt var um hvernig best væri að haga málum í Alsír. Ákváðuaðilar síðan að hafa samband við alsírska lögmenn og varð úr að lögmannsstofanBen Abderrahmane & Partners, sem er með skrifstofur í Frakklandi og Alsír,yrði þeim innan handar varðandi alsírsk lög en stefnandi legði til lögfræðilegasérþekkingu á sviði loftferða.Fyrir liggur að haldinn var fundurum samstarfið við Tassili Airlines og framtíðaruppbyggingu félags aðila, o.fl.á Íslandi, dagana 16. til 19. júní 2014, þar sem meðal annars voru ræddarhugmyndir um skiptingu hlutafjár, og þá m.a. rætt um áformaða hlutdeildstefnanda í meðstefnda í tengslum við verkefnið, en fyrirliggjandi töflumyndfrá fundinum virðist sýna táknin „max 15%“, þar sem Anders Lidman ertilgreindur. Af hálfu stefnanda er enn fremur vísað til þess að á þessumtímapunkti hafi hlutverk hans í verkefninu verið afgerandi og þá verið gert ráðfyrir því að hann yrði starfsmaður félagsins en hann hafi verið titlaður „LegalDirector“ á heimasíðu stefnda Trans-Atlantic ehf. og jafnframt fengiðnafnspjöld merkt félaginu frá stefnda. Ráðgert hafi verið að Anders Lidman yrðihelsti starfsmaður félags er stofnað yrði um samstarfsverkefnið í kjölfar þessað samstarfið hæfist, laun hans yrðu umtalsverð auk þess sem hann fengi hlut íhagnaði af verkefninu vegna eignarhlutar síns. Hafi stefndu aflað kennitölufyrir Anders Lidman svo hann gæti tekið þátt í þeim félögum sem stofnuð yrðu áÍslandi.Hvað varðar hið áformaða samstarfaðila við Tassili Airlines í Alsír þá áttu sér stað umfangsmiklar viðræðuraðila með það fyrir augum að gera samkomulag. Ber málsaðilum þó ekki fyllilegasaman um hvert hafi verið hlutverk eða framlag stefnanda í tengslum við þásamningsgerð eða þá vinnu sem átti sér stað í kjölfarið. Stefnandi lítur svo áað hann hafi annast um samningsgerð og séð um gerð skjala fyrir stefndu aukþess að sjá um breytingar, yfirlestur og viðræður um efni þeirra. Af hálfustefndu er því hins vegar lýst að stefnandi hafi einkum tekið að sér að þýðaeinstök skjöl sem gengið hafi á milli samningsaðila, það er af ensku yfir áfrönsku og öfugt, sem og að svara fyrirspurnum forsvarsmanna Trans-AtlanticAviation ehf. Óumdeilt er hins vegar að þessarsamningaviðræður við Tassili Airlines frá vori og fram á sumar 2014 reyndusttímafrekar og gengu hægt og stirðlega þótt aðilar hafi a.m.k. sumpartinn nokkuðmismunandi skýringar á því hvað kunni að hafa haft áhrif á það. Þó virðist veraljóst að tungumálavandkvæði og menningarmunur leiddi meðal annars til þess aðmeðstefndi hóf að leita í auknum mæli til þýðenda í Alsír og þá einkum tilheimamannsins Mohand Said Oulkhiari sem hafi tekið sífellt meiri þátt ísamningsgerðinni og framsetningu texta á frönsku. Aðilum ber saman um að haustið2014 hafi orðið ljóst að samstarf málsaðila hefði ekki þróast með þeim hætti ervæntingar hefðu staðið til. Rétt fyrir jólin 2014 hafi vinna viðsamstarfsverkefnið við Tassili Airlines verið á lokametrunum. Sendifyrirsvarsmaður meðstefnda þá stefnanda tölvupóst, dags. 22. desember 2014, þarsem hann lýsti því yfir að ákveðið hefði verið að meðstefndi myndi ekki afhendastefnanda hluti í félaginu í samræmi við það sem ráðgert hefði verið. Hefðiöðrum aðilum verið lofað auknum hlut og þyrfti því að lækka hlut stefnandaniður í 3-4%. Var þá tekið fram að við skiptinguna hafi verið haft aðleiðarljósi hversu lengi menn höfðu verið skuldbundnir verkefninu og hversumikla vinnu þeir höfðu lagt í það. Þá var farið fram á að stefnandi greiddi24.000 evrur, ásamt Jóni Árnasyni, auk frekari kostnaðar, sem þá varótilgreindur, en stefnandi greiddi ekki fjárhæðina. Þá liggur fyrir í málinutölvupóstur frá Anders Lidman til Egils Arnar Arnarssonar Hansen og Jóns E.Árnasonar, dags 5. janúar 2015, þar sem stefnandi lýsir þungum áhyggjum afsamskiptaleysi aðila og breyttri stöðu sinni gagnvart verkefninu í Alsír.Samningsgerð við Tassili Airlinesum flug var síðan á lokametrunum eftir áramót 2014-2015 og var stefnandi þábeðinn um að fara yfir tiltekin gögn vegna þeirra, sem hann gerði, en án þessþó að teknar væru frekari ákvarðanir um uppgjör milli aðila. Kvaðst stefnandifyrir dómi ekki hafa haft afskipti af verkefninu frá og með janúar 2015 ensamningar við Tassili Airlines komust á í mars 2015, að sögn Egils ArnarArnarssonar Hansen, framkvæmdastjóra meðstefnda, Trans-Atlantic Aviation ehf.Þann 6. mars 2015 sendi AndersLidman síðan tölvupóst til Egils Arnar Arnarssonar Hansen og óskaði eftir þvíað fá fréttir af þróun mála í ljósi þess að hann hafi átt að verða hluthafi ífélaginu um verkefnið í Alsír. Var honum svaraði daginn eftir af Agli Erni ogkom þar fram að ekki myndi koma til þess að stefnandi fengi eignarhlut í meðstefndaen þess í stað myndi meðstefndi greiða sanngjarna þóknun fyrir veitta þjónustuhans líkt og um utanaðkomandi ráðgjafa væri að ræða. Kom þá einnig fram aðmeðstefndi myndi greiða stefnanda byggt á unnum tímum. Í framhaldi sendir stefnandimeðstefndu útgefinn reikning að fjárhæð 189.097 evrur sem endurgjald fyrirsérfræðivinnu í þágu stefndu. Af hálfu stefndu var gerð athugasemd viðreikninginn og hann talinn vera of hár. Stefnandi lét þá í té tímaskýrslur tilútskýringar á reikningi en hann miðar þar við tímagjald sitt, 275 evrur.Reikningi stefnanda var í kjölfarið hafnað af stefndu en reikningur þessi ogfjárhæð hans eru grundvöllur dómkrafna stefnanda á hendur stefnda og meðstefndaí málinu.Málsástæður oglagarök af hálfu stefnandaStefnandi byggir greiðslukröfusína á meginreglum samninga- og kröfuréttar um skuldbindingargildi og efndirsamninga. Sökum þess að fyrirsvarsmenn stefndu (þ.e. stefnda og meðstefnda) séuþeir sömu og hafi ekki gert það skýrt hvort félagið óskaði eftir þjónustustefnanda séu þeir ábyrgir óskipt (in solidum) fyrir greiðslu kröfunnar.Stefndu hafi óskað eftir þjónustustefnanda, sem búi yfir umtalsveðri þekkingu á loftferðum og flugmálum en hannhafi starfað á því sviði um áratugaskeið. Hafi stefnandi innt af henditöluverða þjónustu fyrir stefndu og beri því að fá greitt fyrir hana. Hafistefndu viðurkennt greiðsluskyldu sína í samskiptum aðila, meðal annars ítölvupósti frá 7. mars 2015. Upphaflega hafi stefndu ráðgert að greiðastefnanda með 15% hlut í félagi sem annast myndi um samstarfsverkefni stefnduog Tassili Airlines. Stefndu hafi síðan lýst því yfirað þeir myndu ekki inna af hendi greiðslu hlutanna. Hins vegar hafi stefnduboðist til þess að greiða stefnanda með peningum, miðað við unna tíma, sbr.tölvupóst frá 7. mars 2015, og hafi stefnandi samþykkt það. Geri stefnandi þvíkröfu um greiðslu kröfunnar í reiðufé í samræmi við gjaldskrá sína. Þar sem stefndu hafi lýst þvíyfir að þeir muni ekki inna af hendi þá greiðslu sem lofað hafi verið, þá séstefnanda heimilt að krefja þá um greiðslu fyrir vinnuna í peningum eða þá aðkrefjast greiðslu efndabóta. Eðlilegt sé að sú greiðsla taki mið af þeim tímasem stefnandi hafi varið til verksins og tímagjaldi stefnanda. Stefnanda sé einnig heimilt ágrundvelli almennra reglna kröfuréttar að krefja stefndu um greiðslu fyrirvinnuframlag hans. Leiði það af reglum um þjónustukaup og almennum reglumkröfuréttar. Sé það enn fremur skýrt af ákvæðum lögmannalaga en í þeim segi aðlögmanni sé rétt að áskilja sér hæfilegt endurgjald fyrir störf sín. Stefnandieigi rétt til greiðslu fyrir alla þá vinnu sem innt hafi verið af hendi. Stefnandi hafi innt af henditöluverða vinnu fyrir stefnda Trans-Atlantic ehf., frá apríl 2014 og fram áárið 2015. Stefnandi hafi gefið út reikning vegna vinnu sinnar, dags. 9. apríl2015, með gjalddaga 17. apríl 2015. Hafi reikningurinn enn ekki verið greiddurþrátt fyrir að ekki sé um það deilt að stefnandi hafi innt af hendi umbeðnavinnu fyrir stefndu. Hafi stefnandi tekið saman tímaskýrslu og sent stefndu tilfrekari útlistunar á kröfu sinni. Tímaskýrslu til frekari stuðnings leggistefnandi fram tölvupóstsamskipti sem sýni að samskipti stefnanda við stefnduhafi verið veruleg, að stefndu hafi beðið stefnanda um að vinna töluverða vinnuog að sú vinna sem innt hafi verið af hendi hafi verið mjög umfangsmikil. Byggistefnandi á því að tímaskýrslur hans séu skýrar og nákvæmar um þá vinnu semunnin hafi verið. Krafa stefnanda sé eðlileg með hliðsjón af því hversu miklaþjónustu hann hafi veitt stefndu.Stefnandi geri kröfu um aðstefndu verði dæmir óskipt (in solidum) til greiðslu á dómkröfu stefnanda. Sömufyrirsvarsmenn séu hjá báðum stefndu og hafi þeir óskað eftir vinnu stefnandaán tilgreiningar á því hvor væri verkkaupi. Vinna stefnanda hafi verið til hagsbótafyrir báða stefndu. Hafi stefndu borið að taka skýrt fram í upphafi teldu þeirað annar þeirra bæri ábyrgð umfram hinn á kröfum sem stofnast myndi til.Til vara telji stefnandi kröfumréttilega beint að Trans-Atlantic ehf. Stefndi Trans-Atlantic ehf. hafi haftsamband við stefnanda og hafi samskipti hans verið við það félag. Sjáist það áþví að tölvuskeyti stefndu hafi almennt verið send frá léni sem hafi veriðundir yfirráðum stefnda Trans-Atlantic ehf. og nafn þess hafi birst víða ísamningsdrögum er unnin hafi verið. Hafi stefnandi verið tilgreindur á meðalstarfsmanna þess félags á heimasíðu þess, auk þess sem útbúin hafi veriðnafnspjöld fyrir stefnanda af Trans-Atlantic. Sé því ljóst að vinna stefnandahafi verið fyrir stefnda Trans-Atlantic ehf. Þá sé það ekki á forræðimeðstefnda, Trans-Atlantic Aviation ehf., að greiða stefnda með hlutafé ísjálfu sér líkt og lofað hafi verið. Megi því ljóst vera að viðskipti stefnandahafi verið við stefnda Trans-Atlantic ehf. og sé kröfu stefnanda því réttilegabeint að því félagi. Verði ekki fallist á ofangreintþá byggi stefnandi þrautavarakröfu sína á því að meðstefndi, Trans-AtlanticAviation ehf., skuli greiða honum umstefnda fjárhæð. Hafi meðstefndi viðurkenntí tölvupósti að meðstefnda Trans-Atlantic Aviation ehf. beri að greiða kröfustefnanda. Svo sem framlögð dómskjöl beri með sér hafi stefnandi innt af henditöluverða vinnu við samningagerð til hagsbóta fyrir meðstefnda Trans-AtlanticAviation ehf., sem og fyrir móðurfélag þess, stefnda Trans-Atlantic ehf.Krafa um dráttarvexti byggi álögum um vexti og verðtryggingu. Upphafsdagur dráttarvaxta miðist við þann dagþegar mánuður hafi verið liðinn frá því að stefndu hafi verið krafðir umgreiðslu. Aðallega sé byggt á meginreglum íslensks samninga- og kröfuréttar,þar á meðal reglum um efndir og skuldbindingargildi samninga. Einnig sé byggt áákvæði 24. gr. laga um lögmenn nr. 77/1988 varðandi rétt til hæfilegsendurgjalds.Vaxtakrafa byggi á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001,einkanlega 3. mgr. 5. gr., og 1. mgr. 6. gr. Um aðild vísist til 19. gr. lagaum meðferð einkamála nr. 91/1991, en um varnarþing til 42. gr. sömu laga. Kröfuum málskostnað byggi stefnandi á 129. gr., sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991.Málsástæður oglagarök af hálfu stefnduStefndu (stefndi Trans-Atlanticehf. og meðstefndi Trans-Atlantic Aviation ehf.) mótmæli öllum kröfum,málsástæðum og lagarökum stefnanda og telji að stefnandi geti ekki byggt rétt áneinni þeirra gagnvart stefndu. Stefndu krefjist sýknu af kröfum stefnanda.Dómkröfur stefnanda séu reistar á reikningi, sem stílaður sé á meðstefnda,vegna ætlaðrar vinnu Anders Lidman, en stefnandi sé félag um starfsemi hans. Kröfur stefnanda séu kröfur innansamninga. Til þess að unnt sé að sækja slíkar kröfur þurfi samningssamband aðvera fyrir hendi, efni samnings tiltekið og liggja þurfi ljóst fyrir hvergagnaðili sé. Stefnandi, sem virðist byggja rétt á samningi, þurfi að sýna framá framangreint. Því fari fjarri að stefnandi hafi hér axlað sönnunarbyrði endaliggi ekki fyrir skriflegt umboð, sem venja sé til að einstaklingur eðalögaðili veiti lögmanni áður en hann hefst handa við verkefni í þáguviðkomandi. Þá liggi ekki fyrir verksamningur um hina ætluðu þjónustustefnanda, heldur aðeins reikningur hans á hendur meðstefnda en dómkröfurstefnanda séu reistar á þeim reikningi. Í ljósi þess sæti furðu að stefnandikjósi að haga málatilbúnaði sínum svo að krefja tvo mismunandi lögaðila óskipt(in solidum) um sömu kröfu án þess að útskýra það frekar eða leggja fram gögn þeirrikröfu til stuðnings. Sé þetta óvenjulegt enda virðist stefnandi hafa staðið íþeirri meiningu að meðstefndi hafi verið viðsemjandi hans á þeim tímapunkti erreikningurinn hafi verið gefinn út, en ákveði svo að stefna stefnda tilgreiðslu hans óskipt ásamt meðstefnda án þess að skýra frekar hvernigkröfuréttarsambandið eigi að hafa breyst frá því reikningur hafi verið gefinnút. Sé slíkur málatilbúnaður ótækur og feli í öllum tilvikum í sér vanreifun. Stefndu sé gert erfitt um vik aðhalda uppi vörnum þar sem af málavaxtalýsingu og málsástæðum stefnanda í stefnuverði með engu móti ráðið hvort þar sé átt við stefnda eða meðstefnda, enda séþar ítrekað fjallað um stefnda í eintölu án þess að það sé skýrt frekar, enaðalkrafa stefnanda sé krafa óksipt á báða sameiginlega (in solidum). Málatilbúnaður stefnanda virðist beraþess merki að stefnandi geti ekki gert upp við sig að hverjum hann ætli aðbeina kröfum. Reikningur stefnanda sé stílaður á meðstefnda en í máli þessubeini stefnandi þó aðal- og varakröfu sinni að stefnda. Stefndu telji aðumræddur reikningur stefnanda feli í sér skuldbindandi yfirlýsingu ogviðurkenningu stefnanda á því að viðsemjandi hans hafi aðeins verið meðstefndi.Gangi með engu móti upp að aðalkrafa stefnanda, sem sé reist á reikningi áhendur meðstefnda, geri ráð fyrir að þríhliða samkomulag hafi tekist á millistefnanda, stefnda og meðstefnda um þjónustu Anders Lidman. Stefnandi hafi ekkilagt fram nokkurt gagn sem styðji við kröfugerð af þessu tagi og því ségrundvöllur kröfugerðar stefnanda óljós. Telji stefndu að aðalkrafa stefnandasé vanreifuð og því óhjákvæmilegt að vísa henni frá dómi, sbr. e- og g-lið 1.mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en verði ekki fallist áfrávísun sé á því byggt að framangreint leiði einnig til sýknu stefndu afkröfum stefnanda.Hvað sem öðru líði þá krefjiststefndu sýknu af öllum kröfum stefnanda. Hugmyndir hafi verið uppi um að þóknuntil Anders Lidman yrði í formi hlutdeildar í meðstefnda og hafi það verið háðárangri af viðskiptasambandi meðstefnda við Tassili Airlines. Sú staðreynd aðAnders Lidman hafi viljað hærri hlut en honum hafi boðist geti ekki réttlættreikning fyrir lögmannsþjónustu upp á jafnvirði um 26 milljóna króna, enútdeiling hluta í félaginu hafi alfarið verið háð vinnuframlagi hvers og eins.Stefndi byggir sýknukröfu sína ífyrsta lagi á því að aðildarskortur hans sé fyrir hendi í málinu, sbr. 2. mgr.16. gr. laga nr. 91/1991. Vísi stefndi í því samhengi til þess að reikningursem liggi til grundvallar málshöfðun stefnanda sé stílaður á meðstefnda,Trans-Atlantic Aviation ehf. Í reikningnum komi skýrt fram að umbjóðandi(„client“) sé Trans-Atlantic Aviation ehf. Í skýringum reikningsins komi einnigfram að um sé að ræða vinnu er Anders Lidman hafi unnið í þágu Trans-AtlanticAviation ehf. í samningsviðræðum við Tassili Airlines, frá 2. apríl 2014 til 7.mars 2015. Í skjalaskrá stefnanda komi fram að þetta sé reikningur nr. 3/2015,dags. 9. apríl 2015. Skuldari samkvæmt samningi sé Trans-Atlantic Aviationehf., en reikningur, sem sé grundvöllur málshöfðunar stefnanda, sé aðeinstilgreindur á hendur meðstefnda. Því sæti furðu að stefnandi kjósi nú að beinakröfum einnig að stefnda en vandséð sé hvernig lögmaður geti innheimt reikningsinn fyrir dómi á hendur öðrum aðila en reikningurinn sé stílaður á. Teljistefndi að með útgáfu reiknings hafi stefnandi skuldbundið sig til að beinakröfum sínum að meðstefnda. Í öllu falli verði að líta á reikninginn semviðurkenningu stefnanda á því hver gagnaðili hans hafi verið.Ósannað sé að viðskiptasambandhafi stofnast á milli Anders og stefnda. Stefndi sé ferðaskrifstofa sem seljialferðir. Sú starfsemi hafi ekkert með flugrekstur að gera. Við mat á því hverhafi verið ætlaður verkkaupi að þjónustu Anders Lidman, og þar með réttur aðilimáls þessa, verði fyrst og fremst að líta til þess hver hafi komið fram semsamningsaðili Tassili Airlines enda hafi þjónusta Anders verið veitt í þáguþess aðila og því einsýnt að sá aðili hafi verið verkkaupi umræddrar þjónustu.Að mati stefnda fari það vart á milli mála að meðstefndi, Trans-AtlanticAviation ehf., hafi alla tíð komið fram sem samningsaðili við Tassili Airlinesog sé það m.a. staðfest í reikningi stefnanda sem og í skjalaskrá stefnanda.Hafi stefnandi veitt greiðsluskylda þjónustu í þágu samningsviðræðna viðTassili Airlines blasi við að honum beri að beina ætluðum kröfum sínum á hendurmeðstefnda, enda sé reikningur stefnanda stílaður á það félag. Engu breyti þótt forsvarsmennmeðstefnda hafi sent tölvuskeyti frá vefþjóni og netföngum í eigu stefnda, endahafi meðstefndi ekki verið búinn að koma sér upp vefþjóni, heimasíðu eðanetföngum þegar samningsviðræður hafi átt sér stað. Hafi framtíð meðstefndaalfarið verið háð því að samningar við Tassili Airlines tækjust og því órökréttað leggja út í kostnað í tengslum við heimasíðu og ný netföng áður en aðilarrituðu undir samninga. Anders Lidman hafi vitað þetta og ætíð verið meðvitaðurum að meðstefndi hafi verið samningsaðili Tassili Airlines. Anders Lidman hafiverið með nafnspjald á vegum meðstefnda, Trans-Atlantic Aviation ehf., sembendi til þess að hann hafi verið í samningssambandi við það félag og inntþjónustu af hendi til þess. Þversagna gæti í málatilbúnaðistefnanda. Annars vegar sé á því byggt að Anders Lidman hafi átt að eignasthlut í meðstefnda en hins vegar sé á því byggt að verkkaupi þjónustu hans hafiverið þriðji aðili, það er stefndi. Stefndi hafi engar heimildir haft til aðráðstafa hlutum í meðstefnda heldur einungis meðstefndi og hluthafar þessfélags. Telji stefnandi sig eiga kröfu vegna ætlaðrar vinnu vegnasamningsviðræðna við Tassili Airlines blasi við að honum beri að beina þeimkröfum að því félagi sem eigi að hafa veitt Anders Lidman vilyrði um að hannmyndi eignast hlut í umræddu félagi.Stefnandi hafi ekki lagt frameitt einasta skjal, umboð eða verksamning, sem sýni fram á að á milli stefnandaog stefnda hafi tekist samningur um þjónustu Anders Lidman. Viti stefnandi ekkihver viðsemjandi hans hafi verið sé ekki við stefnda að sakast í þeim efnumheldur stefnanda sjálfan og vísi stefndi í því samhengi meðal annars til 4.mgr. 8. gr. Codex Ethicus, ensamkvæmt ákvæðinu skuli lögmaður ekki taka að sér verkefni fyrir skjólstæðingsem hann viti ekki hver sé. Beri lögmanni í vafatilvikum að gera eðlilegar ráðstafanirtil að afla vitneskju um skjólstæðing og að hann hafi heimild til að ráðstafaverkefninu. Málatilbúnaður stefnanda verði ekki skilinn öðruvísi en svo að hannhafi látið þetta undir höfuð leggjast. Á því geti stefndi ekki borið ábyrgð ogþaðan af síður geti það leitt til greiðsluskyldu hans. Aðilaskortur sé einnig tilsóknar. Málatilbúnað stefnanda megi helst skilja svo að vinnuframlag AndersLidman hafi átt að leiða til þess hann myndi persónulega eignast hlutdeild ímeðstefnda, en stefnandi vísi sjálfur til ljósmyndar af töflu þar sem AndersLidman sé tilgreindur, en ekki félag hans, stefnandi Aeropol AB. Stefnandi hafialdrei komið fram sem samningsaðili og af þeim sökum blasi við að stefnandi sérangur aðili að málinu. Í ljósi alls framangreinds sé þess krafist að stefnduverði sýknaður af kröfum stefnanda með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr.91/1991.Vilji svo til að komist verði aðþví að samningssamband hafi verið milli stefnanda og stefnda, um þjónustu þessfyrrnefnda í þágu hins síðarnefnda sé þess samt krafist að stefndi verðisýknaður af öllum kröfum stefnanda. Sem fyrr greini hafi verið uppi hugmyndirum að þóknun til Anders Lidman yrði í formi hlutdeildar í meðstefnda og háðárangri af viðskiptasambandi meðstefnda við Tassili Airlines. Sú staðreynd aðAnders Lidman hafi viljað hærri hlut en honum hafi boðist geti ekki réttlættreikning hans fyrir lögmannsþjónustu upp á 26 milljónir króna. Lögð sé áherslaá að útdeiling hluta í meðstefnda hafi alfarið verið háð vinnuframlagi hvers ogeins. Eins og stefnandi viðurkennisjálfur þá hafi í sífellt minna mæli verið óskað eftir þjónustu Anders Lidmaneftir því sem liðið hafi á viðræðurnar við Tassili Airlines. Anders Lidman hafifrá upphafi verið ljóst það fyrirkomulag að þóknun hans yrði eingöngu í formihlutdeildar í meðstefnda. Þegar Anders hafi svo hafnað 3-4% hlut í félaginuhafi meðstefndi vissulega boðist til þess að ganga til viðræðna um sanngjarntuppgjör. Anders hafi hins vegar kosið að hunsa þær sáttaumleitanir og gefið úteinhliða reikning á grundvelli ætlaðrar tímaskráningar. Að mati stefndu séuþetta vinnubrögð sem samrýmist í engu hefðbundnum verklagsreglum lögmanna. Ístefnu vísi stefnandi til lögmannalaga til rökstuðnings kröfum sínum og sé þvíekki úr vegi að skoða málatilbúnað stefnanda með hliðsjón af 1. mgr. 24. gr.laga nr. 77/1998, um lögmenn, en samkvæmt ákvæðinu sé lögmanni rétt að áskiljasér hæfilegt endurgjald fyrir störf sín og skuli umbjóðanda hans, eftir því semunnt sé, gert ljóst hvert það gæti orðið í heild sinni. Hafi stefnandi ekkilagt fram eitt einasta skjal sem styðji það að aðilar hafi verið ásáttir umbreytt fyrirkomulag þóknunar. Þá hafi Anders Lidman hafnað því að ganga tilviðræðna við forsvarsmenn meðstefnda um hæfilegt endurgjald og því getitölvupóstur, dags. 7. mars 2015, aldrei falið í sér ígildi viðurkenningar ágreiðsluskyldu félagsins. Þvert á móti verði að líta á hunsun stefnanda viðsáttaumleitunum sem höfnun á tilboði og því sé fráleitt að ætla að umræddurtölvupóstur skuldbindi meðstefnda að einhverju leyti og allra síst þegar AndersLidman hafi ákveðið tímagjald sitt upp á sitt eindæmi og beri tímaskráningualdrei undir meðstefnda. Með öðrum orðum hafi enginn samningur orðið til ámilli aðila um þjónustu Anders Lidman og af þeim sökum sé ótækt að stefnandiákveði einn allar forsendur sem liggi að baki kröfugerð hans, þ.e. tímagjaldiðsem og umfang vinnunnar. Einsýnt sé, að mati stefndu, aðhafi einhverjir samningar tekist milli aðila um þóknun stefnanda þá hafi þeireingöngu tekið mið af árangri af verkefninu við Tassili Airlines og hugsanlegrihlutdeild Anders Lidman í meðstefnda. Aðilar hafi aldrei samið um tímagjald viðAnders Lidman og hann hafi engar réttmætar væntingar haft um slíkt. Þvert ámóti beri háttsemi hans með sér að hann hafi verið í vondri trú viðreikningsgerðina, enda sé hún úr öllu hófi og í engu samræmi við samskiptiaðila. Í ljósi alls framangreinds beriað sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Verði ekki fallist á sýknukröfurstefndu sé þess krafist að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og sé íþví samhengi vísað til þess sem að framan greinir. Telji stefndu kröfurstefnanda langt úr hófi fram og í engu samræmi við raunverulegt framlag AndersLidman vegna viðræðna við Tassili Airlines. Þá hafi stefndu aldrei ritað undirverksamning eða umboð og því aldrei samþykt tímagjald Anders Lidman sem hljóðiupp á tæpar 38 þúsund krónur, eða sem nemi um tvöföldu tímagjaldi flestralögmanna hér á landi. Þá hafni stefndi alfarið tímaskráningum Anders og áskiljisér rétt á síðari stigum til að rökstyðja þau andmæli frekar eða óska eftirdómkvaðningu matsmanna því til staðfestingar. Stefndu byggi á því að krafastefnanda sé bersýnilega ósanngjörn og of há og því beri til vara að lækkakröfuna verulega. Stefndu telji tímagjaldið bersýnilega of hátt og þá hafistefnandi ekki sinnt þeirri þjónustu sem vísað sé til í svokallaðri tímaskýrsluhans.Í öllum tilvikum mótmæli stefndukröfu stefnanda um vexti og dráttarvexti, þ.m.t. hvað upphafstíma varði. Umlagarök stefndu fyrir sýknukröfum sé vísað til almennra reglna samninga- ogkröfuréttar um skuldbindingargildi loforða og efndaskyldu krafna. Þá vísistefndu enn fremur til meginreglna verktaka- og kröfuréttar um hæfilegtendurgjald. Jafnframt vísi stefndu til laga nr. 77/1998, um lögmenn. Krafa umfrávísun málsins styðjist við 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, krafa um sýknu vegna aðildarskorts styðjist við 2. mgr. 16. gr. sömulaga og krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. þeirra laga.NiðurstaðaGreiðslukrafa stefnanda í málinubyggir á því að eigandanum, Anders Lidman, hafi upphaflega verið lofaðtilteknum hlut í meðstefnda, Trans-Atlantic Aviation ehf., eða þá í öðru félagiþess sem stofnað yrði til, vegna vinnu hans við samningsgerð o.fl. í tengslumvið framangreint samstarfsverkefni málsaðila um flug í Alsír árin 2014-2015.Ekkert skriflegt samkomulag liggur þó fyrir um það hver þessi hlutur AndersLidman átti að vera, né um það hvernig greiða átti fyrir vinnu hans í þáguannars eða beggja stefndu. Telur stefnandi að þessi hlutur hafi átt að vera 15%en stefndu byggja á því að ekkert hafi verið fast í hendi um endurgjald tilþeirra er komu að verkefninu og frá upphafi hafi verið miðað við hver áranguryrði af verkefninu í Alsír. Liggur enn fremur óumdeilt fyrir að þótt samningarum flug hafi loks tekist á milli Trans-Atlantic Aviation ehf. og TassiliAirlines þá hafi það samstarf á árinu 2015 verið skammvinnt og leitt tilumtalsverðs fjárhagslegs taps fyrir meðstefnda, Trans-Atlantic Aviation ehf. Ekki er deilt um að Anders Lidmanhafi a.m.k. sannarlega innt sérfræðivinnu af hendi í þágu meðstefnda,Trans-Atlantic Aviation ehf., í tengslum við umrætt verkefni í Alsír enágreiningur er í málinu um umfang þessarar vinnu hans og um það hver sé eðlilegþóknun fyrir störfin og um fyrir hvern sú vinna hafi verið innt af hendi. Af hálfu stefnanda er aðallegabyggt á því að umrædd vinna Anders Lidman hafi einkum, eða ekki síður, verið íþágu stefnda, Trans-Atlantic ehf., en stefndu byggja á því að vinna hans hafialfarið verið á vegum og í þágu meðstefnda, Trans-Atlantic Aviation ehf. Er þvíaf hálfu stefnda, Trans-Atlantic ehf., aðallega krafist sýknu af dómkröfumstefnanda á grundvelli aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991.Sé litið til gagna málsins þávirðast þau almennt benda til þess að lengstum hafi ekki verið gerður skýrgreinarmunur á stefnda og meðstefnda í samskiptum aðila. Hins vegar verður viðmat á framangreindu einkum að líta til þess að greiðslukrafa stefnanda í máli þessubyggir á því að breyting hafi orðið á upphaflegum skilmálum ætlaðs samkomulagsaðila þegar leið á samstarfið, sbr. fyrirliggjandi tölvupóst til stefnanda fráframkvæmdastjóra Trans-Atlantic Aviation ehf., 7. mars 2015 en líta verður svoá að þar komi efnislega fram að litið sé á stefnanda sem sérfræðing er hafistarfað í þágu verkefnisins í Alsír og að hann eigi að fá greidda þóknun fyrirþá vinnu. Sé litið til þessa tilboðs umnýja skilmála í viðskiptum málsaðila, sem ljóst er að stefnandi byggir hérkörfu sína á, þá verður að miða við að það tilboð hafi stafað fráTrans-Atlantic Aviation ehf., en að ósannað sé að stefndi Trans-Atlantic ehf.,eigi þar hlut að máli. Liggur meðal annars fyrir afrit af nafnspjaldi sembendir til að stefnandi hafi starfað fyrir Trans-Atlantic Aviation ehf., EgillÖrn Arnarsson, er gerði tilboð um slíkt uppgjör er framkvæmdastjóri þessfélags, en Egill og vitnið, Jón E. Árnason flugrekstrarstjóri báru fyrir dómiað starf stefnanda hefði alfarið verið í þágu þess félags sem sé í flugrekstriólíkt stefnda. Þá virðist reikningur stefnanda, dags. 9. apríl 2015, sem hannbyggir hér á, aðeins gefinn út gagnvart Trans-Atlantic Aviation ehf.Verður því með hliðsjón afframangreindu að sýkna stefnda, Trans-Atlantic ehf., af öllum kröfum stefnandaí þessu máli, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, enda telst ósannað aðstefnanda hafi verið lofað greiðslu fyrir sérfræðivinnu af hálfu þess félags. Hvað varðar þrautavarakröfustefnanda þá verður, svo sem að ofan greinir, að leggja til grundvallar aðstefnandi eigi réttilega greiðslukröfu á hendur meðstefnda fyrir þásérfræðivinnu og útlagðan kostnað sem hann hafi sannanlega innt af hendi í þáguverkefnisins í Alsír á árinu 2014 og fram á árið 2015 og sem meðstefndi telsthafa lofað honum ótiltekinni greiðsluþóknun fyrir, eins og lýst hefur verið aðframan. Verður ekki fallist á með stefndu að það hafi sérstaka þýðingu aðAnders Lidman kýs hér að höfða mál þetta í nafni þess félags sem hann hefur umrekstur þjónustu sinnar.Hvað varðar ágreining umvinnuframlag af hálfu stefnanda og þóknun fyrir það þá liggur fyrir ítarlegsundurliðuð tímaskýrsla stefnanda, auk útskýringa á þeim taxta sem hún byggirá, en hann er óumdeilt alþjóðlegur sérfræðingur á sviði flugréttar. Enn fremurhefur stefnandi lagt fram umfangsmikil gögn um samskipti aðila og samnings-drög og önnur skjöl sem gefa til kynna umfang vinnu hans. Verður þrátt fyriralmenn andmæli af hálfu meðstefnda að leggja þessi gögn hér alfarið tilgrundvallar, enda hafa af hálfu meðstefnda ekki verið færð fram haldbærefnisleg gagnrök eða andmæli við einstökum liðum í tímaskýrslu stefnanda, aukþess sem tímataxti hans miðar við að um sé að ræða alþjóðlegan sérfræðing ásviði flugréttar, sem hann óumdeilt telst vera. Þá liggja heldur engar eiginlegarefnislegar athugasemdir fyrir af hálfu meðstefnda um tölulega framsetningu ádómkröfu stefnanda, gjalddaga eða dráttarvaxtakröfu hans. Með hliðsjón af ölluframangreindu verður það því niðurstaðan að fallast verði á þá kröfu stefnandaað meðstefnda, Trans-Atlantic Aviation ehf., verði gert að greiða stefnanda189.089 evrur ásamt með dráttarvöxtum frá 17. apríl 2015 til greiðsludags, sbr.1. mgr. 6. gr. laga nr. 37/2001, um vexti og verðtryggingu. Að virtum þessum úrslitummálsins, sem og framangreindum atvikum þess í heild, þykir við svo búið verarétt að málskostnaður á milli málsaðila falli niður. Málið flutti fyrir stefnanda,Snorri Stefánsson hdl., fyrir hönd Jóns Ögmundssonar hrl., en ÞorsteinnEinarsson hrl., flutti málið fyrir stefndu.Pétur Dam Leifsson, setturhéraðsdómari, kvað upp dóm þennan, en rétt er að árétta að dómarinn tók viðmeðferð málsins 23. janúar sl.D ó m s o r ðStefndi, Trans-Atlantic ehf., ersýkn af kröfum stefnanda, Aeropol AB. Meðstefndi, Trans-AtlanticAviation ehf., greiði stefnanda, Aeropol AB, 189.089 evrur ásamt meðdráttarvöxtum frá 17. apríl 2015 til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr.37/2001, um vexti og verðtryggingu.Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 462/2017 | Líkamstjón Skaðabótamál Eigin sök Flutningssamningur Aðfinnslur | A höfðaði mál gegn G, Á ehf. og E ehf. til viðurkenningar á óskiptri bótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem hann hlaut í vinnuslysi í apríl 2015 þegar álprófílbúnt féll á hann við affermingu aftanívagns vöruflutningabifreiðar. Í héraðsdómi var krafa A viðurkennd á hendur öllum stefndu og áfrýjaði Á ehf. ekki fyrir sitt leyti. Í dómi Hæstaréttar kom fram að með hliðsjón af því að G taldist atvinnurekandi í skilningi 12. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og slysið hefði orðið í atvinnurekstri sem hann veitti forstöðu og atvikum öllum yrði ekki talið að skilyrði væru til þess að fella niður skaðabótaábyrgð hans með vísan til 24. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og skaðabótaskylda hans því viðurkennd. Þá var talið að ekki væri efni til að A yrði látinn bera meðábyrgð á tjóni sínu, sbr. 1. mgr. 23. gr. a skaðabótalaga. Þá kom fram að samkvæmt skilmálum í farmbréfinu hefði farmflytjandi borið ábyrgð á hleðslu farmsins en viðskiptamaður borið ábyrgð á affermingu hans en slysið hefði verið við affermingu farmsins af bifreið E ehf. og því ekki á ábyrgð þess félags. Einnig var talið ósannað að umbúnaður eða frágangur farmsins hefði verið með þeim hætti að til skaðabótaskyldu E ehf. hefði stofnast. Var E ehf. því sýknað af kröfu A. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Benedikt Bogason og KristbjörgStephensen landsréttardómari.Áfrýjendur skutumálinu til Hæstaréttar 17. og 18. júlí 2017. Þeir krefjast sýknu af kröfumstefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefststaðfestingar héraðsdóms ogmálskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem hann nýtur hérfyrir dómi.Áfrýjandinn Gunnar Þór taldist atvinnurekandi í skilningi 12. gr. laganr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Líkamstjónstefnda varð í atvinnurekstri sem áfrýjandinn Gunnar Þór veitti forstöðu. Verðurþví ekki talið að skilyrði séu til þess að fella niður skaðabótaábyrgð hans meðvísan til 1. mgr. 24. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að því gættu en að öðruleyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um skaðabótaskylduáfrýjandans Gunnars Þórs og um að ekki séu efni til að stefndi verði látinnbera meðábyrgð á tjóni sínu, sbr. 1. mgr. 23. gr. a skaðabótalaga.Svo sem fram kemur í farmbréfi með farminum var flutningur hansframkvæmdur undir svonefndum LCL/FCL skilmálum. Samkvæmt þeim bar farmflytjandiábyrgð á hleðslu farmsins en viðskiptamaður bar ábyrgð á affermingu hans.Slysið varð við affermingu farmsins af bifreið áfrýjandans, Eimskips Íslandsehf., sem samkvæmt framansögðu var ekki á ábyrgð þess félags. Þá er ósannað aðumbúnaður eða frágangur farmsins hafi verið með þeim hætti að til skaðabótaskyldufélagsins hafi stofnast. Samkvæmt þessu verður áfrýjandinn sýknaður af kröfumstefnda.Með hliðsjón af framangreindu er rétt að málskostnaður fyrir Hæstaréttifalli niður en um gjafsóknarkostnað stefnda hér fyrir dómi fer samkvæmt því semí dómsorði greinir.Samkvæmt 3. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eigadómar að vera stuttir og glöggir. Þess hefur ekki verið gætt við samningu hinsáfrýjaða dóms með því að taka í heild sinni úr stefnu og greinargerð allaumfjöllun um málsástæður aðila. Er það aðfinnsluvert.Dómsorð:Viðurkennd er skaðabótaskylda áfrýjandans, Gunnars ÞórsGuðmundssonar, á líkamstjóni stefnda, A, sem hann hlaut í vinnuslysi 8. apríl2015.Áfrýjandinn, Eimskip Íslands ehf., er sýkn af kröfum stefnda.Ákvæði héraðsdóms um málskostnaðÁlglugga og hurða ehf. og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð. Málskostnaðurað því er varðar Eimskip Íslands ehf. í héraði fellur niður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Hæstarétti greiðistúr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 1.200.000krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá18. apríl 2017Málþetta, sem dómtekið var 21. mars sl., er höfðað af A, […], með stefnu birtri 3.desember 2015, á hendur Gunnari Þór Guðmundssyni, persónulega og fyrir höndÁlglugga og hurða ehf., báðum að Skólavöllum 12, Selfossi, og birt sama dag áhendur Eimskipi Íslandi ehf., Kornagörðum 2, Reykjavík, og Sjóvá-Almennumtryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík, til réttargæslu.Stefnandigerir þær dómkröfur, að viðurkennd verði óskipt bótaskylda stefndu (in solidum)vegna líkamsáverka sem stefnandi varð fyrir í vinnuslysi þann 8. apríl 2015. Þákrefst stefnandi málskostnaðar af stefndu eins og væri eigi gjafsóknarmál. Stefndu,Gunnar Þór Guðmundsson og Álgluggar og hurðir ehf., krefjast sýknu af öllumkröfum stefnanda. Þákrefjast stefndu þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða allan málskostnaðstefndu og þá eins og væri eigi gjafsóknarmál og að teknu tilliti tilvirðisaukaskatts hvað varðar stefnda Gunnar Þór.Meðstefndi,Eimskip Ísland ehf., krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og aðstefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað, en til vara er þesskrafist að skaðabótaskylda meðstefnda vegna óhapps stefnanda, þann 8. apríl2015, verði aðeins viðurkennd að hluta og að málskostnaður verði felldur niður.Afhálfu réttargæslustefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., eru engar kröfurgerðar, en tekið undir kröfur og málflutning meðstefnda, Eimskips Íslands ehf. Ágreiningsefni og málsatvikÁgreiningurmálsaðila varðar ábyrgð á vinnuslysi sem stefnandi varð fyrir, og leiddi tillíkamstjóns hans, þegar álprófílbúnt féll á hann við affermingu aftanívagnsvöruflutningabifreiðar, þann 8. apríl 2015, þar sem stefndi Gunnar Þór sá umaffermingu á lyftara, en stefnandi var þá starfsmaður meðstefnda, EimskipsÍslands ehf. Málsatvikeru annars þau, að þann 8. apríl 2015, ók stefnandi austur í Hveragerði á vegumvinnuveitanda síns, meðstefnda Eimskips Íslands ehf. Fólst starf stefnanda íakstri vörubifreiðar (YB-221) sem var með festivagn (gámagrind) á hjólum(PL-849) í togi á eftir sér, sem á var varningurinn sem fluttur var. Um var aðræða sex langa kassa sem í voru álprófílbúnt, ásamt fjórum minni einungum (einminni ílöng eining og þrjú svokölluð „eurobretti“) á fleti sem Byko hf. hafðikeypt og látið flytja til Íslands með Eimskipi Íslandi ehf., en átti samkvæmtpöntun Byko hf., að afhenda stefnda, Álgluggum og hurðum ehf., í Hveragerði.Eigandi og framkvæmdastjóri þess fyrirtækis er stefndi Gunnar Þór Guðmundsson.Tók meðstefndi Eimskip Ísland ehf. að sér að flytja farminn sjóleiðis meðGoðafossi frá Rotterdam til Reykjavíkur og svo áfram landleiðis frá KorngörðumReykjavík til Hveragerðis með vöruflutningabifreið. Átti að afhenda vörurnar aðMánamörk 3 í Hveragerði, sem var byggingasvæði við Sunnumörk í eigu Fengs ehf.,sem heimilaði Ágluggum og hurðum ehf. þessi afnot.Íbeiðni Byko hf., hjá meðstefnda Eimskipi Íslandi ehf., dags 8. apríl 2015, ertekið fram að móttakandi farmsins muni losa hann af fletinu en þess óskað aðbílstjóri bíði á meðan. Á vettvangi tók stefndi Gunnar Þór á móti stefnanda, enmálsaðilum ber síðan ekki fyllilega saman um atvik. Fyrir liggur að stefndiGunnar Þór hafði það hlutverk fyrir hönd Álglugga og hurða ehf. að affermavagninn og notaði til þess Caterpillar gaffallyftara, en eftir slysið kom íljós að Gunnar Þór var ekki með tilskilin leyfi til að stjórna lyftaranum, sbr.lögregluskýrsla dags. 12. júní 2015. Stefnandi sá hins vegar sem bílstjóri umað losa festingar eða borðastrappa sem höfðu verið strengd yfir álprófílbúntiná vagninum til að halda þeim föstum meðan á akstri stóð, en ekki voru stoðir ávagninum nema öðrum megin til að varna því að búntin yltu af vagninum. Í þettasinn voru aðeins öryggisstoðir hægra megin á gámafleti vagnsins en ekki vinstramegin. Stoðirnar standa um 1,5 metra upp fyrir gámafletið, en efri brún þess erí um 2 metra hæð frá jörðu þannig að samtals náðu öryggisstoðirnar upp í 3,5metra hæð frá jörðu. Ljóster að stefndi, Gunnar Þór, hafði þegar hafið affermingu af vagninum meðlyftaranum þeim megin við hann þar sem stoðirnar voru, samtímis því semstefnandi var enn eitthvað að fást við festingarnar hinum megin við vagninn,þegar eitt álbúntið lendir skyndilega á stefnanda. Stefndi Gunnar sá svostefnanda slasaðan, hringdi í neyðarlínuna og hlúði að honum og talaði við hannþar til sjúkrabílar og sjúkraflutningamenn tóku við. Stefnandi var síðanfluttur af slysstað með sjúkrabifreið á bráðamóttöku LSH í Fossvogi. Telja máfullljóst af gögnum málsins að stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni vegnaþessa slyss, sbr. gögn frá bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss, frá 8.apríl 2015. Mættu lögregla og Vinnueftirlitið á vettvang slyssins, sama dag,auk Eyþórs H. Ólafssonar, öryggisstjóra meðstefnda Eimskips Íslands ehf. Þávoru starfsmenn Samgöngustofu fengnir til að vigta pakkningar með álprófílum ávettvangi slyssins, og fór það fram við Mánamörk 3, 10. apríl 2015. Reyndistpakkningin sem féll af gámafletinu á stefnanda þá vega 550 kílógrömm. Lögregla tók skýrslur af stefnanda ogstefnda Gunnari Þór. Í lögregluskýrslu, dags. 12. maí 2015, þar sem greint varfrá framburði stefnda, Gunnars Þórs, frá slysdegi, 8. apríl 2015, um málsatvikí tengslum við slysið kemur eftirfarandi fram: „Þeirhafi verið að taka sjö metra löng búnt með álprófílum af vagninum. Hafi Gunnarverið búinn að taka búntin af öðru megin, um hafi verið að ræða í allt sexbunt, tvö og tvö saman, það er eitt ofan á öðru. Hafi hann tekið búntin afvinstra megin og það gengið að óskum. Hafi hann svo farið hægra megin og þáhafi enn verið járnstangir á vagninum, það eru stangir sem ætlaðar eru til þessað varna því að farmurinn geti fallið af þegar ekið er með farminn. Gunnarkvaðst hafa ákveðið að lyfta upp fyrir flutningsgrindurnar, þar sem þær hafiverið fyrir og ekki hægt að taka búntið beint út af pallinum, þar semgrindurnar voru fyrir. Gunnar kvað það eftir á að hyggja hafa verið mistök.Gafflar lyftarans hafi farið of innarlega og rekist í buntið í miðjunni og þaðoltið án þess að Gunnar hafi orðið þess var. Gunnar taldi gafflana rétt hafanartað í buntið sem hafi við það oltið. Gunnar kvaðst hafa ekið lyftaranum aðhinni hlið vagnsins og þá séð bílstjórann liggja í jörðinni. Hafi Gunnar þááttað sig á því að búntið hafi fallið af vagninum og rekist utan í bílstjórann.Hafi blætt úr höfði bílstjórans og hann verið með meðvitund og virst sárþjáður.Hafi strax verið haft samband við neyðarlínuna. Gunnar kvað manninn augljóslegahafa verið kvalinn en ekki virst í hættu, bílstjórinn hafi legið við hliðbúntsins. Hafi bílstjórinn talað um að honum hafi verið illt í bakinu en hannhafi getað hreyft lappirnar.“ Ílögregluskýrslu, dags. 11. júní 2015, þar sem greit er frá framburði stefnanda Afrá 4. júní s.á., um málsatvik í tengslum við slysið kemur eftirfarandi fram:„KvaðstA hafa verið sendur úr Reykjavík með þessar vörur og átt að afhenda þær íMánamörkinni. Kvaðst hann hafa farið þarna einu sinni áður, vel hafi gengið aðfinna þetta fyrirtæki. Þegar hann hafi komið á staðinn hafi hann látið vita aðhann væri kominn með þetta og farið svo og byrjað að losa borðastrappa sem voruyfir búntin, þrjú eða fjögur búnt hafi verið yfir gámafletið [vagninn]. Stytturhafi verið öðru megin á gámafletinu. A hafi verið vinstra megin við bílinn oglyftarinn hægra megin. Hafi stjórnandi lyftarans þurft að lyfta yfirstytturnar, og þegar þeirri hæð hafi verið náð, hafi pressan minnkað og buntiðfallið af vagninum. Hafi A ekki vitað fyrr en búntið hafi legið ofan á honum.Stjórnandi lyftarans hafi ekki séð hvað gerðist, enda staddur hinu megin viðbílinn. Aðstæður hafi verið með þeim hætti að stjórnandi lyftarans hafi ekkiátt nokkra möguleika á því að sjá hvað gerðist. Stjórnandi lyftarans hafi ekkihaft tilfinninguna fyrir því að meira væri á göfflunum en ætti að vera. A kvaðsthafa æpt og öskrað eftir að fargið féll á hann. A kvað stytturnar venjulegavera vinstra megin, en frá þessu sé gengið á gámafletið erlendis, og svo komiþetta sjóleiðis til landsins. Ekki sé pláss til þess að hafa styttur beggjavegna. A kvað það hægt með tilfæringum að fjarlægja stytturnar við affermingu.Þær séu ekki lausar þar sem farmurinn liggi upp að þeim, ýta þyrfti farminumfrá til þess að unnt væri að losa stytturnar.“Meðbréfi lögmanns stefnanda, dags. 26. maí 2015, til réttargæslustefnda SjóvárAlmennra trygginga hf., ábyrgðartryggjanda meðstefnda Eimskips Íslands ehf.,var þess krafist að viðurkennd yrði bótaskylda Eimskips Íslands ehf. úrábyrgðartryggingu hjá réttargæslustefnda á framangreindu vinnuslysi stefnanda.Þeirri kröfu stefnanda var hafnað með bréfi réttargæslustefnda til lögmannsstefnanda, dags. 11. september 2015. Skaut stefnandi þá kröfu sinni áréttargæslustefnda til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum með málskoti, dags.16. september 2015. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 355/2015, frá 27.október 2015, var bótaskyldu hafnað. Þá krafðist stefnandi einnig bóta úr hendistefndu Gunnars Þórs Guðmundssonar og fyrirtækis hans Álglugga og hurða ehf.,en félagið hafði ekki ábyrgðartryggingu þá slysið varð að sögn lögmannsfélagsins. Með bréfi frá lögmanni stefndu Gunnars Þórs og Álglugga og hurðaehf., dags. 29. júní 2015, var bótaskyldu hafnað og vísað til þess að umóhappatilvik hafi verið að ræða. Beiðni stefnanda var ítrekuð með bréfi 29.júlí s.á., en með bréfi lögmanns stefndu, dags. 27. ágúst 2015, var bótaskylduenn hafnað. Íbréfi lögmanns stefnda, Gunnars Þórs, dags. 29. júní 2015, segir eftirfarandi:„Lögregluskýrsluþá er var meðfylgjandi bréfi þínu hefur umbj. minn ekki séð fyrr og mótmælirhann frásögn þeirri er fram kemur í skýrslunni. Skýrslan er ekki undirrituð afumbjóðanda mínum enda hefur efni hennar ekki verið lesið upp fyrir hann eðakynnt honum á nokkur hátt. Umbj. minn hefði aldrei staðfest efni þessararskýrslu þar sem tildögum slyssins er ekki rétt lýst. Umbj. minn mótmælir því aðástæða slyssins hafi verið sú að hann hafi farið með gaffla lyftarans undirbúnt sem lá samsíða því fyrra. Það er ekki rétt, því á göfflum lyftarans erumerkingar sem sýna hversu langt inn má fara með gafflana til að afferma búntin.Umbj. minn gætti þess í þetta sinn, sem og ávallt er hann vann við affermingu,að fylgjast með merkingunu og fara ekki lengra inn en sem merkingunni næmi.Lögreglan tók myndir af göfflunum þar sem framangreindar merkingar sjástgreinilega og tók niður framburð umbjóðanda míns þar sem hann greindilögreglunni frá því að slysið gæti ekki átt rót sína að rekja til þess að hannhefði farið of innarlega með gafflana. Undirrituð hringdi í lögregluna í lokapríl til að fá staðfestingu á efni lögregluskýrslunnar en var sagt að hún væriekki tilbúin, en yrði send umbjóðanda mínum um leið og hún væri tilbúin, meðalannars til yfirlestrar. Það var ekki gert.“Semgreina má af framansögðu er óumdeilt í málinu að stefnandi hafi orðið fyrirtjóni í umræddu slysi en deilt er um málsatvik og um ábyrgð málsaðila átjónsatvikinu. Málsástæður og lagarök stefnandaStefnandibyggi bótakröfu sína á almennu skaðabótareglunni og sérsjónarmiðum sem eigi viðum beitingu hennar þegar slys verði á vinnustað, vegna sakar starfsmanna og/eðavegna ófullnægjandi aðbúnaðar eða verkstjórnar. Byggt sé á ströngu sakarmati áábyrgð vinnuveitanda á hættulegum tækjum og aðstæðum á vinnustað. Stefndu berijafnframt bótaábyrgð á verkstjórn og vinnubrögðum á vinnustað samkvæmtólögfestri reglu íslensks skaðabótaréttar um vinnuveitandaábyrgð. Sáer verk sé unnið fyrir teljist vinnuveitandi í skilningi vinnuveitandaábyrgðarog atvinnurekandi, sbr. lög nr. 46/1980. Stefnandi hafi starfað hjá meðstefndaEimskipi Íslandi ehf., sbr. skattframtöl og unnið að verki sem starfsmaðurfélagsins. Stefnandi sem launþegi og starfsmaður byggi á því að slys hans megirekja til samverkandi atriða sem allir stefndu hafi borið ábyrgð á, ýmist hverfyrir sig eða þá í sameiningu.Verklagi,verkstjórn og vinnuaðstöðu hafi verið ábótavant á vinnustaðnum, þegar slysiðhafi átt sér stað og allir stefndu beri þar ábyrgð. Stefnandi vísi til þess aðí 1. mgr. 17. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi ávinnustöðum, komi fram, að þar sem fleiri atvinnurekendur eigi aðild aðstarfsemi á sama vinnustað, skuli þeir og aðrir, sem þar starfi, sameiginlegastuðla að því að tryggja góðan aðbúnað og heilsusamleg og örugg starfsskilyrðiá vinnustaðnum.Stefnandivísi til þess, að 46. gr. laga nr. 46/1980 kveði á um, að tæki skuli þannig úrgarði gerð að vinna við tækin sé hættulaus og að gætt sé fyllsta öryggis í þvíefni. Málið varði því bæði tækið sem verið var að afferma, þ.e. eftirvagn meðskráningar- númerið PL 849 og vinnuvélina með skráningarnúmerið JL 4599 semstefndi Gunnar Þór stjórnaði og var í eigu Álglugga og hurða ehf., er slysiðvarð. Samkvæmt téðri lagagrein skuli farið að viðurkenndum stöðlum, lagaákvæðumog reglugerðum, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er varðivinnu með þessi tæki. Þáhafi 3. gr. þágildandi reglugerðar nr. 431/1997, um notkun tækja, m.a. lagt þáskyldu á atvinnurekanda að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja, aðtæki sem starfsmönnum séu látin í té innan fyrirtækis eða við reksturatvinnurekanda, henti til þeirra verka sem vinna eigi eða séu hæfilega löguð aðþeim, þannig að starfsmenn geti notað þau án þess að öryggi þeirra eða heilsustafi hætta af. Sé í því efni einnig vísað til reglugerðar um vélar ogtæknilegan búnað nr. 1005/2009, en samkvæmt 1. grein e-liðar hennar fallieftirvagninn (PL 849) og lyftarinn/vinnuvélin undir reglugerð nr. 822/2004 umgerð og búnað ökutækja. Þá vísi stefnandi til reglugerðar nr. 367/2006 umnotkun tækja, um skilgreiningar og viðauka með henni um hættusvæði, þann sem séí hættu og þeirrar varúðar er stjórnendur tækja þurfi að gæta varðandi t.d.sjónsvið vinnusvæðis og aðgæslu varðandi aðra starfsmenn í nánd vinnuvéla eðatækja. Stefnandibyggi samkvæmt ofangreindu á því að meðstefndi Eimskip Ísland hf. beri einnigábyrgð á tjóni stefnanda fyrir að hafa ekki verndað hann fyrir tjóni og þar meðekki sinnt þeirri frumkvæðis- og eftirlitsskyldu sem hvíli á vinnuveitanda.Beri félagið ábyrgð á grundvelli sakarreglunnar og reglunnar umvinnuveitandaábyrgð. Umsameiginlega ábyrgð stefndu vísi stefnandi til skyldna atvinnurekenda til samstarfsþegar fleiri en einni atvinnurekandi eigi aðild að starfsemi á sama vinnustað íþví skyni að tryggja öruggar og heilsusamlegar vinnuaðstæður, sbr. 22. gr.reglugerðar nr. 920/2006 og til efnis 17. greinar laga nr. 46/1980, sbr. einnigdóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 633/2014, nr. 549/2011 og nr. 198/2006.Varðandi sameiginlega ábyrgð þá vísi stefnandi einnig til 1. mgr. 2. gr. laganr. 46/1980, sbr. 41. gr. og 47. gr. laga nr. 46/1980 og til 23. gr. askaðabótalaga, sbr. lög nr. 124/2009, og til greinargerðar með þeim lögum.Stefnandibyggi dómkröfur sínar á alla stefndu á 17. gr. laga nr. 46/1980. Hvað varðiréttarsamband stefnda, Álglugga og hurða ehf., og stefnda Gunnars Þórs, þá hafiGunnar Þór greinilega starfað hjá félaginu við akstur vinnuvélar meðskráningarnúmer JL 4599, er hann hafi valdið slysinu, en skráður eigandi hennarsamkvæmt opinberri skráningu hjá Vinnueftirliti ríkisins séu Álgluggar oghurðir ehf. Þá hafi móttakandi vöru sem stefnandi hafi verið að afhenda fyrirEimskip Ísland ehf., verið Álgluggar og hurðir ehf. Krafan á Álglugga og hurðirehf. byggist því á að starfsmaður þess hafi valdið stefnanda tjóni af gáleysiog með ólögmætum hætti við vinnu í þágu félagsins. Það leysi stefnda Gunnar Þórþó ekki persónulega undan ábyrgð á skaðaverki sínu. Sé stefnanda nauðsyn aðstefna báðum þessum aðilum, þar sem Álgluggar og hurðir ehf. hafi ekki upplýstað félagið sé með ábyrgðartryggingu. Sem aðaleigandi og stjórnandi félagsinsfalli Gunnar Þór einnig undir hugtakið atvinnurekandi í skilningi laga nr.46/1980. Þegar fleiri en einn séu skaðabótaskyldir megi stefna þeim öllumóskipt (in solidum), en Eimskip Ísland ehf. beri einnig skaðabótaskyldu álíkamstjóni stefnanda. Þá vísist til 1.mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991, eftir þvísem við eigi. Stefnandinoti sér ekki heimild samkvæmt 44. gr. laga nr. 30/2004 til að stefnaréttargæslustefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., beint vegnaábyrgðartryggingar Eimskips Íslands ehf. hjá félaginu, en stefnivátryggingarfélaginu til réttargæslu.Slysiðmegi rekja til saknæmrar háttsemi stefnda Gunnars Þórs, er hann hafi hafið aðafferma flutningavagninn, með stórvirkri vinnuvél, áður en stefnandi hafi lokiðverki sínu við að leysa festingar sem bundið hafi framinn við vagninn og þvíekki sýnt þá varkárni eða aðgæslu er ætlast hafi mátt til af honum. Vitandi umþann mikla þunga er byrðarnar hafi verið háðar og þá miklu hæð sem þær hafiverið hífðar í, sem hann hafi átt að gera sér grein fyrir. Sé vísað til almennuskaðabótareglunnar hvað þessa háttsemi varði, en einnig vísist til V. kaflalaga nr. 46/1980 um framkvæmd vinnu, og til 28. gr. og 13. gr. þeirra. StefndiGunnar Þór hafi gert ákveðin mistök við vinnu þá sem hann hafi innt af hendi ogsem hann beri ábyrgð á, sbr. dóma Hæstaréttar Íslands í málum 1976/300 og1996/2221. Stefndi Gunnar Þór hafi ákveðið hvernig skyldi staðið að afferminguþeirra byrða sem á vagninum hafi verið og stjórnað verkinu. Stjórnendurvinnuvéla, sem séu ökutæki, beri ríka ábyrgð á því að ekki hljótist slys afþeim sérstöku hættueiginleikum sem fylgi umferð vélknúinna ökutækja og notkunþeirra, sbr. meginreglu 1. mgr. 4. gr. umferðarlaga, sbr. 2. mgr. 1. gr.laganna. Byggi stefnandi í þessu sambandi einnig á 3. mgr. 90. gr. umferðarlagaum að stefndi Gunnar Þór hafi sýnt af sér gáleysi við stjórn ökutækis. Byggistefnandi og á því, í samræmi við skýrslu Vinnueftirlitsins, að orsök slyssinsmegi rekja til þess að lyftaranum hafi verið ranglega beitt og auki það á sökstefnda Gunnars Þórs og sönnunarbyrði, að hann hafi ekki verið meðvinnuvélaréttindi til að stjórna lyftaranum. Gunnar Þór hafi viðurkennt fyrirlögreglu á slysadegi samkvæmt lögregluskýrslu frá 11. apríl 2015, að hann hafivið stjórn lyftarans óvart farið með gaffla lyftarans í búntið sem fallið hafiá stefnanda, sbr. og framburð hans fyrir lögreglu frá 8. apríl, en dags. 11.apríl 2015. Í þessu sambandi vísist og til myndar á bls. 5 í myndum lögreglu afvettvangi þar sem bent sé á merkingar á göfflum lyftarans til varnar því aðþeir fari of langt undir þær byrðar sem lyfta eigi, og til skýrsluvinnueftirlitsins um orsakir slyssins, það sé að lyftaranum hafi verið beittþannig að búntið hafi fallið á stefnanda.Stefnandihafi ekki búist við því að stefndi Gunnar Þór byrjaði á að affermaflutningabifreiðina, fyrr en stefnandi væri búinn að losa um þær festingar semhaldið hafi farangrinum. Væri viðtekin venja í slíkum tilvikum, að ef vörurværu teknar af flutningabifreiðum af því tagi sem stefnandi hafi ekið, þá væriáður en slík afferming með stórvirkum vinnuvélum hæfist, gengið úr skugga um,að búið væri að losa um farminn og að þeir sem það gerðu væru farnir fráflutningatækinu eða þeim væri alla vega gert viðvart áður en afferming hæfist.Þannig hafi stefnandi er slysið hafi orðið verið óviðbúinn og ekki talið aðhann væri í hættu. Stefnda Gunnari Þór hafi hins vegar borið að ganga úr skuggaum að stefnandi væri búinn að vinna verk sitt, áður enn hann færi að beitavinnuvélinni til að flytja vörurnar af vagninum. StefndiGunnar Þór hafi ekki hagað vinnu sinni í samræmi við þá grunnreglu sem framkomi í 37. gr. laga nr. 46/1980, þar sem segi, að vinnu skuli haga og framkvæmaþannig að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta, en aðatvinnurekanda beri að tryggja að svo geti orðið, sbr. 13. og 14. gr. sömulaga. Þásé byggt á 4. gr. reglugerðar nr. 367/2007 um notkun tækja, en samkvæmt þvíberi atvinnurekandi ábyrgð á því að gert sé áhættumat á vinnustað. Skuli matiðhafa sérstaka hliðsjón af störfum innan fyrirtækis þar sem fyrirsjáanlegt sé aðheilsu og öryggi starfsmanna er sinni þeim sé meiri hætta búin en öðrum vegnanotkunar tækja. Í II. viðauka reglugerðarinnar, nánar tiltekið gr. 3.1.3 segi:„Gera skal ráðstafanir til þess að tryggja að starfsmenn séu ekki staddir undirbyrði, sem verið er að lyfta nema verkið sem unnið er krefjist þess. Óheimilter að lyfta byrði yfir óvarið vinnusvæði þar sem starfsmenn eru venjulega viðvinnu. Ef slíkt er samt sem áður óhjákvæmilegt og ekki er unnt að vinna verkiðmeð öðrum hætti skal setja viðeigandi vinnureglur og fylgja þeim eftir.“ En ígr. 3.2.5. viðaukans segi svo: „Allar lyftingar skal skipuleggja og framkvæmarétt svo að öryggi starfsmanna sé gætt og þeim stjórnað með viðeigandi hætti.Setja skal vinnureglur og fylgja þeim svo að tryggt sé að góð samhæfing náistmilli þeirra sem vinna verkið ...“ Þávísi stefnandi til reglna nr. 198/1983, nánar tiltekið 2. gr., en þar komi framað þeir einir megi stjórna vinnuvélum sem til þess hafi öðlast réttindi.Stefnandi byggi einnig á því að stefndi Gunnar Þór hafi verið atvinnurekandi íþessu tilviki, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 536/2012, og hafi hannþví einnig sem slíkur verið starfsmaður stefnda, Álglugga og hurða ehf., semstjórnandi og eigandi félagsins. Aðöllu ofangreindu virtu telji stefnandi því að stefndi Gunnar Þór beri ábyrgð átjóni hans, með því að hafa valdið slysinu með saknæmri háttsemi sinni og sökhans sé hlutlægt fyrir hendi, þar sem ofangreindar reglur hafi verið brotnar.Háttsemi hans hafi þar af leiðandi verið saknæm í umrætt sinn og hann þá einnigsýnt af sér vítavert gáleysi við stjórn vinnuvélar. Auk þess sem hann hafi ekkihaft réttindi til að stjórna slíkri vinnuvél og því greinilega ekki haft tilþess þá kunnáttu sem þörf hafi verið á. Stefnandibyggi kröfu sína á stefnda Álglugga og hurðir ehf. á því að félagið hafi veriðvinnuveitandi stefnda Gunnars Þórs. Auk þess byggi stefnandi kröfu sína áÁlglugga og hurðir ehf. á því að hann hafi orðið fyrir líkamstjóni vegnanotkunar skráningarskylds vélknúins ökutækis eða vinnuvélar, sbr. skilgreininguá hugtakinu vinnuvél, sbr. 1. grein umferðarlaga nr. 50/1987, með síðaribreytingum. Hafi vinnuvélinni/lyftaranum verið ekið af stað og að flatvagni semhafi verið aftan í vörubifreið þeirri sem stefnandi hafi stjórnað er slysiðhafi orðið, þannig að lyftaranum hafi verið ekið of langt af ökumanni semlyftaranum hafi stjórnað. Vinnuvélinhafi verið með skráningarnúmer JL 4599 í vinnuvélaskrá Vinnueftirlits ríkisinssamanber reglugerð nr. 388/1989 um skráningu vinnuvéla, en eigandi ogumráðaaðili vinnuvélarinnar hafi verið stefndi, Álgluggar og hurðir ehf.Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 88. greinar umferðarlaga skuli sá sem beri ábyrgð áskráningarskyldu vélknúnu ökutæki bæta það tjón sem hljótist af notkun þess,enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla í tækinu eða ógætniökumanns. Samkvæmt 1. mgr. 90. gr. umferðarlaga sé skráður eigandi eðaumráðamaður vélknúins ökutækis ábyrgur fyrir ökutækinu og fébótaskyldursamkvæmt 88. og 89. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Varðandistaðinn þar sem slysið hafi orðið vísist til 2. mgr. 1. gr. umferðarlaga. Þá séeinnig byggt á því að slysið hafi orðið vegna hefðbundinnar notkunar tækisins,sem ökutækis og vinnuvélar, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 77/2001.Þannig liggi fyrir skaðabótaábyrgð stefnda, Álglugga og hurða ehf. Saknæmháttsemi Eimskips Íslands ehf., sem það beri ábyrgð á hafi enn fremur leitt tillíkamstjóns stefnanda. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 46/1980, skuli atvinnurekanditryggja að fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta sé gætt ávinnustað, við framkvæmd vinnu við vélar, tækjabúnað og fleira. Í 17. gr. sömulaga sé mælt fyrir um að þar sem fleiri atvinnurekendur eigi aðild að starfsemiá sama vinnustað, skuli þeir og aðrir sem þar starfi, sameiginlega stuðla aðþví að tryggja góðan aðbúnað og heilsusamleg og örugg starfsskilyrði ávinnustaðnum. Þá sé um það mælt í 51. gr. laganna, að vinnustaður samkvæmtlögunum sé umhverfi innan húss eða utan, þar sem starfsmaður hafist við eðaþurfi að fara um vegna starfa sinna. Byggi stefnandi á því, að slysstaður, hafiverið vinnustaður hans í skilningi laga nr. 46/1980. Einnig byggi stefnandi á,ef gáleysi annarra er vinni á sameiginlegum vinnustað leiðir til líkamstjónsstarfsmanns Eimskips Íslands ehf. þá beri það ábyrgð. Þar af leiðandi séfélagið bótaskylt vegna gálausra og rangra vinnubragða stefnda Gunnars Þórs. Íathugasemdum með frumvarpi er hafi orðið að lögum nr. 46/1980, sé tekið fram,að við gerð þess hafi einkum verið hafðar í huga íslenskar aðstæður, en einnighafi verið höfð til hliðsjónar nýleg löggjöf á þeim tíma um sama efni íDanmörku, Noregi og Svíþjóð. Því hafi það þýðingu að líta til efnis löggjafargrannríkjanna um skilgreiningu á vinnustað. Í dönskum lögum um vinnuumhverfi(lov om arbejdsmiljo), nr. 268/2995, megi finna ýmsar reglur um aðbúnaðvinnustaða. Af þeim megi ráða að vinnustaðahugtakið í 6. kafla dönsku lagannaum vinnuumhverfi nr. 280/2005 taki til fasts vinnustaðar, en einnig tilbreytilegra (skiftende) vinnustaða, m.a. í tilvikum þegar starfsmaður þurfi aðsinna starfsskyldum á svæði eða í fasteignum, sem ekki séu á forræðivinnuveitanda hans. Út frá reglum íslensks réttar um vinnuöryggi verði að lítasvo á, að lög nr. 46/1980, taki til starfsumhverfis í heild, hvar sem vinnan séframkvæmd og til allra véla og tækja, er notuð séu við vinnu, efna sem notuðséu, o.fl. Íþessu samhengi verði að líta til þess, að stefnandi hafi verið þar staddur, erslysið hafi átt sér stað, í erindagjörðum fyrir vinnuveitanda sinn og aðfyrirmælum hans. Slysið hafi orðið á vinnutíma og verði vinnuveitandi hans,meðstefndi Eimskip Ísland ehf., því að sæta ábyrgð á því að hafa ekki tryggtmeð nægjanlega öruggum hætti að tjón hlytist ekki af affermingu bifreiðarinnar.Ekki séu efni til að beita þröngri lögskýringu á ákvæði 41. gr. laga nr.46/1980, enda sé ákvæðið skýrt að efni til. Hafi verið vilji löggjafans aðtakmarka gildissvið hugtaksins við vinnustaði á lóðum eða húsnæði í eiguvinnuveitanda, hafi verið í lófa lagið að taka slíkt fram. Hvergi sé hins vegarminnst á slíka takmörkun í lögunum né í greinargerð með frumvarpi til þeirra. Sústaðreynd að ekki hafi legið fyrir skriflegt áhættumat og áætlun um forvarnirvarðandi nákvæmlega þessa vinnu, eigi að leiða til þess að meðstefndi EimskipÍsland ehf., sé bótaskylt í málinu, enda hafi það verið einn af orsakavöldumslyssins samkvæmt mati Vinnueftirlits ríkisins, þegar einnig sé horft tilþyngdar þeirra vörueininga sem verið var að flytja. Um sakarmat hvað varðiábyrgð meðstefnda Eimskips Íslands ehf., vísi stefnandi til áðurnefndralagaákvæða um ábyrgð stefnda Gunnars Þórs, það er til 37. gr. laga nr. 46/1980,sbr. 13. og 14. gr. reglugerðar nr. 367/2006 og þá sérstaklega 4. gr. hennar ogtil gr. 3.1.3 og 3.2.5 í II. viðauka téðrar reglugerðar. Byggi stefnandi og áþví að á grundvelli meginreglu 17. gr. laga nr. 46/1980 beri hið meðstefndafélag, sem vinnuveitandi stefnanda, einnig ábyrgð á gáleysi stefnda GunnarsÞórs, auk þess aðgæsluleysis, sem félagið beri ábyrgð á varðandi verkstjórn, ogá því að öryggi stefnanda hafi þá ekki verið nægilega tryggt. Stefnandibyggi í þessu efni einnig á því að eftirvagninn hafi verið vanbúinn og ekkinægilega öruggur til flutnings og affermingar slíks farms sem verið var aðafferma er slysið hafi orðið og að ekki hafi af hálfu Eimskips Íslands ehf.,verið gengið nægilega vel frá farmi með réttum hætti eftir uppskipun til aðauðvelda affermingu hans, a.m.k. ekki miðað við það hvernig staðið hafi veriðað affermingu vagnsins er slysið hafi orðið. Þá hafi ekki verið stoðir til aðvarna því að hinn þungi farmur félli af vagninum, nema á annarri hlið vagnsins.Vísi stefnandi þessu til stuðnings til 59. gr. og 73. gr. umferðarlaga og tilreglugerðar nr. 671/2008, einkum 7. gr. hennar. Einnig vísi stefnandi í þessuefni til laga og reglugerða um fallvarnir, svo sem til liðar 21.1 í B-hluta meðreglugerð nr. 547/1996 sem og til liðar 14 í sama hluta reglugerðarinnar. Ekkigeti verið um nokkra eigin sök eða ábyrgð stefnanda að ræða, þar sem það séfrumkvæðisskylda vinnuveitanda að hafa vinnusvæði hættulaust, auk þess semhöfuðorsök slyssins hafi verið gáleysisleg háttsemi stefnda Gunnars Þórs. Byggistefnandi sérstaklega á því að kveðið sé á um það í 23. gr. a skaðabótalaga,sbr. lög nr. 124/2009, að réttur starfsmanns til skaðabóta skerðist ekki vegnameðábyrgðar, nema hann hafi af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi átt þátt íþví. Hvorugt þessara skilyrða eigi við um stefnanda og beri stefndusönnunarbyrði um eigin sök hans. Þá séu skyldur starfsmanna, samkvæmtlagaumhverfi um öryggi vinnustaða og framkvæmd starfs aðrar og minni en þærríku skyldur er hvíli á vinnuveitanda er beri höfuðábyrgð á því vinnuumhverfier hann búi starfsmönnum og því hvernig vinnan sé framkvæmd, eins og fram komií 4. hluta greinargerðar með lögum nr. 124/2009. Mikilvægtsé að skyldur er lög leggi á starfsmann megi ekki vera það þungbærar að þærgeri að engu skyldur vinnuveitanda eftir lögum, reglugerðum og tilskipunumEvrópusambandsins sem íslenska ríkið hafi innleitt í gegnum EES-samninginn.Reglur um að vinnuveitandi tryggi öryggi á vinnustað nái einfaldlega ekkimarkmiðum sínum, á skilvirkan hátt, ef ekki er jafnframt fallist á bótaábyrgðhans, ef út af bregður. Fái þetta stoð í 3. mgr. 5. gr. tilskipunar 89/391/EBE,sem og dómi EFTA-dómstólsins í máli nr. E-2/2010, þar sem segi að skyldurstarfsmanna á sviði öryggis og hollustu við vinnu sína, skuli ekki hafa áhrif ámeginregluna um ábyrgð vinnuveitanda. Ábyrgð á öryggi og heilsu starfsmanna ávinnustað hvíli fyrst og fremst á vinnuveitanda. Eföllum áðurnefndum öryggisreglum hefði verið fylgt hefði stefnandi ekki orðiðfyrir líkamstjóni og því geti hér ekki verið um stórfellt gáleysi stefnanda aðræða.Stefnandivísi til ofangreindra reglugerða og lagaákvæða, þá sérstaklega til laga nr.46/1980, um framkvæmd vinnu. Einnig sé vísað til 17. greinar laga nr. 46/1980og reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs ávinnustöðum, svo sem til 20. gr. hennar. Einnig til reglugerðar um notkun tækjanr. 367/2006 og viðauka við þá reglugerð, og til reglna nr. 198/1983, og til 3.gr. reglugerðar nr. 145/1953 og 13. gr. reglugerðar nr. 69/1993 umöryggisráðstafanir við fermingu og affermingu skipa. Þá vísar hann til 23. gr.a skaðabótalaga og greinargerðar með lögum nr. 124/2009. Einnig til reglnaskaðabótaréttar um vinnuveitandaábyrgð, reglna um stranga sakarábyrgð, reglnaum orsakasamband, aðal- og meðorsök og til reglna um sérfræðiábyrgð, sem eigisérstaklega við um vinnuveitendur, og atvinnurekendur samkvæmt lögum nr.46/1980. Þá vísist til ofangreindra ákvæða umferðarlaga, sérstaklega tilbótakafla laganna og til sönnunarreglna skaðabótaréttar, svo sem varðandieiginsök. Um ábyrgð stefnda Gunnars Þórs vísi stefnandi og til 219. gr.almennra hegningarlaga, sbr. 218. gr. sömu laga. Um ábyrgðartryggingumeðstefnda, Eimskips Íslands ehf., hjá réttargæslustefnda Sjóvá-Almennumtryggingum hf., vísist til I. hluta laga nr. 30/2004, eftir því sem við eigi.Viðurkenningakröfu byggi stefnandi á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála, en krafa um málskostnað byggi á 129. gr. og 130. gr. sömulaga. Málsástæður og lagarök stefnduGunnars Þórs og Álglugga og hurða ehf.Stefndu,Gunnar Þór og Álgluggar og hurðir ehf., krefjist sýknu af öllum kröfumstefnanda. Stefndu beri enga ábyrgð á líkamstjóni því er stefnandi hafi orðiðfyrir. Skilyrði almennu skaðabótareglunnar, reglunnar um vinnuveitandaábyrgð,um hlutlæga ábyrgð, eða annarra bótareglna, séu ekki fyrir hendi að því ervarði stefndu.Stefndukrefjist sýknu, hafni bótaskyldu og bendi á að þeir séu ekki vinnu- veitendurstefnanda. Stefndu hafi ekkert haft að gera með aðbúnað á vinnustað stefnandaeða verkstjórn. Slíkt sé alfarið á ábyrgð meðstefnda, Eimskips Íslands ehf.Slysið hafi ekki átt sér stað á lóð stefndu heldur á lóð Fengs ehf. Farmurinnhafi ekki verið afhentur á lóð stefndu. Stefndu hafi ekkert haft að gera meðþað á hvers konar ökutæki gámafletið hafi verið flutt, né hafi stefndu getaðhaft áhrif á hvernig það hafi verið affermt, þar sem ekki hafi verið unnt aðhífa gámafletið niður á jörð. Stefndu hafi ekki getað staðið öðruvísi aðaffermingu farmsins en gert hafi verið í umrætt sinn.Stefndutelji að vinnuveitandi stefnanda, meðstefndi Eimskip Ísland ehf., beri einnóskipta ábyrgð á tjóni stefnanda. Sá sé eini vinnuveitandi stefnanda ískilningi laga nr. 46/1980. Ekkert samnings- eða vinnusamband sé á millistefnanda og stefndu. Samkvæmt lögum nr. 40/2010 um landflutninga gildi þau umalla vöruflutninga með ökutækjum á landi. Á flytjanda hvíli sú skylda, sbr. 13.gr., að sjá til þess með eðlilegri árvekni að ökutæki sé í fullnægjandi ástanditil móttöku, flutnings og varðveislu vöru og flytjanda beri með eðlilegriárvekni að afferma vörur er hann flytji. Skyldan til affermingar hafi því hvíltá meðstefnda, en það ökutæki er stefnandi hafi ekið í umrætt sinn hafi ekkiverið útbúið til affermingar. Ef ökutækið hefði verið hliðarfermisvagn (sideloader) hefði stefnandi híft gámafletið niður á jörð og þar hefðu stefndu áttað taka við farmi. Vegna ófullnægjandi ökutækis til flutnings og affermingarfarmsins í umrætt sinn, hafi meðstefndi reynt að afhenda farminn uppi ágámafleti, á bak við öryggisslár, sem stefnandi hafi ekki sagt unnt aðfjarlægja sökum þess að farmurinn hefði færst til eða ekki verið rétt raðað áfletið og legið fastur upp við slárnar. Samkvæmt14. gr. laga nr. 40/2010 ljúki flutningi vöru ekki fyrr en við afhendingu tilmóttakanda. Stefnandi hafi ekki stöðvað ökutækið á lóð stefndu heldur á lóðnágranna og varan því enn verið alfarið á ábyrgð meðstefnda, Eimskips Íslandsehf. Þá beri sendanda að sjá til þess að ástand, frágangur og pökkun vöru sémeð þeim hætti að þoli umsaminn flutning og því hafi borið að raða henni ágámafletið þannig að unnt væri að setja öryggisslár beggja vegna og fjarlægjaþær fyrir affermingu.Meðstefndi,Eimskip Ísland ehf., hafi átti að afhenda farminn á starfsstöð stefndu, enkaupandi farmsins hafi verið Byko hf. Stefndu hafi ekkert haft að gera með þáákvörðun að ákveðið hafi verið að flytja farminn með meðstefnda. Ábyrgð á hendurstefndu verði því ekki reist á grundvelli reglna um vinnuveitandaábyrgð eða áþví að stefndu séu vinnuveitendur í skilningi laga eða þá með öðrum hætti.Vinnuveitandi stefnanda sé meðstefndi Eimskip Ísland ehf., og enginn annar.Stefndumótmæli því að aðild allra stefndu verði reist á 17. gr. laga nr. 46/1980. Þaðákvæði eigi aðeins við þegar fleiri atvinnurekendur eigi aðild að starfsemi ásama vinnustað. Vinnustaður meðstefnda, Eimskips Íslands ehf., sé ekki aðMánamörk 3-5 í Hveragerði, þ.e. á starfsstöð stefndu. Sá meðstefndi beri einnog óskipt ábyrgð á öllu er lúti að flutningi, verklagi, og verkstjórn viðvinnuaðstöðu við flutning stefnanda á farminum í umrætt sinn. Stefndu séueinungis kaupendur farmsins af Byko hf., og verði því ekki látnir bera ábyrgð áaffermingu. Stefndu mótmæli því að 1. mgr. 17. gr. laga nr. 46/1980 eigi við,þar sem stefndu verði aldrei atvinnurekendur sameiginlega með meðstefnda.Stefndu og meðstefndi verði ekki taldir hafa starfsemi á sama vinnustað ískilningi ákvæðisins eins og stefnandi byggi á. Stefndu mótmæli því að 22. gr.reglugerðar nr. 920/2006 eigi hér við. Ekkert samstarf hafi verið á millistefndu og meðstefnda. Stefndi, Álgluggar og Hurðir ehf., hafi ekki átt völ umannað en að taka farminn af gámafletinu þar sem útbúnaði ökutækisins hafi veriðáfátt til þess. Meðstefndi verði ekki talinn eiga aðild að starfsemi á samavinnustað og stefndu þótt farmur hafi verið fluttur. Stefnandi hafi afhentfarminn á lóð Fengs ehf. er sé timbur- kurlunarfyrirtæki sem eigi næstu lóð viðMánamörk 3-5 í Hveragerði, sem sé næsta lóð við starfsstöð stefndu. Sé þvímótmælt að ábyrgð stefndu og meðstefnda Eimskips Íslands ehf. geti veriðsameiginleg. Stefndu byggi sýknukröfu sína á því að ábyrgð á tjóni stefnanda séá ábyrgð meðstefnda, Eimskips Íslands ehf., og stefnanda sjálfs.StefndiGunnar Þór sé starfsmaður stefnda Álglugga og hurða ehf. og sé félagið eigandilyftarans. Gunnari Þór sé stefnt persónulega og verði sem slíkur ekki talinnatvinnurekandi samkvæmt 17. gr. laga nr. 46/1980 þannig að litið verði ástefndu sem tvo atvinnurekendur sem eigi aðild að starfsemi á sama vinnustað.Stefndi, Álgluggar og hurðir ehf., sé atvinnurekandi stefnda Gunnars Þórs, ersé fyrirsvarsmaður félagsins en ekki sérstakur atvinnurekandi í skilningi 17.gr. laga 46/1980. Sé þeirri lagatúlkun stefnanda sérstaklega mótmælt. Stefndubendi á að affermingin hafi átt sér stað fyrir utan lóð stefnda, Álglugga oghurða ehf., og slysið því ekki átt sér stað á lóð stefnda.StefndiGunnar Þór krefjist sýknu af öllum kröfum stefnanda enda sé ósannað að hannberi nokkra skaðabótaábyrgð á líkamstjóni stefnanda. Stefndi Gunnar Þór hafihvorki auðsýnt gáleysi né ólögmæti við affermingu farmsins í umrætt sinn.Stefndi mótmæli sérstaklega fullyrðingum í stefnu um að hann hafi hafiðaffermingu með stórvirkri vinnuvél áður en stefnandi hafi lokið við að leysastrappana sem bundið hafi farminn fastan við gámafletið. Framangreind frásögnstefnanda af málsatvikum sé röng og ekki í samræmi við staðreyndir máls ogvísist til ljósmynda af gámafletinu. Segl hafi verið yfir farminum sem festhafi verið niður með ströppum. Því hafi ekki verið hægt að hefja affermingufarmsins fyrr en búið hafi verið að fjarlægja bæði seglið og alla strappana.Stefndi Gunnar Þór hafi losað bæði seglið og strappana með stefnanda og þeirunnið sameiginlega að því verkefni. Stefndi hafi auðsýnt alla þá aðgæslu semætlast hafi mátt til af honum við að losa farminn. Stefndi Gunnar Þór hafiframkvæmt það verk með stefnanda og í fullu samráði og samvinnu við hann. Þegarfarmurinn hafi þannig verið orðinn laus og stefnandi fullmeðvitaður um þástaðreynd, hafi stefndi Gunnar Þór hafið að afferma gámafletið. Hann hafibyrjað afferminguna á því að lyfta nokkrum svokölluðum „eurobrettum“ erstaðsett hafi verið fyrir aftan álbúntin. Þau bretti séu hefðbundintimburbretti eða „palletta“ og á þeim hafi verið pappakassar sem í hafi veriðgúmmí, skrúfur, álvinklar og ýmiss konar aukahlutir í glugga og hurðir. Ágámafletinu í umrætt sinn hafi verið þrjú slík bretti. Hafi stefndi fariðnokkrar ferðir á lyftaranum til að fjarlægja þessi bretti. Sú afferming hafiekki getað farið fram hjá stefnanda og honum verið fullljóst að affermingfarmsins hafi verið í fullum gangi. Hafi stefnandi því átt að halda sig fjarriökutækinu meðan á affermingunni hafi staðið. Stefnandi hafði unnið hjámeðstefnda Eimskipi Íslandi ehf. í fjölda ára sem bílstjóri og því átt að veragjörkunnugur því að á meðan afferming stæði yfir hafi hann átt að halda sigfjarri. Stefnandi hafi því auðsýnt gáleysi með því að vera að rúlla uppströppum upp við ökutækið meðan á affermingu stóð.Þegarstefndi hafi verið búinn að afferma „eurobrettin“ hafi hann hafið að affermaálprófílana. Á gámafletinu hafi verið sex búnt af álprófílum er raðað hafiverið þannig að þrjú búnt hafi verið á breiddina og hafi þau verið upp á tværhæðir auk þess sem eitt mun styttra búnt hafi verið á fletinu. Stefndi hafifyrst fjarlægt álbúntin hægra megin, þar sem engar álstangir hafi verið áfletinu og hafi það gengið vel. Enn og aftur hafi stefnanda mátt vera vel ljóstað vinna við affermingu hafi verið í fullum gangi. Þegar þau álbúnt hafi veriðkomin niður á jörð hafi stefndi hafið að afferma álbúntin vinstra megin, þeimmegin sem álstangirnar hafi verið. Stefnandi hafi sagt stefnda að ekki væriunnt að fjarlægja þær. Stefndi leggi áherslu á þá staðreynd, sem að engu ségetið í gögnum stefnanda, að afferming farmsins hafi verið hálfnuð er óhappiðhafi átt sér stað. Stefndi hafi sýnt alla þá aðgæslu og varkárni sem ætlast hafimátt til af honum með því að vinna að því ásamt stefnanda að losa um farminnáður en hann hafi hafið affermingu á lyftaranum. Það sé ekki á ábyrgð stefnduað stefnandi hafi ekki forðað sér og staðið álengdar meðan á affermingu hafistaðið.Frásögnstefnanda, um að honum hafi ekki verið orðið ljóst að afferming hafi veriðhafin, sé röng. Þar sem stefnandi hafi staðið og verið að rúlla upp strappana,hafi hann glögglega séð að búið hafi verið að fjarlægja stóran hluta farmsins.Engin brík sé á gámafletinu og því hafi blasað við stefnanda hægra megin aðbúið hafi verið að fjarlægja tvö álbúnt sem þar höfðu verið auk allra„eurobrettanna“. Á því gáleysi stefnanda og aðgæsluleysi, að standa upp viðökutækið meðan á affermingu hafi staðið, beri hann sjálfur ábyrgð. Ekki hafiverið sýnt fram á annað en að stefndi Gunnar Þór hafi við affermingu í umrættsinn innt það verk af hendi með réttum og eðlilegum hætti. Engin leið hafiverið að standa að affermingunni með öðrum hætti með þeim útbúnaði sem hannhafi komið frá meðstefnda Eimskipi Íslandi ehf. Ekki hafi verið unnt að setjagámafletið niður né hafi verið unnt að fjarlægja öryggisslárnar. Stefndumótmæli því að stefndi Gunnar Þór hafi farið með gaffla lyftarans of langtundir álbúntin í umrætt sinn. Sú frásögn hafi verið höfð eftir Gunnari Þór áslysstað, tæpum 20 mínútum eftir að búið hafi verið að flytja stefnanda á brottí sjúkrabifreið. Í lögregluskýrslu, dags. 12. maí 2015, sé einhliða frásögnlögreglu af því er lögreglumaður ,,hafði tal af” stefnda Gunnari Þór, sbr. bls.2 í lögregluskýrslu frá 8. apríl s.á. Frásögnin hafi hvorki verið lesin yfir afstefnda né undirrituð og stefndi ekki séð þessa frásögn fyrr en í gögnum viðþingfestingu stefnu. Í hinni einhliða frásögn lögreglu í skýrslunni frá 12. maí2015 segi: ,,Gunnar taldi gafflana rétt hafa nartað í bunktið sem hafi við þaðoltið.“ Greinilegt sé af þessari frásögn að þetta sé ágiskun stefnda GunnarsÞórs, sem á þessum tíma hafi verið í áfalli. Í sömu skýrslu á bls. 2, sé hafteftir stefnda Gunnari Þór að hann hafi oft affermt slík búnt með álprófílum ogteldi með ólíkindum að búntið hefði oltið þar sem þetta hafi verið svo lítilsnerting. Stefndibendi á, að jafnvel þótt hann hafi verið í andlegu áfalli, hafi hann talið þáskýringu er honum hafi komið fyrst í hug þó vera ólíklega. Ef um snertinguhefði verið að ræða, hefði hún verið afar lítil. Eftir tíu mínútna spjall viðlögreglu á starfsstöð stefnda, hafi stefndi og lögreglan gengið saman út aftur.Þegar þeir hafi komið að lyftaranum hafi stefndi Gunnar Þór munað eftir því aðhann hefði gætt að merkingunum á lyftaranum og því ekki farið of innarlega meðgafflana. Hafi hann látið lögregluna vita af þessu og lögreglan þá tekið myndaf göfflunum. Hins vegar láti lögregla þess í engu getið í endursögn í ofangreindumskýrslum sínum að stefndi teldi sig hafa gætt að því að fara ekki of innarlegameð gafflana og fylgt merkingunum, en lögreglan riti fyrstu endursögninaóbreytta í skýrsluna þremur dögum eftir slysið.Sýknukrafastefndu byggi einnig á því að frásögn í lögregluskýrslunni, dags. 12. maí 2015,geti ekki staðist. Þungi álbúntanna hreyfi ekki slíka þyngd, þó að nartað hefðiverið lítillega í næsta búnt um 1-2 sentimetra. Starfsmaður Vinnueftirlitsinshafi komið á staðinn um kl. 15:00 á slysadegi en umsögn þess, dags. 2.september 2015, byggi þó alfarið á einhliða frásögn í lögregluskýrslunni frá12. maí 2015. Skýrsla Vinnueftirlitsins sé því einnig ómarktæk hvað þettavarði, þar sem orsakir slyssins hafi ekki verið rannsakaðar. Í skýrsluVinnueftirlitsins sé látið hjá líða að greina frá þeim ummælum stefnda GunnarsÞórs að hann telji mjög ólíklegt að álbúntið hafi getað oltið. Þá séu einnigfleiri rangfærslur í skýrslunni, m.a um lyftihæð lyftarans.StefndiGunnar Þór mótmæli því að hann hafi gert mistök við affermingu farms í umrættsinn. Þau ummæli séu hvergi staðfest í lögregluskýrslu sem staðfest sé afstefnda Gunnari Þór. Engin formleg lögregluskýrsla hafi verið tekin af stefnda,þrátt fyrir beiðni til lögreglu um það. Einungis liggi fyrir einhliða frásögnaf tíu mínútna spjalli lögreglu við stefnda strax eftir slysið. Stefndu hafialdrei ritað undir slíka lögregluskýrslu og engin rannsókn hafi verið gerð áökutæki meðstefnda, Eimskips Íslands ehf., eða á umbúnaði og öryggisbúnaði eðaöðrum atriðum varðandi það. StefndiGunnar Þór bendi á að í hinni einhliða frásögn í lögregluskýrslu dags. 11.apríl 2015, komi fram að tilkynning hafi borist lögreglu um slysið kl. 14:28þann dag. Stefndi Gunnar Þór hafi þá hringt í neyðarlínu og beðið hjá stefnandaþar til sjúkraflutningamenn hafi komið á vettvang. Um leið og þeir hafi veriðfarnir af vettvangi hafi lögreglumaður farið með stefnda Gunnar Þór inn ískrifstofuherbergi á starfsstöð hans og haft þar tal af honum kl. 15:27, sem séinnan við klukkustund eftir að hann hafi hringt vegna slyssins, sbr.lögregluskýrslu frá 12. maí 2015. Rætt hafi verið við stefnda Gunnar Þór í tíumínútur sem eðlilega hafi verið í miklu áfalli á þeim tíma. Einungis hafi veriðliðnar rúmar 20 mínútur frá því að stefnandi hafi verið fluttur í sjúkrabifreiðá brott með bláum ljósum þar til lögregla byrji að ræða við stefnda. StefndiGunnar Þór hafi þurft að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi vegna óhappsins ogþess áfalls er hann hafi orðið fyrir við þá upplifun. Stefndi Gunnar Þór byggiá því að hann hafi verið í alvarlegu áfalli og uppnámi þegar lögregla hafi hafttal af honum strax eftir slysið og engan veginn verið fær um að gera sér greinfyrir orsökum óhappsins. Hin einhliða frásögn lögreglu í framangreindumlögregluskýrslum sé þó sem rauður þráður í gegnum öll málskjöl í málinu.Stefndubendi á að lyftarinn sé gerður til að lyfta varningi í 4,75 metra hæð. Ástarfsstöð stefndu sé sömu álbúntum raðað í rekka í allt að 4,5 metra hæð frájörðu. Í rekkunum séu alltaf geymd tvö álbúnt saman og ástæða fyrir merkingu ágöflum lyftarans sé sú að þegar stefndi taki ytra búntið sé miðað viðmerkingarnar á lyftaranum til að skemma ekki innra búntið. Stefndi hafi þvíverið vanur að vinna við lyftingar á álbúntum í alveg sömu aðstæðum og hafiverið við gámafletið. Ekkert óvenjulegt hafi verið við notkun stefnda ályftaranum í umrætt sinn. Ekki hafi verið unnt að afferma með öðrum hætti þarsem hvorki hafi verið unnt að setja gámafletið niður né losa um öryggisslár þarsem farmurinn hafi ekki verið réttur á gámafletinu. Beriað meta meðstefnda, Eimskipi Íslandi ehf., það til gáleysis að hafa ekki kannaðfarm, staðsetningu hans og hleðslu á gámafleti áður en stefnandi hafi veriðsendur af stað með það til afhendingar. Þá sé gáleysi af þeim meðstefnda aðsenda stefnanda af stað með farm til afhendingar á bifreið sem ekki hafi getaðtekið gámafletið niður, þar sem farmurinn virðist hafa flækst saman á þeimspýtum sem séu utan um álbúntin. Meðstefndi hafi því ekki getað sinnt lögboðnumskyldum sínum og affermt gámafletið samkvæmt 13. gr. laga 40/2010. Stefndi hafií umrætt sinn verið að sinna lögbundnum skyldum meðstefnda, Eimskips Íslandsehf., til að afferma gámafletið. Farmurinn hafi þá enn verið á ábyrgð þessameðstefnda og beri það félag því ábyrgð á öllu því tjóni stefnanda sem hlotistvið affermingu farmsins, hver svo sem orsök þess hafi verið. Vegnaþess að ekki hafi verið gengið úr skugga um hvort farmurinn hefði færst til eðaflækst á gámafletinu í flutningnum yfir hafið hafi verið enn vítaverðara afmeðstefnda, Eimskipi Íslandi ehf., að senda farminn á bifreið sem ekki hafigetað híft gámafletið niður við afhendingu. Ef meðstefndi hefði skoðaðgámafletið áður en það hafi verið sent af stað til afhendingar til stefndu,hefði honum mátt vera ljóst að farmurinn hafi ekki verið staðsettur á réttumstað á fletinu. Greinilegt hafi verið að farmurinn hafi legið utan íöryggisslám öðrum megin á fletinu, sem hann hafi alls ekki átt að gera. Það aðöryggisbúnaður á gámafleti virki ekki, sé alvarlegt og vítavert og sé þaðalverlegt og vítavert af meðstefnda að gera ekki ráðstafanir til að unnt hafiverið að hafa virkan öryggisbúnað beggja vegna á gámafletinu áður en keyrt hafiverið með farminn austur fyrir fjall á starfsstöð stefndu. Það sé vítavert afmeðstefnda Eimskipi Íslandi ehf., að hafa ekki haft öryggisslár beggja vegna,því farmurinn hafi auðveldlega getað rúllað fram af fletinu ef ökutækið hefðit.d. hallað verulega, t.d. á leið þess niður kambana.Stefnandilýsi því í stefnu, að ekki hafi verið unnt að losa öryggisslár þar semfarmurinn hafi legið utan í þeim. Stefnanda, sem starfsmanni meðstefndaEimskips Íslands ehf., hafi greinilega verið þetta ljóst og e.t.v. fleiriaðilum sem komið hafi að undirbúningi fyrir afhendingu farmsins. Breidd þriggjaálbúnta sé um 1,80 metrar og þó að gert sé ráð fyrir smá plássi til viðbótarvegna þeirra spýtna sem liggi utan um álbúntin hefði átt að vera nóg pláss ágámafletinu beggja vegna, þar sem breidd fletisins sé 2,5 metrar. Stefndu teljifrásögn stefnanda í lögregluskýrslu, dags. 11. júní 2015, ranga er hann haldiþví fram að ekki hafi verið pláss til að hafa styttur beggja vegna. Meðstefndahafi mátti vera ljóst að nauðsynlegt hafi verið að ganga úr skugga um hleðslufarms á gámafletinu áður en hann hafi verið sendur til afhendingar, bæði sökumþess að nauðsyn hafi verið að hafa öryggisslár beggja vegna á gámafleti meðan áflutningnum hafi staðið og til að geta síðan losað slár þegar farmurinn væriafhentur.Stefndumótmæli því að 46. gr. laga 46/1980 eigi við gagnvart lyftaranum sem sé í eigustefnda Álglugga og hurða ehf. Hann hafi verið í fullkomnu lagi og notaður áréttan hátt. Stefndi Gunnar Þór hafi ekki sýnt af sér gáleysi við stjórnlyftarans. Lyftarinn hafi ávallt staðist skoðun og sé hættulaus sé hann notaðurá réttan hátt. Í umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 3. september 2015, sé tekiðfram að lyftarinn hafi haft gilda skoðun frá Vinnueftirlitinu og verið í lagi.Ekkert liggi annað fyrir en að stefndu hafi staðið eðlilega að notkun lyftaransvið afferminguna og að lyftarinn hafi verið í fullkomnu lagi. Lyftarinn sénotaður daglega í starfsemi stefndu til að lyfta sams konar álbúntum og þeimsem affermd hafi verið. Tækið hafi verið lagað að slíkum álbúntum á þann háttað búið hafi verið að setja á gafflana sjálfa merkingar sem hafi sýnt ökumannihans hversu langt undir búntin gafflarnir mættu fara í hvert sinn.Meðstefndi,Eimskip Ísland ehf., beri ábyrgð, m.a. sbr. 13. gr. laga 40/2010, á því aðmóttakendur farms geti tekið við honum hættulaust og að þau tæki sem hann veljitil að flytja farm til móttakanda henti til slíkra flutninga og afferminga.Stefnanda, sem sé reyndur flutningamaður, hafi einnig átt að vera ljóst, aðmeðan á affermingu hafi staðið, hafi honum borðið að halda sig frá flutningabílnum.Frásögn stefnanda af atvikum við slysið í lögregluskýrslu dags. 11. júní 2015,sé ekki rétt, því stefndi Gunnar Þór hafi átt í fullri samvinnu við stefnandaum losun farmsins. Því hafi stefnanda hlotið að vera ljóst að afferming hafistaðið yfir. Um eigin sök stefnanda sé því að ræða að hluta. Stefnanda virðistþó ljóst samkvæmt ofangreindri skýrslu að stjórnandi lyftarans hafi ekki áttmöguleika á að sjá hann hinum megin við bifreiðina. Því hafi stefnanda borðiðað halda sig fjarri bifreiðinni á meðan afferming hafi staðið yfir en stefndiGunnar Þór hafi verið rúmlega hálfnaður við verkið er slysið hafi orðið. Ekkertorsakasamband sé á milli þess að stefndi Gunnar Þór hafi verið meðæfingaakstursréttindi á lyftarann og þess að slysið hafi átt sér stað. Stefndihafi verið með æfingaakstursleyfi á lyftarann síðan í nóvember 2014. Í þvífelist að stefndi hafi verið búinn að taka bókleg próf en aðeins átt eftir aðundirgangast verklega prófraun. Stefndi hafi um nokkurt skeið unnið á lyftara ástarfsstöð sinni að Mánamörk 3-5. Á slysdegi hafi stefnandi þegar verið búinnað ljúka bóklegum hluta prófs en lagt inn beiðni um verklegt próf þann 17.nóvember 2014. Í beiðni um verklegt próf komi fram staðfesting kennara um aðstefndi Gunnar Þór hafi hlotið æfingu og kennslu í meðferð og stjórn ávinnuvél. Þá hafi stefndi að áliti kennarans næga hæfni og þekkingu til aðstjórna og fylgjast með viðhaldi véla í vinnuvélaflokkunum I og J. Stefndi hafisvo tekið verklegt próf og staðist það, þann 20. apríl 2015, eða 12 dögum eftirslysið. Stefáner starfi hjá MS vélum, sem hafi verið með starfsstöð við hliðina á stefnda,hafi skrifað upp á æfingaakstursleyfið og hafi stefndi æft sig mikið við vinnuá lyftaranum. Verklega prófið kosti 70.000 krónur og því hafði dregist aðstefndi Gunnar færi í það. Hann hafi hins vegar gert það 12 dögum eftir aðslysið hafi átt sér stað og þá staðist þá prófraun fyllilega. Stefndi hafi ekkiundirbúið sig neitt frekar áður en hann hafi farið í verklega prófið. Hann hafiþví verið jafnhæfur til að keyra lyftarann á slysdegi og hann hafi verið áprófdegi 12 dögum síðar. Því sé ekkert samhengi á milli æfingaakstursréttindastefnda og tjóns stefnanda. Orsökslyss sé m.a. að rekja til þess að meðstefndi, Eimskip Ísland ehf., hafi ekkigefið stefnanda fyrirmæli við framkvæmd vinnunnar eða stefnandi þá ekki fariðeftir fyrirmælum meðstefnda um að þegar verið væri að afferma bifreiðar ættialdrei að standa nálægt þeim, heldur halda sig fjarri þeim, sbr. 13. og 14. gr.laga 46/1980. Þessi lagaákvæði hafi stefnandi brotið. Stefnandi hafi starfaðvið flutninga hjá meðstefnda um áraraðir. Í ljósi langrar starfsreynslu ogþekkingar hans á þeim störfum sem feli í sér affermingu flutningabifreiða hafistefnanda borið að sýna tilhlýðilega aðgæslu í umrætt sinn.Skoraðsé á meðstefnda, Eimskip Ísland ehf., að leggja fram áhættumat sem hafi verið ígildi þann 8. apríl 2015. Í reglugerð nr. 367/2006, II viðauka, gr. 3.1.3 segi,að atvinnurekandi, hér meðstefndi, skuli gera ráðstafanir til þess að tryggjaað starfsmenn séu ekki staddir undir byrði sem verið sé að lyfta, nema verkkrefjist þess. Stefnanda hafi mátt vera ljóst að stefndi hafi verið hálfnaðurmeð affermingu gámafletisins. Það hafi verið augsýnilegt þaðan sem hann hafistaðið í umrætt sinn að búið hafi verið að afferma fletið að stórum hluta. Haftsé eftir stefnanda að öryggisslárnar hafi venjulega verið vinstra megin en íþetta skipti hafi þær verið hægra megin. Svo virðist sem stefnandi hafi veriðað flýta fyrir sér, með því að rúlla upp ströppum meðan á affermingu hafistaðið. Það hafi verið vítavert gáleysi enda hafi stefnandi átt að halda sigfjarri. Enn meira gáleysi hafi þetta verið af hálfu stefnanda þar sem ekki hafiverið öryggisslár þeim megin sem hann hafi staðið. Stefndu verði ekki gerðirbótaskyldir fyrir það að stefnandi hafi staðið þar sem hann hafi ekki máttstanda meðan á affermingu hafi staðið. Stefnandi hafi ekki hirt umöryggisreglur eftir að búið hafi verið að losa farminn og þá augljóst aðafferming hafi verið hafin. Orsökslyssins sé alfarið á ábyrgð meðstefnda, Eimskips Íslands ehf., og stefnanda.Meðstefndi sé m.a. bótaskyldur vegna þess að gámafletið hafi verið flutt ábifreið hans sem ekki hafi verið útbúin til að taka gámafletið af og setja þaðniður á jörð áður en affermt hafi verið, eins og venja sé til. Bifreiðin hafiekki verið útbúin til að afhenda farminn eins og lögboðið sé að flytjandi geri.Hefði ökutækið verið hliðarfermisvagn, það er bifreið sem sé með tjakki eðakrana til að losa gámafletið og setja niður á jörð við affermingu farmsins íumrætt sinn, telji stefndu að slysið hefði ekki átt sér stað.Vegnavanbúnaðar ökutækis hafi ekki verið neinn annar möguleiki til að affermatengivagninn en að gera það með þeim lyftara sem stefndu hafi notað tilverksins. Sá lyftari geti híft í allt að 4,75 metra hæð og sé daglega notaður ástarfsstöð stefndu við hífingar og tilfærslur á álbúntum, sem raðað sé upp ástarfsstöðinni í nokkrar hæðir. Mynd af því verki sýni glöggt þær spýtur semséu utan á álbúntunum er þau komi frá framleiðanda. Stefndu telji mögulegt aðfarmurinn hafi flækst eða fest í þessum spýtum er hann virðist hafa færst til ágámafletinu og legið upp við öryggisslárnar.Meðstefndi,Eimskip Ísland ehf., hafi átt að afhenda farminn á starfsstöð stefndu og annastum að afferma gámafletið, sbr. 13. gr. laga 40/2010. Meðstefndi hafi þá átt aðsenda farminn með þeim hætti að móttakandi gæti á auðveldan og hættulausan hátttekið við farminum, sem venja hafi verið að gera, með því að flytja gámafletiðá hliðarfermisvagni og lyfta fletinu niður á jörð. Með því að afhenda farminn ábifreið sem ekki hafi getað tekið gámafletið af, bifreið sem ekki hafi veriðunnt að losa öryggisslár af, á gámafleti þar sem farmurinn hafi verið flækturog m.a. legið upp við öryggisslár, hafi meðstefndi brotið gegn lögboðnumskyldum sínum, en hann hafi þannig einnig brotið gegn 46. gr. laga 46/1980 og3. gr. reglugerðar nr. 431/1997. Stefndu mótmæli því að 46. gr. laga nr.46/1980 eigi við gagnvart lyftaranum sem sé í eigu stefndu. Ekkert liggi fyrirum annað en að hann hafi verið í lagi og notaður rétt. Farisvo ólíklega að stefndu Álgluggar og hurðir ehf. og Gunnar Þór verði taldirbótaskyldir gagnvart stefnanda, þá byggi Gunnar Þór á 2. mgr. 23. gr.skaðabótalaga, sbr. 1. mgr. sömu greinar. Bótaskylda Gunnars Þórs yrði honumverulega þungbær og beri því að fella bótaskyldu hans niður eða að minnstakosti draga verulega úr henni. Með sömu rökum byggi stefndi Gunnar Þórjafnframt á almennu lækkunarreglunni í 24. gr. laganna og vísi til þess að hannsé eini einstaklingurinn sem stefnt sé í málinu, en aðrir stefndu séu einka- oghlutafélög og þar af sé meðstefndi Eimskip Ísland ehf. mun burðugri til aðstanda undir kröfum í kjölfar skaðabótaábyrgðar. StefndiÁlgluggar og hurðir ehf. krefjist sýknu þar sem skilyrði vinnuveitandaábyrgðareða önnur skilyrði bótaábyrgðar séu ekki fyrir hendi. Hvorki séu fyrir hendisaknæmi né ólögmæti við framkvæmd affermingar farmsins af hálfu starfsmannsstefnda, sbr. áður um saknæmi stefnda Gunnars Þórs. Ósannað sé að lyftaranumhafi verið ekið of langt í umrætt sinn sem hafi orðið til þess að farmurinnhafi oltið. Sá málatilbúnaður sé eingöngu reistur á viðtali við starfsmannstefnda 20 mínútum eftir að sjúkrabílar hafi ekið á brott og starfsmaður veriðí miklu áfalli. Nokkrum mínútum síðar, þegar hann og lögreglan hafi veriðkominn út af skrifstofu stefnda og aftur litið yfir slysstað, hafistarfsmaðurinn séð lyftarann og merkingarnar á honum og þá tjáð lögreglu aðhann gæti ekki hafa farið of langt með gafflana þar sem hann hafi ávallt fylgtmerkingunum. Þá hafi rifjast upp fyrir honum að hann hafi fylgt þeim í þettasinn sem ávallt. Lögreglan hafi þá tekið myndir af merkingunum á göfflunum enlátið hjá líða að geta þess framburðar stefnda að hann hefði ekki farið lengraundir álbúntið en hæfilegt sé. Vinnuvélin hafi verið í fullkomnu lagi og notuðí samræmi við hefðbundna notkun. Engin saknæmisskilyrði séu fyrir hendi hjástarfsmanni stefnda Álglugga og hurða ehf., og því séu engin skilyrði til aðfella hér bótaskyldu á það félag. StefndiÁlgluggar og hurðir ehf. mótmæli fullyrðingum stefnanda um að hann beriskaðabótaábyrgð á grundvelli 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Samkvæmt 63. gr.umferðarlaga skuli bifreiðar, bifhjól, torfærutæki og dráttarvélar skráðar áðuren tækin fara í notkun. Um skráningu slíkra tækja gildi reglugerð nr. 751/2003um skráningu ökutækja. Í II. kafla reglugerðarinnar komi fram að Umferðarstofa(nú Samgöngustofa, sbr. lög nr. 119/2012) haldi ökutækjaskrá og annist aðraumsýslu varðandi skráningu ökutækja, gerð þeirra og búnað. Á grundvelliskráningar í ökutækjaskrá sé lögbundið að tryggja slík tæki. Ábyrgðarregla 88.gr. umferðarlaga eigi því einungis við um skráningarskyld tæki samkvæmt 63. gr.laganna.Lyftaristefnda, Álglugga og hurða ehf., með skráningarnúmer JL 4599, sé hins vegarskráður samkvæmt reglugerð nr. 388/1989 um skráningu og skoðun farand-vinnuvéla og vinnuvéla, sbr. J-hluta viðauka reglugerðarinnar. Vinnueftirlitiðhaldi skrána og gefi út skráningarskírteini, sbr. 5. gr. reglugerðarinnar. Ekkisé kveðið á um staðfestingu tryggingar í umsókn um skráningarmerki, sbr. 6. gr.reglugerðarinnar. Sé það á öndverðu við skráningu tækja sbr. 63. gr.umferðarlaga. Lyftari stefnda eigi því ekki undir 63. gr. umferðarlaga og hvíliþví ekki hlutlæg ábyrgð á stefnda samkvæmt 88. gr. þeirra. Varðandi tilvísunstefnanda til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 77/2001 þá vísi stefndi tilþess að dómurinn fjalli meðal annars um það hvenær notkun tækja sem áföst séuökutækjum sem skráð séu samkvæmt 63. gr. umferðarlaga verði talin hefðbundinnotkun. Stefndi mótmæli því að sjónarmið er legið hafi til grundvallar dómi nr.77/2001 eigi hér við gagnvart stefnda.Stefnduvísi m.a. til ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993, til hinna óskráðu almennuskaðabótareglna, sakarreglunnar og reglu um vinnuveitandaábyrgð og til laga nr.46/1980 og reglugerða sem eiga stoð í þeim lögum. Um ábyrgð meðstefnda EimskipsÍslands ehf., vísi stefndu meðal annars til laga nr. 40/2010, um landflutninga,og þá einkum til 13. gr. Þá vísist til umferðarlaga nr. 50/1987 og reglugerðasettum með stoð í þeim lögum, laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, m.a.vegna kröfu stefndu um málskostnað og til laga nr. 50/1988, um virðisaukaskattá málflutningsþóknun.Málsástæður og lagarök meðstefndaEimskips Íslands ehf. Sýknukröfubyggi meðstefndi, Eimskip Ísland ehf., á því, að það sé ósannað að óhappstefnanda sé að rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi þess félags eða þástarfsmanna þess. Í fyrsta lagi byggi sýknukrafa á því að slys stefnanda hafiekki verið að rekja til meðstefnda, Eimskips Íslands ehf., eða starfsmannaþess. Atvik máls gefi skýrt til kynna að svo hafi ekki verið. Í öðru lagi byggisýknukrafa á því, að verði talið að meðstefndi, Eimskip Ísland ehf., beriábyrgð á einhverjum þáttum í losun farmsins umrætt sinn þá hafi ekki veriðfyrir að fara sök félagsins. Í þriðja lagi sé á því byggt að stefnandi hafisýnt af sér stórkostlegt gáleysi við losun farms umrætt sinn. Háttsemistefnanda sjálfs skuli því leiða til þess að bætur verði felldar niður að ölluleyti.Stefnandiberi sönnunarbyrðina fyrir orsök tjóns síns og sé því mótmælt að hann hafisannað að tjónið megi rekja til atvika sem meðstefndi Eimskip Ísland ehf. skulibera skaðabótaábyrgð á að lögum og verði felld undir ábyrgðartryggingufélagsins hjá réttargæslustefnda. Um slíka ábyrgð fari samkvæmt sakarregluskaðabótaréttar ásamt reglunni um vinnuveitandaábyrgð. Meðstefndi byggi á þvíað ósannað sé að slys stefnanda sé að rekja til atvika er félagið eðastarfsmenn þess beri skaðabótaábyrgð á. Telji meðstefndi ósannað að slysstefnanda verði rakið til vanrækslu á skyldum sem á vinnuveitanda hvílisamkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi ávinnustöðum, og reglum sem settar séu með stoð í þeim lögum. Ífyrsta lagi sé því hafnað að slys stefnanda verði rakið til atvika er varðimeðstefnda Eimskip Ísland ehf. Annars vegar sé ljóst að slysið hafi orðið ástarfsstöð stefnda, Álglugga og hurða ehf., og hafi meðstefndi engin umráð yfirþeim vinnustað né beri ábyrgð á öryggisráðstöfunum þess félags. Hins vegarliggi fyrir að orsök slyssins megi að mestu rekja til gáleysis stefnda GunnarsÞórs við stjórnun lyftara þegar byrðin hafi verið losuð af fletiflutningabílsins. Stefndi Gunnar Þór hafi ekki verið starfsmaður meðstefnda semgeti þar af leiðandi ekki borið ábyrgð á háttsemi hans á grundvelli ólögfestrarreglu íslensks skaðabótaréttar um vinnuveitandaábyrgð. Flutningurá þeim álprófílum er um ræðir hafi verið framkvæmdur að beiðni Byko hf. ogannars vegar falist í flutningi með skipi frá Rotterdam til Reykjavíkur en hinsvegar með flutningabíl frá Reykjavík til Hveragerðis. Um hafi verið að ræðafjölþáttaflutning og um hann gilt skilmálar meðstefnda og eftir atvikum ákvæðilandflutningalaga nr. 40/2010. Farmskírteini sem gildi um flutninginn á milliaðila beri með sér að flutningurinn sé framkvæmdur undir svokölluðumLCL/FCL-skilmálum. Undir þeim skilmálum beri farmflytjandi ábyrgð á hleðslugáms en viðskiptamaður beri ábyrgð á losun gáms. Byko hf. hafi óskað eftir þvíað umræddur farmur yrði fluttur á starfsstöð stefnda, Álglugga og hurða ehf.,að Mánamörk 3-5 í Hveragerði. Í akstursbeiðni sé tekið sérstaklega fram að bíðaþurfi á meðan farmurinn verði losaður af fletinu. Þegarstefnandi hafi komið með farminn á starfsstöð stefnda, Álglugga og hurða ehf.,hafi stefndi Gunnar Þór tekið á móti honum. Í kjölfarið hafi stefnandi hafið aðlosa svokallaðar spansettur er haldið hafi farminum föstum. Stefndi Gunnar Þórhafi síðan farið hægra megin við fletið á lyftara og hafið að lyfta kössunumniður. Eins og rakið sé í lögregluskýrslum þá hafi stefndi Gunnar Þór ætlað aðtaka tvö búnt af fletinu, en hafi þá rekið gaffla lyftarans í búnt sem legiðhafi samsíða því búnti sem hann hafi ætlað að lyfta. Þegar gaffall lyftaranshafi rekist í búntið sem legið hafi fjær því búnti sem hann hafi ætlað að hífa,hafi það fallið niður hinum megin við fletið og rekist í stefnanda. Sömulýsingu á atvikum megi finna í umsögn Vinnueftirlitsins. Niðurstaða rannsóknarþess hafi verið á þá lund að göfflum lyftarans hafi verið beitt þannig að byrðihafi fallið vinstra megin út af palli vagnsins og á stefnanda.Meðstefndi,Eimskip Ísland ehf., telji þannig annars vegar ljóst að í ljósi þess að félagiðhafi engin umráð haft yfir starfsstöð stefnda, Álglugga og hurða ehf., þá verðiekki lagðar neinar þær skyldur á meðstefnda sem fjallað sé um í ákvæðum laganr. 46/1980 og reglugerðum settum á grundvelli þeirra, að því er varði þástarfsstöð.Hinsvegar megi ráða af atvikum málsins, eins og þau séu rakin í lögregluskýrslum ogumsögn Vinnueftirlitsins, að slys stefnanda megi rekja til athafna stefndaGunnars Þórs. Hann hafi ekki verið starfsmaður meðstefnda Eimskips Íslandsehf., og því geti það félag ekki borið vinnuveitandaábyrgð á þeim starfsmanni.Jafnvel þótt fallist yrði á þá lýsingu sem stefndi Gunnar Þór hafi gefið, þ.e.að kassi hafi fallið af lyftara og þaðan í stefnanda, þá breyti það ekki stöðumeðstefnda er hafi ekkert boðvald haft yfir stefnda Gunnari Þór og verði þvíekki látið bera ábyrgð á framangreindum athöfnum hans. Meðstefndi mótmæli þvísem haldið sé fram í stefnu um að það félag verði talið skaðabótaskylt vegnagálausra og rangra vinnubragða stefnda Gunnars Þórs.Séþví mótmælt sem röngu og ósönnuðu er komi fram í stefnu um að meðstefndiEimskip Ísland ehf., beri ábyrgð á verklagi, verkstjórn og vinnuaðstöðu ávinnustað stefnda, Álglugga og hurða ehf. Meðstefndi telji ljóst að 17. gr.laga nr. 46/1980 og 22. gr. reglugerðar nr. 920/2006, geti ekki átt við umatvik málsins. Ákvæðin mæli fyrir um að þegar fleiri en einn atvinnurekandieigi aðild að starfsemi á sama vinnustað þá skuli þeir hafa samvinnu um aðtryggja góðan aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Í því sambandisé rétt að nefna að eðli vöruflutninga geti ekki átt undir framangreind ákvæði.Sú þjónusta meðstefnda að flytja vörur og afhenda þær viðskiptavinum sínum áþeirra starfsstöð verði ekki talin „starfsemi á sama vinnustað“ í skilningiframangreindra ákvæða. Yrðu þá lagðar ofurbyrðar á meðstefnda að bera ábyrgð áverklagi og vinnuaðstöðu hjá öllum viðskiptavinum er hann flytji vörur fyrir. Sömurök leiði til þess að Eimskip Ísland ehf., verði ekki talinn ábyrgur fyrirvinnustað stefnda, Álglugga og hurða ehf., Mánamörk 3-5 í Hveragerði, ágrundvelli 41. gr. laga nr. 46/1980. Yrðu þá gerðar óraunhæfar kröfur tilfélagsins sem væri í andstöðu við tilgang laga nr. 46/1980 um að tryggja aðeftirlit með aðbúnaði og öryggi verði sem allra mest innan fyrirtækjannasjálfra. Því sé mótmælt sem fram komi í stefnu að slysstaður hafi veriðvinnustaður stefnanda í skilningi laga nr. 46/1980 eða að um hafi verið að ræðasameiginlegan vinnustað stefndu og meðstefnda. Íöðru lagi byggir meðstefndi Eimskip Ísland á því að jafnvel þótt talið yrði aðfélagið bæri ábyrgð á einhverjum þáttum við losun á farmi flutningabílsstefnanda þann 8. apríl 2015, þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að skilyrðisakarreglunnar séu uppfyllt. Meðstefndi telji að félagið hafi uppfyllt öllákvæði laga nr. 46/1980 og reglugerða er settar hafi verið á grundvelli þeirralaga. Öfugtvið það sem haldið sé fram í stefnu þá hafði meðstefndi, Eimskip Ísland ehf.,gert skriflegt áhættumat um störf bílstjóra. Athugasemd í umsögn Vinnueftirlitsdags. 3. september 2015, um að skriflegt áhættumat og áætlun um forvarnir hafiekki legið fyrir varðandi umrædda vinnu eigi augljóslega við um stefnda,Álglugga og hurðir ehf., enda sé sérstaklega tekið fram í umsögninni aðmeðstefndi Eimskip Ísland ehf. hafi gert skriflega áætlun um öryggi ogheilbrigði á vinnustað, en sá stefndi ekki. Afáhættumati megi ráða að brýnt sé fyrir bílstjórum að sýna varkárni og stundafagleg vinnubrögð við vinnu sína. Við gerð áhættumats árið 2012 hafi þóumræddur þáttur í starfi bílstjóra ekki verið tilgreindur enda sé um að ræðaófyrirsjáanlega áhættu. Með vísan til 4. gr. reglugerðar nr. 367/2006, sbr. 65.gr. a, laga nr. 46/1980 og þeirra atvika sem hafi orðið þess valdandi að byrðihafi fallið á stefnanda í umrætt sinn, þá hafi á þeim tíma ekki verið taliðfyrirsjáanlegt að heilsu og öryggi starfsmanna væri meiri hætta búin við aðsinna slíku starfi en öðrum starfsmönnum vegna notkunar tækja. Í því sambandisé tekið fram að ekki hafi verið að hífð byrði yfir stefnanda í umrætt sinn,auk þess sem stefnandi hafi ekki verið staðsettur sömu megin og afferming hafifarið fram. Í samræmi við skyldur sínar samkvæmt lögum nr. 46/1980 hafimeðstefndi bætt umræddum áhættuþætti inn í áhættumat sitt eftir að slysstefnanda hafi átt sér stað. Sé áhættumatið enda stöðugt í endurskoðun og hvíliskylda á félaginu að tryggja að skjalið sé uppfært með hliðsjón af þekkingu hverjusinni. Þásé ljóst að meðstefndi Eimskip Ísland ehf., hafi útvegað stefnanda viðeigandiöryggisbúnað og fatnað sem honum hafi borið að klæðast samkvæmt öryggisreglumfélagsins. Starfsmenn félagsins sem sinni akstri flutningabíla hafi auk þessaflað sér aukinna ökuréttinda til að aka slíkum flutningabílum og þau réttindiöðlist þeir ekki nema með því að hafa fengið fullnægjandi fræðslu og staðistbæði verklegt og bóklegt próf. Meðstefndi sinni einnig öflugu forvarnarstarfi,meðal annars með reglulegum námskeiðum sem starfsmenn þurfi að sitja. Á slíkumnámskeiðum sé farið yfir ýmis öryggismál, svo sem um frágang á farmi ogumgengni við hann. Í málinu liggi enn fremur fyrir yfirlit yfir þau námskeiðsem stefnandi hafi tekið þátt í undanfarin ár. Ekkert bendi þannig til þess aðslys stefnanda hafi orsakast vegna vanrækslu meðstefnda að þessu leyti, heldurhafi félagið þvert á móti uppfyllt allar kröfur sem raktar séu í lögum nr.46/1980 og í reglugerðum er settar hafi verið á grundvelli þeirra.Meðstefndi,Eimskip Ísland ehf., mótmæli því sem ósönnuðu að eftirvagninn hafi veriðvanbúinn eða ekki nægilega öruggur til flutnings eða affermingar. Að sama skapisé því mótmælt sem ósönnuðu að ekki hafi verið gengið nægilega vel frá farmieftir uppskipun eins og haldið sé fram í stefnu. Ekkert bendi til þess aðeftirvagninn eða fletið sem vörurnar hafi verið fluttar á hafi verið vanbúin. Ámyndum megi sjá að frágangur farms hafi verið með fullnægjandi hætti. Þá séekkert sem bendi til þess að orsaka slyss stefnanda sé að leita í ófullnægjandifrágangi á farmi. Af ofangreindri niðurstöðu Vinnueftirlitsins megi ráða aðeftirfarandi þrír þættir hafi orsakað slysið: Göfflum lyftarans hafi veriðbeitt þannig að byrði féll vinstra megin út af palli vagnsins. Stefnandi hafiverið nærri vagninum þegar byrðin hafi fallið út af honum. Stefndi Gunnar Þórstjórnandi lyftarans hafi ekki verið með vinnuvélaréttindi. Ekkertsé hins vegar vikið að því að orsaka sé að leita í ófullnægjandi frágangi áfarmi eða vanbúnum eftirvagni. Í því sambandi skuli tekið fram að ekkertathugavert sé við það að stoðir hafi aðeins verið öðrum megin á vagninum.Stoðunum sé ætlað að styðja við farminn og varna því að hann falli af vagninum.Í umrætt sinn hafi byrðin verið kyrfilega fest við stoðirnar og því ekki getaðhreyfst til. Engin ástæða hafi verið til þess að hafa stoðir einnig hinum meginá vagninum þar sem farmurinn hafi ekki verið svo breiður þannig að slíkarstoðir hefðu ekki aukið neitt við stöðugleika farmsins. Ekkert í gögnum málsinsstyðji því fullyrðingar stefnanda um að eftirvagninn hafi verið vanbúinnellegar að gengið hafi verið frá farminum með ófullnægjandi hætti. Meðstefndi,Eimskip ísland ehf., telji einnig ósannað að tjón stefnanda hafi orðið vegnaþess að fyrirmæli eða leiðbeiningar af hálfu þess hafi skort. Það hafi ekkertboðvald haft yfir stefnda Gunnari Þór og því ekkert verkstjórnarvald haft yfirstörfum hans. Gat meðstefndi því ekki borið ábyrgð á þeirri ákvörðun stefndaGunnars Þórs að losa farm hægra megin við fletið sömu megin og stoðir voru ístað þess að framkvæma losun vinstra megin við fletið. Þá geti meðstefndi ekkiborðið ábyrgð á því hvernig stefndi Gunnar Þór hafi kosið að haga vinnu sinni ályftaranum umrætt sinn. Þá verði ekki heldur lagðar þær kröfur á meðstefnda aðframkvæma sérstaka skoðun á því hvort stefndi Gunnar Þór hafi fullnægjandivinnuvélaréttindi. Slíkt eftirlit sé í höndum opinberra aðila og ekki sé gertráð fyrir því að einkaaðilar sinni slíkri starfsemi. Þábyggi meðstefndi, Eimskip Ísland ehf., á því, að umrætt verk hafi ekki kallað ásérstaka verkstjórn. Hafi þjónusta meðstefnda í umrætt sinn falist í því aðkoma farmi á starfsstöð stefnda, Álglugga og hurða ehf. Samkvæmt skilmálum semgilt hafi um flutninginn skyldi móttakandi farmsins sjálfur sjá um að affermavöruna af fletinu. Hlutverk stefnanda hafi þannig verið afar takmarkað viðafferminguna en eins og hann hafi sjálfur lýst í lögregluskýrslu, dags. 11.júní 2015 þá hafi hann losað spansettið (strappana) og því næst rúllað samanböndunum. Stefnandi hafi þá verið búinn að aka dráttarbílum í um 40 ár og þvíþekkt vel til allra áhættuþátta og til þess hvernig best væri að standa aðlosun á slíkum farmi, sbr. nánari umfjöllun um eigin sök hans hér að neðan.Stefnandi hafi hins vegar kosið, gegn hefðbundnum starfsaðferðum, að standavinstra megin við fletið á meðan stefndi Gunnar Þór hafi losað farminn hægramegin. Að mati meðstefnda, Eimskips Íslands ehf., hafi stefnandi ekki getaðsýnt fram á að félagið hafi vanrækt skyldur samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980,eða að slík meint vanræksla hafi átt þátt í slysi stefnanda, en sönnunarbyrðium slíkt hvíli á stefnanda. Íþriðja lagi byggi meðstefndi, Eimskip Ísland ehf., á því að stefnandi verði aðbera fulla ábyrgð á tjóni sínu vegna eigin sakar. Af gögnum máls megi ráða aðorsök tjóns stefnanda sé að hluta til að rekja til aðgæsluleysis hans sjálfs.Stefnandi hafi kosið að standa vinstra megin við fletið á sama tíma og losunhafi átt sér stað hægra megin við það og hann fyrir vikið ekki verið í sjónlínuvið stefnda Gunnar Þór sem stjórnaði lyftaranum. Með hliðsjón af atvikum málsog áratuga reynslu stefnanda við stjórnun flutningabifreiða og afhendingu ásambærilegum farmi þá telji meðstefndi að stefnandi hafi hér sýnt af sérstórfellt gáleysi með háttsemi sinni í umrætt sinn. Stefnandi hafi starfað hjámeðstefnda í áratugi og haft tilskilin réttindi til að sinna starfiflutningabílstjóra. Þá hafði hann setið fjölmörg námskeið á vegum félagsins þarsem fjallað hafi verið um öryggismál. Stefnandi þurfi því að bera tjón sitt aðfullu vegna stórfellds aðgæsluleysis við framkvæmd vinnu sinnar í umrætt sinn. Verðiekki fallist á aðalkröfu meðstefnda, Eimskips Íslands ehf., sé til vara byggt áþví að félagið verði aðeins talið bera ábyrgð á tjóni stefnanda að hluta.Málsatvik leiði í ljós að tjón stefnanda sé að mestu leyti að rekja til sakarþriðja aðila sem meðstefndi hafi ekki borið ábyrgð á, en sé ella að rekja tilaðgæsluleysis stefnanda sjálfs. Verði stefnandi því að bera tjón sitt að mestusjálfur vegna eigin sakar. Á stefnanda, líkt og öðrum starfsmönnum, hvíli súskylda að sýna tilhlýðilega aðgæslu og gæta ítrustu varúðar þegar unnið sé viðaffermingu. Hafi stefnanda borið að gera viðeigandi varúðarráðstafanir viðvinnuna, svo sem að sýna ítrustu varkárni þegar hann hafi unnið við að losaspansettur og gengið frá böndum á sama tíma og farmur var losaður með lyftara. Umlagarök vísi meðstefndi einkum til reglna skaðabótaréttar um sönnun tjóns ogsönnunarbyrði, gáleysi og eigin sök tjónþola, auk skaðabótalaga nr. 50/1993,sbr. lög nr. 37/1999. Einnig sé vísað til ákvæða laga nr. 46/1980, um aðbúnað,hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og til þeirra reglna og reglugerða semsettar hafi verið með stoð í þeim. Þá vísist einnig til ákvæða laga um vátryggingarsamninganr. 30/2004, en málskostnaðarkrafa sé byggð á XXI. kafla laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála.NiðurstaðaKrafastefnanda er að viðurkennd verði óskipt bótaskylda allra stefndu í málinu vegnalíkamsáverka er stefnandi varð fyrir í vinnuslysi þann 8. apríl 2015. Er ekkium það deilt að stefnandi varð fyrir tilfinnanlegu líkamstjóni í umrædduvinnuslysi, sbr. fyrirliggjandi gögn og þá einkum bráðamóttökuskrá ogaðgerðarlýsingu Landspítala ‒ Háskólasjúkrahúss, dags. 8. apríl 2015 og önnurfyrirliggjandi gögn frá sjúkrahúsinu. Ímáli þessu er hins vegar deilt um málsatvik og um ábyrgð málsaðila átjónsatvikinu. Hvaðvarðar málsatvik þá liggur fyrir, eins og lýst er frekar í málsatvikakafla, aðstefnandi var í umrætt sinn, 8. apríl 2015, að flytja álprófílbúnt er Byko hf.átti og bað um flutning fyrir, á vöruflutningabifreið með tengivagni á vegumvinnuveitanda síns, meðstefnda Eimskips Íslands ehf., til stefnda Álglugga oghurða ehf. í Hveragerði. Deilt er um hvað síðan átti sér stað á vettvangislyssins þar sem afferming átti sér stað. Sétekið mið af framburði aðila, það er stefnanda A og stefnda Gunnars ÞórsGuðmundssonar, sem einir eru til frásagnar um það sem gerðist á vettvangislyssins, verður að leggja til grundvallar að þeir hafi fyrst hjálpast að viðað losa borðastrappa sem voru yfir álbúntin áður en stefndi Gunnar Þór tók tilvið það að afferma farminn á lyftara sem var á staðnum og er í eigu fyrirtækishans, stefnda Álglugga og hurða ehf. Sé tekið mið af aðstæðum á vettvangiverður enn fremur að leggja til grundvallar að afferming á lyftaranum hljóti aðhafa verið hafin nokkru áður en óhappið verður. Það er þegar stefnandi verðurfyrir um 550 kílóa álprófílbúnti, sbr. vigtun þess (farmskrá gaf þó til kynnaað það búnt ætti að vera 345 kíló), þegar það fellur ofan af pallinum þar semstefnandi stóð og var þá enn að fást við að ganga frá borðaströppum er höfðu þáverið losaðir a.m.k. hinum megin á fleti tengivagnsins. Umorsakir slyssins verður að mati dómsins að taka mið af því að undir rekstrimálsins óskaði stefnandi eftir því að dómkvaddir yrðu tveir óvilhallir matsmenntil að svara spurningum um hvaða krafta hafi þurft og hverjar séu ástæður þessað kassi með álprófílum hafi fallið á stefnanda í ofangreindu slysi 8. apríl2015. Varð það meðal annars niðurstaða fyrirliggjandi matsgerðar þeirra, dags.22. júní 2016, að sú ákvörðun lyftaramanns, stefnda Gunnar Þórs, að lyftabúntunum hægra megin í mikla hæð upp fyrir þær stoðir sem þar voru hafi skapaðslysahættu eins og aðstæður hafi verið. Búntin hafi verið í þröngu rými ogmisráðið hafi verið að ætla að lyfta tveimur búntum í einu eins og gert var.Telja matsmenn ekki aðeins mögulegt að lyftarinn hafi valdið því að eframiðjubúntið féll þá út af pallinum og á stefnanda heldur sé það einimöguleikinn sem komi til greina. Enn fremur, að í ljósi þess að neðramiðjubúntið hafi oltið á hliðina samkvæmt ljósmyndum frá slysstað, þá teljistvera langlíklegast að gafflar lyftarans hafi í umrætt sinn einnig fariðlítillega undir miðjustæðuna áður en lyft var með fyrrgreindum afleiðingum. Erþetta í samræmi við það er stefndi Gunnar Þór bar sjálfur upphaflega um ískýrslutöku hjá lögreglu þegar eftir slysið, en umrædd lögregluskýrsla erdagsett 11. apríl 2015. Verður ofangreint lagt hér til grundvallar því aðsannað þyki að slysið hljóti að hafa orsakast af því að stefndi Gunnar Þór hafií umrætt sinn stuggað við miðjustæðunni með lyftaranum með framangreindum hættiþannig að efra miðjubúntið féll niður af pallinum og lendir síðan ástefnanda. Hvaðvarðar sérstaklega mat á bótaábyrgð stefndu Gunnars Þórs og Álglugga og hurðaehf., á tjóni stefnanda í ofangreindu slysi, þá telur dómurinn að líta verðitil þess að stefndi Gunnar Þór tók sem stjórnandi að sér að annast vandasamaaffermingu farmsins á vettvangi á umræddum lyftara án þess þó að hafa aflað sérfullra réttinda til að vinna á honum, sbr. áskilnað í 2. gr. reglna um réttinditil að stjórna vinnuvélum nr. 198/1983, sbr. og 6. gr. reglugerðar nr. 367/2006um notkun tækja. Er einnig ljóst að við þessa framkvæmd afréði stefndi GunnarÞór að lyfta þungum álprófílbúntum í mikla hæð upp fyrir stoðir hægra megin áflutningavagninum, þar sem þau lágu þétt upp við stoðir, með þeim afleiðingumsem lýst hefur verið að framansögðu varðandi efra miðjubúntið sem féll niður afpallinum, en án þess að gæta sérstaklega að því hvar stefnandi héldi sig, þarsem hann verður svo fyrir búntinu hinum megin við pallinn. Verðurað líta svo á að ofangreind framkvæmd við affermingu hafi farið í bága við 13.,37., sbr. og 65. gr. laga nr. 46/1980, sem og reglugerð nr. 367/2006 um notkuntækja, þá einkum 4-8. gr. hennar, en upplýst er að ekki lá fyrir áhættumat ávinnustað stefnda, Álglugga og hurða ehf. Er það mat dómsins, að meta verðiofangreinda framgöngu Gunnars Þórs honum til gáleysis, sem auk þess átti þátt íþví að leiða til þess líkamstjóns er stefnandi varð fyrir, þá álprófílbúntiðféll á hann ofan af pallinum. Hvaðvarðar bótaábyrgð þá verður enn fremur að mati dómsins að taka mið af því aðsýnt þyki að stefndi Gunnar Þór hafi framkvæmt umrætt verk sem starfsmaður og íþágu hins stefnda fyrirtækis, Álglugga og hurða ehf., sem ber þávinnuveitandaábyrgð á verkum hans samkvæmt dómvenju. Einnig verður að líta tilþess að upplýst hefur verið undir rekstri málsins að stefndi, Álgluggar oghurðir ehf., hafi ekki haft gilda ábyrgðartryggingu þegar umrætt tjónsatvikátti sér stað. Leiðir það til þess að ákvæði 3. mgr. 19. gr. laga nr. 50/1993kemur ekki til álita um stefnda Gunnar Þór, auk þess sem ekki þykir hafa veriðnægilega sýnt fram á að skilyrði 2. mgr., sbr. 1. mgr. 23. gr. sömu laga getiátt hér við. Verða því stefndu Álgluggar og hurðir ehf., og Gunnar Þór báðir aðsæta óskipt bótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna ofangreinds skaðaverks.Hvaðvarðar svo sérstaklega mat á bótaábyrgð meðstefnda, Eimskips Íslands ehf., átjóni stefnanda, þá telur dómurinn nægilega sýnt af gögnum málsins ogmálsatvikum að umbúnaður og flutningur farmsins í umrætt sinn af hálfumeðstefnda hafi ekki verið alls kostar fullnægjandi, sbr. áskilnaður síðarimálsliðar 13. gr. landflutningalaga nr. 40/2010. Þar kemur fram að flytjanda beriað sjá til þess með eðlilegri árvekni að ökutæki, vagn og gámur sé ífullnægjandi ástandi til móttöku, flutnings og varðveislu vöru, en fyrir liggurþó að afferming var á hendi viðtakanda, sbr. c-lið 23. gr. laganna.Umvar að ræða þungan farm álprófíla sem fluttur var á tengivagni, en svo semgreinir í ofangreindri matsgerð í málinu þá hefði verið æskilegt og vísastfyrirbyggt óhappið ef notaður hefði verið hliðarfermivagn í staðgámaflutningavagns, en ekki þykir almennt vera ásættanleg nálgun að meðstefndi,sem flutningafyrirtæki, eftirláti viðskiptamönnum sínum alfarið mat á því hvaðaútbúnaður eigi við hverju sinni hvað svo sem kostnaði líður. Í öllu falli hefðifarmflytjandi hér a.m.k. þurft að tryggja, óháð farmskilmálum, að farmur væriöruggur til afhendingar á slíkum gámaflutningavagni. Liggurfyrir að farmurinn á umræddum flutningavagni var í umrætt sinn þannigfrágenginn af hálfu meðstefnda, Eimskips Íslands ehf., að hentaði fyrirsjóflutninga, en álprófílunum hafði öllum verið raðað afar þétt saman hægramegin á gámafletinu. Álprófílbúntin lágu þar þétt upp við stoðirnar hægra meginá pallinum en slíkar stoðir voru einungis öðru megin og var ekki aðgengilegt aðfæra þær úr stað við affermingu.Getur ofangreindur frágangur farmsins ágámafletninu þannig til afhendingar, og sem meðstefndi Eimskip Ísland ehf., barábyrgð á, ekki talist vera ásættanlegur, þar sem skilja verður ákvæði II. kaflareglugerðar um hleðslu, frágang og merkingu farms, nr. 671/2008, einkum 2., 6.og 7. gr. hennar, svo að almennt verði að ætlast til þess að slíkar stoðir eðaskjólborð séu hafðar báðum megin við þess háttar farm sem hlaðið er langsum viðslíka flutninga til að varna hliðarskriði farms. Má a.m.k. telja fullljóst aðfæranlegar stoðir báðum megin á pallinum hefðu að líkum getað fyrirbyggt umrættslys en umbúnaður farmsins af hálfu meðstefnda gerði affermingu um ofáhættusama. Erþað mat dómsins, að meta verði ofangreinda annmarka á umbúnaði farmsinsmeðstefnda Eimskipi Íslandi ehf., til gáleysis, sem auk þess hafi átt þátt í aðleiða til þess líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir þegar álprófílbúntið féll áhann ofan af pallinum. Ber og að geta þess að fyrir liggur að meðstefndi telsthafa verið með gilda ábyrgðartryggingu hjá réttargæslustefnda í málinu þegar tjónsatvikiðátti sér stað. Varðandiætlaða eigin sök tjónþola, stefnanda þessa máls, þá telur dómurinn að lítaverði þar til þess að þó svo að sýnt þyki að stefnandi hafi í umrætt sinn ekkigætt fyllstu aðgæslu með því að standa svo nærri gámaflutningavagninum þegarhonum mátti vera ljóst að afferming með lyftara hafði þegar hafist, þá verðiþáttur stefnanda þó ekki talinn slíkur að geti haft þýðingu um meðábyrgðstefnanda á umræddu tjóni, sbr. 1. mgr. 23. gr. a, laga nr. 50/1993 og verðurþví ekki fallist á kröfur þar að lútandi. Meðhliðsjón af öllu framangreindu verður það því niðurstaðan að fallast verði á þákröfu stefnanda að viðurkennd verði að óskiptu bótaskylda allra stefndu,Gunnars Þórs Guðmundssonar, Álglugga og hurða ehf., og Eimskips Íslands ehf.,gagnvart stefnanda vegna líkamsáverka sem hann varð fyrir í vinnuslysi 8. apríl2015. Ímálinu liggur fyrir að stefnandi nýtur gjafsóknar, sbr. gjafsóknarleyfi útgefið11. febrúar 2016, og verður samkvæmt því allur gjafsóknarkostnaður stefnandagreiddur úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun lögmanns hans,Steingríms Þormóðssonar hrl., sem ákvarðast 1.875.000 krónur að teknu tillititil virðisaukaskatts.Þáliggur enn fremur fyrir að stefndi Gunnar Þór Guðmundsson nýtur gjafsóknar tilvarna í málinu, sbr. gjafsóknarleyfi útgefið 7. mars 2016, og verður samkvæmtþví allur gjafsóknarkostnaður stefnda greiddur úr ríkissjóði, þar með talinmálsvarnarlaun lögmanns hans, Hildar Sólveigar Pétursdóttur hrl., sem ákvarðast1.875.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Aðvirtum þessum úrslitum málsins, og framangreindum atvikum þess í heild þykirvið svo búið rétt að stefndu verði jafnframt dæmdir til að greiða málskostnaðað óskiptu, alls 3.500.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts, nemahvað að rétt þykir þó að málskostnaður falli niður gagnvart stefnda Gunnari Þórpersónulega.Máliðflutti fyrir stefnanda, Þormóður Skorri Steingrímsson hdl., fyrir höndSteingríms Þormóðssonar hrl., en Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl., flutti máliðfyrir stefndu, Gunnar Þór Guðmundsson og Álglugga og hurðir ehf., og Ingvi SnærEinarsson hdl., fyrir hönd Guðjóns Ármannssonar hrl., fyrir meðstefnda EimskipÍsland ehf., og réttargæslustefnda Sjóvá-Almennar tryggingar hf. PéturDam Leifsson, settur héraðsdómari, kvað upp dóm þennan, ásamt sérfróðummeðdómsmönnum, þeim Arnari Birni Björnssyni byggingaverkfræðingi og TraustaGylfasyni, rafmagnstæknifræðingi og öryggismálastjóra, en rétt er að árétta aðdómsformaður tók við meðferð málsins þann 23. janúar sl.D ó m so r ðViðurkennder skaðabótaskylda stefndu, Gunnars Þórs Guðmundssonar, Álglugga og hurða ehf.,og Eimskips Íslands ehf., óskipt, gagnvart stefnanda, A, vegna líkamsáverka semstefnandi varð fyrir í vinnuslysi 8. apríl 2015.Allurgjafsóknarkostnaður stefnanda fyrir héraðsdómi greiðist úr ríkissjóði, þar meðtalin málflutningsþóknun lögmanns hans, Steingríms Þormóðssonar hrl., 1.875.000krónur.Allurgjafsóknarkostnaður stefnda, Gunnars Þórs Guðmundssonar fyrir héraðsdómigreiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, HildarSólveigar Pétursdóttur hrl., 1.875.000 krónur.Stefndu,Álgluggar og hurðir ehf. og Eimskip Ísland ehf., greiði sameiginlega 3.500.000 krónur í málskostnað, sem rennur tilríkissjóðs. |
Mál nr. 431/2017 | Skuldamál Greiðsla Uppgjör | H krafðist endurgreiðslu á fjármunum sem inntir höfðu verið af hendi til A hf. í kjölfar sölu fasteignar sem hún átti að jöfnu með eiginmanni sínum. H hafði á árunum 2005-2009 ritað undir ýmis lánsskjöl er voru með veði í fyrrgreindri fasteign. Deildu aðilar um hvort H hefði með nafnritun sinni á skjölin eða síðari aðgerðum stofnað til gilds veðréttar í sínum hluta fasteignarinnar. Þá var deilt um hvort H hefði samþykkt að andvirði við sölu fasteignarinnar í apríl 2014 kæmi til greiðslu áðurnefndra skulda. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að í kaupsamningnum hefði komið fram að söluandvirði fasteignarinnar skyldi nýtt til greiðslu á lánum sem á henni hvíldu og að seljendur hefðu eingöngu gert almennan fyrirvara um lögmæti einstakra skilmála áhvílandi skuldabréfa, en sá fyrirvari hefði ekki tekið til ágreiningsins í málinu. Þá kom fram að H hefði ritað undir skjal um veðflutning láns kaupenda fasteignarinnar á 1. veðrétt hennar. Var talið að H hefði með þessu firrt sig rétti til að krefjast endurgreiðslu þess fjár sem innt var hendi til A hf. við söluna og A hf. því sýknaður af kröfunni. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Karl Axelsson og ÁsgeirMagnússon dómstjóri.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 4. júlí 2017. Hún krefst þess að stefnda verði gert aðgreiða sér 15.272.128 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu, aðallega frá 4. apríl 2014, en til vara frá1. apríl 2015, í báðum tilvikum til greiðsludags. Einnig krefst hún þess aðstefnda verði gert að greiða sér skaðabætur að fjárhæð 707.410 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. maí 2016 tilgreiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Málavöxtum, málsástæðum og lagarökum aðila er ítarlega lýst í hinumáfrýjaða dómi. Eins og þar greinir nánar ritaði áfrýjandi á árunum 2005 til2009 undir ýmis lánsskjöl er voru með veði í fasteigninni að Hjallabrekku 41 í Kópavogi,sem hún átti að jöfnu með eiginmanni sínum. Aðila greinir á um hvort áfrýjandihafi með nafnritunum sínum á skjölin eða síðari aðgerðum stofnað til gildsveðréttar í sínum hluta fasteignarinnar. Þá er deilt um hvort áfrýjandi hafisamþykkt að andvirði við sölu fasteignarinnar í apríl 2014 kæmi til greiðslu áðurgreindraskulda sem á fasteigninni hvíldu. Krefst áfrýjandi endurgreiðslu á þeimfjármunum sem inntir voru af hendi til stefnda í kjölfar sölu fasteignarinnar.Þá krefst áfrýjandi skaðabóta úr hendi stefnda vegna kostnaðar sem hún hafðivið rekstur ágreiningsmáls fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti viðfjármálafyrirtæki. Við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Hæstarétti kvaðst áfrýjandi byggjaá því að ógilda beri eða víkja til hliðar umræddum veðsetningum á grundvelli36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, auk þesssem greiðsla skulda samkvæmt kaupsamningi hafi verið með fyrirvara um réttmætikrafna stefnda á hendur henni og hafi stefnda, sem fylgst hafi grannt meðframvindu sölunnar, verið fyrirvararnir ljósir. Sætti þessi málatilbúnaður þegarandmælum stefnda við meðferð málsins í héraði sem of seint fram kominn. Þessar málsástæðureru of seint fram bornar og komast ekki að við úrslausn málsins, samkvæmt 5.mgr. 101. gr. og 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Fram er komið í málinu að áfrýjandi og eiginmaður hennar seldu framangreindafasteign í því skyni að létta á skuldum sínum. Í kaupsamningnum 4. apríl 2014,sem undirritaður er af þeim báðum, sagði að kaupverð væri 54.000.000 króna ogtiltekið að söluandvirði fasteignarinnar skyldi nýtt til greiðslu á lánum sem áhenni hvíldu, jafnframt því sem seljendur skuldbundu sig til að láta aflýsa veðumaf fasteigninni. Var tiltekið að lán á 1. til 5. veðrétti skyldu greiðast upp.Þá sagði að eftirstöðvar söluverðs rynnu til stefnda sem veðhafa lána á 6. til8. veðrétti eignarinnar en í gögnum málsins er yfirlýsing starfsmanns stefnda, gefiní aðdraganda að gerð kaupsamningsins, þar sem hann samþykkti að þeim veðum semeftir stæðu umfram söluverð eignarinnar yrði aflétt gegn því að söluandvirðinuyrði ráðstafað til greiðslu áhvílandi lána. Í kaupsamningnum gerðu seljendur almennanfyrirvara um lögmæti einstakra skilmála áhvílandi skuldabréfa, en sá fyrirvaritók ekki til þess ágreinings sem hér er uppi. Loks ritaði áfrýjandi undir skjal4. apríl 2014 þar sem staðfestur var veðflutningur láns kaupenda fasteignarinnará 1. veðrétt hennar. Fóru greiðslur fram í samræmi við þessi ákvæðikaupsamningsins og verður ekki ráðið af gögnum málsins að áfrýjandi hafi gertathugasemdir þar um. Með þessu firrti áfrýjandi sig rétti til að krefjast endurgreiðslu þessfjár sem innt var af hendi til stefnda. Verður stefndi þegar af þeirri ástæðusýknaður af kröfu hennar þar um. Að fenginni þessari niðurstöðu leiðir afsjálfu að stefndi verður jafnframt sýknaður af skaðabótakröfu áfrýjanda.Rétt þykir að hvor aðila beri sinn kostnað af rekstri málsins í héraði ogfyrir Hæstarétti. Dómsorð:Héraðsdómurskal vera óraskaður.Málskostnaðurí héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 6. apríl 2017. Mál þetta, sem vardómtekið 9. mars sl., var höfðað 29. janúar 2016. Stefnandier Herdís Jónsdóttir, Grandahvarfi 2 í Kópavogi. Stefndi er Arionbanki hf., Borgartúni 19 í Reykjavík. Stefnandi gerir þærdómkröfur að stefnda verði gert að greiða henni 15.272.128 krónur ásamtdráttarvöxtum frá 4. apríl 2014 til greiðsludags, en til vara frá 1. apríl 2015til greiðsludags. Stefnandi krefst þess jafnframt að stefnda verði gert aðgreiða henni 707.410 krónur „í skaðabætur vegna kostnaðar við málarekstur hjáúrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki og síðar gagnvart stefnda aukdráttarvaxta frá og með 31. maí 2016“. Þá krefst stefnandi málskostnaðar aðteknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefndi krefst sýknu af öllumkröfum stefnanda og málskostnaðar. Í þinghaldi 28.október 2016 var lögð fram bókun af hálfu stefnanda um leiðréttingu á dómkröfumhennar. Samkvæmt henni krefst hann nú dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Stefndi mótmæltiframangreindri breytingu. Með úrskurði dómsins23. september 2016 var frávísunarkröfu stefnda hafnað. I Þann 23. júní 2005gaf eiginmaður stefnanda, Stefán Rögnvaldsson, út tryggingarbréf að fjárhæð8.000.000 króna til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldumhans við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Með því var fasteignin aðHjallabrekku 41 í Kópavogi, fastanr. 206-1596, sett að veði með 8. veðrétti oguppfærslurétti. Fasteignin, sem er einbýlishús, var að jöfnu í eigu stefnandaog Stefáns. Stefán ritaði undir tryggingarbréfið í reit með yfirskriftinni„Undirskrift skuldara“. Stefnandi ritaði í reit með yfirskriftinni „Undirskriftmaka skuldara“. Skjalið var móttekið til þinglýsingar 29. júní 2005 og þinglýstá eignina á athugasemda. Þann 22. febrúar 2007 var gefin út yfirlýsing þessefnis að tryggingarbréfið, sem hvíldi þá á 8. veðrétti fasteignarinnar aðHjallabrekku 41 myndi einnig ná til trygginga skulda Jóns HannesarStefánssonar, sonar þeirra hjóna. Til samþykkis þessu rituðu stefnandi,eiginmaður hennar og Jón Hannes undir yfirlýsinguna. Þann 26. apríl 2011 varþví lýst yfir af hálfu Dróma hf., þáverandi eiganda tryggingarbréfsins, að súbreyting skyldi gerð á tryggingarbréfinu að það næði ekki lengur til skuldaJóns Hannesar heldur skyldi það framvegis eingöngu ná til tryggingar skuldaStefáns. Þann 12. september 2006 gafstefnandi út veðskuldabréf að fjárhæð 6.500.000 krónur til Lífeyrissjóðshjúkrunarfræðinga, sem tryggt skyldi með 8. veðrétti í fasteigninni aðHjallabrekku 41. Í tengslum við þessa lánveitingu óskaði stefnandi eftir þvívið SPRON að hann myndi veita leyfi fyrir því að veðskuldabréfið færi framfyrir veðrétt sparisjóðsins samkvæmt fyrrgreindu tryggingarbréfi sem hvíldi á 8.veðrétti fasteignarinnar. Sparisjóðurinn varð við því og gaf út skilyrtveðleyfi 11. september 2006. Þann 4. febrúar 2008 gafeiginmaður stefnanda út tryggingarbréf að fjárhæð 5.100.000 krónur tiltryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum hans við SPRON, ení því skyni var fasteign þeirra hjóna að Hjallabrekku 41 í Kópavogi, sett aðveði með 10. veðrétti og uppfærslurétti. Eiginmaður stefnanda ritaði undirtryggingarbréfið í reit með yfirskriftinni „Undirskrift útgefanda“ og stefnandií reit með yfirskriftinni „Samþykki maka útgefanda“. Í tryggingarbréfinugreinir að tryggingarbréfið að fjárhæð 8.000.000 króna sem gefið var út 23.júní 2005 hvíli á 9. veðrétti fasteignarinnar. Skjalið var móttekið tilþinglýsingar 6. febrúar 2008 og þinglýst athugasemdalaust á eignina. Þann 17. mars 2008 rituðustefnandi og eiginmaður hennar undir skjal sem bar yfirskriftina „Beiðni umgreiðslumat“ vegna fyrirhugaðrar útgáfu veðskuldabréfs að fjárhæð jafnvirði16.000.000 króna. Í beiðninni var tilgreint að við útgáfu skuldabréfsins stæðitil að greiða upp yfirdráttarskuld að fjárhæð 5.100.000 krónur,greiðslukortaskuldir að fjárhæð 4.386.000 krónur og skuld vegnaafborgunarsamnings að fjárhæð um það bil 645.000 krónur, eða samtals 10.131.000krónur. Með beiðninni fylgdu gögn til að framkvæma greiðslumatið, þ.e.lánsumsókn, skattframtal, launaseðlar síðustu þriggja mánaða á undan og síðustugreiðsluseðlar allra lána. Þá staðfestu stefnandi og eiginmaður hennar meðundirskrift sinni að þau veittu SPRON heimild til að afla yfirlita yfirskuldbindingar þeirra hjá öðrum fjármálafyrirtækjum vegna greiðslumatsins.Greiðslumat var framkvæmt 26. mars 2008. Niðurstaða þess var sú að „neikvæðurafgangur“ væri að fjárhæð 522.624 krónur fyrir lánveitingu en eftir hana aðfjárhæð 203.423 krónur. „Breyting á mánuði“ næmi 319.201 krónu. Í skjali meðyfirskriftinni „Vinnublað lánsumsóknar“ kemur fram að „Fasteignaveð“ séfasteignin að Hjallabrekku 41, „Lánsupphæð“ sé 16.000.000 króna, „Skuldir tiluppgreiðslu“ nemi 12.186.830 krónum og „Útborgað eftir uppgr.skulda og gjöld“sé 3.405.270 krónur. Starfsmaður SPRON útbjó einnig skjal sem bar yfirskriftina„Yfirlýsing um ráðstöfun andvirðis skuldabréfaláns“, þar sem sundurliðaðar eruskuldir sem gert var ráð fyrir að greiða upp við útgáfu veðskuldabréfsins.Meðal þessara skulda voru skuldir stefnanda samkvæmt þremur greiðslukortumsamtals að fjárhæð 2.104.199 krónur. Þann 3. apríl 2008 gaf Stefán útveðskuldabréf til SPRON að jafnvirði 16.000.000 króna í japönskum jenum,upphaflega með lánsnúmerið 10850, en því var síðar breytt í 16956. Tiltryggingar greiðslu veðskuldabréfsins var fasteignin að Hjallabrekku 41 sett aðveði með 11. veðrétti og uppfærslurétti, og er eignin tilgreind í bréfinuþannig: „Hjallabrekka 41, Kópavogur, öll eignin.“ Veðskuldabréfið ber það meðsér að á 9. og 10. veðrétti eignarinnar hvíli framangreind tvö tryggingarbréf.Stefán undirritaði bréfið í reiti með yfirskriftinni „Undirskrift skuldara“ og„Samþ. framangreinda veðsetningu sem þinglýstur eigandi“. Stefnandi ritaði áskjalið í reiti með yfirskriftinni „Undirskrift maka skuldara“ og „Samþ. makaþinglýsts eiganda“. Engir reitir eru óútfylltir á skjalinu. Skjalið varmóttekið til þinglýsingar 4. apríl 2008 og þinglýst athugasemdalaust á eignina. Þann 21. mars 2009 tók Fjármálaeftirlitið, með heimild ílögum nr. 125/2008, þá ákvörðun að taka yfir vald stofnfjárfundar SPRON, víkjastjórn sjóðsins frá og skipa skilanefnd yfir hann. Með ákvörðunFjármálaeftirlitsins var enn fremur stofnað sérstakt hlutafélag, sem síðar fékknafnið Drómi hf., sem tók við eignum SPRON. Frá 21. mars 2009 þjónustaðistefndi lán sem voru í eigu Dróma hf. samkvæmt sérstökum samningi þar aðlútandi. Þann 31. desember 2013 fékk stefndi fyrrgreindar skuldir ogtryggingarréttindi framseld frá Dróma hf. Þann 8. október 2009 undirritaðistefnandi breytingu á greiðsluskilmálum skuldabréfs sem upphaflega var útgefiðaf eiginmanni hennar 24. október 2008 að fjárhæð 550.000 krónur, sem tryggt varmeð fyrrnefndum tryggingarbréfum. Stefnandi ritaði þar undir reiti meðyfirskriftinni „Samþykki þinglýsts eiganda (ef annar en útgefandi)“ og„Samþykki þinglýsts eiganda og/eða maka þinglýsts eiganda“. Með beiðni, sem móttekin var hjáHéraðsdómi Reykjaness 26. febrúar 2010, fóru stefnandi og eiginmaður hennarþess á leit að þeim yrði saman veitt heimild til að leita tímabundinnargreiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna við lánardrottna sína, á grundvelli laganr. 50/2009. Í umsókn þeirra eru ástæður þess að þau gætu ekki staðið í fullumskilum með veðskuldir sínar tilgreindar sem stórkostleg tekjulækkun ogstórkostleg hækkun höfuðstóls lána. Á meðfylgjandi veðbókarvottorði vegnafasteignarinnar að Hjallabrekku 41 var tilgreint að framangreind tryggingarbréfhvíli á 7. og 8. veðrétti eignarinnar og veðskuldabréfið á 9. veðrétti. Áskjali með yfirskriftina „Fjárhagsyfirlit 2“ eru framangreind bréf tilgreindsem veðskuldir sem hvíla á fasteigninni. Í greinargerð sem virðist hafa fylgtumsókninni kemur fram að þau hjónin hafi ráðist í endurbætur á fasteigninniárið 2008. Fyrir þessum framkvæmdum hafi verið tekið veðskuldabréf að jafnvirði16.000.000 króna sem hafi „að mestu leyti“ verið ráðstafað í endurbæturnar.Fram kemur að lánið hafi hækkað mikið vegna gengisbreytinga og lagt fjárhagþeirra í rúst. Sama dag fór Stefán þess á leitvið Héraðsdóm Reykjaness að honum yrði veitt heimild til að leita nauðasamningstil greiðsluaðlögunar. Í beiðninni kemur fram að ráðist hafi verið í verulegarendurbætur á fasteign hans og stefnanda að Hjallabrekku 41 árið 2008. Þar hafimeðal annars verið skipt út baðaðstöðu á báðum hæðum, gólfefni endurnýjuð ogskipt um hurðar í húsinu. Fyrir þessum framkvæmdum hafi verið tekið „erlentmyntkörfulán hjá Arion banka upp á um 16 milljónir kr.“. Þá kemur fram að gertsé ráð fyrir mánaðarlegri greiðslu vegna fasteignarinnar að fjárhæð 190.000krónur sem hvort hjónanna um sig greiði helming af. Þá er tilgreint aðheildarveðkröfur þeirra hjóna séu um 53.256.752 krónur fyrir utan vanskil semséu 5.694.640 krónur. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness18. mars 2010 í máli nr. N-65/2010 var stefnanda og eiginmanni hennar veittheimild til að leita tímabundinnar greiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna viðlánardrottna sína. Í úrskurðinum kemur fram að stefnandi og eiginmaður hennarhafi áður fengið heimild til að leita tímabundinnar greiðsluaðlögunarfasteignaveðkrafna með úrskurði 11. ágúst 2009 í máli nr. N-34/2009, en þauhafi ekki getað nýtt sér úrræðið þá. Með úrskurði dómsins sama dag í máli nr.N-64/2010 var eiginmanni stefnanda veitt heimild til að leita nauðasamnings tilgreiðsluaðlögunar samkvæmt X. kafla a laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 24/2009. Samkvæmt frumvarpi tilgreiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna stefnanda og eiginmanns hennar skyldi húngilda frá 1. júní 2010 til 1. maí 2014. Skyldi greiða fasta mánaðargreiðslusamkvæmt 5. gr. laga nr. 50/2009 að fjárhæð 170.000 krónur. Í yfirlýsinguskipaðs umsjónarmanns með greiðsluaðlöguninni frá 10. maí 2010 kemur fram að áfasteigninni að Hjallabrekku 41 hvíli meðal annars tryggingarbréf útgefin tilSPRON á 7. og 8. veðrétti og veðskuldabréf að fjárhæð jafnvirði 16.000.000króna á 9. veðrétti fasteignarinnar. Yfirlýsingin var móttekin til þinglýsingar11. maí 2010 og þinglýst athugasemdalaust á eignina. Þann 11. mars 2011 var stefnandatilkynnt, sem ábyrgðaraðila/veðsala framangreinds veðskuldabréfs, að það hefðiverið endurreiknað í samræmi við niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr.604/2010, sbr. einnig ákvæði til bráðabirgða X laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu. Það var niðurstaða endurútreikningsins að nýr höfuðstóll lánsinsværi 22.397.618 krónur og að það hefði lækkað um 16.406.874 krónur. Varstefnanda gefinn ákveðinn frestur til athugasemda, en engar athugsemdir bárustfrá henni. Þann 28. október 2011 samþykktiUmboðsmaður skuldara umsókn stefnanda og eiginmanns hennar um greiðsluaðlögun ísamræmi við lög nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Í mars 2012 láfyrir tillaga umsjónarmanns að fumvarpi til greiðsluaðlögunar fyrir stefnandaog eiginmann hennar. Þann 29. ágúst 2012 felldi Umboðsmaður skuldara niðurgreiðsluaðlögunarumleitanirnar. Stefnandi og eiginmaður hennar kærðu þáákvörðun til Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála. Kærunefndin staðfesti ákvörðunembættisins með úrskurði 16. október 2014. Þann 5. febrúar 2013 gerðustefnandi og eiginmaður hennar samkomulag við Íbúðalánasjóð um að hintímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna þeirra, sem komst á með úrskurðihéraðsdóms 18. mars 2010, skyldi falla niður án þess að til kæmi ógildingarmálfyrir héraðsdómi. Skyldi óskað eftir því við umsjónarmanngreiðsluaðlögunarinnar að hann aflýsti yfirlýsingu sinni frá 10. maí 2010 semþinglýst var á eignina. Þann 10. febrúar 2014samþykktu stefnandi og eiginmaður hennar kauptilboð í fasteign þeirra aðHjallabrekku 41 að fjárhæð 54.000.000 króna. Með bréfi 3. apríl 2014 veittiUmboðsmaður skuldara þeim hjónum heimild til að ráðstafa fasteigninni samkvæmtákvæði 11. gr. laga nr. 135/2010 um breytingu á lögum nr. 101/2010. Kemur framað söluverð eignarinnar dugi ekki til uppgreiðslu áhvílandi lána. Þann 4. apríl 2014var gerður kaupsamningur um sölu fasteignarinnar að Hjallabrekku 41. Stefndiféllst á að aflétta veðum sínum af fasteigninni gegn því að söluandvirðinu yrðiráðstafað til greiðslu á þeim lánum sem hvíldu á eigninni. Í kaupsamningnumkemur fram að seljendur skuli aflýsa lánum á 1. til 8. veðrétti eignarinnareftir því sem greiðslur berist. Þá segir að lán á fyrsta til fimmta veðréttiskyldu greidd upp með söluverðinu en eftirstöðvar söluverðsins skyldu greiddartil stefnda, að frádregnum sölulaunum. Í samningnum kemur fram að: „Seljendurgera fyrirvara um lögmæti einstakra skilmála áhvílandi skuldabréfa áfasteigninni, þ. á m. skuldabréfs upphaflega frá S.P.R.O.N. Allar leiðréttingarvegna hugsanlegra leiðréttinga á ofangreindum áhvílandi lánum verði eignseljenda. Allar endurgreiðslur á áhvílandi lánum á fasteigninni séuskilmálalaust eign seljenda, hvort sem um sé að ræða lækkun höfuðstóls, vaxtaog alls kostnaðar allra áhvílandi lána. Skiptir ekki máli af hvaða ástæðumlækkunin verði, breytt löggjöf, nýir dómar eða aðrar ástæður.“ Sama dagundirrituðu stefnandi og eiginmaður hennar skjal vegna veðflutnings, þar semþau samþykktu að lán kaupenda yrði þinglýst á fyrsta veðrétt fasteignarinnar aðHjallabrekku 41. Uppgjörkaupsamningsins fór þannig fram að söluandvirðinu, að frádreginni söluþóknunfasteignasölu, 368.175 krónur, og millifærsluþóknun 125 krónur, eða samtals53.631.700 krónur, var ráðstafað inn á handveðsettan reikning kaupanda hjástefnda og þaðan var fénu ráðstafað til greiðslu áhvílandi lána meðeftirfarandi hætti:Lánsnr.SkuldariUppgr.fjárhæð (kr.)Þar af dráttarvextir7560Stefán Rögnvaldsson 731.619 07558Stefán Rögnvaldsson 525.467 06956Stefán Rögnvaldsson18.912.5568.276.6376956Stefán Rögnvaldsson 1.856.562.856.5624139Stefán Rögnvaldsson 4.890.1350398 63 2047Stefán Rögnvaldsson 3.627.907 209.280SAMTALS30.544.2560.342.479 Samtals fóru 30.544.256 krónur afandvirði fasteignarinnar til stefnda. Var þeirri fjárhæð allri ráðstafað tilgreiðslu á nafni Stefáns. Allar skuldir við stefnda greiddust upp við þettanema krafa samkvæmt veðskuldabréfinu nr. 16956. Þann 27. nóvember 2014 sendustefnandi og eiginmaður hennar kvörtun til úrskurðarnefndar um viðskipti viðfjármálafyrirtæki vegna málsmeðferðar stefnda við uppgjör skuldanna. Meðúrskurði nefndarinnar í máli nr. 111/2014 uppkveðnum 13. mars 2015 var öllumkröfum þeirra vísað frá nefndinni utan einnar sem var hafnað. Með bréfi 1. apríl 2015 óskaðiStefán eftir afstöðu stefnda til krafna stefnanda. Með bréfi 24. sama mánaðarhafnaði stefndi kröfum hennar. Þann 18. júní 2015 sendi stefnandi á ný kvörtun til úrskurðarnefndar umviðskipti við fjármálafyrirtæki. Nefndin kvað upp úrskurð 18. september 2015 ogféllst þar á sjónarmið stefnanda. Var stefnda gert að endurgreiða stefnandaandvirði eignarhluta hennar í fasteigninni Hjallabrekku 41 sem hann hafði notaðtil greiðslu skulda á grundvelli framangreindra tveggja tryggingarbréfa ogveðskuldabréfs. Skyldi fjárhæðin bera dráttarvexti frá 1. maí 2015. Með bréfi 14. október 2015 lýstistefndi því yfir að hann myndi ekki una úrskurði nefndarinnar. Frá þeim tímahafa aðilar átt í nokkrum viðræðum um lausn á ágreiningi þeirra án árangurs. II Stefnandi kveðst í máli þessu krefjast endurgreiðsluá andvirði eignarhlutar síns í fasteigninni Hjallabrekku 41 í Kópavogi, sem sé50% af heildareigninni, að því marki sem bankinn hafi ráðstafað andvirðinu ánhennar samþykkis til greiðslu skulda eiginmanns hennar. Þá krefst hún skaðabótavegna kostnaðar við málarekstur hennar fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti viðfjármálafyrirtæki og kostnaðar vegna viðbragða bankans við úrskurðinefndarinnar. Stefnandi byggirkröfur sínar á því að hún hafi áritað þau skjöl sem um ræði sem „makiútgefanda“ eða „maki skuldara“. Hún hafi ekki ritað nafn sitt í sérgerða reitiá skjölunum þar sem gert sé ráð fyrir að veðsali, sé hann annar en útgefandieða skuldari, undirriti og lýsi því þannig yfir að hann sé samþykkur þeirriráðstöfun að veðsetja hans eignarhlut í hinni veðsettu eign. Hún hafi ekkiritað nafn sitt í reit á tryggingarbréfinu að fjárhæð 8.000.000 króna meðyfirskriftina „VEÐHEIMILD“ eða í reit með yfirskriftina „Samþ. framangreindaveðsetningu sem þinglýstur eigandi“. Þá hafi hún ekki ritað undir reit átryggingarbréfinu að fjárhæð 5.100.000 krónur með yfirskriftina „Samþykkiþingl. eiganda“. Á milli tvenns konar áritana stefnanda og eiginmanns hennarstandi forskráð á skuldabréfið „VEÐHEIMILD“. Augljóslega sé gert ráð fyrir þvíað séu þinglýstir eigendur eignarinnar fleiri eða aðrir en skuldari staðfestihlutaðeigandi að þeir veiti heimild til þess að eignin eða tilgreindureignarhluti þeirra sé veðsettur til tryggingar láninu. Þessi reitur bréfsins séóútfylltur. Þá sé lína neðst á skuldabréfinu, þar sem forskráð sé „Staðfestingveðsala“ óútfyllt. Stefnandi vísi íþessu sambandi til dóma Hæstaréttar um gengistryggingu skuldabréfa og annarrafjármálagerninga. Samkvæmt þeim sé það texti skuldabréfsins eða lánssamningsinssem beri að leggja til grundvallar við mat á þeim skuldbindingum sem felist íviðkomandi bréfi eða samningi. Þessi nálgun eigi eðli málsins samkvæmt einnigvið þegar metið er hvers konar skuldbindingu undirritanir á bréf eða samningfeli í sér. Undirritun feli þannig ekki í sér aðra skuldbindingu en fram komi íþeim sérgreinda reit bréfs eða samnings sem þar sé skráð. Með vísan tilframangreinds sé ljóst að stefnda hafi einungis verið veðsettur 50%eignarhlutur í fasteign stefnanda samkvæmt tryggingarbréfunum tveimur ogveðskuldabréfinu. Stefnda beri því að skila stefnanda ofteknu fé. Fjárhæðendurkröfu stefnanda, 15.272.128 krónur, byggist á kvittunum stefnda. Stefnandi vísi til 1.mgr. 60. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Í athugasemdum við það ákvæði ílagafrumvarpinu segi að hafa beri í huga að hugsanlegt sé að hjón séusameigendur fasteignar eða fasteignaréttinda. Þá þurfi atbeini þeirra beggjabeinlínis til að koma þannig að bæði verði samningsaðilar ef ráðstafa eigieigninni. Það hjóna, er samþykki löggerning skv. 60. gr., verði hins vegar ekkiaðili hans og beri ekki ábyrgð á efni hans. Samkvæmt þessu sé ljóst að séu bæðihjón eigendur fasteignar, þurfi atbeina beggja til ráðstöfunar á eigninni, svosem til að veðsetja hana. Þannig verði bæði hjónin að undirrita veðskuldabréfeða tryggingarskjal þannig að ekki fari á milli mála að bæði hjónin hafiákveðið að veðsetja sinn hluta í sameiginlegri fasteign. Riti annað hjónannaundir skjöl af framangreindu tagi sem maki skuldara eða útgefanda séhlutaðeigandi ekki að veðsetja sinn eignarhluta heldur einungis að veita hinummakanum samþykki sitt til slíkrar ráðstöfunar á eignarhluta hans. Af orðalagiathugasemdanna sé augljóst að ekki megi leika á því nokkur vafi að slíktsamþykki liggi fyrir. Stefnandihafi ekki skrifað undir slíkt samþykki, hvorki á tryggingarbréfin néveðskuldabréfið, heldur einungis yfirlýsingu þess efnis að hún samþykki að makihennar undirriti skuldabréfið sem útgefandi/skuldari og veðsetji sinn eignarhluta. Jafnframtsé vísað til 58. gr. hjúskaparlaga þar sem fram komi að maki hafiráðstöfunarrétt yfir eign sinni. Þá sé það meginregla þinglýsingarlaga nr.39/1978 að sá einn geti ráðstafað eign með löggerningi sem hafi til þessþinglýsta heimild eða samþykki þess er njóti slíkrar heimildar, sbr. 24. gr. og25. gr. laganna. Stefnandi hafi þannig farið ein með rétt til að ráðstafa sínumeignarhluta í fasteigninni að Hjallabrekku 41 og hafi ekki veitt öðrum heimildtil slíkrar ráðstöfunar. Þá beri að hafa í huga að svovirðist sem stefndi hafi yfirtekið umrædd tryggingarbréf og veðskuldabréf fráSPRON án fyrirvara og að öllum líkindum á verulegu undirverði. Allur texti oguppsetning bréfanna sé í stöðluðu formi útbúin af SPRON, þ. á m. hvar útgefandi/skuldarieigi að undirrita, hvar maki útgefanda/skuldara skuli rita nafn sitt, hvarveðsali annar en útgefandi/skuldari eigi að rita nafn sitt o.s.frv. Af þessumsökum beri að túlka allan vafa um skuldbindingar stefnanda samkvæmt bréfunumstefnda í óhag, sbr. meðal annars andskýringarreglu samningaréttar. Stefnandi kannist ekki við að húnhafi verið beðin um að „lagfæra“ undirritanir sínar á bréfin og undirrita þausem veðsali. Stefndi og SPRON hafi því sýnt af sér verulegt tómlæti sem stefndiverði að bera skaðann af. Stefndi hafi haft ríka ástæðu til að sýna aðgæslu viðmóttöku bréfanna sem hafi myndað hluta af eignasafni sparisjóðsins. Stefndi sésérfróður aðili á sviði fjármálaviðskipta og starfi á grundvelli laga nr.161/2002 um fjármálafyrirtæki. Sérfræðikunnáttan eigi meðal annars að ná tilallra þátta útlánamála, þ. á m. skjalagerðar, ýmiss konar frágangs og virkseftirlits. Stefnandi sé hjúkrunarfræðingur að mennt og hafi ekkisérfræðiþekkingu á sviði fjármálaviðskipta. Því sé verulegur aðstöðumunur ámálsaðilum sem beri að túlka stefnda í óhag. Aðgæsluskyldan liggi fyrst ogfremst hjá stefnda. Því beri að túlka allan vafa á þeim skuldbindingum semstefnandi hafi gengist undir með undirritun sinni á bréfin henni í hag. Ekkert greiðslumat á skuldarahafi farið fram við útgáfu tryggingarbréfanna og veðskuldabréfsins. Hafistefnandi haft stöðu veðsala samkvæmt bréfunum sé ljóst að slíkábyrgðarskuldbinding sé ógild á grundvelli Samkomulags um notkun ábyrgða áskuldum einstaklinga. Dráttarvaxtakrafa stefnandamiðist við að fjárkrafa hennar falli í gjalddaga um leið og hún hafi boriststefnda. Samkvæmt kaupsamningi hafi það gerst 4. apríl 2014. Megi því leiðakröfuna út frá þeim meginsjónarmiðum sem 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001byggist á. Til vara sé byggt á því að upphafsdagur dráttarvaxta miðist við 1.maí 2015, sbr. 3. mgr. 5. gr. sömu laga, en þá hafi verið einn mánuður liðinnfrá því stefnandi hafi krafið stefnda um endurgreiðslu. Stefnandi krefjist þess jafnframtað stefndi greiði sér skaðabætur vegna kostnaður við rekstur máls nr. 45/2015hjá úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Kostnaðurinn sé fólginní 5.000 króna kærugjaldi og kostnaði við ráðgjöf lögmanns við málareksturinn ogsíðari viðræðum milli stefnanda og stefnda um úrlausn málsins. Krafan byggist áalmennu skaðabótareglunni að teknu tilliti til þeirrar sérfræðiábyrgðar sem ástefnda hvíli. Krafa um dráttarvexti af þessari kröfu byggist á 4. mgr. 5. gr.laga nr. 38/2001 og miðist upphafsdagur dráttarvaxta við þann dag er málið erhöfðað. III Stefndibyggir sýknukröfu sína því að stofnað hafi verið til gilds veðréttar.Undirritanir stefnanda á tryggingarbréfin tvö og veðskuldabréfið sem um ræðihafi verið fullnægjandi. Það sé vissulega rétt að í tryggingarbréfinu að fjárhæð8.000.000 króna, sem gefið hafi verið út 23. júní 2005, hafi stefnandieinvörðungu skrifað í reit með yfirskriftinni „Undirskrift maka skuldara“, að ítryggingarbréfinu að fjárhæð 5.100.000 krónur, sem útgefið var 4. febrúar 2008,hafi stefnandi einvörðungu ritað í reit með yfirskriftinni „Samþykki makaútgefanda“ og að aðrir fyrir fram skráðir reitir tryggingarbréfanna hafi veriðauðir. Við útgáfu veðskuldabréfsins að fjárhæð jafnvirði 16.000.000 króna hafistefnandi ritað í reiti með yfirskriftinni „Undirskrift maka skuldara“ og„Samþ. maka þinglýsts eiganda“. Engir reitir veðskuldabréfsins hafi verið auðirog ekki hafi verið gert ráð fyrir frekari undirritunum aðila. Viðmat á því hvort stofnast hafi til gildra veðrétta með framangreindum undirskriftumstefnanda verði ekki horft fram hjá því að stefnandi hafi undirritað öllskjölin. Í þeim sé skýrt tekið fram að fasteign þeirra hjóna sé sett að veðimeð tilgreindum veðréttum. Þá sé sérstaklega tekið fram í veðskuldabréfinu að„öll eignin“ sé sett að veði. Stefnandi hafi þannig gert sér grein fyrir því aðöll fasteignin hafi verið sett að veði með viðkomandi veðskjölum. Verði því aðleggja til grundvallar að með undirritun hennar á skjölin hafi stofnast tilgilds veðréttar í hverju og einu tilviki. Að sama skapi liggi fyrir að ætlunhennar hafi staðið til þess að veðsetja fasteignina fyrir skuldum eiginmannshennar. Útgáfa skjalanna hafi verið til hagsbóta fyrir stefnanda, að minnstakosti að því er varði veðskuldabréfið, en andvirði þess hafi verið nýtt tilþess að fjármagna endurbætur á sameiginlegri fasteign og dvalarstað stefnandaog eiginmanns hennar og til að greiða upp lausaskuldir hennar. Þá verði að telja að meðundirritun sinni á skjöl, sem síðar hafi komið til og greint sé frá í lýsingumálsatvika, hafi stefnandi samþykkt þær ráðstafanir sem upphafleg veðskjöl hafiborið með sér. Undirritanir hennar sýni jafnframt að ætlun hennar hafifrá upphafi staðið til þess að öll eignin yrði sett að veði fyrir skuldumeiginmanns hennar. Þessutil viðbótar megi nefna að athafnir stefnanda eftir undirritun skjalanna berimeð sér að hún hafi fyllilega gert sér grein fyrir því hvað hafi falist ígerningunum og gengið út frá því að öll fasteignin væri sett að veði með þeim.Engin ástæða hafi verið til þess fyrir hana að haga sér með þeim hætti efætlun hennar hefði aldrei staðið til þess að veðsetja eignarhlut sinni eða húnteldi að eignarhlutur hennar í fasteigninni væri ekki settur að veði. Að samaskapi verði að telja að hún hafi sýnt tómlæti hvað þetta varði, bæði með því að haga athöfnumsínum í samræmi við það að öll eignin væri sett að veði og með því að hreyfaaldrei við athugasemdum vegna veðréttindanna. Ljóst sé að ætlun stefnanda hafifrá upphafi staðið til þess að öll fasteignin yrði sett að veði fyrir skuldumeiginmanns hennar með tryggingarbréfunum tveimur og veðskuldabréfunum. Að samaskapi hafi það verið ætlun SPRON að hann myndi fá veð í heildareigninni fyrirskuldum eiginmanns stefnanda, enda standi engin skynsemisrök til þess að fá veðí 50% eignarhluta í einbýlishúsi. Staðhæft sé í stefnuað ekki hafi farið fram greiðslumat á eiginmanni stefnanda við útgáfutryggingarbréfanna tveggja og veðskuldabréfsins og af þeim sökum séábyrgðarskuldbinding stefnanda ógild á grundvelli Samkomulags um notkun ábyrgðaá skuldum einstaklinga. Stefndi mótmæli þessari staðhæfingu og bendi á aðskuldbinding stefnanda verði ekki ógilt á grundvelli nefnds samkomulags. Þessiröksemd stefnanda sé því að engu hafandi. Í aðdraganda útgáfuveðskuldabréfsins hafi stefnandi og eiginmaður hennar óskað eftir því að matyrði gert á greiðslugetu eiginmanns stefnanda. Þau hafi skilað gögnum í þvískyni og matið hafi sannarlega verið gert. Svo virðist sem SPRON hafi þó ekkitryggt sér nægjanlega sönnun fyrir því að stefnandi hafi kynnt sér niðurstöðugreiðslumatsins og að óskað hafi verið eftir því að lánið yrði veitt þóttniðurstaða greiðslumatsins benti til að eiginmaður stefnanda gæti ekki efntskuldbindingu sína. Stefndi hafni því þó alfarið að þessi staðreynd geti haft áhrifá niðurstöðu málsins. Telja verði aðstefnandi hafi fyrirgert rétti til að hafa uppi þessa röksemd vegna tómlætisenda sé langt um liðið síðan veðskjölin hafi verið gefin út. Ríkt tilefni hafiverið fyrir hana til að gera athugasemdir á fyrri stigum, sér í lagi í tengslumvið öll greiðsluerfiðleikaúrræði sem hún og eiginmaður hennar hafi nýtt sér fráþví veðskjölin hafi verið gefin út og ekki síður áður en fasteignin hafi veriðseld og greitt upp í skuldirnar. Jafnvel þótt taliðyrði að undirritanir stefnanda væru ófullnægjandi eða að upphaflegurlánveitandi hafi ekki að öllu leyti farið að Samkomulagi um notkun ábyrgða áskuldum einstaklinga leiði það ekki sjálfkrafa til þess að óheimilt hafi veriðað ráðstafa söluandvirði fasteignar stefnanda og eiginmanns hennar til greiðsluskulda þess síðarnefnda. Þaðan af síður leiði það til þess að stofnast hafiendurkrafa á hendur stefnda. Stefndi hafni þvíalfarið að skilyrði fyrir endurgreiðslukröfu stefnanda séu fyrir hendi. Enginrök séu færð fyrir því í stefnu hvernig til endurgreiðslukröfunnar hafistofnast. Málatilbúnaður stefnanda verði einkum skilinn á þann veg að krafistsé endurgreiðslu þar sem greitt hafi verið umfram skyldu. Í stefnu sé rakið aðstefnandi og eiginmaður hennar hafi ákveðið að selja fasteign sína aðHjallabrekku 41 frjálsri sölu, vegna of hárra skulda, í viðleitni þeirra við aðendurskipuleggja fjármál sín. Í kaupsamningi um fasteignina frá 4. apríl 2014komi fram að söluandvirði fasteignarinnar skyldi nýtt til greiðslu á lánum semhafi hvílt á 1.-8. veðrétti eignarinnar. Í aðdraganda kaupsamningsins hafifulltrúi stefnda samþykkt að veðum stefnda yrði aflétt gegn því aðsöluandvirðinu yrði ráðstafað til greiðslu áhvílandi lána. Með undirritun sinniá kaupsamninginn hafi stefnandi samþykkt að skuldir eiginmanns hennar yrðugreiddar með söluandvirðinu, þ.m.t. skuldir hans við stefnda. Með öðrum orðumhafi falist í þessu viðurkenning stefnanda á því að heimilt hafi verið aðráðstafa hluta söluandvirðisins til greiðslu krafna stefnda á hendur eiginmannihennar. Stefnandi hafi ekki gert neinn fyrirvara við greiðsluna gagnvartstefnda. Hann hafi því ekki mátti reikna með að vera endurkrafinn umgreiðsluna. Almennur fyrirvari í kaupsamningnum um lögmæti einstakra skilmálaáhvílandi skuldabréfa á fasteigninni fái þessu ekki breytt, enda hafi honumekki verið beint að stefnda. Þá hafi ekki verið vísað til veðsetningareignarinnar í honum. Stefnanda hefði verið í lófa lagið að gera sérstakanfyrirvara við greiðsluna gagnvart stefnda, teldi hún leika vafa áveðsetningunni, einkum með tilliti til þess að hún og eiginmaður hennar hafinotið aðstoðar ráðgjafa við sölu fasteignarinnar og þess að hún hafi undirritaðskjal, útbúið af stefnda, sama dag og kaupsamningurinn hafi verið gerður, semhafi staðfest veðflutning láns kaupenda fasteignarinnar á fyrsta veðrétteignarinnar. Þetta sýni enn fremur að stefndi hafi verið í góðri trú um aðheimilt hafi verið að nýta allt söluandvirði eignarinnar til greiðslu á skuldumeiginmanns stefnanda og hann myndi halda greiðslum inn á skuldir við hann. Samkvæmtþinglýsingarbókum hafi veðréttindi stefnda hvílt á fasteign stefnanda ogeiginmanns hennar, þ.e. á allri eigninni en ekki aðeins eignarhluta eiginmannshennar. Það hafi verið eðlilegt að stefnandi hafi sett sinn eignarhluta ífasteigninni að Hjallabrekku 41 að veði, sem tryggingu fyrir skuldinni, endahafi hún ekki verið útgefandi veðskuldabréfsins. Stefndi viti ekki til þess aðstefnandi hafi nokkurn tíma gert athugasemdir við veðsetningu eignarinnar átímabilinu frá því veðskjölin hafi upphaflega verið undirrituð og þinglýst áeignina og þar til söluandvirðið hafi verið nýtt til greiðslu á skuldumeiginmanns hennar. Þvert á móti megi ráða af gögnum málsins að ætlun stefnandahafi frá upphafi staðið til þess að öll eignin stæði að veði fyrir skuldumeiginmanns hennar við SPRON og að á þessu tímabili hafi stefnanda veriðfullljóst að veðsetningin hafi tekið til eignarinnar í heild. Þá hafi húnjafnframt ritað undir skjöl eftir upphaflega veðsetningu, þar sem veðréttindiSPRON, og síðar Dróma hf. og stefnda, hafi í raun verið staðfest eftir á. Þaðhafi ekki verið fyrr en eftir að greitt hafi verið verið til stefnda semstefnandi hafi haldið því fram að greitt hafi verið umfram skyldu. Að samaskapi hafi engin ástæða verið fyrir SPRON, og síðar Dróma hf. og stefnda, aðætla annað en að hann ætti veðréttindi í heildareigninni. Ef svo ólíklega fariað fallist verði á málatilbúnað stefnanda telji stefndi að lækka verði fjárhæðdómkröfu stefnanda verulega. Í því sambandi sé vísað til þess að útgáfaveðskjalanna hafi verið stefnanda til hagsbóta, að minnsta kosti að því ervarði útgáfu veðskuldabréfsins. Andvirði veðskuldabréfsins hafi verið ráðstafaðtil endurbóta á fasteign stefnanda og eiginmanns hennar en einnig til greiðsluá lausaskuldum stefnanda. Taka verði tillit til þess við ákvörðun áendurgreiðslufjárhæðinni. Að öðrum kosti sé stefnandi að auðgast með ólögmætumhætti. Í þessari kröfu stefnda felist jafnframt að sú fjárhæð sem stefnandihafi upphaflega notið góðs af hækki í samræmi við verðlagsbreytingar sem leiðitil enn frekari lækkunar á dómkröfu stefnanda. Stefndi hafni þvíalfarið að skilyrði sakarreglunnar séu uppfyllt svo hægt sé að fallast á kröfustefnanda um greiðslu skaðabóta vegna kostnaðar við rekstur máls nr. 45/2015hjá úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Fullyrðing stefnanda séraunar ekki rökstudd í stefnu og stefndi eigi því erfitt um vik að koma aðvörnum vegna kröfunnar. Horfa verði til þessað stefnandi hafi sjálf kosið að leita til lögmanns vegna meðferðar málsinsfyrir úrskurðarnefndinni, en nefndin geri ekki kröfu um það. Þaðan af síðurstandi lagaheimild til þess að skuldari krefji fjármálafyrirtæki um greiðsluþess kostnaðar sem hljótist af málsmeðferð hjá nefndinni. Þá liggi ekkert fyrirum að stefnandi hafi greitt málskostnaðarreikning lögmanns hennar sem liggi tilgrundvallar kröfunni. Hún hafi því ekki sýnt fram á að hún hafi orðið fyrirtjóni. Að auki hangi þessidómkrafa stefnanda náið saman við fyrri dómkröfuna og verði því að sýknastefnda af seinni kröfunni ef þeirri fyrri verði hafnað. Kröfumstefnanda um dráttarvexti sé sérstaklega mótmælt. Verði yfirhöfuð fallist ágreiðslukröfur stefnanda sé dráttarvaxtakröfum hennar mótmælt sem vanreifuðum,sem leiði til frávísunar þeirra frá dómi, án kröfu. Í dómkröfunum komi ekkifram hvaða dráttarvexti um sé að ræða og af hvaða fjárhæð krafist sédráttarvaxta. Vaxtafótur sé heldur ekki tilgreindur. Þá beriendurgreiðslukröfur að meginreglu ekki vexti. Upphafsdegi dráttarvaxta sé þvímótmælt. Stefnandi telji að upphafsdagur dráttarvaxta verði að miðast viðdómsuppsögu, verði yfirhöfuð fallist á málatilbúnað stefnanda. IV Ágreiningur málsaðilalýtur að því hvort stefnda var heimilt að nýta andvirði eignarhluta stefnanda ífasteigninni að Hjallabrekku 41 í Kópavogi til uppgjörs á skuldum eiginmannshennar við stefnda á grundvelli tveggja tryggingarbréfa og eins veðskuldabréfssem þinglýst var á framangreinda fasteign, sem var einbýlishús í jafnri sameignþeirra hjóna. Stefnandi krefst endurgreiðslu á þeim grundvelli að hún hafi, meðundirritun sinni á framangreind veðskjöl, ekki samþykkt veðsetningu sínseignarhluta í fasteigninni til tryggingar á skuldum eiginmanns hennar viðSPRON, nú stefnda. Ekki hafi því stofnast til gilds veðréttar í hennareignarhluta. Stefnandibyggir meðal annars á því að ekkert greiðslumat hafi farið fram á skuldara ogábyrgðarskuldbinding hennar sé þegar af þeim sökum ógild á grundvelliSamkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Framangreint samkomulagfelur ekki í sér sjálfstæða heimild til ógildingar ábyrgðarskuldbindingar,heldur verður að finna slíkri ógildingu stoð í reglum samningaréttar. Stefnandihefur ekki vísað til neinna slíkra reglna og er því óþarft að fjalla frekar umframangreinda málsástæðu. Tilþess að til veðréttar í eignarhluta stefnanda í fasteigninni geti hafa stofnastþarf að liggja fyrir samþykki hennar fyrir því að setja hann að veði tiltryggingar skuldum útgefanda bréfanna. Slíkt samþykki er einnig nauðsynlegt tilþess að veðréttindum verði þinglýst á fasteignina samkvæmtþeirri meginreglu þinglýsingalaga nr. 39/1978 að sá einn geti ráðstafað eignmeð löggerningi sem til þess hefur þinglýsta heimild eða samþykki þess erslíkrar heimildar nýtur, sbr. 24. gr. og 25. gr. laganna. Fyrir liggurað framangreindum skjölum var öllum þinglýst athugasemdalaust á fasteignina. Öllskjölin sem um ræðir voru útbúin af lánveitanda og veðhafa, SPRON, og bar hannábyrgð á framsetningu þeirra og efni. Gera verður þær kröfur til hans, semfjármálafyrirtækis, að hann vandi skjalagerð og frágang skjala. Það er á hansábyrgð að tryggja að réttilega sé gengið frá skjölum og hann hafi skýrar ogótvíræðar sannanir fyrir veðréttindum sínum. Íumræddum tryggingarbréfum var veðsettu eigninni lýst sem Hjallabrekku 41 íKópavogi og fastanúmer tilgreint 206-1596. Í veðskuldabréfinu var sérstaklegatekið fram að „öll eignin“ væri veðsett. Bréfin báru þannig með sér aðfasteignin væri öll sett að veði. Bréfinvoru öll gefin út af eiginmanni stefnanda og undirrituð af stefnanda sem makaskuldara, maka útgefanda og maka þinglýsts eiganda. Stefnandi ritaði ekki undirreit á tryggingarbréfunum þar sem sem gert var ráð fyrir samþykki þinglýstseiganda heldur var hann auður. Eiginmaður stefnanda ritaði hins vegar undirþann reit á veðskuldabréfinu og stefnandi ritaði undir sem samþykkur makiþinglýsts eiganda, auk þess sem hún ritaði undir sem maki skuldara.Undirritanir stefnanda á bréfin bera samkvæmt þessu ekki með sér að hún hafisamþykkt að veðsetja sinn eignarhluta í fasteigninni. Undirritun hennar geturþví samræmst því að hún hafi samþykkt veðsetninguna sem maki útgefanda bréfannaað því er hans eignarhluta varði, sbr. 60. og 64. gr. hjúskaparlaga nr.31/1993. Meðskilmálabreytingu 8. október 2009 var skilmálum á einni þeirra skuldaeiginmanns stefnanda sem tryggð var með tryggingarbréfunum breytt. Eiginmaðurstefnanda undirritaði skilmálabreytinguna sem útgefandi. Stefnandi ritaði þarundir reiti með yfirskriftina „Samþykki þinglýsts eiganda (ef annar enútgefandi)“ og „Samþykki þinglýsts eiganda og/eða maka þinglýst eiganda“. Íupphafi árs 2010 leituðu stefnandi og eiginmaður hennar tímabundinnargreiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna og hann jafnframt nauðasamnings tilgreiðsluaðlögunar og var fallist á umleitanir þeirra, eins og þegar hefur veriðlýst. Þá hefur verið gerð grein fyrir greiðsluaðlögunarumleitunum hjáUmboðsmanni skuldara. Við framangreindar umleitanir var gengið út frá því aðeignarhluti stefnanda í fasteigninni væri veðsettur ásamt eignarhlutaeiginmanns hennar. Þann4. apríl 2014 seldu stefnandi og eiginmaður hennar fasteign sína aðHjallabrekku 41 í Kópavogi. Stefndi aflétti veðum sínum af fasteigninni gegnþví að söluandvirðinu yrði ráðstafað til hans til greiðslu á skuldum eiginmannsstefnanda sem tryggðar væru með framangreindum bréfum. Þá felldi stefndi niðurþann hluta lána sem eftir stóð umfram söluverð fasteignarinnar. Með undirritunkaupsamningsins lýsti stefnandi því að eftirstöðvar söluverðsins, eftirgreiðslu lána á 1. til 5. veðrétti auk sölulauna, yrðu greiddar stefnda í þessuskyni. Þá undirritaði stefnandi samdægurs veðbandslausn. Samkvæmtgögnum málsins gerði stefnandi ekki neinn fyrirvara gagnvart stefnda vegnagreiðslu sinnar og engin athugasemd var gerð af hennar hálfu vegnaveðsetningarinnar eða greiðslunnar fyrr en hún kvartaði til úrskurðarnefndar umviðskipti við fjármálafyrirtæki 27. nóvember 2014. Þeim fyrirvara sem framkemur í kaupsamningi var ekki beint að stefnda, en hann virðist snúa að því að tryggjaað leiðréttingar vegna gengistryggðra lána fari til seljenda. Við sölufasteignar stefnanda og eiginmanns hennar nutu þau aðstoðar ráðgjafa hjáfyrirtækinu Procura ráðgjöf ehf. Þrátt fyrir það voru, sem fyrr segir, engarathugasemdir gerðar við veðsetningu eignarhlutar stefnanda í fasteigninni.Ekkert bendir til þess að stefndi hafi verið í vondri trú um að um gildaveðsetningu væri að ræða, en fyrir því eru dómafordæmi að slík veðsetning hafiverið talin gild, sbr. dóma Hæstaréttar í málunum nr. 111/2001 og 162/2009. Meðvísan til alls framangreinds er ekki fallist á að skilyrði fyrir endurgreiðslustefnda til stefnanda séu uppfyllt. Krafastefnanda um skaðabætur, vegna kostnaðar við málarekstur hjá úrskurðarnefnd umviðskipti við fjármálafyrirtæki og síðar gagnvart stefnda, telst tilmálskostnaðar, sbr. g-lið 1. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Samkvæmt þessu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda.Rétt þykir, með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, að málskostnaðurmilli aðila falli niður. Barbara Björnsdóttirhéraðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð : Stefndi,Arion banki hf., er sýkn af kröfum stefnanda, Herdísar Jónsdóttur. Málskostnaður fellurniður. |
Mál nr. 443/2017 | Lausafjárkaup Galli Afsláttur Upplýsingaskylda Skoðunarskylda | J ehf. og B ehf. keyptu í mars 2015 alla eignarhluti S ehf. í SH hf. en um var að ræða 25% af heildarhlutafé þess félags. Í málinu deildu aðilar um það hvort J ehf. og B ehf. ættu rétt til afsláttar af kaupverðinu á þeim grundvelli að fyrirsvarsmaður S ehf. hefði vanrækt upplýsingaskyldu sína og hefði kaupverðið því verið hærra en ella. Byggðu J ehf. og B ehf. á því að fyrirsvarsmaður S ehf. hefði hvorki upplýst um fjárhagslega stöðu Í ehf. sem var einn af stærri viðskiptaaðilum SH hf. og átti í verulegum rekstrarerfiðleikum né um kostnað við samning félagsins við B hf. um aðgang að bókunarkerfi þess félags. Héraðsdómur taldi að ekki væri hægt að draga þá ályktun að fyrirsvarsmaður S ehf. hefði vitað annað um fjárhagsstöðu Í ehf. en J ehf. og B ehf. höfðu sjálfir upplýsingar um við kaupin. Í ljósi þess að þeir væru sérfræðingar á sviði fjármála og reksturs fyrirtækja í líkum rekstri yrði að gera ríkar kröfur til þeirra um skoðun á félaginu fyrir kaupin á grundvelli 20. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Þá féllst héraðsdómur ekki á með J ehf. og B ehf. að ónákvæmar upplýsingar sem þeim voru veittar um samning við B ehf. veitti þeim rétt til afsláttar af kaupverði. Var S ehf. því sýknað af kröfu J ehf. og B ehf. í héraði. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með vísan til forsendna og þess að kaupverð hinna seldu hluta hefði verið ákveðið með því að að aðilar sammæltust um verðið og væri ekkert fram komið í málinu um að aðrar forsendur hefðu legið til grundvallar ákvörðun um það. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og GretaBaldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir landsréttardómari. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 10. júlí 2017. Þeir krefjast þessað stefndi greiði þeim 16.436.171 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. október 2015 tilgreiðsludags. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dómsen til vara að krafa áfrýjenda verði lækkuð. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Með kaupsamningi 11. mars 2015 keyptuáfrýjendur alla eignarhluti stefnda í hlutafélaginu Straumhvarfi en um var aðræða 25% af heildarhlutafé þess. Kaupverðið var 87.500.000 krónur. Dómkrafaáfrýjenda er á því reist að þeir eigi rétt til afsláttar af kaupverðinu vegnagalla á hinu selda. Samkvæmt framburði fyrirsvarsmanns stefnda fyrir héraðsdómióskaði hann eftir framangreindu verði fyrir hlut sinn sem hann kvað hafa tekiðmið af síðasta gengi á hlutabréfum í félaginu áður en til sölu á bréfunum kom.Af framburði fyrirsvarsmanna beggja áfrýjenda fyrir héraðsdómi verður ráðið aðfyrirsvarsmaður stefnda hafi óskað eftir þessu verði fyrir hlutina og um þaðhafi samist með aðilum. Kaupverð hinna seldu hluta var samkvæmt framangreinduákveðið með því að aðilar sammæltust um verðið og er ekki fram komið í málinuað aðrar forsendur hafi legið til grundvallar ákvörðun um það. Að þessu gættuen að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hannstaðfestur. Áfrýjendur verða dæmdir til að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal veraóraskaður. Áfrýjendur, JTG ehf. og Bakkagrandiehf., greiði óskipt stefnda, Sumardal ehf., 750.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þriðjudaginn 11. apríl 2017Mál þetta var höfðað með stefnubirtri 28. október 2015 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 14. febrúar2017. Stefnendur eru JTG ehf. og Bakkagrandi ehf. Hrefnugötu 5 í Reykjavík ogstefndi er Sumardalur ehf., Barónsstíg 59 í Reykjavík. Stefnendurkrefjast þess að stefnda verði gert að greiða þeim sameiginlega 16.436.171krónu og dráttarvexti af þeirri fjárhæð, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001, frá 30. október 2015 til greiðsludags. Auk þess krefjast stefnendurþess að stefnda verði gert að greiða hvorum um sig málskostnað að skaðlausu.Stefndi krefst aðallega sýknu afkröfum stefnenda en til vara að kröfur þeirra verði lækkaðar verulega. Í báðumtilvikum krefst hann greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnenda.I.Þann 11. mars 2015 keyptu stefnendurallt hlutafé stefnda í Straumhvarfi hf., sem nam um fjórðungi alls hlutfjár ífélaginu. Kaupverðið var 87.500.000 krónur og skyldi greitt í fjórum hlutum svosem nánar var kveðið á um í 3. gr. kaupsamnings aðila, dagsettum sama dag.Starfsemi félagsins er á sviði ferðaþjónustu ýmiss konar undir merkinu ArcticAdventures. Áðuren gengið var til kaupanna höfðu stefnendur kannað rekstur og efnahagStraumhvarfs hf., þ. á m. skoðuðu þeir tiltekna þætti í rekstri dótturfélagsþess Jöklamönnum ehf.. Voru sérfræðingar Ernst & Young hf. fengnir til aðrannsaka ákveðna þætti í rekstrinum og liggur fyrir vinnuskýrsla frá þeimdagsett 27. febrúar 2015, gerð af Guðjóni Norðfjörð og Ragnari Oddi Rafnssyni.Kveða stefnendur að við rannsókn Ernst & Young hafi m.a. verið stuðst viðupplýsingar sem Torfi G. Yngvason, forsvarsmaður stefnda og þáverandiframkvæmdastjóri Straumhvarfs hf., hafi veitt. Í 5. gr. kaupsamningsins er vikið aðskilyrðum og forsendum kaupanna. Í 3. mgr. 5. gr. segir: „Kaupendur byggjakaupin m.a. á skoðun Ernst & Young á félaginu og á því að Torfi Yngvason,stjórnarmaður seljanda og fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins hafi veittErnst & Young allar upplýsingar sem gætu haft áhrif á verðmæti félagsins.“Þá er í 2. mgr. 6. gr. samningsins svohljóðandi ákvæði um ábyrgð á upplýsingumum félagið: „Seljandi ábyrgist að seljandi og/eða Torfi Yngvason búi ekki yfirneinum þeim upplýsingum við gerð samnings þessa sem kaupendur búa ekki yfir oggætu haft neikvæð áhrif á verðmæti félagsins, sbr. til dæmis að viðskiptamennhyggist segja upp samningum við félagið.“Stefnendur telja að komið hafi íljós, fljótlega eftir að kaupin voru gerð, að ýmis atriði í rekstri og efnahagfélagsins hafi ekki verið í samræmi við það sem þeir hafi mátt vænta ágrundvelli þeirra upplýsinga sem Torfi hafi veitt þeim. Hafa þeir af þessariástæðu krafið stefnda um afslátt af kaupverðinu en stefndi hefur hafnað þeirrikröfu.Fyrir dómi gáfu aðilaskýrslu þeir JónÞór Gunnarsson, fyrirsvarsmaður JTG ehf., Styrmir Bragason, fyrirsvarsmaðurBakkagranda, og Torfi G. Yngvason, fyrirsvarsmaður Sumardals ehf. Þá gáfuskýrslu vitnin Laurent Philippe Joseph Jegu, starfsmaður Straumhvarfs hf., ogRagnar Oddur Rafnsson, sérfræðingur hjá Ernst & Young. Loks gaf BenediktKjartan Magnússon, sviðstjóri hjá KPMG og dómkvaddur matsmaður, skýrslu fyrirdómi. Framburður þeirra er rakinn í niðurstöðu dómsins eftir því sem tilefni ertil.II.Stefnendur reisa kröfu sína á því aðfélagið sem þeir keyptu hafi verið haldið galla og gallanum megi jafna tilvanefnda af hálfu stefnda. Eigi þeir af þessum sökum rétt til afsláttar ákaupverðinu sem nemi stefnufjárhæð málsins. Stefnendurvísa til 3. mgr. 5. gr. og 2. mgr. 6. gr. í kaupsamningi aðila, þar semforsendum og skilyrðum kaupanna sé lýst. Þar sé kveðið á um ríkaupplýsingaskyldu Torfa Yngvasonar, forsvarsmanns stefnda, og ábyrgðar hans áþví að ekkert sé dregið undan sem geti haft áhrif á verðmæti félagsins.Jafnframt vísa stefnendur til 18. gr. laga nr. 50/2000, um lausafjárkaup,varðandi upplýsingaskyldu hans. Stefnendur byggja á því að Torfi hafi vanræktupplýsingaskyldu sína sem leitt hafi til þess að kaupverð félagsins hafi orðiðhærra en annars hefði verið.Þær upplýsingar sem stefnendur byggjaá að Torfi hafi búið yfir en leynt þeim, eða látið hjá líða að upplýsa um,varða annars vegar fjárhagslega stöðu félagsins Íslensk ævintýri ehf., sem hafiverið einn af stærri viðskiptaaðilum Straumhvarfs hf. auk þess sem félagið átti30% hlut í því, og hins vegar kostnað við samning félagsins við Bókun hf., umaðgang að bókunarkerfi þess fyrirtækis. Hvað fyrra atriðið varðar, hafifljótlega eftir kaup stefnanda á Straumhvarfi hf. komið í ljós að Íslenskævintýri ehf. áttu í verulegum rekstrarerfiðleikum og að mikil hætta væri á þvíað það yrði af verulegum viðskiptum. Torfi Yngvason hafi verið stjórnarmaður ífélaginu og stöðu sinnar vegna haft upplýsingar um þessa erfiðleika án þess aðupplýsa stefnendur um þá. Erfiðleikana hafi mátt rekja til rekstrarerfiðleikafranska félagsins Beyond Traveling Sarl., sem hafi verið stór viðskiptavinurÍslenskra ævintýra ehf. Það fyrirtæki hafi rekið ferðaþjónustu undirvörumerkingu Green Aventure, hafi lent í vanskilum við félagið og síðar hættviðskiptum og orðið gjaldþrota. Kröfur Íslenskra ævintýra ehf. á hendur BeyondTraveling Sarl. hafi tapast við gjaldþrot þess síðarnefnda sem aftur leiddi tilþess að rekstrargrundvöllur þess fyrrnefnda brast. Af þessum sökum hafiStraumhvarf hf. orðið af viðskiptum sem nemi um 7,6% af veltu þess en árið 2014hafi Íslensk ævintýri ehf., sem milligönguaðili með viðskipti við GreenAventure, keypt vörur og þjónustu af Straumhvarfi hf. fyrir tæplega 70milljónir króna. Þá hafi Straumhvarf hf. tapað hlutdeild sinni í Íslenskum ævintýrumehf. þegar það félag komst í greiðsluþrot, en í ársreikningi þess árið 2014hafi hlutur Straumhvarfs hf. verið metinn liðlega fjórar milljónir króna. Varðandi viðskiptin við Bókun hf.,byggja stefnendur á því að Torfi hafi sagt þeim að í gildi væri samningur viðþað fyrirtæki sem kvæði á um að Straumhvarf hf. hefði aðgang að bókunarkerfiBókunar og greiddi 100.000 krónur á mánuði fyrir þann aðgang. Eftir að gengiðhafi verið frá kaupum stefnenda á Straumhvarfi hf. hafi hins vegar komið í ljósað slíkur samningur hafi ekki verið fyrir hendi og að greiða hafi þurft 250.000krónur á mánuði fyrir aðganginn, sem síðar hækkaði í 300.000 krónur.Rekstrarkostnaður félagsins hafi hækkað sem þessu nam og haft áhrif á arðsemifélagsins og þar með verðmæti þess.Byggja stefnendur á því aðframangreint feli í sér galla á félaginu sem þeir keyptu af stefnda þar semþessi atriði rýri verðgildi þess. Hefðu þeir haft réttar upplýsingar undirhöndum við samningsgerðina hefðu þeir ekki fallist á það kaupverð sem samiðhafi verið um. Þess vegna eigi þeir rétt til afsláttar á kaupverðinu. Rökstyðjastefnendur kröfu sína með því að lýsa því hvaða áhrif framangreind atriði hafihaft á forsendur útreikninga á verðmæti félagsins með eftirfarandi hætti:EBITDA félagsins hafi í reynd ekki verið 98.318.858 krónur, svo sem forsendurkaupverðs byggðu á, heldur 89.808.242 krónur, skuldir umfram veltufé hafi numið170.414.366 krónum en ekki 147.756.138 krónum svo sem lagt hafi verið tilgrundvallar útreikningi á verðmæti félagsins. Þetta leiði til þess, sé sömuforsendum beitt við útreikninga á verðmæti hlutarins sem stefnendur keyptu, aðverðmæti hans sé 16.436.171 krónu lægra en þeir greiddu í raun. Til stuðningskröfu um afslátt vísa stefnendur til V. kafla laga nr. 50/2000, umlausafjárkaup, og almennra reglna kröfuréttar um vanefndir ogvanefndaheimildir. III.Stefndi reisir sýknukröfu sína ámeginreglu samningaréttar um að samninga skuldi halda. Reglunni verði ekkivikið til hliðar nema sá sem krefjist þess sanni að skilyrði til þess séu fyrirhendi. Því beri stefnendur sönnunarbyrðina fyrir því að skilyrði þess að veitaskuli afslátt af kaupverði séu fyrir hendi. Stefndi byggir á því að sönnunstefnenda um það atriði hafi ekki tekist. Þá sé verðmatið, sem í stefnu sé sagtað hafi verið lagt til grundvallar við ákvörðun um kaupverð félasins,þýðingarlaust fyrir úrlausn málsins. Þær forsendur sem stefnendur kveði aðverðmatið byggi á séu stefnda óviðkomandi. Hann hafi ekki komið að gerð þeirra,þær hafi ekki legið til grundvallar við samningsgerð aðila og þeirra sé hvergigetið í kaupsamningi um félagið. Stefndi byggir á því að við verðmat á hinuselda félagi beri að miða við fleira en stöðu þess við áhættuskiptin í mars2015. Stefnendur hafi keypt fjórðungshlut í félagi sem stundi rekstur. Verðmætislíks félags liggi í veltu og tekjum eftir að kaupin eigi sér stað en ekkifyrir þann tíma. Samkvæmt upplýsingum stefnda hafi rekstur Straumshvarfs hf.gengið mjög vel árið 2015, velta þess hafi aukist mikið og viðskipti dótturfélagavið félagið stóraukist, jafnvel margfaldast. Tekjur Straumhvarfs hf. hafi þvístóraukist og hafi skilað, eða muni skila, hluthöfum félagsins mun meiri arðien rekstur þess árið 2014 gaf tilefni til þess að ætla. Í ljósi þessa væri afarsérstætt ef stefndi yrði dæmdur til þess að veita stefnendum afslátt með vísantil galla á hinu selda.Á stefnendum hafi hvílt skylda til aðskoða hið keypta fyrir kaupin. Það hafi þeir gert. Því geti þeir ekki boriðfyrir sig galla sem þeir vissu eða máttu vita um þegar kaupin voru gerð, sbr.1. mgr. 20. gr. laga nr. 50/2000, um lausafjárkaup. Rannsóknar- ogaðgæsluskylda þeirra sé enn ríkari í ljósi þess að þeir byggðu kaupverð sitt ásérstakri skoðun sérfræðinga á hinu selda sbr. 2. mgr. sömu greinar. Auk þessséu forsvarsmenn stefnenda, þeir Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason,þrautreyndir fagfjárfestar sem búi yfir áratuga langri reynslu af verðmati oggreiningu fyrirtækja, kaupum og sölu á félögum og hafi að auki mikla reynslu afbanka- og fjármálastarfsemi og fjárfestingum í ferðaþjónustufyrirtækjum. Þeimséu mætavel ljós áhrif þess á fjárhag fyrirtækja þegar afskrifa þurfi bókfærðakröfu eða þegar rekstrarkostnaður hækki. Þrátt fyrir það hafi ekki verið gerðurneinn fyrirvari í kaupsamningi aðila um að slík atriði hefðu áhrif á efnisamningsins. Stefndi mótmælir því sem röngu ogósönnuðu að hann hafi veitt stefnendum ófullnægjandi eða rangar upplýsingar viðsamningsgerðina. Hvað varðar viðskipti Straumhvarfs hf. við Íslensk ævintýriehf. þá byggir stefndi á því að stefnendur hafi verið að fullu upplýstir um þaðað stærsti einstaki viðskiptavinur þess félags, Beyond Traveling Sarl. (GreenAventure), hafi ekki staðið að fullu við greiðslur vegna viðskipta á árinu2014. Stefnendur hafi engan fyrirvara gert vegna þeirra upplýsinga og eratvikalýsing í stefnu röng hvað þetta atriði varðar. Jafnframt hafi stefnendumverið kunnugt um skuldastöðu Íslenskra ævintýra ehf. við Straumhvarf hf. og ennfremur að hana mætti rekja til vanskila Beyond Traveling Sarl. við fyrstnefndafyrirtækið. Hafi stefnendur talið það forsendu kaupverðsins að kröfur á hendurÍslenskum ævintýrum ehf. fengjust að fullu greiddar, hafi þeim borið að kannaástæður skuldarinnar og greiðslugetu félagsins. Stefnendum megi vera ljóst aðávallt sé einhver óvissa í viðskiptum, ekki síst þegar þau snúa að kaupum áhlutabréfum í óskráðu félagi. Þá áhættu verði samningsaðilarnir að axla.Meginhluti rekstrartekna Straumhvarfs hf. komi af sölu ferðaþjónustu. Sámarkaður sé afar sveiflukenndur og ekki hægt að ganga út frá því að viðskiptieinstakra samstarfsaðila verði jafnmikil frá ári til árs. Því sé engin tryggingfyrir því að tilteknir samstarfssamningar gefi jafnmiklar tekjur frá einu áritil þess næsta, sérstaklega ekki þegar um fyrirtæki eins og Íslensk ævintýriehf. sé að ræða sem hafi boðið upp á fáar tegundir ferða. Stefndi hafi hvorkiábyrgst að kröfur á hendur Íslenskum ævintýrum ehf. fengjust greiddar né heldurað það félag fengi kröfur á hendur sínum viðskiptamönnum greiddar. Því sémótmælt sem ósönnuðu að rekstrargrundvöllur Íslenskra ævintýra ehf. sé brostinneða að félagið hafi orðið gjaldþrota. Engin gögn þar að lútandi hafi verið lögðfram í málinu.Þá byggir stefndi á því að áhættan afhinu selda hafi flust yfir á stefnendur við afhendingu, þ.e. undirritunkaupsamningsins þann 11. mars 2015 og stefnendur hafi borið ábyrgð á hinuselda, þ. á m. kostnaði við bókunarkerfið, frá þeim tíma. Krafa stefnenda umafslátt á grundvelli hærri rekstrarkostnaðar bókunarkerfis sé órökstudd ogvanreifuð. Ekki liggi fyrir hver kostnaður af þessum rekstarlið hafi veriðfyrir kaupsamning aðila og heldur ekki eftir að hann var gerður. Gögn málsinsstyðji ekki staðhæfingar stefnenda um þessi atriði. Þá hafi stefndi ekkiábyrgst með nokkrum hætti kostnað vegna þessa rekstarliðar og ekki veitt þeimneinar upplýsingar sem hafi gefið þeim ástæðu til að ætla að hann yrði sá semhaldið er fram í stefnu. Sé staðhæfingum í stefnu um þessi atriði mótmælt semröngum og ósönnuðum auk þess sem algerlega sé vanreifað á hvaða forsendumstefnda, sem seldi stefnendum 25% hlut í félagi, beri að greiða þeim allanviðbótarkostnað sem stefnendur kveða að félagið hafi haft af rekstribókunarkerfis.Varakröfu sína um verulega lækkunstefnukrafna byggir stefndi á sömu sjónarmiðum og að framan er lýst varðandisýknukröfuna að því leyti sem við á. Verði fallist á að stefnda beri að veitastefnendum afslátt beri að taka tillit til þess að stefndi seldi stefnendum 25%hlut í félagi. Því geti afsláttur af kaupverði vegna tjóns félagsins vegna tapaðrakrafna á dótturfélag þess ekki numið meira en fjórðungi af því tjóni semfélagið hafi orðið fyrir vegna þessa. Á sama hátt geti ætlað tjón stefnendavegna breytinga á rekstrarkostnaði hins selda félags ekki verið meira enfjórðungur af hækkuninni. Beri því í öllu falli að lækka kröfur stefnenda semþessu nemi. Jafnframt mótmælir stefndi kröfu um dráttarvexti frá fyrri tíma endómsuppsögu. Varðandi lagarök vísar stefndi tillaga um meðferð einkamála nr. 91/1991, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem ogalmennra reglna samninga- og kröfuréttar, einkum til sjónarmiða umskuldbindingargildi samninga, efndir og lok kröfuréttinda. Þá vísast til ákvæðalaga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, einkum III. kafla þeirra. Krafa ummálskostnað styðst við XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála,aðallega 129. og 130. gr.IV.Í máli þessu gera stefnendur kröfu umað stefndi greiði þeim liðlega 16,4 milljónir króna í afslátt af kaupverði 25%hlutafjár í Straumhvarfi hf., sem stefnendur keyptu af stefnda 15. mars 2015með kaupsamningi sem gerður var sama dag. Fyrir liggur að kaupverðið í heild,87.500.000 krónur, hefur nú verið innt af hendi í samræmi við ákvæðikaupsamningsins. Krafa stefnenda er reist á því að hiðselda hafi verið haldið galla þegar viðskiptin áttu sér stað sem leiði til þessað verðmæti þess hafi í raun verið lægra sem nemur fjárhæð kröfu þeirra. Þegarhefur verið gerð grein fyrir því hvernig stefnendur rökstyðja nánar fjárhæðkröfunnar. Byggja þeir á því að forsvarsmaður stefnda, Torfi G. Yngvason, hafibúið yfir upplýsingum um rekstur Straumhvarfs hf. sem honum hafi borið aðupplýsa forsvarsmenn stefndu um áður en gengið var til kaupanna. Fyrir liggurað Torfi var framkvæmdastjóri Straumhvarfs hf. þar til hann seldi stefnendum sinnhlut í félaginu auk þess sem hann sat í stjórn Íslenskra ævintýra ehf., semStraumhvarf átti 30% hlut í á móti 70% hlut Laurent Joseph Jegu, sem jafnframtvar annar af tveimur starfsmönnum félagsins. Annars vegar byggja stefnendur á þvíað þegar kaupin fóru fram hafi franska fyrirtækið Beyond Traveling Sarl. veriðí miklum vanskilum við Íslensk ævintýri ehf. sem líkur hafi verið á að hefðiáhrif á möguleika síðarnefnda félagsins til að standa í skilum við Straumhvarfhf. Þetta hafi forsvarsmanni stefnda verið ljóst og hann látið hjá líða aðsegja stefnendum frá því. Með því hafi hann brotið gegn upplýsingaskyldu sinnisamkvæmt kaupsamningi aðila sem fram komi í grein 5.3 og 6.3 en efni þessaraákvæða eru rakin í atvikalýsingu dómsins. Ekki liggja fyrir í málinu skrifleggögn varðandi það hvaða upplýsingar Torfi veitti skoðunarmönnum en bæði Torfiog Ragnar Oddur Rafsson, annar skoðunarmanna Ernst & Young, báru fyrir dómiað þeir hefðu a.m.k. átt einn fund snemma á árinu 2015 í tengslum við skoðuninaá Straumhvarfi. Stefndi mótmælir því að fjárhagsstaða Beyond Traveling Sarl.hafi verið eins alvarleg og stefendur staðhæfa þegar salan á hans hluti íStraumhvarfi fór fram og mótmælir því auk þess eindregið að hafa búið yfirvitneskju um það.Til að leysa úr þessu ágreiningsefnier fyrst til þess að taka að stefnendur bera sönnunarbyrði fyrir staðhæfingumsínum, m.a. um hver raunveruleg fjárhagsstaða Beyond Traveling Sarl. var oghver vitneskja forsvarsmanns stefnda um hana hafi verið þegar kaup þeirra á hlutstefnda fóru fram 11. mars 2015. Ekki er um það deilt að Beyond Traveling Sarl.er nú gjaldþrota og Íslensk ævintýri ehf. lýsti kröfu að fjárhæð liðlega233.000 evrur í þrotabúið þann 16. september 2015. Ekkert fékkst greitt afþeirri kröfu. Þá upplýstu forsvarsmenn stefnenda, Jón Þór Gunnarsson og StyrmirBragason, í skýrslu fyrir dómi að Íslensk ævintýri ehf. hefði hætt starfsemi ogStraumhvarf yfirtekið rekstur þess.Ekki er um það deilt að skuldÍslenskra ævintýra ehf. við Straumhvarf hf. um áramótin 2014-15 hafi verið um14 milljónir króna og að stefnendum hafi verið kunnugt um skuldastöðuna þegarkaupin fóru fram. Jafnframt er óumdeilt að helsta ástæða þess að Íslenskævintýri gátu ekki staðið í skilum var sú að Beyond Traveling Sarl. var ívanskilum við félagið.Endurskoðunarfyrirtækið Ernst &Young var fengið til að rannsaka fjárhag Straumhvarfs hf. í aðdraganda kaupannaog fyrir liggja nokkuð ítarleg gögn frá þeim um stöðu félagsins. Í skýrslufyrir dómi bar Ragnar Oddur Rafnsson, sem stýrði skoðun Ernst & Young áfélaginu, að hún hefði í upphafi verið gerð í tengslum við fyrirhuguð kaup JónsÞórs Gunnarssonar og Landsbréfa á 75% hlut annarra en stefnda í Straumhvarfiehf. Skoðunin hefði hafist síðla 2014 og niðurstöður hennar birst í skýrslu semnefnd er vinnuskýrsla, dagsett 27. febrúar 2015. Í skýrslunni eru m.a.upplýsingar um stöðu skammtímakrafna um ármótin 2014-15, sem sagðar eru veratæplega 55 milljónir króna. Sú athugasemd er gerð í skýrslunni að gera megi séráð fyrir að einhverjar þeirra muni tapast og jafnframt tekið fram að samkvæmthefðbundnum útreikningi skuli niðurfæra kröfurnar um 9,4 milljónir eða 17%. Þáer jafnframt meðal gagna málsins sundurliðun á kröfu Straumhvarfs hf. á hendurÍslenskum ævintýrum ehf. um sömu áramót. Þar er skuldin sögð nema 14.425.140krónum, þar af hafi ógjaldfallin skuld numið 4.792.557 kr., 5.396.176 kr. veriðinnan við 30 daga gömul skuld og 4.056.407 kr. verið 30-60 daga gömul skuld. Þáer meðal gagna málsins yfirlit yfir stöðu skulda Íslenskra ævintýra ehf. viðStraumhvarf frá upphafi árs 2012 til ársloka 215. Af því yfirliti má sjá aðskuld félagsins eykst ár frá ári, er um 150.000 krónur í janúar 2012, 1.320.000kr. í lok janúar 2013 en rúmlega 12 milljónir í lok þess árs. Eins og áðursegir nam skuld félagsins ríflega 14 milljónum króna um áramótin 2013-2014.Hvað stöðu Beyond Traveling Sarl.gagnvart Íslenskum ævintýrum ehf. varðar liggur fyrir í málinu að fyrrnefndafélagið var í vanskilum við síðarnefnda félagið á árinu 2014. Af fundargerðstjórnarfundar Íslenskra ævintýra ehf. 26. september 2014, sem er undirrituð afforsvarmanni stefnda og Laurent Jegu, sem báðir áttu sæti í stjórn félagsins,má sjá að skuldastaða franska félagsins hafi verið rædd. Er greint frá því ífundargerðinni að félagið hafi greitt inn á skuld sína að undaförnu þannig aðskuldin sé hætt að vaxa og hafi verið lítillega greidd niður. Það sé þó ekkinóg og lagt hafi verið til að félagið greiddi 20.000 evrur vikulega inn á eldriskuld til viðbótar við greiðslu útgefinna reikninga. Beðið sé eftir viðbrögðumvið þessari tillögu. Í tölvupósti Laurent Jegu 31. október 2014 til Torfa,upplýsir Laurent um að borist hafi greiðslur að fjárhæð 25.000 evrur frá BeyondTraveling Sarl. sama dag og að nokkrum dögum seinna sé líklegt að 20.000 evrurtil viðbótar verði greiddar auk þess sem félagið lofi að greiða 75.000 til100.000 evrur 14. nóvember og 25.000 evrur á viku frá og með vikunni þar áeftir. Í skýrslu fyrir dómi lýsti vitniðLaurent Jegu því að Beyond Traveling Sarl. hefði í upphafi viðskipta félagannastaðið í skilum en hafi farið að safna skuldum þegar leið á viðskiptasambandþeirra. Aðrar upplýsingar um þróun skuldastöðu Beyond Traveling Sarl. viðÍslensk ævintýri ehf. liggja ekki fyrir né heldur upplýsingar um það hve lengiviðskiptasamband félaganna stóð. Í óendurskoðuðum ársreikningi Íslenskraævintýra ehf. fyrir árið 2014 kemur fram að félagið hafi verið rekið með tapiupp á 5,3 milljónir það ár, samanborið við 4 milljóna króna hagnað árið áundan. Þá kemur fram í ársreikningum að útistandandi kröfur á hendurskuldunautum nemi tæplega 13 milljónum króna. Gera verður ráð fyrir því aðstærstur hluti þeirra krafna hafi verið á hendur Beyond Traveling Sarl. þó aðekki liggi fyrir í málinu gögn því til staðfestingar. Að öðru leyti liggja ekkifyrir upplýsingar um það hvernig skuldastaða franska félagsins þróaðist fram aðþeim tíma þegar stefnendur keyptu Straumhvarf hf. í mars 2015 en fyrir liggurað krafa Íslenskra ævintýra ehf. í þrotabú þess nam þann 16. september 2015liðlega 230.000 evrum eða um 33,5 milljónum íslenskra króna miðað við gengiþess dags. Í skýrslu fyrir dómi báru forsvarsmenn beggja stefndu og LaurentJegu að sá síðastnefndi hefði gert þeim grein fyrir greiðsluerfiðleikum franskafyrirtækisins á fyrstu dögum þeirra í starfi hjá Straumhvarfi hf. en þeirkveðast hafa tekið til starfa hjá félaginu um leið og gengið hafði verið frákaupunum. Í kjölfarið hefðu þeir haft samband við eigendur franska félagsins ogeftir viðræður við þá hefði þeim verið ljóst að þessu félagi yrði ekki bjargaðfrá gjaldþroti. Hafi félaginu þó verið gefinn lokafrestur til að greiðaviðskiptaskuld sína en engar greiðslu hefðu borist.Framangreind gögn tala sínu máli umþróun skuldastöðu Íslenskra ævintýra ehf. við Straumhvarf hf. Verður af framlögðumgögnum og vitnisburði aðila og vitna fyrir dómi ekki dregin ályktun um aðforsvarsmaður stefnda hafi búið yfir öðrum upplýsingum en stefnendum var eðamátti vera kunnugt um. Af áðurnefndri fundargerð stjórnar Íslenskra ævintýrafrá 26. september 2014 og tölvuskeyti Laurent til Torfa nokkrum vikum eftirfundinn, er ekki hægt að draga þá ályktun að Torfi hafi vitað annað en það semendurspeglast í skuldastöðu Íslenskra ævintýra ehf. við Straumhvarf um áramótin2014-2015 og stefnendur sjálfir höfðu upplýsingar um við kaupin. Er því ósannaðað hann hafi leynt stefnendur einhverjum upplýsingum sem hann hafi búið yfir áþeim tíma þegar kaupin fóru fram. Þá verður einnig, með hliðsjón af því aðstefnendur nutu ekki einungis aðstoðar sérfræðings við mat á virði félagins,heldur er óumdeilt að þeir sjálfir eru sérfræðingar á sviði fjármála ogreksturs fyrirtækja í líkum rekstri, að gera ríkar kröfur til þeirra um skoðuná félaginu fyrir kaupin, sbr. 20. gr. laga nr. 50/2000. Stefnendur hafa ekkimótmælt staðhæfingum stefnda um að þeir sjálfir og skoðunarmenn Ernst &Young, sem voru trúnaðarmenn þeirra, hafi haft aðgang að öllum gögnum sem máliskipta um rekstur Straumhvarfs hf. og dótturfélaga þess áður en þeir gengu tilkaupanna. Af skýrslu Ernst & Young má sjá að sérstaklega hafi verið skoðuðstaða Jöklamanna ehf., sem Straumhvarf hf. átti 50% hlut í en engarvísbendingar eru um að samsvarandi skoðun hafi farið fram á Íslenskum ævintýrumehf., sem var í 30% eigu Straumhvarfs. Með hliðsjón af framangreindu verður aðtelja að stefnendur hafi vanrækt skoðunarskyldu sína, sem var sérstaklega rík íljósi sérþekkingar þeirra og sérfræðilegrar aðstoðar sem þeir nutu. Sérstaklegavar brýnt að þeir skoðuðu stöðu Íslenskra ævintýra ehf., í ljósi þess aðrekstur þess var nátengdur rekstri Straumhvarfs hf. og að þeirra eigin sögn íraun rekið eins og söludeild innan Straumhvarfs hf. fyrir viðskipti við franskaviðskiptavini.Síðari málsástæða stefnenda lýtur aðþví að samningar Straumhvarfs hf. við Bókun ehf. hafi ekki reynst vera þessefnis sem forsvarsmaður stefnda upplýsti skoðunarmenn Ernst & Young um. Íáðurnefndir skýrslu Ernst & Young frá 27. febrúar 2015 segir að Bókun ogStraumhvarf hafi gert með sér samning um að Straumhvarf aðstoði Bókun við þróunákveðinna þátta í kerfi sínu og fái í staðinn að nota kerfið endurgjaldslaustþar til þessir eiginleikar séu orðnir virkir. Að því loknu eigi Straumhvarf hf.að greiða 100.000 kr. á mánuði fyrir notkun kerfisins. Í tölvuskeytistarfsmanns Ernst & Young til lögmanns stefnenda 19. ágúst 2015 segir aðþessar upplýsingar hafi verið fengnar á fundi með forsvarsmanni stefnda enjafnframt er tekið fram að þeir hafi ekki fengið afhentan skriflegan samningþessa efnis við Bókun. Í tölupóstsamskiptum Bókunar við lögmann stefnanda 18.júní 2015 kemur fram að forsvarsmenn Bókunar hf. telja engan samning um þessafjárhæð vera fyrir hendi. Í einu skeytanna segir Ólafur Gauti Guðmundsson hjáBókun að hann muni eftir því að Torfi hafi lagt til að Straumhvarf greiddiþessa fjárhæð, þ.e. 100.000 kr. á mánuði, fyrir aðgang að kerfi Bókunar en aðþeim hafi fundist upphæðin of lág og hafnað því. Þá liggur fyrir tölvuskeytifrá Bókun frá 2. júlí 2015 þar sem segir að samningur hafi náðst við nýjaeigendur Straumhvarfs hf. um eitt verð fyrir móðurfélagið og fimm nánar greindfélög sem tengjast því, um að greiða 250.000 kr. á mánuði auk virðisaukaskattsfyrir aðgang að bókunarkerfinu og að gjaldið muni hækka eftir eitt ár í 300.000krónur. Jafnframt má af skeytinu ráða að af heildargreiðslunni, þ.e. 250.000krónum, séu 90.000 kr. vegna dótturfélaga Straumhvarfs.Fyrir dómi bar forsvarsmaður stefnda,Torfi Yngvason, að hann hefði talið að samkomulag hefði tekist við Bókun um aðStraumhvarf hf. greiddi 100.000 kr. á mánuði fyrir aðgang að kerfi Bókunar hf.og 20.000 kr. að auki fyrir hvert dótturfélag eða tengt félag. Hann kveðstaldrei hafa sagt að til væri skriflegur samningur þessa efnis.Af framangreindu má ráða að þærupplýsingar um verð fyrir þjónustu Bókunar sem byggt er á í skýrslu Ernst &Young eru byggðar á upplýsingum frá Torfa. Jafnframt liggur fyrir að enginnskriflegur samningur lá fyrir við Bókun. Jafnvel þótt fallast megi á það meðstefnendum að þær upplýsingar sem Torfi veitti um viðskiptin við Bókun hafi aðminnsta kosti verið ónákvæmar, miðað við það sem hann bar í skýrslu fyrir dómi,er ekki á það fallist að þetta atriði veiti þeim rétt til afsláttar afkaupverðinu. Er í því efni fyrst til þess að líta að hafi samningurinn viðBókun verið forsenda fyrir því kaupverði sem stefnendur féllust á að greiða,verður að telja að stefnendum hafi, með hliðsjón af almennri skoðunarskyldusinni, borið að kanna með einhverjum hætti hvert efni samnings við Bókun væri.Hvorki skoðunarmenn Ernst & Young né forsvarsmenn stefnenda virðast hafa gertreka að því að afla upplýsinga um efni samningsins, s.s. með því að kalla eftirskriflegum samningum eða óska staðfestingar Bókunar á efni hans. Þá er með ölluósannað að grundvöllur kaupverðs hlutar stefnda í Straumhvarfi hf. hafi veriðákveðið sem margfeldi af EBIDTA félagsins, svo sem stefnendur byggjaafsláttarkröfu sína á. Loks verður ekki hjá því komist að horfa til þess að sásamningur sem deilt er um varðar litlum fjárhæðum hvort sem miðað er viðkaupverð umdeildra viðskipta, veltu félagsins eða rekstarkostnað þess. Því erósannað að þetta atriði eitt og sér hafi rýrt verðmæti hins selda sem neinunemi.Með framangreindum rökstuðningi erekki fallist á að hið selda félag hafi verið haldið galla sem veiti stefnendumrétt til afsláttar af kaupverðinu úr hendi stefnda. Verður stefndi því sýknaðuraf öllum kröfum stefnenda.Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laganr. 91/1991 verður stefnendum gert að greiða stefnda óskipt málskostnað semþykir hæfilega ákveðinn 850.000 krónur. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómarikvað upp þennan dóm.D ó m s o r ð :Stefndi Sumardalur ehf. er sýkn afkröfum stefnenda, JTG ehf. og Bakkagranda ehf. Stefnendur greiði stefnda óskipt850.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 40/2017 | Einkahlutafélag Lán Skaðabætur Ábyrgð Ábyrgð stjórnarmanna Málshöfðunarfrestur Fyrning Afturvirkni | Þb. M ehf. höfðaði mál á hendur S ehf., G, K og S og krafðist endurgreiðslu láns sem M ehf. hafði veitt S ehf. í tengslum við kaup félagsins á hlutum í A hf. árið 2007. S ehf. var hluthafi í M ehf. þegar lánssamningurinn var gerður. Eigandi S ehf. var G sem var jafnframt forstjóri M ehf. en hann undirritaði samninginn fyrir hönd beggja félaga. Deilt var um í málinu hvort lánið hefði verið í andstöðu við ákvæði 79. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Í héraðsdómi var krafa þb. M ehf. tekin til greina á hendur S ehf. einum, en undir rekstri málsins í héraði var bú S ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Ákvað þrotabú S ehf. að una niðurstöðu héraðsdóms og viðurkenna kröfu þb. M ehf. sem almenna kröfu í búið. Að gengnum héraðsdómi voru bú G, K og S tekin til gjaldþrotaskipta. Í dómi Hæstaréttar var talið að lánið hefði stangast á við 1. og 2. málslið 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 og að engin undaþáguákvæði þeirrar lagagreinar ættu við um það. Samkvæmt því hefði S ehf. borið að endurgreiða lánið með dráttarvöxtum samkvæmt 4. mgr. 79. gr. laganna. Ljóst væri að þb. M ehf. fengi aðeins lítinn hluta kröfu sinnar greiddan úr þrotabúi S ehf. og hefði þb. M ehf. því orðið fyrir tjóni vegna lánveitingarinnar. Talið var að krafa þb. M ehf. á hendur þb. G, þb. K og þb. S væri fallin niður að því marki sem hún væri reist á reglum um skaðabætur þar sem málið hafði ekki verið höfðað innan þeirra tímamarka sem kveðið var á um í þágildandi 110. gr. laga nr. 138/1994. Ákvæði 5. mgr. 79. gr. sömu laga, sem þb. M ehf. reisti kröfu sína meðal annars á, byggði hins vegar efni sínu samkvæmt á reglum fjármunaréttar um kröfuábyrgð en ekki reglum um skaðabætur. Hefði ábyrgðarkrafan stofnast eftir að bú S ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta og ljóst var að félagið myndi ekki geta endurgreitt lánið. Um fyrningu kröfunnar hefðu því gilt almennar reglur laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda, sbr. 2. málslið 28. gr. laganna. Krafa þb. M ehf. hefði því ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað. Þar sem G undirritaði lánssamninginn fyrir bæði lánveitanda og lántaka var talið að hann hefði gert eða framkvæmt samninginn í skilningi 5. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Væri lánafyrirgreiðsla af þessum toga ekki hluti af daglegum rekstri einkahlutafélags samkvæmt 2. mgr. 44. gr. sömu laga og yrði því ekki tekin ákvörðun um hana án sérstakrar heimildar frá stjórn M ehf. Í málinu lægju engin gögn fyrir um hvernig staðið var að ákvörðuninni. Ársreikningur M ehf. fyrir árið 2007 bæri það hins vegar með sér að hafa verið samþykktur af K og S sem þáverandi stjórnarmönnum félagsins. Hefðu engin gögn verið lögð fram um að K eða S hefðu nokkru sinni gert athugasemdir við umrædda gerninga en þeir höfðu verið færðir í bókhald M ehf. Var því talið að K og S hefðu sem stjórnarmenn M ehf. með beinum eða óbeinum hætti veitt G heimild til að veita lánið. Var þb. G, þb. K og þb. S því óskipt gert að greiða þb. M ehf. umkrafða fjárhæð. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Greta Baldursdóttir ogAðalsteinn E. Jónasson landsréttardómari.Aðaláfrýjandiþrotabú Milestone ehf. skaut málinu til Hæstaréttar 20. janúar 2017. Hannkrefst þess að stefndu og gagnáfrýjanda verði óskipt gert að greiða sér 346.350evrur, 419.229 svissneska franka, 28.046.557 japönsk jen og 134.445 bandaríkjadalimeð dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 4. júní 2007 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun20. júní 2017 að fjárhæð 7.311.223 krónur. Þá krefst hann málskostaðar óskiptúr hendi þeirra í héraði og fyrir Hæstarétti.Eftiruppkvaðningu hins áfrýjaða dóms var bú Guðmundar Ólasonar tekið tilgjaldþrotaskipta 14. september 2017. Þrotabúið hefur ekki látið málið til síntaka fyrir Hæstarétti, en fyrir liggur að aðaláfrýjandi lýsti í þrotabúið þeirrikröfu sem höfð er uppi í máli þessu og hefur hún verið viðurkennd viðgjaldþrotaskiptin.Þá var búKarls Emils Wernerssonar einnig tekið til gjaldþrotaskipta eftir uppkvaðninguhéraðsdóms 16. apríl 2018. Samkvæmt yfirlýsingu skiptastjóra 28. apríl 2018 heldurþrotabúið ekki sjálft uppi þeim hagsmunum búsins sem deilt er um í málinu, en meðvísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. veittihann þrotamanninum heimild til að halda uppi vörnum í eigin nafni en tilhagsbóta búinu. Þessi stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda.SteingrímurWernersson áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 6. mars 2017, en bú hans vartekið til gjaldþrotaskipta 1. nóvember sama ár. Hefur þrotabúið tekið við aðildað málinu og krefst þess aðallega að héraðsdómur verði staðfestur um annað enmálskostnað, en til vara að krafa aðaláfrýjanda verði lækkuð. Í báðum tilvikumkrefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.ÞrotabúSátts ehf., sem var meðal stefndu í héraði, unir hinum áfrýjaða dómi.ISamkvæmtgögnum málsins var Milestone ehf. stofnað árið 1988. Munu hluthafar í félaginuí árslok 2007 hafa verið Leiftri Ltd. með 44,6% hlut, Karl Emil Wernersson með28,2% og Steingrímur Wernersson með 22,2%, en að öðru leyti Sáttur ehf. með1,5% eignarhlut auk þess sem Milestone ehf. hafi átt eigin hluti sem námu 3,5%af heildarhlutafénu. Eins og nánar er rakið í dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 ímáli nr. 74/2015 mun Leiftri Ltd. hafa verið skráð í fyrirtækjaskrá BreskuJómfrúareyjanna 25. maí 2005 með hlutafé að nafnvirði 39.733 evrur og Karl þáátt sæti í stjórn félagsins ásamt fjórum öðrum mönnum. Munu hluthafar ífélaginu í árslok 2007 hafa verið Karl með um 65% hlut og Steingrímur með um35% hlut. Sátu þeir tveir í stjórn Milestone ehf., Karl sem formaður enSteingrímur sem meðstjórnandi. Þá var Guðmundur Ólason forstjóri félagsins, enhann hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra frá 24. desember 2004 og varstarfsheiti hans breytt 1. september 2006.Meðaleigna Milestone ehf. í árslok 2007 voru allir eignarhlutir í Sjóvá-Almennumtryggingum hf. en fyrr á því ári mun fyrrnefnda félagið hafa eignast gegnumdótturfélag sitt, Racon Holdings AB, sænskt vátryggingafélag ogfjárfestingarbanka, Invik & Co. AB, ásamt dótturfélögum þess félags víðaerlendis, sem síðar var gefið heitið Moderna Finance AB. Einnig mun Milestoneehf. í árslok 2007 hafa átt 82,04% hlut í Askar Capital hf.Milestoneehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 18. september 2009 og er frestdagur viðskiptin 22. júní sama ár.2Sátturehf. var stofnað árið 2005 af Guðmundi Ólasyni og var hann eini hluthafinn ífélaginu, en auk þess var hann stjórnarmaður þess og framkvæmdastjóri meðprókúruumboð. Karl Emil Wernersson var varamaður í stjórn. Tilgangur félagsinsvar eignarhald, kaup og viðskipti með hlutabréf, hluti í félögum, önnurverðbréf og hvers kyns önnur fjárhagsleg verðmæti og skyldur rekstur.Aðaláfrýjandihöfðaði mál þetta 8. og 9. nóvember 2010 og gerði þá kröfu á hendur gagnaðilumsínum, þar á meðal Sátti ehf., að þeim yrði gert að greiða sér þær fjárhæðirsem áður var getið. Með hinum áfrýjaða dómi var krafa aðaláfrýjanda tekin tilgreina á hendur Sátti ehf. einum, en undir rekstri málsins í héraði hafði búfélagsins verið tekið til gjaldþrotaskipta 26. október 2011. Að gengnum hinumáfrýjaða dómi lýsti skiptastjóri í þrotabúinu því yfir 24. febrúar 2017 aðkrafa aðaláfrýjanda samkvæmt dóminum væri viðurkennd við gjaldþrotaskiptin.Áður hafði Sáttur ehf. lýst kröfu í þrotabú Milestone ehf. vegna ógreidds arðsað fjárhæð 7.311.223 krónur og var sú krafa viðurkennd af skiptastjóra aðaláfrýjanda20. júní 2017 jafnframt því að lýst var yfir skuldajöfnuði vegna kröfu aðaláfrýjandaá hendur þrotabúi Sátts ehf. Með þessu fékk aðaláfrýjandi þá innborgun ádómkröfu sína á hendur öðrum málsaðilum sem getið er um í framangreindrikröfugerð hans hér fyrir dómi. Þá er þess að geta að samkvæmt bréfiskiptastjóra í þrotabúi Sátts ehf. 24. febrúar 2017 munu vera óverulegar eignirí búinu og áætli hann að til greiðslu upp í kröfur komi að hámarki 7.500.000krónur.3Ígögnum málsins kemur fram að fimm einkahlutafélög í eigu starfsmanna Milestoneehf. keyptu 4. júní 2007 samtals 17.000.000 hluti í Askar Capital hf. afMilestone ehf. fyrir samtals 340.000.000 krónur. Í tengslum við þau kaup gerðueinkahlutafélög þessi sama dag samninga við Milestone ehf. þar sem síðastnefntfélag veitti þeim lán að fjárhæð samtals 170.000.000 krónur, en svo virðist semætlast hafi verið til að fjárhæð hvers láns yrði í tilteknum hlutföllum talinvera í fjórum erlendum gjaldmiðlum. Átti hvert lán fyrir sig að bera svonefndaLIBOR vexti með tilteknu álagi og skyldi árlega leggja áfallna vexti viðhöfuðstól skuldar sem yrði greidd í einu lagi 31. desember 2009. Einn þessarasamninga var milli Sátts ehf. og Milestone ehf. og tók hann til láns að fjárhæð100.000.000 krónur. Óumdeilt er að 40% af þeirri fjárhæð hafi átt að vera íevrum eða sem svaraði 346.350 evrum, 30% í svissneskum frönkum eða 419.229frankar, 20% í japönskum jenum eða 28.046.557 jen og 10% í bandaríkjadölum eða134.445 dalir. Eru þetta sömu fjárhæðir og dómkrafa aðaláfrýjanda hljóðar ásamkvæmt áðursögðu.Eittaf þeim félögum sem keyptu eignarhluti í Askar Capital hf. var Lokkadís ehf.,sem mun hafa verið í fullri eigu Guðmundar Ólasonar. Keypti Lokkadís ehf. nánartiltekið 10.000.000 hluti af þeim 17.000.000 sem Milestone ehf. seldi í AskarCapital hf. með kaupsamningi 4. júní 2007 fyrir 200.000.000 krónur sem áttu að greiðastvið undirritun samningsins. Undir hann ritaði Guðmundur bæði fyrir höndMilestone ehf. og Lokkadísar ehf. Eftir gögnum málsins verður að leggja tilgrundvallar að láninu sem Sáttur ehf. tók samkvæmt áðursögðu hjá Milestone ehf.hafi verið varið til að greiða helming þessa kaupverðs úr hendi Lokkadísar ehf.Í málinu er deilt um hvort þetta lán frá Milestone ehf. til Sátts ehf. hafiverið í andstöðu við ákvæði 79. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög.Samadag og síðastnefndir samningar voru gerðir var undirritaður samningur umkauprétt Milestone ehf. á þeim 10.000.000 hlutum í Askar Capital hf. semLokkadís ehf. hafði keypt. Sá samningur var undirritaður af Guðmundi bæði fyrirhönd Milestone ehf. og Lokkadísar ehf. Í samningnum var gert ráð fyrir aðMilestone ehf. ætti kauprétt að öllum hlutunum ef Guðmundur léti af störfum hjáfélaginu fyrir 30. júní 2007 en upp frá þeim degi átti fjöldi hluta semkauprétturinn náði til að lækka á nánar tiltekinn hátt eftir því sem Guðmundurstarfaði lengur hjá félaginu. Ef til nýtingar kaupréttar kæmi var ráðgert aðkaupverðið næmi „uppreiknaðri stöðu láns tekið hjá Milestone, vegna kaupa áhlutunum, og uppreiknaðri stöðu láns tekið hjá Glitni Luxemburg”.Framkemur í gögnum málsins að skuld Sátts ehf. við Milestone ehf. samkvæmtlánssamningnum frá 4. júní 2007 hafi eftir bókhaldi síðarnefnda félagsins numið136.383.402 krónum 18. september 2009 þegar bú þess var tekið tilgjaldþrotaskipta. IISamkvæmt1. málslið 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 er einkahlutafélagi hvorki heimiltað veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félagsins eðamóðurfélagi þess lán né setja fyrir þá tryggingu. Óumdeilt er í málinu aðSáttur ehf. var hluthafi í Milestone ehf. þegar lánssamningurinn 4. júní 2007að fjárhæð 100.000.000 krónur var undirritaður. Einnig er óumdeilt sem fyrrsegir að eigandi Sátts ehf. var Guðmundur Ólason sem var á þessum tímaforstjóri Milestone ehf., sbr. 2. málslið 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Viðmat á því hvort lán þetta geti hafa verið venjulegt viðskiptalán í skilningi 3.málsliðar 1. mgr. sömu lagagreinar og þar með undanþegið banni samkvæmt 1. málsliðmálsgreinarinnar er til þess að líta að af lögskýringargögnum er ljóst að meðvenjulegum viðskiptalánum sé átt við lán sem geti talist vera liður íviðskiptum viðkomandi félags eða venjubundin bæði í félaginu og almennt íslíkum félögum. Í málinu hafa engin gögn verið lögð fram sem renna stoðum undirað lán Milestone ehf. til Sátts ehf. 4. júní 2007 hafi getað talist vera liðurí almennri starfsemi Milestone ehf. eða verið venjulegt í starfsemi þess eðaannarra sambærilegra félaga. Upplýsingar um sams konar lánafyrirgreiðslu til félagafjögurra annarra starfsmanna Milestone ehf. renna á engan hátt stoðum undir aðlán af þessum toga hafi verið liður í almennri starfsemi félagsins. Engin gögnliggja auk þess fyrir um hvernig var staðið að ákvörðun um lánveitinguna, eneins og fyrr segir var lánssamningur undirritaður af Guðmundi fyrir hönd beggjaþótt það lægi fyrir að lántaki væri félag í hans eigu þannig að gæta hefðiþurft að ákvæði 48. gr. laga nr. 138/1994. Samkvæmt framangreindu verður ekkifallist á að umrætt lán geti talist vera venjulegt viðskiptalán í skilningi 3.málsliðar 1. mgr. 79. gr. sömu laga.Samkvæmt1. málslið 2. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 er einkahlutafélagi óheimilt aðveita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess.Samkvæmt 3. málslið sama ákvæðis gildir það þó ekki um kaup starfsmannafélagsins eða tengds félags á hlutum eða kaup á hlutum fyrir þá. Síðastnefntundanþáguákvæði nær samkvæmt efni sínu eingöngu til lána til kaupa á hlutum ífélaginu sjálfu eða móðurfélagi þess. Óumdeilt er að lánið sem málið varðar varekki notað til kaupa á hlutum í Milestone ehf. eða móðurfélagi þess. Þegar afþeirri ástæðu getur þetta undanþáguákvæði ekki átt við um lánið.Samkvæmt7. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 verður bannákvæði 1. og 2. mgr. sömulagagreinar ekki beitt um innlánsstofnanir eða aðrar fjármálastofnanir. Undirhvorugt þetta féll Milestone ehf. og getur undanþága þessi því heldur ekki áttvið.2Meðvísan til framangreinds verður lagt til grundvallar að lán Milestone ehf. tilSátts ehf. 4. júní 2007 hafi stangast á við 1. og 2. málslið 1. mgr. 79. gr.laga nr. 138/1994 og eigi engin undanþáguákvæði þeirrar lagagreinar við um það.Samkvæmt því bar Sátti ehf. að endurgreiða lánið með dráttarvöxtum samkvæmt 4.mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Eins og fyrr er rakið ákvað þrotabú Sátts ehf.að una héraðsdómi og viðurkenna kröfu aðaláfrýjanda á grundvelli hins áfrýjaðadóms sem almenna kröfu í búið. Í málinu liggur fyrir áðurnefnt bréfskiptastjóra 24. febrúar 2017 um að eignir í þrotabúi Sátts ehf. séu óverulegarog áætlað að í mesta lagi verði greiddar 7.500.000 krónur upp í lýstar kröfursem allar séu almennar kröfur. Samkvæmt bréfinu námu heildarkröfur sem lýst varí búið 2.264.273.469 krónum, en viðurkennd krafa aðaláfrýjanda nam 365.846.261krónu að frádreginni gagnkröfu þrotabús Sátts ehf. að fjárhæð 7.311.223 krónur.Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að aðaláfrýjandi hefur orðið fyrir tjónivegna lánveitingar Milestone ehf. til Sátts ehf., en ætla má að hann muni ekkifá greiddar nema innan við 1.200.000 krónur úr þrotabúinu upp í kröfu sína.Stefnduásamt gagnáfrýjanda hafa auk þess sem að framan greinir byggt á því að krafa aðaláfrýjandasé fallin niður þar sem málið hafi ekki verið höfðað innan þeirra tímamarka semkveðið var á um í 110. gr. laga nr. 138/1994 áður en sú lagagrein var felldniður með lögum nr. 68/2010. Ekki verður litið svo á að fallið hafi verið frámálsástæðu þessari þegar stefndu í héraði féllu í þinghaldi 20. desember 2011frá kröfu um að málinu yrði vísað frá dómi. Um þetta verður að líta til þess aðeins og 110. gr. laga nr. 138/1994 hljóðaði þegar Milestone ehf. veitti Sáttiehf. lánið 4. júní 2007 þurfti að höfða mál til heimtu skaðabóta eftir 108. eða109. gr. laganna innan tveggja ára frá lokum þess reikningsárs sem viðkomandiákvörðun eða athöfn var samþykkt eða gerð. Samkvæmt því hefði þurft að höfðaslíkt mál eigi síðar en í árslok 2009. Eins og fyrr er rakið var mál þettahöfðað 8. og 9. nóvember 2010, en þá var málshöfðunarfrestur samkvæmt þágildandi110. gr. laga nr. 138/1994 runninn út. Lög nr. 68/2010, sem felldu niður 110.gr. laga nr. 138/1994, tóku ekki gildi fyrr en 24. júní 2010 eða ríflega sexmánuðum eftir að málshöfðunarfresturinn var runninn út. Gat sá frestur því ekkilengst með þessari breytingu á lögum. Líta verður svo á að þegar frestur tilmálshöfðunar eftir áðurgildandi 110. gr. laga nr. 138/1994 var liðinn yrðikröfu einkahlutafélags um skaðabætur úr hendi stofnenda, stjórnarmanna eðaframkvæmdastjóra þess ekki komið fram á öðrum grundvelli, sbr. dóm Hæstaréttar7. desember 2011 í máli nr. 614/2011. Verður því að leggja til grundvallar aðkrafa aðaláfrýjanda í máli þessu sé fallin niður af þessum sökum að því markisem hún hefur verið reist á reglum um skaðabætur. Er þess þá einnig að gæta aðfrá þessu getur ekki átt við undantekning sem áður var í 1. mgr. 110. gr. laganr. 138/1994 um kröfur sem ættu rætur að rekja til refsiverðs verknaðar, endaliggja ekki fyrir upplýsingar um að nokkur hafi verið kærður fyrir refsiverðaháttsemi í tengslum við lánveitinguna sem málið varðar. 3Íhéraðsdómsstefnu var um stoð fyrir kröfu aðaláfrýjanda á hendur stefndu oggagnáfrýjanda meðal annars vísað til 5. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994, þar semkveðið er á um ábyrgð þeirra sem gerðu eða framkvæmdu ráðstöfun samkvæmt 1.mgr. eða 2. mgr. sömu lagagreinar á tapi sem hefur hlotist af ráðstöfuninni. Afendurriti úr þingbók í héraði má ráða að aðaláfrýjandi hafi jafnframt ímunnlegum málflutningi byggt á því að stefndu og gagnáfrýjandi bæru ábyrgð áendurgreiðslu lánsins á grundvelli 5. mgr. 79. gr. laganna. Tekið var tilandsvara gegn þessari málsástæðu í greinargerðum allra gagnaðila aðaláfrýjandaí héraði. Samkvæmt þessu verður lagt til grundvallar að þessi málsástæða komistað við meðferð málsins.Ákvæði5. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 byggir efni sínu samkvæmt á reglumfjármunaréttar um kröfuábyrgð en ekki reglum um skaðabætur. Af því leiðir að110. gr. laga nr. 138/1994, sem kvað eins og fyrr greinir á um sérstakanmálshöfðunarfrest vegna skaðabótakrafna, gildir ekki um slíka kröfu.Ábyrgðarkrafan stofnaðist eftir að bú Sátts ehf. var tekið til gjaldþrotaskiptaog ljóst varð að félagið myndi ekki geta endurgreitt lánið. Samkvæmt því gilda umfyrningu kröfunnar almennar reglur laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda,sbr. 2. málslið 28. gr. laganna. Af 7. gr. þeirra laga leiðir, sbr. 1. málslið2. mgr. 5. gr., að krafan fyrnist á tíu árum. Mál þetta var eins og fyrrgreinir höfðað 8. og 9. nóvember 2010 og því ótvírætt að krafa aðaláfrýjanda erekki fyrnd. Ábyrgðsamkvæmt 5. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 nær til þeirra sem gerðu eðaframkvæmdu ráðstöfun sem stangast á við 1. eða 2. mgr. sömu lagagreinar. Einsog fyrr segir undirritaði Guðmundur Ólason lánssamninginn fyrir bæðilánveitanda og lántaka og telst samkvæmt því hafa gert eða framkvæmt hann ískilningi 5. mgr. 79. gr. laganna. Lánið var eitt af fimm sem var veitteinkahlutafélögum í eigu starfsmanna Milestone ehf., í tengslum við kaup áeignarhlutum í Askar Capital hf. Lánafyrirgreiðsla af þessum toga getur ekkitalist vera hluti af daglegum rekstri einkahlutafélags í skilningi 2. mgr. 44.gr. laga nr. 138/1994 og varð því ekki tekin ákvörðun um hana án sérstakrarheimildar frá stjórn Milestone ehf. Í málinu liggja engin gögn fyrir um hvernigvar staðið að ákvörðuninni, en í málatilbúnaði Guðmundar og Sátts ehf. fyrirhéraðsdómi var vísað til þess að ákvörðun um sölu eignarhlutanna í AskarCapital hf. og tengda gerninga hafi verið tekin af stjórn Milestone ehf. Ímálinu liggur fyrir ársreikningur Milestone ehf. fyrir árið 2007 sem ber meðsér að hafa verið samþykktur 14. febrúar 2008 af Karli Emil Wernerssyni ogSteingrími Wernerssyni sem þáverandi stjórnarmönnum félagsins. Í skýrslu endurskoðenda,sem skiptastjóri aðaláfrýjanda aflaði um rannsókn á bókhaldi og fjárrekstriMilestone ehf. á tímabilinu 22. júní 2007 til 18. september 2009, kemur meðalannars fram að í bókhaldi félagsins hafi söluhagnaður verið bókfærður árekstrarreikning þess vegna sölunnar á fyrrgreindum hlutum í Askar Capital hf. Hafaengin gögn verið lögð fram um að Karl eða Steingrímur hafi nokkru sinni gertathugasemdir við framangreinda gerninga sem höfðu eins og fyrr segir veriðfærðir í bókhald félagsins. Með hliðsjón af öllu framangreindu verður lagtgrundvallar að Karl og Steingrímur hafi sem stjórnarmenn Milestone ehf. áumræddum tíma með beinum eða óbeinum hætti veitt Guðmundi heimild til að veitalánið og ganga frá þeim samningum sem voru samhliða gerðir við einkahlutafélögfjögurra annarra starfsmanna. Samkvæmt því ber stefndi þrotabú Karls EmilsWernerssonar og gagnáfrýjandi ásamt stefnda þrotabúi Guðmundar Ólasonar óskiptaábyrgð á kröfu aðaláfrýjanda samkvæmt 5. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994.Samkvæmtframangreindu verður krafa aðaláfrýjanda tekin til greina eins og í dómsorði segir.Stefnduog gagnáfrýjanda verður gert að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði ogfyrir Hæstarétti sem ákveðinn er í einu lagi eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Stefndu, þrotabúGuðmundar Ólasonar og þrotabú Karls Emils Wernerssonar, og gagnáfrýjandi, þrotabúSteingríms Wernerssonar, greiði aðaláfrýjanda, þrotabúi Milestone ehf., óskipt346.350 evrur, 419.229 svissneska franka, 28.046.557 japönsk jen og 134.445bandaríkjadali með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá 4. júní 2007 til greiðsludags, allt að frádreginniinnborgun 20. júní 2017 að fjárhæð 7.311.223 krónur. Stefndu oggagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda óskipt samtals 1.500.000 krónur í málskostnaðí héraði og fyrir Hæstarétti.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 4. nóvember 2016. Mál þetta, sem vardómtekið 25. október sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af þb.Milestone ehf., Borgartúni 26, Reykjavík, á hendur Sáttum ehf., Asparhvarfi 20,Kópavogi, Karli Emil Wernerssyni, Engihlíð 9, Reykjavík,Steingrími Wernerssyni, Bretlandi, og Guðmundi Ólasyni, Asparhvarfi20, Kópavogi, með stefnu birtri 8. og 9. nóvember 2010. Bú Sátts ehf. var tekið tilgjaldþrotaskipta 26. október 2011. Endanlegar dómkröfurstefnanda, þb. Milestone ehf., eru þær að hann krefst þess að stefndu greiðióskipt (in solidum) stefnanda 346.350 EUR, 419.229 CHF, 28.046.557 JPY og134.445 USD ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti ogverðtryggingu, nr. 38/2001, frá 4. júní 2007 til greiðsludags. Þá er þesskrafist að stefndu verði gert að greiða stefnanda óskipt málskostnað. Endanlegar dómkröfurallra stefnda eru þær að þeir krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda og hverum sig krefst málskostnaðar úr hans hendi. I Mál þetta, ásamtnokkrum öðrum riftunarmálum stefnanda, var höfðað í nóvember 2010. Flestumþessara mála er þegar lokið. Rétt er þó í upphafi að gera grein fyrir þeimbreytingum sem hafa orðið frá því að málið var þingfest. Í kjölfar dómsHæstaréttar í málinu nr. 614/2011 frá 7. desember 2011, Þrotabú Milestone ehf.gegn Karli Emil Wernerssyni, eða í þinghaldi 20. desember 2011, féllu þeirstefndu, sem gerðu kröfu um frávísun málsins í greinargerðum sínum, frá þeirrikröfu. Við upphaf aðalmeðferðar féll stefndi, þb. Sátts ehf., fráfrávísunarkröfu á dráttarvaxtakröfu. Þá féll hann einnig frá þeirri málsástæðusinni að um ólögmætt erlent lán væri að ræða. Með dómi Hæstaréttarí málinu nr. 578/2015 Karl Emil Wernersson gegn þb. Milestone ehf. og gagnsök,var komist að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að Milestone ehf. hefði orðiðógjaldfært áður en Fjármálaeftirlitið tók yfir vald hluthafafundar í Glitni bankahf. 7. október 2008 og skilanefnd var skipuð. Ekki lægi annað fyrir í málinu enað fram til þess tíma hefði Milestone ehf. staðið í skilum við lánardrottnasína. Þá taldi Hæstiréttur að endurgreiðslukrafa þrotabús Milestone ehf. værisvo vanreifuð að vísa yrði henni frá héraðsdómi, sbr. d- og e-lið 1. mgr. 80.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í dómi Hæstaréttar ímálinu nr. 579/2015 Karl Emil Wernersson gegn þb. Milestone ehf. reyndi á hvortunnt væri að rifta endurgreiðslu stefnanda til Karls Wernerssonar. Hann hafðiveitt félaginu lán 29. ágúst 2008 en endurgreiðslan átti sér stað 13. nóvembersama ár. Ágreiningslaust var að þegar endurgreiðslan fór fram var Milestoneehf. orðið ógjaldfært. Talið var að þegar litið væri til stöðu Karls hjá félaginuog þeirrar þekkingar sem hann bjó yfir um fjárhagsstöðu þess á þeim tíma erlánið var endurgreitt, hefði greiðslan falið í sér ótilhlýðilega mismunun ákostnað annarra kröfuhafa búsins, sbr. 141. gr. laga nr. 21/1991 umgjaldþrotaskipti o.fl. Var krafa þb. Milestone ehf. því tekin til greina. Stefnandi hefurfallið frá öllum málsástæðum er komu fram í stefnu nema eftirfarandi:.Lánveiting til stefnda Sátts ehf. 4. júní 2007 var ólögmæt skv. 79. gr.laga nr. 138/1994 um einkamálafélög og því hvíli endurgreiðsluskylda á stefnduauk þess sem þeim beri að greiða stefnanda dráttarvexti.2.Stefndu beri sameiginlega að greiða stefnanda skaðabætur vegnalánveitingar Milestone ehf. til stefnda Sátts ehf. 4. júní 2007 á grundvellialmennra reglna skaðabótaréttar, einkum sakarreglunnar og 108. gr. laga nr.138/1994 um einkahlutafélög. Stefndu hafa breyttdómkröfum sínum og fallið frá málsástæðum til samræmis við málsgrundvöll þannsem stefnandi hefur nú lagt. Þó byggja stefndu á að skaðabótakrafan sé fyrnd ogvísa til ummæla í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 614/2011 og bókunar á dskj. 88,þar sem stefnandi tilgreinir málsástæður sínar gegn því að krafan sé fyrnd. Varðandi samningudómsins er vísað til e-liðar 1. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála meðsíðari breytingum en samkvæmt því ákvæði skal málsástæðna einungis getið að þvíleyti sem þörf krefur til úrlausnar á málinu. Stefnandi beinirendurgreiðslukröfunni að stefnda, þb. Sátts ehf. og skaðabótakröfunni á henduröllum stefndu. II Milestone ehf. varstofnað í mars 1988 og hét þá Deiglan-Áman. Í upphafi ársins 2004 var félagiðsameinað Apóteki Austurbæjar ehf., Vesturbæjarapóteki ehf. og Ísranni ehf.Nafninu var í kjölfarið breytt í Milestone. Umsvif félagsins jukust mikið áárunum 2005-2007. Félagið átti m.a. stóra hluti í Glitni banka hf.,Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og Lyfjum og heilsu, auk þess sem félagið keyptiá fyrri hluta ársins 2007 sænska félagið Moderna Finance AB. Milestone ehf. var tekið tilgjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 18. september 2009. Skiptastjóri lét fara framrannsókn á fjárreiðum þrotabúsins. Rannsóknin var framkvæmd af Ernst &Young. Í skýrslu Ernst & Young kemur fram að stefndi, Sáttur ehf. fékk hinn4. júní 2007 lán að fjárhæð 100.000.000 kr. frá Milestone ehf. Vextir lánsinsvoru LIBOR-vextir + 2,5%. Gjalddagi lánsins var 31. desember 2009. Þá voruhvorki settar tryggingar fyrir láninu né lántökugjald greitt. Lánið var íerlendum myntum og skiptist höfuðstóll lánsins þannig:Gjaldmiðill Upphæðí ISKEUR 346.350 40.000.000 CHF 419.229 30.000.000 JPY 28.046.557 20.000.000 USD 134.445. 10.000.000 Er lánið var veitt var Sátturehf. hluthafi í Milestone ehf. og Guðmundur Ólason, eigandi Sátts ehf. varframkvæmdastjóri Milestone ehf. Ritar hann undir skuldabréfið fyrir hönd beggjaaðila, það er lántakanda og lánveitanda. Stefndu kveða að tilgangur meðlánveitingunni hafi verið sá að gefa Sáttum ehf. kost á hlutabréfakaupum ídótturfélagi Milestone ehf. Kaupin hafi verið gerð í gegnum Lokkadís ehf., ogSáttur ehf. hafi lagt lánsfé á móti lánsfé frá Glitni banka hf. Þá kveðastefndu að lánveitingin hafi verið sambærileg til annarra starfsmanna. Hinn 9. júlí 2010 var kröfubréfsent og var höfuðstóll lánsins 160.537.600 kr. Miðað var við gengi erlendugjaldmiðlanna við dagsetningu kröfubréfsins. Sáttur ehf. var tekið tilgjaldþrotaskipta 26. október 2011. Stefnandi telur lániðtil stefnda, Sátts ehf. vera ólögmætt samkvæmt 79. gr. laga nr. 138/1994 umeinkahlutafélög og beinir endurgreiðslukröfu á hendur stefnda þrotabúi Sáttsehf. og skaðabótakröfu á hendur öllum stefndu. III Í fyrsta lagi gerirstefnandi kröfu um endurgreiðslu lánsins og vísar til 79. gr. laga nr. 138/1994um einkahlutafélög. Þau lög setji ströng skilyrði fyrir því hvernig félag megiúthluta fjármunum til hluthafa og stjórnenda félagsins. Megintilgangurinn meðþessum ströngu skilyrðum sé að auka vernd kröfuhafa. Úthlutun fjármuna tilhluthafa sé þannig eingöngu heimil þegar hún sé framkvæmd með arðsúthlutun, viðlækkun hlutafjár, með greiðslu úr varasjóði og við félagsslit, sbr. 73. gr.ehfl. Samkvæmt 79. gr. ehfl. sé einkahlutafélagi ekki heimilt að veitahluthöfum eða stjórnarmönnum lán. Bannið nái þó ekki til „venjulegraviðskiptalána“. Þetta ákvæði eigi ekki við um lán Milestone ehf. til stefnda,enda voru engar viðskiptalegar forsendur fyrir þeim lánum og ekki eiginlegtviðskiptasamband á milli stefnda, Sátts ehf. og Milestone ehf. Stefndi, Sátturehf., ber sönnunarbyrðina fyrir því að lán til hans hafi verið venjulegtviðskiptalán. Þá var lánið ekkiMilestone ehf. til framdráttar. Svo virðist sem félagið hafi ekki haft neinnhag af lánveitingunni og félagið hafði enga tryggingu fyrir því að lánið yrðigreitt til baka. Þá séu önnur skilyrði og kjör lánanna ekki sambærileg þeim semviðgangast á almennum lánamarkaði enda verði t.d. ekki séð að lánin hafi veriðá almennum kjörum. Lán sem þessi voru ekki hluti af starfsemi Milestone ehf. ogfélagið hafði aldrei veitt slíkt lán til venjulegra, ótengdra viðskiptamanna.Forsendur lánsins voru þannig ekki viðskiptalegar og hagsmunir Milestone ehf.réðu ekki för heldur hagsmunir stefnda, Sátts ehf. Hinn 4. júní 2007 vareigandi Sátts ehf. Guðmundur Ólason framkvæmdastjóri Milestone ehf. Sáttur ehf.átti á þessum tíma hlut í Milestone ehf. Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laga nr.138/1994 um einkahlutafélög, var félaginu þar með óheimilt að veita stefnda lánog stefnda óheimilt að taka við greiðslunum. Lán félagsins til stefnda voruþannig ólögmæt og stefndu ber að greiða lánið til baka með dráttarvöxtumsamkvæmt 4. mgr. 79. gr. laganna. Krafa umendurgreiðslu ólögmæts láns sé ekki riftun samkvæmt XX. kafla gþl. enda sé ekkiverið að hnekkja ráðstöfunum, sem við venjulegar kringumstæður væru löglegar.Með kröfu þessari sé stefnandi að hnekkja ráðstöfun sem sé beinlínis ólögleg ogógild. Skiptir gjaldþrot Milestone ehf. engu máli hvað það varðar. Þá séu engirtímafrestir fyrir endurheimtu félagsins í 79. gr. ehfl. Þar sé aðeins kveðið áum að endurgreiða skuli ólögmæt lán með dráttarvöxtum. Milestone ehf. eignaðistkröfu um endurgreiðslu lánanna um leið og þau voru veitt og þrotabú Milestoneehf. tók við þeirri kröfu við úrskurð um gjaldþrot, sbr. 1. mgr. 72. gr. gþl. Með vísan til allsframangreinds telur stefnandi að lán Milestone ehf. til stefnda, Sátts ehf. 4.júní 2007 hafi verið ólögmætt lán í skilningi 79. gr. ehfl. og krefstendurgreiðslu þess með dráttarvöxtum eins og tilgreint er nánar í dómkröfum.Dráttarvaxtakrafa byggist á 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 og 4. mgr. 79. gr.ehfl. Varðandiskaðabótakröfu sína hafnar stefnandi því að hún sé fyrnd. Í bókun stefnanda,sem lögð var fram 20. desember 2011, komu fram málsástæður varðandimálshöfðunarfrestinn samkvæmt brottföllnu ákvæði 110. gr. laga nr. 138/1994. Stefnandi telur að110. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög komi ekki til álita í málinuþegar af þeirri ástæðu að ákvæðið var fellt brott áður en mál þetta var höfðað.Verði hins vegar litið svo á að brott fallið ákvæði 110. gr. komi mögulega tilskoðunar þá telur stefnandi engu að síður að málshöfðunarfrestur ákvæðisins náiekki til þeirrar kröfu sem gerð sé í málinu, enda hafi krafan byggst árefsiverðum verknaði, en slík tilvik hafi verið undanskilin frestinum. Þá telurstefnandi að háttsemin sem málið byggist á falli að minnsta kosti undiratvikulýsingu refsiákvæðanna í 2. tl. 127. gr., sbr. 79. gr. laga umeinkahlutafélög. IV Í málinu er fjórumaðilum stefnt. Gerð er grein fyrir málsástæðum þeirra í einu lagi enda eigaþeir samstöðu í málinu. Stefndi, þb. Sáttsehf., byggir á því, að lánveiting til Sátts ehf. 4. júní 2007 hafi veriðlögmæt. Bann 79. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög taki ekki tilstarfsemi Milestone þar sem því verði ekki beitt um innlánsstofnanir eða aðrarfjármálastofnanir. Milestone var eignarhaldsfélag sem átti að langstærstumhluta eignir í fjármálafyrirtækjum og Invik var skilgreind semfjármálasamsteypa (e financial conglomerate) í skilningi tilskipunarEvrópusambandsins nr. 2002/87/EC. Þá stóð til að skilgreina Milestone með samahætti um leið og tilskipunin yrði innleidd hér á landi. Verði talið að beitaskuli ákvæðum 1. og 2. mgr. 79. gr. laganna byggir stefndi á því aðlánveitingin til Sátts ehf. hafi verið lögmæt á grundvelli greinarinnar. Lániðvar veitt á eðlilegum kjörum í eðlilegum tilgangi á sama tíma og lán voru veitttil félaga í eigu annarra starfsmanna í sama tilgangi. Var því um að ræðaeðlilegt viðskiptalán í skilningi 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 umeinkahlutafélög. Lánveitingin til stefnda,Sátts ehf., var jafnframt lögmæt á grundvelli 3. málsl. 2. mgr. 79. gr. Sé þarskýrlega kveðið á um að bann við lánum til að fjármagna hluti í félagi eigiekki við um kaup starfsmanna félagsins eða tengds félags. Lánveitingin varliður í kaupum starfsmanna á hlutum í félaginu. Lánið var auk þess mjögóverulegt líkt og önnur lán til starfsmanna á sama tíma. Stefndi mótmælir þvíað endurgreiðslukrafa geti byggst á 5. mgr. 79. gr. laga um einkahlutafélög.Lánveitingin var ekki í andstöðu við 1. og 2. mgr. greinarinnar. Það var ákvörðunstjórnar Milestone að selja hluta af hlutabréfum félagsins í Öskum Capital tilnokkurra hlutafélaga í eigu lykilstarfsmanna samstæðunnar. Eitt af þeim félögumvar Sáttur ehf. Aldrei var um eiginlegar peningagreiðslur að ræða heldurgreiddu félögin fyrir hlutabréfin með útgáfu skuldabréfa. Tjón vegna þessaraviðskipta varð því ekkert. Samningar um kaupin byggðust alfarið á ákvörðunstjórnar Milestone sem heimilaði gjörninginn. Stefndi byggir á því aðgreiðsluskylda samkvæmt 5. mgr. 79. gr. geti einvörðungu tekið til þeirra sembera ábyrgð á ákvörðuninni. Þá er upphafsdegidráttarvaxta mótmælt sem ósönnuðum og órökstuddum og vísað til þess að hanngeti ekki miðast við útgreiðslu lánsins, þar sem 79. gr. eigi ekki við. Varðandiskaðabótakröfu stefnanda byggja allir stefndu sýknukröfu sína á því fyrir dómi,að sú krafa sé fallin niður vegna fyrningar. Í greinargerðum sínum töldustefndu, Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, að vísa ættimálinu frá þar sem málshöfðunarfrestir 110. gr. laga um einkahlutafélög nr.138/1994 væri liðinn. Samkvæmt dómi Hæstaréttar í málinu nr. 614/2011 sé umefnisatriði að ræða. Skaðabótakrafastefnanda byggist á ætlaðri ólögmætri lánveitingu til Sátts ehf. í júní 2007.Um skaðabótaábyrgð stefndu fer skv. XV. kafla laga nr. 138/1994 umeinkahlutafélög. Um sé að ræða almenna skírskotun laganna til almennra reglnaskaðabótaréttar og verður ætluð ábyrgð stefndu því ekki reist á þeimsíðarnefndu án þeirra fresta sem kveðið sé á um í greininni. Á þeim tíma sematvik máls þessa áttu sér stað var í gildi 110. gr. laga um einkahlutafélög, enhún hljóðaði svo: „Skaðabótamál þau sem um ræðir í 1.–2. mgr. 109. gr. skalhöfða nema krafan byggist á refsiverðum verknaði: a. gegn stofnendum innan tveggja ára frá því að ákvörðun umstofnun félags var tekin; b. gegn stjórnarmönnum og framkvæmdastjórum, svo ogrannsóknarmönnum, innan tveggja ára frá lokum þess reikningsárs þar semákvörðunin eða athöfnin, sem málið byggist á, var samþykkt eða gerð. c. gegn endurskoðendum eða skoðunarmönnum innan tveggja árafrá því að endurskoðun lauk og endurskoðunarskýrsla eða yfirlýsing var lögðfram. Mál skv. 3. mgr. 109. gr. skal höfða í síðasta lagi þremmánuðum eftir að félagið hefur verið úrskurðað gjaldþrota.“ Það atvik semskaðabótakrafa stefnanda byggist á, átti sér stað 4. júní 2007. Frestursamkvæmt 110. gr. einkahlutafélaga rann því út í lok árs 2009, en þá vargreinin enn í lögunum. Fresturinn rann því út í samræmi við gildandi lög í lokárs 2009. Málshöfðunarfrestur sem þegar er runninn út í samræmi við gildandilög getur ekki raknað við með afturvirkum hætti með því einu að fella ákvæðiþar að lútandi úr lögum. Breytir engu í því sambandi þótt í 31. gr. laga nr.68/2010 hafi verið kveðið á um að „ákvæði um brotfall“ tækju til atvika ogháttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna jafnvel þóttmálshöfðunarfrestur hafi þá verið liðinn. Með því er í raun verið að breytaeldri lögum með afturvirkum hætti. Slíkt stangast á við grundvallarreglurréttarríkisins og mannréttindi sem tryggð eru með meðal annars 72. gr.stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, ogsjónarmið um réttmætar væntingar. Ber því að sýkna stefndu af skaðabótakröfustefnanda. V Mál þetta varðarhvorar tveggja endurgreiðslukröfu stefnanda á hendur stefnda, þrotabúi Sáttsehf., á láni því er veitt var 4. júní 2007 og er krafan byggð á 79. gr. laganr. 138/1994 og skaðabótakröfu stefnanda á hendur öllum stefndu sem byggð ermeðal annars á almennum reglum skaðabótaréttarins. Kröfu umendurgreiðslu lánsins er beint til þb. Sátts ehf. en Sáttur ehf. fékk lánið 4.júní 2007. Eigandi félagsins er stefndi Guðmundur Ólason og var hann jafnframtframkvæmdastjóri stefnanda. Stefndu halda því fram að lánveitingin hafi veriðveitt til að fjármagna kaup á hlutafé í Öskum Capital sem var í eigu Milestoneehf. Meginreglan er sú að óheimilt er aðúthluta af fjármunum hlutafélags til hluthafa nema það fari fram eftir reglumum úthlutun arðs, sem endurgreiðsla vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eðavegna félagsslita, samanber 73. gr.laga um einkahlutafélög nr. 138/1994. Þá segir í 1. mgr. 79. gr. sömu laga að einkahlutafélagisé hvorki heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félagsinseða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir þá. Félagi sé einnig óheimiltað veita þeim lán eða setja fyrir þann tryggingu sem giftur er eða í óvígðrisambúð með aðila skv. 1. málsl. eða er skyldur honum að feðgatali eða niðjaellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri. Ákvæði þessararmálsgreinar taki þó ekki til venjulegra viðskiptalána. Með undanþágunni í lokákvæðisins er samkvæmt lögskýringargögnum átt við venjuleg viðskiptalán t.d.greiðslukorta-viðskipti, eða lán til fyrirtækja sem eru hluthafar, ef þau eruliður í viðskiptum og venjubundin bæði í fyrirtækinu og almennt í slíkumfyrirtækjum. Ekki er fallist á að ætluð kaup Sátts ehf. á hlutum í ÖskumCapital falli undir nefnda undanþágu. Í 2. mgr. 79. gr.laganna er enn kveðið á um bann við því að veita lán úr einkahlutafélagi en þarsegir að einkahlutafélag megi ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum ífélaginu eða móðurfélagi þess hvort heldur móðurfélagið er einkahlutafélag eðahlutafélag. Þá megi einkahlutafélag hvorki leggja fram fé né setja tryggingu ítengslum við slík kaup. Undanþága er síðan í lok ákvæðis 2. mgr. en þar segirað ákvæði 1.-2. málsl. eigi ekki við um kaup starfsmanna félagsins eða tengdsfélags á hlutum eða kaup á hlutum fyrir þá. Augljóst er af ákvæði þessu aðundanþágan nái einungis til starfsmanna félagsins, þ.e. einstaklings, en þaðvar lögaðili, þ.e. Sáttur ehf. sem fékk lánið. Þá byggja stefndu á7. mgr. 79. gr. laganna en þar segir að ákvæðum 1. og 2. mgr. 79. gr. verðiekki beitt um innlánsstofnanir eða aðrar fjármálastofnanir og byggja stefndu áþví að til hafi staðið að skilgreina Milestone sem fjármálasamsteypu um leið ogtilskipun Evrópusambandsins nr. 2002/87/EC yrði innleidd hér á landi. Hinsvegar liggur hvorki fyrir að svo hafi verið gert né að Milestone hafi haftstarfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sbr. 1. mgr. 2. gr. laga umfjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Því verður ekki byggt á þessu ákvæði. Þá heldur stefndi þvífram að lánveiting þessi hafi ekki valdið stefnanda tjóni, en málsástæða þessier ósönnuð að hálfu stefnda. Með vísun til þesssem að ofan greinir er fallist á það með stefnanda að Milestone ehf. hafi hinn4. júní 2007 veitt lán sem var í andstöðu við 1. og 2. mgr. 79. gr. laga umeinkahlutafélög og ber stefnda, þb. Sátts ehf., að endurgreiða lánið meðdráttarvöxtum samanber 4. mgr. 79. gr. laga um einkahlutafélög. Í greinargerðum sínumgerðu stefndu, Karl Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason íupphafi kröfu um frávísun málsins frá héraðsdómi og vísuðu til 110. gr. laga umeinkahlutafélög. Mál Karls Wernerssonar var flutt um frávísunarkröfuna,samanber dóm Hæstaréttar frá 7. desember 2011, í málinu nr. 614/2011. Varðandiþetta atriði segir svo í forsendum Hæstaréttar: „Nokkurs misræmis hefur gætt ídómaframkvæmd um hverju það varði að mál sé höfðað að liðnum málshöfðunarfrestisamkvæmt ákvæðum laga um hlutafélög og einkahlutafélög. Í dómum Hæstaréttar ímáli nr. 52/1949, sem birtur er í dómasafni 1950 bls. 42, og máli nr. 18/1986,sem birtur er í dómasafni 1987 bls. 643, leiddi það til sýknu, en í dómiHæstaréttar í máli nr. 9/2002, sem birtur er í dómasafni 2002 bls. 92, varðaðiþað frávísun. Ef frestur samkvæmt 110. gr. laga nr. 138/1994 eða hliðstæðuákvæði í 136. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög leið án þess að félagið hefðiuppi skaðabótakröfu á hendur stjórnarmanni var þess ekki kostur að gera slíkakröfu á öðrum vettvangi. Þessi frestur var því í reynd sérstakurfyrningarfrestur þar sem krafan féll niður í lok hans, enda var ekki unnt aðhafa hana uppi á annan hátt. Í ljósi þessa verður að líta svo á að álitaefni umhvort málshöfðunarfrestur þessi hafi verið liðinn við höfðun málsins sé atriðisem taka verður afstöðu til við efnisúrlausn þess, en geti ekki varðað frávísunmálsins í heild eða hluta.“ Samkvæmt þessu er túlkun málshöfðunarfrests 110.gr. laga nr. 138/1994 um hlutafélög, efnisatriði sem taka ber afstöðu til viðefnisúrlausn málsins. Því verður ágreiningur þessi tekinn til úrlausnar hér,þótt málsástæðna sé getið í greinargerðum undir umfjöllun um frávísun málsins,enda hefur ekki verið skorið efnislega úr ágreiningi þessum. Í kjölfar dómsinseða í þinghaldi 20. desember 2011 féllu stefndu allir frá kröfum sínum umfrávísun málsins. Túlka verður þessa yfirlýsingu þeirra þannig, að ekki hafiverið fallið frá málsástæðum byggðum á málshöfðunarfresti samkvæmt 110. gr.laga um einkahlutafélög nr. 138/1994. Í kjölfarið lagði stefnandi fram bókunmeð málsástæðum er lúta að málshöfðunarfresti samkvæmt nefndri 110. gr. Afbókun þessari verður ekki annað ráðið en að afstaða stefnanda hafi einnig veriðsú að umfjöllun um málshöfðunarfrestinn tilheyri efnisúrlausn málsins. Lögmennstefndu mótmæltu strax í þinghaldinu málsástæðum stefnanda sem of seint framkomnum. Með vísan til 5. mgr. 101. gr. laga um meðferð einkamála er því hafnaðað málsástæðurnar séu of seint fram komnar, þar sem ekki var tilefni af hálfustefnanda til að hafa þær fyrr uppi, þar sem þetta var fyrsta þinghald eftirdóm Hæstaréttar í málinu nr. 614/2011. Hið umdeilda lán varveitt 4. júní 2007. Því verður við ákvörðun skaðabóta að miða við þau lög er þágiltu. Í þágildandi b-lið 110. gr. einkahlutafélagalaganna er kveðið á um aðskaðabótamál sem um ræðir í 1.-2. mgr. 109. gr. skuli höfða, nema krafanbyggist á refsiverðum verknaði, gegn stjórnarmönnum og framkvæmdastjórum, innantveggja ára frá lokum þess reikningsárs þar sem ákvörðunin eða athöfnin, semmálið byggist á, var samþykkt eða gerð. Ágreiningslaust er í málinu aðákvörðunin var tekin 4. júní 2007 og að málshöfðunarfresturinn leið í lokársins 2009. Mál þetta var hins vegar ekki höfðað fyrr en með birtingu stefnu ínóvember 2010 eða nokkrum mánuðum eftir lok frestsins. Með 28. gr. laga nr.68/2010 um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögumum ársreikninga (minnihlutavernd o.fl.) var ákvæði 110. gr. laga umeinkahlutafélag felld brott. Lögin öðluðust gildi 24. júní 2010, en samkvæmt 2.mgr. 31. gr. þeirra skyldu „ákvæði um brottfall“, þar á meðal brottfall 110.gr., taka til atvika og háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku lagannajafnvel þótt málsóknarfrestur hafi verið liðinn er þau tóku gildi. Stefnandibyggir á því í bókun sem lögð var fram 20. desember 2011 að „110. gr. laga nr.138/1994, um einkahlutafélög, komi ekki til álita í málinu þegar af þeirriástæðu að ákvæðið var fellt brott áður en mál þetta var höfðað“. Verður bókunþessi ekki skilin á annan hátt en þann að enginn málshöfðunarfrestur gildi umskaðabótakröfur stefnanda á hendur stefndu á grundvelli laga nr. 138/1994. Ákvæði 28. gr.nefndra laga kom inn sem breytingartillaga frá viðskiptanefnd og í nefndarálitiviðskiptanefndar kemur fram að verði breytingartillagan samþykkt takmarkistmálshöfðanir vegna skaðabóta á grundvelli 134. og 135. gr. laga um hlutafélögog 108. og 109. gr. laga um einkahlutafélög af almennum reglum um tómlæti ogfyrningu kröfuréttinda. Þá sé gert ráð fyrir því að ákvæðið sé afturvirkt, sbr.breytingu nefndarinnar á 30. gr. frumvarpsins. Þá segir í nefndarálitinu aðbreytingin feli í sér að í stað þess að mál skuli höfðað innan tveggja ára fráþví bótaskyld háttsemi átti sér stað gildi almennur fyrningarfresturskaðabótakrafna, sem fer eftir því hvenær krafan er talin stofnast og hvort umhana gildi lög nr. 14/1905 eða 150/2007. Atvikum málsins erhins vegar svo háttað að við gildistöku laga nr. 68/2010 hinn 24. júní 2010voru um það bil sex mánuðir liðnir frá því að skaðabótakrafan stofnaðist 4.júní 2007, var fyrnd í árslok 2009, samanber þágildandi 110. gr. laga nr.138/1994. Þessu réttarástandi var því lokið er nýju lögin tóku gildi. Krafanvar því fyrnd við gildistöku laganna. Nýju lögin geta ekki verið afturvik oglagt íþyngjandi byrgðar á stefndu. Stefndu máttu treysta því að ekki kæmi tilskaðabótakrafna vegna lánveitingarinnar. Yrði krafan tekin til greina myndi þaðvera inngrip í eignarréttindi stefndu sem vernduð eru með 72. gr. stjórnarskrárlýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í annan stað byggir stefnandi á því aðfrestir samkvæmt 110. gr. laga 138/1994 eigi ekki við þar sem krafan byggist árefsiverðum verknaði en slík tilvik séu undanskilnin frestinum. Einnig aðháttsemin sem málið byggir á falli a.m.k. undir atvikalýsingu refsiákvæðanna í2. tl. 127. gr., sbr. 79. gr. laga um einkahlutafélög. Engar sannanir hafaverið lagðar fram af hálfu stefnanda því til stuðnings að um refsiverðanverknað hafi verið að ræða. Er málsástæða þessi því ósönnuð af hans hálfu semleiðir til sýknu. Með vísan til alls þess sem að framan greinirer það niðurstaða dómsins að skaðabótakrafa stefnanda á hendur stefndu sé fyrndog eru stefndu því sýknaðir af þessari kröfu stefnanda. Eftiratvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Sigrún Guðmundsdóttirhéraðsdómari kvað upp dóm þennan.DÓMSORÐ Stefndi, þb. Sáttsehf. greiði stefnanda, þb. Milestone ehf. 346.350 evrur, 419.229 svissneskafranka, 28.046.557 japönsk jen og 134.445 bandaríkjadali, ásamt dráttarvöxtumskv. 79. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 og 1. mgr. 6. gr. laga umvexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 4. júní 2007 til greiðsludags. Stefndu, KarlWernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason eru sýknaðir af kröfumstefnanda. Málskostnaður fellurniður. |
Mál nr. 404/2017 | Ærumeiðingar | Í málinu krafðist A ómerkingar tiltekinna ummæla sem B birti á vefsíðu nánar tilgreinds hóps á samskiptamiðlinum Facebook. Þá gerði hann kröfu um að B yrði gert að greiða sér miskabætur vegna ummælanna. Ummælin lutu annars vegar að kynferðislegum athöfnum A sjálfs gagnvart B þegar hún var barn að aldri og hins vegar að B hefði sætt kynferðislegri misnotkun af hendi annarra, þar á meðal einhverra þeirra sem í hópnum voru, með leyfi A. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum í málinu hefði A haldið því fram að hann og B hefðu átt í kynferðislegum samskiptum þegar þau voru unglingar og samskiptin hefðu meðal annars verið fólgin í samförum með fullu samþykki beggja, en þeim hefði lokið ekki síðar en 1990. A hefði náð sakhæfisaldri samkvæmt 14. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 á árinu 1989. B hefði orðið 14 ára seint á árinu 1990, en samkvæmt þágildandi 1. mgr. 200. gr. sömu laga varðaði það fangelsi allt að tólf árum að hafa samræði við barn innan þess aldurs. Samþykki fyrir slíkri athöfn, sem A hefði staðhæft að hefði verið fyrir hendi, gæti engu breytt um refsinæmi hennar. Þegar að því virtu gæti ekki komið til álita að ómerkja þennan þátt í ummælum B. Að því er varðaði þann hluta ummælanna sem sneri að kynferðislegri misnotkun af hendi annarra með leyfi A, yrði ekki krafist af B að hún færði um sannleiksgildi ummæla sinna sönnur í þeim mæli að svara myndi til sönnunarfærslu af hendi ákæruvalds í sakamáli vegna þeirrar ætluðu háttsemi A sem um ræddi. Þegar gögn málsins væru virt í heild sinni með tilliti til annarra atvika þess yrði að líta svo á að B, sem nyti eftir 73. gr. stjórnarskrárinnar frelsis til að tjá sig málefnalega um mikilvæg samfélagsmál, hefði leitt nægar líkur að góðri trú sinni um réttmæti ummæla sinna þannig að þau yrðu ekki ómerkt. Var B sýknuð af kröfum A. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslasonsettur hæstaréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari.Áfrýjandiskaut málinu til Hæstaréttar 26. júní 2017. Hann krefst þess að ómerkt verði eftirfarandiummæli stefndu, sem hún hafi birt á vefsíðu nánar tilgreinds hóps á samskiptamiðlinumFacebook í febrúar 2015: „Margir fengu nú leyfi frá A til að gera það sem þeirvildu. Það var nú fínt þar sem að hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginnleyfi frá mér.“ Einnig krefst áfrýjandi þess að stefndu verði gert að greiðasér 1.000.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001um vexti og verðtryggingu frá 12. júlí 2015 til greiðsludags. Þá krefst hannmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.ISamkvæmt gögnum málsins kynntust aðilarnirí ágúst 1986 í aðdraganda þess að móðir áfrýjanda, sem fæddur er 1974, og faðirstefndu, sem er fædd 1976, hófu sambúð. Í héraðsdómsstefnu greinir áfrýjandimeðal annars frá því að aðilarnir hafi á unglingsárum átt sín á millikynferðisleg samskipti, sem hann telji hafa verið óviðeigandi vegna tengslaþeirra þótt skyldleiki hafi ekki verið með þeim. Þessi samskipti hafi verið meðfullu samþykki beggja og hafi þeim lokið ekki síðar en 1990. Stefnda kveður áhinn bóginn samskiptin hafa byrjað þegar á árinu 1986 og hafi þau staðið lenguryfir en áfrýjandi lýsi. Skilja verður málatilbúnað stefndu svo að hún telji þessumsamskiptum hafa þó verið lokið um það leyti sem foreldrum aðilanna hafi orðiðkunnugt um þau með því að móðir áfrýjanda hafi í ágúst 1992 komist í dagbækurstefndu. Í málinu hefur stefnda lagt fram ljósrit úr dagbókum sínum frá árunum1992 til 1993. Í þeim er meðal annars að finna frásögn af ítrekuðumkynferðislegum athöfnum áfrýjanda gagnvart henni á tímabilinu allt frá þvískömmu eftir að kynni þeirra tókust, svo og kynferðislegum samskiptum hennarvið aðra pilta þegar á leið. Þar kemur einnig fram að stefnda hafi leitaðaðstoðar hjá Stígamótum með viðtölum á því tímabili, sem dagbækurnar eru sagðarstafa frá.Stefnda kveður hóp fólks, sem hún hafiá sínum tíma gengið með í tiltekinn grunnskóla, hafa staðið að undirbúningisamkomu í tilefni fermingarafmælis og stofnað af þeirri ástæðu svonefndan lokaðanspjallhóp á Facebook. Hafi ýmsir úr röðum fyrrum skólasystkina hennar innt hanaeftir því hvort hún myndi ekki sækja þá samkomu. Hún hafi ekki kært sig um það,en talið sig þurfa að skýra út ástæðu þess og birt af þeim sökum orðsendingu ávefsíðunni ótilgreindan dag í febrúar 2015. Í þeirri orðsendingu komu fram áðurgreindummæli, sem áfrýjandi krefst að ómerkt verði, en óumdeilt er að í henni áttistefnda við áfrýjanda þegar hún nefndi „A“ á nafn. Orðsendingin í heild varsvohljóðandi: „Sæl öll. Ég verð að viðurkenna að fram að þessu hef ég ekkiþurft að taka ákvörðun um hvort ég vilji koma í fermingarafmælið eða ekki. Hefverið svo heppin að vera ekki á staðnum. Nú hef ég aftur á móti þurft að takaákvörðun. Mín upplifun af ...skóla er ein sú versta sem ég hef upplifað á minniævi. Margt af því sem ég upplifði þar hef ég þurft að vinna mig út úr. Margirþarna eiga það eitt að þakka að ... skólastjóri neitaði mér um að hringja álögregluna þegar ég bað um það að þeir þurftu ekki að fara í fangelsi. Hversulágt álit sem þið hafið eða höfðu á mér þá var það ekki einn af draumum mínumað vera læst inni í herbergi meðan að drengirnir skiptust á að uppfylla sínaróskir. Ég mun alltaf muna að í eitt skiptið sem þessi staða var uppi að einn„drengur“ í árganginum okkar spurði afhverju ég héldi fyrir andlitið á mér ogfékk svar frá öðrum: Hún er alltaf svona. Nú skal ég útskýra afhverju. Ég vildiekki þurfa að horfa framan í ykkur. Ég þurfti nefnilega að sitja með ykkur íbekknum daglega og horfa framan í ykkur þá. Margir fengu nú leyfi frá A til aðgera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem að hann gerði sama hlutinn.Það fékk enginn leyfi frá mér. Þið getið afsakað þetta með að þið voruð barastrákakjánar en ég vissi að þetta var rangt og ef ég vissi það þá vissu þiðþað. Ég get ekki talið þau skipti sem ég bað um að lögreglan væri kölluð til envar talin ofan af því. Það myndi nú enginn trúa mér á móti hópnum, mitt orðsporværi það slæmt. Enda endaði ég með að trúa því. Dagarnir mínir snerust um þaðað lifa þá af og reyna að gleyma hryllingnum sem átti sér stað á hverjum degi.Á endanum var mér orðið slétt sama og lék bara það hlutverk sem mér var ætlað.Ég hafði ekki lengur neinu að tapa. Ég gerði allt sem ég gat til að koma mér úrbænum og hef lítið sem ekkert komið þangað síðan. Það þýðir ekki að ég eigiekki mínar góðu minningar um hópinn en því miður þá eru þær bara lítill dropi íhafinu af óbærilegum minningum. Í árganginum okkar eru aðilar sem mér þykirafar vænt um og óska alls hins besta. Ég hef líka haldið sambandi við þá. Égvona að þið skemmtið ykkur afar vel og gott að heyra að þið hafið haldiðhópinn. Ég mun ekki mæta, hvorki núna né síðar. m.b.kv. B“.Í bréfi lögmanns til stefndu 14. júní2015 var lýst þeirri skoðun áfrýjanda að í tilgreindum ummælum í framangreindriorðsendingu væru fólgnar ásakanir um refsiverða háttsemi hans gagnvart stefnduog væri um að ræða ærumeiðandi aðdróttanir, sem varði við 235. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940. Þess var krafist að stefnda bæðist afsökunar áummælum þessum og birti leiðréttingu á þeim á sama vettvangi og þau komu fram,auk þess sem stefnda var krafin um miskabætur að fjárhæð 200.000 krónur og186.000 krónur vegna kostnaðar af störfum lögmanns. Ekki verður séð af gögnummálsins að stefnda hafi svarað þessu erindi, en fyrir liggur að hún hafi 31.ágúst 2015 borið fram við lögreglu kæru vegna kynferðisbrota áfrýjanda gegn sérá árunum 1986 til 1993. Í bréfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu tilstefndu 8. desember 2015 var greint frá því að lögregla teldi ætluð brotáfrýjanda, sem framin hefðu verið eftir að hann náði sakhæfisaldri, vera fyrndog yrði því ekki komist hjá að hætta rannsókn málsins, sbr. 4. mgr. 52. gr.laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Við þau málalok virðist stefnda hafa unað.Áfrýjandi höfðaði mál þetta 29.febrúar 2016. Í héraði gerði hann sömu kröfur og hann hefur samkvæmt áðursögðuuppi fyrir Hæstarétti, en jafnframt krafðist hann ómerkingar frekari ummæla ífyrrgreindri orðsendingu stefndu. Með hinum áfrýjaða dómi var kröfum áfrýjanda aðöllu leyti hafnað og fellir hann sig við niðurstöðu dómsins um sýknu stefndu afkröfu um ómerkingu annarra ummæla en þeirra, sem greinir í kröfugerð hans hérfyrir dómi.IIVið úrlausn málsins verður að gæta aðþví að ummælin, sem áfrýjandi krefst að ómerkt verði, féllu í framangreindriorðsendingu stefndu, sem hvorki sneri að öðru leyti að honum né var rituð aftilefni sem gagngert varðaði hann. Meginefni orðsendingarinnar laut aðskýringum stefndu á ástæðum þess að hún myndi ekki sækja samkomu skólafélaga sinnaí grunnskóla, en þær ættu rætur að rekja til þess að hún hafi á barnsaldri sættkynferðislegri misnotkun af hendi einhverra þeirra og orðið fyrir andúð annarravegna álitshnekkis sem af því hafi leitt. Í þessu samhengi þjónaði orðsendinginþeim mikilvæga samfélagslega tilgangi að vekja umræðu um brot af þessum togagagnvart börnum og þeim afleiðingum sem slík brot hefðu. Þetta tengdi stefnda áhinn bóginn að hluta við áfrýjanda með því að vísa til þess að hann hafi annarsvegar veitt mörgum þeim piltum, sem hafi misnotað hana, „leyfi ... til að geraþað sem þeir vildu“ og hins vegar einnig gert slíkt sjálfur, en enginn hafifengið leyfi hennar til þess.Að því er varðar þann hluta þessara ummælastefndu, sem sneru að kynferðislegum athöfnum áfrýjanda sjálfs gagnvart henni,verður að líta til þess að í héraðsdómsstefnu var sem fyrr segir tekið framhann hafi átt „í kynferðislegum samskiptum“ við stefndu þegar þau „voruunglingar“, en þeim hafi lokið ekki síðar en 1990. Í aðilaskýrslu fyrirhéraðsdómi lýsti áfrýjandi því aðspurður að þau samskipti hafi meðal annars veriðfólgin í samförum. Áfrýjandi náði sakhæfisaldri samkvæmt 14. gr. almennrahegningarlaga á árinu 1989. Stefnda varð 14 ára seint á árinu 1990, en samkvæmtþágildandi 1. mgr. 200. gr. sömu laga varðaði það fangelsi allt að tólf árum aðhafa samræði við barn innan þess aldurs. Samþykki fyrir slíkri athöfn, semáfrýjandi hefur staðhæft að hafi verið fyrir hendi, gæti engu breytt umrefsinæmi hennar. Þegar að þessu virtu getur ekki komið til álita að ómerkjaþennan þátt í ummælum stefndu.Við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi varstefnda spurð að því hvað hún hafi átt við í orðsendingu sinni þegar rætt varþar um að áfrýjandi hafi gefið öðrum leyfi til að misnota hana kynferðislega.Sagði þá stefnda að slíkt hafi fyrst borið á góma í tilteknu íþróttahúsi nokkruáður en hún fermdist. Henni hafi þá verið „hópnauðgað“ af piltum, sem hún hafireynt að berjast gegn, en þeir hafi brugðist við mótspyrnu hennar með því aðtaka fram „að A hafi sagt að þetta væri allt í lagi“. Í málinu hefur stefndaekki leitast frekar við að færa fram sönnur um þetta atvik eða önnursambærileg. Að því verður á hinn bóginn að gæta að í málinu liggur fyrirvottorð C læknis frá 18. apríl 2016, þar sem greint er frá því að stefnda hafií viðtali hjá honum 25. ágúst 1992 lýst því að áfrýjandi hafi misnotað sigkynferðislega frá níu ára aldri auk þess sem vinur áfrýjanda, „sem hann sendiinn til hennar, hafi nauðgað henni á þessum árum.“ Einnig liggur fyrir vottorð Dfélagsráðgjafa frá 19. apríl 2016, þar sem fram kemur að hún hafi í starfi hjáStígamótum sumarið 1992 átt viðtöl við stefndu, sem þá hafi verið 15 ára. Íviðtölunum hafi stefnda á nánar tiltekinn hátt lýst kynferðislegum athöfnum ogöðru ofbeldi áfrýjanda gagnvart sér, en að auki að „hann veitti vinum sínumaðgang“ að henni og hafi þeir beitt „hana kynferðislegu ofbeldi með hanshjálp.“ D kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins í héraði og staðfesti þar efniþessa vottorðs, þar á meðal sérstaklega að stefnda hafi á sínum tíma greint sérfrá því að áfrýjandi „hafi stuðlað að því að aðrir drengir beittu hanaofbeldi“. Jafnframt gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins E félagsráðgjafi, semlýsti því að hann hafi verið náinn vinur föður stefndu frá ungum aldri og hafifaðirinn leitað eftir því að hann veitti henni stuðning eftir að uppvíst hafiorðið um kynferðislega háttsemi áfrýjanda í hennar garð, en E hafi á þeim tímastarfað sem hjónabands- og fjölskylduráðgjafi. Af þessu tilefni hafi E komið áheimili aðilanna og rætt þar við þau ásamt föður stefndu og móður áfrýjanda. Þarhafi móðirin sagt meðal annars frá því að fram hafi komið að áfrýjandi hafi aðminnsta kosti í einhverjum tilvikum þvingað stefndu til kynferðislegra athafnaog hafi áfrýjandi gengist við því við E. Í framhaldi af þessu hafi E með nánargreindum hætti bæði liðsinnt stefndu sjálfur og haft milligöngu um aðstoðannarra við hana. Spurður um hvort stefnda hafi greint frá því að áfrýjandihafi stuðlað að eða átt þátt í því að aðrir drengir beittu hana kynferðisleguofbeldi svaraði E því til að hún hafi „talað um það í gegnum tíðina“, en hannhafi aldrei spurt hana „út í nein smáatriði varðandi það“. Í máli þessu, semrekið er eftir reglum um meðferð einkamála, verður þess ekki krafist af stefnduað hún færi um sannleiksgildi ummæla sinna sönnur í þeim mæli að svara mynditil sönnunarfærslu af hendi ákæruvaldsins í sakamáli vegna þeirrar ætluðuháttsemi áfrýjanda sem hér um ræðir. Þegar framangreind gögn eru virt í heildmeð tilliti til annarra atvika málsins verður að líta svo á að stefnda, semnýtur eftir 73. gr. stjórnarskrárinnar frelsis til að tjá sig málefnalega ummikilvæg samfélagsmál, hafi leitt nægar líkur að góðri trú sinni um réttmætiummæla sinna, sem hér um ræðir, þannig að þau verði ekki ómerkt að kröfuáfrýjanda.Samkvæmt framansögðu verður niðurstaðahins áfrýjaða dóms staðfest. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefndumálskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, A, greiði stefndu, B, 1.000.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. apríl 2017Mál þetta semdómtekið var 3. apríl 2017 var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, 25. febrúar2016, af A, [...], [...], gegn B, [...], [...].Kröfur aðilaAfhálfu stefnanda er þess krafist að eftirfarandi ummæli sem stefnda hafi viðhaftog birt um stefnanda í umræðuhópnum [...] á Facebook í febrúar 2015 verði dæmddauð og ómerk:,,ekki einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan að drengirnir skiptust á að uppfylla sínar óskir”,,Margir fengu nú leyfi frá A til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér”. Þá krefst stefnandi þess að að stefndaverði dæmd til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 1.000.000 króna, meðdráttarvöxtum frá 12. júlí 2015 til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001. Þá krefst stefnandi þess að stefnda verði dæmd til að greiða honummálskostnað samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Krafist sé 24%virðisaukaskatts ofan á dæmdan málskostnað, en stefnandi sé ekkivirðisaukaskattskyldur. Af hálfu stefndu er aðallega krafistsýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara að kröfur stefnanda á hendur henniverði lækkaðar verulega. Þá krefst stefnda þess, hvernig sem úrslit málsinsverði, að stefnandi verði dæmdur til að greiða henni málskostnað að skaðlausu,að mati dómsins, að meðtöldum virðisaukaskatti, en stefnda sé ekkivirðisaukaskattskyld. Atvik málsFaðir stefndu og móðirstefnanda munu hafa hafið sambúð á árinu 1986. Stefnda var þá 9 ára enstefnandi 11 ára og bjuggu þau bæði á heimilinu ásamt yngri bróður stefndu.Sóttu þau bæði [...]. Af hálfu stefnanda er því lýst í stefnu að þegar hann ogstefnda hafi verið unglingar hafi þau átt í kynferðislegum samskiptum. Hafi þauverið með fullu samþykki beggja en lokið eigi síðar en 1990. Af hálfu stefnduer þessum atvikum hins vegar lýst þannig að stefnandi hafi farið að þvinga hanatil margvíslegra kynferðislegra samskipta, meðal annars samfara, fljótlegaeftir að sambúð foreldra þeirra hafi hafist og hafi þessari háttsemi hans ekkilokið fyrr en upp hafi komist 1992 og stefnandi verið sendur af heimilinu. Í febrúar 2015 birti stefnda eftirfarandifærslu á Facebook síðu, sem árgangur hennar í [...] hafði stofnað í tilefni affermingarafmæli árgangsins og fyrirhugaðri samkomu hans af því tilefni. Tilskýringa er rétt að taka fram að með A er í færslunni og annars staðar í dómiþessum vísað til stefnanda: „Sæl öll. Ég verð að viðurkennaað fram að þessu hef ég ekki þurft að taka ákvörðun um hvort ég vilji koma ífermingarafmælið eða ekki. Hef verið svo heppin að vera ekki á staðnum. Nú hefég aftur á móti þurft að taka ákvörðun. Mín upplifun af [...] er ein sú verstasem ég hef upplifað á minni ævi. Margt af því sem ég upplifði þar hef ég þurftað vinna mig út úr. Margir þarna eiga það eitt að þakka að F skólastjórineitaði mér um að hringja á lögregluna þegar ég bað um það að þeir þurftu ekkiað fara fangelsi. Hversu lágt álit sem þið hafið eða höfðuð á mér þá var þaðekki einn af draumum mínum að vera læst inni í herbergi meðan að drengirnirskiptust á að uppfylla sínar óskir. Ég mun alltaf muna að í eitt skiptið semþessi staða var uppi að einn „drengur“ í árganginum okkar spurði af hverju éghéldi fyrir andlitið á mér og fékk svar frá öðrum: Hún er alltaf svona. Nú skalég útskýra af hverju. Ég vildi ekki þurfa að horfa framan í ykkur. Ég þurftinefnilega að sitja með ykkur í bekknum daglega og horfa framan í ykkur þá.Margir fengu nú leyfi frá A til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þarsem að hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér. Þið getiðafsakað þetta með að þið voruð bara strákakjánar en ég vissi að þetta var rangtog ef ég vissi það þá vissuð þið það. Ég get ekki talið þau skipti sem ég baðum að lögreglan væri kölluð til en var talin ofan af því. Það myndi nú enginntrúa mér á móti hópnum, mitt orðspor væri það slæmt. Enda endaði ég með að trúaþví. Dagarnir mínir snerust um það að lifa þá af og reyna að gleyma hryllingnumsem átti sér stað á hverjum degi. Á endanum var mér orðið slétt sama og lékbara það hlutverk sem mér var ætlað. Ég hafði ekki lengur neinu að tapa. Éggerði allt sem ég gat til að koma mér úr bænum og hef lítið sem ekkert komiðþangað síðan. Það þýðir ekki að ég eigi ekki mínar góðu minningar um hópinn enþví miður þá eru þær bara lítil dropi í hafinu af óbærilegum minningum. Íárgangnum okkar eru aðilar sem mér þykir afar vænt um og óska alls hins besta.Ég hef líka haldið sambandi við þá. Ég vona að þið skemmtið ykkur afar vel oggott að heyra að þið hafið haldið hópinn. Ég mun ekki mæta, hvorki núna nésíðar. m.b.k. B“Stefnandi hafði ekkiaðgang að framangreindri Facebook síðu en mun hafa fengið framangreinda færslusenda með tölvupósti, 5. júní, án aðkomu stefndu.Lögmaður stefnandaritaði stefndu bréf, 14. júní 2015, með vísan til Facebook færslunnar. Íbréfinu er því haldið fram að eftirgreind ummæli í færslunni þ.e. annars vegar„ekki einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan að drengirnirskiptust á að uppfylla óskir sínar“ og hins vegar „margir fengu nú leyfi frá Atil að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn.Það fékk enginn leyfi frá mér“ fælu í sér ærumeiðandi aðdróttanir í garðstefnanda, sem vörðuðu við 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Íbréfinu var skorað á stefndu að biðjast afsökunar á hinum tilgreindu ummælum ogleiðrétta þau þegar í stað. Þá var þess jafnframt krafist að stefnda greiddistefnanda 200.000 krónur í miskabætur auk lögmannskostnaðar eða samtals 386.000krónur. Var stefndu veittur frestur til 18. júní til að verða við kröfunum. Hinn 31. ágúst 2015 munstefnda hafa kært stefnanda til lögreglu vegna meintra kynferðisbrota stefnandaá hendur henni á árunum 1986-1993. Með bréfi lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu, 8. desember 2015, var stefndu tilkynnt að málið hefði veriðyfirfarið. Ljóst væri að kærði hefði verið ósakhæfur vegna aldurs er hlutimeintra brota hefði átt sér stað. Hvað önnur meint brot varði sé það matlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að sök væri fyrnd. Yrði því ekki refsaðfyrir háttsemina né dæmd viðurlög, ef sök sannaðist, sbr. 6. mgr. 82. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til þess sem rakið hefði veriðyrði ekki hjá því komist að hætta rannsókn málsins, sbr. 4. mgr. 52. gr. laganr. 88/2008 um meðferð sakamála. Stefnda mun ekki hafa kært framangreindaniðurstöðu til embættis ríkissaksóknara. Málsástæður stefnanda og tilvísun tilréttarheimildaStefnandi byggir á þvíað stefnda hafi vegið með alvarlegum hætti að æru hans með ummælum um hann íumræðuhópnum „[...]“ á Facebook, en ummæli stefndu verði ekki skilin á annanveg en að stefnandi hafi svipt hana frelsi og haft við hana kynmök gegn viljahennar og stuðlað að því aðrir gerðu það sama. Með ummælunum haldi stefnda þvífram að stefnandi sé kynferðisbrotamaður sem hafi brotið gegn hennikynferðislega og jafnframt stuðlað að sambærilegum brotum annarra gagnvarthenni. Brotin sem stefnda saki stefnanda um að hafa framið varði meðal annarsvið XXII. kafla laga nr. 19/1940. Ummæli stefndu um stefnanda feli í sér ásökunum refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi sem sé ósönnuð og virðisteiga að hafa átt sér stað fyrir mörgum áratugum síðan án þess að stefnandi hafinokkurn tímann sætt rannsókn lögreglu, þrátt fyrir að stefnda hafi lagt framkæru á hendur stefnanda, hvað þá ákæru og saksókn eða verið dæmdur fyrir slíkbrot. Brotin sem stefnda ásaki stefnanda um að hafa framið séu svívirðileg aðáliti alls almennings og varði allt að 16 ára fangelsi. Ummælin feli í sérfullyrðingu um að stefnandi hafi beitt stefndu kynferðisofbeldi. Háttsemin semstefnda fullyrði að stefnandi hafi gerst sekur um og engar sönnur hafi veriðfærðar á varði meðal annars við 194. gr. laga nr. 19/1940, en refsing fyrirslíkt brot sé allt að 16 ára fangelsi. Öll ummæli stefndu séu ærumeiðandiaðdróttanir og feli í sér brot gegn 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940og því beri að ómerkja ummælin með vísan til 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Hinumstefndu ummæli séu ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus og tilþess fallin að sverta stefnanda. Hagsmunir stefnanda af því að fá ummælin dæmddauð og ómerk séu því miklir. Ef ekki verði fallist á að ummælin feli í sérærumeiðandi aðdróttun sé til vara byggt á því að ummælin feli í sér ærumeiðandimóðgun og þar með brot gegn 234. gr., sbr. 1. mgr. 241. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940. Stefnandi byggi á því að stefnda hafi vegið meðalvarlegum hætti að æru hans. Með því hafi stefnda framið ólögmæta meingerðgagnvart stefnanda sem stefnda beri skaðabótaábyrgð á enda um ærumeiðandiaðdróttun að ræða sem bæði sé röng og borin út og birt opinberlega gegn betri vitundstefndu. Fjárhæð miskabótakröfu stefnanda taki mið af alvarleika aðdróttunarstefndu og því að stefnda hafi meitt æru stefnanda af ásetningi. Miskabótakrafastefnanda sé því hófleg. Einnig sé ljóst að virðing stefnanda hafi beðiðhnekki, sem og æra hans og persóna. Réttur stefnanda til æruverndar njótiverndar 71. gr. stjórnarskrárinnar, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og XXV.kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Krafa stefnanda um miskabætur sébyggð á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 enda sé um að ræða skýr og ótvíræðbrot á réttareglum, sem ætlað sé að vernda æru stefnanda, sbr. 235. gr. eða234. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við mat á miskabótum sé rétt aðhafa í huga að stefnandi búi í [...], sem sé lítið samfélag þar sem allir þekkialla. Ummæli stefndu sem viðhöfð hafi verið í umræðuhópi vegna endurfunda ískóla í bæjarfélaginu hafi því valdið stefnanda ómældum skaða. Öll skilyrði séuþví uppfyllt til þess að dæma stefnanda háar miskabætur úr hendi stefndu. Hvað stefndu varði vísi stefnandi til 2. og 3. mgr. 73. gr.stjórnarskrárinnar, en það falli utan marka stjórnarskrárvarinstjáningarfrelsis, þegar brotið sé gegn réttindum eða mannorði annarra manna. Aföllu framansögðu sé ljóst að réttur stefnanda til æruverndar gangi framartjáningarfrelsi stefndu, eins og hér hátti til, og því beri að taka dómkröfurstefnanda til greina og ómerkja ummælin og dæma stefndu til refsingar oggreiðslu miskabóta. Krafa stefnanda um dráttarvexti sé byggð á 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. sömu laga, þar sem segi aðskaðabótakröfur beri dráttarvexti, þegar liðinn sé mánuður frá þeim degi semkröfuhafi lagði fram upplýsingar til að meta tjón og fjárhæð bóta. Í þvítilviki sem hér um ræði sé miðað við kröfubréf stefnanda til stefndu, 12. júní2016, og sé því krafist dráttarvaxta frá 12. júlí 2015 til greiðsludags. Þesssé krafist að stefnda greiði stefnanda málskostnað samkvæmt síðar framlögðummálskostnaðarreikningi og sé krafan byggð 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Þess sé krafist að dæmdur málskostnaður beri 24% virðisaukaskatt.Um lagarök vísistefnandi til 234. gr., 235. gr., 1. og 2. mgr. 241. gr. og 242. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940. Einnig vísi stefnandi til 71. og 72 gr.stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá vísi stefnandi til1. mgr. b.-liðar 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og almennra skaðabótareglna,þar með talinnar sakarreglunnar. Krafa stefnanda um vexti og dráttarvexti ámiskabótakröfu sé byggð á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá sékrafa um málskostnað byggð á 130. gr. laga nr. 91/1991. Einnig sé vísað tilsömu laga, hvað varði varnarþing og málsaðild. Málsástæðurstefndu og tilvísun til réttarheimilda Stefndabyggir á því að í stefnu séu hin umstefndu ummæli túlkuð á versta möguleganmáta og henni brigslað um að hafa meint tiltekna hluti sem erfitt sé að finnasér stað í ummælunum og því samhengi sem þau hafi birst í. Byggi stefnda á þvíað ummælin megi ekki með nokkru móti einangra með þeim hætti sem stefnandi gerií málatilbúnaði sínum. Við lestur textans í heild sinni sé ljóst að um sé aðræða visst uppgjör stefndu við tímann í [...]. Honum sé sérstaklega beint aðþeim aðilum sem tekið hafi þátt í ofbeldinu á sínum tíma og hann skrifaður tilskýringar á því hvers vegna hún komi ekki til með að mæta á viðburði hópsins,hvorki þann sem fyrirhugaður hafi verið né þá sem seinna kunni að koma til.Mögulega megi færa rök fyrir því að betur hefði farið á því að senda hverjum ogeinum í hópnum, sem beitt hafi hana ofbeldi, einkaskilaboð en sökum þess hvetítt ofbeldið hafi verið og gerendur margir hafi henni reynst ómögulegt aðkalla fram minningar um allt ofbeldið og rifja upp alla þá sem tekið hafi þáttí því. Það séu og þekkt varnarviðbrögð heilans að leitast við að bæla niðurminningar um viðvarandi og alvarleg áföll þannig að eftir sitji brotakenndarmyndir af atburðunum. Það hafi hins vegar ekki aðeins verið þeir sem tekið hafiþátt í kynferðislega ofbeldinu sem notfært hafi sér aðstæður hennar heldureinnig þeir sem tekið hafi þátt í eineltinu og útskúfuninni. Erindi hennar hafiþví einnig verið ætlað að opna augu þeirra sem sumir hverjir hafi allt tildagsins í dag litið niður á hana fyrir fortíðina og dæmt hana hart. Ummælistefndu í heild sinni hafi þannig átt erindi til hópsins og verið á vissan háttliður í uppgjöri stefndu í senn við bekk, skóla, ofbeldi og gjörvöll skólaársín. Hvað fyrri umstefndu ummælin varði, sbr. tl. 1 í kröfugerðstefnanda, sé ljóst að þeim hafi verið beint að drengjunum, sem verið hafi meðhenni í árgangi, þeim sem verið hafi meðlimir í Facebook hópnum. Það komi skýrtfram sé erindið lesið í heild sinni, sbr. m.a. eftirfarandi: „Ég mun alltaf muna að í eitt skiptið sem þessi staða varuppi að einn „drengur“ í árganginum okkar spurði af hverju ég héldi fyrirandlitið á mér og fékk svar frá öðrum: Hún er alltaf svona. Nú skal ég skýra afhverju ég vildi ekki þurfa að horfa framan í ykkur. Ég þurfti nefnilega aðsitja með ykkur í bekknum daglega og horfa framan í ykkur þá.“ ... „Þið getiðafsakað þetta með að þið voruð bara strákakjánar en ég vissi að þetta var rangtog ef ég vissi það þá vissu þið það líka.“ Umstefnd ummæli tengist þannig ekkiá nokkurn hátt stefnanda og sé ekki hægt að lesa úr þeim nokkuð sem bendi tilþess að hann hafi tekið þátt í umræddum athöfnum. Geti ummælin því ekki talistfela í sér ærumeiðandi aðdróttanir eða móðgun í garð stefnanda. Þá geti ummæli,sem ekki fjalli um stefnanda, aldrei orðið tilefni til miskabóta honum tilhanda. Hvað síðari ummælin varði, þ.e. ummæli skv. 2. tl. í stefnu, sé ljóst aðþau hafi verið sett fram í þeim eina tilgangi að árétta þá staðreynd, að þráttfyrir að einhverjir drengjanna í hópnum kunni að hafa fengið leyfi frá stefnandaminnki það ekki á nokkurn hátt sök þeirra, sbr. „það fékk enginn leyfi frámér“. Því sé mótmælt sem í stefnu segi að ummælin sem málið varði séurangfærslur og uppspuni, sett fram í þeim tilgangi að skaða stefnanda.Framsetning stefndu hafi verið hófsöm, ummælin hafi ekki snúist um stefnandaheldur hafi verið minnst á hann því til stuðnings að ábyrgðin lægi hjá þeim sembrotið hafi gegn henni. Þeim hafi verið beint að aðilum innan hópsins og í þeimgert ráð fyrir að þeir vissu hvað um væri rætt. Hefðu þau verið sett fram íþeim tilgangi að sverta æru stefnanda hefði málflutningurinn án efa verið áannan veg. Að öðru leyti hafi tilgangur þeirra og tilefni nú þegar komið skýrtfram. Stefnda byggi og á því að játa verði þolendum kynferðisbrota svigrúm tilað tjá sig um reynslu sína, annað sé skaðlegt brotaþolum og samfélaginu. Á þeimtíma sem nú sé liðinn frá ofbeldinu hafi vitneskja um kynferðisbrot, einkenniþeirra og afleiðingar aukist gífurlega. Öll umræða í þjóðfélaginu sé orðin munopinskárri og engum blandist lengur hugur um hve algeng þau séu og skaðleg,bæði fyrir þann er verði fyrir þeim og samfélagið í heild. Hafi sú vitneskjaekki síst komið til vegna frásagna þeirra þolenda sem stigið hafi fram, endaalla jafna til þess fallnar að dýpka enn frekar skilning okkar á þeirri flóknusálfræði sem að baki þessum brotum búi. Þá megi almennt ætla að verulega myndiþrengja að opinberri tjáningu fólks á skoðunum sínum, opinberri umræðu almenntog vægi slíkrar tjáningar þar sem sá sannleikur sem máli skipti en gæti meittæru einhvers væri þeim ekki vítalaus og jafnvel refsiverður. Þá sé enn ógetið um það samfélagslega taumhald sem felist íalmannaálitinu og verulega myndi slakna á, ef ekki mætti tala frjálslega umafglöp eða lesti, sem menn verði sannir að. Stefnda byggi sýknukröfusína á því að hún hafi í skjóli tjáningarfrelsis mátt tjá sig á þann hátt semhún gerði, sbr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, 10. gr. mannréttindasáttmálaEvrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og 19. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna umborgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Sérstaklega beri að athuga að verndin séað meginstefnu óháð innihaldi tjáningarinnar og geti þannig verið um að ræðatjáningu sem sé særandi eða hneykslanleg fyrir aðra. Stefnda hafni því að 3.mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar eigi við í máli þessu, enda um að ræðaundantekningarákvæði frá meginreglunni um tjáningarfrelsi og ljóst að ákvæðiðberi að túlka þröngt. Þannig beri að skýra allan vafa um lögmæti ummæla stefnduhenni í hag. Þegar tekin sé afstaða til þess hvort skerðing á tjáningarfrelsifullnægi þeim áskilnaði að vera nauðsynleg og í samræmi við lýðræðishefðirverði auk þess að líta til atvika hvers máls fyrir sig. Í því sambandi sé ekkinægilegt að horfa einungis til efnis ummælanna hverju sinni, heldur verði einnigað líta til samhengis þeirra og þess af hvaða tilefni þau hafi verið sett fram.Stefnda byggi á því að umrædd ummæli hafi byggst á reynslu hennar og upplifunog feli hvorki í sér refsiverða móðgun né aðdróttun gagnvart stefnanda, né hafiþau verið látin falla gegn betri vitund. Um hafi verið að ræða lýsingar stefnduá staðreyndum og upplifun á þeim raunveruleika sem hún hafi búið við áuppvaxtarárum sínum. Ólíkt stefnanda telji stefnda ummælin hófsöm ogsannleikanum samkvæmt. Telji hún að við skoðun hinna umstefndu ummæla komi íljós að þau snúist að minnstu leyti um stefnanda heldur fyrst og fremst sé umað ræða lýsingu á staðreyndum og gildisdóma um umræddra atburða. Aðeins aðlitlu leyti sé vikið að stefnanda í ummælunum og þá þannig að sanna megi réttmætifullyrðinga stefndu. Stefnda vísi sérstaklegatil þess að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú um að þau væru sönn og þvíekki hægt að tala um ásetning og raunar ekki heldur gáleysi, hvað innihaldummælana varði. Þá krefjist stefnda þess að sérstaklega verði litið til þessvið sönnunarmatið að hve miklu leyti sönnunin sé bundin erfiðleikum. Meðhliðsjón af öllu framangreindu geti stefnda ekki fallist á að ummæli hennarhafi falið í sér aðdróttun í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940, né heldur móðgun í skilningi 234. gr. s.l. Í stefnu sé því haldið fram að fyrrgreind ummæli verði ekki skilin áannan veg en þann að stefnandi hafi svipt stefndu frelsi, haft við hana kynmökgegn vilja hennar og stuðlað að því að aðrir gerðu það sama. Stefnda byggi áþví að það sé vissulega það sem raunverulega hafi gerst, þó hún telji ekkisjálfgefið að slíkan skilning megi draga af ummælunum. Stefnda styðjisýknukröfu sína að auki við þá grunnreglu að ekki verði refsað fyrir sönnummæli. Reglan byggi á því að sönn ummæli varði ekki refsi- og bótaábyrgð, þótttelja megi þau ærumeiðandi og þau uppfylli að öðru leyti skilyrði ærumeiðinga.Reglan eigi sér bæði stoð í ákvæðum 73. gr. stjórnarskrárinnar umtjáningarfrelsi og 237. og 238. gr. alm. hgl. Að sama skapi byggi stefnda á þvíað reglunni verði beitt varðandi ómerkingu ummæla og miskabætur, þannig aðstefnda verði sýknuð af kröfum þar að lútandi. Í stefnu sé því haldið fram aðaðilar málsins hafi átt í kynferðislegum samskiptum sem unglingar en að þeimhafi lokið eigi síðar en árið 1990. Hið rétta sé að þeim hafi ekki lokið fyrren árið 1992. Aðilar séu þannig sammála um að kynferðisleg samskipti hafi áttsér stað þeirra á milli fram að árinu 1990 en þá greini á um hvenær þeim hafilokið. Þá telji stefnandi að þau hafi verið með samþykki beggja aðila enstefnda telji samþykki hafa skort af sinni hálfu. Þess beri að geta að árið1990 hafi stefnda verið nýorðin 13 ára gömul og stefnandi þá 15 ára. Ístefnunni sé talað um að aðilar hafi báðir verið unglingar meðan ákynferðislegum samskiptum hafi staðið. Sé hugtakið „unglingar“ skoðað nánarmegi sjá að neðri mörk þeirrar skilgreiningar miðist við 13 ára aldurinn.Þannig segi á Snöru að unglingur sé ungur maður á aldrinum frá um 13 ára til17-18 ára. Sömu skilgreiningu sé að finna í íslenskri orðabók frá árinu 2001.Þá virðist það almennur málskilningur að unglingsárin hefjist við 13 ára aldur.Þar sem aðilar séu báðir sammála því að kynferðislegt samneiti þeirra hafihafist fyrir árið 1990 hafi það hafist í síðasta lagi þegar stefnandi hafiverið unglingur en stefnda aðeins barn að aldri. Þessi skilningur á mörkumbarns og unglings fái stoð í almennum hegningarlögum, en þar hafi frá upphafiverið lagt fortakslaust bann við samræði við barn yngra en 14 ára. Skipti þarengu máli um refsinæmi verknaðarins hvort kynferðisathafnirnar hafi átt sérstað með eða gegn vilja barnsins. Tilgangurinn með jafn fortakslausu banni ogþessu sé sá að vernda börn fyrir því að lifa kynlífi áður en þau hafi andleganog líkamlegan þroska til þess. Á sama tíma hafi sakhæfisaldurinn haldist við 15ár. Það þýði að ungmenni sem hafi náð þeim aldri séu talin búa yfir nægumþroska til þess að átta sig á afleiðingum gjörða sinna þannig að hægt sé aðgera þau ábyrg gjörða sinna. Hvað sem öðru líði sé því ljóst að stefnandi hafibrotið kynferðislega gegn stefndu. Með því að gangast við því í stefnu að hafaátt í kynferðislegu samneiti við stefndu fyrir árið 1990 sé stefnandi í reyndað viðurkenna brot sín gagnvart henni. Af þeim sökum einum sé fram kominnægjanleg sönnun þess að stefnandi hafi misnotað stefndu. Í máli þessu sé ljóstað meingerð við æru stefnanda sé hverfandi í samanburði við þá meingerð semfalist hafi í því ofbeldi sem hann hafi beitt stefndu. Stefnda byggi sýknukröfusína því á ákvæði 239. gr. alm. hgl. og ólögfestum reglum skaðabótaréttar umorðhefnd. Í ákvæðinu segi að heimilt sé að láta refsingu fyrir móðgun eðaaðdróttun falla niður hafi tilefni ærumeiðingarinnar verið ótilhlýðilegthátterni þess sem telji vegið að æru sinni eða goldið hafi verið líku líkt.Þess beri sérstaklega að geta að sú háttsemi sem orðið geti grundvöllurorðhefndar þurfi ekki að vera ærumeiðing, sbr. orðalag ákvæðisins sjálfs. Íritinu Fjölmæli segi höfundur aðháttsemin geti m.a. verið fólgin í líkamsmeiðingu, skírlífisbroti, ærumeiðingu,o.s.frv., en hún þurfi þó ekki að vera refsiverð, t.d. falli ósæmilegfestaslit, ruddaskapur o.s.frv. einnig undir hugtakið. Stefnandi hafiviðurkennt að hafa beitt stefndu kynferðislegu ofbeldi, þ.e. að hafa haft átt íkynferðislegu samneiti við hana áður en hún varð 14 ára gömul. Með því hafihann ekki aðeins beitt hana líkamlegu ofbeldi heldur einnig brotið gróflegagegn kynferðislegri sjálfsmynd hennar, kynfrelsi og friðhelgi einkalífs hennar.Með kynferðisbroti sé sjálfsákvörðunarréttur brotaþola virtur að vettugiog réttur hans til sjálfsstjórnar og athafnafrelsis brotinn á bak aftur. Um séað ræða einn af alvarlegustu glæpum sem beinist að einstaklingum, aðeinsmannsmorð sé litið alvarlegri augum samkvæmt hegningarlögum. Þá hafi hannbrotið gegn kynferðislegri æru hennar og ollið henni langavarandi skaða. Háttsemi stefnanda hafi þannig verið mun grófari enummæli þau sem stefnda hafi nokkru sinni viðhaft um stefnanda. Stefnda byggi áþví að öll skilyrði fyrir 239. gr. alm. hgl. séu fyrir hendi í máli þessu. Þábyggi stefnda á þeirri dómhelguðu reglu að orðhefnd geti, auk refsileysis,leitt til sýknu vegna krafna um ómerkingu ummæla og miskabætur. Þá sé ljóst aðháttsemi stefnanda hafi gefið henni fullt tilefni til hinna umstefndu ummæla ogþví allar forsendur til að hafna ómerkingarkröfu stefnda á grundvelli reglna umorðhefnd. Stefnda byggi á því að hin umstefndu ummæli hafi verið viðhöfð ílokuðum hópi fyrrum samnemenda á samfélagsmiðlinum Facebook, einstaklinga, semflestir hverjir hafi þekkt til málsins og/eða hafi tekið þátt í ofbeldinu.Stefnandi geti því ekki borið fyrir sig að ummælunum hafi verið beint tilalmennings eða þau birt opinberlega. Þá hafi stefnandi ítrekað tjáð sig um þaðkynferðislega samneiti sem átt hafi sér stað á milli aðila. Varakröfu stefnandasé mótmælt með sama hætti og aðalkröfu og með vísan til sömu málsástæðna oglagaraka. Að auki sé því mótmælt að 234. gr. alm. hgl. komi til greina í máliþessu. Í móðgun felist niðrandi tjáning sem sé til þess er fallin að lækka manní áliti, særa sjálfsvirðingu hans, lítilsvirða persónu hans eða gefa í skyn aðlítið sé í hann spunnið án þess þó að honum sé beinlínis borin á brýnósæmilegur verknaður eða lastverðir eiginleikar. Því megi halda fram aðmóðganir falli ekki innan undantekningarákvæða 3. mgr. 73. gr.stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.Undantekningarnar taki aðeins til mannorðs sem sé hin hlutlæga æra, annarra sýná manngildið, en geti í engu sjálfsvirðingarinnar, en að henni beinist móðganirfyrst og fremst og jafnvel eingöngu. Stefnda hafni því alfarið að forsendur séutil að dæma hana til greiðslu miskabóta og því beri að sýkna hana afmiskabótakröfu stefnanda. Stefnda mótmæli því í fyrsta lagi að skilyrði 26. gr.laga nr. 50/1993 um greiðslu miskabóta séu fyrir hendi. Stefnda telji sig ekkiá nokkurn hátt seka um ólögmæta meingerð gegn æru stefnanda og vísist í þvísambandi að mestu til málsástæðna og lagaraka hennar varðandi ómerkingarkröfustefnanda. Stefnda byggi á því að þó að ummælin kunni að vera skaðandi fyrirstefnanda fylgi því engin bótaábyrgð fyrir stefndu vegna meginreglunnar umrefsileysi og bótaábyrgðarleysi sannra ummæla. Stefnda byggi auk þess á því að sýkna beri hana afmiskabótakröfu á grundvelli 239. gr. almennra hegningarlaga og ólögfestra reglaum orðhefnd. Stefnda vísi til þess að það sé viðurkennd regla í dómaframkvæmdað orðhefnd teljist sjálfstæð ábyrgðarleysisástæða í meiðyrðamálum. Hvað þessamálsástæðu varði vísist að mestu til þess sem þegar hafi verið rakið. Stefndabendi þó á að þrátt fyrir að fallist yrði á ómerkingu ummæla stefndu sé þaðekki sjálfgefið að bótaábyrgð sé fyrir hendi. Megi þá fella niður bótaábyrgðm.a. á grundvelli tilefnis ummælanna og reglna um orðhefnd. Stefnda mótmælifjárhæð miskabótanna sem allt of hárri og í engu samræmi við útbreiðsluummælanna. Í stefnu sé sérstaklega tekið fram að við mat á miskabótakröfunniberi að hafa í huga smæð [...]. Þessu sé mótmælt af stefndu. [...] sé [...]stærsti bær landsins sem telji [...] íbúa. Ummælin hafi verið látin falla ílokuðum 51 manns Facebook hópi. Þau hafi ekki komist til vitundar stefnandafyrr en einn úr hópnum hafi sent honum afrit af ummælunum. Á þessum fimmmánuðum hafi stefnandi ekki frétt af þeim og megi leiða líkur að því að ummælinhefðu aldrei farið af stað ella. Hvað sem því líði sé ljóst að málshöfðun þessisé mun frekar til þess fallin að vekja athygli á þeim og auka enn frekarumræðuna um atburðina. Til vara sé því krafist lækkunar á miskabótakröfustefnanda. Stefnda geti ekki með nokkru móti fallist á það að ummælin hafivaldið stefnanda miska, á þann hátt sem þau hafi fallið. Stefnandi hafi ekkisýnt fram á umfang tjónsins né heldur að orsakasamband sé milli ummælanna oghins meinta miska. Þá sé öllum kröfum, málavaxtalýsingum, málsástæðum og staðhæfingumstefnanda mótmælt nema að því leyti sem þær samræmist málavaxtalýsingu stefndu.Sýknukrafa stefndu sé byggð á meginreglunni um refsileysi sannra ummæla og XXV.kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá sé vísað til 73. gr.stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lögnr. 62/1994. Kröfu um málskostnað styðji stefnda við XXI. kafla laga nr.91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur og niðurstaðaÍ máli þessudeila aðilar um hvort ummæli sem stefnda lét falla á samfélagsmiðlinum Facebookí febrúar 2015 hafi falið í sér ærumeiðandi aðdróttun eða móðgun í garðstefnanda. Þá deila aðilar um hvort ummælin hafi falið í sér ólögmæta meingerðgagnvart stefnanda sem leiða eigi til greiðslu miskabóta úr hendi stefndu. Ummælin eruþessi:,,ekki einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan að drengirnir skiptust á að uppfylla sínar óskir“.,,Margir fengu nú leyfi frá A til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér“. Eins og áður er rakið er ágreiningslaust með aðilum að með „A“ í framangreindum texta sé átt við stefnanda.Af hálfu stefnanda er á því byggt að stefnda hafi, með framangreindum ummælum, vegið alvarlega að æru hans en ummælin verði ekki skilin á annan veg en þann að stefnandi hafi svipt stefndu frelsi og haft við hana kynmök gegn vilja hennar og stuðlað að því aðrir gerðu það sama. Með ummælunum haldi stefnda því fram að stefnandi sé kynferðisbrotamaður, sem brotið hafi gegn henni kynferðislega og jafnframt stuðlað að sambærilegum brotum annarra gagnvart henni. Brotin sem stefnda saki stefnanda um að hafa framið varði meðal annars við XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og feli í sér ásökun um bæði refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi, sem varðað geti allt að 16 ára fangelsi. Ummælin séu ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus og feli í sér ærumeiðandi aðdróttanir og brot gegn 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Beri því að ómerkja þau með vísan til 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Ef ekki verði fallist á að ummælin feli í sér ærumeiðandi aðdróttun sé til vara á því byggt að þau feli í sér ærumeiðandi móðgun og þar með brot gegn 234. gr., sbr. 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu stefndu er á því byggt að hún hafi í skjóli tjáningarfrelsis síns, sbr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og 19. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, mátt tjá sig á þann hátt sem hún hafi gert í téðri Facebook færslu. Hvað ummæli skv. tl. 1 í stefnu varði tengist þau stefnandi ekki á nokkurn hátt og sé ekki hægt að lesa úr þeim neitt sem bendi til þess að hann hafi tekið þátt í umræddum athöfnum. Geti ummælin því ekki, þegar af þeirri ástæðu, talist fela í sér ærumeiðandi aðdróttanir eða móðgun í garð stefnanda. Hvað hin umstefndu ummæli í heild varði en þó sérstaklega ummæli skv. 2. tl í stefnu sé ekki nægilegt að horfa einungis til efnis ummælanna, heldur verður einnig að líta til samhengis þeirra og þess af hvaða tilefni þau hafi verið sett fram. Ummælin hafi byggst á reynslu hennar og upplifun og feli hvorki í sér refsiverða aðdróttun né móðgun gagnvart stefnanda, né hafi þau verið látin falla gegn betri vitund. Um hafi verið að ræða lýsingar stefndu á staðreyndum og upplifun á þeim raunveruleika sem hún hafi búið við á uppvaxtarárum sínum. Ummælin hafi verið hófsöm og sönn en þau hafi að minnsta leyti snúið að stefnanda heldur fyrst og fremst falið í sér lýsingu á staðreyndum og gildisdóm. Þá hafi ummælin verið sett fram í góðri trú og því ekki hægt að tala um ásetning né gáleysi hvað innihald þeirra varði. Stefnda byggi á því að stefnandi hafi viðurkennt að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við hana a.m.k. til ársins 1990 en þau hafi hafist þegar á árinu 1986. Með þeirri viðurkenningu hafi stefnandi í reynd viðurkennt gróf og ítrekuð kynferðisbrot gagnvart sér. Sé meint meingerð stefndu gagnvart æru stefnanda hverfandi í samanburði við þá meingerð, sem falist hafi í ofbeldi stefnanda gagnvart henni og verði þau talin vega að æru hans, réttlætist þau af reglum og sjónarmiðum um orðhefnd, sbr. ákvæði 239. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá sé því mótmælt, með vísan til framangreindra raka, að hin umstefndu ummæli hafi falið í sér móðgun gagnvart stefnanda í merkingu 234. gr. sömu laga. Stefnandinn, A, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Aðspurður kvaðst hann fyrst hafa fengið spurnir af Facebook færslu stefndu u.þ.b. einum og hálfum mánuði eftir að hún hafi birst. Ummælin hafi verið algerlega fjarstæðukennd og ættu engan fót fyrir sér. Aðspurður kvaðst hann hafa gert sér ljóst að fullt af fólki hafi verið búið að sjá færsluna og margir rætt hana við sig. Aðspurður í hverju samþykki stefndu við því að eiga kynlíf með honum hafi verið fólgið svaraði hann því til að það hafi t.d. verið í því fólgið að hún hafi komið til hans í því skyni að stunda með honum kynlíf. Aðspurður kvaðst hann aldrei hafa játað að hafa brotið gegn stefndu kynferðislega. Stefnda, B, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Aðspurð hvers vegna hún hefði látið hin umstefndu ummæli falla á umræddri Facebook síðu svaraði hún því til að hópurinn hefði í gegnum tíðina staðið fyrir ýmsum atburðum af margvíslegu tilefni. Í aðdraganda færslunnar hefði hún verið að rekast á ýmsa úr fermingarárgangi sínum sem gengið hafi hart að henni að mæta á fyrirhugað fermingarafmæli árgangsins. Hún hefði af þessu tilefni, eftir langt samtal við vinkonu sína, ákveðið að skrifa um reynslu sína og loka síðan þessum kafla í lífi sínu. Hefði hún skrifað færsluna nokkrum sinnum og reynt að skrifa hana þannig að hún biði ekki upp á neinar afsakanir eða samræður. Síðan hefði hún lagt textann í salt en einn daginn ýtt á „send“ og skráð sig úr grúppunni. Í kjölfarið hefði verið hringt til hennar en hún ekki tekið símann og að öðru leyti lokað fyrir samskipti við aðra en þá sem hún hafi þekkt. Málinu hafi þar með verið lokið af sinni hálfu þar til henni hafi borist bréfið frá lögmanni A. Þegar það hafi borist hafi hún hálfpartinn neyðst til að setjast niður og lesa þá pósta sem hún hafi fengið eftir færsluna. M.a. hefði hún fengið pósta frá tveimur, sem sagst hafi sjá óskaplega eftir sínum þætti í þessu máli. Hún hafi hins vegar ekki svarað þeim enda hafi hún ekki sent færsluna til að fá einhverjar syndaaflausnir. Tilgangurinn með bréfinu hafi fyrst og fremst verið að ljúka málinu af sinni hálfu. Kvaðst hún aldrei hafa ætlað að meiða eða særa með færslunni og því reynt að hafa hana eins almenna og hægt hafi verið þannig að aðeins þeir sem vitað hafi um hvað málið snerist myndu skilja hvað um væri að ræða. Aðspurð kvað hún stefnanda hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Móðir hennar hefði látist í janúar 1986 og hún þá verið send til ættingja fyrir vestan. Þegar hún hafi komið aftur í bæinn, í ágúst 1986, hafi móðir stefnanda og faðir hennar verið búin að stofna til sambúðar á heimili móður stefnanda. Stefnandi hafi fljótlega byrjað að snerta hana, fyrst með kitli og þess háttar en það þróast mjög hratt. Eftir nokkra mánuði hafi hann haft samfarir við hana í fyrsta skipti og fljótlega eftir það verið farinn fá „blowjob“ og nota á sig hjálpartæki, farinn að nota klámefni og fleira. Á sama tíma hafi hann verið mjög grófur við sig líkamlega. Það hafi byrjaði með leikjum sem orðið hafi sífellt grófari og náð hámarki um jólin 1986 þegar hann hafi náð að rota hana með boxhönskum. Þá hafi hann einnig verið mjög kúgandi andlega og haft unun af að niðurlægja hana. Þá hafi hann reynt að koma sér í vandræði gagnvart föður sínum, sem beitt hafi sig líkamlegum refsingum og lokað hana langtímum saman inni í herbergi. Þannig hafi stefnandi náð stjórn yfir öllum þáttum lífs hennar. Um tíma hafi stefnandi misst að mestu áhuga á kynlífi með sér en þá fengið furðulega ánægju út úr því að veita öðrum aðgang að sér. Síðan hafi hann tekið upp fyrri iðju sjálfur. Þegar upp hafi komist um hegðum stefnanda gagnvart sér hafi hún verið send í burtu til E en stefnandi verið sendur til föður síns. Gerður hafi verið samningur við hana um að hún fengi að fara í meðferð upp á [...] en hún hafi ekki mátt fara til Stígamóta þar sem föður hennar hafi fundist þau samtök vera kvenréttindasamtök. Þá hafi henni verið bannað að tala um þetta á heimilinu eða utan heimilisins. Stefnandi hafi ekki átt að hafa aðgang að heimilinu en það ekki gengið eftir þannig að hún hafi flutt að heiman. Þá hafi félagsmálayfirvöld gripið inn í málið og henni verið komið fyrir á heimili út í bæ en síðan í Reykjavík. Í framhaldinu hafi hún farið í meðferð sem hjálpað hafi henni við að koma sér út úr aðstæðunum. Á þessum tíma hafi hún ekki getað verið ein og ekki innan um margt fólk. Hún hafi ekki getað sofið, ekki verið í mikilli birtu, ekki verið í myrkri o.s.frv. Kvaðst hún hafa náð að vinna sig út úr þessu ástandi meðan hún hafi verið í [...]. Þegar stefnandi hafi eignast sína fyrstu dóttur kvaðst hún hafa hringt í lögregluna og tilkynnt hann en ekki kært. Stefnandi hafi fengið að halda öllum samskiptum við fjölskylduna en hún vikið. Aðspurð hvað hún hafi átt við með „leyfi“ í Facebook færslunni svaraði hún því til að hún hefði verið stödd uppi í íþróttahúsi. Stefnandi hafi verið á staðnum og verið að tala við tvo stráka. Kvaðst hún hafa séð að verið var að benda á sig en ekki spáð meira í það. Það næsta sem hún myndi hafi verið að hún hafi verið stödd inni í kvennaklefa að reyna að berjast um og segja nei en þeir hafi sagt að A hafi sagt þeim að þetta væri allt í lagi. Henni hafi verið hópnauðgað í kvennaklefanum. Þannig hafi öll hennar skólaganga verið og hún mátt búast við að setið væri fyrir sér. Facebook færslan hafi snúist um að hennar leyfi hafi ekki verið til staðar en það hafi verið eina leyfið sem skipt hafi máli. Henni hafi verið sama hver annar hefði sagt að þetta væri í lagi, sitt leyfi hafi ekki verið til staðar. Færslan hafi snúist um þetta. Aðspurð kvaðst hún ekki vita hvað drengirnir sem nauðgað hafi sér hafi heitið. A hafi ekki verið inni í klefanum en hún viti að þetta hafi verið honum að kenna. Aðspurð hvaða tilviki hún hafi verið að lýsa þegar hún hafi í Facebook færslunni sagst hafa verið læst inni í herbergi svaraði hún því til að það tilvik hafi ekkert komið A við enda hafi færslan ekki verið um A. Aðspurð svaraði stefnda því til að ummælin undir tl. 2 í stefnu snerust ekki um A en margir hafi samt fengið leyfi frá honum til að gera það sem þeir vildu. Aðspurð kvaðst hún vera að vísa til atburðar í gula húsinu. Hún vissi ekki hvort þeir hafi fengið leyfi nákvæmlega. Um væri að ræða tvo aðskilda hluti. Annars vegar að henni hafi margoft verið hópnauðgað og hins vegar að hann hafi gefið leyfi, sem haft hafi þessar afleiðingar. Það þýddi ekki að hann hafi gefið leyfi í hvert einasta sinn. Hún geti ómögulega rifjað það upp en hún væri búin að fara í gegnum mikla meðferð til að gleyma þessu og ætli ekki að rifja upp hvert einasta atvik. Hún hafi kosið að halda þeim, sem sent hafi henni skriflegar afsökunarbeiðnir, fyrir utan málið. Spurð nánar af dómara um meint leyfi frá A þ.e. hvort hann hafi leyft öðrum að hafa kynferðislegt samneyti við hana, svaraði hún: „Ég er að segja að hann hafi leyft það“. Vitnið, D, verkefnastjóri hjá [...], gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Aðspurð kvaðst hún hafa verið að vinna í sumarvinnu sem ráðgjafi hjá Stígamótum 1992, þegar stefnda hafi komið þangað í ráðgjöf og stuðning. Um hafi verið að ræða kynferðisleg samskipti milli stjúpsystkina, í fyrstu milli barna en síðan hafi samskiptin breyst í kynferðislegt ofbeldi. Hafi hún fylgst með stefndu í nokkur ár þar á eftir. Stefnda hafi sagt sér sína sögu sem einkennst hafi af ofbeldi, eftir að hún hafi kynnst A. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa haft ástæðu til að efast um sannleiksgildi frásagnar stefndu. Reynsla þeirra, sem um þessi mál fjalli, sé, að þegar fólk segi frá svona erfiðri reynslu sé ekki ástæða til að efast um sannleiksgildi hennar. Það sem vakið hafi athygli þeirra hafi verið að þótt hún væri svona ung hafi hún lýst sömu einkennum og fullorðnir hafi lýst. Reynslan hafi kennt þeim að ofbeldi barna gagnvart börnum geti haft alveg jafn alvarlegar afleiðingar og ofbeldi fullorðinna gagnvart börnum. Aðspurð kvað hún stefndu hafa sagt sér að A hefði stuðlað að því að aðrir drengir beittu hana ofbeldi. Vitnið, E félagsráðgjafi, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Aðspurt sagði vitnið að hann og faðir stefndu hafi verið vinir allt frá unglingsárunum og hafi hann verið annar af skírnarvottum stefndu. Vitninu sagðist svo frá að í eitt sinn, þegar hann hafi verið í heimsókn hjá föður stefndu, hafi hann sagt sér að leiðindamál hefði komið upp í fjölskyldunni og að hann vissi ekki hvernig hann ætti að snúa sér í því. Hafi hann spurt sig hvort hann gæti stutt stefndu í málinu en vitnið hafi á þessum tíma starfað sem hjónabands- og fjölskylduráðgjafi á [...] og haft með að gera hópa fyrir þá sem þurft hefðu að þola kynferðisofbeldi í æsku. Hafi faðir stefndu sagt við sig að best væri að hann fengi að vita nánar um málið á fundi með fjölskyldunni. Tveimur dögum seinna hefði hann sest niður í eldhúsinu með fjölskyldunni. Móðir stefnanda, hefði haft orðið og lýst því sem hún hefði orðið áskynja [um kynferðisleg samskipti stefnanda og stefndu] og bætt svo við að því miður hefði allavega verið þvingun í sumum tilvikum. A hafi setið við hliðina á sér. Kvaðst vitnið hafa spurt A hvort þetta væri rétt og hann þá hallað sér fram og falið andlitið í höndum sér og kinkað kolli. Hafi vitnið þá sagt við A: „þú verður að svara mér“. Hefði hann þá játað að þetta hefði gerst. Í framhaldinu hafi móðir stefnanda og faðir stefndu sagst myndu reyna að fá stuðning fyrir A eins og hægt væri en beðið sig að styðja stefndu eins og hann gæti, sem hann hafi gert. Aðspurt svaraði vitnið því til að A hefði játað „þvingun“. Vitnið kvaðst ekki hafa efast um orð stefndu og fjölskyldan hafi ekki heldur virst gera það. Farið hafi verið í að reyna að veita þeim báðum hjálp, stefndu fyrst í gegnum sig en hún leitað fljótlega til Stígamóta og notið stuðnings frá fólki þar. Þá hafi hann útvegað henni aðgang að stuðningshópi á [...]. Aðspurt sagði vitnið að hluti af vinnunni hafi verið að færa vinnubók. Kvaðst vitnið oft hafa séð stefndu með bókina á hnjánum, þegar hún hafi verið að skrifa í hana en hann aldrei beðið um að fá að sjá bókina. Aðspurt sagði vitnið að stefnda hefði talað um það í gegnum tíðina að A hefði stuðlað að því að aðrir drengir hefðu misnotað hana en hann aldrei spurt hana út í nein smáatriði og ekki vita annað í þessum efnum en það sem hún hefði sagt sér. Aðspurt sagði vitnið að á umræddum fundi í eldhúsinu, á heimili foreldra stefndu og stefnanda, hafi auk sín og foreldranna verið stefnandi og stefnda og yngri bróðir stefndu en reynt hafi verið að halda honum utan við það sem fram hafi komið á fundinum. Vitnið, G, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Hún kvað sig og stefndu hafa þekkst síðan 1998. Aðspurð kvaðst hún hafa heyrt af þessum málum fljótlega eftir að þær hafi kynnst. Þegar stefnda hafi sent færsluna hafi verið búinn að vera mikill þrýstingur á hana á að mæta í fermingarafmælið. Stefnda hafi ákveðið að segja satt og rétt frá, í stað þess að afsaka hvers vegna hún mætti ekki. Áður en hún hafi sent færsluna hafi hún lesið hana fyrir sig. Þetta hafi ekki verið gert í fljótheitum, reiði eða hefnd. Í framhaldi af færslunni hafi a.m.k. tveir sent henni póst og beðist afsökunar á sínum þætti þ.e. að hafa sofið hjá henni án hennar samþykkis. Aðspurð kvað hún stefndu hafa sagt sér að A hefði hvatt aðra til að nota sig en hún hefði ekki farið út í smáatriði í þessu sambandi. Aðspurð kvaðst hún hafa orðið vitni að því þegar stefnda hafi fundið dagbækurnar. Hafi það gerst, þegar hún hafi verið að flytja í október 2016. Vitnið, H, gaf skýrslu við aðalmeðferðina. Aðspurð kvaðst hún hafa kynnst stefndu 1987 og haldið sambandi við hana í gegnum árin. Kvaðst hún minnast þess að stefnda hefði trúað sér einu sinni fyrir því að A hefði misnotað hana. Þá hafi hún trúað sér fyrir því að þegar hún hafi líklega verið 16 ára hafi sér verið hópnauðgað og hafi það gerst í skoti við [...] í [...]. Hún hafi líka sagt við sig: „A var á staðnum. Hann kom á eftir“. Aðspurt kvaðst vitnið hafa trúað þessari frásögn stefndu. Eins og áður er rakið lúta kröfur stefnanda í máli þessu að tveimur tilgreindum ummælum stefndu, sem hún birti á samfélagsmiðlinum Facebook í febrúar 2015. Birtingin átti sér stað á síðu sem opnuð hafði verið í tengslum við fyrirhugað fermingarafmæli stefndu og fermingarsystkina hennar. Óumdeilt er að síðan var opin öllum fermingarhópnum. Fyrri ummælin samkvæmt kröfugerð stefnanda eru þessi: ,,ekki einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan að drengirnir skiptust á að uppfylla sínar óskir“. Stefnda hefur í greinargerð sinni og skýrslu við aðalmeðferð málsins borið að skólafélagar hennar hafi ítrekað, meðan á dvöl hennar í [...] hafi staðið, beitt hana grófu og ítrekuðu kynferðislegu ofbeldi og vísi ummælin til þess. Þá hefur hún lagt fram í málinu ljósrit svonefndra dagbókarfærslna, sem hún kveðst hafa skrifað, þar sem umræddu kynferðislegu ofbeldi er lýst. Hún hefur hins vegar þvertekið fyrir að ummælunum hafi verið beint að stefnanda enda komi skýrt fram í Facebook færslu hennar, sé hún lesin í heild, að um hafi verið að ræða drengi í hennar eigin árgangi en stefnandi hafi verið tveimur árum eldri en hún og því tveimur bekkjum ofar henni í skóla. Ekki verður ráðið af framangreindum ummælum, hvort sem þau eru skoðuð einangruð eða í samhengi við texta Facebook færslunnar í heild sinni, að þau eigi við stefnanda. Getur stefnandi ekki fengið ummæli sem beinast að öðrum en honum sjálfum, ómerkt. Verður stefnda því sýknuð af þessum lið kröfugerðar stefnanda. Síðari ummælin samkvæmt kröfugerð stefnanda eru eftirfarandi: ,,Margir fengu nú leyfi frá A til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér“. Eins og áður er rakið byggir stefnandi á því að framangreind ummæli vegi gróflega að æru hans enda feli þau í sér fullyrðingu um að hann hafi gefið ónafngreindum drengjum leyfi til að eiga kynferðislegt samneyti við stefndu. Hafnar stefnandi því alfarið að hann hafi gert eitthvað sem túlka megi á þann veg. Séu ummælin fjarstæðukennd og ósönn. Af hálfu stefndu er á því byggt að ummælin skv. tl. 2 í kröfugerð stefnanda hafi verið sett fram í þeim eina tilgangi að árétta þá staðreynd, að þrátt fyrir að einhverjir drengjanna í hópnum kunni að hafa fengið leyfi frá stefnanda minnki það ekki á nokkurn hátt sök þeirra, sbr. „það fékk enginn leyfi frá mér“. Því sé mótmælt sem í stefnu segi að ummælin séu rangfærslur og uppspuni, sett fram í þeim tilgangi að skaða stefnanda. Framsetning stefndu hafi verið hófsöm, ummælin hafi ekki snúist um stefnanda heldur hafi verið minnst á hann því til stuðnings að ábyrgðin lægi hjá þeim, sem brotið hafi gegn henni. Þeim hafi verið beint að aðilum innan hópsins og í þeim gert ráð fyrir að þeir vissu hvað um væri rætt. Það er mat dómsins að framangreind ummæli stefndu verði ekki, einangruð eða lesin í samhengi við Facebook færslu stefndu í heild sinni, skilin á annan veg en þann að stefnandi hafi „leyft“ ónafngreindum drengjum að eiga kynferðislegt samneyti við stefndu, án hennar samþykkis. Þessi skilningur á ummælunum á sér ótvíræða stoð í skýrslu stefndu sjálfrar við aðalmeðferð málsins en eins og áður er rakið svaraði hún spurningu dómara um hvort stefnandi hefði leyft öðrum að hafa kynferðislegt samneyti við sig, þannig: „Ég er að segja að hann hafi gert það“. Stefnda hefur ekki gegn eindreginni neitun stefnanda fært sönnur á þessi ummæli sín og varða þau því, hvað ummælin um meint leyfi stefnanda varðar, við 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt 239. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er heimilt að láta refsingu samkvæmt 234. og 235. gr. laganna falla niður, ef tilefni ærumeiðingar var ótilhlýðileg háttsemi þess manns, sem telur sér misboðið eða hann hefur goldið líku líkt. Sjónarmiðin að baki ákvæðinu hafa í refsirétti verið nefnd „orðhefnd“. Af hálfu stefnanda er viðurkennt í stefnu að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við stefndu, stjúpsystur sína, meðan þau bjuggu í foreldrahúsum og voru bæði börn að aldri. Samkvæmt framburði stefndu hófst þessi háttsemi í nóvember 1986, þegar hún var 9 ára en stefnandi 11 ára, og stóð að sögn stefnanda allt til ársins 1990. Af hálfu stefndu er því hins vegar haldið fram að hún hafi staðið allt fram á árið 1992 og verið fólgin í samförum og öðrum kynferðislegum athöfnum. Af hálfu stefndu er fullyrt að stefnandi hafi þvingað hana til þessara athafna en af hálfu stefnanda að hún hafi átt sér stað með samþykki stefndu. Að stefnandi hafi þvingað stefndu til þess að eiga kynlíf með sér styðst við framburð vitnisins, E félagsráðgjafa, sem bar við aðalmeðferð málsins, eins og áður hefur verið rakið, að stefnandi hafi aðspurður, að vitninu viðstöddu, á heimili foreldra stefndu og stefnanda, gengist við því að hafa þvingað stefndu til kynferðislegra athafna. Þá styðst framburður stefndu um kynferðislegar þvinganir stefnanda gagnvart henni við framburð vitnisins, D, verkefnastjóra hjá [...], sem áður hefur verið rakinn. Það er álit dómsins að sú háttsemi stefnanda, sem að framan er lýst, hafi, þrátt fyrir ungan aldur hans, verið stórlega ámælisverð og ótilhlýðileg gagnvart stefndu í merkingu 239. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er það álit dómsins að augljós tengsl hafi verið milli framangreindrar aðdróttunar stefndu og hinnar ótilhlýðilegu háttsemi stefnanda og að ummæli stefndu hafi ekki gengið lengra en frumverknaður stefnanda hafi gefið tilefni til. Þá verður ekki talið að þótt langur tími hafi liðið milli frumverknaðar stefnanda og orðhefndar stefndu eigi það að koma í veg fyrir réttaráhrif hefndarinnar. Þar sem ummæli stefndu verða samkvæmt framangreindu ekki talin fela í sér brot gegn 234. eða 235. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 239. gr. laganna, verður stefnda sýknuð af kröfum stefnanda um ómerkingu ummælanna. Þá verður hún ennfremur sýknuð af kröfu stefnanda um miskabætur vegna ummælanna þar sem ekki verður talið að ummæli hennar hafi gengið lengra en tilefni var til samkvæmt framangreindu. Með vísan til alls framangreinds verður stefnda sýknuð af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Með vísan til þeirrar niðurstöðu og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað og telst hann hæfilega ákveðinn 950.000 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts.Dómsorð Stefnda, B, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, A, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu 950.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 850/2017 | Málskostnaðartrygging Frávísun frá Hæstarétti | Máli K gegn þrotabúi H ehf. var vísað frá Hæstarétti þar sem K afhenti ekki skilríki fyrir málskostnaðartryggingu innan þess frests sem hann hafði til þess að setja hana. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, GretaBaldursdóttir og Karl Axelsson.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17. febrúar2017 og krafðist þess aðallega að málinu yrði vísað frá héraðsdómi en til varaað hann yrði sýknaður af kröfum stefnda. Þá krafðist hann málskostnaðar íhéraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krafðist staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fyrir Hæstaréttvar krafa um gjaldþrotaskipti á búi áfrýjanda tekin fyrir í HéraðsdómiReykjaness 8. mars 2018. Af því tilefni krafðist stefndi þess að áfrýjanda yrðigert með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr., sbr. 190. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála, að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar fyrirHæstarétti. Fallist var á þá kröfu og áfrýjanda veittur tveggja vikna fresturtil að afhenda skilríki fyrir tryggingunni sem ákveðin var 600.000 krónur. Sútrygging hefur ekki verið sett, en bú áfrýjanda mun hafa verið tekið tilgjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. apríl 2018. Ber þvísamkvæmt 3. mgr. 133. gr., sbr. 190. gr. laga nr. 91/1991 að vísa málinusjálfkrafa frá Hæstarétti.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnaðfyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Karl Wernersson, greiði stefnda, þrotabúiHáttar ehf., 400.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 2017.Mál þetta, sem var dómtekið 15. nóvember sl., erhöfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af þrotabúiHáttar ehf., Hlíðasmára 6, Kópavogi, á hendur Karli Emil Wernerssyni,Engihlíð 9, Reykjavík, með stefnu birtri 28. mars 2017. Stefnandi krefst þessað rift verði með dómi eftirfarandi greiðslum af reikningum Háttar ehf., nr.0301-26-7108 hjá Arion banka hf. og nr. 0515-14-400969 hjá Íslandsbanka hf.,inn á reikninga stefnda á tímabilinu 19. júní 2009 til 27. mars 2012, samtalsað fjárhæð 46.979.000 kr.:Af reikningi nr. 0301-26-7108:Dags.Upphæð9. júní 20094.000.000 kr.24. mars 2010500.000 kr.Af reikningi nr. 0515-14-400969Dags.Upphæð4. október 20103.000.000 kr.26. maí 20110.600.000 kr.5. júlí 201180.000 kr.26. júlí 2011400.000 kr.2. ágúst 2011.000.000 kr.6. ágúst 20112.500.000 kr.. september 20115.900.000 kr.3. september 20112.000.000 kr.3. október 20113.200.000 kr.8. október 20116.200.000 kr.7. nóvember 20112.319.000 kr.29. desember 2011400.000 kr.29. desember 2011600.000 kr.29. desember 2011.900.000 kr.3. janúar 2012600.000 kr.6. janúar 2012600.000 kr.9. mars 2012550.000 kr.27. mars 2012 530.000 kr.Þess er einnigkrafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 46.979.000 kr. meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 16. apríl 2013 til greiðsludags.Loks er krafistmálskostnaðar úr hendi stefnda.Stefndi krefstaðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara að dómkröfur verðilækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendistefnanda, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.Upphaflega gerðistefndi þá kröfu aðallega að málinu yrði vísað frá dómi, en með úrskurðidómsins 6. september sl. var þeirri kröfu hafnað.IHáttur ehf. var eignarhaldsfélag,stofnað árið 2005. Stefndi var eini hluthafi félagsins, stjórnarmaður,framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Tilgangur félagsins var kaup og viðskipti með hlutabréf, hluti í félögum, önnur verðbréf og hvers kynsönnur fjárhagsleg verðmæti og skyldur rekstur. Hinn 6. apríl 2011, krafðistArion banki hf. þess að bú Háttar ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Meðúrskurði dómsins 18. nóvember 2011 var fallist á þá kröfu. Úrskurðurinn varkærður til Hæstaréttar Íslands sem felldi hann úr gildi með dómi 19. desember2011 í máli nr. 643/2011. Hinn 16. janúar 2012, fór Arion banki hf. fram á þaðá nýjan leik að bú Háttar ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Með úrskurði dómsins12. júlí 2012 var fallist á þá kröfu. Sá úrskurður var ekki kærður tilHæstaréttar. Jóhann Baldursson hdl. var skipaður skiptastjóri þrotabúsins enHelgi Birgisson hrl. hefur tekið við því starfi. Innköllun til kröfuhafa varbirt í Lögbirtingablaði 7. ágúst 2012. Í innkölluninni var frestdagur viðskiptin tilgreindur 16. janúar 2012. Stefnandi kveður það vera misritun.Frestdagur sé 6. apríl 2011. Um þetta er ágreiningur í málinu.Stefndi kveður að lánsfjármögnunHáttar ehf. hafi einkum verið tvenns konar, annars vegar hafi stefndi lánaðfélaginu fé, hins vegar hafi félagið fengið fé að láni frá Kaupþingi banka hf.,sem síðar voru færð yfir til Arion banka hf. með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.Lánsfjármögnun bankans var að sögn stefnda annars vegar íformi lánssamnings, dags. 2. apríl 2007, þar sem fasteignir Háttar ehf. aðSíðumúla 20 og 22 í Reykjavík voru settar að veði, og hins vegar í forminokkurra skuldabréfa með veði í ýmsum eignum.Með kaupsamningi 10. apríl 2007keypti Háttur ehf. alla hluti í Hrossaræktarbúinu Feti ehf. á 525.000.000 kr.Samkvæmt samningnum átti að greiða 225.000.000 kr. við afhendingu hins selda ensex mánuðum síðar átti að greiða 300.000.000 kr. Ekki er um það deilt aðstefndi lánaði Hætti ehf. samtals 395.000.000 kr. til að fjármagna þessi kaup,annars vegar með því að stefndi greiddi seljanda 225.000.000 kr., hins vegarmeð því að stefndi lagði 170.000.000 kr. inn á bankareikning félagsins 4.janúar 2008. Í tilefni þessara lánveitinga mun Háttur ehf. hafa gefið út tvö veðskuldabréftil stefnda, annars vegar 2. júní 2007 að fjárhæð 225.000.000 kr., hins vegar2. janúar 2008 að fjárhæð 170.000.000 kr. Samkvæmt ljósritum afveðskuldabréfunum voru þau á gjalddaga 1. desember 2010 og voru stefnda settirað veði allir eignarhlutar í Hrossaræktarbúinu Feti ehf. til tryggingargreiðslu skuldarinnar. Umrædd veðskuldabréf munu vera glötuð. Með dómumHéraðsdóms Reykjavíkur 27. nóvember 2014 voru umrædd veðskuldabréf ógilt aðkröfu stefnda. Hinn 16. júní2010 höfðaði Arion banki hf. mál á hendur Hætti ehf. fyrir HéraðsdómiReykjavíkur þar sem þess var krafist að félagið yrði dæmt til að greiðabankanum tilteknar fjárhæðir í svissneskum frönkum og japönskum jenum og varkrafan byggð á umræddum lánssamningi frá 2. apríl 2007. Með úrskurði dómsins13. desember 2011 var málinu vísað frá á þeirri forsendu að lántaka Háttar ehf.hefði í reynd verið í íslenskum krónum en höfuðstóll lánsins skyldi breytastmiðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Væri málið ekki reifað af hálfu bankansmeð tilliti til þessa og vegna þessa annmarka yrði að vísa málinu frá dómi. Meðdómi Hæstaréttar 15. júní 2012 í máli nr. 3/2012 var úrskurðurinn felldur úrgildi, með vísan til þess að lánssamingurinn væri um lögmætt lán í erlendumgjaldmiðlum. Háttur ehf.og stefndi gerðu með sér samkomulag um skuldauppgjör, dags. 15. september 2011.Ísamkomulaginu er rakið að Háttur ehf. skuldi stefnda 610.353.990 kr. samkvæmtveðskuldabréfunum. Þar sem veðskuldin ásamt vöxtum hafi ekki verið greidd ágjalddaga hafi stefndi gjaldfellt skuldina og gengið að veðinu með vísan tiltiltekins ákvæðis í veðskuldabréfunum. Það sé sameiginlegt mat Háttar ehf. ogstefnda að rekstur og eignir Hrossaræktarbúsins Fets ehf. séu að virði400.000.000 kr., að frádregnum skuldum. Aðilarnir hafi gert með sér samkomulagum að útistandandi skuld að fjárhæð 210.353.990 kr. verði greidd með einnigreiðslu eigi síðar en 31. desember 2013, verði ekki um annað samið. Stefndi lýsti kröfu við skipti á þrotabúi Háttar ehf. á grundvelli m.a.þessara veðskuldabréfa og er í kröfulýsingunni vísað til fyrrnefnds samkomulagsfrá 15. september 2011. Hinn 2. apríl2013 höfðaði stefnandi mál á hendur stefnda til að fá rift ráðstöfun Háttarehf. samkvæmt fyrrnefndu samkomulagi um skuldauppgjör. Með dómi Hæstaréttar 24.nóvember 2016 í máli nr. 839/2015 var málinu vísað frá héraðsdómi. Hinn 5.apríl 2013 höfðaði stefnandi annað mál á hendur stefnda til riftunar á sömuráðstöfunum og krafist er riftunar á í máli þessu. Með dómi Hæstaréttar 16.mars 2017 í máli nr. 430/2016 var málinu vísað frá héraðsdómi.IIStefnandi fullyrðir að frestdagur við skipti áþrotabúi Háttar ehf. sé 6. apríl 2011. Stefnandi telur að stefndi sé nákominnþrotamanni í skilningi 4. tl. 3. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskiptio.fl. Stefnandi byggir á því að þremur greiðslum seminntar voru af hendi fyrir 6. apríl 2011, annars vegar af reikningi nr.0301-26-7108, dags. 19. júní 2009 að fjárhæð 4.000.000 kr. og 24. mars 2010 aðfjárhæð 500.000 kr. og hins vegar af reikningi nr. 0515-14-400969, dags. 14.október 2010 að fjárhæð 3.000.000 kr., beri að rifta á grundvelli 134. gr. lagaum gjaldþrotaskipti o.fl. Greiðslurnar hafi farið fram fyrir gjalddagaveðskuldabréfanna 1. desember 2010 og því fyrr en eðlilegt var og innan 24mánaða fyrir frestdag. Því beri að rifta þeim. Stefndi beri sönnunarbyrðinafyrir því að greiðslurnar hafi virst „venjulegar eftir atvikum“. Vegna þeirratveggja greiðslna sem séu innan framlengds frest 2. mgr. 134. gr. sé á þvíbyggt að Háttur ehf. hafi verið ógjaldfær þegar þær fóru fram, ensönnunarbyrðin um gjaldfærni hvíli á stefnda.Þær 17 greiðslur sem farið hafi fram eftir 6.apríl 2011 hafi verið stefnda til hagsbóta og því séu uppfyllt skilyrðiriftunar samkvæmt 139. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefndi hafi eingönguhaldið því fram að fyrsta undantekning ákvæðisins eigi við, þ.e. að krafa hanshefði greiðst við gjaldþrotaskiptin vegna rétthæðar hennar sem veðkröfusamkvæmt 111. gr. sömu laga. Það sé alrangt. Þegar stefndi hafi leyst til sínveðið hafi heildarkrafan samkvæmt útreikningi hans numið 610.353.990 kr. oghafi hann reiknað kröfurnar miðað við að ekkert hefði verið greitt upp í þær.Eftir hafi þá staðið ógreiddar 210.353.990 kr., sem hefðu verið almenn krafa íþrotabúið. Ljóst sé að umræddar greiðslur hafi gengið til lækkunar á þeim hlutakröfunnar sem ekki fékkst greiddur af veðinu. Greiðslurnar hafi valdiðstefnanda tjóni, enda hafi fyrir vikið verið minna til skiptanna meðkröfuhöfum.Endurgreiðslukrafa stefnanda vegna riftunar ágrundvelli 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. sé byggð á 1. mgr. 142. gr.laganna. Endurgreiðslukrafa vegna riftunar á grundvelli 139. og 141. gr.laganna fari samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laganna.IIIStefndi byggir á því í fyrsta lagi að lögbundinnfrestur samkvæmt 1. mgr. 148. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. til að höfðamál þetta sé liðinn. Málið sé höfðað rúmum fjórum árum eftir að fresturinn rannút. Stefnandi geti ekki í kjölfar frávísunar fyrra máls höfðað nýtt mál á öðrumlagagrundvelli, þótt það taki til sömu atvika. Yrði fallist á það væri hinnlögbundni sex mánaða frestur í raun þýðingarlaus, enda gæti skiptastjóri þáhöfðað riftunarmál án sérstakrar afmörkunar málatilbúnaðar til þess eins aðlengja þann frest sem hann hefði til að knýja fram riftun. Beita megi ákvæði22. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, eins og það hafi veriðtúlkað af dómstólum með lögjöfnun um ákvæði 148. gr. laga um gjaldþrotaskiptio.fl., enda öll skilyrði lögjöfnunar uppfyllt.Krafa um riftun á þremur greiðslum sem inntar voruaf hendi fyrir ætlaðan frestdag sé einungis byggð á því að þær hafi farið framfyrr en eðilegt hafi verið samkvæmt 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.Einnig byggi stefnandi á því að rifta beri tveimur af þessum þremur greiðslum,annars vegar greiðslu að fjárhæð 4.000.000 kr. þann 19. júní 2009 og hins vegargreiðslu að fjárhæð 500.000 kr. þann 24. mars 2010, með vísan til 2. mgr. 134.gr. laganna, þar sem stefndi og Háttur ehf. teljist hafa verið nákomnir ískilningi greinarinnar. Ekki hafi verið byggt á þessum málsástæðum í fyrra málistefnanda og sé þeim mótmælt sem of seint fram komnum. Stefndi hafnar því einnig að fyrrnefndar greiðslurteljist hafa verið inntar af hendi fyrr en eðlilegt var. Háttur ehf. hafiskuldað stefnda háar fjárhæðir á þessum tíma í formi viðskiptaskulda sem hafiverið gjaldfallnar að stærstum hluta. Greiðsla skuldara til aðila sem hafihaldið á háum gjaldföllnum fjárkröfum á hendur skuldaranum á sama tíma, getiekki talist vera innt af hendi fyrr en eðlilegt sé.Stefnandi byggi á því að frestdagur viðgjaldþrotaskiptin sé 6. apríl 2011. Eins og mál þetta sé vaxið verði þeim degiekki beitt gagnvart stefnda, heldur 16. janúar 2012. Ákvæði 139. gr. laga umgjaldþrotaskipti o.fl. byggi á þeirri forsendu að eftir að fram komi beiðnir umheimild til greiðslustöðvunar, leitun nauðasamninga, eða krafa umgjaldþrotaskipti, megi öllum vera ljóst í hvað stefni. Lög um gjaldþrotaskiptio.fl. byggi á þeirri grundvallarreglu að eftir frestdag eigi skuldarinn aðhalda að sér höndum og nær ekkert aðhafast. Meginreglan byggi á því að almenntlíði mjög skammur tími frá því slík krafa komi fram þar til bú skuldara sétekið til gjaldþrotaskipta. Í þessu máli hafi yfir 15 mánuðir liðið frá þeimfrestdegi sem byggt sé á í stefnu, þar til bú Háttar ehf. hafi verið tekið tilgjaldþrotaskipta. Við slíkar aðstæður sé ótækt að miða frestdag við þaðtímamark. Ógerningur sé að reka félag í fullum rekstri í yfir ár eftir reglum139. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.Skiptastjóri stefnanda hafi byggt á því íinnköllun, sem birt hafi verið tvívegis í Lögbirtingablaðinu, að frestdagurværi 16. janúar 2012. Skiptastjóri hafi fullt forræði á búinu og getiskuldbundið það með yfirlýsingum sínum. Í innköllun hafi falist yfirlýsingskiptastjóra um frestdag sem sé skuldbindandi fyrir stefnanda, a.m.k. gagnvartkröfuhöfum, þar á meðal stefnda. Hafi sú yfirlýsing aldrei verið leiðrétt. Beriþegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfu um riftun þeirra 15 greiðslnasem áttu sér stað fyrir 16. janúar 2012.Stefndi hafnar því jafnframt að skilyrði 139. gr.laga um gjaldþrotaskipti o.fl. séu uppfyllt. Stefndi hafi átt gjaldfallnarveðkröfur á hendur Hætti ehf. á þeim tíma sem greiðslurnar voru inntar afhendi. Einu gildi þótt stefndi hafi ekki tekið tillit til þeirra viðuppreikning kröfu sinnar þann 15. september 2011. Líta verði svo á að greiðslurfrá skuldara til kröfuhafa sem eigi gjaldfallnar kröfur, teljist greiðsla upp íþær kröfur, þar til hið gagnstæða sannist. Stefnandi hafi engin rök fært fyriröðru en að um greiðslur upp í þær kröfur hafi verið að ræða. Þar semgreiðslurnar hafi verið inntar af hendi upp í veðkröfur eigiundantekningarregla 139. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. við og greiðslurnarséu því ekki riftanlegar.Stefndi mótmælir endurgreiðslukröfu stefnanda. Súkrafa sé sjálfstæð krafa og sé fyrnd, hvort sem hún verði talin falla undir 3.eða 9. gr. laga nr. 150/2007. Þó að fyrning hafi verið rofin með fyrri málsóknhaldi það ekki gagnvart málsókn þessari þar sem hún byggi á öðrumlagagrundvelli, sbr. 22. gr. laganna.Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda. Ekkifái staðist að reikna dráttarvexti frá fyrri málshöfðun, enda hafi sú krafa semþar var gerð verið með öllu vanreifuð, auk þess sem endurgreiðslukrafa þessmáls hafi verið mun hærri en riftunarkrafan. Ætlaður réttur stefnanda sé svo áreiki að engin efni séu til að reikna dráttarvexti frá því fyrir dómsuppsögu,sbr. 7. og 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, eða í fyrstalagi frá höfðun þessa máls, sbr. 4. mgr. 5. gr. laganna.IVSamkvæmt 1. mgr. 148.gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., skal höfða dómsmál tilriftunar áður en sex mánuðir eru liðnir frá því skiptastjóri átti þess kost aðgera riftunarkröfuna, en fresturinn byrjar þó aldrei að líða fyrr en við lokkröfulýsingarfrests. Stefnandi hafði áður höfðað mál á hendur stefnda 5. apríl2013 þar sem krafist var riftunar á þeim peningagreiðslum sem mál þetta tekurtil, og að stefndi yrði dæmdur til að greiða stefnanda tiltekna fjárhæð meðnánar tilteknum dráttarvöxtum. Ekki er ágreiningur um að það mál var höfðaðinnan þessa frests. Með dómi Hæstaréttar Íslands 16. mars sl. í máli nr.430/2016 var því máli vísað frá héraðsdómi. Í 1. mgr. 148. gr.laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er ekki sérstaklega mælt fyrir um frest til aðhöfða riftunarmál öðru sinni ef upphaflegu máli, sem höfðað er í tæka tíð,hefur verið vísað frá dómi eða það verið fellt niður. Í dómi Hæstaréttar 1.september 2003 í máli nr. 257/2003 var því slegið föstu að viðfrávísuneða niðurfellingu máls, sem þrotabú hefur höfðað til riftunar áráðstöfun þrotamanns, hefjist aftur sex mánaða frestur handa því til að höfðanýtt mál í sama skyni. Þetta mál er höfðað til að knýja fram riftun ápeningagreiðslum sem einnig var gerð krafa um riftun á í hinu fyrra máli. Erþetta mál því höfðað í sama skyni og fyrra málið. Getur ekki skipti máli þótt íþessu máli sé byggt á öðrum málsástæðum en í fyrra málinu. Þetta mál var höfðað28. mars sl., innan sex mánaða frá frávísun fyrra málsins. Er þetta mál því höfðaðinnan hins lögbundna málshöfðunarfrests. Aðila málsins greinirá um hvaða dagur sé frestdagur við skipti á þrotabúi Háttar ehf. Stefnandibyggir á því að það sé 6. apríl 2011, er krafa Arion banka hf. um töku búsHáttar ehf. til gjaldþrotaskipta barst dóminum. Stefndi telur hins vegar aðfrestdagur sé 16. janúar 2012, en sú dagsetning var tilgreind í innköllun sembirt var í Lögbirtingablaði. Í 1. mgr. 85. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.er mælt fyrir um að skiptastjóri skuli án tafar eftir skipun sína gefa út og fábirta innköllun vegna gjaldþrotaskiptanna þar sem m.a. skal koma fram hverfrestdagur sé við gjaldþrotaskiptin. Skal innköllun birt tvívegis íLögbirtingablaði. Í ákvæðinu er ekki tekin bein afstaða til þess ef frestdagurer ekki réttilega tilgreindur í innköllun.Ákvæði um frestdagkoma fram í 2. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. telstfrestdagur sá dagur sem héraðsdómara berst beiðni um heimild tilgreiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings eða krafa um gjaldþrotaskipti,svo og dánardagur manns ef farið er með dánarbú hans eftir lögunum. Komi fleirien einn þessara daga til álita teljist sá fyrsti þeirra frestdagur, sbr. þóákvæði 2. til 4. mgr. Í 4. mgr. 2. gr. segir að sá dagur sem héraðsdómaraberist krafa um gjaldþrotaskipti teljist frestdagur, þótt krafan sé afturkölluðeða henni hafnað, ef honum berst ný krafa um gjaldþrotaskipti, eða beiðni umheimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings innan mánaðar fráþví það gerðist. Þessi ákvæði 1. og 4.mgr. 2. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eru skýr og gefa ekki tilefni tilannarrar túlkunar en eftir orðanna hljóðan. Frestdagur ræðst samkvæmt þessumákvæðum alfarið af því hvenær beiðni eða krafa berst héraðsdómara og er þaðekki á forræði dómara eða skiptastjóra að ákveða frestdag, sbr. dóm Hæstaréttar28. ágúst sl. í máli nr. 437/2017. Engin heimild er til staðar í þessum ákvæðumtil þess að víkja frá afmörkun þeirra á frestdegi vegna þess tíma sem líður fráþví beiðni eða krafa berst héraðsdómara og þar til hún er tekin til greina meðúrskurði héraðsdómara eða dómi Hæstaréttar. Röng tilgreining frestdags íinnköllun skiptastjóra getur ekki vikið til hliðar hinum rétta frestdegi,jafnvel þótt skiptastjóri hafi ekki birt leiðréttingu í Lögbirtingablaði, svosem honum hefði verið rétt. Upphafleg krafa um töku bús Háttar ehf. tilgjaldþrotaskipta barst dóminum 6. apríl 2011. Þeirri kröfu var hafnað með dómiHæstaréttar 19. desember 2011 í máli nr.643/2011. Með bréfi, sem barst dóminum 16. janúar 2012, fór Arion banki hf.fram á það á nýjan leik að bú Háttar ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta ogvar sú krafa tekin til greina með úrskurði dómsins. Krafa bankans barstþannig innan mánaðar frá því fyrri kröfu hans var hafnað og af 4. mgr. 2. gr. lagaum gjaldþrotaskipti o.fl. leiðir því að frestdagur telst vera 6. apríl 2011.Þær málsástæðurstefnanda sem stefndi telur að séu of seint fram komnar eru settar fram ístefnu málsins. Eru þær því ekki of seint fram komnar, enda hefur frávísun málshvorki þau réttaráhrif að ekki megi höfða að nýju mál um sömu kröfur, sbr. 2.mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, né eru skorður lagðar viðþví að í slíku máli séu hafðar uppi nýjar málsástæður. Stefnandi byggir áþví að rifta beri þremur greiðslum, sem inntar voru af hendi 19. júní 2009, 24.mars 2010 og 14. október 2010, samtals að fjárhæð 7.500.000 kr., með vísan til134. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Greiðslan 14. október 2010 fór framinnan sex mánaða fyrir frestdag. Sú greiðsla var innborgun inn á skuld samkvæmttveimur veðskuldabréfum, sem áður er lýst, og var innt af hendi fyrir gjalddagabréfanna 1. desember 2010. Fór þessi greiðsla því fram fyrr en eðlilegt var.Greiðslan gat ekki talist venjuleg eftir atvikum þótt stefndi hafi átt aðrargjaldfallnar kröfur á hendur Hætti ehf., enda var greiðslan ekki innborgun inná þær kröfur. Verður krafa um riftun þessarar greiðslu því tekin til greina.Óumdeilt er aðstefndi var nákominn stefnanda samkvæmt 4. tl. 3. gr. laga um gjaldþrotaskiptio.fl. Greiðslurnar 19. júní 2009 og 24. mars 2010 fóru fram innan 24 mánaðafyrir frestdag. Með sömu rökum og um greiðsluna 14. október 2010 er fallist áað þessar greiðslur hafi farið fram fyrr en eðlilegt var og að þær hafi ekkitalist venjulegar eftir atvikum. Stefndi hefur ekki sannað að þrotamaðurinnhafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir greiðsluna, en fyrir því ber hannsönnunarbyrði. Verður krafa um riftun þessara greiðslna því tekin til greina. Stefnandi byggir áþví að rifta beri 17 greiðslum sem inntar voru af hendi eftir 6. apríl 2011,með vísan til 139. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þessar greiðslur fórufram eftir frestdag. Greiðslurnar voru innborganir inn á skuld samkvæmt tveimurveðskuldabréfum, sem áður er lýst. Þegar stefndi gerði samkomulag við Hátt ehf.um skuldauppgjör 15. september 2011, sem áður er lýst, var krafa stefnda aðfjárhæð 610.353.990 kr., en veðið sem stefndi leysti til sín var metið á400.000.000 kr. Eftir stóðu þá 210.353.990 kr. Líta verður svo á að umræddar 17greiðslur hafi verið inntar af hendi sem innborganir á þessar eftirstöðvar.Eftirstöðvarnar teldust vera almenn krafa í búið samkvæmt 113. gr. laga umgjaldþrotaskipti o.fl. Er það í samræmi við kröfulýsingu stefnda, en þar varlýst almennri kröfu í þrotabú Háttar ehf. vegna þessara eftirstöðva. Stefndihefur ekki hnekkt þeirri staðhæfingu stefnanda að þessi skuld hefði ekkigreiðst við gjaldþrotaskiptin. Verður krafa stefnanda um riftun þessaragreiðslna því tekin til greina.Verður þá fjallað umfjárkröfu stefnanda. Í 1. mgr. 142. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er settfram sú regla að fari riftun fram með stoð m.a. í 134. gr. skuli sá sem hafðihag af riftanlegri ráðstöfun greiða þrotabúinu fé sem svarar til þess semgreiðsla þrotamannsins hefur orðið honum að notum, þó ekki hærri fjárhæð en semnemur tjóni þrotabúsins, nema honum hafi verið kunnugt um riftanleikaráðstöfunarinnar en þá skal hann greiða þrotabúinu tjónsbætur. Þá er tekið fram í 3. mgr. sömu greinar að faririftun fram samkvæmt m.a. 139. gr. skuli sá sem hafði hag af riftanlegriráðstöfun greiða bætur eftir almennum reglum. Ekki er tölulegur ágreiningur um fjárkröfustefnanda, en stefndi byggir einungis á því að krafan sé fyrnd. Krafa stefnandafyrnist á fjórum árum, sbr. 3. og 1. mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007. Ekki er umþað deilt að fyrning kröfunnar hafi verið rofin með fyrri málsókn stefnanda.Eins og áður er lýst var fyrra máli stefnanda vísað frá dómi 16. mars sl. Óháðþví hvort fyrningarfrestur hafi þá verið liðinn var stefnanda heimilt eftirákvæði 1. mgr. 22. gr. sömu laga að höfða nýtt mál innan sex mánaða. Í ákvæðinueru engar skorður við því reistar að í nýju máli séu settar fram málsástæðursem ekki var hreyft í fyrra máli. Var fyrning því rofin með þessari málsókn.Verður fjárkrafa stefnanda því tekin til greina. Í fyrra málistefnanda var krafist riftunar á þeim greiðslum sem mál þetta er höfðað tilriftunar á. Verður dráttarvaxtakrafa stefnanda því tekin til greina. Meðvísan til þess sem að framan greinir er fallist á dómkröfu stefnanda eins oghún er sett fram. Í samræmi við 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefndaað greiða stefnanda málskostnað svo sem greinir í dómsorði.Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dómþennan.DÓMSORÐ Rift er eftirtöldumpeningagreiðslum Háttar ehf. til stefnda, Karls Emils Wernerssonar sem framfóru:9. júní 2009 að fjárhæð4.000.000 kr.,24. mars 2010 að fjárhæð 500.000kr.,4. október 2010 að fjárhæð3.000.000 kr.,26. maí 2011 að fjárhæð10.600.000 kr.,5. júlí 2011 að fjárhæð 180.000kr.,26. júlí 2011 að fjárhæð 400.000kr.,2. ágúst 2011 að fjárhæð1.000.000 kr.,6. ágúst 2011 að fjárhæð2.500.000 kr.,. september 2011 að fjárhæð5.900.000 kr.,3. september 2011 að fjárhæð2.000.000 kr.,3. október 2011 að fjárhæð 3.200.000kr.,8. október 2011 að fjárhæð6.200.000 kr.,7. nóvember 2011 að fjárhæð2.319.000 kr.,29. desember 2011 að fjárhæð400.000 kr.,29. desember 2011 að fjárhæð600.000 kr.,29. desember 2011 að fjárhæð1.900.000 kr.,3. janúar 2012 að fjárhæð 600.000kr.,6. janúar 2012 að fjárhæð600.000 kr.,9. mars 2012 að fjárhæð 550.000kr.,27. mars 2012 að fjárhæð 530.000kr.Stefndi greiði stefnanda 46.979.000 kr. meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 16. apríl 2013 til greiðsludags. Stefndi greiðistefnanda 1.000.000 kr. í málskostnað. |
Mál nr. 478/2017 | Fjármálafyrirtæki Skuldajöfnuður Afleiðusamningur Tilkynning Slit Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi að hluta Kröfulýsing | S höfðaði mál á hendur K ehf. og krafðist þess aðallega að viðurkenndur yrði réttur hans til að skuldajafna kröfu sem hann hafði lýst við slit K ehf. á móti kröfu K ehf. á hendur S samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 378/2014. Deildu aðilar um hvort bréf slitastjórnar K ehf. um að hafna kröfunni hefði borist S, sbr. 2. mgr. 119. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Talið var að K ehf. hefði nægilega sýnt fram á, meðal annars með staðfestingu á afhendingu bréfs til S, að S hefði verið upplýstur um þá afstöðu slitastjórnarinnar að hafna kröfunni. Ágreiningslaust var að S andmælti ekki afstöðu slitastjórnarinnar í samræmi við 1. mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991. Hefði höfnun á kröfu S því verið endanleg, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar, enda ætti undantekningarákvæði 3. töluliðar 118. gr. laganna ekki við í málinu. Var K ehf. því sýknaður af aðalkröfu S. Til vara krafðist S að viðurkenndur yrði réttur hans til að skuldajafna tveimur kröfum sem samþykktar höfðu verið við slit K ehf. á móti kröfu K ehf. samkvæmt fyrrnefndum dómi. Var varakrafan einvörðungu reist á því að kröfurnar hefðu verið samrættar. Talið var að þótt ástæða hefði verið til hefði S ekki stutt kröfuna frekari rökum, eins og hvernig hún horfði við ákvæðum 1. mgr. 100. gr., sbr. 5. tölulið 1. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 149. gr. laga nr. 21/1991. Af þeim sökum væri krafan svo vanreifuð að vísa bæri henni frá héraðsdómi án kröfu, sbr. d. og e. liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og KarlAxelsson og Eiríkur Tómasson fyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 25. júlí 2017. Hann krefst sýknuaf kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti, en til vara „að viðurkenndur verði með dómi skuldajöfnuðurkröfu áfrýjanda samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 378/2014, að frátalinnikröfu vegna málskostnaðar, og kröfu stefnda á hendur áfrýjanda, samþykktri afslitastjórn áfrýjanda, á grundvelli skuldabréfa útgefnum af forvera áfrýjanda5. mars 2004, ISIN nr. XS0187935472, upphaflega að höfuðstól 100.000.000 krónurog 8. mars 2004, með ISIN nr. XS0187935126, upphaflega að höfuðstól 120.000.000krónur, þann 26. febrúar 2015.“ Í því tilviki krefst stefndi málskostnaðar íhéraði og fyrir Hæstarétti.IEins og nánar er rakið í hinumáfrýjaða dómi lýsti stefndi kröfu við slit áfrýjanda 25. ágúst 2009 ágrundvelli skuldabréfs sem gefið var út 10. nóvember 2003 að fjárhæð 40.000.000krónur. Í málinu liggur fyrir bréf slitastjórnar áfrýjanda 23. júní 2010 tilstefnda þar sem fram kom að honum væri, með vísan til 2. mgr. 119. gr. laga nr.21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., tilkynnt að kröfunni væri hafnað að svo stödduþar eð ekki hefði reynst mögulegt að staðreyna eignarhald á skuldabréfinu, meðalannars vegna þess að „blocking númer“ hefði ekki verið tilgreint íkröfulýsingunni. Sagði þar einnig að kröfuhafafundur yrði haldinn 21. september2010 þar sem fjallað yrði um skrá yfir lýstar kröfur og afstöðuslitastjórnarinnar að því leyti sem hún lægi fyrir og að uppfærð kröfuskrá yrðiaðgengileg þeim, sem lýst hefðu kröfum á hendur áfrýjanda, á vefsvæði hans 14. samamánaðar. Var jafnframt minnt á rétt kröfuhafa til að koma að mótmælum sínum,sbr. 1. mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991, og tekið fram að nauðsynlegt væri aðkoma að slíkum mótmælum eigi síðar en á áðurgreindum fundi. Í niðurlagibréfsins sagði að yrði afstöðu slitastjórnarinnar ekki mótmælt í síðasta lagi áfundinum mætti vænta að hún yrði talin endanlega samþykkt samkvæmt 3. mgr. 120.gr. sömu laga. Óumdeilt er að stefndi mótmælti ekki afstöðu slitastjórnarinnarinnan frestsins. Með dómi Hæstaréttar 26. febrúar 2015í máli nr. 378/2014 var stefnda gert að greiða áfrýjanda 26.302.546 krónur með nánartilgreindum dráttarvöxtum vegna gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamnings sem gerðurvar á árinu 2005. Hinn 31. mars 2015 lýsti stefndi yfir skuldajöfnuði þeirrar kröfusem mál þetta fjallar um á móti kröfu áfrýjanda samkvæmt dóminum. Hafnaðiáfrýjandi skuldajöfnuði með bréfi 23. september 2015 á þeim grundvelli aðafstöðu slitastjórnarinnar til fyrrgreindu kröfunnar hefði ekki verið mótmæltinnan tilskilins frests. Væri sú afstaða að hafna kröfunni því endanleg og hún afþeim sökum ekki tæk til skuldajafnaðar.Slitameðferð stefnda, með frestdegi15. nóvember 2008, var lokið með nauðasamningi 23. desember 2015 og átti stefndisamkvæmt honum kröfu á hendur áfrýjanda að fjárhæð 125.508.210 krónur. Meðbréfi til stefnda 14. janúar 2016 lýsti áfrýjandi yfir skuldajöfnuði kröfusinnar samkvæmt áðurnefndum dómi við kröfu stefnda samkvæmt nauðasamningnum. Stefndimótmælti skuldajöfnuði með bréfi 21. sama mánaðar og vísaði til þess að krafan hefðiþegar verið greidd með skuldajöfnuði samkvæmt yfirlýsingunni 31. mars 2015. Þvísvaraði áfrýjandi með bréfi 17. febrúar 2016 þar sem hann vísaði til fyrrgreindraryfirlýsingar sinnar um skuldajöfnuð. Mál þetta var síðan höfðað af stefnda 8.apríl sama ár.IIAðilar deila um hvort bréf slitastjórnaráfrýjanda 23. júní 2010 um afstöðu hennar til kröfu stefnda hafi borist honum.Samkvæmt 2. mgr. 119. gr. laga nr. 21/1991 bar slitastjórn að tilkynnahlutaðeigandi kröfuhafa með minnst viku fyrirvara áður en kröfuhafafundur varhaldinn til að fjalla um skrá um lýstar kröfur ef ekki var fallist á aðviðurkenna kröfuna að öllu leyti eins og henni var lýst. Tilkynningu þessa barað senda með sannanlegum hætti og því ber áfrýjandi sönnunarbyrði fyrir að húnhafi borist stefnda. Fyrir liggur staðfesting um afhendinguá bréfi frá Íslandspósti ohf. þar sem fram kom að áfrýjandi afhenti ápóstmiðstöð 30. júní 2010 sendingu, sem berast átti til Akureyrar, og að húnhafi verið afhent degi síðar. Ekki sagði hver væri viðtakandi sendingarinnar ená staðfestingunni var sendingarnúmer. Á svokölluðum sendingarlista slitastjórnaráfrýjanda, sem er á meðal gagna málsins, er að finna lista yfir sendingar hennará tímabilinu 29. júní til 30. júní 2010 auk viðtökunúmera. Kom þar fyrir sama númerog var á áðurnefndri staðfestingu. Þar fyrir aftan var viðtakandi tilgreindur „Lögmannsstofan... b.t. Árni Pálsson“ en hann hafði sem lögmaður stefnda lýst umræddri kröfu.Samkvæmt þessu barst lögmanni stefnda sending frá áfrýjanda rúmri viku eftirdagsetningu bréfsins. Í greinargerð sinni fyrir Hæstarétti heldur stefndi þvífram að sendingin hafi borist. Hún hafi þó einungis haft að geyma tilkynningarum afstöðu slitastjórnarinnar til fimm annarra krafna sem hann lýsti einnig viðslitin en enga tilkynningu um þá kröfu sem mál þetta lýtur að. Kröfuskrá var birtá vefsvæði slitastjórnar 14. september 2010 og var aðgengileg stefnda þar fráþeim tíma. Stefndi sótti ekki kröfuhafafund sem haldinn var 21. sama mánaðar. Hinn3. desember 2010 hélt slitastjórn áfrýjanda annan kröfuhafafund en á þeim fundivar mætt af hálfu stefnda og lögð fram skrifleg mótmæli við afstöðu slitastjórnartil fimm krafna hans. Var á þeim fundi birt uppfærð kröfuskrá þar sem tilgreindvar afstaða slitastjórnarinnar til þeirra krafna. Auk þess kom þar fram súafstaða að hafna þeirri kröfu, sem mál þetta fjallar um, svo sem verið hafðijafnframt á kröfuskránni sem lá fyrir fyrri kröfuhafafundinum. Á fundinum 3.desember gafst stefnda því sérstakt færi á að kynna sér hvort afstaða tilkröfunnar lægi fyrir og eftir atvikum mótmæla henni á þeim grundvelli aðtilkynning um afstöðu til hennar hefði ekki borist sér og þannig ekki veriðgætt fyrirmæla 2. mgr. 119. gr. laga nr. 21/1991. Af gögnum málsins verður ekkiannað ráðið en að stefndi hafi fyrst í stefnu í máli þessu, þegar liðið varhátt á sjötta ár frá því að kröfuhafafundurinn 21. september 2010 var haldinn,borið því við að bréfið um afstöðu slitastjórnarinnar hafi ekki borist sér. Aðþessu öllu virtu verður talið að áfrýjandi hafi sýnt nægilega fram á að stefndihafi verið upplýstur um þá afstöðu slitastjórnarinnar að hafna kröfunni, sbr. tilhliðsjónar dóm Hæstaréttar 10. febrúar 2011 í máli nr. 387/2010. Ágreiningslaust er að stefndi andmæltiekki afstöðu slitastjórnar í samræmi við 1. mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991.Höfnun kröfu stefnda var því endanleg, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar, enda áundantekningarákvæði 3. töluliðar 118. gr. laganna ekki við í máli þessu, sbr.dóma réttarins 25. ágúst 2014 í máli nr. 462/2014 og 29. apríl 2016 í máli nr.225/2016. Verður áfrýjandi því sýknaður af aðalkröfu stefnda. Varakrafa stefnda um að honum hafiverið heimilt að skuldajafna kröfu sinni samkvæmt skuldabréfunum, sem gefinvoru út 5. og 8. mars 2004, á móti kröfu áfrýjanda á grundvelli dómsHæstaréttar í máli nr. 378/2014 er einvörðungu reist á því að kröfurnar hafiverið samrættar. Þótt ástæða væri til hefur stefndi ekki stutt varakröfu sínafrekari rökum, eins og hvernig hún horfir við ákvæðum 1. mgr. 100. gr., sbr. 5.tölulið 1. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 149. gr. laga nr. 21/1991. Af þeim sökumtelst krafan svo vanreifuð að vísa ber henni frá héraðsdómi án kröfu, sbr. d.og e. liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Eftir þessum úrslitum verður stefndidæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, semákveðinn verður í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Áfrýjandi, Kaupþing ehf., er sýkn af aðalkröfu stefnda, Stapalífeyrissjóðs.Varakröfu stefnda er vísað frá héraðsdómi.Stefndi greiði áfrýjanda samtals 1.500.000 krónur í málskostnað í héraði ogfyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 12. maí 2017Mál þetta, sem varhöfðað með stefnu birtri 8. apríl 2016, var dómtekið 5. apríl 2017. Stefnandier Stapi lífeyrissjóður, Strandgötu 3 á Akureyri og stefndi er Kaupþing ehf.,Borgartúni 26 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðallegaað viðurkenndur verði með dómi réttur hans til að skuldajafna við kröfu stefndaá hendur sér, samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 378/2014, að frátalinnikröfu vegna málskostnaðar, kröfu sinni á hendur stefnda á grundvelliskuldabréfs útgefnu af forvera stefnda 10. nóvember 2003, með ISIN-nr.XS0180247131, upphaflega að höfuðstól 40.000.000 króna, svo sem slíkumskuldajöfnuði var lýst yfir með bréfum 31. mars 2015 og 6. maí 2015. Til vara krefst stefnandi þessað viðurkenndur verði með dómi skuldajöfnuður við kröfu stefnda, samkvæmt dómiHæstaréttar í máli nr. 378/2014, að frátalinni kröfu vegna málskostnaðar, ámóti kröfu stefnanda á hendur stefnda, samþykktri af slitastjórn stefnda, ágrundvelli skuldabréfa útgefnum af forvera stefnda 5. mars 2004, með ISIN-nr.XS0187935472, upphaflega að höfuðstól 100.000.000 króna og 8. mars 2004, meðISIN-nr. XS0187935126, upphaflega að höfuðstól 120.000.000 króna, þann 26.febrúar 2015. Þá krefst stefnandimálskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllumkröfum stefnanda auk greiðslu málskostnaðar úr hendi hans. I. Þann 9. október 2008 tókFjármálaeftirlitið yfir vald hluthafafundar í forvera stefnda, vék stjórn hansfrá og setti yfir hann skilanefnd á grundvelli 100. gr. a laga nr. 161/2002, umfjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008. Stefnda var veitt heimild tilgreiðslustöðvunar. Með heimild í lögum nr. 44/2009 var stefndi síðan tekinn tilslitameðferðar og miðast upphaf hennar við 22. apríl 2009, þegar lögin öðluðustgildi. Slitastjórn stefnda gaf út innköllun til skuldheimtumanna og laukkröfulýsingarfresti 30. desember 2009. Samkvæmt 102. gr. laga nr. 161/2002giltu reglur laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., um meðferð krafna viðslitin, sbr. 2. tl. ákvæðis II til bráðabirgða með lögum nr. 44/2009. Stefnandi lýsti kröfu íþrotabúið á grundvelli skuldabréfs með ISIN-númerinu XS0180247131, upphaflegameð höfuðstól að fjárhæð 40.000.000 króna, með bréfi 25. ágúst 2009. Á meðalgagna málsins er bréf 23. júní 2010 til stefnanda um afstöðu slitastjórnarstefnda til kröfunnar. Í bréfinu er gerð grein fyrir því, með vísan til 2. mgr.119. gr. laga nr. 21/1991, að slitastjórnin hafni kröfunni að svo stöddu þarsem ekki hafi reynst mögulegt að staðreyna eignarhald á skuldabréfinu, m.a. þarsem vanti svokallað „blocking númer“ skuldabréfsins, sem sanni eignarréttindistefnanda yfir því. Jafnframt var í bréfinu tilkynnt að kröfuhafafundur yrðihaldinn þriðjudaginn 21. september 2010, á nánar tiltekinni stund og stað, þarsem fjallað yrði um skrá yfir lýstar kröfur og afstöðu slitastjórnar til krafnaað því leyti sem afstaða lægi fyrir. Í bréfinu minnti slitastjórn á réttkröfuhafa til að koma að mótmælum við afstöðu slitastjórnar til lýstra krafnameð vísan til 1. mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991. Þá var í bréfinu vakin athygliá að ef stefnandi teldi ástæðu til að mótmæla afstöðu slitastjórnar tilkröfunnar, sem væri til umfjöllunar á fundinum 21. september 2010, værinauðsynlegt að koma slíkum mótmælum til slitastjórnar eigi síðar en á þeimfundi. Ella mætti stefnandi vænta þess að afstaða til kröfunnar yrði þarendanlega samþykkt samkvæmt 3. mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991. Í málinu er óumdeilt aðstefnandi lagði ekki fram mótmæli við afstöðu slitastjórnar. Stefnandi kveðurað sér hafi ekki borist bréf slitastjórnar 23. júní 2010. Stefndi kveður þaðútilokað og vísar til staðfestingar dreifingaraðila, sem er á meðal gagnamálsins, um að bréf slitastjórnar hafi verið sent á lögmannsstofu sem lýstiframangreindri kröfu fyrir stefnanda við slitameðferð stefnda. Stefnandi og stefndi áttu ídeilum vegna viðskipta með gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamning sem gerður var áárinu 2005, á milli forvera beggja aðila. Var mál vegna þess ágreiningsþingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar 2013 og lauk því með dómiHæstaréttar Íslands nr. 378/2014 kveðnum upp 26. febrúar 2015. Var stefnandimeð dóminum dæmdur til að greiða stefnda 26.302.546 krónur ásamt dráttarvöxtumskv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 291.634krónum frá 28. júlí 2012 til 28. september 2012 en af 26.302.546 krónum fráþeim degi til greiðsludags. Stefndi hlutaðist til um að innheimta kröfusamkvæmt dóminum með bréfi 2. mars 2015. Með bréfi 31. mars 2015 lýstistefnandi yfir skuldajöfnuði við kröfu stefnda, samkvæmt framangreindum dómiHæstaréttar, á móti kröfu samkvæmt skuldabréfi nr. XS0180247131. Stefndihafnaði skuldajöfnuðinum með bréfi þann 23. september 2015 og vísaði til þessað kröfunni hefði verið endanlega hafnað með framangreindri ákvörðunslitastjórnar stefnda frá 23. júní 2010 í skilningi 3. mgr. 120. gr. laga nr.21/1991. Nauðasamningur stefnda varstaðfestur af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. desember 2015, sbr. 154. gr. laganr. 21/1991 og varð endanlega bindandi þann 23. desember 2015. Slitameðferðstefnda lauk á sama tíma samkvæmt ákvæðum XXI. kafla laganna. Við slitameðferðstefnda námu samþykktar kröfur stefnanda samtals 418.360.905 krónum.Nauðasamningurinn kvað á um að stefndi fengi 125.508.210 krónur greiddar afframangreindri kröfu, sem skiptist annars vegar í peningagreiðslu að fjárhæð37.740.390 krónur og hins vegar í afhendingu á skuldabréfi og nýju hlutafé ístefnda að nafnverði 87.767.820 krónur. Með bréfi 14. janúar 2016 lýstistefndi yfir skuldajöfnuði á móti hluta krafna stefnanda á hendur stefndasamkvæmt framangreindum nauðasamningi með kröfu sinni, samkvæmt dómiHæstaréttar í máli nr. 378/2014, sem á þeim degi nam 39.277.206 krónum. Stefndilítur svo á að krafa um peningagreiðslu til stefnanda samkvæmt nauðasamningihafi verið að fullu greidd af hálfu stefnda með framangreindriskuldajafnaðaryfirlýsingu og jafnframt að eftirstöðvar af kröfu stefnda hafigengið til lækkunar á öðrum kröfum hans samkvæmt nauðsamningnum. Eftirframangreindan skuldajöfnuð telur stefndi að stefnandi eigi rétt tilafhendingar á skuldabréfi og nýju hlutafé í stefnda að nafnverði 86.231.004krónur í samræmi við skilmála nauðasamnings stefnda og með þeirri greiðslu hafistefndi að fullu staðið skil á kröfu stefnanda samkvæmt nauðsamningnum. Stefnandi mótmælti skuldajöfnunstefnda með bréfi 21. janúar 2016. Því bréfi svaraði stefndi með bréfi 17.febrúar 2016 og vísaði til yfirlýsingar um skuldajöfnun í bréfi þann 14. janúar2016. Ágreiningur aðila lýtur að gildiframangreindra yfirlýsinga beggja aðila um skuldajöfnuð á móti kröfumgagnaðila. II. Stefnandi byggir aðalkröfu sínaá því að samkvæmt fyrirmælum í 1. mgr. 100. gr. laga nr. 21/1991 sé honumheimill sá skuldajöfnuður sem hann lýsti yfir þann 31. mars 2015. Hann hafieignast kröfu sína á grundvelli skuldabréfsins á hendur stefnda áður en þrírmánuðir hafi verið til frestdags, eða árið 2003. Þá hafi hann hvorki vitað némátt vita að stefndi myndi ekki eiga fyrir skuldum mörgum árum síðar, svo semhafi orðið raunin. Þá hafi krafa þrotabúsins orðið til fyrir frestdag, nánartiltekið með samningi sem gerður var í október 2005, sem Hæstaréttarmálið nr.378/2014 fjalli um. Stefnandi byggir einnig á því að vanlýsingaráhrif 3. mgr.120. gr. laga nr. 21/1991 eigi ekki við um þá skuldabréfakröfu sem hann hafinotað til skuldajafnaðar. Stefnanda hafi aldrei verið tilkynnt um þá afstöðuslitastjórnar stefnda að hafna skuldabréfakröfunni, svo sem skylt hafi veriðsamkvæmt 2. mgr. 119. gr. laga nr. 21/1991. Stefnda hafi borið að sendastefnanda slíka tilkynningu með sannanlegum hætti og tilgreina þar hvaðaafleiðingar það gæti haft ef afstöðu slitastjórnar stefnda yrði ekki mótmælt áskiptafundi sem færi ekki fram fyrr en einni viku síðar. Stefndi bærisönnunarbyrðina fyrir því að slík tilkynning hafi verið send stefnanda, ellagæti afstaða slitastjórnar stefnda til skuldabréfakröfunnar ekki haft áhrif ámöguleika stefnanda til þess að nota kröfuna til skuldajafnaðar á meðanslitameðferð stæði yfir. Hvað sem líði ágreiningi um þaðhvort stefnanda hafi borist framangreint bréf slitastjórnar þá leiði höfnunslitastjórna á skuldabréfakröfunni við slitameðferð stefnda ekki til þess aðkrafa stefnanda sé ótæk til skuldajafnaðar. Ekki sé skilyrði fyrirskuldajöfnuði á hendur búi í slitameðferð að gagnkröfunni hafi verið lýst viðslitameðferð búsins. Enginn slíkur áskilnaður sé gerður í 1. mgr. 100. gr. laganr. 21/1991. Þetta megi sjá af heimild til skuldajöfnuðar með kröfu sem telstfallin niður gagnvart búinu vegna vanlýsingar, sbr. 1. mgr. 118. gr. laga nr.21/1991. Sömu rök eigi við um kröfu sem hafi verið hafnað af slitastjórn ánandmæla af hálfu kröfuhafa enda hafi enginn óvilhallur aðili lagt endanlegt matá raunverulegt gildi kröfunnar gagnvart búinu. Enginn ágreiningur sé um réttmætiskuldabréfakröfunnar, slitastjórn stefnda hafi hafnað henni við slitameðferðinavegna formsatriðis. Engin lagarök standi til þess að staða eiganda kröfu semslitastjórn hafi hafnað vegna formsatriðis og kröfueiganda sem ekki hefur lýstkröfu sé ólík hvað varði réttinn til að nota kröfuna til skuldajafnaðar. Varakröfu sína byggir stefnandiá því að meginreglur kröfuréttar feli í sér að skuldara sé heimilt aðskuldajafna samrættum kröfum, án sérstakrar yfirlýsingar, þegar almenn skilyrðiskuldajafnaðar séu fyrir hendi. Þau skilyrði hafi verið fyrir hendi fráuppkvaðningu dóms Hæstaréttar í máli nr. 378/2014. Krafa stefnanda á grundvelliþeirra verðbréfa sem vísað sé til í varakröfu sé samrætt kröfu stefnda samkvæmtdómi Hæstaréttar nr. 378/2014. Fordæmi Hæstaréttar í málum nr. 212/2012,11/2014 og 12/2015 slái því föstu að kröfur á grundvelli sjálfstæðra samninga íverðbréfaviðskiptum á milli sömu aðila séu samrættar. Til stuðnings kröfum sínum vísarstefnandi aðallega til laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. lög nr.161/2002 um fjármálafyrirtæki. Málskostnaðarkröfu sína styður stefnandi meðvísan til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.III. Stefndi krefst sýknu af öllumkröfum stefnanda. Í aðalkröfu stefnanda felist að viðurkenndur verði með dómiréttur stefnanda til að skuldajafna kröfu sem stefnandi hafi lýst viðslitameðferð stefnda. Kröfunni hafi verið hafnað af slitastjórn stefnda meðendanlegum hætti í skilningi 3. mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991 með vísan tilþess að stefnandi hafði ekki sannað eignarréttindi sín yfir skuldabréfinu, endahafi svokallað „blocking-númer“ ekki fylgt með kröfulýsingunni. Úr þeim ágallahafi stefnandi ekki bætt. Afstaða slitastjórnar þessa efnis hafi verið sendstefnanda í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 119. gr. laga nr. 21/1991. Á meðalgagna málsins sé staðfesting á því að afstaða slitastjórnar hafi verið kynntmeð bréfi sem hafi verið sent á lögmannsstofu sem hafi lýst kröfum fyrirstefnanda við slitameðferð stefnda. Þar komi einnig fram leiðbeiningar tilstefnanda um möguleika á að koma á framfæri mótmælum við afstöðu slitastjórnar,í síðasta lagi á kröfuhafafundi 21. september 2010 þar sem afstaða tilkröfunnar hafi verið til umfjöllunar, auk upplýsinga um réttaráhrif þess aðkoma ekki á framfæri slíkum mótmælum. Stefnandi hafi hins vegar látið undirhöfuð leggjast að mótmæla afstöðu slitastjórnar til kröfunnar innan lögákveðinsfrests, hvorki hafi borist skrifleg mótmæli né hafi hann mótmælt afstöðunni ákröfuhafafundi 21. september 2010. Teljist afstaða slitastjórnar til kröfunnarþar af leiðandi endanleg við slitameðferð stefnda í skilningi 1. mgr. 120. gr.laga nr. 21/1991 og séu báðir aðilar málsins bundnir af henni. Í ljósi þess aðumrædd krafa stefnanda samkvæmt skuldabréfi nr. XS0180247131 sé fallin niðurfyrir vanlýsingu uppfylli hún ekki skilyrði skuldajafnaðar, hvorki samkvæmtalmennum reglum kröfuréttar um skuldajöfnuð né ákvæðum 100. gr. laga nr.21/1991. Hafi stefnandi því ekki, svo gilt sé gagnvart stefnda, getaðskuldajafnað kröfunni við kröfu stefnda samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands ímáli nr. 378/2014. Yfirlýsingar stefnanda um skuldajöfnuð 31. mars 2015 og 6.maí 2015 hafi því ekki haft nein réttaráhrif. Stefndi vísar einnig til þess aðstefnandi hafi í fyrsta sinn í stefnu málsins borið fyrir sig að honum hafiekki borist í hendur bréfið með framangreindri afstöðu slitastjórnar.Málsástæðan sé þar af leiðandi fallin niður vegna tómlætis. Þá byggir stefndi á því aðundantekningarákvæði 3. tl. 118. gr. laga nr. 21/1991, um heimild til að komavanlýstri kröfu að við skipti með skuldajöfnun, eigi ekki við í málinu.Umræddri kröfu stefnanda hafi verið lýst við slitameðferð stefnda innantilskilins frests og afstaða tekin til hennar með endanlegum hætti. Verðitilvik stefnanda því ekki heimfært undir undantekningarákvæði 3. tl. 118. gr.laga nr. 21/1991. Stefndi krefst sýknu afvarakröfu stefnanda með vísan til þess að hann hafi með yfirlýsingu 14. janúar2016 lýst yfir skuldajöfnuði á kröfu samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr.378/2014 við kröfur sem stefnandi hafi átt og verið samþykktar við slitameðferðstefnda. Hafi þær kröfur sem þar hafi verið skuldajafnað uppfyllt öll skilyrðilaga og réttarreglna um skuldajöfnuð. Yfirlýsing um skuldajöfnuð sé ákvöð semhafi réttaráhrif við móttöku gagnaðila. Séu kröfur þar með að fullu greiddar ogfalli niður frá því tímamarki. Þá séu krafa samkvæmt skuldabréfi nr.XS0180247131 og krafa samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands nr. 378/2014 ekkisamrættar. Stefnandi hafi því ekki átt rétt til skuldajafnaðar án sérstakraryfirlýsingar, enda yrðu kröfurnar ekki raktar til sama löggernings, atviks eðaaðstöðu. Til stuðnings kröfum sínum vísarstefndi til laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, laga nr. 7/1936,meginreglna samningaréttar, almennra reglna kröfuréttar um skuldajöfnuð ogmeginreglna kröfuréttar. Um málskostnaðarkröfu stefnda vísast til XXI. kaflalaga um meðferð einkamála nr. 91/1991.IV.Í máli þessu deilaaðilar um heimild hvor annars til greiðslu krafna með skuldajöfnuði. Aðalkrafastefnanda felur í sér að viðurkennt verði með dómi að hann hafi með yfirlýsinguum skuldajöfnuð þann 31. mars 2015 með gildum hætti greitt kröfu stefnda áhendur sér. Krafa stefnda sem stefnandi kveðst hafa greitt með þessum hættibyggist á gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningi sem forverar aðila gerður 4.október 2005. Leyst var úr ágreiningi um þá kröfu með dómi Hæstaréttar þann 26.febrúar 2015 í máli nr. 378/2014 en með þeim dómi var stefnanda gert að greiðastefnda 26.302.546 krónur með nánar greindum vöxtum. Gagnkrafa stefnanda íframangreindri skuldajafnaðaryfirlýsingu byggist á skuldabréfi sem forveristefnda gaf út 10. nóvember 2003, upphaflega að fjárhæð 40.000.000 króna.Stefndi byggir á því að sú krafa hafi fallið niður þar sem stefnandi hafi ekkibrugðist við tilkynningu hans 23. júní 2010 um að kröfunni hefði verið hafnað aðsvo stöddu. Við meðferð krafna á hendurstefnda, sem tekinn var til slitameðferðar 22. apríl 2010, gilda að meginstefnusömu reglur og við gjaldþrotaskipti að því er varðar gagnkvæma samninga, sbr.102. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum. Umskuldajöfnuð við gjaldþrotaskipti gilda almennar reglur kröfuréttar umskuldajöfnuð auk þeirra rýmkuðu reglna til fullnustu kröfu með þeim hætti viðgjaldþrotaskipti skuldara sem kveðið er á um XVI. kafla laga nr. 21/1991, umgjaldþrotaskipti o.fl. Í 100. gr. þeirra laga segir að hver sá sem skuldiþrotabúi geti dregið það frá sem hann á hjá því hvernig sem skuld og gagnkröfuer varið ef lánardrottinn hefur eignast kröfuna meira en þremur mánuðum fyrirfrestdag og nánar greind skilyrði um stofnunartíma kröfu þrotabúsins oggrandleysi kröfuhafans eru fyrir hendi. Það er ekki skilyrði þess að krafafáist greidd með skuldajöfnuði við gjaldþrotaskipti að kröfunni sé jafnframtlýst í þrotabú skuldara. Þannig er unnt að koma að skuldajöfnuði viðgjaldþrotaskipti með því einfaldlega að lýsa yfir skuldajöfnuði, enda séu önnurskilyrði laganna og almennra reglna uppfyllt. Af þessari reglu um skuldajöfnuðvið gjaldþrotaskipti leiðir jafnframt að krafa sem unnt er að fá greidda meðskuldajöfnuði fellur ekki niður fyrir vanlýsingu sbr. 3. tölul. 118. gr. sömulaga. Að mati dómsins skiptir það ekki máli hvort vanlýsing verði með þeimhætti að engin kröfulýsing sé send eða að kröfulýsing sé metin ófullnægjandi afhálfu þrotabús, án þess að bætt hafi verið úr innan tilskilins frests, svo semhagar til í þessu máli. Allt að einu verður að líta svo á að krafa sem unnt erað fullnægja með skuldajöfnuði falli ekki niður vegna vanhalda á kröfulýsingu.Er sú niðurstaða í samræmi við þau undirstöðurök sem reglur um skuldajöfnuð viðgjaldþrotaskipti hvíla á, sem felast í því að sanngjarnt þykir og eðlilegt aðkröfuhafi sem jafnframt skuldar þrotabúi þurfi ekki að sæta því að krafa hans áhendur þrotabúi fáist aðeins bætt að hluta á sama tíma og honum beri að greiðakröfu sína að fullu. Með framangreindum rökstuðningier niðurstaða dómsins því sú að krafa stefnanda samkvæmt skuldabréfi meðISIN-númerinu XS0180247131 hafi verið gild þegar hann lýsti yfir skuldajöfnuðiþann 31. mars 2015. Ekki er annar ágreiningur í málinu um skilyrðiskuldajafnaðar hvað þessa kröfu varðar og ekki er á því byggt af hálfu stefndaað eignarhald stefnanda á kröfunni orki tvímælis. Verður aðalkrafa stefnandaþví tekin til greina og viðurkenndur réttur hans til skuldajafnaðar við kröfu stefndaá hendur honum, sem endanlega var leyst úr með dómi Hæstaréttar í máli nr.378/2014. Af framangreindu leiðir aðstefndi gat ekki með gildum hætti lýst yfir skuldajöfnuði við kröfu stefnandasamkvæmt framangreindu skuldabréfi svo sem hann gerði með yfirlýsingu sinniþann 14. janúar 2016 þar sem stefnandi hafði þá þegar nýtt kröfuna tilskuldajafnaðar. Í ljósi niðurstöðu málsins ogmeð vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnda að greiða stefnandamálskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 850.000 krónur. Ingibjörg Þorsteinsdóttirhéraðsdómari kvað upp dóm þennan. D ó m s o r ð :Viðurkenndur er réttur stefnanda, Stapa lífeyrissjóðs,til að skuldajafna kröfu sinni á hendur stefnda, Kaupþingi ehf., á grundvelliskuldabréfs útgefnu af forvera stefnda 10. nóvember 2003, með ISIN-númeriXS0180247131, á móti kröfu stefnda á hendur stefnanda samkvæmt dómi Hæstaréttarí máli nr. 378/2014, að frátalinni kröfu vegna málskostnaðar. Stefndi greiðistefnanda 850.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 309/2017 | Vátryggingarsamningur Slysatrygging Takmörkun ábyrgðar | E og fjölskylda hennar lenti í umferðarslysi árið 2013 þegar bifreið þeirra fauk út af veginum. E krafðist dánarbóta úr heimilistryggingu sem hún hefði keypt hjá S hf. en sonur hennar lést af völdum áverka sem hann hafði hlotið í slysinu. Í vátryggingarskilmálum kom meðal annars fram að vátryggingin næði ekki til slyss sem vátryggður yrði fyrir af völdum skráningarskylds vélknúins ökutækis. Var hafnað þeirri túlkun E að sú takmörkun kæmi eingöngu til skoðunar í þeim tilvikum þegar tjónþoli fengi umræddar bætur úr lögboðinni ábyrgðartryggingu bifreiða. Þá var ekki talið að sérstaka lagaheimild þyrfti til að heimila fyrirvarann í tryggingunni né að ákvæðið væri í andstöðu við ákvæði laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Að lokum var talið ósannað að S hf. hefði brotið gegn upplýsingaskyldu sinni samkvæmt 70. gr. laga nr. 30/2004. Var S hf. því sýknað af kröfu E. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Greta Baldursdóttir og IngimundurEinarsson héraðsdómari.Áfrýjandi skautmálinu upphaflega til Hæstaréttar 6. mars 2017. Ekki varð af fyrirhugaðriþingfestingu þess 19. apríl 2017 og áfrýjaði hún öðru sinni 17. maí sama ár. Húnkrefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 7.082.000 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17.desember 2013 til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Rétt er að hvor aðila beri sinn kostnað af rekstri málsins fyrirHæstarétti.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 6. desember 2016. Málþetta, sem höfðað var með stefnu birtri 20. janúar 2015, var dómtekið aðlokinni aðalmeðferð 26. október s.l. Stefnandi er Emma Agneta Björgvinsdóttir,Skessugili 17 á Akureyri. Stefndi er Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Kringlunni 5í Reykjavík. Stefnandikrefst þess að stefndi greiði sér 7.082.000 krónur með dráttarvöxtum skv. 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2011 frá 17. desember 2013 til greiðsludags, aukgreiðslu málskostnaðar eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndikrefst sýknu af kröfum stefnanda og greiðslu málskostnaðar úr hendi hennar. Atvik máls Þann1. mars 2013 lenti stefnandi og fjölskylda hennar í umferðarslysi þegar bifreiðþeirra fauk út af veginum í Norðurárdal í Skagafirði, skammt frá bænumSilfrastöðum. Sonur stefnanda, Blængur Mikael Bogason, sem þá var á 13. ári,lést af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Stefnandivar með heimilistryggingu hjá stefnda, svokallaða fjölskylduvernd 2, sem m.a.felur í sér slysatryggingu í frítíma. Í 19. gr. skilmála tryggingarinnar segirað félagið greiði m.a. bætur vegna banaslysa og í 20. gr. skilmálanna er kveðiðá um fjárhæð dánarbóta. Stefnandi gerði kröfu um greiðslu dánarbóta vegnaandláts Blængs á grundvelli framangreindrar tryggingar. Stefndi hafnaði hinsvegar kröfu stefnanda og tilkynnti henni þá niðurstöðu með bréfi dagsettu 13.febrúar 2014. Segir í bréfinu að tryggingin nái ekki til bílslysa og er vísaðtil síðari málsliðar 2. mgr. 19. gr. skilmála tryggingarinnar sem ersvohljóðandi: „Vátryggingin nær ekki til slyss sem vátryggður verður fyrir afvöldum skráningarskylds vélknúins ökutækis á Íslandi, né slyss af völdumvélknúins ökutækis sem skráð er erlendis þar sem lögboðið er að vátryggja vegnaslíkra slysa.“ Stefnandiskaut málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem staðfesti niðurstöðustefnda með úrskurði sínum dagsettum 1. apríl 2014. Stefnandi sættir sig ekkivið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hefur af þeim sökum höfðað mál þetta. Helstu málsástæður og lagarökstefnanda Stefnandibyggir á því að hún eigi rétt til greiðslu dánarbóta úr hendi stefnda vegnaandláts sonar síns sem lést af slysförum. Andlát hans hafi veriðvátryggingaratburður svo sem það hugtak er skilgreint í g- og f-lið 62. gr.laga nr. 30/2004, sem falli undir svokallaða fjölskylduverndartryggingu semstefnandi hafi tekið hjá hinu stefnda vátryggingafélagi, sbr. 61. og 62. greinlaga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga. Auk þess vísar hún til h-liðar 62.gr. varðandi vátryggingarskírteinið sem hún kveður geyma þá persónutryggingusem stefnandi hafi haft hjá félaginu. Stefnandibyggir í fyrsta lagi á því að sú undanþága á ábyrgð stefnda sem fram komi í 2.mgr. 19. gr. skilmála tryggingarinnar feli í sér ábyrgðartakmörkun sem sé íandstöðu við ófrávíkjanleg ákvæði II. hluta laga nr. 30/2004, umvátryggingarsamninga, sbr. 63. gr. laganna. Heimilar takmarkanir á ábyrgð komifram í 86.–89. gr. laganna og þar sé ekki að finna takmörkun af því tagi sem19. gr. skilmálanna kveði á um. Ábyrgðartakmörkunin feli í sér svokallaðahlutlæga ábyrgðartakmörkun en slíkar takmarkanir séu óheimilar eftir gildandilögum. Þá beri stefndi sönnunarbyrðina fyrir því að tjónið falli undirundanþáguákvæði skilmálanna, þ.e. að slysið hafi orðið með þeim hætti eða viðþær aðstæður, að það falli undir undanþáguákvæði í skilmálum. Það sé ósannaðenda dugi stefnda ekki að benda á skilmálana til stuðnings staðhæfingu sinni. Íöðru lagi hafi stefnandi tekið tryggingu fyrir hættu á frístundaslysifjölskyldunnar (dánaráhættu) og verið í góðri trú um að slík trygging værifyrir hendi án þeirra takmarkana sem stefndi beri nú fyrir sig, enda komi þærekki fram á vátryggingarskírteininu og stefndi hafi ekki upplýst stefnandasérstaklega um þær. Þá hafi stefnandi aldrei skrifað undirtryggingarskilmálana, sem séu staðlaðir og samdir einhliða af félaginu og felií sér undanþáguákvæði sem ekki eigi sér stoð í lögum. Vísar stefnandi til 94.gr. laga nr. 30/2004, til stuðnings þessari málsástæðu. Samkvæmtofangreindu byggir stefnandi á því að hún eigi réttmæta og löglega kröfu tilbóta úr frítímaslysatryggingunni skv. meginreglu 3. mgr. 35. greinar í lögum umvátryggingarsamninga. Semfrekari rökstuðning fyrir kröfu byggir stefnandi á því að umdeilt ákvæði í 19.gr. vátryggingarskilmálanna sé reist á þeirri forsendu að þeir sem slasist íumferðarslysum fái yfirleitt fullar bætur á grundvelli lögboðinna vátryggingabifreiða og því sé yfirleitt ekki þörf á frekari tryggingum vegnaumferðarslysa. Það eigi hins vegar ekki við í tilviki stefnanda þar sem húneigi ekki rétt á dánarbótum úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar vegnasonarmissis síns. Beri því tað túlka 19. gr. skilmálanna á þann veg aðtakmörkunin eigi því aðeins við ef bætur fáist úr ábyrgðartryggingubifreiðarinnar eða slysatryggingu skv. 92. gr. laganna. Sú túlkun fái stoð í20. gr. skilmálanna þar sem skýrt sé kveðið á um, að valdi slys dauða vátryggðsgreiðist til rétthafa bóta sú fjárhæð sem tilgreind er í vátryggingarskírteini.Leiki einhver vafi á túlkun skilmálanna beri að túlka þau stefnanda í hag, endaséu skilmálarnir staðlaðir og samdir einhliða af stefnda. Vísar stefnandi í þessusambandi til 36. gr. b í samningalögum nr. 7/1936. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndibyggir sýknukröfu sína á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hún eigirétt á dánarbótum úr frítímaslysatryggingu sem hún hafi tekið hjá stefnda.Samkvæmt skýrum skilmálum vátryggingarinnar nái hún ekki til slyss semvátryggður verður fyrir af völdum skráningarskylds vélknúins ökutækis, sbr.undanþágu slíkra slysa í 19. gr. skilmálanna. Ljóst sé að sonur stefnda hafilátist í umferðarslysi sem falli undir framangreinda undantekningu. Undanþáganbrjóti ekki í bága við ákvæði laga nr. 30/2004. Stefndi mótmælir þeim skilningisem stefnandi leggur í umrætt ákvæði 63. gr. laga um vátryggingarsamninga. Súundanþága sem 19. gr. skilmála vátryggingarinnar hafi að geyma feli ekki í sérfrávik frá ákvæðum laga um vátryggingarsamninga eins og stefnandi haldi fram.Um sé að ræða undanþágu er varði umfang tryggingarinnar en ekki þannlágmarksrétt sem lög um vátryggingarsamninga tryggi. Þá mótmælir stefndi þvísem röngu að ákvæði 63. gr. vátryggingarsamningslaga verði skilið á þá lund aðákvæði 86.–93. gr. laganna feli í sér tæmandi talningu á undanþágum ogafmörkunum sem stefnda sé heimilt að setja fram gagnvart vátryggingartökum.Framangreind ákvæði hindri ekki að stefnda sé heimilt að semja um umfangfrítímaslysatryggingarinnar eins og gert sé með því að undanþiggja þau slys semskráningarskylt vélknúið ökutæki valdi. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram áhvernig skilmálinn brjóti í bága við ákvæði laganna eða að hvaða marki hiðmeinta brot hafi leitt til lakari stöðu stefnanda, enda njóti stefnandi þeirrarlágmarksverndar sem lögin geri ráð fyrir. Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrirslíkum fullyrðingum sem hún hafi ekki hafi axlað. Stefndimótmælir sem rangri tilvísun stefnanda til ákvæðis 87. gr. laga nr. 30/2004, umvátryggingarsamninga, sem fjallar um ábyrgðartakmörkun vegna hættulegrarstarfsemi. Umrætt ákvæði tengist ekki atvikum máls og skjóti ekki stoðum undirkröfur stefnanda. Þámótmælir stefndi því sem röngu að umrædd takmörkun á ábyrgð í 19. gr.skilmálanna feli í sér hlutlæga ábyrgðartakmörkun sem hafi ekki gildi eftir aðákvæði laga nr. 30/2004 tóku gildi eins og stefnandi haldi fram í stefnu.Einnig sé því mótmælt sem röngu að undanþágan þurfi að hafa sérstaka stoð ílögum þannig að á henni verði byggt eins og stefnandi haldi fram. Verði slíktúlkun hvorki ráðin af ákvæðum laga um vátryggingarsamninga né öðrum lögum. Stefnditelur ljóst, og í raun óumdeilt, að sonur stefnanda hafi orðið fyrir slysi afvöldum skráningarskylds vélknúins ökutækis á Íslandi og falli slysið því undirundanþágu 19. gr. skilmála frítímaslysatryggingar sem stefnandi tók hjástefnda. Það megi líka sjá af því að stefnandi sjálf hafi gert kröfu um ogfengið bætur vegna síns eigin líkamstjóns, úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnarTE-866, sem ekki hefið verið unnt nema af því að slysið hlaust af notkunarumræddrar bifreiðar. Stefndi mótmælir sem röngum þeim fullyrðingum í stefnu aðstefndi þurfi að færa fyrir þessu einhver ríkari og viðameiri rök en þegar hafiverið gert eða að honum beri að benda á hvar slíkt eigi sér „stoð“. Um frjálsaábyrgðartryggingu sé að ræða en ekki lögbundna tryggingu og hafi stefndi þvísvigrúm til þeirra takmarkana á bótasviðinu sem undanþágan mæli fyrir um. Byggirþað m.a. á meginreglunni um samningsfrelsi aðila. Þámótmælir stefndi þeirri staðhæfingu stefnanda að túlka beri ákvæði umdeildsskilmála á þann veg að bætur vegna umferðarslyss falli því aðeins utantryggingarsviðs tryggingarinnar að bætur fáist úr ábyrgðartryggingubifreiðarinnar. Stefndibyggir á því að hann hafi sinnt upplýsinga- og tilkynningarskyldu sinni ísamræmi við ákvæði laga nr. 30/2004. Við töku vátryggingarinnar hafi stefndisinnt öllum þeim skyldum sem mælt er fyrir um í ákvæðum XI. kafla laga nr.30/2004, um vátryggingarsamninga. Í því sambandi veitti stefndi stefnandaupplýsingar um gildistíma vátryggingarsamningsins, skilmála, iðgjöld ogtakmarkanir á gildissviði vátryggingarinnar, sbr. ákvæði 64. gr. laganna.Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem veiti vísbendingar um að umræddupplýsingaskylda hafi verið vanrækt. Stefndi mótmælir fullyrðingum stefnanda,um að hún hafi ekki verið upplýst sérstaklega um takmarkanir á tryggingunni,sem röngum og í öllu falli sem ósönnuðum. Engin skylda hafi hvílt á stefnda aðfá undirritun stefnanda á tryggingarskilmálana. Þá mótmælir stefndi því aðtilkynningarskylda samkvæmt 94. gr. laga nr. 30/2004 eigi við í málinu, engreinin fjalli um tilkynningu á ábyrgðartakmörkunum sem rakin eru í XIII. kaflalaganna. En jafnvel þótt umrætt ákvæði yrði talið eiga við í tilviki stefnda,þá byggir hann á því að hann hafi sent stefnanda fullnægjandi tilkynningu meðtölvupósti þann 13. febrúar 2014 þar sem kröfum stefnanda er hafnað og meðalannars vísað til undanþágunnar í 19. gr. skilmála vátryggingarinnar. Vátryggingarskírteinitryggingarinnar tilgreini að um vátrygginguna gildi annars vegar skírteiniðsjálft og hins vegar vátryggingaskilmálar stefnda. Vátryggingarskírteinið getiþar af leiðandi ekki staðið eitt og sér til grundvallar vátryggingunni eins ogstefnandi ýi að í stefnu. Stefnda sé þannig heimilt að takmarka gildissvið eðafjárhæðir sem fram koma á vátryggingarskírteini og vísa þar til þeirra skilmálasem gilda um vátrygginguna. Vísast um það meðal annars til ákvæðis 10. gr. laganr. 30/2004, um vátryggingarsamninga. Stefndi mótmælir því sem röngu ogósönnuðu að stefnandi eigi rétt á umkröfðum bótum með vísan tilgrundvallarreglna vátryggingaréttar, eins og stefnandi haldi fram. Auk þessmótmælir stefndi, sem rangri, tilvísun stefnanda til meginreglu 3. mgr. 35. gr.laga um vátryggingarsamninga og telur að krafa stefnanda verði ekki byggð áslíku ákvæði sem fjallar um útreikning bóta og vátryggingarverðmæti. Stefndimótmælir sem röngu og ósönnuðu að ákvæði 36. gr. b í samningalögum verði beittum það álitaefni sem uppi sé í málinu. Skilmálar tryggingarinnar séu skýrir ogekki vafi uppi um túlkun þeirra. Auk þess beri að lesa og skýra skilmálatryggingarinnar heildstætt án þess að slíta þá úr samhengi. Forsendur og niðurstaða Ímáli þessu er deilt um það hvort stefnandi eigi rétt til dánarbóta vegnaandláts sonar hennar á grundvelli frístímaslysatryggingar sem hún keypti hjástefnda og var í gildi á þeim tíma þegar sonur hennar varð fyrir slysi og lést. Kjarniog raunar eini ágreiningur þessa máls lýtur að því hvort ákvæði 2. mgr. 19. gr.vátryggingarskilmála tryggingar stefnanda hjá stefnda fái staðist. Í umræddrigrein skilmálanna er bótasvið tryggingarinnar skilgreint. Þar segir m.a. í 1.mgr. að félagið greiði bætur vegna slyss sem vátryggður verði fyrir í frítímaenda leiði það til dauða, varanlegrar læknisfræðilegrar örorku, tímabundinsmissis starfsorku o.fl. Þá er í 2. mgr. 19. gr. skilgreint hvað átt er við meðslysi og getið um takmarkanir á gildissviði tryggingarinnar. Um þá takmörkunsem hér er deilt um segir: „Vátryggingin nær ekki til slyss sem vátryggðurverður fyrir af völdum skráningarskylds vélknúins ökutækis á Íslandi, né slyssaf völdum vélknúins ökutækis sem skráð er erlendis þar sem lögboðið er aðvátryggja vegna líkra slysa.“ Óumdeilter í málinu að sonur stefnanda lést í umferðarslysi hér á landi. Samkvæmtorðanna hljóðan fellur því sá atburður undir framangreinda takmörkun á ábyrgðstefnda sem kemur fram í 2. mgr. 19. gr. Er því hafnað þeirri túlkun stefnandaá umræddum skilmálum að þessi takmörkun komi eingöngu til skoðunar í þeimtilvikum þegar tjónþoli fái umkrafðar bætur úr lögboðinni ábyrgðartryggingubifreiða. Styðst sú túlkun hvorki við orðalag skilmálanna sjálfra, sem að matidómsins er skýrt og ótvírætt, né önnur viðhlítandi gögn. Stefnandibyggir á því að stefnda sé óheimilt að bera fyrir sig umdeilt ákvæði 19. gr.skilmálanna. Byggir hann í fyrsta lagi á því að ákvæðið fari í bága viðófrávíkjanleg ákvæði II. kafla laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, sbr.63. gr. þeirra. Af málflutningi stefnanda verður helst ráðið að sérstakalagaheimild þurfi til að heimila þann fyrirvara sem er að finna í 19. gr.skilmála stefnda. Á það fellst dómurinn ekki. Í þessu sambandi ber að leggjatil grundvallar að í lögum um vátryggingasamninga er almennt ekki fjallað umumfang vátryggingar. Því gildir sú almenna regla samningaréttar að aðilar hafiheimild til að semja um það atriði. Þá er því jafnframt hafnað að tilvísunstefnanda til 87. gr. laganna eigi við í málinu þegar af þeirri ástæðu aðumdeilt ákvæði í skilmálum stefnda lýtur ekki að almennum takmörkunum ábótaskyldu vegna þátttöku vátryggingartaka í hættulegri starfsemi, svo sem efnigreinarinnar lýtur að. Af sömu ástæðu er því hafnað að stefnda beri að sanna aðstefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til bóta með þátttöku í slíkri starfsemiog jafnframt að stefnda hafi borið, með vísan til 94. gr. laga nr. 30/2004, aðtilkynna stefnanda að hann hygðist bera fyrir sig fyrirvara af þessu tagi.. Meðvísan til framangreinds er það niðurstaða dómsins að umdeilt ákvæði í skilmálumstefnda feli í sér afmörkun á gildissviði tryggingarinnar og slíktsamningsákvæði sé ekki í andstöðu við ákvæði laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga.Þá er orðalag 19. gr. skýrt og ótvírætt og koma því ekki til álita í málinu þausjónarmið og lagaákvæði sem lúta að túlkun óskýrra samningsákvæða. Íöðru lagi byggir stefnandi á því að stefndi geti ekki borðið fyrir sig umdeiltákvæði skilmálanna þar sem stefndi hafi ekki upplýst umsækjanda sérstaklega umþessar takmarkanir á tryggingunni, þær komi ekki fram á vátryggingarskírteininuog stefnandi hafi aldrei undirritað skilmálana. Í stefnu vísar stefnandi til94. gr. laga nr. 30/2004 til stuðnings þessari málsástæðu en við munnleganflutning málsins vísaði hann til 70. gr. sömu laga. Hvaðfyrra lagaákvæðið varðar hefur að framan verið tekin afstaða til þess aðtilkynningarskylda samkvæmt því ákvæði á ekki við í málinu. Í 70. gr. er kveðiðá um það að þegar samningur um persónutryggingu hefur verið gerður skulitryggingafélag afhenda vátryggingartaka skírteini til staðfestingar á því aðsamningur sé kominn á og vísa til skilmála, auk þess sem afhenda skalskilmálana sjálfa. Þá er í 2. mgr. kveðið á um það hvað koma skuli fram ívátryggingarskírteini. Ekkiverður séð að ágreiningur sé um það að stefnandi fékk vátryggingarskírteinið íhendur og jafnframt að í því sé vísað til skilmála tryggingarinnar. Fallist erá það með stefnda að nægjanlegt sé, til að skyldum samkvæmt 70. gr. séfullnægt, að vísa til skilmála tryggingarinnar í skírteininu og árétta viðtryggingartaka að kynna sér efni þeirra enda séu þeir afhentir með skírteininueða gerðir aðgengilegir með öðrum hætti. Það er því ekki þörf á því aðtryggingartaki undirriti skilmálana sjálfa til að þeir teljist hluti samningsaðila. Stefnandi hefur ekki útskýrt nánar eða leitt líkur að því, svo sem meðframlagningu gagna eða vitnisburðar fyrir dómi, að stefndi hafi ekki sinntþeirri skyldu sinni að láta stefnanda í té skilmála tryggingarinnar eða meðöðrum hætti brotið gegn skyldum sínum samkvæmt nefndu ákvæði. Gegn staðhæfingustefnda er því ósannað að hann hafi brotið gegn upplýsingaskyldu sinni samkvæmtákvæðinu. Þegar af þeirri ástæðu getur stefnandi ekki reist kröfu sína á þeirrimálsástæðu að vanræksla stefnda á því að veita henni fullnægjandi upplýsingarveiti henni rétt til umkrafinna bóta. Meðvísan til þess rökstuðnings sem að framan er rakið verður stefndi sýknaður aföllum kröfum stefnanda. Með hliðsjón af atvikum máls og stöðu aðila er rétt aðmálskostnaður falli niður. Stefnandi nýtur gjafsóknar samkvæmt gjafsóknarleyfidagsettu 17. mars 2015. Allur gjafsóknarkostnaður hennar greiðist því úrríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Steingríms Þormóðssonar hrl.,sem er hæfilega ákveðinn 820.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Málþetta flutti Sveinbjörn Guðlaugsson hdl. fyrir stefnanda og Ingvi SnærEinarsson hdl. fyrir stefnda. IngibjörgÞorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn.Dómsorð: Stefndi,Sjóvá-Almennar tryggingar hf., eru sýkn af kröfu stefnanda, Emmu AgnetuBjörgvinsdóttur. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnandagreiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, SteingrímsÞormóðssonar hrl., 820.000 krónur. |
Mál nr. 418/2017 | Skattskylda Tekjuskattur Heimilisfesti Lögheimili | A krafðist þess aðallega að felldur yrði úr gildi úrskurður ríkisskattstjóra frá árinu 2016 um skattalega heimilisfesti hans og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi á árunum 2006 til 2010. Fyrir lá í málinu að A hafði tilkynnt Þjóðskrá um flutning lögheimilis til Máritaníu í september 2005. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að A hefði ekki verið með fasta búseti í Máritaníu á umræddum árum og að hvorki vottorð frá þarlendum yfirvöldum né sú tímalengd sem A dvaldi utan Íslands breyttu nokkru þar um. Var um hið síðarnefnda vísað til þess að A hefði að langmestu leyti dvalist á Íslandi með fjölskyldu sinni þegar hann var ekki við vinnu erlendis. Hefði A því verið heimilisfastur á Íslandi á umræddum árum. Þá var hvorki fallist á með A að ríkisskattstjóra væri óheimilt að úrskurða um skattalega heimilisfesti með afturvirkum hætti né að úrskurður ríkisskattstjóra samrýmdist ekki tilteknum meginreglum stjórnsýsluréttar og stjórnarskrárinnar. Var aðalkröfu A því hafnað. Þá var ekki fallist á varakröfu A um að úrskurður ríkisskattstjóra yrði einungis byggður á 2. tölulið 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Í niðurstöðu Hæstaréttar var um sönnunargildi vottorða sem A lagði fram til sönnunar á búsetu sinni vísað til þess að Ísland ætti ekki í stjórnmálasambandi við Máritaníu auk þess sem hvorki hefðu verið gerðir upplýsingaskipta- né tvísköttunarsamningar milli ríkjanna. Því væri ókleift fyrir íslensk stjórnvöld að sannreyna umrædda staðfestingu eða hvort hún væri gefin út af bæru stjórnvaldi. Uppfylltu vottorðin því ekki skilyrði svo þau gætu komið til álita til að styðja við kröfur A í málinu. Að þessu virtu var niðurstaða héraðsdóms um sýknu Í staðfest með vísan til forsendna héraðsdóms. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og GretaBaldursdóttir og Gunnlaugur Claessen fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 29. júní 2017. Hann krefst þess aðallegaað felldur verði úr gildi úrskurður ríkisskattstjóra 3. maí 2016 um skattalegaheimilisfesti hans og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi frá árinu 2006 til ogmeð ársins 2010. Til vara krefst hann þess að framangreindur úrskurðurríkisskattstjóra verði felldur úr gildi að því er varðar tekjuárin 2006, 2007,2009 og 2010. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Í niðurstöðu héraðsdóms er þess getiðað áfrýjandi hafi lagt fram vottorð til sönnunar á búsetu sinni í Máritaníuárin 2006 til 2010, en þau séu efnislega í ósamræmi við skýrslu hans hjá skattrannsóknarstjóra. Sönnunargildivottorðanna sé því vafasamt. Vottorðinsem um ræðir eru fjögur talsins, dagsett á árunum 2007 til 2015, og beraáletranir sem vísa til stjórnvalda í fyrrnefndu ríki. Þýðing löggiltsskjalaþýðanda fylgir hinu yngsta þessara vottorða, en í því er staðfestlögheimili áfrýjanda í Máritaníu og fjárhæðir skattgreiðslna hans þar. Varðandiþessi gögn er þess að gæta, sem kemur fram í úrskurði ríkisskattstjóra 3. maí2016 og málatilbúnaði stefnda, að Ísland á ekki í stjórnmálasambandi viðMáritaníu auk þess sem hvorki hafa verið gerðir upplýsingaskipta- nétvísköttunarsamningar milli ríkjanna. Því sé ókleift fyrir íslensk stjórnvöldað sannreyna umrædda staðfestingu eða hvort hún sé gefin út af bærustjórnvaldi. Af öllu framanröktu leiðir að umrædd gögn uppfylla ekki skilyrðisvo þau geti komið til álita til að styðja við kröfur áfrýjanda í málinu. Aðþessu gættu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan til forsendna hans.Hvor aðili skal bera sinn kostnað afmálinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 31. mars 2017.Mál þetta, sem dómtekið var 6. marssl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu, sem þingfest var 3. maí2016, af Arnari Berg Grétarssyni, Brávöllum 5, 640 Húsavík, á hendur íslenskaríkinu.I.Stefnandi krefst þess aðallega aðógiltur verði með dómi úrskurður ríkisskattstjóra, dags. 3. maí 2016, umskattalega heimilisfesti stefnanda og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi frá2006 til og með 2010. Til vara krefst stefnandi þess aðúrskurður ríkisskattstjóra, dags. 3. maí 2016, um skattalega heimilisfestistefnanda og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi árin 2006 til og með 2010 verðiógiltur með dómi að því leyti sem hann kveður á um að stefnandi hafi verið meðskattalega heimilisfesti og fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslanditekjuárin 2006 og 2007 og 2009 og 2010.Stefnandi krefst þess í öllumtilvikum að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu.Stefndikrefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til aðgreiða stefnda málskostnað að mati dómsins.II.MálsatvikMál þetta varðar skattalegaheimilisfesti stefnanda á árunum 2006 til og með 2010. Stefnandi réð sig tilstarfa á úthafsveiðiskipi, sem stundar veiðar undan ströndum Afríku, á árinu 2005.Upphaf þessa máls er að rekja til þeirrar ákvörðunar skattrannsóknarstjóra aðhefja rannsókn á skattskilum stefnanda vegna tekjuáranna 2006 til 2010. Framkemur í greinargerð stefnda að tilefni hennar megi rekja til rannsóknarskattrannsóknarstjóra á máli annars skattaðila og sjálfstæðri athugun áskattskilum stefnanda. Vegna rannsóknarinnar gaf stefnandi skýrslu hjá embættiskattrannsóknarstjóra þann 12. ágúst 2014. Skýrsla skattrannsóknarstjóra varsend stefnanda 4. nóvember 2014 og honum gefinn kostur á að koma að andmælum,sem hann gerði bréflega 5. desember 2014. Andmæli stefnanda þóttu ekki gefatilefni til endurskoðunar á skýrslunni og lauk rannsókninni 23. desember 2014.Í skýrslu skattrannsóknarstjóra ergreint frá niðurstöðum rannsóknar embættisins á skattskilum stefnanda umrædd árog þar kemur fram að rannsóknin hafi einkum beinst að skattalegri heimilisfestistefnanda í skilningi skattalaga og tekjum sem hann aflaði með starfi erlendis.Stefnandi hafi starfaði við sjómennsku, sem trollmeistari, fyrir erlendútgerðarfyrirtæki þau ár sem rannsókn skattrannsóknarstjóra beindist að, þ.e.árin 2006-2010. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að stefnandi kveðsthafa flutt alfarið af landinu í lok árs 2004, þegar hann hóf störf á Janusi,sem er hentifánaskip Afríkuútgerðar Sjólaskipa hf. Stefnandi hafi skráðlögheimili sitt í Máritaníu frá 7. september 2005. Um svipað leyti og hann hófstörf í Máritaníu seldi hann íbúðarhús á Íslandi og hann og eiginkona hansslitu hjúskap sínum. Stefnandi á þrjú börn hér á landi, barnabörn, foreldra ogaðra ættingja. Í skýrslu hjá skattrannsóknarstjóra er gerð grein fyrir því aðvið skýrslutöku hafi stefnandi skýrt svo frá að hann hafi búið í íbúð íMáritaníu, sem honum var útveguð. Þar hafi margir búið og þetta verið „ svonaeins og verbúð í Grindavík í gamla daga“. Stefnandi hafi sagt að hann hafi ekkiflutt búslóð til Máritaníu og í skýrslutöku hafi komið fram að stefnandi hafidvaldist um borð í skipi í a.m.k. 235 daga árið 2006 en síðan að jafnaði yfir200 daga á ári. Stefnandi hafi áætlað að hann hafi dvalið hér á landi þrjámánuði á ári. Eftir að stefnandi flutti úr landi keypti hann hér ökutæki. Hannhafi engar eignir átt í Máritaníu. Yfirlit bankareikninga stefnanda oggreiðslukortayfirlit þóttu sýna að þeim tíma sem hann dvaldist ekki á sjó vegnastarfs síns hafi hann að mestu varið hér á landi og fjármunum hans veriðráðstafað hérlendis. Ekki hafi verið lagðar fram kvittanir sem staðfestu aðstaðin hefðu verið skil á sköttum af launum stefnanda í Máritaníu, semstefnandi kvaðst þó eiga.Ískýrslu skattrannsóknarstjóra kom fram að rannsókn hans hafi leitt í ljós aðstefnandi hafi staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007 og2008 og vanrækt að skila skattframtölum gjaldárin 2009, 2010 og 2011.Niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið sú að skattalegt heimilisfesti stefnandahefði verið á Íslandi allt það tímabil sem rannsakað hefði verið og aðstefnandi hafi borið ótakmarkaða skattskyldu hér á landi. Loks hafi rannsókninleitt í ljós að stefnandi hefði vantalið tekjur frá Fishing Company Beta Ltd.,Kenora Shipping Company Ltd. og Wave Operations Ltd. í skattskilum sínumtekjuárin 2006 til og með 2010. Næmu vanframtaldar tekjur stefnanda samtals59.464.193 krónum.Skattrannsóknarstjórisendi ríkisskattstjóra mál stefnanda til meðferðar með bréfi, dags. 30.desember 2014, sbr. 6. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.Meðbréfi, dags. 15. janúar 2016, tilkynnti ríkisskattstjóri stefnanda að samkvæmt2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 væri ríkisskattstjóra falið úrskurðarvald umheimilisfesti manna hér á landi í skattalegu tilliti. Af skýrsluskattrannsóknarstjóra yrði ekki annað ráðið en að stefnandi hafi ekki felltniður fasta búsetu hér á landi. Því væri fyrirhugað að kveða upp úrskurð þessefnis að stefnandi teldist ekki hafa fellt niður skattalega heimilisfesti áÍslandi. Stefnanda var gefinn kostur á að koma að andmælum og bárust þauríkisskattstjóra í bréfi, dags. 9. febrúar 2016. Ríkisskattstjórikvað upp úrskurð 3. maí 2016 þess efnis að stefnandi teldist veraheimilisfastur hér á landi og bæri fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landií skilningi 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, vegna tekna sinna og eignaá tímabilinu frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2010. Stefnandi undi ekki þeimúrskurði og höfðaði mál þetta til að fá honum hnekkt.III.Málsástæður og lagarök stefnandaMál þetta varðar skattalegaheimilisfesti stefnanda á árunum 2006 til og með 2010. Stefnandi byggir á þvíað hann hafi ráðið sig til starfa á úthafsveiðiskipi, sem stundaði veiðar undanströndum Afríku, hann hafi kannað réttarstöðu sína bæði hjá þeim sem hann réðisig hjá, hjá yfirvöldum og hjá samstarfsmönnum. Fyrir hafi legið að hann myndibúa, dvelja og starfa utan Íslands meira en 183 daga á ári hverju og það hafiverið raunin á árunum 2006–2010. Meðal þess sem kom í ljós hafi verið aðskattyfirvöld höfðu haft til meðferðar mál manna sem störfuðu þar sem stefnandiréð sig til starfa og úrlausn þeirra mála á árinu 2005 verið á þá lund að þeirværu ekki með skattalega heimilisfesti á Íslandi og nytu ekki sjúkratrygginga áÍslandi. Stefnandi hafi reitt sig á þessa niðurstöðu yfirvalda enda litið útfyrir að hagir hans yrðu nákvæmlega eins og þeirra manna sem fengu úrlausn málaá árinu 2005 og varð það raunin. Stefnandi hafi tilkynnt umlögheimilisflutning til Máritaníu til þjóðskrár þann 7. september 2005 en hannhafi flutt mun fyrr frá landinu. Frá þeim tíma hafi stefnandi hagað skattskilumsínum, tryggingum o.fl. til samræmis við lögheimilisskráninguna. Frá sama tímahafi stefnandi notið takmarkaðra réttinda á Íslandi, var ekki inni í sjúkra-eða almannatryggingakerfi og naut ekki kosningaréttar ísveitarstjórnarkosningum 2005. Í desember árið 2012 hafi stefnandaborist tölvupóstur frá skattrannsóknarstjóra um að skattskil hans vegnatekjuáranna 2006 til og með 2010 hefðu verið tekin til rannsóknar af embættinu.Við yfirferð rannsóknargagna skattrannsóknarstjóra sjáist að stefnandi hefurverið á lista skattrannsóknarstjóra yfir menn, sem starfað höfðu erlendis hjátilteknum aðila við úthafsveiðar og muni rannsókn í málum einhverra þeirra hafahafist á árinu 2012. Varðandi upphaf rannsóknar skattrannsóknarstjóra áskattskilum stefnanda verði ráðið að skattrannsóknarstjóri hafi í raun hafiðrannsókn á skattskilum stefnanda á árinu 2014, og þá með því að raða samangögnum úr öðrum málum, afla gagna frá fjármálastofnunum og ferðaþjónustuaðilumog með því að kalla stefnanda til yfirheyrslu með ábyrgðarbréfi. Lítið semekkert hafi því í raun gerst í máli stefnanda fyrr en á árinu 2014. Engarrannsóknarathafnir hafi farið fram á árinu 2012 og á árinu 2013 hafi lítið semekkert gerst Þó hafi verið prentuð út gögn úr þjóðskrá en engar eiginlegarrannsóknarathafnir farið fram. Raunveruleg rannsókn hafi hafist á árinu 2014 ogstefnandi þá verið boðaður til skýrslugjafar.Skattrannsóknarstjóri hafi sentstefnanda skýrsludrög þann 3. nóvember 2014 til andmæla og stefnandi sentandmælabréf þann 5. desember 2014. Andmælum stefnanda hafi verið svarað íendanlegri skýrslu sem dagsett sé 23. desember 2014. Niðurstaða rannsóknarskattrannsóknarstjóra hafi verið mjög óljós um skattalega heimilisfestistefnanda en þó liggi skýrt fyrir að stefnandi bjó ekki eða hafði fast aðseturá Íslandi á árunum 2006-2010, stefnandi hafi dvalið mun færri daga en 183 áÍslandi öll þau ár sem um ræðir, að jafnaði 240–260 daga utan Íslands ogstefnandi hafi engra tekna aflað á Íslandi á þessum árum. Skattrannsóknarstjórisetji niðurstöður sínar fram með ófaglegum og hlutdrægum hætti. Í samantekt umniðurstöður sé t.d. ekki minnst á dvalardaga erlendis eða þá staðreynd aðstefnandi hafi ekki aflað tekna á Íslandi. Fram komi í almennri umfjöllunskattrannsóknarstjóra að stefnandi hafi ekki átt fasteign til íbúðar á Íslandi.Það sé ekki tekið fram í samantekt um niðurstöður en sérstaklega tekið fram aðstefnandi hafi verið skráður fyrir fasteign á Íslandi en fram hafði komið aðhann hafði verið skráður fyrir hlut í hesthúsi sem hann hafði ekki komið inníárum saman. Fasteignamat hesthússins árið 2014 hafi verið 936.000 kr. Í meginmáli skýrsluskattrannsóknarstjóra sé tekið fram að stefnandi hafi engin gögn sent til hansvarðandi skattskil erlendis og að ekkert liggi fyrir um að stefnandi hafi orðiðskattskyldur í öðru ríki en Íslandi á þeim tíma sem um ræðir. Niðurstöðukafliskattrannsóknarstjóra um skattalega heimilisfesti stefnanda byggi á þessu.Lokaskýrslan sé furðuleg að þessu leyti þegar fyrir liggi að með andmælumsínum, dags. 5. desember 2014, hafði stefnandi sent vottorð frá yfirvöldum íMáritaníu um að stefnandi væri með skattalega heimilisfesti í Máritaníu.Fjallað sé um vottorðið á bls. 28 í lokaskýrslunni en af einhverjum ástæðum séumfjöllun á bls. 16 og 17 miðuð við að ekkert slíkt vottorð liggi fyrir. Þann 15. janúar 2016 hafi RSK sentbréf til stefnanda þar sem boðað var að úrskurðað verði að stefnandi hafi ekkifellt niður skattalega heimilisfesti sína á Íslandi og verið vísað til skýrsluskattrannsóknarstjóra til grundvallar fyrirhuguðum úrskurði. Í boðunarbréfinutaki RSK upp eftir skattrannsóknarstjóra umfjöllun um að engin gögn liggi fyrirum skattalega heimilisfesti stefnanda erlendis. Annars sé ekkert markvert íboðunarbréfinu og ljóst að engin sjálfstæð skoðun á málinu hafi farið fram hjáRSK. Stefnandi hafi sent RSK ítarlegt andmælabréf þann 9. febrúar 2016 og íandmælabréfinu lagt áhersla á eftirfarandi þætti: Fjallað hafi verið um þau vottorð sem stefnandi hafði senttil SRS um skattskyldu sína og um nýtt vottorð sem stefnandi sendi meðandmælabréfi sínu sem staðfesti bæði skattskyldu og skattgreiðslur í Máritaníu. Fjallað hafi verið umskattalega heimilisfesti stefnanda og m.a. bent á að ekki kæmi fram hjá RSKhvort boðað væri að úrskurða ætti um heimilisfesti stefnanda á grundvelli 1.tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt eða 2. tölul. 1. mgr. 1.gr. laga nr. 90/2003. Þá hafi verið bent á að ekki væri lagaheimild fyrir þvíað úrskurða um skattalega heimilisfesti með þeim afturvirka hætti sem boðað varen boðaður var úrskurður um skattalega heimilisfesti 10 ár aftur í tímann. Þáhafi verið bent á að engin rannsókn lægi fyrir um hagi stefnanda frá árinu2011. Rannsókn SRS hefði einungis tekið til áranna 2006–2010. Þann 3. maí 2016 hafi RSK kveðið upp úrskurð „með heimild í2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt“ þar sem kveðið var á um aðstefnandi hefði verið með skattalega heimilisfesti og skattskyldu á Íslandi enúrskurðurinn var takmarkaður við árin 2006–2010. Mál þetta snúist um gildiúrskurðarins. Í úrskurði RSK komi ekkert fram um hvort úrskurðurinn sé reisturá 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 eða 2. tölul. sömu greinar en aftímabili því sem úrskurðað er um megi mögulega ráða að RSK hafi talið 1. tölul.ákvæðisins eiga við. Í úrskurði RSK sé ekki vikið að lagaheimild fyrir því aðúrskurða um skattalega heimilisfesti 10 ár aftur í tímann. Þann 18. maí 2016 sendi ríkisskattstjóri stefnanda boðun umfyrirhugaða álagningu opinberra gjalda tekjuárin 2006 til og með 2010 með vísantil rannsóknar skattrannsóknarstjóra. Stefnandi byggir á því að úrskurðurinn ogmálsmeðferð ríkisskattstjóra í heild sinni sé í andstöðu við meginreglurstjórnsýsluréttar og stjórnskipunarréttar. Er þar einkum vísað til skýrrarlögmætisreglu, sbr. 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 77. gr.stjórnarskrár lýðveldisins nr. 33/1944, en einnig til reglunnar um andmælaréttog meðalhóf. Úrskurðurinn uppfylli ekki skilyrði 22. gr. stjórnsýslulaga umrökstuðning og ekki sé vikið að veigamiklum þáttum, sem stefnandi hafði vísaðtil í andmælum sínum. Með því að vísa ekki til réttarreglna hafi RSK þverbrotiðframangreindar meginreglu, sbr. skýr ákvæði 22. gr. stjórnsýslulaga og beri afþeim sökum að fella úrskurð ríkisskattstjóra frá 3. maí sl. úr gildi í heildsinni. Stefnandi byggir á því aðekki sé heimild í lögum til að úrskurða um heimilisfesti stefnanda meðafturvirkum hætti eins og felist í úrskurði ríkisskattstjóra frá 3. maí 2016. Íúrskurðinum felist verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem virki lengst tíuár aftur í tímann. Telja verði að fyrir slíkri íþyngjandi og afturvirkristjórnvaldsákvörðun þurfi að liggja skýr lagaheimild enda annað í andstöðu viðmeginreglur stjórnsýsluréttar, þ.e. lögmætisreglu og meðalhófsreglu og kröfurum fyrirsjáanleika stjórnsýslunnar.Stefnandi vísar til þess að skýrheimild sé í 97. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, fyrir skattyfirvöld tilað ákvarða skatta skattaðila allt að 6 ár aftur í tímann en sambærileglagaheimild sé ekki til staðar varðandi heimild skattyfirvalda til að úrskurðaum skattalega heimilisfesti aftur í tímann, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga umtekjuskatt. Þá vísar stefnandi til þess að mikillmunur sé á málsmeðferð varðandi ákvörðun um skattalega heimilisfesti skv. 2.mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt annars vegar og endurákvörðun gjaldaskv. 97. gr. hins vegar. Ekki sé hægt að skjóta úrskurði um skattalegaheimilisfesti til yfirskattanefndar og RSK kveði ekki upp úrskurði umskattalega heimilisfesti og endurákvörðun gjalda í sama úrskurði. Af þessusjáist að 97. gr. laga nr. 90/2003 geti ekki gilt um úrskurði skv. 2. mgr. 1.gr. laga nr. 90/2003.Verði talið að ákvæði 97. gr.tekjuskattslaga eigi einnig við um heimild til að úrskurða um skattalegaheimilisfesti stefnanda aftur í tímann þá er á því byggt að rannsókn áskattskilum gjaldanda hafi hafist á árinu 2014 og beri að miða heimildina viðþað tímamark. Stefndi byggir á því að raunverulega hafi upphaf rannsóknarskattrannsóknarstjóra á máli stefnanda verið á árinu 2014.Skattrannsóknarstjóri hafi í raun ekkert aðhafst í máli stefnanda fyrr en á þvíári. Það eina sem gerðist í málinu árið 2012 hafi verið símtal það, semtilgreint hefur verið, og tölvupóstur, sem sendur var til stefnanda. Ekki verðibyggt á þeim athöfnum sem upphafi rannsóknar þannig að réttaráhrif geti haft ágrundvelli 3. mgr. 97. gr. tekjuskattslaga eða á öðrum grundvelli, sbr. einnigákvæði reglugerðar nr. 373/2001, um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna.Stefnandi byggir á því að hann hafifellt niður skattalega heimilisfesti sína á Íslandi árinu 2005 enda hafi hannfrá þeim tíma búið, dvalið og starfað erlendis. Hann hafi öll þau ár sem umræðir dvalið mun skemur en 183 daga á Íslandi og átt lögheimili utan Íslands.Stefnandi byggir á því að meginregla skattaréttar sé að menn borgi skatta ogskyldur og hafi skattalega heimilisfesti þar sem þeir afli tekna og dveljimeira en 183 daga á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnframt að þeir skuli ekkihafa skattalega heimilisfesti þar sem þeir eiga ekki lögheimili, afla ekkitekna og dvelja skemur en 183 daga á hverju 12 mánaða tímabili. Þá hafistefnandi framvísað vottorðum um að hann sé skattskyldur í Máritaníu með samahætti og almennt gildir um skattskylda menn þar í landi. Um framangreint vísarstefnandi jafnframt til fordæma ríkisskattstjóra, sbr. úrskurð, dags. 12.janúar 2011, þar sem byggt er á framangreindri meginreglu um að skattalegheimilisfesti skuli vera þar sem tekna er aflað.Varakrafa stefnanda byggi á því aðúrskurður ríkisskattstjóra um skattalega heimilisfesti verði ekki reistur á 1.tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 heldur einvörðungu á 2. tölul.ákvæðisins og skattrannsóknarstjóri geti því einungis úrskurðað um skattalegtheimilisfesti stefnanda árin 2006 til og með 2008. Hins vegar sé ekkilagaheimild til að úrskurða um skattalega heimilisfesti árin 2006 og 2007, sbr.umfjöllun hér að framan. Fyrir liggi að stefnandi hafði ekki aðsetur á Íslandifrá árinu 2005. Dvöl hans á Íslandi hafi verið langt innan við 183 daga á þeimárum sem um ræðir og hann engar tekjur haft á Íslandi og engra þeirra réttindanotið sem heimilisfastir gera. Stefnandi vísar til 1. gr. laga nr.90/2003 um tekjuskatt og meginreglna íslensks og alþjóðlegs skattaréttarvarðandi skattalega heimilisfesti. Þá er vísað til lögheimilislaga, nr.21/1990. Stefnandi vísar til skráðra og óskráðra meginreglna stjórnsýslurétta,sbr. m.a. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 22. gr. laganna, sbr. X. kaflalaganna. Stefnandi vísar til lögmætisreglu stjórnarskrár lýðveldisins nr.33/1944, einkum 77. gr. Þá vísar stefnandi til reglugerðar nr. 373/2001, umframkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna, einkum 15. gr. Þá vísar stefnanditil meginreglna um fyrningarfresti og rof fyrningar, sbr. 82. gr. alm. hgl. nr.19/1940, einkum 5. mgr. ákvæðisins.Málskostnaðarkrafa byggir á ákvæðumXXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. m.a. 130. gr. laganna,og krafa um að tekið verði tillit til virðisaukaskatts er reist á lögum nr.50/1988 en stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur. Varðandi varnarþingvísast til 3. mgr. 33. gr. sömu laga. Málsástæður og lagarök stefndaStefndi mótmælir öllum málatilbúnaðistefnanda sem röngum og ósönnuðum.Stefndi byggir sýknukröfu sína ífyrsta lagi á því að engir þeir ágallar séu á úrskurði ríkisskattstjóra, semleitt geti til þess að hann verði felldur úr gildi. Í öðru lagi er á því byggtað fjarvera stefnanda frá Íslandi helgist af vinnu hans, en ekki af því að hannhafi raunverulega fellt niður búsetu og heimilisfesti hér á landi.Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003, umtekjuskatt, sé ríkisskattstjóra falið úrskurðarvald um heimilisfesti manna hérá landi í skattalegu tilliti. Ríkisskattstjóri skuli við slíkar ákvarðanir takamið af ákvæðum laga um lögheimili, eftir því sem við á. Samkvæmt 1. gr. laganr. 21/1990, um lögheimili, teljist lögheimili manns sá staður þar sem hannhefur fasta búsetu. Samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar teljist maður hafa fastabúsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði ítómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann erekki fjarverandi um stundasakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarrahliðstæðra atvika. Í 3. mgr. lagagreinarinnar sé m.a. tiltekið að dvöl ígistihúsi, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna megi til þess, séekki ígildi fastrar búsetu. Í athugasemdum með 1. gr. frumvarps til laga umlögheimili komi m.a. fram að gert sé ráð fyrir að upp verði tekin svonefndsvefnstaðarregla og að í því felist að maður teljist hafa fasta búsetu þar semsvefnstaður hans er þegar hann sé ekki fjarverandi um stundarsakir vegnaorlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 1. gr.laga nr. 90/2003, beri þeir einstaklingar, sem heimilisfastir eru hér á landi,ótakmarkaða skattskyldu hér á landi. Ótakmörkuð skattskylda einstaklinga ernánar skilgreind í 1. mgr. lagagreinarinnar sem skylda manns til að greiðatekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað. Samkvæmt ákvæðinuráðist framangreind skylda af því hvort viðkomandi einstaklingur hefur tiltekintengsl við landið, sbr. nánar ákvæði 1.-4. tölul. málsgreinarinnar. Ákvæðineigi það sammerkt að þau gera kröfu um ákveðna nærveru eða dvöl einstaklings álandinu til þess að hann geti borið ótakmarkaða skattskyldu hérlendis. Ef sýnter fram á að slík tengsl séu fyrir hendi, geti það nægt til þess að viðkomanditeljist bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi.Skattskylda samkvæmt 1. og 2. tölul.1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003, gildi um þá sem heimilisfastir eru eða hafaverið hér á landi. Samkvæmt 2. tölul. lagagreinarinnar eigi ótakmörkuðskattskylda við þegar maður hefur verið heimilisfastur hér á landi en flutt úrlandi og fellt niður heimilisfesti sína hér, nema hann sanni að hann séskattskyldur í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafifullnægt þeim skyldum sínum. Stefndi telur að stefnandi hafi ekki fluttbrott í skilningi laga um lögheimili þrátt fyrir tilkynningu til þjóðskrár 7.september 2005. Af því sem fram er komið um hagistefnanda í Máritaníu verði með engu móti séð að hann hafi haft fasta búsetuþar í skilningi lögheimilislaga. Upplýst sé að stefnandi réð sig til vinnu semtrollmeistari á hentifánaskip og dvaldi um borð í skipi úti fyrir ströndumAfríku 200 til 240 daga þau ár sem rannsókn skattrannsóknarstjóra náði til.Þegar hann var ekki á sjó hafi hann gist á hótelum á vegum vinnuveitenda sinnaeða í herbergi inn af skrifstofu umboðsmanns vinnuveitenda hans, sem stefnandilýsir sjálfur sem verbúð. Stefnandi hafi því ekki haft fasta búsetu í Máritaníuí skilningi lögheimilislaga. Fjarvera stefnanda frá Íslandi hafi helgast afvinnu hans en ekki því að hann hefði fellt niður búsetu og heimilisfesti hér álandi. Öndverðum málsástæðum stefnanda er mótmælt sem röngum og ósönnuðum.„Vottorðinˮ, sem stefnandi hafi lagtfram til sönnunar um búsetu sína í Máritaníu árin 2006 til 2010, séu efnislegaósamrýmanleg þeirri skýrslu, sem stefnandi gaf hjá skattrannsóknarstjóra,áminntur um sannsögli. Í því ljósi telur stefndi að efnislegt sönnunargildi„vottorðanna“, sem varða skattskyldu og greiðslu skatta stefnanda í Máritaníufrá 1. janúar 2006 til 30. apríl 2013, sé verulega viðbrugðið. Öllum þessum„vottorðumˮ sé mótmælt sem efnislega röngum.Af hálfu stefnda er tekið undirröksemdir skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra komi fram aðsamkvæmt fyrirliggjandi gögnum um vinnutíma stefnanda verði ráðið að þegar hannvar ekki við vinnu erlendis hafi hann dvalið hér á landi. Ískýrslu skattrannsóknarstjóra komi fram að samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingumum flugferðir stefnanda og ferðakostnað, hreyfingum á bankareikningum stefnandaog upplýsingum um greiðslukortanotkun hans hafi komið í ljós að árið 2006 hafistefnandi verið í útlöndum vegna vinnu í samtals 238 daga á árinu 2006, 245daga á árinu 2007, 242 daga á árinu 2009 og 260 daga á árinu 2010. Einnig hafiþað verið niðurstaða rannsóknar skattrannsóknarstjóra að stefnandi hafi verið áÍslandi í 127 daga árið 2006, 120 daga árið 2007, 121 dag árið 2008, 123 daga2009 og 105 daga árið 2010. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en aðstefnandi hafi varið frítíma sínum annars staðar en í Máritaníu og stefnandihafi ekki sýnt fram á annað með málatilbúnaði sínum. Erlendufélögin, sem greiddu stefnanda laun, Kenora ShippingCompany Ltd., Fishing Company Beta Ltd. og Wave Operaions Ltd, hafi ekki verið skráð í Máritaníu heldur íBelize, á Kýpur og Bresku Jómfrúareyjum. Launin hafi verið greidd inn áreikninga stefnanda í Lúxemborg og á Íslandi. Stefnandi eigi engabankareikninga í Máritaníu. Debetkort stefnanda hafi verið tengd reikningumhans á Íslandi og kreditkort hans verið skuldfært af þeim sömu reikningum.Reikningsfærslur á bankareikningum stefnanda beri það ekki með sér að hann hafitekið út reiðufé í bandaríkjadölum né Ouguiya (MRO) árin 2006 til og með 2010.Öndverðri staðhæfingu stefnanda, er mótmælt sem rangri og ósannaðri. Stefnandikveðst hafa verið fluttur úr landi áður en hann tilkynnti Þjóðskrá um flutning.Hann hafi keypti hér ökutæki eftir að hann flutti úr landi, átti hér fjölskylduog ráðstafaði fjármunum sínum að mestu hér á landi en átti engar eignir íMáritaníu.Stefnandi hafi upplýst að enginn skriflegurráðningarsamningur hafi verið gerður við vinnuveitendur hans. Í skýrslum, semteknar voru annars vegar af stjórnendum og eigendum Úthafsskipa ehf. (áðurSjólaskip hf.), sem önnuðust ráðningu stefnanda á skipið Janus, og hins vegarframkvæmdastjóra Axels ehf. (áður Katla Seafood ehf.), komi fram að engin krafahafi verið gerð um tiltekna búsetu sjómanna af hálfu íslensku félaganna. Einnighafi komið fram að sjómenn hafi verið verktakar fyrir erlend fyrirtæki og þvíekki höfð milliganga um greiðslu skatta þeirra né þeim veitt slík aðstoð ísamskiptum við máritanísk yfirvöld. Í tölvupósti, sem stefnandi hafi sentframkvæmdastjóra Sjólaskipa í maí 2007, komi ótvírætt fram að stefnandi hafigert verktakasamning um störf sín. Í skýrslu hjá skattrannsóknarstjóra hafistefnandi aftur á móti fullyrt að vinnuveitandi hans greiddi skatt af launumhans og hann ætti kvittanir fyrir þeim greiðslum. Sú fullyrðing fái vartstaðist skoðun. „Vottorðiðˮ á dskj. nr. 8 um að staðið hafi verið skil ásköttum stefnanda til máritaníska ríkisins árin 2006 til og með 2010 stangistaugljóslega á við gögn málsins og feli því ekki í sér neina sönnun þess aðraunverulega hafi verið staðin skil á sköttum fyrir stefnanda. Stefndi mótmælir„vottorðinuˮ sem efnislega röngu.Stefndivísar til þess að í dómaframkvæmd hafi það verið talið skipta mestu málivarðandi ákvörðun á skattalegri heimilisfesti hvar einstaklingur hefur haftfasta búsetu á því tímabili sem um ræðir, óháð lögheimilisskráningu hjáÞjóðskrá Íslands. Tekið sé mið af raunverulegum aðstæðum viðkomandi, m.a.tengslum hans við landið, dvöl hans hérlendis, tekjuöflun, fjármálaumsvifum,nýtingu þjónustu hins opinbera o.fl. Til þess að heimilisfesti falli niður þurfiað sýna fram á að viðkomandi greiði skatta í öðru ríki eins og þeir sem þarhafi heimilisfesti og að skattskyldum í því ríki hafi verið fullnægt. Það hefurstefnandi ekki getað sýnt fram á með óyggjandi hætti þrátt fyrir beiðniskattyfirvalda þar að lútandi. Að framangreindu virtu og með hliðsjón afaðstæðum stefnanda telur stefndi að stefnandi hafi ekki fellt niðurheimilisfesti sína hér á landi og því beri að sýkna stefnda af öllum kröfumstefnanda. Sönnunargildi þeirra vottorða, sem stefnandihefur lagt fram um um búsetu og skattgreiðslur hans í Máritaníu, er dregið íefa og þeim öllum mótmælt sem efnislega röngum og ósönnuðum. Ísland hafi ekkitekið upp stjórnmálasamband við Máritaníu og löndin hafa ekki gert með sértvísköttunarsamning eða upplýsingaskiptasamning og því ómögulegt fyrir íslenskstjórnvöld að sannreyna hvort „vottorðinˮ séu gefin út af þar til bærumstjórnvöldum eða hvort þau séu efnislega rétt. Stjórnarfar í Máritaníu sé meðþeim hætti að óvarlegt þykir að treysta gögnum þaðan. Skjöl frá Máritaníu séutil að mynda ekki viðurkennd af skattyfirvöldum t.d. á Norðurlöndum og þvíþykir sýnt að ekki sé unnt að leggja þau til grundvallar um ákvörðun umskattalegt heimilisfesti stefnanda. Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 séótvírætt tekið fram að ríkisskattstjóra beri að úrskurða um hverjir skuliteljast heimilisfastir hér á landi. Löggjafinn hafi ætlast til að þeim úrskurðiyrði ekki hnekkt nema með dómi, eins og leiðbeiningarnar í lokamálslið 2. mgr.ákvæðisins sjálfs gefi skýrlega til kynna. Í öðrum málslið 2. mgr. 1. gr. sétekið fram að við ákvörðun umheimilisfesti skuli miðað við reglur laga um lögheimili, eftir því sem við á. Úrskurðurí máli stefnanda hafi verið kveðinn upp á grundvelli lagafyrirmæla og brjótiþví hvorki gegn lögmætisreglu stjórnsýslulaga né 77. gr. stjórnarskrárinnar.Öndverðum málsástæðum sé mótmælt sem röngum. Málsástæðu stefnanda aðmeðhófsregla 12. gr. stjórnsýslulaga hafi verið brotin er einnig mótmælt semrangri, enda úrskurður um heimilisfesti stefnanda kveðinn upp á grundvelligildandi réttarreglu.Lagaregla2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 kveði skýrt á um að ríkisskattstjóra beri aðúrskurða um hverjir skuli teljast heimilisfastir hér á landi samkvæmt ákvæðinu.Því er mótmælt sem röngu að úrskurður um heimilisfesti, sem eðli máls samkvæmtlýtur að liðnum atvikum og kveður á um réttarstöðu á þeim tíma, samræmist ekkimeginreglum stjórnsýsluréttar um meðalhóf eða fyrirsjáanleika í stjórnsýslunni.Eðli máls samkvæmt verði úrskurður um heimilisfesti alltaf afturvirkur. Sjáigjaldendur ekki til þess að skráning þeirra sé rétt þá líður alltaf nokkur tímiþar til ríkisskattstjóra verður ljóst að heimilisfestisskráning er röng, sbr. íþessu tilviki rannsókn skattrannsóknarstjóra. Ekki sé fyrir að fara beinuákvæði sem takmarkar notkun 1. gr. varðandi heimilisfestisúrskurði, sambærilegtvið 97. gr. og/eða 2. mgr. 101. gr. laga nr. 90/2003. Engu að síður takmarki97. gr. í raun beitingu úrskurðarvalds ríkisskattstjóra varðandi heimilisfesti,enda fylgja slíkum úrskurðum oft á tíðum úrskurðir um gjaldabreytingar. Andmælaréttarstefnanda hafi verið gætt á öllum stigum málsmeðferðarinnar hjáskattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra. Stefnandi hafi nýtt sér þann rétt,sbr. dskj. nr. 5 (fskj. 15.1) og dskj. nr. 7. Tekin hafi verið afstaða tilandmæla stefnanda eftir því sem þau þóttu gefa tilefni til. Þá hafiríkisskattstjóri tilgreint, bæði í bréfi til stefnanda í boðunarbréfi sem og íúrskurði um heimilisfesti, hvaða ástæður lægju til grundvallar úrskurðinum ogvísað í viðeigandi lagaákvæði í 1. gr. laga nr. 90/2003, sbr. dskj. nr. 6 ognr. 3. Fyrirmælum 22. gr. laga nr. 37/1988 hafi verið fylgt við samningu hinsumþrætta úrskurðar. Í úrskurðarorði sé skýrlega kveðið á um að stefnandi hafiverið heimilisfastur hér á landi og borið fulla og ótakmarkaða skattskyldu hérá landi samkvæmt 1. gr. laga nr. 90/2003. Því er mótmælt sem röngu aðeinhverjir þeir annmarkar séu á rökstuðningi ríkisskattstjóra sem leiða eigitil ógildingar úrskurðarins.Því er mótmælt sem röngu að úrskurðurríkisskattstjóra, dags. 12. janúar 2011, sbr. dskj. nr. 10, hafi fordæmisgildií máli stefnanda. Í þeim úrskurði hafi tveir einstaklingar verið úrskurðaðirmeð heimilisfesti Þýskalandi þar sem fyrir lá að þeir voru þar búsettir. Í úrskurðiríkisskattstjóra í máli stefnanda sé þessu öfugt farið og stefnandi úrskurðaðurmeð heimilisfesti hér á landi. Stefndi vill halda því til haga að samkvæmt 1.gr. laga nr. 90/2003 geti bæði verið um að ræða að skattaðilar séu úrskurðaðirbúsettir hérlendis eða erlendis. Mál einstaklinga, sem úrskurðað varhjá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi 25. október 2005, hafi ekki heldurfordæmisgildi í máli stefnanda. Í fyrsta lagi hafi engin skattrannsókn legið aðbaki þeim úrskurði og í annan stað ekki verið kveðinn upp úrskurður umheimilisfesti samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003. Gjaldandi þessmáls hafi verið talinn bera takmarkaða skattskyldu hér á landi, sbr. 3. gr.laga nr. 90/2003. Því hafi verið fallist á framlögð gögn, enda launatekjur yfirleittskattlagðar í upprunalandi samkvæmt tvísköttunarsamningum og módeli OECD.Enginn tvísköttunarsamningur hafi verið gerður milli Íslands og Máritaníu. Þótt misbrestur kunni að verða áframkvæmd stjórnvalds á tiltekinni réttarreglu gagnvart einstökum aðilum getiannar aðili ekki krafist þess á grundvelli jafnræðisreglu að stjórnvöld hagisér á sama hátt gagnvart honum. Málið frá árinu 2005 hafi því ekkertfordæmisgildi í máli stefnanda.Því er mótmælt sem röngu að úrskurðurríkisskattstjóra sé í andstöðu við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga, sbr. 10.gr. laga nr. 37/1993, enda byggi úrskurðurinn á rannsókn skattrannsóknarstjóra,sbr. dskj. nr. 4 og 5, sem hefur m.a. að geyma endurrit af skýrslutöku afstefnanda og gögnum sem skattrannsóknarstjóri aflaði við sérstaka rannsókn áskattskilum stefnanda og búsetu hans. Rannsókn skattrannsóknarstjóra hafi veriðumfangsmikil enda sættu 55 einstaklingar skattrannsókn á sama tíma ogstefnandi, sbr. dskj. nr. 5 (fskj. nr. 14.1) og hafi þeir allir verið í sömueða svipaðri aðstöðu og stefnandi. Samkvæmt15. gr. reglugerðar nr. 334/2006, um framkvæmd skattaeftirlits ogskattrannsókna, sé upphafsdagur skattrannsóknar sá dagur, semskattrannsóknarstjóri gerir skattaðila bréflega kunnugt um að rannsókn sé hafiná skattskilum hans. Stefnanda var send slík tilkynning 12. desember 2012, sbr.dskj. nr. 4 (fskj. 2.1) og marki sú tilkynning upphaf rannsóknar í málistefnanda. Engar óeðlilegar tafir hafi orðið á rannsókn máls stefnanda. Ídómaframkvæmd hafi tafir á meðferð máls þar að auki ekki valdið því einar aðómerkja beri niðurstöðu máls. Málsástæðu stefnanda, að rannsókn á málistefnanda hafi ekki hafist fyrr en árið 2014, er mótmælt sem rangri ogósannaðri.Samkvæmt1. mgr. 97. gr. laga nr. 90/2003 nái heimild til endurákvörðunar skatts skv.96. gr. til skatts vegna tekna og eigna síðustu sex ára sem næst eru á undanþví ári þegar endurákvörðun fer fram. Í 3. mgr. 97. gr. segi að fari framrannsókn við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá embætti sérstakssaksóknara á skattskilum aðila reiknist heimild til endurákvörðunar frá byrjunþess árs þegar rannsókn hófst. Samkvæmt síðastnefndu ákvæði hafi heimildskattrannsóknarstjóra náð til tekjuársins 2006 og síðar. Úrskurðurríkisskattstjóra hafi tekið til tímabils sem var innan heimildar 97. gr.laganna og er öndverðri málsástæðu stefnanda mótmælt sem rangri. Varakröfustefnanda, að úrskurður í máli hans verði einungis reistur á 2. tölul. 1. mgr.1. gr. laga nr. 90/2003, er mótmælt, enda uppfylli stefnandi ekki skilyrðiákvæðisins. Málsástæður stefnda og mótmæli varðandi aðalkröfu stefnanda eigihér við að breyttu breytanda, þar á meðal ótvíræð lagaheimild ríkisskattstjóratil að úrskurða um heimilisfesti. Rannsókn á skattskilum stefnanda og högumhans árin 2006 til 2010 hafi leitt í ljós að hann felldi ekki niðurheimilisfesti hér á landi þrátt fyrir að flutningstilkynning hans til íslenskrastjórnvalda gæfi annað til kynna. Ákvæði 2. tl. 1. mgr. 1. gr. tekjuskattslagahafi verið fest í lög gagngert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að mennteldust hvergi skattskyldir, í þeim tilvikum að vafi léki á um skattskyldumanns í öðru ríki. Fjarvera stefnanda frá Íslandi hafihelgast af vinnu hans. Dvöl stefnanda í verbúð í Nouakchott í Máritaníuuppfylli ekki skilyrði lögheimilislaga um fasta búsetu. Efni þeirra vottorða,sem máritanísk yfirvöld hafi gefið út og varða heimilisfesti stefnanda ogskattskil hans, séu þeim annmörkum háð að þau stangast efnislega á við skýrslusem stefnandi gaf hjá skattrannsóknarstjóra. Stefnanda hafi því hvorki tekistsönnun þess að hann hafi verið heimilisfastur í Máritaníu né að hann hafigreitt skatta til máritaníska ríkisins tekjuárin 2006 og 2007, eða tekjuárin2008, 2009 og 2010. Skilyrði 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 séu ekkifyrir hendi. Því beri að sýkna stefnda af varakröfu stefnanda. Þá hafistefnandi ekki lagt fram kvittanir sem staðfesti að vinnuveitendur hans hafigreitt skatta af launum hans. Stefnandi hafi þó lýst því yfir að hann eigislíkar kvittanir, og skorað hafi veriðá stefnanda að leggja slík gögn fram til málsins sé þeim til að dreifa, sbr. 2.mgr. 67. gr. sbr. 68. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.IV.NiðurstaðaAðalkrafa stefnanda er að ógilturverði með dómi úrskurður ríkisskattstjóra, dags. 3. maí 2016, um skattalegaheimilisfesti stefnanda og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi frá 2006 til ogmeð 2010. Stefnandi byggir á því að hann hafi fellt niður heimilisfesti sína áÍslandi á árinu 2005, enda hafi hann búið, dvalið og starfað erlendis og hann hafidvalið skemur en 183 daga á Íslandi á umræddum tekjuárum og þess utan hafi hannverið skráður með lögheimili í Máritaníu á umræddu árabili. Þá byggir stefnandikröfu sína um ógildingu á því að ríkisskattstjóra hafi verið óheimilt aðúrskurða um heimilisfesti sína með afturvirkum hætti og vísaði í því sambanditil 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Engin lagaheimild sé til aðskattayfirvöld úrskurði um skattalega heimilisfesti aftur í tímann, sbr. hinsvegar 97. gr. laga laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Verði talið að umrædd 97.gr. eigi við um heimild til að úrskurða um skattalega heimilisfesti stefnandaaftur í tímann byggir stefndi á því að rannsókn á skattskilum hans hafi hafistá árinu 2014 og miða beri heimildina við það tímamark.Þá byggir stefnandi á því aðúrskurðurinn og málsmeðferð skattstjóra sé í andstöðu við meginreglurstjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar, einkum lögmætisreglu, sbr. 22. gr.stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 77. gr. stjórnarskrár lýðveldisins, nr. 33/1944.Af hálfu stefnda er öllummálatilbúnaði stefnanda mótmælt sem röngum.Samkvæmt2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 hefur ríkisskattstjóri úrskurðarvald um hverjirskuli teljast heimilisfastir á Íslandi og skal við þá ákvörðun miða við reglurlaga um lögheimili, eftir því sem við á. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr.21/1990, um lögheimili, telst lögheimili manns sá staður þar sem hann hefurfasta búsetu. Samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar telst maður hafa fasta búsetu áþeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundumsínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekkifjarverandi um stundasakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarrahliðstæðra atvika. Í 3. mgr. lagagreinarinnar er m.a. tekið fram að dvöl ígistihúsi, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna megi til þess, séekki ígildi fastrar búsetu. Þá kemur m.a. fram í athugasemdum um 1. gr.frumvarps að lögum um lögheimili, um 2. mgr., að gert sé ráð fyrir að upp verðitekin svonefnd svefnstaðarregla og að í því felist að maður teljist hafa fastabúsetu þar sem svefnstaður hans sé þegar hann sé ekki fjarverandi umstundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðraatvika. Samkvæmt1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003, bera þeir einstaklingar, sem„heimilisfastir eru hér á landi“, ótakmarkaða skattskyldu hér á landi.Ótakmörkuð skattskylda einstaklinga er nánar skilgreind í 1. mgr.lagagreinarinnar sem skylda manns til að „greiða tekjuskatt af öllum tekjumsínum, hvar sem þeirra er aflað“. Samkvæmt ákvæðinu ræðst framangreind skyldaaf því hvort viðkomandi einstaklingur hefur tiltekin tengsl við landið, sbr.nánar ákvæði 1.-4. tölul. málsgreinarinnar. Ákvæðin eiga það sammerkt að þaugera kröfu um ákveðna nærveru eða dvöl einstaklings á landinu til þess að hanngeti borið ótakmarkaða skattskyldu hérlendis. Ef sýnt er fram á að slík tengslséu fyrir hendi, getur það nægt til þess að viðkomandi teljist bera ótakmarkaðaskattskyldu hér á landi.Skattskyldasamkvæmt 1. og 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003, gildir um þá semheimilisfastir eru eða hafa verið hér á landi. Samkvæmt 2. tölul.lagagreinarinnar á ótakmörkuð skattskylda við þegar maður hefur veriðheimilisfastur hér á landi en flutt úr landi og fellt niður heimilisfesti sínahér, nema hann sanni að hann sé skattskyldur í öðru ríki á sama hátt og mennheimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skyldum sínum. Íframburði stefnanda hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins þann 12. ágúst 2014, komfram að stefnandi hafi ráðið sig sem trollmeistara á hentifánaskip og dvalið umborð í skipinu úti fyrir ströndum Afríku 200-240 daga á ári á því tímabili semrannsókn skattrannsóknarstjóra tók til. Stefnandi kvaðst ekki hafa flutt búslóðtil Máritaníu. Þegar hann hafi ekki verið á sjó hafi hann dvalið á hótelum ávegum vinnuveitanda sinna eða í herbergi inn af skrifstofu vinnuveitanda sínsog lýsti hann aðstæðum þar þannig að þetta hafi verið eins og að vera í verbúð.Þá kvaðst stefnandi ekki hafa verið með bankaviðskipti í Máritaníu. Stefnandi kvaðsthafa verið skuldugur og hafa orðið vegna stöðu sinnar að vera áfram íbankaviðskiptum á Íslandi.Stefnandigaf símaskýrslu við aðalmeðferð þar sem hann var staddur erlendis og bar þá aðhann hefði engan fastan dvalarstað haft á Íslandi á umræddu tímabili. Hann hafikomið hingað til lands til að hitta fjölskyldu sína, en hann eigi hér þrjúbörn. Þegar hann hafi dvalið hér hafi hann ýmist búið hjá foreldrum sínum,bróður eða vinum. Hann kvað hafa átt hlut í hesthúsi á Akureyri, en haft af þvílítil not. Þá hafi hann átt hér á landi Ford bifreið sem hafi verið skráð semfornbíll. Annar bíll hafi verið á hans vegum og fyrrverandi eiginkona sín haftafnot af honum. Aðspurður um skattgreiðslur í Máritaníu, þá kvaðst stefnandihafa verið launþegi og sér hafi verið gerðgrein fyrir því að skattar væru greiddir fyrir sig af vinnuveitanda, enhann ekki fengið neinar kvittanir eða launaseðla sem sýndu hvað væri dregið afhonum. Í skýrslu stefnanda hjá skattrannsóknarstjóra 12. ágúst 2014 barstefnandi að hann hefði fengið fengið kvittanir fyrir þessum greiðslum og ættiþær. Stefndi hefur ekki lagt þær fram þrátt fyrir áskoranir stefnda. Framburðurstefnanda er í ósamræmi við skýrslur sem teknar voru af eigendum og stjórnendumÚthafsskipa (áður Sjólaskipa), sem önnuðust ráðningu stefnanda á skipið Janus.Þeir kváðu sjómennina hafa verið verktaka fyrir erlend fyrirtæki og ekki hafiverið höfð milliganga um greiðslu skatta þeirra. Þá kemur fram í tölvupóstistefnanda til framkvæmdastjóra Sjólaskipta að stefnandi hafi gertverktakasamning um störf sín. Stefnandi kvaðst hafa óskað eftir staðfestingufrá yfirvöldum í Máritaníu árið 2007 um skattgreiðslur sínar fyrir árið 2006til að hafa sín mál á hreinu og fengið staðfestingu á því að hann ættilögheimili þar og greiddi þar skatta og skyldur. Þá kvað hann mál manna, semhafa verið í sömu störfum og hann í Máritaníu, hafa lent í skattamálum ogskattstjóri úrskurðað að skattgreiðslur þeirra, með sama hætti, hafi veriðlöglegar. Stefnandi kvaðst ekki hafa skilað skattframtölum í Máritaníu.Aðspurður kvaðst stefndi ekki hafa fengið greiðslukvittanir fyrir hvert ár ogvísaði til staðfestingar frá yfirvöldum í Máritaníu um skattgreiðslur sínarfyrir árin 2006-2010, sem lögð hafi verið fram.Stefnandihefur lagt fram vottorð til sönnunar á búsetu sinni í Máritaníu árin 2006 til2010 og eru þau efnislega í ósamræmi við skýrslu stefnanda hjáskattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra. Sönnunargildi vottorðanna er þvívafasamt.Ískýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum umvinnutíma stefnanda þá komi fram að þegar stefnandi var ekki við vinnu erlendishafi hann dvalið hér á landi. Í niðurstöðu skattrannsóknarstjóra kemur fram aðstefnandi hafi dvalið á Íslandi 127 daga árið 2006, 120 daga 2007, 121 dag árið2008, 123 daga 2009 og 105 daga á á árinu 2010. Stefnandi virðist því hafavarið frítíma sínum hér á Íslandi en ekki í Máritaníu. Þá voru laun stefnandaekki greidd inn á reikninga í Máritaníu heldur hér á Íslandi og í Lúxemborg. Íljósi þess sem rakið hefur verið, gagna málsins og jafnframt lýsingu stefnandaá aðstöðu sinni að öðru leyti í Máritaníu verður ekki talið að stefnandi hafiverið með fasta búseti í Máritaníu á umræddum árum. Ekki verður talið að framlögð vottorð frá stjórnvöldum í Máritaníubreyti þessari niðurstöðu. Það þá verður ekki talið að í þessu sambandi skiptimáli hvort stefnandi hafi dvalið skemur eða lengur en 183 daga utan Íslands áumræddum tekjuárum þar sem telja verður upplýst að þegar stefnandi var ekki ásjó, hafi hann að langmestu leyti dvalið á Íslandi með fjölskyldu sinni. Þarhafi hann haft búsetu hjá foreldum, ættingjum og vinum. Stefnandi telst þvísamkvæmt gögnum málsins ekki hafa flutt heimili sitt úr landi í skilningi 2.tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003, enda þótt hann hafi tilkynnt sigbrottfluttan af landinu. Aðvirtu framansögðu er það niðurstaða dómsins að stefnandi hafi veriðheimilisfastur á Íslandi tekjuárin 2006 til og með 2010 og hafi ekki felltniður heimilisfesti sína. Í því sambandi er einnig litið til þess að hvorkiskýringar stefnanda sjálfs hjá skattrannsóknarstjóra eða fyrir dóminum né gögnmálsins gefa til kynna eða sýna fram á að stefnandi hafi átt heimili íMáritaníu og verið skattskyldur þar, hafi greitt þar skatta eða hafi fullnægtskattskyldum sínum þar að öðru leyti eins og menn sem þar eruheimilisfastir. Þátelur dómurinn að sú málsástæða stefnanda, að ríkisskattstjóra hafi veriðóheimilt að úrskurða með afturvirkum hætti um heimilisfesti stefnanda, eigiekki við rök að styðjast. Lagaregla 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003, kveðurskýrt á um að ríkisskattstjóra beri að úrskurða um hverjir skuli teljastheimilisfastir hér á landi samkvæmt ákvæðinu. Í öðrum málslið 2. mgr. 1. gr. ertekið fram að við ákvörðun á heimilisfesti skuli miðað við reglur laga umlögheimili eftir því sem við á. Úrskurður í máli stefnanda var kveðinn upp ágrundvelli lagafyrirmæla og brýtur hvorki gegn lögmætisreglu stjórnsýslulaga né77. gr. stjórnarskrárinnar. Þá verður ekki talið að meðalhófsreglastjórnsýslulaga hafi veri brotin. Þá var gætt andmælaréttar stefnanda á öllumstigum málsmeðferðar hjá skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra. Verður ekkitalið að úrskurður ríkisskattstjóra, sem eðli málsins samkvæmt lýtur að liðnumatvikum, og kveður á um réttarstöðu á þeim tíma, samrýmist ekki meginreglumstjórnsýsluréttar um meðalhóf eða fyrirsjáanleika í stjórnsýslunni. Úrskurðurríkisskattstjóra, dags. 12. janúar 2011, verður ekki talinn hafa fordæmisgildi ímáli stefnanda.Aðþví er varðar málsástæðu stefnanda um ófullnægjandi rannsókn ríkisskattstjóraber að líta til þess að ríkisskattstjóri lagði m.a. rannsóknarskýrsluskattrannsóknarstjóra til grundvallar úrskurði sínum. Í rannsókninni lágu fyrirendurrit af skýrslutöku af stefnanda og gögn sem skattrannsóknarstjóri aflaðivið rannsókn á skattskilum og búsetu stefnanda. Ýmis önnur gögn lágu fyrir ogvar því traustur grunnur undir úrskurði ríkisskattstjóra frá 3. maí 2016. Ekkier því fallist á það með stefnanda að ríkisskattstjóri hafi ekki ræktrannsóknarskyldur að þessu leyti með fullnægjandi hætti. Ekkier fallist á að upphaf rannsóknar skattrannsóknarstjóra hafi verið á árinu2014, en samkvæmt 15. gr. reglugerðar nr. 334/2006, um framkvæmd skattaeftirlitsog rannsókna, er upphafsdagur skattrannsóknar sá dagur semskattrannsóknarstjóri gerir skattaðila bréflega kunnugt um að rannsókn sé hafiná skattskilum hans. Slík tilkynning var send stefnanda 12. desember 2012 ogmarkar hún upphaf rannsóknar í máli stefnanda.Samkvæmt1. mgr. 97. gr. laga nr. 90/2003 nær heimild til endurákvörðunar skatts skv.96. gr. til skatts vegna tekna og eigna síðustu sex ára sem næst eru á undanþví ári þegar endurákvörðun fer fram. Í 3. mgr. 97. gr. segir að fari framrannsókn við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá embætti sérstakssaksóknara á skattskilum aðila reiknist heimild til endurákvörðunar frá byrjunþess árs þegar rannsókn hófst. Samkvæmt síðastnefndu ákvæði náði heimildskattrannsóknarstjóra til tekjuársins 2006 og síðar. Úrskurður ríkisskattstjóratók því til tímabils sem var innan heimildar 97. gr. laganna.Samkvæmtframansögðu er hafnað aðalkröfu stefnanda um að ógiltur verði með dómiúrskurður ríkisskattstjóra, dags. 25. ágúst 2015, um skattalega heimilisfestistefnanda og ótakmarkaða skattskyldu hans á Íslandi árin 2006 til og með 2010 .Stefnandibyggir varakröfu sína á því að úrskurður ríkisskattstjóra verði ekki reistur á1. tölulið 1. mgr. laga nr. 90/2003 heldur einvörðungu á 2. tölulið ákvæðisinsog geti ríkisskattstjóri því einungis úrskurðað um skattalega heimilisfestistefnanda árin 2006 til 2008. Í 2. tölulið er sérregla um skattskyldu mannsþegar svo er ástatt að hann hafi verið heimilisfastur á Íslandi en flutt úrlandi og fellt niður heimilisfesti hér. Er maður þá frá næstu áramótum eftirbrottflutningsdags skattskyldur hér á landi í þrjú ár nema hann sanni að hannhafi á því tímabili verið skattskyldur í öðru ríki á sama hátt og menn sem þareru heimilisfastir og hafi fullnægt þeirri skyldu. Ákvæði þetta getur ekki áttvið nema litið yrði svo á að stefnandi hafi í raun fellt niður heimilisfestihér á landi á fyrrgreindu tímabili. Stefnandi hefur sönnunarbyrði fyrir því aðhann hafi verið skattskyldur í Máritaníu á tímabilinu en fyrir þessu hefurstefnanda ekki tekist sönnun eins og rakið hefur verið varðandi aðalkröfu.Fjarvera stefnanda frá Íslandi á umræddu tímabili helgaðist af vinnu hans ogdvöl hans í verbúð í Máritaníu uppfyllir ekki skilyrði um fasta búsetu eins ograkið hefur verið. Stefnanda hefur hvorki tekist sönnun þess að hann hafi veriðheimilisfastur í Máritaníu né að hann hafi greitt skatta til máritanískaríkisins tekjuárin 2006 til 2010. Skilyrði 2. töluliðar 1. gr. laga nr. 90/2003eru því ekki fyrir hendi. Stefndi er því sýknaður af varakröfu stefnanda.Eftiratvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður.ÞórðurClausen Þórðarson héraðsdómari kveður upp dóminn.DómsorðStefndi,íslenska ríkið, er sýknað af öllum kröfu stefnanda, Arnars Berg Grétarssonar.Málskostnaðurfellur niður. |
Mál nr. 620/2017 | Kjarasamningur Vátrygging Skaðabætur Starfsréttindi | Í byrjun mars 2015 réði A sig tímabundið til starfa sem flugmaður hjá B ehf. og hóf í kjölfarið þjálfun sína. Í nóvember sama ár var A sagt upp störfum eftir að hún hafði mælst með of lágan blóðþrýsting og ekki fengið gefið út heilbrigðisvottorð. Höfðaði A í kjölfarið mál á hendur B ehf. og krafðist annars vegar greiðslu launa í veikindaforföllum og hins vegar skaðabóta er næmu ígildi svokallaðrar skírteinistryggingar flugmanna samkvæmt kjarasamningi. Í héraðsdómi var fallist á að A ætti rétt til launa í veikindaforföllum og undu báðir aðilar þeirri niðurstöðu. B ehf. var á hinn bóginn sýknað af skaðabótakröfu hennar í héraði og fyrir Hæstarétti. Ástæðan var fyrst og fremst sú að A hefði ekki uppfyllt það skilyrði fyrir skírteinistryggingunni að hafa öðlast „full starfsréttindi“, en það hefði falið í sér að flugmenn, sem kjarasamningurinn tók til, hefðu lokið svonefndu leiðarflugsprófi á vegum B ehf. sem A hafði sannanlega ekki gert þegar hún lét af störfum. Þá hefðu yfirlýsingar flugrekstrarstjóra B ehf. um að allir flugmenn félagsins myndu halda vinnu sinni yfir vetrarmánuðina og að þeir allir væru vátryggðir gegn skírteinismissi verið bundnar þeirri óorðuðu forsendu að þeir uppfylltu þetta tiltekna skilyrði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson ogViðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson fyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 29. september 2017.Hún krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 436.000 bandaríkjadali meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 13. október 2016 til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar fyrirHæstarétti.Stefndi krefst sýknu af kröfu áfrýjanda og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Hér fyrir dómi greinirmálsaðila eingöngu á um það hvort áfrýjandi eigi rétt til greiðslu skaðabóta úrhendi stefnda sem nemi ígildi vátryggingarfjárhæðar vegna missisflugmannsskírteinis á grundvelli kjarasamnings 29. október 2014 milli stefndaog Íslenska flugmannafélagsins. Með vísan til forsendnahéraðsdóms er staðfest sú niðurstaða að túlka beri ákvæðið í viðaukakjarasamningsins um skírteinistryggingu á þann hátt að skilyrði fyrir þeirritryggingu hafi verið að þeir flugmenn, sem samningurinn tók til, hefðu „öðlastfull starfsréttindi“ hjá stefnda sem hafi falið í sér að þeir hefðu lokiðsvonefndu leiðarflugsprófi á hans vegum að undangenginni fullnægjandi þjálfun.Óumdeilt er að áfrýjandi hafði ekki lokið því prófi þegar hún lauk störfum hjástefnda. Leggja verður til grundvallar að yfirlýsing flugrekstrarstjóra stefndaá fundi 12. ágúst 2015 um að allir flugmenn hans væru vátryggðir gegnskírteinismissi hafi verið reist á þeirri forsendu að þeir fullnægðu þvískilyrði kjarasamningsins, sem að framan greinir, eins og færð eru rök fyrir íforsendum héraðsdóms. Að þessu gættu, en að öðruleyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður stefndi sýknaðuraf kröfu áfrýjanda hér fyrir dómi.Rétt er að málskostnaðurfyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Stefndi, B ehf., er sýkn af kröfu áfrýjanda, A.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. júlí 2017. Þetta mál, sem var tekið tildóms 18. maí 2017, er höfðað af A, kt. [...], [...], Reykjavík, með stefnubirtri 5. október 2016, á hendur B ehf., kt. [...], [...], Reykjavík. Stefnandikrefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til þess að greiða henni 7.810.210kr. með dráttarvöxtum, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,af 614.416 kr. frá 1. febrúar 2016 til 1. mars 2016, af 1.228.832 kr. frá þeimdegi til 1. apríl 2016, af 1.843.248 kr. frá þeim degi 1. maí 2016, af2.457.664 kr. frá þeim degi til 1. júní 2016, af 3.072.080 frá þeim degi til 1.júlí 2016, af 3.686.496 kr. frá þeim degi til 1. ágúst 2016, af 4.300.912 kr.frá þeim degi til 1. september 2016, af 4.915.328 kr. frá þeim degi til 1.október 2016, af 5.529.744 kr. frá þeim degi til 1. nóvember 2016, af 6.144.160kr. frá þeim degi til 1. desember 2016, en af 7.810.210 kr. frá þeim degi tilgreiðsludags. Jafnframtkrefst hún þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 436.000bandaríkjadali með dráttarvöxtum, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, umvexti og verðtryggingu, frá þingfestingardegi til greiðsludags. Tilvara að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 2.840.077 kr. meðdráttarvöxtum, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,af 614.416 kr. frá 1. febrúar 2016 til 1. mars 2016, af 1.228.832 kr. frá þeimdegi til 1. apríl 2016, af 1.843.248 kr. frá þeim degi til 1. maí 2016, en af2.840.077 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframtað stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 436.000 bandaríkjadalimeð dráttarvöxtum, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,frá þingfestingardegi til greiðsludags. Lokser þess krafist, hver sem úrslit málsins verða, að stefndi verði dæmdur tilþess að greiða stefnanda málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefndi krefst sýknu af kröfumstefnanda. Að auki krefst hann málskostnaðarúr hendi stefnanda að teknu tilliti til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.Málsatvik Þettamál varðar það hvaða réttarstöðu stefnandi naut þegar stefndi óskaði ekkilengur eftir vinnuframlagi hennar, þar á meðal hvort stefnandi hafi átt rétttil launa í veikindaleyfi svo og tryggingar gegn missi atvinnuflugmannsskírteinis.Stefndi ber því meðal annars við að stefnandi hafi leynt félagið veikindumsínum og það hafi áhrif á rétt hennar á hendur því. Vegna þessarar málsástæðustefnda þykir þurfa að rekja með málsatvikum það sem komið er fram umheilsufar stefnanda. Stefnandifékk atvinnuflugmannsskírteini CPL/A [...]. Hún hafði listflugsréttindi,blindflugsréttindi og réttindi á fjölhreyflaflugvélar. Hún fékk einnig gefiðút fyrsta flokks heilbrigðisvottorð 24. nóvember 2014. Stefnandigaf skýrslu fyrir dómi. Hún bar að áður en hún réð sig til B hefði einu sinniliðið yfir hana. Á þeim tíma starfaði hún sem [...]. Hún hafi komið heim eftirþriðju næturvaktina og lagt sig. Hún hafi vaknað við að hún þurfti að fara ásalernið og risið upp. Þá hafi henni sortnað fyrir augum og hún muni næst eftirsér þegar hún vaknaði á gólfinu. Einnig kom fram að í yfirliðinu hafi hún misstþvag. Stefnandivar ráðin til starfa hjá stefnda frá 1. mars 2015. Í ráðningarsamningnum,sem málsaðilar rituðu undir 4. mars 2015, segir meðal annars að stefnandi séráðin í 100% starf flugmanns sem byrjandi, skv. grein 2.1 og 2.2 í kjarasamningisvo og að upphafsdagur þjálfunar sé 2. mars 2015. Ráðningin sé tímabundin til31. ágúst 2015. Áréttað er að laun og önnur atriði en þau sem getið sé um íráðningarsamningnum ráðist af kjarasamningi stefnda við Íslenska flugmannafélagið(ÍFF) sem var undirritaður 29. október 2014. Þessi kjarasamningur mun verasá fyrsti sem aðilar hans gera með sér. Þjálfunstefnanda hófst eins og getið var um í ráðningarsamningi og 8. mars 2015 héltstefnandi til [...], ásamt fleiri flugmönnum stefnda, í þjálfun á Airbus-þotur,með tegundarnúmerin 318-321. Stefnandi kom úr þjálfuninni 11. apríl 2015, oghafði staðist allar prófraunir, meðal annars í flughermi, á tilsettum tíma. Þávar stefnandi tilbúin til þess að fara í flug sem flugmaður Airbus 318-321 þotumeð aukaflugmanni, sem er undanfari svokallaðs leiðarflugsprófs (e. linecheck). Samgöngustofagaf stefnanda út flugliðaskírteini (Flight Crew Licence) 21. maí 2015. Ískírteinið er til viðbótar við fyrri réttindi ritað að hún hafi réttindi á flugvélaraf tegundinni A320. Sú áritun var forsenda þess að stefnandi kæmist í þjálfun áflugvélar stefnda. Cflugstjóri bar fyrir dómi að það hefði verið flöskuháls í þjálfuninni hjástefnda. Reynslumeiri flugmenn hefðu verið látnir ganga fyrir. Jafnframt hafimjög skort flugstjóra og flugmenn „á línuna“ og því hafi gengið fyrir að komaþeim reynslumeiri í gegnum þjálfunina. D flugrekstrarstjóri bar einnig fyrirdómi að félagið hefði, á þessum tíma, vantað fleiri þjálfunarflugstjóra og þvíhafi leiðarflugstíminn verið lengri en hann ætti að vera við bestu aðstæður. Tæpumtveimur mánuðum eftir að þjálfun í [...] lauk, en aðeins tæpum tveimur vikumeftir að stefnandi fékk A320-áritunina í skírteini sitt, fór hún í sitt fyrstaflug með aukaflugmanni, 2. júní 2015. Flugstjóri í umrætt sinn taldi rétt aðstefnandi tæki fleiri flug með aukaflugmanni og fór stefnandi í alls 12 flug,samtals 104,8 flugtíma, með aukaflugmanni eða allt þar til 11. ágúst 2015þegar henni var veitt heimild til þess að hefja leiðarflugsþjálfun. Á þvítímabili, sem flug með aukaflugmanni stóð, leið stundum langur tími á millifluga hjá stefnanda af sömu ástæðu og áður getur, þ.e. skorts á mannafla hjástefnda. Ágrunni kjarasamnings stefnda og ÍFF starfar samstarfsnefnd skipuð fulltrúumbeggja aðila. Hún hefur meðal annars það hlutverk að fjalla um og skera úrágreiningi og deilumálum sem kunna að rísa út af kjarasamningnum. Samstarfsnefndstefnda kom saman til fundar 12. ágúst 2015. Af hálfu ÍFF sátu fundinn flugstjórarnirC og E, en af hálfu stefnda D flugrekstrarstjóri. C ritaði fundargerð á fundinum,sem flugrekstrarstjóri stefnda staðfesti síðar. Nokkur atriði voru tekin tilumfjöllunar á fundinum, einnig eftirfarandi atriði sem snerta þetta mál, enorðrétt segi meðal annars í fundargerðinni:2.Varðandi störf þennan vetur:Dhefur staðfest að sérhver flugmaður sem nú vinnur fyrir B þar með taldir þeirsem eru ráðnir á sumarsamningi muni halda vinnu sinni yfir vetrartímann.…5.Nefndin bað B um að skýra smáatriðin í tryggingu okkar til að vita hvenær viðerum tryggð og hvenær við erum ekki tryggð.Dmun afhenda ÍFF afrit af vátryggingarskilmálunum sem taka til allra hugsanlegrasmáatriða varðandi tryggingu okkar. Við munum dreifa þessu til allra félagsmanna.Allirflugmenn (þar með taldir sumarstarfsmenn) eru tryggðir samkvæmt vátryggingunnigegn skírteinismissi (USD 463.000), þeir eru líftryggðir (USD 350.000) og slysatryggðir(USD 252.000). Smáatriðin munu verða í vátryggingarskilmálunum sem sendir verðasíðar.…Næstifundur og málefni sem ræða skal.Næstifundur er enn ekki tímasettur; við erum núna að bíða eftir afriti vátryggingartryggingaskilmálanna... Öllum öðrum spurningum hefur verið svarað. Fundargerðin,sem var rituð á ensku, var sama dag og fundurinn var haldinn sendflugrekstrarstjóra til staðfestingar. Hann staðfesti 22. september að efnihennar væri rétt (All ok). Hún var síðan kynnt öllum flugmönnum stefnda semeru í stéttarfélaginu Íslenska flugmannafélagið, þar með talið stefnanda,þegar hún var birt á facebook-síðu flugmannanna. Áflugrekstrarsviði stefnda starfar flugnefnd (Grand Flight Committee, GFC) semer æðsta stjórnvald stefnda á því sviði. Í henni sitja flugrekstrarstjóri,yfirmaður þjálfunar flugmanna, yfirflugstjóri og yfirmaður flugöryggisdeildar. Stefnandiflaug til Amsterdam 19. ágúst 2015 með F þjálfunarflugstjóra. Að heimflugiloknu sendi hann flugnefndinni ítarlegan tölvupóst 19. ágúst 2015. Þar greindihann frá því að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðustefnanda í fluginu. Hann hafi þurft að endurtaka atriði sem þau hafi margoftrætt í fyrri ferðum. Í lokin kveðst hann hafa reynt að bæta sjálfstraust hennaren telur hana hugsanlega stríða við önnur vandanál sem krefjist skoðunar. Viðaðalmeðferð kom fram að stefnanda var ekki greint frá þessu erindi F tilflugnefndarinnar fyrr en gögn voru lögð fram í þessu dómsmáli. Þegarþarna var komið hafði stefndi flogið til 15 áfangastaða, það er 30 flugleggiog tæplega 125 fartíma og ein og hálf vika var eftir af ráðningartíma hennar.Stefnandi hélt áfram störfum sem flugmaður hjá stefnda í leiðarflugsþjálfuntil 14. október 2015. Þá var henni tilkynnt að leiðarflugsþjálfun væri lokiðog að henni væri veitt heimild til þess að taka leiðarflugspróf. Við lokleiðarþjálfunar hafði stefnandi lagt að baki 66 flugleggi og 264,8 flugstundir.Samkvæmt þjálfunarmöppu stefnanda fékk hún á þessu tímabili, frá 19.ágúst til 14. október, oftar en ekki hvetjandi og jákvæðar umsagir (Goodprogress, good job) frá þeim flugstjórum sem hún flaug með þótt henni væri,nánast alltaf, jafnframt bent á atriði sem hún þyrfti að bæta. Fráog með 15. október 2015 fékk stefnandi greidd full laun sem flugmaður, í staðhlutfallslauna áður. Samkvæmt vaktskrá var leiðarpróf ákveðið 6. nóvember2015. Heilbrigðisvottorðstefnanda gilti til 24. nóvember 2015. Skjala- og dreifingarstjóri stefndasendi henni tölvupóst 23. október 2015, eins og mun tíðkast, og minnti hana áað komið væri að árlegri endurnýjun 1. flokks heilbrigðisvottorðs (e.medical), að stefnandi yrði að bóka tíma hjá fluglækni og senda stefnda nýttheilbrigðisvottorð um leið og hún fengi það. Samkvæmtgrein 6.1 í kjarasamningnum skal gefa áhafnarskrá út til eins mánaðar í senn,eigi síðar en 25. dag mánaðarins á undan. Í samræmi við þetta var stefnandasend, 24. október 2015, vaktskrá, skrá yfir þau flug sem henni hafði veriðraðað á til loka nóvember, alls átta áfangastaðir eða 16 flugleggir. Stefnanditekur fram að samkvæmt flugáætlun hafi hún átt að fljúga til Gatwick-flugvallar,í nágrenni London, 25. október 2015. Þeirri áætlun var hins vegar breytt fyrirvaralaustog stefnanda falið að fljúga til Berlínar. Þegar stefnandi var að koma til lendingarí Berlín hafi henni ekki líkað aðflugið nógu vel. Til að gæta fyllsta öryggishafi hún ákveðið að hætta við lendingu og koma aftur inn til lendingar (fara í„go-around“). Ástæðan hafi verið sú að aðflugið í Berlín var í erfiðara lagi íþetta sinn, eins og oft er vegna umferðar á nálægum flugvelli, því lækka þurftiflugið skarpt á lokastefnu til þess að koma vélinni inn til lendingar. Í staðþess að taka áhættu með því að lækka of hratt, hafi stefnandi metið stöðunaþannig að öruggast væri að hætta við lendingu (að taka „go-around“). Fyrirdómi bar stefnandi að á leiðinni til Berlínar hefði henni sortnað fyrir augumog hún hætt að heyra í örskamma stund en það hafi mjög fljótt bráð af henni.Þetta hafi gerst nokkru áður en að þau nálguðust flugvöll sem farið er fram hjááður en komið er að flugvellinum Berlín-Schönefeld og því allnokkru áður enlækka þurfti flugið fyrir lendingu. Fflaug með stefnanda til Berlínar. Örfáum dögum síðar, 28. október, sendi hannflugnefndinni tölvupóst og lagði til að stefnandi færi að svo stöddu ekki íleiðarflugspróf því hún þyrfti að ná frekari færni í stöðluðum verklagsreglum(Standard of Procedure, SOP). D, flugrekstrarstjóri stefnda,ræddi við stefnanda í síma 28. október og óskaði eftir að hún kæmi til fundar.Ekki varð af þeim fundi þann dag þar eð stefnandi var heima með veikt barn. Þareð stefnandi þurfti að endurnýja heilbrigðisvottorð sitt hafði hún samband viðFluglæknasetrið 29. október 2015 til þess að panta tíma hjá fluglækni. Hennivar þá boðinn tími mánudaginn 2. nóvember, kl. 15.40, sem hún afþakkaði því húnátti samkvæmt vaktskrá að vera í flugi frá kl. 14.30 þann dag. Hún óskaðieftir að komast strax föstudaginn 30. október en þann dag var ekki sinntskoðunum. Þá óskaði hún eftir að komast í skoðun fyrir hádegi mánudaginn 2.nóvember en þann dag var skoðunum ekki sinnt fyrir hádegi. Sama dag, 29. október, ritaði Dstefnanda tölvupóst og bað hana að koma til fundar við hann og yfirflugstjóra2. nóvember 2015, kl. 15.15 Hann tilkynnti henni jafnframt að hún hefði veriðleyst undan starfsskyldum í flugi sem hún var skráð á þann dag. Stefnandifundaði með flugrekstrarstjóra stefnda einum 2. nóvember, þar eð yfirflugstjóristefnda forfallaðist. Á fundinum var henni greint frá því að félagið vildi ræðabetur þjálfunarmál hennar og það yrði gert að viðstöddum yfirflugstjóra 4.nóvember 2015. Stefnandikomst í skoðun hjá fluglækni 3. nóvember 2015 til reglubundinnar endurnýjunarfyrsta flokks heilbrigðisvottorðs. Skoðun leiddi í ljós að stefnandi hafði oflágan blóðþrýsting. Sama dag sendi Fluglæknasetrið yfirflugstjóra stefnda tilkynningumeð þeim upplýsingum að heilsufarsvandamál hefði komið upp við læknisskoðunstefnanda hjá fluglækni sem þarfnaðist frekari skoðunar áður en unnt yrði aðgefa út heilbrigðisvottorð. Áðurboðaður fundur var haldinn 4. nóvember 2015 í húsakynnum stefnda að viðstöddumstefnanda, flugrekstrarstjóra stefnda og yfirflugstjóra stefnda. Þjálfunar- ogheilbrigðismál stefnanda voru rædd á fundinum. Stefnanda var tilkynnt að ekkiyrði af leiðarflugsprófinu 6. nóvember 2015. Yfirflugstjóri stefnda lagði tilað stefnandi flygi fimm flug til viðbótar. Gengi það vel yrði sett upp ný dagsetningfyrir leiðarflugspróf. Stefnandi yrði hins vegar að einbeita sér að því aðná fullri heilsu að nýju áður en til þessa kæmi. Stefnandifór til heimilislæknis síns 4. nóvember. Hann sendi hana á næstu vikum tilýmissa sérfræðilækna og hún gekkst undir fjölmargar rannsóknir til þess aðkomast mætti að því hvað ylli lágum blóðþrýstingi hennar. Aðsögn stefnanda fékk það mikið á hana að hafa ekki fengið endurnýjað heilbrigðisvottorðsvo og þær afleiðingar sem það hafði fyrir hana í starfi en eins og áður segirhafði leiðarflugsprófið verið ákveðið 6. nóvember. Henni hafi liðið svo illa aðhún hafi viljað fá álit sérfræðings á ástandi sínu. Af þeim sökum hafi húnleitað til geðlæknis 16. nóvember 2015. Stefnandifékk símtal frá G, mannauðsstjóra stefnda, 16. nóvember 2015 og var boðuð áfund 18. nóvember 2015. Stefnandi taldi ráðlegast að hafa fulltrúastéttarfélags síns með á fundinn, því hún taldi að heilbrigðismál hennar yrðuþar til umræðu. Til fundarins kom með stefnanda H hrl. og framkvæmdastjóriÍFF, en af hálfu stefnda voru mannauðsstjóri, flugrekstrarstjóri og yfirlögfræðingur.Á fundinum var stefnanda tilkynnt að henni væri sagt upp störfum og að húnfengi greidd laun út desembermánuð 2015, samhliða því sem henni var afhentbréf, dagsett sama dag, undirritað af mannauðsstjóra stefnda með yfirskriftinnitilkynning um lok ráðningar. Íslenskaflugmannafélagið mótmælti uppsögn stefnanda með bréfi til stefnda, dags. 20.nóvember 2015. Í bréfinu eru ýmis réttindi stefnanda tíunduð, meðal annarsréttur til veikindalauna í allt að 13 mánuði og þriggja mánaðauppsagnarfrests, og skorað á stefnda að draga uppsögnina til baka. Yfirlögfræðingurstefnda svaraði með bréfi, dags. 8. desember 2015, og hafnaði kröfumstéttarfélags stefnanda. Í bréfinu vísaði hann jafnframt til þess að súákvörðun stefnanda að hætta við aðflug í Berlín 25. október og koma aftur inntil aðflugs væri svonefnt flugatvik. Heimilislæknirstefnanda gaf úr læknisvottorð 16. desember 2015. Þar segir að stefnandi hafifallið í yfirlið vorið 2015. Hún hafi misst þvag en ekki bitið í tungu. Einnigkemur fram að í flugi í október hafi henni skyndilega sortnað fyrir augum oghana svimað. Henni hafi einnig fundist heyrn deyfast. Tekið er fram að þærlæknisrannsóknir sem stefnandi hafði þá farið í, frá 4. nóvember, hafi ekkisýnt neitt óeðlilegt. Lögmaðurstefnanda svaraði bréfi yfirlögfræðings stefnda og rangfærslum í því með bréfi,dags. 30. desember 2015. Áréttuð var fyrri áskorun ÍFF um að draga uppsögnstefnanda til baka og að réttur stefnanda til áframhaldandi launa í veikindaforföllumyrði virtur. Íslenskaflugmannafélagið sendi stefnda bréf 4. janúar 2016 og fór þess á leit viðfélagið að það tilkynnti hlutaðeigandi tryggingafélagi að stefnanda hefðiverið synjað um framlengingu heilbrigðisvottorðs. Yfirlögfræðingur stefndahafnaði erindi ÍFF með tölvupósti 14. janúar 2016. Aðósk yfirlögfræðings stefnda var haldinn fundur í húsakynnum stefnda með lögmannistefnanda 18. janúar 2016 þar sem reifaðar voru hugmyndir að lausn málsins.Meðal annars var rætt hvort og á hvaða forsendum unnt yrði að ná samkomulagisem fæli í sér þær lyktir að stefnanda yrði gert kleift að snúa aftur sem flugmaðurá þotum stefnda. Tveimur dögum síðar, 20. janúar 2016, hringdi yfirlögfræðingurinní lögmann stefnanda og greindi frá því að stefndi væri reiðubúinn að freistaþess að ná samkomulagi við stefnanda. Í því fælist að hún sneri aftur tilstarfa hjá stefnda sem flugmaður þegar hún hefði náð heilsu og að lokinniþjálfun. Sama hljóð var í strokknum þegar yfirlögfræðingur stefnda og lögmaðurstefnanda ræddust við símleiðis 22. janúar 2016. Hins vegar tilkynnti yfirlögfræðingurinnlögmanni stefnanda símleiðis 29. janúar 2016 að stefnda hefði snúist hugur.Stefnanda var þess í stað boðið að ljúka málinu með sáttagreiðslu semsamsvaraði launum fyrir fjóra mánuði. Lögmaðurstefnanda gerði stefnda gagntilboð með tölvupósti til yfirlögfræðingsstefnda, 4. febrúar 2016. Í því var gert ráð fyrir að stefnandi fengi greiddlaun í átta mánuði og óskað eftir því að henni yrði heimilað að gera fyrirvaraum hugsanlegan rétt til greiðslu skírteinistryggingar eða ígildi hennar. Þessuboði hafnaði stefndi. Lögmaðurstefnanda lagði fram, 16. febrúar 2016, í Héraðsdómi Reykjavíkur beiðni umvitnaleiðslu fyrir dómi. Óskað var eftir því að skýrslur yrðu teknar af D,flugrekstrarstjóra stefnda, I, yfirflugstjóra stefnda, og flugstjórunum C og E.Ráðgert var að skýrslur yrðu teknar 9. mars 2016. Af þeim varð ekki þvíyfirflugstjóri og flugrekstrarstjóri stefnda boðuðu forföll. Beiðni umvitnaleiðslur var afturkölluð 16. apríl 2016. Nokkru áður höfðu lögmennmálsaðila hist á stuttum fundi 17. mars 2016. Tilviðbótar við rannsóknir sem stefnandi fór í að undirlagi heimilislæknis sínshafði hún, frá 16. nóvember, einnig gengið til geðlæknis. Sá reyndi að grafastfyrir um orsakir þess að stefnanda leið afskaplega illa en henni hafði versnaðmjög þegar í ljós kom, í lok janúar 2016, að ekki yrði af því að stefndi gæfihenni kost á að ljúka þjálfuninni og fara í leiðarflugsprófið. Geðlæknirinntilkynnti Samgöngustofu 13. mars 2016 að hann hefði greint stefnanda með [...]. Meðbréfi Samgöngustofu til stefnda, dags. 12. maí 2016, var stefnanda tilkynnt aðstofnunin hefði í hyggju að afturkalla heilbrigðisvottorð stefnanda frá 24. nóvember2014 þar eð hún uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar væru til útgáfu fyrsta eðaannars flokks heilbrigðisvottorðs. Um þá fyrirhuguðu ákvörðun segir meðal annarsorðrétt:HeilbrigðisskorSamgöngustofu hefur borist læknabréf frá J geðlækni, vegna veikinda þinna. Íbréfinu kemur fram að þú þjáist af [...]. Honum hafa fylgt [...]. Einnig hefurþú verið á lyfjum vegna sjúkdómsins er ekki samræmast gildandi reglugerðumum flugliða. Sjá nánar reglugerð um áhöfn í almenningsflugi nr. 180/2014,sbr. MED.B.055 í reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 og leiðbeiningarefni (AMC1MED.B.055). Meðbréfi Samgöngustofu, dags. 16. júní 2016, var stefnanda tilkynnt með ítarlegumrökstuðningi sú ákvörðun stofnunarinnar að afturkalla heilbrigðisvottorð stefnandaútgefið 24. nóvember 2014. Stefnanda var gert að afhenda stofnuninni heilbrigðisvottorðog flugskírteini sitt í kjölfarið. ÁkvörðunSamgöngustofu var send lögmanni stefnda 23. júní 2016. Í eftirfarandisamskiptum við hann var þess óskað að aðilar settust niður til viðræðna um málstefnanda, þ.m.t. um mögulegt samkomulag um greiðslu veikindalauna og skírteinistryggingareða ígildi hennar. Með tölvupósti lögmanns stefnda til lögmanns stefnanda,dags. 23. ágúst 2016, var öllum kröfum og óskum stefnanda endanlega vísað ábug. Stefnandi telur sig því ekki eiga annan kost en að höfða mál á hendurstefnda til að sækja þann rétt sem hún telur sig eiga á hendur honum.Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandibyggir kröfur sínar á því á því að stefnda hafi verið óheimilt að segja henniupp störfum eins og á stóð. Af þeim sökum eigi stefnandi rétt til skaðabótavegna uppsagnar stefnda, sem og vegna athafna og athafnaleysis stefnda ítengslum við ráðningarsamband stefnanda og skírteinistryggingu flugmannastefnda. Stefnandibyggir á því að hún hafi verið í lögmætum veikindaforföllum og að hún hafi haftréttarstöðu sem fastráðinn flugmaður hjá stefnda þegar hann sagði henni uppstörfum 18. nóvember 2015. Svoeinkennilega vilji til að í umferð séu tvær ólíkar útgáfur af „sama“ kjarasamningistefnda og Íslenska flugmannafélagsins, undirrituðum 29. október 2014. Eintökinséu samhljóða um að kjarasamningurinn sé samningur um lágmarkskjör og aðóheimilt sé að greiða félagsmönnum ÍFF lakari laun og launakjör en samningurinnsegi til um, sbr. grein 1.3. Samkvæmtgrein 2.1 skuli allir flugmenn hafa fullgild starfsskírteini. Störf flugmannaskiptist þannig eftir réttindum og starfsaldri: Flugstjóri, flugmaður, byrjandi.Samkvæmt grein 2.2 sé byrjandi sá flugmaður sem er ráðinn til reynslu og skalinnan níu mánaða frá fyrsta námskeiðsdegi fá úr því skorið hvort viðkomandiskuli ráðinn til framhaldsstarfa hjá félaginu. Sé byrjandi ekki ráðinn áþessu tímabili, sé óheimilt að ráða hann aftur sem byrjanda. Ígrein 3.1 sé mælt fyrir um starfsaldursreglur í viðauka og að þær teljisthluti af kjarasamningnum. Samkvæmt grein 3.2 sé gagnkvæmur uppsagnarfresturfastráðinna flugmanna og stefnda þrír mánuðir miðað við mánaðamót. Í6. kafla kjarasamningsins séu ýmis ákvæði um áhafnarþörf og áhafnarskrá. Ígrein 6.1.a segi að áhafnarskrá skuli gefin út til eins mánaðar í senn og eigisíðar en 25. dag mánaðarins á undan. Samkvæmt grein 6.1.c sé óheimilt aðbreyta gildandi skrá nema með samþykki viðkomandi flugmanns og áhafnarskráarritara. Í7. kafla, annarrar útgáfunnar af kjarasamningnum, sem fjallar um veikindadaga,segi meðal annars í grein 7.2 að veikist flugmaður og forföll hans séu staðfest,skuli greiða honum full laun í 13 mánuði, þó ekki lengur en til loka ráðningartímans.Í hinni útgáfunni sé hins vegar getið um sex mánaða veikindarétt. Fjallaðsé um laun í 11. kafla kjarasamningsins. Þar sé meðal annars, í grein 11.1,mælt fyrir um skiptingu launaflokka í þrennt: 1. flokkur – flugstjóri, 2.flokkur – flugmaður, 3. flokkur – byrjandi. Enn fremur segi í grein 11.3 aðlaun byrjanda frá upphafi þjálfunar þar til leiðarflugsþjálfun (línuþjálfun)hefjist skuli vera 40% af föstum launum í fyrsta launaþrepi. Frá þvíleiðarflugsþjálfun (línuþjálfun) hefjist og þar til henni ljúki skuli launbyrjanda vera 60% af launum í fyrsta launaþrepi. Samkvæmt grein 11.7 skulibyrjandi fá byrjendalaun þar til hann hafi skipað sæti flugmanns/flugstjóraeða í allt að níu mánuði. Fjallaðsé um tryggingar flugmanna stefnda í 8. kafla. Þar sé vísað til viðauka viðkjarasamninginn. Í þeim viðauka segi að stefndi skuli á sinn kostnað tryggjaskírteini hvers flugmanns fyrir 436.000 bandaríkjadali. Tryggingin skuli náyfir réttindamissi vegna sjúkdóma eða slyss eða samkvæmt nánari skilgreininguí tryggingaskilmálum. Fram komi að byrjanda beri eigi skírteinistryggingfyrr en hann hafi öðlast full starfsréttindi og skipi jafnframt sætiflugmanns. Í viðaukanum komi einnig fram að segi stefndi flugmanni upp starfiskuli uppsögnin á engan hátt skerða rétt hans til tryggingafjár vegna veikindaeða slysa áður en starfstíma hans ljúki. Kveðiðsé á um tilvist og verkefni samstarfsnefndar aðila kjarasamningsins í gr. 16.5.Stefnandi vísar til þess sem áður var rakið um hlutverk og niðurstöðu samstarfsnefndará fundi 12. ágúst 2015. Stefnandiáréttar að við úrlausn þessa máls verði að gera greinarmun á tvennu: Annars vegar því hvenær flugmaðurteljist fastráðinn hjá stefnda á grunni meðal annars nefndra ákvæða kjarasamningsstefnda og ÍFF, sem teljist þá jafnframt lágmarkskjör sem óheimilt er aðsemja sig frá flugmanni í óhag, sbr. gr. 1.3 í kjarasamningnum, sbr. einnig1. gr. starfskjaralaga, og hins vegarþví hvenær flugmaður teljist fastráðinn hjá stefnda og njóta réttinda semslíkur vegna athafna eða athafnaleysis stefnda. Fastráðinn flugmaður njótiávallt réttinda sem slíkur í samræmi við ákvæði kjarasamnings stefnda og ÍFFog skipti þá ekki máli á hvaða hátt fastráðningu hefur borið að. Samkvæmtráðningarsamningnum hafi stefnandi verið ráðin tímabundinni ráðningu til 31.ágúst 2015. Það sé meginregla vinnuréttar að ráðningarsambandi teljist lokiðvið umsamið tímamark, án tilkynningar, hafi ekki verið samið um annað í tímabundnumráðningarsamningi. Það sé enn fremur meginregla að haldi starfsmaður áframstörfum eftir lok tímabundins ráðningarsamnings teljist vera komið á ótímabundiðráðningarsamband milli aðila. Áðuren tímabundnum ráðningarsamningi stefnda og stefnanda lauk hafi stefndi tekiðákvörðun um fastráðningu stefnanda og annarra sumarráðinna flugmanna, semeins var ástatt um, sbr. samstarfsnefndarfund aðila kjarasamningsins 12.ágúst 2015. Ákvörðunin hafi verið kynnt flugmönnum stefnda, þar með taliðstefnanda, og teljist um leið bindandi fyrir stefnda þegar vitneskja um framhaldsráðningubarst stefnanda og öðrum flugmönnum, á grunni reglna sem gildi um ákvaðir. Meðþví hafi stefndi skorið úr um ráðningu stefnanda og annarra sumarráðinnaflugmanna til framhaldsstarfa hjá stefnda í skilningi greinar 2.2 í kjarasamningistefnda og ÍFF. Stefnandi hafi í framhaldi eða frá 15. október 2015 fengiðgreidd full laun, auk þess sem yfirlýsing var gefin, og stefndi gert ráðstafanirum vátryggingu stefnanda. Stefndi geti ekki og hafi ekki rétt til þess að snúaeinhliða ofan af ákvörðun um framhaldsstörf og fastráðningu, nema með því aðfara að leikreglum kjarasamningsins bæði hvað varðar uppsagnarfrest, starfsaldursreglurog veikindarétt fastráðinna flugmanna. Við sönnunarmat verði að hafa íhuga stjórnunarrétt stefnda og áhrif stjórnunarréttar á reglur umsönnunarbyrði milli aðila málsins. Þegaruppsögn stefnanda bar að hafi stefnandi haft réttarstöðu fastráðins flugmannsí veikindaforföllum. Við uppsögnina hafi legið fyrir að sumarráðnir flugmennhafi öðlast réttarstöðu fastráðinna flugmanna og áform uppi um frekari fjölgunflugmanna, eins og raunin varð. Með uppsögninni hafi stefndi þannig ekkiaðeins brotið gegn veikindarétti stefnanda heldur og starfsaldursreglumstefnda. Aðalkrafastefnanda lýtur að því að hún eigi, samkvæmt grein 7.2 í annarri útgáfukjarasamningsins, rétt til fullra launa í allt að 13 mánuði. Varakrafastefnanda lýtur á hinn bóginn að því að stefnandi eigi, samkvæmt grein 7.2 íhinni útgáfu kjarasamningsins, rétt til fullra launa í allt að 6 mánuði.Ákvæðið í hvorri útgáfu um sig geri ekki greinarmun á því hvort flugmaðurnjóti stöðu sem flugstjóri, flugmaður eða byrjandi. Liggi hins vegar fyrir,áður en veikindi ber að, að ráðningartíma muni með lögmætum hætti ljúka innan13 eða eftir atvikum sex mánaða þegar veikindi koma upp, teljist veikindarétturná að lokum ráðningartímans. Þegar veikindi stefnanda bar að 3. nóvember2015 hafi ekkert legið fyrir um lok ráðningartíma hennar. Veikindarétturstefnanda verði, undir þeim kringumstæðum, aldrei styttur með uppsögn. Einsog gögn málsins sýni hafi stefnandi verið óvinnufær, vegna veikinda, tilstarfa sem flugmaður samfleytt frá 3. nóvember 2015 og það til frambúðar,sbr. ákvörðun Samgöngustofu frá 16. júní 2016. Vegnahinnar ólögmætu uppsagnar sé í aðalkröfu krafist skaðabóta er jafngildi réttistefnanda til veikindalauna skv. grein 7.2 í samtals 11 mánuði auk orlofs frá1. janúar 2016 að telja til 30. nóvember 2016, en stefndi greiddi stefnandafull veikindalaun í 2 mánuði, þ.e. nóvember og desember 2015. Í varakröfustefnanda er með vísan til framangreinds krafist skaðabóta er jafngildi réttihennar til veikindalauna skv. grein 7.2 í samtals fjóra mánuði auk orlofs frá1. janúar 2016 að telja til 30. apríl 2016. Stefnandi krefst dráttarvaxta frágjalddaga hverrar launagreiðslu til greiðsludags. Stefnda bæri með réttu aðgreiða í lífeyrissjóð af veikindalaunagreiðslum á framangreindu tímabili.Stefnandi hafi ekki forræði yfir þeirri kröfu en hún áskilji sér rétt að vísaþeim þætti til hlutaðeigandi lífeyrissjóðs að fenginni niðurstöðu dómsins. Íaðal- og varakröfu er krafist skaðabóta úr hendi stefnda að fjárhæð 436.000bandaríkjadala (USD 436.000), eða sem nemur ígildi skírteinistryggingar flugmannasamkvæmt kjarasamningi stefnda og ÍFF. Hafið sé yfir vafa að sú ákvörðun Samgöngustofu,sem áður er vikið að, að svipta stefnanda 1. flokks heilbrigðisvottorði ogþar með atvinnuflugmannsskírteini vegna nánar tilgreindra andlegra veikinda, falliundir þá áhættu sem kjarasamningsbundinni skírteinistryggingu stefnda sé ætlaðað ná yfir og vernda. Stefnandibyggir aðallega á því að hefði stefndi ekki sagt henni upp á ólögmætan hátthefði stefnandi átt rétt til greiðslu skírteinistryggingar í samræmi við ákvæðigildandi kjarasamnings. Meðalgagna málsins sé bréf vátryggingamiðlarans Willis Limited til stefnda, dags.28. október 2015. Í því sé stefnda tilkynnt að í samræmi við tilvitnuð samskiptiaðila hafi náðst samningur við vátryggjandann Hiscox Global Flying um slysatrygginguog skírteinistryggingu. Bréfinu hafi fylgt tryggingaskilmálar fyrir tímabilið30. október 2015 til 29. október 2016. Í bréfinu og skilmálunum sé sérstaklegaáréttað að stefndi upplýsi án tafar ef tryggingin er í ósamræmi við fyrirmælieða kröfur stefnda. Stefnandi sé á meðal þeirra 28 einstaklinga sem eru taldirupp í skilmálum tryggingarinnar sem þátttakendur í hópvátryggingunni.Upphafsdagur tryggingar sérhvers þátttakanda sé tilgreindur 30. október 2015og lokadagur 29. október 2016. Stefndihafi ítrekað hafnað því að stefnandi geti talist eiga rétt til bóta úr skírteinistryggingunnisem slíkri eða að hún geti talist eiga rétt til ígildis slíkrar greiðslu úrhendi stefnda. Í svari stefnda til ÍFF, dagsettu 14. janúar 2016, segi meðalannars:Íviðhengi er afrit af tryggingaskírteini A. Samkvæmt því tók tryggingin gildi30. október 2015 … Í skilmálum tryggingarinnar sem G sendi þér um daginn segirm.a.: „We will only cover Insured persons who are activelyat work on the inception date of this insurance or upon attachment date to it,whichever the later. The insured persons are only covered under this insurancescheme after they have been actively at work for 30 consecutive days from theirinception or attachment date to this scheme“.Samkvæmtframangreindu getum við ekki séð að A sé tryggð þar sem hún hefur verið veikskv. fluglækni frá 3. nóvember 2015. Samkvæmt vaktplönum flaug A ekkert átímabilinu 30. okt.-3. nóvember. Íljósi ofangreinds teljum við ekki nauðsynlegt að fjalla um hvort A hafi átt aðvera tryggð skv. ráðningarsamningi og kjarasamningi eða hvort hún hafi uppfylltskilyrði tryggingar vegna fyrra heilsufars. Stefnandibendir á að tilvitnað ákvæði sé í þeim hluta skilmálanna sem gildir umhlutaðeigandi atvinnurekanda, þ.e. stefnda, eða í „Section A-Employersection“. Í þeim hluta skilmálanna sem varði þátttakendur í hópvátryggingunnieða „Section B – Scheme members section“, segi m.a. orðrétt:You mustbe actively at work on the inception or attachment date to this group insurancescheme, whichever the later.If youare not actively at work on the inception or attachment date to this insuranceyou will not be eligible to join this scheme until you have been actively at workfor a continuous period of 30 days. Ákvæðikjarasamnings stefnda og ÍFF leggi þá skyldu á herðar stefnda að hafa gildartryggingar. Hvergi í kjarasamningnum sé heimilað að réttindi flugmanna, semeru jafnframt þátttakendur í vátryggingunni í skilningi laga um vátryggingarsamninga,séu háð biðtíma. Þegar tilvitnuð ákvæði vátryggingarskilmálanna séu túlkuðsaman sé ljóst að stefndi hafi athugasemdalaust samið svo um, þvert gegn kjarasamningsbundinniskyldu, að bera sjálfur áhættuna fyrstu 30 dagana eftir upphafsdag skírteinistryggingar.Með þeirri ákvörðun sinni hafi stefndi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvartstefnanda, enda liggi fyrir að stefnandi hafi verið „actively at work“ í skilningivátryggingarskilmálanna frá og með upphafsdegi skírteinistryggingarinnar30. október 2015 og til 3. nóvember sama ár. Það hafi ekki neina þýðingu fyrirúrlausn málsins, að stefnandi hafi ekki flogið á tilgreindu tímabili enda séþað einhliða ákvörðun stefnda að taka hana af flugi samkvæmt vaktskrá 2. nóvember2015. Stefnandi hafi á tímabilinu haft fullgilt 1. flokks heilbrigðisvottorðog atvinnuflugmannsskírteini í góðri trú um að hún uppfyllti öll skilyrðigilds heilbrigðisvottorðs. Tilviðbótar liggi fyrir að stefndi hafi bakað sér sjálfstæða skaðabótaskyldu gagnvartstefnanda með því að greina rangt frá því, á samstarfsnefndarfundi 12. ágúst2015, að allir flugmenn, þar með taldir sumarflugmenn, væru tryggðir. Hefðistefndi þá þegar keypt tryggingar eða hefði hann strax hafist handa um efndirþeirrar yfirlýsingar og tekið skírteinistryggingu, hefði stefnandi áttskýlausan rétt til bóta úr skírteinistryggingunni, burtséð frá því 30 dagabiðtímabili sem stefndi samdi um og hafi vísað til, enda tímabilið löngu liðið3. nóvember 2015. Stefndi virðist hins vegar hafa látið undir höfuð leggjast aðsetja vátryggingamál flugmanna sinna í farveg allt þar til í lok október2015. Samkvæmt fyrirliggjandi skilmálum hafi enginn flugmaður stefnda haftgildar skírteinistryggingar í nokkurn tíma eða allt þar til skilmálar þeirrartryggingar sem um ræðir í þessu máli tóku gildi. Stefnandi fékk í aðdragandaþessarar málsóknar í hendur eldri skilmála, sbr. tölvupóst framkvæmdastjóraÍFF til lögmanns stefnanda, dags. 26. september 2016, en svo virðist sem ÍFFhafi fyrst fengið eldri skilmála afhenta í janúar 2016. Meðhliðsjón af framangreindu sundurliðast kröfur stefnanda um skaðabætur á þennanhátt:Aðalkrafa:Ígildi mánaðarlauna í veikindaforföllummánaðarlaun461.967 kr.vaktaálag52.449 kr.samtals614.416 kr.1 mánuðir (jan. t.o.m. nóv. 2016) x 614.416 kr.6.758.576 kr.orlof 15,56% (m/v 36 daga orlofsrétt)..051.634 kr.samtals7.810.210 kr.Ígildi skírteinistryggingar436.000 USDVarakrafa:Ígildi mánaðarlauna í veikindaforföllumMánaðarlaun461.967 kr.Vaktaálag52.449 kr.Samtals614.416 kr.4 mánuðir (jan t.o.m. apríl 2016) x 614.416 kr.2.457.664 kr.Orlof 15,56% (m/v 36 daga orlofsrétt).382.413 kr.samtals2.840.077 kr.Ígildi skírteinistryggingar436.000 USDMálsástæður oglagarök stefnda Stefndiáréttar að óumdeilt sé að stefnandi hafi verið ráðin til stefnda til að verðaflugmaður (First Officer) á flugvélum hans. Ritað hafi verið undir ráðningarsamning4. mars 2015 og hann gilt til 31. ágúst 2015. Í honum sé tekið fram, í grein2.1, að stefnandi sé byrjandi og ráðin til reynslu svo og að uppsagnarfresturbyrjenda með reynsluráðningu sé einn mánuður. Þegar stefnandi var ráðinhafi hún haft atvinnuflugmannsréttindi. Hins vegar hafi hún ekki haft starfsréttindiá Airbus-flugvélar stefnda. Umstarfssvið og starfskjör flugmanna hjá stefnda gildi kjarasamningur hans viðÍslenska flugmannafélagið. Samkvæmt grein 2.2 í kjarasamningnum sé sá flugmaðurtalinn byrjandi sem er ráðinn til reynslu. Byrjandi eigi rétt á því að fá úrþví skorið, innan níu mánaða frá fyrsta námskeiðsdegi, hvort hann verði ráðinntil framhaldsstarfa hjá stefnda. Sé byrjandi ekki ráðinn á þessu tímabili séóheimilt að ráða hann aftur sem byrjanda. Íráðningarsamningnum segi að upphafsdagur þjálfunar stefnanda sé 2. mars 2015. Ísíðasta lagi níu mánuðum frá upphafsdegi þjálfunar, 2. desember 2015, hafistefnandi átt rétt á að fá úr því skorið hvort hún fengi fastráðningu. Stefndibyggir á því að forsenda og ófrávíkjanlegt skilyrði þess að stefnandi fengistöðu flugmanns hjá stefnda hafi verið, að hún hefði atvinnuflugmannsréttindiog lyki með fullnægjandi árangri þjálfun til að öðlast starfsréttindi áAirbus-flugvélar stefnda í samræmi við lög um loftferðir, nr. 60/1998, sbr. ogreglugerð nr. 237/2014, sem innleiddi reglugerð framkvæmdastjórnarEvrópusambandsins (ESB) nr. 965/2012, um tæknilegar kröfur ogstjórnsýslumeðferð er varðar flugrekstur samkvæmt reglugerð Evrópuþingsinsog ráðsins nr. 212/2008, og innri reglur stefnda. Stefnda sé samkvæmt þessumreglum um loftferðir óheimilt að ráða til sín flugmenn (First Officers), semhafi ekki lokið þjálfun og prófraunum, eins og skýrt sé kveðið á um í kaflanumum flugliða ORO.FC.005, sbr. einkum greinar ORO.FC.120, ORO.FC.135 og d-liðORO.FC.220 í reglugerð ESB nr. 965/2012, sbr. 6. gr. reglugerðar umtæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara nr.237/2014. Flugrekstrarhandbók stefnda fjalli einnig um lágmarkskröfur oghæfniskröfur flugmanna í grein 5.2.4. Starfsréttindaþjálfunstefnda sé þrepaskipt eins og lýst sé í þjálfunarhandbók félagsins: Ífyrsta lagi hafi stefnandi þurft að sækja og ljúka með fullnægjandi árangri námskeiðiá vegum framleiðanda Airbus-flugvéla, eins og stefndi notar (Type Ratingcourse, TRC). Óumdeilt sé að stefnandi sótti námskeið í Toulouse í Frakklandiog hlaut þjálfun á Airbus-flugvélar með tegundarnúmerin 318-321. Kennslan í Toulousehafi verið bókleg og farið fram í flughermi. Stefnandi hafi eftir þessaþjálfun fengið flugliðaskírteini (Flight Crew Licence), merkt IS.FCL.A.5094. Íöðru lagi hafi stefnandi þurft að komast í gegnum svonefnda umskiptaþjálfun(Operator‘s Conversion Course, OCC) hjá stefnda, samkvæmt námsskrá hans íþjálfunarhandbók. Þessi þjálfun stefnanda hafi falist í því að:(a) Fljúga Airbus-flugvél meðöryggisflugmanni og æfa lendingar á Keflavíkurflugvelli. Vanalega séu tekintvö til þrjú flug. Stefnandi hafi farið í 12 flug.(b) Fljúga Airbus-flugvél íáætlunarflugi (leiðarflugi) með flugstjóra og öryggisflugmanni. Stefnandihafi flogið með öryggisflugmanni 24 flugleiðir á tímabilinu 2. júní 2015 til11. ágúst á sama ári. Samanlagður flugtími á þessum leiðum hafi verið um 105klukkustundir. Enginn byrjandi hjá stefnda hafi þurft jafnmikinn flugtíma meðöryggisflugmanni.(c) Fljúga Airbus-flugvél meðflugstjóra, en án öryggisflugsmanns, á flugleiðum stefnda, svokölluðleiðarþjálfun. Stefnandi hafi verið í leiðarþjálfun frá 12. ágúst 2015 tilloka október 2015. Á þeim tíma hafi stefnandi flogið um 200 klukkustundir ogmeira en 50 flugleiðir. Stefnandi hafi því þurft miklu fleiri flugtíma ogmiklu fleiri flugleiðir en aðrir byrjendur hjá stefnda þegar níu mánaða tímabyrjendaráðningar var að ljúka.(d) Að ljúka og standastleiðarflugspróf á Airbus-flugvélum stefnda til að sýna hæfni sína í venjuleguleiðarflugi. Stefnandi hafi, þrátt fyrir liðlega 300 flugtíma og 74flugleiðir, ekki verið talin hæf til að gangast undir leiðarpróf í byrjunnóvember 2015. Íþriðja lagi hafi stefnandi þurft að standast læknisskoðun. Þaðsem hafi verið rakið sýni að stefnandi hafi aldrei náð þeirri hæfni í flugstjórn,sem flugmenn verði að sýna í verki að þeir hafi. Af þeim sökum hafi flugnefndin(Grand Flight Committee, GFC), æðsta stjórnvald stefnda á flugrekstrarsviði,ákveðið að hafna frekari þjálfun stefnanda. Því hafi ekkert orðið úr því aðstefnandi gengist undir leiðarpróf 6. nóvember 2015. Þjálfunarhandbókstefnda hafi ekki heldur leyft frekari þjálfun stefnanda. Flugnefndin,GFC, hafi verið kölluð saman til að fjalla um mál stefnanda í lok október, meðtölvupósti K, 28. október 2015, til D flugrekstrarstjóra stefnda og fleiri.Kornið sem fyllti mælinn, og leiddi til þess að stefndi ákvað að ráða stefnandaekki í starf flugmanns, var tölvupóstur F flugstjóra frá 28. október 2015. Ítveimur tölvupóstum F, öðrum frá 19. ágúst 2015 og hinum frá 28. október 2015,sé lýst byrjanda sem hafi ekki tekið sérstökum framförum. Í tölvupóstinumfrá 19. ágúst segi meðal annars: Hi had aflight today with A and unfortunantly I have to say I was very disapointedwith her performance. I had to repeat items I have discussed with hernumerous times on previous flights like radio disaplenery, flow sequences andsituational awareness. Ítölvupóstinum frá 28. október 2015, lýsi F flugi með stefnanda til Berlínar(SXF) 25. október 2015. Þar segi að frammistaða stefnanda hafi ekki staðistþær væntingar sem gera megi til flugmanns, sem ætti að að fara að undirgangastleiðarpróf. F lagði til að stefnandi færi ekki í lokaleiðarpróf að svostöddu, því nauðsynlegt væri að vinna í því að ná fram hjá henni réttuverklagi við stjórnun flugfars (Standard Operating Procedure, SPO). Þessiafstaða hans hafi byggst á flugöryggissjónarmiðum. Þau sjónarmið standiþví alfarið í vegi að veittur sé afsláttur við mat á hæfni flugliða almennt,eins og komi fram í námskrá um þjálfun og eftirlit (Training Syllabus andChecking Programs, hér eftir TSCP), sbr. t.d. grein 2.1.6.8 Line Check. Þarsegi meðal annars í lokamálslið 2. mgr. greinar 2.1.6.8.1 Line Check Captains Must insist that CompanySOP´s are strictly adhered to. Stefndi geti því aldrei gefið afslátt af eðavikið frá þeim kröfum sem koma fram í TSCP og SPO vegna almennra og sérstakraflugöryggisreglna. Meðvísan til framangreinds byggir stefndi sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því, aðstefnandi hafi aldrei öðlast eða getað öðlast fullgild starfsréttindi til aðfljúga Airbus-flugvélum stefnda. Hún hafi þar af leiðandi aldrei veriðfastráðin sem flugmaður hjá stefnda. Þess vegna eigi stefnandi enga kröfu umgreiðslu launa, hvorki í 13 mánuði né sex mánuði. Auk þess viti stefnandi aðgrein 7.2, í þeirri útgáfu kjarasamningsins sem hún byggi aðalkröfu sína á, séröng. Stefndi þurfi að hámarki að greiða flugmanni, sem veikist, full laun ísex mánuði, þó ekki lengur en til loka ráðningartíma viðkomandi flugmanns.Stefnandi hafi aldrei öðlast starfsréttindi á flugvélar stefnda og eigi þvíhvorki kröfu til greiðslu launa í uppsagnarfresti, samkvæmt aðal- eða varakröfu,né til greiðslu 436.000 bandaríkjadala vegna skírteinistryggingar. Forsendakaupa á skírteinistryggingu fyrir byrjanda sé sú, að byrjandinn hafðiöðlast full starfsréttindi og skipi jafnframt sæti flugmanns. Stefnandihafi ekki öðlast full starfsréttindi í nóvember 2015, þótt hún hafi flogiðsem flugmaður án öryggisflugmanns í leiðarþjálfun frá 12. ágúst 2015 þar tilflugatvikið varð í Berlín 26. október 2015. Ístefnu segi stefnandi að „með uppsögninni“ hafi stefndi „ekki aðeins (brotið)gegn veikindarétti stefnanda heldur og starfsaldursreglum stefnda“. Stefndihafnar alfarið þessum málsástæðum stefnanda. Í fyrsta lagi vegna þess að stefnandahafi aldrei verið sagt upp störfum hjá stefnda heldur hafi henni verið tilkynntum lok tímabundinnar ráðningar og að stefndi hefði ákveðið að stefnanda yrðiekki boðin fastráðning. Ástæða þessa sé tvíþætt, annars vegar sú að stefndahafi verið óheimilt að ráða stefnanda lengur en í níu mánuði sem byrjanda oghins vegar hafi stefnandi náð hámarki leyfilegrar þjálfunar samkvæmtþjálfunarhandbók stefnda. Íöðru lagi bendir stefndi á að hann hafi ekki brotið gegn veikindarétti stefnanda.Ekkert banni að veiku fólki sé sagt upp störfum. Uppsögn við slíkar aðstæður séaldrei ólögmæt. Í þriðja lagi hafi ekki verið brotið gegn neinum reglum umstarfsaldurslista, þar sem ekkert slíkt ákvæði sé í kjarasamningi stefndavið Íslenska flugmannafélagið. Þar að auki eigi starfsaldurslistaákvæði íkjarasamningum við flugmenn aðeins við um fastráðna flugmenn með fullgildstarfsréttindi. Stefnandi hafi aldrei öðlast fullgild starfsréttindi áflugvélar stefnda. Stefnandieigi ekki neina kröfu á hendur stefnda um greiðslu skaðabóta að fjárhæð436.000 bandaríkjadala, sem nemi ígildi skírteinistryggingar flugmanna samkvæmtkjarasamningi stefnda og Íslenska flugmannafélagsins. Stefnandi byggi þessakröfu sína á því, að hefði stefndi ekki sagt henni upp á ólögmætan hátt hefðihún átt rétt til skírteinistryggingar í samræmi við ákvæði kjarasamningsins. Stefndimótmælir því að hann hafi sagt stefnanda upp á ólögmætan hátt, og ítrekar aðstefnandi hafi aldrei öðlast starfsréttindi á flugvélar hans, og hafi þvíaldrei orðið fullgildur flugmaður. Þá liggi fyrir að stefnandi hafi leyntstefnda upplýsingum um bágt heilsufar sitt áður en stefndi réð hana sem byrjanda.Stefnandi hafi ekki heldur upplýst stefnda um sjúkdómseinkenni, sem greint séfrá í læknisvottorði sem stefnandi lagði sjálf fram. Í því segi að stefnandihafi vorið 2015 fundið fyrir yfirliðakennd og liðið hafi yfir hana. Þá hafihenni sortnað fyrir augum í flugi í október 2015, heyrn deyfst og sjóntruflast. Meðþessu háttalagi hafi stefnandi brotið gróflega gegn rétti stefnda til að fá upplýsingarum sjúkdóma eða kvilla, sem flugliðar hans séu haldnir og geti valdið missiþegar fenginna réttinda, eða komið í veg fyrir ráðningu í upphafi og þar meðútilokað öflun starfsréttinda. Með því að leyna stefnda upplýsingum umheilsufar sitt hafi stefnandi valdið því að stefndi hefði aldrei getað veittþví vátyggingarfélagi, sem hann kaupir skírteinistryggingar af, réttarupplýsingar um heilsufar stefnanda, en réttar upplýsingar um vátryggðan séuforsenda þess að vátryggingarfélag geti metið áhættu sína rétt, sbr. annarsvegar IV. kafla, Almennar forsendur fyrir ábyrgð félagsins og hins vegar IX.kafla, Sérstakar reglur um hópvátryggingar í lögum um vátryggingarsamninganr. 30/2004. Auk þess megi benda á tryggingarskilmála Willis Limited, sem stefnandihafi lagt fram með þýðingum að hluta. Í kafla Group loss licence insurance –elite cover, Section B – Scheme member section sé fjallað um það sem heiti„Previous disability“. Samkvæmt þessu ákvæði eigi að veita upplýsingar umheilsufar hins tryggða á 24 mánuði tímabili fyrir gildistökuskírteinistryggingar. Stefnandi,sem leyndi upplýsingum um heilsufar sitt, hefði aldrei öðlast neinn rétt áhendur vátryggjanda atvinnuréttarskírteinis hennar, og geti því ekki heldur áttneinn rétti til skaðabóta úr hendi stefnda, sem svarar til ígildis skírteinistryggingarinnar.Í þessu sambandi breyti ekki neinu þótt félagið hafi sent frá sér staðfestingu,þess efnis að stefnandi sé tryggð gegn skírteinismissi frá 30. október 2015 tilog með 29. október 2016. Engubreyti fyrir réttarstöðu stefnanda gagnvart stefnda, þótt stefndi hafi samiðvið stefnanda um tímabundna ráðningu, sem byrjanda í mars 2015, er hafi átt aðgilda til 31. ágúst sama ár. Ráðning stefnanda sem byrjanda hafi að hámarkigetað orðið 9 mánuðir. Stefndi hafi vonast til að stefnandi hefði öðlaststarfsréttindi á flugvélar hans 31. ágúst 2015. Þegar byrjandasamningurinn varúti samkvæmt efni sínu hafi stefnandi ekki lokið leiðarþjálfun og því ekkiheldur gengist undir leiðarpróf. Stefndi hafi haldið áfram að reyna að komastefnanda í gegnum starfsréttindanám í september og október 2015. Stefnandihafi á þessum tveimur mánuðum ekki náð þeirri hæfni að geta stjórnað loftfarií samræmi við rétt og öruggt verklag. Þetta sé óumdeilt því í stefnu segi aðyfirflugstjóri stefnda hafi lagt það til á fundi 6. nóvember 2015 að stefnandimyndi fljúga fimm flug til viðbótar. Ef þau gengju vel yrði sett upp nýdagsetning fyrir leiðarpróf. Á þessum fundi bar stefnandi fyrir sig að komiðhefði upp heilbrigðisvandamál þegar hún fór í skoðun hjá fluglækni 3. nóvember2015 til endurnýjunar á 1. flokks heilbrigðisvottorði. Stefnandi hafi þessvegna ekki aðeins verið vanhæfur flugmaður heldur hafi hún einnig strítt viðeitthvert heilsufarsvandamál áður en lokatilraun til að þjálfa hana áttiað hefjast og því áður en hún gat undirgengist leiðarpróf. Hún hafi þvíaldrei orðið flugmaður hjá stefnda. Afstefnu verði ekki annað ráðið en heimsókn stefnanda til fluglæknis 3. nóvember2015 hafi verið ákveðin eftir að stefnanda varð ljóst að möguleiki hennar tilað öðlast starfsréttindi á flugvélar stefnda væru hverfandi eftir flugatvikiðí Berlín 26. október 2015. Í því sambandi bendir stefndi á, að í kjölfar þessað flugrekstrarstjóra stefnda bárust upplýsingar um flugatvikið í Berlin, ogað kalla ætti saman GFC til að fjalla um þjálfunarmálefni stefnanda, hafiflugrekstarstjórinn óskað eftir fundi með stefnanda. Ráðgert hafi verið aðhalda fundinn 30. október. Þann dag hafi stefnandi ekki getað komið og hafi þvíverið boðuð á ný 2. nóvember. Þá hafi stefnanda jafnframt verið tilkynnt aðflugáætlun hennar hefði verið breytt þannig að hún flygi ekki til Boston þannsama dag. Hefði sú flugáætlun gengið eftir hefði stefnandi verið í Boston 3.nóvember. Í ljósi þess sé óskiljanlegt hvernig stefnandi gat hafa pantað sértíma 29. október 2015 hjá fluglækni, og átt að mæta hjá honum 3. nóvember tilað undirgangast læknisskoðun til reglubundinnar endurnýjunar á 1. flokksheilbrigðisvottorði, eins og segir í stefnu. Starfslokstefnanda hjá stefnda hafi í fyrsta lagi orðið vegna þess að kjarasamningsbundinnráðningartími byrjenda var runninn út, en ekki vegna uppsagnar á ótímabundnumráðningarsamningi flugmanns, enda ekki hægt að segja upp samningi um starfflugmanns fyrr en sá, sem í hlut á, hefur sýnt þá hæfni að geta flogið flugvélán þess að leggja flugfar og farþega í hættu, og hafa til starfans andlegt oglíkamlegt atgervi. Stefnandi hafi, þegar á reyndi, haft hvorugt og því ekkigetað öðlast nein starfsréttindi á flugvélar stefnda. Þaðskapi stefnanda ekki neinn rétt á hendur stefnda þótt starfsmaður hans hafi íoktóber 2015 bent stefnanda á að komið væri að endurnýjun 1. flokks heilbrigðisvottorðs.Það vottorð hafi verið forsenda þess að Samgöngustofa gæfi út eða endurnýjaðiskírteini stefnanda, sem aldrei virðist hafa orðið. Þvert á móti hafi stefnandiverið svipt skírteini sínu vegna alvarlegra sjúkdóma. Það skapi stefnandaekki heldur neinn rétt á hendur stefnda þótt flugrekstrarstjóri stefnda hafi ásamstarfsnefndarfundi 12. ágúst 2015 látið þau orð falla ... að sérhver flugmaður sem nú vinnur fyrir Bþar með taldir þeir sem eru ráðnir á sumarsamningi muni halda vinnu sinniyfir vetrartímann. Í þessum orðum, séu þau rétt eftir höfð, felist ekkiþað loforð að byrjendur, sem höfðu ekki fengið starfsréttindi á flugvélarstefnda, myndu halda vinnu sinni yfir vetrartímann. Þaðskapi stefnanda ekki heldur neinn rétt þótt stefndi hafi tilkynnt vátryggingarfélaginöfn þeirra aðila sem hann vildi kaupa skírteinistyggingu fyrir. Forsenda þessað skírteinistrygging yrði keypt fyrir þá, sem voru tilkynntir, hafi ávalltverið sú, að þeir hefðu starfsréttindi á flugvélar stefnda. Sú var aldreiraunin með stefnanda. Þessi trygging hafi átt að taka gildi 30. október 2015og gat aðeins náð til þeirra sem voru í raun við störf á upphafstíma tyggingarinnarog voru það í 30 daga þar á eftir. Stefnandi hafi ekkert flogið frá því að húnkom heim úr Berlínarfluginu 25. október 2015 þar til henni var tilkynntformlega um starfslok 18. nóvember 2015. Viðbrögð stefnanda við þessu hafimeðal annars verið að senda I yfirflugstjóra hjá stefnda tölvupóst, þar semsagði Jæja I. Þá er þetta búið hjá okkur.Takk fyrir samvinnuna og sjáumst. Þaðskapi stefnanda ekki heldur neinn rétt þótt stefndi hafi verið búinn að geraflugáætlun fyrir stefnanda í nóvember 2015. Þessi flugáætlun hafi, eins ogannað er varðaði starf stefnanda, verið háð því að hún öðlaðiststarfsréttindi, sem aldrei varð. Stefndihafi ekki bakað stefnanda neitt tjón með ólögmætri uppsögn, hvað þá með því aðkaupa ekki skírteinistryggingu fyrir hana. Stefnandi hafi aldrei getað fengiðfastráðningu sem flugmaður, þar eð hún lauk ekki starfsþjálfun, og reyndistauk þess hafa verið veik þegar hún réð sig til starfa og í starfi. Veikindistefnanda hafi að endingu leitt til þess að hún var svipt skírteini sínu.Stefndi beri ekki neina ábyrgð á því að hún hafi aldrei náð að ljúkastarfsréttindum á flugvélar hans, hvað þá að stefndi beri ábyrgð á heilsufaristefnanda. Stefnandi eigi því hvorki bótakröfur innan né utan samninga áhendur stefnda. Sístaf öllu eigi stefnandi kröfu sem sé ígildi skírteinistryggingar. Stefndi hafialdrei getað tilkynnt stefnanda til tryggingarfélagsins sem flugmann meðstarfsréttindi á flugvélar hans. Hann hafi því ekki bakað stefnanda neitttjón á saknæman og ólögmætan hátt þannig að stefnandi hafi eignast það sem húnkalli sjálfstæða skaðabótaskyldu gagnvart stefnda, með því að upplýsaranglega á samstarfsnefndarfundi 12. ágúst 2015 að allir flugmenn, þar meðtaldir sumarflugmenn, væru tryggðir. Stefndi bendir á að stefnandi hafi þáverið byrjandi sem hafi ekki átt neina kröfu til þess að hafa skírteinistryggingusamkvæmt kjarasamningi. Stefndimótmælir upphafstíma dráttarvaxtakröfu vegna skaðabótakröfu, sem svarar ígildiskírteinistryggingar, og krefst þess, verði sú krafa tekin til greina að einhverjuleyti eða öllu, að hún beri dráttarvexti frá dómsuppsögudegi til greiðsludags.Stefnandi mótmælir útreikningum á orlofskröfu, enda hvorki í samræmi við kjarasamningné lög um orlof. Stefndibendir á að þar eð stefnandi geri skaðabótakröfur hafi henni borið að takmarkatjón sitt. Það hafi stefnandi gert meðal annars með því að sækja um atvinnuleysisbætur. Stefndibyggir sýknukröfu sína á almennum reglum samninga-, kröfu- og skaðabótaréttar,ákvæðum laga um loftferðir, nr. 60/1998, og reglugerðum settum á grundvelliþeirra svo sem reglugerð nr. 237/2014 og lögum um vátryggingarsamninga nr.30/2004. Krafa um málskostnað byggist á 129., sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991.Niðurstaða Stefnandi,sem hafði atvinnuflugmannsréttindi, réð sig í byrjun mars 2015 til tímabundinnastarfa og þjálfunar hjá stefnda, sem er flugrekandi. Í þessu máli þarf að svaraþví hvort stefnandi hafi notið þeirrar réttarstöðu þegar stefndi óskaði ekkilengur eftir vinnuframlagi hennar, 18. nóvember 2015, að hún ætti rétt tillauna vegna veikinda svo og rétt til skírteinistryggingar. Réttarsambandstefnanda og stefnda stofnaðist með ráðningarsamningnum sem stefnandi ogstarfsmaður stefnda rituðu undir 4. mars 2015. Samkvæmt honum réð stefndistefnanda tímabundið í sex mánuði, eða til 31. ágúst 2015. Við aðalmeðferð málsinsvar þess ekki getið að komið hefði til tals, þegar leið að lokum ágústmánaðar,að stefndi vildi ekki nýta starfskrafta stefnanda frekar eða væri þá þegarúrkula vonar um að hún gæti náð fullnægjandi tökum á stjórn flugvéla stefnda.Þvert á móti sýnir þjálfunarmappa stefnanda að hún flaug til níu áfangastaðaeða 18 flugleggi (sector), í september, sem samsvara 73-74 fartímum (blocktime). Jafnframt flaug hún til 11 áfangastaða í október eða 22 flugleggi, semsamsvara 76-77 fartímum. Þaðer meginregla í vinnurétti að haldi starfsmaður, sem var ráðinn tímabundið,áfram störfum hjá vinnuveitanda þegar tímabundni ráðningartíminn er runninnút telst ráðningarsambandið varanlegt. Ákvæðigreinar 2.2 í kjarasamningnum haggar ekki þessari réttarstöðu. Ákvæðið er íkafla 2 um menntun og réttindi. Í greininni segir að byrjandi sé sá flugmaðursem er ráðinn til reynslu og hann skuli, innan níu mánaða frá fyrsta námskeiðsdegi,fá skorið úr því hvort hann skuli ráðinn til framhaldsstarfa hjá félaginu eðaekki. Sé byrjandi ekki ráðinn á þessu níu mánaða tímabili er óheimilt að ráðahann aftur sem byrjanda. Aðmati dómsins er hlutverk þessa ákvæðis í kjarasamningnum annars vegar að spornavið því að flugfélagið geri óhóflega langa tímabundna samninga við byrjendurmeð því að setja þeim níu mánuði sem hámark og hins vegar að koma í veg fyrirað sami starfsmaður sé aftur og aftur ráðinn tímabundið sem byrjandi. Þettaákvæði kjarasamningsins getur á hinn bóginn ekki breytt ráðningarsamningisem er tímabundinn til 31. ágúst 2015 í ráðningarsamning sem er tímabundinn til2. desember 2015, þegar liðnir voru níu mánuðir frá 2. mars, fyrstanámskeiðsdegi stefnanda. Að mati dómsins var stefnandi því í ótímabundnuráðningarsambandi við stefnda þegar læknir á Fluglæknasetri mældi blóðþrýstinghennar svo lágan að hann taldi sig ekki geta gefið út fyrsta flokksheilbrigðisvottorð og tilkynnti það stefnda 3. nóvember 2015. Einsog fram er komið eru til tvær útgáfur af kjarasamningi stefnda og stéttarfélagsstefnanda, Íslenska flugmannafélagsins, báðar dagsettar sama dag og undirritaðaraf sama fólki. Eina ákvæðið sem skilur þessar tvær útgáfur að er grein 7.2 umlaun í veikindaforföllum. Í annarri útgáfunni er veittur réttur til sex mánaðaen í hinni til 13 mánaða. Þaðauðveldar ekki lestur þessa kjarasamnings að þar eru hugtök ekki skilgreindsérstaklega. Hugtakið flugmaður hefur þar í það minnsta tvær merkingar. Annarsvegar hefur það víða merkingu og tekur til allra þeirra sem hafa atvinnuflugmannsréttindi.Hins vegar hefur það í nokkrum ákvæðum þrengri merkingu. Grein 2.1 sýnirglöggt þessar tvær merkingar hugtaksins en hún hljóðar þannig:Allirflugmenn skulu hafa fullgild starfsskírteini. Störf flugmanna skiptast þannigeftir réttindum og starfsaldri:·Flugstjóri·Flugmaður·Byrjandi Hvertsé nákvæmt inntak hugtaksins flugmaður í þrengri merkingu skal ósagt látið. Þótelur dómurinn ljóst að í þeim tilvikum þar sem flugmaður og flugstjóri erutilteknir sérstaklega taki ákvæðið til flugmanna í þrengri merkingu og ekkibyrjenda. Í öðrum tilvikum sé orðið flugmaður notað í víðari merkingunni. Grein7.2 hljóðar svo:Núveikist flugmaður og forföll hans eru staðfest, skal þá greiða honum full launí 6/13 mánuði, þó ekki lengur en til loka ráðningartímans. Dómurinntelur að í þessu ákvæði sé hugtakið flugmaður notað í víðari merkingunni endaer starfsheitið flugstjóri ekki tiltekið þar sérstaklega og starfsheitið byrjandiekki heldur undanskilið þessum rétti til launa í veikindaforföllum. Þegarstefnandi hugðist endurnýja heilbrigðisvottorð sitt 3. nóvember 2015 reyndisthún veik í þeim skilningi að hún mátti ekki sinna því starfi sem hún var ráðintil hjá félaginu og ekki halda áfram þjálfun. Þegar veikindi hennar bar aðhafði stefndi ekki tekið neina ákvörðun um að segja henni upp störfum. Dómurinntelur starfsaldursreglur samkvæmt kjarasamningi og viðauka við hann ekkihafa átt við um stöðu stefnanda hjá stefnda. Stefndi gat sagt henni uppstörfum með þeim fyrirvara sem gilti um fastráðna starfsmenn en hann varð þóað virða þau réttindi sem stefnandi hafði áunnið sér samkvæmt kjarasamningitil launa á veikindatíma en eins og fram er komið hefur stefnandi ekki ennnáð þeirri heilsu að hún megi fljúga. Báðarútgáfur kjarasamningsins eru undirritaðar af fimm mönnum, tveimur frá stefndaog þremur frá Íslenska flugmannafélaginu. D, flugrekstrarstjóri stefnda, annarþeirra sem ritaði undir samningana fyrir stefnda, bar fyrir dóminum að þaðeintak þar sem veikindarétturinn er skemmri sé það eintak sem unnið sé eftir.Stefnandi hefði getað leitt einhvern þeirra þriggja sem rituðu undir kjarasamninganafyrir hönd ÍFF. Hún lét hjá líða að gera það og hefur því ekki hnekkt þessarifullyrðingu stefnda. Því þykir verða að miða við að sú útgáfa kjarasamningsinsþar sem réttur flugmanns til launa í veikindum nemur sex mánuðum sé hin rétta. Stefnandifékk greidd laun í nóvember og desember 2015. Í varakröfu sinni krefst húnlauna á veikindatímabilinu janúar til og með apríl 2016 ásamt orlofi. Stefndihefur ekki hnekkt því að fjárkrafan sé rétt reiknuð út og því verður fallist ávarakröfu stefnanda um laun á veikindatímabili eins og hún er sett fram. Þáþarf að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi átt rétt til skírteinistryggingar. Ígrein 8.1 í kjarasamningnum segir:Umtryggingar B og flugmanna vísast til viðauka við samning þennan. B skal fyrir1. mars ár hvert senda staðfestingu um tryggingar flugmanna til félagsins þarsem fram koma skilmálar þeirra. Íviðaukanum um tryggingar segir um skírteinistryggingu:Bskal á sinn kostnað tryggja skírteini hvers flugmanns fyrir USD 436.000. Tryggingþessi skal ná yfir réttindamissi vegna sjúkdóma eða slyss eða samkvæmt nánariskilgreiningu í tryggingarskilmálum. Greiða skal óskerta tryggingarfjárhæðað 60 ára aldri vegna missis skírteinis, enda þótt sennilegt verði talið aðhinn tryggði geti síðar meir stundað aðra atvinnu en þá sem skírteini hansgildir fyrir. Byrjanda ber eigi skírteinistrygging, fyrr en hann hefur öðlastfull starfsréttindi og skipar jafnframt sæti flugmanns. Einsog kjarasamningurinn í heild sinni hefði þetta ákvæði viðaukans að ósekju máttvera skýrar orðað. Í því er hugtakið flugmaður fyrst notað í víðri merkingu enekki sem starfsheiti því flugstjórar eru ekki tilgreindir sérstaklega. Það erekki fyrr en í lok málsgreinarinnar sem í ljós kemur að hugtakið er aðeins aðhluta til notað í víðri merkingu því byrjandi þarf að uppfylla sérstök skilyrðitil þess að njóta tryggingarinnar. Þeirra á meðal þarf hann að hafa öðlastfull starfsréttindi og skipa jafnframt sæti flugmanns. Þarna í lokin stendurorðið flugmaður í þrengri merkingu, það er þeirri sem tekur hvorki tilflugstjóra né byrjenda. Aðilarkjarasamningsins hafa ekki heldur skilgreint hitt skilyrðið sem er hugtakið„full starfsréttindi“. Í það hugtak verður þó að leggja þá merkingu að í þvífelist réttindi sem eru ríkari en atvinnuflugmannsréttindi því allirflugmenn skulu samkvæmt grein 2.1 í kjarasamningnum hafa fullgildstarfsskírteini, þeirra á meðal byrjendur. Áherðum flugrekanda hvíla annars vegar skyldur við stjórnvöld og eftirlitsaðilasamkvæmt lögum og reglugerðum og hins vegar skyldur við starfsfólk sitt samkvæmtkjarasamningi og reyndar einnig lögum. Skyldurnar vísa að sumu leyti í gagnstæðaráttir því stefndi þarf að þjóna tveimur herrum; annars vegar hinu opinbera oghins vegar starfsmönnum sínum. Engu að síður telur dómurinn að í þessu tilvikiverði ekki hjá því komist að túlka þær skyldur sem stefndi ber samkvæmt kjarasamningivið einstaka starfsmenn út frá þeim skyldum sem löggjafinn leggur á hann viðeftirlitsaðila og leyfisveitanda. Dómurinntelur svarið við því hvort stefnandi eigi rétt til skírteinistryggingar veltaá túlkun á hugtakinu „full starfsréttindi“ í viðauka kjarasamningsins um tryggingar. Íþjálfunarhandbók sinni tilgreinir stefnandi þær kröfur sem hann gerir til flugliðatil þess að þeir fái starfsréttindi sem flugmenn. Þær kröfur taka mjög mið afþeim kröfum sem eru gerðar til stefnda í lögum og reglugerðum, meðal annars íreglugerð ESB nr. 965/2012 tildæmis III. viðauka við hana svonefndum ORO-hluta, sbr. reglugerð nr. 237/2014 sem innleiddi hina fyrrnefndu. Endaþótt stefnandi hafi fengið áritun í flugliðaskírteini sitt þess efnis að húnmætti fljúga A320-vélum eftir að hún hafði lokið þjálfun í flughermi íFrakklandi varð hún að fara í umskiptaþjálfun (Operator Conversion Course) hjáþeim flugrekanda sem hún hugðist starfa hjá og ljúka hæfnisprófi flugrekandans.Hún þurfti jafnframt að ljúka leiðarflugsprófi þegar hún hefði lokiðleiðarflugi undir umsjón, sbr. grein ORO.FC.220 um umskiptaþjálfun á vegumflugrekanda og próf. Ámeðan stefnandi uppfyllti ekki skilyrði þessarar ESB-reglugerðar gat stefndiekki ráðið hana til þess að fljúga á vélum hans án þess að hún væri undirumsjón þjálfunarflugmanns. Að mati dómsins verður að líta svo á að sá semuppfyllir ekki skilyrði þessarar reglugerðar geti ekki talist hafa „fullstarfsréttindi“. Sérhverflugmaður þarf reglubundið að fara í leiðarflugspróf og getur fallið á þvísíðar þótt hann hafi einu sinni staðist það. Stefnandifékk þá umsögn þjálfunarflugstjóra 14. október 2015 að hún hefði náð þeirrifærni að hún gæti farið í prófið. Tveimur vikum síðar fékk hún umsögn annarsþjálfunarflugstjóra þess efnis að hún hefði að svo stöddu ekki náð nægilegrifærni til að fara í prófið. Nokkru síðar kom hennar eigin heilsufar í veg fyrirað hún gæti flogið flugvél. Hún átti því aldrei kost á að takaleiðarflugsprófið. Stefnandihafði því ekki náð að uppfylla þá forsendu fyrir skírteinistryggingunni aðhafa öðlast „full starfsréttindi“ í skilningi viðauka við kjarasamninginnum tryggingar 18. nóvember 2015 þegar starfsmaður stefnda afhenti henni bréfþess efnis að ekki væri óskað eftir frekara vinnuframlagi hennar. Af þeim sökumátti hún ekki rétt til skírteinistryggingar úr hendi stefnda. Þar með þarf ekki að takaafstöðu til þess hvort stefnandi hafi vitað að heilsufar hennar var ekkijafnfullkomið og heilsufar flugmanna þarf að vera en haldið því leyndu fyrirstefnda. Til viðbótar þeim málsástæðumstefnanda, fyrir því að hún hafi verið fastráðinn flugmaður í þrengrimerkingu þess hugtaks, sem dómurinn hefur tekið afstöðu til, teflir stefnandifram þeirri að hún hafi frá og með 15. október 2015 fengið greidd laun eins ogflugmaður. Dómurinntelur að það eitt að starfsmaður fái greidd laun eins og flugmaður geti ekkihaft þau réttaráhrif að hann njóti stöðu flugmanns í þrengri merkingu, sérstaklegaekki þegar viðkomandi hafði ekki náð þeirri sérstöku starfshæfni sem mælt erfyrir um í ESB-reglugerð nr. 965/2012. Stefndi greiddi stefnanda laun í samræmivið grein 11.7 í kjarasamningnum frá því að talið var upphaflega, 14. október,að hún gæti farið í leiðarflugsprófið. Engu að síður komst stefnandi aldrei íþað próf og náði þar með ekki heldur að standast það og gat því í raun réttrialdrei borið starfsheitið flugmaður, sbr. sundurliðun á starfsheitum í grein2.1, þótt vonir bæði hennar og starfsmanna stefnda hafi staðið til þess. Þýðingarmestusönnun þess að hún hafi notið stöðu flugmanns í þrengri merkingu kjarasamningsinstelur stefnandi yfirlýsingu flugrekstrarstjóra á fundi 12. ágúst 2015. Framer komið að í kjarasamningi stefnda og ÍFF er á tveimur stöðum getið um samstarfsnefndflugmanna og stefnda. Á öðrum staðnum er henni ætlað að fjalla um deilur semrísa út af kjarasamningnum og á hinum staðnum segir að hún sé samstarfs- ogumræðuvettvangur. Þess er hvorki getið að henni sé ætlað að leiða deilumál tillykta né hvaða réttaráhrif ákvarðanir sem hún tekur eða yfirlýsingar sem erugefnar á fundum eigi að hafa. Þaðer jafnframt komið fram að á fundi sem nefndin hélt 12. ágúst 2015 lýsti D,flugrekstrarstjóri stefnda, yfir því að sérhver flugmaður, sem ynni þá fyrir B,þar með taldir sumarstarfsmenn, héldi vinnu sinni yfir vetrarmánuðina. Fundargerðinvar send D til staðfestingar sama dag og fundurinn var haldinn. Ekki verðurannað séð af tölvupósti sem hann sendi fundarritara sex vikum síðar, 22. september,en að hann sé samþykkur efni fundargerðarinnar (All ok.). Efni þeirrar yfirlýsingarsem er höfð eftir honum í fundargerðinni er afdráttarlaust og verður að matidómsins að telja yfirlýsinguna gilt loforð sem starfsmenn stefnda máttu teljastefnda bundinn við. Stefndiber því við að forsenda hans fyrir því að ráða manneskju í stöðu flugmanns, ogþar með forsenda þessarar yfirlýsingar flugrekstrarstjórans, sé að viðkomandihafi uppfyllt skilyrði ESB-reglugerðarinnar og staðist leiðarflugsprófið. Þaðhefði vitaskuld verið ótvíræðara að gera þá kröfu að skriflegu skilyrði. Þegarlitið er til þeirra krafna sem flugrekendum ber að gera til þeirra flugliða semþeir ráða til starfa fellst dómurinn á að það hafi verið óorðuð forsenda þessað stefndi gæti ráðið fólk til starfa sem flugmenn í þrengri merkingu þesshugtaks samkvæmt kjarasamningnum að það fólk uppfyllti skilyrði reglugerðarESB nr. 965/2012. Dómurinntelur jafnframt að stefnanda hafi mátt vera kunnugt um þessa forsendu endatekur þjálfunin sem hún var í, og er ítarlega rakin í þjálfunarhandbók stefnda,mið af þeim kröfum sem honum ber að lögum að gera til þeirra sem hann ræður tilstarfa. Stefnandi hlaut því að gera ráð fyrir því að til þess að fá að gegnastarfi flugmanns hjá stefnda, eins og áður segir í þrengri merkingu þess orðssamkvæmt kjarasamningnum, þyrfti hún að hafa staðist allar kröfur reglugerðarinnar. Vegnaþessarar brostnu forsendu gat yfirlýsing flugrekstrarstjórans á fundinum 12.ágúst 2015 aldrei skapað stefnanda þá réttarstöðu sem hún byggir á að hún hafinotið þegar henni var sagt upp störfum hjá stefnda. Afsömu ástæðu telur dómurinn það ekki heldur geta haft þýðingu þótt stefndi hafitilkynnt tryggingarfélagi sínu að stefnandi væri einn þeirra starfsmanna hanssem nytu skírteinistryggingar. Dómurinnhefur því fallist á að stefnandi hafi verið flugmaður í víðari merkingu þesshugtaks samkvæmt kjarasamningi stefnda og stéttarfélags stefnanda, Íslenskaflugmannafélagsins, og þar með í merkingu greinar 7.2 í samningnum, svo og aðráðningarsambandið hafi verið varanlegt þegar henni var sagt upp störfum 18.nóvember 2015. Það er jafnframt niðurstaða dómsins að sú útgáfakjarasamningsins þar sem veikindaréttur nemur sex mánuðum sé rétt útgáfa hans.Af þeim sökum er fallist á þá varakröfu stefnanda að stefndi greiði henni þaðsem ógreitt er af þeim rétti til launa í veikindum. Dómurinnhefur hins vegar hafnað öllum málsástæðum sem stefnandi færir fyrir því að húnhafi verið flugmaður í þrengri merkingu þess orðs í kjarasamningnum. Dómurinnhefur einnig hafnað því að hæfni stefnanda á flugvélar hafi, þegar henni varsagt upp varanlegu ráðningarsambandi, uppfyllt skilyrði hugtaksins „full starfsréttindi“í skilningi viðauka við kjarasamninginn um tryggingar. Af þeim sökum hafnar dómurinnþví að stefnda beri að greiða stefnanda ígildi skírteinistryggingar. Stefnandihefur einungis náð fram hluta krafna sinna. Til þess þó að ná fram greiðsluveikindaréttar þurfti hún að höfða þetta mál gegn fyrrum vinnuveitanda sínum.Því þykir rétt að stefndi greiði stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn2.250.000 kr. og hefur þá verið tekið tillit til skyldu stefnanda til þess aðgreiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. IngiríðurLúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp þennan dóm.D Ó M s o r ð Stefndi,B ehf., greiði stefnanda, A, 2.840.077 kr. með dráttarvöxtum, skv. 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 614.416 kr. frá 1.febrúar 2016 til 1. mars 2016, af 1.228.832 kr. frá þeim degi til 1. apríl2016, af 1.843.248 kr. frá þeim degi til 1. maí 2016, en af 2.840.077 kr. fráþeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 2.250.000 kr. ímálskostnað. |
Mál nr. 506/2016 | Einkaleyfi EES-samningurinn Ráðgefandi álit Aðfinnslur | Árið 2007 var M veitt einkaleyfi fyrir tiltekið virkt efni til notkunar í lækningalyf. Sótti M í kjölfarið um svokallað viðbótarvottorð til E á grundvelli reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1768/92, en með slíku viðbótarvottorði var hægt að framlengja þá vernd sem fylgdi einkaleyfi eftir að gildistími þess var liðinn. Fyrir lá að samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar yrði gildistími slíks viðbótarvottorðs til M neikvæður og þar með ekki um neina viðbótarvernd að ræða. M taldi sig engu að síður hafa hagsmuni af því að fá slíkt viðbótarvottorð gefið út til að geta síðar meir öðlast rétt eftir reglugerð nr. 1901/2006, þegar hún yrði innleidd í íslenskan rétt, en sú reglugerð hafði leitt til breytinga á reglugerð nr. 1768/92 og hún verið endurútgefin sem reglugerð nr. 469/2009. E hafnaði því að gefa viðbótarvottorðið út þar sem skilyrði fyrir útgáfu þess væru ekki uppfyllt. M skaut þeirri ákvörðun til áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar sem staðfesti ákvörðun E. Höfðaði M í kjölfarið mál á hendur E og krafðist þess að úrskurður áfrýjunarnefndarinnar yrði felldur úr gildi og að viðurkennd yrði skylda E til að gefa vottorðið út. Undir rekstri málsins aflaði Hæstiréttur álits EFTA-dómstólsins á því hvernig bæri að túlka viðeigandi ákvæði reglugerðar nr. 1768/92 í ljósi þess að reglugerðir Evrópuráðsins nr. 1901/2006 og 469/2009 hefðu ekki gildi hér á landi. EFTA-dómstóllinn svaraði spurningu réttarins á þann veg að reglugerðin heimilaði útgáfu viðbótarvottorðs með engum gildistíma og að engu breytti í því sambandi þótt reglugerðir nr. 1901/2006 og nr. 469/2009 hefðu ekki verið felldar inn í EES-samninginn. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til álits EFTA-dómstólsins og taldi að áfrýjunarnefndin hefði ranglega lagt til grundvallar í úrskurði sínum að ekki yrði gefið út viðbótarvottorð með engum gildistíma. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og jafnframt tekin til greina krafa M um viðurkenningu á því að E væri skylt að gefa viðbótarvottorðið út. Þá var fundið að því að héraðsdómari hefði ekki lagt úrskurð á kröfu E um að málinu yrði að hluta vísað frá dómi áður en hann dæmdi málið að efni til. | Dómur Hæstaréttar.Málþetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Benedikt Bogason og EyvindurG. Gunnarsson prófessor.Áfrýjandiskaut málinu til Hæstaréttar 12. júlí 2016. Hann krefst þess að felldur verðiúr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar 9.september 2015 í máli nr. 8/2009 þar sem staðfest var sú ákvörðun stefnda 3.apríl 2009 að synja áfrýjanda um útgáfu viðbótarvottorðs á grundvelli umsóknarhans um viðbótarvernd byggt á einkaleyfi nr. 2218. Jafnframt krefst hann þessað viðurkennd verði skylda stefnda til að gefa út viðbótarvottorð til handa sérá grundvelli umsóknarinnar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti. Stefndikrefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.IÁfrýjandier rétthafi einkaleyfis nr. 2218 fyrir virkt efni til notkunar í lækningalyf,nánar tiltekið „Beta-amínó tetrahýdróimídasó (1,2-a) pýrasín ogtetrahýdrótríasóló (4,3-a) pýrasín sem dípeptídýl peptíðasa hindrar tilmeðhöndlunar eða forvarnar á sykursýki“. Umsókn um einkaleyfið var lögð fram 5.júlí 2002 og var leyfið veitt 15. mars 2007. Áfrýjandi fékk síðan skráðmarkaðsleyfi á Íslandi 21. mars 2007 og í Evrópusambandinu fyrir sykursýkislyfiðJanuvia, sem hefur að geyma það virka efni sem einkaleyfið tekur til.Áfrýjandi sótti 19. september 2007 um viðbótarvottorð ágrundvelli reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1768/92 frá 18. júní 1992 um útgáfu viðbótarvottorðsum vernd lyfja, en reglugerð þessi er hluti af EES-samningnum og hefurlagagildi hér á landi, sbr. 1. mgr. 65. gr. a. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi,svo sem þeim var breytt með lögum nr. 36/1996. Með slíku vottorði verðurframlengd sú vernd sem fylgir einkaleyfi eftir að gildistími þess er liðinn. Umgildistíma viðbótarvottorðs fer eftir 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar, en hannskal vera jafn langur þeim tíma sem leið frá því umsóknin um grunneinkaleyfiðvar lögð fram og þangað til fyrsta markaðsleyfið var veitt fyrir framleiðsluvörunaá Evrópska efnahagssvæðinu að frádregnum fimm árum. Þó skal vottorðið ekkigilda lengur en fimm ár frá því grunneinkaleyfið rennur út, sbr. 2. mgr. sömugreinar. Samkvæmt þessu gat viðbótarvottorð til áfrýjanda ekki lengt gildistímaeinkaleyfisins sökum þess að minna en 5 ár liðu frá því hann sótti umeinkaleyfið 5. júlí 2002 þar til hann fékk markaðsleyfið 21. mars 2007 eða semnemur þremur mánuðum og 14 dögum. Þrátt fyrir þetta óskaði áfrýjandi eftir aðfá viðbótarvottorðið útgefið til að geta síðar meir öðlast rétt eftir reglugerðEvrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1901/2006 frá 12. desember 2006 um lyf fyrirbörn og um breytingu á nánar tilgreindum reglugerðum og tilskipunum, þegar húnyrði tekin upp í EES-samninginn og innleidd í íslenskan rétt. Samkvæmt 36. gr.þeirrar reglugerðar á handhafi viðbótarvottorðs rétt á sex mánaða framlenginguá þeirri vernd sem fylgir vottorðinu fyrir lyf ætluð börnum. Miðað við þettahefði vottorð til áfrýjanda runnið út 21. mars 2022 og að teknu tilliti tilviðbótartímans hefði verndin fallið niður 21. september það ár. Þannig hefði verndinsem fylgir einkaleyfinu framlengst um tvo mánuði og 16 daga frá því einkaleyfiðrennur út 5. júlí 2022 að liðnum 20 árum frá því sótt var um það, sbr. 1. mgr.40. gr. laga nr. 17/1991.Stefndi féllst ekki á umsókn áfrýjanda um viðbótarvottorðheldur svaraði honum með bréfi 5. febrúar 2008 þar sem vísað var til þess aðengin viðbótarvernd fengist fyrir einkaleyfið þar sem skemmri tími en fimm árhefði liðið frá því umsókn um það var lögð fram þar til fyrsta markaðsleyfi varveitt á Evrópska efnahagssvæðinu. Eftir nokkur bréfaskipti milli aðila umskilyrði til þess að fá útgefið viðbótarvottorð fór svo að stefndi synjaðiendanlega um að gefa það út með bréfi 3. apríl 2009. Var sú niðurstaða reist áþví að viðbótarvottorði væri ætlað að gilda fram í tímann þegar verndartímieinkaleyfis væri runninn út. Taldi stefndi því ekki fyrir hendi skilyrði eftirfyrrgreindri reglugerð nr. 1768/92 til að gefa vottorðið út. Í því sambandi tókhann fram að áðurnefnd reglugerð nr. 1901/2006 kæmi ekki til skoðunar við mat áþví hvort áfrýjandi ætti rétt á vottorðinu heldur yrði eingöngu litið tilgildandi laga.Áfrýjandi skaut ákvörðun stefnda til áfrýjunarnefndarhugverkaréttinda á sviði iðnaðar með bréfi 27. maí 2009. Á þessum tíma höfðustjórnvöld í Þýskalandi hafnað hliðstæðri beiðni áfrýjanda um viðbótarvottorðog hafði hann borið þá synjun undir dómstól þar í landi. Undir rekstri þessmáls var aflað forúrskurðar Evrópudómstólsins í máli sem síðar verður vikið að.Eftir beiðni stefnda var meðferð málsins hjá áfrýjunarnefndinni frestað meðanbeðið var niðurstöðu Evrópudómstólsins. Að henni fenginni var málið tekið tilúrlausnar hjá nefndinni og staðfesti hún með úrskurði 9. september 2015ákvörðun stefnda um að hafna umsókn áfrýjanda um viðbótarvottorð. Var súniðurstaða reist á því að reglugerð nr. 1901/2006 hefði ekki lagagildi hér álandi og yrði þar af leiðandi ekki lögð til grundvallar við úrlausn málsinsþrátt fyrir væntingar áfrýjanda um að hún yrði síðar tekin upp í íslenskanrétt. Áfrýjandi höfðaði mál þetta til að fá þessari niðurstöðu hnekkt ogviðurkenndan rétt sinn til að fá útgefið viðbótarvottorð, svo sem áður er getið.Með fyrrgreindri reglugerð nr. 1901/2006 voru gerðarbreytingar á reglugerð nr. 1768/92, sem hefur lagagildi hér á landi, eins ogáður kom fram. Í kjölfarið var síðargreinda reglugerðin felld út gildi og leystaf hólmi með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 469/2009 frá 6. maí2009 um vottorð um viðbótarvernd fyrir lyf. Sú reglugerð er í öllummeginatriðum samhljóða reglugerð nr. 1768/92, eins og henni hafði verið breyttmeð reglugerð nr. 1901/2006. Með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.92/2017 frá 5. maí 2017 voru báðar þessar reglugerðir teknar upp íEES-samninginn. Ákvörðunin mun taka gildi 1. júní 2018.IISvosem áður greinir höfðaði áfrýjandi dómsmál í Þýskalandi til að fá fellda úrgildi synjun þýskra stjórnvalda um að gefa út viðbótarvottorð til hans. Undirrekstri þess máls beindi þýski dómstóllinn þeirri spurningu tilEvrópudómstólsins hvort viðbótarvottorð fyrir lyf yrði veitt ef tímabilið fráþví umsókn um grunneinkaleyfi var lögð fram þar til fyrsta markaðsleyfi værigefið út í Evrópusambandinu væri styttra en fimm ár. Meðdómi Evrópudómstólsins 8. desember 2011 í máli nr. C-125/10 var leyst úrframangreindri spurningu. Í niðurstöðukafla dómsins kom fram að ákvörðun um aðgefa ekki út viðbótarvottorðið hefði verið tekin áður en reglugerð nr. 469/2009tók gildi 6. júlí 2009. Því yrði að svara spurningunni með hliðsjón afreglugerð nr. 1768/92, eins og henni hafði verið breytt með reglugerð nr.1901/2006. Í dóminum var vísað til 13. gr. reglugerðarinnar um gildistímavottorðs og tekið fram að ekkert í orðalagi þeirrar greinar eða annarra ákvæðareglugerðarinnar gæfi til kynna að útilokað væri að gildistími viðbótarvottorðsværi enginn. Einnig sagði að í 10. gr. reglugerðarinnar kæmi fram að gefa ættiút vottorð ef umsókn um það og framleiðsluvaran fullnægðu skilyrðum reglugerðarinnar,en í þeim efnum var tekið fram að raunverulegur gildistími væri ekki meðalþeirra skilyrða fyrir útgáfu vottorðs sem kæmu fram í 3. gr. reglugerðarinnareða formskilyrða í 7. til 9. gr. hennar. Þá var í dóminum bent á að vottorð meðengum gildistíma þjónaði tilgangi fyrir rétthafa sem óskaði eftir að fá frekarivernd vegna lyfja fyrir börn. Samkvæmt þessu komst dómurinn að þeirriniðurstöðu að skýra bæri 13. gr. reglugerðarinnar þannig að viðbótarvottorðyrði veitt fyrir lyf þótt gildistími þess væri enginn.Íbréfi 29. maí 2017 beindi Hæstiréttur því til aðila, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópskaefnahagssvæðið, að þeir kæmu á framfæri við réttinn áliti sínu á því hvort efniværu til að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Af hálfu þeirra beggja varekki hreyft andmælum við því að það yrði gert. Með úrskurði 12. júní 2017 ákvaðrétturinn að leita álits dómstólsins á því, í ljósi þess að reglugerð nr.1901/2006 og reglugerð nr. 469/2009 hefðu ekki verið teknar upp íEES-samninginn, hvort viðbótarvottorð á grundvelli reglugerðar nr. 1768/92,yrði gefið út fyrir lyf, ef tímabilið frá því að umsóknin um grunneinkaleyfivar lögð inn þar til fyrsta markaðsleyfi var veitt á Evrópska efnahagssvæðinuværi styttra en fimm ár. Meðdómi 21. desember 2017 í máli nr. E-5/17 lét EFTA-dómstóllinn í té ráðgefandiálit sitt um spurningu réttarins. Í niðurstöðu dómsins var vísað til þess aðúrskurður áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, sem málið lyti að,hefði gengið 9. september 2015, en þá hefði ekki tekið gildi ákvörðunsameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017, sem felldi reglugerð nr. 1901/2006og reglugerð nr. 469/2009 inn í EES-samninginn. Yrði því að svara spurninguréttarins miðað við þær reglur sem voru í gildi á þeim tíma. Í dóminum varvísað til þess að í reglugerð nr. 1768/92 væri ekki vikið berum orðum aðviðbótarvottorðum með engum gildistíma. Um gildistímann væri fjallað í 13. gr.reglugerðarinnar en ekkert í orðalagi ákvæðisins eða annars staðar íreglugerðinni benti til að girt væri fyrir útgáfu slíks vottorðs. Auk þess værií 3. gr. reglugerðarinnar, sem fjallaði um skilyrði fyrir útgáfuviðbótarvottorðs, ekki að finna áskilnað um raunverulegan gildistíma og þaðsama ætti við um 7. til 9. gr. þar sem fjallað væri um málsmeðferð. Um þessiatriði vísaði dómurinn til fyrrgreinds dóms Evrópudómstólsins í máli nr.C-125/10. Að þessu sögðu er í dóminum bent á að sú skylda hvíli á lögbæruyfirvaldi eftir 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar að gefa út vottorð ef umsóknog framleiðsluvara fullnægja skilyrðum reglugerðarinnar. Nánar tiltekið værigildistími ekki tilgreindur sem ástæða synjunar í 2. til 5. mgr. 10. gr. þarsem taldar væru þær ástæður sem leiddu til þess að umsókn yrði hafnað. Útgáfavottorðs með engum gildistíma væri því ekki aðeins heimil eftir reglugerðinniheldur skylda sem hvíldi á yfirvöldum á Evrópska efnahagssvæðinu þegarskilyrðum fyrir útgáfu þess væri fullnægt. Samkvæmt þessu svaraði dómstóllinnspurningu réttarins þannig að reglugerðin heimilaði útgáfu viðbótarvottorðsþótt tíminn sem hefði liðið frá því að umsókn um grunneinkaleyfi var lögð framþangað til fyrsta markaðsleyfið var gefið út innan Evrópska efnahagssvæðisinsværi styttri en fimm ár. Jafnframt hefði ekki áhrif á þessa niðurstöðu þóttekki hefði tekið gildi fyrrgreind ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um aðfella reglugerð nr. 1901/2006 og reglugerð nr. 469/2009 inn í EES-samninginn.IIIEinsog áður greinir hefur reglugerð nr. 1768/92 lagagildi hér á landi, sbr. 1. mgr.65. gr. a. laga nr. 17/1991. Ágreiningur málsaðila lýtur að því hvort umsóknáfrýjanda um viðbótarvottorð fyrir lækningalyf fullnægi skilyrðumreglugerðarinnar. Deila aðilar um hvort vottorð verði gefið út þegar það hefurengan gildistíma, eins og hann verður reiknaður út samkvæmt 13. gr.reglugerðarinnar. Samkvæmt því ákvæði tekur vottorð gildi þegar lögbundinngildistími grunneinkaleyfis rennur út og gildir á tímabili sem er jafnlangtþeim tíma er leið frá því umsóknin um grunneinkaleyfi var lögð fram og þangaðtil fyrsta markaðsleyfið var veitt fyrir framleiðsluvöruna innan bandalagsins,að frádregnum fimm árum. Áfrýjandi lagði fram umsókn um einkaleyfi sitt 5. júlí2002 og fékk fyrsta markaðsleyfið 21. mars 2007. Samkvæmt þessu hefði vottorðtil hans engan gildistíma eða það sem kallað er neikvæðan gildistíma.Viðtúlkun reglugerðar nr. 1768/92 er þess að gæta að fram kemur í inngangsorðumhennar að tilgangurinn með reglugerðinni sé að auka vernd lyfja til að eflarannsóknir. Þetta helgist af því að sá tími sem líði frá því sótt er um einkaleyfifyrir nýtt lyf þar til leyft er að setja sérlyf á markað sé svo takmarkaður aðtímabilið sem lyfið njóti verndar dugi ekki til að endurgreiða fjárfestingu írannsóknum. Ekki fer í bága við þennan tilgang að gefa út viðbótarvottorð semhefur engan gildistíma. Aftur á móti verður áfrýjanda kleift með vottorði afþví tagi að öðlast frekari vernd á grundvelli reglugerðar nr. 1901/2006 ogreglugerðar nr. 469/2009, sem kom í staðinn fyrir eldri reglugerðirnar. Útgáfavottorðsins er því í samræmi við þann tilgang þeirra reglugerða að greiða fyrirþróun lyfja fyrir börn með því að veita slíkum lyfjum aukna vernd.Svosem fram kemur í fyrrgreindum dómum EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins erhvergi í reglugerð nr. 1768/92 að finna skilyrði um raunverulegan eða jákvæðan gildistímaviðbótarvottorðs til að það verði gefið út. Auk þess kemur ekkert fram íreglugerðinni sem bendir til að enginn gildistími vottorðs hindri útgáfu þess.Þannig er það atriði ekki nefnt í 2. til 4. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar þarsem taldar eru þær ástæður sem valdið geta því að útgáfu vottorðs verði synjað.Að öllu þessu virtu verður talið að gefa beri út vottorð þótt það hafi engangildistíma, sbr. 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar, sem mælir fyrir um skyldutil útgáfu vottorðs að fullnægðum skilyrðum sem mælt er fyrir um íreglugerðinni. Samkvæmt þessu lagði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviðiiðnaðar ranglega til grundvallar í úrskurði sínum 9. september 2015 aðviðbótarvottorð með engum gildistíma yrði ekki gefið út og verður því að takatil greina kröfu áfrýjanda um að fella úrskurðinn úr gildi. Til að fá slíktvottorð útgefið þarf að fullnægja ákveðnum skilyrðum, sem öll eru lögbundin ogað engu leyti matskennd. Þar sem áfrýjandi fullnægir þessum skilyrðum verðurjafnframt tekin til greina krafa hans um viðurkenningu á því að stefnda beri aðgefa út vottorðið.Stefndaverður gert að greiða áfrýjanda málskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi ábáðum dómstigum eins og greinir í dómsorði. Við ákvörðun hans er tekið tillittil þess að aflað var ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins.Þaðathugast að fyrir héraðsdómi krafðist stefndi þess að málinu yrði að hluta tilvísað frá dómi. Í samræmi við 2. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála bar héraðsdómara að leggja úrskurð á þá kröfu áður en málið var dæmtað efni til. Dómsorð:Felldur er úr gildi úrskurðuráfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar 9. september 2015 í máli nr.8/2009 þar sem staðfest var sú ákvörðun stefnda, Einkaleyfastofunnar, 3. aprílsama ár að synja áfrýjanda, Merck Sharp & Dohme Corp., um útgáfuviðbótarvottorðs á grundvelli umsóknar hans um viðbótarvernd byggt á einkaleyfinr. 2218. Jafnframt er viðurkennd skylda stefnda til að gefa út viðbótarvottorðtil áfrýjanda samkvæmt reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1768/92 frá 18. júní 1992 umútgáfu viðbótarvottorðs um vernd lyfja.Stefndi greiði áfrýjanda samtals15.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. DÓMUR DÓMSTÓLSINS21. desember 2017(Reglugerð (EBE)nr. 1768/92 – Lyf – Vottorð umviðbótarvernd – Vottorð með neikvæðum gildistíma)Mál E-5/17, BEIÐNI samkvæmt 34.gr. samningsins milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstólsum ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins, frá Hæstarétti Íslands, í máli Merck Sharp &Dohme Corp. ogEinkaleyfastofunnar varðandi skýringu á reglugerð ráðsins (EBE) nr.1768/92 frá 18. júní 1992 um útgáfu viðbótarvottorðs um vernd lyfja, DÓMSTÓLLINN,skipaður dómurunum Carl Baudenbacher, forseta,Per Christiansen (framsögumanni) og Páli Hreinssyni, dómritari: Gunnar Selvik, hefur, með tilliti til skriflegra greinargerðafrá: -Merck Sharp & DohmeCorp. (áfrýjandi), í fyrirsvari er Jóna Björk Helgadóttir, hrl.; -Einkaleyfastofunni(stefnda), í fyrirsvari sem umboðsmaður er Óskar Thorarensen, hrl. hjá embætti ríkislögmanns;-norsku ríkisstjórninni, í fyrirsvari semumboðsmenn eru Marius Emberland, lögmaður hjá skrifstofu ríkislögmanns, ogCarsten Anker og Ingunn Skille Jansen, sérfræðingar hjá utanríkisráðuneytinu; -eftirlitsstofnun EFTA (ESA), ífyrirsvari sem umboðsmenn eru Carsten Zatschler, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttirog Michael Sánchez Rydelski frá lögfræði- og framkvæmdasviði ESA; og -framkvæmdastjórn Evrópusambandsins(framkvæmdastjórnin), í fyrirsvari sem umboðsmenn eru Julie Samnadda og NicolaYerrell frá lagaskrifstofu framkvæmdastjórnarinnar, með tilliti til skýrsluframsögumanns, og munnlegs málflutnings lögmanna áfrýjanda, Jónu BjarkarHelgadóttur og Geneviève Michaux, umboðsmanns stefnda, Óskars Thorarensen,umboðsmanns norsku ríkisstjórnarinnar, Marius Emberland, umboðsmanns ESA,Ingibjargar Ólafar Vilhjálmsdóttur og umboðsmanns framkvæmdastjórnarinnar,Lorna Armati, frá lagaskrifstofu framkvæmdastjórnarinnar, sem fram fór 14.nóvember 2017, kveðið upp svofelldan DómI Löggjöf EES-réttur Í 2. mgr. 65. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið(EES-samningsins) segir: Í bókun 28 og XVII. viðauka eru sérstök ákvæði ogfyrirkomulag varðandi hugverk og eignarréttindi á sviði iðnaðar og verslunarsem gilda um allar framleiðsluvörur og þjónustu nema annað sé tekið fram. 2 Í 103. gr.EES-samningsins segir: . Ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar getur einungisverið bindandi fyrir samningsaðila eftir að hann hefur uppfyllt stjórnskipulegskilyrði skal ákvörðunin ganga í gildi á þeim degi sem getið er í henni, ef sérstakurdagur er tiltekinn, að því tilskildu að hlutaðeigandi samningsaðili hafitilkynnt hinum samningsaðilunum fyrir þann dag að stjórnskipuleg skilyrði hafiverið uppfyllt. Hafi tilkynningin ekki farið fram fyrir umræddan dag gengurákvörðunin í gildi fyrsta dag annars mánaðar eftir síðustu tilkynningu. 2. Hafi tilkynningin ekki átt sér stað sex mánuðum eftir aðsameiginlega EES-nefndin tók ákvörðun sína skal ákvörðun sameiginleguEES-nefndarinnar gilda til bráðabirgða meðan stjórnskipulegum skilyrðum hefurekki verið fullnægt, nema samningsaðili tilkynni að slík gildistaka tilbráðabirgða geti ekki átt sér stað. Í síðara tilvikinu, eða tilkynnisamningsaðili að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar hafi ekki hlotiðsamþykki, skal frestunin, sem kveðið er á um í 5. mgr. 102. gr., ganga í gildieinum mánuði eftir að tilkynningin fer fram en þó ekki fyrir þann dag ersamsvarandi gerð EB kemur til framkvæmda í bandalaginu. 3 Með ákvörðunsameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 frá 21. mars 1994 (Stjtíð. ESB 1994 L160, bls. 1 og EES-viðbætir 1994, nr. 17, bls. 1) sem tók gildi 1. júlí 1994,var reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1768/92 frá 18. júní 1992 um útgáfuviðbótarvottorðs um vernd lyfja (Stjtíð. ESB 1992 L 182, bls. 1) (reglugerð1768/92) tekin upp í EES-samninginn með því að vísa til hennar í lið 6 í XVII.viðauka (Hugverkaréttindi) við samninginn. Reglugerð 1768/92 mælir fyrir umútgáfu viðbótarvottorðs fyrir lyf, sem verndað er af grunneinkaleyfi, í allt aðfimm ár eftir að grunneinkaleyfið rennur út. 4 Reglugerð1768/92 var breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1901/2006frá 12. desember 2006 um lyf fyrir börn og um breytingu á reglugerð (EBE) nr.1768/92, tilskipun 2001/20/EB, tilskipun 2001/83/EB og reglugerð (EB) nr.726/2004 (Stjtíð. ESB 2006 L 378, bls. 1 og EES-viðbætir 2017, nr. 31, bls.521) (reglugerð 1901/2006). Reglugerð 1901/2006 mælir fyrir um sex mánaðaframlengingu á gildistíma viðbótarvottorðs fyrir lyf ætluð börnum („framlengingfyrir lyf ætluð börnum“). Reglugerð 1768/92 var í kjölfarið felld úr gildi meðreglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 469/2009 frá 6. maí 2009 umvottorð um viðbótarvernd fyrir lyf (Stjtíð. ESB 2009 L 152, bls. 1 ogEES-viðbætir 2017, nr. 31, bls. 542) (reglugerð 469/2009). Reglugerð 469/2009er í meginatriðum samhljóða reglugerð 1768/92, eins og henni var breytt meðreglugerð 1901/2006. 5 Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017frá 5. maí 2017 ber að taka reglugerð 1901/2006 upp í EES-samninginn með því aðvísa til hennar í lið 15zr í II. viðauka við samninginn (Tæknilegarreglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Samkvæmt sömu ákvörðun á reglugerð469/2009 að koma í stað reglugerðar 1768/92 undir lið 6 í XVII. viðauka viðEES-samninginn. Samkvæmt 4. gr. ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar tekurákvörðunin gildi 6. maí 2017, að því tilskildu að allar tilkynningar hafi veriðlagðar fram samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins. Tilkynnt var umstjórnskipulegan fyrirvara af hálfu Íslands og Noregs. Hinn 11. september 2017tilkynnti Noregur að stjórnskipuleg skilyrði hefðu verið uppfyllt. Viðmunnlegan málflutning upplýsti stefnda dómstólinn um að hinn 27. október 2017hefði Ísland lagt fram tilkynningu samkvæmt 2. mgr. 103. EES-samningsins um aðekki væri unnt að uppfylla stjórnskipuleg skilyrði innan tilskilsins sex mánaðafrests sem rynni út 5. nóvember 2017. Í tilefni af spurningu frá réttinumstaðfesti stefnda að í tilkynningunni kæmi fram að gildistaka til bráðabirgðagæti ekki átt sér stað. 6 Í öðrum, þriðja og sjöunda til níunda lið inngangsorðareglugerðar 1768/92 segir: Ekki verður unnið áfram innan bandalagsins og í Evrópu aðþróun lyfja, einkum þeirra sem krefjast langra og kostnaðarsamra rannsókna,nema settar verði hagstæðar reglur sem tryggja nægilega vernd til að hvetja tilslíkra rannsókna. Semstendur er tíminn sem líður frá því að umsókn um einkaleyfi fyrir nýtt lyf erlögð fram þar til leyft er að setja sérlyf á markað svo takmarkaður aðtímabilið sem lyfið nýtur verndar nægir ekki til þess að fjárfesting írannsóknum skili sér til baka. … Því er nauðsynlegt að gefa út viðbótarvottorð um vernd lyfjasamkvæmt sömu skilyrðum í hverju aðildarríki að beiðni þess sem hefur innlenteða evrópskt einkaleyfi fyrir lyf og hefur fengið leyfi til að setja það ámarkað. Reglugerð er því það lagaskjal sem helst á við í þessu tilviki. Sú vernd sem vottorðið veitir skal vara nógu lengi til aðvernda lyfið á árangursríkan hátt. Til að svo megi verða ber að sjá til þess aðsá sem hefur bæði einkaleyfi og vottorð skuli njóta einkaréttar til framleiðsluí fimmtán ár að hámarki frá þeim tíma að lyfið sem um ræðir fær fyrstmarkaðsleyfi í bandalaginu. Þó ber að taka tillit til allra sem eiga hagsmuna að gæta ímálinu og ekki síst til almannaheilbrigðis, þar sem framleiðsla lyfja er bæðiflókin og viðkvæm atvinnugrein. Af þeirri ástæðu er óheimilt að veita vottorðtil lengri tíma en fimm ára. Þar að auki ber að takmarka þá vernd sem þaðveitir einungis við það lyf sem fékk markaðsleyfi. 7 Í 3. gr.reglugerðar 1768/92 segir: Gefa skal út vottorð ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt íaðildarríkinu þar sem umsóknin er um getur í 7. gr. er lögð fram á þeim tímasem sótt er um: (a)framleiðsluvaran nýtur verndar gildandi grunneinkaleyfis; (b) framleiðsluvaran hefur fengið markaðsleyfi í samræmi viðtilskipun 65/65/EBE eða tilskipun 81/851/EBE, eftir því sem við á; (c)framleiðsluvaran hefur ekki þegar fengið vottorð; (d) leyfið sem um getur í b-lið er fyrsta leyfið til aðsetja framleiðsluna á markað sem lyf. 8 7. gr. reglugerðar1768/92 segir: . Leggja skal inn umsókn um vottorð innan sex mánaða fráþeim degi er leyfið sem um getur í b-lið 3. gr. var veitt til að markaðssetjaframleiðsluna sem lyf. 2. Þrátt fyrir 1. mgr., hafi markaðsleyfi verið veitt vegnalyfsins áður en grunneinkaleyfið var veitt, ber að leggja inn umsókn um vottorðinnan sex mánaða frá þeim degi er grunneinkaleyfið var veitt. 9 Í 8. gr.reglugerðar 1768/92 segir: . Íumsókn um vottorð skal veita eftirfarandi upplýsingar: (a)beiðni um útgáfu vottorðs, þar sem einkum kemur fram: (i)nafn og heimilisfang umsækjanda; (ii) nafn og heimilisfang fulltrúa hans, ef hann hefurtilnefnt fulltrúa; (iii) númer grunneinkaleyfisins og heiti uppfinningarinnar; (iv) númer og dagsetning fyrsta markaðsleyfis, eins og umgetur í b-lið 3. gr. og, ef þetta er ekki fyrsta markaðsleyfið innanbandalagsins, númer og dagsetningar þess leyfis; (b) afrit af markaðsleyfinu, eins og um getur í b-lið 3.gr., með lýsingu á framleiðsluvörunni, einkum númeri og dagsetningu leyfisinsog samantekt um eiginleika lyfsins eins og fram kemur í 4. gr. a í tilskipun65/65/EBE eða 5. gr. a í tilskipun 81/851/EBE; (c) ef leyfið sem um getur í b-lið er ekki fyrstamarkaðsleyfið sem fengist hefur fyrir lyfið innan bandalagsins, skal veitaupplýsingar um framleiðsluvöruna sem leyfi hefur fengist fyrir og lagaákvæðisem farið var eftir við veitingu leyfisins, ásamt afriti af opinberutilkynningunni um markaðsleyfi. 2. Aðildarríki geta kveðið á um gjald sem greiða skal þegarsótt er um vottorð. 0 Í 9. gr.reglugerðar 1768/92 segir:. Leggja skal inn umsókn um vottorð hjá lögbærrieinkaleyfastofu í aðildarríkinu sem gaf út grunneinkaleyfið eða sem ber ábyrgðá veitingu leyfisins og þar sem markaðsleyfið sem um getur í b-lið 3. gr.fékkst fyrir framleiðsluvöruna, nema það aðildarríki tilnefni annað yfirvaldtil þess. 2. Yfirvaldið sem um getur í 1. mgr. skal birta tilkynninguum umsókn um vottorð. Í tilkynningunni skulu koma fram að minnsta kostieftirfarandi upplýsingar: (a)nafn og heimilisfang umsækjanda; (b)númer grunneinkaleyfisins; (c)heiti uppfinningarinnar; (d) númer og dagsetning markaðsleyfis sem um getur í b-lið3. gr. og hvaða framleiðsluvöru leyfið gildir um; (e) þegar við á, númer og dagsetning fyrsta markaðsleyfissem veitt var vegna framleiðsluvörunnar innan bandalagsins. 1 Í 10. gr.reglugerðar 1768/92 segir: . Ef umsókn um vottorð ogframleiðsluvaran sem um er að ræða uppfylla skilyrði sem mælt er fyrir um íþessari reglugerð skal yfirvaldið sem um getur í 1. mgr. 9. gr. gefa útvottorðið. 2. Yfirvaldið sem um getur í 1. mgr. 9. gr. skal, meðfyrirvara um 3. mgr., synja umsókn um vottorð ef umsóknin eða framleiðsluvaransem um er að ræða uppfylla ekki skilyrðin sem mælt er fyrir um í reglugerðþessari. 3. Ef umsókn um vottorð uppfyllir ekki skilyrði sem mælt erfyrir um í 8. gr. skal yfirvaldið sem um getur í 1. mgr. 9. gr. veitaumsækjanda færi á að ráða bót þar á eða greiða gjaldið innan tilskilins tíma. 4. Verði ekki ráðin bót á ágöllum eða gjaldið ekki greittinnan tiltekins tíma, eins og greint er frá í 3. mgr., skal yfirvaldið synjaumsókninni. 5. Aðildarríkjum er heimilt að kveða á um að yfirvaldið semum getur í 1. mgr. 9. gr. skuli gefa út vottorð án þess að ganga úr skugga umað skilyrði í c- og d-lið 3. gr. hafi verið uppfyllt. 2 Í 13. gr. reglugerðar 1768/92 segir: . Vottorðið tekur gildi þegar lögbundinn gildistímigrunneinkaleyfisins rennur út og gildir á tímabili sem er jafnlangt þeim tímaer leið frá því umsóknin um grunneinkaleyfi var lögð fram og þangað til fyrstamarkaðsleyfið var veitt fyrir framleiðsluvöruna innan bandalagsins, aðfrádregnum fimm árum. 2. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal vottorðið ekki gildalengur en fimm ár frá gildistökudeginum. Landsréttur 3 Reglugerð 1768/92 var innleidd í íslenskan rétt með 65. gr. alaga nr. 17/1991 um einkaleyfi, eins og þeim hefur verið breytt með lögum nr.36/1996. Samkvæmt 65. gr. a fylgir reglugerð 1768/92 lögum um einkaleyfi og telsthluti þeirra og skal hafa lagagildi á Íslandi. II Málavextirog meðferð málsins 4 Áfrýjandi erhandhafi íslensks einkaleyfis nr. 2218, „Beta-amínó tetrahýdróimídasó (1, 2-a)pýrasín og tetrahýdrótríasóló (4, 3-a) pýrasín sem dípeptídýl peptíðasa hindrartil meðhöndlunar eða forvarnar á sykursýki“. Umsókn um einkaleyfið var lögðfram 5. júlí 2002. 5 Hinn 21. mars2007 var áfrýjanda veitt markaðsleyfi í öllu Evrópusambandinu (ESB) fyrir lyfiðJanuvia (Sitagliptin) sem er ætlað að bæta blóðsykursstjórnun fullorðinnaeinstaklinga með sykursýki af tegund 2. Íslensk yfirvöld gáfu út samsvarandimarkaðsleyfi á Íslandi sem tók gildi sama dag og innan Evrópusambandsins. 6 Hinn 19.september 2007 lagði áfrýjandi fram umsókn um viðbótarvottorð hjá Einkaleyfastofunniá grundvelli íslenska einkaleyfisins. Tímabilið frá því að umsókn umgrunneinkaleyfi var lögð fram (5. júlí 2002) þangað til fyrsta markaðsleyfi varveitt (21. mars 2007) var styttra en fimm ár. Útreikningsreglur 13. gr.reglugerðar 1768/92 mæla fyrir um að fimm ár séu dregin frá tímabilinu sem umræðir. Útgefið viðbótarvottorð hefði því í þessu tilviki haft neikvæðangildistíma sem samsvarar 106 dögum. Áfrýjandi vísaði í umsókn sinni tilreglugerðar 1901/2006 og tók fram að tilgangur þess að sækja um viðbótarvottorðmeð neikvæðum gildistíma á Íslandi væri að hann gæti síðar meir sótt umframlengingu fyrir lyf ætluð börnum. 7 Hinn 3. apríl 2009 synjaði stefnda, Einkaleyfastofan, hinsvegar umsókninni á þeim grundvelli að gildistími viðbótarvottorðsins yrðineikvæður. Stefnda leit svo á að veiting viðbótarvottorðs með neikvæðumgildistíma samræmdist ekki markmiði laga um einkaleyfi og reglugerðar 1768/92.Stefnda hélt því enn fremur fram að reglugerð 1901/2006 hefði ekki þýðingu ímálinu þar sem hún hefði hvorki verið tekin upp í EES-samninginn né innleidd ííslenskan rétt. 8 Áfrýjandikærði ákvörðun stefndu til áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar(áfrýjunarnefndin). Að beiðni áfrýjanda var meðferð málsins hjá áfrýjunarnefndinnifrestað þangað til dómur hafði verið kveðinn upp af Evrópudómstólnum í máli semáfrýjandi taldi svipað. 9 Í dómiEvrópudómstólsins frá 8. desember 2011, í máli Merck Sharp & Dohme,C-125/10, EU:C:2011:812, komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að skýrabæri 13. gr. reglugerðar 1768/92, eins og henni hafði verið breytt meðreglugerð 1901/2006 og með hliðsjón af þeirri reglugerð, á þann veg að hægtværi að veita viðbótarvottorð fyrir lyf, jafnvel þótt gildistímiviðbótarvottorðsins yrði neikvæður. 20 Með úrskurðidagsettum 9. september 2015 staðfesti áfrýjunarnefndin ákvörðun stefndu frá 3.apríl 2009. Áfrýjandi skaut þá úrskurði áfrýjunarnefndarinnar til HéraðsdómsReykjavíkur og krafðist ógildingar á úrskurðinum og viðurkenningar á því aðstefndu væri skylt að gefa út viðbótarvottorð í samræmi við umsókn áfrýjanda.Héraðsdómur hafnaði hins vegar kröfum áfrýjanda með dómi sem kveðinn var upp13. apríl 2016. 21 Hinn 12. júlí2016 var dómi héraðsdóms áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. Hinn 12. júní 2017ákvað Hæstiréttur að leita ráðgefandi álits frá EFTA-dómstólnum. Beiðnin varsend með bréfi dagsettu 15. júní 2017 og skráð í málaskrá dómstólsins sama dag.22 Í úrskurði Hæstaréttar um að leita ráðgefandi álits kemur framað Evrópudómstóllinn hafi í máli Merck Sharp & Dohme komist aðþeirri niðurstöðu að ekkert í reglugerð 1768/92 komi í veg fyrir að gefið sé útviðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma. Á hinn bóginn hafi Evrópudómstóllinnskýrt reglugerð 1768/92 með hliðsjón af reglugerð 1901/2006. Hvorki reglugerð1901/2006 né reglugerð 469/2009 hafi verið teknar upp í EES-samninginn oghvorug þeirra hafi lagagildi á Íslandi. Á grundvelli þessa spurði Hæstiréttureftirfarandi spurningar: Í ljósi þess að [reglugerð 1901/2006] og [reglugerð 469/2009]hafa ekki verið teknar upp í [EES-samninginn] verður viðbótarvottorð, ágrundvelli [reglugerðar 1768/92], gefið út fyrir lyf, ef tímabilið frá því aðumsóknin um grunneinkaleyfi var lögð inn þar til fyrsta markaðsleyfi var gefiðút á [EES] er styttra en fimm ár? 23 Vísað er til skýrslu framsögumanns um nánari lýsingu álöggjöf, málavöxtum, málsmeðferð og skriflegum greinargerðum sem lagðar vorufyrir dómstólinn, sem hér verður aðeins vísað til eða fjallað um að því leytisem þörf er á fyrir röksemdafærslu dómstólsins.III Svardómstólsins Athugasemdir sem lagðar voru fyrir dómstólinn 24 Áfrýjandi heldurþví fram að notkun orðsins „skal“ í 10. gr. reglugerðar 1768/92 leggi skyldu,sem ekki er valkvæð, á landsbundnar einkaleyfastofnanir til þess að veitaviðbótarvottorð í tilvikum þar sem öll skilyrði reglugerðar 1768/92 eruuppfyllt. Jákvæður gildistími viðbótarvottorðs sé hvorki meðal efnislegraskilyrða 3. gr. né skilyrða 7. til 9. gr. reglugerðar 1768/92 sem varðamálsmeðferð (vísað er til dóms í áður tilvitnuðu máli Merck Sharp &Dohme, 30. mgr., og álits Bot lögsögumanns í málinu, EU:C:2011:377, 64.-66.liðar). Umsókn áfrýjanda uppfylli öll skilyrði og hann eigi þar af leiðandirétt á viðbótarvottorði, án tillits til þess að gildistíminn verði neikvæður. 25 Áfrýjandiheldur því fram að engin ákvæði reglugerðar 1768/92 sem fjalla um gildistímaviðbótarvottorðs, hvorki ákvæði 13. gr. né önnur, komi berum orðum eða meðóbeinum hætti í veg fyrir að landsbundnar einkaleyfastofnanir gefi út viðbótarvottorðmeð neikvæðum gildistíma (vísað er til dóms í áður tilvitnuðu máli MerckSharp & Dohme, 28. mgr.). Þá brjóti viðbótarvottorð með neikvæðumgildistíma ekki í bága við 13. gr. reglugerðar 1768/92 enda taki það ekki gildifyrr en eftir að gildistími grunneinkaleyfisins rennur út og veiti ekki vernd ímeira en fimmtán ár, sem er hámarksverndartímabil. 26 Að matiáfrýjanda ætti að skýra 13. gr. reglugerðar 1768/92 án tillits til reglugerðar1901/2006. Reglugerð 1768/92 veiti ein og sér fullnægjandi lagastoð fyrirútgáfu viðbótarvottorða með neikvæðum gildistíma. Þrátt fyrir aðviðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma hafi ekki þjónað tilgangi þegarreglugerð 1768/92 var samþykkt bendi ekkert til þess að viðbótarvottorð semgefin yrðu út með neikvæðum gildistíma yrðu ógild. Reglugerð 1901/2006 hafiekki breytt reglunum um viðbótarvottorð heldur hafi hún aðeins bætt við reglumsem varða framlengingu fyrir lyf ætluð börnum. Reglugerð 1901/2006 hafi þar meðgefið viðbótarvottorðum með neikvæðum gildistíma tilgang, en ekki haft áhrif ágildi þeirra. 27 Áfrýjandi heldur því fram að væntanleg upptaka reglugerðar1901/2006 í EES-samninginn og væntanleg innleiðing hennar í íslenskan rétt íkjölfarið hafi gefið áfrýjanda ástæðu til að sækja um viðbótarvottorð, enda sévottorðið forsenda framlengingar fyrir lyf ætluð börnum. Stefndu hafi borið aðgefa út viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma þar sem hún hafi ekki getaðútilokað að slíkt viðbótarvottorð öðlaðist tilgang síðar meir. Með hliðsjón af3. gr. EES-samningsins hefði stefnda ekki átt að synja umsókn áfrýjanda umviðbótarvottorð þar sem í slíkri ákvörðun gæti falist takmörkun á réttindumeinstaklinga samkvæmt EES-rétti. Synjun þess að gefa út viðbótarvottorð meðneikvæðum gildistíma fyrir áfrýjanda, sem komi í veg fyrir að hann fái þóknunfyrir rannsóknir á notkun lyfsins Januvia fyrir börn, sem framkvæmdar eru ísamræmi við reglugerð 1901/2006, raski með óréttlátum hætti jafnvæginu millifjárfestinga og umbunar sem gert er ráð fyrir í reglugerðinni. Óréttlætið séenn meira þegar litið er til þess að útgáfa viðbótarvottorðs með neikvæðumgildistíma hefði ekkert tjón í för með sér fyrir þriðja aðila. 28 Við munnlegan málflutning hélt áfrýjandi því fram aðframlenging á viðbótarvottorði væri í þágu heilsuverndar barna þar sem hún fælií sér hvata til rannsókna á sviði barnalæknisfræði. Veiting framlengingar fyrirlyf ætluð börnum komi þó eingöngu til greina sé viðbótarvottorð fyrir hendi. Aðmati áfrýjanda þjónar það þar af leiðandi hagsmunum barna að gefa útviðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma. Þegar ekkert viðbótarvottorð meðneikvæðum gildistíma er gefið út megi ekki veita framlengingu og enginn hvatiskapist til að framkvæma viðeigandi rannsóknir. 29 Stefnda telur að ekki sé unnt að skýra reglugerð1768/92 án samhengis á þá leið að útgáfa viðbótarvottorðs með neikvæðumgildistíma sé heimil á grundvelli 13. gr. hennar. Stefnda dregur jafnframt íefa, með vísan til gildistökuákvæða reglugerðar 1901/2006, að hægt hafi veriðað sækja um eða veita framlengingu fyrir lyf ætluð börnum áður en reglugerð1901/2006 tók gildi 26. janúar 2009, jafnvel innan ESB. Synjun stefnda á aðgefa út viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma árið 2009 og höfnunáfrýjunarnefndarinnar á kæru áfrýjanda árið 2015 samræmist gildandi EES-rétti. 30 Stefnda fellst á að jákvæður gildistími viðbótarvottorðs séekki tilgreindur sem skilyrði í 13. gr. reglugerðar 1768/92, eins ogEvrópudómstóllinn benti jafnframt á í máli Merck Sharp & Dohme. Enguað síður hafi Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að skýra beriákvæði reglugerðar 1768/92 í ljósi heildarfyrirkomulags og markmiða kerfisinssem reglugerðin tilheyrir (vísað er til dóms í áður tilvitnuðu máli MerckSharp & Dohme, 28.-33. mgr., og til dóma í máli Hässle, C-127/00,EU:C:2003:661, 55., 56. og 61. mgr., og í máli AHP Manufacturing,C-482/07, EU:C:2009:501, 30. og 35. mgr.). Eitt af markmiðum reglugerðar1768/92, sem endurspeglist í áttunda og níunda lið inngangsorða hennar, sé aðstuðla að jafnvægi milli allra hagsmuna sem í húfi eru á sviðilyfjaframleiðslu. Ákvæði 13. gr. feli af þeim sökum í sér að ekki megi veitaviðbótarvottorð til lengri tíma en fimm ára, auk þess sem einkarétturinn semfelist í vottorðinu megi að hámarki vara í fimmtán ár. 31 Stefnda bendir á að reglugerð 1901/2006 sé hluti af þvíheildarfyrirkomulagi og kerfi sem ætlað er að vernda hugverkaréttindi á sviðiiðnaðar innan ESB. Að mati stefndu er ljóst af bæði dómi Evrópudómstólsins ogáliti lögsögumanns í máli Merck Sharp & Dohme að 13. gr. reglugerðar1768/92 hafi verið skýrð með hliðsjón af 36. gr. reglugerðar 1901/2006. Með þvíað túlka þessi ákvæði í samhengi voru þau talin veita einkarétt í að hámarkifimmtán ár og sex mánuði og þar af leiðandi hafi ekki verið unnt að synja umviðbótarvottorð eingöngu af þeirri ástæðu að gildistími þess væri neikvæður(vísað er til dóms í áður tilvitnuðu máli Merck Sharp & Dohme, 25.,37., 39. og 40. mgr., og álits Bot lögsögumanns í málinu, 67.-70. liðar). 32 Stefnda vekurathygli á því að reglugerð 1901/2006 var ekki hluti EES-samningsins þegarumsóknin um viðbótarvottorð var til meðferðar á Íslandi. Að mati stefndu varhún því ekki hluti af heildarfyrirkomulagi og markmiðum kerfisins innan EES áþeim tíma. Stefndu og áfrýjunarnefndinni hafi því verið rétt að hafnaumsókninni um viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma. 33 Stefndaheldur því fram að hvorki meginreglur um einsleitni og heilindi, né aðraralmennar meginreglur EES-réttar, styðji að 13. gr. reglugerðar 1768/92 sé skýrðmeð þeim hætti að hún taki til reglna sem ekki eru orðnar hlutiEES-samningsins. Þar af leiðandi sé ekki unnt að byggja á reglugerð 1901/2006meðan þess er beðið að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017 takigildi, hvorki til þess að styðja tiltekna skýringu á ákvæðum reglugerðar1768/92 né til þess að varpa ljósi á heildarfyrirkomulagið sem reglugerð1768/92 tilheyrir. 34 Stefndaheldur því enn fremur fram að samkvæmt EES-samningnum geti hvorki einstaklingarné rekstraraðilar talist eiga réttmætar væntingar sem tengjast reglum sem hafaekki verið felldar inn í samninginn. Þvert á móti yrði það til þess að grafaundan meginreglunni um réttarvissu og réttmætar væntingar ef landsyfirvöldumeða dómstólnum bæri að leggja til grundvallar rökstuðningi sínum reglursambandsréttar sem ekki hefðu verið teknar upp í EES-samninginn. Dómstóllinngeti ekki beitt framsækinni skýringu á EES-rétti í þeim tilgangi að bæta fyrirað gerðir séu ekki teknar með skjótum hætti upp í EES-samninginn. 35 Við munnleganmálflutning var stefnda spurð hvaða þýðingu hún teldi að ljá ætti sjónarmiðumum almannaheilbrigði og aðgengi að lyfjum ætluðum börnum, nánar tiltekið hvorttillit til þessara þátta ætti að leiða til framsækinnar eða hefðbundinnarskýringar á reglugerð 1768/92. Í máli stefndu kom fram að svar við þeirrispurningu væri ekki einhlítt enda fæli hún í sér að vega þyrfti saman ólíkahagsmuni. Annars vegar ætti að umbuna lyfjafyrirtækjum fyrir framlag sitt tilrannsókna. Það sjónarmið lægi að baki bæði reglugerð 1768/92 og reglugerð469/2009. Hins vegar varpaði spurningin þó einnig ljósi á álitaefni á sviðisamkeppni. Einkaréttur einkaleyfishafa hefði í för með sér að hann værieinráður um aðgengi að viðkomandi lyfi, sem almennt leiddi til hærramarkaðsverðs. Á hinn bóginn lækkaði lyfjaverð gjarnan eftir að þessieinkaréttur félli niður. Aðilar markaðarins, sem í þessu tilviki væru börn,væru því ekki sviptir lyfinu sem um ræðir. Lyfjafyrirtækið kynni hins vegar aðverða af greiðslum. 36 Norska ríkisstjórnin bendir á að niðurstaðaEvrópudómstólsins í máli Merck Sharp & Dohme, þess efnis að gefamegi út viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma, hafi grundvallast á því aðreglugerð 1768/92 hafi verið skýrð með hliðsjón af reglugerð 1901/2006. Enginskýr niðurstaða hafi fengist í málinu varðandi það álitaefni hvort reglugerð1768/92 veiti ein og sér lagalegan grundvöll fyrir útgáfu viðbótarvottorðs meðneikvæðum gildistíma. Að mati norsku ríkisstjórnarinnar kemur ekki til álita aðskýra reglugerð 1768/92 með hliðsjón af reglugerð 1901/2006 í samhengiEES-samningsins áður en reglugerð 1901/2006 hefur verið tekin upp íEES-samninginn. Ekki sé hægt að réttlæta slíka skýringu með vísan tilmeginreglunnar um einsleitni. Meðan þess er beðið að reglugerðin verði tekinupp í EES-samninginn sé því eingöngu hægt að leysa úr ágreiningi um hvort gefamegi út viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma á grundvelli reglugerðar1768/92. 37 Norskaríkisstjórnin bendir á að Evrópudómstóllinn hafi í máli Merck Sharp &Dohme komist að þeirri niðurstöðu að ekkert í orðalagi reglugerðar 1768/92gefi til kynna að útgáfa viðbótarvottorða með neikvæðum gildistíma sé endilegaóheimil. Jákvæður gildistími viðbótarvottorðs sé ekki meðal skilyrða þess aðöðlast slíkt vottorð. Þrátt fyrir að viðbótarvottorð með neikvæðum gildistímaþjóni í sjálfu sér engum tilgangi geti hagsmunir falist í slíku vottorði efhandhafi þess á kost á að framlengja það eða ef slíkur möguleiki kemur tilsíðar meir (vísað er til dóms í áður tilvitnuðu máli Merck Sharp & Dohme,28., 30. og 35. mgr.). 38 Í ljósióvissunnar sem er fyrir hendi varðandi skýringu reglugerðar 1768/92 og meðtilliti til óvanalegra aðstæðna í fyrirliggjandi máli, þar sem hagsmuniráfrýjanda af viðbótarvottorði öðlast ekki þýðingu fyrr en eftir að einkaleyfiðrennur út, telur norska ríkisstjórnin að rétt geti verið að líta svo á aðreglugerð 1768/92 komi ekki endilega í veg fyrir útgáfu viðbótarvottorða meðneikvæðum gildistíma, jafnvel þótt viðbótarvottorð þjóni engum tilgangi íEFTA-ríkjunum fram til þess tíma er reglugerð 1901/2006 hefur verið tekin upp íEES-samninginn. 39 ESA telurað unnt sé að skýra 13. gr. reglugerðar 1768/92 án tillits til reglugerðar1901/2006. Evrópudómstóllinn hafi í máli Merck Sharp & Dohme komistað þeirri niðurstöðu að ekkert í orðalagi 13. gr. reglugerðar 1768/92 néannarra ákvæða reglugerðarinnar gefi til kynna að hún komi endilega í veg fyrirútgáfu viðbótarvottorðs með neikvæðum gildistíma (vísað er til dóms í áðurtilvitnuðu máli Merck Sharp & Dohme, 28. mgr.). Þessi túlkunreglugerðar 1768/92 feli ein og sér í sér nægjanlega stoð fyrir þeirriniðurstöðu að heimilt sé að gefa út viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma.Þar að auki sé jákvæður gildistími ekki meðal skilyrða fyrir því að öðlastviðbótarvottorð (vísað er til dóms í áður tilvitnuðu máli Merck Sharp &Dohme, 30. mgr.) og samkvæmt 10. gr. reglugerðar 1768/92 skuli veitaviðbótarvottorð ef skilyrði þess eru uppfyllt. Af þessu megi vera ljóst aðreglugerð 1768/92 geri ráð fyrir útgáfu viðbótarvottorða með engum eðaneikvæðum gildistíma. 40 ESA telur að álitaefnið um hvort tilgangur sé með útgáfuviðbótarvottorðs með neikvæðum eða engum gildistíma skipti ekki máli við mat áþví hvort heimilt sé að gefa slíkt viðbótarvottorð út. NiðurstaðaEvrópudómstólsins í máli Merck Sharp & Dohme styðji þessa ályktun,en svar réttarins við álitaefninu hafi verið sett fram með þeim hætti að þaðeigi við um öll viðbótarvottorð með engum eða neikvæðum gildistíma, en ekkieingöngu viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma sem nemur minna en sexmánuðum. 41 ESA heldurþví fram að með hliðsjón af grundvallarmarkmiðum EES-samningsins beri að skýra13. gr. reglugerðar 1768/92 með sama hætti í EFTA-ríkjunum og gert er innanESB, án tillits til sértækra röksemda sem styðja tiltekna túlkun. Þegarlandsyfirvöld hafi val milli mismunandi leiða við skýringu skuli ávallt kjósaþann skýringarkost sem kemst næst þeirri túlkun sem lögð er til grundvallarinnan ESB. 42 Að mati ESAfelur 3. gr. EES-samningsins í sér skyldu EES-ríkjanna til að forðastráðstafanir sem eru til þess fallnar að stefna yfirlýstu markmiði lagagerðarESB í hættu þegar ljóst er að viðkomandi gerð muni verða tekin upp íEES-samninginn og gerð hluti af landsrétti EFTA-ríkjanna. Landsyfirvöldum beriaf þessum sökum að tryggja að ekki sé teflt í tvísýnu þeim möguleika sem felstí reglugerð 1901/2006 á að öðlast framlengingu fyrir lyf ætluð börnum með þvíað neita því að veita viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma. Þá nefnir ESAað vegna meginreglunnar um samræmda túlkun beri landsdómstól að skýra reglugerð1768/92 til samræmis við reglugerð 1901/2006. 43 Framkvæmdastjórninnefnir að álitaefnið um hvort hægt sé að gefa út viðbótarvottorð með engumeða neikvæðum gildistíma hafi ekki vaknað fyrr en kveðið var á um framlengingufyrir lyf ætluð börnum, enda hafi viðbótarvottorð með neikvæðum gildistímaeinfaldlega ekki haft tilgang fram að því. Breytingin sem gerð var meðreglugerð 1901/2006 hafi léð viðbótarvottorðum með neikvæðum gildistíma tilgangog því gefið tilefni til umsókna um slík vottorð. 44 Framkvæmdastjórnin telur að röksemdafærslan í máli MerckSharp & Dohme hafi fyrst og fremst byggst á túlkun á reglugerð 1768/92sem slíkri (vísað er til dóms í áður tilvitnuðu máli Merck Sharp & Dohme,28., 30. og 40. mgr.). Að mati framkvæmdastjórnarinnar bendir ekkert til þessað möguleikinn á framlengingu fyrir lyf ætluð börnum, eða skortur á slíkummöguleika, ætti að hafa áhrif á rökstuðninginn. Sú staðreynd að viðbótarvottorðmeð neikvæðum eða engum gildistíma hafi ekki hagnýtt gildi í EFTA-ríkjunum framtil þess tíma er reglugerð 1901/2006 verður hluti EES-réttar hafi ekki áhrif álagalegu greininguna sem liggur að baki niðurstöðu um grundvallarskilyrði þessað öðlast viðbótarvottorð. Jafnvel þótt ávinningurinn af viðbótarvottorði meðneikvæðum gildistíma geti aðeins haft raunverulega þýðingu við síðara tímamarkfyrir tilstilli framlengingar fyrir lyf ætluð börnum, hafi vottorðið gildi ísjálfu sér einmitt vegna þess að það veitir aðgang að þessari aukalegu vernd. Viðmunnlegan málflutning hélt framkvæmdastjórnin því fram að niðurstaðaEvrópudómstólsins í máli Merck Sharp & Dohme hafi ekki einskorðastvið viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma sem kynnu að vera gagnleg, semþýðir að gefa mætti út viðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma óháð því hvortneikvæði gildistíminn væri styttri eða lengri en sex mánuðir.ÁlitdómstólsinsAlmennar athugasemdir 45 Spurning landsdómstólsins snýst í grundvallaratriðum um þaðhvort reglugerð 1768/92 heimili útgáfu viðbótarvottorðs með neikvæðumgildistíma. Með viðbótarvottorði með neikvæðum gildistíma er átt viðviðbótarvottorð fyrir lyf þegar tímabilið frá því að umsókn um grunneinkaleyfivar lögð fram þangað til fyrsta markaðsleyfi var veitt innan EES er styttra en fimmár. 46 Unnt hefurverið að sækja um viðbótarvottorð innan EES frá því að reglugerð 1768/92 vartekin upp í EES-samninginn árið 1994. Reglugerð 1768/92 er ætlað að tryggja aðgrunneinkaleyfi njóti verndar í nægjanlega langan tíma með því að gefa handhafaeinkaleyfisins kost á viðbótartímabili einkaréttar eftir að einkaleyfið rennurút. Tilgangur verndarinnar er að bæta, að minnsta kosti að hluta til, fyrirtafir sem verða á því að handhafi einkaleyfisins geti nýtt uppfinningu sína íatvinnuskyni vegna tímans sem liðið hefur frá því að umsókn um einkaleyfið varlögð fram þangað til fyrsta markaðsleyfi innan EES var veitt (sjá mál E-16/14 Pharmaq[2015] EFTA Ct. Rep. 212, 50. mgr.). 47 Í þessusambandi bendir dómstóllinn á að í fyrsta lið inngangsorða reglugerðar 1768/92kemur fram að rannsóknir á lyfjum gegni mikilvægu hlutverki í áframhaldandiframförum á sviði almannaheilbrigðis. Þá segir í níunda lið inngangsorðareglugerðar 1768/92 að taka eigi tillit til allra hagsmuna sem í húfi séu, þará meðal almannaheilbrigðis. Í samræmi við þetta er rétt að benda á að reglugerð1768/92 hefur það meginmarkmið að tryggja nægilega vernd til að hvetja tilrannsókna á lyfjum (sjá til samanburðar Merck Sharp & Dohme, semvísað er til að framan, 31. mgr.). 48 Reglugerð1901/2006 var samþykkt í ESB árið 2006. Reglugerðin breytti reglugerð 1768/92og kvað á um möguleika á framlengingu fyrir lyf ætluð börnum. Framlenginginfelur í sér aukalega vernd í sex mánuði fyrir gildandi viðbótarvottorð. 49 Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017, sem fellirbæði reglugerð 1901/2006 og reglugerð 469/2009 inn í EES-samninginn, hefur ekkitekið gildi. Hvað sem því líður þá var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar, semdeilt er um í málinu, kveðinn upp 9. september 2015. Verður því að svaraspurningu Hæstaréttar á grundvelli þeirra EES-reglna sem giltu á þeim tíma (sjátil samanburðar Merck Sharp & Dohme, sem vísað er til að framan, 23.og 24. mgr.). Gildistími viðbótarvottorða samkvæmt reglugerð 1768/92 50 Engin ákvæði reglugerðar 1768/92 fjalla berum orðum umviðbótarvottorð með neikvæðum gildistíma. Reglur um gildistíma vottorðsins komafram í 1. mgr. 13. gr. Í ákvæðinu segir að gildistíminn skuli jafngildatímabilinu frá því að sótt er um grunneinkaleyfi þangað til fyrsta markaðsleyfiðer gefið út, að frádregnum fimm árum. Ekkert í orðalagi ákvæðisins, eða nokkursannars ákvæðis reglugerðar 1768/92, bendir til þess að það komi í veg fyrirútgáfu viðbótarvottorðs með neikvæðum gildistíma (sjá til samanburðar MerckSharp & Dohme, sem vísað er til að framan, 28. mgr.). 51 Auk þesshefur 3. gr. reglugerðar 1768/92 að geyma skilyrði þess að öðlast umrættvottorð. Ákvæðið felur ekki í sér skilyrði um jákvæðan gildistímaviðbótarvottorðs. Engan slíkan áskilnað er heldur að finna í skilyrðunum semfram koma í 7. til 9. gr. varðandi málsmeðferð. Af þessu má ráða að ekkert íheildarfyrirkomulagi reglugerðar 1768/92 gefur til kynna að jákvæður gildistímiviðbótarvottorðs sé forsenda þess að öðlast megi slíkt vottorð (sjá til samanburðarMerck Sharp & Dohme, sem vísað er til að framan, 30. mgr.). 52 Í 1. mgr. 10.gr. reglugerðar 1768/92 kemur enn fremur fram að ef umsókn um viðbótarvottorðog viðkomandi framleiðsluvara uppfylli skilyrðin sem fram komi í reglugerð1768/92 skuli lögbært yfirvald gefa vottorðið út. Nánar tiltekið er neikvæðurgildistími ekki tilgreindur sem ástæða synjunar í ákvæðum 2. til 5. mgr. 10.gr., sem fjalla um það á hvaða grundvelli beri að hafna umsókn. Útgáfaviðbótarvottorðs með neikvæðum gildistíma er því ekki einungis heimil samkvæmtreglugerð 1768/92, heldur skyldar reglugerðin jafnframt lögbær yfirvöld innanEES til þess að gefa út viðbótarvottorð þegar skilyrði fyrir útgáfu þess eruuppfyllt. 53 Niðurstaðadómstólsins er því sú að reglugerð 1768/92 heimili útgáfu viðbótarvottorðs meðneikvæðum gildistíma og að lögbært yfirvald geti ekki hafnað umsókn eingöngumeð vísan til þess að gildistími viðbótarvottorðs verði ekki jákvæður. 54 Við þetta mábæta að þessi niðurstaða er í samræmi við það markmið reglugerðar 1768/92 að nájafnvægi milli allra hagsmuna sem í húfi eru á sviði lyfjaframleiðslu. Eins ogfram kemur í áttunda lið inngangsorða reglugerðar 1768/92 ætti gildistímiviðbótarvottorða að vera nógu langur til að vernda lyfið á árangursríkan hátt.Í samræmi við það markmið ætti handhafi grunneinkaleyfis og viðbótarvottorðs aðnjóta verndar í allt að fimmtán ár frá þeim tíma er fyrsta markaðsleyfið vargefið út. Þá segir í 2. mgr. 13. gr. reglugerðar 1768/92 að ekki megi gefa útviðbótarvottorð til lengri tíma en fimm ára. Viðbótarvottorð með neikvæðumgildistíma felur ekki í sér vernd umfram það sem þessar takmarkanir leyfa. 55 Svara verður spurningunni sem beint var til dómstólsins þannigað reglugerð 1768/92 heimili útgáfu viðbótarvottorðs þegar tíminn sem liðiðhefur frá því að umsókn um grunneinkaleyfi var lögð fram þangað til fyrstamarkaðsleyfið var gefið út innan EES er styttri en fimm ár. Það hefur ekkiáhrif á þessa niðurstöðu að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, sem fellirreglugerð 1901/2006 og reglugerð 469/2009 inn í EES-samninginn, hafi ekki tekiðgildi. IV Málskostnaður 56 Ríkisstjórn Noregs, ESA og framkvæmdastjórnin, sem skilað hafagreinargerðum til EFTA-dómstólsins, skulu bera sinn málskostnað hver fyrir sittleyti. Þar sem um er að ræða mál sem er hluti af málarekstri fyrir HæstaréttiÍslands kemur það í hlut þess dómstóls að kveða á um kostnað málsaðila. Með vísan til framangreindra forsendna lætur, DÓMSTÓLLINNuppi svohljóðandi ráðgefandi álit um spurningu þá semHæstiréttur Íslands beindi til dómstólsins: Reglugerð (EBE) nr. 1768/92 frá 18. júní 1992 heimilarútgáfu á viðbótarvottorði þegar tíminn sem liðið hefur frá því að umsókn umgrunneinkaleyfi var lögð fram þangað til fyrsta markaðsleyfið var gefið útinnan EES er styttri en fimm ár. Það hefur ekki áhrif á þessa niðurstöðu aðákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, sem fellir reglugerð (EB) nr. 1901/2006og reglugerð (EB) nr. 469/2009 inn í EES-samninginn, hefur ekki tekið gildi. Nr. 506/2016.Merck Sharp & Dohme Corp.(Jóna Björk Helgadóttir hrl.)gegnEinkaleyfastofunni(Óskar Thorarensen hrl.)EFTA-dómstóllinn.Evrópska efnahagssvæðið. Ráðgefandi álit.Mhöfðaði mál á hendur E og krafðist þess annars vegar að felldur yrði úr gildiúrskurður áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, sem staðfestiákvörðun E um að synja M um útgáfu vottorðs um viðbótarvernd á grundvelliskráðs einkaleyfis M, og hins vegar að viðurkennd yrði skylda E til að gefaviðbótarvottorðið út. Kröfur sínar byggði M á ákvæðum reglugerðar (EBE) nr.1768/92, en vísaði einnig til reglugerðar (EC) nr. 1901/2006. Síðastgreindreglugerð hafði leitt til breytinga á reglugerð nr. 1768/92 og hún veriðendurútgefin sem reglugerð (EC) nr. 469/2009. Reglugerðir nr. 1901/2006 og469/2009 höfðu hins vegar ekki verið innleiddar í íslenskan rétt. Héraðsdómursýknaði E af kröfum M með vísan til þess að samkvæmt 13. gr. reglugerðar nr.1768/92 myndi viðbótarvottorð það er M krafðist útgáfu á gilda samhliðaeinkaleyfi hans og þar með hafa neikvæðan gildistíma. Yrði því ekki um neinaraunverulega viðbótarvernd að ræða. Þá hefði hvorki reglugerð nr. 1901/2006 néreglugerð nr. 469/2009, lagagildi hér álandi og yrði niðurstaða málsins því ekki byggð á þeim. M áfrýjaði málinu tilHæstaréttar sem kvað að eigin frumkvæði upp úrskurð um að leitað skyldiráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvernig bæri að túlka viðeigandi ákvæðireglugerðar nr. 1768/92 í ljósi þess að reglugerðir Evrópuráðsins nr. 1901/2006og 469/2009 hefðu ekki gildi hér á landi. Úrskurður Hæstaréttar.Málþetta úrskurða hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason ogKarl Axelsson.Áfrýjandiskaut málinu til Hæstaréttar 12. júlí 2016. Hann krefst þess að felldur verðiúr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar frá 9.september 2015 í máli nr. 8/2009 þar sem staðfest var sú ákvörðun stefnda frá3. apríl 2009 að synja áfrýjanda um útgáfu viðbótarvottorðs á grundvelli umsóknarhans um viðbótarvernd byggt á einkaleyfi nr. 2218. Jafnframt krefst áfrýjandiþess að viðurkennd verði með dómi skylda stefnda til að gefa út viðbótarvottorðtil handa áfrýjanda á grundvelli fyrrgreindrar umsóknar hans. Þá krefst hannmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndikrefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Meðbréfi 29. maí 2017 beindi rétturinn því til lögmanna aðila, sbr. 2. mgr. 1. gr.laga nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings umEvrópska efnahagssvæðið, að þeir kæmu á framfæri sjónarmiðum sínum um hvorttilefni væri til þess að leita ráðgefandi álits dómstólsins. Af hálfu þeirrabeggja var ekki hreyft andmælum við því að það yrði gert.IÁfrýjandiá skráð hér á landi eftirfarandi einkaleyfi nr. 2218: „Beta-amínótetrahýdróimídasó (1, 2-a) pýrasín og tetrahýdrótríasóló (4, 3-a) pýrasín semdípeptídýl peptíðasa hindrar til meðhöndlunar eða forvarnar á sykursýki“. Hinn19. september 2007 lagði áfrýjandi fram umsókn hjá stefnda um svokallaðviðbótarvottorð á grundvelli einkaleyfisins. Í umsókninni kom fram að hún værireist á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1768/92 um útgáfu viðbótarvottorðs um verndlyfja. Til stuðnings beiðninni vísað áfrýjandi einnig til reglugerðar (EC) nr.1901/2006 um lyf fyrir börn og um breytingar á nánar tilgreindum reglugerðum ogtilskipunum. Með bréfi stefnda 5. febrúar 2008 var bent á að þar sem tímabiliðfrá því að einkaleyfisumsókn sú sem umsókn áfrýjanda byggði á var lögð inn ogþar til fyrsta markaðsleyfi var veitt innan Evrópska efnahagssvæðisins væristyttra en 5 ár fengist engin viðbótarvernd fyrir einkaleyfi áfrýjanda. Tilstuðnings þessu var vísað til 65. gr. a. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi og 2.töluliðar 13. gr. reglugerðar nr. 1768/92, sem hefur lagagildi hér á landi.Meðbréfi áfrýjanda 7. júlí 2008 var því lýst að honum hefði verið kunnugt um þástaðreynd að ekki fengist viðbótarvernd fyrir umrætt einkaleyfi þar sem tímabiliðfrá því að umsókn um einkaleyfi var lögð inn og þar til fyrsta markaðsleyfi áEvrópska efnahagssvæðinu var veitt væri styttra en fimm ár. Áfrýjandi leitaðiengu að síður eftir því að umsókn hans yrði tekin til greina þannig að hanngæti síðar meir nýtt sér ákvæði fyrrgreindrar reglugerðar nr. 1901/2006, sem gætigert honum kleift að öðlast viðbótarvernd um sex mánuði að fullnægðum tilteknumskilyrðum er áfrýjandi teldi sig uppfylla. Gera yrði ráð fyrir að reglugerðinmyndi öðlast gildi hér á landi og þar sem viðbótarvottorðið gæti veittáfrýjanda frekari vernd væri ekki tilgangslaust að samþykkja umsóknina.Meðbréfi 26. ágúst 2008 áréttaði stefndi að verndartími viðbótarvottorðsins, samkvæmt13. gr. reglugerðar nr. 1768/92, væri neikvæður og því ljóst að enginn tímimyndi bætast við þegar lögbundinn gildistími grunneinkaleyfisins rynni út 5.júlí 2022. Þá teldi stefndi það hvorki samræmast tilgangi laga um einkaleyfi néreglugerð nr. 1768/92 að veita viðbótarvottorð sem tæki gildi við loklögbundins verndartíma grunneinkaleyfis og gilti 106 daga aftur í tímann. Væriþað því mat stefnda að umsókn áfrýjanda gæti ekki leitt til útgáfuviðbótarvottorðs fyrir umrætt einkaleyfi.Áfrýjandiritaði enn bréf til stefnda 12. mars 2009. Þar sagði að heimild til að synja umsóknum viðbótarvottorð væri einungis að finna í 10. gr. reglugerðar nr. 1768/92. Í3. gr. hennar væru svo tilgreind þau skilyrði sem þyrfti að fullnægja til aðgeta fengið útgefið vottorð um viðbótarvernd og væri óumdeilt að áfrýjandiuppfyllti þau. Þegar af þeirri ástæðu hefði átt að gefa út vottorðið til hans.Jafnframt var bent á að þegar reglugerð nr. 1901/2006 yrði innleidd hér á landiværu markmið hennar eins og annars staðar að koma til móts við þá sem stundarannsóknir og þróun á sviði barnalækninga á þann hátt að veita þeim tilteknaviðbótarvernd umfram það sem þeir ættu rétt til eftir reglugerð nr. 1768/92. Tækireglugerð nr. 1901/2006 mið af þeim vanda að fjöldamörg lyf fyrir börn hefðuekki verið sérstaklega prófuð fyrir þá notkun og lægju því oft ekki fyrirupplýsingar um ákjósanlegustu skammtastærð, með tilheyrandi aukinni hættu ákerfisbundinni of- eða vanskömmtun, aukaverkunum og óskilvirkri meðhöndlunsjúkdóma í börnum. Væri reglugerðinni þannig ætlað að hvetja til aukinnarannsókna á sviði barnalækninga og lyfjameðhöndlunar á sjúkdómum barna ogþyrfti áfrýjandi ekki að þola að vera í raun sviptur rétti til að sækja um þávernd sem hann kynni hugsanlega að öðlast.Meðbréfi stefnda 3. apríl 2009 var umsókn áfrýjanda um útgáfu viðbótarvottorðshafnað á grunni fyrrgreindra röksemda um neikvæðan gildistíma vottorðsins.Benti stefndi enn fremur á að reglugerð nr. 1901/2006 kæmi ekki til skoðunarvið mat á því hvort áfrýjandi ætti rétt á viðbótarvottorði heldur væri eingöngulitið til gildandi laga og reglugerða. Þá hafnaði stefndi því að verið væri aðsvipta áfrýjanda rétti sem hann kynni hugsanlega að öðlast. IIHinn27. maí 2009 skaut áfrýjandi ákvörðun stefnda til áfrýjunarnefndarhugverkaréttinda á sviði iðnaðar og gerði þá kröfu að ákvörðuninni yrði hnekktog að gefið yrði út viðbótarvottorð í samræmi við umsókn hans. Undir rekstrimálsins hjá nefndinni upplýsti áfrýjandi að dómstóll í Þýskalandi hefði leitað forúrskurðarEvrópudómstólsins vegna máls er laut að umsókn um viðbótarvernd þar sem spurtværi hvort viðbótarvottorð yrði veitt fyrir lyf ef tímabilið frá því að sótt varum grunneinkaleyfi og þar til fyrsta markaðsleyfi var gefið út íEvrópusambandinu væri styttra en fimm ár. Að ósk áfrýjanda var málinu frestaðhjá áfrýjunarnefndinni meðan beðið var forúrskurðar Evrópudómstólsins.Hinn8. desember 2011 kvað Evrópudómstóllinn upp forúrskurð í máli nr. C-125/10vegna fyrrgreindrar spurningar. Í úrskurðinum kom fram að þar sem reglugerð nr.469/2009, sem breytti og kom í stað reglugerðar nr. 1768/92, hefði tekið gildieftir að sú ákvörðun sem um væri deilt í málinu hefði verið tekin, ættisíðastgreind reglugerð við um ákvörðunina. Þar sem skilyrði viðbótarverndarværi hins vegar að finna í reglugerð nr. 1901/2006 yrði að svara spurningu þýskadómstólsins með hliðsjón af báðum reglugerðunum. Í úrskurðinum var meðal annarstekið fram að ekkert í orðalagi 1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 1768/92 gæfi tilkynna að gildistími viðbótarvottorðs gæti ekki verið neikvæður. Jafnframt væriþað ekki meðal skilyrða 3., 7. og 9. gr. reglugerðarinnar fyrir veitingu slíksvottorðs að gildistími þess væri jákvæður. Þá yrði að hafa í huga aðgrundvallarmarkmið reglugerðar nr. 1768/92 væri að tryggja nægilega vernd tilþess að hvetja til lyfjarannsókna sem gegndu mikilvægu hlutverki í þróun á sviðilýðheilsu. Var það niðurstaða Evrópudómstólsins að túlka yrði ákvæði 13. gr.reglugerðar nr. 1768/92, eins og henni hefði verið breytt með reglugerð nr.1901/2006, sbr. 36. gr. hennar, þannig að hægt væri að veita viðbótarvottorðfyrir lyf ef tímabilið frá því að sótt var um grunneinkaleyfi og þar til fyrstamarkaðsleyfi var gefið út í Evrópusambandinu væri styttra en fimm ár. Áfrýjunarnefndhugverkaréttinda á sviði iðnaðar kvað upp úrskurð sinn 9. september 2015 ogstaðfesti ákvörðun stefnda frá 3. apríl 2009. Í kjölfarið höfðaði áfrýjandi máliðmeð þeim kröfum sem áður er getið. Með hinum áfrýjaða dómi var stefndi sýknaðuraf kröfum áfrýjanda.IIIEinsog áður greinir reisir áfrýjandi málatilbúnað sinn á því að hann hafi hagsmuniaf því að fá viðbótarvottorðið útgefið jafnvel þótt fyrir liggi að gildistímiþess sé neikvæður og það veiti honum því ekki neina raunverulega viðbótarvernd.Þetta leiði af því að útgáfa slíks vottorð sé forsenda þess að áfrýjanda sékleift að sækja um frekari viðbótarvernd á grundvelli reglugerðar nr. 1901/2006þegar hún hafi verið tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið oginnleidd hér á landi. Með24. gr. laga nr. 36/1996, sem breytti lögum nr. 17/1991, var reglugerð nr.1768/92 veitt lagagildi hér á landi, sbr. 65. gr. a. laga nr. 17/1991. Samkvæmtáðursögðu komst Evrópudómstólinn að þeirri niðurstöðu að ekkert í reglugerð nr.1768/92 kæmi í veg fyrir að gefið yrði út viðbótarvottorð með neikvæðumgildistíma. Jafnframt taldi dómstólinn að jákvæð tímalengd vottorðs væri eftirreglugerðinni ekki eitt af skilyrðum fyrir útgáfu þess. Á hinn bóginn er þessað gæta að í forúrskurðinum túlkar dómstóllinn reglugerð nr. 1768/92 meðhliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 1901/2006, en reglugerð nr. 1768/92 varsíðar endurútgefin sem reglugerð (EC) nr. 469/2009 að teknu tilliti til breytingasem á henni höfðu verið gerðar með reglugerð nr. 1901/2006. Hvorki reglugerðnr. 1901/2006, sem kveður á um áðurnefnda sex mánaða viðbótarvernd, né reglugerðnr. 469/2009, hafa verið teknar upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Hafa þær því ekki gildi hér á landi. Að því gættu er ástæða til að leitaráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvernig túlka beri viðeigandi ákvæðireglugerðar nr. 1768/92 í ljósi þess að umræddar reglugerðir eru ekki hluti afsamningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Verður spurningu réttarins hagað á þannveg sem í úrskurðarorði greinir.Málskostnaðurákveðst ekki í þessum þætti málsins.Úrskurðarorð:Leitað er álits EFTA-dómstólsins áeftirfarandi:Í ljósi þess að reglugerð (EC) nr.1901/2006 og reglugerð (EC) nr. 469/2009 hafa ekki verið teknar upp í samninginnum Evrópska efnahagssvæðið verður viðbótarvottorð, á grundvelli reglugerðar (EBE)nr. 1768/92, gefið út fyrir lyf, ef tímabilið frá því að umsóknin umgrunneinkaleyfi var lögð inn þar til fyrsta markaðsleyfi var gefið út áEvrópska efnahagssvæðinu er styttra en fimm ár?DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 13. apríl 2016.Mál þetta, sem var dómtekið 5. apríl sl. er höfðað fyrirHéraðsdómi Reykjavíkur af Merck Sharp &Dohme Corp., 126 East Lincoln Avenue Rahway, New Jersey 07065-0907,Bandaríkjunum á hendur Einkaleyfastofunni, Engjateigi 3, Reykjavík, meðstefnu birtri 9. nóvember 2015.Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur:. Aðúrskurður áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, upp kveðinn 9.september 2015 í máli nr. 8/2009, þar sem staðfest var ákvörðun stefnda,Einkaleyfastofunnar, frá 3. apríl 2009, um að synja stefnanda um útgáfuviðbótarverndarvottorðs á grundvelli umsóknar hans nr. 0003/07 um viðbótarverndbyggt á einkaleyfi nr. 2218: „Betaamínó tetrahýdróimídasó (1, 2-1) pýrasín ogtetrahýdrótríasóló (4, 3-1) pýrasín sem dípeptídýl peptíðasa hindrar til meðhöndlunareða forvarnar á sykursýki“, verði felldur úr gildi.2. Aðviðurkennt verði með dómi skylda stefnda, Einkaleyfastofunnar, til að gefa útviðbótarverndarvottorð til handa stefnanda á grundvelli umsóknar hans nr.0003/07 byggt á einkaleyfi nr. 2218, sem vísað er til í dómkröfu 1.3. Aðstefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmtmati dómsins.Stefndi gerir eftirfarandi dómkröfur:Aðallega að viðurkenningarkröfu í lið 2 í dómkröfu verðivísað frá dómi en stefndi verði að öðru leyti sýknaður af dómkröfum stefnandaog að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati réttarins.Til vara er þess krafist að stefndi verði sýknaður afdómkröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað aðmati réttarins.IStefnandi, Merck Sharp & Dohme Corp., áskráð hér á landi einkaleyfi nr. 2218: „Beta-amínó tetrahýdróimídasó (1, 2-a)pýrasín og tetrahýdrótríasóló (4, 3-a) pýrasín sem dípeptídýl peptíðasa hindrartil meðhöndlunar eða forvarnar á sykursýki“. Hinn 19. september árið 2007 lagðistefnandi, inn umsókn til Einkaleyfastofunnar um viðbótarvottorð fyrirlækningalyfi. Hinn 5. febrúar 2008 synjaði stefndi umútgáfu viðbótarvottorðs fyrir lækningalyfi þar sem tímabilið frá því umsókn umeinkaleyfi, sem ofangreind umsókn um viðbótarvottorð byggir á, var lögð inn þartil fyrsta markaðsleyfi var veitt innan EES-svæðisins er styttra en fimm ár.Stefndi veitti stefnanda frest til að gera athugasemdir við niðurstöðuna.Hinn 7. júlí 2008 lýsti stefnandi þeirriskoðun sinni, að þrátt fyrir að tímabilið sem um ræðir væri styttra en fimm ár,vildi hann engu að síður að umsókn um vottorð yrði tekin til greina.Hinn 26. ágúst 2008 barst enn synjun fráEinkaleyfastofunni þar sem færðar voru frekari röksemdir fyrir niðurstöðunni.Enn var stefnanda gefinn kostur á að gera athugasemdir við niðurstöðuna. Í lokaathugasemdir stefnanda, hinn 12. mars2009, var beiðnin um útgáfu viðbótarvottorðs ítrekuð.Hinn 3. apríl 2009 barst stefnanda endanlegsynjun stefnda. Stefnandi áfrýjaði þeirri ákvörðun til áfrýjunarnefndarhugverkaréttinda á sviði iðnaðar 3. júní árið 2009. Greinargerð stefnanda varlögð fram 7. september árið 2009 og greinargerð stefnda 25. nóvember 2009. Hinn 31. mars 2010 óskaði stefnandi eftirþví að afgreiðsla málsins hjá áfrýjunarnefndinni yrði sett á bið þar sem ívændum var dómur Evrópudómstólsins er varðaði afgreiðslu í Þýskalandi á samskonar umsókn umsækjanda þar í landi. Áfrýjunarnefnd féllst á þá beiðni ogtilkynnti stefnda það með bréfi 19. apríl 2011.Hinn 18. febrúar 2014 var afrit af dómiEvrópudómstólsins í máli nr. C-125/10 sent áfrýjunarnefnd. Niðurstaða dómsinsvar sú að það mætti gefa út viðbótarvottorð fyrir lyf, þó svo að skemmri tímien fimm ár hefði liðið frá innlögn grunneinkaleyfisumsóknar til útgáfu fyrstamarkaðsleyfis í ESB/EES. Áfrýjunarnefndin tilkynnti stefnda um dóminn með bréfi8. apríl 2014 og gafst stefnda kostur á að gera athugasemdir innan mánaðar.Hinn 29. apríl 2014 sendi stefndigreinargerð til áfrýjunarnefndar og 23. júlí 2014 var lögð fram önnurgreinargerð stefnanda til áfrýjunarnefndar. Lokaathugasemdir stefnda erudagsettar 27. ágúst 2014.Áfrýjunarnefndin kvað upp úrskurð sinn 9.september 2015 þar sem ákvörðun Einkaleyfastofunnar dagsett 3. apríl 2009, umað hafna útgáfu viðbótarvottorðs fyrir lyf vegna einkaleyfis nr. 2218, JANUVIA,sbr. umsókn nr. 0003/07, var staðfest. IIStefnandi byggir dómkröfur sínar á því að synjun stefnda áumsókn stefnanda um útgáfu viðbótarverndarvottorðs sé byggð á rangrilagatúlkun. Synjunin sé á því reist að útreiknað tímabil viðbótarverndar séstyttra en fimm ár, sem leiði samkvæmt reglu 13. gr. af sér neikvæðangildistíma viðbótarverndarvottorðs og þess vegna séu ekki uppfyllt skilyrðifyrir viðbótarvernd. Ekki sé að finna í reglugerð (EBE) nr. 1768/92 um útgáfuviðbótarvottorðs um vernd lyfja skilyrði fyrir útgáfu sem snúi að tímalengdþeirra vottorða sem gefin verði út á grundvelli reglugerðarinnar og ekki séslíkt skilyrði í 13. gr. reglugerðarinnar sem Einkaleyfastofan byggi á. Skýrtkomi fram í 13. gr. reglugerðarinnar að það ákvæði eigi við um útgefiðviðbótarvottorð og hvernig tímalengd þess sé reiknuð en fjalli ekki um „umsókn“um slíkt vottorð. Séu undirbúningsgögn þau sem Einkaleyfastofan vísi til semrökstuðning fyrir ákvörðun sinni skoðuð sé ljóst að þau geti ekki talist eigavið í dag þar sem forsendur þær sem hafi verið til staðar þegar þau hafi veriðgerð, séu ekki lengur til staðar. Síðar hafi verið samþykkt reglugerð EBE nr.1901/2006 sem breyti því töluvert hvaða hagsmuni aðilar geti haft af því að fáútgefið viðbótarvottorð. Við hið augljósa, eða viðbótarverndartíma, bætist hagsmunirtengdir því að geta sótt um viðbótarvottorð á grundvelli þessarar síðarireglugerðar nr. 1901/2006 þegar um lyf sé að ræða ætlað börnum.Stefnandi byggir á því að öll skilyrði fyrir útgáfu vottorðsum viðbótarvernd eins og þau séu skilgreind í 3. gr. reglugerðar (EBE) nr.1768/92, undir heitinu „skilyrði fyrir útgáfu vottorðs“ séu uppfyllt. Önnurskilyrði reglugerðarinnar varðandi umsóknina, sem sé að finna í 7., 8. og 9.gr. og varði frest til innlagnar, hvað þurfi að koma fram í umsókn og hvert skilaberi umsókn, séu einnig uppfyllt. Í 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar sé síðanskýrt tekið af skarið með það að ef umsókn um vottorð uppfyllir skilyrði semmælt er fyrir um í reglugerðinni skuli stefndi gefa út vottorðið. Íframangreindum ákvæðum reglugerðarinnar sé ekki að finna nein skilyrði fyrirútgáfu vottorða sem lúti að gildistíma.Stefnandi hafi af því ríka hagsmuni að fá útgefiðviðbótarverndarvottorð og séu þeir hagsmunir óháðir tímalengd þess vottorðs.Allar fullyrðingar um tilgangsleysi útgáfu vottorða sem kunna að hafa neikvæðangildistíma séu alrangar. Ljóst sé að viðbótarverndarvottorð útgefið til handastefnanda, á grundvelli framangreindrar umsóknar, mun ekki veita stefnandaviðbótarverndartíma. Útgáfa slíks vottorðs, óháð tímalengd þess, sé aftur ámóti forsenda þess að stefnandi geti átt möguleika á að sækja um og öðlast sexmánaða viðbótarvernd á grundvelli annarrar reglugerðar (EBE) nr. 1901/2006 semmun brátt öðlast gildi hér á landi, enda fellur sú reglugerð undir samninginnum Evrópska efnahagssvæðið. Hagsmunir stefnanda af útgáfu séu því ríkir. Stefnandi heldur því fram að í úrlausn stefnda, semáfrýjunarnefnd hefur staðfest, felist í raun að sett séu ný skilyrði fyrirútgáfu viðbótarverndarvottorða til viðbótar við þau skilyrði sem tilgreind séuí ákvæðum reglugerðarinnar. Stefnandi telur enga lagastoð fyrir slíkum„viðbótum“ við skilyrði sem séu tæmandi talin í reglugerðinni sjálfri. Þegar afþeirri ástæðu ber að ógilda úrlausnina og gera stefnda að gefa útviðbótarverndarvottorð á grundvelli umsóknar stefnanda. Telja verði einnig aðþað gangi þvert gegn reglu stjórnsýslulaga um meðalhóf að með lögskýringu takistjórnvald þá ákvörðun að neita stefnanda um ákveðinn rétt sem almennt séveittur aðilum uppfylli þeir skilyrði viðkomandi reglugerðar. Þá byggir stefnandi á því að mikilvægt sé að ákvæðireglugerðar nr. 1768/1992 sé túlkað til samræmis við túlkun annarra landa áEvrópska efnahagssvæðinu til að tryggja frjáls viðskipti á innri markaði Evrópuog lágmarka lagalega óvissu. Í þeim efnum sé vísað sérstaklega til dómsEvrópudómstólsins (ECJ) um þá spurningu sem til umfjöllunar sé í máli þessu ogtelja verður því grundvallardóm og fordæmi hvað þetta varðar. Þýskureinkaleyfadómstóll vísaði til ECJ eftirfarandi spurningu: „Getur viðbótarverndarvottorðfengist veitt fyrir lyf, ef tímabilið frá því að umsóknin um grunneinkaleyfivar lögð inn og þar til fyrsta markaðsleyfi er gefið út í Sambandinu er styttraen fimm ár?“Dómurinn tekur skýrt af skarið með það að túlka verðireglugerð nr. 1768/1992 á þann hátt að heimilt sé að gefa út viðbótarvottorðfyrir vernd með mögulega neikvæðum tíma. Tekið skal fram að reglugerð nr.1768/1992 hefur í dag verið endurútgefin sem reglugerð nr. 469/2009 og að viðhefur bæst áðurnefnd reglugerð nr. 1901/2006. Þær reglugerðir hafa í dag ekkiverið innleiddar í íslenskan rétt þótt sú vinna standi yfir. Það sem skiptirgrundvallarmáli hér sé að ákvæði það í reglugerð 1768/92 sem varðar skilyrðifyrir útgáfu viðbótarvottorðs og fjallað sé um í framangreindum dómi sé í dagalfarið óbreytt og hefur framangreindur dómur því grundvallarþýðingu hvaðvarðar túlkun þess. Fjallað sé sérstaklega um þetta í málsgreinum 28 og 30 ídómi ECJ í máli nr. C-125/10. Því beri Héraðsdómi að verða við kröfurstefnanda.IIIÁgreiningslaust sé að reglugerð nr. 1768/92 hefur lagagildihér á landi sbr. 1. mgr. 65. gr. a laga nr. 17/1991, um einkaleyfi, en ákvæðiðvar leitt í lög með 24. gr. laga nr. 36/1996 um breytingu á lögum um einkaleyfio.fl. Á grundvelli reglugerðarinnar getur einkaleyfishafi sem á einkaleyfi semskilgreinir virkt efni eða virkar efnasamsetningar í lyfi, sbr. 1. gr.reglugerðarinnar, sótt um allt að fimm ára viðbótarvernd ofan á 20 áraverndartíma einkaleyfisins. Einkaleyfið í þessu samhengi sé nefnt „grunneinkaleyfi“.Á grundvelli 36. gr. reglugerðar nr. 1901/2006 um lyf fyrirbörn sem tekið hefur gildi innan Evrópusambandsins, getur handhafigrunneinkaleyfis eða veitts vottorðs um viðbótarvernd átt kost á allt að sexmánaða framlengingu á verndartíma hafi það lyf sem varið er af einkaleyfinu eðavottorðinu verið rannsakað sérstaklega fyrir börn. Í kjölfar gildistökureglugerðarinnar innan Evrópusambandsins var reglugerð nr. 1768/92 endurskoðuðog síðar endurútgefin sem reglugerð nr. 469/2009, frá 6. maí 2009, um vottorðum viðbótarvernd fyrir lyf.Mál þetta snýr að 13. gr. reglugerðar nr. 1768/92, síðar nr.469/2009, en áralangri túlkun á orðalagi ákvæðisins var breytt með dómiEvrópudómstólsins í máli nr. C-125/10 frá 8. desember 2011, sem stefnandi vísartil. Leiddi ný túlkun af ákvæðum reglugerðar nr. 1901/2006, frá 12. desember2006, um lyf fyrir börn, einkum 36. gr., en 13. gr. reglugerðar 1768/92 varbreytt að hluta með tilkomu þeirrar gerðar. Í dómsorðinu segir svo í lauslegriþýðingu: „13. gr. reglugerðar ráðsins nr. 1768/92, frá 18. júní 1992, um útgáfuviðbótarvottorðs um vernd lyfja, eins og henni var breytt með reglugerð ESBþingsins og ráðsins nr. 1901/2006 frá 12. desember 2006, lesin í samræmi við36. gr. reglugerðar nr. 1901/2006, verður að túlka sem svo að [...]“ Þá vísarstefnandi til 23. - 26. mgr. dómsins Stefndi telur að 3. mgr. 13. gr. reglugerðar ESB nr.469/2009, eins og hana ber að túlka með hliðsjón af reglugerð ESB nr.1901/2006, hafi verið megin umfjöllunarefni dómsins. Nefnd 3. mgr. 13. gr. séekki hluti af reglugerð nr. 1768/92 heldur aðeins þeirri reglugerð sem tók viðaf henni, þ.e. nr. 469/2009.Hvorki reglugerð nr. 1901/2006 né reglugerð nr. 469/2009hafa verið innleiddar í EES-rétt enn sem komið er og því hafa ákvæði þeirraekki lagagildi hér á landi. Hér á landi gildir því reglugerð nr. 1768/92óbreytt. Þá hefur þessi síðari túlkun á 13. gr. reglugerðar nr. 469/2009, semþó er efnislega samhljóða 13. gr. reglugerðar nr. 1768/92 að því er varðar 1.og 2. mgr., heldur ekki gildi hér á landi að mati stefnda og sé það sjónarmið ísamræmi við það sem önnur EES/EFTA-ríki hafa að leiðarljósi. Vinna viðinnleiðingu gerðanna í EES-rétt hefur staðið yfir um langa hríð en enn sé meðöllu óljóst hvenær af innleiðingu verður því enn sé verið að leysa úrálitaefnum sem komið hafa upp í ferlinu. Niðurstaða stefnda og síðaráfrýjunarnefndar sé í samræmi við þá túlkun sem í gildi var þar til dómur féllí máli nr. C-125/10 og sé enn í fullu gildi innan EES/EFTA-ríkjanna. Varðandi tilgang viðbótarverndar áréttar stefndi það semfram komi í inngangsorðum reglugerðar nr. 1768/92 að það hái lyfjarannsóknum aðverndartími lyfja sé yfirleitt svo stuttur að hann nægi ekki til að fjárfestingí rannsóknum skili sér til baka. Markmið með útgáfu viðbótarvottorða sé þ.a.l.að tryggja nægjanlega vernd í þeim tilgangi að hvetja til frekari rannsókna ályfjum og skal sú vernd sem vottorðið veitir vara „nógu lengi til að verndalyfið á árangursríkan hátt“. Á móti þessum sjónarmiðum vega hagsmunir annarralyfjaframleiðenda sem og samkeppnissjónarmið og þar af leiðandi sé sett fimmára hámark á gildistíma viðbótarvottorða. Samanlagður verndartímilyfjaeinkaleyfa getur með þessari viðbót orðið að hámarki 25 ár.Sömu sjónarmið séu sett fram í almennum athugasemdum viðfrumvarp til laga nr. 36/1996, sem og í athugasemdum við 22. gr. frumvarpsins,sem varð að 65. gr. a í einkaleyfalögum. Þar sé nefnt að tilgangurviðbótarvottorðs sé sá að veita þeim viðbótarvernd, sem lagt hafa mikinn tímaog kostnað í rannsóknir á lyfjum og hafa í raun fengið styttri verndartíma enaðilar á öðrum tæknisviðum sem hafa tök á að byrja nýtingu sinna uppfinningamun fyrr. Verndartími lyfjaeinkaleyfa sé með þessu lengdur um allt að fimm ármeð útgáfu viðbótarvottorðs til að jafna þann mismun. Stefndi telur að þaðverði ekki fyrr en með innleiðingu reglugerðar nr. 1901/2006 um lyf fyrir börnhér á landi að unnt verður að framlengja þennan verndartíma enn frekar eða umallt að sex mánuði til viðbótar. Ágreiningur málsins varðar 13.gr. reglugerðarinnar og stefndi kveður rétt að ákvæðið segi ekki til um þaðhvort viðbótarvottorð geti haft gildistímann „0“ eða neikvæðan gildistíma,heldur tilgreinir það reiknireglu og hámarksgildistíma. Vottorð um viðbótarvernd„[taka] gildi þegar lögbundinn gildistími grunneinkaleyfisins rennur út“samkvæmt 1. mgr. 13. gr. reglugerðar 1768/92. Þau skulu samkvæmt ákvæðinu hafaákveðinn gildistíma og sá gildistími sé reiknaður út frá því hvenær fyrstamarkaðsleyfi var veitt, sbr. 1. mgr. ákvæðisins. Væntanlegur gildistími þarf aðliggja fyrir þegar að útgáfu vottorðs kemur, þ.e. á umsóknartíma. Ákvæðiðvarðar því eðlilega mat og afgreiðslu á umsókn um viðbótarvernd og þar semgildistíminn sé ekki ákveðinn eftir útgáfu sé augljóst að mati stefnda að 13.gr. felur í sér skilyrði fyrir útgáfu vottorðs í sjálfu sér og sé öðru mótmælt.Stefndi byggir á því að 13. gr. beri að túlka með hliðsjónaf áralangri venju við túlkun ákvæðisins sem og þeim undirbúningsgögnum semlágu fyrir og ekki sé unnt að veita vottorð með neikvæðum eða engum gildistíma.Þá væri með hliðsjón af tilgangi reglugerðarinnar ljóst, að fengi aðilimarkaðsleyfi snemma í ferlinu væri hann í engu sviptur vernd eða tíma tilhagnýtingar á uppfinningu sinni miðað við aðra einkaleyfishafa. Umsókn stefnanda um viðbótarvernd barst Einkaleyfastofunniárið 2007. Reglugerð nr. 1768/92 var í gildi á þeim tíma og gildir enn semkomið er óbreytt hér á landi þó að landslagið annars staðar í Evrópu, aðundanskildum EFTA-ríkjum sem nefnd eru í greinargerð þessari, hafi þegar umnokkurt skeið verið annað vegna tilkomu reglugerðar nr. 1901/2006 ogendurskoðaðrar útgáfu reglugerðar nr. 1768/92. Þau sjónarmið sem liggja að bakitúlkun á ákvæðinu eiga því enn í dag við hér á landi. Forsendur hafa vissulegabreyst með dómi í máli nr. C-125/10 og hagsmunir einkaleyfishafa af því aðtúlkuninni verði breytt fyrir innleiðingu gerðanna hér á landi geta vissulegaverið til staðar. Stefndi fær ekki séð hvernig unnt sé að byggja rétt eða hagsmuniá reglugerðum eða síðari túlkun á þeim, þegar þær hafa ekki lagagildi hér álandi og enn sé allsendis óljóst hvenær af því verður að þær öðlist gildi hér álandi. Réttarstaðan hér á landi sé skýr og stefndi mótmælir því þess vegnaalfarið að þau undirbúningsgögn sem stefndi vísar til í rökstuðningi fyrirákvörðun sinni eigi ekki við í dag.Stefndi mótmælir því að brotið hafi verið gegn reglustjórnsýslulaga um meðalhóf. Niðurstaða byggði á gildandi rétti og var ísamræmi við þá túlkun sem viðhöfð var og er enn hér á landi á 13. gr.reglugerðar nr. 1768/92. Umsókn stefnanda barst sem fyrr segir árið 2007 ogendanleg ákvörðun Einkaleyfastofunnar var tekin árið 2009. Á þeim tíma voru þausjónarmið sem byggt var á í útreikningi á gildistíma í fullu gildi og það varekki fyrr en 8. desember 2011 sem dómur í máli nr. C-125/10 féll. Á þeim tímavar mál þetta rekið fyrir áfrýjunarnefnd, sem staðfesti niðurstöðu stefnda íseptember 2015. Réttarstaðan hér á landi hefur ekki breyst á þessum tíma endahafa þær gerðir sem stefnandi rekur rétt sinn og hagsmuni til ekki tekið gildi.Þau sjónarmið að stofnunin hafi neitað stefnanda um ákveðinn rétt og brotiðgegn meðalhófsreglu eru, með hliðsjón af því sem rakið er hér að framan, meðöllu tilefnislaus.IV Ágreining málsins er að rekjatil þess, að stefndi hefur hafnað umsókn stefnandi um útgáfu áviðbótarverndarvottorði fyrir lyf vegna einkaleyfis nr. 2218. Með úrskurðiáfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar var niðurstaða stefndastaðfest. Stefnandi freistar þess fyrir dóm að fá úrskurði þessum hnekkt og aðdómurinn viðurkenni skyldu stefnda til að gefa út viðbótarverndarvottorðið. Stefnandi telur að nauðsynlegtsé fyrir hann að fá viðbótarvottorðið til þess að hann eigi möguleika síðar áað sækja um framlengingu á grundvelli reglugerðar ESB nr. 1901/2006 um lyffyrir börn, en fyrirhugað sé að innleiða reglugerð þessa. Í gildi er núreglugerð nr. 1768/92 frá 18. júní 1992 um útgáfu viðbótarvottorðs um verndlyfja. Af málatilbúnaði málsaðilaverður ekki annað ráðið en ágreiningslaust sé að umsóknin um viðbótarvottorðiðuppfylli skilyrði 3. gr. og 7. gr. reglugerðar 1768/92. Ágreiningurinn snýr aðtúlkun 13. gr. reglugerðarinnar er fjallar um gildistíma vottorðs. Stefndibyggir á því að stefnandi eigi ekki rétt á viðbótarvottorði fyrir einkaleyfinu,þar sem tímabilið frá því umsókn um einkaleyfi var lögð inn þar til fyrstamarkaðsleyfi á EES-svæðinu var veitt, sé styttra en fimm ár, þ.e. neikvæðurgildistími. Stefnandi heldur því hins vegar fram að 13. gr. reglugerðarinnarstandi því ekki í vegi að gildistíminn geti verið neikvæður. Stefnandi byggirhvort tveggja á því, að rétt túlkun á reglugerð nr. 1768/92 styðji það aðviðbótarvottorðið verði gefið út og einnig vísar stefnandi til niðurstöðuEvrópudómstólsins í málinu C-125/10. Eins og að framan greinir ergildandi réttarheimild reglugerð nr. 1768/92 um útgáfu viðbótarvottorðs umvernd lyfja. Í inngangi hennar segir að Ráð Evrópubandalaganna hafi meðhliðsjón af stofnsáttamála Efnahagsbandalags Evrópu, með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,í samvinnu við Evrópuþingið, með hliðsjón af áliti efnahags- ogfélagsmálanefndarinnar og að teknu tilliti til athugasemda sem fram koma íinngangi reglugerðarinnar, samþykkt reglugerð nr. 1768/92. Í nefndumathugasemdum kemur meðal annars fram að röksemd fyrir viðbótarvottorði sé meðalannars sú að tíminn sem lyfið njóti verndar sé ekki nægur til þess aðfjárfesting í rannsóknum skili sér til baka. Því geti þessi stutti tími háðlyfjarannsóknum. Markmiðið með útgáfu viðbótarvottorðsins sé þar af leiðandi aðtryggja nægilega vernd í þeim tilgangi að hvetja til frekari rannsóknar ályfjum og sú vernd sem vottorðið veiti skuli vara nógu lengi til að verndalyfið á árangursríkan hátt. Í reglugerðinni er síðan ákvæði m.a. umskilgreiningar, sbr. 1. gr., gildissvið, sbr. 2. gr., skilyrði fyrir útgáfuvottorðs, sbr. 3. gr. umsóknina, sbr. 7. gr., hvaða upplýsingar eigi að vera íumsókninni, sbr. 8. gr., um gildistíma, sbr. 13. gr. og svo framvegis. Stefnandi byggir á 1. mgr. 10.gr. en þar segir: „Ef umsókn um vottorð og framleiðsluvaran sem um er að ræðauppfylla skilyrði sem mælt eru fyrir um í þessari reglugerð skal yfirvaldið semum getur í 1. mgr. 9. gr. gefa út vottorðið.“ Stefnandi telur, að í ljósi þessað skilyrðum reglugerðarinnar sé fullnægt skulistefndi gefa út viðbótarvottorðið. Á það fellst dómurinn ekki. Það verði aðlíta heildstætt á reglugerðina, líta til tilgangs hennar sem rakinn er íinngangi hennar og allra ákvæða hennar, en ekki einungis til orðalags 10. gr.Samkvæmt 13. gr. reglugerðarinnar tekur vottorðið gildi þegar lögbundinngildistími grunneinkaleyfisins rennur út og gildir á tímabili sem er jafnlangtþeim tíma er leið frá því umsóknin um grunneinkaleyfi var lögð fram og þangaðtil fyrsta markaðsleyfið var veitt fyrir framleiðsluvöruna innan bandalagsins,að frádregnum fimm árum. Í 2. mgr. segir að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulivottorðið ekki gilda lengur en fimm ár frá gildistökudeginum. Ljóst má vera aðvottorð sem veitt er áður en lögbundinn gildistími grunneinkaleyfisins rennurút, gildir samhliða einkaleyfinu og hefur þannig neikvæðan gildistíma. Því erekki um viðbótarverndartíma að ræða þar sem enginn verndartími bætist viðverndartíma einkaleyfisins, en markmiðið með reglugerðinni er að umraunverulega viðbótarvernd sé að ræða.Samkvæmt 36. gr. reglugerðar nr. 1901/2006 um lyf fyrirbörn, sem tekið hefur gildi innan Evrópusambandsins, getur handhafigrunneinkaleyfis eða veitts vottorðs um viðbótarvernd átt kost á allt að sexmánaða framlengingu á verndartíma hafi það lyf sem varið er af einkaleyfinu eðavottorðinu verið rannsakað sérstaklega fyrir börn. Í kjölfar gildistöku reglugerðarinnar innan Evrópusambandsins varreglugerð nr. 1768/92 endurskoðuð og síðar endurútgefin sem reglugerð nr.469/2009, frá 6. maí 2009, um vottorð um viðbótarvernd fyrir lyf. Á grundvelliþessara lagabreytinga byggði dómur dómstóls Evrópusambandsins í málinu nr.C-125/10 niðurstöðu sína er hann breytti túlkun á orðalagi 13. gr. reglugerðar1768/92. Ágreiningslaust er að hvorki reglugerð nr. 1901/2006 né reglugerð nr.469/2009 hafa lagagildi hér á landi og verður niðurstaða málsins ekki byggð átúlkun á þeim.Þótt ákvæði 1. og 2. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 1768/92 séefnislega óbreytt í reglugerð 469/2009 þá breytir það engu varðandi túlkun þá áákvæðinu, samanber hér að framan, en reglugerð 469/2009 hefur ekki fengiðlagagildi hér. Eins og mál þetta liggur fyrir er því hafnað aðmeðalhófsregla stjórnsýsluréttarins hafi verið brotin. Meðan vísan til þess sem að framan greinir er það niðurstaðamálsins að sýkna eigi stefnda af öllum kröfum stefnanda. Með vísan til 130. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefndamálskostnað svo sem greinir í dómsorði.Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan.DÓMSORÐ Stefndi, Einkaleyfisstofan, ersýknuð að kröfum stefnanda, Merck Sharp &Dohme Corp.Stefnandi greiði stefnda 1.000.000 kr. ímálskostnað. |
Mál nr. 321/2017 | Lausafjárkaup Samkeppni Skaðabætur Beint tjón Óbeint tjón | Í ehf. og DL ehf., síðar D ehf., gerðu með sér samning um kaup þess fyrrnefnda á öllum rekstri þess síðarnefnda, en félagið annaðist einkum innflutning á fiskilínum og krókum til sölu til útgerða á Íslandi. Í 12. grein kaupsamningsins var að finna ákvæði um samkeppnishömlur þar sem DL ehf. og fyrirsvarsmaður þess, A, skuldbundu sig í þrjú ár frá afhendingu að stunda ekki starfsemi sem teldist geta verið í samkeppni við þann rekstur sem yfirtekinn var samkvæmt samningnum. Í ehf. taldi að A hefði brotið gegn 12. grein samningsins og höfðaði mál gegn A og D ehf., en bú þess félags var síðar tekið til gjaldþrotaskipta, þar sem krafist var skaðabóta óskipt úr hendi þeirra vegna þess tjóns sem það taldi sig hafa orðið fyrir, m.a. vegna tapaðrar viðskiptavildar. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að A hefði brotið gegn þeirri skuldbindingu sem hann gekkst undir samkvæmt 12. grein kaupsamningsins með atbeina sínu að innflutningi á tveimur gámum með fiskilínu og fleiri vörum sem og vegna samskipta hans í óþökk Í ehf. við framleiðanda fiskilínunnar í Suður-Kóreu. Þá taldi Hæstiréttur að A hefði ljáð atbeina sinn, í gegnum einkahlutafélag sem hann hefði að minnsta kosti óbein tengsl við, til þess að Í ehf. hefði ekki átt þess kost að flytja inn og selja í heildsölu króka frá tiltekinni verksmiðju í Indlandi, en þá hafði DL ehf. áður selt. Hefði hann þannig vanrækt þær skyldur sem hann undirgekkst með samningnum og komið í veg fyrir að Í fengi afhent það sem félagið hafði keypt. Hefði A með háttsemi sinni rýrt af ásettu ráði verðmæti hins selda og valdið Í tjóni. Bæri hann á því skaðabótaábyrgð og þar sem háttsemin hefði verið saknæm tæki ábyrgðin bæði til beins og óbeins tjóns Í. Var A gert að greiða Í 25.000.000 krónur í skaðabætur sem ákveðnar voru að álitum. Þrotabú D ehf. var á hinn bóginn sýknað með vísan til þess að hvorki hefði verið sýnt fram á að félagið hefði átt þátt í innflutningi á umræddum tveimur gámum með fiskilínu né að það hefði á annan hátt brotið gegn 12. grein kaupsamningsins, en félagið yrði ekki talið samábyrgt vegna vanefnda A. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og BenediktBogason og Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandinn Arnór Stefánsson skaut málinu til Hæstaréttar 23. maí 2017. Hannkrefst aðallega sýknu af kröfu áfrýjandans Ísfells ehf., en til vara að krafanverði verulega lækkuð. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði ogfyrir Hæstarétti. Ísfell ehf. áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 29. júní 2017. Krefstfélagið þess að stefnda verði gert greiða sér, óskipt með áfrýjandanum ArnóriStefánssyni, 40.000.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. mars 2017 til greiðsludags. Þákrefst félagið málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti.Gagnvart áfrýjandanum Arnóri Stefánssyni krefst áfrýjandinn Ísfell ehf.staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. IÁgreiningur málsaðila á rót sína aðrekja til sölu Dímon línu ehf., sem síðar fékk nafnið Dofri ehf., á öllumrekstri félagsins, tólum og tækjum og heilum og seljanlegum vörubirgðum þesstil áfrýjandans Ísfells ehf. Nánar tiltekið var það sem talið var felast íöllum rekstri tilgreint sem yfirtaka á daglegum rekstri, nafni, vörumerki, viðskiptavildog öllum viðskiptasamböndum seljanda hér á landi og erlendis, hvort sem um varað ræða birgja eða aðra viðskiptavini. Kaupsamningurinn var gerður 5. mars 2013sem einnig var afhendingardagur. Í 12. grein kaupsamningsins var ákvæði umsamkeppnishömlur, sem tekið er í heild upp í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt þvískuldbundu seljandi og fyrirsvarsmaður félagsins, áfrýjandinn Arnór, sig tilþess í þrjú ár frá afhendingu að stunda ekki með nokkrum hætti, hvorki beint néóbeint, starfsemi er teldist geta verið í samkeppni við þann rekstur semyfirtekinn var samkvæmt samningnum. Einnig skuldbundu þeir sig til þess aðhefja ekki starfsemi sem seldi sömu vörur og seljandi gerði á þeim tíma semsalan fór fram, að eiga ekki beint eða óbeint í slíku félagi eða eiga fulltrúaí stjórn þess, eða sækjast eftir viðskiptasamböndum, umboðum og vörumerkjum semtilheyrðu seljanda við undirritun kaupsamningsins. Undanskilið var þó, samkvæmtgrein 12.4 í kaupsamningi, ,,eignarhald seljanda og Arnórs á krókaverksmiðjuerlendis.“ Kaupverð hins selda varsamtals 220.945.199 krónur, sem skiptist þannig að 90.945.199 krónur vorugreiddar fyrir vörubirgðirnar, 12.569.000 krónur fyrir það sem nefnt var tól ogtæki og 117.431.000 krónur fyrir daglegan rekstur, nafn, vörumerki, viðskiptavildog öll viðskiptasambönd.IIStaðfest verður sú niðurstaðahéraðsdóms að áfrýjandinn Arnór hafi brotið gegn þeirri skuldbindingu sem hanngekkst undir samkvæmt 12. grein kaupsamningsins með atbeina sínum aðinnflutningi á þeim tveimur gámum með fiskilínu og fleiri vörum, sem gerð ergrein fyrir í dóminum. Hið sama á við um önnur samskipti hans í óþökk kaupanda viðframleiðanda fiskilínunnar í Suður-Kóreu, sem verið hafði í viðskiptasambandivið Dímon línu ehf. og selt því félagi vörur sínar en áfrýjandinn Ísfell ehf.hafði yfirtekið viðskipti við þennan framleiðanda með kaupsamningnum. Þegar kaupsamningurinn var gerðurseldi Dímon lína ehf. línukróka, er framleiddir voru í verksmiðju á Indlandisem mun hafa borið heitið Beko-Dimon fishing co. Með samningnum seldi Dímonlína ehf. allan sinn rekstur og viðskiptasambönd til Ísfells ehf. og skuldbattfélagið og fyrirsvarsmaður þess sig til að stunda ekki í þrjú ár rekstur sem meðnokkrum hætti gæti talist í samkeppni við þann rekstur sem seldur var. Samkvæmtgögnum málsins tók einkahlutafélagið Puffin, sem var í eigu áfrýjandans Arnórs,þegar eftir söluna til við að selja línukróka framleidda í verksmiðjunni áIndlandi sem Dímon lína ehf. hafði áður selt. Þá liggur fyrir tölvupóstur 19.janúar 2015 frá fulltrúa Beko-Dimon fishing co. til áfrýjandans Ísfells ehf.þar sem tilkynnt var að í samráði við áfrýjandann Arnór hefði verið ákveðið aðselja einungis króka framleidda í verksmiðju félagsins til einkahlutafélagsinsIcepuffin fishing gear á Íslandi. Það félag var stofnað í apríl 2014 af bróðuráfrýjandans Arnórs og Ársæli Inga Ingasyni fyrrum starfsmanni Dímon línu ehf.,en áfrýjandinn Ísfell ehf. hafði yfirtekið ráðningarsamning hans. Ársæll Ingi sleitsvo þeim ráðningarsamningi með uppsögn 20. mars 2014. Jafnframt hefur veriðlagður fram í málinu samningur áfrýjandans Arnórs og Icepuffin fishing gearehf. 2. janúar 2017 um lán hins fyrrnefnda til félagsins að fjárhæð 19.251.000krónur. Samkvæmt framansögðu er sannað að áfrýjandinn Arnór hefur að minnstakosti óbein tengsl við Icepuffin fishing gear ehf. og hefur ljáð atbeina sinntil þess að áfrýjandinn Ísfell ehf. átti þess ekki kost að flytja inn og selja íheildsölu króka frá verksmiðjuBeko-Dimon fishing co. á Indlandi. Áfrýjandinn Arnór, sem ábyrgðist réttarefndir kaupsamningsins að því er viðskiptasambönd og viðskiptavildina varðaði,hefur með þessu einnig vanefnt þær skyldur sem hann gekkst undir samkvæmt 12.grein kaupsamningsins og þannig komið í veg fyrir að áfrýjandinn Ísfell ehf.fengi afhent það sem félagið keypti með samningnum. Verður ekki talið aðfélagið hafi fyrirgert rétti sínum til þess að krefjast skaðabóta vegnavanefnda á kaupsamningi þótt það hafi keypt línukróka í tvígang af Puffin ehf.og leitast við með samningsdrögum að tryggja frekar þann rétt sem félagið taldisig eiga samkvæmt kaupsamningnum. Með framangreindri háttsemi sinnirýrði áfrýjandinn Arnór af ásettu ráði verðmæti hins selda og olli með þvíáfrýjandanum Ísfelli ehf. tjóni. Á því ber hann skaðabótaábyrgð og þar semháttsemi hans var saknæm tekur ábyrgðin bæði til beins og óbeins tjónsáfrýjandans Ísfells ehf., sbr. 3. mgr. 40. gr. laga nr. 50/2000 umlausafjárkaup.IIIVið mat á tjóni áfrýjandans Ísfellsehf. verður fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að hluti af tjóni vegna tapaðrarviðskiptavildar sé ætlað tjón vegna innflutnings Puffin ehf. á þeim tveimurgámum, sem greinir í dóminum. Áfrýjandinn Ísfell ehf. hefur sönnunarbyrði fyrirþví hvert tjón félagsins var vegna háttsemi áfrýjandans Arnórs. Félagið hefuraflað mats dómkvadds manns um hvert tjón þess hafi orðið vegna missis hagnaðarvið það að Puffin ehf. flutti inn til sölu á markaði gám með fiskilínu ogfleiri vörum. Niðurstaða matsmannsins var sú að tjón áfrýjandans Ísfells ehf.vegna þessa hafi numið 6.896.443 krónum en eins og fram er komið voru fluttir tillandsins tveir gámar með slíkum vörum. Félagið hefur ekki freistað þess að aflamats um tjón sitt að öðru leyti, en gerir kröfu um að skaðabætur verði ákveðnarað álitum, ef ekki verður fallist á útreikning þess sjálfs, sem gerð er greinfyrir í hinum áfrýjaða dómi. Í dóminum, sem skipaður var sérfróðummeðdómsmönnum, kemur fram sú afstaða að það sé erfiðleikum bundið að leggjafram nákvæma útreikninga um rýrnun viðskiptavildar og að ekki sé unnt að ætlasttil að áfrýjandinn Ísfell ehf. geti lagt fram nákvæm gögn um fjárhæð tjónsins.Til þess að skaðabætur verði dæmdar að álitum þarf að sýna fram á, aukskaðabótaábyrgðar, að tjón hafi orðið. Svo sem fram er komið hefur áfrýjandinnÍsfell ehf. sannað að félagið hafi orðið fyrir tjóni vegna háttsemi áfrýjandansArnórs. Með vísan til niðurstöðu héraðsdóms verður fallist á að ekki sé líklegtað öflun matsgerðar dómkvadds manns sé, eins og atvikum málsins og eðliskaðabótakröfunnar í málinu er háttað, líkleg til þess að færa mætti málið aðþessu leyti í þann búning að komist yrði hjá að ákveða bætur að álitum. Verðurþví staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að skilyrði séu til þess. Við mat áfjárhæð skaðabóta verður fyrst og fremst litið til þess að samkvæmtkaupsamningi voru greiddar 117.431.000 krónur fyrir viðskiptavild og önnuróefnisleg verðmæti og að ekki sé ágreiningur í málinu um að veigamesti þátturþess hafi verið viðskiptasambandið við framleiðanda fiskilínu í Suður-Kóreu,sem áður hafði selt vörur sínar til Dímon línu ehf. Þá hefur sala á línukrókumeinnig nokkra þýðingu. Samkeppnishömlur þær sem mælt var fyrir um íkaupsamningi áttu að standa í þrjú ár. Á hinn bóginn liggur fyrir aðáfrýjandinn Ísfell ehf. hefur haldið þeim viðskiptum við línuframleiðandann,sem áður er nefndur. Samkvæmt gögnum málsins nam andvirði innflutnings Dímonlínu ehf. frá þessum viðskiptavini 704.630 bandaríkjadölum á árinu 2012.Fullyrðingum áfrýjandans Arnórs um að andvirði innflutnings áfrýjandans Ísfellsehf. á vörum frá sama framleiðanda hafi á árunum 2013 til 2016 numið rúmlega600.000 bandaríkjadölum á ári, hefur ekki verið andmælt. Lækkun frá árinu 2012er því tæplega 100.000 bandaríkjadalir eða 300.000 bandaríkjadalir á þvíþriggja ára tímabili, sem samkeppnishömlur skyldu standa. Þá er ekki unnt aðútiloka að frekari samkeppni hafi komið til frá öðrum innflytjendum. Að öðruleyti en varðar þessa tvo vöruflokka er ekki annað upplýst í málinu en aðáfrýjandinn Ísfell ehf. hafi haldið að mestu þeim viðskiptum sem félagiðyfirtók með kaupsamningnum. Við ákvörðun skaðabóta að álitumverður að gæta hófs enda á ekki að geta falist ávinningur í því að ekki liggifyrir sannanir um fjárhæð tjóns. Þá er þess að gæta að samningsaðilar þar semsettar eru samkeppnishömlur á annan aðilann geta ákveðið með samningi févítieða annars konar skaðabætur og fjárhæð þeirra ef samningsaðili, eða annar sásem skuldbindur sig samkvæmt samningum, efnir ekki skyldur sínar. Með vísan tilalls framangreinds verður áfrýjandinn Arnór dæmdur til að greiða áfrýjandanumÍsfelli ehf. skaðabætur að fjárhæð 25.000.000 krónur með dráttarvöxtum eins oggreinir í dómsorði.Staðfest verður með vísan til forsendnaniðurstaða héraðsdóms um sýknu stefnda.Áfrýjandinn Arnór greiði áfrýjandanumÍsfelli ehf. málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem ákveðinn verður í einulagi eins og í dómsorði greinir.Áfrýjandinn Ísfell ehf. greiði stefndamálskostnað fyrir Hæstarétti eins og segir í dómsorði.Dómsorð:Áfrýjandinn, Arnór Stefánsson, greiðiáfrýjandanum, Ísfelli ehf., 25.000.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. mars 2017 tilgreiðsludags og 4.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.Ákvæði héraðsdóms um sýknu stefnda,þrotabús Dofra ehf., skal vera óraskað. Áfrýjandinn, Ísfell ehf., greiðistefnda 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti, en ákvæði héraðsdóms ummálskostnað þeirra í milli þar fyrir dómi skal vera óraskað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 30. mars20107.Málþetta, sem dómtekið var 2. mars sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meðstefnu þingfestri þann 26. febrúar 2015 af Ísfelli ehf., Óseyrarbraut 28, 220Hafnarfirði, á hendur Arnóri Stefánssyni og Dofra ehf., báðum til heimilis aðÞverási 47, Reykjavík.I.Stefnandikrefst þess að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda sameiginlega (insolidum) 52.884.760 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. mars 2015 til greiðsludags.Þákrefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu sameiginlega (in solidum) aðmati réttarins.Stefndukrefjast þess aðallega að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda.Tilvara krefjast stefndu þess að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega.Íbáðum tilvikum krefjast stefndu þess að stefnanda verði gert að greiða stefndumálskostnað. II.Málsatvik Um árabil annaðist stefndi Dofriehf. innflutning á krókum og línum frá aðila í Suður-Kóreu til sölu á markaðiinnanlands undir nafninu Dímon lína ehf. Eigandi Dofra ehf. og fyrirsvarsmaðurer stefndi Arnór Stefánsson. Upplýsingar um framleiðanda línunnar var mjög velgeymt viðskiptaleyndarmál hjá stefndu. Eftir að rekstur félagsins var seldurstefnanda var skipt um nafn á félaginu og heitir það nú Dofri ehf.Viðskiptavinir Dímon línu ehf. voru nær eingöngu útgerðir sem veiða á línu.Dímon lína ehf. seldi jafnframt línukróka frá indversku félagi, sem m.a. er íeigu stefnda Arnórs, Beko-Dimon. Stefnandi gerði kaupsamning við stefndaDímon línu ehf., dags. 5. mars 2013. Í samningnum var svokallaðsamkeppnisákvæði sem ætlað var að takmarka samkeppni stefndu við stefnanda íkjölfar kaupanna. Með kaupsamningi þessum keypti stefnandi rekstur og vörubirgðirDímon línu ehf. Kaupverð var samtals 220.945.199 kr., annars vegar 90.945.199kr. greiðsla fyrir vörubirgðir og hins vegar 130.000.000 kr. greiðsla fyrir „yfirtökuá daglegum rekstri, nafni, vörumerki, viðskiptavild og öllum viðskiptasamböndumDímon línu ehf. erlendis og hér á landi, hvort sem um er að ræða birgja eðaviðskiptavini“. Jafnframtfylgdi með í kaupunum símanúmer, internettengingar, auglýsingar- ogkynningarefni auk tóla og tækja sem fylgja og fylgja ber skv. fylgiskjali viðkaupsamninginn. Í kjölfar samþykkis á kauptilboði var samruninn tilkynnturSamkeppniseftirlitinu og með ákvörðun frá 18. febrúar 2013 taldiSamkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans. Þegar fyrirlá að Samkeppniseftirlitið gerði ekki athugasemdir við yfirtöku stefnanda árekstri stefnda Dofra ehf. var gengið frá kaupsamningi og afhendingu þann 5.mars 2013. Í 12. gr. kaupsamnings segir aðseljandi og fyrirsvarsmaður hans, Arnór Stefánsson, skuldbindi sig til þess aðstunda ekki með nokkrum hætti hvorki beint eða óbeint, að hluta til né að öðruleyti, starfsemi sem teljist í samkeppni við þann rekstur, sem yfirtekinn varsamkvæmt samningnum, í þrjú ár frá afhendingardegi en í 12. gr. kaupsamningssegir að það felist í því að:“12.1Að vinna ekki fyrir beina samkeppnisaðila félagsins eins og starfsemin er ídag.2.2Að hefja ekki starfsemi sem selur sömu vörur og félagið geri nú, eiga ekkibeint eða óbeint í slíku félagi eða eiga fulltrúa í stjórn þess. Sama gildir umstofnun, eignaraðild og stjórnarsetu í slíkum félögum (hlutafélögum,sameignarfélögum).2.3Að sækjast ekki eftir viðskiptasamböndum, umboðum og vörumerkjum, sem tilheyrafélaginu við undirritun kaupsamnings þessa.2.4.Undanskilið ákvæði þessu er eignarhald seljanda og Arnórs á krókaverksmiðjuerlendis.” Hinn 20. nóvember 2013 tilkynntistefndi Arnór fyrirtækjaskrá um nýtt nafn, heimilisfang og tilgang félagsinsGeirsá ehf., sem hefur upp frá því heitið Puffin ehf. Tilgangur félagsinssamkvæmt skráningu er tilgreindur alhliða rekstur í sjávarútvegi og eignarhaldum hluti í félögum í sjávarútvegi, lánastarfsemi, innflutningur, útflutningurog skyld starfsemi. Samkvæmt ÍSAT-flokkun fyrirtækjaskrár lýtur starfsemifélagsins þó að heildverslun með skipsbúnað, veiðarfæri og fiskvinnsluvélar.Lögheimili félagsins var að Þverási 47, 110 Reykjavík, en var fært aðKöllunarklettsvegi 4, 104 Reykjavík, með tilkynningu til fyrirtækjaskrár hinn18. mars 2014. Hinn 20. mars 2014 hætti Ársæll IngiIngason, fyrrverandi sölumaður hjá stefnda, hjá stefnanda, en stefnandi hafðiyfirtekið starfssamning hans. Tveimur dögum áður var tilkynnt tilfyrirtækjaskrár að Ársæll Ingi gerðist stjórnarformaður félagsins Puffin ehf.en stefndi Arnór meðstjórnandi og framkvæmdastjóri og bróðir Arnórs, RagnarStefánsson, gerðist meðstjórnandi. Hinn 8. apríl 2014 sendu Ársæll Ingiog Ragnar tilkynningu til fyrirtækjaskrár um stofnun einkahlutafélagsinsIcepuffin Fishing Gear ehf. og að tilgangur félagsins væri innflutningur, salaog útflutningur á vörum tengdum sjávarútvegi og önnur skyld starfsemi. Um mitt ár 2014 lagði stefnandi til aðgerður yrði einkakaupasamningur um kaup stefnanda á krókum af stefnda ogsamkvæmt samningsdrögum var gert ráð fyrir því að stefndi myndi selja stefnandaalla króka í gegnum félagið Geirsá ehf. (nú Puffin ehf.). Gert var ráð fyrirdagsektum að fjárhæð 20.000 krónur yrði brotið gegn rétti stefnanda tileinkasölu. Þá óskaði stefnandi eftir því að gera viðauka við kaupsamning aðilasem gerði ráð fyrir að hert væri á samkeppnisákvæðum kaupsamningsins frá 5.mars 2013. Skyldi stefndi Arnór skrifa undir samninginn persónulega og varhonum ætlaður mun lengri gildistími en þau samkeppnisákvæði sem gilda samkvæmtkaupsamningnum en stefndu féllust ekki á að undirgangast þá skilmála. Um miðjan ágúst 2014 höfðu starfsmennSamskipa hf. samband við stefnanda þar sem starfsmennirnir höfðu undir höndumfarmbréf vegna innflutnings á línum og sigurnöglum/stoppurum frá Suður-Kóreu,en móttakandi sendingarinnar var sagður vera Samskip hf. á Íslandi. Töldustarfsmenn Samskipa hf. stefnanda líklegan viðtakanda gámsins þar sem áfarmbréfinu kom fram að gámurinn innihéldi línuveiðarfæri frá Suður-Kóreu.Farmbréfið var gefið út hinn 4. júlí 2014 og samkvæmt því var um að ræðasendingu sem innihélt línur ásamt stoppurum. Stefnandi hafði ekki pantað þessarvörur. Í kjölfarið af vitneskju stefnanda umfyrrnefndan innflutning fóru fyrirsvarsmenn og starfsmenn stefnanda út tilframleiðandans í Suður-Kóreu, nánar tiltekið í september 2014, og lögðu m.a.fram þýðingu á kaupsamningi aðila þannig að framleiðandanum mætti verafullljóst um hvað stefndu hefðu samið við stefnanda. Í kjölfar heimsóknarinnaráttu aðilar með sér tölvupóstsamskipti, m.a. um viðskipti stefnda Arnórs viðframleiðandann. Í tölvupósti hinn 13. október 2014 frá fyrirsvarsmannilínuframleiðandans kom fram að hann hafði þegar sent tvo gáma af línu tilBeko-Dimon að beiðni stefnda Arnórs í tveimur aðskildum sendingum og var önnursendingin sú sem stefnandi fékk fyrirspurn um frá Samskipum. Einnig upplýstiframleiðandinn að Arnór væri búinn að leggja fram pöntun fyrir þriðja gámnum enhann hafði ekki verið sendur af stað. Línuframleiðandinn gaf stefnanda loksloforð um að eiga eingöngu viðskipti við stefnanda hér á landi og samþykkti aðstefnandi tæki yfir þriðja gáminn sem hafði ekki verið sendur af stað. Mál þetta var síðan höfðað með stefnusem var þingfest þann 26. febrúar 2015. Í þinghaldi þann 30. október 2015 lagðistefnandi fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns til að meta hver framlegðmatsbeiðanda hefði orðið vegna sölu á línum sem fluttar voru inn um mitt ár2014. Í þinghaldi þann 23. nóvember 2015lögðu stefndu fram mótmæli við framkominni matsbeiðni og kröfðust þess að henniyrði hafnað og fór málflutningur fram um kröfuna þann 1. desember 2015. Meðúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. desember 2015 var fallist á kröfustefnanda um dómkvaðningu matsmanns til að framkvæma hið umbeðna mat. Íþinghaldi þann 12. janúar 2016 var Sturla Jónsson, löggiltur endurskoðandi hjáGrant Thornton, dómkvaddur til að framkvæma hið umbeðna mat. Matsspurning í matsbeiðni hljóðaði svo: „Hver hefði hagnaður matsbeiðanda orðiðaf sölu á þeim línum sem fluttar voru inn með gámi sem kom til landsins í ágúst2014 og eru nánar tilgreindar á dómskjali nr. 19. Með hagnaði er átt viðsöluandvirði að frádregnum beinum kostnaði af öflun vörunnar og sölu hennar.Ekki skal tekið tillit til kostnaðar sem tengist almennum rekstri matsbeiðanda,afskriftum eða skattgreiðslum nema matsmaður telji að slíkur kostnaður hefðiaukist sérstaklega við innflutning og sölu á matsandlaginu.“ Óskað var eftir því að útreikningaryrðu sundurliðaðir. Stefndi Dofri ehf. var úrskurðaðurgjaldþrota 24. febrúar 2016 og Guðjón Ármannsson var skipaður skiptastjóri. Niðurstaða matsgerðar, dags. 14. mars2016, var á þá leið að matsmaður taldi beinan kostnað við öflun og sölu varannanema 16.237.950 kr. og er fjárhæðin sundurliðuð í matsgerð. Vænt söluverð mathann 23.134.394 kr. Hagnaður matsbeiðanda væri þannig 6.896.443 krónur. Þann 16. mars 2016 lagði stefnandi frambeiðni um að embætti Tollstjóra yrði skyldað með úrskurði til að afhenda fyrirdómi aðflutningsskýrslu vegna innflutnings á farmbréfi á dskj. nr. 19, aukgagna sem upplýstu fjölda tollafgreiddra gáma til viðeigandi innflutningsaðilameð sams konar innihaldi tímabilið frá 1. janúar 2014 til 15 október 2014.Tollstjóri hafnaði með rökstuðningi að afhenda umbeðin gögn. Stefnandi lagði aðnýju fram beiðni þann 23. maí 2016 um að embætti Tollstjóra yrði skyldað til aðafhenda upplýsingar úr tollkerfi innflutningsaðila á innihaldi gáms á umræddufarmbréfi auk upplýsinga um fjölda tollafgreiddra gáma til samainnflutningsaðila tímabilið 1. janúar til 15. október 2014. Málflutningur umkröfuna fór fram 27. júní 2016 og með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 19.júlí 20916 var kröfu stefnanda hafnað. Niðurstaða héraðsdóms var kærð tilHæstaréttar Íslands og með dómi hans nr.558/2016 þann 18. október 2016 var fallist á kröfu stefnanda um að Tollstjórayrði gert að afhenda Ísfelli ehf. skjal sem geymir upplýsingar úr tollkerfi uminnflutningsaðila á innihaldi gáms á frambréfi, sem gefið var út 4. júlí 2014,og skjal úr tollkerfi sem geymir upplýsingar um fjölda afgreiddra gáma til samainnflutningsaðila með sams konar innihaldi á tímabilinu 1. janúar til 15.október 2014. Í upplýsingum frá Tollstjóra, dags. 25.október 2016, komu fram upplýsingar um innihald gámsins á dómskjali nr. 19 ogupplýsingar um fjölda afgreiddra gáma með sams konar innihaldi til samainnflutningsaðila á tímabilinu 1. janúar til 15. október 2014. Um tvö tilvikværi að ræða og innflytjandi í bæði skiptin Puffin ehf., Hamarshöfða 1 íReykjavík.III.Málsástæðurog lagarök stefnanda Stefnandi vísar til þess að hann hafikeypt bæði rekstur og vörubirgðir Dímon línu ehf. af félaginu (nú stefndi Dofriehf.) með kaupsamningi, dags. 5. mars 2013, og stefndi Arnór hafi verið einieigandi félagsins. Samkvæmt grein 1 a kaupsamningsins yfirtók stefnandi viðkaupin daglegan rekstur, nafn, vörumerki, viðskiptavild og öll viðskiptasamböndstefnda Dofra erlendis og hér á landi, hvort sem um var að ræða við birgja eðaviðskiptavini, auk símanúmers, internettengingar og annarra auðkenna, svo ogalls auglýsinga- og kynningarefnis og tóla og tækja sem fylgja og fylgja ber.Til vörubirgða töldust allar heilar og seljanlegar vörubirgðir, sbr. gr. 1 bkaupsamningsins. Með 12. gr. kaupsamningsins hafistefndu undirgengist sameiginlega skuldbindingar sem ætlað var að tryggjayfirtöku stefnanda á hinu keypta, en þar segi:„Seljandiog fyrirsvarsmaður hans Arnór Stefánsson skuldbinda sig til þess að stunda ekkimeð nokkrum hætti, hvorki beint né óbeint, að hluta til né að öðru leyti,starfsemi sem teljist getur í samkeppni við þann rekstur sem yfirtekinn ersamkvæmt þessum samningi, í 3 ár frá afhendingardegi, (sjá 10. gr.) en í þvífelst m.a.:12.1 Að vinna ekki fyrir beinasamkeppnisaðila félagsins, eins og starfsemi félagsins er í dag.12.2 Að hefja ekki starfsemisem selur sömu vörur og félagið gerir nú, eiga ekki beint eða óbeint í slíkufélagi eða eiga fulltrúa í stjórn þess. Sama gildir um stofnun, eignaraðild ogstjórnarsetu í slíkum félögum (hlutafélögum, sameignarfélögum).12.3 Að sækjast ekki eftirviðskiptasamböndum, umboðum og vörumerkjum sem tilheyra félaginu við undirritunkaupsamnings þessa.2.4 Undanskiliðákvæði þessu er eignarhald Seljanda og Arnórs á krókaverksmiðjum erlendis.“ Stefnandi byggir á því að stefndiArnór hafi með athöfnum sínum brotið gegn ákvæðum kaupsamningsins í kjölfarkaupa stefnanda á rekstri og vörubirgðum félagsins. Stefndi Arnór hafi veriðeini eigandi og framkvæmdastjóri seljanda og komið einn fram fyrir það félag.Stefnandi lýsi því háttsemi stefnda Arnórs í kjölfar kaupsamningsins semháttsemi stefndu óskipt, enda hafi stefnda Arnóri sem fyrirsvarsmanni seljandaborið að tryggja réttar efndir samningsins. Stefnandi telur ljóst af málsatvikum ogþeim gögnum sem liggi fyrir í málinu að stefndi Arnór hafi staðið að baki þvíað fluttar voru inn línur frá framleiðandanum í Suður-Kóreu til sölu hér álandi í félagi, sem hann hefur augljós tengsl við. Með því hafi verið brotiðgegn framangreindu ákvæði, sem bæði leggi bann við því að hefja starfsemi semselur sömu vörur og Dímon lína ehf. gerði á þeim tíma sem kaupsamningurinn varundirritaður og bann við að sækjast eftir viðskiptasamböndum, umboðum ogvörumerkjum, sem tilheyrðu félaginu við undirritun kaupsamningsins. Stefnandi telur jafnframt ljóst aðstefndi Arnór hafi beint eða óbeint boðið línurnar, sem hann flutti inn, tilsölu í trássi við 12. gr. kaupsamningsins og grein 12.1 og 12.2. Þá telurstefnandi ljóst að sala línanna hafi farið fram undir formerkjum Dímons línu,eða með tilvísun til þess að um væri að ræða sömu vörur. Þannig hafi um leiðverið brotið gegn banni í 5. gr. kaupsamningsins að nota tilvísun til nafnsDímons línu ehf. Enn fremur telur stefnandi ljóst, að auk línanna frá suður-kóreskabirgjanum, hafi stefndi Arnór staðið fyrir því að flytja inn og selja, beinteða óbeint, króka og tauma (ábót). Slíkt hafi verið óheimilt samkvæmt ákvæðumkaupsamningsins. Þó svo að samkvæmt undirgrein 12.4 sé eignarhald stefnda ákrókaverksmiðjum erlendis undanskilið samkeppnisákvæðinu, hafi stefndu samt semáður verið óheimilt að selja slíka króka hér á landi í smásölu, beint eðaóbeint, og stunda þannig samkeppnisrekstur við stefnanda. Stefnandi telur aðmeð framangreindri háttsemi hafi með ólögmætum og saknæmum hætti verið brotiðgegn skýrum samningsákvæðum í kaupsamningi aðila. Í því sambandi skipti ekkimáli hvort innflutningur og sala varanna hafi verið í nafni stefndu, félagsinsPuffins ehf. eða Icepuffin Fishing Gear ehf., enda telur stefnandi ljóst affyrirliggjandi gögnum að stefndu standi að baki innflutningi og sölu þessarafélaga á línu og krókum. Stefnandi byggir á því að stefndu berií sameiningu óskipta ábyrgð á þessum athöfnum stefnda Arnórs enda hafi stefnduskuldbundið sig í sameiningu til þess að stunda ekki samkeppnisrekstur viðstefnanda, hvorki beint né óbeint. Auk þess hafi stefndi Arnór verið einieigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri stefnda Dofra ehf. og tengsl þeirraþví verið svo náin að ótækt sé að greina hvaða athafnir voru framkvæmdar afstefnda Arnóri persónulega eða í störfum hans sem framkvæmdastjóra ogstjórnarmanns félagsins. Stefnandi telur ljóst að hann hafiorðið fyrir töluverðu tjóni af framangreindum athöfnum, sem stefndu beri ábyrgðá. Tjón stefnanda felist annars vegar í því að verðmæti þeirrarviðskiptavildar, sem hann keypti, hafi verið stórlega skaðað og hún ekki afhentað fullu, en hins vegar í beinu tjóni og útgjöldum þar sem stefnandi varð afviðskiptum með innfluttu línurnar og vegna kostnaðar hans af því að verjaviðskiptasamband sitt við hinn suður-kóreska framleiðanda. Stefnandisundurliðar kröfur sínar bætur vegna verðminni viðskiptavildar, tapaðrarframlegðar og aukins kostnaðar. Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því aðeigi hann rétt á bótum úr hendi stefndu vegna þess að háttsemi stefndu hafaleitt til þess að verðmæti hinnar keyptu viðskiptavildar hafi skaðast og hannekki fengið hana afhenta að fullu eða með réttum hætti, en kaup á viðskiptavildhafi verið stærsti hluti kaupverðsins. Hin keypta viðskiptavild sé endurgjaldfyrir yfirtöku á viðskiptum Dímons línu ehf., hvort tveggja við birgjafélagsins og viðskiptamenn. Til þess að tryggja að stefnandi fengi tækifæri tilað taka þessi viðskiptasambönd yfir og festa í sessi hafi stefndu lofað að takaekki upp starfsemi sem væri í samkeppni við stefnanda eða leita eftir því aðkomast yfir þau viðskiptasambönd eða umboð, sem stefnandi var að greiða fyrirað taka yfir. Viðskiptasambönd séu ekki afhent eins og lausafé, heldur með þvíað seljandi kynnir kaupanda fyrir viðskiptamanni og veitir síðan kaupandanumfrið og aðstoð til að koma í hans stað í viðskiptunum. Yfirtaka og afhending áviðskiptasamböndum taki því ávallt nokkurn tíma og í samningi aðila sé við þaðmiðað að þrjú ár taki að ná þeim árangri að kaupandi hafi tekið yfirviðskiptasambönd og hafi öðlast traust viðskiptamanna. Yfirfærslaviðskiptasambanda sé viðkvæmt ferli og framkoma seljanda viðskiptavildar ráðimestu um það hvort kaupanda er mögulegt að ná að festa viðskiptasambönd ísessi. Til að verja hina keyptu viðskiptavild og tryggja flutning hennar tilkaupanda sé undantekningarlaust samið um að seljandi lofi í tiltekinn tíma aðleita ekki eftir að ná sömu viðskiptasamböndum til baka til sín eftir að salahefur átt sér stað. Þrátt fyrir að það tíðkist að hafa slíka tímabundnatakmörkun á heimildum seljanda, eru viðskiptavildin og viðskiptasamböndin eftirsem áður seld varanlega og verðlagning taki mið af því. Stefnandi telur sannað að ári eftir aðstefndu seldu stefnanda viðskiptavild sína vegna Dímon-línunnar og annarra varahafi stefndu ákveðið að nýta sér hina sömu viðskiptavild til tekjuöflunar fyrirsig og samstarfsaðila sína á kostnað stefnanda. Stefndu hafi með þeim hættistöðvað afhendingu eða flutning viðskiptavildarinnar til stefnanda og farið aðvinna í því að endurheimta að nýju hina seldu viðskiptavild. Með því hafistefndu brotið gróflega samning aðila. Þar sem viðskiptavild sé óefnislegverðmæti, en verðmæti hennar taki mið af ætluðum hagnaði til framtíðar afviðskiptasamböndum, verði tjón stefnanda vegna brota stefnda ávallt matskennt.Þá sé ljóst að innkoma stefndu á markaðinn að nýju með undirboðum hafavaranlega skaðað möguleika stefnanda til álagningar á línuna en hafa verði íhuga að endurgjaldið fyrir viðskiptavildina taki almennt mið af væntum hagnaðiaf viðskiptunum. Stefnandi telur að taka megi mið afforsendum í kauptilboði hans í rekstur Dímons línu ehf. við mat á tjóninu.Samkvæmt forsendum tilboðsins voru árlegar tekjur árið 2012 Dímons línu ehf.326.400.000 kr. Tekið var mið af því að væntanlegar tekjur stefnanda afkaupunum myndu nema 80% af þessari fjárhæð. Stefnandi hafði áætlað að 20% aftekjunum hafi verið vegna beitu- og netasölu en litið var til áranna 2010-2012við þá áætlun. Stefnandi mat það sem svo að félagið myndi ekki auka tekjursínar vegna þeirra vara við kaupin á rekstri stefndu. Verðmæti hinnar keyptuviðskiptavildar hafi þannig falist í metnum ávinningi af yfirtöku á viðskiptummeð Dímon-línuna og króka, sem var áætlaður 80% af sölu félagsins fyrir kaupstefnanda. Söluspá, sem stefnandi lagði til grundvallar, var að árleg sala yrði261.120.000 kr. (326.400.000 kr. x 80%). Til að finna út áætlaðan árleganhagnað komi kostnaðarliðir til frádráttar. Kostnaðarverð seldra vara var áætlað71,5% af þessari fjárhæð, nánar tiltekið 186.700.800 kr. Laun og launatengdurkostnaður var áætlaður 24 m.kr. árlega. Fastakostnaður var metinn 20.889.600kr. Árlegur hagnaður var því metinn 29.529.600 kr. og var gert ráð fyrir 5%hækkun allra liða árlega næstu 10 árin. Út frá þessum forsendum hafi stefnandigert tilboð sitt í rekstur, þ.e. 130 m.kr. en jafnframt hafi verið tekið tillittil tækjabúnaðar, sem var metinn á um 12.569 þús. kr. Greiðsla stefnanda fyriryfirtöku á viðskiptasamböndum stefndu hér á landi og erlendis vegna sölu á línuog krókum hafi því verið 117.431 þús. kr. Með því að stefndu hófu sjálfirviðskipti við línuframleiðandann og buðu sömu vöru og stefnandi til sölu hér álandi, þ.e. línu og króka og tauma (ábót), verði að líta svo á að súviðskiptavild, sem stefnandi greiddi stefndu fyrir, hafi ekki verið með réttumhætti eða að fullu afhent. Stefnandi telur réttmætt að líta svo á að stefnduhafi stöðvað eða hætt afhendingu á viðskiptavild er þeir hófu að vinna í að náviðskiptasamböndunum til baka til sín. Hin keypta viðskiptavild hafi því ekkiverið að fullu afhent í samræmi við samning aðila. Afhending áviðskiptavildinni hafi falist í því að stefndi fengi að njóta friðar í 3 ár tilað byggja upp viðskiptasambönd við fyrrum viðskiptamenn stefndu hér á landi ogerlendis. Með því að hefja sölu á sömu línu ogstefnandi á lægra verði en hann hafi stefndu einnig varanlega skaðað möguleikatil álagningar við sölu á línunni og dregið úr sölu stefnanda. Hvort tveggjaskaði verðmæti viðskiptavildar. Tjón vegna þessa eigi eftir að koma fram álöngum tíma en hafi þegar komið fram að hluta sem töpuð sala stefnanda.Sjálfstæð bótakrafa sé gerð vegna þess tjóns. Stefnandi byggi á því að hanneigi rétt á bótum vegna skerðingarinnar á hinni keyptu viðskiptavild sem nemur39.143.667 kr. og sú fjárhæð sé varlega áætluð og áskilur stefnandi sér rétttil að hækka hana ef kemur til þess að lagt verði mat á hana af matsmönnum.Fjárhæðin sé þannig metin að um helmingi af verðmæti viðskiptavildarinnar,117.431.000 kr., er deilt niður á þau 3 ár, sem stefnandi átti að njóta til aðyfirtaka viðskiptavild stefndu, eða 19.571.833 kr. á ári (39.143.667 vegnatveggja ára). Þá sé við það miðað að stefnandi hafi aðeins notið eins árs afþeim þremur, sem samningurinn gerði ráð fyrir að hann hefði til yfirtöku áviðskiptasamböndum stefndu og friðar frá mögulegri samkeppni við þá. Með því aðdraga helming af verðmæti viðskiptavildar frá kröfum sínum á hendur stefndu séstefnandi að gæta sanngirnis í kröfum sínum og horfa til þess að stefndu komuhonum í samband við viðskiptamenn hans, m.a. hinn suður-kóreska framleiðanda.Það mat byggist á því að stefnanda tókst með eigin vinnu og kostnaði að halda íviðskiptasamband við framleiðanda línunnar í Suður-Kóreu, a.m.k. í bili enóvíst sé hvað framtíðin ber í skauti sér, enda liggi fyrir að stefndi Arnór séleynt og ljóst að vinna í því að ná aftur til sín umræddu viðskiptasambandi.Stefnandi krefjist hins vegar bóta fyrir útlagðan kostnað við að halda í umrættviðskiptasamband. Stefnandi byggir þannig á því að stefndu haldi stærstum hlutasöluverðs viðskiptavildarinnar eða rúmum 78 m.kr., þrátt fyrir alvarleg brotþeirra gagnvart stefnanda. Fallist dómurinn ekki á forsendurstefnanda fyrir bótum vegna brota gegn samningnum og skerðingar á viðskiptavilder krafist skaðabóta að álitum dómsins, enda eigi hér við sambærileg sjónarmiðog er ákveða þarf bætur fyrir missi hagnaðar, og greiðsla fyrir viðskiptavildsé greiðsla fyrir að njóta framtíðarhagnaðar. Stefnandi krefst í öðru lagi bóta vegnatapaðrar framlegðar vegna sölu á línum hér á landi, vegna innflutnings á árinu2014, í trássi við framangreint ákvæði 12. gr. kaupsamningsins. Stefnandi telurljóst að stefndi Arnór hafi staðið að baki innflutningi gámanna tveggja ogkomið þeim í sölu, sbr. staðfestingu framleiðandans í Suður-Kóreu og núupplýsingar frá Tollstjóra, dskj. 47. Stefnandi hafi í lok mars haft spurnir afþví að stefndu og Ársæll Ingi væru að kynna viðskiptavinum það að þeir mynduhefja sölu línu fljótlega en flutningur gáms hingað til lands frá Suður-Kóreutekur um 2 mánuði. Síðari gámurinn hafi farið af stað frá Seoul 4. júlí 2014,sbr. farmbréf þess efnis og komið hingað til lands um tveimur mánuðum síðar. Þar sem stefnandi sé eini aðilinnutan stefnda, sem hafi selt þessar línur hér á landi, telur stefnandi ljóst aðsú framlegð sem reikna má af vörunum, sem voru fluttar inn og seldar, sélágmarkstjón stefnanda af hinum óheimila innflutningi stefndu. TímabilInnkaupsverð (USD)Töpuð sala/útsöluverð (USD)Þar af töpuð framlegð (USD)Töpuð framlegð (ISK)júní/júlí 201410.00061.76551.7656.058.058ágúst 201410.00061.76551.7656.058.058Samtals220.000323.53003.5302.116.116„Útreikningurinnbyggir á því að stefndu hafi flutt inn og selt „Dímon-línur“ úr tveimur gámum.Áætla má að í hverjum gámi hafi verið á bilinu 800-1000 línur ogmeðalinnkaupsverð miðað við 900 línur sé um 110.000 bandaríkjadölum [svo] (USD). Áætlað útsöluverð miðað [svo] við þá álagningu sem stefndu ogstefnandi hafa notast við á þessa línu. Töpuð framlegð af hvorum gámi fyrir signemur mismuninum á áætluðu innkaupsverði og útsöluverði, þ.e. 51.765bandaríkjadalir vegna hvors gáms um sig eða samtals 103.530 bandaríkjadalir.Þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvenær ársins sala á línunum fór fram tekurstefnandi mið af meðaltals sölugengi bandaríkjadals árið 2014 skv. SeðlabankaÍslands, þ.e. 117,03. Krónutalan er fundin með margfeldi af 103.530 og 117,03,samtals 12.116.116 kr. Sjá einnig á dskj. nr. 25. Að sjálfsögðu er um að ræðaáætlun stefnanda.“ Stefnandi krefst í þriðja lagi bótavegna þess kostnaðar sem hann þurfti að ráðast í til að takmarka tjón sitt ogfara ítrekað á fund með framleiðanda línanna í Suður-Kóreu til að reyna aðhalda í viðskiptasamband það, sem stefndu seldu honum. Stefnandi krefst beinskostnaðar hans af síðari tveimur ferðum fyrirsvarsmanna stefnanda tilsuður-kóreska birgisins í maí og september 2014 í kjölfarið af upplýsingum ummeint brot stefndu. Stefnandi metur það sem svo að fyrsta heimsóknin tilbirgisins 2013 hafi verið eðlilegtframhald af kaupum stefnanda á viðskiptasamböndum við birginn en telur ljóst aðsíðari ferðirnar tvær hafi verið bein afleiðing brota stefndu ásamkeppnisákvæði kaupsamnings aðila. Beinn kostnaður af ferðunum tveimur hafinumið 1.624.978 kr., sem sundurliðast með eftirfarandi hætti: Ferðmaí.14sep.14Ferðakostnaður470.326573.317Gistikostnaður95.45949.872Dagpeningar erlendis201.67034.334Samtals767.455857.523Krafastefnanda um skaðabætur byggir á sjónarmiðum um skaðabætur innan samninga enstefnandi telur að stefndu beri hvor um sig fulla ábyrgð á því að brotið hafiverið gegn skilmálum kaupsamningsins um samkeppnisbann. Stefnandi byggir á þvíað ekki sé hægt að greina háttsemi stefndu í sundur og því beri þeir óskiptaábyrgð á öllu tjóni stefnanda vegna brota gegn kaupsamningi aðila. Verði ekki fallist að fullu áframangreint byggir stefnandi sjálfstætt á því gagnvart stefnda Dofra ehf. aðhann eigi kröfu um afslátt af kaupverði viðskiptavildarinnar þar sem ekki hafiverið staðið við að hann fengi 3 ár til að yfirtaka hana gagnvartviðskiptamönnum stefndu sem svari til þess að sú viðskiptavild, sem hann keypti,hafi ekki verið að fullu afhent. Stefnandi byggir á því að í óskiptrikröfu hans á hendur stefndu felist jafnframt sá möguleiki að þeir beri skiptaábyrgð eða aðeins óskipta ábyrgð að hluta. Þannig byggir stefnandi á því að fáihann ekki fullar bætur úr hendi stefndu sameiginlega eigi hann rétt á því að fáafslátt af kaupverði sem þessu nemur. Samtals nemur krafa stefnanda á hendurstefndu 12.116.116 kr.+ 1.624.978 kr. + 39.143.666 kr. =52.884.760 kr. Fallist dómurinn ekki á kröfu stefnanda er krafist bóta aðálitum dómsins. Stefnandi byggir á því að hann eigi rétt á dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá því að mánuður erliðinn frá þingfestingu stefnu til greiðsludags, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.Kröfur stefnanda eru byggðar á meginreglum kröfu- og samningaréttarinsum efndir og skuldbindingargildi samninga og um bætur innan samninga. Um aðildvísar stefnandi til 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Málskostnaðarkröfur styðjast við 1. mgr.129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Um varnarþing vísast til 1. mgr. 32.gr., 1. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 42. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.IV.Málsástæðurog lagarök stefnduStefndu byggja áþví að þeir hafi í engu brotið gegn ákvæðum samnings síns við stefnanda og aðþeir beri enga skaðabótaábyrgð á tjóni, sem stefnandi kann að hafa orðið fyrir.Þá hafna stefndu því enn fremur að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni. Þá erútreikningum stefnanda á meintu tjóni mótmælt. Stefnandi krefjist bóta fráDofra ehf. og Arnóri óskipt vegna brota á samkeppnisákvæði kaupsamnings ogvegna viðskiptavildar, sem ekki hafi verið afhent stefnanda að fullu. Engin rökséu færð fyrir því að Dofri ehf. og Arnór eigi að bera sameiginlega og óskiptaábyrgð á meintu tjóni stefnanda. Ekki verði talið að Arnór geti borið ábyrgð áþví að Dofri ehf. hafi ekki afhent hið selda líkt og haldið sé fram í stefnu enstefnandi vísi um þann þátt málsins til reglna um skaðabætur innan samninga. Þáhafi Dofri ehf. ekki haft neina starfsemi með höndum og því vandséð hvernigfélagið geti borið ábyrgð á brotum gegn samkeppnisákvæði kaupsamnings. Afþessum sökum sé kröfugerð stefnanda ótæk í því formi sem hún er. Stefndi Dofri ehf. hafi hvorki tekiðþátt í viðskiptum með króka né línur á Íslandi. Því sé ekki haldið fram ístefnu að svo hafi verið og engin gögn verið lögð fram því til stuðnings. Þvísé ljóst að stefndi Dofri ehf. hafi ekki brotið gegn ákvæðum kaupsamningsinsfrá 5. mars 2013 með þeim hætti sem tilgreindur er í stefnu. Í 5. gr. kaupsamnings aðila segi aðseljandi lofi því að „viðskiptasambönd rekstrarins og viðskiptavild hafi ekkibeðið hnekki og muni ekki bíða hnekki fram að afhendingu“. Ákvæðið verði ekkiskilið á annan veg en þann að áhættan af verðmæti viðskiptavildarinnar séalfarið kaupanda eftir afhendingu. Samkvæmt 9. gr. samningsins afhendist allareignir stefnda Dofra í einu lagi þann 5. mars 2013. Samningurinn verði ekkiskilinn á annan veg en þann að í kjölfar afhendingarinnar beri stefnandi allaáhættu af rekstrinum. Stefndu geti því ekki borið ábyrgð á því ef til verrivegar horfi í rekstri stefnanda eftir afhendingu hins selda. Þá segi beinlínis íákvæði 14.3 í kaupsamningi aðila að það sé á ábyrgð kaupanda að ávinna sér þáviðskiptavild sem tilheyrir hinum keypta rekstri. Annað verði ekki ráðið afþessari yfirlýsingu kaupanda en að seljandi beri enga ábyrgð á því hvernig tiltakist með rekstur stefnanda eftir að hið selda hefur verið afhent. Stefnandibyggi kröfur sínar um bótaábyrgð á reglum um bótaábyrgð innan samninga. Stefnduhafna því að þær reglur leiði til þess að stefnandi eigi nokkurn bótarétt áhendur stefndu. Hvorugur stefndu hafi tekist á hendur skuldbindingar varðandibreytingar á verðmæti hins selda eftir afhendingu. Rétt sé að taka það framvarðandi samkeppnisákvæði kaupsamnings aðila að ákvæði samningalaga eiga við umstefnda Arnór en samkvæmt 37. gr. þeirra verði loforð sem takmarkaratvinnufrelsi ekki skuldbindandi takmarki það atvinnufrelsi viðkomandi meðósanngjörnum hætti og atvinnufrelsi sé verndað af stjórnarskrá íslenskalýðveldisins. Túlka verði hömlur á atvinnufrelsi þröngt með hliðsjón af því. Aðþví leyti sem vafi sé uppi um túlkun ákvæðisins verði að túlka hann Arnóri íhag. Stefndu telja að hagsmunir stefnanda afsamkeppnisákvæðinu séu takmarkaðir. Svo sem fram komi í ákvörðunSamkeppniseftirlitsins sé töluverð samkeppni fyrir á markaðnum og hafi þvíverið haldið fram í samrunaskrá stefnanda til Samkeppniseftirlitsins og sé þvíekki umdeilt. Stefnandi hafi því alltaf mátt búast við samkeppni á markaðnumsem kynni að hafa neikvæð áhrif á sölu hans. Meint óheimil samkeppni frástefndu hefði varla ráðið úrslitum um velgengni stefnanda í sölu á krókum oglínum og enda hafi ekki verið sýnt fram á að svo sé. Í samkeppnisákvæði kaupsamnings aðilasé sérstaklega tilgreint að stefndi skuli ekki vinna fyrir „samkeppnisaðilafélagsins, eins og starfsemi félagsins er skilgreind í dag“ skv. 1. tölulið 12.gr. samningsins. Ekki sé ljóst til hvers orðið félagið vísar í tilvitnuðuákvæði kaupsamningsins. Félagið Puffin ehf. geti ekki talist keppinautur hinsselda rekstrar þar sem félagið hafi aðeins milligöngu um sölu króka semundanskildir eru samkeppnisákvæði kaupsamnings aðila. Þá sé stefndi Arnór ekkiaðili að kaupsamningnum, dags. 5. mars 2013, heldur aðeins stefndi Dofri.Stefndi Arnór riti ekki undir samninginn fyrir eigin hönd heldur aðeins fyrirhönd stefnda Dofra ehf. svo sem skýrlega er tilgreint í samningnum. Stefnduhafna því að tölvupóstsamskipti á dómskjölum nr. 20-22 sýni fram á að stefnduhafi brotið gegn ákvæðum samnings aðila. Efni tölvupóstanna sé óljóst og enginleið að staðreyna eða hrekja þær fullyrðingar sem settar eru fram í þeim sökumþess hversu ónákvæmar og óskýrar þær eru. Hvergi komi skýrlega fram í þessumgögnum að stefndu hafi brotið gegn ákvæðum kaupsamningsins. Í tölvupóstum ámilli Arnórs og hinna suður-kóresku framleiðenda komi skýrlega fram að Arnórhafi heimsótt þá til þess að tryggja yfirfærslu viðskiptasambandsins við þá tilstefnanda og hann því fullnægt skyldum sínum gagnvart stefnanda samkvæmtkaupsamningi aðilanna. Þá sé áskilið í kaupsamningi aðila að leitast skuli viðað jafna ágreining á milli þeirra áður en mál er höfðað. Það hafi ekki veriðgert og stefnandi með því brotið gegn kaupsamningi aðila. Stefndu telja ekkert hafa komið framsem bendi til þess að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sem stefndu geta boriðábyrgð á. Stefndu geti ekki borið ábyrgð á því ef viðskipti stefnanda reynastekki jafn ábatasöm og hann hefði viljað og tóku ekki á sig neina ábyrgð á þvíað hinn seldi rekstur yrði áfram jafn arðbær. Alkunna sé að viðskipti gangamisvel. Stefnandi hafi ekki lagt fram nema mjög takmarkaðar upplýsingar úrrekstri sínum sem benda til þess að hann sé síður arðsamur en áður eða aðarðsemi hins keypta rekstrar sé minni en áður. Þar sem engum fullnægjandigögnum sé til að dreifa um það að dregið hafi úr arðseminni sé eðlilegast aðlíta svo á að ekkert tjón hafi orðið. Rétt sé að taka fram að félagið VOOTBEITA ehf. hóf að selja fiskilínur í samkeppni við stefnanda í kjölfar þess aðstefnandi keypti rekstur stefndu. Á dómskjali 24, sem stefnandi hefur lagtfram, komi í ljós að tekjur hans af sölu fiskilínu hafi dregist saman um rúmarþrjátíu milljónir. Það gerðist á sama tíma og VOOT BEITA ehf. hóf að seljafiskilínur. Félagið sé staðsett í Grindavík og var stofnað af útgerðarfélaginuVísi hf., sem sé stærsti útgerðaraðili línubáta á landinu. Þeir séu á meðalhelstu kaupenda veiðarfæra og beitu. Kostnaður við línu sé að jafnaði tæpar tíumilljónir á bát en Vísir gerir út nokkra línubáta. Nærtækt sé að ætla aðsamdrátt í sölu stefnanda megi rekja til þessara breytinga, sem eru óháðarstefndu. Mikið hafi borið á VOOT BEITU ehf. á innlendum markaði að undanförnuog félagið virðist í mikilli sókn. Engin fordæmi séu fyrir jafn háum bótum ogstefnandi geri kröfu um í málum sem varði brot gegn samkeppnisákvæðum,sambærilegum því sem hér er um að ræða. Það væri mjög ósanngjarnt og íþyngjandifyrir stefndu ef þeim yrði gert að greiða svo háar bætur sem gerð er krafa um.Þá sé ekki enn liðinn sá tími sem samkeppnistakmarkanir skulu gilda en dómurgeti ekki skírskotað til atvika sem síðar kunna að koma fram skv. 114. gr. lagaum meðferð einkamála. Það tjón sem stefndi telur sig hafa orðið fyrir geti ekkilegið fyrir nú þegar. Ekki sé útilokað að hagnaður stefnanda af hinum keyptarekstri verði umtalsverður á yfirstandandi ári. Það hlyti að leiða til lækkunará kröfum stefnanda en slíkt væri ómögulegt hefði dómur þegar gengið. Stefnandi reikni tapaða viðskiptavildút frá skjali nr. 3 á skjalalista stefnanda, sem er nefnt „Tilboð Ísfells írekstur Dímon línu ehf.“. Þar sé hins vegar ekki um eiginlegt tilboð að ræðaheldur útreikning stefnanda á verðmæti hins keypta rekstrar. Þessi útreikningurhafi aldrei verið afhentur stefndu og er því mótmælt að hann hafi nokkraþýðingu fyrir mál þetta. Þá verði því engan veginn haldið fram að núvirtframtíðarvirði hins keypta rekstrar, byggt á forsendum stefnanda, geti orðiðgrundvöllur mats á tjóni. Stefnandi geti augljóslega gefið sér hvaða forsendursem er við slíka útreikninga. Þá verði ekki annað ráðið en að útreikningurinnnái til allrar framtíðar en ekki aðeins þeirra ára, sem liðin eru frá gerðkaupsamningsins og stefnandi vísar sérstaklega til. Þá sé ljóst að stefnandihafi enn umráð yfir hinum selda rekstri og verði því meint heildarvirði hansekki lagt til grundvallar mati á hugsanlegu tjóni stefnanda. Stefndu mótmælaþví að viðskiptavild hafi ekki verið afhent að fullu og er útreikningi áviðskiptavild mótmælt. Skýrlega komi fram í stefnu að stefndi hafi kynntstefnanda fyrir erlendum birgjum Dímons línu ehf. og að viðskiptasamband stefnandaog erlendra birgja hafi hafist í kjölfarið. Stefnandi flytji nú inn vörur fráþessum birgjum eftir því sem fram komi í stefnu. Stefndu hafi því fullnægtskuldbindingum sínum að þessu leyti. Stefndu taka fram að viðskiptavild, aðþví leyti sem hún er skilgreind í lögum, feli í sér mismun á hreinni eignkeypts félags og kaupverði þess. Viðskiptavildin endurspegli þannig áætlaðaframtíðartekjumöguleika keypts félags eða rekstrar. Gert sé ráð fyrir því ílögum að viðskiptavild geti verið hvort heldur sem er jákvæð eða neikvæð.Viðskiptavild sé ýmist endurmetin með virðisrýrnunarprófi eða afskrifuð íbókhaldi. Því megi ætla að hún sé á meðal eignaliða í efnahagsreikningistefnanda en hann sé ekki lagður fram í máli þessu. Viðskiptavild sé ekki eitthvertfyrirbæri sem verði afhent í eiginlegum skilningi enda sé fyrst og fremst um aðræða getu keypts rekstrar til þess að skila hagnaði. Það sé ávallt kaupandansað gera sitt besta til þess að raungera þá viðskiptavild sem hann hafi keypt.Viðurkennt sé að keypt viðskiptavild skili sér mögulega ekki nema á mjög löngumtíma, samanber heimilan afskriftartíma viðskiptavildar og útreikninga stefnandasjálfs. Því verði ekki haldið fram að viðskiptavild eigi að skila sér áeinhverjum tilteknum tíma og útreikningar stefnanda á dómskjali nr. 3 sýni það.Ekki verði dregin sú ályktun af kaupsamningi aðila að lofað hafi veriðeinhverri tiltekinni viðskiptavild. Kaupandi hafi haft sjálfdæmi um það viðtilboðsgerð sína hversu hátt tilboð hann gerði og þar með hversu hárriviðskiptavild hann reiknaði með. Þegar félög eða rekstur ganga kaupum og sölumkomist aðilar jafnan að niðurstöðu um verðbyggt á afstöðu þeirra til verðmætis þeirra eigna og þess rekstrar semfyrir hendi er. Niðurstaða þeirra um verðmætið ráðist óhjákvæmilega að nokkruleyti af þeim hugmyndum sem þeir gera sér um þróun og horfur á þeim mörkuðumsem um ræðir. Mismunurinn á verðmæti eigna og kaupverði, sem færður er semviðskiptavild, ráðist þannig af huglægri afstöðu stefnanda og bókfærðu virðieigna. Sá útreikningur verði ekki notaður sem grundvöllur að bótum vegnatapaðrar viðskiptavildar. Verðmæti hins keypta rekstrar geti breyst af ýmsumsökum og þar með viðskiptavildin. Stefnandi geti ekki hafa haft réttmætarvæntingar til þess að enginn myndi hefja innflutning á sams konar vörum og umvar að ræða og hefja samkeppni við hann. Í innflutningsviðskiptum tíðkist ekkiað gera einkakaupasamninga enda kynni það að vera ólögmætt vegna ákvæðasamkeppnislaga. Engin loforð hafi verið gefin um það að erlendir birgjarstefnda Dofra ehf. myndu ekki selja öðrum félögum á Íslandi enda væri það ekkiá forræði stefndu að lofa slíku. Stefnandi krefjist viðskiptavildar fyrir tvöár þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um það hvernig viðskipti stefnanda muniganga það sem eftir lifir tímabilið sem um ræðir. Því er mótmælt að krefjastmegi bóta vegna óorðinna atburða. Stefnandi krefst einnig bóta vegnatapaðrar framlegðar. Stefnandi telji ljóst að hann hefði selt þær línur semfluttar voru inn í tveimur gámum hefðu gámarnir ekki verið fluttir inn afeinhverjum öðrum. Útreikningur stefnanda hvað þennan lið varðar byggir á mjögveikum grunni en ekki hefur verið sýnt fram á það að umræddar línur hafi veriðseldar, hvað þá að þær hafi verið ætlaðar stefndu. Framlögð farmbréf beri ennfremur ekki með sér að um hafi verið að ræða nema einn gám. Stefndi hafnar þvíöllum forsendum þessa útreiknings. Þá verði að ætla að hér sé tvítalið meinttjón í kröfugerð þar sem lögð er saman töpuð framlegð og töpuð viðskiptavild enenginn munur ætti að vera á minni viðskiptum vegna viðskiptavildar semraungerist ekki og tapaðrar framlegðar. Af þeirri ástæðu beri einnig að hafnaþessum lið kröfunnar. Loks er mikil samkeppni á þeimmarkaði sem um ræðir líkt og stefnandi hélt fram í samrunaskrá sinni tilSamkeppniseftirlitsins. Því sé útilokað að ætla að stefnandi hefði selt alltþað magn af vörum sem var í gámunum hefði ekki komið til innflutnings þeirra,en áætluð markaðshlutdeild stefnanda eftir kaupin á rekstri stefndu var 41,1%samkvæmt samrunaskrá, sem stefnandi sendi Samkeppniseftirlitinu. Þá verðiekkert ráðið um framlegð stefnanda út frá þeim upplýsingum sem hann leggurfram. Sá útreikningur framlegðartaps, sem lagður hefur verið fram, sé án allraskýringa. Á skjalinu komi fram að framlegðarhlutfall vegna sölu á línum hafiverið rúm 30% á árunum 2013 og 2014 en ekkert segi um það hvaða kostnaðarliðirhafi þá verið dregnir frá. Einfaldasta leiðin við að reikna út framlegð sé aðdraga innkaupsverð frá söluverðmæti. Þá sé hins vegar eftir að taka tillit tilótal kostnaðarliða sem til falla svo sem launakostnaðar, fjármagnskostnaðar,hlutdeildar í stjórnunarkostnaði og dreifingarkostnaðar. Því er mótmælt aðtilvitnað framlegðarhlutfall verði lagt til grundvallar. Lína, eins og sú sem varí gámunum, sé aukinheldur ekki tilbúin söluvara þar sem setja þarf á hana krókaog tauma áður en hún er seld. Ekki sé tekið tillit til slíks kostnaðar íkröfugerð stefnanda en ætla má að hann sé um 15% af söluverðmæti línunnar. Stefnandi geri kröfu um bætur vegnakostnaðar við að verja viðskiptasamband. Ekki verði séð að um sé að ræða tjón,sem stefnandi geti borið ábyrgð á. Viðskiptasamband stefnanda við umrætt félagsé enn fyrir hendi. Stefndu hafi ekki gert neina tilraun til þess að skaða þettaviðskiptasamband en þvert á móti gert sér sérstaka ferð til viðkomandi birgjatil þess að tala máli stefnanda og það hafi verið staðfest af Se-Hyun Jang.Samkeppnisákvæði kaupsamnings stefnda og stefnanda sé enn fremur takmarkað viðsamkeppni á Íslandi. Stefndu væri því fullkomlega heimilt að eiga viðskipti viðbirginn vegna annarra umsvifa sinna. Þar fyrir utan sé ekki óalgengt aðfyrirtæki í innflutningi hitti erlenda birgja sína einu sinni til tvisvar áári. Í kröfugerð sinni krefjist stefnandiaðeins tilgreindra bóta en geri ekki kröfu um bætur vegna tjóns að álitum. Þaðsé allt að einu gert síðar í stefnunni sem hluti af málsástæðum stefnanda. Þarsem ekki sé um að ræða hluta af kröfugerð stefnanda er því mótmælt að krafa umbætur að álitum komist að í málinu. Í stefnu geri stefnandi áskilnað um aðkröfugerð kunni að vera hækkuð umfram stefnufjárhæð. Því er sérstaklega mótmæltað kröfugerð verði hækkuð með þeim hætti. Loks geri stefnandi kröfu um afsláttí stefnu þrátt fyrir að það sé ekki á meðal dómkrafna hans. Því er enn fremurmótmælt að sú krafa komist að í málinu enda ekki hluti af kröfugerð stefnanda. Kröfu um sýknu byggja stefndu ámeginreglum kröfu- og samningaréttar og reglum um efndir og skuldbindingargildisamninga og um bætur innan samninga. Þá er byggt á ákvæði 37. gr. laga umsamningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936 og 75. gr. stjórnarskrárlýðveldisins Íslands, nr. 33/1944. Vísað er til laga um meðferð einkamála nr.91/1991 varðandi réttarfarsatriði. Krafa stefndu um málskostnað grundvallast á129. gr., sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.V.Niðurstaða Við aðalmeðferð gaf skýrslu GunnarSkúlason, framkvæmdastjóri stefnanda, og vitnið Jón Sturla Jónsson, löggilturendurskoðandi, sem staðfesti matsgerð sína, dags. 14. mars 2016. Eins og rakið hefur verið koma fram íupplýsingum frá Tollstjóra, dags. 25. október 2016, upplýsingar um innihaldgámsins á dómskjali nr. 19 og upplýsingar um fjölda afgreiddra gáma með samskonar innihaldi til sama innflutningsaðila á tímabilinu 1. janúar til 15.október 2014. Um tvö tilvik var að ræða og innflytjandi í bæði skiptin Puffinehf., Hamarshöfða 1 í Reykjavík. Samkvæmt gögnum málsins liggur fyrir aðstefndi Arnór var á umræddum tíma bæði framkvæmdastjóri og stjórnarmaðurPuffins ehf. Stefndi Arnór hafði átt einkahlutafélagið Geirsá ásamt því að eigaDofra ehf. og var hann eini eigandi og stjórnarmaður félagsins. Þann 20.nóvember hafði Arnór tilkynnt nýtt nafn og tilgang félagsins, nýja nafnið varPuffin ehf. og tilgangur þess alhliða rekstur í sjávarútvegi og eignarhaldhluta í félögum í sjávarútvegi, inn- og útflutningur. Lögheimili, sem veriðhafði að Þverási 47 í Reykjavík var með tilkynningu til fyrirtækjaskrár 18. mars 2014 fært að Köllunarklettsvegi 4 íReykjavík og að Ársæll Ingi Ingason, sem var starfsmaður stefnanda, enstefnandi hafði yfirtekið samning hans við kaupin á rekstri Dímons línu, hefðitekið sæti sem stjórnarformaður og stefndi Arnór yrði meðstjórnandi og framkvæmdastjóri.Ársæll Ingi sagði upp starfi sínu hjá stefnanda 20. mars sama ár. Í 12. gr. kaupsamnings aðila var kveðiðá um að seljandi og fyrirsvarsmaður hans, Arnór Stefánsson, skuldbindi sig tilþess að stunda ekki með nokkrum hætti hvorki beint eða óbeint, að hluta til néað öðru leyti, starfsemi sem teljist í samkeppni við þann rekstur, semyfirtekinn var samkvæmt samningnum, í þrjú ár frá afhendingardegi, og nánargerð grein fyrir því hvað í því fælist í liðum 12.1 til 12.4. Telja verður aðmeð innflutningi á þeim tveimur gámum, sem tilgreindir eru í upplýsingum fráTollstjóra, dags. 25. október 2016, en þar komu fram upplýsingar um innihaldgámsins á dómskjali nr. 19 og upplýsingar um fjölda afgreiddra gáma meðsamskonar innihaldi til sama innflutningsaðila á tímabilinu 1. janúar til 15.október 2014, hafi stefndi Arnór brotið gegn ákvæðum 12. gr. kaupsamningsaðila. Í því sambandi verður ekki talið skipta máli þó hann riti einungis undirkaupsamninginn fyrir hönd Dímons línu ehf., en tekið er fram í 12. gr.samningsins að bæði seljandi og fyrirsvarsmaður hans, Arnór Stefánssonskuldbindi sig samkvæmt samningnum. Stefndi Arnór neitaði í upphafi að hafaflutt inn umræddan gám, sbr. dómskjal nr. 19 og reyndi að leyna aðild sinni.Ekki liggur fyrir að stefndi þb. Dofra ehf. hafi komið að þessum innflutningi. Í tl. 12.4 í kaupsamningi segir aðundanskilið ákvæði 12. gr. sé eignarhald seljanda og Arnórs á krókaverksmiðjuerlendis. Varðandi túlkun á þessu ákvæði verður að líta til þess stefndi Arnórstundaði innflutning á krókum frá krókaverksmiðju sinni í gegnum félagið Geirsáehf., nú Puffin ehf., þegar kaupsamningurinn var gerður og seldi m.a. stefnandakróka í heildsölu. Um mitt ár 2014 lagði stefnandi til að gerður yrðieinkakaupasamningur um kaup stefnanda á krókum af stefndu og samkvæmtsamningsdrögum var gert ráð fyrir því að stefndi myndi selja stefnanda allakróka í gegnum Geirsá ehf. Gert var ráð fyrir dagsektum yrði brotið gegn réttistefnanda til einkasölu. Þá óskaði stefnandi eftir því að gera viðauka viðkaupsamning aðila sem gerði ráð fyrir að hert væri á samkeppnisákvæðumkaupsamningsins frá 5. mars 2013 og skyldi stefndi Arnór skrifa undirsamninginn persónulega. Stefndu féllust ekki á að undirgangast þá skilmálaþannig að ekki virðist hafa verið litið svo á að grein 12.4 í kaupsamningi tækiá þessu. Telja verður að innflutningurog heildsala á krókum sé eðlilegur hluti af því að eiga krókaverksmiðju og ekkier sannað að stefndi Arnór hafi komið að smásölu á krókum og hefur hann þvíekki brotið gegn 12. gr. samningsins hvað varðar sölu á krókum. Heildargreiðsla stefnanda fyrir hinnkeypta rekstur og eignir honum tengdum nam kr.220.945.199 sem skiptist í kr. 90.945.199 fyrir vörubirgðir og kr.130.000.000 fyrir aðrar eignir. Ýmis tækjabúnaður sem fylgdi með í kaupunum varmetinn að verðmæti kr. 12.569.000 og því nam greiðsla stefnanda umfram verðmætiefnislegra eigna kr. 117.431.000. Sú fjárhæð endurspeglar mat samningsaðila áverðmæti viðskiptavildar rekstrarins. Viðskiptavildin byggir einkum áviðskiptatengslum, annars vegar við birgja og hins vegar við kaupendur.Verðmæti viðskiptavildarinnar var því háð þeirri skuldbindingu stefndu, semfram kemur í 12. gr. kaupsamningsins, að stunda ekki starfsemi í samkeppni við hinnselda rekstur. Án þessara skuldbindinga stefndu hefði mat stefnanda á verðmætiviðskiptavildarinnar verið minna. Með athöfnum sínum rýrði stefndi Arnór þvíverðmæti hins keypta reksturs og olli stefnanda með því tjóni sem nemurverðmætarýrnuninni. Það er því niðurstaða dómsins aðbótagrundvöllur sé fyrir hendi og stefnandi hafi orðið fyrir tjóni. Þrátt fyrirað stefnandi hafi aflað matsgerðar til þess meta tapaða framlegð vegna söluætlaðrar sölu stefnda Arnórs vegna innflutnings á árinu 2014 á vegum Puffinehf. er um það deilt hvort vörur í umræddum gámum hafi verið seldar.Erfiðleikum er bundið að leggja fram nákvæm gögn eða útreikninga um rýrnunviðskiptavildarinnar og verður ekki ætlast til að stefnandi geti lagt framnákvæm gögn varðandi fjárhæð tjónsins. Þó er ljóst að stefnandi nýtur ekki tilfulls, vegna aðgerða stefnda Arnórs, þeirra verðmæta sem hann keypti og fólustí umræddri viðskiptavild. Að mati stefnanda nemur tjón hans vegnarýrnunar á verðmæti viðskiptavildar 39.143.666 kr. sem er þriðjungur afheildargreiðslu hans fyrir viðskiptavildina. Mat stefnanda byggir á því aðhelmingur af verðmæti viðskiptavildarinnar hafi verið fólgið ísamkeppnisákvæðinu, sem var til þriggja ára, og að stefnandi hafi einungisnotið þess ákvæðis í eitt ár af þremur og því nemi tjón hans tveimur þriðju afhelmingi verðmætis viðskiptavildarinnar. Verðmætarýrnun rekstrarins kemur fram ílægri tekjum og þar með minni hagnaði af rekstrinum. Því verður að fallast áþað með stefndu að tjón stefnanda sé tvítalið í kröfugerð þar sem meint tjón íkröfugerð er samanlögð tapaður hagnaður og viðskiptavild. Með ferðum sínum á fund framleiðandalínunnar í Suður-Kóreu tókst stefnanda að koma í veg fyrir frekari innflutningstefnda Arnórs á línum frá framleiðandanum og þar með takmarka tjón sitt.Stefnandi hefur lagt fram reikninga vegna ferðakostnaðar og kveður kostnað sinnvið ferðirnar nema 1.624.978 kr. sem sé kostnaður sinn við takmarka frekaratjón af aðgerðum stefnda Arnórs. Það er þó vandkvæðum bundið að tilgreina hvaðakostnaður stefnanda vegna funda við suður-kóreska framleiðandann er beinafleiðingum af vanefndum stefnda Arnórs. Stefndu byggja á því að bætur verðiekki dæmdar að álitum þar sem ekki var gerð krafa um það í stefnu. Á þessamálsástæðu er ekki fallist. Í stefnu er gerð sú krafa að fallist dómurinn ekkiá forsendur stefnanda fyrir bótum vegna brota gegn samningnum og skerðingar áviðskiptavild sé krafist skaðabóta að álitum dómsins. Samkvæmt framangreinduverða stefnanda dæmdar bætur úr hendi stefnda Arnórs að álitum vegna tjóns semleitt hefur af vanefndum hans og þykja þær hæfilega ákveðnar 40.000.000 kr. meðdráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingufrá dómsuppkvaðningu. Að fenginni þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda Arnórtil að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn eins og nánarer kveðið á um í dómsorði. Ekki hefur verið sýnt fram á það aðstefndi þb. Dofra ehf. hafi komið að umræddum innflutningi árið 2014 eða hannhafi brotið með öðrum hætti gegn samkeppnisákvæði 12. gr. kaupsamningsaðila. Þáverður ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda að hann verði talinn samábyrgurvegna vanefnda stefnda Arnórs. Ber því að sýkna hann af öllum kröfum stefnanda.Undir rekstri málsins var því ítrekað lýst yfir af hálfu stefndu að þeir hefðuekki flutt umræddan gám hingað til lands og málaferlin verða rakin til vanefndastefnda Arnórs fyrirsvarsmanns og eina eiganda stefnda Dofra ehf. Með vísan tilþessa þykir rétt að málskostnaður milli stefnanda og þb. stefnda Dofra ehf.falli niður. Dóminn kveður upp Þórður ClausenÞórðarson héraðsdómari ásamt sérfróðu meðdómendum Gylfa Magnússyni dósent ogHersi Sigurgeirssyni dósent.Dómsorð: Stefndi, Arnór Stefánsson, greiðistefnanda, Ísfelli ehf., 40.000.000 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr.laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá dómsuppkvaðningu. Stefndi Arnór Stefánsson greiðistefnanda 4.000.000 kr. í málskostnað Stefndi, þb. Dofra ehf., er sýkn afkröfum stefnanda . Málskostnaður milli þb. Dofra ehf. ogstefnanda fellur niður. |
Mál nr. 405/2017 | Ærumeiðingar | G höfðaði mál á hendur S, ritstjóra vefmiðilsins H, og krafðist ómerkingar nánar tilgreindra ummæla í níu liðum sem birt voru á vefmiðlinum. Þá gerði G kröfu um að S yrði gert að greiða sér miskabætur vegna þeirra. Í dómi Hæstaréttar kom fram að í umræddri frétt hefði þrívegis verið tekið fram berum orðum að hún væri um tiltekin atriði reist á fréttaflutningi fjölmiðilsins R og í eitt skipti hefði verið vísað til annars innlends fjölmiðils, en þar að auki tvisvar til erlendra fjölmiðla. Þess utan væri ljóst af orðalagi í fréttinni að gengið hefði verið út frá því að efni hennar hefði að öðru leyti verið byggt á sömu heimildum. Í heild hefði efnið þannig í reynd verið sett fram sem frétt um fréttaflutning annarra tiltekinna fjölmiða. Engin ástæða væri til að draga í efa að S hefði mátt vera í góðri trú um að þeir fjölmiðlar hefðu við gerð frétta sinna gætt grundvallarreglna, sem fjölmiðlum ber að virða, sbr. meðal annars 1. mgr. 26. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla. Var S því sýknaður af kröfum G. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslasonsettur hæstaréttardómari og Sigurður Tómas Magnússon landsréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. júní 2017. Hann krefst þess aðómerkt verði síðargreind ummæli, sem nánar eru tiltekin í níu liðum og birtvoru 15. janúar 2016 á vefsíðunni hringbraut.is. Hann krefst þess einnig aðstefnda verði gert að greiða sér 2.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1.málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. janúar 2016til 25. ágúst sama ár, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga fráþeim degi til greiðsludags. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.ISamkvæmt gögnum málsins birtist fréttá vefsíðu Ríkisútvarpsins, að því er virðist í byrjun janúar 2016, undirfyrirsögninni: „Sást í Paragvæ mánuðum eftir að leit hófst“ og sagði þar meðalannars eftirfarandi: „Lögregluyfirvöld á Íslandi óttast að Íslendingur semleitað hefur verið að frá 2013 sé látinn. Talið er að maðurinn hafi veriðviðriðinn fíkniefnainnflutning þar í landi. Mannsins hefur verið leitað frá þvíað annar Íslendingur, Friðrik Kristjánsson, hvarf á leið sinni frá Brasilíu tilParagvæ. Paragvæski fjölmiðillinn ABC color birtir mynd af vegabréfi mannsinsen hann hafði þá verið stöðvaður af lögreglu, nokkrum mánuðum eftir að leit aðhonum hófst. ... Greint var frá því í fréttum 10. apríl ... 2013 að manns værileitað í Paragvæ en þá hafði ekkert til hans spurst lengi. Nokkrum dögum síðarbirtist önnur frétt þar sem fram kom að tveggja manna ... væri leitað og aðgrunur léki á að annar þeirra hefði gert hinum mein. ... Í júlí 2013 ... lýsirlögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir Friðriki og óskar upplýsinga frá öllumþeim er kunna að vita um ferðir hans. Leit að hinum manninum stóð þá enn yfir... Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór út tilParagvæ en ekki fannst Friðrik. Fjölskylda Friðriks ... setti upp vefsíðu áspænsku og óskaði eftir upplýsingum. Síðan fékk mikil viðbrögð sem þó leidduekki til þess að Friðrik fyndist. Þá fannst hinn maðurinn ekki, sá sem talinn varhafa verið í för með Friðriki og gæti í það minnsta veitt upplýsingar um málið.... Í dag birtir svo paragvæski fjölmiðillinn ABC color ... frétt um málið ogmynd af vegabréfi mannsins, sem á að sanna að lögregluyfirvöld hafi fengiðupplýsingar um ferðir hans, í nóvember 2013, eða um 8 mánuðum eftir hvarf hans.Lögreglan í Paragvæ hafi stöðvað för mannsins og við það tækifæri tekið mynd afvegabréfi hans. Fram kemur í fréttinni að Interpol í Paragvæ hefði veittlögregluyfirvöldum hér á landi þær upplýsingar að maðurinn hefði aldrei komiðtil landsins. Myndin sýni að það sé ekki rétt. Hvort lögregluyfirvöldum hér álandi hafi verið gert viðvart þegar þetta uppgötvaðist er ekki vitað, en síðanþá, þ.e. 1. nóvember 2013 hefur ekkert spurst til mannsins. Segir í frétt ABC colorað óttast sé um líf hans og að maðurinn hafi haft tengsl viðfíkniefnainnflytjendur í Brasilíu og Paragvæ. Friðrik er einnig ófundinn ogleit að honum sem og rannsókn lögreglunnar hér á landi, hefur litlarvísbendingar gefið um afdrif hans.“ Frétt þessari fylgdi ljósmynd af hluta aftveimur síðum í opnu í íslensku vegabréfi og sást þar meðal annars fullt nafnáfrýjanda og mynd af honum. Ljósmynd þessi úr vegabréfinu virðist hafa veriðfengin úr frétt, sem birtist 1. janúar 2016 á spænsku á fyrrnefndum vefmiðliABC color, en í henni voru bæði áfrýjandi og áðurnefndur Friðrik ítrekaðnafngreindir. Útprentun af þessari frétt og fleiri fréttum á sama vefmiðli, semnefndar eru hér á eftir, hefur verið lögð fram í málinu en án íslenskrar þýðingar.Sama ljósmynd af síðum úr vegabréfiáfrýjanda birtist 14. janúar 2016 með annarri frétt á vefsíðu Ríkisútvarpsinsundir fyrirsögninni: „Íslendingur sagður valdamikill dópsmyglari“. Í þessarifrétt sagði meðal annars: „Íslendingurinn Guðmundur Spartakus – sem ekkerthefur spurst til í rúm tvö ár – er samkvæmt lögreglunni í Paragvæ valdamikilleiturlyfjasmyglari með viðamikla starfsemi þar og í Brasilíu. Hann er sagðurnotast við fölsk skilríki – hann sé þýskur fasteignasali sem stundi viðskipti ílöndunum tveimur. Þetta kemur fram í grein sem birtist á ABC-fréttamiðlinum ...í Paragvæ í kvöld ... Nafn Guðmundar skaut ... heldur óvænt upp kollinum ífréttum í vikunni þegar þessi sami miðill fjallaði stuttlega um hann og hvorthann væri týndur í Paragvæ. Faðir Guðmundar sagði ekkert hæft í þessumfréttaflutningi í viðtali við dv.is ... Í frétt ABC í kvöld kemur fram aðGuðmundur sé talinn starfa í bæjunum Amambay og Salto del Guairá, nálægtlandamærum Paragvæ og Brasilíu. Íslenska lögreglan er sögð leita Guðmundar ítengslum við hvarf annars Íslendings sem síðast sást í Paragvæ og að Guðmundursé talinn viðriðinn hvarf hans. Blaðið er væntanlega að vísa til máls FriðriksKristjánssonar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars 2013. Heimildarmennblaðamanns ABC úr röðum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu segja Guðmund einnhöfuðpauranna á bak við umfangsmikið smygl kókaíns frá Suður-Ameríku til Evrópuog e-taflna frá Evrópu til Suður-Ameríku. Smyglið fari í gegnum Brasilíu.Brasilísku lögreglumennirnir benda á að þeir hafi handtekið Brasilíumenn ogÍslendinga sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar Spartakus sem smygla áttitil Evrópu. Einnig rifjar blaðið upp að í júlí á síðasta ári hafi brasilískalögreglan handtekið brasilíska stúlku sem búsett er í Lissabon, á flugvellinumí Rio de Janeiro. Í farangri hennar hafi fundist 46.000 e-pillur. Viðyfirheyrslur upplýsti hún að hún ætti að afhenda efnið einum Brasilíumanni ogÍslendingi. ... Báðir mennirnir séu nú í fangelsi í Brasilíu. Á annan dag jólavar svo íslenskt par ... handtekið í ... Brasilíu, með fjögur kíló af kókaínifalið í farangri sínum. Parið var að gera sig ferðbúið til að halda út áflugvöll og fara til Evrópu. Margt bendi til þess að hér sé á ferðinniumfangsmikill smyglarahringur sem stjórnað sé af Brasilíumönnum, Paragvæum ogÍslendingum. ... Talið er að Guðmundur Spartakus sé einn höfuðpaurasmyglhringsins sem teygir starfsemi sína til Salto del Guairá, Concepción ogbrasilískra bæja við landamæri Brasilíu og Paragvæ. Samkvæmt heimildum blaðsins,innan fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu sem ekki vilja koma fram undir nafni,notar Guðmundur Spartakus fölsuð skilríki í Paragvæ. Þar kemur fram að hann séþýskur fasteignasali sem stundi viðskipti í Paragvæ og Brasilíu.“Fyrir liggur í málinu að fréttir umframangreint efni birtust jafnframt á vefmiðlunum visir.is og mbl.is að kvöldi14. janúar 2016. Í báðum tilvikum var vitnað til vefsíðu Ríkisútvarpsins semheimildar fyrir fréttunum, svo og til vefmiðilsins ABC color. Um hádegisbildaginn eftir birtist síðan einnig frétt á vefmiðlinum hringbraut.is.Fyrirsagnir hennar voru tvær, annars vegar: „Guðmundur Spartakus Ómarssonsagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring“ og hins vegar: „Íslenskureiturbarón í S-Ameríku?“ Áfrýjandi höfðaði mál þetta 14. desember 2016 ogkrefst að ummælin í báðum þessum fyrirsögnum verði ómerkt, en að auki tiltekinummæli í meginmáli fréttarinnar í sjö öðrum tilvikum. Að frágengnumfyrirsögnunum var fréttin í heild svohljóðandi, en ummælin í henni, semáfrýjandi krefst að ómerkt verði, eru auðkennd hér á eftir með hallandi letri:„Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram aðÍslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. Ríkisútvarpiðgreinir frá þessu. Samkvæmt frétt Rúvtelur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu ogSuður-Ameríku. Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskurfasteignasali. Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur.Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maðureiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. Hannhafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur.Burðardýrið, kona, hafi nefnt Íslendinginn skv. suðuramerískum fjölmiðlum.Ekkert hefur spurst til Guðmundar í tvö ár eftir því sem fram hefur komið en DVsegir pabba hans hafa heyrt í honum á Skype um áramótin. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingurtýndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur eftir því sem framkemur í frétt Rúv sem lesa má í heild hér. (http://ruv.is/frett/islendingur-sagdur-valdamikill-dopsmyglari)“.IIFréttin, sem mál þetta varðar, varekki auðkennd tilteknum höfundi. Óumdeilt er að stefndi sé ábyrgðarmaðurvefmiðilsins hringbraut.is, sem fellur undir gildissvið laga nr. 38/2011 umfjölmiðla, og ber hann því sem slíkur refsiábyrgð og fébótaábyrgð á efnifréttarinnar, sbr. c. lið 1. mgr. 51. gr. þeirra laga. Við mat á því hvortþetta efni varði slíkri ábyrgð verður að hafa hugfast það hlutverk fjölmiðla ílýðræðislegu samfélagi að miðla upplýsingum um mikilvæg málefni, sem varið eraf 73. gr. stjórnarskrárinnar. Orkar ekki tvímælis að inntak fréttarinnar sneriað slíku málefni.Í texta þeirrar stuttu fréttar, sem birtvar á vefmiðlinum 15. janúar 2016, kom þrívegis fram berum orðum að hún væri umtiltekin atriði reist á fréttaflutningi í Ríkisútvarpinu og í eitt skipti varvitnað til annars innlends fjölmiðils, en þar að auki tvisvar til fjölmiðla íParagvæ. Þess utan er ljóst af orðalagi í fréttinni að gengið hafi verið út fráþví að efni hennar hafi að öðru leyti verið byggt á sömu heimildum. Í heild varþetta efni þannig í reynd sett fram sem frétt um fréttaflutning annarra tiltekinnafjölmiðla. Engin ástæða er til að draga í efa að stefndi hafi mátt vera í góðritrú um að þeir fjölmiðlar hafi við gerð frétta sinna gætt grundvallarreglna,sem fjölmiðlum ber að virða, sbr. meðal annars 1. mgr. 26. gr. laga nr.38/2011. Þegar litið er í framangreindu ljósi tileinstakra ummæla, sem áfrýjandi krefst að ómerkt verði, er þess fyrst að gætaað í fyrri hluta fyrirsagnar fréttarinnar á hringbraut.is var staðhæft aðáfrýjandi, sem nefndur var fullu nafni, væri sagður vera „hátt settur í stórtækumeiturlyfjahring“. Af samhengi þessarar fyrirsagnar við efni fréttarinnar varsýnilega átt við að þetta hafi verið sagt á vefmiðli Ríkisútvarpsins. Í frétt áþeim vefmiðli var áfrýjanda að vísu ekki getið með föðurnafni, en það blastiþar á hinn bóginn við á fyrrnefndri ljósmynd af opnu úr vegabréfi hans. Ummæliní þessari fyrirsögn áttu sér að öðru leyti ekki orðrétta fyrirmynd í fréttRíkisútvarpsins, en þar var á hinn bóginn meðal annars rætt um áfrýjanda semvaldamikinn eiturlyfjasmyglara með viðamikla starfsemi og einn höfuðpaura bakvið umfangsmikið smygl fíkniefna. Þau orð eru samsvarandi merkingar. Í síðarihluta fyrirsagnarinnar var síðan kastað fram í formi spurningar hvort áfrýjandiværi „eiturbarón“ í Suður-Ameríku. Nýnefnd orð í frétt Ríkisútvarpsins stóðu efnislegaundir slíkri spurningu, en orðaval í henni getur annars talist fela í sérgildisdóm, sem að auki var áréttað með spurningarmerki í lok fyrirsagnarinnar.Í næstu tveimur liðum dómkrafnaáfrýjanda er leitað ómerkingar ummæla annars vegar um að fjölmiðlar í Paragvæhaldi fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríkuog hins vegar að samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins telji lögregla í Brasilíuþennan Íslending smygla eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. Að gættu þvíað tekið var fram í fréttinni, sem málið varðar, að Ríkisútvarpið hafi greintfrá fyrra atriðinu af þessum tveimur voru þessi ummæli í öllum atriðum rétteftir höfð og því sönn. Í fimmta lagi varða kröfur áfrýjanda ummæli um að hann„sigli undir fölsku vegabréfsflaggi“ og þykist vera þýskur fasteignasali. Afsamhengi við undanfarandi málslið í fréttinni er ljóst að átt var við að þettahafi komið fram á vefmiðli Ríkisútvarpsins og er það samkvæmt áðurgreindu rétt.Sjötti liðurinn í kröfum áfrýjanda lýtur að málslið í fréttinni áhringbraut.is, þar sem hann var greindur með fullu nafni og sagður vera „hinngrunaði Íslendingur.“ Enn verður ráðið af samhenginu milli einstakra málsliða ífréttinni að vísað var til þess að þetta hafi komið fram á vefmiðliRíkisútvarpsins. Þar var að sönnu rætt um að áfrýjandi, sem var þó ekki getiðmeð föðurnafni, tengdist áðurgreindri háttsemi á þann veg að merkingarlega hafiverið átt við að hann lægi undir grun um hana. Að gættu því, sem áður segir umað fullt nafn áfrýjanda birtist á ljósmynd úr vegabréfi hans með fréttinni ávefmiðli Ríkisútvarpsins, eru þessi ummæli efnislega rétt. Í sjöunda og áttundalið krafna áfrýjanda leitar hann ómerkingar á ummælum í fréttinni á vefmiðlinumhringbraut.is um að í tilteknum fjölmiðli í Paragvæ hafi verið haldið framannars vegar að hann væri einn valdamesti maðurinn í eiturlyfjahring, semstandi á nánar tilgreindan hátt að smygli á fíkniefnum, og hins vegar aðáfrýjandi hafi ráðið svonefnt burðardýr til tiltekins verks af þeim toga. Bæðiþessi atriði komu fram í fréttinni á vefmiðli Ríkisútvarpsins, þar sem þau voruhöfð eftir fjölmiðlinum í Paragvæ, og var því frásögnin um þetta rétt. Loks lútakröfur áfrýjanda um ómerkingu í níunda lagi að ummælum í fréttinni á vefmiðlinumhringbraut.is um að nafn áfrýjanda hafi verið tengt hvarfi Íslendings íSuður-Ameríku, svo og að hann sé sagður afar hættulegur. Um þetta er þess aðgæta að í niðurlagi fréttarinnar var vísað um þessi atriði til tiltekinnarfréttar á vefmiðli Ríkisútvarpsins. Í henni var fjallað um umrætt mannshvarf,en enn frekar var það gert í áðurnefndri frétt á sama miðli í byrjun janúar2016. Þótt ekki verði séð að í þeim fréttum hafi verið tekið svo til orða aðáfrýjandi væri „afar hættulegur“ gaf umfjöllunin í þeim nægilegt tilefni tilslíks gildisdóms.Að virtu öllu framangreindu eru í enguatriði efni til að verða við kröfum áfrýjanda og verður niðurstaða hinsáfrýjaða dóms því staðfest.Áfrýjanda verður gert að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómurskal vera óraskaður.Áfrýjandi, Guðmundur Spartakus Ómarsson, greiði stefnda, Sigmundi ErniRúnarssyni, 700.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkurþriðjudaginn 4. apríl 2017 I.Málþetta sem dómtekið var 9. mars sl., er höfðað 14. desember 2016 af GuðmundiSpartakusi Ómarssyni, Miðvangi 2 í Hafnarfirði, gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni,Laufásvegi 8 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru í fyrstalagi þær að eftirfarandi ummæli, sem birt voru á vefsvæðinu www.hringbraut.is,15. janúar 2016, verði dæmd dauð og ómerk: „ Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring:Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku?Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku.Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali.Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku.Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur.Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Í öðru lagi krefst stefnandiþess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 2.000.000króna með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu lagafrá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu aföllum kröfum stefnanda, en til vara er þess krafist að hafnað verði kröfu umgreiðslu miskabóta eða að dómkröfur verði lækkaðar verulega. Þá krefst stefndimálskostnaðar. II. Atvik málsins eruþau að 15. janúar 2016, birtist frétt á vefsvæðinu www.hringbraut.is,með fyrirsögninni Guðmundur SpartakusÓmarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring ÍSLENSKUR EITURBARÓN Í S-AMERÍKU? Í fréttinni er því lýst nánar aðfjölmiðlar í Paragvæ haldi því fram að Íslendingur sé hátt settur innaneiturlyfjahrings í Suður-Ameríku og að Ríkisútvarpið hafi greint frá þessu.Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins telji lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinnsmygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. Hann sigli undir fölskuvegabréfsflaggi og þykist vera þýskur fasteignasali. Í fréttinni er síðantiltekið að Guðmundur Spartakus Ómarsson sé hinn grunaði Íslendingur. Því næstsegir í frétt Hringbrautar að fjölmiðillinn ABC í Paragvæ haldi því fram aðGuðmundur sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum ogkókaíni milli Evrópu og Suður–Ameríku. Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi fluttí einu tilviki 46.000 töflur. Burðardýrið, er sé kona, hafi nefnt Íslendinginnsamkvæmt suðuramerískum fjölmiðlum. Þá segir að ekkert hafi spurst til Guðmundarí tvö ár eftir því sem fram hafi komið en DV segi pabba hans hafa heyrt í honumá Skype. Þá segir í frétt Hringbrautar að nafn Guðmundar hafi verið tengtmannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í Suður–Ameríku. Þá er næst tiltekið ífréttinni að Guðmundur sé talinn afar hættulegur eftir því sem fram kemur ífrétt Ríkisútvarpsins sem lesa megi í heild á vef ruv.is og eru gefnar nánariupplýsingar um slóð fréttarinnar http://ruv.is/frett/islendingur-sagdur-valdamikill-dopsmyglari. Samkvæmt umfjöllun sem birt vará vef Ríkisútvarpsins 14. apríl 2013 kemur fram að lögregluyfirvöld á Íslandióttist að Íslendingur sem leitað hafi verið að frá árinu 2013 sé látinn og aðtalið sé að hann hafi verið viðriðinn fíkniefnainnflutning þar í landi.Mannsins hafi verið leitað frá því annar Íslendingur, Friðrik Kristjánsson,hafi horfið á leið sinni frá Brasilíu til Paragvæ. Með fréttinni er birt myndaf vegabréfi stefnanda, sem birt var á paragvæska fjölmiðlinum ABC color, ogsegir í fréttinni að stefnandi hafi þá verið stöðvaður af lögreglu, nokkrummánuðum eftir að leit að honum hófst. Með frétt Ríkisútvarpsins fylgirsvohljóðandi athugasemd ritstjóra: „Daginn eftir að þessi frétt var birt áruv.is kom faðir mannsins fram í fjölmiðlum og upplýsti að maðurinn er ekkilátinn og hans sé ekki leitað.“ Í frétt Ríkisútvarpsins 11.janúar 2016, er sagt frá því að tveggja Íslendinga sé leitað í Suður-Ameríku.Íslenska lögreglan hafi með aðstoð Interpol, átt í samskiptum viðlögregluyfirvöld í Paragvæ vegna leitarinnar. Mennirnir séu báðir um þrítugt.Annar þeirra sé grunaður um að hafa unnið hinum mein, annað hvort í Paragvæ eðaBrasilíu og að ekki sé vitað um afdrif þeirra. Segir í fréttinni að samkvæmtheimildum fréttastofu hafi mennirnir verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti ogverið staddir ytra af þeim sökum. Vitað sé að annar mannanna hafi dvalið umskeið í Brasilíu en af honum hafi frést í Paragvæ fyrir nokkrum vikum. […]. Hinn 14. janúar 2016 birtist ávefmiðli Ríkisútvarpsins frétt með fyrirsögninni Íslendingur sagður valdamikill dópsmyglari. Með umfjölluninnifylgir mynd af vegabréfi stefnanda sem tekin hafi verið frá fréttamiðlinum ABCcolor. Segir í frétt ríkisútvarpsins að Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, semekkert hafi spurst til í rúm tvö ár, sé að sögn lögreglunnar í Paragvævaldamikill eiturlyfjasmyglari með viðamikla starfsemi þar og í Brasilíu. Hannsé sagður notast við fölsk skilríki. Hann sé sagður þýskur fasteignasali semstundi viðskipti í löndunum tveimur. Er í frétt ríkisútvarpsins vísað til greinarsem birst hafi í ABC color fréttamiðlinum í Paragvæ. Segir m.a. einnig ívefmiðli ríkisútvarpsins sem útvarpið kveðst hafa frá ABC fréttamiðlinum aðíslenska lögreglan sé sögð leita Guðmundar í tengslum við hvarf annarsÍslendings sem síðast hafi sést í Paragvæ og að Guðmundur sé talinn viðriðinnhvarf hans og blaðið sé væntanlega að vísa til máls Friðriks Kristjánssonar semekkert hafi spurst til síðan í mars 2013. Segir að heimildarmenn blaðamanns ABCúr röðum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu segi Guðmund einn höfuðpauranna á bakvið umfangsmikið smygl kókaíns frá Suður–Ameríku til Evrópu og e-taflna fráEvrópu til Suður-Ameríku. Smyglið farið í gegnum Brasilíu. Segir einnig aðbrasilísku lögreglumennirnir bendi á að þeir hafi handtekið Brasilíumenn ogÍslendinga sem taldir séu burðardýr á vegum Guðmundar Spartakus sem smygla hafiátt til Evrópu. Þá kemur fram á vefmiðli ríkisútvarpsins, að í frétt ABC colorfréttamiðilsins sé rifjað upp að í júlí 2015 hafi brasilíska lögreglanhandtekið brasilíska stúlku sem búsett væri í Lissabon, á flugvellinum í Rio deJaneiro og að í farangri hennar hafi fundist 46.000 e-pillur sem hún hafi áttað afhenda Brasilíumanni og Íslendingi. Í frétt Ríkisútvarpsins segir síðan aðtalið sé að „Guðmundur Spartakus sé einn höfuðpaura smyglhringsins sem teygirstarfsemi sína til Salto del Guará, Concepión og brasilískra bæja við landamæriBrasilíu og Paragvæ“. Aðrir fjölmiðar á Íslandifjölluðu einnig um málið, sbr. frétt sem birtist á vefmiðlinum visir.is 14.janúar 2016 og mbl.is 15. janúar 2016. Á vefmiðlinum visir.is 14. janúar 2016,er fjallað um stefnanda og umfjöllunin sögð byggð á fréttum sem birst hafi áABC-fréttamiðlinum í Paragvæ með fyrirsögninni „Íslendingur sagður valdamikilleiturlyfjasmyglari á Suður-Ameríku“. Með fréttinni er mynd af stefnanda. Ífréttinni segir m.a. svo: „Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan íParagvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglarimeð starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningikókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku.“ Í frétt mbl.is 15. janúar2016, er stefnandi nafngreindur og hann sagður valdamikill smyglari. Segir þarm.a. að stefnandi hafi verið í samskiptum við Friðrik Kristjánsson og að grunurleiki á að Guðmundur Spartakus „hafi gert honum mein“. III. . Helstu málsástæður og lagarök stefnandaStefnandi reisirómerkingarkröfu sína á því að í frétt Hringbrautar sé honum gefin að sökmargvísleg háttsemi sem varði við almenn hegningarlög. Í stafliðum A, B, C, D, G og H,í fyrri kröfulið stefnunnar, séu honum gefin að sök stórfelld fíkniefnabrot. Þásé hann í staflið E sakaður um að villa á sér heimildir og nota til þess falsaðvegabréf, sem teljist skjalfals samkvæmt íslenskum lögum. Loks sé hann, ístaflið I, sakaður um að eiga aðild að mannshvarfi eða manndrápi og sagður afarhættulegur. Stefnandi telur að í hinumstefndu ummælum felist ásökun um refsiverð brot sem eigi sér ekki stoð íraunveruleikanum og séu til þess fallin að meiða æru stefnanda. Telur stefnandi ásakanir stefndaalvarlegar og þær settar fram án þess að stefnandi hafi verið ákærður eðadæmdur fyrir þau brot sem honum eru gefin að sök. Stefnandi sé ekki meðsakarferil eins og sakavottorð sem lagt hefur verið fram beri með sér. Hin umstefndu ummæli feli í sérásökun um siðferðislega ámælisverða háttsemi er sé ósönnuð. Brot sem stefndiásakar stefnanda um að hafa framið séu svívirðileg að áliti almennings og varðiallt að ævilöngu fangelsi ef sök er sönnuð. Stefnandi telur öll ummælistefnda ærumeiðandi aðdróttanir og fela í sér brot gegn 235. gr. og 2. mgr.236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ómerkja ummælin meðvísan til 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Þá sé birting og dreifing ærumeiðandiummæla sjálfstætt brot. Stefnandi telur að stefndi hafivegið með alvarlegum hætti að æru hans. Stefndi hafi framið ólögmæta meingerðgagnvart stefnanda sem stefndi beri skaðabótaábyrgð á. Virðing stefnanda hafiborið hnekki sem og æra hans og persóna. Réttur stefnanda til æruverndar njótiverndar 71. gr. stjórnarskrár, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og XXV. kaflaalmennra hegningarlaga nr. 19/1940. Krafa stefnanda um miskabætur er reist á26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, enda um að ræða skýr og ótvíræð brot áréttarreglum sem ætlað er að vernda æru stefnanda svo sem 235. gr. og 1. og 2.mgr. 236. gr. laga nr. 19/1940. Þá vísar stefnandi til 73. gr.um tjáningarfrelsi stefnda, en það falli utan marka stjórnarskrárvarinstjáningarfrelsis þegar brotið sé gegn réttindum eða mannorði annarra manna. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi krefstsýknu og tekur fram að öll ummælin séu byggð á fréttum annarra fréttamiðla ogséu nánast orðrétt höfð eftir því sem birt hafi verið annars staðar, t.d. fréttRíkisútvarpsins. Tekið hafi verið fram í frétt Hringbrautar, að það sem birtistí fréttinni á Hringbraut hafi verið fullyrt í paragvæskum fjölmiðlum og á vefRíkisútvarpsins. Telur stefndi þegar af þessari ástæðu að það beri að sýknahann, enda hafi komið skýrt fram í frétt Hringbrautar að um væri að ræðaupplýsingar frá öðrum miðlum. Stefndi vísar tildómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem litið sé m.a. til þesshvort sá sem hafi ummæli eftir öðrum hafi fjarlægt sig frá ummælunum, þ.e.a.s.tekið fram að ummælin séu ekki hans, heldur höfð eftir öðrum. Í öðrum tilvikumhefur dómstólinn jafnvel talið réttlætanleg að slíkt sé ekki gert. Vísarstefndi í þessu sambandi til dóms MDE nr. 38432/97, frá 29. mars 2001, Thoma g.Lúxemborg. Stefndi byggir sýknukröfu sínaeinnig á því að hann hafi verið í góðri trú um að efnið sem hann birti værirétt. Mannréttindadómstóllinn hafi litið svo á að góða trú blaðamanns skulimeta út frá þeirri vitneskju og upplýsingum sem voru fjölmiðli aðgengilegar áþeim tíma sem umfjöllun birtist, sbr. dóm í máli Erlu Hlynsdóttur nr. 3. gegnÍslandi. Telur stefndi að þær upplýsingar sem hafi birst í paragvæskumfjölmiðlum og síðar á vef Ríkisútvarpsins hafi verið þess eðlis að það væribæði réttur og skylda fjölmiðils að fjalla um þær. Stefndi tekur fram aðparagvæskir fjölmiðlar hafi bæði nafngreint stefnanda og birt af honum myndirog af vegabréfi hans og tengt hann við að vera eiturlyfjasmyglari. Hafi stefndiekki haft nokkra ástæðu til að efast um að umfjöllun erlendra miðla væri röng eðaþað sem birtist á vef Ríkisútvarpsins. Ummælin verði því ekki dæmd dauð ogómerk. Stefndi reisir sýknukröfu sínaeinnig á því að engin hinna umstefndu ummæla séu röng. Í efnislegri umfjöllunHringbrautar hafi ekki annað komið fram en það að í öðrum fjölmiðlum væri veriðað fullyrða eitt og annað um stefnanda. Slík ummæli geti ekki verið röng.Hæstiréttur Íslands hafi í nýlegum dómum áréttað að ummæli sem þannig séu settfram, þ.e.a.s. sem vísi til annarra ummæla og tilvísana er séu rétt, séu sönnummæli og því ekki andlag ómerkingar. Þá bendir stefndi á að stefnandihafi ekkert gert til þess að koma á framfæri leiðréttingum eða skýringum,sérstaklega þegar honum sé ljóst að lögregla leiti hans. Stefndi mótmælir miskabótakröfustefnanda. Hann hafi ekki framið ólögmæta meingerð gegn stefnanda með umfjöllunum hann, sbr. b-lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, enda hafi umfjölluninekki farið í bága við ákvæði 234., 235. eða 236. gr. almennra hegningarlaga. Þáhefur stefnandi ekki sýnt fram á að umfjöllunin hafi skaðað hagsmuni hans, aukþess sem hann hafi verið þögull um málið. Hann hafi ekkert gert til þess aðskýra mál sitt. Gera verði þá kröfu að stefnandi sanni að hann hafi orðið fyrirmiska og í hverju hann sé fólginn og að háttsemi stefnda hafi verið saknæm.Engin tilraun hafi verið gerð til þess af stefnanda að sýna fram á ásetningstefnda um að skaða æru stefnanda eða að það hafi verið gert af slíku gáleysiað réttlæti greiðslu skaðabóta. IV. Eins og lýst er íkafla II. um málsatvik krefst stefnandi ómerkingar ummæla. Er sú krafa reist á235. gr. og 2. mgr. 236. gr., sbr. 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga. Aukþess sem stefnandi telur að birting og dreifing ærumeiðandi ummæla sésjálfstætt brot. Einnig krefst stefnandi greiðslu miskabóta með vísan til 26.gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi telur að með umfjöllun sinni hafistefndi vegið með alvarlegum hætti að æru hans er njóti verndar samkvæmt 71.gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Stefndi krefst sýknu og tekur fram að ummælin séubyggð á fréttum annarra fréttamiðla og séu nánast orðrétt höfð eftir því sembirt hafi verið annars staðar. Stefndi hafi fjarlægt sig frá ummælunum m.a. meðþví að geta þess að þau séu höfð eftir öðrum fjölmiðlum. Auk þess hafi stefndiverið í góðri trú um að efnið væri rétt. Þá séu engin hinna umstefndu ummælaröng. Þá mótmælir stefndi kröfu stefnanda um miskabætur. Samkvæmt 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar nr.33/1944 eru allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Í 2. mgr. ákvæðisinssegir að hver maður eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar, en að hann verðiað ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðanir og aðrar tálmanir á tjáningarfrelsimegi þó aldrei í lög leiða. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins má tjáningarfrelsiaðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, tilverndar heilsu eða siðgæði manna vegna réttinda eða mannorðs annarra, endateljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þá er mælt fyrir um í 1.mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs,heimilis og fjölskyldu. Verður því að skýra ákvæði XXV. kafla almennrahegningarlaga nr. 19/1940, sem mælir fyrir um ærumeiðingar og brot gegnfriðhelgi einkalífs, með hliðsjón af þessu. Samkvæmt 234. gr. laganr. 19/1940 skal hver sá sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eðaathöfnum, og hver, sem ber slíkt út, sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Í 235. gr. laga nr. 19/1940 er mælt fyrir um aðef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hanstil hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varði það sektum eða fangelsi alltað 1 ári. Þá segir í 236. gr.laga nr. 19/1940 að sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegnbetri vitund, þá varði það fangelsi allt að 2 árum og sé aðdróttun birt eðaborin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu tilað halda hana rétta, þá varði það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Samkvæmt 1. mgr. 241.gr. laganna má í meiðyrðamáli dæma óviðurkvæmileg ummæli ómerk, ef sá krefstþess sem misgert var við. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins má dæma þann sem sekurreynist um ærumeiðandi aðdróttun, til þess að greiða þeim, sem misgert var við,ef hann krefst þess, hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingudóms, atriðisorða hans eða forsendna jafnframt eftir því sem ástæða þykir til,í opinberu blaði eða riti, einu eða fleirum. Samkvæmt b-lið 26. gr.skaðabótalaga nr. 50/1993 er heimilt aðláta þann sem ber ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eðapersónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Samkvæmt þessu þarf annars vegarað kanna hvort ummælin hafi verið óviðurkvæmileg og hins vegar hvort í þeimhafi falist ólögmæt meingerð gegn æru samkvæmt b-lið 26. gr. laga nr. 50/1993. Ummæli þau sem birtust ávefmiðlinum Hringbraut.is verður að meta hver um sig og í heild. Meginatriðiðer að vefmiðillinn lýsir grunsemdum lögreglu í Brasilíu um að stefnandi takiþátt í að smygla eiturlyfjum, hann sé hættulegur og að nafn hans tengist hvarfiannars Íslendings. Er ljóst að í umfjöllun stefnda og annarra fjölmiðla umstefnanda er kveðið fast að orði og látið liggja að refsiverðri háttsemistefnanda. Við úrlausn á því hvort stefndihafi með ummælum sínum vegið að mannorði stefnanda með ólögmætum hætti með þvíað birta og dreifa ærumeiðandi ummælum um hann verður að líta til þess á hvernhátt hin umdeildu ummæli voru sett fram. Í frétt stefnda er gerð grein fyrirþví að fréttin væri byggð á frétt Ríkisútvarpsins, fréttum sem birst höfðu áruv.is, mbl.is og fréttum sem hafi verið birtar í fjölmiðli ABC color íParagvæ. Þegar stefndi birti ummæli þausem krafist er ómerkingar á í máli þessu þann 15. janúar 2016, höfðu aðrirfjölmiðlar því fjallað efnislega um mál stefnanda. Telur dómurinn ljóst aðumfjöllun stefnda sé efnislega hin sama um stefnanda og fram komi í fréttRíkisútvarpsins 11. janúar 2016 og á vefmiðli útvarpsins þann 14. janúar s.á. Við mat á því hvar draga skuli mörkin millitjáningarfrelsis sem nýtur verndar samkvæmt 73. gr. stjórnarskrár, og friðhelgieinkalífs, sem varin er af 71. gr. hennar, skiptir máli hvort það efni sem birter geti talist þáttur í þjóðfélagslegri umræðu og eigi þannig erindi tilalmennings. Hafa fjölmiðlar mikilvægu hlutverki að gegna við miðlun upplýsingaog skoðana um þjóðfélagsleg málefni. Á almenningur rétt á að fá upplýsingar semslík málefni varða og þurfa sérstaklega ríkar ástæður að vera fyrir því aðskerðing á frelsi fjölmiðla geti talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi eins ognánar kemur fram í dómum Hæstaréttar Íslands, m.a. dómi frá 15. nóvember 2012 ímáli nr. 69/2012. Slíkar skerðingar geta eftir atvikum átt við séu ósönn ummælibirt eða borin út opinberlega gegn betri vitund. Umfjöllun stefnda um stefnandafellur undir framangreint enda telst það hlutverk fjölmiðla að fjalla umalvarleg mál sem kunna að vera refsiverð. Með umfjöllun sinni tók stefndiekki sérstaka afstöðu til sannleiksgildis fréttanna. Með hliðsjón af því aðhinar umdeildu staðhæfingar byggðu á frásögn annarra fjölmiðla, telur dómurinn,eins og atvikum er háttað í máli þessu, að ekki sé unnt að leggja þá skyldu ástefnda eða gagnrýna hann fyrir að grennslast ekki sérstaklega fyrir umsannleika hinna umdeildu staðhæfinga. Er ekki unnt að slá því föstu að stefndihafi vitað að ummælin væru ósönn eða borin út opinberlega gegn betri vitund. Þegar alls þessa er gætt verðurekki talið að stefndi hafi með umfjöllun sinni vegið svo að æru stefnanda aðþað hafi farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar samkvæmt 3. mgr. 73. gr.stjórnarskrárinnar. Af þessu leiðir að stefnandi geti ekki átt rétt á bótumsamkvæmt b-lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ber því að sýkna stefnda aföllum kröfum stefnanda í máli þessu. Með vísan til 1. mgr. 130. gr.laga nr. 90/2003, er stefnandi dæmdur til að greiða stefnda, 650.000 krónur ímálskostnað. Ragnheiður Snorradóttirhéraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ:Stefndi, SigmundurErnir Rúnarsson, er sýknaður af kröfum stefnanda, Guðmundar SpartakusarÓmarssonar, í máli þessu. Stefnandi greiðistefnda 650.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 367/2017 | Skaðabætur Líkamstjón Íþrótt Sakarskipting Laun Gjafsókn | A slasaðist við skíðaiðkun á skíðasvæði S árið 2013. Í málinu var ekki ágreiningur um afleiðingar slyssins heldur deildu aðilar um bótaskyldu S og eigin sök A. Þá var ágreiningur um við hvaða laun skyldi miða útreikning bóta vegna varanlegrar örorku yrði bótaskylda lögð á S. Í dómi Hæstaréttar kom fram að fallist væri á þá niðurstöðu héraðsdóms sem reist var á framburði vitna að A hefði slasast við fall eftir að hafa rennt sér fram af stalli sem starfsmenn S hefðu myndað á leið þar sem búast hefði mátt við umferð skíðamanna og öryggisnet hefði ekki verið strengt nægilega langt til að loka leiðinni að stallinum. Var því bótaskylda S staðfest en talið að A ætti að bera tjón sitt að þriðjungi sjálf. Þá var fallist á með S að fjölbreyttur starfsferill A kæmi skýrlega fram í tekjum hennar á síðustu þrem árum fyrir slysdag og gæfi útreikningur í ýtrustu varakröfu hennar því réttan mælikvarða á líklegar framtíðartekjur við útreikning bóta fyrir varanlega örorku samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma MarkúsSigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari ogValtýr Sigurðsson fyrrverandi ríkissaksóknari.Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 12. júní 2017. Hann krefstaðallega sýknu af kröfu gagnáfrýjanda en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð.Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 11. ágúst 2017. Húnkrefst þess að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér aðallega 11.656.117krónur, til vara 11.341.538 krónur, að því frágengnu 11.177.667 krónur en að öðrumkosti 8.857.929 krónur, í öllum tilvikum með 4,5% ársvöxtum af nánartilgreindum fjárhæðum frá 2. febrúar 2013 til 3. janúar 2016, en dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeimdegi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillitstil gjafsóknar sem hún nýtur hér fyrir dómi.IEins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi slasaðist gagnáfrýjandi viðskíðaiðkun á skíðasvæði aðaláfrýjanda í Böggvisstaðafjalli 2. febrúar 2013. Ímálinu er ekki ágreiningur um afleiðingar slyssins heldur deila aðilar umbótaskyldu aðaláfrýjanda og eigin sökgagnáfrýjanda. Verði bótaskylda lögð á aðaláfrýjanda er og ágreiningur um viðhvaða laun skuli miða í útreikningi bóta vegna varanlegrar örorku.Aðaláfrýjandi hefur lagt fyrir Hæstarétt ljósmyndir sem hann kveður sérhafa borist eftir að áfrýjunarstefna var gefin út. Það séu annars vegar myndirsem teknar hafi verið og dagsettar séu sama dag og slysið varð og staðfesti þærað öryggisnet hafi þá í raun náð út fyrir alla mishæðina sem gagnáfrýjandi hafifarið fram af. Hins vegar séu myndir teknar og dagsettar daginn fyrir slysiðsem sýni netið styttra. Myndirnar sýni að hin umdeilda mishæð hafi eingönguverið milli bifreiðastæðis og skíðabrautar og til að fara þar fram af hafiþurft að stefna beint á bifreiðastæðið. Hvað sem öðru líði hefði ekki veriðhætta á að fara fram af mishæðinni hefði gagnáfrýjandi farið troðna slóð semskíðamenn noti almennt til að skíða að ökutækjum sínum. Hún hafi legið munnorðar en mishæðin.Gagnáfrýjandi mótmælir því að ljósmyndirnar komi til álita við úrlausn málsinsfyrir Hæstarétti og segir ótrúverðugt að þær komi fyrst fram fjórum og hálfuári eftir slysið. Hvorki sé unnt að leggja til grundvallar að dagsetningar nétímasetningar á þeim séu réttar. Fyrir liggi vitnisburður tveggja óvilhallravitna sem voru fyrst á slysstað um aðstæður þar, svo og starfsmannsaðaláfrýjanda til 20 ára sem hafi varað við aðstæðum áður en slysið varð.Gagnáfrýjandi bendir á að þær ályktanir sem aðaláfrýjandi dragi af hinum nýjugögnum og beri nú fram sem málsástæður séu í mótsögn við málatilbúnað hans tilþessa. Í greinargerð sinni í héraði hafi aðaláfrýjandi áréttað þann skilning aðenginn ágreiningur virtist vera um þá leið sem gagnáfrýjandi hafi farið og lýstsé í fyrirliggjandi gögnum. Á þeirri leið hafi verið hin umdeilda mishæð, sem myndasthefði fyrir tilverknað starfsmanna aðaláfrýjanda.Hvort sem litið er til hinna nýju gagna aðaláfrýjanda eða ekki verður aðfallast á þá niðurstöðu héraðsdóms, sem reist er á framburði vitna sem báru ummishæðina og öryggisnetið, að gagnáfrýjandi hafi slasast við fall eftir að hafarennt sér fram af stalli sem starfsmenn aðaláfrýjanda höfðu myndað á leið þarsem búast hafi mátt við umferð skíðamanna og öryggisnet hafi ekki verið strengtnægilega langt til að loka leiðinni að stallinum. Samkvæmt þessu og að öðruleyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um bótaskylduaðaláfrýjanda en einnig um skiptingu sakar.IIÞá snýst ágreiningur aðila um hvaða árslaun skuli lögð til grundvallarútreikningi bóta fyrir varanlega örorku gagnáfrýjanda, en um þau er ekkitölulegur ágreiningur.Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 skulu árslaun tilákvörðunar bóta fyrir varanlega örorku teljast vera meðalatvinnutekjur tjónþolaað meðtöldu framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs þrjú síðustu almanaksárinfyrir þann dag er tjón varð, leiðrétt samkvæmt launavísitölu til þess tíma semupphaf varanlegrar örorku miðast við. Fallast ber á með aðaláfrýjanda aðfjölbreyttur starfsferill gagnáfrýjanda komi skýrlega fram í tekjum hennar ásíðustu þrem árum fyrir slysdag og gefi útreikningur í ýtrustu varakröfu þvíréttan mælikvarða á líklegar framtíðartekjur. Verður aðaláfrýjanda því gert aðgreiða gagnáfrýjanda 2/3 hluta af 8.857.929 krónum eða 5.905.286 krónur meðvöxtum eins og í dómsorði greinir.Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað verða staðfest.Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en um gjafsóknarkostnaðgagnáfrýjanda hér fyrir dómi fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir.Dómsorð:Aðaláfrýjandi, Skíðafélag Dalvíkur, greiði gagnáfrýjanda, A, 5.905.286krónur með 4,5% ársvöxtum af 1.489.700 krónum frá 2. febrúar 2013 til 2.febrúar 2014 og af 5.905.286 krónum frá þeim degi til 3. janúar 2016 en meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags.Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úrríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 1.000.000 krónur.DómurHéraðsdóms Norðurlands eystra 27. marz 2017Mál þetta, sem dómtekið var aðlokinni aðalmeðferð 30. janúar 2017, er höfðað af A, […] á hendur SkíðafélagiDalvíkur, Brekkuseli, Dalvík. Til réttargæzlu er stefnt VátryggingafélagiÍslands hf., Ármúla 3, Reykjavík. Málið var þingfest 19. maí 2016 en stefna ersögð gefin út 13. sama mánaðar. DómkröfurStefnandi krefst þess aðallega aðstefnda Skíðafélag Dalvíkur verði dæmt til að greiða stefnanda 11.656.117krónur með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af2.234.550 krónum frá 2. febrúar 2013 til 2. febrúar 2014, af stefnufjárhæð fráþeim degi til 3. janúar 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 9. gr. laganna, frá þeim degi tilgreiðsludags.Til vara að stefnda verði dæmttil að greiða stefnanda 11.341.538 krónur með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 16. gr.skaðabótalaga nr. 50/1993 af 2.234.550 krónum frá 2. febrúar 2013 til 2. febrúar2014, en af 11.341.538 krónum frá þeim degi til 3. janúar 2016, en meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu, sbr. 9. gr. laganna, frá þeim degi til greiðsludags.Til þrautavara að stefnda verðidæmt til að greiða stefnanda 11.177.667 krónur með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 16.gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 2.234.550 krónum frá 2. febrúar 2013 til 2.febrúar 2014, en af 11.177.667 krónum frá þeim degi til 3. janúar 2016, en meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu, sbr. 9. gr. laganna, frá þeim degi til greiðsludags.Til þrautaþrautavara að stefndaverði dæmt til að greiða stefnanda 8.857.929 krónur með 4,5% ársvöxtum samkvæmt16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 af 2.234.550 krónum frá 2. febrúar 2013 til2. febrúar 2014, af 8.857.929 krónum frá þeim degi til 3. janúar 2016, en meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu sbr. 9. gr. laganna, frá þeim degi til greiðsludags.Í öllum tilvikum krefst stefnandimálskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda, eins og málið væri ekkigjafsóknarmál.Stefnda Skíðafélag Dalvíkurkrefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara að sök verði skiptog/eða stefnukröfur lækkaðar. Í öllum þessum tilvikum krefst stefndamálskostnaðar úr hendi stefnanda.Réttargæzlustefnda gerir engarsjálfstæðar kröfur í málinu.Gengið var á vettvang 30. janúar2017.MálavextirHinn 2. febrúar 2013 varstefnandi á skíðum á skíðasvæði Böggvisstaðafjalls, en stefnda rekur svæðið.Óumdeilt er í málinu að stefnandi sé þaulreynd skíðakona, hafi þekkt vel tilalmennra aðstæðna á svæðinu og hafi á þessum tíma verið […] stefnda. Stefnandi renndi sér hefðbundnaskíðaleið er lá ofan að skíðaskála stefnda. Skömmu áður en að skálanum komsveigði stefnandi til norðurs af leiðinni og framhjá færanlegu öryggisneti semþar var strengt. Er óumdeilt í málinu að stefnandi hafi í framhaldinu rennt sérfram af mishæð sem þarna hafi verið og hafi myndazt við troðslu skíðasvæðisins.Stefnandi segist hafa farið fram af 1,5 metra háum stalli en stefnda segirþarna hafa verið 80 cm háa mishæð. Óumdeilt er að við þetta féll stefnandi ogslasaðist. Er ekki ágreiningur um þá lýsingu í stefnu að stefnandi hafi lentharkalega á hægri hliðinni og mikið högg komið á hægri handlegg en einnig hafihöfuð hennar slegizt í jörðina og skafsár komið á andlit. Í málinu liggurmatsgerð um afleiðingar slyssins, sem aflað var fyrir höfðun málsins. Er ekkisérstakur ágreiningur í málinu um niðurstöður matsmanna.Ekki er vitað til þess að vitnihafi verið að atvikinu sjálfu. Sjúkrabifreið var kölluð til og flutti húnstefnanda á sjúkrahús. Stefnandi byggir á því að sú leiðsem hún fór sé „skíðaleið þeirra sem ekki eiga erindi inn í skíðaskálann heldurætla að skíða beint að bílum sínum sem og þeirra sem ætla að renna sér allaleið niður á Dalvík.“ Stefnda segir stefnanda hafa orðið fyrir slysinu utanbrautar, en allar troðnar brautir liggi að skíðalyftuenda og að hefðbundnumútgangi. Þá deila aðilar um viðmiðunarlaunstefnanda, komi til þess að bótaábyrgð verði lögð á stefndu. Stefnandi telur aðvegna breyttra aðstæðna sinna eigi við ákvæði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, svosem síðar verður rakið, en stefnda byggir á að ákveða eigi bætur samkvæmt 1. mgr.7. gr. laganna.Meðal gagna málsins er matsgerðSigurðar Ásgeirs Kristinssonar, sérfræðings í bæklunarlækningum, og EiríksElíss Þorlákssonar hrl., dags. 9. nóvember 2015 Matsspurningar og svörmatsmanna eru sem hér segir:Hvenærvarð heilsufar [stefnanda] stöðugt eftir slysið 2. febrúar 2013? Við mat á því hvenær heilsufar erstöðugt í skilningi skaðabótalaga er almennt miðað við það hvenær ekki er aðvænta frekari bata á heilsu viðkomandi. Matið á þessu er einkum læknisfræðilegtog má hafa til hliðsjónar hvenær tilraunum til að bæta heilsu viðkomandi erlokið, s.s. með aðgerð og meðferð eftir hana, að því gefnu að meðferð hafieinhverjar breytingar á heilsufari. Í þessu máli liggur fyrir að framkvæmd varaðgerð á [stefnanda] 19. nóvember 2013. Var hún framkvæmd af BrynjólfiJónssyni. Að teknu tilliti til eðlis þeirrar aðgerðar verður að ætla að húnhafi verið þó nokkrar vikur að jafna sig af þeirri aðgerð. Fær það ennfremurstoð í gögnum málsins. Verður talið að heilsufar hafi orðið stöðugt ári eftir slysiðeða 2. febrúar 2014. Hvervar tímabundin óvinnufærni [stefnanda] að öllu leyti eða hluta á tímabilinu fráþví að slysið varð og þar til heilsufar var orðið stöðugt, sbr. 2. gr.skaðabótalaga? Í 2. gr. skaðabótalaga nr.50/1993 segir að bætur fyrir atvinnutjón skuli ákveða fyrir tímann frá því aðtjón varð þangað til tjónþoli getur hafið vinnu að nýju eða þar til heilsufarhans er orðið stöðugt. [Stefnandi] var í starfi á […] auk þess að sinnafyrirtæki sínu. Hún var strax eftir slysið frá vinnu og telst upphafstímitímabundins atvinnutjóns því slysdagurinn sjálfur. Lok tímabils tímabundinsatvinnutjóns er talið vera þegar batahvörf eru eða þegar viðkomandi tjónþoligetur hafið störf að nýju, eftir því hvort tímamarkið kemur á undan. Í máliþessu liggur fyrir að matsbeiðandi fór ekki til starfa áður en batahvörf urðuog eru lok tímabilsins því þegar heilsufar hennar var orðið stöðugt sem varsamkvæmt framangreindu hinn 2. febrúar 2014.Hvortog þá hversu lengi [var stefnandi] veik eftir slysið þannig að hún teljist eigarétt til þjáningabóta, sbr. 3. gr. skaðabótalaga? Í þessu sambandi [óskast]greint á milli þess tíma sem [stefnandi] hefur annars vegar verið rúmföst oghins vegar veik án þess að vera rúmliggjandi. Réttur til þjáningabóta ræðst af3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Segir þar efnislega að greiða skuliþjáningabætur frá þeim tíma, sem tjón varð og þar til heilsufar tjónþola erorðið stöðugt. Það er þó áskilnaður um að tjónþoli hafi verið veikur ískilningi ákvæðisins, annað hvort veikur og rúmliggjandi eða veikur án þess aðhafa þurft að vera rúmliggjandi. Við mat á tímabili þjáningabóta er einattlitið til þess tíma sem frá slysi líður fram að því að tjónþoli hefur störf aðnýju, í svipuðu magni og fyrir slys, eða til lengri tíma, ef sérstakar ástæðureru fyrir hendi, en þó ekki lengur en að stöðugleikapunkti. Telja verðursamkvæmt fyrirliggjandi gögnum að [stefnandi] hafi verið veik í skilningiákvæðisins til stöðugleikatímapunkts, sem var ári eftir slysið. Hún varrúmliggjandi í fimm daga á FSA og telst því hafa verið rúmföst í skilningiákvæðisins í þá daga.Hverer varanlegur miski [stefnanda] af völdum slyssins. sbr. 4. gr. skaðabótalaga?Taka skal afstöðu til þess hvort [stefnandi] hafi hlotið aukinn miska, sbr. 2.málsl. 3. mgr. 4. gr. skaðabótalaga. Þegar fjárhæð bóta fyrirvaranlegan miska er ákveðin skal litið til þess hvers eðlis og hversu miklarafleiðingar tjóns eru frá læknisfræðilegu sjónarmiði, svo og til erfiðleika semþað veldur í lífi tjónþola. Varanlegur miski skal metinn til stiga og skal miðavið heilsufar tjónþola eins og það er þegar það er orðið stöðugt, sbr. 1. mgr.4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við skíðaslysið þann 2. febrúar 2013 hlaut[stefnandi] fjölbrot á upphandleggshálsi hægra megin. Afleiðingar slyssins hafavaldið verulegri hreyfiskerðingu og eymslum í hægri öxl. Samkvæmt miskatöflumörorkunefndar, lið VII.A.a.3 þar sem fram kemur daglegur áreynsluverkur meðhreyfiskerðingu, virkri lyftu og fráfærslu í 90° að miski teljist 10 stig. Viðskoðun á matsfundi kom fram að virk framlyftugeta handleggs var 100° en eymslikomu strax við 40° fráfærslu. Varanlegur miski vegna þessa axlarástands telstþví hæfilega metinn 12 stig.Þessu til viðbótar hefur[stefnandi] eymsli frá háls- og herðasvæði. Við slysið slóst höfuð matsbeiðandaí jörðina þannig að skafsár hlutust af á andliti. Við komu á FSA slysdaginn ogvið fyrstu endurkomu þar þá beindist athyglin eðlilega fyrst og fremst aðupphandleggsbrotum. Slysið sem slíkt var þó til þess fallið að geta valdið hálstognunareinkennumþótt eins geti, a.m.k. hluti þeirra, talist afleidd einkenni vegnaaxlarástands. Miklum stífleika og eymslum í hálsi og sjalvöðva hægra megin erþó lýst við skoðun á FSA þann 13. mars 2013 en þá var [stefnandi] lítið farinað fara úr fatlanum og hreyfa þannig að ekki er hægt að segja að eingöngu sé umafleidd álagsmeiðsli að ræða. Á matsfundi tengir [stefnandi] hálseymsli þóástandi hægri upphandleggs og axlar og má búast við að þau hafi aukist meðtímanum. Þess ber einnig að geta að [stefnandi] hafði einhverja fyrri sögu umeymsli í hálsi og herðum en þó ekki frá árinu 2009. Talið er þó rétt að metahenni lítils háttar miska vegna hálstognunar og telst hann hæfilega metinn 3stig.Varanlegur miski vegna afleiðingaskíðaslyssins þann 2. febrúar 2013 telst því hæfilega metinn í heild sinni 15stig.Hverer varanleg örorka [stefnanda] af völdum slyssins, sbr. 5.-7. gr.skaðabótalaga?Í 5. gr. skaðabótalaga kemur framað valdi líkamstjón, þegar heilsufar tjónþola er orðið stöðugt, varanlegri skerðinguá getu til að afla vinnutekna eigi tjónþoli rétt á bótum, sbr. 1. mgr. Þegartjón vegna örorku sé metið skuli líta til þeirra kosta sem tjónþoli á til aðafla sér tekna með vinnu sem sanngjarnt sé að ætlast til að hann starfi við,sbr. 2. mgr. Varanleg örorka reiknast í hundraðshlutum, sbr. 3. mgr. Matið ávaranlegri örorku er því persónubundið og fjárhagslegt. Við matið er m.a. litiðtil stöðu tjónþola fyrir slysið. Er í því sambandi litið til menntunar, aldurs,atvinnusögu og fyrra heilsufars. Þá er litið til stöðu tjónþola fyrir slysið.Er í því sambandi litið til menntunar, aldurs, atvinnusögu og fyrra heilsufars.Þá er litið til varanlegra áhrifa líkamstjónsins sem um ræðir og möguleiktjónþola við atvinnuþátttöku. Aðferðafræðin við matið er að bera saman tværatburðarásir, þ.e. annars vegar hvernig líf tjónþola hefði orðið ef þaðtjónsatvik, sem verið er að meta, hefði ekki orðið, og hins vegar hvernig erlíklegt að líf tjónþola verði að þeirri staðreynd fenginni að líkamstjón hefurorðið. [Stefnandi] hefur verið metin til15 stiga miska, sbr. fyrri umfjöllun. Hún starfaði á hjúkrunarheimili áslysdegi ásamt því að reka eigin fyrirtæki. Ljóst er að laun hennar hafa fariðlækkandi frá slysdegi. Það segir þó ekki alla söguna því endurgjald fyrir vinnuhennar getur ennfremur komið fram sem hagnaður af rekstri fyrirtækjanna. Fyrirliggur að hún getur ekki sinnt öllum þeim störfum sem hún sinnti fyrir slys oger slysið því til þess fallið að valda henni tekjutapi til framtíðar, eins ogþegar hefur orðið raunin, sbr. framangreint. Einnig hafa þau hjónin þurft aðráða umfram mannskap til vinnu vegna afleiðinga slyss [stefnanda]. Að virtumáverkanum, starfi [stefnanda], sem hún hyggst sinna áfram, og telja verður aðhún muni gera, verður að telja að geta hennar til að starfa hafi skerst umfimmtung eða 20% og er það metin varanleg örorka. Hvenærvar fyrst tímabært að meta afleiðingar slyssins?Fyrst var tímabært að metaafleiðingar slyssins 18 mánuðum eftir slysið en þá var komin góð reynsla á[...] hvernig [stefnanda] myndi reiða af eftir að stöðugleika var náð, skv.mati síðar, og sjúkraþjálfun lokið en þeirri meðferð lauk um mitt ár 2014.“Auk þeirra spurninga sem hér hafaverið raktar voru matsmenn spurðir hvort stefnandi þyrfti til fyrirsjáanlegrarframbúðar að leggja út fyrir kostnaði vegna afleiðinga slyssins, sbr. 1. mgr.1. gr. skaðabótalaga, og voru matsmenn beðnir að meta hvort stefnandi þyrfti aðleita bæklunarlæknis eða stunda sjúkraþjálfun. Matsmenn svöruðu því til aðstefnandi þyrfti ekki að leita bæklunarlæknis og hún hefði hætt sjúkraþjálfun íjúní 2014 og hafi sjúkraþjálfari talið sig ekkert geta fyrir hana gert.Hinn 24. september 2013 ritaðistefnandi stefndu bréf og krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnduvegna slyssins. Hinn 29. október sama ár hafnaði réttargæzlustefnda kröfunni,en stefnda var á slysdegi með frjálsa ábyrgðartryggingu hjá réttargæzlustefndu.Stefnandi ritaði réttargæzlustefndu hinn 11. febrúar 2014 og ítrekaði sjónarmiðsín en réttargæzlustefnda ítrekaði höfnun sína á skaðabótaskyldu með tölvubréfi7. marz sama ár. Með bréfi til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, dags. 18.febrúar 2015, kvartaði stefnandi yfir synjuninni. Niðurstaða nefndarinnar,dags. 30. apríl 2015, var sú að stefnandi ætti rétt á bótum úrábyrgðartryggingu stefndu vegna líkamstjóns síns en bæri að bera þriðjungtjónsins sjálf vegna meðábyrgðar. Með bréfi dags. 7. maí 2015 tilkynntiréttargæzlustefnda að félagið yndi ekki niðurstöðunni.Stefnandi krafðist bóta með bréfi3. desember 2015.Málástæðurog lagarök stefnandaStefnandi kveðst reisaskaðabótakröfu sína á almennu skaðabótareglunni sem og reglu umvinnuveitendaábyrgð. Stefnda, sem rekstaraðili skíðasvæðisins, beri ábyrgð átjóni því sem stefnandi hafi hlotið hinn 2. febrúar 2013. Kveðst stefnanditelja að aðbúnaði skíðasvæðisins hafi verið áfátt vegna vangár starfsfólksstefnda. Starfsfólk stefnda hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi semstefndi beri ábyrgð á samkvæmt reglu um vinnuveitendaábyrgð.Stefnandi segir starfsfólk stefndahafa með snjótroðara rutt upp stalli án nokkurra merkinga. Á þeim stað þar semstefnandi hafi farið fram af stallinum hafi ekkert verið sem bent hafi til þessað hætta væri á ferðum og engar merkingar gefið til kynna að hættulegt væri aðrenna sér þá leið. Öryggisnet sem sett hafi verið upp hafi ekki náð að þeimstað þar sem stefnandi hafi fallið fram af og stefnandi því eðli málsinssamkvæmt ekki getað gert sér grein fyrir því að hætta væri á ferðum. Verði aðmeta það starfsmönnum stefnda til gáleysis að hafa ekki látið öryggisnetið nánægilega langt í því skyni að bægja fólki frá og forða því frá hættu. Það aðöryggisnet hafi verið sett upp sýni að starfsmenn hafi verið meðvitaðir um þáhættu sem hafi verið á ferðum við þessar aðstæður enda sé þarna um að ræðaþekkta skíðaleið þeirra sem ætli að renna sér beint að bílastæði eða alla leiðtil Dalvíkur. Fallið hafi verið um einn og hálfur metri og því full ástæða tilað láta öryggisnetið ná lengra norður. Leiðin hafi verið troðin og stefnandihafi ekki verið að stytta sér leið heldur rennt sér hefðbundna leið semfjölmargir skíðamenn í Böggvisstaðafjalli fari þegar þeir eigi ekki erindi inní skíðaskálann á svæðinu. Hafi því ekki verið um óhefðbundna leið að ræða. Stefnandi kveðst vera mjög vönskíðakona og gjörþekkja skíðasvæðið. Þrátt fyrir það hafi hún á engan háttgetað komið í veg fyrir slysið enda hafi aðstæður verið þannig að allsómögulegt hafi verið að sjá stallinn áður en farið hafi verið fram af honum.Stefnandi hafi sýnt af sér alla þá aðgát sem eðlileg hafi verið miðað viðaðstæður. Hún eigi þannig ekki eigin sök og þar að auki verið á lítilli ferðþegar hún hafi farið fram af stallinum enda nýkomin úr barnabrekku svæðisins oghafi hún verið komin neðst í skíðabrekkuna. Jafnvel þótt skíðafólk taki vissaáhættu með skíðaiðkun sinni verði að gera þá kröfu til rekstraraðilaskíðasvæðis að skíðafólki sé ekki beinlínis stefnt í hættu. Aðstæður áskíðasvæðinu hafi verið með öllu óforsvaranlegar enda geti það, eðli málsinssamkvæmt, stefnt skíðafólki í mikla hættu að hafa svo háan stall, hvorki meðmerkingum né öryggisneti, á troðinni og algengri skíðaleið þeirra sem renni sérað bifreið sinni eða til Dalvíkur. Beri stefndi því fulla ábyrgð á tjónistefnanda enda sé ekki hægt að rekja tjónið til óhappatilviks.Stefnandi kveðst árétta, aðstefndi hafi ekki kallað lögreglu til, ekki tekið myndir af vettvangi, og ekkihlutazt til um hlutlausa rannsókn. Stallinum hafi þess í stað verið rutt burt.Verði stefndi að bera hallann af þeim skorti á gögnum um aðstæður þennan dag.Strax hafi verið ljóst að stefnandi hafi orðið fyrir miklu tjóni og hafi staðiðstefnda nær að tryggja sönnun aðstæðna á slysstað felli hann sig ekki við þærmálavaxtalýsingar sem þó liggi fyrir í málinu. Stefnandi kveðst byggja tölulegakröfu sína á skaðabótalögum nr. 50/1993 eins og þau hafi verið á slysdegi svoog matsgerð Eiríks Elíss Þorlákssonar og Sigurðar Ásgeirs Kristinssonar, ensamkvæmt henni tímabil þjáningabóta verið eitt ár, þar af fimm daga rúmlega,varanlegur miski 15% og varanleg örorka 20%. Mismunandi fjárhæð stefnukrafna skýristaf mismunandi tekjuviðmiðununum við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku.Stefnandi segir kröfufjárhæð þjáningabóta samkvæmt 3. gr. skaðabótalaga ogmiskabóta samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga uppreiknaða samkvæmt 15. gr. laganna.Þessar kröfur séu samhljóða í aðal-og varakröfum og byggðar á eftirfarandiforsendum: Krafa um þjáningabætur sbr. 3. gr. skaðabótalaga nemi 672.150 krónum(3.390 x 5 + 1820 x 360), krafa um miskabætur skv. 4.gr. skaðabótalaga nemi1.562.400 krónum (10.416.000 x 15%). Vegna kröfu um varanlega örorku, sbr.5.-7. gr. skaðabótalaga, segir stefnandi að af þeim þremur stærðum, semmargfaldaðar séu saman til að finna út heildarkröfu stefnanda samkvæmt þessumlið, meðalatvinnutekjur, margfeldisstuðull/aldursstuðull og örorkustig, séu þærtvær síðasttöldu sömu fyrir allar kröfurnar. Aldurstuðullinn sé 8,011 enda hafistefnandi verið 49 ára og 136 daga gömul þegar hún hafi náð stöðugleikapunktihinn 2. febrúar 2014 og örorkustigið samkvæmt matsgerð sé 20%. Hvaðmeðalatvinnutekjur varði beri skv. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga að miða viðmeðalatvinnutekjur tjónþola þrjú síðust almanaksárin fyrir þann dag er tjónhafi orðið. Í tilviki stefnanda væri horft til áranna 2010, 2011 og 2012. Stefnandikveðst hins vegar byggja á því að aðstæður sínar fyrir slysdag hafi verið svoóvenjulegar að mat á árslaunum hennar til útreiknings varanlegrar örorku getiekki farið fram samkvæmt meginreglunni. Megin atvinnutekjur stefnanda síðustuþrjú ár fyrir slys séu ómarktækar þar sem á því tímabili hafi orðið miklarsveiflur og breytingar á tekjum og atvinnuhögum hennar. Í ljósi meginmarkmiðsskaðabótalaga, að tryggja tjónþola fullar bætur fyrir raunverulegt tjón hans,telji stefnandi rétt að ákvarða árslaun sín sérstaklega og að í því sambandiberi að líta til reglu 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Ákvæðið setji þrjúskilyrði fyrir því að árslaun séu ákveðin sérstaklega. Í fyrsta lagi aðaðstæður hafi verið óvenjulegar, í öðru lagi að árslaun sem meginreglan sémiðuð við, geti ekki talizt réttur mælikvarði á líklegar framtíðartekjurtjónþola og í þriðja lagi að annar mælikvarði sé til staðar og réttari við matá líklegum framtíðartekjum hans. Stefnandi kveðst halda því fram að öll þessiskilyrði séu uppfyllt í málinu og sé ekki rökrétt að skýra ákvæðið þröngt. Stefnandi kveðst hafa lokiðgrunnskólaprófi frá […] og stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla […] árið 1987.Eftir það hafi hún lokið brautargengisnámskeiði á […], námskeiði fyrir þá semséu í eða hyggi á rekstur. Þessu námi hafi hún lokið árið 2008. Atvinnusagastefnanda sé sú að hún hafi unnið í frystihúsi, verið á sjó, unnið ádvalarheimili aldraðra og við verzlunarstörf allt þar til hún hafi hafið eiginrekstur um mitt ár 2011. Reki hún nú, ásamt eiginmanni sínum, ferðaþjónustu á […]undir heitinu […] þar sem þau bjóði upp á gistingu í 78 rúmum. Auk þess rekiþau kaffihús sem hafi verið opnað í ágúst 2013. Stefnandi segir að í frumvarpitil laga um breytingar á skaðabótalögum, sbr. lög númer 37/1999, sé þess getiðað launatekjur liðinna ára séu oftast góð vísbending um launatekjur komandiára. Þetta eigi þó ekki alltaf við en þannig séu launatekjur liðinna ára ekkigóður mælikvarði er breytingar hafi orðið á högum tjónþola skömmu fyrir slyseða þegar fullyrða megi að slíkar breytingar standi fyrir dyrum. Sé til dæmistekið að tjónþoli hafi skipt um starf þannig að breyting hafi orðið á tekjum.Þegar horft sé til þessa sé að mati stefnanda ljóst að tekjur stefnanda síðustuþrjú ár fyrir slysdag gefi ekki rétta mynd af ætluðum framtíðartekjum stefnandaþar sem hún hafi hætt störfum sem verzlunarmaður um mitt ár 2011 til þess aðsetja á fót ferðaþjónustu á […]. Eðli málsins samkvæmt hafi hún ekki verið meðtekjur að ráði eftir að stofnað hafi verið til rekstrarins eins og skattframtöl2012 og 2013 beri með sér. Sé með þessu augljóslega sýnt fram á að tvöfyrstnefndu skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga séu uppfyllt. Stefnandi segir aðalkröfu sínagerða með miði af meðaltekjum við störf tengd ráðgjöf og sölu ferðaþjónustuskv. útreikningum Hagstofu Íslands fyrir árið 2011 en ekki séu til nýrriútreikningar skv. upplýsingum Hagstofunnar. Stefnandi hafi á slysdegi starfaðvið störf tengd ferðaþjónustu og geri enn. Viðmiðunarlaun í þeim greinum gefiþví réttasta mynd af framtíðartekjum hennar. Meðal mánaðarlaun hafi á þessumtíma verið 387.000 krónur. Viðmiðunarlaunin séu framreiknuð miðað viðmeðallaunavísitölu 2011 til stöðugleikatímapunkts í febrúar 2014 ásamt því semlitið sé til 8% mótframlags vinnuveitanda, sbr.: 12 x 378.000 x 470,5/401,3 x1,08 = 5. 880.394. Nemi krafa vegna varanlegrar örorku því 9.421.567 krónum,(5.880.394 x 8,011 x 20%). Höfuðstóll aðalkröfu stefnanda samanstandi afsamtölu þjáningabóta, miskabóta og bóta fyrir varanlega örorku, 11.656.117(672.150 + 1.562.400 + 9.421.567).Stefnandi segir fyrstu varakröfusína ákveðna með miði af meðaltekjum verkamanna skv. útreikningum HagstofuÍslands fyrir árið 2013. Stefnandi hafi starfað við ýmis verkamannastörf ígegnum tíðina svo sem í frystihúsi og á sjó. Meðal mánaðarlaun hafi á þessumtíma verið 426.000 krónur. Viðmiðunarlaun séu framreiknuð miðað viðmeðallaunavísitölu 2013 til stöðugleikatímapunkts í febrúar 2014 ásamt því semlitið sé til 8% mótframlags vinnuveitanda sbr. 12 x 426.000 x 470,5:457 x 1,08= 5.684.052. Krafa vegna varanlegrar örorku nemi því 9.106.988 krónum,(5.684.052 x 8,011 x 20%). Höfuðstóll fyrstu varakröfu sem samanstandi afsamtölu þjáningabóta, miskabóta og bóta fyrir varanlega örorku sé því 11.341.538krónur (672.150 + 1.562.400 + 9.106.988). Stefnandi segir aðra varakröfusína ákveðna með miði af þeim launatekjum sem hún hafi haft árið 2010 og hálftárið 2011, það sé helming þess tíma sem meginregla 1. mgr. 7. gr. skaðabótalagamiði við. Árið 2010 hafi tekjur stefnanda samkvæmt staðgreiðsluyfirliti 2010 ogskattframtali 2011 numið 4.097.917 krónum. Árið 2011 hafi tekjur hennar íjanúar til júní, samkvæmt staðgreiðsluyfirliti 2011 nemi 2. 220.175 krónum.Uppreiknað til heils árs nemi tekjurnar 4.440.315 krónum og verði útreikningarþví með eftirfarandi hætti: Launatekjur 2010 hafi verið 4.097.917 krónur enuppreiknað til stöðugleikatímapunkts 5.130.575 krónur. Launatekjur 2011 hafiverið 4.440.350 krónur en uppreiknað til stöðugleikatímapunkts 5.206.042krónur. Meðalaárslaun nemi skv. þessu 5.168.309 krónum eða 5.581.773 krónumeftir að bætt hafi verið við 8% mótframlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð. Krafavegna varanlegrar örorku nemi því 8.943.117 krónum, (5.581.773 x 8,011 x 20%).Höfuðstóll annarrar varakröfu sem samanstandi af samtölu þjáningabóta,miskabóta og bóta fyrir varanlega örorku verði því 11.177.667 krónur, (672.150+ 1.562.400 + 8.943.117). Stefnandi segir þriðju varakröfu sína taka mið afmeginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Samkvæmt skattframtölum hafilaunatekjur stefnanda árið 2010 numið 4.097.917 krónum en árið 2011 2.481.468auk þess sem stefnandi hafi haft 180.000 krónur í reiknað endurgjald af eiginatvinnurekstri, og árið 2012 hafi launatekjur stefnanda numið 2.787.870 auk180.00 króna reiknaðs endurgjalds af eigin atvinnurekstri. Útreikningar verðiþví með eftirfarandi hætti: Launatekjur 2010 hafi verið 4.097.917 krónur enuppreiknað til stöðugleikatímapunkts 5.130.575 krónur. Launatekjur 2011 hafiverið 2.661.468 krónur en uppreiknað til stöðugleikatímapunkts 3.123.928krónur. Launatekjur 2012 hafi verið 2.067.870 en uppreiknað tilstöðugleikatímapunkts 3.228.631 króna. Meðalárslaun nemi samkvæmt þessu3.827.711 krónum eða 4.133.928 krónum eftir að bætt hafi verið við 8%mótframlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð. Krafa vegna varanlegrar örorku nemiþví 6.623.397 krónum, (4.133.928 x 8,011 x 20%). Höfuðstóll þriðju varakröfusem samanstandi af samtölu þjáningabóta, miskabóta og bóta fyrir varanlegaörorku sé því 8.857.929 krónur (672.150 + 1.562.400 + 6.623.379).Þá kveðst stefnandi krefjastvaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga frá slysdegi hvað þjáningabætur ogmiskabætur varði en frá stöðugleikatímapunkti hvað varanlega örorku varði.Stefnandi kveðst krefjast dráttarvaxta skv. 6. gr. laga nr. 38/2001, mánuðieftir að bótakrafa hafi verið sett fram hinn 3. desember 2015, sbr. 9. gr. sömulaga, en á sama tíma hafi stefnda verið komið með öll þau gögn sem þurft hafitil að geta metið fjárhæð bóta.Stefnandi kveðst vísa til almennuskaðabótareglunnar sem og reglna um vinnuveitandaábyrgð. Einnig kveðststefnandi vísa til skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum og almennramegin reglna skaðabótaréttar um fébótaábyrgð tjónvalds og rétt tjónþola til aðfá allt tjón sitt bætt. Kröfur um vexti séu studdar við 16. gr. skaðabótalagaen kröfur um dráttarvexti við 6. og 9. gr. laga nr. 38/2001. Vegna réttargæzlusé vísað til 21. gr. laga nr. 91/1991 en vegna kröfu um málskostnað sé einnigvísað til sömu laga, einkum 129. og 130. gr.Krafa um virðisaukaskatt af málsflutningsþóknun sé studd við ákvæði laganr. 50/1988 en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyld og beri því nauðsyn tilað fá dóm fyrir skatti þeim úr hendi stefnda. Vegna varnarþings sé vísað til41. og 48. gr. laga nr. 19/1991. Málsástæðurlagarök stefnda Skíðafélags DalvíkurStefnda segir í málinu gerðakröfu um greiðslu skaðabóta og sé krafangrundvölluð á sakarreglunni. Hvíli sönnunarbyrði um meinta sök stefnda,orsakatengsl, tjón og önnur skilyrði sakarreglunnar alfarið á stefnanda.Stefnda segir sýknukröfu sína á fyrsta lagi byggða á því að skilyrðisakarreglunar séu ekki uppfyllt þar sem ósannað sé að tjónsatvikið sé að rekjatil saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefnda eða aðila sem að stefnda berivinnuveitendaábyrgð á. Að svo miklu leyti sem tjón stefnanda sé afleiðinghreinnar óhappatilviljunar beri stefnandi sjálf sök á tjóninu enda hafi þaðverið háttsemi hennar sjálfrar sem öðru fremur hefur valdið óhappinu. Stefndaberi ekki ábyrgð á tjóni hennar. Stefnda segir stefnanda vera alvana skíðakonusem vel hafi þekkt aðstæður á skíðasvæðinu. Slysdaginn hafi veður og skyggniverið góð. Stefnda segir að hefði stefnandi ekki rennt sér of hratt og óvarlegamiðað við aðstæður hefði hún átt að sjá hvernig aðstæður væru og getað forðastfallið. Hafi stefnandi talið skyggni sitt ekki nægilega gott, hafi henni veriðí lófa lagið að notast við skíðagleraugu, til sporna við svonefndri snjóblindu,eða renna sér á þeim hraða sem hefði gert henni kleift að litast um eftiraðstæðum, sbr. 2. gr. reglna alþjóða skíðasambandsins. Stefnda segir að einnigsé til þess að líta að stefnandi sé ekki aðeins alvön skíðakona heldur hafisinnt […] fyrir stefnda og verið gjörkunnug aðstæðum á skíðasvæði Böggvisstaðafjalls.Sá háttur sem hafður hafi verið á þennan dag við snjótroðslu hafi veriðalvanalegur á skíðasvæðinu og aðstæður meðal annars verið með þessum hætti umtveggja mánaða skeið þegar óhappið hafi orðið. Hafi stefnandi mátt vita að súleið sem að hún fór, hafi ekki verið ætluð umferð skíðandi fólks og að slíksvæði, utan troðinna skipulagðra skíðasvæða, væru hættumeiri en önnur. Verðiþví að gera sérstaklega ríkar kröfur til stefnanda, sem gjörþekkt hafi svæðiðog aðstæður þar til að renna sér ekki um svæði sem ekki sé sérstaklega ætlaðumferð skíðandi fólks, hvað þá með svo óvarlegum hætti sem raun beri vitni.Stefnda segir að kjósi þaulvanur skíðamaður að fara út fyrir venjulegaskipulagða skíðaleið verði hann að líta sérstaklega eftir aðstæðum hverjusinni. Í þeim efnum hafi öryggisnetið gefið stefnanda sérstaka ástæðu til aðlitast vel um og fara sér hægt en í því felist að sjálfsögðu gáleysi að rennasér rétt framhjá öryggisneti ef skíðamaðurinn sér ekki hvað fram undan er. Eigiþetta sérstaklega við þegar farið sé út fyrir skipulagða troðna skíðaleið þegarfarið sé framhjá öryggisnetinu.Stefnda segir sýknukröfu sína íöðru lagi byggða á reglum um áhættutöku, að stefnandi hafi með ákvörðun sinniað fara á skíði þennan dag og að skíða með þeim hætti sem hún hafi gert, tekiðáhættu af því að slasast við þá iðkun og þannig fyrirgert rétti sínum til bótafyrir það tjón sem að hún hafi orðið fyrir. Sé grundvallarregla íslenzksskaðabótaréttar að með þátttöku í íþróttum taki iðkendur þeirra áhættu aðýmisskonar tjóni sem orðið geti af íþróttaiðkuninni. Sé þessari grunnregluíslenzks réttar um áhættutöku í íþróttum slegið fastri í niðurlagi XIII. kaflamannhelgisbálks Jónsbókar, þar sem segi að gangi maður til leiks, fangs eðaskinndráttar að vilja sínum ábyrgist hann sig sjálfur eða öllu þó hann fái meineða skaða af. Í þessu máli liggi fyrir að stefnandi hafi verið reynd skíðakonaog þekkt vel þá áhættu sem stafi af skíðaiðkun en í slíkum tilvikum verði aðgera kröfu til aðgæzlu stefnanda. Stefnandi hafi ekki verið á skíðum í umsjá ávegum stefnda heldur af eigin frumkvæði eða af fúsum og frjálsum vilja sínum.Henni hafi ennfremur ekki verið leiðbeint að renna sér þá leið sem hafi valdiðfalli hennar, heldur látið sig engu skipta þá aðvörun sem öryggishlið hafigefið til kynna og rennt sér óvarlega um ótroðna leið sem greinilega komi framá korti af skíðaleiðum að ekki hafi verið ætluð umferð skíðamanna. Stefndi segir stefnanda vera einatil frásagnar um að hún hafi sýnt af sér nægilega aðgát þrátt fyrir að aðstæðurþær, sem valdið hafi falli hennar, hafi verið augljósar og átt að blasa viðþeim sem skíðaði varlega og gætilega miðað við aðstæður utan brautar. Viðslíkar aðstæður sé ótækt að byggja á frásögn stefnanda einnar um það atriði,horfa framhjá áhættutöku hennar og leggja bótaábyrgð á stefnda. Stefnda segir að í þriðja lagi sésýknukrafa sín byggð á reglum um óhappatilvik. Óhapp stefnanda sé einfaldlegadæmigert slys sem verði við íþróttaiðkun án þess að sök á því slysi liggi hjáneinum tilteknum aðila. Ótækt sé að gera þá kröfu til rekstraraðila skíðasvæðaað þau séu með öllu hættulaus eða hver einast fermetri svæðisins sé hæfur tilumferðar skíðandi fólks. Utan þar til gerða merktra og troðinna skíðabrauta ogskíðaleiða sé meiri hætta á slysum en annars staðar og sé ekki við stefnda aðsakast í þeim efnum. Sú leið sem stefnandi hafi skíðað hafi hvorki veriðtroðin, merkt né ætluð umferð skíðamanna. Stefnda kveðst sérstaklegamótmæla því að þurfa að bera hallann af meintum skorti á gögnum í málinu svosem stefnandi byggi á. Enginn grundvallarágreiningur ríki um aðstæður átjónsdegi eða atvikið að baki tjónsatburðinum. Þá liggi fyrir ljósmyndir afskíðabrekkunni og uppdráttur af skíðasvæði Dalvíkur með merktum leiðum ogskýringum. Athugun lögreglu eða annars aðila á aðstæðum hefði engu breytt umsakarmatið sem sé grundvallaratriði málsins. Stefnda kveðst byggja varakröfusína á því að stefnandi eigi einnig sök á slysinu og verði því að bera tjónsitt sjálf í hlutfalli við eigin sök. Stefnda kveðst byggja þessi sjónarmið síná hinu sama og aðalkröfu, en sök stefndu sé algjör og því beri að fella bæturniður að fullu af þeim sökum. Varakrafa stefnda sé í öðru lagi byggð á því aðútreikningur stefnanda á þeim bótum sem henni beri sé rangur, sérstaklega ervarði viðmiðið um árslaun stefnanda. Engar forsendur séu til annars en aðleggja til grundvallar meðalatvinnutekjur stefnanda samkvæmt meginreglu 1. mgr.7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi hafi enga menntun sem snúi aðráðgjöf og sölu ferðaþjónustu né heldur hafi hún reynslu af rekstriferðaþjónustufyrirtækis fyrr en stuttu fyrir slysdag. Stefnandi hafi af stefnuað dæma unnið margvísleg störf á ýmsum sviðum og liggi ekkert fyrir um aðmeðaltekjur af ferðaþjónustu gefi raunsannari mynd af líklegum framtíðartekjumhennar, sérstaklega í ljósi þess hve hræringar og breytingar áferðaþjónustumarkaði séu tíðar. Þá séu ekki efni til að leggja meðaltekjurverkamanna til grundvallar á útreikningi á árslaunum stefnanda. Stefnandi hafiunnið ýmiss konar störf um ævina, þar á meðal verkamannastörf, en hún hafi ekkistarfað við slíkt í aðdraganda slyssins heldur við afgreiðslustörf og eiginrekstur og sé ekkert fram komið sem geri laun fyrir verkamannastörf réttaraviðmið um líklegar framtíðartekjur hennar en tekjur hennar af þeim störfum.Fjölbreyttur starfsferill stefnanda endurspeglist skýrlega í tekjum hennar ásíðustu þremur árum fyrir slysdag og gefi útreikningur eftir meginreglu 1. mgr.7. gr. skaðabótalaga því réttan mælikvarða á líklegar framtíðartekjur stefnandaen hún hafi að minnsta kosti ekki sýnt fram á að mælikvarði þessi sé rangur nésannað að þeir mælikvarðar, sem krafa hennar sé byggð á, sé réttari.Vaxtakröfum stefnanda sé mótmælt þar sem stefndi kveðst telja dráttarvexti ekkieiga rétt á sér fyrr en frá dómsuppsögu en fyrr verði ekki ljóst hvort aðstefnandi eigi nokkurra kröfu á hendur stefnda.Stefndi kveðst einkum vísa tilalmennra reglna skaðabótaréttar, skaðabótalaga nr. 50/1993 og laga nr. 91/1991þá kveðst stefndi vísa til skýrra reglna alþjóða skíðasambandsins. NiðurstaðaStefnandi, Snæþór Arnþórssonformaður stefnda, Bjarni Th. Bjarnason, Jóhann Hafþór Arnarson og Einar V.Hjörleifsson starfsmaður stefnda gáfu skýrslu í málinu.Óumdeilt er í málinu að stefnandislasaðist við fall er hún hlaut við lendingu eftir að hafa rennt sér fram afmishæð, stalli, skammt frá skíðaskála stefnda við skíðasvæðið íBöggvisstaðafjalli. Í stefnu segir stefnandi að starfsmenn/troðaramenn stefndahafi rutt upp stallinum. Í greinargerð sinni segir stefnda um mishæðina:„Mishæðin sem um ræðir varð til við troðslu skíðasvæðisins og frágang á aðkomuað skíðaskálanum. Alvanalegt er að slíkar mishæðir myndist við troðsluskíðasvæða, en mishæðinni sem um ræðir var komið fyrir til að koma í veg fyrirað umferð bíla og vélsleða næði að skíðasvæðinu. Gagngert var gætt að því aðmishæðin myndaðist ekki á eða nálægt þeirri leið sem ætlast var til aðskíðafólk færi að skíðaskálanum, heldur myndaðist hún á bak við skíðaskálannþar sem ekki var ætlast til að umferð fólks færi. Fyrir mishæðina hafði veriðsett öryggisnet, til að vara skíðafólk við því að leiðin sem um ræðir væri ekkiætluð umferð skíðandi fólks, enda náði öryggisnetið út fyrir troðna leið.“Samkvæmt þessu verður miðað við það í málinu að starfsmenn stefnda eða menn áhans vegum hafi rutt upp mishæðinni sem stefnandi rann fram af.Aðilar deila um hæðmishæðarinnar, stefnandi segir hana hafa verið hálfan annan metra en stefndasegir hana hafa verið 80 cm. Engar myndir liggja fyrir af henni og engin óháðrannsókn fór fram á aðstæðum á slysdegi. Þegar horft er til þess að slysiðverður þegar rennt er fram af mishæð sem starfsmenn stefnda hafa rutt upp áþeim stað sem um ræðir og hin slasaða er flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús,verður stefnda að bera halla af slíkum sönnunarskorti um aðstæður. Fyrir dómilýsti vitnið Bjarni Th. Bjarnason, þaulvanur skíðamaður, því að það hefði fariðá slysstað, skömmu eftir atvikið og séð greinilega hvar stefnandi hefði fariðfram af stallinum og hvar hún hefði lent. Kvaðst vitnið telja hæðina hafa veriðum hálfan annan metra. Vitnið Jóhann Hafþór Arnarson sagði hæð stallsins hafaverið „kannski meter eða eitthvað svoleiðis“. Vitnið Einar V. Hjörleifsson,starfsmaður stefnda, kvaðst ekki muna eftir hæð stallsins þennan dag, en sagðitelja að „Þessi bakki [hefði] aldrei verið held ég meira en hérna 80centimetrar eða eitthvað svoleiðis. En hvernig nákvæmlega þetta var, það baraget ég ekki sagt til um.“ Að öllu samanlögðu en einkum vegna skýrs vitnisburðarBjarna Th. Bjarnasonar, telur dómurinn að leggja megi til grundvallar, að hæðinhafi verið um hálfur annar metri, en eins og áður segir verður stefnda að berahallann af því að ekki hafi verið aflað gagna á vettvangi.Fyrir dómi sagði SnæþórArnþórsson formaður stefnda að leið sú, er stefnandi var komin á og slysið varðá, „gæti mögulega hafa verið troðin“ en hann sagðist ekki vita „nákvæmlegahvernig þetta leit út þennan dag.“ Almennt væri þessi leið ekki hugsuð „semskíðaleið innan svæðisins.“ Þó væri þekkt að hún væri farin af og til.Troðarinn gæti ekki snúið við á skíðabrautinni sjálfri „þannig að hann verðuralltaf að fara út af svæðinu til þess að snúa við.“Er stefnandi fór út af hinnihefðbundnu skíðabraut fór hún til norðurs. Spurður fyrir dómi hvort önnurhjáleið væri þekkt á þessu svæði, sagði Snæþór Arnþórsson að „það [væri]náttúrulega líka oft troðið, eða sem sagt myndast svona svipuð leið sunnan viðhúsið þar sem að troðarinn fer niður og snýr við.“ Sú leið lægi „svipað, barasvona niður fyrir og oft stendur troðarinn einmitt þar, þegar hann er ekki ínotkun.“ Fyrir kæmi að fólk renndi sér þá leið. Vitnið Bjarni Th. Bjarnasonkvaðst hafa verið mikið í fjallinu og verið þar með börn og unglinga viðæfingar, en vitnið væri menntaður skíðaþjálfari. Vitnið var spurt hvort súleið, sem stefnandi fór, væri notuð til þess að renna sér að bifreiðastæðunumeða niður á Dalvík og svaraði vitnið: „Já já, það er oft, oft gert, sérstaklegaþegar það eru stórir dagar, mikið af fólki í fjallinu, mikið af bílum ábílastæðunum, að þá troða þeir oft þessa leið þarna niður eftir til þess aðsvona bæta líklega þá aðgengi að bílastæðunum. Gott að renna sér þarna niðurmeð veginum.“ Vitnið sagðist telja algengt að staðkunnugir nýttu sér þessa leiðog hefði vitnið sjálft gert það nokkurum sinnum. Nánar spurt sagði vitnið aðþegar fjölmennt væri á svæðinu væri „oft troðin þessi leið bara til þess aðbæta aðgengi fólks að bílastæðunum, þá getur það farið þarna niður með, norðanvið í rauninni bílastæðin og labbað þaðan, tekið af sér skíðin og labbað þaðanstuttan spöl að bílunum“. Vitnið Einar V. Hjörleifsson,starfsmaður stefnda, var spurt hvort starfsmenn stefnda þekktu til þess að leiðþessi væri nýtt til að renna sér að bílastæði eða niður á Dalvík, og svaraði:„Sko, hérna sitt hvoru megin við brekku, það er yfirleitt bara opið niður ogþetta er jafn mismunandi eins og, eins og veðrið liggur við, [...] ef aðaðstæður leyfa þá rennir fólk sér bara hérna, já að bílastæði og niður og út umallt þannig lagað.“ Vitnið var spurt um skilti á staðnum sem sýndi skíðaleiðirog sagði það ekki tæmandi heldur gefa „ákveðnar vísbendingar“. Allt færi þettaeftir snjóalögum hverju sinni og veðri. Vitnið kvaðst hafa verið á skíðasvæðinuþennan dag, en ekki við störf. Það kvaðst hafa komið að máli við starfsmannstefnda á staðnum um morguninn og vakið athygli á því að öryggisnet, sem setthefði verið upp, næði ekki nógu langt. Nánar spurt um ástæður þeirrarábendingar sinnar sagðist vitnið hafa haft í huga aðstæður eins og þær semstefnandi hefði svo lent í.Þegar á framanritað er horftverður að miða við það í málinu að nokkuð algengt hafi verið að skíðamenn hafitekið þann kost að renna sér til hliðar við skíðaskálann, með þeim hætti semstefnandi gerði umrætt sinn, ekki sízt þegar fjölmennt var í fjallinu. Þóttekki verði fullyrt hversu algengt þetta hafi verið hafi stefnda hlotið að veraljóst að þetta gerðu skíðamenn af og til. Í stefnu segir að fjölmennt hafiverið á skíðasvæðinu þennan dag en þar hafi meðal annars farið fram bikarmótSkíðasambands Íslands í unglingaflokki. Veður hafi verið gott og skíðafærieinnig. Þessu hefur ekki verið mótmælt og verður miðað við þetta. Samkvæmt öllu framanrituðu verðurmiða við í málinu að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sínu við fall eftir aðhafa rennt sér fram af stalli, sem starfsmenn stefnda höfðu myndað og það hafigerzt á leið þar sem stefnda vissi að búast mátti við umferð skíðamanna.Öryggisnet sem sett hafði verið náði ekki nægilega langt til að loka leiðinniað mishæðinni. Verður að telja ljóst að af mishæðinni hafi verið augljósslysahætta og verði að virða starfsmönnum, sem stefnda beri vinnuveitandaábyrgðá, til gáleysis að hafa skapað þá slysahættu. Eru augljós tengsl milli þeirrarhættu sem þannig var sköpuð og þess tjóns sem stefnandi varð fyrir. Þótt vissáhætta fylgi skíðaiðkun hefur stefnandi ekki með því að ákveða að fara á skíðiumrætt sinn, eða með því að fara þá leið sem hún fór, leyst stefnda undanábyrgð á þeirri hættu sem starfsmenn hans sköpuðu. Verður að telja stefndaskaðabótaskylt vegna tjóns stefnanda á grundvelli sakarreglu skaðabótaréttar. Áhinn bóginn verður jafnan að ætlast til þess af skíðamanni að hann fylgist meðþví sem fram undan er og sé fær um að bregðast við hindrunum eða torfærum umleið og þær verða sýnilegar. Slysið varð er stefnda hafði sveigt út afhefðbundinni skíðaleið og fór aðra leið og ætlaði að bílastæðum. Gerir þaðaukna kröfu um aðgát hennar. Með hliðsjón af því þykir verða að ákveða aðstefnandi beri tjón sitt að þriðjungi sjálf. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalagaskulu árslaun til ákvörðunar bóta teljast vera meðalatvinnutekjur tjónþola aðmeðtöldu framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs þrjú síðustu almanaksárinfyrir þann dag er tjón varð, leiðrétt samkvæmt launavísitölu til þess tíma semupphaf varanlegrar örorku miðast við. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skuluárslaun þó metin sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi og ætlamá að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. Þóttlaunatekjur síðustu ára fyrir slys séu iðulega góð vísbending um þær tekjur semvænta hefði mátt eftir slys er það ekki algilt. Launatekjur liðinna ára erusíðri mælikvarði ef breytingar hafa orðið á högum tjónþola skömmu áður en slysvarð eða þegar víst má telja að slíkar breytingar hafi staðið fyrir dyrum, svosem þegar tjónþoli hefur skipt um starf þannig að breyting hafi orðið á tekjum.Í slíkum tilvikum er eðlilegra að ákveða viðmiðunarlaunin miðað við nýjaraðstæður. Í máli þessu liggur fyrir að nokkuru fyrir slys söðlaði stefnandi umog hóf rekstur ferðaþjónustufyrirtækis með manni sínum. Hafa þau rekið þaðsíðan og reka umfangsmikla gistiaðstöðu auk kaffihúss á […]. Eins og á stendurþykja launatekjur stefnanda síðustu þrjú árin fyrir slys því ekki gefa réttamynd af þeim tekjum sem stefnandi mátti vænta á komandi árum heldur þykjameðaltekjur við störf tengd ráðgjöf og sölu ferðaþjónustu réttari mælikvarði áframtíðartekjur stefnanda. Eru uppi óvenjulegar aðstæður sem felast í hinumbreytta starfsvettvangi stefnanda og eru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 7. gr.skaðabótalaga til að miða við annan mælikvarða en 1. mgr. 7. gr. kveður á um.Verður aðalkrafa stefnanda að þessu leyti tekin til greina. Með vísan til alls framanritaðsverður aðalkrafa stefnanda í málinu tekin til greina en þó þannig að stefnandiberi þriðjung tjóns síns. Ekki þykja efni til annars en að dæma vexti svo semkrafa er gerð um og því verður hafnað kröfu stefnda um að vextir ákveðist frádómsuppsögu. Verður stefnda Skíðafélagi Dalvíkur samkvæmt þessu gert að greiðastefnanda 7.770.744 krónur með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaganr. 50/1993 af 1.489.700 krónum frá 2. febrúar 2013 til 2. febrúar 2014, en af7.770.744 krónum frá þeim degi til 3. janúar 2016, og með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 9. gr.laganna, af 7.770.744 krónum frá þeim degi til greiðsludags.Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 1.500.000króna þóknun lögmanns stefnanda, Björgvins Þórðarsonar hrl., en virðisaukaskatturer ekki innifalinn. Stefndu verður gert að greiða 1.500.000 krónur ímálskostnað í ríkissjóð. Af hálfu stefndu fór Heiðar Örn Stefánsson hrl. meðmálið. Gætt var 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.Þorsteinn Davíðsson héraðsdómarikveður upp dóm þennan.DÓ M S O R ÐStefnda, Skíðafélag Dalvíkur,greiði stefnanda, A, 7.770.740 krónur með 4,5% ársvöxtum af 1.489.700 krónumfrá 2. febrúar 2013 til 2. febrúar 2014, en af 7.770.744 krónum frá þeim degitil 3. janúar 2016, og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 9. gr. laganna, af 7.770.744 krónum fráþeim degi til greiðsludags.Gjafsóknarkostnaður stefnandagreiðist úr ríkissjóði, þar með talin 1.500.000 þóknun lögmanns hennar,Björgvins Þórðarsonar hrl.Stefnda greiði 1.500.000 krónur ímálskostnað í ríkissjóð. |
Mál nr. 738/2017 | Byggingarleyfi Stjórnsýsla Hæfi stjórnvalds Flýtimeðferð | S o.fl. höfðuðu mál gegn Í ehf. og kröfðust þess að þrjú nánar tilgreind byggingarleyfi sem V hafði gefið út til Í ehf., vegna byggingar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju, yrðu felld úr gildi. Sveitarfélaginu V var stefnt til réttargæslu. Byggðu S o.fl. m.a. á því að deiliskipulagsbreytingin, sem byggingarleyfin studdust við, hefði verið haldin svo verulegum ágöllum að ógildingu varðaði. Þá hefði ekki verið heimilt að veita byggingarleyfi til einstakra þátta framkvæmdarinnar, auk þess sem S o.fl. vefengdu hæfi skipulags- og byggingarfulltrúa V til útgáfu leyfanna. Ennfremur byggðu S o.fl. á því að áætlun um stórslysavarnir hefði verið ófullnægjandi. Héraðsdómur hafnaði því að umrædd deiliskipulagsbreyting hefði verið haldin ágöllum með vísan til niðurstöðu dómsins í máli milli S o.fl. gegn V og Í ehf., sem rekið var samhliða um gildi deiliskipulagsins og til úrlausnar var í dómi Hæstaréttar í máli nr. 739/2017. Þá taldi dómurinn að ekki hefði verið sýnt fram á að ómálefnalegar ástæður hefðu legið að baki þeirri ákvörðun að veita byggingarleyfi til einstakra þátta framkvæmdarinnar og hafnaði því sömuleiðis að skipulags- og byggingarfulltrúi V hefði verið vanhæfur til útgáfu þeirra. Með vísan til umsagnar vinnueftirlitsins var því ennfremur hafnað að Í ehf. hefði ekki lagt fram fullnægjandi stórslysaáætlun. Var Í ehf. samkvæmt því sýknað af kröfu S o.fl. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Markús Sigurbjörnsson, GarðarGíslason settur hæstaréttardómari, Gunnlaugur Claessen fyrrverandihæstaréttardómari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari. Áfrýjendur skutumálinu til Hæstaréttar 28. nóvember 2017. Þau krefjast þess að felld verði úrgildi þrjú byggingarleyfi, sem réttargæslustefndi gaf út til stefnda, í fyrstalagi 19. ágúst 2016 til jarðvegsvinnu vegna súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðjuað Heiðarholti 5, í öðru lagi 2. nóvember sama ár til uppsteypu á undirstöðumsömu verksmiðju og í þriðja lagi 15. mars 2017 til byggingar verksmiðjunnar. Þákrefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda.Stefndi krefststaðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Réttargæslustefndikrefst málskostnaðar óskipt úr hendi áfrýjenda fyrir Hæstarétti. Mál þetta sætir flýtimeðferð samkvæmt XIX. kafla laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Áfrýjendum verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstaréttieins og í dómsorði greinir, en ekki eru efni til að dæma réttargæslustefndamálskostnað úr hendi áfrýjenda, enda hefur hann látið málið til sín taka aðtilhlutan stefnda.Dómsorð:Héraðsdómur skalvera óraskaður.Áfrýjendur,Sigríður Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Hörður Einarsson og Reykjaprent ehf.,greiði óskipt stefnda, Ísaga ehf., 750.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti, en að öðru leyti fellur málskostnaður niður.Dómur HéraðsdómsReykjaness 8. nóvember 2017.Málþetta, sem var dómtekið 20. október 2017, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjanessaf Sigríði S. Jónsdóttur, Hvassaleiti 56-58, Reykjavík, Ólafi Þór Jónssyni,Sléttuvegi 31, Reykjavík, Herði Einarssyni, Seljugerði 9, Reykjavík, ogReykjaprenti ehf., Síðumúla 14, Reykjavík, með réttarstefnu birtri 8. mars 2017og þingfestri 10. s.m. á hendur Ísaga ehf. Sveitarfélaginu Vogum, Iðndal 2,Vogum, var af hálfu stefnda stefnt til réttargæslu. Dómkröfur stefnenda, hvers umsig, eru þær að fellt verði úr gildi byggingarleyfi til jarðvegsvinnu aðHeiðarholti 5, vegna súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju Ísaga ehf., sem gefiðvar út 19. ágúst 2016. Þá krefjast stefnendur, hver fyrir sig, málskostnaðar. Meðframhaldsstefnu, þingfestri 2. maí 2017, gera stefnendur, hver fyrir sig, kröfuum að felld verði úr gildi (i) byggingarleyfi til uppsteypu undirstaða vegnasúrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju Ísaga ehf., sem gefið var út afbyggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga 2. nóvember 2016, og (ii)byggingarleyfi vegna byggingar sömu verksmiðju sem gefið var út af samabyggingarfulltrúa 15. mars 2017. Þá krefjast stefnendur, hver fyrir sig,málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krafðist þess aðallegaað öllum kröfum stefnenda yrði vísað frá dómi, bæði í aðalsök og framhaldssök.Til vara var þess krafist að stefndi yrði sýknaður af öllum kröfum stefnenda.Þá gerði stefndi kröfu um málskostnað. Réttargæslustefndi gerir ekkiefnislegar kröfur en gerir kröfu um málskostnað. Með úrskurði 12. júlí 2017 varfrávísunarkröfum stefnda hafnað. I. Mál þetta er að rekja tilfyrirætlana stefnda um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju íSveitarfélaginu Vogum. Um er að ræða 750 m2 stálgrindarhús, klættmeð álklæðningu. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða súrefni og köfnunarefni úrandrúmsloftinu. Með bréfi 17. september 2015 leitaði stefndi eftir lóð áVogabraut í Vogum. Í bréfinu er framleiðsluferli verksmiðjunnar lýst meðeftirfarandi hætti: „Vinnsluferliðer þannig að útiloft er dregið í gegnum loftsíu þar sem ryk og önnur óhreinindieru hreinsuð. Eftir síun fer loftið í gegnum loftpressu sem þjappar loftinu íþrepum upp í 15 – 16 bar þrýsting. Við samþjöppun hitnar loftið í 100 – 120 °Cog því er það kælt niður í u.þ.b. 10 - 15 °C. Kælda loftið er síðan hreinsaðfrekar þar sem CO, CO2 og „hærri“ vetniskolefni eru fjarlægð. Síðanfer hreinsaða loftið inn í skilju („Cold Box“) og er kælt (fryst) niður ívarmaskipti þar til það fer yfir á vökvaform (fljótandi form). Þá er súrefni ogköfnunarefni aðskilið með mismun á þrýstingi og hitastigi. Efnin eru síðanflutt yfir í geymslutanka. Reiknað er með að verksmiðjan verði fjarstýrð afstarfsmönnum ÍSAGA/Linde eins á sama hátt og gert er í dag á Breiðhöfða ogHæðarenda. Í fyrstu er ekki reiknað með að starfsmenn verði dags daglegastaðsettir í verksmiðjunni. Tankbílar koma að verksmiðjunni daglega og sækjaefni [...].“ Hæðverksmiðjunnar skyldi vera 27 m auk tanka sem væru 10-15 m háir og þyrfti þvídeiliskipulagsbreytingar fyrir iðnaðarsvæðið við Vogabraut. Hinn 16. desember 2015samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að auglýsa tillögu að breytingu ádeiliskipulaginu fyrir iðnaðarsvæðið við Vogabraut vegna áforma um byggingusúrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju. Tillagan var auglýst til kynningar 21.desember 2015 með fresti til athugasemda til 1. febrúar 2016. Var í tillögunnigert ráð fyrir verksmiðjunni á lóð að Hraunholti 7. Í greinargerð sem fylgdideiliskipulagsuppdrætti kemur fram að breyting á deiliskipulagi samkvæmttillögunni væri fólgin í eftirfarandi: „Bætt er við húsagerð d þar sem hægtverður að hafa, auk iðnaðarhúsnæðis með hámarkshæð 13 metrar, skilju og tankatil súrefnis- og köfnunarefnisframleiðslu, með hámarkshæð 27 metrar. lóð viðHraunholt 7 er breytt úr húsagerð B í húsagerð D.“Meðbréfi 1. febrúar 2016 gerðu stefnendur athugasemdir við tillöguna. Tillagan varhins vegar samþykkt í bæjarstjórn 24. febrúar 2016 og send Skipulagsstofnun tilathugunar, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnuntilkynnti sveitarfélaginu með bréfi 17. mars 2016 að hún gæti ekki tekiðafstöðu til tillögunnar, þar sem nánari upplýsingar vantaði um hina áformuðustarfsemi á lóðinni að Hraunholti 7. Lóðinað Hraunholti 7 er í sameign stefnenda, Sveitarfélagsins Voga og fleiri aðila,þ.e. sameigendanna að Heiðarlandi Vogajarða. Samhliða fyrirhuguðumskipulagsbreytingum hóf sveitarfélagið viðræður við aðra landeigendur um kaup álóðinni en aðilar náðu ekki saman um kaupin. Ákvað réttargæslustefndi því aðúthluta stefnda annarri lóð á svæðinu í eigu sveitarfélagsins, þ.e. Heiðarholti5. Hinn15. mars 2016 var lögð fram á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar ný tillagaað breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Vogabraut þar sem gert varráð fyrir fyrirhugaðri starfsemi að Heiðarholti 5. Samþykkt var að tillaganyrði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og íkjölfarið auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Hinn 23. mars 2016samþykkti bæjarráð formlega að úthluta til stefnda lóð nr. 5 við Heiðarholt,með fyrirvara um að fyrirtækið uppfyllti ákveðin skilyrði, m.a. um hljóðvist ásvæðinu. BæjarstjórnSveitarfélagsins Voga samþykkti 30. mars 2016 að auglýsa tillögu að breytingu ádeiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyririðnaðarsvæði við Vogabraut vegna breyttrar staðsetningar á fyrirhugaðrisúrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sem til stæði að reisa á iðnaðarsvæðinu.Tillagan var auglýst 31. mars 2016 og gerðu stefnendur athugasemdir viðskipulagstillöguna með bréfi 17. maí 2016. Hinn14. apríl 2016 gerðu Sveitarfélagið Vogar og stefndi með sér samkomulag umlóðina að Heiðarholti 5, gjöld af henni o.fl. Í samkomulaginu kemur fram að íaðalskipulagi réttargæslustefnda væri nærliggjandi íbúðarsvæði merkt IB 3-2 ogað samkvæmt fyrirliggjandi gögnum um hljóðvist frá verksmiðjunni muni viðmið umhámarkshávaða að nóttu til (40db) ná inn á hið skipulagða svæði.Réttargæslustefndi lýsi því hins vegar yfir að hann muni ekki krefja stefnda umaðgerðir til að hávaðamörkin yrðu innan tilgreindra viðmiðunarmarka heldurmyndi sveitarfélagið leysa þau mál í úrvinnslu deiliskipulags svæðisins þegarþar að kæmi. Þá samþykkti réttargæslustefndi að stefndi hefði forgang aðtilteknum lóðum við Heiðarholt. Meðtölvupósti 18. mars 2016 óskaði skipulags- og byggingarfulltrúiSveitarfélagsins Voga eftir umsögn Skipulagsstofnunar um hina nýjudeiliskipulagstillögu. Í svari starfsmanns Skipulagsstofnunar 14. apríl 2016segir að stofnunin telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði laga um mat áumhverfisáhrifum, þ.e. efnaverksmiðjuákvæðið í viðauka 1. BæjarstjórnSveitarfélagsins Voga samþykkti deiliskipulagstillöguna á fundi 24. maí 2016.Með bréfi Skipulagsstofnunar 9. júní 2016 tilkynnti stofnunin að ekki væri gerðathugasemd við að auglýsing yrði birt um gildistökudeiliskipulagsbreytingarinnar. Auglýsing um samþykktina, dags. 14. júní 2016,var birt í B-deild Stjórnartíðinda hinn 15. júní 2016. Hinn 15. júní 2016 sótti stefndi umbyggingarleyfi á lóðinni Heiðarholti 5 til Sveitarfélagsins Voga. Á fundi sínum16. ágúst 2016 samþykkti umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Vogabyggingaráformin og vísaði afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfistil byggingarfulltrúa. Á fundi 18. ágúst 2016 samþykkti bæjarráðSveitarfélagsins Voga afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og staðfestibæjarstjórn þá afgreiðslu á fundi sínum 31. ágúst 2016. Byggingarfulltrúisamþykkti byggingaráformin á fundi 19. ágúst 2016 og gaf sama dag útbyggingarleyfi til handa stefnda. Meðkæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júlí 2016,kærðu stefnendur og fleiri þá ákvörðun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Vogafrá 24. maí 2016 að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði viðVogabraut, Sveitarfélaginu Vogum. Meðkæru 12. september 2016 kærðu stefnendur jafnframt ákvörðun byggingarfulltrúaSveitarfélagsins Voga frá 19. ágúst 2016 um að veita byggingarleyfi fyrirsúrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á lóðinni Heiðarholti 5 og stöðuleyfifyrir 10-12 tuttugu feta gámum á lóðinni Heiðarholti 3. Jafnframt var kærðsamþykkt bæjarráðs hinn 18. ágúst 2016 og bæjarstjórnar 31. ágúst s.á. vegnaumsókna um framangreind leyfi. Málin tvö voru sameinuð.Meðúrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. október 2016 ímáli nr. 101/2016 var öllum kröfum kærenda hafnað. Hinn2. nóvember 2016 gaf byggingarfulltrúinn í Sveitarfélaginu Vogum útbyggingarleyfi til stefnda vegna Heiðarholts 5, þar sem veitt var leyfi fyriruppsteypu undirstaða vegna byggingar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju. Þávar stefnda hinn 15. mars 2017 veitt byggingarleyfi vegna byggingar súrefnis-og köfnunarefnisverksmiðju á lóðinni. II.Stefnendurbyggja kröfu sína um ógildingu umræddra ákvarðana fyrst og fremst á því aðdeiliskipulagsbreytingin frá 24. maí 2016, sem ákvörðun um útgáfu byggingarleyfisstyðjist við, sé haldin verulegum ágöllum svo ógildingu varði. Þaðsé meðal grundvallarskilyrða fyrirútgáfu byggingarleyfis að leyfið styðjist við gilt skipulag, sbr. fyrirmæli 1.tl. 1. mgr. 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Í þessu samhengi sé tilþess að líta að þegar ákvörðun hafi verið tekin um byggingarleyfið hafi þaðlegið fyrir að gildi deiliskipulagsins væri vefengt af hálfu stefnenda.Sveitarstjórn og byggingarfulltrúa hafi því borið að gaumgæfa sérstaklega hvortútgáfa byggingarleyfis samræmdist skipulagi, sbr. 1. tl. 1. mgr. 13. gr.mannvirkjalaga og 2. ml. 2. mgr. 10. gr. sömu laga. Fallist dómurinn á það, aðrök standi til þess að ógilda deiliskipulagsbreytinguna, leiði sú niðurstaðajafnframt til þess að ógilda beri ákvörðunina um útgáfu byggingarleyfis. Stefnendurtelja að málsmeðferð sveitarfélagsins við deiliskipulagsbreytinguna hafi ekkisamræmst ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagið sé háð efnislegumannmörkum, sem leiða eigi til ógildingar þess. Stefnendur telja að skylt hafiverið að láta vinna umhverfismat á grundvelli laga um umhverfismat framkvæmdavegna hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar og umhverfismat á grundvelli laga umumhverfismat áætlana vegna deiliskipulagsins. Þá sé það umhverfismat sem fórfram á grundvelli skipulagslaga og skipulagsreglugerðar alls ófullnægjandi. Meðþví að sniðganga skyldu til að vinna forsvaranlegt umhverfismat hafi forsendafyrir áframhaldandi aðgerðum brostið og útgefið byggingarleyfi þar með veriðbyggt á ófullnægjandi gögnum. Hafi rannsóknarreglunni og lögmætisreglunni þvíekki verið fylgt við samþykkt og útgáfu byggingarleyfisins. Nánartiltekið byggja stefnendur í fyrsta lagi á því að umhverfismatdeiliskipulagsins uppfylli ekki lagakröfur við gerð slíks mats. Viðsamþykkt deiliskipulagsins hafi verið brotið gegn skyldu til að vinnaumhverfismat samkvæmt lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Samkvæmt 3.gr. laganna séu skipulagsáætlanir umhverfismatsskyldar samkvæmt lögunum ef þæreru (1) undirbúnar og/eða samþykktar af stjórnvöldum, (2) unnar samkvæmt lögumeða ákvörðun ráðherra og (3) marka stefnu er varða leyfisveitingar tilframkvæmda sem tilgreindar eru í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.Stefnendur telja þessi skilyrði uppfyllt. Aðmati stefnenda gefur það augaleið að deiliskipulagstillagan hafi veriðundirbúin og samþykkt af stjórnvöldum auk þess að vera unnin samkvæmt lögum,sbr. skipulagslög nr. 123/2010. Hins vegar liggi fyrir óformleg afstaðaSkipulagsstofnunar í málinu um að hin fyrirhugaða starfsemi falli ekki undirhið sérstaka ákvæði laga nr. 106/2000 um efnaverksmiðjur, sbr. 6.01 í 1.viðauka. Ekki hafi verið af hálfu Skipulagsstofnunar tekin afstaða til þesshvort starfsemin kunni að vera háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt öðrumákvæðum laganna og það atriði ekki heldur verið rannsakað sérstaklega af hálfusveitarfélagsins sjálfs. Þá sé í hinni umþrættu deiliskipulagsbreytingu fullyrtað breytingin feli ekki í sér umhverfismatsskylda framkvæmd. Stefnendur teljaað skort hafi á að tekin hafi verið afstaða til þess hvort hin fyrirhugaðaframkvæmd muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegnastaðsetningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs, sbr. sérstaklegaa-lið 1. mgr. 1. gr. og 6. gr. laga nr. 106/2000, sbr. 2. viðauka, og a-lið 1.mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Stefnendur vísaí þessu sambandi jafnframt til skýringu laganna og reglugerðarinnar meðhliðsjón af tilskipun 2011/92/ESB og dómaframkvæmd ESB-dómstólsins. Þannigliggi í reynd engin ákvörðun fyrir um matsskyldu framkvæmdarinnar. Hafi þvíekki verið sýnt fram á að framkvæmdin þurfi ekki að sæta mati áumhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.Stefnendurtelja að framkvæmdin skuli sæta mati á umhverfisáhrifum á grundvelli laga nr.106/2000, hvort sem er á grundvelli tilvitnaðs efnaverksmiðjuákvæðis eðaannarra ákvæða laganna, og þar af leiðandi deiliskipulagið sömuleiðis ágrundvelli laga nr. 105/2006. Um sé að ræða umfangsmikla starfsemi íumfangsmikilli byggingu sem hafi ótvírætt áhrif á umhverfið, meðal annars meðstórslysahættu, og sé því rétt að eyða öllum vafa um það hver raunveruleg áhrifá framkvæmdinni muni koma til með að vera. Í því samhengi vísa stefnendur tilþess að með setningu laga nr. 106/2000 hafi verið ætlunin að innleiða ílandsrétt tilskipun 85/337/EBE, sem hafi verið undanfari fyrrnefndrartilskipunar 2011/92/ESB, en tilskipunin sé reist á meginreglum umhverfisréttarsem mótast hafi á síðustu áratugum. Einna þýðingarmest sé hin svokallaðavarúðarregla, sem m.a. komi fram í aðfaraorðum EES-samningsins, sbr. lög nr.2/1993, og feli í sér að umhverfið og náttúran skuli njóta vafans ef möguleikisé á mengun og röskun umhverfis við tilteknar framkvæmdir. Þá sé sérlegamikilvægt að mögulegir valkostir séu greindir og kannaðir á upphafsstigum, sbr.þau grundvallarmarkmið sem greini í 1. gr. laga nr. 106/2000. Áðuren deiliskipulagið var samþykkt hafi sveitarstjórn Sveitarfélagsins Voga boriðað ganga úr skugga um að slíkt mat hefði farið fram eða þyrfti ekki að farafram lögum samkvæmt. Þessi málefnalega rannsókn hafi verið vanrækt og því hafiekki farið fram mat á umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar. Leiði þetta brotá rannsóknarreglu laga nr. 106/2000 og 10. gr. stjórnsýslulaga eitt og sér tilógildingar hinnar kærðu ákvörðunar.Meðbréfi stefnanda Reykjaprents til Skipulagsstofnunar, dags 2. desember2016, hafi þess sérstaklega verið óskaðað Skipulagsstofnun rannsakaði mál þetta og tæki síðan formlega og kæranlegaákvörðun um það hvort stofnunin teldi hina fyrirhuguðu framkvæmd háða mati áumhverfisáhrifum eða ekki. Þess hafi enn fremur verið óskað að við rannsóknmálsins yrði stefnandanum gefinn kostur á að skýra frekar sjónarmið sitt ímálinu. Erindi þessu hafi verið svarað með bréfi 11. janúar 2017. Segi þar aðSkipulagsstofnun hafi frá því í mars 2016 verið kunnugt um áform Ísaga og hafiþá verið ráðist í að skoða hvort starfsemin félli undir 1. viðauka í lögum ummat á umhverfisáhrifum. Sérstaklega hafi verið skoðað hvort starfsemin félliundir einhvern af þeim framkvæmdaflokkum sem tilgreindir séu undir tölulið 6 íviðaukanum. Svo virðist sem Skipulagsstofnun telji að fyrirhuguð framleiðslaÍsaga á súrefni og köfnunarefni falli ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum.Hins vegar hafi verið litið framhjá þeirri beiðni stefnenda sem bréfiðgrundvallaðist á, þ.e. að tekin yrði formleg og kæranleg ákvörðun um hvortframkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum eða ekki. Af þessu tilefni hafistefnandi Reykjaprent ehf. sent Skipulagsstofnun annað bréf, dags. 26. janúar2017, og ítrekað skyldu stofnunarinnar til að taka ákvörðun. Áréttað hafi veriðað framkvæmdir væru hafnar án þess aðlögmæt ákvörðun um mat á umhverfisáhrifum hefði farið fram og allur rétturáskilinn. Bréfi þessu hafi ekki verið svarað þegar málið var höfðað. Stefnendurtelja að jafnvel þótt ekki verði fallist á að skylt hafi verið að vinnadeiliskipulag á grundvelli laga um umhverfismat áætlana sé ljóst aðsveitarfélaginu hafi borið skylda til að láta vinna forsvaranlegt umhverfismatá grundvelli 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. mgr. 2.7. gr. og 5.4.1. gr.skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Samkvæmt5. mgr. 12. gr. skipulagslaga sé skylt við gerð skipulagsáætlana að „gera greinfyrir áhrifum áætlunar og einstakra stefnumiða hennar á umhverfið, m.a. meðsamanburði þeirra kosta sem til greina koma, og umhverfismati áætlunarinnar, efvið á.“ Þessi skylda sé jafnframt áréttuð í 5. mgr. 2.7. gr.skipulagsreglugerðar. Þá segi í 2. mgr. 5.8.5.2. gr. skipulagsreglugerðar að ígreinargerð með deiliskipulagsbreytingu skuli gera grein fyrir áhrifumbreytingarinnar á umhverfið með nýju umhverfismati ef við á. Að mati stefnendaeru tilvitnuð ákvæði liður í því að upplýsa mál og hluti af þeirrirannsóknarskyldu sem hvílir á stjórnvöldum. Að mati stefnenda var tilvitnuðumákvæðum ekki fylgt við meðferð deiliskipulagstillögu þeirrar sem um er deilt ímáli þessu.Fyrstog fremst gera stefnendur athugasemd við að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Vogahafi látið undir höfuð leggjast að meta þá kosti sem til greina komu viðstaðsetningu fyrirhugaðrar verksmiðju. Einkum og sér í lagi skorti á að gerðhafi verið grein fyrir mismunandi áhrifum af því að velja henni stað áþéttbýlissvæðinu við Vogabraut eða á iðnaðarsvæðinu á jörð Flekkuvíkur, norðanVatnsleysustrandarvegar á Vatnsleysuströnd, sem staðsett sé í dreifbýlisveitarfélagsins. Það er mat stefnenda að bæði vegna sjónrænna áhrifa,hljóðmengunar og stórslysahættu af starfseminni hafi verið eðlilegra að ætlahenni stað fjarri byggð í Flekkuvík heldur en í þéttbýli sveitarfélagsins. Þaðhafi því verið skylt að taka þennan kost til raunhæfrar skoðunar, enda slíktnauðsynlegt til að fyrir lægi mat á umhverfisáhrifum og unnt væri að takaupplýsta ákvörðun. Stefnendurkveða að af hálfu Sveitarfélagsins Voga hafi því verið borið við að staðsetningverksmiðjunnar í Flekkuvík hafi ekki verið skoðuð þar sem svæðið væri íaðalskipulagi sveitarfélagsins einvörðungu ætlað stóriðju. Þessi afstaða eigisér enga stoð í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008–2028.Samkvæmt skipulagsuppdrætti sé svæðið í Flekkuvík skipulagt sem „iðnaðarsvæði“,þ.e. svæði fyrir umfangsmikla iðnaðarstarfsemi eða starfsemi sem sé talin getahaft mengun í för með sér, sbr. f-lið 2. mgr. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr.90/2013. Á bls. 26 í greinargerð með aðalskipulaginu segi að „mögulegt“ sé aðstarfsemi stóriðju verði á svæðinu og neðar á sömu blaðsíðu segi að á svæðinu„geti rúmast stóriðja eða stórfyrirtæki sem þarfnast stórskipahafnar.“ Þá segienn fremur að þar sem ekki sé ljóst hverslags iðnaðarstarfsemi verði á svæðinusé orkuþörf svæðisins óljós. Á bls. 70 sé ítrekað að „mögulegt“ sé að starfsemiverði á svæðinu sem nýti sér nálægð við fyrirhugaða stórskipahöfn viðFlekkuvík, t.d. stóriðja. Af þessari umfjöllun verði ekki með nokkru mótidregin sú ályktun að aðalskipulagið útiloki aðra starfsemi en stóriðju íFlekkuvík. Þvert á móti fáist ekki betur séð en að hin fyrirhugaða starfsemistefnda falli vel að skipulagsskilmálum svæðisins og eigi betur heima þar en áþéttbýlissvæði sveitarfélagsins.Séá annað borð talið forsvaranlegt að velja verksmiðjunni stað innaniðnaðarsvæðisins við Vogabraut er byggt á því að það hefði átt að leggja mat áþað hvar innan hins deiliskipulagða svæðis skynsamlegast væri að koma hennifyrir. Stefnendur telja að vegna eðlis starfseminnar og þeirrar stórslysahættusem henni fylgi hefði verið rétt að staðsetja verksmiðjuna eins langt fráíbúðabyggð og kostur var innan svæðisins. Þess í stað hafi verksmiðjunni veriðvalinn staður næst íbúðabyggðinni án þess að nokkur haldbær rök hafi verið færðfyrir þeirri staðsetningu. Auk þess hafi jarðvegsmön næst íbúðabyggð veriðfelld niður af skipulaginu. Af svörum umhverfis- og skipulagsnefndarsveitarfélagsins við athugasemdum stefnenda, sem bæjarstjórn hafi gert aðsínum, megi ráða að ástæða þess að gert sé ráð fyrir starfseminni aðHeiðarholti 5 í stað Hraunholts 7, sé sú að ekki hafi náðst samkomulag um kaupá lóðinni nr. 7 við Hraunholt sem sveitarfélagið eigi í óskiptri sameign meðöðrum, en sveitarfélagið sé eitt skráð eigandi að lóð nr. 5 við Heiðarholt. Aðmati stefnenda er þessi ástæða ómálefnaleg og styðst ekki við skipulagsþarfirsveitarfélagsins. Sveitarfélaginu hafi borið að meta valkosti við ákvörðun umstaðsetningu verksmiðjunnar og gera málefnalega grein fyrir því mati ídeiliskipulaginu, óháð eignarhaldi lóða. Það hafi hins vegar ekki verið gert ogþví horft framhjá þessari lögbundnu skyldu.Hvaðsem líður skorti á fullnægjandi samanburði valkosta telja stefnenduraukinheldur að umfjöllun í deiliskipulaginu um líkleg áhrif af fyrirhuguðumframkvæmdum og starfsemi á aðliggjandi svæði og einstaka þætti áætlunarinnarsjálfrar sé verulega ábótavant, sbr. kröfur 12. gr. skipulagslaga og 1. mgr.5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar. Í 1. mgr. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar sé lögðsú skylda á sveitarfélög að meta meðal annars líkleg áhrif skipulagsáætlunar álandslag, ásýnd, útsýni, hljóðvist, svipmót byggðar og fleiri umhverfisþættieftir því sem efni skipulagsins gefi tilefni til. Áætla skuli áhrif af m.a.hávaða, umfangsmiklum mannvirkjum, mengun og lykt. Einnig skuli lagt mat áhvort hætta geti verið á stórslysi, svo sem vegna geymslu eða notkunar áhættulegum efnum, sbr. 2. mgr. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar. Gera skuligrein fyrir matinu og niðurstöðu þess í greinargerð deiliskipulagsins, sbr. 3.mgr. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar. Þá sé jafnframt lögð sú skylda ásveitarfélög að ef í ljós kemur að fyrirhuguð starfsemi geti haft neikvæð áhrifá umhverfið skuli gera breytingar á deiliskipulagstillögunni til að draga úr hinumneikvæðu áhrifum eða rökstyðja af hverju það er ekki gert, sbr. 4. mgr. 5.4.1.gr. skipulagsreglugerðar.Ígreinargerð með deiliskipulaginu sé aðeins vikið stuttlega að sjónrænum áhrifumskipulagsins. Þannig segi ekki annað en að neikvæð sjónræn áhrif séu „möguleg“og engir sýnileikauppdrættir hafi fylgt tillögunni. Skorti því alfarið á aðtekin sé afstaða til þess hvort sjónrænu áhrifin teljist neikvæð eða ekki og aðsú niðurstaða sé rökstudd. Að mati stefnenda gefur augaleið aðskipulagsbreytingin hafi í för með sér sjónmengun, enda sé hámarkshæðleyfilegra mannvirkja aukin úr 8 m í allt að 29,5 m (að meðtöldum „léttumbúnaði“). Skipulagsbreytingin jafngildi því um 270% leyfilegri hæðaraukninguvegna fyrirhugaðrar verksmiðju, auk þess sem verksmiðjan muni spýta frá séráberandi vatnsgufum. Því sé ljóst að verksmiðjan verði vel sýnileg og breytiásýnd svæðisins verulega. Þásegi í skipulaginu að ekki sé talið „að mengandi áhrif verði vegna breytingar ádeiliskipulagi“ og áhrif á öryggi séu talin „óveruleg“, m.a. vegna þess aðfyrirhugað sé að lóðin verði girt af með mannheldri girðingu, aðgangsstýrðumhliðum og öryggiskerfum. Að mati stefnenda er þessi lýsing alls ófullnægjandi íljósi þess að óumdeilt sé að starfsemi verksmiðjunnar falli undir reglugerð nr.160/2007 um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna, sbr. 1.mgr. 1. gr. og 1. viðauka við reglugerðina. Látið hafi verið við það sitja viðlokaafgreiðslu skipulagsins að bæta við skilmála „vegna starfsemi innan lóðarvið Heiðarholt 5 að áætlun verði gerð um stórslysavarnir vegna fyrirhugaðrarstarfsemi“, þ.e. lagaleg ábyrgð stefnda um gerð slíkrar áætlunar hafi veriðítrekuð. Hins vegar sé ekkert um það fjallað í skipulaginu hvernigsveitarfélagið hafi miðað skipulagsráðstafanir sínar við það að stórslys gætiorðið á iðnaðarsvæðinu. Í VIII. kafla reglugerðar nr. 160/2007 sé mælt fyrir umskyldu til að taka mið af stórslysahættu þegar landnýting sé skipulögð. Þessiskylda eigi einkum við þegar velja eigi heppilegan stað fyrir nýja starfsstöð,sbr. 1. mgr. 31. gr. reglugerðarinnar. Þá sé í 2. mgr. ákvæðisins mælt fyrir umað við skipulag landsvæða þurfi að taka mið af stórslysahættu þannig að semminnst hætta sé fyrir menn og umhverfi. Enginn rökstuðningur sé fyrir því ískipulaginu að Heiðarholt 5 sé álitlegur staður með tilliti til stórslysahættu,hvað þá sá álitlegasti. Raunar komi ekkert fram um það í skipulaginu hvort eðahvernig skipulagið taki mið af stórslysahættunni. Ekkert mat sé til dæmis lagtá það hversu umfangsmikið slys geti orðið, hvernig sé rétt að bregðast við þvíog hvernig skipulagið uppfylli þær kröfur um viðbúnað, aðgengi og getu tilaðgerða ef slíkt gerist. Ekkert tillit sé tekið til þess að verksmiðjunni séætlaður staður á eldvirku svæði. Ekkert sé gert til þess að gera íbúa meðvitaðaum hættuna og starfsemin ekki kynnt fyrir íbúum sem hættuleg starfsemi. Í þessusamhengi benda stefnendur á að í erindi Skipulagsstofnunar til SveitarfélagsinsVoga, dags. 17. mars 2016, hafi Skipulagsstofnun lagt áherslu á að leggja þyrftimat á mögulega hættu sem kynni að stafa af súrefnisframleiðslu og taka mið afslysahættu við skipulag svæðisins, sbr. 31. gr. reglugerðar nr. 160/2007. Íbréfi Vinnueftirlitsins til sveitarfélagsins, dags. 31. mars 2016, hafijafnframt sagt að „við skipulag landsvæða og staðsetningu lofteimingar,kælitækja, átöppunar, meðhöndlunar og geymslu lofttegunda ÍSAGA áskipulagssvæði þurfa skipulagsyfirvöld að taka mið af stórslysahættu þegarlandnýtingin er skipulögð.“ Þrátt fyrir skýr fyrirmæli nefndra sérfræðistofnanaberi deiliskipulagið þess engin merki að þessari skyldu hafi verið sinnt afhálfu sveitarfélagsins eða að sérfræðistofnanirnar hafi fylgt ábendingum sínumeftir.Hvaðhljóðmengun varðar segi í umfjöllun um helstu breytingar að samkvæmt fyrirliggjandiupplýsingum muni hávaði vera undir þeim mörkum sem getið er um í reglugerð nr.724/2008 um hávaða. Segi að hávaði við lóðarmörk skuli ekki fara yfir 70desibil (dB) og á íbúðarsvæðum skuli hljóðstig ekki fara yfir 50 dB á daginn,45 dB á kvöldin og 40 dB að nóttu til. Þá segi í kafla um umhverfismat að þarsem „skilmálar eru settir um hljóðstig frá fyrirhugaðri starfsemi er ekki gertráð fyrir að áhrif á hljóðvist verði neikvæð.“ Að mati stefnenda er þessilýsing á áhrifum verksmiðjunnar á hljóðvist alls ófullnægjandi. Í fyrsta lagisé rangt með farið að hávaði við lóðarmörk skuli ekki fara yfir 70 dB áiðnaðarsvæðum, enda geri reglugerð nr. 724/2008 (tafla III) ráð fyrir því aðhávaði við húsvegg iðnaðarhúsnæðis skuli ekki fara yfir 70 dB. Af gögnum málsins megi ráða að þessirangfærsla komi fyrst fyrir í bréfi stefnda til Sveitarfélagsins Voga, dags.17. september 2015. Virðist því sem sveitarfélagið hafi ekki haft fyrir því aðfletta upp í sjálfri reglugerðinni heldur einfaldlega haft beint eftir bréfistefnda. Það sé því ljóst að sveitarfélagið hafi verulega brugðistrannsóknarskyldu sinni að þessu leyti. Í þessu samhengi benda stefnendur ennfremur á að samkvæmt upplýsingum í nefndu bréfi muni hávaði við húsvegg hinnarfyrirhugðu verksmiðju, og jafnvel utar, vera allt að 85 dB. Desibelskalinn sélógaritmískur, sem þýði það að hávaðaukning um 3 dB jafngildi tvöföldun ástyrkleika. Hávaði sem nemi 85 dB við húsvegg iðnaðarhúsnæðis eða utar sé þvílangt umfram þau mörk sem getið sé um íreglugerð nr. 724/2008.Þásé til þess að líta að í miðju skipulagsferlinu hafi stefndi og SveitarfélagiðVogar gert með sér samkomulag, dags. 14. apríl 2016, og staðfest af bæjarstjórn27. apríl 2016, þar sem bæjarstjórn hafi lýst því yfir að sveitarfélagið myndi„ekki krefja Ísaga ehf. um aðgerðir til að hávaðamörk verði innan tilgreindraviðmiðunarmarka.“ Út af fyrir sig verði ekki séð að bæjarstjórnSveitarfélagsins Voga hafi nokkra heimild til þess að veita stefnda undanþágufrá lagareglum um hávaðamörk. Þá sýni samkomulagið að stefndi og sveitarfélagiðhafi a.m.k. haft ástæðu til að ætla að hávaði yrði annar og meiri en áætlanirstefnda gerðu ráð fyrir.Stefnendurtelja að af framangreindri umfjöllun megi skýrt ráða að ekki hafi farið framfullnægjandi umhverfismat vegna hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar auk þess semekki hafi verið gerð nægileg grein fyrir því takmarkaða umhverfismati sem hafifarið fram í greinargerð skipulagsins. Þannig hafi réttri málsmeðferð ogundirbúningi ekki verið sinnt lögum samkvæmt, en það hafi eðli málsins samkvæmtefnisleg áhrif á ákvarðanatöku.Umsé að ræða umfangsmikla starfsemi og mannvirki sem hafi ótvírætt neikvæð áhrifá umhverfið og sé því rétt að eyða öllum vafa um það hver raunverulegumhverfisáhrif á framkvæmdinni muni koma til með að vera. Þar sem slíkt mathafi ekki farið fram hafi verið brotið gegn ákvæðum laga um mat áumhverfisáhrifum, laga um umhverfismat áætlana, 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga,5. mgr. 2.7. og 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt stríði þetta gegnlögmætisreglu stjórnsýsluréttar, rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sbr. og 10.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og meginreglu stjórnsýsluréttar umskyldubundið mat stjórnvalda. Þar sem verulega skorti á fullnægjandiumhverfismat framkvæmdarinnar hafi sveitarfélaginu ekki verið stætt á að ljúkamálinu með þeirri ákvörðun sem bæjarstjórnin tók hinn 24. maí 2016. Íöðru lagi byggja stefnendur á því að skort hafi á samráð við stefnendur.Samkvæmt ákvæði 5.2.1. gr. í skipulagsreglugerð beri sveitarfélagi við gerðdeiliskipulags að hafa samráð við hagsmunaaðila, þ. á m. landeigendur (1. mgr.)og eiganda lands sem liggur að landa- og lóðamörkum þess svæðis sem skipulagiðtekur til (3. mgr.). Ekkert samráð hafi verið haft við stefnendur við vinnslueða samþykkt deiliskipulagsins þrátt fyrir að þau séu eigendur lands á hinuskipulagða svæði og eigendur aðliggjandi lands (Heiðarlands Vogajarða). Þettahafi heldur ekki verið gert í aðdraganda deiliskipulagstillögunnar, sem auglýstvar þann 21. desember 2015. Þá hafi aðeins verið talin þörf á að ræða viðstefnendur um kaup á lóð að Hraunholti 7, sem á þeim tíma hafi verið ætluðfyrir umrædda verksmiðju, sbr. bréf stefnda Sveitarfélagsins Voga til PálsArnórs Pálssonar hrl., dags. 16. október 2015. Hvorki þá né fyrr hafi veriðboðað til viðræðna um efni skipulagstillögunnar sjálfrar. Aðmati stefnenda er skyldan til samráðs sérstaklega rík þegar um er að ræðaframkvæmd sem hefur í för með sér hættu á stórslysum, sbr. 15. gr. tilskipunarnr. 2012/18/ESB um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna. 1.mgr. 15. gr. tilskipunarinnar leggi þær skyldur á aðildarríki að tryggja aðalmenningur fái snemma í ferlinu færi á að gefa álit sitt á tilteknum einstökumverkefnum að því er varðar m.a. skipulagningu nýrra starfsstöðva (a-liður) ognýjar framkvæmdir (c-liður). Segi í 2. mgr. ákvæðisins að almenningur skuliupplýstur með opinberum auglýsingum eða á annan viðeigandi hátt um nánartiltekin atriði í liðum (a) – (f) svo fljótt sem ætla má að leggja megi upplýsingarnarfram. Meðal þess sem upplýsa skuli um séu upplýsingar um fyrirkomulag varðandiþátttöku almennings, sbr. f-lið ákvæðisins. Hvorki í deiliskipulagsferlinu né ísambandi við veitingu byggingarleyfis hafi nokkurn tíma verið auglýst að umværi að ræða framkvæmd sem hefði í för með sér hættu á stórslysum. Ekkerttillit hafi heldur verið tekið til athugasemda almennings um þetta atriði viðtöku endanlegra ákvarðana.Skorturá samráði um skipulagsgerð við eigendur hins skipulagða svæðis og eigenduraðliggjandi lands sé grundvallarbrot á skipulagsreglum, réttindum sem felist íeignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, og reglum umhverfisréttarins.Íþriðja lagi byggja stefnendur á öðrum ágöllum deiliskipulagsins. Stefnendurtelja að líta verði til þess að deiliskipulagsbreytingin gerbreyti eðlideiliskipulagsins og eyðileggi innra samræmi þess. Skipulagið sé ekki lengurbundið við 8-13 m háar byggingar, eins og raunin var, heldur sé það samræmi núrofið með allt að 29,5 metra hárri byggingu, sem spýti að auki frá sérvatnsgufum og sífelldur hávaði fylgi. Það er álit stefnenda aðskipulagsbreytingin rýri gildi og verðmæti iðnaðarsvæðisins í heild og geri þaðsíður eftirsóknarvert fyrir annan atvinnurekstur, jafnframt því að rýra gildiog verðmæti Heiðarlands Vogajarða. Þátelja stefnendur það hafa verulega þýðingu að í deiliskipulaginu sjálfu og viðauglýsingu þess hafi verið gerð þau mistök að litið hafi verið svo á að um væriað ræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt hafi verið í sveitarstjórn 24.febrúar 2016, en sú deiliskipulagsbreyting hafi aldrei tekið gildi. Þetta hafiekki verið leiðrétt á deiliskipulagsuppdrætti fyrr en eftir auglýsingutillögunnar til kynningar. Jafnframt hafi verið gerð þau mistök í auglýsingu umhið umþrætta deiliskipulag að hámarkshæð iðnaðarhúsnæðis á lóð við Heiðarholt 5er sögð vera aukin úr 13 m í 27 m (auk 2,5 m vegna létts búnaðar). Rétt sé aðhæðin hafi verið aukin úr 8 metrum í 27 metra (auk 2,5 m vegna létts búnaðar). Stefnendurbyggja í fjórða lagi á því að veiting hins vefengda byggingarleyfis hafi veriðóheimil þar sem ekki hafi verið tekin lögformleg ákvörðun um það hvortframkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Séframkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum, sem stefnendur teljaeinsýnt, beri jafnframt að gæta þess að fram hafi farið slíkt mat. Samkvæmt 3.mgr. 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 sé óheimilt að gefa útbyggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifumfyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eðaákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki matsskyld. Áður enbyggingarleyfi var gefið út hafi bæjaryfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum þvíborið að ganga úr skugga um að annað tveggja lægi fyrir, annaðhvort ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdinværi ekki matsskyld, eða, ef hún er matsskyld, álit Skipulagsstofnunar um mat áumhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Hvorugt hafi legið fyrir þegar hið umþrættabyggingarleyfi var veitt. Aðeins hafi legið fyrir fyrrnefndur tölvupóstur frástarfsmanni Skipulagsstofnunar til skipulags- og byggingarfulltrúaSveitarfélagsins Voga, þar sem segi að stofnunin telji að starfsemin „falliekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, þ.e. efnaverksmiðjuákvæðið íviðauka I.“ Ekki hafi í tölvupóstinum verið tekin afstaða til þess hvortframkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt öðrum ákvæðum laga nr.106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Og ekki hafi verið um að ræða ákvörðunSkipulagsstofnunar með stjórnsýslulegum undirbúningi, eins og mannvirkjalöggeri kröfu um. Stefnandi Reykjaprent hafi síðar leitast við að knýja framákvörðun Skipulagsstofnunar í málinu, en án árangurs til þessa. ÁkvörðunSkipulagsstofnunar í málinu sé nauðsynleg til þess að stefnendur geti látið áþað reyna með beinum hætti hvort umrædd framkvæmd skuli sæta mati samkvæmtlögum nr. 106/2000 eða ekki og eins til þess að tryggja að út í framkvæmd séfarið á réttri forsendu. Það sé réttur stefnenda sem hagsmunaaðila að Skipulagsstofnuntaki umrædda ákvörðun og skylda sveitarfélagsins að tryggja að hún liggi fyriráður en leyfi er veitt. Þar sem hvorki liggi fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunarum að framkvæmdin sé ekki matsskyld né álit hennar á umhverfisáhrifumframkvæmdarinnar, beri að ógilda hið útgefna byggingarleyfi.Stefnendurtelja að í þessu samhengi verði að líta til þess að af samkomulagiSveitarfélagsins Voga og stefnda, dags. 14. apríl 2016, megi ráða að stefndihafi uppi áform um frekari framkvæmdir á hinu deiliskipulagða svæði tilviðbótar þeim sem hér er um deilt. Ekkert liggi fyrir um að tekið hafi veriðtillit til þessara viðbótarframkvæmda við mat á heildarumhverfisáhrifum affyrirhugaðri starfsemi, hvorki af hálfu Skipulagsstofnunar né SveitarfélagsinsVoga. Evrópudómstóllinn hafi ítrekað dæmt ólögmætar allar tilraunir til að faraí kringum markmið tilskipunar 2011/92/ESB (áður tilskipunar 85/337/EBE) með þvíað skipta framkvæmd í smærri áfanga (e. salami slicing). Hafi dómstóllinn áréttað að vanræksla þess að taka mið afsamlegðaráhrifum nokkurra framkvæmda megi ekki leiða til þess að þær sleppiundan matsskyldu, þegar svo hátti til að líklegt sé að þær hafi í för með sérumtalsverð umhverfisáhrif sameiginlega skv. 1. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar,sbr. a- lið 1. gr. og 1. mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 um mat áumhverfisáhrifum. Ífimmta lagi byggja stefnendur á því að Sveitarfélaginu Vogum hafi ekki veriðstætt á því að veita byggingarleyfi til einstakra þátta framkvæmdarinnar líktog gert var, sbr. að hið kærða byggingarleyfi taki aðeins til jarðvegsvinnu álóðinni. Það sé meginregla að byggingarleyfi fyrir framkvæmd beri að gefa út íheild og í einu lagi, þegar öll skilyrði hafi verið uppfyllt. Frá þessarimeginreglu sé takmörkuð undantekningarregla. Í 1. ml. 2. mgr. 13. gr.mannvirkjalaga sé kveðið á um að leyfisveitandi geti „þegar sérstaklega stendurá“ veitt skriflegt leyfi til einstakra þátta byggingarframkvæmda. Íathugasemdum við tilvitnað ákvæði í frumvarpi því er varð að lögum um mannvirkisé þetta útskýrt svo: „Standi sérstaklega á,t.d. þegar hönnun mannvirkis er sérstaklega umfangsmikil og séruppdrættirmargir, er unnt að nýta heimild 2. mgr. og veita skriflegt leyfi til einstakraþátta byggingarframkvæmda og takmarkast leyfið þá hverju sinni við samþykkt hönnunargögn.“Um sé að ræða undantekningarákvæði sem ekki verði beittfrjálslega og gera verði þá kröfu að beiting þess sé rökstudd hverju sinni.Ákvæðinu til fyllingar sé í 2.4.5. gr. byggingarreglugerðar kveðið á um aðleyfisveitanda sé heimilt að veita skriflegt leyfi til einstakra þáttaframkvæmdar „þegar um er að ræða mjög stóra, mjög sérhæfða eða flóknabyggingarframkvæmd þar sem með rökum má sýna fram á að þróunarvinna þurfi aðfara fram samhliða hönnun og byggingu mannvirkis…“ Sérstaklega sé áréttað í 1.mgr. 2.4.6. gr. að einungis „í undantekningartilvikum og þegar sérstaklegastendur á“ sé heimilt að veita skriflegt leyfi til einstakra verkþáttabyggingarframkvæmda sem ekki falla undir 2.4.5. gr. Í öllum tilvikum berileyfisveitanda að krefjast skriflegrar áætlunar hönnunarstjóra um skiluppdrátta og verkáætlunar auk undirritaðrar yfirlýsingar eiganda ogbyggingarstjóra um að framkvæmdir við einstaka verkþætti muni ekki hefjast fyrren samþykktir uppdrættir af viðkomandi verkhluta liggi fyrir. Af þessu sé ljóst að byggingarleyfi eigi aðeins íundantekningartilvikum að veita til einstakra þátta byggingarframkvæmdar. Stefnendur telja að ekki verði séð aðnein rök hafi verið færð fyrir því að svo sé ástatt í máli þessu. Þá séjafnframt til þess að líta að umsókn stefnda um byggingarleyfi hafi tekið tilframkvæmdarinnar í heild og ekki hafi verið farið fram á að fyrirtækinu yrðiveitt takmarkað byggingarleyfi til jarðvegsvinnu eða neinn rökstuðningur færðurfram fyrir beiðni í þá átt. Því hafi engar forsendur verið til að veitabyggingarleyfi til einstakra þátta byggingarframkvæmda á grundvelli 2. mgr. 13.gr. mannvirkjalaga, sbr. 2.4.5. gr. byggingarreglugerðar, hvað þá aðbyggingarfulltrúi gerði það að eigin frumkvæði, án umsóknar, og án rökstuðnings.Útgáfa byggingarleyfisins sé því þegar af þeirri ástæðu ógildanleg.Í sjötta lagi byggja stefnendur á því að ekki verði hjá því komist aðvefengja hæfi skipulags- og byggingarfulltrúa Voga til þess að gefa útbyggingarleyfi í máli þessu og hafa eftirlit með mannvirkjagerðinni, sbr. 2.mgr. 4. gr. og 1. mgr. 8. gr. mannvirkjalaga. Samkvæmt upplýsingum stefnenda sébyggingarfulltrúinn í hálfu starfi hjá sveitarfélaginu og í hálfu starfi hjáTækniþjónustu SÁ ehf. Byggingaruppdrættir sem liggi fyrir í málinu varðandiHeiðarholt 5, dags. 19. júlí 2016, séu unnir af Tækniþjónustunni SÁ ehf. ogundirritaðir af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Með öðrum orðum sébyggingarfulltrúinn í málinu jafnframt starfsmaður og undirmaður aðalhönnuðarog hönnunarstjóra mannvirkisins. Vinnustaður byggingarfulltrúans hafi þannigverulega hagsmuni af framkvæmdinni. Verði byggingarfulltrúinn af þessum sökumað teljast hafa verið vanhæfur að lögum til þess að taka ákvörðun um útgáfubyggingarleyfis í málinu, sbr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, 17.gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga nr. 925/2013 og almennarhæfisreglur, sbr. 5. og 6. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Beri af þessariástæðu að ógilda byggingarleyfið útgefið 19. ágúst 2016. Ísjöunda lagi byggja stefnendur á því að áætlun um stórslysavarnir, dags. 28.júlí 2016, sem hafi legið til grundvallar við útgáfu umþrætts byggingarleyfis,sé alls ófullnægjandi. Af lestri hennar sé ljóst að hún fjalli fyrst og fremstum það hvernig skuli fyrirbyggja og bregðast við stórslysum innanstarfsstöðvar. Þannig virðist sem ekkert tillit sé tekið til hvernigfyrirbyggja skuli og bregðast við stórslysum utan starfsstöðvar. Aðmati stefnenda uppfyllir áætlunin af þessum sökum bersýnilega ekki kröfurreglugerðar nr. 160/2007 um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegraefna. Þar segi m.a. í 2. mgr. 22. gr. að samráð skuli haft við almenning umsamningu og uppfærslu neyðaráætlana til að nota utan starfsstöðva. Jafnframt séáskilið í 3. mgr. 24. gr. varðandi neyðaráætlanir til nota utan starfsstöðva aðsamráð skuli haft við yfirstjórn almannavarna á viðkomandi stað í því skyni aðefla samvinnu um hjálparaðgerðir á sviði almannavarna ef til meiri háttarneyðarástands kemur. Þásé rekstraraðila skylt að upplýsa almenning um öryggisráðstafanir og hvernigskuli bregðast við ef slys verður, sbr. 25. og 26. gr. reglugerðarinnar. Þarsegi m.a. að upplýsa eigi almenning um hvaða stórslysahætta geti skapast, þar ámeðal hugsanleg áhrif á íbúa og umhverfi, sbr. f-lið 26. gr., hvað viðkomandiíbúum beri að gera og hvernig þeir skuli hegða sér ef slys verður, sbr. h-lið26. gr., og tilvísun til neyðaráætlunar sem gerð hafi verið með tilliti tiláhrifa slyss utan svæðisins, sbr. j-lið 26. gr. Ljóst sé að þessariupplýsingagjöf hafi í engu verið sinnt. Aföllu framangreindu metnu telja stefnendur að áætlun stefnda um stórslysavarnirgeti ekki verið lögmætur grundvöllur undir ákvörðun byggingarfulltrúaSveitarfélagsins Voga um veitingu byggingarleyfis. Beri því að fallast á kröfustefnenda um ógildingu byggingarleyfisins.Íáttunda lagi byggja stefnendur á því að líta verði til þess að þau gögn semstuðst er við í málinu stafi öll frá stefnda og hafi ekki verið sannreynd afhálfu sveitarfélagsins með sjálfstæðri rannsókn. Það sé mikilvægur hlutirannsóknarreglunnar að stjórnvöld staðreyni eftir atvikum hvort upplýsingarsem stafa frá aðilum séu réttar. Að mati stefnenda er fyrirhuguð framkvæmd þesseðlis að hún kalli á sérstaka rannsókn af hálfu sveitarfélagsins til aðsannreyna upplýsingar sem stafa frá stefnda og leggja mat á þá áhættu sem afstarfseminni stafar. Um þessa þætti verði ekki fullyrt nema að undangenginniviðhlítandi athugun. Þar sem slík rannsókn hafi ekki farið fram megi ljóst veraað ákvörðun í máli þessu sé ekki reist á hlutlausum og áreiðanlegum gögnum ogþar af leiðandi hafi fyrirhuguð verksmiðja ekki verið rannsökuð eða metin meðfullnægjandi hætti. Af því leiði að ákvarðanir um samþykkt deiliskipulagsins ogum samþykkt og útgáfu byggingarleyfisins hafi verið teknar án þess að fyrirlægju fullnægjandi og óvilhallar upplýsingar um mögulegar afleiðingarstarfseminnar á umhverfið og nærliggjandi byggð. Hafi því að þessu leyti veriðbrotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 10. gr. laga nr. 37/1993. Meðvísan til alls framangreinds telja stefnendur í ljós leitt að hin umþrættadeiliskipulagsbreyting frá 24. maí 2016 fullnægi ekki lagakröfum að því ervarðar form og efni. Af því leiði að útgáfa byggingarleyfis sem á henni erreist sé ógildanleg. Jafnframt hafi verið færð fram rök fyrir því að ákvörðunútgáfu byggingarleyfis séu haldin sjálfstæðum ágöllum sem varði ógildingu.Stefnendur telja að framangreindar málsástæður og röksemdir leiði hver og ein,og ekki síður séu þær teknar saman í heild, til þess að fallast verði á kröfuþeirra og ógilda hið umþrætta byggingarleyfi. Kröfurstefnenda í framhaldssök byggjast á öllum sömu málsástæðum og í aðalsök. Þærmálsástæður sem varði ógildingu á byggingarleyfinu frá 19. ágúst 2016 eigi þannig fullum fetum við um þær kröfur umógildingu byggingarleyfa frá 2. nóvember 2016 og 15. mars 2017 sem gerðar séu íframhaldssök. Ekki verði annað ráðið af greinargerð stefnda en að hann nýtibæði byggingarleyfin við framkvæmdir sínar og jafnframt séu öll byggingarleyfiní gildi. Stefnendurtelja að fella beri umrædd leyfi í framhaldssök úr gildi þar semdeiliskipulagsbreyting frá 24. maí 2016 hafi verið ólögmæt og að útgáfabyggingarleyfa sem á henni er reist sé ógildanleg. Jafnframt byggja stefnendurá því að ákvarðanir um útgáfu byggingarleyfa hafi verið haldnar sjálfstæðumágöllum sem leiði til ógildingar. Hafi ekki verið tekin lögformleg ákvörðun umhvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 ogslíkt mat hafi í öllu falli ekki farið fram, sbr. 3. mgr. 13. gr. laga nr.160/2010 um mannvirki. Þá hafi ekki verið uppfyllt skilyrði til að beita þeirriundantekningarreglu að veita byggingarleyfi til einstakra þáttaframkvæmdarinnar líkt og gert hafi verið. Jafnframt sé byggt á því að byggingarfulltrúihafi verið vanhæfur til þess að gefa út byggingarleyfi og leiði það tilógildingar þeirra. Þá geti áætlun stefnda um stórslysavarnir ekki talistlögmætur grundvöllur undir ákvörðun um veitingu byggingarleyfis og hafi skortverulega á upplýsingar um öryggisráðstafanir í andstöðu við reglugerð nr.160/2007 um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna. Ennfremur hafi byggingarleyfið ekki byggst á fullnægjandi rannsókn af hálfusveitarfélagsins, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Umlagarök vísa stefnendur fyrst og fremst til ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010,skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, mannvirkjalaga nr. 160/2010, laga nr.106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, reglugerðar nr. 660/2015 um mat áumhverfisáhrifum, laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, reglugerðar nr.724/2008 um hávaða, reglugerðar nr. 160/2007 um varnir gegn hættu á stórslysumaf völdum hættulegra efna, stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 10. gr.,lögmætisreglu stjórnsýsluréttar auk óskráðra meginregla stjórnsýsluréttarins.Þá vísa stefnendur til meginreglna um nábýlis- og grenndarrétt, ákvæðis 72. gr.stjórnarskrárinnar og 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttindasáttmálaEvrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Enn fremur vísa stefnendur til tilskipunar2011/92/ESB frá 13. desember 2011 um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir ávegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið og grunnreglnaEES-réttarins og tilskipunar 2012/18/ESB um varnir gegn hættum á stórslysum afvöldum hættulegra efna og um breytingu og niðurfellingu á tilskipun ráðsins96/82/EB. Krafaum málskostnað byggist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála.III. Stefndi byggir á því aðstefnendur hafi ekki leitt fram sönnur þess aðstjórnvaldsákvarðanir þær sem um ræðir séu haldnar ógildingarannmörkum, svo ogað slíkir annmarkar hefðu leitt til þess að ákvarðanirnar hefðu orðið annarsefnis en þær urðu. Samkvæmt íslenskum rétti sé það skilyrði þess aðstjórnvaldsákvörðun kunni að sæta ógildinguað ákvörðunin sé haldin verulegum form- eða efnisannmarka. Þessu tilviðbótar hafi verið litið svo á að rök megi ekki mæla gegn því að ákvörðuninverði ógilt. Þetta síðasta atriði sé sérstaklega mikilvægt þegar um ívilnandistjórnvaldsákvarðanir er að ræða, t.d. byggingarleyfi, enda leyfishafi aðjafnaði búinn að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eða fjárfestingar sem kynnuað mæla gegn ógildingu. Þá verði eðli málsins samkvæmt að gera strangar kröfurtil þess að krafa um ógildingu sé sett fram án ástæðulauss dráttar, sbr. tilhliðsjónar 24. og 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hérna hagi svo til að stefnendur krefjistógildingar byggingarleyfis mörgum mánuðum eftir útgáfu þess án þess að benda áneina haldbæra form- eða efnisannmarka á hinu útgefna leyfi, á sama tímaog stefndi hefur ráðist í milljarðafjárfestingar í trausti og á grundvelli hinnar ívilnandi stjórnvaldsákvörðunar.Um réttmætar væntingar stefnda segir stefndi aðhann hafi allt frá 19. ágúst 2016 staðið fyrir umfangsmiklum framkvæmdum viðsúrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sína að Heiðarbraut 5 á grundvelli gildrabyggingarleyfa, útgefinna af sveitarfélaginu Vogum. Fjárfestingar stefnda vegnaframkvæmdanna nemi nú þegar yfir tveimur milljörðum íslenskra króna. Allurtækni- og vélbúnaður verksmiðjunnar sé tilbúinn og aðeins eigi eftir að kláraað reisa verksmiðjuna og gangsetja vélar hennar. Stefndi hafi eðli málsinssamkvæmt haft réttmætar væntingar til að geta áfram notið eignaréttinda sinnaog haldið áfram framkvæmdum á grundvelli hinna útgefnu byggingarleyfa. Verðiekki framhjá því litið að liðið hafi átta mánuðir frá því að stefndi hófframkvæmdir sínar og hafi réttmætar væntingar hans eðlilega styrkst á þeimtíma. Væri fallist á dómkröfur stefnenda, þannig aðframkvæmdir yrðu stöðvaðar í lengri eða skemmri tíma, myndi það fela í sérmikið tjón verðmæta fyrir stefnda. Ógilding byggingarleyfis myndi fela í sérharkalegt inngrip í eignaréttindi stefnda, og snerta með bæði beinum ogáþreifanlegum hætti eignaréttindi stefnda. Ógilding hinnar ívilnandi stjórnvaldsákvörðunaryrði því að uppfylla meðalhófsreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins.Þurfi form- eða efnisannmarkar á hinni ívilnandi stjórnvaldsákvörðun að verabæði yfirgnæfandi og gríðarlega alvarlegir til að geta réttlætt jafn harkalegtinngrip í eignaréttindi stefnda. Þá þyrftu slíkir annmarkar að skerða meðbeinum og áþreifanlegum hætti lögverndaða hagsmuni stefnenda. Ekki hafi afhálfu stefnenda verið lagðar fram sönnur á neina slíka hagsmuni. Stefndi vísar til þess að hann hafi ekki verið aðiliað þeim deiliskipulagsbreytingum sem stefnendur telja haldna meintumógildingarannmörkum. Stefndi hafi af þessum sökum með réttargæslustefnu birtri15. apríl 2017 stefnt til réttargæslu í málinu sveitarfélaginu Vogum. Útgefiðbyggingarleyfi sem krafist er ógildingar á hafi stuðst við gilt deiliskipulagsem unnið hafi verið í samræmi við lög og þær reglur sem um það gilda. Að matistefnda hefur í engu verið sýnt fram á ógildingarannmarka, hvorki á hinuumþrætta deiliskipulagi né hinu umþrætta byggingarleyfi. Þá byggir stefndi á því að stefnendur hafi ekkisýnt fram á að fyrir hendi sé lagaskylda til mats á umhverfisáhrifum vegnadeiliskipulagsbreytinganna. Í þessu sambandi segir stefndi í fyrsta lagi aðstefnendur haldi því ranglega fram að ekki liggi fyrir afstaðaSkipulagstofnunar um hvort deiliskipulagsbreytingin krefjist mats áumhverfisáhrifum. Af þessu leiði að rannsóknarskyldu stjórnvalds, sbr. 10. gr.stjórnsýslulaga nr. 37/1993, hafi verið fullnægt, enda liggi fyrir afstaðastofnunar, sem sé sérhæfð til að fjalla um atriði á þessu sviði, um það hvortstarfsemin falli undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í öðru lagi liggi fyrir að samkvæmt gildandiaðalskipulagi sé um iðnaðarsvæði að ræða og því hafi ekki þurft að vinna sérstaktumhverfismat samkvæmt lögum nr. 105/2006 við smávægilega breytingu ádeiliskipulagi. Liggi þannig fyrir að mat samkvæmt 5. mgr. 12. gr. laga nr.123/2010 hafi farið fram við gerð aðalskipulags á svæðinu. Í þriðja lagi verði að mati stefnda ekki með málefnalegumeða réttmætum hætti lagðar svo íþyngjandi kröfur á stjórnvald eins ogstefnendur leggja til grundvallar, þ.e. að stjórnvald þurfi að metastaðsetningu starfsemi, þ.m.t. á iðnaðarsvæðum, m.t.t. allra mögulegra kosta íviðkomandi sveitarfélagi. Slíkt sé beinlínis ómögulegt þegar um stærrisveitarfélög sé að ræða og hafi stefnendur að auki í engu sýnt fram á aðstaðsetning verksmiðju stefnda í Flekkuvík hafi verið raunhæfur eða mögulegurkostur. Um það atriði að lögmætt sé að gera kröfu til sveitarfélagsins um slíkavalkostagreiningu hafi stefnendur alla sönnunarbyrði. Í fjórða lagi liggi ekkert annað fyrir en aðdeiliskipulagsbreytingarnar hafi farið í gegnum lögformlegt ferli og séu þvímálsástæður stefnenda sem lúta að meintum skorti á samráði vegnaskipulagsbreytinganna með öllu tilhæfulausar. M.a. liggi fyrir í gögnum málsinsað stefnendur hafi fengið sérstakt tækifæri til að koma að sínum athugasemdumvegna skipulagsbreytinganna og hafi verið tekin rökstudd afstaða til þeirraathugasemda af hálfu sveitarfélagsins Voga. Í fimmta lagi sé því haldið fram af hálfustefnenda að deiliskipulagsbreytingarnar „eyðileggi“ innra samræmideiliskipulagsins og rýri verðgildi fasteigna stefnenda. Þessi málsástæða sémeð öllu ósönnuð, en jafnvel þó svo að hún væri rétt gæti hún aldrei leitt tilógildingar deiliskipulagsins, heldur kynnu stefnendur þá að eiga bótarétt, sbr.51. gr. skipulagslagalaga nr. 123/2010. Að mati stefnda séu því allarmálsástæður stefnenda hvað varðar framangreindar deiliskipulagsbreytingarhaldlausar með öllu. Um þá málsástæðu stefnenda að byggingarleyfið tiljarðvegsframkvæmda sé ógilt, þar sem óheimilt hafi verið að nýta ákvæði 1. ml.2. mgr. 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og gefa út byggingarleyfi fyrirhluta framkvæmdanna, segir stefndi að til þess verði að líta að um sé að ræðafyrstu verksmiðju sinnar tegundar hérlendis. Sveitarfélaginu Vogum hafi þvíborið sérstök skylda til að gæta að öllum þáttum framkvæmdanna. Samkvæmt 9. gr.stjórnsýslulaga nr. 37/1993 beri stjórnvaldi að gæta að málshraða viðafgreiðslu erinda. Fyrir liggi að leyfisumsókn stefnda hafi borist 15. júní2016. Með hliðsjón af framangreindri málshraðareglu hafi sveitarfélaginu bæðiverið eðlilegt og skylt að afgreiða erindið að því marki sem fullnægjandiupplýsingar hafi legið fyrir. Það sé því í samræmi við vandaða stjórnsýsluog rannsóknarskyldu stjórnvalds, sbr.10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að gefa aðeins út í byrjun leyfi fyrirhluta framkvæmda. Þessu hafi enda verið fylgt eftir með útgáfu frekari leyfa. Stefndi telur að jafnvel þó að fallist væri á aðframangreindur málatilbúnaður stefnenda ætti við einhver rök að styðjast hafistefnendur í engu sýnt fram á hvernig efni leyfisins hefði orðið með öðrumhætti hefði leyfi fyrir öllum framkvæmdunum verið gefið út í einu. Enn síðurhafi verið sýnt fram á hvernig útgáfa leyfisins með þessum hætti ætti að getavaldið ógildingu þess. Málatilbúnaður stefnenda sé að þessu leyti haldlaus. Hvað varðar meint vanhæfi byggingarfulltrúa segirstefndi að það sé rétt að byggingarfulltrúi sveitarfélagsins Voga starfi íhlutastarfi hjá fyrirtæki sem staðfærði uppdrætti verksins, setti texta þeirraá íslensku og annaðist hönnunarstjórn. Þá liggi jafnframt fyrir að hann hafihvergi komið að þessu verkefni fyrir hönd fyrirtækisins. Ekki hafi verið leittí ljós að byggingarfulltrúinn hafi verið vanhæfur á grundvelli 4. mgr. 8. gr.laga um mannvirki nr. 160/2010 né á grundvelli 2. mgr. 20. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Þá geti engir þeir hagsmunir verið til staðarað byggingarfulltrúinn sé vanhæfur á grundvelli 3. gr. stjórnsýslulaga nr.37/1993. Jafnvel þó að fallist væri á vanhæfi viðkomandiembættismanns gæti það aldrei leitt til þess að dómkröfur stefnenda yrðu teknartil greina. Hlutverk byggingarfulltrúans sé aðeins að fylgja eftirákvarðanatöku þar til bærra aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Stefndi hafnar því að fyrirliggjandistórslysaáætlun sé ófullnægjandi. Fyrir liggi að starfsemi verksmiðju stefndamuni fara fram á lóð stefnda, sem girt verði mannheldri öryggisgirðingu. Þáliggi einnig fyrir að um sé að ræða vinnslu á andrúmslofti sem ekki hafi neinamengunarhættu í för með sér. Möguleg hætta stafaði eingöngu af því ef súrefnikæmist út í andrúmsloftið að nýju. Fyrir liggi að styrkur þess utan lóðarstefnda væri sá sami og í andrúmslofti eða 21%. Stefndi vísar í þessu sambanditil fyrirliggjandi gagna um vinnsluferlið. Þá liggi fyrir að Vinnueftirlitiðtelji öryggisráðstafanir í samræmi við lagaskyldur þar að lútandi. Sambærilegarverksmiðjur séu starfandi nærri íbúabyggð á Vesturlöndum, þ.m.t. í Danmörku ogsé ekki talin slysahætta utan lóðamarkanna af starfseminni. Í Kaupmannahöfn séstarfrækt sambærileg verksmiðja en mun stærri. Nefnd verksmiðja sé innan við250 metra frá íbúabyggð og aðeins um 15 mínútna fjarlægð frá Ráðhústorginu.Verksmiðja stefnda sé á iðnaðarsvæði og fjarlægðin að íbúabyggð sé a.m.k. 500metrar. Þá mótmælir stefndi því sem röngu og ósönnuðu aðframkvæmdir stefnda uppfylli ekki lagaskilyrði um hljóðvist. Þvert á móti sýnigögn málsins að slík skilyrði hafi verið uppfyllt í hvívetna. Framleiðsluferliðí súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju stefnda að Heiðarbraut 5 sé sjálfvirkt.Við framleiðsluna séu notaðar öflugar loftpressur og dælur. Annars vegar sé umað ræða tækjabúnað innan verksmiðjuhússins, sem sé sérstaklega hljóðeinangrað,og hins vegar búnað utandyra sem sérútbúinn sé með hljóðeinangrandi hætti.Eftir að skýrsla IBAS lá fyrir hafi verið ráðist í sérstaka endurhönnum áhljóðeinangrandi þáttum einkum varðandi tæki utandyra til að bæta mögulegahljóðvist. Stefndi hafnar því enn fremur að SveitarfélagiðVogar hafi brotið rannsóknarskyldu sína, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Þessifullyrðing stefnenda sé ekki studd neinum gögnum. Stefndi geti því ekki tekiðafstöðu til þessara fullyrðinga. Ekki liggi neitt annað fyrir en SveitarfélagiðVogar hafi í einu og öllu farið að lögum við útgáfu byggingarleyfisins 19.ágúst 2016. Leyfið hafi verið byggt á gildu deiliskipulagi og umsókn stefndafarið í gegnum lögformlegt ferli sveitarfélagsins áður en leyfið var gefiðút. Krafa stefnda um sýknu í framhaldssök byggist ásömu málsástæðum og sýkna í aðalsök. Stefndi leggur sérstaklega áherslu á aðværi fallist á kröfur stefnenda myndi það fela í sér ógildingu ívilnandi stjórnvaldsákvarðanatil handa stefnda. Að íslenskum rétti séu gerðar strangar kröfur svo tilógildingar slíkra stjórnvaldsákvarðana geti komið. Í fyrsta lagi þurfi að veraum að ræða form- eða efnisannmarka á ákvörðun. Í öðru lagi þurfi slíkurannmarki að vera verulegur og í þriðja lagi megi veigamikil rök ekki mæla gegnógildingu. Stefnendur hafi sönnunarbyrði fyrir því að framangreind skilyrði séutil staðar. Útgefin byggingarleyfi hvíli á lögmætu deiluskipulagi og hafi íengu verið sýnt fram á form- eða efnisannmarka á ákvörðun um útgáfu leyfanna.Þá mæli gríðarlega veigamiklir hagsmunir stefnda gegn ógildingu. Framkvæmdir hafi staðið yfir á iðnaðarlóðinni aðHeiðarholti 5 í Vogum frá útgáfu byggingarleyfis 19. ágúst 2017. Verðmætiframkvæmdanna hlaupi á hundruðum milljóna. Væri fallist á kröfur stefnenda væritjón stefnda augljóslega umfangsmikið. Stefndi sé eini framleiðandi á fljótandisúrefni og köfnunarefni hérlendis. Gæti þannig orðið röskun á þjóðhagslegalífsnauðsynlegri framleiðslu, t.d. fyrir heilbrigðiskerfið. Stefndi áréttar mótmæli við því að ákvæði laganr. 105/2006 um umhverfismat áætlana nái yfir áðurnefndadeiliskipulagsbreytingu. Um sé að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrirskipulagt iðnaðarsvæði. Því sé ekki um að ræða efnislega breytingu á nýtingusvæðisins. Þannig hafi aðalskipulag sveitarfélagsins þar sem gert var ráð fyririðnaðarsvæðinu við Vogabraut sætt umhverfismati áætlana. Í öðru lagi hafnarstefndi því alfarið að sveitarfélaginu hafi borið skylda til að framkvæmasamanburðarkostagreiningu samkvæmt 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Í þriðja lagi hafi deiliskipulagsbreytingin farið í gegnum lögformlegt ferli ogþví sé málsástæða um skort á samráði haldlaus. Í fjórða lagi sé röng málsástæðastefnenda um nauðsyn mats á umhverfisáhrifum áður en byggingarleyfi sé gefiðút, enda ekki um matsskylda framkvæmd að ræða. Um skiptingu byggingarleyfis segir stefndi að þaðsé vandséð hvernig það ætti að geta leitt til þess að verulegur annmarki sé áútgefnum byggingarleyfum sem áhrif gæti haft á efni þeirra. Stefndi vísar aðöðru leyti til sömu málsástæðna og í aðalsök. Um lagarök vísarstefndi til almennra meginreglna íslensks einkamálaréttarfars, þ.m.t.meginreglunnar um skýran og glöggan málatilbúnað og meginreglunnar um lögvarðahagsmuni. Einnig til ákvæða laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 25.,80., 94. og 116. gr. laganna. Þá vísar stefndi til ákvæða laga um mannvirki nr.160/2010, einkum 13. gr. laganna, svo og ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010. Ennfremur er vísað til ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 ogákvæða laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig er vísað tilmeginreglna stjórnsýsluréttarins um réttmætar væntingar, málshraða og óskráðraógildingarreglna, svo og ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 3., 9.,10., 24. og 25. gr. laganna og ákvæða sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, einkum20. gr. laganna. Þá er vísað til meginreglna eignarréttarins og 72. gr.stjórnarskrárinnar, sbr. 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sbr.lög nr. 62/1994. Krafa stefnda um málskostnað styðst við XXI. kafla ummeðferð einkamála nr. 91/1991, en um virðisaukaskatt af málflutningsþóknunvísast til laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988.IV. Réttargæslustefndi telur í fyrsta lagi að byggingarleyfisem krafist sé ógildingar á í stefnu málsins hafi enga þýðingu lengur.Jarðvegsvinnu sé lokið og hafi framkvæmdir haldið áfram, fyrst á grundvellibyggingarleyfis, sem gefið var út af byggingarfulltrúa réttargæslustefnda þann2. nóvember 2016, til uppsteypu undirstaða vegna byggingar súrefnis- ogköfnunarefnisverksmiðju á lóðinni, og svo á grundvelli byggingarleyfis semgefið var út af byggingarfulltrúa réttargæslustefnda 15. mars 2017, vegnabyggingar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á lóðinni. Síðastnefndabyggingarleyfið taki til allra framkvæmda vegna byggingar umræddrar verksmiðju. Það séþví ljóst að byggingarleyfi það sem krafist er ógildingar á í stefnu hafi engaþýðingu lengur, enda sé framkvæmdum á grundvelli þess lokið og gefið hafi veriðút nýtt og mun víðtækara byggingarleyfi sem taki til allra þátta er tengistbyggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju að Heiðarholti 5. Fyrribyggingarleyfi séu fallin úr gildi. Það sé því augljóst að stefnendur hafi ekkilögvarða hagsmuni af því að fá byggingarleyfi frá 19. ágúst 2016 fellt úrgildi. Íöðru lagi telur réttargæslustefndi að stjórnvaldsákvörðun verði ekki ógilt nemahún sé haldin form- eða efnisannmarka að lögum, annmarkinn sé verulegur ogveigamikil rök mæli ekki gegn því að ógilda ákvörðunina, t.d. réttmætarvæntingar eða góð trú. Annmarki teljist almennt ekki verulegur nema hannteljist almennt til þess fallinn að hafa áhrif á efni ákvörðunar.Réttargæslustefndi telur að hvorki séu form- eða efnisannmarkar á ákvörðunsveitarfélagsins um útgáfu byggingarleyfis og því séu ekki fyrir hendi skilyrðifyrir ógildingu ákvörðunarinnar. Byggingarleyfiðsé byggt á gildu deiliskipulagi og allt ferli breytinga á deiliskipulaginu hafiverið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Þannig hafi á fundi umhverfis-og skipulagsnefndar réttargæslustefnda 15. mars 2016 verið lögð fram tillaga aðbreytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Vogabraut, dagsett 11. mars2016, vegna staðsetningar á fyrirhugaðri súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju áiðnaðarsvæðinu við Vogabraut. Umhverfis- og skipulagsnefnd hafi samþykkt aðtillagan yrði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ogí kjölfarið auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Tillagan hafi aftur verið tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar23. maí 2016. Þar hafi verið farið yfir umsögn Vinnueftirlitsins og skilmálumbætt við breytinguna í samræmi við athugasemd sem þar kom fram. Þá hafi veriðfarið yfir athugasemdir og minnisblað sem unnið hafi verið um þær. Umhverfis-og skipulagsnefnd hafi tekið afstöðu til hvers þáttar athugasemdanna. Nefndinhafi lagt til að tillagan yrði samþykkt með nokkrum breytingum frá auglýstritillögu. Breytingarnar hafi í fyrsta lagi falist í því að ákveðið hafi verið aðbreyting á deiliskipulagi svæðisins sem samþykkt var í bæjarstjórnréttargæslustefnda 24. febrúar 2016 myndi ekki öðlast gildi og því væri um aðræða breytingu á deiliskipulagi sem öðlaðist gildi með auglýsingu í B-deildStjórnartíðinda 19. október 2010. Í öðru lagi hafi verið bætt við skilmálum umað við hönnun mannvirkja á lóðinni skyldi sérstaklega horft til þess að mildasjónræn áhrif mannvirkjanna með útfærslum í hönnun og litavali þannig aðmannvirkin yrðu sem minnst áberandi, féllu vel að umhverfi sínu og tækju mið afþví að þau standa ekki fjarri íbúðabyggð. Loks hafi verið bætt við skilmálumvegna starfsemi innan lóðar við Heiðarholt 5 um að áætlun yrði gerð umstórslysavarnir vegna fyrirhugaðrar starfsemi. Bæjarstjórn réttargæslustefndahafi samþykkt deiliskipulagstillöguna 24. maí 2016 og hún tekið gildi meðauglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 15. júní 2016. Ferliákvarðanatökunnar hafi því verið í fullu samræmi við ákvæði VIII. kaflaskipulagslaga. Þá hafi að öllu verið farið að ákvæðum stjórnsýslulaga viðmeðferð málsins. Bæði Skipulagsstofnun, sbr. bréf stofnunarinnar frá 6. júní2016, og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, sbr. úrskurð nefndarinnarfrá 14. október 2106, hafi staðfest að málsmeðferð skipulagsbreytingarinnarhafi verið í samræmi við ákvæði laga. Stefnendur hafi ekki bent á neinn svoverulegan galla á málsmeðferðinni að hann geti hafa haft áhrif á efnisleganiðurstöðu málsins. Því séu hvorki form- né efnisannmarkar á ákvörðunsveitarfélagsins um breytingu deiliskipulagsins. Þannig séu ekki fyrir hendiskilyrði fyrir ógildingu ákvörðunar um útgáfu byggingarleyfis. Réttargæslustefndibendir á að í kjölfar breytinga á deiliskipulagi og útgáfu byggingarleyfa hafihann og stefndi haft réttmætar væntingar til gildis skipulagsins ogbyggingarleyfanna. Stefndi hafi unnið að uppbyggingu á lóðinni í samræmi viðskipulagið og byggingarleyfin með framkvæmdum á lóðinni og kaupum á búnaði.Framkvæmdir séu langt komnar og því veigamikil rök gegn því að fellabyggingarleyfið úr gildi enda um að ræða ívilnandi ákvörðun til handa stefnda.Ógilding byggingarleyfisins hefði í för með sér verulegt fjárhagslegt tjónfyrir stefnda. Stefnendur hafi hins vegar ekki sýnt fram á að útgáfabyggingarleyfisins skerði hagsmuni þeirra. Að auki hafi stefnendur sýnt af sérmikið tómlæti með því að láta ekki, strax eftir að niðurstaða úrskurðarnefndarumhverfis- og auðlindamála lá fyrir, reyna á lögmæti byggingarleyfisins fyrirdómstólum. Stefnendur hafi látið fimm mánuði líða en á þeim tíma hafi stefndiunnið að framkvæmdum og fjárfestingum vegna framkvæmdanna. Þá hafi stefnendurekki látið reyna á gildi hinna tveggja byggingarleyfanna sem samþykkt hafaverið eftir það. Óhjákvæmilegt sé að líta til þessa við mat á því hvort fallastberi á kröfur stefnenda telji dómurinn á annað borð að málsmeðferðinni hafi íeinhverju verið ábótavant. Íþriðja lagi mótmælir réttargæslustefndi því að ágallar séu á breytingu ádeiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Vogabraut frá 24. maí 2016. Réttargæslustefnditelur að ákvæði laga um umhverfismat áætlana eigi ekki við um umræddadeiliskipulagsbreytingu. Í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna segi að ákvæðilaganna gildi um umhverfismat þeirra skipulags- og framkvæmdaáætlana ogbreytinga á þeim sem marka stefnu er varðar leyfisveitingar til framkvæmda semtilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Samkvæmt 1.mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum séu matsskyldar þær framkvæmdir semtilgreindar séu í flokki A í 1. viðauka við lögin. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömulaga geti framkvæmdir í flokki B og C, í viðauka við lögin, verið háðar mati áumhverfisáhrifum þegar þær geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrifvegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Viðundirbúning ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi hafi réttargæslustefndikannað hvort að með hinni fyrirhuguðu breytingu á skipulaginu væri mörkuðstefna er varðaði leyfisveitingar til framkvæmda sem skylt er að sæti mati áumhverfisáhrifum samkvæmt eða gætu verið háðar slíku mati. Í því skyni hafiréttargæslustefndi m.a. leitað eftir áliti Skipulagsstofnunar. Í svariSkipulagsstofnunar til réttargæslustefnda hafi komið skýrt fram að fyrirhuguðverksmiðja stefnda falli ekki undir mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.Stofnunin hafi ítrekað þessa afstöðu sína í bréfum til stefnanda HarðarEinarssonar. Það sé því beinlínis rangt sem haldið er fram í stefnu aðréttargæslustefndi hafi ekki tekið afstöðu til þessa eða rannsakað þettaatriði. Réttargæslustefndi hafi sérstaklega gengið úr skugga um það að slíktmat þyrfti ekki að fara fram áður en ákvörðun um samþykkt deiliskipulagsins vartekin, með því að leita til þess stjórnvalds sem tekur slíkar ákvarðanir, þ.e.Skipulagsstofnunar. Íþessu sambandi bendir réttargæslustefndi einnig á að aðalskipulagsveitarfélagsins, þar með talið iðnaðarsvæðið við Vogabraut, hafi sættumhverfismati áætlana en samkvæmt aðalskipulaginu sé beinlínis gert ráð fyrirslíkri iðnaðarstarfsemi á svæðinu en ekki annarri starfsemi.Réttargæslustefndi mótmælir sérstaklega fullyrðingum um að um sé að ræðaumfangsmikla starfsemi í umfangsmiklum byggingum. Um sé að ræða hefðbundnaiðnaðarstarfsemi sem hvorki sé umfangsmikil í eðli sínu né séu byggingar hennarumfangsmeiri en almennt megi gera ráð fyrir á iðnaðarsvæðum. Núverandiverksmiðja stefnda sé rekin að Breiðhöfða 11 í Reykjavík auk þess sem slíkarverksmiðjur séu reknar á slíkum svæðum í borgum víða um heim. Aðauki bendir réttargæslustefndi á að um sé að ræða breytingu á gildandiskipulagi sem leyfi slíka starfsemi sem gert sé ráð fyrir á lóðinni. Enginefnisleg rök standi því til þess að meta sérstaklega umhverfisáhrif hennar. Þábendir réttargæslustefndi á að sveitarfélaginu beri að fara að íslenskum lögum,eins og gert hafi verið, en ekki tilskipunum Evrópusambandsins sem ekki hafibein réttaráhrif á Íslandi. Íljósi alls framangreinds telur réttargæslustefndi ljóst að það teljist ekki tilágalla á ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Vogabraut aðbreytingin hafi ekki sætt umhverfismati áætlana enda hvorki skylda til þess aðlögum að framkvæma slíkt umhverfismat né standi efnisleg rök til þess aðframkvæma slíkt mat. Þá mótmælir réttargæslustefndi því að mat ágrundvelli 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga hafi átt að fara fram við breytingu ádeiliskipulaginu umfram það sem gert var. Deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæðið séað stofni til frá árinu 2001. Í kafla 1.0 í deiliskipulaginu segi m.a. umlandnotkun að svæðið sé ætlað fyrir stærri og grófari iðnaðarstarfsemi en áiðnaðarsvæðinu við Iðndal. Beinlínis sé því gert ráð fyrir umfangsmikilliiðnaðarstarfsemi á svæðinu af grófara tagi. Í aðalskipulagi sveitarfélagsinsVoga 2008-2028 sé um iðnaðarsvæðið vísað til skilgreiningar greinar 4.7.1 íþágildandi skipulagsreglugerð. Í aðalskipulaginu segi um iðnaðarsvæðið norðanVogabrautar: Svæðið hefurverið deiliskipulagt fyrir iðnaðarstarfsemi, en skv. því skipulagi eru þar 19lóðir. Eitt fyrirtæki er þegar með starfsemi á svæðinu en það er vélsmiðja.Nokkrum lóðum til viðbótar hefur verið úthlutað á svæðinu og er nokkureftirspurn eftir iðnaðarlóðum. Gert er ráð fyrir gámasvæði sveitarfélagsinsinnaniðnaðarsvæðis. Ekki er gert ráð fyrir þróun iðnaðarsvæða í þéttbýlinu í Vogumnema á áðurnefndu afmörkuðu svæði norðan Vogabrautar. Um iðnaðarsvæðiðí Flekkuvík segir í aðalskipulaginu: Gert er ráðfyrir um 100 ha svæði fyrir iðnaðarstarfsemi á jörð Flekkuvíkur, norðanVatnleysustrandarvegar á Vatnleysuströnd. Mögulegt er að starfsemi stóriðjuverði á svæðinu og nýti sér nálægð við fyrirhugaða stórskipahöfn við Flekkuvík.Í fyrra aðalskipulagi sveitarfélagsins var á þessu svæði mjög stórt iðnaðarsvæðisem ætlað var fyrir álver. Miklar rannsóknir hafa farið fram á svæðinu vegnamögulegs álvers en ekkert hefur enn orðið að því að álver byggðist upp ásvæðinu. Á aðalskipulagi þessu er iðnaðarsvæðið minnkað stórlega frá því semáður var en eftir sem áður er gert ráð fyrir að á svæðinu geti rúmast stóriðjaeðastórfyrirtæki sem þarfnast stórskipahafnar. Ekki er ljóst hvort svæðið byggistupp áskipulagstímabilinu en sveitarfélagið vill halda þeim möguleika opnum að áþessu svæði byggist upp iðnaðarstarfsemi. Þar sem ekkier ljóst hverlags iðnaðarstarfsemi verður á svæðinu er óljóst hver orkuþörfverður fyrir svæðið og með hvaða hætti hennar verðu aflað. Þess má þó geta aðrannsóknarborsvæði er við Trölladyngju og er mögulegt að jarðhiti þar verðinýttur til orkuöflunar fyrir svæðið. Þar sem það svæði er aðeinsrannsóknarsvæði í aðalskipulagi þessu er óljóst hvort hver þróun þess verður(sjá I-5). Þar sem orkuöflun og orkuþörf fyrir svæðið er óljós eruháspennulínur (í lofti eða jörð) ekki staðsettar að iðnaðarsvæðinu íaðalskipulagi.Eins og fram komi í umfjöllun um iðnaðarsvæðið íFlekkuvík sé um að ræða 100 ha svæði (sem samt hafi verið minnkað umtalsvert íþví skipulagi) þar sem gert sé ráð fyrir mögulegri stóriðju eða stórfyrirtækjumsem þarfnist stórskipahafnar. Sú starfsemi sem hér um ræðir sé ekki stóriðja ogþarfnist ekki stórskipahafnar og falli því ekki að skilgreininguaðalskipulagsins fyrir slíka starfsemi. Eina iðnaðarsvæðið í sveitarfélaginu semstarfsemin falli að sé því umrætt 15. ha iðnaðarsvæði við Vogabraut. Kostirnirhafi því í raun verið að gera breytingar á skipulagi þess m.t.t. sérþarfaumsækjanda eða hafna henni. Starfsemin falli algjörlega að landnotkun þessskipulags og því hefði verið óeðlilegt m.t.t. markmiðs aðalskipulags um uppbygginguiðnaðarsvæða að hafna henni vegna landnotkunarinnar. Sérstakt mat hafi því ekkiþurft. Til viðbótar framangreindu sé uppbygging þesssvæðis þegar hafin með uppbyggingu eins húss og gatnagerð að hluta.Deiliskipulag sé til af svæðinu auk þess sem svæðið liggi nálægt þéttbýlinu ogþar með allri þjónustu, veitum, samgöngum og slíku. Landsvæðið við Flekkuvíkhafi ekki verið deiliskipulagt, þar séu engir innviðir, s.s. veitur og slíkt.Þá sé landið í eigu ríkissjóðs og algjörlega óljóst hvernig ríkissjóður viljinýta landið. Samningar um það og skipulag svæðisins hafi ekki tekist þráttfyrir tilraunir til þess. Á meðan iðnaðarsvæðið við Vogabraut hafi ekkiverið fullnýtt væri mjög óhagkvæmt og mjög óeðlilegt í skipulagslegu tilliti aðbrjóta nýtt svæði undir uppbyggingu og byggja upp innviði þar án þess að nýtaþað svæði sem uppbygging er hafin á áður. Umrædd breyting á deiliskipulaginufalli vel að þeim markmiðum aðalskipulagsins að stuðla að uppbygginguiðnaðarsvæða til að renna stoðum undir byggð í sveitarfélaginu, að skilgreinaafmörkuð iðnaðarsvæði í nægilegu umfangi til að svara eftirspurn miðað viðforsendur hverju sinni og að ráðstafa iðnaðarsvæðum markvisst m.t.t. eðlisþeirrar starfsemi sem þar á að fara fram. Í deiliskipulaginu sé jafnframt tekiðfullt tillit til þeirrar stefnumörkunar aðalskipulagsins að settar séu kvaðir ískipulag til að tryggja ásættanlega ásýnd svæðanna. Engir aðrir kostir hafi komið til greina eniðnaðarsvæðið við Vogabraut enda ekki gert ráð fyrir slíkri starfsemi annarsstaðar. Auk þess hefði ekki verið réttlætanlegt að brjóta nýtt land undir slíkastarfsemi, í andstöðu við markmið aðalskipulags og skilgreininguiðnaðarsvæðisins í Flekkuvík sem sé hugsað fyrir svokallaða stóriðju sem þurfihafnaraðstöðu. Málefnaleg sjónarmið búa því að baki breytingunni. Í þvísambandi breyti engu sú afstaða stefnenda að þeir hefðu talið eðlilegra aðvelja verksmiðjunni stað í Flekkuvík m.t.t. sjónrænna áhrifa og hættu. Hvað varðar meinta undirvalkosti á iðnaðarsvæðinusjálfu þá hátti þannig til að eignarhald á iðnaðarsvæðinu við Vogabraut sé meðþeim hætti að sveitarfélagið eigi lóðir nr. 1, 3 og 5 við Heiðarholt og lóð nr.1 við Hraunholt, sem þegar hafi verið byggt á. Stærstur hluti landsins, þ.e.allt svæðið utan framangreindra lóða, sé í eigu réttargæslustefnda og margraannarra eigenda, þ.m.t. hluta stefnenda. Réttargæslustefndi hafi leitaðsamkomulags um kaup á lóðum til úthlutunar, m.a. vegna umræddrar starfsemi,m.a. á lóðum nr. 5, 7, 8 og 10. Erfiðlega hafi gengið að fá viðbrögð frálandeigendum við tilboðum sveitarfélagsins og mikið borið á milli. Í þeirri vonað samningar næðust hafi þrátt fyrir framangreint fyrst verið auglýst tillagaað breytingu á skipulagi lóðarinnar nr. 7 við Hraunsholt sem sé í sameignaðila. Þar sem samningaviðræður hafi runnið út í sandinn hafi sveitarfélagðákveðið að breyta skipulaginu á eigin lóð innan sama svæðis, þ.e. lóðinni nr. 5við Heiðarholt. Sveitarfélagið hafi ekki átt annan kost með vísan tileignarhalds landsins. Hinn kosturinn hefði verið að leita eignarnáms á lóðunumeða svæðinu. Slíkt ferli hefði getað tekið nokkur ár með mikilli óvissu.Umsækjandi lóðarinnar hafi ekki haft slíkan tíma þar sem hann hafi þurft aðflytja starfsemi sína á brott af núverandi stað vegna breytts skipulags þar. Aðauki hefði slík aðgerð, eignarnám, verið slíkt inngrip í eignarrétt að því yrðiekki beitt nema í undantekningartilvikum og vegna almannahagsmuna. Í ljósi þessað sveitarfélagið eigi sjálft lóðir á svæðinu sem hentað gátu umsækjanda allteins vel sé ekki víst að eignarnám hefði verið heimilað. Með vísan til framangreinds mótmælirréttargæslustefndi því harðlega að brotið hafi verið gegn ákvæðum 12. gr.skipulagslaga eða að ómálefnalegar forsendur eða sjónarmið hafi búið að bakibreytingunni. Réttargæslustefndi áréttar að breytingin lúti ekki að landnotkunheldur í raun eingöngu að hæð mannvirkja og aðlögun að starfsemi. Um sé að ræðaeina svæðið sem heimilt hafi verið að leyfa slíka starfsemi og þá lóð innanþess svæðis sem best hentaði af þeim þremur lóðum sem sveitarfélagið hafi fulltforræði á. Um sé að ræða breytingu á deiliskipulagi einnarlóðar á þegar skipulögðu iðnaðarsvæði í samræmi við aðalskipulag og stefnuþess. Á svæðinu sé því þegar gert ráð fyrir að mögulegt sé að byggja uppverulega og umfangsmikla iðnaðarstarfsemi af grófari gerðinni eins og fram komií deiliskipulagi. Ekki sé því um breytingu á skipulagi að ræða hvað starfseminavarðar. Því hafi ekki verið sérstök þörf á að meta áhrif iðnaðarstarfseminnarsem slíkrar enda gert ráð fyrir slíkri starfsemi á svæðinu með tilheyrandiáhrifum. Réttargæslustefndi telur raunar að starfsemi stefnda sé hvorkiumfangsmikil né gróf og því enn augljósara að starfsemi hans falli aðskipulaginu. Eins og fram komi í gögnum málsins stafi engin hætta af starfseminniutan lóðarinnar. Réttargæslustefndi segir að áhrif breytingannaséu fyrst og fremst sjónræn, vegna breytingar á leyfilegri hámarkshæð bygginga.Þar sem um hafi verið að ræða umsókn sem féll að gildandi skipulagi, þ.m.t. aðlandnotkun bæði aðalskipulags og deiliskipulags, og að í raun hafi eingönguverið um að ræða breytingar á byggingarskilmálum, einkum hvað varðar hæð, hafiekki verið nauðsynlegt að gera ítarlegar grein fyrir áhrifum breytingarinnar ogeða stefnumiða en gert var eða bera þá kosti sem uppi voru saman. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrirbreytinguna hafi verið gert ráð fyrir nokkuð háum byggingum á svæðinu (8-13 m).Eðli málsins samkvæmt sé ljóst að uppbygging á svæðinu muni alltaf hafa sjónrænáhrif. Það hús sem áður hýsti vélsmiðjuna Norma, og sé eina húsið sem byggthafi verið á svæðinu, sjáist t.a.m. mjög vel. Augljóst sé að sjónræn áhrifverði meiri með hærra mannvirki eins og breytingin geri ráð fyrir. Mannvirki álóðinni í um 30 m hæð muni sjást víða að og að því leyti hafa sjónræn áhrif.Þótt hæðin skipti miklu sé jafnframt ljóst að útfærsla mannvirkjanna hafi mikiláhrif á hvort hin sjónrænu áhrif verði neikvæð. Til að lágmarka helstuumhverfisáhrif breytingarinnar, þ.e. hin sjónrænu áhrif, hafi, m.a. vegnaathugasemda stefnenda, verið bætti inn svohljóðandi skilmála í deiliskipulagið:„Við hönnun mannvirkja á lóðinni skal sérstaklega horft til þess að mildasjónræn áhrif mannvirkjanna með útfærslum í hönnun og litavali þannig aðmannvirkin verði sem minnst áberandi, falli vel að umhverfi sínu og taki mið afþví að þau standa ekki fjarri íbúðabyggð. Með umsókn um byggingarleyfi skulufylgja tölvugerðar myndir sem sýni útfærslu mannvirkjanna og forsendur hönnunarhvað varðar útlit og sjónræn áhrif.“ Í tillögunni sé gerð grein fyrir áhrifumbreytingarinnar í samræmi við framangreind sjónarmið. Með hliðsjón af eðlibreytingarinnar, sem einkum lúti að hæð mannvirkja, er því mótmælt að það matsé ekki fullnægjandi. Þá telur réttargæslustefndi að engin þörf hafiverið á ítarlegri umfjöllun um efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar áframkvæmdatíma eða eftir að framkvæmdum lýkur á sömu forsendum, þ.e. starfseminsem slík sé í samræmi við gildandi skipulag. Uppbygging á einni lóð á svæðinu,í samræmi við stefnu aðalskipulags, kalli ekki á slíkt mat enda umfangstarfseminnar eða uppbyggingarinnar ekki þess eðlis eða af þeirri stærðargráðu.Deiliskipulag og aðalskipulag geri ráð fyrir að svæðið byggist allt upp meðslíkri starfsemi. Réttargæslustefndi segir að óumdeilt sé að greindstarfsemi falli undir ákvæði reglugerðar nr. 160/2007 um varnir gegn hættu ástórslysum. Réttargæslustefndi áréttar að starfsemi sú sem hér um ræðir falliað landnotkun skipulagssvæðisins og hefði ekki þurft að breyta skipulaginu nemavegna hæðar fyrirhugaðra mannvirkja. Við ákvörðun um breytingudeiliskipulagsins hafi legið fyrir umsögn Vinnueftirlitsins frá 31. mars 2016þar sem fram komi að verksmiðjan sé í lægra þröskuldsmagni samkvæmtreglugerðinni og að Vinnueftirlitið geri ekki athugasemd við staðsetningunaenda sé tekið tillit til stórslysahættu. Vegna þessa hafi verið bætt viðskilmála í skipulagið um að áður en byggingarleyfi yrði veitt þyrfti að liggjafyrir fullnægjandi áætlun um stórslysavarnir á lóðinni vegna verksmiðjunnar. Í gögnum málsins komi fram að engin hætta verðiaf starfseminni utan lóðarinnar, enda verði súrefnisinnihald andrúmslofts komiðniður í þau mörk sem það sé í andrúmslofti venjulega innan lóðarinnar sjálfrar.Þar komi fram að súrefnisinnihald sé komið niður í 23% í 20 m radíus frátönkunum en það sé alls staðar innan lóðarmarka. Súrefnisinnihald íandrúmslofti muni vera 21%. Auk framangreinds bendir réttargæslustefndi á aðlóðin sem breytingin tekur til sé staðsett á þeirri lóð sveitarfélagsins sem séfjærst núverandi byggð. Hvað varðar hljóðvist þá séu skipulagsskilmálarsvæðisins algjörlega skýrir. Í þeim segi: „Þeir skilmálar eru settir ástarfsemi innan lóðar við Heiðarholt 5 að hljóðstig verði undir þeim mörkum semer getið um í reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. Hljóðstig við lóðamörk skalekki fara yfir 70 db og á íbúðarsvæðum skal hljóðstig ekki fara yfir 50 db ádaginn, ekki yfir 45 db á kvöldin og ekki yfir 40 db. að nóttu til (sjá nánar ítöflu iii í reglugerð nr. 724/2008).“ Deiliskipulagið geri því ráð fyrir að lóðarhafiverði að fullnægja þeim kröfum sem reglugerðin geri kröfur um. Deiliskipulagiðgeti því ekki verið ólögmætt á þeirri forsendu að hljóðvistarkröfum sé ekkifullnægt. Hljóðvistarskýrsla IBAS, dags. 24. mars 2016,staðfesti að með hljóðvörnum verði hljóðstig alls staðar innan marka samkvæmtreglugerð um hávaða nema á litlu svæði vestan verksmiðjunnar, sem nú sé óbyggt,en þar sem gert sé ráð fyrir mögulegu íbúðasvæði í framtíðinni. Frávikið felistí því að innan þess svæðis verði hávaði nokkuð hærri en 40db á litlum hlutasvæðisins á nóttunni. Með samkomulagi við stefnda hafi réttargæslustefndi samiðum að réttargæslustefndi myndi ekki gera kröfur til þess að stefndi tryggi aðhljóðstig á þeim hluta svæðisins verði lægri en 40db heldur muni sveitarfélagiðtaka mið af þessu vandamáli við skipulag svæðisins þegar og ef það verðurskipulagt. Stefndi verði því að uppfylla hljóðvistarkröfur en sveitarfélagiðmuni þó bregðast við á þessum tiltekna hluta þessa tiltekna svæðis þar semljóst þykir að ekki sé hægt að tryggja að hljóðvist á nóttunni fari ekki yfir40db. nema með slíkum aðgerðum. Sérstaklega er mótmælt fullyrðingum um að IBAS séekki óháður aðili. Sé ráðgjöf IBAS ekki rétt muni það ekki leiða til þess aðíbúar sveitarfélagsins þurfi að búa við verri hljóðvist. Það muni einfaldlegaleiða til aukinna hljóðvistarráðstafana hjá stefnda eða til þess aðverksmiðjunni verði lokað enda óheimilt að reka starfsemi sem hafi í för með sér meiri hljóðmengun enskýrslan gerir ráð fyrir. Réttargæslustefndi kveðst hafa farið yfir ogmetið fyrirliggjandi gögn í málinu, hvort sem þau stafi frá stefnda eða öðrum,eins og almennt tíðkist við afgreiðslu slíkra mála sem hér um ræðir. Enginlagaskylda hvíli hins vegar á að láta „sannreyna“ eða „staðreyna“ gögnin ásérstakan hátt. Ekkert í gögnum málsins bendi til þess að rangfærslur eðavillur séu í gögnum sem stafi frá stefnda sem haft geti þýðingu í málinu.Stefnendur hafi ekki bent á nein slík atriði en þeir beri sönnunarbyrði fyrirþví að einhverjir þeir annmarkar séu á gögnum sem leitt geti til ógildingarskipulagsins. Þannig mótmælir réttargæslustefndi því að ekki hafi verið gætt aðrannsóknarreglu stjórnsýslulaga við afgreiðslu málsins. Í ljósi alls framangreinds telurréttargæslustefndi því ljóst að ákvæða 12. gr. skipulagslaga og ákvæðastjórnsýslulaga og stjórnsýsluréttar hafi verið gætt að öllu leyti viðafgreiðslu umræddrar deiliskipulagsbreytingar.Réttargæslustefndi mótmælir þeirri málsástæðustefnenda að réttargæslustefndi hafi brotið gegn ákvæðum greinar 5.2.1 ískipulagsreglugerð með því að hafa ekki samráð við hagsmunaaðila, þar á meðalstefnendur sem landeigendur aðliggjandi lóða við gerð deiliskipulagsins.Réttargæslustefndi telur að samráð hafi verið fullnægjandi m.t.t. þess að ekkihafi verið um grundvallarbreytingar að ræða á skipulaginu. Í raun hafi eingönguverið um að ræða breytingu á mögulegri hæð mannvirkja á einni lóð á svæðinum.t.t. eðlis þeirrar starfsemi sem gert sé ráð fyrir að starfrækja þar.Málsmeðferð breytingarinnar hafi verið í samræmi við 1. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð kynningar hafi verið í samræmi við 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.2.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Kynningarfundur hafi verið haldinn 22. mars 2016þar sem tillagan hafi verið til sýnis og umræðu. Fundurinn hafi verið auglýsturí Fréttablaðinu og Víkurfréttum 17. mars 2016. Auk þess hafi auglýsing umkynningarfund birst á heimasíðu sveitarfélagsins. Kynningartillagan hafi veriðaðgengileg eftir kynningarfundinn á skrifstofu réttargæslustefnda og áheimasíðu hans fram að því að tillagan var auglýst 31. mars 2016. Þá hafitillagan verið aðgengileg á sama stað eftir að hún hafði verið auglýst formlegatil kynningar og athugasemda. Stefnendur hafi sent inn athugasemdir í kjölfarkynningar og umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins fjallað umathugasemdirnar og tekið afstöðu til þeirra og sveitarstjórn réttargæslustefndaí kjölfarið. Verði því ekki séð að skort hafi á samráð við hagsmunaaðila. Þáverði ekki séð að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar,enda hafi málið verið að fullu upplýst og sjónarmið stefnenda legið fyrir þegarákvörðun var tekin. Þá mótmælir réttargæslustefndi því að ásveitarfélaginu geti hvílt sérstakar skyldur á grundvelli tilskipanaEvrópusambandsins sem ekki hafi verið færðar í lög á Íslandi. Engin hætta stafiaf verksmiðjunni utan við lóðina. Fullyrðingu um að ekkert tillit hafi veriðtekið til athugasemda vegna hættu á stórslysum er mótmælt, enda hafi umfjöllunþar um verið bætt inn í deiliskipulagið og gert að skilyrði fyrir útgáfubyggingarleyfis að áætlun vegna stórslysa lægi fyrir. Réttargæslustefndi mótmælir því að aðrir ágallarséu á deiliskipulaginu og því að umrædd breyting á deiliskipulaginu gerbreytieðli þess og eyðileggi innra samræmi skipulagsins. Þvert á móti fallibreytingin að gildandi skipulagi að öllu leyti, meðal annars varðandilandnotkun. Vísar réttargæslustefndi í þessu sambandi til fyrri umfjöllunar umað breytingin eigi í raun einungis við um byggingarskilmála, einkum hvað varðarhæð. Þá mótmælir réttargæslustefndi því að mistök viðgerð deiliskipulagsins hafi verulega þýðingu fyrir gildi skipulagsins.Fyrirhuguð breyting á deiliskipulaginu hafi verið auglýst 31. mars 2016 áheimasíðu réttargæslustefnda, í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Við gerðauglýsingarinnar hafi verið gerð þau mistök að litið var svo á að um væri aðræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórnréttargæslustefnda 24. febrúar 2016, en sú deiliskipulagsbreyting hafi aldreitekið gildi. Þessi mistök hafi verið leiðrétt á deiliskipulagsuppdrætti eftirauglýsingu tillögunnar til kynningar og ákvörðun réttargæslustefnda því veriðað öllu leyti rétt og verði ekki séð að mistök við auglýsingu geti valdiðógildingu ákvörðunarinnar, enda hafi stefnendur bent á mistökin svo að þau hafiekki verið valdur að neinum misskilningi. Þá sé um sömu skipulagsáætlun að ræðaog fyrr að því undanskildu að áður auglýst breyting á skipulaginu varðandi lóðnr. 7 hafi fallið út. Þetta hafi í engu breytt möguleikum stefnenda á að geraathugasemdir né efnislegri umfjöllun um athugasemdir eða tillöguna sem slíka. Í fjórða lagi telur stefndi hvað varðarmálsástæðu stefnenda um að veiting byggingarleyfisins hafi verið óheimil þarsem ekki hafi verið tekin lögformleg ákvörðun um það hvort framkvæmdin sé háðmati á umhverfisáhrifum, sbr. 3. mgr. 6. tl. 1. mgr. 13. gr. laga um mannvirki,að umrædd framkvæmd falli ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifumframkvæmda, sbr. umfjöllun hér að framan. Því hafi réttargæslustefnda veriðheimilt að gefa út leyfið þótt ákvörðun Skipulagsstofnunar lægi ekki fyrir endamuni Skipulagsstofnun ekki fjalla um framkvæmdina að þessu leyti. Í fimmta lagi mótmælir réttargæslustefndi þeirrimálsástæðu stefnenda að ekki hafi verið stætt á því að veita byggingarleyfi tileinstakra þátta framkvæmdarinnar líkt og gert var. Réttargæslustefndi bendir íþessu sambandi á að í 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, þar sem fjallaðsé um útgáfu byggingarleyfis, í 1. málsl. 2. mgr., sé kveðið á um það aðleyfisveitanda sé heimilt, þegar sérstaklega stendur á, að veita skriflegtleyfi til einstakra þátta byggingarframkvæmda. Í slíkum tilvikum takmarkistbyggingarleyfið við samþykkt hönnunargögn. Þá bendir réttargæslustefndi á að í 2. málsl. 2.mgr. 13. gr. laga um mannvirki sé kveðið á um að heimilt sé að veita umsækjandaleyfi til að kanna jarðveg á framkvæmdasvæði án þess að byggingarleyfi hafiverið gefið út.Réttargæslustefndi bendir einnig á að í 2.4.5.gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 sé skýrt kveðið á um það aðleyfisveitanda sé heimilt, þegar um sé að ræða mjög stóra, mjög sérhæfða eðaflókna byggingarframkvæmd eða framkvæmd þar sem með rökum megi sýna fram á aðþróunarvinna þurfi að fara fram samhliða hönnun og byggingu mannvirkis, aðveita skriflegt leyfi til einstakra þátta framkvæmdarinnar og takmarkist þáleyfið við samþykkt hönnunargögn. Leyfisveitanda beri, áður en slíkt leyfi erveitt, að krefjast skriflegrar áætlunar hönnunarstjóra um skil uppdrátta ogverkáætlunar auk undirritaðrar yfirlýsingar eiganda og byggingarstjóra um aðframkvæmdir við einstaka verkþætti muni ekki hefjast fyrr en samþykktir uppdrættiraf viðkomandi verkhluta liggi fyrir. Þetta hafi verið gert eins og fyrir liggií gögnum málsins.Að auki sé heimilt skv. grein 2.4.6 íbyggingarreglugerð, í undantekningartilvikum og þegar sérstaklega stendur á,að veita skriflegt leyfi til einstakra verkþátta byggingarframkvæmda sem ekkifalla undir 2.4.5. gr. Takmarkast leyfið þá við samþykkt hönnunargögn ogviðkomandi verkþátt. Leyfisveitanda beri, áður en leyfi er veitt, að krefjastskriflegrar áætlunar hönnunarstjóra um skil uppdrátta og verkáætlunar aukundirritaðrar yfirlýsingar eiganda og byggingarstjóra um að framkvæmdir viðeinstaka verkþætti muni ekki hefjast fyrr en samþykktir uppdrættir afviðkomandi verkhluta liggi fyrir. Hafi þetta verið gert eins og fyrir liggi ígögnum málsins. Réttargæslustefndi telur að skilyrði beggjaframangreindra ákvæða reglugerðarinnar hafi verið uppfyllt og því heimilt aðveita leyfi fyrir hluta framkvæmdanna eins og gert var. Réttargæslustefndi bendir á að við afgreiðsluumsóknar um byggingarleyfi beri honum að gæta reglna stjórnsýsluréttar, þ.m.t.reglna um meðalhóf og málshraða. Þetta hafi réttargæslustefndi gert með því aðgefa fyrst út byggingarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum, enda sé bæðilagaheimild og rík hefð fyrir því í framkvæmd.Í því tilviki sem hér um ræðir hafi byggingarleyfi það sem krafist séógildingar á í stefnu eingöngu tekið til jarðvegsframkvæmda á grundvelliaðaluppdrátta, svo sem leyfið beri með sér. Leyfið hafi því tekið tilupphafsframkvæmda sem séu algjörlega afturkræfar, þ.e. jarðvegsvinnu ogundirbúnings lóðar. Ekki þurfi að velta fyrir sér hvort koma þurfi í veg fyrirað lóðinni verði raskað enda hafi það enga þýðingu þar sem um sé að ræðabyggingarlóð í þéttbýli (og að auki á iðnaðarsvæði) og því ljóst að svæðinuverði raskað. Engin áhætta eða röskun á hagsmunum hafi því verið fólgin í þvíað veita leyfi fyrir þessum framkvæmdum svo sem gert var. Stefndu hafi ekkisýnt fram á með hvaða hætti slík skipting leyfisins raskaði lögmætum hagsmunumþeirra. Telur réttargæslustefndi því að útgáfa byggingarleyfis tiljarðvegsframkvæmda hafi verið heimil. Auk framangreinds bendir réttargæslustefndi á aðeftir að endanlegt byggingarleyfi var gefið út og eins eftir að framkvæmdum ágrundvelli hins takmarkaða leyfis var lokið hafi stefnendur enga lögvarðahagsmuni af ógildingu takmarkaða leyfisins.Í sjötta lagi mótmælir réttargæslustefndi því aðbyggingarfulltrúi hafi verið vanhæfur til að gefa út hið umdeildabyggingarleyfi og hafa eftirlit með framkvæmdinni. Það sé rétt hjá stefnendumað byggingarfulltrúi sveitarfélagsins sé starfsmaður Tækniþjónustu SÁ ehf., enLota, sem einnig sé ritað fyrir aðaluppdráttunum, hafi séð um málið fyrir höndumsækjanda fram til þess. Samkvæmt upplýsingum frá Tækniþjónustu SÁ ehf. hafi íbyrjun júní 2016 verið óskað eftir því við fyrirtækið að það tæki að sér aðstaðfæra aðaluppdrætti vegna verksins og setja texta þeirra fram á íslensku ogannast hönnunarstjórn. Fyrirtækið hafi því ekki annast frumhönnun en staðfærtþau gögn sem fyrir lágu frá umsækjanda. Fyrstu gögn vegna málsins muni hafaborist Tækniþjónustu SÁ ehf. 16. júní 2016. Sigurður Valtýsson,byggingarfulltrúi Voga, muni ekki hafa komið að vinnunni á nokkurn hátt. Um hæfi starfsmanna sveitarfélags fari eftir 20.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í 1. mgr. þeirrar greinar segi að um hæfistarfsmanna sveitarfélaga til þátttöku í meðferð eða afgreiðslu mála þar sem á,eða til greina kemur, að taka stjórnvaldsákvörðun skv. 2. mgr. 1. gr.stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, gildi ákvæði stjórnsýslulaga sé ekki öðruvísiákveðið í sveitarstjórnarlögum. Þá segi að starfsmaður sveitarfélags teljist þóaðeins vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila íbeinan legg eða að einum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegnaættleiðingar, nema strangari regla sé sett í samþykkt um stjórn og fundarsköp. Meginreglan um sérstakt hæfi sé sett fram í 3.gr. stjórnsýslulaga nr. 37 frá 1993. Stefnendur vísi sérstaklega til 5. og 6.tölul. 1. mgr. 3. gr. ákvæðisins. Í 5. tölulið segi að starfsmaður sé vanhæfurtil meðferðar máls ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta,venslamenn hans eða sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er ífyrirsvari fyrir. Verði ekki séð að þetta ákvæði geti átt við í þessu máli. Í6. tölulið segi að starfsmaður sé vanhæfur til meðferðar máls ef að öðru leytieru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hansí efa með réttu. Réttargæslustefndi telur að byggingarfulltrúi sveitarfélagsinsgeti ekki talist vanhæfur samkvæmt þessu ákvæði, og bendir á að við túlkunþessa töluliðar verði að hafa í huga 2. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga þar semsegi að ekki sé um vanhæfi að ræða ef þeir hagsmunir, sem málið snýst um, séuþað smávægilegir, eðli málsins sé með þeim hætti eða þáttur starfsmanns ímeðferð málsins sé það lítilfjörlegur að ekki sé talin hætta á að ómálefnalegsjónarmið hafi áhrif á ákvörðun. Sé í því sambandi bent á að málið hafi veriðafgreitt af fjölskipuðum nefndum og ráðum sveitarfélagsins og þátturbyggingarfulltrúa í afgreiðslunni sé ekki veigamikill. Þá hafi vinnaTækniþjónustu SÁ ehf. einkum snúið að því að staðfæra uppdrætti og annasthönnunarstjórn. Með vísan til framangreinds telurréttargæslustefndi byggingarfulltrúann ekki hafa verið vanhæfan við undirbúninghinnar umdeildu ákvörðunar eða til að annast útgáfu leyfa sem nefndirnar höfðufalið honum að gefa út. Í sjöunda lagi mótmælir réttargæslustefndi því aðáætlun um stórslysavarnir sem lá til grundvallar útgáfu hins umdeildabyggingarleyfis sé ófullnægjandi þar sem hún miði fyrst og fremst að þvíhvernig skuli fyrirbyggja og bregðast við stórslysum innan starfsstöðvar.Réttargæslustefndi telur áætlunina að öllu leyti í samræmi við ákvæði laga ogreglna og beri málatilbúnaður stefnenda með sér að þeir hafi ekki kynnt sérhvaða starfsemi eigi að fara fram í verksmiðju stefnda. Í verksmiðjunni verðiaðeins unnið með þau efni sem séu í loftinu sem við öndum að okkur og verðiframleiðsluferlið eins umhverfisvænt og kostur er. Engin aukaefni verði notuð íframleiðsluna og mengun því engin. Hætta af starfsemi verksmiðjunnar felist aðeins íþví að fljótandi súrefni geti sloppið út og mögulega valdið kali. Hins vegarmegi af fyrirliggjandi teikningu sjá hvert útþynningarsvæði súrefnisins sé ogsé ljóst að hlutfall súrefnis sé alltaf komið niður fyrir 23%, í samastyrkleika og í loftinu sem við öndum að okkur, þegar það sé komið 20 m fráútblástursloftinu. Í öllum tilvikum sé það innan lóðar stefnda, sem verði girtmeð öflugum mannheldum girðingum í samræmi við kröfur deiliskipulags. Það sé því aldrei nein hætta á ferðum fyrir aðra en þá sem eru innanverksmiðjusvæðisins og því óþarfi að gera öryggisráðstafanir fyrir önnur svæði. Hvað varðarframhaldssök tekur réttargæslustefndi undir allar málsástæður stefnda enáréttar sérstaklega að byggingarleyfið frá 2. nóvember 2016 hafi enga þýðingulengur, enda sé framkvæmdum á grundvelli þess lokið og hafi verið gefið út nýttog mun víðtækara byggingarleyfi sem taki til allra þátta er tengjast byggingusúrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju að Heiðarholti 5. Fyrri byggingarleyfi séufallin úr gildi og því augljóst að stefnendur hafi ekki lögvarða hagsmuni afþví að fá byggingarleyfið frá 2. nóvember 2016 fellt úr gildi. V. Í máli þessu krefjaststefnendur þess að felld verði úr gildi byggingarleyfi sem gefin hafa verið útvegna súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju Ísaga ehf. á iðnaðarsvæði viðVogabraut. Kröfur stefnenda eru í fyrsta lagi byggðar á því að leyfin styðjistvið deiliskipulagsbreytingu frá 24. maí 2016 sem sé haldin verulegum ágöllumsvo ógildingu varði og hafa stefnendur teflt fram ýmsum málsástæðum því tilstuðnings sem eru raktar hér að framan. Í máli stefnenda nr. E-275/2017 áhendur Sveitarfélaginu Vogum og Ísaga ehf. var sömu málsástæðum teflt fram,vegna kröfu stefnenda um að felld verði úr gildi framangreinddeiliskipulagsbreyting. Var öllum málsástæðum stefnenda hvað þetta varðarhafnað með dómi í máli nr. E-275/2017 og komist að þeirri niðurstöðu að engir annmarkar hefðu verið á meðferðmálsins sem geti leitt til þess að umrædd deiliskipulagsbreyting yrði felld úrgildi. Samkvæmt þessu er því hafnað að fella byggingarleyfin úr gildi þar semleyfin styðjist ekki við gilt skipulag. Stefnendur byggja kröfur sínarum að byggingarleyfin verði felld úr gildi einnig á því að ekki hafi veriðheimilt að veita byggingarleyfi til einstakra þátta framkvæmdarinnar, eins ogt.d. það að gefa út byggingarleyfi sem tók aðeins til jarðvegsvinnu. Samkvæmt2. mgr. 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 getur leyfisveitandi „þegarsérstaklega stendur á“ veitt skriflegt leyfi til einstakra þáttabyggingarframkvæmda og takmarkast leyfið þá hverju sinni við samþykkthönnunargögn. Heimilt er að veita umsækjanda leyfi til að kanna jarðveg áframkvæmdasvæði án þess að byggingarleyfi hafi verið gefið út. Þá er í grein2.4.5. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 mælt fyrir um að leyfisveitanda séheimilt, þegar um er að ræða mjög stóra, mjög sérhæfða eða flóknabyggingarframkvæmd eða framkvæmd þar sem með rökum má sýna fram á aðþróunarvinna þurfi að fara fram samhliða hönnun og byggingu mannvirkis, aðveita skriflegt leyfi til einstakra þátta framkvæmdarinnar og takmarkist þáleyfið við samþykkt hönnunargögn. Jafnframt er í grein 2.4.6. kveðið á um að íundantekningatilvikum og þegar sérstaklega stendur á sé leyfisveitanda heimiltað veita skriflegt leyfi til einstakra verkþátta byggingarframkvæmda sem ekkifalla undir grein 2.4.5. Takmarkist leyfið þá við samþykkt hönnunargögn ogviðkomandi verkþátt. Eigandi mannvirkis skal óska skriflega eftir leyfisamkvæmt þessari grein og rökstyðja hvaða sérstöku aðstæður hann telur verafyrir hendi. Að mati dómsins verður ekki séð að aðstæður hafi verið slíkar aðþað hafi þurft að gefa út byggingarleyfi til einstakra þátta við byggingarframkvæmdirstefnda. Það hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á að ómálefnalegar ástæðurhafi legið að baki þeirra ákvörðun leyfisveitanda að veita leyfi til einstakraverkþátta byggingaframkvæmda og hefur það ekki sérstaka þýðingu fyrir hagsmunistefnenda hvort leyfi hefði verið veitt fyrir framkvæmdinni í heild eðaeinstökum verkþáttum. Er hér ekki um að ræða verulegan annmarka sem getur leitttil þess að útgefin byggingarleyfi verði felld úr gildi. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fer um hæfi sveitarstjórnarmanna,nefndarfulltrúa og starfsmanna sveitarfélaga til þátttöku í meðferð eðaafgreiðslu mála samkvæmt stjórnsýslulögum, sé ekki öðruvísi ákveðið í lögunum.Kemur hér einkum til skoðunar 5. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993en þar segir að ef starfsmaður eða nefndarmaður á sjálfur sérstakra ogverulegra hagsmuna að gæta, venslamenn hans eða sjálfseignarstofnun eðafyrirtæki í einkaeigu sem hann er í fyrirsvari fyrir, sé hann vanhæfur tilmeðferðar máls. Sama eigi við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandistjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta. Þá segir í 6.tl. 3. gr. stjórnsýslulaga að ef að öðru leyti séu fyrir hendi þær aðstæður semeru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu sé starfsmaðureða nefndarmaður vanhæfur. Umræddur byggingarfulltrúi er í hálfu starfi hjásveitarfélaginu og hálfu starfi hjá Tækniþjónustu SÁ ehf. sem vannbyggingaruppdrætti í málinu. Byggingarfulltrúinn er ekki í fyrirsvari fyrirTækniþjónustu SÁ ehf. og hann mun ekki hafa unnið sjálfur að því verki. Þávar Tækniþjónusta SÁ ehf. ekki aðili aðmálinu, heldur var það stefndi Ísaga ehf. sem var umsækjandi umræddrabyggingarleyfa. Þá lá fyrir að umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins hafðiafgreitt umsóknir stefnda um byggingarleyfi og vísað frekari afgreiðslu tilbyggingarfulltrúa. Þegar litið er til alls framangreinds er ekki fallist á meðstefnendum að byggingarfulltrúinn hafi verið vanhæfur til að gefa útbyggingarleyfi eða hafa eftirlit með mannvirkjagerðinni. Hvað varðar athugasemdirstefnenda við að í fyrirliggjandi stórslysaáætlun komi ekki fram hvernig skulifyrirbyggja og bregðast við stórslysum utan starfsstöðvar stefnda og að stefndihafi ekki sinnt skyldu til upplýsingagjafar, sbr. 25. og 26. gr. reglugerðar umstórslysahættu nr. 160/2007, er til þess að líta að samkvæmt gögnum málsinsstafar ekki hætta af starfsemi stefnda á næstu lóðum, því ef styrkur súrefniskæmist út í andrúmsloftið væri styrkur þess utan lóðar sá sami og íandrúmsloftinu. Fyrir liggur umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 16. ágúst 2016,þar sem fram kemur að starfsstöð stefnda sé í „lægra þröskuldsmagni“ samkvæmtreglugerð nr. 160/2007 og þurfi stefndi því að gera áætlun um stórslysavarnirog tilkynna Vinnueftirlitinu um magn varasamra efna í stöðinni og hafa virktöryggisstjórnkerfi. Stefndi hafi uppfyllt þessar kröfur með því að leggja framfullnægjandi gögn. Samkvæmt framansögðu er því hafnað að fella beri úr gildiumrædd byggingarleyfi þar sem stórslysaáætlun sé ófullnægjandi eða að skorti áupplýsingar um öryggisráðstafanir. Eftir atvikum þykir rétt aðmálskostnaður falli niður. Dóm þennan kveður upp SandraBaldvinsdóttir héraðsdómari. D ó m s o r ð: Stefndi, Ísaga ehf., er sýkn afkröfum stefnenda, Sigríðar Jónsdóttur, Ólafs Þórs Jónssonar, Harðar Einarssonarog Reykjaprents ehf. Málskostnaðurfellur niður. |
Mál nr. 320/2017 | Líkamstjón Ábyrgðartrygging Skaðabætur Gjafsókn | A höfðaði mál á hendur S hf. til viðurkenningar á rétti sínum til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu B hjá S hf. vegna líkamstjóns sem A varð fyrir á heimili B. Tildrög slyssins voru þau að A féll á spegil sem brotnaði og við það slasaðist hann alvarlega á hægri handlegg. Í héraðsdómi, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, kom fram að A hefði ekki sýnt fram á að slysið yrði rakið til saknæmrar háttsemi eða vanrækslu B, eða annarra atvika sem hann bæri ábyrgð á. Var S hf. því sýknað af kröfum A. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma MarkúsSigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari ogIngibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 23. maí 2017. Hann krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskyldastefnda vegna líkamstjóns, sem áfrýjandi hafi orðið fyrir 17. janúar 2011 að […]í Kópavogi þegar hann hafi slasast á hægri handlegg. Þá krefst áfrýjandimálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honumhefur verið veitt.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en um gjafsóknarkostnaðáfrýjanda hér fyrir dómi fer samkvæmt því, sem í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A, fyrir Hæstarétti greiðist úrríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 750.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2017.I.Mál þetta var höfðað 3. mars 2016 ogdómtekið 13. febrúar 2017. Stefnandier A, […], en stefndi er Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5,Reykjavík. Stefnandikrefst þess að viðurkennd verði bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns semstefnandi varð fyrir þann 17. janúar 2011 að […], Kópavogi þegar hann slasaðistalvarlega á hægri handlegg. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndikrefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, auk málskostnaðar, en til varaað hann verði einungis dæmdur skaðabótaskyldur að hluta vegna tjóns stefnandasem hlaust af slysi þann 16. janúar 2011 og að í því tilviki verðimálskostnaður felldur niður. II.Stefnandi slasaðist alvarlega áhandlegg kl. 4.21 að morgni 16. janúar 2011, þegar hann féll á spegil sem hafðiverið stillt upp við vegg. Þegar slysið átti sér stað var stefnandi gestkomandiá heimili vinar síns, B, að […] í Kópavogi en umræddur B var leigjandiíbúðarinnar. Samkvæmt dagbók lögreglu átti slysið sér stað kl. 4.21 að morgni16. janúar Umræddum spegli var stillt upp við vegg í enda stofu. Til hliðarvið spegil var veggstubbur 30-40 cm frá vegg sem aðskildi spegil frá gangvegisem liggur inn eftir íbúðinni. Samkvæmtörorkumati Sigurðar Thorlacius frá 9. júlí 2014, voru afleiðingar slyssinsfyrir stefnanda þær að hann hlaut útbreidda lömun og skyntruflanir í hægrigriplim. Taldi Sigurður að miski væri hæfilega metinn 50%. Stefnandivar með frístundatryggingu hjá stefnda og fór fram fullnaðaruppgjör samkvæmtskilmálum hennar þann 23. september 2014. Meðtölvubréfi, dags. 27. október 2014, krafðist stefnandi bóta úr frjálsriábyrgðartryggingu sem B hafði hjá stefnda, á slysdegi. Var bótaskyldu hafnaðmeð bréfi stefnda 3. mars 2015, m.a. með þeim rökum að um dæmigert óhapp hafiverið að ræða, sem enginn beri skaðabótaábyrgð á. Var það niðurstaða stefnda,að frágangur spegilsins og aðstæður í íbúðinni að öðru leyti yrðu ekki virtarvátryggingartaka til sakar og bæri hann því ekki skaðabótaábyrgð á slysinu. Stefnandigaf skýrslu fyrir dóminum. Einnig gáfu skýrslu C, B og D. Stefnandibar fyrir dóminum að hann hefði verið að fylgja C inn í herbergi íbúðarinnar,til þess að hún gæti lagt sig, en hún hafi verið ölvuð. C hafi hrasað og rekistí stefnanda og hann við það fallið á spegilinn. Hann hafi borið olnbogann fyrirsig og dottið. Stefnandi kvaðst hafa drukkið bjór fyrir atvikið, en hafi ekkiverið mjög ölvaður. Þá tók hann fram að hann hafi ekki verið að dansa þegaratvikið átti sér stað. Cbar fyrir dóminum að þau hafi verið að spjalla saman. Áður en slysið átti sérstað hafi þau setið í sófa í stofunni. Hún hafi verið á leið fram með A er húnhafi rekið sig í stól, sem hafi snúist og við það dottið á stefnanda og þauendað á speglinum. Hún kvað alla viðstadda hafa neytt áfengis en gat ekki sagthversu mikið þau hefðu drukkið. Btók fram að þau hefðu setið heima hjá honum. Síðar hafi C komið og hafi húnverið töluvert ölvuð. Stefnandi hafi ákveðið að fara með hana inn í herbergi.Hann kvað þá alla hafa drukkið þrjá til fjóra bjóra. Hann hafi átt spegilinnlengi. Hann hafi verið í ramma og hafi áður hangið uppi á vegg í fyrri íbúðhans. Ætlunin hafi verið að hengja hann upp í þessari íbúð, en það hafi ekkiverið gert. Þá kvaðst hann hafa búið í íbúðinni í tvö ár. Hann taldi spegilinnhafa verið 50 cm breiðan og 155 cm á hæð. Hann hafi verið í gráum tréramma, meðpappaspjaldi fyrir aftan. Hann hafi verið gerður til að hanga á vegg, það hafiverið festingar með honum. Hann tók fram að borðstofuborð hafi staðið alveg uppvið vegg stofunnar og endi þess hafi verið alveg í „flútti“ við spegilinn. Etók fram að þau hefðu verið að drekka bjór og spjalla saman. C hafi komiðseinna. Hún hafi verið vel í því. Stefnandi hafi ætlað með hana inn í herbergi.Hann hafi rekist í stólinn og fallið á spegilinn. C hafi farið með honum allaleið á spegilinn og legið á honum eftir fallið.III.. Helstu málsástæður og lagarök stefnandaStefnandi vísar til 2. gr.ábyrgðarskilmála ábyrgðartryggingar sem húsráðandi var með hjá stefnda.Samkvæmt umræddri grein beri menn bótaábyrgð á tjóni sem þeir valdi öðrum vegnamistaka eða vanrækslu. Telur stefnandi að tilætlaðrar varkárni hafi ekki veriðgætt af hálfu húsráðanda varðandi staðsetningu og umbúnað spegilsins og hannhafi viðurkennt að ætlunin hafi verið að hengja hann upp á vegg. Spegillinnhafi verið um 150-170 cm á hæð og hafi hallað þannig upp að veggnum að efrihluti hans snerti vegginn en neðri hluti hans hafi verið um 15-20 cm fráveggnum. Hafi því skapast mikil hætta af umbúnaði spegilsins. Það sé ljóst aðspegillinn sé til þess gerður að hanga uppi á vegg en ekki til að standa ágólfi. Hefði hann hangið uppi hefði fall stefnanda líklega ekki orðið til þessað spegillinn brotnaði og ylli stefnanda tjóni. Holrými sem var á bak viðspegilinn hafi orðið til þess að stefnandi féll inn í spegilinn og síðan niðurá brotin sem voru föst við neðri hluta rammans. Stefnandi telur að staðsetning og frágangur spegilsins umrætt sinnhafi verið á ábyrgð hins vátryggða og að meta verði það honum til gáleysis aðhafa ekki gengið frá honum með þeim hætti að hann ylli ekki tjóni. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefndaStefndi telur að sönnunarbyrði um aðskilyrði sakarreglunnar séu uppfyllt hvíli á stefnanda, þar með talið aðhúsráðandi hafi í umrætt sinn sýnt af sér saknæma háttsemi og að orsakatengslséu á milli sakar húsráðanda og tjónsins. Þá beri stefnandi einnigsönnunarbyrði fyrir því að tjónið sé sennileg afleiðing af saknæmri háttsemihúsráðanda. Telur stefndi að skilyrði sakarreglunnar séu ekki uppfyllt.Húsráðandi verði ekki talinn bera skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda eingönguvegna þess að hann kaus að hafa spegil reistan upp við vegg á heimili sínu.Speglar séu algengur húsbúnaður, iðulega frístandandi eða lagðir við vegg.Engin sérstök hætta hafi stafað af því að hafa spegilinn reistan upp við vegg.Þá mæli engar reglur fyrir um að speglar af þessu tagi skuli skilyrðislausthengdir upp á vegg. Þá hafi aðstæður í íbúðinniekki verið frábrugðnar því sem almennt gerist á heimilum. Þá sé hægt aðskera sig á ýmsum glerbúnaði svo sem gler- eða spegilborðum. Engin saknæmháttsemi hafi falist í því af hálfu húsráðanda að leggja spegilinn upp viðvegginn. Telur stefndi að meginorsök slyssins, samkvæmt stefnu hafi verið sú aðölvaður einstaklingur hafi fallið utan í stefnanda og að við það hafi stefnandimisst jafnvægið, dottið á spegilinn og borið höndina fyrir sig. Telur stefndiað um óhappatilvik hafi verið að ræða og enginn beri skaðabótaábyrgð á slysinu.Þá mótmælir stefndi öllum getgátum í stefnu um muninn á því að falla á spegilsem halli upp að vegg eða spegil sem hangi á vegg. Telur stefndi ósannað aðtjón stefnanda hefði orðið minna hefði spegillinn hangið á veggnum. IV.Málsatvik í máli þessu eru íaðalatriðum óumdeild. Stefnandi slasaðist alvarlega á handlegg þegar hann féllá spegil sem reistur hafði verið upp við vegg í enda stofu á heimili vinarhans. Slysið gerðist síðla nætur og hafði stefnandi að sögn drukkið þrjá tilfjóra bjóra þegar slysið varð. Bar það að með þeim hætti að stefnandi var aðstyðja vinkonu sína, sem var mjög ölvuð, inn í herbergi íbúðarinnar. Húnhrasaði og rakst í stefnanda sem við það féll á spegilinn og slasaðistalvarlega. Samkvæmtgögnum málsins var um að ræða spegil sem var 50 cm á breidd og 155 cm á hæð.Ekki liggja fyrir upplýsingar um spegil þennan að öðru leyti, hvorki þykkthans, tegund né leiðbeiningar um uppsetningu. Var spegillinn reistur upp viðvegg í enda stofunnar og bar neðri hluta hans 15-20 cm frá veggnum. Stefnandireisir málatilbúnað sinn á því að nægilegrar varkárni hafi ekki verið gætt afhinum vátryggða, þ.e. eiganda spegilsins og húsráðanda, varðandi staðsetninguog umbúnað spegilsins og að mikil hætta skapast af staðsetningu hans. Verði aðmeta hinum vátryggða það til gáleysis að hafa ekki gengið frá honum með þeim hættiað hann ylli ekki tjóni. Stefnandivar gestkomandi á heimili vátryggðs að morgni 16. janúar 2011 erhann við óhappatilvik datt á spegil sem þar var frístandandi upp við vegg viðenda stofunnar. Stórir speglar eins og þeir sem í málinu greinir eru algengurhúsbúnaður á heimilum manna og er þeim komið fyrir með ýmsum hætti. Ekki ermælt fyrir um festingu þeirra eða aðra staðsetningu í byggingarreglugerðum.Sönnunarbyrðin um að vátryggði hafi sýnt af sér saknæma háttsemi eðavanrækslu umrætt sinn með staðsetningu spegilsins og umbúnaði á heimilisínu hvílir á stefnanda. Dómurinn telur ósannað að slysið verði rakið tilsaknæmrar háttsemi eða vanrækslu vátryggðs eða annarra atvika semvátryggður ber ábyrgð á. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfumstefnanda í máli þessu. Eftiratvikum þykir rétt að hvor aðili beri kostnað af rekstri málsins. Innanríkisráðuneytiðveitti stefnanda gjafsóknarleyfi 26. apríl 2016. Gjafsóknarkostnaður stefnandagreiðist því úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hans Björns ÞorraViktorssonar hrl., 700.000 krónur. RagnheiðurSnorradóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ:Stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingarhf., er sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostnaður milli aðila fellurniður. Gjafsóknarkostnaðurstefnanda, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, 700.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 287/2017 | Stjórnsýsla Skaðabætur Útboð Ómerking héraðsdóms Heimvísun Meðdómsmaður | S stóð fyrir útboði á sorphirðu í sveitarfélaginu og skiluðu tveir bjóðendur tilboði í verkið. S ákvað að hafna báðum tilboðum sökum annmarka á útboðinu sem það taldi til þess fallna að raska jafnræði bjóðenda. G hf. krafðist skaðabóta þar sem hann taldi að S hefði verið skylt að gera við hann verksamning í kjölfar útboðsins. Var í hinum áfrýjaða dómi talið að S hefði með ákvörðun sinni brotið gegn ákvæðum laga nr. 84/2007 um opinber innkaup og að G hf. hefði leitt að því nægjum líkum að það hefði orðið fyrir tjóni samkvæmt 2. mgr. 101. gr. laga þeirra laga, en í málinu lágu fyrir matsgerð og yfirmatsgerð. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að telja yrði að héraðsdómara hafi verið ófært að fjalla nægilega um ágreiningsatriði málsins á grunni almennrar þekkingar sinnar, menntunar eða lagaþekkingar, og hefði verið þörf á sérkunnáttu til að leysa úr málinu. Hefði því verið nauðsynlegt að héraðsdómari kveddi til sérfróða meðdómsmenn til að leggja mat á gögn málsins og spyrja þá sérfróðu menn sem unnið hefðu matsgerðir í því, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þar sem það hefði ekki verið gert var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. | Dómur Hæstaréttar.Málþetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Karl Axelsson ogÁsa Ólafsdóttir lögmaður. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 11. maí 2017. Hann krefst aðallegasýknu af kröfum stefnda, en til vara að þær verði lækkaðar. Þá krefst hannmálskostnaðar fyrir Hæstarétti.Stefndikrefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Hinn29. júní 2017 framseldi Gámaþjónustan hf. kröfur sínar til stefnda sem tekiðhefur við aðild málsins fyrir Hæstarétti. Einsog nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi stóð áfrýjandi fyrir útboði á sorphirðuí sveitarfélaginu Árborg í október 2011. Skiluðu tveir bjóðendur tilboði íverkið, annars vegar Gámaþjónustan hf. og hins vegar Íslenska gámafélagið ehf.Á fundi bæjarráðs áfrýjanda 15. desember 2011 var ákveðið að hafna báðumtilboðum og með bréfi degi síðar til Gámaþjónustunnar hf. kom fram að það hefðiverið gert sökum annmarka á útboðinu sem hefðu verið til þess fallnir að raska jafnræðibjóðenda. Láðst hefði að áskilja í útboðsgögnum að bjóðendur skyldu skila meðtilboðum sínum öllum þeim upplýsingum sem áhrif myndu hafa við val á þeim.Meðhéraðsdómsstefnu sem þingfest var 15. maí 2013 krafðist Gámaþjónustan hf. þessað áfrýjandi greiddi sér skaðabætur að fjárhæð 18.894.542 krónur með nánartilgreindum vöxtum þar sem áfrýjanda hefði verið skylt að gera verksamning við félagiðí kjölfar útboðsins. Í hinum áfrýjaða dómi var talið að fyrirmæliútboðsskilmála varðandi aðrar valforsendur útboðsins en tilboðsfjárhæð, hefðuekki með réttu átt að leiða til þeirrar ákvörðunar áfrýjanda að hafna öllumtilboðum í verkið og ekkert væri fram komið um að almennar forsendur fyrirútboðinu hefðu brostið. Því hefði skort á málaefnalegar og rökstuddar ástæðurað baki ákvörðun áfrýjanda. Var fallist á að áfrýjandi hefði með ákvörðun sinnibrotið gegn ákvæðum laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Þá kom fram í forsendumhéraðsdóms það mat dómsins að þar sem Gámaþjónustan hf. hefði hlotið hæstulokaeinkunn samkvæmt stigamatskerfi útboðsins hefði áfrýjanda verið skylt aðganga til samninga við félagið í stað þess að taka hina ólögmætu ákvörðun aðhafna tilboði hans í verkið. Hefði Gámaþjónustan hf. leitt nægar líkur að þvíað félagið hefði orðið fyrir tjóni þannig að fullnægt væri skilyrðum skaðabótaskylduáfrýjanda samkvæmt 2. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007.Aðbeiðni Gámaþjónustunnar hf. var við meðferð málsins í héraði dómkvaddur maðurtil að meta meðal annars hver hagnaður félagsins hefði orðið ef samið hefðiverið við það. Þá aflaði áfrýjandi yfirmatsgerðar. Er efni matsgerðannaítarlega rakið í héraðsdómi. Í þeim báðum var komist að þeirri niðurstöðu aðhefði áfrýjandi gengið til samninga við Gámaþjónustuna hf. hefði slíkursamningur skilað hinum síðarnefnda hagnaði. Áfrýjandimótmælti niðurstöðum matsgerðanna og taldi að sönnun skorti um að Gámaþjónustanhf. hefði orðið fyrir tjóni sem og hvert það hefði þá verið. Benti hann meðalannars á að engin gögn væru lögð fram í málinu sem lægju að baki útreikningummatsmanna og væri ómögulegt að staðreyna forsendur að baki niðurstöðum þeirra.Þá vísaði áfrýjandi til þess að ekkert samræmi væri á milli kostnaðaráætlunarGámaþjónustunnar hf., kröfugerðar og svo niðurstöðu matsmanna. Í héraðsdómi varítarlega farið yfir efni og forsendur matsgerða og rökstutt hvers vegna réttværi að byggja á þeirri niðurstöðu yfirmatsgerðar að tjón Gámaþjónustunnar hf. vegnaþessa á árinu 2012 hefði numið 18.631.016 krónum.Aðvirtu því sem að framan er rakið og gögnum málsins verður að telja aðhéraðsdómara hafi verið ófært að fjalla nægilega um ágreiningsatriði málsins ágrunni almennrar þekkingar sinnar, menntunar eða lagaþekkingar, heldur var þörfá sérkunnáttu til að leysa úr málinu. Bar héraðsdómara því að kveðja tilsérfróða menn til dómstarfa samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála til að leggja mat á gögn málsins og eftir atvikum spyrja þá sérfróðumenn sem unnið hafa matsgerðir í því. Þar sem það hefur ekki verið gert verður ekkihjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dómog vísa málinu heim í héraðtil aðalmeðferðar og dómsálagningar á ný.Rétter að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinnáfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar ogdómsálagningar að nýju.Málskostnaðurfyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Suðurlands 21. febrúar 2017. Málþetta, sem þingfest var þann 15. maí 2013, var dómtekið að lokinni aðalmeðferðmálsins þann 25. janúar sl. Málþetta höfðaði Gámaþjónustan hf., kt. 410283-0349, Reykjavík, með stefnubirtri þann 13. maí 2013. Stefnda erSveitarfélagið Árborg. Endanlegardómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði dæmt til að greiða stefnanda18.894.542 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu af 638.383 krónum frá 31. janúar 2012 til 29. febrúar2012, en af 2.708.910 krónum frá þeim degi til 31. mars 2012, en af 4.827.552krónum frá þeim degi til 30. apríl 2012, en af 6.962.803 krónum frá þeim degitil 31. maí 2012, en af 9.072.644 krónum frá þeim degi til 30. júní 2012, en af11.161.041 krónum frá þeim degi til 31. júlí 2012, en af 12.430.061 krónum fráþeim degi til 31. ágúst 2012, en af 13.710.828 krónum frá þeim degi til 30.september 2012, en af 15.011.604 krónum frá þeim degi til 31. október 2012, enaf 16.313.974 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2012, en af 17.607.500krónum frá þeim degi til 31. desember 2012, en af allri stefnufjárhæð frá þeimdegi til 31. janúar 2013, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu af allri stefnufjárhæðinni frá þeim degi tilgreiðsludags. Þá er þess krafist að stefnda verði dæmt til að greiðastefnanda málskostnað að skaðlausu. Dómkröfurstefnda eru þær aðallega að dómkröfum stefnanda verði vísað frá dómi en tilvara að stefnda verði sýknað af dómkröfum stefnanda. Til þrautavara er þesskrafist að krafa stefnanda verði lækkuð. Í öllum tilvikum er krafistmálskostnaðar að mati dómsins í samræmi við hagsmuni málsins, vinnu málflytjandaog annan kostnað af málinu með vísan til málskostnaðarreiknings sem verðilagður fram undir rekstri málsins eða við aðalmeðferð. Með úrskurði dómsins uppkveðnum21. mars 2014 var kröfu stefnda um frávísun málsins frá dómi hafnað. Dómara þykir rétt að láta þessgetið að hann tók við máli þessu í júlímánuði 2016 af dómara sem fór ínámsleyfi og var lögmönnum aðila tilkynnt um það með tölvupósti 25. júlí samaár. Helstu málavextir Samkvæmtgögnum málsins eru málavextir þessir helstir. Stefnda stóð fyrir útboði ásorphirðu í sveitarfélaginu í októbermánuði 2011, sem bar heitið „Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð ogþjónusta við gámastöð 2012-2016.“ Skiptust útboðsgögn í útboðslýsingu(kafli 0.1 til 0.12), verklýsingu (kafli 1.1 til 1.9.2), tilboðsblað ogtilboðsskrá leið A og leið B. Samkvæmtútboðslýsingu fólst verkið í söfnun úr ílátum við öll heimili í SveitarfélaginuÁrborg, þ.e. á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka og dreifbýli. Þá var gert ráðfyrir boði í söfnun frá stofnunum, flutningi úrgangs frá heimilum, gámastöð áSelfossi og stofnunum til móttökustöðvar Sorpu, jarðgerð á úrgangi úr brúntunnuog afsetningu, auk þjónustu við gámastöð (gámaleigu og tilfærslu). Einnigskyldi boðið í nauðsynlega fræðslu til íbúa vegna nýs fyrirkomulags og aukinnarflokkunar. Verktími var frá byrjun árs 2012 til loka árs 2016, eða í fimm ár,með möguleika á framlengingu um þrjú ár ef aðilar næðu um það samkomulagi.Frestur til að gera athugasemdir eða bera fram fyrirspurnir vegna útboðsinsrann út þriðjudaginn 1. nóvember 2011. Frestur bjóðenda til að skila tilboðirann út klukkan 11:00 fimmtudaginn 10. nóvember 2011 og voru tilboð opnuð áframangreindum tíma. Frestur stefnda til að taka tilboði var sex vikur fráopnun tilboða. Samkvæmt fundargerð opnunarfundar skiluðu tveir bjóðendurtilboðum í verkið, annars vegar stefnandi, sem var lægstbjóðandi, og hins vegarÍslenska gámafélagið ehf. Óumdeilt er að Efla verkfræðistofa sinnti starfiráðgjafa stefnda við útboðið. Ígrein 0.1.4 í útboðslýsingu, sem ber heitið„Lauslegtyfirlit yfir verkið“, kemur fram að í október 2011 hafi verið tvö ílát viðhvert hús í sveitarfélaginu, annars vegar svonefnd grátunna fyrir óflokkaðanúrgang og hins vegar svokölluð blátunna fyrir pappír og pappa og hafi ílátinverið í eigu stefnda. Á árinu 2012 verði bætt við íláti fyrir lífrænaneldhúsúrgang, svokallaðri brúntunnu. Útboðið gerði ráð fyrir tveimur mismunandikerfum við losun og var losunartíðni íláta mismunandi eftir kerfum. Gert hafiverið ráð fyrir að boðið yrði í annað eða bæði kerfin og skuli verð ráða hvortkerfið yrði valið. Þá var kveðið á um það að verktaki skuli útvega og eigabrúntunnuna og falli verð þeirra inn í tæmingarkostnað. Einnig útvegi verktakihentugt sérhæft ílát til nota í eldhúsum fyrir flokkun lífræns úrgangs, semverði eign íbúa, og skuli verð þeirra falla undir kynningar- og fræðslukostnað.Þá er gerð grein fyrir áðurnefndum tveimur leiðum sem hér segir: „Leið A. Þriggja tunnu kerfi. Grátunna verðuralmennt tæmd á 28 daga fresti, Blátunnan verður almennt tæmd á 28 daga frestiog Brúntunnan á 28 daga fresti yfir 8 mánuði þ.e. september-apríl en á 14 dagafresti hina 4 mánuðina. Gert er ráð fyrir einni aukalosun íláta í desember. Leið B. Þriggja ílátakerfi þar sem brúna ílátið er inni í Grátunnu. Grátunnan verður almennt tæmd á21 dags fresti, Blátunnan verður almennt tæmd á 28 daga fresti og Brúntunnan á21 daga fresti yfir 8 mánuði, þ.e. september–apríl en á 14 daga fresti hina 4mánuðina. Gert er ráð fyrir einni aukalosun íláta í desember.“ Framkemur að verktaki skuli safna úrgangi úr ílátum í söfnunarbíl og flytja tileigin stöðvar en þaðan skuli hann flytja úrganginn til móttökustöðvar Sorpu íReykjavík, um 53 km leið. Þá skuli verktaki bjóða m.a. upp á jarðgerð á úrgangiúr brúntunnu og nauðsynlega fræðslu til íbúa sveitarfélagsins um nýttfyrirkomulag og aukna flokkun. Þá er gerð grein fyrir áætluðum helstu magntölumsamnings á ári sem hér segir: „Tæmingarúr ílátum frá íbúðum 100-140 þúsundTæmingar frá stofnunum 25 stofnanirFlutningur úrgangs 53 km úr tunnusöfnun 1.100.000 kgFlutningur úrgangs af Gámastöð 1.100.000 kgJarðgerð lífræns úrgangs 500.000 kgLeigðir gámar Gámastöð 8-10 stk.Fræðsla, handb., heimsóknir, inniílát, pokar 3.000 heimili“ Samkvæmtútboðsgögnum var leitað tilboða í hin tvö áðurgreindu kerfi, þ.e. annars vegarleið A og hins vegar leið B. Í kafla 1. „verklýsing“kemur fram að verktaki skuli byrja hreinsun eftir óbreyttu kerfi og gerð ergrein fyrir tíðni söfnunar samkvæmt þáverandi kerfi. Tekið er fram að ílátifyrir lífrænan eldhúsúrgang verði bætt við um mitt ár 2012 og átak gert í þvíað fá íbúa til að flokka enn betur. Þá er í framangreindum kafla útboðsins gerðgrein fyrir framkvæmd tæminga samkvæmt báðum framangreindum leiðum aukflutnings á ýmsum tegundum sorps frá gámastöð. Einnig er fjallað sérstaklega umtæmingu frá stofnunum í sveitarfélaginu og fjallað um kynningu og fræðslu umhina fyrirhugðu breytingar á sorphirðu bæði gagnvart heimilum og stofnunum. Ígrein 0.4.1, „Gerð og frágangur tilboðs“,eru ákvæði um útfyllingu tilboðsskrár og gerð grein fyrir þeim reglum semmagntölur séu reiknað eftir. Í hverjum einstökum lið skuli einnig verainnifalinn allur kostnaður verktaka af viðkomandi verklið, svo sem akstur, alltefni, vinna, vélar og tæki, orka, yfirstjórn verktaka, lögboðnar tryggingar,opinber gjöld, ágóði o.s.frv. nema annað sé tekið fram. Tilboðsupphæð sé fundinsem summa margfelda magntalna og viðeigandi einingarverða og árafjölda. Inni í heildartilboðskal reikna virðisaukaskatt samkvæmt reglum sem um hann gilda á hverjum tíma.Öll einingarverð í tilboðsskrá skulu vera með virðisaukaskatti. Þá segir ígrein 0.4.2, sem ber heitið fylgigögn með tilboði: „Bjóðandiþarf einungis að skila inn útfylltri tilboðsskrá og tilboðsblaði“. Ígrein 0.1.3 er fjallað um rétt verkkaupa til að kalla eftir frekari upplýsingumfrá bjóðendum sem eftir opnun og yfirferð tilboða koma til álita semviðsemjendur. Upplýsingarnar eru tilgreindar í tólf stafliðum. Þá segir í grein0.1.3: „Ef um bjóðanda gildir eitt eðafleiri af eftirtöldum atriðum skv. þeim gögnum sem skilað er til verkkaupa,verði ekki gengið til samninga við hann og honum því vísað frá“. Eruframangreind atriði rakin í átta töluliðum. Fyrirliggur að eftir opnun tilboða, nánar tiltekið þann 3. desember 2011, var kallaðeftir gögnum frá báðum bjóðendum. Þaðvar síðan á fundi bæjarráðs stefnda þann 15. desember 2011 sem stefndasamþykkti að hafna öllum tilboðum sem bárust í verkið. Í framhaldinu varframkvæmdastjóra stefnda falið að leita samninga við þáverandi sorphirðuaðilaum framlengingu samnings til 1. júlí 2012 og tækni- og veitustjóra að vinna aðnýju útboði. Meðbréfi dags. 16 desember 2011 tilkynnti stefnda bjóðendum um framangreinda ákvörðunbæjarráðs stefnda, þ.e. að hafna öllum tilboðum í verkið. Sama dag varundirritað samkomulag milli stefnda og Íslenska gámafélagsins ehf., umframlengingu samningstíma verksamnings aðila til 30. júní 2012. Sama dag kærðistefnandi útboðið til kærunefndar útboðsmála og gerði þá kröfu að kærunefndinstöðvaði fyrirhugaða samningagerð við verktakann. Ákvörðun sína um höfnun framkominna tilboðarökstuddi stefnda með bréfi til stefnanda, dags. 16. desember 2011. Þar kemurfram að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum sökum annmarka á útboðinusem hefðu verið þess eðlis að raska jafnræði bjóðenda, nánar tiltekið þar semekki hafi verið áskilið í útboðsgögnum að bjóðendur skiluðu með tilboðum sínumöllum þeim upplýsingum sem áhrif myndu hafa við val á tilboðum. Frekarikröfugerð stefnanda fyrir kærunefnd útboðsmála kemur fram í bréfi hans tilkærunefndar, dags. 29. desember 2011. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála þann18. janúar 2012 hafnaði kærunefndin kröfu stefnanda um stöðvun samningsgerðar.Með ákvörðun kærunefndarinnar þann 5. mars 2012 komst nefndin að þeirriniðurstöðu að ákvörðun stefnda að hafnaöllum framkomnum tilboðum hafi verið ólögmæt. Nefndin hafnaði hins vegar þeirrikröfu stefnanda að ákvörðun stefnda um að hafna öllum tilboðum í verkið yrðibreytt á þann veg að velja tilboð kæranda, eða hún felld úr gildi. Þá taldikærunefndin stefnda skaðabótaskylt gagnvart stefnanda vegna kostnaðar kærandavið að undirbúa tilboð og þátttöku, sbr. 1. mgr. 100. gr. og 2. mgr. 97. gr.laga nr. 84/2007. Þá var stefnda gert að greiða stefnanda 400.000 krónur vegnakostnaðar við að hafa kæruna uppi. Þáliggur fyrir að stefnda bauð aftur út sorphirðu í sveitarfélaginu í marsmánuði2012, en með nokkru öðru fyrirkomulagi en í fyrra útboði. Var stefnandi einnþriggja bjóðenda í verkið. Með bréfi dags. 2. maí 2012 var bjóðendum tilkynntað ákveðið hafi verið að taka tilboði Íslenska gámafélagsins ehf., sem hafi áttlægsta tilboðið í verkið. Meðbréfi dags. 6. júlí 2012 krafði stefnandi stefnda um greiðslu skaðabóta meðvísan til niðurstöðu kærunefndar útboðsmála. Annars vegar vegna tjóns við aðundirbúa tilboð og þátttöku í útboðinu og hins vegar vegna tapaðs hagnaðar. Meðbréfi dags. 10. ágúst 2012 hafnaði stefnda kröfu stefnanda sem alltof hárri ogórökstuddri. Þá segir í stefnu að stefnda hafi ekki sinnt innheimtubréfumstefnanda dags. 10. desember 2012 og 15. mars 2013. Í kjölfar þessa var málþetta höfðað. Undirmatsgerð Íþinghaldi 16. apríl 2014 óskaði stefnandi eftir að dómkvaddur yrði matsmaðurtil að meta þann hagnað sem stefnandi taldi sig hafi farið á mis við vegnaþeirrar ákvörðunar stefnda að hafna öllum tilboðum í verkið. Matið skyldi miðavið þær forsendur sem gefnar hafi verið í útboðsgögnum, tilboði stefnanda oglíklegri framvindu verksins miðað við þær aðferðir sem stefnandi hafi ætlað aðbeita við framkvæmdina. Matsgerð hins dómkvadda matsmanns, Axels Hallhagfræðings, er dagsett er 10. maí 2015. Matsspurningarvoru þrjár og svaraði hinn dómkvaddi matsmaður þeim þannig: Í fyrsta lagi taldiundirmatsmaður að rekstrartekjur/verklaun stefnanda hefðu orðið 217.408.714krónur á öllu samningstímabilinu, en 53.735.935 krónur fyrir árið 2012. Íöðru lagi taldi undirmatsmaður að rekstrarkostnaður/verkkostnaður samkvæmttilboði stefnanda hefði orðið 153.864.838 krónur á öllu tímabilinu, en 35.869.479 krónur fyrir árið 2012. Íþriðja lagi hefði rekstrarframlegð/hagnaður stefnanda orðið 65.543.877 krónur áöllu tímabilinu, en 17.866.456 krónurfyrir árið 2012. Ígreinargerð matsmanns segir: „Í þessumáli er tekið til umfjöllunar mögulegur hagnaður Gámaþjónustunnar sem orðiðhefði við sorphirðu í Árborg á árunum 2012-2016. Verkinu og tekjum af því varskipt upp í sex megintilboðsliði (A-F) og því er sem fer hér á eftir leitastvið að meta hvernig kostnaður hefði fallið til ef verkefnið hefði verið unniðsamkvæmt útboðslýsingu og þeim magntölum sem um var að ræða. Við verkið varáætlað að notast við nýjan stóran fjögurra öxla bíl 32 tonn með tvískiptrisöfnunartunnu fyrir almenna sorphirðu og 26 tonna þriggja öxla bíl meðtengivagni sem myndi keyra milli Reykjavíkur og Árborgar með tveggja gámaflutningsgetu í ferð. Það er kostnaður við þessa rekstrarþætti sem myndaburðarás matsins auk umfjöllunar um hvaða aðra kostnaðarþætti beri að telja meðtil kostnaðar. Í tekjuhluta matsins sem og kostnaðarhluta eru forsendur umaðlögun við upphaf verkefnisins vegna kynningar og undirbúning jarðgerðarlífræns eldhúsúrgangs sem valda aðlögun í tekjum og kostnaði. Þessi aðlögungerir það að verkum að fyrstu 6 mánuðina er tekju- og kostnaðarmat framkvæmtmeð öðrum hætti (tilboðsliður 38 og 49-50) Ekki er gert ráð fyrir því aðrekstrarfjármunir og tengdur mannafli hefði verið fullnýttir við verkefniðheldur hefðu þeir nýst líka til annarra verkefna hjá Gámaþjónustunni. Þvíverður nýtingarhlutfall rekstrarfjármuna og mannafla í þessu verkefni einn aflykilþáttum matsins sem hér er skoðað á eftir auk kostnaðar rekstrarfjármuna ogmannafla. Þegar skoðuð er afkoma í verki sem þessu verður að leggja mat á raunhæfikostnaðaráætlunar sem m.a. byggir á áætlunum um afköst mannafla og framleiðnirekstrarfjármuna. Þegar þetta er metið þarf að líta til þeirra verkáætlana semfyrirtækið hafði lagt til grundvallar við útboðið og þess kostnaðar semfyrirtækið hefur haft af svipaðri nýtingu mannafla og rekstrarfjármuna sem umræðir. Matsmaður telur að horfa þurfi til innri kostnaðar og afkastagetu ífyrirtækinu í ríkari mæli en af kostnaði og afköstum annarra aðila í svipuðumrekstri að svo miklu leyti sem það er unnt. Það stafar af því að skilvirkniþessa fyrirtækis ræður för um afkomu þess fremur en annarra fyrirtækja umsvipað verkefni. Matsmaður hefur því lagt ríka áherslu á að afla kostnaðargagnaog talna um afköst frá Gámaþjónustunni um leið og hann hefur leitað leiða tilað staðreyna þær tölur með raunhæfi þeirra að leiðarljósi. Í matsþáttum er lagtmat á raunhæfi þátta og niðurstöður matsmanns settar fram. Útboðið [sic] varundir kostnaðaráætlun en matsmaður hefur ekki fengið aðgang að þvíkostnaðarmati.“ Íumfjöllun matsmanns um það hvaða kostnað skuli telja með segir að við áætlun ákostnaði við að vinna verkið og um leið við útreikning á framlegð af verkinuþurfi að skoða ákveðin álitamál og jafnvel skoða hvort það sé framlegðin semmeta skuli eða hreinan hagrænan hagnað verksins. Þá er meðal annars fjallað um breytilegan ogfastan kostnað sem almennt falla til í rekstri við framleiðslu. Vísar matsmaðurí því sambandi til niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu Héðinsfjarðargangamáli,þ.e. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 416/2011, og lætur í framhaldinu uppi þáskoðun sína að það sé hans verkefni að reikna út framlegð sem verkefnið hefðiskilað stefnanda. Þá segir: „Í ljósiofangreinds er horft til breytilegs kostnaðar og haft í huga eins og síðarkemur fram í greinargerðinni að verkefnið svaraði til rúmlega 1 prósents afársverkum og tekjum fyrirtækisins. Þar sem um er að ræða framleiðslutæki semeru nýtt í umtalsverðu mæli við verkið er litið til fast [sic] kostnaðar þeirra sem breytilegur væri enannar fastur kostnaður ekki talinn með eins og stjórnunarkostnaður, reksturskrifstofu og tengdir þættir enda hefðu þeir fallið til hvort eð er og ekkihaft áhrif á framlegð þessa verks sem hefði haft lítið vægi í rekstriGámaþjónustunnar.“ Þá er í matsgerðinni ítarleg umfjöllun um afköst mannaflaog tækja og unnið með rauntölur úr öðrum svipuðum verkum sem stefnandi hafðimeð höndum. Fram kemur að undirmatsmaður hafði aðgang að bókhaldsgögnumstefnanda. YfirmatsgerðVíða í tilvitnuðum textayfirmatsgerðar er vísað til aðila þessa máls með tilteknum hætti. Þegar vísaðer til GÞ er átt við stefnanda þessa máls, Gámaþjónustuna hf. Þegar vísað ertil yfirmatsbeiðanda er átt við stefnda í máli þessu, Sveitarfélagið Árborg. Ogþegar vísað er til yfirmatsþola er átt við stefnanda. Stefnda undi ekki undirmati og óskaðieftir dómkvaðningu yfirmatsmanna. Segir í yfirmatsbeiðni að stefnda hafi ekkiverið sátt við niðurstöður undirmatsins og þá sérstaklega að teknu tilliti tilþeirra forsendna sem búið hafi að baki matinu. Gerði stefnda athugasemdir viðfjölmargt í undirmatsgerðinni sem yfirmatsmenn svöruðu í matsgerð sinni. Þann2. desember 2015 voru Árni Jón Árnason viðskiptafræðingur og Ásmundur Magnússonbyggingatæknifræðingur dómkvaddir sem yfirmatsmenn í máli þessu og var matsgerðþeirra, dags. 10. október 2016. Yfirmatsgerðin skiptist í þrjá aðalkafla,Inngang, umfjöllun og niðurstöður yfirmatsmanna og greinargerð yfirmatsmanna.Þá fylgdu matsgerðinni viðaukar. Í fyrsta lagi um skiptingu verklauna ogverkkostnaðar niður á verkþætti og mánuði og skiptingu framlegðar niður áverkliði og mánuði. Í öðru lagi verðlagsleiðréttingar verklauna, verkkostnaðarog framlegð af verkinu fyrir árin 2012-2016 skipt niður á mánuði. Einnig fylgduyfirmatsgerð fylgiskjöl s.s. yfirmatsbeiðni, fundargerðir, athugasemdiryfirmatsþola og undirmatsgerð Axels Hall. Í kafla 1, „Inngangur“ kemur fram að spurningar til yfirmatsmanna hafi veriðsamhljóða spurningum til undirmatsmanns, þ.e. þrjár spurningar sem hver hafiverið í þremur liðum. Þá var í yfirmatsbeiðni óskað eftir að yfirmatsmenn settuútreikninga sína fram á verðlagi þess tíma er tilboðið var gert og aðfullnægjandi sundurliðun og útreikningar fylgdi yfirmatsgerð.Í inngangskafla er einnig gerð greinfyrir athugasemdum yfirmatsbeiðanda, stefnda í máli þessu, m.a. varðandi atriðií undirmatsgerð sem stefnda var ekki sátt við og nánar verður gerð grein íumfjöllun um niðurstöður yfirmatsgerðar. Þá er gerð grein fyrir spurningumyfirmatsbeiðanda til Eflu verkfræðistofunnar varðandi forsendurkostnaðaráætlunar sem fyrirtækið gerði fyrir stefnda og birt var við opnuntilboða. Kemur fram að óskað hafi verið eftir framangreindum upplýsingum í þeimtilgangi að styðjast ekki eingöngu við forsendur undirmatsmanns og stefnanda.Spurningar yfirmatsmanna og svör Eflu verkfræðistofu eru sem hér segir: „1) Getum við fengið kostnaðaráætlunina afhenta sundurliðaða niður ákafla eða einstaka tilboðsliði?Samantekt kafla:Lýsing vinnuliðar Kostnaðaráætlun GámaþjónustanSöfnun til 1.7.2012: 15.128.900 25.360.939Söfnun frá 1.7.2012: 149.499.270 153.239.180Flutningur úrgangs til Sorpu:69.967.42439.545.000Leiga gáma á Gámastöð:11.050.00012.972.500Jarðgerð lífræns eldhúsúrgangs32.400.00021.600.000Söfnun frá stofnunum Árborgar:13.664.000 9.978.420Kynning, fræðsla auk inniíláta og poka6.375.00010.151.900 298.084.594 272.847.938[sic]2) Er kostnaðaráætlunin byggð áreynslutölum (markaðsverðum) eða útreiknuðum einingarverðum?Kostnaðaráætlunin er byggð á reynslutölum.3) Er gert ráð fyrir ófyrirséðumkostnaði, og þá hve miklum, í kostnaðaráætluninni?Reiknað er með ófyrirséðum kostnaði inni í einingarverðum áætlunar enóvíst nákvæmlega hve hár hann er. Verkið er hannað og skipulagt þannig að ekkiætti að koma til mikils ófyrirséðs kostnaðar. 4) Er gert ráð fyrir hagnaðiverktaka, og þá hve miklum, í kostnaðaráætluninni?Gert er ráð fyrir að hagnaður sé hluti af einingarverðum en ekki vitaðhve hár hann er.5) Hver er aðkoma VerkfræðistofuSuðurlands ehf. af gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar?Verkfræðistofa Suðurlands var til ráðgjafar við útboð og kom að rýniútboðsgagna en ekki er munað hvort hún kom að kostnaðaráætlun.“Í kafla 2 „Umfjöllun og niðurstöður yfirmatsmanna“ kemur fram að við gerðyfirmatsins hafi yfirmatsmenn stuðst við undirmat Axels Halls. Horft hafi veriðtil þeirra forsenda sem matsmaður hafi sett fram í undirmati og hafiyfirmatsmenn gert á þeim breytingar ef þeir hafi talið ástæðu til. Þá erítarlega gerð grein fyrir aðferðafræði yfirmatsmanna við framkvæmd matsins.Undirmatsmaður hafi í útreikningum sínum metið hvernig kostnaður hefði falliðtil ef verkefnið hefði verið unnið samkvæmt útboðslýsingu og fyrirliggjandimagntölum. Til hafi staðið að nota nýjan söfnunarbíl auk flutningsbíls meðtengivagni til flutnings söfnunargáma milli Reykjavíkur og Árborgar. Hafiþessir þættir auk umfjöllunar um hvaða aðra kostnaðarþætti bæri að telja meðtil kostnaðar verið meginforsendur matsins. Þá hafi tekju- og kostnaðarmatverið framkvæmt með öðrum hætti fyrir fyrstu sex mánuðina þar sem umaðlögunartímabil fyrir nýju sorpsöfnunina hafi verið að ræða. Þá segir aðundirmatsmaður hafi byggt niðurstöðu sína á dómi Hæstaréttar í Héðinsfjarðargangnamálinu,mál nr. 416/2011, en í því máli hafi aðilar einnig deilt um hvaða kostnað ættiað tilgreina í útreikningum á hagnaðarmissi. Hafi í framangreindum dómi veriðtekið mið af þeirri staðreynd að fasti kostnaðurinn félli til óháð verkefninuog því bæri að horfa til hvaða kostnaðarauki hefði orðið. Í umfjöllun umrekstrarkostnað tengdan fastafjármunum segir að forsendur undirmats hafi gertráð fyrir að umrætt verk bæri fastan kostnað í hlutfalli við nýtingarhlutfallog hafi það verið í samræmi við áðurnefndan dóm Hæstaréttar. Hafiundirmatsmaður metið að nýtingarhlutfall í þessu verki hafi verið 47% samanborið við 45% hlutfall sem stefnandihafi stuðst við í sínum útreikningum. Þá hafi mat á breytilegum kostnaði veriðtvískipt. Annars vegar kostnaður tengdur ökutæki með krók og tengivagn og hinsvegar sorpsöfnunarbíl með tvískipta tunnu. Stefnandi hafi reynslu af fyrrnefndafyrirkomulaginu og þekki því kostnað sem því fylgi. Hins vegar hafi stefnandiekki áður notast við sorpsöfnunarbíl með tvískipta tunnu og því hafi ekki samareynsla legið að baki þeim kostnaðaráætlunum. Eitt slíkt tæki hafi þó veriðtekið í notkun árið 2011 en um hafi verið að ræða minni bifreið en áætlað varað nota í Árborg, þ.e. Árborgarbifreiðin hafi átt að vera 23% þyngri. Því hafií undirmati verið notast við upplýsingar um rekstrarkostnað áðurnefndrar minnibifreiðar á árunum 2011-2014, en til að vega upp á móti stærðarmismunökutækjanna hafi undirmatsmaður uppreiknað eldsneytisnotkun um 10%. Sama hafigilt varðandi upplýsingar um hjólbarða, kílómetragjald og vátryggingar. Hinsvegar hafi viðhald verið að hálfu tekið óbreytt en að hálfu uppfært sem nemurakstursmun. Í útreikningum matsmanns hafi komið í ljós hærri rekstrarkostnaðurá krókbíl og tengivagn en gert hafi verið ráð fyrir í útboðinu og hafi munað umþremur milljónum á árlegum rekstrarkostnaði. Hins vegar hafi þessu verið öfugtfarið varðandi rekstrarkostnað ökutækis með tvískipta tunnu. Samkvæmtútreikningum undirmatsmanns hafi kostnaður við framangreint ökutæki veriðofmetinn um 5,8 milljónir króna. Þá hafi undirmatsmaður fjallaðsérstaklega um afkastagetu söfnunarbílsins þar sem stefnda hafi talið aðafkastageta bifreiðarinnar gæti orðið flöskuháls. Hafi undirmatsmaður komist aðþeirri niðurstöðu að bifreið sú sem til hafi staðið að nota í verkið hefði ekkivirkað sem flöskuháls þar sem hún hefði getað afkastað 13 tonnum af efni, enmiðað við útreikninga undirmatsmanns hafi hann komist að þeirri niðurstöðu aðmiða ætti við 965 heimsóknir á dag og til að sinna því hefði afkastagetabifreiðarinnar þurft að vera 10 tonn. Í umfjöllun um kafla 2.2 „Forsendurog gögn“ kemur fram það álit yfirmatsmanna að lykilatriðin við útreikning átapaðri framlegð stefnanda séu meðhöndlun kostnaðar og áætluð afköst í sorpsöfnuninni.Í vinnu við yfirmatið hafi yfirmatsmenn notast við undirmatið en einnig hafiþeir fengið upplýsingar um forsendur kostnaðaráætlunar sem Efla verkfræðistofahafi gert fyrir stefnda eins og áður greinir. Segir í yfirmatsgerð aðkostnaðaráætlun Eflu verkfræðistofu falli vel að niðurstöðum undirmatsmanns þarsem kostnaðarmat verkfræðistofunnar hafi verið hærra í flutningsliðum en lægraí söfnunarliðum. Varðandi fastan og breytilegan kostnað kemur fram sú skoðunyfirmatsmanna að ekki eigi að taka tillit til alls fasts kostnaðar íútreikningum á hagnaðarmissi stefnanda vegna stærðarhagkvæmni fyrirtækisins oggetu til þess að taka að sér ný verkefni af ákveðinni stærðargráðu. Beriundirmatið með sér að kostnaður við fjárfestingar sem hefði þurft að ráðast ívegna verkefnisins hefðu að einhverju leiti dreifst á önnur verkefni og teljayfirmatsmenn að ólíklegt sé að tækjakostur stefnanda hefði staðið ónotaður. Þáeru yfirmatsmenn sammála undirmatsmanni um að nota skuli hærra hlutfall íútreikningi fasts kostnaðar í hlutfalli við nýtingarhlutfall en stefnandi hafigert. Í yfirmati sé því reiknað með 47,25%. Þá segir að yfirmatsmenn sjái ekkiannað en að dómur Hæstaréttar í Héðinsfjarðargangnamálinu, sem sé í grunninnsvipað og mál þetta, leiðbeini matsmönnum eindregið í þá átt að reikna beriframlegðarmissi verktaka við útreikning á hagnaðarmissi verks. Þó ekki liggijafn ljóst fyrir hvernig meta eigi breytilegan kostnað á ökutæki með tvískiptritunnu virðist aðferðafræði undirmatsmanns hafa verið raunhæf. Þá segir að vegna þess hvernig bæði stefnandi ogundirmatsmaður byggðu upp kostnaðarreikninga sína séu afköst stefnanda ísorpsöfnun ein mikilvægasta breytan í útreikningunum. Því hafi verið kannaðhvort forsendur um afköst í kostnaðarútreikningi undirmats hafi veriðraunhæfar. Yfirmatsmenn taka fram að engar tölur hafi verið fyrirliggjandi umafköst við sorphirðu í Árborg og ekki hafi fengist upplýsingar frá Efluverkfræðistofunni um hvaða afköst hafi verið miðað við í kostnaðaráætlunþeirra. Því hafi yfirmatsmenn haft samband við tæknimenn bæjarfélaga ográðgjafa þeirra á nokkrum stöðum á landinu þar sem oftast hafi verið um að ræðasorphirðu bæði í þéttbýliskjörnum og dreifbýli. Vegna mismundi verklags millisveitarfélaga hafi allur samanburður hins vegar verið mjög erfiður. Hvergi hafifengist skriflegar tölur um raunafköst og því hafi fyrirspurn yfirmatsmannalitlu bætt við þær tölur sem liggi fyrir í undirmati. Það hafi því veriðniðurstaða yfirmatsmanna að þeir hafi ekki rök til þess að rengja þá skoðun undirmatsmannsað útfærsla stefnanda sé raunhæf, bæði hvað varðar afköst og útbúnað. Þá hafiathuganir í undirmati varðandi mat á afköstum og hleðslugetu söfnunarbíls veriðgóðar og hafi í yfirmati verið tekið mið af þeim. Þá segir í yfirmatsgerð: „Í undirmati er lagt mat á tekjur og kostnaðverksins. Það mat er gert á vandaðan og nákvæman hátt að dómi yfirmatsmanna.Ekki eru gerðar athugasemdir við mat undirmatsmanns á tekjum verksins. Við gerðkostnaðarmats eru einkum þrír þættir sem mynda hið endanlega mat, eða tilboðverktaka. Þessir þættir eru verkkostnaður, ófyrirséður kostnaður (áhætta(e.risk)) og hagnaðarkrafa verktaka. Yfirmatsmenn telja að verkkostnaður sérétt skilgreindur í undirmati en þar sem stuðst er við kostnað eins og hannkemur fram í bókhaldi GÞ má áætla að ófyrirséður kostnaður sé hluti afraunkostnaðartölum verktaka, sem eiga uppruna sinn í kostnaðarbókhaldi hans, oger því ekki gert ráð fyrir viðbótarkostnaði í yfirmati vegna þessa.Yfirmatsmenn gera ekki athugasemdir við rökfærslu né útreikninga matsmanns ogeru sammála niðurstöðu hans að ekki sé nein ástæða til að áætla aðsöfnunarbifreiðin hefði virkað sem flöskuháls.“Í köflum 2.3–2.5 er spurningumstefnda til yfirmatsmanna svarað. Fyrsta spurning til yfirmatsmanna, „Verklaun“, er svohljóðandi: „1.1 Hver hefðu verklaun yfirmatsþola [stefnanda,innskot dómara]orðið á samningstímabilinu(árin 2012-2016) af umræddu verki skv. skilgreiningu útboðsgagna í leið B? 1.2Er raunhæft og eðlilegt að ætla að verklaun hefðu fallið til með sama hætti oggert er ráð fyrir í stefnu? 1.3 Ef matsmönnum er ekki mögulegt að sundurliðaútreikninga á því hvernig verklaunin hefðu fallið til fyrir allt tímabilið,þ.e. árin 2012-2016, er þess óskað að matsmenn láti í té sundurliðaðaútreikninga á því hvernig verklaunin hefðu fallið að því marki sem unnt er, ení minnsta lagi fyrir árið 2012. Svaryfirmatsmanna er svohljóðandi: „Samkvæmtútreikningum yfirmatsmanna sem miða við verð í tilboði GÞ þá hefðu verklaunorðið kr. 53.735.935 ef einungis er horftá 2012 en kr. 217.408.716 fyrir allt tímabilið. [...] Yfirmatsmenn hafa engarástæður til að áætla að verklaun hefðu átt að falla til með einhverjum öðrumhætti en gert var ráð fyrir í undirmati. Ef komið hefðu upp aðstæður líkt ogbreyting á fjölda heimila eða losana þá hefði það áhrif bæði áhrif [sic] á tekjur og kostnað en engar forsendur erufyrir því að þær breytingar hefðu haft áhrif á einingarverð.“Önnur spurning til yfirmatsmanna, „Verkkostnaður“ er svohljóðandi: „2.1 Er sá kostnaður sem yfirmatsþoli áætlaðivið verkið raunhæfur og eðlilegur? 2.2 Er raunhæft og eðlilegt að áætla aðkostnaðurinn hefði fallið til með sama hætti og gert er ráð fyrir í stefnu?2.3 Ef matsmönnum er ekki mögulegt að meta kostnað fyrir allt tímabilið,þ. e. árið 2012-2016, er þess óskað að matsmenn láti í té sundurliðaðaútreikninga á fyrirsjáanlegum eða ætluðum verkkostnaði að því marki sem unnter, en í minnsta lagi fyrir árið 2012. Svaryfirmatsmanna er svohljóðandi: „Samkvæmtútreikningum yfirmatsmanna hefði verkkostnaður orðið kr. 35.967.640 ef einungiser horft á 2012 en kr. 154.355.642 fyrir allt tímabilið. [...] Yfirmatsmennstuddust við upphæðir úr undirmati þar sem þær eru byggðar á rauntölum.Nýtingarhlutfallið var hækkað lítillega úr 45% í 47,25% sem miðar þá að 5% hækkunfrá því nýtingarhlutfalli sem GÞ gerði ráð fyrir í sínum útreikningum. Hækkunnýtingarhlutfalls um 5% er tilkomin vegna tíðari losana á grátunnum fráfjölbýlishúsum í Árborg eins og verksamningur segir til um.“Þriðja spurning til yfirmatsmanna, „Hagnaður“ er svohljóðandi: „3.1 Er hagnaður sem yfirmatsþoli áætlaði viðverkið raunhæfur og eðlilegur?3.2 Er raunhæft og eðlilegt að ætla aðhagnaðurinn hefði fallið til með sama hætti og gert er ráð fyrir í stefnu. 3.3Ef matsmönnum er ekki mögulegt að meta hagnað fyrir allt tímabilið, þ.e. árin2012-2016, er þess óskað að matsmenn láti í té sundurliðaða útreikninga áfyrirsjáanlegum eða ætluðum hagnaði af því marki sem unnt er, en í það minnstalagi fyrir árið 2012.„Svar yfirmatsmanna er svohljóðandi: „Miðað við útreikninga yfirmatsmanna þá hefðiframlegð verksins fyrir 2012 verið kr. 17.768.295 en kr. 63.053.074 fyrir allttímabilið. [...]Framlegðin er mismunur verklauna og verkkostnaðar og byggistniðurstaða hennar á aðferðafræði og forsendum í útreikningi þeirra.Yfirmatsbeiðandi telur að allur kostnaður í framlagðri matsgerð sé verulegavanáætlaður. Telur hann að miðað við framlagðan ársreikning yfirmatsþola þáhefði framlegðin af þessu tiltekna verki verið tæplega 36% af EBITDAfyrirtækisins fyrir árið 2012. Í ljósi athugasemdar yfirmatsbeiðanda þá könnuðuyfirmatsmenn hversu stór hluti framlegð þessa verkefnis hefði verið af EBITDAframlegð fyrirtækisins árið 2012. Niðurstaða yfirmatsmanna er að framlegð afþessu verkefni hefði verið um 6% af EBITDA fyrirtækisins fyrir árið 2012 sem ertöluvert lægra hlutfall en skv. mati yfirmatsbeiðanda.“Í kafla 2.6, sem ber heitið „Svör við aðfinnslum og sérstökumathugasemdum yfirmatsbeiðanda“, er umfjöllun yfirmatsmanna við einstökumathugasemdum stefnda við undirmatsgerðina. Í fyrsta lagi að ekki hafi veriðgert ráð fyrir kostnaði vegna verkfunda, sbr. grein 0.8.1 í útboðslýsingu, ensamkvæmt greininni hafi verktaki ásamt undirverktökum átt að mæta á verkfundmeð fulltrúa verkkaupa á fjögurra vikna fresti fyrsta árið en svoársfjórðungslega eftir það. Í yfirmatsgerð, kafla 2.6.1 segir um þetta: „Það er mat yfirmatsmanna að ekki sé umáhrifamikinn útgjaldalið að ræða þar sem að mæting á vinnufundi fellur innanverksviðs fastra starfsmanna GÞ. Ef um aukinn kostnað væri að ræða fyrir GÞ þáværi hann helst í formi ferðakostnaðar. Yfirmatsmenn telja að um hverfandikostnað í samhengi við heildar verkkostnaðinn sé að ræða og að engu þurfi aðbæta við kostnaðarlið yfirmats vegna þessa.“ Í öðru lagi er í kafla 2.6.2 „Vinnuklæðnaður“ fjallað um athugasemdirstefnda um að hvergi í undirmati sé gert ráð fyrir kostnaði við vinnuklæðnað,en samkvæmt grein 0.7.5 í útboðslýsingu skyldu starfsmenn klæðast vinnufatnaðisem uppfylli EN-471 staðal. Um þetta segir yfirmatsgerð: „Fullvíst er talið að GÞ útvegi starfsmönnum sínum vinnufatnað í öllumsínum verkum. Sá vinnufatnaður uppfyllir mjög líklega þennan staðal eða er afsvipuðum gæðum. Yfirmatsmenn telja því afar líklegt að GÞ sé með þennan kostnaðinní þeim tölum sem út úr þeirra bókhaldi koma annaðhvort í launatengdumgjöldum eða annarstaðar [sic]. Afþessum sökum er ekki ástæða til að bæta við kostnaði vegna þessa í yfirmatienda er ekki um að ræða stóran útgjaldalið.“Í þriðja lagi er í kafla 2.6.3 „Gerð og afhending moltu“ gerð greinfyrir athugasemdum stefnda um að í undirmati hafi ekki verið gert ráð fyrirkostnaði vegna gæðamoltu sem verkkaupi og íbúar sveitarfélagsins hafi átt réttá að geta sótt sér á athafnasvæði verktaka innan sveitarfélagsins sér aðkostnaðarlausu, sbr. grein 0.8.14 í útboðslýsingu. Hafi stefnda bent á að ekkihafi verið gert ráð fyrir kostnaði við athafnasvæði í matsgerðinni og telurhann það ætti að hafa áhrif á framlegð verkefnisins. Í yfirmatsgerð segir: „Að mati yfirmatsmanna þá hefði GÞ að öllumlíkindum notað það svæði sem Árborg úthlutaði til GÞ fyrir sorpsöfnunargámanafyrir gáma til afhendingar á moltu. Yfirmatsmenn meta það sem svo að ekki hefðiverið þörf á frekara athafnasvæði fyrir GÞ í Árborg þar sem að ráðgert var aðsöfnunarbíllinn myndi losa bílinn á höfuðborgarsvæðinu. Það hefði því veriðhægur vandi að hafa moltu til afhendingar á sama svæði og sorpsöfnunargámarnirhefðu verið. Yfirmatsmenn sjá því ekki fyrir sér viðbótarkostnað vegna þessa.“Í fjórða lagi er í kafla 2.6.4 gerðgrein fyrir athugasemdum stefnda um að ekki hafi verið gert ráð fyrir kostnaðivið rekstur þjónustuvers fyrir íbúa sveitarfélagsins til að koma á framfærikvörtunum og fyrirspurnum, sbr. grein 1.9 í útboðslýsingu. Í yfirmatsgerðsegir: „Það er álit yfirmatsmanna að sökumþess að GÞ hafði yfir að ráða þjónustuveri sem hefði geta sinnt fyrirspurnumfrá íbúum Árborgar auka [sic] annarrasvæða sem væru í þjónustu hjá GÞ hefði enginn aukinn kostnaður fallið til íþessu verk [sic] þar sem aðfullstarfandi þjónustuver var fyrir hendi hjá GÞ áður en þetta verk kom til.“Loks fjalla yfirmatsmenn í kafla2.6.5 „Sérstakar athugasemdiryfirmatsbeiðanda“, um eftirfarandi athugasemdir stefnda við undirmatið: Ífyrsta lagi hafi stefnda vísað til þess að undirmatsmaður hafi ekki upplýsthvaða sveitarfélög það hafi verið sem stefnandi hafi sinnt og undirmatsmaðurnýtt til að staðreyna fyrirframgefin afköst yfirmatsþola. Fram kemur aðyfirmatsmenn hafi verið upplýstir um að sveitarfélögin sem um ræðir séu annarsvegar Ölfus, sem svipi til Árborgar hvað landlegu varðar, en þar séyfirmatsþoli með þriggja tunnu kerfi, þ.e. brún-, grá- og blátunna. Hins vegarsé um að ræða Eyjafjarðarsveit, þar sem mun snjóþyngra sé, ekki jafnmikiðflatlendi og nánast eingöngu dreifbýli, en þar sé sama kerfi og miðað sé við íafkastatölum fyrir Árborg, þ.e. brúntunna innan grátunnu. Fram kemur aðyfirmatsmenn séu sammála undirmatsmanni í grunninn, þ.e. að til að staðreynaafkastatölur sé miðað við verkferla og skilvirkni stefnanda. Þá segir að þeirhafi þó gert „samanburð á afköstum viðönnur sveitarfélög til að sjá hvort munur væri á afköstum þar og íÁrborgarverkefninu. Sá samanburður leiddi ekki í ljós upplýsingar sem eru tilþess fallnar að draga í efa þau afköst sem reiknað er með í undirmati.“Kemur fram sú skoðun yfirmatsmanna að þó svo komið hafi í ljós að afköst áhvern starfsmann hafi verið nokkuð minni í Árborg en Ölfusi telji þeir þettainnan skekkjumarka þar sem notast sé við þrjár tunnur í Ölfusi þar sem farahefði þurft fleiri ferðir upp að húsum þar sem eingöngu hafi verið hægt að takatvær tunnur í hverri ferð. Er það skoðun yfirmatsmanna að afkastatölur fyrirÁrborg geti talist raunhæfar bornar saman við rauntölur frá Ölfusi. Þá teljaþeir mun á afköstum í Eyjafjarðarsveit og Árborg eðlilegan og skýrast af því aðEyjafjarðarsveit sé ekki jafn flatlent og Árborgarsvæðið, auk þess sem meirisnjóþyngsli séu á Eyjarfjarðarsvæðinu. Í öðru lagi hafi stefnda vísað tilþess að þau afköst sem lögð hafi verið til grundvallar í töflum undirmatsgerðarséu ekki raunhæf. Í fyrsta lagi vegna þess hve dreifbýlt sé í Árborg, en þarséu 120 lögbýli. Í öðru lagi þurfi söfnunarbílinn auk þess að aka á Stokkseyriog Eyrarbakka. Í þriðja lagi telur stefnda að undirmatsmaður hafi ekkertathugað hvort söfnunarbílinn sem hugsaður hafi verið í verkið væri hentugur áheimreiðum eða hvort öxulþungi bifreiðarinnar sé of mikill fyrir heimreiðarnará vorin og haustin. Í niðurstöðu yfirmatsmanna segir: „Yfirmatsmenn telja ekki ástæðu til að endurskoða forsendur um afköst útfrá því hversu dreifð byggðin er í Árborg eða vegna eða [sic] fjölda lögbýla þar, enda eru aðstæður íÖlfusi og Eyjarfjarðarsveit hvað þetta varðar svipaðar og þess vegna ættu tölursem matsmaður notar úr bókhaldi GÞ að vera sambærilegar að þessu leyti. Yfirmatsmennhafa ekki haft tök á að kanna aðstæður á heimreiðum lögbýla í Árborg en þar semGÞ notar stóra söfnunarbíla í hinum viðmiðunarverkunum, þó minni séu, geramatsmenn ekki ráð fyrir miklum vandræðum vegna stærðar söfnunarbílsins.Yfirmatsmenn telja því ekki ástæðu til að endurskoða forsendur um afköst íundirmati vegna þess.“Í þriðja lagi telur stefnda að íundirmatsgerð hafi ekki verið staðreynt hvort að sú staðreynd að í útboðsgögnumsé áskilið að við fjölbýlishús skuli losa grátunnur á sjö daga fresti, hafiáhrif á þau afköst sem lögð eru til grundvallar af yfirmatsþola. Þessu hafiundirmatsmaður mætt með því að hækka kostnaðarhlutdeild verksins upp í 47%.Telur stefnda að þessi krafa um aukna tíðni losana hafi í för með sér fleiriferðir yfir Hellisheiði með tilheyrandi kostnaði og hafi stefnda farið fram áað þessi kostnaður væri sundurliðaður frekar. Í niðurstöðu yfirmatsmanna segir:„Yfirmatsmenn telja að ferðumsöfnunarbíls yfir Hellisheiði hefði ekki endilega fjölgað, þrátt fyrir kröfu umaukna tíðni losana við fjölbýlishús. Miðað við fjölda vinnudaga sem eruáætlaðir í Árborgarverkefnið þá hefði yfirmatsþoli farið tvisvar til þrisvar íviku til Árborgar. Miðað við afkastagetu og nýtingu ökutækisins (sbr. umfjölluní kafla 2.1.2) hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að losa grátunnur viðfjölbýlishús í þeim ferðum sem gert var ráð fyrir og uppfylla jafnframtskilyrði um tíðni losana. Í undirmati var þó reynt að einhverju leyti aðleiðrétta fyrir þessum auknu losunum við fjölbýlishús með því að hækkanýtingarhlutfall bifreiðarinnar úr 45% (viðmið GÞ) í 47%. Eins og kom fram íkafla 2.4 þá er stuðst við nýtingarhlutfallið úr undirmatinu í okkarútreikningum en það er þó hækkað lítillega, eða í 47,25%.“Í fjórða lagi hafi stefnda bent á aðþrátt fyrir að snjólétt sé á Suðurlandi verði Hellisheiði oft ófær og enn oftarseinfarin. Því geri stefnda athugasemdir við að undirmatsmaður hafi ekki tekiðinn í kostnað við þennan þátt verksins, þ.e. flutning yfir Hellisheiði. Íniðurstöðu yfirmatsmanna segir: „Yfirmatsþolihefur stundað viðskipti á Íslandi í fjölda ára um allt land og má því áætla aðhann sé vanur að eiga við ýmis veðurskilyrði og tilheyrandi röskun á vinnu. Þarsem ekki er gert ráð fyrir að fara þurfi yfir Hellisheiðina á hverjum degi þáværi ef til vill hægt, upp að vissu marki, að hliðra til þannig að starfsmennog ökutæki séu nýtt í önnur verkefni þá daga sem ófært er. Þessi rök miða útfrá að Hellisheiðin loki ekki einhverja daga í röð, ef slíkt myndi gerast gætuáhrifin orðið einhver þó erfitt sé að festa niður nákvæm áhrif. Þá má oft faraÞrengslin eða Suðurstrandarleið ef Hellisheiðin er ófær. Yfirmatsmenn telja þvíekki ástæðu til að tíunda slíkan kostnað sérstaklega.“Í greinargerð yfirmatsmanna, kafla 3,kemur fram að við gerð matsins hafi að miklu leyti verið stuðst við undirmatiðog þá vinnu sem að baki því lá og hafi það ekki sætt athugasemdum af hálfuaðila málsins. Þá segir: „Samkvæmt gögnumfrá GÞ, [stefnanda, innskot dómara] var stærsti hluti kostnaðarins fólginn ílaunakostnaði, hvort sem um er að ræða ökumenn eða hlaupara, ásamt rekstri ogviðhaldi sorpsöfnunarbíls, krókbíls og tengivagna. Sorpsöfnunarbíllinn átti aðbera tvískiptan söfnunarkassa vegna eðlis flokkunar á sorpi og hafði GÞ engareynslu af því að notast við slíkt tæki. Krókbíllinn og tengivagnana átti aðnýta í flutninga á sorpsöfnunargámum frá Árborg til höfuðborgarinnar,fyrirtækið hafði mikla reynslu af rekstri slíkra ökutækja. [...]Yfirmatsbeiðandi hefur ítrekað, bæði íyfirmatsbeiðninni sem og á yfirmatsfundum, bent á óraunhæfi þeirra afkasta semGÞ gerði ráð fyrir, en stuðst var að einhverju leyti við þau afköst í undirmatiog síðar í útreikningum yfirmatsmanna á tapaðri framlegð. Í öllum verkum komaupp ófyrirséðir atburðir sem eiga það til að draga úr afköstum. Í verki semþessu sem er vel skilgreint og verktaki þekkir vel til verklags er þó um afarlágt hlutfall að ræða (1-2%). Ekki fengust svör frá Eflu um hvað þeir reiknuðumeð í sinni kostnaðaráætlun, aðeins svar um að afar lítil óvissa sé í verki semþessu. Þar sem kostnaðartölur sem notaðar eru í undirmati eru rauntölur fengnarúr bókhaldi GÞ verður að gera ráð fyrir því að þessi kostnaður sé þegarinnifalin [sic] í þessum tölum.“ Í lokaorðum matsgerðar segir: „Í stað þess að taka upp alla útreikningaundirmats eru þeir staðfestir af yfirmatsmönnum. Þá eru ekki talin efni tilþess að draga þær afkastatölur sem þar eru lagðar til grunna í efa. Einnig ergengið út frá því að kostnaður vegna ófyrirséðra atvika sé innifalinn íkostnaðartölum sem matsmaður fær úr bókhaldi GÞ. Kostnaður tilkomin [sic] vegna athugasemda og aðfinnslnayfirmatsbeiðanda eru ýmist taldar vera þegar innifaldar í tilteknum kostnaði íundirmati eða vera svo óverulegar í heildarkostnaðarmati að þeim er sleppt íyfirmati.“Málsástæður og lagarök stefnanda Helstu málsástæður og lagarök stefnanda í þessum þættimálsins eru eftirfarandi: Stefnandibyggir kröfur sínar á því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna brota stefnda álagareglum um útboð. Stefnda hafi í kjölfar útboðsins verið skylt að gera viðstefnanda verksamning í kjölfar útboðsins, en það hafi stefnda hins vegar ekkigert. Með vísan til 2. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup beristefnda ábyrgð á því, en einnig með vísan til almennra skaðabótareglna.Niðurfelling útboðsins hafi ekki byggst á málefnalegum forsendum og íniðurfellingu hafi jafnframt falist höfnun á tilboðum. Vísar stefnandi til þess að í 101.gr. laga nr. 84/2007 sé kveðið á um bótaskyldu vegna brota á lögum og reglum umopinber innkaup. Ákvæði sé um sérstakt sönnunarhagræði ef krafist er kostnaðarvið tilboðsgerð sbr. 1. mgr., en í 2. mgr. sé kveðið á um að sé krafist annarskonar skaðabóta á sama grundvelli gildi almennar reglur. Eigi bjóðandi rétt ábótum fyrir almennt fjártjón/missi hagnaðar, ef honum takist að sanna með réttuað taka hefði átt tilboði hans. Kærunefnd útboðsmála hafi í úrskurði sínum frá2. mars 2012 staðfest að báðum skilyrðunum hafi í máli þessu verið fullnægt,þ.e. að ef reglur hefðu ekki verið brotnar hefði stefnandi átt raunhæfamöguleika á því að verða fyrir valinu til samningsgerðar, enda hafi hann átthagstæðasta tilboðið, sbr. 72. gr. laganna. Stefnandi byggir á því að höfnunstefnda á tilboði hans hafi verið í andstöðu við ákvæði laga nr. 84/2007.Ákvörðun um að hafna öllum tilboðum þurfi að byggjast á málefnalegum ogrökstuddum sjónarmiðum og hafi verkkaupi ekki val um það hvernig hann ljúkiútboðsferli eftir að það er hafið. Framkvæmd stefnda hafi verið ýmsum annmörkumháð. Enginn rökstuðningur hafi fylgt ákvörðun stefnda þann 16. desember 2011 umað hafna öllum tilboðum eins og skylt sé samkvæmt 1. mgr. 75. gr. laganna. Þærástæður sem stefnda hafi tilgreint síðar, þ.e. með bréfi dags. 19. samamánaðar, hafi ekki verið málefnalegar og ekki getað verið grundvöllur fyrirhöfnun allra tilboða. Hinir ætluðu annmarkar að mati stefnda hafi verið þeir aðekki hafi verið áskilið í útboðsgögnum að bjóðendur skiluðu með tilboðum sínumöllum þeim upplýsingum sem áhrif hefðu við val á tilboðunum. Þar af leiðandihefði framkvæmd útboðsins gert bjóðendum kleift að hafa áhrif á val tilboðs meðþeim gögnum sem skilað hafi verið inn síðar, eftir að tilboð höfðu verið opnuð.Stefnandi telur að stefnda hafi að öllum líkindum með þessu verið að vísa tilkafla 0.1.3 í útboðsgögnum um hæfi bjóðenda en þar segir að bjóðanda beri aðláta í té tilteknar upplýsingar um hæfi sitt innan viku frá opnun og yfirferðtilboða, en einungis ef þess sé óskað af verkkaupa. Vísar stefnandi til þess aðstefnda hafi haft það algjörlega í hendi sér hvort hann óskaði eftirupplýsingum og því rangt að halda því fram að bjóðendur hefðu sjálfir getaðhaft áhrif á framkvæmd útboðsins. Um hafi verið að ræða hæfisskilyrði en ekkivalforsendur tilboðs og alvanalegt sé að kallað sé eftir gögnum hvað það varðarþegar fyrir liggi hve mörg boð hafi borist. Vandalaust sé að haga því meðsamræmdum hætti þannig að komið sé í veg fyrir mismunun. Stefnandi telur framangreindarröksemdir stefnda fyrir höfnun tilboðs stefnanda hafa verið fyrirslátt og hafitilboðinu verið hafnað á grundvelli annarra forsendna en þeirra sem settar hafiverið fram í útboðsgögnum, en slíkt sé óheimilt samkvæmt 2. mgr. 72. gr. sömulaga. Stefnandi telur að ætlun stefnda hafi ávallt verið sú að semja viðÍslenska gámafélagið ehf., og sjáist það best á því að sama dag og öllumtilboðum í verkið hafi verið hafnað hafi stefnda framlengt verksamning viðfélagið. Þá hafi, eftir síðara útboð stefnda, tilboði nefnds félags verið tekiðaðeins 14 dögum eftir opnun tilboða. Stefnandi telur stefnda einnig hafabrotið gegn formreglum við töku ákvörðunar um að hafna öllum tilboðum, endahafi Gunnar Egilsson verið meðal þeirra sem tekið hafi ákvörðunina á fundibæjarstjórnar. Hann sé bróðir Guðjóns Egilssonar sem annast hafi sorphirðufyrir stefnda í mörg ár. Samkvæmt 2., 3., 5. og 6. tl. 3. gr. stjórnsýslulaga,sem eigi samkvæmt 103. gr. laga 84/2007 að gilda um ákvarðanir um opinberinnkaup, hafi Gunnari verið óheimilt að taka þátt í undirbúningi, meðferð eðaákvörðunartöku í málinu. Stefnandi byggir á því að hann hafiátt hagkvæmasta tilboðið, sbr. 1. mgr. 72. gr. laga nr. 84/2007 og ef tilhinnar ólögmætu ákvörðunar hefði komið, hefði verið samið um verkið viðstefnanda. Tilboð stefnanda í leið A hafi verið 12% lægra en næsthæsta boð ogboð stefnanda í leið B hafi verið 13,9% lægra. Auk þess hafi stefnandi fengiðbetri einkunn í mati Eflu verkfræðistofu eins og staðfest hafi verið í úrskurðikærunefndar útboðsmála. Þá hafi tilboð stefnda verið töluvert undirkostnaðaráætlun stefnda. Þannig hafi tilboð stefnanda fullnægt þörfum stefndabest miðað við þær forsendur sem gefnar hafi verið, sbr. 45. gr. laga nr.84/2007, og ekkert hafi komið fram um að tilboðið hafi verið ógilt eða aðstefnandi ekki uppfyllt hæfiskröfur. Vísar stefnandi til þess að samkvæmtframansögðu sé því ljóst að öllum skilyrðum 1. mgr. 101. gr. laganna ogalmennra skaðabótareglna sé fullnægt og sé stefnda því skaðabótaskylt gagnvartstefnanda. Þá blasi við öll skilyrði hinna almennu skaðabótareglna um huglægaafstöðu, orsakatengsl og sennilega afleiðingu og hafi stefnda mátt vera þaðljóst þegar tekin hafi verið ákvörðun um að hafna öllum framkomnum tilboðum. Varðandi umfjöllun um kröfufjárhæðbyggir stefnandi á því að við ákvörðun á umfangi tjóns vegna hinnar ólögmætuákvörðunar stefnda, eigi við almennar reglur um sönnun fjártjóns, sbr. 2. mgr.101. gr. laga nr. 84/2007. Þá eigi við það lögskýringarsjónarmið að reglur umbótaábyrgð vegna brota á útboðsreglum eigi að hafa raunhæfa þýðingu. Af þvítaki kröfur til sönnunar mið. Stefnandi byggir á því að fjárhæðbóta verði að miða að því að gera stefnanda eins settan fjárhagslega og hefðistefnda samið við hann og stefnandi unnið verkið. Stefnandi byggir á því aðtjón hans svari til tapaðrar framlegðar hans af verkinu, þ.e. mismunar áverklaunum annars vegar og breytilegum kostnaði við framkvæmd verksins hinsvegar. Skýrt fordæmi sé að finna í dómi Hæstaréttar nr. 416/2011 um aðframangreindar forsendur beri að leggja til grundvallar. Stefnandi telur ljóstað hefði stefnda samið við stefnanda um verkið hefðu árlegar greiðslur áframkvæmdatímanum einungis verið óverulegur hluti veltu stefnanda ásamningstímabilinu enda hafi stefnandi um árabil verið leiðandi íumhverfisþjónustu og sinni sorphirðu víðs vegar um landið. Þá sé ljóst aðstefnandi hefði hvorki þurft að ráðast í mannaráðningar til að annastyfirstjórn, verkstjórn eða bókhald né annars konar fjárfestingar til að getainnt hið nýja verkefni af höndum aðrar en þær sem fram komi íkostnaðarútreikningum vegna sorphirðubíls. Í umfjöllun um tekjur vísarstefnandi til þess að hafa gert tilboð sitt á grundvelli ákveðinna tilboðsliðaog hefðu heildarverklaun allt samningstímabilið orðið sem hér segir: A. Tilboðsliðir 1-20Samtals sorphirða: kr. 142.310.852 B. Tilboðsliðir 21-32Flutningur úrgangs til Sorpu bs: kr. 31.509.960 C. Tilboðsliðir 33-37Leiga á gámum kr. 10.336.653 D. Tilboðsliður 38Jarðgerð lífræns eldhúsúrgangs kr. 17.211.155 E. Tilboðsliðir 39-48Sorphirða frá stofnunum Árborgar: kr. 7.950.932 F. Tilboðsliðir 49-50Kynning, fræðsla og söfnunarílát fyrir íbúaÁrborgar kr. 8.089.163Heildartekjur án virðisaukaskatts: kr. 217.408.715 Vísarstefnandi til þess að tilboðsgerð í verkið hafi verið hefðbundin og hafistefnandi boðið í mörg sambærileg verk. Við tilboðsgerðina hafi stefnandinotast við reynslutölur sínar um afkastagetu, laun starfsmanna ogrekstrarkostnað bíla og tækja. Varðandi kynningu á nýju fyrirkomulagi hafistefnandi stuðst við reynslu stefnanda af sambærilegu verki á Akureyri.Forsendur stefnanda hafi því verið mjög góðar og óumdeildar við áætlunkostnaðar við verkið. Þá virðist kostnaðaráætlun stefnda hafa verið í góðu samræmivið tilboð stefnanda, eða 91,5% af áætlun sem kynnt hafi verið við opnuntilboða þann 10. nóvember 2011. Í umfjöllun um gjöld/kostnað vísarstefnandi til þess að við tilboðsgerðina hafi hann stuðst við útreikningabyggða á reynslu sinni og öðrum samningum um sambærileg verkefni, sem ogupplýsingar úr eigin kostnaðarbókhaldi. Kostnaður stefnanda við framkvæmdverksins á einstaka tilboðsliði hefði fallið til þannig: A.Tilboðsliðir1-20Launakostnaður við sorphirðu er áætlaður: kr. 50.316.960Breytilegur kostnaður við rekstur bifreiða ogakstur: kr. 30.167.325Fastur kostnaður (afskriftir, vextir ogvátrygging): kr. 12.017.825B.Tilboðsliðir21-32Launakostnaður við flutning úrgangs eráætlaður: kr. 8.968.610 Breytilegur kostnaður við rekstur bifreiða ogakstur: kr. 8.932.860Fastur kostnaður (akstur, vextir ogvátrygging): kr. 8.376.135 C. Tilboðsliðir 33-37Fastur kostnaður vegna leigu á gámum(afskriftirog vextir):kr. 8.405.538 D. Tilboðsliður 38Breytilegur kostnaður við jarðgerð á lífrænumúrgangi: kr. 14.299.200 E. Tilboðsliðir 39-48Breytilegur kostnaður við sorphirðu frástofnunum kr. 5.167.900 F. Tilboðsliðir 49-50Breytilegur kostnaður við kynningu, fræðslu ogílát auk kostnaðar við verktryggingu kr. 7.781.839Samtals kostnaður af framkvæmd verksins: kr. 154.434.192 Stefnandi kveður dómkröfunagrundvallast á mismun tekna og gjalda, þ.e. fjárhæð verklauna að frádregnumkostnaði stefnanda. Heildartekjur hefðu orðið 217.804.716 krónur, en kostnaðurstefnanda við framkvæmd verksins, sem stefnandi byggir á að teljist sannaður aðþví marki sem hægt sé að sanna slíkt, hafi numið alls 154.434.192 krónum.Samkvæmt þessu hafi stefnandi reiknað með 62.974.523 króna hagnaði af verkinu íheild miðað við uppgefnar magntölur að teknu tilliti til vísitölu semútboðslýsing hafi tilgreint. Stefnandi gerir í máli þessu kröfutil þess tjóns sem fallið hefði til á árinu 2012 og miðar við að hinn tapaðihagnaður hafi fallið til mánaðarlega. Dómur í málinu myndi hafa fordæmisgildifyrir síðari ár og áskilur stefnandi sér rétt til höfðunar framhaldssakar eðasérstaks máls, m.a. eftir því sem málatilbúnaður stefnda gefi tilefni til. Íumfjöllun stefnanda um tapaðan hagnað á árinu 2012, þ.e. stefnukröfu, vísarstefnandi til þess að í máli þessu sé til umfjöllunar tapaður hagnaður vegnaársins 2012 sem nemi 18.894.542 krónum að teknu tilliti til verðbóta en ánvirðisaukaskatts. Stefnandi telur sig eiga samsvarandi kröfur hvað varðar þauár sem eftir lifi af samningi þeim sem stefnda hafi borið að gera viðstefnanda. Þá vísar stefnandi til greinar 0.5.6 í útboðsgögnum um verðbæturgreiðslna. Hafi hann uppreiknað kröfur sínar vegna ársins 2012 í samræmiframangreint ákvæði útboðsskilmála. Nánar hvað þetta varðar vísar stefnandi tilframlagðrar samantektar framkvæmdastjóra stefnanda á áætluðum kostnaði viðframkvæmd verksins. Í stefnu gerir stefnandisundurliðaða grein fyrir tekjum og gjöldum á mánuði og einstaka verkliði (A-F).Eru samanlagðar tekjur á árinu 2012 tilgreindar í töflu um tekjur 56.569.849krónur með verðbótum. Samanlögð gjöld á árinu 2012 eru tilgreind í töflu umgjöld 37.765.307 krónur með verðbótum. Á samsvarandi töflu um framlegð á árinu2012 er samtala ársins 18.894.542 krónur með verðbótum, en 17.894.665 krónur ánverðbóta. Stefnandi telur sig hafa aflaðþeirra sönnunargagna sem framast sé unnt á þessu stigi. Ekki hafi legið fyrirafstaða stefnda til útreikninga stefnanda þar sem hann hafi í engu svarað þeimbréfum sem send hafi verið vegna málsins. Stefnandi skoraði á stefnda að leggjafram sundurliðun þeirrar kostnaðaráætlunar sem kynnt hafi verið áopnunarfundinum 10. nóvember 2011. Þá skoraði stefnandi sérstaklega á stefndaað leggja fram mat Eflu verkfræðistofu á tilboðum stefnanda og Íslenskagámafélagsins ehf., sem gert hafi verið í tengslum við útboðið. Þá vísar stefnandi til þess aðsamkvæmt ákvæðum útboðsgagna hafi verið gert ráð fyrir mánaðarlegum reikningumvegna verksins og sé kröfugerð stefnanda til samræmis við það. Kostnaður vegnareksturs samningsins sé dreginn frá kröfugerðinni mánuð fyrir mánuð en með þvímóti fáist mánaðarleg framlegð verksins, þ.e. sá hagnaður sem verkefnið hefðiskilað til reksturs stefnanda. Stefnandi vísar um önnur lagarök til2. mgr. 101. gr. laga um opinber innkaup og meginreglna útboðs- ogverktakaréttar. Um vanefnda- og skaðabótaúrræðið efndabætur vísar stefnandi tilreglna fjármunaréttar. Vaxtakrafa sé byggð á því hvenær tekjur hefðu fallið tilá verktímanum, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Dráttarvaxtakrafa er byggðá 9. gr. sömu laga, sbr. 1. mgr. 6. gr. Upphafsdagur dráttarvaxta ætti aðmiðast við 6. ágúst 2012, en þá hafi verið liðinn mánuður frá því stefnandisendi kröfubréf þar sem krafist var greiðslu skaðabóta. Krafa um málskostnað erreist á 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991.Málsástæður og lagarök stefnda Helstumálsástæður og lagarök stefnda í þessum þætti málsins eru eftirfarandi: Stefndavísar sýknukröfu sinni til stuðnings til þess að skaðabótaskylda stefnda séósönnuð. Svo virðist sem stefnandi byggi málatilbúnað sinn að meginstefnu til áalmennum reglum skaðabótareglunnar, en sönnunarbyrði um að skilyrðisakarreglunnar séu uppfyllt hvíli alfarið á stefnanda. Hafi stefnda ekki færtfram sönnur fyrir því að skilyrðum sakarreglunnar sé uppfyllt í máli þessu. Ífyrsta lagi skorti alla sönnun fyrir því að stefnda hafi viðhaft nokkra þáháttsemi sem talist geti hafa verið saknæm og ólögmæt. Í öðru lagi skorti allasönnun fyrir því að stefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni sem og því hvertþað tjón ætti að vera. Í þriðja lagi hafi ekki verið færð nein rök fyrirorsakatengslum á milli hins meinta ósannaða tjóns og hinnar meintu saknæmu ogólögmætu háttsemi stefnda. Þá vísar stefnda til þess að aðeinsgeti komið til skoðunar að stefnandi geti átt rétt á bótum ef honum tekst aðsanna að stefnda hefði með réttu átt að taka tilboði hans, en slíka sönnun hafistefnandi ekki fært fram í máli þessu. Stefnda hafnar niðurstöðu kærunefndarútboðsnefndar, þ.e. að nefndin hafi talið að þessi skilyrði hafi veriðuppfyllt. Í úrskurði nefndarinnar hafi eingöngu verið talið að stefnandi hefðiátt raunhæfan möguleika á því að verða fyrir valinu við samningsgerðina. Á þeimgrundvelli taldi nefndin að stefnda væri bótaskylt gagnvart stefnanda ískilningi 1. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007, en mun vægari sönnunarkröfur séugerðar vegna bótaskyldu samkvæmt umræddri lagagrein en samkvæmt almennum reglumskaðabótaréttarins, sem almennt gildi. Engin þau atvik hafi verið upp í máliþessu sem færa nokkra sönnun fyrir því að með réttu hefði átt að taka tilboðistefnanda. Stefnda hafi hætt við umrætt útboð og tilkynnt bjóðendum um það ídesember 2011 enda hafi legið þeirri ákvörðun til grundvallar málaefnalegarástæður og hafi ákvörðunin þar með verið í samræmi við lög og meginreglur umopinber innkaup. Auk þess sem í kafla 0.4.6 í útboðsgögnum hafi verið áskilinnréttur til að hafna öllum tilboðum. Vísarstefnda til þess að á framkvæmd umrædds útboðs hafi verið þeir gallar að ekkihafi verið gert ráð fyrir að bjóðendur skiluðu með verðtilboðum sínumupplýsingum sem áhrif hefðu á stigagjöf samkvæmt stigamatskerfi sem notast hafiátt við þegar tilboð væri valið. Þannig hafi farist fyrir að krefja bjóðendurað skila með tilboðum sínum upplýsingum um þætti sem áhrif hefðu haft ástigagjöf samkvæmt stigamatskerfi sem nota hafi átt við val á tilboðum, þ.e.við mat á því hvaða tilboð yrði metið hagstæðast. Um hafi verið að ræðaupplýsingar sem legið hafi að baki 20% af einkunn og því hafi verið veruleghætta á því að bjóðendur gætu haft áhrif á niðurstöðu útboðsins eftir að tilboðhöfðu verið opnuð. Hafi þessi galli leitt til þess að jafnræði bjóðenda hafiverið raskað en jafnræði bjóðenda sé ein af undirstöðureglum útboðsréttar. Íljósi þessa ágalla á útboðinu hafi stefnda ekki talið fært að ganga tilsamninga enda hafi hann ekki getað treyst því að bjóðendur hefðu áhrif ávalforsendurnar með framlagningu upplýsinga sem hafi gilt alls 20% aflokaeinkunn tilboðs. Vísar stefnda til þess að sá vikufrestur sem bjóðendurfengu til þess að afla gagna hafi verið nægur tími til þess að útvega tæki semáhrif gætu haft við mat á tilboðum. Þótt vottun gæða- ogumhverfisstjórnunarkerfa taki lengri tíma en viku þá hefði komið upp óvissa umhvernig meta ætti tilboð frá bjóðanda sem hefði lokið vottunarferli sínum innanframangreinds frests. Að mati stefnda hafi hér verið um svo veigamikil mistökað ræða að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum og bjóða verkið út aðnýju. Stefndahafi ákveðið að bjóða út sömu tilhögun sorphirðu og verið hafi ísveitarfélaginu fyrir útboðið og stytta verktíma í þrjú ár, enda hefði ekkiverið hægt að bjóða verkið út með nákvæmlega sömu verklýsingu og í fyrra útboðiþar sem tilboðsfjárhæðir bjóðenda voru öllum ljósar. Í þessu nýja útboði hafistefnanda gefist kostur á að taka þátt eins og öðrum. Stefndaítrekar að alla sönnun skorti fyrir því að stefnandi hafi orðið fyrir nokkrutjóni sem og fyrir því hvert það tjón ætti að vera. Í stefnu sé gerð afar óljósfjárkrafa sem virðist eiga að miða við tapaða framlegð stefnanda af verkinu.Hins vegar hafi engin gögn verið færð fram sem staðfesta þær tölulegu forsendursem búi að baki stefnufjárhæð. Um sé að ræða tilbúnar tölur úr kollifyrirsvarsmanns stefnanda sjálfs. Þáhafnar stefnda því að brotið hafi verið gegn formreglum, þ.e. 2., 3., 5. og 6.töluliða 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þegar ákvörðun um að hafnaöllum tilboðum í verkið hafi verið tekin af hálfu stefnda, en stefnandi haldiþví fram að Gunnari Egilssyni hafi verið óheimilt að taka þátt í umræddriákvörðun vegna tengsla sinna við bróður sinn, Guðjón Egilsson sem séstarfsmaður Íslenskra gámafélagsins ehf., sem hafi verið einn bjóðenda íverkið. Ífyrsta lagi hafnar stefnda því að Gunnar Egilsson hafi verið vanhæfur ágrundvelli 2. töluliðar 1. mgr. 3. gr. laga nr. 37/1993, enda sé Íslenskagámafélagið ehf., aðili málsins en ekki nefndur Guðjón persónulega. Þá sé ekkirétt sem fram komi í stefnu að Guðjón hafi annast sorphirðu fyrir stefnda ímörg ár. Í öðru lagi hafnar stefnda því að Gunnar hafi verið vanhæfur ágrundvelli 3. töluliðar 1. mgr. 3. gr. laga nr. 37/1993, og vísar til þess aðGuðjón sé ekki tilgreindur í upplýsingum frá hlutafélagskrá sem fyrirsvarsmaðurÍslenska gámafélagsins ehf. Guðjón gegni stöðu rekstrarstjóra á starfsstöðfyrirtækisins á Selfossi. Þá hafi komið í ljós að samkvæmt skipuriti félagsinssé Jón Þórir Frantzson forstjóri félagsins en undir hans yfirstjórn starfi sjöframkvæmdastjórar, hver á sínu sviði, og sé einn umræddur framkvæmdastjóriyfirmaður Guðjóns Egilssonar. Hafi Guðjón hvorki sérstakt umboð né sé hann ífyrirsvari fyrir félagið, annað en það sem felst í störfum hans. Þá hafnarstefnda því að það eitt að Guðjón hafi verið viðstaddur opnun tilboða í verkiðgeti ekki falið í sér að hann hafi fyrirsvar eða komi fram í umboði félagsins,enda hafi nefndur Jón Þórir komið fram fyrir hönd Íslenska gámafélagsins ehf.,í útboðsferlinu. Í þriðja lagi hafnar stefnda því að 5. töluliður 1. mgr. 3.gr. laga nr. 37/1993 eigi við í þessu máli. Stefnandi haldi því fram, ánnokkurs rökstuðnings, að Gunnar Egilsson hafi verið vanhæfur vegna þess aðGuðjón bróðir hans, eigi svo sérstaka eða verulega hagsmuna að gæta fyrirÍslenska gámafélagið ehf., en svo geti ekki verið enda Guðjón almennurstarfsmaður félagsins. Samkvæmt gögnum um eignarhald félagsins sé eignarhaldGuðjóns nokkuð „útþynnt“ og hagsmunirhans óverulegir, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 37/1993. Í fjórða lagi hafnarstefnda því að 6. töluliður 1. mgr. 3. gr. laga nr. 37/1993 eigi við í þessumáli enda sé vísan til framangreinds ákvæðis ekki rökstudd sérstaklega ogómögulegt fyrir stefnda að átta sig á hvort vísað sé til annarra atvika enþegar hafi verið talin upp. Komi á síðari stigum málsins fram sérstakarröksemdir stefnanda að þessu leyti áskilur stefnda sér rétt til að taka afstöðutil þeirra. Varðandiþrautavarakröfu stefnda, um lækkun dómkrafna, til stuðnings vísar stefnda ífyrsta lagi til sömu röksemda og að framan greinir. Í öðru lagi byggir stefndaá því að stefnandi hafi ekki gert ráð fyrir ýmsum kostnaði sem hefði komið tilvið vinnu verksins og því hefði hagnaður ekki verið eins mikill ogstefnufjárhæð gefur til kynna. Í þriðja lagi vísar stefnda til þess aðstefnandi hafi engin sönnunargögn lagt fram útreikningum sínum til stuðningshvað varðar þá kostnaðarliði sem hann telur til frádráttar. Þá hafi í kröfugerðstefnanda ekki verið gert ráð fyrir neinum ófyrirséðum kostnaði sem óumdeilt séað hefði fallið til á verktíma. Í fjórða lagi bendir stefnda á að ímálatilbúnaði stefnanda hafi ekki verið tekið tilliti til annarra tekna, semstefnandi hefði aflað með auðlindum sínum á því tímabili sem krafist erskaðabóta fyrir, vegna missis hagnaðar. Þannig sé í engu færð fram gögn semsýni fram á að auðlindir stefnanda, t.d. vélar, tæki og mannauður, hafi veriðnotaður á sama tímabili til annarrar tekjuöflunar sem með réttu ætti að komatil frádráttar dómkröfum stefnanda. Í fimmta lagi hvíli skylda á stefnanda tilað takmarka tjón sitt. Verði fallist á kröfur stefnanda sé ljóst að hann hafiekki uppfyllt framangreinda skyldu og áskilur stefnda sér allan rétt til aðdómkveðja matsmenn til að leggja mat á framangreindan þátt málsins. Loks vísarstefnda til þess að stefnandi hafi þegar þegið vangildisbætur með því að veitamóttöku 400.000 krónum, vegna þátttöku sinnar í umræddu útboði. Greiðslan hafiverið innt af hendi af stefnda án allrar viðurkenningar á kröfugerð ogsjónarmiðum stefnanda. Í máli þessu geri stefnandi kröfu um efndabætur ensamkvæmt meginreglu skaðabótaréttarins verður ekki bæði krafist efndabóta ogvangildisbóta vegna sömu atvika. Í kröfugerð stefnanda hafi ekki verið tekiðtillit til þessarar greiðslu, en hún ætti með réttu að koma til frádráttar. Umlagarök vísar stefnda til almennra óskráðra meginregla skaðabótaréttar, einkumsakarreglunnar, laga um framkvæmd útboða nr. 65/1993, laga um opinber innkaupnr. 84/2007, laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, laga um meðferðeinkamála nr. 91/1991 og varðandi málskostnaðarkröfu er sérstaklega vísað til129., 130. og 131. gr. laganna. NiðurstaðaVið aðalmeðferð málsins gaffyrirsvarsmaður stefnanda, Sveinn Smári Hannesson, viðskiptafræðingur ogstjórnarformaður, skýrslu fyrir dómi. Einnig gáfu skýrslu fyrir dómiundirmatsmaðurinn Axel Hall, doktor í hagfræði, og yfirmatsmaðurinn ÁsmundurMagnússon, byggingartæknifræðingur. Verða skýrslur þeirra raktar eins og þurfaþykir. Útboðþað sem mál þetta fjallar um, var eins og áður greinir, auglýst í október 2011.Frestur til athugasemda eða fyrirspurna vegna útboðsins var til 1. nóvembersama ár. Engin gögn liggja frammi í málinu um að athugasemdir og/eða fyrirspurnirhafi á áðurgreindum tíma borist stefnda. Frestur til að skila tilboðum var til10. sama mánaðar klukkan 11:00, og voru tilboð opnuð á því tímamarki. Tveirbjóðendur skiluðu inn tilboðum í verkið, stefnandi í máli þessu og Íslenskagámafélagið ehf. Bjóðendur voru bundnir af tilboði sínu í 6 vikur frá opnuntilboða, nánar tiltekið til 21. desember 2011. Óumdeilt er að ráðgjafi stefndaí útboðsferlinu var Efla verkfræðistofa.Stefnandi byggir kröfu sína á því aðákvörðun stefnda um að hafna tilboði stefnanda hafi verið ólögmæt. Stefnandihafi átt hagkvæmasta tilboðið í verkið og því hafi stefnda verið skylt að semjavið hann. Þar sem það hafi ekki verið gert hafi stefnandi orðið fyrir tjóni semsvari til tapaðrar framlegðar hans af verkinu. Þessu hafnar stefnda og vísartil þess að ákvörðun um að hafna öllum tilboðum í verkið hafi hvorki veriðsaknæm né ólögmæt. Þá hafnar stefnda því að stefnandi hafi fært fram sönnur átjóni sínu. Fyrstkemur til skoðunar ágreiningur aðila um réttmæti þeirrar ákvörðunar stefnda aðhafna öllum framkomnum tilboðum í verkið sem tilkynnt var bjóðendum með bréfidags. 16. desember 2011. Stefnda er sveitarfélag og fer því um réttindi ogskyldu aðila við útboðið eftir lögum um opinber innkaup nr. 84/2007. Í grein 0.1.3 í útboðsskilmálumstefnda, sem ber heitið „Upplýsingar umbjóðendur“, segir: „Þeir bjóðendursem eftir opnun og yfirferð tilboða koma til álita sem viðsemjendur skulu, séþess óskað, láta í té innan viku eftirtaldar upplýsingar. [...] Verði dráttur áafhendingu umbeðinna upplýsinga áskilur verkkaupi sér rétt til að líta svo á aðbjóðandi hafi fallið frá tilboðinu og taka þá gildi ákvæði í kafla „0.4.4Tilboðstrygging – Gildistími tilboðs“ um tilboðstryggingu. Séu gögn frábjóðanda ekki fullnægjandi að mati verkkaupa skal verkkaupi benda bjóðanda áþað og gefa honum tvo virka daga til þess að bæta úr. Hafi fullnægjandi gögnekki borist verkkaupa að tveimur dögum liðnum verður litið svo á að bjóðandihafi fallið frá tilboðinu með ofangreindum áhrifum.“ Eru framangreindarupplýsingar tilgreindar í tólf stafliðum.Í samræmi við framangreindfyrirmæli í útboðsskilmálum óskaði starfsmaður Eflu verkfræðistofu eftir því,fyrir hönd stefnda, með tölvupósti 14. nóvember 2011 að bjóðendur í verkið,þ.e. stefnandi og Íslenska gámafélagið ehf., skiluðu inn upplýsingum umbjóðendur, sbr. kafla 0.1.3 og upplýsingum sbr. kafla 0.4.6 um gæðastjórnunarkerfi,umhverfisstjórnunarkerfi og söfnunarbíla sem boðnir yrðu frá upphafi verks,eins fljótt og auðið væri en a.m.k. innan viku, eins og segir í framangreindumtölvupósti. Í aðilaskýrslu Sveins Smára Hannessonar, stjórnarformannsstefnanda, kom fram að stefnandi hafi skilað umbeðnum gögnum 18. sama mánaðarog hefur því ekki verið mótmælt af hálfu stefnda. Kvað Sveinn stefnda ekki hafaóskað eftir frekari gögnum og engar athugasemdir hafi verið gerðar að þvíundanskildu að ráðgjafafyrirtækið hafi tilkynnt um smávægilegar leiðréttingar átilboðsfjárhæðum þann 21. nóvember. Þá kom fram í skýrslu fyrirsvarsmannsstefnanda að stefnda hafi upplýst að halda ætti fund þann 1. desember 2011 þarsem kynna hafi átt niðurstöður úr mati tilboða. Því kvaðst forsvarsmaðurinnhafa spurst fyrir um stöðu málsins hjá stefnda með tölvupósti 8. sama mánaðaren engin svör fengið. Ekki verður annað ráðið afgögnum málsins en það hafi verið í kjölfar tölvupósts sem forsvarsmaðurÍslenska gámafélagsins ehf., sendi bæjarstjórnarmanni stefnda þann 3. desember2011 og að fengnu minnisblaði lögmannsstofu, sem ákveðið hafi verið ábæjarráðsfundi stefnda þann 15. desember 2011 að hafna öllum tilboðum í verkið.Kemur fram í bókun minnihluta bæjarráðs á umræddum fundi að þá hafi legið fyrireinkunnargjöf fagaðila vegna tilboðanna og að samkvæmt henni hafilægstbjóðandi, þ.e. stefnandi, skorað hærra í þeirri einkunnagjöf. Í bókunmeirihluta bæjarráðs stefnda segir: „Bæjarráðsamþykkir að hafna þeim tilboðum sem bárust í verkið Söfnun og flutningurúrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012-2016 þar sem færa megi rökfyrir því að gallar kunni að hafa verið á framkvæmd útboðsins. Rétt er að bendaá að kostnaður við lægsta tilboð er yfir 13 milljón krónum hærri fyrir árið2012 en kostnaður við sorphirðu fyrir árið 2011. Þá er útboðsupphæð fyrir fimmára tímabil miðuð við núverandi sorpmagn en margt bendir til að það kunni aðaukast á tímabilinu með tilheyrandi viðbótarkostnaði.“Í tilkynningu stefnda tilbjóðenda um höfnun allra tilboða í verkið, dags. 16. desember 2011, segir: „Um leið og bjóðendum er þökkuð þátttaka íútboði vegna verksins „Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta viðgámastöð 2012-2016“ er hér með tilkynnt að á fundi bæjarstjórnarSveitarfélagsins Árborgar var ákveðið að hafna öllum framkomnum tilboðum íverkið.“ Eins og tilkynningin ber með sér rökstuddi stefnda ekki ákvörðunsína eins og honum bar skylda til samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 75. gr. laga nr.84/2007. Rökstuðningur stefnda kom ekki fram fyrr en þremur dögum síðar, þ.e. íbréfi til stefnda, dags. 19. desember 2011. Hins vegar var þar, eins ogáðurgreind tillaga meirihluta bæjarráðs stefnda ber með sér, aðeins tilgreindurhluti þeirra raka eða sjónarmiða sem fram komu á fundi ráðsins þann 15.desember 2011. Stefnandi óskaði eftirrökstuðningi fyrir hinni umdeildu ákvörðun. Í rökstuðningi stefnda tilstefnanda í bréfi dags. 19. desember 2011, segir: „Ákvörðun um að hafna öllum tilboðum sem bárust í verkið var tekin eftirað í ljós kom að framkvæmd útboðsins var háð annmörkum. Framkvæmd útboðsins varmeð þeim hætti að ekki var áskilið að með tilboðum væri skilað öllumupplýsingum sem áhrif höfðu við val á tilboðum. Samkvæmt kafla 0.4.6 íútboðsgögnum átti að velja tilboð á grundvelli stigamatskerfis sem var í fimmliðum, stig voru gefin fyrir eftirfarandi liði: tilboðsfjárhæð,gæðastjórnunarkerfi, umhverfisstjórnunarkerfi, söfnunarbíla EURO IV ogsöfnunarbíla ERUO [sic] V eða metan. Við framkvæmd útboðsins láðist hins vegarað krefja bjóðendur um að skila með tilboðum sínum upplýsingum um aðra þættisem komu til skoðunar við val tilboða en tilboðsfjárhæðina. Þannig var mögulegtfyrir bjóðendur, eftir að tilboð höfðu verið opnuð, að hafa áhrif á val tilboðsmeð þeim gögnum sem skilað var inn síðar. Þessi ágalli á framkvæmd útboðsinstelur Sveitarfélagið Árborg til þess fallinn að raska jafnræði bjóðenda oghefur því ákveðið að hafna öllum framkomnum tilboðum í verkið og bjóða það útað nýju.“ Í máli þessu vísar stefnda eingöngu til framangreindsrökstuðnings.Eins og áður greinir byggir stefnda áþví að á útboðsgögnum hafi verið sá ágalli að bjóðendur hafi ekki verið krafðirum að skila með tilboðum sínum gögnum um aðra þætti en tilboðsfjárhæðina, þ.e.þætti sem koma áttu til skoðunar við val tilboða, nánar tiltekið upplýsingumsem lágu að baki 20% einkunnar samkvæmt stigamatskerfi greinar 0.4.6 íútboðsskilmálum. Telur stefnda að þessi ágalli hafi verið til þess fallinn aðraska jafnræði bjóðenda og vísaði lögmaður stefnda í munnlegum málflutningisínum sérstaklega til þess að með því hafi verið brotið gegn því markmiði jafnræðisreglunnar aðbjóðendur stæðu á ákveðnu tímamarki jafnfætis hvað varðaði mat á öðrumvalforsendum en tilboðsfjárhæð.Samkvæmt 1. mgr. 74. gr. laga nr.84/2007 telst kaupandi hafa hafnað tilboði ef hann er búinn að semja við annanaðila, gildistími tilboðs er liðinn án þess að óskað hafi verið eftirframlengingu tilboðs eða öllum tilboðum hefur verið hafnað formlega. Íathugasemd með framangreindri lagagrein í greinargerð sem fylgdi frumvarpi þvísem varð að lögum nr. 84/2007, segir að litið hafi verið svo á að kaupanda væriheimilt að hafna öllum framkomnum boðum en telja verði að þessi heimild eigifyrst og fremst við þegar valforsendur, t.d. allt of hátt verð miðað viðkostnaðaráætlun eða önnur ákvæði í útboðsgögnum, helgi slíka niðurstöðu eða þáað almennar forsendur fyrir útboði hafi brostið. Hafa þessi sjónarmið veriðstaðfest í dómum Hæstaréttar og vísast í því sambandi sérstaklega til dómaréttarins í máli nr. 182/2005 frá 17. nóvember 2005 og máli nr. 758/2016 frá15. september 2016, en samkvæmt þeim dómum er réttur verkkaupa til að hafnaöllum tilboðum háður því skilyrði að málefnalegar og rökstuddar ástæður liggiað baki ákvörðuninni auk þess sem líta verði til almennra reglna fjármunaréttarinsum brostnar forsendur. Með vísan til þessa er ekki hægt, þó svo stefndi hafi ílokamálsgrein greinar 0.4.6 í útboðsskilmálum áskilið sér rétt til að hafnaöllum tilboðum, að fallast á að framangreindur áskilnaður hafi veitt stefndarýmri heimild hvað þetta varðar.Ein grunnregla laganna um opinberinnkaup er jafnræðisreglan. Samkvæmt 14. gr. laganna skal gæta jafnræðis oggagnsæis við opinber innkaup. Óheimilt er að mismuna fyrirtækjum á grundvelliþjóðernis eða af öðrum sambærilegum ástæðum. Þá segir í 2. mgr. greinarinnar aðþað teljist ekki andstætt jafnræði að áskilja að vara sé afhent, þjónusta veitteða verk unnið á tilteknum stað, enda byggist slíkur áskilnaður á málefnalegumástæðum. Kemur jafnræðisreglan víða fram í lögunum, t.d. í 1. gr. laganna þarsem segir að tilgangur laganna sé að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinberinnkaup. Reglan hefur meðal annars áhrif á gerð útboðsgagna, þ.e. kaupandi þarfmeðal annars að gæta jafnræðis þegar hann skilgreinir þarfir sínar og skilmála.Þá hefur jafnræðisreglan áhrif á gerð stigamatskerfis eða nánari afmörkunforsenda fyrir vali tilboða. Segja má því að í lögum nr. 84/2007 og óskráðumreglum útboðsréttar séu gerðar ríkar kröfur til kaupanda um að útboðsgögn séuskýr og gagnsæ. Kemur það og fram í 38. gr. laganna en þar segir í 1. mgr. aðútboðsgögn skuli innihalda allar nauðsynlegar upplýsingar til að bjóðanda séunnt að gera tilboð. Stefnda vísaði til þess írökstuðningi sínum um hina umdeildu ákvörðun að framkvæmd útboðsins hafi veriðháð annmörkum sem hafi verið til þess fallnir að raska jafnræði bjóðenda. Kemurþví til skoðunar hvortgreinar 0.1.3 og 0.4.2 í útboðsskilmálum hafi verið svo óskýrar og ógagnsæjarað bjóðendum hafi ekki mátt vera ljóst hvaða afleiðingar umbeðnar upplýsingarhefðu á einkunnagjöf viðkomandi valforsenda samkvæmt stigamatskerfi greinar0.4.6 í útboðsskilmálum. Eins og áður er rakið var kveðið á umþað í grein 0.1.3 að þeir bjóðendur sem eftir opnun og yfirferð tilboða komutil álita sem viðsemjendur skyldu, væri þess óskað, láta í té upplýsingar þærsem taldar voru upp í stafliðum A-L, þ.e. annars vegar upplýsingar sem lutu aðfjárhagsstöðu bjóðanda og hins vegar upplýsingar sem lutu að tæknilegri getubjóðanda og gæða- og umhverfisstöðlum. Þær upplýsingar sem hér koma sérstaklegatil skoðunar og snerta stigamatskerfi í grein 0.4.6 í útboðsskilmálum eruannars vegar í h-lið greinar 0.1.3, þ.e. upplýsingar eða skrá yfir tæki ogbúnað sem fyrirhugað sé að nota við verkið og hins vegar upplýsingar og lýsingá gæða- og umhverfisstjórnarkerfi sem starfað sé eftir og fengnar vottanir áþeim samkvæmt k-lið sömu greinar. Þá er með afdráttarlausum hætti í grein 0.4.2í útboðsskilmálum ítrekað hvaða gögnum bjóðendur skyldu skila með tilboði sínu.Í greininni sem ber heitið „Fylgigögn meðtilboði“ segir: „Bjóðandi þarfeinungis að skila inn útfylltri tilboðsskrá og tilboðsblaði.“ Í grein 0.4.6 í útboðsskilmálum, sember heitið „Meðferð og mat á tilboðum“,segir að við val á tilboðum verður einungis litið til gildra tilboða frá bjóðendumsem uppfylla kröfur í kafla 0.1.3 og aðrar kröfur sem gerðar eru íútboðsgögnum. Þá segir að hagstæðasta tilboði, að mati verkkaupa, verði tekiðog að við mat tilboða gildi eftirfarandi: · „Tilboðsupphæð 80%· Gæðastjórnunarkerfi 5%· Umhverfisstjórnunarkerfi 5%· Söfnunarbílaruppfylla Euro IV 5%· Söfnunarbílaruppfylla Euro V eða metan 5%“ Framkemur að gefin verði einkunn (0-10) fyrir hvern lið og gerð grein fyrir formúlulokaeinkunnar sem ráði vali á verktaka.Þá er gerð grein fyrir valforsendum sem hér segir: „Tilboðsupphæð: Einkunn(verð)=(lægstatilboðsupphæð)/(tilboðsupphæð)x 10Gæðastjórnunarkerfi: Bjóðandi sem hefur vottaðgæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001:2000 staðli fær einkunnina 10. Bjóðandisem ekki hefur slíkt kerfi vottað fær einkunnina 0Umhverfisstjórnunarkerfi: Bjóðandi sem hefurvottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001:2004 staðli eða sambærilegtkerfi fær einkunnina 10. Bjóðandi sem ekki hefur slíkt kerfi vottað færeinkunnina 0.Söfnunarbifreið EURO IV: Bjóðandi sem hefur yfir að ráðasöfnunarbifreið sem notuðverður við sorpsöfnun í Árborg og stenst kröfur EURO IV staðals fær einkunnina10. Bjóðandi sem ekki hefur bifreiðar sem uppfyllir [sic] þessa kröfu fær einkunnina 0.Söfnunarbifreið EURO V eða metan: Bjóðandisem hefur yfir að ráða söfnunarbifreið sem notuð verður við sorpsöfnun í Árborgog stenst kröfur EURO V staðals (eða bifreið með minna mengandi útblæstrit.d.metan) fær einkunnina 10. Bjóðandi sem ekki hefur bifreiðar sem uppfyllir [sic] þessa kröfu fær einkunnina 0. Litið er svo á að bjóði bjóðandi bifreiðsem uppfylla [sic] EURO V staðaluppfylli hann einnig EURO IV og fái þar full stig. Sjá einnig kröfur tilbifreiða í kafla 8.10“Samkvæmt því sem að framan greinirvoru valforsendur aðrar en tilboðsfjárhæð skýrt tilgreindar í útboðsskilmálumsem og afleiðingar þess fyrir stigagjöf ef þeim var ekki fullnægt. Var því ígrein 0.4.6 tilgreint, svo ekki fór milli mála, hvaða áhrif það hefði áeinkunnagjöf ef bjóðandi gæti ekki framvísað þar tilgreindum gögnum um vottuðgæða- og umhverfisstjórnunarkerfi innan þess frests sem bjóðendur höfðu til aðskila gögnum um framangreindar valforsendur, sbr. grein 0.1.3. Þá máttibjóðendum vera það ljóst, sbr. grein 0.8.10 í útboðsskilmálum, að það hafi ekkiáhrif á einkunnagjöfina þó svo tekið hafi verið fram annars vegar að notastskyldi við söfnunarbifreið sem uppfyllti EURO V eftir 1. janúar 2014 eða notaðiumhverfisvænan orkugjafa, og hins vegar að bifreiðar sem sinntu flutningiúrgangs frá umhleðslustöðu skyldu frá byrjun árs 2013 uppfylla EURO V kröfur. Íljósi eðlis framangreindra valforsenda verður ekki fallist á það með stefnda aðbjóðendum hefði verið unnt að bæta þar úr á þeim skamma tíma sem þeim gafst tilað leggja fram umræddar upplýsingar, sbr. grein 0.1.3, enda mátti bjóðendumallt frá birtingu útboðsskilmála vera það fyllilega ljóst hvernig farið yrðimeð mat á upplýsingum um framangreindarvalforsendur, þ.e. ef þeir eftir opnun tilboða og yfirferð þeirra kæmu tilálita sem viðsemjendur. Að því leyti stóðu bjóðendur í útboði þessu jafnfætisþegar ráðgjafi stefnda kallaði eftir upplýsingum um aðrar valforsendur entilboðsfjárhæð með tölvupósti þann 14. nóvember 2011 til beggja bjóðendaútboðsins. Þá er í þessu sambandi til þess að líta að samkvæmt i-lið 1. mgr.38. gr. laga nr. 84/2007, sbr. 5. mgr. 49. gr. og 5. mgr. 50. gr. laganna, er gertráð fyrir því að bjóðendur kunni á síðari stigum að verða beðnir um gögn tilsönnunar á fjárhagslegri og tæknilegri getu.Að virtu öllu því sem að framangreinir er það mat dómsins aðfyrirmæli útboðsskilmála varðandi afhendingu upplýsinga um aðrar valforsendurútboðsins en tilboðsfjárhæð, hafi ekki með réttu átt að leiða til þeirrarákvörðunar stefnda að hafna öllum tilboðum í verkið. Þá er að mati dómsinsekkert fram komið í máli þessu um að almennar forsendur fyrir útboðinu hafibrostið. Skortir því á að málefnalegar og rökstuddar ástæður hafi legið að bakiþeirri ákvörðun stefnda að hafna öllum tilboðum í verkið. Með vísan til þessaer því fallist á það með stefnanda, að þegar af þeirri ástæðu, hafi stefndaekki haft lögmætar ástæður til að hafna öllum tilboðum sem bárust í útboð íverkið „Söfnun og flutningur úrgangs,moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012-2016“ sem fram fór í nóvember 2011.Braut því hin umdeilda ákvörðun stefnda gegn ákvæðum laga nr. 84/2007. Stefnandi vísar til 2. mgr. 101. gr.laga nr. 84/2007 um lagastoð fyrir kröfu sinni um skaðabætur vegna missishagnaðar af útboði stefnda á sorphirðu í sveitarfélaginu árin 2012-2016.Hæstiréttur hefur í dómum sínum fallist á að dæma verkkaupa sem brýtur gegnöðrum ákvæðum laga nr. 84/2007 til að greiða verktaka, sem af þeim sökum fer ámis við verk, skaðabætur sem nemi hagnaði sem hann hefði aflað sér meðframkvæmd verksins, enda sýni hann nægjanlega fram á að við hann hefði veriðsamið, ef ekki hefði verið brotið gegn lögum nr. 84/2007, og það hafi orðiðhonum á þann hátt til tjóns. Í 1. mgr. 72. gr. laga nr. 84/2007segir að við val á tilboði skuli gengið út frá hagkvæmasta boði. Þá segir í 2.málslið málsgreinarinnar að hagkvæmasta tilboð sé það boð sem sé lægst aðfjárhæð eða það boð sem fullnægir þörfum kaupanda best samkvæmt þeim forsendumsem settar hafa verið fram í útboðsgögnum, sbr. 45. gr. Í athugsemd með 72. gr.í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 84/2007 segir að mat kaupanda áhagkvæmasta boði eigi alltaf að vera fyrirsjáanlegt og byggt á hlutrænumsjónarmiðum sem tengjast fjárhagslegri hagkvæmi og gildi þá einu hvort tilboðeru eingöngu metin með hliðsjón af verði eða hvort um er að ræða fleiriforsendur sem kaupandi hefur tilgreint í samræmi við 45. gr. Í þessu felsteinnig, eins og fram kemur í áðurnefndum athugasemdum, að ef bjóðandi telst áannað borð hæfur til að leggja fram tilboð beri að meta tilboð hans sjálfstættmeð hliðsjón af valforsendum. Í 1. mgr. 45. gr. greinar laga nr. 84/2007 segirað forsendur fyrir vali tilboðs skulu annað hvort miðast eingöngu við lægstaverð eða fjárhagslega hagkvæmni frá sjónarhóli kaupanda. Þá skulu forsendur semliggja til grundvallar mati á fjárhagslegri hagkvæmni tengjast efni samnings,t.d. gæðum, verði, tæknilegum eiginleikum, útliti, notkunareiginleikum,umhverfislegum eiginleikum, rekstrarkostnaði, rekstarhagkvæmni,viðhaldsþjónustu, afhendingardegi og afhendingartímabili eða lokun framkvæmdarsamnings. Í útboði því sem hér um ræðir varmælt fyrir um það í grein 0.4.6 í útboðsskilmálum að hagstæðasta tilboði, aðmati verkkaupa, verði tekið og að við mat tilboða gildi stigamatskerfi það semgerð var grein fyrir hér að framan, þ.e. að tilboðsupphæð skyldi gilda 80% engæða- og umhverfisstjórnunarkerfi og Euro IV og V staðlar hvað söfnunarbifreiðarvarðaði samtals 20%. Fyrir liggur að eftir að ráðgjafi stefnda kallaði eftirgögnum frá báðum bjóðendum í verkið með tölvupósti þann 14. nóvember 2011, fóruþeir yfir tilboð aðila og leiðréttu fjárhæðir þeirra og gáfu einkunn fyrirverð, gæðastjórnunarkerfi, umhverfisstjórnunarkerfi, EURO IV og EURO Vsöfnunarbifreiðar samkvæmt áðurgreindu stigamatskerfi. Þá liggur fyrir, eins ogáður er nefnt, að niðurstöður þeirrar vinnu hafi legið fyrir á bæjarráðsfundistefnda þann 15. desember sama ár. Samkvæmt framlögðu skjali, sem stefnda segirhafa verið vinnuskjal og lagt var fram með greinargerð stefnda til kærunefndarútboðsmála, dags. 10. janúar 2012, átti stefnandi, eftir yfirferð tilboða ogleiðréttingu, lægsta tilboð í umrætt verk í báðar leiðir, þ.e. 282.490.512krónur í leið A og 272.847.939 króna í leið B eftir leiðréttingu ráðgjafanna.Þá er einnig óumdeilt að tilboð stefnanda í báðar leiðir var undirkostnaðaráætlun stefnda sem tilkynnt var við opnun tilboða þann 11. nóvember2011. Samkvæmt áðurnefndu vinnuskjali ráðgjafans var kostnaðaráætlun eftirleiðréttingu: Leið A 323.351.374 krónur og leið B 298.084.594 krónur. Eins ograkið hefur verið hér að framan skyldi verð ráða því hvor leiðin yrði valin. Þábar stefnda að taka hagstæðasta tilboði samkvæmt niðurstöðu stigamatskerfis ígrein 0.4.6 í útboðsskilmálum, sbr. og 72. gr. laga nr. 84/2007. Í máli þessuhefur stefnda ekki haldið því fram að aðrar ástæður en þær sem hér að framanhefur verið fjallað um hafi valdið því að ekki var gengið til samninga viðstefnanda. Samkvæmt einkunnagjöf, sem óumdeilt er að stafaði fráráðgjafafyrirtæki stefnda, kemur fram að verð stefnanda í leið A var metin 87,4% af kostnaðaráætlun stefnda og fékk stefnandi einkunnina 10 fyrir verð. Þáfékk stefnandi 0 í einkunn fyrir gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi, 10 fyrirEURO IV söfnunarbifreiðar, en 0 fyrir EURO V söfnunarbifreiðar. Fyrir verðstefnanda í leið B, sem metin var 91,5% af kostnaðaráætlun stefnda, fékkstefnandi einkunnina 10. Þá fékk stefnandi sömu einkunnir fyrir hinarvalforsendurnar í leið B. Tilboð hins bjóðandans, Íslenska gámafélagið ehf.,eftir leiðréttingu var í leið A 322.037.663 krónur, sem metið var 99,6 % afkostnaðaráætlun stefnda og fékk félagið 8,77 í einkunn fyrir verð. Leiðréttverð félagsins í leið B var 314.948.707 krónur, sem metið var 105,7 % afkostnaðaráætlun stefnda og fékk félagið 8,66 í einkunn fyrir verð. Þá fékkfyrirtækið 0 í einkunn fyrir gæða- og umhverfisstjórnarkerfi, 10 fyrir EURO IVsöfnunarbifreiðar og 10 fyrir EURO V söfnunarbifreiðar. Samkvæmt grein 0.4.6 íútboðsskilmálum skyldi einkunnagjöf þannig háttað. „Gefin verður einkunn (0-10) fyrir hvern lið. Lokaeinkunn sem ræður valiá verktaka þannig reiknuð: Lokaeinkunn = (einkunn(verð) x 0,80) +(einkunn(gæðastjórnunarkerfi) x 0,05) + (einkunn(umhverfisstjórnunarkerfi) x0,05) + (einkunn(EURO IV) x 0,05) + (einkunn(EURO v/metan) x 0,05).“ Fyrirliggur að ráðgjafar stefnda gáfu stefnanda 8,5 í lokaeinkunn fyrir báðarleiðir, en Íslenska gámafélaginu ehf., 8.02 fyrir leið A og 7,93 í leið B. Samkvæmt því sem hér er að framanrakið liggur fyrir að stefnandi hlaut hæstu lokaeinkunn samkvæmt stigamatskerfiútboðsins. Að því virtu, skilmálum í útboðslýsingu og fyrirmælum 72. gr. laganr. 84/2007, er það mat dómsins að stefnda hefði verið skylt að ganga tilsamninga við stefnanda hefði ekki komið til hinnar ólögmætu ákvörðun stefnda aðhafna tilboði stefnanda. Þykir stefnandi því hafa leitt nægar líkur að því aðhann hafi orðið fyrir tjóni þannig að fullnægt sé skilyrðum skaðabótaskyldustefnda samkvæmt 2. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007. Samkvæmt 2. mgr. 101. gr. laga nr.84/2007 fer að öðru leyti en um ræðir í 1. mgr. ákvæðisins um skaðabætur vegnabrota á lögunum eftir almennum reglum. Það er því stefnanda að færa fram sönnurá umfang tjóns síns og gilda um það almennar reglur. Þá er við það miðað aðfjárhæð bóta geri þann sem brotið hefur verið á við framkvæmd útboðs einssettan fjárhagslega og ef við hann hefði verið samið og hann unnið verkið. Stefnda, sem krefst sýknu, byggir áþví að stefnandi hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir því að skilyrðisakarreglunnar séu uppfyllt, m.a. sök, orsakatengsl og sennilega afleiðingu. Áþetta fellst dómurinn ekki enda hefur verið leyst úr því hér að framan aðstefnandi hafi leitt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegnahinnar ólögmætu ákvörðunar stefnda að hafna tilboði stefnanda í verkið. Þáverður, með vísan til dómafordæma Hæstaréttar, að leggja til grundvallar aðtjón stefnanda vegna missis hagnaðar af umræddu verki samsvari þeirri framlegðsem það hefði skilað til reksturs stefnanda, þ.e. sem nemur mismuni áverklaunum annars vegar og breytilegum kostnaði við framkvæmd verksins hinsvegar. Fyrir liggur að ekki varð af verkiþví sem tilboð stefnanda tók til. Til að færa fram sönnur á tjóni sínu aflaðistefnandi matsgerðar dómkvadds matsmann, Axel Hall, doktors í hagfræði. Þáaflaði stefnda yfirmatsgerðar þeirra Ásmundar Magnússon byggingatæknifræðingsog Árna Jóns Árnasonar viðskiptafræðings til að hnekkja undirmatsgerðinni. Ímálavaxtakafla hér að framan er ítarlega gerð grein fyrir niðurstöðu beggjamatsgerða. Í báðum matsgerðum er komist að þeirri niðurstöðu að hefði veriðgengið til samninga við stefnanda á grundvelli tilboðs hans hefði slíkursamningur skilað stefnanda hagnaði. Í stefnu kemur fram að við tilboðsgerðinahafi stefnandi byggt á reynslutölum úr eigin rekstri hvað varðar afkastagetu,kaup starfsmanna og rekstrarkostnað bifreiða og tækja. Varðandi kynningu á nýjufyrirkomulagi sorphirðu hafi hann stuðst við eigin reynslu af sambærilegu verkiá Akureyri. Þá hafi greiðslur verið verðbættar samkvæmt grein 0.5.6 íútboðsgögnum. Málatilbúnaður stefnda verður ekkiskilin á annað veg en að stefnda mótmæli niðurstöðu yfirmatsgerðar og telji sigóbundið af henni. Vísar stefnda til þess að alla sönnun skorti fyrir því aðstefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni sem og hvert það tjón hefði átt aðvera. Eins og er rakið í málavaxtalýsingu í umfjöllun um yfirmatsgerðinafjölluðu yfirmatsmenn um aðfinnslur og sérstakar athugasemdir stefnda viðundirmatsgerðina og tók til sérstakrar skoðunar forsendur útreikningaundirmatsmanns varðandi afkastagetu. Varðandi afkastagetu kom fram í skýrsluÁsmundar Magnússonar yfirmatsmanns fyrir dómi að sérstaklega hafi veriðskoðaðar afkastaforsendur að baki útreikningum undirmatsmanns. Illa hafi gengiðað fá upplýsingar frá sveitarfélögum og smærri verktökum um afkastagetu ísambærilegum sorphirðuverkefnum. Komið hafi í ljós að undirmatsmaður hafi byggtsína útreikninga á afkastatölum úr bókhaldi stefnanda vegna sorpþjónustu semstefnandi hafi sinnt í Eyjafjarðarsveit og Ölfusi. Staðfesti vitnið ogyfirmatsmaðurinn Ásmundur Magnússon fyrir dómi niðurstöðu yfirmatsins varðandiafkastatölur samanburðarsveitarfélaga sem notaðar voru í undirmati og komu úrbókhaldi stefnanda vegna sorpverkefna á ofangreindum landsvæðum. Kvað vitniðyfirmatsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að samanburðurinn hafi ekki veriðóeðlilegur þó að munur hafi verið þarna á, en hann hafi verið skýranlegur. Varðandi það álitaefni hvaða fastankostnað skuli taka tillit til við útreikning á hagnaðarmissis stefnanda eralgjör samhljómur milli matsgerðanna tveggja um að líta megi til dómsHæstaréttar í málinu nr. 416/2011 varðandi þetta atriði, þ.e. að meta skuli framlegðaf verkinu en ekki hreinan hagrænan hagnað þess. Er það niðurstaðayfirmatsmanna að í þessu sambandi verði að líta til stærðarhagkvæmni stefnandaog telja þeir niðurstöðu undirmatsmanns um að annar fastur kostnaður, svo semstjórnunarkostnaður, rekstur skrifstofu og tengdir þættir, hefðu hvort eð erfallið til og ekki haft áhrif á framlegð þessa verkefnis, sem hafi svarað tilrúmlega eins prósents af ársverkum og tekjum stefnanda. Þá kom fram hjá vitninu ogyfirmatsmanninum Ásmundi fyrir dómi að leitað hafi verið eftir upplýsingnum fráEflu verkfræðistofu um forsendur að baki kostnaðaráætlun stefnda. Komið hafi íljós að kostnaðaráætlun hafi verið byggð á reynslutölum en ekki einingarverði.Tók yfirmatsmaður fram að Efla hafi mikla reynslu af gerð útboðsskilmála ogkostnaðaráætlana í tengslum við útboð og hafi kostnaðarútreikningar ráðgjafastefnda í þessu útboði byggst á þeirri reynslu fyrirtækisins. Í máli þessu hefur matsgerða veriðaflað með dómkvaðningu matsmanna og koma þær til skoðunar varðandi mat ásönnunargildi framlagðra gagna. Hafa því báðir málsaðilar haft tök á að koma aðsjónarmiðum sínum við vinnslu matsgerða eins og ítarlega er rakið í umfjöllunum yfirmatsgerð í málavaxtalýsingu hér að framan. Kemur það skýrt fram íyfirmatsgerð að yfirmatsmenn taka ekki undir gagnrýni stefnda annars vegarvarðandi forsendur sem undirmatsmaður byggði á í mati sínum um afkastagetu ogþau sveitarfélög sem litið var til við matið og hins vegar varðandi frádráttvegna fasts kostnaðar. Sama gildir um athugsemdir stefnda um aukinn kostnaðvegna verkfunda, vinnuklæðnaðar, moltugerðar og þjónustuvers. Þá þykir þaðstyrkja sönnunarstöðu stefnanda að heildarfjárhæð tilboðs stefnanda var í miklusamræmi við kostnaðaráætlun stefnda þó svo mismunur hafi verið á tilboðistefnda og kostnaðaráætlun stefnda hvað einstaka tilboðsliði varðar. Þástaðfesti undirmatsmaður fyrir dómi að hann hafi haft aðgang að bókhaldsgögnumstefnanda við gerð matsgerðarinnar. Í máli þessu krefur stefnandi stefndaum skaðabætur vegna þess tjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir á árinu 2012 ogmiðar í kröfugerð sinni við tilboð það sem hann gerði í verkið, nánar tiltekiðtapaða framlegð vegna ársins 2012. Samkvæmt útreikningi í stefnu telurstefnandi framlegð ársins 2012 samkvæmt verkliðum A-F vera samtals 17.894.665krónur án verðlagsleiðréttinga. Vegna ársins 2012 var niðurstaða beggjamatsgerða sú sama hvað varðar rekstrartekjur, eða 53.735.935 krónur ánverðlagsleiðréttinga þó svo munur hafi verið á fjárhæðum milli mánaða ímatsgerðunum. Hins vegar er niðurstaða undirmats að rekstrarkostnaður ársins2012 væri 35.869.479 krónur án verðlagsleiðréttinga, en samsvarandi niðurstaðayfirmats var 35.967.640 krónur. Samkvæmt því var niðurstaða framlegðar afverkefninu árið 2012 lægri í yfirmati, þ.e. 17.768.295 krónur ánverðlagsleiðréttinga, eða sem nemur 126.370 króna lægri framlegð en samkvæmtútreikningi stefnanda. Það er mat dómsins að stefnandi hafifært fram rök fyrir því að áætlanir hans við tilboðsgerðina hafi verið byggðará raunhæfum forsendum og að með framlagðri undirmatsgerð, sem yfirmatsmenntöldu byggða á raunhæfum forsendum bæði hvað varðar meðferð fasts kostnaðar ogafköst, hafi stefnandi fært sönnur á að hann hafi orðið fyrir tjóni vegnahinnar ólögmætu ákvörðunar stefnda að hafna tilboði stefnanda í verkið. Þykirstefnda ekki hafa tekist að hrekja megin niðurstöður undirmatsgerðar hinsdómkvadda undirmatsmanns með framlagðri yfirmatsgerð, þó svo óverulegur munursé á niðurstöðutölum matsgerðanna hvað varðar framlegð ársins 2012 eins ograkið hefur verið hér að framan. Er það því mat dómsins að rétt sé að byggja ániðurstöðu yfirmatsgerðar sem mat að tjón stefnanda árið 2012 væri 18.631.016krónur að teknu tilliti til verðlagsleiðréttinga, sem er 263.526 krónum lægrien stefnufjárhæð. Stefnandi krefst vaxta samkvæmt 1.mgr. 8. gr. laga nr. 38/2002 um vexti og verðtryggingu til 31. janúar 2013, endráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af allri stefnufjárhæðinni fráþeim degi til greiðsludags eins og nánar greinir í dómsorði.Í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001segir að kröfur um skaðabætur skuli bera vexti frá og með þeim degi sem hiðbótaskylda atvik átt sér stað og skulu þeir á hverjum tíma vera jafnháir tveimurþriðju hlutum vaxta sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir samkvæmt 1.málslið 4. gr. laganna. Samkvæmt 1. málslið 9. gr. sömu laga er það meginreglaað skaðabótakröfur skuli bera dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna aðliðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingarsem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Hins vegar segir ísíðari málslið 9. gr. að dómstólar geti, ef sérstaklega stendur á, ákveðiðannan upphafsdag vaxta. Í máli þessu hefur yfirmatsgerð verið lögð tilgrundvallar fjárhæð skaðabóta. Rétt þykir, með vísan til þess sem að framan errakið, að krafa stefnanda beri almenna vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr.38/2001 til 2. desember 2016, en þann dag var liðinn mánuður frá því yfirmatsgerðlá fyrir, og dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludag eins og nánar greinir ídómsorði. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga ummeðferð einkamála nr. 91/1991, verður stefnda dæmt til að greiða stefnandamálskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar verður meðal annars litið til útlagðskostnaðar vegna matsgerðar, og telst hann hæfilega ákveðinn 5.500.000 krónur. Ragnheiður Thorlacius héraðsdómarikveður upp dóm þennan.Dómsorð:Stefnda, Sveitarfélagið Árborg,greiði stefnanda, Gámaþjónustunni hf., 18.631.016 krónur með vöxtum samkvæmt 1.mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 612.664 krónum frá31. janúar 2012 til 29. febrúar 2012, en af 2.656.509 krónum frá þeim degi til31. mars 2012, en af 4.747.983 krónum frá þeim degi til 30. apríl 2012, en af6.855.631 krónum frá þeim degi til 31. maí 2012, en af 8.938.480 krónum fráþeim degi til 30. júní 2012, en af 11.000.095 krónum frá þeim degi til 31. júlí2012, en af 12.252.561 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 2012, en af13.516.191 krónum frá þeim degi til 30. september 2012, en af 14.799.576 krónumfrá þeim degi til 31. október 2012, en af 16.084.419 krónum frá þeim degi til30. nóvember 2012, en af 17.360.797 krónum frá þeim degi til 31. desember 2012,en af 18.631.016 krónum frá þeim degi til 2. desember 2016, en meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af framangreindrifjárhæð frá þeim degi til greiðsludags.Stefnda greiði stefnanda 5.500.000krónur í málskostnað. |
Mál nr. 411/2017 | Ómerking héraðsdóms Heimvísun Málsástæða | Þ og D kröfðust viðurkenningar á því að tvær kreditkortafærslur af kreditkortum þeirra í tiltekinni verslun á Tenerife hefðu verið ólögmætar og að fella bæri þær niður án ábyrgðar. Óumdeilt var að Þ og D hefðu sjálf sett kort sín í posa verslunarinnar og slegið inn PIN númer færslunni til staðfestingar. Þ og D byggðu á því að þetta hefðu þau gert í því skyni að fá ábyrgð á tölvu sem Þ hafði keypt í versluninni og átti ekki að kosta neitt, en starfsmenn verslunarinnar hefðu beitt þau blekkingum til að ná fram greiðslunum. Héraðsdómur tók kröfu Þ og D til greina með vísan til þess að þau hefðu með nægilegum hætti sýnt fram á að þau hefðu ekki fengið afhenta neina vöru eða þjónustu gegn þeim greiðslum skuldfærðar hefðu verið á kort þeirra. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ekki hefði verið byggt á þessari málsástæðu í héraði af hálfu Þ og D. Samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála mætti dómari ekki byggja niðurstöðu sína á málsástæðum sem hefðu mátt koma fram við meðferð máls en gerðu það ekki. Taldi Hæstiréttur því ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og leggja fyrir héraðsdóm að taka málið til munnlegs málflutnings og dómsálagningar að nýju. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og BenediktBogason og Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. júní 2017. Hann krefst sýknuaf kröfu stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaðadómi varðar ágreiningur aðila tvær úttektir sem færðar voru á greiðslukortstefndu vegna notkunar þeirra á kortunum í verslun á Tenerife 16. apríl 2015.Er óumdeilt að umrætt sinn settu stefndu sjálf kort sín í posa verslunarinnarog slógu inn svokallað PIN númer færslunni til staðfestingar. Hafa stefndugreint frá því að ekki hafi verið um að ræða að þau væru að greiða fyrir vörueða þjónustu heldur hafi þau notað kortin í því skyni að fá með þeim hættiábyrgð á tölvu sem stefndi Þorvaldur hafði keypt í versluninni og hafi súábyrgð ekki átt að kosta neitt. Kveða stefndu að þau hafi ítrekað sett kortin íposann og slegið inn PIN númer en starfsmenn verslunarinnar hafi jafnan haldiðþví fram að færslurnar hefðu ekki farið í gegn. Svo hafi ekki verið rauninvarðandi þær tvær færslur sem um er deilt í máli þessu sem starfsmennverslunarinnar hafi með blekkingum náð fram.Í hinum áfrýjaða dómi var dómkrafastefndu um að viðurkennt væri að áfrýjanda bæri að fella niður umræddar færslurá greiðslukortum þeirra tekin til greina. Var sú niðurstaða einkum reist á þvíað stefndu hafi með nægilegum hætti sýnt fram á að þau hefðu ekki fengiðafhenta neina vöru eða þjónustu gegn þeim greiðslum sem skuldfærðar voru á kortþeirra. Var í því sambandi vísað til iv. liðar 4. greinar og iv. liðar 8.greinar kortaskilmála áfrýjanda. Í iv. lið 4. greinar skilmálanna segirað korthafi sé ábyrgur fyrir öllum úttektum sem staðfestar eru með undirritunkorthafa eða PIN-númeri, nema þegar úttekt hefur verið skráð en korthafi sannarað vara eða þjónusta hafi ekki verið afhent. Þá segir í iv. lið 8. greinar aðsé söluaðili ófús eða ófær um að inna af hendi vöru eða þjónustu sem korthafihefur greitt fyrir, atburði sé aflýst eða söluaðili hættir rekstri, getikorthafi sent skriflega kvörtun til útgefanda og telji viðkomandigreiðslukortafyrirtæki að þjónustan hafi sannanlega ekki verið innt af hendivegna ofangreindra ástæðna, endurgreiði greiðslukortafyrirtækið sem svarivanefndunum.Málsástæðu þess efnis að stefndu hafiekki fengið afhenta neina vöru eða þjónustu sér hvergi stað í skriflegummálatilbúnaði stefndu í héraði og við munnlegan málflutning fyrir Hæstaréttikom fram að hana hafi ekki borið á góma við flutning málsins í héraði, endahafa stefndu þvert á móti haldið því fram að þau hafi ekki verið að greiðafyrir vöru eða þjónustu með notkun kortanna heldur einungis að tryggja sérábyrgð án endurgjalds á tölvunni sem stefndi Þorvaldur hafði keypt af versluninni.Samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála má dómari ekkibyggja niðurstöðu sína á málsástæðum sem hefðu mátt koma fram við meðferð málsen gerðu það ekki. Verður því ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dómog leggja fyrir héraðsdóm að taka málið til munnlegs málflutnings ogdómsálagningar að nýju, en rétt er að aðilar beri hver sinn kostnað af þvífyrir Hæstarétti.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur oglagt fyrir héraðsdóm að taka málið til munnlegs málflutnings og dómsálagningará ný.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. mars2017.Málþetta var höfðað með stefnu birtri 8. og 11. nóvember 2016 og dómtekið aðlokinni aðalmeðferð 21. mars sl. Stefnendur eru Þorvaldur Ingi Jónsson, Ögurási12, Garðabæ og Dís Kolbeinsdóttir, Rjúpnasölum 14, Kópavogi. Stefndi er Arion bankihf., Borgartúni 19, Reykjavík. Þá er stefnt til réttargæslu Valitor hf.,Dalshrauni 3, Hafnarfirði. Endanlegdómkrafa stefnanda er sem hér segir: „Að viðurkennt verði með dómi aðkreditkortafærslur dags. 16.04.2015, eðakr. 695.205,- með heimildanúmerið833179, af kreditkorti stefnanda Þorvaldar, nr. XXXX-XX**-´****-0246, og kr.680.351,- með heimildanúmerið 854561, afkreditkorti stefnanda Dísar, nr. XXXX-XX**-´****-0253, hafi veriðólögmætar og ber að fella þær niður án ábyrgðar stefnenda.“ Stefnendur krefjasteinnig málskostnaðar.Stefndikrefst sýknu auk málskostnaðar.Áhendur réttargæslustefnda, sem gerir kröfu um málskostnað, eru ekki gerðarsérstakar kröfur.Helstu ágreiningsefni og yfirlitmálsatvikaÍmálinu deila aðilar um ábyrgð stefnenda á kreditkortafærslum sem gerðar voru íversluninni „LIM GOKHAN“ á Tenerife 16. apríl 2015 og tilgreindar eru íkröfugerð stefnenda. Helstu atvik málsins er óumdeild, þó þannig að ágreiningurer með aðilum um hvernig nánari aðstæðum var háttað í téðri verslun þegarstefnendur staðfestu færslurnar með innslætti PIN-númera sinna.Stefnendur,sem þá voru í hjúskap, dvöldu á Tenerife 4. til 18. apríl 2015. StefnandinnÞorvaldur mun hafa ákveðið að festa kaup á spjaldtölvu af tiltekinni gerð íumræddri verslun nokkrum dögum áður en áðurgreindar færslur fóru fram oggreiddi hann fyrir tölvuna með peningum. Stefnandanum var þó ekki afhentspjaldtölvan við það tækifæri og sagt að nauðsynlegt væri að uppfæraspjaldtölvuna. Hinn 16. apríl mætti stefnandinn svo í verslunina til þess að fátölvuna afhenta en við það tilefni var honum ráðlagt að greiða fremurkaupverðið, 365 evrur, með VISA greiðslukorti í því skyni að fá tveggja áraábyrgðartryggingu. Hafa stefnendur vísað til þess að í versluninni hafi einnigverið sérstakt skilti með slíkri ráðleggingu þar sem merki VISA kom meðalannars fram. Stefnandinn mun hafa fengið peninga sína endurgreidda og greittsömu fjárhæð með kreditkorti sínu. Er ekki deilt um lögmæti þeirrar færslu semsamkvæmt gögnum málsins fór fram kl. 17:23. Samkvæmtstefnu var stefnandanum tjáð að til viðbótar þyrfti að senda inn beiðni fyrirábyrgð eða tryggingu hjá VISA sem ætti að gefa ákveðið heimildarnúmer semtryggingin væri tengd við. Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi bar stefnandinn aðhans skilningur hefði verið sá að þessi greiðsla ætti að vera án fjárhæðar.Samkvæmt færsluyfirliti sem liggur fyrir í málinu staðfesti stefnandinn íkjölfarið fimm færslur með PIN-númeri sínu með tveimur mismunandi posum. Fyrstufærslunni, kl. 18:27 að fjárhæð 8.989 evrur, var synjað með vísan til þess aðhún væri umfram hámark korthafa. Annarri færslu, kl. 18.32 að fjárhæð 6.480evrur, var einnig synjað með sömu athugasemd á færsluyfirliti. Þriðja færslan,kl. 18.33 að fjárhæð 4.680 evrur, var hins vegar heimiluð og er hún önnurfærslnanna sem vísað er til í kröfugerð stefnenda. Fjórðu og fimmtu færslunni,kl. 19.25 og 19.26 að fjárhæð 2.704 og 1.352 evrur, var hins vegar synjað.Samkvæmtframburði stefnandans fyrir dómi var honum í öllum tilvikum sagt að færslurhefðu ekki tekist. Samkvæmt framburði hans var af þessum ástæðum ákveðið að náí þáverandi eiginkonu hans, stefnanda Dís, til þess að nota greiðslukort hennarí sama skyni. Mun starfsmaður verslunarinnar hafa ekið stefnanda Þorvaldi áhótel þar sem þau hjón dvöldust og kom stefnandinn Dís því næst í verslunina,framvísaði kreditkorti sínu og staðfesti þar þrjár færslur með innslættiPIN-númers. Samkvæmt gögnum málsins var fyrsta færslan gerð kl. 18.54 aðfjárhæð 4.580 evrur og var hún heimiluð. Er þessi færsla síðari færslan semvísað er til í kröfugerð stefnenda. Tveimur öðrum færslum, kl. 19.27 og 19.28að fjárhæð 2.704 og 989 evrur, var hins vegar hafnað með vísan til þess að þærværu yfir hámarki korthafa samkvæmt því sem fram kemur á færsluyfirliti.Samkvæmt framburði stefnandans Þorvaldar fyrir dómi sáu stefnendur aldreifjárhæðir þeirra færslna sem þeir staðfestu. Þá voru ekki prentaðar útkvittanir úr posa fyrir greiðslunum. Aðspurður gat téður stefnandi ekki gefiðnánari skýringar á ástæðum þess að honum voru ekki ljósar þær fjárhæðir semhann staðfesti með innslætti sínum, svo sem hvort fjárhæðir hefðu ekki birst áþar til gerðum glugga posanna. Næstadag, eða 17. apríl 2015, mætti stefnandinn Þorvaldur enn í téða verslun oginnti þá af hendi greiðslu með kreditkorti sínu vegna annarra viðskipta semekki er deilt um í málinu og ekki er ástæða til að rekja nánar. Til viðbótarstaðfesti hann þá tvær færslur í sama tilgangi og daginn áður, en báðum færslumvar hafnað.Afhálfu stefnda og réttargæslustefnda hefur verið bent á að svo virðist semvinátta eða kunningsskapur hafi myndast á milli stefnenda og áðurgreindraafgreiðslumanna, meðal annars þannig að stefnendur hafi farið út að borða meðstefnendum og þau farið saman á golfvöll. Þetta var í meginatriðum staðfest íaðilaskýrslu stefnanda Þorvaldar með þeirri athugasemd að um hefði verið aðræða stutt kynni og takmörkuð samskipti. Í málinu liggja fyrir samskiptistefnandans við starfsmenn verslunarinnar á Fésbók eftir að umræddar færslurvoru gerðar sem ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins.Aðmorgni 18. apríl fengu stefnendur sent smáskeyti frá stefnda þess efnis aðkreditkort þeirra væru komin yfir úttektarfjárhæð. Í kjölfarið hafði stefnandiÞorvaldur samband við þjónustuver réttargæslustefnda og spurðist fyrir um þærfærslur sem um væri að ræða. Í samtalinu, sem var hljóðritað og liggur fyrir ímálinu, var stefnandanum skýrt frá því að umræddur söluaðili væri að reyna fáheimild til að skuldfæra kort stefnandans. Í samtali við stefnanda Dís síðar ummorguninn kom hið sama fram. Var erlendri notkun korta stefnenda lokað meðþeirra samþykki og þeim leiðbeint um að leggja fram skriflega kvörtun þegar ogþau kæmu til landsins.Mánudaginn20. apríl 2015 mættu stefnendur á starfsstöðréttargæslustefnda til að undirrita yfirlýsingu um að kort þeirra hefði veriðnotað með sviksamlegum hætti. Liggur fyrir að af hálfu réttargæslustefnda vargerð tilraun til þess að stöðva færsluna í gegnum greiðslumiðlunarkerfi VISA.Sú tilraun mun þó ekki hafa borið árangur vegna afstöðu færsluhirðissöluaðilans á Tenerife. Stefnendur kærðu málið síðar til lögreglu og leituðuaðstoðar utanríkisþjónustunnar til að fá leiðréttingu mála sinna gagnvartumræddum söluaðila en án árangurs. Með hliðsjón af úrlausn málsins er ekkiástæða til að rekja frekar þann þátt málsins eða bréfaskipti málsaðila íframhaldi af því að stefnendum var tilkynnt 29. júní 2015 að ekki hefði reynstunnt að bakfæra téðar færslur þeirra.Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandinn Þorvaldur aðilaskýrslu. Þágaf skýrslu fyrir dómi Hjálmar Diego Haðarson og nafngreindur starfsmaðurstefnda.Helstu málsástæður oglagarök stefnendaStefnendurbyggja kröfur sínar í máli þessu á ákvæðum laga nr. 120/2011 um greiðsluþjónustuog á kreditkortaskilmálum stefnda. Þeir vísa til þess að þeir hafi gætt allraöryggisráðstafana samkvæmt 51. gr. laganna og v- og vi-lið 4. gr.kreditkortaskilmálanna. Þau hafi þannig varðveitt PIN-númer sín og gætt þess aðláta þau ekki af hendi. Þá hafi þeir einnig sinnt tilkynningarskyldu sinni,sbr. 53. gr. laganna og i-lið 8. gr. kreditkortaskilmálanna, eftir að þeim varðljóst að um svik og misnotkun á kortum þeirra var að ræða. Þeir telja aðréttargæslustefndi hafi brugðist skyldum sínum gagnvart þeim, meðal annars meðþví að loka kortum þeirra tafarlaust en við tilkynningu þeirra 18. apríl 2015hafi færslur þeirra enn verið svokallaðar heimildarfærslur og ekki farnar ígegnum greiðslukerfi til uppgjörs við söluaðila. Er vísað til þess að samkvæmt5. mgr. 52. gr. laganna sé stefnda skylt að koma í veg fyrir alla misnotkungreiðslumiðils þegar tilkynningu samkvæmt 3. mgr. 51. gr. laganna hefur veriðkomið á framfæri. Í 2. málsl. i-liðar 8. gr. kreditkortaskilmála stefnda komijafnframt fram að í öllum tilvikum þegar grunur um sviksamlega kortanotkun erfyrir hendi beri útgefanda eða greiðslukortafyrirtæki að loka korti. Það sématskennt atriði hverju sinni hvort greiðsla sé heimil þegar greiðsla hefurverið framkvæmd með PIN-númeri og sé ekki hægt að fallast á þær útskýringarréttargæslustefnda að korthafi beri í raun hlutlæga ábyrgð á því ef greiðslafer í gegnum kreditkort með PIN-númeri. Líta beri til 2. mgr. 54. gr. laga nr.120/2011 þess efnis að ef notandi greiðsluþjónustu neitar að hafa heimilaðframkvæmd greiðslu fari það eftir atvikum hvort notkun greiðslumiðils, semgreiðsluþjónustuveitandi skráir, dugi ein og sér til sönnunar því að greiðandihafi annaðhvort heimilað greiðsluna eða hann hafi með sviksamlegum hætti, aðyfirlögðu ráði eða af stórfelldu gáleysi látið ógert að uppfylla eina eðafleiri af skyldum sínum samkvæmt 51. gr. laganna. Stefnendurvísa til þess að samkvæmt1. mgr. 55. gr. laga nr. 120/2011skuli greiðsluþjónustuveitandi, þegar um óheimilaðagreiðslu í skilningi laganna er að ræða og að uppfylltum skilyrðum 53. gr.laganna, þegar í stað endurgreiða greiðanda fjárhæð hinnar óheimiluðu greiðsluog, ef við á, bakfæra eignfærslu á greiðslureikninginn til sömu stöðu og hannhefði verið í ef greiðslan hefði ekki átt sér stað. Samkvæmt ákvæðinu beristefndi sem greiðsluþjónustuveitandi ábyrgð á því að skuldfærsla á kortin áttisér stað og beri því fébótaábyrgð á þeirri vanrækslu. Í ákvæði i-liðar 8. gr. íkreditkortaskilmálum stefnda komi jafnframt fram að korthafi beri ekki tjón vegnaúttekta sem hann eigi sannanlega ekkiaðild að. Stefndi beri samkvæmt þessu að halda stefnendum skaðlausum af hinumóheimiluðu greiðslum. Þá er einnig vísað til þeirrar meginreglu að í vafamálumgildir sú túlkun sem neytandanum komi best samkvæmt hefðbundnum skýringar- ogtúlkunarreglum neytendaréttar. Helstu málsástæður og lagarök stefndaog réttargæslustefndaStefndibyggir í fyrsta lagi á því að ekki hafi verið um óheimila notkun kreditkortannaað ræða í skilningi laga nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu og honum hafi ekkiverið skylt að fella niður hinar umdeildu færslur á kreditkortum stefnenda. Þauhafi samþykkt og veitt heimild til þess að færslurnar færu fram. Færslurnarhafi að auki verið innan úttektarheimilda kortanna. Þá liggi fyrir að örgjörvikortanna hafi verið lesinn á staðnum og allar hinar umdeildu færslur staðfestarmeð réttu PIN-númeri fyrir kort stefnenda. Samkvæmt stefnu kveðjist stefnendursjálfir hafa slegið PIN-númer inn í posana. Samkvæmt ii. lið í 4. gr. kreditkortaskilmála stefnda samþykkikorthafi viðskipti sem tilgreind séu á sölunótu með innslætti á PIN-númeri eðaáritun á sölunótuna. Í lið iv. í sömu grein segi ennfremur að korthafi séábyrgur fyrir öllum úttektum sem staðfestar séu með undirritun eða PIN-númeri.Með því að slá inn PIN-númer hafi stefnendur samkvæmt ofangreindu mátt vita aðallar færslur sem þannig voru samþykktar myndu ganga í gegn og veraskuldfærðar. Stefnendum hafi borið að nota kortin í samræmi viðkreditkortaskilmálana, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 120/2011.Stefndibyggir einnig á 2. mgr. 54. gr. laga nr. 120/2011. Í ákvæðinu segi að efnotandi greiðsluþjónustu neiti að hafa heimilað framkvæmd greiðslu fari þaðeftir atvikum hvort notkun greiðslumiðils, sem greiðsluþjónustuveitandi skráir,dugi ein og sér til sönnunar því að greiðandi hafi annað hvort heimilaðgreiðsluna eða hann hafi með sviksamlegum hætti, að yfirlögðu ráði eða afstórfelldu gáleysi látið ógert að uppfylla eina eða fleiri af skyldum sínumsamkvæmt 51. gr. Stefndi byggir á því að það sé fullsannað að stefnendur hafiheimilað greiðslurnar enda hafi þau samþykkt færslurnar með PIN-númeri. Stefndibyggir einnig á því að stefnendur hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi oglátið ógert að uppfylla skyldur sínar samkvæmt 51. gr. laganna. Af hálfu stefnda er byggt á því að vegnaframangreinds eigi ákvæði 55. gr. laga nr. 120/2011 ekki við. Stefnendur hafisamþykkt greiðslurnar með PIN-númeri. Í því felist samþykki bæði í skilningikreditkortaskilmála stefnda og 49. gr. laga nr. 120/2011. Ekki hafi verið um aðræða óheimilaða greiðslu í skilningi laganna. Þá hafi stefndi ekki getaðstöðvað greiðslurnar eftir á þar sem greiðslufyrirmælin voru óafturkallanlegsamkvæmt 61. gr. laga nr. 120/2011. Stefndibyggir í öðru lagi á því að stefnendur hafi ekki notað kortin í samræmi viðákvæði laga nr. 120/2011 og kreditkortaskilmála stefnda. Stefndi telur að súháttsemi stefnenda, að slá PIN-númer sín inn til staðfestingar án þess að sjáhvað þau voru að staðfesta, hafi brotið gegn 4. gr. kreditkortaskilmálanna.Korthafi eigi eingöngu að slá PIN-númer inn til að samþykkja færslur þegar hannsjái „sölunótu“, sbr. ii. lið 4. gr. sem rakinn er hér að ofan. Stefndi byggireinnig á því að háttsemi stefnenda hafi brotið gegn ii. lið 5. gr.kreditkortaskilmálanna. Samkvæmt ákvæðinu skuldbindi korthafar sig til að notakortin ekki umfram tilgreinda hámarksheimild. Ljóst sé að samþykki korthafifærslur, þótt hann sjái ekki fjárhæð færslunnar, geti hann ekki vitað hvorthann fari umfram tilgreinda hámarksheimild. Stefndi telur samkvæmt þessu aðstefnendur hafi ekki notað kortin í samræmi við 1. og 2. mgr. 51. gr. laga nr.120/2011 dagana 16. og 17. apríl 2015.Samkvæmt ákvæðunum hafi stefnendum borið að nota kortin í samræmi viðskilmála og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja persónubundnaöryggisþætti. Með nauðsynlegum ráðstöfunum í skilningi ákvæðisins er átt viðaðgerðir af hálfu notandans sem réttmætt megi telja að gera kröfu til af hanshálfu. Stefndibyggir á því að aðgerðir stefnenda hafi ekki verið í samræmi við það semréttmætt var að gera kröfu til af þeirra hálfu við þessar aðstæður og þau hafisýnt af sér stórfellt gáleysi. Stefndi vísar í þessu sambandi til þess aðstefnendum hafi borið að gæta varúðar með hliðsjón af bágbornu útliti verslunarinnar.Stefnendur hafi dvalið mjög lengi í versluninni á meðan ítrekað var reynt aðganga frá viðskiptunum af hálfu verslunarinnar og kort þeirra ítrekað skuldfærðfyrir úttektum. Starfsmenn verslunarinnar hafi einnig sýnt óeðlilega hegðungagnvart stefnendum, meðal annars með vináttulátum og undandrætti viðafhendingu vöru. Þá hafi stefnendur verið hvattir til að greiða meðgreiðslukorti og margbeðnir um að slá PIN-númer sín inn án þess að kvittun eðastrimill kæmi úr posanum. Fjölmargt hafi því gefið stefnendum til kynna að þauþyrftu að hafa varann á sér. Stefndi byggir einnig á 2. mgr. 56. gr. laga nr.120/2011 um að korthafi beri allt tjón sem rekja megi til óheimilaðra greiðslna ef hann hefurlátið ógert að uppfylla eina eða fleiri af skyldum sínum samkvæmt 51. gr. laganr. 120/2011 af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Stefnditelur að þótt stefnendur hafi nýtt sér ákveðna þjónustu hjá stefnda sem felistí því að viðskiptavinir bankans geti óskað eftir því að fá sent SMS-skeyti,þegar úttekt á kortunum þeirra hafi farið yfir ákveðna fjárhæð, breyti það enguum úttektarheimildir stefnenda. Það sé ávallt heimildin á kortinu sem ráðiúttektum, sbr. 5. gr. kreditkortaskilmála stefnda, og hvort þær séu heimilaðareða ekki. Stefndibyggir á því að það hafi ekki verið háttsemi stefnda sem leiddi til hinnaumdeildu færslna heldur gáleysisleg háttsemi stefnenda sjálfra og meint svik afhálfu starfsmanna verslunarinnar LIM GOKHAN. Stefndi byggir á því að hann beriekki ábyrgð á háttsemi starfsmanna verslunarinnar gagnvart stefnendum. Bent erá að í v. lið í 8. gr. kreditkortaskilmála stefnda segir að sérhver ágreiningurútaf gæðum vöru eða þjónustu skuli leystur beint á milli korthafa og seljanda,en útgefandi, þ.e. stefndi, beri enga ábyrgð á gæðum keyptrar vöru eðaþjónustu. Það sé korthafans að gæta þess vel að hann hafi fengið rétta vöru íhendurnar áður en hann samþykki færslu á kortið sitt með PIN-númeri. Stefnditelur samkvæmt þessu, og þar sem stefnendur samþykktu greiðslurnar meðPIN-númeri, að honum séu viðskipti stefnda og verslunarinnar óviðkomandi.Stefndi byggir jafnframt á því að hann hafi staðið við skyldur sínar samkvæmt5. mgr. 52. gr. laga nr. 120/2011 enda lokað kortunum þegar þess var óskað afhálfu stefnenda. Það hafi ekki getað breytt því að stefndi gat ekki afturkallaðfærslur sem stefnendur höfðu þegar heimilað á kortin og voru þar meðóafturkallanlegar. Réttargæslustefnditekur undir málsástæður og lagarök stefnda í öllum atriðum sem máli skipta.Réttargæslustefndi tekur þó fram að hann hafi engar skyldur gagnvart stefnendumí máli þessu og sé ekki í neinu samningssambandi við stefndu. Hann hafi ekkiverið færsluhirðir heldur aðeins vinnsluaðili stefnda. Um hafi verið að ræða erlendan söluaðila ogerlendan færsluhirði en stefndi sé hinn formlegi útgefandi greiðslukortastefnenda. Vegna athugasemda í stefnu um öryggisgæslu réttargæslustefnda eráréttað að umræddar færslur hafi ekki náð hámarks heimild kortanna. Hámarksheimild stefnanda, Þorvaldar Inga, hafi numið 1.300.000 krónum og stefnandaDísar Kolbeinsdóttur 900.000 krónum. Þá hafi færslurnar borið með sér að veraframkvæmdar með örgjafa kortsins og innslætti PIN-númers og þannig legið fyrirað eintak korthafans af kortinu var á staðnum sem og korthafinn sjálfur. Ekkisé hægt að fallast á að öryggisgæsla réttargæslustefnda hafi veriðófullnægjandi að þessu leyti.Þvíer einnig mótmælt að öryggi kortanna hafi ekki verið fullnægjandi og ekki ítakt við þá tækni sem þeir aðilar sem svindla á korthöfum búi yfir. Gera verðiþær kröfur til korthafa að hann staðreyni upphæðina áður en PIN-númer er slegiðinn og neiti að eiga í viðskiptunum við söluaðila ef aðstæður eruótraustvekjandi. Þessi aðferð hljóti að teljast nægjanlega örugg enda þurfibæði korthafi og kort að vera á staðnum til að greiðslan fari í gegn.Réttargæslustefndi hafi reynt eftir bestu getu að aðstoða stefnendur í málinualveg frá upphafi, lokað fyrir erlenda notkun kortanna tafarlaust og gerttilraun til þess að fá færslurnar bakfærðar. Felst réttargæslustefndi því ekkiá að hafa sýnt af sér vanrækslu eða gert mistök í tengslum við mál stefnenda.Réttargæslustefndimótmælir því að færslurnar hafi, á þeim tíma sem stefnendur höfðu samband viðréttargæslustefnda, haft stöðu heimildarbeiðna og að þær hafi því ekki veriðfarnar í gegn um greiðslukerfið til uppgjörs við söluaðila. Það ferli sem hérsé um að ræða sé þannig að færsluhirðir vinni úr heimildarbeiðni til útgefandakortsins, þ.e. stefnda, strax sem samþykki þá þegar greiðsluna eða hafni henni.Þegar korthafi hafi samþykkt færslu sé hún því nánast tilbúin um leið oggreiðsla þá send þegar í stað til söluaðila. Það sé því ljóst að færslurnarhöfðu þegar farið í gegn hjá stefndaog réttargæslustefnda þegar stefnendur höfðu samband viðréttargæslustefnda 18. apríl 2015. Um sé að ræða vélrænt ferli þar sem um leiðog korthafi hafi slegið inn PIN-númer fari af stað ferli sem aðeins takinokkrar sekúndur af hálfu réttargæslustefnda og stefnda og eftir það hafi greiðslan farið fram. Réttargæslustefndimótmælir fullyrðingum um meint ófullnægjandi vinnulag og brot á andmælaréttistefnenda í tengslum við sendingar söluaðila á sviknum reikningum tilréttargæslustefnda. Réttargæslustefndi hafi óskað eftir reikningum frásöluaðila til skýringar á viðskiptunum. Söluaðili hafi sent réttargæslustefndaþá reikninga fyrir kaupum stefnenda á vörum úr verslun sinni sem að matisöluaðila útskýrðu úttektir af kortum stefnenda. Stefnendur segi þá reikningasvikna þar sem að umræddar vörur hafi ekki verið til sölu í versluninni og þar semað undirskriftir þeirra á reikningunum séu falsaðar. Stefnendum hafi verið gerðgrein fyrir því að reikningarnir hefðu ekkert vægi í málinu hvað varðar rétttil bakfærslu og ekki skipti máli þó undirskriftirnar hafi verið falsaðar.Réttargæslustefndi vísar til þess að hann hafi gengið lengra en honum barskylda til við að óska eftir gögnum frá viðkomandi söluaðila í því skyni aðaðstoða stefnendur. Því er einnig mótmælt að starfsmaður réttargæslustefndahafi gefið í skyn 18. apríl 2015 að önnur umstefndra færslna hefði veriðleiðrétt.Þátelur réttargæslustefni að í öllu falli geti ekki komið til þess að stefndieigi endurkröfurétt á réttargæslustefnda á grundvelli 71. gr. laga nr. 120/2011um greiðsluþjónustu, eins og haldið sé fram í stefnu. Ákvæði 71. gr. lagannaeigi aðeins við vegna tjóns greiðsluþjónustuveitanda á grundvelli 69. gr. laganr. 120/2011 sem rekja megi til annars greiðsluþjónustuveitanda eða milliliðar.Ákvæði 69. gr. laganna eigi aðeins við þegar framkvæmd greiðslu á sér ekki staðeða er gölluð. Ljóst sé að greiðslan hafi verið framkvæmd og ekki gölluð ánokkurn hátt. Að öllu ofangreindu sögðu sé það mat réttargæslustefnda að hannhafi ekki sýnt af sér nokkra vanrækslu eða brotið gegn skyldum sínum gagnvart stefnendum. NiðurstaðaÍ málinuverður að leggja til grundvallar að hinar umdeildu færslur hafi farið þannigfram að stefnendur hafi slegið PIN-númer sín inn á númerborð svonefndra posa ínafngreindri verslun á Tenerife í þeirri röngu trú að um væri að ræða einhverskonar færslur án fjárhæðar vegna ábyrgðar á spjaldtölvu sem annar stefnandahafði fest kaup á. Telur dómurinn því hafið yfir vafa að stefnendum hafi ekkiverið ljósar þær fjárhæðir sem staðfestingar þeirra með innslætti PIN-númeralutu að þótt nánari orsakir þessa séu ekki að fullu ljósar. Eins og máliðliggur fyrir verður einnig að miða við að þær fjárhæðir sem skuldfærðar voru ákortareikninga stefnenda hafi verið færðar inn af starfsmönnum verslunarinnarán samþykkis stefnenda í því skyni að hafa fé af stefnendum með svikum og þá ánþess að ætlunin væri að nokkurt endurgjald kæmi fyrir það fé sem fengið værifrá stefnendum með þessum hætti. Ítrekaðar komur stefnenda í verslunina oglengd dvalar þeirra þar styrkir þessa niðurstöðu fremur en hið gagnstæða. Svosem áður greinir verður ráðið af gögnum málsins að stefnandi Þorvaldur hafifimm sinnum slegið inn PIN-númer sitt í þessari röngu trú þegar hann varstaddur í versluninni síðdegis 16. apríl 2016 og tvívegis degi síðar, enstefnandi Dís hafi slegið sitt númer inn þrívegis í versluninni fyrrnefndadaginn. Er ágreiningslaust að þær færslur sem vísað er til í kröfugerðstefnenda fóru báðar fram fyrri daginn, svo sem nánar hefur verið lýst hér aðframan.Í4. gr., lið iii, í kortaskilmálum stefnda, sem ekki er deilt um að giltu umumrædda notkun stefnenda á kortum sínum, segir að með innslætti á PIN-númerieða áritun sinni á sölunótu samþykki korthafi þau viðskipti sem tilgreind séu ásölunótunni. Samkvæmt framangreindu telur dómurinn fram komið í málinu aðstefnendur hafi veitt samþykki sitt fyrir þeim færslum sem vísað er til íkröfugerð þeirra og þannig heimilað greiðslurnar í skilningi 1. og 2. mgr. 49.gr. laga nr. 120/2011 um greiðslumiðlun. Getur það hvorki haggað þeirriniðurstöðu að stefnendur slógu inn PIN-númer sín í rangri trú um þær fjárhæðirsem þau staðfestu í reynd né að þau fengu ekki útprentaðar sölunótur úr posa.Eiga ákvæði 54. og 55. gr. laganna af þessum ástæðum ekki við í málinu. Á hiðsama við um þau ákvæði laganna sem lúta að rangri eða gallaðri framkvæmdgreiðslu.Samkvæmt61. gr. laga nr. 120/2011 gátu stefnendur ekki afturkallað greiðslur sínar nemaákvæði 2. til 6. mgr. greinarinnar ættu við. Í 2. til 4. mgr. þeirrar greinareru talin upp tilvik þar sem greiðandi getur afturkallað greiðslufyrirmæli síneftir að greiðsluþjónustuveitandi hefur tekið við þeim og er ljóst aðfyrrgreindar aðstæður eiga þar ekki undir. Hins vegar er gert ráð fyrir því í5. mgr. greinarinnar að eftir þetta tímamark sé unnt að afturkalla greiðslufyrirmælin ef notandi greiðsluþjónustuog greiðsluþjónustuveitandi hafa samið um það. Leiðir slík niðurstaða einnig afalmennum reglum enda sé samið um betri rétt til handa neytanda en leiða myndiaf lögum.Samkvæmt 4. gr., lið iv, fyrrnefndrakortaskilmála stefnda er korthafi ábyrgur fyrir öllum úttektum sem staðfestareru með undirritun korthafa eða PIN-númeri, nema þegar úttekt hefur verið skráðen korthafi sannar að vara/þjónusta hafi ekki verið afhent. Þá segir meðalannars í 8. gr. skilmálanna, lið iv, að ef söluaðili er ófús eða ófær um aðinna af hendi vöru eða þjónustu sem korthafi hefur greitt fyrir, geti korthafisent skriflega kvörtun til útgefanda. Telji viðkomandi greiðslukortafyrirtækiað þjónustan hafi sannanlega ekki verið innt af hendi vegna ofangreindraástæðna, endurgreiði fyrirtækið korthafa sem svari vanefndunum. Líkt og áður er gerð grein fyrir liggur fyrirað stefnendur fengu enga vöru eða þjónustu afhenta fyrir þær greiðslur sem þeirinntu af hendi samkvæmt framansögðu. Samkvæmt skilmálum stefnda áttu stefnendur,við þessar aðstæður, kost á því að afla sér sönnunar fyrir því að ekkertendurgjald hefði komið fyrir greiðslurnar og krefjast þess að stefndiendurgreiddi þeim umræddar fjárhæðir. Því er áður lýst að annar stefnanda hafðisamband við þjónustuver réttargæslustefnda 18. apríl 2015 eftir að honum hafðiborist smáskeyti um að kortaheimildir stefnenda hefðu verið nýttar umframákveðna fjárhæð. Verður ráðið af samtali stefnandans við starfsmannréttargæslustefnda að hann hafi ekki aðeins óskað eftir því að kortum stefnendayrði lokað heldur einnig óskað eftir upplýsingum um hvaða greiðslur hefðu þegarverið skuldfærðar á kortið. Við þær aðstæður sem voru uppi, og stefnandinnlýsti í samtali sínu við starfsmann réttargæslustefnda, bar þeim síðarnefnda, semtelja verður að starfi að þessu leyti í umboði stefnda, ótvíræð skylda til þessað skýra stefnendum frá öðrum þeim greiðslum hjá sama söluaðila sem þegar höfðuverið sannvottaðar og færðar stefnandanum til skuldar.Það er álit dómsins að stefnendum hafi áfyrrgreindu tímamarki ekki verið veittar þær upplýsingar af hálfu stefnda semþeir óskuðu eftir og áttu skýlausan rétt til, sbr. 45. gr. laga nr. 120/2011.Var stefnendum, sem á þessum tíma dvöldu enn á Tenerife, með þessu gert munerfiðara fyrir en ella við að tryggja sér sönnun fyrir því að í reynd hafðihvorki vara né þjónusta komið fyrir þær greiðslur sem þeim höfðu þegar veriðfærðar til skuldar. Hins vegar fóru stefnendur að leiðbeiningum starfsmannsréttargæslustefnda og gerðu grein fyrir öllum atvikum viðskiptanna meðtilkynningu á starfsstöð réttargæslustefnda 20. apríl 2015, meðal annars því aðfærslurnar væru grundvallaðar á svikum og hefði því eðli málsins samkvæmtekkert endurgjald komið fyrir þær. Svo sem áður greinir áttu stefnendur við þessaraðstæður rétt á því samkvæmt skilmálum stefnda að umræddar fjárhæðir yrðuendurgreiddar þeim, enda gætu þau sýnt fram á að ekkert endurgjald hefði komiðfyrir færslurnar. Að mati dómsins var ástæða þess að stefnendur gátu ekki lagtfram gögn máli sínu til stuðnings, t.d. tilkynningu eða skýrslu hjálögregluyfirvöldum, og urðu þess í stað að styðjast við eigin framburð, aðverulegu leyti hinar ófullnægjandi upplýsingar sem þau fengu hjá þjónustuveriréttargæslustefnda. Í málinu liggur fyrir að réttargæslustefndi hlutaðist tilum, gegnum alþjóðlegt greiðslumiðlunarkerfi VISA, að umræddar greiðslur yrðuekki færðar á reikning umrædds söluaðila eða bakfærðar, en þær tilraunir báruekki árangur vegna afstöðu færsluhirðis söluaðilans á Tenerife. Að mati dómsinsgat það hins vegar ekki leyst stefnda undan ábyrgð gagnvart stefnendum aðsamstarfsaðili hans í umræddu greiðslumiðlunarkerfi gat ekki eða vildi ekkistöðva greiðslur til söluaðilans eða hlutast til um endurgreiðslu úr hanshendi.Þótt á það verði fallist að stefnendur hafisýnt af sér vangæslu þegar þau slógu inn PIN-númer sín með framangreindum hættiverður ekki talið að stefnendur hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi viðmeðferð korta sinna eða upplýsinga þeim tengdum, eða brotið þannig gegn kortaskilmálumstefnda, að þau hafi firrt sig rétti til þess að krefjast síðar niðurfellingará færslum samkvæmt fyrrgreindum skilmálum. Er þá einnig horft til þess aðstefnendur tilkynntu tafarlaust um ætlaða misnotkun á kortum sínum í samræmivið 3. mgr. 51. gr. laga nr. 120/2011 og nánari fyrirmælum kortaskilmálastefnda. Samkvæmt öllu framangreindu er það niðurstaðadómsins að stefnendur hafi með nægilegum hætti sýnt fram á að þeir hafi ekkifengið afhenta neina vöru eða þjónustu gegn áðurlýstum greiðslum semskuldfærðar voru á kort þeirra. Jafnframt telur dómurinn að stefnendur hafitilkynnt stefnda og réttargæslustefnda um þetta eðli málsins án tafar og lagtfram þau gögn sem þeim voru tiltæk að fengnum leiðbeiningum af hálfuréttargæslustefnda. Samkvæmt kortaskilmálum stefnda báru stefnendur ekki ábyrgðá færslum við þessar aðstæður og áttu rétt til endurgreiðslu. Þótt ekki verði áþað fallist, líkt og áður hefur verið rakið, að færslurnar hafi, út af fyrirsig, verið óheimilar leiðir af þessu að stefnendur bera ekki ábyrgð á færslunumog eiga rétt á því að þær verði felldar niður. Verður krafa stefnenda því tekinefnislega til greina með þeim hætti sem nánar greinir í dómsorði.Eftir úrslitum málsins verður stefndi dæmdurtil að greiða stefnendum sameiginlega málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn1.100.000 krónur að teknu tilliti til umfangs málsins. Að öðru leyti fellurmálskostnaður niður.Afhálfu stefnanda flutti málið Sveinn Guðmundsson hrl.Afhálfu stefnda flutti málið Kristján B. Thorlacius hrl.Afhálfu réttargæslustefnda flutti máli Helga Melkorka Óttarsdóttir hrlSkúliMagnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R ÐViðurkennter að stefnda, Arion banka hf., beri að fella niður kreditkortafærslurstefnenda, Þorvalds Inga Jónssonar og Dísar Kolbeinsdóttur, sem báðar vorugerðar 16. apríl 2015, önnur að fjárhæð 695.205 krónur með heimildanúmerið833179, en hin að fjárhæð 680.351 króna með heimildanúmerið 854561.Stefndigreiði stefnendum sameiginlega 1.100.000 krónur í málskostnað, en að öðru leytifellur málskostnaður niður. |
Mál nr. 739/2017 | Skipulag Stjórnsýsla Flýtimeðferð | S o.fl. höfðuðu mál gegn sveitarfélaginu V og Í ehf. og kröfðust þess að felld yrði úr gildi ákvörðun V um staðfestingu á deiliskipulagsbreytingu fyrir nánar tilgreint iðnaðarsvæði í sveitarfélaginu þar sem Í ehf. hugðist reisa súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju. Var málið rekið samhliða öðru máli sem S o.fl. höfðu höfðað vegna þriggja byggingarleyfa sem V hafði gefið út til Í ehf. vegna verksmiðjunnar og til úrlausnar var í dómi Hæstaréttar í máli nr. 738/2017. Byggðu S o.fl. á því að málsmeðferð V við deiliskipulagsbreytinguna hefði ekki samræmst ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsbreytingin væri háð efnislegum annmörkum sem leiða ættu til ógildingar hennar. Var meðal annars á því byggt af hálfu S o.fl. að deiliskipulagið hefði ekki sætt umhverfismati í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana og skipulagslög og að skort hefði á að samráð hefði verið haft við S o.fl. við vinnslu og samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar. Þá hefði breytingin bæði gerbreytt eðli deiliskipulagsins og eyðilagt innra samræmi þess. Héraðsdómur hafnaði öllum málsástæðum S o.fl. og taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að nokkrir þeir annmarkar hefðu verið á meðferð málsins sem leitt gætu til þess að fallist yrði á kröfur þeirra. Voru V og Í ehf. því sýknuð af kröfu S o.fl. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Markús Sigurbjörnsson, GarðarGíslason settur hæstaréttardómari, Gunnlaugur Claessen fyrrverandihæstaréttardómari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari. Áfrýjendur skutumálinu til Hæstaréttar 28. nóvember 2017. Þau krefjast þess að felld verði úrgildi ákvörðun stefnda Sveitarfélagsins Voga 24. maí 2016, sem birt var íB-deild Stjórnartíðinda 15. júní sama ár, um breytingu á deiliskipulagi fyririðnaðarsvæði við Vogabraut. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði ogfyrir Hæstarétti.Stefndu krefjasthvor fyrir sitt leyti staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.Mál þetta sætir flýtimeðferð samkvæmt XIX. kafla laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Áfrýjendum verður gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstaréttieins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skalvera óraskaður.Áfrýjendur,Sigríður Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Hörður Einarsson og Reykjaprent ehf.,greiði óskipt stefndu, Sveitarfélaginu Vogum og Ísaga ehf., hvorum fyrir sig1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur HéraðsdómsReykjaness 8. nóvember 2017.Málþetta, sem var dómtekið 20. október 2017, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjanessaf Sigríði S. Jónsdóttur, Hvassaleiti 56-58, Reykjavík, Ólafi Þór Jónssyni,Sléttuvegi 31, Reykjavík, Herði Einarssyni, Seljugerði 9, Reykjavík, ogReykjaprenti ehf., Síðumúla 14, Reykjavík, með réttarstefnu birtri 8. mars 2017og þingfestri 10. s.m. á hendur Ísaga ehf. og Sveitarfélaginu Vogum, Iðndal 2,Vogum. Dómkröfur stefnenda, hvers umsig, eru þær að felld verði úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga frá 24. maí2016, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 15. júní 2016, um breytingu ádeiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut. Þá krefjast stefnendur, hverfyrir sig, málskostnaðar. Stefndi Sveitarfélagið Vogarkrefst sýknu af kröfum stefnenda. Þá gerir stefndi kröfu um málskostnað úrhendi stefnenda. Stefndi Ísaga ehf. krafðist þessaðallega að kröfum stefnenda yrði vísað frá dómi. Til vara var þess krafist aðstefndi yrði sýknaður af kröfum stefnenda. Þá gerði stefndi kröfu um málskostnað. Með úrskurði 12. júlí 2017 varfrávísunarkröfu stefnda Ísaga ehf. hafnað. I. Mál þetta er að rekja tilfyrirætlana stefnda um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju íSveitarfélaginu Vogum. Um er að ræða 750 m2 stálgrindarhús, klætt meðálklæðningu. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða súrefni og köfnunarefni úrandrúmsloftinu. Með bréfi 17. september 2015 leitaði stefndi eftir lóð áVogabraut í Vogum. Í bréfinu er framleiðsluferli verksmiðjunnar lýst meðeftirfarandi hætti: „Vinnsluferliðer þannig að útiloft er dregið í gegnum loftsíu þar sem ryk og önnur óhreinindieru hreinsuð. Eftir síun fer loftið í gegnum loftpressu sem þjappar loftinu íþrepum upp í 15 – 16 bar þrýsting. Við samþjöppun hitnar loftið í 100 – 120 °Cog því er það kælt niður í u.þ.b. 10 - 15 °C. Kælda loftið er síðan hreinsaðfrekar þar sem CO, CO2 og „hærri“ vetniskolefni eru fjarlægð. Síðanfer hreinsaða loftið inn í skilju („Cold Box“) og er kælt (fryst) niður ívarmaskipti þar til það fer yfir á vökvaform (fljótandi form). Þá er súrefni ogköfnunarefni aðskilið með mismun á þrýstingi og hitastigi. Efnin eru síðanflutt yfir í geymslutanka. Reiknað er með að verksmiðjan verði fjarstýrð afstarfsmönnum ÍSAGA/Linde eins á sama hátt og gert er í dag á Breiðhöfða og Hæðarenda.Í fyrstu er ekki reiknað með að starfsmenn verði dags daglega staðsettir íverksmiðjunni. Tankbílar koma að verksmiðjunni daglega og sækja efni [...].“ Hæðverksmiðjunnar skyldi vera 27 m auk tanka sem væru 10-15 m háir og þurfti þvídeiliskipulagsbreytingar fyrir iðnaðarsvæðið við Vogabraut. Hinn 16. desember2015 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að auglýsa tillögu aðbreytingu á deiliskipulaginu fyrir iðnaðarsvæðið við Vogabraut vegna áforma umbyggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju. Tillagan var auglýst tilkynningar 21. desember 2015 með fresti til athugasemda til 1. febrúar 2016. Varí tillögunni gert ráð fyrir verksmiðjunni á lóð að Hraunholti 7. Í greinargerðsem fylgdi deiliskipulagsuppdrætti kemur fram að breyting á deiliskipulagisamkvæmt tillögunni væri fólgin í eftirfarandi: „Bætt er við húsagerð d þar semhægt verður að hafa, auk iðnaðarhúsnæðis með hámarkshæð 13 metrar, skilju ogtanka til súrefnis- og köfnunarefnisframleiðslu, með hámarkshæð 27 metrar. Lóðvið Hraunholt 7 er breytt úr húsagerð B í húsagerð D.“Meðbréfi 1. febrúar 2016 gerðu stefnendur athugasemdir við tillöguna. Tillagan varhins vegar samþykkt í bæjarstjórn 24. febrúar 2016 og send Skipulagsstofnun tilathugunar, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnuntilkynnti sveitarfélaginu með bréfi 17. mars 2016 að hún gæti ekki tekiðafstöðu til tillögunnar, þar sem nánari upplýsingar vantaði um hina áformuðustarfsemi á lóðinni að Hraunholti 7. Lóðinað Hraunholti 7 er í sameign stefnenda, Sveitarfélagsins Voga og fleiri aðila,þ.e. sameigendanna að Heiðarlandi Vogajarða. Samhliða fyrirhuguðumskipulagsbreytingum hóf sveitarfélagið viðræður við aðra landeigendur um kaup álóðinni en aðilar náðu ekki saman um kaupin. Ákvað sveitarfélagið því aðúthluta stefnda Ísaga ehf. annarri lóð á svæðinu í eigu sveitarfélagsins, þ.e.Heiðarholti 5. Hinn15. mars 2016 var lögð fram á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar ný tillagaað breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Vogabraut þar sem gert varráð fyrir fyrirhugaðri starfsemi að Heiðarholti 5. Samþykkt var að tillaganyrði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og íkjölfarið auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Hinn 23. mars 2016samþykkti bæjarráð formlega að úthluta til stefnda lóð nr. 5 við Heiðarholt,með fyrirvara um að fyrirtækið uppfyllti skilyrði m.a. um hljóðvist á svæðinu. BæjarstjórnSveitarfélagsins Voga samþykkti 30. mars 2016 að auglýsa tillögu að breytingu ádeiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyririðnaðarsvæði við Vogabraut vegna breyttrar staðsetningar á fyrirhugaðrisúrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sem til stæði að reisa á iðnaðarsvæðinu.Tillagan var auglýst 31. mars 2016 og gerðu stefnendur athugasemdir viðskipulagstillöguna með bréfi 17. maí 2016. Hinn14. apríl 2016 gerðu Sveitarfélagið Vogar og stefndi með sér samkomulag umlóðina að Heiðarholti 5, gjöld af henni o.fl. Í samkomulaginu kemur fram að íaðalskipulagi væri nærliggjandi íbúðarsvæði merkt IB 3-2 og að samkvæmt fyrirliggjandigögnum um hljóðvist frá verksmiðjunni muni viðmið um hámarkshávaða að nóttu til(40db) ná inn á hið skipulagða svæði. Stefndi Sveitarfélagið Vogar lýsi þvíhins vegar yfir að hann muni ekki krefja stefnda Ísaga ehf. um aðgerðir til aðhávaðamörkin yrðu innan tilgreindra viðmiðunarmarka heldur myndi sveitarfélagiðleysa þau mál í úrvinnslu deiliskipulags svæðisins þegar þar að kæmi. Þásamþykkti sveitarfélagið að stefndi Ísaga ehf. hefði forgang að tilteknum lóðumvið Heiðarholt. Meðtölvupósti 18. mars 2016 óskaði skipulags- og byggingarfulltrúiSveitarfélagsins Voga eftir umsögn Skipulagsstofnunar um hina nýjudeiliskipulagstillögu. Í svari starfsmanns Skipulagsstofnunar 14. apríl 2016segir að stofnunin telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði laga um mat áumhverfisáhrifum, þ.e. efnaverksmiðjuákvæðið í viðauka 1. BæjarstjórnSveitarfélagsins Voga samþykkti deiliskipulagstillöguna á fundi 24. maí 2016.Með bréfi Skipulagsstofnunar 9. júní 2016 tilkynnti stofnunin að ekki væri gerðathugasemd við að auglýsing yrði birt um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.Auglýsing um samþykktina, dags. 14. júní 2016, var birt í B-deildStjórnartíðinda hinn 15. júní 2016. Hinn 15. júní 2016 sótti stefndi umbyggingarleyfi á lóðinni Heiðarholti 5 til Sveitarfélagsins Voga. Á fundi sínum16. ágúst 2016 samþykkti umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Vogabyggingaráformin og vísaði afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfistil byggingarfulltrúa. Á fundi 18. ágúst 2016 samþykkti bæjarráð SveitarfélagsinsVoga afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og staðfesti bæjarstjórn þáafgreiðslu á fundi sínum 31. ágúst 2016. Byggingarfulltrúi samþykktibyggingaráformin á fundi 19. ágúst 2016 og gaf sama dag út byggingarleyfi tilhanda stefnda. Meðkæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júlí 2016,kærðu stefnendur og fleiri þá ákvörðun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Vogafrá 24. maí 2016, að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðivið Vogabraut, Sveitarfélaginu Vogum. Meðkæru 12. september 2016 kærðu stefnendur jafnframt ákvörðun byggingarfulltrúaSveitarfélagsins Voga frá 19. ágúst 2016 um að veita byggingarleyfi fyrirsúrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á lóðinni Heiðarholti 5 og stöðuleyfifyrir 10-12 tuttugu feta gámum á lóðinni Heiðarholti 3. Jafnframt var kærðsamþykkt bæjarráðs hinn 18. ágúst 2016 og bæjarstjórnar 31. ágúst s.á. vegnaumsókna um framangreind leyfi. Málin tvö voru sameinuð.Meðúrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. október 2016 ímáli nr. 101/2016 var öllum kröfum stefnenda hafnað. Hinn2. nóvember 2016 gaf byggingarfulltrúinn í Sveitarfélaginu Vogum útbyggingarleyfi til stefnda vegna Heiðarholts 5, þar sem veitt var leyfi fyriruppsteypu undirstaða vegna byggingar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju. Þávar stefnda hinn 15. mars 2017 veitt byggingarleyfi vegna byggingar súrefnis-og köfnunarefnisverksmiðju á lóðinni. II. Stefnendur byggja kröfu sína umógildingu ákvörðunar um samþykkt deiliskipulagsins á því að málsmeðferðsveitarfélagsins við deiliskipulagsbreytinguna hafi ekki samræmst ákvæðumskipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsbreytingin sé háð efnislegumannmörkum, sem leiða eigi til ógildingar þess. Um sé að ræða verulega annmarka,sem geti hver um sig eða saman leitt til ógildingar.Nánartiltekið er í fyrsta lagi á því byggt að fella beri deiliskipulagið úr gildiþar sem það hafi ekki sætt umhverfismati áætlana samkvæmt lögum nr. 105/2006 umumhverfismat áætlana. Stefnendurtelja að við samþykkt deiliskipulagsins hafi verið brotið gegn skyldu til aðvinna umhverfismat samkvæmt lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.Samkvæmt 3. gr. laganna séu skipulagsáætlanir umhverfismatsskyldar samkvæmtlögunum ef þær eru (1) undirbúnar og/eða samþykktar af stjórnvöldum, (2) unnarsamkvæmt lögum eða ákvörðun ráðherra og (3) marka stefnu er varðaleyfisveitingar til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum nr. 106/2000 um matá umhverfisáhrifum. Stefnendur telja þessi skilyrði uppfyllt. Aðmati stefnenda gefur augaleið að deiliskipulagstillagan hafi verið undirbúin ogsamþykkt af stjórnvöldum auk þess að vera unnin samkvæmt lögum, sbr.skipulagslög nr. 123/2010. Hins vegar liggi fyrir óformleg afstaðaSkipulagsstofnunar í málinu um að hin fyrirhugaða starfsemi falli ekki undirhið sérstaka ákvæði laga nr. 106/2000 um efnaverksmiðjur, sbr. 6.01 í 1.viðauka. Ekki hafi verið af hálfu Skipulagsstofnunar tekin afstaða til þesshvort starfsemin kunni að vera háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt öðrumákvæðum laganna og það atriði ekki heldur verið rannsakað sérstaklega af hálfusveitarfélagsins sjálfs. Þá sé í hinni umþrættu deiliskipulagsbreytingu fullyrtað breytingin feli ekki í sér umhverfismatsskylda framkvæmd. Stefnendur teljahins vegar að skort hafi á að tekin hafi verið afstaða til þess hvort hinfyrirhugaða framkvæmd muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegnastaðsetningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs, sbr. sérstaklegaa-lið 1. mgr. 1. gr. og 6. gr. laga nr. 106/2000, sbr. 2. viðauka, og a-lið 1.mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Stefnendur vísaí þessu sambandi jafnframt til skýringar laganna og reglugerðarinnar meðhliðsjón af tilskipun 2011/92/ESB og dómaframkvæmd ESB-dómstólsins. Þannig liggií reynd engin ákvörðun fyrir um matsskyldu framkvæmdarinnar. Hafi því ekkiverið sýnt fram á það, að framkvæmdin þurfi ekki að sæta mati áumhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Stefnendurtelja að framkvæmdin skuli sæta mati á umhverfisáhrifum á grundvelli laga nr.106/2000, hvort sem er á grundvelli tilvitnaðs efnaverksmiðjuákvæðis eðaannarra ákvæða laganna, og þar af leiðandi deiliskipulagið sömuleiðis ágrundvelli laga nr. 105/2006. Um sé að ræða umfangsmikla starfsemi íumfangsmikilli byggingu sem hafi ótvírætt áhrif á umhverfið, meðal annars meðstórslysahættu, og sé því rétt að eyða öllum vafa um það hver raunveruleg áhrifaf framkvæmdinni muni koma til með að vera. Í því samhengi benda stefnendur áað með setningu laga nr. 106/2000 hafi ætlunin verið að innleiða í landsrétttilskipun 85/337/EBE, sem hafi verið undanfari fyrrnefndrar tilskipunar2011/92/ESB, en tilskipunin sé reist á meginreglum umhverfisréttar sem mótasthafi á síðustu áratugum. Einna þýðingarmest sé hin svokallaða varúðarregla, semm.a. komi fram í aðfararorðum EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993, og feli ísér að umhverfið og náttúran skuli njóta vafans ef möguleiki er á mengun ogröskun umhverfis við tilteknar framkvæmdir. Áðuren deiliskipulagið var samþykkt hafi sveitarstjórn Sveitarfélagsins Voga boriðað ganga úr skugga um að slíkt mat hefði farið fram eða þyrfti ekki að farafram lögum samkvæmt. Þessi málefnalega rannsókn hafi verið vanrækt og því hafiekki farið fram mat á umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar. Leiði þetta brotá rannsóknarreglu laga nr. 106/2000 og 10. gr. stjórnsýslulaga eitt og sér tilógildingar hinnar kærðu ákvörðunar.Stefnendurbenda á að með bréfi stefnandans Reykjaprents til Skipulagsstofnunar, dags 2.desember 2016, hafi þess sérstaklega verið óskað að Skipulagsstofnun rannsakaðimál þetta og tæki síðan formlega og kæranlega ákvörðun um það hvort stofnuninteldi hina fyrirhuguðu framkvæmd háða mati á umhverfisáhrifum eða ekki. Þesshafi enn fremur verið óskað að við rannsókn málsins yrði stefnandanum gefinnkostur á að skýra frekar sjónarmið sitt í málinu. Erindi þessu hafi veriðsvarað með bréfi 11. janúar 2017. Segi þar að Skipulagsstofnun hafi frá því ímars 2016 verið kunnugt um áform Ísaga og hafi þá verið ráðist í að skoða hvortstarfsemin félli undir 1. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat áumhverfisáhrifum. Þá hafi verið skoðað sérstaklega hvort starfsemin félli undireinhvern af þeim framkvæmdaflokkum sem tilgreindir eru undir tölulið 6 íviðaukanum. Svo virðist sem Skipulagsstofnun telji að fyrirhuguð framleiðslaÍsaga á súrefni og köfnunarefni falli ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum.Hins vegar hafi verið litið framhjá þeirri beiðni stefnenda sem bréfiðgrundvallaðist á, þ.e. að tekin yrði formleg og kæranleg ákvörðun um hvortframkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum eða ekki. Af þessu tilefni hafistefnandinn Reykjaprent sent Skipulagsstofnun annað bréf, dags. 26. janúar2017, og ítrekað skyldu stofnunarinnar til að taka ákvörðun. Áréttað hafi veriðað framkvæmdir væru hafnar án þess aðlögmæt ákvörðun um mat á umhverfisáhrifum hefði farið fram og allur rétturáskilinn. Bréfi þessu hafi ekki verið svarað þegar málið var höfðað. Jafnvelþótt ekki yrði fallist á að skylt hafi verið að vinna deiliskipulag ágrundvelli laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana telja stefnendur ljóst aðsveitarfélaginu hafi borið skylda til að láta vinna forsvaranlegt umhverfismatá grundvelli 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. mgr. 2.7. gr. og 5.4.1. gr.skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Samkvæmt5. mgr. 12. gr. skipulagslaga sé skylt við gerð skipulagsáætlana að „gera greinfyrir áhrifum áætlunar og einstakra stefnumiða hennar á umhverfið, m.a. meðsamanburði þeirra kosta sem til greina koma, og umhverfismati áætlunarinnar, efvið á.“ Þessi skylda sé jafnframt áréttuð í 5. mgr. 2.7. gr.skipulagsreglugerðar. Þá segi í 2. mgr. 5.8.5.2. gr. skipulagsreglugerðar að ígreinargerð með deiliskipulagsbreytingu skuli gera grein fyrir áhrifumbreytingarinnar á umhverfið með nýju umhverfismati ef við á. Að mati stefnendaeru tilvitnuð ákvæði liður í því að upplýsa mál og hluti af þeirrirannsóknarskyldu sem hvílir á stjórnvöldum. Að mati stefnenda var tilvitnuðumákvæðum ekki fylgt við meðferð deiliskipulagstillögu þeirrar sem um er deilt ímáli þessu. Fyrstog fremst gera stefnendur athugasemd við að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Vogalét undir höfuð leggjast að meta þá kosti sem til greina komu við staðsetningufyrirhugaðrar verksmiðju. Einkum og sér í lagi skorti á að gerð sé grein fyrirmismunandi áhrifum af því að velja henni stað á þéttbýlissvæðinu við Vogabrauteða á iðnaðarsvæðinu á jörð Flekkuvíkur, norðan Vatnsleysustrandarvegar áVatnsleysuströnd, sem staðsett sé í dreifbýli sveitarfélagsins. Það er matstefnenda að bæði vegna sjónrænna áhrifa, hljóðmengunar og stórslysahættu afstarfseminni hafi verið eðlilegra að ætla henni stað fjarri byggð í Flekkuvíkheldur en í þéttbýli sveitarfélagsins. Hafi því verið skylt að taka þennan kosttil raunhæfrar skoðunar, enda slíkt nauðsynlegt til að fyrir liggi mat áumhverfisáhrifum og unnt sé að taka upplýsta ákvörðun. Afhálfu Sveitarfélagsins Voga hafi því verið borið við að staðsetningverksmiðjunnar í Flekkuvík hafi ekki verið skoðuð þar sem svæðið sé íaðalskipulagi sveitarfélagsins einvörðungu ætlað stóriðju. Þessi afstaða eigisér enga stoð í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008 – 2028.Samkvæmt skipulagsuppdrætti sé svæðið í Flekkuvík skipulagt sem „iðnaðarsvæði“,þ.e. svæði fyrir umfangsmikla iðnaðarstarfsemi eða starfsemi sem er talin getahaft mengun í för með sér, sbr. f-lið 2. mgr. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr.90/2013. Á bls. 26 í greinargerð með aðalskipulaginu segi að „mögulegt“ sé aðstarfsemi stóriðju verði á svæðinu og neðar á sömu blaðsíðu segi að á svæðinu„geti rúmast stóriðja eða stórfyrirtæki sem þarfnast stórskipahafnar.“ Þá segienn fremur að þar sem ekki sé ljóst hverslags iðnaðarstarfsemi verði á svæðinusé orkuþörf svæðisins óljós. Á bls. 70 sé ítrekað að „mögulegt“ sé að starfsemiverði á svæðinu sem nýti sér nálægð við fyrirhugaða stórskipahöfn viðFlekkuvík, t.d. stóriðja. Af þessari umfjöllun verði ekki með nokkru mótidregin sú ályktun að aðalskipulagið útiloki aðra starfsemi en stóriðju íFlekkuvík. Þvert á móti fáist ekki betur séð en að hin fyrirhugaða starfsemiÍsaga falli vel að skipulagsskilmálum svæðisins og eigi betur heima þar en áþéttbýlissvæði sveitarfélagsins.Séá annað borð talið forsvaranlegt að velja verksmiðjunni stað innaniðnaðarsvæðisins við Vogabraut er byggt á því að það hefði átt að leggja mat áþað hvar innan hins deiliskipulagða svæðis skynsamlegast væri að koma hennifyrir. Vegna eðlis starfseminnar og þeirrar stórslysahættu sem henni fylgihefði verið rétt að staðsetja verksmiðjuna eins langt frá íbúðabyggð og kosturvar innan svæðisins. Þess í stað hafi verksmiðjunni verið valinn staður næstíbúðabyggðinni án þess að nokkur haldbær rök væru færð fyrir þeirristaðsetningu. Auk þess hafi jarðvegsmön næst íbúðabyggð verið felld niður afskipulaginu. Af svörum umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins viðathugasemdum stefnenda, sem bæjarstjórn gerði að sínum, megi ráða að ástæðaþess að gert var ráð fyrir starfseminni að Heiðarholti 5 í stað Hraunholts 7 sésú að ekki náðist samkomulag um kaup á lóðinni nr. 7 við Hraunholt sem sveitarfélagiðeigi í óskiptri sameign með öðrum, en sveitarfélagið sé eitt skráð eigandi aðlóð nr. 5 við Heiðarholt. Að mati stefnenda er þessi ástæða ómálefnaleg ogstyðst ekki við skipulagsþarfir sveitarfélagsins. Sveitarfélaginu Vogum hafiborið að meta valkosti við ákvörðun um staðsetningu verksmiðjunnar og geramálefnalega grein fyrir því mati í deiliskipulaginu, óháð eignarhaldi lóða. Þaðhafi hins vegar ekki verið gert og því horft framhjá þessari lögbundnu skyldu. Hvaðsem líði skorti á fullnægjandi samanburði valkosta telja stefnendur aukinheldurað umfjöllun í deiliskipulaginu um líkleg áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum ogstarfsemi á aðliggjandi svæði og um einstaka þætti áætlunarinnar sjálfrar séverulega ábótavant, sbr. kröfur 12. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 5.4.1. gr.skipulagsreglugerðar. Í 1. mgr. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar sé lögð súskylda á sveitarfélög að meta meðal annars líkleg áhrif skipulagsáætlunar álandslag, ásýnd, útsýni, hljóðvist, svipmót byggðar og fleiri umhverfisþætti eftirþví sem efni skipulagsins gefur tilefni til. Áætla skuli áhrif af m.a. hávaða,umfangsmiklum mannvirkjum, mengun og lykt. Einnig skuli lagt mat á hvort hættageti verið á stórslysi, svo sem vegna geymslu eða notkunar á hættulegum efnum,sbr. 2. mgr. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar. Gera skuli grein fyrir matinu ogniðurstöðu þess í greinargerð deiliskipulagsins, sbr. 3. mgr. 5.4.1. gr.skipulagsreglugerðar. Þá sé jafnframt lögð sú skylda á sveitarfélög, að ef íljós kemur að fyrirhuguð starfsemi getur haft neikvæð áhrif á umhverfið, skuligera breytingar á deiliskipulagstillögunni til að draga úr hinum neikvæðuáhrifum eða rökstyðja af hverju það er ekki gert, sbr. 4. mgr. 5.4.1. gr.skipulagsreglugerðar. Ígreinargerð með deiliskipulaginu sé aðeins vikið stuttlega að sjónrænum áhrifumskipulagsins. Þannig segi ekki annað en að neikvæð sjónræn áhrif séu „möguleg“og engir sýnileikauppdrættir fylgdu tillögunni. Skorti því alfarið á að tekinhafi verið afstaða til þess hvort sjónrænu áhrifin teljast neikvæð eða ekki ogað sú niðurstaða sé rökstudd. Að mati stefnenda gefur augaleið aðskipulagsbreytingin hafi í för með sér sjónmengun, enda sé hámarkshæðleyfilegra mannvirkja aukin úr 8 m í allt að 29,5 m (að meðtöldum „léttumbúnaði“). Skipulagsbreytingin jafngildi því um 270% leyfilegri hæðaraukninguvegna fyrirhugaðrar verksmiðju, auk þess sem verksmiðjan muni spýta frá séráberandi vatnsgufum. Því sé ljóst að verksmiðjan sem til stendur að reisaverður vel sýnileg og breyti ásýnd svæðisins verulega. Þásegi í skipulaginu að ekki sé talið „að mengandi áhrif verði vegna breytingar ádeiliskipulagi“ og áhrif á öryggi séu talin „óveruleg“, m.a. vegna þess aðfyrirhugað sé að lóðin verði girt af með mannheldri girðingu, aðgangsstýrðumhliðum og öryggiskerfum. Að mati stefnenda er þessi lýsing alls ófullnægjandi íljósi þess að óumdeilt sé að starfsemi verksmiðjunnar falli undir reglugerð nr.160/2007 um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna, sbr. 1.mgr. 1. gr. og 1. viðauka við reglugerðina. Látið hafi verið við það sitja viðlokaafgreiðslu skipulagsins að bæta við skilmála „vegna starfsemi innan lóðarvið Heiðarholt 5 að áætlun verði gerð um stórslysavarnir vegna fyrirhugaðrarstarfsemi,“ þ.e. lagaleg ábyrgð Ísaga um gerð slíkrar áætlunar hafi veriðítrekuð. Hins vegar sé ekkert um það fjallað í skipulaginu hvernigsveitarfélagið miðaði skipulagsráðstafanir sínar við það að stórslys gæti orðiðá iðnaðarsvæðinu. Í VIII. kafla reglugerðar nr. 160/2007 sé mælt fyrir umskyldu til að taka mið af stórslysahættu þegar landnýting er skipulögð. Segi aðþessi skylda eigi einkum við þegar velja eigi heppilegan stað fyrir nýjastarfsstöð, sbr. 1. mgr. 31. gr. reglugerðarinnar. Þá sé í 2. mgr. ákvæðisinsmælt fyrir um að við skipulag landsvæða þurfi að taka mið af stórslysahættuþannig að sem minnst hætta sé fyrir menn og umhverfi. Enginn rökstuðningur séfyrir því í skipulaginu að Heiðarholt 5 sé álitlegur staður með tilliti tilstórslysahættu, hvað þá sá álitlegasti. Raunar komi ekkert fram um það í skipulaginu,hvort eða hvernig skipulagið taki mið af stórslysahættunni. Ekkert mat hafi tildæmis verið lagt á það hversu umfangsmikið slys geti orðið, hvernig sé rétt aðbregðast við því, hvernig skipulagið uppfylli þær kröfur um viðbúnað, aðgengiog getu til aðgerða, ef slíkt gerist. Ekkert tillit sé tekið til þess aðverksmiðjunni sé ætlaður staður á eldvirku svæði. Ekkert sé gert til þess aðgera íbúa meðvitaða um hættuna og starfsemin ekki kynnt fyrir íbúum semhættuleg starfsemi. Í þessu samhengi benda stefnendur á að í erindiSkipulagsstofnunar til Sveitarfélagsins Voga, dags. 17. mars 2016, hafiSkipulagsstofnun lagt áherslu á að leggja þyrfti mat á mögulega hættu sem kunniað stafa af súrefnisframleiðslu og taka mið af slysahættu við skipulagsvæðisins, sbr. 31. gr. reglugerðar nr. 160/2007. Í bréfi Vinnueftirlitsins tilsveitarfélagsins, dags. 31. mars 2016, hafi jafnframt sagt að „við skipulaglandsvæða og staðsetningu lofteimingar, kælitækja, átöppunar, meðhöndlunar oggeymslu lofttegunda ÍSAGA á skipulagssvæði þurfa skipulagsyfirvöld að taka miðaf stórslysahættu þegar landnýtingin er skipulögð.“ Þrátt fyrir skýr fyrirmælinefndra sérfræðistofnana beri deiliskipulagið þess engin merki að þessariskyldu hafi verið sinnt af hálfu sveitarfélagsins eða sérfræðistofnanirnar hafifylgt ábendingum sínum eftir. Hvaðhljóðmengun varðar segi í umfjöllun um helstu breytingar deiliskipulagsins í2016 að samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum muni hávaði vera undir þeim mörkumsem getið er um í reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. Segi að hávaði viðlóðarmörk skuli ekki fara yfir 70 desibil (dB) og á íbúðarsvæðum skulihljóðstig ekki fara yfir 50 dB á daginn, 45 dB á kvöldin og 40 dB að nóttu til.Þá segi í kafla um umhverfismat að þar sem „skilmálar eru settir um hljóðstigfrá fyrirhugaðri starfsemi er ekki gert ráð fyrir að áhrif á hljóðvist verðineikvæð.“ Að mati stefnenda er þessi lýsing á áhrifum verksmiðjunnar áhljóðvist alls ófullnægjandi. Í fyrsta lagi sé rangt með farið að hávaði viðlóðarmörk skuli ekki fara yfir 70 dB á iðnaðarsvæðum, enda geri reglugerð nr.724/2008 (tafla III) ráð fyrir því að hávaði við húsvegg iðnaðarhúsnæðis skuliekki fara yfir 70 dB. Af gögnummálsins megi ráða að þessi rangfærsla komi fyrst fyrir í bréfi Ísaga tilsveitarfélagsins Voga, dags. 17. september 2015. Virðist því sem sveitarfélagiðhafi einfaldlega fallist á fullyrðingar Ísaga án þess að hafa fyrir því aðkanna sjálft reglugerðarákvæðið. Sveitarfélagið hafi því verulega brugðistrannsóknarskyldu sinni að þessu leyti. Samkvæmt upplýsingum í nefndu bréfi munihávaði við húsvegg hinnar fyrirhugðu verksmiðju, og jafnvel utar, vera allt að85 dB. Desibelskalinn sé lógaritmískur, sem þýði að hávaðaukning um 3 dBjafngildi tvöföldun á styrkleika. Hávaði sem nemi 85 dB við húsvegg iðnaðarhúsnæðiseða utar sé því langt umfram þau mörk sem getið sé um í reglugerð nr. 724/2008. Þásé til þess að líta að í miðju skipulagferlinu hafi Sveitarfélagið Vogar ogÍsaga gert með sér samkomulag, dags. 14. apríl 2016, og staðfest af bæjarstjórn27. apríl 2016, þar sem bæjarstjórn hafi lýst því yfir að sveitarfélagið myndi„ekki krefja Ísaga um aðgerðir til að hávaðamörk verði innan tilgreindraviðmiðunarmarka.“ Ekki verði séð að sveitarfélagið hafi nokkra heimild til þessað veita fyrirtækinu undanþágu frá lagareglum um hávaðamörk. Þá sýnisamkomulagið að sveitarfélagið og Ísaga hafi a.m.k. ástæðu til að ætla aðhávaði verði annar og meiri en áætlanir Ísaga geri ráð fyrir. Stefnendurtelja að af framangreindri umfjöllun megi skýrt ráða að ekki hafi farið framfullnægjandi umhverfismat vegna hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar auk þess semekki hafi verið gerð nægileg grein fyrir því takmarkaða umhverfismati sem hafifarið fram í greinargerð skipulagsins. Þannig hafi réttri málsmeðferð ogundirbúningi ekki verið sinnt lögum samkvæmt, en það hafi eðli málsins samkvæmtefnisleg áhrif á ákvarðanatöku. Umsé að ræða umfangsmikla starfsemi og mannvirki sem hafi ótvírætt neikvæð áhrifá umhverfið og sé því rétt að eyða öllum vafa um það hver raunveruleg umhverfisáhrifaf framkvæmdinni muni koma til með að vera. Þar sem slíkt mat hafi ekki fariðfram hafi verið brotið gegn ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum, laga umumhverfismat áætlana, 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga, 5. mgr. 2.7. og 5.4.1. gr.skipulagsreglugerðar. Jafnframt stríði þetta gegn lögmætisreglustjórnsýsluréttar, rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sbr. og 10. gr.stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundiðmat stjórnvalda. Þar sem verulega skorti á fullnægjandi umhverfismatframkvæmdarinnar hafi sveitarfélaginu ekki verið stætt á að ljúka málinu meðþeirri ákvörðun sem bæjarstjórnin tók hinn 24. maí 2016. Aðlokum sé í þessu sambandi til þess að líta að þau gögn sem stuðst hafi veriðvið í málinu og lágu til grundvallar við umhverfismatið stafi öll frá Ísaga oghafi ekki verið sannreynd af hálfu Sveitarfélagsins Voga með sjálfstæðrirannsókn. Það sé mikilvægur hluti rannsóknarreglunnar að stjórnvöld staðreynieftir atvikum hvort upplýsingar sem stafa frá aðilum séu réttar. Að matistefnenda er fyrirhuguð framkvæmd þess eðlis að hún kalli á sérstaka rannsóknaf hálfu sveitarfélagsins til að sannreyna upplýsingar sem stafa frá Ísaga ogleggja mat á þá áhættu sem af starfseminni stafar. Um þessa þætti verði ekkifullyrt nema að undangenginni viðhlítandi athugun. Þar sem slík rannsókn hafiekki farið fram megi ljóst vera að ákvörðun í máli þessu sé ekki reist áhlutlausum og áreiðanlegum gögnum og þar af leiðandi hafi fyrirhuguð verksmiðjaekki verið rannsökuð eða metin með fullnægjandi hætti. Af því leiði að ákvörðunum samþykkt deiliskipulagsins hafi verið tekin án þess að fyrir lægjufullnægjandi og óvilhallar upplýsingar um mögulegar afleiðingar starfseminnarfyrir umhverfið og nærliggjandi byggð. Hafi því að þessu leyti verið brotiðgegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 10. gr. laga nr. 37/1993 ogmeginreglur stjórnsýsluréttar. Íöðru lagi byggja stefnendur á því að skort hafi á samráð við stefnendur.Samkvæmt ákvæði 5.2.1. gr. í skipulagsreglugerð beri sveitarfélagi við gerðdeiliskipulags að hafa samráð við hagsmunaaðila, þ. á m. landeigendur (1. mgr.)og eiganda lands sem liggur að landa- og lóðamörkum þess svæðis sem skipulagiðtekur til (3. mgr.). Ekkert samráð hafi verið haft við stefnendur við vinnslu eðasamþykkt deiliskipulagsins þrátt fyrir að þau séu eigendur lands á hinuskipulagða svæði og eigendur aðliggjandi lands (Heiðarlands Vogajarða). Þettahafi heldur ekki verið gert í aðdraganda deiliskipulagstillögunnar, sem auglýstvar 21. desember 2015. Þá hafi aðeins verið talin þörf á að ræða við stefnendurum kaup á lóð að Hraunholti 7, sem á þeim tíma hafi verið ætluð fyrir umræddaverksmiðju, sbr. bréf Sveitarfélagsins Voga til Páls Arnórs Pálssonar hrl.,dags. 16. október 2015. Hvorki þá né fyrr hafi verið boðið til viðræðna um efniskipulagstillögunnar sjálfrar. Aðmati stefnenda er skyldan til samráðs sérstaklega rík þegar um er að ræðaframkvæmd sem hefur í för með sér hættu á stórslysum, sbr. 15. gr. tilskipunarnr. 2012/18/ESB um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna.Leggi 1. mgr. 15. gr. tilskipunarinnar þær skyldur á aðildarríki að tryggja aðalmenningur fá snemma í ferlinu færi á að gefa álit sitt á tilteknum einstökumverkefnum að því er varðar m.a. skipulagningu nýrra starfsstöðva (a-liður) ognýjar framkvæmdir (c-liður). Segi í 2. mgr. ákvæðisins að almenningur skuliupplýstur með opinberum auglýsingum eða á annan viðeigandi hátt um nánartiltekin atriði í liðum (a) – (f) svo fljótt sem ætla má að leggja megiupplýsingarnar fram. Meðal þess sem upplýsa skuli um séu upplýsingar umfyrirkomulag varðandi þátttöku almennings, sbr. f-lið ákvæðisins. Hvorki ídeiliskipulagsferlinu né í sambandi við veitingu byggingarleyfis hafi nokkurntíma verið auglýst að um væri að ræða framkvæmd sem hefði í för með sér hættu ástórslysum. Ekkert tillit hafi heldur verið tekið til athugasemda almennings umþetta atriði við töku endanlegra ákvarðana.Skorturá samráði um skipulagsgerð við eigendur hins skipulagða svæðis og eigenduraðliggjandi lands sé grundvallarbrot á skipulagsreglum, réttindum sem felist íeignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, og reglum umhverfisréttarins. Íþriðja lagi byggja stefnendur á öðrum ágöllum deiliskipulagsins. Að matistefnenda verður að líta til þess að deiliskipulagsbreytingin gerbreyti eðlideiliskipulagsins og eyðileggi innra samræmi þess. Skipulagið sé ekki lengurbundið við 8 - 13 m háar byggingar, eins og raunin hafi verið, heldur sé þaðsamræmi nú rofið með allt að 29,5 metra hárri byggingu, sem spýti að auki frásér vatnsgufum og sífelldur hávaði fylgi. Það er álit stefnenda aðskipulagsbreytingin rýri gildi og verðmæti iðnaðarsvæðisins í heild og geri þaðsíður eftirsóknarvert fyrir annan atvinnurekstur jafnframt því að rýra gildi ogverðmæti Heiðarlands Vogajarða.Þátelja stefnendur það hafa verulega þýðingu, að í deiliskipulaginu sjálfu og viðauglýsingu þess hafi verið gerð þau mistök að litið hafi verið svo á að um væriað ræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt hafi verið í sveitarstjórn 24.febrúar 2016, en sú deiliskipulagsbreyting hafi aldrei tekið gildi. Þetta hafiekki verið leiðrétt á deiliskipulagsuppdrætti fyrr en eftir auglýsingutillögunnar til kynningar. Jafnframt hafi verið gerð þau mistök í auglýsingu umhið umþrætta deiliskipulag að hámarkshæð iðnaðarhúsnæðis á lóð við Heiðarholt 5sé sögð vera aukin úr 13 m í 27 m (auk 2,5 m vegna létts búnaðar). Rétt sé aðhæðin hafi verið aukin úr 8 metrum í 27 metra (auk 2,5 m vegna létts búnaðar).Meðvísan til alls framangreinds og annarra röksemda stefnenda, sem fram koma ískjölum málsins, telja stefnendur í ljós leitt að hin umþrættadeiliskipulagsbreyting frá 24. maí 2016 fullnægi ekki lagakröfum að því ervarðar form og efni. Stefnendur telja að framangreindar málsástæður og röksemdirleiði hver og ein, og ekki síður séu þær teknar saman í heild, til þess aðfallast verði á kröfu þeirra og ógilda hina umþrættu deiliskipulagsbreytingu. Umlagarök vísa stefnendur fyrst og fremst til ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010,skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum,reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum, laga nr. 105/2006 umumhverfismat áætlana, reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða, reglugerðar nr.160/2007 um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna,stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 10. gr., lögmætisreglu stjórnsýsluréttarauk óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttarins. Þá vísa stefnendur tilmeginreglna um nábýlis- og grenndarrétt, ákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr.62/1994. Enn fremur vísa stefnendur til tilskipunar 2011/92/ESB frá 13.desember 2011 um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinberaeða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið og grunnreglna EES-réttarins ogtilskipunar 2012/18/ESB um varnir gegn hættum á stórslysum af völdum hættulegraefna og um breytingu og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 96/82/EB. Krafaum málskostnað byggist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála.III. Stefndi Ísaga ehf. byggirsýknukröfu sína á því að stefnendur hafi engar sönnur fært á málatilbúnað sinnþess efnis að meintir ógildingarannmarkar séu á deiliskipulagi því sem krafister að fellt verði úr gildi. Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnenda. Stefndi kveður að samkvæmt grundvallarreglumeinkamálaréttarfars hvíli á stefnendum að leiða fram sönnur þess að ákvörðunsem krafist er að felld verði úr gildi sé haldin meintum ógildingarannmörkum,svo og að slíkir annmarkar hefðu leitt til þess að ákvarðanirnar hefðu orðiðannars efnis en þær urðu. Skilyrði þess að stjórnvaldsákvörðun kunni að sætaógildingu sé sú að ákvörðunin sé haldin verulegum form- eða efnisannmarka.Þessu til viðbótar hafi verið litið svo á að rök megi ekki mæla gegn því aðákvörðunin verði ógilt. Þá verði eðli málsins samkvæmt að gera strangar kröfurtil þess að krafa um ógildingu sé sett fram án ástæðulauss dráttar, sbr. tilhliðsjónar 24. og 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hérna hagi svo til aðstefnendur krefjist ógildingar deiliskipulagsbreytinga mörgum mánuðum eftirútgáfu byggingarleyfis sem hvíli á deiliskipulaginu, án þess að benda á neinahaldbæra form- eða efnisannmarka á skipulaginu, á sama tíma og stefndi hafiráðist í milljarða fjárfestingar í trausti þess að um lögmætt skipulag ogleyfisveitingu væri að ræða. Um réttmætar væntingar stefnda vísar stefndi tilþess að allt frá 19. ágúst 2016 hafi stefndi staðið fyrir umfangsmiklumframkvæmdum við súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sína að Heiðarbraut 5, ágrundvelli gildra byggingarleyfa, útgefinna af stefnda, sveitarfélaginu Vogum,sem gefin hafi verið út með vísan til hins umþrætta deiliskipulags.Fjárfestingar stefnda vegna framkvæmdanna nemi nú þegar yfir tveimur milljörðumíslenskra króna. Allur tækni- og vélbúnaður verksmiðjunnar sé tilbúinn ogaðeins eigi eftir að klára að reisa verksmiðjuna og gangsetja vélar hennar.Stefndi hafi eðli málsins samkvæmt réttmætar væntingar til að geta áfram notiðeignaréttinda sinna og haldið áfram framkvæmdum á grundvelli hinna útgefnubyggingarleyfa. Verði ekki framhjá því litið að liðið hafi átta mánuðir frá þvíað stefndi hóf framkvæmdir sínar og hafi réttmætar væntingar hans eðlilegastyrkst á þeim tíma. Væri fallist á dómkröfur stefnenda myndi það felaí sér mikið tjón verðmæta fyrir stefnda. Ógilding deiliskipulagsins og eftiratvikum eftirfarandi byggingarleyfis myndi fela í sér harkalegt inngrip íeignaréttindi stefnda og snerta með bæði beinum og áþreifanlegum hættieignaréttindi stefnda. Þurfi meintir form- eða efnisannmarkar á hinni umþrættuákvörðun að vera bæði yfirgnæfandi og gríðarlega alvarlegir til að getaréttlætt jafn harkalegt inngrip í eignaréttindi stefnda. Þá þyrftu slíkirannmarkar að skerða með beinum og áþreifanlegum hætti lögverndaða hagsmunistefnenda. Að mati stefnda hafi ekki af hálfu stefnenda verið lagðar framsönnur á neina slíka hagsmuni. Stefndi kveðst ekki hafa verið aðili að þeimdeiliskipulagsbreytingum sem stefnendur telja haldna meintumógildingarannmörkum. Beinist því málsástæður stefnenda ekki að athöfnum stefndameð neinum hætti, þótt ljóst sé að dómkröfur stefnenda kunni að hafa áhrif ámikla og lögverndaða hagsmuni stefnda. Verði að gera ríkar kröfur til stefnendaum sönnun þeirra meintu ógildingarannmarka sem haldið er fram í málinu í ljósiþess hversu gríðarlega miklir hagsmuni séu í húfi verði fallist á kröfurstefnenda. Þá byggir stefndi á því að á stefnendum hvíli súskylda að sanna lagaskyldu til mats á umhverfisáhrifum vegna deiliskipulagsbreytinganna.Því fari fjarri að slík sönnun hafi tekist. Í þessu sambandi byggir stefndi áeftirfarandi:Í fyrsta lagi sé ranglega byggt á því að ekkiliggi fyrir afstaða Skipulagstofnunar um hvort deiliskipulagsbreytinginkrefjist mats á umhverfisáhrifum. Af þessu leiði að rannsóknarskyldustjórnvalds, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, hafi verið fullnægt,enda liggi fyrir afstaða stofnunar sem sérhæfð sé til að fjalla um atriði áþessu sviði, hvort starfsemin falli undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifumnr. 106/2000. Í öðru lagi liggi fyrir að samkvæmt gildandiaðalskipulagi sé um iðnaðarsvæði að ræða og því hafi ekki þurft að vinnasérstakt umhverfismat samkvæmt lögum nr. 105/2006 við smávægilega breytingu ádeiliskipulagi. Liggi þannig fyrir að mat samkvæmt 5. mgr. 12. gr. laga nr.123/2010 hafi farið fram við gerð aðalskipulags á svæðinu. Í þriðja lagi verði ekki með málefnalegum eðaréttmætum hætti lagðar svo íþyngjandi kröfur á stjórnvald eins og stefnendurleggja til grundvallar, þ.e. að stjórnvald þurfi að meta staðsetningustarfsemi, þ.m.t. á iðnaðarsvæðum, m.t.t. allra mögulegra kosta í viðkomandisveitarfélagi. Slíkt sé beinlínis ómögulegt þegar um stærri sveitarfélög sé aðræða og hafi stefnendur að auki í engu sýnt fram á að staðsetning verksmiðjustefnda í Flekkuvík hafi verið raunhæfur eða mögulegur kostur. Um það atriði aðlögmætt sé að gera kröfu til sveitarfélagsins um slíka valkostagreiningu hafistefnendur alla sönnunarbyrði. Í fjórða lagi liggi ekkert annað fyrir en aðdeiliskipulagsbreytingarnar hafi farið í gegnum lögformlegt ferli og séu þvímálsástæður stefnenda sem lúta að meintum skorti á samráði vegnaskipulagsbreytinganna með öllu tilhæfulausar. M.a. liggur fyrir í gögnummálsins að stefnendur hafi fengið sérstakt tækifæri til að koma að sínumathugasemdum vegna skipulagsbreytinganna og hafi verið tekin rökstudd afstaðatil þeirra athugasemda af hálfu stefnda sveitarfélagsins Voga. Í fimmta lagi haldi stefnendur því fram aðdeiliskipulagsbreytingarnar „eyðileggi“ innra samræmi deiliskipulagsins og rýriverðgildi fasteigna stefnenda. Þessi málsástæða sé með öllu ósönnuð. Jafnvel þóað hún væri rétt gæti hún aldrei leitt til ógildingar deiliskipulagsins, heldurkynnu stefnendur þá að eiga bótarétt, sbr. 51. gr. skipulagslagalaga nr.123/2010. Að mati stefnda eru allar málsástæður stefnenda hvað varðardeiliskipulagsbreytingar haldlausar með öllu.Stefndi mótmælir því að fyrirliggjandistórslysaáætlun sé ófullnægjandi. Fyrir liggi að starfsemi verksmiðju stefndamuni fara fram á lóð stefnda, sem girt verði mannheldri öryggisgirðingu. Þáliggi einnig fyrir að um sé að ræða vinnslu á andrúmslofti sem ekki hafi neinamengunarhættu í för með sér. Möguleg hætta stafi eingöngu af því ef súrefnikæmist út í andrúmsloftið að nýju. Fyrir liggi að styrkur þess utan lóðarstefnda væri sá sami og í andrúmslofti eða 21%. Þá liggi fyrir aðVinnueftirlitið telji öryggisráðstafanir í samræmi við lagaskyldur þar aðlútandi. Sambærilegar verksmiðjur séu starfandi nærri íbúabyggð á Vesturlöndum,þ.m.t. í Danmörku og sé ekki talin slysahætta utan lóðamarkanna afstarfseminni. Í Kaupmannahöfn sé starfrækt sambærileg verksmiðja en mun stærri.Nefnd verksmiðja sé innan við 250 metra frá íbúabyggð og aðeins í um 15 mínútnafjarlægð frá Ráðhústorginu. Fyrir liggi að verksmiðja stefnda sé á iðnaðarsvæðiog fjarlægðin að íbúabyggð a.m.k. 500 metrar. Málatilbúnaði stefnenda sé aðþessu leyti hafnað. Stefnendur hafi hérna alla sönnunarbyrði fyrir því aðfyrirliggjandi áætlun sé ábótavant. Hvað varðar hljóðvist byggir stefndi á því aðframleiðsluferlið í súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju stefnda sé sjálfvirkt.Við framleiðsluna séu notaðar öflugar loftpressur og dælur. Annars vegar sé umað ræða tækjabúnað innan verksmiðjuhússins, sem sé sérstaklega hljóðeinangrað,og hins vegar búnað utandyra sem sérútbúinn sé með hljóðeinangrandi hætti.Eftir að skýrsla IBAS hafi legið fyrir hafi verið ráðist í sérstaka endurhönnuná hljóðeinangrandi þáttum, einkum varðandi tæki utandyra, til að draga úrmögulega neikvæðum áhrifum á hljóðvist. Stefndi mótmælir því sem röngu ogósönnuðu að framkvæmdir stefnda uppfylli ekki lagaskilyrði um hljóðvist. Þvertá móti sýni gögn málsins að slíkt hafi verið gert í hvívetna. Þá mótmælir stefndi málsástæðu stefnenda um aðstefndi Sveitarfélagið Vogar hafi brotið rannsóknarskyldu sína, sbr. 10. gr.stjórnsýslulaga. Ekki liggi neitt annað fyrir en að stefndi SveitarfélagiðVogar hafi í einu og öllu farið að lögum. Að öllu framangreindu virtu telur stefndi aðstefnendur hafi engan grundvöll lagt að því að taka eigi dómkröfur þeirra tilgreina. Þvert á móti bendi gögn málsins eindregið til þessa að hafna beri öllumkröfum stefnenda. Um lagarök vísar stefndi til almennra meginreglna íslenskseinkamálaréttarfars, þ.m.t. meginreglunnar um skýran og glöggan málatilbúnað ogmeginreglunnar um lögvarða hagsmuni. Einnig til ákvæða laga um meðferðeinkamála nr. 91/1991, einkum 25., 80., 94. og 116. gr. laganna. Þá vísarstefndi til ákvæða laga um mannvirki nr. 160/2010, einkum 13. gr. laganna, svoog ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010. Enn fremur er vísað til ákvæða laga ummat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og ákvæða laga nr. 105/2006 um umhverfismatáætlana. Einnig er vísað til meginreglna stjórnsýsluréttarins um réttmætarvæntingar, svo og ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 10., 24. og 25.gr. laganna. Þá er vísað til meginreglna eignarréttarins og 72. gr.stjórnarskrárinnar, sbr. 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sbr.lög nr. 62/1994.Krafa stefnda ummálskostnað styðst við XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, en umvirðisaukaskatt af málflutningsþóknun er vísað til laga um virðisaukaskatt nr.50/1988. IV. StefndiSveitarfélagið Vogar mótmælir málsástæðum stefnenda og byggir á því að viðákvarðanatöku stefnda um breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins viðVogabraut hafi að öllu leyti verið farið að lögum og því séu ekki skilyrðifyrir ógildingu ákvörðunarinnar. Þá telur stefndi að starfsemi sú semmeðstefndi hyggst stunda á iðnaðarsvæðinu falli algjörlega að landnotkunumrædds svæðis og hafi aðeins þurft að gera breytingar á skipulaginu varðandihæð bygginga. Ástæða fyrir því að lóðin að Heiðarholti 5 hafi orðið fyrirvalinu hafi verið sú að ekki hafi náðst samkomulag við meðeigendur stefnda aðöðrum lóðum innan iðnaðarsvæðisins, m.a. stefnendur, um kaup sveitarfélagsins áþeim lóðum. Þá telur stefndi að ákvæði laga um umhverfismat áætlana eigi ekkivið um hina umdeildu ákvörðun og að stefnda hafi ekki borið að vinna mat ágrundvelli 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga. Til nánari skýringar á þessum málsástæðum bendirstefndi í fyrsta lagi á að stjórnvaldsákvörðun verði ekki ógilt nema hún séhaldin form- eða efnisannmarka að lögum, annmarkinn sé verulegur og veigamikilrök mæli ekki gegn því að ógilda ákvörðunina, t.d. réttmætar væntingar eða góðtrú. Annmarki teljist almennt ekki verulegur nema hann teljist almennt til þessfallinn að hafa áhrif á efni ákvörðunar. Stefndi telur að hvorki séu form- eðaefnisannmarkar á ákvörðun sveitarfélagsins um breytingu deiliskipulagsins ogþví séu ekki fyrir hendi skilyrði fyrir ógildingu ákvörðunarinnar.Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar stefnda15. mars 2016 hafi verið lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagiiðnaðarsvæðisins við Vogabraut, dagsett 11. mars 2016, vegna staðsetningar áfyrirhugaðri súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sem til stendur að reisa áiðnaðarsvæðinu við Vogabraut. Umhverfis- og skipulagsnefnd hafi samþykkt aðtillagan yrði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ogí kjölfarið auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í kynningarferlinu hafi borist ein athugasemd oghafi hún verið frá stefnendum. Þá hafi borist umsögn frá Vinnueftirlitinu.Tillagan hafi aftur verið tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar23. maí 2016. Þar hafi verið farið yfir umsögn Vinnueftirlitsins og skilmálumbætt við breytinguna í samræmi við athugasemd sem þar kom fram. Þá hafi veriðfarið yfir athugasemdir stefnenda og minnisblað sem unnið hafi verið um þær.Umhverfis- og skipulagsnefnd hafi tekið afstöðu til hvers þáttarathugasemdanna. Nefndin hafi lagt til að tillagan yrði samþykkt með nokkrumbreytingum frá auglýstri tillögu. Breytingarnar hafi í fyrsta lagi falist í þvíað ákveðið hafi verið að breyting á deiliskipulagi svæðisins sem samþykkt var íbæjarstjórn stefnda 24. febrúar 2016 mynd ekki öðlast gildi og því væri um aðræða breytingu á deiliskipulagi sem öðlaðist gildi með auglýsingu í B-deildStjórnartíðinda 19. október 2010. Í öðru lagi hafi verið bætt við skilmálum umað við hönnun mannvirkja á lóðinni skyldi sérstaklega horft til þess að mildasjónræn áhrif mannvirkjanna með útfærslum í hönnun og litavali þannig aðmannvirkin yrðu sem minnst áberandi, féllu vel að umhverfi sínu og tækju mið afþví að þau standa ekki fjarri íbúðabyggð. Loks hafi verið bætt við skilmálumvegna starfsemi innan lóðar við Heiðarholt 5 um að áætlun yrði gerð umstórslysavarnir vegna fyrirhugaðrar starfsemi. Bæjarstjórn stefnda hafisamþykkt deiliskipulagstillöguna 24. maí 2016 og hún tekið gildi með auglýsinguí B-deild Stjórnartíðinda 15. júní 2016.Ferli ákvarðanatökunnar hafi því verið í fullusamræmi við ákvæði VIII. kafla skipulagslaga. Þá hafi verið farið í öllu aðákvæðum stjórnsýslulaga við meðferð málsins. Hafi bæði Skipulagsstofnun, sbr.bréf stofnunarinnar frá 6. júní 2016, og úrskurðarnefnd umhverfis- ogauðlindamála, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 14. október 2016, staðfest aðmálsmeðferð skipulagsbreytingarinnar hafi verið í samræmi við ákvæði laga.Stefnendur hafi ekki bent á neinn svo verulegan galla á málsmeðferðinni að hanngeti haft áhrif á efnislega niðurstöðu málsins. Því séu hvorki form- néefnisannmarkar á ákvörðun sveitarfélagsins um breytingu deiliskipulagsins ogþví ekki fyrir hendi skilyrði fyrir ógildingu ákvörðunarinnar. Auk framangreinds hafi stefndi og ekki síðurmeðstefndi í kjölfar málsmeðferðarinnar og niðurstöðu framangreindra aðila haftréttmætar væntingar til gildis skipulagsins. Meðstefndi hafi unnið að uppbygginguá lóðinni í samræmi við skipulagið með framkvæmdum á lóðinni og kaupum ábúnaði. Framkvæmdir séu langt komnar og því veigamikil rök gegn því að fellaskipulagið úr gildi enda sé um að ræða ívilnandi ákvörðun til handa meðstefnda.Ógilding skipulagsins hefði í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón fyrirmeðstefnda. Stefnendur hafi hins vegar ekki sýnt fram á að breytingin skerðihagsmuni þeirra. Auk þess hafi stefnendur sýnt af sér mikið tómlæti með því aðlát ekki, strax eftir að niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamálalá fyrir, reyna á lögmæti skipulagsins fyrir dómstólum, heldur hafi þeir látiðfimm mánuði líða en á þeim tíma hafi meðstefndi unnið að framkvæmdum ogfjárfestingum vegna framkvæmdanna. Óhjákvæmilegt sé að líta til þessa við mat áþví hvort fallast beri á kröfur stefnenda telji dómurinn á annað borð aðmálsmeðferðinni hafi í einhverju verið ábótavant. Í öðru lagi mótmælir stefndi því að fella berideiliskipulagið úr gildi þar sem það hafi ekki sætt umhverfismati áætlana samkvæmtlögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Stefndi telur að ákvæði laga umumhverfismat áætlana eigi ekki við um hina umdeildu ákvörðun. Í 1. málsl. 1.mgr. 3. gr. laganna segi að ákvæði laganna gildi um umhverfismat þeirraskipulags- og framkvæmdaáætlana og breytinga á þeim sem marki stefnu er varðarleyfisveitingar til framkvæmda sem tilgreindar séu í lögum um mat áumhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga um mat áumhverfisáhrifum séu matsskyldar þær framkvæmdir sem tilgreindar séu í flokki Aí 1. viðauka við lögin. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga geti framkvæmdir semeru í flokki B og C, í viðauka við lögin, verið háðar mati á umhverfisáhrifumþegar þær geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðliseða staðsetningar. Við undirbúning ákvörðunar um breytingu ádeiliskipulagi hafi stefndi kannað hvort að með hinni fyrirhuguðu breytingu áskipulaginu væri mörkuð stefna er varðaði leyfisveitingar til framkvæmda semskylt er að sæti mati á umhverfisáhrifum. Í því skyni hafi stefndi m.a. leitaðeftir áliti Skipulagsstofnunar. Í svari Skipulagsstofnunar til stefnda hafikomið skýrt fram að fyrirhuguð verksmiðja meðstefnda falli ekki undir mat áumhverfisáhrifum. Hafi stofnunin ítrekað þessa afstöðu sína í bréfum tilstefnanda Harðar Einarssonar. Það sé því beinlínis rangt sem haldið sé fram ístefnu að stefndi hafi ekki tekið afstöðu til þessa eða rannsakað þetta atriði.Stefndi hafi sérstaklega gengið úr skugga um það að slíkt mat þyrfti ekki aðfara fram áður en ákvörðun um samþykkt deiliskipulagsins var tekin, með því aðleita til þess stjórnvalds sem taki slíkar ákvarðanir, þ.e.Skipulagsstofnunar. Stefndi telur í þessu sambandi einnig rétt aðhafa í huga að aðalskipulag sveitarfélagsins, þar með talið iðnaðarsvæðið viðVogabraut, hafi sætt umhverfismati áætlana en samkvæmt aðalskipulaginu sébeinlínis gert ráð fyrir slíkri iðnaðarstarfsemi á svæðinu en ekki annarristarfsemi. Stefndi mótmælir sérstaklega fullyrðingum um að um sé að ræðaumfangsmikla starfsemi í umfangsmiklum byggingum. Um sé að ræða hefðbundnaiðnaðarstarfsemi sem hvorki sé umfangsmikil í eðli sínu né séu byggingar hennarumfangsmeiri en almennt megi gera ráð fyrir á iðnaðarsvæðum. Þá bendir stefndiá að núverandi verksmiðja meðstefnda sé rekin að Breiðhöfða 11 í Reykjavík aukþess sem slíkar verksmiðjur séu reknar á slíkum svæðum í borgum víða um heim. Að auki bendir stefndi á að um sé að ræðabreytingu á gildandi skipulagi sem leyfi slíka starfsemi sem gert sé ráð fyrirá lóðinni. Engin efnisleg rök standi því til þess að meta sérstaklegaumhverfisáhrif hennar. Enn fremur bendir stefndi á að sveitarfélaginuberi að fara að íslenskum lögum eins og gert hafi verið, en ekki tilskipunumEvrópusambandsins, sem ekki hafi bein réttaráhrif á Íslandi. Í ljósi alls framangreinds telur stefnandi ljóstað það geti ekki varðað ógildingu ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagiiðnaðarsvæðis við Vogabraut að breytingin hafi ekki sætt umhverfismati áætlanaenda hvorki skylda til þess að lögum að framkvæma slíkt umhverfismat né standaefnisleg rök til þess að framkvæma slíkt mat. Í þriðja lagi mótmælir stefndi því að stefndahafi borið að vinna mat á grundvelli 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga og „geragrein fyrir áhrifum áætlunar og einstakra stefnumiða hennar á umhverfið, m.a.með samanburði þeirra kosta sem til greina koma.“ Stefndi mótmælir því aðsveitarfélaginu hafi borið að vinna slíkt mat við breytingu á deiliskipulaginuumfram það sem gert var. Stefndi bendir á að deiliskipulag fyririðnaðarsvæðið sé að stofni til frá árinu 2001. Í kafla 1.0 í deiliskipulaginusegi m.a. um landnotkun að svæðið sé ætlað fyrir stærri og grófariiðnaðarstarfsemi en á iðnaðarsvæðinu við Iðndal. Beinlínis sé gert ráð fyrirumfangsmikilli iðnaðarstarfsemi á svæðinu af grófara tagi. Í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028sé um iðnaðarsvæðið vísað til skilgreiningar greinar 4.7.1 í þágildandiskipulagsreglugerð. Á bls. 25 í aðalskipulaginu segi um iðnaðarsvæðið norðanVogabrautar: Svæðið hefurverið deiliskipulagt fyrir iðnaðarstarfsemi, en skv. því skipulagi eru þar 19lóðir. Eitt fyrirtæki er þegar með starfsemi á svæðinu en það er vélsmiðja.Nokkrum lóðum til viðbótar hefur verið úthlutað á svæðinu og er nokkureftirspurneftir iðnaðarlóðum. Gert er ráð fyrir gámasvæði sveitarfélagsins innaniðnaðarsvæðis. Ekki er gert ráð fyrir þróun iðnaðarsvæða í þéttbýlinu í Vogumnema ááðurnefndu afmörkuðu svæði norðan Vogabrautar. Um iðnaðarsvæðið í Flekkuvík segi á bls. 26 íaðalskipulaginu: Gert er ráðfyrir um 100 ha svæði fyrir iðnaðarstarfsemi á jörð Flekkuvíkur, norðanVatnleysustrandarvegar á Vatnleysuströnd. Mögulegt er að starfsemi stóriðjuverði á svæðinu og nýti sér nálægð við fyrirhugaða stórskipahöfn við Flekkuvík.Í fyrra aðalskipulagi sveitarfélagsins var á þessu svæði mjög stórtiðnaðarsvæði sem ætlað var fyrir álver. Miklar rannsóknir hafa farið fram ásvæðinu vegna mögulegs álvers en ekkert hefur enn orðið af því að álverbyggðist upp á svæðinu. Á aðalskipulagi þessu er iðnaðarsvæðið minnkað stórlegafrá því sem áður var en eftir sem áður er gert ráð fyrir að á svæðinu geti rúmaststóriðja eða stórfyrirtæki sem þarfnast stórskipahafnar. Ekki er ljóst hvortsvæðið byggist upp á skipulagstímabilinu en sveitarfélagið vill halda þeimmöguleika opnum að á þessu svæði byggist upp iðnaðarstarfsemi. Þar sem ekkier ljóst hverslags iðnaðarstarfsemi verður á svæðinu er óljóst hver orkuþörfverður fyrir svæðið og með hvaða hætti hennar verður aflað. Þess má þó geta aðrannsóknarborsvæði er við Trölladyngju og er mögulegt að jarðhiti þar verðinýttur til orkuöflunar fyrir svæðið. Þar sem það svæði er aðeinsrannsóknarsvæði í aðalskipulagi þessu er óljóst hvort hver þróun þess verður(sjá I-5). Þar sem orkuöflun og orkuþörf fyrir svæðið er óljós eruháspennulínur (í lofti eða jörð) ekki staðsettar að iðnaðarsvæðinu íaðalskipulagi.Eins og fram komi í umfjöllun um iðnaðarsvæðið íFlekkuvík sé um að ræða 100 ha svæði, sem samt hafi verið minnkað umtalsvert íþví skipulagi, þar sem gert sé ráð fyrir mögulegri stóriðju eða stórfyrirtækjumsem þarfnist stórskipahafnar. Sú starfsemi sem hér um ræðir sé ekki stóriðja ogþarfnist ekki stórskipahafnar og falli því ekki að skilgreininguaðalskipulagsins fyrir slíka starfsemi. Eina iðnaðarsvæðið í sveitarfélaginu semstarfsemin falli að sé því umrætt 15. ha iðnaðarsvæði við Vogabraut. Kostirnirhafi því í raun verið að gera breytingar á skiplagi þess m.t.t. sérþarfaumsækjanda eða hafna henni. Starfsemin falli algjörlega að landnotkun þessskipulags og því hefði verið óeðlilegt m.t.t. markmiðs aðalskipulags umuppbyggingu iðnaðarsvæða að hafna henni vegna landnotkunarinnar. Sérstakt mathafi því ekki þurft. Til viðbótar framangreindu sé uppbygging þesssvæðis þegar hafin með uppbyggingu eins húss og gatnagerð að hluta.Deiliskipulag sé til af svæðinu auk þess sem svæðið liggi nálægt þéttbýlinu ogþar með allri þjónustu, veitum, samgöngum og slíku. Landsvæðið við Flekkuvíkhafi ekki verið deiliskipulagt. Þar séu engir innviðir, s.s. veitur og slíkt.Þá sé landið í eigu ríkissjóðs og algjörlega óljóst hvernig ríkissjóður viljinýta landið. Samningar um það og skipulag svæðisins hafi ekki tekist þráttfyrir tilraunir til þess. Á meðan iðnaðarsvæðið við Vogabraut hafi ekkiverið fullnýtt væri mjög óhagkvæmt og mjög óeðlilegt í skipulagslegu tilliti aðbrjóta nýtt svæði undir uppbyggingu og byggja upp innviði þar án þess að nýtaþað svæði sem uppbygging er hafin á áður. Hin umdeilda breyting falli vel aðþeim markmiðum aðalskipulagsins að stuðla að uppbyggingu iðnaðarsvæða til aðrenna stoðum undir byggð í sveitarfélaginu, að skilgreina afmörkuð iðnaðarsvæðií nægilegu umfangi til að svara eftirspurn miðað við forsendur hverju sinni ogað ráðstafa iðnaðarsvæðum markvisst m.t.t. eðlis þeirrar starfsemi sem þar eigiað fara fram. Þá sé í deiliskipulaginu jafnframt tekið fullt tillit til þeirrarstefnumörkunar aðalskipulagsins að settar séu kvaðir í skipulag til að tryggjaásættanlega ásýnd svæðanna.Engir aðrir kostir hafi komið til greina eniðnaðarsvæðið við Vogabraut, enda ekki gert ráð fyrir slíkri starfsemi annarsstaðar. Auk þess hefði ekki verið réttlætanlegt að brjóta nýtt land undir slíkastarfsemi, í andstöðu við markmið aðalskipulags og skilgreininguiðnaðarsvæðisins í Flekkuvík sem sé hugsað fyrir svokallaða stóriðju sem þurfihafnaraðstöðu. Málefnaleg sjónarmið búi því að baki breytingunni. Í því sambandibreyti engu sú afstaða stefnenda að þeir hefðu talið eðlilegra að veljaverksmiðjunni stað í Flekkuvík m.t.t. sjónrænna áhrifa og hættu.Hvað varðar meinta undirvalkosti á iðnaðarsvæðinusjálfu þá hátti þannig til að eignarhald á iðnaðarsvæðinu við Vogabraut sé meðþeim hætti að sveitarfélagið eigi lóðir nr. 1, 3 og 5 við Heiðarholt og lóð nr.1 við Hraunholt, sem þegar hafi verið byggt á. Stærstur hluti landsins, þ.e.allt svæðið utan framangreindra lóða, sé í eigu stefnda og margra annarraeigenda, þ.m.t. hluta stefnenda. Stefndi hafi leitað samkomulags um kaup álóðum til úthlutunar, m.a. vegna umræddrar starfsemi, m.a. lóðum nr. 5, 7, 8 og10. Erfiðlega hafi gengið að fá viðbrögð frá landeigendum við tilboðumsveitarfélagsins og mikið borið á milli. Í þeirri von að samningar næðust hafiþrátt fyrir framangreint fyrst verið auglýst tillaga að breytingu á skipulagilóðarinnar nr. 7 við Hraunsholt sem sé í sameign aðila. Þar semsamningaviðræður hafi runnið út í sandinn hafi sveitarfélagð ákveðið að breytaskipulaginu á eigin lóð innan sama svæðis, þ.e. lóðinni nr. 5 við Heiðarholt.Sveitarfélagið hafi ekki átt annan kost með vísan til eignarhalds landsins.Hinn kosturinn hefði verið að leita eignarnáms á lóðunum eða svæðinu. Slíktferli, ef ágreiningur væri gerður á öllu stigum, gæti tekið nokkur ár meðmikilli óvissu. Umsækjandi lóðarinnar hafi ekki haft slíkan tíma þar sem hannþurfi að flytja starfsemi sína á brott af núverandi stað vegna breyttsskipulags þar. Að auki sé slík aðgerð, eignarnám, slíkt inngrip í eignarrétt aðþví verði ekki beitt nema í undantekningartilvikum og vegna almannahagsmuna. Íljósi þess að sveitarfélagið eigi sjálft lóðir á svæðinu sem hentað gátuumsækjanda allt eins vel sé ekki víst að eignarnám hefði verið heimilað. Með vísan til framangreinds mótmælir stefndi þvíað brotið hafi verið gegn ákvæðum 12. gr. skipulagslaga eða að ómálefnalegarforsendur eða sjónarmið hafi búið að baki breytingunni. Breytingin hafi ekkilotið að landnotkun heldur nær eingöngu að hæð mannvirkja og aðlögun aðstarfsemi. Um sé að ræða eina svæðið þarsem heimilt hafi verið að leyfa slíka starfsemi og þá lóð innan þesssvæðis sem best hentaði af þeim þremur lóðum sem sveitarfélagið hafi fulltforræði á. Stefndi áréttar að um sé að ræða breytingu ádeiliskipulagi einnar lóðar á þegar skipulögðu iðnaðarsvæði í samræmi viðaðalskipulag og stefnu þess. Á svæðinu sé því þegar gert ráð fyrir að mögulegtsé að byggja upp verulega iðnaðarstarfsemi af grófari gerðinni eins og framkomi í deiliskipulagi. Ekki sé því um breytingu á skipulagi að ræða hvaðstarfsemina varðar. Því hafi ekki verið sérstök þörf á að meta áhrifiðnaðarstarfseminnar sem slíkrar, enda gert ráð fyrir slíkri starfsemi ásvæðinu með tilheyrandi áhrifum. Stefndi telur að starfsemi meðstefnda séhvorki umfangsmikil né gróf og því enn augljósara að starfsemi hans falli aðskipulaginu. Engin hætta stafi af starfseminni utan lóðarinnar. Með vísan til þess að um hafi verið að ræðaumsókn sem féll að gildandi skipulagi, þ.m.t. að landnotkun bæði aðalskipulagsog deiliskipulags og að í raun hafi eingöngu verið um að ræða breytingar ábyggingarskilmálum, einkum hvað varðar hæð, hafi ekki verið nauðsynlegt að geraítarlegar grein fyrir áhrifum breytingarinnar og eða stefnumiða en gert var eðabera þá kosti sem uppi voru saman. Áhrif breytingarinnar séu fyrst og fremstsjónræn vegna breytingar á leyfilegri hámarkshæð bygginga. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrirbreytinguna hafi verið gert ráð fyrir nokkuð háum byggingum á svæðinu (8-13 m).Eðli málsins samkvæmt sé ljóst að uppbygging á svæðinu muni alltaf hafa sjónrænáhrif. Það hús sem áður hýsti vélsmiðjuna Norma, og sé eina húsið sem byggthafi verið á svæðinu, sjáist t.a.m. mjög vel. Augljóst sé að sjónræn áhrifverði meiri með hærra mannvirki eins og breytingin geri ráð fyrir. Mannvirki álóðinni í um 30 m hæð muni sjást víða að og að því leyti hafa sjónræn áhrif.Þótt hæðin skipti miklu sé jafnframt ljóst að útfærsla mannvirkjanna hafi mikiláhrif á hvort hin sjónrænu áhrif verði neikvæð. Til að lágmarka helstuumhverfisáhrif breytingarinnar, þ.e. hin sjónrænu áhrif, hafi m.a. vegnaathugasemda stefnenda verið bætt inn svohljóðandi skilmála í deiliskipulagið:„Við hönnun mannvirkja á lóðinni skal sérstaklega horft til þess að mildasjónræn áhrif mannvirkjanna með útfærslum í hönnun og litavali þannig aðmannvirkin verði sem minnst áberandi, falli vel að umhverfi sínu og taki mið afþví að þau standa ekki fjarri íbúðabyggð. Með umsókn um byggingarleyfi skulufylgja tölvugerðar myndir sem sýni útfærslu mannvirkjanna og forsendur hönnunarhvað varðar útlit og sjónræn áhrif.“ Í tillögunni sé gerð grein fyrir áhrifumbreytingarinnar í samræmi við framangreind sjónarmið. Með hliðsjón af eðlibreytingarinnar, sem einkum lúti að hæð mannvirkja, sé því mótmælt að það matsé ekki fullnægjandi. Þá telur stefndi að engin þörf hafi verið áítarlegri umfjöllun um efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar á framkvæmdatíma eðaeftir að framkvæmdum lýkur á sömu forsendum, þ.e. starfsemin sem slík sé ísamræmi við gildandi skipulag. Uppbygging á einni lóð á svæðinu, í samræmi viðstefnu aðalskipulags, kalli ekki á slíkt mat enda umfang starfseminnar eðauppbyggingarinnar ekki þess eðlis eða af þeirri stærðargráðu. Deiliskipulag ogaðalskipulag geri ráð fyrir að svæðið byggist allt upp með slíkri starfsemi. Stefndi kveður að það sé óumdeilt að greindstarfsemi, sem fyrirhugað sé að framfari á lóðinni, falli undir ákvæði reglugerðar nr. 160/2007 um varnir gegnhættu á stórslysum. Stefndi áréttar að starfsemi sú sem hér um ræðir falli aðlandnotkun skipulagssvæðisins og hefði ekki þurft að breyta skipulaginu nemavegna hæðar fyrirhugaðra mannvirkja. Við ákvörðun um breytingudeiliskipulagsins hafi legið fyrir umsögn Vinnueftirlitsins frá 31. mars 2016,þar sem fram komi að verksmiðjan sé í lægra þröskuldsmagni samkvæmtreglugerðinni og að Vinnueftirlitið geri ekki athugasemd við staðsetningunaenda sé tekið tillit til stórslysahættu. Vegna þessa hafi verið bætt viðskilmála í skipulagið um að áður en byggingarleyfi yrði veitt þurfi að liggjafyrir fullnægjandi áætlun um stórslysavarnir á lóðinni vegna verksmiðjunnar. Í gögnum málsins komi fram að engin hætta verðiaf starfseminni utan lóðarinnar, enda verði súrefnisinnihald andrúmslofts komiðniður í þau mörk sem það sé í andrúmslofti venjulega innan lóðarinnar sjálfrar.Það komi fram að súrefnisinnihald sé komið niður í 23% í 20 m radíus frátönkunum en það sé alls staðar innan lóðarmarka. Súrefnisinnihald íandrúmslofti muni vera 21%. Auk þess minnir stefndi á að lóðin sem breytingintaki til sé staðsett á þeirri lóð sveitarfélagsins sem sé fjærst núverandibyggð. Hvað varðar hljóðvist byggir stefndi á því aðskipulagsskilmálar svæðisins séu algjörlega skýrir. Í þeim segi: „Þeirskilmálar eru settir á starfsemi innan lóðar við Heiðarholt 5 að hljóðstigverði undir þeim mörkum sem er getið um í reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.Hljóðstig við lóðamörk skal ekki fara yfir 70 db og á íbúðarsvæðum skalhljóðstig ekki fara yfir 50 db á daginn, ekki yfir 45 db á kvöldin og ekki yfir40 db. að nóttu til (sjá nánar í töflu iii í reglugerð nr. 724/2008).“ Deiliskipulagið geri því ráð fyrir að lóðarhafiverði að fullnægja þeim kröfum sem reglugerðin geri kröfur um. Deiliskipulagiðgeti því ekki verið ólögmætt á þeirri forsendu að hljóðvistarkröfum sé ekkifullnægt. Hljóðvistarskýrsla IABAS, dags. 24. mars 2016,staðfesti að með hljóðvörnum verði hljóðstig alls staðar innan marka samkvæmtreglugerð um hávaða nema á litlu svæði vestan verksmiðjunnar, sem nú sé óbyggt,en þar sem gert sé ráð fyrir mögulegu íbúðasvæði í framtíðinni. Frávikið felistí því að innan þess svæðis verði hávaði nokkuð hærri en 40db á litlum hlutasvæðisins á nóttunni. Með samkomulagi við meðstefnda Ísaga ehf. hafi stefndisamið um að stefndi myndi ekki gera kröfur til þess að meðstefndi tryggi aðhljóðstig á þeim hluta svæðisins verði lægri en 40db heldur muni sveitarfélagiðtaka mið af þessu vandamáli við skipulag svæðisins þegar og ef það verðurskipulagt. Meðstefndi verði því að uppfylla hljóðvistarkröfur en sveitarfélagiðmuni þó bregðast við á þessum tiltekna hluta þessa tiltekna svæðis þar semljóst þyki að ekki sé hægt að tryggja að hljóðvist á nóttunni fari ekki yfir40db nema með slíkum aðgerðum. Stefndi mótmælir sérstaklega fullyrðingum um aðIABAS sé ekki óháður aðili, sbr. m.a. bréf IABAS frá 18. maí 2016. Sé ráðgjöfIABAS ekki rétt muni það ekki leiða til þess að íbúar sveitarfélagsins þurfi aðbúa við verri hljóðvist. Það muni einfaldlega leiða til aukinnahljóðvistarráðstafana hjá meðstefnda eða til þess að verksmiðjunni verði lokaðenda óheimilt að reka starfsemi sem hefur í för með sér meiri hljóðmengun enskýrslan gerir ráð fyrir. Stefndi kveðst hafa farið yfir og metiðfyrirliggjandi gögn í málinu, hvort sem þau stafi frá meðstefnda eða örðum,eins og almennt tíðkist við afgreiðslu slíkra mála sem hér um ræðir. Enginlagaskylda hvíli hins vegar á að láta „sannreyna“ eða „staðreyna“ gögnin ásérstakan hátt. Ekkert í gögnum málsins bendi til þess að rangfærslur eðavillur séu í gögnum sem stafi frá meðstefnda sem geti haft þýðingu í málinu.Stefnendur hafi ekki bent á nein slík atriði en þeir beri sönnunarbyrði fyrirþví að einhverjir þeir annmarkar séu á gögnum sem leitt geti til ógildingarskipulagsins. Þannig mótmælir stefndi því að hann hafi ekki gætt aðrannsóknarreglu stjórnsýslulaga við afgreiðslu málsins. Í ljósi alls framangreinds telur stefndi ljóst aðákvæða 12. gr. skipulagslaga og ákvæða stjórnsýslulaga og stjórnsýsluréttarhafi verið gætt að öllu leyti við afgreiðslu hinnar kærðu breytingar. Í fjórða lagi mótmælir stefndi því að hann hafibrotið gegn ákvæðum greinar 5.2.1 í skipulagsreglugerð með því að hafa ekkisamráð við hagsmunaaðila, þar á meðal stefnendur sem landeigendur aðliggjandilóða. Stefndi telur að samráð hafi verið fullnægjandi m.t.t. þess að ekki hafiverið um grundvallarbreytingar að ræða á skipulaginu. Í raun hafi eingönguverið um að ræða breytingu á mögulegri hæð mannvirkja á einni lóð á svæðinum.t.t. eðlis þeirrar starfsemi sem gert er ráð fyrir að starfrækja þar.Málsmeðferð breytingarinnar hafi verið í samræmi við 1. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð kynningar hafi verið í samræmi við 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.2.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Haldinn hafi verið kynningarfundur 22. mars 2016þar sem tillagan hafi verið til sýnis og umræðu. Hann hafi verið auglýstur í Fréttablaðinuog Víkurfréttum 17. mars 2016. Auk þess hafi auglýsing um kynningarfund birst áheimasíðu sveitarfélagsins. Kynningartillagan hafi verið aðgengileg eftirkynningarfundinn á skrifstofu stefnda og á heimasíðu hans fram að því aðtillagan var auglýst 31. mars 2016. Þá hafi tillagan verið aðgengileg á samastað eftir að hún hafði verið auglýst formlega til kynningar ogathugasemda. Stefnendur hafi sent inn athugasemdir í kjölfarkynningar og umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins fjallað umathugasemdirnar og tekið afstöðu til þeirra og sveitarstjórn stefnda íkjölfarið. Verði því ekki séð að skort hafi á samráð við hagsmunaaðila. Þáverði ekki séð að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar,enda hafi málið verið að fullu upplýst og sjónarmið stefnenda legið fyrir þegarákvörðun var tekin. Þá mótmælir stefndi því að á sveitarfélaginu getihvílt skyldur á grundvelli tilskipana Evrópusambandsins sem ekki hafi veriðfærðar í lög á Íslandi. Stefndi áréttar að engin hætta stafi af verksmiðjunniutan við lóðina. Fullyrðingum um að ekkert tillit hafi verið tekið tilathugasemda vegna hættu á stórslysum er mótmælt, enda hafi umfjöllun verið bættinn í deiliskipulagið og gert að skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis aðáætlun vegna stórslysa lægi fyrir. Í fimmta lagi mótmælir stefndi því að aðrirágallar hafi verið á deiliskipulaginu og því að deiliskipulagsbreytingingerbreyti eðli deiliskipulagsins og eyðileggi innra samræmi þess. Þvert á mótifalli breytingin að gildandi skipulagi, meðal annars varðandi landnotkun. Vísarstefndi í fyrri umfjöllun um að breytingin varði í raun einungisbyggingarskilmála, einkum hvað varðar hæð.Stefndi hafnar því að mistök við gerðdeiliskipulagsins hafi verulega þýðingu fyrir gildi skipulagsins. Fyrirhuguðbreyting á deiliskipulaginu hafi verið auglýst 31. mars 2016 á heimasíðustefnda, í Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Við gerð auglýsingarinnar hafiverið gerð þau mistök að litið var svo á að um væri að ræða breytingu ádeiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn stefnda 24. febrúar 2016, en súdeiliskipulagsbreyting hafi aldrei tekið gildi. Þessi mistök hafi veriðleiðrétt á deiliskipulagsuppdrætti eftir auglýsingu tillögunnar til kynningarog hafi ákvörðun stefnda því að öllu leyti verið rétt og verði ekki séð aðmistök við auglýsingu geti valdið ógildingu ákvörðunarinnar, enda hafistefnendur, sem voru einu aðilarnir sem gerðu athugasemdir, bent á mistökin svoað þau hafi ekki verið valdur að neinum misskilningi. Þá sé um sömu skipulagsáætlunað ræða og fyrr að því undanskildu að áður auglýst breyting á skipulaginuvarðandi lóð nr. 7 hafi fallið út. Þetta hafi í engu breytt möguleikumstefnenda á að gera athugasemdir né efnislegri umfjöllun um athugasemdir eðatillöguna sem slíka. Verði því ekki séð að neinar forsendur séu tilógildingar á ákvörðun sveitarstjórnar stefnda frá 24. maí 2016 um breytingu ádeiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið við Vogabraut. Sýknukröfu sína áhendur stefnanda Herði Einarssyni byggir stefndi að auki á því að hann eigiekki aðild að málinu en hann hafi ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni afniðurstöðu þess. Því beri í öllu falli að sýkna stefnda af kröfu hans, sbr. 2.mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um lagarök vísarstefndi til ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 og reglna stjórnsýsluréttar ogstjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá vísar stefndi til laga nr. 50/1998 umvirðisaukaskatt, laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og laga um meðferðeinkamála nr. 91/1991. Málskostnaðarkrafastefnda byggist á 130. gr., sbr. 129. gr., laga um meðferð einkamála nr.91/1991. V.Í máli þessu krefjast stefnendur þess að felldverði úr gildi ákvörðun stefnda Sveitarfélagsins Voga frá 24. maí 2016 umbreytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut, sem er að stofnitil frá árinu 2001. Breytingin var gerð vegna fyrirhugaðrar súrefnis- ogköfnunarefnisverksmiðju stefnda Ísaga ehf., en stefndi Ísaga ehf. hafði leitaðeftir lóð hjá sveitarfélaginu fyrir slíka verksmiðju. Stefndi Ísaga ehf. rekurnú sams konar verksmiðju að Breiðhöfða 11 í Reykjavík. Umrædd deiliskipulagsbreyting fól í sér aðhámarkshæð iðnaðarhúsnæðis á lóð við Heiðarholt 5 var aukin úr 8 m í 13 m og 27m fyrir skilju og tanka til súrefnis- og köfnunarefnisframleiðslu, auk 2,5 mvegna létts búnaðar, s.s. handriðs og öryggisloka. Á tilteknum iðnaðarlóðum ásvæðinu hafði þegar verið gert ráð fyrir 13 m háum byggingum og fól breytinginþannig í raun í sér flutning á mögulegum byggingum innan iðnaðarsvæðisins, aukþess sem gert var ráð fyrir framangreindri skilju og tönkum. Ídeiliskipulagsbreytingunni segir að Skipulagsstofnun hafi staðfest aðfyrirhuguð starfsemi falli ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000, en að gera þyrfti grein fyrir áhrifum breytingar á deiliskipulagisamkvæmt 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áhrifum breytinganna í deiliskipulaginu er lýstþannig að vegna hæðar skilju sé talið að sjónræn áhrif breytingarinnar verðimögulega neikvæð, en við hönnun mannvirkja á lóðinni skuli sérstaklega horft tilþess að milda sjónræn áhrif þannig að mannvirkið verði sem minnst áberandi ogfalli vel að umhverfi sínu og taki mið af því að þau standa ekki fjarriíbúðabyggð. Efnahagsleg áhrif séu jákvæð fyrir sveitarfélagið meðan áuppbyggingu stendur en óveruleg til framtíðar. Þar sem skilmálar séu settir umhljóðstig sé ekki gert ráð fyrir að áhrif á hljóðvist verði neikvæð. Nánartiltekið séu skilmálar í deiliskipulagsbreytingunni um að hljóðstig verði undirþeim mörkum sem getið er um í reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. Hljóðstig viðlóðarmörk skuli ekki fara yfir 70 db og á íbúðarsvæðum skuli hljóðstig ekkifara yfir 50 db á daginn, ekki yfir 45 db á kvöldin og ekki yfir 40 db að nóttutil, sbr. nánar töflu iii í reglugerð nr. 724/2008. Ekki var talið að mengandiáhrif yrðu vegna breytinganna og áhrif á öryggi talin óveruleg, en gert væriráð fyrir að lóðin yrði girt af með mannheldri girðingu, aðgangsstýrðum hliðumog öryggiskerfum. Jafnframt væri gert ráð fyrir áætlun um stórslysavarnir, sbr.reglugerð um stórslysavarnir vegna hættulegra efna nr. 160/2007. Áhrifbreytinga á deiliskipulag væru talin óveruleg fyrir utan möguleg neikvæðsjónræn áhrif. Stefnendur byggja fyrst og fremst á því að ógildaberi deiliskipulagsbreytinguna þar sem skipulagið hafi hvorki sættumhverfismati áætlana samkvæmt lögum nr. 105/2006 né mati samkvæmt 5. mgr. 12.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismatáætlana gilda lögin um umhverfismat þeirra skipulags- og framkvæmdaáætlana og breytinga á þeimsem marka stefnu er varðar leyfisveitingar til framkvæmda sem tilgreindar eru ílögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Óverulegar breytingar áskipulagsáætlunum eru þó ekki háðar ákvæðum laganna enda séu þær ekki taldarlíklegar til að hafa í för með sér veruleg áhrif á umhverfið, sbr. 10. gr. Í 1.mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 er mælt fyrir um að framkvæmdir sem tilgreindareru í flokki A í 1. viðauka við lögin séu ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum.Þá segir í 1. mgr. 6. gr. að framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki B ogflokki C í 1. viðauka við lögin skuli háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þærgeta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eðastaðsetningar. Samkvæmt 8. mgr. 6. gr. er öllum heimilt að bera fram fyrirspurntil Skipulagsstofnunar um hvort tiltekin framkvæmd falli í flokk B eða flokk Cí 1. viðauka og skal þá stofnunin leita upplýsinga um framkvæmdina og takaákvörðun um hvort hún eigi undir téð ákvæði laganna. Fyrirliggur ákvörðun Skipulagsstofnunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu aðframleiðsla stefnda Ísaga ehf. á súrefni og köfnunarefni falli ekki undir lögum mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Kemur þetta fram í bréfi Skipulagsstofnunartil sveitarfélagsins 9. júní 2016 og til stefnanda Harðar Einarssonar hinn 11.janúar 2017. Verksmiðja stefnda Ísaga ehf. fellur ekki undir þær framkvæmdirsem taldar eru upp í 1. viðauka við lögin, hvorki flokk A, B eða C. Eins ogáður segir er deiliskipulagið fyrir iðnaðarsvæði við Vogabrautað stofni til frá árinu 2001 og er þar gert ráð fyrir grófari iðnaðarstarfsemien á iðnaðarsvæði sem er við Iðndal. Umrædd deiliskipulagsbreyting fól ekki ísér breytta landnotkun og fellur verksmiðja stefnda Ísaga ehf. að gildandiaðalskipulagi um landnotkun svæðisins og sætti aðalskipulagið á sínum tímaumhverfismati. Umrædd deiliskipulagsbreyting fól í sér óverulegar breytingar sem getaekki talist hafa veruleg áhrif á umhverfið, en aðeins er um að ræða breytingarvarðandi hæð bygginga. Í deiliskipulagsbreytingunni var með fullnægjandi hættilagt mat á áhrif breytinganna á umhverfið, sbr. 12. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og grein 5.4.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Áhrifin eru fyrst ogfremst sjónræn vegna breytinga á hæð bygginga en gert er ráð fyrir ákveðnumaðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Þegar litið er til þeirragagna sem fyrir liggja í málinu er ljóst að ekki stafar hætta af starfsemistefnda Ísaga ehf. á næstu lóðum. Fyrir liggur umsögn Vinnueftirlitsins, dags.16. ágúst 2016, þar sem fram kemur að starfsstöð stefnda Ísaga ehf. sé í „lægraþröskuldsmagni“ samkvæmt reglugerð um stórslysahættu nr. 160/2007 og þurfistefndi Ísaga ehf. því að gera áætlun um stórslysavarnir og tilkynnaVinnueftirlitinu um magn varasamra efna í stöðinni og hafa virktöryggisstjórnkerfi. Stefndi hafi uppfyllt þessar kröfur með því að leggja framfullnægjandi gögn, þ.e. stórslysaáætlun. Verður deiliskipulagið því ekki felltúr gildi á grundvelli þess að fullnægjandi stórslysaáætlun liggi ekki fyrir. Ídeiliskipulagsbreytingunni eru settir skilmálar um aðhljóðstig verði undir þeim mörkum sem getið er um í reglugerð nr. 724/2008 umhávaða. Samkomulagmilli stefnda Sveitarfélagsins Voga og stefnda Ísaga ehf., dags. 14. apríl2016, um að sveitarfélagið muni ekki krefja Ísaga ehf. um aðgerðir til að hafahávaðamörk innan tilgreindra viðmiðunarmarka, er ekki hluti afdeiliskipulaginu. Samkomulagið verður ekki skilið þannig að stefndi Ísaga ehf.þurfi ekki að virða lögbundin hávaðamörk heldur ætli sveitarfélagið ef á reynirað bregðast við vandamálum sem upp kunna að koma vegna hljóðvistar meðskipulagi á svæðinu. Að þessu virtu er því hafnað að felladeiliskipulagsbreytinguna úr gildi vegna hljóðvistar. Hvað varðar athugasemdirstefnenda um staðsetninguverksmiðjunnar verður að horfa til þess að Flekkuvík var ekki raunhæfur kosturfyrir verksmiðjuna, en á aðalskipulagi er þar gert ráð fyrir stóriðju eðastórfyrirtækjum sem þarfnast stórskipahafnar. Landið er í eigu ríkissjóðs oghefur ekki verið deiliskipulagt. Það var því forsvaranlegt að velja verksmiðjustefnda Ísaga ehf. stað á iðnaðarsvæðinu við Vogabraut og verður ekki séð aðþess hafi verið kostur eða ástæða til að staðsetja verksmiðjuna annars staðarinnan svæðisins en gert var. Nægilegt samráð var haft umdeiliskipulagstillöguna. Viðræður áttu sér stað við stefnendur um lóð vegnaáforma stefnda Ísaga ehf. um súrefnis- og köfnunarverksmiðju, en ekki náðistsamkomulag um staðsetningu verksmiðjunnar. Síðar var haldinn kynningarfundur umtillögu að breyttu deiluskipulagi sem auglýstur var opinberlega og var tillaganaðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins eftir að hún hafði verið auglýst.Stefnendur skiluðu inn athugasemdum sínum og tók sveitarfélagið afstöðu tilþeirra. Þá var haft samráð við viðeigandi stofnanir. Sveitarfélagið uppfylltirannsóknarskyldu sína við meðferð málsins en í henni felst ekki skylda til aðsannreyna gögn með sjálfstæðri rannsókn, eins og stefnendur halda fram. Mistökvið auglýsingu þess efnis að um væri að ræða breytingu á deiliskipulagi semhefði verið samþykkt í sveitarstjórn 24. febrúar 2016, sem tók aldrei gildi,eru ekki slíkir annmarkar að leitt geti til þess að deiliskipulagið verði felltúr gildi. Það sama á við um þau mistök að í auglýsingu sagði að hæð væri aukinúr 13 m í 27 m, auk 2,5 m vegna létts búnaðar, en ekki úr 8 m í 27 metra, auklétts búnaðar, en aðalatriðið var hver hámarkshæðin yrði. Meðvísan til alls framangreinds er því hafnað að fella umrædda deiliskipulagsbreytinguúr gildi. Verður ekki séð að nokkrir annmarkar séu á meðferð málsins sem getileitt til þess að fallist verði á kröfur stefnenda. Eftiratvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Dómþennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari.D ó m s o r ð: Stefndu, Sveitarfélagið Vogar ogÍsaga ehf., eru sýkn af kröfum stefnenda, Sigríðar Jónsdóttur, Ólafs ÞórsJónssonar, Harðar Einarssonar og Reykjaprents ehf.Málkostnaður fellur niður. |
Mál nr. 243/2017 | Fasteign Jörð Kaupsamningur Vanheimild Frávísun frá héraðsdómi Aðild | B, sem var eigandi jarðarinnar Litla-Saurbæjar II, krafðist viðurkenningar á eignarétti sínum að tiltekinni spildu úr landi Litla-Saurbæjar I í Ölfusi. Um var að ræða langa og mjóa spildu, að mestu vestan Suðurlandsvegar þar sem hann liggur niður Kamba. Var norðurendi hennar afmarkaður af útsýnisplani neðan við Kambabrún en suðurendi af þjóðvegi þeim sem liggur frá hringtorgi við Hveragerði áleiðis í Selvog. L hf., sem leiddi rétt sinn frá K sem keypt hafði hluta jarðarinnar á árinu 1986 með afsali frá níu systkinum sem höfðu eignast jörðina með afsali frá föður sínum á árinu 1975, krafðist sýknu m.a. á grundvelli aðildarskorts B. Hæstiréttur hafnaði þeirri málsástæðu með vísan til þess að fyrirvari í afsali til B frá árinu 2004 snéri fyrst og fremst að afhendingu tiltekins hluta hins afsalaða lands, en eignarrétturinn að því hefði samkvæmt afsalinu ekki verið háður skilyrðum, sbr. 21. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978. Þá rakti Hæstiréttur að í afsali systkinanna níu til K frá árinu 1986 væri það skýrlega orðað að einungis væri afsalað þeim hluta jarðarinnar sem væri neðan við veginn sem lægi niður í bæjarþorpið og jafnframt skilmerkilega tekið fram að landið ofan vegarins fylgdi ekki með í kaupunum. K hefði því engin eignarréttindi öðlast til lands ofan við veginn. Þar sem hann hefði ekki getað ráðstafað víðtækari rétti en hann hefði sjálfur átt hefði hann ekki getað framselt eða afsalað neinum réttindum ofan vegar. Af orðalagi afsals K til A og G frá árinu 1987 væri nærtækt að álykta að land ofan vegar, annað en það sem þar var sérstaklega tilgreint, hefði átt að fylgja með í kaupunum. K hefði ekki verið bær til að ráðstafa því landi og hefðu því engin eignaréttindi skapast yfir því til handa A og G. Hið sama gilti um þá sem leiddu rétt sinn frá þeim. Samkvæmt því stóðu eignarréttindi L hf. yfir Litla-Saurbæ I því ekki í vegi að fallist yrði á kröfu B. Hins vegar vísaði Hæstiréttur til þess að með afsali systkinanna níu til K á árinu 1986 hefði landi jarðarinnar Litla-Saurbæjar I verið skipt. Af afsalinu mátti sjá að Jarðanefnd Árnessýslu hafði samþykkt söluna og sveitarfélagið fallið frá forkaupsrétti en að öðru leyti yrði ekki séð að gætt hefði verið ákvæða jarðalaga við landskiptin. Yrði fallist á kröfu B um viðurkenningu á eignarétti hans á spildunni fælist í því fyrirvaralaus viðurkenning á skiptingu jarðarinnar og stofnun sérstakrar fasteignar í eigu B án þess að gætt væri fyrirmæla jarðalaga um slík skipti. Stæði 2. gr. stjórnarskrárinnar því í vegi að unnt væri að fella efnisdóm á kröfuna í þessu horfi. Taldi Hæstiréttur því ekki hjá því komist að vísa málinu frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari, Árni Kolbeinssonfyrrverandi hæstaréttardómari og Guðmundur Sigurðsson prófessor. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. apríl 2017. Hann krefst þessað viðurkenndur verði með dómi eignaréttur hans að spildu úr landiLitla-Saurbæjar I í Ölfusi sem auðkennd er á hnitasettum uppdrætti Landforms 19.nóvember 2015 þannig: „Frá punkti nr. 1 (x-hnit 392120.34, y-hnit 389083.28) aðpunkti nr. 2 (x-hnit 391968.05, y-hnit 388953.48), frá þeim punkti að punktinr. 3 (x-hnit 391677.89, y-hnit 389552.60), frá þeim punkti að punkti nr. 4(x-hnit 391547.03, y-hnit 389489.23), frá þeim punkti að punkti nr. 5 (x-hnit390968.72, y-hnit 390683.42), frá þeim punkti að punkti nr. 6 (x-hnit390620.43, y-hnit 391403.35), frá þeim punkti að punkti nr. 7 (x‑hnit390747.01, y-hnit 391629.24), frá þeim punkti að punkti nr. 8 (x-hnit390703.30, y-hnit 391958.00), frá þeim punkti að punkti nr. 9 (x-hnit391190.65, y-hnit 390837.75), frá þeim punkti að punkti nr. 1 (x-hnit392120.34, y-hnit 389083.28).“ Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. IMeð afsali 29. maí 1936 eignaðist Jón Helgason,afi áfrýjandans Birkis, jörðina Litla-Saurbæ með öllu sem jörðinni fylgdi. Jónafsalaði 26. ágúst 1953 til Sverris sonar síns 17,4 hekturum úr jörðinni,annars vegar 7,4 hektara spildu „neðan bæjar“ en hins vegar 10 hekturum „íheiðinni ofan bæjar“. Þeirri spildu hafði ekki verið skipt út en það yrði gertsíðar með samkomulagi. Sverrir fékk einnig afnot af beitilandi jarðarinnareftir þörfum. Þá afsalaði Jón til Sverris 14. september 1953 tveimur 10 hektaraspildum úr landi jarðarinnar. Var önnur þeirra nánar afmörkuð „sunnan og vestanbæjar“ en hin var „úr heiðinni ofan bæjar“. Hafði þeirri spildu ekki veriðskipt út en það yrði gert síðar ásamt fyrrgreindri 10 hektara spildu. Sverrir munhafa stofnað nýbýli í landi Litla-Saurbæjar. Um það nýtur ekki annarra gagna ímálinu en leyfisbréfs menntamálaráðuneytis 3. desember 1953 þar sem Sverri varmeð skírskotun til laga nr. 35/1953 um bæjanöfn o.fl. heimilað að taka uppnafnið Litli-Saurbær II á nýbýlið. Enn afsalaði Jón til Sverris 24. október1957 úr jörðinni nánar tilgreindri spildu af ræktanlegu landi. Auk hinsútskipta lands öðlaðist Sverrir samkvæmt afsalinu beitarréttindi að einumþriðja í óskiptu beitilandi jarðarinnar sem og „auðsréttindi“ að einum þriðja.Afsali þessu var ekki þinglýst. Áfrýjandi heldur því fram að Jón hafi árið 1965afhent Sverri til fullrar eignar og afnota heiðarland það sem sem hann hafiekki áður fengið afsalað. Hafi verið um óformlegan gerning að ræða. Um þettanýtur ekki skriflegra samtímagagna í málinu.Jón Helgason afsalaði 30. júní 1975til níu barna sinna, þeirra á meðal Sverris, jörðinni Litla-Saurbæ I „með ölluþví, sem þeirri eign fylgir og fylgja ber.“ Í því afsali var ekki getið sérstaklegaum framangreinda afsalsgerninga til Sverris. Kristinn Sigurðsson gerðisystkinunum níu 21. ágúst 1985 kauptilboð í jörðina Litla-Saurbæ I. Tóktilboðið til þess „hluta jarðarinnar sem er neðan við veginn sem liggur niður íbæjarþorpið, ásamt öllum byggingum á því landi, ræktun, girðingum svo og öllumgögnum og gæðum er þeim hluta jarðarinnar fylgir og fylgja ber. (Landið ofanvið áðurnefndan veg ásamt fjárhúsi og hlöðu, í því landi, fylgi ekki með íkaupunum).“ Þann 27. september 1986 afsöluðu systkinin Kristni hluta jarðarinnarLitla-Saurbæjar I. Var því nánar lýst að afsalað væri „þeim hluta jarðarinnarsem er neðan við veginn sem liggur niður í bæjarþorpið, ásamt öllum byggingum áþví landi, ræktun, girðingum, svo og öllum gögnum og gæðum er lögbýlinu Litla-SaurbæI fylgja og fylgja ber (landið ofan við áðurnefndan veg, ásamt fjárhúsi og hlöðuí því landi fylgja ekki með í kaupunum).“ Í afsalinu var tekið fram að 17,44hektarar hins selda tilheyri Litla-Saurbæ II en fylgi með í kaupunum og væri afsalaðaf Sverri Jónssyni. Í afsalinu var tekið fram að Jarðanefnd Árnessýslu hafisamþykkt söluna. Þá hafi hreppsnefnd Ölfushrepps hafnað forkaupsrétti sínum.Með yfirlýsingu 27. október 1986 lýstu systkini Sverris Jónssonar því yfir aðþau skuldbindu sig til að afhenda honum til fullrar eignar 17,4 hektara úrsameiginlegu landi þeirra úr jörðinni Litla-Saurbæ I er lægi ofan vegar þesssem liggi niður í bæjarþorpið og var þess getið að það væri endurgjald vegnaþeirra 17,4 hektara er tilheyrt hafi Litla -Saurbæ II en fylgt með í kaupunumtil Kristins.Kristinn Sigurðsson afsalaðiAðalsteini Karlssyni og Guðmundi Birgissyni 20. nóvember 1987 jörðinniLitla-Saurbæ I. Var hinu afsalaða lýst svo að það væri „eignarjörð seljanda,ásamt öllum byggingum í landi jarðarinnar, ræktun, girðingum, svo og öllum gögnumog gæðum, er lögbýlinu Litla-Saurbæ I fylgja og fylgja ber. Með jörðinniteljast um 17,44 ha. lands, neðan viðveginn, sem liggur niður í bæjarþorpið, er tilheyrðu Litla-Saurbæ II, áður enseljandi eignaðist hana. Land Litla-Saurbæjar II ofan við nefndan veg, um 20 ha.,ásamt fjárhúsi og hlöðu í því landi fylgir ekki með í kaupunum.“ ÞorsteinnJúlíusson hæstaréttarlögmaður, sem mun hafa annast skjalagerð við sölusystkinanna á hluta jarðarinnar Litla-Saurbæjar I til Kristins Sigurðssonar, ritaðisýsluskrifstofunni á Selfossi bréf 19. janúar 1989. Vakti hann athygli á því aðlýsingin í framangreindu afsali Kristins Sigurðssonar til þeirra Aðalsteins Karlssonarog Guðmundar Birgissonar væri nokkuð villandi þar sem þar væri ekki tekið framað Kristinn ætti alls ekki allt það land sem tilheyrði Litla-Saurbæ I, en hannhefði ekki keypt það land Litla-Saurbæjar I sem lægi ofan vegar þess sem liggurniður í bæjarþorpið. Aðalsteinn Karlsson mun hafa afsalað sínum eignarhluta tilSteinunnar Tómasdóttur eiginkonu sinnar.Með afsali 15. desember 1988 gafSverrir Jónsson Kristjáni Jónssyni, bróður sínum og föður áfrýjanda, helmingjarðarinnar Litla-Saurbæjar II. Var tekið fram í afsalinu að Kristjáni væri velkunnugt allt um stærð landsins og ástand þess og mannvirkja á því. Með viðaukavið afsal þetta dagsettum 17. mars 1999 tók Sverrir fram að láðst hafi að getaþess í afsalinu að jafnframt því að afsala Kristjáni helmingi í Litla-Saurbæ IIafsalaði hann á sama hátt helmingi af eignarhluta sínum í Litla-Saurbæ I en umværi að ræða land sem til stæði að sameina landi Litla-Saurbæjar II. Með yfirlýsingu 3. nóvember 1998 lýstusystkini Sverris Jónssonar því yfir að við sölu á jörðinni Litla-Saurbæ I tilKristins Sigurðssonar, þar sem Kristni hafi verið selt land jarðarinnar semliggur neðan við veginn niður í bæjarþorpið, hafi heiðarland jarðarinnar ekkifylgt með enda hafi Sverrir bróðir þeirra átt þegar þriðjung beitar ogauðsréttar í því landi og nýtt allt heiðarlandið sem beitiland árum saman. Þarsem Sverrir hafi fyrir löngu fengið land þetta til eignar en farist hafi fyrirað afsala því til hans með formlegum hætti lýsi þau því yfir að land þetta séásamt öllum gögnum og gæðum eign Sverris sem borið hafi af því skatta ogskyldur frá því að hann tók við því árið 1965.Guðmundur Birgisson og SteinunnTómasdóttir ásamt eigendum Stóra-Saurbæjar gerðu með sér landskiptagerð 8. janúar1999, sem árituð var af jarðanefnd Árnessýslu og hreppsnefnd Ölfushrepps. Meðlandskiptagerðinni var þeim eignarhluta jarðanna „ofanfjalls“ sem var íóskiptri sameign jarðanna skipt út úr landi jarðanna og teldist eftirleiðissjálfstæður eignarhluti. Orkuveita Reykjavíkur keypti eignarhluta jarðarinnarLitla-Saurbæjar I í þessari sameiginlegu landspildu jarðanna á Hellisheiði meðkaupsamningi 8. janúar 1999. Sama dag keypti Orkuveitan eignarhlut jarðarinnarStóra-Saurbæjar í landspildunni. Afsöl fyrir þessum eignum voru gefin út 21. apríl1999.Bræðurnir Sverrir Jónsson og KristjánJónsson gáfu 7. október 2004 út afsal til Birkis Kristjánssonar fyrir jörðinni„Litla-Saurbæ, landnúmer 171770“. Er 2. töluliður afsalsins sem berfyrirsögnina „Fyrirvari varðandi heiðaland“ svohljóðandi: „Afsalsgjafar teljasig eiga land á Hellisheiði, sem var hluti af Litla-Saurbæ I. Ágreiningur hefurhins vegar verið uppi um eignarétt afsalsgjafa og hafa þeir staðið í málaferlumvegna þessa. Af þessum sökum taka afsalsgjafar fram að þeir munu fylgja eftirviðurkenningu á eignarétti sínum að umræddu landi fyrir dómstólum og beraábyrgð á kostnaði vegna þess. Fáist eignaréttur þeirra viðurkenndur fyrirdómstólum fylgir heiðalandið með í afsali þessu til afsalshafa, eins og annaðland og mannvirki jarðarinnar. Yfirfærsla á eignarétti afsalsgjafa aðheiðalandinu til afsalshafa miðast þá við dagsetningu dóms héraðsdóms eða eftiratvikum Hæstaréttar Íslands, þar sem eignaréttur þeirra er viðurkenndur.“ Þá er5. töluliður afsalsins sem ber fyrirsögnina „Afhending“ svohljóðandi: „Afhendingá eigninni með fyrrgreindum fyrirvara varðandi heiðalandið miðast viðundirritun afsals þessa.“Guðmundur Birgisson og SteinunnTómasdóttir afsöluðu eignarhlutum sínum í jörðinni Litla-Saurbæ I tilLandgerðis ehf. með afsölum 3. og 6. apríl 2005. Stefndi Landsbankinn hf.keypti landið á nauðungarsölu og fékk því afsalað 7. nóvember 2014. Með kaupsamningi 11. apríl 2017 seldi stefndijörðina til Tálkna ehf. Áfrýjandi hefur með vísan til 1. mgr. 23. gr. laga nr.91/1991 um meðferð einkamála kosið að beina málinu áfram að stefndaLandsbankanum hf.IILandspilda sú sem krafa áfrýjandabeinist að er löng og mjó og liggur að mestu vestan Suðurlandsvegar þar semhann liggur niður Kamba. Norðurendi hennar nær að útsýnisplani neðan viðKambabrún en suðurendi að þjóðvegi þeim sem liggur frá hringtorgi viðHveragerði áleiðis í Selvog. Samkvæmt uppdrætti Landforms er spildan 77,4hektarar að stærð. Vegur sá sem liggur niður í bæjarþorpið og víða kemur viðsögu í skjölum málsins liggur til suðurs skáhallt frá fyrrnefndum þjóðvegi ogað bæjarhúsunum.Stefndi reisir sýknukröfu sína ífyrsta lagi á aðildarskorti áfrýjanda. Eins og að framan er rakið eignaðistSverrir Jónsson með afsölum frá föður sínum á árunum 1953 og 1957 tiltekinréttindi til eignarhalds og nýtingar á landinu í heiðinni fyrir ofan Litla-Saurbæ.Hvenær hann hefur fengið full eignarráð yfir landinu er ekki með öllu ljóst enþað var í síðasta lagi þegar systkini hans lýstu því yfir 3. nóvember 1998 aðland þetta væri ásamt öllum gögnum og gæðum eign hans. Með afsali 1988 gafSverrir Jónsson bróður sínum Kristjáni helming jarðarinnar Litla-Saurbæjar IIog með viðauka við það afsal 17. mars 1999 tók hann fram að láðst hefði að getaþess að með hafi fylgt helmingur af eignarhluta sínum í Litla-Saurbæ I. Áfrýjandi byggir rétt sinn á afsali 7. október2004 en með því afsöluðu bræðurnir Kristján og Sverrir Jónssynir Litla SaurbæII til hans, en bræðurnir eru nú báðir látnir. Er efni fyrirvara í 2. töluliðafsalsins varðandi heiðalandið rakið hér að framan sem og efni 5. töluliðarþess varðandi afhendingu. Af orðalagi afsalsins er ljóst að það land sembræðurnir töldu sig eiga á Hellisheiði skyldi fylgja með í afsalinu og ekkihafi verið ætlunin að gefa þyrfti út sérstakt afsal fyrir heiðalandinu hefðubræðurnir betur í málaferlum um landið. Fyrirvarinn snýr fyrst og fremst aðafhendingu þessa hluta hins afsalaða lands. Eignaréttur að heiðalandinu var þvísamkvæmt afsalinu ekki háður skilyrðum, sbr. 21. gr. þinglýsingarlaga nr.39/1978. Verður því hafnað þeirri málsástæðu stefnda að sýkna beri hann vegnaaðildarskorts áfrýjanda.Eins og að framan er rakið afsöluðubörn Jóns Helgasonar hluta af jörðinni Litla-Saurbæ I til Kristins Sigurðssonar27. september 1986. Er það alveg skýrlega orðað í afsalinu að einungis séafsalað þeim hluta jarðarinnar sem er neðan við veginn sem liggur niður íbæjarþorpið og jafnframt skilmerkilega tekið fram að landið ofan áðurnefndsvegar fylgi ekki með í kaupunum. Kristinn öðlaðist því engin eignaréttindi tillands ofan við margnefndan veg. Þar sem hann gat ekki ráðstafað víðtækari réttien hann átti sjálfur gat hann ekki framselt eða afsalað neinum réttindum ofanvegar. Í afsali Kristins til AðalsteinsKarlssonar og Guðmundar Birgissonar 20. nóvember 1987 er tekið fram að ekkifylgi með í kaupunum land Litla-Saurbæjar II ofan við nefndan veg, um 20hektarar. Er nærtækt að draga af þessu orðalagi þá ályktun að annað land ofanvegar hafi átt að fylgja með í kaupunum. Kristinn var samkvæmt framansögðu ekkibær til að ráðstafa því landi og þar af leiðir að engin eignaréttindi sköpuðstyfir því til handa Aðalsteini og Guðmundi. Hið sama gildir um þá sem leiða réttsinn frá þeim. Samkvæmt því standa eignaréttindi stefnda yfir Litla-Saurbæ I ekkií vegi fyrir því að fallist yrði á kröfu áfrýjanda. Í þeim efnum er á hinnbóginn til þess að líta að með afsali systkinanna níu til Kristins Sigurðssonar27. september 1986 var landi jarðarinnar Litla-Saurbæjar I skipt. Samkvæmt 3. mgr.12. gr. þágildandi jarðalaga nr. 65/1976 þurfti til að skipta landi jarðarsamþykki jarðanefnda og sveitastjórna og staðfestingu landbúnaðarráðuneytisins aðfenginni umsögn Búnaðarfélags Íslands, sbr nú ákvæði 13. gr. jarðalaga nr.81/2004. Af afsalinu sést að Jarðanefnd Árnessýslu hafði samþykkt söluna ogsveitarfélagið fallið frá forkaupsrétti en að öðru leyti verður ekki séð aðgætt hafi verið fyrrgreindra ákvæða jarðalaga við landskiptin. Yrði fallist ákröfugerð áfrýjanda um að viðurkenndur verði eignaréttur hans á afmarkaðrispildu úr landi Litla-Saurbæjar I fælist í því fyrirvaralaus viðurkenning áskiptingu jarðarinnar og stofnun sérstakrar fasteignar í eigu áfrýjanda án þessað gætt væri framangreindra fyrirmæla jarðalaga. Stendur 2. gr.stjórnarskrárinnar því í vegi að unnt sé að fella efnisdóm á kröfuna í þessuhorfi, sbr. einnig 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar19. maí 2016 í máli nr. 327/2016. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinuaf sjálfsdáðum frá héraðsdómi. Eftir atvikum er rétt að hvor aðila beri sinnkostnað af málinu á báðum dómstigum.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Málskostnaður í héraði og fyrirHæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Suðurlands 18.janúar 2017.Mál þetta, sem tekið var til dóms að lokinni aðalmeðferð þann24. nóvember 2016, er höfðað með stefnu birtri 21. janúar 2016. Stefnandi er Birkir Kristjánsson, kt. [...], Hólatúni 15,Akureyri.Stefndi er Landsbankinn hf., kt. [...], Austurstræti 11,Reykjavík. Fyrirsvarsmaður stefnda er Tryggvi Pálsson, kt. [...], Kjartansgötu8, Reykjavík.Dómkröfur stefnanda eru:Að viðurkenndur verði með dómi eignarréttur hans að spildu úrlandi Litla-Saurbæjar I í Ölfusi, sem auðkennd er á meðfylgjandi uppdrætti ádskj. nr. 3, þannig hnitmerkt: Frá punkti nr. 1 (x-hnit 392120.34, y-hnit389083.28) að punkti nr. 2 (x-hnit 391968.05, y-hnit 388953.48), frá þeimpunkti að punkti nr. 3 (x-hnit 391677.89, y-hnit 389552.60), frá þeim punkti aðpunkti nr. 4 (x-hnit 391547.03, y-hnit 389489.23), frá þeim punkti að punktinr. 5 (x-hnit 390968.72, y-hnit 390683.42), frá þeim punkti að punkti nr. 6(x-hnit 390620.43, y-hnit 391403.35), frá þeim punkti að punkti nr. 7 (x-hnit390747.01, y-hnit 391629.24), frá þeim punkti að punkti nr. 8 (x-hnit390703.30, y-hnit 391958.00), frá þeim punkti að punkti nr. 9 (x-hnit391190.65, y-hnit 390837.75), frá þeim punkti að punkti nr. 1 (x-hnit392120.34, y-hnit 389083.28).Að dómurinn ákveði með úrskurði að stefnu þessari megiþinglýsa á fasteignina Litla-Saurbæ I í Ölfusi, landnr. 171771.Í báðum tilvikum er þess krafist að stefndi verði dæmdur tilað greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðumálskostnaðaryfirliti eða að mati dómsins, auk virðisaukaskatts ámálflutningsþóknun.Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda ogmálskostnaðar.Fyrir uppkvaðningu dóms var gætt 1. mgr. 115. gr. laga nr.91/1991.Með úrskurði dómsins 17. október 2016 var stefnanda heimilaðað láta þinglýsa stefnu þessa máls á fasteignina Litla-Saurbæ I í Ölfusi,landnr. 171771. Verður ekki fjallað frekar um það hér.MálavextirSamkvæmt framlögðum veðbókarvottorðum er stefnandi eigandiLitla-Saurbæjar í Ölfusi, landnúmer 171770, en stefndi er eigandiLitla-Saurbæjar 1 í Ölfusi, landnúmer 171771. Á veðbókarvottorði umLitla-Saurbæ 1 er einskis getið um réttindi annarra en stefnda, að frátöldumkvöðum um lagningu línu yfir land jarðarinnar. Þá er getið yfirlýsingar, dags.25. júlí 2005, en ekkert liggur fyrir um efni hennar og hefur hún ekki veriðlögð fram. Samkvæmt korti Landforms, sem stefnandi lagði fram, er hinumþrætta landspilda öll ofan þess vegar sem liggur frá hringtorgi á þjóðvegi 1við Hveragerði og niður í Ölfusið, en jafnframt er þá landspildan öll ofan viðþann veg sem liggur frá síðast nefndum vegi niður í bæjaþorpið sem er þarskammt undan. Samkvæmt kortinu liggur spildan í átt að og upp í Kamba í námundavið svonefnt Drottningarplan.Saurbær var upphaflega eitt býli en árið 1850 varð til býlið Litli-Saurbær.Með afsali, dagsettu 29. maí 1936, eignaðist Jón Helgason,afi stefnanda Birkis, jörðina Litla-Saurbæ með öllu sem eigninni fylgdi ogfylgja bar, en Jón bjó að Litla-Saurbæ til ársins 1960 er hann hætti búskap.Hinn 19. apríl 1942 skipaði sýslumaðurinn íÁrnessýslu oddamann við landskipti milli Stóra-Saurbæjar ogLitla-Saurbæjar. Fóru landskipti fram 24. apríl 1942. Tóku landskiptin tilbeitarlands jarðarinnar að þverlínu sem sögð er skilja að heimalönd ogafréttarlöndÞann 26. ágúst 1953 afsalaði Jón 17,4 hektara spildu úrjörðinni, annars vegar 7,4 hektara spildu neðan bæjarins og hins vegar 10hektara spildu í heiðinni ofan bæjar, til sonar síns Sverris Jónssonar,föðurbróður stefnanda. Í afsalinu voru landamerki spildunnar neðan bæjar afmörkuðen 10 hektara spildan í heiðinni fyrir ofan bæinn átti að mælast út síðar ogsagði í afsalinu að spildunni hafi ekki verið skipt út úr jörðinni ennþá enyrði gert með samkomulagi þeirra í milli. Þá fékk Sverrir jafnframt afnot aföllu beitilandi jarðarinnar eftir þörfum.Með afsali, dags. 14. september 1953, seldi Jón Helgasonsamtals 20 hektara land til sonar síns Sverris Jónssonar. Nánar tiltekið var umað ræða spildu „sunnan og vestan bæjar“ og spildu úr „heiðinni ofan bæjar“.Fyrri spildan var afmörkuð í afsalinu en tekið fram að 10 hektara spildan úrheiðinni hefði ekki verið skipt út en það yrði gert síðar ásamt fyrrgreindrispildu, sem Jón hafði áður afsalað Sverri samkvæmt afsalinu frá 26. ágúst samaár.Sverrir Jónsson stofnaði nýbýli í landi Litla-Saurbæjar ogmeð leyfisbréfi Menntamálaráðherra, dagsettu 3. desember 1953, fékk hann leyfitil að taka upp nafnið Litli-Saurbær II á nýbýlinu, sem hann hafði reist.Af hálfu stefnanda hefur verð lagt fram afsal frá 24. október1957 sem er afsal Jóns Helgasonar til Sverris sonar síns fyrir tilteknu landiLitla-Saurbæjar. Þá segir að með fylgi 1/3 í óskiptu beitarlandi. Afsali þessuvar aldrei þinglýst, en það var undirritað af Jóni og vottað af tveimurvitundarvottum. Stefnandi byggir á því að Jón Helgason hafi árið 1965 afhentsyni sínum Sverri til eignar allt það heiðarland sem sá síðarnefndi hafði þáþegar ekki fengið afhent. Um hafi verið að ræða óformlegan gerning, en gengiðhafi verið út frá því af hálfu allra sem til þekktu, þ. á m. systkina Sverris,að hann væri þar með eigandi alls heiðarlandsins. Jón Helgason afsalaði því sem eftir var af jörðinniLitla-Saurbæ til barna sinna með afsali, dagsettu 30. júní 1975. Meðalafsalshafanna var nefndur Sverrir Jónsson. Í því afsali var ekki getið fyrrgreindraafsalsgerninga.Með kauptilboði, dagsettu 21. ágúst 1985, gerði KristinnSigurðsson bindandi tilboð í ákveðinn hluta af landi jarðarinnar Litla-SaurbæI. Í tilboðinu segir orðrétt: „Þaðer í þann hluta jarðarinnar sem er neðan við veginn sem liggur niður íbæjarþorpið, ásamt öllum byggingum á því landi, ræktun, girðingum svo og öllumgögnum og gæðum er þeim hluta jarðarinnar fylgir og fylgja ber. (Landið ofanvið áðurnefndan veg ásamt fjárhúsi og hlöðu, í því landi, fylgi ekki með íkaupunum).“Sverrir Jónsson, ásamt systkinum sínum, Ingilaugu, Hólmfríði,Helgu, Unni, Önnu, Lilju, Kristjáni og Fanneyju, afsöluðu síðan KristniSigurðssyni þessum hluta jarðarinnar, eins og honum er lýst hér að framan, þann27. september 1986, þ.e.: „þeimhluta jarðarinnar sem er neðan við veginn sem liggur niður í bæjarþorpið ásamtöllum byggingum á því landi, ræktun, girðingum svo og öllum gögnum og gæðum erlögbýlinu Litla Saurbæ I fylgir og fylgja ber (landið ofan við áðurnefndan veg,ásamt fjárhúsi og hlöðu í því landi fylgja ekki með í kaupunum).“ Í afsalinu var tekið fram að 17,44 hektarar hins selda, innanfyrrgreindra marka, sem tilheyrðu Litla Saurbæ II fylgdu með í kaupunum og aðþinglýstur eigandi þeirrar jarðar, Sverrir Jónsson, afsalaði Kristni Sigurðssyniþessu landi einnig. Með yfirlýsingu, dagsettri 27. október 1986, skuldbundusystkini Sverris Jónssonar sig til þess að afhenda honum til fullrar eignar17.4 hektara úr sameiginlegu landi þeirra úr jörðinni Litla-Saurbæ I, er liggiofan vegar, sem liggi niður í bæjarþorpið og er þess getið að afhending þesslands sé endurgjald vegna 17.4 hektara sem tilheyrt hafi Litla-Saurbæ II enfylgt hafi með í sölunni til Kristins Sigurðssonar.Með afsali, dagsettu 20. nóvember 1987, seldi KristinnSigurðsson þeim Guðmundi Birgissyni og Aðalsteini Karlssyni jörðinaLitla-Saurbæ I, en Aðalsteinn afsalaði síðar sínum eignarhluta til eiginkonusinnar, Steinunnar Tómasdóttur. Í nefndu afsali segir m.a. að um sé að ræðajörðina: „[…]Litla-Saurbæ I í Ölfushreppi, Árnessýslu, eignarjörð seljanda, ásamt öllumbyggingum í landi jarðarinnar, ræktun, girðingum, svo og öllum gögnum og gæðumer lögbýlinu Litla-Saurbæ I fylgja og fylgja ber. Með jörðinni teljast um 17.44ha. lands neðan við veginn sem liggur niður í bæjarþorpið, er tilheyrðuLitla-Saurbæ II áður en seljandi eignaðist hana. Land Litla-Saurbæjar II ofanvið nefndan veg, um 20 ha. ásamt fjárhúsi og hlöðu í því landi fylgir ekki meðí kaupunum.“Með afsali, dagsettu 15. desember 1988, gaf Sverrir Jónssonog afsalaði til bróður síns, Kristjáns Jónssonar, helming jarðarinnarLitli-Saurbær II ásamt mannvirkjum öllum á jörðinni að hálfu. Kom fram aðKristjáni væri vel kunnugt um stærð landsins og ástand þess. Stefnandi kveðurað í afsalinu hafi láðst að geta þess að Sverrir hefði jafnframt afsalað tilKristjáns helmingi af eignarhluta hans í Litla-Saurbæ I. Úr þessu hafi veriðbætt með viðauka við ofangreint afsal, dagsettum 17. mars 1999, en þar segir„Viðauki við afsal“ og sagt að í afsali Sverris til Kristjáns bróður hans frá17. mars 1999 hefði láðst að geta þess að með í kaupunum fylgdi jafnframthelmingur af eignarhluta Sverris í Litla-Saurbæ I sem til stæði að „sameinalandi Litla Saurbæjar II“.Með kaupsamningi, dags. 8. janúar 1999, afsöluðu þáverandieigendur Litla Saurbæjar I, til Orkuveitu Reykjavíkur eignarhluta jarðarinnar íóskiptu landi Stóra-Saurbæjar „ofan fjalls, ásamt öllu sem fylgir og fylgjaber“. Í kaupsamningnum var meðal annars vísað til landamerkjabréfs Saurbæjarfrá 1890, landskipta á beitilandi Stóra- og Litla-Saurbæjar frá árinu 1942 ogafsals fyrir Litla-Saurbæ I frá árinu 1987.Afsal var gefið út 21. apríl 1999. Kom fram í afsalinu að um væri aðræða ½ hlut í landi sem samtals væri 395 hektarar að stærð. Afsal fyrireignarhlutnum var gefið út 21. apríl 1999. Sama dag gáfu eigendurStóra-Saurbæjar út afsal til Orkuveitu Reykjavíkur fyrir eignarhluta þeirrajarðar í „óskiptu landi með Litla-Saurbæ I ofan fjalls, ásamt öllu sem fylgirog fylgja ber“.Með yfirlýsingu, dagsettri 3. nóvember 1998, lýstu systkiniSverris Jónssonar því yfir að við sölu á jörðinni Litla-Saurbæ I til KristinsSigurðssonar hefði heiðarland jarðarinnar ekki fylgt með þar sem Sverrir hefðifyrir löngu fengið landið til eignar en farist hefði fyrir að afsala því tilhans með formlegum hætti. Lýstu þau því yfir að land þetta væri með öllumgögnum og gæðum eign eiganda Litla-Saurbæjar II, Sverris Jónssonar, sem boriðhefði af því skatta og skyldur frá því að hann hefði tekið við því árið 1965.Yfirlýsingu þessari var ekki þinglýst.Þegar Sverrir og Kristján Jónssynir fréttu af fyrirhuguðumkaupum Orkuveitunnar á Litla-Saurbæ I ritaði þáverandi lögmaður þeirra bræðrabréf til Orkuveitunnar og upplýsti um þá afstöðu þeirra að heiðarlandjarðarinnar hefði ekki fylgt með við sölu Litla-Saurbæjar I til KristinsSigurðssonar á sínum tíma. Var óskað eftir því að Sverrir og Kristján fengju aðtaka þátt í þeim samningaviðræðum, sem þá stóðu yfir. Lögmaður Sverris ogKristjáns sendi ítrekunarbréf þann 26. janúar 1999, 9. febrúar 1999 og 17. mars1999, þar sem þess var m.a. krafist að andvirði landsins yrði ekki greittheldur yrði það lagt inn á sérstakan reikning og varðveitt þar til búið væri aðleysa úr þessum ágreiningi. Með bréfi borgarlögmanns, dagsettu 25. mars 1999,var upplýst að kaupsamningur hefði verið undirritaður 8. janúar 1999 en aðæskilegt væri að úr þessum ágreiningi yrði skorið sem fyrst og að haft yrðisamband áður en kaupverðið yrði greitt.Guðmundur Birgisson og Steinunn Tómasdóttir ásamt eigendumStóra-Saurbæjar, gerðu með sér landskiptagerð 8. janúar 1999, sem var árituð afsveitarstjórn Ölfuss og Jarðanefnd Árnessýslu. Með landskiptagerðinni var þeimeignarhluta jarðanna Litla-Saurbæjar I og Stóra-Saurbæjar, sem voru ofan fjallsskipt út úr landi jarðanna. Orkuveita Reykjavíkur keypti hluta jarðarinnarLitla-Saurbæjar I og Stóra Saurbæjar auk nokkurra annarra jarða á Hellisheiði.Var gerður kaupsamningur þar um 8. janúar 1999 og afsöl undirrituð 21. aprílsama ár líkt og áður greinir.Sverrir og Kristján höfðuðu eignardómsmál til viðurkenningará eignarétti sínum með stefnu 15. september 1999 en málinu var vísað frá meðdómi Hæstaréttar Íslands frá 6. október 2000, sbr. mál réttarins nr. 372/2000,á þeim grundvelli að ekki hefðu verið skilyrði til að reka málið sem eignardómsmál.Sverrir og Kristján höfðuðu mál að nýju en með úrskurði 22. desember 2000 varmálið fellt niður. Nýtt mál var þingfest 19. júní 2002 en því var vísað fráhéraðsdómi vegna vanreifunar og var sú niðurstaða staðfest í dómi HæstaréttarÍslands frá 1. september 2003, sbr. mál réttarins nr. 258/2003.Hinn 7. október 2004 gáfu bræðurnir Sverrir Jónsson ogKristján Jónsson út afsal til Birkis Kristjánssonar fyrir eigninni„Litla-Saurbæ, landnr. 171770“. Segir í afsalinu að afsalsgjafar telji sigeinnig eiga land á Hellisheiði „sem var hluti af Litla-Saurbæ“. Tekið er fram að afsalsgjafar muni fylgjaeftir viðurkenningu á eignarrétti sínum að umræddu landi fyrir dómstólum. Svosegir:„Yfirfærslaá eignarétti afsalgjafa að heiðalandinu til afsalsgjafa miðast þá viðdagsetningu dóms héraðsdóms eða eftir atvikum Hæstaréttar Íslands, þar semeignaréttur þeirra er viðurkenndur.“ Sverrir og Kristján eru nú báðir látnir.Með afsali, dagsettu 3. apríl 2005, afsalaði Guðmundur A.Birgisson eignarhluta sínum í jörðinni Litla Saurbæ I, landnr. 171771, ásamtöllu því sem eigninni fylgdi og fylgja bar, til Landgerðis ehf. Með afsali,dagsettu 6. apríl 2005, afsalaði Steinunn Tómasdóttir jafnframt sínumeignarhluta í jörðinni Litla-Saurbæ I, landnr. 171771, ásamt öllu því semeigninni fylgdi og fylgja bar til Landgerðis ehf. Stefndi Landsbankinn keyptisvo umrætt land á nauðungarsölu 20. maí 2014 og fékk það í kjölfarið afsalaðsér 7. nóvember 2014.Fram hefur verið lögð yfirlýsing Unu Runólfsdóttur, ekkjuKristjáns Jónssonar, sem situr í óskiptu búi eftir hann, og Hörpu, Gígju, HelguGuðnýjar og Margrétar dætra Kristjáns, dags. 24. júlí 2016, þar sem segir aðstefnandi, sem er bróðir og sonur þeirra sem gefa yfirlýsingarnar, sé einn bærtil að sækja öll þau réttindi sem hann hafi fengið afsöluð sér frá Kristjánimeð afsali 7. október 2004. Staðfesta þær að hvorki dánarbúið, né þau sem teljitil arfs eftir Kristján heitinn, líti svo á að um sé að ræða réttindi semtilheyri dánarbúinu eða að dánarbúið sé með nokkrum hætti bært til að sækjaþau. Séu þetta réttindi stefnanda ef þau fáist viðurkennd.Þá hefur verið lagt fram afrit af erfðafjárskýrslu SverrisJónssonar heitins, dags. 7. september 2007, þar sem segir að samkvæmt erfðaskráerfi Kristbjörg Lilja Jónsdóttir fasteign hins látna ásamt innbúi ogbankainnistæðum. Svo segir að hinn látni, þ.e. Sverrir Jónsson, hafi talið sigeiga land á Hellisheiði, sem hafi verið hluti af Litla-Saurbæ 1. Ágreiningurhafi verið uppi um eignarrétt hans og hafi hann, ásamt bróður sínum KristjániJónssyni, staðið í málaferlum vegna þess. Hinn látni hafi afsalað jörðinni tilstefnanda með afsali þinglýstu 8. október 2004. Hafi þar verið tekið fram aðhinn látni myndi fylgja ágreiningsmálinu eftir fyrir dómstólum og efeignarréttur hans yrði viðurkenndur myndi heiðalandið fylgja með í greinduafsali og yfirfærslan þá miðast við dagsetningu héraðsdóms og eftir atvikumHæstaréttar, þar sem eignarrétturinn yrði viðurkenndur. Þessi réttindi, sem ídag séu umdeild, tilheyri því stefnanda skv. greindu afsali og komi því ekkitil skipta. Eini erfingi búsins sé því nefnd Kristbjörg.Af hálfu stefnanda er jafnframt vísað til þess í lýsingumálavaxta að í byrjun árs 1990 hafi Sverrir Jónsson haft samband viðlandbúnaðarráðuneytið, þar sem hann hafi ekki fengið greiðslu fyrirsauðfjárinnlegg haustin 1988 og 1989. Hafi þá komið í ljós að fullvirðisréttijarðarinnar Litla-Saurbæjar I hafi verið ráðstafað með leigusamningi tilFramleiðnisjóðs landbúnaðarins hinn 4. mars 1988 af hálfu Guðmundar Birgissonarog Aðalsteins Karlssonar. Landbúnaðarráðuneytið ritaði bréf til Framleiðsluráðslandbúnaðarins 1. ágúst 1990, þar sem ráðuneytið fór yfir kauptilboð ogkaupsamning Guðmundar og Aðalsteins og taldi að þar sem tiltekinn hlutijarðarinnar hefði verið seldur og undanskilinn m.a. fjárhús og hlaða, værivandséð hvernig kaupendur hefðu mátt ætla eða getað vænst þess að eyðijörðfylgdi nýtanlegur fullvirðisréttur til sauðfjárframleiðslu, sérstaklega þegarekkert væri tekið fram um að jörðinni fylgdi fullvirðisréttur. Taldi ráðuneytiðí öllu falli að það myndi leiða til ótækrar niðurstöðu að ónákvæm skráningFramleiðsluráðs landbúnaðarins gæti leitt til þess að Framleiðnisjóðurlandbúnaðarins taki fullvirðisrétt á leigu af nýjum eigendum Litla-Saurbæjar I,aðilum sem hafi aldrei nýtt umræddan framleiðslurétt með afurðainnleggi, né áttnokkurn þátt í að hann myndaðist. Taldi ráðuneytið einsýnt að Framleiðsluráðibæri þegar í stað að leiðrétta skráningu fullvirðisréttarins, þannig að jörðinLitli-Saurbær II héldi þeim fullvirðisrétti sem jörðinni bæri samkvæmtreglugerðum þar að lútandi.Framleiðsluráð hafi túlkað bréf ráðuneytisins þannig aðfullvirðisrétturinn væri ekki bundinn vegna leigusamnings, sem gerður hafiverið við Framleiðnisjóð landbúnaðarins, og skráð því réttinn frjálsan tilafnota á ný.Þá vísar stefnandi til þess í málavaxtalýsingu sinni aðGuðmundur Birgisson og Steinunn Tómasdóttir beindu kvörtun til UmboðsmannsAlþingis 12. mars 1993 vegna þeirrar ákvörðunar Framkvæmdanefndarbúvörusamninga að synja um kaup á fullvirðisrétti Litla-Saurbæjar I og þeirrarákvörðunar landbúnaðarráðuneytisins að staðfesta þá synjun. Í áliti umboðsmannsfrá 13. mars 1995 í máli nr. 788/1993 eru rakin samskipti aðila við viðkomandistjórnvöld og að landbúnaðarráðuneytið hafi talið að hinn umdeildifullvirðisréttur, sem var 111,2 ærgildi, hafi myndast vegna framleiðslu áLitla-Saurbæ II og bæri því að vera skráður þar í fullvirðisréttarskrá enónákvæm skráning fullvirðisréttarins gæti ekki veitt eigendum Litla-Saurbæjar Iþessi réttindi. Gerði umboðsmaður jafnframt athugasemdir við málsmeðferðlandbúnaðar-ráðuneytisins, þar sem það hafði ekki gætt þess að gefa eigendumLitla-Saurbæjar I kost á að tjá sig áður en ákvörðun þess hefði verið tekin.Þá vísar stefnandi jafnframt í málavaxtalýsingu sinni tilþess að með bréfi, dagsettu 27. október 2003, hafi Óbyggðanefnd tilkynntfjármálaráðherra að hún hygðist taka til meðferðar, samkvæmt ákvæðum laga umþjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétti nr. 58/1998,landsvæði sem tæki yfir sveitarfélög í Gullbringu- og Kjósarsýslum, auk þesshluta Árnessýslu sem ekki hefði enn verið tekin afstaða til. Í ljósi þessa hafiSverrir og Kristján tekið þá ákvörðun að bíða með að leita réttar síns þar tilÓbyggðanefnd og eftir atvikum dómstólar, hefðu komist að niðurstöðu um mörkeignarlanda og þjóðlendna á svæðinu. Óbyggðanefnd skipti ofangreindu svæði ísex mál og var mál nr. 6/2004, um Ölfus, fyrst tekið fyrir á fundiÓbyggðanefndar 14. september 2004. Þann 31. maí 2006 kvað Óbyggðanefnd svo uppúrskurð sinn í nefndu máli. Var það niðurstaða nefndarinnar að landLitla-Saurbæjar á Hellisheiði væri þjóðlenda. Hins vegar var það niðurstaðanefndarinnar að sá afnotaréttur sem til staðar væri innan þjóðlendunnar,tilheyrði Sverri og Kristjáni Jónssonum.Með dómi Hæstaréttar Íslands 10. október 2013 í máli nr.617/2012 var áðurnefndur úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 að hlutatil felldur úr gildi. Var þannig viðurkennt að mörk eignarlanda gagnvartþjóðlendu, að því er Ölfusafrétt á Hellisheiði varðaði, væri um línu sem dreginværi úr eystra horni Reykjafells í rauðleitan melhnúk fyrir framanKýrgilshnúka. Af því leiði að það heiðarland Litla-Saurbæjar sem Orkuveitankeypti á árinu 1999 sé eignarland. Málsástæður og lagarök stefnandaStefnandi byggir kröfur sínar á því að hann eigi óskoraðaneignarrétt að umræddu landi og það hvorki hafi, né geti, tilheyrt stefnda.Vísar stefnandi einkum til eftirfarandi atriða því til stuðnings:. Afmörkun hins umþrætta lands.Stefnandi kveður að hin umþrætta landspilda sé og hafi veriðhluti af Litla-Saurbæ í Ölfusi. Aldrei hafi verið selt neitt land úr jörðinniofan vegarins í bæjarþorpið. Eina land Litla-Saurbæjar sem stefndi geti taliðtil eignarréttar yfir sé því land jarðarinnar neðan bæjarþorpsvegarins. Landjarðarinnar ofan Þorlákshafnarvegar hafi aldrei verið selt og sé það því eignstefnanda. Það hafi hins vegar ekki komið í veg fyrir að landið hafi gengiðkaupum og sölum milli aðila sem eigi ekkert tilkall til þess.Kveður stefnandi að hið umþrætta land nái frá merkjum hinsútskipta lands við Þjóðveg 1 þar sem hann beygir niður Kambana, sem hafi verið„selt“ Orkuveitu Reykjavíkur og niður að Þorlákshafnarvegi, allt eins og það sénánar afmarkað og hnitsett í dómkröfum. Land þetta hafi aldrei verið selt og séþví háð eignarrétti stefnanda. Hins vegar sé ekki deilt um að það landLitla-Saurbæjar sem liggi neðan vegarins í bæjarþorpið og neðan landsLitla-Saurbæjar II, sé í eigu stefnda. 2. Eignarhald stefnanda á hinu umþrætta landi.Árið 1965 hafi Sverrir Jónsson fengið afhent til eignar ogfullra afnota þann hluta heiðarlands Litla-Saurbæjar sem hann hafi ekki áðurfengið afsalað til sín með þremur afsalsgerningum frá föður sínum. Þetta hafiverið óformlegur gerningur, en gengið hafi verið út frá því af hálfu allra semtil þekktu, þ.á m. systkina Sverris, að hann væri þar með eigandi allsheiðarlandsins. Hafi verið talið óþarfi að geta þessa í afsalinu frá 30. júní1975, þar sem faðir Sverris hafi afsalað honum og systkinum hans eignarjörðsinni að undanskildu því landi, sem þá hafi verið í eigu Sverris. Vegna þessavísar stefnandi til yfirlýsingar frá systkinum Sverris, dags. 3. nóvember 1998,um að Sverrir hafi nýtt allt heiðarlandið sem beitarland vegna sauðfjárbúskapará Litla-Saurbæ II og að faðir hans hafi ekki nýtt það frá því að hann hættibúskap 1965. Þar sé jafnframt staðfest að Sverrir hafi fyrir löngu fengið þettaland til eignar en farist hefði fyrir að afsala því til hans með formlegumhætti. Hafi systkinin lýst því yfir að umrætt land væri eign Sverris, sem hefðiborið af því skatta og skyldur frá því að hann hafi tekið við því árið 1965.Hafi systkini Sverris staðfest með greindri yfirlýsingu aðSverrir hafi fengið umrætt land afhent til eignar frá föður þeirra, fyrst hlutaþess með þremur afsalsgerningum og síðan það sem eftir stóð með fyrrgreindumgerningi árið 1965. Sverrir Jónsson hafi því eignast heiðarlandið áður en komiðhafi til afsals frá föður hans til barna árið 1975. Verði hins vegar ekki taliðsannað að greindur gerningur milli Sverris og föður hans hafi farið fram 1965,þá sé a.m.k. ljóst að réttur verði byggður á yfirlýsingu systkina Sverris frá3. nóvember 1998, þar sem þau lýsi Sverri eiganda landsins. Hafi og verið tekiðsérstaklega fram í forsendum úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands frá 1. september2000, sem staðfestur hafi verið í áðurnefndu máli Hæstaréttar Íslands nr.372/2000, að ekki yrði annað ráðið af nefndri yfirlýsingu en að systkiniSverris hefðu með því talið sig afsala tilteknum réttindum til hans, þar á meðalþeim réttindum sem dómkröfur málsins hafi lotið að.Kveður stefnandi að faðir stefnanda, Kristján hafi svoeignast umrætt land til jafns við bróður sinn Sverri, með afsali frá desember1988, en þá hafi Sverrir afsalað til Kristjáns helmingi jarðarinnar Litla-SaurbæII. Í mars 1999 hafi verið gerður viðauki við afsalið, þar sem tekið hafi veriðfram að láðst hefði að geta þess að Sverrir hefði þá jafnframt afsalaðKristjáni helmingi af eignarhluta sínum í Litla-Saurbæ I.Samkvæmt framangreindu hafi Sverrir og Kristján Jónssynir þvíverið eigendur að umræddu landi í jöfnum eignarhlutföllum og þá einu eigendurþess. Með afsali 7. október 2004 hafi þeir hins vegar afsalað Litla-Saurbæ tilstefnanda, en samkvæmt afsalinu skyldi eignarréttur hins umþrætta lands fallahonum í skaut við uppkvaðningu dóms um viðurkenningu eignarréttarins. Eftirandlát þeirra bræðra sé stefnandi því einn bær til að sækja þau réttindi semdómkröfur máls þessa lúti að.3. Kristinn Sigurðsson hafi aldrei eignast land Saurbæjarofan vegar í bæjarþorpið. Stefnandi byggir áþví að Kristinn Sigurðsson hafi ekki eignast hið umþrætta land með afsali 27.september 1986. Kristinn Sigurðsson hafi gert bindandi kauptilboð þann 21.ágúst 1985 í ákveðinn hluta af landi jarðarinnar Litla-Saurbæ I en þar segiorðrétt:„Það er í þann hluta jarðarinnar semer neðan við veginn sem liggur niður í bæjarþorpið, ásamt öllum byggingum á þvílandi, ræktun, girðingum svo og öllum gögnum og gæðum er þeim hluta jarðarinnarfylgir og fylgja ber. (Landið ofan við áðurnefndan veg ásamt fjárhúsi og hlöðu,í því landi, fylgi ekki með í kaupunum).“Sverrir Jónsson, ásamt systkinum sínum, Ingilaugu, Hólmfríði,Helgu, Unni, Önnu, Lilju, Kristjáni og Fanneyju, hafi síðan afsalað KristniSigurðssyni þessum hluta jarðarinnar, eins og honum sé lýst hér að framan, meðafsalinu 27. september 1986, þ.e.: „þeim hluta jarðarinnar sem er neðanvið veginn sem liggur niður í bæjarþorpið ásamt öllum byggingum á því landi,ræktun, girðingum svo og öllum gögnum og gæðum er lögbýlinu Litla Saurbæ Ifylgir og fylgja ber (landið ofan við áðurnefndan veg, ásamt fjárhúsi og hlöðuí því landi fylgja ekki með í kaupunum).“Í afsalinu hafi verið tekið fram að 17,44 hektarar hinsselda, innan fyrrgreindra marka, sem tilheyri Litla Saurbæ II, fylgi með íkaupunum og að þinglýstur eigandi þeirrar jarðar, Sverrir Jónsson, afsaliKristni Sigurðssyni þessu landi einnig. Sé ljóst af orðalagi afsalsins, sem ogþví kauptilboði sem hafi legið til grundvallar afsalinu, að einungis hafi veriðseldur tilgreindur hluti jarðarinnar Litla Saurbæjar I, þ.e. landið neðan viðveginn niður í bæjarþorpið. Óumdeilt sé að umræddur vegur liggi fráÞorlákshafnarvegi og niður að húsunum á Saurbæ. Samkvæmt afsalinu hafi þvíverið verið að selja land fyrir neðanþann veg, ásamt öllum byggingum, en ekki land fyrir ofan veginn eins ogskýrlega sé tekið fram í afsalinu sjálfu. Það hafi því ekki tekið til neinsannars lands en þarna hafi verið skilgreint. Kveður stefnandi að tilvísun í afsalinu til “allra gagna oggæða” hafi verið bundin við þann hluta landsins sem afsalað hafi verið, eins ogfram komi í afsalinu sjálfu. Kristni Sigurðssyni hafi því aldrei verið afsalaðneinu öðru og meiru en fram komi í afsalinu og hafi það því ekki getað tekiðtil lands ofan umrædds vegar. Kristinn hafi því bara keypt þennan afmarkaðahluta af Litla-Saurbæ I neðan vegar og hluta af nánar skilgreindu landi, semhafi tilheyrt Litla-Saurbæ II, einnig neðan vegar. Hið umþrætta landsvæði semstefnandi geri kröfu um að eignaréttur sinn verði viðurkenndur að, hafi ekkiverið hluti af kaupunum og hafi þ.a.l. aldrei verið háð beinum eignarréttiKristins Sigurðssonar.4. Niðurstaða óbyggðanefndar.Stefnandi vekur sérstaka athygli á því að óbyggðanefnd hafikomist að sömu niðurstöðu í úrskurði sínum í máli nr. 6/2004, þ.e. að KristniSigurðssyni hafi aldrei verið seld nein réttindi ofan umrædds vegar. Vísarstefnandi til bls. 139 í úrskurði nefndarinnar þar sem segi:„Hinn 27. september 1986 var gefið útafsal fyrir jörðinni Litla Saurbæ I til Kristins Sigurðssonar. Með afsalinu varþó undanskilið land jarðarinnar ofan við veginn sem liggur niður í bæjarþorpiðeins og beinlínis er tekið fram í afsalinu. Að því gættu yfirfærðust enginréttindi yfir því landi með afsalinu og ekkert hefur komið fram sem rennirstoðum undir að Kristinn hafi með öðru móti öðlast réttindi yfir því landi. Ísamræmi við þá meginreglu eignarréttar að sá sem afsalar fasteignarréttindumgetur ekki ráðstafað víðtækari rétti en hann sjálfur á gat Kristinn ekkiafsalað fasteignarréttindum ofan vegarins.“Þásegi ennfremur:„Í afsali Kristins Sigurðssonar frá20. nóvember 1987 til Guðmundar Birgissonar og Aðalsteins Karlssonar var tekiðfram að ekki fylgdi með í kaupunum fyrrgreind 20 ha spilda ofan vegar semráðstafað hafði verið til Sverris Jónssonar. Af þessu er nærtækt að draga þáályktun að annað land ofan vegar hafi átt að fylgja með í kaupunum. Svo sem hérhefur verið rakið var Kristinn hins vegar ekki bær til að ráðstafa því landi ogþví yfirfærðust engin réttindi til þess lands með afsalinu. Af þeim sökum gátujafnframt rétthafar samkvæmt umræddu afsali ekki skipt út landi á þessu svæðiásamt eigendum Stóra Saurbæjar með landskiptagerð 8. janúar 1999 og síðan seltþað land til Orkuveitu Reykjavíkur með kaupsamningi sama dag. Með umræddumgerningum öðlaðist því Orkuveitan engan rétti til lands Litla Saurbæjar ofanfjalls.“Stefnandi kveðst taka undir þessa niðurstöðu óbyggðanefndarog forsendur hennar enda sé hún í samræmi við fyrirliggjandi gögn og það semstefnandi og þeir sem hann leiði rétt sinn frá, hafi alltaf haldið fram. Bendirstefnandi sérstaklega á að þessari niðurstöðu nefndarinnar hafi ekki veriðhnekkt enda hafi þetta atriði ekki verið til umfjöllunar í dómi HæstaréttarÍslands nr. 617/2012, þar sem einungis hafi verið tekin afstaða til þess hvortum þjóðlendur eða eignarlönd væri að ræða, en ekki hverjum einstaka landsvæðitilheyrði félli það í síðari flokkinn. 5. Vanheimild Kristins Sigurðssonar og viðsemjenda hans.Stefnandi kveður að eins og fram komi í niðurstöðuÓbyggðanefndar sé það meginregla í íslenskum rétti að sá sem afsalarfasteignaréttindum geti ekki ráðstafað víðtækari rétti en hann á sjálfur. Sé þáum svokallaða vanheimild að ræða sem lýsi sér í því að kaupandi öðlast ekkiumsamda réttarstöðu sökum þess að þriðji maður á ósamrýmanleg réttindi yfir þvísem seljandi hefur skuldbundið sig með samningi til að láta kaupanda í té. Sé íþeim efnum gerður greinarmunur á vanheimild að hluta, þ.e. þegar seljandi eigibeinan eignarrétt að hinu selda en aðrir eigi óbeinan eignarrétt að því sem séí ósamræmi við réttindi kaupanda og fullkominni vanheimild en þá eigi seljandiekki beinan eignarrétt að því sem hann selur kaupanda, heldur tilheyri sáeignarréttur þriðja manni. Þá kveður stefnandi að einnig sé tíðkanlegt að geragreinarmun á upprunalegri vanheimild, þ.e. þegar hinn ósamrýmanlegi rétturþriðja manns hafi verið fyrir hendi þegar kaupin fóru fram, og eftirfarandivanheimild, þ.e. þegar réttindi þriðja manns hafi stofnast síðar og gangiframar rétti kaupanda. Hér sé ljóst að vanheimild Kristins Sigurðarsonar hafiverið bæði fullkomin og upprunaleg.Vísar stefnandi til þess að reglur um vanheimild ífasteignakaupum sé nú að finna í 46. og 47. gr. laga um fasteignakaup nr.40/2002, en áður hafi ákvæði 59. gr. laga áðurgildandi kaupalaga nr. 39/1922verið beitt um vanheimildartilvik í fasteignakaupum með lögjöfnun. Eins og framkomi í tilvitnuðum ákvæðum laga nr. 40/2002 gildi ákvæði laganna um galla,eftir því sem við geti átt, þegar um vanheimild sé að ræða, en grandlauskaupandi geti þó alltaf krafist skaðabóta vegna tjóns sem leiði af fullkominnivanheimild. Líkt og ráðið verði af ofangreindum ákvæðum laga umfasteignakaup nr. 40/2002, sem og þeim reglum sem áður hafi verið taldar gildaum sambærileg tilvik, fjalli þau ekki sérstaklega um réttarstöðu þriðja manns,þ.e. þess aðila sem eigi þau réttindi sem vanheimildin lúti að. Komi það aðsjálfsögðu til sökum þess, þegar um fullkomna vanheimild er að ræða, að þá eigiþriðji maður þau réttindi sem um ræði og breyti engu þar um þótt aðrir „selji“þau án hans vitneskju eða samþykkis. Hinn svokallaði þriðji maður væri bæðifyrir og eftir slíka „sölu“ enn eigandi réttindanna. Hann ætti því ekki aðþurfa að aðhafast sérstaklega nema þá að fá réttindin viðurkennd með dómi efaðrir þverskallist við að viðurkenna þau. Byggir stefnandi á því að Kristinn Sigurðsson hafi aldreifengið afsalað því landi sem stefndi þykist nú eiga. Verði það skýrlega ráðiðaf afsali því sem legið hafi til grundvallar kaupum hans á því landi sem hannþó hafi keypt. Hið umþrætta landsvæði hafi því ekki verið hans að selja. Af þvíleiði að sjálfsögðu einnig að Kristinn hafi ekki heimild til að ráðstafa tilGuðmundar Birgissonar og Aðalsteins Karlssonar, síðar Steinunnar Tómasdóttur,hinu umþrætta landi. Hann hafi enga heimild haft til slíkrar ráðstöfunar og afþeim sökum hafi afsalsgerningar hans ekki haft í för með sér yfirfærslu áeignarheimild á landinu. Hafi enda verið til staðar vanheimild af hans hálfu.Þá gildi hið sama hér um ráðstöfun Guðmundar og Steinunnar til Landgerðis ehf.Þau hafi ekki getað afsalað til nefnds félags landi sem þau hafi átt. Af þessuleiði svo ennfremur að umrætt land sé ekki, og hafi aldrei verið, undirorpiðeignarrétti stefnda.Stefnandi kveður að með því að skoða veðbókarvottorð fyrirjörðina fyrir jörðina sem og hin þinglýstu gögn hafi síðari viðsemjendum máttvera ljóst hvaða réttindi og tilkall Kristinn ætti til landsins. Á þeim hafihvílt ríkar skyldur, sem og á stefnda, til að kanna þá eign sem hann hafi veriðað kaupa og þær eignarheimildir sem hafi legið henni að baki. Allt að einukveðst þó stefnandi leggja áherslu á að það hvort stefndi hafi framkvæmt slíkakönnun eða ekki, breyti engu um að það landsvæði sem um ræði sé og hafi alltafverið, í eigu stefnanda og fjölskyldu hans.Þá kveður stefnandi að hafa verði í huga að stefnandi, sem ogþeir sem stefnandi leiði rétt sinn frá, hafi frá upphafi mótmælt því að landsem stefndi hafi „keypt“ hafi nokkurn tímann verið selt undan jörð þeirra. Megit.d. í þeim efnum benda á bréf Þorsteins Júlíussonar, hrl., en sem fyrr segihafi hann annast skjalagerð við söluna til Kristins. Nefndur Þorsteinn hafim.a. ritað bréf til Sýslumannsins í Árnessýslu 19. janúar 1989 þar sem hannstaðfesti ofangreindan skilning. Stefnandi bendir einnig á að þegar Kristinnhafi afsalað þessum hluta jarðarinnar til Guðmundar Birgissonar og AðalsteinsKarlssonar 20. nóvember 1987 sé að vísu rætt um að land ofan við veginn niður íBæjarþorpið fylgi ekki með en einhverra hluta vegna sé það sagt vera 20hektarar. Líkt og Þorsteinn Júlíusson, hrl. hafi bent á í áðurnefndu bréfi sínusé þetta orðalag afsalsins furðulegt og mjög villandi, enda mætti álykta út fráþví að eitthvert annað land tilheyrandi Litla-Saurbæ I ofan vegar fylgdi með íkaupunum, en svo hafi ekki verið. Kveður stefnandi að óþarft hafi verið að fjalla um hiðundanskilda land Litla-Saurbæjar I í þessum gerningi Kristins, Guðmundar ogAðalsteins, enda sé venja þegar jarðir eru seldar, að skilgreina aðeins þaðland sem er selt en ekki það land sem ekki fylgir. Þá hafi mátt vera ljóst viðskoðun á veðbókarvottorði, sem hafi legið eða hafi átt að liggja frammi,hverjar eignarheimildir Kristins hafi verið. Hafi þá viðkomandi mátt vera ljóstað hann hafi ekki getað afsalað umræddu landi.6. Stefndi hafi aldrei eignast hið umþrætta land.Þar sem Kristinn Sigurðsson hafi ekki getað afsalaðmargumræddu landi ofan bæjarþorpsvegarins til Guðmundar og Aðalsteins, sé aðsjálfsögðu ljóst að Guðmundur og Steinunn Tómasdóttir, sem hafi fengið landinuafsalað frá Aðalsteini, hafi ekki getað skipt eignarhluta Litla Saurbæjar I íheiðarlandinu út úr landi jarðarinnar og afsalað því til Orkuveitunnar. Þá hafiþau heldur ekki getað afsalað þeim hluta Litla-Saurbæjar ofanÞorlákshafnarvegar og upp að mörkum þess lands sem þau hafi selt Orkuveitunni,til Landgerðis ehf. Þaðan af síður hafi stefndi getað leyst landið til sín frásíðastgreindu félagi.Samkvæmt framansögðu sé ljóst að stefnandi sé eigandi þesslands sem nánar greini í dómkröfukafla. Þrátt fyrir það hafi aðrir aðilar, ognú síðast stefndi, þóst fara með eignarhald á því og „ráðstafað“ með alls konargerningum sem enga skoðun standist. Allir slíkir gerningar, hvort heldur sem umer að ræða kaupsamninga, afsöl eða landskipti, séu að vettugi virðandi. Teljistefndi sig bera skarðan hlut frá borði vegna viðskipta sinna um umrætt land,verði hann að sækja rétt sinn til viðsemjenda sinna.7. Systkinin hafi ekki afsalað landinu til Kristins.Stefnandi tekur jafnframt fram að systkinin hefðu ekki getaðafsalað til Kristins því landi sem afi stefnanda hafi áður afsalað til Sverrismeð þremur afsalsgerningum og gefið honum það sem eftir var 1965. Við sölusystkinanna á hinum afmarkaða hluta af landi Litla-Saurbæjar I hafi ekkihvarflað að þeim að selja Kristni landið ofan vegar með þessum hlutajarðarinnar, enda hafi legið fyrir að það hafi tilheyrt Sverri. Land þetta hafiþví verið undanskilið við söluna enda hefði sala á því farið í bága við greindagerninga föður þeirra við Sverri. Systkinin hafi einfaldlega ekki haft heimildtil að ráðstafa landi Litla-Saurbæjar ofan vegar og þ.a.l. ekki gert það.Stefndi hafi því ekki öðlast neinn rétt til þessa lands, frekar en KristinnSigurðsson og viðsemjendur hans.8. Nýting og meðferð landsins staðfesti eignarrétt stefnanda.Þá styðji nýting og meðferð landsins ofangreinda túlkunkauptilboðsins frá 21. ágúst 1985 og afsalsins frá 27. september 1986. Ekkerthafi komið fram um að Kristinn Sigurðsson hafi talið sig hafa keypt hiðumþrætta land. Landið hafi verið nýtt af Sverri, allt frá því að faðir hanshafi hætt búskap að Litla-Saurbæ upp úr 1960. Þannig hafi allt heiðarlandjarðarinnar Litla-Saurbæ I tilheyrt Sverri frá árinu 1965 og verið nýtt afhonum. Engin breyting hafi orðið á þeirri nýtingu í september 1986 enda hafilandið ekki fylgt með í sölu á hinum afmarkaða hluta af Litla-Saurbæ I. Áðurnefndur Sverrir, og síðar faðir stefnanda með honum, hafialla tíð, bæði fyrir og eftir að landinu neðan við veginn niður í Bæjarþorpiðvar afsalað til Kristins Sigurðssonar, farið með annað land jarðarinnar semsína eign og nýtt það eftir því sem mögulegt hafi verið á hverjum tíma. Þeirhafi séð um fjallskil af landinu og alla smalamennsku. Jafnframt hafi þeirgreitt öll gjöld af landinu. Þá kveðst stefnandi vísa til þess sem fram hafikomið í bréfi frá Landbúnaðarráðuneytinu 1. ágúst 1990, þar sem staðfest hafiverið að fullvirðisréttur Litlu-Saurbæjarjarðanna tilheyrði Sverri Jónssyni.9. Hefðarsjónarmið.Stefnandi byggir rétt sinn einnig á því að Sverrir Jónssonhafi haft óslitið eignarhald á hinu umþrætta landi frá 1965 og nýtt það að ölluleyti eftir að faðir hans, Jón Helgason, hafi hætt búskap upp úr 1960. Sverrirog síðar faðir stefnanda með honum, hafi alla tíð, bæði fyrir og eftir að hlutaaf landinu neðan vegar hafi verið afsalað til Kristins, farið með það sem sínaeign og nýtt það eftir því sem mögulegt hafi verið á hverjum tíma. Stefnandibyggi því eignarrétt sinn ekki einungis á þeim eignarheimildum, sem áður hafiverið gerð grein fyrir, heldur einnig á því að hefð hafi verið fullnuð ímerkingu hefðarlaga nr. 46/1905. Stefnandi, sem og þeir sem hann leiði réttsinn frá, hafi litið á umrætt land ofan vegar sem sína eign og farið með semsitt frá ómunatíð. Því til stuðnings sé ótvíræð huglæg afstaða hefðanda og systkinaþeirra.Um lagarök fyrir kröfum sínum kveðst stefnandi vísa tilalmennra meginreglna eignarréttarins, þ.á m. um stofnun eignarréttar ogeignarráð fasteignareiganda. Þá vísar stefnandi til almennra meginreglnasamninga- og kröfuréttarins. Stefnandi vísar ennfremur til ákvæða hefðarlaganr. 46/1905, einkum 2., 3. og 6. gr. laganna. Þá vísar stefnandi til ákvæðalaga um fasteignakaup nr. 40/2002, einkum 46. og 47. gr. laganna, sem og tileldri kaupalaga nr. 39/1922, einkum 59. gr. Stefnandi vísar jafnframt tiljarðalaga nr. 65/1976, með síðari breytingum og til laga um meðferð einkamálanr. 91/1991. Um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun vísar stefnandi til lagaum virðisaukaskatt nr. 50/1988.Málsástæður og lagarök stefndaStefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda. Stefndi kveðst vera eigandi lögbýlisins Litla-Saurbæjar I enafmörkun jarðarinnar leiði af landamerkjabréfi Saurbæjar frá 1890 oglandskiptagerð frá 1942. Stefnandi [sic.] sé þannig eigandi að öllu landilögbýlisins nema því landi sem skýrlega og lögformlega hafi verið tekið undanjörðinni. Stoði því hvorki fyrir stefnanda að vísa til óformlegra ráðstafana néóþinglýstra gerninga til stuðnings því að hann sé eigandi þess lands semdómkrafa hans lýtur að. Vísar stefndi til þess að stefnandi berisönnunarbyrðina fyrir því að hann sé eigandi þess sem dómkrafa hans lýtur að.Að mati stefnanda [sic.] hafi sú sönnun ekki tekist og sé beinlínis í ósamræmivið fyrirliggjandi gögn málsins. Í fyrsta lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á aðildarskorti stefnanda.Óumdeilt sé að sá einn geti með réttu höfðað mál, sem sé rétthafi að þeimhagsmunum sem á að leita úrlausnar um. Samkvæmt stefnu leiði stefnandieignarréttartilkall sitt af afsali frá 7. nóvember 2014. Stefnan sé skýr umyfirfærslu eignarréttar að eigninni Litla-Saurbæ, landnúmer 171770 (LitliSaurbæ II). Öðru máli gegni um það landsvæði sem dómkrafa stefnanda lúti að.Skýrt komi fram í afsalinu að afsalsgjafar muni sjálfir láta reyna á rétt sinntil umrædds lands fyrir dómstólum. Þá sé sérstaklega tekið fram í afsalinu aðyfirfærsla á þeim meinta eignarrétti skuli ekki fara fram fyrr en að fenginniniðurstöðu dómstóla. Nánar tiltekið segi í afsalinu:„Yfirfærsla á eignarrétti afsalsgjafa að heiðalandinu tilafsalshafa miðast þá við dagsetningu dóms héraðsdóms eða eftir atvikumHæstaréttar Íslands, þar sem eignarréttur þeirra er viðurkenndur.“Í ljósi þess að yfirfærsla hins meinta eignarréttar hafi ekkiátt sér stað sé óútskýrt hvers vegna stefnandi telji sig bæran til að höfðadómsmál á hendur stefnda þvert á ákvæði afsalsins. Telur stefndi blasa við aðþað hafi einungis verið bræðurnir Sverrir og Kristján, og síðar dánarbú þeirra,sem á grundvelli afsalsins hafi getað látið reyna á meintan rétt til landsins.Engin gögn liggi fyrir í málinu um að sá réttur hafi verið framseldur tilstefnanda. Hvað sem hafi liðið rétti bræðranna til landsins verði því að sýknastefnda á grundvelli aðildarskorts stefnanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga ummeðferð einkamála nr. 91/1991.Í öðru lagi telur stefndi ljóst að það land sem stefnandigeri kröfu um í þessu máli hafi aldrei verið skilið frá landi Litla-SaurbæjarI. Sérstaklega mótmælir stefndi gildi óþinglýsts afsals frá 24. október 1957sem varði heiðarland Litla-Saurbæjar I. Tilvísun til þessa afsals sé án þýðingarog hafi ekkert gildi gagnvart grandlausum síðari eigendum jarðarinnar. Þaðan afsíður hafi þýðingu fyrir málið sú fullyrðing stefnanda að Jón Helgason hafiárið 1965 afhent Sverri syni sínum til eignar allt heiðarland Litla-Saurbæjar.Í ljósi atvika málsins að öðru leyti verði að telja umrædda staðhæfingu afarótrúverðuga. Stefndi telur svo umfangsmikil ráðstöfun á landi frá lögbýlinuLitla-Saurbæ hafði í öllu falli þurft að fara fram með samþykki þar til bærrayfirvalda. Jafnframt hefðu skiptin þurft að fara fram í samræmi við ákvæðilandskiptalaga nr. 46/1941 og gildandi jarðalög á hverjum tíma og nefnirstefndi t.a.m. 12. og 13. gr. jarðalaga nr. 65/1976.Stefndi byggir ennfremur á að óþinglesin yfirlýsing barnaJóns Helgasonar frá 3. nóvember 1998 hafi enga þýðingu fyrir eignarhaldheiðarlandsins. Á þeim tímapunkti hafi verið liðin 12 ár síðan systkinahópurinnhafi selt Kristni Sigurðssyni Litla-Saurbæ I ásamt „öllum gögnum og gæðum erlögbýlinu fylgja...“. Það veki hinsvegar athygli að í umræddri yfirlýsingu komi skýrt fram að það hafi faristfyrir að afsala með formlegum hætti umræddu heiðarlandi til Sverris bróðurþeirra. Af því leiði að mati stefnda, að umrætt land hafi enn verið hluti aflögbýlinu Litla-Saurbæ I þegar jörðin hafi komist í eigu Kristins Sigurðssonar.Í þriðja lagi vísar stefndi til þess að afsal Jóns Helgasonartil barna sinna frá 30. júní 1975 beri á engan hátt með sér að á þeimtímapunkti hafi verið búið að taka undan Litla-Saurbæ I allt heiðarlandjarðarinnar. Kveður stefndi að ef Sverrir Jónsson, einn afsalshafa, hefði áttstóran hlut jarðarinnar umfram systur sínar og bróður hefði augljóslega átt aðtaka það fram í afsalinu. Bendir stefndi í þessu samhengi á að dómkrafastefnanda taki til meira en 77 hektara landsvæðis. Fram til ársins 1999 hafijafnframt fylgt Litla-Saurbæ I 50% eignarhlutdeild í 395 hektara heiðarlandiþar fyrir ofan. Málatilbúnaður stefnanda gangi út á að þegar á árinu 1975 hafiverið búið að skerða jarðnæði Litla-Saurbæjar I með stórkostlegum hætti en enguað síður hafi Jón Helgason ekki séð ástæðu til þess að geta þess í afsali tilbarna sinna. Slíkur málatilbúnaður sé ekki trúverðugur. Telur stefndi aðafsalið bendi ótvírætt til þess að Jón Helgason hafi árið 1975 litið svo á aðþetta landsvæði tilheyrði enn Litla-Saurbæ I.Í fjórða lagi byggir stefndi á því að fyrirliggjandi afsalfyrir Litla-Saurbæ II frá 15. desember 1988 bendi ekki til þess að afsalsgjafitelji sig hafa átt allt heiðarland Litla-Saurbæjar I, sem eins og áður segi sémörg hundruð hektarar. Ekki sé minnst einu orði á heiðarlandið í afsalinu. Þaðsé ekki fyrr en 11 árum síðar að afsalsgjafi og afsalshafi hafi gert sérstakanviðauka við afsalið þar sem því sé haldið fram að með í kaupunum hafi átt aðfylgja meintur eignarréttur afsalsgjafa í jörðinni Litla-Saurbæ I. Í fimmta lagi vísar stefndi til þess að afsal barna JónsHelgasonar frá 27. september 1986 beri það ekki með sér að undanskilja hafi átthið gríðarstóra heiðarland jarðarinnar. Þvert á móti komi fram í afsalinu aðhið afsalaða séu öll gögn og gæði lögbýlisins. Í afsalinu sé þó tekið framinnan sviga að ekki fylgi með í kaupunum land ofan við veginn sem liggi íbæjarþorpið, ásamt fjárhúsi og hlöðu. Að mati stefnda hafi hér einungis veriðað skilja eftir óskilgreint land næst fjárhúsum. Kveður stefndi að eðli málsinssamkvæmt hefði það þurft að koma skýrt fram ef undanskilja hefði átt stærstanhluta af jarðnæði lögbýlisins. Landi sem aldrei hafi verið skipt fráLitla-Saurbæ I með formlegum hætti. Samhliða þessu vísar stefndi til afsals Kristins Sigurðssonartil Aðalsteins Karlssonar og Guðmundar Birgissonar frá 20. nóvember 1987. Þar komi fram að hiðundanskilda land ofan við veg sé einungis 20 hektarar ásamt fjárhúsi og hlöðu íþví landi. Í sjötta lagi byggir stefndi á því að eignarhald hans byggi áóslitinni röð afsala. Byggir stefndi á því að traustfangsreglurþinglýsingarlaga leiði til þess að þriðji maður megi treysta því aðheimildarskjöl, sem þinglýst hafi verið athugasemdalaust og staðfest af þar tilbærum aðilum, séu réttar og lögmætar eignarheimildir. Eignarhald stefndastyðjist jafnframt við réttarreglur um hefð enda hafi stefndi og þeir sem hannleiði rétt sinn frá farið með landið þannig að skilyrðum um eignarhefð séfullnægt.Í sjöunda lagi kveðst stefndi byggja á að umfjöllun í stefnuum fullvirðisrétt hafi enga þýðingu í máli þessu enda sé hér fjallað umgrunneignarréttindi jarðarinnar en ekki afleidd réttindi. Þá kveðst stefndivísa því á bug að umfjöllun óbyggðanefndar hafi þýðingu í þessu máli. Hlutverkóbyggðanefndar ráðist af lögum nr. 58/1998 en samkvæmt 7. gr. laganna sémeginhlutverk nefndarinnar að ákvarða mörk þjóðlendu og eignarlands. Ákvörðun áeignarhaldi lands utan þjóðlendna sé því nefndinni óviðkomandi. Um lagarök vísar stefndi til meginreglna eignarréttar,traustfangsreglna, þinglýsingarlaga nr. 39/1978, jarðalaga nr. 65/1976,jarðalaga nr. 81/2004, landskiptalaga nr. 46/1941, þjóðlendulaga nr. 58/1998 oghefðarlaga nr. 46/1905. Krafa um málskostnað styðst við 129., 130. og 131. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Forsendur og niðurstaðaDeiluefni máls þessa er eignarhald þeirrar landspildu semgerð er grein fyrir í stefnukröfum og er í landi Litla-Saurbæjar 1 í Ölfusi.Samkvæmt framlögðum gögnum nær spildan frá Þorlákshafnarvegi, þ.e. þjóðveg nr.38 skammt neðan Hveragerðis og áleiðis upp í Kamba og ögn yfir þjóðveg 1 skammtneðan svonefnds Drottningarplans.Stefnandi byggir á afsali 7. október 2004, sem einkum varðarþó aðra eign.Stefndi byggir á uppboðsafsali útgefnu af sýslumanninum áSelfossi 7. nóvember 2014 þar sem honum var afsöluð eignin Litli-Saurbær 1,fastanúmer 171771. Var ekkert undan skilið í afsalinu.Til varnar kröfum stefnanda byggir stefndi í fyrsta lagi áaðildarskorti stefnanda, þ.e. að stefnandi sé ekki og hafi aldrei verið handhafiþess meinta réttar sem hann kveðst eiga. Stefnandi byggir rétt sinn á afsali 7.október 2004, en þá afsöluðu bræðurnir Kristján og Sverrir JónssyniLitla-Saurbæ 2, fastanúmer 171770, til stefnanda. Var sagt í afsalinu aðafsalsgjafar teldu sig eiga land á Hellisheiði, sem hafi verið hluti af LitlaSaurbæ 1. Hafi verið uppi ágreiningur um þann eignarrétt afsalsgjafanna og þeirstaðið í málaferlum vegna þess. Því taki þeir fram að þeir muni fylgja eftirviðurkenningu um eignarrétt sinn að umræddu landi fyrir dómstólum og beraábyrgð á kostnaði þess. Svo segir í afsalinu „Fáist eignaréttur þeirraviðurkenndur fyrir dómstólum fylgir heiðalandið með í afsali þessu tilafsalshafa, eins og annað land og mannvirki jarðarinnar. Yfirfærsla áeignarétti afsalsgjafa að heiðalandinu til afsalshafa miðast þá við dagsetningudóms héraðsdóms eða eftir atvikum Hæstaréttar Íslands, þar sem eignarétturþeirra er viðurkenndur.“ Fyrir liggur að enginn slíkur dómur hefur gengið þarsem viðurkenndur hafi verið eignarréttur bræðranna að umræddu landi og hafðislíkt mál ekki verið höfðað við lát þeirra og hafa dánarbú þeirra ekki staðiðfyrir slíkri málshöfðun. Samkvæmt afsalinu sjálfu skyldi eignaréttur stefnandaað landinu miðast við uppkvaðningu dóms héraðsdóms, eða eftir atvikumHæstaréttar Íslands. Getur því afsalið eitt og sér ekki orðið grundvöllureignaréttar stefnanda að umræddu landi. Þessu til andsvars hefur stefnandi lagtfram tvö skjöl sem áður er lýst, þ.e. annars vegar yfirlýsingu móður sinnar ogsystra sinna og hins vegar erfðafjárskýrslu vegna dánarbús Sverris Jónssonar.Það er álit dómsins að þau skjöl geti ekki breytt efni framangreinds afsalsþeirra bræðra til stefnanda, en að efni sínu er afsalið skýrt, en samkvæmt þvígetur landið fyrst orðið eign stefnanda að gengnum dómi um eignarrétt þeirrabræðra. Verður því að fallast á málsástæðu stefnda um aðildarskort stefnanda ímálinu og leiðir það þegar til þess að óhjákvæmilegt er að sýkna stefnda aföllum kröfum stefnanda í málinu, en skv. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála leiða varnir byggðar á aðildarskorti til sýknu verði á þærfallist. Engin af þeim málsástæðum sem stefnandi byggir mál sitt á getur breyttþessari niðurstöðu.Verður því stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda.Samkvæmt þessari niðurstöðu er rétt að stefnandi greiðistefnda málskostnað og er hann ákveðinn kr. 1.432.317 og hefur þá verið tekiðtillit til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ:Stefndi, Landsbankinn hf., skal vera sýkn af öllum kröfumstefnanda, Birkis Kristjánssonar.Stefnandi greiði stefnda kr. 1.432.317 í málskostnað. |
Mál nr. 237/2017 | Fasteign Kaupsamningur Tilboð Fyrirvari | J höfðaði mál gegn H og krafðist þess meðal annars að H yrði gert að gefa út afsal til sín fyrir fasteign í samræmi við undirritað kauptilboð. Fyrir lá að í framhaldi af því að H setti íbúðina í sölu kom í ljós að á henni hvíldi lán sem nafngreindur maður hafði tekið og mun sá samkvæmt gögnum málsins hafa falsað nafnritun H á veðleyfi vegna lánsins og skilmálabreytingar. J gerði H tilboð í íbúðina sem H svaraði með gagntilboði sem aðilar undirrituðu daginn eftir. Var tilboðið gert með fyrirvara um annars vegar greiðslumat J og hins vegar sölu á fasteign hans. Talið var sannað að báðum fyrirvörunum hefði verið fullnægt innan þeirra tímamarka sem í tilboðinu greindi, H hefði verið tilkynnt um það og að fjármögnun íbúðarkaupanna væri tryggð af hálfu J. Komist hefði á bindandi kaupsamningur milli aðila um fasteignina þegar J undirritaði gagntilboð H, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Hefði H verið fullkunnugt um að umrætt lán hvíldi á eign hennar þegar hún gerði J gagntilboðið. Gæti tilvist lánsins eins og atvikum háttaði ekki gefið H réttmætt tilefni til að falla frá gagntilboðinu eftir að kominn var á bindandi samningur um kaup íbúðarinnar. Var H því gert að gefa út afsal til J fyrir íbúðinni gegn greiðslu og að greiða J kostnað vegna leigu á geymslu fyrir búslóð. H var hins vegar sýknuð af kröfu J um greiðslu stimpilsektar og leigugreiðslur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og GretaBaldursdóttir og Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor.Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 12. apríl 2017. Hún krefstsýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Í aðalsök krefst gagnáfrýjandi staðfestingar héraðsdóms. Hannáfrýjaði héraðsdómi upphaflega fyrir sitt leyti 20. júní 2017. Ekki varð affyrirhugaðri þingfestingu gagnsakar 19. júlí 2017 og gagnáfrýjaði hann öðrusinni 3. ágúst sama ár. Hann krefst þess í gagnsök að aðaláfrýjanda verði gertað greiða sér 2.424.200 krónur með vöxtum samkvæmt 3. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá 28. júní 2016 til 28. júlí sama ár en dráttarvöxtumsamkvæmt 3. mgr. 5. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefsthann aðallega málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti en til vara að málskostnaðurverði látinn falla niður á báðum dómstigum. Aðaláfrýjandi setti íbúð sína aðSkeljagranda 2 í Reykjavík í sölu hjá fasteignasölunni Miklaborg í apríl eðamaí 2015. Í framhaldi af því mun hafa komið í ljós að á fimmta veðréttiíbúðarinnar hvíldi lán sem nafngreindur maður hafði árið 2004 tekið hjáLífeyrissjóði verslunarmanna og mun sá samkvæmt gögnum málsins hafa falsaðnafnritun aðaláfrýjanda á veðleyfi vegna lánsins og skilmálabreytingar. Meðbréfi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 21. september 2015 kærði aðaláfrýjandiumræddan mann fyrir að hafa án vitundar og heimildar sinnar fært nafn hennar áveðskuldabréfið „þannig að áritun bréfsins virtist stafa frá kæranda.“ Eins og nánar greinir í hinum áfrýjaðadómi gerði gagnáfrýjandi aðaláfrýjanda tilboð í íbúðina að Skeljagranda 2 þann 24.nóvember 2015 að fjárhæð 35.500.000 krónur sem aðaláfrýjandi svaraði meðgagntilboði daginn eftir að fjárhæð 36.500.000 krónur. Það tilboð var eins ogtilboð gagnáfrýjanda gert í fyrsta lagi með fyrirvara um greiðslumat kaupanda„og skal svar við því liggja fyrir innan 15 virkra daga frá samþykkigagntilboðs, ella hefur seljandi heimild til að rifta tilboði þessu.“ Í öðrulagi var fyrirvari þess efnis að sala á eign kaupanda „að Hjarðarhaga ... gangieftir innan 20 daga frá samþykki gagntilboðs. Hafi kaupandi ekki staðfest innanþess tíma að eign hans sé seld eða að hann falli frá þessum fyrirvara, hefurseljandi heimild til að falla frá gagntilboði þessu án nokkurra bóta til handakaupanda. Kaupandi fer fyrst í kaupsamning á sölu á Hjarðarhaga áður en fariðverður í kaupsamning vegna Skeljagranda.“ Með skírskotun til forsendna hinsáfrýjaða dóms telst sannað að báðum framangreindum fyrirvörum hafi veriðfullnægt innan þeirra tímamarka sem í gagntilboðinu greindi, aðaláfrýjanda hafiverið tilkynnt um það og að fjármögnun íbúðarkaupanna væri tryggð af hálfugagnáfrýjanda.Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup er samningur um kaup á fasteign bindandi þegarskriflegt tilboð hefur verið samþykkt af móttakanda þess með undirskrift endafelist í því skuldbinding um greiðslu tilgreinds kaupverðs og afhendingufasteignar. Að virtu því sem að framan er rakið komst á bindandi kaupsamningurmilli aðila um fasteignina Skeljagranda 2 þegar gagnáfrýjandi undirritaðigagntilboð aðaláfrýjanda 25. nóvember 2015. Aðaláfrýjanda var eins og greinir íhinum áfrýjaða dómi fullkunnugt um að umrætt lán frá Lífeyrissjóðiverslunarmanna hvíldi á eign hennar að Skeljagranda 2 þegar hún gerðigagnáfrýjanda gagntilboðið. Fram er komið í málinu að öll lánsskjöl af hálfugagnáfrýjanda voru tilbúin til undirritunar fyrir lok desember 2015 og að þærtafir sem urðu á því að gengið yrði frá kaupsamningi um eignina stöfuðueingöngu af umræddu láni frá Lífeyrissjóði verslunarmanna og hvernig með það skyldifarið. Unnið var að lausn málsins fyrir milligöngu fasteignasölunnarMikluborgar í samvinnu aðaláfrýjanda, gagnáfrýjanda og lánastofnana sem hlutáttu að máli í janúar og febrúar 2016 og fannst lausn sem nánari grein er gerðfyrir í hinum áfrýjaða dómi. Gat tilvist lánsins eins og atvikum háttaði ekkigefið aðaláfrýjanda réttmætt tilefni til að falla frá gagntilboðinu eftir aðkominn var á bindandi samningur um kaup íbúðarinnar. Er samkvæmt þessu staðfestniðurstaða hins áfrýjaða dóms um skyldu aðaláfrýjanda til þess að gefa út afsaltil gagnáfrýjanda fyrir íbúðinni að Skeljagranda 2 gegn greiðslu á 36.500.000krónum og um skyldu hennar til að greiða gagnáfrýjanda kostnað vegna leigu ágeymslu fyrir búslóð. Þá er með skírskotun til forsendna staðfest niðurstaðahins áfrýjaða dóms um sýknu aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda um greiðslustimpilsektar og leigugreiðslur.Ákvæði héraðsdóms um málskostnað oggjafsóknarkostnað eru staðfest.Eftir framangreindum úrslitum verðuraðaláfrýjandi dæmd til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstaréttieins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal veraóraskaður.Aðaláfrýjandi, Hulda BjörkIngibergsdóttir, greiði gagnáfrýjanda, Jóhannesi Braga Bjarnasyni, 700.000 krónur ímálskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 20. janúar 2017.Málþetta, sem þingfest var 15. desember sl., er höfðað með stefnu fyrir HéraðsdómiReykjavíkur þingfestri þann 28. júní 2016 af Jóhannesi Braga Bjarnasyni,Hvassaleiti 85, Reykjavík, á hendur Huldu Björk Ingibergsdóttur, Skeljagranda2, 107 Reykjavík.I. Stefnandi gerir þær dómkröfur aðstefnda verði dæmd til að gefa út afsal til stefnanda fyrir eignarhluta merktum010201, fastanúmer 2023694 í fasteigninni Skeljagranda 2, 107 Reykjavík, ásamtöllu sem fylgir og fylgja ber að engu undanskildu, þ.m.t. tilheyrandi hlutdeildí sameign og lóðarréttindum gegn greiðslu stefnanda á 36.500.000 kr., allt ísamræmi við undirritað gagntilboð aðila, dagsett 25. nóvember 2015. Þá krefst stefnandi þess að stefndaverði dæmd til að greiða stefnanda 743.062 kr. með vöxtum skv. 3. gr. laga nr.38/2001 frá þingfestingu og með dráttarvöxtum skv. 3. mgr. 5. gr. sömu laga fráþví mánuði eftir þingfestingu þessa máls til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefndaverði dæmd til að greiða stefnanda málskostnað. Stefnda krefst þess að hún verðisýknuð af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiðahenni málskostnað eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Í greinargerð sinni krafðist stefndaþess aðallega að kröfum stefnanda yrði vísað frá dómi. Kröfu stefndu umfrávísun var hafnað með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 3. nóvember2016 og ákveðið að ákvörðun um málskostnað biði efnislegrar niðurstöðu ímálinu. Í þinghaldi 17. nóvember 2016 féllstefnandi frá þriðju dómkröfu sinni, um úrskurð þess efnis að stefnu þessarieða útdrætti úr henni verði þinglýst á Skeljagranda 2, 107 Reykjavík,eignarhluta merktum 010201, fastanúmer 2023694 í samræmi við 1. mgr. 28. gr.þinglýsingalaga, nr. 39/1978.II.Málsatvik Helstu málsatvik eru þau að stefnda bauð eign sína, Skeljagranda 2, Reykjavík, íbúð á 2.hæð, merkta 010201, fastanúmer 2023694, til sölu í gegnum fasteignasölunaMikluborg ehf. Stefnandi gerði kauptilboð í eignina þann 24. nóvember 2015 aðupphæð 35.500.000 kr. Stefnda gerði síðan gagntilboð sem var undirritað afstefnanda og stefndu þann 25. nóvember 2015. Kaupverð í gagntilboði var36.500.000 kr., við undirritun kaupsamnings greitt með peningum úr eigntilboðsgjafa að Hjarðarhaga, ný veðbréf 26.500.000 kr. frá viðurkenndrilánastofnun og 6.500.000 kr. úr eign tilboðsgjafa að Hjarðarhafa 44 15. febrúar2016. Afhending eignar var tilgreind við undirritun kaupsamnings. Viðskiptabankistefnanda tilkynnti honum 14. desember 2015 að hann myndi standast greiðslumat.Stefnandi hringdi sama dag til fasteignasalans og tilkynnti honum þetta ogfelldi um leið niður fyrirvarann. Í kjölfar þessa, þann 17. desember 2015,sendi Landsbankinn stefnanda formlega staðfestingu á því að hann myndifjármagna íbúðarkaupa stefnanda. Í gagntilboðinu var jafnframt fyrirvari um aðstefnandi næði að selja eign sína að Hjarðarhaga 44 í Reykjavík innan 20 dagafrá samþykki gagntilboðs. Samþykkt kauptilboð um þá eign lá fyrir þann 25.nóvember 2015 og var því sá fyrirvari felldur niður. Fasteignasalan Miklaborgsá einnig um sölu á fasteign stefnanda. Kaupsamningur um fasteign stefnanda aðHjarðarhaga 44 var svo undirritaður þann 25. janúar 2016. Starfsmennfasteignasölunnar Mikluborgar hófu undirbúning kaupsamningsgerðar í kjölfariðog sóttu um skilyrt veðleyfi hjá Íslandsbanka, Íbúðalánasjóði og Lífeyrissjóðiverslunarmanna en veðleyfin lágu fyrir dagana 28. desember og 29. desember2015. Á sama tíma var stefnandi tilbúinn með lánaskjöl sín og fjármögnun hjáLandsbanka Íslands hf. Í upphafi árs2016 kom fram hjá stefndu að lán sem hvíldi á 5. veðrétti eignar hennar,útgefið 26. janúar 2007, og stafaði frá Lífeyrissjóði verslunarmanna hefði ekkiverið samþykkt og undirritað af henni. Henni bæri því ekki skylda til að greiðaþað og það ætti ekki að hvíla á eign hennar. Í málinu liggur fyrir kæraþáverandi lögmanns stefndu þar sem hann kærir fyrir hennar hönd fyrrveranditengdason hennar fyrir að hafa án vitundar og heimildar hennar fært inn nafnhennar á umrætt veðskuldabréf og síðan í tvígang ritað undir skilmálabreytingará bréfinu. Í framhaldinuhófust starfsmenn fasteignasölunnar handa við að reyna að leysa málin viðLífeyrissjóð verslunarmanna þannig að hægt væri að ganga frá kaupunum. Stefndavar síðan í smáskilaboðasamskiptum við sölumenn og löggiltan fasteignasala áMikluborg. Þannig var hún í samskiptum við Jason Ólafsson hjá Mikluborg dagana7. janúar 2016 til 15. febrúar 2016. Ísamskiptunum þann 7. janúar 2016 spyr sölumaðurinn stefndu hvað sé að frétta af„Verslunarmannaláninu“. Stefnda svarar því til að það sé hjá lögreglunni en húnhafi beðið lögfræðing sinn að skoða málið. Ætlaði hann að gera það og kvað hannað það væri ekkert mál að taka lánið með á Lundahólana, en það var eign semstefnda á þeim tíma hugðist kaupa ásamt dóttur og tengdasyni. Sölumaðurinnkvaðst þá ætla að láta skjalagerðina vita af því. Áfram héldu samskiptin enþann 27. janúar 2016 spurði sölumaðurinn stefndu hvenær hún gæti hitt þau áfasteignasölunni til að fara yfir stöðuna. Hann spurði jafnframt hvenær hennarmaður kæmi í bæinn og átti þá við Guðjón, tengdason stefndu, sem var að aðstoðahana. Stefnda svaraði því til að hún skyldi spyrja tengdasoninn og sendi líkabroskall með skeytinu. Stefnda sendi í kjölfarið skeyti þar sem hún tilkynntiað tengdasonurinn kæmi ekki í bæinn fyrr en 12. febrúar en síminn hjá honumværi 7745530 og að hann héti Guðjón. Aftur fylgdu broskallar með skeytinu.Aftur voru samskipti við sölumanninn þann 12. febrúar 2016 er sölumaðurinnsendi henni skeyti þar sem fram kom að númerið sem hún hefði gefið honum værirangt. Stefnda svaraði samdægurs með leiðréttu númeri, 7745030. Seinustusamskipti sölumannsins og stefndu voru þann 15. febrúar 2016 þegar hann spurðistefndu hvenær hún kæmi til landsins en hún svaraði samdægurs að hún kæmi þann20. febrúar en hún hafði farið utan til Flórída þann 12. sama mánaðar. Lögmaðurstefndu sendi Jasoni Guðmundssyni fasteignasla tölvupóst þann 26. febrúar 2016með spurningu um það hvort öllum fyrirvörum kaupsamningsins hefði verið mætt.Jason svaraði þann sama dag að þeim hefði verið mætt og spurði hvort það ættiekki að stefna að kaupsamningsfundi þann 29. febrúar 2016. Lögmaður stefndusendi bréf, dagsett 1. mars 2016, þar sem lýst var yfir niðurfellingu/riftun ákauptilboði, dagsettu 25. nóvember 2015. Lögmaður stefnanda mótmæltiyfirlýsingu stefnda með tölvupósti strax daginn eftir þar sem áréttað var aðstefnandi hefði mætt öllum fyrirvörum auk þess sem því var mótmælt að seljandikæmi svona löngu seinna og reyndi að halda því fram að fyrirvörum hefði ekkiverið mætt. Lögmaðurstefnanda sendi í kjölfarið áskorun til lögmanns stefndu með tölvupósti semlögmaður stefndu staðfesti móttöku á athugasemdalaust. Í áskoruninni var skorað á stefndu að mæta til kaupsamningsfundará fasteignasölunni Mikluborg ehf. þann 10. mars 2016 klukkan 13. Stefnandimætti til boðaðs fundar, lýsti yfir greiðslugetu og bauð fram greiðslu enstefnda mætti ekki. Stefnandilagði síðan samþykkt og undirritað kauptilboð inn til þinglýsingar þann 8. mars2016 og var því þinglýst á eignina þann 16. mars 2016. Stefnandi greiddi stimpilsekt vegna þess hve seint kauptilboðiðkom inn til þinglýsingar og hóf í kjölfarið þinglýsingar gagntilboðsins oggreiðslu lögbundinna brunatrygginga af húseigninni. Lögmaðurstefnanda tilkynnti lögmanni stefndu með tölvupósti, dags. 30. mars 2016, aðhann hygðist leita réttar síns fyrir dómstólum. Í þessum tölvupósti voru ýmissjónarmið stefnanda reifuð en lögmaður stefnda svaraði um hæl samdægurs þar semlýsingu stefnanda var mótmælt. III.Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á þvíað fyrirvörum gagntilboðs hafi verið mætt og bindandi samningur hafi veriðkominn á. Með undirritun og samþykktgagntilboðsins þann 25. nóvember 2015 hafi verið kominn á bindandikaupsamningur. Stefnandi byggir á 7. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2002 enlagagreinin sé skýr um það að sé í tilboðinu kveðið á um skuldbindingu tilgreiðslu tilgreinds kaupverðs og afhendingu fasteignar sé kominn á bindandisamningur. Samkvæmt samþykktu og undirrituðu gagntilboði hafi verið kveðið á umað stefnandi skyldi greiða 36.500.000 kr. með nánar tilgreindum hætti ogstefndi skyldi afhenda íbúðina við kaupsamning. Því sé ljóst að bindandi kaupsamningurvar kominn á milli aðila. Samkvæmt undirrituðu gagntilboði aðilavoru þrennir fyrirvarar í tilboðinu. Allir fyrirvararnir voru tímabundnir ogþví komi 8. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2002 ekki til skoðunar. Umræddlagagrein gildi einungis um ótímabundna fyrirvara en um það vitni ummæli ígreinargerð um 8. gr. laganna sem og fordæmi Hæstaréttar. Fyrsti fyrirvari gagntilboðsins sé umgreiðslumat stefnanda. Samkvæmt fyrirvaranum skyldi „svar við því liggja fyririnnan 15 virkra daga frá samþykki gagntilboðs ...“. Hringt hafi verið ístefnanda úr Landsbankanum og honum þann 14. desember 2015, sem sé innan 15virkra daga frestsins, þess efnis að fjármögnun væri tryggð. Strax í kjölfarsímtalsins þann sama dag hafi stefnandi hringt í þann löggilta fasteignasalasem sá um söluna og tjáð honum að svar lægi fyrir varðandi greiðslumatið og þvískyldi fella fyrirvarann niður sem hafi og verið gert. Þetta hafifasteignasalinn Jason Guðmundsson staðfest í tölvupósti til lögmanns stefnda. Ífyrirvaranum, að svar skyldi liggja fyrir innan 15 virkra daga frá samþykkigagntilboðs, hafi ekki verið tekið fram á hvaða formi svar skyldi liggja fyrirog því hafði stefnandi val um það á hvaða formi svarið kæmi, enda gæti hannsýnt fram á slíkt síðar meir ef deilt yrði um það. Stefnandi bendir á að skýra berifyrirvara í kaupsamningum um fasteignir þrengjandi skýringu ef fleiri kostirvið skýringu eru fyrir hendi og að þeim verði ekki beitt í ríkara mæli en efnifyrirvarans gefi tilefni til. Samkvæmt þessu beri að skýra fyrirvarann skv.orðanna hljóðan en fyrirvarinn sé skýr um það að svar skuli liggja fyrir innan15 virkra daga frá samþykki gagntilboðs. Í ljósi þess að ekkert sé tekið framum á hvaða formi svar skuli liggja fyrir sé munnlegt svar nægjanlegt. Samkvæmtalmennum sönnunarreglum beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir því að svar hafilegið fyrir innan frests og þá sönnunarbyrði hafi stefnandi axlað meðframlagningu tölvupósts. Samkvæmt fyrirvara nr. 2 ígagntilboðinu skyldi sala á eign stefnanda ganga eftir innan 20 daga frásamþykki gagntilboðsins. Hefði stefnandi ekki staðfest innan þess tíma að eignhans væri seld eða að hann félli frá þessum fyrirvara, hefði stefnda heimildtil að falla frá gagntilboðinu án nokkurra bóta til handa stefnanda. Samþykktkauptilboð í eign stefnanda hafi legið fyrir þann 25. nóvember 2015 og þar meðhafi fyrirvarinn verið felldur úr gildi. Stefnandi hafi því verið búinn aðselja eign sína innan 20 daga frá undirritun gagntilboðsins. Stefnandi undirritaðisíðar, þ.e. 25. janúar 2016, formlegan kaupsamning um sölu á eign sinni. Samkvæmt 8. gr. laga nr. 70/2015, umsölu fasteigna og skipa, hafi fasteignasali réttindi og beri skyldur semopinber sýslunarmaður. Yfirlýsingu fasteignasalans á dskj. 7 beri að skoða ogtúlka í því ljósi en samkvæmt 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991,um meðferðeinkamála, skuli efni opinbers skjals talið rétt þar til annað sannast ef þaðvarðar tiltekin atvik sem er sagt að hafi gerst í embætti eða sýslan útgefanda.Stefnandi áréttar að hanntelji fyrirvarana hafa verið fellda niður með réttmætum hætti. Þá telurstefnandi að yfirlýsing stefndu á dskj. 9, um niðurfellingu/riftunkauptilboðsins, sé alltof seint fram komin og því eigi sjónarmið um tómlætistefndu við. Stefnandi og stefnda rituðu undir kauptilboð þann 25. nóvember2015. Fyrirvararnir hafi því gilt til 16. desember 2015. Hefði stefnda ætlað aðbera fyrirvarana fyrir sig og rifta/fella niður gagntilboðið hefði hún þurft aðgera það strax, eða að minnsta kosti mjög fljótlega eftir að þeir runnu sittskeið á enda. Þess í stað hafi stefnda beðið í þrjá og hálfan mánuð með aðtilkynna stefnanda að hún hygðist fella niður/rifta gagntilboðinu en á þeimtíma var stefnandi í óða önn að gera allt klárt fyrir flutninga enda ekki búistvið öðru en að staðið yrði við kaupin. Þá beri líka að líta til þess að stefnda var í samskiptum viðfasteignasöluna Mikluborg vegna sölunnar fram til 15. febrúar 2016 þar sem húnveitti atbeina sinn til að salan gæti farið fram, sbr. dskj. 15 og 16. Íþessum samskiptum hafi stefnda í raun verið að stuðla að því að kaupin gætufarið fram enda hafi hún alltaf svarað smáskilaboðum starfsmannafasteignasölunnar fljótt og yfirleitt með mjög jákvæðum hætti, þ.e. meðbrosköllum. Í þessum samskiptum hafi stefnda aldrei minnst á að fyrirvörum hafiekki verið mætt og hún ætlaði af þeim sökum að rifta/fella niður gagntilboðiðeins og eðlilegt hefði verið ef hún hefði haft hug á því. Þá hafi aldrei neittneikvætt komið frá stefndu allan þann tíma sem hún var í samskiptum viðstarfsmenn fasteignasölunnar. Á þessum tíma megi segja að með gjörðum sínumhafi stefnda verið búin að fyrirgera rétti sínum til að bera fyrir sigfyrirvarana. Þá beri að geta þess að á þeim tíma semstefnda var í samskiptum við fasteignasöluna, þ.e. í janúar og febrúar 2016,hafi stefnandi verið tilbúinn með fjármögnun og skilyrtu veðleyfin legið fyrir.Þá hafi fasteignasalan Miklaborg verið búin að útbúa drög að kaupsamningi, semer dagsettur 12. febrúar 2016, sem tókst á við vandamálið vegna lánsins hjáLífeyrissjóði verslunarmanna. En líkt og sjá megi af gögnum málsins vorustarfsmenn fasteignasölunnar í miklum samskiptum við lánardrottna stefndu vegnamálsins allan janúar og meirihluta febrúar 2016. Í raun hafi allt verið tilbúiðfyrir undirritun kaupsamnings og enginn hafði hugmynd um að stefnda hefði hug áað rifta/fella niður gagntilboðið. Það eina sem vantaði hafi verið að stefndamætti til kaupsamnings þegar hún, síðan öllum að óvörum, lét lögmann sinn sendaniðurfellingu/riftun kauptilboðs þann 1. mars 2016, meira en þremur mánuðumeftir undirritun gagntilboðsins. Í seinni málsgrein yfirlýsingar stefnduum niðurfellingu/riftun, dags. 1. mars 2016, komi fram að stefnda telji aðforsendur kauptilboðs hafi verið rangar þar sem veðbönd fasteignar voruvantalin og eignarhluti stefndu því minni sem því nemur. Telji stefnda þvíkauptilboðið ekki skuldbindandi fyrir sig og að hún hafi mátt treysta sérfræðiráðgjöffasteignasala í þeim efnum. Stefnandi vill í fyrsta lagi benda á aðhann geti ekki borið ábyrgð á vantöldum veðböndum í gagntilboði stefndu. Í öðrulagi vill stefnandi benda á að það hljóti að standa stefndu nær að hafa yfirsýnyfir hvaða veðbönd hvíla á eign hennar og því sé ekki hægt að fella niður eðarifta kauptilboði á þeim grundvelli. Í þriðja lagi bendir stefnandi á að hannog stefnda undirrituðu veðbandayfirlit, sem prentað er þann 26. nóvember 2015eða daginn eftir að gagntilboðið var undirritað. Þá þegar hafði stefndavitneskju um veðbönd á eign sinni og hefði getað gert athugasemd við vantalinveðbönd í gagntilboði sínu teldi hún tilefni til. Það hafi hún ekki gert og þvístoði ekki fyrir hana að koma löngu seinna með mótbárur þess efnis að veðböndhafi verið vantalin. Stefnandi bendir á að skv. 1. mgr. 31.gr. laga um fasteignakaup, nr. 40/2002, geti kaupandi haldið fast við kaup ogkrafist efnda, ef það er á valdi seljanda að bæta úr og efndir myndu ekki leiðatil slíks óhagræðis eða kostnaðar fyrir hann að það væri í verulegu ósamræmivið hagsmuni kaupanda af því að fá réttar efndir. Í máli þessu sé ljóst aðstefnandi getur haldið fast við kaupin og krafist efnda, enda sé það á valdistefndu sem þinglýsts afsalshafa að afsala eigninni til stefnanda gegn greiðslukaupverðsins. Þá sé og ljóst að sú kvöð á stefndu að standa við gerða samningamyndi ekki leiða til slíks óhagræðis eða kostnaðar fyrir hana enda bauð húneignina upphaflega til sölu í gegnum fasteignasölu, gerði gagntilboð gegnupphaflegu kauptilboði stefnanda, auk þess sem hún fengi greitt fyrir eigninasamkvæmt samningi aðila. Þá vísar stefnandi til þess að hann var að kaupa þessaeign í kjölfar skilnaðar og því gríðarlegt hagsmunamál fyrir hann að fá eigninaafhenta en hann hafi verið búinn að sýna börnunum sínum eignina og geraráðstafanir í tengslum við það. Stefnandi er nú þegar farinn að hugsaum eignina líkt og hún væri hans eigin og greiði lögbundna brunatryggingu aukþess sem hann hafi þinglýst gagntilboðinu á eignina. Varðandi fjárkröfu þá hafistefnanda verið gert að greiða stimpilsekt að fjárhæð 24.200 kr. þegar hannþinglýsti samþykktu gagntilboði á eignina. Stimpilsektir byggi á heimild ílögum um stimpilgjald nr. 138/2013 en í 8. gr. laganna sé fjallað um álag ástimpilgjald. Ástæða þessa hafi verið að stefnda dró að mæta til undirritunarkaupsamnings. Þá hafi stefnandi þurft að geyma búslóð sína í leiguhúsnæði oghann hafi þegar greitt 118.862 kr. vegna þessa. Stefndu beri að greiðasér bætur vegna þessa kostnaðar þar sem hún rifti/felldi niður gagntilboðið meðólögmætum hætti. Þá þurfi stefnandi að greiða leigu þar sem hann búi nú, sem séhjá foreldrum hans. Stefnandi krefst þess að honum verði dæmdar bætur vegnaþessa að álitum en telur hæfilega viðmiðunarupphæð 150.000 kr. frá og með 1.mars 2016 þar til hann fái eignina afhenta. Hann miði við dagsetninguna 1. mars2016 vegna þess að á þeim degi lýsti stefnda yfir riftun/niðurfellingu ágagntilboði og því varð á þeim degi útséð með að stefnda myndi uppfylla skyldursínar skv. kaupsamningi aðila. Stefnandi byggir kröfur sínar ámeginreglum samningaréttar, kröfuréttar og fasteignakauparéttar, á lögum nr.40/2002, um fasteignakaup, aðallega 7. gr., 8. gr., 30. gr., 31. gr. og 34.gr.. Kröfu um málskostnað byggir stefnandiá 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og kröfu sína umvirðisaukaskatt á málflutningsþóknun á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,þar sem hann sé ekki virðisaukaskattsskyldur.Málsástæðurog lagarök stefndu Stefnda byggir á því að gagntilboðið íeign stefndu hafi innihaldið fjóra fyrirvara en ekki þrjá líkt og fram komi ístefnu. Sá fyrirvari sem snúi að húsfélagskostnaði kalli ekki á sérstakaumfjöllun. Þeir fyrirvarar, sem hafi á hinn bóginn verulega meiri þýðingu fyrirmál þetta, séu tveir tímabundnir fyrirvarar og einn ótímabundinn. Í fyrsta lagi sé fyrirvari um að greiðslumat skuli liggjafyrir innan 15 virkra daga, en þar segi að liggi greiðslumat ekki fyrir innanþess tíma skuli seljanda heimilt að rifta tilboðinu. Í öðru lagi sé gerður sáfyrirvari að tilboðsgjafi selji eign sína að Hjarðarhaga 44 innan 20 daga, enþar segi að hafi seljandi ekki staðfest innan þess tíma eða að hann falli fráfyrirvaranum innan sama tíma, heimili það seljanda að falla frá gagntilboðinuán nokkurra bóta fyrir kaupanda, og síðast en ekki síst sé gerður sá fyrirvariað kaupandi fari fyrst í kaupsamning á Hjarðarhaga áður en farið verði íkaupsamning um Skeljagranda. Þessi fyrirvari sé ótímabundinn. Þrátt fyrir framangreinda fyrirvara ogskyldu stefnanda að uppfylla þá og tilkynna stefndu, þá hafi allir frestirliðið án þess að tilkynningar bærust stefndu. Það hafi heimilað stefndu aðrifta/falla frá gagntilboðinu. Þá hafi veðskuldir verið vantaldar, hvorttveggja í gagntilboðinu um eign stefndu, sem og í söluyfirliti eignarinnar. Ábæði skjölin hafi vantað veðskuldir sem komu fram á veðbandayfirliti, sem sótthafi verið einum degi eftir undirritun gagntilboðsins. Telur stefnda að slíkarlykilforsendur hefði þurft að leiðrétta áður en til undirritunar kom, endabeinlínis rangt það sem segi í 16. gr. gagntilboðsins um að við tilboðsgerð ogsamþykki tilboðs hafi aðilar kynnt sér gaumgæfilega eftirtalin gögn sem skoðastsem hluti af kaupsamningi, það er þinglýsingarvottorð, vottorð FMR ogsöluyfirlit. Þá segi jafnframt í 19. gr. skilmála gagntilboðsins: „Tilboðiðbyggir á því að eignin sé án frekari kvaða og veðbanda en í því segir“. Því tilviðbótar segi í fyrirsögn, þar sem veðskuldir eignar eru tilgreinar:„Gagntilboð þetta byggir á því að eftirtaldar áhvílandi veðskuldir séu kaupandaóviðkomandi og að þeim skuli aflýst svo fljótt sem verða má:“ Fylgi þar á eftir listi yfir áhvílandi veðskuldir á 1. og 2.veðrétt eignarinnar. Þrátt fyrir framangreint ákvæði 16. gr.skilmálanna, liggi fyrir að aðilum hafi ekki verið kynnt veðbandayfirliti fyrren einum degi eftir undirritun og samþykki gagntilboðsins í eign stefndu.Veðskuldir sem taldar séu upp í gagntilboðinu séu þær sömu og tilgreindar eru ísöluyfirliti. Veðbandayfirlit hafi ekki verið undirritað fyrr en einum degieftir undirritun gagntilboðsins. Þá sé einnig ljóst að mistökin í gagntilboðinuvoru ekki leiðrétt en jafnframt ljóst að einum degi síðar hafi aðilar veriðlátnir skrifa undir veðbandayfirlitið eitt og sér. Stefnda hafi treystvinnubrögðum fasteignasölunnar, enda sé hún komin á áttræðisaldur og hafi lítiðsem ekkert vit á fasteignaviðskiptum. Engar tilkynningar hafi borist stefnduum að nokkrum þeim fyrirvörum sem gerðir voru hafi verið mætt. Stefnda hafiverið stödd í Bandaríkjunum fyrrihluta árs 2016 og hafi talið að framangreindkaup væru niður fallin. Hins vegar, og þó nokkru eftir undirritun gagntilboðsog eftir að frestir runnu út, hafi starfsmenn fasteignasölunnar Mikluborgarfarið að setja sig í samband við stefndu, og beint að henni ýmsum spurningum íformi smáskilaboða. Á stefndu hafi runnið tvær grímur þegar smáskilaboðstarfsmanna Mikluborgar tóku að innihalda skírskotun í „lögfræðinga og vesen“. Stefnda hafi óskað eftir aðstoðlögmanns, sem þann 26. febrúar 2016 sendi starfsmanni Mikluborgar tölvupóst þarsem kallað var eftir upplýsingum um hvort fyrirvörum í gagntilboði hefði veriðmætt. Í ljósi svara, sem bárust við fyrirspurn lögmanns, og, þrátt fyrir allt,bentu til þess að stefnandi hygðist ætla halda fast við samninginn, sendilögmaður fyrir hönd stefndu þann 1. mars 2016 bréf með yfirlýsingu umniðurfellingu/riftun á gagntilboðinu í eign stefndu. Þar hafi verið áréttað aðstefnda hefði fallið frá gagntilboðinu vegna fyrirvara sem ekki voruuppfylltir. Áréttað hafi verið að stefnda nýtti heimildir sínar samkvæmtgagntilboðinu til að falla frá/rifta gagntilboðinu. Enn fremur var því lýstyfir að vegna vantalinna veðbanda í kauptilboði hefði kauptilboðið þá þegarekki skuldbindingargildi fyrir stefndu. Þessu var mótmælt og í raun svarað meðáskorun, dags. 7. mars 2016, um að mæta til undirritunar kaupsamnings þann 10.mars 2016. Til þessa kaupsamningsfundar hafi stefnda ekki mætt og þann 22. mars2016 hafi borist staðfesting frá starfsmanni fasteignasölunnar Mikluborgar umað stefnandi hafi mætt til boðaðs kaupsamningsfundar þann 10. mars 2016 og lýstyfir greiðslugetu, ásamt því að „skjöl hefðu legið fyrir“ eins og greinir í tölvupóstinum. Í málavaxtalýsingu í stefnu sé því lýstað stefnda hafi skyndilega farið að halda því fram að lán sem hvíldi á eignhennar og stafaði frá Lífeyrissjóði verslunarmanna hafi ekki verið samþykkt ogundirritað af henni. Í þessu sambandi sé vísað í dskj. 43, sem innihaldi kærutil lögreglu, dags. 21. september 2015, vegna meintra brota gegn ákvæðum 1. mg.155. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Mál það varði fölsun RúnarsÁstþórs Ólafssonar, sem játað hafi á sig að hafa falsað undirritun stefndu álánaskjöl í því skyni að veita veðrétt í fasteign sinni. Enn hafi þessiveðréttur ekki verið afmáður þar sem málið sé enn í meðferð lögreglu. Stefndahafi ekki samþykkt þetta lán sem hluta af áhvílandi skuldum, enda sé það hvorkitalið fram á undirrituðu gagntilboði né söluyfirliti. Sýknu byggir stefnda á því aðfyrirvari er snýr að því að fyrst skyldi stefnandi fara í kaupsamning umfasteign sína að Hjarðarhaga áður en farið yrði í kaupsamning vegnaSkeljagranda, sé ótímabundinn. Gildi því fullum fetum ákvæði 8. gr. laga umfasteignakaup nr. 40/2002, sem kveði á um að kaupsamningur sem bundinn séfyrirvara um atvik, sem ekki hefur gengið eftir, falli sjálfkrafa niður aðtveimur mánuðum liðnum frá því að hann komst á. Þá hafi stefnanda borið að tilkynnastefndu að hann myndi standast greiðslumat innan 15 virkra daga frá undirritungagntilboðsins. Þá hafi honum einnig borið að tilkynna innan 20 daga frásamþykki gagntilboðsins að sala á fasteign hans að Hjarðarhaga 44 hefði gengiðeftir. Stefnandi hafi hvorki tilkynnt sér um fjármögnunina né söluna á eignsinni innan þess frests sem samið var um. Skjal frá stefnanda beri með sér aðhann hafi fyrst fengið staðfestingu á því að hafa staðist greiðslumat 17.desember 2015. Þá sanni framlögð skjöl að sala á fasteign stefnanda aðHjarðarhaga gekk ekki eftir innan 20 daga. Síðast sé þess að geta að gagntilboðaðila var undirritað 25. nóvember 2015 og með því tókst með aðilum skilyrturkaupsamningur. Fyrirvara stefnanda, að hann gengi fyrst til kaupsamnings umfasteign sína að Hjarðarhaga, hafi verið ótímabundinn og því samningur aðilafallið úr gildi 25. janúar 2016, sbr. 8. gr. laga nr. 40/2002, umfasteignakaup. Þess beri að geta að réttaráhrif 8. gr.laga nr. 40/2002, um fasteigakaup, sem eigi við um ótímabundna fyrirvara semþann síðastnefnda, séu þau, með hliðsjón af ákvæðinu sjálfu, lögskýringargögnumog dómaframkvæmd Hæstaréttar, að gagntilboðið féll sjálfkrafa niður og hafi þvíorðið ógilt tveim mánuðum frá undirritun þess. Því þurfti stefnda ekki aðtilkynna sérstaklega um það heldur gerðist það sjálfkrafa. Umniðurfellingu/riftun vegna tveggja fyrri fyrirvaranna tilkynnti stefndastefnanda með fullnægjandi hætti, sbr. 16. gr. laga nr. 40/2002, umfasteignakaup. Stefnda hafnar þeirri málsástæðustefnanda í stefnu þar sem vísað er í réttarstöðu fasteignasala, sbr. 8. gr.laga nr. 70/2015, um sölu fasteigna og skipa. Þrátt fyrir orðalag 1. mgr. 8.gr. laganna, sem kveður á um að fasteignsali hafi réttindi og beri skyldur semopinber sýslunarmaður, þá leiði það ekki til þess að tölvupóstar hafi slíkáhrif. Hvað þá þau afturvirku áhrif að stefnda teljist hafa fengið tilkynninguum að fyrirvaranum væri fullnægt áður en tímamark þeirra rann út. Tölvupósturfrá fasteignasala teljist ekki opinbert skjal í skilningi 3. mgr. 71. gr. laganr. 91/1991, þrátt fyrir tilgreiningu á réttarstöðu fasteignasala í 8. gr. lagaum sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Sú tilgreiningin verði ekki skilin áannan hátt en þann að strangt sakarmat og sérfræðiábyrgð gildi um störffasteignasala. Í öllu falli geti fullyrðing fasteignasala, sem send er löngueftir að tilkynningarfrestur er runninn út, ekki haft þau réttaráhrif að húnteljist þar með hafa komið til stefndu, sem í öllu falli hefði þurft aðtilkynna um að fyrirvari væri uppfylltur innan þess frests sem áskilið var. Þaðsé ekki nægjanlegt að senda tilkynningu með þeim hætti að það fullnægi 16. gr.laga um fasteignakaup, heldur verður sendingin að fara á réttan stað ogmóttakandi hennar að vera réttur. Fullyrða megi að samningsaðilar séu alltafréttir viðtakendur slíkra tilkynninga nema annað sé beinlínis tekið fram ísamningi, eða leiði af honum. Í samningum um fasteignakaup komi einnig oftastfram, hvert sé heimilisfang (póstfang) samningsaðila, símanúmer og eftiratvikum tölvupóstfang. Það sé á áhættu sendanda að hann beini tilkynningum áréttan áfangastað. Fasteignasali, starfsmenn hans eða aðrir, sem komið hafafram fyrir hönd aðila við kaupin, verði almennt ekki taldir réttir viðtakendurslíkra tilkynninga. Þessum tilhæfulausu tilraunum til að aflétta fyrirvara, þarsem vísað er í tölvupóst fasteignasala sem segist hafa fengið símtal 14.desember, er alfarið hafnað sem ósönnuðum og röngum. Eina gagnið í málinu ervarðar fjármögnun virðist hafa borist fasteignasala 17. desember 2015. Beri þaðaugljóslega með sér að þá fyrst hafi legið fyrir að stefnandi fengi fjármögnun.Það breyti þó ekki þeirri staðreynd að stefndu var ekki tilkynnt þetta, hvorkiaf stefnanda, þrátt fyrir að hann hefði allar upplýsingar um hana, þ.e.símanúmer, tölvupóst, heimilisfang o.fl., né var henni tilkynnt þetta af hálfufasteignasala innan frestsins. Þar af leiðandi voru allar tilkynningar íalgjöru ósamræmi við áskilnað um fyrirkomulag tilkynninga samkvæmt lögum umfasteignakaup, sbr. 16. gr. laganna. Ekki hafi verið boðað tilkaupsamningsfundar fyrr en 2. mars 2016. Stefnandi hafði þá þegar samþykktgagntilboð í fasteignina að Hjarðarhaga. Það tilboð hafi verið bundið fyrirvaraum greiðslumat og fyrirvara um að hið samþykkta kauptilboð skyldi verða aðkaupsamningi fyrir 15. desember 2015 ella hefðu aðilar heimild til að riftakaupum. Stefnandi gekk hins vegar ekki til kaupsamnings um fasteignina aðHjarðarhaga fyrr en tæpum tveimur mánuðum frá því að kauptilboð var undirritað25. janúar 2016, en stefndi hafi gert ótímabundinn fyrirvara í kauptilboði, umað fyrst skyldi gengið til kaupsamnings um fasteignina að Hjarðarhaga áður enaf kaupsamningi yrði um Skeljagranda. Stefnda hafi með réttu talið að kaupinhefðu fallið niður. Stefnda hafi ekki notið leiðsagnar fasteignasalans um rétthennar í kjölfar þess að stefndi fullnægði ekki fyrirvörum kauptilboðsins. Stefnda byggir á því að henni hafi ekkiverið kunnugt um að stefnandi hygðist halda sig við kaupin fyrr en eftir að húnsneri heim úr ferð sinni til Bandaríkjanna eða 20. febrúar 2016. Þess beri aðgeta að ekki var sérstök þörf á tilkynningu eða yfirlýsingu frá stefndu til aðsamningurinn félli niður, heldur gerðist það sjálfkrafa.Sönnunarbyrðium það hvort skilyrðum fyrirvara hafi verið fullnægt hvíla á þeim sem skyldanhvílir á um að uppfylla fyrirvarann. Sú skylda hvíldi á stefnanda, sem ekkitilkynnti stefndu um að fyrirvara hefði verið mætt. Því féll samningur niður þáþegar, án tilkynningar. Stefnda telur að telja verði þaðmeginforsendu í fasteignakaupum að áhvílandi veðskuldir séu rétt tilgreindar ísöluyfirliti og í tilboði í ljósi þess að eignarréttur yfir fasteignum sé háðurþinglýsingu. Þá kemur einnig fram í 8. tölulið upplýsingaskjals fyrir seljendurfasteigna, sbr. dskj. 17, sem stefnda undirritaði á fasteignasölunni Mikluborg:„Allar breytingar sem kunna að verða á lánsfjárhæðum frá kauptilboði tilkaupsamnings eru háðar samþykki seljanda og alfarið á ábyrgð kaupanda aðgagnvart seljanda.“ Stefnda mótmælir því sem fram kemur ístefnu um að stefnda hafi fyrirgert rétti sínum til að beita fyrir sigfyrirvörum, eins og þar sé haldið fram. Stefnda hafi verið í samskiptum viðfasteignasölu eða öllu heldur svarað fyrirspurnum fasteignasölu, sem samkvæmtgögnum málsins voru stutt smáskilaboð um hvenær stefnda kæmi til landsins, hverværi síminn hjá tengdasyni hennar og hvernig staðan væri á láninu sem stafaðiaf fölsun á veðskuldabréfi. Öllum fyrirspurnum hafi verið svarað og það verðiekki metið stefndu til sakar að hafa ekki tekið sérstaklega fram í þessumsamskiptum að fyrirvörum væri ekki mætt. Það hafi hún hins vegar gert með þeimhætti sem áskilinn sé um tilkynningar í fasteignakaupum skv. 16. gr. laga nr.40/2002, um fasteignakaup, er hún óskaði aðstoðar lögmanns vegna málsins. Þá séeign ekki seld ef samningurinn er haldinn fyrirvörum. Því sé mótmælt málsástæðustefnanda um að eignin teljist hafa verið „seld“ í skilningi fasteignakaupalagastrax og skilyrt tilboð var undirritað þann 24. nóvember 2015. Tilvísanir íbroskalla og textaskilaboð í stefnu séu aðeins fyrirsláttur og sýni hvorki nésanni að stefnda hafi samþykkt framlengingu á neinum fyrirvörum. Þó stefndasvari skilaboðum eða öðrum erindum fasteignasala, hvort sem er með brosköllumeða ekki, þá hafi það ekki þau réttaráhrif að fyrirvörum sé aflétt. Kurteisistefndu í garð fasteignasala verði ekki metin henni í óhag, enda feli efnislegtinnihald umræddra skilaboða ekki í sér samþykki fyrir einu né neinu. Þvert ámóti mátti stefnda treysta því að samskipti hennar við fasteignasala, sem bæriþá skyldu að lögum að gæta hagsmuna hennar í hvívetna, yrðu ekki notuð gegnhenni á þann hátt sem málatilbúnaður stefnanda ber með sér. Málsástæðu stefnanda um að vantalinveðbönd hafi engin áhrif sé harðlega mótmælt. Beinlínis verði talið að afmálatilbúnaði stefnanda hafi hann sjálfur alls ekki talið gagntilboðið bindandiþar sem stefnandi vísi til þess í stefnu að veðbandayfirlit hafi veriðundirritað degi eftir undirritun gagntilboðs. Í því sambandi megi reyndar bendaá að stefnandi haldi því á sama tíma fram að aðilar hafi kynnt sér öll gögn viðundirritun gagntilboðs og vísi þar í staðlaða samningsskilmála sem algengir eruí kauptilboðum og kaupsamningum. Þá segi á síðu 7 í stefnu að „Þá þegar hafistefnda vitneskju um veðbönd á eigninni ...“en þar sé verið að vísa í að undirritun hafi átt sér stað daginn eftir. Orðalagí stefnu leiði til þess að stefnanda var ljóst að stefnda hafði ekki vitneskjuum vantalin veðbönd áður en kom að undirritun þessari, sem stefnda hafi gert ígóðri trú um að allt væri með felldu í þessum viðskiptum. Hún einfaldlega hafimátt treysta fasteignasalanum. Að öllu framangreindu sögðu beri einnigað sýkna stefndu af öllum öðrum kröfum stefnanda, enda byggjast þær á þeirrilykilforsendu að kaupsamningur aðila sé í gildi. Til viðbótar tilvitnuðum lagaákvæðumbyggir stefnda á meginreglum samninga- og kröfuréttar. Einnig byggi hún ámeginreglum réttarfars um skýra og ljósa kröfugerð, sbr. d- og e-lið 1. mgr.80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þá er byggt á lögum nr.40/2002, um fasteignakaup, og lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991.Málskostnaðarkrafastefndu byggir á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, einkum á 3.mgr. 129. gr., sbr. 1. mgr. 130. gr. laganna. Stefnda krefst þess að viðákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til áhrifa virðisaukaskatts, sbr. lögnr. 50/1988. Stefnda nýtur gjafsóknar samkvæmtgjafsóknarleyfi, útgefnu 7. júlí 2016, og krefst þess að málskostnaður verðidæmdur eins og málið sé eigi gjafsóknarmál.IV.Niðurstaða Fyrir liggur að gagntilboð sem stefndagerði stefnanda var samþykkt og undirritað af aðilum þann 25. nóvember 2015. Ísamningi aðila voru fyrirvarar, auk þess sem áskilið var að fyrir lægiyfirlýsing húsfélags sem leggja átti fram innan fimm virkra daga frá samþykkigagntilboðs. Ágreiningur aðila snýr ekki að yfirlýsingu húsfélags. Fyrirvarivar um greiðslumat stefnanda og svar við því skyldi liggja fyrir innan 15virkra daga frá samþykki gagntilboðs, ella hefði seljandi heimild til að riftatilboðinu. Jason Guðmundsson, löggiltur fasteignasali og eigandifasteignasölunnar Mikluborgar, sem annaðist sölumeðferð eignar stefndu, bar ívitnaskýrslu við aðalmeðferð að greiðslumatið hefði legið fyrir innantilskilins frests. Lánveitnandi hafi hringt í stefnanda 14. desember 2015 oghann hefði svo tilkynnt sér þetta símleiðis sama dag. Seljanda væri í slíkumtilvikum kynnt niðurstaðan, ýmist með tölvupósti eða símleiðis. Varðandifyrirvarann um sölu fasteignar stefnanda innan 20 daga þá hafi samþykktkauptilboð í hana legið fyrir 25. nóvember og þeim fyrirvara hafi því veriðrutt úr vegi þar sem komin var á sala á eigninni. Jason Kr. Ólafsson,aðstoðarmaður fasteignasala á Mikluborg, sem tók niður tilboð stefndu og var ísamskiptum við stefndu eftir að gagntilboð var undirritað, gaf einnig skýrsluvið aðalmeðferð. Hann kvaðst hafa hitt stefndu og farið yfir stöðu mála og húnhafi verið látin vita að fjármögnun kaupanna væri klár af hálfu stefnanda. Húnhafi ekki gert neinar athugasemdir og hann hafi aldrei grunað að stefnda myndiekki standa við samninginn eða haft uppi mótbárur fyrr í lok febrúar 2016. Í gagntilboði var jafnframt áskilnaðurfrá stefnanda um að fyrst yrði farið í kaupsamning um eign stefnanda áður enfarið yrði í kaupsamning um Skeljagranda. Líta verður svo á að stefnandi hafiþarna verið að tryggja sig fyrir því að þurfa ekki að inna greiðslu af hendivið undirritun kaupsamnings fyrr en hann hefði fengið greiðslu við kaupsamningum sölu eignar sinnar með því að fá samþykki stefndu fyrir því. Ekki verðurhins vegar litið svo á að stefnanda hefði ekki verið heimilt að leysa þáfjármögnun með öðrum hætti. Ekki verður því fallist á með stefndu að hér sé umað ræða fyrirvara sem falli undir 8. gr. fasteignakaupalaga og leiði til þessað kaupsamningur falli niður að liðnum tveimur mánuðum frá því að hann komst á. Vitnið, Jason Guðmundsson fasteignasali,bar við aðalmeðferð að öll lánaskjöl hefðu verið tilbúin af hálfu stefnandafyrir lok desember 2015 og þær tafir sem urðu á því að gengið var tilkaupsamnings hafi stafað af láni, upphaflega að fjárhæð 3.500.000 kr., útgefnu26.1.2007, hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna sem hvíldi á 5. veðrétti umræddrarfasteignar stefndu, sem stefnda byggir á að samþykki sitt fyrir veðsetningu áhafi verið falsað. Stefnda byggir á því að við tilboðsgerðog samþykki tilboðs hafi veðskuldir, sem fram komu á veðbandayfirliti veriðvantaldar, sem og á söluyfirliti eignarinnar eignarinnar, Veðbandayfirlit hafiverið sótt einum degi eftir undirritun gagntilboðsins og henni kynnt það fyrstþá. Jason Guðmundsson fasteignasali bar að undantekningarlaust lægju öll gögn,svo sem veðbandayfirlit, þinglýsingarvottorð og söluyfirlit, fyrir viðundirritun tilboða og kaupsamning. Þá sé tekið fram í 16. gr. kaupsamnings aðaðilar hafi við tilboðsgerð og samþykki tilboðs kynnt sér gaumgæfilega gögn semteldust hluti af kaupsamningi og undir tilboðið ritar stefnda þann 25. nóvember2015. Veðbandayfirlit, dags. daginn eftir, er framlagt í málinu og á það ritarstefnda upphafsstafi sína og ekkert liggur fyrir um að hún hafi þá gert athugasemdirvarðandi þetta atriði, enda mátti henni sem eiganda fasteignarinnar vera ljósthvaða veðbönd hvíldu á henni. Þá liggur fyrir í málinu kæra þáverandi lögmannsstefndu, dags. 21. september 2015, vegna meintra brota gegn ákvæðum 1. mgr.155. gr. almennra hegningar laga, nr. 19/1940, þar sem fram kemur aðnafngreindur aðili hafi án vitundar og heimild stefndu fært inn nafn hennar áumrætt veðskuldabréf, sem hvílir á 5. veðrétti. Enginn vafi leikur þannig á þvíað stefndu var fullkunnugt um að umrætt lán hvíldi á eigninni. Fram kom ívitnisburði Jasonar Guðmundssonar að algengt væri að fólk kysi að birta ekkiöll áhvílandi lán í söluyfirliti þar sem það færi í birtingu á netinu. Ástæðaþess að í gagntilboði vantaði veðskuldir væri að tilboðið væri prentað vélræntút úr söluyfirlitinu. Alkunna væri að við frágang kaupsamnings hefðu oft orðiðbreytingar á veðböndum frá tilboðsgerð og jafnvel komin fjárnám á eignir, en úrslíkum málum væri leyst við kaupsamningsgerð. Vitnin Jason Guðmundsson fasteignasali,Jason Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður fasteignasala, og Ólafur Finnbogason,löggiltur fasteignasali hjá Mikluborg, báru allir við aðalmeðferð að í janúarog febrúar 2016 hefði verið unnið að því að leysa vandamál varðandi áhvílandilán hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna í samvinnu við stefndu, stefnanda ogLífeyrissjóð verslunarmanna til þess að stefnda þyrfti ekki að greiða uppumrætt lán meðan kærumálið væri til meðferðar hjá lögreglu. Þegar lausn hafilegið fyrir, sem var á þá leið að lífeyrissjóðurinn féllst á að hleypa lánistefnanda fram fyrir sitt lán og að stefnandi gæti greitt af láninu þangað tilniðurstaða fengist í kærumálinu, hafi ekkert verið til fyrirstöðu um að gangafrá kaupsamningi. Ólafur Finnbogason bar við aðalmeðferð að hann hefði komið aðmálinu í janúar 2016 og þá hafi þeir átt fund með stefndu. Rædd hafi veriðóvissan með lífeyrissjóðslánið. Þá kvaðst hann hafa verið í símasambandi viðstefndu. Þá hafi hann verið í sambandi við Guðjón, tengdason hennar, sem húnmuni hafa leitað til varðandi aðstoð. Ólafur kvaðst hafa fengið símanúmerGuðjóns hjá stefndu og sent henni tölvupóst 12. febrúar 2016 þar sem stefnandivar farinn að ókyrrast og hafi viljað klára málið. Hann kvaðst hafa haftsamband við Guðjón eftir að stefnda hafði sent honum símanúmer hans um miðjanfebrúar og gert honum grein fyrir því að stefnda væri bundin af gagntilboðinu.Ólafur bar að stefnda hefði aldrei í ferlinu gert athugasemdir við fjármögnunstefnanda eða haldið fram að hún hafi ekki fengið tilkynningar varðandi fyrirvarana.Með vísan til framburð framangreindra vitna er ósönnuð sú fullyrðing stefndu ígreinargerð að henni hafi fyrst orðið kunnugt um að stefnandi héldi fast viðefndir á samningi aðila þann 20. febrúar 2016. Í aðilaskýrslu við aðalmeðferð bar stefndaþví við að hún hefði síðast verið í sambandi við fasteignasöluna í febrúar 2016og hefði litið svo á að málið væri úr sögunni. Stefnda kvaðst ekki hafa áttaðsig á því hvað verið var að ræða á tveimur fundum í janúar og febrúar 2016,þetta hafi verið of flókið. Þá kvaðst hún hafa verið erlendis 12.-20. febrúar2016 og ekki hafa verið boðuð til kaupsamningsfundar þann 10. mars 2016.Aðspurð kvað stefnda aðalástæðu þess að hún vildi ekki standa við samninginnvera umrætt lán hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Boðað var til kaupsamnings þann 10.mars 2016 og mætti stefnandi þar og lýsti yfir greiðslugetu og bauð framgreiðslu, en stefnda mætti ekki. Ekkert liggur fyrir um það í málinu aðstefnda hafi gert athugasemdir við það að sér hafi ekki verið tilkynnt um aðfyrirvörum í samningi aðila hafi verið mætt, fyrr en með bréfi lögmanns hennar1. mars 2016. Í tölvupósti, dags. 26. febrúar 2016, staðfesti Jason Guðmundssoní svari við fyrirspurn þáverandi lögmanns stefndu að öllum fyrirvörum kaupsamningshefði verið mætt, fyrirvari um fjármögnun og greiðslumat hefði fallið niður 14.desember 2015 og samþykkt kauptilboð í eign stefnanda hafi legið fyrir þann25.11.2015. Þá lagði hann til að stefnt yrði að kaupsamningi á mánudeginum áeftir. Það var síðan fyrst, sem áður segir, með bréfi lögmanns stefndu, dags.1. mars 2016, að stefnda lýsir því yfir að hún telji sig ekki bundna aðundirritun kauptilboðs, dags. 25.11.2015. Þar er byggt á því að stefnandi hafiekki uppfyllt þau skilyrði og þá fyrirvara sem tilgreindir hafi verið ítilboði. Þá er vísað til þess að veðbönd hafi verið vantalin í kauptilboði.Stefnda rifti því kauptilboði, dags. 25.11.2015. Hefði stefnda ætlað að bera fyrir sigað fyrirvörunum hafi ekki verið mætt hefði hún þurft að gera það strax eðafljótlega eftir að þeir runnu skeið sitt á enda, en hún var í samskiptum viðfasteignasöluna allt til 15. febrúar 2016 og sýndi með því af sér tómlæti. Þáþykir ósannað að stefnda hafi ekki notið leiðsagnar starfsmanna fasteignasölunnar,en fyrir liggur að þeir lögðu í umtalsverða vinnu við að leysa vandamálvarðandi umrætt lífeyrissjóðslán á fasteign stefndu. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr.40/2002, um fasteignakaup, er samningur um kaup á fasteign bindandi þegarskriflegt tilboð hefur verið samþykkt af móttakanda þess með undirskrift, endafelist í því skuldbinding um greiðslu tiltekins kaupverðs og afhendingufasteignar. Að því virtu sem að framan er rakið komst á bindandi kaupsamningurum fasteignina Skeljagrandi 2, 107 Reykjavík, eignarhluti merktur 010201,fastanúmer 2023694, með undirritun stefndu og stefnanda þann 25. nóvember 2015.Þá liggur fyrir skv. framansögðu að fyrirvörum í tilboði var mætt. Þrátt fyrirað ekki komi fram í samþykktu gagntilboði fjárhæð umræddrar veðskuldaráhvílandi á 5.veðrétti umræddrar fasteignar þá liggur fyrir lausn á því málisem ekki er íþyngjandi fyrir stefndu eða leiðir til slíks óhagræðis fyrirstefndu að það væri í verulegu ósamræmi við hagsmuni stefnanda af því að fáréttar efndir, sbr. 31. gr. fasteignakaupalaga, nr. 40/2002. Með vísan tilþessa verður fallist á 1. dómkröfu stefnanda eins og nánar greinir í dómsorði. Varðandi fjárkröfu stefnanda þá gerirhann kröfu um greiðslu stimpilsektar vegna þinglýsingar á samþykktu gagntilboði,þar sem skv. 8. gr. laga nr. 138/2013 kemur fram að álag greiðist til viðbótarstimpilgjaldi ef gjaldskylt skjal er afhent til þinglýsingar eftir eindaga, semer tveimur mánuðum eftir að það er undirritað. Dráttur á því að gengið væri tilkaupsamningsgerðar var af ástæðum er vörðuðu stefndu en stefnanda hefði verið ílófa lagið að þinglýsa umræddu skjali innan frestsins til þess að komast hjágreiðslu álags á stimpilgjald. Stefnda verður því sýknuð af þessari kröfustefnanda. Stefndi gerir kröfu um að stefnda greiði sér kostnað sem hann hafilagt út vegna leigu á geymslu fyrir búslóð sína frá frá 4. mars 2016 til 31.maí 2016, samtals 118.862 kr., þar sem til þessa kostnaðar hefði ekki komið efstefnda hefði ekki rift gagntilboðinu með ólögmætum hætti. Fallast ber á þessakröfu með vísan til 30. gr., sbr. 34. gr. laga nr. 40/2002, um fasteignakaup.Stefnda greiði stefnanda þessa fjárhæð með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr.frá því mánuði eftir þingfestingu þessa máls til greiðsludags. Ekki verður hins vegar fallist á kröfustefnanda um greiðslu leigu að álitum, þar sem ekki liggur fyrir um aðstefnandi hafi innt af hendi leigu en hann kveðst búa hjá foreldrum sínum, ogverður stefnda því sýknuð af þessari kröfu. Að fenginni þessari niðurstöðu ber aðdæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað eins og nánar greinir ídómsorði. Gjafsóknarkostnaður stefndu, þar meðtalin málflutningsþóknun lögmanns hennar, telst hæfilega ákveðinn eins og nánarer kveðið á um í dómsorði. Vegna embættisanna dómara hefuruppkvaðning dóms dregist umfram frest skv. 115. gr. laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála. Aðilar eru sammála dómara um að ekki sé þörf áendurflutningi málsins.ÞórðurClausen Þórðarson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.Dómsorð: Stefnda, Hulda Björk Ingibergsdóttir,gefi út afsal til stefnanda, Jóhannesar Braga Björnssonar, fyrir eignarhlutamerktum 010201, fastanúmer 2023694, í fasteigninni Skeljagranda 2, 107Reykjavík, ásamt öllu sem fylgir og fylgja ber að engu undanskildu, þ.m.t.tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum, gegn greiðslu stefnanda á36.500.000 kr. allt í samræmi við undirritað gagntilboð aðila, dags. 25.nóvember 2015. Stefnda greiði stefnanda 118.862 kr.með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá 15. janúar 2016 til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda 1.900.000 kr.í málskostnað. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, þarmeð talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Jóhannesar Más Sigurðarsonarhdl., 1.700.000 kr., greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 9/2018 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur | Staðfestur var úrskurður Landsréttar þar sem máli S á hendur L hf. var vísað frá Landsrétti á þeim grundvelli að kæra hefði ekki borist héraðsdómi fyrr en að liðnum kærufresti samkvæmt 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Benedikt Bogason, Greta Baldursdóttirog Karl Axelsson og Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari.Sóknaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 4. apríl 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 21. mars 2018, þar sem málisóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá Landsrétti. Kæruheimilder í 2. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, sbr. a. lið 1. mgr. 167.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili „óskar eftir að máliðfái efnislega meðferð fyrir Landsrétti eða Hæstarétti.“ Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín takafyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðarverður hann staðfestur.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður erstaðfestur.ÚrskurðurLandsréttar 21. mars2018.LandsréttardómararnirKristbjörg Stephensen, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H.Vilhjálmsson kveða upp úrskurð í máli þessu.Málsmeðferðog dómkröfur aðilaVarnaraðiliskaut málinu til Landsréttar með kæru 27. febrúar 2018,sem barst réttinum næsta dag. Kærður er úrskurður HéraðsdómsReykjaness 1. febrúar 2018 í máli nr. Z-10/2017, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að úthlutun uppboðsandvirðis vegnafasteignarinnar að Álfkonuhvarfi 59 í Kópavogi, fastanúmer [...], yrði breyttþannig að tryggingabréf á 4. veðrétti yrði dæmt ógilt og þinglýsing þess umleið ógilt. Kæruheimild er í 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu.2Sóknaraðilikrefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og framangreind krafa hanstekin til greina. „Þá komi sá hlutur úthlutunar sýslumanns til“ sóknaraðila. 3Varnaraðilihefur ekki látið málið til sín taka fyrir Landsrétti.NiðurstaðaLandsréttar4Viðuppkvaðningu hins kærða úrskurðar á dómþingi 1. febrúar 2018 var sótt þing afhálfu beggja málsaðila. Í þingbók kemur fram að gætt hafi veriðleiðbeiningarskyldu gagnvart sóknaraðila sem er ólöglærður.5Í1. mgr. 79. gr. laga um nauðungarsölu er að finna ákvæði um málskot tilLandsréttar. Í 3. mgr. 79. gr. er tekiðfram að um kærufresti, kæruna sjálfa og meðferð hennar í héraði og fyrirLandsrétti og Hæstarétti gildi sömu reglur og um kæru í almennu einkamáli. Í 1.mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála segir meðal annars að viljimaður kæra dómsathöfn skuli hann afhenda héraðsdómara skriflega kæru áður entvær vikur eru liðnar frá uppkvaðningu úrskurðar ef hann eða umboðsmaður hansvar þá staddur á dómþingi.6Kærasóknaraðila barst héraðsdómi 27. febrúar 2018, en eftir framangreindu hefði húnað réttu lagi þurft að berast eigi síðar en 15. þess mánaðar. Þar semkærufrestur var þannig liðinn þegar kæran barst héraðsdómi verður ekki hjá þvíkomist að vísa málinu frá Landsrétti.Úrskurðarorð:Máliþessu er vísað frá Landsrétti. |
Mál nr. 210/2017 | Ökutæki Líkamstjón Slysatrygging ökumanns Skaðabætur Gjafsókn | A krafðist viðurkenningar á bótaskyldu S hf. úr slysatryggingu ökumanns vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í meintu slysi við akstur á torfæruvélhjóli sínu við Bolöldu 6. júní 2014. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ekki hefði komið fram hvar nákvæmlega slysið hefði orðið og skorti því á að unnt væri að meta hvort A hefði sýnt af sér nægilega aðgæslu við akstur. Einnig var talið að líta yrði til þess að gögn málsins hefðu ekki borið annað með sér en að A hefði fyrst leitað til læknis vegna meiðsla, sem hann kvaðst hafa hlotið í slysinu, rúmum þremur mánuðum síðar. Var talið að þessi atriði ásamt öðrum leiddi af sér óvissu um hvort fullnægt væri skilyrðum fyrir bótaskyldu S hf. en fyrir því bæri A sönnunarbyrði. Þá var vísað til „Facebookfærslu“ vitnisins B frá 5. júní 2014, sem sagði að slysið hefði gerst 6. júní sama ár, þar sem fram kom að hann væri að förum frá landinu þann dag. Taldi Hæstiréttur að þetta og framburður annarra vitna hefði ekki aðeins valdið óvissu um hvort ætlað slys gæti hafa orðið eftir að vátrygging A hjá S hf. tók gildi 3. júní 2014, heldur hefði þetta einnig varpað í þeim mæli rýrð á trúverðugleika alls málatilbúnaðar A að óhjákvæmilegt væri að sýkna S hf. af kröfu hans. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslasonsettur hæstaréttardómari og Arngrímur Ísberg héraðsdómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 3. apríl 2017. Hann krefst sýknu afkröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem hann nýtur hér fyrir dómi.ISamkvæmt gögnum málsins mun stefndihafa keypt 29. maí 2014 sex ára gamalt torfæruvélhjól af gerðinni […] meðskráningarnúmeri […] og voru eigendaskipti skráð í ökutækjaskrá 4. júní samaár. Stefndi keypti hjá áfrýjanda 3. júní 2014 lögboðnar vátryggingar vegnavélhjólsins, þar á meðal slysatryggingu ökumanns. Mun stefndi áður hafa áttannað viðlíka vélhjól, sem hann hafi látið af hendi ásamt milligjöf í skiptumfyrir það fyrrnefnda, en ekkert liggur fyrir um hvar eldra vélhjól stefnda hafiverið vátryggt.Í málinu hefur verið lögð framútskrift úr sjúkraskrá stefnda, sem nær frá miðju ári 2013 fram til janúar2015. Þar verður meðal annars séð að stefndi hafi í mars 2014 leitað til læknisá heilsugæslunni […] vegna verkja í vinstri hné, en röntgenmynd af því hafi ekkertleitt óeðlilegt í ljós. Næst hafi stefndi komið 8. september 2014 á sömuheilsugæslu til læknis, sem færði þá meðal annars eftirfarandi í sjúkraskrána:„Verkur í hnjám. 2012 hnéskel úr lið. Lenti svo í motorhjólaslysi fyrir nokkrummánuðum síðan. Er aumur nú í báðum hnjám. Verkur þegar hann er að hlaupa. Sk –Aðeins vökvi. Mikill verkur við fulla flexion.“ Þess var getið að fengin yrði segulómunarrannsókná hnjám stefnda. Af sjúkraskránni verður ráðið að sú rannsókn hafi farið fram10. september 2014 og niðurstöður fengist úr henni 12. sama mánaðar. Þær hafiverið samhljóða varðandi bæði hnén og lýst þannig að „eðlilegt signal“ væri frábeini, enginn aukinn vökvi væri í liðum og væru liðþófar, krossbönd og „önnurhné ligament“ heil.Stefndi fyllti út 2. desember 2014eyðublað frá áfrýjanda um tjónstilkynningu vegna umferðarslyss, sem hann kvaðsthafa orðið fyrir „ca 10. júní“. Kom þar fram að slysið hafi orðið í Bolöldu áeftirfarandi hátt: „Var á krossara, datt og meiddist á hné.“ Lögregla hafi ekkikomið á vettvang, en sjónarvottur að slysinu hafi verið B. Merkt var íviðeigandi reiti á eyðublaðinu að stefndi teldi engan annan bera ábyrgð áslysinu og hafi hann hvorki verið undir áhrifum áfengis né lyfja. Stefndi hafi leitaðeftir læknismeðferð vegna slyssins „ca 20. júní 2014 ... fyrst á LSH svo áHeilsug. […] svo til sérfræðings“, sem væri nafngreindur bæklunarskurðlæknir.Um afleiðingar slyssins sagði að komið hafi í ljós eftir „ítarlegar rannsóknir... slitið krossband á hné (hægra)“. Stefndi hafi ekki orðið óvinnufær vegnaslyssins, en það myndi hafa áhrif á tekjur hans á tímabilinu frá janúar tilmars 2015, sem yrði skýrt síðar. Samhliða þessari tilkynningu undirritaðistefndi umboð handa áfrýjanda til gagnaöflunar, þar á meðal til að leitaupplýsinga og gagna frá læknum og sjúkrastofnunum.Á grundvelli framangreinds umboðs aflaðiáfrýjandi vottorða frá heilsugæslunni […] og áðurnefndum bæklunarskurðlækni. Ívottorði heilsugæslunnar 12. desember 2014 var greint frá upplýsingum, sem þarhafi legið fyrir um „slys sumarið 2014 án dagsetningar“, og voru það þær sömuog fram komu í færslum í sjúkraskrá, sem áður var getið. Í vottorðibæklunarskurðlæknisins 17. mars 2015 kom meðal annars fram að stefndi væri 19ára að aldri, hann legði stund á nám við tiltekinn framhaldsskóla og hafi unniðá […] samhliða því. Hafi stefndi leitað til læknisins 25. nóvember 2014 „vegnaafleiðinga slyss sem hann varð fyrir 06.06.2014.“ Að sögn stefnda hafi slysiðorðið á þann hátt að „hann keyrði torfærumótorhjól á braut við Bolöldu“, hannhafi dottið þar „líklega á 70-80 km hraða“ og strax fengið verki í hægra hné,en ekki meiðst að öðru leyti. Hann hafi leitað á slysadeild daginn eftirslysið, en þar hafi honum verið tjáð að „það væri um það bil sólarhrings biðeftir skoðun“. Með því að stefndi hafi ekki verið sárþjáður hafi hann ákveðið„að panta sér tíma á Heilsugæslunni […] og var skoðaður þar einhverjum dögumsíðar.“ Hann hafi þá verið „með mjög bólgið hné“ og hafi segulómunarrannsókn áþví farið fram 10. september 2014. Hafi sú rannsókn verið „upprunalega metinneikvæð m.t.t. áverka.“ Stefndi hafi unnið um sumarið í stálsmiðju og viðleiðsögn við laxveiðar. Hann hafi ekki misst úr vinnu vegna slyssins, en samtverið „alltaf með verki í hnénu“, sem honum hafi fundist gefa eftir. Þegarstefndi hafi komið til læknisins 25. nóvember 2014 hafi sá síðarnefndi skoðaðsegulómunarmyndirnar, sem teknar voru 10. september sama ár, og fundist „einsog fremra krossbandið sé slitið“. Hafi hann haft „samband við röntgenlækni íDomus Medica sem skoðar myndirnar upp á nýtt og kemur í ljós að krossbandið ergreinilega slitið.“ Vegna þessa hafi stefndi gengist undir „enduruppbyggingaraðgerð“á krossbandi í hægra hné hjá bæklunarskurðlækninum 21. janúar 2015. Stefndihafi síðan verið í þjálfun og „allur framgangur eðlilegur“, en endurhæfing viðaðstæður sem þessar tæki oft um níu mánuði til þess að sjúklingur kæmist „ásama stað og hann var fyrir slysið.“ Stefndi hafi ekki misst úr vinnu eftirslysið, en það hafi hann á hinn bóginn gert um fjögurra vikna skeið vegnaaðgerðarinnar. Teldi læknirinn að stefndi myndi ná sér að fullu.Áfrýjandi tilkynnti stefnda 25. mars2015 að hafnað væri bótaskyldu úr lögboðinni ökutækjatryggingu sökum þess aðósönnuð væru orsakatengsl milli ætlaðs slyss stefnda og þeirra meiðsla hans,sem greint væri frá í læknisfræðilegum gögnum. Vísaði áfrýjandi sérstaklega tilþess að stefndi leitaði „sannanlega ekki til læknis fyrr en 08.09.2014 eðaþremur mánuðum eftir meint slys.“ Stefndi óskaði eftir því með bréfi 4. júní2015 að áfrýjandi endurskoðaði þessa afstöðu sína á grundvelli þriggjavottorða, sem stefndi hafi aflað. Var þar í fyrsta lagi um að ræða vottorð B,sem kvaðst hafa verið með stefnda „þegar hann datt á hjólinu sínu ... í byrjunjúní 2014 í Bolöldu“, en stefndi hafi „greinilega meitt sig illa í hnénu og varmjög kvalinn“ og hafi þeir haldið heim í framhaldi af því. Í öðru lagi varvottorð frá móður þáverandi kærustu stefnda, sem lýsti því að hann hafi komið áheimili hennar eftir mótorhjólaferð með vinum sínum, þar sem hann hafi dottiðog meitt sig illa. Hún hafi sent stefnda á bráðamóttöku, þar hafi verið löngbið og hann því komið aftur, en hann hafi farið „nokkru seinna á Heilsugæsluna […]þar sem hann var skoðaður.“ Í þriðja lagi var vottorð frá manni, sem kvaðsthafa unnið með stefnda sumarið 2014, en stefndi hafi sagt honum í júní á þvíári að hann hafi „dottið illa í Bolöldubrautinni við litlu kaffistofuna ogmeitt sig á hné.“ Hafi sést greinilega að stefndi væri meiddur, hann hafikveinkað sér af og til og verið haltur allt sumarið. Áfrýjandi tilkynntistefnda 25. júní 2015 að fyrri afstaða sín til bótaskyldu stæði óbreytt.Höfðaði stefndi því mál þetta 16. desember sama ár og krafðist þess aðviðurkennd yrði bótaskylda áfrýjanda vegna tjóns stefnda af völdumumferðarslyss, sem hann hafi orðið fyrir 6. júní 2014. Með hinum áfrýjaða dómivar sú krafa tekin til greina.IIVið úrlausn málsins er þess að gæta aðsem fyrr segir var lögregla ekki kvödd á vettvang slyssins, sem stefndi kveðsthafa orðið fyrir 6. júní 2014 við akstur á torfæruvélhjóli sínu við Bolölduskammt frá Suðurlandsvegi austan við Sandskeið, en þar mun vera aðstaða fyrirsvonefndar akstursíþróttir í torfærum. Eins og málið liggur fyrir virðast ekkiaðrir hafa verið staddir á vettvangi en stefndi og félagi hans B. Lýsing þeirrafyrir dómi á nánari atvikum að slysinu var um margt óljós, en stefndi kvað þá Bhafa tekið hringi á akstursbraut og undir lok þess hafi hann misst stjórn áhjóli sínu á moldarhólum, dottið og fundið strax fyrir verkjum „í löpp“. Hafihann þá ekið á um 50 til 60 km hraða á klukkustund, en eins og áður var getiðhafði fyrrnefndur bæklunarskurðlæknir eftir stefnda í vottorði sínu að hraðinnhafi verið á milli 70 og 80 km á klukkustund. Ekki hefur komið fram hvar þettahafi nákvæmlega gerst á svæðinu fyrir torfæruakstur. Skortir því mjög á að unntsé að meta hvort stefndi hafi sýnt nægilega aðgæslu við akstur, en á það beráfrýjandi brigður og getur ekki annar en stefndi borið af því halla. Verðurjafnframt að líta til þess að gögn málsins bera ekki annað með sér en aðstefndi hafi fyrst leitað til læknis vegna meiðsla, sem hann kveðst hafa hlotiðí þessu slysi, rúmum þremur mánuðum síðar eða 8. september 2014, en eins ográðið verður af áðursögðu greindi stefndi ranglega frá þessu bæði ítjónstilkynningu til áfrýjanda og frásögn, sem bæklunarskurðlæknir hafði eftirhonum í vottorði sínu. Þrátt fyrir þetta báru vitni, sem stefndi leiddi fyrirdóm, að hann hafi kvartað undan verkjum og eftir atvikum gengið haltur allt fráþví að atvik þetta hafi gerst. Stefndi tilkynnti ekki áfrýjanda um ætlað tjónfyrr en 2. desember 2014, þegar liðið var nærri hálft ár frá því að hann kveðurslysið hafa orðið, en ekkert hefur komið fram um að hann hafi leitað á þvístigi eftir lögreglurannsókn á slysinu þótt um síðir væri. Öll þessi atriðileiða af sér óvissu um hvort fullnægt sé skilyrðum fyrir bótaskyldu áfrýjanda,en fyrir því ber stefndi sönnunarbyrði.Án tillits til þess, sem nú hefurverið getið, er til þess að líta að þegar stefndi leitaði loks til læknis 8.september 2014 var sem áður greinir haft eftir honum að hann hafi orðið fyrirslysi á vélhjóli „fyrir nokkrum mánuðum síðan“ og í tjónstilkynningu tiláfrýjanda 2. desember sama ár sagði að þetta hafi gerst „ca 10. júní“. Ívottorði bæklunarskurðlæknisins var á hinn bóginn í fyrsta sinn haft eftirstefnda að slysið hafi orðið 6. júní 2014 og hefur verið byggt á því ímálatilbúnaði stefnda, þar á meðal í dómkröfu hans, svo og í aðilaskýrslu hansfyrir dómi. Fyrrverandi kærasta stefnda bar fyrir dómi að hann hafi orðið fyrirslysinu 6. júní 2014, en nánar spurð um hvernig hún gæti verið fullviss um þádagsetningu svaraði hún: „Ég man bara eftir að þetta gerðist í byrjun júní,eftir mína útskrift. Ég útskrifaðist 30. maí.“ Fyrir dómi kvað móðir hennaratvikið hafa gerst í júní 2014, en ekki minntist hún hvenær það hafi nánarverið í þeim mánuði. Faðir stefnda sagðist í vitnaskýrslu ekki muna nákvæmlegahvenær slysið hafi orðið, en stefndi hafi keypt vélhjólið í lok maí 2014 oghafi þetta gerst „fljótlega eftir það ... kannski viku síðar.“ B, sem var aðeigin sögn og eftir framburði stefnda á vettvangi þegar slysið á að hafa orðið,sagði fyrir dómi að þetta hafi gerst 6. júní 2014, en það styddi hann við aðhann væri „með Facebookfærslu þennan dag“ og hafi hann verið „bara að finna þaðáðan.“ Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi lagt fram svonefnda „útprentun affacebook síðu [B]“. Samkvæmt því, sem þar kemur meðal annars fram, færði B á þessasíðu upplýsingar 5. júní 2014 um að hann væri þá á förum fráKeflavíkurflugvelli til Palma de Mallorca á Spáni og verður ekki annað séð aföðrum færslum á síðunni en að hann hafi enn verið erlendis 17. sama mánaðar. Ekkivar þar minnst á nokkuð, sem að öðru leyti gæti tengst atvikum þessa máls. Aðþessu virtu getur ekki staðist að stefndi hafi orðið fyrir slysi 6. júní 2014 áþann hátt, sem hann hefur byggt á í málinu, en eftir áðurgreindum framburðifyrrverandi kærustu hans og föður verður jafnframt að miða við að það gætiheldur ekki hafa verið eftir 17. sama mánaðar. Veldur þetta ekki aðeins óvissuum hvort ætlað slys geti hafa orðið eftir að vátrygging stefnda hjá áfrýjandatók gildi 3. júní 2014, heldur varpar þetta einnig í þeim mæli rýrð átrúverðugleika alls málatilbúnaðar stefnda að óhjákvæmilegt er að sýknaáfrýjanda af kröfu hans.Málskostnaður í héraði og fyrirHæstarétti verður látinn falla niður. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnaðstefnda verður látið standa óraskað, en um þann kostnað hans hér fyrir dómi fersamkvæmt því, sem í dómsorði greinir.Dómsorð:Áfrýjandi, Sjóvá-Almennar tryggingarhf., er sýkn af kröfu stefnda, A.Málskostnaður í héraði og fyrirHæstarétti fellur niður.Ákvæði hins áfrýjaða dóms umgjafsóknarkostnað stefnda skal vera óraskað. Allur gjafsóknarkostnaður hansfyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknunlögmanns hans, 700.000 krónur.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16.janúar 2017. Mál þetta, sem dómtekið var hinn21. nóvember sl., var höfðað fyrir dómþinginu af A, […], á hendurSjóvá-Almennum tryggingum hf., með stefnu áritaðri um birtingu 16. desember2015. Dómkröfur stefnanda eru þær aðviðurkennd verði bótaskylda stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., úrslysatryggingu ökumanns hjá stefnda, á tjóni stefnanda vegna umferðarslyss semhann lenti í 6. júní 2014. Þá krefststefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda, að teknu tilliti tilvirðisaukaskatts, eins og máið væri eigi gjafsóknarmál. Dómkröfur stefnda eru þær aðhann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til aðgreiða honum málskostnað, að skaðlausu, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Gætt var ákvæða 115. gr. laganr. 91/1991, um meðferð einkamála, áður en dómur var kveðinn upp.II Stefnandi kveður málavexti veraþá að hann hafi, hinn 6. júní 2014, verið staddur á skipulögðu mótorkrosssvæðií Bolöldu í Jósepsdal ásamt félaga sínum, B.Stefnandi hafi ekið nokkra hringi á mótorkrossbraut svæðisins er hannhafi skyndilega misst stjórn á bifhjóli sínu nr. […] með þeim afleiðingum aðhann hafi fallið af bifhjólinu og fengið þungt högg á hægra hnéð. Stefnandi kveðst samstundis hafa kennt til íhægra hnénu og hafi í kjölfarið snúið heim, þar sem verkirnir hafi haldið áframað aukast. Daginn eftir, 7. júní 2014, hafistefnandi kennt svo mikið til í hnénu að hann hafi leitað á bráðamóttökuLandspítalans í Fossvogi. Þar hafistefnanda verið tjáð að sólarhringsbið væri eftir læknisaðstoð og hafi hann þvífarið heim en í kjölfarið pantað tíma hjá lækni á Heilsugæslunni […]. Eftir beiðni heimilislæknis við Heilsugæsluna[…] hafi stefnandi verið sendur í segulómunarrannsókn hinn 10. september2014. Sú rannsókn hafi ranglega leitt íljós að ekki væri um neina varanlega ákverka að ræða á hægra hné stefnanda líktog stuttlega sé reifað í læknisvottorði C heilsugæslulæknis. Í því vottorði kemur fram að árið 2012 hafihnéskel stefnanda farið úr lið. Sáatburður hafi átt sér stað í fótboltaleik og hafi leitt til tjóns á hnéskelvinstri fótar líkt og fram komi í læknabréfi D frá 31. maí 2012. Um haustið 2014 hafi stefnandihaldið áfram að finna fyrir miklum verkjum í hægra hné ásamt máttleysi. Hann hafi fundið fyrir greinilegum einkennumum óstöðugleika og hafi reglulega misst mátt í hægri fæti. Stefnandi fór í læknisskoðun hjáE 25. nóvember 2014 og var það mat hans að fremra krossband í hægra hné værislitið. Í kjölfarið voru myndir úrsegulómskoðuninni frá 10. september 2014 skoðaðar að nýju og kom í ljós aðkrossbandið hefði þá verið slitið. Stefnandi fór í framhaldinu íaðgerð á hnénu hinn 21. janúar 2015.Stefnandi kveðst hafa misst fjórar vikur úr vinnu eftir aðgerðina, enhann hafi unnið í hlutastarfi í […].Stefnandi var í sjúkraþjálfun frá því að aðgerðin var gerð og fram áhaust 2015. Stefnandi tilkynnti stefnda umslysið 2. desember 2014. Stefndi hafnaðigreiðsluskyldu úr slysatryggingu ökumanns í tölvuskeyti til stefnanda 25. mars2015, á þeim grundvelli að skortur væri á gögnum sem sýndu nægilega fram áorsakatengsl milli bifhjólaslyssins og líkamstjóns stefnanda. Stefnandi aflaði í kjölfariðfrekari gagna í því skyni að sýna fram á orsakatengsl og óskaði í framhaldinueftir að stefndi endurskoðaði afstöðu sína til bótaskyldunnar. Stefndi hafnaði bótaskyldu í tölvuskeyti tilstefnanda, dagsettu 25. júní 2015, með sömu rökum. III Stefnandi byggir kröfu sína áþví að stefndi beri ábyrgð á slysi sem hann hafi orðið fyrir hinn 6. júní2014. Ágreiningslaust sé að stefnandihafi á þeim tíma verið tryggður lögboðinni slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92.gr. umferðarlaga hjá stefnda og hafi sú trygging verið keypt hjá stefnda. Stefnandi hafi fallið af bifhjóli sínu, semverið hafi í gangi og á ferð, þ.e. í notkun samkvæmt skilgreiningu 88. gr. umferðarlaga. Við slysið hafi stefnandi orðið fyrirlíkamstjóni. Hann hafi hvorki veriðundir áhrifum áfengis né annarra vímugjafa eða hafi hann viðhaft gáleysisleganakstur þegar slysið hafi átt sér stað.Samkvæmt öllu framangreindu hafi stefnandi því hlotið meiðsl við stjórnog notkun hins vátryggða bifhjóls en tjónsatburðurinn falli undirhugtaksskilgreiningu um slys. Samkvæmt 2. mgr. 92. gr.umferðarlaga og grein 10.1 í vátryggingarskilmálum tryggingarfélagsins tryggislysatrygging ökumanns, sem stefnandi hafi haft, stefnanda bætur fyrirlíkamstjón sem hljótist af slíkri notkun samkvæmt 88. gr. umferðarlaga. Um ákvörðun bóta fari eftir almennum reglumíslensks skaðabótaréttar samkvæmt 2. gr. og 12. gr. sömu skilmála. Stefnandi byggir á því að hann hafileitað sér frekari læknisaðstoðar og tilkynnt um tjónið um leið og hann hafigert sér grein fyrir að það hefði haft svo umtalsverðar afleiðingar. Þá verði það ekki metið stefnanda í óhag aðranglega hafi verið lesið úr myndgreiningu sem hann fór í haustið 2014 Stefnandi hafi sýnt fram áslysið með yfirlýsingum vitna, en ákverka og afleiðingar hafi verið sýnt fram ámeð læknisvottorðum og niðurstöðum myndgreiningarrannsókna. Orsakatengslin eigi stuðning í fyrirliggjandilæknisfræðilegum gögnum, framburði meðferðarlækna og framburði vitna, m.a. B,sem hafi orðið vitni að slysinu sjálfu.Af öllu framangreindu leiði að uppfyllt séu skilyrði fyrir greiðslustefnda á bótum úr slysatryggingu ökumanns og verði því að fallast áviðurkenningarkröfu stefnanda. Tjón stefnanda felist í þeimútlagða kostnaði sem hann hafi orðið fyrir vegna læknisheimsókna, aðgerðar ogsjúkraþjálfunar. Þetta fjártjón nemisamtals 132.156 krónum. Þá hafi stefnandiverið frá vinnu í fjórar vikur eftir aðgerðina 21. janúar 2015. Samkvæmt meðalárstekjum stefnanda síðustuþrjú ár nemi tímabundið atvinnutjón miðað við þann tíma 54.628 krónum, sbr.grófa samantekt á því tjóni stefnanda sem hann hafi þegar orðið fyrir. Þá hafi liðið samtals 229 dagar frá slysi ogfram að aðgerðinni 21. janúar 2015. Fráaðgerðinni og þar til skipulagðri endurhæfingu, samkvæmt vottorði F, hafilokið, hafi liðið 273 dagar. Efstefnandi verði talinn hafa verið veikur en ekki rúmliggjandi þennan tíma nemitjón hans 910.000 krónum. Stefnandi hafinú lokið skipulagðri endurhæfingu, en hafi ekki náð fullum bata. Mögulega þurfi stefnandi að undirgangast aðraaðgerð vegna slyssins. Varanlegarafleiðingar séu enn óljósar og muni stefnandi óska eftir að þær verði metnar afhálfu stefnda verði fallist á dómkröfu stefnanda í máli þessu, ásamtþjáningartímabili, tímabundnu atvinnutjóni og mögulegumframtíðarsjúkrakostnaði, reynist t.d. nauðsynlegt að gera aðra aðgerð áhnénu. Fyrirséð sé því að tjónið sémeira að umfangi en að framan greini. Krafist sé viðurkenningar ábótaskyldu þar sem ekki liggi fyrir nákvæmt mat á tjóni stefnanda. Samkvæmt gögnum málsins eigi þó að vera ljóstað hann hafi orðið fyrir líkamstjóni og fjárhagslegu tjóni sem stefndi beriábyrgð á og hafi stefnandi af því lögvarða hagsmuni að fá viðurkenningu ábótaskyldu stefnda, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála. Stefnandi hafi þannig sýntfram á að hann hafi orðið fyrir tjóni, gert grein fyrir því í hverju tjón hansfelist og enn fremur hver tengsl þess séu við slysið. Um lagarök vísar stefnandi tilumferðarlaga nr. 50/1987, aðallega 92. gr., sbr. 88. gr. þeirra laga, laga umvátryggingarsamninga nr. 30/2004, hlutaðeigandi vátryggingarskilmála, sem ogskaðabótalaga nr. 50/1993 og almennra reglna skaðabótaréttarins. Þá vísar stefnandi til 2. mgr. 25. gr. laganr. 91/1991, um meðferð einkamála. Kröfu um málskostnað byggirstefnandi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.IVStefndi byggirsýknukröfu sína á því að tjón stefnanda sé ósannað og að ósannað sé aðorsakatengsl séu milli þeirra líkamlegu einkenna sem stefnandi hafi ogmótorhjólaslyss við Bolöldu í júní 2014.Sönnunarbyrði um tjón, umfang tjóns og orsakatengsl hvíli á stefnanda. Þá krefjist stefndi einnig sýknu á þeim grundvelliað stefnandi hafi í umrætt sinn verið í aksturskeppni og að slysatryggingökumanns nái ekki til aksturskeppna.Loks krefjist stefndi sýknu á þeim grundvelli að stefnandi hafi í umrættsinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem hafi orðið til þess að hann hafifallið og því sé ábyrgð félagsins fallin niður. Engin samtímagögn liggi fyrirsem staðfesti áverka stefnanda eftir slysið og takmarkað magn af gögnum hafiverið lagt fram til stuðnings málatilbúnaði hans. Áverki stefnanda hafi verið slitið fremrakrossband á hægra hné. Slíkur áverki séalgengur og geti komið við minni háttar hnjask.Algengast muni vera að fremra krossbandið slitni við íþróttaiðkun engeti einnig orðið við venjubundin störf. Stefnandi hafi fyrst leitað tillæknis rúmum þremur mánuðum eftir að hann hafi dottið af mótorkrosshjóli sínuvið Bolöldu. Engin læknisfræðileg gögnstyðji að stefnandi hafi hlotið áverkann við þetta fall. Ýmislegt hefði getað valdið áverkanum fyrirfallið í júní eða eftir það. Til að sýnafram á orsakatengsl hefði stefnandi þurft að leita sér læknishjálpar straxeftir slysið. Raunar liggi enginsamtímagögn fyrir um þetta slys, nákvæmlega hvenær það átti sér stað og meðhvaða hætti. Lögregla hafi hvorki veriðkölluð á vettvang né sjúkrabifreið. Í þeimvottorðum sem liggi fyrir, bæði vottorð C og vottorði E, sé tekið fram aðstefnandi hafi lent í mótorhjólaslysi einhverjum mánuðum áður. Í þessum vottorðum séu læknarnir að hafaeftir stefnanda það sem hann telji vera orsök áverkanna en ekki að takasjálfstæða afstöðu til þess hvort áverkana sé að rekja til þessa tilteknaumferðarslyss eða ekki. Stefndi telur aðof langt hafi liðið frá slysi og þess tíma er hann hafi leitað til læknis vegnaeinkenna frá hné til að unnt sé að tengja einkennin slysinu. Sönnun um líkamstjón og orsakatengsl verðiekki byggð á einhliða frásögn stefnanda.Stefnandi hafi verið með lögboðna ökutækjatryggingu og slysatrygginguökumanns hjá stefnda. Stefnandi hafitekið trygginguna hjá stefnda þann 3. júní 2014 og tryggingin hafi fyrst tekiðgildi þann dag. Þar sem mjög sé á reikinákvæmlega hvenær stefnandi hafi orðið fyrir slysinu þá sé ekki einu sinnisannað að stefnandi hafi verið með tryggingu hjá stefnda á slysdegi. Sönnunarbyrðin um að stefnandihafi orðið fyrir tjóni, á þann hátt að falli undir lögbundnarökutækjatryggingar, hvíli á stefnanda.Stefnandi hafi hvorki getað sýnt fram á eða sannað að hann hafi orðiðfyrir slysi að Bolöldu né nákvæmlega hvenær það slys hafi átt sér stað. Stefnandi beri einnig sönnunarbyrðina fyrirþví að orsakatengsl séu á milli áverka og hins bótaskylda atviks. Stefnandi hafi ekki leitað til læknis fyrr enrúmlega þremur mánuðum eftir hið meinta slys og kvartað þá undan verkjum íbáðum hnjám. Það liggi fyrir aðstefnandi hafi átt við meiðsl að stríða í vinstra hné allt frá 2012. Engin gögn hafi verið lögð fram um ástandhægra hnés og hvort stefnandi hafi áður orðið fyrir hnjaski á því. Skorað sé á stefnanda að leggja framsjúkraskrá. Eina lýsingin sem liggi fyrir umtildrög slyssins sé að finna í læknisvottorði E, en þar segi: „Að sögn[stefnanda] muni slysið hafa orðið með þeim hætti að hann keyrðitorfærumótorhjólið á braut við Bolöldu. Hann datt í brautinni, líklega á 70-80km hraða“. Í gögnum málsins sé að finnamyndir af Bolöldu. Stefndi telur aðstefnandi hafi í umrætt sinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar hann hafikeyrt mótorkrosshjól á miklum hraða við þær aðstæður sem séu í Bolöldu. Nákvæmlega hversu hratt stefnandi hafi ekiðeða hvar hann hafi verið í brautinni þegar hann féll liggi ekki fyrir enda hafilögregla ekki verið kölluð á vettvang eða hafi verið fyllt út tjónaskýrsla umslysið. Stefnandi verði að bera hallannaf þeim sönnunarskorti sem uppi sé um aðstæður á brautinni og aðdragandaslyssins. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. ískilmálum um slysatryggingu ökumanns falli ábyrgð félagsins niður eða lækki efvátryggingaratburði hafi verið valdið af stórkostlegu gáleysi vátryggðs. Samkvæmt grein 23.2 í skilmálumum slysatryggingu ökumanns taki vátryggingin ekki til aksturskeppni nema umannað sé samið gegn viðbótargjaldi og áritað á skírteini. Stefndi telji líkur á að stefnandi hafi veriðí aksturskeppni á brautinni við Bolöldu er slysið hafi átt sér stað. Ómögulegt sé hins vegar fyrir stefnda aðsanna slíka fullyrðingu þar sem ekki hafi verið tilkynnt um slysið fyrr en sexmánuðum síðar. Stefndi telji því að snúaberi sönnunarbyrðinni við og það sé stefnanda að sanna að hann hafi ekki íumrætt sinn verið í aksturskeppni og að hann hafi í umrætt sinn ekki sýnt afsér stórkostlegt gáleysi við að aka allt of hratt á moldarbraut sem á séumargar krappar beygjur. Stefndi byggir varakröfu sína ásömu röksemdum og aðalkröfu sína. Stefndi mótmælir því ekki aðstefnandi eigi rétt á því, á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála, að fá skorið úr um tilvist og efni kröfu sinnar. Hins vegar mótmæli stefndi þeirri fullyrðinguí stefnu að stefnandi hafi orðið fyrir tímabundnu atvinnutjóni er hann hafi veriðfrá vinnu í fjórar vikur eftir aðgerð á hné sem framkvæmd hafi verið þann 21.janúar 2015. Í stefnu komi fram aðstefnandi hafi á þessum tíma verið í hlutastarfi hjá […] með námi. Engin gögn hafi verið lögð fram um þetta starfstefnanda eða staðfesting á að hann hafi orðið fyrir tímabundnu atvinnutjóniþar sem tekið sé mið af meðaltekjum stefnanda síðustu þrjú árin fyrirslys. Slíkir útreikningar hafi engalagastoð. Einnig mótmæli stefndi þvímati stefnanda að hann eigi rétt á þjáningabótum í 502 daga eftir slysið. Um lagarök vísar stefndi tilreglna skaðabótaréttar, umferðarlaga nr. 50/1988 og laga nr. 30/2004, umvátryggingarsamninga og vátryggingaskilmála. Kröfu um málskostnað byggirstefndi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. V Ágreiningur máls þessa lýtur að bótaskyldustefnanda. Aðila greinir á um hvortstefnandi hafi orðið fyrir slysi þann 6. júní 2014 við það að falla afmótorhjóli sínu. Stefnandi ber sönnunarbyrðifyrir því að stefndi sé greiðsluskyldur.Honum ber að sanna að hann hafi orðið fyrir slysi sem rakið verði tilnotkunar bifhjólsins samkvæmt 88. gr., sbr. 2. mgr. 92. gr. umferðarlaga nr.50/1987. Hér er ekki öðrumsönnunargögnum teflt fram en aðilaskýrslu stefnanda, vitnaskýrslum ogskriflegum vottorðum lækna af meiðslum hans. Stefnandi sleit krossband árið2014. Kveður hann að það hafi gerst viðþað að hann féll af bifhjóli sínu við akstur þess í Bolöldu 6. júní 2014. Stefndi hefur hafnað bótaskyldu þar semósannað sé að orsakatengsl séu á milli bifhjólaslyssins og líkamstjónsstefnanda. Meiðslum stefnanda er lýst ígögnum málsins. Samkvæmt framlögðulæknisvottorði E læknis, dagsettu 17. mars 2015, liggur fyrir að meðsegulómmyndun af hnénu, sem tekin var 10. september 2014 hafi komið í ljós aðstefnandi hafði slitið fremra krossbandið í hægra hné. Samkvæmt framburði B vinarstefnanda, hér fyrir dómi, var hann með stefnanda umrætt sinn. Staðfesti hann að stefnandi hefði fallið afbifhjólinu þar sem þeir hefðu verið að hjóla í Bolöldu í byrjun júní 2014. Kvað hann stefnanda hafa verið mjög kvalinneftir fallið. Við aðalmeðferð málsins gaf ogskýrslu G, sjúkraliði og móðir fyrrverandi kærustu stefnanda. Kvað hún stefnanda hafa komið á heimilihennar eftir mótorhjólaferð með vini sínum.Stefnandi hafi sagt að hann hefði dottið og meitt sig illa á fæti. Hún kvaðst hafa sagt honum að fara ábráðamóttöku Landspítalans, þar sem henni hafi litist illa á þetta. Hann hafi komið aftur þar sem biðtíminn þarhefði verið svo langur. Hann hafi svoseinna leitað á Heilsugæsluna […]. H, fyrrverandi kærastastefnanda, gaf og skýrslu við aðalmeðferð málsins. Kvaðst hún hafa farið með stefnanda ábráðamóttöku Landspítalans, eftir að hann hefði lent í mótorhjólaslysi 6. júní2014. Þar hafi þeim verið sagt aðsólarhringsbið væri eftir læknisþjónustu og hefði stefnandi því ákveðið að faraheim og sjá til hvort verkirnir myndu lagast.Hún kvaðst geta staðfest að þetta hefði verið í byrjun júní, þar sem húnmyndi eftir því að þetta hefði verið eftir að hún útskrifaðist úr skóla, semhefði verið 30. maí 2014. Þá gaf og skýrslu fyrrverandivinnufélagi stefnanda, I. Kvað hannstefnanda hafa sagt sér í júní 2014 að hann hefði dottið illa af mótorhjólisínu í Bolöldu og meitt sig á hné. Frásögn stefnanda af fyrrgreinduslysi og meiðslum af þess völdum hefur frá upphafi verið söm. Stefnandi kveðst hafa farið á bráðamóttökuLandspítalans eftir slysið en þar hafi honum verið sagt að sólarhrings bið værieftir læknaþjónustu svo að hann hafi ákveðið að fara heim og bíða og sjá tilhvort hann myndi jafna sig, en sú hafi ekki orðið raunin. Samkvæmt frétt sem birtist á mbl.is 11. júní2014, kemur fram að yfirlæknir bráðalækninga hefði sagt að föstudaginn 6. júníhafi aðsókn á bráðavaktina verið 40% yfir meðallagi, sem og að mikil aðsóknhafi verið þar alla þá helgi. Staðfestirfyrrverandi kærasta stefnanda, sem og móðir hennar, þessa frásögn hans. Samkvæmt skráðum gögnum leitaði stefnandiekki læknis fyrr en í september 2014, eins og áður greinir. Stefnandi reyndi ekki að afla sönnunargagna umatvikið, t.d. með því að kalla til lögreglu.Sú skýring hans að hann hafi talið að hann myndi jafna sig af meiðslunumer í sjálfu sér trúverðug og verður hann ekki látinn bera hallann af því. Meiðslum stefnanda er lýst ígögnum málsins og verður ekki dregið í efa að þau geti hafa hlotist við óhappþað sem stefnandi lýsir, en töluverðan slink þarf til að krossband slitni. Þegar þessi atriði eru virtverður einkum að horfa til þess samræmis sem er í atvikalýsingu stefnanda, semog framburði vitna, og þess að ekkert er fram komið sem veikir trúverðugleikahans. Hefur hann leitt nægar líkur aðþví að hann hafi slasast umræddan dag af völdum skráningarskylds ökutækis og aðþær líkur séu nægilega miklu meiri en líkur fyrir hinu gagnstæða til þess aðfallist verði á kröfu hans, en ekkert er fram komið í málinu sem bendir til aðstefnandi hafi sýnt af sér gáleysi umrætt sinn.Bótaskylda stefndaverður því viðurkennd eins og krafist er. Stefnandi hefur gjafsókn tilreksturs málsins fyrir héraðsdómi, samkvæmt gjafsóknarleyfi innanríkisráðherra,dagsettu 16. október 2015. Eftir þessari niðurstöðu ber aðdæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn700.000 krónur, og rennur í ríkissjóð. Við ákvörðun málskostnaðar hefur veriðlitið til virðisaukaskattsskyldu stefnanda. Gjafsóknarkostnaður stefnandagreiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, 700.000 krónur. Dóminn kvað upp HervörÞorvaldsdóttir héraðsdómari ásamt meðdómsmönnunum læknunum Guðna Arinbjarnar ogRíkarði Sigfússyni.D Ó M S O R Ð:Viðurkennd erbótaskylda stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., úr slysatryggingu ökumannshjá stefnda, á tjóni stefnanda, A vegna umferðarslyss sem hann lenti í 6. júní2014. Stefndi greiði700.000 krónur í málskostnað til ríkissjóðs.Gjafsóknarkostnaðurstefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun 700.000krónur. |
Mál nr. 23/2017 | Kæra Veðréttur Ábyrgð Fyrning Tilkynning Stjórnarskrá Eignarréttur Lánssamningur Ógilding samnings | G og K gáfu út tryggingarbréf til S hf. á árinu 2007 fyrir öllum skuldum L ehf. og veittu með bréfinu veðrétt í fasteign sinni. Bú L ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2012, en nafni félagsins hafði þá verið breytt í LP ehf. Lauk skiptum án þess að nokkuð fengist greitt upp í lýstar kröfur, þ. á m. kröfur sem féllu undir tryggingarbréfið. Við sölu fasteignar G og K féllst L hf., sem þá hafði tekið við öllum réttindum og skyldum S hf., á að aflýsa tryggingarbréfinu af fasteign þeirra gegn tiltekinni greiðslu af þeirra hálfu. Var greiðslan innt af hendi með fyrirvara um réttmæti kröfunnar. Að því er varðaði kröfu G og K um endurgreiðslu fjárhæðarinnar vísaði Hæstiréttur til þess að veðréttur í eign fyrnist ekki og hefðu þær fjárkröfur sem féllu undir tryggingarbréfið verið ófyrndar þegar greiðslan var innt af hendi. Fallist var á með G og K að að L hf. hefði vanrækt tilkynningaskyldu sína samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn. Á hinn bóginn var ekki talið að L hf. hefði sýnt af sér verulega vanrækslu í skilningi 2. mgr. 7. gr. laganna þannig að ábyrgð G og K teldist fallin niður. Loks var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að ekki væru efni til að ógilda eða víkja til hliðar skuldbindingu G og K eftir reglum samningaréttar sem þau báru fyrir sig. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu L hf. af kröfu G og K. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Benedikt Bogason hæstaréttardómari, Ása Ólafsdóttirlögmaður og Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 13. janúar 2017. Þau krefjastþess aðallega að stefnda verði gert að greiða þeim 15.054.200 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af 14.000.000 krónum frá 6. mars 2014 til 2. október sama ár, enaf 15.040.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara gera þau þá kröfuað stefnda verði gert að greiða þeim aðra lægri fjárhæð. Í báðum tilvikumkrefjast þau málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.IHinn 27. mars 2007 gáfu áfrýjendur út tryggingarbréf til SP-Fjármögnunarhf. fyrir öllum skuldum Leturprents ehf. Með bréfinu veittu þau veðrétt ífasteign sinni að Krossalind 24 í Kópavogi. Hámarksfjárhæð bréfsins nam10.000.000 krónum og var fjárhæðin bundin vísitölu neysluverðs, sem var þanndag 268 stig.Þær skuldbindingar Leturprents ehf. sem féllu undir tryggingarbréfið vorusjö fjármögnunarleigusamningar og einn kaupleigusamningur sem félagið gerði viðSP-Fjármögnun hf. til að fjármagna kaup á vélum og öðrum rekstrartækjum. Fjármögnunarleigusamningarnirvoru gerðir á tímabilinu 13. mars 2003 til 20. desember 2007. Allir voru þeir verðtryggðirmiðað við gengi erlendra gjaldmiðla, en tveir þeirra voru að hálfu leyti bundnirvísitölu neysluverðs. Samningar þessir voru í vanskilum frá síðari hluta árs2008 eða upphafi árs 2009. Kaupleigusamningurinn var gerður 19. ágúst 2009 ogmun hann hafa verið bundinn vísitölu neysluverðs. Hann fór í vanskil 1. októbersama ár. Öllum þessum samningum var rift með bréfi SP-Fjármögnunar hf. 1.desember 2009. Í kjölfarið fékk félagið þau tæki og tól sem samningarnir tóku tilafhent með beinni aðför.Með samþykki Fjármálaeftirlitsins 8. júní 2011 var SP-Fjármögnun hf.sameinað stefnda og tók hann við öllum réttindum og skyldum félagsins frá 1.janúar það ár.Bú Leturprents ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 3. október 2012, ennafni félagsins hafði þá verið breytt í LP 2007 ehf. Lýstar kröfur í búið námusamtals 187.083.861 krónu, en þar af námu kröfur stefnda samtals 169.268.225krónum. Af þeirri fjárhæð voru kröfur vegna fyrrgreindrafjármögnunarleigusamninga og kaupleigusamningsins samtals 142.659.305 krónur.Skiptum búsins lauk 14. desember 2012 án þess að nokkuð fengist greitt upp ílýstar kröfur.Með kaupsamningi 24. september 2013 seldu áfrýjendur fyrrgreinda fasteignsína að Krossalind 24. Af því tilefni fóru þau þess á leit við stefnda aðtryggingarbréfinu 27. mars 2007 til SP-Fjármögnunar hf. yrði létt af eigninni.Eftir nokkur samskipti milli aðila var bréfinu aflýst gegn því að áfrýjendurgreiddu 14.000.000 krónur til stefnda. Fór greiðslan fram 6. mars 2014, en húnvar innt af hendi með fyrirvara um réttmæti kröfunnar, auk þess sem því varlýst yfir að endurkröfu yrði beint að stefnda. Þegar áfrýjendur stóðu skil áþessari greiðslu nam uppreiknuð hámarksfjárhæð tryggingarbréfsins 15.518.656krónum.Með aðilum er ágreiningslaust að fjármögnunarleigusamningarnir milliLeturprents ehf. og SP-Fjármögnunar hf., sem tryggingarbréf áfrýjenda tók til, vorulánssamningar en ekki leigusamningar. Í samræmi við það endurreiknaði stefndi undirrekstri málsins í héraði kröfur eftir samningunum að því leyti sem þeir fólu ísér lán í íslenskum krónum bundið við gengi erlendra gjaldmiðla í andstöðu við13. og 14. gr. laga nr. 38/2001. Tók sá útreikningur mið af því að greiddirvextir hefðu falið í sér fullnaðargreiðslu og yrðu ekki hækkaðir fyrir liðnatíð. Þá voru ekki reiknaðir vextir frá því samningunum var rift 1. desember2009 þar til kröfur voru endurútreiknaðar miðað við 30. júní 2015. Að þessugættu og að teknu tilliti til andvirði eigna sem stefndi tók til sín í kjölfarriftunar námu eftirstöðvar samninganna 38.323.636 krónum. Þá námu eftirstöðvarkaupleigusamningsins, sem féll undir tryggingarbréfið, 12.044.271 krónu miðaðvið 18. nóvember 2013.IIÁfrýjendur gera í fyrsta lagi kröfu um að fá endurgreiddar þær 14.000.000krónur sem þau greiddu til stefnda 6. mars 2014 gegn því að tryggingarbréfinu27. mars 2007 yrði létt af fasteign þeirra. Í öðru lagi gera þau kröfu um að fágreiddar 1.054.200 krónur sem svarar til kostnaðar við aðstoð lögmanns til aðgæta hagsmuna þeirra gagnvart stefnda vegna þessara lögskipta. Með hinumáfrýjaða dómi var síðari kröfuliðnum vísað frá dómi. Áfrýjendur kærðu ekki tilHæstaréttar frávísunarþátt héraðsdóms og sætir sá hluti dómsins ekkiendurskoðun Hæstaréttar, sbr. til hliðsjónar meðal annars dóm Hæstaréttar 3.júní 2010 í máli nr. 489/2009. Kemur því aðeins til úrlausnar krafa áfrýjendaum að fá endurgreitt það sem þau inntu af hendi til að tryggingarbréfinu yrðiaflýst af eign þeirra.Með tryggingarbréfinu stofnuðu áfrýjendur ekki til fjárkröfu gegn sérheldur veittu þau veðrétt í eign sinni til tryggingar kröfum á hendur þriðjamanni. Var því ekki um að ræða að þau gengjust í ábyrgð með persónulegriskuldbindingu sinni. Veðréttur í eign fyrnist ekki og þær fjárkröfur sem félluundir tryggingarbréfið voru ófyrndar þegar áfrýjendur inntu greiðslu sína afhendi. Samkvæmt þessu verður hafnað málsástæðum áfrýjenda sem reistar eru áfyrningu.Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn nær hugtakiðábyrgðarmaður í skilningi laganna til einstaklings sem hefur veðsett tilteknaeign sína til tryggingar efndum lántaka. Af 1. mgr. 7. gr. laganna leiðir aðlánveitanda ber að senda slíkum veðþola skriflega tilkynningu, svo fljótt semkostur er, meðal annars um vanefndir lántaka, ef bú hans hefur verið tekið tilgjaldþrotaskipta og eftir hver áramót með upplýsingum um stöðu láns sem fellurundir veðið. Þessar skyldur sem hvíla á lánveitanda eftir lögunum tóku tilskuldbindinga sem stofnað var til fyrir gildistöku þeirra, sbr. 12. gr.laganna. Þær hvíldu því á stefnda gagnvart áfrýjendum, en fyrir liggur í málinuað þeim var ekki sinnt allt þar til áfrýjendur báru sig sjálf upp við stefnda íþví skyni að fá umræddu tryggingarbréfi aflýst af eign þeirra, eins og fyrr errakið.Í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 segir að ábyrgðarmaður skuli veraskaðlaus af vanrækslu lánveitanda á tilkynningarskyldu samkvæmt 1. mgr. sömugreinar og ef vanrækslan er veruleg skuli ábyrgðin falla niður. Áfrýjendurbyggja málatilbúnað sinn á því að vanræksla stefnda á tilkynningarskyldu sinnigagnvart þeim hafi verið veruleg. Af þeim sökum hafi skuldbinding þeirrasamkvæmt tryggingarbréfinu fallið niður.Þegar áfrýjendur inntu af hendi greiðslu sína 6. mars 2014 að fjárhæð14.000.000 krónur nam uppreiknuð hámarksfjárhæð tryggingarbréfsins 15.518.656krónum. Einnig voru þær fjárkröfur sem bréfið tók til mun hærri en þessu nam,svo sem áður er komið fram. Samkvæmt þessu hélt stefndi ekki fram sínum ítrastarétti við uppgjörið gagnvart áfrýjendum.Með tryggingarbréfi áfrýjenda stofnaðist veðréttur í eign þeirra og erþar um að ræða eignarréttindi sem varin eru af 1. mgr. 72. gr.stjórnarskrárinnar. Að því gættu og með hliðsjón af orðalagi 2. mgr. 7. gr.laga nr. 32/2009 er ljóst að þau eignarréttindi stefnda geta ekki á grunni þesslagaboðs fallið niður að hluta til eða öllu leyti nema áfrýjendur leiði í ljósað stefndi hafi við beitingu réttinda sinna valdið þeim öðrum og meiri skaða entekið hefur verið tillit til í uppgjörinu gagnvart þeim, sbr. til hliðsjónardóm Hæstaréttar 5. nóvember 2015 í máli nr. 229/2015. Það hafa þau ekki gert ogverður því staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að stefndi hafi ekki sýnt af sérverulega vanrækslu í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009.Loks verður með skírskotun til forsendna héraðsdóms staðfest súniðurstaða að ekki séu efni til að ógilda eða víkja til hliðar skuldbindinguáfrýjenda eftir þeim reglum samningaréttar sem þau vísa til.Af öllu framangreindu leiðir að hinn áfrýjaði dómur verður staðfestur.Áfrýjendum verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstaréttieins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjendur, Gunnar Hilmar Sigurðsson og Kristín Hálfdánardóttir, greiðióskipt stefnda, Landsbankanum hf., 600.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17.október 2016.Mál þetta var höfðað hinn24. júní 2015 og dómtekið 22. september 2016.Stefnendur eru GunnarHilmar Sigurðsson og Kristín Hálfdánardóttir, bæði til heimilis að Laxatungu57, Mosfellsbæ. Stefndi er Landsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík. Stefnendur krefjast þess aðallega að stefndi verði dæmdur til aðgreiða þeim 15.054.200 krónur með hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af14.000.000 kr. frá 6. apríl 2014 til 2. október 2014, en af 15.054.200 kr. fráþeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi lægri fjárhæðar að matidómsins. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu aföllum kröfum stefnanda. Þá krefst hann málskostnaðar.I.MálavextirÞann 27. mars 2007undirrituðu stefnendur tryggingarbréf nr. 0149-63-000005 þar sem SP-Fjármögnun hf.var veitt veð í fasteign og venjulegu fylgifé fasteignar stefnenda aðKrossalind 24, 201 Kópavogi, fastanr. 222-8761. Hámarksfjárhæð samkvæmttryggingarbréfinu var 10.000.000 kr. og var sú fjárhæð vísitölutryggð miðað viðvísitölu neysluverðs til verðtryggingar miðað við grunnvísitöluna 268,0 stig.Með tryggingarbréfinu veðsettu stefnendur framangreinda eign fyrir skaðlausrigreiðslu á öllum núverandi og tilvonandi skuldum og fjárskuldbindingumLeturprents ehf. (síðar LP 2007 ehf.), við SP-Fjármögnun hf., hvort sem þærværu samkvæmt víxlum, skuldabréfum, fjármögnunarleigusamningum,kaupleigusamningum, rekstrarleigusamningum, eða hvers konar ábyrgðum, í hvaðaformi sem þær væru í og í hvaða gjaldmiðli sem var og hvenær sem er og hvortsem um væri að ræða höfuðstól, vísitölubætur, dráttarvexti, innheimtukostnað,vátryggingargjöld, lögfræðikostnað eða annað sem veðþola bæri að greiðaveðhafa. Hinar undirliggjandi skuldbindingar að baki tryggingarbréfinu voru sjöfjármögnunarleigusamningar, kaupleigusamningur og tékkareikningur. Fjármögnunarleigusamningarnireru tilkomnir vegna leigu á vinnuvélum og bifreið vegna reksturs Leturprentsehf. Allir samningarnir kváðu á um gengistryggingu leigugjalds við samsettagjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni. Tveir samninganna voru gengistryggðirvið samsetta gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni í 50% hlutfalli, en hinnhluti þeirra tveggja samninga var að öðru leyti gengistryggður miðað viðvísitölu neysluverðs. Samningarnir fóru allir í vanskil á árunum 2008-2009.Kaupleigusamningur nr.SKL-020061, dagsettur 19. ágúst 2009, snerist um kaupleigu nokkurra véla semáttu að vera í rekstri Leturprents ehf. Samningurinn fór í vanskil 1. október2009.Einnig lá að bakitryggingarbréfinu tékkareikningur sem Leturprent ehf. stofnaði 26. mars 2007við útibú stefnda að Laugavegi 77. Innstæðulausar færslur á reikningnum námu19.094.060 krónum hinn 21. janúar 2010 en þann dag var reikningnum lokað. Landsbankinn hf.eignaðist SP-Fjármögnun hf. að öllu leyti árið 2009, en frá árinu 2002-2009hafði bankinn átt 51% hlutafjár í félaginu. Þann 6. október 2011 varSP-Fjármögnun hf. sameinuð Landsbankanum hf. sem tók við öllum réttindum ogskyldum þess félags. Hinn 25. september 2013undirrituðu stefnendur kaupsamning vegna sölu fasteignar sinnar að Krossalind24 og var í samningnum gert ráð fyrir að stefnendur afléttu tryggingarbréfinusem þá hvíldi á 4 veðrétti eignarinnar. Fram kemur í stefnu að stefnendur hafiupphaflega óskað eftir því að tryggingarbréfinu yrði aflétt af eigninni. Illa hafigengið að fá svör við beiðni þeirra þrátt fyrir að hún hafi verið ítrekuð.Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum buðu stefnendur stefnda veðflutning af eignsinni að Krossalind 24, yfir á Laxatungu 57. Þeim umleitunum var svarað meðbréfi bankans hinn 18. nóvember 2013. Í kjölfarið áttu sér stað talsverðsamskipti milli lögmanns stefnenda og stefnda þar sem leitað var lausna ámálinu. Fór svo að lokum að stefnendur buðu stefnda 14.000.0000 kr. gegnafléttingu tryggingarbréfsins. Greiðslan var innt af hendi 6. mars 2014 meðfyrirvara um réttmæti kröfu stefnda og áskildu stefnendur sér rétt tilendurkröfu á hendur stefnda. Mál þetta höfðuðustefnendur í samræmi við framangreint til endurgreiðslu 14.000.000 kr. aukvaxta og skaðabóta.II.Málsástæður og lagarök stefnandaStefnendur byggjaaðalkröfu sína á því að stefndi hafi vanrækt að verulegu leytitilkynningarskyldu sína til stefnanda, skv. 1. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmennnr. 32/2009 og að af þeim sökum hafi ábyrgð stefnenda á skuldbindingumLeturprents ehf., fallið niður, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Sökumþessa annmarka telji stefnendur sig eiga rétt á endurgreiðslustefnufjárhæðarinnar auk dráttarvaxta og skaðabóta. Stefnendur vísa til þessað ákvæði a-d liðar 1. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 kveði á umskyldu lánveitanda til að tilkynna ábyrgðarmanni skriflega svo fljótt sem unnter um vanefndir lántaka, svo sem vegna vanskila og brottfalls annarratrygginga. Auk þess sé áskilið að tilkynna ábyrgðarmanni um hver áramót umstöðu lána sem hann er í ábyrgð fyrir, þ.m.t. vanskil og hversu mikil þau séu.Loks sé áskilið að tilkynna ábyrgðarmanni um gjaldþrot skuldara beri svo undir.Vísað er til þess að meginsjónarmið tilkynningarskyldu lánveitanda tilábyrgðarmanna sé að tilkynnt sé um öll þau atvik sem áhrif geti haft áforsendur ábyrgðar ábyrgðarmanni í óhag.Stefnendur telja stefndahafa brotið gegn framangreindum ákvæðum 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 endahafi hvorki fyrr né síðar verið uppfyllt tilkynningarskylda samkvæmt ákvæðunumgagnvart þeim. Lög nr. 32/2009 gildi um lögskipti aðila óháð því að tilábyrgðar hafi verið stofnað fyrir gildistöku þeirra, sbr. 12. gr. laganna. Gefið var úttryggingarbréf af hálfu stefnenda hinn 27. mars 2007 þar sem veitt var veð ífasteigninni Krossalind 24, Kópavogi. Veðsetningunni hafi verið ætlað aðtryggja skilvísa og skaðlausa greiðslu á öllum núverandi og tilvonandifjárskuldbindingum Leturprents ehf., við SP-Fjármögnun. Annar ábyrgðarmaðurhafi sama dag veitt veð í fasteign sinni að Sogavogi 126, Reykjavík tiltryggingar sömu skuldbindingum og var bréfi hans aflétt af eigninni án þess aðhann hefði tilkynnt stefnendum um það eins og honum hafi borið skylda til, sbr.b-lið 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Þessa vanrækslu á tilkynningarskyldu brjótií bága við 2. mgr. 7. gr. laganna. Stefnendur vísa til þessað þær skuldir sem tryggingarbréfi þeirra var ætlað að tryggja hafi byggst ágengistryggðum lánasamningum. Aldrei hafi þeim verið tilkynnt um stöðulánasamninganna eða endurútreikning þeirra. Hafi SP-Fjármögnun raunar aldreisýnt fram á að réttmætar kröfur á hendur Leturprenti ehf.,væru til staðar, semstefnendur bæru ábyrgð á.Óumdeilt sé aðskuldbindingar félagsins Leturprents ehf. hafi gjaldfallið þegar úrskurður umgjaldþrotaskipti á búi þess var kveðinn upp 3. október 2012. Stefnendur hafihvorki fengið tilkynningu um töku búsins til gjaldþrotaskipta þrátt fyrirlögboðna skyldu þess efnis, né hafi þeim verið tilkynnt um að gengið yrði aðveðinu til lúkningar gjaldfelldum skuldbindingum Leturprents ehf. Stefnendumhafi heldur ekki verið tilkynnt um framsal réttinda sem reist séu á meintriábyrgð þeirra þegar SP-Fjármögnun hf. var sameinuð stefnda 6. október 2011, sembrjóti í bága við 1. mgr. 3. gr. laga um ábyrgðarmenn. Erfitt hafi reynst að fáupplýsingar um undirliggjandi kröfur að baki tryggingarbréfi stefnenda þegarleitað hafi verið eftir því af hálfu stefnenda að tryggingarbréfinu yrði afléttvegna framkomins tilboðs í fasteign þeirra. Þrátt fyrir að stefnda værifullkunnugt um stöðu og vanskil undirliggjandi skuldbindinga varðandi téðtryggingarbréf og tilkynningarskyldu um stöðu og vanskil, var stefndiófáanlegur til að aflétta bréfinu. Það hafi ekki verið gert fyrr en tæpum 6mánuðum síðar þegar stefnendur lögðu 14.000.000 kr. inn á reikning stefnda, ená þeim tímapunkti hafi blasað við að kaupandi eignarinnar hugðist rifta kaupumvegna vandkvæða við afléttingu tryggingarbréfsins. Stefnendur vísa til þess aðþeir hafi greitt umrædda fjárhæð með þeim fyrirvara að þeir teldu ábyrgðinaniður fallna af þeim ástæðum sem byggt er á í málinu. Í ljósi fyrirvara semgerður var við greiðslu fjármuna til stefnda, teljist stefnendur einsýnt aðfallast beri á kröfur þeirra, sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn,og með vísan til 33. gr. og 36. gr. laga nr. 7/1936. Stefnendur teljajafnframt aðstöðumun aðila skipta sköpum við mat á 36. gr. laga nr. 7/1936.Ósanngjarnt væri og andstætt góðri viðskiptavenju af hálfu stefnda að reisarétt sinn á tryggingarbréfinu og krefjast greiðslu á grundvelli þess í ljósiþessa aðstöðumunar. Þá hafi stefndi hagnýtt sér þá aðstöðu sem upp var kominvarðandi fasteignaviðskipti stefnenda og gengið svo langt að fara fram áinnheimtuþóknun þó svo að kröfur að baki tryggingarbréfinu hafi aldrei verið íinnheimtuferli gagnvart stefnendum. Stefnendur hafi sjálfiraflað upplýsinga sem sýndu fram á að skuldari hafi greitt síðast afskuldbindingum sínum við SP-fjármögnun hf., á árinu 2009. Með vísan til þessahafi virst sem skuld gagnvart stefnendum sem ábyrgðarmönnum væru fyrndar, sbr.4. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905, um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, enengu að síður hafi stefndi hafnað að aflétta tryggingarbréfinu. Stefnendurskoruðu á stefnda að leggja fram gögn sem sýndu fram á hvenær síðasta greiðslavar innt af hendi af hálfu lántaka inn á þær skuldbindingar sem bréfinu varætlað að tryggja. Stefnendur hafi bent á að slíkar upplýsingar ættu að liggjafyrir í ljósi tilkynningarskyldu stefnda samkvæmt lögum 32/2009 og það að slíkgögn væru ekki nú þegar til staðar og þeim til reiðu, samræmdist ekki eðlilegumog heilbrigðum viðskiptaháttum og venjum á fjármálamarkaði, sbr. 1. mgr. 19.gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefnendur telja aðstæður málsinsog skort á viðhlítandi gögnum enn fremur ýta undir að víkja beri ábyrgð áhendur stefnendum á skuldbindingum Leturprents ehf. í heild til hliðar ágrundvelli 33. gr. og 36. gr. laga nr. 7/1936.Stefnendur byggjajafnframt á 30. gr. laga nr. 7/1936. Háttsemi stefnda hafi verið sviksamleg, þáeinkum síðar tilkomnar athafnir hans og háttsemi við undanfara að afléttingutryggingarbréfsins og greiðslu fjármuna stefnenda til stefnda. Stefndi hafihaft allar forsendur og upplýsingar um undirliggjandi skuldbindingar, ólíktstefnendum, auk þess að vera upplýstur um aðstöðu stefnenda til óréttmætraaðgerða stefnda. Þrátt fyrir það hafi stefndi hafnað því að afléttatryggingarbréfinu eða yfirfæra það á aðra eign og óskað í staðinn eftir því aðmeintar kröfur yrðu gerðar upp.Stefnendur krefjastendurgreiðslu 14.000.000 kr. sem lagðir voru inn á reikning í eigu stefnda hinn6. mars 2014 og dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 6. apríl 2014, sbr. 9. gr. sömu laga, þ.e. mánuði eftir aðyfirlýsing stefnenda var móttekin af hálfu stefnda.Stefnendur fara fram á aðstefndi bæti þeim tjón sem hlaust af kostnaði við afléttingu tryggingarbréfsinsen til þess réðu stefnendur sér lögmann. Kostnaður sökum þessa var 1.054.200kr. Orsakatengsl séu skýr milli saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefnda hvaðvarðar skort á lögboðinni upplýsingaskyldu gagnvart stefnendum í aðdragandaafléttingu tryggingarbréfsins. Varakröfu um greiðslulægri fjárhæðar að mati dómsins byggja stefnendur á sömu rökum og aðalkröfu.III.Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi mótmælir öllummálsástæðum og lagarökum stefnenda. Kröfu sína um sýknu byggir stefndi á því aðskuldbinding stefnenda samkvæmt tryggingarbréfi nr. 0149-63-000005 hafi falið ísér bindandi loforð og skilyrðum 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009, umábyrgðarmenn, og ákvæðum laga nr. 7/1936 sé ekki fullnægt. Stefndi hafi átt lögmætakröfu á hendur stefnendum samkvæmt tryggingarbréfinu sem stofnast hafi fyrirgildistöku laga nr. 32/2009, um ábyrgðarmenn, og þau kröfuréttindi verði ekkiskert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Þannig verði 2. mgr. 7. gr. laganr. 32/2009 ekki beitt með afturvirkum hætti, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Mótmælt sé verulegrivanrækslu á tilkynningarskyldu skv. a-d liðum 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009.Stefndi telji að við mat á því hvort skuldbinding stefnenda hafi verið fallinniður þurfi að fara fram heildstætt mat á atvikum málsins. Í því skyni beri aðlíta til þess að lög nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl2009, en fjármögnunarleigusamningar þeir er Leturprent ehf. gerði hafi allirfarið í vanskil fyrir gildistöku laganna. Stefndi mótmælir því aðvanræksla á að tilkynna stefnendum um aflýsingu tryggingarbréfs sem útgefið varaf öðrum ábyrgðarmanni og einnig stóð til tryggingar á skuldbindingumLeturprents ehf. við stefnda hafi verið veruleg. Gera verði greinarmun á annarsvegar þeirri aðstöðu þegar aðili er í persónulegri óskiptri ábyrgð með öðrumaðila sem losnar úr ábyrgð sinni af tilteknum ástæðum og hins vegar þeirri aðtveir aðilar séu í ótengdum sjálfstæðum ábyrgðum á skuldum sama aðila og annarlosnar undan ábyrgð sinni. Í tilviki aðila séu ábyrgðirnar með öllu ótengdarþótt til þeirra hafi verið stofnað sama dag. Stefndi telur að vanræksla átilkynningu um niðurfellingu þeirrar ábyrgðar hafi engin áhrif haft áréttarstöðu stefnenda og því hafi sú vanræksla á tilkynningu hvað það varðarekki verið veruleg í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Stefndi vísar til þess aðtilkynningar til stefnenda skv. a-d liðum 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 hafiekki gefið rétta mynd af stöðu skulda Leturprent ehf., vegna þess að síðar komí ljós að fjármögnunarleigusamningar félagsins fólu í reynd í sér lánasamningaþar sem tenging lánsfjárhæðar við gengi erlendra gjaldmiðla var óheimil. Vanrækslaá tilkynningum hafi því ekki haft áhrif á réttarstöðu þeirra.Stefndi vísar til þess aðþað hafi enga þýðingu í málinu að stefndi hafi ekki reynt að krefja stefnendurum greiðslu eða tilkynnt þeim að gengið yrði að veði til lúkningarskuldbindingum Leturprents ehf., í kjölfar gjaldþrots félagsins. Óvissa um þálánasamninga sem að baki kröfunni voru, hafi verið slík, að óvíst var hvortskuldbindingar félagsins myndu falla undir dómafordæmi Hæstaréttar Íslandssamkvæmt dómi réttarins frá 12. desember 2013, í máli nr. 430/2013 sem beðiðhafi verið eftir á þessum tíma. Þá hafi stefnendur vitaðaf bágri stöðu Leturprents ehf., og ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegnavanrækslu stefnda á tilkynningarskyldu skv. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Stefndi vísar til þess aðskuldir Leturprents ehf. hafi verið langt umfram virði tryggingarbréfsins.Þannig hafi útreikningar á skuldum samkvæmt fjármögnunarleigusamningum veriðhærri en uppreiknuð staða tryggingarbréfsins og því augljóst að nægar skuldirhefðu verið á bak við tryggingarbréfið. Stefndi bendir á að ekkihafi verið um að ræða brot við 1. mgr. 3. gr. laga nr. 32/2009 þegartryggingarbréfið og skuldir Leturprents ehf. voru framseldar frá SP-Fjármögnunhf. til stefnda, heldur hafi verið um að ræða samruna án skuldaskila og þettaþannig algerlega sameinað stefnda með yfirtöku eigna og skulda, ogSP-Fjármögnun um leið slitið.Stefndi vísar til þess aðaf hálfu stefnenda sé vanreifuð vísun til 33. gr. laga nr. 7/1936 enda ekkinánar tiltekið hvað það hafi verið sem þótti óheiðarlegt af stefnda, auk þesssem ósannað sé að ákvæðið eigi við. Þá sé mótmælt þeim fullyrðingum stefnendaað það hafi verið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju af hálfustefnda að reisa rétt sinn á umræddu tryggingarbréfi í skilningi 36. gr. laganr. 7/1936. Sérstaklega sé mótmælt þeirri staðhæfingu stefnenda að stefndi hafikrafist innheimtukostnaðar enda hafi 14.000.000 kr. sem reiddar voru af hendi,verið langt undir uppreiknaðri hámarksfjárhæð tryggingarbréfsins, hvort heldursem litið væri til uppreiknaðrar fjárhæðar bréfsins í september 2013 eða mars2014.Stefndi mótmælir því aðkröfur á hendur stefnendum sem ábyrgðaraðilum séu fyrndar skv. 4. tl. 3. gr.þágildandi laga nr. 14/1905, um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, sbr.28. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Stefndi bendir á að hannhafi átt veð í umræddri fasteign stefnenda og í þeim rétti hafi falistforgangsréttur til að leita fullnustu á kröfum Leturprents ehf., í hinniveðsettu eign, sbr. 1. tl. 1. gr. laga nr. 75/1997, um samningsveð. Ekki hafiverið um að ræða persónulegar ábyrgðir vegna skulda Leturprents ehf. heldur veðí fasteign til tryggingar á efndum skuldbindinga aðalskuldara. Veðsetningufasteignar sé ekki jafnað við ábyrgðarskuldbindingu. Því eigi 4. tl. 3. gr.laga nr. 14/1905 ekki við. Stefndi vísar til þess að skv. 3. mgr. 1. gr. laganr. 14/1905 fyrnist veðkröfur ekki ólíkt kröfum með persónulegri ábyrgð. Lög umábyrgðamenn nr. 32/2009 feli ekki í sér lagareglu sem tilgreini að leggja beriað jöfnu að öllu leyti réttarstöðu þessara aðila. Þá sé bent á aðfjármögnunarleigusamningar þeir er standi að baki kröfunni sem tryggingarbréfiðstóð til tryggingar á, hafi verið lánasamningar en ekki leigusamningar. Um lánfari eftir 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905, sbr. 28. gr. laga nr. 150/2007, aðþví leyti sem til skuldbindinganna var stofnað fyrir 1. janúar 2008, en eftir2. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007 að því leyti sem stofnað var tilskuldbindinganna eftir gildistöku laganna. Fjármögnunarleigusamningnum ogkaupleigusamningunum var rift þann 1. desember 2009 og því séu kröfurnarófyrndar. Um fyrningu á yfirdrætti á tékkareikningi fari eftir sömulagaákvæðum. Þá hafi reikningurinn verið gjaldfelldur 21. janúar 2010 og þvíljóst að krafan sé ófyrnd.Stefndi telur að almennartilvísanir til sérfræðiþekkingar og lögbundinnar skyldu um vönduð vinnubrögðhafi enga þýðingu fyrir úrlausn málsins. Sönnunarbyrði fyrir því að ógilda beriábyrgðarskuldbindingu hvíli á stefnendum og þeir hafi ekki sýnt fram á aðósanngjarnt hafi verið af hálfu stefnda að bera fyrir sig ábyrgð þeirrasamkvæmt tryggingarbréfinu. Hið sama gildi um önnur skilyrði 36. gr. laga nr.7/1936.Mótmælt sé staðhæfingumstefnenda um svik sbr. 30. gr. laga nr. 7/1936, enda hafi stefnendur ekki færtsönnur á svik í skilningi ákvæðisins. Þá sé því sérstaklega hafnað af hálfustefnda að hann hafi veitt rangar upplýsingar og beitt annars konar óréttmætumaðgerðum.Stefndi telur að tjónstefnenda sé ósannað auk þess sem skilyrðum skaðabóta sé ekki fullnægt.Stefnendur hafi ekki sýnt fram á hver hin saknæma háttsemi stefnda sé sem hafivaldið þeim tjóni. Þá hafi stefnendur ekki lagt fram viðhlítandi gögn kröfusinni til stuðnings. Þá sé ekkert orsakasamband milli ætlaðs tjóns og ætlaðrarsaknæmrar háttsemi.Dráttarvöxtum sé mótmælthvað varðar upphafstíma vaxtanna og framsetningu kröfunnar. Stefndi byggir varakröfusína á sömu lagarökum og málsástæðum og aðalkrafan byggir á.Niðurstaða Ágreiningur málsins lýturað því hvort stefnendur hafi losnað undan ábyrgð sökum meintrar vanrækslustefnda á tilkynningarskyldu skv. 1. mgr., sbr. 2. mgr., 7. gr. laga umábyrgðarmenn, nr. 32/2009. Einnig deila aðilar um hvort 33. og 36. gr. laga nr.7/1936 eigi við um háttsemi stefnda og losi þar með stefnendur undan ábyrgð. Þádeila aðilar um hvort ábyrgðarskuld hafi verið fyrnd og þannig fallin úr gildigagnvart stefndu. Jafnframt er uppi deila milli aðila um það hvort 30. gr. laganr. 7/1936 eigi við þar sem stefndi hafi beitt svikum í aðdraganda uppgjörs átryggingarbréfinu.Stefnendur byggja á þvíað óvíst sé um kröfurétt stefndu og vísa m.a. til yfirlýsingar sinnardagsettrar 6. mars 2014. Á þessa málsástæðu er ekki fallist enda sýna framlögðgögn að stefndi eigi lögmæta kröfu á hendur stefnendum á grundvellitryggingarbréfsins. Um allsherjarveð var að ræða sem náði til allraundirliggjandi skuldbindinga lántakanda eins og áður er lýst.Stefnendur vísa til þessað kröfur stefnda séu fyrndar skv. 4. tl. 3. gr. þágildandi laga nr. 14/1905,um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, sbr. 28. gr. laga nr. 150/2007, umfyrningu kröfuréttinda. Ljóst er að krafa stefnda takmarkaðist við veðandlagiðog var því í þeim skilningi ekki um persónulegar ábyrgðir að ræða, heldur veðtil tryggingar á efndum skuldbindinga lántakanda. Slíkri veðsetningu er ekkiunnt að jafna við ábyrgðarskuldbindingu skv. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 32/2009enda um að ræða veðrétt, sbr. 1. tl. 1. gr. laga nr. 75/1997. Um slíkar kröfurgilti 3. mgr. 1. gr. laga nr. 14/1905 í tíð eldri laga, en samkvæmt ákvæðinufyrnast veðkröfur ekki. Er því ekki fallist á að kröfur stefnda séu fyrndar.Lög um ábyrgðarmenn tókugildi 4. apríl 2009 en óumdeilt er að til allra undirliggjandi skuldbindingalántaka var stofnað fyrir gildistöku þeirra. Í 2. gr. laganna er fjallað umgildissvið þeirra og segir í 2. mgr. ákvæðisins að með ábyrgðarmanni sé átt viðeinstakling sem gengst persónulega í ábyrgð eða veðsetur tiltekna eign sína tiltryggingar efndum lántaka enda sé ábyrgðin ekki í þágu atvinnurekstrar ábyrgðarmannseða í þágu fjárhagslegs ávinnings hans. Í 12. gr. laga nr. 32/2009 segir aðlögin taki til ábyrgða sem stofnað var til fyrir gildistöku þeirra að frátöldum4. gr., 5. gr., 1. mgr. 6. gr. og 8. gr. Þar sem ekki reynir á ákvæði þessi erljóst að ákvæði 7. gr. um tilkynningarskyldu gildir um lögskipti aðila. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr.laga nr. 32/2009 skal lánveitandi, skv. a-lið ákvæðisins, senda ábyrgðarmanniskriflega tilkynningu svo fljótt sem kostur er um stöðu viðkomandi láns. Þáskal lánveitandi samkvæmt c-lið senda eftir hver áramót upplýsingar um stöðuláns sem ábyrgð stendur fyrir og yfirlit yfir ábyrgðir. Í 2. mgr. 7. gr. ersíðan kveðið á um að ábyrgðarmaður skuli vera „skaðlaus af vanrækslu“lánveitanda á tilkynningarskyldu skv. 1 mgr. og ef vanræksla er veruleg „skal ábyrgð falla niður“. Aðilar eru sammála um aðátt hafi sér stað vanræksla á tilkynningarskyldu stefnda í skilningi 1. mgr. 7.gr. laga nr. 32/2009 en greinir hins vegar á um hvort sú vanræksla hafi veriðveruleg. Óumdeilt er að fjármögnunarsamningar sem lántakandi undirgekkstvoru allir komnir í vanskil fyrir gildistöku laga nr. 32/2009. Bar því stefndaað senda stefnendum skriflega tilkynningu um vanefndir, skv. a-lið 1. mgr. 7.gr. laganna, eins fljótt og kostur var eftir gildistöku þeirra í apríl 2009.Það gerði hann ekki. Kaupleigusamningur sem var í íslenskum krónum var kominn ívanskil 1. október 2009 en engin tilkynning var send af því tilefni.Tékkareikningiaðalskuldara var lokað 21. janúar 2010 en hann var þá í 19.094.60 króna skuldog bar stefnda að tilkynna stefnendum um þá stöðu. Stefnda bar sömuleiðis umþau áramót að senda stefnendum upplýsingar um stöðu lána og yfirlit yfirábyrgðir samkvæmt d-lið 1. mgr. 7. gr. laganna. Þessa upplýsingaskyldu sínavanrækti stefndi sem og einnig þá síðarnefndu eftir áramótin 2011, 2012 og2013. Bú aðalskuldara var tekiðtil gjaldþrotaskipta þann 3. október 2012. Við það gjaldféllu allarskuldbindingar félagsins. Samkvæmt c-lið 1. mgr. 7. greinar laga nr. 32/2009bar stefnda að tilkynna stefnendum það sérstaklega, sem ekki var gert. Stefndi heldur því framað lögmæt kröfuréttindi verði ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf,sbr. 72. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944, um vernd eignarréttinda. Viðgildistöku laga nr. 32/2009 átti stefndi vissulega kröfuréttindi á hendurstefnendum sem nutu verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Sú skylda semstefnendur höfðu tekist á hendur með ábyrgð sinni samkvæmt tryggingarbréfinuhvíldi því enn á þeim. Eins og rakið hefur verið voru með lögunum hins vegarlagðar auknar skyldur á herðar stefnda, m.a. um upplýsingar til stefnenda semábyrgðarmanna enda var tilgangur laganna m.a. að tryggja vönduð vinnubrögðfjármálafyrirtækja þegar ábyrgðarmenn ættu í hlut. Eins og fram hefur komið sinntistefndi þessum skyldum sínum ekki og höfðu stefnendur frumkvæði að þeimsamskiptum sem leiddu að lokum til þess að þau inntu af hendi þá greiðslu semþau endurkrefja stefnda nú um. Um afleiðingar slíkrarvanrækslu á tilkynningarskyldu er fjallað í 2., 3. og 4. mgr. 7. gr. laga nr.32/2009. Í þeim tilvikum sem um verulega vanrækslu er að ræða gangaafleiðingarnar lengst og skal þá ábyrgð falla niður, sbr. 2. mgr. Samkvæmt 3.mgr. ákvæðisins verður ábyrgðarmaður ekki krafinn um greiðslur á dráttarvöxtumeða öðrum innheimtukostnaði lántaka sem fellur til eftir gjalddaga nema liðnarséu tvær vikur frá því að ábyrgðarmanni var sannanlega gefinn kostur á aðgreiða gjaldfallna afborgun. Þá getur lánveitandi samkvæmt 4. mgr. ákvæðisinsekki, þannig að gildi hafi gagnvart ábyrgðarmanni, gjaldfellt lán í heild sinninema ábyrgðarmanni hafi verið gefinn kostur á að greiða gjaldfallnar afborganirlánsins. Við mat á því hvort umverulega vanrækslu hafi verið að ræða í tilviki stefnenda verður að líta tildóma Hæstaréttar þar sem fjallað hefur verið um sambærileg álitaefni. Má íþessu sambandi nefnda dóma í málum 196/2015 og 229/2015. Í þeim málum háttaðisvo til að ábyrgðarmönnum hafði verið send tilkynning á einhverju stigi máls.Þá var lagt mat á það hvort ábyrgðarmönnum hefði verið gefinn kostur á að komahinum undirliggjandi skuldbindingum í skil skv. 4. mgr. 7. gr. laga nr.32/2009. Draga má þá ályktun af fyrrgreindum dómum að hafi það verið gert sélitið svo á að á ábyrgðarmönnum hvíli sú skylda að bregðast við með boði umgreiðslu ella hafi þeir firrt sig rétti til að bera fyrir sig 2. mgr. 7. gr.laga nr. 32/2009.Stefnendur veðsettufasteign sína með tryggingarbréfi fyrir greiðslum lántakanda og gat því ekkidulist tilvist ábyrgðarinnar. Stóð ábyrgð þeirra til tryggingar öllumskuldbindingum lántaka. Óumdeilt er að stefnendur óskuðu eftir því í september2013 að tryggingarbréfinu yrði aflétt í tengslum við sölu hinnar veðsettueignar. Af samskiptum stefnenda við bankann verður hins vegar hvergi séð aðeftir að ljóst var að við kröfu þeirra um afléttingu yrði ekki orðið hafi þauboðist til þess að standa skil á greiðslum sem komnar voru í vanskil að þvímarki sem ábyrgð þeirra svaraði til. Í síðasta lagi með bréfi stefnda 18.nóvember 2013 máttu þau vita að lántaki hafði verið úrskurðaður gjaldþrota ogallar kröfur fallnar í gjalddaga. Í fyrrnefndum dómiHæstaréttar í máli nr. 229/2015 var á það bent að kröfuréttindi til handastefnda í því máli væru eignarréttindi sem varin væru af 1. mgr. 72. gr.stjórnarskrárinnar. Í því ljósi, og með hliðsjón af orðalagi 2. mgr. 7. gr.laga nr. 32/2009, sé ljóst að þau eignarréttindi geti ekki fallið niður ágrundvelli umrædds lagaboðs nema sýnt sé fram á að stefndi hafi við beitinguréttinda sinna valdið ábyrgðarmönnum meiri skaða en bættur verður með úrræðum3. og 4. mgr. 7. gr. laganna. Var í því tilviki ekki talið að um verulegavanrækslu stefnda í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 væri að ræða.Ágreiningslaust er aðstefndi reiknaði hvorki dráttarvexti á kröfuna né krafði stefnendur uminnheimtukostnað, sbr. 3. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Urðu stefnendur þvíekki fyrir slíku fjártjóni. Þá hafa þau ekki sýnt fram á annað tjón sem rekjamá beint til vanrækslu á tilkynningarskyldu stefnda samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laganna.Að ofangreindu virtu, ogað öðru leyti með vísan til túlkunar Hæstaréttar á ákvæði 2. mgr. 7. gr. laganr. 32/2009, er ekki unnt að fallast á þá málsástæðu stefnenda að vanrækslastefnda hafi verið veruleg þannig að skuldbinding hans samkvæmt umræddutryggingarbréfi falli niður af þeim sökum.Stefnendur byggjamálatilbúnað sinn einnig á 36. gr., 33. gr. og 30 .gr. laga nr. 7/1936. Viðmálflutning var af hálfu stefnda mótmælt málsástæðum er lutu að 33. gr.laganna. Ekki er fallist á að málsástæður byggðar á 33. gr. hafi komið of seintfram enda beinlínis byggt á ákvæðinu í stefnu. Gögn málsins benda hins vegarekki til þess að sannað sé af hálfu stefnenda, að ógilda beriábyrgðarskuldbindingu þá er hvíli á stefnendum því ósanngjarnt eða andstætt góðriviðskiptavenju hafi verið af hálfu stefnda að bera fyrir sig ábyrgðina samkvæmttryggingarbréfinu. Hið sama á við um meinta sviksamlega háttsemi stefnda skv.30. gr. laga nr. 7/1936. Er því ekki fallist á málsástæður stefnenda er byggjaá fyrrgreindum ákvæðum laga nr. 7/1936.Stefnendur leituðulögfræðiaðstoðar eftir að þau óskuðu afléttingar veðsins af fasteign sinni.Krefja þau stefnda um kostnað vegna þess að fjárhæð 1.054.200 kr. enósundurliðaður reikningur þeirrar fjárhæðar var lagður fram í málinu. Krafan erlítt rökstudd og er til að mynda ekki rakið hvernig hinn umkrafðilögfræðikostnaður tengist skorti á tilkynningarskyldu stefndu. Þá skoraðistefndi á stefnendur í greinargerð sinni að leggja fram sundurliðaðatímaskýrslu en því var ekki sinnt. Krafa þessi er því vanreifuð og er hennivísað frá dómi.Með vísan til þess semrakið hefur verið í tengslum við aðalkröfu stefnenda verður ekki fallist ávarakörfu þeirra um lækkun á umkröfðum fjárhæðum að álitum. Samkvæmt því semrakið hefur verið verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir aðmálskostnaður á milli aðila falli niður.Sigríður Hjaltestedhéraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð:Stefndi, Landsbankinnhf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnenda, Gunnars Hilmars Sigurðssonar ogKristínar Hálfdánardóttur. Kröfu stefnanda umkostnað vegna lögfræðiaðstoðar 1.054.200 kr. er vísað frá dómi.Málskostnaður fellurniður. |
Mál nr. 328/2017 | Opinberir starfsmenn Embættismenn Niðurlagning stöðu Flutningur í starfi | P var skipaður lögreglufulltrúi hjá embætti sérstaks saksóknara í september 2011 og gegndi þeirri stöðu allt þar til hann hóf störf sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í október 2014. Reis í kjölfarið ágreiningur um hvort P hefði verið leystur frá embætti sínu hjá sérstökum saksóknara eða hvort hann hefði verið fluttur í annað embætti í skilningi 36. gr. laga nr. 70/1996 og ætti þar með rétt á að fá greiddan þann launamismun sem eftir var af skipunartíma hans í fyrra embættinu. Byggði P á hinu síðarnefnda og krafðist greiðslu fjárhæðar sem svaraði til launamismunarins á milli embættanna á tímabilinu frá því að hann tók við hinni nýju stöðu og þar til embætti sérstaks saksóknara var lagt niður í janúar 2016, auk þriggja mánaða biðlauna. Í héraði var krafa P tekin til greina. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til tveggja bréfa innanríkisráðuneytisins til P sem lágu fyrir í gögnum málsins. Taldi rétturinn að af þeim yrði ráðið að upphaflega hafi verið miðað við að staða P hjá sérstökum saksóknara yrði lögð niður en síðar verið fallið frá því og P þess í stað fluttur í umrædda stöðu hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Hefði hann því átt rétt á að fá greiddan þann launamismun sem eftir var af skipunartíma hans í fyrra embættinu auk biðlauna. Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari,Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari og Ingimundur Einarsson héraðsdómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. maí 2017. Hannkrefst aðallega sýknu afkröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti en til vara aðkrafan verði lækkuð og málskostnaður felldur niður.Stefndi krefststaðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Í gögnum málsins eru meðalannars tvö bréf innanríkisráðuneytisins til lögmanns stefnda. Í hinu fyrra, frá29. janúar 2015, sagði að í október 2014 hafi sérstakur saksóknari upplýst „aðunnið væri að því að flytja lögreglumennina til starfa hjá öðrum embættum svoekki kæmi til lausnar frá embætti ... Þann 30. október 2014 gengu hlutaðeigandiembætti frá flutningsbréfum fyrir umrædda lögreglumenn. Málalok urðu þau aðenginn var leystur frá embætti.“ Í hinu síðara, frá 23. febrúar 2015, sagði aðsamkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara „var flutningur lögreglumannannaliður í samkomulagi sem sneri að því að í stað þess að leggja niður störfþeirra, sem lið í niðurlagningu embættis Sérstaks saksóknara, yrði um að ræðaflutning í laus störf hjá öðrum löggæsluembættum.“ Að þessu athuguðu verðurfallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að við það verði að miða að upphaflega hafi sérstakursaksóknari ætlað haustið 2014 að leggja niður stöðu lögreglufulltrúa semstefndi gegndi og leysa hann þar með frá störfum, en frá því hafi verið fallið.Þess í stað hafi orðið að samkomulagi með sérstökum saksóknara oglögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að stefndi yrði með heimild í þágildandi1. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisinsfluttur í stöðu rannsóknarlögreglumanns hjá þeim síðarnefnda, en því varhrundið í framkvæmd með svonefndu flutningsbréfi lögreglustjórans 29. október 2014.Þar af leiðandi komi ekki til skoðunar málsástæður áfrýjanda sem lúta að reglumum niðurlagningu embættis eða lausn embættismanna frá störfum. Þar sem stefndi varfluttur í embætti sem var lægra launað en fyrra embætti hans átti hann réttsamkvæmt þágildandi 2. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996 á að fá greiddan mismunlaunanna þann tíma sem eftir var af skipunartíma hans í fyrra embættinu. Sátími markaðist af 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um embætti sérstakssaksóknara, sbr. 2. gr. laga nr. 82/2011, og skyldi því skipun stefnda standaþar til annað hvort kæmi til, að embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niðureða það sameinað annarri ríkisstofnun. Embætti sérstaks saksóknara var lagtniður 1. janúar 2016, sbr. 29. gr. laga nr. 47/2015. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr.laga nr. 135/2008 hefði stefndi að auki átt rétt til biðlauna í þrjá mánuði fráþeim degi að telja. Áfrýjanda bar þannig að greiða stefnda fjárhæð sem svaraðitil launamismunarins allt til 31. mars 2016. Fyrir Hæstaréttihefur áfrýjandi borið fram nýjar málsástæður fyrir varakröfu sinni um lækkun áfjárhæð kröfu stefnda. Samkvæmt 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála, sbr. 29. gr. laga nr. 49/2016, koma þær ekki til álita. Niðurstaðahins áfrýjaða dóms verður því staðfest.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrirHæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda, Páli Sigurðssyni, 750.000krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27.febrúar 2017IMál þetta, semdómtekið var 24. janúar 2016, er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 10. maí2016. Stefnandi er Páll Sigurðsson, Naustabryggju 1, Reykjavík, og stefndi erefnahags- og fjármálaráðherra, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík, f.h.íslenska ríkisins.Stefnandi krefstþess að stefnda verði gert að greiða honum 2.157.234 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 167.956krónum frá 1. mars 2015 til 1. apríl 2015, af 310.912 krónum frá þeim degi til1. maí 2015, af 478.868 krónum frá þeim degi til 1. júní 2015, af 686.613krónum frá þeim degi til 1. júlí 2015, af 914.108 krónum frá þeim degi til 1.október 2015, af 1.233.555 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2015, af1.461.050 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2016, af 1.640.096 krónum frá þeimdegi til 1. febrúar 2016, af 1.799.142 krónum þeim degi til 1. mars 2016, af1.978.188 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2016 en af 2.157.234 krónum fráþeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 73.210 krónum hinn 1. desember2015.Þá krefst stefnandiþess að stefnda verði gert að greiða honum málskostnað að teknu tilliti tilvirðisaukaskatts samkvæmt framlögðu vinnuyfirliti lögmanns stefnanda eða aðmati dómsins. Stefndi krefst þessaðallega að stefndi verði sýknaður af kröfu stefnanda og að stefnandi verðidæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Til vara er krafistlækkunar á dómkröfu stefnanda og að málskostnaður verði látinn niður falla.IIEmbætti sérstakssaksóknara var sett á fót með lögum nr. 135/2008. Samkvæmt 7. gr. laganna varembættinu upphaflega ætlað að starfa til 1. janúar 2011 en með breytingu álögunum með lögum nr. 82/2011 var starfstími þess lengdur til 1. janúar 2013.Ráðherra var þá heimilað að leggja niður embættið að þeim tíma liðnum meðframlagningu lagafrumvarps þess efnis, að fengnu áliti ríkissaksóknara. Í lögumnr. 135/2008 var tekið fram að ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmannaríkisins um fimm ára skipunartíma og biðlaunarétt tækju ekki til sérstakssaksóknara og að skipun hans félli niður þegar embættið yrði lagt niður eða þaðsameinað annarri ríkisstofnun. Þá var tekið fram að sérstakur saksóknari héldióbreyttum launum í þrjá mánuði frá þeim tíma. Með lögum nr. 82/2011 var bættvið ákvæði í 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 sem veitti heimild til þess aðskipa lögreglumenn til starfa við embættið. Sérstaklega var tekið fram aðákvæði lögreglulaga og laga um réttindi starfsmanna ríkisins um fimm áraskipunartíma og biðlaunarétt tækju ekki til þessara starfsmanna. Í ákvæðinu vareinnig tekið fram að skipun starfsmannanna félli niður þegar embætti sérstakssaksóknara yrði lagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun. Við þau málalokmyndu skipaðir lögreglumenn halda óbreyttum launakjörum í þrjá mánuði frá þeimtíma. Embætti sérstaks saksóknara var lagt niður með lögum nr. 47/2015 en löginfelldu úr gildi lög nr. 135/2015, um sérstakan saksóknara. Lög nr. 47/2015 tókugildi 1. janúar 2016, sbr. 29. gr. laganna.Stefnandi hefurstarfað sem lögreglumaður frá 1990, fyrst sem almennur lögreglumaður en frá1996 sem rannsóknarlögreglumaður. Hann var ráðinn sem lögreglufulltrúi tilembættis sérstaks saksóknara 1. september 2010 og var gerður við hannráðningarsamningur 13. desember 2011. Í ráðningarsamningnum er starfsheitisamkvæmt kjarasamningi þó sagt vera lögreglufulltrúi. Stefnandi var skipaðurlögreglumaður við embætti sérstaks saksóknara 1. september 2011 og síðanskipaður ótímabundið í embætti lögreglufulltrúa við sama embætti frá og með 1.mars 2012 í samræmi við 2. gr. laga nr. 82/2011. Í skipunarbréfinu var tekiðfram að skipun stefnanda félli niður þegar embætti sérstaks saksóknara yrðilagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun. Stefnandi gegndi embættilögreglufulltrúa til 29. október 2014 en hóf í kjölfarið störf semrannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild Lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu. Með bréfi sérstakssaksóknara, dagsettu 30. september 2014, var stefnanda, ásamt öðrumlögreglumönnum sérstaks saksóknara, tilkynnt um fyrirhugaða lausn hans fráembætti lögreglufulltrúa frá og með 1. nóvember 2014. Í bréfinu segir að ástæðaþessa sé fækkkun starfsmanna embættisins vegna lækkunar fjárheimildaembættisins á árinu 2015. Lögmaður stefnanda sendi sérstökum saksóknara,fjármálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu bréf þann 9. október 2014 þar semfyrirhuguðum uppsögnum stefnanda og nokkurra annarra lögreglumanna var mótmæltog færð rök fyrir því að þær væru ólögmætar. Þess var krafist að embættið féllifrá áformum sínum um að veita lögreglumönnunum lausn frá embættum sínum.Erindið var ítrekað 22. sama mánaðar. Með tövlupóstisérstaks saksóknara til stefnanda 28. október 2014 var stefnanda tilkynnt aðsamkomulag hefði náðst milli embættis hans og Lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu um að stefnandi flyttist í stöðu rannsóknarlögreglumanns hjásíðarnefndu embætti og yrði skipaður í þá stöðu frá og með 1. nóvember 2014.Yrði miðað við að stefnandi nyti óbreyttra kjara í þrjá mánuði frá og með 1.nóvember en að þeim tíma liðnum yrðu kjör hans samkomulagsatriði milli hans ogLögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfinu var tekið fram að til þess aðþetta fyrirkomulag gæti gengið eftir, yrði stefnandi að samþykkja tilhöguninasem fyrst. Stefnandi svaraði með tölvupósti sendum 29. október 2014 þar semhann féllst á að verða fluttur til í embætti en gerði þann fyrirvara að hannteldi niðurlagningu stöðu sinnar ólögmæta og áskildi sér rétt til þess aðkrefja embættið um greiðslu fullra launa þar til þrír mánuðir væru liðnir fráþví að skilyrði 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um niðurlagningu væri uppfyllt.Sérstakur saksóknari hafnaði fyrirvara stefnanda í töluvósti 30. október 2014og leit svo á að stefnandi hefði samþykkt flutninginn og að ekki yrði byggt áþeim atriðum sem nefnd væru í fyrirvaranum. Flutningsbréf fyrir stefnanda tilþess að vera rannsóknarlögreglumaður við embætti Lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu var gefið út af lögreglustjóranum 29. október 2014.Lögmaður stefnanda sendi bréf tilinnanríkisráðuneytisins þann 20. janúar 2015 þar sem þess var krafist aðbrugðist yrði við þeim kröfum sem settar hefðu verið fram í bréfi frá 9.október 2014. Ráðuneytið svaraði með bréfi, dagsettu 29. janúar 2015, þar sembent var á að umræddir lögreglumenn hefðu verið fluttir til í starfi með þeirrasamþykki og því hefði ekki komið til lausnar úr embætti. Lögmaður stefnandaítrekaði kröfur stefnanda 5. febrúar 2015 og krafðist þess að stefnanda yrðibætt það launatap sem hann varð fyrir vegna tilfærslu í starfi í samræmi viðfyrrgreint ákvæði laga nr. 135/2008 og skipunarbréf hans. Ráðuneytið svaraði bréfinuhinn 23. febrúar 2015 á sama veg og áður og ítrekaði þá afstöðu sína aðflutningur stefnanda hefði verið liður í samkomulagi til að koma í veg fyrir aðstöður lögreglumannanna yrðu lagðar niður sem hluti af niðurlagningu embættissérstaks saksóknara. Í stað þess væri um að ræða flutning í laus störf hjáöðrum lögregluembættum á grundvelli laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldurstarfsmanna ríkisins. Í bréfinu var bent á að forstöðumaður stofnunarinnar bæriábyrgð á þeirri stofnun sem hann stýrði og því ætti að beina erindum sem lytuað starfsmannamálum til hlutaðeigandi forstöðumanns. Þann 31. mars 2015sendi lögmaður stefnanda bréf til sérstaks saksóknara þar sem gerð var krafa umað embættið greiddi stefnanda full laun út skipunartíma hans hjá embættinu, ísamræmi við skýr ákvæði 2. gr. laga nr. 135/2008, þar til þrír mánuðir væruliðnir frá niðurlagningu embættis sérstaks saksóknara. Í bréfinu var tiltekiðað embætti sérstaks saksóknara hefði hvorki verið lagt niður né sameinaðannarri ríkisstofnun. Sérstakur saksóknari svaraði bréfinu með fyrirspurn tillögmanns stefnanda 8. maí 2015 um það, hvort því væri haldið fram að stefnandihefði ekki samþykkt að flytjast til í starfi með þeim áskilnaði að hann héldióbreyttum kjörum í þrjá mánuði frá tilfærslunni en að þeim tíma liðnum yrðukjör hans samkomulagsatriði milli hans og viðtökuembættisins. Í bréfinu varþeirri fyrirspurn einnig beint til stefnanda, hvort hann gæti hugsanlegasamþykkt að flutningur hans í starfi gengi til baka þannig að hann sneri tilfyrri starfa við embættið og myndi starfa þar e.a. fram að því að embættið yrðilagt niður, eins og til stæði. Lögmaður stefnanda svaraði bréfinu 1. júní 2015og tók fram að þegar lögreglumennirnir hefðu samþykkt að flytjast til í starfi,hefði verið gerður fyrirvari og áskilnaður um rétt þeirra til að sækja öllréttindi vegna kjaraskerðingar og/eða krefjast skaðabóta. Þann 1. september2015 sendi sérstakur saksóknari lögmanni stefnanda bréf þar sem kröfumstefnanda var hafnað og m.a. vísað til þess að starfsmenn embættisins gætu ekkihaft lögmætar væntingar um að starfa við embættið þangað til það yrði lagtniður. Jafnframt var ítrekuð sú afstaða embættisins að stefnandi hefði samþykktflutninginn á þeim kjörum sem í boði voru. Þá var tekið fram í bréfinu aðkröfugerðinni væri mótmælt tölulega. Lögmaður stefnanda ítrekaði kröfu hans meðbréfi til embættis sérstaks saksóknara, dagsettu 1. október 2015, þar semröksemdum sérstaks saksóknara í bréfi hans frá 1. september var mótmælt. Einsog áður er getið var mál þetta höfðað 10. maí 2016. IIIKröfum sínum tilstuðnings vísar stefnandi til þess að ljóst sé að hann hafi verið skipaðurótímabundið í embætti lögreglufulltrúa við embætti sérstaks saksóknara frá ogmeð 1. mars 2012 samkvæmt skipunarbréfi, dagsettu sama dag. Í skipunarbréfinusegi að með vísan til 2. gr. laga nr. 82/2011 skipi ríkislögreglustjóri hannlögreglufulltrúa við embætti sérstaks saksóknara frá 1. mars 2012. Þá segi þarjafnframt að skipunin falli niður „þegar embætti sérstaks saksóknara verðurlagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun, sbr. 2. gr. laganna“.Eins ogskipunarbréfið beri með sér sé ákvæði 3. mgr. 2. gr. laga nr 135/2008, sbr. 2.gr. laga nr. 82/2011, orðað með sama hætti og tekið fram að ákvæði lögreglulagaog laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna um fimm ára skipunartímaog rétt til biðlauna taki ekki til skipaðra lögreglumanna við embættið. Þá sé íákvæðinu sérstaklega tekið fram að skipunin falli niður þegar embætti sérstakssaksóknara verði lagt niður eða það sameinað annarri ríkisstofnun en viðkomandistarfsmenn haldi óbreyttum launakjörum í þrjá mánuði frá þeim tíma. Af ákvæðinuog skýru orðalagi skipunarbréfsins sé ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, aðstefnandi hafi verið skipaður ótímabundið í embætti og að skipun hans félliekki niður fyrr en embættið yrði lagt niður eða það sameinað annarriríkisstofnun.Stefnandi telurljóst að upphaflega hafi verið ætlun sérstaks saksóknara að leggja niðurembætti þeirra starfsmanna, sem hann teldi ofaukið hjá embættinu, með hliðsjónaf þeim fjárveitingum sem embættinu hafi verið ætlaðar í fjárlagafrumvarpiársins 2015. Eftir að lögmaður stefnanda hefði gert alvarlegar athugasemdir viðlögmæti niðurlagningar embættis, m.a. embættis stefnanda, hafi embætti sérstakssaksóknara hins vegar horfið frá þeim áformum og þess í stað kosið að umræddirlögreglumenn yrðu fluttir til annarra embætta hjá lögreglunni, í tilvikistefnanda í stöðu rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Stefnandi byggir áþví að ákvæði laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,gildi um starfsmenn embættis sérstaks saksóknara með þeim þröngu undantekningumsem sérstaklega séu orðaðar í lögum nr. 135/2008. Undantekningarnar lúti aðskipunartíma, sbr. 23. gr. laga nr. 135/2008, rétti starfsmanna til biðlauna ogskyldu til að auglýsa lausar stöður samkvæmt 7. gr. sömu laga. Ljóst sé aðönnur ákvæði laga nr. 70/1996 gildi um réttindi starfsmanna embættisins, þ.m.t.36. gr. laganna. Stefnandi byggir á því að ákvæði 2. mgr. 36. gr. laga nr.70/1996 eigi við í máli hans, enda hafi hann verið fluttur í embætti, sem hafiverið ver launað en fyrra embætti hans, svo sem framlögð gögn beri með sér.Hann eigi því rétt á því að fá greiddan launamismun þann tíma sem hafi veriðeftir af skipunartíma hans í fyrra embættinu. Samkvæmt framansögðu hafi skipunstefnanda fyrst fallið niður þegar embætti sérstaks saksóknara var lagt niður1. janúar 2016 með lögum nr. 47/2015. Stefnandi telur sig ennfremur eiga rétttil greiðslu þessa launamismunar í fulla þrjá mánuði eftir niðurlagninguembættis sérstaks saksóknara samkvæmt skýrum ákvæðum skipunarbréfs hans ogfyrirmælum 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008.Stefnandi bendir áað ekki hafi verið færð rök fyrir þeirri afstöðu sérstaks saksóknara oginnanríkisráðuneytisins, sem fram komi í svarbréfum þeirra, dagsettum 29.janúar 2015 og 1. september 2015, að stefnandi hafi með samþykki sínu áflutningnum afsalað sér þeim lögbundnu réttindum sem honum séu tryggð í 3. mgr.2. gr. laga nr. 135/2008 og í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996. Þá eigi súafstaða sér enga stoð í gögnum málsins. Stefnandi kveðst hafa samþykktflutninginn með þeim fyrirvara að hann áskildi sér rétt til þess að sækja bæturvegna ólögmætis ákvarðana embættisins, auk þess sem hann hafi tekið fram aðhann myndi sækja rétt sinn til vangreiddra launa vegna tilfærslu í starfi, sbr.2. mgr. 36. gr. laga nr. 70/1996. Stefnandi vísar til þess að umrædd lagaákvæðiséu skýr um rétt stefnanda og því hafi hann alla tíð haft lögmætar væntingartil þess að hann myndi halda fullum launum út skipunartíma sinn vegnaflutningsins í samræmi við ákvæði laganna og skýr fyrirmæli í skipunarbréfihans. Stefnandi bendir á að sérstakur saksóknari hafi einhliða tekið ákvörðunum að hunsa þá fyrirvara, sem stefnandi hafi sett við flutninginn, og að ekkertsamkomulag hafi legið fyrir um að stefnandi afsalaði sér umræddum réttindum.Þar sem um lögbundin grundvallarréttindi stefnanda sé að ræða, þurfi að liggjafyrir skýrt samkomulag ef víkja eigi frá þeim. Í þessu máli liggi þvert á mótifyrir skýr mótmæli stefnanda og fyrirvari hans um að hann muni sækja rétt sinnsamkvæmt ákvæðum laganna. Því sé ekki hægt að líta svo á að stefnandi hafisamþykkt að falla frá þessum rétti sínum.Krafa stefnandatekur mið af mismun á annars vegar raunverulegum launum hans eftir að hann varfluttur til í starfi í stöðu rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni áhöfuðborgarsvæðinu og hins vegar meðaltali þeirra launa sem hann hafði þegarhann starfaði við embætti sérstaks saksóknara síðastliðna fjóra mánuði áður enhann var fluttur til í starfi. Um sé að ræða launamismun frá nóvember 2014, þámánuði sem stefnanda hafi verið greidd lægri laun en hann hafði hjá embættisérstaks saksóknara fyrir flutninginn. Stefnandi kveðst taka mið afsamningsbundinni launahækkun, sem hafi tekið gildi 1. maí 2015, og hækkiviðmiðunarlaunin í samræmi við það frá því tímamarki. Ekki sé gerð krafa umgreiðslu launamunar þá mánuði sem stefnandi var í launalausu leyfi eða orlofi,þ.e. í júlí og ágúst 2015. Til frádráttar kröfu stefnanda komi 73.210 krónur ení nóvember 2015 hafi verið greidd út leiðrétting á kjörum stefnanda hjáLögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna launahækkunar sem hafi tekið gildi1. maí 2015. Laun stefnanda þann mánuð hafi numið samtals 843.482 krónum vegnaleiðréttingarinnar sem nemi 73.210 krónum umfram þau laun sem hann hefði hafthjá embætti sérstaks saksóknara. Samtals nemi launamismunur stefnanda átímabilinu 2.157.234 krónum og miðist stefnukrafan við þá fjárhæð. Stefnandi byggirfjárhæð endanlegrar stefnukröfu sinnar á eftirfarandi útreikningi:Laun hjá ESSLaun hjá LRHFull laun hjá ESSVangreidd launjúl.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. ágú.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. sep.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. okt.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. nóv.14 367.555 kr. 710.733 kr. - kr. des.14 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. jan.15 710.733 kr. 710.733 kr. - kr. feb.15 542.777 kr. 710.733 kr. 167.956 kr. mar.15 567.777 kr. 710.733 kr. 142.956 kr. apr.15 542.777 kr. 710.733 kr. 167.956 kr. maí.15 562.527 kr. 770.272 kr. 207.745 kr. jún.15 542.777 kr. 770.272 kr. 227.495 kr. júl.15 41.861 kr. 770.272 kr. ágú.15 - kr. 770.272 kr. sep.15 450.825 kr. 770.272 kr. 319.447 kr. okt.15 542.777 kr. 770.272 kr. 227.495 kr. nóv.15 843.482 kr. 770.272 kr. des.15 591.226 kr. 770.272 kr. 179.046 kr. jan.16 611.226 kr. 770.272 kr. 159.046 kr. feb.16 591.226 kr. 770.272 kr. 179.046 kr. mar.16 591.226 kr. 770.272 kr. 179.046 kr. Samtals 2.157.234 kr. Stefnandi vísarjafnframt til nánari tilgreiningar á útreikningi hans í framlögðum gögnum.Stefnandi kveður kröfu sína bera dráttarvexti frá greiðsludegi launa hversmánaðar sem fyrsti dagur næsta mánaðar eftir launamánuð.Um lagarök vísarstefnandi til laga nr. 135/2008, um embætti sérstaks saksóknara, lögreglulaganr. 90/1996 og laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.Um varnarþing vísast til 33. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og ummálskostnaðarkröfu til 129. og 130. gr. sömu laga. Um kröfu um virðisaukaskatter vísað til laga nr. 50/1988 og um dráttarvexti til laga nr. 38/2001, um vextiog verðtryggingu, einkum 6. og 9. gr. laganna.IVStefndi mótmælirkröfum og málatilbúnaði stefnanda og telur stefnanda ekki eiga rétt á greiðslulaunamismunar fyrir umrætt tímabil og því beri að sýkna stefnda af kröfustefnanda. Stefndi leggur áherslu á að lögreglumenn teljist til embættismanna,sbr. 7. tl. 22. gr. laga nr. 70/1996. Almenna reglansé sú að lögreglumenn séu skipaðir til fimm ára, sbr. 23. gr. laganna og 28.gr. lögreglulaga, líkt og almennt gildi um embættismenn, nema annað sé tekiðfram í sérlögum. Þá sé það almennt verklag að í skipunarbréfum sé tekið fram aðskipun viðkomandi sé til fimm ára samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996 oglögreglulaga.Umskipaða lögreglumenn hjá embætti sérstaks saksóknara gildi ákvæði laga nr.70/1996, lögreglulaga og laga nr.135/2008. Lögreglumenn við embætti sérstaks saksóknara séu skipaðir í embætti ágrundvelli sérákvæðis í lögum en í 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, segi:„Sérstakur saksóknari ræður aðra starfsmenn embættisins en saksóknara. Heimilter að skipa lögreglumenn sem hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins tilstarfa við embættið, en ákvæði lögreglulaga og laga um réttindi og skyldurstarfsmanna ríkisins um fimm ára skipunartíma og biðlaunarétt taka ekki tilþessara starfsmanna. Skipun þeirra fellur niður þegar embætti sérstakssaksóknara verður lagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun, sbr. 7. gr., enþeir skulu þá halda óbreyttum launakjörum í þrjá mánuði frá þeim tíma. Ákvæði 7. gr. laga nr.70/1996, um réttindi ogskyldur starfsmanna ríkisins, gildir ekki um ráðningu eða skipun samkvæmt þessuákvæði.“Stefndibendir á að ákvæðið hafi komið inn í lög nr. 135/2008 á árinu 2011 þegarsamþykkt hafi verið lög nr. 82/2011 um breyting á lögum um embætti sérstakssaksóknara, nr. 135/2008, með síðari breytingum. Upphaflega hafi embættinuverið markaður ákveðinn tímarammi þannig að eftir 1. janúar 2011 væri ráðherraheimilt, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að leggja embættið niður. Komi þettafram í greinargerð með frumvarpi því sem orðið hafi að lögum nr. 135/2008. Hafiátt að færa verkefnin til lögreglu eða ákærenda eftir almennum reglumlögreglulaga og sakamálalaga, enda hafi í raun verið um að ræða samsvarandi málog rannsökuð séu hjá lögreglu. Sökum þeirrar samsvörunar, sem hafi verið meðþeim málum sem rannsökuð voru hjá embætti sérstaks saksóknara og hjáefnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, hafi með frumvarpi sem hafi orðið aðlögum nr. 82/2011 verið lagt til að rannsókn og saksókn efnahagsbrota yrðisameinuð á einum stað hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hafi verið settá fót vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2008 og verið markaður afar skammurtímarammi.Ískipunarbréfum lögreglumanna hjá embætti sérstaks saksóknara hafi þannig veriðtekið fram að þeir væru skipaðir við embættið þangað til það yrði lagt niðureða sameinað annarri ríkisstofnun, sbr. ákvæði laga nr. 135/2008. Stefndibyggir á því að það hafi verið gert til áréttingar á því að ákvæði laga nr.70/1996 og lögreglulega um fimm ára skipunartíma giltu ekki um þessaembættismenn, heldur sérákvæði laga nr. 135/2008. Texti skipunarbréfsins hafitekið mið af framangreindu lagaákvæði og verið sett fram með þessum hætti tilað gæta samræmis um efni og útlit skipunarbréfa, þannig að skipunartími væritekinn fram líkt og gert sé varðandi lögreglumenn sem séu skipaðir til fimm árasamkvæmt almennum ákvæðum laga.Ígreinargerð með frumvarpi að lögum nr. 82/2011, sem hafi breytt ákvæðum 2. gr.laga nr. 135/2008 sem kveðið hafi á um heimild til að skipa lögreglumenn viðembætti sérstaks saksóknara, komi fram að ákvæðinu sé ætlað að bæta stöðuþeirra starfsmanna hjá embætti sérstaks saksóknara sem hafi réttindi til starfasem lögreglumenn og hafi í raun starfað sem slíkir hjá embættinu en vegnaákvæða laga sé ekki unnt að skipa þá lögreglumenn hjá embættinu. Úr þessu þurfiað bæta þar sem réttindi og skyldur þeirra lögreglumanna, sem störfuðu hjáembættinu, séu önnur en þeirra sem séu skipaðir sem lögreglumenn. Eigi slíktvið um verkfallsrétt, launakjör og önnur atriði. Stefndiáréttar að með orðalaginu „að bæta stöðu þeirra“ og öðrum atriðum ígreinargerðinni hafi aðallega verið átt við valdheimildir viðkomandistarfsmanna en sem lögreglumenn yrðu þeir að vera hafnir yfir allan vafa, tildæmis að því er varðar handtökuheimildir. Þetta komi þó ekki skýrt fram ílögskýringargögnum. Ígreinargerðinni er áréttað að tiltekin ákvæði starfsmanna- og lögreglulaga takiekki til lögreglumanna við embætti sérstaks saksóknara:)Ákvæði laga um fimm ára skipunartíma embættismanna taki ekki til þessara aðilaþar sem embætti sérstaks saksóknara sé markaður skammur tími;2)ákvæði laga nr. 70/1996 um biðlaunarétt taki ekki til þessara starfsmanna þarsem embættinu sé markaður skammur tími og;3)að ekki þurfi að auglýsa stöður lögreglumanna við embættið lausar til umsóknar,sbr. 7. gr. laga nr. 70/1996.Stefndivísar til þess að sérákvæði um skipunartíma lögreglumanna í lögum nr. 138/2008og í skipunarbréfum hafi verið gerð í því ljósi að embættinu var markaðurskammur tími og að starfsmenn hafi mátt búast við því að skipun þeirra væriekki til fimm ára. Tilgangurinn hafi einnig verið sá, að enginn ætti aðvelkjast í vafa um að þegar embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niður eðasameinað annarri ríkisstofnun, yrðu stöður embættismanna við embættið lagðarsjálfkrafa niður, sbr. fyrirmæli í lögum.Stefndibendir á að í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar (139. löggjafarþing2010-2011, þskj. 1672-754. mál) hafi, vegna umræðu um frumvarp það er varð aðlögum nr. 82/2011, komið fram að með breytingunum yrði heimilt að skipalögreglumenn við embættið. Ákvæði lögreglulaga og laga nr. 70/1996 um fimm áraskipunartíma og biðlaunarétt tækju hins vegar ekki til þessara starfsmanna ogskipun þeirra félli niður þegar embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niður eðasameinað annarri ríkisstofnun. Tekið hafi verið fram að staða lögreglumannaværi sérstök að því leyti að þeir væru embættismenn samkvæmt lögum nr. 70/1996.Fram hafi komið að nefndin tæki undir nauðsyn þess að kveðið væri með skýrumhætti á um réttindi og skyldur þeirra sem sinntu lögreglustörfum fyrir embættiðog hafi verið talið eðlilegt að réttarstaða þeirra væri bætt. Því hafi nefndinlagt til að þeir lögreglumenn, sem boðið yrði starf hjá embætti sérstakssaksóknara, yrðu skipaðir til starfa sem lögreglumenn hjá embætti sérstakssaksóknara, þó ekki í fimm ár heldur í skemmri tíma vegna þess að embættið væritímabundið, í samræmi við tillögu að nýrri 3. mgr. 2. gr. í frumvarpinu. Viðhina nýju skipun myndu lögreglumennirnir halda áunnum starfsstigum innanlögreglunnar. Í álitinu hafi verið tekið fram að þrátt fyrir ákvæðistarfsstigareglugerðar um að menn fullnægðu tilteknum skilyrðum um starfstímatil þess að hljóta skipun, væri litið svo á að við embætti sérstaks saksóknaraværi heimilt að skipa lögreglumenn þótt þeir fullnægðu ekki ákvæðum reglugerðarum starfstíma. Höfð yrði hliðsjón af persónulegri hæfni lögreglumanns svo semstarfsaldri, þekkingu, menntun, starfsreynslu og kyni. Loks hafi komið fram aðyrði embættið lagt niður, ættu lögreglumennirnir rétt á óbreyttum launakjörum íþrjá mánuði.Afframangreindu leiði að um embættismenn hjá embætti sérstaks saksóknara farieftir almennum reglum um embættismenn, að undanskildum þeim atriðum sem rakinhafi verið.Stefndi byggir áþví að ákvæði laga nr. 70/1996 um lausn frá störfum eigi við í tilvikistefnanda. Sá sem sé skipaður í embætti gegni því þartil eitthvert þeirra atriða koma til sem talin séu upp í 25. gr. laganna. Þá séí lögreglulögum að finna sérákvæði um að lögreglumenn skuli leystir frá embættiþegar þeir eru orðnir fullra 65 ára eða fyrr, eftir því sem ráðherra ákveði meðreglugerð. Í lögum nr. 135/2008 komi fram að skipun lögreglumanna fallisjálfkrafa niður þegar embættið verði lagt niður eða sameinað annarri stofnun.Að öðru leyti gildi ákvæði laga nr. 70/1996 umlausn embættismanna frá störfum.Í lögumnr. 135/2008 séu ekki gerðar aðrar undantekningar frá lögum nr. 70/1996 oglögreglulögum nr. 90/1996 en raktar hafi verið. Önnur ákvæði þessara laga, þarmeð talin 25. gr. laga nr. 70/1996, eigi við í þessum tilvikum. Eigi því viðákvæði 34. gr. laga nr. 70/1996 um lausn frá störfum á grundvelli þess aðembætti starfsmanns er lagt niður. Stefndi leggur áherslu á að ástæðaniðurlagningar embættis geti meðal annars verið vegna hagræðingar ogniðurskurðar í rekstri viðkomandi stofnunar og því fari eins um lögreglumennhjá embætti sérstaks saksóknara og aðra lögreglumenn. Hafi hinu sérstaka ákvæðilaga um skipunartíma þessara lögreglumanna, sem og tilgreiningu til ákvæðisinsí skipunartíma, verið ætlað að skýra að um tímabundna skipun í embættið væri aðræða en ekki fimm ára skipun.Stefndivísar til þess að samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 70/1996 beri forstöðumaðurábyrgð á því að rekstrarútgjöld, rekstrarafkoma stofnunar og fjármunir hennarséu í samræmi við fjárlög og að fjármunirnir séu nýttir á árangursríkan hátt.Ef útgjöld fari fram úr fjárlagaheimildum, verkefnum stofnunar sé ekki sinntsem skyldi eða þjónusta hennar teljist óviðunandi, geti ráðherra veittforstöðumanni áminningu samkvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996. Þá geti ráðherraveitt honum lausn frá embætti samkvæmt VI. kafla laganna ef hann hefur gerstsekur um ítrekaða eða stórfellda vanrækslu í starfi með þeim hætti sem aðframan er lýst. Í 49. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, segi aðforstöðumenn og stjórnir ríkisaðila beri ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanirþeirra séu í samræmi við heimildir. Brot á ákvæðum laganna varði við skylduropinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 70/1996. Samkvæmt 24. gr. síðastnefndralaga nr. 70/1996, sbr. 34. gr. sömu laga, geti forstöðumaður stofnunar lagtniður embætti vegna hagræðingar.Stefndibyggir á því að forstöðumenn geti þurft að grípa til þess að segja uppstarfsfólki vegna ástæðna sem rekja megi til rekstrar stofnunar.Skipulagsbreytingar, sparnaður eða samdráttur geti orðið kveikja að uppsögnumeða að breyttar kröfur eða áhersla í starfsemi kalli á aukna eða nýja kunnáttuog menntun. Stefndi byggir á því að slík áform teljist málefnaleg forsendafyrir því að tiltekinn starfsmaður eða starfsmenn séu leystir frá störfum, endasé það mat stjórnenda stofnunar að slík ráðstöfun miði að því að ná settu markií rekstri hennar.Stefndileggur áherslu á að starfsmenn ríkisins séu ráðnir til starfa í þágu þeirraverkefna sem viðkomandi stofnun hafi með höndum samkvæmt lögum. Ef þau verkefniséu ekki lengur til staðar eða dregið hafi úr fjárveitingum og sértekjum tilstarfsemi stofnunar, kalli það jafnan á breytingar á starfseminni. Slíkt leiðioft til þess að gera verði breytingar á störfum starfsmanna. Af þeim sökum sésérstaklega gert ráð fyrir því í lögum nr. 70/1996 að breytingar geti orðið ástörfum og verksviði ríkisstarfsmanna og að til þess kunni að koma að störfþeirra verði lögð niður eða þeim sagt upp störfum innan þess ramma semráðningarkjör þeirra setji. Stefndi byggir á því að starf teljist hafa veriðlagt niður sé starfsmaður leystur frá störfum vegna sparnaðar eða vegnaskipulagsbreytinga.Meðvísan til framangreinds telur stefndi ekki unnt að fallast á þau rök að ekki séhægt að leggja niður embætti lögreglumanna hjá embætti sérstaks saksóknara,sbr. 25. gr. laga nr. 70/1996, líkt og gildi um lögreglumenn með fimm áraskipun.Að matistefnda megi færa rök fyrir því að fyrirhugaðar uppsagnir eða niðurlagning embættaþeirra, sem um ræði, þar með talið stefnanda, hafi verið liður í því að leggjaniður embættið eða sameina það annarri ríkisstofnun í áföngum. Í þeim tilvikumeigi að fara eftir ákvæðum 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um biðlaun. Í þessusamhengi vísar stefndi til minnisblaðs sérstaks saksóknara frá 7. maí 2010 semlýsir áætlun um rekstur embættisins á tímabilinu 2010-2014. Þar komi fram áformum að minnka embættið í áföngum á árunum 2013 og 2014. Sú fyrirætlun að minnkaembættið hafi þannig legið fyrir áður en umræddir lögreglumenn hófu þar störf.Stefndibyggir á því að við niðurskurð fjárheimilda samkvæmt fjárlögum fyrir 2015 hafií reynd verið að leggja embættið niður að hluta þannig að 3. mgr. 2. gr. laganr. 135/2008 ætti við, þar sem starfsemin hafi í reynd verið dregin verulegasaman með þeirri lækkun fjárheimilda sem fjárlög tiltóku. Stefndi telur ekkiunnt að draga þá ályktun að lögreglumenn yrðu undanskildir með einhverjum hættivið samdrátt samkvæmt fjárlögum út frá ákvæðum laga um réttarstöðuembættismanna við lok embættisins. Við flutning lögreglumannanna hafi veriðhorft til nefndrar 3. mgr. 2. gr. og í samræmi við ákvæðið hafi þeim veriðgreidd í þrjá mánuði þau laun, sem þeir hefðu haft hjá embætti sérstakssaksóknara, og einnig í samræmi við hið þríhliða samkomulag um flutning semgert hafi verið. Stefndi vísar jafnframt til þess að í ráðningarviðtölum viðalla umsækjendur um starf við embættið hafi verið bent á að embættinu væriætlað að starfa tímabundið. Starfsmenn og embættismenn við embættið hafi þvíekki haft lögmætar væntingar til þess að starfa við embættið fram að þvítímamarki þegar það yrði lagt niður eða sameinað annarri stofnun, einkum íljósi þess að eftir 2011 hafi verið mögulegt að leggja embættið niður samkvæmtákvæðum laga.Meðgildistöku laga nr. 47/2015 um breytingu á lögum um meðferð sakamála oglögreglulögum (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrotamála o.fl.) hafiembætti sérstaks saksóknara verið lagt niður 1. janúar 2016 og við hafi tekiðembætti héraðssaksóknara. Með lögunum hafi verið kveðið á um framtíðarskipunefnahagsbrotamála og þá lokið hinu tímabundna ástandi sem komist hafi á meðembætti sérstaks saksóknara. Embætti sérstaks saksóknara hafi ekki verið ætlaðað vera varanleg ráðstöfun til lengri tíma, heldur hafi verið gert ráð fyrirþví að sérstakur saksóknari myndi starfa tímabundið og að við niðurlagninguembættisins færu verkefni þess til annarra saksóknara- og lögregluembætta.Stefndileggur áherslu á að framlög til embættis sérstaks saksóknara hafi tekiðverulegum breytingum frá fjárlögum 2009 þegar 50 milljónum króna hafi fyrstverið veitt til þessara verkefna. Þegar í fjáraukalögum þess árs hafi framlagiðhins vegar verið aukið um 235 milljónir króna. Á árinu 2010 hafi framlag tilembættisins numið samtals 751 milljón króna, 1.219 milljónum króna á árinu 2011og 2012 hafi framlagið numið samtals 1.325 milljónum króna. Hin mikla aukningframlaga hafi verið byggð á áætlun embættisins um að ljúka í árslok 2014 öllumrannsóknum og saksókn mála tengdum bankahruninu. Við undirbúningfjárlagafrumvarps 2012 hafi einnig verið ákveðið að færa starfsemiefnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til embættisins og því hafi fylgtfjárheimild sem svari nú til um 142 milljóna króna með verðbótum. Á árinu 2013hafi framlagið lækkað í 849 milljónir króna í takt við upphaflegarekstraráætlun og í fjárlögum 2014 hafi framlagið með sama hætti lækkað í tæpar562 milljónir króna en samkvæmt áætluninni hafi það átt að vera síðastarekstrarár embættisins í núverandi mynd. Við endurskoðun á rekstraráætlunembættisins fyrir árin 2014 og 2015 hafi orðið ljóst að fyrri áætlun myndi ekkistandast og að ekki yrði unnt að draga úr starfseminni fyrr en 2015 ef ljúkaætti við og styrkja grundvöll útistandandi mála. Í frumvarpi til fjáraukalagafyrir árið 2014 hafi því verið gert ráð fyrir 215 milljóna krónaviðbótarframlagi til rekstursins og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 hafieinnig gert ráð fyrir 150 milljóna króna tímabundnu viðbótarframlagi í eitt ártil lúkningar á eldri málum embættisins. Afþessu megi ráða að fyrir hafi legið að minnka ætti starfsemi embættis sérstakssaksóknara í þrepum, þótt það væri ekki lagt niður að öllu leyti á þessum tíma.Það megi færa sannfærandi rök fyrir því að því hafi verið málefnalegt ogheimilt að lögum að leggja niður embætti umræddra lögreglumanna og skyldu þeirþá fara á þriggja mánaða biðlaun samkvæmt ákvæðum laga nr. 135/2008.Stefndibyggir á því að sérákvæði um biðlaunarétt lögreglumanna hjá embætti sérstakssaksóknara, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, eigi hér við en ekki hiðalmenna ákvæði 34. gr. laga nr. 70/1996. Í 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008segi að skipun starfsmanna falli niður þegar embætti sérstaks saksóknara verðilagt niður eða það sameinað annarri ríkisstofnun. Skuli þeir þá halda óbreyttumlaunakjörum í þrjá mánuði frá þeim tíma. Samkvæmt orðanna hljóðan eigi ákvæðiðeinungis við í því tilviki þegar embættið er lagt niður en hvorki í greinargerðné nefndaráliti sé tekið á því, hvernig með skuli fara verði embættilögreglumanna hjá embætti sérstaks saksóknara lögð niður, án þess að embættiðsem slíkt sé lagt niður. Stefndi bendir hins vegar á að líta megi til þess aðafdráttarlaust sé kveðið á um það í lögskýringagögnum að ákvæði laga nr.70/1996 um biðlaun eigi ekki að ná til þessara embættismanna sem skipaðir séutil starfa við embætti sérstaks saksóknara, þar sem embættinu sé ætlaðurskammur tími. Í þessu samhengi verði þó að líta til þess að tímarammiembættisins, það er sá tími sem því sé ætlað að starfa, hafi verið lengdur.Stefndileggur áherslu á að samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996 sé hægt að leggja niðurembætti og störf í sparnaðarskyni eða vegna niðurskurðar. Þau ákvæði gildi umembætti sérstaks saksóknara, líkt og önnur ákvæði laga nr. 70/1996 sem ekkihafi verið sérstaklega undanskilin í lögum nr. 135/2008. Embætti sérstakssaksóknara hafi verið lagt niður í áföngum og hafi niðurlagning stöðu stefnandaverið hluti af þeim aðgerðum. Af þeim sökum eigi stefnandi einungis rétt ábiðlaunum í þrjá mánuði, svo sem kveðið sé á um í lögum nr. 135/2008.Stefndibendir á að forstöðumaður stofnunar beri ábyrgð á að stofnun, sem hann stýri,starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem honum erusett samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 70/1996. Forstöðumaður beri þannigábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunar hans sé í samræmi viðfjárlög. Stefndi byggir á því að eins og framþróun fjárframlaga til embættisinshafi verið háttað, teljist fækkun starfsmanna vegna niðurskurðar í rekstrimálefnaleg forsenda og lögmæt ástæða fyrir fækkun starfsmanna sem bæði geti náðtil ráðinna starfsmanna og skipaðra embættismanna. Við lækkun fjárheimilda hafiverið ljóst að embættið hafi ekki getað starfað áfram með óbreyttu sniði og aðfækka hafi þurft starfsfólki, meðal annars með því að leggja niður embætti áttalögreglufulltrúa. Stefndiáréttar að þar sem reglur laga nr. 70/1996 og lögreglulaga um fimm áraskipunartíma nái ekki til þeirra lögreglumanna, sem störfuðu hjá embættisérstaks saksóknara vegna hins stutta tíma sem embættinu var ætlað að starfa,hafi verið sett inn ákvæði þess efnis að þegar embætti sérstaks saksóknara yrðilagt niður myndi skipun þessara embættismanna sjálfkrafa falla niður. Hinsvegar breyti það ekki þeirri staðreynd að unnt sé að leggja niður embættiþessara starfsmanna á grundvelli ákvæða laga nr. 70/1996, enda sé þarsérstaklega tekið fram að einungis reglur laganna um skipunartíma ogbiðlaunarétt taki ekki til þessara starfsmanna vegna þess skamma tíma semembætti sérstaks saksóknara var ætlað að starfa, sbr. ummæli í greinargerð meðfrumvarpi því sem varð að lögum nr. 135/2008. Að öðru leyti gildi ákvæði laganr. 90/1996 og 70/1996 að öllu leyti.Stefndifellst ekki á að takmörkun sé á því að embætti viðkomandi lögreglufulltrúaverði lagt niður, sbr. 9. tl. 25. gr. laga nr. 70/1996. Samkvæmt ákvæðinu skuliembættismanni veitt lausn þegar embætti hans er lagt niður. Stefndi telurnauðsynlegt að gera greinarmun á því að embættismaður sé skipaður til að gegnatilteknu embætti innan sinnar stofnunar, í þessum tilvikum embættilögreglufulltrúa. Heimilt sé að leggja niður þau, óháð afdrifum stofnunarinnarsem þeir starfi við, það er embætti sérstaks saksóknara. Í þessu samhengi þurfieinnig að taka mið af þeirri staðreynd að ákvæði fjárlaga marka rekstrargrunnríkisstofnanna. Því hafni stefndi því að ráðagerð um lausn stefnanda úr embættihafi verið ólögmæt.Jafnframtítrekar stefndi að umræddir lögreglumenn, þar með talinn stefnandi, hafisamþykkt flutning á þeim kjörum sem boðin hafi verið. Ljóst hafi verið fyrirflutninginn að starfið, sem stefnanda hafi boðist, hafi ekki falið í sér sömulaunakjör og hann hefði notið hjá embætti sérstaks saksóknara. Í þeirri erfiðustöðu, sem komin hafi verið upp, hafi embætti sérstaks saksóknara leitað leiðatil þess að komast hjá því að lögreglumönnunum yrði veitt áður tilkynnt lausnfrá embætti en með þessum ráðstöfunum hafi þeim því verið tryggð störf hjáöðrum lögregluliðum. Það sé í hæsta máta óeðlilegt að koma nú fram með auknarlaunakröfur umfram það, sem fyrir hafi legið þegar stefnandi samþykktiflutninginn, einkum í ljósi þess að stefnanda hafi verið tryggt starf innanlögreglunnar á sama tíma og öðrum starfsmönnum embættisins, sem hafi sættuppsögn á sama tíma, hafi ekki verið tryggt starf með sama hætti hjá ríkinu. Með vísan til allsframangreinds mótmælir stefndi málsástæðum stefnanda og kröfum. Stefnandi hafiekki sýnt fram á að hann eigi rétt til greiðslu launamismunar vegna þess aðlaun hans hafi dregist saman við það að taka við starfi hjá lögreglustjóranum áhöfuðborgarsvæðinu. Ljóst sé að staða sú, sem stefnandi hafi gegnt hjá embættisérstaks saksóknara, hafi verið lögð niður og að það hafi verið liður í niðurlagninguembættisins. Verði því að sýkna stefnda af kröfu stefnanda.Til vara mótmælirstefndi kröfu stefnanda sem of hárri þar sem launamunur í stefnu sé reiknaðurút frá heildarlaunum sem hafi verið og séu misjafnlega samsett hjá stofnunum.Misjafnar kröfur búi því þar að baki.Til stuðningskröfum stefnda um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála.VVið aðalmeðferðmálsins gáfu skýrslur stefnandi málsins og Ólafur Þór Hauksson,héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari. Verður efni skýrslnaþeirra rakið eins og þurfa þykir.Eins og áður errakið var embætti sérstaks saksóknara stofnað með lögum nr. 135/2008. Samkvæmt7. gr. laganna gat dómsmálaráðherra eftir 1. janúar 2011 lagt til að embættiðyrði lagt niður með framlagningu laga þess efnis, að fengnu álitiríkissaksóknara, en með lögum nr. 82/2011 var starfstími þess lengdur og mæltfyrir um að eftir 1. janúar 2013 gæti ráðherra lagt til, að fengnu álitiríkissaksóknara, að embættið yrði lagt niður. Eftir lagabreytinguna var í 3.mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, sbr. 2. gr. laga nr. 82/2011, að finna heimildfyrir sérstakan saksóknara til að skipa lögreglumenn til starfa en tekið framað ákvæði lögreglulaga og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins umfimm ára skipunartíma og biðlaunarétt tækju ekki til þessara starfsmanna. Síðaner þar sérstaklega tekið fram að skipun þeirra falli niður þegar embættisérstaks saksóðknara verður lagt niður eða sameinað annarri ríkisstofnun, sbr.7. gr. Loks var sérstaklega tekið fram í ákvæðinu að skipun starfsmannannafélli niður þegar embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niður eða sameinaðannarri ríkisstofnun og að þeir skyldu þá halda óbreyttum launakjörum í þrjámánuði frá þeim tíma.Af hálfu stefnandaer í máli þessu byggt á því að hann hafi ekki verið leystur frá störfum, heldurhafi hann verið fluttur úr starfi lögreglufulltrúa hjá sérstökum saksóknara ístarf rannsóknarlögreglumanns hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þvínjóti hann sem embættismaður réttinda samkvæmt ákvæðum 36. gr. laga nr.70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um greiðslu mismunarmilli þeirra launa sem hann hafði í starfi sínu hjá sérstökum saksóknara annarsvegar og þeirra launa sem hann hefði notið frá því hann hóf störf semrannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóra allt þar til embætti sérstakssaksóknara var lagt niður í árslok 2015. Þessu mótmælir stefndi og byggirkröfur sínar á því að ákvæði laganna um lausn frá störfum eigi við í tilvikistefnanda, þ.m.t. ákvæði 25. og 34. gr. laganna. Stefndi vísar jafnframt tilþess að til niðurlagningar embættis geti m.a. komið vegna hagræðingar ogniðurskurðar í rekstri stofnana.Af framlögðumgögnum verður ráðið að frá árinu 2013 voru fjárheimildir embættis sérstaks saksóknaralækkaðar frá því sem verið hafði. Ólafur Þór Hauksson, fyrirverandi sérstakursaksóknari, lýsti því í skýrslu sinni hér fyrir dóminum að vegna niðurskurðar áfjárheimildum, hefði verið nauðsynlegt að grípa til uppsagna starfsfólks og þvíhefði 18 starfsmönnum embættisins verið sagt upp störfum haustið 2013. Þegarákvörðun hefði verið tekin haustið 2014 um að láta lögreglumenn fara, hafilegið fyrir að embættið fengi innan við 300.000.000 króna í rekstrarfé.Óumdeilt er að undir haust 2014 stóð til að segja upp fleiri starfsmönnumembættisins og að þeim hafi verið kynntar þær fyrirætlanir. Stefnanda vartilkynnt um fyrirhugaða lausn hans frá embætti lögreglufulltrúa 1. nóvember2014 með bréfi sérstaks saksóknara 30. september sama ár. Fram kemur í bréfinuað ástæða þess sé fækkun starfsmanna embættisins vegna lækkunar fjárheimildafyrir árið 2015. Þessari ráðagerð var mótmælt sem ólögmætri í bréfi tilsérstaks saksóknara frá lögmanni stefnanda fyrir hönd hans og nokkurra annarralögreglumanna 9. október 2014. Samhljóða bréf voru jafnframt send tilinnanríkisráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Í tölvupósti sérstaks saksóknaratil stefnanda 28. október sama ár var vísað til þess að náðst hefði samkomulagmilli embættisins og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að stefnandiflyttist þangað í stöðu rannsóknarlögreglumanns og að hann yrði skipaður í hanafrá 1. nóvember það ár. Við það væri miðað að stefnandi nyti óbreyttra kjara íþrjá mánuði frá þeim tíma en að þeim tíma liðnum væru kjör stefnanda samkomulagsatriðimilli hans og lögreglustjórans. Sérstaklega var tekið fram að til þess að þettagæti gengið eftir, þyrfti stefnandi að samþykkja þessa tilhögun. Loks vartilkynnt að lögreglustjórinn muni flytja stefnanda í stöðurannsóknarlögreglumanns frá 1. nóvember, að fengnu samþykki stefnanda. Í tölvupósti tilsérstaks saksóknara 29. október 2014 féllst stefnandi á að vera fluttur tillögreglustjórans en gerði þann fyrirvara gagnvart embætti sérstaks saksóknaraað hann teldi niðurlagningu stöðu sinnar ólögmæta og áskildi sér m.a. rétt tilað krefja embættið um greiðslu fullra launa þar til þrír mánuðir væru liðnirfrá því að skilyrði 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um niðurlagningu væruuppfyllt. Í svari sérstaks saksóknara til stefnanda í tölvupósti 30. samamánaðar kom fram að fyrirvörum stefnanda væri hafnað en að litið væri svo á aðstefnandi hefði samþykkt flutninginn. Fyrir liggur flutningsbréf fyrirstefnanda „til þess að vera rannsóknarlögreglumaður við embættiLögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu“, dagsett 29. október 2014. Þá segir ísvarbréfi innanríkisráðuneytisins til lögmanns stefnanda, dagsettu 29. janúar2015, að fyrirhugað hafi verið að leysa átta lögreglumenn frá störfum viðembætti sérstaks saksóknara en að 30. október 2014 hefði verið gengið fráflutningsbréfum fyrir umrædda lögreglumenn í önnur störf. Því hefðu málalokorðið þau „að enginn var leystur frá embætti.“ Af því sem hér aðframan hefur verið rakið um aðdraganda að starfslokum stefnanda hjá embættisérstaks saksóknara og efni áðurrakinna gagna, sem stafa frá sérstökumsaksóknara og innanríkisráðuneytinu og lúta að þeim, er það mat dómsins aðfallast verði á það með stefnanda að hann hafi verið fluttur til í starfi enekki leystur frá störfum, eins og stefndi heldur fram. Ekki verður enda annaðráðið af gögnum, m.a. áðurgreindu bréfi innanríkisráðuneytisins frá 29. janúar2015, en að horfið hafi verið frá upphaflegum áformum sérstaks saksóknara um aðleysa stefnanda frá störfum en færa hann þess í stað yfir í starf rannsóknarlögreglumannshjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá liggur fyrir að gefið var útsérstakt flutningsbréf fyrir stefnanda og í því er tvívegis vísað sérstaklegatil 36. gr. laga nr. 70/1996 sem mælir fyrir um heimild til flutnings áembættismanni milli starfa með tilteknum hætti. Jafnframt er þar tekið fram aðflytjist maður í annað embætti, sem er lægra launað, skuli greiða honumlaunamismuninn þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í fyrra embættinu.Að öllu þessu gættu og litið til skýrs orðalags flutningsbréfsins að þessuleyti, verður ekki fallist á það með stefnda að um það hafi í raun verið aðræða, að embætti stefnanda hafi með þessu verið lagt niður og að því beri aðbyggja á ákvæðum 34. gr. laga nr. 70/1996 að því er varðar kjör stefnanda. Þáverður ekki fallist á að höfnun sérstaks saksóknara á fyrirvörum í tölvupóstistefnanda til sérstaks saksóknara ráði úrslitum um lögbundin réttindi og kjörstefnanda. Fyrir liggur að stefnandi gerði fyrirvara við tilhögun fyrirhugaðsflutnings í embætti hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á þann veg aðhann teldi niðurlagningu stöðu sinnar ólögmæta og áskildi sér jafnframt rétttil að krefja embætti sérstaks saksóknara umgreiðslu fullra launa þar til þrír mánuðir væru liðnir frá því aðskilyrði 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um niðurlagningu væri uppfyllt. Þvíverður hvorki á því byggt að stefnandi hafi með því að samþykkja flutninginnafsalað sér lögbundnum réttindum sínum, sem hann naut sem embættismaður, né aðhann hafi ekki mátt gera sér væntingar um að hann nyti þeirra kjara semframangreind gögn og lagaákvæði bera með sér. Því er þeim málsástæðum stefndahafnað.Í ljósi allsframangreinds koma hér ekki til frekari skoðunar þær málsástæður stefnda, semlúta að reglum laga um niðurlagningu embættis eða lausn embættismanna frástörfum, hvort heldur sem er vegna rekstrarlegra sjónarmiða eða af öðrumástæðum. Með sömu rökum verður ekki talið að tilvísun stefnda til ákvæða 25.gr. laga nr. 70/1996 breyti þessari niðurstöðu. Eftir setningu ákvæða3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, svo sem henni var breytt með 2. gr. laga nr.82/2011, nutu skipaðir lögreglumenn við embætti sérstaks saksóknara ekkiréttinda samkvæmt ákvæðum lögreglulaga nr. 90/1996 og laga nr. 70/1996, umréttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að því er varðaði fimm áraskipunartíma og biðlaun. Hins vegar er í ákvæðinu sérstaklega tekið fram aðskipun þeirra falli niður þegar embætti sérstaks saksóknara verður lagt niðureða það sameinað annarri ríkisstofnun. Þá er jafnframt vísað til 7. gr. lagannanr. 135/2008 sem hefur að geyma lýsingu á því hvernig standa skuli að því aðleggja embættið niður. Þar kemur fram að ráðherra geti lagt til, að fengnuáliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður og leggur þá frumvarp þessefnis fyrir Alþingi. Bæði ísetningarbréfi stefnanda, dagsettu 9. febrúar 2012, og í skipunarbréfum hans,dagsettum 1. september 2011 og 1. mars 2012, er vísað til ákvæða 3. mgr. 2. gr.laga nr. 135/2008, sbr. 2. gr. laga nr. 82/2011. Þannig var í skipunarbréfistefnanda frá 1. september 2011 vísað til þess að um skipun hans semlögreglumanns við embætti sérstaks saksóknara gilti ákvæði framangreindrar 3.mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 eftir að hennni var breytt með 2. gr. laga nr.82/2011. Jafnframt var ákvæðið tekið upp í heild sinni í skipunarbréfið og ílok þess tekið fram að „[u]m skipunartíma og kjör yðar vísast til tilvitnaðrar2. gr. laga nr. 82/2001.“ Ákvæðið var einnig tekið upp í heild sinni ískipunarbréfi stefnanda, dagsettu 1. mars 2012, og tekið fram aðríkislögreglustjóri skipi stefnanda lögreglufulltrúa við embætti sérstakssaksóknara með vísan til ákvæðisins. Þá segir: „Skipun yðar fellur niður þegarembætti sérstaks saksóknara verður lagt niður eða sameinað annarriríkisstofnun, sbr. 2. gr. laganna.“ Eins og áður er getið, telur dómurinn aðvið úrlausn málsins beri að líta svo á að stefnandi hafi verið fluttur til ístarfi í lok október 2014. Það er jafnframt mat dómsins að við túlkunframangreindra lagaákvæða og skipunarbréfa, sem stafa frá stefnanda, verði aðtaka mið af orðanna hljóðan, enda eru bæði lagákvæðin og bréfin orðuð meðskýrum hætti. Að því gættu og með hliðsjón af öðru framangreindu telur dómurinnekki unnt að líta svo á að starfslok stefnanda hafi verið þáttur íniðurlagningu embættis sérstaks saksóknara í skilningi lagagreinarinnar, svosem stefndi heldur fram. Þykja því engu breyta sjónarmið stefnda í greinargerðsem lúta að því að í ráðningarviðtölum starfsmanna hjá embætti sérstakssaksóknara hafi þeim verið bent á að embættinu væri ætlað að starfa í skammantíma. Við úrlausn málsþessa verður því að líta til ákvæða laga sem eiga við um flutning embættismannaí önnur störf. Er enda, eins og áður greinir, vísað til ákvæða 36. gr. laga nr.70/1996 í framangreindum bréfum sem stefnanda voru send vegna starfsloka hansog einnig í flutningsbréfinu. Samkvæmt 2. mgr. lagagreinarinnar ber að greiðaþeim manni, sem flyst í annað embætti samkvæmt 1. mgr. sem er lægra launað,launamismuninn þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í fyrra embætti. Svosem segir í athugasemdum með lögum nr. 70/1996 er ákvæðið í samræmi við 4. mgr.20. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944, þar sem mælter fyrir um að embættismenn, sem eru fluttir úr einu embætti í annað, „missi [...]einskisí af embættistekjum sínum“. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008, sbr. 2.gr. laga nr. 82/2011, skyldi skipun stefnanda falla niður þegar annað hvortkæmi til, að embætti sérstaks saksóknara yrði lagt niður eða að embættið yrðisameinað annarri ríkisstofnun. Fyrir liggur aðembætti sérstaks saksóknara var lagt niður í árslok 2015. Þegar litið er tilskýrs orðalags 3. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um skipunartíma lögreglumannahjá embættinu, sem framlögð gögn bera með sér að miðað hafi verið við ísetningarbréfum og skipunarbréfum stefnanda, verður að þessu leyti að miða viðþað tímamark. Óumdeilt er og ljóst af framlögðum gögnum málsins að launstefnanda sem rannsóknarlögreglumanns hjá embætti Lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu voru lægri en þau laun sem hann hafði áður notið í starfisínu sem lögreglumaður hjá embætti sérstaks saksóknara. Að öllu framangreinduvirtu er það því niðurstaða dómsins að fallast beri á það með stefnanda að hanneigi kröfu á hendur stefnda um greiðslu þess launamismunar.Stefndi byggirvarakröfu sína um lækkun á dómkröfu stefnanda á því að launamunur í stefnu séreiknaður út frá heildarlaunum sem hafi verið og séu misjafnlega samsett og þvíbúi misjafnar kröfur þar að baki. Af hálfu stefnda eru ekki að öðru leyti gerðfrekari grein fyrir þessum mótmælum í greinargerð. Við munnlegan málflutningvið aðalmeðferð málsins var af hálfu stefnda vísað til þess að stefnandi gætiundir engum kringumstæðum átt rétt á greiðslu launamismunar vegna lengri tímaen fram í mars 2015 þar sem stefnandi hefði ekki getað vænst lengri starfstímahjá embætti sérstaks saksóknara en út árið 2014. Þá vísaði stefndi til ákvæða34. gr. laga nr. 70/1996 um óbreytt launakjör í sex mánuði. Stefndi hefur aðekki öðru leyti gert tölulegar athugasemdir við útreikning stefnanda. Fjárkrafa stefnandatekur mið af þeim mismum sem framlögð gögn bera með sér að hafi verið á launumhans eftir að hann hóf störf sem rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglustjóranumí Reykjavík í nóvember 2014 og launum hans sem skipaðs lögreglumanns hjáembætti sérstaks saksóknara. Í stefnu er gerð grein fyrir útreikningidómkröfunnar og er hún miðuð við mismun á launum stefnanda allt þar til embættisérstaks saksóknara var lagt niður í árslok 2015 og jafnframt í þrjá mánuði tilviðbótar. Er það í samræmi við ákvæði 3. mgr. 2. mgr. 135. gr. laga nr.135/2008, sbr. 2. gr. laga nr. 82/2011. Af framlögðum gögnum verður ekki annaðráðið en að fjárkrafa stefnanda sé miðuð við þær föstu launagreiðslur semstefnandi þáði fyrir störf sín, bæði hjá embætti sérstaks saksóknara ogLögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður fallist á það að viðúrlausn málsins að þessu leyti geti skipt máli að stefnandi hefði getað áttþess kost að taka bakvaktir hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinuog fá greitt fyrir þær. Stefnandi kvaðst enda í skýrslu sinni fyrir dóminumekki hafa kannað hvort hann ætti kost á slíkum vöktum, þótt hann kannaðist viðað einhverjir lögreglumenn í sömu deild gengju þær. Þegar til allsframangreinds er litið er það því niðurstaða dómsins að hafna verðilækkunarkröfu stefnda og fallast á kröfu stefnanda, eins og hún er sett fram ístefnu og þar er gerð töluleg grein fyrir. Stefnandi krefst dráttarvaxta afvangreiddum launum frá greiðsludegi launa hvers mánaðar, þ.e. fyrsta degi næstamánaðar eftir launamánuð. Engin efni þykja til annars en að fallast á þákröfu. Eftir þessumúrslitum og með vísan til meginreglu 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem telsthæfilega ákveðinn 1.000.000 króna, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.ArnfríðurEinarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Uppkvaðning dómsins hefurdregist vegna embættisanna dómarans.D ó m s o r ð:Stefndi, íslenskaríkið, greiði stefnanda, Páli Sigurðssyni, 2.157.234 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 167.956krónum frá 1. mars 2015 til 1. apríl 2015, af 310.912 krónum frá þeim degi til1. maí 2015, af 478.868 krónum frá þeim degi til 1. júní 2015, af 686.613krónum frá þeim degi til 1. júlí 2015, af 914.108 krónum frá þeim degi til 1.október 2015, af 1.233.555 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2015, af1.461.050 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2016, af 1.640.096 krónum frá þeimdegi til 1. febrúar 2016, af 1.799.142 krónum þeim degi til 1. mars 2016, af1.978.188 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2016 en af 2.157.234 krónum fráþeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 73.210 krónum hinn 1. desember 2015.Stefndi greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað að meðtöldumvirðisaukaskatti. |
Mál nr. 216/2017 | Galli Fasteignakaup Skaðabætur Stöðvunarréttur Kaupsamningur Skoðunarskylda Upplýsingaskylda | SÞ krafði SH um greiðslu eftirstöðva kaupverðs samkvæmt kaupsamningi um tiltekna fasteign sem SH keypti af SÞ á árinu 2014. SH taldi sig á hinn bóginn eiga gagnkröfu um skaðabætur og rétt til afsláttar á hendur SÞ þar sem fasteignin hefði verið haldin göllum og ljóst að kostnaður vegna úrbóta næmi hærri fjárhæð en sem næmi eftirstöðvum kaupverðsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar var rakið að samkvæmt kaupsamningi hefði SÞ tekið að sér að gera við lausar gólfflísar á efri hæð fasteignarinnar, en þar hefði ekki verið útlistað frekar í hverju slík lagfæring skyldi felast. Bar SÞ því við að einungis hefði verið um að ræða nokkrar staðbundnar flísar við svalahurð, en SH byggði kröfu sína á matsgerð dómkvadds matsmanns um að flísunum yrði að skipta út í heild sinni. Hæstiréttur taldi ljóst að SÞ hefði ekki tekið annað að sér samkvæmt kaupsamningi en að gera við þær flísar sem SH hafði verið upplýst um við skoðun að hefðu verið lausar. Með því að SÞ hefði ekki fullnægt skyldu sinni að þessu leyti var SÞ gert að greiða SH bætur að álitum sem þóttu hæfilega ákveðnar 200.000 krónur. Þá hafði SÞ dregið frá kröfu sinni þá fjárhæð sem nam hlut fasteignarinnar í sameiginlegum kostnaði vegna viðgerða á gluggum neðri hæðar í samræmi við ákvæði í kaupsamningi, en lokið var við þá viðgerð eftir uppkvaðningu héraðsdóms. Að öðru leyti var ekki fallist á kröfu SH um skaðabætur eða afslátt af kaupverði fasteignarinnar. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Karl Axelssonog Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. apríl 2017. Hún krefst þess að húnverði sýknuð af kröfu stefndu og að stefndu verði gert að greiða sér 233.638krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 22. október 2015 til greiðsludags. Þá krefst húnmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms, en þó þannig að frákröfu hennar dragist 322.594 krónur miðað við 20. júní 2017. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Hæstarétti. IEins og rakið er í hinum áfrýjaða dómigerðu aðilar málsins með sér kaupsamning 20. desember 2014 þar sem áfrýjandikeypti af stefndu fasteign að Kristnibraut 5 í Reykjavík. Kaupverðið var54.900.000 krónur og greiddi áfrýjandi umsamið kaupverð utan lokagreiðslu aðfjárhæð 4.000.000 krónur sem samkvæmt kaupsamningi bar að inna að hendi 25.febrúar 2015. Hélt áfrýjandi eftir þeirri greiðslu á grundvelli stöðvunarréttarsamkvæmt 35. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup, sbr. 2. mgr. 30. gr. sömulaga, þar sem fasteignin væri haldin göllum og ljóst að kostnaður vegna úrbótanæmi hærri fjárhæð en eftirstöðvum kaupverðsins.Í kaupsamningnum var meðal annarsákvæði um að stefnda skyldi „gera við lausar gólfflísar á efri hæð íbúðar“ ogað því verki yrði lokið fyrir útgáfu afsals og lokagreiðslu. Óumdeilt er aðþetta skilyrði kaupsamningsins hefur stefnda ekki efnt og ber hún því við aðhenni hafi ekki verið hleypt inn í húsnæðið til þess að geta lagfært flísarnar.Með tölvubréfi 7. október 2015 bauð stefnda áfrýjanda 100.000 króna afslátt afkaupverðinu vegna lausu flísanna. Áfrýjandi hafnar því að eitthvað hafi veriðþví til fyrirstöðu að stefnda fengi aðgang að húsnæðinu til að lagfæra umræddarflísar auk þess sem komið hafi í ljós að slík viðgerð væri ófullnægjandi.Aflaði áfrýjandi matsgerðar dómkvadds manns meðal annars til að meta hvort svoværi. Var Auðunn Elísson byggingafræðingur og húsasmíðameistari dómkvaddur íþessu skyni og skilaði hann matsgerð 9. maí 2016. Var það niðurstaða hans aðtaka þyrfti upp allar flísar efri hæðarinnar og endurgera flísalögnina. Reisiráfrýjandi kröfu sína vegna viðgerða á flísum á matsgerðinni þar sem kostnaðurvegna þeirra var metinn að fjárhæð 3.176.400. Eins og að framan er rakið tók stefndaað sér samkvæmt kaupsamningi að gera við lausar gólfflísar á efri hæðíbúðarinnar án þess að það sé útlistað frekar í hverju slík lagfæring skyldifelast. Stefnda heldur því fram að einungis hafi verið um að ræða nokkrarstaðbundnar flísar við svalahurð sem voru lausar og hafi hún upplýst um þettavið kaupin.Áfrýjandi skoðaði íbúðina fyrir kaupinog hafði með sér við þá skoðun í fyrra skiptið smið og í það síðarabyggingatæknifræðing. Bar hún fyrir dómi að þeim hefði verið sagt frá lausumflísum á gólfinu og „við vorum ekkert að skoða það neitt meira og síðan baraþökkum við fyrir og það er farið í tilboð á eigninni.“ Aðspurð hvort hún hafieitthvað skoðað það frekar þegar hún var upplýst um lausar flísar á gólfi svarðihún “nei ég taldi mig ekki þurfa þess.“ Í framburði fasteignasalans, SigrúnarStellu Einarsdóttur, kom fram að hennar upplifun hefði verið sú að einungishefði verið um að ræða fáar lausar flísar sem hafi verið staðbundnar. Þá barSigurður Natan Jóhannesson fasteignasali, sem var viðstaddur skoðun áfrýjanda áfasteigninni, að hann hefði tekið eftir við sýningu að það væru „tvær, þrjár“lausar flísar í stofu og hafi hann bent áfrýjanda á það. Hann hafi aðeins tekiðeftir einhverjum „þremur, fjórum“ lausum flísum. Þá kom fram hjá vitninu RúnariÞórarinssyni, sem er múrarameistari og vinur stefndu, en hann hafði tekið að sérað lagfæra flísarnar fyrir hönd stefndu, að bæði áfrýjandi og Benedikt hefðuvitað um lausar flísar í norðvesturhorni í stofu. Hafi verið um að ræða fimmtil sjö flísar á þeim stað en ekki annars staðar. Í framburði Benedikts SævarsMagnússonar, byggingatæknifræðings, sem skoðaði fasteignina með áfrýjanda fyrirkaupin, kom fram að hann myndi eftir lausum flísum út við glugga í stofunni viðskoðun íbúðarinnar þar sem fasteignasalinn Sigurður Natan var viðstaddur en„við svo sem höfðum ekki miklar áhyggjur af þessu máli nákvæmlega þar sem hannsagði að seljandi myndi sjá um að laga þessar flísar sem væru lausar ístofunni, þannig að við svo sem kortlögðum það ekki neitt meira.“Vitnið Sveinn Ingibergsson, sem kvaðsthafa skoðaða fasteignina á árinu 2014 bar að þá hefði hann tekið eftir lausumflísum á gólfum á fleiri en einum stað, fyrir framan svalir og í borðstofu.IISamkvæmt þvísem nú hefur verið rakið þykir ljóst að stefnda tók ekki annað að sér samkvæmtkaupsamningi aðila varðandi flísar á efri hæð en að gera við þær flísar semáfrýjandi var upplýst um við skoðun að væru lausar, en eins og fram er komiðskoðaði hún íbúðina fyrir kaupin með sérfræðingi. Með því að stefnda hefur ekkifullnægt skyldu sinni að þessu leyti verður að dæma áfrýjanda bætur að álitumsem þykja hæfilega ákveðnar 200.000 krónur og er þá tekið mið af umfangi verksins.Í kaupsamningi aðila var enn fremur ákvæðiþess efnis að stefnda skyldi greiða hlut eignarinnar í sameiginlegum kostnaðivegna viðgerða á gluggum neðri hæðar. Lokið var við þá viðgerð eftiruppkvaðningu hins áfrýjaða dóms og hefur stefnda dregið frá kröfu sinni fjárhæðsem nemur kröfugerð áfrýjanda varðandi kostnað við þær viðgerðir og reist er áfyrirliggjandi matsgerð.Að öðru leyti en nú hefur verið rakiðverður héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans eins og nánargreinir í dómsorði. Áfrýjanda verður gert að greiðastefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði segir.Dómsorð:Áfrýjandi,Sigrún Hannesdóttir, greiði stefndu, Stefaníu Þórarinsdóttur, 3.800.000 krónurmeð dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 25. febrúar 2015 til greiðsludags, allt að frádregnum 322.594krónum 20. júní 2017.Málskostnaðarákvæðihins áfrýjaða dóms er staðfest.Áfrýjandigreiði stefndu 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17.febrúar 2017I.Málþetta var höfðað 20. janúar 2016 og dómtekið 26. janúar 2017. Aðalstefnandier Stefanía Þórarinsdóttir til heimilis að Naustabryggju 55, Reykjavík, engagnastefnandi er Sigrún Hannesdóttir til heimilis í Bandaríkjunum. Stefnandikrefst þess í aðalsök að stefndu verði gert að greiða henni 4.000.000 króna auk vanskilavaxta, samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 25. febrúar 2015 til greiðsludags. Þá erkrafist málskostnaðar. Gagnstefnandi,Sigrún Hannesdóttir, krefst þess að aðalstefnandi verði dæmd til að greiðahenni 233.638 krónur, með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001, frá 22. október 2015 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefnda,Sigrún Hannesdóttir, krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda í aðalsök, entil vara að dómkröfur verði lækkaðar verulega. Þá er krafist málskostnaðar. Gagnstefnda,Stefanía Þórarinsdóttir, krefst aðallega sýknu af kröfu gagnstefnanda í gagnsök, en til vara að kröfur gagnstefnandaverði lækkaðar verulega. Þá er krafist málskostnaðar.II.MálsatvikAtvikmálsins eru þau að aðalstefnandi og gagnstefnandi gerðu með sér kaupsamning 20.desember 2014 um fasteignina að Kristnibraut 5, Reykjavík. Var kaupverðeignarinnar 54.900.000 krónur. Greiddi gagnstefnandi umsamdar greiðslur utan lokagreiðslu4.000.000 króna sem samkvæmt kaupsamningi bar að inna af hendi 25. febrúar2015. Íkaupsamningi var mælt fyrir um eftirfarandi viðgerðir sem stefnandi tók að séreftir afhendingu eignarinnar: „Seljandiskal gera við rakaskemmd í bílskúr og koma í veg fyrir áframhaldandi raka íútvegg, einnig skal seljandi gera við rakaskemmd í herbergi á neðri hæð, ábaðherbergi á efri hæð, einnig skal seljandi gera við lausar gólfflísar á efrihæð íbúðar. Skal seljandi hafa klárað þetta eigi síðar en við lokagreiðslu ogútgáfu afsals. Seljandi skal greiða hlut eignarinnar í sameiginlegum kostnaðivegna viðgerða á gluggum neðri hæðar. Ef verkinu er ekki lokið fyrirlokagreiðslu og útgáfu afsals skal liggja fyrir nákvæm kostnaðaráætlun á þeimtíma.“ Fasteigninvar afhent gagnstefnanda 20. desember 2014 og átti lokagreiðsla sem fyrr segirað fara fram 25. febrúar 2015.Þann25. febrúar 2015, þegar lokagreiðsla og útgáfa afsals átti að fara fram, láekki fyrir umrædd kostnaðaráætlun vegna gluggaviðgerða á neðri hæð. Fyrstatilboð í viðgerðir var sent Snorra Waage, sameiganda neðri hæðar 27. júlí 2015.Við aðalmeðferð málsins upplýsti Snorri að tilboði þessu hefði ekki verið tekiðog að viðgerðum væri ekki enn lokið. Kvaðst hann hafa tekið að sér að aflatilboða í viðgerðirnar. Þá tók hann fram að ætlunin hefði verið að ljúkaviðgerðum haustið 2016, en það hefði ekki náðst af ástæðum sem eigendur hússinsbæru ekki ábyrgð á. Samkvæmt afriti kvittunar sem liggur fyrir í gögnum málsinshefur aðalstefnandi greitt 172.313 krónur vegna viðgerða á gluggum þessum. Meðbréfi, dags. 20. ágúst 2015, skoraði aðalstefnandi á gagnstefnanda að veitaaðgang að fasteigninni til þess að unnt væri að framkvæma aðrar viðgerðir semtilgreindar voru í kaupsamningi málsaðila. Einnig skoraði aðalstefnandi ágagnstefnanda að greiða eftirstöðvar kaupverðsins, 4.000.000 króna, gegn útgáfuafsals og bankaábyrgðar að fjárhæð 500.000 krónur sem aðalstefnandi væritilbúinn að leggja fram vegna fyrirhugaðra viðgerða á gluggum neðri hæðar. Ísvari lögmanns gagnstefnanda til aðalstefnanda, 21. ágúst 2015, telurgagnstefnandi að seljandi hafi vanefnt kaupsamninginn þar sem umsamdarviðgerðir hefðu ekki farið fram. Þá er því mótmælt að aðalstefnanda hafi ekkiverið veittur aðgangur að eigninni. Lýsti gagnstefnandi því einnig yfir aðlokagreiðslu 4.000.000 króna samkvæmt kaupsamningi yrði haldið eftir ágrundvelli stöðvunarréttar samkvæmt 35. gr. fasteignakaupalaga nr. 40/2002,sbr. einnig 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Þá var tekið fram í bréfinu að gert væriráð fyrir því í kaupsamningnum að seljandi greiddi hlut eignarinnar ísameiginlegum kostnaði vegna viðgerða á gluggum neðri hæðar. Með bréfilögmannsins fylgdi álit byggingartæknifræðings, Benedikts Magnússonar, hjáVíðsjá verkfræðistofu, dags. 24. febrúar 2015, sem óskað hafði verið eftir aðbeiðni gagnstefnanda. Segir í áliti hans að hann hafi að beiðni kaupanda skoðaðeignina 23. febrúar 2015 og yfirfarið galla sem legið höfðu fyrir við gerðkaupsamnings 20. desember 2014 og „einnig aðra sem komið hafa í ljós eftir aðkaupandi fékk eignina afhenta“. Í áliti hans er lýst þeim atriðum sem geraþurfi við og tiltekin voru í kaupsamningi aðila, þ.e. rakaskemmdir íbílageymslu, frágangur á baðherbergi og leki og skemmdir á neðri hæð aukrakaskemmda við stiga neðri hæðar. Um lausar flísar í stofu segir svo íálitinu: „Eftirað kaupandi tók við eigninni hefur komið í ljós að stór hluti flísa í stofu viðglugga NV horni eru lausar og fúgur ónýtar. Nauðsynlegt er að fara ílagfæringar. Það er ljóst eftir skoðun að allnokkuð er af göllum sem aðseljandi hefði átt að vera kunnugt um og hefði því átt að láta kaupanda vitavið söluna og því eðlileg krafa að þeir verði lagfærðir á venjulegan hátt.Jafnframt hafði kaupandi áður farið fram á að ákveðin atriði verði lagfærð ogþeirra getið í kaupsamningi. … Undirritaður mun hafa eftirlit með því að þærlagfæringar sem unnar verða af seljanda verði unnar á viðurkenndan hátt og erskilyrðislaus krafa að þær verði unnar af iðnmeisturum með fullgild réttindi ogtryggingar.“ Samkvæmt kostnaðaráætlun sem fylgdi áliti Benedikts var talið aðheildarkostnaður vegna nauðsynlegra viðgerða á fasteigninni væri 2.831.041króna. Umræddarviðgerðir sem stefnandi hafði tekið að sér að lagfæra samkvæmt kaupsamningihófust þann 24. ágúst 2015 og 22. september s.á. var gagnstefnanda tilkynnt meðtölvupósti lögmanns aðalstefnanda að viðgerðum væri lokið á tilgreindum þáttumí kaupsamningi. Var það staðfest með bréfi lögmanns gagnstefnanda sama dag ogstöðuskýrslu áðurgreinds byggingartæknifræðings, dags. 22. september 2015, enþó þannig að viðgerðum á gluggum neðri hæðar að utan hefði ekki verið lokið nélagfæringum á lausum flísum á aðalhæð. Taldi gagnstefnandi með vísan tilskýrslu byggingartæknifræðingsins að kostnaður vegna viðgerða á flísum efrihæðar næmi 2.920.000 krónum, auk þess sem gera mætti ráð fyrir að kostnaðurykist verulega kæmi í ljós að gólfílögn væri ekki í lagi. Þá taldigagnstefnandi að ekki væri hægt að gera fullnægjandi kostnaðaráætlun vegnaviðgerða á gluggum, þar sem enn lægi ekki fyrir hversu umfangsmikil sú viðgerðyrði. Væri því ljóst að áætlaðurkostnaður við það sem enn væri ógert af því sem gert hefði verið ráð fyrir aðstefnandi lagfærði fyrir útgáfu afsals og lokagreiðslur væri langt umfram þaðsem ógreitt væri af kaupverðinu. Taldi gagnstefnandi ljóst að kostnaður vegnaúrbóta næmi hærri fjárhæð en þeim 4.000.000 króna sem gagnstefnandi hefðihaldið eftir. Því væru ekki forsendur til að ganga frá útgáfu afsals eins ogkrafist hefði verið. Ífyrrgreindri skýrslu Benedikts Magnússonar byggingartæknifræðings, dags. 22.september 2015, kemur m.a. fram að Benedikt hafi haft umsjón og eftirlit meðframkvæmdum sem unnar hafi verið á vegum seljanda í samræmi við kaupsamning.Tók hann fram að ekkert hefði verið gert í að lagfæra lausar flísar á aðalhæð.Við athugun hafi komið í ljós að mjög margar flísar virtust lausar að hluta eðaöllu leyti. Einnig hafi komið í ljóst að sömu flísar væru ekki lengurfáanlegar. Við kaup hafi fleiri en þrjár flísar verið sprungnar og afar ólíklegtverði að teljast að allar lausar flísar náist heilar upp til að hægt verði aðendurleggja þær. Því þurfi að skipta út öllum flísunum.Meðtölvupósti 7. október 2015, bauð aðalstefnandi gagnstefnanda 100.000 krónaafslátt vegna flísanna.Meðmatsbeiðni 7. mars 2016, óskuðu gagnstefnendur eftir því að dómkvaddur yrðieinn matsmaður til þess að meta 1) flísalögn á efri hæð íbúðarinnar, 2)rakamyndanir í íbúð á neðri hæð og viðgerðir á gluggum og 3) frágang á svölum.Var þess óskað að matsmaður sundurliðaði nauðsynlegar leiðir til úrbóta og mætikostnað því samfara. Var Auðunn Elísson byggingafræðingur og húsasmíðameistaridómkvaddur til að framkvæma umbeðið mat. Íniðurstöðum matsmannsins við fyrstu matsspurningu staðfestir hann að töluvertlos sé á gólfflísum í íbúðinni. Telur matsmaður 33% flísanna alveg lausar eðahálflausar frá undirlagi. Telur matsmaður að taka verði upp allar flísar ogendurgera flísalögn. Ekki sé hægt að ná flísum heilum af gólfi og þess vegnaþurfi að leggja nýjar flísar á gólfið. Kostnað við úrbætur telur matsmaður nemasamtals 3.176.400 krónum sem skiptist annars vegar í kostnað vegna vinnu,1.852.200 krónur, og hinsvegar efni, akstur og tæki, 1.324.200 krónur. Umaðra matsspurningu tekur matsmaður fram að leki sé með gluggum í geymslu áneðri hæð efri íbúðar sem rekja megi til þéttingar milli glugga og útveggjar.Einnig sé leki með gluggum í stofu bæði á norður- og vesturhlið hússins sem ogvið glugga við stiga í íbúð á neðri hæð hússins. Telur matsmaður að taka þurfiupp útveggjaklæðningu milli glugga og endurklæða innan við panelklæðningu ásamtþví að þétta að nýju milli plötunnar og útveggja og glugga. Telur matsmaður aðtaka þurfi upp útveggjaklæðningar milli glugga og setja krossviðarplötu í staðgifsplötu. Endurgera þurfi áfellu undir gluggum í samræmi við séruppdrátt.Telur matsmaður að þétta þurfi að nýju milli glugga og útveggja glugga ígeymslu á neðri hæð efri íbúðar og glugga á vestur- og norðurhlið hússins semog við glugga við stiga í sömu íbúð. Einnig telur matsmaður að hreinsa þurfiframangreinda veggi þar sem leki hafi komið fram, gera við vegg og loft ogendurmála síðan fletina. Kostnað við úrbætur telur matsmaður nema samtals737.600 krónum, sem skiptist í kostnað vegna vinnu, 602.600 krónur, ogefniskostnað, akstur og tæki, 135.000 krónur. Umþriðju matsspurningu telur matsmaður að los sé í 83% flísa á svalagólfiíbúðarinnar sem megi rekja til þess að ekki hafi verið notað frostþolið lím„þannig að með tímanum kemst vatn undir flísarnar og lím losnar upp vegna vatnsog frosts“. Telur matsmaður að taka þurfi upp allar flísar á svalagólfi, slípayfirborð svalagólfs og endurflísaleggja með nýjum flísum. Telur matsmaður ekkihægt að endurnýta flísar. Kostnað við úrbætur telur matsmaður nema samtals245.000 krónum sem skiptist í kostnað vegna vinnu, 157.200 krónur, ogefniskostnað, akstur og tæki 245.200 krónur. Samkvæmtframansögðu er það niðurstaða matsmanns að kostnaður vegna úrbóta aðfrádreginni endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu, nemi samtals 3.855.871 krónu.Viðaðalmeðferð málsins gáfu aðalstefnandi, Stefanía Þórarinsdóttir, oggagnstefnandi, Sigrún Hannesdóttir, aðilaskýrslu en skýrslur vitna gáfu SigrúnStella Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, Sigurður Natan Jóhannesson,sölumaður fasteigna, Rúnar Þórarinsson, sem kom að viðgerðum fasteignarinnar,Auðunn Elísson, dómkvaddur matsmaður, Benedikt Magnússonbyggingartæknifræðingur, Snorri Waage, sameigandi neðri hæðar fasteignarinnarog Sveinn Ingibergsson sem skoðaði fasteignina. Aðalstefnandibar fyrir dóminum að hafa bent gagnstefnanda á nokkrar lausar flísar í stofusem henni hafi verið kunnugt um. Þær hafi verið staðbundnar. Um holhljóð undirflísum kvaðst hún hafa spurt fagmann á þeim tíma sem farið var að ræða umlausar flísar. Henni hafi þá verið sagt að undir væru anhydrit-ílögn og hitalagnir í gólfinu og þegar svoværi heyrðist oft eins og tómahljóð en þetta væru ekki lausar flísar. Þá hafihún ekki orðið vör við holhljóð á þeim tíma sem hún bjó í húsinu. Engar fúgurhafi verið farnar, allt hafi verið heilt. Kvaðst hún ekki hafa vitað að aðrarflísar en þær sem bent hefði verið á væru lausar. Hún tók fram að eftir aðleigjandi hefði verið kominn í íbúðina hefði ekki fengist aðgangur að henni ogað samskipti við hann hefðu verið erfið. Hún kvaðst ekki hafa séð skýrsluBenedikts Magnússonar fyrr en hálfu ári eftir að hún var gerð. Þá hefði húnverið tilbúin til að greiða fyrir viðgerð á gluggum neðri hæðar og samið hefðiverið við eiganda neðri hæðar um að sjá um þann þátt málsins, afla tilboða ogræða við iðnaðarmenn og að hún myndi greiða þegar niðurstaða lægi fyrir. Þáhafi hún ekki orðið vör við lausar flísar á svalagólfi. Kvaðst hún hafa fyrirstuttu síðan fengið upplýsingar um að þar væru lausar flísar. Ekki hafi veriðrætt um þær á samningafundi í apríl 2015. Gagnstefnanditók fram að Benedikt Magnússon byggingartæknifræðingur hefði skoðað með hennifasteignina auk þess sem fasteignasali var á staðnum. Seljandi hefði átt aðgera við tilgreind atriði samkvæmt kaupsamningi og öllu átti að vera lokið viðútgáfu afsals. Hún tók fram að Sigurður fasteignasali hefði bent á lausarflísar í stofu. Hún hafi sjálf verið í íbúðinni sumarið 2015, en leigjandi semhafði verið í íbúðinni hafi sagt henni að smellir væru í flísum. Hún tók framað Benedikt hefði farið með henni tvisvar til að skoða fasteignina. Einnig hafieiginmaður vinkonu hennar, sem væri smiður, skoðað fasteignina með henni. Húnhafi gert athugasemdir við galla sem hefðu verið sýnilegir og hafi ekki skoðaðþessi atriði frekar við afhendingu eignarinnar. Þegar eignin hafi verið afhenthafi hún ekki rekið augun í lausar flísar. Sölumaður hafi sagt henni að ístofunni væru lausar flísar en það hafi ekki verið skoðað sérstaklega. Þá munihún ekki hvar lausar flísar hafi verið í stofu þegar hún skoðaði, hún hafi ekkiverið að spá í fjölda lausra flísa, þá hafi leigjandi ekki rætt sérstaklega umlausar flísar við hana. Þákvað gagnstefnandi að viðgerðum hefði átt að vera lokið fyrir útgáfu afsals. Þákvað hún enga fyrirstöðu hafa verið við því að hleypa fólki inn. Það átti aðhafa samband við Benedikt, en það hafi ekki verið gert. Þá hafi verið gert ráðfyrir því að haft yrði samband við þann sem bjó í íbúðinni á þessum tíma. Gagnstefnandikvaðst ekki hafa viljað neinar framkvæmdir innandyra fyrr en hún kæmi tillandsins þann 20. febrúar 2015. Hún hafi látið fasteignasölu vita af því. Þáhefði seljandi ekki getað lokið framkvæmdum fyrir afsal, þar sem síðar hafikomið í ljós að viðgerðir hefðu tekið einn mánuð. Hún hafi ekki gefið seljandatíma til framkvæmda því hún hafi gert ráð fyrir að vera í sambandi viðfasteignasöluna. Hún hafi ekki nefnt neinn tíma fyrir stefnanda til viðgerða.Hún hafi viljað vera komin til landsins og hafi látið vita að hún værivæntanleg 20. febrúar 2015 og að hún hafi viljað vera til staðar á meðan gertværi við. Þá hafi aldrei verið neitt vandamál fyrir þann sem bjó í íbúðinni aðhleypa fólki inn. Þátók gagnstefnandi fram að hún hefði ekki sent skýrslu Benedikts tilfasteignasalans vegna þess að beðið hefði verið eftir sáttafundi sem ekki hefðiverið haldinn. Gagnstefnandi kvað tilgang skýrslunnar þann að geraaðalstefnanda grein fyrir hversu alvarlegt málið væri. Þegarhún sjálf flutti inn í eignina hafi hún orðið vör við fleiri lausar flísar. Þákvaðst hún hafa vitað að Snorri Waage hafi ætlað að sjá um að afla tilboða íviðgerðir á gluggum íbúðar neðri hæðar. Þá kvaðst hún fyrst hafa orðið vör viðlausar flísar á svalagólfi þegar hún flutti inn í íbúðina. SigrúnStella Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, kvaðst ekki kannast við að hafaséð skýrslu Benedikts Magnússonar. Hún kvað ákvæði um kostnaðaráætlun íkaupsamningi vegna viðgerða á gluggum íbúðar neðri hæðar vera skýra. Þá taldihún að skírskotun í kaupsamningi um viðgerðir á lausum flísum hafi borið að skiljaþannig að aðeins væri um nokkrar lausar flísar að ræða. Þá taldi hún aðseljanda og kaupanda hafi báðum verið kunnugt um að eigandi íbúðar neðri hæðarhafi tekið að sér að sjá um viðgerðir á gluggum. Hún tók fram að seljandi hefðihaft samband við fasteignasöluna og lýst erfiðum samskiptum við leigjanda. Þákvað hún að þar sem ekki væri búið að uppfylla kaupsamning um framkvæmdir þáhefði afsal ekki verið gefið út. Kaupandi hefði verið reglulega í sambandi tilað þoka málinu áfram og til að fá lausn í það. Hún tók fram að enginnsáttafundur hefði verið haldinn með aðilum og málið farið í hendur lögfræðinga.Þá kvaðst hún ekki muna eftir lausum flísum á svalagólfi. SigurðurNatan Jóhannesson, sölumaður fasteigna, tók eftir þremur til fjórum lausumgólfflísum við sýningu. Dóttir kaupanda hefði einnig skoðað íbúðina og síðanhefði fagmaður skoðað eignina með kaupanda. Vitnið kvaðst vita að samskipti viðleigjanda fasteignarinnar hefðu verið erfið. RúnarÞórarinsson kvaðst hafa verið í sambandi við Benedikt Magnússon til að komastinn í fasteignina. Hafi Benedikt staðfest að viðgerðir væru fullnægjandi og þarmeð hafi vinnu hans fyrir seljanda verið lokið. BenediktMagnússon kvaðst hafa skoða fasteignina með kaupanda. Kvaðst hann hafa séðbrotnar flísa út við glugga sem seljandi hafi tekið að sér að lagfæra. Á þessumtíma hafi hann ekki skoðað neitt meira. Þákvað hann seljanda aldrei hafa haft samband við sig í janúar og febrúar 2015.Þá tók hann fram að þegar hann ritaði skýrslu sína hafi hann aðeins séð nokkrarlausar flísar. Þegar hann hafi tekið saman seinni skýrsluna, 22. september2015, hafi einfaldlega verið búið að skoða betur og leita eftir lausum flísum.Hann hafi haft eftirlit með viðgerðum Rúnars og staðfesti að viðgerðir sem hannhefði gert hefðu verið fullnægjandi. Þá tók hann fram að ekki hefði verið gertvið flísar vegna þess að sömu flísar hefðu ekki lengur verið fáanlegar. SnorriWaage tók fram að viðgerðum vegna glugga neðri hæðar væri ekki lokið og að hannhefði tekið að sér að afla tilboða í verkið. Viðgerðin hafi átt að fara framhaustið 2016, en að það hafi ekki verið eigendum hússins að kenna að verkinuhafi ekki verið lokið. Taldi hann að áætlaður kostnaður væri á bilinu 500.000til 1.000.000 króna til viðbótar við 350.000 krónur sem þegar hefðu veriðgreiddar. SveinnIngbergsson kvaðst hafa gert tilboð í sömu eign í apríl 2014. Kvaðst hann hafaorðið var við lausar flísar á gólfum á fleiri en einum stað. Hann hafi fundiðholrúm þegar hann gekk um gólfin. III.. Helstu málsástæður og lagarökaðalstefnanda, Stefaníu ÞórarinsdótturAðalstefnanditelur að gagnstefnandi hafi vanefnt kaupsamninginn frá 20. desember 2014 oggreiðsluloforð með því að inna ekki af hendi eftirstöðvar kaupverðs, 4.000.000króna, á gjalddaga 25. febrúar 2015. Telur aðalstefnandi að um skuld sé að ræðasem hafi fallið í gjalddaga 25. febrúar 2015. Aðalstefnandi hafi efnt eða boðiðfram fullar efndir á kaupsamningi með viðgerðum á þeim þáttum sem tilgreindirvoru í kaupsamningi aðila eða með bankaábyrgð og afslætti frá kaupverði.Gagnstefnandi hafi hafnað fullum efndum á kaupsamningi þrátt fyrir áskoranirþar um og einnig hindrað aðalstefnanda í því að geta efnt kaupsamninginn meðþví að veita ekki aðgang að fasteigninni fyrr en í kjölfar bréfs aðalstefnanda20. ágúst 2015, þar sem skorað var á gagnstefnanda að veita aðgang aðfasteigninni. Telur aðalstefnandi að gagnstefnanda hafi ekki verið heimilt aðbeita stöðvunarrétti gagnvart henni, skv. 35. gr. fasteignakaupalaga nr.40/2002, sbr. og 2. mgr. 30. gr. laganna. Einnigtelur aðalstefnandi að um viðtökudrátt hafi verið að ræða af hálfugagnstefnanda en hún hafi hafnað fullum efndum á kaupsamningi og neitað aðganga til afsals og greiða eftirstöðvar kaupverðs. Jafnframt hafi hún hindraðiaðgang aðalstefnanda að fasteigninni þegar boðnar voru fram efndir á kaupsamningiAðalstefnanditelur ekki alveg ljóst hvort gagnstefnandi beri fyrir sig galla á flísum efrihæðar eða hvort hún líti svo á að um vanefnd á kaupsamningi sé að ræða.Aðalstefnandi hafi boðið fram fullar efndir á lagfæringu flísanna með afslætti.Á því er byggt að gagnstefnandi hafi sýnt af sér tómlæti vegna meints galla áflísum efri hæðar. Liðið hafi níu mánuðir frá afhendingu fasteignar þar tilgagnstefnandi bar fyrir sig galla á flísum, sbr. bréf lögmanns gagnstefnanda,dags. 22. september 2015. Við gerð kaupsamnings hafi legið fyrir að fáeinarflísar væru lausar og tók aðalstefnandi að sér að laga þær. Gagnstefnandi hafiþví þekkti til vandamálsins en þrátt fyrir það var ekki farið í að meta umfangvandans. Þetta geti ekki talist galli þar sem gagnstefnandi þekkti til vandansstrax við afhendingu fasteignarinnar, sbr. 1. mgr. 29. gr. laga nr. 40/2002, umfasteignakaup. Jafnframt hafi það verið sameiginlegur skilningur aðila að umværi að ræða fáeinar flísar sem auðvelt væri að laga. Hafi gagnstefnandi ætlaðað bera fyrir sig galla vegna lausra flísa hafi henni borið að tilkynnaaðalstefnanda það eins skjótt og unnt var, sem var ekki gert, og hefur húnfyrirgert rétti sínum vegna þess, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga um fasteignakaup. Aðalstefnandikrefst þess að kaupsamningurinn verði efndur og gagnstefnandi greiðieftirstöðvar kaupverðs eins og henni ber skylda til, ásamt dráttarvöxtum frá25. febrúar 2015 til greiðsludags.2. Helstu málsástæður og lagarökgagnstefnanda, Sigrúnar HannesdótturGagnstefnandireisir dómkröfur sínar á því að gagnstefnda hafi vanefnt kaupsamning aðilaverulega og að gagnstefnandi eigi gagnkröfu um skaðabætur og afslátt úr hendigagnstefndu. Telur gagnstefnandi að gagnstefnda hafi lofað því að gera við a)rakaskemmdir í bílskúr og koma í veg fyrir áframhaldandi raka í útvegg, b) viðrakaskemmdir í herbergi á neðri hæð og á baðherbergi á efri hæð, c) lausargólfflísar á efri hæð íbúðar. Hún hafi skuldbundið sig til að gera við þessaþætti eigi síðar en við lokagreiðslu og útgáfu afsals sem samkvæmt kaupsamningiátti að fara fram 25. febrúar 2015. Að lokum hafi gagnstefnda skuldbundið sigtil að greiða sameiginlegan kostnað sem félli á hina seldu íbúð vegna viðgerðaá gluggum á neðri hæð og sjá til þess að lögð yrði fram kostnaðaráætlun viðútgáfu afsals ef framkvæmdum væri ekki lokið. Fyrirliggi að gagnstefnda hafi ekki lokið viðgerðum á lausum flísum á gólfi í stofuá efri hæð. Kostnaður vegna þessa samkvæmt matsgerð dómkvadds matsmanns nemi3.176.400 krónum. Gagnstefnanditelur að vanefndir teljist afhendingardráttur, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr.40/2002, enda umsamið fyrir hvaða tímamark gagnstefndu hafi borið að ljúkaframkvæmdum. Samkvæmt 1. mgr. sömu greinar sé gagnstefnanda því heimilt aðbeita vanefndarúrræðum laganna, þ.m.t. stöðvunarrétti, skv. 35. gr. laganna ogkrefja gagnstefndu um skaðabætur skv. 34. gr. Telur gagnstefnandi sannað aðtjón hennar vegna höfnunar gagnstefndu á því að gera með fullnægjandi hætti viðflísar sé 3.176.400 krónur, sbr. matsgerð dómkvadds matsmanns. Einnigtelur gagnstefnandi að gagnstefnda hafi vanefnt skyldur sínar til að leggjafram kostnaðaráætlun vegna viðgerða á gluggum á neðri hæð. Auk þess hafigagnstefnda ekki lýst því yfir með skýrum hætti að hún hygðist bæta allansameiginlegan kostnað vegna viðgerðarinnar, en fyrir liggi að hún hafi aðeins íhyggju að bæta kostnað vegna viðgerða á glugga. Fyrir liggi að afleitt tjón,t.d. rakaskemmdir í íbúð á neðri hæð, teljist einnig til sameiginlegskostnaðar, skv. 1. og 3. mgr. 43. gr., sbr. 8. og 52. gr. laga nr. 26/1994, umfjöleignarhús. Hlutdeild gagnstefndu í áætluðum kostnaði nemi 355.523 krónum,en þá sé ótalinn kostnaður vegna afleidds tjóns í íbúð á neðri hæð, þ.e. vegnarakaskemmda, sem gagnstefndu beri að greiða samkvæmt kaupsamningi aðila, aðöðrum kosti hefði hún þurft að gera um það sérstakan fyrirvara. Gagnstefnanditelur að vanefndir gagnstefndu á að leggja fram kostnaðaráætlun vegna þessaþáttar málsins og höfnun hennar á greiðslu óskilgreinds kostnaðar teljist afhendingardráttur af hennarhálfu sem sé skaðabótaskyldur samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum laga nr. 40/2002.Telur gagnstefnandi sig eiga skaðabótakröfu á hendur gagnstefndu að fjárhæð355.523 krónur vegna lagfæringa á gluggum neðri hæðar. Gagnstefnandimótmælir því að hann hafi komið í veg fyrir að gagnstefnda gæti sinnt umræddumviðgerðum. Beri gagnstefnda sönnunarbyrði fyrir því að svo hafi verið.Gagnstefnandi hafi lagt sig fram við að tryggja aðgang gagnstefndu aðhúsnæðinu, sbr. framlögð tölvuskeyti á milli leigjanda íbúðarinnar oggagnstefnanda og samskipti við fasteignasala og lögmenn aðila. Gagnstefnanditelur að hin selda fasteign teljist gölluð í skilningi 18., sbr. 19. gr. laganr. 40/2002, þar sem gagnstefnda hafi lýst því yfir að hún muni ekki meðfullnægjandi hætti gera við flísar í stofu á annarri hæð, eða taka þátt ísameiginlegum kostnaði vegna óskilgreinds hluta viðgerða á gluggum á neðri hæð.Gagnstefnda hafi vitað um ástand flísa á efri hæð við gerð kaupsamnings og umþörf á gluggaviðgerðum. Því geti hún ekki borið fyrir sig gallaþröskuld 2.málsl. 18. gr. laga nr. 40/2002. Þá hafi gagnstefnda einnig vanræktupplýsingaskyldu sína samkvæmt sömu lögum, og því teljist eignin gölluð bæðivegna skorts á upplýsingum, sbr. 26. gr. laganna og vegna þess að gagnstefndahafi veitt rangar upplýsingar um fjölda lausra flísa, sbr. 27. gr. laganna.Telur gagnstefnandi einnig að loforð gagnstefndu um að bæta úr þessum þáttumhafi þau áhrif að gagnstefnandi hafi ekki haft ástæðu til að skoða þessa þættifrekar og því verði því ekki borið við að hún hafi vanrækt skoðunarskyldu sínaskv. 29. gr. laganna. Þá sé einnig galli á flísalögn á svölum íbúðarinnar ognemi kostnaður vegna lagfæringa 245.200 krónum samkvæmt niðurstöðum dómkvaddsmatsmanns. Afframangreindum sökum telur gagnstefnandi enn fremur að hún eigi rétt á afslættiaf kaupverði fasteignarinnar, sbr. 41. gr. laga nr. 40/2002. Ljóst sé aðfasteignin hafi verið gölluð og gagnstefnandi sýnt fram á kostnað sem hún muniverða fyrir með því að bæta úr þeim, sbr. 2. mgr. 41. gr. Þá er einnig á þvíbyggt að gagnstefnandi eigi rétt á skaðabótum, með vísan til 43. gr. sömu laga.Þá beri gagnstefndu einnig að greiða bætur vegna afleidds tjóns fyrirafnotamissi af íbúðinni að fjárhæð 350.000 krónur, sbr. matsgerð dómskvadds matsmanns. Gagnstefnanditelur gagnstefndu bundna af kaupsamningi aðila og að henni beri samkvæmtmeginreglum samningaréttar að efna samninginn samkvæmt orðanna hljóðan. Telurgagnstefnandi að gagnstefndu beri að bæta kostnað við að meta umfang gallannaer nemi 49.600 krónum, sbr. reikning frá Múrlínu ehf. og verkfræðikostnað vegnaeftirlits með úrbótum er nemi 326.430 krónum. Þá er sjónarmiðum um tómlætigagnstefnanda hafnað. Hún hafi upplýst um alla galla þegar í stað. Gagnstefnandisundurliðar dómkröfu sína með eftirfarandi hætti:Vegna viðgerða á flísum3.176.400 krónur3.176.400 krónurVegna glugga neðri hæðar737.600 krónur355.523 krónur (48,32%) hlutir efri hæðar í fasteignVegna viðgerða flísa á svölum245.200 krónur245.200 krónurEndurgreiðsla vsk. v/vinnu-269.556 krónur-269.515 krónur (hlutur kaupanda í endurgreiðslu)Leiga á íbúð 350.000 krónur350.000 krónurVerfræðikostnaður vegna eftirlits með úrbótum326.430 krónur326.430 krónurKostnaður vegna skoðunar á flísum – Múrlína49.600 krónur49.600 krónur4.223.638 krónurTil frádráttar – haldið eftir af kaupverði-4.000.000 krónurSkuld seljanda við kaupanda233.638 krónur, sbr. gagnstefna3. Helstu málsástæður og lagarökgagnstefnanda, Sigrúnar Hannesdóttur í aðalsök Málsástæður og lagarök gagnstefnandaeru þær sömu og koma fram í gagnstefnu. Gagnstefnandi telur sig eiga rétt áskaðabótum eða afslætti á kaupverði fasteignarinnar vegna galla á íbúðinni,sbr. 41. og 43. gr. laga nr. 40/2002. Telur gagnstefnandi að aðalstefnandi beriábyrgð á hinum umþrættu göllum og að hafa ekki upplýst gagnstefnanda um þá. Þáer upphafsdegi dráttarvaxta mótmælt. Þá er varakrafa reist á sömu málsástæðumog lagarökum. Gagnstefnandi bendir á að verði ekki fallist á tjón hennar vegnaafhendingardráttar og að kostnaður vegna galla á eigninni sé hærri enstefnukröfur málsins beri gagnstefnanda aðeins að greiða mismun stefnukröfu ogalls kostnaðar við að bæta úr göllum á eigninni auk afleidds tjóns.4. Helstu málsástæður og lagarökaðalstefnanda í gagnsök Gagnstefndahafnar því að hafa vanefnt kaupsamning aðila verulega og kröfu gagnstefnanda umskaðabætur og afslátt. Einnig er því hafnað að hin selda fasteign teljistgölluð í skilningi 18., sbr. 19. gr. laga nr. 40/2002. Gagnstefndatelur að gagnstefnandi hafi hindrað aðgang að fasteigninni, sbr. samskiptigagnstefnanda við leigjanda sinn. Gagnstefndatelur að hún hafi upplýst gagnstefnanda um lausar flísar á stofugólfi og hafitekið á sig skyldu til að lagafæra þær. Það hafi verið sameiginlegur skilningurallra að aðeins hafi verið um að ræða fáeinar flísar en ekki heilt stofugólf.Gagnstefnda hafi ekki fengið iðnaðarmann til að gera við lausar flísar og hafiþess í stað boðið gagnstefnanda afslátt að fjárhæð 100.000 krónur, sbr.tölvupóst 7. október 2015. Þegaráhættan af fasteigninni fluttist yfir þann 20. desember 2014 við afhendingu,sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 40/2002, hafi aðeins fáeinar flísar verið lausar.Engar athugasemdir hafi verið gerðar af gagnstefnanda um fjölda lausra flísa viðafhendingu. Þá hafi gagnstefnandi skoðað fasteignina með byggingafróðum aðila.Gagnstefnandi geti ekki borið fyrir sig galla vegna lausra flísa, en við mat áþví hvort fasteign sé gölluð skuli miða við það tímamark er hún flyst yfir íáhættu gagnstefnanda, sbr. 1. mgr. 20. gr. 40/2002. Gagnstefnandi hafi ekkisannað að sá fjöldi lausra flísa sem hún beri fyrir sig hafi verið til staðarvið áhættuskiptin. Þá hafi hvílt aðgæsluskylda á gagnstefnanda þar sem hún hafiverið upplýst um hinar lausu flísar við kaupsamningsgerð. Þá hafi gagnstefnandifengið byggingartæknifræðing til að meta fasteignina fyrir útgáfu afsals.Skýrsla hans sé dagsett 24. febrúar 2015, en gagnstefnda hafi fyrst fengiðupplýsingar um hana þann 21. ágúst 2015, frá lögmanni gagnstefnanda. Enginkrafa hafi komið fram á grundvelli skýrslunnar fyrr en sex mánuðum síðar. Sé umtómlæti að ræða, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 40/2002. Það sé fyrst meðskýrslu byggingartæknifræðingsins frá 22. september 2015 þar sem fram komiáætlaður kostnaður vegna viðgerða á flísunum, 2.920.000 krónur, enheildarkostnaður vegna viðgerða samkvæmt fyrri skýrslu hans hafi numið2.831.041 krónu, en þá hafi einnig verið tilteknir verkþættir sem gagnstefndihafi lokið viðgerðum á. Gagnstefnda hafnar því að þurft hafi að skipta út allriflísalögn á stofugólfi vegna lausra flísa. Einnig er hafnað meintu tjóni. Gagnstefndahafnar því að um afhendingardrátt hafi verið að ræða. Þátekur hún fram að eftirstöðvar kaupverðs hafi verið 4.000.000 króna en hiðmeinta tjón verið metið á 2.920.000 krónur í september 2015. Þrátt fyrir þaðhafi verið haldið eftir rúmri einni milljón króna, meira en meint tjón hennarnemi samkvæmt skýrslu byggingartæknifræðings. Það sé umfram það sem ákvæðið umstöðvunarrétt í 35. gr. laganna kveði á um. Umviðgerð á gluggum neðri hæðar tekur gagnstefnda fram að báðum aðilum hafi veriðþað ljóst að gagnstefnda stóð ekki sjálf í því að afla tilboða í verkið oghafði ekki forræði á því. Eigandi neðri hæðar sá um að afla tilboða í verkið.Þann 27. júlí 2015 hafi legið fyrir tilboð í verkið og hafi gagnstefnandi veriðupplýst um það. Í kjölfarið hafi verið boðin fram bankatrygging að fjárhæð500.000 krónur til þess að tryggja réttar efndir á þessum verkþætti. Er þvíhafnað að gagnstefnda hafi vanefnt skyldur sínar. Verkið sé auk þess ekki hafiðog því ekki komin gjaldfallin krafa á hendur gagnstefndu þegar aðalmeðferðmálsins fer fram. Þessarar skylduhafi verið getið í kaupsamningi aðila, en þar hafi á hinn bóginn ekkert veriðminnst á afleitt tjón vegna rakaskemmda í íbúð neðri hæðar. Með öllu sé ósannaðhvort eða hvert sé afleitt tjón vegna leka á gluggum. Ákvæði í kaupsamningitaki aðeins til viðgerða á gluggum. Þá beri við ákvörðun á kostnaði vegnaviðgerða á gluggum að hafa í huga 5. og 6. gr. laga nr. 26/1994 umfjöleignarhús þar sem skilgreint er hvað teljist til sameignar. Umaðgæsluskyldu gagnstefnanda sem kaupanda fasteignar tekur gagnstefnda fram aðgagnstefnandi hafi skoðað fasteignina nokkrum sinnum auk þess sem hún hafi haftmeð sér byggingafróðan aðila. Telur gagnstefnda að ekki sé hægt að bera fyrirsig galla sem gagnstefnandi og hinn byggingafróði aðili sáu eða máttu sjá viðskoðun fasteignarinnar, sbr. 1. mgr. 29. gr. laga nr. 40/2002. Telurgagnstefnda einnig að gagnstefnandi hafi sýnt af sér tómlæti hvað þetta varðar.Þvíer mótmælt að hin selda fasteign teljist gölluð. Ekki sé unnt að bera fyrir siggalla á fasteign sem gagnstefnandi þekkti til eða átti að þekkja til þegarkaupsamningur var gerður, sbr. 1. mgr. 29. gr. laga nr. 40/2002. Þegir metið séhvort um galla sé að ræða beri að miða við það tímamark er fasteign flyst yfirí áhættu kaupanda, sem hafi verið 20. desember 2014. Gagnstefnandi hafi ekkisýnt fram á að fasteignin hafi verið gölluð þegar hún var afhent, enda hafðihún þegar við kaupasamningsgerð vitneskju um þau atriði sem hún nú beri fyrirsig. Verði fallist á einhverja þá galla sem gagnstefnandi byggi á, telurgagnstefnda að heildarfjárhæð gallanna nái ekki gallaþröskuldi samkvæmt 2.málsl. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 40/2002 og rýri ekki verðmæti fasteignarinnarsvo nokkru varði. Fasteignin var byggð árið 2003 og því ekki um nýja fasteignað ræða. Þá verði að taka tillit til endurgreiðslu virðisaukaskatts við þaðmat. Gagnstefndahafnar því að flísalögn á svölum íbúðar sé gölluð. Það sé fyrst í gagnstefnusem þetta komi fram. Ef fallist verður á að um galla sé að ræða, þá er á þvíbyggt að gagnstefnandi hafi glatað rétti sínum vegna tómlætis. Einnig sé vísaðtil aðgæsluskyldu gagnstefnanda. Áþví er byggt að gagnstefnandi eigi hvorki kröfu um afslátt skv. 41. gr. laganr. 40/2002 né kröfu um skaðabætur á grundvelli 43. gr. Er því hafnað aðgagnstefnda hafi sýnt af sér saknæma háttsemi og hafi vísvitandi gefið rangarupplýsingar um ástand hinnar seldu fasteignar. Hún hafi lagt sig fram um aðupplýsa um ástand eignarinnar eftir bestu getu og vitund. Þá hafi gagnstefnandiskoðað fasteignina nokkrum sinnum og einnig ásamt sérfróðum aðila um byggingar.Hún geti því ekki borið fyrir sig galla sem hún sá eða mátti sjá við skoðun. Þásé afleitt tjón hennar ósannað. Gagnstefndatelur að hún hafi efnt kaupsamninginn. Hún hafi boðið fram efndir beinlíniseftir efni samningsins (in natura) eða ígildi þess með framlagningubankaábyrgðar vegna viðgerða á gluggum og með boði um afslátt vegna lausraflísa. Gangstefnandi hafi hafnað þeim efndum. Gagnstefnda hafi því ekki bakaðsér skaðabótaskyldu, sbr. meginreglur samningaréttar um skaðabætur innan samninga.Þá mótmælir gagnstefnda skuldajöfnuði þar sem meint krafa gagnstefnanda séhvorki orðin til né gjaldfallin og kröfur aðila þannig ekki hæfar til aðmætast. Þá hafnar gagnstefnda því að hún eigi að bæta gagnstefnanda þannkostnað sem hún hafi orðið fyrir eða verði fyrir við að staðreyna meint tjón.Þá skuli gagnstefnda ekki bera matskostnaðinn hvernig sem málsúrslit verði,enda sé matsbeiðni langtum víðtækari en þörf sé á. Gagnstefndatelur að gagnstefnandi hafi ekki gætt 60. gr. laga nr. 40/2002 og hafi vanræktað takmarka tjón sitt með hæfilegum aðgerðum. Ef á það verður fallist að gallarséu fyrir hendi telur gagnstefnda að lækka beri bætur vegna vanrækslugagnstefnanda á ákvæðinu. Gagnstefndamótmælir upphafsdegi dráttarvaxta og fjárhæð tjóns sem hún telur með ölluósannað. IV.NiðurstaðaÍmáli þessu er í aðalsök deilt um kröfu aðalstefnanda um greiðslu eftirstöðvakaupverðs að fjárhæð 4.000.000 króna vegna sölu hennar á fasteigninni aðKristnibraut 5 í Reykjavík til gagnstefnanda. Gagnstefnandigreiddi aðalstefnanda ekki eftirstöðvar kaupverðsins þar sem hún telur aðaðalstefnandi hafi vanefnt kaupsamning aðila verulega. Fasteignin hafi veriðgölluð og af þeim sökum eigi hún rétt á skaðabótum eða afslætti af kaupverðinu,samtals að fjárhæð 3.507.608 krónur, úr hendi aðalstefnanda. Enn fremur eigihún rétt á skaðabótum vegna afleidds tjóns vegna afnotamissis af íbúðinni, aðfjárhæð 350.000 krónur, vegna verkfræðiaðstoðar og eftirlits með úrbótum, aðfjárhæð 326.430 krónur og vegna sérfræðikostnaðar vegna skoðunar á flísum, aðfjárhæð 49.600 krónur.Samkvæmt18. gr. laga nr. 40/2002 telst fasteign gölluð ef hún stenst ekki þær kröfur umgæði, búnað og annað sem leiðir af lögum um fasteignakaup og kaupsamningi.Notuð fasteign telst þó ekki gölluð nema ágallinn rýri verðmæti hennar svonokkru varði eða seljandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. Samkvæmtniðurstöðum matsgerðar dómkvadds matsmanns, sem óskað var eftir að beiðnigagnstefnanda, telur matsmaður að töluvert los sé á gólfflísum í íbúðinni og aðkostnaður við úrbætur nemi 3.176.400 krónum. Þá staðfestir matsmaður að leki sémeð gluggum neðri hæðar og heildarkostnaður við úrbætur nemi 737.600 krónum, enhlutdeild gagnstefnanda í þeim kostnaði sé 355.523 krónur. Að lokum telurmatsmaður að los sé á flísum á svalagólfi og að kostnaður við úrbætur nemi245.000 krónum. Matsgerð þessari hefur ekki verið hrundið með yfirmati eða áannan hátt. Þá eru engir þeir ágallar á matsgerð hins dómkvadda matsmanns eðaröksemdafærslu hans, sem valdið geta því að horft skuli fram hjá niðurstöðumhennar. Þá samrýmist matsgerðin öðrum gögnum málsins að því leyti sem máliskiptir. Er matsgerðin því lögð til grundvallar niðurstöðum dómsins. Kemurfyrst til skoðunar krafa gagnstefnanda um greiðslu 355.523 króna vegnalagfæringa á gluggum neðri hæðar. Í kaupsamningi aðila var mælt fyrir um aðseljandi greiddi hlut eignarinnar í sameiginlegum kostnaði vegna viðgerða ágluggum neðri hæðar. Var tekið fram að ef verkinu væri ekki lokið fyrirlokagreiðslu og útgáfu afsals skyldi liggja fyrir nákvæm kostnaðaráætlun á þeimtíma. Tilboð barst í viðgerðir á gluggum neðri hæðar þann 27. júlí 2015, semekki var tekið, en í kjölfar þess bauð aðalstefnandi fram bankatryggingu aðfjárhæð 500.000 krónur til að tryggja réttar efndi á þessum verkþætti.Sameigandi neðri hæðar upplýsti fyrir dóminum að hann hefði tekið að sér aðafla tilboða í viðgerðirnar. Kom fram að viðgerðum væri ekki enn lokið og ennværi verið að afla tilboða. Tók hann fram að áætlaður kostnaður væri á bilinu500.000 krónur til 1.000.000 króna til viðbótar við 350.000 krónur sem þegarhefðu verið greiddar vegna viðgerðanna. Eignarhluturefri hæðar í fasteigninni er 48,32%. Með framlagningu bankatryggingar aðfjárhæð 500.000 krónur bauð aðalstefnandi fram efndir á þessum þættikaupsamningsins. Verður því ekki fallist á að aðalstefnandi hafi vanefntkaupsamning aðila að þessu leyti. Þá verður ekki talið að aðalstefnandi hafivanefnt kaupsamning með því að hafa ekki lagt fram kostnaðaráætlun vegnaviðgerða þessara þann 25. febrúar 2015. Bar gagnstefnandi fyrir dóminum aðhenni hefði verið kunnugt um að sameigandi neðri hæðar hefði tekið að sér aðafla tilboða í viðgerðir á gluggum. Fyrir liggur einnig samkvæmt matsgerð aðáætlaður heildarkostnaður vegna viðgerða á gluggum neðri hæðar nemi 737.600krónum. Telur dómurinn að gagnstefnanda hafi því ekki verið heimilt að beitastöðvunarrétti skv. 35. gr. sömu laga og krefja aðalstefnanda um skaðabætursamkvæmt 34. gr. af þessum sökum, þótt kostnaðaráætlun lægi ekki fyrir viðlokagreiðslu og útgáfu afsals þann 25. febrúar 2015 eins og kaupsamningur kvaðá um. Þá verður ekki talið að fyrirhuguð viðgerð á leka, sem aðalstefnandihefur fallist á að greiða og sem enn hefur ekki verið ákveðið hvenær verðiframkvæmd, geti talist galli í skilningi laga um fasteignakaup. Víkurnæst að kröfum stefnanda vegna lagfæringa á gólfflísum og flísum á svalagólfi.Gagnstefnanditelur að skýra beri yfirlýsingu, sem fram komi í kaupsamningi um að seljandigeri við lausar gólfflísar á efri hæð íbúðar, þannig að hún hafi tekið að sérað gera við allar lausar gólfflísar. Það hafi hún ekki gert, en auk þess hafiaðalstefnandi leynt upplýsingum um fjölda lausra flísa og þar með brotið gegnupplýsingaskyldu sinni, sbr. 26. gr. laga nr. 40/2002. Einsog áður er rakið er um að ræða íbúð í tvíbýlishúsi sem byggt var árið 2003samkvæmt söluyfirliti. Aðalstefnandi hefur borið fyrir dóminum að hún hafi ekkivitað um lausar gólfflísar aðrar en þær sem voru í norðvestur horni stofunnarsem hún hafi bent gagnstefnanda á. Þá bar fasteignasali sem hafði umsjón meðsölu eignarinnar að skýra bæri athugasemdir í kaupsamningi um lausar gólfflísarþannig að aðeins hefði verið um nokkrar lausar flísar að ræða. Einnig liggurfyrir að gagnstefnandi skoðaði íbúðina nokkrum sinnum fyrir undirritunkaupsamningsins í desember 2014, án þess að verða vör við lausar gólfflísarumfram það sem aðalstefnandi hafði bent á. Þá hafi hún skoðað fasteignina ásamtbyggingartæknifræðingi, auk þess sem smiður hafi skoðað eignina fyrir kaupsamning.Bar gagnstefnandi fyrir dóminum að það hafi fyrst verið þegar hún flutti sjálfinn í fasteignina, sumarið 2015, sem hún hafi orðið vör við að fleirigólfflísar væru lausar og að það sama ætti við um lausar gólfflísar ásvalagólfi. Ekkert er komið fram í málinu um að aðalstefnandi tæki að sér aðgera við allar lausar flísar á efri hæð íbúðarinnar, heldur hafi hún einungisverið að fullnægja upplýsingaskyldu sinni gagnvart kaupanda um þær flísar semhún benti á að væru lausar. Verður því málsástæðu gagnstefnanda að þessu leytihafnað.Aðvirtu því sem að framan greinir telur dómurinn sem skipaður er sérfróðummeðdómsmönnum ósannað miðað við eðli ágallanna að aðalstefnanda hafi veriðkunnugt um eða mátt vita um lausar gólfflísar á efri hæð íbúðarinnar umfram þaðsem sást við skoðun og á svalagólfi. Af því leiðir að einnig er hafnað þeirrimálsástæðu gagnstefnanda að aðalstefnandi hafi vitað um ástand flísa viðundirritun kaupsamnings. Verður því ekki talið að aðalstefnandi hafi vanræktupplýsingaskyldu sína gagnvart stefnanda að þessu leyti. Krafagagnstefnanda um skaðabætur sem reist er á matsgerð dómkvadds matsmannsskiptist í kostnað vegna lagfæringa á flísalögn efri hæðar íbúðarinnar aðfjárhæð 3.176.400 krónur og vegna lagfæringar á flísum á svölum að fjárhæð245.200 krónur eða samtals 3.421.400 krónur, en að frádregnum endurgreiddumvirðisaukaskatti vegna vinnu á verkstað. Kröfu sína um greiðslu leigukostnaðarað fjárhæð 350.000 krónur styður gagnstefnandi við matsgerð dómskvaddsmatsmanns. Þá krefst gagnstefnandi endurgreiðslu kostnaðar vegnaverkfræðiaðstoðar vegna eftirlits með úrbótum o.fl., að fjárhæð 326.430 krónur,og kostnaðar vegna skoðunar Múrlínu ehf. á flísum, að fjárhæð 49.600 krónur. Áðurer frá því greint að gagnstefnandi eigi ekki rétt á skaðabótum vegna lausraflísa á efri hæð fasteignarinnar. Að því er varðar lausar flísar á svölum hefurekki verið sannað að aðalstefnandi hafi vitað um þær og þar með vanræktupplýsingaskyldu sína. Einsog áður segir mælir 2. málsl. 18. gr. laga nr. 40/2002 fyrir um að notuðfasteign teljist ekki gölluð nema ágallinn rýri verðmæti hennar svo nokkruvarði eða seljandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. Um er að ræða fasteignsem samkvæmt söluyfirliti var byggð árið 2003. Var kaupverð eignarinnar54.900.000 krónur. Er hinn meinti ágalli vegna flísanna því innan við 6,2% afkaupverði hennar án tillits til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu áverkstað. Meðvísan til þess og til þess er að framan greinir telur dómurinn að ekki sé unntað líta svo á að kostnaður vegna flísanna, sem fram kemur í matsgerð dómkvaddsmatsmanns, samtals að fjárhæð 3.421.400 krónur, rýri verðmæti eignarinnar svoað nokkru varði í merkingu 1. mgr. 18. gr. laga nr. 40/2002, um fasteignakaup.Er kröfu stefnanda um greiðslu skaðabóta vegna viðgerða á gólfflísum á efri hæðíbúðarinnar og flísum á svalagólfi því hafnað. Eftirstefndur þá annars vegar krafa gagnstefnanda um greiðslu kostnaðar vegnaverkfræðiþjónustu, að fjárhæð 326.430 krónur, vegna eftirlits BenediktsMagnússonar byggingartæknifræðings með úrbótum sem aðalstefnandi tók að sér íkaupsamningi aðila og hins vegar kostnaður vegna skoðunar á flísum, að fjárhæð49.600 krónur, sbr. reikning frá Múrlínu ehf. Hér er um að ræða kostnað vegnasérfræðilegrar ráðgjafar sem gagnstefnandi óskaði eftir í tengslum við kauphennar á fasteigninni. Eins og atvikum er háttað standa ekki rök til þess aðaðalstefnandi greiði þennan kostnað enda var ekki um bótaskyldan galla að ræðaeins og rakið var. Er kröfu gagnstefnanda á hendur aðalstefnanda um greiðsluþessa kostnaðar einnig hafnað. Þá verður af sömu ástæðu ekki talið að krafaaðalstefnanda um greiðslu leigu, að fjárhæð 350.000 krónur, sem hún reisir ámatsgerð dómkvadds matsmanns eigi við rök að styðjast. Niðurstaðadómsins samkvæmt framansögðu er sú að skaðabótakröfum gagnstefnanda er hafnaðvegna allra meintra ágalla. Þá telur dómurinn einnig að gagnstefnandi eigi ekkirétt til afsláttar af kaupverði. Aðalstefnandikrefst þess að gagnstefnandi inni af hendi lokagreiðslu samkvæmt kaupsamningiþeim sem aðilar gerðu um hina umdeildu fasteign. Eru því úrslit málsinssamkvæmt framansögðu þau að gagnstefnanda ber að greiða aðalstefnanda 4.000.000króna auk vanskilavaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 25.febrúar 2015 til greiðsludags. Það er niðurstaða dómsins að gagnstefnandi hafimeð óréttmætum hætti haldið eftir lokagreiðslu. Er því fallist á kröfuaðalstefnanda um að miða upphafstíma dráttarvaxta við gjalddaga lokagreiðslusem var 25. febrúar 2015. Aðalstefnandi er sýknuð af kröfum gagnstefnanda. Eftirúrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, ber gagnstefnanda að greiða aðalstefnanda 1.300.000 krónur ímálskostnað. RagnheiðurSnorradóttir kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Ásmundi Ingvarssynibyggingarverkfræðingi og Birni Marteinssyni, byggingarverkfræðingi og arkitekt.DÓMSORÐ: Gagnstefnanda,Sigrúnu Hannesdóttur, ber að greiða aðalstefnanda Stefaníu Þórarinsdóttur4.000.000 króna auk vanskilavaxta, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá25. febrúar 2015 til greiðsludags. Aðalstefnandi, Stefanía Þórarinsdóttir, ersýknuð af öllum kröfum gagnstefnanda, Sigrúnar Hannesdóttur. Gagnstefnandigreiði aðalstefnanda 1.300.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 169/2017 | Lax- og silungsveiði Veiðiréttur Kaupsamningur Fasteign Jörð Málsástæða Aðild | J ehf. höfðaði mál á hendur H ehf. og krafðist þess að viðurkennt yrði að hann ætti sem eigandi jarðarinnar Skógarness veiðirétt í Þverá í Borgarfirði. H ehf. eignaðist jörðina Efra-Nes með afsali á árinu 1998 en ágreiningslaust var að jörðinni fylgdu við söluna veiðiréttindi í Þverá. Árið 2003 var jörðinni skipt í Efra-Nes annars vegar og Efra-Nesland hins vegar sem síðar hlaut heitið Skógarnes. Í skjölum er vörðuðu skiptinguna var ekki getið hvort Skógarnesi fylgdi veiðiréttur í Þverá og í afsölum fyrir jörðinni eftir það var ekki tekið fram hvaða hlunnindi fylgdu henni. Af hálfu H ehf. var því lýst yfir við flutning málsins fyrir Hæstarétti að þegar Efra-Nesi var skipt hefði þar ekki verið stundaður búskapur og var það í samræmi við önnur gögn málsins. Var því ekki talið að jörðin hefði verið landareign í skilningi þágildandi 4. mgr. 2. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungaveiði. Á þeim tíma hefði því ekkert staðið að lögum í vegi fyrir að unnt væri að skipta Efra-Nesi ásamt tilheyrandi veiðirétti. Þar sem réttur til veiða í Þverá var ekki sérstaklega undanskilinn, hvorki þegar Efra-Nesi var skipt né í afsölum um Skógarnes eftir það, yrði að leggja til grundvallar að sá réttur hefði fylgt jörðinni allt frá upphafi. Var krafa J ehf. því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari, Eggert Óskarsson fyrrverandihéraðsdómari og Eyvindur G. Gunnarsson prófessor.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. mars 2017 þar sem áfrýjað varhéraðsdómi ásamt úrskurði Héraðsdóms Vesturlands 15. júlí 2016. Áfrýjandi krefst þess aðallegaað málinu verði vísað frá héraðsdómi en til vara sýknu af kröfum stefnda. Íbáðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Að þvífrágengnu krefst áfrýjandi þess að málskostnaður í héraði verði látinn niðurfalla.Stefndi krefst þess að hafnað verði kröfu áfrýjanda um að vísa málinu fráhéraðsdómi. Jafnframt krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. IMeð vísan til forsendna hins áfrýjaðaúrskurðar er hafnað kröfu áfrýjanda um aðvísa viðurkenningarkröfu stefnda frá héraðsdómi.Áfrýjandi afsalaði jörðinni Efra-Nesitil Camp2 ehf. 10. ágúst 2016. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dómser staðfest sú niðurstaða að stefnda hafi þrátt fyrir þetta afsal verið heimiltað halda málinu áfram gagnvart áfrýjanda sem upphaflegum varnaraðila.IIÍ forsendum hins áfrýjaða dóms er þessgetið að fram hafi komið hjá lögmanni áfrýjanda við aðalmeðferð málsins íhéraði að jörðin Efra-Nes væri í Borgarbyggð sem teldist kaupstaður eðalöggiltur verslunarstaður í skilningi þágildandi 1. gr. vatnalaga nr. 15/1923.Ekki verður séð af greinargerð stefnda í héraði og endurritum úr þingbókhéraðsdóms að áfrýjandi hafi reist varnir sínar í málinu á þessum grunni. Þóttþessi málsástæða kunni að einhverju leyti að hafa verið höfð uppi við munnleganflutning málsins í héraði, svo sem áfrýjandi hefur haldið fram fyrirHæstarétti, hefði það verið um seinan án tillits til þess hvort stefndi hefðimótmælt henni af þeirri ástæðu, sbr. e-lið 1. mgr. 80. gr. og 5. mgr. 101. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þessari málsástæðu verður heldur ekkikomið að fyrir Hæstarétti samkvæmt 2. mgr. 187. gr. sömu laga, áður 2. mgr.163. gr. laganna, sbr. og dóm Hæstaréttar 27. janúar 2011 í máli nr. 145/2010. IIIÁfrýjandi eignaðist jörðina Efra-Nesmeð afsali 8. september 1998. Sagði þar að jörðinni væri afsalað „ásamt ölluþví sem eigninni fylgir og fylgja ber, þ.m.t. hlunnindi.“ Ágreiningslaust er aðjörðinni fylgdu við söluna veiðiréttindi í Þverá í Borgarfirði. Í hinumáfrýjaða dómi er gerð grein fyrir skiptingu jarðarinnar árið 2003 í Efra-Nesannars vegar og Efra-Nesland hins vegar sem árið 2008 hlaut heitið Skógarnes ogvar sama ár gert að lögbýli. Báðar eiga jarðirnar land að Þverá í Borgarfirði. Áfrýjandi var upphaflegur eigandiSkógarness en afsalaði jörðinni til Íslandsbanka hf. 23. september 2004. Sagðií afsalinu að jörðinni væri afsalað „ásamt með öllu því sem eigninni fylgir ogfylgja ber þ.m.t. hlunnindi.“ Eftir þetta gekk Skógarnes kaupum og sölum nokkrumsinnum eins og nánar er rakið í héraðsdómi. Stefndi eignaðist jörðina fyrst 3.maí 2005 og aftur 16. desember 2014. Í öllum afsölum um jörðina var tekið framað hún væri seld ásamt öllu því sem fylgdi og fylgja bæri. Þá var í öllumafsölunum, nema afsali stefnda til Íslenska skipafélagsins ehf. 30. desember2010, tekið fram að með í sölunni væru hlunnindi. Eins og greinir í héraðsdómivar þess ekki getið í skjölum er varða skiptingu jarðarinnar Efra-Ness árið2003 hvort Skógarnesi fylgdi veiðiréttur í Þverá og í afsölum fyrir jörðinnieftir það var heldur ekki tekið fram hvaða hlunnindi fylgdu henni. Af hálfu áfrýjanda var því lýst yfirvið flutning málsins fyrir Hæstarétti að þegar Efra-Nesi var skipt árið 2003var þar ekki stundaður búskapur og er það í samræmi við önnur gögn málsins einsog nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi. Taldist jörðin því ekki landareign ískilningi 4. mgr. 2. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði sem í gildi voruá þeim tíma. Stóð að lögum á þeim tíma ekkert því í vegi að unnt væri að skiptaEfra-Nesi ásamt tilheyrandi veiðirétti í Þverá, sbr. meðal annars dómHæstaréttar 28. apríl 1994 í máli nr. 169/1990, sem birtur er í dómsafniréttarins það ár á bls. 924, og dóma réttarins 15. október 2009 í málum nr. 552og 553/2008. Var það og er í samræmi við þá fornu meginreglu íslensks réttar aðhver maður eigi vatn og veiði fyrir sínu landi, sbr. áðurgreinda dóma. Reglaþess efnis kom á þeim tíma sem hér skiptir máli fram í 1. mgr. 2. gr. laga nr.76/1970, þar sem sagði að landeiganda væri einum heimil veiði í vatni á landisínu enda væri ekki á annan veg mælt í lögum. Þar sem réttur til veiða í Þverávar ekki sérstaklega undanskilin, hvorki þegar Efra-Nesi var skipt árið 2003 néí afsölum um Skógarnes eftir það, verður að leggja til grundvallar að sá rétturhafi fylgt jörðinni allt frá upphafi. Samkvæmt þessu verður staðfest niðurstaðahins áfrýjaða dóms um að stefndi sem eigandi jarðarinnar Skógarness eigi fyrirlandi sínu veiðirétt í Þverá í Borgarfirði.Eftir framangreindum úrslitum verðuráfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og ídómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal veraóraskaður.Áfrýjandi, Hólsfell ehf., greiðistefnda, J. Brynjólfssyni ehf., 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Vesturlands 6.febrúar 2017.Málþetta, sem höfðað var 12. desember 2015 með áritun lögmanns stefnda umbirtingu, var dómtekið að lokinni aðalmeðferð 9. janúar sl.Málið er höfðað af J. Brynjólfssyni ehf., Laugavegi 7, Reykjavík gegn Hólsfelli ehf., Efra-Nesi, Borgarbyggð,með stefnu sem þingfest var 15. desember 2015.Stefnandikrefst þess að viðurkennt verði að hann eigi sem eigandi jarðarinnarSkógarness, landnr. 194315, veiðirétt í Þverá í Borgarfirði. Þá er gerð krafaum málskostnað úr hendi stefnda að skaðlausu.Stefndikrefst sýknu. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda aðskaðlausu samkvæmt mati dómsins.Upphaflegakrafðist stefndi frávísunar málsins. Með úrskurði dómsins 15. júlí 2016 varvísað frá dómi kröfu stefnanda um að stefndi yrði dæmdur til að greiðastefnanda 50.000.000 króna ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, til greiðsludags, en að öðru leyti var frávísunarkröfustefnda hafnað.I.Málavextireru þeir að árið 1998 keypti stefndi jörðina Efra-Nes, landnr. 134858, íBorgarfirði. Tekið er fram í framlögðu afsali, dags. 8. september 1998, aðseljendur afsali stefnda umræddri jörð ,,ásamt öllu því sem eigninni fylgir ogfylgja ber þ.m.t. hlunnindi“. Meðbréfi, dags. 10. febrúar 2003, óskaði stefndi eftir því aðLandbúnaðarráðuneytið myndi staðfesta landskipti á jörðinni Efra-Nesi í samræmivið uppdrátt sem var gerður í október 2002. Með bréfi, dags. 8. apríl 2003,staðfesti ráðuneytið skiptingu jarðarinnar með vísan til 12. gr. þágildandijarðalaga nr. 65/1976, samþykkis bæjarstjórnar Borgarbyggðar frá 29. janúar2003 og jarðanefndar Mýrasýslu frá 22. desember 2002 og að fenginni umsögnBændasamtaka Íslands frá 1. apríl 2003. Hinn 17. nóvember 2003 gaf stefndi útstofnskjal fyrir nýrri jörð sem fékk heitið Efra-Nesland, landnr. 194315.Samkvæmt stofnskjalinu er jörðin Efra-Nesland 176,86 hektarar og er vísað tilfyrrnefnds uppdráttar. Stefndiafsalaði jörðinni Efra-Neslandi til Íslandsbanka hf. með afsali, dags. 23.september 2004. Hinn 6. janúar 2005 afsalaði bankinn jörðinni til Jóns ÁrnaVignissonar. Hinn 24. janúar 2005 afsalaði Jón Árni jörðinni til Fossmanna ehf.Fossmenn ehf. afsöluðu jörðinni til stefnanda með afsali, dags. 3. maí 2005.Hinn 14. mars 2008 var nafni Efra-Neslands breytt í Skógarnes og jörðin vargerð að lögbýli. Stefnandi afsalaði jörðinni til Íslenska skipafélagsins ehf.með afsali, dags. 30. desember 2010. Hinn 16. desember 2014 afsalaði Íslenskaskipafélagið ehf. jörðinni aftur til stefnanda. Í öllum þessum afsölum er tekiðfram að jörðin sé seld ásamt öllu því er henni fylgi og fylgja beri. Í öllumafsölunum, nema afsali stefnanda til Íslenska skipafélagins ehf., er þar aðauki tekið fram að þar með séu talin hlunnindi. Ekkier um það deilt að báðar jarðirnar, Efra-Nes og Skógarnes, eiga land að Þverá íBorgarfirði. Þá er ágreiningslaust að jörðin Efra-Nes á veiðirétt í ánni. Ífyrrnefndum bréfum stefnda og ráðuneytisins, uppdrætti og stofnskjali er ekkiminnst á hvort jörðinni Skógarnesi fylgi veiðiréttur í Þverá. Þá er í afsölumjarðarinnar ekki tekið fram hvaða hlunnindi fylgi henni.Samkvæmt3. gr. samþykktar fyrir veiðifélag Þverár í Borgarfirði eru félagsmenn allirþeir sem eiga rétt til veiði í Þverá og öðrum ám sem þar eru tilgreindar. Íákvæðinu eru taldar upp þær jarðir sem eigi veiðirétt og er jörðin Efra-Nes þartalin, en ekki Skógarnes.Áárunum 2011 til 2013 vann matsnefnd samkvæmt lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði,að arðskrá fyrir veiðifélag Þverár í Borgarfirði. Í tengslum við þá vinnu komþáverandi eigandi jarðarinnar Skógarness því á framfæri við nefndina að hannteldi að jörðinni fylgdi veiðiréttur, en stefndi mótmælti því að slíkur rétturværi til staðar. Í úrskurði matsnefndar 23. ágúst 2013 fékk ,,Efranes/Skógarneságreiningsland“ úthlutað tilteknum veiðirétti. Arðskrá fyrir veiðifélag Þverárí Borgarfirði var síðan birt í Lögbirtingablaði 18. september 2013. Bréfaskiptiáttu sér stað milli lögmanna aðila í ágúst og september 2015, þar sem ítrekuðvar sú afstaða stefnanda að jörðinni Skógarnesi fylgdi veiðiréttur en stefndiendurtók mótmæli sín. Eins og fyrr greinir var mál þetta síðan höfðað meðstefnu sem var þingfest 15. desember 2015. Hinn 10. ágúst 2016 afsalaði stefndijörðinni Efra-Nesi til þriðja aðila. Afsalið var móttekið til þinglýsingar 15.september 2016 og innfært daginn eftir.II.Stefnandibyggir á því að veiðiréttur í Þverá hafi fylgt með við afsal jarðarinnarSkógarness til hans frá Íslenska skipafélaginu ehf. Slíkur réttur hafi fylgtjörðinni frá stofnun hennar og aldrei verið sérstaklega skilinn frá henni. Íafsölum hafi þess ávallt verið getið að jörðinni væri afsalað ,,ásamt öllu þvísem eigninni fylgir og fylgja ber“, þar með talin hlunnindi og/eðalóðarréttindi. Ljóst sé að veiðiréttindi teljist til hlunninda oglóðarréttinda.Þaðsé forn og rótgróin regla að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni áeða fyrir því landi. Í Landabrigðaþætti Grágásar hafi verið kveðið á um að þarsem menn ættu merkivötn saman ætti hver að veiða fyrir sínu landi. Í 56.kapítula Landleigubálks Jónsbókar hafi sagt að hver maður ætti vatn ogveiðistöð fyrir sinni jörðu sem að fornu hafi verið, nema með lögum væri frákomið. Í 1. mgr. 121. gr. vatnalaga, nr. 15/1923, hafi komið fram aðlandeiganda, og þeim sem hann veitti heimild til, væri einum heimil veiði ívatni á landi sínu. Í 2. mgr. sömu greinar hafi komið fram það nýmæli að ekkimætti skilja veiðirétt að nokkru leyti eða öllu við landareign nema um tiltekiðárabil, ekki lengra en tíu ár í senn, og þyrfti þá leyfi ráðherra eða að önnurhlunnindi kæmu á móti sem ekki væru minna virði. Eftir afnám 121. gr. vatnalagahafi efnislega sömu reglur gilt áfram samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði,sbr. 1. og 4. mgr. 2. gr. laga nr. 61/1932, 1. og 4. mgr. 2. gr. laga nr.112/1941, 1. og 4. mgr. 2. gr. laga nr. 76/1970 og nú 5. og 9. gr. laga nr.61/2006. Af þessari reglu leiði að séu ekki skýr gögn til um annað eigi hvervatn og veiði fyrir sínu landi. Þá liggi fyrir að jörðin Efra-Nes sé eyðijörð.Ekkert að lögum takmarki því að veiðiréttur fylgi bæði jörð stefnanda og jörðstefnda. Þaðhafi bersýnilega verið ætlun stefnda við landskiptin árið 2003 að hlunnindijarðarinnar, þar á meðal veiðiréttindi, skyldu skiptast á milli jarðannaEfra-Ness og Efra-Neslands. Samkvæmt þágildandi 3. mgr. 12. gr. jarðalaga, nr.65/1976, hafi þurft samþykki jarðanefnda og sveitarstjórna og staðfestingulandbúnaðarráðuneytisins, að fenginni umsögn Bændasamtaka Íslands, til aðskipta landi jarða. Í erindi stefnda til landbúnaðarráðuneytisins, dags. 10.febrúar 2003, sé þess farið á leit að ráðuneytið staðfesti landskipti ájörðinni Efra-Nesi samkvæmt uppdrætti gerðum í október 2002. SamþykkiBorgarbyggðar, dags. 29. janúar 2003, hafi fylgt erindinu og þar hafi komiðfram að sveitarfélagið gerði ekki athugasemd við skiptingu ,,jarðar oghlunninda“, sbr. einnig fundargerð bæjarráðs Borgarbyggðar frá 9. janúar 2003,þar sem fram komi að samþykkt sé skipting ,,á jörðinni Efra-Nesi og þeimhlunnindum sem jörðinni fylgja“. Þetta styðjist einnig við bréf stefnda tiljarðanefndar Mýrasýslu, þar sem stefndi hafi farið þess á leit að nefndin myndisamþykkja skiptingu ,,á jörðinni og hlunnindum“. Samkvæmt þessu sé ljóst aðlandskiptin hafi jafnframt falið í sér skiptingu á hlunnindum jarðarinnarEfra-Ness. Hlunnindi og lóðarréttindi hafi allar götur síðan verið tilgreindsem meðfylgjandi við afsal Skógarness. Framkom hjá lögmanni stefnanda við aðalmeðferð málsins að stefndi hefði afsalaðjörðinni Efra-Nesi til þriðja aðila hinn 10. ágúst 2016. Með vísan til 1. mgr.23. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, héldi stefnandi málinu þó áframgagnvart stefnda.Stefnandivísar um lagarök til 72. gr. stjórnarskrárinnar. nr. 33/1944, sbr. 1. gr. 1.viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Þá vísar stefnandi til laga nr.61/2006, um lax- og silungsveiði, einkum II. og VI. kafla, og þágildandi laganr. 76/1970 um sama efni, einkum II. og IX. kafla. Þá vísar stefnandi til laganr. 46/1941, um landskipti, og jarðalaga, nr. 65/1976. Krafa um málskostnaðbyggir á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.III.Stefndivísar til þess að jörðinni Efra-Nesi hafi verið skipt á árinu 2004 og hin nýjajörð, sem þá hafi heitið Efra-Nesland, hafi orðið eign Íslandsbanka hf. meðafsali 23. september 2004. Í afsalinu segi að jörðinni sé afsalað ,,ásamt meðöllu sem eigninni fylgir og fylgja ber, þ.m.t. hlunnindi“. Eftir þetta hafijörðin Efra-Nesland nokkrum sinnum gengið kaupum og sölum, allt þar tilstefnandi hafi eignast hana. Í afsölum frá einum kaupanda til annars hafi samaorðalag verið notað.Íafsali stefnda til Íslandsbanka hf. hafi ekkert verið minnst á veiðiréttindi.Stefndi telur að veiðiréttindin sem fylgdu eignarrétti hans á jörðinniEfra-Nesi hafi áfram fylgt þeirri jörð þrátt fyrir skiptingu jarðarinnar, þvístefnda hafi verið óskylt að láta veiðiréttindi fylgja hinni nýju jörð.Veiðiréttindi séu ekki hlunnindi, heldur hluti eignarréttar sem fylgi jörð.Þannig sé óheimilt að selja veiðiréttindi sérstaklega frá jörð, en engin skyldasé að láta veiðiréttindi af hendi við sölu á hluta úr jörð. Þess vegna hefðitvímælalaust verið nauðsynlegt að geta sérstaklega um veiðiréttindi, hefðiætlunin verið sú að hluti þeirra ætti að tilheyra hinni nýju jörð. Engarfyrirætlanir um slíkt hafi komið fram þegar samþykkis jarðanefndar hafi veriðaflað fyrir skiptingu jarðarinnar. Viðsemjandistefnda um hina nýju jörð hafi aldrei gefið til kynna að hann hafi eignastveiðiréttindi í Þverá. Síðari eigendur jarðarinnar hafi heldur aldrei gefiðslíkt til kynna, allt þar til slík sjónarmið hafi komið fram af hálfustefnanda. Stefnandi hafi ekki getað eignast ríkari rétt en þeir aðilar höfðusem hann leiðir rétt sinn frá.Viðaðalmeðferð málsins lýsti lögmaður stefnda því yfir að vísa ætti málinu frádómi með vísan til 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, þarsem stefnandi hefði ekki lengur lögvarðra hagsmuna að gæta gagnvart stefnda.Vísaði lögmaðurinn til þess að stefndi hefði afsalað jörðinni Efra-Nesi tilþriðja aðila hinn 10. ágúst 2016. Ákvæði 1. mgr. 23. gr. laga nr. 91/1991 giltuaðeins um mál þar sem stefndi væri krafinn um afhendingu á hlut eða réttindum,en þetta mál væri viðurkenningarmál og engin krafa gerð um afhendingu réttinda.Því bæri að vísa málinu frá dómi. Einnigkom fram hjá lögmanninum að stefndi nytjaði jörðina Efra-Nes. Jörðin væri íBorgarbyggð sem teldist vera kaupstaður í skilningi þágildandi 1. gr. vatnalaganr. 15/1923. Jörðin teldist því vera landareign í kaupstað og því væri óheimiltað skilja veiðirétt frá henni, sbr. 4. mgr. 2. gr. þágildandi laga nr. 76/1970,um lax- og silungsveiði. IV.Viðaðalmeðferð málsins gaf Tómas Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður lögfræðisviðsÍslandsbanka hf., skýrslu sem vitni. Verður vitnað til framburðar hans eftirþví sem þörf þykir.Viðaðalmeðferð málsins lýsti lögmaður stefnda því sjónarmiði að dómurinn ætti aðvísa málinu frá án kröfu með vísan til 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála, þar sem stefndi hefði afsalað jörðinni Efra-Nesi hinn 10.ágúst 2016 til þriðja aðila. Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. sömu laga má sóknaraðili allt að einu halda máli sínu áfram gegnupphaflegum varnaraðila sem hefur, eftir að mál er höfðað, afhent hluteða réttindi sem hann er sóttur til að láta af hendi. Verður sá sem leiðir rétt sinn frá varnaraðila þá bundinn afdómi í málinu nema hann hafi eignast hlut eða réttindi með þeim hætti að rétturannarra glatist gagnvart honum. Við skýringu þessa ákvæðis er, að mati dómsins,óhjákvæmilegt að horfa til þess tilgangs þess að augljós hætta væri á misferlief stefndi hefði það í hendi sér að komast undan dómsmáli með því einu að látaaf hendi hlut eða réttindi sem mál hefur verið höfðað um. Verður því að skýraákvæðið á þann veg að það gildi einnig um viðurkenningarmál. Jafnframt má lítasvo á að með dómkröfu sinni sé stefnandi í raun að sækja á um að fá afhentréttindi úr hendi stefnda. Verður málinu því ekki vísað frá dómi ex officio áþessum grundvelli.Þegar jörðinni Efra-Nesi var skipt í tvo hlutaá árinu 2003 voru í gildi lög nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði. Samkvæmt 1.mgr. 2. gr. laganna var landeiganda einum heimil veiði í vatni á landi sínu,nema mælt væri fyrir um annað í lögunum. Var þessi regla í samræmi við þá fornureglu íslensks réttar að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eðafyrir því landi, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 530/2015, sbr. einnigdóma réttarins í málum nr. 552/2008, 553/2008, 26/1995 og 169/1990. Samkvæmt 4.mgr. sömu greinar mátti eigi skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti viðlandareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma, nemastangarveiðirétt og þá að nánar tilteknum skilyrðum uppfylltum. Í lögum nr.76/1970 var hugtakið landareign ekki sérstaklega skilgreint. Stefndi byggir áþví að í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar í málinu nr. 530/2015 hafi því hins vegarverið slegið föstu að hugtakið landareign skyldi skýra til samræmis við samahugtak í vatnalögum, nr. 15/1923, en í 1. gr. laganna, áður en henni var breyttmeð 1. gr. laga nr. 132/2011, var hugtakið landareign skilgreint sem ,,landlögbýlis og lóð og lönd innan takmarka kaupstaða og löggiltra verslunarstaða“. Stefnandi byggir á því að jörðin Efra-Nes séeyðijörð. Við munnlegan flutning málsins kom hins vegar fram hjá lögmannistefnda að stefndi nytjaði jörðina. Í veðbókarvottorði fyrir jörðina Efra-Neser jörðinni lýst sem ,,Eyðijörð, nytjað“. Jörðinni er lýst með sama hætti íframlögðu útprenti úr Fasteignaskrá. Í útprentinu eru einnig tilgreind ýmismannvirki sem á jörðinni standa og eru skráð byggð á árunum 1912 til 1975, þará meðal íbúðarhús, fjós, gripahús, tvær hlöður og mjólkurhús. Þá kemur meðalannars fram í útprentinu að á jörðinni sé ræktað land að stærð 33,7 hektarar. Íútprenti úr Lögbýlaskrá, dags. 31. desember 2015, er jörðinni Efra-Nesi lýstsem eyðibýli. Í Morgunblaðinu 23. júní 1998 var jörðin Efra-Nes, sem þar erkölluð Efranes, auglýst til sölu og er tekið fram að jörðin sé ,,án bústofns,véla og framleiðsluréttar“. Með vísan til opinberra skráninga á jörðinniEfra-Nesi sem eyðibýli, og þar sem ekki liggja fyrir nein gögn um hvað felist ímeintum nytjum stefnda nú, verður að fallast á það með stefnanda að jörðin séekki lögbýli og hafi ekki verið það síðan að minnsta kosti 1998, jafnframt að búskapurá jörðinni hafi lagst af.Fram kom hjá lögmanni stefnda við aðalmeðferðmálsins að jörðin Efra-Nes væri í Borgarbyggð sem teldist vera kaupstaður eða löggilturverslunarstaður í skilningi þágildandi 1. gr. vatnalaga nr. 15/1923. Þessari málsástæðu sér ekki stað ígreinargerð stefnda en henni var ekki mótmælt sem of seint fram kominni ogverður því leyst úr henni. Eins og fyrr greinir töldust lóðir og lönd innantakmarka kaupstaða og löggiltra verslunarstaða vera landareign, auk landslögbýla. Í vatnalögum var hugtakið kaupstaður og löggiltur verslunarstaður ekkiskilgreint. Er jörðinni Efra-Nesi var skipt upp árið 2003 var jörðin ísveitarfélaginu Borgarbyggð. Dómurinntelur að það hefði að ósekju mátt reifa þessa málsástæðu nokkuð betur, til aðmynda leggja fram gögn til staðfestingar því að kaupstaður eða löggilturverslunarstaður hafi verið innan marka sveitarfélagsins árið 2003, þóttvissulega verði leiddar að því líkur. Verður samkvæmt þessu lagt tilgrundvallar við úrlausn málsins að jörðin Efra-Nes teljist ekki vera lóð eðaland innan takmarka kaupstaðar, burtséð frá þýðingu þess fyrir úrlausn málsins,en dómurinn telur að stefndi dragi of miklar ályktanir um fordæmisgildiframangreinds dóms Hæstaréttar fyrir þann ágreining sem hér er til úrlausnar.Jafnframt að sú skilgreining sem stefndi byggir á og telur að leiða eigi tilþess að kröfum stefnanda verði hafnað geti ekki orðið til þess að jörðinniverði neitað um veiðirétt andspænis mjög skýrum og afdráttarlausum fordæmumHæstaréttar sbr. neðangreint. Litið verður svo á að ef landspilda sem skiliner út úr landi jarðar, telst sjálf jörð í skilningi lax og silungsveiðilaga, séekki einungis heimilt heldur beinlínis skylt að láta lax- ogsilungsveiðiréttindi fylgja spildunni, þar sem meginreglan er sú að óheimilt séað undanskilja slík réttindi frá jörð. Því fylgi veiðiréttindi afmarkaðrilandspildu ef um stofnun jarðar er að ræða. að fengnu samþykki réttra yfirvaldaeins og hér um ræðir. Styðst þetta við þau rök sem tilgreind hafa verið fyrir meginreglunnium að veiðiréttur fylgi jörð sbr. t.a.m. 9. gr. laga nr. 61/2006. Dómurinn telur að jörðin Efra-Nes hafi ekki talist tillandareignar í skilningi þágildandi 4. mgr. 2. gr. laga nr. 76/1970, árið 2003þegar jörðinni Efra-Neslandi, nú Skógarnesi, var skipt út úr henni. Tók bannákvæðisins við því að veiðiréttur væri skilinn að nokkru eða öllu leyti viðlandareign því ekki til jarðarinnar Efra-Ness, enda þeir hagsmunir sem ákvæðinuvar ætlað að tryggja ekki fyrir hendi. Er jafnframt litið til þess að ákvæðiðfelur í sér skerðingu á eignarráðum eiganda jarðarinnar sem skýra verðurþröngt. Fyrir liggur að eftir skiptinguna eiga báðar jarðirnar land að Þverá. Íbréfum stefnda og Landbúnaðarráðuneytisins, uppdrætti og stofnskjali er ekkiminnst á hvort jörðinni Skógarnesi fylgi veiðiréttur í ánni. Sama gildir umafsöl jarðarinnar Skógarness. Íslandsbanki hf. eignaðist jörðina Efra-Neslandaf stefnda með afsali, dags. 23. september 2004. Fram kom hjá TómasiSigurðssyni, þáverandi yfirmanni lögfræðisviðs bankans, að hann myndi ekki tilþess að einstök hlunnindi hefðu komið til umræðu í tengslum við þau viðskipti.Þá kvaðst vitnið ekki vita hvort veiðihlunnindi hefðu verið kynnt sem hlutihins selda fyrir þeim sem keypti jörðina af bankanum. Þessi aðstaða er að ölluleyti sambærileg við þá aðstöðu sem var uppi í fyrrnefndum dómum Hæstaréttar ímálum nr. 552/2008 og 553/2008. Hefur stefndi ekki fært fram nein haldbær rökfyrir því af hverju ekki verði fylgt þessum fordæmum Hæstaréttar. Í samræmi viðþessa dóma og fyrrnefnt ákvæði 1.mgr. 2. gr. laga nr. 76/1970 og þar sem réttur eiganda Efra-Neslands, núSkógarness, til veiða í Þverá var ekki sérstaklega undanskilinn þegar þeirrijörð var skipt út úr landi Efra-Ness, verður því að telja að sá réttur hafifylgt með við stofnun jarðarinnar. Þá verður ekki ráðið af framlögðum afsölumjarðarinnar að sá réttur hafi síðar verið löglega frá henni skilinn.Samkvæmtþessu verður krafa stefnanda tekin til greina.Meðvísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, ber stefndaað greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 900.000 króna. Erþá m.a. horft til þess að munnlegur málflutningur fór fram um frávísunarkröfustefnda og fjölda þinghalda í málinu.GuðjónÁrmannsson hæstaréttarlögmaður flutti mál þetta fyrir hönd stefnanda og RagnarHalldór Hall hæstaréttarlögmaður fyrir hönd stefnda. DómstjóriHéraðsdóms Vesturlands vék, með úrskurði 4. mars sl., sæti í máli þessu vegnasetu í matsnefnd samkvæmt lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði.Dómstólaráð ákvað í kjölfarið að fela Lárentsínusi Kristjánssyni, héraðsdómaravið Héraðsdóm Reykjavíkur, meðferð málsins, sem kveður nú upp dóm þennan. DÓ M S O R ÐViðurkennter að stefnandi, J. Brynjólfsson ehf., eigi sem eigandi jarðarinnar Skógarness,landnr. 194315, veiðirétt í Þverá í Borgarfirði. Stefndi, Hólsfell ehf., greiði stefnanda 900.000 króna í málskostnað |
Mál nr. 493/2017 | Skaðabætur Lagaskil | A sótti um bætur samkvæmt lögum nr. 69/1995 á grundvelli matsgerðar um varanlegan miska og örorku sem hún hafði hlotið vegna alvarlegra kynferðisbrota af hálfu T á árunum 2008-2010. Hafði T áður verið sakfelldur fyrir brotin með dómi Hæstaréttar í máli nr. 388/2014. A fékk greitt sem nam hámarksfjárhæð bóta samkvæmt lögum nr. 69/1995 en höfðaði mál á hendur Í til heimtu frekari bóta. Laut ágreiningur aðila að því hvort miða ætti ákvörðun bóta A við verknaðarstund eða við síðara tímamark þannig að ákvæðum laga nr. 69/1995 yrði beitt að teknu tilliti til breytinga sem gerðar höfðu verið á hámarksfjárhæðum þeirra með lögum nr. 54/2012. Héraðsdómur taldi að taka yrði mið af almennum lagaskilareglum við úrlausn málsins og miða fjárhæð bóta A við þá hámarksfjárhæð sem gilt hefði samkvæmt lögum nr. 69/1995 fyrir gildistöku laga nr. 54/2012. Var Í því sýknað af kröfum A. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með þeirri áréttingu að ekki hefði verið tekið fram í lögum nr. 54/2012 að hækkun bótafjárhæða skyldi markað gildissvið með öðrum hætti en leiddi af almennum lagaskilareglum. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og KarlAxelsson og Gunnlaugur Claessen fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. ágúst 2017. Hún krefst þess aðallegaað stefnda verði gert að greiða sér 4.900.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 2.400.000 krónumfrá 12. janúar 2015 til 26. júní 2015, af 7.400.000 krónum frá þeim degi til19. ágúst 2015 en af 4.900.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til varakrefst áfrýjandi þess að stefnda verði gert að greiða sér 2.500.000 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 5.000.000 krónum frá 26. júní 2015 til19. ágúst sama ár en af 2.500.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Íbáðum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti ántillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt á báðum dómstigum.Stefndi krefst staðfestingarhins áfrýjaða dóms og aðallega málskostnaðar fyrir Hæstarétti,en til vara að hann verði látinn niður falla.Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi fallið frá þeirri málsástæðuað ákvarðanir um greiðslu á grundvelli laga nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðsá bótum til þolenda afbrota byggist ekki á reglum skaðabótaréttar heldurkröfuréttar.Ekki var tekið fram í lögum nr. 54/2012, um breytingu á lögumnr. 69/1995, að hækkun bótafjárhæða, samkvæmt 7. gr. þeirra, skyldi markaðgildissvið með öðrum hætti en leiðir af almennum lagaskilareglum. Að þessugættu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan til forsendna hans. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úrríkissjóði eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skalvera óraskaður.Málskostnaðurfyrir Hæstarétti fellur niður.Gjafsóknarkostnaðuráfrýjanda, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talinmálflutningsþóknun lögmanns hennar, 600.000 krónur.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. maí2017IMál þetta, semdómtekið var 31. mars 2017, er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 28. júní2016. Stefnandi er A, [...],[...], en stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli viðLindargötu, Reykjavík. Stefnandi krefstþess aðallega að stefnda verði gert að greiða henni 4.900.000 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 2.400.000 krónum frá12. janúar 2015 til 26. júní sama ár en af 7.400.000 krónum frá þeim degi til19. ágúst sama ár og af 4.900.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Tilvara krefst stefnandi þess að stefndi greiði stefnanda 2.500.000 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 5.000.000 króna frá26. júní 2015 til 19. ágúst sama ár en af 2.500.000 krónum frá þeim degi tilgreiðsludags. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiðastefnanda málskostnað auk virðisaukaskatts að mati dómsins, eins og málið væriekki gjafsóknarmál.Stefndi krefst sýknu af öllum kröfumstefnanda og að málskostnaður verði látinn falla niður.Með bréfi innanríkisráðuneytisins,dagsettu 24. febrúar 2016, var stefnanda veitt gjafsókn í máli þessu.Gjafsóknin var takmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi, sbr þó 4. og 5.gr. 127. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. IIHelstu málavextireru óumdeildir. Með dómi Hæstaréttar Íslands uppkveðnum 23. október 2014 í máliréttarins nr. 388/2014 var Tomasz Czarny sakfelldur fyrir alvarlegkynferðisbrot gegn stefnanda. Brotin voru framin á árunum 2008 til 2010 þegarstefnandi var barn að aldri. Stefnanda í máli þessu voru dæmdar miskabætur úrhendi dómfellda að fjárhæð 3.500.000 krónur sem bera skyldu vexti samkvæmt 1.mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 1. ágúst 2008 til5. ágúst 2013 en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degitil greiðsludags. Undir rekstri málsins setti réttargæslumaður stefnanda framkröfu um greiðslu bóta úr hendi stefnda á grundvelli laga nr. 69/1995, umgreiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, með bréfi sem barst bótanefnd 5. mars 2013.Hinn 12. desember 2014 sendi lögmaður stefnanda bréf til bótanefndar þar semþess var krafist að stefndi greiddi stefnanda miskabætur að fjárhæð 3.000.000króna, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, í samræmi við dóm Hæstaréttar. Bótanefndákvað á fundi sínum 17. desember 2014 að stefndi skyldi greiða stefnanda600.000 krónur í miskabætur. Var þar lagt til grundvallar að á verknaðarstunduhefði hámark greiðslu úr ríkissjóði vegna miskatjóns verið 600.000 krónur, sbr.c-lið 2. mgr. 7. gr. laga nr. 69/1995. Í samræmi við niðurstöðu bótanefndargreiddi stefnanda 600.000 krónur 6. janúar 2015. Á árinu 2015 gekkststefnandi undir mat á varanlegum miska og varanlegri örorku vegna fyrrgreindrabrota og var dr. B, sérfræðingur í geðlækningum og embættislækningum, fenginntil að framkvæma matið. Samkvæmt niðurstöðu matsgerðar hans, dagsettrar 10. maí2015, var varanlegur miski stefnanda metinn til 20 stiga og varanleg örorkametin 20% en stöðugleikapunktur var talinn hafa verið 8. maí 2014.Með bréfi lögmannsstefnanda til bótanefndar, dagsettu 26. maí 2015, var gerð krafa um að stefndigreiddi stefnanda 5.000.000 króna í bætur vegna varanlegrar örorku og varanlegsmiska. Bótanefnd ákvað hinn 14. ágúst 2015 að stefndi skyldi greiða stefnanda2.500.000 krónur vegna varanlegrar örorku og varanlegs miska en einnigmatskostnað hennar að fjárhæð 125.000 krónur samkvæmt sérstakri heimild í 2.mgr. 15. gr. laga nr. 69/1995. Takmörkun á greiðslu úr hendi stefnda við2.500.000 krónur byggðist eins og áður á því að á verknaðarstundu hefði súfjárhæð numið hámarksfjárhæð greiðslu úr ríkissjóði samkvæmt b-lið 2. mgr. 7.gr. laga nr. 69/1995. Samkvæmt þessariniðurstöðu greiddi stefndi stefnanda 2.500.000 krónur 19. ágúst 2015. Stefnandi telurbótanefnd ranglega hafa miðað fjárhæð bótagreiðslna við gildandi lög áverknaðarstundu en rétt hefði verið að líta til hámarks bótagreiðslna eins ogþað var eftir breytingu á lögum nr. 69/1995 með lögum nr. 54/2012. Þar semákvarðanir bótanefndar eru endanlegar á stjórnsýslustigi telur stefnandi sigekki eiga aðra leið færa en að höfða mál þetta. IIIStefnandi byggirdómkröfur sínar á því að rangt sé að miða ákvörðun miskabóta hennar viðverknaðarstund, svo sem bótanefnd hafi gert, heldur beri að miða við síðaritímamörk þannig að beitt verði ákvæðum laga nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðsá bótum til þolenda afbrota, eins og þau urðu eftir breytingu á þeim sem gerðvar með lögum nr. 54/2012. Þá hafi hámarksgreiðsla vegna miskabóta orðið 3.000.000króna, sbr. c-lið 2. mgr. 7. gr. laga nr. 69/1995, og 5.000.000 króna fyrirlíkamstjón, sbr. b-lið 2. mgr. 7. gr. sömu laga. Krafa stefnandabyggist aðallega á því að greiðslur stefnda til þolenda afbrota séu í raun ekkigreiðsla skaðabóta, heldur lögákveðnar greiðslur vegna skaðabótaskyldu annarra.Ákvarðanir um greiðslu úr hendi ríkissjóðs byggist því ekki á reglumskaðabótaréttarins, heldur reglum kröfuréttarins. Líta beri til þess hvenærkrafa á hendur stefnda stofnist en það sé ekki endilega á sama tíma og krafastofnist á hendur tjónvaldi. Stefnandi vísar tilþess að löggjafinn hafi ákveðið að ríkissjóður skuli inna af hendi greiðslu tilþolenda afbrota sem hafi verið dæmdar skaða- eða miskabætur í tilteknumtilvikum. Breytingalög nr. 54/2012 hafi tekið gildi við birtingu þeirra 22.júní 2012 en ekki hafi verið tekið fram í lögunum til hvaða brota nýju löginskyldu taka, þ.e. um það hvort líta bæri til verknaðarstundar, kæru máls tillögreglu, dómsniðurstöðu eða annars tímamarks. Í þessu samhengi vísar stefnanditil þess að við setningu laga nr. 69/1995, skaðabótalaga nr. 50/1993 ogbreytingu á þeim með lögum nr. 37/1999 hafi þótt ástæða til að setja sérstaktákvæði um það, til hvaða tjónsatvika lögin tækju. Það hafi hins vegar ekkiverið gert í lögum nr. 54/2012 og því sé eðlilegast að miðað sé við aðtilgreindar fjárhæðir taki til þeirra krafna sem stofnist eftir gildistökuþeirra. Stefnandi byggir áþví að ákvarðanir bótanefndar eigi sér ekki lagastoð og að þær séu ekki í taktivið vilja löggjafans þar sem markmiðið með breytingalögunum hafi verið að bætahag brotaþola, auk þess sem þar hafi verið vísað til sanngirnissjónarmiða.Ætlunin hafi verið sú að bæta stöðu þolenda kynferðisbrota með því að hækkahámarksgreiðslur á miskabótum. Við ákvörðun ámiskabótum til stefnanda beri að miða við uppkvaðningu dóms HæstaréttarÍslands, enda hafi hún þá fyrst eignast rétt til greiðslu úr ríkissjóði, sbr.11. gr. laga nr. 69/1995. Kröfur stefnanda á hendur stefnda hafi ekki orðið tilfyrr en við uppkvaðningu dómsins hinn 23. október 2014 og því beri að miðagreiðslur stefnda til stefnanda við gildandi lög á þeim tíma. Verði ekki fallistá það með stefnanda að miða beri við dómsuppkvaðningu, byggir hún kröfur sínará því að miða beri við þann dag þegar málið var kært til lögreglu. Samkvæmt 6.gr. laga nr. 69/1995 sé það skilyrði fyrir rétti til greiðslna úr hendistefnda, að brot hafi verið kært til lögreglu án ástæðulauss dráttar og aðtjónþoli hafi krafist bóta úr hendi tjónvalds. Réttur til greiðslu úr hendistefnda verði því ekki til fyrr en framangreind skilyrði séu uppfyllt. Oftastmyndi vera um mjög stuttan tíma að ræða, enda sé það skilyrði fyrir greiðslumúr ríkissjóði að kæra hafi ekki dregist án ástæðu. Í 3. mgr. 6. gr. laga nr.69/1995, sbr. 1. gr. laga nr. 118/1999, segi þó að þegar veigamikil rök mælimeð því, megi víkja frá þessum skilyrðum. Í greinargerð með breytingalögum nr.118/1999 komi skýrt fram að þessari undantekningu hafi verið sérstaklega ætlaðað bæta stöðu barna sem verði fyrir afbrotum, enda sé eðlilegt og afsakanlegtað það geti dregist að þau kæri mál, jafnvel fram á fullorðinsár. Ekki hafiþótt rétt að þau misstu rétt til greiðslu úr hendi stefnda af þeim sökum. Þannig hafi háttaðtil í þessu máli og hafi bótanefnd vikið frá skilyrðum 1. og 2. mgr. 6. gr.laganna, enda hafi stefnandi verið aðeins [...] ára þegar brotunum hafi lokið.Mál þetta hafi verið kært til lögreglu í byrjun árs 2013, þegar stefnandi hafiverið orðin [...] ára, og bótakrafa á hendur tjónvaldi hafi verið gerð ífebrúar sama ár. Fyrir þann tíma hafi stefnandi ekki átt kröfu um greiðslu úrhendi stefnda. Þegar stefnandi hefði kært brotin, hefðu breytingalög nr.54/2012 þegar tekið gildi og byggir stefnandi á því að rétt sé að miða við þærfjárhæðir, sem þá hafi verið mælt fyrir um í lögum, við ákvörðun á bótagreiðsluhenni til handa. Stefnandi telur aðþótt talið verði að réttur hennar til greiðslu úr hendi stefnda byggist áreglum skaðabótaréttarins, sé allt að einu ekki rétt að miða við verknaðarstundí máli þessu. Stefnandi vísar til þess að í 28. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993segi að lögin taki gildi 1. júlí 1993 og eigi við um skaðabótaábyrgð vegnatjóns sem verði eftir gildistöku þeirra. Í athugasemdum með 28. gr. ílagafrumvarpinu sé sérstaklega fjallað um það hvenær tjón teljist hafa orðið.Það sé einfalt þegar tjónsatvik sé skýrt afmarkaður skyndilegur atburður ogskaðvænar afleiðingar komi strax í ljós en geti hins vegar orkað tvímælis íþeim tilvikum þegar afleiðingar komi ekki fram strax og tíma taki að staðreynaeftirköstin. Þá beri að skilja ákvæðið svo að reglur laganna um ákvörðun bótafyrir líkamstjón eigi við þegar skaðlegar afleiðingar beri að höndum eftirgildistöku, án tillits til þess hvenær hin skaðvænlega hegðun hafi átt sér stað.Tjón sem gerist hægt eða smám saman verði almennt talið hafa orðið þegarskaðlegar afleiðingar verði greinilega sannreyndar. Því sé um að ræða frávikfrá þeirri reglu að miða við tjónsatvik.Í þessu máli hafiafleiðingar komið fram á löngum tíma og ekki hafi verið unnt að staðreyna þærstrax. Það megi m.a. ráða af vottorði C, sálfræðings í Barnahúsi, dagsettu 10.janúar 2014, þar sem fram komi að meðferð stefnanda hafi þá ekki verið lokið.Þá komi fram í matsgerð að stöðugleikatímapunktur hafi verið 8. maí 2014. Þar sem ekki hafiverið tekin afstaða til þess í gildistökuákvæði laga nr. 54/2012 til hvaðatjónstilvika breytingin skyldi taka, byggir stefnandi á því að eðlilegt sé aðleggja viðmið laga nr. 50/1993 til grundvallar, enda séu bætur stefnanda grundvallaðará þeim lögum. Því beri að miða greiðslur til stefnanda við þær fjárhæðir semhafi verið í gildi þegar tjónið hafi verið orðið ljóst, þ.e. viðstöðugleikatímapunkt 8. maí 2014. Með vísan til allsframangreinds byggir stefnandi á að hún hafi átt rétt á greiðslu 8.000.000króna úr hendi stefnda vegna tjóns síns, 3.000.000 króna vegna miska samkvæmt26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. c-lið 2. mgr. 7. gr. laga nr. 69/1995,og 5.000.000 króna vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku, sbr. b-lið 2.mgr. 7. gr. laga nr. 69/1995. Hún hafi nú þegar fengið greiddar 600.000 krónur6. janúar 2015 og 2.500.000 krónur 19. ágúst 2015 og því nemi fjárhæð kröfuhennar 4.900.000 krónum. Stefnandi gerir þákröfu til vara að stefndi greiði henni 2.500.000 krónur vegna varanlegrarörorku. Krafan byggist á því að upphafstími örorku hafi verið 14. maí 2014 enfram að því hafi enn verið óljóst hvort stefnandi hefði orðið fyrir varanlegutjóni vegna hinna alvarlegu brota sem hún varð fyrir. Fyrir 14. maí 2014 hafihenni því verið ómögulegt að gera kröfu um bætur vegna varanlegrar örorku oghljóti því að verða að líta til þeirra reglna sem þá giltu við ákvörðun umgreiðslu stefnda til hennar. Í skaðabótalögumnr. 50/1993 sé almennt litið til stöðugleikatímapunkts við ákvörðun bóta vegnavaranlegrar örorku. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna skuli við ákvörðunfjárhæðar örorkubóta litið til aldurs tjónþola á þeim tíma sem upphafvaranlegrar örorku miðist við. Einnig skuli við ákvörðun um árslaun tjónaþolareikna þau til verðlags þess tíma sem upphaf varanlegrar örorku miðist við,sbr. 1. mgr. 7. gr. sömu laga. Þá beri bætur fyrir varanlega örorku vexti fráupphafsdegi metinnar örorku, sbr. 1. mgr. 16. gr. sömu laga. Einnig vísarstefnandi að þessu leyti til fyrri umfjöllunar um 28. gr. skaðabótalaga ogbyggir á því að sömu sjónarmið eigi hér við. Því beri að miða við gildandi lögá upphafstíma örorku. Sú regla eigi í það minnsta við um varanlega örorku, þóttþví yrði hafnað að hún tæki til miskatjóns. Stefnandi bendir á að ekki hafiverið unnt að staðreyna varanlega örorku hennar fyrr en ástand hennar var orðiðstöðugt, þ.e. 8. maí 2014. Tjón stefnanda hafi komið fram á löngum tíma og sébyggt á því að tjónið hafi ekki orðið fyrr en stöðugleika hefði verið náð ogþví hafi stefnandi ekki getað gert kröfu um bætur vegna þess fyrr. Þá hefðu lögnr. 54/2012 tekið gildi og er byggt á því að um greiðslur fari að lögum nr.69/1995 eins og þau voru eftir þær breytingar.Með vísan tilframangreinds byggir stefnandi á því að hún hafi átt rétt á greiðslu 5.000.000króna vegna varanlegrar örorku, sbr. b-lið 2. mgr. 7. gr. laga nr. 69/1995. Húnhafi fengið greiddar 2.500.000 krónur 19. ágúst 2015 og nemi fjárhæð kröfuhennar mismuninum, þ.e. 2.500.000 krónum.Dráttarvaxtakrafastefnanda er byggð á ákvæðum 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Upphafstími dráttarvaxta samkvæmt aðalkröfu miðast við þaðtímamark þegar mánuður var liðinn frá kröfubréfi, dagsettu 12. desember 2015, ágrundvelli fyrrgreinds dóms Hæstaréttar Íslands, og þegar mánuður var liðinnfrá því að stefndi var krafinn um greiðslu á grundvelli matsgerðar með bréfi,dagsettu 26. maí 2015, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Tekið er tillittil innborgana 6. janúar og 19. ágúst 2015.Upphafstímidráttarvaxta í varakröfu miðast við þann dag þegar mánuður var liðinn frá þvíað stefnandi krafði stefnda um greiðslu á grundvelli matsgerðar með bréfi,dagsettu 26. maí 2015, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, að teknu tillititil innborgunar 19. ágúst 2015. Málskostnaðarkrafa stefnanda er reist á XXI. kaflalaga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og krafa um að tekið verði tillit tilvirðisaukaskatts við ákvörðun málskostnaðar byggist á lögum nr. 50/1988, umvirðisaukaskatt. IVStefndi hafnaröllum málsástæðum stefnanda og krefst sýknu af kröfum hennar í málinu. Stefndivísar til þess að í tilviki stefnanda hafi fjárhæð bóta verið ákveðin meðhliðsjón af ákvæðum 2. mgr. 7. gr. laga nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs ábótum til þolenda afbrota, þar sem settar séu takmarkanir á greiðsluskylduríkissjóðs. Frá gildistöku laganna 1996 og fram til 22. júní 2012 hafihámarksfjárhæð miskabóta verið bundin við 600.000 krónur og hámark þess, semríkissjóður greiddi í bætur fyrir líkamstjón, hafi verð bundið við 2.500.000krónur. Eftir gildistöku laga nr. 54/2012 hinn 22. júní 2012 hafi tilgreinthámark verið bundið við 3.000.000 króna í miskabætur og 5.000.000 króna í bæturfyrir líkamstjón. Það hafi verið mat stefnda, að þar sem brotin gegn stefnandahafi verið framin í gildistíð eldra ákvæðis 2. mgr. 7. gr. laganna hafi boriðað miða við þau takmörk, sem þá hafi verið í gildi, í samræmi við almennarlagaskilareglur og þá meginreglu skaðabótaréttar að fara skuli meðskaðabótakröfu eftir þeim reglum sem hafi gilt þegar til hennar hafi veriðstofnað og að krafan hafi stofnast á verknaðarstundu. Af hálfu stefnanda séþess hins vegar krafist í aðalkröfu að miðað verði við þær fjárhæðir sem gilt hafifrá árinu 2012 og að henni verði greiddar bætur í samræmi við það eða allt að8.000.000 króna að frádregnum 3.100.000 krónum sem henni hafi þegar veriðgreiddar. Varakrafa stefnanda byggi á sömu rökum en lúti hins vegar eingöngu aðkröfu um bætur fyrir varanlegan miska og varanlega örorku, sbr. b-lið 2. mgr.7. gr. laga nr. 69/1995.Stefndi byggir áþví að ekki leiki vafi á því að bótakröfur á hendur ríkissjóði á grundvellilaga nr. 69/1995 falli undir reglur skaðabótaréttarins, bæði lögfestar ogólögfestar. Þetta megi m.a. ráða af því að ríkissjóður bæti sérstaka bótaþættieins og bætur fyrir líkamstjón og munatjón, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna, bæturfyrir missi framfæranda og kostnað við útför, andist þjónþoli vegna hinsrefsiverða verknaðar, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna og greiði miskabætur, sbr. 3.gr. þeirra. Allir þessir bótaþættir eigi grundvöll í skaðabótalögum nr.50/1993. Þá greiði ríkissjóður vexti á bætur í samræmi við ákvæðiskaðabótalaga.Stefndi vísar tilþess að í athugasemdum við frumvarp það, sem hafi orðið að lögum nr. 69/1995,segi um 1. gr. að gert sé ráð fyrir að samræmi sé milli kröfu tjónþola á hendurbrotamanni og kröfu hans gagnvart ríkissjóði. Að mati stefnda verði þettaorðalag ekki skilið með öðrum hætti en þeim, að krafan gagnvart ríkissjóði séþví að fullu í samræmi við þá kröfu sem tjónþoli geti gert á hendur tjónvaldiog að fara skuli með hana að öllu leyti á sama hátt. Þá sé það ekki forsendaþess að bætur verði greiddar á grundvelli laganna, að fyrir liggi dómur umbótakröfu. Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laganr. 69/1995 sé dómur um bótakröfu bindandi fyrir ríkissjóð að því er varðarfjárhæð hennar, þó með þeirri takmörkun sem getið sé í 7. gr. Þetta útiloki þóekki að tjónþoli geti krafist frekari bóta, hafi tjón hans ekki verið að fulluljóst þegar mál var til dómsmeðferðar, sbr. ákvæði 2. mgr. 11. gr. laganna. Þágildi ákvæði 1. mgr. 11. gr. aðeins að því marki að tjónvaldur hafi ekkiviðurkennt kröfuna og fjárhæð hennar á einhvern hátt, t.d. þegar um sé að ræðasamþykki hans fyrir greiðslu tiltekinna bóta eða þegar um útivistardóm sé aðræða, sbr. athugasemdir í lagafrumvarpinu.Jafnframt bendirstefndi á að samkvæmt 9. gr. laga nr. 69/1995 sé ríkissjóði heimilt að greiðabætur, þrátt fyrir að tjónvaldur sé ókunnur, finnist ekki eða sé ósakhæfur.Þegar svo hátti til að krafa hafi ekki fengið dómsmeðferð, eins og í þeimtilvikum þar sem tjónvaldi hafi ekki verið refsað eða tjónþoli fari fram áfrekari bætur en honum hafi verið ákveðnar með dómi, beri bótanefnd að takasjálfstæða afstöðu til fyrirliggjandi kröfu eftir almennum reglumskaðabótaréttarins, sbr. 8. gr. laganna og orðalags í frumvarpi að lögunum.Þess sé sérstaklega getið í umfjöllun frumvarpsins um 8. gr. að við ákvörðunbóta skuli hafa til hliðsjónar tjónstakmörkunarreglur skaðabótaréttarins, t.d.varðandi eigin sök tjónþola og hvort hann hafi gert eðlilegar og viðeigandiráðstafanir til að draga úr tjóni sínu.Stefndi vísar tilþess, að ef reglur kröfuréttarins væru látnar gilda um greiðslu bóta samkvæmtlögum nr. 69/1995, yrði misvægi á milli fyrningartíma krafna, allt eftir þvíhvort krafan hefði verið dæmd eða hvort hún hefði verið ákveðin sérstaklega afbótanefnd. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, fyrnistdómar og bótakröfur vegna líkamstjóns á 10 árum, sbr. 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr.21. gr. þeirra laga, en fyrningartími annarra krafna sé almennt fjögur ár, sbr.3. gr. sömu laga. Samkvæmt 19. gr. laga nr. 69/1995 eignist ríkissjóður rétttil endurkröfu á hendur tjónvaldi vegna þess sem brotaþola hefur verið greittog við framkvæmd endurkröfu hafi jafnan verið miðað við 10 ára tímamarkið aðþví er varðar fyrningu, hvort heldur sem krafan er byggð á ákvörðun bótanefndareða er í samræmi við niðurstöðu dóms, enda hafi verið litið svo á að um skaðabótakröfurvegna líkamstjóns sé að ræða. Ef fallist væri á það með stefnanda að líta bæriá greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota sem almennar kröfur á sviðikröfuréttar en ekki á sviði skaðabótaréttar, teldist fyrningartími krafna, semekki væru ákveðnar með dómi, einungis vera fjögur ár. Þannig væri ósamræmi ámilli réttinda ríkissjóðs til endurkröfu, allt eftir því hvort krafan hefðihlotið meðferð fyrir dómi eða ekki. Þetta ósamræmi gæti einnig beinst aðtjónþola, hefði krafa hans ekki verið dæmd.Að því er varðarvarakröfu stefnanda, byggir stefndi á því að þótt í 6. gr. laga nr. 69/1995 sékveðið á um kæru til lögreglu sem skilyrði greiðslu bóta úr ríkissjóði, sé þaðengu að síður svo, að við ákvörðun bóta beri að fara eftir almennum reglum skaðabótaréttarins,þ. á m. skaðabótalögum nr. 50/1993, sbr. 8. gr. laga nr. 69/1995. Því eigi viðöll sömu sjónarmið og þegar hafi verið rakin um ákvörðun bóta í tengslum viðaðalkröfu stefnanda. Samkvæmt reglum skaðabótaréttarins beri að miða við það þegartjónsatvik verði og því beri að miða við þann tíma þegar brot gegn stefnandaáttu sér stað. Með hliðsjón afframansögðu sé það mat stefnda að með bótakröfu brotaþola í sakamáli skuli aðöllu leyti fara samkvæmt reglum skaðabótaréttarins en ekki samkvæmt almennumreglum kröfuréttar.Að því er varðar þámálsástæðu stefnanda, að ekki sé tekið fram í frumvarpi að lögum nr. 54/2012hvernig skilnaði við eldri ákvæði skuli háttað, vísar stefndi til þess að umþað gildi almennar lagaskilareglur eins og jafnan þegar ekki séu höfð sérstöklagaskilaákvæði í lögum. Samkvæmt 27. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands,sbr. lög nr. 33/1944, skuli birta lög. Í lögskýringum hafi verið litið á þettaákvæði sem fyrirmæli um að lög skuli jafnan ekki vera afturvirk og því getiréttindi almennt ekki stofnast né verði skyldur lagðar á aftur í tímann. Afhálfu stefnda sé byggt á því að bótakrafa stefnanda hafi stofnast þegar brotgegn henni voru framin og þar með hafi hún eignast réttindi til greiðsluskaðabóta, hvort heldur sem er úr hendi tjónvalds eða ríkissjóðs, sbr. þó aðuppfylltum skilyrðum 6. gr. laga nr. 69/1995. Því beri að fara með kröfurhennar eftir þeim reglum sem hafi verið í gildi á þeim tíma sem umrædd brotáttu sér stað. Af gögnum málsins megi ráða að stefnandi hafi átt við að etjahugræna vanlíðan á meðan á brotastarfsemi gegn henni stóð sem og eftir að hennilauk, í formi erfiðra minninga og eftirkasta eftir brotin. Ráða megi af þessuað tjón stefnanda hafi þá þegar verið komið fram að miklu leyti, þótt stöðugleikapunktihafi ekki verið náð fyrr en á árinu 2014, svo sem fram komi í matsgerð. Að matistefnda hafi það ekki þýðingu, þótt stöðugleikapunktur hafi verið síðar, endasé það almennt svo í skaðabótamálum, að stofnun kröfu sé miðuð við tjónsatvik,þótt endanlegt tjón komi ekki í ljós að fullu fyrr en síðar. Með vísan til allsframangreinds telur stefndi að ekkert hafi komið fram í málinu sem gefi tilefnitil að ógilda ákvörðun bótanefndar um greiðslu bóta. Af hálfu stefnda hafiverið réttilega staðið að greiðslu bótanna með hliðsjón af lögum nr. 69/1995eins og þau hafi verið þegar umrædd brot gegn stefnanda hafi átt sér stað. Þvíberi að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda.V Svo sem þegar hefur verið rakiðvarð stefnandi fyrir alvarlegum kynferðisbrotum á árunum 2008 til 2010 þegarhún var barn að aldri. Með dómi Hæstaréttar Íslands, uppkveðnum 23. október2014, var gerandinn sakfelldur fyrir brotin og jafnframt gert að greiðastefnanda 3.500.000 krónur í miskabætur með vöxtum og dráttarvöxtum. Stefndigreiddi stefnanda miskabætur að fjárhæð 600.000 krónur hinn 6. janúar 2015 ísamræmi við ákvörðun bótanefndar frá 17. desember 2014. Þá greiddi stefndistefnanda 2.500.000 krónur 19. ágúst 2015 í bætur vegna varanlegs miska ogvaranlegrar örorku í samræmi við ákvörðun bótanefndar 14. ágúst 2015. Viðgreiðslu bótanna var litið til þess hámarks sem ákvæði b- og c- liðir 2. mgr. 7. gr. laganr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, mæltu fyrir umá þeim tíma þegar brotin voru framin. Stefnandibyggir stefnukröfur sínar hins vegar á því að rangt sé að miða fjárhæðbótagreiðslna við gildandi lög á verknaðarstundu, svo sem bótanefnd hafi gertog bótagreiðslur stefnda hafi byggt á, heldur beri að líta til hámarksbótagreiðslna eins og það var eftir breytingu á lögum nr. 69/1995, um greiðsluríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, sem gerð var með lögum nr. 54/2012.Lýtur ágreiningur aðila þannig að því, við hvaða tímamark skuli miðabótafjárhæðir til stefnanda. Stefnandi vísar til þess aðgreiðslur stefnda samkvæmt ákvæðum laga nr. 69/1995 séu í raun ekkibótagreiðslur heldur eigi þær undir reglur kröfuréttar, enda beri stefndi semgreiðandi bótanna ekki sjálfur skaðabótaskyldu þá sem greiðslurnar byggist á.Þegar litið er til fyrirmæla laga nr. 69/1995 um það til hvers beri að líta umgreiðslur ríkissjóðs til þolenda afbrota er ekki unnt að fallast á þessamálsástæðu stefnanda. Ákvæði 1. mgr. 1. gr. laganna mæla fyrir um aðríkissjóður greiði bætur en ekki aðra tegund greiðslna vegna tjóns sem leiðiraf broti á almennum hegningarlögum í samræmi við önnur ákvæði laga nr. 69/1995.Í athugasemdum við ákvæðið í lagafrumvarpinu segir að tjónþoli eigi lögvarðakröfu á hendur ríkissjóði til greiðslu bóta og að um mat á fjárhæð bótanna ogeigin sök tjónþola gildi almennar reglur skaðabótaréttar. Þá er jafnframtáréttuð sú meginregla að samræmi sé milli kröfu tjónþola á hendur brotamanni ogkröfu gagnvart ríkissjóði. Einnig er kveðið á um það í 8. gr. að við ákvörðunbóta samkvæmt lögunum gildi almennar reglur um skaðabótaábyrgð tjónvalds, aðöðru leyti en því sem sérstaklega er tilgreint í lögunum sjálfum. Að virtumþessum tilvísunum laganna til reglna skaðabótaréttarins verður ekki ráðið annaðen að þær reglur verði lagðar til grundvallar um eðli og meðferð bótakrafnasamkvæmt þeim. Stefnandi byggir jafnframt á þvíað þótt reglur skaðabótaréttar verði taldar eiga við um greiðslur stefnda, beriallt að einu að miða þær við síðara tímamark en tjónsatburðinn sjálfan.Stefnandi vísar til þess markmiðs löggjafans með setningu breytingarlaganna nr.54/2012 að bæta hag brotaþola með vísan til sanngirnissjónarmiða. Þá bendirstefnandi á að ekki hafi þótt ástæða til að setja sérstakt ákvæði íbreytingalögin um það til hvaða tjónsatvika þau tækju, svo sem gert hafi veriðvið setningu laga nt. 69/1995, skaðabótalaga nr. 50/1993 og laga nr. 37/1999 umbreytingu á skaðabótalögunum. Því telur stefnandi að miða beri við uppkvaðningufyrrgreinds dóms Hæstréttar Íslands, enda hafi stefnandi þá fyrst eignast rétttil greiðslu úr ríkissjóði, sbr. 11. gr. laga nr. 69/1995. Verði ekki á þaðfallist, telur stefnandi að miða eigi við það tímamark þegar málið var kært tillögreglu, enda sé það skilyrði fyrir rétti til greiðslu úr hendi stefndasamkvæmt 6. gr. laganna. Bætur sem greiddar eru eftirlögum nr. 69/1995 eru í meginatriðum ákvarðaðar eftir reglum skaðabótaréttar ogþví þarf að liggja fyrir skaðabótakrafa sem stofnast hefur með tiltekinni háttsemi.Í lögunum er ekki að finna sérstakar skaðabótareglur, heldur reglur sem mælafyrir um greiðsluskyldu ríkissjóðs í tilteknum tilvikum á skaðabótum semákveðnar hafa verið eftir almennum reglum skaðabótaréttarins. Að þessu virtuverður ekki talið að ákvæði í 6. gr. laga nr. 69/1995, þar sem getið erskilyrða fyrir greiðslu bóta, hafi að geyma afmarkandi fyrirmæli um stofntímabótakröfunnar. Þá verður 11. gr. laganna heldur ekki talin koma hér að haldi,enda liggur fyrir að ekki þarf ávallt að liggja fyrir dómur svo komið geti tilgreiðslu bóta úr ríkissjóði samkvæmt lögunum. Er það því mat dómsins að lítaverði til almennra reglna skaðabótaréttarins við mat á því hvenær krafastefnanda stofnaðist og er framangreindum málsástæðum stefnanda því hafnað.Óumdeilt er að öll brot gagnvart stefnanda, sem mál þetta lýtur að, voruframin á árunum 2008 til 2010 og þá er því ekki sérstaklega mótmælt af hálfustefnda að afleiðingar þeirra hafi komið fram á löngum tíma, svo sem ráðiðverður af framlögðum gögnum málsins. Stefnandibyggir á því að þótt talið verði að réttur stefnanda til greiðslu úr hendistefnda byggist á reglum skaðabótaréttarins, sé allt að einu rangt að miða viðverknaðarstund við mat á því hvenær tjón stefnanda hafi orðið. Stefnandi bendirá að afleiðingar kynferðisbrotanna á stefnanda hafi komið fram á löngum tíma ogekki hafi verið unnt að staðreyna þær strax, auk þess sem framlögð gögn sýni aðmeðferð stefnanda vegna afleiðinganna hafi ekki verið lokið í janúar 2014, svosem framlagt vottorð sálfræðings í Barnahúsi sýnir fram á. Stefnandi vísareinkum til þess sem fram kemur í athugasemdum lagafrumvarpsins um 28. gr.laganna þar sem fjallað er um það, hvenær tjón vegna brots teljist hafa orðiðþegar skaðlegar afleiðingar koma ekki strax fram en tíma tekur að staðreynaeftirköstin og þau verða ekki ljós fyrr en eftir gildistöku skaðabótalaga. Í athugasemdunum erþess getið að tjón,sem gerist hægt eða smám saman, verði almennt talið hafa orðið þegar skaðlegarafleiðingar verði greinilega sannreyndar. Hins vegar er þar jafnframt tekiðfram að í sumum tilvikum verði að telja að tjónþoli hafi orðið fyrir tjóni sínuvið ákveðinn skyndilegan atburð þótt skaðlegar afleiðingar hans verði eða komií ljós að einhverju eða öllu leyti síðar. Um síðarnefnda aðstöðu er tekið semdæmi þegar aðeins sjáist minni háttar áverkar á farþega strax eftir áreksturbifreiða en síðar komi fram að hann hafi orðið fyrir miklu varanlegulíkamstjóni. Í athugasemdunum er því slegið föstu að í því tilviki teljisttjónið hafa orðið við áreksturinn.Það er mat dómsins að framangreind umfjöllun í athugasemdum við ákvæði 28.gr. skaðabótalaga renni frekar stoðum undir þá afstöðu stefnda að í tilvikistefnanda beri að líta til meginreglu skaðabótalaga um að miða stofnunbótakröfu við það tímamark þegar tjónsatvik verður. Hér ber að taka mið af þvíað umrædd tjónsatvik urðu á árunum 2008 til 2010 og eftir meginregluskaðabótaréttar telst stefnandi þegar á þeim tíma hafa orðið fyrir tjóni vegnaþeirra, þótt fyrir liggi að frekari afleiðingar hafi komið fram síðar. Að þessuleyti verður aðstöðu stefnanda frekast líkt við það þegar tjónþoli verður fyrirtjóni sínu við skyndilegan atburð þótt skaðlegar afleiðingar hans komi aðeinhverju leyti í ljós síðar. Að þessu virtu og þegar litið er til meginregluíslensks réttar um að lög skuli að jafnaði ekki vera afturvirk og að hvorkiréttindi né skyldur verði lagðar á aftur í tímann, þykir engu breyta þótt ekkisé að finna í lögum nr. 54/2012 sérstakar lagaskilareglur. Er þeim sjónarmiðumstefnanda að þessu leyti því hafnað. Samkvæmt framangreindu telst bótakrafastefnanda því hafa stofnast þegar umrædd brot gagnvart henni voru framin og aðþví hafi hún þá eignast rétt á greiðslu bóta, hvort heldur sem er úr henditjónvalds eða stefnda að uppfylltum skilyrðum 6. gr. laga nr. 69/1995. Með sömurökum og rakin hafa verið hér að framan þykir engu breyta um niðurstöðu málsinsað þessu leyti þótt stöðugleikapunkti hafi enn ekki verið náð á árinu 2014. Þáþykja sjónarmið stefnanda um löggjafarviljann og sanngirni ekki fá breyttframangreindri niðurstöðu. Hin bætta staða tjónþola, sem lagabreytingarnarstefndu að, felst m.a. í hækkun á hámarki greiðslna ríkissjóðs til brotaþola ogþví markmiði verður náð, þótt gildistaka þeirra ákvæða fylgi almennum lagaskilareglum.Að öllu framangreindu virtu þykir verða að taka mið af hinum almennulagaskilareglum við úrlausn máls þessa. Því verður ekki fallist á það meðstefnanda að um fjárhæð bótakrafna stefnanda fari samkvæmt ákvæðum laga nr.69/1995, eins og þeim var breytt með lögum nr. 54/2012, heldur verður að miðavið þá hámarksfjárhæð sem gilti í lögum nr. 69/1995 fyrir gildistöku laga nr.54/2012. Svo sem getið er í stefnu greiddi ríkissjóður ekki hærri fjárhæð afdæmdum eða ákvörðuðum bótum, að vöxtum meðtöldum, fyrir gildistöku síðarnefndralaga en sem nemur 600.000 krónum vegna miska samkvæmt c-lið 2. mgr. 7. gr. laganr. 69/1995 og 2.500.000 krónum vegna varanlegrar örorku og varanlegs miskasamkvæmt b-lið 2. mgr. 7. gr. sömu laga. Óumdeilt er að stefndi greiddistefnanda 600.000 krónur 6. janúar 2015vegna miskatjóns stefnanda í samræmi við ákvörðun bótanefndar frá 17. desember2014 og þá greiddi stefndi stefnanda 2.500.000 krónur 19. ágúst 2015 vegnavaranlegs miska og varanlegrar örorku í samræmi við ákvörðun bótanefndar frá14. ágúst 2015. Með vísan til alls framangreinds verður því, þegar af þessumsökum, að fallast á það með stefnda að hann hafi nú þegar greitt stefnanda þærbætur sem honum hafi borið að greiða stefnanda samkvæmt framangreindum ákvæðumlaga nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Bæðiaðal- og varakrafa stefnanda eru byggða á þeim málsástæðum, sem dómurinn hefurhér að framan hafnað, og verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnandaí máli þessu. Af hálfu stefnda erekki gerð krafa um málskostnað úr hendi stefnanda, heldur krefst stefndi þessað málskostnaður verði látinn falla niður. Að því gættu og eftir atvikum öllumþykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður.Svo sem áður ergetið nýtur stefnandi gjafsóknar í málinu. Allur gjafsóknarkostnaður stefnandagreiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns hennar, ArnbjargarSigurðardóttur hrl., sem telst hæfilega ákveðin 950.000 krónur að meðtöldumvirðisaukaskatti.ArnfríðurEinarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan.Uppkvaðning dómsinshefur dregist vegna embættisanna dómarans.D ó m s o r ð:Stefndi, íslenskaríkið, er sýkn af öllum kröfum stefnanda, A, í máli þessu. Málskostnaðurfellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t.málflutningsþóknun lögmanns stefnanda, Arnbjargar Sigurðardóttur hrl., 950.000krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. |
Mál nr. 343/2017 | Verksamningur Fjöleignarhús Umboð Aðilaskýrsla Málsástæða | HK ehf. krafði þb. H ehf. um greiðslu verklauna vegna endurnýjunar og viðgerða á húseign sem var að hluta í eigu H ehf. Hafði H ehf. gert verksamning við L slf. um að það félag skyldi breyta skrifstofuhúsnæði H ehf. á annarri hæð hússins í íbúðarhúsnæði. Í aðilaskýrslu HF, annars eiganda L slf., fyrir héraðsdómi skýrði hann svo frá að L slf. eða hann sjálfur hefði átt að ráða verktaka að verkinu ásamt því að kaupa efni og sjá til þess að verkið væri framkvæmt. Reisti HK ehf. kröfu sína á þeirri málsástæðu að L slf. eða HF persónulega hefði haft umboð H ehf. til að óska eftir því við HK ehf. að verkið, sem krafist var greiðslu fyrir, yrði unnið á kostnað H ehf. þannig að komist hefði á bindandi samningur þess efnis. Í dómi Hæstaréttar kom fram að HK ehf. bæri sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu sinni að L slf. eða HF hefði haft slíkt umboð. Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi hefði HF fullyrt að verkið hefði fallið utan verksamningsins. Væri sá framburður honum óhagstæður sem aðila máls og yrði því að leggja hann til grundvallar við úrlausn málsins, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með gagnályktun frá því ákvæði var hins vegar litið framhjá þeim framburði HF að eigandi H ehf. hefði falið honum að fá HK ehf. til verksins þar sem sá framburður hefði verið HF í hag. Sökum þessa var talið ósannað að H hf. hefði veitt HF eða L slf. umboð til að óska eftir því við HK ehf. að hann ynni umrætt verk að öllu leyti á kostnað félagsins. Var þb. H ehf. því sýknað af kröfu HK ehf., sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Karl Axelsson hæstaréttardómari, Eiríkur Tómassonfyrrverandi hæstaréttardómari og Valtýr Sigurðsson fyrrverandi ríkissaksóknari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. júní 2017. Hann krefst sýknu afkröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dómsvar bú Hugleiða ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Áfrýjandi hefur tekið viðaðild að málinu fyrir Hæstarétti.IStefndi hefur höfðað mál þetta tilgreiðslu verklauna vegna endurnýjunar og viðgerða á húsinu nr. 96 við Laugaveg,hér í borg. Í héraði beindi stefndi kröfunni aðallega að Hugleiðum ehf., en tilvara að Lofti 33 slf. og Hallgrími Friðgeirssyni, öðrum eiganda þess félags. Meðhinum áfrýjaða dómi var Hugleiðum ehf. gert að greiða stefnda kröfuna, envarastefndu í héraði voru sýknaðir af henni. Þar sem stefndi hefur ekki áfrýjaðdóminum fyrir sitt leyti unir hann þeirri niðurstöðu.IITildrög málsins eru þau að meðsamningi 6. nóvember 2013 festu Hugleiðir ehf. kaup á 2. hæð hússins nr. 96 viðLaugaveg og var um að ræða 21,94% eignarhlut í húsinu og meðfylgjandi lóð. Samkvæmtsamningnum skyldi húsnæðið afhent við undirritun hans. Um er að ræða þriggjahæða fjöleignarhús og voru aðrir eigendur á þeim tíma, sem hér skiptir máli,Arion banki hf., sem eignaðist 1. hæð hússins auk kjallara 12. mars 2014 enseldi eignina Neva ehf. 27. nóvember sama ár, og Ásta V. Roth sem var eigandiþriðju hæðarinnar ásamt risi. Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið, semgilti til 28. nóvember 2014, taldist eignarhlutur 1. hæðar með kjallara vera47,8%, hlutur 2. hæðar 21,94% og hlutur 3. hæðar ásamt risi 30,26%. Eftir eignaskiptayfirlýsingu,sem tók gildi áðurnefndan dag, breyttust eignarhlutföllin þannig að hlutur 1.hæðar með kjallara taldist vera 47,2%, hlutur 2. hæðar 23,12% og hlutur 3.hæðar ásamt risi 29,68%.Hinn 17. september 2013 höfðuHugleiðir ehf. gert verksamning við Loft 33 slf. um að félagið skilaðiteikningum að hinu keypta húsnæði til Reykjavíkurborgar og sæi um að fá „fyrrumskrifstofuhúsnæði samþykkt sem íbúðarhúsnæði.“ Kom Hallgrímur Friðgeirsson aðgerð samningsins fyrir hönd síðarnefnda félagsins. Samkvæmt honum skylduHugleiðir ehf. greiða Lofti 33 slf. tiltekna fjárhæð „fyrir framangreint verk“og að auki inna af hendi til félagsins nánar tilgreindar greiðslur án þess aðfram kæmi um hvers konar greiðslur væri að ræða. Í aðilaskýrslu fyrir héraðsdómiskýrði Hallgrímur svo frá að Loft 33 slf. eða hann sjálfur hafi samkvæmtsamningnum átt að hafa milligöngu um að ráða verktaka að verkinu ásamt því aðkaupa efni og sjá til þess að verkið væri framkvæmt. Hafi þetta því veriðgreiðslur til að standa straum af kostnaði við framkvæmd verksins, meðal annarstil einstakra verktaka.Meðal skjala málsins er reikningur frástefnda til Hugleiða ehf., útgefinn 31. desember 2014, að fjárhæð 5.929.545krónur. Reikningnum fylgdu þrjú fylgiskjöl þar sem fjárhæðin var sundurliðuðeftir verkþáttum. Samkvæmt því fyrsta var um að ræða „aukaverk Laugavegi 96“frá 17. september til og með 10. október 2014, nánar tiltekið vinnu „við rif ogendurklæðningu þaka ... við framhlið og glugga“ svo og „efni v. þaka“, alls859.675 krónur. Efst á öðru fylgiskjalinu stóð „tilboð Laugaveg banki“ og þar áeftir var talin upp vinna „við klæðningu (fúa) ... verkfæragjald ... efni vegnaþak endurbyggingar ... pappalögn þak og krossv (tilboð) ... rennur og niðurföll(tilboð) ... rif förgun á járni (tilboð) ... pallar (tilboð) ... akstur“, alls1.071.833 krónur. Á þriðja fylgiskjalinu var vísað til reiknings „Laugaveg 96“og síðan talin upp „vinna við aukaverk frá 10. okt. ... efni vegna aukaverkafrá 10. okt. ... pappalögn þak og krossv (tilboð) ... standandi bandsöguðklæðning gafl og glugga hlið ... rif förgun á járni (tilboð) ... renna bogaþakog flasningar ... pallar (tilboð) ... sendibíll flutningur á svölum ... byggingastjórntryggingar ... umsýsla og úttekt“, alls 3.998.037 krónur. Eftir að stefndihafði krafið Hugleiðir ehf. um greiðslu reikningsins greiddi Loft 33 slf.stefnda 1.000.000 krónur inn á hann 23. febrúar 2015.Engin skjöl hafa verið lögð fram ímálinu um hvernig það atvikaðist að stefndi tók að sér að vinna umrætt verk eðahver skyldi greiða fyrir það. Þá liggur fyrir að ekki var gerður skriflegursamningur um verkið og ekki koma fram í málsskjölum frekari upplýsingar um íhverju það var fólgið.Kristinn Már Þorkelsson, sem á sæti ístjórn stefnda og er annar eigandi hans, skýrði svo frá í aðilaskýrslu sinnifyrir héraðsdómi að Hallgrímur Friðgeirsson hefði óskað eftir að stefndi tækiverkið að sér. Kvaðst skýrslugjafi hafa litið svo á að Hugleiðir ehf. væriverkkaupi og Hallgrímur umboðsmaður þess félags, þar á meðal hefði hann samþykkttímaskýrslur og reikninga í umboði þess. Aðspurður sagði skýrslugjafi aðstefndi hefði samhliða verkinu unnið að einhverjum framkvæmdum við húsið aðLaugavegi 96 fyrir Arion banka hf. Í aðilaskýrslunni kom fram að þakið á húsinu„míglak“ og hefði stefnda verið falið að gera við það. Það verk, sem stefndihefði unnið við húsið, væri „þakvinna, gluggalagfæringar, klæðning að utan, svalir.“Spurður hvort eitthvað af verkinu hefði verið unnið innan dyra sagðistskýrslugjafi ekki minnast þess. Þá hefði hann eða aðrir starfsmenn stefnda ekkiverið í neinum samskiptum við fyrirsvarsmenn Hugleiða ehf., heldur hefði Hallgrímurséð um verkið og sagt að reikninginn fyrir það ætti að stíla á Hugleiðir ehf.Í áðurgreindri aðilaskýrslu sinni fyrirdómi kvaðst Hallgrímur hafa tekið að sér að breyta eignarhluta Hugleiða ehf. íhúsinu að Laugavegi 96 úr skrifstofuhúsnæði í íbúð að beiðni Björgvins NarfaÁsgeirssonar sem var einn af eigendum þess félags. Sagðist skýrslugjafiupphaflega hafa fengið stefnda til að koma að vinnu við svalir á hinnifyrirhuguðu íbúð, en jafnframt hefði hann fengið Kristin Má Þorkelsson til geraáætlun um kostnað við viðgerð á þaki hússins. Hugleiðir ehf. hafi greitt sér1.000.000 krónur vegna vinnu við svalirnar, sem hafi tilheyrt íbúðinni, og súfjárhæð verið innt af hendi til stefnda. Umrædd vinna hafi tengst verksamningisínum eða Lofts 33 slf. við Hugleiðir ehf., en það, sem eftir stæði afreikningi stefnda, væri vegna annarra viðgerða á húsinu. Um væri að ræða„algjört viðbótarverk“ utan áðurnefnds verksamnings. Kvaðst skýrslugjafi hafa ásínum tíma bent fyrirsvarsmönnum Hugleiða ehf. á að þetta „væri í rauninnisameignarmál hússins“ þannig að þessi kostnaður ætti að greiðast úr hússjóði,en það hafi ekki verið gert. Aðspurður hver hafi beðið um að verkið yrði unniðsvaraði hann að það hefðu verið Hugleiðir ehf., nánar tiltekið Björgvin Narfi,sem hefði hringt til sín vegna þess að þak hússins læki og falið sér að látalagfæra það. Í framhaldinu hefði hann hringt í Kristin Má og sagt að lagaþyrfti þakið „akút.“Í héraðsdómi eru rakintölvupóstsamskipti milli Brynjólfs Þórs Gylfasonar, fyrir hönd Hugleiða ehf., ogHallgríms Friðgeirssonar 24. mars 2015 þar sem fjallað var um greiðslu áfyrrgreindum reikningi stefnda frá 31. desember 2014. Í umræddum samskiptumlagði Brynjólfur Þór til að reikningurinn, sem stefndi hafði sem fyrr segirkrafið Hugleiðir ehf. um greiðslu á, yrði bakfærður og sá hlutireikningsfjárhæðarinnar, sem ekki sneri að húsnæði félagsins sérstaklega,greiddur af Lofti 33 slf. sem síðan myndi innheimta kostnaðinn hjá eigendumhússins að Laugavegi 96 í samræmi við eignarhlutdeild þeirra.IIISkýra verður málatilbúnað stefnda áþann hátt að hann reisi kröfu sína á þeirri málsástæðu að Loft 33 slf. eðaHallgrímur Friðgeirsson persónulega hafi haft umboð Hugleiða ehf. til að óskaefir því við stefnda að hann ynni það verk, sem hann krefst greiðslu fyrir, ákostnað félagsins þannig að skuldbindandi hafi verið fyrir það og þar meðáfrýjanda. Enn fremur hefur hann teflt fram fyrir Hæstarétti þeirri málsástæðutil stuðnings kröfu sinni á hendur áfrýjanda að Hugleiðir ehf. hafi boriðábyrgð á greiðslu fyrir umrætt verk sem einn af eigendum hússins nr. 96 viðLaugaveg samkvæmt 54. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Þessi síðarnefndamálsástæða var ekki höfð uppi af hálfu stefnda við meðferð málsins í héraðiþótt þær varnir, sem fram voru færðar af Hugleiðum ehf. þar fyrir dómi, gæfutilefni til. Af þeirri ástæðu kemur hún ekki til álita hér fyrir dómi, sbr. 2.mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 29. gr. laga nr.49/2016.Til stuðnings kröfu sinni um sýknuvísar áfrýjandi fyrst og fremst til þess að ekkert samningssamband hafi komistá milli Hugleiða ehf. og stefnda um verkið og greiðslu fyrir það. Þannig séósannað að Loft 33 slf. eða Hallgrímur hafi haft umboð Hugleiða ehf. til aðskuldbinda félagið gagnvart stefnda á þann hátt, sem hann haldi fram, og þvíberi að sýkna áfrýjanda af kröfu hans vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr.laga nr. 91/1991.IVSamkvæmt 1. mgr. 48. gr. laga nr.91/1991 er aðila máls jafnan heimilt að gefa skýrslu um atvik þess og á þaðsama við um fyrirsvarsmann hans, sbr. 4. mgr. sömu greinar. Af upphafi 2. mgr. 50. gr. laganna verðurráðið að aðila er óskylt að mæta fyrir dóm, en verði hann ekki við kvaðningudómara þess efnis, svo sem eftir kröfu gagnaðila samkvæmt 2. mgr. 48. gr.,getur sú vanræksla verið skýrð á þann hátt sem er gagnaðilanum hagfelldast,sbr. 2. mgr. 50. gr. Í 1. mgr. þeirrar greinar er svo fyrir mælt að hafi aðiliforræði á sakarefni og viðurkenni hann fyrir dómi tiltekið atvik, sem er honumóhagstætt, skuli slík viðurkenning að jafnaði lögð til grundvallar við úrlausnmáls, enda þyki dómara hún hafa verið gefin af nægilegri þekkingu og skilningiog ekkert komi fram sem hnekkir henni eða veikir hana verulega.Sé litið til fylgiskjala með reikningistefnda frá 31. desember 2014 og aðilaskýrslu Kristins Más Þorkelssonar fyrirdómi fer ekki milli mála að verkið, sem stefndi krefur áfrýjanda um greiðslu á,var fólgið í endurbótum og viðgerðum á þaki fjöleignarhússins nr. 96 viðLaugaveg, veggjum þess og gluggum að utanverðu. Samkvæmt 8. gr. laga nr.26/1994, einkum 1. og 3. tölulið, telst ytra byrði hússins og ytrigluggaumbúnaður til sameignar þess og skiptist kostnaður við endurbætur ogviðgerðir á þessum hlutum hússins niður á eigendur þess í samræmi viðeignarhlutdeild þeirra, sbr. 2. mgr. 43. gr. og A. lið 45. gr. laganna. Þar semHugleiðir ehf. var aðeins eigandi hússins að hluta hafði félagið því ekki eitthag af þessum framkvæmdum.Stefndi reisir kröfu sína á henduráfrýjanda sem fyrr greinir á þeirri málsástæðu að Loft 33 slf. eða HallgrímurFriðgeirsson hafi haft umboð Hugleiða ehf. til að óska eftir því við stefnda aðhann ynni umrætt verk á kostnað félagsins þannig að komist hafi á bindandisamningur þess efnis. Eins og atvikum var háttað ber stefndi sönnunarbyrðifyrir þessari staðhæfingu sinni, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 23. apríl2008 í máli nr. 429/2007 og 8. maí 2013 í máli nr. 769/2012.Fyrir liggur að með verksamningnum 17.september 2013 fékk Loft 33 slf. eða Hallgrímur, annar eigenda þess, umboðHugleiða ehf. til að ráða verktaka á kostnað félagsins til breyta skrifstofuhúsnæði,sem það hafði keypt á 2. hæð hússins að Laugavegi 96, í íbúðarhúsnæði. Íaðilaskýrslu sinni fyrir dómi fullyrti Hallgrímur að verkið, sem mál þettafjallar um, hefði fallið utan þessa samnings. Eins og sakir stóðu var þessiframburður honum óhagstæður sem aðila máls og verður því að leggja tilgrundvallar, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991, að hvorki hann né Loft 33slf. hafi haft umboð samkvæmt umræddum samningi til að ráða stefnda tilverksins.Til stuðnings fyrrgreindri staðhæfingusinni hefur stefndi skírskotað til þeirra ummæla Hallgríms í aðilaskýrslunni aðeinn af eigendum Hugleiða ehf. hafi falið honum, fyrir hönd félagsins, að fástefnda til verksins. Þar sem þessi framburður skýrslugjafa var honumaugljóslega í hag eins og á stóð verður með gagnályktun frá síðastnefndulagaákvæði að líta framhjá honum. Sökum þess að stefndi hefur ekki vísað tilfrekari sönnunargagna en verksamningsins frá 17. september 2013, sem samkvæmtframansögðu á ekki við rök að styðjast, telst ósannað að Hugleiðir ehf. hafiveitt Hallgrími eða Lofti 33 slf. umboð til að óska eftir því við stefnda aðhann ynni umrætt verk að öllu leyti á kostnað félagsins. Samkvæmt því verðuráfrýjandi sýknaður af kröfu stefnda í máli þessu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr.91/1991.Eftir málsúrslitum verður stefnda gertað greiða áfrýjanda málskostnað á báðum dómstigum sem ákveðinn verður í einulagi eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Áfrýjandi, þrotabú Hugleiða ehf., er sýkn af kröfu stefnda, HK verktakaehf.Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals1.000.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 2. mars 2017 I.Mál þetta var höfðað þann 28. janúar2016 og dómtekið 7. febrúar 2017. Stefnandier HK Verktakar ehf., Dalsgarði, Mosfellsbæ, en aðalstefndi er Hugleiðir ehf.,Hlíðarsmára 14, Kópavogi. Varastefndu eru Loft 33 slf. og HallgrímurFriðgeirsson, Kirkjustétt 22 í Reykjavík. Dómkröfurstefnanda eru þær að aðalstefndi Hugleiðir ehf. verði dæmdur til að greiðastefnanda 5.929.545 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga umvexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. febrúar 2015 til greiðsludags, alltað frádreginni innborgun 1.000.000 króna þann 23. febrúar 2015. Stefnandi gerirsömu kröfur á hendur varastefndu en að þeir verði dæmdir til óskiptrargreiðslu. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Aðalstefndikrefst sýknu, auk málskostnaðar. Varastefndukrefjast sýknu, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þákrefjast þeir málskostnaðar. II. Stefnandi tók að sér viðgerðir áfasteigninni Laugavegi 96 í Reykjavík. Fyrir þá vinnu gerði stefnandiaðalstefnda reikning að fjárhæð 5.929.545 krónur og var reikningur útgefinn 31.desember 2014, með gjalddaga 1. janúar 2015. Þar sem reikningur var ekkigreiddur, sendi stefnandi, aðalstefnda greiðsluáskorun 16. febrúar 2016. Vinnasú sem stefnandi krefur aðalstefnda um greiðslu á er vegna vinnu stefnanda viðfasteign aðalstefnda á tímabilinu 17. september 2014 til 10. október s.á. Kemurfram á fylgiskjölum með reikningnum að um sé m.a. að ræða rif og endurklæðninguþaks, vinnu við framhlið og glugga, efni vegna þaks, vinnu við klæðningu, efnivegna endurbyggingar þaks, pappalögn á þak og krossvið, rennur og niðurföll,rif og förgun á járni, palla auk kostnaðar vegna aksturs, tækja,byggingastjórnar, umsýslu og úttektar. Ígreinargerð varastefndu er lýst aðdraganda að verki stefnanda. Segir þar aðeinn fyrirsvarsmanna aðalstefnda, Björgvin Narfi Ásgeirsson, hafi haft sambandvið varastefnda Hallgrím og tjáð honum að leki hafi komið að þakifasteignarinnar með þeim afleiðingum að íbúð eins leigjanda fasteignarinnarværi á floti. Hafi Björgvin falið Hallgrími að hlutast til um að fá gert viðþakið og Hallgrímur komið þeim skilaboðum til stefnanda. Aðkoma stefnanda hafikomið til vegna þess að mikið hafi legið á viðgerðinni og stefnandi þegar veriðá staðnum til að sinna öðru verki. Þann23. febrúar 2015 barst stefnanda greiðsla frá varastefnda, Lofti 33 slf., aðfjárhæð 1.000.000 króna vegna verksins. Segir svo í skýringu með tilkynningu ummillifærslu: „Innáborgun vegna kröfu HK verktakar.“ Stefnandi hefur ekki fengiðaðrar greiðslur fyrir vinnu sína við umrædda fasteign. Einsog áður segir innti stefnandi af hendi umrædda vinnu við fasteign aðalstefnda átímabilinu 17. september til 10. október 2014 og hafði varastefndi, Loft 33slf., umsjón með þessum framkvæmdum með sama hætti og áður hafði verið samið umá milli aðalstefnda, Hugleiða ehf. og varastefnda, Lofts 33 slf., sbr.óundirritaðan verksamning þeirra á milli, dags. 17. september 2013. Samkvæmtsamningnum tók varastefndi, Loft 33 slf., að sér hönnunarvinnu og framkvæmd viðendurbætur á umræddri fasteign. Var í samningnum m.a. mælt fyrir um að hönnuðurskilaði teikningum samkvæmt samþykktri byggingarreglugerð Reykjavíkurborgar, ogfengi fyrrum skrifstofuhúsnæði sem verið hafði í fasteigninni samþykkt semíbúðarhúsnæði. Skyldi verkið framkvæmt samkvæmt samþykktu tilboði hönnuðar,dags. 13. september 2013. Þá var gert ráð fyrir að framkvæmd verksins værilokið þann 1. desember s.á. Í 3. gr. verksamningsins segir svo: „Fyrirframangreint verk greiðir verkkaupi hönnuði samtals kr. 700.000,- Ef verkklárast á lægri upphæð heldur en tilgreind í samningi, þá fær hönnuður greitt25% af fjárhæð mismunar.“ Þá var mælt fyrir um í samningi aðila að fjárhæðiryrðu greiddar eins og samningsgögn greindu með eftirfarandi hætti. .Viðundirritun samnings kr.1.070.0002.Greiðsla1. október 2013 kr.2.140.0003.Greiðsla15. október 2013 kr.2.140.0004.Greiðsla1. nóvember 2013 kr. 2.140.0005.Greiðsla15. nóvember 2013 kr. 2.140.0006.Viðlok framkvæmda kr.1.070.000Samtals kr.10.700.000 Fyrirkomulaginuvið framkvæmd verksamningsins á milli Hugleiða ehf. og Lofts 33 slf. var háttaðþannig að Loft 33 slf. sá um framkvæmd verksins fyrir Hugleiðir ehf. Í þvífólst m.a. fá verktaka til að vinna verkið og að hafa umsjón með vinnu þeirra.Umræddar greiðslur, 10.700.000 krónur, innti aðalstefndi, Hugleiðir ehf., afhendi til varastefnda Lofts 33 slf., og Loft 33 slf. sá síðan um að greiðaeinstökum verktökum fyrir vinnu þeirra og efniskostnað við endurbætur áfasteign aðalstefnda. Samtals námu greiðslur vegna þessa frá aðalstefnda tilvarastefnda, Lofts 33 slf., 12.690.312 krónum á árunum 2013 og 2014, samkvæmtyfirliti sem liggur fyrir í gögnum málsins. Víkurþá nánar að uppgjöri vegna kröfu stefnanda í máli þessu. Aðalstefndi, Loft 33slf., greiddi eins og fyrr segir 1.000.000 króna inn á kröfu stefnanda. Ígreinargerð varastefndu er aðdraganda greiðslu lýst þannig að forsvarsmennaðalstefnda hafi haft samband við varastefnda Hallgrím í kjölfar innheimtubréfsfrá stefnanda. Við skoðun á uppgjöri fyrrgreinds verksamnings á milliaðalstefnda og varastefnda, Lofts 33 slf., hafi komið í ljós að 1.000.000 krónaaf þeim greiðslum sem aðalstefndi hafði innt af hendi samkvæmt verksamningnumstæði eftir til greiðslu þess verks sem stefnandi innti af hendi. Ítölvupósti sem fór á milli Brynjólfs Þórs Gylfasonar f.h. aðalstefnda ogvarastefnda, Hallgríms Friðgeirssonar f.h. Lofts 33 slf., dags. 24. mars 2015,ræða aðilar um hinn umþrætta reikning sem stefnandi krefst greiðslu á. Segirsvo í tölvupósti Brynjólfs: „… reikningur frá HK verktökum upp á 5,9 mkr.ég les út úr honum að um 100 þús krónur af honum er vegna glugga sem erkostnaður sem Hugleiðir greiðir. Eftir standa þá 5,8 mkr vegna þaksins sem ættiað skiptast milli þessara 3ja íbúða/verslunar í samræmi við skráða stærð. Svonamyndi þetta þá líta út Laugavegur96 Arion 281,7 49% 2.2829.635-527.000 2.302.635 Hugleiðirehf. 150,9 26% 1.515.768 konan 145,9 25% 5.810.947 Samkvæmtþessu ætti Hugleiðir að greiða 1,5 mkr., Arion 2,8 mkr og konan 1,4 mkr. Fékk sent frá Bjögga kvittun fyrir innborgunArion til Loft slf uppá 527 þúsund þá standi úti 2,3 mkr sem Arion á eftir aðborga. Eru þeir búnir að greiða það líka? Gætirðu sent mér kvittanir fyrir innborgun.“ Ísvari varastefnda, Hallgríms sama dag til Brynjólfs, segir hann að um ranganálgun sé að ræða. Í framhaldinu kemur fyrirspurn frá Brynjólfi hvort ekki séum að ræða sameign allra eigenda í húsinu. Í svari varastefnda Hallgríms er svogerð nánari grein fyrir skiptingunni þar sem segir svo: „Jú en hluti af þess er sem ég kalla lægraþak. Það var lagað, og settar svalir. Sá reikningur er á ca milljón. Arionborgaði 527 þúsund af þeirri framkvæmd, og Hugleiðir rest. Þar sem uppsetning ásvölum var beint vegna íbúðar. Björgvin lagði það inná mig þegar greitt var1.000.000 inná HK. Restin af framkvæmd að mestu leyti er sem skiptist milliaðila í húsinu, þe. 4,9 milljónir ca.“ Þvísvarar Brynjólfur svo: „En ætti þessi 4,9 mkr þá ekki að skiptastsbr. hér að neðan: Laugavegur96. Arion 281,7 49% 2.386.050 Hugleiðirehf. 150,9 26% 1.278.150 konan 145,9 25% 1.235.799 579 4.900.000“. Samadag, 24. mars 2015, sendi áðurgreindur Brynjólfur, sem kom fram f.h.aðalstefnda Hugleiða ehf., eftirfarandi tölvupóst til varastefnda Hallgríms,sem gekk út á að kreditfæra reikninga á aðalstefnda og gefa út nýja á hendurvarastefnda Lofti 33 slf. Í tölvupóstinum segir svo: „Þúnefndir að þú gætir talað við þá um að kreditfæra reikninginn á Hugleiði ehf. Íframhaldi þyrfti að gera eftirfarandi ·Gefaút reikning vegna glugganna sem var um 99.400 minni mig·Gefaút reikning vegna neðra þaks sem þú nefndir að væri um 1 mkr (búið að borgahann)·Gefaút reikning vegna efra þaks sem væri þá rest.oÞettaþyrfti síðan að skipta niður á aðila sem eru eigendur í húsinu og rukka þá(þetta þyrfti að gerast ASAP til að koma þessu af stað). Allirreikninga hafa verið sendir á Loft 33 slf. og þessir 3 reikningar ættu að veragefnir út á Loft 33 slf. sem síðan rukkar til hlutaðeigandi aðila kostnaðinn í samræmivið hlutdeild þeirra í fermetrum. Gerum ráð fyrir að þetta gangi vel þá ætti aðvera hægt að ganga frá þessari greiðslu til þeirra að stærstu leiti fljótlega.Ef allt gengur að óskum þá er þetta mál frá. … Planið er þetta, Halli talar viðHK verktaka um reikningana sem þarf að gerast strax því það er ekki hægt aðrukka hina nema reikningur liggi fyrir. Í framhaldi þarf líka að taka saman öllsamskipti við hlutaðeigandi aðila vegna þaksins og fara yfir. Ég skal síðanstilla upp sundurliðuninni þegar reikningurinn liggur fyrir hvað varðarhlutdeild hvers og eins og senda á þig Halli. Þú síðan sendir á Arion og konunaum að greiða þeirra hlutdeild til Loft 33 slf sem síðan greiðir beint til HKverktaka.“ Síðasta greiðsla aðalstefnda,Hugleiða ehf., til Lofts 33 slf. vegna verksamningsins var innt af hendi 21.mars 2014 og námu heildargreiðslur sem fyrr segir 12.690.312 krónum. Samkvæmtgögnum málsins hafa ekki aðrar greiðslur verið inntar af hendi til Lofts 33slf. vegna vinnu við fasteignina að Laugavegi 96. Aðalstefndi,Hugleiðir ehf., var stofnaður á árinu 1988 og er tilgangur þess leiga og sala átölvubúnaði og þróun og smíði hug- og vélbúnaðar. Félagið var á þessum tímaeigandi annarrar hæðar í húsinu nr. 96 við Laugaveg í Reykjavík, fastanr. 200-5511. Varastefndi,Loft 33 slf., er samlagsfélag. Tilgangur félagsins er ráðgjöf við hönnunfasteigna. Samlagsaðilar félagsins eru tveir, varastefndi HallgrímurFriðgeirsson innanhúsarkitekt og Living hönnun ehf. Áþeim tíma sem endurbætur fóru fram á fasteigninni að Laugavegi 96 voruþinglýstir eigendur fasteignarinnar þrír vegna þriggja eignarhluta, þ.e.aðalstefndi Hugleiðir ehf., Arion banki hf. og einstaklingur, sem var skráðureigandi að þriðja eignarhlutanum. Viðaðalmeðferð málsins gáfu skýrslu Kristinn Már Þorkelsson, fyrirsvarsmaðurstefnanda, og Hallgrímur Friðgeirsson, varastefndi og fyrirsvarsmaðurvarastefnda Lofts 33 slf. KristinnMár Þorkelsson bar fyrir dóminum að reikningur væri vegna vinnu við þak hússinsog viðgerða að utan. Hann tók fram að Hallgrímur hefði óskað eftir vinnuþeirra, hann hefði verið umboðsmaður fyrir verkið og hefði samþykkttímaskýrslur. Það hafi aldrei komið fram að Loftur 33 slf. væri verkkaupi. Hanntók fram að þetta hefði verið öll vinnan sem HK verktakar ehf. hefðu unnið viðfasteignina, að undanskilinni vinnu sem hafi verið unnin fyrir Arion banka hf.sem hafði greitt þeim beint. Enginn reikningur hefði verið gefinn út á Loft 33slf. vegna þessarar fasteignar. Með aukaverki á reikningi væri átt við að gert hefðiverið tilboð, síðan hafi verið viðbót við verkið sem hafi ekki verið innifaliðí tilboðinu. Hann taldi að tilboð í verkið hefði verið munnlegt og sent tilHallgríms í síma. Um hafi verið að ræða þakviðgerðir. Hallgrímur hefði komiðreglulega og litið á verkið daglega. Tók hann fram að bætt hefði verið viðverkið frá því í upphaflega tilboðinu. Hann tók einnig fram að þeir hefðualdrei verið í samskiptum við Hugleiðir ehf. eða Arion banka hf. Hallgrímurhafi séð um allt. Þeir hafi fengið einhverjar greiðslur beint frá Arion bankahf. þar sem þeir hafi skrifað reikning beint á Arion banka hf. Þá tók hann framað þakið hefði míglekið og að legið hafi á viðgerðum vegna þess til að koma íveg fyrir tjón. Þá tók hann fram að fyrirtækið hefði tekið að sér byggingarstjórnað beiðni Hallgríms. Þá hafi hann engar athugasemdir eða mótbárur fengið fráHugleiðum ehf. vegna reikningsins. Þá taldi hann ljóst að Hallgrímur hefði ekkipersónulega verið að „framkvæma“ þar sem hann ætti ekkert í fasteigninni. HallgrímurFriðgeirsson tók fram að Björgvin, fyrirsvarsmaður Hugleiða ehf., hafi óskaðeftir því að hann kæmi að verkinu, sem fólst meðal annars í því að breytaskrifstofuhúsnæði í íbúð. Vinna hans hafi falist í því að skila inn teikningumog halda utan um verkið. Hann hafi einnig haft milligöngu um að fá verktaka ogútvega efni og sjá til þess að framkvæmdin færi fram. Á verktíma komu framgallar á fasteigninni sem þurfti að laga þannig að upphæðin varð hærri enáætlun sagði til um. Fyrir vinnuna hafi Loft 33 slf. átt að fá 700.000 krónur,en aðrar greiðslur hafi átt að renna til verktaka. Það verk sem deilt sé umhér, þ.e. reikningar frá HK verktökum, hafi að hluta verið innifaldir í áætlun,þ.e. viðgerðir á svölum klæðningum og gluggum, ein milljón króna, hafi tengstverksamningnum. Um reikninga frá HK verktökum ehf. tók hann fram að hann hefðiupphaflega fengið þá til að koma að svalavinnu en einnig fengið Kristin til aðkoma að þakviðgerðum. Þá hafi hann fengið hringingu frá Björgvin sem hafi sagtað nauðsynlega þyrfti að gera við þakið strax vegna þess að það læki inn ogeignin lægi undir skemmdum og hafi óskað eftir því við HK verktaka ehf. aðfarið væri í vinnuna á þakinu. Þannig hafi verkinu verið tvískipt, annars vegarbein vinna Lofts 33 slf. fyrir Hugleiðir ehf., þar með talin vinna við svalir,og að sérreikningur hafi verið fyrir þá vinnu. Afgangur sé viðgerðarvinna semHugleiðir ehf. biðja Loft 33 slf. að láta HK verktaka ehf. að taka að sér. III. . Helstu málsástæður og lagarök stefnandaUm kröfu á henduraðalstefnda, Hugleiðum ehf. Stefnandi telur óumdeilt að verktakanhafi lotið að vinnu við fasteign aðalstefnda sem hafi því haft hag afframkvæmdinni. Stefnandi hafi ekki haft ástæðu til að ætla annað en aðaðalstefndi, eigandi fasteignarinnar, kæmi fram sem verkkaupi gagnvart honum,enda ekki annað komið fram í aðdraganda verksins eða við vinnu þess, en ekkihafi verið gerður skriflegur samningum um verkið. Mátti stefnandi því ætla aðmilliganga varastefndu, Lofts 33 slf. og Hallgríms, væri eingöngu til kominvegna starfa þeirra fyrir aðalstefnda, m.a. við ráðgjöf. Í samræmi við þaðgerði stefnandi aðalstefnda reikning sem útgefinn var 31. desember 2014. Aðildaðalstefnda hvíli á framangreindum grundvelli og beri hann sönnunarbyrði fyrirhinu gagnstæða. Reikningurinn sem málið varðar sé fyrir löngu kominn ágjalddaga. Krafaum dráttarvexti miðast við það þegar mánuður var liðinn frá því aðalstefndi varsannanlega krafinn um greiðslu skuldarinnar, skv. reikningi útgefnum 31.desember 2014, með gjalddaga 1. janúar 2015. Umaðild og kröfu á hendur varastefndu Lofti 33 slf. og Hallgrími Friðgeirssyni. Þráttfyrir það sem að framan greini hafi aðalstefndi Hugleiðir ehf. þrætt fyrir aðhafa komið fram gagnvart stefnanda sem verkkaupi. Hefur því verið borið við aðvarastefndi, Loft 33 slf., hafi í raun tekið að sér alverktöku vegnafasteignarinnar Laugavegs 96. Því beri að krefja Loft 33 slf. um skuldina, enekki aðalstefnda. Í því sambandi hafi aðalstefndi þó hvorki sannað né leittlíkur að því að hann hafi greitt Lofti 33 slf. vegna umþrættra framkvæmda semþó ætti að vera auðsótt þar eð verkinu sé löngu lokið. Varastefnda, Lofti 33slf., sé stefnt á þeim grundvelli, að ef komist verður að þeirri niðurstöðu aðframangreint eigi sér einhverja stoð, og aðalstefnda skorti af þeim sökum aðildí málinu, séu varastefndu réttir aðilar málsins og beri að greiða hina umþrættuskuld. Í því sambandi bendir stefnandi á að varastefndu hafi aldrei gertsennilegt að þá skorti aðild. Slíkt hefði þó verið þeim í lófa lagið, til dæmismeð því að sýna fram á að þeir hafi ekki þegið neinar greiðslur vegna umræddrarframkvæmdar eða þá með því að upplýsa að aðalstefndi hefði hafnað slíkrigreiðslu vegna verksins í ljósi þess að stefnandi ætti kröfuna. Varðandiaðild og kröfu á hendur varastefndu byggir stefnandi að öðru leyti á því aðvarastefndi, Hallgrímur, hafi, fyrir hönd varastefnda, Lofts 33 slf., samþykktþær framkvæmdir sem málið varðar og verið sá sem kom fram gagnvart stefnanda ogm.a. samþykkt reikning vegna þeirra. Þá sé eina greiðslan sem borist hafi vegnaverksins, þ.e 1.000.000 króna, sem greidd var 23. febrúar 2015, komin frávarastefnda, Lofti 33 slf., eftir að greiðsluáskorun var send aðalstefnda. Íljósi þessa sé ekki ástæða til að ætla annað en að varastefndi, Loft 33 slf.,hafi komið fram gagnvart stefnanda sem verkkaupi og beri fulla ábyrgð ágreiðslum vegna verksins, enda beri félagið húsbóndaábyrgð á störfumstarfsmanna sinna, þ. á m. varastefnda Hallgríms. Aðildog kröfur á hendur varastefnda, Hallgrími, séu reistar á sömu málsástæðum og ítilviki varastefnda, Lofts 33 slf. Ef talið verður að varastefndi, Hallgrímur,hafi hins vegar farið út fyrir umboð sitt að einhverju leyti, eða hagað störfumsínum með þeim hætti að húsbóndaábyrgð varastefnda, Lofts 33 slf., taki ekki aðfullu til starfa hans, sé kröfum beint að honum persónulega. Um aðild vísar stefnandi til 2. mgr.19. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Varðandi kröfu um greiðslu úr hendi stefndu byggirstefnandi á reglum samninga- ogkröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga auk þess sem vísað er tilreglna verktakaréttar. 2.Helstu málsástæður og lagarök aðalstefnda, Hugleiða ehf. Aðalstefndi telur kröfu stefnandatilhæfulausa og aðalstefnda óviðkomandi. Hann hafi ekki verið aðili að umræddumviðskiptum. Jafnframt hafi enginn annar en forsvarsmaður aðalstefnda umboð tilað gera samninga eða óska eftir vinnu í nafni aðalstefnda eða skuldbindafélagið með öðrum hætti. Aðalstefndi byggir varnir sínar og kröfu um sýknu áaðildarskorti og því beri að sýkna hann, sbr. 1. mgr. og 2. mgr. 16. gr.einkamálalaga, nr. 91/1991. Telur aðalstefndi engar sannanirliggja fyrir um að stefnandi hafi tekið að sér verk fyrir aðalstefnda. Engingrein hafi verið gerð fyrir því í stefnu með hvaða hætti bindandi samningurhafi komist á milli stefnanda og aðalstefnda um það verk sem krafist ergreiðslu fyrir í málinu. Fram komi í stefnu að það hafi verið varastefndi,Hallgrímur, sem hafi óskað eftir umræddum framkvæmdum, sem stefnandi vann að,og hafi jafnframt samþykkt þá reikninga sem gefnir voru út vegna þeirrar vinnu.Varastefndi hafi hvorki haft umboð né stöðu til að samþykkja framkvæmdir fyrirhönd aðalstefnda þannig að skuldbindi aðalstefnda og honum því óskylt að greiðastefnanda fyrir vinnu. Einuröksemdirnar sem stefnandi hefur fært fram til réttlætingar kröfu sinni áhendur aðalstefnda séu þær að unnið hafi verið við hús sem aðalstefndi eigitiltekinn eignarhluta í. Bendir aðalstefndi á að nokkrir aðrir eigendur séu aðhúsinu og aðalstefndi eigi aðeins lítinn hluta í því. Ekkert liggi heldur fyrirum að stefnandi hafi gert bindandi samning við húsfélag hússins að Laugavegi96, sem gæti heimilað stefnanda að beina kröfum að hvaða eiganda fasteignar íhúsinu sem er, fyrir heildarkostnaði verksins á grundvelli laga umfjöleignarhús, nr. 26/1994. Engingrein sé gerð fyrir annarri vinnu stefnanda fyrir varastefnda, Loft 33 slf., ogöðrum greiðslum frá þeim aðila til stefnanda vegna verksins. Ljóst megi vera aðsamningssamband hafi verið á milli varastefnda, Lofts 33 slf., og stefnandavegna annarrar vinnu við húsið á þessum tíma. Jafnframt sé ljóst að ekkertsamningssamband hafi verið á milli stefnanda og aðalstefnda. Stefnandi hafiverið undirverktaki varastefnda, Lofts 33 slf., og unnið að ýmsum verkum viðhúsið á grundvelli samningssambands síns við varastefnda, Loft 33 slf. Fram komi í stefnu að varastefndu, Loft 33slf. og Hallgrímur, hafi haft milligöngu um það verk sem stefnandi vann viðhúsið en engin sönnun hefur verið færð fram um það með hvaða hætti aðalstefndieigi að vera skuldbundinn til greiðslu fyrir þau verk sem varastefndu óskuðueftir að unnin væru. Þvíer alfarið mótmælt að aðalstefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að bindandisamningssamband hafi ekki komist á milli stefnanda og aðalstefnda. Stefnandaberi að sanna hvaða samningssamband hafi komist á og um annað er viðkomi kröfuþeirri sem hann hafi uppi í málinu á hendur aðalstefnda. Ígögnum sem stefnandi hafi lagt fram til grundvallar kröfu sinni, komi fram aðverkið, sem gerð sé krafa um greiðslu á, sé „aukaverk“. Til að um aukaverk geti verið að ræða, þáþurfi að vera til staðar aðalverk sem verið sé að vinn að. Af þessum gögnummegi sjá að umrætt verk hafi verið unnið sem aukaverk fyrir varastefnda, Loft33 slf., í tengslum við aðra vinnu við húsið samkvæmt samningi varastefnda ogstefnanda. Stefnandi hafi ekki gert neina grein fyrir þessu samningssambandisem ástæða hefði þó verið til að upplýsa um. Verði því að telja að stefnandihafi viðhaft rangan og villandi málatilbúnað til að freista þess að fáaðalstefnda dæmdan til að greiða kröfuna. Þámegi sjá á reikningi sem liggi til grundvallar kröfu stefnanda að tilvísun íreikningsnúmer hafi verið breytt og ný tilvísun í reikningsnúmer handskrifaðinn á fylgiskjöl reikningsins. Handskrifað hafi verið inn reikningsnúmerið 94 áfylgiskjölin sem eru að öðru leyti ekki handskrifuð. Af þessu megi ráða aðþessi fylgiskjöl hafi upphaflega verið með tilvísun í annan reikning sem aðöllum líkindum hafi verið gefinn út á hendur varastefnda, Lofti 33 slf. Af þvímegi ráða að stefnandi hafi allan tímann talið að viðsemjandi hans værivarastefndi, Loft 33 slf., en ekki aðalstefndi. Af einhverjum ástæðum hafisíðar verið gefinn út nýr reikningur á hendur aðalstefnda á grundvellifylgiskjala sem áður hafi fylgt reikningi á hendur varastefnda. Einnig sé þaðundarlegt að reikningur stefnanda til aðalstefnda sé gefinn út tveimur oghálfum mánuði eftir að vinnu hafi verið lokið samkvæmt fylgiskjölumreikningsins. Þetta bendi jafnframt til þess að upphaflega hafi verið gefinn útreikningur til varastefnda, Lofts 33 slf., en þegar hann hafi ekki fengistgreiddur, hafi nýr reikningur verið gefinn út á hendur aðalstefnda og kröfunnibeint að honum. Þetta bendi til þess að fullyrðing stefnanda um að vinnan væriunnin fyrir aðalstefnda sé röng. Það sem enn frekar styðji málatilbúnaðaðalstefnda um að varastefndi sé verkkaupi sé sú staðreynd að varastefndi, Loft33 slf., greiddi 1.000.000 króna inn á vinnuna sem hafi svo verið ráðstafað afvarastefnda inn á reikning lögmanns stefnanda. Umgreinargerð varastefndu telur aðalstefndi að ranglega hafi verið farið meðstaðreyndir þar sem segi að varastefndi, Loft 33 slf., hafi aðeins haft meðhöndum ráðgjöf við hönnun fasteignarinnar. Þessi fullyrðing sé augljóslegaröng, sbr. samning aðila, um umfang greiðslna til varastefnda og önnur gögnmálsins, sem sýni að varastefndi hafði umsjón með verkinu í heild. Varastefndufullyrði einnig að samningur sem gerður hafi verið við Loft 33 slf. hafi aðeinssnúið að framkvæmdum innanhúss en gögn málsins sýni að framkvæmdir hafi tekiðjafnt til verka innan- og utanhúss. Einnig sé bent á að fullyrðingarvarastefndu um að reikningarnir séu aðeins vegna viðgerða á þaki vegna lekastandist ekki, þar sem fylgiskjöl reikningsins sýni að reikningur nái m.a. tilklæðningar á gafli og vinnu við glugga. Einnig er bent á að fylgiskjölin séuundirrituð af varastefnda, Hallgrími, til samþykktar. 3. Helstu málsástæður og lagarök, varstefndu. Kröfu um sýknu byggja varastefndu áaðildarskorti. Svo sem staðfest sé í stefnu málsins sé engum skriflegumsamningi til að dreifa vegna þess verks sem liggi til grundvallar eftirstöðvumreiknings stefnanda. Stefnandi hafði enga ástæðu til að ætla annað en aðaðalstefndi, eigandi fasteignarinnar, kæmi fram sem verkaupi gagnvart honum,enda komi það fram í aðdraganda verksins og við vinnu þess. Málsástæðurstefnanda til stuðnings aðildar varastefndu séu í fullkomnu ósamræmi við allarathafnir stefnanda og þann grundvöll sem hann byggi málið á í stefnu. Þá sé meðöllu ósannað að varastefndu hafi móttekið nokkrar greiðslur vegna hinnaumþrættu framkvæmda umfram þá 1.000.000 króna sem þegar hafi verið greiddstefnanda. Þvert á móti hafnaði varastefndi, Hallgrímur, því að varastefndi,Loft 33, slf. tæki við slíkum greiðslum, sbr. tölvupósta sem fóru á milliaðalstefnda og varastefndu 24. mars 2015. Það sé því augljóslega enginngrundvöllur fyrir því að beina kröfu um greiðslu, vegna viðgerðar á þakifasteignar aðalstefnda og annarra eigenda, að varastefndu. Slík krafa eigi sérhvorki stoð í samningi milli stefnanda og varastefndu né samkvæmt lögum. Íljósi alls framangreinds beri að sýkna varastefndu af kröfum stefnanda meðvísan til 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála. Verðieinhverra hluta vegna fallist á kröfur stefnanda á hendur varastefndu er súkrafa gerð til þrautavara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega ogmálskostnaður felldur niður. Enda fælist í slíkri niðurstöðu að varastefnduværi gert að greiða sameiginlega fyrir viðgerð á fasteign í eigu aðalstefnda ogannarra. IV.Í máli þessu krefur stefnandi, HKverktakar ehf., aðalstefnda, Hugleiðir ehf., um greiðslu skuldar samkvæmtreikningi 31. desember 2014, vegna vinnu við viðgerðir á þaki o.fl. á fjöleignarhúsinuað Laugavegi 96 í Reykjavík. Fram er komið að stefnandi telur sig hafa samiðvið aðalstefnda, Hugleiðir ehf., um umrætt verk fyrir milligöngu umboðsmanns,þ.e. varastefnda, Lofts 33 slf. Aðalstefndi,Hugleiðir ehf., heldur því fram að hann hafi ekki verið aðili að umræddumviðskiptum og að enginn samningur hafi verið gerður á milli stefnanda og hansum það verk sem krafist er greiðslu fyrir. Það hafi verið varastefndi, Loft 33slf., sem hafi óskað eftir umræddum framkvæmdum á fasteign aðalstefnda og Loft33 slf. hafi hvorki haft umboð né stöðu til að samþykkja framkvæmdir fyrir höndaðalstefnda. Af þeim sökum sé aðalstefnda óskylt að greiða reikning stefnanda. Ífyrrgreindum verksamningi frá 17. september 2013 sem gerður var milliaðalstefnda, Hugleiða ehf., og Lofts 33 slf. sömdu aðilar um að Loft 33 slf.tæki að sér hönnun og framkvæmd við endurbætur á fasteigninni að Laugavegi 96,Reykjavík en sú fasteign var í eigu Arion banka hf. (49%), aðalstefnda,Hugleiða ehf., (26%) og „konunnar“ (25%). Samkvæmt samningnum var miðað við aðkostnaður við endurbætur næmi samtals 10.700.000 krónum. Óumdeilt er í máliþessu að aðalstefndi, Hugleiðir ehf., greiddi umræddar fjárhæðir tilvarastefnda, Lofts 33 slf., sem síðan sá um að greiða einstökum verktökum fyrirvinnu þeirra og efniskostnað við endurbætur á fasteigninni. Tilviðbótar við þau verk sem tilgreind voru í verksamningnum, hafði varastefndi,Loft 33 slf., milligöngu um að stefnandi tæki að sér viðgerðir á þaki, gluggumog svölum fasteignarinnar sem stefnandi krefur aðalstefnda um greiðslu á í máliþessu. Skýringin á þessu er sú að við framkvæmd verksamningsins frá 17.september 2013 kom upp vandamál vegna leka. Segir í skýrslu Kristins MásÞorkelssonar, fyrirsvarsmanns stefnanda, hér fyrir dómi að þakið hafi„míglekið“ og að legið hafi á viðgerðum til að koma í veg fyrir tjón. Stefnandihafi auk þess tekið að sér byggingarstjórn að beiðni varastefnda, HallgrímsFriðgeirssonar, og hafi verið ljóst að Hallgrímur hafi ekki óskað eftir þessufyrir sjálfan sig enda ætti hann ekkert í fasteigninni. Í greinargerðvarastefndu kemur fram að á meðan unnið var samkvæmt fyrrgreindum verksamningi,hafi einn fyrirsvarsmaður aðalstefnda, Björgvin Narfi Ásgeirsson, haft sambandvið varastefnda, Hallgrím, og tjáð honum að leki hafi komið fram á þakifasteignarinnar með þeim afleiðingum að íbúð eins leigjanda væri á floti.Björgvin hafi falið varastefnda, Hallgrími, að hlutast til um að gert yrði viðþakið og hafi varastefndi, Hallgrímur, komið þeim skilaboðum til fyrirsvarsmannsstefnanda, en stefnandi hafi þá verið á staðnum til að sinna öðru verki. Þáer upplýst samkvæmt tölvubréfum og skýrslu varstefnda, Hallgríms, fyrir dóminumað hluti af þeirri fjárhæð sem stefnandi gerði reikning fyrir vegnaviðbótarverksins, þ.e. ein milljón króna, hafi í raun fallið undir upphafleganverksamning. Hefur sú fjárhæð verið greidd stefnanda. Af stefnukröfunni standaþví eftir 4.929.545 krónur sem stefnandi telur vangreiddar vegna fyrrgreindsviðbótarverks. Fyrirsvarsmennaðalstefnda hafa ekki komið fyrir dóm og gefið skýrslu. Leggja verður tilgrundvallar í máli þessu að við framkvæmd verksins samkvæmt upphaflegumverksamningi hafi komið í ljós leki á þaki hússins sem vinna varð skjótan bugá. Þá verður einnig að leggja til grundvallar að fyrirsvarsmaður aðalstefndahafi falið varastefnda, Hallgrími, að óska eftir viðgerð á fyrrgreindum lekaenda hefur því ekki verið mótmælt sérstaklega. Samkvæmt þessu er lagt tilgrundvallar í máli þessu að varastefndu hafi haft umboð frá aðalstefnda til aðóska eftir því viðbótarverki sem lýst hefur verið. Ber því að takastefnukröfuna til greina á hendur aðalstefnda, en henni hefur ekki veriðmótmælt sérstaklega að því er varðar fjárhæðir. Ekki liggja fyrir nein gögn umað varastefndu hafi með beinum eða óbeinum hætti tekið að sér greiðslu vegnaþess verks. Samkvæmt því eru varastefndu, Loft 33 slf. og HallgrímurFriðgeirsson, sýknaðir af kröfum stefnanda í máli þessu. Aðalstefnda,Hugleiðum ehf., ber að greiða stefnanda 5.929.545 krónur ásamt dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 1.febrúar 2015 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 1.000.000 krónaþann 23. febrúar 2015. Stefnandaber að greiða varastefndu, sameiginlega 600.000 krónur í málskostnað og hefurþá verið tekið tillit til frávísunarþáttar málsins. Aðalstefndaber að greiða stefnanda 700.000 krónur í málskostnað RagnheiðurSnorradóttir kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ:Aðalstefnda, Hugleiðum ehf., ber aðgreiða stefnanda, HK verktökum ehf., 5.929.545 krónur ásamt dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 1.febrúar 2015 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 1.000.000 krónaþann 23. febrúar 2015. Aðalstefndaber að greiða stefnanda 700.000 krónur í málskostnað Varastefndu,Loft 33 slf. og Hallgrímur Friðgeirsson, eru sýknaðir af öllum kröfum stefnandaí máli þessu. Stefnandaber að greiða varastefndu sameiginlega 600.000 krónur í málskostnað og hefur þáverið tekið tillit til frávísunarþáttar málsins. |
Mál nr. 236/2017 | Einkahlutafélag Skuldamál Greiðsla | C ehf. höfðaði mál á hendur belgíska félaginu B og krafðist greiðslu samkvæmt 45 reikningum sem til voru komnir vegna fiskútflutnings. Forsaga málsins var sú að J hafði átt í viðskiptasambandi við B um nokkurt skeið. J hóf svo samstarf við I en gaf áfram út 39 reikninga á hendur B í eigin nafni þar til þeir stofnuðu C ehf. Gaf það félag þá út 6 reikninga til viðbótar á hendur B. Eftir að slitnaði uppúr samstarfi J og I endurútgaf C ehf. alla reikningana en upphaflegu reikningarnir höfðu allir verið áritaðir um greiðslu af ýmist J, I eða þeim báðum saman. Ágreiningur aðila laut einkum að því hvort reikningarnir hefðu verið greiddir, en I hélt því fram að undirskrift sín á reikningunum væri fölsuð. Með vísan til niðurstöðu bæði undir- og yfirmatsgerðar hafnaði héraðsdómur því að sýnt hefði verið fram á að undirskrift I hefði verið fölsuð. Hvað varðaði þá reikninga sem I hafði áritað, hefði B því mátt ætla að um fullnaðarkvittun vegna þeirra væri að ræða. Hvað varðaði aðra reikninga en þá sem I hafði áritað yrði að líta svo á að J, sem hefði þegar C ehf. var stofnað verið framkvæmdastjóri félagsins, setið í stjórn þess og átt helmingshlut í því, haft fullt umboð til þess að koma fram í viðskiptunum fyrir hönd I og síðar C ehf. Hefði B því mátt ætla að hann væri réttur móttakandi greiðslna vegna viðskiptanna. Sýknaði héraðsdómur því B af kröfu C ehf. Í dómi sínum tók Hæstiréttur fram að hvorki í stofngögnum C ehf. né í öðrum gögnum sem stöfuðu frá félaginu, kæmi fram að það hefði tekið yfir réttindi og skyldur sem tengdust þeim reikningum sem J hefði gefið út á hendur B, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 138/1994. Þá hefði C ehf. viðurkennt að hafa fengið greidda hærri fjárhæð heldur en sem nam þeim 6 reikningum sem félagið hafði upphaflega gefið út. Að því gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, var hann staðfestur. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason og JóhannesSigurðsson landsréttardómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 12. apríl 2017. Hann krefst þess aðallega að hinnáfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrarmeðferðar. Til vara krefst hann þess að stefnda verði gert að greiða sér169.568 evrur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá 16. september 2009 „eða síðari tíma að matiréttarins“ til greiðsludags. Að því frágengnu krefst áfrýjandi lægri fjárhæðarmeð sömu vöxtum, en að öðrum kosti bóta að álitum. Í öllum tilvikum krefst áfrýjandimálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Áfrýjandi hefur ekki bent á neina þá annmarka á meðferð málsins í héraði aðómerkingu varði. Verður þeirri kröfu því hafnað. Hvorki í stofngögnum áfrýjanda né í öðrum gögnum sem stafa frá félaginu kemurfram að það hafi tekið yfir réttindi og skyldur sem tengjast þeim reikningumsem Jónas Snorrason gaf út á hendur stefnda, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 138/1994um einkahlutafélög. Áfrýjandi gaf út reikninga að fjárhæð 51.687,63 evrur áhendur stefnda á tímabilinu frá 7. til 20. ágúst 2009 en hefur jafnframt viðurkenntað hafa fengið greidda frá stefnda hærri fjárhæð en sem því nemur. Að þessugættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, verður hannstaðfestur um annað en málskostnað.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrirHæstarétti sem, að virtu umfangi málsins og meðferð þess að öðru leyti, verðurákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir.Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skalvera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, C Trade ehf., greiði stefnda, BVBA De Klipper,samtals 3.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. DómurHéraðsdóms Reykjaness fimmtudaginn 12. janúar 2017 Málþetta var þingfest 14. mars 2012 og tekið til dóms 15. desember 2016. Stefnandier C Trade ehf., Blásölum 22, Kópavogi, en stefndi er BVBA De Klipper, Belgíu. Dómkröfurstefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 169.568 evrurásamt hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum samkvæmt 5., 6. og 12. gr. laga nr. 38/2001af stefnufjárhæð frá 16. september 2009 til greiðsludags. Þá er krafistmálskostnaðar úr hendi stefnda. Afhálfu stefnda er krafist sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda, auk álags ámálskostnað samkvæmt 2. og 3. tl. 131. gr. laga nr. 91/1991. Undirrekstri málsins hafa verið kveðnir upp fjórir úrskurðir. Þann 3. október 2012vegna kröfu um frávísun, þann 27. júní 2013 vegna ágreinings um dómkvaðningumatsmanns, þann 27. febrúar 2015 vegna frestbeiðni og loks 23. desember 2015vegna dómkvaðningar, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 7/2016. Tvær ákvarðanirsamkvæmt 112. gr. laga nr. 91/1991 hafa verið teknar í málinu, sú fyrri 8.nóvember 2012 vegna frestbeiðni stefnanda og hin síðari 26. febrúar 2016 vegnaágreinings um framlagningu skjala. Lögmannaskiptihafa orðið í málinu. Núverandi lögmaður stefnda, Helgi Pétur Magnússon hdl.,tók við málinu 5. desember 2012 og þann 22. september 2016 sagði EinarSigurjónsson hdl., sem hafði farið með málið fram að þeim tíma, sig frá málinuog tók þá J. Ingimar Hansson, framkvæmdastjóri stefnanda, við rekstri þess.I Helstumálavextir eru þeir að Jónas Snorrason hafði um þriggja ára skeið flutt út fiskog selt stefnda. Árið 2009 fóru Jónas og J. Ingimar Hansson í samstarf umþennan fiskútflutning og stofnuðu í því skyni félagið C Trade ehf., stefnanda ímálinu, 3. júlí 2009. Samkvæmt gögnum málsins virðist samstarf þeirra hafahafist í maí 2009 en vegna þess að ekki var búið að ganga frá stofnun félagsinsgaf Jónas áfram út reikninga í sínu nafni eins og hann hafði gert undanfarinþrjú ár. Upp úr samstarfi Jónasar og Ingimars slitnaði. Ingimar gaf ekkiaðilaskýrslu í málinu en í málflutningi hans kom fram að hann taldi Jónas hafasvikið sig í viðskiptunum og að stefndi hefði ekki staðið skil á öllumgreiðslum vegna viðskiptanna. Gaf stefnandi út nýja reikninga vegna viðskipannaog nú í nafni stefnanda. Stefndi lagði þá fram í málinu ljósrit af öllumreikningum sem vörðuðu viðskiptin og voru þeir allir áritaðir um greiðslu,ýmist af Jónasi, Ingimar eða þeim báðum. Stefnandi taldi að nafn hans á hinumárituðu reikningum væri falsað og aflaði hann undir- og yfirmats því tilsönnunar. Á það var ekki fallist af matsmönnum. Í þessum búningi var málið lagtí dóm. II Málavextir eru nánar þeir aðstefnandi, C Trade ehf., var stofnað 3. júlí 2009 og tilkynnt tilhlutafélagaskrár 7. sama mánaðar. Stofnendur voru Jónas Snorrason og J. IngimarHansson. Jónas var framkvæmdastjóri félagsins en Ingimar stjórnarformaður.Báðir sátu í stjórn stefnanda og höfðu prókúru fyrir félagið. Samkvæmtstofnsamningi áttu þeir sinn helminginn hvor í félaginu. Einsog að framan er lýst hafði Jónas starfað við fiskútflutning um skeið og verið íviðskiptum við stefnda í um þrjú ár. Þau viðskipti höfðu verið hnökralaus aðsögn Jónasar. Jónas var því í viðskiptasambandi við stefnda þegar hann ogIngimar ákváðu að hefja samstarf um útflutning á fiski til stefnda. Í skýrslusinni fyrir dómi skýrði Reginalt Lambersy, framkvæmdastjóri stefnda, svo frá aðhonum hafi ekki verið kunnugt um stofnun stefnanda fyrr en honum barstreikningur frá stefnanda, dagsettur 7. ágúst 2009. Til þess tíma hafi hanntalið að hann væri að eiga viðskipti við Jónas, enda allir reikningar til þesstíma gefnir út af Jónasi en ekki stefnanda. Samkvæmtgögnum málsins virðast Jónas og Ingimar hafa hafið samstarf í maí 2009. Að sögnstefnanda voru reikningar ekki gefnir út af stefnanda fyrr en í ágúst 2009vegna þess að það dróst að stofna félagið C Trade ehf. Viðskiptiaðila fóru fram með milligöngu Reiknistofu fiskmarkaða. Stefndi lagði frambankatryggingu til reiknistofunnar og Jónas tók út fisk, síðar stefnandi, ogkom honum til fiskverkanda. Að því búnu var varan flutt út til stefnda. Uppgjörmilli aðila fór þannig fram að Jónas gerði upp við fiskverkendur og samkvæmtframlögðu yfirliti frá reiknistofunni var það sem út af stóð greitt Jónasi og íþremur tilvikum greitt inn á reikning stefnanda. Ístefnu segir að allir reikningar, sem Jónas gaf út, hafi verið endurútgefnir afstefnanda 5. október 2009. Engar breytingar hafi verið gerðar á reikningunum aðöðru leyti en því að þeir hafi nú verið gefnir út af stefnanda í stað JónasarSnorrasonar og tekið sé fram á þeim í texta neðanmáls að farið sé eftiríslenskum reglum um virðisaukaskatt og tekjuskráningu. Þeirreikningar sem stefndi hefur lagt fram sem frumrit, 45 að tölu, dagsettir frá3. maí 2009 til 20. ágúst 2009, eru allir áritaðir um greiðslu, ýmist af Jónasieinum, 24 talsins, Jónasi og Ingimar saman, 20 talsins, og einn af Ingimareinum. Sex síðustu reikningar, dagsettir frá 7. ágúst til 20. ágúst, eru gefnirút af stefnanda en aðrir reikningar af Jónasi Snorrasyni. Reikningar útgefnirfrá 15. júlí 2009 til 20. ágúst 2009, 17 talsins, eru undirritaðir af Jónasi ogIngimar báðum. Fyrirliggur að Jónas og Ingimar fóru til Belgíu til fundar við fyrirsvarsmennstefnda um miðjan júlí 2009. Af hálfu stefnda sátu fundinn Carl Leveckesölumaður og Reginlt Lambersy, framkvæmdastjóri stefnda og eigandi að hálfumhlut í stefnda. Þeir sögðu í skýrslum sínum fyrir dómi að tilefni fundarinshafi verið að fara yfir reikninga og semja um kreditreikninga á móti en fyrirhafi legið að stefndi hafi átt rétt á afslætti vegna nokkurra sendinga þar semgæði höfðu ekki verið nóg. Þá hafi ferðin einnig verið farin til þess að kynnaIngimar fyrir þeim en hann kæmi til með að taka við af Jónasi í framtíðinni.Ekki hafi náðst niðurstaða varðandi alla reikninga og því hafi Jónas komiðaftur í byrjun september og þeir þá komist að lokasamkomulagi og allir gengiðsáttir frá borði. Undir þennan framburð fyrirsvarsmanna stefnda tók Jónas ískýrslu sinni fyrir dómi. Jónas sagði ennfremur að of oft hafi það komið fyrirað varan reyndist gölluð en Ingimar hafi alfarið séð um samskipti viðfiskverkendur. Reginalt sagði að er Jónas og Ingimar komu á fundinn í júlí hafiekki verið tilkynnt um að breyting yrði á viðskiptunum og útgáfu reikninga enþeir hafi sagt að til stæði að stofna félag í október um útflutninginn. Þann19. febrúar 2010 tilkynnti Ingimar breytingar á stjórn stefnanda tilfyrirtækjaskrár og breytt heimilisfang. J. Ingimar Hansson var nú sagðurformaður stjórnar en Jónas Snorrason var ekki lengur í stjórn. Þá voru sama dagsendar inn til fyrirtækjaskrár nýjar samþykktir fyrir félagið sem undirritaðarvoru af J. Ingimar Hanssyni. Hvergi er í þessum gögnum, sem send vorufyrirtækjaskrá 19. febrúar 2010, er getið um helmings eiganda að félaginu,Jónas Snorrason. Stefndi hefur lagt fram yfirlýsingu Jónasar, dags. 15. maí2013, þar sem fram kemur að núverandi stjórn stefnanda starfi ekki í umboðihans. Þá segi jafnframt í yfirlýsingunni, sem Jónas staðfesti fyrir dómi, aðhann hafi ekki gefið stefnanda umboð til þess að gefa út reikninga, sem höfðuáður verið gefnir út, enda fæli slíkt í sér tvígreiðslu af hálfu stefnda. Þástaðfesti hann að stefndi hafi ávallt staðið í skilum með útgefna reikninga. Þegarstefndi hafði lagt fram frumrit reikninganna, sem allir voru áritaðir umgreiðslu, aflaði stefnandi mats á því hvort undirritun hans undir reikninganaværi fölsuð. Í þinghaldi 27. júní 2013 var í úrskurði komist að þeirriniðurstöðu að eftirtaldar spurningar yrðu lagðar fyrir matsmenn:.Hvort um frumrit sé að ræða og hvort undirritanir séuréttar og stafi frá þeim sem undirrita skjölin. 2.Hvort skjölunum hafi verið breytt, t.d. með ljósritun eðaannarri fjölföldun.3.Hvort misræmi sé milli skjala sem lögð voru fram í dómnumí maí 2012 sem staðfest ljósrit af frumritum og sem kvittanir fyrir greiðslum. 4.Hvort hægt sé að breyta þessum skjölum þannig að afmámegi undirritun á sumum reikningum og færa undirritun og aðra og síðarireikninga. 5.Hvert álit rannsakanda sé á almennu gildi þessara skjalasem frumskjala. StephenCosslet, Englandi, var dómkvaddur í þinghaldi 27. september 2013. Matsgerð hansvar lögð fram 13. júní 2014. Niðurstaða hans var að fullnægjandi sannanir værufyrir því að Ingimar hafi undirritað upprunalega reikninga sem væru í vörsluréttarins að undanteknum einum reikningi. Ekki væri unnt að fullyrða um hannþar sem á þeim reikningi væri nafn Ingimars yfirstrikað. Ekkert benti til þessað undirritanir Ingimars væru falsaðar. Íþinghaldi 21. nóvember 2014 voru Dr. Manfred Hecker og Dipl.-Psych ManfredPhilipp, báðir búsettir í Þýskalandi, dómkvaddir sem yfirmatsmenn. Niðurstaðaþeirra var á sömu lund og niðurstaða undirmatsmanns. Reikningar þeir, semstefndi lagði fram í málinu sem frumrit og áritaðir eru um greiðslu, séuljósrit eða útprentanir með upprunalegum undirskriftum. Þeir gefa skjölunumeinkunnina „með miklum líkum (ósvikið)“ sem er skilgreind í matsgerð svo að 95%líkur séu á því að reikningarnir séu ófalsaðir. Einkunnin „miklar líkur“ erjafnframt skýrð svo að niðurstaðan sé talin hafa mikið vægi og sé í samræmi aðmjög miklu leyti við þá tilgátu að skjölin séu ófölsuð. Í þessari einkunnagjöffelist jafnframt að fundist hafi minni háttar ágallar á því efni sem tilrannsóknar var en þó ekki efnislega mikilvægir og útskýra megi þá út fráaðferðafræðilegu sjónarmiði. Stefndigerir ýmsar athugasemdir við útreikning stefnanda á kröfunni. Hefur stefndisundurliðað reikninga, greiðslur og athugasemdir sínar í framlögðuyfirlitsskjali. Bendir hann á að einn reikning vanti í stefnu að fjárhæð 2.373evrur, einn reikningur sé tvítekinn í stefnu að fjárhæð 9.574 evrur, ekki ségetið um tvær ofgreiðslur stefnda til stefnanda að fjárhæð 1.800 evrur og 813evrur og að ekki sé í kröfugerð stefnanda tekið tillit til afsláttar semveittur hafi verið af Jónasi í átta tilfellum vegna lélegra gæða fisksins enútreikningar á afslætti komi fram á þeim frumritum reikninga sem stefndi hafilagt fram. Telur stefndi að þegar tekið sé tillit til ofangreinds séu allirreikningar stefnanda uppgerðir. III Stefnandiheldur því fram að honum hafi verið heimilt að gefa út reikninga að nýju vegnaviðskiptanna og nú í nafni stefnanda. Segirí stefnu að í ljós hafi komið „að Jónas Snorrason var í nánu samstarfi viðstefnda og hafi hann haft aðgang að reikningi stefnda við fiskmarkaðinn og varí raun starfsmaður stefnda hér á landi og urðu af því umtalsverðirhagsmunaárekstrar“. Ímálflutningi var því haldið fram af fyrirsvarsmanni stefnanda að Jónas hafileikið tveimur skjöldum í málinu og að Jónas hafi svikið hann í viðskiptum. Eftirað áritaðir reikningar um greiðslu höfðu verið lagðir fram í málinu af hálfustefnda byggði stefnandi jafnframt á því að undirskrift Ingimars undirreikningana væri fölsuð. Stefnandisundurliðar kröfu sína þannig að útgefnir reikningar af stefnanda séu samtalsað fjárhæð 350.245,60 evrur, frá dragist kreditreikningar og innborganir aðfjárhæð 180.677,60 evrur og sé stefnufjárhæð því 169.568 evrur. Málisínu til stuðnings vísar stefnandi til meginreglna kröfuréttar og ákvæðasamningalaga um skuldbindingargildi samninga. Vísað er til VII. kafla laga nr.50/2000 um úrræði og rétt seljanda í lausafjárkaupum. Varðandi dráttarvexti ervísað til 5., 6., 10., 11. og 12. gr. laga nr. 38/2001. Varðandi stefnubirtinguer vísað til 83. gr. laga nr. 91/1991. Krafa um málskostnað styðjist við 1.mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi leggur áherslu á að hannhafi aldrei verið í viðskiptasambandi við stefnanda um kaup á fiski heldurJónas Snorrason líkt og skjöl málsins beri með sér. Þess fyrir utan hafi allirreikningar vegna viðskiptanna verið greiddir að fullu líkt og fram komi ítölvupósti. Einhliða útgáfa stefnanda á reikningum hafi enga þýðingu, enda umað ræða ólögmæta reikningsgerð sem brjóti að öllum líkindum í bága við ákvæðialmennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þarsem reikningarnir hafi að fullu verið greiddir sé ljóst að enginn hafi hagsmuniaf úrlausn um sakarefnið. Þess fyrir utan sé ljóst að stefnandi hafi ekki áttlögvarða hagsmuni af úrlausn málsins þar sem hann hafi aldrei verið íviðskiptasambandi við stefnda og því ekki átt kröfur á hendur stefnda. Telurstefndi að sýkna beri hann vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr.91/1991. Verðiekki fallist á aðildarskort stefnanda er á því byggt að stefndi sé ekki rétturaðili að málinu, enda hafi allir reikningar verið greiddir af hálfu stefnda.Vilji svo ólíklega til að stefnandi eigi einhverja kröfu vegna framangreindraviðskipta sé ljóst að stefnandi verði að beina kröfum sínum á hendur þeim aðilasem móttók greiðslu frá stefnda, þ.e. Jónasi Snorrasyni. Verðiekki fallist á kröfu stefnda um sýknu vegna aðildarskorts stefnanda er þesskrafist að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, enda hafi stefndigreitt alla þá reikninga sem um er krafið í málinu, sbr. framangreinda umfjöllun. Stefndivísar máli sínu til stuðnings til ólögfestra meginreglna samninga- ogkröfuréttar. Stefndi vísar að auki til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála,laga nr. 68/1995 um Lugano-samninginn. Varðandi málskostnað vísar stefndi tilXXI. kafla nr. 91/1991.IV Ímálinu gerir stefnandi kröfu á hendur stefnda á grundvelli reikninga semstefnandi gaf út. Forsaga málsins er rakin hér að framan. Jónas Snorrasonstundaði fiskútflutning og hafði um þriggja ára skeið átt viðskipti viðstefnda. Í þeim viðskiptum gaf Jónas út reikninga í eigin nafni. Jónas og J.Ingimar Hansson hófu samstarf um fiskútflutninginn til stefnda í maí 2009.Ákváðu þeir að stofna félag um starfsemina en vegna þess að það dróst vorureikningar áfram gefnir út af Jónasi frá 3. maí 2009 til 6. ágúst 2009, alls 39reikningar. Ingimar og Jónas fóru á fund fyrirsvarsmanna stefnda í Belgíu ummiðjan júlí 2009 og fóru yfir reikninga og veittu afslátt vegna lélegra gæða áfiskinum í einhverjum tilvikum. Jónas fór einnig út í septemberbyrjun 2009 ogfór þá yfir reikninga sem eftir stóð að taka ákvörðun um. Framangreindrimálavaxtalýsingu hefur ekki verið mótmælt af hálfu stefnanda. Fyrirsvarsmaðurstefnanda, Ingimar, gaf ekki aðilaskýrslu en í málflutningi hans viðaðalmeðferð kom fram að Jónas hafi fyrir þeirra hönd átt öll samskipti viðfyrirsvarsmenn stefnda og jafnframt séð um flutning fisksins til Belgíu. Uppúr samstarfi Jónasar og Ingimars slitnaði og í málflutningi Ingimars viðaðalmeðferð kom fram að hann taldi Jónas hafa hlunnfarið sig í viðskiptunum ogað hann hafi tapað stórfé á samstarfi þeirra. Í stefnu og í málflutningifyrirsvarmanns stefnanda var því haldið fram að Jónas hafi í raun veriðstarfsmaður stefnda hér á landi. Einsog málið liggur fyrir verður ekki annað ráðið en að stefnandi hafi af þessumsökum, þ.e.a.s. vegna þess að tap hafði orðið á fisksölunni til stefnda, gripiðtil þess ráðs að endurútgefa alla reikninga og nú í nafni stefnanda. Er tekiðfram neðanmáls á hinum nýju reikningum að þeir komi í stað þeirra reikninga semJónas Snorrason hafði áður gefið út og að þeir séu með sömu númerum. Fyrirliggur í málinu, og því ekki mótmælt af hálfu stefnanda, að Jónas framseldistefnanda ekki kröfuna samkvæmt framlögðum reikningum. Stefndi taldi á hinnbóginn að allir reikningar væru greiddir og lagði fram frumrit reikninganna semallir eru áritaðir um greiðslu, ýmist af Jónasi einum eða Jónasi og Ingimarsaman. Einn reikningur er áritaður af Ingimar einum.Undir- og yfirmatsmenn hafa áengan hátt tekið undir þau sjónarmið stefnanda að undirskrift Ingimars undirreikningana sé fölsuð, heldur þvert á móti að yfirgnæfandi líkur séu á því aðIngimar hafi sjálfur ritað undir reikningana. Af þessu leiðir að stefndi verðurekki krafinn um greiðslu á þeim reikningum sem Ingimar hefur með undirritunsamþykkt að séu greiddir. Mátti stefndi ætla að um fullnaðarkvittun væri aðræða hvað þá reikninga áhrærir og að krafa samkvæmt þeim væri fallin niður. Aðrareikningar, en þeir sem Ingimar samþykkti sem greidda, hefur Jónas samþykkt sem greidda meðundirskrift sinni. Á þeim tíma er viðskiptin fóru fram, reikningar voruundirritaðir um greiðslu og fyrirsvarsmenn aðila hittust á fundi í Belgíu íjúlí 2009, var Jónas með samþykki Ingimars í fyrirsvari fyrir þá gagnvartstefnda. Eftir að félagið C Trade ehf. var stofnað 3. júlí 2009 var Jónasframkvæmdastjóri félagsins, sat í stjórn þess og átti hálfan hlut í félaginu.Líta verður því svo á að Jónas hafi haft fullt umboð til þess að koma fram íviðskiptunum við stefnda fyrir hönd Ingimars og síðar stefnanda og m.a.samþykkja afslátt af hinu selda. Stefnandi var því gagnvart stefnda bundinn afákvörðunum Jónasar í þessum efnum, enda mátti stefndi ekki ætla annað en aðJónas, sem einn hafði komið fram gagnvart stefnda og hafði annast viðskipinfyrir þá Ingimar og síðar stefnanda, hefði slíkt umboð og væri rétturmóttakandi greiðslu fyrir fiskinn. Samkvæmtframansögðu verður að telja að stefnanda hafi ekki tekist sú sönnun að sýnafram á að stefndi standi enn í skuld við stefnanda, né að sýna fram á að JónasSnorrason hafi í samstarfi við stefnda átt þátt í því tjóni sem stefnandi telursig hafa orðið fyrir en það er málsástæða af hálfu stefnanda. Þegar afframangreindum ástæðum verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda í málinu. Samkvæmt1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að dæma stefnanda til að greiða stefndamálskostnað. Fyrir utan aðalmeðferð, sem stóð í tvo daga, voru 49 þinghöld ímálinu. Í ljósi þess og umfangi málsins að öðru leyti þykir málskostnaður tilhanda stefnda hæfilega ákveðinn 5.000.000 króna. Ekki eru efni til þess að dæmaálag á málskostnað samkvæmt 2. og 3. tl. 131. gr.laga nr. 91/1991 eins og krafist er í stefnu. GunnarAðalsteinsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.Dómsorð Stefndi,BVBA De Klipper, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, C Trade ehf., í málinu. Stefnandi greiði stefnda 5.000.000 króna í málskostnað. |
Mál nr. 217/2017 | Auðgunarkrafa Fasteign Veð | M krafði K um greiðslu fjárhæðar sem nam þeim hluta svokallaðrar leiðréttingarfjárhæðar sem honum hafði verið ákvörðuð á grundvelli laga nr. 35/2014 um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Höfðu M og K verið skráð í sambúð á leiðréttingartímabilinu, en M tilkynnti Þjóðskrá Íslands um sambúðarslit í mars 2015. Deildu aðilar um það hvort K hefði verið heimilt að samþykkja útreikning leiðréttingafjárhæðarinnar fyrir beggja hönd í desember 2014, en hlutdeild hvors um sig var í kjölfarið ráðstafað til lækkunar á fasteignaveðlánum sem hvíldu á fasteign K í samræmi við 11. gr. laga nr. 35/2014 og 8. gr. reglugerðar nr. 698/2014. Bar M því m.a. við að sambúð hans og K hefði í raun verið slitið er K samþykkti útreikninginn. Í dómi Hæstaréttar kom m.a. fram að skilja yrði málatilbúnað M þannig að dómkrafa hans væri reist á sjónarmiðum um óréttmæta auðgun K á hans kostnað, þar sem hann hefði ekki notið hagræðis af leiðréttingunni svo sem hann hefði átt rétt á með því að allri leiðréttingarfjárhæðinni hefði verið ráðstafað til lækkunar veðlána sem hvíldu á fasteign K. Var ekki talið að M hefði sannað að sambúð hans og K hefði verið slitið fyrir það tímamark er M tilkynnti sambúðarslit til Þjóðskrár Íslands. Hefði framkvæmd leiðréttingarinnar sem M og K var ákvörðuð og ráðstöfun hennar verið í samræmi við ákvæði laga nr. 35/2014 og reglugerða sem settar hefðu verið á grundvelli þeirra. Var ekki talið að K hefði með óréttmætum hætti auðgast á kostnað M og staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu K. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson ogBenedikt Bogason og Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. apríl 2017. Hann krefst þess aðstefndu verði gert að greiða sér 1.333.916 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. febrúar 2016 tilgreiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi vorumálsaðilar skráðir í sambúð 1. janúar 2004 en áfrýjandiskráði sig úr henni með tilkynningu til Þjóðskrár Íslands 14. mars 2015. Meðkaupsamningi [...] 2005 keypti stefnda fasteign við [...] í [...] og þar bjuggumálsaðilar frá því síðar sama ár. Vegna kaupanna tók stefnda tvö lán hjáÍbúðalánasjóði með veði í fasteigninni. Fyrir liggur að áfrýjandi tók lán hjáStöfum lífeyrissjóði og heimilaði stefnda veðsetningu fasteignar sinnar tiltryggingar láninu. Stefnda sótti um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána ísamræmi við ákvæði laga nr. 35/2014 um leiðréttingu verðtryggðrafasteignaveðlána. Fyrir liggur að málsaðilar voru í skráðri sambúð áleiðréttingartímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009 og uppfylltujafnframt önnur skilyrði leiðréttingar samkvæmt 3. gr. laganna. Samkvæmtákvörðun um leiðréttingu, sem birt var 8. nóvember 2014, nam útreiknuðleiðréttingarfjárhæð vegna hvors málsaðila um sig 1.333.916 krónum eða samtals 2.667.832krónum. Stefnda samþykkti útreikninginn 27. desember 2014. Í kjölfarið varallri fjárhæðinni ráðstafað til lækkunar á fasteignaveðlánum sem hvíldu á fasteignstefndu í samræmi við fyrirmæli 11. gr. laga nr. 35/2014 og 8. gr. reglugerðarnr. 698/2014 um samræmt verklag og viðmið við leiðréttingu verðtryggðrafasteignaveðlána, svo sem henni var breytt með reglugerð nr. 1160/2014. Samkvæmtfyrirmælum 4. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar skal leiðréttingarfjárhæð hjóna ogsamskattaðs sambúðarfólks á samþykktardegi ráðstöfunar leiðréttingarfjárhæðarráðstafað óháð því hvort hjóna eða sambúðarfólks er formlega ábyrgt fyrir lánumog hvort hlutaðeigandi sóttu saman um leiðréttingu. Þá segir í 2. mgr. 8. gr.reglugerðarinnar að ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar til að lækka höfuðstólfasteignaveðlána umsækjanda samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 35/2014 skulifara eftir veðröð þeirra lána sem hvíla á fasteign eða fasteignum umsækjanda. Skilja verður málatilbúnað áfrýjandaþannig að dómkrafa hans sé reist á sjónarmiðum um óréttmæta auðgun stefndu ásinn kostnað. Þar sem skuldaleiðréttingin hafi byggst á tveimur sjálfstæðumákvörðunum þar að lútandi, sem hvor sé að fjárhæð 1.333.916 krónur, annarri ínafni áfrýjanda og hinni í nafni stefndu, hafi áfrýjandi átt sjálfstæðan rétttil leiðréttingarinnar sem nemur dómkröfunni. Því hafi ráðstöfun allrarleiðréttingarfjárhæðarinnar, 2.667.832 krónur, til lækkunar veðlána sem hvílduá fasteign stefndu, leitt til þess að áfrýjandi hafi ekki notið hagræðis afleiðréttingunni, svo sem hann hafi átt rétt á. Áfrýjandi vísar til þess að stefndahafi ein staðfest útreikning leiðréttingarinnar 27. desember 2014 af hálfubeggja málsaðila, þótt þau hefðu þá þegar slitið samvistir og þeim báðum því boriðað taka ákvörðun um samþykki.Samkvæmt 3. mgr. 10. gr. laga nr.35/2014 skal umsækjandi um leiðréttingu samþykkja útreikning hennar ogframkvæmd innan þriggja mánaða frá birtingardegi, geri hann ekki athugasemdirvið ákvörðun um útreikninginn. Þá er mælt fyrir um það í 7. gr. reglugerðar nr.698/2014, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 990/2014, að hafi hjúskapur eða sambúðsamskattaðs sambýlisfólks varað samfellt frá upphafi leiðréttingartíma og framað samþykkt leiðréttingarinnar sé nægjanlegt að annað hjóna eða sambýlisfólks,sem stóð að sameiginlegri umsókn, samþykki fyrir beggja hönd. Svo sem áður errakið hófu málsaðilar sambúð í ársbyrjun 2004 og skráði áfrýjandi sig úr hennimeð tilkynningu 14. mars 2015. Áfrýjanda hefur ekki tekist sönnun þess að þaustefnda hafi slitið samvistir fyrir það tímamark. Verður því að leggja tilgrundvallar skráningu í Þjóðskrá um að málsaðilar hafi verið í sambúð þegarstefnda staðfesti útreikning leiðréttingarinnar 27. desember 2014, svo sem húnhafði heimild til samkvæmt framangreindum ákvæðum laga nr. 35/2014 og reglugerðarnr. 698/2014.Samkvæmt framangreindu var framkvæmdleiðréttingar verðtryggðra fasteignaveðlána, sem málsaðilum var ákvörðuð, ográðstöfun hennar, áður en þau slitu sambúð sinni, í samræmi við ákvæði laga nr.35/2014 og reglugerða sem settar hafa verið á grundvelli heimildar í 7. mgr.11. gr. laganna. Að því gættu verður ekki talið að stefnda hafi með óréttmætumhætti auðgast á kostnað áfrýjanda. Hinn áfrýjaði dómur verður því staðfestur.Áfrýjanda verður gert að greiðastefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, M, greiði stefndu, K, 600.000krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5. janúar 2017.Mál þetta, semdómtekið var 29. nóvember sl., var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meðstefnu þingfestri 25. febrúar 2016 af M, [...], á hendur K, [...].I. Stefnandi krefst þess að stefnda verðidæmd til að greiða honum skuld að fjárhæð 1.333.916 kr. ásamt dráttarvöxtum afþeirri fjárhæð samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, frá og með 24. febrúar 2016 til greiðsludags. Jafnframt krefst stefndi málskostnaðarúr hendi stefndu. Stefnda krefst þess að hún verði sýknuðaf öllum kröfum stefnanda. Til vara að hún verði aðeins dæmd til aðgreiða stefnanda 139.290 kr. án vaxta. Til þrautavara krefst stefndaskuldajöfnunar vegna gagnkröfu sinnar sem er að fjárhæð 445.688 kr. tilfrádráttar hinni umstefndu fjárhæð stefnanda. Í öllum tilvikum krefst stefnda þessað stefnandi verði dæmdur til að greiða stefndu málskostnað samkvæmt framlögðummálskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins, að teknu tilliti tilvirðisaukaskatts, auk álags. Í greinargerð krafðist stefnda aðallegafrávísunar málins en með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. [...] júní2016, var hafnað frávísunarkröfu stefndu. Í upphaflegri kröfugerð stefnanda í stefnu krafðisthann þess að stefnda yrði dæmd til að greiða sér 1.333.916 kr. ásamtdráttarvöxtum skv. 5. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. desember 2016 tilgreiðsludags. Stefnandi lagði síðan í þinghaldi, þann 18. maí 2016, fram bókunum breytta kröfugerð sem fól í sér breytingu á dráttarvaxtakröfu vegna ritvilluí stefnu.II.Málsatvik Stefnandi og stefnda hófu óvígða sambúðá árinu 2003-2004 og skráðu hana hjá Þjóðskrá Íslands, sbr. 3. mgr. 7. gr. laga nr. 21/1990, um lögheimili,þann 1. janúar 2004. Í upphafi bjuggu þau í fasteign í eigu stefndu að [...]í [...] og töldu saman fram til skatts, sbr. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003,um tekjuskatt. Stefnda seldi íbúð sína að [...], ogkeypti með kaupsamningi, dags. [...] 2005, fasteignina [...], [...], fastanr.[...], sbr. kaupsamning dagsettan [...] 2005.Vegna kaupanna tók stefnda tvö lán hjá Íbúðalánasjóði sem hún er ein skráðgreiðandi að, með veði í fasteign hennar að [...]. Annars vegar er um að ræðalán nr. [...], útgefið [...] 2005, upphaflega að fjárhæð 10.155.934 kr. og hinsvegar lán nr. [...], útgefið [...] 2005, upphaflega að fjárhæð 5.744.066 kr. Stefnandi tók lán til 10 ára hjá Stöfum lífeyrissjóði,lán nr. [...], útg. [...] 2007, upphaflega að fjárhæð 1.200.000 kr. ogheimilaði stefnda veðsetningu fasteignarinnar að [...], til tryggingar láninu. Eftirstöðvar láns þessa nema samkvæmtgögnum málsins 445.688 kr. miðað við 19. apríl 2016. Stefnandi upplýsti stefnduum að hann væri með láninu að greiða skuld við þriðja aðila. Stefnda sótti um leiðréttinguverðtryggðra fasteignaveðlána, sbr. lög nr. 35/2014, um leiðréttinguverðtryggðra fasteignaveðlána. Öll lán einstaklinga, sem voru í óvígðri sambúðog óskað höfðu samsköttunar og uppfyllt höfðu skilyrði til samsköttunar, sbr.3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, í árslok 2013, féllu undirleiðréttinguna. Þetta voru tvö lán stefndu og tvö lán stefnanda, sem veitturétt til vaxtabóta á árunum 2008-2009. Heildarsamtalaleiðréttingarfjárhæðarinnar nam 2.667.832 kr. Stefnandi og stefnda voru ísambúð á leiðréttingartímabilinu, 1. janúar 2008 til 31. desember 2009. Sambúðaðila var formlega slitið 14. mars 2015, en þá skráði stefnandi sig úr sambúðmeð tilkynningu til Þjóðskrár Íslands. Í niðurstöðum varðandi umsókn umleiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána fyrir aðila kom fram að útreiknuðleiðrétting væri sem hér segir vegna stefndu:Heimili frá1.1.2008 til 31.12.2009 Lán nr. [...],Íbúðalánasjóður 856.611 kr.Lán nr. [...],Íbúðalánasjóður 483.958 kr.Lán nr. [...],Stafir lífeyrissjóður 61.713 kr.Lán nr. [...],Stafir lífeyrissjóður 84.149 kr.Samtals 1.486.431kr.Frádráttur vegnavaxtaniðurfærslu 152.515 kr. Ákvörðuðleiðrétting 1.333.916 kr.Ákvörðuðleiðrétting stefnanda var sú sama skv. sundurliðun eða 1.333.916 kr. Ákvörðun um útreikning leiðréttingarfjárhæðartil hvors um sig var birt 11. nóvember 2014.og fékk hvor aðila í sinn hlut1.333.916 kr., eftir að tekið hafði verið tillit til frádráttarliða, sbr. 8.gr. laga nr. 35/2014. Stefnda samþykkti útreikninginn þann27. desember 2014 eins og henni bar að gera innan þriggja mánaða frábirtingardegi, sbr. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 35/2014, ella hefði réttur tilleiðréttingarinnar fallið niður. Allri upphæðinni var í kjölfarið ráðstafað tillækkunar á fasteignaveðlánum áhvílandi á fasteign stefndu samkvæmt 4. mgr. 8.gr. reglugerðar nr. 698/2014, sbr. 7. mgr. 11. gr. laga nr. 35/2014. III.Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að ásambúðartíma aðila hafi þau keypt fasteign að [...], fastanr. [...]. Stefndahafi ein verið skráð fyrir fasteigninni þó að ljóst væri að aðilar keyptufasteignina saman. Þau hafi gert með sér samkomulag á sama tíma þar sem framkom að stefnandi væri eigandi að 50% eignarhlut í eigninni, þrátt fyrir að þaðkæmi ekki fram í opinberum skrám, að frádregnu eigin fé stefndu, sem hún lagðitil eignarinnar. Fjárhagsleg samstaða hefði verið með aðilum á sambúðartíma ogþau talið sameiginlega fram til skatts. Stefnandi og stefnda hafi bæði séð umað greiða af fasteignaveðlánum en stefnandi séð einn um að greiða af tveimurlífeyrissjóðslánum hjá Stöfum lífeyrissjóði, með lánsnr. [...], sem tryggt ermeð veði í annarri fasteign og láni nr. [...] en það lán sé tryggt með veði ífasteigninni að [...]. Stefnandi og stefnda hafi sameiginlega greitt inn áútgjaldareikning hjá Arion banka og af honum síðan verið teknar mánaðarlegarafborganir af lánum þeirra hjá Íbúðalánasjóði. Fjárskipti hefðu ekki endanlegaverið frágengin milli aðila við sambúðarslitin en legið hafi ljóst fyrir aðstefnda myndi halda fasteign aðila að [...]. Stefnandi vísar til þess að í 3. gr.laga nr. 35/2014 sé fjallað um afmörkun leiðréttingar samkvæmt lögunum. Þarsegi í 2. mgr. að leiðrétting samkvæmt lögunum taki til heimila, þ.e.einstaklinga, hjóna og sambýlisfólks sem uppfyllti skilyrði til samsköttunarinnan leiðréttingartímabils samkvæmt 1. mgr. Leiðréttingin taki til áhvílandilána á sameiginlegu heimili hjóna eða sambýlisfólks, óháð því hvort aðilinn varskráður fyrir lánunum á tímabilinu. Í 5. mgr. 7. gr. laga nr. 35/2014 segir aðleiðrétting einstaklinga og hámark hennar ráðist af hjúskapar- eðaheimilisstöðu eins og hún var á hverjumtíma innan leiðréttingartímabilsins. Í athugasemdum við 3. gr. frumvarps, ervarð að lögum nr. 35/2014, komi fram að afmörkun og þar með tilkall tilleiðréttingar byggist á nokkrum þáttum. Síðan segi: „Í fyrsta lagi afmarkastleiðrétting við ákveðið tímabil, í öðru lagi þarf að hafa verið áhvílandiverðtryggt lán á heimili á sama tímabili, í þriðja lagi er það skilyrði aðvaxtagjöld af lánunum hafi verið viðurkennd sem grundvöllur útreikningsvaxtabóta. Síðastgreinda atriðið feli nánar í sér kröfu um að til lána hafiverið stofnað vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þ.e. tilheimilishalds viðkomandi, en hvorki til útleigu né annarra nota eða semfjárfesting einvörðungu. Réttur til vaxtabóta hafi þannig viðtæka skírskotun íþessu sambandi því annars vegar sé um að ræða staðfestingu á nýtingu láns oghins vegar afmörkun á rétti til að annars vegar vaxtabóta við einstaklinga oghins vegar hjóna og sambúðarfólks óháð því hver skráður er fyrir láni á þeimtíma sem um sameiginlegt heimilishald var að ræða. Á þessum forsendum sé litiðsvo á að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegsheimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilegafjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlegaskráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til.Réttur eða tilkall til leiðréttingarinnar kunni þannig að ráðast afhjúskaparstöðu á tímabilinu eða innan áranna 2008-2009. Skilnaður hjóna eðasamvistarslit hafi þannig ekki í för með sér brottfall réttar tilleiðréttingar, enda ráðist útreikningur leiðréttingar skv. 7. gr. af stöðu lánasem hvíldu á hverjum tíma á sameiginlegu heimili á tímabilinu.“ Nánar sé fjallað um útreikningleiðréttingar og ráðstöfun í 4. gr. reglugerðar nr. 698/2014, um samræmtverklag og viðmið við leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þar segi í 3.mgr. að fjárhæð leiðréttingar einstaklings og hámark hennar ráðist samkvæmt 5.mgr. 7. gr. laga nr. 35/2015 af hjúskapar eða heimilisstöðu eins og hún var áhverjum tíma innan leiðréttingartímabilsins, 1. janúar 2008 til 31. desember2009. Hafi breytingar orðið á högum umsækjanda, einu sinni eða oftar, sbr. 1.málsl., á leiðréttingartímabilinu skuli útreikningur leiðréttingar miða við aðbreytingin taki gildi í sama mánuði. Í 4. mgr. segi að heildarsamtala fjárhæðarútreiknaðrar leiðréttingar hvers heimilis geti að hámarki orðið 4 milljónir kr.Við útreikning á hámarki leiðréttingar hvers heimilis skuli, eftir atvikum,skipta fjárhæð leiðréttingar í samræmi við breytingar á hjúskapar- eðaheimilisstöðu hvers einstaklings á hverjum tíma innan leiðréttingatímabilsins. Stefnandi og stefnda hafi verið ísambúð á leiðréttingartímabili því er greinir í 1. gr., sbr. 1. mgr. 3. gr.laga nr. 35/2014, þ.e. frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2009 og við ákvörðunleiðréttingarfjárhæðar hefði ríkisskattstjóri tekið mið af því. Leiðréttingeinstaklings ráðist af hjúskapar- eða heimilisstöðu eins og hún var áleiðréttingartímabilinu, sbr. 5. mgr. 7. gr. laga nr. 35/2014. Fjárhæðleiðréttingar og hámark hennar taki mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins,óháð því hvor aðila var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð þvíhvor sé ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar.Ljóst sé af skattframtölum stefnanda og stefndu að þau uppfylltu skilyrði samsköttunará tekjuárunum 2008 og 2009. Af þessu leiði að stefnandi hafi átt sjálfstæðanrétt á hluta leiðréttingar lána, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 35/2014 og 3.mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Tilkall stefnanda tilleiðréttingarfjárhæðar sé því réttilega ákvarðað 50% og útreiknuð fjárhæðleiðréttingar kæranda sé því í samræmi við þau lagafyrirmæli sem um hana gilda. Í ljósi ofangreinds sé óumdeilt aðstefnandi hafi átt sjálfstæðan rétt á 50% hluta í leiðréttingarfjárhæð lánanna.Í ljósi þess að aðilar höfðu slitið sambúð sinni þegar útreikningur lá fyrir ogljóst að í hlut stefndu myndi renna fasteign aðila hafi það ekki verið stefnduað ráðstafa hlut stefnanda inn á fasteignaveðlánin. Stefnandi hafi átt rétt áþví að nýta fjárhæðina sem sérstakan persónuafslátt, sbr. 12. gr. laga nr.35/2014 og með fyrrgreindri ráðstöfun hafi hann orðið af þeim möguleika.Stefnda búi í fasteign aðila og fyrir liggi að við fjárskipti aðila muni húnhalda eigninni. Stefnandi hafi því ekkert hagræði fengið af leiðréttingufasteignaveðlánanna og honum sé því nauðugur sá kostur að sækja kröfu sína ímáli þessu. Stefnandi vísar til laga nr. 35/2014 umleiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Þá byggir stefnandi á meginreglumsamninga- og kröfuréttar um loforð, skuldbindingagildi samninga og efndirfjárskuldbindinga. Kröfur um dráttarvexti styður stefnandivið III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Krafan um málskostnað styðst við XXI.kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Varðandi varnarþing vísast til V.kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.Málsástæður og lagarök stefndu Stefnda byggir sýknukröfu sína á því aðtelji stefnandi sig eiga einhverja kröfu vegna leiðréttingar verðtryggðrafasteignaveðlána, þá hafi honum borið að snúa sér til Ríkisskattstjóra með þærkröfur. Stefnda byggir á því að þrátt fyrirsamsköttun hafi fjárhagur þeirra allan tímann verið aðskilinn utan samkomulagssem þau hefi gert um greiðslu á sameiginlegum kostnaði við rekstur heimilisins.Þau hafi verið með sameiginlegt greiðslukort til að skipta með sér þessumkostnaði. Þá hafi hún við kaup á fasteigninni að [...] í [...] tekið tvö lánhjá Íbúðalánasjóði til að fjármagna mismun á eiginfé eftir sölu á eign sinni að[...] í [...]. Þessi tvö lán hvíli á fasteign hennar að [...] og hún ein verðigreiðandi að þeim lánum. Þann 18. mars 2014 hafi tekið gildi lögnr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Með lögunum hafiverið kveðið á um skipan og fyrirkomulag leiðréttingar á verðtryggingufasteignaveðlána heimila á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009.Leiðréttingin hafi tekið til verðtryggðra fasteignaveðlána heimila sem tilstaðar voru einhvern tímann á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009og voru viðurkennd sem grundvöllur fyrir útreikningi vaxta. Útreikningurinnmiðaðist við mismun raunverðbóta, þ.e. eins og þær voru við hverja greiðslu aflánunum og leiðréttra verðbóta, sbr. reglugerð nr. 990/2014, sem sett var ágrundvelli laga nr. 35/2014. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 35/2014hafi sambúðaraðilum, sem uppfylltu skilyrði til samsköttunar skv. 3. mgr. 62.gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, verið heimilt að sækja sameiginlega umleiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, vegna lána sem veittu rétt tilvaxtabóta á árunum 2008-2009 og annað eða bæði voru ábyrg fyrir. Stefnda hafisótt um leiðréttinguna, sbr. lög nr. 35/2014. Leiðréttingin hafi tekið tiláhvílandi lána á sameiginlegu heimili hjóna eða sambýlisfólks, óháð því hvoraðilinn var skráður fyrir lánunum, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 35/2014. Ígreinargerð með 3. gr. frumvarpsins með lögunum komi fram að afmörkun og þarmeð tilkall til leiðréttingar byggist á nokkrum þáttum. Í málsástæðum stefnandaí stefnu sé nánar fjallað um lög nr. 35/2014, auk þess sem texti úr greinargerðmeð frumvarpi laganna sé tekinn upp, þar með um 3. gr. laganna, og ekki sé gerðathugasemd við texta þennan né þykir ástæða til að taka hann upp að nýju ogvísast til stefnu þar um. Ráðstöfun leiðréttingar verðtryggðrafasteignaveðlána var gerð 13. janúar 2015, en þá hafi stefnandi og stefnda ennverið í sambúð. Sambúðarslit samkvæmt Þjóðskrá Íslands hafi verið þann 14. mars2015. Skv. reglugerð nr. 1160/1014, meðbreytingu á reglugerð nr. 698/2014, um samræmt verklag og viðmið viðleiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána komi fram í 4. mgr. 1. gr., umframkvæmd leiðréttingarinnar, að leiðréttingarfjárhæð hjóna og samskattaðrasambúðaraðila á samþykktardegi framkvæmdar/ráðstöfunar leiðréttingarfjárhæðarinnarskyldi ráðstafa óháð því hvort hjóna eða sambúðaraðila væri formlega ábyrgtfyrir lánunum og hvort hlutaðeigandi sóttu saman um leiðréttingu. Jafnframtkomi fram í 5. mgr. reglugerðarinnar að samþykki umsækjanda áframkvæmd/ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðarinnar skv. 1.-4. mgr. 1. gr.reglugerðarinnar, væri bindandi og tæki ekki breytingum þótt hjúskaparstaðabreyttist. Ráðstöfunin skipti því öllu máli og falli inn á það heimili semlánin hvíldu á. Ráðstöfunin sé því bindandi og hafi stefnandi haft eitthvað viðhana að athuga hafi honum borið að snúa sér til Ríkisskattstjóra með athugasemdþar um. Varakrafa stefndu er sú að að hún verðieinungis dæmd til að greiða stefnanda 139.290 kr. án vaxta, sem sé hluturstefnanda í leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, sbr. lög nr. 35/2014,að frádreginni sérstakri vaxtaniðurgreiðslu, sbr. 8. gr. laga nr. 35/2014.Heildarsamtala vegna lána stefnanda í leiðréttingunni sé 291.724 kr., frádreginsérstök niðurgreiðsla sé 152.515 kr. og mismunur 139.290 kr. Krafan sé byggð á því að lög nr.35/2014 séu í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrár lýðveldisinsÍslands. Með lögum þessum hafi verið kveðið á um skipan og fyrirkomulagleiðréttingar á verðtryggingu fasteignaveðlána heimila á tímabilinu 1. janúar2008 til 31. desember 2009. Leiðréttingin hafi tekið til verðtryggðrafasteignaveðlána sem til staðar voru einhvern tímann á tímabilinu 1. janúar2008 til 31. desember 2009 og voru viðurkennd sem grundvöllur fyrir útreikningivaxta. Eins og áður sé rakið taki leiðréttingin til heimila, þ.e. einstaklinga,hjóna og sambúðarfólks sem uppfyllti skilyrði til samsköttunar á skattframtali2009 og/eða 2010 og tók leiðréttingin mið af fasteignaveðlánum, sem tekin vorutil kaupa og/eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Framkvæmdleiðréttingarinnar hafi verið á þann hátt að fasteignaveðlán sem voru tilstaðar við lok útreiknings voru leiðrétt óháð því hvor aðilinn var skráðurskuldari, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðrafasteignaveðlána, sbr. áður tilvitnaða greinargerð með 3. gr. frumvarpsins, ervarð að lögum nr. 35/2014 og nánari upptalningu úr lögunum svo og reglugerð nr.698/2014. Stefnandi krefjist í stefnu greiðslu á1.333.916 kr. og því sé ljóst að dómkrafa stefnanda miðist við að tilkall hanstil leiðréttingar lána hafi verið 50% af heildarleiðréttingu umsækjanda vegnasambúðar aðila. Ákvörðuð leiðrétting stefndu og maka, eins og segir íniðurstöðu umsóknar, nam alls 2.667.832 kr. og þá hafi verið tekin tilfrádráttar sérstök vaxtaniðurgreiðsla hjá hvorum aðila að fjárhæð 152.515 kr.eða alls 305.030 kr., sbr. 8. gr. laga nr. 35/2014. Útreikningur leiðréttingarinnar hafimiðast við fjögur lán og leiðréttingarfjárhæð numið alls 2.667.832 kr. Hluturvegna lána stefnanda í þeirri tölu sé 291.724 kr. Til frádráttar þeirri fjárhæðkomi vaxtagreiðslur, 152.515 kr., sem stefnandi hafi fengið greiddar og dregnarhafi verið frá, sbr. 8. gr. laga nr. 35/2014. Leiðréttingarfjárhæð vegna lánastefnanda sé því 139.290 kr., sem sé sú fjárhæð sem stefnda krefst að hún verðiaðeins dæmd til að greiða stefnanda. Niðurstaða útreiknings leiðréttingarhafi verið birt með rafrænum hætti þann 11. nóvember 2014. Umsækjanda bar aðsamþykkja útreikning og framkvæmd leiðréttingarinnar skv. 11. gr. laga nr.35/2014, innan þriggja mánaða frá birtingardegi, sbr. 3. mgr. 10. gr. laga nr.35/2014. Að þeim tíma liðnum féll réttur til leiðréttingar niður. Stefnda hafisamþykkt útreikninginn þann 27. desember 2014 svo sem henni bar og með þvíráðstöfun leiðréttingarinnar inn á lán sitt við Íbúðalánasjóð sem áhvílandi erá fasteign stefndu, [...], [...]. Stefnandi telji að með ráðstöfunstefndu hafi hún komið í veg fyrir að hann gæti nýtt sér úrræði 12. gr. lagannaum sérstakan persónuafslátt. Hefði stefnandi verið ósáttur við ráðstöfunstefndu gat hann borið þann ágreining undir úrskurðarnefnd um leiðréttinguverðtryggða fasteignaveðlána, sbr. 14. gr. laga nr. 35/2014. Stefnda vill vekja athygli á því aðhefði stefnandi fengið það samþykkt að nýta sér úrræðið sem 12. gr. laga nr.35/2014 veitir, þ.e. að nýta hinn meinta hluta sinn sem persónuafslátt, þáhefði sá persónuafsláttur skipst á fjögur ár og verið nýtanlegur við álagninguopinberra gjalda á árunum 2015 til og með 2018 og er þá miðað við að honum sébætt við almennan persónuafslátt. Í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 35/2014 komi framað leiðréttingarfjárhæðinni skuliskipta niður á fjögur ár með jöfnum föstum fjárhæðum sem taki ekkivísitöluhækkun á milli ára. Í 2. mgr. 9. gr. laga nr. 35/2014 kemur fram aðleiðréttingarfjárhæðir bera hvorki verðbætur né vexti. Stefnda mótmælir því sem kemur fram ísíðustu málsgrein stefnanda í málavöxtum og lagarökum að stefnandi og stefndahafi verið búin að slíta samvistum þegar hún ráðstafaðileiðréttingarfjárhæðinni inn á lánin. Hið rétta sé að á þessum tíma hafi aðilarverið að leita sátta hjá sérfræðingi og sambúðarslit séu skráð 14. mars 2015. Það sé skilyrði samkvæmt lögum nr.35/2014 að lánin hafi verið nýtt, í heild eða að hluta, til öflunaríbúðarhúsnæðis til eigin nota, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna. Ekkert segi ílögunum um það hvort máli skipti að annar einstaklingur þeirra sem óskað hafieftir samsköttun á tímabilinu eða báðir, séu eigendur íbúðarhúsnæðisins, aðeinssegi að ekki skipti máli hvor aðilinn sé skráður fyrir lánunum á tímabilinu 1.janúar 2008 til 31. desember 2009, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 35/2014. Stefnda telur það ekki samrýmasteignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að einstaklingur sem enga ábyrgð beri áfasteignaveðlánum þeim sem nýtt voru við útreikning leiðréttingarinnar og hafiekkert með þær skuldbindingar að gera, geti átt rétt til 50%leiðréttingarfjárhæðarinnar. Stefnda telur að markmið laganna hljóti að hafaverið að fasteignaeigandi og skuldari fasteignaveðlánanna fengi í sinn hlutleiðréttinguna til að leiðrétta fjárhæð skuldanna til lækkunar. Enginngreinarmunur sé gerður á því hvenær þinglýstur eigandi fasteignar tók lán tilað fjármagna íbúðarkaup sín hjá þeim aðilum sem tilgreindir eru í 1. mgr. 2.gr. laga nr. 35/2014. Einungis sé miðað við hvort einstaklingar hafi veriðskráðir í sambúð á tímabilinu 1.1.2008 til og með 31.12.2009 og hafi óskaðeftir því að verða samskattaðir. Réttur eða tilkall til leiðréttingarinnarráðist þannig aðeins af hjúskaparstöðu á tímabilinu eða innan áranna 2008-2009.Hér sé um fjárhagsleg réttindi stefndu að ræða. Með þessu sé verið að skerðaeignarrétt aðila afturvirkt og færa yfir til annars aðila. Þegar stefnda ogstefnandi skráðu sig í sambúð hafi stefndu verið kunnugt um hvaða afleiðingarþað hefði en mátti ekki vera ljóst að seinna yrðu sett lög, sem skertueignarrétt hennar afturvirkt. Leiðréttingfasteignalána hafi verið liður í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar umhöfuðstólslækkun lána sem tekin voru til öflunar á íbúðarhúsnæði til eiginnota. Markmið með aðgerð þessari hafi verið að takast á við skuldavanda heimilaog átti að vera umsækjanda til hagsbóta. Leiðréttingin snerist umhöfuðstólslækkun sem hefði áhrif á lán út allan lánstímann. Í greinargerð meðfrumvarpi því sem varð að lögum nr. 35/2014 segi að markmiðið með aðgerðunum séað leiðrétta þá forsendubresti sem komið hafi fram í verðtryggingarvísitölum átímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009. Ekki sé ljóst hvernig sáforsendubrestur hafi breyst með sambúðarslitum aðila. Stefnda telur því að það geti ekkihafa verið markmið laganna að eigandi fasteignar, sem skuldar verðtryggtfasteignaveðlán og er í sambúð á árunum 2008 og 2009 og hefur óskað eftirsamsköttun, geti við sambúðarslit þurft að endurgreiða hinum aðilanum 50%eingreiðslu skv. heildarleiðréttingarfjárhæð umsækjanda, jafnvel meðdráttarvöxtum, og geti vegna þess þurft að leita eftir nýju láni til að getastaðgreitt þessa fjárhæð. Engu skipti að stefnda sem fasteignareigandi haldiáfram ein með hið verðtryggða fasteignaveðlán og beri áfram ein ábyrgð ágreiðslu þess, og lánið hafi aldrei verið skuldbindandi gagnvart stefnanda.Óeðlilegt sé jafnframt að ekki beri aðfæra fjárhæðina niður til raunvirðis komi til þess að greiða þurfi hana meðeingreiðslu, þar sem með lögunum segi að greiðslan komi til á árunum 2015 tilog með 2018, verði leiðréttingarfjárhæðinni ekki ráðstafað skv. 11. gr. ogmyndi þá sérstakan persónuafslátt, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga 35/2014. Samkvæmtlögunum var ekki mögulegt að fá leiðréttinguna greidda út í peningum, helduraðeins til lækkunar á höfuðstól fasteignaveðlána eða með sérstökumpersónuafslætti. Hefði stefnandi ekki búið með stefndu á árunum 2008 og2009 hefði hann ekki getað óskað eftir leiðréttingu á þessum tveimurlífeyrissjóðslánum sínum. Það sé einungis vegna fasteignar í eigu stefndu semstefnandi gat nýtt sér þetta úrræði. Þrautavarakrafa stefndu, verði hvorkifallist á aðalkröfu né varakröfu, er sú að lýsa yfir gagnkröfu tilskuldajafnaðar gagnvart hinni umstefndu fjárhæð stefnanda. Gagnkrafa stefnduer, miðað við 19. apríl 2016, að fjárhæð 445.688 kr. og krefst stefnda þess aðsú fjárhæð komi til lækkunar dómkröfu stefnanda að fjárhæð 1.333.91 kr. þannigað stefnda verði einungis dæmd til að greiða stefnanda 888.228 kr. án vaxta. Gagnkrafa stefndu er byggð á því aðáhvílandi sé á fasteign stefndu, [...], [...], veðskuldabréf sem nemur að eftirstöðvum þann19.4.2016 445.688 kr. Skuldabréfið er nr. [...], útgefið þann [...] 2007 afstefnanda og hann sé einn skuldari. Skuldin sé stefndu óviðkomandi svo sem framkomi í málsatvikum í stefnu. Stefnda hafi samþykkt að veita stefnanda veð ífasteign sinni svo að hann gæti gert upp skuld við þriðja mann. Lánsfjárhæðinhafi verið lögð inn á reikning stefnanda og enginn hluti hennar verið stefndutil hagsbóta. Eins og fram komi í málsatvikum stefnanda var þetta lánalgjörlega óviðkomandi stefndu og stefnandi sá einn um að greiða af því. Lögmaður stefnanda oglögmaður stefndu hafa verið í samningaviðræðum vegna þessa máls frá því ásíðasta ári. Þar sem þetta sé eina deila aðila sem eftir er að leysa úr viðsambúðarslit þeirra hafi stefnda ítrekað reynt að ná sáttum og á þeimtímapunkti verið tilbúin þess taka á sig hærri skuld en henni bar, svo að leysamætti málið. Stefnandi hafi ítrekað hafnað þessum sáttaboðum á þeimforsendum að stefndu beri að greiða meira en hina umstefndu fjárhæð. Með því að höfða mál þetta hafi stefnandibakað stefndu óþarfa tjón og því sé krafist álags á málskostnað, sbr. 131. gr.laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Með vísan til framangreinds hafimálshöfðun þessi verið með öllu óþörf auk þess sem stefna sé það ruglingsleg aðstefnda eigi erfitt með að verja sig. Ekkertinnheimtubréf hafi verið sent til stefndu svo sem áskilið sé í 1. mgr. 7. gr.laga nr. 95/2008, innheimtulögum, sbr. 1. og 2. mgr. 6. gr. sömu laga. Stefnda vísar máli sínu til stuðningstil almennra reglna kröfuréttar um greiðslu fjárskuldbindinga og tilsamningalaga nr. 7/1936. Jafnframt er vísað til innheimtulaga nr. 95/2008,sérstaklega 6. og 7. gr. laganna svo og til 1. mgr. 72. gr. laga nr. 33/1944,stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og laga nr. 35/2014, laga um leiðréttinguverðtryggðra fasteignaveðlána. Um heimild til gagnkröfu tilskuldajafnaðar vísast til 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála. Varðandi heimild til kröfusamlags vísast til 1. mgr. 27. gr. sömulaga. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á lögum nr.50/1988, lögum um virðisaukaskatt, en stefnda er ekki virðisaukaskattsskyld ogþví nauðsynlegt að taka tilliti til þess við ákvörðun málskostnaðar.Málskostnaðarkrafa stefndu er byggð á XXI. kafla laga 91/1991, um meðferðeinkamála, sérstaklega 131. gr. laganna.IV.Niðurstaða Ágreiningur er milli aðila um það hvenærsambúð þeirra var slitið. Stefnandi gaf skýrslu við aðalmeðferð og kvaðákvörðun um sambúðarslit hafa verið tekna í byrjun desember 2014, en samkomulaghafi verið um að upplýsa ekki fyrr en eftir jól um það með tilliti tilaðstandenda. Stefnda gaf skýrslu við aðalmeðferð og kvað stefnanda hafa fluttút úr íbúð hennar í febrúar 2015 eftir að þau höfðu árangurslaust leitaðaðstoðar varðandi sættir. Í málinu liggur fyrir vottorð frá Þjóðskrá Íslandsþar sem fram kemur að aðilar hafi verið skráð í sambúð 1. janúar 2004 og sambúðhafi verið slitið 14. mars 2015. Í máli þessu verður með hliðsjón af ágreiningiaðila að miða við að sambúðarslit hafi verið á þeim tíma sem kveðið er á um ívottorði Þjóðskrár Íslands. Því verður lagt til grundvallar að aðilar hafiverið í sambúð á samþykktardegi leiðréttingarinnar þann 27. desember 2014 ogþegar ráðstöfun leiðréttingarinnar var framkvæmd 13. janúar 2015. Aðilaruppfylltu skilyrði samsköttunar á tekjuárunum 2008 og 2009. Stefnda byggir á því að hún hafi einverið greiðandi afborgana af lánum við Íbúðalánasjóð sem hún tók þegarfasteignin að [...] var keypt. Þá hafi aðilar verið með aðskilinn fjárhag utanhvað þau hafi verið með sameiginlegt greiðslukort til að skipta með sérsameiginlegum kostnaði við rekstur heimilisins. Í aðilaskýrslu skýrði stefndasvo frá að hún hefði sótt um leiðréttinguna sem eigandi fasteignar og að húnhafi aðeins haft í huga sinn rétt, en ekkert hugsað um mál stefnanda. Hún hafisíðar komist að því að tvö smálán á nafni stefnanda hafi komið inn íleiðréttinguna, sér hafi ekki komið það við. Stefnandi byggir hins vegar á því aðþau hafi bæði séð um afborganir af umræddum lánum en hann einn greitt aftveimur lánum sem hann var með hjá Stöfum lífeyrissjóði. Þá hafi þau verið meðsameignlegan útgjaldareikning í Arion banka og af þeim reikningi hafi veriðteknar mánaðarlegar afborganir af lánum hjá Íbúðalánasjóði. Við aðalmeðferð barstefnandi að hægt væri að leggja fram bankafærslur til að staðfesta þetta.Engin slík gögn liggja hins vegar fyrir í málinu og hefur stefnanda því ekkitekist að færa sönnur á að hann hafi greitt umræddar afborganir af lánunum.Óumdeilt er aftur að stefnandi hafi sjálfur greitt afborganir lána hjá Stöfumlífeyrissjóði. Samkvæmt 4. mgr. 8. gr. reglugerðar nr.698/2014, um samræmt verklag og viðmið við leiðréttingu verðtryggðrafasteignaveðlána, sem sett var samkvæmt heimild í 7. mgr. 11. gr. laga nr.35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, skalleiðréttingarfjárhæð hjóna og samskattaðra sambúðaraðila á samþykktardegiframkvæmdar/ráðstöfunar leiðréttingarfjárhæðar ráðstafað óháð því hvort hjónaeða sambúðaraðila er formlega ábyrgt fyrir lánum og hvort hlutaðeigandi sóttusaman um leiðréttinguna. Í 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemurfram að ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar til að lækka höfuðstólfasteignaveðlána umsækjanda samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 35/2013 skulufara eftir veðröð þeirra lána sem hvíla á fasteign eða fasteignum umsækjanda.Ef tvö eða fleiri lán hvíla á sama veðrétti fasteignar eða fasteignumumsækjanda skal leiðréttingarfjárhæðinni fyrst ráðstafað til að lækka lán semer með hæstu eftirstöðvar á samþykktardegi leiðréttingarfjárhæðarinnar, þvínæst til að lækka lán sem er með næsthæstu eftirstöðvar á samþykktardegi ogsíðan koll af kolli. Stefnandi og stefnda voru samkvæmtofansögðu í skráðri sambúð á samþykktardegi þann 27. desember 2014. Stefnda erskuldari að láni Íbúðalánasjóðs sem tryggt er með fyrsta veðrétti í fasteignstefndu að [...] og leiðréttingunni var ráðstafað inn á þetta lán, sem varupphaflega að fjárhæð 10.155.034 kr., útg. [...] 2005 og verðtryggt miðað viðvísitölu 242. Með vísan til þess sem rakið hefurverið liggur fyrir að ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðarinnar inn á framangreintlán áhvílandi á 1. veðrétti fasteignar stefndu var í samræmi við framangreindlaga- og reglugerðarfyrirmæli sem um hana gilda. Í 9. gr. reglugerðar nr.698/2014, sbr. 1. gr. breytingar á reglugerðinni þann 19. desember 2014, segirað samþykki umsækjanda á framkvæmd/ráðstöfun leigufjárhæðar skv. 1.-4. mgr.reglugerðarinnar sé bindandi og taki ekki breytingum þótt hjúskaparstaðabreytist. Markmiðið með leiðréttingufasteignalána, sem tekin voru til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, áttiað vera umsækjanda til hagsbóta og hún snerist um höfuðstólslækkun sem hefðiáhrif á lán út lánstímann.Þá átti hún að leiðrétta þá forsendubresti sem komiðhefðu fram í verðtryggingarvísitölum á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember2009. Eins og áður segir hefur stefnandi ekki sýnt fram á að hann hafi greitt ámóti stefndu af umræddu láni Íbúðalánasjóðs á sambúðartíma aðila og því erósanngjarnt að stefndu verði gert að greiða stefnanda fjárhæð vegnaleiðréttingar á umræddu láni. Þá kærði stefnandi ekki framkvæmdleiðréttingarinnar eins og hann átti kost á, sbr. 11. gr. laga nr. 35/2014. Með vísan til þess sem rakið hefur veriðber að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Þá verður stefnandi dæmdur til að greiðastefndu málskostnað með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, sem þykir hæfilega ákveðinn eins og nánar greinir í dómsorði. Uppkvaðning dóms hefur, vegnaembættisanna dómara, dregist fram yfir frest samkvæmt 115. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála. Aðilar og dómari eru sammála um að ekki sé þörfá endurflutningi málsins. Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómarikveður upp dóminn.Dómsorð: Stefnda, K, er sýkn af kröfum stefnanda, M. Stefnandi greiði stefndu 800.000 kr.kr. í málskostnað. |
Mál nr. 262/2017 | Lánssamningur Gengistrygging | Ágreiningur aðila laut að því hvort hluti lánssamnings milli forvera Í hf. og ÍS hf. væri um lán í erlendum gjaldmiðli eða lán í íslenskum krónum bundið ólögmætri gengistryggingu. Hafði lánið verið gert upp með nýju láni frá Í hf. og hélt ÍS hf. því fram að við uppgjörið hefði hann ofgreitt Í hf. sem næmi kröfu hans í málinu. Talið var að fallast yrði á með ÍS hf. að það gæti haft þýðingu að lánssamningurinn og útborgunarbeiðni vegna hans höfðu ekki að geyma tilgreiningu á fjárhæð lánsins í erlendum gjaldmiðlum heldur einungis í íslenskum krónum. Það atriði gæti þó ekki ráðið úrslitum heldur yrði einnig að líta til fleiri atriða svo sem annarra ákvæða samningsins og þess hvernig aðilar efndu meginskyldur sínar. Í því sambandi yrði ekki litið framhjá því að lánið hefði verið notað til að greiða upp peningamarkaðslán sem ýmist voru í erlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum, í samræmi við óskir forvera ÍS hf. Þá bæru önnur ákvæði samningsins sjálfs og skjöl sem gefin voru út í tengslum við lánveitinguna, þar á meðal greiðsluseðlar, með sér að umþrættur hluti lánsins hefði verið í erlendum myntum. Var því talið að lánshlutinn hefði verið lán í erlendum gjaldmiðlum og Í hf. því sýknað af kröfu ÍS hf. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson ogRagnheiður Harðardóttir landsréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 27. apríl 2017. Hann krefst þess aðstefnda verði gert að greiða sér 60.405.620 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. júní 2015 tilgreiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaðadóms verður hann staðfestur.Áfrýjandi greiði stefnda málskostnaðfyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal veraóraskaður.Áfrýjandi, Íþrótta- og sýningahöllinhf., greiði stefnda, Íslandsbanka hf., 700.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13.febrúar 2017.Mál þetta, sem dómtekið var 19. desember2016, að lokinni aðalmeðferð, var höfðað fyrir dómþinginu af FasteignafélaginuLaugardal ehf., Engjavegi 8, Reykjavík, á hendur Íslandsbanka hf., Kirkjusandi2, Reykjavík, með stefnu áritaðri um birtingu 29. júní 2015.Á hluthafafundum í FasteignafélaginuLaugardal ehf. og Íþrótta- og sýningahöllinni hf., sem haldnir voru 12. maí2016, var samþykktur samruni félaganna tveggja, sbr. framlagða bókun frá 19.desember 2016 og endurrit úr fundagerðarbók Íþrótta- og sýningahallarinnarhf. Yfirtók þá Íþrótta- og sýningahöllinhf. allar eignir og skuldir Fasteignafélagsins Laugardals ehf. og þar meðkröfu félagsins á hendur Íslandsbanka í þessu máli. Íþrótta- og sýningahöllin hf. tók þar með viðaðild að málinu og verður hér eftir vísað til félagsins sem stefnanda þessamáls.Dómkröfur stefnanda eru aðallega þær aðstefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 80.938.323 krónur með 5,18% vöxtumfrá 13. desember 2010 til 21. desember 2010, frá þeim degi með 5,08 vöxtum til1. apríl 2011, frá þeim degi með 4,88% vöxtum til 1. apríl 2012, frá þeim degimeð 4,63% vöxtum til 30. júní 2015, og frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, til greiðsludags.Til vara krefst stefnandi þess að stefndiverði dæmdur til að greiða stefnanda 80.938.323 krónur með vöxtum samkvæmt 4.gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 13. desember2010 til 30. júní 2015, og frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001, til greiðsludags.Til þrautavara krefst stefnandi þess aðstefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 80.938.323 krónur með vöxtumsamkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 13. desember2010 til 30. júní 2015, og frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001, til greiðsludags.Í öllum tilvikum krefst stefnandi þess aðstefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmtmati dómsins.Stefndi krefst sýknu af öllum kröfumstefnanda. Stefndi krefst einnigmálskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að teknutilliti til virðisaukaskatts.Gætt var ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991,um meðferð einkamála, áður en dómur var kveðinn upp.IIForveri stefnda, Glitnir banki hf., og forveri stefnanda,Fasteignafélagið Laugardalur ehf., gerðu með sér samning, dagsettan 3. maí2006, sem auðkenndur er með númerinu 103734.Á forsíðunni er fyrirsögn samningsins: „Lánssamningur (Lán í erlendumgjaldmiðlum og íslenskum krónum verðtryggt/óverðtryggt)“. Í inngangsorðum samningsins segir að hann séum lán til 30 ára, að fjárhæð „allt að jafnvirði kr. 273.000.000,- [...] semskiptist í tvo lánshluta allt eftir vali lántaka, þ.e. lánshluta A, sem er lán í allt að fjórum erlendum myntum og/eðaíslenskum krónum og lánshluta B, semer verðtryggt lán í íslenskum krónum með þeim skilmálum sem greinir í samningiþessum“.Í 1. gr. samningsins er kveðið á um lánsfjárhæð og útborgun. Þar segir að lántaki lofi að taka að láni oglánveitandi að lána umsamda lánsfjárhæð og að lánið sé laust til útborgunar fráundirritun samningsins til 10. maí 2006.Lágmarksfjárhæð hvers lánshluta sem greiddur sé út sé 30.000.000 króna eðajafnvirði þeirrar fjárhæðar í öðrum gjaldmiðlum. Lántaki skyldi senda lánveitanda beiðni umútborgun með a.m.k. tveggja virkra bankadaga fyrirvara og tiltaka í beiðni þannreikning sem leggja skyldi lánið eða lánshlutann inn á. Form að útborgunarbeiðni er viðauki 1 viðsamninginn.Í útborgunarbeiðni skyldi lántaki tilkynna lánveitanda „í hvaða myntumhann hyggst taka A hluta lánsins og í hvaða hlutföllum; þó að lágmarki 5% fyrireinstakan gjaldmiðil. Fjárhæð hverserlends gjaldmiðils fyrir sig ákvarðast þó ekki fyrr en tveimur virkumbankadögum fyrir útborgun lánsins. Á þvítímamarki verða fjárhæðirnar endanlegar og munu ekki breytast innbyrðis þaðan ífrá, þótt upphafleg hlutföll þeirra kunni að breytast á lánstímanum. Lánið verður þá eftirleiðis tilgreint meðfjárhæð þeirra erlendu mynta, eða jafngildi þeirra í öðrum erlendum myntum ogíslenskum krónum samkvæmt heimildum samningsins.“Láninu skyldi ráðstafað til að greiða niður skammtímafjármögnun hjáGlitni banka hf.Samkvæmt 2. gr. samningsins skyldi endurgreiða lánið, sem var til 30ára, með 360 mánaðarlegum greiðslum afborgana og vaxta (annuitet) og skyldiendurgreiðsla hefjast 20. júní 2006.Höfuðstóll lánshluta B í íslenskum krónum skyldi bundinn vísitöluneysluverðs, þ.e. verðtryggður. Í 2. gr.samningsins kemur einnig fram að lánið beri að endurgreiða í þeim gjaldmiðlumsem það samanstandi af. Greiða skuli lání erlendum myntum inn á viðeigandi gjaldeyrisreikninga lánveitanda. Þá er kveðið á um að lántaki megi því aðeinsgreiða lánshluta í erlendum myntum í íslenskum krónum hafi lánveitandi samþykktþað og móttekið skriflega beiðni lántaka þar um. Greiðsla sem lántaka beri að inna af hendi íerlendum myntum verði umreiknuð í íslenskar krónur tveimur virkum bankadögumfyrir gjalddaga.Lánshlutar í erlendum myntum samkvæmt lánshluta A, öðrum en evrum,skyldu bera 1 mánaðar LIBOR-vexti, en lánshluti í evrum 1 mánaðarEURIBOR-vexti, hvora tveggja að viðbættu 1,30% vaxtaálagi, samkvæmt 3. gr.samningsins. Lánshluti í íslenskumkrónum samkvæmt lánshluta A skyldi síðan bera 1 mánaðar REIBOR-vexti, aðviðbættu 1,30% vaxtaálagi. Lánshluti íverðtryggðum íslenskum krónum samkvæmt lánshluta B skyldi hins vegar bera fastaeftirágreidda vexti, þá 5,70%, sem skyldu ákvarðast fyrir hvern ádrátt í fimmár frá útborgun lánshluta. Lánveitandiskyldi einhliða ákveða hvaða vextir væru í boði samkvæmt lánshluta B á hverjumtíma „t.d. ef lántaki ákveður að færa lánshluta úr lánshluta A yfir í lánshlutaB“. Dráttarvextir vegna vanefndalántaka á skuld í erlendum myntum skyldu vera viðeigandi vaxtagrunnur aðviðbættu vaxtaálagi, auk 5% vanskilaálags.Vegna slíkra vanefnda skyldi lánveitanda og heimilt að umreikna lánið ííslenskar krónur miðað við skráð sölugengi lánveitanda, en þá bæri að greiðadráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Væri um vanefnd á skuld ííslenskum krónum að ræða skyldi lántaki greiða sömu dráttarvexti, þ.e. samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001.Í 4. gr. samningsins er kveðið á um heimild lántaka til að óska eftirmyntbreytingu lánshluta A í erlendum myntum og/eða íslenskum krónum ágjalddögum, í fyrsta sinn að tveimur árum liðnum frá útborgun þess, þannig aðeftirstöðvar lánsins miðist við aðra erlenda mynt og/eða íslenskar krónur,samkvæmt nánar tilgreindum skilmálum.Valréttur lántaka skyldi takmarkast við bandaríkjadali, sterlingspund,danskar krónur, norskar krónur, sænskar krónur, svissneska franka, japönsk jen,evrur og íslenskar krónur. Þá segir aðvið myntbreytingu kunni samningurinn að fá ný lánsnúmer að öllu leyti eða aðhluta. Lánshluta B í íslenskum krónumyrði ekki hægt að breyta nema við endurskoðun vaxta.Samkvæmt 5. gr. samningsins skyldi lántaki greiða lántökugjald, 0,3%af heildarfjárhæð lánsins, og skyldi það dregið af útborgun fyrsta lánshluta.Í 6. gr. samningsins er kveðið á um tryggingar og kemur þar fram aðlántaki hafi þegar gefið út tvö tryggingarbréf til lánveitanda, annars vegar aðfjárhæð 9.000.000 evra og hins vegar að fjárhæð 372.000.000 króna, tryggð meðveði í fasteigninni að Engjavegi 8 í Reykjavík.Til viðbótar þeim tryggingum gaf lántaki út tryggingarbréf tillánveitanda að fjárhæð 300.300.000 krónur, tryggt með 3. veðrétti og uppfærsluí sömu fasteigninni að Engjavegi 8, Laugardalshöll – Íþrótta- og sýningarhöll,lóðarhluta II, 7405 leigulóð undir íþrótta- og sýningarhöll, með fastanúmer201-9522.Sama dag og framangreindur samningur var undirritaður, 3. maí 2006,gerði Íþrótta- og sýningahöllin hf. samning um „[l]án í erlendum gjaldmiðlum“við lánveitanda, Glitni banka hf., að fjárhæð 70.000.000 króna. Í 1. gr. þess samnings kemur fram að ráðstafaskuli láninu til endurgreiðslu á skammtímafjármögnun FasteignafélagsinsLaugardals ehf. hjá Glitni banka hf. og að lánið sé veitt samkvæmt ákvæði íviðauka við „fasteignastjórnunarsamning um Höllina milli Reykjavíkurborgar ogÍþrótta- og sýningarhallarinnar hf., dags. 4. apríl 2006“.Til að greiða niður eða til endurgreiðslu á skammtímafjármögnunFasteignafélagsins Laugardals ehf. átti því að nýta lán samkvæmt báðumframangreindum samningum.Útborgunarbeiðni með vísan til 1. gr. samningsins frá 3. maí 2006,milli Fasteignafélagsins Laugardals hf. og Glitnis banka hf., er dagsett 16.maí sama ár. Með beiðninni óskar lántakieftir því að 272.181.000 krónur (lánsfjárhæðin að frádregnu lántökugjaldi)verði greiddar út með þeim hætti að lánshluti í íslenskum krónum skyldi nema56% fjárhæðarinnar, samtals 152.421.360 krónum en lánshlutar í erlendum myntumskyldu nema 44% fjárhæðarinnar, samtals 119.759.640 krónum. Lánshluti í erlendum myntum skyldi skiptastþannig að 25% skyldu vera í bandaríkjadölum, jafnvirði 29.939.910 króna, 10%skyldu vera í sterlingspundum, jafnvirði 11.975.964 króna, 10% skyldu vera ísvissneskum frönkum, jafnvirði 11.975.964 króna, 5% skyldu vera í japönskumjenum, jafnvirði 5.987.982 króna, og 50% skyldu vera í evrum, jafnvirði59.879.820 króna. Á útborgunarbeiðninnisegir að ráðstafa skuli láninu til að greiða upp PM-lán hjá FasteignafélaginuLaugardal sem sé á gjalddaga 16. maí 2006 og það sem eftir standi skuli greiðainn á reikning félagsins nr. 513-26-23140, sem er tékkareikningur í íslenskumkrónum. Þá segir á beiðninni að Glitnibanka sé veitt heimild til að fá tilboð í og festa gengi vegna gjaldeyrisviðskiptannasem verði til samhliða myntbreytingunni.Af framlagðri kaupnótu og gjaldeyrispöntun má ráða að erlendirgjaldmiðlar hafi verið lagðir inn á gjaldeyrisreikninga í samræmi viðframangreinda útborgunarbeiðni. Ákaupnótunni koma fjárhæðir hvers lánshluta fram í hinum erlendu gjaldmiðlum semog í íslenskum krónum. Samkvæmt þessumskjölum voru fjárhæðir lánshlutanna í hinum erlendu gjaldmiðlum ekki þær sömu ííslenskum krónum og samkvæmt útborgunarbeiðninni en hlutföllin voru hins vegarþau sömu. Samtals var 426.139bandaríkjadölum, 90.445 sterlingspundum, 206.108 svissneskum frönkum, 9.342.044japönskum jenum og 663.720 evrum ráðstafað inn á gjaldeyrisreikninga, semstefndi kveður að hafi verið í eigu lánveitanda.Í málinu er einnig lögð fram útborgunarbeiðni Íþrótta- ogsýningarhallarinnar hf., dagsett 16. maí 2006, vegna samningsins sem að framangreinir. Óskaði félagið þess að69.790.000 krónur yrðu greiddar út með þeim hætti að 25% fjárhæðarinnar skylduvera í bandaríkjadölum, jafnvirði 17.447.500 króna, 10% í sterlingspundum, jafnvirði6.979.000 króna, 10% í svissneskum frönkum, jafnvirði 6.979.000 króna, 5% íjapönskum jenum, jafnvirði 3.489.500 króna og 50% í evrum, jafnvirði 34.896.000króna. Láninu skyldi ráðstafa til aðgreiða upp PM-lán hjá Fasteignafélaginu Laugardal, sem var á gjalddaga 16. maí2006. Ráðstafa skyldi því sem eftirstæði inn á tékkareikning Fasteignafélagsins Laugardals í íslenskumkrónum. Þá var Glitni banka veittsérstök heimild til að fá tilboð í og festa gengi vegna gjaldeyrisviðskiptannasem til yrðu samhliða myntbreytingunni.Framlögð kaupnóta og gjaldeyrispöntun eru samsvarandi þeim sem að framangreinir.Í greinargerð stefnda er eftirfarandi tafla sett fram til skýringar árástöfunum lána samkvæmt framangreindum samningum:Fasteignafélagið Laugardalur Íþrótta- og sýningarhöllin Samtals útgreitt USD426.139USD248.333USD674.472GBP90.445GBP52.707GBP43.152CHF206.108CHF20.110CHF326.218JPY 9.342.044JPY5.444.082JPY4.786.126EUR663.720EUR386.783EUR.050.503ISK52.880.000ISK0ISK52.880.000Tilvísuð skammtímafjármögnun Fasteignafélagsins Laugardals ehf., eruskuldbindingar félagsins samkvæmt peningamarkaðslánum, sem jafnan er vísað tilsem PM-lána. Stefndi kveður að þærskuldbindingar Fasteignafélagsins, sem gera hafi átt upp með lánsfjárhæðumframangreindra samninga, hafi verið í öðrum gjaldmiðlum og fjárhæðum miðað við16. maí 2006. Í greinargerð stefnda ereftirfarandi tafla sett fram til skýringar á uppgjörinu:MyntSamtals til útborgunarTil uppgreiðslu PM-lánaMismunurUSD674.4720674.472GBP43.152043.152CHF326.2180326.218JPY4.786.12696.148.341-81.362.215EUR.050.503,00700.893,38349.609,62ISK52.880.00064.516.559-11.636.559Samkvæmt framlögðum samningum um gjaldmiðlaviðskipti var 674.472bandaríkjadölum, 143.152 sterlingspundum, 326.218 svissneskum frönkum og349.609 evrum skipt í íslenskar krónur, samtals 117.190.193 krónur. Þeirri fjárhæð auk 152.880.000 króna, semvoru til útborgunar samkvæmt umþrættum samningi, samtals 270.070.193 krónur,var síðan ráðstafað inn á biðreikning lánveitanda. Þaðan var þessari fjárhæð svo ráðstafaðþannig að 164.516.559 krónur voru greiddar inn á peningamarkaðslánFasteignafélagsins Laugardals ehf. í íslenskum krónum, 52.307.769 krónur vorunotaðar til að kaupa 81.362.216 japönsk jen, sem síðan voru notuð, ásamt þeim14.786.126 japönsku jenum sem voru til útborgunar samkvæmt framangreindumsamningum til að gera upp peningamarkaðslán félagsins í japönskum jenum, ogloks var 53.245.865 krónum ráðstafað inn á tékkareikning FasteignafélagsinsLaugardals í íslenskum krónum. Þá voru700.893,38 evrur notaðar til að gera upp peningamarkaðslán FasteignafélagsinsLaugardals ehf. í evrum.Af framlögðum greiðsluseðlum sem Glitnir banki hf. sendiFasteignafélaginu Laugardal ehf. í júní 2008 má sjá að afborganir og vextir afláni samkvæmt samningi þeirra frá 3. maí 2006 voru innheimt í hinum erlendugjaldmiðlum og var hver leggur lánsins innheimtur á sérstökum greiðsluseðli.Stefnandi kveður að allar greiðslur af láninu hafi verið í íslenskumkrónum. Lánið var síðan gert upp aðfullu með nýjum lánssamningi milli Fasteignafélagsins Laugardals ehf. ogstefnda, Íslandsbanka hf., undirrituðum 9. desember 2010, sem lagður er fram ímálinu. Á framlögðu uppgjörsblaði vegnahöfuðstólslækkunar, dagsettu sama dag, kemur fram að höfuðstóll láns nr.505-103734, sem tekið var á grundvelli umþrætts samnings, sé þá að uppgreiðsluverðmætialls 392.408.514 krónur en að höfuðstólslækkun sé að fjárhæð 20.361.298krónur. Með lánssamningnum frá 9.desember 2010 var því gert ráð fyrir því að alls 372.047.216 krónum yrðiráðstafað til uppgjörs á umþrættum samningi.Af hálfu Fasteignafélagsins Laugardals ehf. var undirrituð umsókn um„höfuðstólslækkun og myntbreytingu láns/lána í erlendri mynt“, 10. janúar2011. Tók umsóknin m.a. til umþrættssamnings. Í umsókninni segir að sótt séum að skilmálum lána umsækjanda í erlendri mynt verði breytt þannig að allirlánshlutar umreiknist í íslenskar krónur og höfuðstóll lækki. Þá segir að breytingin felist í því aðskilmálum lánanna verði breyt þannig að eftirstöðvar þeirra umreiknist ííslenskar krónur frá og með 9. desember 2010.Miðað sé við lækkun á höfuðstól þannig að hann sé umreiknaður ííslenskar krónur miðað við sölugengi undirliggjandi mynta 29. september 2008,samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands.Munurinn á þeirri stöðu og uppreikningi þann 9. desember 2010 séhöfuðstólslækkun lánanna. Vanskil ogáfallnir vextir frá síðasta gjalddaga sæti ekki lækkun og leggist ofan áhöfuðstól nýju lánanna. Þá er íumsókninni fyrirvari þess efnis að lántaki fyrirgeri ekki mögulegum betri réttisínum til höfuðstólslækkunar gefi niðurstöður Hæstaréttar Íslands tilefni til.Með tölvupósti 4. júlí 2014 er af hálfu Fasteignafélagsins Laugardalsehf. spurst fyrir um afstöðu stefnda til lögmætis umþrætts samnings. Með tölvupósti 15. september sama ár er afhálfu stefnda gefið það svar að talið sé að sá hluti samningsins sem hafi veriðí erlendum gjaldmiðlum sé „löglegt erlent lán“.Aðild stefnanda sem og stefnda að málinu er óumdeild.IIIStefnandi byggir kröfur sínar á því aðumþrættur lánssamningur hafi að hluta til verið um lán í íslenskum krónum, aðfjárhæð 119.759.640 krónur, bundið gengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætumhætti, samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Óumdeilt er að hlutilánsins, að fjárhæð 152.421.360 krónur, var í íslenskum krónum.Fyrir dómstólum hafi margsinnis veriðtekist á um hvort samningar teljist vera gengistryggðir eða ekki. Í ljósi úrlausna Hæstaréttar Íslands í þessummálum þyki rétt að gera grein fyrir efni lánssamningsins sem og því hvernigaðalskyldur aðila samkvæmt honum voru efndar.Um efni samningsins og útborgunarbeiðni samkvæmt honum vísast tilframangreindrar umfjöllunar. Stefnandivísar m.a. til þess að í samningnum sé höfuðstólsfjárhæð lánsins einungistilgreind í íslenskum krónum. Fjárhæðlánsins sé hvergi tilgreind í erlendum gjaldmiðlum og að sama skapi ekki íhlutföllum erlendra gjaldmiðla.Stefnandi kveðst aldrei hafa áttgjaldeyrisreikninga hjá bankanum eða verið með lán í erlendum gjaldmiðlum og aðerlendir gjaldmiðlar hafi ekki skipt um hendur milli aðila, hvorki við útborgunlánsins né við greiðslu af láni. Hafieinhver gjaldeyrisviðskipti farið fram sé byggt á því af hálfu stefnanda að þaðhafi verið innanhússviðskipti bankans sem séu stefnanda alls óviðkomandi. Stefnandi ítrekar að hann hafi ekki skuldaðbankanum lán í erlendum gjaldmiðlum og m.a. af þeim sökum geti lánveiting aðfjárhæð 119.759.640 krónur ekki hafa falið í sér lán í erlendum gjaldmiðlum.Samkvæmt 2. gr. samningsins hafi lántakaborið að endurgreiða lánið í þeim gjaldmiðlum sem lánið hafi samanstaðið af oghafi stefnandi greitt allar afborganir af láninu í íslenskum krónum. Þá hafi lánið verið gert upp með fyrrgreindumlánssamningi, dagsettum 9. desember 2010, sem hafi verið að öllu leyti um lán ííslenskum krónum. Aðilar hafi því efntaðalskyldur sínar samkvæmt umþrættum samningi í íslenskum krónum. Lánið hafi verið greitt út í íslenskum krónumog greitt hafi verið af láninu í íslenskum krónum.Stefnandi telur að í dómum HæstaréttarÍslands sé að finna mjög skýrar leiðbeiningar um hvernig fara eigi með samningaeins og umþrættan samning og vísar í því samhengi til dóma réttarins í málumnr. 603/2010, 155/2011, 520/2011, 50/2012, 386/2012, 498/2013, 337/2013,3/2012, 391/2013 og 66/2012. Afframangreindum dómafordæmum megi draga þá ályktun að tilgreining lánsfjárhæðarhafi grundvallarþýðingu við mat á því hvort um sé að ræða gengistryggt lán eðaerlent lán. Útgreiðsla og afborganir afláni geti hins vegar komið til skoðunar, taki textaskýring ekki af skarið umhvers efnis lánssamningurinn sé, til dæmis þegar tilgreind séu hlutföllerlendra gjaldmiðla.Í umþrættum samningi sé lánsfjárhæðineinungis tilgreind í íslenskum krónum og því geti textaskýring aldrei leittannað í ljós en að samningurinn feli í sér lán í íslenskum krónum. Þar eð fjárhæð lánsins sé aðeins tilgreind ííslenskum krónum í umþrættum lánssamningi sé engum vafa undirorpið aðsamningurinn hafi einungis kveðið á um skuldbindingar í íslenskum krónum, semóheimilt hafi verið að binda við gengi erlendra gjaldmiðla samkvæmt 14. gr.laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.Vísar stefnandi um þetta til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr.386/2012.Þá beri enn fremur til þess að líta að ígreiðsluseðlum sé ítrekað viðurkennt af hálfu bankans að umþrætturlánssamningur sé gengistryggður. Ágreiðsluseðlunum komi fram hver sé verðtryggingargrunnur, þ.e. ,,reiknaðgrunngengi“, á hverjum gjalddaga og sé útreikningur á gengistryggingusérstaklega útskýrður. Þá segi ígreiðsluseðlunum um gengistrygginguna: ,,Verðtrygging nú“. Skýrar verði vart að orði komist um gengistryggingulánsins. Stefnandi telur að þessi gögnséu skýr og mikilvæg samtímagögn sem sýni, svo ekki verði um villst, að umþrættlán hafi verið gengistryggt. Gögnin lýsivel afstöðu stefnda, og forvera hans, til samningsins. Augljóst megi vera að bankinn hafi litið svoá að lánið væri gengistryggt og skyldi því breytast í samræmi við breytingar ágengi gjaldmiðla frá grunnverðtryggingargengi.Gögn þessi staðfesti efni samnings aðila og vilja þeirra viðsamningsgerð.Með hliðsjón af öllu framangreindu sé ljóstað skuldbinding stefnanda, á grundvelli umþrætts hluta lánssamnings nr. 103734,sé aðeins tilgreind í íslenskum krónum og geti því ekki falið í sér lán íerlendri mynt. Lánið sé í íslenskumkrónum, bundið gengi erlendra gjaldmiðla.Hafi forveri stefnda á annað borð ætlað að hafa samninginn í erlendummyntum hefði honum verið í lófa lagið að tilgreina hinar erlendu myntir semhöfuðstólsfjárhæð í samningi aðila. Þaðhafi bankinn hins vegar ekki gert og því blasi við að um sé að ræðagengistryggðan lánssamning.Stefnandi leggur áherslu á að framlögðkaupnóta lánssamningsins og gjaldeyrispöntun stafi ekki frá stefnanda ogskjölin séu ekki undirrituð af hálfu forvera stefnanda heldur aðeins afstarfsmönnum forvera stefnda. Gögnin séuþví þýðingarlaus með öllu. Kaupnótan séþar að auki óskiljanleg. Í henni séutilgreindir reikningar með höfuðbók 38 sem séu ekki og hafi ekki verið í eigustefnanda. Stefnandi hafi aldrei stofnaðeða átt gjaldeyrisreikninga hjá forvera stefnda. Stefnandi skori á stefnda að leggja fram gögnum stofnun þeirra reikninga, verði á því byggt að stefnandi hafi átt tilgreindareikninga í bankanum. Skjal umgjaldeyrispöntun sé einnig óskiljanlegt skjal, enda hafi stefnandi aldreipantað gjaldeyri hjá forvera stefnda.Skjalið sé innanhússplagg bankans, líkt og kaupnótan, sem hafi engaþýðingu í málinu og geti ekki skuldbundið stefnanda á neinn hátt né breytt efniskýrs lánssamnings aðila. Í beiðni umútborgun lánsins komi fram að lán samkvæmt lánssamningnum skiptist í tvennt ogað hluti þess sé verðtryggður í íslenskum krónum og hluti sé bundinn við gengierlendra gjaldmiðla. Þá staðfestigreiðsluseðlar bankans gengistryggingu.Hvað sem öllu öðru líði, breyti útborgunarbeiðni ekki efni lánssamningsinssjálfs eða eðli hans, sbr. skýrt fordæmi í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr.386/2012. Þá segi í niðurlagiútborgunarbeiðninnar að bankanum sé veitt heimild til að fá tilboð og festagengi vegna gjaldeyrisviðskipta sem til verði samhliða myntbreytingu. Að mati stefnanda staðfesti framangreint aðlánið hafi verið gengistryggt enda fjallað um möguleg gjaldeyrisviðskipti íkjölfar lánveitingar en gjaldeyrisviðskipti hafi svo ekki farið fram.Fyrir liggi að erlendir gjaldmiðlar hafiekki skipt um hendur, hvorki við lánveitingu né við greiðslu af láni. Hafi einhver gjaldeyrisviðskipti átt sér staðhafi það verið án aðkomu stefnanda og óskuldbindandi fyrir hann.Verði ekki fallist á framangreint byggirstefnandi á því að hinn umdeildi lánshluti hafi í raun ekki verið greiddur út íerlendum gjaldeyri, þótt jafnvirði lánsins kunni að hafa verið fært inn ásvokallaða gjaldeyrisreikninga hjá bankanum.Stefnandi telji nánar tiltekið að gjaldeyrir hafi í raun aldrei veriðafhentur honum. Byggir stefnandi á þvíað þegar fjárhæð sé lögð inn á reikning með höfuðbók 38 felist ekki í þvíafhending á erlendum gjaldeyri heldur íslenskum krónum með gengistryggingu,þ.e. tengingu við erlenda gjaldmiðla.Innlendir viðskiptabankar hafi til marga ára boðið upp á sparireikningaí erlendri mynt, svokallaða IG-reikninga, með höfuðbók 38. Það sé útbreiddur misskilningur að með því aðmillifæra inn á slíka gjaldeyrisreikninga þá flytjist gjaldeyrir tilÍslands. Gjaldeyrir þjóðarinnar séaldrei geymdur á Íslandi heldur sé hann í því landi/löndum sem gefi útviðkomandi gjaldmiðil. Pund séu ávallt íBretlandi, evrur í þeim löndum sem tilheyri því myntsvæði, bandaríkjadalir íBandaríkjunum o.s.frv. Stefnandi byggirþví á því að gjaldeyrir sé ekki afhentur þegar lagt sé inn á reikning meðhöfuðbók 38 hér á landi, heldur sé einungis um færslu á blaði að ræða. Eina leiðin til þess að afhenda lántakagjaldeyri í raun sé að leggja hann inn á reikning í eigu lántaka í banka í þvílandi sem gefi út viðkomandi gjaldeyri eða að afhenda gjaldeyrinn í seðlum.Með vísan til alls framangreinds teljistefnandi að sýnt hafi verið fram á að samningur aðila nr. 103734 ségengistryggður í andstöðu við ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vextiog verðtryggingu.Stefnandi reisir kröfur sínar á framlögðumútreikningum frá PWC, dagsettum 8. júní 2015.Við útreikninginn styðjist PWC við dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr.464/2012. Í þeim dómi, ásamt dómumréttarins í málum nr. 430/2013, 661/2013 og 544/2013, hafi rétturinn mótaðregluna um gildi fullnaðarkvittana, sem feli í sér að hafi lántaki greitt vextiaf samningi í samræmi við kröfur lánastofnunar, frá lántökudegi til þess dagsþegar honum hafi mátt vera ljóst að samningurinn hafi verið ólögmætur, þá verðilántakinn ekki krafinn um vexti Seðlabanka Íslands, sbr. 4. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, aftur í tímann.Stefnandi telji einsýnt að skilyrði séufyrir hendi til þess að víkja frá reglunni um viðbótarkröfu. Í fyrsta lagi beri að líta til þess aðstefnandi hafi verið í góðri trú og hvorki vitað né mátt vita að greiðslur hansværu ófullnægjandi þegar þær hafi verið inntar af hendi. Stefnandi hafi á umræddu tímabili greittstefnda í samræmi við greiðslutilkynningar stefnda og stefndi hafi tekið viðgreiðslum vegna vaxta og gefið út fyrirvaralausar kvittanir vegna þeirra. Í öðru lagi sé aðstöðumunur aðilaaugljós. Forveri stefnda hafi veriðfjármálafyrirtæki, sem starfað hafi á lánamarkaði og boðið viðskiptavinum upp álán með ólögmætri gengistryggingu.Forveri stefnanda hafi hins vegar verið eignarhaldsfélag utan umLaugardalshöll og án nokkurrar sérþekkingar á sviði fjármála. Ljóst megi því vera að það hafi staðiðbankanum nær að gæta að því gagnvart stefnanda að samningurinn væri í samræmivið lög og bera áhættuna af því að svo hafi ekki verið gert. Í þriðja lagi telji stefnandi engum vafaundirorpið að slík festa hafi verið á framkvæmd greiðslna af samningnum að þaðréttlæti frávik frá meginreglunni um viðbótarkröfu kröfuhafa. Í fjórða lagi telji stefnandi það skilyrðiuppfyllt að viðbótarkröfur vegna lánssamningsins teljist vera verulegar og aðþær feli augljóslega í sér mikla röskun á stöðu stefnanda. Raunverulegar vaxtagreiðslur stefnanda vegnalánsins nemi 25.008.357 krónum en endurreiknaðar vaxtagreiðslur nemi 76.677.548krónum. Viðbótarvextir nemi því51.669.191 krónu, eða 43% af upphaflegum höfuðstól lánsins og 207% af greiddumvöxtum. Þar af leiðandi megi ljóst veraað krafa stefnda um viðbótarvexti feli í sér slíka röskun á stöðu stefnanda aðstefndi hefur misst rétt sinn til fullra efnda og sé þar af leiðandi óheimiltað krefjast viðbótarvaxta aftur í tímann.Upphaflegur höfuðstóll lánsins hafi verið273.000.000 króna en umþrættur lánshluti hafi numið 119.759.640 krónum. Fyrir liggi að lánið hafi verið gert upp meðlánssamningi milli stefnanda og forvera stefnda, dagsettum 9. desember2010. Uppgreiðslufjárhæð lánssamningsinshafi þá numið 392.408.514 krónum. Þar afhafi 92.468.601 krónu verið ráðstafað til uppgreiðslu á legg lánsinsgengistryggðum í evrum, 46.290.708 krónum til uppgreiðslu á legg gengistryggðumí bandaríkjadölum, 11.223.559 krónum til uppgreiðslu á legg gengistryggðum íjapönskum jenum, 21.525.808 krónum til uppgreiðslu á legg gengistryggðum ísvissneskum frönkum, og að 15.426.193 krónum til uppgreiðslu á legg gengistryggðumí sterlingspundum. Samtals hafigreiðslurnar vegna gengistryggðu lánsleggjanna því numið 186.934.869krónum. Afborganir stefnanda átímabilinu frá 20. júní 2006 til 25. nóvember 2010 hafi samtals numið13.763.094 krónum. Samtals hafigreiðslur stefnanda af hinum gengistryggða hluta lánsins því numið 200.697.963krónum. Þar sem upphaflegur höfuðstólllánsins hafi verið 119.759.640 krónur liggi fyrir að stefnandi hafi ofgreitt80.938.323 krónur við uppgreiðslu lánsins 13. desember 2010.Aðal-, vara og þrautavarakrafa stefnandaeigi það sammerkt að þær geri ráð fyrir því að hluti láns samkvæmt samningi nr.103734, alls 119.759.640 krónur, hafi verið bundinn ólögmætri gengistryggingusamkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Verði fallist á að lánshlutinn hafi falið ísér ólögmæta gengistryggingu, hafi stefnandi ofgreitt 80.938.323 krónur,samkvæmt útreikningum PWC og því sem að framan greinir.Það sem greini á milli aðal-, vara- ogþrautavarakröfu stefnanda sé hvaða vexti ofgreiðslan skuli bera, fráuppgreiðsludegi 13. desember 2010.Stefnandi telji ótækt, verði fallist á að lánið hafi verið gengistryggt,að ofgreiðsla stefnanda beri enga vexti.Nærtækast sé að styðjast við sömu vexti og lán samkvæmt framangreindumsamningi frá 9. desember 2010, sem notað hafi verið til uppgjörs á lánisamkvæmt samningi nr. 103734. Samkvæmt3. gr. samningsins beri lánið vexti sem verðtryggður vaxtagrunnur lánveitanda,„kjörvextir“. Krafa stefnanda um vextiaf ofgreiðslunni byggi á reglum kröfuréttar og skaðabótaréttar. Eins og rakið hafi verið hafi stefnandiofgreitt lánið um 80.938.323 krónur með lánssamningnum 9. desember 2010 og hafistefnandi því greitt vexti af hærri fjárhæð í kjölfarið en stefndi hafi áttrétt á. Tjón stefnanda nemi því þeimvöxtum sem hann hafi greitt af fyrrgreindu láni og af hærri höfuðstól enlöglegt hafi verið. Stefndi beriskaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna þeirrar ólögmætu kröfu enda hafistefndi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi með ólögmætri kröfu á hendurstefnanda. Orsakasamband sé milliháttsemi stefnda og tjóns stefnanda og sé tjón hans sennileg afleiðing afháttsemi stefnda.Verði ekki fallist á að lánið berikjörvexti stefnda sé til vara krafist vaxta á grundvelli 4., sbr. 3. gr. laga nr.38/2001, frá uppgreiðsludegi til þingfestingardags. Stefnandi telji að rétt og sanngjarnt sé aðofgreiðsla gengistryggðra lána beri sömu vexti og lánin sjálf, sbr. tilhliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 471/2010. Þá beri enn fremur að líta til þess að áðuren 18. gr. laga nr. 38/2001 hafi verið breytt með lögum nr. 151/2010 hafi meðákvæðinu verið kveðið á um að ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrirlánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti teldist ógildur og hefði endurgjaldverið greitt ranglega bæri kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð semhann hefði þannig ranglega af honum haft.Við ákvörðun endurgreiðslu skyldi miða við vexti samkvæmt 4. gr.laganna, eftir því sem við gæti átt.Styðji þetta enn frekar þá kröfugerð stefnanda að ofgreiðslukrafastefnanda beri vexti á grundvelli 4. gr. laga nr. 38/2001.Verði hvorki fallist á aðal- né varakröfusé þess krafist til þrautavara að krafan beri skaðabótavexti fráuppgreiðsludegi til þingfestingardags á grundvelli 1. mgr. 8. gr. laga nr.38/2001 eða fyrir lögjöfnun frá því ákvæði, sbr. einnig til hliðsjónar 1. mgr.2. gr. laga nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, eins ogsíðastnefndum lögum var breytt með 1. gr. laga nr. 131/2002. Þá sé á því byggt að endurgreiðslukrafastefnanda sé í reynd skaðabótakrafa sem megi rekja til saknæmrar og ólögmætrarháttsemi stefnda og og forvera hans, sem falist hafi í því að veita forverastefnanda ólögmæt gengistryggð lán og senda stefnanda of háa greiðsluseðla vegnaþeirra lána. Stefnandi byggi á því aðtjónið nemi þeirri ofgreiðslu sem hann hafi innt af hendi vegna hinna ólögmætulána og því sé eðlilegt að endurgreiðslukrafan vegna umræddrar ofgreiðslu beriskaðabótavexti. Þá byggi stefnandi á þvíað stefndi hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við uppgjör árið 2010enda hafi hann haft í frammi ólögmætar fjárkröfur og krafið stefnanda umgreiðslu gengistryggingar í andstöðu við ákvæði laga nr. 38/2001. Ólögmæt og saknæm háttsemi stefnda hafivaldið stefnanda fjártjóni og sé krafist vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr.38/2001 af þeim sökum.Í öllum kröfuliðum sé krafist dráttarvaxtafrá þingfestingardegi stefnu, 30. júní 2015.Stefnandi byggir kröfur sínar á lögum nr.38/2001, um vextiog verðtryggingu, einkum 13. og 14. gr. laganna. Vaxtakröfur sínar byggir hann á ákvæðum sömulaga, einkum 4., 6. og 8. gr. Stefnandivísar um kröfur sínar til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 386/2012. Þá vísar stefnandi til reglna samninga-,kröfu- og skaðabótaréttar og til laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, meðsíðari breytingum.Stefnandibyggir kröfu um málskostnað á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, einkum 129. gr. og 130. gr. laganna.IVStefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda og krefst sýknu af öllumdómkröfum hans en lækkun dómkrafna, verði ekki fallist á sýknukröfu. Þá gerir stefndi fyrirvara við túlkanirstefnanda á einstökum dómum Hæstaréttar Íslands.Stefndi byggir á því að þær skuldbindingar stefnanda samkvæmt umþrættumsamningi, dags. 3. maí 2006, sem stefnandi telji ólögmætar, teljist lögmætarskuldbindingar í hinum erlendu gjaldmiðlum, bæði með hliðsjón af efni ogframkvæmd samningsins. Orðalag oguppbygging samningsins, athafnir samningsaðila á grundvelli hans, þ.á m.útborgunarbeiðni stefnanda og staðfesting lánveitanda á henni í formi kaupnótu,framkvæmd útborgunar lánsfjárhæða og uppgreiðsla peningamarkaðslána stefnanda,og önnur atvik málsins, taki af skarið um að skuldbindingarnar séu að sönnu íerlendum gjaldmiðlum. Öllum málsástæðumstefnanda til stuðnings öndverðri niðurstöðu sé mótmælt.Eins og fram hafi komið beri umræddur samningur með sér að vera um„[l]án í erlendum gjaldmiðlum og íslenskum krónum verðtryggt/óverðtryggt“samkvæmt auðkenningu á forsíðu samningsins.Þá sé í inngangsorðum samningsins vísað til þess að lán samkvæmt honum„skiptist í tvo lánshluta allt eftir vali lántaka“, þ.e. lánshluta A, íerlendum gjaldmiðlum og/eða íslenskum krónum, og lánshluta B, verðtryggt lán ííslenskum krónum, „allt að jafnvirði“ tiltekinnar fjárhæðar í íslenskum krónum,273.000.000 króna, með þeim skilmálum sem greini í samningnum. Þetta orðalag geti ekki bent til annars en aðstefnanda hafi verið heimilt að stofna til skuldbindinga í erlendum gjaldmiðlumsamkvæmt samningnum. Geti engu breytt íþví sambandi þótt honum hafi jafnframt verið heimilt að stofna tilskuldbindinga í íslenskum krónum, samkvæmt lánshluta A eða B. Önnur ákvæði samningsins styðji jafnframtframangreint, sbr. t.d. 1. gr. um útborgunarbeiðni stefnanda, 2. gr. um aðlánið skyldi endurgreiða í þeim gjaldmiðlum sem það samanstæði af og að greiðaskyldi lán í erlendum myntum inn á viðeigandi gjaldeyrisreikninga lánveitanda,3. gr. um vexti og 4. gr. um myntbreytingarheimild stefnanda.Hér skipti sérstöku máli, til viðbótar framangreindu, að samkvæmt efniog eðli umþrætts samnings hafi með honum verið afmarkaður rammiheildarlánsloforðs lánveitanda gagnvart forvera stefnanda. Í samningnum hafi verið settur rammi umlánsviðskipti samningsaðila, meðal annars með ákvæðum um útborgun hugsanlegraeinstakra lánshluta á grundvelli samningsins, endurgreiðslu þeirra og vexti afþeim, kæmi til þess að stefnandi léti reyna á rétt sinn til að fá lán ágrundvelli samningsins. Samningurinnhafi hins vegar ekki kveðið á um kröfurétt tiltekinnar fjárhæðar sem forveristefnanda skuldaði lánveitanda. Í þessuljósi, og með hliðsjón af dómaframkvæmd, geti það eitt út af fyrir sig ekkiskipt máli þótt heildarumfang lánsviðskiptanna hafi verið afmarkað í samningnummeð tilgreiningu á jafnvirði fjárhæðar í íslenskum krónum.Til samræmis við uppbyggingu samningsins megi ráða afútborgunarbeiðninni að stefnandi hafi nýtt rétt sinn samkvæmt samningnum til aðfá 44% af heildarlánsfjárhæð samkvæmt inngangsorðum samningsins í erlendumgjaldmiðlum, þ.e. í bandaríkjadölum, sterlingspundum, svissneskum frönkum,japönskum jenum og evrum. Samhliða þvíhafi stefnandi nýtt rétt sinn til að fá 56% sömu heildarlánsfjárhæðar í formiverðtryggðs láns. Ráðstafa skyldilánsfjárhæðum til að greiða upp „PM lán“ stefnanda hjá lánveitanda. Öll afgreiðsla lánveitanda hafi tekið mið afþessu og beri sýnilega með sér að um lán í erlendum gjaldmiðlum hafi verið aðræða. Lánsfjármunirnir hafi meðal annarsverið millifærðir á gjaldeyrisreikninga í eigu bankans, sbr. fyrri umfjöllun.Þótt erlendir gjaldmiðlar hafi ekki skipt um hendur með þeim hætti aðþeir hafi verið lagðir inn á sérstaka reikninga í eigu forvera stefnanda viðefndir lánveitanda á aðalskyldu sinni, þá hafi ástæða þess verið sú aðlánsfjárhæðum skyldi ráðstafað til uppgreiðslu peningamarkaðslána forverastefnanda hjá lánveitanda. Þar afleiðandi hafi ekki þurft að leggja lánsfjárhæðirnar inn á reikninga hans. Umrædd peningamarkaðslán hafi að stórumhluta verið í erlendum gjaldmiðlum.Að því er varði framkvæmd lánveitanda á efndum sínum, skuli áréttað aðí útborgunarbeiðni lántaka hafi sérstaklega verið tekið fram að lánveitandaværi „veitt heimild til að fá tilboð í og festa gengi vegnagjaldeyrisviðskiptanna sem til verða samhliða myntbreytingunni“. Að mati stefnda sé hér sýnilega vísað tilþeirra gjaldeyrisviðskipta og myntbreytinga, sem nauðsynlegar hafi verið til aðgreiða fyrrgreind peningamarkaðslán, enda ljóst að hinar eldri skuldbindingarhafi verið í öðrum gjaldmiðlum og fjárhæðum en skuldbindingarnar sem forveristefnanda hafi stofnaði til samkvæmt umþrættum samningi. Lánveitanda hafi verið fengin heimild, eðaumboð, til að ráðstafa útborgunarfjárhæðum til uppgreiðslu hinna eldriskuldbindinga, og samhliða heimild, eða umboð, til að framkvæma nauðsynleggjaldeyrisviðskipti, og þá í nafni forvera stefnanda. Af þessum ástæðum jafnframt hafi enginnauðsyn staðið til þess að erlendir gjaldmiðlar yrðu lagðir inn ágjaldeyrisreikninga forvera stefnanda.Málatilbúnaður í stefnu, þar sem ítrekað sé látið að því liggja að þessiviðskipti séu stefnanda alls óviðkomandi, standist því engan veginn.Stefndi hafnar alfarið málatilbúnaði stefnanda sem lýtur að innlendumgjaldeyrisreikningum, með höfuðbók 38.Því sé meðal annars hafnað að „þegar fjárhæð sé lögð inn á reikning meðhöfuðbók 38 felist ekki í því afhending á erlendum gjaldeyri heldur íslenskumkrónum með gengistryggingu“, að það sé „útbreiddur misskilningur að með því aðfá millifærslu inn á slíka gjaldeyrisreikninga þá flytjist gjaldeyrir tilÍslands“, „að engin afhending á gjaldeyri felist í því að „leggja inn“gjaldeyri á 38 reikning hér á landi, heldur sé þar einungis um færslu á blaðiað ræða“ og að „[e]ina leiðin til þess að í raun afhenda gjaldeyri sé að leggjahann inn á reikning í eigu lántakans í banka í því landi sem gefur útviðkomandi gjaldeyri, eða að afhenda gjaldeyrinn í seðlum“. Þessi málatilbúnaður stefnanda fari í bágavið skýr dómafordæmi Hæstaréttar Íslands, t.d. í málum nr. 337/2015, 577/2014,558/2014, 466/2014, 409/2014, 90/2014, 57/2014, 25/2014, 26/2014, 187/2014,498/2013, 446/2013, 337/2013, 715/2013, 66/2012, 467/2011, 50/2012 og3/2012. Í öllum tilvikum hafilánsskuldbindingar gagnvart innlendum fjármálafyrirtækjum verið taldar íerlendum myntum. Af hálfu stefnda séþvert á móti á því byggt að af ákvæðum laga nr. 38/2001 leiði að engartakmarkanir séu á lánveitingum innlendra lánastofnana í erlendum myntum. Um þá lögskýringu vísist meðal annars tiltilvísaðra dóma hér að framan, sbr. og einnig dóma Hæstaréttar Íslands í málumnr. 92/2010 og 153/2010.Þá virðist málatilbúnaður stefnanda einfaldlega í andstöðu við eðlibankastarfsemi og innlánsreikninga, þ. á m. sá greinarmunur sem stefnandi geriá krónureikningum og gjaldeyrisreikningum.Leiði hann raunar af sér ómöguleika þegar erlend lán séu annars vegar,nema því aðeins að lánveitingin fari fram fyrir tilstuðlan banka í heimalandiviðkomandi gjaldmiðils. Það hafi ekkihingað til verið talin raunin í bankastarfsemi, þ. á m. alþjóðlegri bankastarfsemi. Innistæðueigendur eigi jafnan rétt á að fágjaldeyri afhentan við úttekt innistæðu, í þeim gjaldmiðli sem innistæðan séí. Við þessar aðstæður teljist fé íerlendum gjaldmiðlum í reynd hafa skipt um hendur í þeim skilningi sem hérskipti máli, sbr. og fyrrnefndur dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 66/2012.Þá breyti engu þótt greiðslur forverastefnanda á afborgunum og vöxtum hafi verið í íslenskum krónum, þar semskýrlega hafi verið stofnað til skuldbindinga í erlendum gjaldmiðlum. Þá hafi verið farið með greiðslurnar, íkerfis- og bókhaldslegu tilliti, eins og þær hefðu verið í erlendumgjaldmiðlum. Forveri stefnda hafiskuldbundið sig til að greiða „lán í erlendum myntum inn á viðeigandi gjaldeyrisreikningalánveitanda“, en gert hafi verið ráð fyrir að lánveitandi gæti heimilað forverastefnanda að inna greiðslur sínar af hendi í íslenskum krónum, líkt og rauninhafi verið.Við skýringu samningsins beri og að hafa í huga meginreglu íslensksréttar um frelsi manna til að bindast skuldbindingum með samningum við aðraþannig að samningar teljist gildir nema sýnt sé fram á að þeir fari í bága viðófrávíkjanlegar reglur í settum lögum.Forveri stefnanda hafi, hvað sem öðru líði, með athafnaleysi sínu samþykktað líta skuli svo á að umþrættar skuldbindingar hafi verið í hinum umsömduerlendu gjaldmiðlum.Þá mótmæli stefndi sérstaklega umfjöllun stefnanda um aðgreiðsluseðlar feli í sér viðurkenningu lánveitanda á því að skuldbindingar séugengistryggðar, og viðlíka umfjöllun.Margsinnis hafi reynt á slík skjöl í dómaframkvæmd og málatilbúnaði semþessum verið hafnað, enda sýni skjöl sem þessi einfaldlega stöðu skuldbindingarí íslenskum krónum sem og í erlendum myntum.Íslenskir bankar geri upp í krónum og því eðli málsins samkvæmtnauðsynlegt að átta sig á krónustöðu krafna og skulda. Greiðsluseðlarnir, vegna lánshluta í hinumerlendu myntum, séu til marks um að þær skuldbindingar stefnanda hafi verið íerlendum myntum, þvert á það sem stefnandi haldi fram. Í greiðsluseðlunum sé enda vísað í „sölugengi“,sem sé einmitt til marks um að í reynd sé greiðslum í íslenskum krónumráðstafað til kaupa á hinum erlendu myntum þótt hinar erlendu myntir skiptivissulega ekki um hendur milli aðila í þeim skilningi að millifærðir séufjármunir af gjaldeyrisreikningum í hans eigu.Vísast í þessu sambandi til framlagðra skjala um kerfis- og bókhaldslegameðhöndlun erlendra lána hjá stefnda og framlagðs yfirlits yfir greiðslurstefnanda vegna hvers lánshluta í bandaríkjadölum, sterlingspundum, svissneskumfrönkum, japönskum jenum, evrum og íslenskum krónum.Stefndi getur þess sérstaklega að ekki sé fyrir hendi ágreiningur umað uppgreiðsla skuldbindinga forvera stefnanda, samkvæmt umþrættum samningi,hafi farið fram með þeim fyrirvara sem fylgi lánssamningnum, dagsettum 9.desember 2010, sem og þeim fyrirvara sem fylgi „Umsókn um höfuðstólslækkun ogmyntbreytingu láns/lána í erlendri mynt“, dagsettri 10. janúar 2011. Að því er síðari fyrirvarann varði, en skýraverði fyrri fyrirvarann með hliðsjón af honum, sé þess hins vegar að geta aðhann hafi lotið að „mögulegum betri rétti [...] komist Hæstiréttur Íslands aðþeirri niðurstöðu að skilmálar í erlendum lánum bankans, samkvæmt sams konarskuldaskjölum, uppfylli ekki þau skilyrði er rétturinn setur fram fyrir því aðlán geti talist erlent“. Sá fyrirvarihafi hins vegar gilt „um þau skuldaskjöl sem gefin verða út í samræmi viðumsókn þessa og koma í stað hinna erlendu lána“, þ.e. um samninginn, dagsettan9. desember 2010. Fyrirvarinn hafi þvíeinungis lotið að því að forveri stefnanda fyrirgerði ekki rétti til lækkunar áskuldbindingu sinni samkvæmt þeim samningi.Stefndi byggir hins vegar á því að stefnandi hafi glatað hvers konarrétti til að hafa uppi fjárkröfu, í formi hreinnar endurgreiðslukröfu, endaekki gerður fyrirvari um slíkt.Fyrirvarinn hafi einnig verið háður því skilyrði að Hæstiréttur Íslandskæmist að þeirri niðurstöðu að skilmálar samkvæmt „sams konar skuldaskjölum“teldust ólögmætir, en sú hafi ekki orðið raunin.Þá sé réttur stefnanda niður fallinn sökum tómlætis, meðal annars íljósi þess langa tíma sem liðinn sé, og hafi stefndi með réttu mátt vænta þessað ekki yrði höfð uppi hrein endurgreiðslukrafa. Á hinn bóginn sé ljóst, vegna þeirrarsérstöku fyrningarreglu sem tekin hafi verið upp í lög nr. 38/2001, sbr.bráðabirgðaákvæði XIV, að eigi stefnandi á annað borð kröfurétt í formiendurgreiðslukröfu, teljist hann ekki fyrndur, en vextir eldri en fjögurra árateljast þó alltaf fyrndir. Stefndi teljieinnig að hvers konar skaðabótaréttur teljist alltaf fyrndur, þ. á m. vextir afskaðabótakröfum.Verði ekki fallist á það með stefnda að umþrættur samningur sé um giltlán í erlendum gjaldmiðlum, þá hafni stefndi því að útreikningar stefnandaverði lagðir til grundvallar. Íútreikningum og málatilbúnaði stefnanda felist enda sú afstaða hans að ekki sétekið tillit til réttra vaxtaviðmiðana.Stefndi byggir á því að við þær aðstæður, sem hér um ræði, þá beriskuldbindingar samkvæmt samningnum umsamda REIBOR-vexti, sbr. 3. gr.samningsins, frá öndverðu og til uppgreiðsludags, enda hafi verið samiðsérstaklega um slíka vexti af skuldbindingu í íslenskum krónum, sbr. dómHæstaréttar Íslands í máli nr. 120/2011.Verði ekki fallist á að skuldbindingin beri REIBOR-vexti samkvæmtframangreindu þá beri hún vexti samkvæmt 4., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001 fráöndverðu til uppgreiðsludags, sbr. einnig lög nr. 151/2010. Stefndi byggir á því að af almennum reglum umendurheimt ofgreidds fjár leiði að fjárhæð hvers konar endurgreiðslukröfuhljóti alltaf að takmarkast við þá fjárhæð sem lántaki hafi innt af hendiumfram það sem hann hafi réttilega átt að greiða, með tilliti til réttravaxtaviðmiðana. Fari ekki umúrlausnarefnið eftir almennum reglum um endurheimt ofgreidds fjár þá eigistefndi hins vegar kröfu á hendur stefnanda um það sem vangreitt sé, í samræmivið meginreglu kröfuréttar um að kröfuhafi, sem fengið hafi minna greitt enhann eigi rétt til, eigi kröfu á hendur skuldara um það sem vangreitt sé. Kvittanir sem lánveitandi hafi gefið út tilforvera stefnanda, leiði ekki til þess að stefndi hafi glatað viðbótarkröfusinni, eins og hér standi á.Kröfuréttur stefnanda sé reistur á ætlaðri ofgreiðslu fjárkrafna semhann hafi verið krafinn um og virðist í grunninn reistur á því að reikna eigiút umþrætta skuldbindingu sem óverðtryggða og eftir svokallaðri„fullnaðarkvittanaaðferð“. Stefndi vísartil þess að skuldarsambandi aðila vegna samningsins hafi lokið, samkvæmtalmennum reglum kröfuréttarins, með því að skuldbindingarnar hafi að fulluverið greiddar í desember 2010.Ágreiningur aðila snúist því í eðli sínu ekki um hvort stefnda sé, eftiralmennum reglum kröfuréttar, heimilt að krefja stefnanda um viðbótargreiðsluvegna vangreiddra vaxta, sbr. þó hér síðar, heldur fari um úrlausnarefnið eftirreglum um endurheimt ofgreidds fjár.Sem fyrr segi sé á því byggt að fjárhæð hvers konar endurgreiðslukröfustefnanda, eftir reglum um endurheimt ofgreidds fjár, hljóti alltaf aðtakmarkast við þá fjárhæð sem stefnandi hafi innt af hendi, umfram það sem hannhefði réttilega átt að greiða með tilliti til réttra vaxtaviðmiðana. Því beri að líta alveg fram hjá ákvæðumumþrætts samnings um svokallaða LIBOR- og EURIBOR-vexti og leggja tilgrundvallar að skuldbindingin beri REIBOR-vexti eða vexti samkvæmt 4., sbr. 3.gr. laga nr. 38/2001. Stefndi leggi framútreikninga sem miði við þessar forsendur.Sé miðað við að skuldbindingar forvera stefnanda beri umsamdaREIBOR-vexti frá öndverðu til uppgreiðsludags, 9. desember 2010, þá hafiskuldbindingin á þeim degi verið að fjárhæð 162.944.574 krónur. Að teknu tilliti til innborgunar eðauppgreiðslu í desember 2010, að fjárhæð 166.755.475 krónur, hafi forveristefnanda því ekki ofgreitt nema 3.810.901 krónu. Sé miðað við sömu forsendur að öðru leyti enþví að skuldbindingin beri vexti samkvæmt 4., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, fráöndverðu til uppgreiðsludags, þá hafi skuldbindingin verið að fjárhæð167.143.514 krónur, 9. desember 2010. Aðteknu tilliti til innborgunar eða uppgreiðslu í desember 2010, að fjárhæð166.755.745 krónur, hafi forveri stefnanda þá ekki ofgreitt, heldur þvert ámóti vangreitt 388.039 krónur. Að matistefnda sé því ljóst að dómkröfur og málatilbúnaður stefnanda standist ekkiskoðun, enda taki þær ekki tillit til framangreinds.Þá byggir stefndi á því að sanngirnisrök mæli ekki með kröfumstefnanda sem byggi á meintum endurheimturétti hans. Kröfurnar takmarkist enda ekki við þærfjárhæðir sem forveri stefnanda hafi innt af hendi umfram það sem hann hafiréttilega átt að greiða með tilliti til réttra vaxtaviðmiðana. Ekki geti átt við það grunnskilyrðiendurheimturéttar að stefndi myndi auðgast á kostnað stefnanda viðendurútreikning sem tæki tillit til réttra vaxtaviðmiðana. Þvert á móti verði að líta svo á aðendurheimtukrafa stefnanda, sem miðist við að skuldbindingin sé íslenskóverðtryggð lánsfjárhæð sem beri aðeins lága erlenda vexti, í stað réttravaxtaviðmiðana, teljist frekar fela í sér auðgun stefnanda á kostnað stefnda,eins og hér standi á.Fari hins vegar um úrlausnarefnið eftir reglum kröfuréttar um rétt tilviðbótargreiðslu fyrir liðna tíð sé á því byggt að stefndi eigi þá kröfu áhendur stefnanda um vangreidda vexti, sbr. framlagða útreikninga stefnda. Þar sem stefndi telji skuldbindingarnar ekki haldnarólögmætri gengisviðmiðun hafi hann eðli máls samkvæmt ekki beint sérstakrikröfu að stefnanda. Stefndi telji hinsvegar að fari svo að skuldbindingarnar verði taldar haldnar ólögmætrigengistryggingu þá hljóti eðli málsins að leiða til þess að við útreikning, ogþegar tekin sé afstaða til lögmætis hvers konar fjárkröfu stefnanda af þvítilefni, beri að líta til þess hvort slíkri viðbótarkröfu verði komið viðsamkvæmt almennum reglum kröfuréttar.Málatilbúnaður stefnanda feli þetta jafnframt í sér, þ.e. krafa hans ségrundvölluð á því að stefndi eigi ekki viðbótarkröfurétt. Séu skilyrði viðbótarkröfuréttar talinuppfyllt, þá leiði af framangreindu, sem og útreikningum stefnda, að krafastefnanda sé ekki 80.938.323 krónur, heldur 3.810.901 króna, sé miðað viðREIBOR-vexti. Sé miðað við vextisamkvæmt 4., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, þá eigi stefnandi enga kröfu áhendur stefnda heldur standi í skuld við hann, að fjárhæð 388.039 krónur.Stefndi vísar til þess að samkvæmt meginreglu kröfuréttar eigikröfuhafi, sem hafi fengið minna greitt en hann eigi rétt til, kröfu á hendurskuldara um það sem vangreitt sé. Frámeginreglunni séu þó undantekningar, meðal annars að fullnaðarkvittun geti aðvissum skilyrðum fullnægðum valdið því að kröfuhafi glati frekari kröfu. Tilkalli kröfuhafa til viðbótargreiðslu verðiþó einungis hafnað af þeim sökum við sérstakar aðstæður. Þau atriði sem litið hafi verið til við mat áþví hvort efni séu til að víkja frá meginreglunni séu hvort skuldari hafi veriðí góðri trú, það er, hvorki vitað né mátt vita að greiðsla hans hafi veriðófullnægjandi þegar hann hafi innt hana af hendi. Þá hafi í annan stað verið litið til þesshvort sá aðstöðumunur hafi verið á aðilum að það réttlæti að viðbótarkröfu séhafnað og í framhaldi af því hvorum þeirra standi nær að bera áhættu af þeimmistökum sem leitt hafi til þess að vangreitt hafi verið. Í þeim efnum hafi einkum verið litið til þesshvort festa hafi verið komin á framkvæmd samnings, hversu langur tími hafiliðið frá því að mistök hafi komið fram þar til að krafa hafi verið höfð uppi,hvorum samningsaðila megi fremur kenna um að mistök hafi orðið, hvortsamningssamband sé í eðli sínu einfalt eða flókið og hvert sé umfangviðbótarkröfu. Öll eru þessi atriðiásamt öðrum til viðmiðunar og ekkert eitt þeirra geti ráðið úrslitum um hvortvikið verði frá meginreglunni.Heildarmat á aðstæðum öllum ráði, en því verulegra sem óhagræðiskuldarans yrði af viðbótargreiðslu því sterkari séu rökin til að víkja frámeginreglunni.Stefnandi beri fyrir sig undantekningu frá meginreglukröfuréttar. Á stefnanda hvíli því súbyrði að sanna, gegn andmælum stefnda, að viðbótarkröfuréttur feli í sérumtalsvert óhagræði fyrir stefnanda. Þaðsé ósannað og í öllu falli vanreifað af hálfu stefnanda. Í málinu liggi ekkert fyrir um að viðbótarkröfurétturvaldi slíkri röskun á fjárhagslegri stöðu stefnanda að skilyrði séu til aðvíkja frá þeim rétti. Mat á þessu ráðistvæntanlega af, meðal annarra atriða, fjárhagslegum upplýsingum sem snúi aðstefnanda sjálfum, sem stefnandi hafi ekki reifað neinar málsástæður um. Stefndi telji þetta leiða til sýknu af kröfumstefnanda. Hvað sem líði skortistefnanda á sönnun telji stefndi lagaskilyrði viðbótarkröfuréttar uppfyllt. Sé því þar af leiðandi hafnað að þær sérstökuaðstæður séu fyrir hendi sem réttlæti frávik frá viðbótarkröfurétti og slíkt aðminnsta kosti ósannað, sem fyrr segir.Að mati stefnda sé ekki unnt að líta svo á að forveri stefnanda hafiverið í sérstaklega góðri trú um að vextir væru endanlega greiddir þegar hannhafi greitt afborganir sínar, því lánsmyntin, sem hafi verið forsenda vaxtanna,hafi átt eftir að sæta endurskoðun.Forvera stefnanda hafi vart getað dulist samhengi milli mynttilgreiningarog vaxtaviðmiðunar og það hljóti að skipta máli við heildarmatið. Sérstaklega hafi verið samið um mismunandivexti af lánsfjárhæðum í íslenskum krónum og erlendum myntum og ákvæði 4., sbr.3. gr. laga nr. 38/2001 hafi að sönnu verið í gildi á því tímabili semgreiðslur forvera stefnanda hafi verið inntar af hendi.Ekki verði heldur séð að sá aðstöðumunur sé með aðilum sem HæstirétturÍslands hafi lagt til grundvallar í sumum dóma sinna og verði stefnanda enganveginn jafnað við einstakling, lítið fyrirtæki eða dreifbýlissveitarfélag. Vísast í þessu sambandi meðal annars tilframlagðra ársreikninga forvera stefnanda og framlagðra ársreikningastefnanda. Stefndi telji að taka berimið af samstæðu forvera stefnanda í þessu sambandi og líta þá meðal annars tilþess að móðurfélag hans, nú stefnandi, sé í eigu Reykjavíkurborgar og Samtakaiðnaðarins. Þá hljóti forveri stefnandaað teljast hafa verið í samningsstöðu til að hafa áhrif á einstök atriði ískilmálum umþrætts samnings, auk þess sem hann sé í eðli sínu gagnkvæmur.Því sé einnig mótmælt að slík festa hafi verið komin á framkvæmdsamningsins að það réttlæti að vikið sé frá meginreglunni. Lánið hafi verið til 30 ára og skyldiendurgreiðast með 360 mánaðarlegum greiðslum afborgana og vaxta, fyrst 20. júní2006. Því sé ljóst að fyrir uppgreiðsluí desember 2010 hafi forveri stefnanda ekki greitt nema hluta af umsömdumafborgunum og þar með af skuldbindingum sínum.Þá sé því sérstaklega mótmælt af hálfu stefnda að útreikningarstefnanda verði lagðir til grundvallar varðandi umfang viðbótarkröfu. Stefndi telji umfang viðbótarkröfu ekki slíktað það standi viðbótarkröfurétti í vegi, að teknu tilliti til atvika allra ogaðstæðna. Upphafleg höfuðstólsfjárhæð séfrá árinu 2006 og því í reynd önnur og um leið umtalsvert hærri á þeim tíma semhér skipti máli, að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Höfuðstólsfjárhæð umþrætts lánshluta, aðjafnvirði 120.120.000 krónur, framreiknuð frá maí 2006 fram til desember 2010,miðað við vísitölu neysluverðs, sé 170.125.087 krónur. Hið sama eigi einnig við um vaxtagreiðslurstefnanda sem séu umtalsvert hærri á þeim tíma sem hér skipti máli en þegar þærhafi verið inntar af hendi. Taka verðitillit til þessa við mat á umfangi viðbótakrafna stefnda. Þá beri að líta til þess að fjárhæð REIBOR-vaxtaog vaxta samkvæmt 4., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, miðað við hvernvaxtagjalddaga sem lántaka hefði þá borið að greiða hefði lánið frá öndverðutalist óverðtryggt í íslenskum krónum, geti aldrei talist veruleg í þessusambandi eða í hvers konar samanburði við upphaflega höfuðstólsfjárhæð, greiddavexti eða fjárhagsstöðu lántaka eða stefnanda.Með vísan til framangreinds telji stefndi að ekki séu uppfylltlagaskilyrði til að víkja megi frá umræddri meginreglu kröfuréttar, svo semmálatilbúnaður stefnanda byggi á.Stefnandi, sem beri fyrir sig undantekningu frá meginreglu, verði aðbera allan halla af hvers konar vafa í því tilliti.Málatilbúnaður stefnanda sem byggi á skaðabótaréttarlegum sjónarmiðum,sem virðist raunar takmarkaður við umfjöllun um vexti, sé vanreifaður. Auk þess mótmæli stefndi því að skilyrðiskaðabótaábyrgðar séu fyrir hendi, þ. á m. skilyrði um saknæmi og ólögmætaháttsemi, enda hafi stefndi, og fyrirrennari hans, enga ástæðu haft til að ætlaað ekki væri um gild lán að ræða, hvorki við stofnun hins umþrætta samnings néuppgjör hans. Eins sé ljóst, að væriháttsemi stefnda metin honum til sakar, þá ætti það sama við um stefnanda oghljóti hann að hafa firrt sig skaðabótarétti að öllu leyti eða að hluta vegnaeigin sakar. Þá væru skaðabótakröfuralltaf fyrndar og skaðabótakröfur á hendur Glitni banka hf. hafi þar að aukiekki verið fluttar yfir til stefnda með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, semleiði þá til sýknu vegna aðildarskorts.Gildi þessi umfjöllun líka um vaxtakröfur stefnanda, eftir því sem viðeigi.Í málinu geri stefnandi aðal-, vara- og þrautavarakröfu en einimunurinn á þeim felist í vaxtakröfum stefnanda.Sú fjárhæð sem stefnandi krefjist úr hendi stefnda sé hins vegar alltafsú sama, 80.938.323 krónur. Verðifallist á forsendur málatilbúnaðar stefnanda, sem stefndi mótmæli, fallist stefndiekki á útreikninga stefnanda eða dómkröfur.Stefndi geri í fyrsta lagi þá athugasemd við útreikninga og dómkröfustefnanda að ekki sé miðað við rétta útgreidda lánsfjárhæð, en stefnandivirðist ekki taka tillit til 0,3% lántökugjalds. Miða beri útreikninga við að útborguðlánsfjárhæð hafi verið 120.120.000 krónur en ekki 119.759.640 krónur, eins ogstefnandi geri. Í öðru lagi virðiststefnandi ekki miða við rétt gengi við umreikning. Í þriðja lagi miði stefnandi við rangauppgreiðslufjárhæð umþrætts samnings í desember 2010 en hún hafi verið166.755.475 krónur, að teknu tilliti til höfuðstólslækkunar að fjárhæð20.361.298 krónur og áfallinna vaxta vegna þess hluta lánsins sem hafi verið íverðtryggðum íslenskum krónum, að fjárhæð 615.734 krónur. Með vísan til framlagðra útreikninga stefndatelji stefndi að krafa stefnanda, verði fallist á málatilbúnað hans, getialdrei verið hærri en 60.405.620 krónur.Stefndi fallist heldur ekki á að meint krafa stefnanda geti boriðvexti frá uppgreiðslu-/endurfjármögnunardegi eins og stefnandi geri kröfu um ogsé vöxtunum mótmælt, þ. á m. vaxtafæti, upphafstíma og málsástæðum þeim tilgrundvallar.Því sé sérstaklega mótmælt að það sé „nærtækast“ eða „eðlilegast“ aðkrafan beri vexti samkvæmt samningnum frá 9. desember 2010, eða að slíkvaxtaviðmiðun eigi sér stoð í reglum kröfuréttar eða skaðabótaréttar eða öðrumréttarreglum. Þetta sé enda órökstutt afhálfu stefnanda. Því sé einnig mótmæltað skilyrði skaðabótaábyrgðar séu fyrir hendi.Stefndi hafi, á uppgjörsdegi í desember 2010, mátt ætla að um lögmætaskuldbindingu hafi verið að ræða. Þá séeinnig óútskýrt með hvaða hætti og á hvaða grunni vextirnir breytist ogmálatilbúnaðurinn að því leyti vanreifaður.Því sé einnig mótmælt að meint krafa stefnanda geti borið vextisamkvæmt 4., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, enda leiði slík vaxtaviðmiðun ekkiaf „samningi, venju eða lögum“ og því raunar ekki borið við af hálfustefnanda. Gildi einu þótt stefnanditelji „að rétt og sanngjarnt sé að ofgreiðsla gengistryggðra lána beri sömuvexti og lánin sjálf“. Þá eigi 18. gr.laga nr. 38/2001, eins og hún hafi verið fyrir gildistöku laga nr. 151/2010,sýnilega ekki við í þessu tilviki og lögskýringu stefnanda sé mótmælt.Þá geti krafa stefnanda ekki borið vexti samkvæmt 8. gr. laga nr.38/2001. Ekki sé um skaðabótaskyldaháttsemi að ræða og ekki unnt að lögjafna frá ákvæðinu eða lögum nr. 29/1995 umendurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda.Því sé mótmælt að endurgreiðslukrafa stefnanda sé í reynd skaðabótakrafasem rekja megi til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefnda og forverahans. Skilyrði skaðabótaábyrgðar séuekki fyrir hendi og séu fullyrðingar stefnanda þess efnis ósannaðar. Þá séu skilyrði fyrir lögjöfnun ekki fyrirhendi.Stefndi mótmælir jafnframt dráttarvaxtakröfu stefnanda. Verði fallist á dráttarvaxtakröfu stefnandasé þess krafist að dráttarvextir reiknist fyrst frá dómsuppkvaðningu. Þá hljóti vextir eldri en fjögurra ára alltafað teljast fyrndir, enda taki uppgjörsregla laga nr. 151/2010 ekki til vaxta afendurgreiðslukröfum og skaðabótakröfum.Um lagarök vísar stefndi til laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, sbr. lög nr. 151/2010, til meginreglna fjármunaréttar um réttarefndir fjárskuldbindinga og takmörk endurheimturéttar og meginreglukröfuréttar um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu fyrir liðna tíð vegna þesssem vangreitt telst. Stefndi vísareinnig til reglna skaðabótaréttar um skilyrði skaðabótaábyrgðar.Um málskostnað vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála.VÍ máli þessu greinir aðila á um hvorthluti, lánshluti A, umþrætts samnings, dagsetts 3. maí 2006, sem upphaflega vargerður milli Glitnis banka hf. og Fasteignafélagsins Laugardals ehf. hafi veriðskuld í erlendum gjaldmiðlum eða í íslenskum krónum, bundin við gengi erlendragjaldmiðla með ólögmætum hætti, í andstöðu við 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001,um vexti og verðtryggingu. Byggjadómkröfur stefnanda á því að framangreindur lánshluti hafi verið í íslenskumkrónum og að skilmálar lánsins um tengingu fjárhæða við gengi erlendragjaldmiðla sé ólögmæt og óskuldbindandi fyrir hann. Óumdeilt er að lánið var gert upp með nýjuláni hjá stefnda, dagsettu 9. desember 2010.Byggir stefnandi á því að hann hafi við uppgjörið ofgreitt stefnda semnemi kröfu hans í málinu.Eins og greinir í forsendum dómaHæstaréttar Íslands í málum nr. 92/2010 og 153/2010 fer skuldbinding í erlendumgjaldmiðlum ekki gegn ákvæðum 13. og 14. gr., sbr. 2. gr. laga nr.38/2001.Samkvæmt þeim er hins vegar óheimilt að verðtryggja lánsféí íslenskum krónum á þann hátt að það sé bundið við gengi erlendragjaldmiðla.Af orðalagi ákvæðanna og lögskýringargögnum verður ráðiðað við úrlausn á því, hvort um sé að ræða skuldbindingu í íslenskum krónum eðaerlendum gjaldmiðli eða gjaldmiðlum, verði fyrst og fremst að líta til forms ogmeginefnis þeirra gerninga sem liggja til grundvallar skuldbindingunni.Íþví sambandi skiptir einkum máli hvernig sjálf skuldbindinginn er tilgreind íþeim. Í dómum sínum um hvort lán sé íerlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum bundið gengi erlendra gjaldmiðlahefur Hæstiréttur Íslands fyrst og fremst lagt til grundvallar skýringu á textaþeirrar skuldbindingar sem lántaki hefur gengist undir. Þegar sú textaskýring tekur ekki af skarið umhvers efnis skuldbindingin er að þessu leyti, hefur verið litið til atriða semlúta að því hvernig hún hefur verið efnd og framkvæmd að öðru leyti.Ákvæðum umþrætts lánssamnings er lýst hérað framan. Samkvæmt fyrirsögn ogmeginmáli samningsins gátu lánshlutar á grundvelli hans hvort heldur verið íerlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum.Í samningnum sjálfum er hann sagður vera að jafnvirði tilgreindrarfjárhæðar, 273.000.000 króna, en ekki er tekið fram í hvaða gjaldmiðlum lániðeigi að vera heldur skírskotað til óska lántaka. Segir að lánið skiptist í tvo lánshluta, A ogB, „allt eftir vali lántaka“. Lán semféllu undir lánshluta B skyldu vera verðtryggð lán í íslenskum krónum með fastavexti. Lán sem sem féllu undir lánshlutaA gátu hvort heldur verið í erlendum myntum eða íslenskum krónum. Væru þau í íslenskum krónum skyldu þau berasvonefnda REIBOR-vexti, án verð- og gengistryggingar. Væru þau í erlendum myntum skyldu þau ýmistbera LIBOR- eða EURIBOR vexti. Af þessumtexta samningsins verður tæplega ráðið að vilji aðila hafi staðið til þess aðlán samkvæmt samningnum yrði í heild sinni í íslenskum krónum og þá bundiðgengistryggingu. Ákvæði samningsins umvexti og heimild lánveitanda til að umreikna lánshluta í erlendum myntum ííslenskar krónur við gjaldfellingu þess og reikna á það dráttarvexti samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 samræmast því einnig að lántaka hafi, ágrundvelli samningsins, verið unnt að óska eftir láni í erlendum myntum. Í sömu átt hníga ákvæði samningsins umheimild lántaka til myntbreytinga. Þábar lántaka að senda lánveitanda tilkynningu um það í hvaða myntum hann hygðisttaka lánið og í hvaða hlutföllum.Lán samkvæmt samningnum skyldi laust tilútborgunar 10. maí 2006 og er í samningnum gert ráð fyrir því að lántaki sendilánveitanda beiðni um útborgun með a.m.k. tveggja virkra bankadagafyrirvara. Er jafnframt gert ráð fyrirþví að með útborgunarbeiðni tiltaki lántaki í hvaða myntum hann hyggist taka Ahluta lánsins og í hvaða hlutföllum og að lánið verði þá eftirleiðis tilgreintmeð fjárhæð þeirra erlendu mynta, eða jafngildi þeirra í öðrum erlendum myntumog íslenskum krónum, samkvæmt heimild samningsins. Í framlagðri útborgunarbeiðni, dagsettri 16.maí 2006, er óskað eftir því að umdeildur lánshluti „í erlendum myntum“ nemi44% af lánsfjárhæðinni, alls 119.759.640 krónum. Eru hlutföll hinna erlendu mynta tilgreind ogjafnvirði hvers mynthluta í íslenskum krónum.Samkvæmt útborgunarbeiðninni skyldi ráðstafa láninu til að „greiða uppPM lán“ Fasteignafélagsins Laugardals ehf. og leggja það sem eftir stæði inn átékkareikning félagsins í íslenskum krónum.Á framlagðri kaupnótu kemur heildarfjárhæð lánsins fram í íslenskumkrónum og skipting þess og fjárhæð hvers leggs bæði í íslenskum krónum ítilgreindum erlendum gjaldmiðlum. Einnigliggur fyrir í málinu skjal sem ber yfirskriftina „gjaldeyrispöntun“ með sömutilgreiningu lánsfjárhæðar. Þrátt fyrirað skjalið sé unnið einhliða af bankanum verður gildi þess ekki dregið í efa,þ.e. að það sýni fram á að erlendir gjaldmiðlar hafi verið pantaðir í tengslumvið lánveitinguna. Kemur þar fram að tilútborgunar hafi komið erlendir gjaldmiðlar í samræmi við framangreindaútborgunarbeiðni og kaupnótu.Samkvæmt framlögðum staðfestingum,útgefnum af Glitni banka hf. á árunum 2005 og 2006, voru framlengdpeningamarkaðslán Fasteignafélagsins Laugardals ehf. gerð upp 16. maí 2006,sama dag og framangreind útborgunarbeiðni er dagsett. Staða lánanna á þeim degi var 700.893,38evrur, 164.516.559 krónur og 96.148.341 japanskt jen. Þá leggur stefndi fram samninga umgjaldmiðlaviðskipti, gefna út af Glitni banka hf. 16. maí 2006. Samkvæmt þeim var hluti hinna erlendugjaldmiðla, sem lánaðir voru samkvæmt umþrættum lánssamningi og útborgunarbeiðnisamkvæmt honum, seldir fyrir íslenskar krónur sem svo voru notaðar til að kaupaerlenda gjaldmiðla. Þeir gjaldmiðlar semþannig voru keyptir voru notaðir ásamt hluta þeirra gjaldmiðla sem lánaðir vorusamkvæmt umþrættum samningi til að gera upp peningamarkaðslánin, í samræmi viðfyrrgreind skjöl. Verður því talið aðstefnda hafi, með framangreindum skjölum og málatilbúnaði sínum, tekist að sýnafram á að lán samkvæmt umþrættum samningi hafi að stærstum hluta til veriðnotað til að gera upp peningamarkaðslán forvera stefnanda sem ýmist voru ííslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðlum, að ósk forvera stefnanda. Ekki er því fallist á það með stefnanda aðgjaldeyrisviðskipti innan bankans hafi verið honum alls óviðkomandi. Verður þar af leiðandi fallist á það meðstefnda að fé í erlendum gjaldmiðlum hafi skipt um hendur þegar Glitnir bankihf. efndi aðalskyldu sína samkvæmt samningnum þrátt fyrir að forveri stefnandahafi ekki fengið þá með beinum hætti í sínar vörslur. Þá bera framlagðir greiðsluseðlar, útgefniraf Glitni banka hf. árið 2008, með sér að umþrættur lánshluti hafi eftirleiðiseinungis verið tilgreindur með fjárhæðum hinna erlendu gjaldmiðla. Eru atvik að þessu leyti því ólík atvikummáls í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 386/2012, sem stefnandi vísar til,til stuðnings kröfum sínum.Fallist er á það með stefnanda að það getihaft þýðingu að umræddur samningur og útborgunarbeiðni hafi ekki að geymanánari tilgreiningu á fjárhæð lánsins í hinum erlendu gjaldmiðlum heldureinungis í íslenskum krónum. Í ljósiítrekaðra dómafordæma Hæstaréttar Íslands getur þetta atriði, eitt og sér, þóekki ráðið úrslitum heldur verður einnig að líta til annarra atriða, eins ogtil annarra ákvæða lánssamnings og þess hvernig aðilar efndu meginskyldursínar. Í því sambandi verður ekki litiðfram hjá því að framangreind gjaldeyrisviðskipti fór fram í tengslum viðlánveitinguna og að lán, sem forveri stefnanda tók á grundvelli umþrættssamnings, var notað til að greiða upp peningamarkaðslán sem ýmist voru íerlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum, í samræmi við óskir forverastefnanda. Þá bera önnur ákvæðisamningsins sjálfs og framlögð skjöl sem gefin voru út í tengslum viðlánveitinguna, þar með taldir framlagðir greiðsluseðlar, með sér að umþrætturhluti lánsins hafi verið í hinum tilgreindu erlendu gjaldmiðlum. Eru þessi atvik að mörgu leyti sambærilegatvikum í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 466/2014. Þá verður ekki fallist á málsástæðurstefnanda sem lúta að því að erlendur gjaldeyrir geti ekki skipt um hendur meðmillifærslu milli reikninga á Íslands og vísast um það til fjölmargra dómaHæstaréttar Íslands, t.d. í framangreindu máli nr. 466/2014.Óumdeilt er í málinu að lánið var gert uppmeð öðru láni í íslenskum krónum í desember 2010 en getur það eitt og sér ekkihreyft framangreindri niðurstöðu, í ljósi ítrekaðra dómafordæma HæstaréttarÍslands.Að öllu þessu virtu verður að hafnamálsástæðum stefnanda sem lúta að því að lánið hafi í reynd verið í íslenskumkrónum og leggja til grundvallar að samið hafi verið um lán að hluta í erlendumgjaldmiðlum hvað varðar lánshluta A umþrætts samnings. Verður stefndi því sýknaður af kröfumstefnanda.Eftir þessa niðurstöðu þykir rétt,samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, að dæmastefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn800.000 krónur.Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvaðupp dóm þennan.D Ó M S O RÐ:Stefndi, Íslandsbanki hf., er sýkn afkröfum stefnanda, Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., í máli þessu.Stefnandi greiði stefnda 800.000 krónur ímálskostnað. |
Mál nr. 218/2017 | Ríkisstarfsmenn Ráðningarsamningur Uppsögn Laun Skaðabætur | Ú gerði tímabundinn ráðningarsamning við B til þriggja mánaða sem rann út 6. júlí 2015. Eftir það tímamark starfaði B áfram hjá Ú, en lét af störfum 5. nóvember 2015 í kjölfar þess að ekki náðist samkomulag um launakjör. Gerði B kröfu um skaðabætur fyrir ólögmæta uppsögn auk greiðslu fjárhæðar sem nam launum í uppsagnarfresti og leiðréttingu launa fyrir það tímabil sem hún starfaði hjá Ú. Greindi aðila á um það hvort ótímabundinn ráðningarsamningur hefði komist á sem og um það hvort Ú eða B hefði slitið ráðningarsambandinu. Var ekki talið að B hefði sýnt fram á að ótímabundið ráðningarsamband hefði komist á milli hennar og Ú á því tímabili sem hún starfaði hjá Ú. Var m.a. vísað til þess að fyrir B hefðu verið lagðir tímabundnir ráðningarsamningar en hún neitað að undirrita þá vegna athugasemda við launalið þeirra. Þá yrði að túlka endanlega neitun hennar um að undirrita fyrirliggjandi ráðningarsamning sem rof á ráðningarsambandinu af hennar hendi. Loks hefði B ekki sýnt fram á að hún ætti rétt á hærri launum fyrir það tímabil sem hún starfaði hjá Ú, en einhliða drög B að starfslýsingu gátu ekki orðið grundvöllur að slíkri kröfu. Var Í því sýknað af kröfu B. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari oglandsréttardómararnir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. apríl 2017. Hún krefst þess aðstefnda verði gert að greiða sér aðallega 20.901.477 krónur, til vara18.380.100 krónur, að því frágengnu 5.084.727 krónur, en að öðrum kosti2.563.350 krónur, í öllum tilvikum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. júní 2016 til greiðsludags enað frádreginni innborgun 1. október 2016 að fjárhæð 487.355 krónur. Þá krefsthún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaðadóms verður hann staðfestur.Rétt er að aðilarnir beri hvort sinnkostnað af málinu fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10.janúar 2017.Málþetta, sem þingfest var 28. júní 2016 og dómtekið þann 20. desember sl. varhöfðað með stefnu birtri fyrir stefnda þann 21. júní 2016. Stefnandier Björk Håkansson, kt. [...], Bjarkargötu 14, 101 Reykjavík.Stefndier Ríkissjóður Íslands, kt. [...], Arnarhváli, 101, Reykjavík. Endanlegardómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að stefnda verði gert að greiða stefnanda20.901.477 krónur, auk dráttarvaxta, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, afþeirri fjárhæð frá 21. júní 2016, til greiðsludags. Til vara að stefnda verðigert að greiða stefnanda 18.380.100 krónur auk dráttarvaxta, skv. 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001, af þeirri fjárhæð frá 21. júní 2016, til greiðsludags.Til þrautavara að stefnda verði gert að greiða stefnanda 5.084.727 krónur aukdráttarvaxta, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af þeirri fjárhæð frá 21.júní 2016 til greiðsludags. Til þrautaþrautavara að stefnda verði gert aðgreiða stefnanda 2.563.350 krónur auk dráttarvaxta, skv. 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001, af þeirri fjárhæð frá 21. júní 2016 til greiðsludag. Í öllumtilvikum að frádreginni innágreiðslu stefnda þann 1. október 2016, að fjárhæð487.355 krónur. Þá er í öllum tilvikum krafist málskostnaðar að skaðlausu skv.mati dómsins að meðtöldum virðisaukaskatti.Stefndikrefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda, en til vara stórfelldrar lækkunarauk þess sem krafist er málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins en tilvara að málskostnaður verði felldur niður.IMálavextirStefnandivar ráðinn til starfa hjá Útlendingastofnun og gerður var við hana tímabundinnráðningarsamningur. Gildistími samningsins var frá 7. apríl 2015 til 6. júlí2015. Samningurinn var endurnýjaður 3. júní 2015 vegna breytinga álaunaflokkaröðun en með sama gildistíma. Þann 6. júlí 2016 rann gildistímisamningsins út og þann dag, eða degi síðar 7. júlí 2015, var ráðningarsamningurmeð gildistíma frá þeim degi til 30. september 2015 lagður fyrir stefnanda tilundirritunar. Stefnandi neitaði að skrifa undir þann samning á þeim forsendumað hún ætti rétt á hærri launaflokkaröðun en fram komi í þeim samningi.Forstjóri Útlendingastofnunar var á þeim tíma í veikinda- og sumarleyfi ogstaðgengill forstjóra hafði ekki umboð til þess að semja um hærrilaunaflokkaröðun en fram kom í samningnum. Varð úr að samningurinn var ekkiundirritaður af hálfu stefnanda en samkomulag varð með staðgengli forstjóra ogstefnanda að stefnandi héldi áfram vinnu hjá stofnuninni á sömu launum og húnhefði áður fengið, þar til forstjórinn kæmi aftur til starfa.ForstjóriÚtlendingastofnunar kom aftur til starfa um miðjan september 2015. Hófustviðræður milli stefnanda og forstjórans um launaflokkaröðun meðal annars meðþví að stefnandi útbjó sjálf ,að beiðni forstjóra, starfslýsingu fyrir starfsitt auk þess sem haldnir voru nokkrir fundir án þess að samkomulag næðist.Þann26. október 2015, ritaði forstjóri Útlendingastofnunar undir nýjan tímabundinnráðningarsamning fyrir stefnanda sem gilda átti frá 1. nóvember 2015 til og með31. desember 2015. Stefnandi tók sér frest til ákvörðunar um undirritun. Þann4. nóvember 2015, hafnaði stefnandi því að undirrita drög að framangreindumsamningi þar sem að hennar mati var útséð um það að Útlendingastofnun myndiverða við kröfum hennar um hækkun launaliðar. Degi áður, eða 3. nóvember 2015,hafði stefnanda verið tilkynnt af forstjóra að hún yrði að taka afstöðu tilþess hvort hún ætlaði að undirrita samninginn eða ekki. Í framhaldi af þessusendi starfsmannastjóri Útlendingastofnunar tölvupóst til stefnanda þar semfram kom að litið væri svo á að ráðningu hennar væri lokið frá og með 5.nóvember 2015 og bæri henni að skila lyklum og öðrum munum sem tilheyrðustofnuninni. Stefnandi sendi tölvupóst í framhaldi af því þar sem fram komusjónarmið hennar um að ekki hefði verið um tímabundinn ráðningarsamning að ræðaog miða ætti uppsögn við næstu mánaðamót á eftir, auk þess sem hún ætti rétt álaunum í uppsagnarfresti. Þann25. nóvember 2015 barst Útlendingastofnun bréf frá lögmanni stefnanda, þar semkrafist var launa í uppsagnarfresti auk leiðréttingar á launum fyrir þann tímasem stefnandi hefði starfað hjá Útlendingastofnun. Var þeirri kröfu gerð nánariskil með bréfi lögmanns stefnanda dags. 17. desember 2015. Með bréfiÚtlendingastofnunar, dags. 21. desember 2015, var kröfum stefnanda hafnað ogaftur í bréfi stofnunarinnar dags. 25. janúar 2016, en í því bréfi komjafnframt fram að stefnanda yrðu greiddar 75.805 krónur vegna afturvirkralaunaleiðréttinga fyrir tímabilið frá 7. apríl 2015 til 31. maí 2015. Þá liggurfyrir að stefnanda voru greidd laun fyrir nóvembermánuð 2015 og að laun fyrirdesembermánuð 2015 að fjárhæð 487.355 krónur voru greidd þann 1. október 2016.Meðbréfi, dags. 31. mars 2016, var Útlendingastofnun tilkynnt af hálfu lögmannsstefnanda að næðist ekki sátt í málinu yrði farið með ágreining aðila fyrirdómstóla.Ímálinu liggja meðal annars fyrir nefndir ráðningarsamningar og drög aðráðningarsamningum, tölvupóstsamskipti milli aðila, tilvísuð bréf, drög aðstarfslýsingu, launaseðlar stefnanda, stofnanasamningur milli aðildarfélaga BHMog Útlendingastofnunar um reglur um röðun starfa, kjarasamningur Fræðagarðs ogfjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, og frétt af kjarnanum.is.Fyrirdóminn komu og gáfu skýrslu, stefnandi, Kristín Völundardóttir, forstjóriÚtlendingastofnunar, Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra, FríðaArnardóttir starfsmannastjóri, Halldór Karl Valdimarsson, framkvæmdarstjóriþjónustuskrifstofu stéttarfélags Fræðagarðs, og Elfa Dögg S. Leifsdóttirsálfræðingur. IIMálsástæður og lagarök stefnandaStefnanditelur að stefndi hafi með ólögmætum og saknæmum hætti brotið gegn sér með þvíað slíta ráðningarsambandi aðila. Engar forsendur hafi verið að lögum eðasamkvæmt kjarasamningi til þess að segja stefnanda upp störfum. Sé sú ákvörðunjafnframt ógild að stjórnsýslurétti og hafi stefndi með því bakað stefnandafjár- og miskatjón, sem stefndi beri fébótaábyrgð á. Einnig sé stór hluti kröfustefnanda samningsbundin krafa um greiðslu launa í uppsagnarfresti aukleiðréttingar launa á því tímabili sem hún hafi starfað fyrir stefnda.Stefnandibyggir á því að ráðningarsamband hennar hafi verið ótímabundið, enda hafienginn tímabundinn ráðningarsamningur verið til staðar eftir að tímabundnumsamningi hafi lokið þann 6. júlí 2015. Heimilt hafi verið samkvæmt lögum um tímabundnaráðningu starfsmanna nr. 139/2003, sbr. 2. mgr. 5. gr., að gera nýjanráðningarsamning sem tæki við af fyrri samningi, enda hefði þá nýr samningurkomist á milli aðila innan sex vikna frá lokum þess fyrri. Þetta hafi ekkiverið gert og stefnandi hafi starfað áfram hjá stefnda allt fram að uppsögn íbyrjun nóvember 2015. Með þessum hætti hafi ótvírætt tekið við ótímabundinnsamningur. Megi leiða framangreint af almennum reglum vinnuréttar, sbr. einniginntak laga nr. 139/2003 og þeirrar meginreglu sem fram komi í 1. mgr. 41. gr.laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um aðríkisstarfsmenn skuli ráðnir ótímabundið. Ráðningarsambandi aðila hafi því ekkiverið sagt upp með lögmætum fyrirvara sem væri þrír mánuðir, þar sem við uppsögnhafi enginn tímabundinn samningur verið til staðar. Vegna þessa ætti stefnandirétt á launum í uppsagnarfresti í þrjá mánuði, frá 1. desember 2015 að telja,en laun fyrir nóvembermánuð ættu ekki að reiknast sem hluti þess. Stefnanditelur að ekki hafi verið tilefni til að segja henni upp með þeim hætti sem gertvar. Hafi stefndi ekki getað bundið enda á ótímabundið ráðningarsamband aðilanema skilyrði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins væri uppfyllt.Stefnandi hafi ekki brotið af sér í starfi eða fengið áminningu og þá hafiuppsögnin ekki átt rót að rekja til niðurskurðar eða hagræðingar í rekstri.Uppsögn ráðningarsambandsins hafi verið án lögmætrar ástæðu þar sem forsendurhafi verið rangar og ógildar. Þá sé ljóst að það hafi ekki verið stefnandi semsleit ráðningarsambandi aðila eins og stefndi haldi fram. Að mati stefnandahafi henni án nokkurs fyrirvara verið sagt upp störfum þar sem hún hafi ekkiskrifað undir drög að ráðningarsamningi. Ekkert tilefni hafi verið til slíkraruppsagnar og engin sök af hálfu stefnanda skv. vinnurétti sem réttlætt getislíkar íþyngjandi aðgerðir. Hafi engin þeirra atvika sem nefnd eru í IX. kaflalaga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins átt sér stað semréttlæti þá fyrirvaralausu uppsögn. Stefnanditelur að brotin hafi verið ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og óskráðarreglur stjórnsýsluréttar og uppsögnin hafi verið í andstöðu við góðastjórnsýsluhætti. Ákvörðun stefnda sé því hvort tveggja ógild að efni og formi,skv. eftirfarandi málsástæðum:Brotgegn lögmætisreglunni, þar sem ákvörðun stefnda um uppsögn hafi brotið gegnákvæðum laga nr. 70/1996 og stjórnsýslulögum.Ákvörðunstefnda hafi verið ómálefnaleg þar sem ekki verði séð að réttlætanlegt hafiverið að segja stefnanda upp störfum. Með því hafi verið brotið í bága viðóskráða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Við uppsögn á ráðningarsamningi skv.43. gr. laga nr. 70/1996 sé stefndi bundinn sem stjórnvald af þeirri óskráðumeginreglu stjórnsýsluréttar að byggja ákvarðanir sínar á málefnalegumsjónarmiðum. Þurfi stefndi að geta réttlætt og rökstutt nauðsyn þess að segjastefnanda upp störfum en það hafi hann ekki gert.Brotiðhafi verið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skv.ákvæðinu skal tryggt að íþyngjandi ákvarðanir verði ekki teknar nema því aðeinsað það sé nauðsynlegt og markmiði sem að er stefnt verði ekki náð með öðru ogvægara móti. Þannig hefði mátt komast hjá uppsögn með vægari úrræðum. Samkvæmt13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skuli aðili máls eiga andmælarétt áður enstjórnvald taki ákvörðun, en ekki hafi verið gætt að þeim rétti stefnanda.Stefnandibyggir á því að stefndi hafi brotið gegn jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaganr. 37/1993. Með ólögmætri uppsögn hafi stefndi mismunað stefnanda réttindalegaí uppsagnarkjörum í samanburði við aðra starfsmenn stefnda sem einnig hafinotið ótímabundinnar ráðningar eins og stefnandi.Í aðalkröfusinni krefst stefnandi bóta vegna vangreiddra launa í uppsagnarfresti, bótafyrir ólögmæta uppsögn, miskabóta og bóta vegna leiðréttingar launa. Stefnandigerir kröfu um greiðslu launa í uppsagnarfresti, í þrjá mánuði, frá 1. desember2015 að telja. Bætur fyrir ólögmæta uppsögn skuli ákvarða að álitum. Stefnandikrefst bóta miðað við 18 mánaða laun í fyrra starfi til samræmis viðdómaframkvæmd. Rökstyður stefnandi kröfu sína með því að hún búi að sérhæfðrimenntun og starfsreynslu sem nýtist eingöngu í málefnum sem hún hafi sinnt hjáÚtlendingastofnun og hafi meðal annars sinnt þeim verkefnum erlendis. Tækifæristefnanda til þess að nýta menntun sína og reynslu sé mjög takmörkuð hérlendis.Stefnandi hafi verið atvinnulaus og tekjulaus í framhaldi af uppsögn stefnda.Heildartjón stefnanda skv. þessum lið nemi 18 mánaðarlaunum, eða 18 x 854.450,samtals 15.380.100 krónum að meðtöldum bótum í þrjá mánuði vegna launa íuppsagnarfresti. Stefnandikrefst miskabóta að fjárhæð 3.000.000 króna. Til stuðnings þeirri kröfu ervísað til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Hafi uppsögnin veriðstefnanda sérlega íþyngjandi og bakað henni andlegt tjón, rýrt starfsheiðurhennar og jafnframt álit annarra á henni. Jafnframt verði að hafi í huga þaðandlega tjón sem stefndi hafi valdið stefnanda með því að skirrast við að faraað lögum. Þá hafi aðgerðir stefnda skaðað verulega möguleika stefnanda á því aðgeta fundið sér annað starf við hæfi. Hafi þetta falið í sér ólögmæta meingerðgegn æru og persónu stefnanda. Stefnandikrefst leiðréttingar launa fyrir það tímabil sem hún hafi starfað fyrirÚtlendingastofnun. Fái krafa hennar stoð í þeim kjörum sem stefnanda voru ætluðsamkvæmt stofnanasamningi Útlendingastofnunar og stéttarfélags þess semstefnandi tilheyri, eða Fræðagarðs. Sé sá stofnanasamningur frá árinu 2007 ogenn í fullu gildi. Hafi stefnda borið við ákvörðun um launagreiðslur tilstefnanda að fara að ákvæðum þess samnings. Gerir stefnandi þá kröfu að launhennar verði leiðrétt frá upphafi starfs og fram til starfsloka miðað viðlaunaflokk 10-8 á því tímabili og sem væri í samræmi við starfslýsingu ogmenntun skv. stofnanasamningi. Sú starfsheitalýsing sem samkvæmtstofnanasamningi hefði best átt við starf stefnanda væri „Stjórnandi 2“.Samkvæmt því ætti stefnandi að lágmarki að raðast í launaflokk 09 ogviðbótarmenntun vegna MA prófs ætti að meta sem 5% hækkun skv. launatöflu eðaeinum launaflokki. Einnig gerir stefnandi kröfu um að átta álagsflokkar skv.stofnanasamningi bætist við launakröfuna. Til viðbótar þessu telur stefnandi aðvangreidd hafi verið til hennar yfirvinna fyrir sama tímabil. Ístefnu er yfirlit yfir greidd laun stefnanda á tímabilinu 7. apríl 2015 til 30.nóvember 2015, samtals 6.140.844 krónur m.v. launaröðun 08-3. Stefnandi gerir þákröfu að stefnda verði gert að greiða henni mismun þeirra launa og þeirra launsem henni hafi borið miðað við laun í flokki 10-8. Samkvæmt því yfirliti hefðistefnanda átt að fá 8.662.221 krónu greidda í laun fyrir sama tímabil. Krafa umleiðréttingu launa væri því 8.662.221-6.140.844, samtals 2.521.377 krónur. Höfuðstóllaðalkröfu stefnanda er 20.901.477 krónur, 15.380.100 krónur vegna ólögmætraruppsagnar og launa í uppsagnarfresti, 3.000.000 króna vegna miska og 2.521.377krónur vegna leiðréttingar launa. Ívarakröfu krefst stefnandi 18.380.100 króna úr hendi stefnda. Miðast krafan viðfjárhæð sem svari til bóta fyrir ólögmæta uppsögn að meðtöldum þriggja mánaðauppsagnarfresti ótímabundins ráðningarsambands og til miskabóta. Stefnandigerir þrautavarakröfu um greiðslu á 5.084.727 krónum úr hendi stefnda. Miðistkrafan við fjárhæð sem svari til bóta fyrir vangreidd laun þriggja mánaða íuppsagnarfresti ótímabundins ráðningarsambands, 2.563.350 krónur, ogleiðréttingar launa á meðan stefnandi starfaði fyrir stefnda, 2.521.377 krónur.Stefnandigerir þrautaþrautavarakröfu um greiðslu á 2.563.350 krónum úr hendi stefnda.Miðist krafan við fjárhæð sem svari til bóta fyrir vangreidd laun þriggjamánaða í uppsagnarfresti ótímabundins ráðningarsambands.Íöllum tilfellum krefst stefnandi dráttarvaxta af framangreindum fjárhæðum fráútgáfu stefnu, 21. júní 2016, sbr. ákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 og íöllum tilfellum að teknu tilliti til innborgunar, 487.355 krónur.Umlagarök er vísað til framangreinds en auk þess er vísað til almennra reglnasamninga- og kröfuréttar, vinnuréttar og stjórnsýsluréttar. Vísað er til ákvæðalaga nr. 139/2003, um tímabundna ráðningu starfsmanna, stjórnsýslulaga nr.37/1993, laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, laganr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, til orlofslaga nr. 30/1987og til ákvæða kjara- og stofnanasamnings Fræðagarðs við Útlendingastofnun.Vísað er til réttarreglna og sjónarmiða EES-réttar og þjóðaréttar, sérstaklegatil samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og laga um EES nr. 2/1993, auk laganr. 21/1994 og samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar ogdómstóls. Þá er ennfremur vísað til afleiddra gerða EES-samningsins, m.a. tiltilskipunar ESB nr. 1999/70/EB, um rammasamninginn um tímabundna ráðningu semETUC, UNICE og CEEP hafa gert. Stefnandi vísar einnig til almennuskaðabótareglunnar og til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.Dráttarvaxta er krafist í samræmi við ákvæði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001,sbr. einnig 4. mgr. 5. gr. og 9. gr. þeirra laga. Krafanum málskostnað styðst við XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991,aðallega 129. og 130. gr. Krafan um virðisaukaskatt af málskostnaði byggir álögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og er óskað eftir því að tillit verðitekið til þess við ákvörðun málskostnaðar. IIIMálsástæður og lagarök stefndaStefndimótmælir kröfugerð og málsástæðum stefnanda í heild sinni. Hafi það veriðstefnandi sjálf sem hafi sagt upp ráðningarsamningi við stefnanda og ekki hafiverið um ótímabundna ráðningu að ræða eftir 7. júlí 2015 eins og stefnandihaldi fram. Stefnanda hafi við lok tímabundins ráðningarsamnings þann 6. júlí2015, verið boðinn nýr tímabundinn ráðningarsamningur með gildistíma frá 7.júlí 2015 til og með 30. september 2015 með sömu launakjörum og fyrri samningurhafi kveðið á um eftir leiðréttingu eða launaflokk 08-3. Það hafi hins vegarverið stefnandi sem hafi neitað að undirrita þann nýja ráðningarsamning þar semhún hafi talið sig eiga rétt á hærri launum fyrir störf sín samkvæmtstofnanasamningi Fræðagarðs og Útlendingastofnunar. Vegna veikinda forstjóransog sumarleyfa hafi orðið að samkomulagi með aðilum að fresta viðræðum umlaunaþáttinn þar til forstjórinn kæmi aftur til starfa. Hafi stefnandi ekkigert neinar athugasemdir við þá tilhögun og sinnt starfi sínu á fyrrgreindumlaunakjörum út gildistíma hins nýja tímabundna samnings. Stefnandahafi í lok október 2015 verið boðinn nýr tímabundinn samningur út árið og þá íhærri launaflokki eða 09-3. Með þeirri launahækkun hafi stefndi talið sig veraað koma til móts við stefnanda og launakröfur hennar, innan þess ramma semstefnda sé markaður samkvæmt kjara- og stofnanasamningi, launastefnustofnunarinnar og fjárheimildum. Hafi þau launakjör stefnanda verið langtumfram lágmarkskjör samkvæmt ákvæðum kjarasamnings og stefnanda veriðgrunnraðað í efsta lag skipurits stofnunarinnar sem „Stjórnandi 1“. Enn á nýhafi það hins vegar verið stefnandi sem hafi neitað að skrifa undirráðningarsamning og þar með starfstilboð stofnunarinnar. Hafi stefndi tjáðstefnanda, bæði munnlega á fundum og í tölvupósti að ef stefnandi sæi sér ekkifært að gangast að starfstilboðinu, yrði litið svo á að um höfnun ástarfstilboði væri að ræða og að stefnandi segði í raun starfi sínu hjáÚtlendingastofnun lausu. Hafi sá skilningur stefnda komið berlega í ljós ítölvupóstssamskiptum við stefnanda 3. og 4. nóvember 2015. Að mati stefnda séljóst að tímabundin ráðning stefnanda hafi varað frá 7. apríl 2015 til 4.nóvember 2015.Stefndikveður það mat sitt að með því að stefnandi hafi haldið áfram starfi sínu hjáÚtlendingastofnun þrátt fyrir að neita að undirrita hinn tímabundnaráðningarsamning dags. 7. júlí 2015, með gildistíma til 30. september sama ár,hafi stefnandi í raun samþykkt hinn nýja tímabundna ráðningarsamning meðfyrirvara um launakjör. Við þá neitun stefnanda hafi ekki komist á ótímabundiðráðningarsamband milli aðila eins og stefnandi haldi fram, heldur hafi verið umframlengingu á tímabundinni ráðningu stefnanda að ræða. Þegar stefnandi hafisvo ítrekað neitað að samþykkja nýtt tilboð stefnda um tímabundna ráðningu hafistefndi ekki getað túlkað þá neitun með neinum öðrum hætti en að stefnandisegði starfi sínu lausu frá þeim tíma er endanleg neitun barst stefnda þann 4.nóvember 2015. Þá verði til þess að líta að stefnandi hafi aldrei lagt framnein gagntilboð.Stefndibendir á að í 2. mgr. 41. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldurstarfsmanna ríkisins, sé heimilt að ráða starfsmann til starfa tímabundið og aðunnt sé að taka fram í ráðningarsamningi að segja megi slíkum samningi upp afhálfu annars hvors aðila áður en ráðning falli sjálfkrafa úr gildi við loksamningstíma. Hafi slík árétting verið í þeim samningum sem gerðir voru viðstefnanda. Stefndi vísar einnig til 42. gr. laga nr. 139/2003 um tímabundnaráðningu starfsmanna, þar sem fram komi að gera skuli skrifleganráðningarsamning milli forstöðumanns stofnunar og starfsmanns, þar sem meðalannars komi fram ráðningarkjör. Heimild til að gera tímabundnaráðningarsamninga sé aðeins með þeim takmörkunum að hún skuli aldrei varalengur en í tvö ár samfellt. Að mati stefnda sé ljóst að ekki hafi liðið nemarúmar tvær vikur frá því að ráðningarsamningur sá sem var með gildistíma til30. september 2015 hafi runnið út, þar til stefnanda hafi verið boðinn nýrtímabundinn samningur. Því sé ekki um það að ræða að ótímabundin ráðning hafikomist á milli aðila. Alltaf hafi verið ljóst, alveg frá upphafi ráðningarstefnanda, að um tímabundna ráðningu hafi verið að ræða og að til stæði aðframlengja þá tímabundnu ráðningu á meðan stefnandi starfaði hjá stefnda, endahafi verið um tímabundið verkefni að ræða sem ekki hafi verið ráðgert að mynditaka lengri tíma en tvö ár. Stefnandi hafi því ekki haft réttmætar væntingartil þess að hljóta ótímabundna ráðningu hjá stefnda. Stefndimótmælir túlkun stefnanda á 2. mgr. 5. gr. laga nr. 139/2003, um tímabundnaráðningu starfsmanna, um að hafi ekki verið gerður nýr tímabundinn samningurinnan sex vikna, sé komið á ótímabundið ráðningarsamband. Fráleitt sé að matistefnda að túlka ákvæðin þannig að stefnandi geti knúið á um ótímabundiðráðningarsamband með því einu að neita ítrekað að skrifa undir tímabundinnráðningarsamning, jafnvel eftir að stefndi hafi gert sitt besta til að koma tilmóts við launakröfur hennar. Stefndihafnar því að stefnanda hafi verið sagt upp störfum með ólögmætum hætti. Þaðhafi verið ákvörðun stefnanda sjálfrar að slíta ráðningarsambandi sínu viðstefnda, eins og henni hafi verið heimilt skv. 2. mgr. 41. gr. laga nr.70/1996, þegar hún hafi ítrekað neitað að samþykkja þau launakjör sem hennihafi boðist. Stefnandi hafi því í raun sjálf hafnað atvinnutilboði stefnda. Ítímabundnu ráðningarsambandi sé heimilt að semja um eins mánaðar uppsagnarfrest.Um það hafi verið samið og stefnandi nýtt sér þann rétt. Stefndi hafi hinsvegar hafnað vinnuframlagi stefnanda á þeim uppsagnarfresti eins og heimild sétil og greitt stefnanda laun út nóvember mánuð 2015. Þá hafi stefnanda þann 1.október sl. verið greidd laun fyrir desembermánuð 2015. Afhálfu stefnda er fullyrðingum stefnanda um brot á reglum stjórnsýslulaga nr.37/1993 og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar hafnað sem röngum. Þar semstefnandi hafi sjálf sagt upp störfum sé ekki um það að ræða að ákvæðistjórnsýslulaga hafi komið til álita við þá uppsögn. Stefndi hafi tekið viðhöfnun á atvinnutilboði og ekki lagt fram gagntilboð. Stefndi gæti því ekkihafa brotið gegn lögmætis-, réttmætis, meðalhófs- og jafnræðisreglustjórnsýslulaga. Andmælaréttur komi heldur ekki til álita þar sem ekki hafiverið um stjórnsýsluákvörðun að ræða og í raun hafi stefnandi notið þess réttarmeð því að hún kaus að hafna atvinnutilboði stefnda. Þá geti jafnræðisreglastjórnsýslunnar ekki átt við um samanburð á launakjörum stefnanda sem hafiverið með tímabundinn ráðningarsamning og annarra með ótímabundnaráðningarsamninga.Stefndihafnar sérstaklega þeirri kröfu að stefnandi eigi rétt á leiðréttingu launafyrir þann tíma sem hún hafi starfað hjá stefnda. Við mat sitt miði stefnandivið eigin útfærslu á starfslýsingu, ábyrgð og verkefnum og frammistöðu sem hafialdrei verið samþykkt af stefnda. Það sé ekki á hendi stefnanda að ákveðalaunaröðun sína heldur sé það byggt á starfsgreiningu og mati stofnunarinnar ogsé því á forræði hennar. Ljóst sé að stefnanda hafi verið boðin umtalsverthærri launakjör en sem nemi lágmarkslaunum samkvæmt stofnanasamningi fyrirumrætt starf. Stefnandi hafi ekki vísað ágreiningi sínum til samstarfsnefndarlíkt og henni hafi verið heimilt samkvæmt grein 11.4.3.2 í kjarasamningiFræðagarðs og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og verði stefnandiað bera hallann af því. Kröfusína um málskostnað styður stefndi við XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála. IVNiðurstöðurGerðurvar tímabundinn ráðningarsamningur til þriggja mánaða milli stefnanda ogÚtlendingastofnunar þann 14. apríl 2015, og rann samningurinn út þann 6. júlí2015. Óumdeilt er að stefnandi starfaði áfram eftir að sá ráðningarsamningurrann út og allt fram til 5. nóvember 2015, án þess að stefnandi skrifaði undirráðningarsamning eftir 6. júlí 2015. Ískýrslum fyrir dómi af Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar,Þorsteini Gunnarssyni, staðgengli forstjóra, og Fríðu Breiðfjörð Arnardótturstarfsmannastjóra, kom fram að alltaf hefði legið fyrir að ráðning stefnandahafi átt að vera tímabundin, enda hafi verið um tímabundið tilraunaverkefni aðræða sem stefnandi sinnti. Bar forstjórinn að Útlendingastofnun hefði í febrúareða mars 2015 fengið heimild frá ráðuneyti til þess að ráða tímabundið í tvöstöðugildi vegna verkefna tengdum hælisleitendum, en óvissa hefði verið hvortverkefnin yrðu áfram hjá Útlendingastofnun. Þegar ráðið hafi verið í stöðustefnanda hafi framangreint legið ljóst fyrir og stefnandi verið upplýst umþað. Vonir hefðu hins vegar staðið til þess að hægt yrði að veita henni faststarf frá áramótum 2015-2016, ef þá hefði legið fyrir að Útlendingastofnun ættiað sinna þeim verkefnum samkvæmt lögum, en það lægi ekki enn fyrir. Stefnandikvaðst fyrir dómi ekki hafa verið upplýst um að starf hennar hafi veriðtilraunaverkefni og hafi hún gert ráð fyrir því að eftir þriggja mánaða reynsluá tímabundnum ráðningarsamningi fengi hún ótímabundna ráðningu. Taldi stefnandií skýrslu sinni fyrir dómi að ótímabundinn samningur hefði tekið við þegar þann7. júlí 2015, og aðeins hafi þá verið eftir að gera starfslýsingu og semja umlaunaliðinn.Ígögnum málsins liggja fyrir drög að ráðningarsamningi, dags. 7. júlí 2015,undirrituð af Þorsteini Gunnarssyni, staðgengli forstjóra, en óundirrituð afhálfu stefnanda. Þorsteinn upplýsti fyrir dómi að sá samningur hefði veriðlagður fyrir stefnanda þann 6. eða 7. júlí 2015 en stefnandi hefði neitað aðundirrita hann vegna óánægju með þá launaröðun sem fram kæmi í samningnum.Hefði orðið að munnlegu samkomulagi milli þeirra, að hann taldi, að stefnandihéldi áfram störfum á þeim launakjörum sem kveðið væri á um í þeim samningi, enumræða um frekari launakjör yrðu að bíða komu forstjóra. Hafi stefnandi ekkinefnt við hann við það tækifæri að hún teldi að kominn væri á ótímabundinnráðningarsamningur. Í skýrslu forstjóra og starfsmannastjóra fyrir dómi komeinnig fram að aldrei hefði komið fram í viðtölum þeirra við stefnanda aðstefnandi hefði talað um að henni bæri ekki að undirrita tímabundinnráðningarsamning, þar sem ótímabundið ráðningarsamband væri þegar komið á.Hefðu viðræður og samskipti þeirra á milli verið um launakjör stefnanda,starfslýsingu og undirritun tímabundins ráðningarsamnings.Ekkerthefur komið fram sem styður þann framburð stefnanda að hún hafi mátt gera ráðfyrir því að sjálfkrafa tæki við ótímabundin ráðning í framhaldi af þriggjamánaða tímabundinni ráðningu eða að samið hafi verið á þá leið. Gögn málsinsbenda til hins gagnstæða, enda var lagður fyrir stefnanda til undirritunar, nýrtímabundinn ráðningarsamningur um leið og gildistíma eldri samnings lauk.Verður ekki séð að stefnandi hafi gert athugasemdir við að henni hafi þá veriðboðinn nýr tímabundinn samningur, heldur hafi athugasemdir hennar snúið aðlaunalið samningsins og hún neitað að skrifa undir vegna þess. Vegna þeirrarneitunar stefnanda, og þar sem staðgengill forstjóra taldi sig ekki geta samiðum hærri laun en tilgreind voru í samningnum, var gerður munnlegur samningur umað stefnandi héldi áfram störfum þar til forstjórinn kæmi úr leyfi. Starfaðistefnandi í samræmi við þann samning, án frekari athugasemda að séð verður.Ekkert í gögnum málsins bendir til þess að sá munnlegi samningur sem báðirmálsaðilar telja að hafi komist á, hafi átt að vera um annað en þá lá fyrir aðundirrita, þ.e. tímabundinn ráðningarsamning. Niðurstaðadómsins samkvæmt framangreindu er að þann 7. júlí 2015, hafi komist á munnlegurtímabundinn ráðningarsamningur, með gildistíma frá þeim degi til og með 30.september 2015, með fyrirvara af hálfu stefnanda um laun.Meginreglanum ráðningar opinberra starfsmanna eru ótímabundnar ráðningar en heimild er tiltímabundinna ráðninga í 2. mgr. 41. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi ogskyldur starfsmanna ríkisins, enda vari sú ráðning ekki lengur en tvö ár, sbr.og 1. mgr. 5. gr. laga nr. 139/2003, um tímabundna ráðningu starfsmanna. Ekkireynir á tímaskilyrði nefnds ákvæðis. Af 2. gr. laga nr. 139/2003 verður ráðiðað hlutlægar ástæður skuli ráða við ákvörðun um tímabundnar ráðningar. Í málinuhefur ekki annað komið fram en að ráðning stefnanda hafi verið vegna tímabundinnaheimilda til handa Útlendingastofnun til að ráða tvo starfsmenn, og hafi þvíhlutlægar ástæður ráðið því að stefnanda var boðinn tímabundinnráðningarsamningur.Áþví er byggt af hálfu stefnanda, með vísan til 2. mgr. 5. gr. laga nr.138/2003, um tímabundna ráðningu starfsmanna, að þar sem ekki hafi verið gengiðfrá ráðningarsamningi við stefnanda þegar eldri tímabundin ráðning rann út þann6. júlí 2015, hafi sex vikum síðar sjálfkrafa komist á ótímabundinnráðningarsamningur. Með vísan til fyrrgreindrar niðurstöðu dómsins um að þann7. júlí 2015 hafi komist á tímabundinn ráðningarsamningur, kemur nefndmálsástæða stefnanda ekki til álita, enda var sá ráðningarsamningur gerðurinnan sex vikna frá lokum eldri samnings.Þegarmunnlegum ráðningarsamningi lauk 30. september 2015, var ekki gengið frá nýjumsamningi, hvorki munnlega né skriflega að því er séð verður. Gögn málsins bendaekki til þess að þá hafi staðið til að ráða stefnanda ótímabundið, enda eins ogfyrr, var nýr skriflegur tímabundinn ráðningarsamningur lagður fyrir stefnandaþann 26. október 2015 til undirritunar. Tölvupóstur stefnanda, dags. 4.nóvember 2015, sem sendur var til forstjóra og starfsmannastjóra styður einnigþá niðurstöðu, en þar kom fram að stefnandi óskaði lagfæringar á launakjörum enengar athugasemdir voru um að sá samningur væri tímabundinn. Samkvæmt þessuliðu fimm vikur frá því að tímabundinn munnlegur ráðningarsamningur rann útþann 30. september 2015 og þar til starfi stefnanda lauk. Eiga ákvæði 2. mgr.5. gr. laga nr. 138/2003 því heldur ekki við umrætt tímabil, þar sem á þvítímabili var hvorki framlengdur eldri samningur né gerður nýr tímabundinnsamningur innan sex vikna frá lokum eldri samnings.Stefnandihefur að mati dómsins ekki sýnt fram á að ótímabundið ráðningarsamband hafikomið á skv. framangreindu, á því tímabili sem hún starfaði hjáÚtlendingastofnun.Ínefndum tölvupósti stefnanda dags. 4. nóvember 2015, kom fram, að þar sem útséðværi að Útlendingastofnun myndi gera bragarbót á samningsdrögunum, gætistefnandi ekki undirritað þau. Degi áður hafði forstjóri Útlendingastofnunarsagt í tölvupósti til stefnanda að ráðningarsamningurinn væri ekkisamningsatriði, annað hvort myndi stefnandi samþykkja drögin eða ekki ogafstaða stefnanda yrði að liggja fyrir í lok þess dags. Útlendingastofnun leitsvo á að framangreint svar stefnanda væri höfnun á starfstilboði og væriráðningu stefnanda því lokið frá og með 5. nóvember 2015. Að mati dómsinsverður svar stefnanda ekki túlkað með öðrum hætti en sem endanleg neitun hennará því að undirrita fyrirliggjandi ráðningarsamning og þar með uppsögn hennar áþví ráðningarsambandi sem báðir málsaðilar hafi talið vera í gildi. Sú afstaðastefnanda að hún hafi á þeim tíma verið komin með ótímabundna ráðningu komfyrst fram í framhaldi af þessum samskiptum. Samkvæmt2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 30/1993, gilda stjórnsýslulög um ákvarðanirstjórnvalda um réttindi og skyldur. Starfslok stefnanda verða skv.framangreindu ekki rakin til stjórnsýsluákvörðunar um uppsögn Útlendingastofnunará ótímabundinni ráðningu stefnanda. Eiga tilgreind ákvæði stefnanda tilstjórnsýslulaga og óskráðra reglna stjórnsýsluréttar þar af leiðandi ekki viðum starfslokin.Meðvísan til framangreinds verður að sýkna stefnda af kröfum stefnanda um bæturfyrir fyrir ólögmæta uppsögn á ótímabundnum ráðningarsamningi, þriggja mánaðalaun í uppsagnarfresti, og fjár- og miskabætur.Stefnandigerir kröfu um leiðréttingu launa frá því að hún hóf störf þann 7. apríl 2015og fram til 30. nóvember 2015. Hafi hún fengið greitt skv. launaflokki 08-3 enátt rétt á launum skv. launaflokki 10-8. Stefnandi vísar kröfu sinni tilstuðnings til stofnanasamnings milli aðildarfélaga BHM og Útlendingastofnunarog kjarasamnings Fræðagarðs og til draga að starfslýsingu. Fyrirdóminn kom Halldór Karl Valdimarsson, framkvæmdarstjóri þjónustuskrifstofustéttarfélags Fræðagarðs. Í skýrslu hans fyrir dóminum kom fram að krafastefnanda um leiðréttingu launa hafi verið gerð í samráði við hann. Hafi krafastefnanda verið eðlileg og sanngjörn miðað við þá starfslýsingu sem stefnandihafi lagt fyrir hann og hann taldi að væri sama starfslýsing og lægi fyrir ímálinu. Aðspurt kom fram að ekki hefði verið leitað eftir afstöðuÚtlendingastofnunar til starfslýsingarinnar.Stefnandiútbjó fyrirliggjandi starfslýsingu að beiðni forstjórans. Í skýrslu forstjóransog starfsmannastjórans fyrir dómi kom fram að starfslýsingin, og ábyrgðsamkvæmt henni hefði ekki verið í neinu samræmi við það starf sem stefnandihafði í raun og því hefði starfslýsingunni verið hafnað og hún hafi ekki veriðlögð til grundvallar á starfi stefnanda. Þákom fram að starf stefnanda hafi ekki verið skilgreint í stofnanasamningi envið útreikning í launaflokk 08 hafi verið miðað við „Sérfræðing eða Fulltrúa 2“og stefnanda því verið grunnraðað í launaflokk 02. Í stofnanasamningi segirmeðal annars að „Fulltrúi 2“ sé starfsmaður sem hafi umsjón með ákveðnummálaflokkum eða verkefnum en vinni undir stjórn annarra. Fram kom í drögum aðráðningarsamningi, sem dagsettur var 26. október 2015, að stefnanda hafi veriðraðað eins og „Stjórnandi 1“ með grunnröðun í launaflokk 05, en með menntun ogreynslu stefnanda hafi hún átt að fara upp í launaflokk 09, miðað við auknaábyrgð sem þá hafi staðið fyrir dyrum. Ekki hafi staðið til að grunnraðastefnanda sem „Stjórnanda 2“, enda væru einungis sviðstjórar þar undir semstefnandi hafi ekki verið.Ekkier um það deilt að starf stefnanda hafi verið mikið og erfitt og hafi umfangþess stöðugt vaxið á þeim tíma sem stefnandi sinnti starfinu. Hins vegar verðurkrafa um leiðréttingu launa ekki byggð á einhliða drögum stefnanda aðstarfslýsingu fyrir starfið, enda var þeim drögum hafnað af vinnuveitanda áðurog fyrir dómi. Breytir engu þar um þótt álit stéttarfélags liggi fyrir, endavar það álit byggt á framangreindum drögum stefnanda. Afframangreindu virtu hefur stefnanda ekki tekist að færa sönnur á það að húneigi rétt á hærri launum fyrir það tímabil sem hún starfaði hjáÚtlendingastofnun, en ráðningarsamningar sögðu til um. Meðvísan til alls framangreinds verður að hafna öllum kröfum stefnanda í máliþessu. Réttþykir að málskostnaður falli niður. BogiHjálmtýsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.DómsorðStefndi,Ríkissjóður Íslands, er sýkn af öllum kröfum stefnanda.Málskostnaðurfellur niður. |
Mál nr. 28/2017 | Lánssamningur Gengistrygging Fjármálafyrirtæki Slit Skuldajöfnuður | Í málinu krafðist S ehf. að viðurkenndur yrði réttur sinn til að skuldajafna kröfu vegna ofgreiðslu til B á nánar tilgreindri fjárhæð við kröfu Í hf. vegna yfirdráttar á tékkareikningi. S ehf. hafði verið með framangreindan tékkareikning hjá B sem Fjármálaeftirlitið setti undir bráðabirgðastjórn í apríl 2010. B rann síðan saman við Í hf. árið 2011 og við það fluttist reikningurinn til Í hf. Í dómi Hæstaréttar kom fram að skuld sú sem S ehf. stóð í við B í október 2008 hefði verið meira en að fullu greidd með innborgunum á tékkareikninginn í október og nóvember sama ár, þótt S ehf. hefði samhliða því viðhaldið yfirdráttarskuld með áframhaldandi úttektum af reikningnum. Þá kom einnig fram að þótt S ehf. hefði getað borið fyrir sig gagnvart Í hf. skuldajöfnuð við skuld, sem hann stofnaði til við B eftir þennan tíma með áframhaldandi reikningsviðskiptum allt þar til starfsemi B var hætt í apríl 2010, yrði að líta til þess að yfirdráttarskuld, sem var á reikningnum þann dag, hefði einnig verið greidd upp í júní sama ár. Var því fallist með Í hf. að S ehf. stæði ekki nú í skuld við hann vegna stöðu tékkareikningsins í október 2008 eða á öðru síðara tímamarki á meðan B starfaði enn. Var Í hf. því sýknaður af kröfu S. ehf. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Greta Baldursdóttir og JónFinnbjörnsson landsréttardómari.Aðaláfrýjandiskaut málinu til Hæstaréttar 16. janúar 2017. Hann krefst sýknu af kröfumgagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 25. janúar 2017. Hann krefstþess að héraðsdómur verði staðfestur um viðurkenningu á rétti hans tilskuldajafnaðar á kröfu sinni á Byr sparisjóð að fjárhæð 11.660.792 krónur viðkröfu aðaláfrýjanda á hendur sér að fjárhæð 6.517.821 króna miðað við stöðukrafnanna 10. október 2008, en að öðru leyti að aðaláfrýjanda verði gert aðgreiða sér dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af 6.517.821 krónu frá 10. október 2008 til greiðsludags. Þákrefst hann þess að fjárhæð málskostnaðar verði hækkuð frá þeirri, sem sér vardæmd í héraði, og verði aðaláfrýjanda jafnframt gert að greiða málskostnað fyrirHæstarétti.IGagnáfrýjandi samdi 29. febrúar 2008 við Byr sparisjóð um „lán aðjafnvirði kr. 21.109.101 ... sem greitt skal út í eftirtöldum myntum oghlutföllum: EUR 100%“. Kom fram í samningnum að tilgangur lántöku væri að„myntbreyta lánssamningi í íslenskum krónum ... að eftirstöðvum kr. 21.109.101þann 08.02.2008, yfir í erlendar myntir.“ Lánið átti gagnáfrýjandi aðendurgreiða í einu lagi 3. október 2008 og skyldi það bera svonefnda EURIBORvexti með 4,1% álagi. Áður en kom að gjalddaga lánsins undirrituðugagnáfrýjandi og BYR sparisjóður yfirlýsingu 25. ágúst 2008 um breytingar áskilmálum samningsins. Í upphafi hennar var tekið fram að gagnáfrýjandi hafimeð samningnum fengið lán frá sparisjóðnum „að jafnvirði kr. 21.109.101 ... íerlendri mynt“ með gjalddaga 3. október 2008. Væri skilmálum samningsins breyttþannig að „nýr höfuðstóll lánsins m.v. 21.08.2008, er að fjárhæð: EUR 212.451“og ætti að endurgreiða það í einu lagi 6. október 2009. Einnig væri samningnumbreytt þannig að álag á EURIBOR vexti yrði 5,3% og bæri gagnáfrýjanda að greiðaáfallna vexti 6. apríl 2009, en vexti frá þeim tíma á sama gjalddaga oghöfuðstól skuldarinnar. Í fyrirsögn yfirlýsingarinnar var tekið fram að húnvarðaði „lánssamning nr. 101ERLB080600009“, sem er sama númer og fram kom á forsíðuáðurnefnds samnings, en á yfirlýsinguna var einnig handritað„101ERLB082450001“.Í málinu liggja fyrir tvær kvittanir, sem BYR sparisjóður gaf út tilgagnáfrýjanda vegna endurgreiðslu á framangreindu láni. Sú fyrri var dagsett 6.október 2008 og var þar vísað til þess að „númer samnings“ væri„101ERLB082450001“, en höfuðstóll lánsins fyrir greiðslu væri 212.451 evra.Greidd væri afborgun að fjárhæð 33.259 evrur inn á höfuðstól með 5.985.955krónum og væru eftirstöðvar lánsins eftir greiðsluna 179.192 evrur. Í síðarikvittuninni, sem var dagsett 10. sama mánaðar, var aftur vísað til samnings meðsama númeri og tiltekið að eftirstöðvar lánsins fyrir greiðslu væru síðastnefndfjárhæð. Samkvæmt kvittuninni var sú fjárhæð greidd ásamt 3.046,33 evrum ívexti eða samtals 182.238,33 evrur með 28.760.853 krónum.Fjármálaeftirlitið neytti 22. apríl 2010 heimildar í ákvæði VI tilbráðabirgða í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, svo sem þeim hafði veriðbreytt með lögum nr. 44/2009, til að taka yfir vald stofnfjáreigendafundar íBYR sparisjóði, víkja stjórn hans frá og setja yfir hann bráðabirgðastjórn. Umleið var tekin ákvörðun um ráðstöfun tiltekinna eigna sparisjóðsins ogskuldbindinga til nýs félags með heitinu BYR hf. Meðal þeirra vorukröfuréttindi sparisjóðsins vegna reikningsviðskipta og skuldbindingar vegnainnlána, en tekið var fram að framsal kröfuréttinda á þessum grunni skyldi„ekki svipta skuldara rétti til skuldajöfnunar sem hann átti gagnvart fyrri kröfuhafaeða þrotabúi hans.“ Samkvæmt málatilbúnaði aðaláfrýjanda var BYR sparisjóðursíðan tekinn til slita 2. júlí 2010 eftir ákvæðum laga nr. 161/2002 og vargefin út innköllun til lánardrottna, en fresti til að lýsa kröfum við slitinhafi lokið 13. október 2010. Samruni aðaláfrýjanda og BYRS hf. hafi svo veriðsamþykktur 29. nóvember 2011 og sá fyrrnefndi þar með tekið yfir öll réttindiog allar skyldur þess síðarnefnda miðað við 30. júní sama ár.Á framangreindu tímabili var gagnáfrýjandi með tékkareikning hjá BYRsparisjóði, sem mun síðan hafa færst til BYRS hf. og eftir það tilaðaláfrýjanda, en í málinu hefur verið lagt fram yfirlit vegna reikningsins,sem nær frá 16. apríl 2007 til 31. mars 2014. Yfirlitið ber með sér að á þessumtíma hefur talsvert fé farið um reikninginn í yfir 2000 innborgunum og útborgunum,svo og að gagnáfrýjanda hafi verið heimilt að stofna til skuldar á reikningnum meðyfirdrætti. Eftir yfirlitinu var á árinu 2007 ýmist innstæða á reikningnum eðaskuld, en upp frá því var samfleytt skuld á honum, sem var þó að öðru jöfnuinnan við 7.000.000 krónur fram í ársbyrjun 2014. Var þannig meðal annarsyfirdráttarskuld á reikningnum að fjárhæð 6.517.821 króna 10. október 2008þegar gagnáfrýjandi greiddi upp áðurnefnda skuld sína við BYR sparisjóð, engreiðslur inn á hana þann dag og 6. sama mánaðar komu ekki af reikningi þessum.Gagnáfrýjandi ritaði bréf 9. september 2011 til slitastjórnar BYRSsparisjóðs, þar sem vísað var til þess að hann hafi tekið „erlent lán ...upphaflega að fjárhæð ISL. kr. 29.391.616.- en lánið var tekið í evrum hinn 29.mars 2006.“ Hann hafi endurgreitt þetta lán 10. október 2008, en eftir það hafií Hæstarétti gengið dómar þar sem „erlend viðmiðun lána var dæmd ólögmæt.“Teldi gagnáfrýjandi ljóst að hann hafi af þessum sökum greitt sparisjóðnum ofháa fjárhæð og óskaði hann eftir að fá endurútreikning á láninu. Aftur ritaðigagnáfrýjandi bréf til slitastjórnarinnar 23. mars 2012, þar sem vísað var tilþess að hann hafi í bréfi 9. september 2011 óskað eftir endurútreikningi á lániað fjárhæð 29.361.616 krónur, sem hann hafi tekið hjá sparisjóðnum 29. mars2006. Tekið var fram að gagnáfrýjandi hafi endurgreitt þetta lán 6. og 10.október 2008 með þeim fjárhæðum, sem hér áður var getið, og virðist mega ráðaaf því að erindi þessi hafi þannig varðað lánið, sem samningurinn frá 29.febrúar 2008 var gerður um. Í bréfinu 23. mars 2012 var þess getið aðgagnáfrýjandi hafi leitað eftir afstöðu BYRS hf. til þess hvort hann ætti aðbeina kröfu um endurgreiðslu að því félagi eða slitastjórn sparisjóðsins oghafi BYR hf. svarað því til 28. september 2011 að slík krafa kæmi sér ekki við.Þessu væri gagnáfrýjandi ósammála og teldi hann BYR sparisjóð og aðaláfrýjanda,sem kominn væri í stað BYRS hf., sameiginlega ábyrga fyrir endurgreiðslu tilsín. Kvaðst gagnáfrýjandi hafa aflað sér útreiknings á þeirri fjárhæð, sem hannhefði með réttu átt að greiða BYR sparisjóði vegna lánsins, og krefðist hann þessað „slitastjórn“ greiddi sér 20.769.172 krónur, þar af 7.000.000 krónur meðskuldajöfnuði við yfirdráttarskuld á fyrrnefndum tékkareikningi gagnáfrýjanda. Samadag ritaði gagnáfrýjandi efnislega samhljóða bréf til aðaláfrýjanda. Enn beindigagnáfrýjandi bréfi til slitastjórnarinnar 16. október 2013, þar sem fram komað hann teldi sig hafa ofgreitt BYR sparisjóði 16.340.605 krónur viðendurgreiðslu láns samkvæmt samningnum frá 29. febrúar 2008. Þegargagnáfrýjandi hafi innt greiðslur sínar af hendi 6. og 10. október 2008 hafihann staðið í skuld við sparisjóðinn að fjárhæð 7.000.000 krónur vegnayfirdráttar á tékkareikningi, sem honum væri heimilt að skuldajafna viðframangreinda kröfu sína vegna ofgreiðslu. Þótt kröfulýsingarfrestur við slitBYRS sparisjóðs væri liðinn teldi gagnáfrýjandi sig mega koma þessari kröfu þarað með stoð í 3. tölulið 118. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Ímálinu hafa ekki verið lögð fram svör slitastjórnarinnar við þessum þremurbréfum gagnáfrýjanda, en fyrir liggur að hún hafi hafnað kröfunni, sem hannlýsti í bréfinu 16. október 2013, á þeim grunni að hún hafi ekki borist innankröfulýsingarfrests.Að undangengnum bréfaskiptum við aðaláfrýjanda höfðaði gagnáfrýjandi málþetta með stefnu 3. mars 2016 og krafðist þess að viðurkenndur yrði réttur sinntil að skuldajafna kröfu vegna ofgreiðslu til BYRS sparisjóðs á 11.660.792krónum við kröfu aðaláfrýjanda vegna yfirdráttar á tékkareikningigagnáfrýjanda, sem hafi numið 6.517.821 krónu 10. október 2008. Einnig krafðistgagnáfrýjandi þess að aðaláfrýjandi yrði dæmdur til að greiða sér dráttarvextiaf síðastgreindri fjárhæð frá 10. október 2008 til greiðsludags. Kröfur þessarvoru teknar til greina með hinum áfrýjaða dómi, en þó þannig að gagnáfrýjandavoru dæmdir dráttarvextir af 6.517.821 krónu frá 15. mars 2016 tilgreiðsludags.IIGagnáfrýjandi var sem áður segir með tékkareikning hjá BYR sparisjóðiþegar Fjármálaeftirlitið neytti 22. apríl 2010 heimildar samkvæmt lögum nr.161/2002 til að setja bráðabirgðastjórn yfir sparisjóðinn og ráðstafa slíkumreikningum til BYRS hf., sem rann síðan saman við aðaláfrýjanda miðað við 30.júní 2011. Fluttist því tékkareikningur gagnáfrýjanda til aðaláfrýjanda þanndag, en á reikningnum var þá yfirdráttarskuld að fjárhæð 7.043.627 krónur.Reikningsviðskiptum gagnáfrýjanda var haldið áfram við aðaláfrýjanda og urðuþau allnokkur, en eins og málið liggur fyrir virðist þeim hafa lokið 31. mars2014 og nam þá yfirdráttarskuldin 6.887.605 krónum. Hefði aðaláfrýjandi höfðaðmál á hendur gagnáfrýjanda til heimtu þeirrar skuldar hefði gagnáfrýjandi vegnafyrrgreinds skilmála í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 22. apríl 2010 átt þesskost að hafa þar uppi mótbáru á þeim grunni að hann ætti til skuldajafnaðarhærri gagnkröfu á hendur BYR sparisjóði. Vegna ákvæðis 3. töluliðar 118. gr.laga nr. 21/1991 hefði gagnáfrýjandi ekki glatað rétti til að hafa uppi slíkagagnkröfu þótt hann hafi ekki lýst henni við slitameðferð á BYR sparisjóði oghefði þá aðaláfrýjandi orðið að taka efnislega til andsvara gegn slíkri mótbáruef hann teldi hana ekki á rökum reista. Aðstaða aðaláfrýjanda getur ekki aðþessu leyti orðið önnur vegna þess eins að gagnáfrýjandi hafi tekið frumkvæðimeð höfðun þessa máls í stað þess að halda að sér höndum þar til aðaláfrýjandikynni að höfða mál til heimtu skuldar vegna yfirdráttarins. Getur aðaláfrýjandiþví ekki með réttu borið því við að gagnáfrýjanda hefði verið nauðsynlegt að fáfyrst útkljáð gagnvart BYR sparisjóði hvort hann ætti endurkröfu vegnaofgreiðslu skuldar áður en unnt yrði að krefjast skuldajafnaðar við aðaláfrýjanda.Í málinu hefur aðaláfrýjandi hvorki borið fyrir sig að gagnáfrýjandi getiekki með réttu byggt á því að skuldbinding sín við BYR sparisjóð hafi verið háðólögmætum skilmála um gengistryggingu, svo sem leiða mætti meðal annars afdómum Hæstaréttar 2. október 2013 í máli nr. 498/2013 og 28. maí 2015 í málinr. 337/2015, né andmælt því að uppfyllt séu skilyrði til að gagnáfrýjandi getihaft uppi kröfu um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Á hinn bóginn verður að gætaað því að skuldin að fjárhæð 6.517.821 króna, sem gagnáfrýjandi stóð í við BYRsparisjóð 10. október 2008 vegna yfirdráttar á tékkareikningi, var meira en aðfullu greidd með innborgunum á hann 14. og 29. október og 3. og 4. nóvembersama ár, þótt gagnáfrýjandi hafi samhliða þessu viðhaldið yfirdráttarskuld meðáframhaldandi úttektum af reikningnum. Þótt gagnáfrýjandi hefði getað boriðfyrir sig gagnvart aðaláfrýjanda skuldajöfnuð við skuld, sem hann stofnaði tilvið BYR sparisjóð eftir þennan tíma með áframhaldandi reikningsviðskiptum alltþar til starfsemi sparisjóðsins var hætt 22. apríl 2010, verður að líta tilþess að yfirdráttarskuld, sem var á reikningnum þann dag, hafði einnig veriðgreidd upp 1. júní sama ár. Verður þannig að fallast á með aðaláfrýjanda aðgagnáfrýjandi standi ekki nú í skuld við hann vegna stöðu tékkareikningsins 10.október 2008 eða á öðru síðara tímamarki á meðan BYR sparisjóður starfaði enn.Verður aðaláfrýjandi þegar af þeirri ástæðu sýknaður af kröfu gagnáfrýjanda.Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrirHæstarétti.Dómsorð:Aðaláfrýjandi, Íslandsbanki hf., er sýkn af kröfu gagnáfrýjanda, S.G.múrverks ehf.Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2016.Mál þetta er þingfest 15.mars sl. og dómtekið 12. október sl. Stefnandier S.G. múrverk ehf., Hvassabergi 4, Hafnarfirði. Stefndier Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, Reykjavík. Dómkröfurstefnanda eru eftirfarandi:Að viðurkenndur verði með dómi réttur stefnanda tilskuldajafnaðar vegna ofgreiðslu stefnanda til Byrs sparisjóðs 10. október 2008að fjárhæð 11.660.792 krónur á móti kröfu stefnda á hendur stefnanda vegnayfirdráttarláns stefnanda á reikningi nr. 544-26-7206 hjá stefnda sem stóð í6.517.821 krónu 10. október 2008. Stefnandi krefst þess einnig að stefndi verðidæmdur til að greiða stefnanda dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 af 6.517.821 krónu frá 10. október 2008 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndikrefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar. Málsatvik Hinn29. febrúar 2008 gerðu stefnandi og Byr sparisjóður með sér lánssamning.Samningurinn bar yfirskriftina ,,Lánssamningur (Lán í erlendum gjaldmiðlum)“,og samkvæmt honum skyldi stefnandi taka lán ,,að jafnvirði kr. 21.109.101“ ogskyldi lánið greitt út ,,í eftirfarandi myntum og hlutföllum: EUR 100%“.Samkvæmt grein 1.2 í samningnum var tilgangur lánsins sá að myntbreytatilteknum lánssamningi í íslenskum krónum, sem var að eftirstöðvum 21.109.101króna miðað við 8. febrúar 2008, yfir í erlendar myntir. Samkvæmt grein 2.1skyldi endurgreiða lánið með einni greiðslu 3. október 2008. Í grein 2.3 vartekið fram að lánið skyldi endurgreiða í íslenskum krónum, miðað við skráðsölugengi lánveitanda á þeim myntum og í þeim hlutföllum sem lánið samanstæðiaf allt að tíu dögum fyrir gjalddaga. Þá sagði meðal annars í grein 3.2 aðlánshlutar í evrum skyldu bera breytilega vexti sem skyldu vera EURIBOR-vextir,að viðbættu 4,10% vaxtaálagi. Með EURIBOR (European Interbank Offered Rate)-vöxtum var átt við vexti á millibankamarkaði í aðildarríkjum Evrópskamyntbandalagsins eins og þeir voru auglýstir kl. 11:00 á staðartíma í Brussel.Samkvæmt grein 3.4 skyldi greiða vextina eftir á á sex mánaða fresti, í fyrstasinn 3. apríl 2008. Í grein 6.1 var lántaka heimilað að óska eftir ,,breytinguá myntsamsetningu lánsins“ þannig að það myndi miðast við aðrar erlendarmyntir, eina eða fleiri, samkvæmt nánari ákvæðum í grein 6.2. Hinn6. október 2008 kveðst stefnandi hafa greitt afborgun af láninu að fjárhæð5.985.955 krónur. Í greiðslukvittun er tilgreint að ,,mynt“ sé ,,EUR“,,,upphæð“ sé 33.259, ,,gengi“ sé 179,98 og ,,ISK upphæð“ sé 5.985.955. Hinn 10.október 2008 kveðst stefnandi hafa innt af hendi vaxtagreiðslu að fjárhæð480.772 krónur og að auki greitt upp eftirstöðvar lánsins, að fjárhæð 28.280.081króna. Í framlagðri greiðslukvittun er tilgreint að ,,mynt“ sé ,,EUR“,,,upphæð“ afborgunar sé 179.192, ,,gengi“ sé 157,82 og ,,ISK upphæð“ sé28.280.081, en ,,upphæð“ vaxtagreiðslu sé 3.046,33 og ,,ISK upphæð“ sé 480.772.Samtals kveðst stefnandi því hafa greitt 34.746.808 krónur. Númer samnings semer tilgreint í umræddum greiðslukvittunum er ekki það sama og það númer sem erhandritað á samning aðila, en við munnlegan flutning málsins sagði lögmaðurstefnanda að tölur í umræddum kvittunum stemmdu við greiddar fjárhæðir og þvíværu þessar kvittanir vegna umrædds láns. Stefnandivar einnig með tékkareikning nr. 544-26-7206 hjá Byr sparisjóði. Hinn 10.október 2008 var tékkareikningurinn yfirdreginn um 6.517.821 krónu. Hinn22. apríl 2010 ákvað Fjármálaeftirlitið að taka yfir valdstofnfjáreigendafundar Byrs sparisjóðs, víkja stjórn sparisjóðsins frá og skipahonum bráðabirgðastjórn. Með ákvörðuninni var tilteknum eignum sparisjóðsinsráðstafað til Byrs hf., þar á meðal skuldbindingum sparisjóðsins vegna innlánaviðskiptavina sparisjóðsins. Hinn 29. nóvember 2011 tók gildi samruni Byrs hf.og Íslandsbanka hf. undir nafni þess síðarnefnda. Stefndi hefur því tekið viðöllum réttindum og skyldum vegna Byrs hf. Innkölluntil kröfuhafa Byrs sparisjóðs mun hafa verið birt í Lögbirtingablaði 13. júlí2010 og rann frestur til að lýsa kröfum út 13. október 2010. Stefnandi lýstiekki kröfu innan kröfulýsingarfrests. Hinn 9. september 2011 fór stefnandi framá endurreikning lánsins með bréfi sem mun hafa verið sent slitastjórn Byrssparisjóðs og var tekið fram að stefnandi teldi ljóst að við endurreikninglánsins yrði leitt í ljós að hann hefði ofgreitt af láninu. Með bréfi tilslitastjórnar Byrs sparisjóðs 23. mars 2012 krafðist stefnandi þess aðslitastjórnin endurreiknaði lánið og gerði kröfu um endurgreiðslu tiltekinnarfjárhæðar, að hluta með því að skuldajafna 7.000.000 króna við yfirdrátt áfyrrnefndum tékkareikningi. Stefnandi sendi slitastjórn Byrs sparisjóðs ennbréf 16. október 2013 og krafðist skuldajöfnuðar við yfirdrátt á fyrrnefndumtékkareikningi að fjárhæð 7.000.000 króna. Slitastjórnin mun hafa hafnað því aðtaka afstöðu til þess hvort umræddur lánssamningur fæli í sér ólögmætagengistryggingu og hvort stefnandi hefði ofgreitt af láninu, með vísan til þessað kröfu hefði ekki verið lýst innan kröfulýsingarfrests. Samskiptiáttu sér stað milli lögmanns stefnanda og stefnda í febrúar og mars 2015. Meðbréfi til lögmanns stefnanda, dags. 27. febrúar 2015, lýsti stefndi þeirriskoðun að stefnanda bæri að beina kröfu að Byr sparisjóði um skuldajöfnun ogendurgreiðslu ofgreidds fjár. Skylda stefnda væri takmörkuð við að staðfestagagnkröfu skuldajöfnunar og framkvæma skuldajöfnuð, að fenginni yfirlýsingu umsamþykki Byrs sparisjóðs á kröfu stefnanda. Meðalgagna málsins er ódagsettur útreikningur sem stefnandi aflaði, unninn á eða afvefsvæðinu gengislán.is. Í skjalinu kemur fram að þegar framreiknuð útborguðlánsfjárhæð hafi verið dregin frá framreiknuðum greiðslum standi eftir11.660.792 krónur, sem stefnandi hafi ofgreitt. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandibyggir á því að hann eigi rétt á niðurfellingu yfirdráttarskuldar á umræddumreikningi hjá stefnda, miðað við stöðu hennar 10. október 2008, vegna réttartil skuldajafnaðar gagnvart kröfu stefnda. Stefnandivísar til þess að skuldabréfið sem hann gaf út til Byrs sparisjóðs hafi geymtákvæði um ólögmæta gengisbindingu. Fjárhæð skuldabréfsins hafi verið ííslenskum krónum sem hafi tekið mið af gengi evru. Þessi tenging hafi veriðólögmæt samkvæmt ófrávíkjanlegum ákvæðum 13. og 14. gr., sbr. 2. gr., laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, og því óskuldbindandi fyrir stefnanda. Ískuldabréfinu komi einungis fram höfuðstólsfjárhæð lánsins í íslenskum krónum.Lánsfjárhæðin hafi verið greidd stefnanda í íslenskum krónum, en ekki erlendumgjaldmiðli, enda hafi það ekki staðið stefnanda til boða og hafi ekki tíðkast ísambærilegum viðskiptum. Þá hafi lánið verið innheimt í íslenskum krónum. Engu breyti þó að í skuldabréfinu komi fram að lánið sé „jafnvirðiˮ21.109.101 íslenskrar krónu í framangreindri mynt. Samkvæmt áralangridómaframkvæmd í fjármunarétti sé raunverulegt inntak viðkomandi lánssamnings þaðsem máli skipti en ekki í hvaða búning samningurinn sé klæddur. Aðalatriðið séað erlend mynt hafi ekki skipt um hendur.Hafi Byrsparisjóður ætlað að hafa samninginn í erlendri mynt hefði sparisjóðnum verið ílófa lagið að tilgreina fjárhæð höfuðstóls í hinni erlendu mynt. Sparisjóðnumhafi jafnframt verið í lófa lagið að greiða stefnanda höfuðstólsfjárhæðina íerlendum gjaldmiðli inn á gjaldeyrisreikning í bankanum. Að minnsta kosti beristefndi sönnunarbyrði fyrir því að umrætt lán til stefnanda hafi verið veitt íerlendum gjaldmiðli.Af skýringuá 2. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, leiði að ákvæði VI. kaflalaganna séu ófrávíkjanleg. Óheimilt sé að víkja frá ákvæðum 1. mgr. 14. gr. þarsem eingöngu sé heimilað að verðtryggja lánsfé samkvæmt 13. gr., sé grundvöllurverðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reikni samkvæmtlögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. Því séóheimilt að verðtryggja skuldbindingar í íslenskum krónum miðað við dagsgengi erlendragjaldmiðla. Einnig væri refsiákvæði 17. gr. með öllu þýðingarlaust ef ákvæði13. og 14. gr. væru frávíkjanleg.Orðalag 13.og 14. gr. laga nr. 38/2001 sé skýrt, auk þess sem það hafi verið skýr viljilöggjafans með setningu laga nr. 38/2001 að útiloka að unnt væri að verðtryggjalánaskuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Stefnandivísar til ummæla í almennum athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð aðlögum nr. 38/2001 og ummæla í athugasemdum við 13. og 14. gr. laganna. Samkvæmtlögunum sé heimilt að verðtryggja sparifé og lánsfé með vísitölu neysluverðs,hlutabréfavísitölu eða safni slíkra vísitalna. Sú upptalning feli í sér tæmanditalningu á verðtryggingarmöguleikum lánveitanda. Í umsögn Samtaka banka ogverðbréfafyrirtækja, dagsettri 24. apríl 2001, um frumvarp það sem varð aðlögum nr. 38/2001 hafi verið á það bent að lagafrumvarpið gerði það að verkumað óheimilt væri að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt.Ljóst sé af framangreindu að Byr hafi mátt vera ljóst frá því lánið var veittað gengistryggingin væri ólögmæt. Stefnandi vísar einnig til dóma HæstaréttarÍslands í málum nr. 92/2010, 153/2010, 603/2010, 604/2010 og 155/2011. Stefnandibyggir á því að þar sem lánasamningurinn við Byr sparisjóð hafi verið ólögmæturhafi hann ofgreitt sparisjóðnum þegar hann gerði upp lánið 10. október 2008.Ofgreiðslan nemi 11.660.792 krónum og stefnandi hafi við það eignast endurkröfuá hendur sparisjóðnum. Á þeim degi hafi stefnandi skuldað sparisjóðnum6.517.821 krónu vegna yfirdráttarláns á reikningi nr. 544-26-7206. Þegarstefnanda hafi orðið ljós ofgreiðsla sín til Byr sparisjóðs hafi hann sett framkröfu til slitastjórnar sparisjóðsins. Í kjölfarið hafi stefnandi lýst yfirskuldajöfnuði með bréfi, dagsettu 23. mars 2012. Með ákvörðunFjármálaeftirlitsins 22. apríl 2010 hafi öllum eignum Byrs sparisjóðs veriðráðstafað til Byrs hf. og hafi Byr hf. því tekið yfir öll réttindi og skyldurgagnvart stefnanda vegna kröfunnar. Í nóvember 2011 hafi krafan loks færst yfirtil stefnda. Mótbárur stefnanda vegna hins ólögmæta láns ogréttur til skuldajafnaðar haldi sér að fullu gagnvart stefnda. Í 13. töluliðákvörðunar Fjármálaeftirlitsins komi fram að framsal kröfuréttinda svipti ekkiskuldara rétti til skuldajöfnunar, sem hann hafi átt gagnvart fyrri kröfuhafa.Stefnandi eigi þannig rétt á að skuldajafna kröfu sinni gegnyfirdráttarskuldinni, eins og hún stóð þegar ofgreiðslan átti sér stað. Þá séljóst að kröfurnar uppfylli öll skilyrði skuldajafnaðar. Samkvæmt I. kaflaþágildandi laga nr. 121/1994 um neytendalán falli yfirdráttarlán undirgildissvið laganna. Í 1. mgr. 17. gr. sömu laga segi að framselji lánveitandikröfurétt sinn samkvæmt láni sem veitt sé samkvæmt lögunum til þriðja aðilageti neytandi haldið uppi sömu mótbárum við hann og upphaflegan eigandakröfunnar.Yrði fallistá málatilbúnað stefnda myndi slík niðurstaða leiða til óréttmætrar auðgunarstefnda á kostnað stefnanda. Yfirdráttarkrafan sem framseld var frá Byr hf. tilstefnda hefði með réttu átt að falla niður 10. október 2008 þegar stefnandiofgreiddi Byr sparisjóði hið ólögmæta lán. Á þeim degi hefði stefnandi máttskuldajafna yfirdrættinum á móti ofgreiðslunni. Stefnda séekki stætt á því að halda kröfu sinni vegna yfirdráttarskuldarinnar á lofti meðvísan til 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningagerð, umboð og ógildalöggerninga. Forveri stefnda og stefndi hafi lýst því yfir, m.a. í fjölmiðlum,að skuldarar glati ekki betri rétti sínum með því að greiða niður skuldirsínar. Stefnandi telji ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að hannstandi nú í vegi fyrir því að stefnandi fái notið þess réttar sem hann hefðiella notið, hefði krafan ekki verið framseld til stefnda. Þannig hefðistefnandi getað skuldajafnað gagnvart upphaflegum lánveitanda umræddriofgreiðslu á móti yfirdrættinum sem hefði leitt til niðurfellingar hans.Lánveitandanum hefði frá öndverðu mátt vera ljóst að umrædd gengistrygging væriólögmæt. Þá hafi stefndi við, framsal kröfunnar, ekki átt að öðlast betri réttgagnvart stefnanda en upphaflegi lánveitandinn.Stefnandihafni þeim málatilbúnaði stefnda að hann geti ekki fellt niður kröfu sína áhendur stefnanda nema staðfest verði að stefnandi eigi réttmæta kröfu á hendurByr sparisjóði. Stefnanda sé ómögulegt að skuldajafna gagnvart Byr sparisjóðiþar sem sparisjóðurinn eigi enga gagnkröfu á stefnanda. Krafa sparisjóðsinshafi færst yfir til stefnda með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins og kaupum stefndaá hlutafé Byrs hf. Stefnandi hafi þegar beint kröfu sinni ogskuldajafnaðaryfirlýsingu að Byr sparisjóði. Slitastjórn sparisjóðsins hafiekki tekið afstöðu til kröfunnar, enda hafi krafan borist eftir aðkröfulýsingarfrestur var liðinn. Þar fyrir utan geti Byr sparisjóður ekkisamþykkt skuldajöfnuð þar sem sparisjóðurinn eigi ekki gagnkröfu á stefnanda.Afstaða Byrssparisjóðs til kröfunnar sé málinu með öllu óviðkomandi. Stefnandi leiði réttsinn til skuldajafnaðar af 13. tölulið ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins ogalmennum reglum kröfuréttar. Stefnandi hafi átt rétt til skuldajafnaðargagnvart sparisjóðnum áður en ákvörðun Fjármálaeftirlitsins var tekin. Því séljóst að stefnandi eigi sama rétt til skuldajafnaðar gagnvart stefnda. Viðframsal kröfunnar hafi stefndi ekki öðlast betri rétt gagnvart stefnanda helduren upphaflegur lánveitandi átti. Það leiði af almennum reglum um aðilaskipti aðkröfuréttindum og 100. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti, sbr. 3. tölul.118. gr. laganna. Þá haldi sér allar mótbárur varðandi ólögmætilánasamningsins.Leiðiniðurfelling yfirdráttarskuldarinnar til þess að stefndi kunni að eiga kröfu áByr sparisjóð sé uppgjör slíkrar kröfu stefnanda óviðkomandi. Stefnda hafiverið í lófa lagið að gera fyrirvara, sem hann kunni að hafa gert, við uppgjörsitt við Byr vegna ólögmætrar gengistryggingar á lánum þess síðarnefnda. Hafislíkur fyrirvari verið gerður sé ljóst að stefndi fékk afslátt af kaupverðikröfunnar vegna mögulegra ólögmætra gengisbreytinga en krefji engu að síðurstefnanda um fulla fjárhæð yfirdráttarins og kunni því að hafa hagnastsérstaklega vegna þessa. Sama eigi við, hafi stefndi keypt kröfuna meðafslætti. Verðifallist á viðurkenningarkröfu stefnanda sé ljóst að stefnandi eigi einnig réttá greiðslu vaxta úr hendi stefnda. Upphafstími vaxta miðist við þann dag þegarofgreiðsla stefnanda hafi átt sér stað og stefnandi hafi átt rétt áendurgreiðslu og rétt til skuldajafnaðar vegna þess. Verði ekki fallist á 10.október 2008 sem upphafsdag dráttarvaxta byggi stefnandi á því að miða skulidráttarvexti við síðara tímamark. Kröfu stefnanda um skuldajöfnuðstyður hann við 13. tölul. ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins 22. apríl 2010 aukalmennra reglna kröfuréttar um skilyrði skuldajöfnuðar og 100. gr., sbr. 3. tölul.118. gr., laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti. Kröfu sína um dráttarvextistyður stefnandi við III. kafla laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Þávísar stefnandi einnig til 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð,umboð og ógilda löggerninga, auk meginreglna kröfuréttarins um óréttmæta auðgunog endurgreiðslu ofgreidds fjár. Um málskostnað vísar stefnandi til 1. mgr.130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Varðandi varnarþing er vísaðtil 33. gr. sömu laga.Málsástæður og lagarök stefnda Stefndivísar til þess að í 13. gr. ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins 22. apríl 2010 segiað framsal kröfuréttinda skuli ekki svipta skuldara rétti til skuldajöfnunarsem hann hafi átt gagnvart fyrri kröfuhafa eða þrotabúi þess. Í þessu felistþað skilyrði fyrir því að skuldajöfnuði verði beitt gagnvart síðari kröfuhafaað fyrir liggi óumdeild krafa gegn fyrri kröfuhafa. Stefnandi hafi ekki leitt íljós að svo sé með óyggjandi hætti. Í framkvæmd hafi ákvörðunFjármálaeftirlitsins verið fylgt á þann veg að skuldari þurfi að hafa lýstgagnkröfu sinni til skuldajöfnunar í þrotabú kröfuhafans á grundvelli 100. gr.,sbr. 118. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., og sú krafa veriðsamþykkt svo skuldajöfnuður nái fram að ganga. Kröfu stefnanda í þrotabú Byrssparisjóðs hafi hins vegar verið hafnað. Þá hafi stefnandi ekki gert reka aðþví að fullnýta þau lagalegu úrræði sem hann hafi gagnvart búinu. Stefndihafi ítrekað greint stefnanda frá því að fyrir verði að liggja staðfesting átilvist og lögmæti kröfu hans á hendur þrotabúi Byrs sparisjóðs vegna lánssamningsinstil þess að stefnda sé kleift að taka afstöðu til skuldajafnaðarkröfustefnanda. Stefnanda beri samkvæmt lögum nr. 21/1991 að leita til slitastjórnarsparisjóðsins, enda sé það ekki í verkahring stefnda að taka afstöðu til þesshvort skilmálar umrædds láns fari gegn lögum. Stefndi hafi ekki komið aðlánssamningnum og ekki tekið hann yfir við framsal á eignum sparisjóðsins. Þáhafi stefndi ekki tekið yfir ábyrgð á störfum Byrs sparisjóðs, þ.m.t. ætluðummisgjörðum, þegar hann keypti tilgreindar eignir sjóðsins. Þá sé ekki unnt aðfinna því stoð í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 22. apríl 2010 að endurkröfur áhendur Byr sparisjóði vegna ofgreiðslu lána eigi að flytjast til stefnda. Samkvæmtlögum nr. 21/1991 hafi stefnanda borið að lýsa kröfu í þrotabú sparisjóðsins áinnköllunarfresti, sbr. 1. mgr. 117. gr. laganna, og lýsa yfir skuldajöfnuðivið kröfu sjóðsins á hendur sér vegna hins yfirdregna reiknings. Stefnanda hafihins vegar láðst að lýsa kröfu innan tilskilins frests. Sökum þessa hafi kröfustefnanda verið hafnað. Stefnandihafi ekki fullnýtt þær leiðir sem honum standi til boða til að fá úr því skoriðhvort hann eigi réttindi á hendur þrotabúi sparisjóðsins. Stefndi hafileiðbeint stefnanda um ákvæði 3. tölul. 118. gr. laga nr. 21/1991 um að lýsakröfu á hendur búinu eftir lok kröfulýsingarfrests. Í ákvæðinu felist aðstefnandi glati ekki rétti til skuldajafnaðar gagnvart búi sparisjóðsins, svoframarlega sem krafa hans á hendur búinu sé lögmæt. Stefnandi hafi þó kosið aðaðhafast ekkert gagnvart slitastjórninni heldur hafi hann höfðað mál á hendurstefnda. Afstaða stefnanda sé að hann „eigi ekki von á því“ að þrotabúsparisjóðsins þurfi að taka afstöðu til kröfunnar, þar sem þrotabúið eigi engakröfu á hann, enda hafi krafan flust yfir til stefnda. Að mati stefnda nægiekki ályktun stefnanda um hugsanlega afstöðu slitastjórnarinnar heldur berihonum að fullnýta þau lagalegu úrræði sem honum standi til boða.Verðiekki fallist á þennan málatilbúnað stefnda byggir hann á því að tilvist ogfjárhæð kröfu stefnanda á hendur stefnda sé ósönnuð. Í stefnu sé byggt á því aðstefnandi hafi ofgreitt hið ætlaða ólögmæta lán um rúmlega 11 milljónir króna.Engin gögn liggi fyrir sem staðreyni þá fjárhæð sem stefnandi eigi að hafa inntaf hendi. Stefndimótmæli því að framlagður útreikningur á ofgreiðslu gengistryggðs láns feli ísér sönnur á endurreikningi lánsins. Útreikningurinn sé óstaðfestur og hanshafi verið aflað einhliða. Útreikningurinn sé unninn á eða af vefsíðunniGengislán.is og gagnaöflunin sé ekki í samræmi við ákvæði laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála. Þá sé útilokað fyrir stefnda að staðreyna útreikninginn þarsem nær engar upplýsingar sé að finna um forsendur að baki honum.Verðiekki fallist á ofangreint byggir stefndi á því að krafa stefnanda sé fyrnd.Samkvæmt 3. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, sé almennurfyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár og fyrningarfrestur kröfu reiknist fráþeim degi þegar kröfuhafi hafi fyrst átt rétt til efnda, sbr. 1. mgr. 2. gr.laganna. Stefnandi hafi þegar á árinu 2008 eignast endurkröfu á hendur Byrsparisjóði vegna ofgreiðslu hins gengistryggða láns. Stefnandi hafi þegar íoktóber 2008 átt þess kost að setja fram kröfu um efndir gagnvart Byrsparisjóði og ekki seinna en í júní 2010, þegar dómar um lögmæti skilmálagengislána hafi verið kveðnir upp í Hæstarétti. Fyrningarfrestur hafi þvíbyrjað að líða í október 2008 og eigi síðar en júní 2010. Krafa stefnanda hafiþví fyrnst í október 2012 eða í síðasta lagi í júní 2014. Stefnandi hafi ekkihaft uppi skuldajafnaðarkröfu gagnvart stefnda fyrr en 23. febrúar 2015. Fyrriyfirlýsingar stefnanda um skuldajöfnuð, 23. mars 2012 og 16. október 2013, hafibeinst að Byr sparisjóði. Stefndi fái ekki séð að stefnandi hafi brugðist viðmeð neinum þeim hætti sem lög nr. 150/2007 kveði á um innan þess tímafrests semgildi um fyrningu kröfu hans. Krafa stefnanda sé því án lögverndar, sbr. 24.gr. laga nr. 150/2007, og geti stefnandi ekki nýtt kröfuna til skuldajafnaðar.Kröfur aðila séu ekki samrættar og ákvæði 26. gr. laganna eigi því ekki við.Stefndimótmælir málatilbúnaði stefnanda varðandi ofgreitt fé og skyldu stefnda tilendurgreiðslu á þeim grundvelli. Þá hafnar hann tilvísun til 33. og 36. gr.laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Stefnditelur skilyrði ekki standa til þess að dráttarvextir verði dæmdir frá fyrritíma en dómsuppkvaðningardegi, verði fallist á kröfu stefnanda. Verði ekkifallist á það vísi stefndi til þess að stefnandi hafi ekki lagt formlegafjárkröfu fyrir stefnda fyrr en í mars 2016 þegar málið var höfðað með birtingustefnu. Ekki komi fram í stefnu hvenær hún var birt fyrirsvarsmanni stefnda.Beri því að miða við þingfestingardag. Verði ekki fallist á það byggir stefndiá því að upphafsdagur vaxta sé 23. febrúar 2015, þegar stefnandi hafi fyrstlýst yfir skuldajöfnuði gagnvart stefnda. Í öllu falli séu vextir eldri enfjögurra ára fyrndir.Niðurstaða Með greiðslum 6. og 10. október 2008greiddi stefnandi upp lán samkvæmt lánssamningi sem hann gerði við Byrsparisjóð 29. febrúar 2008. Greiðslurnar voru í samræmi við uppgefna stöðulánsins á þeim tíma og verður að líta svo á að lögskiptum stefnanda ogsparisjóðsins vegna lánssamningsins hafi þá lokið. Stefnandi var þó áfram ískuld við sparisjóðinn vegna yfirdráttar á tékkareikningi nr. 544-26-7206. Framkemur í gögnum málsins og er óumdeilt að 10. október 2008 vartékkareikningurinn yfirdreginn um 6.517.821 krónu. Stefnandibyggir á því að hann eigi kröfu á hendur Byr sparisjóði vegna ofgreiðslu lánssamkvæmt umræddum lánssamningi. Hann telur að fjárhæð lánsins hafi verið bundinvið gengi evru í bága við ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, og hann hafi því ofgreitt sem nemur 11.660.792 krónum. Stefndihefur ekki mótmælt því að lánssamningurinn hafi að þessu leyti farið í bága við13. og 14. gr. laga nr. 38/2001. Varnir stefnda byggja á því að hann geti ekkitekið af skarið þar um, heldur þurfi slitastjórn Byrs sparisjóðs að fjalla umhvort lánið hafi verið með ólögmætri gengistryggingu. Stefndi hefur hins vegarekki tekið til varna á þeim grundvelli, heldur byggir hann fyrst og fremst áþví að ekki sé unnt að beina kröfu að honum um skuldajöfnuð nema fyrir liggi óumdeildkrafa gegn sparisjóðnum. Við úrlausn málsins verður því lagt til grundvallar aðskuldbinding samkvæmt umræddum lánssamningi hafi verið í íslenskum krónum, enbundin við gengi evru þannig að í bága hafi farið við 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001,sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 348/2013. Samrýmist þaðraunar efni lánssamningsins, en fjárhæð skuldbindingarinnar kemur þar einungisfram í íslenskum krónum, lánið bar að endurgreiða í íslenskum krónum, það vargreitt út í íslenskum krónum og stefnandi endurgreiddi það í íslenskum krónum.Þegar lánið var greitt upp 10. október 2008 var því óheimilt að miða höfuðstólþess við stöðu evru á þeim degi. Við uppgjör lánsins var því ofgreidd fjárhæðsem svaraði til gengisfalls íslensku krónunnar gagnvart evru. Stefnandi hefur lagt framtvær greiðslukvittanir, dagsettar 6. og 10. október 2008. Það lánsnúmer sem ertilgreint í þessum kvittunum er annað en það lánsnúmer sem er ritað áfyrrnefndan lánssamning. Við aðalmeðferð málsins kvaðst lögmaður stefnanda ekkigeta skýrt þetta misræmi, en tölur í kvittununum stemmdu við greiddar fjárhæðirog yrði af því ráðið að þær væru vegna umrædds láns. Þar sem efni kvittanannafær stoð í málatilbúnaði stefnanda, þar á meðal bréfi þáverandi lögmanns stefnanda,dagsettu 23. mars 2012, og þar sem stefndi hefur ekki mótmælt gildi kvittanannaer það mat dómsins að leggja beri þær til grundvallar og fallast á það meðstefnanda að hann hafi greitt samtals 34.746.808 krónur. Vegnaþessa verður að líta svo á að stefnandi hafi eignast endurkröfu á hendur Byrsparisjóði vegna ofgreiðslu lánsins, enda nærtækara að fjármálastofnun, semveitir ólögmætt lán, axli áhættuna sem af því hlýst, fremur en viðskiptamennhennar. Sú krafa stofnaðist 10. október 2008 og beindist að Byr sparisjóði.Endurkrafa stefnanda var tæk til skuldajöfnunar við kröfu sparisjóðsins vegnayfirdráttar á fyrrnefndum tékkareikningi, enda voru kröfurnar gagnkvæmar, þærvoru hæfar til að mætast, greiðslur samkvæmt þeim voru sambærilegar og þær vorubáðar gildar. Einsog fyrr greinir ákvað Fjármálaeftirlitið 22. apríl 2010 að taka yfir valdstofnfjáreigendafundar Byrs sparisjóðs, víkja stjórn sparisjóðsins frá, skipahonum bráðabirgðastjórn og færa tilteknar eignir sparisjóðsins til Byrs hf.,þar á meðal kröfu sparisjóðsins á hendur stefnanda vegna yfirdráttar á umræddumtékkareikningi, sbr. 1. tölul. ákvörðunarinnar. Ekki er um það deilt aðfyrrnefnd endurkrafa stefnanda á hendur sparisjóðnum er ekki á meðal þeirraeigna sem Byr hf. tók við. Beinist endurkrafa stefnanda því enn að slitabúiByrs sparisjóðs. Varnir stefnda byggja meðal annars á því aðstefnandi hafi ekki fullnýtt þær leiðir sem honum standi til boða gagnvartslitastjórn Byrs sparisjóðs til að fá staðfestingu á lögmæti endurkröfu sinnar,enda hafi stefnandi ekki lýst kröfu samkvæmt 3. tölul. 118. gr. laga nr.21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Það ákvæði á við um kröfu kröfuhafa sem erhöfð uppi til skuldajafnaðar viðkröfu þrotabúsins að fullnægðum skilyrðum 100. gr. laganna. Þar sem það erstefndi en ekki Byr sparisjóður sem á fyrrnefnda kröfu vegna yfirdráttar átékkareikningi verður ekki séð að skilyrði 3. tölul. 118. gr. laga nr. 21/1991séu fyrir hendi til þess að stefnandi geti lýst kröfu sinni á hendurslitastjórn sparisjóðsins. Verður þessari málsástæðu stefnda því hafnað. Samkvæmt 1. gr. þágildandi laganr. 121/1994 giltu lögin um lánssamninga sem lánveitandi gerir í atvinnuskynivið neytendur. Stefnandi er lögaðili en ekki neytandi og giltu lögin því ekkium réttarsamband hans og Byrs sparisjóðs. Getur stefnandi því ekki borið fyrirsig ákvæði 1. mgr. 17. gr. laganna. Fram kemur í 13. tölul. fyrrnefndrar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins aðframsal kröfuréttinda samkvæmt ákvörðuninni svipti ekki skuldara rétti til skuldajöfnunarsem hann átti gagnvart Byr sparisjóði. Þetta ákvæði er í samræmi við almennarreglur kröfuréttar um að framsal kröfu rýri ekki réttarstöðu skuldara. Samkvæmtþessu kemur framsal kröfu Byrs sparisjóðs til Byrs hf., nú stefnda, ekki í vegfyrir að stefnandi geti beitt skuldajöfnuði, þótt endurkrafa stefnanda og krafastefnda séu ekki lengur gagnkvæmar. Stefndi byggir á því að krafa stefnanda sé fyrnd, enda séfyrningarfrestur hennar fjögur ár, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007, umfyrningu kröfuréttinda. Í ákvæði XIV til bráðabirgða við lög nr. 38/2001 ersett sú regla að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrarverðtryggingar lánssamninga í formi gengistryggingar reiknist frá 16. júní 2010og sé átta ár frá því tímamarki. Krafa stefnanda er til komin vegna ofgreiðsluhans á láni sem dómurinn hefur komist að niðurstöðu um að hafi verið bundið viðgengi evru í andstöðu við 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001. Krafa stefnanda ersamkvæmt þessu til komin vegna uppgjörs vegna ólögmætrar verðtryggingar og erþví ófyrnd. Stefnandi hefur lagt fram endurreikning, unninn á eða af vefsvæðinugengislán.is. Samkvæmt þessum endurreikningi nemur ofgreiðsla stefnanda 11.660.792 krónum, sem erstefnufjárhæðin. Samkvæmt 3. tölul. ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins 22. apríl2010 tók Byr hf. meðal annars við gagnasöfnum Byrs sparisjóðs. Með hliðsjón afþessu og stöðu stefnda sem fjármálafyrirtækis verður ekki séð að útilokað hafiverið fyrir stefnda að sannreyna útreikninginn á láninu sem og þeim vöxtum semlögðust álánið. Verður því að fallast á það með stefnanda að hann hafinægilega sannað fjárhæð endurkröfu sinnar. Hér að framan hefur dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að stefnandihafi eignast kröfu á hendur Byr sparisjóði sem sé tæk til skuldajöfnuðar viðkröfu sparisjóðsins vegna yfirdráttar á tékkareikningi sem Byr hf., nú stefndi,tók yfir með fyrrnefndri ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Til að framkvæmaskuldajöfnuð varð stefnandi að lýsa skuldajöfnuði yfir gagnvart eigandaaðalkröfunnar, sem er stefndi. Yfirlýsing stefnanda 23. mars 2012 umskuldajöfnuð sem beindist að slitastjórn Byrs sparisjóðs hefur því ekki þýðinguí málinu. Í málatilbúnaði stefnanda kemur ekki fram hvenær skuldajöfnuði varlýst yfir gagnvart stefnda, en stefndi kveður að það hafi stefnandi gert 23.febrúar 2015.Málatilbúnaður stefnanda verður skilinn svo að skuldajöfnuður eigi aðmiðast við stöðu krafna aðila 10. október 2008. Þessu tímamarki skuldajöfnuðarvar ekki sérstaklega mótmælt af hálfu stefnda og verður því við það miðað.Verður því fallist á viðurkenningarkröfu stefnanda eins og hún er fram sett. Stefnandikrefst einnig greiðslu dráttarvaxta af 6.517.821 krónu frá 10. október 2008.Stefndi hefur lýst því yfir að stefnandi hafi lýst yfir skuldajöfnuði 23.febrúar 2015, en slík yfirlýsing er þó ekki lögð fram í málinu. Þá kveðurstefndi að stefnandi hafi ekki lagt formlega fjárkröfu fyrir stefnda fyrr en ímars 2016 þegar málið var höfðað með stefnubirtingu, en þeirri fullyrðinguhefur stefnandi ekki mótmælt. Stefnandi birti stefnu málsins með þeim hætti semgreinir í b-lið 3. mgr. 83. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Íáritun á stefnu um birtingu kemur þó ekki fram hvenær stefnan var birt. Verðurþví að fallast á það með stefnda að dráttarvextir reiknist frá þingfestingardegimálsins, 15. mars sl. Með vísan til 1. mgr.130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað, semþykir hæfilega ákveðinn 1.200.000 krónur.Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómarikveður upp dóminn.Dómsorð: Viðurkenndur er réttur stefnanda,S.G. múrverks ehf., til skuldajafnaðar vegna ofgreiðslu stefnanda til Byrssparisjóðs 10. október 2008 að fjárhæð 11.660.792 krónur á móti kröfu stefnda,Íslandsbanka hf., á hendur stefnanda vegna yfirdráttarláns stefnanda áreikningi nr. 544-26-7206 hjá stefnda sem stóð í 6.517.821 krónu 10. október2008. Stefndigreiði stefnanda dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, umvexti og verðtryggingu, af 6.517.821 krónu frá 15. mars 2016 til greiðsludags.Stefndi greiði stefnanda 1.200.000krónur í málskostnað. |
Mál nr. 278/2017 | Fjármálafyrirtæki Skuldabréf Gengistrygging Málsástæða | G krafðist viðurkenningar á því að lán, sem hann hafði upphaflega tekið hjá S en var síðar framselt til bankans A hf., hefði verið bundið ólögmætri gengistryggingu í skilningi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001. Héraðsdómur lagði mat á lánið á grundvelli þeirra sjónarmiða sem litið hafði verið til í ítrekuðum dómafordæmum Hæstaréttar og komst að þeirri niðurstöðu að G hefði tekið gilt lán í erlendum gjaldmiðli. Var A hf. því sýknaður af kröfum hans. Var sú niðurstaða staðfest með dómi Hæstaréttar. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason og IngveldurEinarsdóttir landsréttardómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 8. maí 2017. Hann krefst þess að viðurkennt verði að „veðskuldabréf,undirritað 14. febrúar 2007, nr. 0398-35-10149, milli áfrýjanda og SPRON, felií sér skuldbindingu í íslenskum krónum og sé verðtryggt þannig að fjárhæðsamningsins sé bundin við gengi svissnesks franka og gengi japansks jens, íandstöðu við 13., sbr. 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu“. Þá krefsthann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Málsástæða áfrýjanda þess efnis að eftir skilmálabreytingu umþrætts láns23. júlí 2010 hafi orðið breyting á tilgreiningu skuldarinnar, þannig að lániðhafi eftir það verið í íslenskum krónum, var ekki höfð uppi í héraði. Standaskilyrði 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ekki til þessað hún komist að fyrir Hæstarétti.Að þessu gættu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan tilforsendna hans.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti einsog í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómurskal vera óraskaður.Áfrýjandi,Gunnar L. Benediktsson, greiði stefnda, Arion banka hf., 500.000 krónur ímálskostnað fyrir Hæstarétti.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 28. febrúar 2017.Mál þetta sem dómtekið var 20.febrúar 2017 var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 16. ágúst 2016 af GunnariL. Benediktssyni, Smárarima 58, Reykjavík, á hendur Arion banka hf., Borgartúni19, Reykjavík.Kröfur aðilaStefnandi krefst þess að viðurkennt verði aðveðskuldabréf, undirritað 14. febrúar 2007, nr. 0398-35-10149, milli stefnandaog SPRON, feli í sér skuldbindingu í íslenskum krónum og sé verðtryggt þannigað fjárhæð samningsins sé bundin við gengi svissnesks franka og gengi japansksjens, í andstöðu við 13., sbr. 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu. Þá krefst stefnandi þess að hið stefnda félag verði dæmt til aðgreiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að teknutilliti til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnda er krafist sýknuaf kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaður úr hendi stefnanda að matidómsins.Atvik málsSamkvæmt gögnum málsins sóttistefnandi um lán í erlendri mynt hjáSparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Viðmiðunarfjárhæð var í umsókn umlánið tilgreind íslenskar krónur 18.500.000í myntunum JPY 30% og CHF 70%.Óskað var eftir láni til 30 ára með mánaðarlegum afborgunum, í fyrsta sinn 1.mars 2007. Til tryggingar láninu bauð stefnandi veð í fasteign sinni aðSmárarima 58. Samkvæmt umsókninni varóskað eftir því að greiðsla afborgana ogvaxta yrði millifærð af tilgreindum reikningi stefnanda hjá SPRON. Á umsókninavar ritað samþykki af hálfu SPRON, 9. febrúar 2007. Var fjárhæðin 18.500.000krónur handrituð á umsóknar-blaðið sem og lánstími, fjöldi gjalddaga, fyrstigjaldagi, uppgreiðsluþóknun og álag á LIBOR. Hinn 13. júlí 2007 gaf stefnandi úttryggingarbréf í erlendri mynt til SPRON, með 4. veðrétti og uppfærslurétti ífasteigninni Smárarima 58, Reykjavík, til tryggingar á skilvísri og skaðlausrigreiðslu á skuldum þeim sem hann, við útgáfu bréfsins eða síðar, kynni aðskulda SPRON, í hvaða gjaldmiðli sem væri. Var hámarksfjárhæð bréfsinstilgreind tvöhundruð og tíuþúsund evrur. Skuldabréfþað sem mál þetta snýst um var gefið út af stefnanda, 14. febrúar 2007. Eruaðilar málsins sammála um að bréfið hafi við útgáfu fengið auðkennisnúmerið0398-35-10149, en númerið kemur ekki fram á því eintaki bréfsins sem lagt var fram við þingfestingumálsins og merkt er sem dómskjal nr. 3. Skuldabréfið ber yfirskriftinaveðskuldabréf í erlendri mynt. Samkvæmt texta þess viðurkennir stefnandi að skulda SparisjóðiReykjavíkur og nágrennis nánar tilgreindar fjárhæðir í erlendum myntum. Værifyrirgreiðsla Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis endurlánað erlent lánsféveitt í formi fjölmyntaláns, þar sem myntir mættu á hverjum tíma vera allt aðfimm að vali skuldara. Væri tilskilið að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennishefði aðgang að þeim myntum og Seðlabanki Íslands skráði þær. Upphafsmyntsamsetninglánsins var JPY 9.905.408 og CHF 237.789,20 miðað við tilgreint kaupgengiSPRON, 13. febrúar 2007. LIBOR vextir vegna JPY hluta lánsins eru tilgreindirmeð álagi 2,93313% en vegna CHF hluta lánsins með álagi 4,575%. Samkvæmt textabréfsins átti skuldari, óskaði hann eftir breytingu á myntsamsetningu bréfsins,að tilkynna Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis um það með sannanlegum hætti aðminnsta kosti þremur bankadögum fyrir upphaf hvers vaxtatímabils. Samkvæmttexta skuldabréfsins var umsaminn upphaflegur lánstími þrjú ár en skuldaraheimilt að framlengja lánið níu sinnum til þriggja ára í senn, ef samkomulegnæðist um lánskjör. Samið var um mánaðarlega gjalddaga, í fyrsta sinn 1. apríl2007. Vextir skyldu reiknast frá 15. febrúar 2007. Þrátt fyrir að bréfið sésagt veðskuldabréf í yfirskrift þess eins og áður greinir og gert ráð fyrirtilgreiningu veðandlags í prentuðum texta þess er ekkert veðandlag tilgreint íbréfinu. Skuldfærslureikningur er tilgreindur og er hann sá sami og fram kom íáðurgreindri lánsumsókn stefnanda.Lánið mun hafa verið greitt í íslenskumkrónum inn á tilgreindan reikning stefnanda, 15. febrúar 2007. Samkvæmt gögnum málsins var skilmálabreyting gerð á láninu,28. október 2008. Breytinguna er að finna á fyrirliggjandi dómskjali nr. 4. Ífyrirsögn skjalsins segir að um sé að ræða breytingu á greiðsluskilmálumskuldabréfs nr. 881. Aðilar málsins eru hins vegar sammála um að í reynd sé umað ræða breytingu á skuldabréfi nr. 0398-35-10149. Fól hún í sér að greiðaskyldi 1/341 af höfuðstól lánsins á eins mánaðar fresti, í fyrsta sinn 1.nóvember 2009. Vextir skyldu greiðast á eins mánaðar fresti í fyrsta sinn 1.nóvember 2008. Lokagjalddagi skyldi vera 1. apríl 2010 með heimild til aðframlengja níu sinnum til þriggja ára í senn og einu sinni til eins árs, efsamkomulag næðist um lánskjör. Vextir skyldu reiknast frá 1. október 2008 ogvaxtaálag á LIBOR vera eins og áður 2,5%. Þá var nýr ráðstöfunarreikningurtilgreindur. Í upphafstexta breytingarskjalsins er vísað til veðskuldabréfsinsfrá 14. febrúar 2007 „upphaflega að jafnvirði ISK 18.500.000 í eftirtöldummyntum: CHF 237.789,20 og JPY 9.905,408.“ Þá segir ennfremur í skjalinu: „Eftirstöðvarlánsins þann 27.10.2008 eru CHF 225.239,21 og JPY 9.382.623 ásamt áföllnumvöxtum CHF 856,47 og JPY 22.836“. Með heimild í lögum nr. 125/2008 tókFjármálaeftirlitið þá ákvörðun 21. mars 2009 að taka yfir vald stofnfjárfundarSPRON, víkja stjórn sjóðsins frá og skipa skilanefnd yfir hann. Með ákvörðunFjármálaeftirlitsins var enn fremur stofnað sérstakt hlutafélag, Drómi hf., semtók við eignum SPRON. Ákvæðum skuldabréfsins frá 14. febrúar2007 var enn breytt, 23. júlí 2010, með samkomulagi milli stefnanda og Arionbanka h.f. f.h. Dróma hf. Var fyrirsögnsamkomulagsins „framlenging erlends lánasamnings“. Fól breytingin í sérsamkomulag um að eftirstöðvar lánsins skyldu greiddar með 33 afborgunum á einsmánaðar fresti, í fyrsta sinn 1. ágúst 2010. Skyldi hver greiðsla nema 1/332 afeftirstöðvum lánsins, 1. júlí 2010. Á lokagjalddaga lánsins, 1. apríl 2013,skyldi lántaki greiða 301/332 hluta af eftirstöðvum lánsins 1. ágúst 2010, nemalánið yrði framlengt en þá skyldi hann greiða 1/332 hluta, sbr. nánar ákvæðisamkomulagsins um framlengingarheimild. Vextir skyldu áfram greiddir eftirá áeins mánaðar fresti, næst þann 1. ágúst 2010. Þá fól breytingin í sér aðvaxtalálag á LIBOR var hækkað úr 2,5% í 3,75% frá og með 1. júlí 2010.Ettirstöðvar lánsins þann 1. júlí 2010 voru sagðar YPY 9.378.956, CHF225.136,52 og ISK 9.950. Eftirstöðvar eru tilgreindar að jafnvirði íslenskarkrónur 40.438.211. Þann 23. júlí 2010, gerðu stefnandi ogDrómi hf. jafnframt framangreindu samkomulagi, samkomulag um tímabundnabreytingu á greiðslutilhögun samkvæmt skuldabréfinu frá 14. febrúar 2007 oggilti það til 31. desember 2010. Var fyrirsögnsamkomulagsins „Samkomulag um tímabundna breytingu á greiðslutilhögunláns í erlendri mynt“. Var samkomulagið sagt gert vegna óvissu sem upp værikomin um lögmæti erlendra lána bankans. Fól það í sér að stefnandi skyldigreiða mánaðarlega 5.000 krónur af hverri milljón króna af upphaflegumhöfuðstól lánsins umreiknuðum í íslenskar krónur á lántökudegi eða samtals92.500 krónur á mánuði. Í samkomulaginu er tekið fram að þegar bankinn telji aðóvissu um lögmæti erlendra lána bankans hafi verið eytt muni hann tilkynna meðtryggilegum hætti hvernig brugðist verði við. Verði ekki kominn fordæmisgefandiHæstaréttardómur um erlend lán bankans, við lok gildistíma samkomulagsins, getibankinn framlengt samkomulagið með einhliða tilkynningu til skuldara. Þá segirí samkomulaginu að skuldari fyrirgeri ekki betri rétti með því að gerast aðiliað samkomulaginu og greiða samkvæmt því. Jafnframt feli innheimta umsaminnarmánaðalegrar fastrar krónutölu ekki í sér viðurkenningu af hálfu bankans á ólögmætierlendra lána hans eða að greiðsluskylda skuldara samkvæmt upprunalegu lánihefði breyst. Hinn 8. apríl 2011 sendi Drómi hf.stefnanda bréf sem bar fyrirsögnina „Yfirlýsing Dróma vegna SPRON lána íerlendri mynt.“ Í bréfinu kemur fram það álit bankans að tveir dómar semHæstiréttur hafi kveðið upp 14. febrúar og varðað hafi lögmæti lána sem FrjálsiFjárfestingarbankinn hf. hafi veitt og bundin hafi verið erlendri mynt, enlánsfjárhæðin tilgreind í íslenskum krónum, geti ekki talist fordæmisgefandi fyrirlán sem tilgreind séu í erlendri mynt, líkt og gildi um lán stefnanda hjábankanum. Þar af leiðandi séu ekki til staðar forsendur til endurútreikningslánsins að svo komnu máli. Hins vegar sé beðið stefnumarkandi dóma sem skeri úrum hvort endurreikna beri lán í erlendri mynt líkt og gengistryggð lán meðólögmætum lánaskilmálum. Með vísan til þessa hafi verið ákveðið að framlengja í tvo mánuði það úrræði aðlántakendur greiði 5.000 krónur fyrir hverja upphaflega milljón láns og geralánþegum þannig kleift að halda lánum sínum í skilum miðað við upphaflega fjárhæðlánsins. Drómi tilkynnti stefnanda, 11. ágúst2011, um endurútreikning lánsins skv. skuldabréfi nr. 10149, í íslenskarkrónur, á grundvelli ákvæða til bráðbyrgða X og XI, laga nr. 38/2001 um vextiog verðtryggingu, sbr. A- og B-lið 2. gr. laga nr. 151/2010. Var niðurstaðaútreikningsins 23.732.757 krónur. Stefnandi undirritaði yfirlýsinguna því tilstaðfestu að hann gerði ekki athugasemdir við útreikninginn eða niðurstöðu hansen hins vegar gerði hann þann fyrirvara að hann hefði ekki fyrirgert mögulegumbetri rétti, sem hugsanlega kynni að leiða af niðurstöðu dómstóla eðalagasetningu. Sama dag og stefnandi undirritaði framangreinda yfirlýsingu gafhann út veðskuldabréf til Dróma hf. fyrir hinniendurreiknuðu fjárhæð. Fékk bréfið auðkennisnúmerið 19234. Um svonefntjafngreiðslulán var að ræða. Voru greiðslur samkvæmt bréfinu tryggðar með 1.veðrétti í fasteign stefnanda að Smárarima 58 í Reykjavík. Skyldi lániðendurgreiðast með 320 mánaðarlegumafborgunum og var gjalddagi fyrstu afborgunar, 1. ágúst 2011. Vextir af láninuvoru breytilegir en við útgáfu bréfsins voru þeir 5,25% per anno og reiknuðustþeir frá 7. júlí 2011. Lánaflokkur er tilgreindur sem erlent endurreiknað lán.Stefndi fékk framangreint skuldabréf nr. 19234 framselt frá Dróma hf., 31.desember 2013. Með bréfi dagsettu í apríl 2014 munstefndi hafa tilkynnt stefnanda að lán sem hann hefði fengið hjá SPRON, 14.febrúar 2007, hefði ekki verið lán með ólögmætri gengistryggingu, heldurlöglegt erlent lán og yrði umþrættskuldabréf því ekki endur-reiknað meira en orðið væri, enda teldi stefndiskuldabréfið lögmætt erlent lán. Málsástæðurstefnanda og tilvísun til réttarheimilda Krafa stefnanda í málinu byggir á þvíað lán það sem um sé deilt samkvæmt skuldabréfi nr. 0398-35-10149, hafi veriðlán í íslenskri mynt, bundið við gengi erlendra gjaldmiðla, nánar tiltekið viðgengi svissnesks franka og japanskra jena. Vísi stefnanda hvað þetta varði tilþess að erlendur gjaldeyrir hafi aldrei skipt um hendur við gerð eða efndirframangreinds skuldabréfs. Stefnandi vísi til þess, að þrátt fyrir að upphæðlánsins sé ekki tilgreind í veðskuldabréfinu, þá hafi hún verið í íslenskumkrónum þ.e. 18.500.000 krónur en ekki 9.905.408 jen og 237.789,20 svissneskirfrankar. Af þessu megi ráða að lánsfjárhæðin hafi verið ákveðin í íslenskumkrónum, en ekki í jenum eða frönkum. Því hafi verið um að ræða lán í íslenskrimynt, tengt við gengi erlendra gjaldmiðla. Stefnandi vísi til þess að ílánsskjalinu sé vísað til kaupgengis SPRON á japönskum jenum og svissneskumfrönkum, en það bendi til að um gengistengingu sé að ræða en ekki um lán íerlendum myntum. Stefnandi vísi til þess að í 2. gr. lánaskjalsins segi:„Gjaldfallnar fjárhæðir umreiknast ávalt í íslenskar krónur.“ Af þessu megi sjáað ekki hafi verið gert ráð fyrir öðru en að greitt væri af láninu í íslenskrimynt og þannig ekki mögulegt eða ekki gert ráð fyrir að greitt yrði af því íerlendri mynt. Stefnandi vísi til þess að í umræddu veðskuldabréfi segi:„Greiðslur verða skuldfærðar á tilgreindan reikning á gjalddaga og skuldbindurlántaki sig til að eiga næga innistæðu til ráðstöfunar greiðslu gjaldfallinnarskuldar.“ Af þessu megi sjá að skuldina hafi átt að greiða í íslenskum krónumsem yrðu skuldfærðar af innlánsreikningi stefnanda. Ekki hafi verið gert ráðfyrir greiðslum í erlendri mynt, enda um lán í íslenskum krónum að ræða.Stefnandi vísar til fyrirliggjandi samkomulags um breytingu á greiðsluskilmálumfrá 28. október 2008, þar sem segi: „...upphaflega að jafnvirði ISK 18.500.000í eftirtöldum myntum: CHF 237.789,20 og JPY 9.905.408“. Af þessu megi sjá að umhafi verið að ræða lán uppá 18.5 milljónir króna, en ekki lán í erlendumgjaldmiðlum. Af þessu leiði að um hafi verið að ræða lán í íslenskum krónum ognægi ekki að reyna að klæða lánið í annan búning en það raunverulega sé. Þávísi stefnandi til fyrirliggjandi framlengingarsamkomulags frá 23. júlí 2010þar sem segi: „Upphafleg fjárhæð kr. 18.500.000“. Þá segi neðar í skjalinu aðsundurliðun eftirstöðva þann 1. júlí 2010, séu JPY 9.378.956 og CHF 225.136,52og ISK 9.950. Jafnvirði ISK 40.438.211. Af þessu megi sjá að upphafleg fjárhæðsé tilgreind í íslenskum krónum enda lánaðar íslenskar krónur og greitt afláninu með íslenskum krónum. Af þessu megi einnig sjá að lánið sé tengt viðgjaldmiðlana, JPY og CHF. Stefnandi vísi til fyrirliggjandi samkomulags umtímabundna breytingu á greiðslutilhögun frá 23. júlí 2010. Þar segi: „Jafnvirðiupphaflegrar fjárhæðar í ISK á útgáfudegi lánsins 18.500.000“. Þá segi ísamkomulaginu að mánaðarleg fjárhæð greiðslu sé ISK 92.500. Þá segi enn frekarí tilvitnuðu skjali að: „Drómi hf. og ofangreindur skuldari lýsa sig hér meðásátta um, að til 31. desember 2010 greiði skuldari ofangreinds erlends lánsmánaðarlega kr. 5.000,- af hverri milljón króna upphaflegs höfuðstóls lánsinsumreiknuðu í íslenskar krónur á lántökudegi.“ Af þessu megi sjá að allarafborgunarforsendur lánsins hafi miðast við íslenskar krónur. Þá megi einnigsjá að gert sé ráð fyrir afborgunum í íslenskum krónum. Tekið skuli sérstaklega fram aðstefnandi telji að það breyti engu varðandi framangreint þó að íveðskuldabréfinu frá 14. febrúar 2007 komi fram að stefnandi: „viðurkennir hérmeð að skulda Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis eftirgreindar fjárhæðir íerlendum myntum.“ Í því sambandi minni stefnandi á áralanga dómaframkvæmd ífjármunarétti í þá veru að það sé raunverulegt inntak viðkomandi lánssamningssem máli skipti en ekki í hvaða búning samningurinn sé klæddur. Aðalatriðið séeftir sem áður það að stefnandi hafi fengið afhentar íslenskar krónur, greittlánið til baka í íslenskum krónum og engin erlend mynt skipt um hendur. Stefndahafi verið í lófa lagt að greiða stefnanda höfuðstólsfjárhæðina í erlendumgjaldmiðlum inn á gjaldeyrisreikning í bankanum hefði raunverulega staðið tilað lána erlenda gjaldmiðla en ekki íslenskar krónur sem tekið hafi mið afgengisbreytingu erlendra gjaldmiðla. Hvað allt framangreint varði sé a.m.k.ljóst að stefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að umrætt lán til stefnanda hafiverið veitt í erlendum gjaldmiðli. Þá byggi stefnandi á því að ákvæði VI. kaflalaga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu séu ófrávíkjanleg. Í 2. gr. lagannasé mælt fyrir um hvaða ákvæði laganna séu frávíkjanleg, en þar segi að ákvæði II. kafla (almennir vextir) og IV. kafla (vextir afskaðabótakröfum) gildi því aðeins að ekki leiði annað af samningum, venju eðalögum. Þá segi að einnig verði vikið frá öðrum ákvæðum laganna „að því markisem þar er kveðið á um“, en hér sé átt við 6. og 12. gr. laganna. Þó sé ávalltheimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara. Afskýringu 2. gr. leiði því að öll önnur ákvæði laganna eru ófrávíkjanleg, þar ámeðal ákvæði VI. kafla um verðtryggingu. Samkvæmt framansögðu sé ljóst aðóheimilt sé að víkja frá ákvæðum 1. mgr. 14. gr. þar sem kveðið sé á um aðeingöngu sé heimilt að verðtryggja lánsfé samkvæmt 13. gr. ségrundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslandsreikni samkvæmt lögum sem um vísitöluna gildi og birti mánaðarlega íLögbirtingablaði. Sé því óheimilt að verðtryggja skuldbindingar í íslenskumkrónum miðað við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Loks veki stefnandi sérstakaathygli á því að refsiákvæði 17. gr. laganna væri með öllu þýðingarlaust efákvæði 13. og 14. gr. væru frávíkjanleg. Tilstuðnings framangreindu, vísi stefnandi sérstaklega til dóms HéraðsdómsReykjavíkur í máli nr. E-4630/2013, sem kveðinn hafi verið upp uppmiðvikudaginn 30. apríl 2014 sem og dóms Hæstaréttar Íslands, í máli nr.155/2011, sem kveðinn hafi verið upp fimmtudaginn 9. júní 2011. Í tilvitnuðudómum, þar sem héraðsdómur byggi á fordæmisgildi Hæstaréttar dómsins, sé á þvíbyggt að við mat á því hvort lánssamningur sé lánssamningur í erlendri mynt eðalán í íslenskum krónum, bundið gengi erlendra mynta, þurfi fyrst og fremst aðleggja til grundvallar form og efni þess gernings sem um ræði. Þá beri að lítatil atriða við samningsgerðina svo og framkvæmdar samningsins. Stefnandi vísitil þess að upphafleg lánsfjárhæð hafi verið18.500.000 krónur. Hafi sú fjárhæð verið uppreiknuð í erlendar myntireða 237.789,20 svissneska franka og 9.905.406 japönsk jen. Hafi raunverulegafjárhæð lánsins þannig verið ákvörðuð í íslenskum krónum. Þá vísi stefnandimáli sínu til stuðnings til dómskjala nr. 4., nr. 5. og nr. 6 en í þeim öllumsé fyrst og fremst fjallað um lánið sem lán upp á 18.500.000 krónur. Sú fjárhæðsé síðan reiknuð yfir í erlenda gjaldmiðla. Beri þannig öll önnur gögn með sérað um hafi verið að ræða lán í formi íslenskra króna tengt við gengi erlendragjaldmiðla. Í tilvitnuðum dómum, við mat á því hvort lán sé í íslenskum krónumeða erlendum gjaldmiðli, sé miðað við hvort lánið sé greitt út í íslenskumkrónum eða erlendri mynt sem og hvort ráð sé gert fyrir að lánið sé greitt tilbaka í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Sé lánið greitt út í íslenskumkrónum sem og greitt af því í íslenskum krónum, bendi allt til þess að um lán ííslenskum krónum sé að ræða, sem óheimilt hafi verið að tengja við gengi erlendragjaldmiðla. Það eigi við í því máli sem hér sé til meðferðar, enda lánið greittút í íslenskum krónum og greitt af því í íslenskum krónum. Til stuðningsframangreindu vísi stefnandi sérstaklega til dóma Hæstaréttar Íslands 16. júní2010 í málum nr. 92/2010 og nr. 153/2010 þar sem fjallað sé með ítarlegum ogrökstuddum hætti um sams konar ágreiningsefni, þ.e.a.s. verðtryggingu sem miðiskuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Í báðum þessummálum hafi Hæstiréttur komist að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að slíkverðtrygging væri ólögmæt samkvæmt ófrávíkjanlegum reglum um verðtryggingu í13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Stefnandi reisimálatilbúnað sinn á því að ákvæði veðskuldabréfsins um gengistryggingu séuógild og því beri að fallast á framsettar kröfur hans á hendur stefnda.Stefnandi vísi til þess að í framangreindum dómum hafi við mat á því hvort umgengistryggt lán hafi verið að ræða verið talið að einvörðungu skyldi horft tilsamnings aðila enda geti niðurstaða málsins ekki ráðist af því hvort stefndihafi fjármagnað lánafyrirgreiðslu sína á innlendum eða erlendumlánsfjármarkaði. Samkvæmt veðskuldabréfi sem aðilar þessa máls hafi gert vegnafasteignaláns stefnanda sé ljóst að umrætt lán sé í íslenskum krónum, þ.e. ISK18.500.000,-. Þá hafi afborganir verið innheimtar í íslenskum krónum. Sé þaðþví engum vafa undirorpið að lánssamningur aðila samkvæmt framangreinduveðskuldabréfi teljist vera í íslenskum krónum í skilningi 13. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í ákvæðinu segi m.a. að með verðtryggingu séátt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu og aðum heimildir til verðtryggingar fari skv. 14. gr. sömu laga. Í 1. mgr.síðarnefnda ákvæðisins sé heimild til verðtryggingar takmörkuð við vísitöluneysluverðs, sbr. þó 2. mgr. 14. gr. þar sem heimilt sé að miðavið hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna semekki mæli breytingar á almennu verðlagi. Samkvæmt skýrum texta fyrrgreindraákvæða sé því óheimilt að verðtryggja skuldbindingar í íslenskum krónum viðgengi erlendra gjaldmiðla. Brjóti því gengistrygging veðskuldabréfsins í bágavið VI. kafla laga nr. 38/2001. Tilstuðnings kröfum sínum vísi stefnandi til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu,sbr. einkum 2., 13. og 14. gr. laganna. Þá vísi stefnandi til almennra reglnakröfu- og samningaréttarins, m.a. um endurheimtu ofgreidds fjár, brostnarforsendur og reglna um ógild samningsákvæði. Kröfu um málskostnað styðjistefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæðurstefnda og tilvísun til réttarheimilda Stefndibyggir á því að skuldbinding í erlendum gjaldmiðlum fari ekki gegn ákvæðum 13.og 14. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 38/2001. Við úrlausn á því, hvort um sé aðræða skuldbindingu í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðli eða gjaldmiðlum,verði fyrst og fremst að líta til forms og meginefnis þeirra gerninga sem liggitil grundvallar skuldbindingunni. Í því sambandi skipti einkum máli hvernigsjálf skuldbindingin sé tilgreind í þeim. Stefndi telji ljóst af dómaframkvæmdHæstaréttar, sem fjalli um þetta efni, að umþrætt skuldabréf sé að sönnu umlögmætt lán í erlendum myntum, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 520/2011, nr.551/2011, nr. 552/2011, nr. 524/2011, nr. 715/2012, nr. 3/2013, nr. 446/2013,nr. 187/2014, nr. 235/2014, nr. 25/2014 og nr. Fyrst beri að nefna að heitiumþrætts skuldabréfs tilgreini lánið sem erlent lán, höfuðstóll lánsins sétilgreindur nákvæmlega í hinum erlendu myntum og þar, eða annars staðar ískuldabréfinu, komi íslensk fjárhæð hvergi nærri, auk þess sem vextir lánsins,það er LIBOR-vextir af hvorri mynt auk 2,5% álags, séu ljóslega vextir aferlendum myntum, sem ekki bjóðist á lánum í íslenskum krónum. Engu máli skiptií þessu samhengi þó lánið hafi verið greitt til stefnanda í íslenskum krónum,og allar afborganir hans hafi verið inntar af hendi í íslenskum krónum. Tilviðbótar við ofangreint vísi stefndi til reglna viðskiptabréfaréttarins um aðumþrætt skuldabréf hafi að geyma tæmandi lýsingu á réttindum sem það veiti ogþeim takmörkunum sem á þeim réttindum kunni að vera. Því skipti ekki máli,hvernig lánsfjárhæð eða önnur efnisatriði séu, eftir atvikum, tiltekin í viðaukumvið skuldabréfið, sbr. í því samhengi m.a. dóma Hæstaréttar í málum nr.757/2012 og nr. 3/2013. Þá sé vísað til þess að þær skilmálabreytingar, semgerðar hafi verið á skuldabréfinu, 28. október 2008 og 23. júlí 2010, hafi ekkilotið að breytingu á eðli skuldbindingarinnar, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar í málinr. 616/2015. Þá sé tilvísunum stefnanda til hinna ýmsu dóma Hæstaréttar, tilað mynda dóma í málum nr. 92/2010, nr. 153/2010 og nr. 155/2011 hafnað, endaeiga þeir ekki við í málinu. Þá sé öðrum málsástæðum sem stefnandi byggikröfur sínar á mótmælt. Stefndi vísi til meginreglna samninga- og kröfuréttar,þ.m.t. reglna um túlkun samninga. Þá sé sérstaklega vísað til þeirra sjónarmiðasem fram hafi komið í dómaframkvæmd um mat á því hvort lánaskuldbindingar séuað sönnu í erlendum myntum eða gengistryggðar. Þá sé vísað til 2. gr., 4. gr.og 18. gr. og bráðabirgða-ákvæðis X í lögum nr. 38/2001, sbr. einnig lög nr.151/2010. Einnig sé vísað til reglna viðskiptabréfaréttarins. Þá vísi stefnditil meginreglna einkamálaréttarfars um sönnun og sönnunarbyrði. Um málskostnaðvísist til laga nr. 91/1991, sbr. einkum 129. gr. og 1. mgr. 130. gr.Forsendur og niðurstaðaÁgreiningur aðila lýtur að þvíhvort lán samkvæmt skuldabréfi, sem aðilar eru sammála um að hafi boriðauðkennisnúmerið 0398-35-10149, útgefnu af stefnanda, 14. febrúar 2007, hafifalið í sér gilt lán í erlendum gjaldmiðlum eða lán í íslenskum krónum bundiðvið gengi erlendra gjaldmiðla og þar með ólögmæta gengistryggingu samkvæmt 13.gr., sbr. 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.Samkvæmt ítrekuðumdómafordæmum Hæstaréttar Íslands, byggðum á orðalagi framangreindra ákvæða laganr. 38/2001 og lögskýringargögnum, ber við úrlausn framangreindságreiningsefnis fyrst og fremst að líta til forms og meginefnis þesslöggernings eða þeirra löggerninga, semliggja til grundvallar lánsskuldbindingu. Í því sambandi ber einkum að líta tilþess hvernig skuldbinding í lánssamningi er tilgreind, heiti lánsskuldbindingarog tilgreiningar vaxta. Skuldabréf það, sem liggurtil grundvallar lögskiptum aðila máls þessa, ber yfirskriftina „Veðskuldabréf í erlendrimynt“. Þykir yfirskriftin benda til þess að bréfið feli í sér skuldbindingu íerlendri mynt en ekki íslenskum krónum. Þá erupphafsmyntsamsetning bréfsins tilgreind nákvæmlega í japönskum jenum(JPY) og svissneskum frönkum (CHF). Styður það enn frekar að bréfið feli í sérskuldbindingu í erlendri mynt. Þá ber lánsfjárhæðin LIBOR vexti sem styður aðum erlent lán sé að ræða.Fyrir liggur að skilmálumskuldabréfsins frá 14. febrúar 2007 var breytt 28. október 2008 og 23. júlí2010. Síðari breytingar, sem gerðar voru tímabundið vegna óvissu sem þá þóttivera til staðar um lögmæti „erlendra lána bankans“, þykja ekki hafa þýðingufyrir úrslit máls þessa. Í upphafstexta skilmálabreytingarinnarfrá 28. október 2008 er vísað til skuldabréfsins frá 14. febrúar 2007 „upphaflega aðjafnvirði ISK 18.500.000 í eftirtöldum myntum: CHF 237.789,20 og JPY9.905,408.“ Þá segir ennfremur í skjalinu: „Eftirstöðvar lánsins þann27.10.2008 eru CHF 225.239,21 og JPY 9.382.623 ásamt áföllnum vöxtum CHF 856,47og JPY 22.836“. Skilmálabreytingin frá 23. júlí 2010ber fyrirsögnina „Framlenging erlends lánasamnings“. Fól breytingin m.a.í sér að vaxtaálag á LIBOR var hækkað úr 2,5% í 3,75%. Upphafleg fjárhæðlánsins er tilgreind 18.500.000, eftirstöðvar lánsins þann 1. júlí 2010 sagðarYPY 9.378.956, CHF 225.136,52 og ISK 9.950 og eftirstöðvar tilgreindar að jafnvirði íslenskar krónur40.438.211. Framangreindarskilmálabreytingar, sem báðar innihalda nákvæma tilgreiningu umrædds láns íjapönskum jenum og svissneskum frönkum þykja ekki styðja þá staðhæfingustefnanda að lánið frá 14. apríl 2007 hafi verið lán í íslenskum krónum.Breytir tilgreining jafnvirðis lánsins í íslenskum krónum engu í þeim efnumenda verður að telja að lánsskjalið sjálft hafi að geyma tæmandi lýsingu á þeimréttindum sem það veitir og þeim takmörkunum, sem á þeim réttindum kunni aðvera, nema síðara samkomulag leiði meðótvíræðum hætti til annars. Þá verður ekki talið að lánsumsókn stefnanda frá febrúar 2007 breyti efni lánssamningsins. Af hálfu stefnanda er á þvíbyggt að sú staðreynd að útborgun lánsins hafi verið í íslenskum krónum og hannhafi greitt af skuldabréfinu í íslenskum krónum staðfesti að um hafi verið aðræða skuldbindingu í íslenskum krónum. Af dómum Hæstaréttar, sérstaklega dómumí málum nr. 524/2011 og nr. 757/2012 verður hins vegar ályktað að ekki skiptimáli þótt framangreindar greiðslur hafi fari fram í íslenskum krónum, þegarskýrt komi fram í viðkomandi lánssamningi að skuldin sé í erlendri mynt. Með vísan til alls framangreinds og ítrekaðra dómafordæma HæstaréttarÍslands þykir verða að leggja til grundvallar dómi í máli þessu að stefnandihafi tekið gilt lán í erlendum gjaldmiðli. Verður stefndi því sýknaður afkröfum stefnanda. Með vísan til framangreindrarniðurstöðu og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verðurstefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað og þykir hann hæfilegaákveðinn 600.000 krónur. Þórður S. Gunnarssonhéraðsdómari kveður upp dóm þennan.DómsorðStefndi, Arion banki h.f., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, GunnarsL. Benediktssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 600.000 krónur ímálskostnað. |
Mál nr. 814/2016 | Fjármálafyrirtæki Slit Lánssamningur Riftun Greiðsla | K ehf. krafðist riftunar á greiðslu skuldar K hf. við RZ á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, en K ehf. byggði á því að greiðslan hafi verið innt af hendi fyrr en eðlilegt var og hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. RZ rann saman við RI í mars 2017 og tók RI við öllum réttindum og skyldum hans. RZ hafði ásamt þremur öðrum bönkum í nóvember 2007 lagt K hf. til svokallað brúarlán en lánið skyldi endurgreiðast að fullu ári síðar. Í júní 2008 tók K hf. nýtt sambankalán og að því stóð meðal annars RZ. Drjúgum hluta síðara lánsins var ráðstafað af hálfu K hf., meðal annars til endurgreiðslu á lánshluta RZ í hinu fyrra láni. Ágreiningur aðila laut einnig að því hvort líta bæri til ensks réttar við úrlausn málsins en RZ taldi að í báðum lánssamningunum og fylgiskjölum með þeim væri mælt svo fyrir að um þá færi eftir enskum rétti sem því ætti að gilda um sakarefnið framar íslenskum lögum. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að sá mismunur sem hefði verið á hlutdeild RZ í upphaflegu brúarláni frá nóvember 2007 og hlutdeild bankans í sambankaláninu frá júní 2008 hefði falið í sér greiðslu á skuld í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Í dómaframkvæmd réttarins hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að greiðsla við þessar aðstæður hefði verið innt af hendi fyrr en eðlilegt var í skilningi ákvæðisins og ekki verið talið skipta máli þótt heimilt hefði verið að greiða skuldina fyrir gjalddaga. Var því talið að umrædd greiðsla K hf. hefði verið innt af hendi fyrr en eðlilegt var. Við mat á því hvort greiðslan væri venjuleg eftir atvikum yrði að líta heildstætt á þær tvær áðurnefndar lántökur K hf. og hvernig staðið hefði verið að endurgreiðslu á hluta fyrra lánsins til RZ í júní 2008. Með síðara láninu hefði verið um mikilvæga viðbótarfjármögnun að ræða fyrir K hf. og jafnframt framlengingu á fjármögnun hans hvað varðaði stærstan hluta upphaflegs láns. Var fallist á með RI að miða yrði við að lánið sem tekið hefði verið í júní 2008 hefði falið í sér ávinning fyrir K hf. þótt vaxtakjör þess hefðu verið lakari en á fyrra láni. Var hin umþrætta greiðsla því talin venjuleg eftir atvikum samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 og því þyrfti ekki að taka afstöðu til þess hvort líta bæri til enskra laga við úrlausn málsins. Var RI sýknaður af kröfu K ehf. | DómurHæstaréttar.Málþetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason ogGreta Baldursdóttir og landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson og SigurðurTómas Magnússon. Áfrýjandi skaut málinuupphaflega til Hæstaréttar 12. október 2016 en ekki varð af fyrirhugaðriþingfestingu þess 23. nóvember sama ár og var áfrýjað öðru sinni 8. desember2016. Hann krefst aðallega sýknu af kröfumstefnda, en til vara að kröfur stefnda verði lækkaðar. Þá krefst hannmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Með samkomulagi 24.janúar 2017 mun hafa verið ákveðið að sameina Raiffeisen Bank International AGog Raiffeisen Zentralbank Österreich AG, sem var meðstefndi í héraði, og varþað tilkynnt fyrirtækjaskrá Austurríkis 18. mars sama ár. Raiffeisen Bank InternationalAG mun með þessu hafa yfirtekið réttindi og skyldur Raiffeisen ZentralbankÖsterreich AG. Er Raiffeisen Bank International AG því áfrýjandi málsins. Þávarð sú breyting að gengnum héraðsdómi að stefndi er nú einkahlutafélag í staðhlutafélags áður. ISvo sem nánar er rakið íhinum áfrýjaða dómi eru málavextir þeir að fjórir bankar lögðu stefnda, sem þábar heitið Kaupþing banki hf., til 300.000.000 evrur 12. nóvember 2007. AukRaiffeisen Zentralbank Österreich AG stóðu að lánveitingunni, BayerischeLandesbank, Bayerische Hipo-und Vereinsbank AG og Fortis Bank S.A./N.V. Hluturhvers banka í lánveitingunni var jafn, eða 75.000.000 evrur, og var tilgreint ílánssamningnum að lánið skyldi nýtt til almennrar fjármögnunar í rekstristefnda og greiðast að fullu ári síðar eða 11. nóvember 2008. Vextir af láninuskyldu greiddir í fyrsta sinn 20. febrúar 2008, síðan á þriggja mánaða frestifram til 20. ágúst það ár en eftir það mánaðarlega. Réttindi og skyldurlánveitenda voru skiptar, þannig að hver og einn þeirra bar sjálfstæðar skyldurog átti sjálfstæðan rétt samkvæmt samningnum. Þá voru meðal annars í honumákvæði sem tryggja áttu lánveitendum jafnræði um hvernig bregðast skyldi viðatvikum sem upp gætu komið á lánstímanum. Einnig kom fram í samningnum aðstefndi gæti greitt lánið að hluta til eða að öllu leyti fyrir lokagjalddaga,eða á síðasta degi hvers vaxtatímabils, að undangenginni tilkynningu með minnsttíu daga fyrirvara til Bayerische Landesbank, sem var umsýslubanki lánsins. Stefndi tók nýtt sambankalán13. júní 2008. Að því stóðu tveir af áðurnefndum lánveitendum, RaiffeisenZentralbank Österreich AG og Bayerische Landesbank, auk Bank of America N.A. ogLloyds TSB Bank plc. Var tilgangur lánsins sagður til almennrar fjármögnunar írekstri stefnda. Kjörum lánsins er nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Varlánstíminn lengri og nú til tveggja ára en lánsfjárhæð 275.000.000 evrur. HluturRaiffeisen Zentralbank Österreich AG í lánveitingunni var 50.000.000 evrur, en lánshluturhvers hinna bankanna þriggja 75.000.000 evrur. Var Bayerische Landesbankumsýslubanki þessa láns eins og hins fyrra.Óumdeilt er að drjúgum hluta lánsins, eða 150.659.912,50 evrum, varráðstafað af hálfu stefnda 20. júní 2008. Annars vegar var það tilendurgreiðslu á lánshlutum umsýslubankans sjálfs í hinu fyrra láni ogRaiffeisen Zentralbank Österreich AG, 75.000.000 evrur til hvors, og hins vegartil greiðslu vaxta að fjárhæð 659.912,50 evrur. Hinir bankarnir tveir sem tókuþátt í fyrri lánveitingunni en ekki þeirri síðari, Bayerische Hipo-undVereinsbank AG og Fortis Bank S.A./N.V, fengu á hinn bóginn ekkert greitt. Hinn 9. október 2008neytti Fjármálaeftirlitið heimildar samkvæmt 100. gr. a. laga nr. 161/2002 umfjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að taka yfir valdhluthafafundar í stefnda, víkja stjórn hans frá og setja yfir hann skilanefnd.Slitameðferð stefnda, með frestdegi 15. nóvember 2008, var lokið meðnauðasamningi 23. desember 2015. Við hana var áfrýjanda og RaiffeisenZentralbank Österreich AG ritað bréf 7. febrúar 2012 þar sem krafist varriftunar á greiðslu skuldar við Raiffeisen Zentralbank Österreich AG álánshluta hans í sambankaláninu 12. nóvember 2007 umfram hlutdeild bankans íhinu nýja láni 13. júní 2008, samtals 25.000.000 evrur. Var krafan reist á 1.mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 4. mgr. 103. gr.laga nr. 161/2002. Þessu erindi mun ekki hafa verið svarað og höfðaði stefndimál þetta 30. maí 2012.IIEins og nánar er rakið íhinum áfrýjaða dómi vísar stefndi einkum til þess að framangreind endurgreiðslatil Raiffeisen Zentralbank Österreich AG 20. júní 2008 á 25.000.000 evrum hafiverið greiðsla á skuld innan sex mánaða fyrir frestdag 15. nóvember 2008 ogfyrir umsaminn gjalddaga 11. sama mánaðar og fyrr en eðlilegt megi teljast ískilningi 134. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002.Umsaminn gjalddagi lánsins hafi verið eftir að stefnda var skipuð skilanefnd afFjármálaeftirlitinu. Með greiðslunni hafi jafnræði kröfuhafa verið raskað enóvenjulegt sé að lán sem þetta greiðist fyrir gjalddaga eða að krafa sé settfram um slíka greiðslu af hálfu lánveitanda bankastofnunar. Ráða megi afsamskiptum aðila að ástæða þess að Raiffeisen Zentralbank Österreich AG hafikrafist greiðslu á hinu eldra láni hafi tengst vaxandi áhyggjum hans af stöðuefnahagsmála á Íslandi. Versnandi ástand á lánamörkuðum með minna trausti tilstefnda og möguleikum hans til að standa við skuldbindingar sínar séu ekkiatvik sem réttlætt geti greiðslu á láni fyrir gjalddaga samkvæmt 1. mgr. 134.gr. laga nr. 21/1991. Þá telur stefndi sér ílagi óvenjulegt að þeir fjármunir sem hann greiddi til Raiffeisen ZentralbankÖsterreich AG hafi verið teknir að láni á umtalsvert óhagstæðari kjörum en hannhafi notið fyrir hjá þeim síðarnefnda. Hvatinn að greiðslunni hafi því ekkiverið sá að lækka vaxtagreiðslur bankans. Byggir stefndi á því að áfrýjandaberi samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 að endurgreiða sér þá fjárhæðsem fengist hafi greidd með þeim hætti sem að framan er rakið, eða 25.000.000evrur, og með dráttarvöxtum eins og dæmdir voru í héraði samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna,enda hafi fjármunirnir verið nýttir af Raiffeisen Zentralbank Österreich AG tilávöxtunar. IIIEins og ítarlega er rakiðí hinum áfrýjaða dómi er ágreiningur milli aðila um hvort líta beri til ensksréttar við úrlausn málsins. Byggir áfrýjandi á því að ákvæði 104. gr. laga nr.161/2002, sem innleitt hafi 2. mgr. 10. gr. tilskipunar Evrópuþingsins ográðsins 2001/24/EB um endurskipulagningu og slit lánastofnana, kveði á um aðfarið skuli eftir íslenskum lögum um réttaráhrif, málsmeðferð og framkvæmdákvörðunar um slitameðferð fjármálafyrirtækis, sem hafi staðfestu ogstarfsleyfi á Íslandi, með þeim takmörkunum er greini í 2. mgr. 99. gr. sömulaga. Í n. lið 2. mgr. 99. gr. laganna, sem innleiða átti 30. gr.tilskipunarinnar, komi fram að löggerningur verði þó ekki ógiltur ef sá semhefur hag af því að löggerningurinn haldi gildi sínu leggi fram fullnægjandisönnun um að gerninginn eigi að gilda lög annars ríkis og að í lögum þess ríkissé ekki að finna ógildingarreglu er taki til þess tilviks sem um ræði. Vísarhann meðal annars til dóms EFTA dómstólsins 17. október 2014 í máli nr.E-28/13. Telur áfrýjandi að í báðum lánssamningunum og fylgiskjölum með þeim sémælt fyrir að um þá fari eftir enskum rétti sem því eigi að gilda um sakarefniþetta framar íslenskum lögum. Efnisvarnir áfrýjanda erueinkum á því reistar að greiðslan 20. júní 2008 hafi verið hluti affyrirframákveðnum viðskiptum til hagsbóta fyrir stefnda við öflun lánsfjár oghafi því ekki verið innt af hendi óvenjulega snemma. Þetta megi sjá af gögnumum aðdraganda lánveitinganna beggja. Hið fyrra lán 12. nóvember 2007 hafieinkum verið ætlað að brúa bil uns tekið yrði sambankalán til lengri tíma. Hafilánið 13. júní 2008 þannig ekki einungis verið ætlað til almennrar fjármögnunarí rekstri stefnda heldur átt að endurfjármagna brúarlánið frá 12. nóvember 2007með lánstíma í tvö ár til hagsbóta fyrir stefnda. Þannig hafi í skilmálumbrúarlánsins verið ákvæði um heimild til greiðslu fyrir lokagjalddaga 11.nóvember 2008. Síðari lánið hafi verið hagfellt stefnda með tilliti tilaðstæðna allra og greiðsla hluta fyrra lánsins verið venjuleg eftir atvikumöllum en ekki á skjön við aðstæður á markaði, enda hafi ráðstöfunin notiðsamþykkis annarra aðila hins fyrra láns, sem séu sérfræðingar á sviði lánamála.Af framangreindu leiði að ráðstöfun þessari verði ekki rift að íslenskum réttiog enn síður samkvæmt reglum ensks réttar. IVKrafa stefnda um riftungreiðslu hans 20. júní 2008 til handa Raiffeisen Zentralbank Österreich AG aðfjárhæð 25.000.000 evrur er einvörðungu reist á 1. mgr. 134. gr. laga nr.21/1991, sbr. 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002, en samkvæmt síðargreindaákvæðinu verður riftunarreglum XX. kafla laga nr. 21/1991 beitt ef sýnt er aðeignir fjármálafyrirtækis muni ekki nægja til að efna skuldbindingar þess viðslit. Samkvæmt fyrrgreinda ákvæðinu má krefjast riftunar á greiðslu skuldar ásíðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri,fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæð sem hefur skert greiðslugetuþrotamannsins verulega, nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum. Einsog áður segir var frestdagur við slit stefnda 15. nóvember 2008 og liggur fyrirað greiðsla skuldarinnar samkvæmt láninu 12. nóvember 2007 var innt af hendifyrir lokagjalddaga þess eða 20. júní 2008 og innan þeirra tímamarka semgreinir í ákvæðinu.Samkvæmt gögnum málsinshafði stefndi frá miðju ári 2007 átt í viðræðum við Raiffeisen ZentralbankÖsterreich AG og fleiri alþjóðlega banka um að þeir veittu stefnda hærrasambankalán og til lengri tíma en raunin varð með lánveitingunni 12. nóvember2007. Mun vilji stefnda hafa staðið til þess að fá allt að 500.000.000 evra lántil allt að fimm ára, en hugmyndir Raiffeisen Zentralbank Österreich AG munu þáhafa verið nær því að koma að slíkri lánveitingu með 30.000.000 til 50.000.000evrum og þá til skemmri tíma eða tveggja ára. Ekki náðist samkomulag á árinu2007 um annað en 300.000.000 evra lán til eins árs með 75.000.000 evra hluthvers lánveitanda. Var tekið fram í samþykki stjórnar Raiffeisen ZentralbankÖsterreich AG fyrir láninu að það væri brúarlán (Bridge Loan Club Loan Facility)veitt í samræmi við samþykktar áætlanir um áhættumörk, en yrði leyst af hólmimeð sambankaláni um leið og markaðsaðstæður yrðu betri. Einnig sagði í skipunarbréfi(Mandate Letter) 28. september 2007 með láninu að um væri að ræða tímabundinnlánssamning sem ætlað væri að vera brúarfjármögnun til að mæta fjárþörf lántakaí eitt ár en að lántaki áformi að taka nýtt sambankalán leið og honum byðustbetri kjör á alþjóðlegum skulda- og fjármagnsmörkuðum, þó eigi síðar en eftireitt ár. Til viðbótar þessu var í skilmálaskrá í viðauka við lánssamninginntiltekið að um væri að ræða brúarlán sem heimilaði lántökum að greiða upp nýttalánsheimild við lok hvers vaxtatímabils samkvæmt lánssamningnum. Framburður vitna og ýmistölvubréf, sem að nokkru eru rakin í héraðsdómi, bera með sér að eftir mikilsamskipti milli starfsmanna stefnda og starfsmanna Raiffeisen ZentralbankÖsterreich AG á árinu 2008 um stöðu á lánamarkaði og umfang viðskipta bankannatveggja hafi það loks orðið niðurstaða stjórnar síðarnefnda bankans á fundi 23.maí 2008 að bjóða fram 50.000.000 evra hlutdeild í hinu nýja láni í stað75.000.000 evra. Samkvæmt svokölluðu ákvörðunarblaði 23. maí 2008 voru lagðarfyrir stjórn bankans tvær tillögur, annars vegar frá yfirmanni deildar, sem fórmeð samskipti bankans við aðrar fjármálastofnanir, um lánveitingu að fjárhæð75.000.000 evrur og hins vegar frá áhættudeild bankans um 50.000.000 evralánveitingu. Af gögnum málsins verður og ráðið að stefndi hafi verið mjög stórviðskiptavinur Raiffeisen Zentralbank Österreich AG og lánveitingar þesssíðarnefnda til stefnda hafi aukist umtalsvert frá því brúarlánið var veitt.Samkvæmt gögnum málsinsliggur fyrir að sá mismunur sem var á hlutdeildRaiffeisen Zentralbank Österreich AG í upphaflegu brúarláni til stefnda 12.nóvember 2007 og hlutdeild bankans í sambankaláninu 13. júní 2008, fól í sérgreiðslu á 25.000.000 evra skuld í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.Greiðslan fór fram innan sex mánaða fyrir frestdag sem var 15. nóvember 2008 ogjafnframt var hún innt af hendi fyrir umsaminn gjalddaga brúarlánsins sem var11. nóvember 2008. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur ítrekað verið lagt tilgrundvallar að greiðsla við þessar aðstæður hafi verið innt af hendi fyrr eneðlilegt var í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 og hefur ekki veriðtalið skipta máli þótt heimilt hafi verið að greiða skuldina fyrir gjalddaga,sbr. dóma Hæstaréttar 11. maí 2017 í málum nr. 189/2016, 200/2016 og 621/2016og 19. desember 2017 í máli nr. 86/2017. Í samræmi við það telst umræddgreiðsla stefnda hafa verið innt af hendi fyrr en eðlilegt var í skilningi 1.mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.VRiftun greiðslu eftir 1.mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 verður ekki komið við ef greiðsla virðistvenjuleg eftir atvikum og ber móttakandi greiðslu sönnunarbyrðina fyrir því að svohafi verið. Við mat á því hvortfyrrnefnd greiðsla stefnda til Raiffeisen Zentralbank Österreich AG geti talistvenjuleg eftir atvikum verður að líta til þess að megingrundvöllur riftunarreglnalaga nr. 21/1991, þar á meðal 134. gr. laganna, er að tryggja jafnræðikröfuhafa við gjaldþrotaskipti en sömu sjónarmið eiga við um slitfjármálafyrirtækja. Önnur sjónarmið ganga aftur á móti í gagnstæða átt svo semgrundvallarregla samningaréttar um frelsi manna til að ráðstafa hagsmunum sínummeð löggerningum og sjónarmið um öryggi í viðskiptum. Skilyrðið um að greiðslateljist ekki venjuleg eftir atvikum vísar til þess að aðeins sé rétt að fallastá riftun greiðslu ef hún er óvenjuleg í sjálfu sér eða innt af hendi viðóvenjulegar aðstæður. Í því sambandi er rétt að líta til eðlis viðkomandiviðskipta og hvort greiðslan sé óvenjuleg í þeim viðskiptum sem um ræðir. Við mat á því hvortgreiðsla teljist venjuleg eftir atvikum skiptir máli hvort hún hafi á sér þannblæ að með henni sé verið að ívilna móttakanda greiðslunnar á kostnað annarrakröfuhafa. Virða verður málsatvik heildstætt en í því samhengi kann huglægafstaða þess sem móttók greiðslu að skipta máli og þá einkum hvort telja megiað slæm fjárhagsleg staða greiðanda hafi haft áhrif á greiðsluna og jafnvelráðið úrslitum um hana. Greiðsla fyrir gjalddaga getur þó talist venjuleg eftiratvikum þótt hún hafi átt sér stað þegar fjárhagsstaða greiðanda var slæm, efatvik gefa þrátt fyrir það ekki til kynna að til hafi staðið að ívilna einumkröfuhafa á kostnað annarra.Litið verður heildstætt áþær tvær lántökur stefnda sem um er fjallað í málinu og hvernig staðið var aðendurgreiðslu á hluta fyrra lánsins til Raiffeisen Zentralbank Österreich AG 20.júní 2008. Niðurstaðan af þessum tveimur lánsviðskiptum varð sú að í stað300.000.000 evra fjármögnunar til 11. nóvember 2008 tryggði stefndi sér425.000.000 evra fjármögnun til þess dags en jafnframt nýja 275.000.000 evraframhaldsfjármögnun til tveggja ára. Þótt kjör síðara lánsins væru lakari enþess fyrra var um mikilvæga 125.000.000 evra viðbótarfjármögnun að ræða fyrirstefnda á erfiðum tímum í rekstri bankans og jafnframt framlengingu áfjármögnun hans hvað varðar stærstan hluta upphaflegs láns í rúma átján mánuði.Að þessu virtu verður fallist á með áfrýjanda að miða verði við að lánið semtekið var 13. júní 2008 hafi falið í sér ávinning fyrir stefnda þótt vaxtakjörþess hafi verið lakari en á fyrra láni. Verður umdeild greiðsla því talinvenjuleg eftir atvikum í skilningi niðurlags 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.Þarf þá ekki að taka afstöðu til þess hvort líta beri til enskra laga viðúrlausn málsins. Verður áfrýjandi því sýknaður af kröfum stefnda.Eftir þessum úrslitumverður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrirHæstarétti, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Áfrýjandi, RaiffeisenBank International AG, er sýkn af kröfum stefnda, Kaupþings ehf.Stefndi greiði áfrýjandasamtals 10.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 13. júlí 2016Mál þetta sem dómtekið var 15. júní2016, var höfðað 30. maí 2012 af Kaupþingi hf., Borgartúni 26, Reykjavík áhendur Raiffeisen Zentralbank Österreich AG, Austurríki og Raiffaisen BankInternational AG, Austurríki, til riftunar á greiðslu skuldar og endurgreiðslu. Dómkröfur stefnanda eru þær aðrift verði með dómi greiðslu stefnanda á skuld við stefnda RaiffeisenZentralbank Österreich AG að fjárhæð 25.000.000 evra sem fram fór 20. júní2008, að stefndu verði sameiginlega (in solidum) gert að greiða stefnanda25.000.000 evra með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá20. júní 2008 til greiðsludags og að stefndu verði sameiginlega (in solidum)gert að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Endanlegardómkröfur stefndu eru aðallega að krafist er sýknu af kröfum stefnanda en tilvara er þess krafist að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Stefndukrefjast þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða þeim sameiginlega (insolidum) málskostnað að skaðlausu, að teknu tilliti til virðisaukaskatts,samkvæmt málskostnaðarreikningi. Í upphafi kröfðust stefndu þessaðallega að málinu yrði vísað frá dómi og byggðu þá kröfu á því að íslenskirdómstólar ættu ekki lögsögu í málinu, á því að riftunarkrafan væri ekkinægilega snemma fram komin, á því að kröfur stefnanda væru ekki nægilega skýrarog á því að einnig hefði þurft að stefna umsýslubankanum Bayerische Landesbank(BL) í málinu. Á þessar málsástæður stefndu var ekki fallist og varfrávísunarkröfu stefndu hafnað með úrskurði dómsins 11. júlí 2013. Um aðila málsinsFjármálaeftirlitiðtók yfir vald hluthafafundar stefnanda þann 9. október2008 og skipaði honum skilanefnd með heimild í 100. gr.a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr.laga nr. 125/2008. Stefnandi fékkheimild til greiðslustöðvunar samkvæmt lögum nr. 21/1991,um gjaldþrotaskipti o.fl., 24. nóvember 2008,sbr. 2. gr. og 4. gr. laganr. 129/2008. Sú heimild var framlengd þann 19.febrúar 2009 til 13. nóvember sama ár. Telst stefnandi veratil slitameðferðar eftir reglum XII. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, frá 22. apríl2009 að telja, sbr. ákvæði II til bráðabirgða við lög nr. 44/2009, um breytinguá lögum nr. 161/2002. Stefnanda var skipuð slitastjórn með úrskurði HéraðsdómsReykjavíkur þann 25. maí 2009. Innköllun slitastjórnar til kröfuhafa birtistfyrra sinn í Lögbirtingablaði 30. júní 2009 og rann kröfulýsingarfrestur út 30.desember sama ár. Stefnandi var úrskurðaður í slitameðferð22. nóvember 2010 í kjölfar gildistöku laga nr.132/2010, og lauk þá þeirri greiðslustöðvun sem bankinn hafðifengið þann 24. nóvember 2008. Þann 1. janúar 2012 tók slitastjórn viðverkefnum skilanefndar sem var lögð niður, sbr. 8. gr. laga nr. 78/2011, umbreytingu á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Frestdagur viðslitameðferð stefnanda er 15. nóvember 2008, sbr. ákvæði til bráðabirgða ílögum nr. 129/2008, sbr. ákvæði III til bráðabirgða í lögum nr. 44/2009, umbreytingu á lögum nr. 161/2002.Raiffeisen BankInternational AG (RBI) og Raiffeisen Zentralbank Österreich AG (RZB) er stefntsameiginlega í málinu. Atvik málsins er að rekja til viðskipta RZB og stefnanda,en RBI telst bera ábyrgð á þeim skuldbindingum RZB, sem stofnað var til fyrir9. október 2010. Byggist það á fjárhagslegri endurskipulagningu sem RZB fór ígegnum á árunum 2009 og 2010, sem fólst í því að bankanum var skipt upp í tvöfélög og bar þá hið útskipta félag, Cembra Beteiligungs AG, ábyrgð áskuldbindingum þess félags sem skipt var (RZB). Nýja félagið var sameinað RBIog slitið. Ágreiningslaust er að viðmiðunardagur vegna þeirrar ábyrgðar sem RBItók við er 9. október 2010.Yfirlit málsatvika og ágreiningsefnaMeð fjölbankaláni12. nóvember 2007 lögðu fjórir bankar stefnanda, Kaupþingi hf., til 300.000.000evra. Auk stefnda, RZB, voru lánveitendur Bayerische Landesbank (BL),Bayerische Hypo- und Vereinsbank AG (HVB) og Fortis Bank S.A. (Fortis) og varhlutur hvers lánveitanda um sig í láninu 75.000.000 evra. Lánið var nefntbrúarlán í undirbúningsgögnum og var það veitt í kjölfar viðræðnaframangreindra aðila um fjármögnun til lengri tíma sem stefnandi hafði óskaðeftir. Lánið skyldi samkvæmt grein 6.1 í lánssamningnum endurgreiðast að fullu364 dögum eftir dagsetningu samningsins, þ.e. þann 11. nóvember 2008.Með nýjufjölbankaláni til tveggja ára voru stefnanda þann 13. júní 2008 lagðar til275.000.000 evra af hálfu fjögurra banka, þar á meðal stefnda RZB, en lánið varsamkvæmt grein 3 í lánssamningi ætlað til almennrar fjármögnunar í rekstristefnanda. Hlutur stefnda RZB í nýja láninu var 50.000.000 evra og umsýslubankibeggja lánanna, BL, lagði til 75.000.000 evra. Auk þessara tveggja lánveitendalögðu bankarnir Bank of America N.A. (BofA) og Lloyds TSB Bank plc. (Lloyds)hvor um sig 75.000.000 evra til nýja lánsins. Drjúgum hluta af nýja láninu, 150.659.912,50 evrum,var af hálfu stefnanda ráðstafað þann 20. júní 2008 til þess að endurgreiðaannars vegar hluta umsýslubankans sjálfs í fyrra láninu, 75.000.000 evra, oghins vegar hluta stefnda RZB í fyrra láninu, 75.000.000 evra, auk þess semgreiddir voru vextir, 659.912,50evrur.Bankarnir HVB og Fortis tóku ekki þátt í nýja láninu sem lánveitendur og fenguþeir bankar ekki greitt af fyrra láninu þegar stefndi RZB og BL fengu greitt,en hver og einn lánveitenda átti sjálfstæðan rétt og bar sjálfstæðar skyldursamkvæmt lánssamningnum frá 12. nóvember 2007.Í máli þessukrefst stefnandi riftunar á greiðslu sinni til stefnda RZB, sem innt var afhendi 20. júní 2008 til uppgreiðslu á lánshluta hans í fyrra fjölbankaláninusem var á gjalddaga þann 11. nóvember 2008, að því marki sem greiðslan varhærri en sem nemi nýja láninu frá stefnda RZB. Höfuðstóll nýja lánsins frá RZBvar 25.000.000 evra lægri en höfuðstóll eldra lánsins sem greitt var upp.Stefnandi krefst endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar með dráttarvöxtum frágreiðsludegi. Stefnandi byggir á því að þessi greiðsla til stefnda RZB sériftanleg með vísan til 134. gr. laga nr. 21/1991, enda hafi hún verið innt afhendi fyrir gjalddaga og því fyrr en eðlilegt var og innan sex mánaða fyrirfrestdag, sem var þann 15. nóvember 2008. Stefnandi kveðst hafa krafistriftunar á greiðslunni með bréfi til stefndu 7. febrúar 2012 og um það er ekkiágreiningur. Af hálfu stefnduer kröfum stefnanda hafnað og á því byggt að þegar stefndi RZB hafi samþykkt aðtaka þátt í nýju láni til stefnanda, þar sem hlutdeild stefnda RZB er50.000.000 evra, hafi verið gengið út frá því að þá yrði endurgreiddur hlutibankans í fyrra láni til stefnanda, 75.000.000 evra, fyrir upphaflegan skráðanlokagjalddaga þess samkvæmt lánssamningi. Það lán hafi verið brúarlán sem fráupphafi hafi staðið til að greiddist upp innan árs og tilgangur nýja lánsinshafi verið endurfjármögnun brúarlánsins og framlenging þess um tvö ár tilhagsbóta fyrir stefnanda, sem frá upphafi hafi sóst eftir láni til lengri tíma.Greiðslan 20. júní 2008 hafi af þeirri ástæðu verið fyrir fram ákveðin og hafiekki verið greidd óeðlilega snemma. Greiðslan hafi verið samþykkt af þeimbönkum sem voru þátttakendur í lánveitingunni og hafi ekki þótt óeðlileg.Greiðslan sé ekki riftanleg eða endurkræf. Þá byggja stefndu á því að ensk löggildi um lánasamningana og byggja á því að efni n-liðar 2. mgr. 99. gr. laganr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki standi því í vegi að riftunarheimildíslenskra laga um gjaldþrotaskipti o.fl. verði beitt um þessa greiðslu, þar semí enskum rétti sé ekki að finna ógildingarreglu sem eigi við um atvik málsins.Stefndu hafa við meðferð málsins aflað matsgerðar til þess að sýna fram á efnienskra laga að þessu leyti. Stefnandi telur ensk lög ekki eiga við um ógildingugernings á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga og telur jafnframt að umrædd greiðslaværi engu að síður riftanleg þó svo væri. Viðaðalmeðferð málsins báru vitni með aðstoð túlks í símaskýrslum matsmaðurinnLouise Gullifer prófessor og Harald Kreuzmair, starfsmaður stefndu. Verðurvitnað til framburðar þeirra eftir því sem þurfa þykir og verður nánar fjallaðum málsatvik sem máli skipta í niðurstöðukafla dómsins.Málsástæðurog lagarök stefnandaGrundvöllur málsins og varnarþingStefnandi krefstþess að rift verði greiðslu til stefnda RZB sem innt var af hendi þann 20. júní2008 til uppgreiðslu á lánshluta stefnda í ógjaldföllnu fjölbankaláni, sem vará gjalddaga þann 11. nóvember 2008. Hluti andvirðis nýs fjölbankaláns stefnandadags. 13. júní 2008 var nýttur til greiðslunnar, en höfuðstóll þess láns fráRZB var 25.000.000 evra lægri en höfuðstóll eldra lánsins frá RZB sem greittvar upp. Stefnandi krefjistriftunar á greiðslu til stefnda RZB á grundvelli 4. mgr. 103. gr. laga nr.161/2002, um fjármálafyrirtæki, en þar sé kveðið á um að ef ekki er sýnt aðeignir fjármálafyrirtækis í slitameðferð dugi til að efna skuldbindingar þessað fullu megi krefjast riftunar á ráðstöfunum fjármálafyrirtækis eftir sömureglum og samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, og gildi umslík mál öll ákvæði XX. kafla laganna, með þeirri breytingu að frestur til aðhöfða mál sé 30 mánuðir í stað 6 mánaða skv. 148. gr. laga nr. 21/1991. Stefnandi byggi áþví að óumdeilt sé að ákvæði 103. gr. laga nr. 161/2002 eigi við um hann. Mál ágrundvelli ákvæðisins skuli þingfest fyrir þeim héraðsdómstól þar semfjármálafyrirtæki hafi verið tekið til slita. Á þeim grundvelli sé mál þettahöfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Kröfulýsingarfrestur við slit stefnandahafi verið til 30. desember 2009 og hafi 30 mánaða málshöfðunarfrestur þá fyrstbyrjað að líða, sbr. 148. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 103. gr. laga nr.161/2002.Riftanleg greiðsla skv. 134. gr. laganr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.Stefnandi byggi áþví að greiðsla til stefnda RZB þann 20. júní 2008 á lánshluta hans ífjölbankaláni, dags. 12. nóvember 2007, umfram hlutdeild hans í nýju láni,samtals 25.000.000 evra, sé riftanleg með vísan til 134. gr. laga nr. 21/1991,enda hafi hún verið innt af hendi fyrr en eðlilegt hafi verið og innan sexmánaða fyrir frestdag, sem verið hafi þann 15. nóvember 2008. Stefnandi byggi áþví að greiðsla á skuld fyrir umsaminn gjalddaga sé greiðsla sem innt sé afhendi fyrr en eðlilegt megi teljast í skilningi 134. gr. laga nr. 21/1991 ogmeð þeirri greiðslu hafi jafnræði kröfuhafa verið raskað. Umsaminn gjalddagi áláni stefnda RZB hafi verið þann 11. nóvember 2008, eða eftir að stefnanda varskipuð skilanefnd af Fjármálaeftirlitinu með heimild í 100. gr.a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr.laga nr. 125/2008, sem hafi verið þann 9. október 2008.Stefnandibyggi á því að það sé óvenjulegt að lán sé greitt fyrir gjalddaga eða að krafasé sett fram um það af hálfu lánveitanda bankastofnunar. Telji stefnandi aðráða megi af samskiptum aðila að ástæða þess að stefndi RZB hafi krafist greiðslu á eldra láni hafi tengst vaxandi áhyggjumhans af stöðu efnahagsmála á Íslandi. Telji stefnandi að versnandi ástand álánamörkuðum og minnkað traust til stefnanda eða möguleika hans til að standavið skuldbindingar sínar, séu ekki atvik sem réttlætt gætu greiðslu á lánifyrir gjalddaga skv. ákvæðum 134. gr. laga nr. 21/1991, heldur þvert á móti.Þaðsé sér í lagi óvenjulegt í þessu máli að fyrir liggi að þeir fjármunir semstefnandi hafi aflað sér til að greiða stefnda RZBhafi verið teknir að láni á umtalsvert óhagstæðari kjörum enhann hafi notið fyrir hjá stefnda RZB. Hvatinn að greiðslunni hafi því ekkiverið sá að lækka vaxtagreiðslur bankans.Aðframkomnum þeim vörnum í greinargerð stefndu, að greiðslunni verði ekki rift ágrundvelli íslenskra laga, þar sem ensk lög sem gildi um viðskiptin hafi ekkiað geyma heimild til að ógilda hana, lagði stefnandi fram bókun í þinghaldi 6.mars 2015 þar sem fram kemur að hann telji stefndu ekki hafa sýnt fram áréttmæti þeirrar fullyrðingar, sem þeim beri að sanna. Að beiðni stefndu var íkjölfarið dómkvaddur matsmaður og hafa stefndu lagt fram í málinu matsgerð umefni enskra laga. Stefnandimótmæli því að ensk lög eigi við um greiðsluna og telji í því sambandi að skýraverði samkvæmt orðanna hljóðan ákvæðið sem stefndu styðjist við um að umógildingu gerninga geti farið að lögum annars ríkis, n-lið 2. mgr. 99. gr. lagaum fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. lög nr. 78/2011. Skýra verði ákvæðiðmeð hliðsjón af meirihlutaáliti viðskiptanefndar Alþingis frá 6. júní 2011, þarsem fram komi að með ákvæðinu sé ekki átt við riftunarreglurgjaldþrotaskiptalaga. Þá mótmæli stefnandi því að stefndu hafi sýnt fram á aðensk lög hafi ekki að geyma ógildingarheimild sem við gæti átt.Endurgreiðslukrafa skv.142. gr. laga nr. 21/1991Stefnandi krefstþess samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 að stefndu endurgreiði honum25.000.000 evra, eða sem nemi greiðslu þann 20. júní 2008 umfram nýjalánveitingu. Stefnandi byggi á því að greiðsla á láni til stefnda RZB, umframnýtt lán, sé jafnframt tjón hans af framangreindri greiðslu, enda hefði hann ánhennar haft umrædda fjármuni til reiðu til greiðslu til kröfuhafa er hann hafiverið tekinn til slitameðferðar þann 9. október 2008. Í því sambandi teljistefnandi að það skipti máli að fjölbankalán það sem hann hafi fengið þann 13.júní 2008 hafi verið veitt honum í þeim tilgangi að það nýttist til almennrarfjármögnunar, sbr. grein 3.1 í lánssamningnum. Samkvæmtfjölbankaláninu frá 12. nóvember 2007 hafi skuld stefnanda við stefnda RZBverið að höfuðstól 75.000.000 evra. Samkvæmt nýju fjölbankaláni þann 13. júní2008 hafi höfuðstóll lánsins lækkað niður í 50.000.000 evra. Stefndi RZB hafisamkvæmt því fengið 25.000.000 evra greiðslu inn á höfuðstól skuldarinnar enframlengt lán á 50.000.000 evrum.Stefnandi byggi áþví að stefnda RZB beri að endurgreiða stefnanda greiðslu þessa, skv. 142. gr.laga nr. 21/1991. Telji stefnandi að fyrir liggi að stefndi RZB hafi notiðgreiðslunnar og að tjón stefnanda svari til fjárhæðar greiðslunnar, enda hefðufjármunir þessir að öðrum kosti orðið eftir hjá stefnanda. Um greiðsluskyldustefnda RBI sé byggt á því að hann beri ábyrgð á öllum skuldbindingum stefndaRZB sem til hafi orðið fyrir 9. október 2010. Vextir og málskostnaðurKrafistsé dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 afendurgreiðslukröfunni frá þeim tíma sem greiðslan var innt af hendi þann 20.júní 2008, enda hafi fjármunirnir verið stefndu til nota og ávöxtunar frá þeimtíma. Krafa um málskostnað byggi á XXI. kafla laga um meðferð einkamála íhéraði nr. 91/1991. Krafist sé virðisaukaskatts á málflutningsþóknun samkvæmtlögum nr. 50/1988, þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt afþóknun sinni. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur samkvæmt 10. tl. 3. mgr.2. gr. laga nr. 50/1988 og beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skattiþessum úr hendi stefnda.Tilvísun til helstu lagaákvæðaStefnandi byggikröfur sínar um riftun og endurgreiðslu á hendur stefndu á 134. gr. og 142. gr.laga nr. 21/1991, sbr. 103. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.Varðandi málshöfðunarfrest og varnarþing byggi stefnandi á 103. gr. laga nr.161/2002 um fjármálafyrirtæki og um samlagsaðild sé byggt á 1. mgr. 19. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæðurog lagarök stefnduAlmennt um hina umdeildu ráðstöfunStefndu mótmælamálsástæðum stefnanda og halda því fram að skilyrði riftunar séu ekki fyrirhendi. Stefndu byggja á því að greiðslan þann 20. júní 2008 hafi verið fyrirfram ákveðin og hafi því ekki verið greidd óeðlilega snemma. Framlengingarlániðsem stefndi RZB, ásamt öðrum lánveitendum, hafi veitt stefnanda þann 13. júní2008 hafi ekki aðeins verið ætlað til almennrar fjármögnunar í rekstristefnanda, heldur hafi því verið ætlað að endurfjármagna brúarlánið frá 12.nóvember 2007 og framlengja það um tvö ár til hagsbóta fyrir stefnanda. Ákvæði3. gr. lánssamningsins um tilgang viðskiptanna sé staðlað ákvæði í sambankalánssamningum, jafnvel þótt mörgumslíkra lána sé augljóslega ætlað að endurfjármagna eldri lán. StefndiRZB hafi upphaflega aðeins ætlað að lána stefnanda fjárhæðina 50.000.000 evraog komi sú fyrirætlan skýrt fram í samskiptum í aðdraganda að veitingubrúarlánsins frá 12. nóvember 2007. Brúarláninu hafi verið ætlað að veitastefnanda tækifæri til að koma aftur að samningaborðinu árið 2008 og semja þáum stórt sambankalán með þeim langa lánstíma sem stefnandi hafi leitað eftir.Lánsfjárhæðin yrði endurfjármögnuð með nýjum langtíma sambankalánssamningiinnan árs.Undirbúningur að framlengingu brúarlánsins hafi hafist 14. febrúar2008 en tilteknir atburðir hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að aðeins hluti afframlengingarláninu hafi verið notaður til að framlengja brúarlánið. Fortis ogHVB hafi ákveðið að þeir myndu ekki taka þátt í framlengingarláninu og mynduþví ekki framlengja lánveitingu sína í brúarláninu um tvö ár til viðbótar svosem upphaflega hafi verið ætlun þeirra. Eðli lánsins frá 12. nóvember 2007 sembrúarláns komi fram í þeirri staðreynd að stefnandi hafi verið reiðubúinn aðendurgreiða hluta lánsins til stefnda RZB og BL, sem hafi ætlað að standa viðupphafleg markmið aðila um að framlengja lánveitingu sína, en hafi verið ófúsað endurgreiða lánveitingar Fortis og HVB sem hafi horfið frá slíkum áformum.Komi þetta bersýnilega fram í tölvupósti frá starfsmanni stefnanda, þar semlagt sé til að framlengja brúarlánið að hluta með uppgreiðsluákvæðilánssamningsins og hvernig forðast megi fyrirframgreiðslu til Fortis og HVB,sem þá hefðu getað krafist hlutfallslegrar fyrirframgreiðslu á grundvelliskilmála brúarlánsins.Þar sem Fortis og HVB hafi ekki framlengt þátttöku sína í brúarláninuhafi tveir nýir lánveitendur komið inn í viðræður um lán til stefnanda.Bankarnir Fortis og HVB hafi verið fyllilega upplýstir um viðræðurnar ogframkvæmdina og hafi veitt skriflegt samþykki sitt fyrir hlutauppgreiðslu ábrúarláninu til stefnda RZB og BL fyrir undirritun framlengingarlánsins 13.júní 2008, án þess að gera kröfu um að fá endurgreidda lánveitingu sína í brúarláninu.Aðrir lánveitendur hefðu ekki veitt samþykki sitt til endurgreiðslubrúarlánsins að hluta til og án hlutdeildar í þeirri endurgreiðslu ef hennihefði verið ætlað annað en að gera stefnda RZB og BL kleift að framlengjabrúarlánið, í þágu stefnanda, til tveggja ára til viðbótar.Samþykki stjórnar stefnda RZB hafi augljóslega verið veitt til að framlengjalánveitingu samkvæmt brúarláninu að því leyti sem þá hafi verið mögulegt.Greiðslan 20. júní 2008 hafi í raun verið hluti af fyrir fram ákveðnumviðskiptum, til hagsbóta fyrir stefnanda, í því skyni að gera stefnda RZBkleift að framlengja bróðurpart af upprunalegri lánveitingu hans til stefnandaum tvö ár til viðbótar. Greiðslan hafi því ekki verið innt af hendi fyrr eneðlilegt hafi getað talist og í öllum tilvikum hafi hún virst venjuleg eftiratvikum. Framlag stefnda RZB og BL í brúarláninu hafi verið greitt á sama tímaog framlengingarlánið hafi verið veitt. Samkvæmt sameiginlegum skilningi fráupphafi viðræðna um lán um miðbik ársins 2007 hafi endanleg lánveiting stefndaRZB verið 50.000.000 evra. Við greiðslu hafi stefndi RZB enga leið haft tilað gera sér grein fyrir eða spá fyrir um að tæpum fjórum mánuðum síðar myndistefnandi lenda í alvarlegum fjárhagsörðugleikum. Þvert á móti, hafi allar opinberarupplýsingar gefið það til kynna að staða stefnanda hafi verið sterk á þeimtíma. Skilyrðifyrir beitingu 134. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., eru ekkifyrir hendiStefndu mótmæliþví að hin umdeilda greiðsla hafi verið innt af hendi fyrr en eðlilegt hafigetað talist og sé því riftanleg, sem röngu og ósönnuðu, þar sem greiðslan hafiekki verið innt af hendi fyrr en eðlilegt hafi verið. Jafnvel þó að litið yrðisvo á að greiðslan hafi farið fram „fyrr en eðlilegt var“ þá sé hún ekki riftanlegþar sem hún virtist venjuleg eftir atvikum. Eðli brúarlánsins, skammtímalánstil að brúa bilið milli skuldbindinga, sem þá hafi verið að falla í gjalddaga,uns samningar næðust um lánssamning til lengri tíma, sé lykilatriði við úrlausndómsmáls þessa. Frá upphafi hafi stefnandi og lánveitendur, þar á meðal stefndiRZB, vitað af þeirri fyrirætlan og hafi því ekki búist við því að brúarlániðyrði greitt á lokagjalddaga þess þann 11. nóvember 2008 heldur mun fyrr.Endurgreiðsla brúarlánsins til stefnda RZB, hafi verið í fullu samræmi viðsamkomulag aðila eins og það endurspeglist í samskiptum þeirra og eðlibrúarlánsins. Ísamræmi við samkomulag aðila og forsendur þeirra sé í skilmálumbrúarlánssamningsins skýrt ákvæði um greiðslu fyrir lokagjalddaga í grein 7.3um að lánþega sé heimilt á síðasta degi hvers vaxtatímabils, tilkynni hannumsýslubanka lánsins það með að minnsta kosti tíu virkra daga fyrirvara, aðgreiða fyrir fram allt lánið eða hluta af láninu. Samningurinn hafi þvíheimilað greiðslu fyrr en á lokagjalddaga og hafi greiðslan 20. júní 2008 þvíekki verið innt af hendi fyrr en eðlilegt var. Nauðsynlegt hafi verið vegnaeðlis lánsins sem brúarláns að ákvæði samningsins gerðu ráð fyrir greiðslufyrir lokagjalddaga. Allar kringumstæður veiti vísbendingar um að allir aðilarsamningsins hafi búist við því að þessum rétti til að endurgreiða brúarlániðyrði beitt. Það sé jafnframt ljóst að meðal skilmála brúarlánsins hafi veriðákvæði um eindaga lánsins þann 11. nóvember 2008, en samkvæmt reglum skiptaréttarberi skuldari enga skyldu til að bíða eftir eindaga til að uppfyllagreiðsluskyldu sína. Greiðslan hafi ekki verið innt af hendi fyrr en eðlilegthafi getað talist. Sönnunarbyrði að þessu leyti hvíli að öllu leyti ástefnanda. Komist dómurinn afeinhverri ástæðu að þeirri niðurstöðu að greiðslan hafi verið innt af hendifyrr en eðlilegt var, byggi stefndu á því að greiðslan hafi virst venjulegeftir atvikum, sbr. lokamálslið 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, umgjaldþrotaskipti o.fl. Lögð sé áhersla á að greiðslur sem inntar séu af hendián þess að það sé fyrir áhrif frá aðsteðjandi fjárhagsvandræðum skuldarateljist almennt venjulegar eftir atvikum. Komist dómurinn að þeirri niðurstöðuað stefnandi hafi ekki átt í fjárhagsvandræðum þegar greiðslan var innt afhendi eða, jafnvel þó að slík vandræði hefðu verið fyrir hendi, að þau hafiekki verið ástæða greiðslunnar, þá telji stefndu að fallast verði á kröfuþeirra um sýknu. Taka verði mið af því að skilyrði lokamálsliðar 1. mgr. 134.gr. gjaldþrotaskiptalaga vísi til þess hvort greiðsla hafi „virst“ eðlilegeftir atvikum og því vísi ákvæðið til upplýsinga sem fyrir hendi hafi verið viðgreiðslu. Eðli og skilmálarbrúarlánsins leiði til þess að fyrirframgreiðsla lánsins hafi verið eðlileg ogviðbúin í þeim tilgangi að framlengja framlag hvers og eins lánveitanda.Tilgangur brúarlánsins hafi ávallt verið sá að lánið yrði endurfjármagnað einsfljótt og unnt væri og láninu hafi aldrei verið ætlað að ná gjalddaga.Stefnandi hafi haft heimild til að greiða brúarlánið fyrir lokagjalddagasamkvæmt skilmálum og hafi aðrir lánveitendur með skýrum hætti samþykktgreiðsluna til stefnda RZB. Því hafi greiðslan ekki aðeins virst eðlileg eftiratvikum í augum stefnda RZB og stefnanda, heldur einnig frá sjónarhóli annarraþátttakenda í báðum lánunum. Allir þessir aðilar séu stórir alþjóðlegir bankar,sérfræðingar á sviði lánveitinga, sem á umræddum tíma hafi haft aðgang að öllumsömu upplýsingum og stefndi RZB og hafi átt verulegra hagsmuna að gæta. HvorkiFortis né HVB hafi gert kröfu um endurgreiðslu brúarlánsins þegar hin umdeildagreiðsla var innt af hendi, eins og þeim hefði verið kleift að gera. Stefnandihafi fengið nýja lánveitendur til að taka þátt í framlengingarláninu (BofA ogLloyds) þegar Fortis og HVB ákváðu að gera það ekki. Þetta sýni að alþjóðlegarfjármálastofnanir hafi verið viljugar til að lána stefnanda á þessum tíma oghafi ekki litið á lán til stefnanda sem óásættanlega útlánaáhættu eða aðviðskiptin væru á annan hátt óvenjuleg.Greiðslan hafi veriðstefnanda til hagsbóta og því hafi hún virst venjuleg eftir atvikum. Tilgangurbrúarlánsins hafi verið að veita fjármögnun til skamms tíma til að mætafjárhagsþörf stefnanda á þeim tíma og til að bíða eftir því að markaðsaðstæðurfyrir lántöku myndu batna. Þá hafi átt að ganga frá langtímafjármögnun, semgert hafi verið með framlengingarláninu. Stefnandi haldi því fram aðframlengingarlánið hafi borið hærri vexti og því hafi greiðslan ekki þjónaðþeim tilgangi að lækka fjármagnskostnað stefnanda. Þessari einföldu nálgun séalfarið hafnað af stefndu. Rétt sé að framlengingarlánið hafi borið hærri vextien brúarlánið og sé ástæða þess sú að framlengingarlánið hafi verið með tveggjaára lánstíma, en brúarlánið að hámarki eitt ár. Enn fremur hafi markaðsaðstæðurhaft áhrif á kjör framlengingarlánsins. Hagsmunir stefnanda hafi einna helstverið fólgnir í fjármögnun til lengri tíma, sem eigi við um alla banka á öllumtímum og sé lengri lánstími framlengingarlánsins, þ.e. tryggð fjármögnun til13. júní 2010 borið saman við 11. nóvember 2008 samkvæmt brúarláninu,sannanlega til hagsbóta fyrir stefnanda. Markaðsaðstæður í júní 2008 hafi veriðhvergi nærri eins slæmar og þær reyndust verða í september og október sama ár.Hins vegar hafi ákveðin ummerki um örðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðumverið að líta dagsins ljós og hagsmunir stefnanda af því að komaframlengingarláninu á laggirnar og tryggja langtímafjármögnun hafi með hliðsjónaf því verið enn augljósari. Með samanburði á skuldatryggingarálagi annars vegarog lánskjörum framlengingarlánsins hins vegar megi sjá að greiðslan hafi veriðtil hagsbóta fyrir stefnanda. Stefnandihafi fengið fjármögnunina á betri kjörum en aðrir aðilar á markaði hefðuboðið. Stefnandi, eins ogaðrir alþjóðlegir bankar, hafi reglulega endurfjármagnað, endurgreitt eðaendurnýjað sambankalán fyrir lokagjalddaga slíkra lána, meðal annars eldri lán,þar sem stefndi RZB hafi verið á meðal lánveitenda. Fyrirframgreiðslan tilendurfjármögnunar og framlengingu brúarlánsins með framlengingarláninu, séhluti af markaðshegðun stefnanda sem verið hafi venjuleg eftir atvikum fyrirstarfandi alþjóðlegan banka. Stefnandi hafi reglulega endurfjármagnað lán meðþessum hætti í lánasögu bankans, allt aftur til ársins 2003 að minnsta kosti, íþví markmiði að framlengja eldri lántökur til lengri tíma. Sýni dæmi úrlánasögu stefnanda tengingu á milli lána og ákveðið mynstur endurfjármögnunareldri lána og töku nýrra lána, þar sem skipt sé út eldri lánum fyrir ný lánfyrir gjalddaga eldra lánsins í því markmiði að framlengja lánstímann. StefndiRZB hafi því verið í þeirri stöðu að hann hafi mátt treysta því aðendurfjármögnun brúarlánsins og greiðslan 20. júní 2008 væri hluti afvenjulegri markaðshegðun stefnanda sem alþjóðlegs banka. Stefndu haldi því framað venjubundin framkvæmd hjá stefnanda, meðal annars í viðskiptum á millistefnanda og stefndu, staðfesti að hin umdeilda greiðsla hafi ekki verið inntaf hendi fyrr en eðlilegt gat talist og hafi virst venjuleg eftir atvikum. Upplýsingar umstöðu stefnanda í júní 2008 hafi ekki bent til þess að bankinn ætti viðfjárhagsörðugleika að stríða. Þvert á móti hafi staða bankans virst sterk oghafi verið kynnt sem slík meðal annars af íslenskum stjórnvöldum. Mat álánshæfi stefnanda þegar hin umdeilda greiðsla hafi verið innt af hendi hafiekki gefið til kynna að greiðslan hafi getað virst annað en venjuleg eftiratvikum. Lánshæfismat Moody’s á stefnanda 2. maí 2008 fyrir fyrsta ársfjórðung2008 hafi gefið honum einkunnina A1 gagnvart almennum óveðtryggðum skuldum, semþýði 0,03% líkur á vanskilum á næstu 12 mánuðum, með stöðugum framtíðarhorfum.Að sama skapi, hafi Fitch gefið stefnanda einkunnina „A“ sem sé mjög hálánshæfismatseinkunn, allt til 9. maí 2008, þegar einkunninni hafi verið breyttí „A-“. A-einkunnir þýði að búast megi við lítilli hættu á vanskilum.Greiðslugeta á fjárhagslegum skuldbindingum sé metin sterk.Miðað við önnur stór fjármálafyrirtæki á tímabilinu sem skipti máli,febrúar til júní 2008, hafi verð á hlutabréfum í stefnanda verið á góðu róli.Þó að margir bankar hafi virst eiga við erfiðleika að stríða hafi stefnandivirst standa betur en flestir, hann hafi gefið út skuldabréf og tekið önnur lánþegar greiðslan hafi verið innt af hendi. Gögn um skuldabréfaútgáfur sýni aðstefnandi hafi verið í fullum rekstri sem alþjóðlegur banki og að markaðsaðilarhafi litið á hann sem hagkvæman fjárfestingarkost. Stefnanda hafi tekist aðfjármagna bankann á alþjóðlegum mörkuðum. Því hafi endurgreiðsla skulda ekkivirst óvenjuleg og engar vísbendingar hafi verið um framtíðargreiðsluerfiðleika stefnanda.Greiðslan hafivirst venjuleg eftir atvikum þar sem fjárhagsstaða stefnanda hafi virst sterkmeð hliðsjón af uppgjöri bankans á fyrsta og öðrum ársfjórðungi 2008, semstjórn stefnanda hafi kynnt og leiðandi alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtækivottað. Niðurstöður um hreinanhagnað stefnanda fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 hafi verið taldar vel viðunandií ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hafi sterkfjárhagsleg staða stefnanda verið staðfest í árshlutauppgjöri vegna tímabilsins1. janúar til 30. júní 2008. Handbært fé hafi aukist um tæp 13% frá fyrstaársfjórðungi 2008 og umdeilda greiðslan til stefnda RZB að fjárhæð 25.000.000evra virðist aðeins hafa verið um 0,8% af handbæru fé á þessum tíma. Staðastefnanda hafi virst sterk og tiltölulega stöðug á fyrri helmingi ársins 2008samkvæmt öllum hefðbundnum mælikvörðum sem notaðir séu á fjármálamörkuðum tilað meta áhættu. Ekkert hafi bent til þess að bankinn myndi lenda í alvarlegumfjárhagsvandræðum í október 2008.Greiðslan hafieinnig virst venjuleg eftir aðstæðum í ljósi þess að íslensk yfirvöld hafiverið mjög virk í því að fullvissa fjármálamarkaðinn um að staða íslenskubankanna væri traust. Þetta megi m.a. sjá í yfirlýsingum FME í kjölfarálagsprófs 14. ágúst 2008, en slíkar yfirlýsingar hafi augljóslega áhrif ámörkuðum. Sambærilegar yfirlýsingar um trausta stöðu bankanna megi sjá fráíslenskum yfirvöldum fyrr á árinu 2008. Til dæmis hafi annað álagspróf farið framí febrúar 2008 og FME lýst því yfir að staða bankanna væri sterk að því loknu.Skömmu fyrir viðskiptin hafi Seðlabankinn gefið út skýrslu, þar sem fram komiað uppgjör bankanna sýni að staða þeirra sé sterk og að álagspróf FME ogSeðlabankans staðfesti það. Þar komi einnig fram að bankarnir séu vel undir þaðbúnir að mæta erfiðleikum á mörkuðum. Stefnandi hafi í svari 16. maí 2008 við spurningum stefnda RZB umfjárhagsstöðu stefnanda upplýst um gerð skiptasamnings á milli SeðlabankaÍslands og þriggja norrænna seðlabanka, sem gefið hafi stefnda RZB til kynna aðíslenskir bankar, sem og íslenska fjármálakerfið í heild sinni væri vel stuttaf norrænum seðlabönkum ef til efnahagskreppu kæmi. Markaðurinn hafi tekið verulegt mið afskiptasamningnum og litið á hann sem mikla traustsyfirlýsingu á íslenskafjármálakerfinu, enda hafi íslensk stjórnvöld kynnt hann í því ljósi. Greiðslan 20. júní 2008hafi með vísan til framangreinds virst venjuleg eftir atvikum, sbr. lokamálslið134. gr. laga nr. 21/1991.Erlend lög gilda um riftanleika ráðstöfunarinnarStefndubyggja á því að hin umdeilda greiðsla sé ekki riftanleg að íslenskum rétti.Hvað sem því líði telji stefndu ljóst að um greiðsluna eigi að gilda lögEnglands, og að þar sé ekki að finna ógildingarreglu sem taki til þess tilvikssem um ræðir, sbr. n-lið 2. mgr. 99. gr. laga nr. 161/2002, umfjármálafyrirtæki. Lög nr. 161/2002 séu sérlög gagnvart lögum nr. 21/1991, umgjaldþrotaskipti o.fl., og gangi því framar. Í104. gr. laga nr. 161/2002, sem innleitt hafi 2. mgr. 10. gr. tilskipunar2001/24/EB, sé kveðið á um að farið skuli að íslenskum lögum um réttaráhrif,málsmeðferð og framkvæmd ákvörðunar um slitameðferð fjármálafyrirtækis, semhafi staðfestu og starfsleyfi á Íslandi, með þeim takmörkunum sem greini í 2.mgr. 99. gr. sömu laga. Í n-lið 2. mgr. 99. gr. laga nr. 161/2002, sem innleitthafi 30. gr. tilskipunarinnar, komi eftirfarandi fram: Löggerningur verður þó ekki ógiltur ef sásem hag hefur af því að slíkur löggerningur haldi gildi sínu leggur fram fullnægjandisönnun um að um löggerninginn eigi að gilda lög annars ríkis og að þar sé ekkiað finna ógildingarreglu sem tekur til þess tilviks sem um ræðir.Samkvæmt skýru orðalagi skilmála brúarlánsins gildi lög Englands umlánssamninginn. Framlengingarlánið lúti einnig lögum Englands og ensk lög gildienn fremur um bréf frá stefnanda til umsýslubanka framlengingarlánsins BL,dags. 13. júní 2008, þar sem stefnandi skuldbindi sig til að greiða 150.000.000evra vegna brúarlánsins. Þannig gildi ensk lög um öll skjöl sem varði hinaumdeildu greiðslu og því ætti að vera óumdeilanlegt að ensk lög gildi umsakarefnið, sbr. m.a. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000, um lagaskil á sviðisamningaréttar. Krafa stefndu um sýknu byggist meðal annars á því að hinumdeilda greiðsla ráðist af enskum lögum og að ensk lög heimili ekki riftungreiðslunnar. Þess vegna sé í raun ekki nauðsynlegt að komast að niðurstöðu umhvort hinar íslensku riftunarreglur eigi við, þar sem ensk lög útilokimöguleika á því að rifta greiðslunni.Álitaefnið um það hvort hin umdeilda greiðsla sériftanleg ráðist einnig af enskum lögum og ekki sé grundvöllur samkvæmt þeimtil þess að rifta eða ógilda greiðsluna eins og mál þetta sé vaxið. Beri því aðsýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Stefndu leggi fram álitsgerð fráenskri lögmannsstofu, dags. 12. nóvember 2012, þar sem sett sé fram hlutlæglýsing á reglum enskra laga sem gætu hugsanlega komið til greina í því skyni aðrifta eða ógilda greiðsluna frá 20. júní 2008. Þar sé einnig sett fram álit lögmannaá því hvernig komi til greina að heimfæra þær reglur á málavexti dómsmálsþessa, ásamt öllum þeim ensku réttarheimildum sem álitsgerðin vísi til. Ef miðað væri við að stefnandi væri í enskrigjaldþrotameðferð væri enga reglu að finna í enskum gjaldþrotaskiptalögumsamsvarandi 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Því kæmi ekkitil greina að rifta viðskiptunum á sama grundvelli. Samkvæmt enskumgjaldþrotaskiptarétti séu nokkrar reglur sem helst gætu komið til skoðunar íþessu samhengi. Vísað sé til lagagreina ensku gjaldþrotaskiptalaganna frá 1986(Insolvency Act 1986) og séu þær reglur sem komi til athugunar þessar:Viðskipti á undirverði (sbr. grein 238).Ívilnun – mismunun (sbr. grein 239).Sviksamleg viðskipti gagnvart kröfuhöfum (sbr. grein 423).Skortur á viðskiptalegum ávinningi samkvæmt enskum venjurétti.Viðskipti á undirverðiTil þess að ógilda greiðsluna frá 20. júní 2008 á grundvelli greinar 238 þyrfti stefnandi að sýna dóminum fram á að öll eftirfarandi skilyrði (a)-(c) væru uppfyllt: að stefnandi hafi innt af hendi greiðslu á undirverði;að stefnandi hafi verið tekinn til umsjónar eða skipta innan tveggja ára frá því að greiðslan fór fram; ogað stefnandi hafi á þeim tíma verið ófær um að greiða skuldir sínar eða hafi orðið ófær til þess við að inna greiðsluna af hendi. Hvorki verði fallist á að skilyrði a né skilyrði c sé uppfyllt, sérstaklega með vísan til eftirfarandi: Varðandi a: Stefnandi beri sönnunarbyrði um að greiðslan hafi falið í sér „viðskipti á undirverði“ í skilningi greinar 238 (4). Stefndu haldi því fram að svo sé ekki. Ekki verði séð hvernig endurgreiðsla brúarlánsins geti talist fela í sér viðskipti á undirverði. Enn fremur, sé fjallað um brúarlánið og framlengingarlánið sem eina heild í þessu samhengi, verði að hafa í huga að samkvæmt grein 238 (4) (b), þurfi misræmi verðgildis að vera verulegt og það verði að skoðast frá sjónarhóli stefnanda. Þó að upphæðin sem stefndi RZB hafi lánað stefnanda samkvæmt framlengingarláninu hafi verið lægri en samkvæmt brúarláninu, hafi þessi viðskipti aðila á milli greinilega verið til hagsbóta fyrir stefnanda, þar sem bróðurpartur lánveitingar frá stefnda RZB hafi verið framlengdur til tveggja ára til viðbótar frá undirritun framlengingarlánsins, þ.e. til 13. júní 2010. Enn fremur verði dómurinn að hafa í huga hvaða fjármögnunarkostir hefðu staðið stefnanda til boða þegar nær hafi dregið gjalddaga brúarlánsins, í því skyni að meta hið raunverulega verðgildi fyrir stefnanda sem falist hafi í því að tryggja sér framlengingarlánið í júní 2008. Varðandi c: Stefnandi hafi ekki verið ógjaldfær 20. júní 2008. Varðandi gjaldfærni stefnanda þegar greiðslan fór fram geti tveir mælikvarðar átt við samkvæmt grein 123; (i) greiðslugetumælikvarði, þar sem kannað sé hvort stefnandi hafi verið ófær um að greiða skuldir sínar þegar þær féllu í gjalddaga og (ii) eignastöðumælikvarði, þar sem kannað sé hvort verðmæti eigna stefnanda á þeim tíma hafi verið minna en sem nemi skuldum. Sönnunarbyrði varðandi það að stefnandi hafi ekki getað greitt skuldir sínar þegar viðskiptin fóru fram eða að stefnandi hafi orðið ógjaldfær vegna viðskiptanna hvíli á stefnanda, það sé spurning um staðreynd, en ekki hvað aðilar hafi talið að væri rétt á þeim tíma. Stefnandi verði því að geta sýnt fram á að hann hafi í raun ekki getað greitt af skuldum sínum eða að eignir hans á þeim tíma hafi verið minni en skuldir. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn um þetta né gefið til kynna að svo hafi verið, en stefndu hafi lagt fram sönnunargögn sem sýni fram á að stefnandi hafi verið gjaldfær á þeim tíma. Því verði að gera ráð fyrir að skilyrðið um að stefnandi hafi verið ógjaldfær þegar greiðslan fór fram eða hafi orðið það vegna greiðslunnar sé ekki uppfyllt. Þessu til viðbótar séu, samkvæmt grein 238 (5), ákveðnar lögbundnar varnir sem stefndu geti borið fyrir sig til að koma í veg fyrir riftun greiðslunnar. Einkum að stefnandi hafi átt í viðskiptunum í góðri trú og í því skyni að halda áfram rekstri sínum og að á þeim tíma sem viðskiptin hafi farið fram hafi verið réttmæt ástæða til að ætla að viðskiptin yrðu stefnanda til hagsbóta. Þessi skilyrði séu fyrir hendi. Greiðslunni verði ekki rift á grundvelli greinar 238 í ensku gjaldþrotaskiptalögunum. Ívilnun – mismununTil þess að ógilda greiðsluna frá 20. júní 2008 á grundvelli hinnar huglægu riftunarreglu, greinar 239, þyrfti stefnandi að sýna dóminum fram á að öll eftirfarandi skilyrði (a)-(d) hafi verið fyrir hendi þegar greiðslan fór fram:að stefndi RZB hafi verið meðal kröfuhafa stefnanda;að áhrif greiðslunnar hafi verið þau að setja stefnda RZB í betri stöðu, samanborið við það ef greiðslan hafi ekki farið fram; c. að stefnandi hafi verið tekinn til umsjónar eða skipta innan sex mánaða frá því að greiðslan fór fram; ogað stefnandi hafi á þeim tíma verið ófær um að greiða skuldir sínar eða hafi orðið það við að inna greiðsluna af hendi; Skilyrði b., c. eða d. séu ekki fyrir hendi, sérstaklega með vísan til eftirfarandi: Varðandi b: Stefnandi beri sönnunarbyrði um að þann 20. júní 2008 hafi stefndi RZB raunverulega verið settur í betri stöðu í skilningi greinar 239 (4) (b). Í þessu tilliti verði að skoða fullt samhengi viðskiptanna. Þó að stefndi RZB hafi dregið úr fjárhæð útlána sinna til stefnanda, hafi hann á sama tíma skuldbundið bróðurpart lánveitingar sinnar til lengri tíma, sem á þeim tíma hafi verið til hagsbóta fyrir stefnanda. Enn fremur telji stefndu að dómurinn verði að kanna hin mismunandi vaxtakjör yfir mismunandi tímabil svo og aðra skilmála lánanna við mat á því hvort um hafi verið að ræða jákvæð eða neikvæð áhrif fyrir stefnda RZB. Varðandi c: Slitameðferð stefnanda hafi hafist 22. apríl 2009. Hinn lögbundni frestdagur að íslenskum rétti, 15. nóvember 2008, sbr. lög nr. 129/2008, hafi engin réttaráhrif gagnvart enskum gjaldþrotaskiptalögum. Greiðslan þann 20. júní 2008 sé því utan framangreinds sex mánaða tímabils samkvæmt enskum lögum. Varðandi d: Stefnandi hafi ekki verið ógjaldfær þann 20. júní 2008. Þessu til viðbótar séu fyrir hendi ákveðnar lögbundnar varnir sem stefndu geti borið fyrir sig til að koma í veg fyrir riftun greiðslunnar, þrátt fyrir að öll skilyrði a- til d-liða væru uppfyllt. Byggja stefndu á því að þegar greiðslan fór fram hafi huglæg afstaða stefnanda ekki falið í sér vilja til þess að ívilna stefnda RZB í skilningi greinar 239 (4) (b). Dómurinn verði að leggja mat á þá huglægu afstöðu sem búið hafi að baki þeirri ákvörðun stefnanda að taka þátt í lánaviðskiptunum og inna greiðsluna af hendi. Ekkert gefi til kynna að stefnandi hafi viljað ívilna stefnda RZB. Þvert á móti bendi gögn málsins til þess að stefnandi hafi aðeins haft eigin viðskiptahagsmuni í huga þegar greiðslan var innt af hendi. Þessi lögbundna vörn varðandi hinn huglæga þátt greinar 239 komi því í veg fyrir að greiðslan geti talist riftanleg. Greiðslunni verði ekki rift með vísan til greinar 239 í ensku gjaldþrotaskiptalögunum. Sviksamleg viðskipti gagnvart kröfuhöfum Til þess að ógilda greiðsluna frá 20. júní 2008 á grundvelli hinnar huglægu riftunarreglu í grein 423 þyrfti stefnandi að sýna dóminum fram á að eftirfarandi skilyrði væru fyrir hendi:að stefnandi hafi með því tekið þátt í viðskiptum á undirverði;að stefnandi hafi tekið þátt í viðskiptunum til þess að koma eignum undan eða með öðrum hætti að stefna hagsmunum annarra kröfuhafa í hættu. Hvorugt skilyrðanna sé uppfyllt. Að því er varði skilyrði a sé um sama mælikvarða að ræða og samkvæmt grein 238. Varðandi skilyrði b, þá bendi ekkert til þess að megintilgangur viðskiptanna hafi verið ætlun stefnanda að koma eignum sínum undan lánardrottnum eða að hafa áhrif á stöðu þeirra. Þvert á móti, virðist tilgangur stefnanda eingöngu hafa verið af viðskiptalegum toga. Mikilvægt sé að greina á milli tilgangs viðskiptanna annars vegar og afleiðinga þeirra hins vegar. Greiðslunni verði ekki rift á grundvelli greinar 423 í ensku gjaldþrotaskiptalögunum. Skortur á viðskiptalegum ávinningi samkvæmt enskum venjurétti Til þess að ógilda greiðsluna frá 20. júní 2008 á grundvelli þessarar meginreglu ensks venjuréttar þyrfti stefnandi að sýna dóminum fram á að endurgreiðsla brúarlánsins hafi farið í bága við það sem heimilt hafi verið samkvæmt samþykktum Kaupþings. Taka brúarlánsins, sem stjórn stefnanda hafi samþykkt, og endurgreiðsla lánsins í samræmi við skilmála þess, geti ekki falið í sér brot á samþykktum stefnanda og geti beinlínis talist til hefðbundinnar starfsemi banka. Umfjöllun um hinar lögboðnu varnir samkvæmt grein 238 eigi hér við enda liggi svipuð sjónarmið að baki reglunum. Þau skilyrði séu uppfyllt að stefnandi hafi tekið þátt í viðskiptunum í góðri trú í því skyni að viðhalda starfsemi sinni og þá hafi verið full ástæða til að ætla að viðskiptin myndu gagnast stefnanda. Greiðslunni verði ekki rift á grundvelli framangreindrar reglu ensks venjuréttar.Fjárhæð kröfu stefnanda Komist dómstóllinn af einhverri ástæðu að þeirri niðurstöðu að greiðslan sem mál þetta varði sé riftanleg, þrátt fyrir málsástæður stefndu, og að stefnandi geti beint kröfu um greiðslu að stefndu, byggja stefndu á því að kröfu stefnanda um greiðslu skuli lækka allverulega.Stefndu vísa til 145. gr. laga nr. 21/1991 til stuðnings kröfu um lækkun á fjárhæð kröfu stefnanda þar sem það væri ósanngjarnt að dæma stefndu til að greiða slíka fjárhæð þegar ljóst sé að greiðslan hafi verið afleiðing aðgerða stefnda RZB sem verið hafi til hagsbóta fyrir stefnanda og falist í því að framlengja lán til stefnanda í tvö ár til viðbótar á hagstæðum kjörum. Því hafi greiðslan ekki gagnast stefnda RZB á annan hátt en þann sem talist hafi hluti af eðlilegum viðskiptum á þeim tíma. Þá verði að taka mið af því að fjárhæðin sem stefndi RZB hafi framlengt hafi verið í samræmi við upphaflega ætlun hans um lán fyrir stefnanda sem gerð hafi verið ljós þegar um miðbik ársins 2007.Sönnunarbyrði Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði til riftunar greiðslunnar séu fyrir hendi, meðal annars um að greiðslan hafi verið innt af hendi fyrr en eðlilegt gat talist. Líta verði til endurtekinna framlenginga á fresti sem kveðið sé á um í 148. gr. laga nr. 21/1991. Sönnunarbyrðin verði afar íþyngjandi fyrir stefndu telji dómstóllinn yfir-höfuð að framlengingarnar á frestinum hafi verið lögmætar og samrýmst ákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands með þeim hætti að stefnanda sé heimilt að höfða mál til riftunar á rúmlega fjögurra ára gömlum greiðslum. Stefndu telji því að sönnunarbyrðin eigi einvörðungu að hvíla á stefnanda í málinu. Vextir Krafa stefnanda um greiðslu 25.000.000 evra með dráttarvöxtum frá 20. júní 2008 til greiðsludags byggi að sögn stefnanda á 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Stefndu mótmæli dráttarvaxtakröfunni. Stefndu mótmæli sérstaklega því að dráttarvextir samkvæmt lögum nr. 38/2001 geti reiknast á þá fjárhæð sem sé umkrafin í evrum. Þar að auki mótmæli stefndu upphafsdegi dráttarvaxta samkvæmt kröfugerð stefnanda, þar sem enga heimild sé að finna í lögum sem heimili stefnanda að innheimta dráttarvexti frá 20. júní 2008. Dráttarvaxtakrafa stefnanda sé óljós og eigi sér ekki stoð í lögum. Tilvísanir til lagaheimilda Vísað sé til XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti, nr. 21/1991, laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, laga um lagaskil á sviði samningaréttar, nr. 43/2000, og laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Þá vísi stefndu til 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, að því er varðar sönnun um tilvist og efni erlendra réttarreglna. Krafa stefndu um málskostnað sé byggð á 130. gr. laga nr. 91/1991. Krafan feli jafnframt í sér kröfu um virðisaukaskatt á grundvelli laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, þar sem stefndu stundi ekki virðisaukaskattskylda starfsemi hér á landi.NiðurstaðaStefnandi,sem var fjármálafyrirtæki skráð hér á landi, hefur verið tekinn til slitasamkvæmt XII. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og fer um slitstefnanda samkvæmt nánari ákvæðum kaflans. Samkvæmt 4. mgr. 103. gr. laganna, eins og málsgreininni var breytt með 1.gr. laga nr. 132/2010, má krefjast riftunar eftir sömu reglum og gilda umriftun ráðstafana við gjaldþrotaskipti þegar fjármálafyrirtæki er tekið tilslita og gilda þá öll ákvæði XX. kafla laga nr. 21/1991 við slitameðferðina meðsama hætti og við gjaldþrotaskipti, að frátöldum reglum um málshöfðunarfresti.Málið er höfðað innan lögbundins málshöfðunarfrests samkvæmt 4. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002, sbr.lög nr. 146/2011, og hefur dómurinn í úrskurði 11. júlí2013 hafnað málsástæðumstefndu um óheimila afturvirkni eða annað ólögmæti þess lagaákvæðis, sbr. ogm.a. dóma Hæstaréttar í málum nr. 614/2011 og nr. 283/2013.Krafa um riftun samkvæmt 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr.21/1991Stefnandikrefst í máli þessu riftunar greiðslu á grundvelli 134. gr. laga umgjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og ber hann sönnunarbyrði fyrir því aðlagaskilyrði séu uppfyllt til riftunar á þessum grundvelli. Samkvæmt lagaákvæðinu má krefjastriftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt varmeð óvenjulegum greiðslueyri eða fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæðsem skerti greiðslugetu þrotamanns verulega, nema greiðslan hafi virst venjulegeftir atvikum. Frestdagur við slit stefnanda var 15. nóvember 2008 oggreiðslan var innt af hendi 20. júní 2008. Óumdeilt er að um var að ræðagreiðslu á skuld og að greiðslan átti sér stað á síðustu sex mánuðum fyrirfyrrgreindan frestdag.Af atvikum málsinseins og þau birtast í frásögnum aðila í stefnu og greinargerð, gögnum málsinsog í framburði starfsmanns stefndu, Harald Kreuzmair, fyrir dóminum, þykirupplýst að láninu frá 12. nóvember2007 hafi verið ætlað að vera svokallað brúarlán, veitt stefnanda tilþess að tryggja honum fjármögnun til skamms tíma. Aðilar lánssamningsins höfðuáður átt í viðræðum um að stefndi RZB og fleiri alþjóðlegir bankar myndu veitastefnanda sambankalán til lengri tíma. Samkvæmt gögnum um þær viðræður frámiðju ári 2007 stóð vilji stefnanda til þess að fá allt að 500 milljónir evrasamtals að láni til allt að fimm ára, en hugmyndir stefnda RZB voru þá nær þvíað vera um lán til tveggja ára og með endanlegri áhættu af lánveitingu tilstefnanda að fjárhæð 50 milljónir evra. Þegar skammt var til ársloka var gerðurlánssamningur 12. nóvember 2007 þarsem fjórir bankar, umsýslubankinn BL, stefndi RZB, Fortis og HVB, lánuðu stefnandasamtals 300 milljónir evra og var hlutur hvers lánveitanda 75 milljónir evra, enfrekari viðræðum um langtímalán var slegið á frest fram yfir áramót.Höfuðstóll skuldarinnar var með lokagjalddaga 11. nóvember2008, en stefnandi gat samkvæmt lánssamningnum endurgreitt fyrir gjalddaga átilteknum tímabilum. Endurgreiðsla fyrir lokagjalddaga var að öðru leyti háðleyfi annarra þátttakenda í láninu, en réttindi og skyldur hvers lánveitandavoru sjálfstæðar og skiptar. Hlutur stefnda RZB og umsýslubankansBL í brúarláninu, samtals 150 milljónir evra að höfuðstól, var endurgreiddur20. júní 2008 með fjármunum sem stefnandi fékk með nýjum lánssamningi, dags.13. júní s.á., við fjóra alþjóðlega banka, þar sem hlutur lánveitendannastefnda RZB og BL var samtals 125 milljónir evra. Af hálfu stefnduer á því byggt að ætlunin hafi verið að greiða upp brúarlánið þegar semdist umlangtímafjármögnun í staðinn. Venjulegt sé að brúarlán séu veitt í þessumtilgangi og hafa stefndu lagt fram gögn sem ætlað er að sýna fram á að slíkt sévenjulegt í millibankaviðskiptum bæði almennt og einnig að þess séu dæmi ífyrri viðskiptum aðila. Upphaflegur gjalddagi sé aðeins til viðmiðunar umhámarkstíma lánsins. Greiðslan hafi þess vegna ekki farið fram fyrr en eðlilegtvar. Fyrir liggur aðhluta nýs láns til tveggja ára samkvæmt lánssamningi 13. júní 2008 var variðtil að greiða hluta umsýslubankans BL í brúarláninu að höfuðstól 75 milljónirevra, en hlutur bankans í nýja láninu var að höfuðstól sama fjárhæð. Þá liggurfyrir að hluti greiðslunnar gekk til að greiða 50 milljónir af höfuðstól hlutastefnda RZB í brúarláninu, en hluti stefnda RZB í nýja láninu var 50 milljónirevra að höfuðstól. Þessar greiðslur eru í samræmi við það sem stefndu þykjahafa sýnt fram á að venjulegt geti talist í viðskiptum aðila, þ.e. að brúarlángreiðist upp þegar samið er um langtímafjármögnun sem kemur þess í stað. Umþessar greiðslur er á hinn bóginn ekki deilt í þessu máli. Hér er krafistriftunar á greiðslu stefnanda á þeim 25 milljónum evra af höfuðstól stefnda RZBí brúarláninu, sem greiddar voru umfram 50 milljónir evra, sem er sama fjárhæðog stefndi RZB lagði stefnanda til með nýju láni til tveggja ára. Stefnandibyggir á því að gjalddagi hafi verið 11. nóvember 2008 og telur að þegar afþeirri ástæðu hafi verið greitt fyrr en eðlilegt var, en stefndu hafna því. Viðmat á því hvort greiðsla fyrir gjalddaga var eins og á stóð, greidd fyrr eneðlilegt var, ber að líta til þeirra málsatvika sem leiddu til greiðslunnar.Samkvæmt gögnum málsins hófust viðræður aðila um lán tillengri tíma á ný í febrúar 2008. Bankarnir Fortis og HVB ákváðu að taka ekkiþátt í nýja láninu, en tveir aðrir bankar, BofA og Lloyds komu inn íviðræðurnar með framlag að fjárhæð 75 milljónir evra hvor banki ogumsýslubankinn BL lagði 75 milljónir evra til lánsins. Ákvörðun um fjárhæðframlags stefnda RZB var ekki tekin fyrr en undir lok maímánaðar 2008. Í tölvupóstistarfsmanns stefnanda til framkvæmdastjóra fjárstýringar stefnanda 8. maí 2008,þar sem upplýst er m.a. um viðræður við BofA, kemur fram að starfsmaðurinntelji að finna verði leið til að „geta gert þetta“ með RZB og BL. Þeir getiekki aukið sitt „exposure“ fyrr en í nóvember. Þar segir m.a. „Ég hef aðsjálfsögðu engan áhuga á að greiða nóvember lánið upp núna þ.e. vil ekki greiðaFortis og HVB. Þannig að til þess að klúbburinn gangi upp núna gætum við þurftað leggja peninginn inn á deposit hjá BayernLB og RZB.“ Þegar stjórnstefnda RZB tók ákvörðun um þátttöku í nýja láninu voru samkvæmtákvörðunarblaði, dags. 23. maí 2008, lagðar fyrir stjórnina tillögur annarsvegar frá deild fjármálastofnana í bankanum, sem vitnið Harald Kreuzmairstýrði, um lánveitingu að fjárhæð 75 milljónir evra og hins vegar frááhættudeild bankans, sem lagði til að framlag bankans yrði 50 milljónir evra.Fallist var á síðarnefndu tillöguna og jafnframt ákveðið og tiltekið í kafla áákvörðunarblaðinu um áhættu af láninu, að þetta lán komi í stað brúarláns aðfjárhæð 75 milljónir evra.Í tölvupósti 27.maí 2008 frá starfsmanni stefnanda til framkvæmdastjóra fjárstýringar stefnandavar upplýst að stefndi RZB samþykki 50 milljónir evra í nýju láni, en þríraðrir bankar, BofA, Lloyds og BL, 75 milljónir evra hver. Í tölvupóstinum segirm.a. að lánið sem við „Getum klárað“ sé 275 milljónir evra og „Ég held viðættum að festa þetta sem við erum þegar komin með því allir þessir bankar eruað „cutta“ línur á Ísland all verulega“. Þá kom fram í tölvupóstinum aðstarfsmaðurinn hefði þurft að svara fjölmörgum spurningum frá áhættudeildstefnda RZB. Meðal gagna málsins er að finna tölvupóstsamskipti frá mars, aprílog maí 2008 sem bera með sér að stefndi RZB óskaði ítarlegra upplýsinga umfjárhagslega stöðu stefnanda, sem starfsmaðurinn aflaði og veitti í svörumsínum. Í sama tölvupósti 27. maí 2008 til framkvæmdastjóra fjárstýringarupplýsti starfsmaðurinn það varðandi brúarlánið, að ekki þyrfti að greiðalánveitandanum HVB fyrr en í nóvember og unnið væri að því sama í Fortis Bank.Þá var framkvæmdastjórinn spurður hvort hann héldi að hann gæti „reddað €25mn.á morgun svo þetta verði €300?“. Síðdegis sama dag sendi starfsmaðurinntölvupóst til umsýslubankans BL og staðfesti vilja stefnanda til að haldaáfram, enda þótt stefndi RZB hefði aðeins samþykkt 50 milljónir evra og fékk umhæl svar frá BL um að skjölum yrði breytt til samræmis við slæmar fréttir afframlagi RZB. Í fundargerð stjórnar stefnanda 28. maí 2008, þegar nýja lántakanvar samþykkt, kemur fram að þetta sambankalán, sem gæti orðið að fjárhæð 300milljónir evra þegar áskrift væri komin að því öllu, sé tekið í almennufjármögnunarskyni.Með bréfiframkvæmdastjóra fjárstýringar stefnanda, dags. 4. júní 2008, til BL semumsjónaraðila brúarlánsins var þess óskað, með vísun til viðræðna umfyrirframgreiðslu hluta lánssamningsins frá 12. nóvember 2007 „í tengslum viðnýja lántöku hjá tveimur lánveitendum samkvæmt samningnum“, án nánaritilgreiningar, að útbúinn yrði viðauki við samninginn, sem heimilaði stefnandaað greiða stefnda RZB og BL fyrir fram lánsloforð þeirra samkvæmt samningnum,án þess að breyta öðrum ákvæðum samningsins og án þess að breytt yrði umumboðsaðila lánsins. Með tölvuskeytum umsýslubankans BL, dagana 6. júní og 10.júní 2008, til lánveitendanna HVB og Fortis var erindi stefnanda framsent ogóskað með vísun til þess eftir heimild þeirra annars vegar tilfyrirframgreiðslu innan vaxtatímabils og hins vegar heimildar til að megagreiða fyrir fram stefnda RZB og BL en ekki öllum lánveitendum hlutfallslega.Stefnanda og öðrum aðilum brúarlánsins var tilkynnt með tölvupósti 13. júní 2008að bankarnir hefðu brugðist jákvætt við beiðni stefnanda.Fyrir liggurformleg yfirlýsing frá stefnanda til umsýslubankans BL, dags. 13. júní 2008.Þar er vísað til 275 milljóna evra lánssamnings milli stefnanda og lánveitendasamningsins sem undirritaður var sama dag og því lýst yfir að andvirði fyrstaádráttar (e.utilisation) lánsins verði ráðstafað til að endurgreiða að fullu150 milljóna evra hlut stefnda RZB og BL í 300 milljóna evra láninu frá 12.nóvember 2007. Þar segir að yfirlýsingin skuli „teljast fjármálaskjal“ og lútaenskum lögum. Tilgangur nýjalánsins, að fjárhæð 275 milljónir evra, er tilgreindur í grein 3.1. ílánssamningnum, dags. 13. júní 2008, og skyldi það nýtt til almennrarfjármögnunar. Ráðstöfun 25 milljóna evra af lánsfjárhæðinni til greiðslu fyrirgjalddaga á öðru láni, umfram þá ráðstöfun til endurfjármögnunar sem telja mávenjulega, samræmist ekki þessu efni lánssamningsins.Að virtum atvikum málsins er fallist á það með stefnanda aðumrædd 25 milljóna evra skuld hans við stefnda RZB, sem greidd var fyrirgjalddaga, var greidd fyrr en eðlilegt var í skilningi 134. gr. laga nr.21/1991. Stefndu halda því fram að þótt greiðslan teldist hafa verið innt afhendi fyrr en eðlilegt var, þá hafi hún verið venjuleg eftir atvikum og þurfi stefnduþví ekki að þola riftun hennar samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði. Sönnunarbyrðifyrir því að svo sé hvílir á stefndu. Stefndu vísa tilgagna um viðræður um fjármögnun á árinu 2007 og halda því fram að að alltaf hafi staðið til að brúarlániðyrði endurgreitt að fullu við nýjan samning um langtímalán þó að ekki hafistaðið til að stefndi RZB lánaði stefnanda hærri fjárhæð en 50 milljónir evratil lengri tíma. Í framburði starfsmanns stefndu fyrir dóminum var þó staðfestað í viðræðum starfsmanna deildar fjármálastofnana, sem annaðist viðskipti viðstefnanda hjá stefnda RZB og sem vitnið stýrði, við starfsmenn stefnanda, hefðiverið stefnt að því að stefndi RZB tæki þátt í nýja láninu með 75 milljóna evraframlagi og það hafi vitnið sjálft lagt til við stjórn bankans 23. maí 2008.Stjórnin hefði á hinn bóginn við ákvörðun um lánveitingu farið að tillögustarfsmanna áhættudeildar, sem lagt hafi til að framlag bankans til nýs lánsyrði 50 milljónir evra. Af gögnum málsins um viðræður á árinu 2007 verður ráðiðað tilteknar forsendur um fjármögnun hafi átt að leiða til þess að endanlegáhætta hvers leiðandi lánveitanda af lánveitingu til stefnanda yrði 50milljónir evra. Þær forsendur brustu og er framlag stefnda RZB til láns tiltveggja ára af öðrum ástæðum að sömu fjárhæð og upphafleg áform um endanlegaáhættu hans af lánveitingu til stefnanda til lengri tíma. Þetta getur ekkileitt til þess að venjulegt teljist eftir atvikum að framlag stefnda RZB tilbrúarlánsins greiddist að fullu fyrir gjalddaga og er þessari málsástæðustefndu hafnað.Til stuðningsþeirri málsástæðu að greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum halda stefnduþví einnig fram að hún hafi virst venjuleg frá sjónarhóli annarra lánveitenda.Um viðhorf lánveitendanna Lloyds og BofA eða vitneskju þeirra um þessaráðstöfun er ekki upplýsingar að hafa í málinu. Stefndu vísa til þess aðbankarnir HVB og Fortis hefðu ekki veitt samþykki sitt til endurgreiðslubrúarlánsins að hluta án hlutdeildar í þeirri endurgreiðslu ef henni hefðiverið ætlað annað en að gera stefnda RZB og BL kleift að framlengja brúarlániðí þágu stefnanda. Hér verður að líta til þess að í því erindi stefnanda frá 4.júní 2008, sem fyrr er lýst og umsýslubankinn BL framsendi til lánveitendannaHVB og Fortis og virðist hafa legið til grundvallar samþykki þeirra fyrirfyrirframgreiðslu til tveggja lánveitenda brúarlánsins, í tengslum við nýjalántöku stefnanda hjá þeim, er í engu getið um hvert umfang nýrrar lántökustefnanda hjá þeim lánveitendum verði. Að því er varðar 75 milljóna evra hlutBL og 50 milljóna evra hlut stefnda RZB var um að ræða endurfjármögnun, semvenjuleg getur talist. Stefndu hafa ekki sýnt fram á að kröfuhafarnir HVB ogFortis hafi, þegar þeir samþykktu greiðsluna, haft vitneskju um umframgreiðslutil stefnda RZB á 25 milljónum evra fyrir gjalddaga. Ekki verður í ljósifyrirliggjandi gagna fallist á þá túlkun stefndu að í samþykki þessaraþátttakenda í brúarláninu felist að sú greiðsla sem riftunar er krafist á ímáli þessu hafi virst þeim venjuleg.Stefndu halda því fram að greiðslan geti ekki verið riftanlegþar sem hún hafi verið stefnanda til hagsbóta og viðskiptaleg sjónarmið hafiráðið því að stefnda RZB var greitt en ekki öðrum kröfuhöfum brúarlánsins, þ.e.HVB og Fortis. Stefndu vísa einnig til þess að staðastefnanda hafi virst sterk og að þátttaka BofA og Lloyds í nýja láninu benditil þess að alþjóðlegar fjármálastofnanir hafi verið viljugar að lána stefnandaá umræddum tíma. Af fyrirliggjandi samskiptum og gögnum verður þó ekki annaðráðið en að stefndi RZB hafi gert það að skilyrði fyrir þátttöku í nýju lánitil lengri tíma með 50 milljónum evra, að hlutur bankans í fyrra láni yrðigerður upp samhliða að fullu. Einnig að stefnandi hafi fallist á það og ekkitalið sig eiga annarra kosta völ til fjármögnunar á þessum tíma. Það hagræðistefnanda af lengri lánstíma nýja lánsins, sem stefndu telja til marks um aðvenjuleg viðskiptaleg sjónarmið hafi ráðið ákvörðun stefnanda, sýnist dýruverði keypt með greiðslu á 25 milljónum evra tæpum fimm mánuðum fyrir gjalddaga,enda liggur fyrir að vextir af brúarláninu voru mun lægri en vextir af nýjaláninu sem notað var til greiðslunnar. Viðskiptalegt hagræði stefnanda afþessari ráðstöfun væri enn minna ef fallist væri á þá málsástæðu stefndu, semfær ekki stoð í gögnum málsins, að engin vandkvæði hefðu verið á því fyrirstefnanda að afla sér lánsfjár hjá öðrum bönkum á þessum tíma.Fallist er á þaðmeð stefnanda að þær aðstæður, að stefnandi hafi ekki átt annan kost en aðendurgreiða stefnda RZB brúarlánið að fullu fyrir gjalddaga til þess að eigamöguleika á að fá lán frá stefnda RZB til lengri tíma, eiga fremur að leiða tilþess að greiðslan sé riftanleg en þess að hún sé það ekki. Ekki gat farið framhjá stefnanda að lánstraust hans fórþverrandi og fjárhagsstaða versnandi á þessum tíma. Greiðsla fyrir gjalddagavið þær aðstæður gat því fyrirsjáanlega verið til þess fallin að mismunakröfuhöfum kæmi til þess að stefnandi gæti ekki staðið í skilum meðskuldbindingar sínar, svo sem síðar kom á daginn að varð raunin. Stefnduhalda því fram að samkvæmt opinberum upplýsingum og öllum hefðbundnummælikvörðum til að meta áhættu hafi staða stefnanda virst sterk á fyrrihelmingi ársins 2008 og ekkert bent til þess að bankinn myndi lenda íalvarlegum fjárhagsvandræðum í október 2008. Þetta telja stefndu sýna aðgreiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum, enda teljist greiðslur sem inntarséu af hendi án áhrifa frá aðsteðjandi fjárhagsvanda greiðanda almenntvenjulegar eftir atvikum. Lítið hald er í þessari málsástæðu stefndu þegarlitið er til þess að af gögnum málsins verður ráðið að traust stefnda RZB ástefnanda sem lántaka fór þverrandi á árinu 2008. Benda gögnin til þess aðversnandi fjárhagsstaða stefnanda hafi ráðið þeirri ákvörðun stefnda RZB, aðráði áhættudeildar bankans eftir upplýsingaöflun frá stefnanda sjálfum, aðframlengja aðeins lánveitingu til stefnanda að hluta og gera það að skilyrðifyrir þeirri framlengingu að brúarlánið yrði engu að síður greitt upp að fullu.Engu verður þó slegið föstu um það hvort stefndu eða aðrir aðilar, sem stunduðubankaviðskipti á alþjóðlegum mörkuðum, hafi á þessum tíma mátt gera sér greinfyrir því að greiðsluþrot stefnanda væri yfirvofandi, en framlögð gögn um stöðustefnanda á þessum tíma eru ekki að öllu leyti á sama veg. Að virtum atvikummálsins verður að ætla að til greiðslunnar hefði ekki komið ef stefnandi hefðiekki á þeim tíma staðið frammi fyrir fjárhagsvanda sem gerði honum erfitt fyrirað útvega sér lánsfé til lengri tíma, svo sem greint er frá í gögnum málsins. Í ljósi alls þess sem aðframan er rakið hefur stefndu ekki tekist að sanna að við þessar aðstæður getivirst venjulegt eftir atvikum í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 aðstefnandi greiddi stefnda RZB umræddar 25 milljónir evra fyrr en eðlilegt var þann20. júní 2008. Greiðslan verður því talin riftanleg á grundvelli 1. mgr. 134.gr. laga nr. 21/1991.LagaskilMál semslitastjórn stefnanda höfðar til riftunar ráðstafana skal þingfest fyrir þeimhéraðsdómi þar sem fyrirtækið var tekið til slita skv. 3. og 4. mgr. 101. gr.laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 146/2011, og sbr. m.a.dóm Hæstaréttar í máli nr. 275/2013 og er málið talið réttilega höfðað fyrirHéraðsdómi Reykjavíkur, sbr. úrskurð dómsins í máli þessu 11. júní 2013. Varnarþingsákvæðiðverður ekki skýrt svo að í því felist lagaskilaregla þess efnis að íslensk lögskuli fortakslaust gilda um þau mál sem slitastjórn höfðar í þessu skyni.Samkvæmt skilmálum lánssamnings aðila frá 12. nóvember 2007 og samkvæmtyfirlýsingu stefnanda frá 13. júní 2008 um fulla endurgreiðslu þess láns tilstefnda fyrir gjalddaga, skyldu ensk lög gilda um þá gerninga og þau viðskipti.Um lagaskil við slíkar aðstæður hefur áður verið fjallað í dómsúrlausnum, m.a.í dómum Hæstaréttar í málunum nr. 228/2015 og nr. 231/2015.Með lögumnr. 130/2004 voru gerðar breytingar á lögum nr. 161/2002 sem ætlað var aðinnleiða í íslenskan rétt tilskipun nr. 2001/24/EB. Samkvæmt 2. mgr. 99. gr.laga nr. 161/2002, sbr. 9. gr. laga nr. 130/2004, skal um réttaráhrif, málsmeðferðog framkvæmd ákvörðunar um fjárhagslega endurskipulagningu lánastofnunar meðhöfuðstöðvar á Íslandi og útibú í öðru EES-ríki fara að íslenskum lögum, meðfrávikum sem talin eru upp í fjórtán stafliðum og er þetta áréttað í 1. mgr.104. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 30. gr. tilskipunar nr. 2001/24/EB kemur meðalannars fram að sú meginregla 10. gr. tilskipunarinnar, að lög heimaaðildarríkisskuli gilda, eigi ekki við „um reglur er varða það hvort löggerningar, sem eruöllum lánardrottnum skaðlegir, séu ógildir, ógildanlegir eða skortiréttarvernd“ ef sá, sem hefur hag af þeim löggerningum, leggur fram sannanir umað gerningurinn sem um ræðir falli undir lög annars aðildarríkis enheimaaðildarríkis og lögin bjóða engin úrræði til að vefengja gerninginn. Með1. gr. laga nr. 78/2011 var nýjum málslið bætt við n-lið 2. mgr. 99. gr. laganr. 161/2002 og hefur þaðákvæði að geyma sambærilegt orðalag og 1. mgr. 30. gr. íslenskrar útgáfu téðrartilskipunar. Í athugasemdum með frumvarpi því, sem varðað lögum nr. 78/2011, sagði meðal annars að vegna athugasemdaEftirlitsstofnunar EFTA við innleiðingu tilskipunar nr. 2001/24/EB væri ífrumvarpinu lagt til að gerðar yrðu frekari breytingar á lögum nr. 161/2002 íþeim tilgangi að innleiða tilskipunina að fullu í íslenskan rétt. Hinn17. október 2014 kvað EFTA-dómstóllinn upp dóm í máli nr. E-28/13 í tilefni afbeiðni um ráðgefandi álit er beint hafði verið til dómstólsins í öðru máli, semrekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í dóminum, sem lagður er fram semdómskjal í máli þessu, var komist að þeirri niðurstöðu að orðalagið um ógildi,ógildanleika eða skort á réttarvernd löggerninga í 1. mgr. 30. gr. tilskipunarnr. 2001/24/EB „vísi einnig til riftunar samkvæmt gjaldþrotarétti á grundvellireglna um undanskot eigna frá gjaldþrotaskiptum eins og þeirra sem er að finnaí XX. kafla laga nr. 21/1991“. Af hálfu stefnanda hefur verið á það bentað í áliti meirihluta viðskiptanefndar Alþingis, við meðferð þess frumvarps semvarð að lögum nr. 78/2011, sé sérstaklega tekið fram að því ákvæði sem bætt varvið n-lið 2. mgr. 99. gr. laganna, sé ekki ætlað að taka til riftunarreglna XX.kafla laga nr. 21/1991. Almennt ber að skýra innlendar réttarreglur tilsamræmis við reglur EES-samningsins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 og verða settlög því aðeins skýrð í andstöðu við reglur EES-samninginn að vilji löggjafansum það efni sé skýr og ótvíræður.Þau ummæli í áliti meirihlutaviðskiptanefndar, sem stefnandi vísar til, verða ekki skýrð svo að regluríslenskra laga um gjaldþrotaskipti eigi að gilda um riftunarkröfurfjármálafyrirtækja án tillits til þess hver teljist rétt skýring 1. mgr. 30.gr. tilskipunar nr. 2001/24/EB, enda kemur fram í athugasemdum með frumvarpinuað ákvæðinu sé beinlínis ætlað að innleiða ákvæði tilskipunarinnar, án þess aðgerðir séu fyrirvarar um riftunarkröfur. Verður að leggja til grundvallar aðvilji löggjafans hafi staðið til þess að með setningu laganna yrði kröfumEES-samningsins að þessu leyti fullnægt. Samkvæmt framangreindu verður ekki á þaðfallist með stefnanda að íslensk lög séu um þetta efni svo afdráttarlaus aðútilokað sé að þau verði skýrð til samræmis við 1. mgr. 30. gr. umræddrartilskipunar, eins og efni hennar er skýrt af EFTA-dómstólnum í fyrrgreindumdómi hans í máli E-18/13. Síðarimálslið n-liðar 2. mgr. 99. gr. laga nr. 161/2002, sem felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu aðíslensk lög gildi við endurskipulagningu og slitameðferð fjármálafyrirtækja, verður því beitt um ágreining um heimildstefnanda til riftunar á þeirri greiðslu sem mál þetta snýst um og innt var afhendi 20. júní 2008. Af þessu leiðir að þóttgreiðslan sé að mati dómsins riftanleg á grundvelli 134. gr. laga nr. 21/1991,svo sem fram er komið, þá getur efni viðeigandi enskra reglna staðið því í vegiað henni verði rift, skorti þar heimild til riftunar eða ógildingar hennar, svosem stefndu halda fram að sé raunin. Fram kemur í dómi EFTA-dómstólsins að það leiðiaf öðrum undirlið 1. mgr. 30. gr. tilskipunarinnar að sá sem hefur hag aflöggerningi, sem telst skaðlegur öllum lánardrottnum, verði að sanna að enginúrræði séu tiltæk, eða að engin úrræði séu lengur tiltæk, til að vefengjaviðkomandi gerning samkvæmt lögum þess EES-aðildarríkis sem eiga við hann, hvortsem því valda efnislegar ástæður eða ástæður sem lúta að málsmeðferð. Meta eigisamkvæmt reglum gistiríkisins, þ.e. samkvæmt íslenskum lögum, hvort þeim semhefur hag af löggerningnum, sem hér eru stefndu, hafi tekist að sanna að löginsem eiga við um gerninginn, hér ensk lög, veiti engin úrræði til að vefengjahann. Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991verður sá sem ber fyrir sig erlenda réttarreglu að leiða tilvist og efni hennarí ljós og hvílir sönnunarbyrði að þessu leyti því á stefndu að íslenskum lögum.Ensk lögÓumdeilt er að ensk lög gilda um viðskipti aðila oggreiðsluna. Stefndu halda því fram að stefnandi berisönnunarbyrði um að skilyrðum ensku reglnanna sé fullnægt til að greiðslunniverði rift. Á það verður ekki fallist, enda verður samkvæmt orðalagi síðarimálsliðar í n-lið 2. mgr. 99. gr. laga nr. 161/2002, komið í veg fyrir beitinguþeirrar meginreglu, að greiðslu sé rift á grundvelli íslenskrar riftunarreglu,ef sá sem hag hefur af því að gerningur haldi gildi, þ.e. að greiðslunni verðiekki rift, leggur fram fullnægjandi sönnun um að í lögum annars ríkis sé ekkiað finna ógildingarreglu sem taki til þess tilviks sem um ræðir. Það hvílir þvíekki á stefnanda samkvæmt ákvæðinu að sýna fram á að skilyrðum enskra laga séfullnægt til að rifta greiðslunni, þó að á honum hvíli sönnunarbyrði um aðskilyrði séu uppfyllt til riftunar að íslenskum lögum. Þá verður dómurEFTA-dómstólsins ekki skilinn á annan veg en þann að það hvíli á stefndu aðsanna að erlendu lögin veiti engin úrræði til að rifta greiðslunni. Takist stefndu að sýna fram á það að skilyrði til riftunarséu ekki fyrir hendi samkvæmt þessum reglum verður íslensku riftunarreglunniekki beitt um greiðsluna.Sem fyrr greinirhafa stefndu aflað matsgerðar til að sýna fram á efni enskra laga sem máli getiskipt fyrir úrlausn málsins og hefur þeirri matsgerð ekki verið hnekkt meðyfirmatsgerð eða með öðrum hætti. Matsmaðurinn, Louise Gullifer, sem erprófessor í fjármunarétti við háskólann í Oxford á Englandi, staðfesti matsgerðsína fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins og skýrði efni hennar frekar. Ímatsgerðinni er gerð grein fyrir því að ensk lög bjóði fjögur hugsanleg úrræðitil að vefengja greiðsluna sem um ræðir í þessu máli og lýst er úrræðum semsvara til þeirra sem stefndi vísar til hér að framan. Það eru 238. gr.(ráðstöfun á undirvirði), 239. gr. (ívilnun) og 423. gr. (ráðstafanir sem erusviksamlegar gagnvart kröfuhöfum) gjaldþrotalaganna frá 1986, auk möguleika á„fordæmisréttarkröfu“ (venjurétti) sem byggi á „meðvitaðri móttöku greiðslu semer brot á trúnaðarskyldu“. Samkvæmtþessu er ljóst að í enskum rétti finnast úrræði sem almennt séð er unnt aðbeita til að vefengja greiðslu af því tagi sem hér um ræðir.Ífyrrgreindum dómi EFTA-dómstólsins segir m.a. að sérstakt mat á viðkomandilöggerningi verði að fara fram hverju sinni og þótt almennt séð væri unnt aðvefengja gerninginn samkvæmt lögum þess EES-ríkis sem eiga við um hann myndiþeim sem hag hefur af honum nægja að sýna fram á að skilyrði fyrir slíkrivefengingu séu ekki uppfyllt í þessu tiltekna máli. Nægir því tilvistframangreindra úrræða ekki ein og sér til þess að ákveða að riftunarregluíslensku laganna verði beitt í málinu, heldur þarf að skoða hvort skilyrði séuuppfyllt til að unnt væri að rifta þeirri greiðslu sem deilt er um í málinu ágrundvelli einhverra þessara úrræða. Um formskilyrði, tímafrestinn, segir m.a.svo í matsgerðinni í íslenskri þýðingu:Greinar 238 og 239 gilda aðeins umráðstafanir sem gerðar voru á síðustu 2 árum (í tilviki greinar 238) eða 6mánuðum (í tilviki greinar 239) fyrir „upphaf greiðsluþrots“. Enskur dómstóllgæti nálgast það verkefni að ákvarða dagsetningu „upphafs greiðsluþrots“ átvennan hátt.i. Hann getur í fyrsta lagi ákvarðaðhvort íslensku meðferðirnar falli undir skilgreiningar tilskipunarinnar áhugtökunum „endurskipulagningarráðstöfun“ og „slitameðferð“ (samkvæmt enskumlögum) og litið svo á að þær meðferðir séu hliðstæðar enskri greiðslustöðvunannars vegar og enskri slitameðferð hins vegar. Ef þessi nálgun yrði notuð erlíklegt að „upphaf greiðsluþrots“ yrði talið vera 22. nóvember 2010: staðan erþó óviss og hugsanlegt er að enski dómstóllinn myndi fylgja úrskurðiEvrópudómstólsins í Kepler málinu, en þá myndi 24. nóvember 2008, þegaríslenski dómstóllinn veitti fyrst heimild til greiðslustöðvunar, teljast marka„upphaf greiðsluþrots“.ii.Hin nálgunin felst í því að ákvarða hvaða íslenska meðferð líkist helst enskrigreiðslustöðvun og slitameðferð án þess að athuga hvort hún falli undirtilskipunina. Samkvæmt þessari nálgun er líklegt að 24. nóvember 2008 marki„upphaf greiðsluþrots“. Ég tel þessa nálgun betri en það er HéraðsdómsReykjavíkur að ákveða hvor þeirra verði notuð.Að álitimatsmannsins er samkvæmt framangreindu líklegast að greiðslan 20. júní 2008teldist hafa verið innt af hendi innan tilskilins sex mánaða tímafrests til aðvera riftanleg að því er varðar 239. gr. ensku gjaldþrotalaganna og innantveggja ára frests samkvæmt 238. gr. laganna. Að því virtu er ósannað aðformskilyrði um tímamörk komi í veg fyrir að greiðslunni verði hnekkt að enskumlögum. Í matsgerðinni er gerð greinfyrir skilyrði um ógjaldfærni við greiðslu sem þurfi að vera fyrir hendi tilþess að beitt verði 238. gr. eða 239. gr. ensku gjaldþrotalaganna, í íslenskriþýðingu matsgerðar segir m.a. svo:Greinar 238 og 239gilda aðeins um ráðstafanir sem gerðar voru þegar félag var ógjaldfært ískilningi 123. greinar gjaldþrotalaganna frá 1986, sem kveður á um tvö próf.Félag fellur á sjóðstreymisprófinu ef það er ófært um að greiða núverandiskuldir sínar og/eða skuldir sem verða gjaldkræfar í tiltölulega náinniframtíð, sem líklega tekur hvort tveggja til síðari og skilyrtra skulda.Jafnvel þótt félag standist sjóðstreymisprófið kann það að falla áefnahagsreikningsprófinu, sem felur í sér að eignir félags eru bornar saman viðskuldir þess, þ.m.t. síðari og skilyrtar skuldir, sem ber að afvaxta vegnaframtíðareiginleika þeirra og með tilliti til þess hversu líklegt sé að viðeigandiskilyrði raungerist. Ef félag er gjaldfært samkvæmt sjóðstreymisprófinu ættidómstóll að fara varlega í að ákvarða að það sé ógjaldfært samkvæmtefnahagsreikningsprófinu, sér í lagi ef skuldirnar koma til greiðslu ífjarlægri framtíð.Í skýrslu sinni fyrir dóminum skýrðimatsmaðurinn nánar hvað í þessum viðmiðum fælist. Í málinu liggja ekki fyrirupplýsingar eða greining á stöðu stefnanda að því er varðar sjóðstreymi ogefnahag þegar greiðslan var innt af hendi, sem samsvara þeim prófunum sem enskulagaákvæðin gera ráð fyrir, þó að meðal gagna málsins séu ýmsar upplýsingar umfjárhag stefnanda. Stefndu hafa því ekki sýnt fram á að skilyrði um ógjaldfærnivið greiðslu í þessum skilningi, sem þurfa að vera fyrir hendi til þess aðbeitt verði 238. gr. eða 239. gr. ensku gjaldþrotalaganna, hafi ekki veriðuppfyllt. Ósannað er að ákvæðunum verði af þeim sökum ekki beitt til að riftagreiðslunni.Í matsgerðinni ergerð nánari grein fyrir öðrum skilyrðum sem uppfylla þarf til að 238. gr. enskugjaldþrotalaganna um ráðstöfun á undirvirði geti átt við í málinu. Óþarft er aðfjalla um þau hér, enda er í málatilbúnaði stefnanda ekki á því byggt aðgreiðslan hafi verið á undirvirði í þessum skilningi og stefndu halda því framað svo sé ekki. Af sömu ástæðum er óþarft að fjalla frekar um efni matsgerðarum skilyrði fyrir því að dómari geti fellt aðfararhæfan úrskurð samkvæmt 423.grein laganna í tengslum við ráðstafanir á undirvirði sem gerðar eru með það aðmarkmiði að koma eignum undan kröfuhöfum eða skerða rétt þeirra á annan hátt.Stefnduvísa enn fremur til meginreglu ensks venjuréttar. Fram kom hjá matsmanni fyrirdóminum að fordæmisrétti sé beitt ef skilyrði gjaldþrotalaga eru ekki uppfyllt,til dæmis ef krafa kemur fram þegar tímafrestur er liðinn. Ef ákvæði gjaldþrotalagannaeiga við um gerning myndi ekki reyna á heimildir ensks venjuréttar til aðhnekkja honum eða hafna því að ógilda hann. Í matsgerð er fjallað frekar umfordæmisrétt og fram kemur að við mat á því hvort greiðsla feli í sér brot átrúnaðarskyldu, þannig að henni verði rift á grundvelli fordæmisréttar, reyni áheimildir þess sem ákveður greiðslu, auk huglægrar afstöðu greiðanda ogviðtakanda. Hafa þurfi m.a. í huga í því sambandi að ekkert fordæmi sé fyrir því að verknaður, sem ekki er ívilnunsökum þess að hin tilskilda löngun var ekki fyrir hendi, hafi verið talinn brotá skyldu, og það séu einhver fordæmi fyrir því sjónarmiði að sú geti aldreiverið raunin. Afframburði matsmannsins fyrir dóminum verður ráðið að af þeim úrræðum sem tilgreina koma sé líklegast að 239. gr. ensku gjaldþrotalaganna um ívilnun getiátt við um atvik málsins, sé skilyrðum ákvæðisins fullnægt. Í matsgerðinni erauk framangreindra skilyrða um tímafrest og ógjaldfærni gerð grein fyrirfrekari skilyrðum fyrir því að um ívilnun geti verið að ræða samkvæmt ákvæðinu.Í íslenskri þýðingu matsgerðar segir um þau skilyrði svo: Aðeins er úrskurðað samkvæmt 239.grein í tengslum við greiðslu til kröfuhafa. RZB er kröfuhafi í samhengi þessamáls.i. Greiðslan er aðeins ívilnun ef húnhafði þau áhrif að setja RZB í betri stöðu við slitameðferð Kaupþings en ef húnhefði ekki verið innt af hendi: það er hlutlægt skilyrði og er ákvarðað með þvíað bera saman hina eiginlegu stöðu við ímyndaða slitameðferð sem hefst straxeftir að greiðslan er framkvæmd.ii. Sömuleiðis er hún aðeins ívilnunef löngun til að ná fram þeim áhrifum að RZB yrði í betri stöðu en ella effélagið hefði verið tekið til slitameðferðar hafði áhrif á ákvörðun Kaupþingsum að veita ívilnunina. Þótt slík löngun þurfi ekki að vera eina ástæðagreiðslunnar, þá þarf það að hafa verið áhrifavaldur, og það er yfirleitt ekkiraunin ef venjuleg viðskiptaleg sjónarmið lágu til grundvallar greiðslunni.iii. Sú löngun sem miðað er við erlöngun einstaklings með nægilega víðtækar heimildir til að hugarástand hansverði talið endurspegla hugarástand félagsins.iv. Sá tími sem félagið verður aðhafa búið yfir tilskilinni löngun er sá tími sem ákvörðunin var tekin: þaðræðst af málavöxtum hverju sinni hver sá tími sé, en það er ekki endilega sátími þegar greiðslan er framkvæmd eða sá tími þegar Kaupþing varð skyltsamkvæmt samningi að framkvæma greiðsluna.v.Ef greiðslan er ívilnun má búast við úrskurði um að hún skuli endurgreidd íheild sinni.Grundvöllurgreinar 239 í ensku gjaldþrotalögunum er samkvæmt því sem fram kom hjámatsmanni fyrir dóminum, sá að tryggja jafnræði kröfuhafa. Ekki er sýnt fram áannað í málinu en að framangreint hlutlægt skilyrði, um betri stöðu stefnda RZBen annarra kröfuhafa eftir greiðsluna, sé fyrir hendi. Fyrir liggur aðkröfuhöfunum HVB og Fortis stóð ekki til boða uppgreiðsla á sínum hlut íbrúarláninu fyrir gjalddaga og að aflað var samþykkis þeirra til greiðslunnar,án þess að séð verði að þeim hafi verið kynnt að stefnda RZB yrði greitt umframendurfjármögnun. Samkvæmt vitnisburði starfsmanns stefndu fyrir dóminum varstefnandi stór viðskiptavinur stefnda RZB. Af þeim samskiptum sem fyrr ergreint frá milli starfsmanns stefnanda og yfirmanns hans, sem hafði víðtækarheimildir til að samþykkja greiðsluna, má ráða vilja þeirra til þess að gerahlut stefnda RZB betri en hlut þeirra banka sem ekki vildu taka þátt ílánveitingu til lengri tíma. Virðist vilji stefnanda til þess að ívilna stefndaRZB, sem stefnandi átti í umtalsverðum viðskiptum við, hafa haft áhrif, fremuren venjulegir viðskiptalegir hagsmunir, á þá ákvörðun að ráðstafa lánsfé semveitt var í almennu fjármögnunarskyni til að greiða stefnda RZB skuld fyrirgjalddaga að fullu, umfram endurfjármögnun, og gera þar með hlut stefndu betrien annarra kröfuhafa. Að mati dómsins þykir, svo sem fram er komið, sýnt aðstefnandi hafi átt í vandræðum með að afla sér lánsfjár, m.a. vegna þverranditrausts á fjárhag hans, og að sú staða hafi skipt máli við lántöku og greiðslu.Ætla verður að atvikum málsins virtum að ekki sé ólíklegt að um geti verið aðræða ívilnun í skilningi þessa ákvæðis ensku laganna, eins og það hefur veriðskýrt fyrir réttinum, og teljast stefndu því ekki hafa sannað að umræddgreiðsla yrði ekki talin ívilnun í skilningi 239. gr. ensku gjaldþrotalaganna. Það er samkvæmtframangreindu mat dómsins að stefndu hafi ekki tekist, eins og atvikum erháttað í máli þessu, að sýna fram á að greiðslunni yrði ekki rift á grundvellitiltækra réttarheimilda í enskum rétti. Er því ósannað að engin úrræði séu íenskum lögum tiltæk til að vefengja hana. Þegar af þeirri ástæðu er ekkiuppfyllt skilyrðið sem leiðir af síðari málslið ín-lið 2. mgr. 99. gr. laga nr. 161/2002, um að stefndu leggi fram fullnægjandisönnun um að í enskum lögum sé ekki að finna ógildingarreglu sem eigi við umatvik málsins, sem nauðsynlegt er að uppfyllt sé til að víkja megi frá þeirrimeginreglu að um riftun greiðslunnar fari að íslenskum lögum. Verður þvífallist á kröfu stefnanda um riftun greiðslunnar á grundvelli 134. gr. laga nr.21/1991. Endurgreiðslukrafa,dráttarvextir og málskostnaðurSamkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 skal sá sem hefurhag af riftanlegri ráðstöfun greiða þrotabúinu fé sem svarar til þess semgreiðsla þrotabúsins hefur komið honum að notum. Krefst stefnandi endurgreiðslu25 milljóna evra úr hendi stefndu sameiginlega á þessum grundvelli. Skilyrðiákvæðisins til að stefndu verði gert að greiða stefnanda umkrafða fjárhæð erufyrir hendi, enda er ekki sýnt fram á annað en að peningagreiðslan hafi komiðstefnda RZB að notum að fullu. Stefndu krefjast þess til vara að fjárhæðin verði lækkuðverulega og vísa í því sambandi til 145. gr. laga nr. 21/1991. Þar segir að efsérstaklega standi á megi lækka eða fella niður kröfu á þann sem hafði hag afráðstöfun ef greiðsla kröfunnar væri svo miklum erfiðleikum bundin að ósanngjarntmegi teljast og önnur atvik leiði til þess sama. Stefndu hafa ekki meðhaldbærum rökum eða gögnum sýnt fram á að svo standi sérstaklega á í þessu máliað skilyrði séu til að beita undantekningarákvæði þessu og verða að berahallann af því. Því verður fallist á kröfu stefnanda um endurgreiðslu. Stefnandi krefst þess að fjárhæðin beri dráttarvexti frá þeimdegi er greiðslan var innt af hendi, 20. júní 2008. Stefndu andmæla því aðdráttarvextir samkvæmt lögum nr. 38/2001 reiknist á fjárhæð sem umkrafin sé íevrum og mótmæla upphafstíma kröfu um dráttarvexti með þeim rökum að ekki sélagastoð til að reikna dráttarvexti frá því riftanleg ráðstöfun átti sér stað.Engin sérregla er nú í vaxtalögum um vaxtafót fyrir dráttarvexti af kröfum íerlendri mynt og verða dráttarvextir því reiknaðir samkvæmt hinni almennu reglu1. mgr. 6. gr. vaxtalaga, sem gildir nema um annað sé samið, sem ekki á viðhér. Á hinn bóginn er fallist á það með stefndu að lagastoð skortir til aðreikna dráttarvexti á kröfuna frá þeim degi sem greiðslan var innt af hendi. Stefndu verður samkvæmt framangreindu gert að greiðastefnanda sameiginlega 25.000.000 evra. Fjárhæðin skal bera dráttarvexti frá 7.mars 2012 , sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, en þá var liðinn mánuður fráþeim degi sem stefnandi krafðist riftunar á greiðslunni.Aðvirtum úrslitum málsins og með vísun til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferðeinkamála nr. 91/1991 verður stefndu sameiginlega gert að greiða stefnandamálskostnað, sem með hliðsjón af umfangi málsins er ákveðinn 5.000.000 króna aðmeðtöldum virðisaukaskatti.Dóminn kveður uppKristrún Kristinsdóttir héraðsdómari. Dómarinn tók við meðferð málsins 2. apríl2013.D Ó M S O R ÐRift er greiðslu stefnanda, Kaupþings hf., áskuld við stefnda, Raiffeisen Zentralbank Österreich AG, að fjárhæð 25.000.000evra sem fram fór 20. júní 2008.Stefndu,Raiffeisen Zentralbank Österreich AG og Raiffaisen Bank International AG,greiði stefnanda sameiginlega (in solidum) 25.000.000 evra, með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. mars 2012 til greiðsludags.Stefndu greiðistefnanda sameiginlega (in solidum) 5.000.000 króna í málskostnað. |
Mál nr. 63/2017 | Gjaldþrotaskipti Skaðabætur Einkaréttarkrafa Fyrning | Í málinu krafðist P skaðabóta vegna refsiverðrar háttsemi sem A var fundinn sekur um með dómi Hæstaréttar 9. júní 2016 í máli nr. 182/2015, en A var sakfelldur fyrir að hafa skotið eignarhluta sínum í nánar tilgreindri fasteign undan búskiptum. Bú A hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta á árinu 2010 og lauk skiptum í september 2012, án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að A hefði með háttsemi sinni valdið P tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti og ætti P því rétt til skaðabóta úr hendi A. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að P hefði ekki lýst skaðabótakröfunni á hendur A við gjaldþrotaskiptin og gilti því um hana fyrningarfrestur samkvæmt 3. málslið 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991. P hefði ekki höfðað mál innan þess tveggja ára fyrningarfrests sem þar greini samkvæmt 3. mgr. 165. gr. laganna til viðurkenningar á fyrningarslitum og hefði skaðabótakrafan því verið fyrnd í lok september 2014. Yrði því ekki jafnað til málshöfðunar í skilningi 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 að skaðabótakröfunnar hefði verið getið í ákæru í sakamáli því sem ákæruvaldið hefði höfðað á hendur A og hefði lokið með áðurgreindum dómi réttarins. Hins vegar leiddi af ákvæðum 11. gr. laga nr. 150/2007 að þótt fyrningarfrestur skaðabótakröfunnar hefði liðið hefði P getað haft kröfuna uppi í sakamálinu og fengið um hana dóm. Að þessu gættu staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hins áfrýjaða dóms með vísan til forsendna hans. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmaÞorgeir Örlygsson hæstaréttardómari, Guðrún Erlendsdóttir setturhæstaréttardómari og Aðalsteinn E. Jónasson landsréttardómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 30. janúar 2017. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum stefndaen til vara að dómkröfur verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann málskostnaðarí héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.Eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi er til úrlausnar í máli þessuskaðabótakrafa stefnda á hendur áfrýjanda vegna þeirrar refsiverðu háttsemi,sem áfrýjandi var fundinn sekur um með dómi Hæstaréttar 9. júní 2016 í máli nr.182/2015, en ekki krafa stefnda á hendur áfrýjanda á grundvelli lánssamningsinsfrá árinu 2007. Um skaðabótakröfuna hefur eins og í hinum áfrýjaða dómi greinirekki gengið dómur og hefur stefndi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um hana.Bú áfrýjanda var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness18. febrúar 2010 og voru skiptalok 28. september 2012 án þess að greiðsla fengistupp í lýstar kröfur. Samkvæmt 1. málslið 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 umgjaldþrotaskipti o.fl. ber þrotamaður ábyrgð á skuldum sínum sem ekki fástgreiddar við gjaldþrotaskiptin. Í 2. málslið málsgreinarinnar kemur fram aðhafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau erfyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja árafyrningarfrestur að líða frá þeim degi er skiptunum er lokið. Í 3. málsliðmálsgreinarinnar segir að þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildirþessi sami fyrningarfrestur um hana enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma.Samkvæmt 3. mgr. 165. gr. laganna verður fyrningu aðeins slitið á ný með því aðkröfuhafi höfði innan fyrningarfrests mál á hendur þrotamanninum og fái þar dómum viðurkenningu á fyrningarslitum gagnvart honum.Skaðabótakröfunni á hendur áfrýjanda lýsti stefndi ekki viðgjaldþrotaskiptin og gildir því um hana fyrningarfrestur samkvæmt 3. málslið 2.mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991. Stefndi höfðaði ekki innan þess tveggja árafyrningarfrests sem þar greinir mál samkvæmt 3. mgr. 165. gr. laganna tilviðurkenningar á fyrningarslitum og var skaðabótakrafan því fyrnd 28. september2014. Verður því ekki jafnað til málshöfðunar í skilningi 3. mgr. 165. gr. laganr. 21/1991 að skaðabótakröfunnar var getið í ákæru í sakamáli því semákæruvaldið höfðaði á hendur áfrýjanda og lauk með áðurgreindum dómiHæstaréttar í máli nr. 182/2015. Hins vegar leiðir af ákvæðum 11. gr. laga nr.150/2007 um fyrningu kröfuréttinda að þótt fyrningarfrestur skaðabótakröfunnarhafi liðið gat stefndi haft kröfuna uppi í sakamálinu og fengið um hana dóm. Aðþessu gættu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan til forsendna hans.Eftir framangreindum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétt eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Arnfinnur Sævar Jónsson, greiði stefnda, Pillar Securitisation S.á.r.l.,700.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 2. nóvember 2016.I. Mál, þetta sem tekið var tildóms 5. október 2016, er höfðað með skriflegri greinargerð um einkaréttarkröfubrotaþola, stefnanda í máli þessu, sem birt var með ákæru á hendur ákærða,stefnda í máli þessu, í máli nr. S-85/2014, sbr. 174. gr. laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála. Í þinghaldi í því máli 23. janúar 2015 var einkaréttarkröfubrotaþola vikið til meðferðar í einkamáli með heimild í 175. gr. áðurgreindralaga og var málið fyrst tekið fyrir á reglulegu dómþingi 28. janúar 2016. Stefnandi er Pillar SecuritsationS.à.r.l., 35a avenue J.F. Kennedy, L-1855, Luxembourg. Stefndi er Arnfinnur SævarJónsson, kt. [...], Mosprýði 10, Garðabæ. Dómkröfur stefnanda eru þæraðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 57.143 bandaríkjadali meðvöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2010 tilþingfestingardags ákærumáls, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laganna til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þessað stefndi verði dæmdur til að greiða honum 7.332.058 krónur með vöxtumsamkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2010 tilþingfestingardags ákærumáls, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laganna til greiðsludags.Í báðum tilfellum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að matidómsins. Stefndi krefst aðallega sýknu aföllum kröfum stefnanda, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðarverulega. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu aðviðbættum virðisaukaskatti.II. Málavextir eru þeir að stefnditók lán hjá forvera stefnanda, Kaupthing Bank Luxemborg S.A., í janúar árið2007. Fjárhæð lánsins var 578.841,66 bandaríkjadalir. Stefnandi kveður lánþetta hafa verið veitt til fasteignakaupa, en viðskiptasamband hafi verið meðaðilum frá árinu 2000. Láninu hafi verið ráðstafað til kaupa á fasteigninni aðBoynton Beach 33437 FL, 8700 Sandy Crest Lane, í Flórídaríki í Bandaríkjunum.Fasteignin hafi þó ekki verið sett að veði fyrir láninu og engar aðrartryggingar munu hafa verið lagðar fram af hálfu stefnda vegnalánveitingarinnar. Lánið fór í vanskil og með áritun á stefnu 10. júní 2009féllst Héraðsdómur Reykjaness á dómkröfur stefnanda, sem námu þá 451.781,52evrum, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Í kjölfarið krafðist stefnandifjárnáms hjá stefnda og gerði sýslumaðurinn í Hafnarfirði árangurslaust fjárnámhjá honum 18. nóvember 2008. Á grundvelli þess var bú stefnda tekið tilgjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 18. febrúar 2010. Stefnandilýsti kröfu í þrotabúið vegna lánsins og nam fjárhæð lýstrar kröfu 97.375.605krónum.Á meðan á skiptum á þrotabúi stefnda stóð kveðst stefnandi hafa óskaðeftir því við skiptastjóra að afdrif áðurgreindrar fasteignar yrðu könnuðsérstaklega. Svör stefnda um afdrif eignarinnar hafi ekki þótt trúverðug, enhann hafi verið margsaga um ýmislegt er varðaði sölu eignarinnar. Samkvæmtsölugögnum sem skiptastjóri hafi aflað hafi fasteignin verið seld á 10bandaríkjadali.Eftir ítarlega eftirgrennslan skiptastjóra um afdrif eignarinnar ogviðskiptin á bak við sölu hennar sendi skiptastjóri sérstökum saksóknaratilkynningu á grundvelli 84. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.vegna atvika er skiptastjóri taldi geta gefið tilefni til rökstudds gruns um aðrefsivert athæfi hefði átt sér stað vegna sölu fasteignarinnar. Samkvæmt auglýsingu sem birtistí Lögbirtingablaðinu 22. október 2012 lauk skiptum á búi stefnda 28. september2012 án þess að greiðslur fengjust upp í lýstar kröfur.Hinn 30. janúar 2014 var gefin út ákæra á hendur stefnda vegna brots áalmennum hegningarlögum nr. 19/1940 sem talið var varða við 4. tölulið 1. mgr.250. gr. laganna um skilasvik. Var stefnda gefið að sök að hafa skotiðeignarhluta sínum í áðurgreindri fasteign undan búskiptunum. Stefnandi lagðifram einkaréttarkröfu til embættis sérstaks saksóknara, dagsetta 29. janúar2014, og var greint frá einkaréttarkröfunni í ákæru málsins sem gefin var út30. janúar 2014. Í upphafi aðalmeðferðar sakamáls nr. S-85/2014 hinn 16. janúar2015 var ákveðið að skilja kröfuna frá sakamálinu og var einkaréttarkröfunnivísað til meðferðar í almennu einkamáli með heimild í 175. gr. laga um meðferðsakamála nr. 88/2008.Með dómi Héraðsóms Reykjaness, uppkveðnum 5. febrúar 2015, var stefndisakfelldur fyrir brot gegn 4. tölulið 250. gr. almennra hegningarlaga og dæmdurtil refsingar. Dóminum var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og var dómurhéraðsdóms staðfestur með vísan til forsendna hans og röksemda um sakfellingustefnda, sbr. dóm Hæstaréttar 9. júní 2016 í máli nr. 182/2015. III. Stefnandi kveðst byggja kröfusína á því að stefndi hafi með refsiverðri háttsemi sinni, sem hann hefur núverið sakfelldur fyrir með dómi Hæstaréttar 9. júní sl., valdið stefnandaverulegu tjóni. Háttsemi stefnda hafi leitt til þess að áðurgreind fasteign varekki til reiðu við skipti á þrotabúi hans og því hafi andvirði hennar ekkikomið til úthlutunar upp í lýstar kröfur, en stefnandi hafi lýst kröfu í búið. Krafa stefnanda séskaðabótakrafa sem höfð hafi verið uppi í sakamáli á hendur stefnda, sbr. XXVI.kafla laga nr. 88/2008, og sé hún því ekki fyrnd, sbr. 11. gr. laga nr.150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þegar hafi verið tekin afstaða tilbótaskyldu stefnda í sakamáli á hendur stefnda, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands ímáli nr. 182/2015.Stefnandi kveður verðmat fasteignarinnar við sölu ekki liggja fyrir,en líkt og fram komi í kæru skiptastjóra sé nokkrum erfiðleikum háð að ákvarðarétta tímasetningu á sölu eignarinnar, enda hafi sakborningur verið margsaga umhvenær sala á henni fór fram og þá sé grunur um að um málamyndagerninga hafiverið að ræða. Sé miðað við fasteignamat eignarinnar hafi verðmæti hennar viðafsal numið 272.121 bandaríkjadal. Bendir stefnandi á að í dómi Hæstaréttarkomi fram að í upphafi árs 2010 hafi eignarhluti stefnda í fasteigninni numiðað lágmarki 136.060,50 bandaríkjadölum, þ.e. sömu fjárhæð og miðað sé við íbótakröfu stefnanda.Samkvæmt gögnum málsins hafi maki sakbornings verið helmingseigandifasteignarinnar við afsal og hafi eignin verið henni frjáls til ráðstöfunar,enda hafi eignin ekki verið veðsett. Þrotabúinu hafi því borið að fá í sinnhlut helmingshlut stefnda í fasteigninni að andvirði 136.055,5 bandaríkjadalir.Lýstar kröfur í þrotabú sakbornings hafi í heild numið 232.055.224krónum, þar af hafi krafa stefnanda numið 97.367.573 krónum eða 42% af lýstumheildarkröfum. Á þeim forsendum sé þess krafist að stefnda verði gert að greiðastefnanda 42% af helmingi fasteignamatsvirðis eignarinnar eða 57.143bandaríkjadali (0,42*136.055,5).Verði ekki fallist á að dæma beri kröfuna í erlendum gjaldmiðlikrefjist stefnandi þess til vara að stefnda verði gert að greiða samsvarandifjárhæð í íslenskum krónum og að miðað verði við miðgengi bandaríkjadalssamkvæmt gengisskrá Seðlabanka Íslands á þeim degi er bú stefnda var tekið tilgjaldþrotaskipta.Upphafsdagur vaxta taki mið af útgáfudegi afsals eignarinnar ogupphafsdagur dráttarvaxta miðist við þann dag er sakamálið gegn stefnda varþingfest. Hvað varðar lagarök vísar stefnandi til ákvæða laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála, sér í lagi XXVI. kafla laganna. Þá kveður hann kröfu um vextistudda við ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum ákvæði 6.,8. og 9. gr. laganna. IV.Stefndi kveðst byggja sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að krafastefnanda sé fyrnd. Samkvæmt 2. mgr. 165. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.nr. 21/1991 fyrnist kröfur sem lýst sé í þrotabú tveimur árum eftir að skiptumlýkur. Skiptum á búi stefnda hafi lokið 28. september 2012 og hafi krafastefnanda því fyrnst 28. september 2014. Í 3. mgr. sama lagaákvæðis sé kveðið áum að fyrningu slíkra krafna verði aðeins slitið á ný með því að kröfuhafihöfði innan fyrningarfrests mál á hendur þrotamanninum og fái þar dóm umviðurkenningu á fyrningarslitum gagnvart honum. Slíka viðurkenningu skuli þvíaðeins veita með dómi að kröfuhafi sýni fram á að hann hafi sérstaka hagsmuniaf því að slíta aftur fyrningu, svo og að líkur megi telja á að fullnusta getifengist á kröfu hans á nýjum fyrningartíma, en að gengnum slíkum dómi gildialmennar reglur um fyrningu hennar. Eins og fram komi í frumvarpitil laga nr. 142/2010 um breytingu á lögum nr. 21/1991 sé ekki unnt að slítafyrningu nema í undantekningartilfellum, samanber fyrrgreind skilyrði 3. mgr.Jafnframt sé tekið fram að þar sem um undantekningartilfelli sé að ræða beri aðtúlka heimildina þröngt. Samkvæmt ákvæðinu sé einungis hægt að rjúfa fyrningu að uppfylltumþremur skilyrðum. Í fyrsta lagi þurfi kröfueigandi að höfða einkamál ogkrefjast í því viðurkenningar á fyrningarslitum. Í því dómsmáli verðikröfueigandi að færa sönnur fyrir því annars vegar að hann hafi sérstakahagsmuni af því að slíta fyrningu og hins vegar að líkur megi telja á aðfullnusta geti fengist á kröfu hans á nýjum fyrningartíma. Stefndi kveðstbyggja á því að ekkert þessara skilyrða sé uppfyllt í málinu.Stefndi bendir á að stefnandi hafi aldrei höfðað mál til að slítafyrningu kröfu sinnar og því sé krafan löngu fyrnd. Eins og sjá megi af fyrrgreindumskilyrðum verði fyrningu kröfu hvorki slitið þegar einkaréttarkröfu er komið áframfæri við ákæruvald né þegar ákæra er gefin út á hendur ákærða. Kröfuhafi,sem lýsir einkaréttarkröfu í sakamáli, eigi því ekki að vera betur settur enaðrir kröfuhafar þrotamanns, sem ekki hafi sett fram einkaréttarkröfu. Samafyrningarregla eigi við um allar kröfur í þrotabúi. Stefnandi hafi því sjálfurþurft að höfða mál á hendur stefnda líkt og skýrt sé tekið fram í fyrrgreindrimálsgrein 165. gr. laga nr. 21/1991. Auk þess tímafrests sem stefnandi sé bundinn af samkvæmtgjaldþrotaskiptalögum verði hann að hafa sérstaka hagsmuni af því að slítaaftur fyrningu og að auki verði að teljast líklegt að fullnusta geti fengist ákröfu hans. Stefnandi hafi heldur ekki sýnt fram á að þessi skýru skilyrði séufyrir hendi, enda stoði það lítt þar sem krafa hans sé fyrnd. Hvað sem því líðikveðst stefndi byggja á því að skilyrðin séu ekki uppfyllt, en stefnandi berisönnunarbyrðina fyrir því. Hann hafi enga tilraun gert til þess að færa sönnurá þessi atriði. Þá sé rétt að geta þess að stefnandi er fjárfestingarsjóður semstefnda kveður tæpast hafa sérstaka hagsmuni af því að fá dómkröfu þessa málsgreidda, auk þess sem afar ólíklegt verði að teljast að hann geti fengið kröfusinni fullnustað þar sem stefndi sé eignalaus með öllu. Í öðru lagi kveðst stefndi byggja sýknukröfu sína á því að stefnandieigi enga skaðabótakröfu á hendur stefnda þar sem stefndi hafi ekki valdiðhonum tjóni. Í máli þessu krefjist stefnandi skaðabóta úr hendi stefnda og þvíverði öll skilyrði bótaskyldu í skilningi skaðabótaréttar að vera uppfyllt svoað unnt sé að fallast á kröfuna. Ekki sé um að ræða almenna fjárkröfu í málinu,enda hafi stefnandi nú þegar fengið dóm fyrir slíkri kröfu, samanber stefnu semárituð hafi verið af Héraðsdómi Reykjaness 10. júní 2009, en sú niðurstaða hafiorðið grundvöllur gjaldþrotaskiptabeiðni stefnanda. Í þessu sambandi kveðst stefndi benda á að stefnandi hafi nú þegarfengið dóm fyrir kröfu sinni á hendur stefnda og því sé ekki hægt að sjá aðstefnandi hafi í raun lögvarða hagsmuni af því að fá jafnframt dóm fyrirskaðabótakröfu sinni. Um sé að ræða sömu kröfu þótt skaðabótakrafa stefnanda íþessu máli varði aðeins hluta heildarkröfunnar. Stefndi kveðst ekki gera sérstakakröfu um frávísun málsins frá dómi vegna þessa, en kveðst vekja athygliréttarins á því að málatilbúnaður stefnanda kunni að varða frávísun ex officio.Þá kveðst stefndi byggja sýknukröfu sína á því að fjárhæð kröfustefnanda sé með öllu ósönnuð. Bendir stefndi á að stefnandi byggiskaðabótakröfu sína á því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna þess að stefndihafi komið fasteigninni undan skiptum og því hafi söluverðmæti hennar ekkirunnið til kröfuhafa í þrotabúinu. Dómkröfu stefnanda sé því ætlað aðendurspegla það tjón sem hann eigi að hafa orðið fyrir vegna þess að fasteigninhafi ekki komið til úthlutunar í þrotabúi stefnda. Stefndi bendir á að fjárhæð hins ætlaða tjóns sé með öllu ósönnuð. Ímálinu liggi ekki fyrir nein gögn um verðmæti fasteignarinnar á þeim tíma er bústefnda var tekið til gjaldþrotaskipta. Stefnandi hafi þannig ekki lagt framnein gögn sem styðji útreikning dómkröfu sinnar. Í einkaréttarkröfu sinni miðistefnandi við verð sem hann kalli fasteignamat. Meðal gagna í málinu séuupplýsingar af heimasíðu Palm Beach County Property Appraiser þar sem fram komieinhvers konar mat á eigninni. Þar sé verðið áætlað 272.121 bandaríkjadalur. Aðmati stefnda sé ekki hægt að leggja þessar upplýsingar til grundvallar viðútreikning á bótakröfu stefnanda. Ekkert liggi fyrir um það í málinu hvaðanumrætt verðmat stafi eða hvort um opinber gögn sé að ræða. Þá liggi ekki fyrirí málinu verðmat á eigninni á þeim tíma þegar bú stefnda var tekið tilgjaldþrotaskipta, hvorki mat fasteignasala í Bandaríkjunum né mat dómkvaddsmatsmanns. Kveðst stefndi byggja á því að í málinu hefði þurft að liggja fyrirmatsgerð dómkvadds matsmanns í samræmi við IX. kafla laga um meðferð einkamálasvo að unnt væri að taka dómkröfu stefnanda til greina. Þessu til viðbótar kveðst stefndi byggja á því að engar upplýsingarliggi fyrir í málinu um hvaða verðmæti skiptastjóri í þrotabúinu hefði fengiðfyrir eignina. Þannig liggi ekkert fyrir um það hvaða tjóni þrotabúið eðakröfuhafar þess urðu fyrir. Án þessara upplýsinga sé útilokað að staðfestahvert raunverulegt tjón stefnanda hefði orðið af því að fá ekki úthlutun úrbúinu. Þá liggi heldur ekki fyrir upplýsingar um það hvaða fjárhæð hefði komiðí hlut stefnanda við úthlutun úr þrotabúinu. Ljóst sé að umtalsverður kostnaðurhefði fallið til, bæði útlagður kostnaður vegna sölu fasteignarinnar og annarskiptakostnaður, hefði fasteignin verið seld af skiptastjóra. Slíkur kostnaðurhefði alltaf komið til frádráttar á greiðslu til kröfuhafa í þrotabúinu, þ.m.t.til stefnanda. Loks beri að geta þess að hefði Nand Kumar Kurup ekki fengiðfasteigninni afsalað til sín gegn niðurfellingu á kröfu sinni hefði hann lýstkröfu í þrotabú stefnda að fjárhæð u.þ.b. 200.000 bandaríkjadalir. Um þetta séað að öðru leyti vísað til dómsins í sakamáli nr. S-85/2014. Sé því ljóst aðheildarkröfur í þrotabúinu hefðu orðið hærri en raun bar vitni og því hefðistefnandi ekki átt 42% af lýstum kröfum í þrotabúið. Hann hefði því ekki fengið42% af úthlutuðum eignum búsins í sinn hlut við skiptalok, líkt og hann byggidómkröfu sína á.Fyrir öllum þessum atriðum beri stefnandi sönnunarbyrði og hafi hann áengan hátt staðið undir henni. Af þeim sökum sé ekki hægt að fallast á dómkröfustefnanda.Fari svo ólíklega að ekki verði fallist á sýknukröfu stefnda krefjiststefndi þess til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Kveðurhann varakröfu sína byggjast á sömu röksemdum og gerð hafi verið grein fyrir íaðalkröfu, að breyttu breytanda.Til stuðnings málsástæðum sínum vísar stefndi aðallega til laga nr.21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. ásamt síðari breytingum og þá sérstaklega til165. gr. laganna. Að auki vísar stefndi til XXVI. kafla laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála, IX. kafla laga nr. 91/1991 og óskráðra meginreglnaskaðabótaréttar.Stefndi kveður málskostnaðarkröfuna reista á 130. gr. laga nr. 91/1991um meðferð einkamála og kröfu um virðisaukaskatt á málskostnað reista á ákvæðumlaga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. V. Af gögnum málsins þykir ljóst aðforveri stefnanda, Pillar Securitsation S.à.r.l., var Kaupthing Bank LuxembourgS.A., og að krafa hins síðarnefnda á hendur stefnda er nú í eigu stefnanda. Í máli þessu krefst stefnandiskaðabóta úr hendi stefnda vegna þeirrar refsiverðu háttsemi hans að hafa íaðdraganda töku bús hans til gjaldþrotaskipta í byrjun árs 2010 skotiðeignarhluta sínum í áðurgreindri fasteign í Bandaríkjunum undan skiptum meðmálamyndagerningi og þannig skert rétt stefnanda og annarra lánardrottna sinnatil að öðlast fullnægju af eignum búsins. Með þessari háttsemi hafi stefndivaldið stefnanda, sem lýsti kröfu í búið, verulegu tjóni.Eins og fram hefur komið hefur stefndi verið sakfelldur fyriráðurgreinda háttsemi, sem talin var varða við 4. tölulið 1. mgr. 250. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940, samanber dóm Hæstaréttar Íslands 9. júní2016 í máli nr. 182/2015. Með hliðsjón af forsendum og niðurstöðu dómsins erfallist á með stefnanda að stefndi hafi með háttseminni valdið stefnanda tjónimeð saknæmum og ólögmætum hætti.Bótakrafa stefnanda var upphaflega höfð uppi í sakamáli á hendurstefnda, samanber heimild í XXVI. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.Telst krafan því ekki fyrnd, sbr. 11. gr. fyrningalaga nr. 150/2007, en þarkemur fram að þótt fyrningarfrestur sé liðinn sé unnt að hafa uppi kröfu umskaðabætur í sakamáli þar sem skuldari er fundinn sekur um þann verknað semliggur til grundvallar bótakröfu.Eins og að framan greinir er til umfjöllunar í máli þessu bótakrafastefnanda á hendur stefnda vegna áðurgreindrar refsiverðrar háttsemi stefnda,en ekki fjárkrafa stefnanda á hendur stefnda vegna lánssamnings þeirra, enstefna vegna síðarnefndu kröfunnar var árituð um aðfararhæfi 10. júní 2009,sbr. 113. gr. laga nr. 91/1991. Um skaðabótakröfu stefnanda á hendur stefndahefur hins vegar ekki gengið dómur. Ekki er fallist á með stefnda að stefnandihafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm fyrir skaðabótakröfu sinni. Í áðurgreindri ákæru á hendur stefnda er tilgreint að stefndi ogeiginkona hans hafi keypt umrædda fasteign á árinu 2007 fyrir 657.483,95bandaríkjadali, en í upphafi árs 2010 hafi verðmæti fasteignarinnar samkvæmtfasteignamati verið 272.121 bandaríkjadalur. Verðmæti eignarhlutar ákærða ífasteigninni hafi því að lágmarki numið 136.060,50 bandaríkjadölum. Í dómiHæstaréttar 9. júní 2016 í máli nr. 182/2015 var ákærði sakfelldur fyrir þáháttsemi sem í ákæru greindi og var því m.a. slegið föstu að í upphafi árs 2010hafi eignarhluti ákærða í fasteigninni numið að lágmarki áðurgreindri fjárhæð. Af framlögðum gögnum má sjá að lýstar kröfur í þrotabú stefnda námu íheild 232.055.224 krónum, þar af nam krafa stefnanda 97.367.573 krónum eða 42%af lýstum heildarkröfum.Í dómi héraðsdóms í sakamáli á hendur stefnda nr. S-85/2015, semstaðfestur var með áðurgreindum dómi Hæstaréttar 9. júní 2016, var komist aðþeirri niðurstöðu að ósannað væri að stefndi hefði skuldað nafngreindum manni,sem fasteigninni var afsalað til á sínum tíma, fjármuni og að útgefnirreikningar þar að lútandi væru málamyndagerningar. Með vísan til þess ber að vísaá bug málsástæðum stefnda sem lúta að því að hefði umræddur maður ekki fengiðfasteigninni afsalað til sín hefði hann lýst kröfu sinni í þrotabúið og þar meðhefði hlutfall kröfu stefnanda af lýstum kröfum úr búinu verið mun lægra en42%.Með hliðsjón af því að eignarhluti stefnda í fasteigninni nam samkvæmtframangreindu að lágmarki 136.060,50 bandaríkjadölum og að krafa stefnanda í bústefnda nam 42% af lýstum heildarkröfum í búið er fallist á bótakröfu stefnandaí málinu, þ.e. varakröfu hans, en þar hefur fjárhæð bótakröfunnar samkvæmtaðalkröfu verið færð til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengibandaríkjadals á þeim degi sem úrskurður gekk um töku bús stefnda tilgjaldþrotaskipta, en ljóst er að greiðslur til stefnanda úr þrotabúinu hefðusamkvæmt framangreindu verið í íslenskum krónum og tekið mið af gengibandaríkjadals á áðurgreindum degi, sbr. 3. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991 umgjaldþrotaskipti. Miða ber upphafsdag dráttarvaxta við 5. apríl 2014, en þá varliðinn mánuður frá þingfestingu sakamálsins á hendur stefnda, sbr. 9. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Með hliðsjón af málsúrslitum erstefnda gert að greiða stefnanda 500.000 krónur í málskostnað.Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Arnfinnur SævarJónsson, greiði stefnanda, Pillar Securitisation S.à.r.l., 7.332.058 krónur meðvöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. febrúar 2010 til 5.apríl 2014, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. lagannatil greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 500.000krónur í málskostnað. |
Mál nr. 89/2017 | Skuldamál Fyrning Tómlæti Yfirdráttarheimild Sjálfskuldarábyrgð | Bankinn L hf. höfðaði mál á hendur S ehf., S og M til heimtu skuldar sem til var komin vegna yfirdráttar á reikningi S ehf. Höfðu S og M tekið á sig sjálfskuldarábyrgð á greiðslu skuldarinnar, en ábyrgð M var takmörkuð við hluta hennar. Byggði S ehf. meðal annars á því að L hf. hafi verið óheimilt að krefjast vaxta og dráttarvaxta þar sem ekki hefði verið gerður skriflegur samningur um yfirdráttarheimildina og þá væri hluti dráttarvaxta vegna skuldarinnar fyrndir. Af hálfu S var því meðal annars haldið fram að sjálfskuldarábyrgð hans væri niður fallin vegna fyrningar. Ekki var tekið til varna af hálfu M. Héraðsdómur féllst ekki á röksemdir S ehf. og S og tók kröfu L hf. til greina. Að héraðsdómi gengnum stóð M skil á greiðslu til L hf. samkvæmt dómnum hvað hana varðaði og stóðu einungis S ehf. og S að áfrýjun málsins til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með vísan til forsendna hans, en að gættri innborgun M. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og GretaBaldursdóttir og Ingimundur Einarsson héraðsdómari.Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 9. febrúar 2017. Áfrýjandi S.Á.Firma ehf. krefst þess að kröfur stefnda verði lækkaðar og málskostnaðurfelldur niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi Sigurður Freyr krefstaðallega sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti,en til vara að kröfur stefnda verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms, að teknu tilliti til innborgunar11. janúar 2017 að fjárhæð 6.813.288 krónur. Þá krefst hann málskostnaðar fyrirHæstarétti.Með hinum áfrýjaða dómi voru áfrýjendur dæmdir óskipt tilgreiðslu kröfu stefnda að fjárhæð 8.667.092 krónur auk dráttarvaxta ogmálskostnaðar. Þar af var Marinella R. Haraldsdóttir dæmd til að greiða stefnda5.200.000 krónur óskipt með áfrýjendum auk dráttarvaxta og málskostnaðar ágrundvelli yfirlýsingar hennar um sjálfskuldarábyrgð. Fyrir Hæstarétt hafaverið lögð gögn um að sú fyrstnefnda hafi greitt 6.813.288 krónur inn á kröfustefnda 11. janúar 2017. Að því gættu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur meðvísan til forsendna hans á þann hátt sem í dómsorði greinir.Áfrýjendum verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrirHæstarétti eins og í dómsorði segir.Dómsorð:Áfrýjendur,S.Á. Firma ehf. og Sigurður Freyr Árnason, greiði óskipt stefnda, Landsbankanumhf., 8.667.092 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. maí 2015 til greiðsludags, allt aðfrádregnum 6.813.288 krónum sem greiddar voru inn á kröfuna 11. janúar 2017.Málskostnaðarákvæðihins áfrýjaða dóms skal vera óraskað.Áfrýjendurgreiði óskipt stefnda 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjaness 15.nóvember 2016.I. Mál þetta, semtekið var til dóms 18. október sl., er höfðað með birtingu stefnu 30. júní og9. júlí 2015. Stefnandi erLandsbankinn hf., kt. [...], Austurstræti 11, Reykjavík. Stefndu eru S. Á.Firma ehf., kt. [...], Cuxhavengötu 1, Hafnarfirði, Sigurður Freyr Árnason, kt.[...], Sæbólsbraut 41, Kópavogi, og Marinella R. Haraldsdóttir, kt. [...],Hlíðarási 28, Hafnarfirði. Dómkröfurstefnanda eru þær að stefndu S. Á. Firma ehf. og Sigurður Freyr Árnason verðidæmdir in solidum til að greiða stefnanda 8.667.092 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 21. maí 2015 til greiðsludags, þaraf 5.200.000 krónur in soldidum með stefndu Marinellu R. Haraldsdóttur meðdráttarvöxtum af þeirri fjárhæð frá 21. maí 2015 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu að teknu tillititil virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Dómkröfur stefndaS. Á. Firma ehf. eru þær aðallega að stefnukröfur verði lækkaðar verulega aðmati réttarins og að hvor aðila um sig verði látinn bera sinn kostnað afmálinu. Dómkröfur stefndaSigurðar Freys Árnasonar eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllumkröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnaðað skaðlausu að mati réttarins. Til vara krefst stefndi þess að stefnukröfurverði lækkaðar verulega að mati réttarins og að hvor aðili um sig verði látinnbera sinn kostnað af málinu. Þingsókn af hálfustefndu Marinellu R. Haraldsdóttur féll niður á reglulegu dómþingi 2. mars 2016án þess að greinargerð hefði verið lögð fram af hennar hálfu.II. Málsatvik eru þauað hinn 26. janúar 2005 stofnaði stefndi S. Á. Firma ehf., þá Tása ehf.,reikning nr. 26317 við útibú Landsbanka Íslands hf. Yfirdráttarheimild áreikningnum rann út án þess að uppsöfnuð skuld á reikningnum væri greidd og íkjölfarið var reikningnum lokað eða 9. mars 2015. Uppsöfnuð skuld á reikningnumnam þá 8.667.092 krónum eða stefnufjárhæð málsins. Með undirritunsjálfskuldarábyrgðar nr. 0130-63-26317 hinn 17. október 2005 tókust stefnduSigurður Freyr Árnason og Marinella R. Haraldsdóttir á hendursjálfskuldarábyrgð in solidum á skuld þessari gagnvart stefnanda fyrir allt að5.200.000 krónum, auk vaxta og kostnaðar við innheimtu skuldarinnar. Aukfyrrgreindrar ábyrgðar tókst stefndi Sigurður Freyr Árnason með undirritunsjálfskuldarábyrgðar nr. 0130-63-303269 hinn 14. maí 2013 á hendursjálfskuldarábyrgð á skuld þessari gagnvart stefnanda fyrir allt að 3.500.000krónum, auk vaxta og kostnaðar við innheimtu skuldarinnar. Samkvæmt gögnummálsins voru stefndu send innheimtubréf 21. apríl 2015.Hvað aðild stefnanda Landsbankans hf. varðar segir í stefnu aðFjármálaeftirlitið hafi tekið þá ákvörðun 9. október 2008 með heimild í 100.gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. nr.125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna áfjármálamarkaði o.fl., að ráðstafa eignum og skuldum Landsbanka Íslands, kt.540291-2259, til Nýja Landsbanka Íslands hf., kt. 471008-0280, nú Landsbankanshf.Stefndu S. Á. Firmaehf. og Sigurður Freyr Árnason kveða ekki um það deilt að hið stefnda félaghafi stofnað til fjárhagslegra skuldbindinga við útibú Landsbanka Íslands hf.hinn 26. janúar 2005 með yfirdráttarheimild á tékkareikningi þeim sem mál þettalúti að. Um það sé hins vegar deilt hvort hinu stefnda félagi hafi borið aðgreiða yfirdráttarvexti, dráttarvexti eða annars konar vexti af skuldinni oghver vaxtakjörin hafi verið.III. Stefnandi kveðurskuldina ekki hafa fengist greidda þrátt fyrr innheimtutilraunir og því hafiverið nauðsynlegt að höfða mál til innheimtu hennar. Við munnleganmálflutning mótmælti stefnandi málsástæðum stefndu. Benti stefnandi á aðstefndi S.Á. Firma ehf. hafi notað umræddan tékkareikning samfellt í rúm níuár, fyrst hjá forvera stefnanda og síðar hjá stefnanda, án þess að hafa nokkrusinni gert athugasemdir við skuldfærslu vaxta á reikninginn vegnayfirdráttarskuldarinnar. Sundurliðuð reikningsyfirlit vegna tékkareikningsinshafi verið send félaginu í pósti, auk þess sem þau hafi verið aðgengileg ínetbanka. Benti stefnandi á að hið stefnda félag væri bókhaldsskyldur aðili ogþví væri ótrúverðugt að fyrirsvarsmaður félagsins hafi ekki fengið yfirlitin íhendur fyrr en við framlagningu þeirra í málinu. Þá mótmælti stefnandi málsástæðumstefndu um fyrningu og tómlæti og vísaði á bug málsástæðum á grundvelli 36. gr.laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda gerninga. Stefnandi kveðstbyggja mál sitt á meginreglum kröfu- og samningaréttar um skyldu til að efnafjárskuldbindingar. Kröfur um dráttarvexti kveðst stefnandi styðja við III.kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 3. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. sömu laga.Krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála og krafa um virðisaukaskatt sé reist á lögum nr. 50/1988. Stefnandikveðst ekki vera virðisaukaskattsskyldur og því beri honum nauðsyn til að fádóm fyrir skatti þessum úr hendi stefndu. Varðandi varnarþing vísar stefnanditil 32. gr. og 33. gr. laga nr. 91/1991.IV. Stefndu S. Á.Firma ehf. og Sigurður Freyr Árnason benda á að af framlögðum yfirlitum vegnareiknings á tímabilinu 31. desember 2013 til 27. febrúar 2015 megi ráða aðmánaðarlega hafi verið gjaldfærðir vextir af skuldinni, eins og hún hafi staðiðí á hverjum tíma, og þannig hafi höfuðstóll/stefnufjárhæð málsins myndast.Af yfirlitum þessum verði ráðið að á árinu 2014 hafi innborganir áreikninginn numið 26.523.932 krónum, vextir hafi numið 1.016.034 krónum ogúttektir hafi numið samtals u.þ.b. 25.876.175 krónum. Þá hafi staðan áreikningnum 31. desember 2013 numið 8.288.368 krónum í mínus. Í gögnum málsinssé ekki að finna sundurliðun þessarar fjárhæðar, þ.e. hversu miklar úttektirhafi verið af reikningnum frá stofnun hans í upphafi árs 2005 til ársloka 2013,hvaða innborganir hafi verið á reikninginn á sama tímabili og hversu stór hlutistefnufjárhæðarinnar séu vextir.Þar sem ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um skilmála ogvaxtakjör hvað tékkareikninginn varðar, hafi verið nauðsynlegt að stefnandigerði skýra grein fyrir sundurliðun stefnukröfu sinnar í höfuðstól, vexti ogeftir atvikum kostnað.Á því sé byggt afhálfu stefndu að annmarkar á málatilbúnaði stefnanda séu það miklir að ekkiverði bætt úr undir rekstri málsins. Af hálfu stefndu sé ekki gerð krafa umfrávísun málsins, heldur sé það lagt í vald dómsins að vísa málinu frá dómi exofficio, þ.e. án kröfu, ef skilyrði þykja standa til þess. Í greinargerðstefndu segir að verði það niðurstaðan að skuldbinding sú sem mál þetta lúti aðsé peningalán sem fyrnist á 10 árum, sbr. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrninguskulda og annarra kröfuréttinda, sé á því byggt af hálfu stefndu að vextir afyfirdráttarskuldinni fyrnist á fjórum árum, sbr. 2. tölulið 3. gr. laganna.Vextir, sem séu eldri en fjögurra ára á þingfestingardegi eða birtingardegistefnu, séu því fyrndir, en eins og málatilbúnaði stefnanda sé háttað séútilokað fyrir stefndu að átta sig á því hversu stór hluti vaxtanna sé fyrndur.Ekki sé um þaðdeilt að þegar hið stefnda félag hafi fengið fyrirgreiðslu hjá stefnandaLandsbankanum hf. í formi yfirdráttarheimildar á umræddum tékkareikningi hafiekki verið gerður skriflegur samningur á milli aðila þar að lútandi og ekkerthafi verið rætt um vexti og/eða vaxtakjör.Í greinargerðstefndu er tekið fram að stefnda Sigurð Frey reki ekki minni til þess að hafafengið send yfirlit yfir færslur á reikningnum. Framlögð reikningsyfirlit hafistefndi Sigurður fyrst séð eftir að mál þetta var þingfest.Verði á það fallistað stefnandi eigi lögvarða kröfu til vaxta af yfirdráttarskuldinni sé á þvíbyggt af hálfu stefndu að það geti aldrei orðið hærri vextir en almennir vextiróverðtryggðra útlána, sbr. 4. gr. laga um nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu. Því sé alfarið hafnað að stefnandi geti krafið stefnda um yfirdráttarvexti/dráttarvextimeð þeim hætti sem gert sé í stefnu, m.a. með hliðsjón af því að í upphafi hafihvorki verið samið um vexti né vaxtakjör.Stefndu kveðastjafnframt byggja á því að við útreikning vaxta sé stefnanda hvorki heimilt aðbæta vöxtum mánaðarlega við höfuðstól né að bæta vöxtum við höfuðstól á tólfmánaða fresti, þar sem í upphafi hafi hvorki verið samið um vexti né vaxtakjör.Á því sé byggt afhálfu stefndu að dráttarvexti beri fyrst að reikna frá uppkvaðningu dóms í máliþessu, en að öðrum kosti frá þeim tíma er mál þetta var þingfest.Verði komist aðþeirri niðurstöðu að samningur hafi komist á milli aðila byggja stefndu á því,m.a. með hliðsjón af því sem áður hefur verið rakið, að lækka beri kröfurstefnanda verulega og víkja kröfum stefnanda til hliðar í heild eða að hluta,með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga nr. 7/1936.Verði ekki fallistá sjónarmið stefndu um fyrningu vaxta kveðast stefndu byggja á því að kröfurstefnanda um vexti hafi að hluta fallið niður vegna tómlætis. Ekki verði ráðiðaf gögnum málsins að stefnandi hafi gert tilraun til þess að innheimtayfirdráttarskuldina hjá hinu stefnda félagi fyrr en með útgáfu stefnu í málinu.Á því sé byggt afhálfu stefnda Sigurðar Freys að sjálfskuldarábyrgð hans, samkvæmt skjaliútgefnu 17. október 2005, sé fallin niður fyrir fyrningu, sbr. 4. tölulið 3.gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.Þá sé á því byggtaf hálfu stefnda Sigurðar Freys að sjálfskuldarábyrgð hans, samkvæmt skjaliútgefnu 14. maí 2013, takmarkist við gilda og raunverulega skuld áveltureikningi hins stefnda félags, nr. 0130-26-026317. Á þessu stigi málsliggi ekki ljóst fyrir hver sú skuld sé. Hvað sem öðru líði takmarkast ábyrgðstefnda Sigurðar Freys við 3.500.000 krónur að hámarki.Loks krefjaststefndu þess, m.a. með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið, aðmálskostnaður verði látinn falla niður þannig að hvor aðili beri sinn kostnaðaf málinu. Hvað varðar lagarökvísa stefndu til meginreglna samninga- og kröfuréttar um efndirfjárskuldbindinga og skuldbindingargildi loforða. Þá er m.a. vísað til 36. gr.laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Einnig er vísaðtil ákvæða fyrningarlaga nr. 14/1905, einkum 3. gr., svo og til ólögfestrareglna um tómlæti. Hvað varðar vexti er vísað til laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu.Um réttarfar ogmálskostnað er m.a. vísað til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þ. á m. 1.töluliðar 100. gr. og 129.-130. gr. laganna.V.Í stefnu kemur fram að krafan sé vegna yfirdráttarskuldar átilgreindum tékkareikningi sem stefndi S.Á. Firma ehf. hafi stofnað hjáLandsbanka Íslands á árinu 2005. Með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. október2008 með heimild í 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5.gr. laga nr. nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegnasérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., hafi tilteknum eignum og skuldumLandsbanka Íslands hf. verið ráðstafað til stefnanda, sem þá hét Nýi LandsbankiÍslands hf. Í stefnunni kemur fram að reikningnum hafi verið lokað 9. mars 2015og nemi uppsöfnuð skuld á reikningnum stefnufjárhæð málsins. Stefnandi hefurlagt fram í málinu, auk stefnu og skrár um framlögð skjöl, útprentun úrviðskiptamannaskrá, sjálfskuldarábyrgðir, innheimtuviðvörun, innheimtubréf,reikningsyfirlit, útprentun úr hlutafélagaskrá og ljósrit af áðurgreindriákvörðun Fjármálaeftirlitsins.Með hliðsjón af framangreindu verður að telja að hinustefnda félagi hafi ekki getað dulist hver krafan var, hvernig hún var tilkomin og hvernig sóknaraðili hugðist rökstyðja hana. Þykja engir þeir annmarkarvera á málatilbúnaði stefnanda sem leiða eigi til frávísunar málsins exofficio, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 3. mars 2008 í máli nr. 57/2003,17. apríl 2008 í máli nr. 169/2008, 20. apríl 2010 í málum nr. 186/2010 og187/2010 og 11. október 2016 í máli nr. 657/2016.Óumdeilt er að hið stefnda félag stofnaði 26. janúar 2005tékkareikning nr. 26317 við tiltekið útibú Landsbanka Íslands hf., en réttindiog skyldur þess banka í tengslum við reikning þennan færðust til stefnanda ágrundvelli áðurgreindrar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins. Engin gögn hafa veriðlögð fram um stofnun reikningsins eða heimild hins stefnda félags til yfirdráttará reikningnum. Þá liggja heldur ekki fyrir í málinu eldri gögn um notkunreikningsins en frá lokum desember 2013, en samkvæmt yfirliti vegna hans frájanúar 2014 hafði frá 20. nóvember 2013 verið heimild til yfirdráttar á honumað fjárhæð 8.400.000 krónur sem gilti til 15. nóvember 2014. Liggja fyrir ímálinu reikningsyfirlit sem ná til tímabilsins upp frá þessu allt þar til hiðstefnda félag virðist hafa hætt notkun reikningsins í nóvember 2014. Af gögnummálsins verður ekki annað ráðið en að yfirdráttarheimildin hafi fallið niður17. nóvember 2014 og að á framangreindum gildistíma hennar hafi hún ekki tekiðbreytingum, hvorki til hækkunar né lækkunar.Samkvæmt yfirlitunum sem að framan var getið nýtti hið stefnda félagað einhverju leyti eða öllu heimild til yfirdráttar á reikningi sínum. Vegnaþessa voru mánaðarlega færðir til skuldar á reikninginn vextir afyfirdráttarskuldinni.Af áðurgreindum reikningsyfirlitum má ráða að hið stefnda félag hafiekki notað reikninginn eftir 11. nóvember 2014, en þá nam yfirdráttarskuldin8.399.594 krónum. Eftir það voru einungis færð til gjalda á reikninginnþjónustugjöld og ýmiss konar viðvörunar-, ítrekunar- og innheimtugjöld. Þá voruskuldfærðir vextir í lok nóvember og desember 2014 og í lok janúar og febrúar2015. Loks var í desember 2014 millifærð innborgun að fjárhæð 41.586 krónur frásýslumanni. Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda var reikningnum lokað 9. mars 2015og hafi skuld á honum þá numið 8.667.092 krónum. Í framhaldi af því höfðaðistefnandi mál þetta með birtingu stefnu 30. júní og 9. júlí 2015 til heimtuþeirrar fjárhæðar ásamt dráttarvöxtum frá 21. maí sama ár auk málskostnaðar.Krafa stefnda S.Á. Firma ehf. um lækkun á þessari kröfu er í fyrstalagi byggð á því að vextir af yfirdráttarskuldinni, sem séu eldri en fjögurraára þegar málið var höfðað, séu fyrndir, sbr. 2. tölulið 3. gr. laga nr.14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.Af framlögðum reikningsyfirlitum má sjá að hið stefnda félag notaðireikninginn samfellt frá 2. janúar 2014 þar til yfirdráttarheimildin féll úrgildi í nóvember sama ár, en á þessum tíma greiddi hið stefnda félag háarfjárhæðir inn á reikninginn. Mál þetta var höfðað á hendur stefnda S.Á. Firmaehf. í júlí 2015. Með hliðsjón af framangreindu er áðurgreindri málsástæðustefnda hafnað, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 14. mars 2013 í máli nr.605/2012 og 19. mars 2015 í máli nr. 533/2014. Þá byggir stefnda S.Á. Firma ehf. kröfu sína um lækkun á stefnukröfumá því að þar sem í upphafi hafi ekki verið gerður skriflegur samningur umyfirdráttarheimildina og vaxtakjör yfirdráttarlánsins geti stefnandi ekkikrafið hið stefnda félag um yfirdráttarvexti og dráttarvexti með þeim hætti semgert sé í stefnu. Verði talið að stefnandi eigi lögvarða kröfu til vaxta afyfirdráttarskuldinni geti vextir aldrei orðið hærri en vextir óverðtryggðraútlána, sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.Eins og fyrr segir liggja ekki fyrir í málinu gögn um stofnuntékkareiknings hins stefnda félags hjá Landsbanka Íslands hf. í janúar 2005 eðaumsókn félagsins um þau viðskipti. Í málinu hafa hins vegar verið lögð framreikningsyfirlit vegna tékkareikningsins frá 31. desember 2013 til 27. febrúar2015. Í þeim getur að líta nákvæmar og sundurliðaðar upplýsingar um innborganirog úttektir, þ. á m. vegna þjónustugjalda og vaxtakostnaðar af áðurgreindumreikningi félagsins. Yfirlitin eru öll stíluð á hið stefnda félag og bera meðsér að hafa verið send félaginu. Neðst á öllum yfirlitunum er að finnaeftirfarandi upplýsingar: „Athugasemdir óskast gerðar innan 20 daga frá viðtökuyfirlitsins, annars telst reikningurinn réttur. Upplýsingar eru gefnar í síma410 4000. Vaxtamánuður er 21.-20. næsta mánaðar.“ Samkvæmt framlögðumreikningsyfirlitum hefur hið stefnda félag a.m.k. frá því í janúar 2014 greittþann kostnað og vexti sem til féllu vegna yfirdráttarskuldarinnar og verðurekki séð af gögnum málsins að félagið hafi nokkru sinni gert athugasemd vegnaþessara útgjalda fyrr en í greinargerð sinni í máli þessu. Í ljósi þess að hiðstefnda félag er bókhaldsskyldur aðili þykir ótrúverðugt að yfirlit vegnafærslna á reikninginn hafi ekki borið fyrir augu fyrirsvarsmanns þess áður enmál þetta var höfðað. Að framangreindu virtu telst hafa komist á samningurmilli aðila um lánsviðskiptin, þ. á m. um að leggja vexti við höfuðstólmánaðarlega. Ekki verður séð að ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 eigi við í málinu.Þá er málsástæðum hins stefnda félags um tómlæti hafnað, enda hófst innheimtakröfunnar skömmu eftir að hún féll í gjalddaga.Með hliðsjón af framangreindu eru dómkröfur stefnanda á hendur stefndaS.Á. Firma ehf. teknar til greina að öllu leyti.Á því er byggt af hálfu stefnda Sigurðar Freys að sjálfskuldarábyrgðhans samkvæmt skjali, útgefnu 17. október 2005, sé fallin niður vegna fyrningar,sbr. 4. tölulið 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarrakröfuréttinda. Samkvæmt þeim lögum falla skuldir eða aðrar kröfur úr gildifyrir fyrningu. Ábyrgð sú, sem stefndi tók á sig með loforði sínu, varskuldbinding hans um að greiða yfirdráttarskuld hins stefnda félags yrði húnekki greidd af hálfu félagsins. Skuldbindingin sjálf er hvorki skuld né önnurkrafa og fyrnist því ekki samkvæmt lögum þessu, sbr. dóm Hæstaréttar 12. mars1998 í máli nr. 218/1997. Eins og áður greinir féll yfirdráttarskuldin ígjalddaga er áðurgreindum tékkareikningi hins stefnda félags var lokað 9. mars2015. Hófst þá fyrningarfrestur kröfu samkvæmt ábyrgðarskuldbindingu stefnda ogvar hún því ófyrnd þegar stefna var birt í byrjun júlí sama ár.Í sjálfskuldarábyrgð, sem stefndi Sigurður Freyr gaf út 14. maí 2013til tryggingar efndum á skuldbindingum hins stefnda félags vegna yfirdráttar áveltureikningi nr. 0130-26-26317, er kveðið á um í 1. tölulið skjalsins aðeldri ábyrgðaryfirlýsingar sjálfskuldaraðila vegna yfirdráttarheimilda áofangreindum veltureikningi haldi gildi sínu og nemiheildarábyrgðarskuldbinding samanlagðri fjárhæð slíkra yfirlýsinga.Með vísan til framangreinds ber að hafna málsástæðu stefnda SigurðarFreys um að ábyrgð hans takmarkist við yfirlýsingu hans frá 14. maí 2013.Með hliðsjón af framangreindu eru dómkröfur stefnanda á hendur stefndaSigurði Frey teknar til greina að öllu leyti.Með því að þingsókn af hálfu stefndu Marinellu R. Haraldsdóttur féllniður 2. mars sl. ber að dæma málið á hendur henni eftir 2. mgr., sbr. 1. mgr.,96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og þar sem gerðar kröfurstefnanda eru í samræmi við framlögð gögn og málatilbúnað hans eru dómkröfurstefnanda á hendur stefndu teknar til greina að öllu leyti. Með hliðsjón afmálsúrslitum er stefndu gert að greiða stefnanda 600.000 krónur í málskostnað.Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts afmálflutningsþóknun.Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefndu S.Á.Firma ehf. og Sigurður Freyr Árnason greiði in solidum stefnanda, Landsbankanumhf., 8.667.092 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. maí 2015 til greiðsludags, en þar afgreiði stefnda Marinella R. Haraldsdóttir stefnanda 5.200.000 krónur in solidummeð stefndu S.Á. Firma ehf. og Sigurði Frey Árnasyni með dráttarvöxtum af5.200.000 krónum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 21. maí 2015 til greiðsludags. Stefndu greiði stefnanda 600.000krónur í málskostnað. |
Mál nr. 191/2017 | Miskabætur Handtaka Leit | B krafði Í um miskabætur vegna handtöku og líkamsleitar sem hann sætti vegna gruns um fíkniefnalagabrot. Samkvæmt gögnum málsins var B sviptur frelsi af lögreglu í um það bil fimm mínútur og hafði réttarstöðu sakbornings meðan á handtökunni stóð, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ekki var tekin skýrsla af honum þar sem ekkert saknæmt fannst við leitina. Lauk málinu án þess að ákæra væri gefin út og var það því fellt niður í skilningi 1. mgr. 245. gr. sömu laga. Talið var að B ætti rétt á miskabótum vegna líkamsleitarinnar og handtökunnar á grundvelli fyrri málsliðar 2. mgr. 245. gr. laga nr. 88/2008. Hins vegar var ekki talið að það hefði aukið á miska B þótt í dagbók lögreglu hefði verið skráð að hann tengdist nánar tilgreindum félagsskap. Var Í gert að greiða B 120.000 krónur í miskabætur. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari, Guðrún Erlendsdóttirsettur hæstaréttardómari og Garðar Gíslason fyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 6. janúar 2017. Ekkivarð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 22. febrúar 2017 og áfrýjaði hann öðrusinni 22. mars sama ár. Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiðasér 1.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá 1. ágúst 2015 til 7. febrúar 2016 en meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins var áfrýjandihandtekinn klukkan 17.17 í miðbæ Vestmannaeyja hinn 1. ágúst 2015 þar semfíkniefnahundur hafði við fíkniefnaeftirlit tengd verslunarmannahelgi gefið tilkynna að áfrýjandi gæti haft í fórum sínum fíkniefni. Sagði í dagbók lögreglu umatvikið að hana hafi grunað að áfrýjandi væri með fíkniefni en hann ekki viljaðheimila leit á sér. Áfrýjandi hafi því verið handtekinn og framkvæmd á honum öryggisleiten ekkert saknæmt fundist og hafi áfrýjanda verið sleppt að leit lokinni eftirað framangreind afskipti lögreglu af honum hófust. Með héraðsdómi voruáfrýjanda dæmdar miskabætur vegna handtökunnar að fjárhæð 120.000 krónur ágrundvelli 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ensambærilegt ákvæði er nú í 2. mgr. 245. gr. laganna, sbr. 68. gr. laga nr.49/2016. Unir stefndi þeirri niðurstöðu bæði hvað varðar bótagrundvöll ogfjárhæð bóta og stendur ágreiningur aðila hér fyrir dómi samkvæmt því aðeins umfjárhæð bótanna og upphafstíma dráttarvaxta. Samkvæmt gögnum málsins var áfrýjandi svipturfrelsi af lögreglu í um það bil fimm mínútur og hafði meðan á handtökunni stóð réttarstöðusakbornings, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 88/2008. Ekki var tekin skýrsla afhonum vegna málsins og lauk því án þess að ákæra væri gefin út. Var máliðsamkvæmt því fellt niður í skilningi 1. mgr. 245. gr. laganna, en í þeirrilagagrein segir að maður sem borinn hefur verið sökum í sakamáli eigi rétt tilbóta eftir 2. mgr. sömu lagagreinar, meðal annars ef mál hans hefur verið felltniður. Samkvæmt fyrri málslið 2. mgr. 245. gr. laganna má dæma bætur vegnaaðgerða eftir IX. til XIV. kafla laganna ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi,en eftir síðari málsliðnum má þó fella þær niður eða lækka ef sakborningurhefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Ekkieru frekari skilyrði sett fyrir hinni hlutlægu bótaábyrgð samkvæmt XXXIX. kaflalaga nr. 88/2008. Skiptir þá ekki máli hvort lögmæt skilyrði hefur brostið tilaðgerða sem hafa haft í för með sér tjón eða ekki hefur verið nægilegt tilefnitil að grípa til þeirra eða þær verið framkvæmdar á óþarflega hættulegan,særandi eða móðgandi hátt, sbr. dóm Hæstaréttar 3. mars 2016 í máli nr.451/2015.Með líkamsleit á áfrýjanda umrætt sinnvar brotið gegn friðhelgi hans, sbr. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Ááfrýjandi því samkvæmt framansögðu rétt á miskabótum vegna líkamsleitarinnar oghandtökunnar á grundvelli fyrri málsliðar 2. mgr. 245. gr. laga nr. 88/2008. Meðvísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða að eins ogatvikum háttaði verði það ekki talið auka á miska áfrýjanda þótt í dagbóklögreglu hafi verið skráð að hann tengdist félagsskapnum [...]. Verður samkvæmtþessu staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um fjárhæð dæmdra miskabóta tilhanda áfrýjanda og upphafstíma dráttarvaxta.Ákvæði héraðsdóms um málskostnað oggjafsóknarkostnað verða staðfest.Rétt er að hvor málsaðila beri sinnkostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal veraóraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður.Héraðsdóms Reykjavíkur 6. október 2016 í málinuMál þetta sem var höfðað 30. desember2015 var dómtekið eftir aðalmeðferð þess 20. september 2016.Stefnandi er Björgvin MýrdalÞóroddsson, Bjallavaði 3, 110 Reykjavík og stefndi er íslenska ríkið,Arnarhvoli, 150 Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndiverði dæmdur til að greiða sér 1.000.000 króna, ásamt vöxtum skv. 1. mgr. 8.gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá1. ágúst 2015 til 7. febrúar 2016, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9.gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., laga nr. 38/2001, til greiðsludags. Þá er krafistmálskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál.Stefndi krefst aðallegasýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiðastefnda málskostnað að mati dómsins.Til vara er þess krafistað dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verðifelldur niður.I.Stefnandi sótti Þjóðhátíð íVestmannaeyjum 1. ágúst 2015. Stefnandi var staddur inni í bænum á leið áveitingahús þegar lögregla hafði afskipti að honum og krafðist þess aðframkvæma líkamsleit á honum á grundvelli þess að fíkniefnahundur sem var með íför hafði merkt stefnanda, þ.e. gefið til kynna að hann gæti haft í fórum sínumfíkniefni. Stefnandi neitaði að heimilalíkamsleit, og því var tekin ákvörðun um handtöku og þvingaða leit. Ekkertsaknæmt fannst á stefnanda og var honum sleppt að leit lokinni. Það sem fannstm.a. á stefnanda var mikill fjöldi lítilla kynningarspjald þar sem fram komaupplýsingar um félagsskap [...], en nafn samtakanna rataði í dagbókarfærslulögreglu vegna málsins, og kemur fram í sviga á eftir nafni stefnanda. Stefnandi kveðst ekki hafa fengiðupplýsingar um afdrif málsins fyrr en eftir að lögmaður hans sendi fyrirspurn,að svar barst í tölvuskeyti 24. ágúst 2015 um að rannsókn væri lokið og aðstefnandi hefði ekki haft réttarstöðu sakbornings, heldur hafi verið umvenjubundið fíkniefnaeftirlit að ræða. II.Stefnandikveðst byggja á því að þvingunarráðstafanir lögreglu, þ.e. handtaka oglíkamsleit, hafi verið að ósekju og ólögmætar. Hann telur sig því eiga rétt ábótum úr hendi stefnda.Stefnandi vísium bótagrundvöllinn til 228. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 enfullnægt sé því skilyrði að mál stefnanda hafi verið fellt niður, sbr. 2. mgr.ákvæðisins. Ákvæðið feli í sér hlutlæga bótaskyldu stefnda. Stefnandi hafiverið grunaður um fíkniefnalagabrot, haft réttarstöðu sakbornings og sættþvingunarráðstöfunum, þ.e. handtöku og líkamsleit.Stefnandi teljiað undantekningarregla 2. málsliðar 2. mgr. 228. gr., um að hægt sé að fellaniður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeimaðgerðum sem hann reisir kröfu sína á, eigi ekki við í málinu auk þess semundantekninguna verði að skýra þröngt. Stefnandi hafi ekkert afbrot framið ogósannað að stefnandi hafi valdið eða stuðlað að nokkru því sem leiða hefði átttil þvingunarráðstafana. Stefnandi hafi verið í fullum rétti til að samþykkjaekki líkamsleit og hafi sú neitun ekki getað réttlætt handtöku á stefnanda. Þásé því mótmælt sem röngu og ósönnuðu að hundur hafi „merkt“ stefnanda eða aðstefnandi hafi sýnt einkenni fíkniefnaneyslu. Þá teljistefnandi ljóst að hvorki hafi verið til staðar lagaskilyrði til handtöku nétil líkamsleitar skv. lögum nr. 88/2008, enginn rökstuddur grunur fyrir brotiog engin nauðsyn á handtöku eða líkamsleit. Því hafi engin brýn hætta verið áað bið eftir úrskurði um líkamsleit ylli sakarspjöllum. Þá hafi verið brotiðgegn meðalhófsreglu 3. mgr. 53. gr. sakamálalaga og 2. mgr. 13. gr.lögreglulaga nr. 90/1996 með aðgerðinni, og ekki hafi verið sýnt fram á lögmæt eða málefnaleg markmiðþessara aðgerða.Stefnandikveðst byggja á því til vara, ef hlutlæg bótaábyrgð eigi hér ekki við, aðstefndi sé engu að síður skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda á grundvellisakarábyrgðar, þ.e. á grundvelli sakarreglunnar og vinnuveitandaábyrgðar stefndaá starfsmönnum sínum. Skaðabótaskylda stefnda sé þannig ljós, með vísan til228. gr. sakarábyrgðar stefnda skv. þeirri grein, og sakarábyrgðar stefnda skv.almennum reglum skaðabótaréttar, sem og með vísan til 5. mgr. 67. gr.stjórnarskrárinnar, enda um ólögmætar og saknæmar þvingunarráðstafanir að ræða.Starfsmönnum stefnda hafi mátt vera fullljóst að aðgerðir þessar hefðu alvarlegog meiðandi áhrif á stefnanda, eða a.m.k. mátt ætla það.Þá vísistefnandi jafnframt til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi telurþvingunarráðstafanirnar hafa falið í sér slíka meingerð gegn stefnanda, semnýtur verndar samkvæmt ákvæðinu. Varðandifjárhæð bóta tiltaki stefnandi að hann hafi fyrir engar sakir verið handtekinnog sviptur frelsi sínu á almannafæri og fyrir framan fjölda manns áhátíðarsvæði Þjóðhátíðar. Þar hafi síðan verið leitað á honum fyrir framanhátíðargesti. Þessar nauðsynjalausu og ólögmætu aðgerðir, frelsissviptingin oglíkamsleitin, hafi valdið stefnanda miklu hugarangri og miska. Stefnandi telurjafnframt að í þessum íþyngjandi aðgerðum hafi falist meingerð gegn persónuhans, frelsi, friði og æru. Stefnandi hafi verið gestur á fjölmennri hátíð ogátt sér einskis ills von þegar lögregla hafði af fyrra bragði afskipti afhonum. Hann kveðst þekkja þau réttindi sín að honum væri ekki skylt aðsamþykkja líkamsleit. Sá réttur hans hafi hins vegar að engu verið hafður.Við mat á miskastefnanda verði að hafa í huga að með aðgerðum þessum hafi verið gengið ágrundvallarréttindi hans sem bundin séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmálaEvrópu, sbr. lög nr. lög nr. 62/1994. Sé þar meðal annars um að ræða rétt hanstil að vera ekki sviptur frelsi, sbr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. gr.sáttmálans, og rétt hans til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrár og8. gr. sáttmálans. Þá beri að líta til þess að með þvingunaraðgerðunum vargengið lengra en nauðsynlegt var og því brotið gegn skráðum og óskráðummeðalhófsreglum. Stefnandikveðst líta svo á að við mat á miska megi einnig hafa í huga að af einhverjumástæðum hafi lögregla kosið að skrá stjórnmálaskoðanir og félagaþátttökustefnanda í lögregluskýrslu með því að merkja hann samtökunum [...]. Enginlagastoð og engin málefnaleg sjónarmið séu fyrir slíkri skráningu af hálfulögreglunnar. Stefnandi telji að skráning þessi stríði gegn lögum umpersónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 og stríði gegnsjónarmiðum 1. mgr. 71. gr. og 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgieinkalífs og frelsi til skoðana og sannfæringar. Til viðbótarframangreindum lagarökum vísar stefnandi til meginreglna skaðabóta- ogrefsiréttar auk meginreglna opinbers réttarfars og stjórnarskrár lýðveldisinsum þvingunaraðgerðir. Vísað er til ákvæða laga um meðferð sakamála nr. 88/2008,sbr. einkum X., XIII. og XXXVII. kafla og 228. gr. laganna. Vísað er til reglnaskaðabótalaga, nr. 50/1993, einkum til 26. gr. Þá er vísað til almennusakarreglunnar og reglu skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð. Kröfur ummálskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála,nr. 91/1991. Varðandi varnarþing vísast til 3. mgr. 33. gr. sömu laga. Kröfurum dráttarvexti styður stefnandi við III. og IV. kafla vaxtalaga, nr. 38/2001,með síðari breytingum.III.Stefndi kveðst styðja sýknukröfu sínavið 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sem kveði á um að heimilt sé að fellaniður bætur eða lækka, hafi sakborningur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðumsem hann reisir kröfur sínar á. Sérþjálfaður fíkniefnaleitarhundur hafi fundiðfíkniefnalykt af stefnanda, en stefnandi beri sjálfur ábyrgð á því að af honumhafi fundist slík lykt.Lögregla hafi óskað eftir því aðstefnandi sýndi lögreglu innihald vasa sinna en samkvæmt 60. gr. stjórnarskrárlýðveldisins Íslands beri sérhverjum manni að hlýða yfirvaldsboði í bráð.Stefnandi hafi brugðist illa við þeirri ósk lögreglu og styrkt þar meðgrunsemdir lögreglu um að hann bæri á sér fíkniefni. Því stuðlaði hann að þeimaðgerðum sem hann geri nú kröfu um að fá bætur vegna. Beri því að sýkna stefndaaf kröfu stefnanda eða lækka bætur á grundvelli eigin sakar hans.Stefndi bendi á að í dómaframkvæmdhafi ákvæði 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár Íslands og 5. mgr. 5. gr.mannréttindasáttmála Evrópu verið skýrð svo að þau veiti ekki ríkari bótarétten reglur sakamálalaga nr. 88/2008.Samkvæmt 1. gr. lögreglulaga nr.90/1996 sé það meginhlutverk lögreglu að halda uppi lögum og reglu, tryggjaréttaröryggi, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi viðfyrirmæli laga um meðferð sakamála, lögreglulögum og lögreglusamþykktum. Allaraðgerðir lögreglu á vettvangi hafi verið lögmætar. Ólögmæti sé skilyrði þess aðstefnanda verði dæmdar bætur á grundvelli almennu sakarreglunnar og b-liðar 1.mgr. 26. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993, en stefnandi byggi bótakröfu sína áþessum bótareglum til vara. Beri því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda afbótakröfu stefnanda sem reistar séu á þeim grundvelli. Rökstuddur grunur hafi leikið á þvíað stefnandi hafi gerst brotlegur við lög nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni,enda hafði fíkniefnaleitarhundur gefið til kynna að stefnandi bæri slík efni ásér. Skilyrði fyrir handtöku stefnanda, sbr. 1. mgr. 90. gr. nr. 88/2008, hafiþví verið uppfyllt. Lögregla hafi metið það svo að tryggja þyrfti náviststefnanda í þeim tilgangi að hann kæmi ekki undan sönnunargögnum. Stefndivísar, um heimild lögreglu til að framkvæma leit, til 1. mgr. 17. gr.lögreglulaga, nr. 90/1996, og 3. mgr. 93. gr. laga nr. 88/2008.Stefndi kveður afskipti lögreglu afstefnanda, frá því að leitarhundur merkti hann þar til stefnandi var frjálsferða sinna, hafa varað í u.þ.b. 5 mínútur. Meðalhófs hafi því verið gætt.Fráleitt hefði verið að bíða dómúrskurðar og kalla stefnanda síðar tilskýrslutöku eins og málið var vaxið. Stefndi mótmælir sérstaklega, semröngum og órökstuddum, málsástæðum stefnanda að lögregla hafi skráð niðurstjórnmálaskoðanir hans og félagaþátttöku. Enga slíka skráningu sé að finna ígögnum málsins. Fjárhæð bótakröfunnar er mótmælt semof hárri og órökstuddri. Til stuðnings varakröfu vísar stefndi til sömumálsástæðna auk þess sem kröfur stefnanda séu í engu samræmi við dómaframkvæmdþar sem fallist hefur verið á bótaskyldu.Kröfu um málskostnað styður stefndivið 130. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991.IV.Í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 segir að maður, sem borinn hefur veriðsökum í sakamáli, eigi rétt til bóta eftir 2. mgr. sömu lagagreinar, meðalannars ef mál hans hefur verið fellt niður. Samkvæmt fyrri málslið 2. mgr.greinarinnar má dæma bætur vegna rannsóknaraðgerða eftir IX. til XIV. kaflalaganna ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi, en eftir síðari málsliðmálsgreinarinnar má þó fella þær niður eða lækka ef sakborningur hefur valdiðeða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Ekki eru settfrekari skilyrði fyrir hinni hlutlægu bótaábyrgð samkvæmt XXXVII. kafla laganr. 88/2008 og skiptir ekki máli í því sambandi, varðandi bótagrundvöllinn,hvort lögmæt skilyrði hefur brostið til aðgerða sem haft hafa í för með sértjón eða ekki hefur verið, eins og á stóð, nægilegt tilefni til að grípa tilþeirra eða þær verið framkvæmdar á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandihátt.Þrátt fyrir að í dagbókarfærslu hafi stefnandi ekki verið skráður semsakborningur, verður að líta svo á, miðað við atvik málsins, að hann hafi haftþá stöðu, og var við aðalmeðferð málsins enda ekki gerður ágreiningur um það. Stefndi byggirsýknukröfu sína á því að stefnandi hafi valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum semhann reisir kröfur sínar á. Því eigi 2. málsliður 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008við og skuli fella bætur niður með öllu. Þessu til stuðnings nefnir stefndieinkum að stefnandi hafnaði því að heimila lögreglu leit á sér, sinnti því ekkiyfirvaldsboði og styrkti um leið grunsemdir lögreglu. Það ætti aðvera ágreiningslaust í ljósi fjölmargra fordæma Hæstaréttar að lögmætirannsóknaraðgerða skiptir ekki máli þegar metið er hvort bótaskylda sé fyrirhendi samkvæmt 228. gr. Er nærtækast að benda á dóm Hæstaréttar sem stefndivísaði til í málflutningi sínum, í málinu nr. 451/2015. Í því máli var deilt umþað hvort áfrýjandi hefði samþykkt líkamsleit eða ekki. Um það atriði sagði aðþótt talið yrði sannað að samþykki hefði verið veitt, myndi slíkt ekki girðafyrir bótarétt, enda hefði viðkomandi ella átt von á því að farið yrði fram á dómsúrskurð.Það sjónarmið á einnig við um stefnanda í þessu máli, þ.e. krafa um dómsúrskurðhlýtur að voma yfir einstaklingi í þessari stöðu án tillits til þess hvortviðkomandi hafni eða samþykki líkamsleit. Því verður ekki séð að máli skipti umbótagrundvöllinn hvað leitina varðar, hver sú afstaða er og því ekki hægt aðlíta svo á að höfnun á að heimila lögreglu leit eigi að leiða til brottfallseða lækkunar bóta samkvæmt 2. málslið 2. mgr. 228. gr. Aðalatriðið er hverniðurstaða leitar verður, en ekki hver afstaða viðkomandi til leitar er. Ekki hefurverið gerður ágreiningur um að stefnanda gat ekki dulist, að lögreglan var aðgegna skyldustörfum. Það er meginregla íslenskrar stjórnskipunar að enginn getikomið sér hjá því að hlýða yfirvaldsboði í bráð þótt hann vefengi heimildirstjórnvalda, sbr. 60. gr. stjórnarskrárinnar, eins og stefnandi sannanlegagerði. Lögregla gat því handtekið stefnanda í því skyni að leita á honum, efhún hafði rökstuddan grun um að hann væri með fíkniefni og teldi að hann ættiella kost á að spilla sönnunargögnum sbr. 1. mgr. 90. gr. laga nr. 88/2008,sbr. og 2. málslið 1. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 76. gr. laganna. Lögreglu hefðieinnig verið heimilt að handtaka stefnandaog færa á lögreglustöð og aflaí kjölfarið dómsúrskurðar, en sú leið var ekki farin og verður að teljalögreglu með því hafa gætt meðalhófs. Til handtöku hefði hins vegar ekki þurftað koma nema vegna neitunar stefnanda á að heimila leit. Þrátt fyrir að færamegi rök fyrir því að handtökuna megi rekja beint til aðgerða stefnanda sjálfsí þeim skilningi að varði brottfalli bótaréttar, sbr. 2. málslið, 2. mgr. 228.gr. laga nr. 88/2008, telur dómurinn það ótæka niðurstöðu í ljósi þess að efgengið hefði verið lengra; stefnandi handtekinn og færður á stöð og dómsúrskurðaraflað, hefði að uppfylltum öðrum skilyrðum, stefnandi átt bótarétt á grundvelli228. gr. Því verður talið að synjun stefnanda valdi ekki brottfalli bóta.Er því fallist á að stefndi, íslenska ríkið, beri bótaábyrgð gagnvartstefnanda eftir 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 5. mgr. 67. gr.stjórnarskrárinnar. Dómurinn telur að ekki séu uppfyllt skilyrði í málinu til að dæmastefnanda bætur á grundvelli sakarreglunnar, eða 26. gr. skaðabótalaga nr.50/1993, eða annarra réttarheimilda sem stefnandi tilgreinir í stefnu málsins,þar sem skilyrði um saknæmi og ólögmæti skortir.-------Burt séð frá því hvortlíta beri yfirhöfuð til slíkra þátta þegar tekin er ákvörðun um fjárhæð bóta ímálum sem þessum þar sem bótaskylda er reist á 1. og 2. mgr. 228. gr. laga nr.88/2008 liggur fyrir, að mati dómsins, að engar aðgerðir réttarvörsluaðila hafiverið þeirrar gerðar í þessu máli, að þær ollu stefnanda óþarfa miska eða tjóniumfram það sem óhjákvæmilega hlýst jafnan af aðgerðum sem þessum og ekki erdeilt um. Ekki verður séð að það skipti máli við úrlausn málsins hvortfíkniefnahundurinn hafi fyrst merkt stefnanda eða lögreglumenn haft af honumafskipti áður.Ekki er gerð krafa vegna fjártjónsheldur einvörðungu krafist miskabóta. Engin gögn hafa verið lögð fram semstaðreyna, hvaða áhrif framangreind atvik og hin bótaskylda háttsemi hafði ástefnanda, utan þeirrar skýrslu sem stefnandi sjálfur gaf fyrir dómi. Stefnandigreindi frá því að dóttir hans hefði verið á þjóðhátíð, og það hafi veriðástæðan fyrir komu hans þangað, hún varð þó ekki vitni að atvikinu. Stefnandigreindi frá því að þetta hafi valdið honum miklu hugarangri og verið áfall,enda fjöldi fólks á svæðinu sem varð vitni af atburðinum sem stefnandi taldilítilsvirðandi og lýsti sem valdníðslu. Lögmaður stefnanda lagði miklaáherslu á að tekið yrði tillit til þess við ákvörðun bóta, að í yfirskrift ídagbókarfærslu lögreglu vegna málsins hafi nafn stefnanda verið tengtfyrrgreindum félagsskap, [...], sem stefnandi segir samtök áhugafólks umborgaraleg réttindi. Dómurinn fær ekki séð hvernig þetta sé til þess fallið aðvalda stefnanda sérstaklega miklum miska eins og haldið var fram. Stefnandigreindi frá því að líkast til hafi hann verið með um 300 upplýsingaspjöld merktsamtökunum, með upplýsingum um tiltekin borgaraleg réttindi. Hann situr ístjórn félagsins og virðist mjög áfram um framgang þess, sbr. framburð hansfyrir dómi. Þótt engar skýringar séu á því hvers vegna nafn félagsins ratar inní dagbókarfærslu lögreglu í sviga, nema þá þær að hann bar framangreind spjöldá sér, verður ekki séð að sú staðreynd sé fallin til þess að valda stefnandamiska, án tillits til þess hvort færslan var eðlileg eða ekki en dómurinn sérekki ástæðu til að taka afstöðu til þess í ljósi sakarefnisins. Þar sem engum gögnum er til aðdreifa, sbr. framangreint, um áhrif handtökunnar og leitarinnar á hag og heilsustefnanda, verða því bætur dæmdar að álitum og með hliðsjón af dómaframkvæmd ogframangreindum sjónarmiðum. Þykja þær hæfilegar 120.000 krónur. Dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr.laga nr. 38/2001, verða með vísan til 9. gr. laganna dæmdir frá 30. janúar 2016til greiðsludags, en þá var liðinn einn mánuður frá höfðun málsins. Því erómótmælt og enda engin gögn sem styðjahið gagnstæða, að fyrst við stefnubirtingu hafi stefnda verið kunnugt um kröfustefnanda. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinusamkvæmt gjafsóknarleyfi, útgefnu 19. október 2015, og eru því ekki efni til aðdæma stefnda til greiðslu málskostnaðar. Verður hann því felldur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnandagreiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans sem telst, miðað viðumfang málsins og rekstur þess, hæfilega ákveðin 380.000 krónur.Af hálfu stefnanda flutti máliðOddgeir Einarsson hæstaréttarlögmaður og af hálfu stefnda Soffía Jónsdóttirhæstaréttarlögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómarikveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð:Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda,Björgvini Mýrdal Þóroddssyni, 120.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 30. janúar 2016til greiðsludags. Málskostnaðurfellur niður. Gjafsóknarkostnaðurstefnanda, þar með talin þóknun lögmanns hans, 380.000 krónur, greiðist úrríkissjóði. |
Mál nr. 172/2017 | Fasteignakaup Galli Söluyfirlit Skaðabætur | Í málinu krafðist L eftirstöðva kaupverðs samkvæmt kaupsamningi við A og P um nánar tilgreinda fasteign. A og P höfðu haldið eftir hluta af kaupverði fasteignarinnar og kröfðust skaðabóta vegna galla á henni. Í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, var fallist á að A og P ættu rétt til skaðabóta vegna nánar tilgreindra galla þar sem upplýsingar í söluyfirliti um að búið væri að endurnýja alla glugga fasteignarinnar hefðu að mati dómsins reynst misvísandi. Þá var fallist á kröfu A og P um bætur vegna leka- og rakaskemmda, sem dómurinn taldi að rekja mætti til vanbúnaðar á gluggunum. Loks var fallist á kröfur þeirra um bætur vegna þess að viðgerð, sem framkvæmd hafði verið á svölum fasteignarinnar skömmu áður en hún var seld og upplýst var um, reyndist ekki eins vönduð og varanleg og þau máttu gera kröfu til. Kröfum A og P var að öðru leyti hafnað. Var talið að réttmæt krafa A og P næmi mun lægri fjárhæð en þau hefðu haldið eftir og var þeim gert að greiða L mismuninn. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hins áfrýjaða dóms með vísan til forsendna hans. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Benedikt Bogason og HólmfríðurGrímsdóttir héraðsdómari.Áfrýjendur skutumálinu til Hæstaréttar 16. mars 2017. Þau krefjast þess aðallega að stefnduverði gert að greiða sér 15.686.832 krónur, en til vara 12.023.700 krónur, íbáðum tilvikum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá 10. desember 2015 til greiðsludags. Þá krefjast þaumálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefnda krefstaðallega staðfestingar héraðsdóms, en til vara að kröfur áfrýjenda verðilækkaðar. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með hinumáfrýjaða dómi, sem skipaður var tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, var fallist áað áfrýjendur ættu rétt til skaðabóta vegna galla þar sem upplýsingar ísöluyfirliti um að búið væri að endurnýja alla glugga í húsinu að Sæbraut 21 áSeltjarnarnesi hefðu að mati dómsins reynst misvísandi. Þá var fallist á kröfuáfrýjenda um bætur vegna leka- og rakaskemmda, sem dómurinn taldi að rekjamætti til vanbúnaðar á gluggunum. Loks var fallist á kröfur þeirra um bæturvegna þess að viðgerð, sem framkvæmd hafði verið á svölum hússins skömmu áðuren það var selt og upplýst var um, reyndist ekki eins vönduð og varanleg og þaumáttu gera kröfu til. Kröfum áfrýjenda var að öðru leyti hafnað. Með vísan tilforsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Áfrýjendurgreiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjendur, Anna Þorbjörg Jónsdóttir og Páll Óskar Gíslason,greiði stefndu, Líneyju Sveinsdóttur, 1.000.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2016.Mál þetta sem dómtekið var 24. nóvember 2016 varhöfðað 1. september 2015 af hálfu stefnanda, Líneyjar Sveinsdóttur, Bollagörðum113, Seltjarnarnesi, á hendur stefndu Önnu Þorbjörgu Jónsdóttur og Páli ÓskariGíslasyni, báðum til heimilis að Sæbraut 21, Seltjarnarnesi, til innheimtueftirstöðva kaupverðs samkvæmt kaupsamningi um fasteignina Sæbraut 21 áSeltjarnarnesi. Með stefnu birtri 7. desember 2015 höfðuðuframangreind stefndu mál á hendur framangreindum stefnanda til greiðslu bóta vegnagalla á framangreindri fasteign og fékk það mál málsnúmerið E-4095/2015 viðþingfestingu. Að kröfu stefndu og með samþykki stefnanda voru málin sameinuð íþinghaldi 9. mars 2016 og farið með þau í einu lagi upp frá því, sem mál þettanr. E-2551/2015.Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd óskipt tilað greiða henni 14.000.000 króna ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júní 2015 til greiðsludags,gegn útgáfu afsals fyrir fasteigninni Sæbraut 21, Seltjarnarnesi, eign merkt 010101, fastanr. 206-8355. Þá krefst stefnandi sýknu af fjárkröfum stefndu ogmálskostnaðar að skaðlausu óskipt úr hendi stefndu samkvæmt mati dómsins og meðhliðsjón af tímaskýrslu lögmanns.Endanleg kröfugerð stefndu er sú að þess er aðallegakrafist að stefnandi verði dæmd til þess að greiða stefndu 15.686.832 krónur,en til vara 11.988.862 krónur, í báðum tilvikum með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 10. desember 2015 tilgreiðsludags, og að fjárkröfur aðila mætist með skuldajöfnuði. Krafist ermálskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt málskostnaðarreikningi, að teknutilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Þann 16. janúar 2015 gerðu stefnandi og stefndu meðsér kaupsamning um kaup stefndu á fasteigninni Sæbraut 21, Seltjarnarnesi.Kaupverð var ákveðið 130.000.000 króna og skyldi greiðast með peningum viðundirritun kaupsamnings 60.000.000 króna, með peningum 16. apríl 201550.000.000 króna og þann 1. júní 2015 skyldu greiðast 20.000.000 króna gegnútgáfu afsals. Stefndu greiddu stefnanda fyrstu tvær greiðslurnar en þann 1.júní 2015 greiddu stefndu 6.000.000 króna af lokagreiðslu til stefnanda, enhéldu eftir 14.000.000 króna vegna meintra galla á fasteigninni.Stefndu kveða fasteignina hafaverið kynnta fyrir þeim vegna þess að fasteignasölu þeirri er hafði með sölueignarinnar að gera hafi verið kunnugt um að stefnendur væru að leita sér aðeinbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Fasteignin hafi ekki verið auglýst opinberlegaheldur hafi stefndu fengið sendar myndir og upplýsingar um fasteignina sem ogsöluyfirlit. Í söluyfirliti sé stutt lýsing á fasteigninni. Þar segi m.a. að umsé að ræða vandað og mikið endurnýjað 400 m2 einbýlishús á tveimurhæðum á fallegum útsýnisstað á Seltjarnarnesi. Enn fremur segi þar að húsiðhafi fengið gott viðhald og sé m.a. búið að endurnýja alla glugga sem séuviðhaldsléttir.Stefndu skoðuðu eignina tvisvar sinnum fyrir kaupin engerðu jafnframt fyrirvara í kauptilboði um ástandsskoðun á eigninni. SkoðaðiAðalsteinn Árnason, byggingafræðingur, eignina fyrir stefndu síðdegis 23.desember 2014. Samdægurs afturkölluðu stefndu fyrirvarann í kauptilboðinu meðtölvupósti til stefnanda og Ólafs Finnbogasonar, löggilts fasteignasala, þarsem skoðunarmaðurinn segði húsið hafa staðist ástandsskoðun með prýði. Ástandsskoðunin var sjónskoðun og var stefnandiviðstödd hana. Kveða stefndu skoðunina að mestu hafa byggst á upplýsingum frástefnanda sjálfri. Afhendingardagur eignar var 15. mars 2015. Stefndukveðast ekki hafa haft hug á því að ráðast í miklar framkvæmdir, aðeins hafistaðið til að mála fasteignina að innan og skipta út flísum fyrir parket á efrihæð. Til verksins hafi þau fengið Magnús Stefánsson, byggingarmeistara. Hannhafi orðið var við ágalla á fasteigninni þegar hann hófst handa við verkiðdaginn eftir afhendingu, mikinn leka með gluggum og niður við gólf. Þá hafim.a. verið um 7-8 mm djúpt vatn undir uppbyggðu gólfi í stofu með tilheyrandimyglu. Þann 18. mars 2015 sendi stefnda, Anna Þorbjörg, tölvupóst og myndir tilstefnanda og fasteignasölunnar. Þar var upplýst um framangreint og aðhúsasmíðameistari stefndu hefði fengið ástandsskoðunarmann til að hitta sig íhúsinu síðdegis þann 18. mars 2015. Aðalsteinn Árnason ástandsskoðaðifasteignina þá í annað sinn og gerði ýmsar athugasemdir í nýrri samantekt. Þarsegir m.a. að ljóst sé að ástand hússins sé ekki eins gott og ætla mátti viðfyrstu skoðun. Gallar hafi ekki verið sjáanlegir og ekki komið í ljós fyrr enfarið var að fjarlægja gólfefni. Einnig hafi gallar komið fram eftir að fyrstaskoðun fór fram, en skoðunarmaður tilgreinir ekki hverjir þeir séu. Stefnda, Anna Þorbjörg, ítrekaði framangreint erindi23. mars 2015 og kallaði eftir viðbrögðum með tölvupósti til stefnanda,Þórarins Sveinssonar fyrrum eiginmanns hennar og tveggja fasteignasala. Þann24. mars 2015 svaraði Þórarinn Sveinsson tölvupósti stefndu, þar sem bótaskylduí málinu vegna galla á fasteigninni var hafnað. Jason Guðmundsson, löggilturfasteignasali hjá Mikluborg fasteignasölu, sem sá um söluna á fasteigninni,boðaði aðila málsins til fundar þann 25. mars 2015 til að fara yfir málið, enekkert varð af þeim fundi vegna forfalla stefnanda. Þann 31. mars 2015 sendi stefnda, Anna Þorbjörg,tölvupóst til stefnanda, þar sem m.a. kom fram að stefndu hefðu fengið MagnúsStefánsson húsasmíðameistara til þess að vinna kostnaðaráætlun vegna þeirraviðgerða sem nauðsynlegt væri að ráðast í. Í áætluninni kom fram að áætlaðurviðgerðarkostnaður væri um 7,8 milljónir króna og að viðgerðarkostnaður værivarlega áætlaður. Stefnandi svaraði tölvupósti stefndu 13. apríl 2015, þar semfyrri afstaða hennar var áréttuð um að hún teldi bótaskyldu ekki vera fyrir hendi.Stefnda, Anna Þorbjörg, svaraði þeim tölvupósti 17. apríl 2015 og kvaðst mynduráðfæra sig við lögmann. Sama dag gerði lögmaður stefndu bréflega kröfu um aðstefnandi bætti stefndu tjón vegna meintra galla á fasteigninni, en þeim kröfumvar hafnað með svari lögmanns stefnanda 29. apríl 2015. Stefnandi sendi tölvupóst til Ólafs Finnbogasonarfasteignasala 27. apríl 2015 og bað hann um að staðfesta að hún hefði greintstefndu frá nokkrum atriðum við skoðun á fasteigninni að honum viðstöddum íseptember og í desember, áður en kaupsamningur komst á. Hann staðfestisamdægurs með tölvupósti að upplýsingar um raka í hjónaherbergi hefðu komiðfram við skoðun og að ástand á svölum hefði verið rætt. Þann 1. júní 2015 lýstu stefndu því yfir bréflega aðþau myndu, með vísan til 44. gr. fasteignakaupalaga, nr. 40/2002, halda eftirhluta eftirstöðva lokagreiðslu, að fjárhæð 14.000.000 króna, vegna framkominnagalla á fasteigninni og upplýstu að matsbeiðni vegna meintra galla áfasteigninni hefði verið send Héraðsdómi Reykjavíkur. Stefnandi sendiinnheimtuviðvörun til lögmanns stefnda þann 4. júní 2015 og skoraði á stefnduað greiða eftirstöðvar lokagreiðslu innan 10 daga. Stefndu urðu ekki við þeirriáskorun og stefnandi höfðaði mál þetta til innheimtu eftirstöðva kaupverðs.Örvar Ingólfsson húsasmíðameistari var að beiðnistefndu dómkvaddur 5. júní 2015 til að staðreyna meinta galla og til að áætlakostnað við úrbætur. Matsspurningar stefndu til matsmannsins voru svohljóðandi: . Rakaskemmdir - Verulegur raki er í útveggjum fasteignar og það lekur inn með svölum aðþví er virðist. Gólf í stofu á efri hæð var hækkað með timburgrind er lá ofan ásteyptu gólfi. Mikið vatn var á gólfinu, allt að 7 mm djúpt með tilheyrandimyglu og fúa líkt og myndir bera með sér. Þá hafa komið fram rakaskemmdir áneðri hæð undir svölum/stofugólfi. Lekið hefur frá eldhúsi niður á neðri hæð ogskemmdir bak við fataskáp á neðri hæð fyrir neðan eldhúsið. Enn fremur eruvíðsvegar merki um vatnstauma og útfellingar m.a. komnar í steypu. Matsmaður erbeðinn um að meta ástæður rakans og skemmdavegna hans er fram hafa komið á fasteigninni að Sæbraut 21, Seltjarnarnesi. 2. Útidyr - Frágangi á öllum útihurðumvirðist ábótavant og lekur vatn inn undir sem leitar undir flísar og steypu.Matsmaður er beðinn um að meta frágang við útidyr fasteignarinnar.3. Gluggar – gluggar eru sagði endurnýjaðir og viðhaldsléttir ísöluyfirliti. Frágangi á gluggum er hins vegar verulega ábótavant að þvívirðist. Mikill raki er í botnstykkjum þeirra og er farinn að myndast fúi íþeim. Matsmaður er beðinn um að meta frágang og ástand glugga.4. Ytra byrði húss – húsiðer sagt hafa fengið gott viðhald, en málning utanhúss hefur látið mikið á sjá.Málning hefur flagnað víða af og komið hafa fram frostskemmdir. Að því ervirðist, er undirvinna fyrir málningu ófullnægjandi. Matsmaður er beðinn um aðleggja mat á ytra byrði fasteignarinnar og ástand þess og eins hvort vinnulagog verkskil séu í samræmi við góða og vandaða verkhætti.5. Svalir – bungur hafakomið upp í flotefni á svölum, en skv. upplýsingum seljanda var gert viðsvalirnar á árinu 2014. Matsmaður er beðinn um að leggja mat á ástand svala, ogeins, hvort vinnulag og verkskil séu í samræmi við góða og vandaða verkhætti.6. Þakkúplar – þakkúplar voru báðir sprungnir og brotnir. Matsmaður erbeðinn um að leggja mat á ástand kúpla á þaki7. Reykrör á þaki – reykrörer brotið og lekur inn með því. Matsmaður er beðinn um að leggja mat á ástandþess.8. Ofnar – í ljós kom,eftir afhendingu eignar, að lagnir voru ekki tengdar við ofna í forstofu og íbílskúr. Matsmaður er beðinn um að staðreyna slíkt og áætla kostnað viðúrbætur.9. Afnotamissir – matsmaður er beðinn um að meta kostnaðmatsbeiðenda við afnotamissi fasteignar.Í matsgerð Örvars Ingólfssonar, dags. 1. nóvember2015, gerir hann þann fyrirvara að þegar hann hafi komið að verkinu hafi þegarverið búið að fjarlægja og lagfæra marga þá þætti sem matsspurningar vísi til,svo sem öll merki rakaskemmda á veggjum og gólfum á efri hæð. Búið hafi veriðað sparsla upp veggi og mála og gera við a.m.k tvo glugga í eldhúsi ogsvalahurð á minni svölum, auk þess sem búið hafi verið að tengja ofna. Kveðstmatsmaður um þessi atriði hafa stuðst við ljósmyndir og endurskoðun ástandsmatsfrá 18. mars 2015, en hann hafi sjálfur séð ummerki raka á neðri hæð. Stefndulýsa helstu niðurstöðum matsgerðar um einstaka matsliði sem hér segir.Í fyrstalagi staðreyni matsmaður mikinn raka í veggjum sem og í kringum glugga. Þástaðreyni matsmaður rakaskemmdir á gólfi. Matsmaður telji nauðsynlegt að rífaupp parket og setja nýtt með lektum. Þá telji matsmaður nauðsynlegt að grafaupp fyrir dreni o.fl. Matsmaður meti kostnað við slíkt 1.310.780 krónur. Íöðru lagi telji matsmaður að frágangi hurða sé verulega ábótavant og metikostnað vegna þess 350.000 krónur. Í þriðja lagi telji matsmaður aðfrágangur við glugga sé ófullnægjandi og að viðgerðir á gluggum hafi ekkitekist sem skyldi. Matsmaður meti kostnað við þennan þátt á 1.139.000 krónur. Ífjórða lagi telji matsmaður að ástand á ytra byrði fasteignarinnar séslæmt. Viðhaldi sé verulega ábótavant. Matsmaður telji að í ljósiárangurslausra viðgerða sé réttast að klæða húsið að utan og að kostnaður vegnaþess sé á bilinu 7-8.000.000 króna. Við útreikning í matsgerð miði matsmaðurvið viðgerðir á sprungum og flötum og málningu. Þó svo að klæða þurfi húsiðþurfi að ráðast í viðgerðir undir klæðningu og meti matsmaður þann kostnað á2.225.000 krónur. Í fimmta lagi hafimatsmaður staðreynt að viðgerðir stefnanda á svalagólfi á árinu 2014 hefðumistekist og hafi metið þann kostnað á 260.000 krónur. Í sjötta lagi hafimatsmaður staðreynt að þakkúplar væru sprungnir og metið kostnað við endurnýjunþeirra á 330.000 krónur. Í sjöunda lagi hafi matsmaður staðreyntað reykrör læki og væri brotið og hafi metið þann kostnað á 110.000 krónur. Íáttunda lagi hafi matsmaður staðreynt að tveir ofnar hefðu verið ótengdirvið hitakerfi hússins og metið kostnað af framkvæmdum á 275.000 krónur. Í níunda lagi hafi matsmaður talið ljóst að ekki yrði hægt að búa í húsinuþegar viðgerðir á þessum göllum stæðu yfir og hafi talið að stefndu þurfi aðyfirgefa húsið í 3 mánuði. Kostnað vegna þeirra óþæginda og að teknu tillititil ástands á leigumarkaði meti matsmaður á 1.050.000 krónur. Aðlokum hafi matsmaður litið svo á að annar tilfallandi kostnaður eins ogleiga á vinnupöllum, hreinsun og önnur aðstaða kostaði 1.100.000 krónur.Tölulegum niðurstöðum matsgerðar lýsa stefndu svo aðmatsmaður áætli að heildarkostnaður við úrbætur sé 8.149.780 krónur, en aðfrádreginni endurgreiðslu virðisaukaskatts sé kostnaður áætlaður 7.686.832krónur. Sú niðurstaða taki mið af því að unnar séu múrviðgerðir utan á húsinuog það málað. Matsmaður áætli, því til viðbótar, að kostnaður við að klæðahúsið að utan nemi sjö til átta milljónum króna. Heildarkostnaður viðframkvæmdir sé því á bilinu 14.686.832 til 15.686.832 krónur. Með yfirmatsbeiðni stefndu, dags. 30. mars 2016, varóskað dómkvaðningar tveggja yfirmatsmanna til að taka til yfirmats meinta gallaá ytra byrði fasteignarinnar, þ.e. fjórða matslið hér að framan. Samdægurs vorudómkvaddir yfirmatsmennirnir Hjalti Sigmundsson húsasmíðameistari ogbyggingatæknifræðingur og Tryggvi Jakobsson múrarameistari og byggingafræðingurog er yfirmatsgerð þeirra dagsett 28. apríl 2016. Í niðurstöðum þeirra kemurfram að yfirmatsmenn telji að útveggir séu eins og við sé að búast að teknutilliti til aldurs hússins og gerðar útveggja, þeim hafi verið haldið við enmúrviðgerðir séu að hluta til ófaglega unnar, án þess að hægt sé að halda þvífram að þær hafi ekki þjónað sínum tilgangi. Eðlilegt sé að gera hefðbundnarmúr- og steypuviðgerðir á húsinu nú, en kostnaður við það sé vanmetinn íundirmati. Hluta rakaskemmda megi rekja til glugga sem verið hafi í húsinu enhluta þeirra til óþéttra steypuskila sem þurfi að þétta. Hugleiðingar umklæðningu útveggja séu ekki tímabærar með tilliti til ástands þeirra.Yfirmatsmenn meta kostnað við endurbætur, viðhald, eins og um venjulegt viðhaldsé að ræða, samtals 7.186.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Vinnuliðireru þar af samtals 4.696.000 krónur.Að sögn stefndu ákváðu þau, að fenginni ráðgjöffagmanna og niðurstöðu matsgerðar Örvars Ingólfssonar, að klæða húsið að utanog telja þau að múrviðgerðir og málun séu ekki forsvaranlegar viðgerðir.Dómurinn gekk á vettvang áður en aðalmeðferð málsins fór fram. Hafði húsið þáþegar verið klætt að utan og skipt hafði verið um alla glugga í húsinu, aukþess sem fleiri framkvæmdum innanhúss sem hófust við afhendingu eignarinnar varþá lokið.Viðaðalmeðferð málsins komu aðilar málsins öll þrjú fyrir dóminn tilskýrslugjafar, en auk þeirra gáfu skýrslur vitnin Þórarinn Sveinsson, fyrrumeiginmaður stefnanda, Jón Bjarnason Stefánsson, faðir stefndu Önnu Þorbjargar,Hjalti Sigmundsson, yfirmatsmaður, Magnús Ingimundur Stefánsson, sem unniðhefur við fasteignina fyrir stefndu, Aðalsteinn Árnason skoðunarmaður, ÖrvarIngólfsson undirmatsmaður, Jason Guðmundsson fasteignasali og ÓlafurFinnbogason fasteignasali. Helgi Sigurðsson fyrrum eigandi hússins, sem óhægtátti með að koma fyrir dóm, gaf skýrslu í síma. Verður vitnað til framburðarframangreindra eftir því sem þurfa þykir.Málsástæður og lagarökstefnandaStefnandi styður kröfu sína um greiðslu kaupverðs viðreglur um ábyrgðaryfirlýsingar og loforð, svo og aðrar reglur fasteignakaupa-,samninga- og kröfuréttar, m.a. um efndir fjárskuldbindinga. Ein af meginskyldumseljanda við fasteignakaup sé að afhenda hið selda á réttum tíma og í réttuásigkomulagi. Á sama hátt sé meginskylda kaupanda sú að greiða kaupverðið áréttum stað og tíma. Stefndu hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmtkaupsamningnum frá 16. janúar 2015 og hafi þau því vanefnt skyldur sínarsamkvæmt samningnum. Stefnandi eigi ekki aðra kosti en að höfða mál tilinnheimtu eftirstöðva kaupverðs eignarinnar og málskostnaðar gegn því að gefaút afsal.Stefnandi byggi kröfur sínar m.a. á lögum umfasteignakaup nr. 40/2002, einkum á 49. og 50. gr. laganna. Í 50. gr. komi framað seljandi geti krafist þess að kaupsamningur verði efndur samkvæmt efni sínuog að kaupandi greiði kaupverðið. Stefnandi hafi veitt stefndu allar þærupplýsingar um eignina sem hún hafi getað og hægt væri að ætlast til af henni.Stefndu hafi látið fagaðila á sínum vegum framkvæma ástandsskoðun á eigninniþann 23. desember 2014. Niðurstaða skoðunarmannsins hafi verið að eigninstæðist ástandsskoðun með prýði og engar athugasemdir hafi verið gerðar.Stefndu hafi því aflétt með tölvupósti til fasteignarsölunnar og stefnanda þeimfyrirvara sem þau hafi gert í kauptilboði um ástandsskoðun á eigninni.Stefndu hafi skoðað eignina sjálf í tvígang áður enkaup hafi tekist og teljist þau því hafa skoðað hana vandlega fyrir kaupin.Vísist til 29. gr. laga nr. 40/2002 í þessu efni. Auk þess hafi stefnandiupplýst stefndu um öll þau atriði sem hún hafi talið skipta máli við skoðun áeigninni og sé í því sambandi einnig vísað til staðfestingar ÓlafsFinnbogasonar, löggilts fasteignasala sem verið hafi viðstaddur í bæði skiptin.Stefndu hafiekki lagt fram nein gögn eða sannað með nokkrum hætti að meintir gallar rýriverðmæti fasteignarinnar svo nokkru varði, sbr. 18. gr. laga nr. 40/2002.Jafnvel þó svo verði talið að stefndu hafi þurft að leggja út fyrir hærriupphæð í endurbætur á húsinu, þá sé ekkert sem bendi til þess að þau hafi orðiðfyrir tjóni vegna þess, enda hafi þau fengið eignina á hagstæðu verði, auk þesssem endurbætur á húsinu muni auka verðgildi þess. Frá upphafi hafi verið ljóstað ráðast hafi þurft í endurbætur á húsnæðinu og rúmist þær vel innan þeirramarka sem dómstólar hafi sett um áskilnað fasteignakaupalaga um að verðmætiþurfi að rýrast svo nokkru varði til að teljast gallað. Stefnandi telji því aðskilyrði 18. gr. laga nr. 40/2002 séu ekki uppfyllt. Stefnandi byggi sýknukröfu sína af dómkröfum stefndu í fyrsta lagi á þvíað stefndu hafi nú þegar haldið eftir 14.000.000 króna með vísan til 44. gr.laga nr. 40/2002. Stefndu geti ekki því til viðbótar fengið stefnanda dæmda tilgreiðslu 15.686.832 króna, enda fælist í því óréttmæt auðgun. Engin frekari rökséu færð fyrir þessari kröfu stefndu og þegar af þeirri ástæðu beri að takasýknukröfu stefnanda til greina.Í öðru lagi sé eignin ekki gölluð í skilningi laga um fasteignakaup nr.40/2002, sbr. einkum 18. gr. og 19. gr. laganna. Stefnandi byggi á því að allirþeir meintu gallar sem stefndu telji að séu á eigninni hafi verið sýnilegir viðskoðun þannig að 29. gr. laga nr. 40/2002 eigi við og girði alfarið fyrirafsláttar- eða bótarétt stefndu.Í þriðja lagi sé byggt á því, líti dómurinn svo á að um galla í skilningilaga nr. 40/2002 sé að ræða, að umfang þeirra nái ekki gallaþröskuldi laganna,sbr. 2. ml. 18. gr. laga nr. 40/2002. Samkvæmt ákvæðinu teljist notuð fasteignekki gölluð nema ágallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru varði eða seljandihafi sýnt af sér saknæma háttsemi. Með vísan til þess að kaupverð eignarinnarhafi verið 130.000.000 króna sé ekki unnt að líta svo á að meintir annmarkar áhenni rýri verðmæti hennar svo nokkru varði þannig að fasteignin teljist gölluðaf þeim sökum. Í matsgerð dómkvadds matsmanns kemst hann að þeirri niðurstöðuað heildarkostnaður við úrbætur á öllum þeim vanköntum sem stefndu telji vera áeigninni sé 7.686.832 krónur. Stefnandi geri athugasemdir við matsgerðina ogþau atriði sem matsmaður sé fenginn til að meta. Í heildarkostnaði hans séuatriði sem aldrei geti talist til galla á eigninni í skilningi laga umfasteignakaup, þ.e. óbeinn kostnaður á borð við afnotamissi húsnæðis, leigu ávinnupöllum, hreinsun og aðra aðstöðu. Þá sé gerð athugasemd við það að íheildartölu matsmanns sé kostnaður við viðgerðir sem stefndu hafi verið ljósallt frá upphafi að þyrfti að ráðast í, m.a. vegna málningar, leka og tengingarofna. Jafnvel þótt komist verði að þeirri niðurstöðu að öll þau atriði semstefndu hafi fengið matsmann til að meta teljist til ágalla á eigninni, þá séumfang þeirra ekki nærri svo mikið að það rýri verðmæti hennar svo nokkru varðií skilningi 2. ml. 18. gr. laga nr. 40/2002. Í fjórða lagi hafni stefnandi því alfarið að hún hafi leynt ástandieignarinnar eða upplýst ranglega um einhver tiltekin atriði við skoðun stefnduá eigninni eða í sölugögnum. Þvert á móti hafi stefnandi, sem þó sé ekkibyggingarfróð, bent stefndu og sérfróðum skoðunarmönnum á þeirra vegum á aðeignin þarfnaðist viðhalds, þ.m.t. málunar bæði á innra og á ytra byrðifasteignarinnar, auk þess sem sérstaklega hafi verið bent á leka út frásvalahurð og rakavandamál út frá lekanum. Þá verði að telja að ekki sé unnt aðætlast til þess af hálfu stefnanda að hún hafi getað vitað um meinta galla áeigninni, ef sérfróður skoðunarmaður stefndu hafi ekki getað komið auga á þávið skoðun eignarinnar. Þá hafi verðlagning eignarinnar verið í samræmi viðaldur hennar og ástand að öllu leyti. Stefnandi hafi samþykkt kauptilboðstefndu, sem verið hafi talsvert lægra en matsverð fasteignasalans. Stefnandihafi metið það svo að þar sem tími væri kominn á málun á fasteigninni og aðráðast hafi þurft í framkvæmdir við að lagfæra lekann út frá svölum væriásættanlegt að sætta sig við tilboð stefnenda.Atriði sem skipti máli varðandi ástand eignarinnar séu m.a. leka- ograkavandamál. Sérstaklega sé tekið fram í ástandsskoðunarskýrslu frá 23.desember 2014 að athugasemd sé gerð við leka frá svölum yfir hjónaherbergi semkaupendum hafi verið gerð grein fyrir. Þá komi fram í skýrslunni að um stærrigalla eða skemmdir sé að ræða sem leitt geti til frekari skemmda á byggingunni(K2), athugasemd við loft og gólf, jarðhæð og íbúð. Þar segi „Leki. Lekið hefur inn í gegnum svalir með niðurfalli niður íhjónaherbergið á neðri hæð. Skemmdir eru í gólfefni.“ Skýrslan staðfesti því svo ekkiverði um villst, að stefndu hafi vitað um umrædd leka- og rakavandamál fráupphafi. Stefnandi telji að þegar af þeim sökum hafi stefndu haft sérstakttilefni til að kanna það nánar og til að komast að eðli og umfangi lekans, hafiþað verið grundvallaratriði af þeirra hálfu við kaupin. Af þessu leiðijafnframt að ekki sé unnt að halda því fram að um galla hafi verið að ræða áeigninni í skilningi laga nr. 40/2002, þar sem stefndu hafi vitað afvandamálinu við kaupin. Þá hafi Ólafur Finnbogason fasteignasali staðfest ítölvupósti til stefnanda að stefndu Önnu Þorbjörgu og föður hennar hafi veriðgreint frá leka frá svölum sem hafi skilað sér í hjónaherbergi á neðri hæðeignarinnar, þar sem rakinn hafi verið augljós bæði í loftum og veggjum. Einnighafi verið bunga á parketi við samskeyti á flísum og parketi og talað hafiverið um að fjarlægja þyrfti flísarnar á svölunum. Hann hafi staðfest að þettahafi komið fram við skoðunina. Lekinn frá eldhúsi á neðri hæð hafi aftur á mótiverið stefnanda ókunnugur og hafi hún enga vitneskju haft um þann leka viðsöluna. Stefnandi hafi í raun ekki getað vitað af þessum leka og þurft hafisérfróða aðila með sérútbúnað til að staðreyna lekann, sbr. matsgerð dómkvaddsmatsmanns.Að því er varði ytra byrði eignarinnar þá hafni stefnandi því sem rönguað aðstæður hafi verið með þeim hætti þegar Aðalsteinn Árnason skoðunarmaður ávegum stefndu hafi skoðað eignina 23. desember 2014 að ekki hafi verið unnt aðframkvæma skoðun á ytra byrði hússins. Þennan dag hafi veður verið mjög gott ogekkert því til fyrirstöðu að stefndu skoðuðu eignina að utan. Stefndu hafiskoðað eignina tvisvar sinnum í eigin persónu. Ástand ytra byrðifasteignarinnar hafi því ekki getað farið fram hjá þeim, enda hverjum sem hafiviljað sjá augljóst að tími væri kominn á málningu á ytra byrði hússins og hafistefnandi einnig tekið það sérstaklega fram við stefndu að tími væri kominn ámálningu. Í staðfestingarpósti Ólafs fasteignasala komi fram að vel sjáist efþurfi að mála hús og teljist það hluti af almennu viðhaldi. Í matsspurningu ímatsgerð sé því beinlínis haldið fram að málning utanhúss hafi látið mikið ásjá, hafi flagnað víða af og komið hafi fram frostskemmdir. Af þessarispurningu megi draga þá ályktun að stefndu hafi augljóslega mátt vera ljóstfyrir kaupin að mála þyrfti húsið að utan. Þá megi greinilega sjá á myndum ígögnum málsins, sem stefndu hafi tekið sjálf, frostskemmdina á þaki bílskúrs ogsprungur í vegg við forstofuhurð til hliðar við inngang. Stefndu hafi því vitaðum ástand ytra byrðis fasteignarinnar.Gluggarhússins hefðu verið endurnýjaðir, þeir hafi verið álklæddir við stækkun hússinsá árunum 2003-2004. Það hafi verið gert í tíð fyrri eigenda, og stefnandi hafiverið í góðri trú um að það verk hefði verið fullnægjandi og vel frágengið.Fyrri eigendur hefðu ekki gert neinar athugasemdir við gluggana. Stefnandi hafiheldur ekki orðið vör við neitt athugavert við gluggana á meðan hún hafi búið íhúsinu.Stefndu haldi því fram að frágangi áöllum útihurðum virðist hafa verið ábótavant. Stefnandi hafi ekki orðið vör viðþað á meðan hún hafi búið í húsinu að frágangi á útihurðum væri ábótavant. Þaðeina sem stefnandi hafi orðið vör við hafi verið að í einstaka tilvikum hefðilekið smá vatn inn við aðalútihurð í miklu rigningaveðri. Stefnandi hafi greintstefndu frá þessu við afhendingu fasteignarinnar þar sem þá hefði verið mikiðóveður dagana á undan og hafi hún jafnframt tjáð þeim að hún teldi að skiptaþyrfti um þéttilista. Stefnandi hafi hins vegar enga hugmynd haft um aðfrágangi hurða væri ábótavant.Stefndu hafi verið greintsérstaklega frá því við skoðun á eigninni að ofnar í forstofu og bílskúr væruekki tengdir. Stefndu hafi játað, m.a. á fundi í byrjun júní 2015, þegarlokagreiðsla hafi átt að fara fram, að hafa vitað að ofnarnir væru ekkitengdir. Stefnandi geri því athugasemdir við að matsmaður sé látinn metakostnað við að láta tengja ofnana, sem stefndu hafi verið fullljóst við kaupinað væru ekki tengdir. Í ástandsskoðunarskýrslu Aðalsteins Árnasonar frá 23.desember 2014 komi fram að virkni ofna hafi ekki verið prófuð. Bendi það tilþess að fulljóst hafi verið að ofnarnir hafi ekki verið ekki tengdir. Þá komi fram í staðfestingarpósti frá Ólafi fasteignasala, frá27. apríl 2015 að nýir ofnar hafi verið skildir eftir fyrir stefnendur sem ogað þetta atriði hefði átt að koma í ljós við ástandsskoðun.Stefnandi hafi ekki haft vitneskju um að þakkúplar væru sprungnir. Þáhafi hún ekki haft vitneskju um að reykrör læki og væri brotið. Stefnandimótmæli því að annar tilfallandi kostnaður, s.s. afnotamissir af fasteign,leiga á vinnupöllum, hreinsun og önnur aðstaða sé tekin inn í matið. Hið réttaí málinu sé að í bæði skiptin sem stefndu hafi komið til að skoða eignina hafiþeim verið veittar mjög ítarlegar og réttar upplýsingar um ástand hennar. Þaðsama eigi við þegar fagaðilar á vegum stefndu hafi komið til að taka úteignina. Eignin hafi verið reist á árinu 1979 og sé því komin nokkuð til árasinna, þrátt fyrir að hún hafi fengið eðlilegt viðhald í gegnum tíðina. Ástandeignarinnar og öll þau atriði sem stefndu byggja á að teljist gallar á eigninnií skilningi laga nr. 40/2002 hafi verið sýnileg við skoðun. Þar að auki hafistefnandi upplýst stefndu sérstaklega um ástand eignarinnar eftir bestuvitneskju. Samkvæmt 1. mgr. 29. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup getikaupandi ekki borið fyrir sig galla á fasteign sem hann hafi þekkt til eða hafiátt að þekkja til þegar kaupsamningur sé gerður. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisinsgeti kaupandi ekki borið fyrir sig galla sem hann hefði mátt sjá við skoðun efhann lætur undir höfuð leggjast að skoða fasteign án nægjanlegrar ástæðu þóttseljandi skori á hann að gera það. Ákvæði 29. gr. laganna girði því fyrir aðstefndu geti haft uppi kröfur á hendur stefnanda í málinu.Í fimmta lagi hafi stefndu skoðað eignina oftar en einu sinni ogfagaðilar á vegum stefndu tekið út eignina. Ekkert hafi verið því tilfyrirstöðu að Aðalsteinn Árnason skoðaði húsið að utan. Stefnandi hafi veriðviðstödd skoðunina sem tekið hafi dágóða stund, Aðalsteinn hafi gengið um allthúsið og skoðað það. Á sama tíma hafi annar maður komið sem skoðað hafi lagnirog salerni. Sá maður hafi farið fyrr en Aðalsteinn, sem hafi tekið sér lengritíma. Aðalsteinn hafi skilið eftir spurningalista sem hann hafi beðið stefnandaum að svara og hafi hann í lokin tjáð stefnanda að húsið væri í prýðisástandiog að hún ætti ekki að fá neinn bakreikning síðar. Því sé það ekki rétt semfram komi hjá stefndu að skoðunin byggi að nær öllu leyti á upplýsingum frástefnanda sjálfri, heldur hafi sérfróður skoðunarmaður skoðað eignina sjálfur.Umræddum spurningalista hafi verið svarað og skilað milli jóla og nýárs 2014,en fyrirvara um ástandsskoðunina hafi verið aflétt síðar skoðunardaginn þann23. desember 2014 með þeim orðum að eignin hafi staðist ástandsskoðun meðprýði. Undirstriki þetta aðgæsluskyldu stefndu og þá staðreynd að þau hafivitað eða mátt vita hvert ástand eignarinnar hafi verið við kaupin. Samkvæmtdómaframkvæmd hafi tilvist fagmanns við þessar aðstæður umtalsverð áhrif áréttarstöðu kaupenda í gallamálum. Í sjötta lagi geri stefnandi alvarlegar athugasemdir við beinarrangfærslur stefndu í stefnu þeirra um mat við kostnað við að bæta úr göllum. Ífullyrðingu stefndu felist að stefndu láti bæði framkvæma steypuviðgerðir áhúsinu og máli það, auk þess að húsið verði klætt að utan. Beinlínis sé gertráð fyrir tvenns konar framkvæmdum/viðgerðum á ytra byrði hússins, sem sé meðengu móti hægt að rökstyðja. Hið rétta sé að í samandregnu kostnaðarmati matsmannsí matsgerð komi fram að heildarkostnaður við lagfæringar á öllum matsliðum sésamtals 7.686.832 krónur. Þessiniðurstaða matsmanns sýni svo ekki verði um villst, burtséð frá því hvortfasteignin hafi verið haldin göllum í skilningi laga nr. 40/2002, að umfangmeintra galla sé óverulegt í skilningi laganna og því geti stefnandi ekki veriðbótaskyld vegna þeirra. Matsmaður telji auk þess réttast að leggja tilgrundvallar í niðurstöðum sínum varðandi ytra byrði hússins, steypuviðgerð ogmálun, þar sem búið hafi verið að gera við húsið hér og þar og áætli hannkostnað við þær framkvæmdir 2.225.000krónur. Matsmaður taki þó fram í matsgerð sinni að vissulega sé betra aðklæða fasteignina að utan til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Fasteigninstandi við sjó og fullyrða megi að vissulega sé betra að klæða öll hús semorðin séu þetta gömul og standi við sjó. Stefnandi telji mjög óeðlilegt aðáætla að kostnaður við að klæða fasteignina að utan falli á hana. Í fyrsta lagiværu stefndu þá komin með mun verðmætari eign í hendurnar, þar sem klætt hús sémun verðmætara en hús sem sé málað. Óeðlilegt sé að stefndu standi uppi með munverðmætara hús eftir viðgerð á meintum göllum. Fasteignin hafi verið seldtalsvert undir matsverði fasteignasala í því ástandi sem hún hafi verið ogstefndu höfðu kynnt sér rækilega fyrir kaupin, m.a. með aðstoð sérfróðra aðila.Hún hafi ekki verið klædd að utan þegar stefndu hafi keypt hana. Í sjöunda lagi sé krafa stefndu um kostnað vegna óþæginda við að getaekki búið í húsinu á meðan framkvæmdir standi yfir, að fjárhæð 1.050.0000krónur, með öllu órökstudd. Það sama eigi við um annan tilfallandi kostnað áborð við leigu á vinnupöllum, hreinsun og aðra aðstöðu, að fjárhæð 1.100.000krónur. Stefndu hafi ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á að þau hafi orðiðfyrir aukakostnaði, s.s. húsaleigusamning eða greiðslukvittanir sem sýni fram átjón vegna þessa. Stefnandi geri í þessu samhengi athugasemdir við þærfullyrðingar stefndu að ekki hafi verið áætlað að ráðast í úrbætur á eigninni.Augljóst hafi verið við skoðun á húsinu að leki hafi verið frá svölum, sem hafiskilað sér í hjónaherbergi, bæði í lofti, veggjum og við gólf. Að sama skapihafi stefndu verið fulljóst að það hafi þurft að fara í aðgerðir til þess aðlaga og koma í veg fyrir frekari leka. Stefndu hafi hafið endurbætur á eigninnistrax við afhendingu og því standist ekki fullyrðing stefndu um að þau hafiekki fyrirhugað endurbætur á eigninni. Krafa þessi um bætur fyrir afnotamissiog annan tilfallandi kostnað sé því rökleysa og eigi sér enga stoð í gögnummálsins. Þá verði ekki hjá því litið að afnotamissir af eigninni, sem og annartilfallandi kostnaður, teljist til óbeins tjóns samkvæmt 2. mgr. 59. gr. laganr. 40/2002 og sé því ekki bótaskyldur nema stefnandi hafi sýnt af sér saknæmaháttsemi. Hún hafni því alfarið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi. Af þessuleiði jafnframt að þessi fjárhæð geti ekki talist til galla á eigninni ískilningi 18. gr. og 19. gr. laga nr. 40/2002, enda hafi stefndu ekki sýnt framá að þetta rýri verðmæti eignarinnar svo nokkru varði. Því sé ekki unnt að takaþessa fjárhæð inn í heildarkostnaðarmat við úrbætur á meintum göllum á eigninniog séu þessar forsendur matsmanns því beinlínis ólögmætar.Í áttunda lagi byggi stefnandi á því að stefndu hafi ekki orðið fyrirneinu tjóni vegna kaupanna. Þannig hafi verðmæti eignarinnar, frá því að kaupináttu sér stað, stóraukist. Stefndu hafi því hagnast verulega á viðskiptunum ogekki orðið fyrir neinu tjóni. Þar af leiðandi hafi stefndu ekki sýnt fram áorsakatengsl milli meintrar rangrar upplýsingagjafar stefnanda og þess tjónssem þau telji sig hafa orðið fyrir.Málatilbúnaður stefndu sé tilhæfulaus og mótmælt sé öllum framkomnumkröfum, málsástæðum og lagarökum þeirra og gerðar sérstakar athugasemdir viðtiltekin atriði. Stefnandi hafi því miður ekki komist á sáttafund á umræddumtíma og hann hafi því ekki verið haldinn. Því sé rangt að hún hafi ekki mætt ásáttafund. Stefnandi og fyrrumeiginmaður hennar hafi svarað öllum tölvuskeytum frá stefndu á þá leið að þauteldu sig ekki bótaskyld. Stefndu hafi aldrei komið með aðra tillögu að sátt enþá að fá stefndu til þátttöku í því að sannreyna galla. Því sé ekki unnt aðhalda því fram að stefndu hafi ítrekað reynt að finna farsæla lausn á málinufyrir alla aðila. Matsmaður leggi til grundvallar í útreikningisínum að framkvæmdar verði sprunguviðgerðir og húsið málað, en stefndu gerihins vegar ráð fyrir í sínum útreikningum að stefnandi eigi að bera kostnaðþeirra við að klæða húsið að utan. Þá komi fram hjá matsmanni að múrviðgerðirhafi ekki gefið góða raun og búið hafi verið að eyðileggja sjónsteypuna og hannfullyrði að viðhaldi á ytra byrði hússins hafi verið verulega ábótavant.Stefnandi geri athugasemdir við þessar fullyrðingar og bendi á að stefndu hafiverið búin að láta háþrýstiþvo fasteignina að utan og lagfæra sprungur þegarmatsmaður hafi mætt á staðinn. Matsmaður hafi því ekki séð fasteignina í þvíástandi sem hún hafi verið við afhendingu. Stefnandi geri athugasemdir við aðmatsmaður geti fullyrt að viðhaldi á ytra byrði fasteignarinnar hafi veriðábótavant, þegar hann skoði eignina ekki fyrr en búið hafi verið að eiga viðhana af stefndu. Sýni sem matsmaður hafi tekið af steypu hússins hafi talist ílagi. Matsmaður geri sjálfur athugasemdir í matsgerð við það að búið hafi veriðað fjarlægja og lagfæra marga þá þætti sem matsspurningar vísi til þegar hann hafikomið að verkinu og tiltaki hann sérstaklega öll ummerki um rakaskemmdir veggjaog gólfa á efri hæð, búið hafi verið að fjarlægja eða aftengja hitalagnir íveggjum og hitalögn færð í gólf. Ofan á þær hafi verið búið að leggja útflotefni. Alla veggi hafi verið búið að sparsla upp þar sem hafi þurft og mála.Búið hafi verið að tengja ofna sem sagðir hafi verið ótengdir. Rýri þettasönnunargildi matsgerðarinnar.Stefnandi hafi aldrei fullyrt að fasteignin hafi verið í mjög góðuástandi að utan, líkt og stefndu gefi í skyn. Þvert á móti hafi stefnandisérstaklega tekið fram við skoðun að kominn væri tími á málun. Í söluyfirlitihafi verið tekið fram að fasteignin hafi fengið gott viðhald. Fasteignin, semsé 35 ára gömul, hafi verið tekin í gegn á árunum 2003-2004. Þá hafi veriðbyggt við eignina, hún máluð, auk þess sem fyrri eigendur hefðu málað hlutaeignarinnar á árinu 2008, áður en stefnandi hafi keypt hana. Þá hafi allurgarðurinn verið tekinn í gegn, allir gluggar álklæddir og nýjar álhurðir settarí á nokkrum stöðum. Allar innréttingar í eigninni hafi verið mjög vandaðar oggólfefni sérpöntuð og ekkert hafi því verið til sparað við endurnýjuneignarinnar. Stefnandi hafi ekki framkvæmt þessar breytingar, heldur fyrrumeigendur fasteignarinnar. Það hefði því verið mat stefnanda, sem birtist ísöluyfirliti, að heilt yfir hefði eignin fengið gott viðhald í gegnum árin ogverið endurnýjuð að hluta.Stefnandi byggi á því að eignin sé ekki gölluð í skilningi laga umfasteignakaup nr. 40/2002, sbr. einkum 18. gr. og 19. gr. laganna. Allir þeirmeintu gallar sem stefndu telji að séu á eigninni hafi verið sýnilegir viðskoðun og/eða greint hafi verið frá þeim fyrir kaupin, þannig að 29. gr. laganr. 40/2002 eigi við og girði alfarið fyrir afsláttar- eða bótarétt stefnenda.Stefnandi hafni því jafnframt alfarið að ákvæði 26. gr. og 27. gr. laga nr.40/2002 eigi við, enda hafi hún veitt stefndu allar þær upplýsingar um eigninasem hún hafi haft eftir sinni bestu vitund. Stefnandi telji að ákvæði 41. gr.um afslátt eigi ekki við í máli þessu og stefndu geti heldur ekki byggtbótarétt á ákvæðum 43. gr., sbr. 59. gr. laganna. Ekki hafi verið skilyrði ímálinu til að beita stöðvunarrétti samkvæmt 44. gr. laganna.Stefnandi vísi til reglna samninga-og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga. Kröfu um dráttarvexti styðjistefnandi við reglur III. kafla laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,einkum 5. og 6. gr., en tímamark dráttarvaxta miðist við gjalddaga samkvæmtákvæðum kaupsamningsins. Krafa um málskostnað sé byggð á XXI. kafla laga nr.91/1991, um meðferð einkamála, einkum 129. og 130. gr. laganna. Varðandivirðisaukaskatt af málskostnaði vísi stefnandi til laga nr. 50/1988 og þess aðhún sé ekki með virðisaukaskattsskylda starfsemi og sé því nauðsynlegt að tekiðverði tillit til þess kostnaðar við ákvörðun á fjárhæð dæmds málskostnaðar. Umvarnarþing sé vísað til 32. gr. laga nr. 91/1991.Málsástæður oglagarök stefnduUpphaflega aðalkröfu sína um sýknu af fjárkröfustefnanda og varakröfu sína um lækkun hennar hafi stefndu í meginatriðum reistá sömu málsástæðum og lagarökum og þær fjárkröfur byggi á sem þau geriendanlega í málinu.Stefndu telji sannað með matsgerð dómkvadds matsmanns, ÖrvarsIngólfssonar, dags. 1. nóvember 2015, að fasteignin að Sæbraut 21, Seltjarnarnesi,hafi verið haldin verulegum göllum við afhendingu hennar 15. mars 2015. Ígreinargerð stefndu segir að fyrir liggi að matsmaður hafi metið kostnað við aðbæta úr göllum að lágmarki 14.686.832 krónur. Stefndu kveða matsmann enn fremurhafa staðreynt ágalla á fasteigninni er seljandi hafi sérstaklega tekið fram ísölugögnum að væri endurnýjuð og hefði fengið gott viðhald. Þess utan hafiupplýsingar stefnanda um ástand eignar ekki gefið rétta mynd af ástandi hennar.Upplýsingar í söluyfirliti hafi verið rangar. Stefndu hafni þeim málatilbúnaðiað stefnandi hafi upplýst stefndu um að mála þyrfti húsið að utan. Þvert á mótistaðreyni gögn að húsið hafi verið málað skömmu fyrir sölu án þess aðnægjanlega væri vandað til verka. Varðandi lýsingu á göllum, umfang þeirra ogkostnað við að bæta úr einstökum göllum, vísa stefndu nánar til matsgerðar ogyfirmats, sem stefndu öfluðu við meðferð málsins. Í ljósi fyrrnefndra galla telji stefndu sig eigaskaðabóta- og/eða afsláttarkröfu á hendur stefnanda sem sé hærri en hinarumstefndu eftirstöðvar kaupverðs samkvæmt kaupsamningi aðila. Vísi stefndu til41. gr. og 43. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup í þeim efnum. Fasteigninteljist gölluð, annars vegar með vísan til ákvæða 18. gr. fasteignakaupalaga, oghins vegar til 27. gr. sömu laga. Stefndu sé því heimilt að skuldajafna kröfusinni gegn eftirstöðvum kaupverðsins samkvæmt almennum reglum kröfuréttar umskuldajöfnun, enda kröfurnar sambærilegar, gagnkvæmar og hæfar til að mætast.Af þessum sökum hafi stefndu einnig verið heimilt samkvæmt 44. gr. laga nr.40/2002 að beita stöðvunarrétti á greiðslu til stefnanda vegna réttmætra krafnaþeirra og galla á fasteigninni. Þegar af þeirri ástæðu sé ljóst að stefnandieigi engar kröfur á hendur stefndu. Um varakröfu stefndu um lækkun fjárkröfustefnanda vísi þau til sömu sjónarmiða. Fjárkröfur stefndu byggist á metnum göllum í matidómkvadds matsmanns á fasteigninni. Aðalkrafan standi saman af samlagningueinstakra liða matsgerðar Örvars Ingólfssonar að viðbættum átta milljónum krónavegna klæðningar. Matsmaðurinn telji að besta lausnin til að útiloka frekariskemmdir á húsinu sé að klæða það að utan. Sér í lagi þar sem múrviðgerðir hafiekki gefið góða raun og búið sé að eyðileggja sjónsteypuna. Þá fullyrði matsmaðurað viðhaldi á ytra byrði hússins sé verulega ábótavant og mikil nauðsyn áviðgerð, þvert ofan í fullyrðingar stefnanda í málinu og þau sölugögn er legiðhafi til grundvallar við sölu fasteignar. Þar sé fullyrt að húsið hafi fengiðgott viðhald og sé mikið endurnýjað. Varakrafa stefndu er, samkvæmt framlagðri bókun ogmálflutningsyfirlýsingu lögmanns stefndu, miðuð við viðgerð ytra byrðissamkvæmt yfirmati án klæðningar. Sé hún samtala annarra matsliða í matsgerðÖrvars Ingólfssonar en fjárhæð samkvæmt matslið nr. 4, um ytra byrði og matsliðnr. 5, en að viðbættri fjárhæð í niðurstöðu yfirmatsmanna, þó að frádregnum 60%af virðisaukaskatti af vinnuliðum, sem upplýst var við málflutning að næmi861.918 krónum. Er varakrafa stefndu því að fjárhæð 11.988.862 krónur.Ástand fasteignarinnar hafi ekkiverið í samræmi við þær upplýsingar og loforð sem gefin hafi verið ísöluyfirliti og kaupsamningi og teljist fasteignin því gölluð í skilningi 27.gr. fasteignakaupalaga. Stefndu hafi talið sig hafa traustar upplýsingar umástand hússins, sem þau gætu stólað á, enda hafi nær engar úrbætur á húsinuverið fyrirhugaðar. Stefndu hafi því fengið í hendurnar allt aðra og lakarieign en þau hafi talið sig hafa samið um. Þá telji stefndu enn fremur að gallirýri verðmæti fasteignarinnar svo nokkru nemi og eins, að stefnandi hafivísvitandi ekki gefið réttar upplýsingar um ástand eignar. Þá hafi stefnandamátt vera ljóst, að stefndu hafi ekki ætlað sér út í umfangsmiklar framkvæmdirog að slíkt væri ákvörðunarástæða fyrir kaupum. Hafi stefnanda borið að gefaréttar upplýsingar um ástand eignar.Stefndu hafi tafarlaust gert stefnanda viðvart ogóskað eftir þátttöku í að staðreyna umfang galla. Stefnandi hafi hafnað allriaðkomu að slíkum viðræðum og ekki mætt á boðaðan sáttafund hjá fasteignasala.Stefndu hafi þá fengið Magnús Stefánsson til þess að vinna fyrir sigkostnaðaráætlun og hafi ítrekað fyrra boð sitt um að finna á málinu farsælalausn fyrir alla aðila málsins, en stefnandi hafi látið framkomna ágalla sigengu varða. Af framangreindu telji stefndu það ljóst að fasteignin, Sæbraut 21uppfylli ekki kröfur um gæði eða búnað eins og væntingar þeirra stóðu til. Húnteljist því gölluð í skilningi 18. gr., 19. gr., 26. gr. og 27. gr.fasteignakaupalaga. Í ljósi þessa telji stefndu sig eiga afsláttar- ogskaðabótakröfu á hendur stefnanda, sem séu hærri en umstefndar eftirstöðvarkaupsamnings aðila. Vísi stefndu til 41. og 43. gr. laganna, kröfum sínum tilstuðnings. Af þessum sökum hafi stefndu einnig verið heimilt, samkvæmt 44. gr.fasteignakaupalaga, að beita stöðvunarrétti á greiðslu til stefnanda vegnaréttmætra krafna þeirra og galla á fasteigninni. Þegar af þeirri ástæðu séljóst, að stefnandi eigi engar kröfur á hendur stefndu.Stefndu reisi kröfur sínar á ákvæðum laga nr. 40/2002,um fasteignakaup, meginreglum kröfuréttar, ákvæðum laga nr. 7/1936, umsamningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, ákvæðum einkamálalaga nr. 91/1991,og ákvæðum vaxtalaga nr. 38/2001. Krafa um málskostnað sé reist á ákvæðumeinkamálalaga nr. 91/1991 og krafa um virðisaukaskatt á lögum nr. 50/1988.NiðurstaðaÍ máli þessu er óumdeilt að stefndu hafa haldið eftirhluta af greiðslu umsamins kaupverðs fyrir eignina Sæbraut 21 á Seltjarnarnesi,að fjárhæð 14.000.000 króna sem þeim bar að greiða 1. júní 2015, og bera fyrirsig galla á eigninni. Í matsgerð og yfirmati sem stefndu hafa aflað er fjallaðum tiltekna ágalla á eigninni, sem nánar er lýst í kafla um málsatvik hér aðframan og fjallað verður um hér á eftir. Stefndu telja að stefnandi eigi að bera kostnað vegna úrbóta umræddraágalla með því að veita þeim afslátt af kaupverði eða greiða þeim skaðabætur ogstyðja stefndu kröfur sínar við ákvæði laga um fasteignakaup, nr. 40/2002. Þóttágallar séu staðreyndir á fasteign þurfa tiltekin skilyrði laganna, sem hérverður nánar gerð grein fyrir, að vera uppfyllt til þess að kaupandi fasteignargeti átt kröfur á hendur seljanda vegna galla, en ákvæðum laganna er beitt meðhliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands. Samkvæmt 18.gr. laga nr. 40/2002, um fasteignakaup, telst fasteign gölluð ef hún stenstekki þær kröfur um gæði, búnað og annað sem leiði af lögunum og kaupsamningi,en þegar um er að ræða notaðar fasteignir telst eign þó ekki gölluð ef ágallarsem á henni eru rýra ekki verðmæti hennar svo nokkru nemi. Minni háttar ágallará notaðri eign, sem ekki eru umfram það sem við má búast miðað við aldur ogalmennt ástand hennar, teljast ekki gallar í skilningi laganna og veitakaupanda ekki sjálfkrafa rétt til að hafa uppi vanefndaúrræði. Þeir ágallar,sem eru umfram það sem kaupandi má gera ráð fyrir samkvæmt framansögðu, veitahonum rétt til að hafa uppi vanefndaúrræði, meðal annars kröfu um skaðabæturvegna beins tjóns, sbr. 59. gr. laga nr. 40/2002, eða afslátt. Til þess að eigarétt til skaðabóta á þessum grundvelli, sem byggist á reglunni um svonefndastjórnunarábyrgð, sem er reist á hlutlægum grundvelli, sbr. 1. mgr. 43.laganna, þurfa stefndu að sýna fram á að umfang staðreyndra ágalla uppfylliframangreind skilyrði. Aðila greinir á um það hvort ágallar sem mál þetta snýstum og stefndu gera kröfur vegna, rýri verðmæti eignarinnar svo nokkru varði íframangreindum skilningi.Samkvæmtlögum nr. 40/2002 getur kaupandi enn fremur öðlast rétt til skaðabóta efseljandi með saknæmum hætti vanrækir upplýsingaskyldu sína samkvæmt 26. gr.sömu laga og á hreinum hlutlægum grundvelli ef seljandi veitir rangarupplýsingar, sbr. 27. gr. þeirra, eða gefur yfirlýsingu sem talin er fela í sérábyrgð á tilteknum eiginleikum fasteignar. Þegar réttur kaupanda til skaðabótaer reistur á sakarreglunni eða reglu 27. gr. um hlutlæga ábyrgð, á hvorki viðsú regla 2. málsliðar 18. gr. laganna að ágalli þurfi að rýra verðmætifasteignar, svo nokkru varði, né að réttur kaupanda til skaðabóta sétakmarkaður við beint tjón, sbr. 2. mgr. 43. gr. laganna.Upplýsingaskylda seljandasamkvæmt 26. gr. laga nr. 40/2002 gengur framar þeirri aðgæsluskyldu kaupandasem mælt er fyrir um í 1. og 2. mgr. 29. gr. laganna. Upplýsingaskylda seljandafelur í sér að hann eigi að hafa frumkvæði að því að veita kaupanda þærupplýsingar sem seljandi hefur og hann vissi eða mátti vita að kaupandi hefðiréttmæta ástæðu til að ætla að hann fengi. Í þessu felst samkvæmt því sem segirí skýringum með 26. gr. í frumvarpi, sem varð að lögum nr. 40/2002, að ekkiþarf að upplýsa kaupanda um atriði sem hann veit um og heldur ekki augljósatriði sem fasteignina varða. Seljandi ber einnig ábyrgð á upplýsingagjöfþeirra sem veita upplýsingar á hans vegum við sölu fasteignar, svo semfasteignasala eða starfsmanna þeirra, en um fasteignasala giltu að auki, á þeimtíma sem hér skiptir máli, sérreglur um upplýsingaskyldu samkvæmt lögum nr.99/2004, um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, sbr. nú lög nr. 70/2015, umsölu fasteigna og skipa. Í lögunum voru meðal annars reglur um söluyfirlit, semfasteignasala var skylt að útbúa, en þar skyldi tilgreina þau atriði sem skiptgætu máli við sölu eignarinnar. Í söluyfirlitinu áttu m.a. að koma fram,,upplýsingar um ástand eignar og einstakra hluta hennar, þar á meðal um gallasem seljanda og/eða fasteignasala“ væri kunnugt um á eigninni. Ísöluyfirliti eignarinnar sem mál þetta snýst um segir m.a. „Húsið hefur fengiðgott viðhald og er meðal annars búið að endurnýja alla glugga sem eruviðhaldsléttir.“ Teljastefndu að þær upplýsingar hafi verið rangar og vísa í því sambandi til efnismatsgerða um ástand hússins. Í matsgerð Örvars Ingólfssonar frá 1. nóvember 2015segir í svari við matsspurningu númer þrjú að gluggar hafi verið lagfærðir 2004og að ljóst sé að sú aðgerð hafi ekki tekist sem skyldi. Gluggar og hurðir séuálklædd með svokölluðu Lux gluggakerfi frá Gluggasmiðjunni og að það hafi veriðsett upp árið 2004. Í matsgerð kemur fram að fúi hafi verið í gluggum, m.a. ístofu, og að frágangur glugga sé ófullnægjandi. Í framburði vitnisins HelgaSigurðssonar kom fram að skipt hefði verið um flesta glugga í húsinu íumfangsmiklum endurbótum á árunum 2003 og 2004 meðan vitnið átti húsið. Ekkihafi verið skipt um þá glugga sem þá hafi verið heilir, svo sem í stofu. Lýsti vitniðþessum endurbótum, sem kostað hafi um 60 milljónir króna, nánar svo að m.a.hafi verið settur stigi milli hæða og breytt um staðsetningu eldhúss. Á samatíma hafi verið skipt um allar lagnir og megnið af gluggunum og að gluggar áneðri hæð hefðu margir verið stækkaðir. Auk þess hafi gólf í stofu veriðupphækkað og ytra byrði hússins hafi verið málað. Vitnið kvaðst telja að húsiðhefði fengið gott viðhald meðan hann hafi átt það. Stefnandi, sem flutti íhúsið í október árið 2008, keypti það ekki af vitninu. Í málinuliggur ekkert fyrir, t.d. í sölu- eða kynningargögnum, sem sýni að lýsing ísöluyfirliti byggi á upplýsingum sem fyrri eigandi hafi gefið um eign.Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. fasteignakaupalaga telstfasteign gölluð ef hún er ekki í samræmi við upplýsingar sem seljandi eða þeirsem fram koma fyrir hans hönd hafa veitt kaupanda. Hafa fræðimenn talið að ekkisé í ákvæðinu aðeins átt við upplýsingar sem beinlínis eru rangar, heldureinnig misvísandi upplýsingar og upplýsingar sem eru aðeins hálfur sannleikureða upplýsingar sem eru til þess fallnar að valda misskilningi. Ætla verður aðsú yfirlýsing í söluyfirliti eignarinnar, að búið væri að endurnýja allaglugga, sem séu viðhaldsléttir, hafi skapað stefndu væntingar um að allirgluggar væru nýlegir og að frágangur þeirra væri einnig í lagi, ekki síst þegarjafnframt var fullyrt að húsið hefði fengið gott viðhald, sbr. hér tilhliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli réttarins frá árinu 2005, bls. 1593. Fasteignasalanum Ólafi Finnbogasyni, sem lýsti eigninnisvo af hálfu stefnanda, var samkvæmt gögnum málsins og framburði hans fyrirdómi kunnugt um að stefndu höfðu ekki hug á að kaupa eign sem þarfnaðistmikilla endurbóta. Má því ætla að þessar upplýsingar skiptu máli við ákvörðunstefndu um kaupin og að Ólafi hafi mátt vera það ljóst. Efni söluyfirlitskvaðst fasteignasalinn hafa unnið samkvæmt eigin vitneskju og skoðun í nóvember2014 og samkvæmt upplýsingum frá stefnanda. Fasteignasalinn bar fyrir dómi aðhann hefði vitað að gluggar hefðu verið endurnýjaðir af því að hann hefði þekkttil hússins í tíð fyrri eigenda, „Sighvats og Hildar“. Lýsingu sína á því aðhúsið hefði fengið gott viðhald kvað hann meðal annars hafa byggst á því aðskipt hefði verið um alla glugga í húsinu. Viðgerð á stærri svölum, sem gerð hafði verið sumarið2014, reyndist ófullnægjandi samkvæmt svari matsmanns við matsspurningu númerfimm, þar sem segir að augljóst sé að viðgerð á svalagólfi hafi mistekist. Í framburðistefnanda fyrir dóminum kom fram að sumarið 2014 hafi hún og fyrrum eiginmaðurhennar ráðist í að laga stærri svalir hússins, þau hafi tekið flísar af, svohafi komið menn og sett efni á svalirnar. Fyrrum eiginmaður stefnanda sem vitnibar fyrir dóminum lýsti þessum framkvæmdum svo að honum og stefnanda hafi veriðráðlagt að rífa flísar af svölum vegna rakaskemmda sem orðið hefði vart og hafiþurft að gera við báðar svalir hússins. Þau hafi sjálf tekið flísar af stærrisvölunum og fagmenn hafi svo framkvæmt ákveðna vinnu við svalirnar, sem þauhafi þá ekki vitað að hefði mistekist. Kvað hann stefndu hafa verið greint fráþví við skoðun að ennþá hefði ekki með sama hætti verið gert við minnisvalirnar og hefði þeim verið bent á rakaskemmdir í herbergi fyrir neðan þær.Stefnandi staðfesti í framburði sínum að þar sem talað sé um gott viðhald ísöluyfirliti séu þessar framkvæmdir á stærri svölum meðal þess sem þar sé vísaðtil, hún hafi talið húsið hafa fengið gott viðhald og hafi veitt fasteignasalaþær upplýsingar. Ekkert bendir til þess að stefnanda hafi verið eða hafi mátt verakunnugt við sölu hússins um galla á nýrri viðgerð á stærri svölunum. Engu aðsíður máttu stefndu, af fyrrgreindum upplýsingum sem stafa frá stefnanda, meðréttu draga þá ályktun að þessi nýja viðgerð myndi halda mun lengur en raun barvitni. Gögn málsins styðja þá frásögnstefndu að þau hafi verið að leita að eign sem ekki þyrfti að gera mikið fyrir.Samkvæmt því skipti það máli við ákvörðun um kaupin að upplýsingar um viðhaldhússins í söluyfirliti væru réttar. Stefndu var við skoðun bent á lekaummerki ísvefnherbergi á neðri hæð, en þær upplýsingar að þau ummerki stæðu í sambandivið svalir sem ætti eftir að gera við voru jafnframt til þess fallnar að dragaathygli þeirra frá öðrum hugsanlegum orsökum rakans, svo sem leka frá glugga,sem reyndist samkvæmt matsgerð vera orsök hans. Samkvæmt því sem fram er komið stóðst frágangurvið glugga hússins ekki þær væntingar sem söluyfirlit gaf stefndu tilefni tilað hafa um ástand glugga. Þá eru upplýsingarnar misvísandi um það að hve mikluleyti „allir“ gluggar hússins hefðu verið endurnýjaðir. Fallast ber á það meðstefndu, einnig með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2016, aðstefnandi beri hér bótaábyrgð, enda ber hún hlutlæga ábyrgð á umræddriupplýsingagjöf, óháð því hvort hún vissi eða mátti vita að upplýsingarnar værurangar eða misvísandi. Verður stefnandi samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laga nr.40/2002 að bera skaðabótaábyrgð vegna tjóns stefndu er leiðir af göllum áfrágangi glugganna þar sem umrædd lýsing í söluyfirliti verður talin hafa falið í sérábyrgðaryfirlýsingu stefnanda um að allir gluggar hefðu verið endurnýjaðir ogeinnig að frágangur þeirra væri í lagi, sbr. staðhæfingu um gott viðhald.Upplýsingar um nýja viðgerð á svölum verða með sama hætti taldar fela í sérábyrgðaryfirlýsingu sem ekki stóðst í skilningi 1. mgr. 27. gr. laga nr.40/2002 og ber stefnandi því einnig bótaábyrgð á þessum galla á eigninni. Tekur bótaábyrgð stefnanda vegnaþessara galla bæði til beins og óbeins tjóns, sbr. 2. ml. 2. mgr. 43. gr.laganna.Stefndu fengudómkvadda yfirmatsmenn til að endurmeta niðurstöður matsmanns að því er varðarytra byrði fasteignarinnar, sbr. matsspurningu númer fjögur, og er yfirmatþeirra dagsett 28. apríl 2016. Þegar yfirmat fór fram voru framkvæmdir langtkomnar og um ummerki raka eða leka í húsinu var stuðst við ljósmyndir.Húseignin hafði verið háþrýstiþvegin, en ekki klædd að utan, þannig að unnt varað leggja mat á ástand ytra byrðis hússins. Helstu niðurstöður yfirmatsmannaeru að ástand útveggja sé eins og við sé að búast að teknu tilliti til aldurshússins og gerðar útveggja. Útveggjum hafi verið haldið við og ekki sé hægt aðsjá annað en að það viðhald hafi verið eðlilegt og með þeim aðferðum semalmennt tíðkist. Þó séu múrviðgerðir að hluta til ófaglega unnar án þess aðunnt sé að halda því fram að þær hafi ekki þjónað sínum tilgangi. Teljayfirmatsmenn eðlilegt að gera hefðbundnar múr- og steypuviðgerðir á húsinu entelja að hugleiðingar í undirmati um klæðningu útveggja séu ekki tímabærar meðtilliti til ástands þeirra. Tekur dómurinn undir það að ástand ytra byrðis hafiverið í samræmi við aldurhúss og að það hafi fengið eðlilegt viðhald. Verður mat yfirmatsmanna lagttil grundvallar um þennan matslið og þegar af þeirri ástæðu verður að hafnakröfum stefndu, sem byggja á undirmati um áætlaðan kostnað við klæðninguhússins, að fjárhæð átta milljónir króna. Stefnandikveðst hafa bent stefndu á að mála þyrfti húsið að utan og bar hún fyrir dómiað hún og fyrrum eiginmaður hennar hefðu blettamálað það sumarið 2014. Stefndukannast ekki við að hafa fengið þær upplýsingar. Í málinu liggja fyrirljósmyndir af húsinu, annars vegar þær sem fasteignasali notaði við söluferlið,og kvaðst hann fyrir dómi hafa tekið þær einum eða tveimur mánuðum fyrr, oghins vegar myndir af internetinu sem munu teknar sumarið 2013. Stefndu teljaástand ytra byrðis hússins líta mun betur út á ljósmyndum fasteignasalans og aðmyndirnar sýni að húsið hafi verið málað skömmu fyrir sölu. Telja stefndu þaðhafa verið gert án þess að nægilega hafi verið vandað til verka og láta að þvíliggja að reynt hafi verið að leyna göllum með málningu fyrir sölu. Enginsönnun um slíkt verður á þessum myndum byggð. Í skýrslu Aðalsteins Árnasonar umástandsskoðun eignarinnar 23. desember 2014 gerði hann engar athugasemdir (EA)við útveggi hússins. Samkvæmt gögnum málsins og framburði fyrir dómi skoðuðustefndu eignina sjálf tvisvar, fyrst í september 2014 og aftur í desember s.á.,ásamt föður stefndu Önnu Þorbjargar, sem er byggingaverkfræðingur. Enda þótt stefnduhefði ekki verið bent á að mála þyrfti húsið, sem þau muna ekki til að hafiverið gert, telst stefnandi ekki með því hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína,enda er þetta atriði sem almennt má sjá við skoðun.Í matsgerð Örvars Ingólfssonar um aðra matsliði, semstefndu byggja kröfur sínar á, er í fyrsta lagi lagt mat á kostnað við úrbæturvegna rakaskemmda í veggjum og gólfum. Í ályktunum matsmanns kemur fram að rakageti verið að rekja til þess að gluggar og hurðir séu óþétt, sem hann hafifundið merki um. Telji hann orsök rakaskemmda undir stofugólfi vera leka fráglugga/hurð við svalir. Segir hann jafnframt að engin augljós merki séu um aðlekið geti frá svölum inn á stofugólf og telji hann vegna fúans í glugganum aðlekinn hafi komið þaðan. Ósannað er að stefnandi hafi haft vitneskju umrakaskemmdir undir stofugólfi við sölu. Upplýst er að við skoðun var stefndubent á rakaskemmdir í svefnherbergi á neðri hæð, sem talið var að rekja mættitil leka inn af minni svölum á efri hæð, sem ekki hafði verið gert við, enþörfnuðust lagfæringar. Stefndu var samkvæmt því sem fram er komið kunnugt umsýnileg ummerki raka í veggjum við skoðun, sem fallast verður á með stefnanda,að hafi gefið stefndu sérstakt tilefni til að huga frekar að, áður en gengiðvar til kaupanna. Það gerðu stefndu með því að láta gera ástandsskoðun. Ískýrslu skoðunarmanns var bent á galla eða skemmdir (K2) varðandi íbúð,jarðhæð, loft og gólf og um þetta var einnig sérstaklega upplýst skriflega afhálfu stefnanda. Matsmaður taldi einnig að kanna þyrfti drenlagnir viðkjallaravegg og lagfæra ef þörf yrði á. Ekki hafa verið leiddar líkur að því aðstefnandi, sem búið hafði í húsinu í rúmlega sex ár, hafi haft frekarivitneskju um umfang og ástæður rakaskemmda í veggjum og gólfum, en þá sem stefnduvoru upplýst um við skoðun og með skriflegri upplýsingagjöf stefnanda tilskoðunarmanns stefndu. Matsliður númer tvö varðar frágang við útihurðir, semmatsmaður telur ábótavant og þurfi að þétta. Stefnandi kveðst hafa orðið vörvið leka við aðalútihurð í miklum vatnsveðrum. Ósannað er að hún hafi bentstefndu á það sérstaklega fyrr en við afhendingu hússins, en hún kveðst hafagert það þá og nefnt að hún teldi að það þyrfti að skipta um þéttilista ogkannast stefndu við þá lýsingu. Ekkert bendir til þess að stefndu hafi gertathugasemdir þá þegar eða haft uppi kröfur vegna þéttleika útihurðar fyrr eneftir að þau hófust handa við endurbætur. Ástand aðalútihurðar, sem ekki er ný,verður að telja hafa verið sýnilegt við skoðun. Samkvæmt því sem fram er komiðí málinu telst ástand svala- og garðhurða hafa verið sýnilegt við skoðun ogverður stefnandi hvorki talin hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína um ástandþeirra né hafa gefið um það rangar upplýsingar. Ósannað er að stefnanda hafiverið ljósir ágallar á þakkúplum og reykröri, sem matsmaður fjallar um í svörumsínum við matsspurningum númer sex og sjö. Þeir hefðu mátt vera sýnilegirsérfróðum skoðunarmanni á vegum stefndu, en í skýrslu hans segir aðathugasemdir séu ekki gerðar við þak. Upplýst er að ofnar í bílskúr hafi veriðótengdir og er kostnaður við að tengja þá metinn í svari við matsspurningunúmer átta. Í framburði beggja stefndu fyrir dóminum kom fram að þau hafi vitaðað ofnarnir væru ótengdir, en stefnda Anna Þorbjörg kvaðst ekki hafa vitað aðeinnig vantaði vatnslögn að þeim. Telja verður upplýst að gerð hafi veriðfullnægjandi grein fyrir þessu atriði við skoðun stefndu og við ástandsskoðunog að stefnandi hafi engu leynt um þá staðreynd að umræddir ofnar voru ótengdirhitakerfi hússins þegar það var selt.Skylda seljanda samkvæmt 26.gr. laga nr. 40/2002 er sem fyrr segir sú að veita kaupanda þær upplýsingar,sem hann hefur, og hann vissi eða mátti vita að kaupandi hefði réttmæta ástæðutil að ætla að hann fengi, en seljandi þarf ekki að upplýsa kaupanda um atriðisem hann veit ekki um sjálfur og heldur ekki um augljós atriði sem fasteigninavarða. Geta stefndusamkvæmt því ekki borið fyrir sig að stefnandi hafi vanrækt upplýsingaskyldusína um framangreind atriði, sem fjallað er um í matsgerð í liðum númer 1, 2,6, 7, og 8 og í yfirmatsgerð. Þá verður ekki talið að stefnandi eða aðrir áhennar vegum hafi um þessi atriði veitt stefndu rangar upplýsingar í skilningi27. gr. laga um fasteignakaup. Þessir ágallar á fasteigninni rýra ekki verðmætihennar svo nokkru nemi í skilningi 18. gr. laganna samkvæmt því mati á kostnaðivið úrbætur sem stefndu hafa aflað. Telst fasteignin að þessu leyti ekki gölluðí skilningi ákvæðisins og eiga stefndu því ekki rétt til bóta frá stefnandavegna þessara ágalla. Öðru máli gegnir sem fyrr segir um kröfur stefndu um bætur frá stefnandavegna misvísandi upplýsinga um endurnýjaða glugga í söluyfirliti, en stefnandiber hlutlæga ábyrgð á þeirri upplýsingagjöf, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga umfasteignakaup. Samkvæmt matsgerð Örvars Ingólfssonar er kostnaður við frágangog lagfæringar vegna glugga hússins metinn alls 1.139.000 krónur. Kostnaður vegna úrbótaá ummerkjum um leka í skáp á neðri hæð, sem talinn er koma frá glugga í eldhúsier ekki tilgreindur í öðrum sérstökum matslið og telst hér meðtalinn. Þegartekið hefur verið tillit til endurgreiðslu á 60% virðisaukaskatts af vinnu, semunnin er á verkstað verða skaðabætur vegna kostnaðar við frágang og lagfæringar vegnaglugga hússins ákveðnar 1.062.006 krónur.Sem fyrr segir telur matsmaðurlíklegast að raki undir upphækkun á stofugólfi stafi af leka frá glugga ístofunni. Hefur því mati ekki verið hnekkt með yfirmati eða með öðrum hætti ogtelja sérfróðir meðdómendur það vera rétta ályktun og að raki undir gólfinu sésennileg afleiðing af leka með glugganum. Kostnaður stefndu við úrbætur vegnaþessara rakaskemmda verður því talinn til tjóns þeirra vegna ástands gluggans,sem rangar upplýsingar voru veittar um í söluyfirliti. Verður stefnanda gert aðbæta stefndu þann kostnað, sem metinn er á 689.985 krónur í samræmi viðmatsgerð, matsliði 1.1 og 1.2, og hefur þá verði tekið tillit til endurgreiðslu60% virðisaukaskatts af vinnuliðum. Ný viðgerð á svölum stóð ekki undir þeimvæntingum sem stefndu máttu gera til hennar á grundvelli upplýsinga frástefnanda. Kostnaður við úrbætur vegna þessa sem stefnanda verður gert að bætastefndu er ákveðinn samkvæmt matsliðum 5.1 og 5.2 í matsgerð ÖrvarsIngólfssonar og er hann, að teknu tilliti til þess hluta virðisaukaskatts afvinnuliðum sem endurgreiðist, samtals 242.139 krónur. Engin gögnliggja fyrir um kostnað sem stefndu hafi í raun haft af afnotamissi. Fyrirliggur að þau fluttu ekki inn í húsið við afhendingu heldur réðust íumfangsmiklar breytingar og endurbætur á húsinu, sem aðeins að litlu leytitengjast þeim göllum sem stefnandi er hér talin bera ábyrgð á. Er það matdómsins að þeir gallar séu ekki slíkir að nauðsynlegt hafi verið fyrir þau aðflytja úr húsinu til lengri tíma vegna úrbóta á þeim. Samkvæmt framangreinduverður stefnandi sýknuð af kröfum stefndu vegna afnotamissis. Kröfugerð stefndu verðursamkvæmt rökstuðningi fyrir henni skilin svo að fjárkröfur stefndu séu gerðartil fulls skuldajafnaðar eða lækkunar með skuldajöfnuði við kröfu stefnanda umgreiðslu eftirstöðva kaupverðsins en til dóms um greiðsluskyldu stefnanda umþað sem umfram er, yrði fallist á kröfur þeirra um bætur vegna galla að hærrifjárhæð en nemi eftirstöðvunum. Stefnandi á réttmæta kröfu til þess að stefndugreiði eftirstöðvar kaupverðs, en samkvæmt framangreindum niðurstöðum dómsins,um kröfur stefndu á hendur stefnanda vegna galla á eigninni, verður fallist ákröfu stefndu um lækkun dómkröfu stefnanda um 1.994.130 krónur, sem er samtala fjárhæða þeirraskaðabóta sem fallist er á að framan.Stefndu hélduupphaflega eftir af kaupverðinu 14.000.000 króna, sem voru á gjalddaga 1. júní2015. Í 44. gr. laga nr. 40/2002 er kaupanda, sem hefur uppi réttmæta kröfuvegna galla á fasteign, heimilað á eigin áhættu að halda eftir svo miklum hlutakaupverðs sem nægir til að tryggja greiðslu kröfunnar. Svo sem að framangreinir er það mat dómsins að réttmæt krafa stefndu vegna galla á eigninni nemi1.994.130 krónum, eðamun lægri fjárhæð en þau hafa haldið eftir og verður þeim gert að greiðastefnanda mismuninn, 12.005.870 króna. Það var á áhættu stefndu að þau héldueftir svo miklu hærri upphæð en 44. gr. laganna heimilaði og gera enn.Stefnanda var því rétt að höfða málið þegar eftir gjalddaga til heimtuvangoldins hluta kaupverðsins. Enda þótt fallist hafi verið á tiltekna hluta afkröfugerð stefndu verður þeim, með vísun til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferðeinkamála, nr. 91/1991, gert að greiða stefnanda hluta af málskostnaði hennar,auk greiðslu framangreindra eftirstöðva kaupverðs. Er sá hluti málskostnaðar stefnandasem stefndu verður gert að greiða henni ákveðinn 600.000 krónur, að teknutilliti til virðisaukaskatts. Dóm þennan kveða upp Kristrún Kristinsdóttirhéraðsdómari sem dómsformaður og sérfróðu meðdómsmennirnir Ásmundur Ingvarsson,byggingaverkfræðingur og múrarameistari og Björn Marteinsson, arkitekt ogverkfræðingur.D Ó M S O R ÐStefndu, Anna Þorbjörg Jónsdóttir ogPáll Óskar Gíslason, greiði stefnanda, Líneyju Sveinsdóttur, óskipt 12.005.870 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. júní 2015 til greiðsludags, gegn útgáfuafsals fyrir fasteigninniSæbraut 21, Seltjarnarnesi, eign merkt 01 0101, fastanr. 206-8355.Stefndu greiði stefnandaóskipt 600.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 145/2017 | Líkamstjón Skaðabætur Sjúklingatrygging Fyrning Skipting sakarefnis | Ágreiningur aðila laut að því hvort að krafa A á hendur S til heimtu bóta vegna varanlegs líkamstjóns, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna ónógs eftirlits lækna á nánar tilgreindum sjúkrastofnunum, hefði verið fyrnd þegar málið var höfðað. Talið var að leggja yrði til grundvallar að A hefði haft vitneskju um ætlað tjón sitt þegar hann sótti um bætur til S með umsókn 25. október 2010 og hefði fyrningarfrestur hugsanlegrar bótakröfu samkvæmt 2. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu þá tekið að líða, sbr. 19. gr. laganna. S hafnaði kröfu A 12. apríl 2011 og var fyrningu þá slitið, sbr. 16. gr. og 21. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda, og nýr fyrningarfrestur hófst vegna dómkröfu hans. A höfðaði málið 16. desember 2015 og voru þá liðin meira en fjögur ár frá því að fyrningu var slitið. Var því talið að sú krafa, sem A kynni að eiga á hendur S, hefði verið fallin niður fyrir fyrningu. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari, Guðrún Erlendsdóttirsettur hæstaréttardómari og Ása Ólafsdóttir lögmaður.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. mars 2017. Hann krefst þess að „hinumáfrýjaða dómi verði hrundið og krafa hans um að stjórnvaldsákvörðun SjúkratryggingaÍslands frá 12. apríl 2011, verði tekin til efnismeðferðar.“ Þá krefst hannþess að „viðurkennd verði skaðabótaábyrgð Sjúkratrygginga Íslands með vísan tillaga nr. 111/2000, á líkamstjóni áfrýjanda sem hann varð fyrir vegnalæknismeðferðar á tímabilinu 1. janúar 2009 til 1. janúar 2011 á Landspítala háskólasjúkrahúsi,Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni […].“ Loks krefsthann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Sakarefni málsins var skipt samkvæmtheimild í 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þann skilning verður að leggja ímálatilbúnað áfrýjanda að með kröfugerð sinni leiti hann viðurkenningar á þvíað krafa sem hann kann að eiga á hendur stefnda á grundvelli 2. gr. laga nr.111/2000 um sjúklingatryggingu sé ekki fyrnd. Eins og nánar er lýst í hinum áfrýjaðadómi byggir áfrýjandi dómkröfur sínar á ákvæðum laga nr. 111/2000. Hann hafiorðið fyrir sjúklingatryggingaratburði sem rekja megi til ónógs eftirlits læknaá tímabilinu 1. janúar 2009 til 1. janúar 2011 með þeim afleiðingum að hannhafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni. Bætur eigi því að greiða án tillits tilþess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttarins,sbr. 1. og 2. gr. laganna.Um upphaf og lengd fyrningarfrestsbótakrafna samkvæmt lögum nr. 111/2000 gilda ákvæði 19. gr. laganna. Þar kemurfram að upphaf frestsins miðast við það tímamark þegar tjónþoli fékk eða máttifá vitneskju um tjón sitt og er fresturinn fjögur ár frá því tímamarki. Um slitfyrningar á slíkum kröfum fer samkvæmt lögskýringargögnum með lögum nr.111/2000 eftir almennum reglum um fyrningu, sbr. nú lög nr. 150/2007 umfyrningu kröfuréttinda.Fallist er á með héraðsdómi að leggjaverði til grundvallar að áfrýjandi hafi haft vitneskju um ætlað tjón sitt þegarhann sótti um bætur til stefnda með umsókn 25. október 2010 og tókfyrningarfrestur hugsanlegrar bótakröfu samkvæmt 2. gr. laga nr. 111/2000 þá aðlíða, sbr. 19. gr. laganna. Stefndi hafnaði bótakröfu áfrýjanda 12. apríl 2011og var fyrningu þá slitið, sbr. 16. og 21. gr. laga nr. 150/2007, og nýrfyrningarfrestur hófst vegna dómkröfu áfrýjanda. Áfrýjandi höfðaði mál þetta16. desember 2015 og voru þá liðin meira en fjögur ár frá því að fyrningu varslitið. Samkvæmt þessu var krafa sú, sem áfrýjandi kann að eiga á hendurstefnda, fallin niður fyrir fyrningu.Samkvæmt þessu og að öðru leyti meðvísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Rétt er að hvor aðili beri sinnkostnað af rekstri máls þessa fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómurskal vera óraskaður.Málskostnaður fyrirHæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2.desember 2016IMál þetta, sem dómtekið var 8. nóvember 2016, er höfðað með stefnuáritaðri um birtingu 16. desember 2015. Stefnandi er A, […], og stefndi erSjúkratryggingar Íslands, Rauðarárstíg 10, Reykjavík.Stefnandi krefst þess, að felld verði úrgildi stjórnvaldsákvörðun stefnda frá 12. apríl 2011 og að jafnframt verðiviðurkennd skaðabótaábyrgð með vísan til laga nr. 111/2000 á líkamstjónistefnanda sem hann varð fyrir vegna læknismeðferðar á tímabilinu 1. janúar 2009til 1. janúar 2011 á viðkomandi sjúkrastofnunum, Landspítala háskólasjúkrahúsi,Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni […]. Þá er gerðkrafa um málskostnað að skaðlausu. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda ogað stefnandi verður dæmdur til greiðslu alls málskostnaðar að mati dómsins. Sakarefni málsins var skipt samkvæmt heimild í 1. mgr. 31. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála, þannig að nú verður leyst úr því hvort dómkröfurstefnanda á hendur stefnda séu fyrndar. Málið var flutt um þetta atriði ogdómtekið 8. nóvember sl., eins og áður er getið. IIHelstu málavextir eru þeir,að stefnandi greindist með sykursýki aftegund 1 á árinu 1990 þegar hann var við 5 ára aldur. Stefnandi var tilmeðferðar hjá barnalæknum fram til 15 ára aldurs en kom fyrst til skoðunar hjá Bá árinu 2000. Stefnandi hefur verið á lyfjameðferð vegna sjúkdómsins og fengiðmeðferð vegna fylgikvilla sykursýkinnar, þar á meðal vegna hás blóðþrýstings.Stefnandi undirgekkst margar aðgerðir á vinstra auga í október 2010 en ánárangurs. Þá hefur stefnandi undirgengist fleiri aðgerðir, síðast í febrúar2011, og varð niðurstaðan sú að stefnandi er nú blindur á báðum augum. Þáglímir stefnandi við alvarlega nýrnabilun. Stefnandi var í fyrstu í eftirliti og meðferð hjá C, barnalækni oginnkirtlasérfræðingi. Þegar stefnandi komst á unglingsaldur hóf hann meðferðhjá B lækni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem rekin er göngudeildsykursjúkra. B mun hafa starfrækt sjálfstæða móttöku sjúklinga í húsakynnumFjórðungssjúkrahússins. Því er lýst í greinargerð stefnda að B hafi á þessumtíma ekki verið starfsmaður sjúkrahússins. Stefnandi kom fyrst til skoðunar hjáB 14. apríl 2000. Strax við fyrstu skoðun kom í ljós að blóðsykur stefnanda varof hár og að prótein hafði fundist í þvagi. Bað B stefnanda um að skrániðurstöður blóðsykurmælinga. Var stefnandi boðaður til endurkomu sex vikumsíðar. Stefnandi mætti reglulega í skoðun hjá B á tímabilinu frá 14. apríl2000 til 29. maí 2002 og undirgekkst blóðrannsóknir vegna sykursýkinnar. Áárinu 2007 höfðu komið í ljós augnbotnsskemmdir, auk þess sem stefnandi varbyrjaður að fá einkenni nýrnasjúkdóms af völdum sykursýki á árinu 2003.Við komu stefnanda til B 29. maí 2002 kom fram að í augnskoðun íReykjavík hefðu komið í ljós vægar skemmdir í augnbotnum (e. backgroundretinopathia). Í áliti B sagði að „slæmt lag“ væri á hlutunum hjá stefnanda ogað stefnandi virtist vera að koma sér upp alvarlegri nephropathiu (nýrnaskemmdir)líka.Við skoðun 12. febrúar 2003 kom fram að stefnandi hefði leitað tilaugnlæknis, að fram hefðu komið blæðingar í augnbotnum og að blæðingarnar ogskemmdir samhliða þeim hefðu verið af völdum sykursýkinnar (e. diabeticretinopathy). Stefnandi hefði á þessum tíma ekki haft blóðsykurmæli meðferðisog jafnframt að hann hefði týnt blóðsykursdagbók sinni. Í áliti B sagði aðstefnandi skildi ekki nauðsyn þess að koma blóðsykri í betra lag. Við skoðun10. september 2003 virðist komið fram talsvert magn próteina í þvagi og taldi Bað stefnandi væri kominn með versnandi nýrnaskemmdir. Stefnandi var sendur íítarleg blóðpróf í kjölfarið, auk þess sem honum var vísað tilnæringarráðgjafa. Við skoðun 18. desember 2003 var stefnandi settur á blóðþrýstingslyf.Taldi B að skemmdir á nýrum væru til komnar vegna of hás blóðsykurs hjástefnanda. Hinn 12. febrúar 2004 var bókað í sjúkraskrá að stefnandi hefði týntblóðsykursmæli sínum og hefði ekki mælt blóðsykursgildi undanfarna mánuði.Blóðþrýstingur hafði skánað eftir lyfjagjöf. Í áliti B kom einnig fram aðerfitt væri að hjálpa stefnanda, enda virtist hann ekki hafa hvata til þess aðbreyta laginu á sykursýkinni til hins betra. Af sjúkraskrá verður ráðið aðstefnandi hafi komið til leftirlits á göngudeild 11. júní 2004 og þá veriðbókað að slæmt lag væri á sykursýki stefnanda en að lyfjum hans yrði ekkibreytt að sinni. Síðan segir að mjög mikilvægt sé að hann mæli blóðsykra af ogtil og haldi lagi á sykrunum en að hann sé illa „moriveraður“ til að standa íslíku. Loks var ákveðin endurkoma á göngudeild til eftirlits í september samaár. Næst kom stefnandi á göngudeild 29. mars 2005. Kom þá fram í áliti B aðstefnandi mældi ekki blóðsykursgildi og að stefnandi hefði verið kominn meðskemmdir í báðum augnbotnum í apríl 2002. Af framlögðu bréfi B, dagsettu 7.febrúar 2011, verður ráðið að stefnandi hafi komið í skoðun 27. júní 2005 og þáverið ávísað blóðfitulækkandi lyfi, […]. Í eftirliti 7. janúar 2008 kom í ljós að stefnandi var hættur að takainn blóðþrýstingslækkandi lyf og kvaðst hann hvorki hafa sinnt því að mælablóðsykur reglulega né að hafa farið í augnbotnaskoðun um lengri tíma. Íniðurstöðu læknabréfs, dagsettu sama dag, er lýst því mati B að mjög slæmt lagsé á blóðsykrum stefnanda og að stefnanda hafi verið greint frá því. Stefnandahafi verið ávísað blóðþrýstingslækkandi lyfjum að nýju, látin í téblóðsykursdagbók og gerð grein fyrir mikilvægi þess að mæla blóðsykur a.m.k.tvisvar en helst fjórum sinnum á dag. Þá bókaði B stefnanda til viðtals 30. janúar2008 hjá næringarfræðingi og hjúkrunarfræðingi á göngudeild sykursjúkra áFjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri en þangað átti hann að hafa meðferðisniðurstöðu blóðsykursmælinga.Þrátt fyrir þessi fyrirmæli mætti stefnandi ekki í boðaða skoðun heldurmætti hann fyrst til eftirlits hjá B 18. febrúar 2009. Í læknabréfi B frá þeimdegi kemur fram að blóðþrýstingur sé orðinn hár og að stefnandi sé kominn meðnýrnaskemmdir. Var stefnanda ávísað blóðþrýstingslyfinu […]. Var stefnandi boðaðurtil endurkomu þremur mánuðum síðar. Stefnandi mætti ekki í boðaða endurkomu en kom til B 13. nóvember 2009.Við þá skoðun ritaði B að stefnandi væri nærri blindur á hægra auga og hefðitvisvar sinnum farið í augnaðgerð vegna augnsjúkdóms tengdum sykursýki. Komfram að stefnandi mældi ekki blóðsykur og væri í afneitun vegna þessa.Stefnanda var ávísað blóðþrýstingslyfinu […]. og boðaður í endurkomu sex vikumsíðar. Stefnandi kom næst til B 14.apríl 2010 og þá var honum ávísað nýjum lyfjum í sama styrkleikamagni. Hinn 23.júní 2010 kom stefnandi í eftirlit til B og var í göngudeildarnótu bókað aðstefnandi væri svo til alveg blindur á hægra auga og búinn að fá leysigeisla íþað vinstra. Þá kemur fram að stefnandi sé slapplegur og með vott af bjúg ábáðum fótum. Síðan segir að blóðþrýstingur hans sé alltof hár og var það álitlæknisins að ástand stefnanda væri mjög slæmt og voru lyf stefnanda aukin, aukþess sem honum var gert að koma í blóðprufu og til eftirlits eftir um það biltvo og hálfan mánuð. Þetta var síðasta koma stefnanda til B áður en stefnandivar lagður inn á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tilmeðhöndlunar á háþrýstingi 14. september 2010. Stefnandi veiktist hastarlega á leiðinni frá heimili sínu […] tilAkureyrar og var ákveðið að leggja hann inn til frekari meðhöndlunar áblóðþrýstingi. Blóðþrýstingur við innlögn var 200/115. Í kjölfarið fékkstefnandi tilvísun til nýrnalæknis og innkirtlasérfræðings. Í málinu liggur frammi bréf D augnlæknis til E, framkvæmdastjóralækninga á Landspítala háskólasjúkrahúsi, dagsett 20. desember 2011. Þar kemurfram að stefnandi hafi komið til F frá G, augnlækni á Akureyri, um mitt ár 2009með diabetiska proliferation í hægra auga. Stefnanda hafi verið gefin 1200 skotí vinstra auga af Argoniaser og síðan hafi hann verið sendur til D, sem hafihinn 2. júní 2009 numið brott himnur og gefið stefnanda lasermeðhöndlun íaugnbotn, auk þess sem blæðandi æðar hafi verið stoppaðar með brennara. Segirjafnframt að aðgerðin hafi gengið án vandræða og stefnandi hafi útskrifastdaginn eftir. Stefnandi hafi síðan komið í reglubundið eftirlit. Í ljós hafi komið aðsjónhimnan var að losna og því hafi D gert aðra aðgerð á stefnanda 1. júlí samaár og þá hafi verið komið fyrir bandi umhverfis augað, auk þess sem frekarihimnur hafi verið fjarlægðar, laser gefinn og sett inn silicon-olía. Þá er þvílýst að stefnandi hefði myndað frekari himnur eftir fyrri aðgerð og þá hafihann verið með blæðingu undir sjónhimnu og fellingu í sjónhimnu. Aðgerðin hafitekist vel og stefnandi farið heim daginn eftir. Stefnandi kom til eftirlits17. febrúar 2010 og var þá sem fyrr með ský á auga en auk þess hafði blætt inní vinstra augað. Hann fékk því frekari lasermeðferð á vinstra auga og þá varsend beiðni til H augnlæknis um að fjarlægja hægri augastein, auk þess semóskað var eftir að metið yrði hvort rétt væri að taka silicon-olíuna. Því erlýst í framangreindu bréfi að með þessu hafi verið reynt að fá eins góða sjónog mögulegt væri á hægra auga þar sem blæðing í vinstra auga hindraði sjón.Stefnandi fékk frekari lasermeðferð og fór í aðgerð 21. maí 2010 þar semaugasteinninn var tekinn og himnur á sjónhimnu voru fjarlægðar, auk þess semsett var inn silicon-olía. Stefnandi fór heim daginn eftir og við útskrift erþví lýst að augnþrýstingur hafi verið í lagi og sjónhimna flöt.Móðir stefnanda hafði samband við lækni á Heilsugæslunni […] tveimurdögum síðar eða 23. maí 2010. Í sjúkraskrám segir að vakthafandi læknir hafiátt samskipti við móður stefnanda en hann hafi kvartað undan verkjum í kjölfaraðgerðarinnar. Fram kemur að móðirin sé hvött til að heyra í þeim áaugndeildinni, en þá segir hún að stefnandi sé ekki það slæmur. Voru stefnandagefin verkjalyf. Þegar stefnandimætti til endurkomu á dag- og göngudeild augnlækninga Landspítalaháskólasjúkrahúss 28. maí 2010 er skráð í skýrslur að sex dögum áður hafi hannfengið slæman verk í hægra auga ásamt ógleði og uppköstum sem hafi veriðviðvarandi síðan þá. Því er lýst að stefnandi hafi ekki haft samband viðaugndeild. Stefnandi reyndist vera meðmjög háan augnþrýsting og var lagður inn á spítalann í einn sólarhring. Um sumarið var stefnandi íreglubundnu eftirliti hjá D augnlækni á stofu hans en einnig eru skráðarheimsóknir á augndeild Landspítala háskólasjúkrahúsi. Skráð er „acut“ skoðun 4.júní 2010 vegna óþols við ljósi. Ekkier bókað í sjúkraskrá að blóðþrýstingur hafi verið mældur. Stefnandi var síðanskoðaður 8. júní 2010 á augnlæknastöðinni […]. Stefnandi hafði samband viðaugndeild sjúkrahússins í byrjun ágúst og fannst sjónin á vinstra auga vera aðversna og var stefnanda gefinn tími á sjúkrahúsinu 9. ágúst 2010. Stefnandi leitaðiaftur til læknis á Heilsugæslu […] 5. ágúst 2010. Samkvæmt sjúkraskrá kom hanntil þess að fá vottorð vegna umsóknar um örorkumat. Þá mældist blóðþrýstingur stefnanda 190/115. Einnig segir aðstefnandi sé í eftirliti vegna sykursýki hjá B lækni og í reglubundnu eftirlitiá tveggja vikna fresti hjá D augnlækni í […]. Stefnandimætti á augndeild Landspítala háskólasjúkrahúss 9. ágúst og var sjón hans þá0,5 á vinstra auga. Samkvæmt sjúkraskrám kom stefnandi aftur á augndeildina 30.sama mánaðar með versnandi sjón á vinstra auga og var aðgerð ákveðin í byrjunoktóber. Sjón á vinstra auga hélt áfram að versna og leitaði stefnandi til Iaugnlæknis 7. september 2010 sem sendi stefnanda áfram til J augnlæknis semskoðaði hann daginn eftir. Kemur fram í áðurnefndu bréfi D að „bæði blóðsykurog blóðþrýstingur voru í slæmu ásigkomulagi“ hinn 8. september 2010 og taldi Jmikilvægt að koma þessum þáttum í lag áður en til aðgerðar kæmi. Hinn22. október 2010 var gerð aðgerð á vinstra auga stefnanda og augasteinn tekinnsamfara því að örvefur var fjarlægður af yfirborði sjónhimnu. Fyrst eftiraðgerðina virtist ganga vel og sjónhimna virtist flöt. Hins vegar jókst mjögaugnþrýstingur stefnanda sem erfiðlega gekk að hemja og þurfti endurtekið aðtappa af forhólfi í vinstra auga. Því var gerð önnur aðgerð á stefnanda 25.sama mánaðar og þá var komið fyrir bandi, auk þess sem silicon-olía varfjarlægð. Við ómskoðun 2. nóvember sama ár var sjónhimna flöt. Bókað er umskoðanir 15. og 22. nóvember sem sýna minnkandi bólgu og eðlilegan þrýsting.Hinn 30. nóvember var gerð svo kölluð „vi. vitractomia“ með hreinsun á himnumog náðist sjónhimna þá flöt. Stefnandi útskrifaðist 6. desember sama ár. Svo sem fyrr er getið hefur stefnandi númisst sjón á báðum augum. Með umsókn til stefnda, dagsettri 25. október 2010,sótti stefnandi um bætur á grundvelli laga nr. 111/2000, um sjúklingatryggingu.Stefndi hafnaði erindi stefnanda með ákvörðun, dagsettri 12. apríl 2011.Niðurstaðan byggði á því að atvikið félli ekki undir 2.gr. framangreindra laga og að tjónið væriafleiðing grunnsjúkdóms stefnanda en ekki meðferðar. Stefnandi ritaðibréf til ríkislögmanns 7. nóvember 2011 og fór fram á afstöðu hans tilbótaskyldu ríkisins. Bótaskyldu var hafnað með bréfi, dagsettu 18. janúar 2012.Hinn 22. október 2012 höfðaði stefnandi mál á hendur íslenska ríkinu og B læknitil viðurkenningar á óskiptri skaðabótaábyrgð þeirra á líkamstjóni stefnandavegna mistaka við sjúkdómsmeðferð á tímabilinu apríl til september 2010 átilteknum sjúkrastofnunum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur voru íslenska ríkiðog B sýknaðir af kröfum stefnanda og var sá dómur staðfestur með dómiHæstréttar Íslands, sem kveðinn var upp 11. júní 2015, í máli réttarins nr.599/2014. Eins og áður er rakið hefur stefnandi nú höfðað mál þetta til þess aðfá fellda úr gildi stjórnvaldsákvörðun stefnda frá 12. apríl 2011 og jafnframttil viðurkenningar á skaðabótaábyrgð á grundvelli laga nr. 111/2000, umsjúklingatryggingu. IIIStefnandi byggir á því, að hann hafi orðið fyrirsjúklingatryggingaratburði á tímabilinu 1. janúar 2009 til 1. janúar 2011 meðþeim afleiðingum að hann varð fyrir varanlegu líkamstjóni og því sé stefndiskaðabótaskyldur á grundvelli 2. gr. laga nr. 111/2000, um sjúklingatryggingu. Stefnandi byggir á að tjón hans megi rekja til ónógseftirlits lækna með háum blóðþrýstingi sínum og með því að bregðast ekki réttvið þegar lyfjagjöf virkaði ekki sem skyldi og skilaði ekki tilætluðum árangrimeð lækkun blóðþrýstings stefnanda. Stefnandi byggir á því, að ef viðkomandiframkvæmd, meðhöndlun, eftirfylgni og samvinna starfsfólks viðkomandi þriggjaheilbrigðisstofnanna hefði verið með eðlilegum hætti, hefði mátt komast hjá þvítjóni í heild eða hluta sem stefnandi hafi orðið og vísar stefndi að þessuleyti til 3. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, einkum 3. mgr. Ekki hafiverið sýnt fram á að nokkur samskipti eða samstarf hafi verið viðhaft viðmeðhöndlun stefnanda og hafi stefnandi því ekki fengið þá læknisþjónustu semhann átti rétt á.Stefnandi vísartil þess að B læknir, sem komið hafi fram fyrir hönd Fjórðungssjúkrahússins áAkureyri, hafi ekki brugðist rétt við hættuástandi, sem skapast hafi vegnaháþrýstings stefnanda 14. apríl 2010. Í læknabréfi hans, dagsettu sama dag,komi fram að stefnandi hafi verið svo til blindur á hægra auga og að blóðþrýstingurhafi mælst alltof hár. Að mati stefnanda hafi B borið að bregðast við hinum háablóðþrýstingi með því að þétta eftirlit eða prufa önnur lyf, ekki síst í ljósi þess að stefnandi hafiverið orðinn blindur á hægra auga.Þá hafi sami læknirjafnframt sýnt af sér gáleysi með því að bregðast ekki við hættuástandi, semkomið hafi upp vegna háþrýstings stefnanda 23. júní 2010 þegar stefnandi hafimætt í skoðun til hans á göngudeild. Blóðþrýstingur stefnanda hafi verið kominní 172/118 og fram komi í greinargerð læknisins til sjúkrahússins, dagsettri 7.febrúar 2011, að hann hafi látið stefnanda auka blóðþrýstingslyfin og sett hanná tiltekið lyf. Stefnandi byggir á því að honum hafi aldrei verið tilkynnt umnýtt fyrirkomulag á lyfjainntöku og hafi hann tekið sömu lyf allt þar til hannvar lagður inn 14. september 2010. Þá byggirstefnandi einnig á því, að rétt hefði verið að bregðast við háum blóðþrýstingistefnanda með því að boða hann mun fyrr í eftirlit og þá sérstaklega eflæknirinn taldi sig vera að breyta um lyfjagöf og auka hana um helming frá þvísem áður hefði verið. Stefnandi vísartil þess, að framangreindur læknir hafi ávallt komið fram sem sérfræðingur viðþeim vanda, sem stefnandi hafi glímt við, en síðar hafi komið á daginn að hannvar ekki sérfræðimenntaður á því sviði. Byggir stefnandi á að ekki sé sýnt framá að læknirinn hafi haft sérfræðikunnáttu eða menntun í meðhöndlun sykursjúkraen hann sé skráður sem gigtarlæknir hjá framangreindu sjúkrahúsi. Þá bendirstefnandi á að hvergi sé í gögnum, sem stafi frá lækninum eða sjúkrahúsinu,getið um samstarf eða samráð við augnlækna þá sem hafi haft stefnanda tilmeðferðar. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að starfsmenn eðalæknar Landspítala háskólasjúkrahúss hafi sýnt af sér gáleysi með því aðbregðast ekki við hættuástandi sem komið hafi upp vegna háþrýstings stefnanda.Vísar stefnandi til þess að eftir aðgerð 21. maí 2010 hafi hann verið sendurheim daginn eftir, án þess að honum hafi verið leiðbeint á neinn hátt um það,hvernig hann ætti að haga sér kæmi eitthvað uppá, þótt legið hafi fyrir aðstefnandi byggi í öðru byggðarlagi. Eftir að hafa farið norður til Akureyrardaginn eftir útskrift og síðan fengið slæma verki degi síðar. Þegar móðirstefnanda hafi haft samband við lækni á Heilsugæslunni […] sem hefði ávísaðverkjalyfjum í gegnum síma, án þess að huga frekar að stefnanda. Þá vísar stefnandi til þess að þegar hann hafi veriðskoðaður á göngudeild augnlækninga á Landspítala háskólasjúkrahúsi hinn 4. júní2010 hafi ekkert verið bókað um blóðþrýstingsmælingu í sjúkraskrá. Samkvæmtframlögðu læknabréfi hafi einungis farið fram augnskoðun á stefnanda 24. júní2010 á einkastofu D augnlæknis en blóðþrýstingur stefnanda hafi ekki veriðmældur. Ekkert sé bókað um þessa komu í sjúkraskrá né um komu stefnanda tilsama læknis 7. júlí sama ár. Stefnandi vísar til þess að aðgerðir, sem hann undirgekkstá Landspítala háskólasjúkrahúsi, séu því á ábyrgð viðkomandi stofnunar og aðsjúkrahúsið losni ekki undan þeirri ábyrgð, þótt viðkomandi læknar hafi ekkihaft tíma til þess að hitta stefnanda þar. Stefnandi byggir á því að aðkomalækna vegna daprandi sjónar hans á vinstra auga í ágúst og september 2010, semleitt hafi til aðgerðar í byrjun október sama ár, sýni að skráningar viðkomandiheilbrigðisstarfsmanna séu ófullnægjandi og að ábyrgðalaust hafi verið að geraaðgerðir á sjúklingi sem ekki sé líkamlega í stakk búinn að til að undirgangastslíkar aðgerðir. Í það minnsta hefði þurft að meta heilsu stefnanda eða hafasamráð við sérfræðing sem hefði yfirsýn yfir stöðu stefnanda. Stefnandi vísartil ákvæða 3. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, sérstaklega 3. mgr.,varðandi samráð sjúkrastofnana um meðferð og önnur úrræði.Stefnandi byggir á því að starfsmennHeilbrigðisstofnunarinnar […] hafi sýnt af sér gáleysi með því að bregðast ekki við þegar móðirstefnanda leitaði til stofnunarinnar 23. maí 2010 eftir að stefnandi hafðifengið slæman verk í hægra auga, auk ógleði og uppkasta í kjölfar aðgerðartveimur dögum áður. Hafi stefnanda verið ávísað verkjalyfjum í stað þess aðhonum væri vísað til sérfræðings eða lagður inn á stofnunina þar sem einkennihans hafi bent til háþrýstings. Þá hafi starfsmenn stofnunarinnar einnig sýntaf sér gáleysi með því að bregðast ekki við hættuástandi vegna háþrýstingsstefnanda 5. ágúst 2010. Stefnandi hefurbyggt á því, að ákveðnir heilbrigðisstarfsmenn beri óskipta ábyrgð á tjónistefnanda og að um samverkandi tjónsorsakir sé að ræða. Athafnaleysi starfsmanna stofnananna leiði til þess að þeir beri söksamkvæmt skaðabótarétti. Fyrir liggi að læknisþjónusta hafi ekki veriðnægjanlega samfelld og að samvinna og samskipti milli lækna hafi veriðófullnægjandi. Þá hafi skort á leiðbeiningar til stefnanda um það, hvernighonum bæri að hegða sér og bregðast við eftir aðgerðir. Stefnandi byggir á þvíað hann hafi sannað að athafnir og athafnaleysi starfsmanna viðkomandiheilbrigðisstofnana séu með þeim hætti að viðkomandi aðilar beri ábyrgð áástandi stefnanda í heild eða hluta. Því standi það þeim nær að sýna fram á aðstaða stefnanda væri ekki með sama hætti í dag, ef rétt hefði verið brugðistvið sjúkdómseinkennum hans. Stefnandi vísar að þessu leyti tilsakarlíkindareglu skaðabótaréttarins.Stefnandi byggir á því, að enda þótt ekki hafi verið sannaðað um sök hafi verið að ræða hjá þeim heilbrigðisstarfsmönnum, sem hafi veitthonum læknisþjónustu á tímabilinu 1. janúar 2009 til og með 1. janúar 2011,eigi stefnandi rétt á bótum á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga nr. 111/2000, umsjúklingatryggingu, sbr. 2. gr. laganna. Um sé að ræða sjúklingatryggingaatburð.Stefndi beri því ábyrgð á tjóni stefnanda á grundvelli laga nr. 111/2000, umsjúklingatryggingu, sbr. 1. tl. 1. mgr. 2. gr. laganna en til vara sbr. 2., 3.og 4. tl. sömu lagagreinar.Málatilbúnaður stefnanda byggist því á að ábyrgð og bótaskyldastefnda grundvallist á 1. gr., sbr. 2. gr., laga nr. 111/2000 þannig að bæturskuli greiða, án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmtreglum skaðabótaréttarins, enda megi að öllum líkindum rekja tjónið til þeiraatvika, sem talin séu upp í töluliðum 1-4. Leiði könnun á málsatvikum í ljós aðlíklegra sé að tjónið stafi að meðferð en öðrum orsökum sé því um að ræðabótaskylt tjón Um lagarök vísar stefnandi framangreindu til viðbótar til9. og 10. gr. laga nr. 53/1998, um lækna, 3. og 5. gr. laga nr. 74/1997, umréttindi sjúklinga, 4. og 6. gr. laga nr. 55/2009, um sjúkraskrá, auk laga nr.40/2007, um heilbrigðisþjónustu og laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu.Mál þetta er rekið sem viðurkenningarmál með vísan til 2.mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Stefnandi kveðst beinaviðurkenningarkröfunni að stefnda með heimild í 13. gr laga nr. 111/2000, sbr.10. og 11. gr. laganna. Stefnandi bendir á að hann hafi tilkynnt umrætt atvik tilstefnda 25. október 2010 en fengið höfnun á kröfu sinni með bréfi stefnda,dagsettu 12. apríl 2011. Þá þegar hafiverið farið fram á viðurkenningu á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins ágrundvelli sakar starfsfólks viðkomandi sjúkrastofnana. Dómur HæstaréttarÍslands hafi verið kveðinn upp 11. júní 2015 og þá fyrst hafi stefnandi vitaðað hann myndi ekki fá bætur frá íslenska ríkinu. Höfnun ríkislögmanns ábótaskyldu hafi ekki borist fyrr en í ársbyrjun 2012. Stefnandi byggir ógildingarkröfu sína á því, aðefnisannmarki sé á stjórnvaldsákvörðun stefnda frá 12. apríl 2011 og að brotiðhafi verið gegn efnisreglum stjórnsýsluréttarins við þá ákvörðun, m.a.rannsóknarreglu, meðalhófsreglu, lögmætisreglu sem og að viðkomandi ákvörðunhafi ekki verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Stefnandi skírskotar til þeirra lagareglna, sem tilgreindar hafa veriðhér að framan, þ.e. ákvæða laga nr. 111/2000 og til skaðabótalaga nr. 50/1993með síðari breytingum. Jafnframt er vísað til skráðra og óskraðra reglnastjórnsýsluréttarins um hæfi, málshraðareglunnar sem og til lögmætisreglunnarog reglunnar um andmælarétt. Loks vísar stefnandi til ógildingarreglnastjórnsýsluréttarins.IVStefndi mótmælir öllum dómkröfum og málsástæðum stefnanda, sem byggja áætluðum bótaskyldum athöfnum, athafnaleysi og/eða mistökum stefnda sem röngumog ósönnuðum. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi fengið rétta og vandaðalæknismeðferð, miðað við bestu fáanlegu þekkingu hverju sinni.Sýknukrafa stefnda byggist í fyrsta lagi á því, að hugsanleg krafastefnanda í sjúklingatryggingu stefnda sé fyrnd. Í öðru lagi byggir stefndisýknukröfu sína á því að hann eigi ekki aðild að kröfu er varði meinta annmarkaá meðferð B, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Loksbyggir stefndi sýknukröfu sína á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að tjónstefnanda verði rakið til veitingu læknisþjónustu starfsmannaheilbrigðisstofnana sem stefndi beri ábyrgð á. Stefndi telur að tjón stefnandasé einungis að rekja til alvarlegs undirliggjandi grunnsjúkdóms, enda hafi bæðinýrna- og augnbotnsskemmdir komið til löngu fyrir 1. janúar 2009. Að því er varðar málsástæðu um fyrningu vísar stefndi til þess að meðumsókn, sem borist hafi stefnda hinn 23. nóvember 2010, hafi stefnandi sótt umbætur úr sjúklingatryggingu samkvæmt lögum nr. 111/2000, um sjúklingatryggingu.Stefndi hafi hafnað greiðslu bóta með ákvörðun 12. apríl 2011. Samkvæmt 19. gr.laga nr. 111/2000 fyrnist krafa um bætur samkvæmt lögunum þegar fjögur ár eruliðin frá því að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Samkvæmt16. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, sé fyrningu slitið þegarkröfuhafi leggur málið til ákvörðunar fyrir stjórnvald sem hefur sérstaktákvörðunarvald til þess að ljúka deilu um ágreininginn. Samkvæmt 21. gr. sömulaga hefjist nýr fyrningarfrestur þegar lögsókn eða í þessu tilfelli þegarendanleg ákvörðun hefur verið tekin hjá bæru stjórnvaldi. Nýr fyrningarfresturhafi því tekið að líða hinn 12. apríl 2011 og hafi krafa stefnanda því verið fyrndþegar mál þetta var höfðað með birtingu stefnu hinn 16. desember 2015. Beri þvíað sýkna stefnda af kröfu stefnanda vegna fyrningar. VStefnandi krefst þess að felld verði úr gildi stjórnvaldsákvörðunstefnda frá 12. apríl 2011. Með þeirriákvörðun hafnaði stefndi umsókn stefnanda, dagsettri 25. október 2010, um bæturúr sjúklingatryggingu samkvæmt lögum nr. 111/2000, um sjúklingatryggingu, meðþeim rökum að tjón stefnanda væri afleiðing grunnsjúkdóms hans en ekki þeirrarmeðferðar sem hann hefði notið. Stefnandi byggir dómkröfur sínar hins vegar áþví, að hann hafi orðið fyrir sjúklingatryggingaratburði á tímabilinu 1. janúar2009 til 1. janúar 2011 sem leitt hafi til þess að hann hafi hlotið varanlegtlíkamstjón. Tjón stefnanda megi rekja til þess að hann hafi ekki fengið þálæknisþjónustu sem hann hafi átt rétt á og að stefndi beri skaðabótaábyrgð áþví á grundvelli 2. gr. framangreindra laga nr. 111/2000. Í máli þessu krefststefnandi þess jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaábyrgð á grundvelli laganr. 111/2000 vegna læknismeðferðar á tilteknum heilbrigðisstofnunum áofangreindu tímabili. Af framangreindu er ljóst að stefnandi byggir dómkröfur sínar í máliþessu á ákvæðum 2. gr. laga nr. 111/2000, um , en þar kemur fram að bætur skuligreiða, án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglumskaðabótaréttarins, enda megi að öllum líkindum rekja tjónið til einhversþeirra tilvika sem þar eru talin upp. Í 19. gr. laga nr. 111/2000 er að finna sérstakt ákvæði um fyrningukrafna um bætur samkvæmt lögunum. Þar er í 1. mgr. mælt fyrir um að slíkarbótakröfur fyrnist þegar fjögur ár eru liðin frá því að tjónþoli fékk eða máttifá vitneskju um tjón sitt. Síðan segir í 2. mgr. að krafan fyrnist þó eigisíðar en þegar tíu ár eru liðin frá atvikinu sem hafði tjón í för með sér. Umfrestsákvæði 1. mgr. lagaákvæðisins, sem þá var 18. gr. en er 19. gr. ílögunum, segir í athugasemdum með frumvarpi til framangreindra laga aðnauðsynlegt hafi þótt að tiltaka sérstakan fyrningarfrest á bótakröfum, m.a.vegna þess hversu erfitt sé að ganga úr skugga um hvort skilyrði bóta séu fyrirhendi löngu eftir að málsatvik gerðust. Fyrningarfrestur 1. mgr. sé lengri enfyrningarfrestur samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð og ákvæðið um upphaffjögurra ára fyrningarfrestsins geti leitt til þess að sjúklingur haldi kröfusinni miklu lengur en í fjögur ár frá því að tjónsatvik bar að höndum því aðfyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en tjónþoli hafi fengið eða mátt fávitneskju um tjón sitt. Um 2. mgr. lagaákvæðisins segir í athugasemdum aðfyrningarfrestur ákvæðisins sé jafnlangur og almennt gerist um fyrninguskaðabótakrafna samkvæmt fyrningarlögum og að um slit fyrningar fari eftiralmennum réttarreglum um fyrningu.Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi hafði vitneskju um tjónsitt þegar hann sótti um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 með umsókn,dagsettri 25. október 2010, og virðist það óumdeilt. Þegar litið er tiláðurgreindra athugasemda um að um slit fyrningarfrests samkvæmt 19. gr. laganr. 111/2000 fari eftir almennum réttarreglum um fyrningu, verður að fallast áþað með stefnda að hér verði að líta til ákvæða 16. gr. laga nr. 150/2007, umfyrningu kröfuréttinda. Í ljósi tilvísunarinnar til almennra réttarreglna umfyrningu þykir engu breyta að þessu leyti, þótt framangreind fyrningarlög hafiekki verið sett fyrr en eftir að lög nr. 111/2000 tóku gildi. Samkvæmt 16. gr.laga nr. 150/2007 er fyrningu slitiðþegar kröfuhafi leggur mál sitt til ákvörðunar fyrir stjórnvald sem hefursérstakt ákvörðunarvald til þess að ljúka deilu um ágreininginn. Jafnframt ertekið fram að þetta gildi, þótt kæra megi ákvörðunina til annars stjórnvaldseða dómstóla. Af 21. gr. laganna verður ráðið að nýr fyrningarfrestur tekur aðlíða þegar ákvörðun hefur verið tekin samkvæmt 16. gr. Að þessu virtu verður aðlíta svo á, að í máli þessu hafi nýr fyrningarfrestur vegna dómkröfu stefnandaum viðurkenningu á bótaskyldu stefnda á grundvelli laga nr. 111/2000 byrjað aðlíða þegar stefndi hafnaði bótakröfu stefnanda hinn 12. apríl 2011. Mál þetta varhöfðað hinn 16. desember 2015 en þá voru liðin meira en fjögur ár frá því aðumþrætt ákvörðun stefnda lá fyrir. Í þessu ljósi og með vísan til allsframanritaðs er það því niðurstaða dómsins að krafa stefnanda um viðurkenninguá bótaskyldu stefnda á grundvelli laga nr. 111/2000 sé fyrnd og er stefndi þvísýknaður af viðurkenningarkröfu stefnanda. Ekki þykir hald í þeim sjónarmiðumstefnanda, sem fram komu við aðalmeðferð málsins, að á stefnda hafi hvíltupplýsingaskylda um fjögurra ára fyrningarfrest. Þá verður heldur ekki fallistá það með stefnanda, að sá megintilgangur setningar laga nr. 111/2000 aðsjúklingar eigi greiðari aðgang að bótum en áður var, leiði til annarrarniðurstöðu um fyrningu en hér hefur verið komist að. Er sjónarmiðum stefnandaað þessu leyti því hafnað. Í ljósi þessararniðurstöðu verður ekki séð að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dómum þá kröfu sína að felld verði úr gildi stjórnvaldsákvörðun stefnda frá 12.apríl 2011. Dómurinn telur því óhjákvæmilegt að vísa þeirri kröfu frá dómi afsjálfsdáðum.Eins og áður ergetið var sakarefni máls þessa skipt og er nú einungis leyst úr ágreiningiaðila sem lýtur að fyrningu. Í ljósi framangreindrar niðurstöðu dómsins um aðviðurkenningarkrafa stefnanda sé fyrnd og um frávísun á kröfu stefnanda um aðfelld verði úr gildi áðurgreind stjórnvaldsákvörðun er málinu í heild lokið meðþessum dómi. Eins og mál þettaer vaxið þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. ArnfríðurEinarsdóttir kveður upp dóm þennan.D ó m s o r ð:Kröfu stefnanda, A, um að felld verði úrgildi stjórnvaldsákvörðun frá 12. apríl 2011 er vísað frá dómi af sjálfsdáðum.Stefndi, Sjúkratryggingar Íslands, er sýkn af kröfu stefnanda um aðviðurkennd verði skaðabótaábyrgð með vísan til laganr. 111/2000, á líkamstjóni stefnanda sem hann varð fyrir vegna læknismeðferðará tímabilinu 1. janúar 2009 til 1. janúar 2011 á viðkomandi sjúkrastofnunum,Landspítala háskólasjúkrahúsi, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri ogHeilbrigðisstofnuninni […].Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 159/2017 | Greiðsluaðlögun Vextir Stjórnarskrá | K krafðist þess að viðurkennt yrði að A hf. hafi verið óheimilt að krefjast dráttarvaxta á tvö fasteignaveðslán vegna vanskila á því tímabili sem K hafði notið frestunar greiðslna samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt a. lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 væri lánardrottnum óheimilt að krefjast eða taka við greiðslu á kröfum sínum meðan á frestun greiðslna stæði. Þá skyldi samkvæmt 7. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ekki reikna dráttarvexti á kröfur þann tíma sem greiðsludráttur væri ef skuldari héldi af lögmætum ástæðum eftir greiðslu eða hluta hennar og talið að svo hafi háttað til um hagi K það tímabil sem um ræddi. Þá kom fram að þar sem krafa um dráttarvexti yrði aðeins höfð uppi á grundvelli lögbundinni heimilda væri löggjafanum að sama skapi fært að setja slíkum heimildum þær skorður sem kæmi fram í fyrrnefndri 7. gr. og að sú tilhögun færi ekki í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Var krafa K því tekin til greina. | Dómur HæstaréttarMál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og KarlAxelsson, Árni Kolbeinsson fyrrverandi hæstaréttardómari og Símon Sigvaldason dómstjóri.Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 31. janúar2017 að fengnu áfrýjunarleyfi. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 15.mars 2017 og var málinu áfrýjað öðru sinni 8. sama mánaðar. Hann krefst sýknuaf kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms ogmálskostnaðar fyrir Hæstarétti.Réttargæslustefndi hefur ekki látið málið til sín takafyrir Hæstarétti.Eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi nautstefndi samkvæmt 1. mgr. 11. gr., sbr. 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða viðlög nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, frestunar greiðslna frá 9.febrúar 2011 til og með 18. desember 2013, meðan umsókn hans um greiðsluaðlögunvar til meðferðar eftir lögunum. Í 2. mgr. 11. gr. laganna er kveðið á um að vextir falliá skuldir meðan frestun greiðslna stendur en þeir séu ekki gjaldkræfir. Vextiraf kröfum sem tryggðar eru með veði í eign er skuldari fær að halda gjaldfallaþó í samræmi við samninga þar um, að því marki sem veð svarar til verðmætishinnar veðsettu eignar. Stendur ágreiningur aðila um það eitt hvort áfrýjanda hafiverið heimilt að reikna dráttarvexti á tvö fasteignaveðlán vegna vanskilastefnda á ofangreindu tímabili samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr.laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Hvorki orðalag 2. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 nélögskýringargögn taka af skarið um hvort hugtakið vextir í lagaákvæðinu nái aukalmennra vaxta einnig til dráttarvaxta. Verður því við úrlausn málsins að lítatil almennra reglna um heimildir kröfuhafa til að krefja skuldara umdráttarvexti af ógreiddum peningakröfum.Samkvæmt a. lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 erlánardrottnum óheimilt að krefjast eða taka við greiðslu á kröfum sínum meðan áfrestun greiðslna stendur. Ákvæði 7. gr. laga nr. 38/2001 kveður meðal annars á umað ekki skuli reikna dráttarvexti á kröfur þann tíma sem greiðsludráttur verðuref skuldari heldur af lögmætum ástæðum eftir greiðslu eða hluta hennar. Háttaðisvo til um hagi stefnda í þessu máli það tímabil sem um ræðir. Þar sem krafa umdráttarvexti verður aðeins höfð uppi á grundvelli lögbundinna heimilda erlöggjafanum að sama skapi fært að setja slíkum heimildum þær skorður sem framkoma í 7. gr. laganna og fer sú tilhögun ekki í bága við 72. gr.stjórnarskrárinnar. Samkvæmt framansögðu verður hinn áfrýjaðidómur staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrirHæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Arion banki hf., greiði stefnda, KristniÞresti Vagnssyni, 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 26. október 2016.Mál þetta sem dómtekið var 18.október 2016 var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, 20. janúar 2016, afKristni Þresti Vagnssyni, Lækjarfit 8, Garðabæ, á hendur Arion banka hf.,Borgartúni 19, Reykjavík og Guðnýju Sigurðardóttur, Lækjarfit 8, Garðabæ, tilréttargæslu.Kröfur aðilaAf hálfu stefnanda er þesskrafist að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt að krefjastefnanda um dráttarvexti, samkvæmt lögum nr. 38/2001, á ógreiddar eftirstöðvarveðskuldabréfs nr. 371-74-11278, nú með lánsnúmerið 0351-35-394811278, semstefnandi og réttargæslustefnda hafi gefið út til Kaupþings Búnaðarbanka hf.,kt. 560882-0419, 13. október 2004, en sé nú í eigu stefnda, frá og með 9.febrúar 2011 til og með 18. desember 2013. Þá krefst stefnandi þess aðviðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt að krefja stefnanda umdráttarvexti, samkvæmt lögum nr. 38/2001, á ógreiddar eftirstöðvarveðskuldabréfs nr. 0318-35-4713, nú með lánsnúmerið 0318-35-019093, semstefnandi og réttargæslustefnda hafi gefið út til stefnda þann 25. febrúar2010, frá og með 9. febrúar 2011 til og með 18. desember 2013. Þá krefststefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað aðskaðlausu samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi,sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins ef til hennar komi. Af hálfu stefnda er krafist sýknuaf kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til þessað greiða honum málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Ekki eru í málinu gerðar kröfur áhendur réttargæslustefndu eða kröfur af hennar hálfu.AtvikmálsStefnandi,sótti um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara með umsókn móttekinni, 9.febrúar 2011. Meðal skulda stefnanda á þessum tíma var skuld samkvæmtveðskuldabréfi, nr. 371-74-11278, útgefnu af stefnanda og réttargæslustefndutil Kaupþings Búnaðarbanka hf., 13. október 2004. Um var að ræða svonefntíbúðarlán til 40 ára að höfuðstól 17.800.000 krónur. Fastir vextir af láninuvoru 4.2% að teknu tilliti til vaxtaafsláttar og var endurgreiðsla þess tryggðmeð 6. veðrétti í fasteigninni Lækjarfit 8, Garðabæ. Veðskuldabréfið varframselt þann 29. mars 2006 til Kaupthing mortages institutional investor fund,kt. 570196-9610, sem framseldi bréfið til stefnda, 4. maí 2012. Lánið er í dagmeð lánsnúmerið 351-35-394811278. Meðal skulda stefnanda var ennfremur skuldvið stefnda samkvæmt veðskuldabréfi útgefnu 25. febrúar 2010, upphaflega meðlánsnúmerið 318-4713, síðar 318-35-019093. Um var að ræða óverðtryggt lán aðhöfuðstól 16.050.213 krónur til þriggja ára með föstum 6% vöxtum tryggðu með 2.veðrétti og uppfærslurétti í fasteigninni Lækjarfit 8, Garðabæ. Óumdeilt er aðþegar stefnandi sótti um framangreinda greiðsluaðlögun hafi skuld samkvæmtbáðum veðskuldabréfunum verið í vanskilum. Meðákvörðun Umboðsmanns skuldara, 12. janúar 2012, var umsókn stefnanda umgreiðsluaðlögun hafnað með vísan til d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010um greiðsluaðlögun einstaklinga. Stefnandi kærði framangreinda ákvörðunUmboðsmanns skuldara, 26. janúar 2012, til Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála.Nefndin kvað upp úrskurð í málinu, 5. desember 2013, og var ákvörðunUmboðsmanns skuldara um að synja stefnanda um heimild til að leitagreiðsluaðlögunar staðfest. Úrskurðurinn var kynntur Umboðsmanni skuldara meðbréfi nefndarinnar, 17. desember 2013, og var úrskurðurinn móttekinn afUmboðsmanni skuldara, 18. desember 2013.Með bréfi stefnanda til stefnda, 19. ágúst 2015, fórstefnandi þess á leit að stefndi felldi niður dráttarvexti vegna framangreindraskulda, á tímabilinu frá og með 9. febrúar 2011 til og með 18. desember 2013.Stefndi hafnaði beiðninni með bréfi, 21.ágúst 2015. Stefnandi og stefndi munu íframhaldi af niðurstöðu kærunefndarinnar hafa átt í viðræðum um uppgjör áframangreindum skuldum stefnanda og mun þeim hafa lokið með munnlegusamkomulagi þess efnis að stefnandi greiddi eingreiðslu til stefnda í síðastalagi 15. september 2015 að fjárhæð 15.000.000 króna og skyldi fjárhæðinni að hluta ráðstafað inn á fyrrgreintskuldabréf nr. 318-35-019093. Gegn þeirri greiðslu samþykkti stefndi að veitaafslátt af dráttarvöxtum skv. skuldabréfum nr. 351-35-394811278 og nr.318-35-019093 og að eftirstöðvar skuldabréfanna yrðu færðar í skil. Stefnandiinnti greiðsluna af hendi, 10. september 2015. Við uppgjörið var skuldabréf nr.318-35-19093 gert upp með nýju skuldabréfi nr. 54107, útgefnu 24. nóvember 2015og skuldabréfi nr. 351-35-394811278 komið í skil.Í máli þessu deila aðilar umheimild stefnda til að reikna dráttarvexti af framangreindum skuldum stefnandaá tímabilinu 9. febrúar 2011 til og með 18. desember 2013 þ.e. á þeim tíma semstefnandi var í svonefndu greiðsluskjóli samkvæmt lögum nr. 101/2010 umgreiðsluaðlögun einstaklinga. Málsástæðurstefnanda og tilvísun til réttarheimildaStefnandi byggirá því að hann hafi notið greiðsluskjóls frá því að Umboðsmaður skuldara hafimóttekið umsókn hans um greiðsluaðlögun, 9. febrúar 2011, og þar tilUmboðsmaður skuldara hafi móttekið úrskurð Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála,18. desember 2013. Samkvæmt a – lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 sélánar-drottnum óheimilt, á meðan á frestun greiðslna standi, að krefjast eðataka við greiðslu á kröfum sínum. Tilvitnað ákvæði hafi þannig staðið í vegifyrir því að stefnandi greiddi af þeim skuldum sem hann hafi stofnað til áðuren tímabil greiðsluskjóls hafi hafist, óháð greiðslugetu eða greiðsluviljastefnanda. Óumdeilt sé í málinu að hvorki stefnandi né réttargæslustefnda hafiverið krafin um greiðslur á þeim kröfum sem dómkröfur stefnanda, aðrar enmálskostnaðarkrafan, taki til á tímabili greiðsluskjólsins. Á hinn bóginn liggifyrir að eftir að greiðsluskjóli stefnanda hafi lokið hafi stefndi krafiðstefnanda um dráttarvexti á kröfurnar á tímabili greiðsluskjólsins. Stefnandibyggi á því að stefnda hafi verið þetta óheimilt og sé að áskilja sér víðtækkröfuréttindi, sem séu ekki fyrir hendi. Stefnandi styðji mál sitt eftirfarandirökum. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 falli vextir á skuldir ámeðan frestun greiðslna standi en þeir séu ekki gjaldkræfir. Vextir af kröfumsem tryggðar séu með veði í eign, sem skuldari fái að halda, gjaldfalli þó ísamræmi við samninga þar um, að því marki sem veð svari til verðmætis hinnar veðsettueignar. Með almennum vöxtum sé átt við þá vexti sem falli á kröfu fram aðgjalddaga hennar, óháð því hver sé lögfræðilegur grundvöllur vaxtatökunnar,þ.e. hvort hún byggi á samningi, lögum, venju eða jafnvel á öðrum grundvelli,sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Með dráttarvöxtum sé áhinn bóginn átt við þá vexti sem falli á kröfur eftir gjalddaga hennar. Að matistefnanda segi það sig sjálft að í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 sé vísaðtil almennra vaxta en ekki dráttarvaxta. Staðreyndin sé sú að ekkert í lögumnr. 101/2010 heimili stefnda að reikna dráttarvexti á kröfur sínar gagnvartstefnanda á meðan stefnandi hafi notið greiðsluskjóls. Heimild til tökudráttarvaxta sé á hinn bóginn að finna í III. kafla laga nr. 38/2001 um vextiog verðtryggingu. Í 5. gr. laganna komi fram að hafi gjalddagi verið fyrirframákveðinn sé kröfuhafa heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknistaf ógreiddri peningakröfu frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi. Sé ekkisamið um gjalddaga kröfu þá sé heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeimdegi, þegar liðinn sé mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega hafi krafiðskuldara með réttu um greiðslu. Í 7. gr. laga nr. 38/2001 komi fram að ef atviksem varði kröfuhafa og skuldara verði ekki um kennt valdi því að greiðsla eigisér ekki stað skuli ekki reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsludrátturverði af þessum sökum. Sama eigi við ef greiðsla fari ekki fram vegna þess aðskuldari neyti vanefndaúrræða gagnvart kröfuhafa eða heldur af öðrum lögmætumástæðum eftir greiðslu eða hluta hennar. Að mati stefnanda blasi við aðskilyrði 2. málsl. 7. gr. laganna séu uppfyllt. Stefnandi hafi notiðgreiðsluskjóls á grundvelli laga nr. 101/2010. Á því tímabili hafi stefnandaverið óheimilt að greiða af skuldum sínum. Stefnandi hafi því augljóslegahaldið eftir greiðslu af kröfum stefnda af lögmætum ástæðum. Af þeim sökum séstefnda óheimilt samkvæmt 7. gr. laga nr. 38/2001 að reikna dráttarvexti ámeðan stefnandi hafi notið greiðsluskjóls. Þá sé einnig til þess að líta aðstefndi hafi hvorki krafið stefnanda né réttargæslustefndu um greiðslur ágrundvelli skilmála skuldabréfanna, sem um sé fjallað í kröfugerð stefnanda, átímabili greiðsluskjóls. Þvert á móti hafi bæði skuldabréfin verið greiðsluskjólsmerktí kerfum stefnda og engir greiðsluseðlar verið sendir út ágreiðsluskjólstímabilinu. Að mati stefnanda geti ekki staðist að stefnda verðitalið heimilt að krefja hann um dráttarvexti á tímabili greiðsluskjólsins,þegar hann hafi ekki mátt greiða af kröfunum lögum samkvæmt og stefndi hafiekki krafið hann um greiðslur með útgáfu greiðsluseðla. Í þessu sambandi beriað hafa í huga að dráttarvextir séu í raun skaðabætur fyrir vaxtatap. Það segisig sjálft að ekki séu greiddar skaðabætur undir þeim kringumstæðum sem hér séuþ.e. þegar kröfuhafi krefji skuldara ekki um greiðslur af kröfum sínum.Stefnandi byggi einnig á því að það sé andstætt markmiði laga umgreiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 og vilja löggjafans að heimilastefnda að reikna dráttarvexti á meðan stefnandi hafi notið greiðsluskjóls.Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 101/2010 sé markmið laganna að geraeinstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggjafjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæftsé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð.Ef niðurstaða dómsins yrði sú, þvert á væntingar stefnanda, að stefnda hafiverið heimilt að reikna dráttarvexti á tímabili greiðsluskjóls stefnanda væriverið að setja fordæmi sem væri í brýnni andstöðu við markmið laga nr. 101/2010og fæli það í sér að í raun væri veriðað refsa öllum þeim skuldurum sem leitað hafi sér aðstoðar og sótt umgreiðsluaðlögun en máli þeirra lokið með öðrum hætti en samningi, t.d. meðafturköllun umsóknar, niðurfellingu greiðsluaðlögunarumleitana eða Kærunefndgreiðsluaðlögunarmála hafi staðfest synjun. Ef máli ljúki ekki með samningi þáværu skuldirnar dráttarvaxtareiknaðar á meðan á greiðsluskjólinu standi ogumsækjandinn í raun í verri stöðu vegna þess að hann hafi leitað sér aðstoðarog fengið greiðsluskjól. Slík niðurstaða sé vitaskuld með öllu ótæk ogbersýnilega í andstöðu við tilgang og markmið laga nr. 101/2010. Þetta segi sigí raun sjálft því greiðsluskjólið sé óháð niðurstöðu og viðkomandi hafi ekkimátt greiða af skuldum sínum á meðan á greiðsluskjólinu hafi staðið. Þá byggistefnandi einnig á því að það væri í andstöðu við 36. gr. laga nr. 7/1936 umsamningsgerð, umboð og ógilda löggerninga að nýta sér ákvæði viðkomandi skuldaskjalaum töku vaxta á því tímabili sem greiðsluskjól stefnanda hafi staðið. Stefnandivísi um lagarök m.a. til samninga- og kröfuréttar, laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu, laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, lög nr.7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Um heimild til aðréttargæslustefna í málinu vísist til 21. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Um heimild til að hafa uppi viðurkenningarkröfur í málinu sé vísaðtil 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem heimilað séað fá skorið úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands meðviðurkenningardómi, án tillits til þess hvort stefnanda væri þess í stað unntað leita dóms sem fullnægja mætti með aðför. Kröfu um málskostnað styður stefnandivið XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæðurstefnda og tilvísun til réttarheimildaStefndi byggir á því að stefnandihafi þegar gert upp þá dráttarvexti er mál þetta lúti að, án nokkurs fyrirvara. Stefndi hafi talið fyrrgreintsamkomulag um uppgjör endanlegt og verið í góðri trú er hann hafi tekið viðgreiðslu vegna dráttarvaxta fyrir hið tiltekna tímabil. Telji stefndi aðstefnandi sé bundinn við uppgjörið enda hafi verið full ástæða fyrir stefnandatil þess að gera fyrirvara við það hafi ætlun hans verið að gera frekari kröfurá hendur stefnda á síðari stigum, en stefnandi hafi notið liðsinnis lögmanns við þann hluta málsins ersnúið hafi að dráttarvöxtum á fyrrgreindu tímabili. Telji stefndi að stefnandihafi tapað rétti sínum til endurgreiðslukröfu og því sé óljóst um hvaðafjárhagslega hagsmuni sé að ræða. Þá feli kröfugerð og málatilbúnaður stefnandaí sér lögspurningu. Stefndi telji því koma til skoðunar hvort vísa skuli málinufrá ex officio. Stefndi hafni því að honum hafi verið óheimilt að krefjastdráttarvaxta fyrir það tímabil er stefnandi hafi notið tímabundinnar frestunargreiðslna. Samkvæmt ákvæði í skuldaskjölunum sjálfum, sem gefin hafi verið út, áður en lög nr. 101/2010 hafi tekiðgildi, hafi stefndi haft heimild til þess að reikna dráttarvexti á ógreiddagjalddaga skuldabréfanna. Sú heimild komi einnig fram í 1. mgr. 5. gr. laga umvexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Stefndi bendi hér einnig á meginreglusamningaréttar um að gerða samninga skuli halda og samningsfrelsi. Stefndibendi á að í ákvæði 2. mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga nr.101/2010 sé sérstaklega tiltekið að vextir falli á skuldir meðan á frestungreiðslna standi. Stefndi hafni því að ákvæði 2. mgr. 11. gr. laganna eigi ekkivið um dráttarvexti og telji að orðið vextir taki einnig til dráttarvaxta. Í 1.mgr. ákvæðisins séu tilteknar þær takmarkanir á vanefndaúrræðum sem kröfuhöfumsé heimilt að grípa til á meðan á frestun greiðslna standi. Dráttarvextir séuekki taldir þar á meðal. Löggjafanum hefði verið í lófa lagið að skýra ákvæðiðbetur og taka af allan vafa um að dráttarvextir féllu ekki undir 2. mgr. 11.gr. laganna, ef vilji hefði staðið til þess. Þá telji stefndi að sú skýringraski hvorki tilgangi né markmiði laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Stefndibendi á að við önnur greiðsluerfiðleikaúrræði sé heimilt að krefjastdráttarvaxta, t.a.m. við greiðslustöðvun, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 21/1991um gjaldþrotaskipti o.fl., enda sé það í samræmi við öll sanngirnissjónarmiðsem og eðli dráttarvaxta. Stefndi bendi einnig á að margir kröfuhafar, svo semsveitarfélög, tryggingafélög og aðrir lögveðskröfuhafar reikni dráttarvexti ákröfur sínar á hinu tilgreinda tímabili. Stefndi byggi einnig á því aðskuldabréf nr. 394811278 og nr. 19093 hafi þegar verið komin í vanskil þegarstefnandi hafi sótt um greiðsluaðlögun og dráttarvaxtakrafa stefnda hafi þvíþegar verið orðin virk. Það fæli í sér takmörkun á eignarrétti og færi gegnsjónarmiðum um afturvirkni ef gert væri ráð fyrir að lög um greiðsluaðlöguneinstaklinga breyttu því réttarástandi. Samkvæmt 7. gr. laga um vexti ogverðtryggingu nr. 38/2001 skuli ekki reikna dráttarvexti ef skuldari haldi aflögmætum ástæðum eftir greiðslu kröfunnar. Af hálfu stefnda sé því hafnað að umrættákvæði eigi við í fyrirliggjandi máli. Stefndi bendi á að löggjafinn hafilögfest sérstakt ákvæði um vexti á tímabili frestunar greiðslna, nánar tiltekið2. mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010, sem víki fráalmennum ákvæðum vaxtalaga. Þá bendi stefndi á að fyrir liggi að stefnandi hafiekki uppfyllt skilyrðin til þess að leita greiðsluaðlögunar í upphafi en umsóknhans hafi verið hafnað af embætti Umboðsmanns skuldara og hafi sú ákvörðunverið staðfest af Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála. Þá hafi stefnandi ekki sýntfram á að önnur vægari úrræði hefðu ekki dugað til þess að koma nýrri skipan áfjármál hans og að forsendur hafi verið fyrir umsókn hans í upphafi né að honumhafi verið nauðsynlegt að njóta tímabundinnar frestunar greiðslna í tæp 3 árlíkt og raunin hafi verið í þessu máli. Samkvæmt 2. ml. 2. mgr. 11. gr. laga umgreiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 gjaldfalli vextir af kröfum semtryggðar séu með veði í eign sem skuldari fái að halda í samræmi við samninga þarum, að því marki sem veð svari til verðmætis hinnar veðsettu eignar. Stefnditelji stefnanda ekki hafa sýnt fram á að fjárhæð veðskuldabréfanna ásamtdráttarvöxtum hafði numið hærri fjárhæð en sem svarað hafi til verðmætis hinnar veðsettu eignar, en þvísé raunar ekki haldið fram af hálfu stefnanda. Stefndi hafni því að það sé íandstöðu við 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga að krefjast dráttarvaxta þann tíma sem stefnandi hafi notiðtímabundinnar frestunar greiðslna. Þá telji stefndi að krafa stefnanda umógildingu á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 sé með öllu órökstudd og þvíberi að hafna þeirri kröfu hans, sjá til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr.213/2012. Stefndi telji ákvæðið ekki geta átt við um atvik málsins. Um sé aðræða ákvæði sem feli í sér undantekningarreglu, sem beri að túlka þröngt. Varðandi lagarök fyrir kröfusinni um sýknu vísi stefndi til almennra reglna samninga og kröfuréttar, þarmeð talið um réttar efndir fjárskuldbindinga og frelsi manna til að bindastskuldbindingum með samningum við aðra þannig að samningar teljist gildir nemasýnt sé fram á að þeir fari í bága við ófrávíkjanlegar reglur í settum lögum.Einnig sé vísað til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og laga nr.101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Þá vísi stefndi einnig til laga nr.21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð ogógilda löggerninga og Stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944. Varðandi kröfu stefndaum málskostnað sé vísað m.a. til ákvæða laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála,einkum 129.-131. gr. þeirra. Forsendur ogniðurstaðaÍ máli þessu deila aðilar umhvort stefnda hafi verið heimilt, meðan stefnandi var í samþykktrigreiðsluaðlögun samkvæmt lögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, aðreikna dráttarvexti á tvö nánar tilgreind lán í eigu stefnda.Óumdeilt er að stefnandi nauttímabundinnar frestunar greiðslna skv. 11. gr. laga nr. 101/2010 umgreiðsluaðlögun einstaklinga, frá 9. febrúar 2011 til og með 18. desember 2013.Samkvæmt 1. gr. laga nr. 101/2010var markmið laganna að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikumkleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda oggreiðslugetu þannig að raunhæft væri að skuldari gæti staðið við skuldbindingarsínar um fyrirsjáanlega framtíð. Í II. kafla laganna, greinum 4-8, er mæltfyrir um hvernig sækja megi um tímabundna frestun greiðslna og hvernig þærumsóknir skuli afgreiddar. Þá er í 11. gr. laganna mælt svo fyrir að þegarumboðs-maður skuldara hafi samþykkt umsókn hefjist tímabundin frestun greiðslnaog sé lánadrottnum þá m.a. óheimilt að krefjast eða taka við greiðslu á kröfumsínum. Þá er í 2. mgr. 11. gr. mælt svo fyrir að vextir falli á skuldir meðan áfrestun greiðslna standi en þeir séu ekki gjaldkræfir.Í málinu deila aðilar um skýringuá framangreindu vaxtahugtaki í 2. mgr. 11. gr. Af hálfu stefnanda er á þvíbyggt að hugtakið nái eingöngu til almennra vaxta en af hálfu stefnda að aukalmennra vaxta nái það einnig til dráttarvaxta. Við skýringu á orðinu vextir í2. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 er að mati dómsins rétt að líta tileftirfarandi.Í athugasemdum með frumvarpi tillaganna er ekki að finna skýringu á framangreindu vaxtahugtaki. Var þó að matidómsins full ástæða til að taka sérstaklega fram í skýringargögnum, meðhliðsjón af áðurgreindum tilgangi laganna, að heimilt væri að reiknadráttarvexti af skuldum, meðan á frestun greiðslna skv. lögunum stæði, hafi þaðverið vilji löggjafans. Þykir rétt að skýra þögn löggjafans í þessum efnum semsterka vísbendingu um að dráttarvextir falli ekki undir vaxtahugtakið í 2. mgr. 11. gr.Samkvæmt a-lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 er lánardrottnumóheimilt að krefjast eða taka við greiðslu á kröfum sínum meðan á frestungreiðslna stendur. Eins og áður er rakið stóð greiðsluskjól stefnanda í rúma 34mánuði eða frá 9. febrúar 2011 til 18. desember 2013. Væri það fráleitniðurstaða að mati dómsins og í fullkomnu ósamræmi við framangreindan tilganglaga nr. 101/2010 ef fallist væri á að umræddar skuldir stefnanda hefðu átt aðbera dráttarvexti allan þann tíma og stefnanda jafnframt verið óheimilt aðgreiða inn á skuldirnar og stefnda óheimilt að veita slíkum greiðslum viðtöku. Í athugasemdum sem fylgdufrumvarpi til laga nr. 101/2010 var m.a. gerð grein fyrir tilurð laganna. Þarkemur m.a. fram að ætlunin með frumvarpinu hafi verið að festa í lög sértækarreglur m.a. að norskri fyrirmynd og er sérstaklega, í því sambandi, vísað tilLov, nr. 99 av 17. juli 1992, om frivillig og tvungen gjeldsordning forprivatpersoner (gjeldsordningsloven). Ljóst er að 11. gr. laga nr. 101/2010 ersamin að fyrirmynd norsku laganna þ.m.t. ákvæðið í 2. mgr. 11. gr. um vexti,sem á sér fyrirmynd í ákvæði 3:4 í norsku lögunum þar sem segir m.a.: „Renterpålöper í perioden, men forfaller ikke til betaling.“ Í norskum rétti er gerðurskýr greinarmunur á annars vegar „renter“, sem vísar til almennra vaxta og hinsvegar „forsinkelses-renter“ sem vísar til dráttarvaxta eða vanskilavaxta, sbr.Lov om renter ved forsinket betaling m.m. (forsinkelserenteloven). Í lögum nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu er gerður skýr greinarmunur annars vegar á almennum vöxtum, sbr.II. kafla laganna, það er þeim vöxtum sem greiddir eru af peningakröfum ágrundvelli samnings, venju eða laga og hins vegar dráttarvöxtum skv. III. kaflalaganna. Á almennum vöxtum og dráttarvöxtum er verulegur eðlismunur enda erudráttarvextir í eðli sínu meðalhófsbætur og tilgangur þeirra fyrst og fremst aðbæta kröfuhafa það tjón sem almennt má ætla að greiðslu-dráttur skuldara hafivaldið honum auk þess sem þeim er ætlað að hafa almenn varnaðaráhrif, hvaðefndir skuldbindinga varðar. Almennir vextir eru hins vegar í eðli sínu þaðendurgjald sem lánveitandi áskilur sér fyrir að lána fjármagn. Í 2. ml. 7. gr. laga nr. 38/2001er mælt svo fyrir að ekki skuli reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsla fariekki fram vegna þess að skuldari neyti vanefndaúrræða eða haldi eftir greiðslueða hluta hennar af öðrum lögmætum ástæðum. Að mati dómsins er rétt að skýravaxtahugtakið í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 til samræmis við framangreintákvæði laga nr. 38/2001.Með vísan til framangreindralögskýringarsjónarmiða og lögskýringargagna er það niðurstaða dómsins að réttsé að skýra vaxtahugtakið í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 á þann veg að þaðnái eingöngu til almennra vaxta en ekki dráttarvaxta. Verður ekki fallist á þaðmeð stefnda að 72. gr. stjórnarskrárinnar standi þessari skýringu í vegi. Af hálfu stefnda er á því byggtað stefnandi hafi, í framhaldi af munnlegu samkomulagi hans og stefnda, gertupp a.m.k. hluta þeirra dráttarvaxta, sem mál þetta snúist um og hafi uppgjöriðfarið fram án nokkurs fyrirvara af hálfu stefnanda. Stefnandi sé því bundinn afuppgjörinu enda hafi stefndi verið í góðri trú, þegar hann á grundvellisamkomulagsins hafi móttekið greiðslu dráttarvaxtanna. Ljóst sé með vísan tilsamkomulagsins og eftirfarandi uppgjörs að stefnandi eigi ekki fjárhagslegahagsmuni af kröfugerð sinni í málinu og kröfugerð hans feli því í sér lögspurningu,sbr. 1. og 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Af hálfu stefnanda erframangreindum málsástæðum stefnda mótmælt með vísan til mótmæla lögmannsstefnanda í bréfi til stefnda, 19. ágúst 2015, enda liggi fyrir að stefnandihafi verulega hagsmuni af því að fá viðurkennt að stefnda hafi verið óheimiltað krefja hann um dráttarvexti fyrir tímabilið 9. febrúar 2011 til 18. desember2013 þar með þá dráttarvexti, sem hann hafi greitt stefnda, 10. september2015. Óumdeilt er að framangreintuppgjör stefnanda og stefnda, sem m.a. fól í sér greiðslu stefnanda, 10.september 2015, að fjárhæð 15.000.000 króna, átti sér stað í framhaldi af bréfi lögmanns stefnanda tilstefnda, 19. ágúst 2015. Í bréfinu var gerð skýr krafa um niðurfellingu dráttarvaxta vegna skuldabréfanr. 318-35-019093 og nr. 351-35-394811278, fyrir það tímabil sem stefnandihefði verið í greiðsluskjóli. Hefur stefndi ekki sýnt fram á að stefnandi hafifallið frá þessum mótmælum með framan-greindu uppgjöri. Þvert á móti varviðurkennt af lögmanni stefnda, við aðalmeðferð málsins, að stefnda hefði viðuppgjörið verið kunnugt um framangreind mótmæli stefnanda og ekki hefði afhálfu stefnda verið litið svo á að stefnandi hefði með uppgjörinu fallið frámótmælunum. Þá var ennfremur viðurkennt af lögmanni stefnda við aðalmeðferðinaað í uppgjörinu hefði m.a. falist greiðsla á hluta þeirra dráttarvaxta semstefndi hefði talið sér heimilt að krefja stefnanda um vegna tímabilsins 9.febrúar 2011 til 18. desember 2013. Verður með vísan til framangreinds ekki áþað fallist með stefnda að umrætt uppgjör stefnanda og stefnda standi í vegifyrir kröfugerð stefnanda í máli þessu. Þá verður stefnandi talinn hafa sýntnægilega fram á lögvarða hagsmuni af niðurstöðu málsins. Verður af sömu ástæðuekki á það fallist með stefnda að kröfugerð stefnanda feli í sér lögspurningu ímerkingu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.Með vísan til alls framangreindsverður viðurkennt að stefnda hafi verið óheimilt að krefja stefnanda umdráttarvexti, samkvæmt lögum nr. 38/2001, á ógreiddar eftirstöðvarveðskuldabréfs nr. 371-74-11278, nú með lánsnúmerið 0351-35-394811278, semstefnandi og réttargæslustefnda hafi gefið út til Kaupþings Búnaðarbanka hf.,kt. 560882-0419, 13. október 2004, en sem nú sé í eigu stefnda, frá og með 9.febrúar 2011 til og með 18. desember 2013. Þá er viðurkennt að stefnda hafi verið óheimilt að krefjastefnanda um dráttarvexti, samkvæmt lögum nr. 38/2001, á ógreiddar eftirstöðvarveðskuldabréfs nr. 318-35-4713, nú með lánsnúmerið 318-35-019093, sem stefnandiog réttargæslustefnda hafi gefið út til stefnda, 25. febrúar 2010, frá og með9. febrúar 2011 til og með 18. desember 2013. Með vísan til framangreindrarniðurstöðu og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefndagert að greiða stefnanda málskostnað og telst hann hæfilega ákveðinn 1.000.000króna og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts.Þórður S. Gunnarsson héraðsdómarikveður upp dóm þennan. DómsorðViðurkennt er að stefnda, Arionbanka hf., hafi verið óheimilt, frá og með 11. febrúar 2011 til og með 18.desember 2013, að krefja stefnanda, Kristinn Þröst Vagnsson, um dráttarvexti,samkvæmt lögum nr. 38/2001, á ógreiddar eftirstöðvar veðskuldabréfs, upphaflegameð lánsnúmerið 371-74-11278 en nú með lánsnúmerið 0351-35-394811278, semstefnandi og réttargæslustefnda hafi gefið út til Kaupþings Búnaðarbanka hf.,kt. 560882-0419, 13. október 2004, en núsé í eigu stefnda. Þá er viðurkennt að stefnda hafi verið óheimilt, frá og með9. febrúar 2011 til og með 18. desember 2013, að krefja stefnanda umdráttarvexti, samkvæmt lögum nr. 38/2001, á ógreiddar eftirstöðvarveðskuldabréfs nr. 0318-35-4713, nú með lánsnúmerið 0318-35-019093, semstefnandi og réttargæslustefnda hafi gefið út til stefnda, 25. febrúar 2010. Stefndi greiði stefnanda1.000.000 króna í málskostnað. |
Mál nr. 151/2017 | Vinnuslys Líkamstjón Ábyrgðartrygging Viðurkenningarkrafa Gjafsókn | A höfðaði mál á hendur T hf. og V hf. til viðurkenningar á rétti sínum til skaðabóta, óskipt úr ábyrgðartryggingu B ehf. hjá V hf. og úr ábyrgðartryggingu C hf. hjá T hf., vegna afleiðinga vinnuslyss sumarið 2012. A var á þeim tíma starfsmaður hjá B ehf. og var sendur til að vinna verk sem B ehf. hafði tekið að sér um borð í fiskiskipi í eigu C hf. Við verkið þurfti A að nota vinnupall og var fenginn pallur frá C hf. sem A setti upp sjálfur. Þegar hann hafði unnið í tiltekinn tíma við verkið þurfti hann að fara niður af pallinum og við það hrundi pallurinn saman og A féll niður og slasaðist. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að C hf. bæri bótaábyrgð vegna líkamstjóns þess sem A varð fyrir og var því viðurkennd bótaábyrgð T hf. B hf. var hins vegar sýknaður af kröfu A. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvorki B ehf. né C hf. hefðu tilkynnt um slysið til Vinnueftirlitsins á slysdegi eða í framhaldi af því og sá fyrrnefndi fyrst er liðnir voru um sex mánuðir frá því það varð. Engin rannsókn hefði því farið fram á atvikum slyssins á vegum Vinnueftirlitsins og atvik slyssins væru í ýmsum atriðum óljós. Tilkynningarskylda til Vinnueftirlitsins vegna vinnuslysa, sbr. 79. gr. laga nr. 46/1980, hvíli á vinnuveitanda starfsmanns sem slasast og hefði B ehf. því borið að tilkynna slysið. Miða yrði við að slík rannsókn hefði getað eytt óvissu þeirri sem væri um orsök slyssins og yrði því að snúa sönnunarbyrði um orsök við og fella skaðabótaábyrgð á B ehf. Var því viðurkennd bótaábyrgð V hf. á líkamstjóni A. Þá kom fram að þar sem orsök slyssins væri óupplýst væru ekki skilyrði til að láta A bera meðábyrgð á tjóni sínu. Af sömu ástæðu yrði ekki staðhæft að slysið yrði rakið til galla eða vanbúnaðar á verkpallinum og yrði því ekki felld skaðabótaábyrgð á C hf. vegna slyssins og T hf. því sýknaður af kröfu A. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson ogIngibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari.ÁfrýjandinnTryggingamiðstöðin hf. skaut málinu til Hæstaréttar 6. mars 2017. Hann krefstaðallega sýknu af kröfu áfrýjandans, A, en til vara að hann ,,verði látinn beratjón sitt sjálfur að verulegu leyti.“ Þá krefst félagið málskostnaðar í héraðiog fyrir Hæstarétti úr hendi þessa áfrýjanda.A áfrýjaði héraðsdómifyrir sitt leyti 7. mars 2017. Hann krefst þess að viðurkenndur verði réttur sinntil skaðabóta, óskipt úr ábyrgðartryggingu B ehf. hjá stefnda,Vátryggingafélagi Íslands hf., og úr ábyrgðartryggingu C hf. hjá áfrýjandanum,Tryggingamiðstöðinni hf., vegna afleiðinga vinnuslyss 6. júní 2012. Þá krefsthann málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnvart áfrýjandanum Tryggingamiðstöðinni hf. krefst áfrýjandinnA staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, án tillits tilgjafsóknar sem honum hefur verið veitt.Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms, en til vara aðbótaréttur áfrýjandans Averði aðeins viðurkenndur að hluta. Þá krefst hann málskostnaðarúr hendi þessa áfrýjanda fyrir Hæstarétti.IÁfrýjandinn A, sem er vélsmiður að mennt, var starfsmaður B ehf. er hannvarð fyrir vinnuslysi 6. júní 2012. Félagið hafði tekið frjálsaábyrgðartryggingu hjá stefnda. Aðdragandi vinnuslyssins var sá að Avar sendurtil að vinna verk sem vinnuveitandi hans hafði tekið að sér um borð í skipinu […],sem lá við bryggju í Hafnarfirði. Skipið var í eigu C hf., sem hefur starfstöðí Grindavík, en það félag hafði tekið frjálsa ábyrgðartryggingu hjááfrýjandanum Tryggingarmiðstöðinni hf. Verkið sem átti að vinna fólst í því aðbreyta umbúnaði lyftu sem ætlað var að flytja umbúðir frá millidekki og niður ílest skipsins. Við verkið þurfti áfrýjandinn A að nota vinnupall og var fenginnröraverkpallur frá C hf., sem þessi áfrýjandi setti sjálfur upp á trégrindumsem voru á lestargólfinu í skipinu þar sem hann athafnaði sig. Upplýst er aðhann hafði oft áður sett upp slíka vinnupalla og taldi það einfalt verk. Þáhefur hann lýst því að hann hafi talið að lega trégrindanna á gólfinu hafiverið traust undirstaða fyrir vinnupallinn. Þegar hann hafði unnið í um það biltvær klukkustundir við verkið þurfti hann að fara niður af pallinum, en þaðhafði hann reyndar gert nokkrum sinnum áður á meðan á verkinu stóð. Þegar hannvar að fara niður hrundi pallurinn saman og féll áfrýjandinn við það niður álestargólfið. Hefur hann, að því er kemur fram í áverkavottorði læknis, aðlíkindum klemmst illa milli vinnupallsins og sperru sem þarna mun hafa verið,en af þessu hlaut hann slæmt brot á hægri fæti við hné. Afleiðingar slyssinsfyrir áfrýjandann voru alvarlegar. Samkvæmt álitsgerð læknis var hann algerlegaóvinnufær frá slysdegi til 21. maí 2014, eða í tæplega tvö ár og hefurvaranlegur miski hans vegna líkamstjónsins verið metinn 35 stig. Ekki liggurfyrir í málinu mat á því hver sé varanleg örorka hans vegna slyssins. Áfrýjandinn A höfðaði málið gegn áfrýjandanum Tryggingamiðstöðinni hf. ogstefnda með heimild í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga ogkrefst viðurkenningar á rétti til skaðabóta óskipt úr hendi þeirra, aukmálskostnaðar.IIEins og fram er komið var áfrýjandinn A starfsmaður B ehf. er slysið varðog sinnti því starfi sínu við verkefni sem vinnuveitandi hans hafði tekið aðsér sem verktaki um borð í […]. Þótt áfrýjandanum A væri falið að sinna starfisínu fjarri starfstöð B leysti það ekki vinnuveitanda hans undan þeim skyldumsem lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglursettar samkvæmt þeim, leggja á félagið gagnvart starfsmanninum, sbr. 41. gr.laganna. B bar því ábyrgð á að gætt væri fyllsta öryggis við framkvæmd þessstarfs sem áfrýjandinn A sinnti í hennar þágu, sbr. 37. gr. nefndra laga ogeinnig á því að sá búnaður sem notaður var við verkið, þar með talinnverkpallurinn, væru þannig úr garði gerður að gætt væri fyllsta öryggis, sbr.1. mgr. 46. gr. þeirra. Undan þessum skyldum varð B ekki leyst þótt fenginnværi að láni röraverkpallur frá verkkaupa, C hf. Í lögum nr. 46/1980 er í ýmsum tilvikum ráð fyrir því gert að aðrir envinnuveitandi geti bakað sér ábyrgð vegna líkamstjóns sem starfsmenn verðafyrir í vinnuslysum. Þannig er mælt fyrir um það í 17. gr. laganna að þar semfleiri atvinnurekendur eiga aðild að starfsemi á sama vinnustað, skuli þeir ogaðrir sem þar starfa sameiginlega stuðla að því að tryggja góðan aðbúnað,heilsusamleg og örugg starfskilyrði á vinnustaðnum. Þessar skyldur eru nánarútfærðar meðal annars í 22. gr. reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag ogframkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, sbr. einkum 6. og 7. mgr.greinarinnar. Samkvæmt þessu getur annar en vinnuveitandi starfsmanns einnigborið afmarkaðar skyldur gagnvart starfsmanninum og getur leitt tilskaðabótaskyldu, ef þær eru vanræktar. Þá ber sá, sem lánar eða afhendir ella meðalannars vélar, verkfæri, áhöld, tæki og annað það sem ætlað er til notkunar viðatvinnurekstur samkvæmt 1. mgr. 29. gr. laga nr. 46/1980 ábyrgð á því að það séútbúið með tilskildum hlífðar- og öryggisbúnaði og að notkun þess leiði ekki afsér slysa- eða sjúkdómshættu. Samkvæmt þessu bar C hf. ábyrgð á því aðröraverkpallur sá, sem félagið afhenti áfrýjandanum A til notkunar við verkið,væri með tilskilinn hlífðar- og öryggisbúnað og væri í lagi, sbr. tilhliðsjónar dóm Hæstaréttar 8. desember 2005 í máli nr. 265/2005, sem birtur erá síðu 4912 í dómasafni réttarins það ár.IIIVinnuslys það sem áfrýjandinn A varð fyrir 6. júní 2012 var tilkynntlögreglu sem kom á staðinn. Í skýrslu lögreglu um atvik kemur fram að óskaðhafi verið eftir starfsmanni frá Vinnueftirlitinu á staðinn og er jafnframtupplýst að það hafi verið Neyðarlínan, sem það gerði. Lögregla tók nokkrarljósmyndir af slysstað og tók skýrslu af áfrýjandanum A í lok ágúst 2012 og afverkstjóra hjá B ehf. í september það ár. Í bréfi Vinnueftirlitsins 3. desember2012 kom fram að samkvæmt skrám stofnunarinnar hafi slysið ekki verið tilkynntþangað, en að óskað yrði eftir því við ,,atvinnurekanda“ að tilkynning umslysið yrði send. Í öðru bréfi Vinnueftirlitsins 12. desember 2012 kom fram aðtilkynning hefði þá borist og væri hún dagsett 5. sama mánaðar. Jafnframt vartekið fram að starfsmaður Vinnueftirlitsins hefði farið á vettvang á slysdegi enþar hafi þá enginn hist fyrir. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að hvorki B ehf. né C hf. tilkynntu umslysið á slysdegi eða í framhaldi af því og sá fyrrnefndi fyrst er liðnir voruum sex mánuðir frá því að það varð. Engin rannsókn fór fram á atvikum slyssinsá vegum Vinnueftirlitsins. Atvik að slysinu eru í ýmsum atriðum óljós. Ekki erupplýst hvort skástífa sú, sem notuð var á pallinum hafi verið haldinn göllumeða biluð en samkvæmt því sem fram kom í skýrslu lögreglu hafði læsing hennarlosnað. Þá kom fram í myndatexta við ljósmyndir sem lögregla tók á vettvangislyssins að trégrind sem pallurinn stóð á væri óstöðug og hreyfðist til þegarþungi var settur ofan á hana. Af ljósmyndum lögreglu af pallinum verður ályktaðað engar fótplötur hafi verið á honum og þunga hans heldur ekki dreift með þvíað reisa hann á plönkum eða með öðrum hætti, svo sem boðið er í 10. gr. reglnanr. 331/1989 um röraverkpalla. Búnaður pallsins var því ekki í samræmi viðfyrirmæli í þeim reglum. Tilkynningarskylda til Vinnueftirlitsins vegna vinnuslysa, sbr. 79. gr.laga nr. 46/1980, hvílir á vinnuveitanda starfsmanns sem slasast. Eins ogatvikum var háttað í því tilviki sem hér um ræðir bar því B ehf. að tilkynnaslysið til Vinnueftirlitsins á þann hátt sem mælt er fyrir um í lagagreininni.Rannsókn Vinnueftirlitsins beinist samkvæmt 81. gr. laganna að orsökum slysasem tilkynnt eru, meðal annars samkvæmt 79. gr. Miða verður við að slíkrannsókn hefði getað eytt þeirri óvissu sem er um hvort slysið verði rakið tilágalla eða vanbúnaðar á vinnupallinum sem áfrýjandinn A notaði eða hvortundirstaða hans, uppsetning eða annað hafi verið orsök slyssins. Þar sem óvissaer um orsök vinnuslyssins, sem leggja verður til grundvallar að ráðist af þvíað B ehf. hafi ekki sinnt tilkynningarskyldu sinni, verður að snúasönnunarbyrði um orsökina við og fella skaðabótaábyrgð á tjóni áfrýjandans A á Behf. Þar sem orsök þess að verkpallurinn féll saman og áfrýjandinn A varðfyrir slysinu er, sem fyrr greinir, óupplýst eru ekki skilyrði til þess að látahann bera meðábyrgð á tjóni sínu, sbr. 1. mgr. 23. gr. a. skaðabótalaga nr.50/1993. Af sömu ástæðu verður ekki staðhæft að slysið verði rakið til galla eðavanbúnaðar á verkpallinum og verður því ekki felld skaðabótaábyrgð á C hf.vegna slyssins. Samkvæmt framansögðu verður viðurkenndur réttur áfrýjandans A til bóta úrhendi stefnda vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í vinnuslysinu 6. júní2012. Áfrýjandinn Tryggingamiðstöðin hf. verður sýknaður af kröfu áfrýjandans A.Stefndi verður dæmdur til að greiða íslenska ríkinu málskostnað í héraðiog fyrir Hæstarétti sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir.Áfrýjandinn Tryggingamiðstöðin hf. beri sjálf kostnað af rekstri málsinsí héraði og fyrir Hæstarétti.Gjafsóknarákvæði héraðsdóms verður staðfest.Um gjafsóknarkostnað áfrýjandans A fyrir Hæstarétti fer sem í dómsorðigreinir.ritað kauptilboðið aftur 30.september 2015 eftir að kaupverð fasteignarinnar g annarrar tjDómsorð:Viðurkennd er bótaábyrgð stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., álíkamstjóni því sem áfrýjandinn A varð fyrir í vinnuslysi 6. júní 2012.Stefndi greiði í ríkissjóð málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti,samtals 2.000.000 krónur.Málskostnaður gagnvart áfrýjandanum Tryggingamiðstöðinni hf. í héraðiog fyrir Hæstarétti fellur niður.Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað er staðfest. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjandans A fyrir Hæstarétti greiðist úrríkissjóði þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 1.000.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. desember 2016.I.Mál þetta var höfðað 19.nóvember 2014 og dómtekið 29. nóvember 2016. Stefnandier A, til heimilis að […] en stefndu eru Tryggingamiðstöðin hf., Síðumúla 24,Reykjavík, og Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík. Stefnandikrefst þess að viðurkenndur verði réttur hans til skaðabóta in solidum úr ábyrgðartrygginguB ehf., hjá Vátryggingafélagi Íslands hf., og ábyrgðartryggingu C hf., hjáTryggingamiðstöðinni hf., vegna vinnuslyss sem stefnandi varð fyrir þann 6.júní 2012. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi,Tryggingamiðstöðin hf., krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, en tilvara að stefnandi verði látinn bera hluta tjóns síns sjálfur að verulegu leyti.Þá krefst stefndi málskostnaðar. Stefndi,Vátryggingafélag Íslands hf., krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda,auk málskostnaðar, en til vara er þess krafist að bótaréttur stefnanda verðiaðeins viðurkenndur að hluta og málskostnaður felldur niður. II.Stefnandi var starfsmaður hjá B ehf.þegar hann slasaðist á fæti þann 6. júní 2012 við vinnu að viðgerð á skipinu […]sem lá við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Skipið er eigu útgerðarfélagsins C hf.í Grindavík. Við vinnuna notaði stefnandi vinnupall í eigu C hf. Þegarstefnandi fór niður af vinnupallinum að lokinni vinnu sinni hrundi pallurinn.Féll stefnandi niður með pallinum og hlaut slæmt brot á hægri fæti. Stefnandivar 59 ára á slysdegi, vélsmiður að mennt, og hafði starfað hjá B ehf. viðalmennar viðgerðir og rafsuðu í um 13 ár þegar slysið varð. Lögreglavar kvödd samdægurs á vettvang slyssins. Samkvæmt vettvangsskýrslulögreglunnar, sem dagsett er sama dag og slysið varð, þ.e. þann 6. júní 2012,skoðaði lögregla vinnupallinn og tók myndir af honum. Segir í vettvangsskýrslulögreglu að stefnandi hafi verið að vinna við breytingar á skipinu. Hann hafiverið á pallinum í einhvern tíma þegar hann færði sig til. Pallurinn hafi þáfallið saman og stefnandi fallið á gólfið. Segir í skýrslu lögreglu að við skoðun á pallinum þá er hann samsetturmeð 4 þverstífum 2 neðarlega og 2 ofarlega og einni skástífu. Læsing er á efrihluta skástífunnar og hefur hún losnað. Segir í lögregluskýrslunni að óskaðhafi verið eftir starfsmanni frá Vinnueftirlitinu á vettvang. Samkvæmtskýrslu lögreglu, þann 28. ágúst 2012, lýsir stefnandi aðstæðum þannig að hannhafi verið við vinnu á pallinum í tvo og hálfan tíma. Að lokinni vinnu þegarhann hafi verið á leið niður af pallinum hafi hann dottið í sundur. Kvaðst hannekki vita hvers vegna pallurinn datt í sundur. Hann hafi sjálfur sett pallinnsaman og það hafi hann gert hundrað sinnum og kunni alveg á þetta. Þetta værimjög einfalt. Áljósmyndum á bls. 2, sem lögregla tók á slysstað þann 6. júní 2012, er tiltekiðað trégrind undir pallinum hafi verið „óstöðug og hreyfðist til ef þungi varsettur ofan á hana þar sem fóturinn var.“ Á ljósmynd á bls. 4, sem er nærmyndtekin af pallinum, segir eftirfarandi: „... efri festing stífunnar var laus frágrind pallsins. Ekkert athugavert var að sjá við skoðun á festingunni.“ Íslysatilkynningu B ehf. til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 30. ágúst 2012,segir í reit 20 um lýsingu á tildrögum og orsökum slyssins m.a. eftirfarandi:„Rýmið var þröngt hjá honum og þurft hann að smogra sér af stillansinum ogniður stigann á hliðinni. Þegar hann stígur svo þar á skiptir engum togum en aðstillansinn byrjar að falla með honum og datt megnið af stillansinum ofaná hannog braut á honum hnéð.“ Behf. tilkynnti Vinnueftirliti ríkisins um slysið þann 5. desember 2012. Segirm.a. í tilkynningu að vinnueftirlitið hafi verið kallað til þegar slysið varðen hafi fyrst neitað að koma þar sem slysið hafi orðið um borð í skipi. Segir ítilkynningunni að stefnandi hafi verið á vinnupalli í lest […]. Þegar hann hafifarið niður af pallinum hafi hann þurft að „smokra“ sér af honum og hafifestingar losnað, því þegar hann stígi niður á þrepin til að komast niður hafipallurinn hrunið. Hafi stefnandi dottið niður um 2,5-3 metra og pallurinn ofaná hann. Samkvæmtþví sem greinir í tölvuskeyti Vinnueftirlits ríkisins til lögmanns stefnanda,dags. 3. september 2015, fékk vinnueftirlitið tilkynningu um slysið sama dag ogþað gerðist. Segir þar að vinnueftirlitið hafi farið á slysstaðinn, en þegarþangað var komið hafi enginn verið á staðnum. Er tekið fram í tölvuskeytinu aðerfitt sé að rannsaka slys sem þetta án þess að ná sambandi við einhvern semþekki aðstæður vel og/eða hafi orðið vitni af slysinu. Því hafi verið tekinákvörðun um að ræða við vitni síðar og skoða lögregluskýrslu þegar hún lægifyrir. Eftirlitsmaður sem kom á staðinn tók ljósmyndir af vettvangi slyssinssem liggja fyrir í gögnum málsins. Á greindum ljósmyndum eru engar myndir afvinnupallinum. Stefnandigaf aðilaskýrslu fyrir dóminum. Einnig gáfu skýrslu fyrir dóminum þeir ÓmarDavíð Ólafsson, verkstjóri hjá B ehf. og Jón Halldór Gíslason, fyrrverandiverkstjóri á vélaverkstæði C hf. Stefnandikvaðst hafa verið að breyta umbúðaliftu þegar slysið varð. C hf. hafi afhenthonum vinnupall til þess að vinna verkið. Pallurinn hafi verið hífður ofan ílest skipsins og kom í bútum. Hann hafi notað allar einingar sem hafi fylgtpallinum til þess að setja hann saman. Ein skástífa hafi fylgt pallinum og hanasetti stefnandi undir miðjan pallinn. Þverböndin setti hann í lárétt böndpallsins og herti vel með lykli. Engar leiðbeiningar hafi verið á staðnumhvernig bæri að setja pallinn upp. Enginn verkstjóri hafi verið á staðnum tilað leiðbeina honum um uppsetningu. Starfsmenn C hf. hafi verið uppi, enstefnandi niðri í lest þegar hann setti upp pallinn. Enginn hafi tekið pallinnút áður en hann hafi verið tekinn til notkunar. Hann kvaðst margoft hafa settupp vinnupalla og uppsetning þessa vinnupalls hafi ekki verið á annan hátt enhann var vanur að setja þá saman. Hann tók fram að gólfið undir pallinum væritrégólf og að það hafi ekki verið laust í sér. Hann kvaðst hafa verið að vinnaí tvo tíma á pallinum þegar pallurinn lagðist á hliðina. Hann hafi verið búinnað fara oft upp og niður af honum áður en hann hrundi. Stefnandi kvað þann pallsem skoðaður var á vettvangi með dóminum ekki vera sama pall og hann notaðiumrætt sinn. Stefnandi tók fram að enginn á vegum B hafi fylgt honum ávinnustað í skipinu hjá C hf. Hann tók fram að Ómar Davíð, verkstjóri hjá Behf. hafi ekkert komið að málinu. Verkfyrirmæli hafi verið gefin af Jóni Gíslasyni. Hann hafi sett upppallinn einn og taldi sig ekki þurfa á aðstoð vegna þess. ÓmarDavíð Ólafsson, verkstjóri hjá B tók fram aðunnið væri reglulega fyrir C. Stefnandi hafi verið sendur í afmarkaðverk í lest skipsins. Hann hafi ekki skoðað sérstaklega vinnuaðstæður í skipinuog í þessu tilviki hafi starfsmaður unnið undir verkstjórn C. B hafi ekki skiptsér sérstaklega af verkinu. Almennt væru vinnuaðstæður ekki teknar út áður enstarfsmenn B færu til vinnu á einstaka staði. Hann tók fram að öryggisfulltrúiværi í fyrirtækinu. Hann tók fram að það væri allur gangur á því hvernig pallarværu settir upp og hvort þverbönd væru sett í láréttu böndin eða lóðréttustoðina. Hann vissi ekki hvernig þessu hefði verið háttað með umræddanvinnupall þar sem hann hefði ekki séð hann. Hann taldi sig ekki þurfa að leggjaneinar leiðbeiningar fyrir stefnanda um það hvernig vinnupallar væru settirupp. JónHalldór Gíslason var verkstjóri hjá C hf. 2012, þegar slysið varð. Hann tókfram að hann hefði óskað eftir því að umrætt verk yrði unnið og sýntstarfsmanninum hvaða verki væri óskað eftir. C hf. hefði átt umræddanvinnupall. Hann kvaðst hafa híft pallinn um borð í skipið og síðan hafistefnandi sett pallinn saman. Einingar pallsins hafi verið tvær endagrindur,fjórar langstífur, tvær skástífur og tveir pallar sem unnið væri á og aðpallarnir húkkuðust upp á endagrindurnar. Hann taldi að langstífur virkuðubetur ef þær væru settar á lóðréttar stoðir pallsins. Þá hefði pallurinn veriðsettur upp aftur eftir slysið og annar starfsmaður komið til að ljúka verkinu.Hann taldi að pallurinn væri enn í notkun. Hann taldi að fleiri starfsmenn B hefðuverið að vinna um borð í skipinu þennan dag.Hann sjálfur og starfsmenn C hefðu farið heim klukkan fimm þennan samadag. Hann taldi að Vinnueftirlit hefði haft greiðan aðgang að skipinu og lestþess þar sem væri stigi niður. Þá tók hann fram að hann hefði haft verkstjórnyfir stefnanda meðan hann var að vinna um boð í skipinu. Hann taldi að honumhefðu ekki verið veittar leiðbeiningar um uppsetningu pallsins og að engarleiðbeiningar hafi verið til staðar um uppsetningu pallsins. Þann28. nóvember 2016, gekk dómurinn ásamt lögmönnum málsaðila á vettvang þar semskoðaður var vinnupallur sem stillt hafði verið upp á starfsstöð C ehf. íGrindavík. Með samanburði á ljósmyndum sem liggja fyrir í gögnum málsins ogteknar voru af lögreglu á slysstað þann 6. júní 2012, og þeim palli sem stillthafði verið upp til skoðunar á vettvangi, kom í ljós að ekki var að öllu leytium sömu pallaeiningar að ræða. Þannig mátti sjá að þverstífur við skoðun ávettvangi voru aðrar en þær sem komufram á ljósmyndum lögreglu.III.. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi telur að slysið megi rekjatil vanrækslu og vanbúnaðar sem B ehf. og C hf. beri sameiginlegaskaðabótaábyrgð á. B ehf. hafi verið vinnuveitandi stefnanda og þannig boriðábyrgð á öryggi á vinnustað. C hf. hafi verið eigandi vinnupallsins og lagtstefnanda hann til við vinnuna. Það sé skylda vinnuveitanda að tryggja öruggtstarfsumhverfi fyrir starfsmenn sína, hvort sem starfsmenn séu að vinna fyrirvinnuveitanda á starfsstöð hans eða annars staðar, auk þess að útvegastarfsmönnum fullnægjandi og örugg tæki til að vinna vinnuna. Bæði B ehf. og C hf.hafi borið að fylgja lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi ávinnustöðum og öryggisreglum, en þá skyldu hafi báðir vanrækt. Því beri þeirbótaábyrgð á tjóni stefnanda. Stefnandivísar til 13., 14., 37., 42. og 65. gr. a í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað,hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hafi ofangreindir aðilar ekki gætt aðnefndum lagaákvæðum, enda brotið gegn skráðum hátternisreglum. Stefnandi vísareinnig til 8. gr. reglna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir ábyggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð nr. 547/1996, semmælir fyrir um að atvinnurekandi eða verktaki skuli við framkvæmd verks hverjusinni sjá til þess að skipulag á byggingarvinnustað sé fullnægjandi, sbr.einnig d-lið 3. tölul. sömu greinar. Þá vísar stefnandi til greinar 3.2. íreglum um röraverkpalla nr. 331/1989 þar sem segir að atvinnurekandi skuli sjátil þess að þeir sem noti verkpalla fái nauðsynlegar leiðbeiningar um notkunþeirra. Samkvæmt grein 4.1. í sömu reglum skuli aldrei taka verkpall í notkunfyrr en frá honum hafi verið gengið á fullnægjandi hátt. Enginn hluti íverkpalli megi geta losnað við notkun hans, sbr. grein 5.2. Stefnanditelur ljóst að orsök slyssins sé að rekja til þess að skrúfa eða læsing hafilosnað á vinnupallinum með þeim afleiðingum að pallurinn féll saman undirhonum. Þetta komi fram í lögregluskýrslu sem gerð hafi verið eftir slysið og einnigí tilkynningu vinnuveitanda stefnanda til Vinnueftirlitsins þann 5. desember2012. Því sé ljóst að vinnupallurinn hafi ekki uppfyllt lögbundnaröryggiskröfur og að skyldum B ehf. og C hf. hafi ekki verið fullnægt. Stefnandivísar til þess sem fram kemur í lögregluskýrslu um að vinnupallurinn hafistaðið á trégrind sem hafi verið óstöðug og hreyfst ef þungi var settur ofan áhana. Slíkur aðbúnaður sé ófullnægjandi, sbr. grein 4.3.3. í viðauka meðreglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja. Í greindu ákvæði komi fram að tryggjaskuli að burðareiningar vinnupalls renni ekki til, með því að festa þær viðundirstöðuna eða með búnaði sem hindri að þær renni til eða á einhvern annanhátt með sömu áhrifum. Auk þess verði undirstöður og gólfeiningar að hafanægilegt burðarþol og að tryggja verði að vinnupallur sé stöðugur. Á þeimvanbúnaði beri B ehf. og C hf. ábyrgð. Stefnandi vísar til skyldna verkstjóra í 21. og 23. gr. laganr. 46/1980. Hafi áðurgreindir aðilar vanrækt að hafa verkstjóra á staðnum tilað tryggja öryggi á vinnustað í samræmi við greindar reglur. Þá vísar stefnanditil 5. og 7. gr. reglugerðar nr. 367/2006, varðandi ráðstafanir atvinnurekandatil að tryggja að tæki hæfi því verki sem verið sé að vinna að og umupplýsingaskyldu varðandi notkun tækja. Stefnandi vísar einnig til 10. gr. sömureglugerðar um skoðunarskyldu atvinnurekanda eftir að tæki hafi fyrst veriðsett upp. Stefnanditekur fram að kallað hafi verið eftir lögreglu þegar slysið átti sér stað og aðhún hafi mætt á slysstað. Vinnuveitandi hafi ekki tilkynnt slysið tilvinnueftirlitsins samdægurs eins og lög geri ráð fyrir og því hafi enginrannsókn farið fram á tildrögum þess og á því hvers vegna festingin losnaði eðagaf sig með þeim afleiðingum að pallurinn hrundi. Stefnandi vísar til 79. gr.laga nr. 46/1980 þar sem fram kemur að atvinnurekandi skuli án ástæðulausrartafar tilkynna til Vinnueftirlitsins slys þar sem starfsmaður verður óvinnufærí einn eða fleiri daga. Telur stefnandi að sinnuleysi gagnvart lögbundinnitilkynningarskyldu hafi komið í veg fyrir að Vinnueftirlit og lögregla könnuðutildrög slyssins. Beri stefndu hallann af þeim sönnunarskorti. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda, Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Sýknukrafa stefnda er í fyrsta lagibyggð á aðildarskorti. Ekkert samningssamband hafi verið á milli stefnda ogÚtgerðarfélagsins C hf. og hafi félagið ekki borið vinnuveitandaábyrgð ástefnanda þegar hann vann verk sín. Bendir stefndi á að B ehf. hafi tekiðumrætt verk að sér fyrir útgerðarfyrirtækið C hf. og sinnt því verki semsjálfstæður verktaki. Stefnandi hafi verið starfsmaður þessa sjálfstæðaverktaka. Fram komi í lögregluskýrslu, dags. 28. ágúst 2012, sem tekin var afstefnanda þann sama dag, að verkstjóri og yfirmaður stefnanda hafi verið Ómar DavíðÓlafsson, starfsmaður B ehf. Stefnandi hafi því sjálfur litið svo á að hannstarfaði undir verkstjórn B. Hafi vinnuveitanda hans borið að sjá honum fyriröruggu starfsumhverfi. Þábendir stefndi á að tilkynningu til vinnueftirlitsins hafi verið fullnægt, sbr.það sem segir í lögregluskýrslu, dags. 6. júní 2012. Starfsmaður þess hafikomið á vettvang. Stefnditekur fram að ekkert sé komið fram sem bendi til þess að vinnuumhverfi áslysstað hafi ekki verið forsvaranlegt. Þá telur stefndi að slysið verði fyrstog fremst rakið til rangrar uppsetningar vinnupallsins. Stefnandi hafi einnunnið að uppsetningu hans. Stefndi telur að eignarhald á vinnupallinum skiptiengu máli í tengslum við mat á bótaskyldu í máli þessu. Það sem skipti máli séhvort pallurinn hafi verið forsvaranlegur og hvort hann hafi verið settur samaná réttan hátt. Samkvæmt gögnum málsins hafi pallurinn verið í fullkomnuástandi. Það sem hafi orsakað slysið hafi verið röng uppsetning hans og hannþví óstöðugri en annars hefði verið, sem stefnandi beri einn ábyrgð á. Hannberi því alla ábyrgð á eigin tjóni og beri því að sýkna stefnda af öllumkröfum. Varakrafastefnda um eigin sök stefnanda byggir á því að stefnandi hafi sjálfur sett upp vinnupallinnog það hafi hann í þessu tilviki gert með röngum hætti. Stefnanda hafi borið aðkanna styrkleika vinnupallsins áður en hann hóf störf á honum og með því aðgera það ekki hafi hann sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Á því beri hann einnábyrgð og eigi hann að bera verulegan hluta tjónsins sjálfur.3. Helstu málsástæður og lagarök stefnda, Vátryggingarfélags Íslands hf. Krafa stefnda um sýknu er í fyrstalagi byggð á því að B ehf. eigi enga sök á slysi stefnanda, þar sem B hafihvorki haft umráðarétt yfir þeim vinnustað sem slysið varð á, þ.e. um borð ítogaranum […], né heldur verkstjórnarvald á staðnum. Það hafi verið í höndumeiganda og útgerðarmanns togarans. Þá átti B ehf. ekki rörapallinn eða létstefnanda hann í té. Þannig hafi B ekki borið ábyrgð á vinnustaðnum ogvinnuörygginu þar sem slysið varð eða tækjum og tólum sem þar voru notuð. Telurstefnandi það meginreglu í íslenskum rétti að vinnuveitandi beri ekki bótaábyrgðá öðrum vinnustað en sínum eigin. Eigi staðhæfingar stefnanda um meint brot Behf. á tilvísuðum lögum og reglum um aðbúnað og öryggi á vinnustöðum, umrörapalla og um notkun tækja sér því enga stoð. Þáhafi B ehf. ekki haft neitt verkstjórnarvald á umræddum vinnustað.Verkstjórnarvald hafi verið í höndum C hf. Auk þess hafi engin þörf verið fyrirsérstaka eða viðvarandi verkstjórn af hálfu verkstjóra við að setja samanrörapallinn, þegar litið sé til fagþekkingar og starfsreynslu stefnanda og þessað um einfalt verk hafi verið að ræða. Stefndimótmælir því að vinnuveitandi hafi ekki tilkynnt slysið strax tilvinnueftirlitsins og að stefndi beri af þeim sökum ábyrgð á tjóni stefnanda. Séstaðhæfing þessi röng og bótaregla þar að lútandi ekki til í íslenskum rétti.Slysið var tilkynnt strax til vinnueftirlitsins eins og fram kemur ívettvangsskýrslu lögreglu og slysatilkynningu B ehf. Þátelur stefndi ósannað að slysið megi rekja til saknæmrar vinnuaðstöðu um borð ítogaranum, skorts á viðhaldi með búnaði og tækjum eða til bilunar eða galla írörapallinum, skorts á leiðbeiningum við uppsetningu, skorts á verkstjórn eðaskorts á áhættumati. Það eina sem liggi fyrir um orsök slyssins sé að skrúfaeða læsing á efri hluta skástífunnar hafi losnað, sbr. það sem fram kemur ílögregluskýrslu, og að pallurinn hafi hrunið af þeim ástæðum. Hvergi sé ískýrslum lögreglu minnst á bilun eða galla í pallinum eða búnaði hans. Telurstefndi að orsök slyss stefnanda sé ekki að rekja til annars en að skrúfa eðalæsing á efri hluta skáskífunnar hafi losnað og pallurinn þess vegna hrunið. Umþað hafi stefnandi hins vegar ekki við aðra að sakast en sjálfan sig. Stefnandihafi sett saman rörapallinn og staðið einn að því verki. Átti stefnandi í ljósireynslu og fagþekkingu sinnar að vita manna best, hvað þyrfti til að skrúfaneða læsingin losnaði ekki meðan hann væri að vinna á pallinum. B ehf. og C hf.áttu ekki að þurfa að vaka yfir og leiðbeina stefnanda um þetta. Leiði þettaeinnig til sýknu stefnda. Varakrafastefnda sé byggð á því að stefnandi hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi með þvíað búa ekki svo um hnútana að skrúfan eða festingin á skáskífunni gæti ekkilosnað, en það hafi verið mjög brýnt þar sem unnið hafi verið í mikilli hæð.Beri því að skerða rétt stefnanda til bóta verulega og viðurkenna aðeinsbótarétt að hluta, sbr. 1. mgr. 23. gr. a í skaðabótalögum nr. 50/1993. Telurstefndi að skerða beri rétt stefnanda til bóta eigi minna en að hálfu, verðifallist á bótaskyldu. IV.NiðurstaðaFyrir liggur í máli þessu að þegarstefnandi slasaðist á fæti þann 6. júní 2012 var hann starfsmaður hjá B ehf.Stefnandi er vélsmiður að mennt og hafði unnið hjá B í um 13 ár þegar slysiðvarð. Hann var sendur til vinnu um borð í togara sem er í eiguútgerðarfélagsins C hf. Við vinnu sína um borð í skipinu notaði hann vinnupallsem var í eigu C hf. Stefnandi setti vinnupallinn sjálfur saman um borð ískipinu og liggur fyrir að hann hafi oft áður reist slíka vinnupalla. Viðuppsetningu pallsins í umrætt sinn setti hann þverstífurnar á láréttu böndineins og hann hafði ávallt gert þegar hann reisti vinnupalla. Þá setti hann hannupp eina skástífu sem hann festi undir miðjan pallinn. Í skýrslu lögreglu semkom á slysstað í kjölfar slyssins segir, m.a. að pallurinn sé samsettur meðfjórum þverstífum og einni skástífu og að læsing á efri hluta skástífunnar hafilosnað. Vinnueftirlit ríkisins var kvatt á staðinn af lögreglu sama dag ogslysið varð. Á þeim tíma þegar eftirlitið kom á staðinn til að kanna slysstaðvar enginn á vettvangi til þess að taka á móti fulltrúa þess og því var slysiðekki rannsakað af vinnueftirlitinu, hvorki þá né síðar. Í skýrslum fyrirdóminum hefur komið fram að fleiri menn hafi verið að vinna um borð í skipinuþegar slysið varð og síðustu menn yfirgefið það í lok vinnudags klukkan fimm ogþví hafi ekkert verið því til fyrirstöðu að eftirlitið skoðaði aðstæður um borðí skipinu. Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning um það hvenær eftirlitið kom áslysstað. Telur dómurinn því ósannað að á þeim tíma sem eftirlitið kom hafistarfsmenn frá stefnda, C ehf. eða B ehf. verið um borð í skipinu. Ekkiliggja fyrir gögn í málinu um hver hafi verið rétt uppsetning á umræddumrörapalli. Stefnandi kvaðst hafa sett þverstífur í lárétt bönd vinnupallsins oghert vel með lykli. Á hinn bóginn telur vitnið Jón Halldór Gíslason aðþverstífur virki betur ef þær eru festar á lóðréttar stoðir pallsins. VitniðÓmar Davíð Ólafsson telur að allur gangur sé á því hvernig pallar væru settirupp og þar með hvort þverstífur væru settar á lárétt bönd eða lóðréttar stoðirvinnupalla. Samkvæmtframansögðu er í máli þessu deilt um tilurð slyssins. Er einkum deilt um hvaðhafi orðið þess valdandi að vinnupallurinn féll saman þegar stefnandi steigniður af pallinum. Stefnandi telur ljóst að slysið sé að rekja til þess aðskrúfa eða læsing hafi losnað af vinnupallinum með þeim afleiðingum aðpallurinn féll saman undir stefnanda, sbr. skýrslu lögreglu. Stefndu telja aðslysið verði fyrst og fremst rakið til rangrar uppsetningar vinnupallsins, meðvísan til sömu lögregluskýrslu, enda séu engin gögn eða upplýsingar um biluneða galla í umræddum vinnupalli. Úrlausnmálsins ræðst af því hvort tildrög slyssins hafi verið nægjanlega upplýst viðskoðun lögreglu á slysadegi og þar með hvort rannsókn vinnueftirlitsins ávinnupallinum hefði varpað öðru ljósi á orsök þess ef hún hefði farið framstrax eftir slysið. Í1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi ávinnustöðum er kveðið á um skyldu vinnuveitanda að tilkynna slys tilVinnueftirlits ríkisins. Eins og þar kemur fram er skylda þessi tengd viðalvarleika slyss. Samkvæmt ákvæðinu skal atvinnurekandi, m.a. tilkynna tilVinnueftirlits ríkisins öll slys þar sem starfsmaður verður óvinnufær í einneða fleiri daga. Eins og áður segir var slysið tilkynnt Vinnueftirliti ríkisinssamdægurs af lögreglu, en eftirlitið sá sér ekki kleift að rannsaka slysstað,þar sem enginn var um borð í skipinu við komu þess. Því liggja ekki fyrir aðrarupplýsingar um vinnupall þennan en þær sem fram koma í skýrslu lögreglu. Teljaverður að með skoðun vinnueftirlitsins hefði mátt fá nánari upplýsingar umorsök slyssins og þar með hvað hafi orðið þess valdandi að skrúfa eða læsinglosnaði af vinnupallinum, hvort ein eða tvær skástífur hafi fylgt pallinum,hvort tryggara væri að festa þverstífur á lárétt bönd eða lóðrétta stoðpallsins eða hvort e.t.v. aðrar ástæður kunni að hafa valdið slysinu. Þá hefurekki verið upplýst nákvæmlega hvaða tegund vinnupalls var um að ræða, enuppsetning þeirra getur verið breytileg eftir tegundum. Chf. var eigandi vinnupallsins sem stefnandi féll af og lagði honum til pallinní því skyni að hann notaði hann við störf sín um borð í skipi félagsins. Telurdómurinn með vísan til fyrrgreinds ákvæðis að sú skylda hafi hvílt á C hf. aðtilkynna um slysið til vinnueftirlitsins og sjá til þess að vinnueftirlitinuværi gert kleift að skoða slysstað um borð í skipi félagsins. Verðurþví að leggja til grundvallar í málinu að stefnandi hafi orðið fyrirlíkamstjóni umrætt sinn sem rekja megi til bilunar í festingum pallsins eðaöðrum búnaði hans eða skorts á leiðbeiningum við uppsetningu hans og frágang.Ber C hf. því skaðabótaábyrgð á tjóni sem stefnandi varð fyrir og rekja má tilófullnægjandi búnaðar pallsins. Í ljósi þessa telur dómurinn ósannað að stefnandihafi viðhaft rangt verklag við uppsetningu vinnupallsins umræddan dag. Er þvíviðurkenndur réttur stefnanda til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu C hf. hjástefnda, Tryggingamiðstöðinni hf. vegna vinnuslyss sem stefnandi varð fyrirþann 6. júní 2012. Samkvæmt framansögðu er varakröfu stefnda,Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um að bótaréttur stefnanda verði aðeinsviðurkenndur að hluta hafnað. Semfyrr segir var C hf. eigandi vinnupallsins sem stefnandi notaði um borð í skipifélagsins. B ehf. hafði því hvorki boðvald yfir stefnanda við það verk, aukþess sem B ehf. hafði engan umráðarétt yfir starfsaðstöðu stefnanda um borð ískipi C hf. Með vísan til þeirrar meginreglu íslensks réttar og dómafordæma aðvinnuveitandi beri ekki ábyrgð á öðrum vinnustað en sínum eigin, verðurstefndi, Vátryggingafélag Íslands hf. því sýknaður af öllum kröfum stefnanda ímáli þessu. Stefnandinýtur gjafsóknar í málinu. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991verður stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf. gert að greiða málskostnað sem rennurí ríkissjóð, samtals 1.830.000 krónur. Málskostnaðurá milli stefnanda og stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., fellur niður. Gjafsóknarkostnaðurstefnanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur greiðist úr ríkissjóði, þar með talinþóknun lögmanns hans, Þorsteins Einarssonar hrl., 1.800.000 krónur. Dómþennan kveða upp Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari og meðdómsmennirnir Ásmundur Ingvarssonbyggingaverkfræðingur og Björn Marteinsson, byggingaverkfræðingur og arkitekt. DÓMSORÐ:Viðurkenndur er réttur stefnanda, Atil skaðabóta úr ábyrgðartryggingu C hf. hjá Tryggingamiðstöðinni hf., vegnavinnuslyss sem stefnandi varð fyrir þann 6. júní 2012. Stefndi,Vátryggingafélag Íslands hf., er sýknað af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Stefndi,Tryggingamiðstöðin hf. greiði 1.830.000 krónur í málskostnað sem rennur íríkissjóð. Málskostnaðurá milli stefnanda og stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., fellur niður. Allurmálskostnaður stefnanda fyrir héraðsdómi greiðist úr ríkissjóði, þar með talinþóknun lögmanns hans, Þorsteins Einarssonar hrl., 1.800.000 krónur. |
Mál nr. 175/2017 | Fasteign Jörð Veðsetning Ógilding samnings | J höfðaði mál á hendur bankanum A hf. og krafðist þess að veðleyfi, sem hann hafði veitt í 50% eignarhlut sínum í jörð, til tryggingar veðskuldabréfi útgefnu af syni sínum S sem átti hinn helming jarðarinnar, yrði ógilt með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936. Byggði J á því að samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 2001 hafi borið að meta greiðslugetu S og kynna J niðurstöðu þess mats áður en hann veitti veðleyfið. A hf. hélt því fram að ekki hefði verið skylt að framkvæma greiðslumat þar sem lánið hefði verið veitt vegna atvinnurekstrar. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað J og ógilti veðleyfið. Í dómi sínum rakti Hæstiréttur hvernig jörðin, ásamt annarri jörð, hafði komist í eigu J og S en hið umþrætta lán hafði S tekið til að greiða upp eldri skuldir sem hann hafði stofnað til vegna kaupa á eignarhlut sínum í jörðunum. Þá rakti rétturinn hvernig jarðirnar hefðu verið nýttar, en S hafði leigt J sinn hluta af jörðunum og starfað hjá honum sem launþegi. Taldi Hæstiréttur að ráða mætti af skattskilum S að hann hefði sjálfur litið svo á að hann hefði á hendi atvinnustarfsemi á sviði landbúnaðar og yrði því að leggja til grundvallar að hann hefði leitað eftir láninu í tengslum við atvinnurekstur. Hefði því ekki borið að fylgja ákvæðum samkomulagsins frá 2001 við lánveitinguna. Við mat á því að öðru leyti hvort beita ætti 36. gr. laga nr. 7/1936 í málinu taldi Hæstiréttur að líta yrði til þess að S hefði tekið lánið til að greiða upp eldra lán sem einnig hefði verið með veði í eignarhlut J í jörðinni og að leggja yrði til grundvallar að J hefði haft hag af kaupum S á eignarhluta í jörðunum. Þá yrði að líta til þess að S hefði aflað stærsta hluta tekna sinna annars vegar með vinnulaunum frá J og hins vegar með leigutekjum af jörðunum og að J hafi hlotið að vera kunnugt um að þær tekjur hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum greiðslum af láninu. Að lokum yrði að líta til þess að þótt vanhöld hefðu orðið á því að A hf. hefði gætt tilkynningarskyldu sinnar eftir lögum nr. 32/2009 yrði ekki annað ráðið en að hún hafi verið virt frá því að skuldin var síðast sett í skil og þar til eftirstöðvar hennar voru gjaldfelldar. Að virtum þessum atriðum í heild taldi Hæstiréttur að ekki væru efni til að verða við dómkröfu J og var A hf. því sýknaður. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson og Greta Baldursdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson prófessor.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar17. mars 2017. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði ogfyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdómsog málskostnaðar fyrir Hæstarétti.IÍ málinu liggur fyrir að móðirstefnda, Steingerður Jósavinsdóttir, fékk leyfi 22. maí 1991 til að sitja íóskiptu búi eftir andlát föður hans, en helsta eign búsins mun þá hafa veriðjörðin Brakandi, sem nú er í Hörgárbyggð, ásamt hluta af jörðinni Bláteigi í samasveitarfélagi. Munu þessar jarðeignir hafa verið nýttar saman til búrekstrar,sem stefndi hafi haft á hendi með föður sínum frá árinu 1973 en tekið svo einn yfir1980. Steingerður gaf út afsal til stefnda 2. desember 2005 fyrir helmingi jarðarinnarBrakanda og helmingi eignarhluta síns í Bláteigi, sem ekki var nánartilgreindur, ásamt sama hlutfalli í húsum, ræktun og hlunnindum á jörðunum.Afsalinu var þinglýst 5. sama mánaðar, en stefndi mun ekki hafa innt af hendiendurgjald fyrir þessar eignir í tengslum við þá ráðstöfun. Þá undirrituðu Steingerðurog sonur stefnda, Sigurður Elvar Viðarsson, skjal 17. ágúst 2006, sem var íeinu lagi kaupsamningur og afsal, og var því þinglýst degi síðar. Þar keypti Sigurðurhelmingshlut Steingerðar í Brakanda og fjórðungshlut í Bláteigi ásamt samahlutfalli í húsum, ræktun og hlunnindum, en einnig fylgdi í kaupunum íbúðarhús ílandi Brakanda, sem sagt var að stæði á lóð með sérstöku landnúmeri. Kaupverðþessara eigna var 20.280.000 krónur og skyldi það greitt að fullu viðundirritun skjalsins. Þar var einnig tekið fram að veðskuldir, sem hvíldu áeignunum, væru seljanda óviðkomandi, en fimm af þessum skuldum við nafngreinda lánardrottnaværu „á ábyrgð“ stefnda, sem ætti „hinn helming jarðarinnar“, og ein þeirra,við Sparisjóð Norðlendinga, væri „á ábyrgð kaupanda.“ Í framhaldi af þessu tókstefndi framangreindar eignir Sigurðar að frátöldu íbúðarhúsi á leigu meðsamningi 30. júní 2007, sem gilti frá 1. janúar sama ár, fyrir 100.000 krónur ámánuði, en sú fjárhæð skyldi breytast eftir vísitölu neysluverðs. Fyrir liggurí málinu að frá síðastnefndum degi hefur Sigurður verið skráður hjáríkisskattstjóra sem einstaklingur í atvinnurekstri í greininni „sauðfjár- oggeitarækt“, en samkvæmt framburði stefnda og Sigurðar fyrir dómi hefur hann fráþví um þær mundir starfað sem launþegi hjá stefnda við búrekstur.Áfrýjandi hefur lagt fram í Hæstaréttiveðskuldabréf að fjárhæð 3.870.000 krónur, sem Sigurður gaf út til SparisjóðsNorðlendinga 10. mars 2005, en skuld þessa, sem bundin var vísitölu neysluverðsog bar 5,5% ársvexti, átti að endurgreiða á fimmtán árum með jöfnummánaðarlegum afborgunum. Skuldabréfið var síðan áritað um að greiðsluskilmálumhafi verið breytt 10. september 2007 og 12. mars 2008. Einnig hefur áfrýjandilagt fram tryggingarbréf, sem Sigurður gaf út til sama sparisjóðs 22. ágúst2006, fyrir skuldum að fjárhæð allt að 26.000.000 krónur, sem bundin værivísitölu neysluverðs. Fyrir skuldbindingum samkvæmt báðum þessum bréfum, semvar þinglýst 15. mars 2005 og 23. ágúst 2006, var jörðin Brakandi sett að veðiað baki fimm eldri veðskuldum, en í fyrirsögn tryggingarbréfsins var tekið framað það væri „tryggt með rekstrarveði í fasteign og rekstrartækjum“. Steingerðurritaði sem þinglýstur eigandi jarðarinnar undir yfirlýsingu á skuldabréfinu umsamþykki sitt fyrir veðsetningu samkvæmt því, en stefndi gerði það sama að þvíer tryggingarbréfið varðar. Í skýrslu fyrir dómi kvaðst Sigurður hafa staðið aðþessu til að afla fjár til kaupa á fyrrnefndum eignum og hafi stefndi verið meðí ráðum um það.Tvö systkin stefnda höfðuðu mál áhendur honum 28. nóvember 2006 og kröfðust þess á grundvelli 2. mgr. 15. gr.erfðalaga nr. 8/1962 að rift yrði gjöf, sem hann hafi fengið úr hendi Steingerðarmeð fyrrnefndu afsali 2. desember 2005. Héraðsdómur tók þá kröfu til greina meðdómi 25. október 2007, sem stefndi áfrýjaði 15. janúar 2008 og staðfestur varmeð dómi Hæstaréttar 9. október sama ár í máli nr. 23/2008. Undir rekstri þessmáls lést Steingerður 31. október 2007 og var dánarbú hennar síðan tekið tilopinberra skipta 23. maí 2008, en þannig virðist hafa verið litið svo á aðfullnægt væri skilyrðum 2. málsliðar 2. mgr. 15. gr. erfðalaga fyrir höfðunmálsins.Eftir að héraðsdóminum frá 25. október2007 var áfrýjað til Hæstaréttar gaf Sigurður út skuldabréf 10. apríl 2008 tilKaupþings banka hf. fyrir „jafnvirði“ 30.000.000 króna í þremur erlendumgjaldmiðlum í tilteknum hlutföllum, en skuld þessi, sem bera átti 7,48%ársvexti, skyldi greidd á 30 árum með jöfnum mánaðarlegum afborgunum. Tiltryggingar skuldinni var jörðin Brakandi sett að veði, en þó án fyrrnefndsíbúðarhúss í eigu Sigurðar, og áritaði stefndi skuldabréfið um samþykki sitt fyrirþeirri veðsetningu. Í fyrirsögn skuldabréfsins var vísað til þess að í því værikveðið á um „veð í bújörð með rekstrartækjum“, en því til samræmis sagði meðalannars í bréfinu: „Jörðin er veðsett með öllum gögnum og gæðum, - húsum,mannvirkjum, landréttindum, hlunnindum, greiðslumarki (framleiðslurétti) ogöllum öðrum réttindum, hverju nafni sem nefnast, - sem þessum eignum fylgja ogfylgja ber. Bújörðin er veðsett ásamt öllum þeim rekstrartækjumskuldara/veðsala sem notuð eru við atvinnurekstur í landbúnaði. Með rekstrartækjumer átt við áhöld, vélar og tæki önnur en skráningarskyld ökutæki, sbr. 2. mgr.29. gr. laga nr. 75/1997. Veðsala er óheimilt að skilja greiðslumark bújarðarfrá jörðinni, nema að fengnu og þinglýstu samþykki veðhafa.“ Þá er þess að getaað í skuldabréfinu sagði einnig: „Skriflegar upplýsingar um lán þetta, semskylt er að veita skv. l. nr. 121/1994 um neytendalán, fylgja skuldabréfi þessuog hafa verið kynntar skuldara.“ Í málinu hafa ekki verið lögð fram gögn umaðdraganda þessarar lántöku. Á hinn bóginn liggur fyrir yfirlit frá Kaupþingibanka hf. um heildarlántökukostnað ásamt greiðsluáætlun og var það dagsett samadag og skuldabréfið. Í yfirlitinu var tekið fram að um „neytendalán“ væri aðræða, en skjal þetta, sem stefndi lagði fram í málinu, undirritaði Sigurðurásamt starfsmanni bankans. Þar kom meðal annars fram að samanlögð fjárhæðafborgunar og vaxta á fyrsta gjalddaga 15. maí 2008 yrði 302.100 krónur, engreiðslur færu lækkandi á hverjum gjalddaga til þess síðasta, 15. apríl 2038,þegar afborgun og vextir yrðu samtals 84.453 krónur. Óumdeilt er að skriflegt matá greiðslugetu Sigurðar var ekki gert í tengslum við útgáfu skuldabréfsins, semnú tilheyrir áfrýjanda á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins 22. október2008. Af framburði Sigurðar fyrir héraðsdómi verður ráðið að lán þetta hafiverið tekið til að greiða upp skuldir, sem hann stofnaði til samkvæmt áðursögðuvið Sparisjóð Norðlendinga í tengslum við kaup sín af Steingerði. Ástæðunafyrir þessari nýju lántöku kvað hann hafa verið þá að lánin frá sparisjóðnumhafi verið orðin óhagstæð og Kaupþing banki hf. boðið betur, en ítrekaðaðspurður sagðist hann ekki hafa ráðfært sig við stefnda um þetta.Eftir gögnum málsins lauk opinberumskiptum á dánarbúi Steingerðar 15. desember 2010. Fékk stefndi þar að arfi helmingshlutdánarbúsins í jörðinni Brakanda og fjórðungshlut í Bláteigi með öllum gögnum oggæðum. Að því er varðar skuldina, semSigurður stofnaði til við Kaupþing banka hf. með skuldabréfinu frá 10. apríl2008, er þess að geta að skilmálum um endurgreiðslu hennar var breytt meðsamningum Sigurðar við áfrýjanda 23. febrúar og 31. mars 2009, sem áritaðirvoru af skiptastjóra í dánarbúi Steingerðar um samþykki þinglýsts eiganda hlutaaf jörðinni Brakanda. Af gögnum málsins er ekki ljóst hvort skuldabréfið hafi framanaf eftir þetta verið í skilum. Samkvæmt málatilbúnaði áfrýjanda var krafasamkvæmt bréfinu reiknuð út á nýjan leik án athugasemda af hendi Sigurðar 14.nóvember 2011 og 21. febrúar 2013 vegna ólögmætra ákvæða þess umgengistryggingu og hafi skuldin talist vera í innlendum gjaldmiðli upp fráfyrrnefnda deginum þegar hún hafi lækkað vegna umreiknings úr 60.133.572 krónumí 39.311.606 krónur. Fyrir liggur að áfrýjandi tilkynnti stefnda semábyrgðarmanni í fyrsta sinn um vanskil afborgunar og vaxta af skuldabréfinu ágjalddaga 15. nóvember 2012, en af svonefndri áramótatilkynningu, sem áfrýjandisendi honum síðan 5. febrúar 2013 um vanskil í árslok 2012, verður þó ráðið aðþau hafi staðið í lengri tíma. Samkvæmt sams konar tilkynningum frá áfrýjandatil stefnda, sem vörðuðu stöðu skuldarinnar í lok áranna 2013 og 2014, virðistsem vanskilin hafi aukist enn á fyrrnefnda árinu, en minnkað á hinn bóginn áþví síðarnefnda. Í málatilbúnaði áfrýjanda er staðhæft að skuld Sigurðar hafiverið komið í skil á árinu 2011 og aftur 2014, en hvorki hafi dráttarvextir nékostnaður bæst við höfuðstól hennar í tengslum við það.Stefndi ritaði bréf til áfrýjanda 15.maí 2013, þar sem vísað var til þess að samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgðaá skuldum einstaklinga, sem fjármálafyrirtæki, Neytendasamtökin og stjórnvöld gerðu1. nóvember 2001, hefði Kaupþingi banka hf. verið skylt að meta greiðslugetuSigurðar í tengslum við lánveitingu með skuldabréfinu 10. apríl 2008, svo og aðkynna stefnda niðurstöðu slíks mats áður en hann veitti veð fyrir kröfusamkvæmt skuldabréfinu í helmingshlut sínum í jörðinni Brakanda. Með því aðþessu hafi ekki verið sinnt krafðist stefndi þess að áfrýjandi leysti þennaneignarhlut í jörðinni úr veðböndum. Áfrýjandi hafnaði þessari kröfu 28.nóvember 2013, en stefndi ítrekaði hana 27. desember 2013 og 10. júlí 2014 oghafnaði áfrýjandi henni öðru sinni 2. október 2014.Áfrýjandi beindi til sýslumanns beiðni5. maí 2015 um nauðungarsölu á jörðinni Brakanda á grundvelli heimildar íveðskuldabréfinu frá 10. apríl 2008. Í beiðninni kom meðal annars fram að krafaáfrýjanda samkvæmt bréfinu hafi verið í vanskilum frá 15. október 2014, húnhafi verið gjaldfelld og næmi samtals 47.202.161 krónu með vöxtum og kostnaði. Meðbréfi til sýslumanns 17. júlí 2015 mótmælti stefndi því að nauðungarsala næðifram að ganga, en samkvæmt málatilbúnaði hans var þeim mótmælum hafnað. Virðistallt að einu ekki hafa orðið af frekari aðgerðum við nauðungarsöluna. Í kjölfariðhöfðaði stefndi mál þetta á hendur áfrýjanda 12. janúar 2016 með kröfu um aðógilt yrði leyfið, sem hann veitti Sigurði 10. apríl 2008 til að setja helmingshlutstefnda í jörðinni Brakanda að veði til tryggingar kröfu samkvæmt skuldabréfinu.Krafa þessi var tekin til greina með hinum áfrýjaða dómi.IIÍ málinu hafa verið lögð framskattframtöl Sigurðar Elvars Viðarssonar árin 2009, 2010 og 2011, en í hverjutilviki fyrir sig er um að ræða einstaklingsframtal ásamt landbúnaðarskýrslu ogöðrum fylgiskjölum, sem vörðuðu atvinnurekstur hans á næstliðnu ári. Íeinstaklingsframtali Sigurðar 2009 kom meðal annars fram að hann hafi á árinu2008 fengið í launatekjur frá stefnda 1.560.000 krónur, en aðrar tekjur hansnumið 12.000 krónum auk fjármagnstekna að fjárhæð 10.753 krónur. Í lok árs 2008hafi hann átt fasteign, sem var tilgreind með heitinu „Brakandi lóð“ og aðfasteignamatsverði 7.721.000 krónur, en þar hefur eftir fyrirliggjandi gögnum veriðátt við íbúðarhúsið, sem hann keypti samkvæmt áðursögðu af SteingerðiJósavinsdóttur á árinu 2006 ásamt sérstakri lóð úr landi Brakanda. Aðrar eignirhans voru þrjár bifreiðir að samanlögðu andvirði 407.442 krónur aukbankainnstæðna að fjárhæð alls 21.067 krónur. Í framtalslið um skuldir og vaxtagjöldvegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota var greint frá skuld við Kaupþing bankahf., sem stofnað hafi verið til í apríl 2008, heildarfjárhæð eftirstöðva hennarværi 48.986.254 krónur og vaxtagjöld á árinu 2008 alls 2.308.525 krónur, en aðeins20% af skuld þessari og vöxtum voru þó talin snúa að íbúðarhúsnæðinu og hafiþannig eftirstöðvar þess hluta skuldarinnar í árslok 2008 numið 9.797.251 krónuog vaxtagjöld af honum 461.705 krónum. Í framtalsgögnum 2009 varðandiatvinnurekstur Sigurðar 2008 var á hinn bóginn gerð grein fyrir eignarhlut hansí Brakanda og Bláteigi, annars vegar að andvirði samtals 13.330.374 krónur vegnaræktunar og útihúsa þegar tillit hafi verið tekið til fyrningar á árinu og hinsvegar að fasteignamatsverði 10.586.250 krónur vegna lands og hlunninda, aukbústofns að matsverði alls 370.600 krónur, en til hans var talinn tiltekinnfjöldi hrossa og sauðfjár. Skuldir vegna atvinnurekstrarins hafi annars vegarverið við ótilgreinda lánastofnun, 39.189.003 krónur í árslok 2008 og vextir afhenni numið 1.846.820 krónum á því ári, og hins vegar 17.570 krónur vegnaógreidds virðisaukaskatts. Þessi skuld við lánastofnun hefur bersýnilega verið þau80% af heildarskuld Sigurðar við áfrýjanda í loks árs 2008, sem ekki voru tekinupp í einstaklingsframtal hans, og vaxtagjöldin, sem færð voru á þennan háttundir atvinnurekstur hans, að sama skapi sá hluti af vöxtunum afheildarskuldinni við áfrýjanda, sem ekki var talinn í einstaklingsframtalinu. Þákom fram að tekjur af atvinnurekstrinum á árinu 2008 hafi verið 201.905 krónurvegna söluverðs sauðfjárafurða auk 1.320.000 króna, sem væru „leiga fyrirbújörð“. Í framtalsgögnum Sigurðar 2010 og 2011 var á hliðstæðan hátt gerðurgreinarmunur á tekjum, gjöldum, eignum og skuldum annars vegar íeinstaklingsframtali og hins vegar í framtali vegna atvinnurekstrar. Eignir ogskuldir þau ár voru svo að segja þær sömu og í framtali 2009 að teknu tillititil breyttra fjárhæða, tekjur voru einnig af sama uppruna og fjárhæð þeirraáþekk, en ekki er ástæða til að gera hér nánari grein fyrir þessum atriðum íframtölum 2010 og 2011.Af framangreindu er ljóst að Sigurðurhefur að minnsta kosti allt frá árinu 2008 í skiptum sínum við skattyfirvöldsjálfur litið svo á að hann hefði á hendi atvinnustarfsemi á sviði landbúnaðar,svo og að eignarhlutur hans í jörðunum Brakanda og Bláteigi að frátölduíbúðarhúsi á sérgreindri lóð heyrði til þeirrar starfsemi ásamt 80% af skuldhans við áfrýjanda. Er engin ástæða til að ætla að þessi afstaða Sigurðar hafiverið bundin við skattskil hans. Í málinu liggur ekki fyrir hvaða upplýsingarSigurður kunni að hafa veitt Kaupþingi banka hf. um fjármál sín eða stöðu aðöðru leyti í tengslum við umsókn um lánið, sem veitt var með skuldabréfinu 10.apríl 2008, en að virtu framangreindu ásamt fyrrnefndum ákvæðum bréfsins umveðsetningu jarðarinnar Brakanda með rekstrartækjum verður að leggja tilgrundvallar að Sigurður hafi leitað eftir láninu í tengslum við atvinnurekstur,þótt hluti lánsins hafi í skattskilum talist snúa að kaupum á íbúðarhúsi. Erekki unnt að líta svo á að skírskotun í skuldabréfinu til laga nr. 121/1994 eðaummæli um neytendalán í áðurnefndu yfirliti, sem Kaupþing banki hf. gerði 10.apríl 2008 í tengslum við lánveitinguna, geti fengið þessu breytt.Í áðurnefndu samkomulagifjármálafyrirtækja, Neytendasamtakanna og stjórnvalda frá 1. nóvember 2001, semlagt hefur verið fram í Hæstarétti og stefndi hefur öðru fremur vísað til íröksemdum fyrir kröfu sinni, kemur meðal annars fram að ákvæði þess varðiábyrgð „á skuldum einstaklinga“, þar á meðal þegar „einstaklingur hefur gefiðút leyfi til að veðsetja fasteign sína til tryggingar skuldum annarseinstaklings.“ Ekki er þar skilgreint hvað átt sé við með hugtakinueinstaklingur. Að því verður á hinn bóginn að gæta að í a. lið 4. gr.þágildandi laga nr. 121/1994 var mælt svo fyrir að neytandi væri einstaklingur, sem ætti lánsviðskipti sem þau lögnæðu til, enda væru viðskiptin ekki gerð í atvinnuskyni af hans hálfu. Ekki eruefni til annars en að líta svo á að byggt hafi verið á þessari skilgreiningu íákvæðum samkomulagsins, en af þessu leiðir að því hefur ekki verið ætlað aðtaka til tilvika, þar sem maður tæki lán vegna atvinnurekstrar síns eða maður íatvinnurekstri gengist í ábyrgð fyrir annan. Verður af þessum sökum ekkifallist á með stefnda að Kaupþingi banka hf. hafi við undirbúning lánveitingarmeð skuldabréfinu 10. apríl 2008 borið að fylgja ákvæðum samkomulagsins með þvímeðal annars að gera skriflegt mat á greiðslugetu Sigurðar og kynna það síðanstefnda sem fyrirhuguðum veðsala.Þegartekin er að öðru leyti afstaða til málsástæðna stefnda fyrir kröfu sinni, sem eingöngueru reistar á 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga, verður að beita heildstæðu mati á fyrirliggjandi atvikum meðtilliti til þeirra atriða, sem um ræðir í 2. mgr. sömu lagagreinar, ogmeginreglna fjármunaréttar um skuldbindingargildi samninga, sbr. meðal annarsdóm Hæstaréttar 4. júní 2009 í máli nr. 150/2008. Í því mati verður öðru fremurað skipta máli í fyrsta lagi að samkvæmt framburði Sigurðar fyrir dómi tók hannlánið með skuldabréfinu 10. apríl 2008 til að greiða upp eldri lán frá Sparisjóði Norðlendinga, sem einnig voru tryggðmeð veði í eignarhlut stefnda í jörðinni Brakanda, og hafi Sigurður taliðlánskjör samkvæmt skuldabréfinu sér hagstæðari en þau, sem giltu um eldri lánin.Veðréttindin, sem stefndi heimilaði Sigurði síðastgreindan dag að leggja á sinnhluta af jörðinni, leiddu þannig ekki til nýrrar byrði á herðar stefnda, heldurvar ef eitthvað er dregið úr henni, en ekkert er fram komið um hvortSparisjóður Norðlendinga hafi á sínum tíma gert skriflegt mat um greiðslugetuSigurðar og kynnt það stefnda áður en hann veitti veðréttindi í eign sinnifyrir skuldum Sigurðar með tryggingarbréfinu 22. ágúst 2006. Um þetta er þessað geta að málsástæða áfrýjanda, sem að þessu snýr, kom ekki of seint fram íhéraði, svo sem stefndi hefur haldið fram, enda gafst fyrst tilefni til hennarvið skýrslutökur fyrir dómi og var henni sýnilega borið við í munnlegummálflutningi. Í öðru lagi verður að leggja til grundvallar að stefndi hafi hafthag af því að Sigurður keypti 17. ágúst 2006 eignarhlut í Brakanda og Bláteigi,sem stefndi virðist allar götur síðan hafa haft á leigu til afnota viðbúrekstur sinn, en samkvæmt framburði Sigurðar fyrir dómi var það jafnframtætlun hans að kaupa á síðari stigum hlut stefnda í jörðunum og halda þar áframbúrekstri. Hann bar það einnig að kaup sín hafi komið til sökum þess að uppihafi verið „vandamál innan fjölskyldunnar“ og hafi stefndi verið með í ráðum umkaupin og lántöku vegna þeirra. Í þriðja lagi verður að líta til þess að fyrirliggur í málinu að Sigurður hafi frá árinu 2008 aflað stærsta hluta tekna sinnafrá stefnda, annars vegar með vinnulaunum og hins vegar leigu á eignarhlutsínum í jörðunum. Að virtu því, sem áður er fram komið, verður að miða við að allatíð hafi farið víðs fjarri að tekjur þessar óskertar dygðu fyrir mánaðarlegum greiðslumaf skuldabréfinu frá 10. apríl 2008. Er fjarstæða að stefnda hafi ekki máttvera þetta kunnugt og getur því ekki staðist að skriflegt mat á greiðslugetuSigurðar hefði haft áhrif á ákvörðun hans um að leyfa Sigurði að veðsetjaeignarhlut sinn í Brakanda. Til þess verður loks í fjórða lagi að líta að þósvo að í málatilbúnaði áfrýjanda felist viðurkenning á því að vanhöld hafiorðið á því að hann hafi gætt gagnvart stefnda tilkynningarskyldu eftir 7. gr.laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn vegna vanskila á greiðslu afborgana og vaxtaaf skuldabréfinu verður ekki annað séð af áðurnefndri beiðni áfrýjanda umnauðungarsölu á jörðinni Brakanda en að skuldin hafi talist vera í skilum fram tilgjalddaga 15. október 2014 og var tilkynningarskylda ekki vanrækt eftir þanntíma þar til eftirstöðvar skuldarinnar voru gjaldfelldar. Að virtum þessumatriðum í heild eru ekki efni til að verða við dómkröfu stefnda og verðuráfrýjandi því sýknaður af henni.Rétt er að hvor aðili beri sinnkostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Áfrýjandi, Arion banki hf., er sýkn afkröfu stefnda, Jóns Viðars Þorsteinssonar.Málskostnaður í héraði og fyrirHæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 22. desember 2016 Mál þetta, semdómtekið var að lokinni aðalmeðferð miðvikudaginn 2. nóvember, er höfðað 12.janúar 2016 af Jóni Viðari Þorsteinssyni, Brakanda, Hörgársveit, á hendur Arionbanka hf., Borgartúni 19, Reykjavík. Stefnandi krefstþess að ógilt verði veðleyfi er hann hafi hinn 10. apríl 2008 veitt í 50%eignarhluta sínum í jörðinni Brakanda landnr. 152389, fnr. 215-7263 og215-7275, til tryggingar veðskuldabréfi útgefnu af Sigurði Elvari Viðarssyni,kt. 031275-4909 hinn 10. apríl 2008, upphaflega að fjárhæð 30 milljónir krónagengistryggt, móttekið til þinglýsingar 11. apríl 2008 og innfært ífasteignabók 14. apríl 2008 með þinglýsinganúmeri 2008/1652.Stefndi krefstsýknu af kröfu stefnanda.Hvor aðili krefstmálskostnaðar úr hendi hins.Málavextir Stefnandi er bóndiá jörðinni Brakanda í Hörgársveit og hefur verið frá árinu 1973, þá fyrst meðföður sínum en einn frá árinu 1980. Með afsali, dags.2. desember 2005, afsalaði móðir stefnanda, Steingerður Jósavinsdóttir, 50%eignarhlut í jörðinni Brakanda, 50% eignarhlut í öllum útihúsum, ræktun,hlunnindum og öðrum gögnum og gæðum sem fylgja skyldu jörðinni, til stefnanda.Með sama afsali afsalaði hún 50% eignarhlut í jörðinni Bláteigi í sömu sveit,ásamt samsvarandi hlut í ræktun, hlunnindum og öðrum gögnum og gæðum, tilstefnanda.Tvö systkinistefnanda höfðuðu mál til riftunar afsalinu og lauk því með dómi HæstaréttarÍslands í máli nr. 23/2008 þar sem afsalinu var rift.Með kaupsamningi ogafsali, dags. 17. ágúst 2005 og mótt. til þinglýsingar degi síðar, seldiSteingerður Jósavinsdóttir syni stefnanda, Sigurði Elvari Viðarssyni, 50%eignarhlut í Brakanda ásamt 50% eignarhlut í öllum útihúsum, ræktun, hlunnindumog öðrum gögnum og gæðum sem fylgja skyldu jörðinni, og 25% hlut í jörðinniBláteigi ásamt samsvarandi hlut í ræktun, hlunnindum og öðrum gögnum og gæðum.Jafnframt afsalaði Steingerður til Sigurðar Elvars íbúðarhúsi sínu í Brakanda,en húsið stæði á sérlóð með nánar greindu landnúmeri. Kaupverð hins seldaskyldi alls vera 20.280.000 krónur og greiðast að fullu við undirskrift. Með samningi. dags.30. júní 2007, leigði Sigurður Elvar Viðarsson stefnanda eignarhluti þá semgreindir voru í afsali Steingerðar til Sigurðar Elvars, að íbúðarhúsiundanskildu. Leigugjald skyldi í upphafi vera 100.000 krónur á mánuði enendurskoðast árlega og taka breytingum samkvæmt breytingum neyzluvísitölu.SteingerðurJósavinsdóttir lézt hinn 31. október 2007. Dánarbú hennar var tekið tilopinberra skipta og lauk þeim með úthlutunargerð 15. desember 2010. Samkvæmtskiptayfirlýsingu, undirritaðri af Ingvari Þóroddssyni hdl. skiptastjóra 23.desember 2010 og innfærðri í þinglýsingabók 27. desember 2010, var stefnandalagður út 50% eignarhluti dánarbúsins í jörðinni Brakanda með öllum gögnum oggæðum, og 25% eignarhluti dánarbúsins í jörðinni Bláteigi með öllum gögnum oggæðum.Búgarður,ráðgjafaþjónusta á Norðurlandi vann verðmat þeirra eigna er Steingerður seldiSigurði Elvari. Niðurstaða matsins er sú að heildarverðmæti eignanna sé29.500.000 krónur en þar af sé verðmæti íbúðarhúss 5.500.000 krónur.Samkvæmt ódagsettriútprentun úr firmaskrá sem liggur fyrir í málinu en sögð er síðast uppfærð 15.febrúar 2016 er Sigurður Elvar Viðarsson skráður sem sauðfjár- oggeitnaræktandi með nánar tilgreindu virðisaukaskattsnúmeri. Samkvæmt gögnum fráríkisskattstjóra sem liggja fyrir í málinu er Sigurður Elvar skráður semeinstaklingur í atvinnurekstri með nánar tilgreint virðisaukaskattsnúmer semverið hafi opið frá 1. janúar 2007. Sinnir hann samkvæmt skráningunni sauðfjár-og geitnarækt.Hinn 10. apríl 2008gaf Sigurður Elvar Viðarsson út skuldabréf til Kaupþings banka hf., þar semhann viðurkenndi að skulda bankanum jafnvirði 30 milljóna króna þann dag, ímyntunum og hlutföllunum EUR 20%, CHF 40% og JPY 40%. Til tryggingar skuldinnivar sett á 4. veðrétti jörðin Brakandi með öllum gögnum og gæðum og öllumréttindum hverju nafni sem nefndust. Undir skuldabréfið ritaði stefnandi semveðsali. Var lánið til þrjátíu ára með nánar greindum vöxtum. Ágreiningslauster að ekki var framkvæmt svonefnt greiðslumat á skuldaranum Sigurði Elvarivegna útgáfu skuldabréfsins. Af hálfu stefnda er á því byggt að engin skyldahafi verið til að gera svo.Samhliða útgáfuskuldabréfsins rituðu Sigurður Elvar og fulltrúi Kaupþings banka hf. undirskjal sem ber merki þess banka og fyrirsögnina „Reiknivél – Neytendalán“. Eruþar birtar ýmsar upplýsingar um lánið, svo sem um árlega hlutfallstölukostnaðar, andvirði skuldabréfsins og heildarlántökukostnað. Yfir töflu umeinstakar væntanlegar afborganir stendur meðal annars: „Neytendalán –greiðsluáætlun“ og er orðið „Neytendalán“ feitletrað.Stefndi sendistefnanda svonefndar áramótatilkynningar til ábyrgðarmanns / veðsala, dags. 5.febrúar 2013, 19. febrúar 2014 og 20. apríl 2015 og greindi hver og eintilkynning ábyrgðarfjárhæð og vanskil um þau áramót er síðast höfðu verið. Þáliggja fyrir í málinu tilkynningar stefnanda til stefnda um vanskilskuldabréfsins, dags. 28. nóvember 2012, 28. desember 2012, 27. október 2014,19. nóvember 2014, 25. nóvember 2014, 12. desember 2014, 25. desember 2014, 29.desember 2014 og 26. janúar 2015.Hinn 15. maí 2013ritaði lögmaður stefnanda stefnda og tjáði honum það álit stefnda að brotiðhefði verið gegn samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, með þvíað stefnanda hefði ekki verið kynnt greiðslumat. Krafðist hann þess að veðinuyrði aflétt. Stefndi hafnaði erindinu með tölvubréfi 28. nóvember 2013.Stefnandi ítrekaði erindið með bréfi 27. desember 2013 og aftur 10. júlí 2014.Þá liggja í málinu útprentuð tölvusamskipti aðila frá ágúst 2014 og fram íoktóber 2014, þar sem aðilar færa fram rök fyrir sjónarmiðum sínum. Stefndihafnar óskum stefnanda með tölvubréfi 2. október 2014.Stefndi hefur tekiðvið réttindum Kaupþings banka hf. samkvæmt veðskuldabréfinu.Málsástæður og lagarök stefnandaStefnandi kveðstbyggja á því að stefndi hafi tekið á sig ákveðnar skyldur samkvæmt samkomulagium notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Sigurður Elvar Viðarsson hafi tekiðlán hjá stefnda vegna kaupa á eignarhlut ömmu sinnar í Brakanda. Hann hafihvorki haft reynslu né þekkingu á þessu sviði. Eins og fram komi í skjali erSigurður Elvar hafi ritað undir samhliða veðskuldabréfi og sé útreikningur ágreiðslubyrði lánsins og lántökukostnaði hafi stefndi litið svo á að umneytendalán væri að ræða. Í l-lið 1. mgr. 5. gr. núgildandi laga nr. 33/2013 umneytendalán komi fram skilgreining á því hver teljist neytandi samkvæmtlögunum. Það sé einstaklingur sem eigi lánsviðskipti sem ekki séu gerð íatvinnuskyni af hans hálfu. Skilgreining þessi sé óbreytt frá eldri lögum, sbr.lög nr. 121/1994. Liggi því fyrir að stefndi hafi litið svo á, þegar hannveitti lánið að Sigurður Elvar hafi verið neytandi í merkingu framangreindralaga. Sé það í samræmi við það sem fram komi í skattframtölum sem lögð hafaverið fram í málinu. Rétt sé þó að geta þess að Sigurður Elvar hafi átt nokkrarkindur, en ekki framleiðslurétt, þegar hann hafi keypt hlut sinn í Brakanda ogsé svo enn. Búskapur hans hafi því verið meira til gamans svo sem sjá megi afskattframtölum hans. Hann hafi unnið sem launamaður við bú stefnanda og hafigert óslitið frá því hann hafi tekið lánið. Stefnandi kveðst telja að ekki getileikið vafi á því að Sigurður Elvar hafi tekið lánið sem neytandi en ekki tilað leggja í atvinnurekstur. Áður en hann hafi keypt eignarhlut sinn hafi hannátt kindur og engin breyting hafi orðið á högum hans við lántökuna.Stefnandi segir aðí 1. mgr. 2. gr. samkomulagsins sé gildissvið þess afmarkað. Þar segi í lokamálsliðað samkomulagið taki til þess þegar einstaklingur veiti veðleyfi í fasteignsinni til tryggingar skuldum annars einstaklings. Hljóti að liggja alveg ljóstfyrir að stefnandi hafi veitt syni sínum veðleyfi sem einstaklingur í þessarimerkingu. Stefnandi kveðst telja að borið hafi að fara að þeim reglum semkveðið sé á um í samkomulaginu áður en lánið hafi verið afgreitt til SigurðarElvars og stefnandi verið fenginn til að veita veðleyfi.Stefnandi segir aðsamkvæmt 1. og 3. mgr. 3. gr. samkomulagsins hafi borið að meta greiðslugetuSigurðar Elvars áður en lánið hafi verið veitt. Framlögð skjöl staðfesti aðekkert greiðslumat hafi verið framkvæmt. Ítrekað hafi verið óskað eftir að fáað sjá greiðslumat vegna lántökunnar en stefndi hafi ekki orðið við því svomiðað verði við að greiðslumat hafi ekki verið framkvæmt. Með þessu hafistefndi ótvírætt brotið gegn þeim skyldum sem hann hafi tekið á sig samkvæmtsamkomulaginu. Af því leiði að stefndi hafi einnig brotið gegn 4. gr.samkomulagsins, sem mæli fyrir um upplýsingagjöf til stefnanda áður en hannveiti veðleyfi. Stefnandi segir aðmeð nokkrum ólíkindum sé hvernig staðið hafi verið að lánveitingunni tilSigurðar Elvars. Virðist sem forveri stefnda hafi ekkert kynnt sér hvortSigurður Elvar hafi átt möguleika á að standa við skuldbindinguna sem hann hafitekið á sig með lántökunni. Í því sambandi sé rétt að líta til þess að samkvæmt1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 beri fjármálafyrirtæki að starfa í samræmivið heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði. Í því sambandi megibenda á að væntanlega hafi samkomulagið að geyma reglur um heilbrigðaviðskiptahætti á fjármálamarkaði. Einnig megi benda á að fyrir gerðsamkomulagsins frá 2001 hafi í gildi verið efnislega hliðstætt samkomulag frá árinu1998. Stefnandi segir að svo virðist sem stefnandi hafi ekki kynnt sérgreiðslugetu Sigurðar Elvars áður en lánið hafi verið veitt og stefnandi veittveðleyfi í eignarhlut sínum í Brakanda. Hljóti það að vera í andstöðu við þausjónarmið sem byggt sé á í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 að gera ekkigreiðslumat áður en stefnandi hafi veitt veðleyfi.Stefnandi segir aðí 1. gr. samkomulagsins komi fram að markmiðið með því sé að draga úr vægiábyrgðar einstaklinga og að lánveitingar verði miðaðar við greiðslugetulántakenda og eigin tryggingar þeirra. Þau vinnubrögð sem forveri stefnda hafiviðhaft við lánveitinguna stangist algerlega á við þessi markmið. GreiðslugetaSigurðar Elvars hafi ekki verið metin og því hafi forveri stefnda ekki haftneina hugmynd um hvort Sigurður Elvar gæti greitt af láninu. Hann hafi gertkröfu um að fá veð í eignarhlut stefnanda í jörðinni Brakanda en ekki látið sérnægja að fá veð í eignarhluta Sigurðar Elvars. Stefnandi hafi enga möguleikahaft á að taka afstöðu til þess hvort hann ætti að veita veðleyfi eða ekki ágrundvelli upplýsinga sem borið hafi að kynna honum áður en hann veittiveðleyfið. Þessi vinnubrögð forvera stefnda séu skýrt brot á reglumsamkomulagsins og gangi þvert á yfirlýst markmið þess. Stefnandi segist teljaað þegar lán Sigurðar Elvars hafi verið endurreiknað og breytt í lán ííslenzkum krónum árið 2012 hafi borið að kynna stefnanda það sérstaklega, sbr.ákvæði til bráðabirgða nr. XI með lögum nr. 38/2001 sbr. lög nr. 151/2010. Ekkiverði heldur litið fram hjá því að lánið sem um ræði hafi án nokkurs vafa veriðólögmætt. Lánsfjárhæðin hafi verið tilgreind í íslenzkum krónum og vægierlendrar myntar við gengistryggingu þess eingöngu tilgreind í ákveðnumhlutföllum. Skjalið sjálft beri þá yfirskrift að um sé að ræða gengistryggtlán. Allt að einu virðist lánið ekki hafa verið endurreiknað fyrr en á árinu2012. Skilmálum lánsins hafi verið breytt án þess að nokkur tilraun hafi veriðgerð til að kynna það fyrir stefnanda. Stefnandi segir aðkrafa sín um ógildingu á veðleyfinu sé byggð á 36. gr. laga nr. 7/1936.Samkvæmt ákvæðinu megi víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta, sé taliðósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Í mati áþví hvort samningur teljist ósanngjarn eða andstæður góðri viðskiptavenju skulilíta til efni samningsins, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina ogatvika sem síðar komi til. Við mat á efni samningsins verði, að mati stefnanda,að líta til þess að ekkert greiðslumat hafi verið gert. Stefnandi hafi því ekkiátt möguleika á að leggja sjálfstætt mat á hvort Sigurður Elvar gæti staðið viðskuldbindingar sínar. Stefnandi hafi treyst banka sínum í þessu efni, enstefnandi hafi verið búinn að vera mjög lengi í viðskiptum við forvera stefnda.Stefnandi segir að sé litið til stöðu aðila við samningsgerðina og atvika viðhana sé ljóst að forveri stefnda hafi verið stórt fjármálafyrirtæki sem geramegi ríka kröfu til um vönduð vinnubrögð og mikla sérfræði-þekkingu samkvæmtalmennum reglum, auk þess sem vísa megi til 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2012.Stefnandi hafi enga reynslu eða þekkingu á þessu sviði og hafi ekki heldur haftbein afskipti af lántökunni. Sé því ljóst að staða aðila við samningsgerðinahafi alls ekki verið jöfn og í því efni hallað verulega á stefnanda. Stefndihafi ekki farið að þeim reglum sem hann hafi tekið á sig samkvæmt samkomulaginusem beinlínis hafi verið sett til að jafna aðstöðumun aðila í tilvikum eins ogþessum. Þá segir stefnandiað líta beri til atvika er síðar hafi komið til. Stefnandi kveðst telja rétt aðbenda á að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. samkomulagsins beri að tilkynnaábyrgðarmanni um vanskil innan 30 daga frá því að þau verði. Það hafi ekkiverið gert í þessu tilviki. Í 7. gr. laga nr. 32/2009 sé ákvæði um tilkynningaskyldulánveitanda til ábyrgðarmanns. Þar segi m.a. í a-lið 1. mgr. að tilkynna berium vanefndir. Í 2. mgr. 7. gr. segir að sé vanræksla lánveitanda veruleg skuliábyrgð falla niður. Stefnandi hafi fyrst fengið tilkynningu um vanskil á láninuí febrúar 2013. Eftir því sem stefnandi komist næst hafi Sigurður Elvar ekkigreitt af láninu síðan skömmu eftir bankahrun. Segir stefnandi að svo virðistsem búið hafi verið að skilmálabreyta láninu án þess að samband hafi verið haftvið sig. Eigi það að leiða til þess að veðleyfið, sem stefnandi hafi veitt íapríl 2008, verði metið ógilt. Hljóti að verða að líta svo á að vanrækslastefnda á tilkynningaskyldu sinni sé svo veruleg að veðleyfin falli niður.Stefnandi segir að sanngirnismat fari fram á grunni 36. gr. laga nr. 7/1936 ogbyggi á mati á þeim efnisatriðum sem hér hafa verið rakin. Stefnandi kveðsttelja að það mat hljóti að leiða til þess að rétt sé að fallast á kröfu hans umað eignarhluti hans í jörðinni Brakanda, verði leystur úr veðböndum. Til þess séað líta að ella sitji stefnandi uppi með eignarhlut sinn veðsettan fyrir lánisem hann hafi ekki notið neins af og því ætti þegar af þeirri ástæðu að verarétt að fallast á kröfu hans. Fjárhagslegt áfall stefnanda af því aðeignarhlutur hans í jörðinni sé til tryggingar láni Sigurðar Elvars eins og þaðstandi í dag, sé svo mikið að eign hans í jörðinni hverfi í raun til stefnda.Þó að krafa stefnanda verði tekin til greina, hafi það ekki í för með sér aðveðréttindi stefnda falli niður að fullu. Hann haldi veðréttindum sínum íhelmingi jarðarinnar. Þannig verði staða stefnda í samræmi við markmiðin sem aðhafi verið stefnt í samkomulaginu. Stefnandi kveðst einnig benda á að stefndihafi haft í hendi sér að fara að þeim reglum sem gilt hafi þegar lánið hafi veriðveitt. Hann hafi ekki sinnt þeim og því hljóti eðlilegt að vera að hann berihallann af því. Málsástæður og lagarök stefndaStefndi segirágreining um mál þessa tvíþættan. Annars vegar sé hann um það hvort samkomulagum notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga eigi við í málinu og þá hvort reglursamkomulagsins hafi verið brotnar. Hins vegar sé ágreiningur aðila um það hvaðaáhrif slík brot hafi á umþrætta veðsetningu. Stefndi kveðstbyggja sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að engir gallar hafi verið viðveitingu umrætts veðskuldabréfs og veðsetningu eignarinnar Brakanda. Stefndihafi ekki brotið gegn ákvæðum samkomulags um notkun ábyrgðar á skuldumeinstaklinga enda hafi það ekki átt við um umrædda lánveitingu og veðsetningueignarinnar. Ákvæði samkomulagsins taki einungis til þeirra tilvika þegareinstaklingur hafi gefið leyfi til að veðsetja fasteign sína til tryggingarskuldum annars einstaklings. Gildissvið samkomulagsins, sem sé tæmandi talið,taki ekki til þeirra tilvika þegar einstaklingur hafi veðsett eign sína vegnaatvinnurekstrar þriðja aðila eða þegar rekstraraðili hafi veðsett eign sína tiltryggingar skuldum einstaklings, sbr. 1. mgr. 2. gr. samkomulagsins. Meðhliðsjón af þessu kveðst stefndi benda á að stefnandi hafi verið í búrekstri ájörðinni Brakanda frá árinu 1973 og hafi formlega stofnað tileinstaklingsrekstrar þar árið 1990. Samkomulagið sem stefnandi vísi til ístefnu eigi því ekki við í þeim lánaviðskiptum sem farið hafi fram millistefnanda, stefnda og Sigurðar Elvars Viðarssonar þar sem stefnandi teljistekki vera neytandi í skilningi laga nr. 121/1994, þar sem hann sé íeinstaklingsrekstri. Af þeim sökum nái samkomulagið frá 2001 ekki undirlánaviðskiptin og stefnda hafi því verið alls óskylt að framkvæma mat ágreiðslugetu Sigurðar Elvars áður en stefnandi hafi veitt veð í eignarhlutasínum í jörðinni Brakanda. Því fái stefndi ekki séð að tilefni sé til þess aðfallast á ógildingakröfu stefnanda sbr. 36. gr. samningalaga enda hafi ekkiverið stofnað til veðsetningarinnar með óeðlilegum hætti.Stefndi segir að ístefnu sé því haldið fram að Sigurður Elvar hafi verið neytandi þegar umrættlán hafi verið tekið þar sem lánaviðskiptin hafi ekki verið gerð í atvinnuskyniaf hans hálfu, sbr. l-lið, 1. mgr. 5. gr. laga nr. 30/2013. Af þeim sökum teljistefnandi að samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga og neytendalögnr. 121/1994 eigi við í þessu máli. Þetta sé síðan rökstutt með þeim hætti aðSigurður Elvar hafi átt nokkurar kindur þegar hann hafi keypt hlut sinn í Brakandaog að búskapur hans hafi verið „til gamans“. Teljist hann því ekki hafa verið íatvinnurekstri. Vísi stefnandi í skattframtal Sigurðar Elvars til frekaristuðnings þessum málatilbúnaði. Stefndi kveðst hafna þessari málsástæðu enbyggja á því að Sigurður Elvar teljist ekki neytandi í skilningi laga nr.121/1994 þar sem hann sé í einstaklingsrekstri. Atvinnurekstur sé skilgreindursem sjálfstæð starfsemi í þeim tilgangi að hagnast og sé þá ekki gerður munur áþví hvort atvinnureksturinn sé stundaður af mönnum, lögaðilum eða hvort hann sétil gamans. Við mat á því hvort að um atvinnurekstur einstaklings sé að ræða,sé nærtækast að skoða hvort fyrirtæki hafi verið skráð í firmaskrá samkvæmtlögum frá 42/1903. Í gögnum málsins megi sjá að Sigurður Elvar sé með skráðfyrirtæki á eigin nafni sem stundi sauðfjár- og geitnarækt. Þá megi sjá afgögnum að fyrirtækið Sigurður Elvar Viðarsson sé með opið virðisaukaskattsnúmerfrá 1. janúar 2007 sem sé sami tími og er Sigurður Elvar hafi hafið rekstur ájörðinni og leigi út jörðina til stefnanda. Þar sem Sigurður teljist vera íatvinnurekstri og lántaka sé hluti af atvinnurekstri hans geti stefndi ekki séðað tilefni sé til þess að fallast á ógildingakröfu stefnanda sbr. 36. gr.samningalaga. Í samhengi viðframanritað kveðst stefndi benda á að umrætt lán hafi verið tekið til aðfjármagna kaup Sigurðar Elvars á jörðinni Brakanda og íbúðarhúsnæði því sem séá jörðinni. Á Íslandi hafi verið farin sú leið frá árinu 1993, þegar tilskipun87/102/EBE um neytendalán hafi verið innleidd í íslenzkan rétt með lögum nr.30/1993 um neytendalán, að notast við hugtakið í atvinnuskyni til að skilgreinahugtakið neytandi. Við túlkun á því hvað teljist vera í atvinnuskyni beri aðlíta til þess hvort viðkomandi lán tengist atvinnustarfsemi viðskiptum eðasérgrein neytanda. Samkvæmt kaupsamningi og afsali frá 17. ágúst 2008 hafiSigurður Elvar Viðarsson keypt 50% hlut í jörðinni Brakanda ásamt öllumútihúsum, ræktun, hlunnindum og öðrum þeim gögnum og gæðum sem jörðinni fylgiog fylgja beri. Ennfremur hafi Sigurður Elvar keypt fjórðungshlut í jörðinniBláteigi og íbúðarhúsnæði á Brakanda sem standi á sér lóð. Kaupverð hins seldahafi verið 20.280.000 krónur. Við söluna hafi verið framkvæmt verðmat ájörðinni og íbúðarhúsnæðinu. Þar hafi jörðin, fjós, geymslur o.s.frv. veriðmetin á 29,5 milljónir króna og íbúðarhúsnæðið á 5,5 milljónir króna, samtals35 milljónir króna. Miðað við verðmætið hafi íbúðarhúsnæðið verið 15,7%heildarmatsins en 84,3% matsins hafi verið tengt rekstri á bújörð. Megi þvíætla að lánið sem Sigurður Elvar hafi upprunalega tekið hjá SparisjóðiNorðurlands, en svo endurfjármagnað hjá stefnda, hafi verið í sömu hlutföllum,15,7% sem lán við kaup á íbúðarhúsnæði fyrir einstakling en 84,3% sem lán íatvinnuskyni við kaup á jörðinni. Stefndi segir aðþegar um sé að ræða lánasamninga sem gerir séu í tvíþættum tilgangi sem tengistað hluta atvinnustarfsemi eða sérgrein einstaklings en að hluta til húsnæðieinstaklingsins verði að túlka lánasamninginn á þann veg sem að ráðandi þáttursamningsins nái til. Í því tilviki sem að hér um ræði sé meiri hluti lánsinsnotaður við kaup á jörð sem notuð sé í einstaklingsfyrirtæki Sigurðar Elvars ogteljist lánið því tekið í atvinnustarfsemi. Sé þetta í samræmi við tilskipunEvrópuþingsins 2014/17/ESB og dóm Evrópudómstólsins nr. c361/89 og c464/01. Þákveðst stefndi hafna því alfarið að tilvísun stefnanda til laga nr. 121/1994 umneytendalán styðji kröfu hans í málinu enda leiði brot gegn þeim lögum tilskaðabótaskyldu en ekki til ógildingar á veðsetningu. Stefndi kveðstbyggja sýknukröfu sína í öðru lagi á því, að ef talið verði allt að einu aðsamkomulagið um notkun ábyrgða eigi við geti það eitt og sér, að ekki hafiverið gætt að öllu leyti að ákvæðum þess, ekki leitt til ógildingar á veðsetningueignarhluta stefnanda heldur verði að fara fram heilstætt mat á öllum atvikum.Óumdeilt sé að forveri stefnda hafi ekki framkvæmt greiðslumat við útgáfuveðskuldabréfsins en hann hafi staðið í þeirri trú að lánið væri veitt vegnaatvinnurekstrar. Stefndi kveðst byggja á því að þótt brotið sé gegn ákvæðumsamkomulagsins leiði það ekki sjálfkrafa til ógildingar veðsetningarinnarheldur verði að fara fram heildarmat á aðstæðum aðila fyrir, eftir og viðundirritun stefnanda á veðskuldabréfið. Leiði slíkt mat til þess að sýkna beristefnda af ógildingarkröfu stefnanda. Stefnandi hafi verið með leigusamning viðSigurð Elvar um leigu á 50% eignarhluta Sigurðar Elvars í jörðinni Brakandaásamt 50% eignarhluta í öllum útihúsum og ræktun. Þannig hafi stefnandi haftbeinan hag af því að Sigurður Elvar fengi endurfjármögnun hjá forvera stefndatil að halda áfram búrekstri á jörðinni. Stefnandi og lántakinn séu feðgar.Stefnandi kveðst byggja á því að stefnandi hafi þekkt fjárhagsstöðu sonar sínssem hafi fengið leigugreiðslur frá stefnanda vegna jarðarinnar og sem einnighafi verið á launaskrá hjá stefnanda á þeim tíma sem hið umþrætta veðskuldabréfhafi verið gefið út. Hafi stefnandi því átt greiðan aðgang að upplýsingum umlántakandann og hafi hann ekki sýnt þá fyrirhyggju að óska eftir þessumupplýsingum frá syni sínum beri hann hallann af því. Stefndi segir aðskiptastjóri dánarbús móður stefnanda hafi samþykkt veðsetningu með undirskriftsinni á tveimur skilmálabreytingum árið 2009. Þá hafi stefnandi samþykkt veðsetningunaathugasemdalaust þegar hann hafi verið skráður þinglýstur eigandi jarðarinnar ílok árs 2010. Stefndi kveðst byggja á því að horfa þurfi á alla fyrrgreindaþætti til að mat sé lagt á heildarmyndina að baki umþrættri veðsetningu. Þákveðst stefndi byggja á að tilgangur samkomulags um notkun ábyrgða, sem vísaðsé til í stefnu, sé að tryggja að ábyrgðarmenn og veðsalar þekki fjárhagsstöðuog greiðslugetu lántakenda við lántöku og að þeim sé ljóst í hverju ábyrgðþeirra sé fólgin. Stefndi kveðst byggja á því að stefnandi hafi þekktgreiðslugetu Sigurðar Elvars og að greiðslumat við útgáfu umþrættsveðskuldabréfs hafi engu breytt um vilja stefnanda til að heimila veðsetningueignarhluta síns fyrir skuldum sonar síns. Þá kveðst stefndibyggja á því að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til að láta reyna álögmæti veðsetningarinnar með því að hafa ekki gert athugasemdir til stefnda umveðsetningu tímanlega. Kveðst stefndi hér vísa til þess að stefnandi hafifengið helmingshlut í jörðinni Brakanda framseldan sér með afsali dagsettu 28.desember 2010 en þá þegar hafi stefnandi haft ástæðu til að gera athugasemdirvið stefnda sbr. reglur kröfuréttar um tómlæti og tómlætisáhrif.Stefndi kveðstbyggja sýknukröfu sína í þriðja lagi á því að ákvæði 36. gr. samningalaga, semstefnandi byggi á, sé ekki uppbyggt í málinu enda hafi stefnandi með engu mótisýnt fram á að skilyrði þeirra ákvæða, sem leiði eigi til ógildingarsamningsákvæða, séu uppfyllt. Stefndi kveðst telja fjarri lagi, þegar horft sétil atvika að baki samningsgerðinni, að óheiðarlegt sé eða bersýnilegaósanngjarnt af sinni hálfu að byggja á skuldabréfinu við veðsetninguna. Við matá þessum reglum verði að hafa í huga á meginreglu samninga- og kröfuréttar aðsamningar skuli halda. Þá kveðst stefndi árétta að sönnunarbyrði hvíli ástefnanda um að skilyrði ógildingareglna samningaréttarins séu uppfyllt í máliþessu. Stefndi segir að 36. gr. samningalaga snúist um heildarmat á aðstæðumöllum og ef horft sé til atvika málsins sé ljóst að með engu móti megi haldaþví fram að það væri ósanngjarnt að stefnandi yrði skuldbundinn af samþykkisínu fyrir veðsetningu eignarinnar. Stefndi kveðsthafna því að viðskiptahættir sínir hafi brotið gegn 19. gr. laga nr. 161/2002um fjármálafyrirtæki og sé slík málsstæða með öllu órökstudd af hálfustefnanda. Stefndi kveðst taka það fram að greiðslumat eða upplýsingagjöf séuekki formskilyrði fyrir því að gildandi samningur stofnist milli ábyrgðarmannsog fjármálafyrirtækis. Teljist því hvorki ósanngjarnt eða brot á góðriviðskiptavenju að byggja á hinu umþrætta skuldabréfi. Þá geti 19. gr. laga nr.161/2002 um fjármálafyrirtæki ekki haft þau áhrif að löggerningur aðila séógildur. Stefndi segir aðsvo virðist sem stefnandi byggi á því að þar sem að fram komi með almennumhætti í útreikningi á greiðslubyrði lánsins að um neytendalán hafi verið aðræða eigi samkomulagið um notkun ábyrgða að gilda um ábyrgð stefnanda. Breytiþað engu þó samkomulagið nái ekki til ábyrgðarskuldbindingar hans samkvæmt efnisínu. Allt frá því að umsókn Sigurðar Elvars hafi komið til forvera stefnda ogþar til lánið hafi verið veitt, hafi samskipti aðila verið á þann veg að lániðværi veitt vegna atvinnurekstrar lántakanda. Á útreikningi um greiðslubyrðilánsins sé talað um „neytendalán“ og sýni það eingöngu fram á að starfsmaðurbankans hafi fyrir mistök notað rangt skjal við útreikninginn. Taka verði miðaf því fyrir hverju lánið hafi verið veitt en ekki heiti þess. Að öðru leyti enþessu eina skjali hafi hvorki lántaki né veðsali fengið gögn afhent sem boriðhafi merki þess að lánið væri neytendalán og hafi stefnandi ekki getað veriðdulinn þess að lánið væri vegna atvinnurekstrar. Stefndi segir aðstefnandi haldi fram í stefnu að stefndi hafi ekki uppfyllt lagaskyldu sínasamkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn. Stefndi kveðst fallast á aðáramótatilkynning um stöðu lánsins hafi fyrst verið send stefnanda í febrúar2013, og að fyrsta vanskilatilkynning hafi verið send stefnanda í nóvember2012. Á hinn bóginn sé rétt að taka fram að lánið hafi verið í skilum fram íágúst 2009, en á þeim tíma hafi dánarbú móður stefnanda verið veðsali eða allttil 15. desember 2010 þegar skiptum dánarbúsins hafi lokið. Stefndi kveðst hafafullnægt skyldum sínum samkvæmt 7. gr. ábyrgðarmannalaga. Stefndi segir að ístefnu komi fram að skilmálum lánsins hafi verið breytt án þess að stefndi hafihaft samband við stefnanda og af þeim sökum sé veðleyfið ógilt. Á hinn bóginnvísi stefnandi sjálfur í dóm Hæstaréttar í máli 23/2008 þar sem afsalistefnanda á jörðinni hafi verið rift og dánarbú móður hans aftur verið gert aðafsalshafa hinn 16. október 2008. Umræddar skilmálabreytingar hafi veriðundirritaðar af skiptastjóra dánarbúsins og séu því gildar. Stefndi kveðstbyggja á því að 1. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn sé til þess hugsuð aðlánveitandi tilkynni ábyrgðarmanni um öll þau atvik sem áhrif geti haft áforsendur ábyrgðarinnar, ábyrgðarmanninum í óhag. Í athugasemdum með frumvarpitil laganna segi að forsendur þær, sem þar sé vísað til, séu til dæmis þær þegarlántaki stefni í vanskil með viðhlítandi innheimtuaðgerðum. Hafi þáábyrgðarmenn kost á að grípa inn í og greiða gjaldfallna afborgun eins og húnstandi á gjalddaga áður en til frekari innheimtuaðgerða komi. Forsenda þess aðlánveitandi geti innheimt dráttarvexti og annan vanskilakostnað séu að hannhafi tilkynnt ábyrgðarmanni með hæfilegum fyrirvara um vanefndir lántaka. Hér íþessu máli hafi bankinn ekki gripið til neinnar löginnheimtuaðgerðar og getistefndi því ekki tekið undir að um verulega vanrækslu tilkynningaskyldusamkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga um ábyrgðarmenn sé að ræða. Þá hafi stefnandi ekkisýnt fram á neitt tjón vegna meints brots á eftirfarandi tilkynningaskyldu þarsem engar tilraunir hafi verið gerðar til að ganga að veðinu fyrr en 5. maí2015. Með sömu rökum kveðst stefndi telja að ákvæði 1. mgr. 5. gr.samkomulagsins komi ekki til álita við úrlausn málsins. Þá sé rétt að taka framað lánið hafi farið í skil við endurútreikninga á láninu á árinu 2011 og afturá árinu 2014 og hvorki hafi innheimtukostnaður eða dráttarvextir verið lagðirþar á. Megi hér benda á dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 116/2010 þar semskýrt sé kveðið á um að slíkt leiði ekki til brottfalls ábyrgðar. Stefnandahafi verið sent yfirlit um stöðu lánsins miðað við árslok 2012, 2013 og 2014. Þá kveðst stefndihafna því að sú lagaskylda, sem stefnandi telji hvíla á stefnda samkvæmtbráðabirgðaákvæði XI í lögum nr. 38/2001 eigi að leiða til ógildingar veðsinseins og stefnandi haldi fram. Sérstaklega hafni stefndi þessu í ljósi þess aðeftirstöðvar lánsins hafi lækkað við fyrri endurútreikning þess. Stefndi kveðst alltað einu byggja á því jafnvel þótt talið verði að atvik málsins séu með þeimhætti að stefndi verði talinn hafa brotið gegn 7. gr. framangreindra laga,leiði það ekki til ógildingar veðsins. Verði rök stefnda ekki tekin til greina,verði að telja að ekki sé um svo verulega vanrækslu á tilkynningaskyldu að ræðaað heimilað geti niðurfellingu veðsins. Megi í því sambandi vísa til almennrareglna kröfuréttar og meginreglna samningaréttar um skuldbindingagildi loforðaog skyldu að efna löggerninga en reglur þessar fái m.a. stoð í lögum nr.7/1936. Stefndi segir stefnanda halda því fram að veðsetningin sé ógild á þeimgrundvelli að stefnandi hafi ekki fengið tilkynningu um að skilmálum lánsinshafi verið breytt í endurútreikningi árið 2011. Við endurútreikning lánsins ínóvember 2011 hafi lánið lækkað úr 60.133.572 krónum í 39.311.606 krónur. Hafistefnandi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Stefndi kveðst vísatil almennra reglna kröfuréttar um efndir skuldbindinga og að löggerninga skulihalda. Einnig vísi hann til laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga. Þá vísi hann til ákvæða laga nr. 121/1994 um neytendalán, laga nr.32/2009 um ábyrgðarmenn og laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Vegna kröfustefnda um málskostnað sé vísað til ákvæða laga um meðferð einkamála einkum129. og 130. gr.NiðurstaðaStefnandi og sonurhans, Sigurður Elvar Viðarsson, gáfu skýrslu fyrir dómi.Við munnleganmálflutning vakti stefndi athygli á að margnefnt samkomulag um notkun ábyrgða áskuldum einstaklinga hefði ekki verið lagt fram í málinu. Taldi stefndi að þaðætti að valda því að ekki yrði byggt á samkomulaginu í málinu. Á hinn bóginnkom fram af hálfu stefnda að hann vefengdi hvorki tilvist samkomulagsins né aðgreinar þess væru þannig hljóðandi sem stefnandi byggir á í málinu. Ígreinargerð sinni tekur stefndi til varna gegn málsástæðum sem stefnandi byggirá samkomulaginu og hvorugur aðili virðist í vafa um hvernig samkomulagiðhljóði. Til einstakra ákvæða þess hefur ítrekað verið vísað í dómum HæstaréttarÍslands og verður að ætla efni þeirra alþekkt í réttarframkvæmd. Vörnum stefndaog efnismeðferð þykir í engu hafa orðið áfátt þótt samkomulagið hafi ekki veriðlagt sérstaklega fram í málinu og verður horft til þess eftir atvikum. Í málinuvefengir stefndi ekki að Kaupþing banki hf. hafi verið bundinn af ákvæðumsamkomulagsins.Áfjármálafyrirtækjum hvílir samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 skyldatil þess að starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti ogvenjur á fjármálamarkaði. Til stuðnings kröfusinni um ógildingu vísar stefnandi til 36. gr. laga nr. 7/1936. Samkvæmt þeirrigrein má víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef þaðyrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrirsig. Við mat á því hvort skilyrði séu til þess að víkja samningi til hliðarskal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerð ogatvika sem síðar komu til.Ágreiningslaust erí málinu að ekki var gert svonefnt greiðslumat á skuldaranum Sigurði ElvariViðarssyni þegar hann gaf út skuldabréf það sem mál þetta snýst um. Stefndisegir að forvera sínum hafi ekki verið skylt, samkvæmt samkomulagi um notkunábyrgða á skuldum einstaklinga, að framkvæma slíkt mat, þar sem lánið hafiverið veitt vegna atvinnurekstrar en ekki sem neytendalán.Að mati dómsins eróhjákvæmilegt að horfa til þess að í þeirri greiðsluáætlun sem lántakinnSigurður Elvar og fulltrúi bankans undirrituðu samhliða lánveitingunni varskýrlega tekið fram að um neytendalán væri að ræða. Skjalið ber merki bankansog þykir óhætt að miða við að það hafi verið útbúið af honum. Stóð bankanumtöluvert nær en Sigurði Elvari að gæta þess að lánið væri réttilega skilgreintá skjalinu og stefndi, sem leiðir rétt sinn frá bankanum, verður að berahallann af því, sé láninu þar ranglega lýst. Þau atriði sem stefndi byggir á ímálinu að sýni fram á að lánið hafi, þrátt fyrir þetta, ekki verið neytendalánheldur lán til atvinnurekstrar þykja ekki sýna svo óyggjandi sé að ranghermt séí margnefndu skjali. Sigurður Elvar hefur verið launþegi en ekki atvinnurekandisvo máli skipti á jörðinni, þótt hann muni halda þar nokkrar kindur og geiturán framleiðsluréttar, og leigi föður sínum nú eignarhlut sinn í jörðinni. Þegará allt er horft þykir stefndi verða að una við þá skilgreiningu sem Kaupþingbanki hf. gerði á láninu með þeirri greiðsluáætlun sem fulltrúi bankans oglántakinn rituðu undir samhliða lántökunni.Samkvæmtframansögðu verður miðað við að Kaupþingi banka hf. hafi verið skylt, samkvæmtsamkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, að láta vinna greiðslumatá skuldaranum Sigurði Elvari og gefa stefnanda kost á að kynna sér það, áður enhann lagði eign sína að veði.Stefndi byggir á þvíað stefnandi hafi haft hag af lánveitingunni til Sigurðar Elvars þar sem hannleigi af honum eignarhluta hans. Að mati dómsins hefur ekkert verið sannað ímálinu um það hvort stefnandi hefði kosið að leggja eign sína að veði tiltryggingar skuldum Sigurðar Elvars ef stefndi hefði uppfyllt þá skyldu sína aðmeta greiðslugetu Sigurðar Elvars og leggja það mat fyrir stefnanda. Verðurstefndi að bera halla af þeirri óvissu sem þar er á. Verður stefndi einnig aðbera hallann af óvissunni sem er um það, hver sá ávinningur er, sem stefnandikann að hafa haft af því að Sigurði Elvari hafi verið veitt lánið, ísamanburðinum af áhættunni sem stefnandi tók með því að leggja eign sína aðveði fyrir skuldinni.Fallast má á aðstefnandi hafi, í ljósi tengsla þeirra Sigurðar Elvars, mátt gera sér nokkragrein fyrir stöðu hans. Á það verður hins vegar að líta að aðstaðan er æði ólíkþar sem annars vegar er mjög stórt fjármálafyrirtæki, sem veitir lán, tengtþremur erlendum gjaldmiðlum, en hins vegar eru lántakinn og ábyrgðarmaðurinn,feðgar sem hvorugur er sérstaklega kunnugur viðskiptum eins og þessum. Verðurað telja stefnanda afsakanlegt að ganga út frá að sérfróður lánveitandinn hefðifarið yfir stöðu Sigurðar Elvars og metið hana þannig að hann gæti staðið ískilum. Ekki þykir skiptamáli að skiptastjóri dánarbús móður stefnanda hafi samþykkt skilmálabreytingarsem gerðar voru á láninu. Verður ekki með sanngirni ætlazt til þess að hann, aðviðlögðum mótbárumissi dánarbúsins eða þeirra sem leiða rétt sinn frá því, grennslistvið þær aðstæður fyrir um öll atvik þegar lánið var tekið.Stefndi byggireinnig á því að stefnandi hafi glatað rétti sínum fyrir tómlæti. Stefndiviðurkennir að vanskil Sigurðar Elvars hafi byrjað að loknum ágúst 2009 enstefnanda fyrst verið kunngjört um vanskil í nóvember 2012 og fyrstaáramótatilkynning hafi verið send í febrúar 2013. Þegar á þetta er horft og þærtilraunir sem stefnandi gerði til að fá stefnda til að aflétta veðinu og raktarvoru fyrr í dóminum þykir stefnandi ekki hafa glatað rétti sínum með tómlæti.Þegar á alltframanritað er horft þykir dóminum sem ósanngjarnt sé af stefnda að bera fyrirsig samþykki stefnanda fyrir veðsetningunni og verður veðleyfið fellt úr gildimeð vísan til 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga. Samkvæmt þessum málsúrslitum verður stefnda gert að greiðastefnanda 1.350.000 krónur í málskostnað. Við ákvörðun hans var litið tilskyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Gætt var1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.Af hálfu stefnandafór Árni Pálsson hrl. með málið en Ragnhildur Sophusdóttir hdl. af hálfustefnda.Þorsteinn Davíðssonhéraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R ÐVeðleyfi það, erstefnandi, Jón Viðar Þorsteinsson, veitti hinn 10. apríl 2008 í 50% eignarhlutasínum í jörðinni Brakanda landnr. 152389, fnr. 215-7263 og 215-7275, tiltryggingar veðskuldabréfi útgefnu sama dag af Sigurði Elvari Viðarssyni,upphaflega að fjárhæð 30 milljónir króna gengistryggt, mótteknu til þinglýsingar11. apríl 2008 og innfærðu í fasteignabók 14. apríl 2008 með þinglýsinganúmeri2008/1652, er ógilt.Stefndi, Arion banki hf., greiði stefnanda 1.350.000 krónur ímálskostnað. |
Mál nr. 164/2017 | Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi Kröfugerð | L ehf. krafðist þess að A hf. yrði gert að greiða sér tiltekna fjárhæð sem hann taldi tilkomna vegna mismunar á raunverulegri stöðu láns A hf. á grundvelli endurútreiknings og virði jarðar L hf. sem A hf. hafði leyst til sín vegna vanskila H ehf. á greiðslu af fyrrnefndu láni. Í dómi Hæstaréttar kom fram að af málatilbúnaði L ehf. fyrir Hæstarétti yrði helst ráðið að hann byggði kröfu sína á reglum fasteignakauparéttarins um réttar efndir kaupa, sbr. a. lið 1. mgr. 49. gr. laga nr. 40/2002. Var vísað til þess að sá grundvöllur málsins hefði ekki verið lagður með skýrum hætti í stefnu auk þess sem hann gæti vart komið til álita án frekari málsútlistana. Þá hefði enginn frekari grundvöllur verið lagður að málinu af hálfu L ehf. Var því talið að málatilbúnaður L ehf. uppfyllti ekki kröfur d. og e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og svo verulegir annmarkar væru á honum að ekki yrði hjá því komist að vísa kröfu L ehf. sjálfkrafa frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Karl Axelsson og HildurBriem héraðsdómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 10. mars 2017. Hann krefst þess að stefnda verði gert aðgreiða sér 23.523.334 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. júní 2015 til greiðsludags. Þá krefsthann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Svo sem nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi þá seldi þáverandi eigandiáfrýjanda Hafnarkletti ehf. öll hlutabréf í áfrýjanda fyrir 40.000.000 króna ogvar kauptilboð þar að lútandi samþykkt 1. september 2007. Til að fjármagnakaupin fékk Hafnarklettur ehf. heimild hjá áfrýjanda til að veðsetja stefndajörðina Hafragil í Skagafirði sem var helsta eign áfrýjanda. Var skuldabréfið,sem var í svissneskum frönkum, gefið út 12. september 2007 til Kaupþings bankahf., en stefndi mun hafa yfirtekið réttindi og skyldur Kaupþings banka hf.vegna lánsins eftir hrun bankakerfisins. Vegna vanskila Hafnarkletts ehf. ágreiðslu af skuldabréfinu leysti stefndi fyrrnefnda jörð til sín meðkaupsamningi 14. október 2009 og var afsal gefið út sama dag. Í kaupsamningnumvar kaupverðið ekki sérstaklega tilgreint en tekið fram að það væri greitt „meðyfirtöku á áhvílandi láni“, það er fyrrnefndu láni Hafnarkletts ehf. Samkvæmtútreikningum stefnda stóð lánið þá í rúmum 94.000.000 króna. Á árinu 2014 varumrætt lán endurútreiknað vegna ólögmætrar gengistryggingar þess og áfrýjandatilkynnt þar um, sbr. útreikning miðaðan við 29. júlí það ár, en samkvæmtendurskoðun á útreikningi stefnda, sem lagður var fram á dómþingi HéraðsdómsReykjavíkur 8. september 2015, námu eftirstöðvar lánsins þann dag 17.367.058krónum. Í máli þessu krefst áfrýjandi fjárhæðar sem hann telur tilkomna vegnamismunar á raunverulegri stöðu láns stefnda á grundvelli endurútreiknings þessá afsalsdegi og virði jarðarinnar á sama tímamarki.IIÍ stefnuáfrýjanda til héraðsdóms kemur það eitt fram um grundvöll málsins, í kafla sember heitið málsatvik og málsástæður, að hann telji „ ... að stefndi skuldi sérstefnukröfuna vegna þess að stefnandi hafi á árinu 2009 selt og afsalað stefndajörð sinni gegn yfirtöku stefnda á kr. 65.000.000,- láni áhvílandi á jörðsinni. Lánið hafi reynst vera lægra og nemur krafa stefnanda mismuni söluverðsog þess sem stefnandi telur að lánið hafi staðið í á afsalsdegi.“ Um lagarökvísar áfrýjandi til „ ... lögfestra og ólögfestra meginreglna á sviðisamningaréttar einnig til meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga... Einnig er byggt á lögum um fasteignakaup nr. 40/2002.“ Þannig var því íengu lýst nánar á hvaða reglum fasteignakauparéttarins væri byggt eða eftiratvikum á hvaða grundvelli öðrum ætluð kröfuréttindi áfrýjanda á hendur stefndaværu reist. Þar á meðal var ekkert fjallað um þýðingu þess að jörðinni varafsalað til stefnda sökum þess að stefndi hugðist ganga að henni sem veðhafi vegnavanskila þriðja aðila, Hafnarkletts ehf. Í hinum áfrýjaða dómi var að því vikiðað málið sé vanreifað af hálfu áfrýjanda en allt að einu taldi héraðsdómur unntað taka efnislega afstöðu til dómkrafna áfrýjanda og sýknaði stefnda af þeim. Óljóster þó af dómi héraðsdóms á hvaða lagagrundvelli sú krafa sem sýknað var af vartalin reist. Af málatilbúnaði áfrýjanda fyrir Hæstarétti verður helst ráðið aðhann byggi umrædda kröfu á reglum fasteignakauparéttarins um réttar efndirkaupa, sbr. a. lið 1. mgr. 49. gr. laga nr. 40/2002. Þessi grundvöllur málsinsvar ekki lagður með skýrum hætti í stefnu auk þess sem hann gæti vart komið tilálita, að minnsta kosti ekki án frekari málsútlistana, en stefndi yfirtókáhvílandi lán á grundvelli kaupsamningsins og innti ekki af hendi greiðslu ípeningum. Svo sem fyrr segir er enginn frekari grundvöllur lagður aðmálatilbúnaði áfrýjanda og hvorki vísað til annarra úrræða 1. mgr. 49. gr. laganr. 40/2002, reglna um skaðabætur, reglna um endurgreiðslu vegna þess aðofgreitt hafi verið af umræddu skuldabréfi, sjónarmiða um ólögmæta auðgun néannarra réttarreglna sem tækt hefði verið að taka til efnislegra varna við. Þáeru útreikningar áfrýjanda á ætluðum eftirstöðvum umrædds skuldabréfs ákaupdegi jarðarinnar bersýnilega rangir með hliðsjón af því að samkvæmt þeim ermiðað við 5,7% fasta vexti þegar skuldabréfið sjálft kveður á um að það beribreytilega vexti.Samkvæmt d. oge. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber að greina ístefnu svo glöggt sem verða má dómkröfur og málsástæður sem málsókn er byggð á,svo og önnur atvik sem þarf að geta til þess að samhengi málsástæðna verðiljóst. Samkvæmt framansögðu uppfyllir málatilbúnaður áfrýjanda ekki þessarkröfur og eru því svo verulegir annmarkar á honum að ekki verður hjá því komistað vísa kröfu áfrýjanda á hendur stefnda sjálfkrafa frá héraðsdómi.Samkvæmt 2. mgr.130. gr., sbr. 190. gr. laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Máli þessu ervísað frá héraðsdómi.Áfrýjandi, Laxáehf., greiði stefnda, Arion banka hf., 600.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. desember 2016Stefna málsins, sem útgefin var 19. júní 2015 varárituð af lögmanni stefnda um birtingu. Hins vegar láðist að getabirtingardags. Verður því litið svo á að málið hafi verið höfðað áþingfestingardegi sem var 30. júní 2015, en fallið var frá stefnufresti og mætthefur verið frá fyrsta degi af hálfu stefnda. Málið var dómtekið eftiraðalmeðferð þess 19. október 2016.Stefnandier Laxá ehf., Hafragili, 551 Sauðárkróki og stefndi er Arion banki hf.,Borgartúni 19, 105 Reykjavík,Stefnandikrefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 23.523.334 krónurásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 afstefnufjárhæðinni frá 14. október 2009 og til greiðsludags.Þá krefst hann málskostnaðarsamkvæmt mati dómsinsStefndi krefst sýknu og aðstefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins.I.Upphaf málsinsverður rakið til þess að þáverandi eigandi Laxár ehf. samþykkti 1. september2007, 40.000.000 króna kauptilboð frá einkahlutafélaginu Hafnarkletti í öllhlutabréf í stefnanda. Helsta eign félagins var jörðin Hafragil í Skagafirði ogfylgdi hún með ásamt húsum og veiðirétti m.a. í Laxá, en ekki aðrar eignirfélagsins. Til að fjármagna kaupin fékk Hafnarklettur ehf. veðleyfihjá seljanda til að veðsetja jörðina fyrir 40.000.000 króna. Skuldabréf var útgefið 12. september 2007,til forvera stefnda, Kaupþings banka hf., og var að fjárhæð að jafnvirði40.000.000 króna í svissneskum frönkum. Skuldabréfið var til tveggja ára ogskyldi bera breytilega vexti eins og þeir væru ákveðnir á hverjum tíma af Kaupþingibanka, sem voru 5,7% við útgáfu skuldabréfsins. Trygging lánveitanda fyrirendurgreiðslu lánsins var sú að auk 1. veðréttar í jörðinni ábyrgðust þríreinstaklingar, hver um sig greiðslu á 1/3 hluta kröfunnar, þeir voru allirtengdir stefnanda og Hafnarkletti ehf.Skuldina skyldi greiða meðeingreiðslu 15. september 2009, en vaxtagjalddagar áttu þó að vera á einsmánaðar fresti, í fyrsta sinn 15. október 2007. Það gekk eftir í byrjun en fráársbyrjun 2008 fóru greiðslur að berast seint og illa. Eftir greiðslu 9.desember 2008 féllu greiðslur alveg niður og var ekki greitt frekar afskuldabréfinu. Við bankahrunið hækkaðilánsfjárhæðin upp úr öllu valdi eins og önnur gengistryggð lán. Samkvæmtútreikningi stefnda stóð lánið í rúmum 94.000.000 króna um miðjan júlí 2009. Íljós kom síðar að gengnum fordæmisgefandi dómum Hæstaréttar, að gengistrygginglánsins var ólögmæt eins og hún var formuð. Lánið var því endurreiknað miðaðvið 29. júlí 2014 og fór höfuðstóll lánsins þá úr 82.995.765 krónum niður í17.945.341 krónu og lækkaði því um 65.050.424 krónur. Með greinargerð sinni tilhéraðsdóms lagði stefndi fram nýjan leiðréttan útreikning sem sýndi höfuðstólað fjárhæð 17.369.058 krónur miðað við sama dag. Eftir greiðslufall í ársbyrjun2009, voru þreifingar á milli stefnda og ábyrgðarmannanna. Útibússtjóri stefndaí Garðabæ, sendi 10. júní 2009, tölvuskeyti til aðila með tilboði um lausnmálsins. Annaðhvort yrði láninu skuldbreytt og greiðslubyrði vegna afborgana ogvaxta komið niður í 260.000 krónur á mánuði, sem bankinn sagði stöðu lánsins ímaí 2008, og yrði Laxá ehf. þá nýr greiðandi, eða að bankinn leysti til sínveðið á 65.000.000 króna og hver ábyrgðarmaður greiddi 3.000.000 króna.Eftirstöðvar yrðu þá felldar niður. Boð bankans um lækkun ábyrgða skyldi standatil 1. ágúst 2009.Með tölvuskeyti 1. september 2009 tilkynntiútibússtjórinn að þar sem ekki hefðu borist svör frá öllum ábyrgðaraðilummálsins hygðist bankinn hefja hefðbundið innheimtuferli með aðstoðlögfræðisviðs bankans. Eitthvað héldu þó tilraunir tillausnar á málinu áfram og sendi útibússtjórinn tölvupóst 14. október 2009, þessefnis að þótt krafan væri í lögfræðiinnheimtu, væri boð bankans um lækkunábyrgða og afsal á jörðinni að renna út. Var gefin vika í þetta sinn áður enmálið færi í hefðbundið innheimtuferli. Stefndi leysti til sín jörðinameð kaupsamningi 14. október 2009, en afsal var gefið út sama dag. Kaupverðkemur ekki fram á skjalinu, en um kaupverðið segir að það sé að fullu greittmeð yfirtöku á áhvílandi láni, sem var þá framangreint lán, upphaflega aðhöfuðstól 40.000.000 króna. Ólafur Örn Karlsson ábyrgðarmaður skrifaði upp áuppgreiðslusamning á árinu 2010, en nákvæm dagsetning skjalsins er ólæsileg.Hið sama gerði ábyrgðarmaðurinn Karl Örvarsson 7. október 2010. Í báðumtilvikum skyldu greiddar rúmar þrjár milljónir sem yrðu fullnaðargreiðsla.Þriðji ábyrgðarmaðurinn skrifaði ekki undir og bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta23. janúar 2014.Stefndi seldi svo jörðina Hamragil með kaupsamningi17. nóvember 2011 fyrir 30.000.000 króna. Í málinu liggur fyrir verðmat Magnúsar Leópoldssonarlöggilts fasteignasala frá 24. mars 2009, en fyrirtæki hans Fasteignamiðstöðinannaðist sölu eignarinnar þegar stefndi keypti hana í október það ár. Magnúsmat virði jarðarinnar og húsakosts 65.000.000 króna. Þá liggur frammi verðmat fráKletti fasteignasölu frá 7. maí 2008, en þar mátu Örn Helgason sölumaður ogSvavar Geir Svavarsson, löggiltur fasteignasali, jörðina á 134.500.000 krónur. Stefndi óskaði eftir dómkvaðningu matsmanns undirrekstri málsins. Dómkvaddur til starfans var Ingi Tryggvasonhæstaréttarlögmaður og löggiltur fasteignasali. Matsgerð lá fyrir 20. apríl2016, og varð niðurstaða matsins sú að verðmæti jarðarinnar hafi verið35.000.000 króna, hvort sem miðað væri við júní eða október 2009.KarlÖrvarsson forsvarsmaður stefnanda gaf skýrslu fyrir dómi. Þá gáfu skýrslu ÁrniGunnarsson, fyrrverandi útibússtjóri stefnda, og Magnús Leopoldsson, löggilturfasteignasali. Dómkvaddur matsmaður Ingi Tryggvason staðfesti matsgerð sína. II.Stefnandi byggirkröfu sína á því að þegar stefndi leysti til sín eignina með yfirtöku áhvílandiveðskuldar hafi verið miðað við að verðmæti eignarinnar næmi 65.000.000 króna,og það hafi tekið mið að stöðu lánsins þá. Síðar hafi komið í ljós að lániðhafi, vegna ólögmætrar gengistryggingar, verið mun lægra og nemi krafastefnanda mismun söluverðs og þess sem stefnandi telur að lánið hafi með réttustaðið í á afsalsdegi.Umsamiðsöluverð jarðarinnar hafi allt verið greitt með yfirtöku stefnda á áhvílandi 1.veðréttarskuld á jörðinni vegna láns upphaflega að fjárhæð 40.000.000 króna,frá Kaupþingi banka hf. Stefnandi hafi heimilað Hafnarkletti ehf., greiðandalánsins, að veðsetja bankanum jörð sína til tryggingar láninu. Stefnandi hefðisíðan tekið yfir þetta lán við hrun bankakerfisins og yfirtekið rétt og skylduvegna þess.Stefnandivísar, til stuðnings samningi aðila, til þess að matsverð jarðarinnar hafiverið samkvæmt verðmati Magnúsar Leópoldssonar sama fjárhæð. Í matinu komi framað jörðin sé talin 1005 hektarar lands að stærð og á henni sé 163,8 m2íbúðarhús, hesthús og hlaða og bogaskemma. Íbúðarhúsið hafi allt veriðendurbyggt. Þá séu veiðihlunnindi í Laxá og Bjarnarvötnum og gott rjúpu- oggæsaland. Þetta sé áhugaverð jörð í fögru umhverfi. Áárinu 2009 hafi stefndi talið að í mikið óefni væri komið með tilvísað lán, semhafði vegna gengistryggingar sinnar hækkað mikið og hafi numið 17. júlí 200994.182.135 krónum.Fyrir liggi aðÁrni Gunnarsson, útibússtjóri stefnda, hafi með bréfi til Ólafs ArnarKarlssonar, ábyrgðarmanns lánsins og varastjórnarmanns stefnanda, boðiðskuldara, Hafnarkletti ehf., veðsala, stefnanda Laxá ehf. og þremurábyrgðarmönnum lánsins, tvo kosti: Að greiða lánið með 260.000 krónamánaðarlegum greiðslum og yrði láninu skuldskeytt þannig að stefnandi tæki þaðyfir eða að stefnandi afsalaði bankanum jörðinni, veðinu, á 65.000.000 króna,og sjálfskuldarábyrgðarmennirnir greiddu bankanum auk þess 3.000.000 króna,hver og yrðu þá eftirstöðvar felldar niður. Ella yrði jörðin seld nauðungarsöluvegna vanskila á láninu. Stefnandihafi þannig ákveðið að ljúka málinu við stefnda svo, að hann seldi og afsalaðihonum jörð sinni á tilvísuðu verði. Hafi stefnandi verið grunlaus um að krafastefnda væri ekki rétt reiknuð, svo sem síðar hafi komið í ljós.Þaðhafi svo verið með tilkynningu stefnda til Hafnarkletts ehf. 30. júlí 2014, semtilkynnt var um endurútreikning lánsins og nýr höfuðstóll sagður vera17.945.341 króna. Lán stefnda hafi því verið bundið óheimilli gengistryggingu,skv. áliti stefnda sjálfs.Stefndihafi þrátt fyrir framangreint hafið þann 27. október 2014 innheimtuaðgerðirgegn skuldara lánsins og Karli Birgi Örvarssyni, upphaflegum ábyrgðarmannilánsins, á grundvelli endurreiknings. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir aðfullnaðaruppgjör kröfunnar hafi farið fram 2009. SkuldHafnarkletts, upphaflega 40.000.000 króna og bundin ólögmætu gengisviðmiði, skyldibera 5,7% ársvexti, sem leggi sig út á 190.000 krónum á mánuði í rétt um 25mánuði til afsalsdags jarðarinnar og greiðslu lánsins, eða alls 4.750.000krónur í vexti. Þá hafi þegar verið greiddar 3.273.334 krónur í vexti.Vangreiddir vextir hafi því numið á afsalsdegi 1.476.666 krónur, sem bættust þávið höfuðstól lánsins sem þá stóð raunverulega í 41.476.666 krónum en ekki um94.000.000 króna líkt og stefndi virðist byggja á. Stefnandareiknar kröfu sína með þeim hætti að frá söluverði eignarinnar 65.000.000krónum skuli draga raunverulega stöðu lánsins á kaupsamnings- og afsalsdegieignarinnar 41.476.666 krónur. Skuld stefnda við stefnanda nemi mismuninum eða23.523.334 krónum.Lögmaðurstefnanda hafi gert kröfu í þessa veru 8. júní 2015, og skorað á stefnda aðgreiða stefnanda skuldina, en stefnandi hafi ekki orðið við því.III.Stefndi hafnar öllum málsástæðum stefnanda semganga gegn málatilbúnaði hans og krefst sýknu í málinu.Í fyrsta lagi byggir stefndi á því að stefnandi geti ekkisótt ætlaða kröfu sína í málinu, enda sé ekkert kröfuréttarsamband millistefnanda og stefnda í málinu. Nánar tiltekið, ef einhver endurkrafa sé tilstaðar yfirhöfuð, geti stefnandi ekki sótt þá kröfu, heldur einungis, eftiratvikum, skuldarar eða ábyrgðarmenn umrædds skuldabréfs. Því eigi að sýknastefnda af kröfu stefnanda á grundvelli aðildarskorts stefnanda að málinu,sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í öllu falli eigiað sýkna stefnda af hluta kröfu stefnanda þar sem í kröfunni felist endurkrafaá fjármunum sem hann greiddi ekki sjálfur. Verði ekki fallist á aðildarskort, byggir stefndisýknukröfu sína í öðru lagi á þeim grundvelli að ákveðnar forsendur ímálatilbúnaði stefnanda standist engan veginn sem leiði til þess að stefnandihafi ekki greitt af umræddu skuldabréfi umfram skyldu, eins og hann haldi fram.Stefndi kveðst mótmæla því að samið hafi verið svo aðkaupverð jarðarinnar hefði, milli aðila, verið 65.000.000 króna. Stefndimótmælir verðmati Magnúsar Leópoldssonar, löggilts fasteignasala, og telurþað ekki hafa sönnunargildi í málinu. Á verðmatinu komi enda fram að Ólafur ÖrnKarlsson, einn ábyrgðarmannanna, hafi óskað eftir verðmatinu og bankinn hafienga aðkomu átt að vinnslu þess. Þá sé því hafnað að tölvupóstur Árna Gunnarssonar,starfsmanns bankans, sýni fram á að söluverð jarðarinnar hafi verið 65.000.000króna við framsal hennar. Ekkert í samskiptum aðila gefi það til kynna aðstefndi hafi samþykkt að yfirtaka jörðina á þessu verði, en með því falli allurmálatilbúnaður stefnanda um sjálfan sig. Varðandi þetta vísar stefndisérstaklega til meginreglna einkamálaréttarfars um sönnunarbyrði, en ljóstsé að hún hvíli öll á stefnanda varðandi þetta atriði.Stefndi telur þannig að tilvísaður tölvupóstur hafiefnislega ekki falið í sér tilboð af hálfu stefnda, sem móttakendur tölvupóstsinshefðu getið samþykkt fyrir sitt leyti og bindandi samningur þannig komist á.Stefndi telur að í umræddum tölvupósti hafi falist óskuldbindandi tillögurstefnda að lausn málsins. Því hafi stefndi, í póstinum, ekki tekið ákvörðun umvirði jarðarinnar. Stefndi vekur þannig sérstaka athygli á því að af síðarisamskiptum milli aðila megi sjá að aðilar hafi enn verið að ræða tillögur umlausn á skuldamálum Hafnarkletts ehf., sbr. til dæmis tölvupóst KarlsÖrvarssonar til starfsmanns stefnda 2. september 2009. Stefndi bendir einnig á,og telur skipta miklu máli í þessu tilliti, að í framsalsgjörningum vegnajarðarinnar, þ.e. kaupsamningi og afsali hafi ekkert verð verið tiltekið fyrirjörðina, en stefndi telur að öll eðlisrök leiði til þess að þeir gjörningareigi að ráða réttarstöðu aðila um þetta atriði, en ekki fyrrgreindur tölvupóstur.Varðandi ofangreint, vísar stefndi til almennra túlkunarreglna samningaréttarins,s.s. meðskýringarreglunnar. Þá telur stefndi að horfa beri til þess að jörðinhafi alls ekki verið svona verðmæt sbr. framlagða matsgerð dómkvadds matsmanns.Ef litið yrði svo á að í títtnefndum tölvupósti hafifalist tilboð stefnda til móttakenda póstsins, byggir stefndi á því að þaðtilboð hafi ekki verið samþykkt, í það minnsta ekki á réttum tíma, og því hafitilboðið fallið niður. Tilboðið hafi fyrst gilt til 1. ágúst 2009, en frestursíðan verið framlengdur til 1. sept. 2009, eins og staðfest hafi verið ítölvupósti starfsmanns stefnda frá sama degi. Þar hafi jafnframt verið boðuðinnheimta skuldarinnar með hefðbundnum hætti og þá með aðstoð lögfræðisviðsbankans. Því verði að telja að þarna hafi stefndi fellt niður tilboðið ef þaðvar á annað borð til staðar. Aðilar virðist svo hafa hafið samningaviðræður áný og náð sátt um að gera upp kröfu umrædds skuldabréfs með álíkum hætti ogkomið hafi fram í tölvupóstinum, en verð jarðarinnar hafi hvergi veriðtilgreint eftir þetta. Samning sem komist hafi á í framhaldi verði að skoða semnýjan samning milli aðila. Um framangreint vísar stefndi til I. kafla, og þáaðallega 2. gr., laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.Ef fyrrgreindum sjónarmiðum sé hafnað og litið svo á aðkomist hafi á samningur, með samþykki á tilboði stefnda, byggir stefndi á þvíað móttakendur póstsins hafi ekki staðið við það samkomulag, þar sem a.m.k.einn ábyrgðarmanna hafi ekki greitt þær 3.000.000 króna sem hann hefði lofað.Það hafi leitt til þess að aðilar litu svo á að samkomulagið hafi fallið niðurog eftirstöðvar kröfunnar raknað við. Tilstuðnings ofangreindum röksemdum vísar stefndi jafnframt til þess að ísamningaviðræðum aðila hafi stefnandi haft lögmann sér til aðstoðar, auk þessað ábyrgðarmenn lánsins hafi búið að reynslu í viðskiptum sem þessum. Varðandi fjárkröfu stefnanda þá mótmælir stefndi því aðhægt sé að miða við að skuldabréfiðskuli bera samningsvexti þess, en stefnandi kveði vextina vera 5,7%, eðasamtals 4.750.000 kr. yfir líftíma skuldabréfsins. Það sé með öllu órökstuttaf stefnanda af hverju framangreinda útreikningsaðferð eigi að leggja tilgrundvallar kröfugerð hans. Hvað sem því líði, megi ljóst vera, fyrst báðiraðilar séu sammála um að skuldabréfið feli í sér gengistryggingu, að vextirskuldabréfsins skuli þá ráðast af ákvæðum 18. gr., sbr. 4. gr. laga nr.38/2001, og dómum Hæstaréttar sem fjalla um þetta álitaefni, samanber tildæmis mál réttarins nr. 600/2011 og nr. 464/2012, þ.e.a.s. að skuldabréfiðskuli bera óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands, en þó þannig að stefnandigeti ekki krafið stefnda um hærri vexti en stefnandi raunverulega greiddi ásínum tíma, en í stefnu viðurkenni stefndi til að mynda, að vextir skuldabréfsinsséu að hluta til vangreiddir. Að mati stefnda geri þessi ranga forsenda íútreikningum stefnanda það að verkum að fjárkrafa stefnanda byggi á röngumforsendum og sé ekki dómtæk. Þá sé ljóst að í útreikningi fyrir fjárkröfu sinni takistefnandi tillit til vaxtagreiðslna, samtals 3.273.334 krónur, sem hann hafiekki greitt sjálfur, sbr. framlagðar greiðslukvittanir. Auk þess hafi allargreiðslur, til og með greiðslu sem greidd var 1. október 2008, verið greiddarforvera stefnda, Kaupþingi banka hf., en ekki stefnda. Engin lagarök standi tilþess að stefndi standi stefnanda skil á slíkum fjármunum, en a.m.k. hafi stefnandiekki fært fram þau rök. Stefndi telur ofangreindar tvær athugasemdir sýnaverulega galla á málatilbúnaði stefnanda sem eigi að leiða til frávísunarmálsins án kröfu eða sýknu stefnda.Verði allt að einu ekki fallist á framangreindarröksemdir stefnda, byggir stefndi í þriðja lagi á því að enginn endurheimturéttursé fyrir hendi í málinu. Enginn rökstuðningur sé í stefnu fyrir ætlaðrikröfu stefnanda, s.s. á hvaða lagagrundvelli krafan sé byggð, annað en almenntilvísun til lögfestra og ólögfestra meginreglna á sviði samningaréttar aukmeginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga. Telur stefndi að þettaeigi að leiða til frávísunar málsins án kröfu, enda í raun ekki hægt fyrirstefnda að verjast kröfu stefnanda að svo búnu máli. Að framangreindu frátöldu, telur stefndi að sýkna eigihann af kröfum stefnanda þar sem einsýnt sé að á lánstímanum hafi greiðslurHafnarkletts ehf., sem skuldara, og stefnanda, sem veðsala, og móttaka stefndaog forvera hans hverju sinni á greiðslu afborgana og vaxta byggst á eðlilegriog forsvaranlegri túlkun á samningsákvæðum, þótt hún hafi síðar reynst röng.Virðist enginn ágreiningur milli aðila um að stefndi hafi verið, á sama háttog stefnandi, grandlaus um að krafa skuldabréfsins hafi byggst á röngumforsendum og því ekki verið rétt reiknuð þegar framsal jarðarinnar átti sérstað 14. október 2009. Þessi atvik hafi átt sér stað löngu áður en dómar genguum ólögmæta gengistryggingu lána sem þessara. Viðurkennt sé að í þeim málum,t.d. málum Hæstaréttar nr. 92/2010, 153/201 og 155/2011, hafi verið leyst úrflóknum ágreiningsatriðum varðandi gengistryggð lán. Af framangreindu leiðiað hafna beri endurheimturétti skv. almennum reglum kröfuréttar. Stefndi kveðst árétta að afstaða stefnanda, samkvæmt hanseigin málatilbúnaði, hafi verið sú að krafa samkvæmt skuldabréfinu hafiverið gerð upp með samkomulagi aðila um uppgjör þess. Fyrir stefnanda hafiþetta gerst 14. október 2009 eða þar um bil. Fjárkrafa stefnanda nú raskiþeirri réttarstöðu sem stefnandi sjálfur taldi vera komna á milli aðila. Ljóstsé miðað við almennar reglur kröfuréttar að mikið þurfi að koma til svofallist verði á slíkt, enda mikilvægt að greiðsla, sem stefnandi taldi verafullar efndir sínar og ábyrgðarmannanna skv. hinu meinta samkomulagi aðila,feli í sér endalok samskipta aðila varðandi þá kröfu. Sá samningur séskuldbindandi fyrir stefnanda. Sjálfstætt og til stuðnings framangreindum röksemdumbyggir stefndi jafnframt á því að sýkna eigi hann af kröfu stefnanda á þeimgrunni að ef fallist yrði á hana yrði að telja það almennt ósanngjarnt gagnvartstefnda. Forveri stefnda, Kaupþing banki hf., hafi lánað fyrir öllu kaupverði jarðarinnar,og stefndi hafi tapað á viðskiptunum. Stefnandi hafi tekið mikið tillit tilábyrgðarmanna skuldabréfsins og verði fallist á kröfu stefnanda í málinu, hafistefnandi auðgast með óréttmætum hætti á kostnað stefnda. Verðiekki fallist á framangreint, byggir stefndi á því að ætluð endurgreiðslukrafastefnanda hafi fallið niður fyrir fyrningu. Stefndi telur að líta verði svo áað „ofgreiðsla“ stefnanda hafi átt sér stað við afhendingu jarðarinnar Hafragil14. október 2009, sbr. kaupsamning og afsal sem dagsett eru þann sama dag. Þvíhafi krafan fyrnst í síðasta lagi 14. október 2013, sbr. 3. gr. laga nr.150/2007, enda hafi stefnandi ekkert gert til að halda henni við innan þesstímamarks. Að lokum kveðst stefndi byggja á því að ætluð krafa stefnandahafi fallið niður fyrir tómlæti hans. Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda sjálfshafi krafa umrædds skuldabréfs verið gerð upp með því samkomulagi semstefnandi heldur fram að hafi komist á og var m.a. framkvæmt með kaupsamningiog afsali dags. 14. október 2009. Stefnandi, Hafnarklettur ehf., og ábyrgðarmennhafi fengið fjölmörg bréf og tilkynningar frá bankanum á liðnum árum þar semtekið hafi verið fram að eftirstöðvar kröfunnar væru enn ógreiddar. Þráttfyrir það hafi stefnandi ekki aðhafst í málinu varðandi ætlaða kröfu sína fyrren löngu síðar eða með bréfi dags. 8. júní 2015. Þetta sýni verulegt tómlætivið að halda ætlaðri kröfu sinni til haga og leiði til sýknu.Stefndi kveðst gera þá kröfu að dráttarvaxtakröfustefnanda verði hafnað. Fyrir það fyrsta á þeirri forsendu að hún sé algjörlegavanreifuð, enda ekkert fjallað um hana í stefnu. Í öðru lagi mótmælir stefndiupphafsdegi dráttarvaxta, enda engin rök til að dæma stefnda til að greiðastefnanda dráttarvexti frá þeim degi er meint samkomulag hafi verið gert íoktóber 2009, heldur í fyrsta lagi frá 8. júlí 2015, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. um það innheimtubréf stefnanda tilstefnda dags. 8. júní 2015.Um lagarök vísar stefndi tilreglna samninga- og kröfuréttar um túlkun samninga, réttar efndirfjárskuldbindinga og frelsi manna til að bindast skuldbindingum með samningumvið aðra þannig að samningar teljist gildir nema sýnt sé fram á að þeir fari íbága við ófrávíkjanlegar reglur í settum lögum. Þá er vísað til 2.–9. gr. laganr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Stefndi vísar ennfremur til reglna einkamálaréttar um sönnun og sönnunarbyrði. Einnig vísarstefndi til skilyrða fyrir endurgreiðslu ofgreidds fjár. Stefndi vísarjafnframt til laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, og þá aðallega 3.,4. og 18. gr. þeirra laga, reglna kröfuréttar um endurheimtu ofgreidds fjár ogþeirra reglna sem myndast hafa í dómaframkvæmd Hæstaréttar um rétt kröfuhafatil greiðslu viðbótarkröfu vaxta úr hendi skuldara. Þá vísar stefndi til laganr. 14/1905, um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, og einnig laga nr.150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Einnig vísar stefndi til almennra reglnakröfuréttar um tómlætisáhrif.Um málskostnað vísar stefndi til laga nr. 91/1991um meðferð einkamála, sbr. einkum 129. gr. og 1. mgr. 130. gr.IV.Af gögnum málsins verður ráðið, að sérstaklega umhaustið 2009, eftir að greiðslufall hafði orðið í ársbyrjun á því skuldabréfisem málið varðar einkum, hafi skuldarar og útibússtjóri hjá stefnda reynt aðfinna lausn. Á þessum tíma hafði skuldin hækkað úr 40.000.000 króna við útgáfuskuldabréfsins í september 2007, í tæpar 95.000.000 króna auk dráttarvaxta aðþví er virðist. Áður er getið tölvupósts sem útibússtjórinn sendiskuldurum bréfsins í tölvuskeyti 10. júní 2009 og efnis hans, um að ef jörðinHafragil í Skagafirði, yrði framseld bankanum og ábyrgðarmenn skuldabréfsinsgreiddu hver um sig bankanum 3.000.000 króna, yrðu eftirstöðvar skuldarinnarfelldar niður. Dómurinn telur vafalaust að með þessari framsetningu hafibankinn sett fram tilboð, enda þannig um það fjallað í þeim samskiptum sem fóruá milli manna á þessum tíma og ekki gerður ágreiningur um að Árni Gunnarsson,þáverandi útibússtjóri stefnda í Garðabæ, hafi haft umboð til að ljúka málinumeð þessum hætti. Í tölvuskeyti frá 2. september 2009 til þáverandi lögmannsskuldara tekur útibússtjórinn til að mynda fram að „tilboði bankans um lausnhefur ekki verið svarað“.Þótt stefndi hafi sent lögfræðideild bankans kröfuna 1.september 2009 eða þar um bil og greiðsluáskoranir verið sendar 3. s.m., þáhéldu viðræður greinlega áfram og hefur ekki verið gerður ágreiningur um það. Ítölvuskeyti útibússtjórans þennan dag samþykkir hann þannig gagnvart einumábyrgðarmanna að sá geti lokið ábyrgð sinni með greiðslu á 3.000.000 króna,þ.e. í samræmi við ofangreint tilboð.Í tölvuskeyti til annars ábyrgðarmanns 14. október 2009,segir útibússtjóri: „Eins og kunnugt er eru kröfur Kaupþings á hendurHafnarkletti ehf. í lögfræðiinnheimtu. Boð bankans um að ganga frásjálfskuldarábyrgðum og afsala jafnframt jörðinni Hafragili til bankans er aðrenna út.“ Þennansama dag var, eins og fram er komið, jörðinni afsalað til bankans, en án þessað tilgreina kaupverð öðruvísi en svo að það hafi verið greitt með yfirtökuáhvílandi veðskuldar. Þessi atburðarás og heildarmat á framlögðum gögnummálsins bendir að mati dómsins án nokkurs vafa til þess að samkomulag hafitekist um fullnaðaruppgjör kröfunnar eins og til stóð, þannig að hvorugur aðilaætti þá kröfur á hinn í skuldasambandinu. Telja verður a.m.k. að skuldari,veðsali og ábyrgðarmenn hafi mátt líta svo á að þessi væri staðan. Gengiðverður og út frá því að þótt tveir ábyrgðarmanna hafi ekki skrifað undir fyrren á árinu 2010, þ.e. talsvert eftir framsal á jörðinni, og sá þriðji, að þvíer virðist aldrei, verður ekki séð að við því hafi verið brugðist af bankanum,en samkomulag við þá sem skrifuðu undir var uppgreiðslusamkomulag, eins ogfyrirsögn skjalsins bar með sér. Engin orðsending liggur fyrir í málinu um aðbankinn hafi talið að forsendur hefðu brostið fyrir samkomulagi eða samskiptium að krafa hefði verið uppi um að úr vanefndum yrði að bæta. Svo virðist sem stefndi meðhöndli mál ábyrgðarmannsinsKarls með öðrum hætti en ábyrgðarmannsins Ólafs. Þá meðferð verður að teljabyggja á því, að í athugasemdareit í uppgreiðslusamkomulagi því sem Ólafurgerði við bankann er sérstaklega tekið fram að um sé að ræða lokagreiðslu Ólafsvegna ábyrgðar hans. Slík athugasemd er ekki gerð í samningi Karls. Dómurinntelur þetta engu máli skipta. Um sé að ræða uppgreiðslusamkomulag við báðaþessa aðila að öðru leyti svo til nákvæmlega eins, og í skuldabréfum sem gefinvoru út samfara samkomulaginu er ákvæði um að vanefndir geti leitt tilgjaldfellingar, en ekkert minnst á fyrra skuldasamband. Stefnandi byggir á því að kaupverð jarðarinnar hafi veriðumsamið 65.000.000 króna en því neitar stefndi. Fjárhæð kaupverðs rataði ekkiinn í kaupsamning stefnanda og stefnda. Hins vegar má til sanns vegar færa aðkaupverðið hafi verið enn hærra, þar sem sú skuld sem yfirtekin var, nam áannað hundrað milljónir króna. Í hlutaskilagrein vegna skuldarinnar sem dagsetter 31. desember 2009 og stafar frá stefnda er krafan þannig sögð nema124.795.092 krónum. Færa má rök fyrir því að kaupverðið, ef svo má kalla, hafiþá verið fremur í námunda við þá tölu. Hins vegar verður að fallast á þau rök stefnda sem framkom við aðalmeðferð, að það hafi í raun einu gilt hvaða fjárhæð hefði veriðlögð til grundvallar. Það sjónarmið stefnda undirstrikar raunar enn frekar aðsamkomulagið hafi verið um fullnaðaruppgjör kröfunnar. Ef bankinn hefði taliðað krafan væri ekki að fullu greidd við framsal jarðarinnar, hefði það skiptmáli fyrir alla hlutaðeigendur að verðið væri fastákveðið og það skýrt tekiðfram hvert það væri. Dómurinn telur að stefndi þurfi að bera hallann af því aðþað skyldi ekki gert í ljósi stöðu stefnda og hlutverks, ef hann taldi færi áþví að innheimta kröfuna frekar. Einnig verður því slegið föstu að ef umfullnaðaruppgjör var að ræða, eins og dómurinn telur, hafi það heldur ekkiskipt stefnanda neinu máli hvaða fjárhæð yrði lögð til grundvallar, þ.e.gagnvart stefnda, þar sem hann eignaðist ekki kröfu á stefnda við framsaljarðarinnar, heldur hugsanlega vegna síðari atvika. Það vekur í þessu sambandi nokkra athygli að stefndidregur frá sem innborgun inn á kröfuna í framannefndri hlutaskilagrein29.700.000 krónur, sem er sagt verðmæti jarðarinnar að frádregnum 300.000 krónakostnaði. Er það rökstutt í stefnu þannig að samkvæmt grunnrökum 57. gr. laganr. 90/1991, um nauðungarsölu, hafi borið að draga andvirði jarðarinnar fráláninu. Eftir þá innborgun nam heildarskuldin því, m.v. 31. desember 2009,95.090.092 krónum. Í greinargerð stefnda er látið að því liggja að þarna sé umað ræða frádrátt á grundvelli söluandvirðis jarðarinnar þegar stefndi seldihana. Það kemur illa heim og saman við það að sala jarðarinnar fór ekki framfyrr en tæpum tveimur árum síðar, þá reyndar fyrir þessa sömu fjárhæð. Ekkertmat hefur verið lagt fram sem réttlætti þessa verðlagningu bankans eftiryfirtöku eignarinnar 2009. Umrædd hlutaskilagrein gefur til kynna að bankinnhafi litið svo á að krafan hafi verið til staðar þrátt fyrir að hann hafi leysttil sín jörðina. Fyrir því ber stefndi sönnunarbyrði, sem ekki verður talið aðhann hafi axlað sbr. framangreint. Er það enda svo að engar innheimtutilraunireru sjáanlegar eftir afsal jarðarinnar, fyrr en í endaðan október 2014, þ.e.talsvert eftir endurútreikning á láninu. Dómurinn telur að verðmat Magnúsar Leópoldssonar ájörðinni nokkrum mánuðum fyrir framsal hennar til stefnda geti ekki talistsönnun fyrir verðmæti hennar haustið 2009, andspænis matsgerð dómkvaddsmatsmanns. Stefndi hefur mótmælt gildi mats Magnúsar fyrir málið, enda hafiþess verið aflað samkvæmt beiðni eins af ábyrgðarmönnum lánsins og án nokkursatbeina, aðkomu eða vitneskju stefnda. Mat Magnúsar virðist þó hafa verið notaðsem innlegg í viðræður aðila um heildarlausn málsins og þannig hefurniðurstaðan væntanlega ratað inn í tölvupóstsamskipti aðila um skeið. Fram hjáhinu verður hins vegar ekki litið að niðurstaða þess mats er ekki tekin inn ískjöl málsins við frágang þess. Dómurinn telur því ósannað að verðmæti jarðarinnarhafi verið 65.000.000 króna. Hvorki hafi það verið raunverulegt verðmætijarðarinnar né hafi aðilar miðað við það verð við uppgjör sitt. Þar semmatsgerð dómkvadds matsmanns hefur ekki verið hnekkt og ekki eru á því neinirágallar auk þess sem stefnandi hefur ekki haldið slíku fram, verður matið lagttil grundvallar og verðmæti jarðarinnar í júní og í október 2009 talið hafaverið 35.000.000 krónur.-------Nokkuðóljóst verður að telja á hvaða lagarökum málatilbúnaður stefnanda byggir.Veðsali, sem veðsett hefur eign sína til tryggingar skuld annars aðila á ekkikröfu á hendur veðhafa, þegar sá leysir til sín veðið vegna vanefnda skuldara,a.m.k. ekki undir venjulegum kringumstæðum. Veðsali eignast hins vegar að öllujöfnu kröfu á þann sem lánið tók, vegna þess skaða sem sá hefur valdið honummeð vanefndum gagnvart kröfuhafa. Það sem gerist hins vegar í þessu máli er að forsendurfyrir uppgjöri aðila breyttust til muna þegar í ljós kom að lán það semsannanlega þvingaði stefnanda til að afhenda eign sína var bundið með ólögmætumhætti við gengi erlends gjaldmiðils, og var því í raun rangt reiknað áuppgjörsdegi. Dómurinn telur að krafa undir þessum kringumstæðum og þessaeðlis, verði ekki rökstudd með vísan til meginreglu kröfuréttar um efndirfjárskuldbindinga eða með vísan til laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Ekkiverður þannig séð að stefndi hafi í málinu tekið á sig fjárskuldbindingugagnvart stefnanda og vandséð er hvaða ákvæði laga nr. 40/2002 geta átti við umágreining aðila enda ekki verið vísað til einstakra ákvæða þeirra laga. Ekkiverður heldur séð að það varpi ljósi á lagagrundvöllinn að þetta sé„uppgjörsmál“ eins og það er orðað í stefnu. Þá verður að telja fjárkröfustefnanda vanreifaða. Ekki er útskýrt á hvaða grundvelli stefnandi telur réttað miða við 5,7% vexti á kröfuna. Þótt sú hafi verið vaxtaprósentan við útgáfuskuldabréfsins var þar um að ræða breytilega vexti og hefur stefndi lagt framgögn sem gefa til kynna að vextir á tímabilinu hafi verið aðrir og hærri ogallt upp í 7,49%. Þá er ekki rökstutt á hvaða grundvelli stefnandi telur sigeiga rétt til dráttarvaxta frá afsalsdegi fasteignarinnar þann 14. október2009. Dómurinn telur að þessi atriði ættu alla jafnan að leiða til frávísunarmálsins enda örðugt um vik fyrir stefnda að verjast kröfu stefnanda þegarlagagrundvöllurinn er jafn óljós og raun ber vitni. -------Íljósi málatilbúnaðar stefnanda að öðru leyti telur dómurinn hins vegar hægt aðfella dóm á sakarefnið í ljósi framangreindra forsendna. Stefnandi leggurþannig sjálfur til grundvallar í kröfugerð sinni að fjárhæð kröfu stefnda hafimeð réttu numið 41.476.666 krónum á kaupsamnings- og afsalsdegi. Dómurinn telurað þann dag hafi virði jarðarinnar verið 35.000.000 króna. Stefnandi byggirallan málatilbúnað sinn á því, burtséð frá lagagrundvellinum sbr. framangreint,að honum beri mismunur á raunverulegri stöðu lánsins 14. október 2009 og virðijarðarinnar þann dag. Þar sem dómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu aðslíkum mismun sé ekki til að dreifa í málinu stefnanda í hag, verður stefndiþegar af þeirri ástæðu sýknaður af kröfu stefnanda,Af virtum atvikum málsins og þess að nokkra óvissu ímálinu má rekja til ófullnægjandi skjalagerðar og frágangs, sem dómurinn telurað stefndi beri í ljósi stöðu hans, ábyrgð á, verður talið rétt að fella niðurmálskostnað.Af hálfu stefnanda flutti máliðTryggvi Agnarsson hæstaréttarlögmaður og af hálfu stefnda Kristján B.Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Fyrir dómsuppkvaðningu var gætt ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála, en lögmenn aðila voru sammála dómara um aðendurflutningur væri óþarfur.Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dómþennan. D Ó M S O R Ð:Stefndi, Arion banki hf. er sýknaður af kröfustefnanda Laxár ehf. Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 215/2017 | Líkamstjón Vinnuslys Aðild Viðurkenningarkrafa Slysatrygging Ábyrgðartrygging Stórkostlegt gáleysi Skaðabætur Gjafsókn | A krafðist þess að viðurkenndur yrði réttur hennar til fullra bóta úr ábyrgðartryggingu og slysatryggingu Í hf., sem félagið hafði tekið hjá T hf., vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir við vinnu sína hjá Í hf. er hún reyndi að losa fisk sem sat fastur í færibandi með hendinni. Við það festist ermi á kuldagalla hennar í færibandinu og dróst hún með því nokkurn spöl með þeim afleiðingum að hún hlaut opið beinbrot á framhandlegg og úlnlið og snúning á öxl. Óumdeilt var að A átti rétt til bóta úr tryggingunum en ágreiningur var um hvort A skyldi sjálf bera hluta tjónsins vegna eigin sakar. Hæstiréttur féllst á með héraðsdómi að A hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að setja hönd sína inn í færiband á hreyfingu. Væri því fullnægt skilyrðum til að skerða bætur til hennar úr tryggingunum. Með vísan til þess sem lá fyrir um sök Í hf. þar sem hlífðarbúnað og annan öryggisbúnað hafði vantað á færibandið gaf stórkostlegt gáleysi A þó einungis tilefni til að skerða bætur hennar um fjórðung. Var því viðurkenndur réttur hennar til bóta úr framangreindum tryggingum sem næmi ¾ af fullum bótum. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari, Guðrún Erlendsdóttirsettur hæstaréttardómari og Ásmundur Helgason landsréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. apríl 2017. Hún krefstviðurkenningar á rétti sínum til fullra bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu ogslysatryggingu launþega, sem stefndi Ísfélag Vestmannaeyja hf. hafði hjástefnda Tryggingamiðstöðinni hf., vegna tjóns sem áfrýjandi varð fyrir ívinnuslysi 2. febrúar 2013. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. Stefndu krefjast aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefjast þeir þess aðbætur áfrýjanda verði lækkaðar þannig að hún beri tjón sitt að einum fjórðahluta sjálf og að bæturnar beri 4,5% vexti til dómsuppsögu í Hæstarétti endráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingufrá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast þeir í varakröfu að málskostnaðurverði felldur niður. Í málinu krefst áfrýjandiviðurkenningar á rétti sínum til óskertra bóta úr tveimur vátryggingum, semstefndi Tryggingamiðstöðin hf. hafði veitt stefnda Ísfélagi Vestmannaeyja hf.vegna líkamstjóns sem áfrýjandi varð fyrir 2. febrúar 2013. Lúta kröfurnarannars vegar að rétti hennar til bóta úr slysatryggingu launþega og hins vegarúr frjálsri ábyrgðartryggingu. Áfrýjandi er vátryggð á grundvellisamnings milli stefndu um slysatryggingu launþega. Stefndi ÍsfélagVestmannaeyja hf. sem vátryggingartaki ber ekki greiðsluskyldu gagnvartáfrýjanda úr slysatryggingunni, heldur á áfrýjandi kröfu um greiðslu úrtryggingunni á hendur vátryggingarfélaginu án aðildar vátryggingartaka. Meðvísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber því aðsýkna stefnda Ísfélag Vestmannaeyja hf. af þeim hluta kröfugerðar áfrýjanda semlýtur að slysatryggingunni. Með ábyrgðartryggingunni sem stefndiÍsfélag Vestmannaeyja hf. tók hjá stefnda Tryggingamiðstöðinni hf. skuldbatt vátryggingarfélagiðsig til þess að greiða hinum fyrrnefnda bætur fyrir fjártjón sem sá stefndiyrði fyrir vegna skaðabótaábyrgðar sem hann bæri gagnvart þriðja aðila. StefndiÍsfélag Vestmannaeyja hf. er því vátryggður, sbr. c. lið 2. gr. laga nr.30/2004 um vátryggingarsamninga, og nýtur vátryggingarverndar vegna skaðabótaskyldrarháttsemi á grundvelli samnings stefndu um ábyrgðartrygginguna. Þó að áfrýjandasé heimilt að beina kröfu um fullar bætur úr ábyrgðartryggingunni að stefnda Tryggingamiðstöðinnihf. samkvæmt sérreglu 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 hefur hún ekki gert það,heldur kosið að höfða viðurkenningarmál þetta bæði gegn hinum vátryggða ogvátryggingarfélaginu, eins og henni er heimilt. Að þessu gættu er ekki fallistá að sýkna beri stefnda Ísfélag Vestmannaeyja hf. á grundvelli aðildarskorts afþeim hluta kröfu áfrýjanda er lýtur að viðurkenningu á óskertum rétti hennartil bóta úr ábyrgðartryggingunni.Með vísan til forsendna héraðsdóms erá það fallist að áfrýjandi hafi með verklagi sínu umrætt sinn sýnt af sérstórkostlegt gáleysi þegar hún setti vinstri höndina inn í færiband á hreyfinguí því skyni að losa fisk úr bandinu. Er því fullnægt skilyrðum til að skerðabætur til hennar úr fyrrgreindum tryggingum á grundvelli 1. mgr. 90. gr. laganr. 30/2004 að því er varðar slysatrygginguna en 1. mgr. 23. gr. a.skaðabótalaga nr. 50/1993 varðandi ábyrgðartrygginguna. Þegar litið er til þesssem fyrir liggur um sök stefnda Ísfélags Vestmannaeyja hf. vegna þess aðhlífðarbúnað og annan öryggisbúnað skorti á færibandið, gefur stórkostlegtgáleysi áfrýjanda þó aðeins tilefni til þess að skerða bætur til hennar umfjórðung. Því er viðurkenndur réttur hennar til bóta úr umræddum tryggingum semnemur ¾ af fullum bótum. Með hliðsjón af því að áfrýjandi hefur í málinu uppiviðurkenningarkröfu á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 eru ekki efnitil að leysa úr vaxtaútreikningi sem kann að leiða af fjárkröfu áfrýjanda afþví tilefni. Í ljósi niðurstöðu málsins er rétt aðmálskostnaður milli stefnda Ísfélags Vestmannaeyja hf. og áfrýjanda falli niðurá báðum dómstigum. Stefnda Tryggingamiðstöðinni hf. verður gert að greiðamálskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem rennur í ríkissjóð og fer um hann samkvæmtþví sem í dómsorði greinir. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað áfrýjandaskal vera óraskað en um gjafsóknarkostnað hennar hér fyrir dómi fer eins og ídómsorði greinir.Dómsorð:Viðurkenndur er réttur áfrýjanda, A,til bóta sem nema ¾ af fullum bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu ogslysatryggingu launþega, sem stefndi Ísfélag Vestmannaeyja hf. hafði hjástefnda Tryggingamiðstöðinni hf. vegna tjóns sem áfrýjandi varð fyrir ívinnuslysi 2. febrúar 2013.Málskostnaður milli stefnda ÍsfélagsVestmannaeyja hf. og áfrýjanda á báðum dómstigum fellur niður.Stefndi Tryggingamiðstöðin hf. greiði850.000 krónur málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem renni í ríkissjóð.Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnaðáfrýjanda skal vera óraskað.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjandafyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknunlögmanns hennar, Jónasar Jóhannssonar, 700.000 krónur.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5.janúar 2017.IMál þetta, sem var dómtekið 14.nóvember sl., er höfðað af A, […], með stefnu áritaðri um birtingu 11. desember2015 á hendur Tryggingamiðstöðinni hf., Síðumúla 24, Reykjavík, og ÍsfélagiVestmannaeyja hf., Strandvegi 28, Vestmannaeyjum. Stefnandi krefst þess að viðurkenndurverði réttur hennar til fullra bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu ogslysatryggingu launþega, sem stefndi, Ísfélag Vestmannaeyja hf., hafði í gildihjá stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., vegna líkamstjóns stefnanda eftirvinnuslys hinn 2. febrúar 2013. Stefnandi krefst þess að stefnduverði dæmdir sameiginlega til greiðslu málskostnaðar stefnanda að skaðlausuásamt virðisaukaskatti. Afhálfu stefndu er þess aðallega krafist að þeir verði sýknaðir af öllum kröfumstefnanda og að stefnandi verði dæmd til að greiða stefndu málskostnað samkvæmtmati dómsins.Stefndukrefjast þess til vara að bætur verði lækkaðar þannig að stefnandi beri sjálftjón sitt að ¼ hluta (fjórðungi) og að bætur beri 4,5% ársvexti til endanlegsdómsuppsögudags en beri dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast stefndu þess að málskostnaður verðifelldur niður.Meðbréfi innanríkisráðuneytisins, dagsettu 25. janúar 2016, var stefnanda veittgjafsókn vegna málshöfðunar þessarar. Gjafsóknin var takmörkuð við rekstur málsinsfyrir héraðsdómi, sbr. þó 4. og 5. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála.IIHelstu málavextir eruóumdeildir. Stefnandi slasaðist ívinnuslysi við vinnu sína hjá stefnda, Ísfélagi Vestmannaeyja hf., hinn 2.febrúar 2013. Stefnandi vann við þrif í fiskvinnslusal með því að smúla gólf ogfæribönd með vatnsslöngu. Þegar hún náði ekki að losa loðnu, sem sat föst ífæribandi, með vatnsþrýstingi reyndi hún að losa loðnuna með hendinni. Við þaðfestist stefnandi í færibandinu og dróst með því nokkurn spöl. Stefnandi munhafa losað ermi sína úr færibandinu en ermin hafi flækst í færibandinu á nýjanleik með þeim afleiðingum að höndin fór fyrir endahjól færibandsins og hlautstefnandi opið beinbrot á framhandlegg og úlnlið og snúning á öxl. Lögreglu var tilkynnt um slysið ogkom á vettvang í kjölfarið. Í lögregluskýrslu um málið er rakin sú lýsing Bverkstjóra á aðdraganda slyssins að stefnandi hafi verið að þrífa færibönd ogsíló þegar verið var að vinna loðnu og hafi færibandið, sem stefnandi var aðþrífa þegar slysið varð, verið í gangi á meðan. B hafi verið inni áverkstjóraskrifstofu þegar hún hafi heyrt öskur og þá farið fram í vinnslusalog séð stefnanda við færibandið þar sem stefnandi var föst. B hefði þá farið aðrafmagnstöflu og slökkt á færibandinu en rafmagnstaflan sé í um það bil áttametra fjarlægð frá færibandinu. Loks segir í lögregluskýrslunni að ekki hafináðst að ræða við stefnanda á vettvangi.Stefnandi gaf skýrslu hjá lögreglu26. febrúar 2013 og lýsti atvikum þannig að hún hefði verið að vinna við aðsmúla undir færibandi sem hefði verið í gangi á meðan. Loðna hefði hangið föstí færibandinu og hefði stefnandi ítrekað reynt að ná henni í burtu með því aðsprauta vatni á hana en án árangurs. Stefnandi hefði því ákveðið að reyna aðlosa loðnuna með því að grípa í hana en við það hefði færibandið náð að krækjaí ermina á vinstri handlegg hennar. Hún hefði náð að losa sig en síðan hefðifæribandið einhvern veginn náð að grípa aftur í ermina þannig að hún náði ekkiað losa sig. Hún hefði dregist með færibandinu einhvern spöl og hefði tekið umþað bil 10 mínútur að losa hana úr færibandinu. Í málinuliggur frammi ódagsett tilkynning stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., umslysið til Vinnueftirlitsins sem er stimpluð með dagsetningunni 17. júlí 2013.Þar er því lýst aðstefnandi hafi verið að vinna við þrif í vigtarsal uppsjávarvinnslu á meðanvinnsla var í gangi. Stefnandi hafi teygt vinstri hendi inn í færiband til þessað fjarlægja loðnu sem hún hafi séð þar. Færibandið hafi verið í gangi oggripið í kuldagallann, sem stefnandi klæddist, og dregið höndina inn undiröxulinn. Sömu lýsingu er að finna í tilkynningu Ísfélags Vestmannaeyja hf. umslysið til Sjúkratrygginga Íslands, dagsettri 21. október 2013. Lögmaðurstefnanda tilkynnti stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., um slys stefnanda meðbréfi, dagsettu 19. júlí 2013, og upplýsti jafnframt að bótakrafa yrði gerð ásíðari stigum. Með bréfi lögmanns stefnanda, dagsettu 13. ágúst 2013, var m.a.óskað eftir skýrslu Vinnueftirlitsins um slysið og afrit af tilkynningu.UmsögnVinnueftirlitsins um vinnuslys stefnanda er dagsett 30. september 2013. Þarkemur m.a. fram það mat Vinnueftirlitsins að rekja megi orsök slyssins til þessað engar hlífar hafi verið við enda eða hliðar færibandsins eða annaröryggisbúnaður sem hindraði að hönd kæmist í klemmihættu. Meðvirkandi þátturværi að vinnuveitandi hefði ekki gert skriflegt áhættumat og áætlun umforvarnir er varða umrædda vinnu. Umsögnin var send lögmanni stefnanda meðbréfi, dagsettu 2. október sama ár.Meðbréfi stefnda, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., til lögmanns stefnanda, dagsettu11. febrúar 2014, var sök vátryggingartaka viðurkennd með vísan til þess aðekki hefði verið hlíf á færibandinu. Hins vegar var talið að sú sök værilítilvæg miðað við sök stefnanda sem sýnt hefði af sér stórkostlegt gáleysiumrætt sinn. Því myndi tryggingafélagið skerða bætur stefnanda um helming, sbr.1. mgr. 23. gr. a. í skaðabótalögum nr. 50/1993.Stefnandiskaut niðurstöðu stefnda, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., til úrskurðarnefndar ívátryggingamálum 5. apríl 2014. Í áliti sínu, dagsettu 15. apríl sama ár, komstúrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að stefnandi ætti rétt á bótum úrábyrgðartryggingu stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., hjá stefnda,Tryggingamiðstöðinni hf., en skyldi bera þriðjung tjóns síns sjálf vegnameðábyrgðar. Ímálinu liggur frammi matsgerð C, sérfræðings í bæklunarskurðlækningum, dagsett30. mars 2015. Þar kemur fram að stefnandi hafi í slysinu hlotið áverka ávinstri efri útlim, þ.e. brot á báðum pípum á framhandlegg og fjærenda sveifarvið úlnlið með opnum áverka þar yfir og töluverðum húðskemmdum. Miski var metintil 40 stiga og varanleg örorka 35%. Stefndi,Tryggingamiðstöðin hf., greiddi stefnanda bætur á grundvelli niðurstöðuúrskurðarnefndar í vátryggingamálum þannig að bætur voru skertar um þriðjung.Af hálfu stefnanda var tryggingafélaginu gerð grein fyrir því í bréfi lögmannsstefnanda til tryggingafélagsins 18. júní 2015, að undirritanir stefnanda vegnauppgjörsins væru með þeim fyrirvara að hún mótmælti þriðjungsskerðingu bótannavegna ætlaðrar eigin sakar og upplýst að hún hygðist bera ágreining aðila aðþessu leyti undir dómstóla. Mál þetta var höfðað 11. desember 2015.IIIStefnandibyggir viðurkenningarkröfu sína á því að hún eigi rétt á bótum úr bæðiábyrgðartryggingu og slysatryggingu launþega sem vinnuveitandi stefnanda hafðií gildi hjá hinu stefnda tryggingafélagi á slysdegi. Stefnandi hafnar því aðhún hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem réttlæti skerðingu á bótaréttihennar samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004, umvátryggingarsamninga, að því er slysatryggingu varðar en samkvæmt 1. mgr. 23.gr. a. í skaðabótalögum nr. 50/1993 að því er ábyrgðartryggingu varðar.Stefnandi byggir á því að á stefndu hvíli sönnunarbyrðin fyrir því að stefnandihafi valdið tjóni sínu með stórkostlegu gáleysi.Stefnandivísar til þess að íslensk löggjöf miði við að vinnuveitandi beri ábyrgð á þvíað ákvæði laga og stjórnvaldsreglna, sem lúti að vinnustaðnum og vinnuumhverfií víðasta skilningi þar með taldar reglur um öryggi starfsmanna, séu í heiðrihöfð. Þá feli lög og reglur á sviði vinnuréttar í sér að það sé vinnuveitandinnsem ráði skipulagi og framkvæmd starfa innan fyrirtækis hans. Um það hafistarfsmaður lítið að segja, enda sé hann undir boðvaldi vinnuveitanda síns ogóhlýðni við boð og bönn vinnuveitanda, m.a. fyrirmæli um framkvæmd starfans,geti talist vanefnd á ráðningarsamningi af hálfu starfsmannsins og heimilaðvinnuveitanda hans að grípa til úrræða gegn starfsmanni. Samkvæmt framansögðuhvíli meginábyrgð á öruggu vinnuumhverfi á vinnuveitanda og beri að skoða og virðaháttsemi stefnanda í því ljósi. Stefnandibyggir á því að hún hafi gert það, sem henni hafi verið falið að gera, við þæraðstæður og með þau áhöld og tæki sem vinnuveitandi hafi útvegað. Hún hafi ekkigetað losað loðnuna með því að smúla á hana en ekki hafi verið um lokaþrif aðræða og því hafi færibönd verið í gangi í samræmi við fyrirmæli vinnuveitanda.Færibönd hafi einungis verið stöðvuð og tekin í sundur þegar um lokaþrif var aðræða. Telji vinnuveitandi að stefnandi hefði átt að taka straum af tækjum ogfæriböndum þótt ekki væri um lokaþrif að ræða, hafi vinnuveitandanum borið aðupplýsa hana um slíkt verklag sem ekki hefði áður tíðkast á vinnustaðnum.Stefnandi hafi þrifið færibandið eins og venja var, án þess að um lokaþrif ogstöðvun hafi verið að ræða. Stefnandi hafi ekki haft ástæðu til að ætla annaðen að umrætt færiband væri útbúið öllum tilskildum hlífum og öryggisbúnaðiþannig að hún væri ekki sett í hættu við þau störf sem henni voru falin. Viðþessar aðstæður hvíli sönnunarbyrði á stefndu um það, hvort og þá hvernigstefnandi hefði átt að hegða sér öðruvísi við þessar aðstæður. Stefnandi hafieingöngu haft vatn til þess að vinna það verkefni sem henni hefði verið falið.Þegar notkun vatns hafi ekki borið árangur, hafi stefnandi reynt að slá íloðnuna. Hún hafi engin önnur fyrirmæli haft frá vinnuveitanda um það, hvernigbregðast ætti við þegar vatn þrífi vél ekki með fullnægjandi hætti og því hafihún engan annan kost átt en að losa um fiskinn með hendinni eða sinna ekkiverkefninu, sem þá hefði verið brot á starfsskyldum hennar með þeim afleiðingumsem það kynni að hafa í för með sér. Stefnandihafi valið fyrri kostinn í trausti þess að aðstæður, útbúnaður og vinnuskilyrðivið framkvæmd verkefnisins gerðu henni kleift að ljúka verkefninu, án þess aðfestast í færibandinu og það hafi henni tekist. Stefnandi hafi náð að losafiskinn og hún hafi lýst því að hún hafi einnig losað ermi sem krækst hefði ífæribandið. Vegna vanbúnaðar vélarinnar og þar sem vinnugalli, semvinnuveitandi hefði úthlutað stefnanda, hafi verið of stór á hana, hafifæribandið krækt í ermi stefnanda á nýjan leik með þeim þekktu og alvarleguafleiðingum sem bótakrafa hennar sé byggð á.Vinnuveitandinnhafi brotið gróflega gegn reglum um öryggi og aðbúnað á vinnustað. Ef reglumhefði verið fylgt eins og til sé ætlast, hefði mátt koma í veg fyrir slysið ogverði að meta sök vinnuveitanda svo yfirgnæfandi í samanburði við hugsanlegaáhættu stefnanda að ekki sé ástæða til að leggja hluta sakar á hana. Stefnandikveður sök vinnuveitanda á slysinu fyrst og fremst byggða á því að vélin hafiekki verið CE-merkt, nauðsynlegar hlífar hafi ekki verið á vélinni, vinnugallistefnanda hafi verið of stór á hana, neyðarrofi hafi ekki verið staðsettur viðvélina, starfsmenn hafi ekki haft vitneskju um staðsetningu neyðarrofa og lokshafi ekki legið fyrir skriflegt áhættumat og áætlun um forvarnir vegna þeirrarvinnu sem stefnandi sinnti. Ljóst sé að vinnuveitanda beri að haga og framkvæmavinnu þannig að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta,sbr. 37. gr. laga nr. 46/1980. Í þessu felist m.a. að vinnuveitanda beri að sjátil þess að þau tæki, sem starfsmenn séu látnir vinna við, séu CE-merkt þannigað þau séu vottuð um ákveðið öryggi og gæði. Færibandið sé talið nýlegt og ekkihafi verið ástæða til að ætla annað en að það væri búið öllum tilskildumhlífum. Mögulega hefði vinnuveitandi mátt ætla að svo væri, ef um CE-vottaðfæriband hefði verið að ræða en svo hafi ekki verið. Vinnuveitandi hafibrugðist lögmæltri skyldu sinni og teljist það hluti af orsök slyssins. Meðsama hætti hafi vinnuveitandi brugðist framangreindum skyldum sínum með því aðhafa ekki hlífar á færibandinu. Þegar vinnuveitandi hafi tekið ákvörðun um aðkaupa færiband til vinnslu í rými starfsmanna sinna, sem ekki sé CE-vottað,hvíli rík ábyrgð á honum að tryggja að þrátt fyrir skort á vottuninni muniöryggis og heilbrigðis starfsmanna samt sem áður vera gætt í hvívetna, t.d. meðþví að tryggja að færibandið sé búið öllum hlífum sem mögulega gætu komið í vegfyrir klemmihættu og að útvega starfsfólki föt við hæfi. Þetta hafivinnuveitandi ekki gert sem valdi því að enn ríkari sök hvíli á honum, haldihann starfsmönnum til vinnu við tæki sem ekki sé CE-vottað. Vinnuveitandi hafivanrækt skyldur sínar samkvæmt grein 2.8. í viðauka I. í reglugerð nr.367/2006, um notkun tækja. Stefnandikveður upplýsingar í lögregluskýrslu um að neyðarrofi vegna færibandsins hafiverið staðsettur í rafmagnstöflu í um 8 metra fjarlægð frá færibandinu tengistþví að tækið sé ekki CE-vottað. Stefnandi hafi verið ein í salnum þegar hennihafi verið fengið það verk að þrífa færibandið og því hafi hún sjálf ekki áttþess kost að stöðva færibandið ef eitthvað færi úrskeiðis. Hún hafi þurft aðhrópa á hjálp og þegar hún hafi loks borist, hafi viðkomandi starfsmaður ekkivitað hvað hann ætti að gera eða hvar hann ætti að slökkva á færibandinu.Verkstjórinn hafi setið í verkstjórakompu en farið til stefnanda þegar hún hafiheyrt hana hrópa og þá séð að stefnandi var föst. Verkstjórinn hafði þá fariðaftur að rafmagnstöflu, sem hafi verið staðsett á vegg nærri dyrum aðverkstjórakompu, til þess að stöðva færibandið. Hafi þetta tekið um 20sekúndur. Stefnandi telur að vinnuveitandi hefði mátt hafa fleiri neyðarrofa áeða við færibandið til þess að starfsfólki væri unnt að bjarga eða koma í vegfyrir frekari skaða þess, sem klemmst hafi í óhlífðum og óvottuðum færiböndum.Þar sem einungis hafi verið einn neyðarrofi í mikilli fjarlægð frá færibandinuog enginn starfsmaður nálægt rofanum, sem hafi fylgst með störfum stefnanda,hafi vinnuveitandi ekki gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar fyrir starfsmennsína og hafi með háttsemi sinni valdið enn frekara tjóni. Stefnandivísar til þess að í umsögn Vinnueftirlitsins komi fram að skrifleg áætlun ogáhættumat liggi fyrir hjá vinnuveitanda en ekki um þann verkþátt sem stefnandivann að. Í bréfi, dagsettu 11. febrúar 2014, komi fram að slysið hafi átt sérstað í vigtarsal sem sé hluti móttöku. Í niðurstöðu áhættumats, sem fylgdibréfi tryggingafélagsins, komi fram að kuldinn sé mesta hættan í móttöku, fólkþurfi að vera vel klætt og nauðsynlegt sé að loka dyrum þegar ekki sé verið aðtaka á móti fiski. Í áhættumatinu sé hvergi minnst á þrif á færiböndum ogtækjum né heldur leiðbeiningar um framkvæmd þeirra starfa. Stefnandi hafi ekkiunnið við eftirlitsstörf í vigtunarsalnum þegar slysið átti sér stað, heldurhafi það orðið við sjálfvirkt færiband sem ekki hafi verið unnið við, og þáhafi ekki verið um stíflu að ræða. Stefnanda hafi ekki verið kynnt framangreintáhættumat og hún hafi ekki verið að vinna þau störf sem áhættumatið hafi tekiðtil. Þrif á tækjum hafi ekki verið áhættumetin hjá vinnuveitanda og sé það brotá 4. gr. reglugerðar nr. 367/2006. Stefnandibendir á að vinnuveitandi hafi ekki sinnt forvarnar- og kynningarhlutverki sínugagnvart starfsmönnum. Í niðurstöðu áhættumats vinnuveitanda komi fram undirliðnum Hausun, flokkun og flökun fyrir bolfisk að kenna þurfi fólki á vélarnarog sýna því hvar neyðarrofa sé að finna. Áhættumatið sé frá því í september2007 og gefi gögn málsins til kynna að vinnuveitandi hafi ekki fylgt eigináhættumati.Aðöllu framangreindu virtu verði meginorsök tjóns stefnanda og hve alvarlegttjónið var með tilliti til þess tíma, sem hún hafi verið föst í vélinni á meðanhún var í gangi, rakin til vinnuveitanda, eins og eftirlitsmaðurVinnueftirlitsins hafi staðfest. Að teknu tilliti til þess hversu mikið tjóniðhafi orðið, eðlis bótaábyrgðar, aðstæðna á vettvangi, hagsmuna stefnanda,vátrygginga og annarra atvika séu skilyrði fyrir hendi til þess að líta framhjá því ef stefnandi verður talin meðvaldur að tjóni sínu. Stefnandi hafi ekkisýnt af sér gáleysi við störf sín en verði hún með einhverjum hætti talin eigasök á slysinu, verði það einungis talið einfalt gáleysi og séu því ekkiuppfyllt skilyrði til þess að skerða bætur til hennar úr ábyrgðartryggingu ogslysatryggingu launþega.Stefnandi byggir áákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980,reglugerðar um notkun tækja nr. 367/2006, reglna um öryggis- ogheilbrigðismerki á vinnustöðum nr. 707/1995, reglugerðar um skipulag ogframkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006, reglugerðar um vélarog tæknilegan búnað nr. 1005/2009, reglna og leiðbeininga Vinnueftirlitsríkisins um öryggisbúnað véla nr. 492/1987 og á meginreglum vinnuréttar. Þá erbyggt á ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993, einkum 23. gr. a og 2. mgr. 24. gr.,og lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, einkum 3. mgr. 27. gr.Málskostnaðarkrafa stefnanda styðst við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991, ummeðferð einkamála, og krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun er reist álögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Um varnarþing vísar stefnandi til 33.og. 42. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. IVStefndi,Ísfélag Vestmannaeyja, krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda vegnaaðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála,enda sé kröfu stefnanda ranglega beint gegn honum. Dómkrafastefnanda sé sett fram með þeim hætti að viðurkenndur verði réttur hennar tilfullra bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu og slysatryggingu launþega semstefndi, Ísfélag Vestmannaeyja hf., hafði í gildi hjá stefnda,Tryggingamiðstöðinni hf. Kröfu um rétt stefnanda til bóta úr tiltekinnivátryggingu verði ekki beint að stefnda, Ísfélagi Vestmannaeyja hf., enda verðimáli ekki með réttu beint að öðrum en þeim sem geti látið hagsmunina af hendieða verði að þola þá. Stefndi, Ísfélag Vestmannaeyja hf., hafi keyptvátryggingar á slysdegi, sem taki til tjóns stefnanda, en kröfu umviðurkenningu réttar til bóta úr umræddum vátryggingum verði ekki beint aðfélaginu sem ekki sé réttur aðili til að bera þær skyldur sem stefnandi krefstviðurkenningar á. Af þeim sökum beri að sýkna stefnda, Ísfélag Vestmannaeyjahf., af öllum kröfum stefnanda vegna aðildarskorts.VStefndi,Tryggingamiðstöðin hf., bendir á að á slysdegi hafi verið í gildi tværvátryggingar hjá stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., sem taki til afleiðingaslyss stefnanda. Annars vegar hafi verið í gildi slysatrygging launþega, sem sékjarasamningsbundin vátrygging sem vátryggir launþega vegna slysa sem verða viðvinnu, og hins vegar hafi verið í gildi ábyrgðartrygging sem taki tilskaðabótaábyrgðar stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., þ. á m. vegna vinnuslysasem verði vegna atvika eða aðstæðna sem virt verði félaginu með einhverjumhætti til sakar.Stefndi,Tryggingamiðstöðin hf., bendir á að ábyrgð félagsins vegna slyssins ákvarðist áólíkum grundvelli eftir því hvor vátryggingin eigi í hlut. Bætur úrslysatryggingu launþega ákvarðist fyrst og fremst af kjarasamningi, skilmálumslysatryggingar launþega og lögum um vátryggingarsamninga, en réttur til bótaúr ábyrgðartryggingu ákvarðist af ólögfestum reglum skaðabótaréttarins og 1.mgr. 23. gr. a. í skaðabótalögum nr.50/1993. Fjárhæðir bóta séu reiknaðar samkvæmt reglum sömu laga. Þrátt fyrirframangreindan mun á þessum tveimur vátryggingum, liggi í báðum tilfellum tilgrundvallar sömu sjónarmið að því er varðar skerðingu bóta til stefnanda vegnastórkostlegs gáleysis.Ískilmálum slysatryggingar launþega nr. 380 hjá stefnda, Tryggingamiðstöðinnihf., komi fram í grein 5.2 að valdi vátryggður vátryggingaratburði af ásetningieða stórkostlegu gáleysi fari um ábyrgð félagsins eftir því sem segi í 89. og90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Í 90. gr. laganna sé fjallaðum þær aðstæður þegar vátryggingaratburði er valdið af gáleysi og tilgreint aðhafi vátryggður valdið því af stórkostlegu gáleysi að vátryggingaratburðurvarð, megi lækka eða fella niður ábyrgð félagsins. Í 1. mgr. 23. gr. a. ískaðabótalögum nr. 50/1993 sé kveðið á um að verði starfsmaður fyrirlíkamstjóni í starfi sínu skerðist ekki réttur hans til skaðabóta vegnameðábyrgðar nema hann hafi af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi átt þátt í aðtjónsatburður varð. Skilyrði skerðingar bóta í umræddum vátryggingum séu þannigað öllu leyti hliðstæðar og réttaráhrif þess að vátryggður sýnir af sérstórkostlegt gáleysi séu þau sömu. Álitaefni þessa máls lúti eingöngu að því,hvort stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þannig að stefndi,Tryggingamiðstöðin hf., hafi með réttu skert bætur til hennar.Stefndi,Tryggingamiðstöðin hf., hafi fallist á bótaskyldu úr báðum vátryggingum og hafiafstaða til skaðabótaábyrgðar stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., einkumbyggst á þeirri niðurstöðu Vinnueftirlitsins að hlífar hefðu átt að vera viðenda eða hliðar færibandsins eða annar öryggisbúnaður, sem hindraði að höndkæmist inn í færibandið. Hins vegar telur stefndi, Tryggingamiðstöðin hf.,ljóst að mjög ráðandi orsök slyssins hafi verið stórfellt gáleysi stefnandasjálfrar og í samræmi við það hafi bætur verið lækkaðar um helming.Stefndibendir á að þegar stefnandi slasaðist, hafi hún unnið við þrif í vigtarsaluppsjávarvinnslu og hafi þrifin falist í því að smúla gólf og færiband. Vinnslahafi verið í fullum gangi og vélar og færibönd þess vegna á hreyfingu. Þegarstefnanda hafi ekki tekist að losa loðnu, sem hafi verið föst í færibandinu, hafihún tekið þá ákvörðun að stinga hönd sinni inn í færibandið með þeimafleiðingum að fatnaður hennar hafi fest í bandinu og hún slasast. Þá ákvörðunstefnanda að stinga hendinni inn í færiband á hreyfingu telja stefndu verastórkostlegt gáleysi af hennar hálfu, enda hafi henni verið fyllilega ljóst aðslíkt væri bæði stórhættulegt og stranglega bannað.Áslysdegi hafði stefnandi unnið hjá stefnda, Ísfélagi Vestmannaeyja hf., íu.þ.b. fimm ár. Hún hafi því verið alvön þrifum og hefði unnið við slík verkefniallan sinn starfstíma. Stefnandi hefði farið í gegnum hefðbundna nýliðaþjálfunog setið námskeið þar sem brýnt hafi verið fyrir starfsmönnum að brjóta ekkireglur um umgengni við vélar. Í kennslunni sé farið sérstaklega yfir að það séstranglega bannað að setja hendur inn í vélar og færibönd sem eru í gangi.Stefnandi hafi enn fremur fengið kennslu í öryggismálum á svokölluðufóstranámskeiði en meðal verkefna fóstra sé að leiðbeina nýliðum, þ. á m. umöryggismál. Öll gögn málsins beri með sér að stefnandi hafi verið vanurstarfsmaður og því vel kunnug reglum um umgengni við færibönd og vélar.Tilað taka af allan vafa bendir stefndi á, að stefndi, Ísfélag Vestmannaeyja hf.,hafi aldrei ætlast til þess að starfsmenn settu hendur inn í vélar við þrif,heldur sé allt kapp lagt á að koma í veg fyrir slíka hegðun eins og aðra þá semsé til þess fallin að skapa hættu eða auka líkur á slysum.Stefndigerir sérstakar athugasemdir við nokkur atriði í málatilbúnaði stefnanda þarsem nokkuð frjálslega þyki farið með ýmis atriði sem lúti að orsökum slyssins.Þar virðist reynt að gera sem mest úr sök stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf.,í því augnamiði að gera ábyrgð stefnanda léttvæga í samanburði. Í stefnu séusjónarmið um sök stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., dregin saman meðeftirfarandi hætti á bls. 4: „Sök vinnuveitanda á slysinu er fyrst og fremstbyggð á því að vélin var ekki CE-merkt, nauðsynlegar hlífar voru ekki ávélinni, galli stefnanda var of stór, neyðarrofi var ekki staðsettur viðvélina, starfsmenn höfðu ekki vitneskju um neyðarrofa og ekki lá fyrirskriflegt áhættumat og áætlun um forvarnir er varða þá vinnu sem stefnandisinnti.“Stefnduárétti að skaðabótaábyrgð stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., á slysinubyggist á þeirri forsendu að tilteknar öryggishlífar hefðu getað komið í vegfyrir að stefnanda tækist að stinga hendi sinni inn í færibandið. Ekkert liggifyrir um að sú staðreynd að vélin hafi ekki verið CE-merkt sé orsök slyssinseða að vélin hefði ekki uppfyllt skilyrði fyrir CE-merkingu án umræddra hlífa.Því sé mótmælt sem ósönnuðu að vinnufatnaður stefnanda hafi verið meðeinhverjum hætti ófullnægjandi eða óhentugur sem og staðsetning neyðarrofa enekkert komi fram í málinu um að starfsmenn hefðu átt erfitt með að ganga aðrofanum vísum. Varðandi staðsetningu neyðarrofa, benda stefndu á að á umrædduvinnusvæði séu engir starfsmenn að störfum við færibandið nema við þrif. Orsökslyssins sé þess vegna með engu móti sú að neyðarrofa hafi vantað við vélina néverði það virt stefnda, Ísfélagi Vestmannaeyja hf., til sérstakrar sakar.Stefndu árétta að niðurstaða Vinnueftirlitsins um meginorsök slyssins sé sú, aðengar hlífar hafi verið við enda eða hliðar bandsins eða annar öryggisbúnaðursem hindraði að hönd kæmist í klemmihættu. Á þeim forsendum sé bótaábyrgðstefndu fyrir hendi. Sjónarmiðum í málatilbúnaði stefnanda um yfirgnæfandi sökstefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., í samanburði við sök stefnanda sé þvísérstaklega mótmælt.Meðvísan til alls framangreinds krefst stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., sýknu aföllum kröfum stefnanda og af hálfu stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., erjafnframt vísað til framangreindra málsástæðna telji dómurinn ekki forsendurtil að sýkna þann stefnda vegna aðildarskorts.Varakrafastefndu um lækkun bóta með þeim hætti að stefnanda verði gert að bera tjón sittað ¼ hluta byggist á því að skerðing bóta um fjórðung sé lægsta hlutfall semtjónþoli sé í dómaframkvæmd í seinni tíð látinn bera vegna stórkostlegsgáleysis. Með vísan til þeirra sjónarmiða, sem byggt sé á í aðalkröfu, teljastefndu sýnt að gáleysi stefnanda í þessu máli sé slíkt að skerðing bóta umfjórðung sé lágmarksskerðing. Umlagarök vísa stefndu til almennra skaðabótareglna, laga um vátryggingarsamninganr. 30/2004, skaðabótalaga nr. 50/1993 og laga um meðferð einkamála nr.91/1991, einkum III. kafla. Um málskostnaðarkröfu er vísað til XXI. kafla laganr. 91/1991.VIHelstuatvik málsins eru óumdeild. Bæði í stefnu og greinargerð stefndu er því lýst aðstefnandi hafi 2. febrúar 2013 orðið fyrir slysi við vinnu sína hjá stefnda,Ísfélagi Vestmannaeyja hf., við þrif á gólfum og færiböndum í vinnslusalfélagsins. Af framlagðri matsgerð verður ráðið að við skoðun á heilsugæslunni íVestmannaeyjum í kjölfar slyssins hafi komið í ljós að stefnandi hafi hlotiðopið beinbrot á vinstri framhandlegg og hendi, þ.e. þverbrot um miðju beggjaframhandleggsbeina með töluverðri tilfærslu, ásamt skábroti á fjærhlutasveifarbeins.Afhálfu stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., er sýknukrafa byggð á aðildarskorti samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 16. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála. Kröfu um rétt stefnanda til bóta úr tiltekinnivátryggingu verði ekki beint að þessu félagi, enda sé það ekki réttur aðili tilað bera þær skyldur sem stefnandi krefjist. Þótt kröfugerð stefnanda í málinusé sett fram með þeim hætti að krefjast viðurkenningar á rétti stefnanda tilfullra bóta úr tilteknum tryggingum Ísfélags Vestmannaeyja hf. hjáTryggingamiðstöðinni hf. er ljóst af málatilbúnaði hennar að málið lýtur aðbótaskyldu sem byggist á ætlaðri sök Ísfélags Vestmannaeyja hf. semvinnuveitanda á tjóni stefnanda vegna umrædds vinnuslyss. Að því virtu verðurekki fallist á sýknukröfu stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., á grundvelli 2.mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.Óumdeilter í málinu að stefnandi átti rétt á bótum bæði úr frjálsri ábyrgðartrygginguog slysatryggingu launþega sem stefndi, Ísfélag Vestmannaeyja hf., hafði ígildi hjá stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., þegar slys stefnanda varð. Afhálfu stefnda, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., hefur verið fallist áskaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda að hluta. Fyrir liggur að bótakrafa stefnandavar gerð upp í samræmi við þá niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálumfrá 15. apríl 2014 að stefnandi skyldi bera þriðjung (⅓) tjóns síns sjálf ágrundvelli meðábyrgðar vegna stórkostlegs gáleysis hennar. Ágreiningur málsþessa lýtur hins vegar að því, hvort stefnandi eigi rétt á fullum bótum úrframangreindum tryggingum eða hvort tjón hennar er að fullu uppgreitt á grundvellieigin sakar vegna stórkostlegs gáleysis hennar, svo sem stefndi,Tryggingamiðstöðin ehf., byggir sýknukröfu sína á. Afhálfu stefnanda er á því byggt, að vinnuveitandi hennar hafi brotið svogróflega gegn reglum um öryggi og aðbúnað á vinnustað að sök hans yfirgnæfi þáháttsemi stefnanda umrætt sinn sem hugsanlega geti talist hafa falið í séráhættu. Því sé ekki unnt að leggja hluta sakar á stefnanda og beri henni þvífullar bætur úr hendi stefndu. Sök vinnuveitanda felist í því að færibandiðhafi ekki verið CE-merkt, nauðsynlegar hlífar hafi ekki verið á því, vinnugallistefnanda hafi verið of stór, neyðarrofi hafi ekki verið staðsettur viðfæribandið, auk þess sem starfsmenn hafi ekki haft vitneskju um staðsetninguneyðarrofa, og þá hafi ekki legið fyrir skriflegt áhættumat og áætlun umforvarnir vegna vinnu stefnanda. Íumsögn Vinnueftirlitsins um slysið er því lýst að umrætt færiband hafi ekkiverið CE-merkt og að ekki hafi legið fyrir hver smíðaði það. Færibandinu hafiverið stjórnað af búnaði sem gangsetti það eða stöðvaði sjálfkrafa. Einnneyðarstöðvunarrofi væri fyrir færibandið á vegg nærri dyrum verkstjórakompu.Loks er því lýst að engar hlífar hafi verið við enda eða hlið færibandsins.Hlífaleysið var í umsögninni talin vera meginorsök slyss stefnanda og hefurstefndi, Tryggingamiðstöðin hf., viðurkennt bótaskyldu sína vegna þess, svo semáður er rakið. Vinnueftirlitiðtelur það hafa verið meðvirkandi þátt slyssins að ekki hafi legið fyrirskriflegt áhættumat og áætlun um forvarnir sem varða umrædda vinnu. Í skýrslusinni við aðalmeðferð málsins tók D,eftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu og höfundur umsagnarinnar, fram að umrættfæriband hefði verið hættulegt tæki og ekki útbúið þannig að það útilokaðihættuna af því, t.d. með því að hafa hlífabúnað á færibandinu eða annanöryggisbúnað sem stöðvaði tækið þegar komið væri inn á hættusvæði. Óumdeilt erað hlífar vantaði á færibandið en ekki verður séð að þess hafi verið getið íframlagðri niðurstöðu áhættumats Ísfélags Vestmannaeyja hf., sem unnið var af Eöryggisverði og B öryggistrúnaðarmanni dagana 15.-30. september 2007, og verðurað virða það fyrirtækinu til sakar að á þessi atriði skorti. Aðþví er varðar CE-merkingu á færibandinu, kvað D CE-merkingar stafa fráframleiðendum tækja og því væri það á ábyrgð framleiðenda að sjá um að skilyrðimerkinganna væru uppfyllt. Þá kvað hann engar upplýsingar hafa fengist um aldurumrædds færibands og því gæti hann ekkert fullyrt um það, hvort skylt hefðiverið að hafa það CE-merkt. Í þessu ljósi og þar sem ekkert liggur fyrir ímálinu um það, hvernig CE-merking færibandsins hefði getað komið í veg fyrirumrætt slys eða haft með einhverjum hætti áhrif á atburði, er það mat dómsinsað ekki verði byggt á því að skortur á CE-merkingu færibandsins hafi veriðmeðvirkandi þáttur í umræddu slysi stefnanda.Samkvæmtákvæði 2.3. í I. viðauka reglugerðar nr. 367/2006, um notkun tækja, skal meðöllum tækjum fylgja stjórnbúnaður til að stöðva þau að fullu og tryggilega, aukþess sem á hverjum vinnustað á að vera stjórnbúnaður til að stöðva öll tæki eðasum þeirra, eftir því hver hættan er, svo ástand tækjanna sé þannig að enginhætta stafi af þeim. Í grein 2.4. í sama viðauka segir að sé þess þörf skulitæki búin neyðarbúnaði til stöðvunar sem miðast við hættuna sem af þeim stafarog þann tíma sem venjulega taki að stöðva þau. Í málinu liggur fyrir að tilstaðar var neyðarrofi, sem tengdist færibandinu, og að hann var staðsettur ávegg fyrir utan verkstjóraskrifstofu við hlið vinnslusalarins í um það bil áttametra fjarlægð frá slysstað. Þá er óumdeilt að verkstjóri heyrði hróp stefnandaumrætt sinn og slökkti á færibandinu með því að ýta á neyðarrofann. Í umsögnVinnueftirlitsins er hvorki staðsetning neyðarrofa né skortur á fleiri rofumtalin upp sem orsök slyss stefnanda. Að þessu virtu og þar sem ekkert er leittí ljós sem leiðir líkur að því að önnur tilhögun neyðarrofa hefði ráðiðúrslitum, eins og atvikum málsins var háttað, er það mat dómsins að staðsetningneyðarrofa verði ekki virt vinnuveitanda stefnanda til aukinnar sakar.Stefnandibyggir jafnframt á því að sök stefnda, Ísfélags Vestmannaeyja hf., hafi falistí því að stefnanda hafi verið látinn í té of stór vinnugalli til að íklæðast viðstörf sín og lýsti stefnandi því í skýrslu sinni fyrir dóminum að ekki hefðuverið til í fyrirtækinu gallar af þeirri stærð sem hæfðu henni. Sérstaklegaaðspurður kvaðst vitnið, D, ekki telja að klæðnaður stefnanda gæti skipt hérmáli, enda ættu starfsmenn ekki að komast í hættu við vinnu sína. Óumdeilt erað á færibandinu voru hvorki tilskildar hlífar né annar öryggisbúnaður og aðþað var aðalorsök slyssins. Að því virtu og þegar litið er til þess aðstefnandi teygði hönd sína inn í færibandið til að losa loðnu verður að teljaósannað að of stór vinnuklæðnaður stefnanda teljist hafa verið meðvirkandiorsök slyssins. Ljóster og ágreiningslaust að skilyrði til skerðingar bóta samkvæmt bæðislysatryggingu launþega og ábyrgðartryggingu stefnda, Ísfélags Vestmannaeyjahf., hjá stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., eru hliðstæð og byggjast á því aðstarfsmaður hafi átt þátt í eða valdið tjónsatburði af ásetningi eðastórkostlegu gáleysi.Svosem framlögð gögn málsins bera með sér voru engin vitni að umræddu slysistefnanda. Ljóst er þó að lögregla kom á vettvang í kjölfar þess og ritaðiskýrslu um atvikið, auk þess sem lögregluskýrsla var tekin af stefnanda skömmusíðar. Samkvæmt framburði stefnanda hjá lögreglu var hún að vinna við að smúlaundir færibandi á meðan það var í gangi og þá hafi loðna verið föst ífæribandinu. Stefnandi kvaðst ítrekað hafa reynt að ná loðnunni úr færibandinumeð því að sprauta vatni á hana en þegar það gekk ekki, kvaðst hún hafa ákveðiðað reyna að losa loðnuna með því að grípa í hana. Við það hefði færibandið náðað krækja í ermina á vinstri handlegg hennar og þótt hún hefði í upphafi náð aðlosa sig, hefði færibandið náð að grípa aftur í ermina þannig að stefnandihefði dregist með færibandinu einhvern spöl. Atvikinu er í aðalatriðum lýst ásama veg í tilkynningum til Vinnueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands þannigað stefnandi hafi verið að vinna við þrif í vigtarsal uppsjávarvinnslu á meðanvinnsla var í gangi. Hún hafi teygt vinstri hönd inn í færibandið til þess aðfjarlægja loðnu á meðan vélin var í gangi. Færibandið hafi gripið í kuldagallastefnanda og dregið hönd hennar inn undir öxulinn.Samkvæmtframburði stefnanda hjá lögreglu hafði hún unnið hjá stefnda, ÍsfélagiVestmannaeyja hf., í fimm ár þegar slysið varð. Þá ber framlögð þjálfunarskrámeð sér að stefnanda voru á árinu 2010 kenndir vinnsluþættir sem m.a. lutu aðþrifum í móttöku og flökunarsal. Stefnandi kannaðist jafnframt við það ískýrslu sinni fyrir dóminum, að hún hefði farið á öryggisnámskeið hjáfyrirtækinu og útilokaði ekki að hún hefði á slíku námskeiði séð myndband semer meðal gagna í málinu. Í myndbandinu er fjallað um öryggismál hjá félaginu ogþar er m.a. tekið sérstaklega fram að stranglega sé bannað að setja hendur inní vélar eða færibönd sem eru í gangi. Kom enda fram í vætti vitnsins F,starfsmanns Ísfélags Vestmannaeyja hf., að það ætti að slökkva á færiböndumáður en reynt væri að losa eitthvað úr þeim og væri það yfirleitt gert. Það ermat dómsins að líta verði svo á að starfsmanni, sem hefur nokkurra ára reynsluaf þrifum á vélum eða í návígi við þær, eigi að vera ljós hættan sem af þeimstafar og eigi jafnframt að gera sér grein fyrir því, að slík tæki beri aðumgangast af varúð og fullri aðgát. Í ljósi alls framangreinds er það því matdómsins að sú háttsemi stefnanda að reyna að losa fisk úr færibandi meðhöndunum, án þess að slökkva á því áður, verði að virða henni til sakar vegnastórkostlegs gáleysis. Eru því uppfyllt skilyrði fyrir skerðingu bóta tjónþola,bæði samkvæmt 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, að þvíer slysatryggingu varðar og samkvæmt 1. mgr. 23. gr. a. í skaðabótalögum nr.50/1993 að því er varðar ábyrgðartryggingu. Að virtum atvikum öllum, sem hérhafa verið rakin, og háttsemi annars vegar stefnanda og hins vegarvinnuveitanda hennar metin í ljósi alls framangreinds, er það mat dómsins aðleggja verði ábyrgð á tjóninu á stefnanda að hluta til. Dómurinn telur hæfilegtað stefnandi beri ⅓ hluta tjóns síns. Eins og áður er rakið liggur fyrir aðstefnanda hefur verið bætt tjón hennar samkvæmt þeirri niðurstöðu og því ber aðsýkna báða stefndu af öllum kröfumstefnanda í málinu.Þráttfyrir framangreinda niðurstöðu, þykir eftir atvikum rétt að málskostnaður milliaðila falli niður. Einsog áður er rakið, nýtur stefnandi gjafsóknar í málinu og greiðist allurgjafsóknarkostnaður stefnanda því úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmannshennar, Steins S. Finnbogasonar hdl., sem þykir hæfilega ákveðin 970.000krónur. Hefur þá verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts afmálflutningsþóknun. ArnfríðurEinarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan.Dómsuppsagahefur dregist vegna embættisanna dómarans.D ó m s o r ð Stefndu,Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Tryggingamiðstöðin hf., eru sýkn af öllum kröfumstefnanda í málinu. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðistúr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Steins S. Finnbogasonarhdl., 970.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. |
Mál nr. 148/2017 | Lánssamningur Ábyrgð Erlend réttarregla Varnarþing Kröfugerð Vextir Dráttarvextir | L ehf. höfðaði mál á hendur T til heimtu skuldar á grundvelli ábyrgðar T á láni til S, en L ehf. hafði fengið kröfuna framselda frá LL samkvæmt framsalssamningi. T krafðist meðal annars frávísunar á þeim grundvelli að krafa L ehf. um grunn samningsvaxta í lánssamningi væri vanreifuð en héraðsdómur hafði vísað frá dómi kröfu um dráttarvexti frá tilgreindum degi vegna vanreifunar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að engin grein hefði verið gerð fyrir því í málinu hvaða vextir þetta væru sem tilgreindir væru í samningnum, né hvort og þá hvernig þeir hefðu verið kynntir af LL, hvorki á meðan hann starfaði né heldur eftir að hann var tekinn til slita og hætti reglulegri starfsemi. Var því fallist á þá kröfu T um að vísa þessum hluta vaxtakröfunnar frá héraðsdómi en að öðru leyti var kröfum hans um frávísun málsins hafnað. Þá var, með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, staðfest niðurstaða hans um að hafna kröfu T um sýknu. Loks var tekið fram að hið sama ætti við um forsendur héraðsdóms fyrir því að hafna bæri öðrum varakröfum T að því leyti sem það leiddi ekki af frávísun á kröfu um samningsvexti að hluta. | Dómur Hæstaréttar.Málþetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Benedikt Bogason ogGunnlaugur Claessen fyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjandi skaut málinuupphaflega til Hæstaréttar 22. desember 2016 en ekki varð af fyrirhugaðriþingfestingu þess 8. febrúar 2017 og var áfrýjað öðru sinni 2. mars sama ár. Hannkrefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara krefsthann sýknu af kröfum stefnda. Að því frágengnu krefst hann sýknu af kröfumstefnda að svo stöddu, en að öðrum kosti að dómkröfur hans verði lækkaðar. Íöllum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndikrefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.IFélagiðSidborg Inc., sem er með lögheimili í Panama, gerði samning við LandsbankaLuxembourg S.A. 12. mars 2007 um að veita félaginu lán, án fyrirfram ákveðinnarfjárhæðar en að hámarki 1.000.000 evrur. Í lánssamningnum kom fram að lántakiskyldi nýta þá fjármuni sem hann fengi að láni samkvæmt samningnum til þess aðendurgreiða allar skuldir vegna lánsheimildar að fjárhæð 1.000.000 evrur, ,,semveitt var vegna reiknings 3007367 og/eða til að fjármagna gjaldeyrisskiptaviðskipti.“Í samningum kom fram að um væri að ræða ,,fjölmyntalán“ en samkvæmt því áttilántaki kost á að breyta láninu í einhverja aðra valkvæða mynt en það var veittí, enda hefði lánveitandi aðgang að þeirri mynt, allt að því tilskyldu að lántakiafhenti lánveitanda tilkynningu um þá mynt eða myntir innan tiltekins frestsáður en vaxtatímabili lyki. Ef engin slík tilkynning bærist yrði ,,láninurúllað áfram í þeim myntum sem það er í á gjalddaga vaxta“. Samkvæmt 5. greinlánssamningsins var Sidborg Inc. heimilt að biðja um að draga á lánið í heildeða að hluta og í skilgreiningu á orðinu ádráttarbeiðni kom fram að þar yrðifélagið að tilgreina meðal annars í hvað mynt það vildi að lánið, eða hlutiþess ef því væri að skipta, yrði veitt hverju sinni. Um vexti sagði í grein 6.1í lánssamningnum að greiða bæri þá í upphafi hvers vaxtatímabils og skyldu þeirnema ,,1,00% (100 punktum) á ársgrundvelli (,,vaxtaálagið“) ofan á uppgefnavexti lánveitanda við upphaf hvers vaxtatímabils.“ Vaxtatímabil var ekkiskilgreint á annan hátt en þann að lántaki gat valið um hvort það væri einn,þrír eða sex mánuðir, eða annar tími sem lánveitandi samþykkti, enda tilkynntilántaki það innan tilgreinds frests. Um dráttarvexti sagði í grein 8.1 að eflántaki vanefndi greiðslu höfuðstóls, vaxta eða annarra fjárhæða sem honum bæriað greiða samkvæmt samningnum, skyldi hann greiða dráttarvexti ,,af slíkumvangreiddum fjárhæðum, að frátöldum vaxtafjárhæðum, frá gjalddaga þar tillánveitanda berst greiðsla sem skulu nema 3,0% ... ársvöxtum umfram vaxtastiglánsins.“ Um tryggingar fyrir láninu sagði að þær væru veittar annars vegar meðveðsamningi 12. mars 2007 og hins vegar með persónulegri ábyrgð áfrýjanda. Í18. grein var mælt fyrir um lokagjalddaga lánsins, sem skyldi vera 12. mars2009 ,,í þeim gjaldmiðlum sem lánið er skráð í.“ Lántaka var þó heimilt aðgreiða höfuðstól lánsins eða hluta hans fyrr. Samkvæmt grein 20.1 varlánveitanda heimilt að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt samningnumhvort sem væri í heild eða að hluta. Um lög og varnarþing var mælt fyrir um 22.grein en þar sagði að um samninginn og öll réttindi og skuldbindingar sem afhonum leiddu giltu lög Lúxemborgar og að dómstólar í því ríki hefðu lögsögu umúrlausn ágreiningsefna samkvæmt honum. Samadag og Sidborg Inc. undirritaði lánssamninginn gaf áfrýjandi útábyrgðaryfirlýsingu þar sem fram kom í upphafi að ábyrgðin væri veitt í þáguLandsbanka Luxembourg S.A. Vísað var til lánssamningsins og tekið fram að þaðværi skilyrði þess að lán yrði veitt samkvæmt honum að ábyrgðarmaður veittiþessa ábyrgð í þágu lánveitanda. Um efni ábyrgðarinnar sagði í grein 2.1 að ábyrgðarmaðurábyrgðist skilyrðislaust og með óafturkræfum hætti ,,sem aðalskuldari en ekkieinungis sem ábyrgðarmaður gagnvart lánveitandanum: ... Skilvísa og stundvísagreiðslu af hálfu lántaka í samræmi við skilmála og ákvæði samningsins aðfjárhæð EUR 1.000.000 ... sem lántaka ber ... að greiða samkvæmt eða í tengslumvið samninginn í samræmi við skilmála og ákvæði hans“. Í grein 2.2 sagði svo:,,Nú vanefnir lántaki greiðslu samkvæmt samningnum þegar einhver fjárhæð verðurgjaldkræf og heitir ábyrgðarmaður þá því að hann muni greiða lánveitanda, þegarþess er krafist og innan 3 bankadaga frá því að ábyrgðarmanni berst krafan,fjárhæð sem er jöfn fjárhæðinni eða fjárhæðunum sem lántaki hefur vanefnt eðagreiða með vöxtum.“ Í grein 2.4 sagði svo: ,,Heimilt er að leggja fram kröfurvegna ábyrgðar þessarar og ábyrgð þessari verður framfylgt hvort sem gripið ertil einhverra aðgerða gagnvart lántaka og/eða meðábyrgðarmanni eða ekki og hvaðsem líður tilvist eða rétthæð annarra trygginga sem lánveitandi kann að eigafyrir efndum á skuldbindingum lántaka samkvæmt samningnum.“ Í greinum 3 og 5 í ábyrgðaryfirlýsingunni varað finna ákvæði um að áfrýjandi afsalaði sér rétti til að bera fyrir sig ýmsarmótbárur, sem þar voru tilgreindar og tekið fram í staflið (i) grein 3.1 að ábyrgðinskyldi vera ,,alger og skilyrðislaus við allar kringumstæður.“ Um gildandi lögog varnarþing sagði í 9. grein að ábyrgðin lyti lögum Lúxemborgar, en að úrágreiningi samkvæmt henni skyldi leyst fyrir ,,Héraðsdómi Reykjavíkur áÍslandi“.Hvormálsaðila um sig hefur lagt fram álitsgerð frá starfandi lögmannskrifstofum íLúxemborg, sem einkum lúta að fullnustuhæfi ábyrgðar þar sem meðal annars erfjallað um gildi og réttaráhrif hennar, mynt sem beri að greiða ábyrgðina í,ráðstöfun greiðslna og vexti. Niðurstaða um eðli ábyrgðar þeirrar, semáfrýjandi gekkst undir og lýst hefur verið, var mismunandi samkvæmtálitsgerðunum. Í annarri var talið að um væri að ræða svonefnda sjálfstæðaábyrgð, sem stefndi telur að jafnað verði til sjálfskuldarábyrgðar, en í hinnivar talið að um væri að ræða einfalda ábyrgð. Í annarri álitsgerðinni kom framað ekki giltu settar lagareglur um það sem nefnt væri sjálfstæðar ábyrgðir íLúxemborg, heldur hafi reglur um þess konar ábyrgðir þróast fyrir venju. Hvorugurmálsaðila hefur lagt fram í íslenskri þýðingu settar lagareglur sem gildi íLúxemborg til að renna stoðum undir kröfur sínar, en þó er víða í málatilbúnaðiþeirra vísað til tiltekinna greina í lögum landsins. IIÁgreiningslauster í málinu að dregið var níu sinnum á heimild Sidborg Inc. samkvæmtlánssamningnum, fyrst 11. maí 2007 og síðast 4. september 2008. Stefndi kveðursamanlagða fjárhæð þess höfuðstóls sem lántaki fékk að láni hafa numið 113.774.480japönskum jenum. Áfrýjandi kveður Sidborg Inc. ekki hafa óskað eftir því aðlánsfjárhæðirnar yrðu í japönskum jenum, en hann andmælir því ekki að félagið hafií raun fengið greitt í þeim gjaldmiðli, auk þess sem ekkert liggur fyrir um að þaðhafi nýtt sér heimild þá, sem var að finna í lánssamningi um að krefjastbreytinga á mynt lánsfjárhæðarinnar. Sidborg Inc. greiddi ekki vexti ágjalddaga þeirra og innti ekki af hendi greiðslur af höfuðstól að öðru leyti enþví að 741 japanskt jen var fært til lækkunar á honum, en sú fjárhæð var færðsem innborgun í tveimur hlutum. Lánveitandi mat 30. september 2008 verðmætiþeirra eigna sem Sidborg Inc. hafði sett til tryggingar láninu. Verðmæti þeirramun þá hafa numið um 90% af skuldinni. Stefndi kveður Landsbanka Luxembourg S.A.hafa ritað lántaka bréf 13. október 2008 og gefið honum kost á því að auka viðtryggingar sínar fyrir láninu innan þriggja daga, ella myndi bankinn notaandvirði trygginganna til þess að greiða lánið sem yrði gjaldfellt í samræmivið heimild í lánssamningi. Ágreiningslaust er að ekki voru frekari tryggingar settarfyrir greiðslu lánsins af hálfu lántaka. Samkvæmt gögnum málsins var það þófyrst 5. mars 2009 sem bankinn notaði andvirði eignanna til þess að greiða inná lánið. Samkvæmt yfirliti, sem stefndi hefur lagt fram, var verðmæti eignanna96.993.355 japönsk jen og notaði hann 92.699.988 japönsk jen til þess að greiðainn á höfðustól skuldarinnar, sem þá var 113.773.739 japönsk jen, en 4.113.971gekk til greiðslu áfallinna vaxta og 179.396 til greiðslu áfallinnadráttarvaxta. Stefndi kveður eftirstöðvar höfuðstóls skuldarinnar, eftir þessargreiðslur, hafa verið 21.073.751 japanskt jen. LandsbankiLuxembourg S.A. tilkynnti viðskiptamönnum sínum 24. mars 2009 að bankinn hefðiverið tekinn til slita. Í bréfinu var tekið fram að því fylgdi yfirlit um stöðuviðtakanda við bankann eins og hún hafi verið 11. desember 2008 og eins og húnvar 30. september það ár. Áfrýjandi fékk innheimtubréf 10. desember 2009 frálögmannsstofu, sem kvaðst koma fram fyrir hönd bankans, sem var í slitameðferð,og annað 2. febrúar 2011. Í kjölfar síðara bréfsins urðu bréfaskipti millilögmanna bankans og áfrýjanda. Í þessum samskiptum, sem samkvæmt gögnum málsinslauk í ársbyrjun 2012, kom meðal annars fram að áfrýjandi teldi sér ekki skyltað greiða kröfuna. Stefndifékk kröfuna framselda samkvæmt framsalssamningi 29. júní 2012, en þá varfjárhæð kröfunnar tilgreind sem 26.641.692 japönsk jen. Í stefnu kemur á hinnbóginn fram að staða skuldarinnar 25. ágúst 2014 hafi verið 26.152.228 japönskjen, þar af hafi í sama gjaldmiðli höfuðstóll verið 21.073.751, áfallnirsamningsvextir 1.366.032, dráttarvextir af höfðustól 3.552.683 og dráttarvextiraf samningsvöxtum 159.762.IIIÁfrýjandistyður frávísunarkröfu sína í fyrsta lagi við þá málsástæðu að málið eigi ekkiundir íslenska dómstóla, heldur eigi að reka málið fyrir dómstólum í Lúxemborg.Hann kveður ábyrgð þá, sem hann hafi gengist undir hafa verið einfalda ábyrgðen ekki sjálfskuldarábyrgð og verði ábyrgðin ekki skilin frá lánssamningi þeim,sem Sidborg Inc. gerði við Landsbanka Luxembourg S.A., en öll dómsmál sem rísakunni vegna þess samnings beri samkvæmt fyrirmælum í honum að reka fyrirdómstólum í Lúxemborg. Hann kveðst geta borið fyrir sig allar sömu mótbárur erlúti að gildi lánssamningsins og framkvæmd hans og skuldara hefði verið heimiltað gera. Í þessu felst að sögn áfrýjanda að mat á gildi og umfangi ábyrgðar hansá skuldbindingu Sidborg Inc. ráðist af túlkun á lánssamningnum. Þess vegna hafiíslenskir dómstólar ekki lögsögu í málinu. Hann bendir einnig á að þar semvarnarþingsákvæði lánssamningsins annars vegar og varnarþingsákvæðiábyrgðaryfirlýsingarinnar hins vegar stangist á hljóti stefndi, sem leiði réttsinn frá Landsbanka Luxembourg S.A., en sá banki hafi samið öll skjöl sem hérskipti máli, að bera hallann af því að óvissa sé um varnarþing. Íöðru lagi krefst áfrýjandi frávísunar vegna þess að málið sé vanreifað íverulegum atriðum þannig að honum hafi verið óhægt um vik við að halda uppivörnum. Hann tekur einnig fram að þegar málið var höfðað hafi verið lögð fram áíslensku stefna og skrá um framlögð skjöl, en önnur skjöl ellefu talsins hafiverið lögð fram á erlendum tungumálum. Fari þetta í bága við 3. mgr. 10. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Íþriðja lagi telur áfrýjandi að vaxtakrafa stefnda sé vanreifuð. Ekki séeinungis átt við þann hluta vaxtakröfunnar sem féll til eftir 25. september2014 og héraðsdómur vísaði frá dómi, heldur eigi það sama við um vaxtakröfuna íheild sinni og beri því að vísa henni frá dómi. Hann nefnir sérstaklega í þessusambandi að samningsvextir samkvæmt lánssamningi hafi verið 1% ofan á uppgefnavexti lánveitanda, Landsbanka Luxembourg S.A. eins og þá hafi átt að kynna í upphafi hversvaxtatímabils. Ekki sé unnt að sjá að þeir vextir hafi verið uppgefnir af hálfulánveitanda, samkvæmt því sem mælt var fyrir um, og því skorti á að sýnt séfram á hver hafi verið grundvöllur vaxtakröfunnar. Ífjórða lagi reisir áfrýjandi kröfu sína um frávísun á því að ekki liggi fyrirað heimilt sé fyrir stefnda að gera kröfu um greiðslu vegna ábyrgðar sinnar íjapönskum jenum, heldur hefði stefndi þurft, samkvæmt lögum Lúxemborgar, að gerakröfuna í evrum eða hugsanlega í íslenskum krónum. Um röksemdir sínar að þessuleyti vísar áfrýjandi til ábyrgðaryfirlýsingarinnar, sem hann kveður aðeinsgera ráð fyrir að sé í evrum, en einnig til lögfræðilegar álitsgerðar, enhennar hafi stefndi aflað og lagt fram. Hann kveður niðurstöðu þeirrarálitsgerðar ótvíræða um að ekki sé, eins og málið liggi fyrir, heimilt samkvæmtlögum Lúxemborgar að gera kröfu fyrir dómi á hendur áfrýjanda í japönskumjenum.IVÁfrýjandikrafðist einnig frávísunar málsins frá héraðsdómi, en þeirri kröfu var hafnaðmeð úrskurði 28. október 2015. Úrskurðarorð voru skráð í þingbók, enhéraðsdómari færði fram munnleg rök fyrir niðurstöðu sinni, sbr. 2. málslið 3.mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991. Einsog að framan greinir fékk stefndi kröfuna á hendur Sidborg Inc. framselda 29.júní 2012. Krafa hans er reist á vanefndum á framangreindum lánssamningi, semáfrýjandi hefur með ábyrgðaryfirlýsingu skuldbundið sig til þess að greiða. Þóttfallast megi á með áfrýjanda að lánssamningurinn og ábyrgðaryfirlýsingin séusamtvinnuð verður ekki framhjá því litið að Sidborg Inc. er skuldari samkvæmtsamningnum, sem mælir fyrst og fremst fyrir um efni réttarsambands félagsinsvið lánveitanda og síðar stefnda eftir að hann fékk kröfuna framselda. Ábyrgðiner á hinn bóginn veitt af áfrýjanda og hefur að geyma einhliða yfirlýsingu afhans hálfu um fyrirvaralausa skyldu til þess að greiða lánið. Íábyrgðaryfirlýsingunni er skýrlega tekið fram að Héraðsdómur Reykjavíkur eigiúrskurðarvald um ágreining sem rís vegna ábyrgðarinnar. Málið er höfðað afstefnda til að knýja áfrýjanda til efnda á skyldum samkvæmtábyrgðaryfirlýsingunni og er það réttilega lagt fyrir íslenska dómstóla. Afstefnu til héraðsdóms var nægilega ljóst hvaða kröfu stefndi tefldi fram og viðhvaða málsástæður hún var studd. Stefndi lagði undir rekstri málsins framíslenska þýðingu helstu skjala, sem hann reisir mál sitt á, og fullnægði þarmeð þeim skyldum, sem á honum hvíldu að þessu leyti, sbr. 3. mgr. 10. gr. laganr. 91/1991. Samkvæmt framansögðu var málið nægilega reifað af hálfu stefnda erþað var höfðað og bætt, að því marki sem þörf var á, úr þeim annmörkum, semáfrýjandi fann að í héraðsgreinargerð sinni. Héraðsdómurvísaði frá dómi kröfu stefnda um vexti og dráttarvexti eftir 25. september 2014sökum þess að hún væri vanreifuð. Stefndi hefur ekki gagnáfrýjað málinu ogkemur þessi niðurstaða ekki til endurskoðunar. Áfrýjandi heldur því einnig framað krafan um samningsvexti sé vanreifuð. Í grein 6.1 í lánssamningi hafi veriðkveðið á um að vextir skyldu ákveðnir þannig að þeir væru 1% á ári ,,ofan áuppgefna vexti lánveitanda við upphaf hvers vaxtatímabils.“ Hann kveður stefndahvorki hafa gert grein fyrir því hvernig vextir þessir hafi verið fundnir néhvar þeir hafi verið gefnir upp. Ekkert liggi fyrir um hvort þeir hafiyfirleitt verið gefnir upp. Fallist er á með áfrýjanda að engin grein hafiverið gerð fyrir því í málinu hvaða vextir þetta séu né hvort og þá hvernigþeir hafi verið kynntir af Landsbanka Luxembourg S.A., hvorki á meðan hannstarfaði né heldur eftir að hann var tekinn til slita og hætti reglulegristarfsemi eins og tilkynnt var um 24. mars 2009. Verður því þessum hlutavaxtakröfunnar vísað frá héraðsdómi, en í því felst að skuldin ber 1% ársvextiog 3% dráttarvexti ofan á það eða samtals 4%, eftir að vanskil urðu, fram til25. september 2014.Krafaáfrýjanda um frávísun málsins er, sem fyrr segir, einnig á því reist að stefndahafi verið óheimilt að höfða málið til heimtu skuldarinnar í japönskum jenum.Um þetta vísar áfrýjandi til álitsgerðar lögmannsskrifstofu í Lúxemborg, semstefndi hafi sjálfur lagt fram. Hafa verði í huga að í lánssamningi og íábyrgðaryfirlýsingu hafi verið tekið fram að lög Lúxemborgar skyldu gildasamkvæmt þeim báðum. Stefndi hafi beðið lögmannsskrifstofuna um álit á því íhvaða mynt bæri að greiða ,,ábyrgðarfjárhæðina“. Spurningin hafi nánar tiltekiðlotið að því hvort krefja mætti áfrýjanda um greiðslu samkvæmt ábyrgðaryfirlýsingunnií evrum, japönskum jenum eða íslenskum krónum og hvaða ákvæði laga í Lúxemborggiltu um þetta álitaefni. Í álitsgerðinni er vísað til laga frá 12. júlí 1980,sem gildi um þetta álitaefni í Lúxemborg, og feli þau í sér að fullgiltur sé ,,Evrópusáttmálifrá 11. desember 1976 um skuldbindingar í erlendum myntum, sem gerður var íParís“. Í álitsgerðinni segir einnig að samkvæmt lögum í Lúxemborg sé skuldaraheimilt að greiða fjárskuldbindingar sínar í þeirri mynt sem sé lögeyrir íríkinu, en í því felist að hann eigi að geta greitt í evrum. Þetta gildi þóttkveðið sé á um greiðslu skuldarinnar í annarri mynt. Frá þessu séu þærundantekingar að reglan eigi ekki við ef annað komi skýrt fram í samningi eðasamkvæmt venju eða ef greiðslan í mynt greiðslustaðarins væri til verulegsóhagræðis fyrir lánveitandann. Um þetta hafi skuldarinn ekkert val. Á hinnbóginn gildi sú regla að ef lánveitandi höfðar mál til endurheimtu á fjárhæðgeti hann farið fram á það við dóminn að skuldara verði gert að greiða skuld sínaí þeirri mynt, sem honum beri réttur til eða jafnvirði hennar í myntinni semgildi á varnarþingi málsins. Í álitsgerðinni er vísað til greinar 1153-1 í,,einkamálalögum Lúxemborgar og 4. gr. viðaukans við sáttmálann“ um bótaréttkröfuhafa á hendur skuldara ef hinn fyrrnefndi verður fyrir tjóni vegna þess aðmyntin sem skuldari má greiða í samkvæmt framansögðu hefur lækkað í samanburðivið þá mynt sem samið var um. Þá segir að greina þurfi hvort í gildi sésamningur um myntina sem skuldin skyldi greidd í. Aðeins komi til álita í þvísambandi skilmálar ábyrgðaryfirlýsingarinnar en þar sé einungis kveðið á um aðáfrýjandi greiði fjárhæð sem nemi 1.000.000 evrum auk vaxta. Ekki sé samkomulagum annað og sé áfrýjanda því frjálst að greiða ábyrgðina í evrum eða myntgreiðslustaðarins, sem sé Danmörk. Stefndi hafi á hinn bóginn ekki slíkt val oggeti aðeins gert kröfu um greiðslu í evrum. Hann eigi samkvæmt framansögðu þórétt til skaðabóta samkvæmt tilvitnaðri grein einkamálalaga í Lúxemborg ef hannverður fyrir tjóni. Einsog að framan greinir er niðurstaða álitsgerðarinnar á því reist að skyldaáfrýjanda til greiðslu samkvæmt ábyrgðaryfirlýsingunni standi aðeins tilgreiðslu í evrum. Ákvæði þeirra laga sem vísað er til í álitsgerðinni hefurekki verið lagt fram í málinu. Þá er óupplýst hvort skráðar lagareglur gildi umtúlkun samninga eða annarra löggerninga í Lúxemborg, eða hvort um það farisamkvæmt venjum og þá hvers efnis þær venjur séu. Lánssamningursá sem Sidborg Inc. gerði við Landsbanka Luxembourg S.A. er um lán að fjárhæð alltað 1.000.000 evrur. Í samningnum eru á hinn bóginn ýmis ákvæði sem heimilalántöku í öðrum myntum, auk þess sem þar er að finna heimild fyrir skuldara tilþess að óska eftir myntbreytingu á skuldinni að tilteknum skilyrðum uppfylltum.Óumdeilt er að lán samkvæmt lánssamningnum var veitt í japönskum jenum. Ílánssamningnum var, eins og fram er komið, það skilyrði fyrir lánveitingunni aðáfrýjandi gengist í ábyrgð fyrir láninu. Um það gaf hann út ábyrgðaryfirlýsingusama dag og lánssamningurinn var undirritaður. Þar lýsir hann því meðal annarsyfir að gegn því að lánveitandi samþykki að veita lánið, eins og í lánssamningigreini, ábyrgist hann lánið skilyrðislaust sem aðalskuldari en ekki einungissem ábyrgðarmaður gagnvart lánveitanda. Yfirlýsing áfrýjanda er yfirlýsing umábyrgð sem jafngildir sjálfskuldarábyrgð. Þótt í ábyrgðaryfirlýsingu sé, meðsama hætti og í lánssamningi, miðað við að veitt verði lán allt að fjárhæð1.000.000 evrur, leikur ekki vafi á því að hin fyrirvaralausa skuldbinding semáfrýjandi undirgekkst með ábyrgðaryfirlýsingunni felur í sér ábyrgð á skuld íþeirri mynt sem lánið kann að vera veitt í samkvæmt lánssamningnum. Eins ogfyrr segir er ágreiningslaust að lánið var veitt í japönskum jenum. Einnig erfram komið að áfrýjandi ábyrgðist greiðslu lánsins sem aðalskuldari. Er ósannaðað samkvæmt lögum í Lúxemborg beri að túlka ábyrgðina samkvæmt yfirlýsingunnisvo, með hliðsjón af framansögðu, að hún taki ekki til skuldar í japönskumjenum, ef það er sú mynt sem lánuð hefur verið samkvæmt lánssamningnum, ensönnunarbyrði fyrir því ber áfrýjandi, sbr. 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991.Samkvæmtframansögðu verður ekki fallist á að skýra eigi ábyrgðaryfirlýsingu áfrýjandasvo að hún taki eingöngu til þess að hann verði skuldbundinn í evrum. Eins ogáður segir hafa ekki verið lögð fram þau lagaákvæði sem gilda í Lúxemborg oghér geta skipt máli. Áfrýjandi heldur því fram að vísa beri málinu frá dómisökum þess að lög Lúxemborgar heimili ekki að mál sé höfðað á hendur sér tilheimtu skuldarinnar í japönskum jenum. Í samræmi við meginreglur alþjóðlegseinkamálaréttar geta réttarfarsreglur í Lúxemborg ekki átt við um mál, semrekin eru fyrir dómstólum hér á landi. Með vísan til alls framangreinds verðurkröfu áfrýjanda um frávísun málsins í heild hafnað. Áfrýjanditeflir fram sjö málsástæðum til stuðnings sýknukröfu sinni. Með vísan tilforsendna verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um að hafna beri kröfuáfrýjanda um sýknu. Hið sama á við um forsendur héraðsdóms fyrir því að hafnaberi öðrum varakröfum áfrýjanda að því leyti, sem það leiðir ekki af frávísun ákröfu um samningsvexti að hluta.Verðurhinn áfrýjaði dómur því staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir og hefurþá verið tekið tillit til innborgana stefnda 9. janúar 2008, aðfjárhæð 541 japanskt jen og 1. júlí 2008 að fjárhæð 200 japönsk jen. Auk þess hefur í héraðsdómi ekki veriðtekið tillit til þess að á yfirliti stefnda um greiðslur á höfuðstól,innborganir á hann, uppsöfnun vaxta og dráttarvaxta eru tilgreindar eftirtaldarinnborganir í japönskum jenum 5. mars 2009: 92.699.988 á höfuðstól, 4.113.971inn á samningsvexti og 179.396 inn á dráttarvexti. Ekki verður séð að ídómsorði héraðsdóms sé tekið tillit til annarra innborgana en þeirrar, semgengur til lækkunar á höfuðstól. Í ljósi vaxtaákvæðis dómsins verður að dragafrá allar innborganir áfrýjanda, sem samkvæmt framansögðu nema samtals96.993.355 japönskum jenum. Ákvæðihéraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað.Áfrýjandigreiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Áfrýjandi,Thomas Peter Thun, greiði stefnda, LBI ehf., 113.773.739japönsk jen með 1% vöxtum af 87.463.063 japönskum jenum frá 10. maí 2007 til 18.júlí 2007, en af 101.473.281 japönsku jeni frá þeim degi til 7. ágúst 2007, enaf 102.233.229 japönskum jenum frá þeim degi til 10. september 2007, en af 103.904.228japönskum jenum frá þeim degi til 5. október 2007, en af 104.461.403 japönskumjenum frá þeim degi til 12. desember 2007, en af 104.889.236 japönskum jenumfrá þeim degi til 9. janúar 2008, en af 104.888.965 japönskum jenum frá þeimdegi til 14. maí 2008, en af 111.672.602 japönskum jenum frá þeim degi til 19.júní 2008, en af 112.329.079 japönskum jenum frá þeim degi til 1. júlí 2008, enaf 112.328.879 japönskum jenum frá þeim degi til 4. september 2008, en af 113.773.739japönskum jenum frá þeim degi til 12. mars 2009, en með 4% dráttarvöxtum frá þeimdegi til 25. september 2014, allt að frádreginni innborgun 5. mars 2009 aðfjárhæð 96.993.355 japönsk jen.Málskostnaðarákvæði héraðsdóms erstaðfest. Áfrýjandi greiði stefnda 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 22. september 2016.I, Mál þetta var höfðað 4. október2014 og dómtekið 2. september 2016. Stefnandi er LBI ehf., Álfheimum74, 105 Reykjavík. Stefndi er Thomas Peter Thun, Bolbrovej 2, DK-2960Rungsted Kyst, Horsholm, Danmörku. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiðasér 113.773.739 japönsk jen ásamt umsömdum vöxtum. Af 87.463.063 japönskumjenum, með 2,06000% vöxtum frá 10. maí 2007 til 8. júní 2007, en með 1,99828%vöxtum frá 8. júní 2007 til 9. júlí 2007, en með 1,99680% vöxtum frá 9. júlí2007 til 18. júlí 2007. Af 101.473.281 japönsku jeni, með 1,99660% vöxtum frá18. júlí 2007 til 7. ágúst 2007. Af 102.233.229 japönskum jenum, með 2,04209%vöxtum frá 7. ágúst 2007 til 10. september 2007. Af 103.904.228 japönskumjenum, með 2,18197% vöxtum frá 10. september 2007 til 5. október 2007. Af 104.461.403japönskum jenum, með 2,18945% vöxtum frá 5. október 2007 til 10. október 2007,en með 2,14059% vöxtum frá 10. október 2007 til 12. nóvember 2007, en með2,01912% vöxtum frá 12. nóvember 2007 til 12. desember 2007, en með 2,02704%vöxtum frá 12. desember 2007 til 9. janúar 2008. Af 104.889.236 japönskumjenum, með 2,40947% vöxtum frá 9. janúar 2008 til 15. janúar 2008, en með2,08727% vöxtum frá 15. janúar 2008 til 15. febrúar 2008, en með 2,07570%vöxtum frá 15. febrúar 2008 til 17. mars 2008, en með 2,44021% vöxtum frá 17.mars 2008 til 17. apríl 2008, en með 2,31858% vöxtum frá 17. apríl 2008 til 14.maí 2008. Af 111.672.602 japönskum jenum, með 2,32076% vöxtum frá 14. maí 2008til 19. maí 2008, en með 2,51609% vöxtum frá 19. maí 2008 til 19. júní 2008. Af112.329.079 japönskum jenum, með 2,52663% vöxtum frá 19. júní 2008 til 1. júlí2008, en með 2,59232% vöxtum frá 1. júlí 2008 til 22. júlí 2008, en með2,52854% vöxtum frá 22. júlí 2008 til 22. ágúst 2008, en með 2,48840% vöxtumfrá 22. ágúst 2008 til 4. september 2008. Af 113.773.739 japönskum jenum, með2,49113% vöxtum frá 4. september 2008 til 22. september 2008, en með 2,65155%vöxtum frá 22. september 2008 til 22. október 2008, en með 2,13789% vöxtum frá22. október 2008 til 22. nóvember 2008, en með 1,96080% vöxtum frá 22. nóvember2008 til 22. desember 2008, en með 2,07908% vöxtum frá 22. desember 2008 til22. janúar 2009, en með 1,58159% vöxtum frá 22. janúar 2009 til 22. febrúar2009, en með 1,52619% vöxtum frá 22. febrúar 2009 til 5. mars 2009, en með1,37000% vöxtum frá 5. mars 2009 til 12. mars 2009, en með 4,37116% vöxtum frá12. mars 2009 til 23. mars 2009, en með 4,48807% vöxtum frá 23. mars 2009 til22. apríl 2009, en með 4,33958% vöxtum frá 22. apríl 2009 til 22. maí 2009, enmeð 4,26665% vöxtum frá 22. maí 2009 til 22. júní 2009, en með 4,25116% vöxtumfrá 22. júní 2009 til 22. júlí 2009, en með 4,23855% vöxtum frá 22. júlí 2009til 24. ágúst 2009, en með 4,22250% vöxtum frá 24. ágúst 2009 til 22. september2009, en með 4,21017% vöxtum frá 22. september 2009 til 22. október 2009, enmeð 4,19790% vöxtum frá 22. október 2009 til 23. nóvember 2009, en með 4,19716%vöxtum frá 23. nóvember 2009 til 22. desember 2009, en með 4,21210% vöxtum frá22. desember 2009 til 22. janúar 2010, en með 4,20208% vöxtum frá 22. janúar2010 til 22. febrúar 2010, en með 4,20621% vöxtum frá 22. febrúar 2010 til 22.mars 2010, en með 4,21058% vöxtum frá 22. mars 2010 til 22. apríl 2010, en með4,21472% vöxtum frá 22. apríl 2010 til 26. maí 2010, en með 4,22687% vöxtum frá26. maí 2010 til 22. júní 2010, en með 4,22860% vöxtum frá 22. júní 2010 til22. júlí 2010, en með 4,22563% vöxtum frá 22. júlí 2010 til 23. ágúst 2010, enmeð 4,22545% vöxtum frá 23. ágúst 2010 til 22. september 2010, en með 4,22115%vöxtum frá 22. september 2010 til 22. október 2010, en með 4,20852% vöxtum frá22. október 2010 til 22. nóvember 2010, en með 4,20933% vöxtum frá 22. nóvember2010 til 22. desember 2010, en með 4,21894% vöxtum frá 22. desember 2010 til24. janúar 2011, en með 4,21618% vöxtum frá 24. janúar 2011 til 22. febrúar2011, en með 4,22566% vöxtum frá 22. febrúar 2011 til 22. mars 2011, en með4,26386% vöxtum frá 22. mars 2011 til 22. apríl 2011, en með 4,25200% vöxtumfrá 22. apríl 2011 til 23. maí 2011, en með 4,25096% vöxtum frá 23. maí 2011til 22. júní 2011, en með 4,25457% vöxtum frá 22. júní 2011 til 22. júlí 2011,en með 4,25850% vöxtum frá 22. júlí 2011 til 22. ágúst 2011, en með 4,26193%vöxtum frá 22. ágúst 2011 til 22. september 2011, en með 4,26953% vöxtum frá22. september 2011 til 24. október 2011, en með 4,27374% vöxtum frá 24. október2011 til 22. nóvember 2011, en með 4,27820% vöxtum frá 22. nóvember 2011 til22. desember 2011, en með 4,28123% vöxtum frá 22. desember 2011 til 23. janúar2012, en með 4,28692% vöxtum frá 23. janúar 2012 til 22. febrúar 2012, en með4,29087% vöxtum frá 22. febrúar 2012 til 22. mars 2012, en með 4,29469% vöxtumfrá 22. mars 2012 til 23. apríl 2012, en með 4,29890% vöxtum frá 23. apríl 2012til 22. maí 2012, en með 4,30272% vöxtum frá 22. maí 2012 til 22. júní 2012, enmeð 4,30532% vöxtum frá 22. júní 2012 til 23. júlí 2012, en með 4,30940% vöxtumfrá 23. júlí 2012 til 22. ágúst 2012, en með 4,31126% vöxtum frá 22. ágúst 2012til 24. september 2012, en með 4,31559% vöxtum frá 24. september 2012 til 22.október 2012, en með 4,31330% vöxtum frá 22. október 2012 til 22. nóvember2012, en með 4,31585% vöxtum frá 22. nóvember 2012 til 24. desember 2012, enmeð 4,32002% vöxtum frá 24. desember 2012 til 22. janúar 2013, en með 4,31782%vöxtum frá 22. janúar 2013 til 22. febrúar 2013, en með 4,32093% vöxtum frá 22.febrúar 2013 til 22. mars 2013, en með 4,32156% vöxtum frá 22. mars 2013 til22. apríl 2013, en með 4,32405% vöxtum frá 22. apríl 2013 til 22. maí 2013, enmeð 4,32416% vöxtum frá 22. maí 2013 til 24. júní 2013, en með 4,32613% vöxtumfrá 24. júní 2013 til 22. júlí 2013, en með 4,32820% vöxtum frá 22. júlí 2013til 22. ágúst 2013, en með 4,33291% vöxtum frá 22. ágúst 2013 til 23. september2013, en með 4,33700% vöxtum frá 23. september 2013 til 23. október 2013, enmeð 4,33480% vöxtum frá 23. október 2013 til 25. nóvember 2013, en með 4,33672%vöxtum frá 25. nóvember 2013 til 23. desember 2013, en með 4,34027% vöxtum frá23. desember 2013 til 23. janúar 2014, en með 4,34193% vöxtum frá 23. janúar2014 til 24. febrúar 2014, en með 4,34294% vöxtum frá 24. febrúar 2014 til 24.mars 2014, en með 4,34419% vöxtum frá 24. mars 2014 til 24. apríl 2014, en með4,34808% vöxtum frá 24. apríl 2014 til 23. maí 2014, en með 4,34793% vöxtum frá23. maí 2014 til 23. júní 2014, en með 4,35181% vöxtum frá 23. júní 2014 til23. júlí 2014, en með 4,35358% vöxtum frá 23. júlí 2014 til 25. ágúst 2014, enmeð 4,34174% vöxtum frá 25. ágúst 2014 til 25. september 2014, allt aðfrádregnum innborgunum, 9. janúar 2008 að fjárhæð 541 japanskt jen, 1. júlí2008 að fjárhæð 200 japönsk jen og 5. mars 2009 að fjárhæð 92.699.988 japönskjen. Þá krefst stefnandi áfallandi vaxta og dráttarvaxtatil greiðsludags. Loks krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst þess að hannverði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að stefndiverði sýknaður af öllum kröfum stefnanda að svo stöddu. Til þrautarvara er þesskrafist að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar. Í öllum tilfellum krefst stefndimálskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. Með úrskurði HéraðsdómsReykjavíkur, uppkveðnum 28. október 2015, var frávísunarkröfu stefnda, ThomasPeter Thun, hafnað. Við aðalmeðferð málsins, 31.ágúst sl., var bókað af hálfu lögmanns stefnanda að rekstrarformi LBI hf. hefðiverið breytt í einkahlutafélag og að nafn félagsins væri nú LBI ehf.II.Málavextir Hinn 12. mars 2007 gerðu SidborgInc, sem lántaki og Landsbanki Luxembourg S.A. sem lánveitandi með sér samningum að bankinn veitti Sidborg Inc lánalínu til tveggja ára, að hámarki einmilljón evra. Í samningnum kemur fram að gjalddagi sé 12. mars 2009 og aðumsamdir vextir fyrir hvert vaxtatímabil séu 1% álag á fjármögnunarkostnaðLandsbanka Luxembourg og skuli þeir reiknaðir sem dagvextir. Samkvæmt grein 6.1í lánssamningnum skal notast við deilitöluna 360 þegar reiknaðir eru vextir afláninu. Samkvæmt grein 8.1 leggjast 3% dráttarvextir ofan á höfuðstól lánsins,vexti eða annan áfallinn kostnað við vanefnd samningsins. Í 3. gr.lánssamningsins er mælt fyrir um að lántaka sé heimilt að draga á lánalínuna íevrum eða öðrum myntum sem Landsbanki Luxembourg eigi í viðskiptum með. Í 9.gr. samningsins kemur fram að trygging fyrir láninu sé veitt með veðsamningi,dagsettum 12. mars 2007, persónulegri ábyrgð Thomas Peter Thun, og/eðalánssamningnum sjálfum. Samkvæmt 22. gr. gilda lúxemborgsk lög umlánssamninginn og skal ágreiningi sem upp kunni að rísa vegna hans, vísað tilþarlendra dómstóla. Stefndi Thomas Peter Thun, semjafnframt er fyrirsvarsmaður og eigandi Sidborg Inc., gekkst í ábyrgð fyrirláninu með undirritun ábyrgðaryfirlýsingar, dagsettrar 12. mars 2007. Stefndiundirritaði jafnframt öll skjöl fyrir hönd félagsins. Óumdeilt er að lántaki SidborgInc. dró níu sinnum á lánalínuna í japönskum jenum á árunum 2007 og 2008 einsog nánar er rakið í stefnu. Þar segir enn fremur að lántaki hafi ekki greittvexti af láninu þegar þeir féllu til og féllu því umsamdir 3% dráttarvextir ávangoldna vexti. Landsbanki Luxembourg krafði með bréfi, dagsettu 13. október 2008,lántaka um frekari tryggingar fyrir láninu þegar veðþekja lánsins hafði falliðniður fyrir 90% samkvæmt verðmati á eignasafni lántaka, sem sett hafði veriðtil tryggingar láninu, þann 30. september 2008. Lántaki hafi tvisvar greitt afláninu og var þeim greiðslum ráðstafað í japönskum jenum inn á skuldina. Samkvæmt málatilbúnaði stefnandabárust hvorki frekari tryggingar né greiðslur og gekk því bankinn að þeimtryggingum sem til staðar voru þann 5. mars 2009. Var andvirði þeirra,92.699.988 japönskum jenum, ráðstafað inn á skuldina sem þá stóð í 118.067.106japönskum jenum. Eftir þá ráðstöfun nam skuld Sidborg Inc. við LandsbankaLuxembourg 21.073.751 japönsku jeni sem bar áfram vexti og dráttarvexti ísamræmi við skilmála lánssamningsins. Með bréfi LandsbankansLuxembourg S.A., dagsettu 24. mars 2009, til stefnda var tilkynnt að LandsbankiLuxembourg hefði verið tekinn til slitameðferðar. Með bréfinu fylgdi yfirlityfir stöðu lánsins og upplýsingar um sölu hinna veðsettu eigna. Þann 10. desember 2009 varstefnda sent innheimtubréf frá danskri lögmannsstofu f.h. Landsbanka LuxembourgS.A., og hann krafinn um greiðslu skuldar að fjárhæð 1.381.565,74 danskarkrónur. Stefndi hafnaði greiðslu kröfunnar en fundaði af því tilefni meðstarfsmönnum stofunnar. Stefnda var með bréfi lögmannsstofunnar, dagsettu 2.febrúar 2011, send ítrekun um greiðslu kröfunnar sem þá var sett fram íjapönskum jenum. Þar sem krafan fékkst ekki greidd var mál þetta höfðað.III.Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveður skuld stefnandavið hann til komna vegna ábyrgðar sem stefndi hafi undirgengist í tengslum viðlán Sidborg Inc hjá Landsbanka Luxembourg S.A. en stefnandi hafi fengið lániðog meðfylgjandi ábyrgð framselt til sín. Um sakarefni þessa máls gildilúxemborgsk lög, skv. 9. gr. ábyrgðaryfirlýsingar stefnda en varnarþing sé hérá landi eins og tekið er fram í sömu grein. Stefnandi byggir á því að meðundirritun sinni á ábyrgðina hafi stefndi skuldbundið sig til að tryggjaskilvísar og skaðlausar greiðslur af láni Sidborg Inc. en samkvæmt gr. 9.1 ílánasamningnum var ábyrgð stefnda forsenda fyrir lánveitingunni. Lánveitandihafi móttekið ábyrgðaryfirlýsingu stefnda en hún sé vottuð af tveimurstarfsmönnum lánveitanda. Lúxemborgskir dómstólar hafi í réttarframkvæmd litiðsérstaklega til þess að skýrt loforð eða viljayfirlýsing hafi verið móttekinnaf þeim sem skuldbindingunni hafi verið beint til, til þess að hún teljistskuldbindandi. Undir þeim kringumstæðum hafi lúxemborgskir dómstólar litið áábyrgðir sem sjálfstæða skuldbindingu. Stefnandi byggir á því aðsamkvæmt lúxemborgskum lögum teljist ábyrgðaryfirlýsing stefnda vera sjálfstæðábyrgð (f. cautionnement). Í dómaframkvæmd hafi sérstaklega verið litið tilþess að ábyrgðarmaður hafi með óafturkræfum hætti og án sérstakra skilyrðaábyrgst greiðslu skuldar. Þetta fyrirkomulag takmarki þær varnir semábyrgðarmaður geti borið fyrir sig. Hafi lúxemborgskir dómstólar komist aðþeirri niðurstöðu að komi til vanskila, sé kröfuhafa í sjálfsvald sett hvorthann gangi að ábyrgðarmanni á undan aðalskuldara, sem sé þá skylt að greiða. Þá byggir stefnandi á því aðsamkvæmt lúxemborgskum lögum verði þeir sem ábyrgist skuldir annarra meðsjálfstæðum ábyrgðum að sæta meiri háttar mótbárumissi. Í réttarframkvæmd hafilúxemborgskir dómstólar talið að einu mótbárurnar sem komist að gagnvartsjálfstæðum ábyrgðum séu svik, fölsun eða nauðung. Þegar gengið hafi verið aðveðunum hafi söluandlagi eignanna fyrst verið ráðstafað til greiðslu áfallinadráttarvaxta og því næst áfallina vaxta en að lokum á höfuðstól. Sé á því byggtaf hálfu stefnanda að slík ráðstöfun sé í samræmi við lúxemborgsk lög, þar semekki hafði verið samið sérstaklega um annað og enginn fyrirmæli hafi borist frástefnda um ráðstöfun greiðslu. Að teknu tilliti til áfallinnavaxta og innborgana á skuld Sidborg Inc við stefnanda, 25 ágúst 2014, samtalsað fjárhæð 26.152.228 japönsk jen, sem samanstandi af höfuðstól, 21.073.751japönsku jeni, samningsvöxtum, 1366.032 japönskum jenum, dráttarvöxtum afhöfuðstól, 3.552.683 japönskum jenum og dráttarvöxtum af samningsvöxtum,159.762 japönskum jenum. Stefnandi byggir á því að engin greiðsla hafi boristfrá stefnda. Stefnandi byggir kröfu sína áLúganósamningnum um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálumeins og hann hafi verið lögfestur með lögum nr. 7/2011, almennum reglumsamninga- og kröfuréttar um efndir samninga og fjárskuldbindinga, almennumskilmálum um opnun bankareiknings hjá Landsbanka Luxembourg, lánasamningi milliLandsbanka Luxembourg S.A., persónulegri ábyrgð Thomas Peter Thun á lániSidborg Inc og lúxemborgskum lögum. Krafa stefnanda um vextistyðjist við 7. gr. lánasamningsins milli Sidborg og Landsbanka Luxembourg S.A.Varðandi dráttavexti vísist til 8. gr. lánasamningsins milli Sidborg ogLandsbanka Luxembourg S.A. Krafa stefnanda um innheimtukostnað byggir á gr. 6.4í lánasamningnum milli Sidborg og Landsbanka Luxembourg S.A.IV.Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína áþví að ábyrgð stefnda sé einföld ábyrgð (accessory guarantee). Ekki verði séðaf gögnum málsins að ábyrgð stefnda hafi verið framseld stefnanda. Hvorkiframsalsgjörningurinn frá 29. júní 2012 né tilkynning framseljanda ogframsalshafa til stefnda sama dag beri með sér að hin einhliða og persónulegaábyrgðaryfirlýsing, sem stefnandi gaf, 12. mars 2007, hafi verið framseld meðlögformlegum hætti. Stefndi geti því ekki átt aðild að máli þessu og því beriþegar af þeirri ástæðu að sýkna hann með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála, þrátt fyrir að ágreiningur aðila lúti lögumLúxemborgar. Í öðru lagi byggir stefndisýknukröfu sína á því að hin umþrætta skuldbinding Sidborg Inc. sé til kominvegna vanrækslu Landsbankans í Lúxemborg, framseljanda kröfunnar, á því aðframkvæma ekki skýr viðskiptafyrirmæli stefnda um að selja þær eignir semsettar voru skuldinni til tryggingar. Með því hafi aðalskuldara verið bakaðtjón að ófyrirsynju og án þess hefði aldrei reynt á ábyrgð stefnda. Í þriðja lagi byggir stefndi áþví að stefnandi hafi ekki látið reyna á innheimtu skuldarinnar hjáaðalskuldara, eins og honum beri að gera þegar um einfalda ábyrgð sé að ræða.Engin gögn sé að finna í málinu um að aðalskuldari hafi verið krafinn umgreiðslu skuldarinnar eða að eftir því hafi verið gengið. Stefndi árétti íþessu samhengi að ábyrgðaryfirlýsingin sé gefin einhliða af hans hálfu og séekki gagnkvæm samningsskuldbinding. Í fjórða lagi byggir stefndisýknukröfu sína á því að ábyrgðin sé ógild þar sem hún beri með sér aðstarfsmenn Landsbanka Luxembourg S.A. hafi sinnt fjármálaþjónustu í Danmörku ántilskilins starfsleyfis. Ábyrgðin sé undirrituð í Rungsted í Danmörku og vottuðaf tveimur starfsmönnum Landsbankans í Lúxemborg. Hafi vottarnir hins vegarekki verið viðstaddir byggir stefndi á því að ábyrgðaryfirlýsing sé ógild afþeim sökum. Í fimmta lagi byggir stefndisýknukröfu sína á því að stefnanda hafi borið að krefja stefnda um greiðsluábyrgðar um leið og hann taldi að greiðslufall hefði orðið af hálfuaðalskuldara. Fyrir liggi í málinu að stefndi hafi ekki verið krafinn umgreiðslu ábyrgðar fyrr en rúmu ári eftir að veðkall barst aðalskuldara. Verðistefnandi að bera hallann af því tómlæti. Í sjötta lagi er byggt á því aðundirritun ábyrgðaryfirlýsingar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði greinar1326 í Code Civil í lögum Lúxemborgar þar sem fram komi að handskrifa þurfiupphæð slíkrar skuldbindingar til þess að hún hafi gildi. Í sjöunda lagi byggirstefndi á því að krafa stefnanda sé fyrnd samkvæmt lögum Lúxemborgar. Til vara krefst stefndi sýknu aðsvo stöddu. Stefnandi hafi ekki sótt kröfu sína á hendur aðalskuldara og óvissaríki um greiðsluskyldu hans í ljósi þeirra formlegu annmarka sem raktir hafiverið sem og hins efnislega ágreinings sem uppi sé um lögmæti kröfunnar, einkumog sér í lagi með vísan til þess tjóns sem aðalskuldara kunni að hafa veriðbakað með því að selja ekki hinar veðsettu eignir á umkröfðum tíma. Verðihvorki fallist á frávísun málsins né sýknukröfu stefnda vísar stefndi í 2. mgr.26. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og telur ástæðu til að sýknastefnda að svo stöddu, þar til úr ágreiningi stefnanda og aðalskuldara hafiverið skorið. Til þrautarvara krefst stefndiþess að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í fyrsta lagi mótmælirstefndi því að aðalskuldari hafi óskað eftir því að lánið yrði greitt út íjenum og telur stefndi augljóst að lánsfjárhæðin hafi tekið mjög neikvæðumgengisbreytingum af þeim sökum. Í þessu sambandi vísar stefndi til óska stefndaum að fá að draga á lánalínuna eina milljón evra. Sé þessi tilkynning dagsett10. apríl 2007. Stefndi hafnar alfarið kröfumstefnanda um vexti og dráttarvexti og vísar til þess tómlætis sem stefnandisýndi. Þá hafnar stefndi því að ákvæði ábyrgðaryfirlýsingarinnar feli í sér aðhann beri ábyrgð á vöxtum sem leggist við skuld aðalskuldara, auk þess semvísað sé til málsástæðna fyrir sýknu sem að framan eru raktar og leiði til þessað mati stefnda, verði á annað borð ekki fallist á sýknu, að lækka beridómkröfur verulega. Þá hafnar stefndi því að heimilthafi verið að láta andvirði hinna veðsettu eigna ganga upp í vaxtakostnað áðuren því hafi verið ráðstafað inn á höfuðstól lánsins. Engin heimild hafi veriðtil slíks í lánasamningi Landsbankans í Lúxemborg og Sidborg Inc. eða samkvæmtábyrgðaryfirlýsingu stefnda. Þá telur stefndi að þessi ráðstöfun sé auk þessólögmæt hvað hann varði þar sem skuldin safnaði vöxtum í meira en ár án þess aðhann væri krafinn um greiðslu ábyrgðar.VNiðurstaða Hinn 12. mars 2007 gerði fyrirtækistefnda, Sidborg Inc. lánssamning við Landsbanka Luxembourg S.A. Í samræmi viðákvæði samningsins gekkst stefndi undir ábyrgð sem undirrituð var samadag. Fyrir liggur að um ágreiningmáls þessa fer eftir lögum Lúxemborgar samkvæmt grein 9.1 í ábyrgðinni frá 12.mars 2007. Samkvæmt ákvæðinu skal ágreiningi um ábyrgðina vísað til HéraðsdómsReykjavíkur á Íslandi „en ekki annars dómstóls“. Stefndi reisir kröfur sínar umsýknu í fyrsta lagi á því að ekki verði ráðið af gögnum málsins að ábyrgðinhafi verið framseld stefnanda. Stefndi sé því ekki réttur aðili málsins og beriað sýkna hann vegna aðildarskorts á grundvelli 2. mgr. 16. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála. Samkvæmt 20. gr. lánssamningsLandsbanka Luxembourg S.A. og Sidborg Inc, var lánveitanda hvenær sem erheimilt að framselja réttindi sín, ávinning og/eða skyldur samkvæmt samningnum,hvort sem var í heild eða að hluta. Í málinu liggur fyrir framsalssamningur,dagsettur 29. júní 2012, milli Landsbankans í Lúxemborg og Landsbanka Íslandshf., nú LBI ehf. Í 1. gr. samningsins er að finna skýringar á hugtökum. Kemurþar fram að undir hugtakið tryggingar (e. collateral) falli meðal annarsábyrgðir. Í grein 2.1 er síðan skilgreint hvert framsalið (e Assignment) sé enþar segir að framseljandi framselji framsalshafa með óafturkræfum hætti meðalannars öll tryggingarréttindi („The Assignor hereby irrevocably assigns to theAssignee by way of a distribution in kind all rights, titles and interests in,to and under the Loan Book and the Collateral“). Þá segir enn fremur ítilkynningu skiptastjóra Landsbanka Luxembourg S.A. til Sidborg Inc., dagsettri26. júní 2012, en afrit var sent stefnda, að í framsalinu felist meðal annarstryggingar, fasteignaveð og persónulegar ábyrgðir. Með vísan til framangreindsþykir stefnandi hafa sýnt fram á að stefndi sé réttur aðili málsins. Verður þvíkröfu stefnda um sýknu vegna aðildarskorts hafnað. Málsaðila greinir á um hverseðlis ábyrgð stefnda sé og hvort og þá hversu tengd hún sé lánssamningnum.Stefnandi byggir á því að ábyrgð stefnda sé sjálfstæð ábyrgð, þ.e. að stefndisé ábyrgur sem sjálfskuldarábyrgðaraðili og geti af þeim sökum ekki borið fyrirsig nema takmarkaðar varnir. Kröfuhafa sé í sjálfsvald sett hvort hann gangifyrst að aðalskuldara eða ábyrgðarmanni, komi til vanskila. Stefndi byggir hinsvegar á því að um einfalda ábyrgð sé að ræða sem ekki verði skilin frá ákvæðumlánssamningsins. Geti stefndi því borið fyrir sig sömu mótbárur, er varði gildisamningsins og framkvæmd hans, og aðalskuldari. Í texta ábyrgðarinnar kemurskýrt fram að lánssamningurinn hafi verið skilyrtur með þeim hætti aðábyrgðarmaður veitti ábyrgð í þágu lánveitandans. Í grein 2.1 segir í þýðingulöggilts skjalaþýðanda: „Gegn því að lánveitandi samþykki (að beiðnilántaka) að veita lánið eins og greinir í samningnum og gegn öðru góðu og gilduendurgjaldi (sem ábyrgðarmaður staðfestir að sé fullnægjandi og að hann hafiveitt því móttöku) ábyrgist ábyrgðarmaðurinn hér með skilyrðislaust og meðóafturkræfum hætti, sem aðalskuldari en ekki einungis sem ábyrgðarmaðurgagnvart lánveitandanum (a) skilvísa og stundvísa greiðslu af hálfulántaka í samræmi við skilmála og ákvæði samningsins (...).“ Í grein 2.2 segir jafnframt: „Nú vanefnir lántaki greiðslu samkvæmtsamningnum þegar einhver fjárhæð verður gjaldkræf og heitir ábyrgðarmaður þáþví að hann muni greiða lánveitanda, þegar þess er krafist og innan 3 bankadagafrá því að ábyrgðarmanni berst krafan, fjárhæð sem er jöfn fjárhæðinni eðafjárhæðunum sem lántaki hefur vanefnt að greiða með vöxtum.“ Um vexti segir í grein 2.3: „Hér með lofar ábyrgðarmaður lánveitanda aðfrá og með þeim degi sem ábyrgðarmanni berst tilkynning frá lánveitanda umvanefnd lántaka á greiðslu samkvæmt samningnum muni ábyrgðarmaður greiðalánveitanda vexti af öllum fjárhæðum sem ábyrgði tekur til (bæði áður og eftirað dómur gengur um slík vanskil) sem nema sömu ársvöxtum og lántaka bæri aðgreiða af gjaldföllnum greiðslum samkvæmt samningum, og skulu slíkir vextirgreiddir þegar þess er krafist og innan 3 bankadaga frá því að ábyrgðarmanniberst krafan.“ Þá má ráða af 5. og 6. gr.ábyrgðarinnar að ábyrgðarmaður falli frá öllum undanþágum sem finnast í hinumundirliggjandi lánssamningi og að hann eigi engan endurkröfurétt gagnvartlántaka á meðan skuldbinding lántaka samkvæmt samningnum hefur ekki verið efndað fullu. Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laganr. 91/1991, um meðferð einkamála, skal sá sem ber fyrir sig venju eða erlendaréttarreglu, leiða tilvist hennar og efni í ljós. Í máli þessu hafa aðilar aflaðlögfræðiálita frá lúxemborgskum lögmannsstofum, annars vegar frá CliffordChange, dagsett 17. júní 2014, sem stefnandi lagði fram og hins vegar frá BonnSteinchen & Partners, dagsett 30. júní 2015, lagt fram af stefnda. Ífyrrgreinda álitinu segir að lúxemborgskir dómstólar hafi litið til þess, þegarmeta skuli hvort ábyrgð teljist sjálfstæð ábyrgð eða almenn ábyrgð, að umsjálfstæða ábyrgð sé að ræða þegar skýrt sé kveðið á um að ábyrgðarveitandiskuldbindi sig til þess að greiða fjárhæð ábyrgðarinnar óafturkallanlega ogskilyrðislaust. Greinir álitsgjafa ekki á um að um sjálfstæðar ábyrgðir sé ekkikveðið í lögum Lúxemborgar heldur hafi þær þróast samkvæmt venju. Þegar höfð er hliðsjón af skýruorðalagi ábyrgðarinnar sem kveður á um að stefndi ábyrgist, sem aðalskuldari enekki einungis sem ábyrgðarmaður, skilvísa greiðslu af hálfu lántaka, svo ogþeirra ákvæða sem áður hefur verið lýst, einkum 2., 5. og 6. gr. hennar, er þaðniðurstaða dómsins að stefnandi hafi sannað að umrædd ábyrgð sé sjálfstæð ábyrgðsamkvæmt lúxemborgskum lögum. Var lánveitanda í sjálfsvald sett hvernig hannráðstafaði innborgunum inn á skuldina enda verður ekki séð að ákvæði ábyrgðareða lánssamnings mæli fyrir um annað fyrirkomulag. Hefur stefnda, meðlögfræðiáliti því sem hann hefur lagt fram eða á annan hátt, ekki tekist aðhnekkja þeirri niðurstöðu. Stefndi byggir á því að vanskilaðalskuldara Sidborg Inc. séu til komin vegna þess að stefnandi hafi ekkiframkvæmt viðskiptafyrirmæli aðalskuldara um að selja þær eignir sem vorusettar til tryggingar skuldinni. Þessi málsástæða er í engu studd haldbærumrökum né sýnilega í andstöðu við ákvæði lánssamningsins um ráðstöfuntryggingarveða. Slíkur ágreiningur lýtur þar að auki ekki lögsögu dómsins einsog áður segir. Einnig er byggt á því af hálfustefnda að Landsbanki Luxembourg S.A. hafi ekki haft starfsleyfi á þeim tímasem ábyrgðin var undirrituð í Danmörku en slíkt eigi að leiða til ógildisábyrgðarinnar. Þessi málsástæða stefnda er haldlaus enda hvorki rökstudd néstudd gögnum. Verður henni því hafnað með vísan til 2. mgr. 44. gr. laga nr.91/1991. Þá byggir stefndi á því aðstefnandi hafi sýnt af sér tómlæti með því að krefja stefnda fyrst um greiðslurúmu ári eftir greiðslufall aðalskuldara. Eins og áður segir lýtur ágreiningurlögum Lúxemborgar. Stefndi hefur ekki varpað neinu ljósi á þær lagareglur semgilda um tómlæti samkvæmt þarlendum lögum. Í ljósi þess og með vísan til 2.mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður þessari málsástæðuhafnað. Með sömu rökum verður þeim málsástæðum stefnda einnig hafnað, annarsvegar að krafa stefnanda sé fyrnd og hins vegar að undirritun ábyrgðarinnarhafi ekki verið í samræmi við ákvæði nánar tilgreindra lúxemborgskra laga. Með hliðsjón af ofangreindriniðurstöðu dómsins um að um sjálfstæða ábyrgð stefnda hafi verið að ræða kemurkrafa stefnda um sýknu að svo stöddu ekki til álita. Til þrautavara krefst stefndilækkunar á dómkröfum stefnanda. Engir útreikningar voru hins vegar lagðir framaf hans hálfu. Í munnlegum málflutningi sínum vék lögmaður stefnda að því aðdómkrafa stefnanda væri í ósamræmi við lúxemborgsk lög, sem var sú lögsaga semaðilar komu sér saman um samkvæmt ábyrgðinni. Stefndi hafi ekki óskað eftir þvíað lánið yrði greitt út í jenum heldur evrum. Samkvæmt grein 3.3 ílánssamningi Landsbanka Luxembourg S.A. og Sidborg Inc. hafði stefndi heimildtil þess að myntbreyta láninu í þá mynt, sem bankinn hefði aðgang að. Þá sýnaframlagðar greiðsluáskoranir, sem sendar voru stefnda, fjárhæð skuldarinnar íjapönskum jenum. Meðal gagna málsins eru einnig tvö yfirlit LandsbankaLuxembourg S.A. sem staðfesta millifærslur japanskra jena. Hefur því ekki veriðmótmælt af hálfu stefnda að þær fjárhæðir, sem fram koma í yfirlitunum og eru íjapönskum jenum, hafi ekki verið greiddar inn á reikning aðalskuldara. Engingögn liggja fyrir sem sýna fram á að aðalskuldari hafi gert athugasemdir viðþessa tilhögun. Þá hefur stefndi ekki fært framnein haldbær rök eða gögn fyrir því að stefnanda hafi verið óheimilt samkvæmtlúxemborgskum lögum að krefja stefnda um greiðslu í japönskum jenum. Verðurjafnframt að líta til þess að efnisatriði er varða hinn undirliggjandi samningLandsbanka Luxembourg S.A. og Sidborg Inc. lýtur lögsögu Lúxemborgar og eruekki til úrslausnar í máli þessu eins og dómurinn hefur ítrekað bent á. Verðurkröfu stefnda um lækkun fjárkröfunnar því hafnað. Stefnandi krefst einnig„áfallandi vaxta og dráttarvaxta til greiðsludags“. Krafa þessi verður ekkiskilin á annan hátt en svo að þar með sé stefnandi að krefjast vaxta ogdráttarvaxta frá 25. september 2014 til greiðsludags. Framsetning kröfunnartelst hins vegar óskýr og samræmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmtd-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þá er krafan ekkirökstudd sérstaklega. Má til hliðsjónar vísa til dóma Hæstaréttar í málum nr.238/2007 og 58/2010. Verður henni því vísað frá dómi að sjálfsdáðum. Samkvæmt því sem rakið hefurverið hér að framan er það niðurstaða dómsins að stefnda beri skylda til aðgreiða stefnanda eftirstöðvar láns, samkvæmt lánssamningi Sidborg Inc ogLandsbanka Luxembourg S.A., á grundvelli ábyrgðar stefnda, dagsettrar 12. mars2009, ásamt vöxtum eins og segir í dómsorði Með hliðsjón af niðurstöðumálsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnda aðgreiða stefnanda 1.140.000 krónur í málskostnaðen tekið hefur verið tillit til kostnaðar við flutning um frávísunarkröfu. Sigríður Hjaltested héraðsdómarikveður upp þennan dómDÓMSORÐ Stefndi, Thomas Peter Thun,greiði stefnanda, LBI ehf., 113.773.739 japönsk jen ásamt umsömdum vöxtum. Af87.463.063 japönskum jenum, með 2,06000% vöxtum frá 10. maí 2007 til 8. júní2007, en með 1,99828% vöxtum frá 8. júní 2007 til 9. júlí 2007, en með 1,99680%vöxtum frá 9. júlí 2007 til 18. júlí 2007. Af 101.473.281 japönsku jeni, með1,99660% vöxtum frá 18. júlí 2007 til 7. ágúst 2007. Af 102.233.229 japönskumjenum, með 2,04209% vöxtum frá 7. ágúst 2007 til 10. september 2007. Af103.904.228 japönskum jenum, með 2,18197% vöxtum frá 10. september 2007 til 5.október 2007. Af 104.461.403 japönskum jenum, með 2,18945% vöxtum frá 5.október 2007 til 10. október 2007, en með 2,14059% vöxtum frá 10. október 2007til 12. nóvember 2007, en með 2,01912% vöxtum frá 12. nóvember 2007 til 12.desember 2007, en með 2,02704% vöxtum frá 12. desember 2007 til 9. janúar 2008.Af 104.889.236 japönskum jenum, með 2,40947% vöxtum frá 9. janúar 2008 til 15.janúar 2008, en með 2,08727% vöxtum frá 15. janúar 2008 til 15. febrúar 2008,en með 2,07570% vöxtum frá 15. febrúar 2008 til 17. mars 2008, en með 2,44021%vöxtum frá 17. mars 2008 til 17. apríl 2008, en með 2,31858% vöxtum frá 17.apríl 2008 til 14. maí 2008. Af 111.672.602 japönskum jenum, með 2,32076%vöxtum frá 14. maí 2008 til 19. maí 2008, en með 2,51609% vöxtum frá 19. maí2008 til 19. júní 2008. Af 112.329.079 japönskum jenum, með 2,52663% vöxtum frá19. júní 2008 til 1. júlí 2008, en með 2,59232% vöxtum frá 1. júlí 2008 til 22.júlí 2008, en með 2,52854% vöxtum frá 22. júlí 2008 til 22. ágúst 2008, en með2,48840% vöxtum frá 22. ágúst 2008 til 4. september 2008. Af 113.773.739japönskum jenum, með 2,49113% vöxtum frá 4. september 2008 til 22. september2008, en með 2,65155% vöxtum frá 22. september 2008 til 22. október 2008, enmeð 2,13789% vöxtum frá 22. október 2008 til 22. nóvember 2008, en með 1,96080%vöxtum frá 22. nóvember 2008 til 22. desember 2008, en með 2,07908% vöxtum frá22. desember 2008 til 22. janúar 2009, en með 1,58159% vöxtum frá 22. janúar2009 til 22. febrúar 2009, en með 1,52619% vöxtum frá 22. febrúar 2009 til 5.mars 2009, en með 1,37000% vöxtum frá 5. mars 2009 til 12. mars 2009, en með4,37116% vöxtum frá 12. mars 2009 til 23. mars 2009, en með 4,48807% vöxtum frá23. mars 2009 til 22. apríl 2009, en með 4,33958% vöxtum frá 22. apríl 2009 til22. maí 2009, en með 4,26665% vöxtum frá 22. maí 2009 til 22. júní 2009, en með4,25116% vöxtum frá 22. júní 2009 til 22. júlí 2009, en með 4,23855% vöxtum frá22. júlí 2009 til 24. ágúst 2009, en með 4,22250% vöxtum frá 24. ágúst 2009 til22. september 2009, en með 4,21017% vöxtum frá 22. september 2009 til 22.október 2009, en með 4,19790% vöxtum frá 22. október 2009 til 23. nóvember2009, en með 4,19716% vöxtum frá 23. nóvember 2009 til 22. desember 2009, enmeð 4,21210% vöxtum frá 22. desember 2009 til 22. janúar 2010, en með 4,20208%vöxtum frá 22. janúar 2010 til 22. febrúar 2010, en með 4,20621% vöxtum frá 22.febrúar 2010 til 22. mars 2010, en með 4,21058% vöxtum frá 22. mars 2010 til22. apríl 2010, en með 4,21472% vöxtum frá 22. apríl 2010 til 26. maí 2010, enmeð 4,22687% vöxtum frá 26. maí 2010 til 22. júní 2010, en með 4,22860% vöxtumfrá 22. júní 2010 til 22. júlí 2010, en með 4,22563% vöxtum frá 22. júlí 2010til 23. ágúst 2010, en með 4,22545% vöxtum frá 23. ágúst 2010 til 22. september2010, en með 4,22115% vöxtum frá 22. september 2010 til 22. október 2010, enmeð 4,20852% vöxtum frá 22. október 2010 til 22. nóvember 2010, en með 4,20933%vöxtum frá 22. nóvember 2010 til 22. desember 2010, en með 4,21894% vöxtum frá22. desember 2010 til 24. janúar 2011, en með 4,21618% vöxtum frá 24. janúar2011 til 22. febrúar 2011, en með 4,22566% vöxtum frá 22. febrúar 2011 til 22.mars 2011, en með 4,26386% vöxtum frá 22. mars 2011 til 22. apríl 2011, en með4,25200% vöxtum frá 22. apríl 2011 til 23. maí 2011, en með 4,25096% vöxtum frá23. maí 2011 til 22. júní 2011, en með 4,25457% vöxtum frá 22. júní 2011 til22. júlí 2011, en með 4,25850% vöxtum frá 22. júlí 2011 til 22. ágúst 2011, enmeð 4,26193% vöxtum frá 22. ágúst 2011 til 22. september 2011, en með 4,26953%vöxtum frá 22. september 2011 til 24. október 2011, en með 4,27374% vöxtum frá24. október 2011 til 22. nóvember 2011, en með 4,27820% vöxtum frá 22. nóvember2011 til 22. desember 2011, en með 4,28123% vöxtum frá 22. desember 2011 til23. janúar 2012, en með 4,28692% vöxtum frá 23. janúar 2012 til 22. febrúar2012, en með 4,29087% vöxtum frá 22. febrúar 2012 til 22. mars 2012, en með4,29469% vöxtum frá 22. mars 2012 til 23. apríl 2012, en með 4,29890% vöxtumfrá 23. apríl 2012 til 22. maí 2012, en með 4,30272% vöxtum frá 22. maí 2012til 22. júní 2012, en með 4,30532% vöxtum frá 22. júní 2012 til 23. júlí 2012, enmeð 4,30940% vöxtum frá 23. júlí 2012 til 22. ágúst 2012, en með 4,31126%vöxtum frá 22. ágúst 2012 til 24. september 2012, en með 4,31559% vöxtum frá24. september 2012 til 22. október 2012, en með 4,31330% vöxtum frá 22. október2012 til 22. nóvember 2012, en með 4,31585% vöxtum frá 22. nóvember 2012 til24. desember 2012, en með 4,32002% vöxtum frá 24. desember 2012 til 22. janúar2013, en með 4,31782% vöxtum frá 22. janúar 2013 til 22. febrúar 2013, en með4,32093% vöxtum frá 22. febrúar 2013 til 22. mars 2013, en með 4,32156% vöxtumfrá 22. mars 2013 til 22. apríl 2013, en með 4,32405% vöxtum frá 22. apríl 2013til 22. maí 2013, en með 4,32416% vöxtum frá 22. maí 2013 til 24. júní 2013, enmeð 4,32613% vöxtum frá 24. júní 2013 til 22. júlí 2013, en með 4,32820% vöxtumfrá 22. júlí 2013 til 22. ágúst 2013, en með 4,33291% vöxtum frá 22. ágúst 2013til 23. september 2013, en með 4,33700% vöxtum frá 23. september 2013 til 23.október 2013, en með 4,33480% vöxtum frá 23. október 2013 til 25. nóvember 2013,en með 4,33672% vöxtum frá 25. nóvember 2013 til 23. desember 2013, en með4,34027% vöxtum frá 23. desember 2013 til 23. janúar 2014, en með 4,34193%vöxtum frá 23. janúar 2014 til 24. febrúar 2014, en með 4,34294% vöxtum frá 24.febrúar 2014 til 24. mars 2014, en með 4,34419% vöxtum frá 24. mars 2014 til24. apríl 2014, en með 4,34808% vöxtum frá 24. apríl 2014 til 23. maí 2014, enmeð 4,34793% vöxtum frá 23. maí 2014 til 23. júní 2014, en með 4,35181% vöxtumfrá 23. júní 2014 til 23. júlí 2014, en með 4,35358% vöxtum frá 23. júlí 2014til 25. ágúst 2014, en með 4,34174% vöxtum frá 25. ágúst 2014 til 25. september2014, allt að frádregnum innborgunum, 9. janúar 2008, að fjárhæð 541 japansktjen, 1. júlí 2008 að fjárhæð 200 japönsk jen og 5. mars 2009 að fjárhæð92.699.988 japönsk jen. Stefndi greiði stefnanda 1.140.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 149/2017 | Frelsissvipting Nauðungarvistun Mannréttindi Stjórnarskrá Viðurkenningarkrafa Frávísun frá héraðsdómi að hluta | A höfðaði máli gegn Í og krafðist meðal annars skaðabóta þar sem hann hafði verið fluttur gegn vilja sínum af lögreglu á bráðaþjónustu geðdeildar Landspítala en systir A hafði óskað eftir því að hann yrði nauðungarvistaður á grundvelli lögræðislaga nr. 71/1997. Við komuna höfðu læknar talið að ekki væru forsendur fyrir því að nauðungarvista A. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ekki væru skilyrði til að dæma A bætur á grundvelli 1. mgr. 32. gr. lögræðislaga enda hefði að undangengnu viðtali hans við lækna á geðdeild ekki verið talin þörf á nauðungarvistun. Þá var talið með vísan til heildarmats á aðstæðum við frelsissviptinguna og aðdraganda hennar að A hefði ekki að ósekju verið fluttur nauðugur á sjúkrahús til nákvæmari greiningar á ástandi hans í skilningi 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar né að vistunin á sjúkrahúsinu hefði tekið óhæfilega langan tíma. Var Í því sýknað af kröfu A. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og KarlAxelsson og Kristbjörg Stephensen landsréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. mars 2017. Hann krefst þess að hinumáfrýjaða dómi verði hnekkt og að bótaskylda stefnda verði viðurkennd. Þá krefsthann að stefnda verði gert að greiða sér 90.000.000 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15.september 2015 til greiðsludags.Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti, en til vara að fjárhæð kröfu áfrýjanda verði lækkuð ogmálskostnaður falli niður. IMálsatvikum erlýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram leitaði systir áfrýjanda 3.mars 2014 til héraðsvaktar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að ábendingugeðlæknis er hún hafði áður ráðfært sig við, og óskaði eftir að áfrýjandi yrðinauðungarvistaður á grundvelli lögræðislaga nr. 71/1997. Taldi systir áfrýjandahann hafa verið veikan undanfarnar tvær vikur og hefðu veikindin ágerst.Áfrýjandi hafði tveimur dögum áður farið sjálfviljugur í fylgd mágs síns íviðtal á geðdeild Landspítalans. Gert hefði verið ráð fyrir endurkomu 3. marsen áfrýjandi neitaði að mæta í bókaðan viðtalstíma. Væri ástand hans verra entveimur dögum fyrr. Að fenginni staðfestingu geðdeildar Landspítala á fyrirhugaðriendurkomu þennan sama dag, tók læknir á héraðsvakt heilsugæslunnar ákvörðun umað vitja áfrýjanda og leggja mat á hvort nauðsynlegt væri að flytja hann ásjúkrahús til að meta hvort þyrfti að nauðungarvista hann. Óskaði hann eftir aðlögregla væri til taks til að flytja áfrýjanda á geðdeildina en talið var aðhann færi ekki sjálfviljugur. Í kjölfar þess að læknirinn hitti áfrýjanda fyrirí töluverðu ójafnvægi tók hann ákvörðun um að áfrýjandi skyldi fluttur gegnvilja sínum af lögreglu á bráðaþjónustu geðdeildar Landspítala. Niðurstaða tveggjalækna á geðdeildinni, er mátu ástand áfrýjanda við komuna þangað, var aðáfrýjandi væri undir mikilli streitu en ekki væru klár merki um geðrof eða „maniu“þótt slíkt gæti verið í uppsiglingu. Hann var ekki metinn í sjálfsvígshættu eðahættulegur sjálfum sér og því töldu læknarnir ekki forsendur fyrir því aðnauðungarvista hann þó svo þeir hvettu hann, án árangurs, til að leggjast innog taka lyf vegna ástands síns. IIÍ málinu gerir áfrýjandibæði kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu stefnda og kröfu um að stefndi verðidæmdur til að greiða áfrýjanda nánar tiltekna fjárhæð í skaðabætur. Í kröfu umskaðabætur að tiltekinni fjárhæð felst krafa um viðurkenningu áskaðabótaskyldu. Áfrýjandi hefur því ekki lögvarða hagsmuni af því að leyst sésjálfstætt úr viðurkenningarkröfu hans og verður henni því vísað frá héraðsdómi.IIIÍ 1. mgr. 19. gr.lögræðislaga nr. 71/1997 segir að sjálfráða maður verði ekki vistaður nauðugur ísjúkrahúsi. Samkvæmt fyrsta málslið 2. mgr. þeirrar lagagreinar getur læknir þóákveðið að sjálfráða maður skuli færður og vistaður nauðugur í sjúkrahúsi efhann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svosé eða ástand hans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Íathugasemdum með frumvarpi því er varð að lögræðislögum var tekið fram aðalvarlegur geðsjúkdómur í merkingu þessa ákvæðis væri samheiti yfir geðraskanirsem einkenndust af verulegum hugsanatruflunum og dómgreindarbresti ogsamsvaraði nokkurn veginn hugtakinu geðrof sem í íslensku máli væri einnignefnt geðveiki. Fyrir utan hugtakið féllu hins vegar hugraskanir og streitutengdarraskanir sem einkennst gætu af kvíða, fælni og þráhyggju, enn fremurpersónuleikaraskanir og þroskahefting. Hent gæti að sá sem haldinn værihugröskun, persónuleikaröskun eða þroskaheftingu sýndi jafnframtsjúkdómseinkenni sem bent gætu til alvarlegs geðsjúkdóms og mætti þá vista hanngegn vilja sínum á sjúkrahúsi til rannsóknar og meðferðar ef læknir teldi þaðóhjákvæmilegt. Heimildin til að vista mann nauðugan á sjúkrahúsi ef verulegarlíkur væru taldar á að hann væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi væri á þvíbyggð að oftar en ekki væri í tilfelli bráðageðveiki ógjörningur að koma viðnákvæmri greiningu á ástandi viðkomandi áður en honum yrði komið á sjúkrahús.Áfrýjandi hefurmeðal annars byggt kröfur sínar á 1. mgr. 32. gr. lögræðislaga þar sem mælt erfyrir um að dæma skuli bætur úrríkissjóði vegna nauðungarvistunar sjálfráða manns ef lögmæt skilyrði hefurbrostið til slíkrar aðgerðar, hún hefur staðið lengur en efni stóðu til eða aðhenni staðið á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt. Fyrir liggur aðáfrýjandi var fluttur gegn vilja sínum af lögreglu á geðdeild til mats áástandi hans en lögreglu er samkvæmt 2. málslið 4. mgr. 19. gr. lögræðislagaskylt að verða við beiðni læknis um aðstoð við að flytja mann nauðugan ásjúkrahús. Þótt áfrýjandi hafi þannig verið fluttur gegn vilja sínum ásjúkrahús var, að undangengnu viðtali hans við lækna á geðdeild og að fengnumati yfirlæknis, ekki talin þörf á nauðungarvistun. Samkvæmt þessu eru því ekkiskilyrði til að dæma áfrýjanda bætur á grundvelli 1. mgr. 32. gr. lögræðislaga.Þá hefur áfrýjandivísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 5. gr.stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, megi engan svipta frelsi nema samkvæmt heimildí lögum. Þá er svo fyrir mælt í 5. mgr. 67. gr. að hafi maður verið svipturfrelsi að ósekju skuli hann eiga rétt til skaðabóta. Í málinu þarf að leysa úrþví hvort áfrýjandi hafi verið sviptur frelsi að ósekju í umrætt skipti þannigað stefndi hafi af þeim sökum bakað sér bótaskyldu gagnvart honum.Þótt læknar á geðdeild hafi komist að þeirriniðurstöðu að ástand áfrýjanda væri ekki þess eðlis að það réttlætti að hannyrði nauðungarvistaður verður því ekki þar með slegið föstu að áfrýjandi hafiað ósekju verið sviptur frelsi sínu heldur verður að leggja heildarmat áaðstæður við frelsissviptinguna og í aðdraganda hennar. Leggja verður tilgrundvallar að hegðun áfrýjanda og líðan hafði breyst síðustu vikur áður en komað því að hann var fluttur á geðdeild, eins og áður greinir, og að fjölskyldahans taldi sig hafa ástæðu til að óttast um heilsu hans. Af þeim sökum hafðimágur áfrýjanda talið hann á að fara í viðtal á geðdeild þann 1. mars. Við þaðtilefni hafnaði áfrýjandi lyfjagjöf en gert var ráð fyrir endurkomu hans eftirtvo daga eða sama dag og áfrýjandi var fluttur á geðdeildina. Systir áfrýjandaog mágur héldu því bæði fram að ástand áfrýjanda hefði versnað á þeim tveimurdögum. Læknir á héraðsvakt heilsugæslunnar, sem kom fyrir héraðsdóm, bar aðerfitt gæti verið að meta hvort einstaklingur væri í geðrofi. Ekki væri unnt aðleggja fyrir hann einfalt próf sem greindi hvort um slíkt væri að ræða. Hannstaðfesti jafnframt að í ljósi sögu áfrýjanda, frásagna fjölskyldunnar afbreyttri hegðun hans og ætluðum ranghugmyndum og því að geðdeild hefði ráðlagtendurkomu á deildina í viðtali tveimur dögum fyrr, hefði það verið mat hans aðáfrýjandi gæti verið í geðrofi. Hann greindi jafnframt frá því að þegar hannhitti áfrýjanda fyrir 3. mars 2014 hafi áfrýjandi verið í ójafnvægi og því hefðihann tekið ákvörðun um að láta flytja hann nauðugan á geðdeild svo ástand hansyrði metið. Þá verður til þess að líta að í göngudeildarnótu geðlæknis, er tóká móti áfrýjanda við komuna á geðdeild, kemur fram að áfrýjandi væriaugljóslega haldinn mikilli streitu þó ekki væru klár merki um geðrof eða „maniu“þótt slíkt gæti verið í uppsiglingu. Þá var hann ekki talin vera ísjálfsvígshættu. Allt að einu var áfrýjandi hvattur til að þiggja lyfjagjöf ogjafnframt til þess að leggjast inn á deildina sjálfviljugur sem hann hafnaði.Með vísan til þess sem nú var rakið, verður ekki talið að áfrýjandi hafi aðósekju verið fluttur nauðugur á sjúkrahús til nákvæmari greiningar á ástandihans. Jafnframt verður talið að vistunin á sjúkrahúsinu hafi ekki tekiðóhæfilega langan tíma. Læknir á geðdeild, er mat ástand áfrýjanda við komunaþangað, taldi við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi, að viðtalið við áfrýjanda hefðitekið innan við klukkutíma. Áfrýjandi hefur ekki mótmælt því mati vitnisins. Þáverður staðfest, með vísan til forsendna, sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms, aðengir aðrir þeir annmarkar hafi verið á framkvæmd frelsissviptingar áfrýjandaumræddan dag eða undirbúningi hennar að lögum, sem varðað geti því að húnteljist hafa verið ólögmæt. Framkvæmd flutnings áfrýjanda á geðdeildLandspítala var því í fullu samræmi við áskilnað 19. gr. lögræðislaga og húnekki að ósekju í skilningi 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár.Samkvæmtframansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Rétt er að málskostnaðurfyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Vísaðer frá héraðsdómi kröfu áfrýjanda, A um viðurkenningu á skaðabótaskyldustefnda, íslenska ríkisins.Hinnáfrýjaði dómur skal að öðru leyti vera óraskaður.Málskostnaðurfyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2017 Mál þetta, sem var höfðað 15.september 2015, var dómtekið eftir aðalmeðferð þess 12. janúar 2017.Stefnandi er A, [...],Kópavogi og stefndi eríslenska ríkið, Arnarhvoli, 150 Reykjavík. Stefnandikrefst þess að viðurkennd verði bótaskylda stefnda, vegna ólöglegrarfrelsissviptingar sem stefnandi sætti í mars 2014, þegar hann var færðurnauðugur af lögreglu, frá heimili sínu niður á geðdeild Landspítalans og haldiðþar nauðugum.Þess er jafnframt krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda,90.000.000 króna í bætur, vegna miska og skaða.Þá er krafist dráttarvaxta frá stefnubirtingardegi til greiðsludags,samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001.Stefndikrefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdurtil að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins.Til vara erþess krafist að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaðurverði felldur niður.I.Gögn málsins gefa að mati dómsinsótvírætt til kynna að það hafi verið þann 3. mars 2014, sem B, systirstefnanda, muni hafa haft samband við C, lækni við Heilsugæsluna áhöfuðborgarsvæðinu, og óskað eftir því að stefnandi yrði nauðungarvistaður, enheilsugæslan starfrækir svokallaða héraðsvakt sem sinnir beiðnum um bráðanauðungarvistun einstaklinga utan sjúkrahúsa. Ástæða beiðninnar þennan dag varsögð sú að B taldi stefnanda vera veikan og hafa verið það a.m.k. undanfarnartvær vikur. Stefnandi, sem er verkfræðingur, hafði ekki skilað sér til vinnusíðustu daga, en það sagði hann við aðalmeðferð málsins að hefði verið aðáeggjan systur hans. Stefnandi heldur því fram að atvik málsins hafi gerst 2.mars en ekki daginn eftir. Tveimur dögum fyrr eða 1.mars 2014 hafði eiginmaður B fengið stefnanda til að fara með sér til læknis ogþeir farið á geðdeild. Stefnandi undraðist þetta en beið rólegur á biðstofunnií drykklanga stund eftir að komast inn. Stefnanda voru ráðlögð lyf til að bætasvefn og draga úr spennu sem hann þáði ekki. Þegar ósk um nauðungarvistun varsett fram hafði stefnanda hrakað mjög á tveimur dögum að sögn systur hans. Cmat það svo að lýsingar systur stefnanda og eiginmanns hennar á ástandistefnanda gætu bent til þess að hann væri í geðrofi.C læknir hringdi áLandspítala og ræddi við deildarlækni á geðdeild sem greindi frá því að ámorgunfundi þann dag hefði verið rætt um að stefnandi kæmi mögulega í mataftur. Deildarlæknir var upplýstur um að aðstandendur hans bæðu umnauðungarvistunarmat og teldu að hann yrði að koma í lögreglufylgd þar sem hannfæri ekki sjálfviljugur. Deildarlæknir upplýsti að gert hefði verið ráð fyrirhonum aftur í viðtal þennan dag.Ákveðið var að óska eftiraðstoð lögreglu sem kom að heimili stefnanda sama dag ásamt C lækni sem spurðistefnanda hvort hann hygðist mæta til viðtals þann dag. Þegar stefnandi neitaðiþví tilkynnti C honum að hann yrði þá færður nauðugur á geðdeildina. Stefnandilýsti sig ósáttan við að fara og mótmælti, en kom þó mótþróalaust ílögreglubifreiðina og kom með á geðdeild. Stefnandi var, samkvæmtvottorði yfirlæknis, metinn ítarlega á bráðaþjónustunni og mátu læknar það svoað stefnandi væri undir miklu álagi. Var hann hvattur til að þiggja lyf ogleggjast inn á geðdeild sjálfviljugur, en hann hafnaði því. Engin merki komufram um alvarlega geðhæð þótt grunur væri um að slíkt gæti verið í uppsiglingu.Engin merki voru um geðrof eða sjálfsvígshugleiðingar. Ekki voru því taldarforsendur fyrir nauðungarvistun og stefnandi fór heim. Stefndi áréttar að allirlæknar sem starfi á Héraðsvakt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins séu bærir tilað taka ákvarðanir samkvæmt skv. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997.Stefndi lýsir því svo, aðvaktinni sé falið að sinna óskum um nauðungarvistun einstaklinga utansjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. Komi fram ósk frá einstaklingi eða fjölskyldusem álíti nákominn ættingja í þannig andlegu ástandi að það jafnist á viðalvarlegan geðsjúkdóm en viðkomandi vill ekki leita læknis eða fellst ekki álæknismeðferð sem honum hefur verið ráðlagt, sé oft vísað á héraðsvaktina tilað fá aðstoð. Venjulega hafi þá fjölskyldan áður leitað ráða á geðdeildLandspítalans eða hjá geðlækni. Sé leitað til vaktarinnar afli læknir á vakt þáupplýsinga um sjúkdómsástand einstaklingsins frá ættingjum sem hafa haftsamband svo og hjá læknum sem viðkomandi hefur leitað til ef um slíkt ræðir. Efættingjar lýsi hátterni einstaklingsins til orðs og æðis fyrir læknivaktarinnar þannig að læknirinn telji það líklegt að viðkomandi sé í geðrofifallist læknir á að hitta hann. Áður kynni hann sér hvort viðkomandi ættingjarhafi ráðfært sig við geðlækna eða geðdeild Landspítalans um hvað sé best aðgera fyrir þann sem talinn er veikur. Þegar læknir á héraðsvaktinni fari til aðhitta einstaklinginn fari hann í fylgd lögreglu. Áður hafi hann haft sambandvið lögregluna og óskað eftir aðstoð við að flytja sjúkling nauðugan ásjúkrahús samkvæmt 19. gr. lögræðislaganna. Sé það gert þar sem allar líkurstandi til þess að hinn meinti sjúklingur neiti að fara sjálfviljugur í viðtalá geðdeildina þó að læknir leggi að honum að gera það. Einnig hafi læknirinnsamband við vakthafandi lækni á geðdeildinni til að láta vita að það gæti komiðtil geðlæknismats á viðkomandi einstaklingi með tilliti til nauðungarvistunareins og ættingjar hafi beðið um. Ef læknir telji, eftir að hafa hitt meintansjúkling og fengið sögu um hátterni hans, að það þurfi að fá álit geðlæknis tilað meta hvort þörf sé á nauðungarvistun fyrir hann á sjúkrahúsi þá tilkynnirlæknirinn sjúklingnum um það. Ef hann fellst ekki á að fara sjálfviljugur íviðtalið sé beiðnin um aðstoð lögreglu virkjuð og lögreglan flytji hann íviðtal við geðlækni á Landspítalanum. Starfsfólk geðdeildar sé þá látið vita aðvon sé á lögreglu með viðkomandi einstakling til mats m.t.t. nauðungarvistunar.Svo hafi verið í tilviki stefnanda.Skýrslur fyrir dómi gáfu Clæknir, D yfirlæknir, E yfirlæknir, F sérfræðilæknir G læknir, H læknanemi oglögreglumennirnir I og J.II.Stefnandikveðst byggja á því að íslenska ríkið hafi, á grundvelli húsbóndaábyrgðar áathöfnum starfsmanna sinna, bakað sér bótaskyldu gagnvart honum samkvæmt 32. grlögræðislaga nr. 71/1997, 5. mgr. 67.gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr.26.gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993.Stefnandi bendir á að ákvörðun C læknis hafi verið byggð á2.mgr. 19.gr. lögræðislaga, en þar komi fram að 18. gr.stjórnsýslulaga, um að stytta tíma til andmæla, gildi ekki um meðferð málasamkvæmt umræddri grein. Löggjafinn sé með þessu að styrkja andmælaréttmálsaðila gagnvart stjórnvaldsákvörðun sem tekin er á grundvelli 2. mgr.19.gr. lögræðislaga. Stjórnvald verði því að gefa málsaðila óskertan tímatil andmæla, en að öðrum kosti geti stjórnvald eingöngu byggt ákvörðun ágrundvelli greinarinnar á gögnum/sjónarmiðum þar sem andmæli málsaðila séuaugljóslega óþörf, samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga. Það sé ósannað að sú staðahafi verið uppi í tilviki stefnanda.Stefnandi byggir á því að ákvörðun um nauðungarvistun séstjórnvaldsákvörðun. Það sé því ekki heimild í lögum fyrir aðra lækna en þá semhafa stjórnsýsluvald að beita 2.mgr. 19.gr. lögræðislaga. Chéraðslæknir hafi ekki stjórnsýsluvald til að taka stjórnvaldsákvörðun samkvæmtákvæðinu, gagnvart stefnanda.Stefnandi byggir á því að C héraðslæknir hafi safnað persónuupplýsingumum stefnanda án þess að hafa til þess nokkra rannsóknarheimild samkvæmt lögum.Vísar stefnandi til þess að læknirinn hafi hringt í geðdeild og eiginmannsystur stefnanda án nokkurrar lagaheimildar, auk þess að skrifa minnispunkta ákennitölu stefnanda, án heimildar.Stefnandi telur að engin heimild sé til þess að ættingjar aðila óskieftir nauðungarvistun á grundvelli 2. mgr. 19. gr. Samkvæmt 20. gr.lögræðislaga geti ættingjar, nánar skilgreint í 2. mgr. 7 gr. sömu laga, sentbeiðni með ósk um nauðungarvistun manns samkvæmt 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga.Slík beiðni skuli samkvæmt 21.gr. laganna vera skrifleg og berast tilinnanríkisráðuneytisins. Stefnandi byggir á því að ekki skipti máli hvertilkynnir stjórnvaldi í málum sem þessum, stjórnvald taki ákvörðun um það íhvaða farveg mál er sett og beri alfarið ábyrgð á því að farið sé að lögum.Byggt er á því að sú framkoma heilbrigðisstarfsmanna að bera ættingja stefnandafyrir ákvörðunum sínum í málinu, sé mannréttindabrot gagnvart stefnanda ogfjölskyldu hans.Stefnandi byggir á því að þar sem hann hafi verið fluttur nauðugur ásjúkrahús og haldið þar, samkvæmt 18.gr. lögræðislaga, falli það undirnauðungarvistun. Stefnandi hafi verið sjálfráða maður, nauðungarvistaðursamkvæmt skilgreiningu lögræðislaga og hafi því átt að njóta allra réttindasamkvæmt lögum, sem nauðungarvistaður sjálfráða maður.Stefnandi vísar til þess að hann hafi óskað eftir lögmanni, bæði viðlögreglu og einnig hafi hann í upphafi viðtals á geðdeild Landspítalans óskaðeftir lögmanni, enda haldið þar nauðugum, en honum hafi verið synjað um það.Stefnandi byggir á því að, samkvæmt 1. mgr. 25. gr. lögræðislaga, beri aðtilkynna nauðungarvistuðum manni tafarlaust um rétt hans til að njóta stuðningsráðgjafa, samkvæmt 27. gr. lögræðislaga. Stefnandi bendir á að ekki hafi veriðgefnar út reglur samkvæmt, 5. mgr. 27. gr. lögræðislaga, sem m.a. eigi að takaá skyldum slíks ráðgjafa. Stefnandi byggir á því að hér hafi verið brotiðgróflega á réttindum hans en það geti stafað af því að framangreindar reglurhafi ekki verið gefnar út.Loks byggir stefnandi á því að geðdeild Landspítalans hafi ekkilagaheimild til að nauðungarvista sjálfráða menn. Reglugerð samkvæmt5.mgr. 19. gr. lögræðislaga hafi ekki verið gefin út. Þar af leiðandihafi Landspítalinn enga heimild til að nauðungarvista sjálfráða menn. Byggt séá reynslu stefnanda, um að geðdeild Landspítalans sé með öllu ófær um að gætaréttarstöðu sjálfráða einstaklinga sem sæta nauðungarvistun þar og sé þar meðóhæf til að sinna slíkum verkefnum.III.Stefndi segir að við úrvinnslu málsstefnanda hafi verið fylgt 3. kafla lögræðislaga nr. 71/1997 og vísar í þvísambandi til 2. mgr. 19. gr., sbr. 4. mgr. 19. gr. s.l., og byggir á því aðfullnægt hafi verið skilyrðum greinarinnar fyrir aðgerðum þeim sem mál þettafjallar um. Aðgerðin hafi verið lögmæt í alla staði.Óhjákvæmilegt hafi verið að koma stefnanda til nánariskoðunar á geðdeild. Geri 19. grein laganna beinlínis ráð fyrir því og ekki séhægt að sjá hvernig hægt hefði verið að standa að málum með öðrum hætti.Ákvörðunin hafi falið í sér bráðabirgðaákvörðun sem staðfesta yrði ásjúkrahúsinu af þar til bærum sérfræðingi/yfirlækni.Stefnandi hafi ekki gertneinar athugasemdir við aðkomu lögreglu að málinu en stefndi bendir í þessumefnum á það sem hann telur skyldu lögreglu skv. 4. mgr. 19. gr. lögræðislaga,nr. 71/1997, sbr. e-lið 2. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996. Aðkoma lögreglu ímálinu hafi verið lögmæt í alla staði.Stefndi telur það vafaundirorpið en kveðst telja að sé hægt að líta svo á að í kröfugerð stefnandafelist bótakrafa vegna starfa starfsfólks Landspítala sé þeim kröfum mótmælt enengin skilyrði séu til að dæma bætur vegna þeirrar starfsemi. AðkomaLandspítala hafi verið lögmæt í alla staði.Stefndi kveðst benda á aðstefnandi hafi skömmu áður leitað til bráðaþjónustu geðsviðs í fylgd ættingjaþar sem grunur var um byrjandi örlyndisástand.Lýsing systur stefnandaog eiginmanns hennar á hátterni stefnanda síðustu daga fyrir umræddan atburð,auk upplýsinga frá geðdeild Landspítalans, hafi verið þannig að það hafi getaðjafnast á við að stefnandi væri í geðrofi eða þannig andlega veikur að hanngæti verið hættulegur sjálfum sér og öðrum. Ákvörðun skv. 2. mgr. 19. gr.lögræðislaga, nr. 71/1997, sé ákvörðun læknis. Saga stefnanda ein og sér hafigetað leitt til þess að læknir vildi fá álit sérfræðings á geðdeild, en erfittgeti verið að greina geðrof. Þegar C læknir hafi hitt stefnanda hafi hann taliðþað einu leiðina til að fá úr því skorið hvort hann væri í geðrofi og þyrfti aðvistast á sjúkrahúsi, að fá álit geðlæknis. Byggt sé á því að þetta hafi veriðrétt mat. Stefnandi byggi á því ístefnu að eingöngu dómarar geti fjallað um sjálfræðissviptingu samkvæmtlögræðislögum. Stefndi kveðst ekki átta sig á þessari málsástæðu en ítrekar að2. mgr. 19. gr. heimili lækni þá aðgerð sem ákveðin hafi verið og hafi húnverið fyllilega lögmæt og læknirinn bær til að taka hana.Stefndi kveðst mótmælaþví sem fram kemur í stefnu að læknirinn hafi verið búinn að ákveða að stefnandiyrði færður á geðdeild Landspítala áður en hann hitti stefnanda fyrir framanheimili hans á [...]. Þá mótmælir stefndi því að stefnandi hafi veriðhandtekinn.Stefndi telur og ósannaðog mótmælir því að stefnanda hafi verið haldið nauðugum í viðtali á geðdeild. Ígögnum málsins komi fram að stefnandi hafi ekki verið beittur neinni nauðungeða frelsissviptingu af hálfu geðdeildar.Stefnandi byggi á því aðíslenska ríkið hafi á grundvelli húsbóndaábyrgðarreglu á athöfnum starfsmannasinna bakað sér bótaskyldu gagnvart honum samkvæmt 32. gr. lögræðislaga, nr.71/1997, 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga,nr. 50/1993. Stefndi mótmælir þessari málsástæðu stefnanda og byggir á því aðekki sé fullnægt skilyrðum ákvæðis umræddra lagaákvæða í þessu máli fyrirbótaskyldu. Í 32. gr. lögræðislaga sé kveðið á um skaðabætur ef lögmæt skilyrðivegna nauðungarvistunar hafa brostið. Nauðungarvistun var aldrei ákveðinendanlega í þessu tilviki. Ekki sé heldur hægt að vefengja það læknisfræðilegamat C að senda stefnanda á sjúkrahús til frekari rannsóknar og ákvarðanatöku.Stefndi vísar á bugsjónarmiðum stefnanda um 18. gr. stjórnsýslulaga og tengslum hennar við 19. gr.lögræðislaga og telur þau illskiljanleg. Vísar stefnandi um aðra niðurstöðu tilathugasemda við frumvarp það er varð að lögræðislögum Stefndi telur ljóst aðlækni, sem fái erindi líkt og C fékk, beri að kynna sér málið og persónulegarupplýsingar um viðkomandi einstakling. Læknirinn hafi haft fullar heimildir tilað kanna mál stefnanda.Stefndi kveðst benda á,að komi fram ábending til læknis sem hann metur trúverðuga, þurfi að fylgjaslíku eftir og kanna betur, þótt ekki sé bein heimild í lögræðislögum um aðættingjar geti sent inn beiðni um nauðungarvistun í tilvikum sem 2. mgr. 19.gr. lögræðislaga tekur til. Ekkert sé ólögmætt eða athugavert við það. Þámótmælir stefndi sjónarmiðum stefnanda um meint mannréttindabrot.Stefndi telur ósannað aðstefnandi hafi óskað eftir lögmanni á geðdeild. Því sé og mótmælt af hálfustefnda að stefnandi hafi átt rétt á lögmanni.Þá telur stefndi rangt að það hafi verið hlutverk C læknis að bendastefnanda á réttindi samkvæmt 1. mgr. 25. gr. lögræðislaga enda þar talað umvakthafandi sjúkrahúslækni og sjúkrahúsdvöl og meðferð þar. C hafi einungislátið flytja stefnanda á geðdeild til mats en honum hafi ekki verið haldið þar.Og sé á því byggt að ekki hafi verið um nauðungarvistun að ræða enda þurfitvennt að koma til skv. 18. gr. lögræðislaga, bæði að vera fluttur og haldiðþar. Síðara atriði sé ekki uppfyllt. Stefndi mótmælir því aðekki sé heimild í lögum til að nauðungarvista sjálfráða menn og vísar tillögræðislaga því til stuðnings. Auk þess vísar hann til þess að stefnandi hafiekki verið nauðungarvistaður á spítalanum.Stefnditelur bótakröfu stefnandameð öllu vanreifaða. Meint fjártjón sé með öllu ósannað enda ekki minnst á þaðeinu orði í stefnu. Kröfum stefnanda sémótmælt að öllu leyti.Á því sé byggt að upphafsgreining C og ákvörðun hans umflutning og allar þær aðgerðir sem til skoðunar eru í þessu máli hafi veriðfullkomlega lögmætar og málefnalegar. Ekki hafi verið brotið gegn ákvæðumstjórnarskrár né öðrum réttarheimildum.Stefndi vísar ummálskostnaðarkröfu til XXI. kafla laga nr. 91/1991.Stefndi vísar varðandivarakröfu sína til sömu málsástæðna og sjónarmiða og fram koma í umfjöllun umaðalkröfu um sýknu. Dómkröfur stefnandaséu allt of háar og í raun fjarstæðukenndar og sé krafist stórkostlegrar lækkunarþeirra.IV.Stefnandibyggir á því að atvik málsins, þ.e. þegar C læknir kom í fylgd lögreglu tilhans og færði hann til viðtals á geðdeild, hafi átt sér stað sunnudaginn 2.mars 2014 en ekki mánudaginn 3. mars 2014. Stefnandi gat að mati dómsins ekkiútskýrt hvaða þýðingu þetta hefði fyrir málið ef þessi væri raunin. Í stefnuheldur hann því þó fram að þetta sýni að einhvers konar annarleg sjónarmið hafibúið að baki öllu málinu. Dómurinn telur hins vegar ljóst, án þess að það verðitalið skipta máli við úrlausn málsins, að atvikin hafi gerst 3. mars. Allarskýrslur lækna vegna málsins staðfesta það, sem og dagbókarfærsla lögreglu. Aðauki átti stefnandi að koma til viðtals aftur á geðdeild síðar þann dagsamkvæmt forskrift frá lækni í viðtali 1. mars, en hafði neitað að mæta, en súneitun mun m.a. hafa kallað á þá aðgerð sem ráðist var í. Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga, nr.71/1997, er lækni falið það vald að ákveða að sjálfráða maður skulifærður og vistaður nauðugur í sjúkrahúsi ef hann er haldinn alvarlegumgeðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans erþannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Frelsisskerðing má ekki standalengur en 72klukkustundir nema til komi samþykki sýslumanns. Ákvæði þettaer undantekning frá meginreglu 1. mgr. um að sjálfráða maður verði ekkivistaður nauðugur á sjúkrahúsi.Í ákvæðinu er ekki skilgreint hvaða eða hverniglækni sé átt við og ekki gerð krafa um sérstaka menntun eða embættisheiti einsog stefnandi hefur ýjað að. Því verður ekki séð að það fyrirkomulag sem stjórnheilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið, um að vakthafandi læknar ásvokallaðri héraðsvakt heilsugæslunnar skuli sinna óskum um nauðungarvistun, séandstætt ákvæðinu.Því er ekkert sem stendur í vegi þess að læknirsem fær upplýsingar um að einstaklingur sé hugsanlega í slíku ástandi sem lýster í ákvæðinu, kanni málið frekar og má jafnvel tala um skyldu hans í þeimefnum. Engu máli getur skipt hvaðan slíkar upplýsingar koma, hvort það er fráaðstandanda, nágrönnum, lögreglu o.s.frv. Grundvallaratriði er þó að viðkomandi læknir metiþað sjálfur, áður en hann grípur til aðgerða samkvæmt ákvæðinu, hvort ástandviðkomandi einstaklings gefi tilefni til frekari rannsóknar til ákvörðunareftir atvikum um nauðungarvistun viðkomandi, sbr. 4. mgr. 19. gr. laganna. Í framburði C borgarlæknis fyrir dómi kom þaðenda fram að þetta væri ætíð gert og þetta hefði hann gert þegar hann hittistefnanda 3. mars 2014 og metið það svoað frekari rannsóknar væri þörf. Ekkert bendir til þess að þetta mat læknisinsá þessari stundu hafi verið rangt. Í framburði læknisins fyrir dómi kom og framað erfitt gæti oft verið að meta hvort um væri að ræða geðrof og slík greiningkallaði oft á ítarlegri skoðun. Því er hafnað, sem stefnandi heldur fram, að áhonum hafi verið brotinn réttur með því að lögreglan hafi, áður en hún kom með Clækni á vettvang, fyllt út eyðublað til að staðfesta beiðni um aðstoð lögreglu,og C hefði skrifað undir það skjal. Ekkert er heldur komið fram um, og er þaðósannað, að C hafi verið búinn að mynda sér skoðun í málinu áður en hann hittistefnanda fyrir. Stefnandi fór, eins og að framan greinir, ánmótþróa með lögreglunni á geðdeild til viðtals. F, sérfræðilæknir á geðdeild,stjórnaði viðtalinu við stefnanda. Hún mundi ekki eftir því hvað viðtalið hefðistaðið lengi en sagði svona viðtöl yfirleitt taka frá 20 mínútum til 60mínútna. Stefnandi sjálfur telur að viðtalið hafi tekið nálægt einniklukkustund. Í göngudeildarnótu er ástæða fyrir komu stefnanda sögð m.a. sú aðóregla hafi verið á hegðun undanfarnar vikur og grunur um maníu. Einnig aðfjölskyldan hefði haft áhyggjur af hátterni hans og reynt að fá hann til læknisen án árangurs. Það var álit læknisins að stefnandi væri undir miklustreituálagi en ekki væru klár merki umgeðrof eða maníu. Slíkt gæti þó verið í uppsiglingu. Stefnanda var ráðlögðinnlögn og lyfjataka en hann vildi ekki þiggja það. Undir lok viðtalsinskallaði F til E yfirlækni til að fá annað álit á þá skoðun sína að ekki væriástæða til nauðungarvistunar. Eftir að E hafði rætt við stefnanda samþykktihann það mat F. Stefnandi var sagður hafa farið sáttur og rólegur. Stefnandi byggir á því að honum hafi borið ríkariandmælaréttur og vísar um það til þess að í 2. mgr. 19. gr. segir að 18. gr.stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eigi ekki við í málum sem þessu. Hafna verður þvíað þessi tilvísun í 18. gr. hafi eitthvað með andmælarétt að gera. Þvert á mótiendurspeglar hún þá staðreynd að mál samkvæmt ákvæðinu eru þess eðlis að oftaren ekki þarf að hafa skjótar hendur. Því er ekki gert ráð fyrir því að sá semfyrir verður fái frest til að kynna sér gögn málsins til að undirbúa einhverskonar andsvör. Sömu rök leiða til þess að ekki verður að jafnaði veitturfrestur til andmæla. Þá verður hafnað þeirri málsástæðu stefnanda aðlöggjafanum hafi ekki verið heimilt að fela læknum það vald sem gert er með 2.mgr. 19. gr. lögræðislaga. Sú málsástæðaer ekki rökstudd sérstaklega, en telja verður að löggjafinn hafi án nokkursvafa þetta vald, enda um mjög afmarkað tilvik að ræða og bráðaaðstæður og þeimer fyrir verður tryggður víðtækur bótaréttur ef vikið er með einhverjum hættifrá lagaskilyrðum.Ekki verður séð að það hafi sjálfstæða þýðingufyrir málið hvort C hafi safnað persónuupplýsingum um stefnanda ef sú erraunin. Ganga verður enda út frá því að þar sé þá um að ræða gögn er varðaheilsufar stefnanda og þeim þá haldið til haga vegna hagsmuna stefnanda sjálfs.Þá verður það ekki heldur talið hafa þýðingu aðstefnanda hafi verið neitað um aðstoð lögmanns þegar hann kom til viðtals ágeðdeild og engin lagaskylda sem kveður á um slíkan rétt. Einnig er þaðhaldlaust hjá stefnanda að það geti skipt máli við úrlausn á sakarefninu,einkum sjálfum bótagrundvellinum, að ekki ekki hafi verið settar reglugerðirsamkvæmt 5. mgr. 27. gr. og 5. mgr. 19. gr. lögræðislaga. -------Stefnandivísar um bótakröfu sína m.a. til lögræðislaga, nr. 71/1997, en í 1. mgr. 32.gr. þeirra kemur fram að dæma skuli bætur úr ríkissjóði vegnanauðungarvistunar sjálfráða manns ef lögmæt skilyrði hefur brostið til slíkraraðgerðar, hún hefur staðið lengur en efni stóðu til eða að henni staðið áóþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt.Stefndi byggir á því að stefnandi hafi ekki veriðnauðungarvistaður. Stefnandi, hins vegar, bendir á að hann hafi ekki áttannarra kosta völ en að verða við tilmælum lögreglu en það hafi hins vegarverið í óþökk hans. Því hafi hann komið til viðtals gegn vilja sínum. Dómurinntelur að ekki þurfi að skilgreina þessa stöðu í málinu með það í huga hvort 32.gr. skapi stefnanda rétt til bóta því samkvæmt framangreindu verður að líta svoá að þær aðgerðir sem ráðist var í 3. mars 2014 gagnvart stefnanda hafi veriðlögmætar og uppfyllt öll skilyrði laga. Stefnandi eigi því ekki rétt til bótasamkvæmt ákvæðinu. Dómurinn telur með sama hætti að ekki séu uppfylltskilyrði í málinu til að dæma stefnanda bætur á grundvelli 26. gr.skaðabótalaga nr. 50/1993, eða annarra réttarheimilda sem stefnandi tilgreinirí stefnu málsins, þar sem skilyrði um saknæmi og ólögmæti skortir.-------Með vísan til framangreinds verðurþví stefndi sýknaður af kröfum stefnanda.Dómurinn telur rétt, meðvísan til eðlis málsins og þeirra hagsmuna sem um ræðir, að málskostnaður falliniður.Stefnandi, sem erólöglærður, flutti mál sitt sjálfur og af hálfu stefnda flutti málið Óskar Thorarensenhæstaréttarlögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómarikveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð:Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaðuraf kröfum stefnanda, A. Málskostnaðurfellur niður. |
Mál nr. 5/2018 | Kærumál Hæfi dómara Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem hafnað var kröfu X um að landsréttardómari viki sæti í máli ákæruvaldsins gegn honum. Í dómi Hæstaréttar kom fram að í röksemdum X fyrir kröfu sinni væri hvergi haldið fram nokkru því, sem valdið gæti eftir 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að landsréttardómarinn teldist vanhæf til að fara með málið gegn honum og bæri af þeim sökum að víkja sæti í því, heldur sneru röksemdir hans að því að ekki hefði verið farið að lögum við skipun dómarans. Hefði hann klætt álitaefnið sem hann í raun leitaði úrlausnar um ranglega í búning kröfu um að dómarinn viki sæti í málinu. Úrskurður Landsréttar sneri þannig ekki að réttu lagi að ágreiningi um það efni og gæti hann af þeim sökum ekki átt undir kæruheimild til Hæstaréttar samkvæmt b. lið 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008. Var málinu því vísað frá Hæstarétti án kröfu. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson, Markús Sigurbjörnsson,Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 24. febrúar 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 22. febrúar 2018, þar sem hafnaðvar kröfu varnaraðila um að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari viki sætií máli sóknaraðila gegn honum. Um kæruheimild vísar varnaraðili tilb. liðar 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilikrefst þess að „Arnfríður Einarsdóttir verði talin vanhæf til þess að dæma ímáli Landsréttar nr. 6/2018 og gert að víkja sæti í málinu.“Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.IMeð ákæru 31. janúar 2017höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mál á hendur varnaraðila fyrirHéraðsdómi Reykjaness vegna nánar tilgreindra umferðarlagabrota. Málið varþingfest 2. mars 2017 og dómtekið 16. sama mánaðar í framhaldi af því aðvarnaraðili játaði að hafa framið þau brot, sem greindi í ákæru. Dómur gekksíðan í héraði 23. mars 2017 og var varnaraðila þar gert að sæta fangelsi í 17mánuði auk þess að vera sviptur ökurétti ævilangt. Varnaraðili lýsti yfiráfrýjun dómsins í tilkynningu til ríkissaksóknara 6. apríl 2017 og varáfrýjunarstefna gefin út sama dag. Í greinargerð varnaraðila til Hæstaréttar31. maí 2017 var þess krafist að refsing samkvæmt héraðsdómi yrði milduð, en ígreinargerð ríkissaksóknara til réttarins sama dag var krafist staðfestingardómsins. Við svo búið var málið tilbúið til flutnings fyrir Hæstarétti. Með þvíað málið hafði á hinn bóginn ekki verið munnlega flutt í Hæstarétti fyrir lokársins 2017 færðist frekari meðferð þess til Landsréttar samkvæmt 1. mgr. 78.gr. laga nr. 49/2016, sbr. 4. gr. laga nr. 53/2017, og voru gögn málsins send þeimdómstóli með bréfi Hæstaréttar 2. janúar 2018.Fyrir liggur að Landsrétturtilkynnti sakflytjendum með tölvubréfi 29. janúar 2018 að málið, sem hafifengið auðkennið nr. 6/2018, yrði munnlega flutt þar fyrir dómi 6. febrúar samaár, svo og að landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðssonog Þorgeir Ingi Njálsson myndu skipa dóm í málinu. Af þessu tilefni ritaðiverjandi varnaraðila bréf til Landsréttar 2. febrúar 2018, þar sem sagði meðalannars: „Af dómum Hæstaréttar í málum nr. 591 og 592/2017, uppkveðnum 19.desember 2017, þar sem fjallað var um skipan dómara við Landsrétt, má ráða aðskipan þeirra fjögurra dómara sem dómsmálaráðherra gerði tillögu um, en voruekki í hópi þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta, hafi ekki verið í samræmivið lög. Af nýlegri dómaframkvæmd í Evrópu er jafnframt ljóst að með vísan tilþess hversu mikilvægt það er að dómarar séu sjálfstæðir og óhlutdrægir ístörfum sínum verði að gera strangar kröfur til þess að lögmætri málsmeðferð séfylgt við skipan þeirra. Sé út af því brugðið kann það að leiða til þess að sásem var skipaður dómari telst ekki með réttu handhafi dómsvalds. Hvað varðarskipan þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem voru ekki í hópi þeirrafimmtán ... sem dómnefnd mat hæfasta, er mögulegt að niðurstaða skipunarferlisinshefði orðið önnur ef tillaga ráðherra hefði verið sjálfstæð fyrir hvern og einnhinna fjögurra. Auk þess má ætla að niðurstaðan hefði getað orðið önnur hefðiverið framkvæmd fullnægjandi rannsókn á hæfni einstakra umsækjenda til samræmisvið 10. gr. stjórnsýslulaga. Þegar af þeirri ástæðu er unnt að líta svo á aðframangreindir fjórir dómarar hafi ekki verið skipaðir í samræmi við lög, enslíkt er fortakslaust skilyrði, sbr. 59. gr. stjórnarskrár og 6. gr.mannréttindasáttmála Evrópu og kann að leiða til þess að dómsúrlausnir þeirraséu ekki gildar. Fyrir liggur að Arnfríður Einarsdóttir, sem skipar dóm í máliLandsréttar nr. 6/2018, er einn ofangreindra fjögurra dómara. Með vísan tilalls framangreinds telur ákærði óhjákvæmilegt að krefjast þess að hún víki sætivið dómsmeðferð í máli Landsréttar nr. 6/2018.“Þegar málið var tekið fyrir í þinghaldií Landsrétti 6. febrúar 2018 lagði verjandi varnaraðila fram skriflegasamantekt á rökstuðningi fyrir þeirri kröfu sinni að „Arnfríður Einarsdóttirverði úrskurðuð vanhæf til þess að dæma í máli Landsréttar nr. 6/2018 og gertað víkja sæti í málinu“, svo sem þar var komist að orði. Í þinghaldinu varmálið munnlega flutt um þetta efni og gekk síðan hinn kærði úrskurður eins ogáður segir 22. sama mánaðar.IIÍ 6. gr. laga nr. 88/2008 er að finna talninguá þeim tilvikum, þar sem dómari, hvort heldur í héraðsdómi, Landsrétti eðaHæstarétti, er vanhæfur til að fara með sakamál. Er það nánar tiltekið í fyrstalagi ef dómari er sjálfur sakborningur, brotaþoli eða fyrirsvarsmaður annarshvors eða hann hefur gætt réttar sakbornings eða brotaþola í málinu, í öðrulagi ef dómari hefur borið eða verið kvaddur til að bera vitni um atvik málsinsaf réttmætu tilefni eða verið mats- eða skoðunarmaður um sakarefnið, í þriðjalagi ef dómari tengist einhverjum áðurnefndum með því að vera eða hafa veriðmaki hans, skyldur honum eða mægður í beinan legg eða að öðrum lið til hliðareða tengdur honum á einhvern þennan hátt vegna ættleiðingar, í fjórða lagi ef fyrirhendi eru önnur atvik eða aðstæður, sem eru fallnar til að draga óhlutdrægnidómara með réttu í efa og loks í fimmta lagi ef dómari hefur áður tekið tilgreina kröfu um að ákærði í málinu sæti gæsluvarðhaldi eftir 2. mgr. 95. gr.sömu laga. Telji aðili að sakamáli eitthvert framangreindra atriða eiga við umdómara getur aðilinn krafist þess að dómarinn víki sæti í málinu, en að lögumgeta þessi atriði ein og engin önnur orðið til þess að svo fari. Komi slíkkrafa fram tekur dómari, sitji hann í héraðsdómi eða Landsrétti, afstöðu til hennarmeð úrskurði, sbr. 2. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 207. gr. laga nr. 88/2008. Lútiúrskurður að því hvort dómari við Landsrétt víki sæti er unnt að kæraúrskurðinn til Hæstaréttar samkvæmt b. lið 1. mgr. 211. gr. sömu laga.Í úrskurði Landsréttar er greintfrá því, sem varnaraðili tefldi fram til stuðnings fyrrnefndri kröfu sinni þarfyrir dómi, en röksemdir hans í kæru og greinargerð til Hæstaréttar eruefnislega þær sömu. Þar er hvergi haldið fram nokkru því, sem valdið gæti eftir6. gr. laga nr. 88/2008 að landsréttardómarinn Arnfríður Einarsdóttir teldistvanhæf til að fara með mál þetta og bæri af þeim sökum að víkja sæti í því,heldur snúa röksemdir varnaraðila í hvívetna að því að ekki hafi verið farið aðlögum við skipun þessa dómara. Jafnvel þótt á það yrði fallist gæti þaðsamkvæmt framansögðu aldrei orðið til þess að krafa varnaraðila yrði tekin tilgreina. Hefur hann því í málatilbúnaði sínum klætt það álitaefni, sem hann íraun leitar úrlausnar um, ranglega í búning kröfu um að dómarinn víki sæti ímálinu. Úrskurður Landsréttar 22. febrúar 2018 snýr þannig ekki að réttu lagiað ágreiningi um það efni og getur hann af þeim sökum ekki átt undirkæruheimild til Hæstaréttar samkvæmt b. lið 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008.Máli þessu verður því án kröfu vísað frá Hæstarétti.Dómsorð:Máliþessu er vísað frá Hæstarétti.ÚrskurðurLandsréttar 22. febrúar 2018.LandsréttardómararnirArnfríður Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson kveða uppúrskurð þennan.DómkröfuraðilaRíkissaksóknariskaut málinu til Hæstaréttar Íslands 6. apríl 2017 í samræmi við yfirlýsinguákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust Landsrétti 2. janúar 2018. Áfrýjað er dómiHéraðsdóms Reykjaness 23. mars 2017. Á þessu stigi er aðeins til úrlausnarkrafa ákærða um að einn dómaranna, Arnfríður Einarsdóttir, verði úrskurðuðvanhæf til að dæma í málinu og gert að víkja sæti í því. 2Ákæruvaldiðkrefst þess aðallega að kröfu ákærða verði vísað frá dómi, en til vara að henniverði hafnað.Málsmeðferð3Lögreglustjórinná höfuðborgarsvæðinu höfðaði mál þetta með ákæru 31. janúar 2017. Í henni erákærða gefið að sök umferðarlagabrot með því að hafa mánudaginn 24. október2016 ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur um að stjórna henni örugglegavegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldurfyrir þessa háttsemi og gert að sæta fangelsi í 17 mánuði. Fyrir Landsréttikrefst ákærði þess að refsing hans verði milduð. Ákæruvaldið krefst staðfestingarhins áfrýjaða dóms.4Íþinghaldi 6. febrúar 2018 gerði ákærði þá kröfu sem hér er til úrlausnar og fórmunnlegur málflutningur um hana fram í sama þinghaldi. Kröfu sína reisir ákærðiá g-lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Er um vanhæfisástæðurvísað til annmarka á skipun Arnfríðar Einarsdóttur í embætti dómara viðLandsrétt 8. júní 2017 og á því byggt að ákærði hafi af þeim sökum réttmætaástæðu til að ætla að draga megi óhlutdrægni hennar við meðferð málsins í efa.Málsatvik5Hinn 10.febrúar 2017 auglýsti innanríkisráðuneytið laus til umsóknar embætti 15 dómaravið Landsrétt með umsóknarfresti til 28. sama mánaðar og var ArnfríðurEinarsdóttir meðal umsækjenda.6Dómnefndsamkvæmt 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla skilaði dómsmálaráðherra umsögnum umsækjendur 19. maí 2017. Var það niðurstaða nefndarinnar að 33 umsækjendurvoru metnir hæfir en þeir 15 hæfastir sem nafngreindir voru í ályktarorðiumsagnarinnar.7Dómsmálaráðherraafhenti forseta Alþingis 29. maí 2017 bréf með tillögum sínum um hverja skyldiskipa dómara við Landsrétt. Þar kom fram að ráðherra hygðist, að fengnusamþykki Alþingis, sbr. 2. mgr. bráðabirgðaákvæðis IV í lögum nr. 50/2016 umdómstóla, leggja til við forseta Íslands að nánar tilgreindir 15 einstaklingaryrðu skipaðir dómarar við Landsrétt. Á meðal þeirra var Arnfríður Einarsdóttirþótt hún hefði ekki verið á lista dómnefndar yfir þá 15 hæfustu. Meirihlutistjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gerði 31. maí 2017 tillögu tilAlþingis um að þeir umsækjendur sem ráðherra hafði gert tillögu um íframangreindu bréfi yrðu skipaðir dómarar við Landsrétt.8Alþingiafgreiddi málið 1. júní 2017 með því að tillögur dómsmálaráðherra voru bornarundir atkvæði í einu lagi og samþykktar með 31 atkvæði gegn 22 en átta þingmenngreiddu ekki atkvæði. Tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt,sem Alþingi samþykkti í atkvæðagreiðslunni, voru ásamt skipunarbréfum íframhaldinu sendar forseta Íslands.9ForsetiÍslands undirritaði 8. júní 2017 skipunarbréf þeirra 15 dómara við Landsréttsem dómsmálaráðherra hafði gert tillögu um og Alþingi samþykkt.0Tveirumsækjendur um dómaraembætti við Landsrétt, sem voru á lista dómnefndar en ekkiá lista ráðherra sem hann gerði að tillögu sinni til Alþingis, höfðuðu hvor um sigmál á hendur íslenska ríkinu. Var þess í fyrsta lagi krafist að ógilt yrði meðdómi ákvörðun dómsmálaráðherra 29. maí 2017 um að leggja ekki til að stefnenduryrðu skipaðir í stöður dómara við Landsrétt og jafnframt eða til vara að ógiltyrði sú ákvörðun að leggja til við forseta Íslands að þeir yrðu ekki meðalþeirra 15 sem skipaðir yrðu í embætti dómara við Landsrétt. Í öðru lagi aðviðurkenndur yrði réttur stefnenda til skaðabóta úr hendi íslenska ríkisinsvegna tjóns sem framangreindar ákvarðanir dómsmálaráðherra hefðu haft í för meðsér fyrir þá. Í þriðja lagi að íslenska ríkinu yrði gert að greiða þeimmiskabætur vegna ólögmætrar meingerðar gegn æru þeirra sem falist hafi íframangreindum ákvörðunum.1Með dómumsínum 19. desember 2017 í málum nr. 591/2017 og 592/2017 leysti Hæstiréttur úrviðurkenningarkröfum stefnenda um skaðabætur og kröfum þeirra um miskabætur, enmeð dómum 31. júlí 2017 í málum nr. 451/2017 og 452/2017 staðfesti rétturinnúrskurði héraðsdóms um að vísa ógildingarkröfum stefnenda frá dómi. Var þaðniðurstaða Hæstaréttar að málsmeðferð dómsmálaráðherra, í aðdraganda þess aðhún tók aðra ákvörðun um hæfni umsækjenda en dómnefnd hafði áður tekið, hefðiverið andstæð 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af því leiddi að annmarkiværi á meðferð Alþingis á tillögu ráðherra þar sem ekki hefði verið bætt úrannmörkum á málsmeðferð hennar þegar málið kom til atkvæðagreiðslu á Alþingi.Þá taldi rétturinn að ráðherra hefði borið að gera sjálfstæða tillögu umsérhvern þeirra fjögurra umsækjenda sem hún lagði til að skipaðir yrðu en voruekki í hópi þeirra 15 sem dómnefnd hafði metið hæfasta. Vegna annmarka ámálsmeðferðinni ættu stefnendur rétt á miskabótum, en kröfum þeirra umskaðabætur var hafnað þar sem ekki lágu fyrir upplýsingar um fjártjón.MálsástæðuraðilaMálsástæður ákærða2Tilstuðnings kröfu sinni vísar ákærði til ákvæða 59. gr. og 1. mgr. 70. gr.stjórnarskrárinnar, 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr.62/1994, og tilvitnaðra dóma Hæstaréttar 19. desember 2017. Af dómunum sé ljóstað málsmeðferð við skipunina hafi ekki verið í samræmi við lög. Annars vegarsökum þess að dómsmálaráðherra hafi ekki gert sjálfstæða tillögu um skipunArnfríðar Einarsdóttur svo sem honum hafi borið að gera samkvæmt lögum nr.50/2016 um dómstóla. Hins vegar hafi málsmeðferð ráðherrans við mat á hæfiArnfríðar verið ófullnægjandi og í andstöðu við rannsóknarreglu 10. gr.stjórnsýslulaga. Þá hafi ráðherra með tillögu sinni um skipunina brotið gegnþeirri meginreglu í íslenskum rétti að stjórnvaldi sem skipar í opinbert starfeða embætti beri hverju sinni að velja hæfasta umsækjandann. Skipun Arnfríðar íembætti landsréttardómara hafi samkvæmt þessu ekki uppfyllt það fortakslausaskilyrði 59. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálaEvrópu að vera í samræmi við lög. 3Tilstuðnings kröfu sinni vísar ákærði jafnframt til ákvörðunar EFTA-dómstólsins14. febrúar 2017 í máli nr. E-21/2016 og dóms Evrópudómstólsins 23. janúar 2018í máli nr. T-639/16 P. Sú ályktun verði dregin af þessum dómum að sé skipundómara ólögmæt sé hann ekki með réttu handhafi dómsvalds og dómsúrlausnir semhann stendur að séu þá dauður bókstafur. Með vísan til framangreindra dómaHæstaréttar verði ekki annað séð en að fyrir liggi að dómur í máli ákærða munihljóta sömu örlög verði ekki fallist á kröfu ákærða um að Arnfríði Einarsdótturverði gert að víkja sæti í málinu sökum vanhæfis hennar.4Ákærðivísar í því samhengi til þess að hann eigi skýran og ótvíræðan rétt á því aðréttað sé í máli hans af hæfum, óvilhöllum og sjálfstæðum dómstóli sem skipaðursé lögum samkvæmt. Þannig sé mælt fyrir um það í 1. mgr. 70. gr.stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu að öllum beriréttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir refsiverða háttsemi meðréttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Þeir annmarkar semséu á skipun Arnfríðar Einarsdóttur og þar af leiðandi stöðu hennar viðfyrirhuguð dómstörf í máli ákærða samræmist ekki þessum réttindum hans. Ákærðiheldur því fram að við mat á því hvort dómstóll uppfylli skilyrði um sjálfstæðiþurfi auk annarra atriða að kanna fyrirkomulag skipunar dómara við dómstólinnog leggja mat á hvort hann hafi almennt þá ásýnd að hann sé sjálfstæður. Svo séekki í máli ákærða. Er í því sambandi tilgreint að dómsmálaráðherra skipiríkislögreglustjóra og lögreglustjóra og sé æðsti yfirmaður lögreglu í landinu.Þá skipi hann ríkissaksóknara, héraðssaksóknara og saksóknara. Mál þetta hafiverið rannsakað af starfsmönnum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ákæragefin út af saksóknara við það embætti. Þá sé fyrirhugað að dómur í málinuverði skipaður dómurum við Landsrétt sem dómsmálaráðherra hafi einnig skipað.Ákærði geri ekki athugasemdir við þetta fyrirkomulag svo lengi sem réttra oglögmætra aðferða sé gætt við skipun viðkomandi embættismanns eða dómara. Svo séekki í tilviki Arnfríðar, enda hafi dómsmálaráðherra skipað hana í embættidómara við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta, þvert á tillögu dómnefndar og ítrássi við lög og reglur.5Aðþví sögðu sem að framan er rakið er á því byggt af hálfu ákærða að ásýnddómsins sé að svo stöddu þannig háttað að hann geti ekki talist sjálfstæður eðanægilega óháður. Ákærði hafi því réttmætar efasemdir um að réttindi hanssamkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu séu tryggð.Málsástæður ákæruvaldsins6Afhálfu ákæruvaldsins er byggt á því að við skipun dómara í Landsrétt hafi veriðfarið að lögum, bæði að því er varðar undirbúning hennar og skipunina sjálfa.Fyrir liggi að Arnfríður Einarsdóttir uppfylli almenn hæfisskilyrði 21. gr.laga nr. 50/2016 um dómstóla. Þá hafi ferlið við málsferð í aðdraganda skipunarhennar verið í samræmi við fyrirmæli laganna. Þar til bær dómnefnd hafi lagtmat á hæfni umsækjenda og ákvörðun ráðherra hafi byggst á málefnalegum ogrökstuddum ástæðum um að leggja bæri meira vægi á dómarareynslu umsækjenda endómnefndin hefði gert. Loks hafi Alþingi greitt atkvæði um tillögur ráðherrasamkvæmt fyrirmælum laganna. Arnfríður hafi í kjölfarið verið skipuð dómari viðLandsrétt af forseta Íslands. Af hálfu ákæruvaldsins er jafnframt bent á að ítilvitnuðum dómum Hæstaréttar Íslands hafi ekki verið fjallað um gildi skipunardómara við Landsrétt eða vanhæfi þeirra.NiðurstaðaLandsréttar7Ákæruvaldiðhefur ekki rennt stoðum undir kröfu sína um frávísun í þessum þætti málsins ogverður henni hafnað.8Súkrafa ákærða sem hér er til úrlausnar lýtur, svo sem fram er komið, að því aðArnfríður Einarsdóttir landsréttardómari sé með vísan til g-liðar 1. mgr. 6.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála vanhæf til að fara með málið og beriaf þeim sökum að víkja sæti í því. 9Samkvæmt1. og 2. mgr. 7. gr. laganna, en ákvæðunum verður beitt um Landsrétt, skaldómari af sjálfsdáðum gæta að hæfi sínu til að fara með mál og leysa meðúrskurði úr kröfu aðila um að hann víki sæti sökum vanhæfis, ýmist einn eðaásamt öðrum embættisdómurum í fjölskipuðum dómi. 20Tilgangurhæfisreglna í réttarfarslögum er að tryggja að dómari sitji ekki í máli nemahann sé óhlutdrægur gagnvart bæði aðilum máls og efni þess. Jafnframt ertilgangur þeirra sá að tryggja traust aðilanna jafnt sem almennings tildómstóla með því að koma í veg fyrir að dómari standi að úrlausn máls í tilvikiþar sem réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni hans, sbr. dómaHæstaréttar 23. febrúar 2017 í máli nr. 809/2015 og 1. júní 2017 í máli nr.90/2016. Í hæfisreglunum birtist útfærsla á þeirri skyldu löggjafans samkvæmt1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar að setja skýrar reglur um hvenær dómariverður talinn vanhæfur í máli. Grundvallast sú skylda á skilyrði ákvæðisins umóhlutdrægan dómstól, en það felur í sér áskilnað um að dómari í máli þurfi aðvera hlutlaus og að aðilar njóti jafnræðis að því leyti, sem ásamt áskilnaðiþess um óháða dómstóla er undirstaða þess að maður geti talist njóta réttlátrarmálsmeðferðar fyrir þeim. Sömu kröfur verða leiddar af 1. mgr. 6. gr.mannréttindasáttmála Evrópu og þar er einnig að finna ákveðna samsvörum viðákvæði 59. gr. stjórnarskrárinnar um að skipun dómsvaldsins verði eigi ákveðinnema með lögum.21Ákvæðig-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 snýr samkvæmt orðum sínum sérstaklegaað því að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem eru til þess fallnar að dragaóhlutdrægni dómarans í efa. Við afmörkun á inntaki þessarar vanhæfisástæðu þarfað hafa í huga að hún er mjög samofin kröfunni um að dómstólar séu sjálfstæðir.22Samkvæmtmálatilbúnaði ákærða er ekki byggt á því að persónuleg afstaða ArnfríðarEinarsdóttur til ákærða eða efnis máls sé með þeim hætti að draga megióhlutdrægni hennar í efa. Hann heldur því á hinn bóginn fram að í ljósiannmarka á skipun dómara í Landsrétt samkvæmt dómum Hæstaréttar, sem áður ervísað til, hafi hann réttmæta ástæðu til að tortryggja óhlutdrægni dómarans ogsjálfstæði hans. Vísast um nánari grundvöll fyrir kröfunni til umfjöllunar íkafla um málsástæður ákærða hér aðframan. Af henni má þó ljóst vera að þótt dómkrafan einskorðist við vanhæfi ágrundvelli hæfisreglna tekur hún mið af því að þessir annmarkar séu þess eðlisað dómarinn sé ekki með réttu handhafi dómsvalds og því ekki bær til að farameð málið. 23Umskipun dómara í Landsrétt í júní 2017 fór eftir ákvæði til bráðabirgða IV ílögum nr. 50/2016 um dómstóla, sbr. lög nr. 10/2017. Samkvæmt 1. mgr.ákvæðisins skyldi nefnd samkvæmt 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla metahæfni umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn og láta ráðherraí té umsögn um umsækjendur í samræmi við 2. mgr. þeirrar greinar og reglur semum nefndina gilda. Væri ráðherra óheimilt að skipa í dómaraembætti mann semdómnefnd teldi ekki hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliðaöðrum. Frá þessu mætti þó víkja ef Alþingi samþykkti tillögu ráðherra umheimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægði aðmati dómnefndar öllum skilyrðum 2. og 3. mgr. 21. gr. laganna. 24Í2. mgr. bráðabirgðaákvæðisins segir síðan að þegar ráðherra geri tillögu umskipun dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skuli hann leggja tillögu sína umhverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherraskuli hann senda þær forseta Íslands sem skipi í embættin, sbr. 21. gr.Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skuli ráðherra leggjanýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar. Í athugasemdum við ákvæðið ífrumvarpi því er varð að lögum nr. 50/2016 kom fram að í ljósi þess að skipaðiryrðu samtímis 15 dómarar væri eðlilegt að tryggja aðkomu fleiri en einshandhafa ríkisvalds að því. 25Svosem fram er komið afhenti dómsmálaráðherra forseta Alþingis 29. maí 2017 bréfmeð tillögum um hverja skyldi skipa dómara við Landsrétt. Alþingi lauk meðferðsinni á málinu 1. júní 2017 með því að tillögur dómsmálaráðherra voru í einulagi bornar undir atkvæði og samþykktar á þann hátt sem áður er getið. Ágrundvelli þeirrar niðurstöðu var Arnfríður Einarsdóttir skipuð af forseta Íslands8. júní 2017 til að vera dómari við Landsrétt frá 1. janúar 2018 að telja.Skipunin er ótímabundin og henni hefur ekki verið haggað. Þá liggur fyrir aðArnfríður uppfyllir og uppfyllti við skipunina almenn hæfisskilyrði 2. mgr. 21.gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla. Sem skipuðum dómara ber henni að rækja þannstarfa sem embættinu fylgir í samræmi við 61. gr. stjórnarskrárinnar. Þá nýturhún þess sjálfstæðis í embættisathöfnum sínum sem ákvæðið og ákvæði VIII. kaflilaga nr. 50/2016 tryggja, meðal annars gagnvart ráðherra sem gerði tillögu umskipun hennar í embættið.26Meðvísan til þess sem að framan er rakið og að virtum þeim annmörkum sem að matiHæstaréttar voru á skipun dómara í Landsrétt og sjónarmiðum sem að öðru leytihefur verið vísað til af hálfu ákærða í tengslum við þá, verður ekki á þaðfallist að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að dragamegi hæfi Arnfríðar Einarsdóttur til að fara með málið með réttu í efa, sbr.g-lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008. Er því hafnað kröfu ákærða um að húnvíki sæti í málinu.Úrskurðarorð:Hafnað erkröfu ákærða um að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í málinu. |
Mál nr. 269/2017 | Verksamningur Skuldajöfnuður Tómlæti | Í málinu deildu aðilar um uppgjör vegna tveggja verksamninga sem gerðir voru á milli V sem verkkaupa og KNH ehf. sem verktaka vegna svokallaða Suðurstrandavegar og Norðausturvegar. Með héraðsdómi var fallist á að V hefði borið að greiða KNH ehf. tiltekna fjárhæð með verðbótum vegna ýmissa verka, en talið að KNH ehf. ætti ekki rétt á viðbótargreiðslum vegna ákveðinna verkliða og/eða hefði fyrirgert rétti sínum til frekari greiðslna með tómlæti um að gæta réttar síns. Í dómi Hæstaréttar var talið að af gögnum málsins væri nægjanlega ráðið að V hefði samþykkt á verkfundi að greiða KNH ehf. 300.000 krónur vegna aukaverka við girðingar en að öðru leyti var niðurstaða héraðsdóms staðfest um það hvort stofnast hefði til greiðsluskyldu V vegna annarra verkliða. Þá var óumdeilt að til viðbótar dæmdum fjárhæðum skyldi leggja nánar tilteknar verðbætur. Þá kom fram að skilyrði væru til þess að V gæti við uppgjör aðila nýtt tiltekna fyrirframgreiðslu og samningsbundna kröfu sína um greiðslu dagsekta til skuldajöfnunar sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samanlagðar fjárhæðir þeirra þátta voru hærri en sú fjárhæð sem fallist var á að V hefði borið vegna umþrættra verkliða. Var því V sýknað af kröfu þb. KNH ehf. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og KarlAxelsson og Arngrímur Ísberg héraðsdómari.Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 17. febrúar 2017. Ekkivarð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 4. apríl sama ár og áfrýjaði hann öðrusinni 2. maí 2017. Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 131.641.768krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af 76.592.509 krónum frá 7. nóvember 2011 til 20. janúar 2012, enaf 131.641.768 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hannmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Við meðferð máls í héraði var gættákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.IMálavöxtum, málsástæðum og lagarökumaðila er nægjanlega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar greinir nánar deilaaðilar um uppgjör vegna tveggja verksamninga sem gerðir voru á milli stefndasem verkkaupa og KNH ehf. sem verktaka. Annars vegar 19. september 2008 vegna 33,6km vegarkafla á þjóðvegi 427, Suðurstrandarvegi en hins vegar 30. apríl 2011 um39,7 km kafla á þjóðvegi 85, Norðausturvegi. KNH ehf. sótti um greiðslustöðvun3. maí 2011 og var úrskurðað gjaldþrota 17. janúar 2012. KNH ehf. hvarf fráverki við Norðausturveg 2. nóvember 2011 eða 10 mánuðum fyrir umsaminnskiladag. Hafði félagið þá heldur ekki lokið lagfæringum í kjölfar athugasemdasem fram komu hjá stefnda í lokaúttekt 27. október 2011 vegna Suðurstrandarvegar.Eins og lýst er í héraðsdómi stendurágreiningur aðila um fjölda verkliða samkvæmt báðum verksamningunum og liggjafyrir þrjár matsgerðir í málinu. Í héraði nam höfuðstóll stefnukröfu áfrýjanda samtals202.364.833 krónum, en hér fyrir dómi hefur hann fallið frá kröfum varðandisuma þá verkliði sem ágreiningur stóð um. Vegna Suðurstrandarvegar sundurliðar áfrýjandiendanlega fjárkröfu sína fyrir Hæstarétti með eftirfarandi hætti: Fyllingar, 12.verkliður 20.973.225 krónur; frágangur fláa, 33. til 36. verkliður 4.455.892krónur; burðarlög, 22. til 25. verkliður 9.678.400 krónur; rofvörn, 29. verkliður10.896.000 krónur; jöfnun undirstöðu, 11. verkliður 973.000 krónur; girðingar,aukaverk 855.000 krónur; uppsetning aðstöðu, aukaverk 1.500.000 krónur; „önnur aukaverk“9.691.585 krónur og verðbætur 17.569.509 krónur. Nemur endanleg krafa áfrýjandavegna Suðurstrandarvegar því samtals 70.592.509 krónum.Endanlega fjárkröfu sína fyrirHæstarétti vegna Norðausturvegar sundurliðar áfrýjandi með eftirfarandi hætti: Verkliðir11 og 14, vangreitt magn samkvæmt samningi 34.260.535 krónur; aukaverk 20,merking miðlínu 191.114 krónur; aukaverk 21, námuvinnsla 13.159.045 krónur; aukaverk24, auknar flutningsvegalengdir 3.046.580 krónur og verðbætur 4.391.986 krónur.Samtals nemur því krafa áfrýjanda vegna Norðausturvegar 55.049.260 krónum.Með héraðsdómi var fallist á kröfuráfrýjanda vegna Suðurstrandarvegar að fjárhæð 4.455.892 krónur vegna frágangsfláa, verkliða 33 til 36; 1.500.000 krónur vegna aðstöðu og 9.691.585 krónurvegna „annarra aukaverka“. Þá var vegna Norðausturvegar fallist á kröfuráfrýjanda vegna aukaverks 20, merking miðlínu 191.114 krónur; aukaverks 24, auknar flutningsvegalengdir 3.046.580 krónurog loks að hluta ógreitt fyllingarefni vegna verkliðar 14 að fjárhæð 2.716.175 krónur.Með héraðsdómi var því fallist á að áfrýjanda hefði borið greiðsla vegnaþessara verka samtals að fjárhæð 21.601.346 krónur, að viðbættum verðbótum, enöðrum kröfum hans var hafnað.Eins og nánar er rakið í héraðsdómihefur stefndi uppi í málinu ýmsar gagnkröfur til skuldajöfnunar. Byggir hannþær á ofgreiðslu vegna verksamninganna og dagsekta sem og skaðabóta vegna einstakraverkliða, samtals að fjárhæð 146.873.019 krónur sem hann kveður, óháð efnisvörnumvarðandi hvern verklið fyrir sig, að leiða eigi til sýknu af kröfum áfrýjanda. Héraðsdómursýknaði stefnda með vísan til þess að hann hefði 9. ágúst 2011 ofgreittáfrýjanda 25.000.000 krónur sem stefnda væri unnt að skuldajafna við dæmdarkröfur áfrýjanda. IIÍ héraðsdómi var stefndi sýknaður afkröfu áfrýjanda um greiðslu 855.000 króna vegna aukaverka við girðingar viðSuðurstrandarveg. Af gögnum málsins verður á hinn bóginn nægjanlega ráðið aðstefndi hafi samþykkt á verkfundi 6. desember 2011 að greiða áfrýjanda 300.000krónur til viðbótar þeirri fjárhæð sem verksamningur kvað á um vegna fleygunará hornstaurum, en hafnað öðrum kröfum vegna þessa verks. Með vísan til þessverður fallist á að áfrýjanda hafi borið sú fjárhæð sem stefndi viðurkenndi aðgreiða skyldi til viðbótar fyrir verkið. Að öðru leyti verður niðurstaðahéraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, staðfest um hvort stofnasthafi til greiðsluskyldu stefnda vegna annarra verkliða sem ágreiningur er umfyrir Hæstarétti. Þá er ágreiningslaust að til viðbótar dæmdum fjárhæðum einstakraverkliða beri að leggja verðbætur sem nema 29,767% vegna Suðurstrandarvegar en8,67% vegna Norðausturvegar. Bar stefnda því samkvæmt öllu framangreindu aðgreiða áfrýjanda 27.164.632 krónur vegna umþrættra verka.Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð framyfirlýsing stefnda 11. ágúst 2011, sem gefin var út í kjölfar reikningsáfrýjanda 9. ágúst sama ár, um móttöku greiðslu að fjárhæð 25.000.000 krónurundir heitinu „Fyrirframgreiðsla, greitt á reikn. 50 Verkheiti Norðausturvegur(85) Bunguflói – Vopnafjörður Verktaki KNH ehf.“. Þar segir: „Samkvæmttölvupósti frá vegamálastjóra dags. 10. ágúst 2011 er heimilt að greiða KNHehf. 25 m kr. sem fyrirframgreiðslu upp í magnaukningu sem líklegt er að hafiorðið í fyllingum og fláafleygum, en fæst ekki staðfest fyrr en niðurstöðurmælinga liggja fyrir eftir nokkurn tíma eða þegar verkinu er að mestu lokið.Upphæðin verður endurskoðuð til hækkunar eða lækkunar eftir að sigmælingar og aðrarmælingar sem gerðar verða fyrir endanlegt uppgjör þeirra verkliða liggjafyrir.“ Samkvæmt framanrituðu en að öðru leytimeð vísan til atvika málsins, svo sem þau eru rakin í héraðsdómi, verðurfallist á þá niðurstöðu hans að skilyrði séu til þess að stefndi geti viðuppgjör aðila nýtt umrædda fjárhæð til skuldajöfnunar, sbr. 1. mgr. 28. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá verður einnig fallist á að stefndieigi samningsbundna kröfu um greiðslu dagsekta vegna vanefnda áfrýjanda viðverkskil á Suðurstrandarvegi, en áfrýjandi hefur ekki fært fram töluleg mótmæligegn þeirri kröfu eins og hún er sett fram af stefnda. Einnig eru uppfylltskilyrði skuldajöfnunar hvað þá kröfu varðar. Samanlagðar fjárhæðir þessaraþátta eru hærri en sú fjárhæð sem fallist er á að áfrýjanda hafi borið vegna umþrættraverkliða. Að öllu framangreindu gættu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandidæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir ídómsorði.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, þrotabú KNH ehf., greiði stefnda, Vegagerðinni, 1.200.000krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18.nóvember 2016. I.Málþetta var höfðað 30. janúar 2014 og dómtekið 23. september 2016. Stefnandi er Þrotabú KNH ehf., Borgartúni26, Reykjavík, en stefndu eru íslenska ríkið, Arnarhvoli, Reykjavík ogVegagerðin, Borgartúni 5-7, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnandaeru þær að stefndu verði sameiginlega dæmdir til að greiða stefnanda 202.364.833krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, vexti og verðtryggingu, af 124.311.089 krónum frá7. nóvember 2011 til 20. janúar 2012, en frá þeim degi af 202.364.833 krónumtil greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu aföllum kröfum stefnanda, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar ogmálskostnaður látinn falla niður. II. Í máli þessu erdeilt um uppgjör tveggja verksamninga sem gerðir voru á milli stefnda Vegagerðarinnar(verkaupi) og stefnanda, (verktaki) að undagengnum útboðum. Tókuverksamningarnir til verkframkvæmda við svonefndan Suðurstrandarveg ogsvonefndan Norðausturveg. Um verkin bæði giltu semsamningsgögn auk verksamnings, tilheyrandi útboðsgögn, Alverk ´95 – almennverklýsing fyrir vega- og brúargerð, ÍST 30:2003, almennir útboðs- ogsamningsskilmálar um verkframkvæmdir auk reglna um merkingu vinnusvæða, 4 og37. Kafli I í Alverki ´95 fjallar um uppgjörsaðferðir. Í ágúst 2008 bauð stefndi út gerð Suðurstrandarvegará milli Krýsuvíkurvegar og Þorlákshafnarvegar. Samkvæmt útboðsgögnum var lengdútboðskaflans um 33,6 km og skyldi verkinu vera lokið að fullu eigi síðar en15. september 2011. Opnun tilboða fór fram þann 12. ágúst 2008. Stefnandi gerðitilboð að fjárhæð 697.393.220 krónur og var samningur gerður 30. apríl2009. Samningsfjárhæðin mun hafa svarað til um 73,5% af kostnaðaráætlunstefnda. Unnið var í framkvæmdinni fráársbyrjun 2009 og fram á haustið 2010 og síðan frá ágúst 2011 fram í nóvember2011. Lokaúttekt vegna Suðurstrandarvegar fór fram þann 27. október 2011. Stefndigerði athugasemdir í fjórtán liðum, sem verktaki brást við og lagfærði aðundanskildum athugasemdum nr. 6 og 14. Sú fyrrnefnda sneri að viðgerð áósléttri klæðningu í stöð nr. 31.650 en athugasemd nr. 14 sneri að lagninguefra klæðningarlags á tengivegi í gegnum námu 8 og á aðalvegi á milli stöðva23.400-35.300. Um verkskilin gilti að stefndi hafði lagt áherslu á að staðiðyrði við verklokadag ella yrði beitt dagsektum, 400.000 krónum fyrir hvern dag,eins og samningsgögn gerðu ráð fyrir og lagði stefndi því á dagsektir sem þóvoru takmarkaðar í tíma. Verktakinn KNH ehf. sótti umgreiðslustöðvun 3. maí 2011. Var hannúrskurðaður gjaldþrota þann 17. janúar 2012 og lauk hann ekkilagfæringum vegna athugasemda nr. 6 og 14. Samdi stefndi við annan verktaka umað ljúka þeim lagfæringum. Með tveimur kröfulýsingum, dags.22. mars 2012, lýsti stefndi kröfum í þrotabú stefnanda. Hefur skiptastjóristefnanda hafnað því að kröfur stefnda séu tækar til skuldajöfnunar við kröfurstefnanda, þar sem skilyrðum 100. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskiptio.fl., sé ekki fullnægt, sbr. nánar bréf lögmanns stefnanda til stefnda, 9.nóvember 2012. Í febrúar 2009 bauð stefndi útgerð svonefnds Norðausturvegar. Verkið fólst í nýbyggingu Norðausturvegar umVesturárdal frá stöð 17180 við Pyttlæk á Bunguflóa að stöð 47580 við þáverandiNorðausturveg við Vopnafjörð. Í verkinu fólst einnig nýbygging Hofsárdalsvegarvið nýjan Norðausturveg við Árhvamm í Hofsárdal, auk endurbóta á um 800 m kaflaá Skógavegi og gerð nokkurra heimreiða. Lengd útboðskaflans var alls um 39,7 kmog skyldi verkinu vera að fullu lokið eigi síðar en 15. nóvember 2012. Opnuntilboða fór fram þann 24. mars 2009 og gerði stefnandi tilboð að fjárhæð 855.844.100 krónur. Samið var við verktakannþann 30. apríl 2009. Samningsfjárhæðin mun hafa svarað til um 59,4% afkostnaðaráætlun stefnda. Verktakinn hvarf frá verkinu 2.nóvember 2011, en á þeim tíma voru 10 mánuðir til endanlegs skiladags verksinssamkvæmt útboðslýsingu og var verkstaða miðað við 10.október 2011, samtals 956.524.590 krónur með magnaukningu og aukaverkum.Stefndi gerði úttekt á verkinu miðað við 13. janúar 2012. Taldi stefndi á þeimtímapunkti að verklaun hefðu verið ofgreidd um 56.131.990 krónur án verðbóta ogleiðréttingar virðisaukaskatts, miðað við framvindu verksins eins og það varþá. Matsgerðir sem liggja fyrir í málinu Stefnandi aflaði matsgerðar,sbr. undirmatsgerð Björns Gústafssonar frá apríl 2014, (Undirmatsgerð 1).Stefndi óskaði síðan eftir matsgerð vegna gagnkrafna hans til skuldajöfnunar,sbr. undirmatsgerð Guðmundar Guðnasonar frá maí 2015, (Undirmatsgerð 2). Þáaflað stefndi yfirmatsgerðar Ásbergs Ingólfssonar verkfræðings og ÁsmundarIngvarsson verkfræðings sem er frá nóvember 2015. Stefnandi í máli þessu reisirkröfur sínar á hendur stefnda á undirmatsgerð 1. Stefndi reisir málatilbúnaðsinn, m.a. á undirmatsgerðum 1 og 2 og yfirmatsgerð. Í forsendum yfirmatsgerðar erulagðar til grundvallar mælingar sem ýmist voru gerðar af verktaka eða verkaupaeða þeim í sameiningu. Eru málsaðilar sammála um að ekki sé ágreiningur ummælingarnar sjálfar, heldur einungis um reikniaðferðir. Verkfundargerðir eftirlitsaðila: Vegna Suðurstrandavegar Nr. 9, 31. mars 2009. Fram kemurað verkframkvæmdir hafi byrjað 17. desember 2007. Í undirlið 17, hönnun, kemurfram að verkkaupi hafi ákveðið að þynna ígildi neðra burðarlags í 30 cm í stað60 cm, milli stöðva 23.400 og 37.500. Um efnisútvegun, sbr. tölul. 19, segir umnámu 9 að verktaki muni vinna efni í námu 9 í samræmi við orðsendingareftirlits nr. 3 og 4. Verktaki telji að ekki sé unnt að leggja efni úr námu 9 í30 cm lögum án forbrots. Verktaki telji að samkomulag skv. orðsendingueftirlits nr. 3 sé fallið úr gildi með orðsendingu 4 og að verktaki muni skoðahvaða afleiðingar þetta hafi fyrir hann. Nr. 20, 1. september 2009.Verktaki gerði kröfu um greiðslur fyrir námuvegi, en því var hafnað af stefnda.Þessi krafa kemur fram í fleiri verkfundargerðum, Nr. 23, 12. janúar 2010. Framkemur undir liðnum mælingar að verktaki hafi skilað inn mælingum vegnabergskeringa. Eftirlit hafi gert athugasemdir við mælingar og magnreikninga.Undir liðnum kröfur, telur verktaki að nauðsynlegt sé að leggja vinnuvegi ogmuni hann gera kröfu um viðbótargreiðslur fyrir þá vinnu. Verkkaupi hafnarþeirri kröfu verktaka. Undir liðnum efnisútvegum kemur fram að verktaki hafi afþví áhyggjur að vanta muni fyllingarefni á vestursvæði og að verkkaupi munikanna hvort ekki sé möguleiki á að víkka skeringar. Er tiltekið að verkkaupimuni kanna hvað valdi efnisskorti, hvaða skýringar geti verið á honum..Verktaki tekur fram að það vanti efni til frágangs á fláum á vestursvæði ísamræmi við lið 33, með því efni sem í boði sé. Verkkaupi muni skoða málið ogvísa verktaka á viðunandi efni. Nr. 24, 18. febrúar 2010.Verktaki telur efni vanta á vestursvæði. Nr. 29, 28. maí 2010. Verktakitiltekur að mjög erfitt sé að vinna meira efni úr námu 9, það sem eftir er séstórgrýti og ruddi. Verktaki telji mögulegt að vinna efni í námu 9 meðforbroti, í stað þess að sækja það í námu 8. Eftirlit muni kanna málið. Þettaverði ákveðið í framhaldi af yfirferð á efnismálum. Engar kröfur eru af hendiverktaka aðrar en þær sem lúta að lagningu námuvega. Nr. 41. 27. júlí 2011. Undir lið15, verkstaða, segir að Guðjón Samúelsson tæknimaður verktaka telji að það sé„nokkurn veginn á pari það sem búið er að innheimta og það sem búið er aðframkvæma“. Þá kemur fram undir lið 19, efnisútvegun, að „Náma 9 er að mestuuppurin að sögn verktaka“. Undir liðnum viðbótarverk kemur fram að verkkaupi ogverktaki hafi gert samkomulag vegna kröfubréfs verktaka frá 7. janúar 2011, um1) hreinsun á mold úr vegstæði, um 2) frágang á fláum með brotnu efni áaustursvæði, um 3) um efnistöku á sandhól á einkalandi ... „og fellur verktakiþar með frá frekari kröfum tengdum ofangreindum ágreiningsmálum“. Undir liðnummagntölur kemur fram að rætt hafi verið um magntölur á fundinum. Verkkaupi hafifarið yfir mælingar verktaka á austursvæðinu. Í ljós hafi komið að 41.000 m³séu fyrir utan hönnuð snið verkkaupa, þ.e. of mikið magn í veginum. Einnig hafikomið í ljós að um 27.000 m³ vanti í veginn vegna þess að vegurinn sé undirhannaðri hæð. Verktaki telji að orsökin fyrir þessu umfram fyllingarmagni séumfang moldar á austursvæðinu, einnig sé mögulegt að vegurinn hafi sigið og aðeftirlit muni athuga frekar í hverju þessi munur kunni að liggja. Undir liðnumkröfur, segir að engar nýjar kröfur séu af hendi verktaka. Verktaki og verkkaupihafi náð samkomulagi um kröfur um efnistöku, frágang fláa og hreinsun úrvegstæði, sbr. fyrrgreinda umfjöllun um viðbótarverk. Nr. 42, dags. 11. ágúst 2011.Þarna kemur fram að náma 9 sé að mestu uppurin. Undir liðnum mælingar kemurfram að ekki hafi verið skilað inn neinum mælingum vegna verkliðar 11 um jöfnunundirstöðu. Um magntölur segir eftirfarandi „Rætt var um magntölur á fundinum.Verkkaupi hefur farið yfir mælingar verktaka á austursvæðinu, í ljós hefurkomið að 41.000 rúmmetrar eru fyrir utan hönnuð snið verkkaupa þ.e. of mikiðmagn er í veginum, einnig kom í ljós að um 27.000 rúmmetra vantar í veginnvegna þess að vegurinn er undir hannaðri hæð. Verktaki telur að orsökin fyrirþessu umfram fyllingarmagni væri vegna umfangs moldar á austursvæðinu en einnigværi mögulegt að vegurinn hafi sigið. Eftirlit vinnur í því að fara yfirmagntölur í lið 36, frágangur flá úr sandi.“ Undir liðnum verklok segir aðverklok samkvæmt samningi séu 15. september 2011 og að lögð sé rík áhersla á aðþað standist. Minnt sé á ákvæði dagsekta í verksamningi og að búast megi við aðþeim verði beitt fari verklok fram yfir umsaminn skiladag. Þá er bókað aðverktaki telji sig hafa rök á móti og að hann muni leggja þau fram ef þörfkrefur. Undir lið 28 segir eftirfarandi: „Engar nýjar kröfur af hendi verktaka.Verktaki og verkkaupi hafa náð samkomulagi um kröfur um efnistöku, frágang fláaog hreinsun úr vegstæði sjá lið 20.“ Í lið 21, athugasemdir, segir að almennathugasemd sé gerð um girðingar sem séu of slakar og að lagfæra þurfigirðingar. Nr. 50, 27. október 2011. Undirliðnum mælingar er bókað að ekki hafi verið skilað inn mælingum fyrir öllu þvímagni sem hafi verið reikningsfært vegna 9 verkliðar, bergskeringar. Verktakivinni að því að skila þessum mælingum. Um lið 11, jöfnun undirstöðu er bókað aðekki hafi verið skilað inn neinum mælingum af umræddum lið og að verktaki munisenda inn mælingar. Er bókað að skila þurfi öllum mælingum af neðra hluta efraburðarlags og fá samþykki eftirlits fyrir því að leggja megi efra lagið. Undirliðnum magntölur er bókað að eftirlitið hafi yfirfarið mælingar og magntökurverktaka sem skilað hafi verið. Eru gerðar athugasemdir við magntöku á lið 11,magntöku á mold á austursvæði og verklið 36, grjótvörn. Einnig er bókað að verktakitelji að hann eigi inni óuppgert magn í grjótvörn. Af því tilefni er bókað aðeftirlitið óski eftir magntöku og mælingum í grjótvörn til yfirferðar. Þá erbókað að lögð sé á það áhersla að magntölum og mælingum verði skilað tileftirlits til yfirferðar og samþykktar sem allra fyrst vegna lokauppgjörsverksins. Er bókað að mælingar og magntökur verði sendar eftirliti eftirfundinn. Undir lið 28, kröfur, segir að kröfur hafi ekki verið ræddar. Nr. 52, 6. desember 2011, drögað verkfundargerð. Fram kemur að verktaki hafi verið að senda inn magntökur ogmælingar undanfarið og eftirlitið vinni að því að fara yfir þau gögn. Ertiltekið í fundargerð að farið hafi verið yfir magntölur sem verktaki hafi lagtfram þann 20. nóvember 2011, ásamt athugasemdum eftirlits og að eftirliti ogverktaka beri ekki saman um magn í eftirtöldum verkliðum: Lið 9, bergskeringar í vegstæði.Verktaki magntaki 10.264 m³ þar sem bergskeringar séu magnteknar 60 cm niðurfyrir endanlegt yfirborð vegar. Verktaki fallist ekki á þetta, samþykkt magngeri ráð fyrir að bergskeringar séu magnteknar 30 cm niður fyrir endanlegtyfirborð vegar og að samþykkt lokamagn í þessum lið sé 150.928 m³. Liður 11, Jöfnun yfirborðsundirstöðu. Verktaki magntaki 170.925 m². Ekki hafi verið unnið í þessum liðsíðan árið 2009. Ekki sé fallist á aðferð verktaka við magntöku sem stangist ávið verklýsingu. Samþykkt lokamagn í þessum lið sé 141.000 m². Liður 12. Fyllingar. Verktakimagntekur 817.811 m³. Hannað magn sé 605.400 m³. Verktaki bendir á að vegfyllinghafi orðið umfangsmeiri vegna stórgrýtis í fyllingum. Einnig vanti ímagnuppgjör verktaka fyllingar við stór ræsi og tengingu til norðurs við Selvogog raunmagn í fyllingum í girðingarbekk 2800 m³. Þá er tiltekið að ekki séfallist á að greiða fyrir umframefni á vesturhluta vegarins, ekki sé fallist áað draga síulag frá fyllingarmagni og það eigi að reiknast með fyllingum. Þá séekki fallist á að auka magn moldar, förgun moldar tilheyri austursvæði og ekkisé fallist á magnaukningu þar. Ekki sé fallist á fyllingarmagn vegna þess aðskeringar hafi verið 60 cm frá endanlegu yfirborði vegar. Að því er varðar burðarlög ogmagntöku í því sambandi er tiltekið að verktaki muni fara yfir sínar magntölurmeð hliðsjón af magntölum verktaka. Liður 29, grjótvörn. Tekið erfram að ekki sé fallist á magntöku verktaka þar sem síulag sé magntekið semgrjótvörn. Liður 33, frágangur fláa.Verkkaupi hafnar magntöku verktaka, þar sem hann hafi magntekið námufrágang ánámum 14, 16 og 17. Námufrágangurinn sé á austursvæði og hafi verið gerður upp. Liður 35, frágangur fláa úrsandi. Verkkaupi hafnar magntöku verktaka, fláafrágangur hafi verið greiddur íaukaverki 15 og 30, en annarfláafrágangur hafi verið greiddur samkvæmt lið 33, auk þess sem magntakaverktaka gangi ekki upp. Kröfu verktaka um aukagjald ágirðingar að fjárhæð 855.000 krónur vegna klappar, er hafnað af verkkaupa, nemaþar sem girðing sé í grjótvörn við brú. Er bókað að þegar hafi verið greittfyrir fleygun á klöpp í tímavinnu vegna hliðarstaura og hornstaura. Verkkaupileggi til aukagjald vegna þessa, alls 300.000 krónur. Einnig er bókað aðverktaki samþykki ekki tillögu verkkaupa. Vegna Norðausturvegar: Nr. 2, 11. júní 2009, farið varyfir ýmsa verkþætti. Nr. 20, 10. mars 2010, fariðyfir verkstöðu o.fl. Nr. 22, 19. apríl 2010, fariðyfir verkstöðu, úttektir o.fl. Nr. 27, 1. júlí 2010, samið umlengri akstur vegna efnisskorts í Q námu. Nr. 40, 8. júní 2011, farið yfirverkstöðu og samþykkt tilgreind viðbótarverk. Tekið fram að verktaki hafi veriðað mæla upp námur. Nr. 46, 7. september 2011, rættum verkstöðu. Í liðnum viðbótarverk er verktaki beðinn um að gera nýja tenginguvið gamla veginn og um magntölur er tekið fram að þær séu í vinnslu. Engarkröfur tilgreindar af hálfu verktaka. Nr. 49, 19. október 2011,hugleiðingum verktaka um massa í sigmælingum beint til HaraldarSigursteinssonar til umsagnar. Ekki minnst á viðbótarverk. Nr. 50, 2. nóvember 2011, greintfrá verktöf vegna óhagstæðs veðursnr. 51, 19.desember 2011. Fram kemur að ekkert hafi verið unnið frá 2. nóvember 2011.Farið yfir magntölur úr mælingum haustsins og bókað að ekki sé kominsameiginleg niðurstaða á magnuppgjöri. Fram kemur að verktaki hafi sent innorðsendingar nr. 28-31 á tímabilinu 3. nóvember til 12. desember sem ekki hafiverið tekin afstaða til. Skýrslu fyrir dóminum gáfuSigurður Guðmundur Óskarsson, Bjarni Jónsson, Svanur B. Bjarnason, EinarHelgason, Haukur Jónsson, Gísli Jósefsson, Björn Gústafsson, GuðmundurGuðnason, Ásberg Ingólfsson og Ásmundur Ingvarsson. III. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda 1) Almennt um kröfugrundvöll Stefnandi byggir kröfu sína ágrundvelli samningssambands verktakans við stefnda. Aðilar hafi gert með sértvo verksamninga sem stefndi hafi vanefnt með þeim afleiðingum að verktakinnlenti í verulegum fjárhagserfiðleikum og varð að lokum ógjaldfær. Var búverktakans tekið til gjaldþrotaskipta þann 17. janúar 2012 samkvæmt úrskurðiHéraðsdóms Reykjavíkur sama dag og tók stefnandi þar með við öllum réttindum ogskyldum verktakans. Byggir stefnandi því á almennum reglum kröfuréttar ogsamningaréttar. Dómkröfur stefnandaeru eftirfarandi: SuðurstrandavegurKrónur. Fyllingar20.973.2252. Frágangur fláa5.928.5243. Burðarlög9.678.4004.Uppsetning aðstöðu.500.0005. Rofvörn0.896.0006. Jöfnun undirstöðu973.000 7. Aukaverk9.691.5858. Viðbótargjald33.689.7209. Sprengingar00. Girðingar855.000Samtals94.185.4541. Verðbætur28.036.184Alls22.221.638 Norðausturvegur. Vangreitt magn skv. samningi. Verkliðir 11, 13, 14, 15 og1657.352.4052. Kröfur vegna aukaverkaa) Verk 20 – Merking miðlínub) Verk 21 – Námavinnslac)Verk 24 – Auknar flutningsvegalengdirSamtals91.1143.159.0453.046.58073.749.144 3. Verðbætur – 8,67%6.394.051Alls80.209.569Dómkrafa – Bæði verkin202.364.833 krónurStefnandi reisirallar kröfur sínar á hendur stefnda á undirmatsgerð 1, sem gerð var af BirniGústafssyni byggingaverkfræðingi og var lokið í apríl 2014. Endanlegar dómkröfur stefnandavoru lagðar fram í þinghaldi, þann 8. maí 2014, eftir að niðurstöðurmatsgerðarinnar lágu fyrir. Felldi stefnandi þá niður kröfur sínar vegnaverkliðar 16, fláafleygar efni úr skeringum, 66.085.900 krónur og vegnaverkliða nr. 28 – efni í neðra burðarlag, 417.900 krónur og nr. 43 – yfirborð,105.000 krónur sem varða Norðausturveg. Stefnandi felldi einnig í samaþinghaldi niður kröfu að fjárhæð 10.398.891 krónur vegna sprenginga í tengslumvið Suðurstrandaveg. Við aðalmeðferð málsins vardómkröfum stefnanda, aftur breytt á þann hátt að fallið var frá kröfum umleiðréttingu virðisaukaskatts. Um sýknukröfu stefnda íslenskaríkisins vegna aðildarskorts tekur stefnandi fram að um þetta sé ákveðin óvissaí réttarframkvæmd, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 778/2013. Stefnandi mótmælir öllum kröfumstefnda um skuldajöfnun og tekur fram að öll skilyrði 100. gr. laga nr.21/1991, um gjaldþrotaskipti, þurfi að vera uppfyllt. Frestdagur stefnanda hafiverið 3. maí 2011, en þann dag hafi verið sótt um greiðslustöðvun. Þrír mánuðirfyrir frestdag sé 3. febrúar 2011. Engin hinna meintu krafna stefnda hafi veriðkomin fram fyrir þann tíma. Af þeim sökum komi skuldajöfnun ekki til greina.Það hafi í síðasta lagi verið þegar beiðni um greiðslustöðvun var lögð fram semstefndi hafi mátt vita um greiðsluvandræðin. Stefnandi bendir á í því sambandiað náin samskipti hafi verið á milli málsaðila. 2) Kröfur stefnanda vegna Suðurstrandavegar a) Um fyllingar – verkliður 12 Stefnandi tekur fram að 817.811m³ hafi farið í vegstæðið og ekki sé um það ágreiningur. Hann hafi fengiðgreitt fyrir 753.278 m³, en stefndi hafni allri greiðsluskyldu á efnismagniumfram það magn 64.533 m³, að fjárhæð 20.973.225 krónur. Reisir stefnandi kröfusína á verksamningi aðila, en jafnframt er á því byggt að stefndi hafi samþykktumræddan kröfulið með athugasemdalausum greiðslum sambærilegra krafna árin 2009og 2010. Nánar telur stefnandi aðútboðslýsingin hafi ekki gefið rétta mynd af aðstæðum eða eiginleikum efnisinssem nota átti í fyllinguna. Efnið hafi verið moldarblandið. Nauðsynlegt hafiverið að fjarlægja moldina fyrir fyllingarvinnu. Verktaki hafi mælt verkið uppjafnóðum og rukkað fyrir það jafnóðum samkvæmt innsendum dags- ogakstursskýrslum. Það hafi fyrst verið á 41. verkfundi, þann 27. júlí 2011, semstefndi hafi andmælt frekari greiðsluskyldu vegna fyllinga, á þeim forsendum aðmagntölur hafi reynst hærri en áætlaði hafi verið í útboðslýsingu. Stefnandibendir á að magntölur geti breyst eftir framvindu verks en einingarverð haldistóbreytt. Þannig beri stefnda að greiða fyrir unna verkframkvæmd þrátt fyrir aðmagnáætlun hans sjálfs hafi ekki staðist. Stefndi hafi greitt athugasemdalaustárin 2009 og 2010 og hafi þannig staðfest að engar athugasemdir væru gerðar viðmælingarnar. Stefnandi telur að sú fullyrðingstefnda að verktakinn hafi gert vegastæðið stærra en nauðsynlegt var standistekki. Vinnsla efnis hafi verið erfiðari úr skeringum en gera mátti ráð fyrir.Meira hafi verið af sprungum, hellum og bollum. Af þeim sökum hafi óhóflegtmagn af stórgrýti komið úr skeringum. Efnið hafi hentað illa til vegagerðar.Sökum efnisskorts hafi efnið þó verið nýtt eins og mögulegt hafi verið. Grófaraefni hafi því farið í framkvæmdina en venja væri. Þá hafi stefnda verið þaðljóst strax þegar grófa efnið var nýtt að efnistölur gætu aukist töluvert.Stefndi hafi verið með eftirlit á svæðinu og eftirlitsmönnum hafi borið skyldatil að gera athugasemdir ef þeir töldu að verktaki væri að gera eitthvað sem ekkihafi staðið til að greiða fyrir. Þá hafi stefnandi sent magntölur reglulega semsýndu að tölur væru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, auk þess sem stefndihafi greitt án athugasemda árin 2009 og 2010. b) Um frágang fláa – magnaukning verkliðir 33-36 Stefnandi telur að stefndi hafisamþykkt að greiða fyrir magnaukningu að fjárhæð 5.928.524 krónur. Raunmagniðhafi verið 1.036.733 m² en aðeins hafi verið greitt fyrir 825.000 m². Stefnandivísar til undirmatsgerðar 1, frá apríl 2014 sem grundvallar kröfugerðar hansvegna þessa liðar. Í matsgerðinni komi fram að matsmaður telji ekki að verktakiberi ábyrgð á magnaukningunni og að svæðið utan fláa og öryggissvæða hafivantað í tilboðsskrána. Yfirmatsgerð hafi einnig talið aukninguna óumflýjanlegaog að á henni beri verkkaupi ábyrgð, en telur endurgjaldið lægra eða sem nemi3.978.475 krónum. c) Um burðarlög – magnaukning verkliður 22 til 25 Stefnandi tekur fram aðágreiningur hafi orðið á milli málsaðila vegna aukins magns í burðarlögum.Stefnandi krefst greiðslu að fjárhæð 9.678.400 krónur, sem hann reisir áundirmatsgerð 1. Hafi það verið niðurstaða matsmanns að verktaki bæri ekkiábyrgð á magnaukningunni. Matsmaður reikni heildarmagn 165.065 m³, en áætlanirstefnda hafi gert ráð fyrir 152.300 m³. Greitt magn í burðarlögum nemi 160.857m³. Tekur stefnandi fram að magnaukningar séu vel þekktar í verkframkvæmdum afþessu tagi. Stefnandi tekur fram að meðyfirmatsgerð hafi magnið verið staðfest, en ekki sé tekið mið af því aðefnisnámur hafi brostið. Niðurstaða yfirmats séað greiða þurfi 2.735.200 krónur vegna eftirstöðva á uppgjöri. d) Um rofvörn/grjótvörn – verkliður 29 Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 10.896.000 króna vegna þessa liðar. Þá tók stefnandi fram viðaðalmeðferð málsins að meginhluti ágreiningsins lyti að síulagi og deilt værium túlkun á verklýsingu. Stefndi hafi greitt stefnanda 5.200 m³ afgrjótvörninni. Heildargrjótvörnin hafi hins vegar numið 14.280 m³. Mismunurinnsé 9.080 m³. Einingarverð fyrir verkliðinn sé 1.200 m³ á grunnverði. Stefnanditekur fram að ekki sé deilt um magnútreikninga. Ástæðu þess að rofvörnin hafiorðið stærri megi rekja til þess að hönnun hennar hafi ekki borist verktakafyrr en búið var að vinna töluvert við verkliðinn, auk þess sem stefndi hafigert breytingar frá upphaflegri hönnun vegna breikkana á brú á stöðvarbilinu27.000-43.000 þann 12. mars 2010. Þá hafi stefnandi gert breytingar árofvörninni sem hafi borist verktaka þann 19. maí 2010. Umrædd rofvörn sé ítveimur lögum. Annars vegar sé lag stórgrýtis og hins vegar síulag, sem erminna grjót eða sprengdur salli, sem komið er fyrir til þess að sandfyllinginskolist ekki út í gegnum stórgrýtið. Lýsing á grjótvörninni komi fram í lið 29,bls. 53 í útboðslýsingu. Þar komi fram að verkþátturinn feli í sér gerðgrjótvarna á vegfyllingu í samræmi við teikningu nr. 30. Á teikningunni komimeð augljósum hætti fram að síulag teljist til grjótvarnar þar sem það séteiknað inn í sjálft rofvarnarsniðið. Höfnun stefnda á greiðsluskyldu byggi áþví að greiða eigi fyrir síulagið með fyllingum. Á það fallist stefnandi ekki.Frágangur á grjótvörninni sé sérstakur verkliður og innan hans falli síulagið.Bæði lög grjótvarnarinnar, stórgrýtið og síulagið séu þannig unnin samhliða.Verktaki teldi því eðlilegast að síulagið væri greitt sem hluti afgrjótvörninni, líkt og tíðkast hefur í fyrri verksamningum hans og stefndu.Byggir stefnandi jafnframt á liðum 74.4- 74.6 í Alverki ´95. e) Um jöfnun undirstöðu – verkliður 11 Stefnandi krefstviðbótargreiðslu að fjárhæð 973.000 krónur vegna þessa þáttar málsins. Kveðurstefnandi villu hafa verið í útboðslýsingunni. Samkvæmt henni hafi átt að jafna8,5 m, eða 0,5 út fyrir axlarkant báðum megin vegarins, sem hafi verið 7,5 mbreiður. Það hafi gengið illa og því hafi verið samið um að jafna skyldi miðaðvið botn sem hafi verið 1 á móti 1 miðað við fyllingarkant. Ástæðan var sú aðþað hefði verið ótækt að hafa gróft hraun og loftrými undir köntum fyllingar oghafi aðilar verið sammála um það. Reisir stefnandi fjárkröfu sína á niðurstöðumatsgerðar Björns Gústafssonar. Taldi matsmaður að stefnandi ætti rétt ágreiðslu fyrir 150.730-141.000 m² eða samtals 9.730 m². Stefnandi tekur fram aðverkið hafi verið unnið á árinu 2009 og greitt fyrir það 141.000 m². Telurstefnandi að eftirliti stefnda hafi verið fullmeðvitað um að þörf væri á aðjafna undirstöður lengra en útboðsgögn gerðu ráð fyrir og að verktakinn væri aðuppfylla þá þörf. Stefnandi telur yfirmatsgerðranga hvað þennan lið varðar. f) Um girðingar Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 855.000 króna vegna þessa liðar. Samkvæmt útboðsgögnum hafi mátt geraráð fyrir hefðbundinni uppsetningu girðingarstaura, sbr. einnig lið 17 íAlverki ´95. Á köflum, hafi hins vegar þurft að bora verulega mörg göt í klöpptil þess að koma staurunum fyrir. Auk þess reyndist nauðsynlegt að færa stauravíða upp fyrir grjótvörnina, þar sem enginn jarðvegur hafi verið fyrir. Þettahafi verið nauðsynlegt bæði þar sem girðing kom í rofvörn og þar sem girðaþurfti, en undirlagið reyndist klöpp. Telur stefnandi að þetta sé nauðsynlegtviðbótarverk og hafi stefndi árum saman greitt aukalega fyrir vinnu sem þessa.Girðingin hafi verið færð úr venjulegu landi í rofvörn á 300 m kafla.Einingarverð á metra sé 2.850 krónur eða samtals 855.000 krónur. Telur stefnandi að vinnunni ogkröfufjárhæð hafi ekki verið andmælt, en stefndi andmæli greiðsluskyldu. g) Um viðbótargjald vegna námuvinnslu Stefnandi krefst greiðslu33.689.720 króna vegna viðbótargjalds fyrir efni sem unnið var úr námu 9. Hlutiaf námunni hafi brostið þar sem sprengja hefði þurft allt efnið upp en ekkilosa það eins og útboðslýsing ráðgerði. Sá hluti námunnar sé nefndur Geitahlíð.Af þeim sökum hafi verið samið um viðbótargjald fyrir vinnslu úr námunni tilnotkunar í neðra burðarlag milli stöðva 23.400 og 37.500. Unnið hafi veriðeftir samkomulagi um viðbótargjald allt árið 2009 og gjaldið greitt, sbr.aukaverkayfirlit með reikningi 20, dags. 1. desember 2009, samtals 37.500 m3.Árið 2009 hafi sáralítið verið unnið í burðarlagi frá stöðvum 23.500-37.500 ogþví ljóst að greidd aukaverk úr námuni hafi verið vegna fyllingarefnis aðstórum hluta. Ekkert hafi verið unnið í þessu árið 2010 en undir lokframkvæmdar árið 2011, hafi verið mikil vinna á efni og flutningur úr námunni.Haustið 2010 hafi eftirlitsmaður stefnda gert ráð fyrir að eftir stæði að vinna30.908 m3 af efni sem fengist aukalega greitt fyrir. Tekur stefnandifram að magni hafi ekki verið andmælt af stefnda. h) Um ógreiddar kröfur sem ekki er ágreiningur um. Uppsetning aðstöðu og aukaverk Stefnandi tekur fram að ekki séágreiningur um kröfur stefnanda á hendur stefnda og fjárhæð þeirra um greiðslurfyrir aukaverk, að fjárhæð 1.500.000 krónur og uppsetningu aðstöðu, samtals aðfjárhæð 9.691.585 krónur. Höfnun stefnda á greiðslu lúti að skuldajöfnun viðaðrar meintar ofgreiðslur stefnda til stefnanda. i) Um ógreiddar verðbætur Stefnandi tekur fram aðframangreindar kröfur hans séu settar fram á grunnverði samnings milli verktakaog stefnda. Með vísan til ákvæðis 3.2 í útboðslýsingu hafi einingarverð veriðverðbætt. Á grundvelli ákvæðisins sé gerð krafa um verðbætur á verklaun verktaka.Ekki sé uppi ágreiningur um útreikning verðbóta. Þannig sé gerð krafa um aðallar kröfur séu verðbættar. Fari svo að hluti krafnanna fáist viðurkenndurlækki verðbótakrafa stefnanda hlutfallslega sem því nemi. 3. Kröfur stefnanda vegna Norðausturvegar: a) Um vangreitt magn samkvæmt samningi Stefnandi reisir kröfu sína,57.352.405 krónur, á hendur stefnda á grundvelli undirmatsgerðar 1. Í þessumþætti málsins sé deilt um magntölur frá upphafi verksins. Telur stefnandi að sámunur sem hér komi fram á magni samkvæmt undirmati 1 og yfirmati skýrist af þvíað mismunandi magntölur hafi legið til grundvallar matsgerðunum. Yfirmatsmennhafi byggt á eldra skjali. Samkvæmt yfirmatsgerð sé talið að vangreitt magnsamkvæmt samningi sé 25.172.339 krónur. Telur stefnandi ljóst að á verktímahafi mun meira magn farið í vegstæðið enáætlanir höfðu sagt til um. Tekur stefnandi fram að ekki sé óalgengt að skekkjasé í magntölum í vegagerð, auk þess sem sigmælingar stefnda sem gerðar hafiverið með 200 metra millibili hafi verið ónákvæmar. Annamarka á sigmælingum séað rekja til þess að grunngögn hafi vantað. Þegar stefnanda hafi orðið þettaljóst hafi hann ákveðið að staðreyna mælingarnar með því að magnmæla námur ogskeringar, er sé þekkt aðferð til að ákvarða magntölur. Stefnanda hafi farið aðgruna að meira magn efnis færi í framkvæmdina en upphaflega hafi verið gert ráðfyrir, þar sem stækka þurfti flestar námur til þess að ná nægu efnismagni.Niðurstöður úr mælingum verktakans hafi reynst í fullu samræmi við þetta álithans og staðfestu þar með hversu ófullkomnar mælingar stefnda höfðu verið. Hafiallar mælingar verktaka verið gerðar með fullri vitund stefnda og stefndi þannig haft alla möguleikatil að sannreyna allar mælingar verktaka. Þessi kostnaður verktaka hafi ekkifengist greiddur. Þar sem sigmælingar hafi verið með öllu ónothæfar hafiverktakinn stuðst við eigin mælingar úr námum og skeringum. Þrátt fyrir aðverksamningur hafi ekki gert ráð fyrir að greiða skuli samkvæmt námumælingumhafi stefndi notast við niðurstöður framangreindra námumælinga verktaka viðuppgjör á magni vegna námugjalda til landeiganda í verkinu, án þess að hafagreitt verktaka nokkuð fyrir þá mælingavinnu. Telur stefnandi að það hafi fyrstverið þegar niðurstöður útreikninga á magnmælingum komu fram að forsvarsmennstefnda hafi gert athugasemdir við efnismagn í fláum. Stefnandi áréttar að það sé ekkiforsenda fyrir kröfum verktaka að byggt verði á námumælingum. Þær staðfestihins vegar að áætlanir stefndu um magntölur hafi ekki staðist. Í öðrum verkumbæði fyrir stefnda og aðra hafi verktaki framkvæmt námumælingar til þess aðbera saman við uppmælt magn í viðkomandi framkvæmdum. Oftast sé ekki mismunurþegar þessari aðferð sé beitt, en í þessu verki komi hins vegar fram mikill mismunursem ekki verði skýrður með öðru en vanreiknuðu magni vegna sigs á undirstöðu.Krefst stefnandi þess að hann fái greitt fyrir það magn og þá vinnu sem hannsannanlega hafi lagt í verkframkvæmdina. Stefnandi vísar til útboðslýsingar ogAlverks 95, bls. 36, þar sem fram kemur að uppgjör skuli fara fram miðað viðhannað frágengið rúmmál efnis í vegfyllingu. Það þýði að verktaki eigi að fágreidda framkvæmd að hönnunarmörkum. Hann krefjist því þess að fá greiddarmagntölur samkvæmt umsömdum einingarverðum. Telur stefnandi að sönnunarbyrði umað efni hafi ekki verið nýtt í nauðsynlega vegaframkvæmd hvíli á stefnda. b) Um aukaverk verkliðir 20, 21 og 24 Verkliður 20 Krafa stefnanda samkvæmt þessumlið lýtur að greiðslu fyrir merkingu miðlínu að fjárhæð 191.114 krónur. Verkiðhafi verið samþykkt af stefnda. Verkið hafi verið unnið haustið 2011 og óskaðhafi verið eftir því á 47. verkfundi. Verkliður 21 Í öðru lagi er krafist greiðsluvegna námavinnslu í Vesturárdal. Fjárkröfu sína á hendur stefnda, að fjárhæð13.159.045 krónur, reisir stefnandi á undirmatsgerð 1. Telur stefnandi aðtöluverð aukning hafi orðið á kostnaði vegna námuvinnslu í Vesturárdalnum.Tilboð verktaka hafi miðast við lýsingu á viðkomandi námu í útboðslýsinguútboðsgagna. Þar sé að finna lýsingu á mörgum námum sem hafi reynst röng. Ísumum tilvikum hafi vinnanleg lagþykkt verið miklu minni en ráða mátti afnámulýsingum. Hafi verktaki gert grein fyrir aukakostnaði vegna þessa meðorðsendingu 28, dags. 3. nóvember 2011, samtals 29.416.041 krónur. Stefnandigerir kröfu um að fá greitt það tjón sem varð hjá verktakanum vegnaforsendubrests í gögnum. Tjónið felist í því að mun kostnaðarsamara hafi veriðað vinna námurnar en ráðgert hafði verið. Verkliður 24 Í þriðja lagi krefst stefnandi greiðslu aðfjárhæð 3.046.580 krónur vegna aukinna flutningsvegalengda. Þessi fjárhæð sénokkuð lægri en fram kom í yfirmati, en stefnandi leggi undirmatsgerð 1 tilgrundvallar málatilbúnaði sínum. Stefnandi tekur fram að í Hofsárdalsvegi hafiorðið vandkvæði við verkframkvæmdir vegna aukinna flutningsvegalengda efnis ífyllingar og fláafleyga. Aukningin hafi annars vegar stafað af því að náma Uhafi brugðist algerlega vegna hárrar grunnvatnsstöðu. Vegna þessa hafi þurft aðsækja efni úr námum T og W. Hins vegar hafi aukningin stafað af breyttri hönnuná vegi frá stöð 5.140 að stöð 6.300 sem hafi leitt til aukinnarflutningsvegalengdar úr námu W. Fór verktaki fram á aukinn kostnaður vegnaþessa yrði greiddur, sbr. orðsendingu nr. 33, dags. 13. janúar 2011. c) Um verðbætur Stefnandi kveðst setja framkröfur sína á grunnverði samnings milli verktaka og stefnda. Með vísan tilákvæðis 3.2 í útboðslýsingu hafi einingarverð verið verðbætt. Gerð sé krafa umverðbætur á verklaun verktaka. Útreikningur verðbóta við uppgjör verksins þann 24. október 2011. Gerð er krafa um aðallar kröfur séu verðbættar. Fari svo að aðeins hluti krafnanna fáistviðurkenndur lækkar verðbótakrafan hlutfallslega sem því nemur. d) Um dráttarvaxtakröfu Krafa um dráttarvexti miðast viðþann tíma þegar uppgjör hefði átt að fara fram. Suðurstrandarvegur þann 7.nóvember 2011 og Norðausturvegur þann 20. janúar 2012. e) Um gagnkröfur stefnda til skuldajöfnunar Stefnandi tekur fram að kröfur um skuldajöfnun séuallar settar fram eftir 3. febrúar 2011. Þá sé með öllu óljóst hvað verið sé aðgreiða inn á, sbr. 25.000.000 króna greiðslu stefnda, sem fram kemur áreikningsuppgjöri verktaka, nr. 57, dags. 24. október 2011. Stefnandi tekur fram aðófrágengin vinna hans hafi verið innifalin í einingarverðum. Engin krafa hafiverið gerð um óunnið verk og því komi skuldajöfnun ekki til greina fyrir vinnusem ekki hafi verið innt af hendi. Þá hafi kröfur vegna lagfæringa á verkinuekki komið fram í greinargerð og því sé krafa stefnda vegna þess of seint framkomin. Um kröfu stefnda um tafabætur, telur stefnandi að kröfur sem séu settarfram sem skaðabætur geti ekki komið til skuldajöfnunar. Þá telur stefnandióljóst hvað verið var að greiða með innborgun 25.000.000 króna á massa. Helstu málsástæður og lagarök stefnda 1) Um aðildarskort stefnda íslenska ríkisins Stefndi íslenska ríkið, krefst aðallegasýknu á grundvelli aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um með ferðeinkamála. Stefndi Vegagerðin er sjálfstæð ríkisstofnun sem starfar skv. lögumnr. 80/2007 og hefur sjálfstæðan fjárhag. Samkvæmt 4. gr. laganna annastVegagerðin þátt ríkisins og hefur eftirlit með framkvæmd laganna. Þóttinnanríkisráðherra fari með yfirstjórn vegamála verði ekki séð að lögbundinnauðsyn hafi verið til að stefna íslenska ríkinu sérstaklega vegna efnda áverksamningi. Stefndu telja að ákvæði 1. mgr. 16. laga um meðferð einkamálaleiði ekki til þess að nauðsyn hafi borið til að stefna báðum aðilum til varnarí málinu. Verði ekki fallist á sýknu stefnda íslenska ríkisins á grundvelliaðildarskorts byggjast sýknumálsástæður stefnda á sömu málsástæðum og lagarökumog meðstefndi Vegagerðin byggir á í málinu. 2)Almennt um kröfur stefnanda Stefndi mótmælir staðhæfingumstefnanda um að meginástæður greiðsluþrots stefnanda sé að rekja til aðgerðastefnda. Stefnukröfur máls þessa séu rúmar 202 milljónir króna en kröfur íþrotabú stefnanda nemi hálfum þriðja milljarði króna. Stefnandi hafi boðið lágtverð í þau verk sem mál þetta sé risið af, eða um 60% af kostnaðaráætlun. Stefndi bendir á að verk þau semmál þetta fjalli um hafi falið í sér umfangsmikla jarðvinnu á löngumvegarköflum. Verktakinn hafi lokið við hvorugt verkið en hafi þó verið langtkominn með verkið Suðurstrandarveg. Þar hafi úttekt farið fram en tveimur þáttumaf þeim sem gerðar voru athugasemdir við verið ólokið. Í verkinuNorðausturvegur hafi staðan hins vegar verið þannig að þegar verktaki hvarf fráverkinu, 2. nóvember 2011, hafi verkinu langt í frá verið lokið. Þó hafi stórhluti verksins verið mældur upp af aðilum í sameiningu. Við verklegar framkvæmdir afþessu tagi sé framkvæmdin þannig að greitt sé inn á verkliði eftir því semverki miðar áfram. Endanleg niðurstaða um magntölur fáist þó ekki fyrr en viðverklok þegar verkið hefur allt verið mælt upp. Innborganir á verkið miðistalla jafna við áætlaða verkframvindu en ekki raunmælingu. Verktaki beri ábyrgðá mælingum og beri að skila þeim inn til yfirferðar hjá verkkaupa. Í stefnu séþess ógetið að þrátt fyrir ákvæði samningsgagna um að verktaki skuli annastmælingar þá hljóp stefndi undir bagga með verktaka í Norðausturvegi svo unntværi að mæla verkið upp. Þannig mældu aðilar veginn upp í sameiningu og var þaðumfram skyldu verkkaupa en gert til að unnt væri að fá einhverja mynd á stöðuverksins. Um verkin bæði hafi gilt semsamningsgögn auk verksamnings, tilheyrandi útboðsgögn, Alverk ´95 – almennverklýsing fyrir vega- og brúargerð, ÍST 30:2003, almennir útboðs- ogsamningsskilmálar um verkframkvæmdir auk reglna um merkingu vinnusvæða. Þessi gögnmyndi samningssamband aðila og verði allt uppgjör að miðast við þau nema umannað sé ótvírætt samið. Þetta komi skýrt fram í útboðslýsingu, sjá einkumgrein 6.6 og 6.7. Kafli I í Alverki ´95 fjallar um uppgjörsaðferðir og vísasttil þess. Þá sé þess ekki getið í stefnuað stefndi hafi greitt stefnda inn á massa verksins Norðausturvegur 25.000.000króna haustið 2011, svo verkið gæti haldið áfram. Eftir sé að taka tillit tilþess við uppgjörið. Stefndi hafi lýst þeirri kröfu í bú stefnanda. Þá sé það rangt sem fram komi ímálavaxtalýsingu stefnanda að stefndi hafi haldið eftir greiðslum sem verktakihafi átti rétt til á grundvelli verksamninganna. Á verkfundum hafi veriðfjallað um kröfur verktaka og þeim ýmist hafnað eða þær samþykktar. Stefndihafi hafnað öllum kröfum sem ekki áttu rétt á sér. Kröfur stefnda til verktakavegna uppgjörs byggðust á samningsgögnum. Ekki kom til greina að greiðaverktaka fyrir magn sem ekki átti rétt á sér. Því er mótmælt sem röngu aðmagnaukningar séu eins konar venja við vegaframkvæmdir. Þannig hafi stefndaekki borið að greiða fyrir meira magn en gögn segi fyrir um. Almennauppgjörsaðferðin sé hannað notað magn. Af mældum sniðum sjáist að verktakihafði í verkinu Norðausturvegur almennt gert mannvirkið stærra en um var samið.Í Suðurstrandarvegi hafi einnig verið umframmagn í vegi. Stefnandi átti ekkirétt á greiðslu fyrir umframmagn í verkinu nema um það væri samið eða reglurverktakaréttarins leiddu til þess. Þvert á móti gilda ákvæði I.6 í Alverki ´95um mestu frávik frá hönnuðum sniðum og í ákvæði I.6.2 eru reglur um frádráttvegna frávika, þ.e.a.s. verkkaupi á rétt á bótum úr hendi verktaka ef vikið erfrá hönnuðum kótum. Stefndi mótmælir niðurstöðumundirmatsgerðar dómkvadds matsmanns Björns Gústafssonar. Þá hafnar stefndi sjónarmiðum um að hannberi sönnunarbyrðina fyrir því að greiðsluskylda hvíli ekki á honum. Þvert ámóti er byggt á þeirri grundvallarreglu að stefnanda sem krefst greiðslu beriað sanna rétt sinn til greiðslunnar. 3)Tómlæti Stefndi byggir sýknukröfur sínar á þvíað meginregla verktakaréttar sé sú að verkkaupi eigi val um hvort ráðist verðií veigameiri eða dýrari útfærslur á verkinu en fram komi í útboðsgögnum. Þannigsé meginreglan sú að samþykki verkkaupa sé áskilið fyrir viðbótum og breytingumá verki umfram hönnunargögn og magnskrá. Stefndi bendir á að í gögnum málsinsliggi fyrir hvaða viðbótarmagn og aukaverk hann hafi samþykkt. Á verkfundum séávallt sérstakur fundarliður til að fjalla um kröfur, þ.m.t. vegna aukaverka ogmagnaukninga. Kröfur stefnanda komi nær allar fram undir verklok. Stefndibyggir á því að tómlæti stefnanda við að gera kröfur í verkinu og setja þærfram rökstuddar og með tölulegum upplýsingum leiði eitt sér til þess aðkröfurnar séu fallnar niður skv. reglum verktaka- og kröfuréttar og ÍST 30.Stefndi hafnar öðrum kröfum stefnanda og byggir á uppgjörsreglum útboðsgagna.Útboðsgögn, þ.m.t. magnskrá mæli fyrir um hve mikið magn skuli greitt fyrir oghvernig það skuli reiknað. Stefndi bendir sérstaklega á og byggir á 16. kaflaÍST 30:2003, einkum ákvæðum 16.2, 16.6 og 16.7. Hvað Norðausturveg varðar sérstaklega þá bendir stefndi á að hann hafimargítrekað við stefnanda að reikna yrði verkið upp í heild sinni til að finnaút hvort eitthvað stæði eftir ógreitt, ekki væri nóg að taka út örfáa liði oggera kröfur vegna þess. Á matsfundi hafi stefndi lagt fram beiðni um aðmatsmaður tæki til mats tvær viðbótarspurningar til þess að fá semheildstæðasta mynd af uppgjöri verksins. Stefndi hafi boðist til að greiðaaukakostnað matsmanns vegna þessa. Stefnandi hafnaði þeirri beiðni eins og framkomi í matsgerð. Ef stefnandi hefði fallist á það með stefnda að matsmaðurfjallaði um þær viðbótarspurningar hefði matsgerðin gefið réttari mynd afverkinu í heild. Stefnandi hafi hafnað því og beri matsgerðin þess augljósmerki. Á því beri stefnandi einn ábyrgð. 4) Kröfur stefnanda vegna Suðurstrandavegar a) Um fyllingar – verkliður 12 Stefndi mótmælir kröfustefnanda. Í tilboðsskrá hafi magn fyllingar verið áætlað 612.000 m³, en stefnandihafi fengið greitt fyrir 753.278 m³. Stefndi hafi samþykkt magnaukningu upp að684.864 m³ og hafi því fengið ofgreitt 22.234 m³. Stefndi vísar einnig tilundirmatsgerðar 2, frá maí 2015, sem sýni fram á að stefnandi eigi engar kröfurá hendur stefnda. Samkvæmt útreikningi matsmanns á magni fyllingar í mannvirkiðreiknist fyllingin 701.440 m³. Stefndi hafnar því að nokkuð hafi veriðathugavert við útboðsgögn. Þá hafi ekki verið gert ráð fyrir því að efnistölurgætu aukist þannig að til greiðsluskyldu verkkaupa stofnaðist. Þá er því hafnaðað eftirliti hafi verið ábótavant enda ekki hlutverk hans að fara með daglegaverkstjórn verktakans. Verktaka beri að fara eftir útboðsgögnum viðverkframkvæmdina og afla samþykkis fyrir breytingum á verktilhögun. Það hafiekki verið gert. Samþykkt magn hafi verið 684.864 m³. Þá virðist stefnandi byggjakröfur sínar að einhverju leyti á svokölluðu moldarsamkomulagi. Ágreiningslaustsé að það hafi verið gert upp og þvíverið lokið. Stefndi mótmælir þeirri afstöðustefnanda að 33% aukning sé „innan skekkjumarka“ sem eigi þannig að byggjaundir kröfur hans. Þvert á móti byggir stefndi á þeirri meginreglu verktaka- ogkröfuréttar að stefnda beri ekki að greiða fyrir meira magn en um hafi veriðsamið, nema stefndi sanni ótvírætt rétt sinn til frekari greiðslna. Í þessusambandi er bent á Alverk ´95, einkum kafla I. 2-4 og I. 6. Verkkaupi standivið þær athugasemdir sem fram komu á 52. verkfundi, í kröfulýsingu og bréfi 28.febrúar 2012. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem bendi til þess aðmagntaka hans fái staðist eða að greiðsluskylda hafi stofnast vegna þess. Loksbyggir stefndi á því að stefnandi hafi ekki haldið kröfum sínum uppi tímanlegaog gildir það almennt um nær allar kröfur stefnanda, þær koma fyrst fram íverklok. Vísast til þess að á hverjum verkfundi voru kröfur á dagskrá enverktaki nýtti almennt ekki það tækifæri. Á 42. verkfundi 11. ágúst 2011 þegarstutt er í verklok er t.d. bókað að engar nýjar kröfur séu af hálfu verktaka.Kröfunum er því hafnað og beri að sýkna stefnda af þessari kröfu. b) Um frágang fláa – verkliðir 33-36 Stefndi hafnar kröfum stefnandaog niðurstöðum sem fram komi í undirmati 1. Matsmaður hafi ekki mælt fláanaheldur byggi hann niðurstöðu sína á „endanlegu yfirborði athafnasvæðis íverklok“, sbr. bls. 35. í matsgerð, en framkvæmi ekki mælingar sjálfur, umframtékkmælingar á innan við 700 metra kafla af öllu vegsvæðinu. Stefnandi vísartil eigin útreikninga og mælinga sem fram komu á 52 verkfundi, þar sem magntalahafi numið 968.468 m². Magntaka verktaka hafi ekki staðist þar sem hann hafimagntekið námufrágang og skeringafrágang sem ekki hafi átt heima undir þessumlið. Er því mótmælt að stefndi hafi gefið fyrirmæli um að fláar yrðu flatari enverklýsing mælti fyrir um. Orðsending nr. 7 verði ekki túlkuð þannig. Stefnandigeti ekki breytt hönnun á kostnað verkkaupa. Telur stefndi meginástæðumagnaukningar í fláafrágangi vera þá að stefnandi hafi notað gróft efni í ífláana og því þurfi meira efni utan á þá til að uppfylla kröfur um sléttleika.Á því beri stefndi einn ábyrgð. c) Um burðarlög – verkliður 22 til 25 Stefndi hafnarkröfum stefnanda um vangreitt magn í burðarlögum svo og forsendum undirmats 1sem stefnandi byggi fjárkröfu sína á. Telur stefndi kröfu stefnanda vanreifaða.Stefnandi beri ábyrgð á mælingum samkvæmt samningsgögnum. Það sé með ölluóljóst hvernig matsmaður reikni út magn er sé verulega frábrugðið magnskrámverksins, verði það að teljast verulegur ágalli á matsgerð að matsmaður skuliekki gera grein fyrir útreikningum sínum. Þá sé órökstutt hvers vegna flutt ermagn á milli verkliða, sem er í verulegu ósamræmi við magnskrá hönnuða ogtilboðsskrá auk þess sem matsmaður miði uppgjör á umframmagni við hæsta taxta. Matsmaður vísi óljóst til þess að ástæðuaukningar megi rekja til „ákvarðana semteknar voru á verktímanum um þykkingu laga á ákveðnum stöðvarbilum“ án þessað vísa nánar til þess hvað átt sé við. Stefndi kannist ekki við aðrarbreytingar á þykkt burðarlaga nema skv. orðsendingu nr. 9 þar sem burðarlagi var breytt úr 20 cm í 30 cm á stöðvabili 23.400og 27.000. Slík breyting nemi um 3000 m3 og geti ekki skýrt þessarbreytingar sem matsmaður fjalli um. Matsmaður kveðst styðjast við tilgreindútsetningargögn án þess að sýna útreikninga. Stefndi bendir á í því sambandi aðekki sé til útsetningarskrá fyrir yfirborð efra burðarlags sem er 3 cm neðar enyfirborð endanlegs vegar. Hafi matsmaður ekki tekið tillit til þess gefi þaðskekkju upp á um 7700 m3. Samkvæmt framangreindu séu engar forsendurtil að fallast á aðrar magntölur en magnskrá greini auk viðbótarmagns semstefndi hefur samþykkt. Þá sé krafa stefnanda um viðbótargreiðslur auk þess þaðseint fram komin að henni beri að hafna vegna þess. Tók stefndi fram viðaðalmeðferð málsins að ekki hefði veriðunnið við þennan verkþátt frá því á árunum 2009/2010, sbr. 41. verkfund, semhaldinn var þann 27. júlí 2011. Í verkfundargerðinni komi fram undir liðnum„Kröfur“ að engar nýjar kröfur séu af hendi verktaka. Verktaki og verkkaupihafi náð samkomulagi um kröfur um efnistöku, frágang fláa og hreinsun úrvegstæði. Þvíberi að sýkna stefnda af þessari kröfu. d) Um Rofvörn/grjótvörn – verkliður 29 Stefndi hafnar greiðsluskylduvegna þessa verkliðar og telur meginskýringu á magnaukningu vera þá aðstefnandi hafi unnið með of stórt grjót í rofvörninni. Síðast hafi verið greittinn á þennan verklið í júlí 2010 og verkið þá talið uppgert. Verktaki hafifyrst komið með aukakröfur á hendur stefnda á lokaverkfundi í desember 2011. Þátelur stefndi kröfu stefnanda ósannaða. Í bréfi stefnda, dags. 28. febrúar2013, hafi verið til þess vísað að síulag hefði verið gert upp með fyllingum,sbr. m.a. bls. 45 í útboðslýsingu. Auk þess séu kröfur stefnanda fallnar niðurfyrir tómlæti, enda hafi stefndi mátt gera ráð fyrir að allar kröfur vegnagrjótvarnar væru upp gerðar. Stefnanda hafi borið að koma fram með kröfur sínarán ástæðulauss dráttar, sbr. ÍST 30 og meginreglur verktakaréttar. e) Um jöfnun undirstöðu – verkliður 11 Stefndi hafnar kröfum stefnandaog rökstuðningi matsmanns samkvæmt undirmati 1.Bendir stefndi á að síðast hafi verið greitt inn á þennan verklið þann10. apríl 2009, en þá hafi magn verið komið í 141.000 m² og hafi það veriðsamþykkt lokamagn. Engin krafa hafi síðar komið fram og krafan því fallin niðurvegna tómlætis. Um kröfuna sjálfa tekur stefndi fram aðaðferð verktaka við magntöku stangist á við verklýsingu og sé því alfariðhafnað að um villu í útboðsgögnum hafi verið að ræða svo sem haldið sé fram ístefnu. Í stefnu sé því haldið fram að samkomulag hafi verið gert um að í stað8,5 metra skyldi miða við að fara í botn sem var 1:1 miðað við fyllingarkant.Stefndi hafnar því að nokkurt samkomulag hafi verið gert af þessu tagi. Efstefnandi hafi talið nauðsynlegt að jafna undirstöðu umfram það sem útboðsgögnog fyrirmæli verkkaupa sögðu fyrir um bar honum að leita samþykkis verkkaupa.Það hafi hann ekki gert. Þá vísar stefndi til niðurstöðuyfirmats, þar sem matsmenn telja að verkkaupa hafi borið að greiða fyrir128.400 m² vegna jöfnunar yfirborðs undirstöðu og því sé hér um ofgreiðslu tilstefnanda að ræða sem nemi 1.260.000 krónum. f) Um girðingar Stefndi mótmælir kröfu stefnandaþar sem um sé að ræða ósamþykkta viðbót. Krafa stefnanda hafi komið fram á 52.verkfundi og þá hafi henni verið hafnað. Tekur stefndi fram að ekkertsamkomulag hafi verið gert um aukagreiðslur fyrir girðingarvinnu. Stefndi tekurfram að hann hafi þegar greitt fyrir fleygun í klöpp fyrir hornstaura oghliðstaura. Vísar stefndi til 17. kafla í Alverki ´95 um hvernig frágangi girðinga eigiað vera háttað, en tilboðsliðurinn innifeli allt efni og vinnu við uppsetningugirðinga, þ.m.t. ef bora þurfi í klöpp eða steypa niður staura. Samkvæmtútboðslýsingu, á bls. 42, miðist uppgjör við fullfrágengna girðingu. Því beriað sýkna stefnda af þessari kröfu. g) Um uppsetningu aðstöðu – verkliður 1 Stefndi kveður ekki töluleganágreining vera um þessa kröfu stefnanda að fjárhæð 1.500.000 krónur, en krefstskuldajöfnunar á móti ofgreiddumverklaunum og dagsektum. Þar sem krafa stefnda sé hærri en krafa stefnanda beriað sýkna hann af þessari kröfu. h) Um aukaverk Ekki er tölulegur ágreiningur umþessar kröfur stefnanda að fjárhæð 9.691.585 krónur, en stefndi krefst hinsvegar skuldajöfnunar gagnvart ofgreiddum verklaunum og dagsektum og telursamkvæmt því að í reynd sé búið að gera kröfuna upp. Þar sem krafa stefnda séhærri en krafa stefnanda beri að sýkna hann af þessari kröfu. i) Um viðbótargjald vegna námuvinnslu Stefndi hafnar greiðsluskyldu. Krafa þessi hafi ekkikomið fram fyrr en í verklok og verið um hana fjallað undir liðnum „efni úrnámu 9“ í fundargerð. Því sé hafnað að um eitthvert slíkt samkomulag hafi veriðað ræða. Uppgjör hafi verið gert í aukaverkum nr. 7, 8 og 9 og greitt fyrir37.500 m3. Þeim þætti verksins hafi verið löngu lokið. Krafan sé aðöðru leyti óskiljanleg, vanreifuð og ekki studd gögnum. Ekkert samkomulag umaukaverk liggi fyrir sem stefnandi geti byggt rétt á og því beri að sýknastefnda af þessari kröfu. Stefndi bendir á að stefnandi virðisttelja að sérstök greiðsla (nýtt einingarverð) skv. orðsendingum 3 og 4 sem tóktil afmarkaðs þáttar „neðra burðarlags“ eigi við um framkvæmdina. Samkvæmtverklýsingu hafi verið miðað við að efstu 60 cm í fyllingu ættu að uppfyllakröfur neðra burðarlags. Þar sem efnisöflun hafi ekki gengið eins vel og bestvar á kosið m.t.t. til efstu laga fyllingarlagsins, ákváðu hönnuðir að gerabreytingar. Með orðsendingu nr. 3, dags. 24. mars 2009, hafi verið svo um samiðað verktaki myndi vinna efni úr námu 9 til notkunar í neðra burðarlag og skyldilagþykkt vera 60 cm. Fyrir það yrðu greiddar 1090 kr. með vsk. fyrir hvernrúmmetra. Með orðsendingu nr. 4, dags. 26. mars 2009, sem kom tveimur dögumsíðar var ákveðið að lagþykkt neðra burðarlags skyldi þynnt í 30 cm og magnþessa efnis því minnkað um helming. Stefndi telur ágreiningslaust að þessiþáttur hafi verið gerður upp með greiðslu 37.500 m3 áeiningarverðinu 1090 kr. fyrir rúmmetrann og sé því lokið. Einingarverð þettahafi ekki verið fyrir greiðslu í fyllingar heldur hafi þarna verið um sérstaktgjald að ræða vegna vinnslu neðra burðarlagsefnis, 30 cm að þykkt, sem kæmi þáí stað fyllingarlags sem því næmi. Um greiðslu fyrir fyllingar hafi að öðruleyti gilt einingarverð skv. samningsgögnum. Annað sé hreinn misskilningurverktaka. Af kröfugerðinni verði og tæplega annað ráðið en að verktaki gerikröfu um að fá þetta greitt sem viðbótargjald fyrir efstu 30 cm fyllingarlags,þ.e. á sínum tíma var honum greitt þetta nýja gjald fyrir 30 cm neðra burðarlag37.500 m3 í stað samsvarandi fyllingarlags, sem þýðir að magnfyllingar var minnkað um sama magn. Í verklok setur hann hins vegar fram kröfuum að fá greitt fyrir sama magn sem fyllingu og vill samkvæmt því fá greittfyrir sama lagið sem fyllingu og neðra burðarlag. Þá byggir stefndi á því að krafan séþar að auki alltof seint fram komin en samkomulagið um þennan afmarkaða þáttvar gert 2009 en verktaki komi fyrst fram með kröfur sínar á síðasta verkfundiárið 2011. Kröfugerð stefnanda sé því ekki í samræmi við ákvæði ÍST 30 eðaákvæði almennra reglna verktakaréttar og sé því fallin niður fyrir tómlæti.Samkvæmt framangreindu ber að sýkna stefnda af þessari kröfu. j) Um skuldajöfnun, gagnkröfur og frádrátt Stefndi hafnar samkvæmtframansögðu öllum kröfum stefnanda um viðbótargreiðslur. Ef rétturinn telur aðstefnanda beri réttur til viðbótargreiðslna í þeim liðum sem stefnandi krefstgreiðslu fyrir sé nauðsynlegt að taka tillit til innborgana á verkið ogofgreiðslna í öðrum verkliðum auk þess tjóns sem stefndi hefur orðið fyrir viðað lagfæra ófrágengna og illa unna verkþætti. Stefndi lýsti kröfu sinni íþrotabúið. Gagnagnkröfur stefnda séu eftirfarandi og er þess krafist að þærkomi að fullu til frádráttar kröfum stefnanda. Gagnkröfur til skuldajöfnunarnema 77.278.230 krónum. Reisir stefndi þá kröfu, m.a. á undirmatsgerð 2 ogyfirmatsgerð. Sundurliðast krafanþannig: . Tafabætur/dagsektir6.800.000 krónur2. Verðbætur 29% Samtala2.024.156 krónur8.824.156 krónur3. Leiðrétting eldri reikninga 5.773.845 krónur. dskj. 794. Verkliður 11, jöfnun undirstöðu, ofgreitt. Verðbætur á verklið 11.260.000 krónur, skv. yfirmati375.0645 Verkliður 12, fyllingar, ofgreittVerðbætur 22.234.550 krónur6.617.002 krónur6. Verkliður 36, frágangur fláa, ofgreittVerðbætur á verklið8.364.125 krónur. undirmatsg. 2. 2.489.749 krónur5. Bætur vegna hæðarfrávika3.519.669 krónur undirmatsg. 26. Bætur vegna frávika í burðarlögum7.820.070 krónurSamtals77.278.230 krónur. k) Dagsektir Um dagsektir tekur stefndi framað samkvæmt samningsgögnum hafi umsamin verklok verið 15. september 2011.Dagsektum skyldi beitt ef verktaki færi fram fyrir umsaminn skiladag. Umferðvar hleypt á veginn 3. október og miðast afhending við þann dag. Dagsektirreiknast því fyrir 17 daga og hafi fjárhæðin verið 400.000 krónur á dag eðaalls 6.800.000 kr. auk verðbótaþáttar, alls 8.824.156 krónur. Stefndi ítrekaðiá verkfundum að dagsektum yrði beitt og er sú krafa því ótvíræð. Um nánarisundurliðun vísast til kröfulýsingar og fylgiskjala með henni. l) Um kröfur vegna lagfæringar á verki Stefndi krefst þess að kostnaðurvið lagfæringar og frágang eftir stefnanda komi að fullu til frádráttar. Aflaðistefndi mats dómkvadds matmanns á þeim kostnaði sem liggur fyrir í málinu. Þávísast til þeirra sjónarmiða um magntölur sem stefndi hefur rakið í greinargerðþessari. m) Um heimild til gagnkröfu og skuldajöfnunar Stefndi byggir á því að 100. gr.laga nr. 20/1991 standi því ekki í vegi að gagnkröfur til skuldajöfnunar komistað vegna uppgjörs verksins enda var um að ræða verk í vinnslu sem unnið var meðvitund og vilja aðstoðarmanns stefnanda í greiðslustöðvun. Einnig telur stefndiað ákvæði 100. gr. laga um gjaldþrotaskipti geti ekki átt við á þann hátt semstefnandi heldur fram, í verki sem þessu enda yrði þá um að ræða óréttmæta ogóverðskuldaða auðgun þrotabúsins á kostnað stefnda sem verkkaupa sem vinnur íalmannaþágu. Í verki af þessu tagi er greitt jöfnum höndum inn á verkið miðaðvið áætlaða verkframvindu og eigi síðar en í verklok er það svo gert upp íheild sinni þannig að hugsanlegar ofgreiðslur inn á einstaka verkliði koma þátil frádráttar öðrum vangreiddum liðum. Stefndi hafnar alfarið þeirrilagatúlkun stefnanda að vegna ákvæða gjaldþrotalaga sé „skuldajöfnun“ innanverksins ótæk og geti stefnandi þannig haldið fram kröfum fyrir hugsanlegaógreidda verkliði en hunsað algerlega innborganir og ofgreiðslur inn á aðraverkliði. 5) Kröfur stefnda vegna Norðausturvegar Stefndi tekur fram að þegar stefnandi hafi horfið frá verkinu þann 2.nóvember 2011, hafi staða verksins í grófum dráttum verið þannig að búið var aðleggja bundið slitlag á Norðausturveg, samtals 30,4 km. Frágangur við skeringará Norðausturvegi voru langt komnar en ekki að fullu lokið. Verktaki hafðigengið þannig frá fláum og skeringum frá stöð 17180 að stöð 24590 vinstra meginog stöð 28160 hægra megin. Frá þessum stöðvum og að stöð 47580 hafði verktakiýmist jafnað eða grófjafnað skeringar og fláa en fara þurfti yfir þetta svæðisumarið 2012 og lagfæra og greiddi stefndi kostnað við það um 7.600.000 krónur.Verktaki hafi ekki gengið frá öllum námum sem notaðar voru í Norðausturveg og um sumarið 2012 og síðar sumarið 2013 varunnið við frágang á þessum námusvæðum og greiddi stefndi kostnað vegna þess.Heildarkostnaður hafi verið um 12.600.000 krónur og sé námufrágangi ekki aðfullu lokið. Verktaki hafði ekki lokið við Skógarveg þegar hann fór frá verkinuog heldur ekki gengið að fullu frá tengingum og lagði stefndi í kostnað viðfrágang þar en kostnaður við þessa liði nam um 5.600.000 krónum. ÁHofsárdalsvegi hafði verktaki lokið við að keyra út að mestu efni í fyllingarog fláa. Við uppmælingu eftir að verktaki fór frá verkinu hafi verið talið aðmagnið sem eftir var að keyra út væri um 20.300 m3 af fyllingarefniog 14.170 m3 af fláaefni. Samtals um 34.470 m3. Þá hafiallur frágangur skeringa, fláa og náma verið eftir. Ræsalögn hafi verið langtkomin en allur frágangur eftir. Öll keyrsla á neðra burðarlagi hafi verið eftirog allur frágangur þess. Mölun á efra burðarlagi og klæðingarefni hafi veriðlokið en vinna við útlögn og frágangur á efra burðarlagi og útlögn á klæðinguverið eftir. Mest allri vinnu við girðingar hafi verið ólokið en kostnaðurvegna þess hafi samkvæmt útboði verið 8.100.000 krónur. Til þess að ljúka vinnuvið Hofsárdalsveg hafi verkið verið boðið út að nýju og lauk því verki haustið2013. Heildar verktakakostnaður við frágang Hofsárdalsvegar hafi verið um131.000.000 króna auk annars kostnaðar við endurútboð. Samkvæmt útboðsskilmálum vargert ráð fyrir að ekki væri heimilt að greiða meira inn á fyllingar en sem næmi80% nema mælingar lægju fyrir og þeim bar verktaka að skila skv. útboðslýsingu,bls. 71. Þá tekur stefndi fram aðmálsaðilar hafi sameiginlega mælt upp verkið í Norðausturvegi til þess að fámynd á stöðu þess. a) Almenn sjónarmið stefnda kröfur stefnanda um vangreitt magn samkvæmtsamningi – verkliðir 11, 13, 14, og 15 Stefndi mótmælir öllum kröfum stefnandaum aukagreiðslur fyrir meinta magnaukningu. Öllum staðhæfingum stefnanda umágalla á sigmælingum og um aukið sig er hafnað sem ósönnuðum og röngum. Stefndibendir á að skv. útboðsgögnum, einkum í almennri útboðslýsingu, kafla 4.4.3 og sérverklýsingum í lið17, 18 og 19,skuli verktaki sjá um sigmælingar. Verktaka hafi verið frjálst að bæta viðsigmælistöðum ef hann svo kysi. Sigmælistöðvar væru sérstakur greiðsluliður íútboði og stefnandi hafi boðið ákveðið verð í þann lið. Stefnandi hafi aldrei fariðfram á að fá að fjölga sigmælistöðvum umfram það sem gert var eða að stefndihafi hafnað því að bæta við sigmælistöðum. Á reikningsuppgjöri verktaka nr. 57,dags. 24. október 2011, komi fram að búið væri að greiða fyrir 48 mælistöðvarmeð sigplötum en áætlunin gerði ráð fyrir 19. Einnig hafi verið búið að greiðafyrir 48 mælistöðvar með sigrörum af 52 sem áætlaðar voru. Þær mælistöðvar semeftir voru áttu að koma á Hofsárdalsveg. Þá er bent á það að niðursetningsigplatna og röra hafi verið í umsjón verktaka sjálfs. Stefndi hafnar því að mælingar á námumog skeringum verði lagðar til grundvallar við magnuppgjör í verkinu enda íandstöðu við útboðsgögn. Verktaki verði að halda sig innan hönnunarsniða íverkinu en geti ekki gert kröfu um greiðslu fyrir allt efni sem hann flytji íveginn. Umframefni í vegi sem komi úr námum sé fráleitt að greiða semmagnaukningu enda hafi þá einfaldlega verið bruðlað með efni. Stefndi hafnarþví sem ósönnuðu og röngu að unnt sé að vísa til einhverra annarra verka sem„fordæma“ fyrir því að önnur uppgjörsaðferð sé notuð. Engin gögn hafi veriðlögð fram þessu til staðfestingar auk þess sem stefndi hafi ekki samþykkt aðvíkja frá uppgjörsreglum útboðsgagna. Stefndi hafnar því alfarið að hafafarið fram á að fláar yrðu gerðir efnismeiri og flatari þannig aðgreiðsluskylda skapaðist, umfram það sem útboðsgögn heimila. Nýr vegstaðall semstefnandi vísar til og byggir málatilbúnað sinn á sé ekki hluti af útboðsgögnumog því ekki hluti af uppgjöri verksins nema um annað sé ótvírætt samið. Eins og fram hafi komið hafi verktakagengið illa að skila inn mælingum svo sem skylt sé. Í verkfundargerð nr. 50,frá 2. nóvember 2011, komi fram að verkkaupi óski eftir því að verktaki skiliinn dagskýrslum en þær hafi alveg vantað frá júlí til nóvember 2011. Þá hafikomið fram að eldri dagskýrslur 2009 og 2010 væru frekar ólæsilegar. Áverkfundi nr. 20 hafi dagskýrslumál rædd og á verkfundi nr. 41 hafi komið framað dagskýrslur undanfarinna tveggja ára vantaði. Haustið 2011 framkvæmduverktaki og stefndi sameiginlega mælingu á veginum og hafi þá komið í ljós að umframefni væri í veginum, vegurinnværi umfangsmeiri en hönnun segði til um. Stefnda sé óskylt að greiða fyrirslíka magnaukningu. Þvert á móti gæti stefndi átt kröfu til skaðabóta úr hendistefnanda skv. Alverki ´95. Í kröfugerð sé farið fram á að annarriuppgjörsaðferð verði beitt en útboðsgögn geri ráð fyrir, þ.e. farið er fram áað beitt verði magnmælingum úr námum og skeringum. Sú aðferð sé ekki í samræmivið útboðsgögn og komi því ekki til álita. Samkvæmt almennri útboðslýsingu beri aðreikna magn skv. mældum þversniðum með 20 metra bili. Að öðru leyti vísast tilAlverks 95 einkum kafla I.2-I.4. Í þessusambandi er ítrekað að verktökum sé greitt fyrir magn innan hannaðra sniða enekki allt magn sem þeir setji í veginn. Ónákvæmni verktaka við framkvæmdverksins þ.e. að notað hafi verið mun meira magn í mannvirkið en hönnun hafigert ráð ráð fyrir sé ekki á ábyrgð stefnda. Útreikningar stefnda hafi verið gerðir eftirútboðsgögnum, þ.m.t. við sigmælingar, en ekki hafi verið fallist á að notaaðrar aðferðir sem verktakinn vildi heldur styðjast við. Engin heimild eða rökhafi staðið til þess. Í orðsendingu verktaka nr. 30, dags. 28. nóvember 2011,um magnuppgjör og sigmælingar, komi fram að verktaki efaðist ekki um niðurstöðusigmælinga en hins vegar vildi hann draga sigspá í efa og vildi halda sig viðnámuaðferð. Ekki verði annað ráðið af gögnum málsins en að verktaki hafi snemmaí verkinu viljað vinna því brautargengi að fá að nota námumælingar til uppgjörsí stað þess að bæta við sigmælistöðum ef hann taldi líklegt að sigmælingar ogsigspá væru ekki nógu áreiðanleg gögn. Á bls. 73-75 í útboðslýsingu sé ítarlegafjallað um kröfur til aðgerða vegna sigs í liðum 17, 18 og 19, tilvísun 35,35.111 og 35.12. Samkvæmt gögnunum hafi verktaka borið að gera þar til greindarráðstafanir vegna sigs og skila mælingum til verkkaupa. Ef verktaki teldi aðgera þyrfti frekari ráðstafanir til að mæla sig hafi honum borið að geraverkkaupa grein fyrir því og setja fram kröfu um aðgerðir, t.d. með fjölgunsigmælistöðva. Það hafi hann ekki gert heldur byggðust kröfur hans ávallt ágetgátum um að vegur hlyti að hafa sigið. Stefnandi verði að bera hallann afþví að hafa ekki gripið til ráðstafana til að sanna kröfur sínar í þessumefnum. Þá bendir stefndi á að á verkfundi nr. 2 hafi verið farið yfir verkið og engar athugasemdirgerðar af hálfu verktaka. Stefndi hafnar niðurstöðumundirmatsgerðar 1 og telur þar skorta verulega á rökstuðning, auk þess semmatsmanni hafi ekki verið falið að meta hvort og þá hvers vegna stefnandi gætiátt rétt til aukagreiðslu vegna meintrar magnaukningar. Stefndi mótmælir útreikningum ogniðurstöðum stefnanda og undirmatsgerðar 1. Stefndi telur að hvorki verði byggtá töflu stefnanda í stefnu né niðurstöðu matsgerðar, m.a. vegna þess að ekkihafi verið tekið tillit til þeirra verkliða sem innifaldir séu í einingarverðumframangreindra verkliða. Stefnandi hafi aldrei lokið verkinu og því getifullnaðaruppgjör ekki farið fram nema að reikna upp allt verkið. Matsmaður takiá engan hátt tillit til þessa í niðurstöðu sinni, enda ekki eftir því óskað, enhefði eigi að síður átt að taka tillit til þess við útreikninga sína.Matsgerðin sé því ótæk sem sönnunargagn um viðbótarkröfur. Þá er á því byggt aðútreikningar matsmanns fái ekki staðist. Fram komi í matsgerð, og er óumdeilt ímálinu, að verktaki og stefndi mældu verkið upp síðsumars 2011. Matsmaðurvirðist ekki hafa framkvæmt sjálfstæðar mælingar á vettvangi svo séð verði,heldur byggi hann mat sitt á gögnum sem lögð voru fram af hálfu aðila, en ekkiverður með góðu móti séð hvernig hann kemst að sinni niðurstöðu. Eins og málið horfir við stefnda þurfiað hafa það í huga að magntölur einstakraútboðsliða (greiðsluliða) nái yfir allt verkið. Þannig nái t.d. liðurinn „33.1 Fyllingarefni úr skeringum“ yfirallar fyllingar úr skeringum í verkinu, það er fyrir Norðausturveg,Hofsárdalsveg, Skógarveg, tengingar o.fl. Þótt ágreiningurinn snúi fyrst ogfremst um magntölur fyllinga, fláafleyga og sigá Norðausturvegi, sé hér um eitt verk að ræða, sem var langt í frá lokiðog verði að skoða uppgjör þess í heild til að fá niðurstöðu varðandi verkstöðuþegar verktaki hættir. Einnig verði að hafa í huga hvað sé innifalið íútboðsliðum sem verið sé að skoða. Bendir stefnandi á að innifalið í liðunumfyllingar og fláafleygar úr skeringum sé allur frágangur skeringa og frágangurfyllinga og fláafleyga. Það sé því ekki nóg að hafa flutt efnið, öllum frágangiþurfi að vera lokið og hann úttekinn. Til að mæta kostnaði við þá vinnu þurfiað skilja eftir magn til greiðslu. Í tilboðsliðum komi skýrt fram að ekki megigreiða meira en 80% af viðkomandi lið fyrr en úttektarmælingu hafi veriðskilað. Þetta verði að hafa í huga við mat á einstaka liðum, en ekki sé að sjáað matsmaður hafi gert það í þeim liðum sem hann hafði til skoðunar. Matsmaðurvirðist þannig hrapa að þeirri ályktun að greiða beri verkið upp að fullu,þrátt fyrir að því sé ólokið. Spurningar í matsbeiðni séu þannig úr garðigerðar að einstaka liðir eru slitnir úr samhengi við heildaruppgjör verkþáttaog verksins og eykur það hættuna á rangri niðurstöðu. Eins og uppgjörsmálin horfi viðstefnda og samkvæmt gögnum sem matsmanni voru afhent sé að finna í töflumyfirlit yfir allt samþykkt efni í fyllingar, þ.e. hannaðar fyllingar, mælt sigog yfirhæðir. Það sama eigi við um efni í fláa. Í töflunum komi fram að hannaðrúmmál efnis í fyllingum hafi verið 741.405 m3 og búið var að greiða743.100 m3. Hannað rúmmál fláa hafi verið 186.639 m3 ogbúið var að greiða fyrir 218.300 m3. Samkvæmt magnskrá sé gert ráð fyrir aðgreiða 63.700 m3 fyrir færslu á ónothæfu efni en búið var að greiðafyrir 73.500 m3. Þegar verktaki hvarf frá verkinuvar því búið að greiða umframhönnuð snið sem hér segir: Fyllingar: 1.695 m3,fláar: 31.661 m3; ónothæft efni 9.800 m3. Samtals varbúið að greiða 106.856 m3 umfram hönnuð snið. Stefndi hafi hafnað aðgreiða fyrir meira umframefni. Verktaki beri sönnunarbyrðina fyrir því að honumberi greiðsla fyrir meira umframefni. Matsgerð dómkvadds matsmanns leysir þarekki úr enda var matsmanni ekki falið að meta hvort verktaka bæri greiðslafyrir efnið. Þá bendir stefndi á að verktakikvaðst eiga eftir að keyra út 7.500 m3 af fyllingarefni og 7.500 m3af fláaefni í Hofsárdalsveg, en við uppmælingu reyndist vanta öllu meira afefni eða 20.300 m3 af fyllingarefni og 14.170 m3 affláaefni. Ef þetta efni væri tekið með í reikninginn, hefði samtals greiðslafyrir umframefni við verklok numið 141.326 m3. Engin rök standi tilþess að svo mikið umframmagn hefði átt að falla til í verkinu við eðlilegaverkframkvæmd, þannig að greiðsluskylda skapaðist vegna þess. Verktaki verði aðbera ábyrgð á því hvernig til tekst við verkframkvæmdina. Þá hafi verktaki ekkileitað samþykkis stefnda fyrir umframmagninu eins og honum hefði borið að geraskv. útboðsgögnum, ÍST 30 og almennum reglum verktakaréttarins. Engin gögnliggja fyrir í málinu um brostnar forsendur eða óvænt ytri atvik sem réttlættgætu greiðslu fyrir slíkt umframmagn. b) Verkliður 11, ónothæft efni jafnað á losunarstað Stefnd tekur fram að með þessumlið sé verið að greiða fyrir færslu á umframefni úr skeringum af svokölluðuónothæfu efni, þ.e. efni sem uppfyllir ekki kröfur til efnis í fyllingar eðaburðarlag, en nota má í fláafleyga. Ef umframefni mælist í vegi og ekki eru tilskeringar fyrir efni sem því nemur, sé engin önnur skýring á umframefninu en aðverktaki hafi ekið of miklu efni úr námu og verður stefnda sem verkkaupa ekkigerð greiðsluskylda vegna þess. Samkvæmt útboðsgögnum hafi áætlað magn verið63.700 m3 en búið var að samþykkja til greiðslu 73.500 m3. Ekki komi fram í matsgerðhvernig talan 54.822 m3 sé fundin. Talan 14.000 m3 sé aðlíkindum fundin úr skrá frá verkstjóra verktaka dags. 5. janúar 2012, þ.e.tveimur mánuðum eftir að verktaki fór frá verkinu. Í því skjali virðast settarfram ýmsar ágiskaðar magntölur án mælinga, án samanburðar við uppmæld snið ogán samráðs við verkkaupa á þeim hluta verksins, sem unninn var á árunum 2009 og2010. Stefndi hafnar því alfarið að taka tillit til svona ágiskana löngu eftirá, enda séu þær ósamþykktar og í ósamræmi við uppgjörsvenjur og t.d. lið 31.2 íÍST 30:2003. c) Tilboðsliður 13, fyllingarefni úr skeringum Stefndi bendir á að samkvæmttilboðsskrá hafi heildarmagn verið 159.100 m3. Í stefnu komi fram aðstefnandi hafi unnið 123.000 m3 og því hafi stefndi í raun ofgreittfyrir þennan verklið. Í undirmati 1 sé metiðheildarmagn fyllingarefnis úr skeringum talið 159.146 m3. Fram kemurað búið sé að greiða 157.200 m3 og því sé ógreitt magn 1.946 m3.Stefndi hafnar því alfarið að nokkur greiðsluskylda skapist vegna þessa. Hérsem fyrr leggi matsmaður ekki heildstætt mat á verkið, því innifalið í þessumlið sé frágangur skeringa og fyllinga. Stefnandi hafi ekki lokið við verkið,mikið sé óunnið undir þessum lið, sérstaklega á Hofsárdalsvegi. Til þess að stefnandi geti gertkröfu um aukagreiðslur undir þessum lið, þurfi hann að sanna nauðsyn þess aðtaka auka fyllingarefni úr skeringum og jafnframt að slíkar skeringar hafiverið fyrir hendi. Stefndi telur að ekki sé hægt að meta efnismagn úr skeringumnema bera saman hannaðar og til staðfestingar mældar skeringar á mótifyllingarefni úr skeringum, fyllingarefni úr bergskeringum, fláaefni úrskeringum og ónothæft efni. Í heildina geti þessir greiðsluliðir ekki orðiðstærri en skeringarnar sjálfar. Í þessu sambandi bendir stefndi á að samaeiningarverð gildi fyrir fyllingarefni úr skeringum og bergskeringum svo færslaþar á milli liða skipti ekki höfuðmáli í þessu uppgjöri. Þegar skoðað séheildarmagn sem gert sé ráð fyrir úr skeringum sé það metið 436.826 m3.Samtals hafi verið greitt úr skeringum 462.000 m3 og hafi því íheildina verið greitt fyrir 25.177 m3 umfram það sem reiknað var meðog átti eftir að jafna það við lokauppgjör sem ekki hafi farið fram þar semverktaki lauk ekki verkinu og hvarf frá því vegna gjaldþrots. Er það og ísamræmi við stefnu um að ofgreitt hafi verið. Samkvæmt framangreindu hefurstefndi þegar greitt of mikið undir þessum lið og stefnandi eigi ekki rétt áfrekari greiðslum og beri að sýkna stefnda. Geri stefndi gagnkröfu tilskuldajöfnunar vegna þessa liðar með vísan til niðurstöðu yfirmatsgerðar, þarsem talið var að stefndi hefði ofgreitt stefnanda 997.150 krónur fyrir þennanverklið. d) Tilboðsliður 14 – fyllingarefni úr bergskeringum Stefndi bendir á að ítilboðsskrá hafi þessi verkliður verið talinn nema 20.100 m3. Í stefnutelur stefnandi sig hafa unnið 7000 m3 og því hafi verið ofgreitt aðgrunnverði 2.310.000 krónur. Í undirmati 1, sé fyllingarefni úr bergskeringummælt 54.831 m3. Matsmaður telur sig ekki hafa mælingar til að metabergskeringar og notar því tölu úr skránni „Heildarmagnskrá Vopnafirði.xlx“undir flipanum 090111. Hér er misskilningur á ferðinni og les matsmaður rangtút úr excel-skjalinu því þessi magntalaeigi ekki við til uppgjörs á tilboðslið 14, fyllingarefni úr bergskeringum.Þessi magntala sem matsmaður notar ranglega sé magn á klapparefni úr námum ogskeringum, reiknað sem laust efni (m.v. 30% aukningu) sem notað var ífyllingar. Í skránni „Heildarmagnskrá Vopnafirði.xlx“ undir flipanum „yfirlit30112011“ sem matsmaður hafði undir höndum komi fram hvernig þessi tala verðitil. Samkvæmt yfirlitinu sé um að ræða klapparefni úr skeringu samtals 54.831 m3.Af þessu magni komi 30.200 m3úr námu D, 7.540 m3 úr námu I og 4.625 m3 úr námu J.Þegar magn úr námum hefur verið dregið frá standi eftir 12.466 m3(54.831-30.200-7.540-4.625=12.466). Þá bendir stefndi á að greitt hafi veriðsérstaklega fyrir berglosun í liðnum „Bergskeringarí vegstæði“ og þar sé miðað við rúmmál í óhreyfðu bergi. Í magnskrá komi fram að 20.100 m3voru áætlaðir undir þessum lið. Eins langt og verkið var komið var búið aðgreiða 13.000 m3 eða ofgreiða um 534 m3 miðað viðmælingar skv. yfirlitinu sem vísað er til. Að matsmaður skuli í matsgerð komastað þeirri niðurstöðu að unnir hafi verið 54.831 m3 og eftir hafiverið að greiða 41.831 m3 fyrir alls 16.104.935 kr. sé fáheyrt ogrýri gildi matsgerðar þessar svo um munar. Hvernig sem á það sé litið hefðitæplega þreföld magnaukning á liðnum kallað á sérstakt samþykki verkkaupa fyrirmagnaukningu. Stefndi hefur ekki samþykkt breytingar á verkinu hvað þettavarðar. Krafan er auk þess of seint fram komin. Samkvæmt framangreindu ber aðsýkna stefnda af þessari kröfu. Í þessu sambandi bendir stefndiog á að samkvæmt tilboði verktaka er sama einingarverð á fyllingarefni úrskeringum og bergskeringum og skiptir því ekki öllu máli hvorum megin magniðlendir við uppgjör. Aðalatriðið er að heildarmagn fyllingarefnis sé semréttast. Sá hluti efnisins sem komi úr klapparnámu sé greiddur semfyllingarefni úr námu, það sé hærra einingarverð en fyllingarefni úr skeringuog búið er að auka rúmmál þess um 30% eins og gert er ráð fyrir í útboðsgögnum. Stefndi hafi fallist ániðurstöður yfirmatsgerðar, þar sem talið var að reikningshæft endurgjaldstefnanda vegna verkliðarins væri 2.716.175 krónur, en krefst sýknu vegnatómlætis. e) Tilboðsliður 15 – fyllingarefni úr námum Stefndi hafnar því aðheildarmagn fyllingarefnis úr námum hafi verið647.800 m3 og að 74.700 m3 séu ógreiddir eins oghaldið sé fram af stefnanda. Hafnar stefndi niðurstöðum undirmatsgerðar 1 þessefnis að heildarmagn fyllingarefnis úr námu sé 621.471 m3. Matsmaðurnoti skrá verkkaupa „Heildarmagnskrá Vopnafirði“ til að komast að þessariniðurstöðu þar sem hann hafi ekki gert sérstaka mælingu á fyllingum. Fyllingarséu yfirleitt ekki mældar sér nema á vegyfirborði áður en leyft er að setjaburðarlag á veginn og hafi það verið gert í þessu verki. Heildarmagn fyllinga í verkinutelur matsmaður 903.607 m3. Hannað magn ásamt reiknuðu sigi telurhann 695.226 m3 og bætir við umframefni úr samantektarskjaliverktaka u.þ.b. 49.400 m3. Hér er aftur vitnað í skjal fráverkstjóra verktaka dags. 5. janúar2012, sem gert er löngu eftir að verktaki vann þessa verkþætti. Verkkaupi telji að viðuppmælingu á vegi hafi allt viðbótarmagn komið fram og því fráleitt að notaþessar tölur við uppgjör ásamt því að þetta fari í bága við venjulegaruppgjörsaðferðir og reglur samkvæmt ÍST 30. Þar sem þessi samantekt verkstjórasé aðeins til yfir B kafla verksins ákveði matsmaður að færa hana yfir á A hlutannlíka og tvöfalda þetta magn. Þar með verður það sem matsmaður kallar hannaðmagn fyllinga 695.226 m3 + 2 x 49.400 m3 = 835.048 m3.Mótmælir stefndiþessari aðferð matsmannsins. Í matsgerðinni er tiltekið aðverkkaupi hafi haldið því fram að bruðlað hafi verið með efni í fláum, enmatsmaður telur að ekki séu til mælingar því til staðfestingar. Þarna fermatsmaður út af sporinu því mælingarnar og teiknuð snið liggja fyrir og voruafhentar matsmanni. Þar kemur skýrt fram að mannvirkið er fyrirferðarmeira. Þáer þessi afstaða matsmanns í hróplegu ósamræmi við niðurstöðu hans í e-lið ábls. 19 í matsgerð þar sem hann vísar til mælinga og staðfestir að „samkvæmt mælingum megi glöggt sjá aðfláafleygar eru mjög víða flatari en kennisnið gera ráð fyrir“. Nánastundantekningarlaust eru fláar efnismeiri en hönnun sagði til um samkvæmt mældumsniðum. Fullyrðing matsmanns um að víðahafi mýrar látið undan og sprungið fram undan þunga fyllingar og því þurft aðendurfylla svæðin er ekki studd gögnum. Ef slík atvik hafa átt sér stað, barstefnanda að koma fram með þær upplýsingar án tafar í verkinu og gera kröfur áverkfundum. Þar sem það var ekki gert stoðar ekki að búa til eigin magnskráeftir að verktaki er hættur í verkinu. Mælingar og útreikningar á sigifóru fram eftir þeim aðferðum sem fyrirskrifaðar eru í útboðslýsingu og eftirþeim leikreglum fer stefndi við uppgjör. Sigmælingar voru kynntar verktaka, aukþess sem matsmaður hafi fengið sigmælingar afhentar og skýringar veittar semóskað hafi verið eftir. Bendir stefndi á að verktaki hafi haft fulla heimildtil að bæta við mælistöðum sem hann og gerði. Matsmaður taki þann pól í hæðinaaf óútskýrðum ástæðum að áætla eitthvert sig tæplega 100.000 rúmmetra og leggjagreiðsluskyldu á stefnda vegna þess. Stefndi hafnar slíkri aðferðafræði meðöllu og byggir á því að vegna þessa augljósa ágalla í aðferðafræði dómkvaddsmatsmanns beri að víkja þessum kafla matsgerðarinnar alfarið til hliðar, efekki matsgerðinni í heild sinni. Ef matsmaður hefur verið í vafa vegnastaðhæfinga stefnanda um eitthvert óskilgreint sig, þá hafi honum borið aðstaðreyna það með hlutlausum mælingum. Stefndi tekur fram aðheildarmagn hannaðra fyllinga í verkinu hafi verið 741.405 m3.Innifaldar séu hannaðar fyllingar, sig, yfirhæðir og ýmsar viðbætur sem höfðuverið samþykktar. Samtals var búið að greiða 743.100 m3, eða 1.695 m3umfram hannað magn og því ekki tilefni til frekari greiðslna. Þá bendir stefndiá þann augljósa ágalla á matsgerðinni að innifalið í einingarverðum séfrágangur fyllinga og náma sem var langt frá því lokið, ekki síst áHofsárdalsvegi. Stefnda verði ekki gerð greiðsluskylda vegna meints ógreiddsmagns undir þessum lið nema jafnframt sé metið hvort öllum frágangi hafi veriðlokið sem innifalinn var í verkliðnum. Þar sem verkinu hafi ekki verið lokið ogstefnandi hafi ekki látið meta hve mikið hafi verið eftir að vinna, þrátt fyrirbeiðni stefnda um að það yrði gert, verður dómur ekki lagður á kröfuna í þessumbúningi. Matsmaður geri og enga fyrirvara eða geri tilraun til að meta hvaðgæti staðið eftir til uppgjörs þegar það er tekið með. Stefndi vísar til niðurstaðnayfirmatsgerðar þar sem talið var að stefndi hefði ofgreitt stefnanda fyrirþennan verklið sem nemur 512.629 krónum. f) Um aukaverk nr. 20. vegnamerkingar miðlínu Stefndi mótmælir þessari kröfu.Engin gögn liggja fyrir um þessa kröfu umfram drög að verkreikningi nr. 58A,sem útbúinn var eftir að stefnandi var tekinn til gjaldþrotaskipta. Aukaverkþurfi sérstakt samþykki, en þess sér ekki stað í gögnum að stefnandi hafisamþykkt verkið eða að það hafi verið unnið. Auk þess hafi stefndi tekið þátt íuppmælingu á Norðausturvegi síðsumars 2011, en samkvæmt útboðsgögnum áttistefnandi alfarið að sjá um þá mælingu. Stefndi krefst því sýknu. g) Um aukaverk nr. 21 við námuvinnslu í Vesturárdal Stefndi hafnar kröfu stefnandaog vísar til kafla 7 í almennri útboðslýsingu. Telur stefndi að efnisþykktirhafi verið innan þeirra marka sem greindi í útboðslýsingu og hið sama gildi umofanafýtingu. Stefndi hafnar því alfarið að stefnandi hafi mátt búast við því,og geti byggt á því rétt, að efnisþykktir náma séu með 100% nákvæmni og aðsérhvert frávik frá því leiði til aukagreiðslu eins og lesa má úr kröfugerð ogað því er virðist forsendum í matsgerð. Reglur verktakaréttarins leiði ekki tilslíkrar niðurstöðu. Stefndi hafnar því sem framkemur í undirmatsgerð 1, að ekki hafi verið hægt að nota þær efnisþykktir semreiknað hafi verið með í útboðsgögnum þar sem vegin meðaltals-magnminnkun m3/m2sé 0,43m að þykkt. Þess vegna hafi námusvæðin stækkað og því eigi að greiðafyrir meiri ofanafýtingu sem nemur 13.159.045 kr. Í málinu liggi fyrir skrá umkostnaðarauka í námum frá verktaka í nóvember 2011, um flatarmál efnistökusvæðaog virðist matsmaður byggja á þessu skjali. Þar komi fram að stefnandi teljiflatarmál ofanafýtinga sinna vera 204.426 m2, en í útboðsgöngum erþað áætlað 204.300 m2, eða nánast það sama. Eðli máls samkvæmt getiþví ekki verið um forsendubrest að ræða eins og haldið er fram því ofanafýtinger nánast sama talan og verktaki mátti gera sér grein fyrir íútboðsgögnum. Þá þurfi að hafa það íhuga að í útboðsgögnum er miðað við efnistökusvæðið án svæða sem notuð eruundir ofanafýtinguna meðan náman er í notkun. Ekki verði séð að matsmaður hafitekið tillit til þessa. Annað sem matsmaður fjalli ekki um, en skipti verulegumáli í þessu samhengi, er að ef umframefni er í vegi sem kemur úr námu, áverktaki ekki rétt á greiðslu fyrir það. Stefndi hafi áður rakið að umframefnisé í veginum enda sjáist það á uppmældum vegi skv. fyrirliggjandi gögnum oggögnum sem matsmaður hafði undir höndum. Verulegt umframefni sé úr námum ákafla B sem verktaki á ekki rétt á að fá greitt. Stefnandi geti ekki gert kröfuum að fá aukalega greitt fyrir meira flatarmál ofanafýtingar ef hann ryðuróþarflega miklu efni úr námum. Hér hefði matsmaður augljóslega þurft að takameð í reikninginn hver væru áhrif ónauðsynlegrar efnistöku úr námum ániðurstöðu hans en ekki leggja einfaldlega til grundvallar frásögn stefnandasjálfs um flatarmál og rúmmál efnistöku. Því til viðbótar ítrekar stefndiað hann hafi greitt sérstaklega 2.945.250 kr. fyrir aukna ofanafýtingu í námuQ. Stefndi sjálfur gerir reyndar grein fyrir þessu í sérstökum lið ífyrrgreindu námuskjali um kostnaðarauka í námum, en ekki verður séð að ímatsgerð sé neitt tillit tekið til þessa. Niðurstaða matsgerðarinnar sé þvímarklaus um þetta atriði. Þessu til viðbótar telur stefndi að stefnandi hafiekki komið fram með kröfur um greiðslu vegna aukinnar ofanafýtingar fyrr en réttáður en hann hvarf frá verkinu. Í stefnu og matsgerð sé krafan rökstudd semaukaverk. Verktaka beri að koma fram með kröfur vegna aukaverka og magnaukningaán tafar svo verkkaupi geti tekið afstöðu til þeirra. Það hafi hann ekki gertog beri því hallann af því en krafan hafi fyrst komið fram þegar verktaki varað hverfa frá verkinu. Þá vísarstefndi til kafla 7.3. í útboðslýsingu á bls. 24, þar sem sérstaklega sé tekiðfram að verktaki megi ekki fara umfram hámörk í hverri námu. Hafi stefnanda þvíótvírætt borið að leita samþykkis og ráðgjafar ef hann taldi forsendurnámulýsinga ekki standast þannig að magnaukning yrði óhjákvæmileg. Allítarleganámulýsingu sé að finna á bls. 25-38 í útboðslýsingu. Stálhæð sé almennt gefiná tilteknu bili frá 0m og upp úr. Ekki verði séð hvernig sú lýsing geti veriðröng eða hvernig matsmaður geti komist að þeirri niðurstöðu að „vinnanleg lagþykkt“ hafi að meðaltaliverið 0,43m minni en reikna mátti með. Þessi staðhæfing og aðferðafræði séórökstudd með öllu, og í ósamræmi við samningsgögn og beri að hafna. Þá tekur stefndi fram að hannhafi greitt aukalega um 12,6 milljónir króna vegna frágangs á námum viðNorðausturveg þar sem stefnandi hvarf frá verkinu óloknu. Samkvæmtframangreindu beri stefnanda engin aukagreiðsla fyrir meinta aukna ofanafýtinguí námum og beri því að sýkna stefnda af þessari kröfu. h) Um aukaverk nr. 24 – vegna aukinna flutningsvegalengda úr námum Stefnandi tekur fram að hér sédeilt um fjarlægðir, en ekki greiðsluskyldu. Stefnandi byggir kröfur sínar áþví að þar sem náma U hafi brugðist og hönnun vegarkaflans hafi verið breyttveiti það stefnanda rétt til aukagreiðslu. Samkvæmt undirmati er talið að vegnavegalengdaraukningar úr námu T og W eigi verktaki rétt á aukagreiðslu sem nemur3.046.580 kr. Við mælingu hafi kom í ljós að verktaki átti eftir að keyra út um20.300 m3 af fyllingarefni og 14.170 m3 af fláaefni. Ekkisé um það deilt í málinu að náma U hafi brugðist og því hafi þurft að sækjaefni í aðrar námur, einkum W og T. Hins vegar mótmælir stefndi verðforsendummatsmannsins (100 kr./m3) og sérstaklega 15% álagi á einingarverð.Ekki sé rökstutt í matsgerð hvers vegna stefnandi hafi átt rétt á álagi áeiningarverð. Í tilboðsgerð sé ekki gerður greinarmunur á einingarverðieinstakra verkþátta. Einingarverð verktaka hljóti að endurspegla eitthvertmeðalverð við akstur á efni úr námum sem nái yfir allt verkið sem er 30,4 km íVesturárdal og 6,8 km í Hofsárdal. Stefnandi krafðist heldur ekki álags áeiningarverð í kröfugerð sinni. Miðað við heildarstöðu á verkinuhafnar stefndi því að forsendur séu til að fallast á kröfur stefnanda umfrekari greiðslur og krefst því sýknu. i) Skuldajöfnun, gagnkröfur og frádráttur Stefndi krefst þess að kostnaðurstefnda við lagfæringar og frágang verksins komi að fullu til frádráttar.Reisir stefndi gagnkröfur sínar á undirmatsgerð 2. Niðurstaða matsgerðarinnarhafi verið að kostnaður stefnda næmi samtals 44.594.789 krónum sem skiptistþannig: Frágangur náma 18.982.911 krónur (9.429.581 ef metið áverksamningsverði + verðb. 817.545 kr.), óloknir verkþættir 13, 14 og 16,23.568.490 krónur. Verðbætur 2.043.388 krónur. Samtals: 44.594.789 krónur. Auk þess gerir stefndi kröfu umað innborgun á massa að fjárhæð 25.000.000 króna komi einnig til lækkunar ogþví sé heildarkrafa um lækkun 69.594.789 krónur.Miðað við aðfrágangur náma sé metinn á verksamningsverði, hljóðar gagnkrafa stefnda upp á60.859.004 krónur að teknu tilliti til verðbóta. Stefndi telur að 100. gr. laganr. 20/1991 standi því ekki í vegi að gagnkröfur til skuldajöfnunar komist aðvegna uppgjörs verksins enda var um að ræða verk í vinnslu sem unnið var meðvitund og vilja aðstoðarmanns stefnanda í greiðslustöðvun. Einnig telur stefndiað ákvæði 100. gr. laga um gjaldþrotaskipti geti ekki átt við í verki sem þessuenda yrði þá um að ræða óréttmæta og óverðskuldaða auðgun þrotabúsins á kostnaðstefnda sem verkkaupa sem vinnur í almannaþágu. Í verki af þessu tagi er greittjöfnum höndum inn á verkið miðað við áætlaða verkframvindu og eigi síðaren í verklok er það svo gert upp í heild sinni þannig að hugsanlegarofgreiðslur inn á einstaka verkliði koma þá til frádráttar öðrum vangreiddumliðum. Stefndi hafnar alfarið þeirri lagatúlkun stefnanda að vegna ákvæðagjaldþrotalaga sé „skuldajöfnun“ innan verksins ótæk og geti stefnandi þannig haldiðfram kröfum fyrir hugsanlega ógreidda verkliði en hunsað algerlega innborganirog ofgreiðslur inn á aðra verkliði. Enginn fótur er fyrir svo þröngri ogósanngjarnri túlkun ákvæðisins. Um er að ræða gagnkvæman samning sem haldið varáfram þrátt fyrir greiðslustöðvun stefnanda og því gilda öll ákvæði samningsinsum samningssambandið á meðan það ástand varir. j) Vaxtakrafa. Verðbætur Stefndi mótmælir alfarið kröfustefnanda um dráttarvexti. Flestar kröfur stefnanda séu umdeildar. Stefnandibyggir þær á reikningum sem hann gaf út. Stefndi mótmælir því að reikningar nr.42 vegna Suðurstrandarvegar og nr. 58A vegna Norðausturvegar geti markað upphafdráttarvaxtakröfu stefnanda enda umdeildir. Verkreikningur merktur 58A hafit.d. verið útgefinn eftir að stefnandi var tekinn til gjaldþrotaskipta ogekkert bendir til þess að skiptastjóri þrotabúsins hafi gefið hann sjálfur út.Slíkur reikningur hafi ekkert gildi sem krafa. Hvernig sem á málið sé litið séþess krafist að vextir verði ekki dæmdir fyrr en frá dómsuppkvaðningardegi efefnisleg skilyrði eru til að fallast á einhverjar kröfur stefnanda. Verði fallist á kröfur stefnandaað einhverju leyti er á því byggt að verðbótaþáttur skv. samningsgögnumreiknist aðeins á þær fjárhæðir sem verðbættar skulu skv. ótvíræðu ákvæðisamnings. k) Varakrafa – veruleg lækkun krafna Verði ekki fallist á aðalkröfustefnda um sýknu af öllum kröfum stefnanda krefst stefndi þess til vara aðkröfur stefnanda verði lækkaðar stórlega og vextir ekki dæmdir fyrr en frádómsuppkvaðningu. Um rökstuðning fyrir varakröfu er vísað til allra málsástæðnasem fram koma í umfjöllun um aðalkröfu stefnda hér að framan og kafla ummálavaxtalýsingu. Sérstaklega er þess krafist aðofgreiðslur tiltekinna verkliða sem fjallað hefur verið um í greinargerðinni oghvers konar innborganir á verkið komi að fullu til frádráttar hugsanlega dæmdumkröfum stefnanda. Þá er á því byggt að tilfrádráttar komi einnig allur kostnaður stefnda við lagfæringar á verkinu oglúkning ófullgerðra verkþátta af hálfu stefnanda. Þá er þess krafist aðofgreiðslur og gagnkröfur verði verðbættar á sama hátt og hugsanlegaviðurkenndar kröfur stefnanda. IV. Niðurstaða Um aðildarskort stefnda íslenska ríkisins Stefnandi höfðar mál þetta bæðigegn íslenska ríkinu og Vegagerðinni og gerir kröfu um greiðslu óskipt úr hendiþeirra beggja. Stefndi, íslenska ríkið, krefst sýknu á grundvelliaðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Vísar stefndi m.a. tildóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 778/2013. Stefnandi hefur ekki gert greinfyrir hvaða röksemdir búi að baki því að beina kröfum sínum að báðum stefndu.Dómurinn telur enga nauðsyn hafa borið til þess að haga málatilbúnaði meðþessum hætti, sbr. greindan dóm Hæstaréttar. Er stefndi íslenska ríkið þvíþegar af þeirri ástæðu sýknað af öllum kröfum stefnanda vegna aðildarskorts,sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Málsaðilar reisa kröfur sínarm.a. á reglum ÍST 30;2003, sem eru almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir.Þar segir meðal annars að verði verktaki var við villur í útboðsgögnum skulihann tafarlaust leita úrskurðar verkkaupa eða umsjónarmanns hans. Sé villa ekkióveruleg geti verktaki krafist sérstakrar greiðslu á þeim aukakostnaði sem afhenni hlaust, enda hafi hann skýrt verkkaupa frá henni tafarlaust eftir að hannvarð eða mátti verða hennar var. Þá er í 16. gr. mælt fyrir um greiðslur þegargerðar eru breytingar á verki á verktíma og einnig um aukaverk. Tekið er fram í1. mgr. greinarinnar að allar kröfur um breytingar á verki skuli veraskriflegar. Þá skuli verktaki eiga rétt á sérstakri greiðslu vegna aukinskostnaðar sem af breytingu leiðir hafi hann gert kröfu um það áður en byrjaðvar á vinnu við breytinguna, sbr. 2. mgr. 16. gr. Samkvæmt 6. mgr. 16. gr. máverktaki engin aukaverk vinna nema samkvæmt staðfestum fyrirmælum verkkaupa. Þáer gert ráð fyrir að allar yfirlýsingar um breytingar á verkinu skuli veraskriflegar, svo og kröfugerð og samningar, sbr. 7. mgr. 16. gr. reglnanna. Mælter fyrir um greiðslur og reikningsskil í 31. gr. reglnanna, sem líta ber tilvið mat á viðbótarkröfum verktaka. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar skal verktakiskila mánaðarlega skrá yfir hugsanlegar kröfur um greiðslur vegna aukaverka ogbreytinga og gera rökstudda grein fyrir þeim. Samkvæmt 3. mgr. skal greiðslulokið innan þriggja vikna frá því að hennar var krafist nema verktaki hafiborið skriflega fram rökstudd andmæli gegn reikningi. Það er meginregla íverktakarétti að hyggist verktaki gera kröfur um frekari greiðslur vegnabreyttra samningsforsendna beri honum að gera tafarlaust fyrirvara um réttsinn. Verður nú vikið að kröfum málsaðila. Um Suðurstrandaveg a) Um fyllingar – verkliður 12 Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 20.973.225 króna vegna þessa verkliðar. Vísar stefnandi til þess aðhann hafi fengið greitt fyrir 753.278 m³, en 817.811 m³ hafi í raun farið ívegstæðið. Telur stefnandi að stefndi hafi samþykkt umræddan kröfulið með þvíað hafa greitt stefnanda án athugasemda sambærilegar kröfur á árunum 2009 og2010. Þá hafi stefndi verið með eftirlit á svæðinu og honum borið að geraathugasemdir ef hann teldi að stefnandi væri að vinna verk umfram skyldu. Þáhafi magntölur sýnt að tölur væru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Reisirstefnandi kröfu sína á undirmatsgerð 1. Þá telur stefnandi að það hafi fyrstverið á verkfundi 27. júlí 2011, sem stefndi hafi andmælt frekarigreiðsluskyldu vegna fyllinga, sbr. verkfundargerð nr. 41. Stefndi mótmælir kröfu stefnandaum viðbótargreiðslur. Bendir hann m.a. á að í tilboðsskrá hafi magn fyllingarverið áætlað 612.000 m³, en hann fengið greitt fyrir 753.278 m³. Samkvæmtniðurstöðum undirmatsgerðar 1, hafi fylling í veginn verið 701.440 m³. Stefndihafi samþykkt magn upp á 684.864 m³ og hafi því stefnandi fengið ofgreitt fyrir22.234 m³. Mótmælir stefndi því að svo mikil aukning sé innan skekkjumarka, aukþess sem stefnandi hafi ekki haldið kröfum sínum uppi tímanlega, en þær hafifyrst komið fram í verklok, þann 27. október 2011. Lokaúttekt vegna Suðurstrandavegarfór fram 27. október 2011. Bókað var í fundargerð 41. verkfundar, þann 27. júlí2011, að rætt hefði verið um magntölur. Verkkaupi hafi farið yfir mælingarverktaka á austursvæðinu og í ljós hafi komið að meira magn væri í veginum ensamningar gerðu ráð fyrir og einnig að vantað hafi efni í veginn þar sem hannsé undir hannaðri hæð. Í 52. verkfundargerð, dags. 6. desember 2011, er bókaðað verktaki hafi verið að senda inn upplýsingar um breyttar og auknar magntökurog að stefndi mótmæli magntölum verktaka. Þessum verklið var að mestu lokið 28.maí 2010. Eftir þann tíma virðist ekki hafa verið unnið í verkinu. Í síðastareikningsuppgjöri verktaka, 7. nóvember 2011, er ekki vikið að verkliðnumfyllingar, en einu ári áður, 28. maí 2010, áætlar verktaki að það vanti 47.000m³ af fyllingum, sbr. 29 verkfundargerð. Fékk verktaki greitt fyrir 32.000 m³af þeim 47.000 m³ sem hann áætlaði að hann ætti eftir að vinna. Samkvæmt þessuhefur verktaki fengið viðbótargreiðslu sem þessu nemur. Að mati stefnanda telur hann sigeiga rétt á aukagreiðslu til viðbótar við samningsfjárhæð og þáviðbótargreiðslu sem þegar hafði verið samþykkt samkvæmt framansögðu, þar semenn meira efni hafi farið í vegstæði. Sú krafa virðist fyrst koma fram í verklokþegar málsaðilar ræða um magntölur, sbr. verkfundargerðir nr. 50 og 51, frá 27.október og 6. desember 2011. Verður að fallast á það meðstefnda að verulega hafi skort á að verktaki gerði tafarlaust fyrirvara um réttsinn til frekari greiðslna hygðist hann gera slíka kröfu. Þær ástæður hafa ekkikomið fram sem réttlætt gætu að það yrði dregið svo lengi sem raun varð á. Aðvirtum áðurnefndum ákvæðum í samningi aðilanna verður því fallist á með stefndaað stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til frekari greiðslna með tómlæti um aðgæta réttar síns vegna þessa verkliðar. Er kröfu stefnanda um greiðslu20.973.225 króna samkvæmt þessum lið hafnað. b) Um frágang fláa – verkliðir 33-36 Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 5.928.524 króna vegna þessa verkliðar. Reisir stefnandi kröfu sína áundirmatsgerð 1. Stefndi hafnar kröfu stefnandaog niðurstöðum undirmatsgerðar 1. Vísar stefndi til 52. verkfundar, 6. desember2011, þar sem miðað hafi verið við lægri magntölur. Telur hann magntökustefnanda ekki standast þar sem hann hafi magntekið námufrágang ogskeringafrágang sem ekki hafi átt heima undir þessum verklið. Vísar stefndi tilniðurstöðu yfirmatsgerðar, þar sem eftirstöðvar greiðslu voru taldar nema3.978.475 krónum. Unnið var að frágangi fláa átímabilinu júní 2009 til september 2010. Samkvæmt gögnum málsins var samið umað einingarverð fyrir þennan verklið væri 28 krónur m². Í niðurstöðumyfirmatsgerðar kemur fram að ástæður magnaukningar megi rekja til vanáætlunar áfrágangi utan við fláafót ásamt því að ekki hafi verið tekið tillit til þess aðnauðsynlegt hafi verið að áætla frágang við óhreyft yfirborð á jöðrumframkvæmdasvæðis. Telja yfirmatsmenn magnaukninguna óumflýjanlega þar sem geraþurfti ráðstafanir til að ganga frá yfirborði við hlið vegar. Í forsendummatsins er miðað við að verktaki hafi fengið greitt fyrir 825.000 m² og aðógreitt sé fyrir 159.139 m². Hefur stefndi ekki borið við tómlæti vegnaþessarar kröfu sérstaklega. Dómurinn fellst á að stefnandieigi rétt á þessum aukakostnaði enda stóðst ekki útboðslýsingin að þessu leyti.Er dómurinn sammála niðurstöðum yfirmatsmanna, að öðru leyti en því að umsamiðeiningarverð fyrir verkliðinn var 28 krónur, en í yfirmati er ranglega miðaðvið 25 krónur. Að gerðum leiðréttingum á einingarverði er það niðurstaðadómsins að stefnandi eigi rétt á viðbótargreiðslu úr hendi stefnda vegna þessaverkliðar að fjárhæð 4.455.892 krónur. c) Um burðarlög – verkliður 22 til 25 Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 9.678.400 króna vegna aukins magns í burðarlögum. Reisir hann kröfusína á undirmatsgerð 1. Matsmaður hafi reiknað heildarmagn 165.065 m³, enáætlanir hafi gert ráð fyrir 152.300 m³. Það magn sem hafi verið greitt fyrirnemi 160.857 m³. Stefndi telur að krafa stefnandaum viðbótargreiðslur sé of seint fram komin og beri að hafna henni af þeimsökum. Ekki hafi verið unnið við þennan verkþátt frá því á árunum 2009/2010,sbr. 41. verkfund, sem haldinn var þann 27. júlí 2011, en þar komi einnig framundir liðnum „Kröfur“ að engar nýjar kröfur séu af hendi verktaka. Verktaki ogverkkaupi hafi náð samkomulagi um „kröfur um efnistöku, frágang fláa oghreinsun úr vegstæði“, 7. janúar 2011. Stefndi hafnar einnig forsendumundirmats 1. Bent er á að í niðurstöðum yfirmats sé talið að greiða þurfi2.735.200 krónur vegna eftirstöðva á uppgjöri á verkliðum þessum. Stefnandi byggir kröfur sínarsamkvæmt þessum lið á magnaukningu varðandi burðarlag sem áður hafi ekki veriðgerð leiðrétting fyrir. Samkvæmt gögnum málsins var stærstum hluta þessaverliðar lokið á árinu 2009. Stefndi hefur greitt stefnanda9% umfram þar sem gert var ráð fyrir í útboðslýsingu. Krafa stefnanda umgreiðslu fyrir viðbótarmagn samkvæmt þessum verklið kemur fyrst fram álokareikningi stefnanda nr. 43 sem miðar við verkstöðu þann 7. nóvember 2011. Verður að fallast á það meðstefnda að verulega hafi skort á að verktaki gerði tafarlaust fyrirvara um réttsinn til frekari greiðslna vegna þessa verkliðar hygðist hann gera slíka kröfu.Þær ástæður hafa ekki komið fram sem réttlætt gætu að það yrði dregið svo lengisem raun varð á. Að virtum áðurnefndum ákvæðum í samningi aðilanna verður þvífallist á með stefnda að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til frekarigreiðslna með tómlæti um að gæta réttar síns vegna þessa verkliðar. Er kröfu stefnandaum greiðslu 9.678.400 króna samkvæmt þessum lið hafnað. d) Um rofvörn/grjótvörn – verkliður 29 Stefnandi krefur stefnda um10.896.000 krónur vegna grjótvarnar. Hann tekur fram að stefndi hafi greitt5.200 m³ af grjótvörninni, en heildargrjótvörn hafi verið 14.280 m³, samkvæmtmælingum verktaka eins og þær lágu fyrir þann 17. desember 2010. Ekki sé deiltum magnið, en rofvörn hafi orðið stærri þar sem hönnun hennar hafi ekki boristfrá stefnda fyrr en búið var að vinna töluvert við verkliðinn. Þá telurstefnandi að frágangur grjótvarnarinnar sé sérstakur verkliður og innan hansfalli síulagið. Stefndi hafnar kröfu stefnandaog telur að fyrir síulag hafi verið greitt með fyllingu, sbr. 12. verklið íútboðsgögnum stefnda. Vísar stefndi einnig til bls. 45 í útboðslýsingunni, þarsem fram kemur m.a. að gæta þurfi þess að 500 mm þykkt lag á yfirborðifyllingarfláanna uppfylli kröfur til síulags [...]. Þá tekur stefndi fram aðsíðast hafi verið greitt inn á þennan verklið í júlí 2010 og verkið þá taliðuppgert. Viðbótarkrafa stefnanda hafi fyrst komið fram á lokaverkfundi semhaldinn var í desember 2011. Sé krafa stefnanda því fallin niður fyrir tómlætiauk þess sem hún sé ósönnuð. Vinnu stefnanda við þennanverklið var lokið í júlí 2010. Fyrir liggur að síðast hafi verið greitt fyrirþennan verklið samkvæmt reikningi stefnanda nr. 25, sbr. verkfund nr. 29, 28.maí 2010. Var greitt fyrir 5200 m³. Á 50. verkfundi, þann 27. október 2011, erbókað að verktaki telji sig eiga inni óuppgert magn í grjótvörn. Er bókað aðeftirlitið með framkvæmdunum óski eftir magntöku og mælingum af grjótvörn tilyfirferðar. Á 52. verkfundi, þann 6. desember 2011, er magntöku verktakamótmælt af stefnda og bókað um lið 29, grjótvörn að ekki sé fallist á magntökuverktaka, þar sem síulagið sé magntekið sem grjótvörn, auk þess sem bekkurundir girðingu sé einnig magntekinn sem grjótvörn. Því sé samþykkt lokamagn5.200 m². Verður að fallast á það meðstefnda að verulega hafi skort á að verktaki gerði tafarlaust fyrirvara um réttsinn til frekari greiðslna vegna þessa verkliðar hygðist hann gera slíka kröfu.Þær ástæður hafa ekki komið fram sem réttlætt gætu að það yrði dregið svo lengisem raun varð á. Að virtum áðurnefndum ákvæðum í samningi aðilanna verður þvífallist á með stefnda að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til frekarigreiðslna með tómlæti um að gæta réttar síns vegna þessa verkliðar. Er kröfu stefnandaum greiðslu 10.896.400 krónur vegna þessa liðar hafnað. e) Um jöfnun undirstöðu – verkliður 11 Stefnandi krefur stefnda umviðbótargreiðslu 973.000 króna vegna jöfnunar undirstöðu. Telur stefnandi aðvilla hafi verið í útboðslýsingunni. Reisir stefnandi kröfu sína áundirmatsgerð 1, en telur yfirmatsgerð ranga hvað þennan lið varðar. Stefndi mótmælir kröfu stefnandaum viðbótargreiðslu og tekur fram að síðast hafi verið greitt inn á þennanverklið 10. apríl 2009. Þá hafi magn verið komið í 141.000 m³ og það hafistefndi samþykkt sem lokamagn. Í útboðsgögnum hafi áætluð magntala vegnaverkliðarins verið 108.500 m³. Engin krafa hafi komið fram frá verktaka fyrr ená lokaverkfundi tveimur árum síðar og krafan sé því fallin niður vegnatómlætis. Auk þess hafnar stefndi því að um villu í útboðsgögnum hafi verið aðræða. Þá hafi verktaka borið að leita samþykkis verkkaupa vegna viðbótarmagns.Það hafi ekki verið gert. Þessum verklið var lokið á árinu2010. Á árinu 2009 hafði stefndi þegar greitt stefnanda 30% umfram þá fjárhæðsem miðað var við í útboðsskilmálum. Er það niðurstaða dómsins að krafastefnanda sé of seint fram komin og hún því fallin niður fyrir tómlæti. Hefurstefnandi ekki sýnt fram á nein rök í málinu sem réttlætt geta umræddan drátt.Er kröfu stefnanda vegna þessa verkliðar hafnað. f) Um girðingar Stefnandi krefstviðbótargreiðslu 855.000 króna vegna þessa verkliðar, þar sem bora hafi þurftfyrir götum í klöpp til þess að koma girðingarstaurunum fyrir. Telur stefnandiað ekki hafi verið gert ráð fyrir slíkum borunum í útboðsgögnum. Stefndi hafnar greiðsluskylduþar sem um ósamþykkta aukningu sé að ræða. Krafa stefnanda hafi fyrst komiðfram á 52. verkfundi, 6. desember 2011, þar sem henni hafi verið hafnað. Vísarstefndi til Alverks´95, þar sem fram kemur að uppgjör miðist við fullfrágengnagirðingu. Þessum verklið var lokið á árinu2009, sbr. 20. verkfund sem haldinn var í september 2009. Stefndi hafðisamþykkt að greiða viðbótargjald, 300.000 krónur, fyrir fleygun á hornstaurumog hliðarstaurum, sbr. drög að verkfundargerð nr. 52, 6. desember 2011. Að öðru leyti liggur ekki fyrirsamþykki stefnda fyrir þessu viðbótarverki. Samkvæmt 6. mgr. 16. gr. ÍST30:2003, má verktaki engin aukaverk vinna nema samkvæmt staðfestum fyrirmælumverkkaupa. Er það niðurstaða dómsins að stefnandi eigi ekki rétt á viðbótargreiðsluvegna þessa verkliðar. g) Um ógreiddar kröfur vegna uppsetningar aðstöðu og um aukaverk Ekki er ágreiningur um réttmætikröfuliðar stefnanda að fjárhæð 1.500.000 krónur, um uppsetningu aðstöðu ogkröfu stefnanda vegna aukaverka, samtals að fjárhæð 9.691.585 krónur, enstefndi krefst sýknu þar sem hann eigi kröfu til skuldajöfnunar vegnaofgreiddra verklauna og dagsekta. h) Um viðbótargjald vegna námuvinnslu Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 33.689.720 króna vegnaviðbótargjalds fyrir efni sem hann hafi unnið úr námu 9, til notkunar í neðraburðarlag milli stöðva 23.400-37.500 í lagningu Suðurstrandavegar. Samið hafiverið við stefnda um viðbótargjald vegna þessa að fjárhæð 40.875.000 krónur,sbr. reikningsuppgjör verktaka, dags. 1. desember 2009 eða fyrir 37.500 m³.Eftir því samkomulagi hafi verið unnið allt árið 2009 og gjaldið greitt. Áárinu 2009 hafi lítið verið unnið í burðarlögum á fyrrgreindum stöðvum. Ekkerthafi verið unnið í þessu árið 2010, en undir lok framkvæmda vegna vegarins árið2011 hafi verið mikil vinna á efni og flutningur úr námunni. Haustið 2010 hafieftirlitsmaður stefnda gert ráð fyrir að eftir stæði að vinna 30.908 m³ semgreitt yrði fyrir aukalega, eða 33.689.371 krónu. Vísar stefnandi tilorðsendingar nr. 11, samkomulag við verktaka um frágang fláa 23.400-35.300. Telur stefnandi að þar komi framsamþykki stefnda fyrir umræddri viðbótargreiðslu. Stefnandi telur einnig aðnauðsynlegt hafi verið að hafa undirlagið þykkara en útboðslýsingin gerði ráðfyrir. Stefndi hafnar greiðsluskyldu,m.a. á þeim grundvelli að krafan hafi fyrst komið fram í verklok á síðastaverkfundi á árinu 2011 og sé því fallin niður fyrir tómlæti. Auk þess tekurstefndi fram að uppgjör hafi verið gert í aukaverkum 7-9 vegna afmarkaðs þáttar,þ.e.a.s. vegna vinnu við neðra burðarlag og greitt fyrir 37.500 m³. Stefnandigeri nú kröfu um að fá greitt viðbótargjald fyrir efstu 30 cm fyllingarlags semum burðarlaga væri að ræða. Samkvæmt reikningsuppgjöriverktaka, dags. 1. desember 2009, samþykkti stefndi að greiða stefnandaaukalega fyrir 37.500 m³, eða 40.875.000 krónur, vegna vinnslu efnis úr námu 9,til nota í neðra burðarlag. Ekki verður fallist á með stefnda að eftirlitsaðilimeð framkvæmdunum hafi með bindandi hætti samþykkt að stefnandi fengiviðbótargreiðslur að fjárhæð 33.689.371 króna. Í verkfundargerðum er ekki vikiðað kröfu þessari. Fram kemur í verkfundargerðum nr. 41 frá 27. júlí 2011 og nr.42 frá 11. ágúst 2011 að náma 9 sé uppurin. Hvorki í þessum verkfundargerðum néöðrum er lýst kröfu um greiðslu fyrir viðbótarmagn. Er það því niðurstaðadómsins að krafa stefnanda um greiðslu fyrir viðbótarmagn vegna námuvinnslu semfyrst kom fram í nóvember 2011 sé, hvað sem öðru líður, fallin niður vegnatómlætis. Er kröfu stefnanda því hafnað og stefndi sýknaður af kröfum stefnandavegna þessa verkliðar. i) Um verðbætur Ekki er deilt um útreikningverðbóta. Um Norðausturveg 1. Um vangreitt magn samkvæmt samningi (verkliðir 11, 13, 14 og 15) Í þessum þætti málsins er deiltum magntölur frá upphafi verksins. Stefnandi krefur stefnda um greiðslu57.352.405 króna vegna allra þeirra verkliðar sem fjallað er nánar um í a)-d)liðum hér á eftir. Reisir stefnandi kröfu sína á undirmatsgerð 1. Tekurstefnandi fram að í útboðsgögnum hafi verið gert ráð fyrir að 911.800 m³ færu ífyllingar, fláfleygar og ónothæft umframefni, sbr. verkliði 11, 13, 14 15. Munmeira magn hafi farið í veginn. Skýrist það af því að sigmælingar hafi veriðónákvæmar. Þess vegna hafi stefnandi ákveðið að staðreyna mælingar með því aðmagnmæla sjálfur námur og skeringa og að það hafi verið gert með vitneskjustefnda. Námumælingar stefnanda staðfesti að áætlanir stefnda um magntölur hafiekki staðist. Þær hafi staðfest vanreiknað magn vegna sigs á undirstöðu. Krefststefnandi greiðslu fyrir magnið. Vísar stefnandi til útboðslýsingar og Alverks95, bls. 36, þar sem fram komi að uppgjör skuli fara fram miðað við hannað,frágengið rúmmál efnis í vegfyllingu. Stefndi mótmælir því að mælingarstefnanda á námum og skeringum verði lagðar til grundvallar magnuppgjöri enda íandstöðu við útboðsgögn. Verktaki verði að halda sig innan hönnunarsniða, sbr.Alverk ´95 kafli I.2-I.4. Hann hafnar því að hafa óskað eftir að fláar yrðugerðir efnismeiri og flatari umfram það sem útboðsgögn heimila. Haustið 2011hafi komið í ljós að meira efni væri í veginum en hönnun segði til um. Stefndasé óskylt að greiða fyrir slíka magnaukningu. Þá bendir stefndi á að ekki megigreiða fyrir meira en 80% af viðkomandi verklið fyrr en úttektarmælingum hafiverið skilað. Í undirmati 1 sé ekki tekið tillit til þessa, heldur gert ráðfyrir að greiða beri verkið upp að fullu, þrátt fyrir að því hafi ekki veriðlokið. Stefnandi tekur fram að hannað rúmmál efnis í fyllingum hafi verið741.405 m3 og búið væri að greiða 743.100 m3. Hannaðrúmmál fláa hafi verið 186.639 m3 og búið væri að greiða fyrir218.300 m3. Samkvæmt magnskrá sé gert ráð fyrir að greiða 63.700 m3fyrir færslu á ónothæfu efni en búið var að greiða fyrir 73.500 m3.Þegar verktaki hafi horfið frá verkinu var því búið að greiða umfram hönnuðsnið sem hér segir: Fyllingar: 1.695 m3, fláar: 31.661 m3;ónothæft efni 9.800 m3. Telur stefndi engin rök standa til þess aðsvo mikið umframmagn hefði átt að falla til verksins við eðlilega verkframkvæmd,þannig að greiðsluskylda skapaðist vegna þess. Þá hafi verktaki ekki leitaðsamþykkis stefnda fyrir umframmagninu eins og mælt sé fyrir um í ÍST 30:2003 ogalmennum reglum verktakaréttarins. Engin gögn liggi fyrir í málinum um brostnarforsendur eða óvænt ytri atvik sem réttlæta greiðslu fyrir slíkt umfram magn. Verður nú vikið að einstökumverkliðum sem stefnandi krefur stefnda um greiðslu á. a) Um ónothæft efni jafnað á losunarstað. Verkliður 11 Með ónothæfu efni jöfnuðu álosunarstað er átt við færslu á ónothæfu umframefni úr skeringum, þ.e. efni semuppfyllir ekki kröfur til efnis í fyllingar eða burðarlag, en nota má ífláafleyga. Telur stefnandi að efnið hafi verið meira en útboðslýsing gerði ráðfyrir og reisir hann kröfu sína á undirmatsgerð 1. Krefst stefnandi greiðslu18.155.616 króna vegna þessa. Því hefur stefndi mótmælt. Samkvæmt útboðsgögnum var áætlaðmagn 63.700 m³ og hafði stefndi samþykkt magnaukningu upp að 73.500 m³ oggreitt fyrir. Auk þess hafi hann greitt fyrir umframefni undir verklið 16 –fláafleygar úr skeringum, alls 31.661 m³, og hafi því samtals greitt fyrir105.161 m³ af ónothæfu efni. Telur stefndi að taka verði saman þessa tvotilboðsliði. Hafnar stefndi því að stefndi eigi rétt á frekari greiðslu fyrirþennan lið. Yfirmatsmenn töldu aðheildarmagn umframefnis vegna verkliðarins „ónothæft efni jafnað á losunarstað“hafi verið 187.711 m³. Að yfirförnum markalínum, og að teknu tilliti tilþeirrar landmótunar sem nauðsynleg var á vatnsrás ofan við veginn og að teknu tillititil samþykktar á magni fláfleyga, töldu matsmenn greiðsluhæft magn nema 128.193m³. Verkkaupi hafi þegar fengið greitt fyrir 73.500 m³ og því sé ógreitt fyrir54.693 m³. Reikningshæft endurgjald sé samkvæmt því 21.877.200 krónur. Fyrir liggur að búið var aðgreiða stefnanda umfram hönnuð snið þegar hann hvarf frá verkinu. Dómurinntelur að öllu virtu að stefnandi hafi vikið verulega frá útboðslýsingu þegarkemur að færslu á ónothæfu umframefni. Leitaði stefnandi ekki samþykkis stefndafyrir umframmagni eins og mælt er fyrir um í ÍST 30:2003. Kvartanir stefnandasamkvæmt orðsendingum til stefnda um magnaukningu teljast ekki nægjanlegurgrundvöllur fyrir kröfum stefnanda. Dómurinn telur einnig ósannað að umbrostnar forsendur vegna vanreiknaðs magns samkvæmt útboðsgögnum hafi verið aðræða. Verður því að hafna kröfu stefnanda vegna þessa verkliðar. b) Um fyllingarefni úr skeringum. Verkliður 13 Með fyllingarefni úr skeringumer átt við nothæft efni úr skeringum sem notað er í vegfyllingu. Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 749.180 króna vegna þessa verkliðar og telur að fyllingarefni úrskeringum hafi verið meira en útboðslýsing gerði ráð fyrir. Stefndi hafnarkröfum stefnanda og vísar m.a. til niðurstöðu yfirmatsgerðar þar sem fram kemurað stefndi hafi ofgreitt stefnanda vegna þessa verkliðar. Samkvæmt niðurstöðumyfirmatsmanna er talið að fyllingarefni sem fram komi í heildarmagnskrá fyrirverkið endurspegli raunverulegt magn fyllingarefnis úr skeringum eða samtals154.610 m³. Vísa yfirmatsmenn til verkstöðuskjals sem fram komi á síðastareikningsuppgjör verktaka nr. 57, dags. 24. október 2011, að verkkaupi hafiþegar greitt fyrir 157.200 m³. Samkvæmt þessu hafi verktaki ofgreitt stefnandafyrir þennan verklið 997.150 krónur. Dómurinn er sammála forsendum ogniðurstöðum yfirmatsgerðar og er kröfur stefnanda vegna þessa verkliðar þvíhafnað. c) Um fyllingarefni úr bergskeringum, Verkliður 14 Með fyllingarefniúr bergskeringum er átt við klöpp í skeringum, sem færð er til og er nýtt tilfyllingar annars staðar í vegstæðinu. Stefnandi krefur stefnanda umgreiðslu 16.104.935 króna vegna þessa verkliðar, sem hann reisir á niðurstöðumundirmatsgerðar 1. Stefndi sættir sig viðniðurstöður yfirmatsmanna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu aðreikningshæft endurgjald stefnanda vegna verkliðarins væri 2.716.175 krónur, enkrefst sýknu vegna tómlætis stefnanda. Auk þess telur stefndi að svo mikil magnaukning á þessum liðhefði átt að kalla á sérstakt samþykki verkkaupa fyrir magnaukningu. Hér er deilt um fyrstu verkinsem unnin voru í veginum. Stefnandi kvartaði við stefnda um að magnaukningarhefðu orðið í veginum, með orðsendingu til stefnda nr. 19, 10. ágúst 2010. Er íorðsendingunni bent á að hluti votlendra svæða hafi vantað inn á sigspáverksins fyrir Vesturárdalinn. Samkvæmt endurskoðaðri sigspá teljist sigsvæðinvera 14,9 km í stað um 9,1 km samkvæmt útboðslýsingu. Afleiðingar þess séuaukinn kostnaður vegna magnaukningar í fyllingum. Í orðsendingu nr. 20, 11.ágúst 2010, telur stefnandi þörf á auknum skeringum til þess að koma í vegfyrir að vatn leggist á fláafæti fyllinga. Einnig sé aukning á skeringum þarsem berg sé að hluta í skeringum á tilgreindu svæði vegarins. Afleiðingar þessaséu aukinn kostnaður vegna magnaukningar á efni úr skeringum, sem jafna verðiút með fram vegi eða bæta utan á vegfláa. Fram kemur í orðsendingu verktaka,nr. BV 025, dags. 16. júlí 2011, til stefnda, að gríðarlegur munur sé á magni,annars vegar því sem mælist úr skeringum og námum og hins vegar hönnuðu magniog mælingum á sigi. Setur verktaki fram hugrenningar sínar um magn. Er tekiðfram í orðsendingunni að eftir sé að ljúka uppmælingum á nokkrum námum ogviðbótarefnistökustöðum til þess að fá út endanlega magntölu fyrir námur ogskeringar í verkinu. Magntölur sem fram komi í orðsendingunni byggi á því sembúið sé að mæla upp, auk áætlaðs magns úr námum og viðbótarskeringum sem eftirsé að ljúka uppmælingu á. Skipting umframmagns á milli liða sé einnig áætlað,þar eð uppmæling á fláfleygum og losunarstöðum fyrir umframefni geti ekki fariðfram fyrr en grófjöfnun fláa og vegsvæðis sé lokið. Eftir sé að fara yfirsigútreikninga og reyna að átta sig á hvar og hve mikið magn geti mögulegaleynst undir fyllingum og fláafleygum, sem ekki komi fram í þeim útreikningum.Gerir verktaki í orðsendingunni grein fyrir tölulegum fjárhæðum sem hann telurað hann eigi ógreiddar hjá stefnda. Í kjölfar þessa fylgdi tölvupóstur, dags.22. júlí 2011, til stefnda þar sem gerðar eru athugasemdir vegna magnaukninga.Með tölvupósti verktaka, 26. september 2011 til stefnda, eru málsaðilar að ræðaum sigmælingar. Með vísan til fyrrgreindrasamskipta málsaðila verður ekki fallist á með stefnda að krafa stefnanda séfallin niður vegna tómlætis. Samkvæmt yfirmatsgerð er taliðað reikningshæft endurgjald nemi 2.716.175 krónum vegna ógreidds magnsfyllingarefnis í skeringa sem nemi 54.693 m³. Unnið var í þessum verklið þartil stefnandi hvarf frá verkinu í lok ársins 2011. Dómurinn er sammála forsendumyfirmatsins þar sem mælt er út frá sniðum í vegi. Er því fallist á að stefndieigi rétt á greiðslu fyrrgreindrar fjárhæðar, 2.716.175 krónum. d) Um fyllingar úr námum. Verkliður 15 Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 22.343.678 króna vegna þessa verkliðar. Samkvæmt niðurstöðumyfirmatsgerðar er talið að stefndi hafi ofgreitt stefnanda 512.629 krónur. Íforsendum matsgerðarinnar kemur fram að við magnútreikning hafi matsmenn valiðþá leið að taka það heildarfyllingarmagn sem fáist úr heildarmagntökunni ogdraga frá fyllingarefni úr bergskeringum og fyllingarefni úr skeringum.Niðurstaðan sé 571.786 m³. Sé niðurstaðan mjög nærri því magni sem fram komi íheildarmagnskrá. Dómurinn er sammála niðurstöðum yfirmatsmanna og er kröfustefnanda vegna þessa verkliðar því synjað. 2. Um kröfur vegna aukaverka a) Um aukaverk 20 merking miðlínu beiðni 2. september 2011 Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 191.114 króna vegna merkingar miðlínu. Verkið hafi verið unnið haustið2011. Vísar stefnandi til óundirritaðs verkfundar 21. september 2011, þar semfram komi að óskað hafi verið eftir því að verktaki miðjumerkti fyrir málningu.Vísar stefnandi einnig til reikningsuppgjörs verktaka, dags. 20. janúar 2012,þar sem krafist hafi verið þessarar greiðslu. Hafi kröfu þessari ekki veriðsvarað af stefnda. Stefndi hafnar þessari kröfu.Hann hafi ekki samþykkt þessa kröfu og vísar til þess að aukaverk þurfisérstakt samþykki. Þá telur stefndi að krafa vegna þessa hafi þurft að komafyrr fram. Með vísan til verkbeiðnistefnda, undir liðnum viðbótarverk, sbr. 47, verkfund, 21. september 2011, varverktaki beðinn um að merkja fyrir miðlínu. Með vísan til þess er fallist ákröfu stefnanda samkvæmt þessum verklið að fjárhæð 191.114 krónur. b) Um aukaverk 21 námavinnsla Stefnandi krefur stefnda umgreiðslu 13.159.045 króna vegna þessa verkliðar. Vísar stefnandi tilundirmatsgerðar 1. Telur stefnandi að meiri kostnaður hafi falist í því aðvinna námur (aukinni ofanafnýtingar) en ráðgert var. Stefndi mótmælir kröfunni meðvísan til tómlætis. Síðast hafi verið greitt fyrir þennan verkþátt árið 2009 ogkrafa stefnanda hafi fyrst komið fram rétt áður en hann hafi horfið fráverkinu. Verktaka beri að koma fram með kröfur vegna aukaverka og magnaukningaán tafar svo verktaki geti tekið afstöðu til þeirra. Auk þess sem gert sé ráðfyrir í útboðslýsingu að verktaki megi ekki fara umfram hámörk í hverri námu.Stefnanda hafi því borið að leita samþykkis og ráðgjafar teldi hann forsendurnámulýsinga ekki standast þannig að magnaukning yrði óhjákvæmileg, sbr.útboðslýsing, bls. 24. Auk þess séu námulýsingar ítarlegar í útboðslýsingunni. Samkvæmt útboðsgögnum var gertráð fyrir að heildarflatarmál ofannýtingar væri 204.300 m2, envirðist hafa verið um 204.424 m2 í raun samkvæmt niðurstöðumyfirmatsgerðar þegar verkið stöðvaðist. Fallast ber á með stefnda að krafastefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti, en krafa vegna þessa verkliðar komfyrst fram í verklok þann 3. nóvember 2011. 3. Um auknar flutningsvegalengdir Í þessum þætti málsins deilaaðilar um aukagreiðslu sem aðilar eru sammála um að stefnandi eigi rétt á þarsem náma U hafi brugðist. Það hafi leitt til aukins kostnaðar þar sem stefnandihafi þurft að sækja efni í aðrar námur sem hafi aukið flutningsvegalengdirumfram það sem gert var ráð fyrir. Stefnandi krefur stefnda um greiðslu3.046.580 króna sem hann reisir á niðurstöðum undirmatsgerðar 1. Stefndi mótmælir verðforsendummatsmannsins og sérstaklega 15% álagi á einingarverð. Samkvæmt niðurstöðumyfirmatsgerðar var talið að kostnaður stefnanda vegna aukinnaflutningsvegalengda væri 6.055.200 krónur. Stefnandi krefst greiðslu3.046.580 króna. Að virtum gögnum málsins er fallist á kröfu stefnanda aðfjárhæð 3.046.580 krónur vegna aukinna flutningsvegalengda. 4. Um gagnkröfur stefnda til skuldajöfnunar vegna Suðurstrandavegar ogNorðausturvegar Stefndi telur sig eigaeftirfarandi gagnkröfur til skuldajöfnunar vegna Suðurstrandavegar sem hannreisir m.a. á undirmatsgerð 2: Dagsektir 6.800.000 samkvæmt verksamningi, sbr.verkfundargerðir 51 og 52, leiðrétting eldri reikninga, 1.260.000 krónur, sbr.yfirmatsgerð, ofgreiðsla vegna verkliðar 12 fyllingar 22.234.550 krónur, þá hafi stefnandi fengið ofgreittvegna verkliðar 36 – frágangur fláa úr sandi, sbr. undirmatsgerð 2 samtals8.364.125 krónur. Einnig krefst stefndi bóta, 13.519.669 króna, vegnahæðarfrávika á grundvelli undirmatsgerðar 2, og 7.820.070 króna vegna frávika íburðarlögum. Stefndi krefst þess að kostnaðurhans við lagfæringar og frágang verksins vegna Norðurstandavegar komi einnig aðfullu til frádráttar. Reisir stefndi gagnkröfur sínar á undirmatsgerð 2.Niðurstaða matsgerðarinnar hafi verið sú að kostnaður stefnda næmi samtals44.594.789 krónum sem skiptist þannig vegna Norðausturvegar: Frágangur náma18.982.911 krónur (9.429.581 ef metið á verksamningsverði + verðb. 817.545kr.), óloknir verkþættir 13, 14 og 16, 23.568.490 krónur, verðbætur 2.043.388krónur. Samtals; 44.594.789 krónur. Auk þess gerir stefndi kröfu um aðinnborgun á massa að fjárhæð 25.000.000 króna komi einnig til lækkunar og þvísé heildarkrafa um lækkun 60.859.004 krónur. Hér að framan hefur dómurinnkomist að þeirri niðurstöðu að stefnandi eigi vegna Suðurstrandavegar kröfur áhendur stefnda samtals að fjárhæð15.647.477 krónur og vegna Norðausturvegar 5.953.869 krónur, eða samtals21.601.346 krónur að viðbættum verðbótum fyrir bæði verkin. Stefndi telur sig eigagagnkröfur til skuldajöfnunar að fjárhæð 77.278.230 krónur vegnaSuðurstrandavegar, þar á meðal er krafa um greiðslu tafabóta að fjárhæð6.800.000 krónur. Vegna Norðausturvegar telur stefnandi sig eiga gagnkröfur tilskuldajöfnunar að fjárhæð 69.594.789 krónur og er þar með talin innborgun ámassa að fjárhæð 25.000.000 króna, sem stefnandi telur að eigi að koma tillækkunar á kröfum stefnanda og ekki hafi verið tekið tillit til í stefnu. Tekurstefnandi fram í greinargerð að á verkreikningi stefnanda nr. 57, dags. 24.október 2011, komi skýrt fram að stefndi hafi greitt 25.000.000 króna ótiltekiðinn á massa. Með bréfi stefnda, tilstefnanda, dags. 22. mars 2012, lýsti stefndi kröfum í þrotabú stefnanda vegna Suðurstrandavegarog Norðausturvegar. Tekur stefndi fram í kröfulýsingu vegna Norðausturvegar aðsamkvæmt úttekt hans á verkinu miðað við 13. janúar 2012, hafi komið í ljós aðverklaun hafi verið ofgreidd sem nemi 56.131.990 krónum miðað við framvindu verksins,en auk þess hafi verktaki haustið 2011 fengið fyrir fram upp í óunna verkliði,sem ekki hafi komið til framkvæmda, greiðslu að fjárhæð 25.000.000 króna. Gerðistefndi áskilnað í bréfinu um skuldajöfnun framangreindra krafna gegn öllumhugsanlegum kröfum þrotabúsins vegna verksamningsins. Samkvæmt undatekningarákvæði 3.tl. 118. gr. laga nr. 20/1991, glatast krafa ekki gagnvart þrotabúi þrátt fyrirað henni hafi ekki verið lýst fyrir skiptastjóra innan kröfulýsingarfrests, sékrafan höfð uppi til skuldajafnaðar við kröfu þrotabúsins. Eins og áður segirtelur stefndi sig eiga gagnkröfur til skuldajöfnunar á hendur stefnanda. Þar ámeðal er krafa að fjárhæð 25.000.000 króna vegna svonefndar innborgunar á massasem áður greinir og gaf stefnandi út reikning fyrir móttöku þessarar fjárhæðar9. ágúst 2011. Fram kemur á reikningsuppgjöri verktaka sem fylgdi með reikningistefnanda til stefnda, að um er að ræða fyrirframgreiðslu fyrir „fyllingar ogfláafleyga“. Tekið var fram að fjárhæðin yrði gerð upp eftir því sem mælingarskiluðu sér. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á það sérstaklega að umræddarmælingar hafi veitt honum heimild til þessarar greiðslu og skjöl málsins veitaheldur ekki vísbendingu um að svo hafi verið. Hefur stefnandi ekki gert greinfyrir því hvort eða hvernig fjárhæðinni hafi verið jafnað á einstaka verkliði.Því verður að leggja til grundvallar í málinu að stefndi eigi umrædda kröfu áhendur stefnanda. Það er og ljóst að þessi gagnkrafa stefnda er mun hærri enþær kröfur sem fallist hefur verið á með dómi þessum að stefnandi eigi á hendurstefnda. Í ljósi þessa er það niðurstaða dómsins að kröfum þessari megiskuldajafna og er stefndi, Vegargerðin, því sýknaður af öllum kröfum stefnanda,þrotabús KNH ehf., í máli þessu. Er þá ekkert tillit tekið til þess hvortstefndi kunni að eiga aðrar gagnkröfur á hendur stefnanda en því hefur hannhaldið fram í máli þessu eins og greint hefur verið frá hér að ofan. Með vísan til 3. mgr. 130. gr.laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, þykir rétt að hvor aðili beri sinnhluta af þeim kostnaði sem hlotist hefur af rekstri málsins. Ragnheiður Snorradóttirhéraðsdómari kveður upp dóm þennan, ásamt meðdómsmönnunum Aldísi Ingimarsdóttirbyggingaverkfræðingi og Jónasi Frímannssyni byggingaverkfræðingi. DÓM S O R Ð: Stefndu, íslenska ríkið ogVegagerðin, eru sýknaðir af öllum kröfum stefnanda, þrotabús KNH ehf., í máliþessu. Málskostnaður á milli aðilafellur niður. |
Mál nr. 271/2017 | Verksamningur Riftun Efndir in natura | P, fyrirsvarsmaður og eigandi V ehf., og S hf. gerðu með sér samning í apríl 2011 og laut samningurinn að vinnuframlagi P í verktöku í þágu S hf. S hf. innti af hendi greiðslur eftir samningnum fyrir mánuðina apríl til og með október 2011. S hf. rifti samningnum með bréfi í lok nóvember 2011 og hafnaði sama dag frekara vinnuframlagi P og vísaði honum á brott af vinnustaðnum. V ehf. mótmælti riftun samningsins og krafðist greiðslu á tveimur reikningum, annars vegar vegna vinnu í nóvember 2011 og hins vegar fyrir tímabilið desember sama ár til og með mars 2012. Hæstiréttur féllst á hluta krafna V ehf. vegna vinnu P í nóvember 2011 og var S hf. dæmt til að greiða V ehf. nánar tilgreindra fjárhæð. Að því er varðaði kröfu fyrir tímabilið desember 2011 til og með mars 2012 var ekki fallist á að vanefndir V ehf. á samningnum yrðu taldar svo verulegar að S hf. hefði verið heimil riftun. Þrátt fyrir það hefði S hf. verið kleift, eftir þeim reglum sem giltu um verksamninga, að hafna efndum af hálfu P, eins og S hf. gerði með því að vísa honum af brott af vinnustaðnum í lok nóvember 2011. Með því hefði fallið niður skylda beggja aðila til að efna samninginn eftir aðalefni sínu, en eftir atvikum hefði getað stofnast skaðabótakrafa á hendur S hf. eftir almennum reglum, sem fælu meðal annars í sér að P bæri eftir mætti að takmarka tjón sitt. V ehf. hefði hins vegar ekki teflt fram kröfu sinni á þessum grunni heldur hefði hann krafist efnda á reikningi fyrir umrætt tímabil rétt eins og P hefði staðið skil á vinnuframlagi sínu eftir samningnum. Var því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að sýkna S hf. af kröfu eftir þessum reikningi. | Dómar Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson ogBenedikt Bogason og Ragnhildur Helgadóttir prófessor. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 3. maí 2017. Hann krefst þessað gagnáfrýjanda verði gert að greiða sér 6.275.000 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7.desember 2011 til greiðsludags. Þá krefst hann aðallega málskostnaðar í héraðiog fyrir Hæstarétti, en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 12.júlí 2017. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu aðaláfrýjanda, til varastaðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en að því er varðar málskostnað,en að því frágengnu að kröfur aðaláfrýjanda verði lækkaðar verulega. Í öllumtilvikum krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda í héraði ogfyrir Hæstarétti.Eftir að hinn áfrýjaði dómur gekk fékkaðaláfrýjandi aftur nafnið VPO ehf.ISvo rakið er í hinum áfrýjaða dómigerði Pálmar S. Ólafsson, fyrirsvarsmaður og eigandi aðaláfrýjanda, samning viðgagnáfrýjanda 8. apríl 2011. Samningurinn laut að vinnuframlagi Pálmars viðmarkaðs- og sölustörf á framleiðsluvörum gagnáfrýjanda, en tekið var fram aðvinnan væri unnin í verktöku og hafði Pálmar heimild til að innheimta greiðslusamkvæmt samningnum „í gegnum rekstarfélag á hans vegum.“ Í samningnum sagði aðPálmar skyldi gegna starfi sínu annars vegar á starfsstöð gagnáfrýjanda og hinsvegar á vettvangi hjá erlendum viðskiptavinum hans. Um vinnutíma kom fram aðhann ætti að jafnaði að vera að minnsta kosti átta stundir á virkum dögum,þegar Pálmar væri ekki erlendis, en vinnutíminn væri sveigjanlegur frá klukkan7 til 18 og mældur með stimpilklukku. Jafnframt sagði að matartími skyldi vera30 til 60 mínútur hvern vinnudag og átti að taka hann á tímabilinu frá klukkan12 til 14.15, en sá tími teldist ekki til vinnutíma. Þá var tekið fram aðPálmar sinnti starfi sínu heima hjá sér þegar hann væri ekki í vinnuferðumerlendis eða á starfstöð gagnáfrýjanda. Fyrir vinnuna átti Pálmar að fágreiddar 1.000.000 krónur á mánuði auk virðisaukaskatts. Átti að innagreiðsluna af hendi eftir á gegn framvísun reiknings. Samningurinn varuppsegjanlegur frá og með desember 2011 með þriggja mánaða fyrirvara miðað viðmánaðamót.Gagnáfrýjandi innti af hendi greiðslureftir samningnum fyrir mánuðina apríl til og með október 2011. Með bréfi 30.nóvember það ár rifti gagnáfrýjandi samningnum og hafnaði sama dag frekaravinnuframlagi Pálmars með því að vísa honum brott af vinnustað. Þetta var reistá því að hann hefði verulega vanefnt að skila vinnuframlagi sínu eins ogáskilið væri í samningnum. Til stuðnings þessu var í bréfinu bent á að íoktóber hefði hann unnið 147,44 klukkustundir í stað 168 stunda. Því hefðu áttað dragast 122.381 króna frá reikningi vegna þess mánaðar. Jafnframt hefðuvinnustundir hans í nóvember verið 90 í stað 184 og því ætti greiðsla fyrirþann mánuð að nema 489.130 krónum. Var þess farið á leit að reikningur vegnaþessa mánaðar tæki mið af þessu og yrði 366.749 krónur auk virðisaukaskatts. Með bréfi aðaláfrýjanda 8. desember2011 var riftun samningsins mótmælt. Einnig var krafist greiðslu á tveimurreikningum aðaláfrýjanda á hendur gagnáfrýjanda samtals að fjárhæð 6.275.000krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Annars vegar var um að ræða reikning aðfjárhæð 1.255.000 krónur vegna vinnu í nóvember 2011 og hins vegar reikning aðfjárhæð 5.020.000 krónur fyrir tímabilið desember sama ár til og með mars 2012.Báðir reikningarnir voru með gjalddaga 30. nóvember 2011 en eindaga 7. desemberþað ár. Aðaláfrýjandi höfðaði málið til heimtu þessara reikninga.IIMeð skírskotun til forsendnahéraðsdóms verður fallist á þá niðurstöðu að gagnáfrýjandi verði ekki sýknaðuraf kröfum aðaláfrýjanda vegna aðildarskorts.Gagnáfrýjandi reisir kröfu sína umsýknu jafnframt á því að honum hafi verið heimilt að rifta verksamningnum frá 8.apríl 2011 um störf Pálmars í sína þágu vegna verulegra vanefnda hans á aðskila vinnuframlaginu. Heldur gagnáfrýjandi því fram að Pálmar hafi allt fráþví að samningurinn komst á vanefnt skyldur sínar að þessu leyti. Til stuðningsþessu vísar gagnáfrýjandi til samantektar um viðveru Pálmars á starfstöðgagnáfrýjanda.Eins og áður greinir var gert ráðfyrir að vinnutími Pálmars á starfstöð gagnáfrýjanda ætti að jafnaði ekki aðvera skemmri en átta klukkustundir. Þó átti hann að fara í vinnuferðir tilútlanda, auk þess sem gert var ráð fyrir að hann sinnti starfinu á heimili sínu.Í málinu hefur komið fram að störf Pálmars á heimili hans hafi helgast af þvíað samskipti við helsta viðskiptavin í Bandaríkjunum þurftu að fara framsíðdegis eða að kvöldlagi vegna tímamismunar milli landanna. Að þessu gættu varekki einhlít mæling á vinnuframlagi Pálmars með stimpilklukku á starfstöðgagnáfrýjanda.Af því sem komið hefur fram í málinuverður ekki ráðið að gagnáfrýjandi hafi gert athugasemdir við vinnuframlagPálmars fyrr en með bréfi 30. nóvember 2011 þegar samningnum við hann var rift.Leggja verður til grundvallar að frá upphafi samningssambandsins og fram aðriftuninni hafi gagnáfrýjandi liðið þessa tilhögun vinnunnar eða í öllu falliekki gefið aðaláfrýjanda tilefni til að ætla annað en að hann sætti sig viðhana. Að virtum þeim aðdraganda og með hliðsjón af gagnkvæmri tillitsskyldusamningsaðila, í skuldarsambandi af þessu tagi, bar gagnáfrýjanda að hreyfaathugasemdum við störf Pálmars, ef hann taldi þau í ósamræmi við samninginn, oggera kröfu um að úr því yrði bætt. Þegar þetta er haft í huga fer því fjarri aðvanefndir aðaláfrýjanda á samningnum verði taldar svo verulegar að gagnáfrýjandahafi verið heimil riftun. Þessi málsástæða fyrir kröfu gagnáfrýjanda um sýknuverður því heldur ekki tekin til greina.Gagnáfrýjandi stóð aðaláfrýjanda skilá greiðslum vegna vinnu Pálmars fyrir tímabilið frá apríl til og með október2011. Þessar greiðslur innti gagnáfrýjandi af hendi eftir reikningumaðaláfrýjanda og gerði enga fyrirvara við réttmæti þeirra. Til þess hafði hannþó beint tilefni miðað við eigin málatilbúnað um ófullnægjandi vinnuframlagPálmars allt frá því að hann hóf störf hjá gagnáfrýjanda. Jafnframt er þess aðgæta að um var að ræða endurgjald fyrir vinnu í þágu gagnáfrýjanda, þóttsamningurinn væri í búningi verksamnings. Af þeim sökum var enn meiri ástæðatil að gera athugasemdir við reikningana, enda ríkir hagsmunir fyrir móttakandaslíkrar greiðslu að uppgjörið væri að öðrum kosti endanlegt. Að þessu gættuverður ekki talið að gagnáfrýjandi geti borið fyrir sig gegn kröfuaðaláfrýjanda að endurgjald fyrir umrætt tímabil hafi falið í sér ofgreiðslu úrhans hendi.Í málinu liggur fyrir að Pálmar tókátta frídaga í nóvember 2011, en samningur hans við gagnáfrýjanda gerði ekkiráð fyrir að hann ætti slíkan rétt á kostnað gagnáfrýjanda. Verður krafa umendurgjald vegna þess mánaðar því lækkuð sem því nemur, en virkir dagar í þeimmánuði voru 23. Aftur á móti verður ekki fallist á það með gagnáfrýjanda aðtaka eigi daglega mið af 30 mínútna matartíma, enda verður samningurinn ekkiskilinn þannig að Pálmari hafi borið að gera hlé á störfum hvort sem hann kausað taka matartíma eða ekki. Samkvæmt þessu verður reikningur vegna þessamánaðar tekinn til greina með 818.478 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti,ásamt dráttarvöxtum eftir kröfu aðaláfrýjanda.Þótt gagnáfrýjanda hafi verið óheimiltað rifta samningi sínum við Pálmar var honum kleift, eftir þeim reglum semgilda um verksamninga, að hafna efndum af hálfu Pálmars, eins og gagnáfrýjandigerði með því að vísa honum á dyr 30. nóvember 2011. Með því féll niður skyldabeggja aðila til að efna samninginn eftir aðalefni sínu, en eftir atvikum gatstofnast skaðabótakrafa á hendur gagnáfrýjanda eftir almennum reglum, sem felameðal annars í sér að Pálmari bar eftir mætti að takmarka tjón sitt.Aðaláfrýjandi hefur ekki teflt fram kröfu sinni á þessum grunni heldur krefsthann efnda á reikningi vegna tímabilsins frá desember 2011 til og með mars 2012,rétt eins og Pálmar hefði staðið skil á vinnuframlagi sínu eftir samningnum. Þákröfu gat hann ekki haft uppi samkvæmt því sem hér hefur verið rakið og verðurþví staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna gagnáfrýjanda af kröfu eftirþessum reikningi.Rétt er að hvor aðili beri sinnkostnað af rekstri málsins á báðum dómstigum.Dómsorð:Gagnáfrýjandi,Skaginn hf., greiði aðaláfrýjanda, VPO ehf., 818.478 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr.6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. desember 2011 tilgreiðsludags.Málskostnaðurí héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 17. febrúar 2017I.Mál þetta, sem dómtekiðvar 20. janúar sl., er höfðað af VPO ehf., Hamarsteigi 9, Mosfellsbæ, á hendurSkaganum hf., Bakkatúni 26, Akranesi, með stefnu birtri 28. ágúst 2015.Stefnandi krefst þess aðstefndi greiði honum skuld samtals að fjárhæð 6.275.000 krónur, ásamtdráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. desember 2011 tilgreiðsludags. Jafnframt krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu að matiréttarins.Stefndi krefst þessaðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara aðkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í öllum tilfellum krefst stefndimálskostnaðar með hliðsjón af framlögðum málskostnaðarreikningi. Upplýst var undir rekstrimálsins að nafni stefnanda, VPO ehf., hefur verið breytt og heitir fyrirtækiðnú The Beer Snack Company ehf.II.Mál þetta á rót sína aðrekja til samnings með yfirskriftinni „Markaðs- og sölusamningur Unninn íverktöku“ sem eigandi og forsvarsmaður stefnanda, Pálmar S. Ólafsson, gerði viðstefnda hinn 8. apríl 2011. Í gr. 1.1 í samningnum var tekið fram að samningurinnværi gerður í samstarfi við bandaríska fyrirtækið FoodCraft Equipment Co. Inc.,sem væri fullgildur aðili að honum. Aldrei mun þó hafa verið ritað undirsamninginn af hálfu þess félags. Í greininni sagði enn fremur að verktakinnPálmar hefði „heimild til að innheimta greiðslu samkvæmt samningi þessum ígegnum rekstrarfélag á hans vegum“. Í gr. 4.1 var svo um samið að Pálmar fengi„fastar mánaðargreiðslur krónur 1.000.000,- auk vsk.“ fyrir vinnuframlag sittsamkvæmt samningnum og skyldu þær eftir gr. 4.3 „greiddar eftir á gegnframvísun reiknings“. Þá kom fram í gr. 6 að ferðakostnaður Pálmars ívinnuferðum erlendis yrði greiddur annars vegar af stefnda og hins vegar afFoodCraft eftir því sem við ætti. Í gr. 10.1 var að finna svohljóðandi ákvæði:„Gagnkvæmur uppsagnarfrestur þessa ráðningarsamnings er þrír mánuðir og skaluppsögn miðast við mánaðamót. Fyrsta mögulega uppsögn er þó í desember 2011.Allir aðilar samningsins geta sagt samningnum einhliða upp.“ Í samræmi við áðurgreindaheimild í samningnum gaf stefnandi út reikning mánaðarlega fyrir endurgjaldi ágrundvelli samningsins að fjárhæð 1.000.000 króna, auk virðisaukaskatts, oggreiddi stefndi þá reikninga fram eftir árinu 2011. Með bréfi, dags. 30.nóvember 2011, tilkynnti stefndi Pálmari að hann hefði rift samningnum frá 8.apríl sama ár og væri ástæðan sú að verulegar vanefndir væru af hálfu Pálmars„á að uppfylla vinnutímaskyldu“ sína samkvæmt samningnum. Í bréfinu kom fram aðútgefinn reikningur vegna októbermánaðar 2011 hefði verið greiddur að fullu, enfrá reikningsfjárhæðinni ætti að draga tiltekna upphæð vegna vanefnda í þeimmánuði, sem yrði látin ganga upp í reikning vegna nóvembermánaðar sama ár. Varsá reikningur endursendur og þess krafist að gefinn yrði út nýr reikningurvegna nóvembermánaðar að fjárhæð 366.749 krónur, auk virðisaukaskatts, vegnavanefnda Pálmars á vinnuskyldu sinni í október og nóvember.Pálmar leit ekki svo á aðhann hefði vanefnt samning aðila og því væri riftun stefnda á honum ólögmæt. Afþeim sökum taldi hann sig eiga rétt á endurgjaldi í fjóra mánuði til viðbótar,frá 1. desember 2011 til 31. mars 2012, þar sem ekki væri unnt að segjasamningnum upp fyrr en í fyrsta lagi í desember 2011 og uppsagnarfrestur væriþrír mánuðir miðað við mánaðamót. Í samræmi við það var í kjölfar tilkynningarstefnda um riftun gefinn út reikningur af stefnanda vegna uppgjörs samningsinsað fjárhæð 4.000.000 króna, auk virðisaukaskatts. Eindagi þess reiknings var 7.desember 2011, sá sami og reikningsins vegna nóvembermánaðar sama ár. Með bréfilögmanns Pálmars til stefnda, dags. 8. desember 2011, var þess krafist aðumræddir tveir reikningar yrðu greiddir innan tíu daga en þeirri kröfu varhafnað með bréfi lögmanns stefnda, dags. 6. janúar 2012.Pálmar S. Ólafssonhöfðaði upphaflega mál á hendur stefnda vegna framangreindra lögskipta meðstefnu birtri 12. janúar 2012. Gekk efnisdómur um ágreining aðila í héraði hinn30. maí 2013, en með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 570/2013, uppkveðnum 23.janúar 2014, var málinu vísað frá héraðsdómi. Byggðist það í fyrsta lagi á þvíað ekki yrði ráðið af stefnunni hvers vegna Pálmar teldi sig, en ekki VPO ehf.,réttan aðila til að gera kröfu á hendur stefnda til greiðslu endurgjaldsinsvegna nóvembermánaðar 2011. Í annan stað væri krafa stefnda um skaðabætur svovanreifuð að ekki samrýmdist áskilnaði e- og f-liða 1. mgr. 80. gr. laga nr.91/1991 um meðferð einkamála um að í stefnu skuli greina svo glöggt sem verðamá þær málsástæður og lagarök sem málsókn sé byggð á. Var talið að slíkirannmarkar væru á málatilbúnaðinum við þingfestingu málsins í héraði að úr þeimyrði ekki bætt undir rekstri þess. Að dómi Hæstaréttargengnum efndi Pálmar á ný til málssóknar fyrir héraðsdómi en niðurstaða hansvar á þann veg að málinu skyldi vísað frá dómi með vísan til óljóss ogvanreifaðs málatilbúnaðar. Loks var mál þetta höfðaðí nafni stefnanda með stefnu birtri 28. ágúst 2015, eins og áður greinir.Við aðalmeðferð málsinsvoru teknar aðilaskýrslur af Pálmari S. Ólafssyni, forsvarsmanni stefnanda, ogIngólfi Árnasyni, framkvæmdastjóra stefnda. Jafnframt voru teknar vitnaskýrsluraf starfsmönnum stefnda, þeim Einari Brandssyni, Sigurði Skúlasyni og ValdimarSmára Axelssyni. III.Stefnandi kveðst byggjaaðild sína að málinu á þeirri heimild sem Pálmari S. Ólafssyni, fyrirsvarsmannistefnanda, sé veitt í gr. 1.1 í markaðs- og sölusamningi aðilanna til aðframselja rétt sinn til greiðslna samkvæmt samningnum til rekstrarfélags á hansvegum. Pálmar hafi nýtt sér þessa heimild strax við útgáfu fyrsta reikningsinsvegna þessa, en sá reikningur hafi verið gefinn út af stefnanda. Þann reikninghafi stefndi greitt athugasemdalaust og þar með staðfest í verki heimildPálmars til að framselja þennan rétt.Á því sé byggt aðgreiðsluskylda stefnda leiði af skuldbindingargildi markaðs- og sölusamningsaðila og að stefnda beri að greiða mánaðarlega 1.000.000 króna, aukvirðisaukaskatts, sbr. gr. 4.1. Pálmar hafi efnt samninginn réttilega og ísamræmi við efnisákvæði hans allan gildistímann frá 1. apríl 2011 og þar tilstefndi hafi afþakkað vinnuframlag hans 30. nóvember 2011. Hafi engarathugasemdir komið fram af hálfu stefnda um vanefndir Pálmars ásamningsskuldbindingum fyrr en með bréfi stefnda hinn 30. nóvember sama ár.Þegar stefndi hafi komið bréfi sínu á framfæri þann dag hafi hins vegar ekkiverið til staðar skilyrði til uppsagnar samningsins, enda stefndi bundinn afákvæði í gr. 10.1 um að samningnum yrði ekki sagt upp fyrr en í fyrsta lagi ídesember 2011, að gagnkvæmur uppsagnarfrestur væri þrír mánuðir og að uppsögnskyldi miðast við mánaðamót. Hafi stefndi því verið bundinn við það aðuppsagnarfrestur gæti ekki byrjað að líða fyrr en frá og með 1. janúar 2012 ogspannaði janúar, febrúar og mars það ár. Það sé mat stefnanda aðengin rök standi til fyrirvaralausrar riftunar stefnda á samningi aðila. Á þvísé byggt að uppgefin ástæða fyrir riftun, er lúti að vanefndum Pálmars á ákvæðisamningsins um viðveru Pálmars á starfsstöð, sé í raun tylliástæða sem ekkieigi við rök að styðjast. Sú staðreynd blasi við að stefndi hafi af ókunnumástæðum viljað ljúka samningssambandi aðila fyrir árslok 2011 án þess að hafatil þess samningsbundna heimild. Megi glöggt ráða þessa afstöðu af bréfistefnda til Pálmars, dags. 28. september 2011, en þar sé uppgefin sú ástæða aðFoodDraft „treysti sér ekki lengur til að vera aðili samningsins“. Sé í þessusambandi rétt að ítreka að félagið FoodCraft hafi hvorki verið aðili aðumræddum samningi né hafi aðild þess að honum, eða viðskiptasamband þess félagsog stefnda, verið gert að skilyrði fyrir gildi hans. Hefði slíkt þó verið velmögulegt þar sem stefndi hafi séð um gerð samningsins. Þvert á móti sé skýrt afsamningnum að starf Pálmars hafi falist í almennum markaðs- og sölustörfumfyrir viðskiptavini stefnda. Séu þar tilgreindir „erlendir viðskiptavinir“ ogfélagið FoodCraft nefnt í dæmaskyni í þeim efnum. Því sé og mótmælt sem rönguað það félag hafi slitið viðskiptasambandi sínu við stefnda.Því sé og mótmælt semröngu og ósönnuðu að stefndi hafi í fyrra uppsagnarbréfi sínu hinn 28.september 2011, eða í annan tíma, minnst á skort á viðveru Pálmars á starfsstöðstefnda, hvað þá að honum hafi verið veitt áminning af því tilefni. Sé ósannaðað Pálmar hafi á nokkurn hátt vanefnt samning aðila, hvað þá að slíkarvanefndir hafi verið það verulegar að þær réttlæti riftun samnings á grundvellimeginreglna kröfuréttar um riftun samninga. Hvíli sönnunarbyrði þar um ástefnda. Skuli í því sambandi bent á að umsamið hafi verið að Pálmar sinntistörfum óháð dvöl á starfsstöð stefnda. Hafi honum þannig verið ætlað að vinnaallt að þriðjungi hvers mánaðar erlendis, sbr. ákv. 2.1, og einnig heima hjásér, sbr. ákv. 3.4. Hafi slíkur starfi á heimili Pálmars enda veriðnauðsynlegur þar sem samskipti við erlenda viðskiptavini vestanhafs hafi aðtakmörkuðu leyti getað farið fram í dagvinnu vegna tímamismunar. Hafi Pálmarhaldið utan um allan sinn starfstíma samviskusamlega og innt af hendi alla þávinnu sem um hafi verið samið og til hafi verið ætlast af hálfu stefnda.Stefnandi byggi og á þvíað stefndi hafi í raun viðurkennt í verki greiðsluskyldu vegna nóvember 2011.Þannig komi fram í fyrrgreindu bréfi stefnda, dags. 30. nóvember 2011,umfjöllun um það hver greiðslan eigi að vera og sé því ekki borið þar við aðekki eigi að greiða vegna nóvembermánaðar. Sé stefndi af þessari viðurkenningubundinn og beri honum því að greiða umsamið gjald vegna þess mánaðar. Stefndi hafi útbúiðsamning aðila sem þjónustusamning í verktöku. Verkefni Pálmars samkvæmtsamningnum hafi falist í að annast um sölustarfsemi og söluráðgjöf til erlendraviðskiptavina fyrst og fremst. Því starfi hafi hann sinnt án nokkurraathugasemda af hálfu stefnda. Einu athugasemdir stefnda hafi borist samhliðariftun stefnda á samningnum hinn 30. nóvember 2011 og hafi fjallað um viðveru ástarfsstöð stefnda. Sýnist ljóst að slíkar athugasemdir geti ekki átt rétt ásér þegar til þess sé horft að vinnustundafjöldi samkvæmt ákvæði 3.1 ísamningnum skyldi vera að jafnaði sem svari til að minnsta kosti áttavinnustundum, en samkvæmt samningnum hafi einungis verið áskilið á einum afþremur þeirra staða þar sem Pálmar skyldi inna þjónustu sína af hendi að nýtaætti stimpilklukku. Augljóst sé að slík framkvæmd hafi aldrei gefiðfullnægjandi mynd af þeirri vinnu sem innt hafi verið af hendi. Sé enda næstamótsagnarkennt að mæla eigi nákvæmlega viðveru á starfsstöð stefnda, aðviðlagðri fyrirvaralausri riftun, en horfa svo ekkert til þeirra vinnustundasem Pálmar hafi innt af hendi utan vinnutíma og erlendis við mat á viðveru hansvið vinnu. Þá gefi það stefnda engan rétt til riftunar að Pálmar hafi unnið sérþannig í haginn að hann kæmist frá í frí um stundarsakir. Samningur aðila hafieinungis kveðið á um eina tilgreinda fjárhæð sem mánaðargreiðslu án tillits tilaukavinnuframlags. Þar sem kveðið hafi verið á um að vinnustundafjöldi væri aðjafnaði átta klukkustundir séu engar forsendur til að líta svo á að Pálmarihafi verið skylt að vinna umfram þennan skilgreinda vinnustundafjölda. Skuliáréttað að Pálmar hafi sinnt störfum á starfstímanum sem hafi numið nánast níu vinnustundumalla virka daga á starfstímanum og hafi þá verið gert ráð fyrir þeim dögum semhann hafi ekki verið við störf. Sé að mati stefnanda ótvírætt að stefndi hafiekki verið hlunnfarinn með sviknu vinnuframlagi og því standi engin rök tilþess að fallast á málatilbúnað stefnda. Um lagarök vísarstefnandi til meginreglna samningaréttar um skyldu til að efna samninga og réttstefnanda til endurgjalds fyrir veitta þjónustu. Þá styður hann kröfu sína umdráttarvexti við III. kafla laga nr. 38/2001.IV.Stefndi byggir sýknukröfusína í fyrsta lagi á því að um aðildarskort sé að ræða af hálfu stefnanda. Séhvað það varði vísað til eftirfarandi yfirlýsingar sem fram komi í stefnuPálmars S. Ólafssonar, forsvarsmanns stefnanda, í fyrra máli nr. E-40/2014, semhann hafi höfðað vegna sömu lögskipta: „Þannig gaf VPO ehf. út reikninga vegnavinnu stefanda í nóvember 2011, og greiðslna sem stefnandi gerir kröfu um áuppsagnarfresti samningsins, desember 2011 til mars 2012. Það skal upplýst aðVPO ehf. hefur fallið frá umræddum kröfum og stefnandi tekið við þeim.“ Sé hérum að ræða yfirlýsingu sem gefin sé fyrir dómi af hálfu framkvæmdastjóra,stjórnarmanns, prókúruhafa og 100% eiganda stefnanda og varði sömu kröfur ogfjallað sé um í máli þessu. Við þessa yfirlýsingu um ráðstöfun á sakarefninu séstefnandi því bundinn, sbr. 45. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þarsem stefnandi sé ekki lengur eigandi þeirra krafna sem hann krefur stefnda umgreiðslu á hafi hann ekki lögvarða hagsmuni af málarekstrinum og eigi ekkiaðild að málinu í skilningi 16. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi byggir sýknukröfusína í öðru lagi á því að honum beri ekki skylda til að greiða kröfu stefnandaá grundvelli framlagðra reikninga þar sem riftun hans á verksamningnum viðPálmar hafi verið lögmæt. Pálmar hafi vanefnt verulega skyldur sínar samkvæmtsamningnum og því hafi stefndi verið í fullum rétti til að rifta samningnum.Framlag Pálmars samkvæmt samningnum hafi verið vinna við markaðs- og sölumálhjá stefnda. Vegna eðlis starfa Pálmars hafi ekki verið hægt að metavinnuframlag hans með öðrum hætti en í unnum klukkustundum. Hafi því veriðkveðið á um það í 3. gr. samningsins að Pálmar skyldi skila ákveðnumlágmarksfjölda tíma á virkum vinnudögum, auk þess sem hann skyldi sinna tilteknumviðskiptaerindum erlendis. Þá sé í greinum 3.4 og 3.5 kveðið á um skyldu hanstil ferða erlendis og til að þurfa jafnvel að sinna starfinu heima hjá sér,utan venjulegs vinnutíma. Pálmar hafi hins vegar vanefnt þessa skyldu sínaverulega. Meginskylda hans hafi verið að inna af hendi a.m.k. 8 klst. vinnu ávirkum dögum við markaðs- og sölustörf á starfsstöð stefnda. Hafi tímaramminnverið sveigjanlegur að því leyti að Pálmar hafi haft aðgang að starfsstöðstefnda á tímabilinu frá kl. 7:00 til kl. 18:00 á hverjum virkum degi til aðinna framlag sitt af hendi. Stefnda hafi hins vegar verið ljóst í september2011 að Pálmar hefði ekki verið að inna af hendi vinnuskyldu sína á starfsstöðstefnda í samræmi við ákvæði samningsins. Hafi framkvæmdastjóri stefnda fariðítrekað yfir þetta á fundum með Pálmari á tímabilinu frá september til nóvember2011 og óskað eftir úrbótum. Þar sem Pálmar hafi í engu sinnt þessumathugasemdum stefnda hafi farið svo að stefndi rifti samningnum hinn 30.nóvember það ár. Í málinu liggi fyriryfirlit stefnda yfir unnar vinnustundir Pálmars á starfsstöð stefnda frá apríltil loka nóvember 2011. Yfirlit þetta sé unnið út frá skráðum vinnustundumPálmars, á grundvelli yfirlits sem stefnandi hafi sjálfur lagt fram í málinu,og miðist við þær forsendur að Pálmar hafi tekið/átt matartíma hvern virkanvinnudag, sem hafi verið frá morgni fram að eftirmiðdegi eða fram á kvöld, sbr.gr. 3.3 í samningi aðila. Einnig sjáist á yfirliti stefnda hvaða daga Pálmarhafi uppfyllt lágmarksvinnuskyldu sína skv. gr. 3.1 í samningi aðila. Sé íútreikningum stefnda ekki tekið tillit til daga sem Pálmar skrái sem „frí“heldur sé litið svo á að vinnustundir í starfsstöð stefnda séu 0 klst. þá daga.Þá liggi fyrir í málinu samantekt á unnum vinnudögum Pálmars á starfsstöðstefnda. Af því megi ráða að einungis í 33% tilvika á öllu samningstímabilinuhafi Pálmar fylgt ákvæðum samningsins og verið í vinnu á starfsstöð stefnda ía.m.k. 8 klst. á dag, þá virka daga sem hann hafi ekki verið í vinnuferðumerlendis. Komi þar og fram að Pálmar hafi aldrei náð 8 vinnustundum á dag ístarfsstöð stefnda í einum og sama mánuðinum á meðan verksamningurinn hafiverið í gildi. Með hliðsjón af öllu framangreindu telji stefndi ljóst að Pálmarhafi vanefnt samning aðila verulega strax frá upphafi. Riftun samningsins hafiþví verið lögmæt og falli því greiðslur niður frá og með riftunardegi. Verði ekki fallist áframangreint sé á því byggt að kröfur stefnanda séu allt of háar og að stefndieigi jafnframt gagnkröfu á stefnanda til skuldajafnaðar og/eða afsláttar afreikningum. Þannig sé því í fyrsta lagi mótmælt að stefnandi geti krafistgreiðslu á tveimur reikningum, dags. 30. nóvember 2011, þegar forsvarsmaðurstefnanda hafi lýst því yfir í máli nr. E-40/2014 að stefnandi hafi fallið frákröfum á grundvelli þessara reikninga, eins og fyrr sé rakið.Verði ekki fallist áframangreinda málsástæðu sé því mótmælt að almennt sé hægt að krefjast fullrargreiðslu vegna vinnu Pálmars í nóvember 2011, enda telji stefndi að Pálmar hafiekki uppfyllt verkskyldu sína í þeim mánuði. Stefndi hafi mótmælt reikningistefnanda vegna þessa mánaðar með bréfi, dags. 30. nóvember 2011, enágreiningslaust sé að Pálmar hafi skráð á sig 8 „frídaga“ í þeim mánuði. Pálmarhafi ekki verið launþegi heldur verktaki og í verksamningum sé almennt ekkigert ráð fyrir að verktaki taki sér frídaga á kostnað verkkaupa. Þar sem virkirdagar í nóvember 2011 hafi verið alls 22 sé ljóst að stefndi eigi rétt á a.m.k.36% afslætti (8/22=0,3636) af reikningi vegna nóvember 2011. Eftir stæði þákrafa að fjárhæð 636.364 krónur, auk virðisaukaskatts, og telji stefndi að þaðsé hæsta mögulega krafa sem hægt væri að krefja hann um vegna vinnu Pálmars íþessum mánuði. Stefndi mótmæli þvíjafnframt að stefnandi geti krafist efnda á grundvelli samningsskuldbindingar áuppsagnarfresti. Stefnandi virðist byggja kröfu sína á meginreglumsamningaréttar án þess að rökstyðja það frekar. Þetta standist ekki enda hafiverið um að ræða gagnkvæman verksamning og hvorki Pálmar né stefnandi hafi inntaf hendi sína greiðslu samkvæmt honum og geti því ekki krafist efnda vegnaþess. Ekki sé um það að ræða í verksamningum að greiðsluskylda stofnist fyriróunnið verk. Sé í þessu sambandi rétt að benda á að samkvæmt ársreikningistefnanda fyrir árið 2012 hafi stefnandi ekki orðið fyrir neinum kostnaði vegnaverksamningsins á árinu 2012, en þá hafi fallið niður allar launagreiðslur fráfélaginu til Pálmars sem hafi þá verið búinn að ráða sig í vinnu annars staðar.Jafnframt hafi kostnaður fyrirtækisins lækkað verulega eftir að verksamningnumhafi verið rift, eða úr 4.493.405 krónum á árinu 2011 í 18.700 krónur á árinu2012.Verði ekki á framangreintfallist telji stefndi að lækka eigi kröfur stefnanda þar sem stefndi eigigagnkröfu á stefnanda til skuldajafnaðar að fjárhæð 4.690.000 krónur.Grundvallist gagnkrafa þessi á því að stefndi eigi rétt á afslætti, sem nemiframangreindri fjárhæð, af þeim reikningum sem krafa stefnanda byggist á. Vísistefndi í því sambandi til þess að Pálmar hafi ekki uppfyllt skyldur sínar ágrundvelli verksamningsins við stefnda og að þær vanefndir hafi staðið fráupphafstíma samningsins, eins og áður hafi verið rakið. Hafi stefnandi þvíbrotið gegn ákv. 3.1 í samningnum allan gildistíma samningsins. Þar sem Pálmarhafi einungis í 33% tilvika náð að skila 8 vinnustunda degi á starfsstöðstefnda þá virku daga sem hann hafi ekki verið staddur erlendis í vinnuferðumtelji stefndi sig eiga rétt á 67% afslætti af verki Pálmars frá maí tilnóvember 2011, er nemi 4.690.000 krónum, utan virðisaukaskatts, (1.000.000króna *7 mánuðir*67%). Verði ekki á þessa útreikninga fallist sé þess krafistað afsláttur verði dæmdur að álitum. Gagnkrafa stefnda sé gjaldfallin og þvíséu skilyrði skuldajafnaðar fyrir hendi, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991.Stefndi mótmælirdráttarvaxtakröfu stefnanda m.a. með vísan til 7. gr. laga nr. 38/2001 um vextiog verðtryggingu, enda sé í máli þessu dæmt um uppgjör á verksamningi þar semstefndi hafi uppi ýmis mótmæli og gagnkröfur vegna umfangsmikilla vanefnda PálmarsS. Ólafssonar, framkvæmdastjóra, stjórnarmanns og 100% eiganda stefnanda.Um lagarök kveðst stefndivísa til laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, einkum 38. gr. þeirra laga,meginreglna kröfuréttar, samningaréttar og verktakaréttar. Jafnframt vísar hanntil ákv. 16., 28. og 45. gr. laga nr. 9171991 um meðferð einkamála.V.NiðurstaðaEins og fyrr er rakiðbyggist krafa stefnanda á tveimur reikningum sem fyrirtækið gaf út hinn 30.nóvember 2011 á grundvelli ákv. í gr. 4.3, sbr. og ákv. í gr. 1.1, í verktakasamningimilli Pálmars S. Ólafssonar, eiganda og forsvarsmanns stefnanda, og stefnda ímáli þessu vegna endurgjalds Pálmars samkvæmt samningnum. Stefndi krefst þess ífyrsta lagi að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda á grundvelliaðildarskorts stefnanda, enda hafi fyrrgreindur Pálmar lýst því yfir í stefnusinni í fyrra dómsmáli vegna sömu lögskipta, málinu nr. E-40/2014, að stefnandimáls þessa hefði fallið frá þeim kröfum á hendur stefnda sem ágreiningur málsþessa lýtur að, en Pálmar sjálfur tekið við þeim. Við þessa yfirlýsingu væristefnandi bundinn í máli þessu, sbr. 45. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Eins og fyrr segir kom framangreind yfirlýsing fram í stefnu Pálmarsí fyrra máli vegna sömu lögskipta við stefnda. Í skýrslu sem forsvarsmaðurinngaf í máli þessu lýsti hann því hins vegar yfir að stefnandi væri nú eigandiþessara reikninga. Samkvæmt því, og þar sem ekkert annað liggur fyrir en aðstefnandi sé nú réttur eigandi og umráðamaður umræddra reikninga, sem gefnirvoru út af stefnanda sjálfum, verður hann talinn réttur aðili að máli þessu.Verður sýknukröfu stefnda á þessum forsendum því hafnað.Stefndi byggir og á þvíað stefndi hafi rift umræddum samningi aðila hinn 30. nóvember 2011 á þeirriforsendu að verktakinn Pálmar hafi vanefnt verulega vinnuskyldur sínar samkvæmtverksamningnum við stefnda. Vísar stefndi í því sambandi til þess að Pálmarhafi á starfstímanum ekki innt af hendi vinnuskyldu sína á starfsstöð stefnda ísamræmi við ákvæði samningsins. Er hvað það varðar meðal annars vísað til þessað hann hafi ekki á tímabilinu tekið sér matartíma í hádegi, eins og honum hafiverið skylt, sbr. gr. 3.3, og að Pálmar hafi farið í nokkurra daga frí ánheimildar, bæði í júlí og lok nóvember 2011. Hafi hann þrátt fyrir þetta reikningsfærtstefnda að fullu fyrir vinnu sína allt starfstímabilið til lokanóvembermánaðar. Samkvæmt gr.2.1 í umræddum samningi var starfsstaður Pálmars annars vegar í starfsstöðstefnda og hins vegar á vettvangi hjá erlendum viðskiptavinum stefnda, aðallegaá vegum FoodCraft í Bandaríkjunum. Þá kemur fram í gr. 3.1 að vinnutími ístarfsstöð stefnda skuli vera „að jafnaði sem svarar a.m.k. 8 vinnustundum ávirkum vinnudögum, þegar hann sé ekki í vinnuferðum erlendis, á vegum FoodCrafteða Skagans“. Daglegur vinnutími sésveigjanlegur á tímabilinu kl. 7.00 – 18.00. Þá segir í gr. 3.3 að matartími„skal vera hvern vinnudag 30 - 60 mínútur á tímabilinu 12.00-14.15 og telsthann ekki til vinnutíma“. Loks segir í gr. 3.4 að þegar Pálmar sé ekki ívinnuferðum erlendis eða í starfsstöð stefnda þá sinni hann starfinu heima hjásér. Í samræmi við gr. 3.2 ísamningi aðila liggur fyrir að Pálmar stimplaði sig inn og út þegar hann varvið störf í starfsstöð stefnda á Akranesi. Hefur stefndi lagt fram í málinu gögn,þar á meðal yfirlit úr stimpilklukku starfsstöðvar stefnda yfir unnarvinnustundir Pálmars í starfsstöðinni á tímabilinu 1. apríl til 1. nóvember2011. Gátu forsvarsmenn stefnda, meðal annars á grundvelli fyrrgreindrartímaskráningar, fylgst með því allt framangreint starfstímabil verktakanshvernig hann innti sína vinnuskyldu af hendi þar með hliðsjón af framangreindumákvæðum verksamningsins um vinnutíma verktakans. Þannig eru skráðir í þessumtímaskráningargögnum þeir frídagar sem stefndi vísar til að stefnandi hafitekið í júlí- og nóvembermánuði 2011.Þrátt fyrir að þessi gögn væru stefnda aðgengileg allt fyrrgreinttímabil liggur ekkert fyrir í málinu um að hann hafi gert athugasemdir við aðvinnuframlag verktakans samræmdist ekki umræddum samningi aðila fyrr en íriftunartilkynningu stefnda, dags. 30. nóvember 2011. Ingólfur Árnason,framkvæmdastjóri stefnda, kvaðst í skýrslu sinni fyrir dómi að vísu hafa brýntfyrir Pálmari á fundi þeirra í septemberbyrjun þetta ár að reikningar skyldugerðir í samræmi við tímaskráningar, en minntist þó ekki á að tilteknarathugasemdir hefðu þá verið gerðar vegna hennar. Þá kvaðst hann ekki hafa taliðástæðu til þess að gera athugasemd við Pálmar út af fríi hans í júlí það ár,þrátt fyrir að hafa haft vitneskju um það. Eins og áður greinirkemur fram í gr. 3.1 í umræddum verktakasamningi að vinnutími Pálmars ístarfsstöð stefnda skuli að jafnaði vera sem svarar a.m.k. 8 vinnustundum ávirkum vinnudögum þegar hann sé ekki í vinnuferðum erlendis á vegum FoodCraft eðastefnda. Hefur stefnandi ekki haldið því fram að túlka ætti ákvæði þetta áannan veg en þann að þá daga sem Pálmar mætti til vinnu í starfsstöð stefndahafi honum borið að skila a.m.k. 8 vinnustundum á staðnum. Stefnandi telur hinsvegar að Pálmar hafi að fullu staðið við þetta ákvæði, en við mat á því verðijafnframt til þess að líta að hann hafi ávallt sinnt hluta af starfi sínuheima, eins og kveðið sé á um í gr. 3.4 í samningnum. Það er mat dómsins að viðmat á vinnuskyldu Pálmars samkvæmt samningnum verði ekki á þetta sjónarmiðstefnanda fallist heldur beri að fallast á það með stefnda að skýra verðifyrrgreint samningsákvæði sjálfstætt og án tillits til þess að Pálmar hafieftir atvikum þurft, sbr. gr. 3.4, að sinna tilfallandi vinnuskyldum á heimilisínu, m.a. vegna samskipta við FoodCraft og tímamunar gagnvart Bandaríkjunum.Þá verður og á það fallist með stefnda að skýra verði gr. 3.3 í samningiaðilanna á þann veg að Pálmari hafi borið skylda til að taka 30 mínútnamatarhlé á tilgreindu tímabili vinnudagsins í starfsstöð stefnda og að sá tímiteljist því ekki til vinnutímans þann daginn, jafnvel þótt hann hafi ekkistimplað sig út og þá eftir atvikum sinnt vinnu sinni á þeim tíma.Með hliðsjón afframangreindu, og þeim tímaskráningarskýrslum sem fyrir liggja vegnavinnuframlags Pálmars hjá stefnda, er það niðurstaða dómsins að Pálmar hafiekki uppfyllt í hvívetna vinnuskyldu sína gagnvart stefnda í samræmi viðverktakasamning aðilanna. Við þá niðurstöðu er og til þess horft að ekkertliggur fyrir um það að Pálmar hafi fengið samþykki stefnda fyrir því að hanngæti tekið sér frí frá vinnu án þess að það kæmi til frádráttar umsömduendurgjaldi hans eða yrði bætt upp með auknu vinnuframlagi. Þegar hins vegartil þess er litið að ekkert liggur fyrir um það, eins og áður hefur veriðrakið, að stefndi hafi gert athugasemdir vegna þessara galla á framlagi Pálmarsá samningi aðila, sbr. 32. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, fyrr en meðriftunarbréfi sínu, dags. 30. nóvember 2011, verður að líta svo á að stefndihafi glatað rétti til að bera þá fyrir sig fyrir eldra tímabil en október 2011.Að þessu virtu verður á það fallist með stefnda að hann eigi rétt á afslætti,sbr. 38. gr. laga nr. 50/2000. Þykir afsláttur vegna reiknings stefnanda fyriroktóbermánuð hæfilega ákveðinn 132.976 krónur, að viðbættum virðisaukaskatti,og vegna reiknings fyrir nóvembermánuð 421.012 krónur, að viðbættumvirðisaukaskatti. Hefur þá verið tekið tillit til þess að umrædda tvo mánuðiþurfti Pálmar ekki að fara í vinnuferðir á vegum stefnda heldur sinnti einungisstarfsskyldum í starfsstöð hans á Akranesi. Verður því fallist á það meðstefnda að hann eigi gagnkröfu til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda og nemihún 553.988 krónum, að viðbættum virðisaukaskatti, eða samtals 686.945 krónum.Hins vegar verður hafnað þeirri málsástæðu stefnda að framangreindar vanefndirPálmars á samningi aðilanna hafi verið svo verulegar að riftun á samningiaðilanna hafi verið honum heimil, sbr. 1. mgr. 39. gr. laga nr. 50/2000. Eins og áður er framkomið byggist krafa stefnanda annars vegar á reikningi vegna endurgjalds hanssamkvæmt umræddum samningi í nóvember 2011 og hins vegar á reikningi vegna þessendurgjalds sem hann telur sig eiga rétt á fyrir mánuðina desember 2011 ogjanúar og febrúar og mars 2012 með tilliti til uppsagnarákvæðis verksamningsinsí gr. 10.1. Með því að verktakinn Pálmar hefur innt af hendi sína skyldusamkvæmt samningnum vegna nóvembermánaðar, að því þó undanskildu sem að framaner rakið, verður fallist á kröfu stefnanda samkvæmt reikningi hans vegna þesstímabils, að frádregnum ofangreindum afslætti vegna reikninga fyrir október ognóvember að fjárhæð 686.945 krónur, eða alls 568.055 krónur. Samkvæmt fyrrgreinduákvæði verksamningsins í gr. 10.1 skyldi gagnkvæmur uppsagnarfrestursamningsins vera þrír mánuðir og uppsögnin miðast við mánaðamót, en fyrstamögulega uppsögn hans skyldi þó vera í desember 2011. Telja verður aðuppsagnarbréf stefnda, dags. 30. nóvember 2011, uppfylli ekki framangreindskilyrði, bæði varðandi tímasetningu uppsagnarinnar og það sem fram kom íumræddu bréfi að ekki yrði um frekari greiðslur að ræða samkvæmt samningnum.Sýnist og augljóslega hafa verið út frá því gengið að uppsögnin kæmi þegar tilframkvæmda og ljóst að það hefur verið skilningur beggja aðila verksamningsins.Liggur þannig fyrir að verktakinn Pálmar kvaðst í skýrslu sinni fyrir dómi ekkihafa sinnt neinni vinnu í þágu stefnda eftir að framangreind uppsögn kom til,enda hefðu forsvarsmenn stefnda gert honum grein fyrir því að ekki væri óskaðeftir því að hann sinnti frekari vinnuskyldum í þágu stefnda samkvæmtsamningnum. Með því að verktakinn Pálmar hefur ekki af framangreindum ástæðuminnt af hendi þá vinnu sem samningur aðilanna kvað á um verður ekki talið aðhann eigi rétt til þess að stefndi greiði gagngjald sitt til lokasamningstímans, miðað við að samningnum hefði verið réttilega sagt upp, sbr.tilvitnað ákvæði verksamnings í gr. 10.1. Það útilokar hins vegar ekki aðstefndi hafi bakað sér skaðabótaskyldu vegna ólögmætrar uppsagnar samningsins,að fullnægðum öðrum skilyrðum slíkrar ábyrgðar. Þar sem telja verður að slíkkrafa verði einungis sett fram af verktakanum sjálfum, þ.e. Pálmari S.Ólafssyni, verður stefndi sýknaður af kröfu stefnanda vegna reiknings stefnandaað fjárhæð 5.020.000 krónur vegna uppgjörs samningsins fyrir desember 2011 ogjanúar, febrúar og mars 2012.Samkvæmt ölluframangreindu er það niðurstaða dómsins að stefndi verði dæmdur til að greiðastefnanda 568.055 krónur ásamt dráttarvöxtum frá eindaga reiknings skv. 1. mgr.6. gr. laga nr. 38/2001, eins og nánar greinir í dómsorði.Rétt þykir aðmálskostnaður milli aðila falli niður með vísan til ákv. 3. mgr. 130. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála.Ásgeir Magnússon dómstjórikveður upp dóm þennan. Dómsorð:Stefndi, Skaginn hf.,greiði stefnanda, The Beer Snack Company ehf., 568.055 krónur, ásamtdráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingufrá 7. desember 2011 til greiðsludags.Málskostnaður fellurniður. |
Mál nr. 438/2017 | Ábyrgð Stjórnarskrá Eignarréttur Veðskuldabréf Ógilding samnings Tilkynning | Á höfðaði mál á hendur B og krafðist viðurkenningar á að veðsetning hans samkvæmt nánar tilgreindu veðskuldabréfi skyldi felld niður og B gert að aflýsa veðskuldabréfinu af fasteign í hans eigu. Á byggði á því að hann hefði ekki verið fær um að skilja þær fjárhagslegu ráðstafanir sem hann undirgekkst á þeim tíma sem hann ritaði undir hið umþrætta veðskuldabréf vegna veikinda. Þá hélt Á því fram að B hefði vanrækt skyldur sínar samkvæmt þeim lögum og reglum sem um starfsemi hans giltu, sem og eigin lánareglur, við veitingu láns og töku veðs til tryggingar láninu. Jafnframt byggði hann á því að óheiðarlegt hefði verið af B að bera fyrir sig skuldbindinguna og væri hún því ógild samkvæmt 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og að ósanngjarnt væri eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hana fyrir sig, sbr. 1. mgr. 36. gr. sömu laga. Á vísaði einnig til 3. mgr. 9. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn og taldi að veðábyrgðin hefði fallið niður þegar B samþykkti að fella niður lánið gagnvart lántaka í samræmi við samning lántaka um greiðsluaðlögun samkvæmt lögum nr. 101/2010. Þá byggði Á enn fremur á því að B hefði vanrækt tilkynningar til Á samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 og að um verulega vanrækslu hefði verið að ræða sem ætti að valda því að ábyrgðin félli niður. Héraðsdómur féllst á að B hefði vanrækt tilkynningaskyldu sína. Á hefði hins vegar ekki gert kröfu um skaðleysi á hendur B vegna þeirrar vanrækslu, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna, heldur krafist viðurkenningar á því að ábyrgð skyldi felld niður á grundvelli verulegrar vanrækslu. Var talið að Á hefði ekki sýnt fram á að B hefði valdið honum öðru og meira tjóni en bæta mætti með úrræðum 3. og 4. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 og því ekki fallist á að um verulega vanrækslu B hefði verið að ræða í skilningi 2. mgr. 7. gr. sömu laga. Þá var öðrum málsástæðum Á hafnað og B sýknaður af kröfum Á. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hins áfrýjaða dóms með vísan til forsendna hans. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og BenediktBogason og Skúli Magnússon héraðsdómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. júlí 2017. Hann krefstviðurkenningar á að veðsetning hans samkvæmt veðskuldabréfi útgefnu af TaniuÍrisi Melero 8. apríl 2008, upphaflega tryggðu með 6. veðrétti og uppfærsluréttií eigninni Túnhvammi 11 í Hafnarfirði skuli felld niður og stefnda gert aðaflýsa veðskuldabréfinu af eigninni innan 15 daga frá dómsuppsögu að viðlögðum25.000 króna dagsektum frá þeim tíma þar til aflétting fer fram. Þá krefst hannmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, án tillits til gjafsóknar sem honumhefur verið veitt.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dómsverður hann staðfestur.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer svo sem í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómurskal vera óraskaður.Málskostnaðurfyrir Hæstarétti fellur niður.Allurgjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Ásgeirs Sumarliðasonar, fyrir Hæstaréttigreiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans,1.000.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 19. apríl 2017.Mál þetta, sem dómtekiðvar 22. mars 2017, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness með stefnu birtrifyrir stefnda þann 28. júní 2016.Stefnandi er ÁsgeirSumarliðason, kt. [...], Túnhvammi 11, 220 Hafnarfirði.Stefndi er BrúLífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, kt. [...], Sigtúni 42, 105 Reykjavík.Stefnandi gerir þærdómkröfur að viðurkennt verði með dómi að veðsetning stefnanda samkvæmtveðskuldabréfi nr. 102410, skjal nr. X-3153, útgefnu af Taniu Íris Melero, kt. [...],þann 8. apríl 2008, upphaflega tryggt með 6. veðrétti og uppfærslurétti íeigninni Túnhvammi 11, fastanúmer 208-0306, 220 Hafnarfirði, skuli felld niðurog stefnda gert að aflýsa veðskuldabréfinu af eigninni innan 15 daga frádómsuppsögu að viðlögðum 25.000 króna dagsektum frá dómsuppsögu þar tilaflétting fer fram. Stefnanda var veitt gjafsóknarleyfi,dags. 3. október 2016, og gerir stefnandi kröfu um að stefnda verði gert aðgreiða honum málskostnað að mati dómsins, eins og mál þetta væri eigigjafsóknarmál, samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Stefndi gerir þærdómkröfur að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá er krafistmálskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. IMálsatvikUpphaf málsins er aðTania Íris Melero, þáverandi tengdadóttir stefnanda, sótti um lánveitingu hjástefnda. Þar sem lántakandi átti sjálf ekki fullnægjandi veð, leitaði hún eftirþví við stefnanda að hann myndi veita henni veðheimild í fasteign hans aðTúnhvammi 11 í Hafnarfirði, fyrir veðskuldabréfi að höfuðstól 5.000.000 króna.Stefnandi skrifaði undir veðskuldabréfið sem útgefið var 8. apríl 2008, semþinglýstur eigandi. Undir bréfið rituðu einnig Valgerður Guðmundsdóttir, makistefnanda og Valur Ásgeirsson, sonur stefnanda og maki lántaka. Mun Valur hafaannast að fá framangreindar undirritanir undir bréfið og undirritanir votta. Veðskuldabréfið erverðtryggt samkvæmt vísitölu neysluverðs með 30 ára lánstíma, upphaflega tryggtmeð 6. veðrétti og uppfærslurétti í allri fasteign stefnanda. Þann 27. apríl2009 var gerð breyting á lánsskilmálum lánsins þar sem gjaldföllnum afborgunumsvo og vöxtum og kostnaði var bætt við höfuðstól. Enn var gerð skilmálabreytingá lánsskuldbindingunni hinn 14. júní 2010 er greiðslu gjalddaga var frestað frá1. maí 2010 að telja fram til sama tíma á árinu 2011.Í lánareglum stefndasegir að lánsupphæð sé að lágmarki 500.000 krónur, en geti verið allt að5.000.000 króna. Umsækjendur sem þess óski geti þó fengið hærra lán aðundangengnu sérstöku greiðslumati. Áður en lánveitingin varsamþykkt var aflað verðmats á fasteign stefnanda, lagt fram veðbókarvottorð oggerður lánshæfisútreikningur um veðandlagið. Þá var lántaki, stefnandi og makihans, látin undirrita skjal: „Ábending vegna veðleyfis“. Í þeirri ábendingu kommeðal annars fram að sé ekki greitt af láninu verði tilkynningar sendar tillántaka en ekki veðsala, en fari lánið í lögfræðilega innheimtu sé veðsala sentafrit aðvörunar til lántaka. Jafnframt var bent á að veðsalar gætu lent í þvíað missa eigur sínar á nauðungaruppboði ef vanskil yrðu og að veðsalar ættuekki að veita veðleyfi nema þeir bæru mikið traust til þess aðila sem lániðtæki. Þann 23. nóvember 2011var samþykktur greiðsluaðlögunarsamningur milli lántaka og lánadrottna hennar,þar sem fallist var á eftirgjöf allra samningskrafna hennar, meðal annars áframangreindri skuld hennar við stefnda. Þann 6. febrúar 2015 fórlögmaður stefnanda þess á leit við stefnda að skuldin yrði einnig felld niðurgagnvart stefnanda og að henni yrði aflýst af fasteigninni, þar sem ljóst væriað stefnandi gæti ekki vegna sjúkdóms síns, greitt af þeirri skuld. Skuldin nam,í október 2014, 10.403.063 krónum. Með tölvupósti stefnda til lögmannsstefnanda, dags. 13. febrúar 2015, var þeirri beiðni stefnanda hafnað.Með greiðsluáskorun,dags. 25. mars 2015, var skorað á stefnanda að greiða skuldina innan 20 daga,en tekið fram að ekki væri krafist dráttarvaxta eða innheimtukostnaðar. Meðbréfi lögmanns stefnanda, dags. 15. september 2015, var þess farið á leit viðstefnda að hann myndi bíða með aðgerðir vegna nauðungarsölu. Beiðni umnauðungarsölu á fasteigninni var dagsett 30. mars 2016.Undir rekstri málsinsóskaði stefnandi eftir mati á heilsufari stefnanda, og var Torfi Magnússontaugalæknir skipaður af dómara til að framkvæma það mat. Skilaði matsmaðursinni matsgerð, dags. 6. janúar 2017. Í niðurstöðum matsgerðar hans kemur framað ganga verði út frá því að á fyrri hluta árs 2008, eða þegar stefnandiundirritaði veðskuldabréfið, hafi hann verið fær um að skilja þá gerninga semhann undirritaði og þær fjárhagslegu ráðstafanir sem í þeim fólust. Auk framangreindra skjalaliggja fyrir í málinu upplýsingar um sjúkdóm þann sem stefnandi er haldinn,afrit skattskýrslna lántaka og sonar stefnanda, yfirlit yfir greiðslur frálífeyristryggingum til stefnanda, læknisvottorð Grétars Guðmundssonar læknis,dags. 12. nóvember 2016, yfirlýsingar um heilsufar stefnanda frá SigríðiGuðbrandsdóttur, dags. 22. nóvember 2016, Báru Magnúsdóttur, dags. 22. nóvember2016 og Brynjars Bergmann Péturssonar, dags. 2. desember 2016, auk afrita aftilkynningum stefnda til stefnanda. Fyrir dóminn komu og gáfuskýrslu, Valgerður Guðmundsdóttir, maki stefnanda, Valur Ásgeirsson, sonurstefnanda, Hildur Dögg Ásgeirsdóttir, dóttir stefnanda, SigríðurGuðmundsdóttir, Brynjar Bergmann Pétursson og Torfi Magnússon taugalæknir.Símaskýrslu fyrir dómi gáfu Bára Magnúsdóttir og Grétar Guðmundsson læknir. IIMálsástæður og lagarök stefnandaStefnandi byggir á því aðí lánareglum stefnda segi að lánsupphæð til sjóðsfélaga geti verið allt að5.000.000 króna, en að þeir umsækjendur sem þess óski geti þó fengið hærra lánað undangengnu sérstöku greiðslumati. Af lánareglum stefnda að dæma hafi veriðum hámarkslán samkvæmt reglum sjóðsins að ræða, ef ekki fór fram sérstaktgreiðslumat. Byggt sé á því að stefnandi hljóti að hafa gert eða hafi átt aðgera einhvers konar greiðslumat hjá lántaka áður en honum voru lánaðar fimmmilljónir króna. Geti vart staðist að einungis hafi verið leitað eftir þvíhvort veðrými væri nægjanlegt á lánsveði stefnanda, án nokkurrar annarrarskoðunar. Síðar hafi komið í ljós að fjárhagsstaða lántaka hafi verið afar slæmá þessum tíma. Hafi stefnda borið að kynna sér greiðslugetu lántaka áður enlánið var veitt þar sem um hámarkslán án undangengins sérstaks greiðslumat hafiverið að ræða. Stefnandi bendir á aðþegar veðið hafi verið veitt hafi stefnandi verið 68 ára að aldri og hafi þáglímt við viðvarandi martraðir og svefntruflanir auk þess sem hann hafi veriðfarinn að gleyma ýmsum hlutum, oft verið illa áttaður og ekki í tengslum viðraunveruleikann. Síðar hafi komið í ljós að hann þjáist af svokölluðum LewyBody Dementia en sá sjúkdómur væri blanda af Parkinson- og Alzheimersjúkdómum.Stefnandi hafi því ekki verið í neinu ástandi til þess að gera sér grein fyrirþeim skuldbindingum sem hann hafi undirgengist, enda vitræn skerðing hans töluverðsökum langvarandi svefntruflana og eðlis sjúkdómsins sem og augljósra vandkvæðasem hann hafði í sínu daglega lífi á þeim tíma sem hann ritaði undir skjölin. Þá hafi stefnandi veriðkominn á eftirlaun og ekki haft mikið á milli handanna og eiginkona stefnanda,Valgerður, verið eina fyrirvinnan auk þess sem aðstæður stefnanda hafi á þessumtíma verið farnar að draga töluvert úr aflahæfi hennar. Hafi hún starfað viðeigin rekstur og tekjuöflun hennar eingöngu ráðist af færni hennar til að sinnasínu starfi og hún ekki átt réttindi vegna vinnutaps. Aðstæður stefnanda viðveðsetninguna hafi því verið með þeim hætti að hann hefði aldrei getað greittaf umræddri lánveitingu kæmi til vanskila af hálfu lántaka en stefnandi hafiverið undir mikilli pressu af hálfu lántaka og sonar síns um að samþykkjaveðsetninguna. Jafnframt hafi hann ekki átt aðra kosti en að samþykkjaskilmálabreytingar lánsins árin 2009 og 2010, en stefnandi hafi þá enga greingert sér fyrir því hvað hann var að samþykkja, enda sjúkdómur hans þá orðinnenn alvarlegri.Stefnandi bendir á, að íöllu lánaferlinu hafi hann aldrei hitt fyrir neinn starfsmann stefnda. Honumhafi ekki verið veitt nein fræðsla um það sem hann var að skrifa undir og ekkiverið tryggt með neinum hætti að hann áttaði sig á þeim skuldbindingum sem hannhafi verið að taka á sig. Stefnandi hafi þó ritað undir sérstaka yfirlýsingusem sonur hans hafi verið sendur með heim til hans ásamt skjölum tilundirritunar án þess að hann fengi færi á að lesa þau yfir eða ráðfæra sig viðnokkurn. Á þessum tíma hafi heldur ekki verið orðið ljóst hve alvarlega veikurstefnandi var orðinn og hafi hann því sjálfur tekið ákvarðanir í sínum málum áþessum tíma. Stefnandi bendir einnig áað hvorki hann né eiginkona hans hafi haft menntun eða reynslu í tengslum viðgerð fjármálagerninga og því enga þekkingu eða getu til þess að meta þá áhættusem þau voru að taka. Hið sama gildi um son stefnanda og tengdadóttur þeirra,hvorugt þeirra hafi haft þekkingu eða getu til þess að gera stefnanda greinfyrir þeirri áhættu sem veðsetning við þessar aðstæður hafi falið í sér.Reyndar hafi hagsmunir lántaka og sonar hans verið það ríkir af því að fá lániðtil að greiða upp neysluskuldir að engin tilraun hafi verið gerð til annars enað fá lánsskjölin undirrituð. Þá hafi jafnframt með engum hætti verið tryggteða kannað af hálfu stefnda að stefnandi væri fær til undirritunar. StefnandiÁsgeir hafi þannig aldrei komið að efni samningsins, þar sem hann fór ekki áfund stefnda til að rita undir skjölin. Ekkert fé hafi runnið til hans vegnaþessarar lánveitingar og lántaki nýtt umrædda lánveitingu til greiðsluneysluskulda og hafi stefnanda ekki verið kunnugt um þau áform fyrr en síðar ogjafnframt ekki um fjárhagsstöðu tengdadóttur sinnar og sonar, sem ekki hafiverið góð á þessum tíma. Í þessu sambandi bendirstefnandi á að ekkert greiðslumat hafi verið framkvæmt á lántaka, og því hafðistefnandi engar forsendur haft til þess að meta hvort lántaki væri fær um aðstanda í skilum. Í lánareglum sjóðsins komi fram að veitt sé lán að allt að5.000.000 króna án undangengins greiðslumats. Gefi þetta til kynna að einhverskonar almennt greiðslumat hafi átt að fara fram á fjárhæðum undir 5.000.000króna, en sérstakt greiðslumat hafi átt að fara fram ef fjárhæðin færi fram úrþví marki og sé það í samræmi við samkomulag um ábyrgðir sem ýmsarlánastofnanir hafi gengist undir og telja verði að hafi mótað ákveðnarviðmiðunarreglur innan lánamarkaðarins þrátt fyrir að sumar lánastofnanir hefðuekki enn innleitt það sérstaklega. Telja verði að það hafi myndast ákveðinvenja í tengslum við þær reglur og endurspegli þær jafnframt það sem eðlilegtmegi telja sem góða og gegna viðskiptahætti á þeim tíma. Þá telur stefnandi aðstefnda hefði mátt vera ljóst að aðilar sem aldrei komu nálægt samningsgerðinniog voru ekki í neinum samskiptum við stefnda hefðu engin tök á því að afla sérsjálfir upplýsinga um fjárhagslega stöðu lántaka og getu hans til að efnaskuldbindingar sínar. Miðað við þáverandi fjárhagsstöðu lántaka, tildröglántökunnar og nýtingu lánsins til greiðslu neysluskulda hafi verið ljóst aðlántaki hefði aldrei staðist slíkt greiðslumat. Það sé raunar með ólíkindum aðekki hafi farið fram greiðslumat hjá stefnda áður en lánið var veitt til aðkanna hvort hann gæti staðið undir afborgunum af lánsfjárhæðinni. Ekkert slíktmat á greiðslugetu lántakanda hafi hins vegar verið kynnt stefnanda máls þessaog sé það andstætt góðri viðskiptavenju. Stefnandi bendir á, aðstefndi hafi engar tilkynningar eða áminningar sent til stefnanda um vanskilgjaldanda líkt og reglur og viðmið stefnda kveði á um. Stefndi sé einn stærstilífeyrissjóður landsins og hafi verið í yfirburðastöðu við samningsgerð aðila,enda hafi hann haft yfir að ráða starfsfólki með sérþekkingu á lánastarfsemi.Ótvíræðar skyldur hvíli á fjármálafyrirtækjum um að rétt sé að staðið og vandaðsé til verka við lánveitingar og veðsetningar en ljóst sé að slíkt hafi ekkiverið gert.Þá telur stefnandi aðstefndi hafi ekki sýnt þá aðgæslu sem á honum hafi hvílt og jafnframt ekkisinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart stefnanda. Ekki hafi verið farið eftirákvæðum laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 og hafi stefnandi engar tilkynningarfengið sendar til sín um ábyrgð sína, stöðu lánsins eða að lánið hefði veriðgefið eftir á hendur aðalskuldara, fyrr en í upphafi árs 2015. Skeytingarleysistefnda gagnvart hagsmunum stefnanda hvað þetta varði sé algjört og skýrt brotá ákvæðum laga um ábyrgðarmenn, einkum 7. gr. þeirra laga. Skýrt sé, að eftirgildistöku laga nr. 32/2009 hafi borið að gera stefnanda grein fyrir stöðulántakanda þegar skilmálabreytingar lánsins voru gerðar, skv. 5. gr. laganna.Lögin hafi tekið gildi þann 4. apríl 2009, en fyrri skilmálabreyting lánsinshafi verið gerð þann 27. apríl 2009 og sú síðari 14. júní 2009. Rík skylda hafihvílt á stefnda að upplýsa um stöðu mála við skilmálabreytingar eftirgildistöku laganna. Það hafi stefndi ekki gert og beri hallann af því. Byggt var á því í málflutningistefnanda að ljóst væri að skortur stefnda á tilkynningum til stefnanda væriveruleg vanræksla í skilningu 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 og ætti að valdaþví að veðábyrgð félli niður. Stefnandi telur að lítaverði til 3. mgr. 9. gr. laga um ábyrgðarmenn. Þar komi fram að nauðasamningurtil greiðsluaðlögunar og samningur um greiðsluaðlögun, sem kveði á um lækkunkröfu á hendur lántakanda eða aðalskuldara, hafi sömu áhrif til lækkunar ákröfu á hendur ábyrgðarmanni. Með því að krafa stefnda á hendur lántaka hafiverið felld niður af stefnda, eigi samkvæmt lagaákvæðinu það sama við umábyrgðarmann kröfunnar, þ.e. stefnanda. Stefndi hafi haft val um það hvort hanngæfi eftir kröfu sína á hendur lántaka og hafi kosið að gera það og samkvæmttilvitnuðu ákvæði eigi hann því ekki lengur kröfu á hendur ábyrgðarmanni ogberi þegar af þeirri ástæðu að fella umrætt veð úr gildi.Þá sé upplýst aðstefnandi sé haldinn heilabilun og langt leiddur af þeim sjúkdómi. Stefnandinjóti umönnunar heimavið sem er meginþáttur lífsgæða hans með hjálp eiginkonuen dveljist langdvölum á spítala eða stofnunum. Hafi eiginkona stefnanda þurftað hætta að vinna og séu fjárráð heimilisins afar takmörkuð og ljóst að þaugeti aldrei greitt umrædda kröfu og jafnframt ekki eignast annað heimili. Meðþví að halda veðsetningunni til streitu sé verið að gera afleiðingar þeirra munalvarlegri en fyrir aðra sem gengist hafi undir sambærilegar ábyrgðir. Byggt er á því í málinuaf hálfu stefnanda, að þrátt fyrir hina almennu reglu um að samningarskuli standa sé það ennfremur viðurkennt sjónarmið að einstaklingar eiga ekki að vera bundnir viðsamninga sem gangi gegn almennum reglum, lögum og almennu siðferði. Líkt ogstaðið hafi verið að umræddri lánveitingu og veðsetningu þá sé ljóst að þaðfari gegn þeim meginreglum sem uppi hafi verið í samfélaginu um lánveitingarsem og almennu siðferði að halda umræddri veðsetningu til streitu.Stefnandi byggirjafnframt á því að ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eigi viðí málinu, endabersýnilega ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að stefndi haldi rétti sínum tiltryggingar í eign stefnanda, í ljósi þeirra atvika sem uppi hafi verið viðsamningsgerðina og þess hvernig staðið var að veðsetningunni.Enn fremur sé á því byggtað bæði atvik sem voru til staðar við samningsgerðina og síðari atvik geri þaðbersýnilega ósanngjarnt að stefndi haldi tryggingarrétti sínum í eignstefnanda, enda hafi verið um að ræða veðsetningu á eignarhlut eldri borgara umháa fjárhæð sem hafi verið framkvæmd án greiðslumats á skuldara og enginsamskipti hafi verið höfð við veðsala. Sé veðsetningunni haldið til streituverði það til þess að stefndi og kona hans standa uppi húsnæðislaus í afarerfiðum aðstæðum sökum veikinda stefnanda. Sé staða við samningsgerð með þeim hætti aðstefndi verði að bera hallann af því að hafa lagt fyrir stefnanda að ábyrgjastfjárskuldbindingu sem ljóst hafi verið að hvorki lántaki né stefnandi hefðugetað staðið undir og án nokkurra samskipta við veðsala, sem á þeim tíma hafiverið ófær um að meta skuldbindingargildi þeirrar lánveitingar.Stefnendur byggja ennfremur á því að það sé óheiðarlegt í skilningi 33. gr. laga nr. 7/1936, sbr.lög nr. 11/1986, að halda umræddri veðsetningu til streitu, enda sé ljóst aðhvorki stefnandi né lántaki hafi haft getu til að standa undir greiðslum afþeirri lánveitingu sem veðsetningunni var ætlað að tryggja.Þá sé á því í máli þessuað það sé andstætt viðurkenndumréttarsjónarmiðum og eðli máls ef stefnandi verði í ljósi allra aðstæðnabundinn við veitingu tryggingar í íbúðarhúsi sínu. Það fái ekki staðist þær meginreglur sem íslensktréttarkerfi byggist á. Stefndi hafi verið með yfirburðastöðu gagnvart stefnandaog látið hjá líða að eiga í nokkrum samskiptum við stefnanda og séu þærstaðreyndir, ásamt ástandi stefnanda við veitingu veðsins sem og aðstæðum hansnú, þess eðlis að haldi veðsetningin gildi sínu fari slík niðurstaða gegnmeginreglum íslensks réttar, eðli máls og réttlætisvitund sem íslenskt samfélagbyggist á.Um lagarök er vísað tilmeginreglna kröfuréttar og samningaréttar, til ákvæða laga nr. 7/1936 umsamningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, einkum 33. gr. og 36. gr. Þá er vísað til lagaum ábyrgðarmenn nr. 32/2009 og meginreglna laga og eðli máls. Krafan ummálskostnað styðst við 130. gr. og 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála og um varnarþing til 1. mgr. 35. gr. sömu laga.IIIMálsástæður og lagarök stefndaAf hálfu stefnda er á þvíbyggt að umrædd veðsetning hafi verið í samræmi við hvort tveggja gildandireglur stefnda og í samræmi við viðurkennd viðhorf og viðmið að því er varðiveðsetningar í þágu annarra og að veðsetningin verði ekki felld niður af slíkumástæðum. Hafi stefnda sem lánveitanda hvorki borið skylda til að afla greiðslumatsá lántaka samhliða lánveitingunni né til að framkvæma slíkt greiðslumat í þáguveðeiganda, þ.e. hjá stefnanda.Stefndi bendir á aðsamkvæmt gildandi reglum stefnda hafi ekki verið skylt að framkvæma greiðslumatá skuldara ef lánsfjárhæð var einungis að tiltekinni fjárhæð, eða 5.000.000króna, svo sem hér hafi átt við. Með öllu sé hafnað skilningi stefnanda á þvíað með orðalaginu: „Að undangengnu sérstöku greiðslumati“ hafi falist að íöðrum tilvikum hafi átt að gera einhvers konar almennt greiðslumat. Fái sáskilningur hvorki stoð í umræddu orðalagi né í gögnum málsins að öðru leyti.Með tilvísuðu orðalagi sé augljóslega átt við að þegar lánsfjárhæð fari yfirákveðin mörk þá skuli framkvæma greiðslumat, þ.e. að ráðast í aðgerð sem feli ísér þá sérstöku ráðstöfun að meta greiðslugetu lántakans með aðferðum sem umslíkt gildi, og hafi það augljóslega ekki átt við. Að öðru leyti verði skyldatil að framkvæma greiðslumat hvorki leidd af lögum né öðrum heimildum.Stefndi bendir á að hannhafi ekki verið aðili að sérstöku samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga frá 1. nóvember 2001 sem samtök, sem nú tilheyri Samtökumfjármálafyrirtækja, hafi átt aðild að ásamt Neytendasamtökunum ogviðskiptaráðherra. Megi um það atriði benda á til hliðsjónar dóm Hæstaréttar ímáli nr. 196/2015.Þá mótmælir stefndi þvísem fram komi hjá stefnanda, að stefndi „hljóti að hafa gert eða átt að geraeinhvers konar greiðslumat á lántaka“, þótt slíkt hafi ekki verið áskiliðsamkvæmt reglum stefnda eða öðrum fyrirmælum. Sé því jafnframt alfarið hafnaðað stefnandi hafi mátt ráðgera, eða átt kröfu til, að slíkt mat færi framstefnanda til hagsbóta, umfram skyldur sem verði leiddar af reglum þeim semstefndi starfaði eftir. Hafi stefnandi enga sönnun fært fram fyrir slíku ogekki vísað til þess að slíkt eigi sér stoð að lögum eða leiði af öðrumréttarheimildum. Þá sé því mótmælt sem röngu og ósönnuðu að venja hafi staðiðtil slíks eða að slíkt hafi leitt af sjónarmiðum um góða viðskiptahætti. Gildiþví einu hvort lántaki hefði staðist slíkt greiðslumat eður ei og verði áhættanaf framangreindu því ekki felld á stefnda.Stefndi bendir á aðsamkvæmt umsókn lántaka um greiðsluaðlögun, hafi ástæður greiðsluerfiðleikalántaka fyrst og fremst verið atvik og aðstæður sem komu til eftir að umræddlánveiting átti sér stað og verið almenns eðlis og stefnda að sjálfsögðuóviðkomandi. Ekki liggi fyrir að lántaki hefði ekki getað staðið undirgreiðslubyrði vegna lántökunnar og hafi stefnandi í engu fært fram sönnun þarað lútandi eða gögn og beri hann halla af því. Af hálfu stefnda er þvíalfarið hafnað að veðsetning á fasteign stefnanda verði felld úr gildi á þeimgrundvelli að stefnandi hafi átt við veikindi að stríða og hafi af þeim ástæðumverið ófær um að samþykkja veðsetninguna eða að stefndi hafi vanrækt að kannaandlega heilsu stefnanda í umrætt sinn. Að auki sé því hafnað að stefndi hafiátt frumkvæði að því að umrædd fasteign yrði veðsett, en samkvæmt 4. mgr.reglna stefnda hafi eingöngu verið áskilið hlutrænt verðmætamat á fasteign sem boðin hafi verið fram til veðsetningar.Stefndi byggir á því aðekkert í aðdraganda umræddrar lánveitingar og veðsetningar fasteignarinnar hafigefið stefnda tilefni til að efast um hæfi stefnanda til að taka á sig þáskuldbindingu sem um ræddi. Sé því ljóst að stefnda hafi á engan hátt borið aðgera ráðstafanir í þá veru sem stefnandi geri ráð fyrir í málatilbúnaði sínum,þ.e. að framkvæma sérstaka könnun á hæfi stefnanda eða leiði slíkt af eðlimálsins. Þá sé og ljóst að ekkert hafi að öðru leyti gefið tilefni til slíkraráðstafana, þ.m.t. fjárhæð lánsins eða lánsumsókn. Áréttað sé að í vottunundirritana stefnanda og maka hans á veðskuldabréfið, og raunar einnig áskilmálabreytingar, sé fjárræði stefnanda staðfest, en maki stefnanda áritiumrædd skjöl án athugasemda. Þá sé með tilliti til málatilbúnaðar stefnanda meðöllu ósannað að hann hafi af heilsufarslegum ástæðum á umræddum tíma verið ófærum að gangast undir umrædda skuldbindingu eða að hún hafi ekki verið í samræmivið vilja hans, hvað sem líði meintum þrýstingi frá lántaka og syni stefnanda,sem einnig sé mótmælt sem ósönnuðu. Þá sé sérstaklega mótmælt að framangreinthafi þýðingu varðandi undirritanir stefnanda á skilmálabreytingar, enda hafiekki verið um nýjar skuldbindingar að ræða af hálfu stefnanda. Stefndi bendir á aðstefnanda hafi verið bent á eðli ráðstöfunarinnar og áhættu sem af henni leiddi, en um venjubundna og einfaldaráðstöfun hafi verið að ræða sem ekki hafi kallað á sérstaka þekkingu af hálfuviðkomandi. Því sé einnig mótmælt að stefnda hafi borið skylda að viðhafafrekara samráð eða samstarf við stefnanda í tilefni af ráðstöfuninni. Hvað semframangreindu líði njóti engra gagna við í málinu varðandi fjárhagsstöðustefnanda á umræddum tíma. Stefndi byggir á því aðhafa sent tilkynningar eða áminningar um vanskil, sbr. 7. gr. laga nr. 32/2009um ábyrgðarmenn, þótt ekki liggi fyrir staðfesting á því. Hafi stefndi því ekkivanrækt að gera stefnanda grein fyrir stöðu lántaka við skilmálabreytingarlánsins. Því sé mótmælt að slíkt hafi þau réttaráhrif sem stefnandi geri ráðfyrir. Vísar stefndi til fjögurra framlagðra dómsskjala sem eru tilkynningartil stefnanda um vanskil lánsins, í fyrsta lagi hinn 27. október 2008, og síðanhinn 30. janúar 2009 og 17. mars 2009, en í framhaldi þess hafi verið gerðbreyting á greiðsluskilmálum skuldabréfsins sem stefnandi hafi samþykkt. Afþessu sé ljóst að stefnanda hafi hvort tveggja verið tilkynnt um vanskilveðskuldabréfsins og honum verið ljós staða þess þegar skilmálabreytingar voru staðfestar.Að auki sé á því byggt af hálfu stefnda að stefnanda hafi verið sendar árlegatilkynningar í um stöðu ábyrgðar sinnar á grundvelli d-liðar 7. gr. laga nr.32/2009, sbr. staðlað form slíkrar tilkynningar í framlögðu dómsskjali. Stefndi hafnar því aðmeintur skortur á tilkynningum, sem þó er hafnað, geti haft þau réttaráhrif aðveðsetning stefnanda falli niður eða teljist ógild. Slíkt leiðir ljóslega ekkiaf ákvæði 7. gr. laga nr. 32/2009, sbr. 3. og 4. mgr. greinarinnar, sbr. og tilhliðsjónar Hrd. 196/2015.Því sé einnig mótmælt afstefnda að máli skipti varðandi umrædda veðsetningu að lántaki hafi fengiðsamþykktan samning um greiðsluaðlögun samkvæmt lögum um greiðsluaðlöguneinstaklinga nr. 101/2010. Með ákvörðun umboðsmanns skuldara frá 21. júní 2011hafi umsókn lántaka um greiðsluaðlögun verið samþykkt. Niðurstaða umboðsmannsskuldara hafi verið sú að leggja til fulla eftirgjöf samningskrafna. Hafistefnanda verið tilkynnt að vegna nefnds samnings um greiðsluaðlögun myndistefndi ekki fá kröfu sína greidda úr hendi lántaka og myndi því reyna á þátryggingu sem stefnandi hefði lagt fram vegna lánveitingarinnar. Af hálfu stefnda sé á þvíbyggt að samþykkt greiðsluaðlögunar lántaka hafi í engu áhrif á réttarstöðuveðréttar stefnda í fasteign stefnanda. Í fyrsta lagi að samkvæmt frumvarpi tilsamnings um greiðsluaðlögun hafi eftirgjöf samningskrafna lántaka ekki tekiðtil ábyrgðarmanna. Að því leyti teljist stefndi hvorki aðili að umræddrigreiðsluaðlögun né verði litið svo á að hann hafi sjálfur gefið eftir kröfusína á hendur skuldara, svo sem ráðgert sé af hálfu stefnanda. Þegar af þeimástæðum hafi greiðsluaðlögunin ekki áhrif á réttarstöðu stefnda í máli þessu. Íöðru lagi að umrædd veðsetning teljist til eignarréttinda stefnda, þ.e.veðtrygging fyrir skaðlausri greiðslu ef til kæmi greiðslufall skuldara, semnjóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944. Þá sé ljóst að ákvæði 3.mgr. 9. gr., sbr. 12. gr., laga nr. 32/2009, sbr. og síðar lög nr. 101/2010 umbreytingu á þeim lögum, raski ekki umræddri veðsetningu, sem stofnað hafi veriðtil fyrir gildistöku laganna. Megi hafa til hliðsjónar grunnreglur um bann viðafturvirkni laga og um friðhelgi eignarréttar, sbr. Hæstaréttardóma í máli nr.nr. 462/2010 og máli nr. 274/2010. Gildi þá einu hvort umrædd greiðsluaðlögunhafi átt sér stað eftir gildistöku laga nr. 32/2009 og laga nr. 101/2010, endahafi lögin ekki tekið til veðsetningar stefnda. Sé það meginregla aðnauðasamningur taki til krafna á hendur skuldara en haggi ekki réttilánardrottins skuldarans til að ganga að tryggingu sem þriðji maður kann aðhafa sett fyrir efndum skuldbindingar til fullnustu á henni allri eða til aðkrefja ábyrgðarmann um fulla greiðslu skv. 5. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991 og3. þætti þeirra laga að öðru leyti.Stefndi hafnar því aðfella beri veðsetningu stefnanda á fasteigninni niður á grundvelli 36. gr. laganr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, eða á grundvelliannarra sambærilegra sjónarmiða. Einnig sé því hafnað að umrædd veðsetning farigegn „almennum reglum, lögum eða almennu siðferði“, svo sem ætla megi afmálatilbúnaði stefnanda, eða gegn viðurkenndum réttarsjónarmiðum eða eðli máls.Því sé mótmælt að stefndi hafi verið í einhvers konar yfirburðastöðu gagnvartstefnanda, en umrædd lánveiting, sem veitt hafi verið á grundvelli umsóknar þarsem veð stefnanda var boðið fram, hafi á engan hátt falið slíkt í sér. Sémálatilbúnaður stefnanda að þessu leyti ómarktækur.Stefndi mótmælir því aðþað teljist „bersýnilega ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju“ að beratrygginguna í fasteign stefnanda fyrir sig með tilliti til III. kafla laga nr.7/1936, hvort sem litið sé til atvika við samningsgerðina eða atvika sem síðarséu talin hafa komið til. Í því sambandi sé sérstaklega mótmælt að aðstæður stefnanda,hvort sem er aldur hans eða fjárhæð lánsins, geti eins og hér stendur á haftslík áhrif. Af hálfu stefnda séu ítrekuð áður framkomin sjónarmið um aðstefnandi hafi gert sér fulla grein fyrir afleiðingum þess ef umrædd veðsetningværi samþykkt og undirritað skjal þar um og jafnframt að ósannað sé aðstefnandi hafi ekki verið fær um að standa að umræddum löggerningi á umræddumtíma eins og áður greini. Sérstaklega sé í því sambandi mótmælt að óheiðarlegtgeti talist að bera umrædda veðsetningu fyrir sig, sbr. 33. gr. laga nr.7/1936. Þá sé mótmælt vísun til annarra meginreglna um að það beri að fellaveðsetninguna niður.Um lagarök er vísað tilmeginreglna fjármuna-, samninga-, kröfu- og veðréttar, þ.á m. um réttar efndirskuldbindinga, frelsi manna til að bindast samningum við aðra, laga nr. 32/2009um ábyrgðarmenn, laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., og laga nr.91/1991 um meðferð einkamála. Einnig er vísað til laga nr. 129/1997 umskyldutryggingu lífeyrisréttinda. Um málskostnað er vísað til XXI. kafla laganr. 91/1991.IVNiðurstaðaÁgreiningslauster að stefnandi er alvarlega veikur í dag en stefnandi byggir á því að þauveikindi hafi verið til staðar í apríl 2008 þegar hann ritaði undir hiðumþrætta veðskuldabréf.Stefnandi aflaði matsgerðar undir rekstrimálsins. Í matsgerð Torfa Magnússonar taugalæknis og í skýrslu hans fyrir dómikom fram að af læknisfræðilegum samtímagögnum, sem hann hefði aflað sér, yrðiekki ráðið að stefnandi hafi búið við merkjanlega skerðingu á hugrænni getu áárinu 2008 og hafi stefnandi því verið fær um að skilja þá gerninga sem hannundirritaði og þær fjárhagslegu ráðstafanir sem í þeim fólust. Taldi matsmaðurað líklegast væri að vitræn skerðing stefnanda hafi hafist á árinu 2010. Þóttaf framburði þeirra vitna sem gáfu skýrslu fyrir dómi megi telja mögulegt aðsjúkdómur stefnanda hafi hugsanlega gert vart við sig fyrr, þá hefur ekkertfram komið sem breytir niðurstöðu hins faglega mats um að stefnandi hafi veriðfær um að skilja þær fjárhagslegu ráðstafanir sem hann undirgekkst á þeim tímaog er því ekki hægt að fallast á þá málsástæðu stefnanda. Áumsóknareyðublaði, sem stefnandi undirritaði í tilefni lánsumsóknarinnar, kemurfram að greiðslumat skuli fylgja ef lánsfjárhæð er hærri en 5.000.000 króna.Sömu upplýsingar eru í lánareglum stefnda um að hærra lán en 5.000.000 krónaverði ekki veitt nema að undangengnu greiðslumati hjá lántaka. Ekki er í reglumstefnda gert ráð fyrir því að fram fari neitt annað greiðslumat eða að framfari greiðslumat hjá veðsala en þess er krafist að með lánsumsókn fylgiundirrituð yfirlýsing eiganda veðs um að hann skilji í hverju ábyrgð hans séfólgin. Slík yfirlýsing fylgdi undirrituð af stefnanda og maka hans. Stefndier ekki aðili að samkomulagi frá 1. nóvember 2001, um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga, milli Samtaka banka og fleiri aðila, og ekkert hefur komið fram ímálinu um að hann hafi með öðrum hætti verið skuldbundinn til þess að hlítaákvæðum þess samkomulags. Samkvæmtframangreindu hefur ekki verið sýnt fram á það af hálfu stefnanda, að stefndihafi við umrædda lánveitingu og töku veðs til tryggingar láninu, vanræktskyldur sínar samkvæmt þeim lögum og reglum sem um starfsemi hans giltu. Þáhefur ekki verið sýnt fram á það af hálfu stefnanda, að önnur atvik hafi átt aðgefa stefnda sérstakt tilefni til þess að fara fram á greiðslumat hjá lántakaeða stefnanda. Ekkier fallist á þá málsástæðu stefnanda, að með því að stefndi hafi útbúiðlánshæfisútreikning um veðhæfni á veðandlaginu hafi verið um ítarlegra mat að ræðaen fjárhæð umþrættrar lánveitingar hafi gefið tilefni til og þar með hafistefndi brotið eigin lánareglur. Í lánareglum stefnda kemur fram að aðeins sélánað gegn veði í íbúðarhúsnæði sem miðist við allt að 65% af fasteignamatiþeirrar eignar eða 65% af verðmati löggilts fasteignasala. Umræddurútreikningur er einungis til staðfestingar framangreindu.Stefnanditelur óheiðarlegt af stefnda að bera fyrir sig skuldbindinguna og sé hún þvíógild samkvæmt 33. gr. laga nr. 7/1936 og að það sé ósanngjarnt eða andstættgóðri viðskiptavenju að stefndi beri hana fyrir sig, sbr. 1. mgr. 36. gr.þeirra laga. Ekkertí málinu gefur það til kynna að lánveitingin eða hvernig að henni var staðiðhafi á nokkurn hátt verið að frumkvæði stefnda eða að stefnda hafi með einhverjumhætti verið kunnugt um aðstæður lántaka eða veðsala þannig að 33. gr.samningslaga geti komið til álita. Viðmat á því hvort það teljist ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju aðbera fyrir sig veðsetninguna, ber að líta til efnis samnings, stöðusamningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar koma til, sbr. 2.mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936, og meta þau atriði heildstætt. Um efni samningsliggur ekki annað fyrir en að um hafi verið að ræða hefðbundna lánveitingu semgerð var í samræmi við reglur stefnda. Þótt stefndi sé lífeyrissjóður semstundi lánveitingar þá felur sú staðreynd ekki ein og sér í sér ósanngirni.Upplýst er í málinu að sonur stefnanda hafði veg og vanda af því að komaumræddum samningi í gegn. Sú framkvæmd var ekki á ábyrgð stefnda. Aðstæður, semvalda ógjaldfærni lántaka eða veðsala eftir að lánveitingin átti sér stað, eruekki á ábyrgð stefnda. Verður veðsamningnum samkvæmt þessu ekki vikið tilhliðar með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936. Þá var ekki skýrt frekar af hálfustefnanda með hvaða hætti víkja beri samningnum frá með vísan til viðurkenndraréttarsjónarmiða, meginreglna íslensks réttar, eðli máls og réttlætisvitundarsem íslenskt samfélag byggist á. Stefnandibyggir á því með vísan til 3. mgr. 9. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn aðveðábyrgðin hafi fallið niður þegar stefndi samþykkti að fella niður lániðgagnvart lántaka í samræmi við samning lántaka um greiðsluaðlögun skv. lögumnr. 101/2010. Þá hafi stefndi vanrækt tilkynningar til stefnanda skv. 1. mgr.7. gr. laga nr. 32/2009 og í málflutningi stefnanda var á því byggt að umverulega vanrækslu væri að ræða skv. 2. mgr. 7. gr. laganna sem ætti að valdaþví að ábyrgðin félli niður. Fyrirliggur í málinu að þann 14. júní 2010 var gengið frá skilmálabreytingu lánsinsmeð samþykki stefnanda og maka hans þar sem frestað var gjalddögum og næstigjalddagi ákveðinn þann 1. maí 2011. Vanskil urðu frá og með þeim gjalddaga.Lántaki fékk samþykkta umsókn um greiðsluaðlögun þann 21. júní 2011. Skuldinnivar lýst, sem fékk stöðu samningskröfu gagnvart lántaka. Greiðsluaðlögun laukþann 23. nóvember 2011, með fullri eftirgjöf allra samningskrafna á hendurlántaka.Í3. mgr. 9. gr. laga nr. 32/2009 segir: „Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 60. gr. lagaum gjaldþrotaskipti o.fl. skal nauðasamningur eða önnur eftirgjöf, þ.m.t.nauðasamningur til greiðsluaðlögunar og samningur um greiðsluaðlögun, semkveður á um lækkun kröfu á hendur lántaka eða aðalskuldara hafa sömu áhrif tillækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmanni.“ Undanþága 12. gr. laga nr. 32/2009 umafturvirkni laganna tekur ekki til 9. gr. laganna, sem hefur því afturvirkáhrif að þessu leyti samkvæmt orðanna hljóðan. Umgildi afturvirkni nefnds ákvæðis hefur áður reynt á í dómum Hæstaréttar, sbr.dóm nr. 274/2010 og dóm nr. 462/2010. Í niðurstöðum nefndra dóma segir að hafiverið stofnað til veðréttarins fyrir gildistöku laganna, þá séu þau veðréttindivarin af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Til veðréttinda þessa máls var stofnaðfyrir gildistöku laga nr. 32/2009 og verða þau veðréttindi því ekki felld niðurmeð vísan til framangreinds. Breytir engu að mati dómsins þóttskilmálabreytingar hafi verið gerðar á láninu eftir gildistöku laga nr. 32/2009og stefnanda þá mátt vera kunnugt um nefnd lög. Þá er ekki hægt að fallast áþað með stefnanda að með samþykki samnings við lántaka hafi falist samþykki ániðurfellingu veðsins, enda segir skýrt í samningnum að um eftirgjöfsamningskrafna sé að ræða. Samkvæmt12. gr. laga nr. 32/2009 hefur ákvæði 1. mgr. 7. gr. laganna um tilkynningar,afturvirk áhrif. Í málinu liggja fyrir þrjár tilkynningar frá stefnda tilstefnanda sem dagsettar eru fyrir gildistöku laga nr. 32/2009 sem var þann 4.apríl 2009. Koma þær tilkynningar því ekki til skoðunar um hvort gætt hafiverið ákvæða 1. mgr. 7. gr. laganna. Stefndilagði fram afrit bréfs eða form af tilkynningu sem er ódagsett og án tilgreindsviðtakanda þar sem vísað er til d-liðar 7. gr. laga nr. 32/2009. Með því bréfieru afrit af þremur „lánayfirlitum ábyrgðarmanns“, stíluð á stefnanda ogdagsett 31.12.2013, 2014 og 2015. Stefndi bar að hafa sent stefnanda þannigtilkynningar um hver áramót. Í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 32/2009kemur fram að lánveitandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að tilkynningarskylduhafi verið gætt. Ekki liggur fyrir sönnun þess að stefndi hafi sent stefnandaframangreind yfirlit og hvað sem öðru líður hafi ekki verið send yfirlit þann31.12.2009, 2010, 2011 og 2012. Um vanrækslu stefnda er að ræða samkvæmtframangreindu á því að senda út upplýsingar, skv. d-lið 1. mgr. 7. gr. laga nr.32/2009. Samkvæmta-lið 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 skal lánveitandi senda út svo fljótt semkostur er skriflega tilkynningu til ábyrgðarmanns um vanskil lántaka. Eins ograkið var hófust vanskil lánsins þann 1. maí 2011. Ekki hefur verið sýnt fram áþað að stefnanda hafi verið tilkynnt um þau vanskil. Stefndi sendi stefnandagreiðsluáskorun dags. 25. mars 2015, með vísan til 3. og 4. mgr. 7. gr. laganr. 32/2009, sem þó liggur ekki sönnun fyrir. Fram kom í því bréfi að ekki værilitið á greiðsluaðlögunartíma lántaka sem vanskil skv. a-lið laganna og tekiðfram að ekki væri krafist dráttarvaxta eða innheimtukostnaðar. Ætla verður aðstefnanda hafi verið vanskilin ljós eitthvað fyrr, enda er vitnað í stöðulánsins þann 20. október 2014 í bréfi lögmanns stefnanda dagsettu 6. febrúar2015, en ljóst má vera af framangreindu að stefndi vanrækti alveg að sendastefnanda tilkynningu um vanskil skv. a-lið 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009.Meðniðurfellingu á samningskröfu lántaka í lok nóvember 2011 varð ljóst aðstefnandi bæri einn ábyrgð á greiðslu lánsins. Umrætt tilvik er, vegna ákvæða3. mgr. 9. gr. laga nr. 32/2009, ekki að finna í 1. mgr. 7. gr. laganna semskilyrði tilkynningar, en má með lögjöfnun færa undir ákvæði b- og c-liðar 1.mgr. 7. gr., enda segir í athugasemdum í frumvarpi með 7. gr. að meginsjónarmiðlaganna sé að lánveitandi tilkynni ábyrgðarmanni um öll þau atvik sem áhrifgeti haft á forsendur ábyrgðar ábyrgðarmanni í óhag. Samkvæmt framangreinduhefði stefnda verið rétt að tilkynna stefnanda um niðurfellingu lánsinsgagnvart lántaka. Samkvæmtöllu framangreindu er fallist á það með stefnanda að stefndi hafi vanrækttilkynningarskyldu sína skv. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Stefnandi gerirhins vegar ekki kröfu á hendur stefnda um skaðleysi vegna þeirrar vanrækslu,sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009, heldur krefst hann viðurkenningar á þvíað ábyrgð skuli felld niður á grundvelli verulegrar vanrækslu.Ídómi Hæstaréttar nr. 229/2015 reyndi á hvað teldist veruleg vanræksla í þessumefnum, en samkvæmt niðurstöðum dómsins eru tryggingarréttindi varin af 1. mgr.72. gr. stjórnarskrárinnar og ljóst að þau eignarréttindi geta ekki ágrundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 fallið niður, nema að sýnt sé fram áað stefndi hafi valdið ábyrgðarmönnum öðrum og meiri skaða en bættur verður meðúrræðum 3. og 4. mgr. 7. gr. sömu laga.Stefndihefur krafist nauðungarsölu á fasteign stefnanda. Í þeirri beiðni er krafistdráttarvaxta og kostnaðar frá því að vanskil urðu. Ákvæðum 3. og 4. mgr. 7. gr.er ætlað að taka til niðurfellingar dráttarvaxta og innheimtukostnaðar.Stefnandi hefur ekki í málatilbúnaði sínum sýnt fram á að stefndi hafi valdiðhonum öðru og meira tjóni en bæta má með nefndum úrræðum og er því ekki hægt aðfallast á það með stefnanda að um verulega vanrækslu stefnda hafi verið að ræðaí skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009. Meðvísan til alls framangreind verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda í máliþessu. VMálskostnaðurMeðvísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verðurmálskostnaður milli aðila felldur niður. Stefnandinýtur gjafsóknar innanríkisráðuneytis í málinu frá 3. október 2016. Allurgjafsóknarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, sem er útlagður kostnaður,43.680 krónur, og málflutningsþóknun lögmanns stefnanda, Atla MásIngólfssonar hdl., sem þykir hæfilegaákveðin 1.700.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts.Dómþennan kveður upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari.Dómsorð:Stefndi,Brú Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, er sýkn af kröfum stefnanda,Ásgeirs Sumarliðasonar.Málskostnaðurfellur niður, en gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin þóknun lögmannshans, Atla Más Ingólfssonar héraðsdómslögmanns, 1.743.680 krónur, greiðist úrríkissjóði. |
Mál nr. 303/2017 | Lánssamningur Gengistrygging Fjármálafyrirtæki Slit | K ehf. gerði viðskiptasamning um reikningslánalínu við LÍ hf. 22. september 2006. Frá því samningurinn var gerður og fram til 30. júlí 2007 óskaði K ehf. átta sinnum eftir að fá greiddan út tiltekinn lánshluta á grundvelli samningsins. Í öllum tilvikum var fjárhæð væntanlegs láns tilgreind í íslenskum krónum en einnig tilgreind prósentutala í svissneskum frönkum og japönskum jenum. Í febrúar 2007 greiddi K ehf. tvívegis inn á skuld sína við LÍ hf. og með lánsbeiðni í ágúst 2007 óskaði K ehf. eftir nýjum lánshluta að tiltekinni fjárhæð sem tilgreind var í svissneskum frönkum og japönskum jenum, en með þeim lánshluta voru allir eldri lánshlutar greiddir upp. Með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. október 2008 var ýmsum réttindum og skyldum LÍ hf. ráðstafað til L hf., þar á meðal kröfum þess fyrrnefnda á hendur K ehf. að því leyti sem þær voru þá ógreiddar. Með nýrri lánsbeiðni til L hf. í desember 2008 óskaði K ehf. eftir lánshluta að tiltekinni fjárhæð sem tilgreind var í svissneskum frönkum og japönskum jenum, en með beiðninni var eldra lánið framlengt og áföllnum vöxtum bætt við höfuðstól þess. Greiddi K ehf. upp skuld sína við L hf. í desember 2009. K ehf. taldi sig hafa ofgreitt við uppgjör á lánum á grundvelli samningsins frá 2006 þar sem þau hefðu í raun verið veitt í íslenskum krónum og bundin við gengi erlendra gjaldmiðla í andstöðu við 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í málinu krafði félagið L hf. um endurgreiðslu á því sem það taldi að ofgreitt hefði verið. Í niðurstöðu Hæstaréttar var vísaði til þess að fyrir lægi í málinu að lán þau sem K ehf. tók hjá LÍ hf. fram til 30. júlí 2007 hefðu öll verið greidd upp með nýjum lánshluta, sem K ehf. gerði beiðni um í ágúst sama ár. Hefði beiðnin verið um lán að tiltekinni fjárhæð sem tilgreind var í svissneskum frönkum og japönskum jenum. Hefði lánið sem LÍ hf. veitti á þeim grundvelli verið í erlendum gjaldmiðlum og væri K ehf. við það bundinn. Þegar L hf. hefði tekið yfir skuldbindingu K ehf. hefði lánið því ótvírætt verið í erlendum gjaldmiðlum. Yrði litið svo á að lánveiting LÍ ehf. hefði verið háð ólögmætum skilmála um gengistryggingu fram til ágúst 2007 væri þess að gæta að K ehf. hefði ekki fært haldbær rök fyrir því að hann gæti krafið L hf. um endurgreiðslu ofgreidds fjár af þeim sökum þar sem hinn síðarnefndi hefði ekki tekið yfir slíkar skuldbindingar LÍ hf. Var L hf. því sýknaður af kröfu K ehf. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og GretaBaldursdóttir og Árni Kolbeinsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 16. maí 2017. Hann krefst þess að stefndaverði gert að greiða sér aðallega 339.621.068 krónur, til vara 246.139.581krónu, en að því frágengnu 217.743.873 krónur, í öllum tilvikum með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27.ágúst 2011 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.ISamkvæmt gögnum málsins gerði áfrýjandisamning 22. september 2006 við Landsbanka Íslands hf. með fyrirsögninni: „Kr.1.000.000.000,- Viðskiptasamningur um reikningslánalínu“. Þar kom fram aðbankinn hafi samþykkt að veita áfrýjanda sem lántaka „framkvæmdafjármögnun íformi reikningslánalínu að fjárhæð kr. 1.000.000.000,-“, en innan þeirra markaværi „lántaka heimilt að taka lán hjá bankanum í íslenskum krónum svo og öllumalgengum erlendum gjaldmiðlum sem bankinn á viðskipti með.“ Myndi hverlánshluti, sem áfrýjandi tæki, teljast „sjálfstætt lán.“ Hámarkstími hverslánshluta yrði takmarkaður af gildistíma samningsins, sem væri frá undirritunhans til 1. ágúst 2007, en gildistíminn myndi eftir það framlengjast í sexmánuði í senn yrði samningnum ekki sagt upp með tilteknum fyrirvara. Umlágmarkstíma lánshluta var tekið fram að lánstími mætti ekki verða skemmri entveir dagar ef um væri að ræða „lán í erlendum myntum.“ Að öðru leyti átti gjalddagilánshluta að ráðast af ósk áfrýjanda, sem fram kæmi í lánsbeiðni, en heimilt yrðiað „framlengja einstaka lánshluta með sama hætti og gildir um lánsbeiðnir.“ Undirrituðlánsbeiðni yrði að berast frá áfrýjanda um lánshluta í íslenskum krónum fyrirtiltekinn tíma þess dags, sem hann vildi fá lánið greitt út, en með tveggjabankadaga fyrirvara ef um væri að ræða „erlendan lánshluta“ og yrði þá lánsféðlagt inn á reikning áfrýjanda „miðað við kaupgengi hverrar myntar“. Mælt varfyrir um að vextir af lánshluta í íslenskum krónum yrðu svonefndir REIBORvextir með 0,7% álagi, en LIBOR vextir með sama álagi af lánshluta í erlendumgjaldmiðlum. Þá var kveðið á um að áfrýjandi myndi endurgreiða lánshluta íerlendum gjaldmiðli með „íslenskum krónum samkvæmt sölugengi bankans ágjalddaga“, en honum væri þó einnig heimilt að greiða „í lántökumyntum.“Samningi þessum fylgdi eyðublað fyrirlánsbeiðni til Landsbanka Íslands hf., sem áfrýjandi átti að fylla út ogundirrita í hvert sinn sem hann óskaði eftir að fá greiddan út lánshluta. Varætlast til að áfrýjandi færði þar inn lántökudag, „mynt og upphæð“ lánshlutans,gjalddaga, vaxtakjör, númer reiknings til að greiða lánsfé inn á og númerreiknings til að skuldfæra endurgreiðslu af, en um önnur atriði var vísað þartil samningsins frá 22. september 2006. Á tímabilinu frá þeim degi til 30. júlí2007 óskaði áfrýjandi í átta skipti eftir að fá greiddan út lánshluta með þvíað afhenda bankanum lánsbeiðni á slíku eyðublaði. Í öllum tilvikum var fjárhæðvæntanlegs láns tilgreind í íslenskum krónum, en einnig tekið fram ýmist „50%JPY – 50% CHF“ eða það sama ritað í gagnstæðri röð. Hafa skammstafanir þessarvæntanlega verið notaðar um japönsk jen og svissneska franka. Þá varlántökudagur og gjalddagi ávallt tilgreindur ásamt því að vextir yrðu „Libor +0,7“. Að einu tilviki undanskildu var einnig tekið fram inn á hvaða reikninggreiða ætti lánsféð og mun hann hafa tilheyrt áfrýjanda og verið í íslenskumkrónum, en aldrei var getið um reikning til að skuldfæra endurgreiðslu af. Meðþessum átta lánshlutum tók áfrýjandi samtals 635.000.000 krónur að láni hjábankanum miðað við þær fjárhæðir í þeim gjaldmiðli, sem fram komu ílánsbeiðnunum.Fyrir liggur að áfrýjandi greiddi 16. og20. febrúar 2007 samtals 227.605.668 krónur inn á skuld sína við LandsbankaÍslands hf. Í báðum tilvikum kom fram í kvittunum útreikningur á endurgreiðsluí japönskum jenum og svissneskum frönkum, svo og að áfrýjandi hafi áttgjaldeyrisviðskipti með kaupum á tilteknum fjárhæðum í þeim gjaldmiðlum, semsvöruðu til greiðslna hans. Samningurinn frá 22. september 2006 átti sem áðursegir að renna skeið sitt á enda 1. ágúst 2007 og áttu einstakir lánshlutar tiláfrýjanda í síðasta lagi að falla í gjalddaga þann dag. Ráðið verður af gögnummálsins að gildistími samningsins hafi þá framlengst eftir áðurnefndum ákvæðumhans, en ótilgreindan dag í ágúst 2007 fyllti áfrýjandi út lánsbeiðni ágrundvelli samningsins, þar sem óskað var eftir nýjum lánshluta að fjárhæð „CHF3.707.036,05 JPY 353.892.665,-“ með gjalddaga 16. október sama ár og átti hannað bera LIBOR vexti með 0,7% álagi. Óumdeilt er að með þessu hafi allir eldrilánshlutar verið greiddir upp að því leyti, sem áfrýjandi hafði ekkiendurgreitt þá eins og áður var lýst 16. og 20. febrúar 2007. Þessi nýi lánshlutivar síðan framlengdur til tiltekins tíma í senn með nýjum lánsbeiðnum áfrýjanda25. október 2007, 18. desember 2007, 19. febrúar 2008 og 25. júní 2008. Beiðnirþessar voru að einni undantekinni auðkenndar með orðinu „framlenging“.Fjárhæðir voru aðeins tilgreindar í einu tilviki, en í öðrum kom það eitt framað lánshluti væri í fyrrnefndum erlendum gjaldmiðlum og ættu áfallnir vextir aðleggjast við höfuðstól. Samkvæmt framlagðri kvittun innti áfrýjandi af hendigreiðslu inn á skuld sína 1. ágúst 2008 með því að 1.750.010 evrur voru teknaraf tilteknum gjaldeyrisreikningi hans og þeirri fjárhæð skipt í japönsk jen ogsvissneska franka, en í kvittuninni var fjárhæð skuldarinnar fyrir og eftirinnborgun ásamt greiddri fjárhæð tilgreind í síðastnefndum tveimur gjaldmiðlum.Vegna eftirstöðva skuldarinnar eftir þessa innborgun var gerð ný lánsbeiðni,sem aftur var auðkennd með orðinu „framlenging“, en um gjaldmiðla og fjárhæðirsagði aðeins „CHF/JPY Höfuðst. + vxt.“Fjármálaeftirlitið neytti 7. október2008 heimildar samkvæmt 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki,sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundar íLandsbanka Íslands hf., leysa stjórn félagsins frá störfum og setja yfir þaðskilanefnd. Með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. sama mánaðar var ýmsum réttindumog skyldum þess banka ráðstafað til stefnda og er óumdeilt að meðal þeirra hafiverið kröfur bankans á hendur áfrýjanda á framangreindum grundvelli að þvíleyti, sem þær voru þá ógreiddar.Áfrýjandi beindi nýrri lánsbeiðni tilstefnda 29. desember 2008 og var þar sem fyrr vísað til samnings áfrýjanda viðLandsbanka Íslands hf. frá 22. september 2006. Óskaði áfrýjandi þar eftirlánshluta að fjárhæð 221.675.008 japönsk jen og 2.513.480,86 svissneska frankameð gjalddaga 4. febrúar 2009, en lán þetta ætti að bera LIBOR vexti með 3,75%álagi. Á gjalddaga þessa lánshluta greiddi áfrýjandi inn á skuldina samtals1.661.000 evrur með úttekt af þremur gjaldeyrisreikningum auk 51.583,44bandaríkjadala, en samkvæmt kvittunum fyrir þessum greiðslum var framangreindumfjárhæðum varið til kaupa á svissneskum frönkum og var sá hluti skuldarinnar,sem var talinn í þeim gjaldmiðli, þar með greiddur upp. Lánshluti í japönskumjenum var á hinn bóginn framlengdur með nýrri lánsbeiðni til 4. september 2009og fjárhæð hans tilgreind 224.332.263 jen. Af gögnum málsins virðist mega ráðaað aftur hafi sá lánshluti verið framlengdur til 22. desember 2009, en þann daggreiddi áfrýjandi upp skuld sína með því að 1.732.910,86 evrur voru teknar aftilteknum gjaldeyrisreikningi hans og skipt í 226.127.538 japönsk jen eða semsvaraði eftirstöðvum höfuðstóls lánshlutans og áföllnum vöxtum af honum.Með þeim ráðstöfunum, sem hér hefurverið lýst, kveðst áfrýjandi hafa greitt Landsbanka Íslands hf. og síðanstefnda samtals 1.016.697.669 krónur vegna lána, sem hann hafi tekið ágrundvelli samningsins frá 22. september 2006. Áfrýjandi telur lán þessi í raunhafa verið veitt í íslenskum krónum, en fjárhæð þeirra hafi verið bundin viðgengi áðurnefndra erlendra gjaldmiðla, sem hafi verið óheimilt eftir þágildandiákvæðum 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001. Í málinu krefur áfrýjandi stefnda umendurgreiðslu á því, sem hann telur sig hafa af þessum sökum ofgreitt viðuppgjör á framangreindum lánum.IIÁn tillits til þess hvort álitaefnigeti verið um hvort lán, sem áfrýjandi tók hjá Landsbanka Íslands hf. í skjólisamnings þeirra frá 22. september 2006 með áðurgreindum átta lánsbeiðnum átímabilinu frá þeim degi til 30. júlí 2007, hafi verið veitt í erlendumgjaldmiðlum, svo sem heimilt var, eða í íslenskum krónum með ólögmætum ákvæðumum bindingu lánsfjárhæðar við tiltekna erlenda gjaldmiðla, liggur fyrir aðþessir lánshlutar voru allir greiddir upp með nýjum lánshluta, sem áfrýjandigerði beiðni um í ágúst 2007. Sú beiðni var sem fyrr segir um lán að fjárhæð3.707.036,05 svissneskir frankar og 353.892.665 japönsk jen. Lánið, semLandsbanki Íslands hf. veitti á þeim grundvelli, var hvað sem líður fyrriskiptum hans við áfrýjanda í erlendum gjaldmiðlum og var áfrýjandi við þaðbundinn, sbr. að nokkru dóma Hæstaréttar 5. júní 2014 í máli nr. 25/2014 og 28.maí 2015 í máli nr. 337/2015. Eftir það hækkaði annars vegar skuld áfrýjanda meðþví að áfallnir vextir voru lagðir við höfuðstól við framlengingar á lánshlutumog lækkaði hins vegar með áðurgreindri innborgun 1. ágúst 2008, en í því horfi,sem lán Landsbanka Íslands hf. til áfrýjanda var eftir þær ráðstafanir, tók stefndivið skuldbindingu áfrýjanda á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins 9.október 2008. Lánið var þá ótvírætt í erlendum gjaldmiðlum. Yrði litið svo á aðlánveiting Landsbanka Íslands hf. til áfrýjanda hafi verið háð ólögmætumskilmála um gengistryggingu fram til ágúst 2007 er þess að gæta að áfrýjandi hefurekki fært haldbær rök fyrir því að hann geti að réttu lagi beint kröfu umendurgreiðslu ofgreidds fjár af þeim sökum að stefnda, sem tók ekki yfir slíkarskuldbindingar Landsbanka Íslands hf. samkvæmt fyrrnefndri ákvörðunFjármálaeftirlitsins. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms verður því staðfest.Áfrýjanda verður gert að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, KSÍ ehf., greiði stefnda,Landsbankanum hf., 1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, 17.febrúar 2017Mál þetta, sem endurupptekið var og dómtekið 16. febrúar sl.,að lokinni aðalmeðferð, var höfðað fyrir dómþinginu af KSÍ ehf., Engjavegi 6,Reykjavík, á hendur Landsbankanum hf., Austurstræti 11, Reykjavík, með stefnuáritaðri um birtingu 13. nóvember 2015.Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndiverði dæmdur til að greiða stefnanda 344.896.435 krónur með vöxtum samkvæmt 4.gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 22. desember 2009 til 27.ágúst 2011, en frá þeim degi og til greiðsludags beri fjárhæðin dráttarvextisamkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga.Til vara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til aðgreiða honum 248.589.850 krónur með vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001, umvexti og verðtryggingu, frá 22. desember 2009 til 27. ágúst 2011, en frá þeimdegi og til greiðsludags beri fjárhæðin dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömulaga.Til þrautavara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdurtil að greiða stefnanda 220.116.151 krónu með vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 22. desember 2009 til 27. ágúst 2011,en frá þeim degi og til greiðsludags beri fjárhæðin dráttarvexti samkvæmt 1.mgr. 6. gr. sömu laga.Í öllum tilfellum krefst stefnandi þess að stefndi verðidæmdur til að greiða stefnanda málskostnað.Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllumkröfum stefnanda, en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefst stefndi þessjafnframt að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað.IIMál þetta er til komið vegna lánaskuldbindinga millistefnanda og Landsbanka Íslands hf. sem gerðar voru á grundvelliviðskiptasamnings um reikningslánalínu nr. 5756. Viðskiptasamningurinn er dagsettur 22.september 2006 og ber fyrirsögnina „Kr. 1.000.000.000,- Viðskiptasamningur umreikningslánalínu“. Í aðfaraorðumsamningsins segir að bankinn hafi samþykkt að veita lántakaframkvæmdafjármögnun í formi reikningslánalínu að fjárhæð 1.000.000.000 króna,í íslenskum krónum eða þeim erlendu myntum sem bankinn eigi viðskipti með, meðþeim skilyrðum sem fram komi í samningnum.Í grein 2.2 samningsins segir einnig að á grundvelli samningsins sélántaka heimilt að taka lán hjá bankanum í íslenskum krónum svo og öllumalgengum erlendum gjaldmiðlum sem bankinn eigi viðskipti með. Í grein 3.1 er svo kveðið á um að hverlánshluti sem lántaki taki innan lánsheimildar reikningslánalínunnar teljistvera sjálfstætt lán.Fjallað er um lánsbeiðnir í 4. kafla samningsins. Í grein 4.1 segir að undirrituð lánsbeiðnifrá lántaka skuli fylgja beiðni um einstaka lánshluta og skuli berast bankanumfyrir klukkan 13:30 þann dag sem lánshlutinn skuli greiðast út, sé um íslenskarkrónur að ræða, en með tveggja bankadaga fyrirvara, sé um erlenda gjaldmiðla aðræða. Í grein 4.2 kemur fram aðlánsbeiðni sé fylgiskjal með samningnum og hún skuli skýrlega fyllt út. Í henni skuli koma fram fullt nafn ogkennitala lántaka, lántökudagur lánshlutans, mynt og upphæð, vaxtakjör oggjalddagi, ráðstöfunarreikningur, skuldfærslureikningur og undirskrift ogstaðfesting lántaka.Um endurgreiðslu segir í grein 7.1 að hvern lánshluta skuligreiða hjá bankanum á gjalddaga hans. Sélánshluti í erlendum gjaldmiðli skuli lántaki greiða afborganir, vexti ogdráttarvexti, eða aðrar greiðslur, í íslenskum krónum, samkvæmt sölugengibankans á gjalddaga. Á gjalddaga sélántaka heimilt að greiða í lántökumyntum.Samkvæmt grein 17.1 gekk samningurinn í gildi við undirritunog gilti til 1. ágúst 2007. Í grein 17.2segir svo að hafi annar hvor samningsaðila ekki sagt upp samningnum meðskriflegum hætti með þriggja mánaða fyrirvara framlengist hann um sex mánuði.Stefnandi fékk alls átta lánshluta greidda á grundvellisamningsins, frá 25. september 2006 til og með 30. júlí 2007, samtals aðfjárhæð 635.000.000 króna. Fyrstalánsbeiðnin er dagsett 22. september 2006 en lántökudagur er tilgreindur 25. september2006. Aðrar lánsbeiðnir eru dagsettarsama dag og tilgreindur lántökudagur.Gjalddagi er tilgreindur á öllum lánsbeiðnum sem 1. ágúst 2007 og vextirtilgreindir LIBOR-vextir með 0,7% álagi.Landsbanki Íslands hf. greiddi allt lánsféð út í íslenskumkrónum inn á reikning stefnanda hjá bankanum, nr. 101-26-501202, sem ertékkareikningur í íslenskum krónum. Ífyrstu lánsbeiðninni er tilgreind lánsfjárhæð 100.000.000 króna, 50%svissneskir frankar og 50% japönsk jen.Samkvæmt meðfylgjandi kaupnótu lagði stefndi á lántökudegi, 25.september 2006, 99.990.000 krónur inn á framangreindan tékkareikning stefnanda,þ.e. 100.000.000 króna að frádregnum 10.000 krónum vegna skjalagerðar. Á kaupnótu bankans er höfuðstóll lánsinstilgreindur sem 884.173,30 svissneskir frankar og 83.305.565 japönsk jen. Þá segir í kaupnótunni að stefnandi hafi seltframangreindar myntir á tilgreindu myntgengi, samtals 50.000.000 króna fyrirsvissnesku frankana og 50.000.000 króna fyrir japönsku jenin.Önnur lánsbeiðnin er dagsett 4. október 2006. Á henni er framangreindur tékkareikningurstefnanda tilgreindur sem ráðstöfunarreikningur. Lánsfjárhæðin er tilgreind 50.000.000 króna,50% svissneskir frankar og 50% japönsk jen.Samkvæmt meðfylgjandi kaupnótu lagði stefndi á lántökudegi, 4. október2006, 50.000.000 króna inn á tékkareikninginn.Höfuðstóll lánsins er á kaupnótu bankans tilgreindur 455.705,43svissneskir frankar og 42.947.947 japönsk jen.Þá segir að stefnandi hafi selt framangreindar myntir á tilgreindumyntgengi, samtals 25.000.000 króna fyrir svissnesku frankana og 25.000.000króna fyrir japönsku jenin.Þriðja lánsbeiðnin er dagsett 23. október 2006. Á henni er framangreindur tékkareikningurstefnanda tilgreindur sem ráðstöfunarreikningur. Lánsfjárhæðin er tilgreind 150.000.000 króna,50% svissneskir frankar og 50% japönsk jen.Samkvæmt meðfylgjandi kaupnótu lagði stefndi á lántökudegi, 23. október2006, 150.000.000 króna inn á tékkareikninginn.Höfuðstóll lánsins er á kaupnótu bankans tilgreindur 130.571.031 japansktjen og 1.387.090,81 svissneskur franki.Þá segir að stefnandi hafi selt framangreindar myntir á tilgreindumyntgengi, samtals 75.000.000 króna fyrir svissnesku frankana og 75.000.000króna fyrir japönsku jenin.Fjórða lánsbeiðnin er dagsett 28. nóvember 2006. Á henni er framangreindur tékkareikningurstefnanda tilgreindur sem ráðstöfunarreikningur. Lánsfjárhæðin er tilgreind 100.000.000 króna,50% svissneskir frankar og 50% japönsk jen.Samkvæmt meðfylgjandi kaupnótu lagði stefndi á lántökudegi, 28. nóvember2006, 100.000.000 króna inn á tékkareikninginn.Höfuðstóll lánsins er á kaupnótu bankans tilgreindur 867.152,27svissneskir frankar og 83.514.281 japanskt jen.Þá segir að stefnandi hafi selt framangreindar myntir á tilgreindumyntgengi, samtals 50.000.000 króna fyrir svissnesku frankana og 50.000.000króna fyrir japönsku jenin.Fimmta lánsbeiðnin er dagsett 28. desember 2006. Á henni er framangreindur tékkareikningurstefnanda tilgreindur sem ráðstöfunarreikningur. Lánsfjárhæðin er tilgreind 80.000.000 króna,50% svissneskir frankar og 50% japönsk jen.Samkvæmt meðfylgjandi kaupnótu lagði stefndi á lántökudegi, 28. desember2006, 80.000.000 króna inn á tékkareikninginn.Höfuðstóll lánsins er á kaupnótu bankans tilgreindur 687.285,22 svissneskirfrankar og 66.968.023 japönsk jen. Þásegir að stefnandi hafi selt framangreindar myntir á tilgreindu myntgengi,samtals 40.000.000 króna fyrir svissnesku frankana og 40.000.000 króna fyrirjapönsku jenin.Sjötta lánsbeiðnin er dagsett 29. janúar 2007. Á henni er framangreindur tékkareikningurstefnanda tilgreindur sem ráðstöfunarreikningur. Lánsfjárhæðin er tilgreind 60.000.000 króna,50% svissneskir frankar og 50% japönsk jen.Samkvæmt meðfylgjandi kaupnótu lagði stefndi á lántökudegi, 29. janúar2007, 60.000.000 króna inn á tékkareikninginn.Höfuðstóll lánsins er á kaupnótu bankans tilgreindur 548.747,03svissneskir frankar og 53.361.793 japönsk jen.Þá segir að stefnandi hafi selt framangreindar myntir á tilgreindumyntgengi, samtals 30.000.000 króna fyrir svissnesku frankana og 30.000.000króna fyrir japönsku jenin.Sjöunda lánsbeiðnin er dagsett 18. júní 2007. Á henni er framangreindur tékkareikningurstefnanda tilgreindur sem ráðstöfunarreikningur. Lánsfjárhæðin er tilgreind 50.000.000 króna,50% svissneskir frankar og 50% japönsk jen.Samkvæmt meðfylgjandi kaupnótu lagði stefndi á lántökudegi, 18. júní2007, 50.000.000 króna inn á tékkareikninginn.Höfuðstóll lánsins er á kaupnótu bankans tilgreindur 497.215,59svissneskir frankar og 49.446.203 japönsk jen.Þá segir að stefnandi hafi selt framangreindar myntir á tilgreindumyntgengi, samtals 25.000.000 króna fyrir svissnesku frankana og 25.000.000króna fyrir japönsku jenin.Áttunda lánsbeiðnin er dagsett 30. júlí 2007. Á henni er framangreindur tékkareikningurstefnanda tilgreindur sem ráðstöfunarreikningur. Lánsfjárhæðin er tilgreind 45.000.000 króna,50% svissneskir frankar og 50% japönsk jen.Samkvæmt meðfylgjandi kaupnótu lagði stefndi á lántökudegi, 30. júlí2007, 45.000.000 króna inn á tékkareikninginn.Höfuðstóll lánsins er á kaupnótu bankans tilgreindur 439.624,85svissneskir frankar og 43.260.911 japönsk jen.Þá segir að stefnandi hafi selt framangreindar myntir á tilgreindumyntgengi, samtals 22.500.000 krónur fyrir svissnesku frankana og 22.500.000krónur fyrir japönsku jenin.Í samræmi við kaupnóturnar eru lögð fram reikningsyfirlit fráLandsbanka Íslands hf. þar sem svissneskir frankar og japönsk jen virðast lögðinn og tekin út af gjaldeyrisreikningum bankans í samræmi við þær fjárhæðir semtilgreindar eru á kaupnótunum.Með lánsbeiðni í samræmi við fylgiskjal A, dagsettri 29.ágúst 2007, er lán stefnanda hjá Landsbanka Íslands hf., að fjárhæð3.707.036,05 svissneskir frankar og 353.892.665 japönsk jen, framlengt til 16.október 2007. Með lánsbeiðni, dagsettri25. október 2007, eru lán stefnanda hjá bankanum, með vísan til samnings aðilafrá 22. september 2006, framlengd til 28. nóvember 2007. Með lánsbeiðni, dagsettri 18. desember 2007,eru lánin aftur framlengd, til 4. febrúar 2008.Með lánsbeiðni, dagsettri 19. febrúar 2008, eru lánin enn á nýframlengd, til 5. maí 2008. Álánsbeiðninni er skuldfærslureikningur tilgreindur sem fyrrgreindurtékkareikningur stefnanda. Meðlánsbeiðni, dagsettri 25. júní 2008, er lán stefnanda hjá bankanum, að fjárhæð361.352.427 japönsk jen og 3.837.475,69 svissneskir frankar, framlengt til 4.ágúst 2008. Með lánsbeiðni, dagsettri30. september 2008, eru lán stefnanda hjá bankanum, með vísan til samningsaðila frá 22. september 2006, framlengd til 4. nóvember 2008. Með lánsbeiðni, dagsettri 29. desember 2008,er lán stefnanda hjá bankanum, þá NBI hf., að fjárhæð 221.675.008 japönsk jenog 2.513.480,86 svissneskir frankar, framlengt til 4. febrúar 2009. Með lánsbeiðni, dagsettri 21. júlí 2009, erlán stefnanda hjá bankanum, þá NBI hf., að fjárhæð 224.332.263 japönsk jen,framlengt til 4. september 2009. Álánsbeiðninni er skuldfærslureikningur tilgreindur sem fyrrgreindurtékkareikningur stefnanda.Viðauki við samninginn um reikningslánalínuna varundirritaður af hálfu aðila 21. júlí 2009.Fram kemur að NBI hf. hafi tekið við réttindum og skyldum LandsbankaÍslands hf. samkvæmt viðskiptasamningi aðila.Vísað er til fyrrgreindra lánsbeiðna um framlengingu og segir svo aðlánsheimild samkvæmt grein 2.1 í samningnum breytist nú þannig að bankinn skulihafa til reiðu fyrir lántaka reikningslánalínu að fjárhæð 290.000.000 króna enað samningurinn teljist að fullu ádreginn.Gildistími samningsins var einnig framlengdur til 4. september 2009. Samningurinn skyldi að öðru leyti haldastóbreyttur og lántaki samþykkti að tékkareikningur hans nr. 0101-26-501202 yrðiskuldfærður fyrir kostnaði við gerð viðaukans.Lánið var endurgreitt á árunum 2007 til 2009. Stefnandi nýtti sér rétt sinn til þess aðgreiða lánshluta upp fyrir gjalddaga, samkvæmt grein 8.1 í samningi aðila, ogendurgreiddi stefnda 47.500.000 krónur 16. febrúar 2007 og 180.105.668 krónur20. febrúar sama ár. Stefnandi greiddi1.750.010 evrur, eða 218.243.747 krónur, inn á lánin 30. júlí 2008. Hafði stefnandi þá endurgreitt samtals445.849.415 krónur af þeim 635.000.000 króna sem stefndi hafði lánaðhonum. Stefndi sendi stefnanda yfirlityfir skuldina í árslok 2008 og kvað lánið þá standa í 591.143.704 krónum.Stefnandi endurgreiddi stefnda samtals 227.605.668 krónur,5.143.921 evru og 51.576 bandaríkjadali.Síðasta greiðslan var innt af hendi 22. desember 2009 og hafði stefnandiþá greitt samtals 1.016.697.669 krónur.Af þeirri fjárhæð voru 533.070.004 krónur greiddar árið 2009. Stefnandi kveðst hafa fengið aðstoð frámóðurfélagi sínu, Knattspyrnusambandi Íslands, og systurfélagi sínum, KSÍ –íslensk knattspyrna ehf., við að greiða upp lánin.Af hálfu stefnanda var stefnda sent bréf 27. júlí 2011 og varþá óskað eftir því að bankinn endurgreiddi stefnanda þann hluta af öllumgreiðslum hans vegna láns nr. 5756, sem rót ætti að rekja til gengistryggingarlánsins. Bréfinu var svarað af hálfustefnda 9. ágúst 2011. Í svari stefndakom fram að bankinn væri, í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr.155/2011, að greina hvaða lán féllu undir dóminn. Kom fram að lán stefnanda hefði ekki veriðflokkað og að ekki væri hægt að tilgreina þann dag nákvæmlega sem flokkun ogendurútreikningum yrði lokið en gera mætti ráð fyrir því að það kynni að takaeinhverjar vikur. Af hálfu stefnda varstefnanda sent bréf 26. júlí 2012 og stefnanda þá tilkynnt um það mat bankansað lánið félli ekki undir framangreindan dóm.Af hálfu stefnanda var afstöðu stefnda mótmælt með bréfi, dagsettu 13.ágúst 2012. Í bréfinu var gerð greinfyrir þeim sjónarmiðum stefnanda sem leiddu til þeirrar niðurstöðu að lán hanshjá bankanum væri bundið gengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætum hætti. Í bréfinu var þess krafist að bankinnendurreiknaði lán nr. 5756, sem ólögmætt gengistryggt lán, og að bankinnendurgreiddi stefnanda þá fjárhæð sem hann hefði ofrukkað stefnanda um vegnahinnar ólögmætu gengistryggingar. Komfram að stefnandi myndi að öðrum kosti höfða mál á hendur bankanum til að náfram rétti sínum.Stefnandi höfðaði mál á hendur stefnda fyrir HéraðsdómiReykjavíkur með stefnu, birtri 24. september 2013. Í málinu krafðist stefnandi viðurkenningar áþví að lánssamningur aðila frá 22. september 2006 fæli í sér ólögmætagengistryggingu. Með dómi HéraðsdómsReykjavíkur, uppkveðnum 4. júní 2014, var viðurkennt að umdeildur samningurfæli í sér gengistryggingu í andstöðu við lög nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Stefndi áfrýjaði málinutil Hæstaréttar Íslands sem kvað upp dóm í málinu nr. 738/2014, 13. maí2015. Hæstiréttur Íslands komst aðþeirri niðurstöðu að stefndi hefði ekki sýnt fram á að hann hefði lögvarðahagsmuni af því að efnisdómur yrði felldur á kröfu hans og var málinu því vísaðfrá dómi. Byggði niðurstaðan meðalannars á því að samningur aðila frá 22. september 2006 væri ekki lánssamningursem aðilar gætu byggt kröfur sínar á.Lánssamningar hafi falist í lánsbeiðnum stefnanda sem bankinn hafisamþykkt í verki með útborgun lánanna.IIIStefnandi byggir á því að lán Landsbanka Íslands hf. tilstefnanda hafi verið í íslenskum krónum en bundið við gengi erlendra gjaldmiðlaí andstöðu við 14. gr. laga nr. 38/2001.Við mat á þessu verði að líta til grunnsamningsins, sem hafi verið rammiutan um alla lánshlutana, og til lánsbeiðnanna sem stefnandi hafi fyllt útþegar hann dró á lánalínuna.Stefnandi byggir á því að Landsbanki Íslands hf. hafi aldreiveitt honum lán í erlendum gjaldmiðli/-um, og að stefndi, sem leiði rétt sinn áhendur stefnanda frá Landsbanka Íslands hf., hafi aldrei eignast kröfu á hendurstefnanda um greiðslu í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Krafa stefnda í íslenskum krónum hafi veriðtengd við gengi svissneska frankans annars vegar og japanska jensins hinsvegar.Stefnandi hafi hvorki átt innlenda gjaldeyrisreikninga ísvissneskum frönkum né í japönskum jenum, eins og fram komi í matsgerðdómkvadds matsmanns. Stefnandi hafi þvíaldrei fengið gjaldeyri greiddan frá Landsbanka Íslands hf.Stefnandi bendir á að fyrirrennari stefnda, LandsbankiÍslands hf., hafi hvorki gert né getað gert löglegan lánssamning við stefnandaum lán í erlendum myntum 22. september 2006.Lánið sem bankinn hafi veitt stefnanda, sem er Íslendingur, hafi veriðveitt á Íslandi af íslensku fjármálafyrirtæki.Stefnandi hafi notað lánsféð til byggingar íþróttamannvirkis hér álandi, sem byggt hafi verið af innlendum framkvæmdaaðilum. Til viðskipta eins og þessara hafi LandsbankiÍslands hf. aldrei getað veitt lán í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum, endasé íslenska krónan lögeyrir Íslands og eini gjaldmiðillinn sem LandsbankiÍslands hf. hafi getað, einn og óstuddur, veitt lán í.Til lánveitinga í lögeyri annarra ríkja eða ríkjasambandahefði Landsbanki Íslands hf. þurft aðkomu banka í því ríki eða innan þessríkjasambands, sem notaði þann lögeyri sem Landsbanki Íslands hf. hafi látiðlíta út fyrir að samið hafi verið um að veita stefnanda lánið í. Stefnandi hefði þá orðið að eigabankareikning hjá erlendum banka eða bönkum til að taka við láninu í þeim gjaldmiðlieða gjaldmiðlum, sem lánið hefði verið greitt út í. Slíka bankareikninga hafi stefnandi ekkigetað stofnað hjá Landsbanka Íslands hf.Enginn erlendur gjaldeyrir hafi því komið við sögu þegarLandsbanki Íslands hf. hafi greitt stefnanda lánshlutana átta á tímabilinu 25.september 2006 til 30. júlí 2007.Landsbanki Íslands hf. hafi greitt stefnanda íslenskar krónur inn áíslenskan krónureikning stefnanda. Engubreyti hér um þó að starfsmenn Landsbanka Íslands hf. hafi búið til skjöl, ítengslum við útborgun lánshlutanna, þess efnis að til útgreiðslu værusvissneskir frankar og japönsk jen og að gjaldmiðlum þessum hefði verið skiptfyrir íslenskar krónur. Einu peningarnirsem Landsbanki Íslands hf. hafi lánað stefnanda hafi verið íslenskar krónur. Landsbanki Íslands hf. hafi ekki einu sinnifarið þá leið, við útgreiðslu lánshlutanna til stefnanda, að leggja lánsfé ímeintum erlendum gjaldmiðlum inn á gjaldeyrisreikninga, höfuðbók 38, eins ogoft hafi tíðkast á árunum eftir gildistöku laga nr. 38/2001, sem lagt hafi bannvið gengistryggingu lána í íslenskum krónum.Jafnvel þótt sú leið hefði verið farin telur stefnandi að engu að síðurhefði verið um ólögmæta gengistryggingu að ræða, enda hafi þessir svokölluðugjaldeyrisreikningar aldrei geymt erlendan gjaldeyri heldur hafi þeir geymt íslenskarkrónur, eins og allir aðrir innlánsreikningar í íslenskum viðskiptabönkum ogsparisjóðum.Við framlengingu lánanna hafi fjárhæð þeirra verið tilgreindí hinum erlendu myntum, þ.e. svissneskum frönkum og japönskum jenum. Í tengslum við framlenginguna hafi ekkert féskipt um hendur. Lánið hafi veriðframlengt nokkrum sinnum með svipuðum hætti en ekkert fé hafi skipt um hendur ítengslum við framlengingarnar.Lögmaður stefnda hafi ítrekað vísað til dóms HæstaréttarÍslands frá 6. mars 2014, í máli nr. 602/2013, Vísir hf. gegn Landsbankanumhf., og sagt hann vera fordæmisgefandi að því er varði samning nr. 5756 ogádrætti samkvæmt honum. Ságrundvallarmunur sé þó á málunum að í nefndu máli hafi verið óumdeilt að lánsfénuhefði að langstærstum hluta verið ráðstafað til uppgreiðslu eða greiðslu inn áeldri lán Vísis hf., sem hafi verið í hinum erlendu myntum sem tilgreindar hafiverið í samningnum.Þegar skýring á texta samnings taki ekki af skarið um þaðhvort samningur teljist vera í íslenskum krónum eða í erlendri mynt hafi veriðlitið til þess hvernig efndum samningsins hafi verið hagað. Í þessu máli liggi fyrir reikningslánalínasem marki ramma samningssambands stefnanda og stefnda. Ádrættir stefnanda á lánið, með áttalánsbeiðnum á fylgiskjölum A við samninginn, hafi verið með þeim hætti aðstefnandi hafi óskað eftir greiðslu íslenskra króna inn á íslenskantékkareikning. Á eftir tilgreiningu áíslensku krónunum hafi stefnandi ritað tiltekin hlutföll erlendragjaldmiðla. Við útborgun lánanna hafi stefnandiekki fengið í hendurnar neinn gjaldeyri, þ.e.a.s. ekkert fé í erlendri mynthafi skipt um hendur. Stefnandi hafiheldur engin not haft fyrir erlendan gjaldeyri, enda hafi staðið til að nýtafjármunina til byggingarframkvæmda á Íslandi.Eins og áður segi hafi stefnandi notið liðsinnis móðurfélagssíns og systurfélags við uppgreiðslu skuldar við Landsbanka Íslands hf. og viðstefnda. Við framkvæmdir áLaugardalsvelli hafi Knattspyrnusamband Íslands m.a. notið styrkja frá Evrópskaknattspyrnusambandinu (UEFA) og Alþjóða knattspyrnusambandinu (FIFA). Styrki þessa hafi knattspyrnusambandið aðlangmestu leyti fengið greidda í evrum og nýtt til uppgreiðslu lána samkvæmtreikningslánalínunni. Lánin hafi þannigað nokkrum hluta verið gerð upp með þeim hætti að stefnandi hafi afhentstefnda, eða Landsbanka Íslands hf., evrur og stefndi eða fyrirrennari hansumbreytt evrunum í íslenskar krónur og greitt upp í lán samkvæmt samningi5756. Því hafi stefnandi greitt íslenskarkrónur inn á lán í íslenskum krónum, sem bundið hafi verið gengi erlendragjaldmiðla.Aðalkrafa og varakröfur stefnanda byggist á útreikningum semstefnandi hafi látið gera vegna lánshlutanna átta. Aðalkrafan sé byggð á því að fullnaðarkvittanatímabilnái fram til þess tíma þegar lánið hafi verið gert upp en varakröfur stefnandabyggist á því að fullnaðarkvittanatímabili hafi lokið fyrir þann dag. Stefnandi byggi því aðallega á því að festahafi verið á greiðslum allt fram til þess dags þegar síðasta greiðslan hafiverið innt af hendi 22. desember 2009.Verði ekki fallist á það með stefnanda að Landsbanki Íslandshf. hafi aldrei veitt stefnanda lán í erlendum gjaldmiðli byggir stefnandimálssókn sína jafnframt á því að lánin hafi verið ósanngjörn eða andstæð góðriviðskiptavenju samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936. Þá byggir stefnandi á því að þau hafi veriðósamrýmanleg eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum og venjum áfjármálamarkaði samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Einnig byggir stefnandi á því að meðferðlánanna hjá stefnda hafi ekki verið í samræmi við lög nr. 107/2009 og stefndihafi auðgast með ólögmætum hætti á kostnað stefnanda.Svo sem áður segi hafi Landsbanki Íslands hf. komist ígreiðsluþrot 6. október 2008 og daginn eftir, 7. október, hafi stefndi veriðstofnaður á grunni eldri bankans. Til aðbregðast við yfirvofandi hruni fjármálakerfisins hafi Alþingi sett lög nr.125/2008, svokölluð neyðarlög, sem fengið hafi Fjármálaeftirlitinu nánastalræðisvald yfir hinu fallandi viðskiptabankakerfi og heimild til að stofnanýja banka fyrir hönd ríkissjóðs á grunni þeirra föllnu. Samkvæmt stjórnvaldsákvörðunFjármálaeftirlitsins 9. október 2008, um ráðstöfun eigna og skulda LandsbankaÍslands hf. til Nýja Landsbanka Íslands hf., hafi bróðurpartur eigna og skuldaeldri bankans verið færður til nýja bankans, þ. á m. kröfur á hendur stefnandasem mál þetta snúist um. Strax íframhaldinu hafi, samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins, átt að skipa aðilatil þess að meta sannvirði eigna og skulda sem ráðstafað væri til stefnda tilþess að undirbúa uppgjör á milli nýja bankans og þess gamla. Verðmæti yfirfærðra útlána hafi strax veriðfært niður um verulega fjárhæð. Engu aðsíður hafi stefndi innheimt lánin að fullu sem meint lögmæt lán í erlendumgjaldeyri. Stefnandi byggir á því aðþegar þessar staðreyndir séu skoðaðar með hliðsjón af málsástæðum hans verðiekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að stefnandi hafi ofgreitt verulegaaf lánum sem fyrirrennari stefnda hafi veitt stefnanda á grundvelli reikningslánalínunr. 5756.Auðgun stefnda á kostnað stefnanda sé í andstöðu við yfirlýstmarkmið lagasetningar í kringum efnahagshrunið og í kjölfar þess. Neyðarlögin svokölluðu og lög nr. 107/2009hafi verið sett til þess að slá skjaldborg um einstaklinga, heimili ogfyrirtæki, sem staðið hafi frammi fyrir fjárkröfum fjármálafyrirtækja, semkomin hafi verið í þrot; fjárkröfum sem hafi verið langt umfram það sem nokkurnhafi órað fyrir þegar til þeirra hafi verið stofnað. Stjórnvöld hafi ákveðið að taka kröfurnar aflögmætum eigendum þeirra, meta þær til sannvirðis, greiða fyrri eigandasannvirðið, og fá þær í hendur nýjum eigendum.Þessir nýju eigendur hafi mátt og átt að innheimta kröfurnar meðhliðsjón af metnu sannvirði. Það hafistefndi ekki gert.Stefnandi telur enn fremur að stefndi hafi ekki gættjafnræðis á milli viðskiptavina sinna varðandi endurútreikninga lána semfyrirrennari stefnda hafi veitt. Umþetta megi m.a. vísa til samnings sem deilt hafi verið um í máli fyrirHæstarétti Íslands nr. 734/2013. Ímálinu hafi m.a. verið fjallað um viðskiptasamning um reikningslánalínu á milliLandsbanka Íslands hf. og Líflands hf.Stefndi hafi endurreiknað þau lán sem Lífland hf. hafi fengið ágrundvelli reikningslánalínunnar vegna ólögmætrar gengistryggingar þeirra. Samningi aðila þess máls virðist um margtsvipa til samnings nr. 5756, en stefnandi hafi þrátt fyrir það aldrei fallist áað endurreikna samninginn vegna ólögmætrar gengistryggingar.Þegar viðskiptasamningur um reikningslánalínu nr. 5756 hafiverið undirritaður af hálfu stefnanda 22. september 2006 hafi stefnandi veriðað leita eftir hagstæðustu lánakjörum hjá viðskiptabanka sínum, vegna þeirraframkvæmda sem ráðast hafi átt í á Laugardalsvelli. Starfsmenn viðskiptabankans hafi talið bestu lánskjörin,fyrir fjármögnun framkvæmdar sem þessarar, vera falin í því að geraviðskiptasamning um reikningslánalínu, þar sem ádrættir fælu í sér lán ííslenskum krónum bundin við gengi erlendra gjaldmiðla. Stefnandi hafi tekið ráðlegginguviðskiptabanka síns en sú ráðlegging hafi reynst kostnaðarsöm.Stefnandi byggir á því að framlengingar á lánunum breyti enguum það hvernig efndum á þeim hafi verið háttað og að þessar framlengingar feliekki í sér viðurkenningu stefnanda á því að lánin hafi verið í erlendumgjaldmiðlum. Staðhæfingar íársreikningum og fjölmiðlum feli því síður í sér viðurkenningu á þessu, endahafi þær verið settar fram töluvert löngu áður en í ljós hafi komið að stóruviðskiptabankarnir hefðu veitt lán í andstöðu við lög nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu.Stefnandi byggir á því að allt framangreint leiði til þeirrarniðurstöðu að stefnandi hafi ofgreitt af lánum sem Landsbanki Íslands hf. hafiveitt á grundvelli samnings nr. 5756 og stefndi hafi tekið yfir í kjölfarstjórnvaldsákvörðunar í október 2008.Aðalkröfu og varakröfur miði stefnandi við útreikninga sem gerðir hafiverið vegna lánanna. Varðandivaxtakröfur stefnanda miði hann við að krafa hans um endurgreiðslu ofgreiddsfjár beri vexti samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,frá þeim degi þegar síðasta greiðsla af láninu hafi verið innt af hendi. Stefnandi krefjist dráttarvaxta samkvæmt 1.mgr. 6. gr. sömu laga frá 27. ágúst 2011, en þá hafi mánuður verið liðinn fráþví að stefnandi hafi sannanlega krafið stefnda um endurgreiðslu hins ofgreiddafjár.Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 36/2001, umSeðlabanka Íslands og laga nr. 161/2001, um fjármálafyrirtæki, einkum 1. mgr.19. gr. laganna. Stefnandi vísar einnigtil 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, laganr. 108/2009, laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, með síðaribreytingum nr. 151/2010, og laga nr. 38/2014, varðandi fyrningu uppgjörskrafnavegna ólögmætrar verðtryggingar lánssamninga.Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á lögum nr. 91/1991, ummeðferð einkamála. Kröfu umvirðisaukaskatt á málflutningsþóknun byggir stefnandi á lögum nr. 50/1988, umvirðisaukaskatt.IVStefndi mótmælir öllum kröfum, málsástæðum og lagarökumstefnanda og telur að stefnandi geti ekki byggt rétt á neinni þeirra gagnvartbankanum. Stefndi kveður, að líkt ogfram komi í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 738/2013, milli sömu aðila, séhver ádráttur sjálfstætt lán og sé það í samræmi við ákvæðiviðskiptasamningsins frá 22. september 2006.Fyrir liggi og á því sé byggt af hálfu stefnanda að stórhluti þeirra lána sem tekin hafi verið á grundvelli viðskiptasamningsins hafiverið greiddur upp í febrúar 2007, eða u.þ.b. 21 mánuði áður en stefndi hafiverið stofnaður með ákvörðun FME frá 9. október 2008. Í framangreindum dómi Hæstaréttar Íslands sésérstaklega tekið fram að viðskipti stefnanda hafi verið við Landsbanka Íslandshf. en ekki stefnda í þeim tilvikum þegar greiðslur voru inntar af hendi fyrirframsal kröfuréttindanna til stefnda.Fyrir liggi að með þeim endurgreiðslum hafi fullum efndum einstakralánssamninga lokið og hafi réttarsamband aðila á grundvelli þeirra samninga þvíliðið undir lok. Stefnandi skýri ekkimeð nokkrum hætti í stefnu málsins á hvaða grunni hann hefur hagsmuni af því aðbeina kröfu á hendur stefnda eða á hvaða grunvelli unnt sé að beina kröfu áhendur stefnda vegna lánssamninga sem séu að fullu efndir fyrirkröfuframsalið. Stefndi geri ekkisjálfstæða kröfu um frávísun máls en þar sem stefnandi skýri ekki frekar hinaætluðu lögvörðu hagsmuni, þrátt fyrir fyrrnefndan dóm Hæstaréttar Íslands,telji stefndi að til greina hljóti að koma að vísa kröfum stefnanda frá dómi ánkröfu, að því leyti sem þær varði lán sem tekin hafi verið fyrir 5. ágúst 2008,þegar eldri lán hafi verið gerð upp.Stefndi hafi ekki tekið yfir aðra skuldbindingu með kröfuframsali þvísem felist í ákvörðun FME frá 9. október 2008 auk þess sem stefndi hafi ekkimóttekið greiðslur frá stefnanda er varði eldri skuldbindingar.Verði kröfum vegna lána sem tekin hafi verið fyrir nefndandag ekki vísað frá dómi án kröfu, geri stefndi þá kröfu aðallega að hann verðisýknaður á grundvelli aðildarskorts vegna þessara lána og vísar um það m.a. tilforsendna Hæstaréttar Íslands í máli nr. 738/2014. Byggt sé á því að stefnandi hafi átt að beinakröfum sínum á hendur Landsbanka Íslands hf. vegna þeirra lána sem tekin hafiverið fyrir 5. ágúst 2008 en stefndi hafi ekki tekið yfir þau lán sem þegarhafi verið greidd upp þegar bankinn hafi verið stofnaður í október 2008.Stefndi byggir sýknukröfu sína jafnframt á því að stefnandihafi skuldbundið sig til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum með undirritunsinni á umræddar lánsbeiðnir og framlengingar lánsbeiðnanna sem allar teljistsjálfstæð lán. Stefnanda beri að efnaþessa samninga sem hann hafi jafnframt gert en lánshlutarnir séu að fullugreiddir og hafi það verið gert án athugasemda.Skuldbindingar stefnanda samkvæmt lánssamningunum hafi veriðum greiðslu lána í erlendri mynt og falli þess vegna utan gildissviðs VI. kaflalaga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. mgr. 13. gr. laganna. Byggir stefndi á því að lánssamningar,útgreiðsla á grundvelli þeirra, framlengingar og endurgreiðsla, beri með sér aðsamið hafi verið um skuldbindingar í erlendum gjaldmiðlum.Stefndi kveður lánsbeiðnirnar fela í sér átta sjálfstæðalánssamninga og að Landsbanki Íslands hf. hafi veitt stefnanda lán í erlendumgjaldmiðlum á grundvelli þeirra, í svissneskum frönkum annars vegar ogjapönskum jenum hins vegar. Kveðurstefndi að hvor mynt hafi fengið sérnúmer þannig að í kerfum bankans hafimyndast tveir leggir í hvert sinn sem stefnandi hafi óskað eftir láni. Þá hafi einnig myndast leggur fyrir íslenskarkrónur við lántökuna vegna kostnaðar af lántökunni, 44.850 krónum.Stefnandi hafi greitt tvær greiðslur fyrir gjalddaga lánanna1. ágúst 2007. Á gjalddaga hafistefnandi hins vegar tekið nýtt lán sem notað hafi verið til að greiða öllútistandandi lán stefnanda á grundvelli viðskiptasamningsins. Samkvæmt þeirri lánsbeiðni hafi stefnandióskað eftir því að fá lánaða 3.707.036,05 svissneska franka og 353.892.665japönsk jen. Lán þessi hafi veriðframlengd með áföllnum vöxtum á gjalddögunum 16. október 2007, 28. nóvember2007, 4. febrúar 2008 og 5. maí 2008.Stefnandi hafi greitt 1.750.010 evrur 30. júlí 2008. Stefndi kveður að hin greidda mynt hafi veriðseld og japönsk jen og svissneskir frankar keyptir.Þá kveður stefndi að lánið, ásamt áföllnum vöxtum, hafi veriðendurfjármagnað með nýju láni 5. ágúst 2008, sbr. framlagða lánsbeiðni. Eldra lán hafi þá verið gert upp. Lánið frá 5. ágúst 2008 sé það lán semstefndi hafi tekið yfir en önnur lán milli stefnanda og Landsbanka Íslands hf.hafi þá þegar verið gerð upp. Þetta lán,ásamt áföllnum vöxtum, hafi svo verið endurfjármagnað að nýju 4. nóvember 2008.Lánið hafi verið gert upp með greiðslum 4. febrúar 2009,þegar lánshluti í svissneskum frönkum var greiddur, og 22. desember 2009, þegarlánshluti í japönskum jenum var greiddur en lánað hafði verið fyrir vöxtum afþví láni með framlengingu 4. nóvember 2009 þegar stefnandi hafi óskað eftirláni að fjárhæð 224.332.263 japönsk jen.Meginástæðan fyrir því að upphæð hinna erlendu mynta sé ekkisett fram í viðskiptasamningnum sjálfum sé sú að stefnandi hafi haft um þaðval, á grundvelli samningsins, í hvaða myntum hann óskaði eftir lánum. Hafi því hreinlega verið útilokað aðtilgreina hámaraksfjárhæðina í viðskiptasamningnum í þeim myntum sem stefnanditæki að láni að endingu þar sem hann hafi þá ekki tekið um það ákvörðun. Þá hafi stefnanda verið frjálst að óska eftirláni í mismunandi myntum með útgreiðslubeiðnum á grundvelli samningsins.Þá hafi ekki verið ákveðið fyrir fram, samkvæmt samningnum,hvenær útgreiðsla skyldi fara fram heldur færi það eftir útgreiðslubeiðnum ágrundvelli samningsins. Fyrir liggi aðstefnandi hafi í öllum tilvikum óskað eftir því að lánið yrði í erlendum myntumauk þess sem hann hafi óskað eftir útgreiðslu inn á reikning í íslenskumkrónum. Þá beri til þess að líta aðstefnandi hafi sérstaklega óskað eftir því í öllum tilvikum að vextir yrðuLIBOR-vextir (London Inter Bank Offered Rate) en sérstaklega sé tilgreint ígrein 5.2 í viðskiptasamningnum að vaxtakjör lánshluta í erlendum gjaldmiðlumséu LIBOR en REIBOR-vextir á þá lánshluta sem lántakandi kjósi að taka ííslenskum krónum, sbr. grein 5.1 í samningnum.Augljóst megi vera að stefnandi hafi tekið lán í erlendri mynt en ekki ííslenskum krónum enda hefði hann ella átt að tilgreina REIBOR-vexti.Óumdeilt sé að stefnanda hafi verið heimilt að óska eftirláni í erlendri mynt á grundvelli viðskiptasamningsins og að stefnandi hafi, ágrundvelli fyrrgreindrar heimildar, óskað eftir láni í erlendri mynt, sbr. þaðsem fram komi í málatilbúnaði stefnanda í hinu fyrra máli. Þannig liggi fyrir að stefnandi hafi í öllumtilvikum kosið að taka lán í erlendum myntum, sem tilteknar séu ílánsbeiðnunum. Lán í erlendum myntum sésvo staðfest í kaupnótum, ársreikningum, með greiðslu o.s.frv.Fyrst eftir að stefnandi hafi óskað eftir láni hafi legiðfyrir hver höfuðstóll þess lánshluta yrði.Kaupnóta hvers láns (lánshluta) sýni hver höfuðstóll lánsins sé áútborgunardegi en á kaupnótunni sé skuldbinding stefnda útlistuð og einungistilgreind með hinum erlendu myntum.Skuldbinding stefnda samkvæmt lánunum er því ekki einungis tilgreind ííslenskum krónum heldur í hlutföllum hinna erlendu mynta í lánsbeiðnunum ogeinvörðungu í hinum erlendu myntum allt frá því að lánsbeiðnirnar hafi veriðmótteknar.Þá ber til þess að líta að í tilkynningum um gjalddagalánanna hafi skuldbindingar stefnanda eingöngu verið tilgreindar í hinumerlendu gjaldmiðlum og sömu sögu sé að segja af kvittunum fyrir endurgreiðsluhvers gjalddaga. Skuldbinding stefnandahafi því í öllum skjölum, frá og með útgreiðslu lánsins, verið tilgreind íhinum erlendu gjaldmiðlum, en ekki í íslenskum krónum. Sama sé að segja um lánið sem tekið hafiverið til að greiða upp öll útistandandi lán á grundvelli reikningslánalínunnar,sem hafi verið á gjalddaga 1. ágúst 2007, og um allar framlengingar eftirþað. Ætti það að taka af allan vafa umað lánin séu í myntum en ekki íslenskum krónum.Þar eð ljóst sé af öllum lánsbeiðnum, kaupnótum, greiðsluseðlum, framlengingarbeiðnumog öðrum skjölum, svo sem ársreikningi stefnanda, að lánin hafi verið í hinumerlendu gjaldmiðlum, þurfi ekki að skoða hvernig samningarnir hafi veriðefndir. Stefndi telur hins vegar ljóstaf því hvernig samningarnir hafi verið efndir af hálfu beggja aðila að láninhafi verið í erlendum gjaldmiðlum.Sem fyrr segi hafi stefnandi í öllum tilvikum, með vísan tilheimilda í viðskiptasamningnum, óskað eftir lánum í tilgreindum erlendum myntumog sé það staðfest með tilgreiningu LIBOR-vaxta, sem séu aðeins vextir áerlenda lánveitingu samkvæmt viðskiptasamningnum.Stefnandi hafi sjálfur óskað eftir því að lánin yrðu lögð inná reikning í íslenskum krónum. Þar semómögulegt sé að leggja erlenda fjárhæð inn á reikning í íslenskum krónum hafiLandsbanki Íslands hf. orðið að selja hina lánuðu mynt fyrir íslenskarkrónur. Stefnandi virðist byggja á þvíað engin viðskipti hafi átt sér stað með gjaldeyri og að kaupnótur eða önnurskjöl sem stafi frá Landsbanka Íslands hf. séu marklaus. Til að bregðast við þessum málatilbúnaði hafistefndi óskað eftir því við héraðsdóm að dómkvaddur yrði óháður og sérfróðurmatsmaður til að svara:.Hvorterlendur gjaldeyrir hafi verið keyptur og/eða seldur við lánveitingarnar.2.Hvaðagjaldeyrir hafi verið keyptur og/eða seldur hverju sinni, hversu mikillgjaldeyrir hafi verið keyptur og/eða seldur hverju sinni og hvert hafi veriðkaupverð umræddra gjaldmiða að teknu tilliti til gengis íslensku krónunnar.3.Hvaðaáhrif umrædd gjaldeyrisviðskipti hafi haft á gjaldeyrisforða Landsbanka Íslandshf.Hinn 17. október 2014 hafi hagfræðingur, sem sé sérfræðingurí gjaldmiðlaviðskiptum, verið dómkvaddur af héraðsdómi til að framkvæmamatið. Við framkvæmd matsins hafimatsmaður m.a. aflað sér bankayfirlita frá stefnanda, upplýsinga úrupplýsingakerfum bankans og tölvupóstsamskipta milli lánasviðs og gjaldeyrismiðlunarLandsbanka Íslands hf. Þá hafi matsmaðurfengið í hendur öll gögn málsins sem þá hafi verið rekið milli aðila. Í niðurstöðukafla matsgerðarinnar segi umfyrstu matsspurninguna:Tilað meta hvort seldur hafi verið erlendur gjaldeyrir í tengslum við lánveitingumatsbeiðanda til matsþola verður að skoða ferli hvers lánshluta fyrir sig fráþví að lánsbeiðni berst frá matsþola þangað til íslenskar krónur eru lagðar inn á reikning matsþola. Matsþoli átti hvorki CHF né JPYgjaldeyrisreikninga hjá matsbeiðanda og því ekki möguleiki að fá myntirnar inná gjaldeyrisreikninga matsþola þegar dregið var á lánið. Samt sem áður var gjaldeyrir seldur í öll þauskipti sem dregið var á lánið.Um aðramatsspurninguna segi, þar sem fjallað er um lánsbeiðni, dagsetta 22. september2006:a.Seldir voru 884.173,30 CHF á genginu 56,55. Söluverð CHF að teknu tilliti tilgengis íslensku krónunnar voru mISK 50. Kaupnóta ásamt afriti af innslætti íMurex, upplýsingakerfi gjaldeyrismiðlunar matsbeiðanda, sýna fram á söluna á gjaldeyrinum.Tölvupóstsamskipti við gjaldeyrismiðlun matsbeiðanda þar sem gengi er staðfesteru einnig til staðar.b.Seld voru 83.305.565 JPY á genginu 0,6002. Söluverð JPY að teknu tilliti tilgengis íslensku krónunnar voru mISK 50. Kaupnóta ásamt afriti af innslætti íMurex, upplýsingakerfi gjaldeyrismiðlunar matsbeiðanda, sýna fram á söluna ágjaldeyrinum. Tölvupóstsamskipti við gjaldeyrismiðlun matsbeiðanda þar semgengi er staðfest eru einnig til staðar.Af þessu sé ljóst að seldir hafi verið svissneskir frankar ogjapönsk jen vegna nefndrar lántöku stefnanda.Hefði stefnandi óskað eftir láni í íslenskum krónum hefði ekki komið tilgjaldeyrisviðskiptanna. Líta beri svo áað Landsbanki Íslands hf. hafi efnt skyldu sína í erlendri mynt. Sama eigi við um aðra lánshluta.Um þriðju matsspurninguna segi m.a.:Ítilviki lánveitinga Landsbankans til KSÍ ehf. á árunum 2006 og 2007 þá vargjaldeyrinn sem tekinn var að láni í öllum tilvikum seldur í skiptum fyriríslenskar krónur. Gerð hefur verið grein fyrir sölunni hér að ofan, þ.e. ímatsliðum 1 og 2. Í þau átta skipti sem dregið var á lánið voru samtals seldrúm mJPY 550 og mCHF 5,7. Við söluna á þessum gjaldeyri jókst eign LandsbankaÍslands hf. (gjaldeyrisforði) í erlendri mynt (CHF og JPY) sem þessu nam.Framangreind niðurstaða hins dómkvadda matsmanns staðfesti,líkt og fyrirliggjandi kaupnótur og önnur gögn, að raunveruleggjaldeyrisviðskipti hafi farið fram í tengslum við lánveitingu LandsbankaÍslands hf. til stefnanda. Það liggi þvífyrir að bankinn hafi efnt aðalskyldu sína samkvæmt lánssamningunum með því aðútvega erlendan gjaldeyri sem stefnandi hafi svo kosið að fá inn ákrónureikning. Það sé stefnda með ölluóviðkomandi að stefnandi hafi ákveðið að óska eftir sölu hinnar lánuðumyntar. Kjarni málsins sé sá að bankinnhafi raunverulega útvegað erlenda mynt, að beiðni stefnanda sjálfs, og um þaðsé ekki deilt, sbr. málflutningsyfirlýsingu stefnanda í stefnu í fyrra málinu.Þá byggir stefndi á því að stefnandi hafi í öllum tilvikumgreitt af láninu í erlendri mynt, með því að selja íslenskar krónur og kaupasvissneska franka eða japönsk jen, sbr. framlagðar kvittanir. Í flestum tilvikum hafi hins vegar veriðnotuð erlend mynt. Allar greiðslurstefnanda til stefnda, Landsbankans hf., hafi til að mynda verið í erlendumgjaldeyri. Á kvittunum hafi upphafleglánsfjárhæð verið tilgreind í erlendri mynt en hvergi sé vísað í íslenskarkrónur. Þá hafi eftirstöðvar lánsins einnigverið tilgreindar í erlendri mynt.Ekki verði litið fram hjá þeirri staðreynd að stefnandi hafiefnt skyldur sínar í langflestum tilvikum með því að nýta erlenda mynt semteljast verði óvenjulegt hafi aðilar samið um lán í íslenskum krónum, líkt ogstefnandi haldi ranglega fram. Af yfirlitiyfir greiðslur á framlögðum dómskjölum megi sjá að evrur og dollarar hafi veriðseld til að kaupa svissneska franka og japönsk jen, sem ráðstafað hafi veriðinn á lánin og jafngildi greiðslu á 77,53% af lánunum. Eftirstöðvarnar hafi verið greiddar með þvíað erlend mynt hafi verið keypt fyrir íslenskar krónur eða sem nemur 22,47% afheildargreiðslum. Þau lán hafi að fulluverið greidd þegar kröfurnar hafi verið framseldar til stefnda í október2008. Allar greiðslur til stefnda hafiverið í erlendum gjaldmiðlum.Hvernig sem litið sé á málið verði að leggja til grundvallarað stefnandi hafi að verulegu leyti efnt skyldur sínar með því að greiða íerlendum gjaldmiðlum en ekki í íslenskum krónum, og það að öllu leyti gagnvartstefnda.Þá liggi fyrir að stefnandi hafi sjálfur óskað eftir sölu á hinumerlendu myntum með beiðni um útgreiðslu inn á krónureikning. Einnig liggi fyrir, líkt og fyrr greini, aðgreitt hafi verið af lánunum í erlendum gjaldmiðlum og það í flestum tilvikummeð því að kaupa svissneska franka og japönsk jen með dollurum og evrum. Báðir aðilar lánssamninganna, stefnandi ogLandsbanki íslands hf., hafi þannig efnt aðalskyldur sínar með erlendumgjaldmiðlum. Við slíkar aðstæður getiskuldbinding aldrei talist vera í íslenskum krónum.Stefndi telur að framangreint eigi að taka af allan vafa umað lánin hafi verið veitt í erlendum gjaldmiðlum. Stefnandi hafi heldur ekki útskýrt hversvegna hann tilgreini sérstaklega fjárhæðir hinna erlendu mynta í lánsbeiðnivegna láns sem óskað hafi verið eftir 1. ágúst 2007. Lánsfjárhæðin hafi skilmerkilega veriðtilgreind 3.707.036,05 svissneskir frankar og 353.892.665 japönsk jen og engintilvísan hafi verið í íslenskar krónur.Með láninu hafi allar aðrar skuldbindingar sem komnar hafi verið ágjalddaga verið greiddar og nýr gjalddagi ákveðinn. Eðli málsins samkvæmt hafi ekkert fé skipt umhendur við þessa lánveitingu enda hafi lánveitingin farið til greiðslu á eldriskuldbindingu gagnvart Landsbanka Íslands hf.Sambærileg ráðstöfun hafi verið gerð í hvert sinn sem lán hafi veriðendurfjármagnað.Sama sé að segja um lánsbeiðni, dagsetta 25. júní 2008, aðfjárhæð 3.707.036,05 svissneskir frankar og 353.892.665 japönsk jen. Í lánsbeiðninni sé hvergi vísað í íslenskarkrónur. Lánið hafi verið endurfjármagnaðað nýju 5. ágúst 2008 og sé þá hvergi vísað í íslenskar krónur heldur tilgreintað um framlengingu á CHF- og JPY- láni sé að ræða. Þá hafi lánsbeiðni verið útbúin af stefnanda29. desember 2008 og óskað eftir framlengingu á láni að fjárhæð 221.675.008svissneskir frankar og 2.513.480,86 japönsk jen. Af ársyfirliti megi sjá að allar eftirstöðvará láni stefnanda umreiknaðar í íslenskar krónur nemi 591.143.704 krónum. Sé ársreikningur stefnanda skoðaður megi sjásömu fjárhæð. Þá hafi stefnandi afhentbankanum nýja lánsbeiðni 21. júlí 2009 og farið fram á framlengingu lánasinna. Lán stefnanda hafi þá staðið í221.675.008 svissneskum frönkum og 2.513.480,86 japönskum jenum. Í öllum tilvikum hafi verið óskað eftirLIBOR-vöxtum. Á milli þessaralánveitinga hafi verið útbúnar nokkrar lánsbeiðnir sem tilgreini hinar erlendumyntir án tilvísunar til íslenskra króna.Stefndi telur að framangreindar lánsbeiðnir (lán) sem ogaðrar lánsbeiðnir, sem lagðar hafi verið fram, staðfesti að lánveitingar tilstefnanda hafi verið í erlendum gjaldmiðlum.Tilvísan stefnanda til ákvæða laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,sé þýðingarlaus. Stefndi vísar um þettatil dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 337/2013. Í því máli hafi verið fallist á aðsamningsformið hafi verið eins og í dómi réttarins í máli nr. 155/2011(Mótormax). Á hinn bóginn hafi rétturinntalið að líta bæri til fimm viðauka sem gerðir hefðu verið við samninginn í þvískyni að breyta skilmálum samningsins um gjalddaga höfuðstóls og vaxta. Í viðaukunum hafi eftirstöðvar lánsins í öllumtilvikum verið tilgreindar í evrum.Rétturinn hafi talið þessar breytingar gefa vísbendingar um það viðhorfsamningsaðila að lánið hefði verið veitt í evrum. Stefndi telur að nákvæmlega sömu sjónarmiðeigi við í þessu máli enda vandséð hvaða tilgangi það þjóni að tilgreinalánsfjárhæðina í erlendri mynt í beiðnum um framlengingu, hafi lánið í reyndverið í íslenskum krónum.Þá telur stefndi ljóst, m.a. af ársreikningum stefnanda ogfréttatilkynningum, að lán stefnanda hafi verið í erlendum gjaldmiðlum. Í umfjöllun í framlögðum ársreikningiKnattspyrnusambands Íslands frá 2008 komi fram að tap ársins skýrist af „miklugengistapi af erlendu láni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli“. Í ársreikningnum segi jafnframt: „Um er aðræða framkvæmdalán til skamms tíma í erlendum myntum en til stendur að greiðaþað að fullu á næsta ári.“ Þá séu lánintilgreind í ársreikningnum í hinum erlendu gjaldmiðlum, 223.321.351 japansktjen og 2.538.223 svissneskir frankar.Sömu tölur komi fram í ársreikningi stefnanda.Tilgreining þessi staðfesti það sem jafnframt sé óumdeilt, aðstefnandi hafi óskað eftir láni í erlendum gjaldmiðlum, aðviðskiptasamningurinn hafi heimilað slíka lánveitingu og að lán hafiraunverulega verið veitt í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Rétt sé að geta þess að stefnandi hafi áðurtekið lán í erlendum gjaldmiðlum enda tekjustreymi stefnanda, sem og þeirrarsamstæðu sem stefnandi tilheyri, einkum í erlendum gjaldmiðlum, líkt ogframlagðir ársreikningar staðfesti. Sjámegi af framlögðum ársreikningi Knattspyrnusambands Íslands að félagið skuldilán í japönskum jenum árið 2003. Einnigmegi vísa til framlagðrar þinggerðar 54. ársþings KSÍ sem haldið hafi verið 12.og 13. febrúar 2000. Þar segi: „Sá góðiárangur sem næst vegna fjarstýringar á erlenda láninu á Laugardalsvelli þýðir íraun, að það lán hefur lækkað úr rúmlega 221 milljónum króna í rúmlega 197milljónir sem þýðir aftur að vexti og afborganir á næstu árum lækka sem þvínemur og framlag Reykjavíkurborgar nýtist því enn betur en áður.“ Af framangreindu sé ljóst að stefnandi hafihaft reynslu af því að fá lán í erlendum gjaldmiðlum og hafi haft sérstakanáhuga á því að hafa lánið í erlendum gjaldmiðlum, enda hagnast verulega á því. Þá sé tekjustreymi stefnanda einkum í erlendumgjaldmiðlum.Ekki verði hjá því litið að stefnandi hafi haft virkargjaldmiðlavarnir í ljósi skuldbindinga sinna og tekna í erlendumgjaldmiðlum. Í framlögðum ársreikningiKnattspyrnusambands Íslands 2009 segi: „Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) greiddiKnattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) fyrirfram 1,5 milljónir evra vegna framkvæmdavið Laugardalsvöll.“ Jafnframt segi íársreikningnum: „Félagið býr við gjaldmiðlaáhættu vegna erlendarviðskiptakrafna, lántöku í erlendum gjaldmiðlum, viðskiptaskulda í erlendumgjaldmiðlum og skuldbindinga vegna sjónvarpssamninga.“ Í framlagðri fréttatilkynningu KSÍ komi framað aukning á tekjum „skýrist af stórauknum tekjum erlendis frá“. Þá komi fram í framlögðum ársreikningiKnattspyrnusambands Íslands 2007 að KSÍ hafi fengið 282.478.962 krónur íerlendum myntum vegna sölu sjónvarpsréttar til SportFive árið 2007 og að„Viðskiptabanki sambandsins hefur fjármagnað að hluta byggingaframkvæmdir viðLaugardalsvöll. Um er að ræða framkvæmdalán til skamms tíma í erlendum myntumen láninu verður breytt í langtímalán á árinu 2008.“ Knattspyrnusamband Íslands hafi verið aðtakmarka gjaldeyrisáhættuna sem fylgi því að hafa tekjur einkum í erlendumgjaldmiðlum. Þetta komi fram íframlögðum ársreikningi sambandsins fyrir árið 2005 þar sem segi: „Almennstefnda KSÍ er að takmarka gjaldeyris- og vaxtaáhættu.“Tekið sé fram í ársreikningi KSÍ 2007 og í stefnu málsins aðstefnandi hafi fengið styrki frá FIFA og UEFA vegna byggingar nýrra höfuðstöðvavið Laugardalsvöll. Stefnandi hafi þvítekið umþrætt lán hjá Landsbanka Íslands hf. vitandi það að félagið ætti von ástyrkjum í erlendum gjaldmiðlum. Í ljósierlendu styrkjanna sé ekki óeðlilegt að stefnandi hafi viljað takmarkagengisáhættu sína með því taka lán til framkvæmdanna einnig í erlendumgjaldmiðlum, í samræmi við stefnu félagsins.Stefndi vísi í þessu tilliti til áritunar stjórnenda stefnanda íársreikningi félagsins frá 2008 en þar segi orðrétt: „Rekstrarhagnaðursambandsins nam um 278 m.kr. samanborið við tap á árinu á undan að fjárhæð 35m.kr. Þessi mikla breyting á rekstrarhagnaði skýrist af stórauknum tekjum í erlendrimynt. Tap samstæðu Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2008 nam um 163 m. kr.Tap skýrist af miklu gengistapi af erlendu láni vegna framkvæmda á Laugardalsvellien gengistap vegna þess nam á árinu tæpum 390 m. kr.“Stefndi telur framangreindan texta sýna vel tilgang ogmarkmið stefnanda með því að taka lán í erlendum gjaldmiðlum. Með því hafi félagið getað stýrtgengisáhættunni. Stefndi telur brýnt aðlánssamningar aðila séu skýrðir í þessu ljósi, sem og með hliðsjón afsamtímagögnum sem sýni skýrt að stefnandi hafi ætíð litið svo á að hann væri aðtaka lán í erlendum gjaldmiðlum og að hann hafi áður tekið slík lán. Þá verði ekki annað ráðið af ársreikningumstefnanda og Knattspyrnusambands Íslands en að stefnandi hafi sjálfur litið áhinar umþrættu skuldbindingar sem skuldir í erlendum gjaldmiðlum og viðurkennimeð því lögmæti lánanna. Stjórnendurhlutafélags beri enda ábyrgð á ársreikningi félags og útgáfu hans, sbr. 3. mgr.44. gr. laga nr. 3/1995, um einkahlutafélög, og 3. gr. laga nr. 3/2006, umársreikninga. Enn fremur staðfestiframangreint að stefnandi hafi viljað lán í erlendum gjaldmiðlum, m.a. til að„takmarka gjaldeyris- og vaxtaáhættu“, og því sé það rangt, sem haldið sé framí stefnu, að stefnandi hafi ekki haft not fyrir lán í erlendum gjaldmiðlum.Fari svo að dómurinn telji að lán stefnanda hafi verið ííslenskum krónum byggir stefndi á því að Landsbanka Íslands hf. hafi veriðheimilt, samkvæmt 2. gr. laga nr. 38/2001, að víkja frá ákvæðum VI. kaflalaganna, þar sem lánssamningarnir hafi sannanlega verið stefnanda tilhagsbóta. Vaxtakjör stefnanda samkvæmtlánssamningunum hafi verið umtalsvert betri en honum hefði ella boðist. LIBOR-vextir hafi verið umtalsvert hagstæðarifyrir stefnanda en REIBOR-vextir á lán í íslenskum krónum á því tímabili semvaxtagreiðslur hafi verið inntar af hendi, sbr. samanburð á framlögðu skjali.Stefndi byggir enn fremur á því að Landsbanki Íslands hf.hafi ekki haft forsendur til að ætla, þegar lánin hafi verið veitt, aðlánveitingarnar kynnu að reynast stefnanda óhagstæðari en aðrar lánveitingarsem val hafi staðið um enda hafi tekjustreymi stefnanda að mestu verið íerlendum gjaldmiðlum. Vegnatekjustreymis stefnanda í erlendum gjaldmiðlum hafi ekki falist sama áhætta íþví fyrir hann að taka erlent lán eins og fyrir þá sem einungis njóti tekna ííslenskum krónum. Ljóst hafi verið aðstefnandi yrði ekki fyrir tjóni af gengisfalli krónunnar, m.a. vegna þess að stefnandihafi átt erlendan gjaldeyri tiltækan á gjalddögum. Óveruleg gengisáhætta hafiþví verið fyrirséð við lánveitingarnar.Þar að auki hafi stefnandi um nokkurra ára skeið verið með virkaáhættustjórnun sem hafi miðað að því að takmarka gjaldeyris- ogvaxtaáhættu. Stefnandi hafi m.a. gertafleiðusamninga við fjármálastofnanir í þeim tilgangi, líkt og fram komi íársreikningum. Stefnandi hafi því staðiðjafnfætis bankanum við gerð samningsins og hafi verið fullljóst hvað værifélaginu til hagsbóta og hvað ekki.Við mat á því hvað stefnanda hafi verið til hagsbóta,samkvæmt lögum nr. 38/2001, verði ekki einungis horft til breytinga á höfuðstóllánssamningsins í íslenskum krónum heldur verði einnig að horfa til breytinga átekjum stefnanda vegna breytinga á gengi gjaldmiðla. Vegna tekjustreymis stefnanda í erlendumgjaldmiðlum hafi engin eða óveruleg áhætta falist í því fyrir hann að takaerlent lán. Fullt jafnvægi hafi veriðmilli tekna og skulda stefnanda. Hefðulánssamningar aðila verið um lán í íslenskum krónum hefði hins vegar veriðójafnvægi á milli tekna og lána stefnanda og það hafi stefnandi viljaðforðast. Stefnandi hafi því haftaugljósan hag af því að taka lán í erlendum gjaldmiðlum.Með vísan til framangreinds telur stefndi að sýkna beri hannaf öllum kröfum stefnanda að því leyti sem þeim verði ekki vísað frá dómi ánkröfu.Stefndi krefst þess til vara að kröfur stefnanda verðilækkaðar verulega. Stefndi mótmælirframlögðum endurútreikningum stefnanda sem og kröfum stefnanda er varða uppgreiddlán stefnanda hjá Landsbanka Íslands hf.Stefnandi hafi aðeins tekið yfir lán sem veitt hafi verið með lánsbeiðnifrá 5. ágúst 2008. Með því láni hafiönnur lán verið gerð upp og geti stefnandi ekki beint kröfum að stefnda vegnaþeirra. Stefnandi skýri það ekki meðnokkrum hætti á hvaða grundvelli hann telji sig eiga kröfu á hendur stefndavegna þeirra samninga og jafnvel þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi gertvið það athugasemd í fyrra málinu.Sé lagt til grundvallar að lánin hafi verið í íslenskumkrónum nemi endurútreiknuð fjárhæð þeirra 169.020.097 krónum, sbr. framlagðaendurútreikninga. Útreikningurinn takimið af lögum nr. 151/2010 og lagt sé til grundvallar að ekki séu skilyrði tilþess að miða við fullnaðarkvittanir þar sem engin festa hafi verið fyrirhendi. Þá séu skilyrði um fjárhagslegaröskun ekki uppfyllt líkt og rakið verði nánar.Endurútreikningurinn sé á láninu sem tekið hafi verið 5. september 2008í svissneskum frönkum og japönskum jenum sem samsvari 351.007.862 krónum. Það lán sé svo endurútreiknað að teknutilliti til innborgana 22. febrúar 2009, að jafnvirði 252.005.847 krónur, og SÍvaxta frá þeim degi til 22. desember 2009.Þann dag hafi lánið verið gert upp með greiðslu að jafnvirði 315.199.156krónur. Til áréttingar beri að taka framað stefnandi hafi notað evrur og dollara til að greiða af láninu.Verði af einhverri ástæðu litið svo á að stefndi hafiyfirtekið þau lán sem greidd hafi verið fyrir 5. ágúst 2008, sé á því byggt aðekki séu skilyrði til þess að endurútreikna lánin með hliðsjón affullnaðarkvittunum, m.a. vegna þess að festa á greiðslum hafi ekki verið fyrirhendi. Upphaflegu lánin hafi verið gerðupp á einum gjalddaga, 1. ágúst 2007.Fyrir liggi að stefnandi hafi greitt tvær greiðslur fyrir gjalddaga ogtekið svo nýtt lán 1. ágúst 2008. Ljóstmegi vera að engin festa hafi þá verið komin á greiðslur. Eftir það hafi lánið ítrekað veriðendurfjármagnað, þ.e. ekki greitt á gjalddaga líkt og rakið sé íendurútreikningi sem lagður sé fram af hálfu stefnanda. Því sé útilokað að halda því fram að skilyrðium festu séu uppfyllt svo réttlæta megi að vikið verði frá meginreglukröfuréttar um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu.Stefndi byggir einnig á því að með hliðsjón af eðli starfsemistefnanda sé ekki hægt að líta svo á að sá aðstöðumunur sé með stefnanda ogstefnda sem réttlæt geti að vikið verði frá meginreglu kröfuréttar um réttkröfuhafa til viðbótargreiðslu.Rekstrartekjur samstæðunnar, Knattspyrnusambands Íslands, samkvæmtársreikningi 2008 hafi verið 871.040.249 krónur og eigið fé 1.300.701.579krónur, þar af handbært fé í lok árs 649.409.030 krónur. Að teknu tilliti til rekstrartekna stefnandaog eigna, byggir stefndi á því að viðbótarkrafa í formi SÍ-vaxta valdi ekkislíkri röskun á fjárhagslegri stöðu stefnanda að jafna megi til þess óhagræðissem einstaklingur eða lítið fyrirtæki yrði fyrir vegna óvæntrar kröfu umverulega viðbótargreiðslu. Það standistefnanda því nær en stefnda að bera umræddan vaxtamun.Að framangreindu virtu byggir stefndi á því að reikna beriSÍ-vexti allan lánstímann. Verði fallistá að stefnandi eigi kröfu til endurútreiknings allra lánanna sem tekin hafiverið á grundvelli viðskiptasamnings aðila frá 22. september 2006, byggi stefndiá því að krafan geti ekki verið hærri en 217.743.873 krónur, sbr. framlagðanendurútreikning, sem taki mið af SÍ-vöxtum frá upphafi.Verði ekki fallist á að reikna beri SÍ-vexti frá upphafibyggi stefndi á því að ekki séu skilyrði til þess að byggja á gildifullnaðarkvittana lengur en til 20. febrúar 2007. Miðað við þá forsendu sé krafa stefnanda246.139.581 króna, í samræmi við framlagðan endurútreikning.Stefndi mótmælir öllum endurútreikningum stefnanda. Í fyrsta lagi séu endurútreiknuð lán sem ekkihafi verið tekin yfir af stefnda. Í öðrulagi sé miðað við SÍ-vexti á ætlaða ofgreiðslu á tímabilið frá 22. desember2009 til 31. maí 2015 en fyrir því sé engin heimild í lögum eða samningiaðila. Jafnframt mótmælir stefndi þvígengi evra og bandaríkjadala sem stefnandi miði við, við útreikning innborganaá lánið. Stefnandi virðist nota opinbertmiðgengi þessara gjaldmiðla, sem sé rangt, enda verði að miða við að bankinnhafi keypt gjaldmiðla af stefnanda líkt og gert sé ráð fyrir í kvittunum. Þessi ranga forsenda stefnanda hafi þær afleiðingarað útreikningur hans sé í öllum tilvikum rangur.Þá sé í framlögðum útreikningi fyrir stefnanda, miðað við aðheildarfjárhæð greiðslna sé 1.015.496.578 krónur. Í stefnu sé hins vegar miðað við aðheildarfjárhæð greiðslna hafi verið 1.016.697.669 krónur og fullyrt að „lánið“hafi verið gert upp með einni lokagreiðslu 22. desember 2012, að fjárhæð„tæplega 319 milljónum króna“. Það semveki athygli sé að í framlögðum útreikningum sé fjárhæðin 315.199.182 krónur enekki tæplega 319 milljónir króna. Umtalsvertmisræmi sé því í málatilbúnaði stefnanda.Stefndi byggir þar af leiðandi á því að á honum verði ekki byggt. Stefndi byggir á því að heildargreiðslurstefnanda hafi verið 1.013.054.418 krónur og sé þá miðað við kaupgengi þeirragjaldmiðla sem notaðir hafi verið til að greiða af láninu.Stefnandi byggi aðalkröfu sína á því aðfullnaðarkvittanatímabil nái fram til þess tíma þegar síðasta lánið hafi veriðgert upp 22. desember 2009. Stefndimótmælir þessum málatilbúnaði eins og að framan er rakið. Þá megi, í framlögðum endurútreikningistefnanda, sjá að miðað sé við ætlaða inneign stefnanda 4. febrúar 2009, aðfjárhæð 24.421.912 krónur. Farið sé meðþessa ætluðu inneign þannig að reiknaðir séu SÍ-vextir fyrir tímabilið frá 4.febrúar 2009 til 22. desember 2009, að fjárhæð 2.908.368 krónur, og sé þálokagreiðslan lögð við hina ætluðu inneign.Þessi aðferðafræði styðjist ekki við dómafordæmi því Hæstiréttur Íslandshafi, m.a. í máli nr. 544/2013, hafnað því að ætluð inneign beri SÍ-vexti. Afstaða stefnda sé því sú að verði fallist áað fullnaðarkvittanir gildi út samningstímann þá sé réttur endurútreikningur339.621.068 krónur en ekki 344.896.425 krónur.Varakröfur stefnanda séu allar því marki brenndar að ekki séað finna einn staf um þær kröfur í stefnu.Segi þar aðeins að varakröfur stefnanda byggist á því að„fullnaðarkvittanatímabili hafi lokið fyrir þann dag“, þ.e. aðfullnaðarkvittanir nái ekki til uppgreiðslu samningsins líkt og aðalkrafangeri. Í framhaldinu sé vísað í framlagðanendurútreikning stefnanda, án frekari tilvísana.Fyrsta varakrafa stefnanda sé að fjárhæð 248.589.850 krónur,auk vaxta. Sem fyrr, sé ekki að finnanokkra skýringu á þessari kröfugerð.Ætla megi að stefnandi finni kröfunni stoð undir „Tilviki 3“ íframlögðum endurútreikningi sínum. Ístefnu sé ekki að finna orð um það hvaða forsendur séu að baki þessumendurútreikningi og hann því í raun vanreifaður. Stefndi verði því að reyna að átta sig áforsendum útreikningsins á grundvelli endurútreikningsins sjálfs. Þar segi að útreikningurinn taki mið af þvíað fullnaðarkvittanir gildi til 20. febrúar 2009 en eftir það beri lániðalmenna óverðtryggða seðlabankavexti.Stefndi mótmælir útreikningi stefnanda en verði fallist á að stefnandieigi kröfur á hendur stefnda vegna lána sem gerð hafi verið upp með láninu 5.ágúst 2008 og að stefnandi verði talinn geta borið fyrir sig fullnaðarkvittunþrátt fyrir skort á festu og fjárhagslegri röskun, sé á því byggt að rétturendurútreikningur, miðað við fullnaðarkvittanir til 20. febrúar 2009 sé246.139.581 króna, sbr. framlagðan endurútreikning stefnda, en ekki 248.589.850krónur.Önnur varakrafa stefnanda sé að fjárhæð 220.116.151króna. Líkt og varðandi aðrar kröfurstefnanda, sé ekki að finna nokkurn rökstuðning fyrir útreikningi kröfunnar ístefnu heldur láti stefnandi nægja að vísa með almennum hætti í framlagðanendurútreikning sinn. Af þeimútreikningi verði helst ráðið að stefnandi sé í stefnu að vísa í „Tilvik 2“. Um þann útreikning segi: „[h]itt öfgadæmiðværi að horfa alveg fram hjá fullnaðarkvittanahugtakinu og líta sem svo á aðallt frá fyrsta degi hafi lánið átt að bera almenna óverðtryggðaseðlabankavexti“. Stefndi mótmælirútreikningnum og byggir á því að réttur útreikningur, miðað við þessa forsendu,sé 217.743.873 krónur.Stefndi áréttar mótmæli sín og telur að sýkna beri hann aföllum kröfum stefnanda en ella að ekki komi til greina að unnt sé að beinakröfum á hendur honum vegna lána sem gerð hafi verið upp með láni 5. ágúst 2008og fyrir þann tíma. Komi til endurútreikningslánanna verði að miða við að ekki séu skilyrði til að víkja frá meginreglukröfuréttar um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu hvað vexti varðar.Að öðru leyti mótmælir stefndi því sérstaklega að skilyrðiséu til þess að ógilda eða breyta samningum aðila með vísan tilógildingarreglna samningalaga. Jafnframtsé því sérstaklega mótmælt að þýðingu hafi gagnvart stefnanda hvað stefndikunni að hafa greitt fyrir kröfur Landsbanka Íslands hf. á hendur stefnanda. Þá sé því mótmælt sem haldið sé fram, aðgjaldeyrisreikningar geymi ekki erlendan gjaldeyri.Stefndi mótmælir einnig kröfu stefnanda um vexti. Krafa stefnanda um vexti samkvæmt 4. gr. laganr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, eigi sér enga stoð í lögum nr. 38/2001,hvorki fyrir eða eftir gildistöku laga nr. 151/2010. Einnig megi ljóst vera að lögum nr. 151/2010verði ekki beitt með afturvirkum hætti.Þá mótmælir stefndi upphafstíma vaxta, þ.m.t. dráttarvaxta. Upphafstími dráttarvaxta geti í fyrsta lagitekið mið af þingfestingu málsins þar sem stefnandi hafi fyrst beint fjárkröfuá hendur stefnda með stefnu þessa máls.Um lagarök vísar stefndi til laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, þá sérstaklega til 13., 14. og 18. gr. laganna. Stefndi vísar einnig til almennra reglna samninga-og kröfuréttar um samningsfrelsi, skuldbindingargildi loforða og efndaskyldukrafna. Jafnframt vísar hann til 2. mgr.16. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.Kröfu um málskostnað byggir stefndi á 1. mgr. 130. gr. sömulaga.VÍ málinu greinir aðila á um hvort lánssamningar þeirra ámilli, á grundvelli viðskiptasamnings um reikningslánalínu frá 22. september2006, séu um lán í erlendum gjaldmiðlum eða lán í íslenskum krónum, bundin viðgengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætum hætti.Telur stefnandi að lánin hafi verið í íslenskum krónum bundin við gengierlendra gjaldmiðla í andstöðu við 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, og að hann eigi endurgreiðslukröfu á hendur stefnda vegna þeirraofgreiðslna sem hann telur sig hafa innt af hendi.Eins og greinir í forsendum dóma Hæstaréttar Íslands í málumnr. 92/2010 og 153/2010 fer skuldbinding í erlendum gjaldmiðlum ekki gegnákvæðum 13. og 14. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmt þeim er hins vegar óheimilt að verðtryggjalánsfé í íslenskum krónum á þann hátt að það sé bundið við gengi erlendragjaldmiðla. Af orðalagi ákvæðanna oglögskýringargögnum verður ráðið að við úrlausn á því, hvort um sé að ræðaskuldbindingu í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðli eða gjaldmiðlum, verðifyrst og fremst að líta til forms og meginefnis þeirra gerninga sem liggja tilgrundvallar skuldbindingunni. Í þvísambandi skiptir einkum máli hvernig sjálf skuldbindingin er tilgreind í þeim. Í dómum sínum um hvort lán sé í erlendum gjaldmiðlumeða íslenskum krónum bundið gengi erlendra gjaldmiðla hefur Hæstiréttur Íslandsfyrst og fremst lagt til grundvallar skýringu á texta þeirrar skuldbindingarsem lántaki hefur gengist undir. Þegarsú textaskýring tekur ekki af skarið um hvers efnis skuldbindingin er að þessuleyti, hefur verið litið til atriða sem lúta að því hvernig hún hefur veriðefnd og framkvæmd að öðru leyti.Meginefni viðskiptasamnings aðila og lánsbeiðna á grundvellihans er lýst hér að framan. Eins og þarkemur fram var samningur aðila um svokallaða reikningslánalínu, þar semstefnanda var veitt heimild til að taka lán hjá bankanum í íslenskum krónum ogöllum algengum gjaldmiðlum sem bankinn átti viðskipti með, upp að tiltekinnifjárhæð, sem í samningnum er tilgreind í íslenskum krónum. Í samningnum er hvorki að finna yfirlýsingustefnanda um að hann standi í skuld við bankann né myndar samningurinnkröfuréttindi bankans á hendur stefnanda, heldur setur samningurinn aðeinsramma um lánsviðskipti milli aðila með ákvæðum um beiðni um lán, útborgun þess,vexti af því og endurgreiðslu. Fólustþví lánssamningar í lánsbeiðnum stefnanda, sem bankinn samþykkti í verki meðútborgun lána. Segir enda í samningnumað hver lánshluti sem lántaki taki innan lánsheimildarinnar sé sjálfstættlán. Í þessu ljósi getur það eitt út affyrir sig ekki skipt máli að heildarumfang viðskiptanna hafi verið afmarkað ísamningnum með tilgreiningu fjárhæðar í íslenskum krónum. Hins vegar mynda samningsákvæðin ramma umlánsviðskipti aðila.Ákvæði samningsins bera með sér að lán á grundvelli hans gátuhvort heldur verið í erlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum. Bankinn skyldi hafa til reiðu fyrir lántakareikningslánalínu að fjárhæð 1.000.000.000 króna en ekki er tekið fram í hvaðagjaldmiðlum lánin skuli vera heldur er í samningnum gert ráð fyrir að lántakigeri grein fyrir því í lánsbeiðnum samkvæmt fylgiskjali A með samningnum. Þá er kveðið á um það í samningnum aðlánshlutar í íslenskum krónum skyldu bera REIBOR-vexti en lánshlutar í erlendum gjaldmiðlum skyldubera LIBOR-vexti. Verður ekki annað séðaf framangreindum ákvæðum en að vilji aðila hafi staðið til þess að lán semtekin yrðu á grundvelli hans gætu hvort heldur verið í íslenskum krónum eða erlendumgjaldmiðlum, allt eftir lánsbeiðnum stefnanda.Ákvæði samningsins um heimild lánveitanda til að umreikna lán í erlendummyntum í íslenskar krónur við gjaldfellingu þeirra og reikna á þau dráttarvextisamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 samræmast því einnig að lántaka hafi,á grundvelli samningsins, verið unnt að óska eftir lánum í erlendum myntum.Eins og að framan greinir skyldu lánsbeiðnir vegna hverslánshluta vera á formi sem var fylgiskjal A með samningnum og skyldi stefnanditiltaka á lánsbeiðnum í hvaða gjaldmiðli lánið ætti að vera og að hvaðaupphæð. Á lánsbeiðnum skyldi jafnframttiltaka fullt nafn og kennitölu lántaka, lántökudag lánshlutans, vaxtakjör oggjalddaga, ráðstöfunarreikning og skuldfærslureikning. Þá skyldi lántaki undirrita og staðfestalánsbeiðnir.Samkvæmt þeim átta lánsbeiðnum sem undirritaðar voru afstefnanda á grundvelli viðskiptasamningsins var fjárhæð lánsins ávallttilgreind í íslenskum krónum en hlutfall hinna erlendu gjaldmiðla, 50%svissneskir frankar og 50% japönsk jen.Á öllum lánsbeiðnum, að þeirri fyrstu undanskilinni, erráðstöfunarreikningur tilgreindur tékkareikningur stefnanda í íslenskumkrónum. Þá liggur fyrir að stefndistaðfesti lánsbeiðnir og samþykkti í verki, í öllum átta tilvikum, með útborgunlána í íslenskum krónum inn á tilgreindan tékkareikning stefnanda. Hins vegar eru vaxtakjör á öllum lánsbeiðnumtilgreind sem LIBOR-vextir með 0,7% álagi en samkvæmt samningnum sem lá tilgrundvallar lánsbeiðnunum skyldu vaxtakjör lánshluta í erlendum gjaldmiðlumvera LIBOR-vextir en vaxtakjör lánshluta í íslenskum krónum veraREIBOR-vextir. Þá liggur jafnframt fyrirað millifærslur voru framkvæmdar af bankanum á svissneskum frönkum og japönskumjenum í tengslum við lánveitingarnar milli reikninga í eigu bankans oglánsleggir stofnaðir í framangreindum gjaldmiðlum. Erlendir gjaldmiðlar voru þó ekki afhentirstefnanda með beinum hætti við útgreiðslu lánanna, þegar stefndi efndiaðalskyldu sína samkvæmt samningnum.Óumdeilt er að stefnandi dró á reikningslánalínuna samtals635.000.000 króna. Sem fyrr segir vargjalddagi allra lánanna átta 1. ágúst 2007.Skuldfærslureikningur er ekki tiltekinn á neinni af þeim áttalánsbeiðnum sem lágu til grundvallar lánum stefnanda. Samkvæmt grein 7.1 í viðskiptasamningnum, semeinnig lá til grundvallar lánunum, var stefnanda heimilt að greiða af lánunum ííslenskum krónum sem og í lántökumyntum.Samkvæmt framlögðum greiðslukvittunum endurgreiddi stefnandi 47.500.000krónur 16. febrúar 2007 og 180.105.668 krónur 20. febrúar 2007. Var síðari greiðslan dregin af framangreindumtékkareikningi stefnanda í íslenskum krónum.Framlögð færsluyfirlit bera með sér að bankinn hafi framkvæmtmillifærslur á svissneskum frönkum og japönskum jenum í tengslum viðinnborganir stefnanda á lánin en erlendir gjaldmiðlar virðast ekki hafa veriðafhentir stefnda með beinum hætti við framangreindar afborganir stefnanda.Með undirritun á lánsbeiðni, fylgiskjal A við samninginn,óskaði stefnandi eftir framlengingu á eftirstöðvum lána sinna samkvæmtviðskiptasamningi aðila frá 22. september 2006.Lántökudagur er tilgreindur 1. ágúst 2007 en beiðnin virðist undirrituð29. ágúst 2007. Nýr gjalddagi ersamkvæmt beiðninni 16. október 2007. Meðbeiðninni er ekki farið fram á framlengingu einstakra lána samkvæmt fyrrilánsbeiðnum stefnanda heldur eru eftirstöðvar lánanna lagðar saman, aukáfallinna vaxta, og nýr höfuðstóll myndaður í svissneskum frönkum og japönskumjenum. Kemur fram á beiðninni að mynt ogupphæð sé 3.707.036,05 svissneskir frankar og 353.892.665 japönsk jen. Vaxtakjör eru sem fyrr LIBOR-vextir auk 0,7 %álags. Nýr höfuðstóll lánanna er hvergitilgreindur í íslenskum krónum.Samkvæmt framlögðum yfirlitum og kaupnótum voru myndaðirtveir nýir leggir vegna framlengingarinnar, annar í svissneskum frönkum og hinní japönskum jenum. Þrátt fyrir að ekkertfé hafi skipt um hendur við framangreinda framlengingarbeiðni er ljóst að meðbeiðninni, sem staðfest var af hálfu Landsbanka Íslands hf., var samið umskilmálabreytingu sem fól í sér að eftirstöðvar lána stefnanda, ásamt áföllnumvöxtum, mynduðu nýjan höfuðstól í erlendum gjaldmiðlum. Verður því litið svo á að meðskilmálabreytingunni hafi verið samið um að lánið skyldi eftirleiðis vera íþeim erlendu gjaldmiðlum sem þar greinir. Gildir þá einu þótt ekkert fé hafiskipt um hendur enda fela skilmálabreytingar lána eðli málsins samkvæmt í sérað skilmálum láns, sem þegar hafi verið veitt, er breytt. Styður þaðframangreinda niðurstöðu að eftirstöðvar láns stefnanda voru eftirleiðis aðeinstilgreindar í hinum erlendu gjaldmiðlum.Þá liggur fyrir að eftir skilmálabreytinguna sem undirrituðvar 29. ágúst 2007 greiddi stefnandi aðeins af láninu í erlendum gjaldmiðlum,evrum og bandaríkjadölum. Hefurstefnandi ekki lagt neitt fram um að hann hafi keypt íslenskar krónur fyrirgjaldeyrinn og þær notaðar til greiðslu lánsins, eins og haldið er fram ístefnu málsins.Samkvæmt framlögðum greiðslukvittunum greiddi stefnandisamtals 1.661.000 evrur og 51.583,44 bandaríkjadali inn á lánið 4. febrúar 2009og var allt féð notað til að kaupa svissneska franka og greiða upp þann leggláns stefnanda sem var í svissneskum frönkum.Enn ein beiðnin um framlengingu lánsins var undirrituð 21. júlí 2009 ogþá óskað eftir framlengingu gjalddaga til 4. september 2009. Eru eftirstöðvar lánsins þá aðeins tilgreindarí japönskum jenum enda sá leggur lánsins sem var í svissneskum frönkum greiddurtil fulls.Sama dag, 21. júlí 2009, var undirritaður, af hálfu beggjaaðila, viðauki við viðskiptasamning aðila um reikningslánalínu. Í viðaukanum er meginefni samningsins lýst ígrófum dráttum. Því næst segir að NBIhf., nú stefndi, hafi tekið yfir réttindi og skyldur Landsbanka Íslands hf.samkvæmt samningnum í samræmi við ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Þá segir að stefnandi og stefndi geristásáttir um eftirfarandi breytingar á samningnum: „Lánsheimild skv. gr. 2.1.breytist þannig að bankinn skal hafa til reiðu fyrir lántaka reikningslánalínuað fjárhæð kr. 290.000.000,-, krónur [...] Samningurinn telst að fulluádreginn.“ Gildistíma er breytt til 4.september 2009 og tekið fram að samningurinn haldist að öðru leytióbreyttur. Loks er tekið fram aðstefnandi samþykki að tékkareikningur hans í íslenskum krónum verði skuldfærðurfyrir kostnaði við gerð viðaukans.Samkvæmt orðanna hljóðan lýtur viðaukinn að lánsheimildreikningslánalínunnar samkvæmt viðskiptasamningi aðila.Loks greiddi stefnandi 1.732.910,86 evrur 22. desember2009. Samkvæmt framlagðrigreiðslukvittun voru japönsk jen keypt fyrir evrurnar og sá leggur lánannagreiddur upp.Að öllu framangreindu virtu verður að leggja til grundvallarað lán stefnanda hafi, eftir skilmálabreytinguna sem undirrituð var 29. ágúst2007, verið í erlendum gjaldmiðlum.Ekki er fallist á þau sjónarmið stefnanda að bankanum hafiverið ómögulegt að gera löglegan lánssamning við stefnanda um lán í erlendumgjaldmiðlum og er um það vísað til fjölmargra dóma Hæstaréttar Íslands umlöglega samninga þess efnis. Þá er ekkifallist á það með stefnanda að ósanngjarnt sé af hálfu stefnda að berasamninginn fyrir sig og andstætt góðri viðskiptavenju, samkvæmt 36. gr. laganr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Verður ekki fallist á það með stefnanda aðþróun efnahagsmála á Íslandi verði virt sem brostin forsenda sem haft getiáhrif á greiðsluskyldu hans eða að víkja beri samningnum til hliðar samkvæmt36. gr. laga nr. 7/1936. Stefnandibyggir jafnframt á því að lánið hafi verið ósamrýmanlegt eðlilegum ogheilbrigðum viðskiptaháttum og venjum á fjármálamarkaði samkvæmt 1. mgr. 19.gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.Enn fremur að meðferð lánanna hjá stefnda hafi ekki verið í samræmi viðlög nr. 107/2009 og að stefndi hafi auðgast með ólögmætum hætti á kostnaðstefnanda. Vísar stefnandi til þess aðverðmæti umþrætts láns hafi verið fært niður við yfirfærslu þess frá LandsbankaÍslands hf. til stefnda en að stefndi hafi engu að síður innheimt lánið aðfullu sem meint lögmætt lán í erlendum gjaldmiðlum í stað þess að innheimtakröfuna með hliðsjón af metnu sannvirði hennar.Stefnandi leggur ekki fram gögn þessum fullyrðingum til stuðnings eðatiltekur hve mikið hann telur sig hafa ofgreitt af láninu á þessumgrundvelli. Þá hafa lánssamningar millilánastofnana annars vegar og einstaklinga og lögaðila hins vegar um lán íerlendum gjaldmiðlum ítrekað verið dæmdir lögmætir í dómum Hæstaréttar Íslands.Með því að lán stefnanda hafi eftir skilmálabreytinguna 29.ágúst 2007 ótvírætt verið í erlendum gjaldmiðlum fellur lánið ekki undir ákvæðiVI. kafla laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Í ljósi þess og eins og málatilbúnaðurstefnanda er fram settur verður ekki talið að hann hafi sýnt fram á að hanneigi kröfu á hendur stefnda vegna endurgreiðslu lánsins. Verður stefndi því sýknaður af kröfumstefnanda í máli þessu.Eftir þessari niðurstöðu þykir rétt, samkvæmt 1. mgr. 130.gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, að dæma stefnanda til að greiðastefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 800.000 krónur.Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð:Stefndi, Landsbankinn hf., er sýkn af kröfum stefnanda, KSÍehf.Stefnandi greiði stefnda800.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 403/2017 | Samningur Umboð Einkahlutafélag | R ehf. höfðaði mál á hendur B ehf. og krafðist viðurkenningar á því að í gildi væri samningur á milli aðila um að B ehf. sæti einn, og án útboðs, að allri jarðvegsvinnu og steypusölu vegna nánar tilgreindra framkvæmda gegn því að B ehf. flytti starfsemi sína af athafnasvæði sínu og að R ehf. keypti þær eignir B ehf. sem eftir stæðu og hann gæti ekki nýtt. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki yrði talið sannað, gegn mótmælum B ehf., að endanlegt samkomulag hefði verið komið á milli aðila. Þá hefði M, sem setið hefði á samráðsfundi vegna málsins fyrir hönd B ehf., ekki haft heimild til að skuldbinda B ehf. og ekki haft umboð til slíks. Var B ehf. sýknaður af kröfum R ehf. Í dómi Hæstaréttar kom fram að á þessum tíma hefði M verið búinn að selja allt hlutafé sitt í B ehf., vikið úr stjórn hans og látið af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins. M hefði því ekki haft heimild til að skuldbinda B ehf. og breytti í því tilliti engu þótt B ehf. hefði falið honum að hafa milligöngu í viðræðum við R ehf. um málefni félagsins. Þá væri ósannað að B ehf. hefði síðar skuldbundið sig í þá veru sem í dómkröfum greindi. Að þessu gættu staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hins áfrýjaða dóms með vísan til forsendna hans. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og BenediktBogason og Ragnhildur Helgadóttir prófessor. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. júní 2017. Hann krefstviðurkenningar á því að í gildi sé samningur á milli aðila um að stefndi sætieinn og án útboðs að allri jarðvegsvinnu og steypusölu vegna framkvæmda viðhótel og golfvöll á Siglufirði gegn því að stefndi flytti starfsemi sína afnúverandi athafnarsvæði á Egilstanga 1 til 3 og að áfrýjandi keypti þær eignirstefnda sem eftir stæðu og hann gæti ekki nýtt. Þá krefst áfrýjandimálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómireisir áfrýjandi málatilbúnað sinn á því að hann hafi vorið 2012 gertsamkomulag við Magnús Jónasson fyrir hönd stefnda þess efnis sem greinir ídómkröfu hans. Á þeim tíma mun Magnús hafa verið búinn að selja allt hlutafésitt í stefnda og hafði vikið úr stjórn hans og látið af stöfum semframkvæmdastjóri félagsins. Að þessu gættu hafði Magnús enga heimild til aðskuldbinda stefnda og breytir í því tilliti engu þótt stefndi hafi falið honumað hafa milligöngu í viðræðum við áfrýjanda um málefni félagsins. Þá er ósannaðað stefndi hafi síðar skuldbundið sig í þá veru sem greinir í dómkröfuáfrýjanda. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdómsverður hann staðfestur.Áfrýjanda verður gert að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Rauðka ehf., greiðistefnda, Bási ehf., 1.000.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra þriðjudaginn 18. apríl2017Mál þetta vardómtekið 22. febrúar sl. Það var höfðað26. maí 2016.Stefnandi erRauðka ehf., Gránugötu 19, Siglufirði. Stefndi er Bás ehf., Egilstanga 1,Siglufirði. Fyrirsvarsmaður stefnda er stjórnarformaður hans, Hilmar ÞórZophoníasson.Stefnandikrefst viðurkenningar á því að í gildi sé samningur á milli málsaðila um aðstefndi sitji einn og án útboðs að allri jarðvegsvinnu og steypusölu vegnaframkvæmda við hótel og golfvöll á Siglufirði, gegn því að flytja starfsemisína af núverandi athafnasvæði á Egilstanga 1-3 og að stefnandi kaupi þæreignir stefnda sem eftir standi og stefndi geti ekki nýtt. Þá er krafist málskostnaðar.Stefndikrefst þess að verða sýknaður af kröfum stefnanda og málskostnaðar að matidómsins.Kröfu stefndaum frávísun var hrundið með úrskurði 28. september 2016.IÞann 6. júní1983 leigði Siglufjarðarbær Átaki hf., með heimili að Gránugötu 24, Siglufirði,byggingarlóð úr landi Hafnar með nafninu Hauganes nr. 1. Átti leigusamningurinnað vera til fimmtíu ára og þá skyldi lóðin falla aftur til bæjarins. Mun hérvera um að ræða lóðina sem stefndi athafnar sig á og deilt er um í þessu málihvort hann hafi lofað að yfirgefa.Þann 28.apríl 2012 gerðu bæjarstjóri Fjallabyggðar og stefnandi samkomulag um ýmisverkefni. Þar segir um uppfyllingu við innri höfn í 2. tl. A kafla, aðforsvarsmenn stefnanda telji svæðið eins og það sé nýtt ekki samrýmasthugmyndum sínum um heildarmynd af því umhverfi sem þeir óski að starfa í. Hafistefnandi lagt fram teikningu sem sýni hugmyndir um nýtingu svæðisins. Þá segirað fyrir liggi að lóðin eins og hún sé þarna sýnd sé í samræmi við skipulag enhluti hennar sé leigður stefnda. Að því frátöldu fari hugmyndir stefnanda umnýtingu svæðisins saman við skipulagið. Stefnandi og stefndi hafi verið íviðræðum um að starfsemi stefnda verði flutt af svæðinu og það ræktað upp. Þásegir að Fjallabyggð telji ekkert því til fyrirstöðu að aðstoða stefnda við aðfá nýja lóð undir starfsemina verði eftir því leitað af hálfu stefnda.Fjallabyggð muni sjá til þess að gengið verði frá svæðinu þar sem áhersla sélögð á útivistargildi þess og að byggð sé einungis meðfram þjóðvegi og ísamræmi við skipulag vestan núverandi athafnasvæðis stefnda.Þann 3.febrúar 2013 sótti Hilmar Zophoníasson fyrir hönd stefnda um úthlutun á lóðumnr. 12 og nr. 2 við Ránargötu í Fjallabyggð. Segir í umsókninni að hugmyndstefnda sé að reisa iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 12 og hafa steypustöð ogefnisvinnslu ásamt efnisgeymslu á lóð nr. 2 við Ránargötu. Sé umsóknin vegnafyrirhugaðs flutnings á aðstöðu stefnda á Egilstanga 1-3 samkvæmt samkomulagi.Samkvæmtyfirliti um fundarbókanir varðandi umsókn stefnda um lóðir að Ránargötu 2 og 12varð niðurstaða 5. febrúar 2015 á þann veg að skipulags- og umhverfisnefndsamþykkti að úthluta stefnda lóð nr. 12, en lóð nr. 2 væri ekki hæf tilúthlutunar fyrr en búið væri að ganga frá henni í samræmi við deiliskipulag.Þann 13. júlí 2015 var málið tekið upp að nýju og stefnda úthlutað lóð nr. 2við Ránargötu.Þann 30.nóvember 2015 ritaði Sveinn Zophoníasson fyrir hönd stefnda bréf tiltæknideildar Fjallabyggðar vegna tillögu um breytt aðalskipulag Fjallabyggðarað því er varðaði breytta landnotkun á Leirutanga. Kvaðst hann vilja koma áframfæri athugasemdum í þá veru að steypustöð stefnda hefði verið starfrækt áEgilstanga 1 síðan 1975. Eftir að hafa rakið nokkuð sögu stöðvarinnar kvaðsthann vilja koma því á framfæri að ekkert samkomulag hefði verið gert umflutning fyrirtækisins af svæðinu og að yrði athafnasvæði stöðvarinnar minnkaðverulega myndi það skerða starfsgetu hennar mikið og því sé hafnað að svæðiðverði skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota fyrir tjaldstæði o.fl.Fyrirsvarsmaðurstefnanda, Róbert Guðfinnsson, ritaði bæjarstjóra Fjallabyggðar bréf 9.desember 2013, þar sem reifað var hvernig gengið hefði að framkvæma samkomulagFjallabyggðar og stefnanda um fjárfestingar og uppbyggingu á Siglufirði. Þarsegir að stefnandi og stefndi hafi verið í viðræðum um að starfsemi stefndayrði flutt af svæðinu, þ.e. Egilstanga og það ræktað upp. Fram hafi komið aðFjallabyggð telji ekkert því til fyrirstöðu að aðstoða stefnda við að fá nýjalóð undir starfsemina og muni sjá til þess að gengið verði frá svæðinu þar sem áherslasé lögð á útivistargildi þess og að byggð sé einungis meðfram þjóðvegi og ísamræmi við skipulag vestan núverandi athafnasvæðis stefnda. Segir loks að meðbréfinu sé óskað eftir formlegum viðræðum sem fyrst við bæjaryfirvöld um þennanverkþátt o.fl. þannig að unnt sé að setja upp tímaáætlun um framkvæmdina.Bréfið vartekið fyrir 18. desember 2013 á bæjarráðsfundi og var ákveðið að boða tilsamráðsfundar í janúar. Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður ritaði minnisblaðum þennan fund dagsett 18. janúar 2014. Segir þar að fundurinn hafi veriðhaldinn daginn áður og hafi setið hann m.a. Magnús Jónasson, RóbertGuðfinnsson, bæjarstjóri og Valtýr sjálfur. Í þessu minnisblaði segir aðstefndi hyggist flytja starfsemi sína fljótlega af uppfyllingunni á athafnasvæðisínu. Magnús Jónasson hafi gert grein fyrir lauslegri þörf stefnda fyrirathafnarými sem þyrfti ekki að vera stórt og bent á að vilji þeirra stæðijafnvel til að samtengja athafnasvæði þeirra vestari enda mjölhússins auk þessað nota malargryfjur í Selgili fyrir efnisgeymslu. Síðan segir í minnisblaðinuað í málefnalegum umræðum sem um hafi farið í kjölfarið hafi fundarmenn veriðsammála í öllum atriðum.Ljóst er aðstefnandi taldi að Magnús Jónasson kæmi fram í umboði stefnda, en stefndi erþví ósammála. Verður nánar vikið að þessum þætti síðar.Á fundi semvar haldinn 14. apríl 2014 og var setinn af m.a. bæjarstjóra, RóbertiGuðfinnssyni, Magnúsi Jónassyni og Valtý Sigurðssyni, sem ritaði fundargerð,kom fram hjá Róberti Guðfinnssyni að uppi væru hugmyndir um að stefnandi keyptieignir stefnda á uppfyllingunni og kynni það að hafa áhrif á frekari þróunsvæðisins í kringum húsin.Fundur varhaldinn 6. júní 2015 og ritaði Valtýr Sigurðsson um hann minnisblað. Áfundinum voru Sveinn Zophoníasson, Hilmar Zophoníasson, Magnús Jónasson, ValtýrSigurðsson og Róbert Guðfinnsson. Fundarefnið var að fara yfir álitamálvarðandi flutning stefnda af svæðinu. Er í minnisblaðinu fyrst reifað hvaðliggi fyrir skjalfest um málið og hefur það þegar verið rakið hér að framan.Síðan segir að Róbert Guðfinnsson hafi farið yfir sögu málsins og þær forsendursem gengið hafi verið út frá í byrjun, sem hafi verið að stefndi sæti án útboðsað vinnu við byggingu hótels o.fl., en flytti þess í stað starfsemi sína aftanganum. Til að greiða fyrir flutningunum keypti stefnandi þær eignir stefndasem eftir stæðu á svæðinu og stefndi gæti ekki nýtt. Aldrei hafi staðið til aðstefnandi greiddi kostnað sem af flutningi stefnda leiddi. Ljóst hafi verið afhálfu stefnda að forsendur væru nú breyttar frá fyrri hugmyndum, svo sem umstærð steypustöðvar, notkun á mjölhúsi og um geymslu efnis í malargryfju íSelsgili. Fram hafi komið að til að taka niður gömlu steypustöðina þyrfti aðrífa húsið og byggja nýtt. Þá þyrfti að byggja yfir fyrirtækið sem slíkt og tíustarfsmenn þess. Flutningur á starfseminni gæti því kostað 150 til 200milljónir króna sem stefndi réði ekki við. Þá hefði stefndi fengið úthlutað lóðsem engan veginn nægði honum. Vegna steypuverks í Fljótum þyrfti stefndi að steypamikið næsta vetur og því þyrfti stöðin að vera á svæðinu til vors 2016. Þá værispurning um stærð nýrrar stöðvar vegna óvissu um verkefni á næstu árum. Segirsíðan að skipst hafi verið á skoðunum um málið og m.a. varpað þar fram þeirrihugmynd að stefndi gerði stefnanda tilboð um kaup á tilteknum húsum áEgilstanga.Í kjölfarfundarins hafi Magnús, Valtýr og Hilmar farið á fund bæjarstjóra og farið yfirmálið. Hafi orðið niðurstaðan að stefndi fengi úthlutað lóð við hlið lóðarOlíudreifingar hf. á næsta fundi bæjarstjórnar. Kannað yrði hvort lóðOlíudreifingar hf. væri föl þannig að stefndi gæti notað báðar lóðirnar ogskilað þeirri lóð sem honum hefði nýlega verið úthlutað. Hafi bæjarstjóri lagtríka áherslu á að þetta mál yrði leyst þegar í stað og ákveðið hvenær stefndiflytti af svæðinu.Síðan segir íminnisblaði Valtýs að hann telji ekki ágreining um að það sé rétt sem hafikomið fram hjá Róberti um forsendur fyrir flutningi stefnda af svæðinu. Ségríðarlega þýðingarmikið að samkomulag um flutning stefnda af svæðinu verðivirt og álitamál sem uppi séu verði leyst þegar í stað. Takist það ekki séutveir áfangar samkomulagsins frá 2012 í uppnámi. Stefndi þurfi þegar í stað aðtaka ákvörðun um hvort og hvenær hann flytji af svæðinu. Hann þurfi að taka ákvörðunum kaup á nýrri eða notaðri steypustöð ef það svari ekki kostnaði að endurreisahina. Þá þurfi að ráðast í að byggja nýja aðstöðu en ætla verði að fullreynt séað húsnæði sem sé fyrir á svæðinu nýtist ekki. Þá þurfi stefndi að óska eftirþví að stefnandi kaupi tilteknar eignir á ákveðnu verði.Enn varfundað 8. júlí 2015 og komu þá saman Sveinn Zophoníasson, Hilmar Zophoníasson,Magnús Jónasson og Valtýr Sigurðsson. Segir í fundargerð sem Valtýr ritaði aðfundarefnið hafi verið að fara yfir stöðu máls frá því að stefndi setti framverðhugmynd um kostnað við að flytja starfsemi sína og viðbrögð við því. Þarsegir að stefndi telji nú ljóst að hann muni ekki flytja neitt af byggingum semá svæðinu séu á nýjan stað, þannig að spurning sé um að verðleggja húsin. Framhafi komið að 80 milljónir séu sú upphæð sem hann vilji fá og það að kosti aðkoma starfseminni í gang á nýjum stað. Flutninginn sjálfan greiði hann. Séóskað tilboðs eða hugmynda frá stefnanda, sé hann ósáttur við þessa tölu. Þávarpi stefndi fram þeirri hugmynd að allar vélar, bílar og efni yrðu flutt afsvæðinu, auk þess sem „stóri tankurinn yrði felldur og sá minni minnkaður um1/3“. Aðeins yrði þá eftir steypustöðin sem slík sem yrði rekin áfram.Mögulegt væri að setja upp manir til að minnka sjónræn áhrif. Þessi hús yrðumáluð og svæðið gert snyrtilegt. Vík mætti gera framan við geymana til aðsjósetja báta. Vilji væri til þess að fá að geyma tæki stefnda í mjölhúsinuyfir veturinn. Af hálfu stefnda hafi verið upplýst að við þessa breytingu yrðilítil sem engin umferð þungra bíla niður á tangann yfir sumarið fyrir utansteypubíla. Umferð steypubíla væri að jafnaði tveir bílar á dag og hæfiststarfsemin um klukkan átta á morgnanna.Fundað var áný 18. júlí og voru þar mættir Zophoníassynir og Valtýr Sigurðsson. Var fariðítrekað yfir málið og ákveðið að halda áfram að ræða verðhugmyndir. Síðan segirað Valtýr hafi eftir fundinn rætt í síma við Róbert Guðfinnsson, sem hafi bentá samkomulagið um að stefndi flytti af svæðinu gegn því að sitja án útboðs aðvinnu við hótel. Boð stefnanda um að kaupa eignir sem eftir yrðu á svæðinu ogstefndi gæti ekki nýtt hefði verið sett fram í tengslum við nýtingu stefnda ávestari enda mjölhússins, en stefndi hafi ætlað að flytja vélageymsluna þangaðog stefnandi myndi þá kaupa steinsteypta efnisgeymslu.Í beinuframhaldi af þessu hafi Valtýr rætt símleiðis við Magnús Jónasson sem hafi bentá að þegar rætt hafi verið um flutning á vélageymslu hafi staðið til að setjahana á grunn mjölhúss sem þá hafi staðið til að rífa. Þannig hefði grunnursparast. Þetta væri ekki lengur fyrir hendi og því borgaði sig ekki að flytjahúsið. Þegar stefndi flytti steypustöðina yrði hús sem hún stæði á rifið. Þástæðu eftir á lóðinni vélageymsla, stálgrindarhús og geymsla fyrir aftansteypustöðina, fyrir utan efnisgeymsluna sem þegar lægi fyrir að stefnandiværi tilbúinn að kaupa. Magnús hafi velt því fyrir sér hvort unnt væri að fámat á verðmæti þeirra húsa sem að eftir stæðu samkvæmt þessu.Ekkertsamkomulag náðist upp úr þessu. Sáttatilraun dómara við aðalmeðferð bar ekkiárangur.IIStefnandikveðst byggja kröfu sína á því að komist hafi á bindandi samningur milli aðilaum að stefndi flytti starfsemi sína af tanganum gegn því að stefndi sæti ánútboðs að allri jarðvegsvinnu og steypusölu vegna framkvæmda við hótel oggolfvöll á svæðinu. Stefnandi hafi jafnframt skuldbundið sig til að kaupa afstefnda þær eignir sem eftir stæðu á svæðinu og stefndi gæti ekki nýtt vegnaflutninganna. Stefnandi kveðst vísa til þess að fyrirsvarsmenn stefnda ogumboðsmaður hans hafi setið marga fundi með stefnanda þar sem flutningurstefnda hafi verið til umræðu. Fundargerðir sýni fram á að enginn vafi hafiverið um gildi samningsins. Þá hafi stjórnarformaður stefnda vísað til hans íumsókn um lóðir fyrir nýtt athafnasvæði fyrir stefnda þann 3. febrúar 2013.Stefndi hafi því viðurkennt í verki og orði að samningur hafi komist á um aðstefnda væri skylt að flytja starfsemi sína af athafnasvæðinu. Stefnandi vísartil fundargerðar 17. janúar 2014 þar sem Magnús Jónasson hafi talið að unntværi að flytja starfsemina fljótlega af tanganum. Þá megi sjá af fundum meðfyrirsvarsmönnum stefnda 6. júní 2015, 8. júlí 2015 og 18. júlí 2015 að aldreihafi komið fram mótmæli gegn því að samkomulag væri um að stefndi flytti aftanganum. Þá liggi fyrir fjöldi tölvupósta sem sýni að fyrirsvarsmenn stefndahafi verið í viðræðum og samráði við stefnanda um framkvæmd samningsins. Ásíðari stigum hafi risið ágreiningur varðandi þann þátt sem varði greiðslurvegna flutningsins. Kveðst stefnandi vísa til þess að stefndi hafi fyrst áárinu 2015 krafist þess að stefnandi greiddi allan kostnað vegna flutningsstefnda, sem stefndi hafi talið nema um 150 til 200 milljónum króna. Af hálfustefnanda hafi þessu sjónarmiði stefnda verið mótmælt, enda hafi aldrei veriðum það samið að greiða allan flutningskostnaðinn, heldur aðeins fyrir ákveðnareignir stefnda. Samkvæmt fundargerð frá 8. júní 2015 hafi komið fram hugmyndstefnda um að stefnandi keypti eignir fyrir 80 milljónir króna, en stefndi sæium flutninginn. Með tölvupósti stefnda frá 15. júní 2015 hafi einnig veriðtekið fram að hann teldi sig þurfa að verðleggja eignirnar á um 80 milljónirkróna. Þessum pósti hafi verið svarað 16. júní 2015 og það ítrekað sem framhafi komið í fundargerðinni að stefndi myndi óska eftir því við stefnanda aðhann keypti tilteknar eignir á ákveðnu verði, því það hafi ekki verið gert meðverðtilboðinu. Ekkert frekari tilboð hafi verið sett fram. Það hafi fyrst veriðmeð bréfi Sveins Zophoníassonar 30. nóvember 2015 til Fjallabyggðar vegnabreytingar á aðalskipulagi sem því hafi verið haldið fram að ekkert samkomulaghafi verið gert um flutning stefnda á svæðinu. Þessi afstaða hafi verið ítrekuðmeð bréfi lögmanns stefnda 8. apríl 2016 en þetta stangist á við gögn málsinsþar sem fram kemur að Sveinn hafi setið fundi með stefnanda þar sem ekki hafiverið talið til umræðu hvort stefndi ætti að flytja starfsemi sína, heldur meðhvaða hætti það yrði gert. Lögmaður stefnda hafi ýjað að því í bréfi 30. nóvember2015 að Magnús Jónasson hefði ekki haft umboð til þess að skuldbinda stefnda oghafi stefndi vísað til Magnúsar sem manns sem á þeim tíma hafi ekki haft neintengsl við félagið né heimild til að skuldbinda það. Kveðst stefnandi mótmælaþessu, Magnús hafi haft mikil tengsl við stefnda og komið fram fyrir hans höndalmennt út á við með samþykki stjórnar stefnda og í umboði hennar. Hann hafiverið framkvæmdastjóri stefnda frá 1. júní 1997 og setið í stjórn hans á samatíma og haldið á prókúruumboði fyrir hann. Samkvæmt upplýsingum úrhlutafélagaskrá hafi verið skráðar breytingar á stjórn stefnda 11. janúar 2012og hafi eiginkona Magnúsar, Hrönn Fanndal, tekið við framkvæmdastjórn. Þá beriskráningin með sér að Hilmar Zophoníasson og Hrönn Fanndal hafi upp frá þvífarið með prókúru fyrir félagið. Þrátt fyrir þessa breytingu á skráningu liggifyrir að Magnús hafi komið fram fyrir hönd stefnda allt til haustsins 2015 ogekki eingöngu í samskiptum við stefnanda. Til sama tíma hafi hann auk þess haftaðgang að bankareikningum félagsins og annast millifærslur af þeim. Líkt og sjámegi af fundargerðum hafi stjórnarformaður og meðstjórnandi stefnda setið fundimeð Magnúsi og stefnanda. Sé þannig fullljóst að stefndi hafi vitað afsamningaviðræðum Magnúsar við stefnanda og aldrei gert athugasemdir við þær.Róbert Guðfinnsson hafi gengið sérstaklega eftir því fyrir hönd stefnanda aðfullvissa sig um að einhugur væri um málið meðal eigenda stefnda ogsamningurinn yrði staðfestur skriflega. Hafi aðaleigendur stefnda staðfestþennan skilning og óskað sérstaklega eftir því að Magnús kæmi að því þegar hannkæmi til vinnu á nýjan leik eftir veikindin. Stefnandi kveðst sérstaklega viljabenda á að á fundi 6. júní 2015 sem Magnús Jónasson hafi setið ásamtZophoníassonum, sem séu stærstu eigendur stefnda, hafi í upphafi fundarinsverið farið yfir fundinn 17. janúar 2014 þar sem Magnús hafi lýst því yfirfyrir hönd stefnda að stefndi hygðist flytja fljótlega. Engar athugasemdir hafikomið fram þess efnis að Magnús væri án umboðs eða hann hefði farið út fyrirumboð sitt. Stefnandi kveðst því telja ljóst að Magnús hafi komið fram semumboðsmaður stefnda við samningaviðræðurnar og haft heimild til þess aðskuldbinda stefnda, en verði ekki á það fallist, kveðst stefnandi byggja á þvíað samningur milli stefnanda og stefnda hafi allt að einu komist á þar sem mennsem hafi haft slíkt umboð og m.a. verið stærstu eigendur stefnda, setið ístjórn hans og farið með prókúru, hafi á fundum þeim sem hafi verið haldnir ummálið, staðfest að samningurinn væri til staðar og þannig í raun fallist ágerðir Magnúsar. Kveðst stefnandi benda á að samþykki umbjóðanda þurfi ekki aðhafa komið fram berum orðum svo eftirfarandi samþykki teljist hafa verið veitt,heldur geti aðgerðarleysi eftir atvikum jafngilt beinu samþykki. Samþykkistefnda hafi ekki aðeins verið fullnægt með aðgerðarleysi stefnda, erstjórnendum stefnda hafi orðið ljóst um hvað Magnús Jónasson hefði samið fyrirstefnda við stefnanda, heldur hafi stefndi unnið eftir samkomulaginu. Ágreiningurhafi þannig ekki verið um skyldur stefnda til að flytja starfsemi sína á nýttstarfssvæði. Stefnandi kveðst byggja á því að stjórn stefnda hafi meðsjálfstæðum hætti skuldbundið stefnda við samkomulagið. Svo sem fundargerðirog önnur gögn máls staðfesti hafi stjórnarformaður og meðstjórnandifélagsstjórnar haldið fundi með stefnanda og staðfest þar gildi samkomulagsins.Þessir aðilar hafi haft heimild til að rita firmað. Verði komist að þeirriniðurstöðu að stjórnarmenn hafi ekki haft heimild til samningsgerðar gagnvartfélaginu sé áskilinn réttur til að höfða skaðabótamál gegn þeim persónulega.Stefndi hafi í öndverðu augljóslega ætlað að standa við samninginn. Hann hafisótt fljótlega um lóð fyrir alla starfsemi félagsins á nýjum stað, með vísantil samkomulagsins. Eins og rakið hafi verið hafi stefndi nú fengið báðarlóðirnar sem hann hafi óskað eftir. Allt hafi þetta verið gert á grundvellisamkomulagsins og viljayfirlýsingu Fjallabyggðar um að greiða fyrir því aðstefndi fengi úthlutað nýrri lóð fyrir starfsemi sína. Stefnandi kveðst vísatil þess að samningnum hafi verið fylgt í framkvæmd, þannig hafi stefnandi efntþann hluta samningsins að stefndi sæti einn að jarðvegs- og steypuframkvæmdumfyrir stefnanda. Greiðslur til stefnda vegna þessa hafi á árunum 2012 til 2015vegna golfvallarins og hótelsins numið samtals 286.982.056 krónum. Þá hafistefnandi margoft lýst því yfir að hann væri reiðubúinn til að kaupa mannvirkiá lóðinni, þau sem stefndi hygðist ekki flytja. Stefnandi hafi krafist þess aðstefndi tilgreindi þau mannvirki sem eftir standi og verð þeirra. Þannig hafistefnandi veitt atbeina sinn til efnda á þessum hluta samningsins. Stefnandigeti ekki uppfyllt það að greiða fyrir viðkomandi eignir, fyrr en það liggifyrir hverjar þær séu sem stefndi nýti ekki á nýrri starfsstöð. Hafi enda veriðbókað á fundi að stefndi þyrfti að óska eftir því að stefnandi keypti tilteknareignir á ákveðnu verði.Stefnandikveðst byggja á því að skylda stefnda til að flytja starfsemi sína af tanganumsé þegar orðin virk, en með bréfi stefnanda dagsettu 23. mars 2016 hafi þessverið formlega krafist að hann flytti og jafnframt lýst yfir vilja til að kaupaþær eignir sem eftir stæðu. Hafi verið hvatt til áframhaldandi viðræðna um verðþeirra eða að kvaddir yrðu til matsmenn til að verðleggja þær. Þessu hafistefndi hafnað.Stefnandikveðst vísa til meginreglu kröfuréttar um að ef ekki sé samið um verð skulikaupandi greiða það verð sem upp sé sett sé það ekki ósanngjarnt. Þegar þaðliggi fyrir hvaða eignir stefndi nýti ekki á nýrri starfsstöð reyni fyrst áþann hluta samningsins um greiðslur fyrir eignirnar. Niðurstaða um verð þeirraráðist þá annað hvort af samkomulagi eða að mati dómkvaddra manna. Stefnandikveðst vísa til meginreglna samninga- og kröfuréttar um skuldbindingagildisamninga, reglna um umboð samkvæmt lögum nr. 7, 1936 og til laga umeinkahlutafélög nr. 138, 1994.IIIStefndikveðst byggja sýknukröfu á því að ekki hafi verið kominn á samningur umflutning stefnda af athafnasvæði sínu. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað ánniðurstöðu. Stefndi kveðst telja það gott nái hann um 10% framlegð úr þeimverkefnum sem hann vinni. Sé því haldið fram í stefnu að stefnandi hafi greittstefnda um 280 milljónir króna fyrir þá vinnu sem hann hafi unnið fyrir hannhingað til. Stefnandi taki þó ekki fram að inni í þessari tölu séu kaup ásteypu af stefnda. Sé því ekki eingöngu um kaup á vinnu að ræða og sé talan þvílægri sem því nemi. Af þessu megi sjá að framlegð stefnda sé miklu lægri en sákostnaður sem orðið hefði af flutningum af svæðinu. Sé augljóst að stefndihefði aldrei samið á þennan veg og fráleitt að halda því fram að hann hefðisamið þannig að öll framlegðin og meira til úr þeim verkum sem hann ynni fyrirstefnanda ætti að fara í kostnað við flutning. Stefndi hafi ekki setið einn aðallri vinnu fyrir stefnanda. Hann hafi þurft að bjóða í tiltekin verk og ekkifengið öll verk sem hann hafi þó boðið í. Bendir hann á tilboð í verk vegnauppsetningar á stálþilum, sem hann hafi ekki fengið. Rangt sé að vinna viðgolfvöllinn hafi verið hluti af samkomulagi á milli stefnanda og stefnda, endahafi stefndi samið um þá vinnu við annan aðila töluvert áður en stefnandi hafibyrjað framkvæmdir sínar á Siglufirði. Vísar stefndi til viljayfirlýsingar um jarðvinnuvið gerð nýs golfvallar í Hólsdal, sem sé samkomulag milli stefnda ogGolfklúbbs Siglufjarðar um að stefndi annist alla vinnu við gerð nýs golfvallarí Hólsdal. Þetta hafi verið gert í ársbyrjun 2012 og geti ekki verið hluti afmeintu samkomulagi sem gert hafi verið nokkrum árum seinna. Tímagjald stefndasé þarna 20% lægra en almennt tímagjald á þessum tíma. Hafi stefndi unnið fyrirgolfklúbbinn í töluverðan tíma þegar samkomulagið hafi verið gert. Leyningsásses hafi yfirtekið samninginn síðar. Það félag hafi verið stofnað 20. maí 2012af Fjallabyggð og stefnanda. Á meðal stjórnarmanna séu Valtýr Sigurðssonstjórnarformaður og Róbert Guðfinnsson meðstjórnandi. Viðræður aðila hafiverið óformlegar og á hugmyndastigi allt fram á síðasta dag og sé ljóst að íþeim viðræðum hafi aðilar ekki verið sammála um það sem raunverulega skiptimáli fyrir hagsmuni stefnda. Ekki hafi tekist að ljúka þeim viðræðum meðsamningum. Stefndi hafi frá upphafi talið að ef að flutningum yrði myndistefnandi greiða þann kostnað sem af hlytist. Því hafi viðræður haldið áframþangað til stefnda hafi orðið ljóst að stefnandi ætlaði sér aldrei að standastraum af þeim kostnaði með neinum hætti. Greinilegt sé af gögnum máls að máliðhafi aldrei komist svo langt að menn væru komnir niður á sameiginleganumræðugrundvöll, enda hafi það sýnt sig að himinn og haf hafi verið og sé ámilli aðila.Stefndi segirað um mikla hagsmuni sé að ræða fyrir sig. Hann hafi eðli málsins samkvæmtstigið varlega til jarðar í öllum viðræðum og viljað hafa vaðið fyrir neðan sigáður en samningur af nokkru tagi yrði undirritaður. Engin drög að samningiliggi fyrir og ekkert hafi verið undirritað. Það að aðilar hafi rætt saman ogskipst á skoðunum þýði ekki að kominn hafi verið á samningur. Mikið þurfi tilað koma til að líta megi svo á að kominn sé á bindandi samningur og fráleitt séað halda því fram að óformlegar viðræður og skoðanaskipti geti talist ígildisamnings. Þegar stefndi hafi ennþá talið að stefnandi ætlaði að greiða kostnaðaf flutningnum hafi hann sótt um nýja lóð. Stefndi segir að í því hafi ekkifalist einhvers konar yfirlýsing eða samþykki á hinu meinta samkomulagi.Stefndi hafi ekkert gert í þessum lóðamálum frekar, eftir að honum hafði orðiðþað ljóst að stefnandi ætlaðist til að hann stæði sjálfur straum af kostnaðivið flutning af athafnasvæði sínu og muni stefndi ekki aðhafast frekar hvaðþetta varði. Hann hafi ekki sótt um rekstrarleyfi og hafi raunar uppi efasemdirum að slíkt leyfi fengist á þessari lóð, enda sé hún nær miðbæ Siglufjarðar,íbúabyggð og löndunarbryggju en núverandi lóð.Stefndi segirað aðkoma og athafnir Fjallabyggðar skipti engu máli varðandi þann ágreiningsem þetta mál varðar. Þótt samþykkt hafi verið nýtt deiliskipulag fyrir tangannþýði það ekki að stefndi verði þegjandi og hljóðalaust að víkja. Hann hafistrax gert athugasemdir við tillöguna, sem sýni svo ekki verði um villst, aðhann hafi aldrei litið svo á að kominn væri á samningur um flutning hans afsvæðinu.Auk þess semað framan greinir kveðst stefndi einnig byggja á því að Magnús Jónasson hafiekki haft umboð til þess að semja um „endanlega úrlausn málsins“. Magnús hafihaft óformlega heimild til þess að annast fyrir hönd stefnda samskipti viðstefnanda og hann hafi setið þá viðræðu- og hugmyndafundi sem fram hafi farið.Í þeirri heimild hafi þó ekki falist annað en að Magnús hafi mætt á fundi oghlustað á hugmyndir stefnanda um lausn málsins. Það hafi ekki náð til þess aðMagnús gæti samþykkt eitt eða neitt, enda hafi endanleg ákvörðun verið hjástjórn stefnda og stærstu eigendum þess. Um mikilvæga ákvörðun hafi verið aðræða sem varði verulega hagsmuni stefnda og því hafi það aldrei komið til aðMagnús, sem á þessum tíma hafi hvorki verið framkvæmdastjóri, stjórnarmaður némeð prókúru, hefði fengið slíkt umboð og hafi stefnandi ekki getað treyst því.Magnús hafi selt sinn hluta í stefnda árið 2012 og hvorki veriðframkvæmdastjóri né með prókúru frá ársbyrjun 2014. Ef fallist verði ádómkröfur stefnanda og talið að samningur hafi verið kominn á fyrir tilstilliMagnúsar sé byggt á því að hann hafi farið út fyrir umboð sitt og samningurinnþví ekki verið skuldbindandi fyrir stefnda, sbr. 11. gr. laga nr. 7, 1936.Hlutverk Magnúsar hafi ekki verið annað en það að annast samskipti viðstefnanda. Megi ráða af minnispunktum Valtýs Sigurðssonar, svo langt sem þeirnái, að svo virðist sem stefnandi hafi aldrei talið ástæðu til að haldaformlegan fund með þeim sem raunverulega hafi haft heimild til að skuldbindastefnda. Stefndi kveðst byggja á því, hvað sem öðru líði, að í þessu felistviðurkenning af hálfu stefnanda á því að málið hafi aldrei komist á annað enviðræðu- og hugmyndastig, þannig að ekki hafi verið ástæða til þess að kallatil fundar stjórnarmenn og/eða stærstu eigendur stefnda og þá jafnvel að setja áblað drög að samkomulagi.Stefndikveðst ennfremur byggja á því að verði á það fallist að komist hafi á bindandisamningur sé ljóst að forsendur hans séu með öllu brostnar. Meginforsendastefnda hafi frá upphafi verið sú að hann þyrfti ekki að bera neinn kostnað afmögulegum flutningi sínum af athafnasvæði sínu og hafi stefnanda mátt vera þaðljóst. Þegar í ljós hafi komið að stefnandi ætlaðist til þess að stefndi stæðisjálfur straum af kostnaðinum hafi stefndi snarlega bundið endi á allarviðræður svo sem gögn málsins beri með sér. Komist dómurinn þó að þeirriniðurstöðu að þá þegar hafi verið kominn á bindandi samningur, kveðst stefndibyggja á að víkja beri honum til hliðar í heild, með vísan til 36. gr. laga nr.7, 1936, enda sé hann bersýnilega ósanngjarn fyrir stefnda og bæði ósanngjarntog andstætt góðri viðskiptavenju ef stefnandi beri hann nú fyrir sig. Líta beritil þess að efni samningsins sé ósanngjarnt því gríðarlegur munur sé á þvíendurgjaldi sem stefndi hafi átt að fá í sinn hlut og þeim hagsmunum sem hannáskilji sér. Þá sé hinn meinti samningur háður atriðum sem enn séu óljós ogóvíst hvort aðilar nái samkomulagi um kaupverð eigna sem hafi átt að standaeftir og þá hvort að kaupverð sé sanngjarnt með tilliti til allra atvika.IVVið aðalmeðferðmálsins gáfu aðilaskýrslur Róbert Guðfinnsson og Hilmar Zophoníasson.Vitnaskýrslur gáfu Sveinn Zophaníasson, Valtýr Sigurðsson, Magnús Jónasson ogSigurður V. Ásbjarnarson, fyrrv. bæjarstjóri Fjallabyggðar.RóbertGuðfinnsson kvaðst ekki hafa rætt við þá Hilmar eða Svein áður en samkomulagiðvið Fjallabyggð var undirritað 28. apríl 2012, enda hafi Magnús verið ,,andlit“stefnda og hefði verið það í öðrum málum. Hefði hann ekki haft neina ástæðu tilað ætla annað en að hann væri fulltrúi stefnda í þessu máli einnig.Borgarafundir hefðu verið haldnir árlega um fyrirætlanir stefnanda. Hann kvaðsthafa imprað á því við Hilmar og Svein að samkomulagið yrði skjalfest, en þeirnefnt að rétt væri að bíða eftir að Magnús jafnaði sig af veikindum. Sér hefðikomið á óvart að Sveinn mótmælti tillögu að deiliskipulagi fyrir hönd stefnda,enda hefði hann talið vera samkomulag í gildi um að stefndi yfirgæfi tangann.Sér hefði ekki verið kunnugt um samkomulag golfklúbbsins og stefnda. Leyningsásses hefði greitt kostnað af jarðvinnu við golfvöllinn. Það félag hafi veriðstofnað af Fjallabyggð og stefnanda og stefnandi lagt til næstum því alltfjármagn sem gjafafé.HilmarZophoníasson ber að í upphafi hafi Magnús hóað í þá Svein og sagt að Róbertóskaði eftir að steypustöðin yrði færð. Þeir hafi samþykkt að skoða þetta, enþað yrði ekki á kostnað stefnda og aðstaða á nýjum stað yrði að vera sambærileghinni fyrri. Magnús hafi alls ekki verið andlit stefnda út á við á þessum tíma.Sótt hafi verið um lóð upp úr þessu, eftir fund á Rauðku um miðjan júní 2012. Áþeim fundi hafi hann sagt við Róbert að flutningurinn hefði mikinn kostnað íför með sér. Hafi Róbert sagt að ekki væri verið að tala um peninga í þessusambandi, spurningin væri hvort þetta væri hægt eða ekki. Hafi þá veriðsamþykkt að skoða þessi mál áfram. Hafi umsóknin verið liður í þeirri skoðun.Ljóst hafi orðið á fundi í júní 2015 að ekki stæði til að stefnandi greiddikostnað af flutningum.SveinnZophoníasson bar á svipaðan veg og Hilmar í öllum meginatriðum. Hann kannaðistvið það að Róbert hefði talað við hann um að hittast og ræða málefnisteypustöðvar stefnda. Þá hefði Magnús legið á sjúkrahúsi og hefði vitniðviljað bíða eftir að hann hresstist, því það hafi ekki vitað hvað Magnúsi ogRóbert hefði farið á milli.ValtýrSigurðsson ber að Fjallabyggð hafi fengið sig til að ná samkomulagi milliFjallabyggðar og stefnanda vegna hugmynda fyrirsvarsmanns stefnanda um uppbygginguá Siglufirði. Hafi hluti af samkomulagi sem náðist verið stofnun Leyningsáss ses.Vitnið rakti að hann hefði ekki talið vafa á að rétt hefði verið það sem framhefði komið hjá Róbert um forsendur flutnings af svæðinu, en hann hefði skiliðþað vel ef menn hefðu ekki áttað sig á kostnaðinum. Eftir að upp hefði komið aðstefndi áskildi sér 80 milljónir króna hefðu þeir Magnús haldið áfram,,umboðslausir báðir“ að reyna að leysa þetta.Vitnið MagnúsJónasson staðfesti að munnlegt samkomulag um flutning stefnda af Egilstangahefði verið gert í samráði við Svein og Hilmar. Hann hefði verið í samráði viðRóbert og setið fundi út af þessu.Ekki þykirþurfa að rekja sérstaklega nein atriði úr skýrslu Sveins Vals Ásbjarnarsonar.VMeginregla erað munnlegur samningur er jafngildur skriflegum, en sá sem heldur því fram aðsamningur hafi tekist ber sönnunarbyrði af því. Stefnandi máls þessa gat þess ísamkomulagi við Fjallabyggð 28. apríl 2012 að hann væri í viðræðum við stefndaum að hann flytti af svæðinu. Stefndi sótti um lóðir 3. febrúar 2013 og gatþess í umsókn að hún væri vegna fyrirhugaðs flutnings samkvæmt samkomulagi.Gegn mótmælum stefnda verður þó ekki með því talið sannað að endanlegtsamkomulag hafi verið komið á, heldur aðeins að stefndi hafi lofað að kannahvort flutningi yrði komið við eins og hann heldur fram.MagnúsJónasson, sem sat fund 18. janúar 2014 þar sem kom fram að stefndi hygðistfljótlega flytja starfsemi sína, hafði ekki formlega heimild til að skuldbindastefnda og ekki formlegt umboð stefnda til slíks. Gegn mótmælum stefnda er ekkiunnt að líta öðru vísi á en að hann hafi verið einhvers konar milligöngumaðurvið samningaumleitanir, án heimildar til að skuldbinda stefnda.Endurgjaldfyrir að flytja átti samkvæmt staðhæfingu stefnanda að vera að stefndi sætieinn að allri jarðvegsvinnu við hótel og golfvöll án útboðs. Aðila greinir á umhvort þetta hafi gengið eftir að öllu leyti. Þó má nefna að þótt stefndi segisthafa gert viljayfirlýsingu við golfklúbbinn um jarðvegsvinnu, er ekki annað aðsjá en að Leyningsás ses, sem stefnandi fjármagnaði, hafi greitt fyrir jarðvegsvinnuvið golfvöllinn.Ekki verðurséð að Hilmar og Sveinn Zophoníassynir hafi formlega komið að viðræðum umflutninginn fyrr en á fundi 6. júní 2015. Þá kom fram að þeir teldu það kostastefnda 150-200 milljónir króna að flytja starfsemina og að stefndi réði ekkivið þann kostnað. Þá hefði stefndi ekki fengið lóð sem dygði. Á þessum fundivar skipst á skoðunum og varpað fram þeirri hugmynd að stefnandi keypti eigniraf stefnda. Á fundi 8. júlí 2015 kom fram að stefndi áskildi sér 80 milljónirkróna fyrir þær. Þann 13. júlí 2015 úthlutaði Fjallabyggð lóðinni við Ránargötu2.Af hálfustefnda er staðhæft að aldrei hafi tekist samkomulag um að hann bæri allankostnað af hugsanlegum flutningi. Þá er einnig staðhæft að hann hafi aldreisamþykkt endanlega að flytja, þótt hann hafi kannað möguleika á því og kannaðhvað það kostaði. Þar sem ekki verður á því byggt að Magnús Jónasson hafi haftheimild til að gefa bindandi loforð um flutning stefnda, þykir þessumstaðhæfingum stefnda ekki hafa verið hnekkt. Samkvæmt því verður stefndisýknaður af kröfum stefnanda.Með vísan tilheimildar í 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður hvor aðili látinn berasinn kostnað af málinu.Gætt varákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.ErlingurSigtryggsson héraðsdómari kveður upp dóminn.DÓMSORÐStefndi, Básehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Rauðku ehf., í máli þessu.Málskostnaðurfellur niður. |
Mál nr. 238/2017 | Virðisaukaskattur Málshraði Stjórnsýsla Dráttarvextir | Með úrskurðum ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar var virðisaukaskattur af þjónustu sem A hf. hafði keypt erlendis frá á árunum 2008-2011 endurákvarðaður. A hf. var sameinað V hf. á árinu 2014 og í lok árs 2017 var V hf. sameinað K hf. Í málinu krafðist K hf. þess aðallega að framangreindir úrskurðir yrðu felldir úr gildi, en til vara að dráttarvextir af kröfu Í yrðu felldir niður. Í niðurstöðu Hæstaréttar var rakið að ógildingarkrafa K hf. væri reist á því að málsmeðferðarreglur hefðu verið brotnar, bæði varðandi málshraða og leiðbeiningarskyldu. Þannig hefðu liðið rúm fjögur ár frá því ríkisskattstjóri sendi fyrsta fyrirspurnarbréf sitt og þar til úrskurður hans féll í málinu. Þá hefði ekki verið brugðist við tiltekinni fyrirspurn frá A hf. auk þess sem orðalag í fyrirspurnarbréfi ríkisskattstjóra hefði verið misvísandi. Hæstiréttur vísaði til þess að úrskurður ríkisskattstjóra hefði fallið innan þeirra tímamarka sem sett væru fyrir endurákvörðun virðisaukaskatts í 5. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Á hinn bóginn hefði orðið slíkur dráttur á afgreiðslu málsins að í bága hefði farið við 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þótt slíkur dráttur væri ámælisverður gæti hann ekki einn og sér leitt til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra. Þá var ekki fallist á með K ehf. að vanræksla á leiðbeiningarskyldu gæti leitt til þess að úrskurðirnir yrðu felldir úr gildi, enda hefði A hf. borið ótilkvöddu að gera ríkisskattstjóra grein fyrir kaupunum. Að því er varðaði kröfu K ehf. um að dráttarvextir yrðu felldir niður vísaði Hæstiréttur til þess að krafa Í um dráttarvexti væri reist á skýrum og ótvíræðum lagaákvæðum. Af þeim sökum og þar sem málskot eða deila um skattskyldu frestaði hvorki gjalddaga skattsins né leysti undan viðurlögum við vangreiðslu hans var kröfu K ehf. hafnað. Þá var ekki heldur fallist á með K ehf. að fella ætti niður hluta dráttarvaxta vegna fyrningar, enda hefði skattkrafan ekki stofnast fyrr en við uppkvaðningu úrskurðar ríkisskattstjóra og reiknaðist fyrningarfrestur samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda frá því tímamarki. Var Í því sýknað af kröfu K ehf. | Dómur Hæstaréttar.Málþetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslason setturhæstaréttardómari og Árni Kolbeinsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Aðaláfrýjandiskaut málinu til Hæstaréttar 12. apríl 2017. Hann krefst sýknu af kröfumgagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnandimálsins í héraði, Virðing hf., áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 9. júní2017. Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, var það félagsameinað Kviku banka hf. 9. nóvember sama ár undir nafni þess síðarnefnda, semtekið hefur við aðild að málinu hér fyrir dómi sem gagnáfrýjandi. Hann krefstþess aðallega að felldir verði úr gildi úrskurðir yfirskattanefndar 3. júní2015 og ríkisskattstjóra 19. desember 2014 „þannig að álagning virðisaukaskatts... árin 2008, 2009, 2010 og 2011, verði óbreytt.“ Til vara krefst hann þess aðdráttarvextir að fjárhæð 23.668.690 krónur verði felldir niður, en að þvífrágengnu að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Í öllum tilvikum krefst hannmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.IRíkisskattstjóri lagði með bréfi 22. október2010 fyrir Auði Capital hf., sem mun hafa sameinast Virðingu hf. á árinu 2014,að láta í té upplýsingar og skýringar vegna aðkeyptrar þjónustu erlendis frá áárunum 2008 og 2009 ásamt því sem af væri árinu 2010. Vísaði ríkisskattstjóritil þess að samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt skyldisá, sem kaupir erlendis frá þjónustu sem upp er talin í 10. tölulið 1. mgr. 12.gr. laganna til nota að hluta eða öllu leyti hér á landi, greiðavirðisaukaskatt af andvirði hennar. Þar sem meginstarfsemi félagsins félli utanskattskyldusviðs virðisaukaskatts yrði ekki séð að undanþáguákvæði 2. mgr 35. gr.laganna ætti við. Bæri kaupanda slíkrar þjónustu samkvæmt 3. mgr. sömu greinar ótilkvöddumað gera ríkisskattstjóra grein fyrir kaupunum. Í svari félagsins 11. nóvember2010 var tekið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið greiddur af fjárhæð reikningaerlendra þjónustusala en hugsanlegt væri að einhver sérfræðiþjónusta gætifallið undir ákvæði virðisaukaskattslaga. Tilgreindi félagið þrjá erlendaviðsemjendur sína og óskaði eftir afstöðu ríkisskattstjóra til þess hvortgreiða skyldi virðisaukaskatt af þjónustu þeirra.Meðbréfi ríkisskattstjóra 16. júlí 2012 var lagt fyrir félagið að láta í té greinargóðarskýringar á allri aðkeyptri erlendri þjónustu á árunum 2008, 2009, 2010 og 2011og þá ekki aðeins þeirri sem félagið teldi að félli undir fyrrnefnd ákvæði lagaum virðisaukaskatt. Jafnframt var beðist velvirðingar á þeirri töf sem orðið hafiá málinu, en hún var skýrð með því að athugun ríkisskattstjóra á því hvaðteldist skattskyld þjónusta samkvæmt ákvæðinu hefði tafist. Félagið svaraðibréfinu með tölvupósti 4. október 2012 og fylgdi honum skjal þar sem tilgreindvar aðkeypt erlend þjónusta á umbeðnu tímabili. Með bréfi 1. nóvember sama árgreindi ríkisskattstjóri frá því að svo virtist sem nánar tiltekin sérfræðiþjónustafélli undir fyrrgreint ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 50/1988, þar sem hún hafiað minnsta kosti nýst hér á landi að hluta. Var lagt fyrir félagið að sýna framá að svo væri ekki. Í svari félagsins 19. sama mánaðar kom meðal annars fram íhvaða skyni tiltekin erlend þjónusta hafi verið keypt.Meðbréfi 19. júní 2014 til Virðingar hf. óskaði ríkisskattstjóri eftir enn frekariupplýsingum ásamt afritum af reikningum og öðrum gögnum, sem og nánari skýringumá því meðal annars í hverju veitt þjónusta hafi falist og hvernig hún hafi nýst.Var beðist afsökunar á því hve dregist hafi að taka afstöðu til fyrri skýringafélagsins, en töfin meðal annars skýrð með starfsmannabreytingum. Virðing hf. veittimeð bréfi 12. september 2014 svör við spurningum ríkisskattstjóra, en gerðijafnframt athugasemdir við hve langan tíma meðferð málsins hafi tekið hjáembættinu.Meðbréfi 21. nóvember 2014 boðaði ríkisskattstjóri endurákvörðun fjárhæða virðisaukaskattsaf þjónustu sem gagnáfrýjandi hafi keypt erlendis frá á árunum 2008, 2009, 2010og 2011. Jafnframt boðaði ríkisskattstjóri að beitt yrði 10% álagi samkvæmt 1.og 2. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988. Í bréfinu var beðist velvirðingar á því aðtafir hafi orðið á því að tekin væri afstaða til framlagðra gagna og skýringa,en tafirnar voru sagðar hafa stafað af ýmsum ástæðum, meðal annars bið eftirniðurstöðu yfirskattanefndar í sambærilegum málum. Virðing hf. mótmælti fyrirhugaðriendurákvörðun með bréfi 15. desember 2014. Með úrskurði 19. sama mánaðar hrattríkisskattstjóri boðuðum breytingum í framkvæmd. Samkvæmt úrskurðinum hækkaðisá stofn, sem Virðingu hf. bar að miða virðisaukaskattskil við, um 28.702.059krónur vegna ársins 2008, 50.732.136 krónur vegna ársins 2009, 33.503.578krónur vegna ársins 2010 og 29.400.179 krónur vegna ársins 2011. Skyldu tilviðbótar reiknast dráttarvextir af gjaldföllnum virðisaukaskatti samkvæmt 28. gr.laga nr. 50/1988. Ríkisskattstjóri féll á hinn bóginn frá áður boðaðri beitinguálags. Virðing hf. kærði úrskurð ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar semkvað upp úrskurð í málinu 3. júní 2015. Hafnaði nefndin kröfum félagsins aðöðru leyti en því að hún féllst á þrautavarakröfu þess sem sneri að því að eftirgildistöku laga nr. 121/2011 hafi Auði Capital hf. ekki borið að greiðavirðisaukaskatt vegna þjónustu sem félagið keypti erlendis frá og fékk afhentarafrænt. Lækkaði stofn til virðisaukaskatts Virðingar hf. samkvæmt því um24.719.547 krónur á síðasta uppgjörstímabili ársins 2011.IIGagnáfrýjandikrefst þess aðallega að úrskurður yfirskattanefndar 3. júní 2015 og úrskurðurríkisskattstjóra 19. desember 2014 verði felldir úr gildi. Hann heldur því þóekki fram að úrskurðir þessir séu haldnir efnislegum annmörkum en reisir kröfusína um ógildingu þeirra á því að brotnar hafi verið málsmeðferðarreglur, bæði varðandimálshraða og leiðbeiningaskyldu. Eins og að framan segir má rekja upphafmálsins til bréfs ríkisskattstjóra 22. október 2010 sem Auður Capital hf.svaraði 11. nóvember sama ár. Ríkisskattstjóri lauk málinu með úrskurði 19.desember 2014 eða rúmum fjórum árum eftir að fyrirspurnarbréf hans var sent.Samkvæmt 5. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988 nær heimild til endurákvörðunarvirðisaukaskatts til skatts síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegarendurákvörðun fer fram. Ljóst er að úrskurður ríkisskattstjóra féll innanþeirra tímamarka. Á hinn bóginn varð slíkur dráttur á afgreiðslu málsins að íbága fór við ákvæði 1. mgr 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ekki hafa komiðfram fullnægjandi skýringar á þeim drætti. Þá verður ekki séð af gögnum málsinsað Auði Capital hf. eða Virðingu hf. hafi á nokkru stigi verið tilkynnt aðtafir yrðu á málsmeðferð. Þessi dráttur, þótt ámælisverður sé, getur þó ekki einnog sér leitt til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra, enda er ágreiningslaustað ekki séu efnislegir annmarkar á þeim úrskurði að teknu tilliti til þeirrarbreytingar sem fólst í úrskurði yfirskattanefndar. Gagnáfrýjandi telurríkisskattstjóra hafa vanrækt leiðbeiningarskyldu sína, sbr. 1. mgr 7. gr stjórnsýslulaga,með því annars vegar að hafa ekki brugðist við ósk Auðar Capital hf. í bréfi11. nóvember 2010 um álit á því hvort tiltekin aðkeypt erlend þjónusta teldistnýtt hér á landi og hins vegar með misvísandi orðalagi í fyrirspurnarbréfi 22.október sama ár. Ekki verður fallist á að slíkt geti leitt til þess að umræddirúrskurðir verði felldir úr gildi enda var Auði Capital hf. skylt að sinnaótilkvöddu skyldum sínum samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga nr. 50/1988.Tilvara krefst gagnáfrýjandi þess að dráttarvextir að fjárhæð 23.668.690 krónurverði felldir niður. Eins og að framan er rakið er kveðið á um það í 3. mgr.35. gr. laga nr. 50/1988 að sá sem skyldur er til greiðslu virðisaukaskatts samkvæmt1. mgr. sömu greinar skuli ótilkvaddur gera ríkisskattstjóra grein fyrir kaupumá þjónustu í sérstakri skýrslu. Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar frálokum þess almenna uppgjörstímabils sem viðskiptin falla undir. Greiðslu ásamtskýrslu skal skila til innheimtumanns ríkissjóðs eigi síðar en á gjalddaga. Sévirðisaukaskattur ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga skal samkvæmt 1.mgr. 28. gr. sömu laga greiða dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Krafa umþá dráttarvexti sem gagnáfrýjandi krefst að niður verði felldir var þannigreist á skýrum og ótvíræðum lagaákvæðum. Af þeim sökum og þar sem málskot eðadeila um skattskyldu frestar hvorki gjalddaga skattsins né leysir undan nokkrumviðurlögum við vangreiðslu hans samkvæmt 6. mgr. 29. gr. laga nr. 50/1988 verðurvarakröfu gagnáfrýjanda hafnað.Meðhinum áfrýjaða dómi var fallist á þrautavarakröfu gagnáfrýjanda og dráttarvextiraf endurákveðnum virðisaukaskatti frá fyrri tíma en 19. desember 2010, samtals4.964.481 króna, felldir niður þar sem krafa um þá var talin fyrnd. Um þettaverður að líta til þess að krafa aðaláfrýjanda um greiðslu virðisaukaskattsgetur orðið til með tvennu móti. Fullnægi gjaldandi lagaskyldu sinni til aðskila virðisaukaskattskýrslu með fullnægjandi upplýsingum sem byggja máskattfjárhæð á verður skattkrafan til við skilin óháð því hvort skilunum fylgigreiðsla. Bregðist gjaldandi á hinn bóginn þessari lagaskyldu þarf atbeinastjórnvalds til að ákveða fjárhæð skattkröfunnar. Þegar svo stendur á stofnastskattkrafan þegar ríkisskattstjóri hefur tekið nauðsynlega ákvörðun umgreiðsluskyldu gjaldandans og tilkynnt honum um ákvörðunina, sbr. meðal annars dómHæstaréttar 7. nóvember 2013 í máli nr. 368/2013. Fyrir liggur að Auður Capitalhf. stóð ekki skil á skýrslum vegna kaupa á þjónustu erlendis frá fyrir einstökuppgjörstímbil virðisaukaskatts samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga nr. 50/1988.Krafa aðaláfrýjanda um greiðslu skattsins stofnaðist því ekki fyrr en meðúrskurði ríkisskattstjóra 19. desember 2014. Aðaláfrýjandi gat fyrst átt rétttil efnda kröfunnar við stofnun hennar og reiknast fyrningarfrestur samkvæmt 1.mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda því frá uppkvaðninguúrskurðar ríkisskattstjóra. Breytir engu þar um þó að í sérreglu 28. gr. laganr. 50/1988 sé kveðið á um að við útreikning dráttarvaxta skuli miðað við fyrratímamark. Samkvæmt því var enginn hluti kröfu aðaláfrýjanda fyrndur og verður hannþví sýknaður af kröfum gagnáfrýjanda.Rétter að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Aðaláfrýjandi,íslenska ríkið, er sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Kviku banka hf.Málskostnaðurí héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19.janúar 2016.Málþetta sem höfðað var 25. apríl 2016 var dómtekið eftir aðalmeðferð þess 15.nóvember 2016. Málið var endurupptekið og endurflutt 17. janúar sl. samkvæmtfyrirmælum 115. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.Stefnandier Virðing hf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík og stefndi er íslenska ríkið,Arnarhvoli, 150 Reykjavík.Stefnandikrefst þess að felldur verði úr gildi úrskurður yfirskattanefndar frá 3. júní2015 nr. 159/2015 og jafnframt verði felldur úr gildi úrskurðurríkisskattstjóra frá 19. desember 2014 þannig að álagning virðisaukaskattsstefnanda árin 2008, 2009, 2010 og 2011, verði óbreytt.Tilvara er þess krafist að dráttarvextir að fjárhæð 23.668.690 krónur verðifelldir niður.Tilþrautavara er þess krafist að dráttarvextir vegna áranna 2008 og 2009 aðfjárhæð 4.964.481 króna verði felldir niður. Þáer þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnaðsamkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.Stefndikrefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar. I.Þann22. október 2010 óskaði ríkisskattstjóri upplýsinga frá stefnanda sem þá hétAuður Capital hf., um aðkeypta þjónustu erlendis frá og virðisaukaskattskil íþví sambandi. Stefnandi sendi upplýsingar til ríkisskattstjóra 12. nóvember2010, með bréfi dagsettu 11. sama mánaðar. Fram kom í bréfinu að stefnanditeldi að tilteknir reikningar gætu fallið undir þá sérfræðiþjónustu þar sem áskiliðer að kaupandi þjónustunnar skuli sjálfur skila virðisaukaskatti. Var í bréfinusérstaklega óskað eftir afstöðu ríkisskattstjóra til þess hvort greiða skyldiskatt af þessari tilteknu þjónustu. Enn fremur var sérstaklega óskað eftiráliti ríkisskattstjóra á því hvort þjónustan teldist samt sem áður nýtt aðhluta hér á landi. Ef niðurstaðan yrði sú að þessir reikningar bæru íslenskanvirðisaukaskatt þá var óskað eftir því að fá að greiða hann án álags. Þessumbeiðnum stefnanda um leiðbeiningar vegna skattskila var ekki svarað beint afhálfu ríkisskattstjóra. Embættið sendi hins vegar aðrar fyrirspurnir með bréfum16. júlí og 1. nóvember 2012 sem stefnandi svaraði 4. október og 19. nóvember2012. Í bréfinu frá júlí var vísað til fyrra bréfs frá 2010 og svarbréfsstefnanda. Nú var óskað eftir upplýsingum um alla aðkeypta erlenda þjónustustefnanda fyrir árin 2008, 2009, 2010 og 2011, en ekki einungis þá semstefnandi teldi falla undir 12. og 35. gr. laga nr. 50/1988. Beðist varvelvirðingar á því að töf hefði orðið á málinu, sem stafaði að sögn af því aðútfærsla á því hvað teldist virðisaukaskattsskyld þjónusta í þessum efnum hefðilengi verið í skoðun hjá embættinu. Næstusamskipti stefnanda og ríkisskattstjóra voru ekki fyrr en 19. júní 2014 þegarríkisskattstjóri óskaði eftir frekari upplýsingum. Í bréfinu tekurríkisskattstjóri það fram að bréfið sé ritað í framhaldi af bréfum til AuðarCapital hf. á árunum 2010 og 2012. Aftur var beðist afsökunar vegna tafa áafgreiðslu málsins, nú með þessum orðum: „Beðist er afsökunar á því hvaðdregist hefur að taka afstöðu til skýringa félagsins en vegnastarfsmannabreytinga og flutninga féll málið milli stafs og hurðar.“ Stefnandisvaraði þessu erindi með bréfi 12. september 2014 og gerði jafnframt alvarlegaathugasemd við þann „gríðarlega langa tíma sem ríkisskattstjóri hafi tekið“ íað skoða málið. Þaðvar svo 21. nóvember sama ár sem ríkisskattstjóri tilkynnti stefnanda að hannhefði í hyggju að endurákvarða fjárhæðir virðisaukaskatts af erlendri þjónustuá árunum 2008, 2009, 2010 og 2011. Ríkisskattstjóriútskýrði í bréfi sínu frá 21. nóvember 2014, að málið hefði tafist þar sem áskoðunartímanum hefðu fallið tveir úrskurðir yfirskattanefndar sem mótað hefðuviðhorf embættisins. Stefnandi andmælti fyrirhuguðum breytingum með bréfi 15.desember 2014.Ríkisskattstjórikvað síðan upp úrskurð sinn þann 19. desember 2014. Hann fól í sér aðvirðisaukaskattur stefnanda var hækkaður á öllum tímabilum fyrir utan eitt áfyrrgreindum árum. Álagsheimild samkvæmt 1. og 2. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988var ekki beitt. Dráttarvextir voru hins vegar reiknaðir frá gjalddaga hversvirðisaukatímabils sem hækkað var.Stefnandikærði úrskurð ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar með bréfi dags. 30. janúar2015 sem kvað upp úrskurð sinn 3. júní 2015 í málinu nr. 159/2015. Nefndinstaðfesti úrskurð ríkisskattstjóra með þeirri breytingu, að fallist var áþrautavarakröfu stefnanda og virðisaukaskattur lækkaður um 24.719.547 krónur. II.Stefnandibyggir á því að svo verulegur dráttur hafi orðið á málsmeðferð ríkisskattstjóraí málinu að brotið hafi í bága við 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993,um að ákvarðanir skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Þannig hafi liðið umfjögur ár frá fyrsta fyrirspurnarbréfi þar til afstaða ríkisskattstjóra láfyrir. Þær skýringar sem ríkisskattstjóri hafi gefið séu með ölluófullnægjandi. Stefnanditelur ekki hægt að gera þá kröfu til sín að hann hafi mátt vita hvernig faraætti með virðisaukaskattskilin þegar ríkisskattstjóri sjálfur hafi ekki vitaðþað og þurft að bíða úrskurða yfirskattanefndar.Þátelur stefnandi að ríkisskattstjóri hafi ekki gætt leiðbeiningarskyldu sinnarmeð drætti á svörum og misvísandi orðalagi í fyrirspurnarbréfi sínu. Stefnandikveður embættið hafa gengist við þessu í kröfugerð sinni til yfirskattanefndarfrá 23. mars 2015.Stefnandihafi óskað sérstaklega eftir leiðbeiningum frá ríkisskattstjóra vegnaskattskila, með bréfi 11. nóvember 2010, en því hafi ekki verið sinnt fyrr enafstaða ríkisskattstjóra lá fyrir með boðunarbréfi dags. 21. nóvember 2014.Framkomi í úrskurði yfirskattanefndar að almennt leiði brot á reglum um tímafrestiog leiðbeiningarskyldu, hvorri um sig og einni sér ekki til ógildingarstjórnvalds-úrskurðar. Hér sé hins vegar brotið gegn báðum þessum reglum enstefnandi hafði sýnt sérstakan vilja til að skila virðisaukaskatti samkvæmtréttri túlkun ríkisskattstjóra. Enn fremur sé til þess að líta aðríkisskattstjóri virtist ekki vita sjálfur hvernig með ætti að fara. Hann hafiþví ekki getað veitt leiðbeiningar og af þeim sökum tafið málið. Tilvara er þess krafist að dráttarvextir að fjárhæð 23.668.690 kr. verði felldirniður. Dráttarvextirnema samkvæmt greiðslukvittun til stefnanda 25.546.553 krónum. Þegaryfirskattanefnd í úrskurði sínum nr. 159/2015 lækkaði höfuðstólvirðisaukaskatts þá hafi í framhaldi af úrskurðinum verið endurgreiddirdráttarvextir að fjárhæð 1.877.863 krónur. Varakrafa stefnanda nemi því23.668.690 krónum.Ríkisskattstjórihafi endurákvarðað virðisaukaskatt stefnanda þann 19. desember 2014 vegnavirðisaukaskattstímabila á árunum 2008, 2009, 2010 og 2011. Þar semvirðisaukaskattstímabil voru liðin hafi verið reiknað álag vegna síðbúinnargreiðslu og síðan reiknaðir dráttarvextir á ógreiddan virðisaukaskatt.Dráttarvextir hafi verið reiknaðir frá gjalddaga viðkomandi tímabils og því íreynd reiknaðir aftur í tímann. Yfirskattanefndhafi tekið fram að dráttur á málinu hafi farið í bága við málshraðareglustjórnsýsluréttar, sbr. 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og hafi ríkisskattstjóribeðist afsökunar á honum. Þrátt fyrir þetta og þegar ríkisskattstjóri gat ekkisinnt lögbundinni leiðbeiningarskyldu sinni, hafi hann ákveðið með úrskurði 19.desember 2014 að hækka virðisaukaskatt á aðkeyptri þjónustu erlendis frá, á framangreindumvirðisaukaskattstímabilum.Ríkisskattstjórihafi þó fellt niður álag samkvæmt 6. mgr. 27. gr. en skilyrði þess sé aðskattaðili færi fram gildar ástæður til málsbóta.Stefnandihafi ávallt viljað hafa skattamál sín í lagi en ríkisskattstjóri hafi ekkigetað svarað spurningum um uppgjörshætti. Þaðhafi því verið verulegur vafi um hvernig skyldi fara með þetta mál skattalega.Í úrskurði yfirskattanefndar nr. 282/2015, hafi verið felld niðurvanefndaviðurlög vegna staðgreiðslu þar sem „allnokkur réttaróvissa“ hafðiverið uppi um álitaefnið og tekið undir það að verulegur vafi hafi leikið á þvíhvernig bæri að standa að staðgreiðsluskilum vegna þeirra atvika er í málinugreindi. Vanefndaviðurlögin sem felld voru niður voru dráttarvextir, semnefnast álag 2 í staðgreiðslulögum. Stefnandibendir á að í tilvísuðum úrskurði hafi ríkisskattstjóri haft uppi þau rök ímálinu, gegn niðurfellingu álags, að skattaðili málsins hefði ekki óskað eftirleiðbeiningum frá ríkisskattstjóra um hvernig bæri að haga skattskilum. Þaðsjónarmið eigi ekki við í þessu máli þar sem stefnandi gerði einmitt það.Þaðer andstætt lögum að mati stefnanda að stjórnvöld geti hvort sem er afásetningi eða fyrir gáleysi tafið mál og vegna dráttar á málinu beittvanefndaúrræðum eins og dráttarvöxtum. Niðurstaðan verði þá sú að stjórnvöldhagnist beinlínis á því að tefja mál eins og kostur er. Dráttarvextir séualmennt vegna vanefnda en hér sé ekki um slíkt að ræða.Gjalddagikröfu sé sá dagur þegar kröfuhafi getur krafist greiðslu. Ríkisskattstjórihefði getað krafist greiðslunnar á gjalddaga hvers virðisaukaskattstímabilsþegar embættið var sjálft að bíða eftir fordæmi yfirskattanefndar. Það lá ekkifyrir fyrr en með úrskurði 283/2013, sem ríkiskattstjóri vísar til, sem varkveðinn upp 18. september 2013 en boðun ríkisskattstjóra hafi þó ekki boristfyrr en 21. nóvember 2014. Það geti ekki verið vanefnd þegar kröfuhafi veitsjálfur ekki hver krafan er og meginreglan sé sú að ef atvik, sem varðakröfuhafa, valda greiðsludrætti, verði skuldari ekki skyldugur til að greiðadráttarvexti.Stefnandibendir á 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu en þar segiað sé ekki samið um gjalddaga kröfu þá sé heimilt að reikna dráttarvexti þegarmánuður er liðinn frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu umskuldina. Það sé ekki fyrr en 19. desember 2014 sem ríkisskattstjóri kveður uppúrskurð sinn. Stefnandi vísar til dóms Hæstaréttar frá 7. nóvember 2013 í málinr. 368/2013, þar sem fjallað sé um það hvenær skattkrafa stofnast, en það hafiverið talið hafa gerst þegar ríkisskattstjóri tók ákvörðun í máli.Almenntsé það svo við endurákvörðun tekjuskatts að krafan falli ekki í gjalddaga fyrren 10 dögum eftir að ákvörðun er tekin og í eindaga 30 dögum síðar, sbr. 6.mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003. Það skiptir því ekki öllu máli þóttskattyfirvöld dragi slíkar ákvarðanir. Annað sé uppi þegar um virðisaukaskattsé að ræða. Í þessum máli sé t.d. ákvarðaður virðisaukaskattur vegna ársins2008 á árinu 2014 og dráttarvextir þá reiknaðir í sex ár.Stefnanditelur að með því að ríkisskattstjóri hafi fellt niður álag samkvæmt 2. mgr. 28.gr. laga nr. 50/1988 í máli stefnanda felist viðurkenning á sökríkisskattstjóra við þessa skattframkvæmd. Sömuefnisrök eigi við um niðurfellingu dráttarvaxta vegna staðgreiðslu ogvirðisaukaskatts. Ríkisskattstjóri hafi viðurkennt að tafir hafi m.a. stafað afþví að beðið hafi verið eftir niðurstöðu yfirskattanefndar í sambærilegummálum. Því sé um að ræða óljósa skattframkvæmd sem leiða ætti til þess aðvanefndaúrræðum yrði ekki beitt. Hér vísi stefnandi til úrskurðaryfirskattanefndar nr. 282/2015 og dóms Hæstaréttar frá 5. febrúar 1998, í málinr. 224/1997. Stefnanditelur að 28. gr. laga um virðisaukaskatt, um að sé virðisaukaskattur ekki greiddurinnan mánaðar frá gjalddaga, sbr. 24. gr., skuli greiða ríkissjóði dráttarvextiaf því sem gjaldfallið er, gildi ekki. Reglan gildi þannig ekki þegar krafaverður til vegna endurákvörðunar ríkisskattstjóra, sbr. lokamálsgrein 49. gr.laganna.Tilþrautavara krefst stefnandi þess að dráttarvextir vegna áranna 2008 og 2009 aðfjárhæð 4.964.481 króna verði felldir niður vegna fyrningar. Þann19. desember 2014 hafi verið tekin ákvörðun um hækkun virðisaukaskatts vegnatímabila á árunum 2008 og 2009 og reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga hverstímabils fyrir sig. Samkvæmtlögum um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007, sé almennur fyrningar-fresturkröfu fjögur ár. Það sé því of seint fyrir ríkissjóð að innheimta dráttarvextivegna áranna 2008 og 2009 eftir 19. desember 2014 þegar ákvörðunríkisskattstjóra liggur fyrir. Dráttarvextir sem ákvarðaðir voru þann 19.desember 2014 vegna 2008 og 2009 hafi því verið fyrndir. Fyrningarfresturreiknist frá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda, sbr. 2.gr. laga nr. 150/2007. Ríkisskattstjóri gat ekki átt þessa kröfu fyrr en hannvissi sjálfur hver krafan yrði. Ekki sé því hægt að fara lengra aftur í tímannen fjögur ár með kröfu um dráttarvexti.Stefnandivísar um lagarök til laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, laga nr. 90/2003, umtekjuskatt, laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, stjórnsýslulaganr. 37/1993, einkum 7. og 9. gr., laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, auk meginreglna kröfuréttar.Ummálskostnað vísar hann til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.III.Stefndibendir dómnum á atriði er gætu leitt til frávísunar án þess að gera um þaðkröfu. Þannig byggi stefnandi einvörðungu á því að formreglur hafi verið brotnarvið málsmeðferðina. Hann virðist því sætta sig við tilvísaða úrskurði efnislegaog hafi þess vegna ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn um ógildingarkröfu sína. Hvaðvarði vara- og þrautavarakröfu hafi stefna verið birt rúmu ári eftir aðstefnandi greiddi þá vexti sem hann nú krefjist að fá fellda niður með dómi.Ekki sé krafist endurgreiðslu dráttarvaxta heldur sé þess krafist að þeir verðifelldir niður. Hagsmunir sem stefnandi kann að hafa haft af því að fá dóm umniðurfellingu dráttarvaxta séu því ekki lengur fyrir hendi, enda hafi stefnandiþegar innt þessa skyldu af hendi. Skorti því á skilyrði 2. mgr. 25. gr. laganr. 91/1991 um lögvarða hagsmuni og beri að vísa varakröfu og þrautavarakröfustefnanda sjálfkrafa frá dómi. Stefnanditelur ekki merkjanlegt af stefnu málsins að það sé tilgangur sinn meðmálshöfðuninni að fá hnekkt efnislegri niðurstöðu yfirskattanefndar, heldur sáeinn að fá úrskurðum yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra hnekkt á þeimgrundvelli að við meðferð málsins hjá ríkisskattstjóra hafi ekki verið gætt aðformreglum 7. gr. og 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Engar málsástæður séað finna í stefnu sem lúta að því að fá efnisniðurstöðu úrskurðaríkisskattstjóra og yfirskattanefndar hnekkt. Sýknukröfusína byggir stefndi á því að engir þeir annmarkar séu á úrskurðumyfirskattanefndar og ríkisskattstjóra sem varðað geta ógildi þeirra.Fyrirliggi að mál stefnanda var til meðferðar hjá ríkisskattstjóra um fjögurra áraskeið áður en ákvörðun var tekin í því og hún tilkynnt stefnanda. Heimild tilendurákvörðunar virðisaukaskatts nái til síðustu sex ára sem næst eru á undanþví ári þegar endurákvörðun fer fram sbr. 5. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988.Endurákvörðun á virðisaukaskattskilum stefnanda hafi því farið fram innanlögmælts frests.Ídómaframkvæmd hafi brot stjórnvalda gegn almennum málshraðareglum og ákvæðum umlögmælta fresti ekki verið talin leiða til þess að ómerkja beri ákvarðanir þeirra,ef slík brot hafa ekki áhrif á niðurstöðu máls. Í málinu sé ekki deilt umefnislega niðurstöðu skattyfirvalda um skattskyldu stefnanda skv. 1. og 3. mgr.35. gr. sbr. 10. tölulið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1998. Beri því þegar afþeirri ástæðu að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda.Málsástæðumstefnanda er varði meint brot gegn 1. mgr. 7. gr. laga nr. 37/1993 er mótmælt ásama grundvelli. Hafi það misfarist með einhverjum hætti hjá ríkisskattstjóraað leiðbeina stefnanda liggi fyrir að þau vanhöld hafa ekki leitt til rangrarefnislegrar niðurstöðu í máli stefnanda. Þá bar stefnanda, ótilkvöddum, aðstanda skil á virðisaukaskattsskýrslu til ríkisskattstjóra og greiðavirðisaukaskatt vegna kaupa á þjónustu erlendis frá, í samræmi við fyrirmæli 3.mgr. 35. gr. laga nr. 50/1988.Verðistefndi sýknaður af aðalkröfu stefnanda, kveðst stefndi vart sjá að stefnandihafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um varakröfu sína og þrautavarakröfu,þar sem hann hafi þegar greitt endurákvarðaðan virðisaukaskatt í samræmi viðúrskurð ríkisskattstjóra. Kröfugerð stefnanda sýnist því vera röng að þessuleyti og feli í sér ómöguleika þar sem dráttarvextir sem þegar hafa veriðgreiddir verði ekki felldir niður með dómi. Því beri að vísa þessum kröfumsjálfkrafa frá dómi á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.Verðivarakröfu og þrautavarakröfum stefnanda ekki vísað frá dómi byggir stefndisýknukröfu sína af varakröfu stefnda aðallega á þeirri málsástæðu að ákvörðundráttarvaxta á vangoldinn virðisaukaskatt stefnanda sé í samræmi við skýrfyrirmæli 28. gr. laga nr. 50/1988.Samkvæmt5. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988 nái heimild ríkisskattstjóra tilendurákvörðunar virðisaukaskatts til skatts síðustu sex ára sem næst eru áundan því ári þegar endurákvörðun fer fram. Óumdeilt sé að ríkisskattstjórigætti að framangreindum tímamörkum í málinu. Þá liggi fyrir að samkvæmt skýruákvæði 1. mgr. 28. gr. ber virðisaukaskattsskuld dráttarvexti sé hún ekkigreidd innan mánaðar frá gjalddaga. Þau lagafyrirmæli séu eðlileg enda umvörsluskatt að ræða. Loks sé tekið fram í 6. mgr. 29. gr. að áfrýjun eða deilaum skattskyldu fresti ekki gjalddaga skattsins né leysi undan neinum þeimviðurlögum sem lögð eru við vangreiðslu hans. Samkvæmt almennumlögskýringarreglum gangi dráttarvaxtaákvæði virðisaukaskattslaganna framaralmennum ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Ídómaframkvæmd sé litið svo á að þegar um er að ræða innheimtu og skil ávörslusköttum þurfi ekki atbeina stjórnvalds til að ákveða fjárhæð skatta,heldur sé gjaldanda ætlað að skila skýrslu sem byggja má skattfjárhæð á ogstanda síðan skil á greiðslu í samræmi við það. Þegar svo standi á verðiskattkrafa til þegar skattþegn skilar skýrslu með fullnægjandi upplýsingum,óháð því hvort greitt sé um leið, en jafna megi slíkum skýrsluskilum tilviðurkenningar gjaldanda á skattfjárhæðinni. Stefnandi hafi skilað innvirðisaukaskattsskýrslum á þeim uppgjörstímabilum sem um ræði og staðið skil ágreiðslu virðisaukaskatts í samræmi við þær, sbr. 1. mgr. 24. gr. og 1. og 3.mgr. 35. gr. laga nr. 50/1988. Þau skattskil hafi ekki verið rétt þar semvirðisaukaskattur vegna kaupa stefnanda á þjónustu erlendis frá var ekki allurtalinn fram. Skattskil stefnanda hafi verið leiðrétt með úrskurðiríkisskattstjóra 19. desember 2014. Málsástæðu stefnanda að gjalddagivirðisaukaskattsskuldar hans sé 19. desember 2014 sé því mótmælt sem rangri.Íbréfi ríkisskattstjóra til stefnanda 22. október 2010 komi skýrlega fram aðríkisskattstjóri hafi talið þá starfsemi stefnanda, sem fólst í kaupum áþjónustu erlendis frá, falla undir 1. og 3. mgr. 35. gr. laga nr. 50/1988. Þáliggi fyrir að í kjölfar fyrirspurnarbréfs skattstjóra hafi stefnandi fariðsérstaklega yfir skattframkvæmd sína líkt og fram kemur í svarbréfi hans 12.september 2014. Eins og stefnandi leggi málið fyrir dóm liggi fyrir að ekki séágreiningur um skattskyldu hans, né fjárhæð virðisaukaskattsskyldrar aðkeyptrarþjónustu frá árinu 2008 til 31. október 2011. Að teknu tilliti til þeirrarstaðreyndar annars vegar og frumkvæðisskyldu stefnanda samkvæmt 3. mgr. 35. gr.hins vegar hefði stefnandi átt að skila virðisaukaskatti vegna kaupa á þjónustuerlendis frá með fyrirvara, teldi hann vafa leika á réttmæti skattskyldusinnar.Samkvæmt1. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988 sé hvert uppgjörstímabil virðisaukaskattstveir mánuðir og skuli skattaðili í lok hvers uppgjörstímabils greiðaótilkvaddur þann virðisaukaskatt sem honum ber að greiða samkvæmt lögunum. Í28. gr. laganna sé kveðið á um skilyrðislausa skyldu til að greiða dráttarvextief ekki eru staðin rétt skil á virðisaukaskatti. Enga heimild sé að finna ílögunum til að fella niður dráttarvexti.Tilvísunstefnanda til úrskurðar yfirskattanefndar nr. 282/2015 hefur að mati stefndaekki fordæmisgildi við úrlausn á máli stefnanda. Virðist þess misskilnings gætaí stefnu að yfirskattanefnd hafi með þeim úrskurði fellt niður dráttarvexti.Samkvæmt úrskurðinum, sem birtur er á vef nefndarinnar, komi þvert á móti framað um hafi verið að ræða álag sem lagt er á samkvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr. 28.gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þar að auki hafimálavextir verið af allt öðrum toga; annars vegar hafi reynt á samspilálagsbeitingar gagnvart launþegum og hins vegar gagnvart launagreiðanda þeirra.Ekkert álag hafi verið lagt á stefnanda.Sýknukrafastefnda af þrautavarakröfu stefnanda er á því byggð að endurákvörðun ávirðisaukaskatti stefnanda sé innan þeirra tímamarka sem greinir í 5. mgr. 26.gr. laga nr. 50/1988. Skylt sé að ákvarða dráttarvexti ef vanhöld verða á greiðsluvirðisaukaskatts, sbr. 1. mgr. 28. gr. Samkvæmt 5. mgr. 29. gr. leysi deila umskattskyldu ekki undan neinum þeim viðurlögum sem lögð eru við vangreiðsluhans. Í dómaframkvæmd haldist dráttarvextir skv. fyrirmælum 1. mgr. 28. gr.laga nr. 50/1988 undantekningarlaust í hendur við undirliggjandi skattkröfu.Enda væri það óeðlilegt að skattaðili gæti séð sér hag í því að skila ekki innvirðisaukaskattsskýrslu til skattyfirvalda eða skila inn skýrslu meðófullnægjandi upplýsingum á gjalddaga án viðurlaga í formi dráttarvaxta,sérstaklega þegar haft sé í huga að virðisaukaskattur er vörsluskattur seminnheimtuaðila ber að skila í ríkissjóð. Krafaum málskostnað úr hendi stefnanda er studd við 130. gr. laga um meðferðeinkamála nr. 91/1991.IV.Ekkiverður fallist á að stefnandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að umaðalkröfu hans sé fjallað. Ljóst er þannig að mati dómsins að ef fallist er ákröfuna geti það haft þýðingu fyrir stefnanda, burtséð frá því hverrar náttúruþær málsástæður sem teflt er fram henni til stuðnings eru, eða hvaða úrræðimögulega byðust stefnanda í þeirri stöðu. Dómurinntelur heldur ekki efni til að frávísa varakröfu stefnanda af þeim sökum aðkrafist er niðurfellingar á dráttarvöxtum sem þegar hafa verið greiddir ogstefnandi hafi því ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá um kröfunafjallað. Til sanns vegar má hins vegar færa að dómsorð sem yrði í samræmi viðþá kröfugerð myndi í raun ekki fela í sér aðfararhæfan dóm fyrir vöxtunum. Hinsvegar verður að telja ljóst hver tilgangur stefnanda með kröfugerðinni er ogþað megi einnig vera stefnda ljóst. Verður vart séð að stefndi gæti hafnaðendurgreiðslu dráttarvaxta ef endanlegur dómur gengi um niðurfellingu þeirra.Um þessi sjónarmið má til dæmis vísa til dóms Hæstaréttar í málinu nr.665/2016.Lögmaðurstefnanda staðfesti við aðalmeðferð málsins að ekki sé byggt á því að þeirúrskurðir sem, með aðalkröfu málsins, er krafist ógildingar á séu haldnirefnisannmörkum; að þeir feli í sér ranga niðurstöðu að lögum. Einvörðungu sébyggt á því að formreglur stjórnsýsluréttar hafi verið brotnar. Annars vegarhafi málshraðareglan verið gróflega brotin og hins vegar hafi skort áleiðbeiningar frá ríkisskattstjóra til stefnanda. Saman leiði þessi brot tilþess að ógilda beri úrskurðina. Samkvæmt1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga skal taka ákvarðanir í stjórnsýslumálum svofljótt sem unnt er. Meginreglan hefur þó verið talin sú að brot ámálshraðareglu stjórnsýsluréttar leiði eitt og sér ekki til ógildingarstjórnvaldsákvörðunar. Sérstaklega á það við þegar sýnt þykir að dráttur á málihafi ekki leitt til rangrar efnislegrar niðurstöðu til skaða fyrir málsaðila. Fallastverður á með stefnanda að dráttur málsins hafi verið óhóflegur og þær skýringarsem á honum hafa verið gefnar langt í frá fullnægjandi. Brotríkisskattstjóra á 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga getur á hinn bóginn ekkitalist jafn stórfellt og brot hans á 1. mgr. 9. gr. laganna. Sá skortur áleiðbeiningum sem vísað er til er og nokkuð samofinn broti á málshraðareglunnisbr. framangreint. Þannig má rekja hluta þess dráttar sem á málinu varð tilþess að ríkisskattstjóri sjálfur virðist hafa talið rétt að bíða tveggjaúrskurða yfirskattanefndar og ekki virðist gerður ágreiningur um það í málinuað réttarstaðan hefði verið um margt óljós áður en nefndin kvað upp sínaúrskurði. Við mat á því hvort leiðbeiningarskyldu hafi verið gætt telurdómurinn einnig óhjákvæmilegt að hafa í huga stöðu stefnanda. Þráttfyrir að réttaróvissa hafi ríkt á sviðinu hefði ríkisskattstjóra með réttuborið að tilkynna stefnanda um stöðu málsins á hverjum tíma, hvað stæðiafgreiðslu á fyrirspurnum hans fyrir þrifum og hvenær vænta mætti niðurstöðu,sbr. 3. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, en það gerði embættið ekki nema með afarstopulum hætti og braut því jafnframt gegn þeirri reglu. Líktog gildir um brot á málshraðareglunni hefur verið talið að brot áleiðbeiningarskyldu leiði alla jafnan ekki til ógildingar ástjórnvaldsákvörðun. Hefur það verið orðað svo að töluvert þurfi að koma tilsvo vanræksla stjórnvalds á leiðbeiningarskyldu leiði til ógildingar. Hvaðþetta verður hefur einnig hér verið horft til þess hvort brot á reglunni hafileitt til rangrar efnislegrar niðurstöðu til skaða fyrir málsaðila.Dómurinnfellst á að það geti leitt til ógildingar á stjórnvaldsákvörðun ef brotin erfleiri en ein málsmeðferðarregla við málsmeðferð fyrir stjórnvaldi, það er aðtil ógildingar geti komið þótt brot á hverri og einni reglu sem um ræðir megniekki að leiða til ógildingar. Íljósi þess hins vegar að stefnandi hefur sjálfur lýst því yfir að hann teljienga efnisannmarka á tilvísuðum úrskurðum og niðurstöðu um skattskyldu samkvæmtþeim því rétta, verður ekki séð að efni séu til að líta svo á að framangreindirhnökrar, sem vissulega voru á meðferð málsins hjá ríkisskattstjóra, séu af þeimmeiði að leiða eigi til ógildingar. Verður aðalkröfu stefnanda því hafnað. -------Stefnandigerir þá kröfu til vara að dráttarvextir að fjárhæð 23.668.690 krónur verðifelldir niður. Eins og að framan greinir telur dómurinn að orðalagkröfugerðarinnar girði ekki fyrir efnisumfjöllun um hana. Óumdeilter í málinu að samkvæmt 5. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,nær heimild ríkisskattstjóra til endurákvörðunar virðisaukaskatts til skattssíðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. Ekkier heldur gerður ágreiningur um að ríkisskattstjóri hafi haldið þessi tímamörk.Samkvæmt1. mgr. 28. gr. laganna ber virðisaukaskattsskuld dráttarvexti sé hún ekki greiddinnan mánaðar frá gjalddaga. Þá er kveðið á um það í 6. mgr. 29. gr. að áfrýjuneða deila um skattskyldu fresti ekki gjalddaga skattsins né leysi undan neinumþeim viðurlögum sem lögð eru við vangreiðslu hans. Í3. mgr. 35. gr. er svo ákvæði um að skattskyldur aðili skuli ótilkvaddur geraríkisskattstjóra grein fyrir kaupum á þjónustu, á sérstakri skýrslu, í þvíformi sem ríkisskattstjóri ákveður. Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðarfrá lokum þess almenna uppgjörstímabils sem viðskiptin falla undir. Greiðsluásamt skýrslu skal svo skilað til innheimtumanns ríkissjóðs eigi síðar en ágjalddaga. Aflögum nr. 50/1988 verður ráðið að það tjói ekki skattaðila að gera ágreining umskyldu sína til að greiða virðisaukaskatt og komast þannig hjá greiðslu. Meðsama hætti verður því slegið föstu að skattaðili geti ekki komið sér tímabundiðundan greiðslu með því að bera við réttaróvissu. Verður þannig ekki betur séðen að áhættan af slíku ástandi sé öll lögð á hinn skattskylda aðila. Afframangreindum ákvæðum og lögunum í heild verður og ráðið að löggjafinn hefurákveðið að víkja í raun frá þeim meginreglum kröfuréttar sem gilda umdráttarvexti og gjalddaga kröfu. Ekkiverður annað ráðið af málatilbúnaði stefnanda en að hann fallist á að hinirkærðu úrskurðir hafi falið í sér endurákvörðun virðisaukaskatts. Í slíkumtilvikum hefur verið talið að heimilt sé að reikna dráttarvexti aftur í tímanná grundvelli framangreindra ákvæða sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í málinunr. 450/2001 þar sem segir: „Engin heimild stóð til að færa aftur í tímanngjalddaga þessa virðisaukaskatts eins og ef um endurákvörðun hans hefði veriðað ræða.“ Ekki er fallist á að tilvísuð fordæmi sem stefnandi hefur bent á ogvarða staðgreiðslu skatta geti haft grundvallarþýðingu við úrlausn þessa máls.Þáer heldur ekki fallist á að sjónarmið í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 368/2013eigi að leiða til þess að fallist verði á varakröfu stefnanda. Í dómnum ergerður greinarmunur annars vegar á sköttum sem þarfnast aðkomu stjórnvalds,þ.e. þurfi ákvörðun stjórnvalds til, og þá stofnist skattkrafan þegarstjórnvaldið hefur tilkynnt greiðanda um ákvörðunina, og hins vegar á sköttumþar sem ekki þarf atbeina stjórnvalds, heldur stofnast krafan með skýrsluskilumgjaldanda, enda felist viðurkenning gjaldanna á kröfunni í skilunum. Dómurinntelur ekki að hægt sé að koma sér hjá þessum meginreglum með því að skila ekkiskýrslum og gera ágreining um skattinn. Þá fjallar tilvísaður dómur umnauðasamninga og hvenær krafa teljist stofnast m.t.t. þess hvort hún verðifelld undir nauðasamning eða standi utan hans. Dómurinnfellst á með stefnanda að mjög bagalegt sé að undir þessum kringumstæðum getiverulegur dráttur á máli fyrir stjórnvaldi leitt til þess að dráttarvextirverði mun hærri en eðlilegt væri. Engin ákvæði laganna kveða hins vegar á umundanþágu á framangreindum skyldum gjaldenda og stefnandi hefur ekki bent á næglagarök til stuðnings því að undir vissum kringumstæðum gildi framangreindákvæði ekki, m.a. ef óeðlilegar tafir verða á endurákvörðun eins og sannanlegaí þessu máli. Því verður, eins og fyrr segir, litið svo á að áhætta af slíku séætíð lögð á hinn skattskylda aðila og honum beri þá, til að forðastdráttarvexti, að skila skýrslum og greiða umdeildan skatt á gjalddögum en ættiþá endurkröfu á ríkissjóð ef síðar kæmi í ljós að greiðslur væru umfram skyldu.Þvíverður varakröfu stefnanda einnig hafnað. -------Þrautavarakrafastefnanda byggir á því að dráttarvextir vegna áranna 2008 og 2009 verði felldirniður þar sem þeir hafi verið fyrndir. Stefndi telur að samkvæmt dómaframkvæmdhaldist dráttarvextir ætíð í hendur við undirliggjandi skattkröfu. Óeðlilegt séað skattaðili geti séð sér hag í því að skila ekki inn virðisaukaskattsskýrslueða gefið ranga skýrslu, án viðurlaga í formi dráttarvaxta enda um vörsluskattað ræða. Ekkertsérstakt ákvæði er um þetta í lögum nr. 50/1988 og stefndi hefur ekki sýnt framá framangreint, þ.e. að vextir fyrnist ekki vegna krafna sem þessara. Dómurinntelur það og frekar óeðlilegt, án þess að það skipti grundvallarmáli, aðskattaðila sé gert að greiða dráttarvexti allt að sex ár aftur í tímann þegardrátt á máli megi rekja til þess sem leggur skattinn á eins og hér horfir við. Þvíverður lagt til grundvallar að um þetta atriði gildi fyrningarlög nr. 150/2007en þau tóku gildi 1. janúar 2008. Samkvæmt þeim fyrnast vextir samkvæmtmeginreglu 3. gr. á fjórum árum. Því verður að fallast á með stefnanda að hlutiþeirra vaxta sem hann greiddi í upphafi árs 2015 hafi verið fyrndir. Afframlögðum gögnum málsins má ráða að umkrafin fjárhæð, 4.964.481 króna, sévegna dráttarvaxta frá 5. júní 2008 til 19. desember 2010, þ.e. fjórum árumáður en úrskurður ríkisskattstjóra féll. Kröfugerðin miðast hins vegar samkvæmtorðanna hljóðan við 2008 og 2009. Dómurinn telur að um misritun hljóti að veraað ræða í stefnu miðað við gögn málsins og fjárhæðina, enda tekur stefnandi þaðfram í umfjöllun um málsatvik í stefnu að tímabilið sé ofangreint þ.e. til 19.desember 2010. Þetta má og ráða mjög skýrt af gögnum málsins og hefur því ekkiþurft að gera stefnda erfiðara um vik að verjast kröfunni, en stefndi hefur íengu mótmælt umræddri fjárhæð eða lengd fyrningarfrests, þ.e. ef litið yrði svoá að lög nr. 150/2007 giltu. Í þessu sambandi má líta til þess að stefnandihefði allt eins getað gert kröfuna án þess að vísa í henni til tiltekinnagjaldaára. Það vekur athygli dómsins að svo virðist sem ósamræmi sé á milliþeirra dráttarvaxta sem voru raunverulega greiddir sbr. varakröfu stefnanda ogþrautavarakröfu. Þar sem sá mismunur virðist stefnanda í hag verður ekki talinástæða til að fjalla frekar um það atriði enda hefur stefndi, eins og fyrrsegir, ekki mótmælt fjárhæðinni. Meðvísan til umfjöllunar um hugsanlega frávísun á varakröfu stefnanda verður taliðað hægt sé að fella dóm á þrautavarakröfu hans. Þvíer það niðurstaða málsins að fallist er á þrautavarakröfu stefnanda umniðurfellingu á dráttarvöxtum að fjárhæð 4.964.481 krónu.Eftirþessum úrslitum málsins þykir stefnandi eiga rétt á hluta af málskostnaði sínumúr hendi stefnda. Þykir hann hæfilegur 1.000.000 króna. Afhálfu stefnanda flutti málið Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður ogaf hálfu stefnda Soffía Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður. LárentsínusKristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð:Felldireru niður dráttarvextir sem stefndi íslenska ríkið innheimti af stefnandaVirðingu hf., að fjárhæð 4.964.481 krónu.Stefndi greiði stefnanda1.000.000 króna í málskostnað. |
Mál nr. 353/2017 | Skaðabætur Rannsókn Friðhelgi einkalífs Gjafsókn | G höfðaði mál gegn Í og krafðist miskabóta vegna hlustunar sem hafði verið framkvæmd á heimili hennar í þágu rannsóknar sakamáls. Meðal þeirra sem lágu undir grun við rannsóknina var bróðir G, en hann hafði fengið að gista í íbúð G yfir tiltekið tímabil. Í héraði var fallist á kröfu G og henni dæmdar 950.000 krónur í miskabætur. Hæstiréttur rakti tildrög málsins og vísaði til þess að þrjá daga tímabilsins hefði bróðir G ekki dvalið á heimili hennar heldur hefði hún sjálf hafst þar við ásamt fjölskyldu sinni. Þótt lögreglan hefði staðhæft að búnaðurinn sem komið hefði verið fyrir á heimili G til hlustunar hefði ekki verið í notkun þá daga sem bróðir hennar hefði ekki dvalið þar, hefði búnaðurinn engu að síður verið til reiðu og gild heimild til að beita honum. Með því að ekki lægju fyrir sönnur um að hlustunarbúnaðurinn hefði að engu leyti verið nýttur umrædda daga ætti G rétt til miskabóta úr hendi Í. Voru þær hæfilega ákveðnar 300.000 krónur. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslasonsettur hæstaréttardómari og Ingimundur Einarsson héraðsdómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 8. júní 2017. Hann krefst aðallegasýknu af kröfu stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en tilvara að fjárhæð kröfunnar verði lækkuð og falli þá niður málskostnaður á báðumdómstigum.Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hafi verið veitt.ISamkvæmt gögnum málsins, sem lágufyrir í héraði, og nýjum gögnum, sem áfrýjandi hefur lagt fyrir Hæstarétt,hafði ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2012til rannsóknar í samstarfi við lögreglu í Danmörku og Noregi ætluð brotnokkurra Íslendinga og útlendinga, sem búsettir voru erlendis. Sneru þau aðstórfelldum innflutningi fíkniefna til Íslands og hinna landanna tveggja, enýmist voru brotin talin þegar hafa verið framin eða ætlað var að þau yrðu drýgðá komandi mánuðum. Meðal þeirra, sem lágu undir grun við þessa rannsókn, varbróðir stefndu, Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem talið var að búsettur væri áSpáni en virðist hafa átt skráð heimili í Danmörku. Hann hafði tvívegis hlotiðdóm fyrir Hæstarétti vegna brota gegn 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr.19/1940, annars vegar í desember 2000, þegar honum var gert að sæta fangelsi ísjö ár, og hins vegar í nóvember 2002, þegar hann var dæmdur í fangelsi í fimmár.Í upplýsingaskýrslu lögreglu 6. júní2012 var meðal annars greint frá því að hún hafi á grundvelli dómsúrskurðarhlustað um skeið á símtöl Guðmundar. Hafi komið þannig fram að hann værivæntanlegur til landsins með flugi síðdegis þann dag og reiknaði með að haldaaftur utan eftir þrjá daga þótt hann hafi aðeins keypt sér flugfar aðra leið.Stefnda hafi í símtali boðið honum að gista í íbúð sinni að Selvaði 3 íReykjavík, þar sem hún byggi með maka sínum og þremur börnum, en þau yrðu áferðalagi innanlands þessa daga. Hafi Guðmundur þegið það boð. Þá hafiGuðmundur átt símtöl 6. júní 2012 við föður sinn og rætt þar um að hann þyrftiað hafa aðgang að tölvu á meðan hann væri hér á landi, en slegið hafi veriðföstu að slíkan aðgang gæti hann fengið á heimili stefndu. Þess var getið ískýrslunni að fram hafi komið við rannsóknina að Guðmundur talaði lítið sem ekkertvið ætlaða samverkamenn sína um fyrirhuguð fíkniefnaviðskipti í síma, heldurtækju þeir ákvarðanir í símtölum um að ræðast við með notkun tölvubúnaðar. Uppiværi grunur um að Guðmundur myndi þannig nota tölvu á heimili stefndu á meðanhann dveldi þar til að „ræða viðkvæm mál við samstarfsaðila sína, mál sem ekkimega líta dagsins ljós.“ Það væri því mat lögreglu að nauðsynlegt væri að komafyrir búnaði til hljóðupptöku á heimili stefndu án vitundar hennar í eina viku,enda lægi ekki fyrir staðfesting á því hvenær Guðmundur færi aftur úr landi. Áþessum grunni krafðist lögregla sama dag fyrir héraðsdómi að sér yrði ágrundvelli a. liðar 1. mgr. 82. gr., sbr. 83. gr. laga nr. 88/2008 um meðferðsakamála veitt heimild til að koma fyrir hlustunarbúnaði í fyrrnefndri íbúð stefnduog hlusta og hljóðrita samtöl, sem þar færu fram, án vitneskju hlutaðeigendafrá 6. til 13. júní 2012. Krafa þessi var samdægurs tekin til greina meðúrskurði dómsins.Aftur gerði lögregla upplýsingaskýrsluvegna rannsóknar sinnar 13. júní 2012. Þar var greint meðal annars frá því aðGuðmundur væri enn á landinu og hafi ekki pantað sér flug til farar héðan, enkomið hafi fram að hann hygðist halda til Danmerkur innan fárra daga. Hann hafigist í íbúð stefndu á meðan hún hafi ásamt fjölskyldu sinni dvalið utanbæjarfrá 6. til 10. júní 2012. Hlustunarbúnaði hafi verið komið þar fyrirfyrstnefnda daginn og hafi hann verið í notkun þar til stefnda hafi komið tilbaka, en hlustun hafi þá verið hætt því að Guðmundur hafi gist á öðrum staðeftir það. Á meðan hlustun hafi verið beitt hafi komið í ljós að Guðmundur hafinotað „talsvert tölvu er systir hans er með á heimilinu til að halda uppitengslum sínum við samstarfsmenn sína, þá í gegnum Skype-ið, sem staddir erum.a. í Danmörku.“ Hafi komið þannig fram upplýsingar, sem miklu skiptu fyrirrannsóknina. Fyrir lægi að stefnda væri þennan dag á leið úr landi ásamtfjölskyldu sinni og hygðist Guðmundur þá aftur gista í íbúð hennar þar til hannhéldi sjálfur utan. Mætti þannig gera ráð fyrir að hann myndi sem fyrr nýta áþeim tíma tölvu á heimili stefndu til að eiga samskipti við samverkamenn sínaog væri það því mat lögreglu að nauðsyn bæri til að afla heimildar til að nýtaáfram hlustunarbúnaðinn á meðan Guðmundur dveldi þar. Á þessum grunni krafðistlögregla fyrir héraðsdómi 13. júní 2012 að sér yrði áfram heimilað að hlusta oghljóðrita samtöl, sem fram færu á heimili stefndu frá þeim degi til 18. samamánaðar. Heimild þessi var veitt með úrskurði sama dag. Samkvæmt minnisblaðilögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 6. júlí 2017 var fært í skrár hennar aðhlustun á heimili stefndu hafi aftur orðið virk 13. júní 2012 klukkan 17.25eftir að hafa legið niðri frá 10. sama mánaðar um klukkan 19.00.Enn krafðist lögregla þess fyrir héraðsdómi18. júní 2012 að sér yrði heimilað að nýta áfram hlustunarbúnað á heimilistefndu til 22. sama mánaðar, en þar dveldi Guðmundur enn og væru stefnda ogfjölskylda hennar erlendis. Heimild þessi var veitt með úrskurði sama dag.Í upplýsingaskýrslu, sem lögreglagerði 21. júní 2012, kom meðal annars fram að Guðmundur hafi daginn áður fariðfrá Íslandi til Danmerkur og hafi hann fram að því dvalið í íbúð stefndu aðhenni og fjölskyldu hennar fjarstaddri. Í skýrslunni var einnig greint fráýmsu, sem fram hafi komið við rannsóknina, þar á meðal með því að hlusta ásamtöl, sem Guðmundur hafi átt með notkun tölvu á heimili stefndu.Með bréfi til stefndu, sem hún áritaðium móttöku 13. desember 2012, greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því aðvegna rannsóknar á tilgreindu máli hafi sér verið veitt heimild með þremurdómsúrskurðum til „að koma fyrir hlustunarbúnaði og taka upp öll hljóð úr íbúð“stefndu að Selvaði 3. Hafi þetta verið gert á tímabilinu frá 6. til 22. júní2012.Dómur gekk fyrir héraðsdómi íKaupmannahöfn 3. júní 2013 í máli, sem ákæruvaldið í Danmörku höfðaði á hendurGuðmundi. Þar var hann borinn sökum um að hafa staðið ásamt öðrum nafngreindummönnum, íslenskum og erlendum, að innflutningi á samtals 60,25 kg af amfetamínií nóvember 2011, ágúst 2012 og september 2012 frá Hollandi til Danmerkur, svoog að hafa á tímabilinu frá júlí 2011 til apríl 2012 afhent í Noreginafngreindum manni samtals 1 kg af amfetamíni og 400 g af kókaíni. Guðmundurjátaði sök í málinu og var dæmdur til að sæta fangelsi í 12 ár. Af dóminum verðurráðið að fyrrgreind rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi snúið að hlutaþessara brota Guðmundar, en samkvæmt áðurnefndu minnisblaði hennar frá 6. júlí2017 var öllum hljóðupptökum, sem gerðar voru við rannsóknina, eytt 1.september 2014 í tilefni af því að dómsmálinu á hendur Guðmundi hafi veriðlokið í Danmörku.Vegna framangreindra aðgerða lögregluhöfðaði stefnda mál þetta á hendur áfrýjanda 27. júní 2016 til heimtu miskabótaá grundvelli þágildandi 3. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, sbr. nú 3. mgr. 246.gr. sömu laga eins og þeim var breytt með 2. gr. laga nr. 17/2018.IITil þeirra rannsóknaraðgerða gagnvartGuðmundi Inga Þóroddssyni, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip til átímabilinu 6. til 10. og 13. til 20. júní 2012 og áður er lýst, stóð heimild ía. lið 1. mgr. 82. gr., sbr. 83. gr. laga nr. 88/2008. Með fyrrnefndum dómi,sem gekk í héraðsdómi í Kaupmannahöfn 3. júní 2013, var Guðmundur sakfelldurfyrir hluta þeirrar háttsemi, sem til rannsóknar var. Gæti hann því ekki fyrirsitt leyti hafa krafist skaðabóta samkvæmt ákvæðum XXXIX. kafla laga nr.88/2008 vegna þessara rannsóknaraðgerða, sbr. 1. mgr. 246. gr. laganna. Þó svoað rofin hafi verið friðhelgi heimilis stefndu til að koma þeim aðgerðum viðgetur hún að þessu virtu ekki notið sjálfstæðs réttar til skaðabóta eftir fyrrnefndumákvæðum, enda verður hún að þessu leyti að bera áhættu af framferði þeirra, semhún hefur leyft að hafa not af heimili sínu.Dagana 10. til 13. júní 2012 dvaldiGuðmundur á hinn bóginn ekki á heimili stefndu og hafðist hún þar við á þvítímabili ásamt fjölskyldu sinni. Eftir gögnum málsins lá stefnda á engu stigiundir grun um refsiverða háttsemi, sem staðið hefði getað til þess að lögregluhefði verið heimilt að beita aðgerðum samkvæmt a. lið 1. mgr. 82. gr. laga nr.88/2008 gagnvart henni með því að hlusta á það, sem fram fór á heimili hennar,og eftir atvikum taka það upp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ífyrirliggjandi gögnum staðhæft að búnaður, sem hún kom fyrir á heimili stefndutil hlustunar, hafi ekki verið í notkun þá daga, sem Guðmundur dvaldi ekki þar.Búnaðurinn var þó til reiðu og gild heimild fyrir hendi til að beita honumsamkvæmt úrskurði héraðsdóms 6. júní 2012. Var af þessum sökum brýn ástæða tilað lögregla tryggði sér ótvíræðar sönnur fyrir því að búnaðurinn hafi að enguleyti verið nýttur á þessu tímabili. Með því að engin slík sönnun liggur fyrir ástefnda samkvæmt 3. mgr., sbr. 2. og 5. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 rétt tilmiskabóta úr hendi áfrýjanda. Þær bætur eru hæfilega ákveðnar 300.000 krónur ogskulu þær bera vexti eins og dæmdir voru í héraði.Ákvæði héraðsdóms um málskostnað oggjafsóknarkostnað verða staðfest.Rétt er að málskostnaður fyrirHæstarétti falli niður. Samkvæmt gjafsóknarbréfi innanríkisráðuneytisins 8.september 2013 var gjafsókn, sem stefndu var þar veitt, bundin við reksturþessa máls fyrir héraðsdómi og hefur hún ekki aflað sér gjafsóknar hér fyrirdómi. Verður henni því ekki dæmdur gjafsóknarkostnaður fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefndu, Guðrúnu SnæbjörtuÞóroddsdóttur, 300.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu veraóröskuð.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. mars2017. Mál þetta höfðaði GuðrúnSnæbjört Þóroddsdóttir, Selvaði 3, Reykjavík, með stefnu birtri 27. júní 2016 áhendur íslenska ríkinu, en fjármálaráðherra er stefnt fyrir þess hönd. Málið var dómtekið að lokinni aðalmeðferð 21.febrúar sl. Stefnandi krefst þess að stefndiverði dæmdur til að greiða henni skaðabætur að fjárhæð 2.000.000 króna meðvöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001, frá 6.júní 2012 til 4. febrúar 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1.mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar eins ogmálið væri ekki gjafsóknarmál, en henni var veitt gjafsókn 8. september2013. Stefndi krefst sýknu af kröfumstefnanda og málskostnaðar, til vara lækkunar stefnukröfu og að málskostnaðurverði felldur niður. Þann 6. júní 2012 var kveðinnupp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem lögreglu var heimilað að „komafyrir hlustunarbúnaði í íbúð 0106 að Selvaði 3 í Reykjavík, þar sem kærðiGuðmundur Ingi Þóroddsson ... mun dvelja, í því skyni að hlusta, hljóðrita,nema samtöl og önnur hljóð ...“Heimildin var veitt frá 6. til 13. júní.Með úrskurði 13. júní var heimildin framlengd til 18. júní og síðan til22. júní með úrskurði þann 18. Lögreglankrafðist ekki frekari framlengingar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, semnefndur er kærði í þessum úrskurðum, er bróðir stefnanda. Í fyrsta úrskurðinum kemur fram að Guðmundurbúi erlendis og að lögreglan telji hann stórtækan í sölu og dreifingufíkniefna, m.a. til Íslands. Hann komioft hingað til lands og stoppi stutt við.Hann muni koma hingað á þessum degi og muni dveljast nokkra daga. Við hlustun á síma hafi lögreglan komist aðþví að hann muni fá íbúð systur sinnar lánaða, en sjálf verði hún ekki ííbúðinni. Þá segir í úrskurðinum að kærðuí málinu eigi samskipti með forritinu Skype og því nauðsynlegt að beitaherbergishlustun. Stefnanda var tilkynnt umhlerunina með bréfi sem var afhent henni 13. desember 2012. Þar segir:„... vegna rannsóknar ofangreinds máls var embætti Lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu veitt heimild skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur ... aðkoma fyrir hlustunarbúnaði og taka upp öll hljóð úr íbúð [stefnanda] að... Tímabil frá 06.06.2012 til22.06.2012“. Í greinargerð stefnda er þvíhaldið fram að fyrir liggi upplýsingaskýrsla lögreglu frá 13. júní 2012, semhafi verið lögð fram í dómi með kröfu um hlustun. Þar segi að bróðir stefnanda hafi gist í íbúðhennar frá 6. júní til sunnudags 10. júní, en þá hafi stefnandi komið aftur. Hún hafi farið til Spánar með fjölskyldusinni 13. júní. Fram komi í skýrslunniað lögreglan hafi hvorki hlustað né hljóðritað samtöl þann tíma sem bróðirstefnanda gisti annars staðar en í íbúð stefnanda. Upplýsingaskýrsla þessi var ekki lögð fram íþessu máli. Í nefndum úrskurðum má sjá aðenginn grunur beindist að stefnanda. Íaðilaskýrslu sinni fyrir dóminum sagði stefnandi að það hafi verið henni áfallað heyra af þessari hlustun. Hún hafiorðið óörugg og upplifað vanlíðan, sér hafi fundist þetta vera innrás í lífsitt. Hún hafi farið úr íbúðinni þegarbróðir hennar kom, en síðan komið aftur á sunnudegi og verið fram á miðvikudag,er hún fór til útlanda. Hún hafi verið ííbúðinni í fjóra daga á meðan hlustað var.Bróðir hennar hafi farið til vinar síns þá daga og ekki verið ííbúðinni. Stefnandi lagði fram í málinuvottorð Björns Harðarsonar sálfræðings.Þar segir að stefnandi hafi komið í fyrsta viðtal 12. október 2012 ogkomið í alls 18 tíma fram á vor 2013.Segir síðan að greinilegt hafi verið að hún hafi verið með mörg einkenniaf áfallastreitu og kvíða vegna þessara atburða (hlerunar í íbúð hennar). Björn Harðarson staðfestivottorð sitt fyrir dómi. Hann sagði aðstefnandi hefði orðið fyrir tveimur áföllum sem hafi verið samtvinnuð, annarsvegar fangelsun bróður hennar í Danmörku og síðan hafi hún frétt af þessarihlustun lögreglu. Taldi hann erfitt aðgreina á milli hvort hefði haft meiri áhrif á hana. Sennilega hafi hvort tveggja vegið jafnþungt. Málsástæðurog lagarök stefnanda Stefnandi telur sig eiga rétt ábótum samkvæmt 3. mgr. 228. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Hún hafi ekki verið borin sökum, en beðiðtjón af íbúðarhlustun lögreglunnar.Ábyrgðin sé hlutlæg, hér dugi að hún hafi orðið fyrir tjóni af völdumaðgerða samkvæmt IX.-XIV. kafla laganna. Stefnandi kveðst krefjastmiskabóta samkvæmt 5., sbr. 3. mgr. 228. gr.Brotið hafi verið gróflega gegna réttindum hennar, en réttindin séuvarin af stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Hann vísar hér til friðhelgi einkalífs ogfjölskyldu samkvæmt 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 8. gr.mannréttindasáttmálans. Engu skipti þóttbróðir stefnanda hafi dvalið í íbúðinni.Brotið hafi verið gegn rétti stefnanda þegar hún dvaldi í íbúðinni meðfjölskyldu sinni, sambýlismanni og þremur börnum. Stefnandi bendir á að henni hafiekki verið tilkynnt um aðgerðir lögreglu fyrr en rúmum sex mánuðum eftir aðþeim lauk. Hafi þetta aukið á miskahennar, en þetta sé í andstöðu við 2. mgr. 85. gr. laga nr. 88/2008. Stefnandi byggir á því aðaðgerðir lögreglu hafi gengið lengra en nauðsynlegt hafi verið og veriðólögmætar. Þetta auki á miskahennar. Hún tekur fram að hún telji aðþað sé ekki skilyrði bótaskyldu að aðgerð hafi verið ólögmæt, þótt hún byggisérstaklega á því að umræddar aðgerðir hafi verið ólögmætar. Stefnandi byggir á því aðhvorugu skilyrða 83. gr. sml. hafi verið fullnægt. Ekki hafi verið líklegt að með hlustunfengjust upplýsingar sem skiptu máli fyrir rannsóknina og rannsóknin hafi ekkibeinst að broti sem varðað getur að lögum átta ára fangelsi. Í það minnsta hafi þessum skilyrðum ekkiverið fullnægt þegar stefnandi dvaldi ein með fjölskyldu sinni í íbúðinni. Enn fremur vísar stefnandi tilmeðalhófsreglu 14. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 12. gr. stjórnsýslulaga nr.37/1993. Þá byggir stefnandi á því aðundantekningarregla 2. mgr. 228. gr. sml. eigi ekki við. Hún hafi ekki valdið eða stuðlað að aðgerðumlögreglu. Málsástæðurog lagarök stefnda Stefndi bendir á að 228. gr.sml. sé fyrst og fremst ætlað að vernda þá sem bornir hafi verið sökum umrefsiverða háttsemi og sætt þvingunarráðstöfunum að ósekju. Aðrir eigi rétt á bótum ef þeir hafa beðiðtjón af aðgerðum samkvæmt IX. til XIV. kafla laganna. Í greinargerð var vísað til þess að stefnandihefði ekki lagt fram nein gögn um það hvaða áhrif atvik hafi haft á andlegaheilsu hennar eða eftir atvikum fjölskyldu- og heimilislíf. Þá var bent á það að erfitt yrði að greina ámilli áhrifa annars vegar hlustunarinnar og hins vegar þess að bróðir stefnandahlaut þungan dóm í Danmörku fyrir innflutning fíkniefna. Stefndi mótmælir því aðúrskurðir héraðsdóms hafi verið ólögmætir.Þá hafi rannsóknarhagsmunir valdið því að ekki hafi verið hægt aðtilkynna stefnanda um hlustunina fyrr en rannsókn var lokið. Stefndi krefst til varalækkunar. Þá mótmælir hann kröfu umvexti og dráttarvexti sem styðjist ekki við víðhlítandi lagagrundvöll. Niðurstaða Stefndi hefur ekki lagt framnein gögn um aðgerðir lögreglunnar gagnvart stefnanda og bróður hennar. Stefnandi lagði fram endurrit úrskurðahéraðsdóms sem heimiluðu hlustun. Bróðirstefnanda var undir grun um aðild að broti gegn 173. gr. a almennrahegningarlaga. Fallist var á það íþremur úrskurðum héraðsdóms að grunurinn væri rökstuddur. Stefnandi hefur ekki reynt að hnekkja þessumati. Lögreglan fékk heimild tilhlustunar í íbúð stefnanda frá 6. til 22. júní 2012. Samkvæmt því sem fram kom í máli stefnandadvaldi hún ekki í íbúðinni á þessum tíma, nema frá sunnudeginum 10. júní tilmiðvikudags 13. júní, en annars var bróðir hennar í íbúðinni. Í greinargerð stefnda er því haldið fram aðekki hafi verið hlustað eftir að bróðir stefnanda var farinn úr íbúðinni. Um þetta vísar stefndi til upplýsingaskýrslulögreglu, en skýrsla þessi hefur ekki verið lögð fram í málinu. Í tilkynningu lögreglu tilstefnanda um hlustunina, dags. 13. desember 2012, er ekki sagt annað en aðhlustun hafi verið heimiluð frá 6. til 22. júní. Ekki er sagt hvenær hlustað hafi verið. Í úrskurðum héraðsdóms 13. júní og 18. júníkemur ekkert fram um að hlustun hafi verið hætt á einhverju tímabili. Að þessu virtu er ósannað að hlustun hafiverið hætt og verður að byggja niðurstöðu á því að lögreglan hafi hlustað öllhljóð sem heyrðust í íbúðinni allt umrætt tímabil. Þessi hlustun var óheimil þegar bróðirstefnanda var ekki í íbúðinni . Stefnandi dvaldi í íbúð sinnifrá 10. til 13. júní, en annars ekki á meðan hlustun stóð yfir. Hún getur ekki átt rétt á bótum þótt hlustaðsé í íbúð hennar þegar hún er fjarstödd.Henni er ekki valdið tjóni með slíkri hlustun. Ekki er sýnt fram á aðlagaskilyrðum til hlustunar hafi ekki verið fullnægt, þegar bróðir stefnandadvaldi í íbúðinni. Stefnandi var ekki borin sökum ísakamáli, en aðgerðir lögreglu beindust gegn henni þegar hún dvaldi í íbúðsinni. Sannað er með vottorðisálfræðings og skýrslu hans fyrir dómi að þessi hlustun hefur haft neikvæðáhrif á stefnanda. Dregur það ekki úrábyrgð ríkisins þótt aðrar ástæður hafi einnig komið til. Hlustun á heimili fólks er veruleg skerðing áfriðhelgi einkalífs. Stefnandi á rétttil bóta samkvæmt 3. mgr. 228. gr. sml.Eru bætur hæfilega ákveðnar 950.000 krónur. Ekki hefur verið sýnt fram á að dregist hafiað tilkynna stefnanda um hlustunina. Andmæli stefnda við vaxtakröfueru órökstudd. Vextir samkvæmt 1. mgr.8. gr. vaxtalaga verða dæmdir frá 13. júní 2012. Stefnandi krefst dráttarvaxta frá 4. febrúar2016, en hún skýrir ekki hvaða heimild standi til þess, og afrit kröfubréfshefur hún ekki lagt fram. Verða dráttarvextirdæmdir frá þingfestingardegi, 30. júní 2016. Málskostnaður milli aðila fellurniður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda erákveðinn með virðisaukaskatti 750.000 krónur. Jón Finnbjörnsson héraðsdómarikveður upp dóm þennan. Dómsorð Stefndi, íslenska ríkið, greiðistefnanda, Guðrúnu Snæbjörtu Þóroddsdóttur, 950.000 krónur með vöxtum samkvæmt1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 13. júní 2012 til 30. júní 2016, en meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaðurstefnanda, 750.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.´ |
Mál nr. 439/2017 | Umferðarlög Bifreið Líkamstjón Eigin sök Stórkostlegt gáleysi | Í málinu krafðist A viðurkenningar á skaðabótaskyldu V hf. og B ehf. vegna afleiðinga slyss sem hann varð fyrir er hann reyndi að stíga upp í farþegasæti bifreiðar á ferð. Héldu V hf. og B ehf. því fram að slysið hefði ekki hlotist af notkun bifreiðarinnar, sbr. 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, og þá hefði A sýnt af sér stórkostlegt gáleysi umrætt sinn með háttsemi sinni og ætti því að bera tjón sitt sjálfur að hluta eða að öllu leyti, sbr. 2. mgr. 88. gr. sömu laga. Í héraðsdómi kom fram að þegar A hefði freistað þess að stíga upp í bifreiðina hefði aflvél hennar verið í gangi og bifreiðin á ferð, þótt hraðinn hefði verið lítill. Yrði að telja að hreyfing bifreiðarinnar hefði verið orsök slyssins þótt aðrir þættir kynnu einnig að hafa haft áhrif á atburðarrásina umrætt sinn. Þegar af þeirri ástæðu var fallist á að slysið hefði hlotist af notkun ökutækisins í skilningi 1. mgr. 88. gr. laga nr. 50/1987. Þá kom fram að hegðun A umrætt sinn hefði ekki falið í sér frávik frá því sem venjulegt gæti talist þannig að honum yrði gert að bera tjón sitt sjálfur að hluta eða öllu leyti. Var því fallist á dómkröfur A. Fyrir Hæstarétti snerist ágreiningur aðila eingöngu um hvort 2. mgr. 88. gr. laga nr. 50/1987 tæki til slyss A. Að því gættu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var hann staðfestur. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og GretaBaldursdóttir og Ásgeir Magnússon dómstjóri. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 6. júlí 2017. Þeir krefjastviðurkenningar á að þeir beri „aðeins hálfa bótaskyldu gagnvart stefnda“ vegnalíkamstjóns sem hann varð fyrir 20. maí 2015 og rekja megi til notkunar ábifreiðinni […]. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti, án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt. Hér fyrir dómi snýst ágreiningur aðilaeingöngu um hvort 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 taki til slyssstefnda, en áfrýjendur krefjast þess að stefndi beri helming tjóns sínssjálfur. Að þessu gættu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan tilforsendna hans.Áfrýjendum verður gert að greiðamálskostnað fyrir Hæstarétti sem renni í ríkissjóð. Fer um þann málskostnað oggjafsóknarkostnað stefnda samkvæmt því sem greinir í dómsorði.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjendur, Vátryggingafélag Íslands hf. og Behf., greiði óskipt 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti sem renni íríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður stefnda, A, fyrir Hæstarétti greiðist úrríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 600.000 krónur.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 27. apríl 2017 Mál þetta, sem var dómtekið 5. apríl sl. er höfðað 5. desember2016. Stefnandi er A, […] en stefndu eru, Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla3, Reykjavík og B ehf., […]. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði með dómi full og óskiptbótaskylda stefndu gagnvart stefnanda vegna líkamstjóns sem hann hafi orðiðfyrir 20. maí 2015 og rekja megi til notkunar bifreiðarinnar […]. Þá krefststefnandi málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu án tillits til gjafsóknar semhonum hefur verið veitt hér fyrir dómi. Stefndu krefst aðallega sýknu og málskostnaðar en til vara aðviðurkenningarkrafa stefnanda verði aðeins tekin til greina að hluta og málskostnaðurfelldur niður. Í máli þessu deila aðilar um hvort slys sem stefnandi varð fyrir20. maí 2015 megi rekja til notkunar bifreiðarinnar […]. Þá deila menn um hvortstefnandi hafi verið meðábyrgur að slysinu af stórfelldu gáleysi og verði afþeim sökum að þola niðurfærslu eða brottfall skaðabótaréttar á hendur stefndu.Stefnandi, lögmenn og dómari fóru á vettvang við upphaf aðalmeðferðar ogskoðuðu aðstæður.I Ekki er ágreiningur ummálsatvik. Eru þau helst að stefnandi var farþegi í framsæti í bifreiðinni […]miðvikudaginn 20. maí 2015. Í sumum gögnum sem liggja fyrir í málinu erslysdagur sagður 24. maí 2015 en 20. maí er sá dagur sem greinir ílögregluskýrslu og stefnu og er út frá því gengið í dómi þessum. Ökumaðurbifreiðarinnar var samstarfsmaður stefnanda, C, og voru þeir saman að störfum áumræddum tíma í þágu stefnda B ehf. Óku þeir vestur Ártúnsbrekku/Vesturlandsvegog eftir frárein upp á Höfðabakkabrú í því skyni að beygja til vinstri yfirbrúna í átt að Grafarvogi. Efst á fráreininni eru umferðarljós og lentu þeirþar á rauðu ljósi. Bifreiðin […] drap þá á sér og tókst ökumanni ekki að komahenni aftur í gang. Ökumaður sat áfram í sæti sínu en stefnandi fór út úrbifreiðinni og ýtti á hurðarkarm til að koma bifreiðinni á hreyfingu. Afaðstæðum á vettvangi mátti sjá að nokkuð átak hefur þurft þar sem ýta þurfti bifreiðinnilítillega upp í móti fyrsta metrann frá stöðvunarlínu en eftir það liggurakbrautin lítillega undan fæti. Er skemmst frá því að segja að í beygjunni ferbifreiðin í gang. Í kjölfar þessa reynir stefnandi að stíga inn í bifreiðina enhrasar og dettur niður á vinstra hné. Stefnandi og vitnið C voru sammála um aðbifreiðin hafi verið á mjög lítilli ferð þegar stefnandi reyndi að stíga upp íhana. Einnig kom fram hjá þeim að aðstæður hafi verið erfiðar á þessumfjölförnu gatnamótum með bilaða bifreið og kom fram hjá stefnanda að hann hefðilitið svo á að eðlilegt hefði verið fyrir hann að stíga upp í bifreiðina ogtaldi hann að ekki hafi verið mikil hætta samfara því eins og á stóð. Eftir slysið gat stefnandi ekki staðið og var hann fluttur afvettvangi í sjúkrabifreið. Lögregla kom á staðinn og gerði skýrslu. Stefnandi var 32 ára þegar slysið átti sér stað. Hann fékk viðslysið áverka á vinstra hné og fór í skurðaðgerð vegna þessa 2. júní 2015. Íkjölfarið var hann í gipsi á átta vikur og í sjúkraþjálfun frá 13. ágúst 2015til 3. júní 2016. Segir m.a. í fyrirliggjandi vottorði sjúkraþjálfara aðstefnandi hafi náð góðri hreyfingu í vinstra hnéð en mikil hreyfiskerðing hafiverið í upphafi þjálfunartímabils. Hann hafi ekki enn náð fullum styrk en eigiþó enn möguleika á að bæta færni sína. Lögmaður stefnanda tilkynnti stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf.um slysið 8. september 2015 en félagið hafnaði því með bréfi 23. desember 2015að fyrir hendi væri bótaskylda úr ábyrgðartryggingu ökutækisins […]. Mál þettavar höfðað í framhaldi og nýtur stefnandi gjafsóknar.II Stefnandi kveðst reisa kröfur sínar á hendur stefndu á 1. mgr. 88.gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Stefndi B ehf. hafi verið skráður eigandibifreiðarinnar […] og hún hafi verið tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu hjástefnda Vátryggingafélagi Íslands hf. Beinist mál þetta því gegn báðumframangreindum aðilum, sbr. annars vegar 90. gr. og hins vegar 97. gr.umferðarlaga nr. 50/1987. Í 1. mgr. 88. gr. laga nr. 50/1987 sé mælt fyrir um hlutlægaábyrgð með þeim hætti að „sá sem ábyrgð [beri] á skráningarskyldu vélknúnuökutæki skuli bæta það tjón sem [hljótist] af notkun þess enda þótt tjóniðverði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns“. Umræddregla hafi verið skýrð svo í dómum og af fræðimönnum að í henni felist að þaðslys sem krafist er bóta fyrir þurfi að mega rekja til „notkunar“ ökutækis.Þannig teljist tilvitnuð regla eiga við ef hinir sérstöku hættueiginleikarökutækis leiði til tjóns. Hættan sem átt sé við tengist hraða bifreiða,vélarafli og þyngd. Af hálfu stefnanda er vísað til tveggja dóma Hæstaréttar þar semþað var talinn þáttur í notkun bifreiðar í framangreindum skilningi að ýtahenni í gang. Annars vegar dóms í máli nr. 43/1941, sem kveðinn var upp 16.janúar 1942 og í máli nr. 364/1996 sem kveðinn var upp 22. maí 1997. Stefnandi kveðst byggja á því að hann hafi slasast við notkunbifreiðarinnar […]. Þar sem vél bifreiðarinnar hafi verið komin í gang og hjólhennar á hreyfingu tengist slysið því að bifreiðin sé hættulegt tæki og þessvegna eigi regla 88. gr. laga nr. 50/1987 við. Stefnandi hafi dottið vegnahreyfingar bifreiðarinnar og sé slysið því ótvírætt afleiðing notkunarbifreiðarinnar í skilningi tilvitnaðs ákvæðis umferðarlaga. Bendi stefnandi áað hreyfing sé einkennandi fyrir notkun bifreiða og því hafi slysið orðið vegnanotkunar bifreiðarinnar. Miðað við allt framangreint sé ekki hægt annað en að fallast á aðstefndu séu skaðabótaskyldir gagnvart stefnanda vegna slyssins 20. maí 2015. Stefnandi kveðst mótmæla röksemdum stefndu, með vísan til 2. mgr.88. gr. laga nr. 50/1987, um að stefnandi hafi fyrirgert bótarétti sínum vegnastórfellds gáleysis. Sé umrætt lagaákvæði undantekningarregla sem beri að skýraþröngt. Kveðst stefnandi mótmæla því að háttsemi hans í umrætt sinn geti talistfela í sér stórfellt gáleysi eða ásetning. Stefnandi hafi þurft að vera fyrirutan bifreiðina til að geta ýtt henni og hafi haldið við gluggapóstinn. Hannhafi síðan þurft að komast aftur í farþegasætið þegar bifreiðin hafi farið ígang og af stað. Slysið sem orsakast hafi af þeirri háttsemi tengist ekkistórkostlegu gáleysi stefnanda eða ásetningi. Samkvæmt því beri að hafna því aðfella niður eða lækka bætur til stefnanda vegna slyssins. Varðandi ábyrgð stefndu kveðst stefnandi byggja á umferðarlögumnr. 50/1987, skaðabótalögum nr. 50/1993 og meginreglum skaðabótaréttar.Varðandi varnarþing, málskostnað og viðurkenningarkröfu stefnanda sé byggt álögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III Stefndu kveða sýknukröfu reista á því að umrætt slys hafi ekkihlotist af notkun bifreiðarinnar […], heldur hafi stefnandi sjálfur valdiðslysinu af stórfelldu gáleysi. Verði hann því að bera allt tjón sitt sjálfur. Samkvæmt því sem fyrir liggi hafi bifreiðin drepið á sér ogstöðvast á Höfðabakkabrú. Hafi stefnandi, sem setið hafi í framsæti við hliðökumanns, farið út úr bifreiðinni til að ýta henni af stað, en ökumaðurinn,hafi setið áfram undir stýri. Hafi stefnandi byrjað að ýta bifreiðinni af staðmeð því að ýta á gluggapóst hennar. Bifreiðin hafi komist í gang og á smá ferð.Hafi stefnandi þá reynt að hoppa upp í framsæti bifreiðarinnar farþegamegin, enhafi fallið við og skollið með vinstra hnéð niður í götuna. Hafi slysið þannig ekki hlotist af notkun bifreiðarinnar semslíkrar, heldur af þeirri athöfn stefnanda að reyna að hoppa upp í bifreiðina áferð. Hefði stefnandi látið þetta ógert hefði ekkert slys orðið. Hafi þessi háttsemi stefnanda verið stórlega gálaus og enga nauðsynhafi borið til hennar. Sé ávallt stórhættulegt að freista þess að stökkva upp íökutæki á ferð, jafnvel þó hraði þess sé ekki mikill, og megi ekkert út af berasvo slys hljótist ekki af. Hafi sú líka orðið raunin í þessu tilviki. Blasi viðhverjum manni háskinn af því að reyna að komast upp í bifreið á ferð. Stefnandi hafi verið 32 ára á slysdegi og hafi honum mátt veraljós hættan af umræddri háttsemi, sem feli að mati stefndu í sér verulegtfrávik frá eðlilegri hegðun og sé því stórkostlega gálaus. Að auki hafi enginþörf verið fyrir stefnanda að reyna að komast upp í bifreiðina á ferð. Hafiökumaður setið undir stýri og hafi haft fulla stjórn bifreiðarinnar. Hafistefnandi einfaldlega getað beðið með að setjast upp í bifreiðina þar tilökumaðurinn hafi stöðvað hana. Þar sem stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því aðreyna að stökkva upp í bifreiðina […] á ferð beri að fella bætur til hans niðureða lækka þær mjög verulega, sbr. 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987,jafnvel þótt slysið teljist eiga rót að rekja til notkunar bifreiðarinnar. Hafiökumaðurinn ekki getað komið í veg fyrir slysið og hafi háttsemi stefnandaverið eina orsök þess. Beri að sýkna stefndu af framangreindu virtu, eða í öllufalli að viðurkenna bótaskyldu aðeins að litlum hluta. Sé varakrafa stefndumiðuð við það. Stefndu vísa til reglna skaðabótaréttar um orsakatengsl og um stórkostlegtgáleysi, svo og 1. og 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.IV Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 88. gr. laga nr. 50/1987 skal sá semábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki bæta það tjón sem hlýst afnotkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinueða ógætni ökumanns. Í máli þessu hefur stefnandi uppi skaðabótakröfu á grundvelliframangreindrar reglu á hendur stefnda B ehf. sem eiganda bifreiðarinnar […],sbr. 1. mgr. 90. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og á hendur stefndaVátryggingafélagi Íslands hf. sem vátryggjanda bifreiðarinnar, sbr. 1. mgr. 97.gr. sömu laga. Þegar stefnandi freistaði þess að stíga upp í bifreiðina […] varaflvél hennar í gangi og bifreiðin var á ferð, þó ökumaður og stefnandi hafiverið sammála um að hraðinn hafi verið lítill. Er það mat dómsins að teljaverði eins og hér stendur á að hreyfing bifreiðarinnar hafi verið orsök þess aðslysið varð, þó aðrir þættir kunni einnig að hafa haft áhrif á atburðarásina.Er þegar af þeirri ástæðu fallist á með stefnanda að slysið hafi hlotist afnotkun ökutækisins í skilningi 1. málsliðar, 1. mgr. 88. gr. laga nr. 50/1987. Í 2. mgr. 88. gr. laga nr. 50/1987 greinir að bætur fyrirlíkamstjón eða missi framfæranda megi lækka eða fella niður ef sá sem orðiðhafi fyrir tjóninu eða hafi látist hafi verið meðvaldur að tjóninu af ásetningieða stórfelldu gáleysi. Byggja stefndu á því að ákvæði þetta eigi við umháttsemi stefnanda, eins og nánar er lýst hér fyrr. Fallist er á með stefndu að sú háttsemi að stíga upp í bifreið semer á ferð er hættuleg og er fjarri því æskileg. Verður ekki talið að háttseminverði réttlætt með vísan til aðstæðna á slysstað, á fjölförnum gatnamótum, þóttfallast megi á að umræddar aðstæður geri hegðunina skiljanlegri. Þrátt fyrirframangreint er að mati dómsins ekki unnt að fallast á með stefnda að hegðunstefnanda hafi falið í sér, eins og hér stóð á, slíkt frávík frá því semvenjulegt getur talist að til greina geti komið að beita 2. mgr. 88. gr. laganr. 50/1987 til að gera honum að bera tjón sitt sjálfur að hluta eða öllu leytieins og stefndu krefjast. Eru þegar af framangreindum ástæðum ekki efni tilannars en taka viðurkenningarkröfu stefnanda að fullu til greina. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu. Hefur hann lagt fram afritreikninga vegna útlagðs kostnaðar vegna mætinga fyrir dómi samtals að fjárhæð14.508 krónur og 50.000 krónur vegna skýrslu sjúkraþjálfara sem liggur fyrir ímálinu. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda skal greiðast úr ríkissjóði og þarmeð talin þóknun lögmanns hans sem þykir hæfilega ákveðin sú fjárhæð sem nánargreinir í dómsorði og hefur þar verið tekið tillit til greiðsluvirðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefndu verður gert að greiða sameignlega málskostnað í ríkissjóðað þeirri fjárhæð sem nánar greinir í dómsorði. Hefur við þá ákvörðun veriðtekið tillit til þess gjafsóknarkostnaðar sem stefnandi upplýsti dóminn um ogað framan er tiltekinn. Halldór Björnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð: Viðurkennt er að stefndu, B ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf.,bera óskipt fulla bótaskyldu gagnvart stefnanda, A, vegna líkamstjóns sem hannvarð fyrir 20. maí 2015 og rekja má til notkunar bifreiðarinnar […]. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði þar meðtalin þóknun lögmanns hans sem þykir hæfilega ákveðin 744.000 krónur aðmeðtöldum virðisaukaskatti. Stefndu greiði sameiginlega 808.508 krónur í málskostnað tilríkissjóðs. |
Mál nr. 170/2017 | Fasteignakaup Galli Fylgifé Skaðabætur Tómlæti | G ehf. höfðaði mál á hendur Í hf. og J ehf. til heimtu bóta vegna galla á fasteign sem félagið hafði keypt af Í hf. fyrir milligöngu J ehf. Byggði G ehf. í fyrsta lagi á því að skort hefði á að öll þau tæki og búnaður sem áskilin voru við kaupin hefðu fylgt fasteigninni. Í öðru lagi byggði G ehf. á því að fasteignin hefði verið haldin galla vegna leka með þaki og á milligangi. Þá byggði G ehf. í þriðja lagi á því að það ætti rétt til bóta vegna þess óbeina tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vanefndanna. Héraðsdómur sýknaði J ehf. af kröfum G ehf. en féllst á kröfu þess á hendur Í hf. vegna þakgallans. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms vegna þakgallans en taldi að hafna bæri kröfu G ehf. um bætur vegna vöntunar á tækjum og búnaði, annars vegar að með vísan til þess að félagið hefði ekki sinnt áskorun seljanda um skoðun fyrir kaupin og hins vegar með vísan til þess að G ehf. hefði ekki innan sanngjarns frests tilkynnt Í hf. um vanefndina og að félagið hygðist bera hana fyrir sig. Þá hafnaði rétturinn kröfu G ehf. um bætur fyrir óbeint tjón með vísan til 1. mgr. 43. gr. laga nr. 40/2002. Var niðurstaða hins áfrýjaða dóms samkvæmt því staðfest. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason og Þorgeir IngiNjálsson landsréttardómari. Aðaláfrýjandi skaut málinu tilHæstaréttar 15. mars 2017. Hann krefst þess að gagnáfrýjanda og stefnda verðióskipt gert að greiða sér annars vegar 59.914.700 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júlí2014 til greiðsludags, að frádreginni innborgun 5. mars 2015 að fjárhæð4.532.093 krónur, og hins vegar71.500.673 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sömu laga frá 1. júní 2015til 30. janúar 2016, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeimdegi til greiðsludags. Þá krefst hann þess að gagnáfrýjanda verði gert aðgreiða sér 5.205.251 krónu með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sömu laga frá 1.maí 2014 til 5. janúar 2015, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. lagannafrá þeim degi til greiðsludags. Loks krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar íhéraði og fyrir Hæstarétti. Að öðru leyti krefst hann staðfestingar hinsáfrýjaða dóms. Gagnáfrýjandi skaut málinu tilHæstaréttar fyrir sitt leyti 17. maí 2017. Hann krefst sýknu af kröfumaðaláfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingarhéraðsdóms og málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti.IEins og greinir í hinum áfrýjaðadómi á málið rót sína að rekja til samnings aðaláfrýjanda og gagnáfrýjanda 22.apríl 2014 um kaup þess fyrrnefnda á fasteigninni að Eyrartröð 12 íHafnarfirði, en um er að ræða atvinnuhúsnæði sem gagnáfrýjandi eignaðist íapríl 2013 og aðaláfrýjandi hugðist nota undir fiskvinnslu. Stefndi hafði milligönguum viðskiptin. Í kaupsamningi og söluyfirliti starfsmanns stefnda 4. mars 2014,sem fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda undirritaði, var tekið fram að kaupanda værium það kunnugt að seljandi hefði eignast fasteignina í skuldaskilum, hefðialdrei haft afnot af henni og þekkti hana ekki umfram það sem fram kæmi ísöluyfirlitinu og opinberum gögnum. Því legði seljandi ríka áherslu á það viðkaupanda að hann gætti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni ogleitaði sér aðstoðar hjá sérfróðum aðilum við mat á ástandi hennar. Þessi samitexti var einnig tekinn upp í fimm kauptilboð aðaláfrýjanda í eignina átímabilinu 4. til 19. mars 2014. Þá var þess getið í söluyfirliti að húsið værimeð öll tilskilin leyfi fyrir fiskvinnslu og alla aðstöðu tengda þannigrekstri, „s.s. frysti, vinnslusal, móttöku og kæligeymslu“. Aðaláfrýjandi fékkhúsið afhent í byrjun maí 2014, en það hafði fram að því verið leigt út tileinkahlutafélags sem hafði þá starfsemi með höndum í því að verka og kaldreykjafisk. Kom hann fljótlega á framfæri við gagnáfrýjanda og stefnda athugasemdumvegna ástands hússins. Lutu þær aðallega að því að tilgreindir naglfastirhlutir, sem verið hefðu til staðar í húsinu við skoðun aðaláfrýjanda á því íaðdraganda kaupsamnings, hefðu verið fjarlægðir. Ástand hússins væri af þessumsökum ekki í samræmi við það sem um hefði verið samið og það gæti að óbreyttuekki þjónað því hlutverki sem aðaláfrýjandi hefði ætlað því. Þá er þess að getaað aðaláfrýjandi fól verktaka að vinna að tilteknum úrbótum á fasteigninni ágrundvelli tilboðs 5. maí 2014 og nam kostnaður við þær samkvæmt reikningi hans30. júní sama ár 15.936.255 krónum án virðisaukaskatts. Aðaláfrýjandi beindiskaðabótakröfu að fjárhæð 49.734.632 krónur að gagnáfrýjanda með bréfi 13.nóvember 2014. Tók hún í fyrsta lagi til framangreinds kostnaðar, sem í bréfinuvar sagður nema 16.936.255 krónum. Í öðru lagi var gerð krafa að fjárhæð5.038.437 krónur vegna atriða sem gerðar höfðu verið athugasemdir við í maí2014, þar af 1.500.000 krónur vegna innihurða og 3.032.093 krónur vegna kæli-og frystiaðstöðu. Þá nam krafa vegna pípulagna, starfsmannaaðstöðu og kaupa ávöskum 1.560.000 krónum. Var samtala framangreindra kröfuliða 23.534.692krónur. Féllst gagnáfrýjandi á að greiða þá fjárhæð og hefur staðið skil áhenni, en tók fram að með þeirri greiðslu væri hann ekki að viðurkennabótaskyldu sína. Að öðru leyti laut bótakrafa aðaláfrýjanda aðallega aðrekstrartjóni og launakostnaði og námu þeir kröfuliðir samtals 21.500.000krónum. Að auki krafðist hann bóta að fjárhæð 3.200.000 krónur vegna kaupa oguppsetningar á fituskilju og reykofni sem hann taldi að hefðu átt að fylgja meðí kaupum hans á fasteigninni. Þessum kröfum hafnaði gagnáfrýjandi.Í kjölfar þess að framangreintkröfubréf var sent gagnáfrýjanda hafði aðaláfrýjandi uppi frekari kröfur áhendur honum vegna galla á eigninni. Þannig var í bréfi lögmanns aðaláfrýjanda10. desember 2014 vísað til þess að í óveðri nokkrum dögum áður hefði orðiðvart þakleka og tekið fram að kostnaður vegna viðgerðar gæti numið 10.000.000krónum. Þá var getið um kröfur vegna rafmagnslagna, pípulagna, innihurða ogkæliklefa og tekið fram að þær gætu numið 25.000.000 krónum til viðbótar kröfumsamkvæmt fyrra kröfubréfi. Með matsbeiðni 16. apríl 2015 fóraðaláfrýjandi þess á leit við héraðsdóm að dómkvaddir yrðu matsmenn „til aðskoða og meta þá ágalla til fjár sem væru á fasteigninni Eyrartröð 12 íHafnarfirði, sem og til að meta fjárhagslegt tjón matsbeiðanda vegnaafnotamissis fasteignarinnar og annað fjárhagstjón.“ Hinn 12. maí sama ár vorumatsmenn dómkvaddir og skiluðu þeir mati sínu 21. desember það ár. Í bréfi 30. desember 2015 settiaðaláfrýjandi fram kröfu á hendur gagnáfrýjanda um greiðslu skaðabóta sem hannreisti á niðurstöðum matsgerðarinnar og var í bréfinu talin nema um 175.000.000krónum að teknu tilliti til mats- og lögmannskostnaðar. Gagnáfrýjandi hefurekki fallist á greiðsluskyldu umfram það sem áður greinir og stefndi hefuralfarið hafnað kröfum á hendur sér. Höfðaði aðaláfrýjandi mál þetta á hendurþeim 16. febrúar 2016 og gerði annars vegar kröfu um að þeim yrði óskipt gertað greiða sér skaðabætur að fjárhæð samtals 147.415.373 krónur og gagnáfrýjandiað auki 25.712.251 krónu, eða samtals 173.127.624 krónur til viðbótar þeim23.534.692 krónum sem gagnáfrýjandi hafði samkvæmt framansögðu áður innt afhendi. Til frádráttar skyldi koma hluti þeirrar greiðslu, eða 4.532.093 krónur,sem gagnáfrýjandi hafði staðið skil á vegna innihurða og kæliklefa. Kröfugerðin, sem var í þremur hlutum, varreist á matsgerðinni. Tók fyrsti hluti hennar, 75.914.700 krónur, til vöntunará búnaði sem að mati aðaláfrýjanda átti að fylgja fasteigninni og kostnaði semþví tengdist. Annar hlutinn, 71.500.673 krónur, laut að tjóni sem aðaláfrýjanditaldi sig hafa orðið fyrir sökum þess að ekki hafi verið unnt að hefjaatvinnurekstur í húsnæðinu á þeim tíma sem hann áætlaði vegna annmarka sem voruá því við afhendingu þess og gagnáfrýjandi og stefndu bæru ábyrgð á. Í þriðjalagi var krafist bóta að fjárhæð 25.712.251 króna vegna galla á þaki hússins ogvatnsleka yfir milligangi framan við vinnslusal. Með hinum áfrýjaða dómi varfallist á að aðaláfrýjanda bæri réttur til skaðabóta úr hendi gagnáfrýjandavegna þakgallans. Var sú krafa tekin til greina með 20.506.888 krónum, en samkvæmthéraðsdómsstefnu nam hún 25.428.541 krónu. Að öðru leyti var kröfumaðaláfrýjanda hafnað.Fyrir Hæstarétti hefuraðaláfrýjandi lækkað kröfu sína samkvæmt fyrsta hluta kröfugerðar íhéraðsdómsstefnu. Skýrist lækkunin af því að fallið hefur verið frá kröfu vegnareykofns, sem nam 16.000.000 krónum. Þá hagar aðaláfrýjandi kröfugerð sinnifyrir Hæstarétti á þann veg að framangreind krafa um greiðslu bóta vegna gallaá þaki og vatnsleka nemur 5.205.251 krónu. Er gefin sú skýring á þessarikröfugerð í greinargerð aðaláfrýjanda til Hæstaréttar að í henni felist annarsvegar krafa um bætur vegna vatnsleka að fjárhæð 283.710 krónur, sem héraðsdómurhafnaði, og hins vegar krafa upp á 4.921.541 krónu, sem sé mismunur á kostnaðivegna úrbóta á þaki hússins samkvæmt matsgerð og ákvörðuðum bótum. Liggurmunurinn alfarið í þeim virðisaukaskatti sem var innifalinn í kostnaðarmatimatsmanna. Byggir aðaláfrýjandi á að gagnáfrýjandi hafi ekki gert kröfu um þessalækkun og héraðsdómur því farið út fyrir kröfugerð hans. IIFyrsti hluti kröfugerðaraðaláfrýjanda er í níu liðum og er gerð ítarleg grein fyrir þeim í hinumáfrýjaða dómi. Snúa fjórir þeirra að vöntun á tækjum og búnaði semaðaláfrýjandi fullyrðir að hafi verið til staðar í húsinu þegar hann skoðaðiþað með hugsanleg kaup í huga og hafi átt að fylgja því. Nemur krafa vegnaþessa 47.605.000 krónum og munar þar mest um kröfu vegna lausfrystis,frystipressu, færibanda og eimsvala að fjárhæð 36.155.000 krónur. Undir þessaliði falla einnig kröfur vegna ísvélar að fjárhæð 1.700.000 krónur, kælipressuað fjárhæð 850.000 krónur og frysti- og kæliklefa í vinnslusal að fjárhæð8.900.000 krónur. Þá taka þrír kröfuliðir til þess að innihurðir, snagar ogplastdreglar hafi verið fjarlægðir eftir að aðaláfrýjandi skoðaði húsið, enallt falli þetta undir að vera fylgifé fasteignarinnar. Er samtala þessara liða2.303.620 krónur, þar af 2.217.200 krónur vegna innihurða. Loks er gerð krafaað fjárhæð 8.356.080 krónur vegna vatns- og raflagna og 1.650.000 krónur vegnafituskilju.Ekki eru efni til að reisa bótaréttaðaláfrýjanda á því að gagnáfrýjandi hafi með yfirlýsingu í söluyfirliti, semáður er getið, eða á annan hátt ábyrgst að þau tæki sem kröfugerð samkvæmtframansögðu tekur mið af myndu fylgja fasteigninni við kaup aðaláfrýjanda áhenni. Verður niðurstaða héraðsdóms um þetta atriði því staðfest með skírskotuntil forsendna hans.Svo sem áður er rakið var þvíítrekað komið á framfæri við aðaláfrýjanda í aðdraganda þess að kaupsamningurkomst á milli hans og gagnáfrýjanda að hann gætti sérstakrar árvekni við skoðunog úttekt á fasteigninni og leitaði sér aðstoðar hjá sérfróðum aðilum við mat áástandi hennar. Samkvæmt framburði vitnanna Birgis Sævars Jóhannssonar og LeósMás Jóhannssonar var sá tækjabúnaður, sem framangreind krafa aðaláfrýjanda aðfjárhæð 36.155.000 krónur tekur til, fjarlægður úr húsinu í lok árs 2013 afaðila sem þá hafði það á leigu og taldi sig eiganda hans. Hefur þessu ekkiverið hnekkt. Í greinargerð aðaláfrýjanda til Hæstaréttar er á því byggt að þaðhafi verið ein af meginforsendum hans fyrir kaupum á fasteigninni að þessibúnaður myndi fylgja með í þeim. Engu að síður er ekki annað fram komið í málinuen að hann hafi með öllu látið hjá líða að bregðast við framangreindri áskorunum skoðun á eigninni eða ganga með öðrum hætti úr skugga um hvort þessiforsenda hans stæðist. Er þegar af þessari ástæðu og með vísan til 2. mgr. 29.gr. laga nr. 40/2002 staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu gagnáfrýjanda ogstefnda af þessum kröfulið. Ekki liggur fyrir með vissu hvortönnur tæki, sem framangreind bótakrafa aðaláfrýjanda nær til, voru til staðar íhúsinu í mars 2014 eða hvernig þar var umhorfs að öðru leyti og þar með hvaðskoðun fyrirsvarsmanns aðaláfrýjanda á því hefði leitt í ljós, en þar var þárekin sérhæfð fiskvinnsla af aðila sem hafði það á leigu. Í hinum áfrýjaða dómier því slegið föstu að aðaláfrýjandi hafi, í samræmi við ákvæði kaupsamnings,fengið fasteignina afhenta 1. maí 2014. Með hliðsjón af gögnum málsins er áþetta fallist. Bar honum þá að skoða hana á þann hátt sem góð venja býður, sbr.38. gr. laga nr. 40/2002. Miðað við þá annmarka á eigninni sem framangreindkröfugerð aðaláfrýjanda snýr að hlaut fyrirsvarsmaður hans þegar í stað að gerasér grein fyrir þeim. Ef aðaláfrýjandi ætlaði í kjölfarið að hafa uppi kröfu afþví tilefni bar honum innan sanngjarns frests að tilkynna gagnáfrýjanda um eðliog umfang vanefndar og að hann hygðist bera hana fyrir sig, sbr. 1. mgr. 48.gr. sömu laga. Með bréfi gagnáfrýjanda til lögmanns aðaláfrýjanda 5. mars 2015lýsti hann afstöðu sinni til fjárkrafna vegna þeirra annmarka á eigninni semaðaláfrýjandi hafði þá tilkynnt um. Verður ekki séð að á þeim tíma hafiaðaláfrýjandi verið búinn að beina tilkynningu samkvæmt tilvitnuðu ákvæði til gagnáfrýjandavegna kælipressu, ísvélar, snaga og plastdregla. Þá á hið sama við um viðbótarkröfurvegna frysti- og kæliklefa í vinnslusal annars vegar og vatns- og raflagna hinsvegar. Verður að leggja til grundvallar að þegar hér var komið sögu hafi verið liðinnsanngjarn frestur í skilningi 1. mgr. 48. gr. laga nr. 40/2002 til að komatilkynningu á framfæri við gagnáfrýjanda sem seljanda eignarinnar um þessaannmarka á henni. Hefur aðaláfrýjandi því sýnt af sér slíkt tómlæti að hanntelst hafa glatað rétti til að bera fyrir sig galla á eigninni að þessu leyti.Verða gagnáfrýjandi og stefndi því sýknaðir af bótakröfu vegna þessara kröfuliða,en þeir nema samtals 19.892.500 krónum. Með vísan til forsendna hinsáfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sýknu gagnáfrýjanda og stefnda afbótakröfu aðaláfrýjanda vegna fituskilju og innihurða, samtals að fjárhæð3.867.200 krónur. Samkvæmt því sem að framan errakið verður staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að sýkna gagnáfrýjanda ogstefnda af þeim hluta kröfugerðar aðaláfrýjanda sem hér hefur verið tilumfjöllunar. IIIMeð vísan til forsendnahéraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, er staðfest niðurstaðahans um galla á þaki hússins og að kaupandi hefði ekki getað veitt honumathygli við hefðbundna skoðun á fasteigninni. Var því að þessu leyti um leyndangalla að ræða sem samkvæmt matsgerð telst umfangsmikill. Óljós framburðurvitnisins Birgis Sævars Jóhannssonar, þess efnis að hann hafi í lok árs 2013upplýst fyrirsvarsmann aðaláfrýjanda um ástand þaksins, og almenn áskorun tilvæntanlegs kaupanda um skoðun eignarinnar geta ekki raskað rétti aðaláfrýjandatil bóta úr hendi gagnáfrýjanda vegna gallans. Kröfu aðaláfrýjanda fyrirHæstarétti um bætur vegna hans verður að skilja á þann veg að hún nemi25.428.541 krónu. Styðst hún við kostnaðarmat dómkvaddra matsmanna. Svo semfram er komið tók héraðsdómur kröfuna til greina með 20.506.888 krónum ogskýrist lækkun á stefnukröfu eins og áður greinir af þeim virðisaukaskatti semvar innifalinn í kostnaðarmatinu. Gagnáfrýjandi hefur krafist sýknu af kröfumaðaláfrýjanda og fór héraðsdómur því ekki út fyrir kröfur hans í úrlausn sinni.Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verðurstaðfest niðurstaða hans um rétt aðaláfrýjanda til bóta úr hendi gagnáfrýjandavegna þess galla sem hér um ræðir og fjárhæð þeirra. Með vísan til forsendna hinsáfrýjaða dóms verður hafnað bótakröfu aðaláfrýjanda vegna leka á milligangi viðvinnslusal. IV Sáhluti dómkrafna aðaláfrýjanda sem eftir stendur, 71.500.673 krónur, er að ölluleyti krafa um bætur fyrir óbeint tjón, en ekki að hluta svo sem byggt er á afhans hálfu. Réttur til skaðabóta fyrir slíkt tjón stofnast ekki þegarbótagrundvöllurinn er stjórnunarábyrgð, sbr. 1. málslið 1. mgr. 43. gr. laganr. 40/2002. Með vísan til þessa og þar sem tildæmdar bætur samkvæmtframansögðu einskorðast við þann bótagrundvöll verða gagnáfrýjandi og stefndisýknaðir af þessari kröfu. Samkvæmtöllu framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur, þar með talið um vextiog málskostnað. Aðaláfrýjanda verður gert aðgreiða gagnáfrýjanda og stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorðigreinir. Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Aðaláfrýjandi, Golden Seafood Company ehf.,greiði gagnáfrýjanda, Íslandsbanka hf., og stefnda, Jöfri ehf., hvorum um sig,1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjaness 22. desember2016.I.Mál þetta, sem tekið var til dóms 16. nóvember 2016., er höfðað með árituná stefnu 16. febrúar 2016. Stefnandi er Golden SeafoodCompany ehf., kt. 481208-0250, Grandatröð 8, Hafnarfirði.Stefndu eru Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160, Kirkjusandi 2,Reykjavík, og Jöfur ehf., kt. 510507-0960, Ármúla 7, Reykjavík.Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda óskipt75.914.700 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá 1. júlí 2014 og til greiðsludags, að frádreginniinnborgun að fjárhæð 4.532.093 krónur hinn 5. mars 2015.Enn fremur að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda óskipt71.500.673 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1.júní 2015 og til 30. janúar 2016, en með dráttarvöxtum frá þeim degi og tilgreiðsludags.Enn fremur að stefndi Íslandsbanki hf. verði dæmdur til að greiðastefnda 25.712.251 krónu með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001frá 1. maí 2014 og til 5. janúar 2015, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi og til greiðsludags. Loks krefststefnandi þess að stefndu verði gert að greiða stefnanda óskipt málskostnað aðmati dómsins.StefndiÍslandsbanki hf. krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að honum verðidæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda og/eða stefnda að mati dómsins. Stefndi Jöfur ehf. krefst þessaðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verðidæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins, en til vara að kröfurstefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði felldur niður.II.Málavextir eru þeir að í apríl 2013 afsalaði fyrirtækið Opal Holdingehf. fasteigninni að Eyrartröð 12 í Hafnarfirði til lánardrottins síns ogveðhafa, stefnda Íslandsbanka hf. Var afsalið til stefnda Íslandsbanka hf.liður í skuldauppgjöri Opal Holding ehf. við bankann.Opal Holding ehf. hafði keypt fasteignina á árinu 2005 af Fiskaveriehf. og leigt hana til systurfélags síns Opal Seafood ehf. Á sama tíma keyptiOpal Seafood ehf. allan rekstur Fiskverkunar Jónasar Ágústssonar ehf. ásamt vélumog tækjum, en síðastnefnda félagið hafði verið með rekstur sinn í fasteigninniog var í eigu sömu aðila og Fiskaver ehf. Opal Seafood ehf. var með fasteigninaá leigu til ársins 2008, en þá tók Festi ehf. við leigu á fasteigninni, enjafnframt tók félagið á leigu nánar tilgreindar vélar og tæki sem ífasteigninni voru. Festi ehf. fór í þrot á árinu 2010. Þá leigði Opal Holdingehf. fasteignina til Opal Sjávarfangs ehf., en starfsemi þess byggðist aðallegaá verkun og reykingu á laxi. Opal Holding ehf. lenti í vanskilum með lán sínhjá stefnda Íslandsbanka hf., sem í kjölfarið leysti eignina til sín með samningi.Samið var um að Opal Sjávarafurðir ehf. leigði fasteignina áfram eða til 1.janúar 2014, sem síðar var framlengt til 31. mars 2014 og þá til 1. maí 2014.Í lok nóvember 2013 var tekin sú ákvörðun hjá stefnda að seljafasteignina að Eyrartröð 12. Leitað var til þeirra fasteignasala sem sáu um aðselja fullnustueignir stefnda. Kveðst stefndi Jöfur ehf. hafa fengiðtilkynningu frá stefnda Íslandsbanka hf. 26. nóvember 2013 um að fasteignin aðEyrartröð 12 yrði sett í sölumeðferð. Liggur fyrir að fulltrúum frá stefndaJöfri og fleiri fasteignasölum var boðið að koma og kynna sér eignina. Kveðurstefndi Jöfur ehf. að sú skoðun hafi farið fram 29. nóvember 2013 og hafifyrirsvarsmaður Opal Sjávarafurða ehf. verið viðstaddur skoðunina, en MagnúsKristinsson löggiltur fasteignasali hafi skoðað fasteignina af hálfu stefndaJöfurs ehf. og tekið ljósmyndir á vettvangi. Með tölvupósti 5. desember 2013hafi stefndi Íslandsbanki hf. síðan tilkynnt þeim fasteignasölum sem höfðueignina til sölumeðferðar að ásett söluverð hennar væri 120.000.000 króna.Í söluyfirliti eignarinnar, sem áðurnefndur Magnús hjá stefnda Jöfriehf. útbjó, kom m.a. fram að húsið hefði „öll tilskilin leyfi fyrir fiskvinnsluog alla aðstöðu [tengda] þannig rekstri, s.s. frysti, vinnslusal, móttöku ogkæligeymslu“.Stefndi Íslandsbanki hf. kveðst ekki hafa þekkt ástand fasteignarinnarog kveður hann fulltrúa sína ekki hafa komið inn í fasteignina í aðdragandasölu hennar. Hafi sérfræðingum, þ. á m. stefnda Jöfri ehf., verið falið að hafamilligöngu um söluna, skoða fasteignina og gera um hana söluyfirlit, enda hafistefndi í engu getað upplýst um ástand fasteignarinnar. Hafi stefndi leitastvið að upplýsa hugsanlega kaupendur um þetta og því hafi eftirfarandi fyrirvariverið settur inn í söluyfirlitið:„Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina ánauðungaruppboði eða í skuldaskilum og hefur aldrei haft afnot af henni.Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum ogþessu söluyfirliti. Seljandi leggur því ríka áherslu á það við kaupanda að hanngæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og leiti sér aðstoðarhjá sérfróðum aðilum við mat á ástandi hennar. Eignin selst í því ástandi semhún var í við skoðun kaupanda og hann sættir sig við.“ Sami fyrirvari kom framí kauptilboði og kaupsamningi um fasteignina.Stefnandi, sem rekur fiskvinnslu í næsta nágrenni við Eyrartröð 12,nánar tiltekið að Melabraut 22 í Hafnarfirði, kveðst í byrjun árs 2014 hafafengið áhuga á að kaupa umrædda fasteign. Stefndi Íslandsbanki hafi þá veriðviðskiptabanki stefnanda og hafi verið um það rætt að stefndi myndi veitastefnanda lán til kaupanna ef samkomulag næðist um kaupverð. Fyrirsvarsmaðurstefnanda hafi skoðað húsið í nóvember 2013 á meðan það var í rekstri hjá OpalSjávarafurðum ehf. og hafi það verið hans mat að húsið og þau tæki sem því hafiátt að fylgja myndu henta starfsemi stefnanda vel. Sérstaklega hafi verið haftorð á því, bæði af seljanda og fasteignasölu, að húsið væri mjög vel tækjumbúið og sérhæft fyrir fiskvinnslu og að taka þyrfti tillit til þess viðákvörðun kaupverðs.Í greinargerð stefnda Íslandsbanka hf. segir að fyrirsvarsmaður Opal Sjávarfangsehf. hafi upplýst að fyrirsvarsmenn stefnanda hafi komið að máli við sighaustið 2013 og viljað standa sameiginlega að kauptilboði í fasteignina. Í þeimviðræðum hafi fyrirsvarsmaður leigutakans upplýst fyrirsvarsmenn stefnanda umað komið væri að viðhaldi í miðhluta hússins og að eyða þyrfti um 20-30milljónum króna í endurnýjun á þaki og gólfi þess hluta. Um þetta hafi stefndaekki verið kunnugt, enda hafi leigutakinn ekki upplýst stefnda um þetta.Fyrirsvarsmaðurinn hafi einnig upplýst að fyrirsvarsmenn stefnanda hafi ekkikomið og skoðað fasteignina í aðdraganda sölu hennar.Stefnandi gerði nokkur kauptilboð í fasteignina í mars 2014, fyrst uppá 84.000.000 króna, þá 88.000.000 króna og næst 92.000.000 króna, en þá gerðistefndi Íslandsbanki hf. stefnanda gagntilboð upp á 114.000.000 króna. Loksbauð stefnandi 110.000.000 króna í eignina 19. mars 2014, sem stefndiÍslandsbanki hf. samþykkti 21. mars 2014. Milligöngu um tilboð og viðskiptinannaðist stefndi Jöfur ehf.Í greinargerð stefnda Jöfurs ehf. kemur fram að áður en stefnandigerði fyrsta kauptilboðið í fasteignina hafi Magnús Kristinsson, sem hafi haftumsjón með sölumeðferð eignarinnar, skorað á fyrirsvarsmenn stefnanda, þá Símonog Mikael Símonarsyni, að skoða eignina og hitta fyrirsvarsmenn leigutakans,Opal Sjávarafurða ehf. Það hafi hann gert í ljósi þess að hann hafði sjálfurekki farið með fyrirsvarsmönnum stefnanda að skoða fasteignina og þá hafi þeirSímon og Mikael upplýst hann um það að þeir hefðu ekki skoðað fasteignina áðuren kauptilboð var gert. Þeir hafi hins vegar sagst þekkja húsnæðið vel og hafialls ekki viljað hitta fyrirsvarsmann leigutakans, að því er virtist vegnaóuppgerðra skuldamála þeirra í millum.Kaupsamningur um fasteignina var undirritaður 22. apríl 2014 og áttileigutakinn, Opal Sjávarafurðir ehf., að rýma fasteignina í síðasta lagi 1. maí2014.Stefnandi kveðst hafa í lok apríl samið um kaup á verulegu magni afferskum fiski og ráðið starfsfólk í vinnsluna, enda hafi hann talið sig vera aðkaupa sérhæft og fullbúið fiskvinnsluhús með öll tilskilin leyfi, svo sem komiðhafi fram í sölugögnum, þannig að vinnsla gæti hafist um leið og hann fengihúsið afhent. Stefndi Íslandsbanki hf. kveðst mótmæla þessu sem röngu ogósönnuðu. Ekki hafi verið lögð fram nein gögn um kaup stefnanda á fiski eðaráðningu starfsfólks, enda verði að telja með ólíkindum að stefnandi hafi taliðsig geta hafið starfsemi um leið og hann fengi fasteignina afhenta. Bendirstefndi á að leyfi til matvælaframleiðslu séu ekki gefin út á tilteknarfasteignir heldur til tiltekinna matvælaframleiðenda.Stefndu halda því fram að fasteignin hafi verið afhent stefnanda 1.maí 2014 líkt og kaupsamningur hafi gert ráð fyrir. Stefndi Jöfur ehf. kveðurSigurð J. Sigurðsson, starfsmann stefnda, hafa séð um afhendingu á eigninni.Hann hafi sótt lykil til leigjandans klukkan 12 hinn 1. maí 2014 og mælt sérsíðan mót við Símon Símonarson, fyrirsvarsmanna stefnanda, í fasteigninni ogskoðað eignina með honum. Símon hafi engar athugasemdir gert við fasteignina ogfengið afhentan lykil að húsnæðinu.Daginn eftir eða 2. maí 2014 tilkynnti stefndi Jöfur ehf. umnotendaskipti á orkumælum fasteignarinnar til HS Orku og í kjölfarið var lesiðaf mælum í fasteigninni.Stefnandi heldur því fram að fasteignin hafi aldrei verið afhentstefnanda formlega, heldur hafi lyklum að fasteigninni verið stungið inn umbréfalúgu á fasteign stefnanda að Melabraut 22. Hinn 1. maí 2014 hafifyrirsvarsmenn stefnanda verið staddir erlendis, en starfsmaður þeirra hafiskoðað fasteignina einn síns liðs hinn 2. maí. Hafi hann látið fyrirsvarsmennstefnanda vita að ekki yrði hægt að hefja vinnslu í húsinu strax.Stefnandi kveður fyrirsvarsmenn stefnanda hafa komið að utan í byrjunmaí 2014. Þeir hafi farið á staðinn og séð strax að ástand eignarinnar hafðibreyst verulega frá því sem samið var um og þeir höfðu kynnt sér fyrir kaupin.Nánast allt fylgifé fasteignarinnar hafði verið fjarlægt, sem og nær allurfastur búnaður, mikið af lögnum til hitunar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki ograflagnir. Þá höfðu nær allar millihurðir verið fjarlægðar úr húsinu meðkörmum, veggur sem skilur að umbúðageymslu og vinnslurými hafði veriðfjarlægður í heilu lagi og álklæðningar verið rifnar af veggjum. Skápar íbúningsherbergjum starfsmanna, bæði karla- og kvenna, höfðu verið skrúfaðir afveggjum og fjarlægðir. Tæki, tól og búnaður sem varanlega var skeytt við húsiðhöfðu og verið fjarlægð, í flestum tilvikum með því að klippa á vatns- ograflagnir.Fyrirsvarsmenn stefnanda hafi strax áttað sig á því að ekkert yrði afþeim áformum þeirra að hefja vinnslu í húsinu næstu vikur þar sem húsið hafiverið í algjörlega óviðunandi ástandi og langt frá því sem samið hafði veriðum.Hinn 5. maí 2014 gerði Verkþing ehf. stefnanda tilboð að fjárhæð25.500.000 krónur í lagfæringar á fasteigninni að Eyrartröð, sem fólgnar voru íeftirfarandi:Brjóta upp og lagfæra gólf, slípa steypu og málningu af gólfum og lagahalla í gólfi. Saga upp gólf og endurnýja niðurföll. Setja upp kælivélar ogbúnað miðað við notaðan búnað. Tengja kælivélar og affall frá kælivélum.Yfirfara og lagfæra pípulagnir og raflagnir. Laga hurðagöt og klæða eftir hurðirsem hafa verið í vinnslusal. Loka götum í lofti og laga leka á þaki. Smíðaveggi sem hafa verið fjarlægðir. Endurklæða þrjá veggi í vinnslusal. Kaupa ogkoma niður fituskilju. Rífa lyftarageymslur. Þrífa hús og farga rusli.Samkvæmt gögnum málsins hafði stefnandi samband við stefnda Jöfur ehf.með tölvupósti 21. maí 2014 og gerði þær athugasemdir að vélbúnað og vifturvegna kælikerfis vantaði og þá vantaði alla búningsklefa starfsmanna. Einnigvantaði álvegg í vinnslusal og álklæðingar á veggjum á sama stað, sem ognokkrar millihurðir í vinnslusölum. Þá væri gat á þaki hússins þar semreykháfur reykofns hafði áður verið og loks væri lóð óþrifin.Stefndi Jöfur ehf. kom erindi stefnanda áfram til stefnda sem seljandahússins með tölvupósti 22. maí 2014. Stefnandi kveðst einnig hafa reynt aðsetja sig beint í samband við stefnda símleiðis. Þegar engin viðbrögð hafifengist næstu daga frá stefnda Íslandsbanka hf. kveðst stefnandi hafa leitaðtil lögmanns, sem sent hafi bankanum bréf, dags. 30. maí 2014. Í bréfinu vorusömu athugasemdir gerðar og í tölvupóstinum frá 21. maí og tekið fram aðfasteignin, eins og hún hefði verið afhent stefnanda, hentaði ekki semfiskvinnsluhús eins og lýst hefði verið í söluyfirliti. Í bréfinu krafðiststefnandi tafarlausra úrbóta á hinu selda. Um miðjan júní 2014 hafði lögmaður stefnanda samband við lögmannstefnda og ákváðu aðilar í kjölfarið að hittast í fasteigninni 18. júní 2014til að skoða þau atriði sem stefnandi hafði kvartað yfir. Þar mættufyrirsvarsmenn stefnanda, lögmenn aðila og starfsmaður stefnda Íslandsbanka hf.,sem sagður var starfsmaður á fasteignasviði. Eftir að hafa skoðað eignina lýstilögmaður stefnda Íslandsbanka hf. því yfir að málið yrði kært til lögreglu ántafar, en grunur vaknaði um að leigutakinn sem fór úr húsinu um mánaðamótinhefði verið að verki. Stefnandi kveður fulltrúa stefnda Íslandsbanka hf.jafnframt hafa lýst því yfir að stefnanda væri óhætt að hefja nauðsynlegarlagfæringar á húsnæðinu.Stefndi Íslandsbanki hf. kveður að á þessum tímapunkti hafiumkvartanir stefnanda einungis lotið að skápum sem höfðu verið fjarlægðir,hurðum og gati í lofti. Stefndi kveðst hafa fallist á að beina kæru tillögreglu vegna þessara umkvartana stefnanda sem hann hafi og gert. Hinn 9. júlí 2014 spurðist lögmaður stefnanda fyrir um það hjá stefndahvað málinu liði þar sem lögreglan hefði enn ekki komið á staðinn eða haftsamband við stefnanda til að taka skýrslu. Kom þá í ljós að lögmaður stefndahafði farið í sumarleyfi án þess að leggja kæruna fram. Annar lögmaður stefndabrást við og sendi kæru til lögreglu þennan sama dag. Stefnandi kveður þá kærueinkum hafa byggst á erindi lögmanns stefnanda frá 30. maí, en ekki þeirriskoðun sem fór fram 18. júní og þeim atriðum sem stefnda hafi verið bent á viðþá skoðun, enda hafi kæran ekki verið samin af sama lögmanni stefnda og skoðaðihúsið. Athugasemdirnar í bréfinu frá 30. maí 2014 hafi hins vegar hvergi nærriverið tæmandi.Næst ritaði lögmaður stefnanda stefnda Íslandsbanka ehf. bréf 20.ágúst 2014 þar sem fram kom að lögregla hefði enn ekki komið á staðinn tilskýrslugerðar eða hafið nokkra rannsókn á málinu. Með bréfinu var áskilinnréttur til skaðabóta úr hendi stefnda vegna alls kostnaðar af endurbótum áfasteigninni, sem og vegna alls taps af því að stefnandi fékk húsið ekki afhentí umsömdu ástandi, þ.m.t. vegna rekstrartjóns.Stefnandi kveðst ekki hafa haft næga fjármuni til að klára úrbætur áhúsnæðinu, enda hafi þær orðið mun dýrari en hann hugði. Hafi því reynstómögulegt fyrir stefnanda að taka húsið í notkun. Í lok október ritaði lögmaðurstefnanda enn bréf til stefnda, en í samtali við fulltrúa stefnda um það leytihafði stefndi upplýst að lögregla hefði fellt rannsókn málsins niður nokkrumvikum áður, þar sem fyrrverandi leigutaki hússins hafi sagst vera réttmætureigandi þeirra verðmæta sem tekin hefðu verið. Að mati lögreglu væri því umeinkaréttarlegan ágreining að ræða. Lögmenn stefnanda og stefnda Íslandsbankahf. hittust næst á fundi 5. nóvember og fór skoðun á húsinu fram daginn eftir.Í kjölfar þessa óskaði stefndi Íslandsbanki hf. eftir því að stefnandi legðifram hugmyndir um kröfur í málinu. Lögmaður stefnanda sendi stefnda kröfu um skaðabætur vegna galla áfasteigninni með bréfi, dagsettu 13. nóvember 2015, að fjárhæð u.þ.b. 50milljónir króna. Var þar um að ræða kröfu um skaðabætur vegna eftirfarandikostnaðar:Úrbætur á gólfum, niðurföllumog fleira 16.936.255krónurKaup á ryðfríum skynjaravaski 560.000krónurKaup á skápum fyrirstarfsmannaaðstöðu karla 253.172krónurKaup á skápum fyrir starfsmannaaðstöðukvenna 253.172krónurUppsetningá starfsmannaaðstöðu, ryðfríum vaski ogkrönumsem vantaði, yfirferð og endurlögn pípulagnaí húsinu,efni og vinna 1.000.000krónurUppsetning á sambærilegrikæli- og frystiaðstöðuog var í húsinu 3.032.093krónurKaup og uppsetning millihurðaog annarra hurðasem fjarlægðar voru úr húsinu 1.500.000krónurKaup og niðursetning áfitusíu 1.700.000krónurKaup og uppsetning á reykofni 1.500.000krónurRekstrartjón, afnotamissir ogmissir hagnaðar 14.500.000krónurAukakostnaður vegna ráðningarstarfsfólks o.fl. 7.000.000krónurSamtals 48.234.632krónurHinn 1. desember tilkynnti lögmaður stefnanda enn fremur að komiðhefði í ljós verulegur galli á þaki fasteignarinnar, þar sem vatn fossaði inn.Var skorað á bankann að kynna sér málið án tafar. Í bréfinu var jafnframt tekiðfram að þar sem stefnandi hygðist gera ýtrustu kröfur á hendur stefndaÍslandsbanka hf. væri áréttað að stefnandi krefðist einnig bóta a) vegna þessað leggja þyrfti rafmagn að nýju að verulegu leyti þar sem það hafi verið rifiðaf veggjum og klippt hefði verið á kapla, b) vegna pípulagningarvinnu þar semlagnir, þ.m.t. kranar, hefðu verið fjarlægðar víða í húsinu, c) vegna kaupa oguppsetningar á a.m.k. sex innihurðum og d) vegna kaupa og uppsetningar ákæliklefum.Með bréfi 5. desember 2014 hafnaði stefndi Íslandsbanki hf. kröfumstefnanda, bæði þeim sem fram komu í kröfubréfinu frá miðjum nóvember, sem ogkröfum vegna gallans sem tilkynnt var um 1. desember. Stefndi Íslandsbanki hf.lýsti sig þó tilbúinn til viðræðna um einhverja kröfuliði, en vildi afmarkamálið við þá liði sem hann sjálfur gat um í kæru til lögreglunnar 9. júlí 2014.Í kjölfarið ritaði lögmaður stefnanda bréf til stefnda Íslandsbanka, þar semkröfubréfið frá nóvember var afturkallað og áskilinn var réttur til að gera ýtrustukröfur á hendur stefnda.Næst gerðist það að stefndi hafði samband við stefnanda og vildi fá aðsenda matsmann til að skoða fasteignina. Um miðjan desember 2014 kommatstæknirinn Bæring Sæmundsson á vegum stefnda til að skoða eignina og skilaðihann skýrslu til stefnda um málið, sem stefnandi fékk ekki aðgang að. Í janúar2015 áttu aðilar fund um málið þar sem fram kom að stefndi væri ekki tilbúinnað semja í málinu nema um lítinn hluta af því tjóni sem stefnandi taldi sighafa orðið fyrir. Þann 5. mars 2015 féllst stefndi Íslandsbanki á að greiða alls23.534.692 krónur vegna eftirfarandi þátta í kröfum stefnanda:Úrbætur á gólfum, niðurföllumog fleira 16.936.255krónurKaup á ryðfríum skynjaravaski 560.000krónurKaup á skápum fyrirstarfsmannaaðstöðu karla 253.172krónurKaup á skápum fyrirstarfsmannaaðstöðu kvenna 253.172krónurUppsetningá starfsmannaaðstöðu, ryðfríum vaski ogkrönumsem vantaði, yfirferð og endurlögn pípulagnaíhúsinu, efni og vinna 1.000.000krónurUppsetning á sambærilegrikæli- og frystiaðstöðuog var í húsinu 3.032.093krónurKaup og uppsetning millihurðaog annarra hurðasem fjarlægðar voru úr húsinu 1.500.000krónurSamtals 23.534.692krónurÍ bréfi stefnda Íslandsbanka kom fram að greiðslan yrði innt af hendi umframskyldu og án viðurkenningar á kröfum stefnanda.Í maí 2015 óskaði stefnandi eftir að dómkvaddir yrðu matsmenn til aðmeta til fjár alla þá ágalla sem stefnandi taldi hafa verið og væru á eigninni.Óskað var mats á kostnaði við kaup og uppsetningu á 10 hurðum, 20snögum og plastdreglum í tiltekið dyragat. Einnig var óskað eftir mati ákostnaði við kaup og uppsetningu á einum frystiklefa og tveimur kæliklefum ívinnslusal, kostnaði við að afla og setja niður fituskilju og við að afla ogsetja upp reykofn til að reykja fisk.Þá var óskað eftir mati á verðmæti tækja, sambærilegum þeim sem veriðhefðu í fasteigninni að Eyrartröð 12 við kaup stefnanda á henni, þ.e.: Ísvélar,lausfrystis af gerðinni Gyrostack ásamt ryðfríum færiböndum og viðeigandibúnaði, frystipressu af gerðinni Gram, kælipressu af gerðinni Le Roy ogeimsvala af gerðinni BAC.Jafnframt var óskað eftir mati á ástandi vatns- og rafmagnslagna og þörfá nauðsynlegum úrbótum vegna þeirra, ástandi á þaki fasteignar, þ.e. á ölluinnanverðu þaki fasteignarinnar, og þörf á nauðsynlegum úrbótum á því, svo ogorsökum raka og myglu í spónaplötum í þakinu og vatnsleka yfir milligangi ogþörf á nauðsynlegum úrbótum vegna framangreinds.Þá voru matsmenn beðnir um að leggja mat á verðmæti fasteignarinnar útfrá ýmsum viðmiðunum, sem og á rekstrartekjur, rekstrarkostnað og hagnaðstefnanda ef af áformaðri og raunhæfri starfsemi stefnanda hefði orðið ífasteigninni á tímabilinu 1. júní 2014 til 31. maí 2015. Einnig voru matsmennbeðnir um að meta eðlilega fjárhæð vegna afnotamissis fasteignarinnar ogkostnað vegna gjalda sem til féllu á fyrrgreindu tímabili. Einnig kostnað vegnaafkomumissis vegna fjárbindingar í framkvæmdum við úrbætur á húsnæði í staðþess að nýta fjármuni til kaupa á fiski til vinnslu með tilheyrandi ávöxtun ogfjármagnskostnað vegna láns sem tekið var til að kosta úrbætur á fasteigninni.Matsmenn voru dómkvaddir í júní 2015 og skiluðu þeir matsgerð ídesember sama ár.Með bréfi 30. desember 2015 krafði stefnandi stefnda Íslandsbanka hf.um greiðslu bóta vegna þess tjóns sem metið hefði verið til verðs ímatsgerðinni. Með bréfi 15. janúar 2016 hafnaði stefndi Íslandsbanki hf. öllumkröfum stefnanda, en bauð stefnanda að rifta kaupunum. Stefnandi kveður aðþegar þarna hafi verið komið sögu hafi það ekki lengur verið valkostur fyrirstefnanda að rifta kaupunum vegna kostnaðar sem þegar hafi verið fallinn ástefnanda. Því hafi stefnandi verið knúinn til að höfða mál þetta gegn stefndu.Stefndi Jöfur ehf. kveður að með tölvupósti 30. maí 2014 hafi lögmaðurstefnanda óskað eftir því við hann að fá afhent helstu gögn málsins, s.s.söluyfirlit, kaupsamning og önnur gögn. Kveðst stefndi hafa orðið við beiðninnisamdægurs. Það næsta sem stefndi Jöfur ehf. hafi frétt af málinu hafi veriðþegar honum hafi borist bréf frá stefnanda, dags. 10. apríl 2015, þar sem óskaðhafi verið eftir afstöðu hans til þess hvort stefndi eða einstakir starfsmennhans bæru skaðabótaábyrgð á ætluðu tjóni stefnanda. Hafi bréfinu verið svaraðmeð tölvupósti 16. apríl 2015 og því alfarið hafnað að stefndi Jöfur ehf. bæriskaðabótaábyrgð á ætluðu tjóni stefnanda.Stefnandi hafi síðan lagt fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna vorið2016. Gögn málsins beri það hins vegar með sér að í millitíðinni hafi stefnandibeint fjölmörgum bréfum að stefnda Íslandsbanka hf. og gert ýmsar kröfur áhendur þeim aðila án þess að upplýsa stefnda um framgang málsins. Engum kröfumhafi verið beint að stefnda á þessum tíma eða honum boðið að gæta hagsmunasinna í tengslum við málatilbúnað stefnanda. Þá bendir stefndi Jöfur ehf. á aðengin krafa hafi verið sett fram á hendur honum í kröfubréfi stefnanda tilstefnda Íslandsbanka hf., dags. 30. desember 2015, með vísan til matsgerðarhinna dómkvöddu matsmanna, og kveðst stefndi Jöfur ehf. ekki hafa fengið afritaf framangreindu bréfi. Bendir stefndi Jöfur ehf. á að honum hafi aldrei veriðsent formlegt kröfubréf og þá hafi honum verið send matsgerð hinna dómkvöddumatsmanna um leið og þáverandi lögmaður hans hafi verið beðinn um að skrifa uppá stefnu í máli þessu.Óumdeilt er að við undirritun kaupsamnings um fasteignina lágu frammiafrit af öllum skjölum sem þinglýst hafði verið á fasteignina og komu fram áveðbókarvottorði. Á meðal þeirra skjala var leigusamningur um fasteignina ámilli Opal Holding ehf. og Festis ehf. frá júlí 2008. Í leigusamningnum var hiðleigða tilgreint annars vegar sem áðurgreind fasteign og hins vegar sem vélarog tæki sem væru naglföst í húsnæðinu og væru tilgreind á sérstökum lista semfylgdi leigusamningnum. Á listanum voru tilgreind eftirfarandi tæki og vélar íhúsinu: Kælibúnt í hráefniskæli og frystibúnt í frystigeymslu. Í pökkunarsalvoru tilgreind Fricosc Gyrostack 900 kg/klst og ryðfrí færibönd v/Gyrostack, ení vélasal voru tilgreind Gram-frystipressur, BAC-eimsvali og Le Roy-kælipressa.Í greinargerð stefnda Íslandsbanka hf. er málavaxtalýsingu stefnandamótmælt að stórum hluta. Kveður stefndi ekki rétt að stefnandi stundi sambærilegastarfsemi og Opal Sjávarfang ehf. Starfsemi hins síðarnefnda hafi aðallegabyggst á verkun og reykingu lax sem fyrirtækið selji undir eigin vörumerkjum ísmásölu. Opal sjávarfang ehf. sé með tæki og búnað til þeirrar sérstökustarfsemi sem sé flokkuð sem „high risk“ framleiðsla og eins og gögn málsinsberi með sér hafi fyrirtækið keypt kæliskápa sérstaklega sniðna að reykingu. Stefnandiframleiði hins vegar saltaðar afurðir úr bolfisk, aðallega þorski, fyrir einninnflytjenda á Spáni samkvæmt skilningi stefnda. Í þeim gögnum sem stefnandihafi sent stefnda í aðdraganda kaupanna komi ekkert fram um að stefnandi hefðihaft hug á að fara í annars konar fiskverkun, þ.e. vinnslu tengda reykingu áfiski.Þá bendir stefndi Íslandsbanki hf. á að samkvæmt upplýsingum frámeðstefnda og fyrirsvarsmanni leigutaka fasteignarinnar, Opal Sjávarfangs ehf.,hafi stefnandi aldrei skoðað fasteignina í aðdraganda kaupanna. Stefnandi hafi hinsvegar leigt herbergi í fasteigninni um árabil og því þekkt til þess reksturssem hafi verið í fasteigninni og ástands hússins. Ef stefnandi hefði skoðaðfasteignina í aðdraganda kaupanna hefði hann séð að ísvél, lausfrystir,frystipressa, færibönd, eimsvali og fitusía voru ekki til staðar í fasteigninniþegar fasteignin var sett á sölu. Bendir stefndi á að stefnandi hafi ekki getaðgert ráð fyrir því að þessi tæki fylgdu með í kaupunum, enda hafi þau ekki veriðtil staðar í fasteigninni. Einnig bendir stefndi á að hefði stefnandi skoðaðfasteignina hefði hann verið upplýstur um það af hálfu leigutaka hvaða tækileigutaki átti og hugðist taka með sér. Stefnandi hafi hins vegar látið hjálíða að skoða fasteignina í aðdraganda kaupanna þrátt fyrir áskorun stefnda ísöluyfirliti og kauptilboði.Stefndi Íslandsbanki hf. kveðst hafna því sem röngu og ósönnuðu að „sérstaklegahafi verið haft orð á því, bæði af seljanda og fasteignasölu, að húsið værimjög vel tækjum búið og sérhæft fyrir fiskvinnslu“. Bendi stefndi á að um hafiverið að ræða sölu á fasteign, en ekki á rekstri.Þá kveður stefndi Íslandsbanki hf. ekki rétt að í sölugögnum meðeigninni hafi verið tilgreind nokkur naglföst tæki inni í húsinu, s.s.kæliklefar, frystiklefar, lausfrystir o.fl., en stefnandi vísi um það tilviðauka við gamlan leigusamning milli Opal Holding ehf. og Festis ehf., semhafi haft fasteignina á leigu frá 2008 til 2010. Þá sé ekki rétt að stefnandahafi verið lofað að þessi tæki fylgdu. Festi ehf. hafi verið úrskurðaðgjaldþrota árið 2010 og í kjölfarið hafi skiptastjóri selt rekstur og tækiþrotabúsins, m.a. ísvél sem Festi ehf. hafi átt. Í framhaldinu hafi Ópal Sjávarfangehf. hafið að nýju starfsemi í húsinu og byggt upp sína starfsemi við reykinguog keypt til þess tæki og búnað. Þau tæki hafi því aldrei tilheyrt fasteigninniað Eyrartröð, heldur hafi þau verið í eigu Ópals Sjávarfangs ehf.Jafnframt bendir stefndi á að það séu ekki fasteignir sem fái leyfitil fiskvinnslu heldur einstaka rekstraraðilar. Skilyrði slíkra leyfa farisíðan eftir því um hvers konar vinnslu sé að ræða, en þetta viti stefnandi semrekstaraðili á þessu sviði.Stefndi bendir á að stefnandi hafi fyrst haft samband við meðstefndaJöfur ehf. þremur vikum eftir afhendingu hússins eða hinn 22. maí 2014. Ítilkynningu stefnanda þann dag hafi einungis verið gerðar athugasemdir vegnaóþrifinnar lóðar, gats í lofti eftir reykofn og vegna vélbúnaðar kælikerfis. Hinsvegar hafi stefnandi engar athugasemdir gert vegna þess að vantað hafi kæla,ísvél, fitusíu, reykofn, lausfrystikerfi o.s.frv. Á þessum tímapunkti virðistþví stefnandi ekki hafa talið að umrædd tæki ættu að fylgja með í kaupunum.Þá bendir stefndi á að ekkert í viðskiptaáætlun stefnanda gefi tilkynna að stefnandi hafi gert ráð fyrir að tæki og búnaður væru innifalin ífasteignakaupunum. Þvert á móti verði af henni ráðið að svo hafi ekki verið,enda komi þar fram að stefnandi hefði þá nýlega fest kaup á „búnaði til að aukahagkvæmni í vinnslu og gæði afurða.“ Enn fremur að stefnandi hefði hug á aðauka framleiðslu sína til muna, en þurfi til þess „aukið rými“. Afviðskiptaáætluninni verði því fremur ráðið að stefnendur hafi haft hug á auknurými, þ.e. stærra húsnæði, en ekki tækjum eða búnaði til rekstursins.Loks kveðst stefndi mótmæla sem rangri og ósannaðri fullyrðingustefnanda um að stefndi hafi lagt „ríka áherslu á að kaupverð fasteignarinnarfæri ekki niður fyrir 110.000.000 kr. þar sem húsið væri vel búið tækjum, meðalla aðstöðu fyrir fiskvinnslu“. Fyrirsvarsmaður stefnanda,Símon Símonarson, og fyrirsvarmaður stefnda Jöfurs, Magnús Kristinsson, komufyrir dóminn og gáfu aðilaskýrslu. Þá komu fyrir dóminn sem vitni RíkharðurKristjánsson, Þröstur Sigurðsson, Bæring Sæmundsson, Þórir Örn Árnason, Leó MárJóhannsson, Birgir Sævar Jóhannsson, Jónas Ágústsson, Atli Þór Sigurjónsson ogSigurður Júlíus Sigurðsson.III. Stefnandi kveður dómkröfursínar í meginatriðum þríþættar.Í fyrsta lagi sé gerð krafa um bætur vegna ástands fasteignarinnar aðEyrartröð 12 í Hafnarfirði.Í öðru lagi sé gerð krafa um bætur vegna óbeins tjóns, þ.e.rekstrartjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna þess að hann hafi ekki getaðnýtt fasteignina í fyrirhugaðan rekstur sinn í rúmt ár eftir að hann keyptifasteignina.Í þriðja lagi sé gerð krafa um bætur vegna kostnaðar við reksturfasteignarinnar á þeim tíma sem hún hafi ekki verið í nothæfu ástandi.Í fyrsta lið í dómkröfum stefnanda sé gerð krafa um skaðabætur aðfjárhæð 75.914.700 krónur vegna galla á húsinu, tækja sem vantað hafi í húsiðog fleira.Í öðrum lið í dómkröfum stefnanda sé gerð krafa um skaðabætur aðfjárhæð 71.500.673 krónur vegna annars vegar óbeins tjóns sem nemi 53.300.000krónum, og hins vegar vegna beins kostnaðar við rekstur fasteignarinnar, semnemi 18.200.673 krónum. Tjónið og kostnaðurinn hafi fallið til á því tímabilisem krafa stefnanda taki til, þ.e. frá 1. júní 2014 til 31. maí 2015, en krafistsé vaxta frá lokum tímabilsins.Kröfum í fyrsta og öðrum lið dómkrafna sé beint að stefndusameiginlega á grundvelli sakarábyrgðar þeirra.Í þriðja lið í dómkröfum stefnanda sé gerð krafa um skaðabætur vegnagalla á þaki fasteignarinnar og vegna leka, samtals að fjárhæð 25.712.251 króna,en henni sé eingöngu beint að stefnda Íslandsbanka hf., sem seljandaeignarinnar. Bótakrafan byggist ekki á sök, heldur á því að um leyndan galla séað ræða sem rýri verðmæti hússins verulega, og á því að húsnæðið sé í mun verraástandi en kaupandi hafi mátt gera ráð fyrir.Stefnandi kveðst byggja skaðabótakröfur sínar vegna galla áfasteigninni á eftirfarandi málsástæðum og lagagrundvelli:Stefnandi kveðst í fyrsta lagi byggja á 18. gr. laga nr. 40/2002 umfasteignakaup. Eins og rakið verður síðar séu á fasteigninni ágallar, m.a. áþaki hennar, sem rýri verðmæti hennar verulega.Þá kveðst stefnandi byggja á því að fasteignin sé gölluð í skilningi19. gr. sömu laga. Ljóst sé að fasteignin hafi hvorki hentað til þeirra afnotasem sambærilegar eignir séu venjulega notaðar til né til þeirra sérstöku notastefnanda sem seljanda hafi verið eða mátt vera kunnugt um þegar kaupsamningurvar gerður. Enginn ágreiningur sé um að umrædd fasteign hafi verið seld semfiskvinnsluhús. Í húsinu hafi verið rekin fiskvinnsla frá því að það var byggtog hafi stefnandi einnig ætlað að nota húsið í þeim tilgangi. Eins og fram komií matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna hafi húsið ekki hentað til nokkurrarstarfsemi við afhendingu, nema hugsanlega sem geymsluhúsnæði. Hafi húsið þvíverið verulega gallað. Stefnda Íslandsbanka hf. hafi verið vel kunnugt um áformstefnanda um rekstur fiskvinnslu í húsinu, en stefndi hafi verið viðskiptabankistefnanda á þessum tíma og aðilar átt marga fundi um málið. Stefndi hafifjármagnað kaup stefnanda á húsinu og hafi stefnandi í aðdraganda kaupanna sentstefnda viðskiptaáætlun um rekstur í húsinu. Í henni hafi m.a. komið fram aðstefnandi hygðist hefja rekstur í húsinu um leið og hann fengi það afhent.Húsið hafi við afhendingu engan veginn hentað til hinna sérstöku afnotastefnanda, sem stefnda hafi verið kunnugt um við gerð kaupsamnings. Þrátt fyrirþetta hafi stefndi ekki brugðist við á nokkurn hátt þegar skorað hafi verið áhann að gera úrbætur á húsinu eftir afhendingu þess. Verði að meta það stefnda tilsakar.Þá kveðst stefnandi byggja á 20 gr. fasteignakaupalaga sem m.a. fjallium ábyrgð seljanda á kostum og eiginleikum fasteignar. Eins og fram komi ímálavaxtalýsingu hafi seljandi tekist á hendur ábyrgð á kostum fasteignarinnar,sem ekki hafi reynst vera fyrir hendi, en í söluyfirliti fasteignarinnar hafieiginleikum og kostum fasteignarinnar verið lýst með tilteknum hætti sem ekkihafi staðist. Á þessu beri seljandi ábyrgð, en eftir atvikum einnig stefndiJöfur ehf. vegna gáleysis. Enn fremur kveðst stefnandi byggja á því að eignin sé gölluð ískilningi 22. gr. fasteignakaupalaga sem fjalli um fylgifé fasteignar. Eins ograkið verði síðar hafi verulega skort á að sá búnaður, sem hafi verið fyrirhendi við skoðun og sem bæði hafi verið eðlilegt að fylgdi fasteigninni oglofað hafi verið að fylgdi henni, hafi verið til staðar við afhendingu. Að þvíleyti hafi fasteignin verið gölluð.Jafnframt kveðst stefnandi byggja skaðabótakröfur sínar vegna galla áeigninni á 24. gr. fasteignakaupalaga sem fjalli um sérstakt fylgifé fasteignar,en eins og nánar verði vikið að síðar hafi ýmiss konar búnaður, sem falli undirlýsingu ákvæðisins verið til staðar í eigninni við skoðun, en ekki þegar húnhafi verið afhent stefnanda.Þá kveðst stefnandi byggja kröfur sínar á 26. gr. fasteignakaupalagasem fjalli um skort á upplýsingum, en eins og rakið hafi verið hafi stefndaverið kunnugt um áform stefnanda um fiskvinnslu í húsinu. Verður nánar vikið aðþessu síðar. Stefnandi kveðst einnig byggja á 27. gr. fasteignakaupalaga sem fjallium rangar upplýsingar seljanda. Eins og áður hafi verið rakið hafi komið fram ísöluyfirliti eignarinnar að um væri að ræða fasteign með öll tilskilin leyfifyrir fiskvinnslu og alla aðstöðu sem tengdist þannig rekstri, s.s. vinnslusal,móttöku og kæligeymslu. Um sé að ræða yfirlýsingu seljanda um áskilda kostifasteignarinnar.Þegar stefnandi hafi skoðað fasteignina fyrir kaupin hafi þessi lýsingí söluyfirlitinu komið heim og saman við það sem fyrir augu hafi borið íeigninni. Stefnandi hafi skoðað fullbúið fiskvinnsluhús sem hafi verið vel tækjumbúið. Tæki og búnaður hafi verið þannig úr garði gerð að ekkert hafi gefið tilkynna að þau ættu ekki að fylgja húsinu. Fulltrúar beggja stefndu hafi ítrekað lýstþví yfir að svo væri. Ástand hússins hafi hins vegar verið í hróplegu ósamræmivið lýsingu sölugagna við afhendingu hússins, eins og rakið hafi verið ognánari grein verði gerð fyrir hér síðar. Stefnandi kveðst enn fremur byggja á 28. gr. fasteignakaupalaga semfjalli um þann skilmála að fasteign sé seld „í því ástandi sem hún er“. Bendirstefnandi á að stefndi Íslandsbanki hf. hafi eignast fasteignina með afsali ogleigt hana út í heilt ár. Þá hafi eignin alls ekki verið í sama ástandi viðskoðun og við afhendingu. En jafnvel þótt fasteignakaup séu gerð með áðurgreindumeða sambærilegum skilmála teljist hún samt gölluð ef ákvæði 26. gr. og 27. gr.,sbr. 28. gr., fasteignakaupalaga eiga við.Samkvæmt 28. gr. laganna teljist fasteign einnig gölluð, þótt hún séseld með áðurgreindum skilmála, ef ástand hennar er til muna lakara en kaupandihafði ástæðu til að ætla miðað við kaupverð hennar eða atvik að öðru leyti.Engum blöðum sé um það að fletta að eignin hafi verið í mun lakara ástandi viðafhendingu en kaupandi hafði ástæðu til að ætla. Nægi þar að líta tilmatsskýrslu hinna dómkvöddu matsmanna, hvort sem litið sé til ástands þaks eðaannars ástands eignarinnar. Að þessu leyti teljist eignin gölluð og sé þá byggtá sök seljanda. Stefnandi kveður rangar upplýsingar í söluyfirliti vera saknæmaháttsemi, sem seljandi og fasteignasali beri hlutlæga ábyrgð á, sbr. m.a. 27.gr. fasteignakaupalaga og 12. gr. laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa,sbr. einnig 12. gr. áðurgildandi laga nr. 99/2004 um sama efni. Í 27. gr.fasteignakaupalaga sé sérstaklega tekið fram að seljandi beri ábyrgð á röngumupplýsingum sem hann veiti eða þeir sem komi fram fyrir hans hönd. Gildi þaðt.d. um fasteignasala sem seljandi ráði til að hafa milligöngu um sölufasteignar. Þessi ábyrgð hefur einnig verið staðfest ítrekað í dómumHæstaréttar Íslands. Ljóst sé að báðir stefndu beri sakarábyrgð í málinu. Þeirberi hlutlæga ábyrgð á röngum upplýsingum í söluyfirliti. Einnig sé um gáleysistefndu að ræða, þ.e. að setja upplýsingar í söluyfirlit sem ekki hafi staðist,auk þess að sinna ekki kröfum stefnanda um úrbætur. Einnig sé beinlínis umásetning af hálfu stefnda Íslandsbanka hf. að ræða, sem ítrekað hafi hafnaðúrbótum og dregið úr hófi fram að svara erindum stefnanda.Í 37. gr. fasteignakaupalaga sé fjallað um vanefndarúrræði kaupandavegna galla á fasteign, en meðal vanefndaúrræða sem þar séu talin sé krafa umúrbætur, krafa um afslátt og krafa um skaðabætur. Til greina hafi komið á sínumtíma að rifta kaupunum, en stefndi Íslandsbanki hf. hafi lengi framan af lofað úrbótumog því að koma til móts við stefnanda. Eftir tæpt ár hafi komið í ljós aðstefndi ætlaði ekki að gera það nema að hluta til. Á þeim tíma kveðst stefnandihafa þá þegar lagt verulega fjármuni í húsið, sem ljóst hafi verið að hannmyndi ekki fá til baka úr hendi stefnda, auk þess sem hann hafi þá orðið fyrirverulegu rekstrartjóni. Riftunarúrræðið hafi því ekki verið raunhæfur kosturlengur. Stefndi hafi þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir stefnanda neitað að ráðastí úrbætur á fasteigninni, en fallist á að bæta hluta tjónsins, sem sé hvergi nærrinóg. Úrræði 39. gr. fasteignakaupalaga, sem fjalli um úrbætur, hafi því ekkidugað til. Í 4. mgr. 39. gr. segi að ef seljanda er skylt að bæta úr gallanum,en gerir það ekki, geti kaupandi krafist skaðabóta vegna þess kostnaðar semhann hafi af úrbótum. Til þessa úrræðis kveðst stefnandi hafa gripið og áskiliðsér rétt til bóta síðar, sbr. m.a. bréf stefnanda til stefnda 20. ágúst 2014.Í 43. gr. fasteignakaupalaga er einnig kveðið á um að kaupandi getikrafist skaðabóta vegna galla á fasteign. Stefnandi krefjist skaðabóta bæðivegna þess kostnaðar sem hann hefur af úrbótum vegna galla, sem og vegnafyrirsjáanlegs kostnaðar. Sök seljanda sé ekki skilyrði fyrir kröfu umskaðabætur. Gerð verði nánari grein fyrir kröfum stefnanda hér síðar. Í 2. mgr. 43. gr. fasteignakaupalaga komi fram að ef rekja má gallaeða tjón til saknæmrar háttsemi seljanda geti kaupandi krafist skaðabóta bæðifyrir beint og óbeint tjón. Sama gildi ef fasteign var við kaupsamningsgerðekki í samræmi við ábyrgðaryfirlýsingu seljanda. Nánar sé fjallað um óbeinttjón í 59. gr. fasteignakaupalaga, en tjón stefnanda falli undir atriði semfalli undir óbeint tjón í stafliðum a-d í 2. mgr. 59. gr. áðurgreindra laga.Byggist krafa stefnanda um rekstrartjón á þessum ákvæðum og á sök seljanda, enáður hafi verið rakið að seljandi beri hlutlæga sakarábyrgð á röngum upplýsingumí söluyfirliti. Þá sé einnig saknæm sú háttsemi sem stefndi Íslandsbanki hf.hafi sýnt í kjölfar þess að skorað hafi verið á hann að gera úrbætur áfasteigninni.Stefnandi kveðst hafa orðið fyrir verulegu tjóni sem sé bein afleiðingsaknæmrar háttsemi stefndu, þ. á m. vanrækslu stefnda Jöfurs ehf. ástarfsskyldum sínum með veitingu rangra og/eða ófullnægjandi upplýsinga.Stefndi Íslandsbanki hf. beri ábyrgð á tjóni stefnanda af sömu ástæðu, svo semnánar verði rakið síðar. Stefnandi bendir á að stefndi Íslandsbanki hf. hafi þegar bætt honumhluta af tjóni hans. Þannig hafi stefndi greitt kostnað við lagfæringar ágólfum, niðurföllum o.fl. á grundvelli reiknings frá Verkþingi ehf. að fjárhæð16.936.255 krónur, kostnað vegna kaupa og uppsetningar á ryðfríum vaski meðskynjara að fjárhæð 560.000 krónur og á skápum, vaski, pípulögnum, krana o.fl.í starfsmannaaðstöðu að fjárhæð 1.506.344 krónur. Þessi kostnaður sé þvíuppgerður og hafi ekki verið krafist mats á þessum liðum.Þá hafi stefndi samþykkt að greiða 3.032.093 krónur vegna kæli- ogfrystiaðstöðu í samræmi við kröfu stefnanda í bréfi til stefnda 13. nóvember2014, sem sett hafi verið fram með fyrirvara um viðbótarkröfu ef kostnaður reyndisthærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Stefnandi kveður fjárhæðina hafa byggst átilboði frá Kælitækni, sem tekið hafi mið af verði tveggja klefa en ekkifjögurra eins og hafi verið í húsinu. Stefndi hafi hafnað kröfum stefnanda ídesember 2014 og hafi stefnandi þá dregið kröfur sínar til baka og áskilið sérhærri greiðslu. Eftir það hafi stefndi Íslandsbanki greitt áðurgreinda fjárhæðvegna kæli- og frystiaðstöðunnar. Í málinu sé krafist bóta vegna allrar kæli-og frystiaðstöðunnar í samræmi við niðurstöðu matsgerðar, en að frádreginnigreiðslu stefnda að fjárhæð 3.032.093 krónur. Hið sama gildi um millihurðir og aðrar hurðir í fasteigninni. Í bréfistefnanda frá 14. nóvember 2014 hafi hann áætlað að það myndi kosta 1,5milljónir að setja upp innihurðir í stað þeirra sem teknar hefðu verið úr fasteigninni,en krafan hafi verið sett fram með fyrirvara um viðbótarkröfu ef kostnaðurinnmyndi reynast hærri. Þá fjárhæð hafi stefndi greitt í mars 2015. Niðurstaðadómkvaddra matsmanna hvað þennan lið varðar sé nokkru hærri og kveðst stefnandimiða við þá fjárhæð í dómkröfu sinni, en að frádreginni greiðslu stefnda aðfjárhæð 1.500.000 krónur.Bótakröfur stefnanda, að því er varðar þá fylgihluti fasteignarinnarsem að mati stefnanda teljast hluti hennar eða falla undir eðlilegt fylgiféhennar og höfðu verið fjarlægðir úr fasteigninni við afhendingu, erueftirfarandi:Innihurðir.Þegar stefnandi hafi tekið við fasteigninni hafi verið búið aðfjarlægja nær allar innihurðir í fasteigninni með hurðarkörmum. Allar hurðirnarhafi verið til staðar þegar stefnandi skoðaði húsið. Innihurðir í fasteignteljist eðlilegt og naglfast fylgifé fasteignar og eigi því að fylgja fasteign.Án innihurðanna sé ástand fasteignarinnar óviðunandi og hvorki í samræmi við eðlilegtné umsamið ástand. Alls sé um að ræða 11 hurðir. Dómkvaddir matsmenn hafi metiðkostnað við að setja upp sambærilegar hurðir og þær sem fyrir hafi verið ífasteigninni og sé hann að fjárhæð 2.217.200 krónur, en til frádráttar komi1.500.000 krónur sem stefndi hafi greitt í mars 2015. Tekið sé tillit tilþeirrar innborgunar í dómkröfum.Snagar.Þegar stefnandi hafi skoðað fasteignina hafi verið 20 snagar á vegg ámilligangi sem liggi að vinnslusal og hafi þeir verið skrúfaðir á vegginn.Þegar stefnandi hafi tekið við eigninni höfðu snagarnir verið fjarlægðir.Umræddir snagar hafi verið naglfastir og því eðlilegt fylgifé fasteignarinnar.Gerð sé krafa um bætur vegna þessa að fjárhæð 57.000 krónur.Plastdreglar í dyragati.Þegar stefnandi hafi skoðaði fasteignina hafi verið plastdreglar ídyragati fyrir kælisvæði í húsinu, en þeir haldi kulda inni í rýminu og gerimönnum t.d. kleift að aka með lyftara inn í rýmið og út aftur án þess að opnaþurfi hurð. Þegar stefnandi hafi tekið við eigninni höfðu dreglarnir verið fjarlægðir.Umræddir dreglar hafi verið naglfastir og eðlilegt fylgifé fasteignarinnar.Gerð sé krafa um bætur vegna þessa að fjárhæð 29.420 krónur.Vatns- og raflagnir.Fram hafi komið í söluyfirliti eignarinnar að um væri að ræða húsnæðimeð alla aðstöðu til fiskvinnslu. Grundvallaratriði sé að bæði rafmagn og vatn sétil staðar við fiskvinnslu og almennt í fasteignum, sbr. t.d. 24. gr.fasteignakaupalaga þar sem kveðið sé á um að lagnir til hitunar og vatnsmiðlunar,rafmagnsvirki, leiðslur o.fl. teljist til fylgifjár fasteignar. Þegar stefnandihafi skoðað fasteignina fyrir kaup hafi þar verið starfrækt fiskvinnsla og hafivatnslagnir og rafmagn fyrir þá starfsemi verið í ásættanlegu ástandi.Stefnandi kveður að við afhendingu hafi verið búið að fjarlægja úr húsinu aðstórum hluta vatns- og raflagnir. Þá hafi verið búið að klippa á lagnir, rífaþær af veggjum og fjarlægja rafmagnstöflur þannig að verulegt tjón hafi hlotistaf.Stefndi hafi hafnað kröfum stefnanda um úrbætur og/eða skaðabæturvegna ástands vatns- og raflagna. Niðurstaða dómkvaddra matsmanna sé afgerandium að ástand lagnanna hafi verið með öllu óviðunandi. Húsnæðið hafi ekki hentaðfyrir nokkra atvinnustarfsemi, nema hugsanlega sem geymsla. Það sé hvorki súatvinnustarfsemi sem stefndi hafi vitað að stefnandi hugðist stunda í húsinu néí samræmi við yfirlýsingu í söluyfirliti um ástand fasteignarinnar. Húsnæðiðhafi því ekki uppfyllt skilyrði laga um fasteignakaup og eigi stefnandi rétt áskaðabótum vegna þess. Krafa stefnanda byggist á mati hinna dómkvöddu matsmannaum að kostnaður við kaup og uppsetningu á þeim lögnum sem hafi mátt vænta aðværu í húsinu miðað við aldur og notkun nemi 3.086.480 krónum vegna vatnslagnaog 5.269.600 krónum vegna raflagna eða samtals 8.356.080 krónum.Fitusía/fituskilja.Fram hafi komið í söluyfirliti eignarinnar að um væri að ræða húsnæðimeð öll tilskilin leyfi og alla aðstöðu fyrir rekstur fiskvinnslu. Stefnandihafi m.a. ætlað að slægja fisk í húsinu, sem teljist til eðlilegrar starfsemi ífiskvinnsluhúsi. Þegar stefnandi hafi sótt um leyfi fyrir slægingarþjónustu hafihonum verið synjað af heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar á þeirri forsendu að fituskiljaværi ekki til staðar við húsið, en um hana sé gerð krafa í reglugerð, sbr.meðal annars 5. gr. reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, sem ogákvæði reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti og reglugerð nr. 48/1994 ummengunarvarnir. Í ljós hafi komið að fyrri rekstraraðili í húsinu hafði fengiðundanþágu til að sinna slægingu í húsinu án fituskilju, en slíka undanþágu hafistefnandi ekki getað fengið fyrir sína starfsemi. Húsnæðið hafi því sannarlegaekki verið með öll nauðsynleg leyfi fyrir fiskvinnslu og hafi yfirlýsing ísöluyfirliti eignarinnar því verið röng. Stefnandi hafi í kjölfarið orðið aðkaupa og setja niður fituskilju til að geta stundað starfsemi sína. Fituskiljasé niðurgrafin og tengd frárennsliskerfi hússins. Því sé ómögulegt viðvenjulega skoðun á fasteigninni að sjá hvort slík fituskilja sé til staðar eðaekki. Stefnandi hafi einfaldlega orðið að ganga út frá því að hún væri tilstaðar, m.a. með hliðsjón af upplýsingum í sölugögnum, en eins og áður greinisé gerð krafa um það í reglugerðum og af heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar aðfituskilja sé tengd við frárennsliskerfi hússins. Með vísan til framangreindsog 22. gr., 23. gr. og 27. gr. fasteignakaupalaga hafi eignin verið gölluð aðþví leyti að frárennsliskerfi hússins uppfyllti ekki lágmarksskilyrði fyrirrekstur fiskvinnslu. Krafa stefnanda byggist á mati hinna dómkvöddu matsmannaum kostnað við öflun og niðursetningu fituskilju að fjárhæð 1.650.000 krónur.Bótakröfur stefnanda að því er varðar tæki og búnað sem stefnanditelur að hafi átt að fylgja fasteigninni eru eftirfarandi:Stefnandi krefst bóta vegna ýmiss búnaðar sem hann telur að hafi átt aðfylgja fasteigninni við afhendingu, enda hafi hann verið hluti fasteignarinnar,bæði í skilningi laga, samkvæmt sölugögnum og í samræmi við aðrar upplýsingarsem stefnandi hafi fengið fyrir og við söluna. Stefnandi kveðst hafa skoðaðfasteignina fyrir kaupin og séð þann búnað sem um ræði. Af hálfu seljanda hafiverið lögð rík áhersla á að kaupverð fasteignarinnar færi ekki niður fyrir110.000.000 króna þar sem húsið væri vel búið tækjum og með alla aðstöðu fyrirfiskvinnslu. Samkvæmt gögnum málsins hafi eignin verið þessum kostum búin þegarhún hafi verið seld árið 2005.Stefnandi hafi lagt fram í málinu yfirlýsingu fyrirsvarsmanns félagssem selt hafi Opal Holding ehf. húsið á árinu 2005, en þar komi skýrt fram aðallur umræddur búnaður, sem síðar hafi verið fjarlægður úr fasteigninni, hafi veriðseldur með henni og þá talist eðlilegur og órjúfanlegur hluti fasteignarinnar.Sá aðili hafi m.a. keypt lausfrystinn frá Svíþjóð og látið sérsmíða hann inn íhúsið, sem og annan búnað sem fylgt hafi með í kaupunum. Af gögnum málsins megiráða að umræddur búnaður hafi fylgt húsinu þegar Opal Holding ehf. hafi afsalaðhúsinu til stefnda Íslandsbanka hf. á árinu 2013. Stefnandi kveðst hafa fengið söluyfirlit og önnur sölugögn hjá stefndaJöfri ehf. áður en hann gerði tilboð í eignina. Gögn sem fylgi söluyfirliti séuhluti sölugagna, m.a. þinglýst skjöl og annað sem skipti máli fyrir viðkomandieign. Eitt þeirra skjala sem stefnandi hafi fengið afhent hafi verið viðaukivið leigusamning sem fyrri eigandi fasteignarinnar, Opal Holding ehf., hafigert árið 2008 við Festi ehf. sem þá hafi tekið fasteignina á leigu. Viðaukinnheitir „Listi yfir naglföst vélar og tæki sem leigjast með húsnæði aðGrandatröð 8“. Þar séu talin upp lausfrystir, færibönd og eimsvali,frystipressur, kælipressa og kælibúnt. Stefnandi hafi fengið þær upplýsingarvið kaupin að þessi tæki myndu fylgja með, enda væri húsnæðið sérútbúið tilfiskvinnslu. Enginn vafi geti leikið á því að þau tæki sem um ræði hafi átt aðfylgja hinu sérútbúna fiskvinnsluhúsnæði, enda hafi húsnæðið hvorki getað talistsérútbúið til fiskvinnslu né með alla aðstöðu fyrir þannig rekstur, líkt ogfram komi í söluyfirliti, eftir að þau tæki höfðu verið fjarlægð úr eigninni. Stefnandi bendir á að í kæru stefnda Íslandsbanka hf. til lögreglu 9.júlí 2014 hafi því verið lýst að skemmdir hefðu verið unnar á eigninni, m.a.væri gat á þaki hússins eftir að reykofn hafði verið fjarlægður. Þá komi framað allar innréttingar hafi verið fjarlægðar úr búningsklefum, milliveggur ívinnslusal hafi verið fjarlægður, sem og kæliviftur í vinnslusal ásamtvélbúnaði fyrir kælikerfi, millihurðir og fleira. Í kæru stefnda hafi veriðfarið fram á lögreglurannsókn, enda varðaði verknaðurinn við auðgunarbrotakaflaalmennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með því að leggja fram kæru hjá lögregluvegna þjófnaðar á framangreindum tækjum megi ljóst vera að stefndi hafi taliðað hann hafi selt stefnanda húsið með umræddum tækjum. Stefnandi kveðst byggja á því að eftirgreind tæki og búnaður hafi áttað fylgja fasteigninni þar sem um það hafi verið samið, tækin og búnaðurinnhafi verið til staðar við skoðun og átt að fylgja samkvæmt kaupsamningsgögnumog venju, enda teljist allur eftirgreindur búnaður varanlegur, honum hafi veriðvaranlega skeytt við fasteignina og sérstaklega sniðinn að henni. Mjögviðurhlutamikið hafi verið að fjarlægja búnaðinn og hann hafi allur verið innifalinní kaupverði eignarinnar, sbr. 22. gr. til 25. gr. fasteignakaupalaga.Frysti- og kæliklefar í vinnslusal.Þegar stefnandi hafi skoðað húsið með hugsanleg kaup í huga hafi veriðí húsinu kæli- og frystiklefar í vinnslusal. Þessir klefar hafi verið „naglfastir“,þ.e.a.s. þeir hafi verið varanlega skeyttir við fasteignina og sérstaklegasniðnir að henni. Umræddir klefar hafi allir verið fjarlægðir úr eigninni fyrirafhendingu með ærinni fyrirhöfn og stórtjóni á fasteigninni sjálfri. Þeir hafiverið festir við gólf hússins, m.a. með múrboltum, og því hafi þurft að brjótaupp gólf til að fjarlægja þá. Lagnir að klefunum, bæði raf- og vatnslagnir,höfðu verið klipptar, enda hafi ekki verið hægt að aftengja klefana meðauðveldum hætti.Upphaflega hafi stefnandi krafið stefnda um bætur vegna tveggja klefa.Ástæða þess hafi verið sú að stefnandi hafi að beiðni stefnda aflað verðtilboðsfrá fyrirtækinu Kælitækni í einn kæliklefa og einn frystiklefa til að fáupplýsingar um kostnað við kaup á sambærilegum klefa. Verðtilboð Kælitækni hafiþví aðeins gert ráð fyrir tveimur klefum en ekki fjórum, eins og verið hafi íhúsinu. Í uppgjöri stefnda Íslandsbanka hf. frá 5. mars 2015 hafi stefndi ákveðiðað greiða stefnanda bætur vegna tveggja klefa, þ.e.a.s. samkvæmt tilboðiKælitækni, en ekki fjögurra eins og stefnandi hafi krafist. Stefndi hafi þvíeinungis bætt helming tjóns stefnanda vegna frysti- og kæliklefanna. Í uppgjöristefnanda felist hins vegar viðurkenning á réttmæti kröfunnar. Í málinu sé gerðkrafa um greiðslu skaðabóta vegna allra klefanna sem hafi verið í húsinu viðskoðun og kaup og byggist fjárhæðin á mati hinna dómkvöddu matsmanna við öflumsambærilegra klefa og uppsetningu þeirra, en að teknu tilliti til innborgunarstefnda.Reykofn.Þegar stefnandi hafi keypt fasteignina hafi verið í húsinu reykofn tilað reykja fisk. Reykofninn hafi verið varanlega skeyttur við gólf hússins ogreykháfur upp úr þaki. Tækið hafði verið fjarlægt úr húsinu þegar stefnandi tókvið því. Eftir hafi staðið skemmt gólf og gat gegnum þak hússins þar sem rignthafi inn í húsið uns stefnandi hafi látið gera við það á sinn kostnað.Stefnandi kveðst byggja á því að umræddur ofn hafi átt að fylgja húsinu ogbyggist krafa hans á matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna um kostnað við öflun sambærilegsofns og uppsetningu.Ísvél.Meðal búnaðar sem hafi verið til staðar í fasteigninni við skoðun ogátt að fylgja eigninni hafi verið ísvél, sem mikið sé notuð í fiskvinnslu ognauðsynleg til að kæla hráefni. Ísvélar sem þessar séu nánastundantekningarlaust sérhannaðar inn í húsnæði og mjög viðurhlutamikið sé að fjarlægjaþær. Ísvél sem þessi sé eðlilegt fylgifé sérútbúins fiskvinnsluhúsnæðis. Ísvélinhafði hins vegar verið fjarlægð úr fasteigninni við afhendingu og sé krafistbóta vegna öflunar og uppsetningar á sambærilegri ísvél og sé málinu miðað viðmatsgerð hinna dómkvöddu matsmanna.Lausfrystir, frystipressa, færibönd og eimsvali.Stefnandi kveður að meðal þeirra tækja sem hafi verið sérstakt fylgiféumræddrar fasteignar hafi verið svokallaður lausfrystir ásamt færiböndum,frystipressu og eimsvala. Við skoðun á fasteigninni hafi þessi búnaður veriðtil staðar og augljóslega átt að fylgja fasteigninni. Bendir stefnandi á að lausfrystirinnsé beinlínis teiknaður inn á aðaluppdrátt fasteignarinnar, sem bendi til aðhann hafi verið eðlilegur og varanlegur hluti hennar. Slík tæki séu ávallt seldsem hluti fasteignar og því hafi kaupandi fasteignarinnar að sjálfsögðu máttbúast við, enda hafi hvergi verið tekið fram að hann myndi ekki fylgja með íkaupunum. Eimsvali sjái um að þétta kælimiðilinn eftir að hann kemur frá kælipressunni.Kælimiðillinn þéttist þegar hann kólni í eimsvalanum. Allt sé þetta tengt samanog notað til að frysta fiskafurðir. Hafi þetta allt verið fjarlægt úrfasteigninni. Taki bótakrafa stefnanda vegna umræddar tækja mið af mati hinnadómkvöddu matsmanna á kostnaði við að afla og setja upp sambærilegan lausfrystiásamt fylgihlutum. Eins og áður hafi komið fram hafi fyrri eigandi hússins keypt lausfrystinnog færiböndin frá Svíþjóð árið 1999 og látið sérsmíða inn í húsið. Hann hafiselt húsið á árinu 2005 með þessum búnaði og öllum öðrum búnaði sem stefnanditelji að hafi átt að fylgja fasteigninni. Umsamið kaupverð hússins með öllumþessum búnaði hafi á árinu numið 68.120.000 krónum. Af því megi sjá að fráleitsé sú málsástæða stefnda að kaupverð fasteignarinnar á árinu 2014 að fjárhæð110.000.000 króna, á mjög erfiðum fasteignamarkaði fyrir slíkar eignir, sé sönnunum að enginn búnaður hafi átt að fylgja húsinu. Kveðst stefnandi telja að þvertá móti sé kaupverð hússins á árinu 2014 sönnun þess að allur sá búnaður sem íhúsinu hafi verið hafi átt að fylgja með í kaupunum.KælipressaStefnandi kveður að umrædd kælipressa hafi verið til staðar við skoðuná húsinu inni í rýmum þar sem fiskur sé geymdur í kuldarými, bæði fyrir ogeftir vinnslu. Um hafi verið að ræða tæki sem hangi ofarlega á vegg uppi undirlofti og veiti kulda niður í rýmið og sé tengt bæði við vatn og rafmagn. Slík tækiséu órjúfanlegur hluti fasteigna og eðlilegt sé að þau fylgi fasteign. Engu aðsíður hafi verið búið að fjarlægja pressuna með því að klippa á lagnir að henniog skemma, þannig að laga hafi þurft lagnir til að tengja nýja pressu. Krafistsé skaðabóta úr hendi stefndu vegna kostnaðar við að afla sambærilegrar pressuog koma henni fyrir og taki krafan mið af mati hinna dómkvöddu matsmana. Leyndir gallar.Stefnandi bendir á að í 18. gr. fasteignakaupalaga komi fram aðfasteign teljist gölluð ef hún stenst ekki þær kröfur um gæði, búnað og annaðsem leiði af lögunum og kaupsamningi. Þó teljist notuð fasteign ekki gölluðnema ágallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru varði eða seljandi hafi sýnt afsér saknæma háttsemi. Eins og áður sé rakið hafi háttsemi stefndu verið saknæm,m.a. vegna rangra upplýsinga í söluyfirliti, sem og vegna áðurgreindrareftirfarandi háttsemi stefnda Íslandsbanka hf. Samkvæmt 18. gr.fasteignakaupalaga sé saknæm háttsemi þó ekki skilyrði skaðabóta vegna galla áfasteign. Stefnandi krefjist skaðabóta vegna galla á fasteigninni án þess aðháttsemi seljanda geti hafa talist vera saknæm. Skipti þá engu þótt seljandihafi eignast fasteignina í skuldauppgjöri, en fasteigninni hafi verið afsalaðtil stefnda Íslandabanka hf. í apríl 2013 og eftir það hafi hann leigt OpalHolding ehf. fasteignina í eitt ár áður en hún var afhent stefnanda. Í þeimskilningi hafi stefndi Íslandsbanki hf. haft ákveðin not af fasteigninni.Stefnandi kveðst krefjast skaðabóta vegna eftirfarandi leyndra galla áfasteigninni, sem rýri verðgildi hennar umtalsvert:Leki á milligangi.Fljótlega eftir afhendingu eignarinnar hafi komið í ljós vatnsleki á gangifyrir framan vinnslusal. Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna sé gerð greinfyrir orsökum lekans og tillaga gerð að úrbótum. Sé þarna um sannanlegan galla áfasteigninni að ræða, sem að mati hinna dómkvöddu matsmanna kosti 283.710 krónurað gera við.Þak Stefnandi kveður að haustið eftir að hann tók við fasteigninni hafigert mikið vatnsveður. Við það tilefni hafi fyrirsvarsmaður stefnanda heyrtvatn renna inni í eigninni sem hann hafi ekki áttað sig á í fyrstu. Eftirnokkurra daga vangaveltur og athuganir hafi hann komist upp á loft fyrir ofanfrystigeymslu í húsinu, en til þess hafi þurft að nota lyftara. Þá sé rýmiðheldur ekki að finna á teikningum af húsinu. Hafi komið í ljós að frágangur áþaki var algjörlega ófullnægjandi og mygla komin í allt þakið. Niðurstaða hinnadómkvöddu matsmanna sé sú að þak eignarinnar sé meira og minna ónýtt, en ástæðaþess sé einkum sú að frágangur á innanverðu þakinu uppfylli hvorki fyrirmælinúgildandi né þágildandi byggingarreglugerða. Engin einangrun sé í þakinu ogheldur ekki rakasperra. Þá séu ýmsir aðrir annmarkar á þakinu. Hafi ástandþaksins að þessu leyti verið mun verra en kaupandi hafi mátt ætla við skoðun.Þá hafi kaupandi ekki getað skoðað eða kynnt sér ástand þaksins við hefðbundnaskoðun á eigninni. Hinir dómkvöddu matsmenn hafi hafnað því að ráða hafi mátthvert ástand þaksins var með skoðun á þakkanti hússins.Að mati hinna dómkvöddu matsmanna nemi kostnaður við að láta fara framnauðsynlegar úrbætur á þakinu 39.062.383 krónum, en með afskriftum 25.428.541krónu. Fyrrgreind fjárhæð samsvari um 35% af kaupverði eignarinnar, en hinsíðargreinda um 23% af kaupverðinu. Það sé langt yfir þeim mörkum sem dómstólarhafi skilgreint sem hinn svokallaða gallaþröskuld, þ.e.a.s. gallinn sé afþeirri stærðargráðu að hann sé talinn rýra verðgildi fasteignarinnar svo nokkruvarði, sbr. 18. gr. fasteignakaupalaga.Ljóst sé að ráðast verður í endurbætur á fasteigninni. Kveðst stefnandiekki geta selt eignina í því ástandi sem hún er nú án þess að upplýsa um að þakeignarinnar sé ónýtt og að viðgerð á því kosti um 40.000.000 króna. Bæði laga-og sanngirnisrök leiði til þess að kostnaður vegna úrbóta á þakinu falli áseljanda fasteignarinnar. Stefndi Íslandsbanki hf. geti ekki byggt á fyrirvaraum að fasteignin hafi verið seld í því ástandi sem hún var, enda hafi slíkurfyrirvari ekki réttaráhrif ef ástand fasteignar er til muna lakara en kaupandihafði ástæðu til að ætla miðað við kaupverð og atvik að öðru leyti, sbr. 28.gr. fasteignakaupalaga in fine. Í þessu sambandi kveðst stefnandi einnig byggjaá því að á samþykktum byggingarteikningum af fasteigninni komi fram að þök séueinangruð með 200 mm steinull milli langbanda. Hafi stefnandi því ekki haft ástæðutil að ætla annað en að hið sama gilti um þak á umræddri fasteign. Þakið hafireynst vera óeinangrað að stórum hluta.Bótakrafa stefnanda að fjárhæð 25.712.251 króna nemi kostnaði við aðendurnýja þakið, en með eðlilegum afskriftum, en með því sé stefnandi settur ísömu aðstöðu og búast hafi mátt við þegar kaupin áttu sér stað. Fjárhæðkröfunnar byggist á mati hinna dómkvöddu matsmanna. Óbeint tjón.Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. fasteignakaupalaga geti kaupandi fasteignarkrafist skaðabóta, bæði fyrir beint og óbeint tjón, ef galla eða tjón má rekjatil saknæmrar háttsemi seljanda. Sama gildi ef fasteign var viðkaupsamningsgerð ekki í samræmi við ábyrgðaryfirlýsingu seljanda. Stefnandikveður kröfu sína bæði byggjast á því að háttsemi stefnda hafi verið saknæm ogað hið selda hafi ekki verið í samræmi við ábyrgðaryfirlýsingu stefnda. Stefnandi kveðst hafa áformað að hefja framleiðslu í hinu nýja húsi ímaí 2014 og skipa út fyrstu gámum framleiðslu sinnar í júní. Þetta hafistefnandi kynnt stefnda Íslandsbanka hf. og hafi þessi áform legið því tilgrundvallar að stefndi samþykkti m.a. fjármögnun á verkefninu. Áætlanirstefnanda hafi gengið út á að hagnaður af rekstri fyrirtækisins yrði óbreytturá árinu 2014, en hagnaðaraukning yrði hins vegar á árinu 2015. Áætlanirstefnanda hafi því verið hófsamar og raunsæjar, en rekstraráætlanir hans hafistaðist nánast fullkomlega undanfarin ár.Hinir dómkvöddu matsmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hefðueðlileg og raunhæf áform stefnanda gengið eftir hefði hagnaður af rekstri stefnandaorðið 42,2 milljónir króna á tímabilinu 1. júní 2014 til 31. maí 2015. Rekstrarniðurstaðatímabilsins hafi hins vegar orðið sú að stefnandi hafi tapað 11,1 milljónkróna. Frávikið, sem að mati matsmanna sé tjón vegna afnotamissisfasteignarinnar, nemi 53,3 milljónum króna og sé bein afleiðing áðurgreindragalla á fasteigninni og þess að eignin hafi ekki verið í samræmi við kaupsamningaðila, söluyfirlit o.fl.Skaðabótakrafa stefnanda vegna hins óbeina tjóns nemi áðurgreindufráviki í rekstri stefnanda og sé tjónið að rekja til þess að fasteignin hafiekki komið að þeim notum sem með réttu hafi verið stefnt að og vegna þess aðsamningur við þriðja mann hafi fallið brott, svo og vegna skemmda á eðlilegufylgifé hennar, sem nota hafi átt í fasteigninni, sbr. 59. gr. fasteignakaupalaga.Umrædd skaðabótakrafa stefnanda byggist á því að stefndi berisakarábyrgð á tjóni stefnanda. Háttsemi stefnda hafi bæði verið saknæm ogólögmæt. Í fyrsta lagi hafi upplýsingar í söluyfirliti verið rangar. Fasteigninhafi hvorki haft tilskilin leyfi né aðstöðu fyrir rekstur fiskvinnslu. Samkvæmtmatsgerð hinna dómkvöddu matsmanna hafi því í raun farið fjarri og hafi húsiðað mati matsmanna eingöngu verið nothæft sem geymsla. Samkvæmt 27. gr. fasteignakaupalagaog dómafordæmum beri seljandi hlutlæga sakarábyrgð á röngum upplýsingum.Þá beri stefndi Íslandsbanki hf. sakarábyrgð á þeim drætti sem orðiðhafi á því að brugðist yrði við kröfum stefnanda vegna galla á fasteigninni.Það hafi ekki verið fyrr en í mars 2015 sem stefndi hafi tekið afstöðu tilkrafna stefnanda og bætt tjónið að hluta til, en þá hafi verið liðnir 10mánuðir frá afhendingu hússins.Tjón stefnanda vegna þessa sé bein afleiðing af því ástandi fasteignarinnarsem stefndu beri ábyrgð á og sé orsök tjónsins. Stefnda hafi verið kunnugt umáform stefnanda um að hefja rekstur í húsinu strax í maí 2014, en það hafikomið fram í viðskiptaáætlun sem stefnandi hafi afhent stefnda í tengslum viðkaup á húsinu. Þrátt fyrir þá vitneskju og áskoranir stefnanda hafi stefndilítið sem ekkert aðhafst í málinu, en ítrekað gefið í skyn að stefnanda yrðibættur skaðinn. Viðbrögð stefnda í mars 2015 hafi verið of lítil og komið ofseint. Þessa háttsemi stefnda verði að meta honum til sakar, en á þeimtímapunkti hafi rekstrartjónið verið orðið verulegt og haldið áfram að aukastþar til stefnandi hafi getað komið húsinu í rekstrarhæft ástand, þ.e. eftir aðhann skipti um viðskiptabanka, en stefndi hafi þrengt verulega að stefnanda meðlaust fé fyrir reksturinn.Annað beint tjón.Stefnandi kveðst sjálfur hafa orðið að kosta endurbætur á fasteigninniað Eyrartröð 12 til að koma henni í nothæft ástand. Stefnandi hafi verið meðsvokallaða rekstrarlínu hjá stefnda, þ.e. ádráttarlán, til að nota í rekstrisínum. Lánið hafi stefnandi notað til að kaupa fisk og vinna hann í húsnæðisínu að Melabraut 22. Eftir að stefnandi hafi hafið endurbætur á fasteigninniað Eyrartröð 12 hafi hann að hluta til notað þessa fjármuni til að koma húsinuí nothæft ástand fyrir reksturinn. Það sé niðurstaða hinna dómkvöddu matsmannaað fjárbinding stefnanda í fasteigninni hafi á tímabilinu frá 1. júní 2014 til31. maí 2015 numið 74.864.298 krónum og að vaxtagjöld stefnanda á tímabilinuhafi numið 11,8 milljónum króna, en af þeirri fjárhæð hafi hlutdeildfasteignarinnar í kostnaðinum verið 4,9 milljónir króna. Með því sé átt við aðstefnandi hafi borið kostnað af vöxtum vegna endurbóta á fasteigninni, en sákostnaður sé tjón sem rekja megi til vanefnda stefnda. Stefnandi kveðurskaðabótakröfu sína byggjast á því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegnasaknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefndu og að áðurgreint tjón sé beinafleiðing af þeirri háttsemi. Stefnandi hefði ekki þurft að binda fjármuni ífasteigninni með þessum hætti ef fasteignin hefði ekki verið haldináðurgreindum göllum og því hefði stefnandi ekki orðið fyrir umræddum kostnaði.Stefnandi kveðst einnig krefjast skaðabóta vegna tjóns sem sé að rekjatil reksturs fasteignarinnar á meðan hún hafi ekki verið í nothæfu ástandifyrir reksturinn. Þótt stefnandi hafi fengið fasteignina afhenta í maí 2014 hafihún ekki komið að fyrirhuguðum notum fyrr en haustið 2015 þegar rekstur hafihafist í henni. Á meðan hafi stefnandi greitt fasteignagjöld, rafmagn og hita.Stefnandi kveðst telja að þessi kostnaður eigi að falla á stefnda. Um sé aðræða beint tjón stefnanda sem stefndu beri ábyrgð á. Krafa stefnanda byggist ámatsgerð hinna dómkvöddu matsmanna sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að umræddurkostnaður hafi á tímabilinu frá 1. júní 2014 til 31. maí 2015 numið 8.545.673krónum. Þar af hafi fasteignagjöld numið 1.997.755 krónum, kostnaður vegnarafmagns og hita 1.072.776 krónum og annar kostnaður og viðhaldskostnaður5.475.142 krónum.Stefnandi kveðst hafna því að lækka beri bótakröfur stefnanda meðvísan til 2. mgr. 60. gr. fasteignakaupalaga. Bótakröfur stefnanda séu ekkiósanngjarnar, heldur lúti þær að því að gera hann eins settan og ef samninguraðila hefði verið efndur. Þá bendir stefnandi á að umrædd regla séundantekningarregla, sem ekki verði beitt nema í þeim tilvikum er fullvíst megitelja að skilyrðum hennar sé fullnægt. Litið hafi verið svo á að reglunni verðieinkum beitt þegar tjónvaldur hafi ekki mátt sjá fyrir tjón, en einnig sé horfttil þess hvaða möguleika tjónvaldur hafi haft til að hindra að tjón yrði. Hafitjónvaldur átt þess kost að koma í veg fyrir tjón, en ekki gert það ánveigamikilla ástæðna, beri ekki að beita heimild 60. gr. Líkt og áður sé rakið séubótakröfur stefnanda að stórum hluta að rekja til rekstrartjóns sem stefndihafi ítrekað verið aðvaraður um að væri áfallandi, án þess að stefndi aðhefðistnokkuð. Þá hefði stefndi strax árið 2014 getað gripið til aðgerða, m.a. með þvíað hafa uppi á þeim tækjum sem höfðu verið fjarlægð. Tæpt ár hafi liðið áður enstefndi innti af hendi greiðslur vegna tjóns stefnanda. Með hliðsjón af framangreindutómlæti stefnda séu ekki skilyrði til að lækka skaðabótakröfu stefnanda ágrundvelli 60. gr. fasteignakaupalaga.Hvað varðar kröfu um vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001bendir stefnandi á að miðað sé við umsaminn afhendingardag eignarinnar hinn 1.maí 2014, en þá hafi hið bótaskylda atvik átt sér stað. Í öðrum liðstefnukrafna sé hins vegar krafist vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr.38/2001 frá lokum þess tímabils er fasteignin var í óviðunandi ástandi, en kröfugerðvegna óbeins tjóns og kostnaðar vegna reksturs fasteignarinnar sé að rekja tilþess tímabils. Það sé stefndu til hagsbóta þar sem kostnaðurinn hafi fallið tilí hverjum mánuði á þessu tímabili og aukist smám saman. Dráttarvaxta samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 sé hins vegar krafist frá þeim degi er liðinnvar mánuður frá því að viðkomandi skaðabótakrafa stefnanda var sett fram, sbr.1. mgr. 5. gr. sömu laga.Hvað varðar lagarök vísar stefnandi til almennra meginreglnasamningaréttar, fasteignakauparéttar og kröfuréttar. Þá vísar stefnandi tilákvæða laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup.Einnig vísar stefnandi til meginreglna skaðabótaréttar, þ. á m. almennusakarreglunnar, og til ákvæða nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Stefnandikveður kröfu um málskostnað styðjast við 129. gr., sbr. 130. gr., laga nr.91/1991 um meðferð einkamála og hvað varðar varnarþing er vísað til 34. gr.sömu laga.IV.Stefndi Íslandsbanki hf. kveður helstu málsástæður sínar vera þær ífyrsta lagi að ósannað sé að fasteignin hafi verið haldin öllum þeim göllum viðafhendingu fasteignarinnar sem stefnandi haldi fram. Í öðru lagi að ósannað séað samið hafi verið um að stór hluti þeirra tækja sem stefnandi leitist við aðfá bættan hafi átt að fylgja fasteigninni. Í þriðja lagi telji stefndi aðstefnandi hafi vitað eða mátt vita af þeim annmörkum sem stefnandi telji nú aðséu á fasteigninni. Í fjórða lagi telji stefndi að hann beri ekki ábyrgð áóbeinu tjóni stefnanda. Í fimmta lagi kveðst stefndi byggja á því að ekki getikomið til bótaábyrgðar hans ef meðstefndi Jöfur ehf. ber bótaábyrgð í málinu ágrundvelli 25. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá kveðst stefndi einnig byggja átrúnaðarskyldu, á aðgæsluskyldu kaupanda og tómlæti kaupanda. Stefndi bendir á að fasteignin að Eyrartröð 12 hafi verið afhentstefnanda 1. maí 2014. Við afhendingu hafi áhættan af fasteigninni færst frástefnda sem seljanda til stefnanda sem kaupanda samkvæmt 20. gr., sbr. 12. gr.,laga um fasteignakaup. Það sé meginregla laganna að áhættan af fasteign færistfrá kaupanda til seljanda við afhendingu fasteignar.Stefndi kveður að skilyrði undantekningarinnar í 2. mgr. 20. gr., semfjalli um áhættuskipti vegna galla, séu ekki uppfyllt svo sem haldið sé fram afhálfu stefnanda. Af hálfu stefnda sé því mótmælt sem röngu og ósönnuðu aðorsakir galla, sem komið hafi fram eftir afhendingu fasteignarinnar, sé aðrekja til vanefnda stefnda. Þá hafi stefndi sem seljandi fasteignarinnar ekkitekist á hendur ábyrgð á eiginleikum eða öðrum kostum fasteignar í tiltekinntíma eins og áskilið sé í 2. málslið 2. mgr. 20. gr. Stefndi kveður ósannað að fasteignin hafi verið haldin öllum þeimannmörkum við afhendingu sem stefnandi haldi nú fram og krefjist bóta fyrir.Hafa þurfi sérstaklega í huga að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi gengið meðfasteignasala í gegnum fasteignina við afhendingu og ekki hreyft neinum athugasemdum.Fimm dögum síðar hafi verið komið tilboð frá Verkþingi, sem falið hafi í séraðlögun húsnæðisins að þeim rekstri sem stefnandi hugðist stunda ífasteigninni. Þremur vikum síðar hafi stefnandi síðan gert athugasemdir viðástand fasteignarinnar, sem hafi verið smávægilegar og stefndi hafi nú þegargreitt stefnanda bætur vegna. Það hafi svo ekki verið fyrr en löngu síðar aðstefnandi hafi tekið að halda því fram að hvorki vatns- né raflagnir væru í umsömduástandi, sem og að ýmis tæki hafi átt að fylgja eigninni og fleira. Í 38. gr. laga um fasteignakaup sé lögð sú skylda á kaupandafasteignar að skoða fasteign vel svo fljótt sem verða megi eftir afhendinguhennar. Við þá skoðun hafi stefnanda mátt vera ljóst að tæki og búnað upp á tugimilljóna vantaði í fasteignina. Kaupandi fasteignar, þ.e. stefnandi, beri ábyrgð á fasteigninni eftirafhendingu og á því tjóni sem kunni að hafa verið valdið á henni eftirafhendingu. Sönnunarbyrðin um að fasteign hafi verið haldin galla viðafhendingu hvíli á kaupanda fasteignar. Hann beri því ekki einungis sönnunarbyrðinafyrir því að fasteign sé haldin galla heldur einnig að gallinn hafi verið tilstaðar við afhendingu. Stór hluti af kröfu stefnanda lúti að tækjum og búnaði sem hann teljiað hafi átt að fylgja með í kaupum á fasteigninni og í stefnu sé því haldiðfram að um fylgifé með fasteigninni hafi verið að ræða. Síðar verði fjallað umeinstaka kröfuliði stefnanda, en fyrst verði leitast við að hrekja það sem framkomi í stefnu almennt um fylgifé fasteigna. Í 22. gr. laga um fasteignakaup sé leitast við að skilgreina hvað teljisttil eðlilegs fylgifjár fasteigna. Þó verði að gera þann fyrirvara að þegarkeypt er atvinnuhúsnæði búi kaupendur alloft þannig um hnútana að þeir semja umþað hvaða tæki og búnað þeir kaupa með fasteigninni. Þá sé gerður list yfir þautæki sem eiga að fylgja með í kaupum á fasteigninni. Stefndi bendir á að stefnandi hafi ekki skoðað fasteignina íaðdraganda kaupanna. Ef hann hefði gert það hefði hann séð að fitusía, ísvél,lausfrystir, frystipressa, færibönd og eimsvali voru ekki í fasteigninni þegarhún var í sölumeðferð. Samtals krefjist stefnandi skaðabóta að fjárhæð 39.485.000krónur vegna þessara tækja, sem ekki hafi verið til staðar í fasteigninni ísöluferlinu. Framangreind tæki geti því ekki talist fylgifé með fasteigninniþar sem þau hafi ekki verið til staðar í aðdraganda kaupanna og þar með viðskoðun, en það sé algjört skilyrði fyrir því að búnaður geti talist fylgiféfasteignar. Í 24. gr. laga um fasteignakaup sé sérstaklega tekið fram aðbúnaðurinn þurfi að vera í eigu seljanda svo að hann teljist til fylgifjárfasteignar. Það hafi ekki gilt um þau tæki og búnað sem stefnandi krefjist núað stefndi greiði honum bætur vegna. Sá búnaður sem á annað borð hafi verið ífasteigninni í aðdraganda kaupanna hafi verið í eigu leigutaka fasteignarinnar.Þetta hefði stefnanda mátt vera ljóst ef hann hefði skoðað fasteignina fyrirkaupin. Ef stefnandi hefði skoðað fasteignina í aðdraganda kaupanna, svo semstefndi hafi skorað á hann að gera, hefði hann jafnframt verið upplýstur um aðkæliklefar, reykofn o.fl. væru í eigu leigutaka fasteignarinnar og hafi ekkiátt að fylgja með í kaupunum, enda ekki tekið fram í sölugögnum. Bendir stefndiá að í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafi t.d. mjólkurkælar í verslunarhúsnæði,fataskápar, skápar fyrir mini-bari, öryggishólf og höfðagaflar í fasteign undirhótelrekstur verið talið lausafé, en ekki fylgifé með fasteign, þrátt fyrir aðum naglfastar og sérsmíðaðar innréttingar og lausnir fyrir viðkomandi húsnæðihafi verið að ræða. Hvað varði tilvísun stefnanda til upplýsingaskyldu seljanda samkvæmt 26.og 27. gr. laga um fasteignakaup kveðst stefndi telja rangt og ósannað að hannhafi ekki fullnægt upplýsingaskyldu sinni sem seljandi fasteignarinnar. Ísöluyfirliti, kauptilboði og kaupsamningi sé tekið fram að seljandi þekki ekkiástand eignarinnar þar sem hann hafi eignast hana í skuldaskilum. Stefndi hafi þvílagt ríka áherslu á það við stefnanda að gæta sérstakrar árvekni við skoðun ogúttekt á eigninni og leita sér aðstoðar hjá sérfróðum aðilum við mat á ástandieignarinnar.Þá sé ekkert komið fram um að rangar upplýsingar hafi komið fram ísöluyfirliti eða sölugögnum. Um hafi verið að ræða sölu á fasteign, en ekki árekstri. Í söluyfirliti hafi komið fram að húsið hefði öll tilskilin leyfifyrir fiskvinnslu og alla aðstöðu tengda þannig rekstri, s.s. frysti (íeintölu), vinnslusal, móttöku og kæligeymslu. Óumdeilt sé að fasteignin hafðiað geyma vinnslusal, móttöku og kæligeymslu. Kælipressa í kæligeymslu hafi þóverið ónýt og úr sér gengin eftir 15 ára notkun. Þetta hefði stefnandi vitað ogséð ef hann hefði skoðað fasteignina. Stefndi telji að kælipressan hafi veriðtil staðar í fasteigninni í þessu ástandi við afhendingu, en annað sé ósannað.Stefndi hafi þegar greitt stefnanda bætur vegna frystisins. Umfjöllun stefnanda um önnur sölugögn sé villandi. Bendir stefndi á aðviðhengi B, sem stefnandi vísi til, hafi verið fylgigagn með leigusamningi umfasteignina milli tveggja aðila sem séu alls ótengdir þessu máli. Stefndi lítisvo á að upptalning á tækjum í áðurnefndu skjali hafi einmitt verið gerð til aðsemja sérstaklega um að tækin ættu að fylgja með við leigu á fasteigninni. Aðöðrum kosti hefðu þau ekki gert það þar sem ekki hafi verið um fylgifé að ræðaeða hluta fasteignarinnar. Sé viðkomandi leigusamningur skoðaður í heild séljóst að umrædd tæki hafi verið talin vera lausafé en ekki fylgiféfasteignarinnar. Ekki sé rétt að skjalið hafi verið hluti af sölugögnum.Skjalinu hafði hins vegar verið þinglýst á eignina og hafi stefnandi fengið þaðafhent við sölumeðferðina eins og önnur skjöl sem hvílt hafi á eigninni.Stefndi kveður að skoða þurfi upplýsingaskyldu seljanda viðfasteignakaup í samhengi við aðgæsluskyldu þá sem hvíli á kaupanda viðfasteignakaup, sbr. 29. gr. laga um fasteignakaup. Kveðst stefndi telja aðstefnandi verði sjálfur að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni að skoða ekkifasteignina í aðdraganda kaupanna og ganga þannig úr skugga um hvert ástandfasteignarinnar var og hvaða tæki og búnaður átti að fylgja henni. Stefndi beriþví ekki hlutlæga ábyrgð á tjóni stefnanda eins og stefnandi heldur fram ístefnu.Stefndi bendir á að fasteignin hafi verið seld í því ástandi sem húnvar og stefnandi sætti sig við. Þegar fasteign er seld með slíkum fyrirvarageti kaupandi ekki borið fyrir sig galla nema að ástand fasteignar sé til munalakara en kaupandi hafði ástæðu til að ætla miðað við kaupverð hennar eða atvikað öðru leyti. Stefndi telji þau skilyrði ekki vera fyrir hendi og að stefnandigeti nú ekki borið fyrir sig þá annmarka sem hann geri í stefnu sinni.Stefndi kveðst byggja á því að stefnandi hafi í málinu brotið gagnkvæmatrúnaðarskyldu samningsaðila. Trúnaðarskyldan sé ein af meginreglumsamningaréttar og í henni felist skylda samningsaðila til að láta ekki eiginhagsmuni ráða einhliða athöfnum sínum heldur verði þeir að taka tillit tilhagsmuna viðsemjandans.Stefnandi hafi keypt fasteignina að Eyrartröð 12 fyrir 110.000.000 krónaog sé skaðabótakrafa hans því mun hærri en kaupverð fasteignarinnar. Með bréfistefnda 15. janúar 2016 hafi stefnanda verið boðið að rifta kaupunum, ánviðurkenningar á að um galla hafi verið að ræða. Ekki hafi verið fallist á þaðaf hálfu stefnanda og hafi stefnandi því á engan hátt tekið tillit til hagsmunastefnda í málinu. Stefndi telji að með því að hafna riftun, en krefjast þess ístað skaðabóta, sem séu tugum milljónum króna hærri en kaupverð fasteignarinnar,hafi stefnandi brotið gagnkvæma trúnaðarskyldu aðila. Þannig hafi meðal annarsverið staðfest í dómaframkvæmd Hæstaréttar að trúnaðarskyldan setjisamningsaðila mörk við ákvörðun á því til hvaða vanefndarúrræða hann grípi vegnavanefnda viðsemjanda síns.Stefnandi haldi því fram að á stefnda hafi hvílt skylda til að bæta úrþeim göllum sem stefnandi hafi talið vera á fasteigninni að Eyrartröð og aðstefndi hafi ekki sinnt því og því hafi stefnandi getað bætt úr göllunum ogkrafið stefnda um bætur, sbr. 39. gr. laga um fasteignakaup. Stefndi bendir áað ákvæðið fjalli um úrbætur vegna galla. Einungis í þeim tilvikum er seljandihefur byggt fasteign eða smíðað innréttingar inn í hana geti hvílt á honumskylda til úrbóta. Það eigi ekki við um stefnda, sem eignast hafi fasteignina ískuldaskilum og síðan selt stefnanda. Stefnandi hafi sent stefnda kröfubréf, dags. 13. nóvember 2014, þarsem stefnandi hafi sett fram kröfur í 12 liðum. Með bréfi, dags. 5. mars 2015,hafi stefndi fallist á greiðslu bóta vegna 7 liða af þessum 12 án viðurkenningará kröfum stefnanda. Þeir liðir sem stefndi hafi ekki fallist á hafi verið krafaum bætur vegna óbeins tjóns og vegna lausafjár sem stefndi telji að hafi ekkiverið fylgifé fasteignar og hafi því ekki átt að fylgja með í kaupunum. Stefndihafi ekki talið sig bótaskyldan vegna tjóns stefnanda, en hafi viljað ljúkamálinu með sátt, enda hafi stefnandi þá átt í viðskiptum við bankann. Stefndihafi því, án viðurkenningar, fallist á að greiða stefnanda 23.534.692 krónur.Fjárhæðin hafi tekið mið af kröfum stefnanda eins og þær hafi verið settar framí bréfi 13. nóvember 2014 eins og áður hefur verið gerð grein fyrir.Fallist dómurinn ekki á framangreindar málsástæður stefnda kveðst hannbyggja á því að hann hafi þegar greitt stefnanda bætur fyrir það tjón sem hannhefur orðið fyrir og í samræmi við kröfur hans sjálfs. Stefnandi geti því ekkinú komið fram með margfalt hærri kröfur en hann hefur áður fengið greiddar úrhendi stefnda. Meðal þeirra liða sem stefndi hafi greitt og stefnandi krefjist núbóta fyrir séu lagfæringar á rafmagni, uppsetning á kælivél og kæliblásurum,lagfæringar á pípulögnum, lokun á götum vegna hurða, vegna veggjar ívinnslusal, kostnaður við kæli- og frystiaðstöðu og kostnaður við millihurðirog aðrar hurðir. Nánar verði vikið að þessu síðar þegar fjallað verður um hvernkröfulið fyrir sig. Stefndi kveðst ekki telja matsgerð hinna dómkvöddu matsmannatrúverðuga og kveðst hafna gildi hennar. Matsgerðin sé byggð á matsbeiðnistefnanda þar sem fullyrt sé að ýmis tæki og búnaður hafi átt að fylgjafasteigninni. Svo hafi hins vegar ekki verið. Þá komi fram í matsgerð aðmatsmenn hafi átt fundi með fyrirsvarsmönnum stefnanda án þess að aðrir aðilarhafi verið boðaðir og fengið gögn einhliða frá stefnanda sem matsþolar hafiekki haft aðgang að. Niðurstaða matsmanna um óbeint tjón virðist byggð á þeirri fullyrðingustefnanda að hann hafi ætlað sér að hefja rekstur í fasteigninni strax eftirafhendingu. Það standist ekki skoðun. Þá telji stefndi ljóst að krafa stefnandaum óbeint tjón falli niður þegar litið verði til þess að tæki og búnaður hafiekki átt að fylgja fasteigninni, enda hafi stór hluti þeirra ekki verið tilstaðar í fasteigninni í aðdraganda kaupanna. Matsmenn hafi ekki greint óbeinatjónið niður með hliðsjón af þeim tækjum sem hugsanlega hafi átt að fylgja meðí kaupunum, heldur hafi allt óbeina tjónið verið sett undir sama hatt. Þá kveðst stefndi gera athugasemd við að alloft hafi matsmenn gengiðút frá nývirði, en ekki geti talist sanngjarnt og eðlilegt að nýtt komi fyrirgamalt í nokkurra áratuga gömlu atvinnuhúsnæði. Verði nú vikið að einstökum kröfuliðum stefnanda:Innihurðir.Stefnandi krefjist skaðabóta vegna 11 innihurða sem hann telji að hafiverið í fasteigninni í aðdraganda sölu hennar og hafi átt að fylgja með íkaupunum. Fyrirsvarsmaður stefnanda hafi gengið um fasteignina við afhendinguog ekki hreyft neinum athugasemdum. Það sé mjög ótrúverðugt aðfyrirsvarsmaðurinn hafi ekki tekið eftir því þá að 11 hurðir hafi vantað ífasteignina. Stefnandi beri ábyrgð á fasteigninni eftir afhendingu og hafihurðirnar verið fjarlægðar eftir afhendingu sé það stefnda óviðkomandi. Þáverði að líta til þess að í tilkynningu stefnanda 21. maí 2014 hafi einungisverið getið um nokkrar millihurðir í vinnslusölum, en nú sé hins vegar gerðkrafa vegna 11 innihurða. Kveðst stefndi hafna því sem röngu og ósönnuðu að 11innihurðir hafi verið til staðar í fasteigninni í aðdraganda sölu hennar, semhafi verið fjarlægðar fyrir afhendingu. Þrátt fyrir það hafi stefndi fallist áað greiða stefnanda bætur vegna þessa sem nemi 1.500.000 krónum. Allt tjónstefnanda vegna þessa liðar hafi því verið bætt. Samkvæmt upplýsingum frá ÓpalSjávarfangi ehf. hafi tvær hurðir í fasteigninni verið teknar niður ogfjarlægðar í aðdraganda kaupanna. Hafi þetta verið hurðir sem leigutaki hafði festkaup á til að mæta kröfum Matvælastofnunar vegna reykingarstarfsemileigutakans.Ef stefnandi hefði skoðað fasteignina hefði honum mátt vera ljósthversu margar hurðir voru í fasteigninni og hvaða hurðir leigutakinn hugðisttaka með sér. Stefnandi hafi hins vegar látið undir höfuð leggjast að skoðafasteignina þrátt fyrir áskoranir og verði því sjálfur að bera ábyrgð á því. Þá kveðst stefndi mótmæla niðurstöðu dómkvaddra matsmanna hvað þennankröfulið snerti sérstaklega. Eins og komi fram í matsgerðinni séu upplýsingarum fjölda og gerð hurðanna sem vantað hafi alfarið fengnar frá stefnandasjálfum. Þá hafi matsmenn gert ráð fyrir nývirði hurðanna sem standist ekkiþegar um kaup á nokkurra áratuga gamalli fasteign sé að ræða. Matsgerðin getiþví ekki verið til sönnunar um gerð og fjölda þeirra hurða sem stefandi haldifram að hafi átt að fylgja fasteigninni Þá kveðst stefndi einnig byggja átómlæti hvað þennan lið varði. Snagar.Stefnandi krefjist skaðabóta vegna 20 snaga á vegg í milligangi semliggi að vinnslusal. Samkvæmt upplýsingum frá leigutaka hafi þessir snagar veriðfærðir að kröfu Matmælastofnunar og settir í skiptiklefa, þ.e. nær vinnslunni,þar sem aðgreina hafi þurft reykingu frá annarri starfsemi. Þeir hafi því ekki veriðfjarlægðir. Stefndi hafni því þessum kröfulið og kveðst telja rangt og ósannaðað snagarnir hafi ekki verið í fasteigninni við afhendingu hennar hinn 1. maí2014. Ef stefnandi hefði skoðað fasteignina í aðdraganda kaupanna hefðihonum mátt vera þetta ljóst. Þá kveðst stefndi telja að ekki verði byggt ámatsgerð dómkvaddra matsmanna í þessum efnum með vísan til þess rökstuðningssem fram hafi komið varðandi innihurðir. Stefndi kveðst einnig bera fyrir sigtómlæti vegna þessa kröfuliðar þar sem kröfur vegna hans hafi ekki komið framfyrr en með kröfubréfi stefnanda 30. desember 2015.Plastdreglar í dyragati.Að sögn leigutaka hafi plastdreglarnir verið orðnir skítugir oglélegir. Hann hafi því ákveðið að fjarlægja þá þegar hann flutti úrfasteigninni og látið farga þeim. Þetta hefði stefnanda mátt vera ljóst ef hannhefði skoðað fasteignina, sem hann hafi ekki gert. Þá séu plastdreglar ekkifrekar en sturtuhengi fylgifé fasteignar og hafi stefnandi því mátt gera ráðfyrir að þeir yrðu fjarlægir fyrir afhendingu. Stefndi kveðst einnig bera fyrirsig tómlæti vegna þessa kröfuliðar þar sem kröfur vegna hans hafi ekki komið framfyrr en með kröfubréfi stefnanda 30. desember 2015. Vatns- og raflagnir.Stefndi kveðst telja ósannað og rangt að búið hafi verið að fjarlægjastóran hluta vatns- og raflagna við afhendingu fasteignarinnar. Hafi það gersteftir afhendingu beri stefnandi ábyrgð á því. Hafa verði í huga aðfyrirsvarsmaður stefnanda hafi gengið um fasteignina við afhendingu án þess aðhreyfa athugasemdum við ástandi hennar. Þá hafi stefnandi engum athugasemdum hreyftí þessa veru í tilkynningu sinni frá 21. maí 2014, þrátt fyrir að hafa þá undirhöndum tilboð Verkþings frá 5. maí 2014 þar sem m.a. hafi verið gert ráð fyrirað yfirfara þyrfti og lagfæra pípulagnir og raflagnir. Farið hafi verið í þærframkvæmdir sem tilboðið hafi gert ráð fyrir og hafi stefndi greitt stefnandabætur vegna þess.Hafi þær vatns- og raflagnir, sem stefnandi hafði í huga við kaupin,ekki verið í fasteigninni verði hann einnig að bera ábyrgð á því. Í matsgerðkomi fram að lagnir í húsinu hafi ekki verið umfangsmiklar. Stefnandi hafi ekkiskoðað fasteignina í aðdraganda kaupanna, en ef hann hefði gert það hefði hanngetað áttað sig á hvernig vatns- og raflagnir lágu í fasteigninni. Hafi hannþurft frekari vatnslagnir þá verði hann að standa straum af þeim kostnaði. Þá kveðst stefndi mótmæla því að matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna verðilögð til grundvallar í þessum efnum þar sem hún byggist að miklu leyti áfrásögn stefnanda og hans óraunhæfu væntingum um ástand lagna í húsinu, sem ogágiskunum matsmanna um hvað hafi verið fjarlægt fyrir afhendingu og hvað ekki. Þásé ekki fallist á að öryggiskerfi eða tölvuskápur hafi átt að fylgjafasteigninni, enda teljist þau ekki til eðlilegs fylgifjár fasteignar.Stefndi kveðst einnig benda á að við starfsemi eins og fiskverkun þurfirekstraraðili alltaf að aðlaga fasteign að sínum rekstri og þeim tækjum ogbúnaði sem viðkomandi noti í sínum rekstri. Fiskverkun sem felist aðallega ívinnslu og söltun á fiski sé allt annars eðlis en sú fiskverkun sem hafi veriðí fasteigninni áður en stefnandi keypti fasteignina. Það hafi stefnandi vitað.Hann hafi því mátt gera ráð fyrir að aðlaga þyrfti lagnir að þeim tækjum ogbúnaði sem hann notaði, sem og hann virðist hafa gert, enda hafi hann verið kominnmeð tilboð í slíkt tveimur virkum dögum eftir afhendingu fasteignarinnar. Fitusía/fituskilja.Stefndi kveðst ekki geta fallist á greiðsluskyldu vegna fitusíu eðafituskilju. Slíkur búnaður hafi ekki verið til staðar við afhendingufasteignarinnar og hafi þar af leiðandi ekki átt að fylgja fasteigninni. Ekkihafi komið fram í söluyfirliti eða öðrum sölugögnum að slíkur búnaður ætti aðfylgja fasteigninni. Ef það skipti stefnanda máli að slíkur búnaður fylgdifasteigninni hefði honum verið í lófa lagið að kanna hvort svo væri. Hannvirðist ekki hafa gert ráð fyrir því sjálfur, enda hafi hann ekki hreyft athugasemdumvegna þessa fyrr en hátt í sjö mánuðum eftir afhendingu fasteignarinnar. Verðiþað að teljast verulegt tómlæti af hans hálfu sem leiði til þess að krafa hansvegna þessa þáttar sé fallin niður fyrir tómlæti. Þá mótmælir stefndi því sem röngu og ósönnuðu að fitusía eðafituskilja sé áskilinn búnaður við fiskvinnslu, enda hafi yfirvöld ekki gertkröfu um slíkan búnað á meðan stefndi átti fasteignina að Eyrartröð 12. Í þeimreglum sem stefnandi vísi til sé hvergi gerður áskilnaður um slíkan búnað. Þáhafi stefnandi ekki lagt fram gögn um slíkan áskilnað yfirvalda. Þá verði einnigað undirstrika að það eru rekstraraðilar sem fái leyfi til rekstrar en ekkifasteignir. Ópal Sjávarfang ehf. sem hafi leigt fasteignina á þeim tíma semstefndi átti hana hafi haft öll tilskilin leyfi til þeirrar fiskvinnslu sem þaðfyrirtæki rak. Ekki sé því hægt að fallast á að fitusía eða fituskilja hafi áttað fylgja fasteigninni. Búnaðurinn hafi ekki verið til staðar við skoðun á fasteigninni,en samkvæmt 22. gr. laga um fasteignakaup sé það skilyrði þess að búnaðurinnteljist vera fylgifé fasteignar. Þá kveðst stefndi mótmæla því að matsgerð hinnadómkvöddu matsmanna verði lögð til grundvallar þar sem hún byggist að mikluleyti á frásögnum stefnanda, hans óraunhæfu væntingum um ástand á frárennsli hússinsog ágiskunum matsmanna.Frysti- og kæliklefar í vinnslusal.Stefnandi krefjist bóta vegna kæli- og frystiklefa, sem hann telji að hafiátt að fylgja fasteigninni að Eyrartröð 12, en dragi frá 3.032.093 krónur semstefndi greiddi honum í mars 2015.Stefndi kveður að þeir fjórir kælar sem krafa stefnanda lúti að hafiverið í eigu Ópal Sjávarfangs ehf. sem hafi verið með fasteignina á leigu.Þetta hefði stefnandi vitað eða mátt vita hefði hann skoðað fasteignina íaðdraganda kaupanna. Ekki sé rétt að umræddir frysti- og kæliklefar hafi allirverið fastir eða boltaðir við fasteignina. Þar hafi t.d. verið lausfrystir semstandi laus á gólfinu eins og venjulegur ísskápur eða frystir í íbúðarhúsnæði.Aðrir kælar, að einum undanskildum, hafi verið lausstandandi svo sem sjá megiaf framlögðum ljósmyndum sem teknar hafi verið í húsnæðinu af fasteignasölum.Stefndi bendir á að svo virtist sem stefnandi hafi sjálfur ekki talið aðklefarnir ættu fylgja með í kaupunum, enda hafi hann engum athugasemdum hreyft viðskoðun á fasteigninni við afhendingu á henni. Þá hafi verið augljóst aðumræddir klefar voru ekki í fasteigninni. Stefnandi hafi heldur ekki minnst ákælana í tilkynningu sinni til stefnda 21. maí 2014. Þá hafi heldur ekki verið óskaðeftir því við Verkþing ehf. að kælarnir yrðu metnir til verðs. Það hafi ekki veriðfyrr en löngu síðar sem stefnandi hafi sett fram kröfur vegna þessa og verðiþað að teljast verulegt tómlæti af hálfu stefnanda sem leiði til þess að krafahans sé fallin niður. Stefndi bendir á að kælarnir séu ekki eðlilegt fylgifé fasteignar,enda hafi þeir ekki verið í eigu seljanda fasteignarinnar, þ.e. stefnda, viðsölu eignarinnar. Þá hafi stefnandi fengið tjón sitt hvað þennan lið varðarbætt eftir kröfu sem hann hafi sjálfur setti fram. Stefndi kveðst mótmæla því aðmatsgerð hinna dómkvöddu matsmanna verði lögð til grundvallar í þessum efnumþar sem hún byggist að miklu leyti á frásögnum stefnanda, hans óraunhæfu væntingumum ástand og búnað sem hafi átt að fylgja fasteigninni og ágiskunum matsmanna. Reykofn.Stefndi bendir á að reykofninn hafi í eigu Ópal Sjávarfangs ehf. einsog stefnandi hefði vitað eða mátt vita hefði hann skoðað fasteignina íaðdraganda kaupanna. Rekstur stefnanda gangi aðallega út á verkun og söltunbolfisks og því séu væntanlega lítil not fyrir reykofn við starfsemi hans.Ekkert hafi komið fram í gögnum málsins um að stefnandi hafi stefnt að því reykjafisk. Stefndi bendir á að svo virtist sem stefnandi hafi sjálfur ekki taliðað reykofninn ætti að fylgja með í kaupunum, enda hafi hann engum athugasemdumhreyft við skoðun á fasteigninni við afhendingu á henni. Þá hafi verið augljóstað umræddur reykofn var ekki í fasteigninni. Stefnandi hafi heldur ekki minnstá kælana í tilkynningu sinni til stefnda 21. maí 2014, en þar hafi hann getiðum gat í þaki eftir reykofninn. Þá hafi heldur ekki verið óskað eftir því viðVerkþing ehf. að reykofninn yrði metinn til verðs. Það hafi ekki verið fyrr enlöngu síðar sem stefnandi hafi sett fram kröfu vegna þessa og verði það aðteljast verulegt tómlæti af hálfu stefnanda, sem leiði til þess að krafa hanssé fallin niður. Reykofninn teljist ekki eðlilegt fylgifé, enda frístandandi lausafésem hafi að auki ekki verið í eigu seljanda við sölu eignarinnar. Þá kveðststefndi mótmæla því að matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna verði lögð til grundvallarþar sem að hún byggist að miklu leyti á frásögnum stefnanda, hans óraunhæfuvæntingum um ástand og búnað sem hafi átt að fylgja fasteigninni og ágiskunummatsmanna. Ísvél.Samkvæmt upplýsingum frá leigutaka fasteignarinnar hafi aldrei veriðísvél í fasteigninni. Stefnandi hefði séð það hefði hann skoðað fasteignina íaðdraganda kaupanna. Það kunni að vera að leigutaki fasteignarinnar á árunum2008-2010 hafi verið með ísvél í fasteigninni, en hún hljóti þá að hafa veriðseld af skiptastjóra eftir að leigutakinn fór í þrot á árinu 2010. Ísvél hafiþví aldrei átt að fylgja með fasteigninni, enda virðist það ekki hafa veriðskilningur stefnanda sjálfs. Þá hafi stefnandi glatað kröfunni fyrir tómlæti þarsem krafa vegna ísvélar hafi ekki komið fram fyrr en um einu og hálfu ári eftirafhendingu fasteignarinnar. Ísvél teljist heldur ekki eðlilegt fylgifé, enda umlausafé að ræða sem hafi þar að auki ekki verið í eigu seljanda við sölueignarinnar. Lausfrystir, frystipressa, færibönd og eimsvali.Stefndi kveður að umræddur búnaður hafi ekki verið í eigu stefnda oghafi ekki verið til staðar í fasteigninni þegar eignin fór í sölumeðferð. Þettahefði stefnandi séð og vitað hefði hann skoðað fasteignina í aðdraganda að kaupunum.Á myndum fasteignasala sem birtar hafi verið á söluvefjum þeirra sé þennanbúnað ekki að sjá.Stefndi bendir á að svo virtist sem stefnandi hafi sjálfur ekki taliðað búnaðurinn ætti að fylgja með í kaupunum, enda hafi hann engum athugasemdumhreyft við skoðun á fasteigninni við afhendingu á henni. Þá hafi verið augljóstað umræddur búnaður var ekki í fasteigninni. Stefnandi hafi ekki sett fram kröfuvegna þessa búnaðar fyrr en um einu og hálfu ári eftir afhendingu og því sékrafan, hafi hún átt rétt á sér, fallin niður fyrir tómlæti.Þá bendir stefndi á að búnaðurinn sé ekki eðlilegt fylgifé meðfasteign, enda lausstandandi, ekki í eigu seljanda og ekki til staðar viðskoðun og þar af leiðandi ekki fylgifé samkvæmt 23.gr. til 25. gr. laga umfasteignakaup. Kveðst stefndi mótmæla því að matsgerð hinna dómkvöddu matsmannaverði lögð til grundvallar þar sem hún byggist að miklu leyti á frásögnumstefnanda, hans óraunhæfu væntingum um ástand og búnað sem átt hafi að fylgjafasteigninni og ágiskunum matsmanna. Kælipressa.Stefndi bendir á að kælipressan hafi verið ónýt eftir 15 ára notkun,sem ekki sé óeðlilegur líftími. Þetta hefði stefnandi vitað hefði hann skoðaðfasteignina í aðdraganda að kaupunum. Þá geti stefndi ekki fallist á niðurstöðumatsmanna, enda sé gerður fyrirvari við niðurstöðuna í matsgerð.Leki á milligangi og þak.Stefndi kveðst ekki hafa þekkt ástand fasteignarinnar fyrir söluhennar og hafi upplýst stefnanda um það. Stefndi hafi skorað á stefnanda aðskoða fasteignina vel og með sérfróðum aðila. Það hafi stefnandi ekki gert.Stefnandi hafi hins vegar þekkt fasteignina og ástand hennar betur en stefndiþar sem fyrirsvarsmenn stefnanda höfðu leigt herbergi í fasteigninni um árabil.Þá hafi þeir rætt við fyrirsvarsmann Ópal Sjávarfangs ehf. um sameiginlegtkauptilboð í fasteignina á haustmánuðum 2013. Samkvæmt upplýsingum fyrirsvarsmannsÓpal Sjávarfangs ehf. hafi hann bent fyrirsvarsmönnum stefnanda sérstaklega áað komið væri að talsverðu viðhaldi í í fasteigninni, sérstaklega þaki sem þyrftiað skipta um. Þetta hafi stefnda ekki verið kunnugt um fyrr en nýlega eftir aðstefnandi höfðaði mál þetta. Stefnandi geti ekki borið fyrir sig galla á fasteign sem hann vissieða mátti vita um. Hefði stefnandi skoðað fasteignina með sérfróðum aðila eðaskoðað hana gaumgæfilega hefði hann mátt gera sér grein fyrir ástandi þaksins.Af myndum af fasteigninni fyrir sölu hennar hafi mátt sjá að þakkantur var illafarinn og ónýtur á einum stað. Hefði þetta átt að gefa stefnanda tilefni tilfrekari skoðunar. Þá verði einnig að hafa í huga að um nokkurra áratuga gamlafasteign var að ræða og því eðlilegt að ýmislegt væri farið að gefa sig.Krafa um bætur vegna óbeins tjóns.Stefndi kveðst alfarið hafna kröfum stefnanda um bætur vegna óbeinstjóns. Kröfur stefnanda um óbeint tjón séu illa rökstuddar og óljóst sé hvaðaætlaða vanefnd stefnda hafi getað leitt til óbeins tjóns stefnanda. Stefndi bendir á að samkvæmt 43. gr. laga um fasteignakaup sé það gertað skilyrði að galla eða tjón sé að rekja til saknæmrar háttsemi seljanda eðaað fasteignin hafi við afhendingu ekki verið í samræmi við beinaábyrgðaryfirlýsingu seljanda. Kveðst stefndi telja að hvorugt skilyrðið séfyrir hendi. Stefndi hafi ekki þekkt ástand fasteignarinnar fyrir sölu hennarog hafi því ekki getað upplýst stefnanda um það. Stefndi hafi hins vegar látiðstefnanda vita af því og skorað á hann að framkvæma vandlega skoðun meðsérfróðum aðilum. Það hafi stefnandi hins vegar ekki gert. Stefndi hafi ekkisýnt af sér saknæma háttsemi í aðdraganda kaupanna. Stefndi kveðst heldur ekki fallastá að fasteignin hafi við afhendingu verið frábrugðin því sem fram hafi komið ísöluyfirliti fasteignarinnar. Hafi svo verið, sem sé mótmælt, hafi stefnandiþegar fengið það tjón sitt bætt. Stefndi kveðst einnig mótmæla aðferðum, forsendum og niðurstöðummatsmanna. Matsmenn geri ráð fyrir því, svo sem stefnandi haldi fram, aðstefnandi hefði getað hafið starfsemi strax við afhendingu hefði fasteigninekki verið haldin þeim ágöllum sem stefnandi haldi fram. Það sé hins vegar fráleitt,enda þurfi alltaf að aðlaga húsnæði að þeim rekstri sem þar eigi að fara fram.Þá kveðst stefndi telja sig hafa sýnt fram á að þau tæki og búnaður semstefnandi telji nú að hafi átt að fylgja með í kaupunum hafi ekki átt að geraþað. Þar með falli krafan um óbeint tjón um sjálfa sig, enda sé það forsendamatsmanna að öll tæki og búnaður hafi átt að fylgja með í kaupunum. Matsmenngeri engan greinarmun á því hvert óbeint tjón hafi verið með hliðsjón af þvíhvaða tæki hafi vantað. Þá kveðst stefndi byggja á trúnaðarskyldunni, en ef tjón stefnanda varsvo mikið sem hann haldi fram hefði honum borið að takmarka tjón sitt, sbr. og60. gr. laga um fasteignakaup. Þá kveðst stefndi mótmæla fullyrðingu stefnanda um að rangarupplýsingar í söluyfirliti leiði til hlutlægrar ábyrgðar seljanda á beinu ogóbeinu tjóni kaupanda. Krafa um annað beint tjón.Stefndi kveðst ekki geta fallist á þá kröfu stefnanda, sem í raun virðistvera krafa um óbeint tjón, og kveðst stefndi vísa til þess sem að framan greinium kröfu stefnanda um bætur vegna óbeins tjóns.Þá kveðst stefndi ekki telja hægt að krefjast bæði vaxta ogdráttarvaxta um leið og krafist sé bóta vegna vaxtagjalda og lánalína sinna. Kveðststefndi einnig telja að þar sé verið að krefjast bóta vegna rekstrarkostnaðarstefnanda sjálfs, sem sé alveg ótengdur ágreiningi í máli þessu.Stefndi kveðst einnig vísa til þeirra málsástæðna sem reifaðar séu hérað framan, sem eigi einnig við um þennan kröfulið stefnanda að breyttubreytanda. Aðrar málsástæður og lagarök.Stefndi kveðst einnig byggja á því að verði meðstefndi talinn beraskaðabótaábyrgð á einhverjum þeirra liða sem stefnandi krefjist bóta fyrir þáleiði 1. málsliður 2. mgr. 25. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 1. og 2.mgr. 19. gr. sömu laga, til þess að skaðabótaábyrgð stefnda stofnist ekki þarsem meðstefndi hafi ábyrgðartryggingu sem taki til bótaskyldu hans og gildi þaðán tillits til þess hvort um er að ræða skaðabætur innan eða utan samninga. Afþessu leiði að skaðabótaréttur stofnist ekki vegna tjóns sem ábyrgðartryggingnær til nema atvik séu á þann veg sem greinir í 2. mgr. 19. laganna, en svo séekki í máli þessu.Stefndi kveðst mótmæla dráttavaxta- og vaxtakröfum stefnanda sem eigisér enga stoð, bæði hvað varði heimild til þess að krefjast vaxta, sem og vaxtafótog upphafstíma vaxta og dráttarvaxta. V.Stefndi Jöfur ehf. kveðst byggja aðalkröfu sína um sýknu í fyrsta lagiá því að við sölumeðferð fasteignarinnar að Eyrartröð 12 í Hafnarfirði hafihann uppfyllt allar þær skyldur sem á honum hvíldu samkvæmt þágildandi lögumnr. 99/2004 um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Ósannað sé að ætlað tjónstefnanda sé að rekja til þess að upplýsingar í söluyfirliti eða kynningargögnumum sölu fasteignarinnar hafi verið rangar eða ófullnægjandi og þá sé þvímótmælt að þessar upplýsingar hafi verið rangar eða ekki staðist. Þá sé þvímótmælt að starfsmenn stefnda hafi vanrækt starfsskyldur sínar með því að veitarangar eða ófullnægjandi upplýsingar við sölumeðferð fasteignarinnar aðEyrartröð 12. Að mati stefnda hafi hann uppfyllt allar þær skyldur sem lög og reglursetja í tengslum við söluyfirlit og upplýsingagjöf til stefnanda. Stefndi hafi straxhafið undirbúning að gerð söluyfirlits fyrir fasteignina þegar fyrir hafi legiðað eignin yrði sett í sölumeðferð. Þá hafi Magnús Kristinsson, löggilturfasteignasali hjá stefnda, skoðað eignina 29. nóvember 2013 og tekið myndirinni í fasteigninni. Hluti þeirra mynda hafi síðan verið settur á heimasíðustefnda og aðra fasteignasöluvefi þar sem eignin var kynnt til sölu. Þá liggifyrir að öllum skilyrðum 10. – 13. gr. laga nr. 99/2004 hafi verið fullnægt, aukþeirra fyrirmæla sem finna megi í reglugerð nr. 939/2004 um samninga umþjónustu fasteignasala og söluyfirlit. Stefnandi hafi fengið söluyfirlitiðafhent áður en kauptilboð voru gerð og sé það undirritað af forsvarsmanni hans.Í söluyfirliti segir eftirfarandi um eignina: „Til sölu um 1260 m2fiskvinnsluhúsnæði í Hafnarfirði. Eignin er í útleigu.“ Síðan er að finnanánari lýsingu þar sem segi: „Húsið skiptist upp í nokkra vinnslusali oggeymslur. Aðkoma að húsinu er bæði frá Eyrartröð og Grandatröð. Húsið er meðöll tilskilin leyfi fyrir fiskvinnslu og alla aðstöðu tengt þannig rekstri,s.s. frysti, vinnslusal, móttöku og kæligeymslu.“Stefndi kveður um að ræða lýsingu á fasteigninni sem fasteignasalistefnda hafi útbúið eftir skoðun á eigninni og eftir því sem hann hafi getað kynntsér af eigin raun, þ.e. skoðun 29. nóvember 2013, en þá hafi leigutaki verið meðrekstur í húsnæðinu. Með tilvísun í söluyfirliti um að húsið væri með öll tilskilinleyfi fyrir fiskvinnslu hafi verið átt við að í húsinu væri leigutaki sem rækiþar fiskvinnslu. Af því hafi mátt ráða að fasteignin hýsti starfsleyfisskyldanrekstur og að sá rekstur hafi haft starfsleyfi þegar söluyfirlit var útbúið.Þessar upplýsingar hafi verið í fullu samræmi við þá staðreynd að þáverandileigutaki fasteignarinnar, Opal Seafood ehf., hafi haft tilskilin leyfi fyrirrekstur sinn. Stefndi mótmælir því að framangreindar upplýsingar hafi verið rangarvegna ætlaðrar undanþágu leigutakans og þess að stefnandi hafi þegar á reyndiekki fengið starfsleyfi til slægingar þar sem svokallaða fituskilju hafi skort.Kveðst stefndi benda á að augljóst sé fyrir alla þá sem komið hafi nálægtrekstri í einhverri mynd að starfsleyfi sé ekki bundið við það húsnæði sem hýsireksturinn heldur rekstraraðilann sjálfan. Það sé því ljóst að starfsleyfi getiekki fylgt húsnæðinu sem slíku heldur þurfi rekstraraðili hverju sinni að sækjaum starfsleyfi fyrir rekstur sinn. Að sama skapi sé því mótmælt að þærupplýsingar sem veittar hafi verið í söluyfirliti hafi mátt gefa stefnandatilefni til að ætla að svokölluð fituskilja væri til staðar í eigninni og áttað fylgja með í kaupunum. Hafi stefnandi enda ekki lagt fram nein gögn er varðiþað starfsleyfi sem hann telji sig hafa sótt um eða ætlaða synjunheilbrigðisyfirvalda eða hvað hafi valdið því að hann hafi ekki getað fengið sambærilegaundanþágu og haldið sé fram að leigutakinn fyrrverandi hafi fengið. Þá teljistslík fituskilja ekki til venjulegs fylgifjár fasteignarinnar í skilningi 22.gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Hafi hins vegar verið um að ræða atriðisem skipti stefnanda máli þegar kaup gerðust þá hafi honum verið í lófa lagiðað skoða fasteignina með fullnægjandi hætti og ganga úr skugga um hvort slíkfituskilja fylgdi með fasteigninni eða ekki. Í öllu falli sé fráleitt að túlkunstefnanda sjálfs á upplýsingum í söluyfirliti gefi honum tilefni til að gangaút frá því sem vísu að slík fituskilja hafi átt að fylgja með fasteigninni ogað með því hafi upplýsingar í söluyfirliti reynst rangar. Með vísan tilframangreinds hafi fasteignin ekki verið haldin göllum í skilningi 27. gr. laganr. 40/2002 um fasteignakaup og þá hafi ekki verið sýnt fram á að stefndi beriábyrgð á slíkum ætluðum göllum.Í söluyfirliti sé hins vegar vísað til þess að fasteignin hafi „allaaðstöðu [tengda] rekstri [fiskvinnslu], s.s. frysti, vinnslusal, móttöku ogkæligeymslu.“ Í stefnu kjósi stefnandi að afbaka þessar upplýsingar og túlkameð sínu nefi. Alrangt sé því að á grundvelli þessara upplýsinga hafi stefnandiverið að kaupa „fullbúið fiskvinnsluhús“ eða „sérútbúið fiskvinnsluhús“. Hiðrétta sé að þær upplýsingar sem komi fram í söluyfirliti vísi til þess aðfasteignin hafi aðstöðu sem henti fiskvinnslu. Augljóst sé að ekki hafi annaðátt að fylgja með fasteigninni en það sem teljist til venjulegs fylgifjárslíkrar fasteignar, en ekki laus tæki sem ella hefðu þá sérstaklega verið nefndí söluyfirliti. Hugtakið aðstaða vísi þannig einkum til innra skipulagsfasteignarinnar, s.s. vinnslusalar og móttöku, en einnig til aðstöðu sem felistí kæligeymslu og frysti. Komi þessar upplýsingar þannig heim og saman við þáaðstöðu sem hafi verið til staðar þegar fasteignin var afhent. Við afhendingufasteignarinnar hafi móttaka og vinnslusalir verið til staðar, auk frystis ogkæligeymslu sem sé sérstakt rými innan fasteignarinnar. Einnig kveðst stefndi vísa til þeirra skaðabóta sem stefndiÍslandsbanki hf. hafi þegar greitt stefnanda og þeirra atriða sem vísað sé til íbréfi bankans frá 5. mars 2015. Með vísan til afhendingar fasteignarinnar ogmeð hliðsjón af öðrum gögnum málsins sé því mótmælt að framangreindarupplýsingar í söluyfirliti hafi falið í sér ranga eða ófullnægjandiupplýsingagjöf til handa stefnanda. Þar af leiðandi hafi fasteignin ekki verið haldingöllum í skilningi 27. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup eða að sýnt hafiverið fram á að slíkir ætlaðir gallar séu á ábyrgð stefnda.Þá haldi stefnandi því fram að þinglýst skjöl teljist hluti sölugagnaog að stefnandi hafi fengið slík skjöl afhent áður en hann gerði tilboð ífasteignina. Stefndi kveðst mótmæla þessu sem röngu, enda komi fram í kauptilboðistefnanda að hann gerði sérstakan fyrirvara um skoðun þinglýstra gagna um eignina.Stefndi kveðst mótmæla þeim skilningi stefnanda að viðauki við leigusamning fráárinu 2008 geti talist vera hluti af sölugögnum um eignina. Þá sé rangt og íöllu falli ósannað að stefnandi hafi verið upplýstur um að þau tæki sem þarværu tilgreind myndu fylgja með fasteigninni. Framangreindur viðauki verði, þegar hann er lesinn í samhengi viðleigusamninginn sjálfan, aðeins talinn sýna fram á að slík tæki sem þar séunefnd teljist til svokallaðra lausra tækja sem aðilar leigusamningsins hafisamið sérstaklega um og séu þannig aðgreind frá fasteigninni. Í leigusamningumsé til dæmis vísað til þess að aðilar hans hafi gert með sér samning umfasteignir, vélar og tæki. Samningurinn vísi síðan sérstaklega til tækja íviðauka B sem yrðu leigð með fasteigninni. Engin ástæða væri til þess aðtilgreina slík tæki sérstaklega eins og gert hafi verið í samningnum ef þauværu almennt talin venjulegt fylgifé fasteignarinnar. Þá sé umfjöllun íleigusamningnum almennt aðgreind milli annars vegar fasteignarinnar og hinsvegar véla og tækja, t.d. sé leigufjárhæð aðgreind milli fasteignarinnar annarsvegar og véla og tækja hins vegar. Sami háttur hafi verið hafður á þegarfjallað var um forkaupsrétt í samningnum, en þar hafi verið samið sérstaklegaum kaupverð á þeim vélum og tækjum sem vísað var til í viðauka B umframkaupverð fasteignarinnar. Til nánari rökstuðnings kveðst stefndi vísa tilleigusamnings frá 15. október 2005 sem varði rekstraraðila í sömu fasteign, enþar sé í 18. gr. samningsins sérstaklega vísað til þess að leigutaka sé skyltað fjarlægja lausar innréttingar, vélar og tæki sem varði atvinnustarfsemihans, en þó aðeins að ekki verði skemmdir á húsnæðinu og að hann hafi lagtslíkar innréttingar og tæki fram á leigutímanum. Af framangreindu megi ráða aðþað hafi verið viðtekin venja í rekstri sambærilegra aðila í fasteigninni aðEyrartröð 12 að skýr skil hafi verið á milli fasteignarinnar annars vegar oglausra tækja og innréttinga til atvinnustarfseminnar hins vegar.Rétt sé að taka tillit til þess að sérstakur fyrirvari hafi veriðgerður í söluyfirliti og kauptilboðum varðandi tilurð þess að stefndiÍslandsbanki eignaðist fasteignina. Með fyrirvaranum hafi stefnandi verið upplýsturum að stefndi Íslandsbanki hf. hefði eignast fasteignina í skuldaskilum og hafialdrei haft afnot af henni. Einnig hafi verið vísað til þess að stefndiÍslandsbanki þekkti ekki eignina umfram það sem fram kæmi í opinberum gögnum ogsöluyfirliti. Ljóst sé því að stefndi hafi aðeins getað fengið takmarkaðarupplýsingar um eignina frá stefnda Íslandsbanka. Það breyti þó ekki því aðstefndi hafi framkvæmt sjálfstæða skoðun á eigninni, kynnt sér af eigin raun oggrundvallað söluyfirlit á slíkri skoðun.Stefndi bendir á að það sé algerlega órökstutt af hálfu stefnanda íhverju ætluð vanræksla stefnda á starfsskyldum hans hafi verið fólgin. Í stefnusé aðeins einu sinni vísað til 12. gr. laga nr. 99/2004, en án nánari tilgreiningará því í hverju hin ætlaða vanræksla hafi verið fólgin. Þá kveðst stefndi mótmælatilvísun til laga nr. 70/2015 enda höfðu þau lög ekki tekið gildi þegar kaupaðila gerðust.Þegar leggja eigi mat á upplýsingar sem fram hafi komið í söluyfirlitistefnda beri að líta til þeirrar þekkingar sem stefnendur höfðu á rekstri fiskvinnslu.Í því sambandi hafi stefnandi sjálfur upplýst að hann hafi um 13 ára reynslu afslíkum rekstri. Einnig liggi fyrir að kaupverð fasteignarinnar var 110.000.000króna. Verði að ætla að stefnandi hafi haft fullnægjandi upplýsingar um hinaseldu fasteign, en ella hefði hann átt að bera sig eftir frekari upplýsingum.Þá bendir stefndi á að á stefnanda hafi hvílt rík skylda til að skoðafasteignina að Eyrartröð 12, bæði áður en kaup gerðust en einnig strax eftirafhendingu eignarinnar, sbr. 29. og 38. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup.Stefnandi haldi því fram að hann hafi fengið áhuga á að kaupa fasteignina íbyrjun árs 2014 og að hann hafi skoðað fasteignina á meðan leigutakinn Opal Sjávarfangehf. var með rekstur í húsinu. Stefndi hafi hins vegar aðra sögu að segjavarðandi slíka skoðun. Þegar stefnandi hafi leitað eftir því í byrjun mars 2014að gera kauptilboð í fasteignina að Eyrartröð 12 hafi starfsmaður stefnda,Magnús Kristinsson, skorað á forsvarsmann stefnanda að skoða fasteignina vel.Hafi sú áskorun verið sett fram í ljósi þeirra skýru fyrirvara sem komið hafifram í söluyfirliti og kauptilboði um fasteignina, þ.e. um að seljandi hefðieignast fasteignina á nauðungaruppboði og þekkti ekki eignina umfram það semfram kæmi í opinberum gögnum. Einnig að seljandi legði ríka áherslu á það viðkaupanda að hann gætti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni ogleitaði sér aðstoðar hjá sérfróðum aðilum við mat á ástandi hennar.Þrátt fyrir slíkan fyrirvara og áðurgreinda áskorun starfsmannsstefnda hafi fyrirsvarsmenn stefnanda ekki talið sig þurfa að skoða fasteigninaþar sem þeir þekktu hana vel, auk þess sem þeir hafi haft á orði að þeir vilduekki hitta þáverandi leigutaka fasteignarinnar. Með vísan til framangreindskveðst stefndi telja ósannað að stefnandi hafi sinnt aðgæsluskyldu sinni ogskoðað umrædda fasteign fyrir kaupin. Verði í þessu sambandi að hafa í huga aðstefnandi hugðist hefja vinnslu í fasteigninni strax eftir afhendingu hennar ogþví hafi hvílt enn ríkari skylda á honum að sinna ítarlegri skoðun til aðtryggja að reksturinn gæti hafist í samræmi við slíkar fyrirætlanir. Einnig beriað líta til þess að skoðun kaupanda á fasteign sé eitt af grundvallaratriðumvið ákvörðun um það hvort eignin skuli keypt og á hvaða verði, sbr. 1. mgr. 11.gr. laga nr. 99/2004.Stefndi kveður að hér beri einnig að líta til þess að myndir semteknar hafi verið í fasteigninni 29. nóvember 2014 beri með sér að þá hafi ekkiverið lausfrystir í fasteigninni. Bendi gögn málsins til þess að stefnandi hafivanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að skoða fasteignina að Eyrartröð 12 áðuren kaup gerðust. Geti stefnandi þar af leiðandi ekki borið fyrir sig ætlaðagalla sem hefði mátt sjá við slíka skoðun, sbr. 2. mgr. 29. gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup.Jafnvel þótt talið verði sannað að fyrirsvarsmenn stefnanda hafiskoðað fasteignina fyrir kaupin eða þekkt til hennar frá fyrri tíð sé ljóst aðskoðun fyrirsvarsmanns stefnanda átti sér stað við afhendingu eignarinnar hinn1. maí 2014, en þá hafi fyrirsvarmaður stefnanda gengið inn í hvert einastarými í húsinu með Sigurði J. Sigurðssyni, fasteignasala og hafi ekki komið framneinar athugasemdir af hans hálfu um ástand eða búnað fasteignarinnar. Í stefnugæti verulegrar ónákvæmni um afhendingardag fasteignarinnar og þar sé þvíítrekað haldið fram að fasteignin hafi verið afhent um mánaðamótin apríl/maí2014. Fyrirsvarsmaður stefnanda sjálfs taki hins vegar af allan vafa um það íbréfi sínu til bankastjóra stefnda Íslandsbanka hf. að sá afhendingardagur semákveðinn var í kaupsamningi hafi staðist eða 1. maí 2014. Fullyrðingum stefnanda um að fyrirsvarsmenn stefnanda hafi verið íviðskiptaferð erlendis í byrjun maí og að þeir hafi fengið afhenta lykla aðfasteigninni þegar þeir komu heim úr þeirri ferð sé mótmælt sem röngum. Eins ogáður hafi verið rakið hafi starfsmaður stefnda, Sigurður J. Sigurðsson, hittSímon Símonarson, fyrirsvarsmann stefnanda, á fasteigninni að Eyrartröð 12klukkan 12 á hádegi 1. maí 2014 í því skyni að afhenda honum eignina. Sigurðurhafði fyrr um daginn fengið afhentan lykil frá leigutaka eignarinnar sem þá hafðinýlokið við að losa hana. Hafi þeir Sigurður og Símon gengið um húsnæðið ogfarið um allar vistarverur þess. Engar athugasemdir hafi komið fram af hálfufyrirsvarsmanns stefnanda við skoðunina. Sigurður hafi hins vegar bent fyrirsvarsmannistefnanda á mikilvægi þess að láta skipta um skrár í ljósi þess að fyrrverandileigutaki hefði aðeins afhent honum einn lykil að fasteigninni. Áhættan af hinni seldu fasteign hafi því flust yfir til stefnanda hinn1. maí 2014 þegar fasteignin var afhent honum, sbr. 12. gr. laga nr. 40/2002 umfasteignakaup. Engum athugasemdum hafi verið hreyft af hálfu stefnanda viðafhendingu eignarinnar eða strax í kjölfar hennar. Geti stefnandi þar afleiðandi ekki krafið stefnda um skaðabætur vegna ætlaðs tjóns sem virðist hafakomið fram eftir að afhending og áhættuskipti eignarinnar höfðu átt sér stað.Athugasemdir sem sendar hafi verið stefnda 21. maí 2014 eða 20 dögumeftir að afhending eignarinnar hafði farið fram hafi því komið of seint fram ogverði stefnandi sjálfur að bera ábyrgð og áhættu af því sem kunni að hafa gerstí fasteigninni eftir tímamark afhendingar. Í öllu falli hafi stefnandi ekkisýnt fram á að slík atvik séu á ábyrgð stefnda eða starfsmanna hans. Þá sé þvímótmælt að stefndi verði talinn bera hlutlæga ábyrgð á hinu ætlaða tjóni.Skýringar stefnanda um atvik við afhendingu og síðbúnar athugasemdirhans falli illa að þeirri staðreynd að fyrirætlanir stefnanda hafi verið þær aðhefja rekstur í fasteigninni strax í kjölfar afhendingar. Þá bendi athugasemdirstefnanda í upphafi til þess að um sé að ræða atriði sem hefðu átt að verastefnanda ljós við afhendingu eignarinnar og gefa honum þá þegar tilefni til aðgera athugasemdir við stefnda. Það auki ekki á trúverðugleika stefnanda aðeftir því sem tíminn leið hafi sífellt bæst í fjölda þeirra tækja og tóla semstefnandi hafi talið að hafi átt að fylgja með í kaupunum. Með tölvupóstinumfrá 21. maí 2014 hafi stefnandi til dæmis gert athugasemdir við gat á þakihússins þar sem reykháfur hafi verið staðsettur áður. Það hafi síðan ekki veriðfyrr en um sex mánuðum síðar með bréfi 13. nóvember 2014 til stefndaÍslandsbanka hf. að stefnandi hafi talið að reykofn sem hefði verið tengdurframangreindum reykháfi hefði átt að fylgja með í kaupum á fasteigninni. Enguað síður nemi krafa stefnanda vegna reykofnsins alls 16.000.000 króna. Ekkertliggi þó fyrir um það að rekstur stefnanda eða fyrirætlanir hans hafi falið ísér reykingu fisks eða að stefnandi hafi sinnt slíkum rekstri.Þá skuli ítrekað það sem áður hafi komið fram um kröfu stefnanda ítengslum við lausfrysti. Nemur krafa stefnanda vegna lausfrystis alls36.155.000 krónum, en fyrir liggi að umræddur lausfrystir hafi ekki verið innií fasteigninni þegar hún var tekin til sölumeðferðar og aldrei hafi staðið tilað slíkur lausfrystir fylgdi fasteigninni við kaupin. Einnig liggi fyrir aðstefnandi hafi ekki gert kröfu um framangreindan lausfrysti, sem hann teljisamt að hafi augljóslega átt að fylgja fasteigninni, fyrr en með bréfi tilstefnda Íslandsbanka hinn 30. desember 2015 eða 20 mánuðum eftir að afhendingfasteignarinnar átti sér stað. Krafa gagnvart stefnda hafi hins vegar ekkiverið sett fram fyrr en með stefnu þessa máls.Þá verði ekki ráðið að væntingar stefnanda hafi staðið til þess að meðfasteigninni ættu að fylgja öll þau tæki og tól sem nú sé gerð krafa um. Afgreinargerð með umsókn stefnanda til stefnda Íslandsbanka um hækkunrekstrarláns og veitingu fasteignaláns áður en kaup gerðust sé hvergi vikið aðfyrirætlunum stefnanda um kaup á tækjum til rekstursins. Þvert á móti sé þarvísað til þess að stefnandi þurfi aukið rými og viðbótarhúsnæði en að á árinu2013 hafi stefnandi fest kaup á búnaði til að auka hagkvæmni vinnslu og gæðiafurða. Þá megi ráða af greinargerðinni að stefnandi þurfi auknarekstrarfjármuni til að tryggja fulla nýtingu framleiðslutækja. Hér þurfi einnig að líta til þess að svo virðist sem stefnandi hafifyrir afhendingu, eða strax í kjölfar afhendingar, gert ráðstafanir til að hægtyrði að aðlaga húsnæðið að Eyrartröð 12 að þeim rekstri sem stefnandi sinnti.Af skjalinu megi því annars vegar ráða að sú vinnsla sem stefnandi hugðist rekaí húsnæðinu hafi ekki verið sambærileg þeirri vinnslu sem leigutaki sinnti.Hins vegar megi ráða af skjalinu að stefnandi hafði fulla vitneskju um ástandhúsnæðisins við afhendingu þess og að hann þyrfti að gera ákveðnar ráðstafanirtil að aðlaga það að rekstri sínum.Þegar allt framangreint sé virt telji stefndi að stefnandi hafivanrækt þær skyldur sem felist í skoðun fasteignarinnar áður en kaup gerðust.Þá beri atvik málsins með sér að stefnandi hafi við afhendingu fasteignarinnarekki hreyft neinum athugasemdum við ástandi hennar eða að tiltekinn búnað hafiskort. Hafi athugasemdir um slíkt komið of seint fram eða 20 dögum eftirafhendingu enda hafi fasteignin þá verið á ábyrgð og áhættu stefnanda. Verði þvíekki talið að athugasemdir stefnanda hafi komið fram án ástæðulauss dráttar eðajafnskjótt og tilefni hefði átt að gefast til þess. Þá bendi gögn málsins ogatvik við og í kjölfar afhendingar fasteignarinnar til þess að væntingarstefnanda hafi ekki staðið til þess að öll þau tæki sem nú sé gerð krafa um hafiátt að fylgja fasteigninni.Verði þrátt fyrir framangreint talið að athugasemdir stefnanda hafikomið nægjanlega snemma fram kveðst stefndi telja ósannað að fasteignina hafiskort þau tæki eða búnað sem hafi verið fyrir hendi í henni við skoðun eða áttað fylgja samkvæmt lögum, kaupsamningi, öðrum gögnum eða venju. Í öllu falliverði slíkt ekki rakið til saknæmrar háttsemi stefnda eða starfsmanna hans ogberi stefndi því ekki skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda. Rétt sé að rekja nánar þær kröfur sem stefnandi geri varðandi þannbúnað sem hann telur að hafi átt að fylgja fasteigninni við kaupin:Innihurðir.Stefndi kveðst telja algerlega ósannað að umræddar innihurðir hafiskort þegar afhending eignarinnar átti sér stað, enda hafi engar athugasemdir veriðgerðar af hálfu stefnanda við afhendingu eignarinnar. Krafan sé einnig ekki ínokkru samræmi við þær athugasemdir sem komið hafi fram af hálfu stefnandaþremur vikum eftir afhendingu eignarinnar. Þá telji stefndi að stefnandi hafiþegar fengið þennan kröfulið bættan frá stefnda Íslandsbanka. Í öllu fallikveðst stefndi mótmæla niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um kostnað vegnaþessa kröfuliðar, auk þess sem matsmenn byggi athugun sína alfarið áfullyrðingum stefnanda um ætlað atvik og aðstæður við afhendingu.Snagar, plastdreglar í dyragati og vatns- og raflagnir.Stefndi kveðst telja algerlega ósannað að þessa hluti hafi skort viðafhendingu fasteignarinnar, enda hafi engar athugasemdir verið gerðar af hálfustefnanda við afhendingu. Þá telji stefndi að stefnandi hafi þegar fengið þessakröfuliði bætta frá stefnda Íslandsbanka hf. Þá kveðst stefndi mótmæla aðferðafræðiog niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um kostnað vegna þessara kröfuliða.Fitusía/fituskilja.Stefndi kveðst telja ljóst að fitusía/fituskilja hafi ekki verið tilstaðar þegar fasteignin var kynnt stefnanda og teljist þar af leiðandi ekki tilfylgifjár fasteignarinnar. Slíkur búnaður hafi því ekki átt að fylgjafasteigninni og sé kröfulið þessum því alfarið mótmælt. Stefndi kveðst einnig mótmælaaðferðarfræði og niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna vegna þessa kröfuliðar.Frysti- og kæliklefar í vinnslusal.Stefndi kveðst banda á þær upplýsingar sem fram hafi komið ísöluyfirliti og hafi vísað til þess að í fasteigninni væru kæligeymsla ogfrystir, en ekki margir frysti- og kæliklefar. Kveðst stefndi telja algerlegaósannað að á slíkt hafi skort þegar afhending eignarinnar átti sér stað, enda hafiengar athugasemdir verið gerðar af hálfu stefnanda við afhendingu eignarinnar.Í öllu falli hafi stefnandi þegar fengið bætur frá stefnda Íslandsbanka semsnúi að þessum lið. Stefndi kveðst einnig mótmæla aðferðarfræði og niðurstöðuhinna dómkvöddu matsmanna vegna þessa kröfuliðar.Reykofn, ísvél og kælipressa.Stefndi kveðst telja að reykofn, ísvél og kælipressa geti ekki talist tilvenjulegs fylgifjár fasteignarinnar og hafi því ekki átt að fylgja með íkaupunum. Tækin hafi ekki verið tilgreind í sölugögnum og geti því ekki talisttil sérstaks fylgifjár með fasteigninni. Engar athugasemdir hafi verið gerðaraf hálfu stefnanda að þessu leyti við afhendingu eignarinnar. Þá sé vísað tilþess sem áður hafi verið rakið um að ekkert bendi til þess að fyrirhugaðurrekstur stefnanda í fasteigninni hafi falist í reykingu fisks, auk þess semkrafa um slíkan reykofn hafi ekki komið fram fyrr en löngu eftir afhendingueignarinnar og hafi hún ekki verið sett fram gagnvart stefnda fyrr en meðstefnu málsins. Stefndi kveðst einnig mótmæla aðferðarfræði og niðurstöðu hinnadómkvöddu matsmanna vegna þessara kröfuliða.Lausfrystir, frystipressa, færibönd og eimsvali.Stefndi kveðst telja ljóst að slíkur búnaður hafi ekki verið tilstaðar þegar fasteignin var kynnt stefnanda og teljist þar af leiðandi ekki tilfylgifjár hennar. Slíkur búnaður hafi því ekki átt að fylgja fasteigninni og sékröfulið þessum því alfarið mótmælt. Stefnandi hefði komist að raun um slíkthefði hann sinnt skoðunarskyldu sinni með fullnægjandi hætti. Þá sé því mótmæltað þótt slíkur búnaður sé teiknaður inn á aðaluppdrátt af fasteigninni þáteljist það sönnun þess að um sé að ræða fylgifé fasteignarinnar. Stefndi kveðsteinnig mótmæla aðferðarfræði og niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna vegnaþessa kröfuliðar.Óbeint tjón.Stefndi kveðst hafna því alfarið að hann verði gerður ábyrgur fyrir ætluðuóbeinu tjóni stefnanda. Verði stefndi ekki krafinn um slíkar bætur á grundvelli43. og 59. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og beri því að sýkna stefndaaf slíkri kröfu.Þá kveðst stefndi telja að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að um hafiverið að ræða saknæma háttsemi stefnda eða starfsmanna hans í tengslum við slíktóbeint tjón. Stefndi verði þar af leiðandi ekki látinn bera ábyrgð á ætluðuóbeinu tjóni stefnanda. Að öðru leyti sé vísað til þess sem áður hafi veriðrakið um að ósannað sé að stefndi hafi veitt stefnanda rangar eða ófullnægjandiupplýsingar við sölu fasteignarinnar. Auk þess sé ljóst að stefnandi hafi ekki hirtum að tilkynna stefnda um kröfur sínar og óska eftir afstöðu stefnda fyrr enlöngu eftir að kaup gerðust. Hafði stefnandi þá þegar hafið viðgerðir ogendurbætur á fasteigninni án þess að stefnda hafi verið gefið tækifæri til aðgæta hagsmuna sinna. Í öllu falli sé aðferðarfræði og niðurstöðu hinna dómkvöddumatsmanna við mat á ætluðu óbeinu tjóni stefnanda alfarið hafnað. Þá kveðst stefndi mótmæla kröfum stefnanda sem snúi að fjárbindingu ogætluðu tjóni sem stefnandi telji sig hafa orðið fyrir vegna þess. Stefndimótmæli því að hann verði talinn ábyrgur fyrir slíku ætluðu tjóni stefnanda. Ístefnu sé rakið að um sé að ræða kostnað sem stefnandi hafi orðið fyrir vegnaendurbóta á fasteigninni og þess að fasteignin hafi ekki verið í tekjuaflandiástandi. Kveðst stefndi vísa til þess sem áður hafi verið rakið um að ósannaðsé að stefndi hafi veitt stefnanda rangar eða ófullnægjandi upplýsingar viðsölu fasteignarinnar. Þá hafi stefnandi ekki hirt um að tilkynna stefnda umkröfur sínar og óska eftir afstöðu hans fyrr en löngu eftir að kaup gerðust.Hafi slíkar kröfur komið fram löngu eftir að stefnandi hóf viðgerðir ogendurbætur á fasteigninni. Hafi stefnda því ekki verið gefið tækifæri til aðgæta hagsmuna sinna áður en lagt var í slíkar endurbætur og kostnað samfaraþeim.Stefndi kveðst mótmæla niðurstöðum hinna dómkvöddu matsmanna í heildsinni. Ljóst sé að matsmenn hafi ekki getað lagt mat á hvert ástand fasteignarinnarvar á afhendingardegi hinn 1. maí 2014. Í því sambandi styðjist matsmenngagnrýnislaust og án fyrirvara við skýringar stefnanda um ætlað ástandeignarinnar á afhendingardegi. Við mat sitt á tækjum sem stefnandi telji aðhafi verið í fasteigninni áætli matsmenn iðulega nývirði slíkra tækja þóttljóst sé að slík tæki, hafi þau átt að fylgja fasteigninni, hafi ekki verið ný.Þá vísi matsmenn ítrekað til þess að við mat sitt hafi verið stuðst viðupplýsingar sem fengist hafi á fundum með stefnanda, munnlegar upplýsingar frástefnanda auk bókhaldsgagna frá þriðja aðila. Ekkert liggi fyrir um að slíkraupplýsinga og gagna hafi verið aflað á matsfundum eða þau kynnt á slíkum fundumeins og áskilið sé í ákvæði 62. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Stefnda hafi þannig ekki gefist nokkur kostur á því að tjá sig um slík gögn eðagæta hagsmuna sinna. Allt framangreint sé til þess fallið að rýra gildimatsgerðar hinna dómkvöddu matsmanna og ónýta niðurstöður þeirra.Þá kveðst stefndi telja að dómkrafa stefnanda sé í heild sinni óskýrog í raun ódómtæk. Stefnandi hafi ekki sundurliðað þær fjárkröfur sem stefndisé krafinn um eða útskýrt nánar grundvöll þeirra. Þá sé því mótmælt að kaupverðfasteignarinnar á árinu 2005 geti stutt fullyrðingar stefnanda um aðtilgreindur búnaður hafi átt að fylgja með í kaupum á fasteigninni. Þá sé þvíeinnig mótmælt að yfirlýsing fyrri eiganda hússins hafi nokkurt gildi. Þegarkaupsamningur þessara aðila sé skoðaður sé augljóst að þar sé gerður skýrgreinarmunur á venjulegu fylgifé fasteignarinnar og lausum tækjum, enda hafisamhliða kaupsamningnum verið gerður sérstakur kaupsamningur um reksturseljanda. Þá sé því mótmælt að fasteignamarkaðurinn fyrir slíkar eignir á árinu2014 hafi verið mjög erfiður, enda sé ljóst að fasteignin að Eyrartröð 12seldist tiltölulega skömmu eftir að hún var sett í sölumeðferð og hafi nánastuppsett söluverð fengist fyrir hana. Því sé ljóst að stefndi geti ekki borið skaðabótaábyrgð gagnvartstefnanda enda sé hvorki byggt á 27. gr. laga nr. 99/2004 í stefnu né hafistefnandi sýnt fram á saknæma háttsemi stefnda eða starfsmanna hans. Beri þvíað sýkna stefnda.Í öðru lagi kveðst stefndi byggja á því að stefnandi hafi sýnt af sérverulegt tómlæti við meðferð krafna sinna, sbr. til hliðsjónar ákvæði 1. mgr.48. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Stefnandi hafi við meðferð málsinsaðeins sent einn tölvupóst sem beint hafi verið til stefnda þar til afstöðuhans hafi verið óskað um 12 mánuðum eftir að kaup gerðust. Umræddur tölvupósturhafi verið sendur þremur vikum eftir að afhending eignarinnar átti sér stað. Séþví mótmælt sem haldið sé fram í stefnu málsins að athugasemdir hafi komið framnokkrum dögum eftir afhendingu eignarinnar. Áréttað skuli að við afhendingueignarinnar 1. maí 2014 hafi fyrirsvarsmaður stefnanda, Símon Símonarson, engummótmælum eða athugasemdum hreyft við ástandi eða búnaði fasteignarinnar. Engarfjárkröfur hafi verið settar fram í framangreindum tölvupósti stefnanda, en afefni athugasemdanna megi ráða að stefndi Íslandsbanki hf. hafi þegar bætt þaðtjón sem þar hafi verið rakið.Stefndi bendir á að stefnandi hafi ekki hirt um að upplýsa stefnda umframgang málsins, svo sem gefa honum kost á að gæta hagsmuna sinna áður enráðist yrði í miklar endurbætur á húsnæðinu. Í því sambandi liggi fyrir aðfjölmörg bréfaskipti og önnur samskipti hafi farið á milli stefnanda og stefndaÍslandsbanka hf. án þess að stefndi hafi verið upplýstur um slík samskipti eðakröfum beint að honum. Þegar af þeirri ástæðu verði stefndi ekki krafinn umskaðabætur vegna ætlaðs tjóns stefnanda eða bætur fyrir þær viðgerðir semstefnandi hafi talið nauðsynlegar. Þá hafi stefnandi ekki óskað eftir afstöðu stefnda til ætlaðrarbótaskyldu fyrr en um ári eftir að kaupin fóru fram eða 10. apríl 2015. Í þvíbréfi hafi verið án nánari tilgreiningar eða sundurliðunar vísað til þess að tjónstefnanda næmi hátt í eitt hundrað milljónum króna og síðar hafi komið á daginnað slíkar kröfur voru efnislega allt aðrar en raktar hafi verið í tölvupóstistefnanda frá 21. maí 2014. Formlegar kröfur á hendur stefnda þar sem ætlaðtjón stefnanda hafi verið sundurliðað hafi síðan fyrst komið fram með stefnumálsins tæplega tveimur árum eftir að sala fasteignarinnar átti sér stað.Stefndi kveðst telja það leiða af almennum reglum að tilkynning semstefnandi hafi sent 21. maí 2014 verði ekki talin hafa gildi gagnvart stefndaað því marki sem sú tilkynning hafi snúið að allt öðrum efnislegum athugasemdumen þeim sem settar hafi verið fram gagnvart stefnda með stefnu málsins. Stefnandi hafi þannig sýnt af sér verulegt tómlæti gagnvart stefndasem leiða skuli til þess að hann verði talinn hafa fyrirgert öllum rétti tilþess að krefjast skaðabóta á hendur stefnda vegna ætlaðrar rangrarupplýsingagjafar eða vanrækslu af hálfu starfsmanna stefnda. Af málatilbúnaðistefnanda megi sjá að bréfum, kröfum og öðrum samskiptum hafi einungis verið beintgegn stefnda Íslandsbanka hf. Það hafi síðan ekki verið fyrr en með stefnu málsinssem formlegar kröfur hafi verið settar fram gagnvart stefnda í málinu. Verðistefndi ekki látinn gjalda fyrir slíka vanrækslu stefnanda og skuli þvísýknukrafa hans ná fram að ganga.Í þriðja lagi kveðst stefndi byggja á því að stefnandi hafi ekki sinntþeirri skyldu sinni að takmarka tjón sitt, sbr. meginreglu skaðabótaréttar umslíka skyldu og til hliðsjónar 1. mgr. 60. gr. laga nr. 40/2002 umfasteignakaup. Hafi hvílt ríkar skyldur á stefnanda að takmarka tjón sitt meðsanngjörnum og hæfilegum aðgerðum. Það hafi stefnandi hins vegar ekki gert,s.s. með því að koma rekstrinum fyrir í öðru húsnæði á meðan unnið var aðendurbótum á fasteigninni. Geti stefndi þannig ekki verið talinn bera ábyrgð áumkröfðu rekstrartjóni stefnanda sem talið sé ná yfir um 19 mánaða tímabil. Íþví sambandi kveðst stefndi benda á að stefnandi hafi ekki gefið stefnda tómtil að gæta hagsmuna sinna með réttmætum tilkynningum til stefnda fyrr en langthafi verið liðið á tímabil hins ætlaða rekstratjóns. Að lokum kveðst stefndi mótmæla öllum vaxta- og dráttarvaxtakröfumstefnanda. Í fyrsta kröfulið í stefnukröfum miði stefnandi upphafsdagdráttarvaxtakröfu sinnar við 1. júlí 2014 án þess að skýra nánar grundvöllþess. Ekkert bendi til þess að þá hafi verið liðinn mánuður frá því aðstefnandi sannanlega lagði fram þær upplýsingar fyrir stefnda að hann gæti lagtmat á tjónsatvik og fjárhæð bóta eins og lög áskilji. Verði dráttarvaxtakrafastefnanda þar af leiðandi ekki miðuð við slíkt tímamark og beri því að hafnahenni. Þá hafi dómkrafa í fyrsta kröfulið í stefnukröfum ekki að geyma neina tilvísuntil skaðabótavaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 og verði þar afleiðandi engir slíkir vextir dæmdir, hvað sem líði umfjöllun stefnanda um slíkavexti annars staðar í stefnu. Með vísan til framangreinds telji stefndi aðhafna beri dráttarvaxtakröfu stefnanda í fyrsta kröfulið í stefnukröfum, enella sé þess krafist að dráttarvextir verði ekki miðaðir við fyrra tímamark endómsuppsögudag.Í öðrum kröfulið í stefnukröfum miði stefnandi skaðabótavexti sína viðheildarfjárhæð ætlaðs rekstrartjóns frá tímabilinu 1. júní 2015 til 30. janúar2016. Stefndi kveðst alfarið mótmæla slíkri kröfu enda hafi stefnandi ekkibeint formlegum kröfum að stefnda fyrr en með stefnu málsins. Þá verði stefndiekki látinn sæta dráttarvöxtum á grundvelli kröfubréfs og matsgerðar sem beinthafi verið að meðstefnda Íslandsbanka hf. Í öllu falli verði dráttarvextir ekkimiðaðir við fyrra tímamark en dómsuppsögudag.Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnda kveðst stefndi byggja á því tilvara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í því sambandi kveðst stefndieinkum vísa til þess tómlætis sem stefnandi hafi viðhaft gagnvart stefnda ímálinu. Stefnandi hafi þannig ekki gefið stefnda nokkurt tækifæri til að gætahagsmuna sinna eða bregðast við kröfum stefnanda fyrr en matsmál hafi veriðhöfðað rétt tæpu ári eftir að kaupin áttu sér stað. Þá þegar hafði stefnandiráðist í viðamiklar framkvæmdir á fasteigninni án þess að stefnda hefði gefistfæri á að gæta hagsmuna sinna. Kveðst stefndi vísa hér til hliðsjónar einnigtil 2. mgr. 60. gr. laga nr. 40/2002.Þá sé ljóst að stefnandi hafi ekki takmarkað tjón sitt með þeim hættisem lög bjóða. Að öðru leyti sé eftir atvikum vísað til umfjöllunar umaðalkröfu til stuðnings því að varakrafa stefnda skuli ná fram að ganga. Um lagarök kveðst stefndi einkum vísa til þágildandi laga nr. 99/2004um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, reglugerðar nr. 939/2004 um samninga umþjónustu fasteignasala og söluyfirlit, laga nr. 40/2002 um fasteignakaup ogmeginreglna skaðabótaréttar um sönnun tjóns og sönnunarbyrði, skyldur tjónþolatil að takmarka tjón sitt auk almennu skaðabótareglunnar. Þá sé vísað tilmeginreglna samningaréttar, fasteignakauparéttar og kröfuréttar, s.s. reglna umtómlæti, áhættuskipti við kaup, skoðunarskyldu kaupanda og fylgifé fasteigna.Auk þess sé vísað til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.Stefndi kveður málskostnaðarkröfu sína byggða á XXI. kafla laga nr.91/1991 um meðferð einkamála.VI.Eins og rakið er í dómi Hæstaréttar 24. nóvember 2016 í máli nr.74/2016 var gallahugtakið í fasteignakaupum þrengt með lögum nr. 40/2002 umfasteignakaup frá því sem áður hafði tíðkast. Hafi það einkum falist í því aðkveðið hafi verið á um það í 18. gr. laganna að fasteign teldist gölluð ef húnstæðist ekki þær kröfur um gæði, búnað og annað sem leiddi af lögunum ogkaupsamningi, en þegar um væri að ræða notaðar fasteignir teldist eignin þóekki gölluð ef ágallar sem á henni væru rýrðu ekki verðmæti hennar svo nokkrunæmi. Þeir ágallar, sem væru umfram það sem kaupandi mætti gera ráð fyrir,veittu honum rétt til að hafa uppi vanefndarúrræði, meðal annars kröfu umskaðabætur vegna beins tjóns, sbr. 59. gr. laga nr. 40/2002. Réttur hans tilframangreindra skaðabóta byggðist á reglunni um svonefnda stjórnunarábyrgð, semreist væri á hlutlægum grundvelli, sbr. 1. mgr. 43. laganna. Samkvæmt lögum nr.40/2002 gæti kaupandi öðlast rétt til skaðabóta á grundvelli annarra reglna enþeirrar sem áður væri nefnd. Þannig gæti hann öðlast rétt til skaðabóta efseljandi með saknæmum hætti vanrækti upplýsingaskyldu sína samkvæmt 26. gr.sömu laga og á hreinum hlutlægum grundvelli ef seljandi veitti rangarupplýsingar, sbr. 27. gr. þeirra, eða gæfi yfirlýsingu sem talin væri fela ísér ábyrgð á tilteknum eiginleikum fasteignar. Þegar réttur kaupanda tilskaðabóta væri reistur á sakarreglunni eða reglu 27. gr. um hlutlæga ábyrgð,ætti hvorki við sú regla 2. málsliðar 18. gr. laganna að ágalli þyrfti að rýraverðmæti fasteignar, svo nokkru varði, né að réttur kaupanda til skaðabóta væritakmarkaður við beint tjón, sbr. 2. mgr. 43. gr. þeirra.Í dómi Hæstaréttar segir og að sú breyting hafi einnig verið gerð meðlögum nr. 40/2002 að upplýsingaskylda seljanda samkvæmt 26. gr. laganna gengiframar aðgæsluskyldu kaupanda sem mælt væri fyrir um í 1. og 2. mgr. 29. gr.þeirra. Upplýsingaskylda seljanda samkvæmt lögunum fæli í sér að hann ætti aðhafa frumkvæði að því að veita kaupanda þær upplýsingar, sem seljandi hefði, oghann vissi eða mátti vita að kaupandi hefði réttmæta ástæðu til að ætla að hannfengi. Í þessu fælist samkvæmt því sem segir í skýringum með 26. gr. ífrumvarpi, sem orðið hefði að lögum nr. 40/2002, að ekki þyrfti að upplýsakaupanda um atriði sem hann vissi um og heldur ekki augljós atriði semfasteignina vörðuðu. Seljandi bæri einnig ábyrgð á upplýsingagjöf þeirra semveittu upplýsingar á hans vegum við sölu fasteignar, svo sem fasteignasala eðastarfsmanna þeirra.Á þeim tíma sem hér skiptir máli giltu að auki um fasteignasalasérreglur um upplýsingaskyldu samkvæmt lögum nr. 99/2004 um sölu fasteigna,fyrirtækja og skipa. Í þeim lögum voru meðal annars reglur um söluyfirlit, semfasteignasala var skylt að útbúa samkvæmt 1. mgr. 10. gr. þeirra, en þar skylditilgreina „öll grundvallaratriði um eiginleikaog ástand eignarinnar sem, ásamt skoðun kaupanda á eign þegar við á, má ætla aðgeti verið grundvöllur ákvörðunar hans um hvort hann kaupir eignina og hvaðaverð hann er tilbúinn að greiða fyrir hana.“ Í söluyfirlitinu áttusamkvæmt c-lið 2. mgr. 11. gr. laganna að koma fram ,“upplýsingar um ástandeignar og einstakra hluta hennar, þar á meðal um galla sem seljanda og/eðafasteignasala“ væri kunnugt um á eigninni.Fyrir liggur að stefndi Íslandsbanki hf. eignaðist fasteignina aðEyrartröð 12 í Hafnarfirði í skuldaskilum við fyrri eiganda hennar, OpalHolding ehf., en bankinn leysti eignina til sín í apríl 2013 vegna vanskila áðurgreindsfélags. Fyrirtækið Opal Sjávarfang ehf. var þá með fasteignina á leigu og varsamið um að svo yrði áfram. Var leigutakinn í húsinu allt þar til fasteigninvar afhent nýjum eiganda, þ.e. stefnanda máls þessa.Eins og fram hefur komið var sá fyrirvari settur í söluyfirlit,kauptilboð og kaupsamning um eignina að seljandi hefði eignast fasteignina meðáðurgreindum hætti og hefði aldrei haft afnot af henni. Seljandi þekkti þvíekki eignina umfram það sem fram kæmi í opinberum gögnum og söluyfirliti. Einnigvar tekið fram að seljandi legði ríka áherslu á það við kaupanda að hann gættisérstakrar árverkni við skoðun og úttekt á fasteigninni og leitaði sér aðstoðarhjá sérfróðum aðilum við mat á ástandi hennar.Í dómaframkvæmd hefur verið litið svo á hvað varðar upplýsingaskylduseljanda að ekki verði gerðar eins ríkar kröfur til seljanda sem átt hefur eigní skamman tíma og gerðar eru til seljanda sem átt hefur eign í langan tíma oghaft afnot af henni, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 11. mars 2004 í málinr. 304/2003.Með hliðsjón af framlögðum tölvupósti sem starfsmaður stefndaÍslandsbanka hf. sendi nokkrum fasteignasölum, þ. á m. stefnda Jöfri ehf., 5.desember 2013 og framburði vitnisins Þóris Arnar Árnasonar, fyrrverandistarfsmanns stefnda Íslandsbanka hf., þykir í ljós leitt að fasteignin aðEyrartröð 12 í Hafnarfirði var sett í sölumeðferð þann sama dag. Nokkru áðureða í lok nóvember hafði nokkrum fasteignasölum verið boðið að skoða eignina ogmeta hana til verðs, en við það tilefni voru teknar þær ljósmyndir affasteigninni sem liggja frammi í málinu. Fyrirsvarsmaður stefnanda, Símon Símonarson, hefur borið um að hafaskoðað fasteignina ásamt bróður sínum og meðeiganda að fyrirtækinu í nóvember2013. Bar fyrirsvarsmaðurinn um að þeir bræður þekktu Birgi Jóhannsson,fyrirsvarsmann Opal Sjávarfangs ehf., sem var með húsið á leigu, og hefðu þeir rættvið hann og skoðað fasteignina með honum. Þeir hefðu hins vegar ekki notiðaðstoðar fasteignasala eða annars sérfróðs aðila við skoðunina. Vitnið Birgir hefurborið um að þeir bræður hafi komið til sín um mánaðamót október og nóvember2013 og stungið upp á því að fyrirtæki þeirra byðu sameiginlega í húsið. Úr þvíhafi hins vegar ekki orðið. Kvaðst vitnið hafa gengið með bræðrunum um fasteigninaog upplýst þá um það hvaða tæki og búnaður tilheyrði hans rekstri og hvaðfylgdi húsinu. Jafnframt kvaðst hann hafa upplýst þá um ástand þaksins.Ljóst þykir af framangreindu að fyrirsvarsmenn stefnanda skoðuðufasteignina að Eyrartröð 12 nokkru áður en stefndi Íslandsbanki hf. setti hana ísölumeðferð hjá fasteignasölum.Eins og fram hefur komið var tekið fram í söluyfirlitifasteignarinnar, sem stefndi Jöfur ehf. útbjó vegna sölu á fasteigninni, að umværi að ræða fiskvinnsluhúsnæði í Hafnarfirði og að eignin væri í útleigu. Þávar fasteigninni lýst nánar þannig: „Húsið skiptist upp í nokkra vinnslusali oggeymslur. Aðkoma er að húsinu bæði frá Eyrartröð og Grandatröð. Húsið er meðöll tilskilin leyfi fyrir fiskvinnslu og alla aðstöðu [tengda] þannig rekstris.s. frysti, vinnslusal, móttöku og kæligeymslu.“Óumdeilt er að í fasteigninni að Eyrartröð 12 eru bæði frystiklefi ogkæligeymsla sem teljast hluti af fasteigninni og fylgdu því með í kaupunum.Einnig er ljóst af gögnum málsins að fasteignin skiptist meðal annars upp ívinnslusali og móttöku. Þá liggur fyrir að leyfi til fiskvinnslu eru veitt þeimrekstraraðila sem starfrækir fiskvinnslu í húsinu hverju sinni, en ekki húsinusem slíku. Hlaut fyrirsvarsmanni stefnanda að vera það ljóst, enda hefur hann aðeigin sögn margra ára reynslu af rekstri fiskvinnslu. Verður að skýraeftirfarandi lýsingu í söluyfirlitinu, þ.e. „Húsið er með öll tilskilin leyfifyrir fiskvinnslu og alla aðstöðu [tengda] þannig rekstri ...“ með hliðsjón af framangreindumeiginleikum fasteignarinnar, þ.e. að hún skiptist í frysti, kæligeymslu,vinnslusali og móttöku, og því sem áður hafði komið fram í söluyfirlitinu, þ.e.að um væri að ræða fiskvinnsluhús í útleigu. Af því mætti álykta að í húsinuværi rekin fiskvinnsla og að húsið hlyti því að henta til slíks reksturs, semog að viðkomandi rekstraraðili hlyti að hafa leyfi til reksturs fiskvinnslu. Erekki fallist á með stefnanda að í framangreindri lýsingu í söluyfirliti hafifalist yfirlýsing seljanda um ábyrgð hans á því að með fasteigninni fylgdu ölltæki og búnaður sem þyrfti til reksturs fiskvinnslu, sem og að leyfi til rekstursfiskvinnslu í húsinu fengist strax við afhendingu fasteignarinnar. Samkvæmt kaupsamningi var umsaminn afhendingardagur fasteignarinnar hinn1. maí 2014, sem bar upp á fimmtudag. Hinn 30. apríl 2014 sendi Sigurður J.Sigurðsson, starfsmaður stefnda Jöfurs ehf., Símoni, fyrirsvarsmanni stefnanda,tölvupóst og tilkynnti honum að áðurgreindur Birgir myndi afhenda lykil aðfasteigninni klukkan 12.00 daginn eftir, þ.e. 1. maí. Jafnframt að hann myndiláta vita um leið og hann fengi lykilinn í hendur. Hefur vitnið Birgir borið umað fyrirtæki hans hefði fengið skamman tíma til að rýma húsið og að hann ogstarfsmenn hans hefðu unnið að frágangi á húsinu langt fram eftir kvöldi daginnáður en fasteignin var afhent. Daginn eftir hefði fulltrúi frá Jöfri ehf. komiðtil hans á nýja starfstöð Opal sjávarfangs ehf. að Grandatröð 4 til að sækjalykil að fasteigninni að Eyrartröð 12, en það hefði sennilega verið 1. maí2014. Með vísan til alls framangreinds, framburðar fyrirsvarsmanns stefnanda,Símonar, um að hann hefði ekki farið af landi brott fyrr en föstudaginn 2. maí,sem og greinargóðs framburðar vitnisins Sigurðar J. Sigurðssonar, starfsmannsstefnda Jöfurs ehf., um að hann hefði afhent áðurgreindum fyrirsvarsmannistefnanda fasteignina skömmu eftir að hann fékk í hendur lykil að eigninni hinn1. maí 2014, þykir sannað að fasteignin var afhent fyrirsvarsmanni stefnandaumsaminn dag, þ.e. 1. maí 2014. Hefur vitnið Sigurður borið um að hafa gengiðum fasteignina með fyrirsvarsmanninum, sem hefði verið á hraðferð og tjáð sérað hann væri önnum kafinn vegna vinnuferðar erlendis daginn eftir. Er það ísamræmi við framburð Símonar, fyrirsvarsmanns stefnanda, um að hann hefði áttannríkt á þessum tíma vegna ferðar á sjávarútvegssýningu í Brussel í byrjunmaí. Vitnið Sigurður hefur borið um að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi engarathugasemdir gert við skoðun á fasteigninni umræddan dag. Þá liggur fyrir aðáðurgreindur Sigurður tilkynnti rafveitu daginn eftir að stefnandi væri nýrnotandi og greiðandi rafmagns í fasteigninni. Einnig liggur fyrir að straxmánudaginn 5. maí 2014 barst stefnanda tilboð frá Verkþingi ehf. vegna nauðsynlegralagfæringa á húsinu.Bótakröfu sína í fyrsta lið í stefnukröfum byggir stefnandi m.a. á þvíað frysti- og kæliklefar í vinnslusal, reykofn, ísvél, kælipressa oglausfrystir ásamt fylgihlutum, þ.e. frystipressu, færiböndum og eimsvala, hafiátt að fylgja fasteigninni. Byggir stefnandi á því að umrædd tæki og búnaðurhafi verið til staðar við skoðun á fasteigninni og átt að fylgja henni samkvæmtkaupsamningsgögnum og venju, enda hafi búnaðurinn verið varanlega skeyttur viðfasteignina og sérstaklega að henni sniðinn.Upplýst er í málinu að hinn 12. ágúst 2005 keypti Opal Holding ehf.fasteignina að Eyrartröð 12 af Fiskaveri ehf. Fram kom í kaupsamningi umfasteignina að hún hýsti rekstur fiskvinnslu og væri sérútbúin til slíkrarstarfsemi. Sama dag keypti Opal Seafood ehf., nú Opal Sjávarfang ehf., allanfiskvinnslurekstur Fiskverkunar Jónasar Ágústssonar ehf., sem starfræktur var ífasteigninni að Eyrartröð 12, þ.m.t. öll áhöld, tæki, búnað og innréttingar, ensamkvæmt 3. gr. samningsins var þar á meðal ísvél og lausfrystir af gerðinniFrigoscandia Gyrostack 61 með öllum tengdum hlutum. Í lok 3. gr. var tekið framað kaupanda væri kunnugt um að áðurgreindur lausfrystir væri eign SPFjármögnunar hf. og að réttindi seljanda væru samkvæmt kaupleigusamningi semkaupandi yfirtæki. Með leigusamningi 15. október sama ár tók Opal Seafood ehf. fasteigninaá leigu af Opal Holding ehf., en félögin voru bæði í eigu áðurgreinds BirgisJóhannssonar. Með leigusamningi 25. júlí 2008 tók Festi ehf. síðan á leigu afOpal Holding ehf., annars vegar fasteignina að Eyrartröð 12, sbr. viðhengi Ameð leigusamningnum, en þar var fasteigninni lýst nánar, og hins vegar vélar ogtæki sem væru naglföst í húsnæðinu, sbr. viðhengi B, en þar var tilgreinduráðurgreindur lausfrystir ásamt færiböndum, frystipressum og eimsvala, svo ogkælipressa, kælibúnt og frystibúnt. Í leigusamningnum var kveðið á um sérstaktleigugjald fyrir fasteignina annars vegar og fyrir vélar og tæki hins vegar.Vitnið Birgir Jóhannsson, fyrirsvarsmaður Opal Sjávarfangs ehf., hefur borið umað lögmaður sinn hafi sett leigusamninginn upp með framangreindum hætti tileinföldunar, en bæði félögin, Opal Holding ehf. og Opal Sjávarfang ehf., hafiverið í sinni eigu. Vélarnar og tækin hafi verið og væru enn í eigu Opal Sjávarfangsehf. Eins og áður greinir var Opal Sjávarfang ehf. síðan með fasteignina áleigu frá árinu 2010 og allt þar til fasteignin var afhent stefnanda.Í málinu hafa verið lagðar fram útprentanir úr bókhaldi OpalSjávarfangs ehf. sem sýna kaup félagsins á þremur kæliklefum, kælipressu,kælipanellu og kælibúnti á árunum 2009 til 2014. Kvað vitnið kæliklefana hafatengst reykstarfsemi fyrirtækisins ásamt reykofninum. Um hafi verið að ræðalausa kæliklefa sem staðið hafi á gólfi. Þá sagði vitnið að ísvélin hefði veriðseld á árinu 2008 og fjarlægð úr húsinu af kaupanda á árinu 2010. Einnigupplýsti vitnið að lausfrystirinn hefði verið tekinn niður í október ognóvember 2013 og seldur til Njarðvíkur. Bar hann um að þegar fyrirsvarsmennstefnanda hefðu komið í fasteignina um mánaðamót október og nóvember 2013 hafiverktakar á vegum kaupanda verið í húsinu og unnið að því að taka lausfrystinnniður. Vitnið Leó Már Jóhannsson kvaðst hafa tekið að sér sem verktaki að takaniður lausfrystinn ásamt aukabúnaði í fasteigninni að Eyrartröð 12 í október2013. Kvaðst vitnið einnig hafa annast flutning á tækjabúnaðinum til Njarðvíkurog uppsetningu hans hjá nýjum eiganda, en alls hafi tekið rúman mánuð aðfjarlægja frystinn úr fasteigninni. Á ljósmyndum sem teknar voru í húsinu í loknóvember má sjá að á þeim tíma var unnið að því að fjarlægja lausfrystinn úrhúsinu.Með hliðsjón af framangreindu þykir ósannað að áðurgreind ísvél oglausfrystir ásamt aukabúnaði hafi verið í húsinu eftir að það var sett á sölu.Þá benda gögn málsins til þess að lausstandandi frysti- og kæliklefar ívinnslusal og kælipressa hafi verið í eigu leigutaka fasteignarinnar, OpalSjávarfangs ehf. Athugasemdir vegna reykofns komu fyrst fram í bréfi stefnanda13. nóvember 2014 eða tæpum sjö mánuðum eftir afhendingu fasteignarinnar. Áðurhafði stefnandi hins vegar ítrekað gert athugasemdir við gat á lofti þar semreykofninn hafði staðið. Í ljósi þess að málsaðilar eru báðir rekstraraðilarverður að telja að í nóvember 2014 hafi verið liðinn sanngjarn frestur til aðbera fyrir sig áðurgreindan ætlaðan galla, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup. Eins og að framan greinir skoðuðu fyrirsvarsmenn stefnanda ekkifasteignina í aðdraganda kaupanna, þ.e. eftir að seljandi setti hana ísölumeðferð 5. desember 2013. Með hliðsjón af áðurgreindri áskorun seljanda umað kaupandi gætti sérstakrar árverkni við skoðun á fasteigninni og með hliðsjónaf því að í fasteigninni var starfrækt fiskvinnsla af hálfu leigutaka barstefnanda að afla sér upplýsinga um hvort og þá hvaða tæki og búnaður fylgdumeð í kaupunum. Ljóst er að í sölugögnum um eignina var þess ekki getið aðáðurgreind tæki og búnaður, sem samkvæmt framangreindu teljast ekki tilfylgifjár fasteignarinnar, fylgdu með fasteigninni. Þá er eins og áður greinirekki fallist á að í lýsingu í söluyfirliti hafi falist yfirlýsing seljanda umábyrgð hans á því að með fasteigninni fylgdu öll tæki og búnaður sem þyrfti tilreksturs fiskvinnslu.Þá byggir stefnandi bótakröfu sína í fyrsta lið í stefnukröfum á þvíað innihurðir, snagar, plastdreglar í dyragati, vatns- og raflagnir og loksfitusía/fituskilja, sem séu hlutir sem falli undir eðlilega fylgihlutifasteignar, hafi verið fjarlægð úr fasteigninni fyrir afhendingu.Ekki er fallist á að snagar og plastdreglar í dyragati séu eðlilegtfylgifé fasteignar. Auk þess telst ósannað að þeir 20 snagar sem stefnandi fullyrðirað hafi verið á vegg í milligangi hafi verið fjarlægðir úr fasteigninni, enstefndi Íslandsbanki hf. heldur því fram að snagarnir hafi verið færðir á annanvegg í fasteigninni. Óumdeilt er að fitusía eða fituskilja var ekki til staðar viðfasteignina að Eyrartröð 12 í aðdraganda kaupanna og getur því ekki talist tilfylgifjár hennar. Þá var þess ekki getið í söluyfirliti eða öðrum sölugögnum aðslíkur búnaður fylgdi fasteigninni, en eins og áður greinir er ekki fallist áað í lýsingu í söluyfirliti hafi falist yfirlýsing seljanda um ábyrgð hans áþví að með fasteigninni fylgdu öll tæki og búnaður sem þyrfti til rekstursfiskvinnslu. Jafnframt þykir stefnandi ekki hafa fært sönnur á að yfirvöld hafisynjað honum um leyfi til slægingarþjónustu í húsinu vegna skorts á umræddumbúnaði. Telja verður að í ljósi áskorunar seljanda um að kaupandi gættisérstakrar árverkni við skoðun á fasteigninni hafi stefnanda borið að afla sérupplýsinga um hvort slíkur búnaður væri til staðar við fasteignina. Í 2. mgr. 29. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup segir að hafikaupandi án nægjanlegrar ástæðu látið undir höfuð leggjast að skoða fasteigninaáður en kaup gerðust, þótt seljandi hafi skorað á hann um það, geti hann ekkiborið fyrir sig galla sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun. Með vísan tilþess og alls framangreinds eru stefndu sýknaðir af bótakröfum stefnanda vegnaframangreindra atriða. Athugasemdir stefnanda vegna innihurða komu fyrst fram í tölvupósti21. maí 2014 til stefnda Jöfurs ehf., en þar var tekið fram að það vantaði„nokkrar millihurðir í vinnslusölum.“ Í bréfi lögmanns stefnanda 30. samamánaðar var einnig getið um „nokkrar millihurðir í vinnslusölum.“ Í bréfilögmanns stefnanda 13. nóvember sama ár var sett fram krafa um skaðabætur aðfjárhæð 1.500.000 krónur vegna áætlaðs kostnaðar við að setja upp „millihurðirog aðrar hurðir“, sem fjarlægðar hefðu verið úr húsinu. Í svarbréfi stefnda Íslandsbanka5. desember sama ár lýsti stefndi því yfir að hann væri reiðubúinn til viðræðnavegna einhverra þeirra kröfuliða sem fram hefðu komið í áðurgreindu bréfi frá30. maí og væru sannanlega á ábyrgð stefnda. Í bréfi lögmanns stefnanda 10.desember sama ár var því lýst yfir að stefnandi vildi gera ýtrustu kröfur áhendur seljanda vegna galla á fasteigninni, m.a. vegna kaupa og uppsetningar á„a.m.k. sex innihurðum.“ Með bréfi 5. mars 2015 féllst stefndi Íslandsbanki hf.á áðurgerða kröfu stefnanda um skaðabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur vegnakostnaðar við að setja upp „millihurðir og aðrar hurðir“. Óumdeilt er aðstefnandi hefur innt þá greiðslu af hendi.Í matsbeiðni stefnanda, dags. 16. apríl 2015, var óskað eftir mati ákostnaði við að setja upp hurðir og karma í alls 10 dyragöt í fasteigninni, semeinskorðuðust ekki við vinnslusalina, heldur var einnig um að ræða dyragöt íöðrum rýmum hennar. Í matsgerð var síðan lagt mat á kostnað við kaup oguppsetningu á alls ellefu hurðum í fasteigninni, alls að fjárhæð 2.217.200krónur.Vitnið Birgir Jóhannsson, fyrirsvarsmaður Opal Sjávarafurða ehf., kvaðsthafa fjarlægt alls þrjár hurðir úr vinnslusölum fasteignarinnar, en hann sagðiað þær hefðu allar verið keyptar og settar upp af Opal Sjávarfangi ehf. aðkröfu Matvælastofnunar. Ósannað þykir að fleiri hurðir hafi verið fjarlægðar úrfasteigninni. Þá ber að líta til þess að athugasemdir um að fleiri en sexhurðir vantaði í fasteignina komu fyrst fram í matsbeiðni 16. apríl 2015 eðatæpu ári eftir afhendingu hennar. Með vísan til þess sem áður greinir verður aðtelja að þá hafi verið liðinn sanngjarn frestur til að bera fyrir sig áðurgreindangalla, sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Með hliðsjón afframangreindu verður að telja að stefnandi hafi þegar greitt að fullu bæturvegna þessa liðar.Athugasemdir stefnanda vegna vatnslagna í húsinu komu fyrst fram íbréfi lögmanns stefnanda 13. nóvember 2014, en nánar tiltekið lutuathugasemdirnar að því að yfirfara þyrfti píplagnir í húsinu, endurleggjalagnir og setja upp krana sem vantaði, en kostnaður vegna framangreinds og viðað setja upp starfsmannaaðstöðu og ryðfrían vask áætlaði stefnandi að næmi1.000.000 króna.Athugasemdir vegna raflagna komu hins vegar fyrst fram í bréf lögmannsstefnanda 10. desember 2014, en þar kom fram að stefnandi krefðist bóta vegnaþess að leggja þyrfti rafmagn að verulegum hluta að nýju í húsinu þar sem þaðhefði verið rifið af veggjum og klippt hefði verið á kapla.Með bréfi 5. mars 2015 samþykkti stefndi Íslandsbanki hf. að greiðabætur vegna kostnaðar við úrbætur á gólfum, niðurföllum o.fl., samtals aðfjárhæð 16.936.255 krónur. Þar var annars vegar um að ræða áðurgreindanáætlaðan kostnað stefnanda við að yfirfara pípulagnir í húsinu, endurleggjalagnir o.fl. að fjárhæð 1.000.000 króna og hins vegar kostnaður samkvæmtreikningi Verkþings ehf. frá 30. júní 2014 að fjárhæð 15.939.255 krónur ánvirðisaukaskatts. Samkvæmt sundurliðun á því verki var m.a. um að ræða kostnaðvið að yfirfara raflagnir þar sem kaplar stóðu út í loftið eftir að tæki ogklefar höfðu verið fjarlægð, uppsetningu á kælivél og kæliblásurum, lagfæringuá pípulögnum fyrir kæliklefa og frystiklefa, tengingu kælivélar við vatn og undirbúningá niðurföllum fyrir kælibúnað. Óumdeilt er að stefndi Íslandsbanki hf. hefurinnt framangreinda greiðslu af hendi. Með hliðsjón af því og niðurstöðu málsinsað öðru leyti ber að telja að stefndi hafi þegar greitt að fullu bætur vegnaframangreindra liða.Þá krefst stefnandi bóta úr hendi stefnda Íslandsbanka hf. vegnaástands á þaki yfir millilofti að fjárhæð 25.428.541 króna og vegna leka ámilligangi að fjárhæð 283.710 krónur eða samtals 25.712.251 króna.Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna kemur fram að lekaleiðir inn ímilliganginn séu bæði efst í þaki hans við áfelluna sem tengi þak milligangsinsvið vegg fasteignarinnar og fremst þar sem frágangur þaks við rennu sé ekki ílagi, en þar nái plexiglerið mjög stutt fram. Í matsgerðinni segir að greinilegtsé af ummerkjum að vatn sitji ofan á veggnum og að þar virðist mygla sitja ískilunum. Vatn hangi einnig í plötunum. Á ljósmyndum í matsgerðinni má glöggtsjá örverumyndun og myglu efst utan á tengigangi og þá má sjá ummerki eftirleka á gólfi og annars staðar í milliganginum. Telja verður að stefnandi hefðimátt sjá þessi augljósu ummerki um leka við skoðun á fasteigninni. Eins og áðurgreinir skoðuðu fyrirsvarsmenn stefnanda ekki fasteignina í aðdraganda kaupannaþrátt fyrir áskoranir stefnda Íslandsbanka hf. um að gæta sérstakrar árverknivið skoðun og úttekt á fasteigninni og leita sér aðstoðar hjá sérfróðum aðilumvið mat á ástandi hennar. Með vísan til þess og 2. mgr. 29. gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup getur stefnandi ekki borið fyrir sig galla sem hannhefði mátt sjá við slíka skoðun. Ber því að sýkna stefnda Íslandsbanka hf. af bótakröfustefnanda vegna leka á milligangi.Í framlagðri matsgerð kemur fram að milliloft í vesturhluta hússins sélokað af og þurfi að nota stiga til að komast upp á það og inn um hlera sem áþví sé. Þar blasi við algjörlega óviðunandi frágangur, en þakið sé óeinangraðog án allrar rakavarnar. Texplöturnar sem liggi undir þakpappanum séuhaugmyglaðar og blautar, enda blotni þær bæði vegna leka og ekki síður vegnaþess að á þeim myndist dögg í kulda. Myglan nái einnig niður á sperrurnar, enþær séu þó nýtanlegar ef heflað er lítillega af þeim. Þá segir að texplöturnarnái ekki yfir allt þakið, en á milli þeirra sé þakpappinn óvarinn og þar semhann hefur rifnað skíni í bárujárnið á þakinu. Greinilegt sé að mikill lekihafi verið á þakinu því að rennukerfi hafi verið sett upp til að taka við leka,en slanga hafi verið leidd úr rennukerfinu og niður úr milliloftinu. Þá segirað ástandið á þakinu fyrir ofan og í kringum áðurgreint milliloft sé mjög slæmtog algjörlega óviðunandi. Á aðliggjandi þaki hafi verið sprautað úretani undirallt bárujárnið, væntanlega til að koma í veg fyrir leka. Sú lausn sé hinsvegar algjörlega óviðunandi og raunar hættuleg þar sem ekkert lofti þá undirjárnið og raki sem myndist neðan á járninu komist ekki burt. Algjörlegaóviðunandi frágangur sé í skotrennu þar sem milliloftið byrji og eigi vatngreiða leið inn undir pappann við niðurfallið í skotraufinni og þaðan beint inní húsið. Þá segir að engin leið hafi verið að ráða í ástand þaksins eðaloftsins af skoðun á þakkanti.Hvað varðar þak fasteignarinnar að öðru leyti segir í matsgerðinni aðá eldri hluta þaksins séu texplöturnar ónýtar, en þær hafi fallið niður ogrifið pappann. Þá sé fúi víða kominn í sperrur, en þó ekki alls staðar. Stálplötursem festar séu neðan á timbursperrur séu hins vegar óskemmdar. Þá sé þakiðóloftað og uppfylli ekki kröfur byggingarreglugerðar sem í gildi hafi verið ábyggingartíma þess. Sums staðar hafi bútum verið skeytt inn í þakið og tæring íþakefninu sé sjáanleg.Ríkharður Kristjánsson, sem er annar hinna dómkvöddu matsmanna, komfyrir dóminn og staðfesti þann hluta matsgerðarinnar sem hann kvaðst hafa unnið,þ.e. matsliði 1-20 og spurningar samkvæmt viðbótarmatsbeiðni. Kvaðst hann hafaskoðað þak fasteignarinnar bæði að innan og utan og m.a. rofið þakið til að skoðaástand þess undir þakefninu. Með vísan til framangreinds er fallist á með stefnanda að um hafiverið að ræða leyndan galla á þakinu sem ekki verður talið að kaupandi hefðimátt sjá við hefðbundna skoðun á fasteigninni hefði hún farið fram, sbr. 2.mgr. 29. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Fær það einnig stoð íframlagðri skýrslu Bærings Sæmundssonar, húsasmíðameistara og matstæknis, ogframburði hans hér fyrir dómi, en hann skoðaði fasteignina að beiðni stefndaÍslandsbanka hf. Þá þykir ljóst að ágallinn rýrir verðmæti eignarinnarverulega. Ber því að fallast á bótakröfu stefnanda vegna þessa liðar, sem aðfrádregnum virðisaukaskatti nemur 20.506.888 krónum.Auk framangreinds krefst stefnandi bóta vegna rekstrartjóns að fjárhæð53.300.000 krónur, sem nemi fráviki í rekstri stefnanda, og sé að rekja tilþess að fasteignin hafi ekki komið að þeim notum sem stefnt hafi verið að,missis hagnaðar vegna þess að samningur við þriðja mann hafi fallið brott ogvegna skemmda á hlutum sem hafi átt að nota í beinu sambandi við fasteigninaeða fyrirhuguð afnot hennar, sbr. 59. gr. laga nr. 40/2002, sem fjallar umóbeint tjón. Þá krefst stefnandi bóta vegna annars beins tjóns að fjárhæð 8.545.673krónur, sem hlotist hafi af vaxtagjaldakostnaði vegna endurbóta á fasteigninniog rekstrarkostnaði fasteignarinnar, þ.e. vegna fasteignagjalda, rafmagns, hitaog viðhalds þann tíma sem fasteignin kom ekki að fyrirhuguðum notum.Í framlagðri matsgerð kemur fram að fjallað var um framangreint óbeinttjón og annað beint tjón stefnanda í matsliðum 21-25 og hefur komið fram að annarhinna dómkvöddu matsmanna, Þröstur Sigurðsson, annaðist þann hlutamatsgerðarinnar. Í skýrslu matsmannsins fyrir dómi kom fram að fyrir utan þátvo matsfundi sem haldnir hefðu verið vegna málsins hefði hann hittfyrirsvarsmenn stefnanda á fundum til að spyrja þá frekar út í þau gögn semhann hafði undir höndum og eftir atvikum til að afla frekari gagna frá þeim eðabókara félagsins, allt í því skyni að öðlast frekari skilning á gögnunum og tilað leggja mat á áðurgreind atriði. Aðspurður sagði hann að þessir fundir meðfyrirsvarsmönnum stefnanda hefðu átt sér stað eftir að matsfundirnir tveir voruhaldnir og kvaðst hann ekki vera viss um að matsþolar hefðu verið upplýstir um þáfundi. Flest gögnin sem hann hafi notað við matið hefði hann fengið frástefnanda, en einnig hefði hann aflað gagna frá opinberum aðilum. Samkvæmt 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skalmatsmaður tilkynna aðilum með sannanlegum hætti hvar og hvenær verði metið. Þáer kveðið á um að matsmanni sé rétt að afla sér gagna við matið, en aðilum semeru viðstaddir skal þá gefinn kostur á að tjá sig um þau eftir þörfum. Af þvísem að framan er rakið er ljóst að ekki var staðið að þeim hluta matsgerðarinnarsem að framan greinir með þeim hætti sem lög bjóða. Ljóst er að niðurstaðamatsgerðarinnar að því er varðar óbeint tjón og annað beint tjón er m.a. reist ágögnum sem aflað var hjá matsbeiðanda utan matsfunda og að matsþolum var ekkigefinn kostur á að tjá sig um þau gögn. Er af þeim sökum ekki unnt að byggja niðurstöðumálsins um framangreind atriði á framkominni matsgerð. Stefnandi hefur ekkilagt fram önnur gögn sem varpað geta ljósi á kröfur hans í þessum efnum, aukþess sem niðurstaða málsins að öðru leyti leiðir til þess að ekki verður ááðurgreindar kröfur stefnanda fallist.Með vísan til framangreinds er það niðurstaða dómsins að sýkna berstefndu af fyrsta og öðrum lið í dómkröfum stefnanda. Þá ber að sýkna stefndaÍslandsbanka hf. af bótakröfu stefnanda vegna leka í milligangi að fjárhæð283.710 krónur, sbr. þriðja lið í dómkröfum stefnanda, en gera honum að greiðastefnanda 20.506.888 krónur í skaðabætur vegna leynds galla á þakifasteignarinnar með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 1. maí 2014 til 30. janúar 2016, en þá var liðinn mánuður frákröfubréfi stefnanda 30. desember 2015 á grundvelli matsgerðarinnar, en meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Með hliðsjón af málsúrslitumer stefnanda gert að greiða stefnda Jöfri ehf. 3.000.000 króna í málskostnað.Rétt þykir að stefnandi og stefndi Íslandsbanki hf. beri hvor um sigsinn kostnað af málinu.Dóminn kveða upp Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari, ÁsmundurIngvarsson byggingarverkfræðingur og Einar S. Hálfdánarson, löggilturendurskoðandi.Við uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr.91/1991.Dómsorð:Stefndi Jöfur ehf. er sýkn af öllum kröfum stefnanda, Golden SeafoodCompany ehf.Stefndi Íslandsbanki hf. greiði stefnanda 20.506.888 krónur með vöxtumsamkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. maí2014 til 30. janúar 2016, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr.6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu til greiðsludags. Stefnandi greiði stefnda Jöfriehf. 3.000.000 króna í málskostnað. Málskostnaður á millistefnanda og stefnda Íslandsbanka hf. fellur niður. |
Mál nr. 261/2017 | Lánssamningur Skaðabætur Fjármálafyrirtæki Handveð Verðbréfaviðskipti Gengistrygging Tómlæti | B hafði sett að handveði nánar tiltekna fjármálagerninga til tryggingar greiðslu skuldbindinga D ehf. við L hf., en D ehf. var einkahlutafélag í eigu hans. Komst á samkomulag milli B og L hf. að B myndi gera upp kröfu D hf. samkvæmt lánssamningi við L hf. með þeim verðmætum sem hann hafði sett að handveði. B krafðist þess meðal annars að L hf. yrði gert að endurgreiða honum fjárhæð sem hann taldi að bankinn hefði oftekið af bankareikningum hans við uppgreiðslu lánssamningsins þar sem L hf. hefði umreiknað skuldina í íslenskar krónur úr svissneskum frönkum og japönskum jenum en ekki úr bandaríkjadölum sem B taldi hafa verið lántökumyntina. Í dómi Hæstaréttar kom fram að L hf. hefði verið rétt að reikna eftirstöðvar lánsins á þennan hátt þar sem þeir gjaldmiðlar hefðu verið tilteknir í lánssamningnum og talið að enga þýðinu hefði haft að lánið hefði að ósk B verið greitt út í bandaríkjadölum. Aðrar kröfur B í málinu voru skaðabótakröfur en B taldi að L hf. hefði vanrækt skyldur sínar gagnvart sér samkvæmt 18. og 19. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Var ekki talið að L hf. hefði við afgreiðslu fyrirmæla frá B bakað sér bótaskyldu á grundvelli fyrrnefndra ákvæða. Þá var talið að tómlæti hefði firrt B rétt til að hafa uppi skaðabótakröfu á þeim grundvelli að L hf. hefði eingöngu átt að innleysa fjármálagerninga B að því marki sem dygði fyrir greiðslu á skuld D ehf. Var L hf. því sýknað af kröfum B. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Karl Axelsson og RagnheiðurBragadóttir landsréttardómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 26. apríl 2017. Hann krefst þess að stefnda verði gertað greiða sér aðallega 6.878.054 krónur, en til vara skaðabætur að fjárhæð 1.084.319krónur, í báðum tilvikum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 6. mars 2009 til greiðsludags. Þá krefsthann þess að stefnda verði gert að greiða sér skaðabætur aðallega að fjárhæð 16.000.000krónur, til vara 3.289.602 krónur, til þrautavara 2.485.193 krónur en að því frágengnuað bætur verði dæmdar að álitum, í öllum tilvikum með vöxtum samkvæmt 1. mgr.8. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. mars 2009 til 6. janúar 2016 en meðdráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Einnig krefst áfrýjandi þess aðstefnda verði gert að greiða sér skaðabætur aðallega að fjárhæð 11.895.114krónur að „frádregnum tildæmdum dráttarvöxtum samkvæmt aðaldómkröfu í 1.tölulið“, en til vara 2.414.298 krónur, í báðum tilvikum með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 29. maí 2015 til greiðsludags.Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.IMálavextir eruraktir í hinum áfrýjaða dómi. Eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar 30. maí2016 í máli milli sömu aðila nr. 330/2016 snúa kröfur áfrýjanda í fyrsta lagi aðþví við hvaða erlenda gjaldmiðla hafi átt að miða skuld samkvæmt lánssamningi2. maí 2007 sem stefndi gerði við Drómund ehf., áður Hverafold ehf., í öðrulagi hvort stefndi hafi vanrækt skyldur sínar gagnvartáfrýjanda með þeim afleiðingum að stefndi hafi orðið að taka til sín meira afverðmæti veðsettra fjármálagerninga til uppgjörs á fyrrnefndu láni en ella hefðiþurft og í þriðja lagi hvort stefndi hafi ráðstafað meira af þessum gerningumen heimilt hafi verið. Til tryggingar greiðslu skuldbindingar Drómundar ehf. hafðiáfrýjandi 25. apríl 2007 sett að handveði nánar tiltekna fjármálagerninga ásamtvörslureikningi þar sem þeir voru geymdir.Í fyrsta liðdómkrafna sinna krefst áfrýjandi þess aðallega að stefndi verði dæmdur til aðendurgreiða sér 6.878.054 krónur, sem hann hafi oftekið af bankareikningum 6.mars 2009 við uppgreiðslu á áðurgreindum lánssamningi stefnda og Drómundarehf., sem er einkahlutafélag í eigu áfrýjanda. Stafi það af því að stefndi hafiumreiknað skuldina í íslenskar krónur úr svissneskum frönkum og japönskumjenum, en ekki úr bandaríkjadölum, sem áfrýjandi telur að hafi veriðlántökumyntin.Með dómiHæstaréttar 16. mars 2015 í máli milli sömu aðila nr. 558/2014 var því slegiðföstu að lán samkvæmt áðurgreindum lánssamningi væri lán í erlendri mynt, en ekkilán í íslenskum krónum, sem ólöglega hafi verið bundið gengi erlendragjaldmiðla. Í dóminum var ekki tekin til þess afstaða í hvaða erlendagjaldmiðli eða gjaldmiðlum lánið var. Áfrýjandi heldur því nú fram að miða beriskuld samkvæmt lánssamningnum við gengi bandaríkjadals. Lánið hafi verið greittút í bandaríkjadölum, sem leiða eigi til þeirrar niðurstöðu að viðendurgreiðslu þess beri einnig að miða við gengi þess gjaldmiðils. Stefndiheldur því á hinn bóginn fram að við uppreikning skuldarinnar í íslenskarkrónur beri að taka mið af þeim erlendu gjaldmiðlum sem kveðið hafi verið á umí lánssamningnum, þ.e. gengi japanskra jena og svissneskra franka að jöfnu.Eins og greinirí hinum áfrýjaða dómi ræðst úrlausn á þessum ágreiningi aðila fyrst og fremstaf skýringu á texta lánssamningsins þar sem lýst er þeirri skuldbindingu semDrómundur ehf. tókst á hendur með samningnum. Í lánssamningnum sagði að um væriað ræða fjölmyntalán að jafnvirði 25.000.000 krónur í svissneskum frönkum ogjapönskum jenum í jöfnum hlutföllum. Þá var kveðið á um í samningnum að fjárhæðhvers gjaldmiðils skyldi þó ekki ákvarðast fyrr en tveimur virkum bankadögumfyrir útborgunardag lánsins og yrði skuldin eftirleiðis tilgreind með fjárhæðþeirra erlendu mynta eða jafngildi þeirra í öðrum erlendum myntum. Í samningnumvar kveðið á um að greiða skyldi lánið með einni afborgun í lok lánstímans 16.maí 2009. Vexti bæri þó að greiða á sex mánaða fresti, í fyrsta sinn 16.nóvember 2007. Samkvæmt gögnum málsins voru greiddir vextir af láninu þann dagog síðan á gjalddögum 16. maí og 17. nóvember 2008. Í tilkynningum stefnda um þágjalddaga voru vextirnir tilgreindir í japönskum jenum og svissneskum frönkum.Af gögnum málsins verður ekki séð að áfrýjandi hafi haft uppi athugasemdir viðstefnda vegna þeirra tilkynninga. Vaxtagreiðslurnar voru inntar af hendi ííslenskum krónum og tóku þær mið af gengi áðurgreindra gjaldmiðla. Með hliðsjónaf öllu framangreindu þykir enga þýðingu hafa við úrlausn málsins þótt lániðhafi að ósk áfrýjanda verið greitt út í bandaríkjadölum 4. maí 2007, ensamkvæmt kaupnótu var fjárhæð lánsins reiknuð í japönskum jenum og svissneskumfrönkum og uppreiknuð úr þeim gjaldmiðlum í bandaríkjadali við innlögn ágjaldeyrisreikning áfrýjanda. Samkvæmt öllu framangreindu var stefnda rétt viðuppgreiðslu lánsins 6. mars 2009 að reikna eftirstöðvar þess í íslenskum krónummiðað við gengi þeirra gjaldmiðla sem tilteknir voru í lánssamningi. Verðurstefndi því sýknaður af aðalkröfu í fyrsta lið dómkrafna. Aðalkrafaáfrýjanda í þriðja lið dómkrafna hans, sem er skaðabótakrafa, byggir einnig áþví að við uppgjör skuldarinnar hafi borið að miða við gengi bandaríkjadals. Meðvísan til fyrrgreindrar niðurstöðu varðandi aðalkröfu áfrýjanda í fyrsta liðdómkrafna verður stefndi einnig sýknaður af þeirri kröfu.IIAðrar kröfuráfrýjanda í málinu eru skaðabótakröfur. Byggir áfrýjandi bótakröfur sínar á þvíað stefndi hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart sér samkvæmt 18. og 19. gr. laganr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, en þar sé meðal annars mælt fyrir um að viðframkvæmd viðskiptafyrirmæla skuli fjármálafyrirtæki leita allra leiða til aðtryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptavini sína og gera ráðstafanirsem miði að sanngjarnri og skjótri framkvæmd fyrirmæla viðskiptavina. Tilstuðnings bótakröfum sínum vísar áfrýjandi einnig til 29. gr. laga nr. 131/1997um rafræna eignaskráningu verðbréfa, en ekki verður séð að hún geti átt við ímálinu. Þá vísar áfrýjandi til almennra reglna skaðabótaréttar.Áfrýjandi byggirá því að vanræksla stefnda við framkvæmd viðskiptafyrirmæla hans hafi í fyrstalagi haft þær afleiðingar að stefndi hafi tekið til sín meira af verðmætiveðsettra fjármálagerninga til uppgjörs á skuldinni, en annars hefði þurft. Íöðru lagi hafi vanrækslan leitt til þess að stefndi hafi ráðstafað meira afþessum gerningum en heimilt hafi verið.Í fyrsta liðdómkrafna sinna krefst áfrýjandi þess til vara að stefndi verði dæmdur til aðgreiða sér skaðabætur að fjárhæð 1.084.319 krónur með dráttarvöxtum frá 6. mars2009 vegna tjóns sem áfrýjandi hafi orðið fyrir vegna vaxtakostnaðar og þróunargengis japansks jens, svissnesks franka og bandaríkjadals frá 4. og 5. mars2009, þegar uppgjör söluandvirðis fjármálagerninga áfrýjanda lá fyrir, til 6. samamánaðar þegar lánið var greitt upp. Á þessu tímabili hafi gengi hinna erlendugjaldmiðla breyst með neikvæðum hætti fyrir áfrýjanda, skuld Drómundar ehf.hafi hækkað í krónum talið og eignir áfrýjanda í bandaríkjadölum hafi lækkað íverði. Að loknu uppgjöri á söluandvirði fjármálagerninganna hafi ekkert veriðþví til fyrirstöðu að ráðstafa söluandvirði þeirra strax inn á skuldina, en þaðhafi ekki verið gert fyrr en 6. mars 2009. Stefndi hóf söluá hinum handveðsettu fjármálagerningum föstudaginn 27. febrúar 2009 og lauksölu þeirra mánudaginn 2. mars sama ár. Fyrri daginn seldi stefndi hlutiáfrýjanda í Skuldabréfasjóði Landsbanka og lauk uppgjöri á söluandvirðinu 2.mars 2009, en það var að fjárhæð 290.751 króna. Sala á hlutum áfrýjanda íverðbréfasjóðnum Landsbanki Global Equity Fund fór einnig fram 27. febrúar2009, en uppgjöri á söluandvirði þeirra lauk þremur virkum dögum síðar eða 4. mars2009. Nam söluandvirði þeirra 27.710.315 krónum. Sala á hlutum áfrýjanda íverðbréfasjóðunum Global Growth Trends Portfolio-A-USD og Global ValuePortfolio-A-USD fór fram 2. mars 2009 og lauk uppgjöri á söluandvirði þeirraþremur virkum dögum síðar eða 5. sama mánaðar. Nam söluandvirði þeirra245.239,57 bandaríkjadölum, sem samkvæmt kaupgengi bandaríkjadals 5. mars 2009,er var 112,72, og jafngilti því 27.643.404 íslenskum krónum. Skuld samkvæmtlánssamningnum að fjárhæð 51.630.533 krónur var síðan greidd upp meðsöluandvirði fjármálagerninganna 6. mars 2009. Í útreikningum sínum miðaráfrýjandi við að ef 24.006.748 krónur hefðu verið greiddar inn á skuldina 4.mars 2009 og 26.548.880 krónur daginn eftir hefði greiðsla áfrýjanda tiluppgjörs á skuldinni verið 1.084.319 krónum lægri en raun varð á hinn 6. mars2009.Ámeðal gagna málsins eru reglur fyrir Landsbanka Global Equity Fund, semsamþykktar voru 30. ágúst 2007. Í 10. gr. þeirra segir að rekstraraðilasjóðsins sé skylt að innleysa hlutdeildarskírteini að kröfu eiganda á þvíkaupgengi sem gildir á innlausnardegi. Þá segir í 10. gr.: „Viðskipti meðhlutdeildarskírteini Landsbanki Global Equity Fund fara fram þremur dögum eftirað ósk um viðskipti berst (T+3).“ Þá er á meðal gagna málsins tilkynning fráNASDAQ OMX Iceland, Kauphöllinni á Íslandi, frá 7. maí 2014 þar sem Kauphöllinákvað að breyta uppgjörstíma allra verðbréfaviðskipta á aðalmarkaðiKauphallarinnar og First North Iceland þannig að uppgjör færi fram á öðrumvirkum degi eftir að viðskipti ættu sér stað (T+2). Fram kemur í tilkynningunniað með þessu væri uppgjörstími hlutabréfaviðskipta styttur um einn dag, enuppgjörstími skuldabréfaviðskipta lengdur um einn dag. Af yfirliti umverðbréfaeign áfrýjanda 17. febrúar 2009 má sjá að verðbréfaeign hans var að99,46% erlend hlutabréf. Að gættum framangreindum reglum Kauphallarinnar umuppgjörstíma verðbréfaviðskipta og reglum þeim sem giltu um uppgjörhlutdeildarskírteina Landsbanka Global Equity Fund verður að ætlafjármálafyrirtækjum nokkurt svigrúm til að gera upp og ráðstafa söluandvirðiverðbréfa og annarra fjármálagerninga. Stefndi ráðstafaði söluandvirðinu tilgreiðslu á skuld samkvæmt lánssamningnum einum til tveimur dögum eftir aðuppgjör vegna sölu á eign áfrýjanda í verðbréfasjóðunum þremur lá fyrir eða 6.mars 2009. Verður ekki fallist á að sú afgreiðsla stefnda feli í sér þær tafirá framkvæmd fyrirmæla áfrýjanda að bakað hafi honum bótaskyldu á grundvelli 18.og 19. gr. laga nr. 108/2007. Verður þvístefndi sýknaður af bótakröfum áfrýjanda samkvæmt varakröfu í fyrsta liðdómkrafna hans.2Í öðrum liðdómkrafna krefur áfrýjandi stefnda aðallega um greiðslu skaðabóta að fjárhæð16.000.000 krónur með vöxtum frá 6. mars 2009 þar sem áfrýjandi hefði vanefntskyldu sínu samkvæmt ákvæði í handveðsyfirlýsingunni um að tilkynna áfrýjanda þegarskuldin sem handveðið átti að tryggja næmi hærra hlutfalli en 60% afmarkaðsverði hinna veðsettu fjármálagerninga. Hafi stefnda þá borið að gefaáfrýjanda þriggja bankadaga frest til að bæta við nægilegum tryggingum eða bregðastvið á annan hátt í því skyni að takmarka tjón sitt. Þess í stað hafi stefnditekið einhliða ákvörðun um að hætta enn meiri fjármunum áfrýjanda án hanssamþykkis. Með þessari háttsemi hafi stefndi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt18. gr. laga nr. 108/2007 og 4. gr. reglna stefnda um bestu framkvæmd,markaðssvik og innherjaviðskipti, sem samkvæmt gögnum málsins eru frá apríl2010. Fallist er á meðhéraðsdómi að ákvæðum í handveðsyfirlýsingu áfrýjanda 25. apríl 2007 oglánssamningi 2. maí 2007 um 60% veðhlutfall hafi verið ætlað að tryggjahagsmuni veðhafa, lánveitandans, til fullnægjandi trygginga. Fyrir liggur aðekki kom til þess að stefndi beitti framangreindri heimild um að kalla eftirauknum tryggingum, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 558/2014, en eðli málsinssamkvæmt hvíldi ekki sú skylda á stefnda að nýta sér þetta úrræði. Með hliðsjónaf framangreindu getur áfrýjandi ekki byggt rétt til skaðabóta úr hendi stefndaá því að stefndi hafi ekki beitt þeim úrræðum sem honum voru heimil til aðtryggja hagsmuni sína sem lánveitandi og veðhafi. Verður ætlað tjón áfrýjandahvorki rakið til saknæmrar né ólögmætrar háttsemi stefnda í þessum efnum. Verðurhann því sýknaður af bótakröfu áfrýjanda samkvæmt aðalkröfu í öðrum liðdómkrafna hans.3Áfrýjandi byggirvara- og þrautavarakröfu í öðrum lið dómkrafna sinna á því að hann hafi gefiðafdráttarlaus fyrirmæli um innlausn og sölu hinna handveðsettu fjármálagerningaí tölvupósti til starfsmanns stefnda 17. febrúar 2009, sem hann hafi samþykktsama dag. Bindandi samkomulag hafi því tekist milli áfrýjanda og stefnda umsölu hinna handveðsettu eigna þann dag. Áfrýjandi hafi orðið fyrir tjóni þarsem stefndi hafi ekki farið strax að fyrirmælum hans og selt fjármálagerningana17. febrúar 2009, en virði þeirra hafi numið 59.548.931 krónu þann dag, en einungis56.259.329 krónum þegar þeir hafi loks verið innleystir um mánaðamót febrúar ogmars 2009. Tjón stefnda nemi mismuninum eða 3.289.602 krónum, sem er fjárhæðvarakröfu áfrýjanda í öðrum lið dómkrafna hans. Þrautavarakrafaáfrýjanda í öðrum lið dómkrafna hans er að fjárhæð 2.485.193 krónur. Byggiráfrýjandi útreikning kröfu sinnar á því að ef sala hinna veðsettufjármálagerninga hefði farið fram 17. febrúar 2009 og uppgjör á söluandvirðiþeirra þremur dögum síðar, sem síðan hefði verið ráðstafað samdægurs tilgreiðslu á láninu, hefðu 7.113.989 krónur setið eftir í höndum áfrýjanda í stað4.628.796 króna, sem eftir hafi verið af söluandvirðinu eftir uppgjörskuldarinnar 6. mars 2009. Mismunurinn nemi fjárhæð þrautavarakröfu. Þau ætluðu fyrirmælisem áfrýjandi vísar til um að selja skyldi hina veðsettu gerninga voru sendstefnda í tölvupósti, fyrst 11. febrúar 2009 og síðan 17. sama mánaðar. Í fyrritölvupóstinum lýsti áfrýjandi bágri fjárhagsstöðu Drómundar ehf. og upplýsti aðhann væri að reyna að bjarga félaginu og hefði hug á að forða því frágjaldþroti. Í tölvupóstinum gerði áfrýjandi grein fyrir þeirri hugmynd sinni aðhann myndi sjálfur kaupa kröfu stefnda á hendur Drómundi ehf. samkvæmtlánssamningnum 2. maí 2007 og greiða fyrir með því að selja þær eignir sínarsem bankinn hefði að handveði. Síðan sagði í tölvupóstinum: „Með þessarihugmynd um að ég kaupi kröfu Landsbankans á Drómund er ég að gera ráð fyrir aðLandsbankinn fái alla kröfu sína greidda uppreiknaða með áföllnum vöxtum enbæti ekki á neinum aukakostnaði. Hver er afstaða bankans, er þetta eitthvað semkæmi til greina að gera?“ Hinn 17. febrúar 2009 svaraði starfsmaður stefndaerindi áfrýjanda með tölvupósti: „Sæll Birkir, þetta gengur. Ég læt innleysabréfin“. Áfrýjandi svaraði tölvupóstinum nokkrum mínútum síðar og tók fram aðhann legði mikla áherslu á að þetta yrði framkvæmt eins og hann hefði mæltfyrir um, sem var að hann eignaðist persónulega kröfuna á hendur Drómundi ehf.samkvæmt áðurgreindum lánssamningi. Í tölvupóstinum tiltók áfrýjandi: „... égkaupi þá pappíra af bankanum og fæ þá framselda og grundvalla síðan mína kröfuá Drómund á þeim lánasamningum. Þarf ég að koma við hjá þér til að skrifa undireitthvað eða sendir þú mér pappírana? Viltu þá innleysa að fullu báða ACMsjóðina mína og það sem þarf af Landsbanka Global Equity fund upp í restina afkaupverðinu fyrir skuldabréfinu.“Með tölvupósti18. febrúar 2009 tilkynnti starfsmaður á fyrirtækjasviði stefnda að bankinnhefði tekið þá stefnu að framselja ekki lánsskjöl samhliða uppgjöri. Íkjölfarið áttu sér stað frekari samskipti í tölvupósti um þá ósk áfrýjanda aðstefndi framseldi honum kröfuna á hendur Drómundi ehf. við uppgjör á skuldinni,en niðurstaðan varð sú að stefndi samþykkti að gefa út yfirlýsingu um að eignirsem áfrýjandi hefði sett að veði til tryggingar skuldinni hefðu veriðinnleystar og andvirði þeirra ráðstafað til greiðslu á skuld Drómundar ehf. Starfsmaðurstefnda sendi áfrýjanda því næst tölvupóst 24. febrúar 2009 og innti hann eftirþví hvað hann segði um framhaldið. Áfrýjandi svaraði með tölvupósti 26. samamánaðar og sagði: „Er ekki rétt að drífa í þessu og klára málið, innleysasjóðina greiða fyrir lánið. Viltu láta mig vita hvenær ég má vænta þess aðþessi mál verði frágengin.“ Daginn eftir eða 27. febrúar 2009 byrjaði stefndiað selja hina handveðsettu fjármálagerninga og lauk sölu þeirra 2. mars 2009. Með vísan tilframangreindra samskipta áfrýjanda við starfsmenn stefnda er ekki fallist á þaðmeð áfrýjanda að hinn 17. febrúar 2009 hafi komist á bindandi samkomulag millihans og stefnda um að selja hina handveðsettu fjármálagerninga til að gera uppskuld samkvæmt áðurgreindum lánssamningi. Ljóst er að fyrirmæli áfrýjanda ítölvupósti 17. febrúar 2009 til stefnda voru sett fram með því skilyrði aðkrafa samkvæmt lánssamningnum 2. maí 2007 yrði framseld áfrýjanda, en þaðskilyrði gat stefndi ekki fallist á. Samkomulag aðila um sölu hinnahandveðsettu gerninga í því skyni að gera upp skuld samkvæmt lánssamningnumkomst því ekki á fyrr en með fyrirmælum áfrýjanda sem sett voru fram ítölvupósti til stefnda 26. febrúar 2009. Samkvæmt framangreindu verður stefndisýknaður af vara- og þrautavarakröfu í öðrum lið dómkrafnanna.Af áðurgreindriniðurstöðu réttarins að því er varðar aðal-, vara- og þrautavarakröfu í öðrumlið dómkrafna áfrýjanda leiðir að stefndi verður einnig sýknaður afþrautaþrautavarakröfu áfrýjanda í öðrum lið um skaðabætur að álitum.4Í þriðja lið dómkrafna sinna krefst áfrýjandi þess til vara að stefndigreiði sér skaðabætur að fjárhæð 5.276.513 krónur. Samkvæmt fyrirmælum ítölvupósti áfrýjanda til stefnda 11. og 17. febrúar 2009 hafi stefndi einungisátt að innleysa fjármálagerninga áfrýjanda að því marki sem dygði fyrirgreiðslu á skuld Drómundar ehf. við stefnda. Stefndi hafi hins vegar innleyst allagerningana sem áfrýjandi hafði sett að handveði. Tjón áfrýjanda sé í því fólgiðað hafa af framangreindum ástæðum orðið af þeirri ávöxtun sem fjárfesting hans íLandsbanka Global Equity Fund hefði skilað honum hefði stefndi farið aðáðurgreindum fyrirmælum hans. Til að greiða skuld Drómundar ehf. hefði nægt aðinnleysa 26.029.541 hlut í sjóðnum 4. mars 2009 og því hefði áfrýjandi átt áframí honum hluti að nafnverði 4.384.301 króna, sem við innlausn hafi verið aðmarkaðsvirði 4.086.081 króna. Hinn 29. maí 2015 hafi markaðsvirði þeirra hluta numið5.506.244 krónum, en frá þeirri fjárhæð hefur áfrýjandi dregið vaxtatekjur af fjárhæðinni,sem hann fékk til frjálsrar ráðstöfunar eftir uppgreiðslu lánsins, á tímabilinufrá 6. mars 2009 til 29. maí 2015. Miðað við 10% ársvexti og vaxtavexti affjárhæðinni nemi vaxtatekjurnar 3.091.946 krónum. Að þeim frádregnum nemi tjónáfrýjanda 2.414.298 krónum. Af gögnum málsins má ráða að áfrýjandi tefldi fyrstfram kröfu sem byggði á þessum sjónarmiðum í tölvupósti til stefnda 31. maí2015, en ekki 29. maí eins og hann heldur fram í stefnu og miðar við íútreikningi kröfu sinnar.Eins og fyrrgreinir voru endanleg fyrirmæli áfrýjanda um sölu hinna handveðsettufjármálagerninga sett fram í tölvupósti til stefnda 26. og 27. febrúar 2009 enþar óskaði áfrýjandi eftir því að málið yrði klárað, sjóðirnir innleystir oglánið greitt upp. Gögn málsins bera með sér að áfrýjandi fékk frá stefnda kvittanirvegna sölu á fjármálagerningunum og uppgjörs á söluandvirði þeirra 2., 4. og 5.mars 2009. Af gögnum málsins má ljóst vera að þrátt fyrir að áfrýjanda hafiverið kunnugt um innlausn fjármálagerninganna frá þeim tíma verður ekki séð aðhann hafi gert athugasemdir við innlausn þeirra fyrr en í tölvupósti tilstefnda 31. maí 2015. Voru þá liðin rúm sex ár frá því að innlausnfjármálagerninganna. Sýndi áfrýjandi því af sér stórfellt tómlæti, sbr. dómHæstaréttar 28. janúar 2014 í máli nr. 719/2013. Verður að telja að tómlætiáfrýjanda að þessu leyti firri hann rétti til að hafa upp skaðabótakröfu áþessum grundvelli. Verður stefndi því þegar af þeirri ástæðu sýknaður afvarakröfu áfrýjanda í þriðja lið dómkrafna hans.Samkvæmt öllu framansögðuverður hinn áfrýjaði dómur staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða stefndamálskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaðidómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi,Birkir Leósson, greiði stefnda, Landsbanka Íslands hf., 500.000 krónur ímálskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 3. febrúar 2017Mál þetta, sem dómtekið var 10. janúar 2017, varhöfðað 6. janúar 2016 af Birki Leóssyni, Fannafold 176, Reykjavík á hendurLandsbankanum hf., Austurstræti 11, Reykjavík, til endurgreiðslu á ofteknumfjármunum af bankareikningum stefnanda 6. mars 2009 og til greiðslu skaðabótavegna tapa sem stefnandi hafi orðið fyrir af völdum stefnda.Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þessar:Í fyrsta lið dómkröfu stefnanda krefst hann þess aðallega að stefndiverði dæmdur til að greiða stefnanda 6.878.054 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 6. mars 2009til greiðsludags. Í fyrsta lið dómkröfu stefnanda er þess því næst krafist aðstefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð 1.084.319krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu,nr. 38/2001, frá 6. mars 2009 til greiðsludags. Í öðrum lið dómkröfu stefnanda krefst hann þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skaðabæturað fjárhæð 30.571.204 krónur. Til varaer gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur aðfjárhæð 3.289.602 krónur. Til þrautavaraer gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skaðabætur aðfjárhæð 2.485.193 krónur. Tilþrautaþrautavara er gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiðastefnanda skaðabætur að annarri fjárhæð að álitum dómsins. Þess er krafist aðskaðabætur sem ákveðnar verða samkvæmt þessum lið dómkröfu stefnanda beri vextisamkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 6.mars 2009 til 6. janúar 2016, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömulaga, frá þeim degi til greiðsludags. Í þriðja lið dómkröfu stefnanda krefst hann þess aðallega að stefndi greiði stefnanda skaðabætur að fjárhæð14.757.329 krónur, að frádreginni þeirri fjárhæð dráttarvaxta sem stefnandaverði gert að greiða stefnda samkvæmt aðalkröfu í fyrsta lið dómkröfustefnanda. Til vara er gerð krafa umað stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð 5.276.513krónur. Til þrautavara er gerð krafaum að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur að annarri lægrifjárhæð að álitum dómsins. Þess er krafist að skaðabætur sem ákveðnar verðasamkvæmt þessum lið dómkröfu stefnanda beri dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 29. maí 2015 tilgreiðsludags. Þá krefst stefnandi þess aðstefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað eftir mati dómsins aðviðbættum virðisaukaskatti.Endanlegardómkröfur stefnda eru þær að stefndiverði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til aðgreiða stefnda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Krafist ervirðisaukaskatts af dæmdri málflutningsþóknun til stefnda.Ígreinargerð sinni krafðist stefndi þess að málinu yrði vísað frá dómi. Fallistvar á þá kröfu með úrskurði þessa dóms 15. apríl 2016, en með dómi HæstaréttarÍslands 30. maí 2016, í máli réttarins nr. 330/2016, var sá úrskurður felldurúr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar. Viðfyrirtöku málsins 1. september 2016 lagði stefndi fram greinargerð um efnishliðmálsins og gerði þá framangreindar kröfur í málinu.Yfirlitmálsatvika og ágreiningsefnaMál þetta árætur að rekja til þess að félag, sem mun að öllu leyti hafa verið í eigustefnanda og borið á síðari stigum heitið Drómundur ehf., gerði samning 2. maí2007 við Landsbanka Íslands hf. um að taka „fjölmyntalán til 2 ára að jafnvirðikr. 25.000.000 ... í neðanskráðum myntum og hlutföllum: CHF 50% JPY 50%“. Lánþetta skyldi endurgreitt í einu lagi 16. maí 2009, en vextir af því, sem áttuað vera svonefndir LIBOR-vextir með 1,9% álagi, skyldu þó greiddir á sex mánaðafresti, í fyrsta sinn 16. nóvember 2007. Í samningnum var tekið fram aðlántakinn óskaði eftir að nánar tilgreindur reikningur í eigu stefnanda, semmun hafa verið tékkareikningur í krónum við Landsbanka Íslands hf., yrðiskuldfærður fyrir greiðslu vaxta af láninu og endurgreiðslu höfuðstólsins.Samkvæmt fylgiskjali með samningnum óskaði lántakinn eftir því að lánið yrðigreitt út með innborgun á tiltekinn reikning í eigu stefnanda hjá bankanum, semekki er umdeilt í málinu að hafi verið innlendur gjaldeyrisreikningur íbandaríkjadölum. Til að tryggja greiðslu skuldbindinga lántakans hafði stefnandiáður sett að handveði til bankans 25. apríl 2007 nánar tilteknafjármálagerninga í eigu sinni ásamt vörslureikningi sem þeir voru varðveittirá.Fjármálaeftirlitið neytti 7. október 2008 heimildar samkvæmt 100. gr. alaga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, til að taka yfir vald hluthafafundar íLandsbanka Íslands hf., víkja stjórn félagsins frá og setja yfir þaðskilanefnd, en ráðstafaði síðan 9. sama mánaðar tilteknum eignum ogskuldbindingum þess til nýs banka, sem nú ber heiti stefnda. Óumdeilt er aðmeðal þeirra eigna hafi verið réttindi samkvæmt fyrrnefndum lánssamningi ogyfirlýsingu stefnanda um handveð.Fyrir liggur aðstefnandi bar í febrúar 2009 upp ósk við stefnda um að fá að kaupa kröfubankans á hendur Drómundi ehf. samkvæmt lánssamningnum, en til að standa straumaf kaupverðinu yrðu seld verðmæti sem stefnandi hafði sett að handveði samkvæmtáðursögðu. Stefndi mun hafa neitað að framselja stefnanda kröfuna, ensamkomulag á hinn bóginn tekist um að gera upp skuldina á þennan hátt. Í þvískyni mun stefndi hafa komið gerningunum sem handveðréttur hans tók til í verðá tímabilinu frá 27. febrúar til 2. mars 2009 og lagt andvirði þeirra,27.710.315 krónur og 245.239,57 bandaríkjadali, inn á tékkareikning oggjaldeyrisreikning stefnanda hjá sér. Stefndi mun síðan 6. mars sama ár hafatekið síðastgreinda fjárhæð af gjaldeyrisreikningi stefnanda og lagt andvirðihennar, 27.501.166 krónur, inn á tékkareikning hans, en fært sama dag51.630.533 krónur af þeim reikningi til að greiða skuld Drómundar ehf. samkvæmtlánssamningnum frá 2. maí 2007.Stefnandi höfðaði 27. júlí 2012 mál á hendur stefnda og krafðist þess aðþeim síðarnefnda yrði aðallega gert að greiða sér annars vegar 24.129.367krónur og hins vegar 245.239,57 bandaríkjadali, til vara 232.654,54bandaríkjadali og að því frágengnu 26.089.880 krónur, í öllum tilvikum meðdráttarvöxtum frá 6. mars 2009 til greiðsludags. Aðalkröfuna reisti stefnandi áþví að handveðréttur stefnda yfir áðurnefndum fjármálagerningum hefði falliðniður við sölu þeirra og hafi stefndi ekki notið nokkurra réttinda yfirsöluverðinu, sem hafi verið lagt inn á óveðsetta innlánsreikninga stefnanda.Stefnda hafi af þessum sökum verið óheimilt að taka fé af reikningunum til aðgreiða upp skuld Drómundar ehf. Sneri aðalkrafa stefnanda þannig að því aðstefnda yrði gert að endurgreiða sér féð sem hann hafi tekið til sín á þennanhátt. Varakröfurnar tvær voru á hinn bóginn byggðar á því að fjárhæð skuldarDrómundar ehf. samkvæmt lánssamningnum 2. maí 2007, sem hafi verið í krónum,hafi andstætt ákvæðum VI. kafla laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,verið bundin við gengi erlendra gjaldmiðla. Hafi stefnda ekki verið heimilt aðkrefjast greiðslu á hærri fjárhæð en svarað hafi til höfuðstóls lánsins íkrónum og umsaminna vaxta af henni og bæri honum því að endurgreiða það, semhann hafi oftekið við uppgjör skuldarinnar, aðallega í bandaríkjadölum en tilvara samsvarandi fjárhæð í krónum. Með dómi Hæstaréttar 16. mars 2015 í máli nr. 558/2014 var stefndi sýknaðuraf framangreindum kröfum stefnanda. Að því er varðaði aðalkröfu stefnanda var ídóminum vísað til þess að sannað væri að samkomulag hefði tekist milli aðilannaum að fjármálagerningarnir, sem stefnandi hafi sett að veði til tryggingarskuld Drómundar ehf., yrðu seldir til að greiða hana upp. Yrði ekki litið svo áað réttarvernd veðréttarins hafi fallið niður við það eitt að andvirðifjármálagerninganna hafi í þessum tilgangi verið lagt inn á óveðsettainnlánsreikninga stefnanda í skamman tíma. Um varakröfur stefnanda var tekiðfram að við úrlausn um hvort lán hafi verið tekið í krónum með áskilnaði um aðfjárhæð þess tæki breytingum eftir gengi erlendra gjaldmiðla yrði samkvæmtdómaframkvæmd Hæstaréttar fyrst og fremst að líta til texta skuldbindingarlántaka í samningi um lánið, en leiddi skýring þess texta ekki til niðurstöðuyrði að gæta að því hvernig aðilar samningsins hefðu efnt skyldur sínar ogframkvæmt hann að öðru leyti. Lánið, sem um ræddi, hafi verið greitt út íbandaríkjadölum með innborgun á reikning stefnanda, sem hafi verið stofnaður aðósk hans vegna fyrirhugaðra fjárfestinga erlendis. Að því virtu var varakröfumstefnanda, sem byggðu á því að lánið væri í íslenskum krónum með ólögmætrigengistryggingu, einnig hafnað með dómi Hæstaréttar. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2015 var vísað frá dóminummáli sem stefnandi höfðaði gegn stefnda 11. júní s.á. þar sem hann krafðistm.a. viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda vegna framangreindra atvika.Úrskurðurinn var ekki kærður til Hæstaréttar.Stefnandi höfðaði mál þetta gegn stefnda 6. janúar 2016 og setti þádómkröfur sínar fram með þeim hætti að þar var, gagnstætt fyrirmælum d- oge-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, ekki látið við það sitja að tiltakahvers hann krefðist í einfaldri mynd, heldur var þar í löngu máli vafið inn íkröfugerðina skýringum og málsástæðum að baki henni. Kröfur stefnanda voru ekkihæfar til dóms í þeim búningi svo sem fram kemur í dómi Hæstaréttar í máli nr.330/2016. Ekki þóttu, að svo komnu, efni til að vísa málinu frá dómi af þeimsökum, þar sem stefnandi sem er ólöglærður fari með mál sitt sjálfur og þvíhvíli á héraðsdómara að leiðbeina honum um formhlið þess, þar á meðal umorðalag dómkrafna. Þegar málið var tekið til meðferðar þessa dóms að nýju færðistefnandi kröfugerð sína í það horf sem hér að framan er efnislega gerð greinfyrir. Frávísun máls þessa frá héraðsdómi 15. apríl 2016 byggði á þeim rökum aðmeð dómi Hæstaréttar 16. mars 2015, í fyrrnefndu máli réttarins nr. 558/2014,lægi fyrir endanlegur dómur um málsatvik og umrædd viðskipti aðila. Þar semstefndi hefði verið sýknaður af kröfu stefnanda um endurgreiðslu þeirrafjármuna sem viðskipti aðila snerust um yrði ekki að nýju dæmt um þá kröfu,sbr. 1. og 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Jafnframt var með vísun til 5. mgr. 101. gr. sömu laga talið rétt aðvísa málinu frá dómi þar sem stefnandi hefði látið undir höfuð leggjast að færafyrir kröfu sinni málsástæður, sem hann hefði getað teflt fram í máli því gegnstefnda sem hann áður hefði höfðað. Aðalkrafa stefnanda í fyrra máli hans á hendur stefnda var sem fyrr greinirreist á því að stefnda hefði verið óheimilt að verja fé, sem stóð áinnlánsreikningum stefnanda hjá sér, til að greiða upp skuld Drómundar ehf.samkvæmt lánssamningnum frá 2. maí 2007 sökum þess að tryggingarréttindisamkvæmt handveðsyfirlýsingunni 25. apríl sama ár hefðu ekki náð til þeirrainnstæðna. Varakröfur stefnanda í því máli voru um endurgreiðslu á fé, sem hanntaldi stefnda hafa oftekið af þeim innstæðum til uppgjörs á skuldinni, með þvíað miða útreikning lánsfjárhæðar við það að hún hafi verið í erlendumgjaldmiðlum en ekki í íslenskum krónum með ólögmætum áskilnaði umgengistryggingu. Stefndi var sýknaður og hefur sá dómur gagnvart málinu, semhér er til úrlausnar, þau áhrif sem um ræðir í 1. mgr. og 2. mgr. 116. gr. laganr. 91/1991.Með dómi Hæstaréttar 30. maí 2016var máli þessu vísað heim til meðferðar þessa dóms að nýju með þeimrökstuðningi að þótt mál þetta eigi rætur að rekja til sömulögskipta aðilanna og bjuggu að baki fyrra málinu séu kröfurnar, sem stefnandigeri nú, í öllum atriðum reistar á öðrum forsendum. Ákvæði 116. gr. laga nr.91/1991 standi af þessum sökum hvorki því í vegi að stefnandi hafi nú uppidómkröfur á þessum grunni né verði litið svo á að hann hefði með réttu átt aðgera þær í fyrra málinu, sbr. 5. mgr. 101. gr. sömu laga. Mál þetta snúisthvorki um gildi eða umfang handveðréttinda stefnda samkvæmt yfirlýsingunni frá25. apríl 2007 né hvort lánssamningurinn 2. maí sama ár hafi verið um fjárhæð íkrónum. Kröfur stefnanda nú, og þar með ágreiningsefni máls þessa, snúast samkvæmtframansögðu í fyrsta lagi um það við hvaða erlenda gjaldmiðla hafi átt að miðaskuld samkvæmt lánssamningnum, í öðru lagi hvort stefndi hafi vanrækt skyldursínar gagnvart stefnanda með þeim afleiðingum að stefndi hafi orðið að taka tilsín meira af verðmæti veðsettra fjármálagerninga til uppgjörs á skuldinni enannars hefði þurft og í þriðja lagi hvort stefndi hafi ráðstafað meira afþessum gerningum en heimilt hafi verið. Málsástæður oglagarök stefnandaStefnandi kveður málsókn sína byggja á niðurstöðum dóms Hæstaréttar í máli nr.558/2014, sem hafi skýrt réttarstöðu aðila frá því sem áður hafi verið ogeinfaldað þetta mál. Í fyrsta lagi að ekki hafi verið um að ræða veðkall einsog stefnandi hafi talið og stefndi hafi sjálfur haldið fram allt frá byrjunmáls þar til honum hafi verið stefnt í málinu eða í þrjú ár og átta mánuði. Íöðru lagi að sannað sé að með tölvuskeytum í febrúar 2009 milli stefnanda ogstefnda hafi komist á samkomulag „milli málsaðila um sölu hinnahandveðsettu fjármálagerninga í þeim tilgangi að greiða umrædda skuld“. Íþriðja lagi að lánssamningur hafi veriðum löglegt erlent lán þar sem „áfrýjandi efndi aðalskyldu sína ágrundvelli lánssamningsins með útgreiðslu í bandaríkjadölum ágjaldeyrisreikning stefnda“.Lítaverði til þess að stefndi sé fjármálafyrirtæki sem starfi í skjóli leyfis skv.II. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og beri skv. 1. mgr. 19. gr.að starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur áfjármálamarkaði. Stefnda beri að fara að ákvæðum II. kafla laga nr. 108/2007,um verðbréfaviðskipti, sbr. sérstaklega 13. gr., um heimildir til að selja ogframselja fjármálagerninga, 18. gr., um bestu framkvæmd og bestu niðurstöðufyrir viðskiptavini, og 19. gr., um framkvæmd fyrirmæla frá viðskiptavinum.Stefndi sé skaðabótaskyldur samkvæmt VII. kafla laga nr. 131/1997, um rafrænaeignarskráningu verðbréfa, og samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar vegnatjóns sem hann hafi valdið stefnanda með því að fara ekki að samningum ogfyrirmælum stefnanda sem stefndi sjálfur og Hæstiréttur telji sannað að veriðhafi samkomulag aðila.Dómkrafa1. Aðalkrafan sé að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða stefnanda 6.878.054krónur sem hann hafi oftekið af bankareikningum stefnanda 6. mars 2009 viðuppgreiðslu á skuldabréfi Drómundar ehf. 2. maí 2007 vegna þess að stefndi hafireiknað skuldina upp í íslenskar krónur úr svissneskum frönkum og japönskumjenum en ekki úr bandarískum dölum sem verið hafi lántökumyntin og sem lániðhafi verið greitt út í við lántöku.Lán samkvæmt lánssamningiLandsbanka Íslands hf. við Hverafold ehf., síðar Drómundur ehf., dags. 2. maí2007, sem stefnandi hafi gengið í tryggingu fyrir, hafi verið íbandaríkjadölum. Hæstiréttur hafi í máli nr. 558/2014 hafnað því aðlánssamningurinn hafi verið um ólöglegt gengistryggt lán í íslenskum krónum.Stefnandi sé réttur eigandiþessarar kröfu á hendur stefnda um endurgreiðslu vegna ofgreiðslu skuldar samkvæmtskuldabréfinu þar sem stjórn Drómundar ehf. hafi undirritað framsalsyfirlýsingutil stefnanda 4. febrúar 2013. Stefnda hafi einungis verið heimilt að taka útaf bankareikningi stefnanda þá fjárhæð sem dygði til að greiða upp lögformlegaskuld Drómundar við stefnda og ekki meira. Niðurstaða Hæstaréttar hafi verið sú að um löglegterlent lán væri að ræða jafnvel þó að heiti lánssamnings væri skýrt „ISK25.000.000 LÁNSSAMNINGUR“. Þar væri ekki getið um erlendar fjárhæðir og aðallar greiðslur af láninu skyldu skuldfærast af bankareikningi í íslenskumkrónum og þó að lánið hafi verið tekið gagngert í þeim tilgangi að lántakigreiddi með andvirði þess upp skuld sína í íslenskum krónum við stefnanda. Þáværi það yfirsterkara að lánið hefði verið greitt út í bandaríkjadölum inn ábankareikning kröfuhafa til uppgreiðslu á skuld í íslenskum krónum. Til aðítreka gildi þess að greitt hafi verið með dollurum hafi sérstaklega veriðtekið fram í dóminum að sá kröfuhafi sem fengið hafi kröfu sína greidda með lánsandvirðinu,þ.e. stefnandi, hafi ætlað sér að fjárfesta fyrir dollarana erlendis. Samkvæmtþessum rökstuðningi Hæstaréttar hljóti lánið því að hafa verið íbandaríkjadölum en hvorki í íslenskum krónum né svissneskum frönkum ogjapönskum jenum. Hvorki lántaki né stefnandi hafi nokkurn tímann átt gjaldeyrieða bankareikninga í þeim gjaldmiðlum né átt viðskipti í þeim löndum.Við útgreiðslu lánsins 4.maí 2007 hafi lántökufjárhæðin USD 393.314,25 að frádregnum 0,30%lántökukostnaði, verið greidd inn á USD-bankareikning stefnanda hjá stefnda,alls USD 392.134,31. Við uppgreiðslu lánsins 6. mars 2009 hafi skráð gengi áUSD hjá stefnda verið 112,41 króna þannig að uppgreiðsla USD 393.314,25 hafiverið samtals 44.211.826 krónur. Greiddir vextir af láninu samkvæmt fullnaðarkvittunLandsbankans hafi numið 540.653 krónum. Samtals hafi því greiðsla af láninu,afborgun og vextir, verið alls 44.752.479 krónur. Stefndi hafi hins vegar tekið51.630.533 krónur til uppgreiðslu lánsins sama dag eða 6.878.054 krónur umframþað sem hann hefði átti að gera til uppgreiðslu á láni í bandaríkjadölum.Stefnda beri að fara að ákvæðumII. kafla laga 108/2007, um verðbréfaviðskipti, sbr. sérstaklega 18. gr., umbestu framkvæmd og bestu niðurstöðu fyrir viðskiptavini, og 19. gr., um framkvæmdfyrirmæla frá viðskiptavinum. Þá sé gerð krafa um að stefndiverði dæmdur til að greiða skaðabætur til að bæta stefnanda tap, aðallegagengistap af skuld sem reiknuð hafi verið upp í svissneskum frönkum ogjapönskum jenum og gengistap af innstæðu í bandarískum dölum, sem hann hafiorðið fyrir í byrjun mars 2009, samtals 1.084.319 krónur. Gengistöp hafi orðiðvegna þess að stefndi hafi beðið í nokkra daga, til 6. mars 2009, með aðráðstafa söluandvirði verðbréfa til greiðslu á skuld Drómundar ehf. við bankann.Það liggi fyrir sannað aðandvirði innleystra verðbréfa hafi ekki verið ráðstafað án tafar til greiðslu áláni heldur hafi stefndi lagt andvirðið inn á bankareikninga stefnandatímabundið, sbr. niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 558/2014, að: „Sölunni lauk2. mars 2009 og var andvirðið fært til greiðslu skuldar Drómundar ehf. fjórumdögum síðar“. Niðurstaða Hæstaréttar hafi verið að tilgangur sölu handveðsettrafjármálagerninga hafi verið að ráðstafa söluandvirði þeirra til greiðslu átilgreindri skuld við stefnda. Þar með hafi stefndi einungis haft heimild tilað selja verðbréf stefnanda að því marki að dygði til greiðslu umræddrarskuldar og einungis í þeim tilgangi að greiða skuld en ekki til að látasöluandvirði verðbréfanna rýrna á bankareikningi á sama tíma og skuldin hafiaukist. Stefndi hljóti þá að minnsta kosti að vera skaðabótaskyldur vegna tjónssem hann hafi valdið stefnanda vegna þess að hann hafi ekki farið að skýrumákvæðum samkomulags aðila um þessi atriði. Af gögnum megi sjá að stefndi hafiekki fylgt þeim fyrirmælum í tölvuskeytum stefnanda sem stefndi hafi sjálfurhaldið fram fyrir dómstólum að hann hefði fylgt og hafi verið samkomulag um ogHæstiréttur telji í dómi sínum sannað að hafi verið samkomulag. Það standi stefnda nær enstefnanda að bera tap sem leitt hafi af ástæðulausri töf stefnda á að ráðstafasöluandvirði verðbréfanna til greiðslu af skuldabréfinu. Aðallega sé þaðgengistap sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna þess að skuld Drómundar ehf.hafi hækkað í krónum talið á umræddu tímabili, þó að stutt hafi verið, eneinnig hafi þarna haft áhrif gengistap þar sem andvirði bandaríkjadalanna semlagðir hafi verið á innlánsreikning hans hafi rýrnað í krónum talið á umræddumtíma og vextir hafi þarna einnig lítillega haft áhrif. Nánar tilgreintsundurliðist tjónið þannig miðað við að söluandvirði verðbréfa hefði beintverið ráðstafað til greiðslu á skuldinni eins og borið hafi að gera samkvæmtdæmdu samkomulagi:Hverafold ehf. hafi tekið umrættlán hjá stefnda í þeim eina tilgangi að greiða 24.588.045 króna skuld sína við stefnanda. Ástæða þess að lániðhafi upphaflega verið greitt út í bandaríkjadölum en ekki íslenskum krónum,eins og stefndi hafi ætlað að gera, hafi verið sú að stefnandi sem kröfuhafilántaka hafi óskað eftir því að stefndi greiddi andvirði lánsins inn áUSD-gjaldeyrisreikning sinn þar sem hann hafi ætlað að nota fjármunina tilfjárfestinga í verðbréfum á bandarískum hlutabréfamarkaði og viljað takmarkagengisáhættu sína þá fáu daga sem liðið hafi þar til hann keypti verðbréf. Aukþess komi beint fram í dæmdu samkomulagi aðila, að stefnda hafi einnig veriðvel kunnugt um frá fyrri viðskiptum að stefnandi vildi ekki taka óþarfagengisáhættu. Stefnda hafi verið vel kunnugt um að stefnandi vildi ráðstafaandvirði seldra verðbréfa beint og án tafar til greiðslu skuldar.Stefnda hafi borið að fara aðákvæðum 18. og 19. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Stefnda hafiborið að fara að fyrirmælum stefnanda og tryggja stefnanda bestu möguleguniðurstöðu en hafi hvorugt gert. Stefndi beri skaðabótaskyldu samkvæmt 29. gr.laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, og samkvæmt almennumreglum skaðabótaréttar af því tjóni sem hann hafi valdið stefnanda með því aðfara ekki að hans fyrirmælum sem stefndi sjálfur og Hæstiréttur telji sannað aðhafi verið samkomulag.Dómkrafa2 sé um skaðabætur vegna tjóns semstefnandi hafi orðið fyrir af völdum stefnda við það að hann hafi ekki staðiðvið samninga milli aðila. Aðalkrafa um skaðabætur, 30.571.204krónur, byggi á því að við lántöku og veðsetningu hafi fjármálagerningar veriðað verðmæti 88 milljóna króna samkvæmt ákvarðanayfirliti bankans viðlánveitingu 27. apríl 2007. Stefnandi sem veðsali hafi með handveðssamningi 25.apríl 2007 verið tilbúinn að hætta á að tapa þar allt að 60% hinna veðsettufjármálagerninga þannig að hann ætti þá eftir 40% eignanna eða 35,2 milljónirkróna sem hann hafi ekki ætlað að hætta á að tapa með þessum samningi, nema þáað til kæmi upplýst ákvörðun síðar, ef þær aðstæður mynduðust. Þegar upp hafiverið staðið 6. mars 2009, eftir sölu handveðsettra eigna og uppgreiðsluskuldar, hafi einungis staðið eftir 4.628.796 krónur af verðmæti hinnahandveðsettu eigna stefnanda. Tjón stefnanda af þessum sökum sé því alls30.571.204 krónur (þ.e. 35.200.000-4.628.796) af völdum stefnda. Við lánveitingu og samþykkthandveðsyfirlýsingar, sem útbúin hafi verið einhliða af stefnda, hafi hinartryggðu skuldir numið 28% af markaðsverðmæti handveðsettu fjármálagerningannasamkvæmt ákvarðanayfirliti bankans við lánveitingu. Handveðssamningurinn hafiverið milli þriggja aðila, tveggja félaga (skuldara og kröfuhafa) ogeinstaklings (veðsala), og þar af tveggja aðila sem átt hafi á hættu að tapafjármunum vegna hans. Handveðssamningurinn hafi falið í sér bæði réttindi ogskyldur fyrir málsaðila. Þannig hafi veðsali verið tilbúinn að taka þá áhættuað tapa allt að 60% hinna veðsettu fjármálagerninga sinna án þess að nokkuraðili samningsins þyrfti að gera nokkuð meira, en hann hafi hins vegar ekkisamþykkt að hætta á að tapa meiru en því án upplýstrar ákvörðunar kæmi sú staðaupp að hætta væri á slíku. Efeftirstöðvar þeirrar skuldar þriðja aðila, Hverafoldar ehf., síðar Drómundarehf., sem handveðið hafi átt að tryggja færi yfir 60% af markaðsverðmæti hinnaveðsettu fjármálagerninga hafi stefnda sem veðhafa borið að tilkynna stefnanda, handveðssala, um þaðog gefa honum þriggja daga frest til að bæta úr eða ákveða annað. Veðsali, stefnandi,hafi við þær aðstæður átt að fá tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um hvorthann vildi annars vegar taka áhættu á frekara tapi með því að leggja framfleiri og meiri eignir að handveði og e.t.v. eiga þá möguleika á að tapið gengiað einhverju leyti til baka síðar eða hins vegar taka þá upplýstu ákvörðun aðsætta sig við það tap sem orðið hefði og loka málinu þannig með því að gerasamninga upp með því tapi.Stefndihafi sem veðhafi látið undir höfuð leggjast að upplýsa stefnanda, veðsala, umþað þegar hlutfall skulda af veðsettum fjármálagerningum hafi farið yfir 60% oghafi þannig haft af honum það val að taka upplýsta ákvörðun um hvernig hannvildi bregðast við til að takmarka sitt tap. Þess í stað hafi stefndi semveðhafi tekið einhliða ákvörðun um að hætta enn meiri fjármunum stefnanda,veðsala, án hans samþykkis. Með því hafi hann brotið gegn 18. gr. laga nr.108/2007, um verðbréfaviðskipti, um bestu framkvæmd og bestu niðurstöðu fyrirviðskiptavin. Með þessu hafi stefndi komið í veg fyrir að stefnandi gætilágmarkað tjón sitt. Stefndi sé skaðabótaskyldur vegna þessa bæði samkvæmt 29.gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, og samkvæmtalmennum reglum skaðabótaréttar vegna þess tjóns sem hann hafi valdið stefnandameð því að gæta ekki hagsmuna hans sem handveðsala.Varakrafa ídómkröfu 2 um skaðabætur að fjárhæð 3.289.602 krónur, byggi á því að bindandi samkomulag hafi tekist millistefnanda og stefnda þann 17. febrúar 2007. Fyrirmæli stefnanda um innlausn,sölu, handveðsettra verðbréfa í tölvupósti þann dag hafi verið afdráttarlaus ogsamþykkt af stefnda, sbr. tölvupóst sama dag. Söluandvirði verðbréfanna 17.febrúar 2009 hafi numið 59.548.931 krónu, sbr. yfirlit stefnda, en hafieinungis numið 56.259.329 krónum þegar þau hafi loks verið innleyst. Mismunurþarna á, 3.289.602 krónur, sé tjón stefnanda af því að stefndi hafi ekki straxfarið að fyrirmælum stefnanda sem hann þó hafi samþykkt. Stefnda hafiborið að fara að ákvæðum II. kafla laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti,sbr. sérstaklega 18. gr., um bestu framkvæmd og bestu niðurstöðu fyrirviðskiptavini, og 19. gr., um framkvæmd fyrirmæla frá viðskiptavinum. Stefndisé skaðabótaskyldur vegna þessa bæði samkvæmt 29. gr. laga nr. 131/1997, umrafræna eignarskráningu verðbréfa, og samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarvegna þess tjóns sem hann hafi valdið stefnanda með því að gæta ekki hagsmunahans sem handveðsala.Þrautavarakrafaí dómkröfu 2, um skaðabæturað fjárhæð 2.485.193 krónur, byggi á því að bindandi samkomulag hafi tekist milli stefnanda og stefnda þann 17.febrúar 2007 um sölu handveðsettra verðbréfa til þess að andvirði þeirra gengitil greiðslu á skuldabréfi/lánssamningi. Tjón sem stefnandi hafi orðið fyrir afvöldum tafa stefnda á uppgjöri telji stefnandi vera á ábyrgð stefnda og fariþví fram á skaðabætur vegna þess. Tjónið sé mismunur á andvirði hinnahandveðsettu fjármuna eftir uppgreiðslu skulda sem eftir hefðu staðið í höndumstefnanda, 7.113.989 krónur, ef sala verðbréfa hefði átt sér stað strax 17.febrúar 2009 og þeirra fjármuna sem eftir hafi staðið í höndum stefnanda eftiruppgjör í byrjun mars 2009, 4.628.796 krónur. Nánari sundurliðun tjóns séeftirfarandi:Stefnda hafi borið að fara aðákvæðum II. kafla laga 108/2007, um verðbréfaviðskipti, sbr. sérstaklega 18.gr., um bestu framkvæmd og bestu niðurstöðu fyrir viðskiptavini, og 19. gr., umframkvæmd fyrirmæla frá viðskiptavinum. Stefndi sé skaðabótaskyldur vegna þessabæði samkvæmt 29. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa,og samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar vegna þess tjóns sem hann hafivaldið stefnanda með því að gæta ekki hagsmuna hans sem handveðsala.Þrautaþrautavarakrafaí dómkröfu 2. Telji dómurinnað stefnanda hafi ekki tekist að sanna beint fjártjón sitt, svo sem aðalkrafa,varakrafa og þrautavarakrafa hans byggi á, sé til þrautaþrautavara gerð krafaum að stefnda verði gert að greiða stefnanda skaðabætur eftir álitum dómsins.Þá sé á því byggt að háttsemi stefnda hafi leitt til tjóns fyrir stefnandavegna þess að stefnandi hafi af völdum stefnda ekki fengið umsamið tækifæri tilað bregðast við og til að taka upplýsta ákvörðun svo sem hann hafi átt rétt átil að lágmarka tjón sitt þegar hlutfall handveðtryggðra skulda hafi farið yfir60% af markaðsvirði handveðsettra fjármálagerninga. Byggt sé á því að með þvíað stefndi hafi ekki staðið við samkomulag aðila frá 17. febrúar 2009,fyrirmæli um sölu handveðsettra verðbréfa, með tilheyrandi töfum á uppgjöri,hafi stefnandi orðið fyrir tjóni sem stefndi eigi að bæta. Byggt sé á því að ísamræmi við venju og viðurkenndar kenningar hafi dómstólar heimild til aðákveða fjárhæð skaðabóta að álitum. Dómkrafa3. Stefndi hafisamkvæmt fyrirmælum í tölvuskeytum í febrúar 2009 einungis átt að innleysaverðbréf stefnanda að því marki sem dygði fyrir greiðslu skuldar Drómundar ehf.við stefnda. Krafan byggi á því að ímáli nr. 558/2014 telji Hæstiréttur „sannað að samkomulag tókst millimálsaðila um sölu hinna handveðsettu fjármálagerninga í þeim tilgangi aðgreiða umrædda skuld“. Niðurstaða Hæstaréttar hafi verið afdráttarlaus umað ekki hefði verið um veðkall að ræða, heldur hafi fyrirmæli stefnanda ítölvuskeytum verið samkomulag aðila, eins og stefndi hafi haldið fram ímálflutningi sínum í dómsmálinu. Fyrir liggi að stefndi hafi innleyst öllverðbréf stefnanda á vörslureikningum hjá honum en ekki einungis þau verðbréfsem fyrirmæli og samkomulag hafi verið um að innleysa til að greiða umræddaskuld. Skýr fyrirmæli hafi verið í tölvuskeytum stefnanda 11. febrúar 2009: „og greiði fyrir með því aðselja þær eignir mínar sem bankinn hefur að veði þannig að dugi fyrir láninu“og í tölvupósti 17. febrúar 2009: „Viltu þá innleysa að fullu báða ACM sjóðinamína og það sem þarf af Landsbanka Global Equity fund upp í restina afkaupverðinu fyrir skuldabréfinu.“ Fyrirmælin sýni glögglega að aldrei hafistaðið til af hálfu stefnanda að meira yrði innleyst af verðbréfum í febrúar ogmars 2009 en dygði til þess eins að greiða skuld Drómundar ehf. við stefnda.Tjón stefnanda sé að hafa af völdum stefnda orðið af þeirri ávöxtun semfjárfesting hans í Landsbanka Global Equity Fund hefði skilað honum ef stefndihefði farið að þeim fyrirmælum sem Hæstiréttur hafi dæmt, að kröfu stefnda, aðhafi verið samkomulag aðila. Stefnandi krefjist bóta vegna þessarar töpuðuávöxtunar að frádregnum þeim vaxtatekjum sem hann hafi haft af of innleystumfjármunum. Stefnda hafi borið að fara aðákvæðum II. kafla laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, sbr. sérstaklega13. gr., um framsalsáritun, 18. gr., um bestu framkvæmd og bestu niðurstöðufyrir viðskiptavini, og 19. gr., um framkvæmd fyrirmæla frá viðskiptavinum.Stefndi hafi selt og framselt fjármálagerninga umfram það sem hann hafi haftumboð til, hafi ekki farið að fyrirmælum stefnanda og ekki tryggt honum bestumögulegu niðurstöðu. Stefndi sé skaðabótaskyldur vegna þessa bæði samkvæmt 29.gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, og samkvæmtalmennum reglum skaðabótaréttar vegna þess tjóns sem hann hafi valdið stefnandameð því að fara ekki að hans fyrirmælum sem stefndi sjálfur og Hæstirétturtelji sannað að hafi verið samkomulag.Aðalkrafaí dómkröfu 3 eigi við ef fallist verður á aðaldómkröfu í 1. töluliðog sé kröfufjárhæð skaðabóta 14.757.329 krónur að frádregnum tildæmdumdráttarvöxtum samkvæmt aðaldómkröfu í 1. tölulið. Krafan byggi á því að til aðgreiða lán í bandaríkjadölum hefði, samkvæmt fyrrgreindum tölvupósti 17.febrúar 2009, einungis átt að innleysa 18.480,519 hluti í Landsbanka GlobalEquity Fund en ekki alla hluti og þar af leiðandi hefði stefnandi átt að eigaáfram hluti að nafnverði 11.933,323 sem að markaðsvirði hafi verið 11.121.618krónur við innlausn miðað við gengið 931,98 á hlut. Þegar gerð hafi verið krafaum bætur 29. maí 2015 og fyrra mál hafi farið af stað hafi innlausnargengisjóðsins verið 2187,88 og markaðsverðið 26.108.679 krónur. Töpuð ávöxtun afþvingaðri innlausn og því að eiga ekki áfram umrædd verðbréf hafi því numið14.987.060 krónum en frá þeirri fjárhæð dragist almennir sparisjóðsvextir af3.994.318 krónum (sem stefnandi fékk til frjálsrar ráðstöfunar) frá 6. mars2009 til 29. maí 2015, samtals 229.731 króna að meðtöldum vaxtavöxtum. Samtalssé því tjónið 14.757.329 krónur en frá því eigi að draga tildæmda dráttarvextisamkvæmt aðaldómkröfu í 1. tölulið. Nánari sundurliðun sé þannig:Varakrafa ídómkröfu 3. Verði ekki fallist á aðalkröfu undir þessum lið sé gerðvarakrafa um skaðabætur, 5.276.513 krónur. Krafan byggi á því að til að greiðalán í svissneskum frönkum og japönskum jenum hefði samkvæmt fyrrgreindum tölvupósti17. febrúar 2009 einungis átt að innleysa 26.029,541 hlut í Landsbanka GlobalEquity Fund en ekki alla hluti og þar af leiðandi hefði stefnandi átt að eigaáfram hluti að nafnverði 4.384,301 króna sem að markaðsvirði hafi verið4.086.081 króna við innlausn miðað við gengið 931,98 á hlut. Þegar gerð hafiverið krafa um bætur 29. maí 2015 og fyrra mál farið af stað hafiinnlausnargengi sjóðsins verið 2187,88 og markaðsverðið 9.592.324 krónur. Töpuðávöxtun af þvingaðri innlausn og því að eiga ekki áfram umrædd verðbréf hafiþví numið 5.506.244 krónum, en frá þeirri fjárhæð dragist almennirsparisjóðsvextir af 3.994.318 krónum, sem stefnandi hafi fengið til frjálsrarráðstöfunar, frá 6. mars 2009 til 29. maí 2015, samtals 229.731 króna aðmeðtöldum vaxtavöxtum. Samtals sé því tjónið 5.276.513 krónur sem gerð sé krafaum að stefndi bæti stefnanda. Nánari sundurliðun sé þannig:Þrautavarakrafaí dómkröfu 3. Telji dómurinn að stefnanda hafi ekki tekistað sanna beint fjártjón sitt, svo sem aðalkrafa og varakrafa hans séu byggðará, sé til þrautavara gerð krafa um að stefnda verði gert að greiða stefnandaskaðabætur eftir álitum dómsins. Þá sé á því byggt að háttsemi stefnda hafileitt til þess að stefnandi hafi ekki fengið notið þeirrar ávöxtunar sem hannhefði annars fengið ef stefndi hefði ekki innleyst alla erlendafjármálagerninga stefnanda og umfram það sem hann hafi haft fyrirmæli um aðgera. Í samræmi við venju og viðurkenndar kenningar hafi dómstólar heimild tilað ákveða fjárhæð skaðabóta að álitum.Stefnandi vísi til almennra reglna skaðabótaréttar og almennra reglna samninga- ogkröfuréttar innan og utan samninga.Vísað sé til samningalaga, nr. 7/1936, laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki,laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, og laga nr. 131/1997, um rafrænaeignarskráningu verðbréfa. Um varnarþing sé vísað til 33. gr. laga ummeðferð einkamála, nr. 91/1991, og til 129. gr., 130. gr. og 131. gr. sömu lagavarðandi málskostnað. Málsástæður og lagarök stefndaStefndi mótmæli öllummálsástæðum og lagarökum stefnanda og telji að engin þeirra eigi að leiða tilþess að dómkröfur hans verði teknar til greina. Því sé sérstaklega mótmælt aðlánssamningur milli Landsbanka Íslands hf. og Hverafoldar ehf. (síðar Drómundarehf.), dags. 2. maí 2007, hafi verið um lán í bandarískum dölum en ekki ísvissneskum frönkum og japönskum jenum. Í upphafilánssamningsins komi skýrlega fram að um fjölmyntalán hafi verið að ræða tiltveggja ára að jafnvirði 25.000.000 króna í myntunum CHF 50% og JPY 50%. Ákaupnótu komi fram að greitt hafi verið vegna lánsins JPY-japönsk jen23.561.128 og CHF-svissneskir frankar 238.106,61. Í tölvupóstum komi fram aðstefnandi hafi farið ítarlega yfir skilmála samningsins og gert athugasemdirvið þá, en ekki við þær myntir sem samningurinn hafi verið í. Óumdeilt sé aðerlendar myntir hafi skipt um hendur við lántökuna og fyrir liggi dómurHæstaréttar um að um hafi verið að ræða gilt lán í hinum tilgreindu myntumlánssamningsins. Ráða megi af orðalagi lánssamningsins og af öllum öðrum gögnummálsins að stefnanda hafi ekki getað dulist orðalag lánssamningsins, m.a. aftölvupósti hans, dags. 11. febrúar 2009, til starfsmanns stefnda, bréfi hanstil bankastjóra stefnda, dags. 12. maí 2009, og fyrstu stefnu hans á hendurstefnda. Það hafi ekki verið fyrr en í kjölfarið á dómi Hæstaréttar frá 16.mars 2015 í máli nr. 558/2014 að stefnandi hafi farið að halda því fram að umværi að ræða lán í bandarískum dölum en ekki svissneskum frönkum og japönskumjenum. Lánið semum ræddi í samningi félagsins Hverafoldar ehf. (síðar Drómundar ehf.) viðLandsbanka Íslands hf. hafi verið greitt út 4. maí 2007 með því að bankinnlagði, að beiðni félagsins, lánsbeiðni undirritaðri af stefnanda, tilteknafjárhæð inn á gjaldeyrisreikning í eigu stefnanda í bandarískum dölum. Þessiaðferð við útborgun lánsfjárins hafi verið í samræmi við ákvæði 1.2 ísamningnum frá 2. maí 2007 sem vísað hafi verið til í beiðni félagsins umútborgun lánsins 4. sama mánaðar. Fé í erlendum myntum hafi því skipt um hendurþegar Landsbanki Íslands hf. hafi efnt aðalskyldu sínu samkvæmt samningnum.Enga þýðingu hafi fyrir túlkun samningsins þótt útgreiðsla lánsins hafi verið íannarri mynt en þeim myntum sem samningurinn hafi hljóðað um. Þessi tegund lánsfalli ekki undir reglur VI. kafla laga nr. 38/2001, eins og fram komi íáðurnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 558/2014. Þessi málsástæða stefnanda séhonum því haldlaus og sé það þýðingarlaust fyrir úrlausn málsins hvortstefnandi og lántaki hafi einhvern tímann átt gjaldeyri eða bankareikninga ísvissneskum frönkum og japönskum jenum, komið til þessara landa eða áttviðskipti í þeim. Þegar af þeirri ástæðu sé tölulegur grundvöllur fyriraðalkröfu í fyrstu dómkröfu stefnanda einnig brostinn. Honum sé einnig mótmæltsem röngum, en stefnandi fjalli t.d. ekkert um muninn á LIBOR-vöxtum í USDannars vegar og CHF eða JPY hins vegar.Stefndimótmæli einnig varakröfu stefnanda í fyrstu dómkröfu. Því sé mótmælt að stefndihafi ekki fylgt fyrirmælum stefnanda við innlausn verðbréfanna. Stefnandi hafiekki á nokkurn hátt leitt að því líkur að stefndi hafi valdið honum tjóni viðsölu á verðbréfunum. Ástæða þess að lánið hafi ekki verið gert upp um leið ogsölu bréfanna hafi lokið sé sú að stefnda hafi ekki verið það heimilt samkvæmtreglum um uppgjörstíma. Á þeim tíma hafi uppgjörstíminn verið þrír dagar. Hvaðsem því líði sé um að ræða skamman tíma og með engum hætti unnt að halda þvífram að stefndi geti verið bótaskyldur gagnvart stefnanda við sölu áverðbréfunum. Af kvittunum sjáist að uppgjörsdagar séu 4. og 5. mars 2009 oghafi söluandvirðinu verið ráðstafað inn á skuld félagsins þann 6. mars 2009.Afgreiðslutíminn hafi því verið fullkomlega eðlilegur og verði stefnandi aðbera hallann af gengisþróuninni þessa daga en ekki stefndi. Krafa þessi sé settfram sem varakrafa en samt byggi hún á allt öðrum forsendum en aðalkrafan. Íaðalkröfunni byggi hann á að lánið sé í USD en í varakröfunni á að lánið sé íCHF og JPY og fari þessi framsetning í bága við 27. gr. laga nr. 91/1991.Stefndimótmæli jafnframt alfarið aðalkröfu í dómkröfu tvö. Í fyrsta lagi sé skilningurstefnanda á ákvæði handveðsyfirlýsingarinnar rangur. Ákvæðið hafi ekki veriðsett til að tryggja hagsmuni veðsala, heldur hafi það verið til að tryggja hagsmuniLandsbanka Íslands hf. Sjáist þegar ákvæði i-liðar gr. 11.1. í lánssamningnumsé skoðað að þar sé um að ræða heimildarákvæði til gjaldfellingar telji bankinntryggingarstöðu sína ekki nægilega góða. Stefnda eða forvera hans hafi aldreiverið skylt að beita veðkalli. Eftir bankahrunið og eftir stofnun stefnda íkjölfarið hafi verið stigið varlega til jarðar varðandi veðköll. Stefnandasjálfum, eða honum sem fyrirsvarsmanni lántaka, hafi verið í lófa lagið að óskaeftir því að stefndi seldi hin handveðsettu verðbréf fyrr, en hafi kosið aðgera það ekki. Honum hlaut að hafa verið fullkunnugt um hver staða lánsins hafiverið hverju sinni. Stefnandi kveðist lengi hafa búist við veðkalli og taliðþað óumflýjanlegt. Því sé mótmælt hvernig stefnandi reikni út hið meinta tjónsitt. Honum sé haldlaust að reikna verðmæti safnsins út frá óformlegri tölu íákvörðunarblaði stefnda, reikna 40% af þeirri fjárhæð og mínusa frá andvirðihinna seldu verðbréfa sem ekki hafi farið til greiðslu á skuldinni. Stefnandihafi því ekki sannað hið meinta tjón sitt með réttmætum tölulegum hætti. Hannhafi ekki heldur reynt að sýna fram á hvenær hin meinta skylda stefnda eðaforvera hans til veðkalls eigi að hafa stofnast og beri því að sýkna stefndameð vísan til aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála. Varakröfuog þrautavarakröfu í dómkröfu tvö sé mótmælt. Því sé mótmælt að bindandisamkomulag hafi orðið milli stefnanda og stefnda þann 17. febrúar 2009 um söluhinna handveðsettu verðbréfa. Þvert á móti virðist sem það hafi verið stefnandisjálfur sem ekki hafi fylgt ósk sinni um sölu bréfanna eftir í kjölfar þess aðhonum hafi verið tjáð að stefndi gæti ekki orðið við ósk hans um framsal áskuldaskjalinu til stefnanda. Það hafi ekki verið fyrr en með tölvupósti kl.14.18 fimmtudaginn 26. febrúar 2009 sem stefnandi hafi óskað eftir að sjóðirniryrðu innleystir og lánið greitt upp. Þann 27. febrúar hafi svo verið endanlegaljóst að stefnandi óskaði eftir sölunni enda þótt hann fengi ekki lánssamninginnframseldan til sín. Viðskiptin hafi svo farið fram þann dag, föstudaginn 27.febrúar og mánudaginn 2. mars 2009. Tölulegum útreikningi krafnanna sé mótmælt,enda byggi hann á röngum dagsetningum. Þessi málsástæða sé stefnanda þvíhaldlaus. Málatilbúnaður þessi sé í algeru ósamræmi við málatilbúnað hans ímálinu sem lokið hafi með dómi Hæstaréttar í máli nr. 558/2014. Því tilstuðnings sé staðhæfing stefnanda í bréfi þar sem hann segi að nákvæmlegaekkert samráð hafi verið um hvernig staðið skyldi að innlausn hinnahandveðsettu verðbréfa og uppgreiðslu myntkörfuláns Drómundar ehf.Þrautaþrautavarakröfu ídómkröfu tvö sé mótmælt með sömu rökum og varakröfu og þrautavarakröfu.Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að stefndi hafi bakað honum tjón með saknæmumhætti auk þess sem allar kröfur stefnanda séu fyrndar. Jafnvel þótt stefnandahefði tekist að sanna hið meinta tjón sitt byggi stefndi á því að enginskilyrði séu til að dæma skaðabætur að álitum í þessu máli, enda hafi hinnmeinti tjónsatburður átt sér stað tæpum sjö árum áður en dómsmál þetta hafiverið höfðað. Þriðjudómkröfu stefnanda og undirliðum hennar sé alfarið mótmælt. Því sé mótmælt aðstefndi hafi eingöngu átt að innleysa verðbréf stefnanda að því marki sem dygðinákvæmlega til greiðslu skuldar Drómundar ehf. við stefnda. Endanleg óskstefnanda hafi ekki verið sett fram fyrr en í tölvupóstum þann 26. febrúar og27. febrúar 2009 til starfsmanns stefnda en þar hafi stefnandi óskað eftir þvíað málið yrði klárað, sjóðirnir innleystir og lánið greitt upp. Enn fremur hafihann þá sagt að þetta ætti allt saman að vera komið á hreint og spurt hvortekki væri hægt að klára málið þann dag og ganga frá greiðslu. Stefnanda hafiborið að láta í ljósi ósk sína með nákvæmari hætti hafi hann þá haft annað íhuga, þ.e. það sem hann haldi nú fram mörgum árum síðar.Aðalkröfuí þriðju dómkröfu sé mótmælt með vísan til sömu málsástæðna og lagaraka og íaðalkröfu í fyrstu dómkröfu, enda geri þessi dómkrafa ráð fyrir að lánið hafiverið í bandaríkjadölum. Tölulegum grundvelli kröfunnar sé einnig mótmælt.Varakröfu í þriðju dómkröfu sé mótmælt með vísan til framangreinds en einnig séhin meinta bótakrafa ranglega reiknuð frá 17. febrúar 2009. Stefnandi hafi ekkireynt að sanna hið meinta tjón sitt með nokkrum hætti. Krafa stefnandaí öllum undirliðum þriðju dómkröfu byggi á tapaðri ávöxtun vegna þess að hannhafi ekki lengur átt hluti í Landsbanka Global Equity Fund. Hann hafi heldurekki með neinu móti fært sönnur á að hafa geymt fjármunina á reikningi nr.0116-26-1704 í rúmlega sex ár eins og hann haldi fram. Hafi hann gert það hafihann ekki útskýrt hvers vegna hann hafi ekki reynt að takmarka hið meinta tjónsitt með öðrum fjárfestingarleiðum sem í boði hafi verið undanfarin 6 ár, t.d.með kaupum í íslenskum hlutabréfasjóði. Stefndimótmæli einnig þrautavarakröfu í þriðju dómkröfu með sömu rökum og umþrautaþrautavarakröfu í dómkröfu tvö. Jafnvel þótt stefnanda hefði tekist aðsanna hið meinta tjón sitt byggi stefndi á því að engin skilyrði séu til aðdæma skaðabætur að álitum í þessu máli, enda hafi hinn meinti tjónsatburður áttsér stað tæpum sjö árum áður en dómsmál þetta hafi verið höfðað. Á því sé byggtað sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda.Stefnandihafi í engum af dómkröfum sínum sýnt fram á að skilyrðum skaðabótaábyrgðarsamkvæmt sakarreglunni sé fullnægt. Engin umfjöllun sé í stefnu um grundvöllbótaskyldunnar, heldur látið nægja að vísa almennt til almennra reglnaskaðabótaréttar og lagaákvæða án þess að færa viðhlítandi rök fyrir því hversvegna þau eigi við í umræddum tilvikum. Ekki sé ljóst af stefnu hvort byggt séá skaðabótareglum utan eða innan samninga. Stefndi mótmæli því eindregið aðhann hafi á nokkurn hátt farið í bága við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti oglög um rafræna eignaskráningu verðbréfa við sölu verðbréfanna og ráðstöfunfjármunanna inn á skuldir Drómundar ehf. Stefnanda hafi því ekki tekist sönnuná að hann hafi orðið fyrir tjóni eða umfangi þess, að stefndi hafi viðhaftháttsemi sem sé skaðabótaskyld að lögum, eða að hið meinta tjón sé sennilegafleiðing af þeirri háttsemi. Jafnvelþótt stefnanda takist að færa sönnur á réttmæti einhverrar kröfu sinnar ístefnu eigi samt sem áður að sýkna stefnda þar sem allar kröfur stefnanda séufyrndar. Hinn meinti tjónsatburður hafi að mati stefnanda átt sér stað átímabilinu 17. febrúar til 6. mars 2009 og því eigi við lög nr. 150/2007, umfyrningu kröfuréttinda, sbr. 28. gr. laganna. Samkvæmt 3. gr. laganna séalmennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár og í 9. gr. þeirra segi aðkrafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli hafi fengiðnauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð beri á því eða hafi boriðað afla sér slíkra upplýsinga. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laganna sé fyrninguslitið þegar mál sé höfðað, þ.e. með birtingu stefnu, sbr. 93. gr. laga nr.91/1991.Kröfugerðstefnanda hjá Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, dags. 29.desember 2009, hafi ekki verið um skaðabætur og geti því ekki talist slitfyrningar í skilningi 16. gr. laga nr. 150/2007 í þessu máli, auk þess semnefndin hafi kveðið upp úrskurð sinn tæpum 6 árum áður en mál þetta var höfðað.Héraðsdómsstefnaí málinu, sem lokið hafi með dómi Hæstaréttar í máli nr. 558/2014, hafi veriðbirt 2. ágúst 2012. Dómkröfur stefnanda í því máli hafi annars vegar byggst áþví að stefndi hefði glatað handveðrétti sínum við framkvæmdina á söluverðbréfanna og hins vegar á því að lánssamningurinn væri í raun gengistryggtlán í íslenskum krónum. Hvorug krafnanna hafi verið krafa um skaðabætur og getiþví ekki markað slit fyrningar í þessu máli. Stefnandi hafi höfðaðviðurkenningarmál gegn stefnda með stefnu birtri þann 11. júní 2015 sem vísaðhafi verið frá dómi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 21. desember 2015.Það hafiekki verið fyrr en með stefnu í dómsmáli þessu sem stefnandi hafi höfðaðdómsmál á hendur stefnda til greiðslu skaðabóta og til endurgreiðslu með vísantil þess að hann teldi lánssamninginn hafa verið í USD en ekki JPY og CHF. Þáhafi verið liðin tæp sjö ár frá hinum meinta tjónsatburði. Þá getibráðabirgðaákvæði XIV í vaxtalögum nr. 38/2001 ekki átt við í þessu máli endaekki um uppgjörskröfur að ræða í skilningi ákvæðisins og um gilt lán í erlendummyntum að ræða. Vanreifað sé með öllu í stefnu hvers vegna stefnandi telji kröfursínar ekki vera fyrndar en í stefnu viðurkenni stefnandi að hann hafi ekki gertkröfur um bætur fyrr en þann 29. maí 2015. Með því að gera kröfu um vextisamkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 2009 til 2015 viðurkenni stefnandieinnig að hann hafi aldrei slitið fyrningu hvað skaðabótakröfur varði. Samahvernig á málið sé litið verði ekki annað séð en að kröfur stefnda séu löngufyrndar og því beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda.Verði afeinhverjum ástæðum ekki fallist á ofangreindar málsástæður stefnda byggi hann áþví að sýkna beri stefnda vegna tómlætis stefnanda við að halda uppi kröfumsínum um skaðabætur. Hinn meinti tjónsatburður, eins og hann horfi við stefnda,hafi þegar legið ljós fyrir í febrúar og mars 2009 og hafi stefnanda þá þegarverið í lófa lagið að halda uppi skaðabótakröfum sínum mun fyrr frekar en aðtaka áhættuna af því að draga það í tæp sjö ár. Í dómiHæstaréttar í máli nr. 330/2016 hafi Hæstiréttur fellt úr gildifrávísunarúrskurð héraðsdóms og hvorki talið að ákvæði 116. gr. laga nr.91/1991 né 5. mgr. 101. gr. sömu laga ættu að leiða til frávísunar. Stefndibyggi samt sem áður á því, sem fyrr, að fullt tilefni hafi verið fyrirstefnanda að hafa kröfur sínar í þessu máli uppi í hinu fyrsta máli milli sömuaðila og að meginregla 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 girði fyrir aðstefnandi geti byggt málatilbúnað sinn í þessu máli á þeim málsástæðum sem hannnú hafi uppi. Ítrekuð sé sú málsástæða stefnda að öllum málsástæðum stefnandasé mótmælt sem of seint fram komnum. Fyrst framsetning stefnanda með þessumhætti hafi ekki leitt til frávísunar málsins byggi stefndi á því að gegnmótmælum stefnda beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda.Áskorun stefnanda um aðstefndi leggi fram upptökur af símtölum sé andmælt sem þýðingarlausri en honumætti að vera fullkunnugt um að hann geti aldrei byggt neinn rétt á óformlegusamtali símleiðis við starfsmann stefnda. Þá hafi könnun stefnda leitt til þessað ekki finnist neinar þær upptökur sem stefnandi hafi skorað á stefnda aðleggja fram.Mótmæltsé upphafstíma vaxta í öðrum lið dómkrafna og upphafstíma dráttarvaxta í öllumdómkröfum. Verði talið að einhver dómkrafa stefnanda sé ekki fyrnd og fallist áeinhverja þeirra sé ljóst að allir vextir eldri en fjögurra ára frá málshöfðunardegiséu fyrndir. Þá verði ekki séð að stefnandi hafi sett dómkröfur sínar fram fyrren í stefnu þannig að stefnandi ætti aldrei rétt á dráttarvöxtum fyrr en ífyrsta lagi mánuði frá birtingu stefnu.Kröfurstefnda styðjist við lög nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, sérstaklega3. gr., 2. mgr. 5. gr., 9. gr., 15. gr., 16. gr. og 28. gr., lög nr. 91/1991,um meðferð einkamála, sérstaklega 16. gr., 27. gr., 44. gr., 80. gr., 93. gr.og 5. mgr. 101. gr., vaxtalög, nr. 38/2001, lög nr. 108/2007, umverðbréfaviðskipti, lög nr. 131/1997, um rafræna eignaskráningu verðbréfa,meginreglur samningaréttar og samningalög, nr. 7/1936, almennar reglurskaðabótaréttar og kröfuréttar innan og utan samninga. Krafa stefnda ummálskostnað byggi á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 og krafa umvirðisaukaskatt af málflutningsþóknun á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.Stefndi sé ekki virðisaukaskattsskyldur og beri honum því nauðsyn til að fá dómfyrir þessum skatti úr hendi stefnanda. NiðurstaðaMálsatvikum og ágreiningsefnum málsins er lýst ísérstökum kafla hér að framan. Svo sem þar kemur fram og rakið var í dómiHæstaréttar í máli réttarins nr. 330/2016 snúast kröfur stefnanda ímeginatriðum í máli þessu í fyrsta lagi um það við hvaða erlenda gjaldmiðla hafiátt að miða skuld samkvæmt lánssamningnum. Í öðru lagi um það hvort stefndihafi vanrækt skyldur sínar gagnvart stefnanda með þeim afleiðingum að stefndihafi orðið að taka til sín meira af verðmæti veðsettra fjármálagerninga tiluppgjörs á skuldinni en annars hefði þurft. Í þriðja lagi um það hvort stefndihafi ráðstafað meira af þessum gerningum en heimilt hafi verið.Stefnandi heldur því fram aðskuld samkvæmt lánssamningi Drómundar ehf. og stefnda hafi borið að miða viðgengi bandaríkjadals. Hæstiréttur hafnaði því sem stefnandi hélt fram í máliréttarins nr. 558/2014, að skuldin væri í íslenskum krónum með ólögmætrigengistryggingu, og var því með dóminum slegið föstu að um væri að ræða lán íerlendum gjaldmiðlum. Telur stefnandi að sú staðreynd að lánið var greitt út íbandaríkjadölum hafi skipt máli við það mat og eigi hún því einnig að leiða tilþeirrar niðurstöðu að reikna beri lánsfjárhæðina í bandaríkjadölum viðendurgreiðslu hennar. Stefndi reiknaði á hinn bóginn, við uppgjör skuldarinnarí íslenskum krónum, með því að fjárhæð hennar tæki mið af gengi japanskra jenaog svissneskra franka.Hér er nærtækast að líta tilsamningsins sjálfs. Samkvæmt honum var um að ræða fjölmyntalán til tveggja áraað jafnvirði 25 milljóna króna, íneðanskráðum myntum og hlutföllum: CHF 50% JPY 50%. Þá segir í samningnumað fjárhæð hvers gjaldmiðils skyldi ákvarðast tveimur virkum bankadögum fyrirútborgunardag lánsins og yrði skuldin þá eftirleiðis tilgreind með fjárhæðþeirra erlendu mynta eða jafngildi þeirra í öðrum erlendum myntum. Lántakiskuli greiða samkvæmt sölugengi bankans á gjalddaga greiði hann afborganir,vexti og dráttarvexti í íslenskum krónum. Meðal gagna málsins erutölvupóstsamskipti starfsmanna forvera stefnda frá 2. maí 2007 um gengispöntun vegna lánssamningsins Value dagur eftir 2 daga. Þar kemur framað Lánið verður í eftirfarandi myntum og hlutföllum: CHF 50% JPY 50% ogað það Greiðist út í USD. Lánið varsamkvæmt gögnum málsins greitt út 4. maí 2007 með þeim hætti að lánsfjárhæðinvar samkvæmt kaupnótu reiknuð í japönskum jenum og svissneskum frönkum og lögðinn á gjaldeyrisreikning stefnanda í bandaríkjadölum. Voru tvö reikningsyfirlitá þann reikning árituð annars vegar ámóti CHF og hins vegar á móti jenum.Þessar innborganir á gjaldeyrisreikning stefnanda voru í samræmi viðsameiginlega beiðni stefnanda og lántaka um útborgun lánsins, sem er viðaukivið lánssamninginn. Í sama skjali er áréttuð umsamin heimild til þess aðskuldfæra á bankareikning stefnanda í íslenskum krónum afborganir og vexti afláninu. Samkvæmt framansögðu var lánsfjárhæðin miðuð við japönsk jen ogsvissneska franka og var sú ráðstöfun í samræmi við óskir stefnanda fyrir höndlántaka í aðdraganda lántökunnar samkvæmt því sem greinir í gögnum málsins. Súfjárhæð í íslenskum krónum sem skuldfærð var á reikning stefnanda tilendurgreiðslu lánsins var miðuð við þágildandi gengi þessara gjaldmiðla ísamræmi við efni lánssamningsins. Ekki verður fallist á þá málsástæðu stefnandaað innborgun andvirðis lánsins á gjaldeyrisreikning hans í bandaríkjadölum eigiað hafa þau áhrif að skuldin skuli reiknuð upp í þeim gjaldmiðli viðendurgreiðslu hennar í íslenskum krónum. Var stefnda því rétt að reikna, viðendurgreiðslu lánsins þann 6. mars 2009, eftirstöðvar skuldarinnar í íslenskumkrónum miðað við gengi þeirra gjaldmiðla sem tilteknir voru í lánssamningi.Stefnandi hefur ekki andmælt tölulegum niðurstöðum þess útreiknings. Aðframangreindu virtu verður hafnað aðalkröfu stefnanda í fyrsta lið dómkrafnahans um endurgreiðslu fjármuna. Aðalkröfu stefnanda í þriðja kröfulið hans, semer krafa um skaðabætur, verður einnig þegar af framangreindum ástæðum hafnað,en hún byggir á því að fjárhæð skuldarinnar hefði átt að miðast við gengibandaríkjadals við endurgreiðslu hennar.Aðrar dómkröfur stefnanda erukröfur um skaðabætur. Ber stefnandi sönnunarbyrði fyrir því að þau skilyrðibótaskyldu séu uppfyllt að hann hafi orðið fyrir tjóni, tjónið hafi orðið vegnasaknæmrar og ólögmætrar háttsemi sem sá sem hann krefur um bætur ber ábyrgð áog að tjónið sé sennileg afleiðing af þeirri háttsemi.Bótakröfur stefnanda byggja á þvíað stefndi hafi brotið gegn skyldum sínum við stefnanda sem viðskiptavin ogvaldið honum tjóni. Vísar stefnandi til skyldna stefnda sem fjármálafyrirtækissamkvæmt 18. gr. og 19. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Þar kemurm.a. fram að fjármálafyrirtækiskuli við framkvæmd viðskiptafyrirmæla leita allra leiða til að tryggja bestumögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptavini sína með tilliti til verðs, kostnaðar,hraða, líkinda til þess að af viðskiptunum verði, umfangs, eðlis og annarraþátta sem máli skipta. Við framkvæmd fyrirmæla skuli gera ráðstafanir sem miðaað sanngjarnri og skjótri framkvæmd fyrirmæla viðskiptavina, með tilliti tilfyrirmæla annarra viðskiptavina eða viðskiptahagsmuna fjármálafyrirtækisins. Þávísar stefnandi til 29. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráninguverðbréfa, en þar segir að reikningsstofnun beri skaðabótaábyrgð vegna þesstjóns sem rakið verði til starfsemi hennar í tengslum við tilkynningar umskráningu, breytingar eða afmáningu réttinda á reikningi íverðbréfamiðstöðinni, svo og greiðslum út af slíkum reikningi, þrátt fyrir aðorsök tjónsins verði rakin til óhappaatvika.Að auki vísar stefnandi tilalmennra reglna skaðabótaréttar til stuðnings kröfum sínum. Háttsemina, sem stefnandi telurstefnda bera ábyrgð á og að tjón sitt sé að rekja til, telur hann annars vegarvera þá að stefndi hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart sér með þeim afleiðingumað stefndi hafi tekið til sín meira af verðmæti veðsettra fjármálagerninga til uppgjörsá skuldinni en annars hefði þurft. Hins vegar þá háttsemi að stefndi hafiráðstafað meira af þessum gerningum en heimilt hafi verið.Stefnandi byggir aðalkröfu í öðrum lið dómkrafnasinna á því að stefndi hafi brugðist skyldum sínum gagnvart honum með því aðgera honum ekki viðvart þegar verðmæti veðtryggingar hans fyrir skuld Drómundarehf. við stefnda hafi farið undir 60% af skuldinni sem veðinu var ætlað aðtryggja. Stefnandi hefur þó ekki sjálfur tilgreint hvenær það hafi gerst, þ. ám. hvort það hafi verið í tíð lánveitandans, forvera stefnda, eða stefndasjálfs. Þá hefur stefnandi ekki gert viðhlítandi grein fyrir þeim eignum semveðsettar voru þannig að unnt væri að leggja til grundvallar þá útreikningastefnanda undir þessum lið sem miða við að verðmæti þeirra eigna hafi verið88.000.000 króna við veðsetninguna. Að virtum ákvæðum í handveðsyfirlýsingu oglánssamningi um fyrrgreint 60% hlutfall er fallist á það með stefnda að þeimákvæðum hafi verið ætlað að tryggja hagsmuni veðhafa, lánveitandans, tilfullnægjandi trygginga. Sá réttur sem veðsala er tryggður með þessum ákvæðumfelst í því að veðkalli verði ekki beitt nema veðsala hafi áður gefist kostur áað bæta úr með auknum tryggingum. Fyrir liggur að ekki kom til veðkalls afstefnda hálfu, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 558/2014, hvorki af þeim sökumað veðtrygging væri ónóg eða af öðrum ástæðum. Getur stefnandi ekki byggt rétttil skaðabóta úr hendi stefnda á því að stefndi hafi ekki beitt úrræðum til aðtryggja hagsmuni sína sem lánveitandi og veðhafi þegar verðmæti hins veðsettahafi orðið minna en sem nam 60% af skuldinni sem því var ætlað að tryggja, enekkert er samkvæmt framansögðu upplýst um það hvenær það hafi orðið. Byggir stefnandi bótakröfur sínarað öðru leyti í meginatriðum á því að stefnda hafi borið, í samræmi viðfyrirmæli sín, í síðasta lagi 17. febrúar 2009 að hefjast handa við að seljaveðsetta fjármálagerninga hans að því marki sem nægði nákvæmlega tiluppgreiðslu láns Drómundar ehf. og ráðstafa andvirðinu til greiðslu lánsinsjafnóðum, þremur bankadögum eftir sölu. Þau fyrirmæli sem stefnandi vísar tilum að selja skyldi hina veðsettu gerninga og send voru stefnda í tölvupósti,fyrst 11. febrúar 2009 og síðan 17. febrúar 2009, voru gefin í tengslum við ogá þeim forsendum að stefndi féllist á að framselja til stefnanda skuldDrómundar ehf. við stefnda, sem endurgreiða skyldi í maí s.á. Stefndi varð ekkivið beiðni stefnanda um framsal kröfunnar til hans. Þegar það var ljóst sendistefnandi tölvupóst til stefnda síðdegis 26. febrúar s.á. með beiðni umráðstöfun hinna handveðsettu gerninga í því skyni að hann myndi sjálfur greiðastefnda skuld Drómundar ehf. samkvæmt lánssamningnum með andvirði þeirra. Atvik eru samkvæmt gögnummálsins, sbr. og forsendur dóms Hæstaréttar í máli nr. 558/2014, í framhaldinuþau að stefndi hóf, í samræmi við þetta samkomulag aðila, sölu umræddra eignastefnanda föstudaginn 27. febrúar 2009 og lauk sölu þeirra mánudaginn 2. marss.á. Andvirðinu sem rann inn á innlánsreikninga stefnanda hjá stefnda við sölueignanna innan þriggja daga uppgjörstímabils var ráðstafað til uppgreiðsluskuldar Drómundar ehf. við stefnda þann 6. mars s.á. Var skuldin gerð upp miðaðvið sölugengi viðeigandi gjaldmiðla þann dag. Stefnandi byggir útreikningkrafna sinna m.a. á því að andvirði gerninganna hefði átt að ganga til greiðsluinn á skuld Drómundar ehf. við stefnda dagana 4. mars og 5. mars s.á. en ekkiþann 6. mars s.á. svo sem raunin varð. Dómurinn fellst ekki á það með stefnandaað þessi framkvæmd stefnda feli í sér þær tafir á framkvæmd fyrirmæla stefnandasem viðskiptavinar að ekki samræmist þeim skyldum stefnda samkvæmt 18. gr. og19. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, sem gerð er grein fyrir aðframan.Samkvæmt málatilbúnaði stefnandavar endanleg lánsfjárhæð skuldar Drómundar ehf. við stefnda, reiknuð ííslenskum krónum, mismunandi há eftir greiðsludegi hennar vegnagengisbreytinga. Einnig byggir hann á því að andvirði seldra fjármálagerningasinna hafi tekið verulegum breytingum á þeim dögum sem salan fór fram og næstudaga þar á eftir. Miðað við þessa óvissuþætti og þær fjárhæðir sem stefnanditilgreinir í þeim efnum hefur stefnanda ekki tekist að sýna fram á vanrækslustarfsmanna stefnda eða aðra saknæma háttsemi við innlausn fjármálagerninga semreyndust svo við uppgreiðslu lánsins vera umfram það sem nauðsynlegt hefðiverið í því skyni. Stefnandi hefur sjálfursérfræðiþekkingu í fjármálum og byggði hann í fyrra máli sínu á hendur stefndam.a. á því að hann einn hefði haft umráð þeirra reikninga sem andvirði hinnaveðsettu fjármálagerninga var lagt inn á. Upplýsingar liggja ekki fyrir í máliþessu um það hvernig þeim innstæðum sem eftir stóðu, að greiddri skuldDrómundar ehf. við stefnda, var ráðstafað í raun. Sú fjárhæð sem umfram varlánsfjárhæð á greiðsludegi var stefnanda til reiðu og til frjálsrarráðstöfunar, eftir atvikum til fjárfestinga í verðbréfum í stað þeirra sem seldvoru.Það er vandséð hvernig starfsmennstefnda hefðu mátt sjá fyrir annars vegar það að verðmæti verðbréfa stefnanda myndirýrna á tímabilinu 17. febrúar til 4. mars 2009, svo sem stefnandi byggir á íöðrum lið dómkrafna sinna, og hins vegar að þeir hefðu á sama tíma mátt sjá þaðfyrir að verðmæti verðbréfa í sama sjóði myndi skila umtalsverðri ávöxtun fráþeim tíma þar til 29. maí 2015. Í þriðja lið dómkrafna byggir stefnandi á þvíað hann hafi orðið af þeirri ávöxtun vegna þeirrar háttsemi starfsmanna stefndaað ráðstafa meiru af hinum veðsettu verðbréfum en nauðsynlegt hefði verið.Verður ekki séð að sú framkvæmd starfsmanna stefnda, sem gögn málsins bera meðsér að viðhöfð hafi verið við sölu og ráðstöfun hinna veðsettu verðmæta, hafifalið í sér þá vanrækslu á að gæta hagsmuna stefnanda sem viðskiptavinar í þeimviðskiptum sem mál þetta snýst um að bótaskylda verði lögð á stefnda vegnahennar. Að öllu framangreindu virtu erfallist á það með stefnda að stefnanda hafi hvorki tekist sönnun á því aðháttsemi starfsmanna stefnda hafi verið saknæm þannig að bakað hafi stefnda bótaábyrgð innan eða utan samninga nésönnun á því að meint tjón stefnanda sé sennileg afleiðing af háttsemi þeirrasem stefndi beri bótaábyrgð á.Verður samkvæmt framangreinduþegar af þessum ástæðum að sýkna stefnda af öllum skaðabótakröfum stefnanda ímálinu. Þarflaust er því að taka afstöðu til annarra málsástæðna stefnda fyrirsýknukröfu sinni.Í ljósi niðurstöðu málsins og með vísun til 1. mgr.130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnaðsem hæfilega er ákveðinn 400.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti.Dóm þennan kveður upp Kristrún Kristinsdóttirhéraðsdómari.DÓ M S O R ÐStefndi, Landsbankinn hf., er sýkn af kröfumstefnanda, Birkis Leóssonar, í máli þessu.Stefnandi greiði stefnda 400.000 krónur ímálskostnað. |
Mál nr. 42/2017 | Fasteign Lóðarréttindi Umferðarréttur Þinglýsing Grandleysi Lögbann | G ehf., sem var rétthafi lóðar að Græðisbraut 1 í Vestmannaeyjum krafðist þess að staðfest yrði lögbann sem sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum lagði við frekari framkvæmdum E ehf. við að girða af lóð að Heiðarvegi 10 í sama bæ, en lóðirnar lágu hvor að annarri á nánar tilgreindu svæði. Þá krafðist G ehf. jafnframt viðurkenningar á því að E ehf. væri óheimilt án leyfis að reisa girðingu við lóðarmörk þeirrar lóðar sem hindraði nýtingu umferðar- og bílastæðaréttinda G ehf. á lóðinni. Byggði G ehf. kröfu sína á því að hann hefði með óþinglýstum kaupsamningi við B ehf. 13. desember 2011, sem var grundvallaður á samkomulagi frá í ágúst sama ár, keypt tiltekin bílastæða- og umferðarréttindi á leigulóð B ehf. við Heiðarveg 10. Bar E ehf. því m.a. við í málinu að þinglýst réttindi sín á grundvelli afsals um kaup á Heiðarvegi 10 hefðu hrundið réttindum G ehf. samkvæmt kaupsamningnum á grundvelli 2. mgr. 29. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, enda hefði félagið verið grandlaust um tilvist réttinda G ehf. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að G ehf. hefði sýnt fram á að félagið hefði öðlast hlutbundin réttindi yfir lóðinni að Heiðarvegi 10 með framvísun samkomulagsins og kaupsamningsins frá 2011. Að því er varðaði álitaefnið hvort réttur E ehf. samkvæmt þinglýstu afsali fengi hrundið eldra rétti G ehf. samkvæmt kaupsamningi sem ekki hefði verið þinglýst vísaði Hæstiréttur til þess að fyrirsvarsmaður E ehf. hefði við kaupin kynnt sér aðstæður á vettvangi ásamt því að kynna sér efni lóðarleigusamnings um lóðina. Þótt hvorki í lóðarleigusamningnum né meðfylgjandi uppdrætti hefði verið getið um réttindi G ehf. hefði hinu selda verið lýst í afsalinu sem nánar tilgreindri fasteign ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum. Þá hefðu ummerki á vettvangi með augljósum hætti gefið til kynna að réttur til bílastæða austan nýbyggingar að Græðisbraut 1 tilheyrði þriðja aðila og að sá nyti aðgengis að þeim um lóðina að Heiðarvegi 10, enda ekki um aðrar leiðir að ræða. Hefði þetta gefið fyrirsvarsmanni E ehf. sérstakt tilefni til að kynna sér nánar og ganga úr skugga um hvort til staðar væru óþinglýst bílastæða- og umferðarréttindi yfir lóðinni. Það hefði hann ekki gert og því gæti hann ekki talist grandlaus í skilningi 19. gr. þinglýsingalaga. Af því leiddi að þinglýstur réttur E ehf. fékk ekki hrundið eldri óþinglýstum rétti G ehf. Var talið að G ehf. hefði gert sennilegt í skilningi 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. að fyrirhugaðar framkvæmdir E ehf. myndu brjóta gegn lögvörðum hagsmunum sínum og þau fara forgörðum þyrfti félagið að bíða dóms um þau. Var lögbannið því staðfest. Að því virtu var jafnframt viðurkennt að E ehf. væri án samþykkis G ehf. óheimilt að reisa girðingu á mörkum lóðarinnar að Heiðarvegi 10, sem hindraði nýtingu G ehf. á réttindum félagsins yfir lóðinni samkvæmt kaupsamningi 13. desember 2011. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari, Guðrún Erlendsdóttirsettur hæstaréttardómari og Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. janúar 2017. Hann krefst staðfestingará lögbanni sem sýslumaður lagði 21. desember 2015 við frekari framkvæmdum stefndavið að girða af lóðina að Heiðarvegi 10 í Vestmannaeyjum. Þá krefst hann viðurkenningará því að stefnda sé án leyfis óheimilt að reisa girðingu við lóðarmörkumræddrar fasteignar sem hindrar nýtingu umferðar- og bílastæðaréttindaáfrýjanda á lóðinni. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti. ILóðirnar Græðisbraut 1 og Heiðarvegur10 í Vestmannaeyjum liggja hvor að annarri á svæði sem afmarkast af götunumGræðisbraut, Vesturvegi og Heiðarvegi þar í bæ. Stærð fyrrnefndu lóðarinnar er 2.407,4m² og er áfrýjandi rétthafi hennar samkvæmt leigusamningi við Vestmannaeyjabæ 12.desember 2011 en upphaflegur samningur um leigu lóðarinnar var gerður 9.desember 1964. Með samningnum 12. desember 2011 stækkaði lóðin um 1.316,2 m² einsog nánar greinir síðar, meðal annars vegna þess að við hana bættist hlutilóðarinnar að Heiðarvegi 10. Eigandi áfrýjanda er Steini og Olli ehf. Bifreiðastöð Vestmannaeyja hf. gerði27. september 1985 samning við Vestmannaeyjabæ um leigu lóðarinnar aðHeiðarvegi 10 sem endurnýjaður var 12. desember 2011. Með síðari samningnum minnkaðilóðin um 164,2 m² vegna stækkunar Græðisbrautar 1 og er stærð hennar eftir breytinguna702,1 m². Stefndi er núverandi rétthafi lóðarinnar að Heiðarvegi 10 og reisir hanntilkall sitt til hennar á afsali frá Bifreiðastöð Vestmannaeyja ehf. en eins ognánar greinir síðar er ágreiningur um hvort það var gert í september eðaoktóber 2015. Í framhaldi af því að stefndi öðlaðistréttindi yfir lóðinni að Heiðarvegi 10 síðla árs 2015 hófst hann handa við að reisagirðingu við norður- og suðurhlið lóðarinnar. Mun girðingin hafa verið gerð úreinhvers konar steypustólpum, sem unnt var að fjarlægja, og var keðja á milliþeirra. Var girðingin eftir endilöngum lóðarmörkum á suður- og norðurhlið lóðarinnarað Heiðarvegi 10 en aðkoma að bílastæðum á austurmörkum lóðarinnar aðGræðisbraut 1 mun hafa verið möguleg þar sem girðing var ekki reist á mörkummilli lóðanna tveggja. Þá mun stefndi jafnframt hafa sett stólpa á miðja lóðHeiðarvegar 10 en þeir munu hafa verið fjarlægðir áður en áfrýjandi gerði kröfuum að lögbann yrði lagt á framkvæmdirnar. Í málinu greinir aðila á um hvortgirðingarframkvæmdir stefnda standi því í vegi að áfrýjandi fái notiðbílastæða- og umferðarréttar sem hann telur sig eiga á lóðinni. Tilkall sitttil þeirra réttinda reisir áfrýjandi í fyrsta lagi á samkomulagi sem gert var 31.ágúst 2011 milli Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja ehf. sem rétthafa lóðarinnar aðHeiðarvegi 10 og Steina og Olla ehf. sem rétthafa lóðarinnar að Græðisbraut 1og í öðru lagi á kaupsamningi 13. desember 2011 milli áfrýjanda og BifreiðastöðvarVestmannaeyja ehf. en áfrýjandi leiðir rétt sinn til lóðarinnar að Græðisbraut1 frá Steina og Olla ehf. Í tölvubréfi til Steina og Olla ehf.7. desember 2015 lýsti fyrirsvarsmaður stefnda, Gísli Ingi Gunnarsson, því aðframkvæmdum hans á Heiðarvegi 10 væri að ljúka og myndi hann þá klára að girðaaf lóðina. Þá sótti stefndi um byggingarleyfi 11. desember 2015 tilVestmannaeyjabæjar þar sem hann óskaði eftir heimild til að girða af lóðina aðHeiðarvegi 10 með „1 meter steypustaurum og keðju á milli“. Kom þar jafnframtfram að girðingin yrði 40 sentímetrum frá mörkum við lóðina að Græðisbraut „samkvæmt byggingarreglugerð“. Af uppdrætti,sem fylgdi byggingarleyfisumsókninni og búið var að teikna inn á fyrirhugaðastaðsetningu girðingarinnar, verður ráðið að fyrirætlanir stefnda að girðaumhverfis lóðina að Heiðarvegi 10 hefðu í för með sér að lokað yrði fyriraðkomu að bílastæðum á lóðinni að Græðisbraut 1 frá Vesturvegi, auk þess semlokað yrði fyrir slíka aðkomu yfir lóðina að Heiðarvegi 10. Að kröfu áfrýjanda lagði sýslumaðurinní Vestmannaeyjum 21. desember 2015 lögbann við frekari framkvæmdum stefnda „viðafgirðingu lóðar hans“. Sama dag var umsóknstefnda um byggingarleyfi tekin fyrir hjá umhverfis- og skipulagsráðiVestmannaeyjabæjar en afgreiðslu hennar frestað og umsækjanda bent á „aðfjarlægja girðingar sem settar hafa verið í lóðarmörk þar til afgreiðsla erindisliggur fyrir.“ Þá mun stefndi eftir að lögbannið var lagt á hafa færtgirðinguna á suðurhlið lóðarinnar að Heiðarvegi 10 auk þess sem hann mun hafagirt lóðina af til austurs. Með ákvörðun sýslumanns 23. febrúar 2016 sem tekin var á grundvelli 32. laga nr. 31/1990um kyrrsetningu, lögbann o.fl. var stefnda gert að fjarlægja með öllugirðinguna á suðurhlið og girðingarframkvæmdir á austurhlið og færa burt aflóðinni. Í ákvörðuninni kemur einnig fram að umhverfis- og skipulagsráð hafihafnað umsókn stefnda um byggingarleyfi 18. janúar 2016 og gert honum aðfjarlægja þær girðingar sem settar hafi verið á lóðamörk án leyfis. Í héraði krafðist áfrýjandi þess ífyrsta lagi að umrætt lögbann yrði staðfest og í öðru lagi viðurkenningar á aðstefnda væri án leyfis óheimilt að reisa girðingu við lóðarmörk fasteignarinnarað Heiðarvegi 10 sem hindrar nýtingu umferðar- og bílastæðaréttinda áfrýjanda.Með héraðsdómi var stefndi sýknaður af kröfum áfrýjanda. Dómkröfur hans hérfyrir dómi eru þær sömu og hann hafði uppi í héraði. IIForsaga máls þessa er sú að Steini ogOlli ehf. gerði sem kaupandi 31. ágúst 2011 samkomulag við BifreiðastöðVestmannaeyja ehf. sem seljanda um kaup á hluta lóðarinnar að Heiðarvegi 10. Ísamkomulaginu sagði að kaupin væru „vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar á lóð viðGræðisbraut 1. Kaupandi kaupir hluta úr lóð sjá teikn. nr. 100 dagsett ágúst2011 af Heiðarvegi 10 fyrir nýbyggingu og sameiginleg afnot verða af bílastæðumaustan við nýbyggingu og sunnan við Toppinn. Gerðir verða nýirlóðarleigusamningar og kaupsamningur þar sem bílastæði austan við nýbyggingufylgja Græðisbraut 1 og bílastæði sunnan við Toppinn fylgja Toppnum.“ Fram komað kaupverðið væri 9.000.000 krónur. Samkomulagið undirritaði Magnús Sigurðssonfyrir hönd kaupanda og Guðmundur Karl Helgason af hálfu seljanda. Samkvæmt gögnum málsins lá fyrir viðgerð framangreinds samkomulags að ætlun Steina og Olla ehf. væri að reisanýbyggingu á Græðisbraut 1 sem búið var að leigja Húsasmiðjunni ehf. undirrekstur byggingarvöruverslunar og gekk það eftir. Á teikningunni sem vísað vartil í samkomulaginu voru í fyrsta lagi sýnd tíu bílastæði sérmerktHúsasmiðjunni ehf. við norðurenda lóðarinnar að Græðisbraut 1 meðframVesturvegi. Í öðru lagi voru sýnd níu sameiginleg bílastæði innan markaGræðisbrautar 1 austan nýbyggingarinnar og fast við hana, í þriðja lagi þrjúbílastæði á lóðinni að Heiðarvegi 10 meðfram Vesturvegi norðan Toppsinssérmerkt honum og í fjórða lagi átta sameiginleg bílastæði inni á lóðinni aðHeiðarvegi 10 við lóðarmörk sunnan Toppsins. Jafnframt var á teikningunni sýndaðkoma að hinum sameiginlegu bílastæðum frá Vesturvegi og Heiðarvegi. Með yfirlýsingu 13. september 2011staðfesti Guðmundur Karl Helgason að Bifreiðastöð Vestmannaeyja ehf. hafi selt„Steina og Olla ehf. hluta úr lóð sinni og sameiginlegan aðgang að bílastæðum,vegna nýbyggingar að Græðisbraut 1“. Mun yfirlýsingin hafa verið gefin vegnasamþykktar umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar á umsókn áfrýjanda umbyggingu verslunarhúsnæðis að Græðisbraut 1 og henni beint tilbyggingarfulltrúa bæjarins. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. september 2011var umsókn Steina og Olla ehf. um leyfi til að rífa atvinnuhúsnæði viðGræðisbraut 1 samþykkt og jafnframt tekin fyrir umsókn sama aðila „um leyfifyrir stækkun lóðar Græðisbraut 1 og byggingarleyfi fyrir verslunarhúsnæði“ ogsamþykkt að senda erindið í grenndarkynningu. Erindið var aftur tekið fyrir áfundi ráðsins 12. október 2011 og samþykkti ráðið á fundi 25. sama mánaðar aðbílastæði „verða áfram samnýtt. Samkvæmt samkomulagi Vestmannaeyjabæjar viðlóðarhafa Græðisbrautar 1, er lóðarhafa ekki heimilt að sérmerkja bílastæði inná lóð Græðisbrautar 1 ... Ráðið samþykkir erindið ... Öll merking bílastæðaskal unnin í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið.“Vestmannaeyjabær gerði eins og áðursegir nýja samninga um leigu lóðanna að Græðisbraut 1 og Heiðarvegi 10 þann 12.desember 2011 þar sem fram kom að lóðin að Græðisbraut stækkaði en lóðin aðHeiðarvegi minnkaði miðað við það sem upphaflega var. Í nýju samningunum varekki getið um áðurgreind sameiginleg bílastæði og umferðarrétt áfrýjanda álóðinni að Heiðarvegi 10, og á teikningum sem fylgdu hvorum samningi um sigvoru mörk lóðanna sýnd og stærðir þeirra tilgreindar en engin bílastæði sýnd. Degieftir gerð samninganna, 13. desember 2011, gerðu eins og áður segir áfrýjandisem kaupandi og Bifreiðastöð Vestmannaeyja ehf. sem seljandi „kaupsamning umhluta úr lóð við Heiðarveg 10, Vestmannaeyjum ... Seljandi lofar að selja ogkaupendur lofa að kaupa hluta úr lóð við Heiðarveg 10 ... sjá teikningu númer100 dagsettri í ágúst 2011 af Heiðarvegi 10 ásamt samkomulagi dagsettu 31.ágúst 2011“ og var kaupverðið tilgreint 9.000.000 krónur. Afhending skyldi farafram við undirritun kaupsamnings og gagnkvæmur trúnaður ríkja milli aðila umsamninginn. Undir hann ritaði Ester S. Helgadóttir fyrir hönd kaupanda ogGuðmundur Karl Helgason fyrir seljanda. Kaupsamningi þessum var ekki þinglýst.Á árinu 2013 mun Símonía Helgadóttir,sem er systir áðurnefnds Guðmundar Karls Helgasonar, hafa keypt allt hlutafé íBifreiðastöð Vestmannaeyja ehf. af honum, en 1. október 2015 undirritaði húntilkynningu til ríkisskattstjóra um úrsögn sína úr stjórn félagsins. Þann 25.september 2015 gerði Gísli Ingi Gunnarsson fyrir hönd stefnda tilboð í„fasteignina við Heiðarveg 10, Vestmannaeyjum, heildareignina, 201,5 fm.veitingahús ... ásamt sameign og lóðarréttindum sem fylgja eigninni ... Ég hefskoðað eignina og sætti mig við ástand hennar og einnig hef ég kynnt mérveðbókarvottorð hennar. Eignin skal vera laus til afnota fyrir tilboðsgjafaþann 05.10.2015.“ Tilboðið samþykkti Símonía fyrir hönd BifreiðastöðvarVestmannaeyja ehf. 28. september 2015.Með afsali sem eins og áður segir erdeilt um hvort gert var í september eða október 2015 seldi BifreiðastöðVestmannaeyja ehf. og afsalaði stefnda „fasteigninni að Heiðarvegi 10 ... ásamttilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum. Eignarhlutinn telst vera100% af heildareigninni ... Eigninni er afsalað í því ástandi sem hún er í ogafhent við undirritun afsals þessa. Kaupandi hefur kynnt sér ástand hennar ogsættir sig við það að öllu leyti.“ Í afsalinu var hvorki getið samkomulagsins31. ágúst 2011 né kaupsamningsins 13. desember sama ár og ekki var með öðrumhætti getið um sameiginleg bílastæði á lóðinni að Heiðarvegi 10 og umferðarréttað þeim. Efst í afsalinu kom fram að það hafi verið gert í Vestmannaeyjum 30.september 2015 en í undirskrift kom fram að það hafi verið gert í Reykjavík 5.október sama ár. Undir afsalið ritaði Símonía Helgadóttir fyrir hönd seljandaog Gísli Ingi Gunnarsson af hálfu kaupanda. Afsalið var móttekið tilþinglýsingar 13. október 2015 og fært í þinglýsingarbók degi síðar.IIIFyrir dómi kvaðst Símonía Helgadóttirhafa undirritað afsalið til stefnda varðandi Heiðarveg 10 þann 30. september2015 í Vestmannaeyjum eins og skjalið bæri með sér og hafi sér við gerð þess ekkiverið kunnugt um að áfrýjandi ætti bílastæða- og umferðarrétt á lóðinni. Íyfirlýsingu Símoníu 18. desember 2015 sagði að þegar „ég kaupi af Karli HelgasyniBifreiðastöð Vestmannaeyja er mér tjáð að ekkert skriflegt samkomulag sé umumferðarrétt um lóðina Heiðarveg 10 eða skriflegt samkomulag um bílastæði álóðinni ... og lóðin sé alfarið í eigu Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja.Miðvikudaginn 16. desember 2015 þá kemur Magnús Sigurðsson forsvarsmaður Steinaog Olla heim til mín ... og fer að segja mér það sé skriflegt samkomulag umeinhvern rétt þeirra til að nýta lóðina á Heiðarveg 10 í sína þágu, ekki gathann sýnt mér þetta samkomulag því hann hafði það ekki meðferðis og reyndimaðurinn minn að fá það hjá honum daginn eftir en þá var það heldur ekki hægtþví skjalið var að hans sögn í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyriaf þess konar samkomulagi og hef ég aldrei séð neina slíka kvöð í neinumþinglýstum skjölum.“ Guðmundur Karl Helgason kvaðst hafaselt Símoníu allt hlutafé íBifreiðastöð Vestmannaeyja ehf. á árinu 2013 og ekki muna hvort hann hafi þá sagthenni frá umferðarréttinum. Hann kvaðst ekki muna hvort hann hafi „sagt henniþað, trúlega sagt henni það að það hafi verið sameiginleg nýting á þessu, égþori bara ekki að fara með það, bara man það ekki alveg, ég hélt að það vissuallir að þetta væri sameiginlegt þarna, sameiginleg nýting.“ Aðspurður um hvortSímonía hafi unnið hjá honum og þekkt vel til á lóðinni kvað hann svo vera. „Jáhún vann allan tímann hjá mér sko.“Gísli Ingi Gunnarsson kvaðst fyrirdómi fyrst hafa frétt af umferðarréttinum eftir kaupin og þá líklega í nóvember2015. Sér hafi litist vel á lóðina og keypt hana. „Ég skoðaði lóðarleigusamningog það sem er þinglýst á eignina bara, eins og ég geri almennt þegar ég kaupifasteignir þá fer ég bara og skoða sem er þinglýst á eignirnar og hvaða lán égþyrfti að yfirtaka og svoleiðis, það var ekkert meira.“ Hann kvaðst engarupplýsingar hafa fengið frá seljandanum um hugsanleg réttindi þriðja aðila áeigninni. Spurður um hvort hann hafi eftir skoðun á vettvangi í tengslum viðkaupin séð ástæðu til að kanna nánar hvort um sameiginleg afnot af lóðinni gætiverið að ræða svaraði hann: „Nei, það er bara mjög skýrt eins og ég segi ég ferbara eftir þinglýstum skjölum og frá bæði bænum og kaupsamningum sem að erugerðir ... Ég kannaði lóðarleigusamning og áhvílandi lán og annað bara eins og égbara geri þegar ég kaupi fasteign ... Ég vissi hvar lóðar ... þegar þú færðlóðarleigusamning þá færðu teikninguna með sko, og það eru þau skjöl sem að égfékk í hendurnar ... ég skoðaði bara teikninguna og skoðaði bara lóðina ogkvaðirnar á eigninni og gekk síðan frá kaupunum á eigninni ég spáði ekkert íhvort að það hefði verið einhver áratuga saga eitthvað um annað sko, það erekki mitt að skoða sko.“ IVSamkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr.31/1990 er heimilt að leggja lögbann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfneinstaklings eða fyrirsvarsmanns félags eða stofnunar, ef gerðarbeiðandi sannareða gerir sennilegt að athöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum réttihans, að gerðarþoli hafi þegar hafist handa um athöfnina eða muni gera það, ogað réttindi hans muni fara forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum verðihann knúinn til að bíða dóms um þau. Úrlausn þess hvort fram nái að ganga krafaáfrýjanda um staðfestingu lögbannsins 21. desember 2015 ræðst samkvæmt þessu afþví hvort þær athafnir stefnda sem um ræðir í málinu brjóti gegn lögvörðumrétti áfrýjanda og fullnægt sé að öðru leyti skilyrðum laga nr. 31/1990.Með kaupsamningnum 13. desember 2011sem byggði á samkomulaginu 31. ágúst sama ár keypti áfrýjandi af BifreiðastöðVestmannaeyja ehf. hluta lóðarinnar að Heiðarvegi 10 fyrir 9.000.000 krónur. Aftilvísun kaupsamningsins til samkomulagsins leiðir að áfrýjandi keypti hluta lóðarinnar„fyrir nýbyggingu og sameiginleg afnot verða af bílastæðum austan viðnýbyggingu og sunnan við Toppinn ... þar sem bílastæði austan við nýbyggingufylgja Græðisbraut 1 og bílastæði sunnan við Toppinn fylgja Toppnum.“ Meðframvísun samkomulagsins og kaupsamningsins hefur áfrýjandi sýnt fram á að hannhafi með þessum löggerningum öðlast hlutbundin réttindi yfir lóðinni aðHeiðarvegi 10. Áfrýjandi reisir málatilbúnað sinnmeðal annars á því að sá réttur sem hann öðlaðist yfir lóðinni að Heiðarvegi 10standi óhaggaður af ætluðum rétti stefnda, þar sem Símoníu Helgadóttur hafi umrættsinn skort heimild til að afsala lóðinni til stefnda ásamt tilheyrandi sameignog lóðarréttindum. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfestsú niðurstaða að afsalið sem hér um ræðir hafi Símonía undirritað fyrir hönd BifreiðastöðvarVestmannaeyja ehf. 30. september 2015 og haft til þess umboð stjórnarfélagsins. Að fenginni þessari niðurstöðu kemur næst til úrlausnar hvort rétturstefnda samkvæmt afsalinu fái samkvæmt 2. mgr. 29. gr. þinglýsingalaga nr.39/1978 hrundið eldra rétti áfrýjanda samkvæmt kaupsamningnum 13. desember 2011en á því eru varnir stefnda meðal annars reistar.Samkvæmt 1. mgr. 29. gr. þinglýsingalagaer það meginregla að þinglýsa skal réttindum yfir fasteign til að þau haldigildi sínu gegn þeim sem reisa rétt sinn á samningum um eignina og gegnskuldheimtumönnum eiganda eða annars rétthafa að eign. Réttindi áfrýjanda yfirHeiðarvegi 10 samkvæmt kaupsamningnum 13. desember 2011 eru samkvæmt þessu umréttarvernd háð þinglýsingu, enda eiga ekki við um þau þær undantekningar semfram koma í 30. til 32. gr. þinglýsingalaga. Í 2. mgr. 29. gr. þinglýsingalagakemur fram að samningur fái ekki hrundið eldri óþinglýstum rétti, sem umréttarvernd sé háður þinglýsingu, nema gögnum þessum sé þinglýst sjálfum, efþinglýsingar er þörf, enda sé rétthafi eftir samningi grandlaus um rétt þann erhrinda á. Með grandleysi í skilningi laganna er átt við að rétthafi eftirsamningi eða löggerningi hvorki þekki né eigi að þekkja hin óþinglýstu réttindi,sbr. 19. gr. laganna. Er þá miðað við tímamarkið þegar yngri rétthafi öðlaðistréttindi sín en ekki þegar hann þinglýsti rétti sínum. Réttur stefnda samkvæmtafsalinu 30. september 2015 er um réttarvernd háður þinglýsingu og er því skilyrði2. mgr. 29. gr. þinglýsingalaga fullnægt hvað afsalið varðar. Hins vegargreinir aðila á um hvort fullnægt sé því skilyrði lagagreinarinnar að fyrirsvarsmaðurstefnda hafi verið grandlaus um eldri rétt áfrýjanda samkvæmt kaupsamningnumþegar stefndi öðlaðist rétt sinn. Kaupsamninginn 13. desember 2011undirritaði Guðmundur Karl Helgason fyrir hönd seljandans, Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja ehf. Framburður hans fyrir dómi um hvort hann hafi gert Símoníu Helgadóttur greinfyrir réttindum áfrýjanda yfir lóðinni að Heiðarvegi 10, þegar Símonía keyptiaf Guðmundi Karli allt hlutafé í bifreiðastöðinni á árinu 2013, var óljós. Þáverður ekki með óyggjandi hætti fullyrt um hver var vitneskja Símoníu umtilvist réttinda áfrýjanda.Án tillits til þess hvort Símonía Helgadóttirhafði vitneskju um bílastæða- og umferðarréttindi áfrýjanda, þegar hún afsalaðiHeiðarvegi 10 til stefnda, er fram komið að fyrirsvarsmaður hans, Gísli IngiGunnarsson, fór á vettvang í tengslum við afsalsgerðina og kynnti sér aðstæður þarásamt því að kynna sér efni lóðarleigusamningsins 12. desember 2011 umHeiðarveg 10. Þótt hvorki væri í þeim samningi né á meðfylgjandi uppdrættigetið bílastæða- og umferðarréttinda áfrýjanda er til þess að líta að íafsalinu 30. september 2015 var hinu selda lýst sem nánar tilgreindri fasteignásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum. Þá er og ljóst aðummerki á vettvangi gáfu með augljósum hætti til kynna að réttur til bílastæðaaustan nýbyggingarinnar að Græðisbraut 1 tilheyrði þriðja aðila og að sá nyti aðgengisað þeim um lóðina að Heiðarvegi 10, enda ekki um aðrar leiðir að ræða. Gafþetta fyrirsvarsmanninum sérstakt tilefni til að kynna sér nánar og ganga úrskugga um hvort til staðar væru óþinglýst bílastæða- og umferðarréttindi yfirlóðinni að Heiðarvegi 10. Það gerði hann ekki og getur því ekki talist grandlaus í skilningi 19. gr. þinglýsingalaga.Af því leiðir að þinglýstur réttur stefnda samkvæmt afsalinu 30. september 2015fær samkvæmt 2. mgr. 29. gr. laganna ekki hrundið eldri óþinglýstum réttiáfrýjanda samkvæmt kaupsamningnum 13. desember 2011.Áður er lýst framkvæmdum stefnda viðað girða af lóðina að Heiðarvegi 10, frekari fyrirætlunum hans í þeim efnum ogúrskurði sýslumannsins í Vestmannaeyjum 21. desember 2015 um að leggja að kröfuáfrýjanda lögbann við frekari girðingarframkvæmdum. Í ljósi áforma stefnda íþeim efnum sem áður er lýst og að gættum þeim réttindum, sem áfrýjandi hefursamkvæmt framansögðu sýnt fram á að hann hafi öðlast yfir lóðinni að Heiðarvegi10, hefur áfrýjandi í skilningi 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 gert sennilegtað fyrirhugaðar framkvæmdir stefnda muni brjóta gegn lögvörðum hagsmunum hansog þau fara forgörðum þurfi hann að bíða dóms um þau. Verður lögbannið sem lagtvar á 21. desember 2015 því staðfest. Að þessu virtu verður einnig tekin tilgreina viðurkenningarkrafa áfrýjanda á þann hátt sem greinir í dómsorði. Eftir framangreindum úrslitum verðurstefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti einsog í dómsorði greinir.Dómsorð:Staðfest er lögbann það semsýslumaðurinn í Vestmannaeyjum lagði 21. desember 2015 við frekari framkvæmdumstefnda, Eyja eigna ehf., við að girða af lóðina að Heiðarvegi 10 íVestmannaeyjum. Viðurkennt er að stefnda sé ánsamþykkis áfrýjanda, Græðisbrautar ehf., óheimilt að reisa girðingu á mörkumlóðarinnar að Heiðarvegi 10, sem hindrar nýtingu áfrýjanda á réttindum hansyfir lóðinni samkvæmt kaupsamningi 13. desember 2011. Stefndi greiði áfrýjanda samtals2.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Suðurlands 4. janúar 2017. Mál þetta, sem tekið var til dóms aðlokinni aðalmeðferð þann 9. nóvember 2016, er höfðað með réttarstefnu birtri 5.janúar 2016. Stefnandi er Græðisbraut ehf., kt. [...],Tangagötu 10, Vestmannaeyjum. Stefndi er Eyja eignir ehf., kt.[...], Hafnarstræti 18, Reykjavík. Fyrirsvarsmaður stefnda er Gísli IngiGunnarsson, kt. [...]. Dómkröfur stefnanda eru: I. Að staðfest verði með dómi lögbann semsýslumaðurinn í Vestmannaeyjum lagði þann 21. desember 2015 við frekari framkvæmdumstefnda við afgirðingu lóðar hans að Heiðarvegi 10, Vestmannaeyjum. II. Að viðurkennt verði með dómi að stefndasé óheimilt að reisa girðingu við lóðarmörk fasteignarinnar við Heiðarvegi 10án leyfis, sem hindrar nýtingu á umferðar- og bílastæðaréttindum stefnanda. III. Að stefndi greiði stefnanda málskostnaðað skaðlausu að meðtöldum kostnaði við lögbannsgerð hinn 21. desember 2015.Stefndi krefst sýknu af öllum kröfumstefnanda og málskostnaðar.Fyrir upphaf aðalmeðferðar fór dómariá vettvang ásamt lögmönnum.Við aðalmeðferð gáfu skýrslur MagnúsSigurðsson framkvæmdastjóri stefnanda, Gísli Ingi Gunnarsson framkvæmdastjóristefnda, Símonía Helgadóttir og Guðmundur Karl Helgason.Fyrir uppkvaðningu dóms var gætt 1.mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.MálavextirAðilar málsins eru ekki sammála ummálavexti að öllu leyti, en samkvæmt málatilbúnaði þeirra og gögnum málsins eruþeir eftirfarandi.Lóðirnar Heiðarvegur 10 ogGræðisbraut 1 í Vestmannaeyjum liggja saman. Samkvæmt þinglýstumlóðarleigusamningum, sem báðir eru dagsettir 12. desember 2011, er stefnandiþessa máls lóðarhafi Græðisbrautar 1, en lóðarhafi Heiðarvegar 10 BifreiðastöðVestmannaeyja. Samkvæmt gögnum málsins er stefnandi að fullu í eigu Steina ogOlla ehf. Ágreiningur málsins snýst í grundvallaratriðum um bílastæðaréttindisem stefnandi kveðst eiga á lóðinni Heiðarvegi 10, en sem stefndi neitar að séutil staðar.Fyrir liggur skjal með yfirskriftinni„samkomulag“, dags. 31. ágúst 2011, þar sem Steini og Olli ehf. kaupir hluta aflóðinni Heiðarvegur 10 fyrir nýbyggingu. Er vísað til teikningar nr. 100 ískjalinu og hefur teikningin verið lögð fram. Þá segir í skjalinu „sameiginlegafnot verða af bílastæðum austan við nýbyggingu og sunnan við Toppinn. Gerðirverða nýir lóðarleigusamningar og kaupsamningur þar sem bílastæði austan viðnýbyggingu fylgja Græðisbraut 1 og bílastæði sunnan við Toppinn fylgjaToppnum.“ Toppurinn er bygging sem stendur á lóðinni Heiðarvegur 10. Undirþetta skjal rita Magnús Sigurðsson fyrir Steina og Olla ehf. og G. KarlHelgason fyrir Bifreiðastöð Vestmannaeyja ehf. Skjalið er óvottað og óþinglýst.Þeim bílastæðaréttindum, sem getið er í skjalinu, er ekki lýst ílóðarleigusamningum eða öðrum þinglýstum skjölum. Jafnframt hefur verið lagður framkaupsamningur, dagsettur 13. desember 2011, þar sem Bifreiðastöð Vestmannaeyjaehf. selur stefnanda hluta úr lóðinni Heiðarvegi 10 og er vísað til teikningarnr. 100, dags. í ágúst 2011, ásamt samkomulagi 31. ágúst 2011. Segir ekkert umbílastæðarétt í skjalinu, sem er undirritað af Guðm. K. Helgasyni fyrir höndseljanda. Kaupsamningurinn er óþinglýstur.Þá liggur fyrir skjal meðfyrirsögninni „staðfesting“, dags. 13. september 2011, þar sem Karl Helgasonstaðfestir að Bifreiðastöð Vestmannaeyja hafi selt Steina og Olla ehf. hluta úrlóð sinni og sameiginlegan aðgang að bílastæðum, vegna nýbyggingar aðGræðisbraut 1. Skjalið er óvottað og óþinglýst og ekki kemur fram um hvaða lóðog hvaða bílastæði er að ræða. Hins vegar er óumdeilt að í skjalinu er vísaðtil umræddra lóða og liggur fyrir staðfesting frá skipulags- ogbyggingafulltrúa í Vestmannaeyjum, um að umhverfis- og skipulagsráðiVestmannaeyja hafi borist yfirlýsingin í tengslum við byggingarleyfisumsóknvegna Græðisbrautar 1, en þar var reist nýtt hús og er þar nú rekin verslunHúsasmiðjunnar.Í júlí 2013 tók Símonía Helgadóttirsæti í stjórn Bifreiðastöðvarinnar og skráði Guðmundur Karl Helgason sig úrstjórn. Varð Símonía þannig eini stjórnarmaður félagsins, að frátöldumvaramanni og var jafnframt framkvæmdastjóri. Kveður hún að sér hafi ekki veriðkunnugt um neitt samkomulag um samnýtingu bílastæða milli Bifreiðastöðvarinnarog Steina og Olla ehf. Þá liggur fyrir afrit af tilkynninguum úrsögn úr stjórn Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja, þar sem Símonía Helgadóttirog Friðberg Sigurðsson ganga úr stjórninni og er tilkynningin dagsett 1.október 2015 og móttekin hjá Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra 12. október 2015.Sama dag, þ.e. 1. október 2015, er dagsett tilkynning til fyrirtækjaskrár þarsem fram kemur að eini stjórnarmaður Bifreiðastöðvarinnar er Gunnar RúnarGunnarsson. Er sú tilkynning einnig móttekin hjá fyrirtækjaskránni 12. október2015.Fyrir liggur afrit kauptilboðs þarsem Gísli Ingi Gunnarsson, fyrir hönd stefnda, gerir tilboð í Heiðarveg 10,heildareignina ásamt sameign og lóðarréttindum. Er kaupverð tilgreint kr.19.881.822, en inni í þeirri tölu eru tvær bifreiðar, annars vegar PM-859 aðfjárhæð kr. 2.700.000 og hins vegar DM-204 að verðmæti kr. 700.000. Er tilboðiðdagsett 25. september 2015 og áritað um samþykki af Símoníu Helgadóttur fyrirhönd Bifreiðastöðvarinnar sem tilboðshafa þann 28. september 2015. Eru báðarundirritanirnar vottaðar, m.a. um dagsetningu. Fram hafa verið lagðarútprentanir úr CreditInfo um báðar bifreiðarnar þar sem ekki verður séð að þærhafi verið skráðar á nafn Bifreiðastöðvarinnar. Þá hefur verið lagt fram afsal þarsem Bifreiðastöð Vestmannaeyja ehf. selur og afsalar Eyja eignum ehf., þ.e.stefnda í þessu máli, fasteigninni að Heiðarvegi 10 ásamt tilheyrandi hlutdeildí sameign og lóðarréttindum. Einskis er í skjalinu getið um bílastæðaréttindisem stefnandi eigi á lóðinni. Segir að kaupverð sé að fullu greitt, m.a. meðyfirtöku áhvílandi veðskulda. Efst í skjalinu kemur fram að það sé útgefið íVestmannaeyjum þann 30. september 2015, en neðst í því, á milli meginmáls ogundirritana, er dagsetningin 5. október 2015. Skjalið er undirritað af SímoníuHelgadóttur fyrir Bifreiðastöðina og Gísla Inga Gunnarssyni fyrir stefnda.Skjalið er vottað og áritað um þinglýsingu. Þá hefur verið lögð fram yfirlýsingstjórnar Bifreiðastöðvarinnar, ódagsett frá árinu 2016, þar sem stjórnináréttar að fyrrnefnt afsal hafi verið gefið út 30. september 2015, en ekki 5.október 2015 og hafi Símonía þá verið stjórnarmaður í Bifreiðastöðinni og haftfullt umboð til að undirrita afsalið. Svo segir að verði þrátt fyrir þettatalið að afsalið hafi verið gefið út þann 5. október 2015 þá hafi Símonía haftfullt umboð til frágangs á sölu fasteignarinnar og til að undirrita afsaliðþegar það hafi verið gefið út. Undirritun Símoníu á afsalið jafngildiundirritun stjórnarinnar.Þá hefur verið lagt framveðbandayfirlit yfir Heiðarveg 10 frá 4. desember 2015 þar sem ekki kemur neittfram um bílastæðaréttindi stefnanda á lóðinni, en stefndi sagður eigandifasteignarinnar. Stefndi kveðst hafa fjárfest íHeiðarvegi 10 í þeim tilgangi að leigja fasteignina út undir veitingarekstur ogí þeim tilgangi lagt út í umtalsverðan kostnað við endurbætur og breytingar áhúsnæðinu að Heiðarvegi 10 og hyggi á frekari framkvæmdir. Stefndi kveður sér hafa veriðnauðsynlegt að setja upp girðingar vegna stöðugrar umferðar og heimildarlausrarnýtingar á bílastæðunum. Voru reistar girðingar við norður og suðurhliðlóðarinnar. Stefnandi lagði þá fram kröfu um að lögbann yrði lagt á byrjaðar ogyfirvofandi framkvæmdir stefnda á lóðinni við Heiðarveg 10 þann 17. desember2015. Féllst sýslumaður á að lögbann skyldi lagt við frekari framkvæmdumstefnda við afgirðingu lóðar stefnda að Heiðarvegi 10. Fram hafa verið lagðarljósmyndir af svokallaðri girðingu á lóðinni Heiðarvegur 10, en þar má sjá á aðgiska rúmlega meters háa steypuklumpa eða stöpla með keðjum eða einhvers konarspottum á milli. Verður ekki séð að klumpar þessir séu jarðfastir. Stefndi hefur lagt inn umsókn umleyfi til þess að girða af lóðina Heiðarveg 10 og tók umhverfis- ogskipulagsráð umsóknina fyrir þann 21. desember 2015 en frestaði afgreiðsluerindisins. Málsástæður og lagarök stefnandaKrafa stefnanda um staðfestingulögbanns.Stefnandi kveður að skv. 24. gr. laganr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. sé heimilt að leggja lögbann viðbyrjaðri eða yfirvofandi athöfn ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir sennilegt aðathöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans, að gerðarþoli hafiþegar hafist handa um athöfnina og að réttindi hans muni fara forgörðum eðaverða fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til að bíða dóms um þau.Stefnandi byggir á því að framangreind skilyrði lögbanns séu uppfyllt.Kveður stefnandi að fyrir liggi aðstefndi hafi þegar hafið framkvæmdir við byggingu girðinga á lóð, sem komi íveg fyrir að stefnandi geti haft eðlileg afnot af eignarréttindum sínum, þ.e.umferðar- og bílastæðaréttindum. Auk þessa hafi stefndi lagt fram umsókn umbyggingarleyfi til umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar. Liggi þvífyrir lögfull sönnun um að stefndi hafi þegar ráðist í aðgerðir sem gangi gegnlögvörðum rétti stefnanda, auk þess sem yfirvofandi séu frekari aðgerðir afhálfu stefnda af sama toga sem muni leiða til enn frekari réttarspjalla fyrirstefnanda ef þær nái fram að ganga.Í fyrsta lagi kveðst stefnandi byggjakröfu sína um staðfestingu á lögbanni á því að athafnir stefnda fari gegn 72.gr. stjórnarskrárinnar, sem kveði á um vernd eignarréttinda, en með aðgerðumsínum komi stefndi í veg fyrir að stefnandi fái notið réttinda sinna í formiumferðar- og bílastæðaréttar sem hann hafi keypt af lóðarhafa. Það sémeginregla eignarréttarins að eigandi megi fá notið þeirra réttinda sem hannhafi aflað sér með lögmætum hætti. Með byrjuðum og yfirvofandi athöfnum sínummuni stefndi, nái athafnir hans fram að ganga, koma í veg fyrir að stefnandifái notið eignarréttinda sinna eins og eignarréttarvernd stjórnarskrárinnarkveði á um.Í öðru lagi byggir stefnandi á því aðathafnir stefnda fari gegn meginreglum skipulagslaga nr. 123/2010, laga ummannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Í þriðja lagi byggir stefnandi kröfursína á því að stefndi hafi ekki lagt fram skjal sem beri með sér að hann eigiþau eignarréttindi sem hann kveðist eiga að fasteigninni við Heiðarveg 10. Einaskjalið sem lagt hafi verið fram af hálfu stefnda sé afsal frá 5. október 2015sem útgefið hafi verið f.h. Bifreiðastöðvarinnar, það skjal hafi veriðundirritað af aðila sem hafi ekki verið bær að lögum til að skuldbinda félagið.Vegna þessa telur stefnandi ljóst að stefndi geti ekki byggt rétt á afsalinu.Afsalið sé ekki bindandi fyrir Bifreiðastöðina enda hafi stefndi veriðgrandsamur um heimildarskort Símoníu þegar hún hafi undirritað það, sbr. ákvæðiIX. kafla laga um einkahlutafélög nr. 138/1994.Í fjórða lagi kveður stefnandi aðóhjákvæmilegt sé að líta til þess, þrátt fyrir að framangreint afsal bindi ekkiBifreiðastöðina vegna heimildarskorts, að afsalið kveði á um að einungishlutdeild í lóðarréttindum við Heiðarveg 10 hafi verið afsalað til stefnda. Þaðað umrædd réttindi, sem ætlunin hafi verið að afsala, skuli hafa veriðtilgreind á þann hátt beri með sér að stefndi hafi verið grandsamur umlóðarréttindi þriðja aðila á lóðinni. Það liggi í hlutarins eðli að lýsing áréttindum sem ætlunin hafi verið að afsala til stefnda hefði ekki verið orðuð áþennan hátt nema vitneskja hafi verið til staðar um að einhver þriðji aðiliætti einnig hlutdeild í þessum sömu réttindum og að þau væru því í sameign.Ekki sé tækur annar skýringarkostur.Stefnandi byggir á því að byrjaðar ogyfirvofandi athafnir stefnda, sem lögbannið beinist að, muni valda stefnandafjárhagslegu tjóni. Beinir hagsmunir stefnda af því að fá að halda áframfyrirætlunum sínum um uppsetningu hindrana og girðinga séu ekki sjáanlega tilstaðar, enda sé engin starfsemi í fasteigninni við Heiðarveg 10. Fyrir liggi aðþað að stefndi fái heimild til að hindra aðgengi að lóðinni við Græðisbraut 1 ígegnum lóðina við Heiðarveg 10 og nýtingu stefnanda á þeim umferðar- ogbílastæðaréttindum sem hann eigi við Heiðarvegi 10, myndi hafa í för með sérverulegt tjón sem fælist m.a. í því að virði fasteignaréttinda stefnanda myndilækka verulega. Auk þess að valda stefnanda verulegu fjárhagstjóni, mynduathafnir stefnda einnig valda þriðja aðila tjóni, þ.e. Húsasmiðjunni. Það séljóst að fyrirhugaðar aðgerðir stefnda muni gera aðkomu að verslun félagsinsmun erfiðari. Það hefði orðið Húsasmiðjunni enn þungbærari en ella nú íaðdraganda jólaverslunar, sem sé eitt stærsta sölutímabil ársins hjáversluninni, ef umrætt lögbann við athöfnum stefnda hefði ekki verið lagt á.Það sé því mat stefnanda að yrði hann að sæta því að þurfa að bíða dóms um þannréttarágreining sem uppi er myndi af hljótast verulegt fjárhagstjón, bæði beintog afleitt, sem hvorki skaðabætur né refsing gætu fengið bætt að fullu.Með vísan til alls framangreindstelur stefnandi að skilyrðum 24. gr. laga nr. 31/1990 sé fullnægt og lögbannþað sem Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum úrskurðaði um þann 21. desember 2015megi þ.a.l. ná fram að ganga. Af þessum sökum sé krafist staðfestingar ágerðinni, sbr. 36. gr. laga nr. 31/1990.Krafa um viðurkenningu um að stefndasé óheimilt að reisa girðingu án leyfis.Stefnandi kveðst ekki sætta sig viðað ný girðing við lóðina við Heiðarveg 10 verði reist án byggingarleyfis ogsamþykkis stefnanda og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða girðingu viðAustur‑, Vestur-, Norður-, eða Suðurhlið lóðarinnar þar sem stefnandi eigilóðarréttindi á lóðinni.Samkvæmt 2. gr. laga um mannvirkigildi lögin um öll mannvirki sem reist séu á landi, ofan jarðar, þ.m.t.girðingar í þéttbýli. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 160/2010 sé óheimilt að reisamannvirki eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnubyggingarleyfi byggingarfulltrúa. Þannig sé ljóst að ef framkvæmdir sem fallaundir gildissvið mannvirkjalaga, líkt og girðingar geri skv. 2. gr. laganna,séu ekki sérstaklega undanskildar þá séu þær leyfisskyldar.Hér liggi það fyrir að byggingarleyfihafi ekki verið gefið út. Í f. lið 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012sé kveðið á um að ákveðnar framkvæmdir sem feli í sér reisingu girðinga séuundanþegnar leyfi, enda séu þær í samræmi við deiliskipulag. Ekkertdeiliskipulag sé hins vegar til staðar fyrir lóðina við Heiðarveg 10. Þar semekkert deiliskipulag liggi fyrir séu engar undanþáguheimildir til í lögum eðareglum sem heimili að reisa megi hina umþrættu girðingu án samþykkisbæjaryfirvalda.Stefnandi telur að með því að stefndihafi reist hina umdeildu girðingu við Norður- og Suðurhlið, án þess að aflabyggingarleyfis og samþykkis stefnanda, hafi stefndi með ólögmætum hætti sviptstefnanda rétti sínum til að láta opinbert yfirvald yfirfara og samþykkjaframkvæmdina, auk þess að geta komið mótmælum sínum að við meðferð umsóknar ágrundvelli grenndar- og nábýlisréttinda, auk óbeinna eignarréttinda hans álóðinni við Heiðarveg 10 í formi bílstæða- og umferðarréttar.Stefnandi hafi þegar gert tilraun tilað fá skipulags- og byggingarfulltrúa Vestmannaeyja til að hafa afskipti afmálinu en þar sem hann hafi ekki látið sig málið varða án tafar hafi stefnandiverið nauðbeygður að afla lögbanns til að hindra frekari framkvæmdir á meðanmálið fái réttmæta skoðun af hálfu dómstóla. Þegar byrjaðar athafnir stefnda,auk yfirvofandi framkvæmda hans, hafi þegar skert nýtingarrétt stefnanda áfasteign hans stórlega. Gangi þær eftir muni stefnandi ekki geta nýtt sérlögvarin eignarréttindi sín í framtíðinni á lóðinni við Heiðarveg 10, þ.e.einkum umferðar- og bílastæðaréttindi sín.Þá byggir stefnandi kröfu sína um aðstefnda sé óheimilt að reisa girðingu á því að stefndi hafi ekki lagt framréttmæta eignarheimild sem staðfesti að hann sé löglegur eigandi hlutdeildarí fasteignarréttindum á lóðinni viðHeiðarveg 10. Telur stefnandi ljóst að uppsetninggirðinga á lóðinni við Heiðarveg 10 sé í andstöðu við lög um mannvirki nr.160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, auk 72. gr. stjórnarskrárinnar um eignarréttarvernd.Um lagarök varðandi staðfestingu álögbanni vísar stefnandi til laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl.,einkum 1. mgr. 24. gr., og VI. kafla laganna. Um kröfu til viðurkenningar áólögmæti girðingarinnar vísar stefnandi til ákvæða laga nr. 160/2010 ummannvirki og byggingarreglugerðar nr. 112/2012, auk ákvæða stjórnarskrárinnarum vernd eignarréttinda. Þá byggir stefnandi einnig á því að engar lögmætareignarheimildir hafi ekki [sic.] verið lagðar fram af hálfu stefnda varðandieignarrétt hans að fasteigninni við Heiðarveg 10, sbr. ákvæði IX. kafla laga umeinkahlutafélög nr. 138/1994.Um málskostnað, auk þegar áfallinskostnaðar sem og eftirfarandi kostnaðar vegna lögbannsgerðar, vísar stefnanditil XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Málsástæður og lagarök stefndaStefndikveðst vera eigandi fasteignarinnar að Heiðarvegi 10 í Vestamannaeyjum, enóumdeilt sé að þær tilfæringar sem mál þetta lýtur að, séu allar innanlóðamarka þeirrar eignar. Þá kveður stefndi að jafnframt ætti að vera óumdeiltað þegar stefndi hafi eignast umrædda fasteign 30. september 2015 þá hafi ekkiverið til staðar nein þinglýst gögn sem hafi gefið nokkra vísbendingu um aðeignarréttur stefnda takmarkaðist af óbeinum eignarréttindum stefnanda. Stefndibyggir jafnframt á því að hann hafi ekki haft nokkra vitneskju um óþinglýstansamning frá 2011 varðandi umferðar- ogafnotarétt um lóð hans. Eignarréttur stefnda að lóð sinni sé friðhelgur ogvarinn af eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Stefnda verði ekki því gert að þolaskerðingu á eignarrétti sínum með þeim hætti sem gerð sé krafa um af hálfustefnanda. Hafistefnandi á einhverjum tíma átt þau réttindi sem hann haldi fram þá telurstefndi ljóst að þau hafi liðið undir lok þegar stefnandi hafi eignastfasteignina að Heiðarvegi 10, sbr. 29. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Stefndihafi frá upphafi verið í góðri trú um eignarréttindi hans takmarkaðist með þeimhætti sem stefnandi haldi fram. [sic.]Grundvallaratriðimálsins sé því að stefnandi eigi ekki þau réttindi sem hann haldi fram að séutil staðar enda hafi hann aldrei þinglýst þeim meintu réttindum. Þinglýsing séskilyrði réttarverndar gagnvart þriðja manni hvað varðar kvaðir á fasteignum.Stefnandi hafi reynt að fá þessum kvöðum þinglýst á fasteignina en verið synjaðum þinglýsingu. Stefnandi sé ekki eigandi að þeim réttindum sem hann haldi framí lögbannsbeiðni og stefnu. Auk þess séu önnur skilyrði lögbanns, sbr. 24. gr.laga nr. 31/1991 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., ekki til staðar. Verði því aðhafna öllum kröfum stefnanda. Stefndibyggir á því að lögbannsbeiðni stefnanda uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 24. gr.laga nr. 30/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Samkvæmt ákvæðinu megi leggjalögbann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn ef gerðarbeiðandi sannar eða gerirsennilegt að athöfnin brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans, aðgerðarþoli hafi þegar hafist handa um athöfnina eða muni gera það og aðréttindi hans muni fara forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum verði hannknúinn til að bíða dóms um þau. Stefndibyggir á því að stefnandi hafi ekki sannað eða gert sennilegt að athöfn brjótieða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans. Byggir stefndi einnig kröfur sínar áþví að þær girðingar sem þegar hafi verið reistar þegar lögbannsbeiðni hafiverið lögð fram hjá sýslumanni komi ekki til álita þegar fjallað sé umstaðfestingu lögbannsins, enda segi í úrskurði sýslumanns að ekki hafi veriðskilyrði til þess að leggja lögbann við þeim girðingum sem stefndi hafi reist ánorður- og suðurhlið lóðarinnar, og að stefndi hafi ekki sannað eða gertnægilega líklegt að þær athafnir stefnda brjóti gegn lögvörðum rétti stefnanda.Það hafi því ekki verið lagt lögbann við þeim girðingum. Lögbannið nái þ.a.l.eingöngu til „[...] frekari framkvæmdum gerðarþola við afgirðingu lóðar hans aðHeiðarvegi 10, Vestmannaeyjum [...]“. Sé því áréttað að öll umfjöllun og allarkröfur stefnanda um staðfestingu lögbanns þeirra girðinga sem þegar hafi veriðreistar eigi ekki við og séu rangar. Stefndi kveðst því mótmæla sem rangrifullyrðingu stefnanda um að fyrir liggi lögfull sönnun þess að stefndi hafiþegar ráðist í aðgerðir sem gangi gegn lögvörðum rétti stefnanda.Stefndikveður að stefnandi eigi ekki rétt í formi umferðar- og bílastæðaréttar á lóðstefnda og kveðst mótmæla fullyrðingum stefnanda um að stefnandi eigi nokkurnslíkan rétt. Eins og stefnandi haldi réttilega fram í stefnu, þá sé þaðmeginregla eignarréttarins að eigandi fái notið þeirra réttinda sem hann hafiaflað sér með lögmætum rétti. Stefnandi hafi hins vegar ekki tryggt rétt sinnnægilega svo hann getið notið hans gagnvart grandlausum þriðja aðila. Stefnandigeti engu öðru kennt um en eigin tómlæti þegar hafi komið að því að tryggjaréttindi hans, en það sé meginregla í eignarétti að réttindi yfir fasteignumséu háð þinglýsingu um réttarvernd gagnvart síðari viðsemjendum eiganda ogvísar stefndi í því sambandi einnig til 29. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978.Stefnandi eigi þar af leiðandi ekki þann rétt sem hann byggi lögbannsbeiðnisína á heldur sé það stefndi sem eigi lögvarinn rétt yfir bílastæðum á lóðinniHeiðarvegi 10 og verði stefnda því ekki gert að þola þær kvaðir sem felist íkröfum stefnanda.Stefndikveður að skv. 2. mgr. 29. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 útrými rétthafisamkvæmt samningi aðeins eldri óþinglýstum réttindum ef yngri rétthafi ergrandlaus um tilvist eldri réttinda. Eins og stefnandi hafi gert grein fyrir ístefnu og lögbannsbeiðni sé hvergi að finna upplýsingar um hinn meinta réttstefnanda. Hvergi hafi verið á þessa kvöð minnst í gildandi lóðarleigusamningium lóðina, kaupsamningi milli stefnda og fyrri eiganda fasteignarinnar eðaöðrum skjölum sem hafi legið fyrir við söluna. Stefndi byggir þess vegna á þvíað hann hafi verið algerlega grandlaus um það samkomulag sem stefnandi vísi tilog að stefnandi hafi ekki tryggt réttindi sín nægilega hafi þau einhvern tímaverið til staðar. Stefndi kveðst því hafna fullyrðingum stefnanda um að tilstaðar sé réttur stefnanda til umferðarréttar og til bílastæðanýtingar á lóðstefnda, enda eigi sá réttur sér ekki stoð í heimildum um eignina og meinturlögvarinn réttur stefnanda því ekki til staðar. Réttindumyfir fasteign skuli þinglýsa svo að þau haldi gildi sínu gagnvart grandlausumviðsemjanda. Þinglýst afsal, útgefið af Bifreiðastöðinni til stefnda, hafiútrýmt þeim rétti sem stefnandi haldi fram að hann eigi, enda hafi stefndiverið grandlaus um möguleg réttindi einhvers annars, sbr. 2. mgr. 29. gr.þinglýsingalaga nr. 39/1978. Stefndi hafi hvorki vitað né getað vitað umóþinglýst réttindi stefnanda. Þegar stefndi hafi eignast fasteignina íseptember 2015 hafi engin þinglýst gögn verið til staðar sem hafi gefið tilkynna að stefnandi gæti verið eigandi óbeinna réttinda yfir fasteigninni. Þábyggir stefndi á því að túlkun stefnanda á meginreglum skipulagslaga nr.123/2010, laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerðar 112/2012 séeinfaldlega röng. Stefnandi haldi því fram að vegna þess að ekki sé til staðardeiliskipulag fyrir svæðið geti undanþágurnar sem taldar eru upp í f. lið2.3.5. gr. byggingarreglugerðarinnar ekki átt við. Byggi stefnandi þessa túlkunsína á því að 1. mgr. greinarinnar sé svohljóðandi: „Eftirfarandi framkvæmdirog breytingar eru undanþegnar byggingarleyfi enda séu þær í samræmi viðdeiliskipulag.“ Sélitið til almennt viðurkenndra lögskýringarsjónarmiða sé ljóst að merking málsgreinarþessarar sem stefnandi vísi til sé sú að ef til sé gildandi deiliskipulag fyrirsvæðið þá megi framkvæmdirnar ekki fara gegn deiliskipulaginu, en ekki að efekki sé til að dreifa deiliskipulagi fyrir svæðið þá gildi undanþágurnar ekki.Um sé að ræða fullbyggðan bæjarhluta í Vestmannaeyjum og deiliskipulag því ekkinauðsynlegt. Túlkun stefnanda myndi leiða til þess að allar smávægilegarframkvæmdir sem falli undir undanþágurnar yrðu að fara fyrir skipulagsnefnd áþeim svæðum þar sem ekki væri deiliskipulag, en það sé ljóst að sú túlkun séekki framkvæmanleg. Girðingarnar falli því undir umræddar undanþágur í 2.3.5.gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012 og séu í samræmi við skilyrðireglugerðarinnar, þ.e. þær séu ekki nær lóðarmörkum en nemur hæð þeirra, oghafi stefnandi ekki sýnt fram á svo sé.Stefndibyggir á því að félagið fari með öll eignarréttindi að fasteigninni Heiðarvegi10, Vestmannaeyjum, enda hafi hann fengið útgefið afsal að fasteigninni, sem ségild eignarheimild fyrir henni. Afsalið sé gefið út og dagsett 30. september2015 og undirritað af Símoníu Helgadóttur, þáverandi framkvæmdastjóra ogstjórnarmanni Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja ehf., en önnur röng dagsetning hafislæðst með fyrir mistök neðst á skjalinu, 5. október 2015. Byggir stefndi á þvíað þar sem Bifreiðastöðin og stefndi séu sammála um að það sé fyrrnefndadagsetningin sem gildi um útgáfu afsalsins og báðir aðilar telji sig bundna afkaupsamningnum um Heiðarveg 10 sé afsalið fullgild eignarheimild stefnda.Afsalinu hafi verið þinglýst án athugasemda og sé enn þinglýst eignarheimildstefnda.Komistdómurinn að þeirri niðurstöðu að dagsetningin 5. október 2015, sem hafi veriðfærð inn á skjalið fyrir mistök, sé sú dagsetning sem skuli gilda um útgáfuafsalsins, þá hafi núverandi stjórn Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja lýst því yfirað Símonía Helgadóttir hafi haft fullt umboð til þess að ganga frá sölu ogútgáfu afsalsins á þeim tíma, m.ö.o. að undirritun Símoníu þann 5. október 2015jafngildi undirritun stjórnarinnar. Ennfremurbyggir stefndi á því að stefnandi hafi enga lögvarða hagsmuni af því hvortútgefið afsal að Heiðarvegi 10 sé gilt eður ei. Útgáfa afsalsins varði að enguleyti beina hagsmuni stefnanda. Mótmælir stefndi því að stefnandi geti byggtlögbannsbeiðni sína á þessari málsástæðu. Það hvernig Bifreiðastöðin standi aðundirritun afsals sé stefnanda með öllu óviðkomandi.Stefndimótmælir alfarið þeirri málsástæðu stefnanda að sökum orðalagsins „ásamttilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum“ í afsali, sem stefndi [sic.]haldi einnig fram að sé ekki bindandi fyrir Bifreiðastöðina sökumheimildaskorts, beri afsalið það með sér að stefndi hafi verið grandsamur umlóðarréttindi þriðja aðila á lóðinni. Kveður stefndi afar langt seilst í aðfinna hinum meinta rétti stefnanda hljómgrunn í heimildum um fasteignina. Hiðalmenna orðalag í afsali geti ekki orðið til þess að að stefndi verði talinngrandsamur um hin meintu réttindi stefnanda. Eins og lýst hafi verið, sé hvergií skjölum og heimildum um fasteignina getið hins meinta réttar stefnanda oghafi stefnda þ.a.l. verið með öllu ómögulegt að túlka hið almenna orðalagafsalsins á þann hátt að stefnandi ætti hin meintu réttindi. Um sé að ræðastaðlað orðalag í kaupsamningum og afsölum og geti á engan hátt bent til þessað stefnandi sérstaklega eigi einhver tiltekin réttindi í lóðinni án þess aðgetið sé um þau réttindi sérstaklega í öðrum heimildum. Ef setja hefði átt kvöðá kaupanda um umferðar- og samnýtingarrétt hefði þurft að orða það greinilega íafsalinu og tiltaka nákvæmlega í hverju þau réttindi fælust.Þákveðst stefndi mótmæla því hvernig stefnandi virðist af hentisemi vísa tilafsalsins að Heiðarvegi 10 eftir því hvort það henti betur að afsalið sé gildeignarheimild eða ekki, en slík hentisemisrök séu eingöngu til þess fallin aðgera málatilbúnað stefnanda óljósan og stefnda þannig gert erfiðara um vik aðverjast kröfum stefnanda.Stefndikveður stefnanda halda því fram að byrjaðar og yfirvofandi athafnir stefndamuni valda stefnanda fjárhagslegu tjóni. Stefndi hafnar þeirri málsástæðustefnanda. Stefnandi hafi engu ljósi varpað á hvert hið fjárhagslega tjón gætiorðið eða hvert orsakasambandið sé á milli afgirðingar stefnda á lóðinni oghins meinta mögulega tjóns, þ.e. hvernig það gæti skaðað réttindi hans eðaleigutakans að viðskiptavinir verslunarinnar hafi ekki úr stæðum stefnda aðvelja. Stefndi kveðst hafna sem röngum og ósönnuðum fullyrðingum stefnanda um ætlað fjárhagslegttjón og lækkun virðis fasteignaréttinda hans. Þriðji aðilinn sem stefnandi vísitil, Húsasmiðjan hf., hafi lýst því yfir í fréttatilkynningu í Eyja fréttum,dags. 18. febrúar 2016 að félagið ætti enga aðild að máli þessu og hafiHúsasmiðjan hf. jafnframt birtyfirlitsmynd yfir hin fjöldamörgu önnur bílastæði sem viðskiptavinumfélagsins stæðu til boða. Sé því fullyrðingum stefnanda um ætlað tjón þriðjaaðila einnig hafnað sem ósönnuðum og röngum. Teldi Húsasmiðjan hf. sig hafaorðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna afgirðingarinnar hefði félaginu veriðmögulegt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Stefnandi hafi á engan hátt sannaðeða gert líklegt að nokkurt fjárhagslegt tjón hefði orðið vegna afgirðingarstefnda á lóð sinni. Geti staðhæfing stefnanda þar um ekki talist til sönnunarum fjárhagslegt tjón.Samkvæmt1. og 2. tl. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 verði lögbann ekki lagt viðathöfn ef talið verði að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskunhagsmuna gerðarbeiðanda tryggi þá nægilega eða ef sýnt þyki að stórfelldurmunur sé á hagsmunum gerðarþola af því að athöfn fari fram og hagsmunumgerðarbeiðanda af að fyrirbyggja hana, enda setji gerðarþoli eftir atvikumtryggingu fyrir því tjóni sem athöfnin kann að baka gerðarbeiðanda. Stefndibyggir á því að hagsmunir stefnda af því að geta leigt út lóðina meðtilheyrandi bílastæðum séu miklum mun meiri en hagsmunir stefnanda af því aðgeta boðið leigutaka sínum nokkur bílastæði til viðbótar við þau fjölmörgubílastæði sem séu á lóð Græðisbrautar 1. Þá kveðst stefndi einnig hafna því aðaf afgirðingu lóðarinnar gæti hlotist af svo verulegt fjárhagslegt tjón, beintog afleitt, að hvorki skaðabætur né refsing gætu bætt að fullu. Þar sem þærframkvæmdir sem rætt er um séu með öllu afturkræfar, sé útilokað að meintirhagsmunir stefnanda verði fyrir varanlegu tjóni, hvað þá óbætanlegu tjóni. Efstefnandi gæti sýnt fram á einhvers konar tímabundið tjón vegna ólögmætraskerðinga á réttindum, þá gæti hann sett fram skaðabótakröfu eftir venjulegumleiðum. Með vísan til framangreindrar 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990, byggirstefndi á því að ekki sé hægt að verða við kröfu stefnanda um staðfestingulögbanns. Þáhafnar stefndi því, með vísan til þess sem áður segir, að stefnandi hafi veriðsviptur rétti sínum til þess að láta opinbert yfirvald yfirfara og samþykkjaframkvæmdina. Deilur um girðingar líkt og þessi heyri undir byggingarfulltrúa.Stefndi kveður stefnanda halda því fram að hann hafi upphaflega leitað tilbyggingafulltrúa en vegna þess að byggingafulltrúi hafi ekki brugðist strax viðmeð afskiptum af málinu hafi stefnanda verið sá kostur nauðugur að krefjastlögbanns. Stefnandi hafi þó ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á hinameintu nauðsyn þess að krefjast lögbanns og hafi heldur ekki lagt fram neingögn sem sýni að hann hafi reynt að fá málið tekið fyrir hjábyggingaryfirvöldum. Meðvísan til alls framangreinds kveður stefndi að lögbannsbeiðni stefnandauppfylli ekki skilyrði 24. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Varðandikröfu stefnanda um viðurkenningu þess efnis að stefnda sé óheimilt að reisagirðingu án leyfis vísar stefndi til þess sem áður hefur komið fram, sérstaklegatil umfjöllunar um túlkun stefnda ámeginreglum skipulagslaga nr. 123/2010, laga um mannvirki nr. 160/2010 ogbyggingarreglugerðar 112/2012 og til umfjöllunarinnar um eignarheimild stefndaað fasteigninni Heiðarvegi 10.Stefndibyggir kröfu sína á því að smávægilegar framkvæmdir, líkt og þessi, séu ekkiháðar byggingarleyfi, enda gangi þær ekki gegn deiliskipulagi þar sem því sétil að dreifa. Á því svæði sem Heiðarvegur 10 er, sé ekki neitt deiliskipulagtil, en það eitt geti ekki gert það að verkum að undanþágurnar skv. 2.3.5. gr.byggingarreglugerðar 112/2012 eigi ekki við.Þábyggir stefndi kröfu sína á því að hann hafi þinglýsta, gilda eignarheimild aðfasteigninni Heiðarvegi 10 og hafi stefnandi enga lögvarða hagsmuni hvað varðarþá eignarheimild enda hafi hann enga aðkomu átt að þeim samningum. Beriþví að hafna kröfu stefnanda um að viðurkenna að stefnda sé óheimilt að girðalóð sína af.Umlagarök vísar stefndi til stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, sbr. lög nr.33/1944, 72. gr., um friðhelgi eignaréttar, sbr. lög nr. 97/1995. Þá vísarstefndi til laga nr. 39/1978 um þinglýsingar. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu,lögbann o.fl., meginreglna eignaréttar, og til meginreglna skipulagslaga nr.123/2010, laga nr. 160/2010 um mannvirki og til byggingarreglugerðar 112/2012. Ummálskostnað vísar stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991.Forsendur og niðurstaðaFyrsta málsástæða stefnanda er sú aðathafnir stefnda fari gegn stjórnarskrárvörðum eignarréttindum stefnanda íformi umferðar- og bílastæðaréttinda sem stefnandi kveðst eiga. Tilkall sitttil umferðar- og bílastæðaréttar á lóð stefnda byggir stefnandi á framanlýstusamkomulagi frá 31. ágúst 2011 sem gert var milli Steina og Olla ehf., semstefnandi leiðir meintan rétt sinn frá, og Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja ehf.,sem stefndi leiðir rétt sinn frá. Er ljóst að í samkomulaginu er kveðið á umsameiginleg afnot af bílastæðum á lóðinni Heiðarvegi 10. Þá er í kaupsamningifrá 13. desember 2011, sem gerður var milli stefnanda og Bifreiðastöðvarinnar,vísað til framangreinds samkomulags, en þó ekkert sagt um bílastæðaréttindi.Hvorki samkomulaginu né kaupsamningnum var þinglýst og er ljóst að í þinglýstumskjölum um eignina var því hvergi lýst að stefnandi ætti óbein eignarréttindi álóðinni Heiðarvegi 10, hvorki í lóðarleigusamningum né öðrum gögnum.Í 1. mgr. 29. gr. þinglýsingalaga nr.39/1978 segir að „[r]éttindum yfir fasteign skal þinglýsa til þess að þau haldigildi gegn þeim, er reisa rétt sinn á samningum um eignina, og gegnskuldheimtumönnum eiganda eða annars rétthafa að eign.“ Þá kemur það fram í 2.mgr. 29. gr. laganna að „[s]amningur eða réttargerð, er skuldheimtumenn byggjaá, fær ekki hrundið eldri óþinglýstum rétti, sem háður er þinglýsingu, nemagögnum þessum sé þinglýst sjálfum, ef þinglýsingar er þörf, enda sé rétthafieftir samningi grandlaus um rétt þann, er hrinda á.“. Þetta eru meginreglureignarréttar. Samkvæmt þessu geta þau óþinglýstu bílastæðaréttindi semstefnandi kveðst eiga á lóðinni Heiðarvegur 29 ekki haldið gildi sínu gagnvartstefnda nema því aðeins að stefndi hafi verið grandsamur um þau. Fyrir dómi lýsti Gísli IngiGunnarsson framkvæmdastjóri stefnda því að hann hafi fyrst heyrt um það aðstefnandi teldi sig eiga bílastæðarétt á Heiðarvegi 10 þegar hann hafi hittMagnús Sigurðsson framkvæmdastjóra stefnanda í nóvember 2015, eftir að stefndihafi eignast lóðarréttindin að Heiðarvegi 40 og húsið sem þar stendur. KvaðstGísli hafa kynnt sér öll þinglesin gögn um eignina fyrir kaupin og þar hafiekkert slíkt komið fram. Vitnið Símonía Helgadóttirfyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóriBifreiðastöðvar Vestmannaeyja lýsti því fyrir dómi að hún hefði aldreiheyrt um meintan rétt stefnanda þegar hún hafi átt Bifreiðastöðina. Hafi húnfyrst heyrt um þetta þegar forsvarsmenn stefnanda hafi haldið þessu fram eftirkaup stefnda á eigninni. Þá staðfesti hún yfirlýsingu um að henni hafi veriðtjáð að ekki væri neitt samkomulag um þetta og bar að henni hafi aldrei veriðsagt frá neinu samkomulagi eða samningi um umferðar- eða bílastæðarétt. Húnhafi bara átt þetta allt sjálf.Vitnið Guðmundur Karl Helgason, semseldi Símoníu Bifreiðastöðina, gat fyrir dómi ekki fullyrt að hann hafi sagtSímoníu um hin óþinglýstu bílastæðaréttindi stefnanda þegar hann seldi SímoníuBifreiðastöðina, en fannst það trúlegt.Stefnandi hefur vísað til þess að íafsali til stefnda hafi aðeins verið getið um hlutdeild í sameign oglóðarréttindum, en ekki lóðarréttinda í heild. Af þessu hafi stefndi ljóslegamátt sjá að þriðji aðili ætti hluta lóðarréttinda eða einhver óbein réttindiyfir lóðinni. Á þetta verður ekki fallist. Það er mat dómsins að ekki sé þarnaum að ræða neitt meira en venjulegt staðlað orðalag sem altítt er að notað sé ísamningum og afsölum af þessu tagi.Með hliðsjón af þessu verður ekkitalið að stefnanda hafi tekist að sýna fram á að stefndi geti talist hafa veriðgrandsamur um hin meintu réttindi stefnanda, sem aldrei var þinglýst eins ogáður segir. Samkvæmt framangreindum meginreglum 29. gr. þinglýsingalaga nr.39/1978 hljóta þau því að víkja fyrir betri rétti stefnda til óskertra réttindayfir lóðinni Heiðarvegur 10.Önnur málsástæða stefnanda er aðathafnir stefnda fari í bága við meginreglur skipulagslaga nr. 123/2010, laganr. 160/2010 um mannvirki og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Ekki vísarstefnandi til tiltekinna ákvæða skipulagslaga, en af hans hálfu er vísað til 2.og 9. gr. mannvirkjalaga auk greinar nr. 2.3.5. í byggingarreglugerð. Í 2. gr.mannvirkjalaga nr. 160/2010 er kveðið á um að lögin gildi um mannvirki, enjafnframt tekið fram að þau gildi líka um girðingar í þéttbýli. Í 12. tl. 3.gr. laganna er skilgreint hugtakið mannvirki þannig að það sé hvers konarjarðföst manngerð smíð, en jafnframt tímabundnar og lausar byggingar. Geta þvívart talist vera mannvirki þær tilfæringar sem stefndi hefur komið fyrir áumræddri lóð, sbr. það sem áður segir um þær. Í 9. gr. laganna er fjallað umleyfisskyldar framkvæmdir vegna mannvirkja og getur það ekki átt við um þærgirðingar sem þegar hafa verið settar upp. Í grein 2.3.5. í byggingarreglugerðer fjallað um minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi. Segir þar aðundanþegnar byggingarleyfi séu „[s]kjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m. Ennfremur girðingar eðaskjólveggir sem eru nær lóðarmörkum en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nemurfjarlægðinni að lóðarmörkum. [Einnigallt að 2,0 m langir og 2,5 m háir skjólveggir sem eru áfastir við hús og ía.m.k. 1,8 m fjarlægð frá lóðarmörkum.]“, enda séu þær í samræmi viðdeiliskipulag. Ekki hefur stefnandi sýnt fram á, eðabyggt á því, að þær girðingar sem dómkröfur hans fjalla um falli ekki undirþessa lýsingu. Stefnandi byggir hins vegar á því að þar sem fyrir liggur aðekki er neinu deiliskipulagi til að dreifa, þá gildi undanþágurnar ekki heldurþurfi að fá byggingarleyfi fyrir sérhverri framkvæmd sem annars félli undirundanþáguna. Á þetta verður ekki fallist. Að mati dómsins er útilokað að skýraþetta ákvæði á annan veg en að lýstar undanþágur gildi nema því aðeins aðframkvæmdirnar séu beinlínis í andstöðu við deiliskipulag. Að öðrum kosti væristaðan sú að t.a.m. breyting og viðhald á eldhúsinnréttingu væribyggingarleyfisskyld framkvæmd, en það er ótækur skýringarkostur að matidómsins. Jafnframt er þess að geta að skv. tölulið nr. 19 í grein 1.2.1 íbyggingarreglugerð nr. 112/2012 er byggingarleyfi skilgreint sem leyfi til aðbyggja hús eða önnur mannvirki, breyta þeim eða rífa eða breyta notkun þeirra,útliti eða formi. Verður því ekki fallist á að athafnir stefnda fari gegnákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010, laga um mannvirki nr. 160/2010 eða ákvæðumbyggingarreglugerðar nr. 112/2012. Þá liggur fyrir að stefndi hefur allt aðeinu sótt um leyfi til skipulagsyfirvalda vegna framkvæmda sinna.Í þriðja lagi byggir stefnandi á þvíað stefndi hafi ekki sýnt fram á að hann eigi þau eignarréttindi sem hannbyggir á varðandi Heiðarveg 10. Um þetta vísar stefnandi til þess að afsaliðhafi verið undirritað af Símoníu Helgadóttur sem hafi ekki haft heimild til að afsalaeigninni til stefnda. Við aðalmeðferð skýrði Símonía sjálf frá því að afsaliðhafi verið undirritað í lok september 2015, en að dagsetningin 5. október 2015sé röng. Þá kvað hún jafnframt rangt að afsalið hafi hafi verið undirritað íReykjavík, en hið rétta sé að það hafi verið í Vestmannaeyjum. Sambærilegt komfram hjá Gísla Inga Gunnarssyniframkvæmdastjóra stefnda, þ.e. að afsalið hafi verið undirritað íVestmannaeyjum og að það hafi verið 2-3 dögum eftir samþykki tilboðs, en skv.gögnum málsins var tilboðið undirritað um samþykki fyrir höndBifreiðastöðvarinnar þann 28. september 2015. Var það gert af SímoníuHelgadóttur, en óumdeilt er að þá hafði hún heimildir til að bindaBifreiðastöðina. Þá hefur verið lögð fram yfirlýsing stjórnar Bifreiðastöðvarinnarum að Símonía hafi undirritað afsalið þann 30. september 2015 og hafi haftfullt umboð til þess. Þá er ljóst að bæði Bifreiðastöðin og stefndi líta svo áað kaupin hafi tekist og séu bindandi fyrir báða aðila og að Bifreiðastöðinfékk greiðslu fyrir eignina sem var afsalað til stefnda. Getur í því samhengiengu breytt hvort bifreiðarnar voru skráðar á Bifreiðastöðina eða hvorteinhverjar eignir fundust í þrotabúiBifreiðastöðvarinnar. Verður ekki talið að stefnanda hafi tekist að sýna fram áað afsal Bifreiðastöðvarinnar, undirritað af Símoníu Helgadóttur, hafi veriðógilt eða óskuldbindandi fyrir Bifreiðastöðina af þessum sökum, en ekki hefurþess t.a.m. verið freistað að hnekkja því með skýrslutöku af vottum semundirrituðu afsalið. Verður þessari málsástæðu stefnanda því hafnað.Í fjórða lagi kveðst stefnandi byggjaá þeirri málsástæðu að þrátt fyrir að stefnandi telji að afsalið bindi ekkiBifreiðastöðina skv. framansögðu að þá sé ekki annað hægt en að líta til þessað einungis hluta af lóðarréttindum hafi verið afsalað til stefnda. Ljóst sé aðþetta hefði ekki verið orðað svo nema því að eins að vitneskja hafi legið fyrirum að einhver þriðji aðili hafi átt hlutdeild í réttindunum og að þau væru þvíí sameign. Á þetta verður ekki fallist. Þegar hefur verið fjallað um meintagrandsemi stefnda og því verið hafnað af dóminum að stefndi geti talist hafaverið grandsamur um ætluð réttindi stefnanda, en auk þess verður ekki séð aðeinhver hluti lóðarréttindanna hafi verið skilinn undan kaupunum þrátt fyrirhið tilvitnaða orðalag í afsalinu, sem verður að telja hluta af venjulegum ogstöðluðum samningsskilmálum.Stefnandi vísar til þess aðfyrirsjáanlega muni byrjaðar og yfirvofandi athafnir stefnda valda stefnandafjárhagslegu tjóni. Hins vegar séu ekki sjáanlegir nokkrir hagsmunir af þvífyrir stefnda að fá að halda fyrirætlunum sínum áfram. Hvorki skaðabætur nérefsing gætu bætt tjón stefnanda. Á þetta verður ekki fallist. Ekki liggurneitt fyrir um í hverju ætlað fjárhagslegt tjón stefnanda felst, en fram komhjá Magnúsi Sigurðssyni framkvæmdastjóra stefnanda við aðalmeðferð aðHúsasmiðjan, sem leigir hús stefnanda að Græðisbraut 1 og rekur þar verslun,hafi engar kröfur gert á hendur stefnanda vegna þessa máls. Þá hefur verið lagtfram afrit af frétt á vefsíðu Eyjafrétta þar sem fram kemur fréttatilkynningfrá Húsasmiðjunni þar sem segir að Húsasmiðjan eigi ekki beina aðkomu að deilumum lóðamörk og er viðskipavinum Húsamiðjunnar bent á önnur bílastæði við húsiðsem standi þeim til boða. Þá hefur ekki verið hrakin sú fullyrðing Gísla IngaGunnarssonar framkvæmdastjóra stefnda við aðalmeðferð að stefndi hafi orðið afleigusamningi um húsið sem stendur á lóðinni Heiðarvegur 10 vegna deilnaþessara. Ekkert liggur auk þess fyrir um það hvers vegna reglur um skaðabæturgætu ekki bætt fjárhagstjón stefnanda ef til þess kæmi.Vegna kröfu sinnar um viðurkenningu áþví að stefnda sé óheimilt að reisa girðingu án leyfis, vísar stefnandi tilþess að óheimilt sé að reisa girðinguna án þess að afla byggingarleyfis ogsamþykkis stefnanda, sbr. það sem áður segir um tilvísanir til ákvæðabyggingarreglugerðar nr. 112/2012 og ákvæða 2. og 9. gr. laga um mannvirki nr.160/2012. Þegar hefur verið fjallað um þessar málsástæður og þeim verið hafnað.Þá vísar stefnandi í þessu samhengitil þess að byrjaðar og yfirvofandi framkvæmdir stefnda skerði nýtingarréttstefnanda á fasteign sinni vegna þess að stefnandi muni ekki geta nýtt sérlögvarin eignarréttindi sín á lóðinni Heiðarvegur 10, þ.e. umferðar- ogbílastæðaréttindi sín. Þegar hefur verið fjallað um þessar málsástæður og þeimverið hafnað. Sama gegnir um þá málsástæðu stefnanda að stefnda sé óheimilt aðreisa girðingarnar vegna þess að hann hafi ekki sýnt fram á eignarhald sitt áfasteignaréttindum á lóðinni nr. 10 við Heiðarveg.Verður samkvæmt framansögðu hafnaðkröfum stefnanda um að staðfest verði framangreint lögbann sem Sýslumaðurinn íVestmannaeyjum lagði á þann 21. desember 2015. Verður jafnframt hafnað kröfustefnanda um viðurkenningu þess að stefnda sé óheimilt að reisa girðingu viðlóðamörk fasteignarinnar við Heiðarveg 10 án leyfist. Ber að sýkna stefnda aföllum kröfum stefnanda í málinu.Með hliðsjón af úrslitum málsins errétt að stefnandi greiði stefnda málskostnað og er hann ákveðinn kr. 1.155.475.Sigurður G. Gíslason héraðsdómarikveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ:Stefndi,Eyja eignir ehf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Græðisbrautar ehf.Stefnandigreiði stefnda kr. 1.155.475 í málskostnað. |
Mál nr. 305/2017 | Ábyrgð Lánssamningur Fyrning Skuldabréf Frávísun frá héraðsdómi | L höfðaði mál gegn H og S til heimtu skuldar samkvæmt skuldabréfi sem Þ gaf út árið 2005 og H og S höfðu gengist í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Bú Þ var tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2014 og lauk skiptum í júní 2014 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Deilur aðila lutu meðal annars að því hvort krafa L gagnvart H og S væri fyrnd. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að krafan væri ófyrnd og að H og S bæri sameiginlega að greiða L umkrafða fjárhæð. Í dómi Hæstaréttar kom fram að þegar gjaldþrotaskiptum á búi Þ lauk í júní 2014 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur hefði samkvæmt 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 hafist nýr tveggja ára fyrningarfrestur á kröfu L á hendur Þ samkvæmt skuldabréfinu. Fyrir lægi að innan þess frests hefði L ekki fengið slitið fyrningu kröfunnar eftir þeim úrræðum, sem mælt væri fyrir um í 3. mgr. sömu lagagreinar, og væri hún því nú fallin niður gagnvart Þ. Á hinn bóginn hefði L höfðað málið gegn H og S innan þessa fyrningarfrests og hefði því brottfall kröfunnar á hendur Þ engin áhrif á stöðu þeirra. Þá kom fram að eingöngu sá hluti kröfu L á hendur H og S, sem hefði átt að koma til greiðslu á nánar tilgreindum gjalddögum eftir hljóðan skuldabréfsins, teldist fallinn niður fyrir fyrningu. Eins og L hefði lagt þetta mál fyrir yrði ekki ráðið hvaða fjárhæðir hefðu átt að koma til greiðslu á þeim gjalddögum og þar með að hvaða marki krafa hans á H og S ættu að sæta lækkun vegna fyrningar hennar að þessum hluta. Var því óhjákvæmilegt að vísa málinu af sjálfsdáðum frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og KarlAxelsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson landsréttardómari. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 17. maí 2017. Þau krefjastaðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Þákrefjast þau málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.ISamkvæmt gögnum málsins gaf ÞórSteinarsson út skuldabréf 19. október 2005 til stefnda vegna námslána aðfjárhæð 3.797.710 krónur, sem bundin var vísitölu neysluverðs með grunntölu 248stig. Átti skuldin að bera vexti með tilteknum hætti og endurgreiðsla á henniað hefjast tveimur árum eftir námslok Þórs, sem stefndi kveður hafa orðið 21.desember 2005. Árlega skyldi greiða af skuldinni í tvennu lagi, annars vegarmeð fastri greiðslu 1. mars að fjárhæð 52.698 krónur, sem yrði framreiknuðeftir vísitölu neysluverðs miðað við grunntöluna 177,8 stig, og hins vegar meðviðbótargreiðslu 1. september, en hún átti að nema 3,75% af útsvarsstofnilántakans á næstliðnu ári að frádreginni föstu greiðslunni. Í skuldabréfinu vartekið fram að stefnda væri heimilt að gjaldfella skuldina ef upplýsingar með lánsumsóknreyndust hafa verið rangar eða villandi. Stefnda væri þetta einnig heimilt„fyrirvaralaust og án sérstakrar uppsagnar ef vanskil eru veruleg, en meðverulegum vanskilum er átt við 15 daga vanskil eða meiri.“ Annarra heimilda tilgjaldfellingar var ekki getið. Þá var áskilið að sjálfskuldarábyrgð, sem gengistyrði undir fyrir skuldinni, myndi gilda þótt greiðslufrestur yrði „veittur áláninu einu sinni eða oftar uns skuldin er að fullu greidd.“ Neðan viðundirskrift lántakans var yfirlýsing, sem áfrýjandinn Helga Björg Ragnarsdóttirritaði undir, og sagði þar meðal annars: „Til tryggingar skilvísri ogskaðlausri greiðslu á höfuðstól allt að neðangreindri fjárhæð ásamt vöxtum,verðbótum og dráttarvöxtum og öllum kostnaði ef vanskil verða, tekst égundirritaður á hendur sjálfskuldarábyrgð á láni þessu in solidum. Höfuðstóllábyrgðar, tilgreindur fyrir framan undirskrift mína, breytist í samræmi viðvísitölu neysluverðs.“ Við hlið undirritunar áfrýjandans var fyllt út í viðeigandieyður að fjárhæð ábyrgðar væri 6.000.000 krónur og grunnvísitala 243,2 stig. Þáundirritaði áfrýjandinn Steinar Þorsteinsson yfirlýsingu á sérstöku skjali 19.nóvember 2005 um „sjálfskuldarábyrgð vegna námsláns“, þar sem hann gekkst íábyrgð óskipt með áfrýjandanum Helgu fyrir greiðslu á 5.000.000 krónum af skuldÞórs samkvæmt framangreindu skuldabréfi og skyldi sú fjárhæð taka breytingumeftir vísitölu neysluverðs með grunntölunni 240,7 stig. Í yfirlýsingunni varefnislega sami texti og áfrýjandinn Helga hafði samkvæmt áðursögðu ritað undirá skuldabréfinu, auk þess sem tekið var fram að áfrýjandinn Steinar hafi „kynntsér ákvæði skuldabréfsins“, sem hann sætti sig að öllu leyti við. Óumdeilt erað stefndi hafi hvorki lagt mat á greiðslugetu Þórs í tengslum við útgáfuskuldabréfsins né veitt áfrýjendum leiðbeiningar um hvað sjálfskuldarábyrgðfæli í sér eða hverjar afleiðingar hennar gætu orðið.Stefndi kveður fyrstu afborgun afskuldabréfinu hafa verið á gjalddaga 1. mars 2008 og hafi hún verið greidd.Eins hafi verið greiddar næstu tvær afborganir, sem hafi verið á gjalddaga 1.september 2008 og 1. mars 2009, en vanskil hafi á hinn bóginn orðið á afborgunmeð gjalddaga 1. september 2009.Þór var veitt heimild 24. september2009 til að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar samkvæmt X. kafla a. laganr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. eins og þau hljóðuðu á þeim tíma og varinnköllun til lánardrottna hans birt í Lögbirtingablaði 15. október sama ár.Við nauðasamningsumleitanir lýsti stefndi kröfu á grundvelli skuldabréfsins,annars vegar vegna áðurnefndrar afborgunar á gjalddaga 1. september 2009,173.027 krónur, og hins vegar vegna eftirstöðva skuldarinnar, 5.024.079 krónur,sem hafi verið á gjalddaga 24. sama mánaðar. Í frumvarpi að nauðasamningi, semumsjónarmaður með greiðsluaðlögun gerði 23. nóvember 2009, var greint frá kröfustefnda með fjárhæðinni 5.024.079 krónur án frekari skýringa, en að hennimeðtalinni voru samningskröfur á hendur Þór samtals 17.511.447 krónur. Af þeim skyldigreiða 23,3% með jöfnum mánaðarlegum afborgunum á fjórum árum og fengi stefndiþannig í sinn hlut alls 1.170.562 krónur af kröfu sinni. Nauðasamningur ágrundvelli þessa frumvarps var staðfestur með úrskurði héraðsdóms 21. desember2009 og var birt um það auglýsing í Lögbirtingablaði 2. febrúar 2010.Samkvæmt gögnum málsins var að enguleyti staðið í skilum við stefnda eftir framangreindum nauðasamningi og fór svoað Þór beindi 25. janúar 2011 til umboðsmanns skuldara umsókn umgreiðsluaðlögun samkvæmt lögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Ísamræmi við 1. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða við þau lög hófst þann dagtímabundin frestun á greiðslum Þórs samkvæmt 11. gr. laganna, en á meðan húnstóð yfir var stefnda óheimilt að krefja áfrýjendur um greiðslu á grundvelliábyrgðar þeirra, sbr. f. lið 1. mgr. sömu lagagreinar. Auglýst var íLögbirtingablaði 29. júní 2011 að umboðsmaður skuldara hafi 21. sama mánaðarsamþykkt umsókn Þórs og beindi þar umsjónarmaður samningsumleitana innkölluntil lánardrottna hans, en við samþykki umsóknarinnar féll áðurnefndur nauðasamningurhans sjálfkrafa úr gildi samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laga nr. 101/2010.Umsjónarmaðurinn gerði ásamt Þór frumvarp til samnings um greiðsluaðlögun 13.september 2011. Þar kom meðal annars fram að lýst hafi verið kröfum að fjárhæðsamtals 14.667.049 krónur. Að auki væri kunnugt um tvær skuldir Þórs, sem ekkihafi verið lýst, annars vegar við Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna barnsmeðlagaað fjárhæð 810.692 krónur og hins vegar við stefnda að fjárhæð 5.606.755krónur, en greiðsluaðlögun tæki ekki til þeirra, sbr. g. lið og i. lið 1. mgr.3. gr. laga nr. 101/2010. Lagt var til að greiðsluaðlögunartímabil yrði tvö ár frágildistöku samningsins 1. október 2011, en á því myndi Þór greiða 30% af fjárhæðkrafna, sem féllu undir greiðsluaðlögun, án þess þó að kveðið yrði á ummánaðarlegar greiðslur. Lánardrottnum var veittur frestur til andmæla gegnfrumvarpinu til 4. október 2011. Ráðið verður af gögnum málsins að frumvarpiðhafi mætt andstöðu af hendi lánardrottna og leitaði Þór 6. október 2011 aðfengnum meðmælum umsjónarmannsins nauðasamnings til greiðsluaðlögunar eftir X.kafla a. laga nr. 21/1991, sbr. 18. gr. laga nr. 101/2010. Af því tilefni boðaðihéraðsdómur með auglýsingu í Lögbirtingablaði til þinghalds 3. nóvember 2011 umstaðfestingu nauðasamnings, sbr. 3. mgr. 63. gr. a. laga nr. 21/1991.Nauðasamningur var síðan staðfestur á grundvelli frumvarpsins með úrskurðihéraðsdóms 21. desember 2011 og voru þau málalok auglýst 18. janúar 2012, en samningurinntók ekki til kröfu stefnda á hendur Þór, sbr. b. lið 1. mgr. 63. gr. a. laganr. 21/1991, svo sem þeim hafði verið breytt með 12. gr. laga nr. 135/2010.Fyrir liggur að stefndi krafði Þór ífyrsta sinn frá því á árinu 2009 um greiðslu fastrar afborgunar afskuldabréfinu með gjalddaga 30. júní 2012 og síðan aukaafborgunar með gjalddaga11. desember sama ár. Ráðið verður af gögnum málsins að engin greiðsla hafiverið innt af hendi vegna fyrrnefndu afborgunarinnar, en 26.865 krónur hafi áhinn bóginn verið greiddar inn á skuldina á síðarnefnda gjalddaganum. Íframhaldi af því krafðist stefndi greiðslna í samræmi við áðurgreind ákvæðiskuldabréfsins á gjalddögum 1. mars og 1. september 2013 og 1. mars 2014, en ekkivar staðið skil á þeim. Í hinum áfrýjaða dómi eru taldar upp tilkynningar, semstefndi sendi hvorum áfrýjanda fyrir sig um stöðu skuldar Þór í byrjun hversárs frá 2012 til 2016, svo og um vanskil á greiðslum á einstökum gjalddögum. BúÞórs mun síðan hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta 21. mars 2014 eftir kröfuhans sjálfs og lýsti stefndi 2. apríl sama ár kröfu við skiptin á grundvelliskuldabréfsins að fjárhæð samtals 6.995.103 krónur, en þar af var höfuðstóllskuldarinnar sagður nema 6.448.537 krónum. Jafnframt tilkynnti stefndi báðumáfrýjendum bréflega um gjaldþrotaskiptin síðastnefndan dag og gat þar meðalannars um fjárhæð skuldar samkvæmt skuldabréfinu, sem félli undirsjálfskuldarábyrgð þeirra, svo og þess að skuldin væri í heild fallin ígjalddaga með vísan til 1. mgr. 99. gr. laga nr. 21/1991. Mun skiptunum hafalokið 9. júní 2014 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur.Stefndi höfðaði mál á henduráfrýjendum með stefnu 5. nóvember 2014, sem hann kveður hafa verið birta þeim 13.og 27. sama mánaðar, og krafðist að þau yrðu dæmd óskipt til að greiða sér6.446.862 krónur með dráttarvöxtum af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 30. júní2012 til greiðsludags ásamt málskostnaði, en kröfu þessa reisti stefndi ásjálfskuldarábyrgð áfrýjenda á skuld Þórs samkvæmt fyrrnefndu skuldabréfi.Áfrýjendur tóku til varna í málinu, en það var fellt niður 12. nóvember 2015 aðkröfu stefnda. Í framhaldi af því höfðaði stefndi mál þetta gegn áfrýjendum 14.mars 2016 á sama grundvelli og krafðist þess að þeim yrði gert að greiða sér6.446.694 krónur með dráttarvöxtum eins og að framan greinir. Með hinumáfrýjaða dómi var sú krafa tekin til greina ásamt því að áfrýjendur voru dæmdtil að greiða stefnda málskostnað. Á meðan mál þetta var rekið í héraði höfðaðistefndi einnig mál gegn Þór, sem þingfest var 5. apríl 2016, og krafðist þessmeð vísan til 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 að viðurkennd yrðu slit áfyrningu kröfu sinnar á hendur honum samkvæmt skuldabréfinu. Samkvæmt því, semfram kom við munnlegan flutning máls þessa fyrir Hæstarétti, felldi stefndiniður mál sitt gegn Þór fyrir héraðsdómi.IISamkomulag, sem fjármálafyrirtæki,Neytendasamtökin og viðskiptaráðherra gerðu 1. nóvember 2001 um notkun ábyrgðaá skuldum einstaklinga, tekur ekki til stefnda, sbr. meðal annars dómHæstaréttar 29. október 2015 í máli nr. 196/2015. Þá er þess að gæta aðsamkvæmt 12. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn ná ákvæði 4. og 5. gr. þeirraekki til ábyrgðar, sem gengist hefur verið í við stefnda, sbr. 1. mgr. 2. gr.laganna, áður en þau tóku gildi 4. apríl 2009. Getur af þessum sökum engubreytt um skuldbindingargildi ábyrgðanna, sem áfrýjendur gengu í 19. október og19. nóvember 2005 fyrir skuld Þórs Steinarssonar við stefnda samkvæmt fyrrnefnduskuldabréfi, að stefndi hafi ekki lagt mat á getu Þórs til að standa undir henni,kynnt áfrýjendum slíkt mat áður en þau tóku á sig ábyrgðina eða veitt þeimupplýsingar af þeim toga, sem um ræðir í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 32/2009. Þáeru hér heldur ekki að öðru leyti uppi atvik, sem leitt gætu til að ábyrgðumáfrýjenda yrði vikið til hliðar með stoð í 36. gr. laga nr. 7/1936 umsamningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Verður þannig hafnað málsástæðumáfrýjenda, sem að þessu lúta. Jafnframt verður með vísan til forsendna hinsáfrýjaða dóms hafnað málsástæðum áfrýjenda, sem snúa að því að stefndi hafiekki sinnt gagnvart þeim skyldum sínum samkvæmt 7. gr. laga nr. 32/2009.Með því að áfrýjendur stofnuðu tilskuldbindinga sinna við stefnda fyrrgreinda daga á árinu 2005 ræðst af ákvæðum þágildandilaga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda hvort áfrýjendur getihafa losnað undan þeim skuldbindingum fyrir fyrningu, sbr. 1. mgr. 28. gr. laganr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Þegar tekin er afstaða til málsástæðnaáfrýjenda, sem reistar eru á þeim grunni, verður að byggja á því að fyrningkröfu stefnda á hendur þeim var rofin með höfðun fyrra máls hans gegn þeim 13.og 27. nóvember 2014, enda var mál þetta höfðað innan sex mánaða frá því að þaðmál var fellt niður, sbr. 11. gr. laga nr. 14/1905. Samkvæmt 4. tölulið 3. gr.og 2. mgr. 5. gr. sömu laga verður þannig að líta svo á að krafa stefnda getiaðeins hafa fallið niður vegna fyrningar að því leyti, sem hún var orðingjaldkræf úr hendi áfrýjenda fyrir 13. og 27. nóvember 2010.Í skilningi upphafsorða 1. mgr. 5. gr.laga nr. 14/1905 varð hluti af kröfu stefnda á hendur áfrýjendum vegnasjálfskuldarábyrgðar þeirra gjaldkræfur á hverjum gjalddaga afborgana eins ogkveðið var á um þær í áðurnefndu skuldabréfi. Á þeim gjalddögum hófst þannigfyrningarfrestur kröfu stefnda á áfrýjendur sjálfstætt vegna hverrar vangoldinnarafborgunar. Þetta upphafsmark fyrningarfrestsins gagnvart áfrýjendum gat ekkifærst til síðari dagsetningar fyrir þær sakir að stefndi hafi ekki á afmörkuðumtímabilum mátt krefja Þór um greiðslu skuldar hans vegna réttaráhrifanauðasamningsumleitana hans til greiðsluaðlögunar samkvæmt X. kafla a. laga nr.21/1991 og síðan greiðsluaðlögunarumleitana eftir lögum nr. 101/2010. Verður íþví sambandi að gæta þess að þau réttaráhrif breyttu engu um heimild stefndatil að krefja áfrýjendur eftir sem áður um efndir, ef frá er talið áðurnefnttímabil á árinu 2011 þegar yfir stóð tímabundin frestun greiðslna Þórs samkvæmt11. gr. laga nr. 101/2010. Í þessu sambandi gat heldur engu skipt fyrrgreintákvæði í skuldabréfinu um að gildi sjálfskuldarábyrgðar áfrýjenda myndi ekkiraskast þótt stefndi veitti Þór greiðslufrest einu sinni eða oftar, enda erekki unnt að líta svo á að í óljósu orðalagi um þetta hafi falist skuldbindingáfrýjenda um að bera ekki fyrir sig fyrningu kröfu stefnda á hendur þeim.Vanskil urðu sem áður segir á skuldÞórs við stefnda þegar inna átti af hendi afborgun með gjalddaga 1. september2009. Eftir hljóðan skuldabréfsins leiddu vanskil ekki sjálfkrafa til þess aðallar eftirstöðvar skuldarinnar féllu í gjalddaga, heldur veittu þau stefndaheimild til að taka ákvörðun um gjaldfellingu, sem hann nýtti sér ekki. Stefndilýsti eftir þetta kröfu 5. nóvember 2009 við nauðasamningsumleitanir Þórs tilgreiðsluaðlögunar og var þar sem áður segir meðal annars greint frá kröfunnisamkvæmt skuldabréfinu eins og eftirstöðvar hennar hafi allar fallið ígjalddaga 24. september sama ár, en þann dag var Þór veitt heimild til að leitanauðasamnings. Þegar leyst er úr því hvort krafa stefnda á hendur áfrýjendum vegnasjálfskuldarábyrgðar þeirra hafi þar með fallið öll í gjalddaga verður að lítatil þess að stefndi lýsti hvergi sérstaklega yfir gjaldfellingu skuldarinnar ognaut hann heldur ekki eftir hljóðan skuldabréfsins heimildar til þess í tilefniaf nauðasamningsumleitunum Þórs. Tilgreining kröfunnar í þessu horfi í kröfulýsinguvar jafnframt bein afleiðing fyrirmæla í 1. mgr. 30. gr. laga nr. 21/1991 um aðsamningskröfur á hendur þeim, sem leitar nauðasamnings, falli sjálfkrafa ígjalddaga þegar slíkur samningur kemst á. Eftir hljóðan þess ákvæðis eru þauáhrif þó bundin við hlutaðeigandi skuldara, en gagnvart ábyrgðarmönnum leiddiaf lokamálsgrein 60. gr. sömu laga að nauðasamningur haggaði ekki réttilánardrottins til að krefja þá um fullar efndir samkvæmt upphaflegu efniábyrgðar, enda hafði á þeim tíma ekki tekið gildi að nokkru leyti gagnstæðregla, sem nú er í 3. mgr. 9. gr. laga nr. 32/2009, sbr. 36. gr. laga nr.101/2010. Að þessu virtu gátu hvorki kröfulýsing stefnda né fyrirmæli lagaleitt til þess að líta hafi mátt svo á að allar eftirstöðvar kröfu hans á henduráfrýjendum hafi orðið gjaldkræfar á þessum tíma. Að auki verður að gæta að þvíað nauðsamningur Þórs til greiðsluaðlögunar, sem komst í kjölfarið á samkvæmtfyrrnefndum úrskurði héraðsdóms 21. desember 2009, féll sjálfkrafa úr gildi 21.júní 2011 þegar umboðsmaður skuldara samþykkti umsókn hans um greiðsluaðlögun,sbr. 3. mgr. 7. gr. laga nr. 101/2010. Urðu þar með að engu áhrifnauðasamningsins, bæði að því er varðar gjaldfellingu skuldarinnar gagnvart Þórog niðurfellingu hennar að hluta. Gagnvart áfrýjendum urðu því eftirstöðvarskuldarinnar, sem ekki voru enn komnar í umsamda gjalddaga eftir hljóðanskuldabréfsins, ekki gjaldkræfar fyrir 13. og 27. nóvember 2010.Þegar gjaldþrotaskiptum lauk á búiÞórs 9. júní 2014 án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur hófstsamkvæmt 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 nýr tveggja ára fyrningarfrestur ákröfu stefnda á hendur honum samkvæmt skuldabréfinu. Fyrir liggur samkvæmtáðursögðu að innan þess frests fékk stefndi ekki slitið fyrningu kröfunnar eftirþeim úrræðum, sem mælt er fyrir um í 3. mgr. sömu lagagreinar, og má því ætlaað hún sé nú fallin niður gagnvart Þór. Á hinn bóginn höfðaði stefndi mál þettagegn áfrýjendum innan þessa fyrningarfrests og hefði því brottfall kröfunnar áhendur Þór engin áhrif á stöðu þeirra.Samkvæmt því öllu, sem að framangreinir, getur eingöngu sá hluti af kröfu stefnda á hendur áfrýjendum, sem hefðiátt að koma til greiðslu á umsömdum gjalddögum 1. september 2009, 1. mars 2010og 1. september 2010 eftir hljóðan skuldabréfsins, talist fallinn niður fyrirfyrningu. Eins og stefndi hefur lagt mál þetta fyrir verður ekki ráðið hvaðafjárhæðir hefðu átt að koma til greiðslu á þeim gjalddögum og þar með að hvaðamarki krafa hans á áfrýjendur eigi að sæta lækkun vegna fyrningar hennar aðþessum hluta. Er því óhjákvæmilegt að vísa málinu af sjálfsdáðum fráhéraðsdómi.Rétt er að aðilarnir beri hvert sinnkostnað af málinu á báðum dómstigum.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22.febrúar 2017Mál þetta sem dómtekið var 6. febrúar2017 var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 14. mars 2016 af Lánasjóðiíslenskra námsmanna, Borgartúni 21, Reykjavík, á hendur Steinari Þorsteinssyni,Lindargötu 57, Reykjavík og Helgu Björgu Ragnarsdóttur, Nökkvavogi 18,Reykjavík. Kröfur aðilaAfhálfu stefnanda er þess krafist að stefndu verði dæmd in solidum til að greiðahonum 6.446.694 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 af 113.991 krónum, frá 30. júní 2012 til 1. mars 2013, en af 233.139krónum, frá þeim degi til 1. september 2013, en af 252.050 krónum, frá þeim degi til 1. mars 2014, en af 375.555krónum, frá þeim degi til 2. maí 2014, en af 6.446.694 krónum, frá þeim degitil greiðsludags. Þá krefst stefnandiþess að stefndu verði dæmd in solidum til að greiða honum málskostnað aðskaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum 24% virðisaukaskatti.Af hálfu stefndu er aðallega krafist sýknuaf öllum kröfumstefnanda en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá krefjaststefndu þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða hvoru um sig málskostnaðað mati dómsins. Atvik málsHinn 19. október 2005 gaf ÞórSteinarsson (hér eftir nefndur aðalskuldari) út skuldabréf til stefnanda vegnanámslána sem hann hafði þegið á árunum 1997-2005. Fékk bréfið auðkennisnúmeriðG-060168. Um var að ræða skuldbreytingufrá fyrra skuldabréfi nr. R-621499 en heimild til hennar var að finna íbráðabirgðaákvæði laga nr. 140/2005 um breytingu á lögum nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna.Samkvæmt ákvæðum nýja skuldabréfsins var fjárhæð þess verðtryggð miðað viðbreytingar á vísitölu neysluverðs og var grunnvísitala bréfsins 248,0 stig.Skuld samkvæmt bréfinu skyldi bera breytilega vexti sem aldrei yrðu hærri en 3%ársvextir af höfuðstól skuldarinnar. Skyldi höfuðstóllinn reiknaður út áhverjum gjalddaga áður en vextir og afborgun væru reiknuð út. Vextir skyldureiknast frá námslokum og endurgreiðsla hefjast tveimur árum eftir námslok. Varstjórn stefnanda samkvæmt ákvæðum bréfsins falið að ákveða hvað teljast skyldunámslok í þessu sambandi. Árleg endurgreiðsla af skuldabréfinu skyldi ákvarðastí tvennu lagi, annars vegar vegar sem föst ársgreiðsla og hins vegar svonefndviðbótargreiðsla. Föst ársgreiðsla skyldi vera 52.698 krónur miðað við vísitöluneysluverðs 177,8 stig, nema eftirstöðvar væru lægri. Þessi fjárhæð skyldibreytast á hverju ári í hlutfalli við vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvertog gjalddagi hennar að jafnaði vera 1. mars ár hvert. Ef námslok væru á fyrrihluta árs þ.e. á tímabilinu 1. janúar til 30. júní skyldi gjalddagi fyrstuföstu greiðslunnar vera 30. júní, tveimur árum eftir námslok, en væru námslok ásíðari hluta árs, þ.e. á tímabilinu 1. júlí til 31. desember, skyldi gjalddagifyrstu föstu greiðslunnar vera 1. mars, á þriðja ári frá námslokum.Viðbótargreiðslan skyldi reiknast sem 3,75 % af tekjustofni ársins á undanendurgreiðsluári og skyldi fjárhæð hennar breytast samkvæmt hlutfallslegribreytingu á vísitölu neysluverð frá 1. júlí á tekjuöflunarári til 1. júlí áendurgreiðsluári. Fastagreiðslan skyldi dragast frá viðbótargreiðslunni.Gjalddagi viðbótargreiðslunnar skyldi vera 1. september ár hvert. Stefnda, Helga Björg Ragnarsdóttir,áritaði skuldabréfið um sjálfskuldarábyrgð við útgáfu þess 19. október 2005.Var ábyrgð hennar takmörkuð við 6.000.000 króna en fjárhæðin verðtryggð miðaðvið vísitölu neysluverðs, 243,2 stig.Með yfirlýsingu 19. nóvember 2005 tókst stefndi, Steinar Þorsteinsson, á hendursjálfskuldarábyrgð á greiðslum samkvæmt framangreindu skuldabréfi. Var ábyrgðhans takmörkuð við 5.000.000 króna en fjárhæðin verðtryggð miðað við vísitöluneysluverðs, 240,7 stig. Námslok voru skráð hjá aðalskuldara 21. desember 2005og var skuld hans við stefnanda vegna þeginna námslána, samtals að fjárhæð 3.797.710krónur, þá færð inn á skuldabréf nr. G-060168, miðað við vísitöu neysluverðs ídesember sem var 248,0 stig. Eins og áður er rakið var fyrsti gjalddagisamkvæmt skuldabréfinu hinn 1. mars 2008 eða á þriðja ári eftir námslok. Súgreiðsla var innt af hendi og einnig greiðslur er féllu í gjalddaga 1.september 2008 og 1. mars 2009. Hinsvegar mun greiðsla er féll í gjalddaga 1. september 2009 hafa farið í vanskil. Með úrskurði uppkveðnum í HéraðsdómiReykjavíkur, 24. september 2009, var aðalskuldara heimilað að leitanauðasamnings til greiðsluaðlögunar samkvæmt X. kafla laga nr. 21/1991 umgjaldþrotaskipti o.fl., sbr. lög nr. 24/2009. Var innköllun til lánadrottnabirt í Lögbirtingablaðinu, 15. október 2009. Stefnandi lýsti kröfu vegnanauðasamningsumleitananna, 5.nóvember 2009. Allslýsti stefnandi kröfu að fjárhæð 8.749.587 krónur. Þar af var höfuðstólskrafa8.747.847 krónur en dráttarvaxtakrafa 2.100 krónur. Samkvæmt kröfulýsingunnivar gjalddagi kröfunnar tilgreindur 24. september 2009. Kröfuskrá var lögð fram13. nóvember. Í frumvarpi að nauðasamningitil greiðsluaðlögunar, dags. 23. nóvember 2009, var lagt til að aðalskuldarayrði veittur greiðslufrestur í samræmi við b-lið 63. gr. laga nr. 21/1991, sbr.lög nr. 24/2009, til tólf mánaða. Að þeim tíma liðnum greiddi skuldari afsamningskröfum sínum 85.000 krónur á mánuði í 48 mánuði eða samtals 4.080.000krónur. Um væri að ræða greiðslu á 23,3% af heildarskuldum sem ættu undirnauðasamninginn. Að loknum afborgunum féllu eftirstöðvar samningskrafna niður. Ekki var gert ráð fyrir að trygging yrðiveitt fyrir greiðslum samkvæmt frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu var gert ráðfyrir að stefnandi fengi samtals greiddar 1.170.562 krónur af samningskröfusinni. Með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu, 2. febrúar 2010, var tilkynnt aðmeð úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 21. desember 2009, hefðihéraðsdómur orðið við kröfu um staðfestingu nauðasamnings aðalskuldara tilgreiðsluaðlögunar. Fól nauðasamningurinn eins og áður greinir m.a. í sér greiðslufrest í tólf mánuði þ.e. til21. desember 2010. Með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu, 26.janúar 2011, tilkynnti umboðsmaður skuldara að hann hefði hinn 25. janúarmóttekið umsókn aðalskuldara um greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr.101/2010. Hæfist tímabundin frestun greiðslna samkvæmt lögunum frá móttökudegibeiðninnar, sbr. lög nr. 128/2010 um breytingu á lögum nr. 101/2010. Umsóknin var samþykkt af umboðsmanniskuldara 21. júní 2011 og innköllun til lánardrottna aðalskuldara birt íLögbirtingablaðinu, 28. júní og 6. júlí s.á. Frumvarp til greiðsluaðlögunar aðalskuldara var lagt fram 13. september2011. Samningsumleitanir aðalskuldara við lánardrottna sína báru hins vegarekki árangur. Með bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur, 6. október 2011, leitaði aðalskuldarinauðasamnings til greiðsluaðlögunar í samræmi við X. kafla laga nr. 21/1991 ogkrafðist þess að nauðasamningur á grundvelli samningsfrumvarps, sem samþykkthefði verið samkvæmt 3. mgr. 63. gr. a laga nr. 21/1991, yrði staðfest. Í frumvarpinu var lagt til að skuldari fengigefnar eftir 70% samningskrafna og veittur yrði greiðslufrestur á eftirstöðvumþeirra til tveggja ára frá og með 1. nóvember 2011 til og með 31. október 2013.Eftirstöðvar samningskrafna kæmu til greiðslu að greiðsluaðlögunartímabililiðnu samkvæmt eldri greiðsluáætlun, að teknu tilliti til niðurfellingar.Heildarfjárhæð lýstra krafna næmi samtals 14.667.049 krónum. Krafa stefnandavar ekki tekin upp í samningsfrumvarp aðalskuldara, en hún var undanþeginsamningi til greiðsluaðlögunar og nauðasamningi um greiðsluaðlögun, sbr. g-lið1. mgr. 3. gr. laga nr. 101/2010, sbr. b-lið 1. mgr. 63. gr. laga nr. 21/1991.Með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu, 18. janúar 2012, var tilkynnt aðnauðasamningur aðalskuldara samkvæmt frumvarpi hans frá 8. desember 2011 hefðiverið staðfestur af Héraðsdómi Reykjavíkur, 21. desember 2011 og værisamningurinn því orðinn endanlegur, sbr. 1. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991. Með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu, 3.febrúar 2012, tilkynnti umboðsmaður skuldara að tímabundinni frestun greiðslnahjá aðalskuldara hefði vegna staðfests nauðasamnings til greiðsluaðlögunarsamkvæmt X. kafla laga nr. 21/1991, lokið 21. desember 2011.Næsti gjalddagi af skuldabréfi nr. G-060168var þann 30. júní 2012. Vanskil urðu á greiðslunni. Þá urðu einnig vanskil ágreiðslum er féllu í gjalddaga 1. mars og 1. september 2013 og 1. mars 2014.Aðalskuldari var úrskurðaðurgjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, 21. mars 2014. Stefnandi lýsti kröfum samkvæmtframangeindu skuldabréfi nr. G-0600168 í búið með kröfulýsingu dags. 2. apríl2014. Jafnframt gerði hann sama dag kröfur á hendur stefndu á grundvelliábyrgðarloforða þeirra frá 19. október og 19. nóvember 2005, með vísan til 99gr. laga nr. 21/1991.Stefnandi höfðaði mál fyrirHéraðsdómi Reykjavíkur á hendur stefndu með stefnu birtri 13. nóvember og 27. nóvember 2014,þingfestri 2. desember 2014. Málið var fellt niður að kröfu stefnanda ádómþingi 12. nóvember 2015 (málið nr. E-4811/2014). Mál þaðsem hér er til meðferðar var höfðað 14. mars 2016. Málsástæður stefnanda og tilvísun til réttarheimildaStefnandi kveðst byggja kröfur sínar í máliþessu á sjálfskuldarábyrgðar-yfirlýsingum stefndu vegna námslánaaðalskuldarans, Þórs Steinarssonar. Til námslánaskuldarinnar hafi verið stofnaðmeð útgáfu skuldabréfs nr. G-060168, sem gefið hafi verið út 19. október 2005.Skuldabréfið hafi falið í sér skuldbreytt lán skv. bráðabirgðaákvæði laga nr.140/2005, sem breytt hafi lögum nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna, enaðalskuldarinn hafi sótt um skuldbreytingu á fyrra skuldabréfi nr. R-021499.Við námslok aðalskuldarans í desember 2005 hafi fjárhæð samanlagðra námslánaaðalskuldarans að fjárhæð 3.797.710 krónur verið færð inn á umrætt skuldabréfnr. G-060168 í samræmi við reglur stefnanda. Þegar aðalskuldarinn hafi sótt umnámslán hjá stefnanda hafi verið mælt svo fyrir í lögum nr. 21/1992 um Lánasjóðíslenskra námsmanna að námsmenn sem fengju lán úr sjóðnum skyldu undirritaskuldabréf við lántöku og leggja fram yfirlýsingu a.m.k. eins manns um að hanntæki að sér sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu lánsins, ásamt vöxtum ogverðtryggingu, allt að tiltekinni hámarksfjárhæð. Í þágildandi 5. gr.reglugerðar nr. 602/1997 hafi verið tekið fram að námsmenn skyldu leggja framviðurkenningu eins til tíu manna sem tækju að sér endurgreiðslu á höfuðstóllánsins ásamt verðtryggingu, vöxtum, dráttarvöxtum og öllum kostnaði vegnalánsins. Ábyrgðarmenn skyldu rita nöfn sín á skuldabréfið eða á þar til gerðayfirlýsingu. Hver ábyrgðarmaður hafi getað takmarkað ábyrgð sína við ákveðnafjárhæð. Stefnandi byggi á því að með áritun sinni á skuldabréf nr. G-060168, 19.október 2005, hafi stefnda, Helga Björg, tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð ágreiðslu skuldabréfsins, innan tilgreindrar hámarks-fjárhæðar, í samræmi viðskilmála bréfsins. Þá hafi stefndi, Steinar, með undirritun sinni, 19. nóvember2005, á yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð vegna skuldabréfs nr. G-060168 tekistá hendur sjálfskuldarábyrgð á greiðslu skuldabréfsins, innan tilgreindrarhámarksfjárhæðar, í samræmi við skilmála bréfsins. Nauðasamningur aðalskuldaratil greiðsluaðlögunar, sem staðfestur hafi verið af Héraðsdómi Reykjavíkur, 21.desember 2009, hafi fallið úr gildi er aðalskuldari hafi leitað nauðasamninga áný við lánardrottna sína með því að óska eftir samningi um greiðsluaðlögun hjáumboðsmanni skuldara, 25. janúar 2011, samkvæmt lögum nr. 101/2010, sbr. 2.mgr. 63. gr. laga nr. 21/1991, eða eftir atvikum við að aðalskuldari hafi óskaðeftir nauðasamningi til greiðsluaðlögunar með bréfi til Héraðdóms Reykjavíkur,6. október 2011. Fyrir liggi að aðalskuldari hafi fengið tólfmánaða greiðslufrest gagnvart lánardrottnum sínum, þar með töldum stefnanda,með staðfestingu Héraðsdóms Reykjavíkur, 21. desember 2009, á nauðasamningiaðalskuldara til greiðsluaðlögunar. Hafi kröfur stefnanda á hendur aðalskuldaraþví ekki orðið gjaldkræfar á því tímabili og þar af leiðandi hafi kröfur hans áhendur stefndu ekki byrjað að fyrnast á því tímabili. Þá liggi fyrir aðaðalskuldari hafi verið í greiðsluskjóli frá 25. janúar 2011 til 21. desember2011, þegar nauðasamningur hans hafi verið staðfestur í Héraðsdómi Reykjavíkuren samkvæmt 11. gr. laga nr. 101/2010 hafi stefnanda verið óheimilt að krefjastefndu um greiðslu ábyrgðarskuldbindinganna meðan aðalskuldari væri ígreiðsluskjóli. Það sé ekki fyrr en 30. júní 2012 sem fyrningarfrestur hafibyrjað að líða gagnvart stefndu. Hann hafi verið rofinn með málssókn stefnandaá hendur stefndu, 13. og 27. nóvember 2014, og hafi tveggja árafyrningarfrestur gagnvart aðalskuldara þá ekki verið liðinn. Fyrningarfrestur áhendur stefndu hafi þannig verið rofinn með sjálfstæðum hætti áður en krafan áhendur aðalskuldara hafi fyrnst. Stefnandi hafi fellt framangreint mál niður12. nóvember 2015 en höfðað mál þetta 14. mars 2016. Bú aðalskuldarans, Þórs Steinarssonar, hafi verið tekið tilgjaldþrotaskipta 21. mars 2014 og hafi umrætt námslán þá allt fallið ígjalddaga samkvæmt ákvæðum, sbr. 99. gr. laga nr. 21/1991. Stefnufjárhæð máls þessa sundurliðistþannig:Gjalddagi: Fjárhæð:30.06.2012 kr. 113.991,-01.03.2013 kr. 119.148,-01.09.2013 kr. 18.911,-01.03.2014 kr. 123.505,-Gjaldfelldar eftirst. 21.03.2014 kr. 6.071.139,-Samtals kr. 6.446.694,-Gjaldfellingarfjárhæð per 21. mars 2014reiknist þannig: Staða skuldar án verðbóta eftir gjalddaga 1. mars 20143.618.193 krónur * vt. mars 2014 (415,9) / grunnvt. (248,0), eða 6.067.768krónur, auk 1% vaxta frá 1. mars 2014 – 21. mars 2014, 3.371 króna, eða alls6.071.139 krónur. Krafist sé dráttarvaxta frá og með hverjum einstökumgjalddaga og af gjaldfellingarfjárhæðinni frá og með þeim degi sem krafan hafifallið í gjalddaga samkvæmt fyrirmælum 99. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt skýrum og ótvíræðum skilmálumskuldabréfs nr. G-060168 skuli greiða hæstu lögleyfðu dráttarvexti afvanskilaskuldinni verði ekki staðið í skilum með greiðslu afborgana og vaxta áréttum gjalddögum. Varðandi lagarök sé vísaðtil meginreglu kröfuréttar um greiðsluskyldu fjárskuldbindinga og meginreglukröfuréttar um skuldbindingargildi ábyrgðar-yfirlýsinga. Þá vísi stefnandi tillaga nr 21/1992, laga nr. 91/1991, laga nr. 38/2001 og laga nr. 21/1991. Krafaum málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991. Um varnarþing vísisttil ákvæða skuldabréfsins sjálfs og 3. mgr. 42. gr. laga nr. 91/1991. Krafa umvirðisaukaskatt styðjist við lög nr. 50/1988, en stefnandi sé ekkivirðisauka-skattskyldur og því nauðsyn að fá dæmdan virðisaukaskatt úr hendistefndu.Málsástæður stefndu og tilvísun til réttarheimildaAf hálfu stefndu eru færðar þrjármálsástæður fyrir sýknu. Í fyrsta lagi sé krafa stefnanda á hendur þeim fyrnd.Í öðru lagi sé krafan á hendur þeim fallin niður þar sem stefnandi hafi ekkigætt að skyldum sínum gagnvart stefndu sem ábyrgðarmönnum og í þriðja lagi sékrafan ósönnuð.Stefndu byggi á því að ábyrgðirþeirra séu niðurfallnar vegna fyrningar. Umræddar sjálfskuldarábyrgðir hafikomið til árið 2005 og um þær gildi því lög nr. 14/1905, um fyrningu skulda ogannarra kröfuréttinda. Samkvæmt 28. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningukröfuréttinda, gildi lögin einvörðungu um þær kröfur sem stofnast hafi eftirgildistöku laganna, þ.e. eftir 1. janúar 2008. Í 4. tölul. 3. gr. laga nr.14/1905 komi fram að kröfur samkvæmt ábyrgðarskuldbindingum fyrnist á fjórumárum. Fyrningarfrestur á kröfu stefnanda gagnvart stefndu hafi þannig veriðfjögur ár. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segi að fyrningarfrestur teljist frá þeimdegi sem krafa hafi orðið gjaldkræf. Þegar komi að sjálfskuldarábyrgðum byrjifyrningarfrestur að líða frá þeim degi er krafa hafi gjaldfallið gagnvartaðalskuldara. Aðalskuldarinn, Þór Steinarsson, hafi fengið heimild til að leitanauðasamnings til greiðsluaðlögunar í september 2009. Umsjónarmaður meðnauðasamningsumleitunum hans hafi birt innköllun í Lögbirtingarblaðinu íoktóber 2009. Kröfulýsing hafi borist frá stefnanda, dags. 5. nóvember 2009,þar sem hann hafi gjaldfellt allt skuldabréfið og lýst kröfu að höfuðstól8.747.487 krónur, auk dráttarvaxta til 24. september 2009, að fjárhæð 2.100krónur. Samkvæmt kröfulýsingunni hafisundurliðun kröfunnar verið þannig: KrafaGjalddagiFjárhæðSkuldabréf G-060168. september 200973.027 krónurEftirstöðvar G-06016824. september 20095.024.079 krónurÁbyrgð á skuldabréfi R-1707824. september 20093.550.381 krónurStefnandi hafi þannig sjálfur tekiðþá ákvörðun að gjaldfella allar eftirstöðvar af umræddri skuld aðalskuldara íheild sinni og sé slík gjaldfelling óafturkræf. Á gjalddaga, 1. september 2009,hafi hluti af kröfu stefnanda á hendur aðalskuldara, að fjárhæð 173.027 krónur,orðið gjaldkræfur og við gjaldfellinguna, 24. september 2009, hafi allareftirstöðvar kröfunnar orðið gjaldkræfar. Framangreindar dagsetningar markiþannig upphaf fyrningarfrests skuldarinnar, bæði gagnvart aðalskuldara oggagnvart stefndu. Fyrningarfrestur kröfu þeirrar er stefnandi krefji stefndu umí máli þessu hafi þannig hafist 1. september 2009 af hluta kröfunnar að fjárhæð173.027 krónur og lokið þann 1. september 2013. Fyrningarfrestureftirstöðvanna, að fjárhæð 5.024.079 krónur hafi hafist þann 24. september 2009og lokið 24. september 2013. Verði ekki á það fallist að stefnandi hafigjaldfellt umrædda skuld aðalskuldara með framangreindri kröfulýsingu, dags. 5.nóvember 2009, sé á því byggt að skuldin hafi gjaldfallið í heild er framangreindurnauðasamningur til greiðsluaðlögunar vegna aðalskuldara hafi komist á, 21.desember 2009, sbr. 30. gr. nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Ákvæði 1.mgr. 30. gr. laganna sé svohljóðandi:„Nauðasamningurhefur í för með sér, án tillits til samninga, laga eða annarra reglna, að allarsamningskröfur falla sjálfkrafa í gjalddaga gagnvart skuldaranum þegarsamningurinn kemst á, nema kveðið sé þar á um tiltekinn gjaldfrest. Fjárhæðsamningskröfu verður ekki færð niður þótt hún falli fyrr í gjalddaga af þessumsökum en annars hefði orðið.“Af ákvæðinu sé ljóst að þegarumræddur nauðasamningur hafi komist á, 21. desember 2009, hafi krafa stefnandaá hendur aðalskuldara, fallið í gjalddaga. Hafi því fyrningarfrestur gagnvartábyrgðarmönnum, í samræmi við ákvæði 4. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905, byrjað aðlíða í síðasta lagi, 21. desember 2009. Með gjaldfresti, í 1. mgr. 30. gr.laganna, sé aðeins átt við þau tilvik er gjaldfrestur sé veittur einn og sér,þ.e. þegar aðalefni nauðasamnings til greiðsluaðlögunar kveði eingöngu á um aðveita skuli gjaldfresti. Ákvæðið taki þannig ekki til nauðasamninga tilgreiðsluaðlögunar þar sem efni samnings sé jafnframt niðurfelling krafna, líktog í tilviki umrædds nauðasamnings til greiðsluaðlögunar frá 21. desember 2009.Verði hvorki á það fallist að krafa stefnanda hafi fyrnst í heild í kjölfargjaldfellingar stefnanda né þegar umræddur nauðasamningur hafi komist á, 21.desember 2009, sé á því byggt að stefnandi hafi fellt niður 76,7% af kröfumsínum á hendur aðalskuldara er nauðasamningurinn hafi komist á. Sú niðurfellinghafi verið án nokkurs greiðslufrests. Hafifyrningarfrestur á að minnsta kosti 76,7% af kröfu stefnanda á hendurstefndu þannig byrjað að líða í síðasta lagi þann 21. desember 2009 og lokið ísíðasta lagi 21. desember 2013. Verði ekki fallist á framanritað sé á því byggtað krafa stefnanda á hendur aðalskuldara sé fyrnd samkvæmt 2. mgr. 165. gr.laga nr. 21/1991. Stefnandi hafi ekki fengið dóm um viðurkenningu áfyrningarslitum samkvæmt 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991. Það leiði afmeginreglum kröfuréttar um ábyrgðir að ábyrgðarmaður verði jafnan ekki krafinnum greiðslu ef aðalkrafan sé ógild eða fallin niður. Þar af leiðandi verði aðsýkna stefndu af kröfum stefnanda. Líkt og að framan greini hafi stefnandi ekkiviðhaldið kröfu sinni gagnvart stefndu með neinum hætti, hvorki með beiðni umfjárnám, höfðun dómsmáls, eða á annan hátt, fyrr en með málshöfðun í desember2014. Því sé krafa stefnanda gegn stefndu fallin úr gildi fyrir fyrningusamkvæmt 1. gr. laga nr. 14/1905. Í því felist að kröfuhafi eigi enga kröfu áhendur ábyrgðarmönnum og beri því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda.Stefndu byggi á því aðupplýsingaskylda stefnanda gagnvart þeim hafi ekki verið virt. Samkomulag umnotkun sjálfskuldarábyrgða, frá árinu 2001 tilgreini meginreglur til verndarábyrgðarmönnum í þeim tilvikum er sjálfskuldarábyrgð sé sett til tryggingarfjárhagslegri skuldbindingu. Reglurnar feli í sér góða viðskiptahætti og séuhafðar til hliðsjónar við mat á háttsemi lánastofnana. Hafi ekki verið fariðeftir þeim meginreglum sem fram komi í samkomulaginu teljist almenntósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sigábyrgðaryfirlýsingu. Umrætt samkomulag hafi verið bindandi fyrir stefnanda.Samkomulagið hafi verið unnið á vettvangi viðskiptaráðuneytisins og sé m.a.undirritað af þáverandi viðskiptaráðherra. Ljóst sé að samkomulag semstjórnvöld beiti sér fyrir og undirriti og staðfesti fyrir sitt leyti hafigildi fyrir opinberar lánastofnanir eins og stefnanda. Samkomulagið hafi þó íraun einungis verið staðfesting á sanngjörnum og góðum viðskiptaháttum sem ígildi séu og hafi verið gagnvart ábyrgðum einstaklinga. Þær sanngirnisreglurgildi ávallt fyrir ábyrgðir einstaklinga og þannig hafi í raun verið ónauðsynlegtað undirrita eða gangast sérstaklega undir samkomulagið. Stefnanda hafi þó ekkieinungis borið að ástunda vandaða viðskiptahætti heldur einnig vandaðastjórnsýsluhætti, en stefnandi sé bundinn af ákvæðum stjórnsýslulaga nr.37/1993. Stefnandi sé stjórnvald og sé þannig, auk framangreinds, skylt að komafram af sanngirni gagnvart borgurum. Markmið stjórnsýslulaga sé að tryggjaréttaröryggi borgaranna í skiptum þeirra við stjórnvöld og leggi þau ríkarkröfur á stjórnvöld um að viðhafa vönduð vinnubrögð í samskiptum sínum viðborgarana. Stefnandi eigi því að ganga lengra en aðrar lánastofnanir ísanngirni gagnvart viðsemjendum sínum. Stefnandi geti allt að einu ekki boriðminni skyldur en aðrar lánastofnanir og verið þannig eina lánastofnunin sem komistupp með að beita viðsemjendur sína ósanngirni og slæmum viðskiptaháttum. Samaháttsemin geti ekki talist ósanngjörn þegar einkaréttarleg lánastofnun viðhafihana en sanngjörn þegar opinber lánastofnun eigi í hlut. Þá beri stefnanda aukþess skylda samkvæmt rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, tilað rannsaka mál áður en þau séu leidd til lykta. Í þeirri skyldu felist m.a. aðkanna greiðslugetu aðalskuldara að láni. Stefnandi beri auk þessleiðbeiningarskyldu samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en í þeirriskyldu felist m.a. að veita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi mál.Þegar sjálfskuldarábyrgð sé sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindinguteljist það bæði sanngjarnt og góð viðskiptavenja að lánafyrirtæki meti greiðslugetugreiðandans og upplýsi ábyrgðarmenn um hana. Það sé auk þess í samræmi við þauviðmið um góða viðskiptahætti sem fram komi í samkomulaginu og meginreglurstjórnsýsluréttar um rannsóknarskyldu. Hafi slíkt ekki verið gert sébersýnilega ósanngjarnt af lánafyrirtæki að bera fyrir sig loforðábyrgðarmanna. Slíkum ábyrgðum verði því vikið til hliðar með stoð í 36. gr.laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og 36. gr. a-dsömu laga. Stefnanda hafi borið að framkvæma greiðslumat á lántaka og kynnaniðurstöðu slíks greiðslumats fyrir stefndu áður en þau gengust í ábyrgðina.Þessari skyldu, sem sanngjarnt og eðlilegt sé að stefnandi fari eftir í störfumsínum, hafi ekki verið sinnt. Greiðslumat hafi þá þýðingu að ef niðurstaða þessbendi til að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar þá beri lánveitanda aðráða ábyrgðarmanni að gangast ekki í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldum lántaka.Óski ábyrgðarmaður engu að síður eftir að gangast í ábyrgð skuli lánveitandi fáskriflega staðfestingu ábyrgðarmanns þess efnis. Stefnandi hafi hvorkiframkvæmt greiðslumat á aðalskuldara né kynnt stefndu slíkt mat, eða upplýstiþau um þá sérstöku áhættu er fylgi sjálfskuldarábyrgð á námslánum. Þar með hafistefnandi ekki sinnt þeim skyldum sem sanngjarnt og eðlilegt sé að hann farieftir í störfum sínum. Stefnandi verði að bera hallan af því að hafa ekkiviðhaft þau vönduðu vinnubrögð sem honum hafi borið, enda sé að öðrum kostivandséð að stefnandi starfi í samræmi við þau meginmarkmið, sem framangreintsamkomulag byggi á, að þeir sem veiti tryggingu fyrir fjárskuldbindingumannarra geri sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir takist á herðar með slíkriráðstöfun. Þessi ríka krafa, sem gera verði til stefnanda, verði ekki aðeinsleidd af samkomulaginu heldur einnig af skráðum og óskráðum reglumstjórnsýsluréttar, m.a. rannsóknarreglunni og leiðbeiningarskyldunni. Stefnandihafi ekki veitt stefndu neinar upplýsingar vegna sjálfskuldarábyrgða þeirra, umeðli þeirra eða umfang áhættunnar sem í þeim hafi falist. Stefnandi hafi hvorkiupplýst stefndu um það hvað fælist í því að takast á hendur umræddarsjálfskuldarábyrgðir, né kynnt þeim fjárhag eða skuldastöðu aðalskuldarans,fyrir undirritun þeirra. Líkt og að framan greini séu stefndu einstaklingar,ólöglærð og með enga sérstaka þekkingu á fjármálum. Þá hafi stefndu enganfjárhagslegan ávinning eða annan hag haft af undirritun sjálfskuldarábyrgðanna.Stefnandi sé hinsvegar lánastofnun með sérþekkingu sem samið hafi alla skilmálaumrædds skuldabréfs og sjálfskuldarábyrgða stefndu einhliða. Þá beri jafnframtað skýra allan vafa neytanda í hag, í þessu tilfelli skuldara, þar meðtöldumsjálfskuldarábyrgðarmönnum, sbr. 1. mgr. 36. gr. b. laga nr. 7/1936. Stefndubyggi jafnframt á því að krafa stefnanda um greiðslu á grundvelliábyrgðaryfirlýsinga stefndu sé hvoru tveggja ósanngjörn og andstæð góðriviðskiptavenju. Það hafi raunar verið viðurkennt af löggjafarvaldinu með lögumnr. 78/2009, um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992,en samkvæmt þeim hafi 6. gr. laganna verið breytt þannig að krafa umábyrgðarmenn á námslánum hafi verið felld út. Samkvæmt athugasemdum viðfrumvarp til laga nr. 78/2009, hafi það einkum verið gert vegna þess að krafanþótti umdeild og ekki samrýmast þeim tilgangi laga um Lánasjóð íslenskranámamanna að tryggja jafnrétti til náms. Að öllu ofangreindu virtu sé á þvíbyggt af hálfu stefndu að víkja beri sjálfskuldarábyrgðum þeirra til hliðar aðfullu, á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga og 36. gr. a-d sömu laga, enda ósanngjarnt og andstætt góðriviðskiptavenju fyrir stefnanda að bera þær fyrir sig. Ákvæði laga nr. 32/2009, sem kveði áum tilkynningarskyldu, gildi um stefnanda, sbr. 12. gr. laganna. Samkvæmt 2.mgr. 7. gr. laganna skuli ábyrgðarmaður vera skaðlaus af vanrækslu lánveitandaum tilkynningarskyldu skv. 1. mgr. og ef vanræksla sé veruleg skuli ábyrgðfalla niður. Stefndu byggi á því að vanræksla stefnanda á tilkynningarskylduhafi verið veruleg og að ábyrgðin skuli af þeim ástæðum falla niður. Í fyrstalagi hafi stefnanda borið, skv. a-lið 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009, umábyrgðarmenn, að senda stefndu tilkynningu svo fljótt sem kostur hafi verið umvanefndir lántaka. Stefnandi hafi ekki tilkynnt stefndu um vanefndir lántakafyrr en þremur árum síðar, með innheimtuviðvörun dags. 14. ágúst 2012. Í öðrulagi hafi stefnanda borið, skv. d. lið 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009, umábyrgðarmenn, að tilkynna stefndu eftir hver áramót um stöðu láns sem ábyrgðstandi fyrir og senda stefndu jafnframt yfirlit yfir ábyrgðir. Stefnandi hafiekki sýnt fram á að hann hafi uppfyllt þessa skyldu sína. Í þriðja lagi hafistefnanda borið, skv. c. lið 1. mgr. 7. gr. síðastnefndra laga, að tilkynnastefndu að bú aðalskuldara hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Stefnandihafi ekki sýnt fram á að framangreindri skyldu hafi verið sinnt. Af þessu megiljóst vera að stefnandi hafi að verulegu leyti vanrækt tilkynningarskyldu sínagagnvart stefndu um atvik sem sannanlega hafi haft áhrif á forsendur ábyrgðar,stefndu í óhag. Með vanrækslu sinni hafi stefnandi komið í veg fyrir að stefnduættu þess ávallt kost að grípa inn í aðstæður og þar með leitast við að koma íveg fyrir frekari greiðslur samkvæmt ábyrgðinni. Í 4. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009, umábyrgðarmenn, segi að lánveitandi geti ekki þannig að gildi hafi gagnvartábyrgðarmanni gjaldfellt lán í heild sinni nema ábyrgðarmanni hafi áður veriðgefinn kostur á að greiða gjaldfallnar afborganir lánsins. Stefnandi hafi sýntalgert tómlæti í þessum efnum og þar með komið í veg fyrir að stefndu fengjufæri á að grípa inn í aðstæður og greiða gjaldfallnar afborganir hins umræddaláns eins og þær hafi staðið á gjalddaga. Stefna málsins hafi að geyma afartakmarkaðar og beinlínis rangar upplýsingar um málsatvik. Samkvæmt kröfugerðstefnanda, og nánari sundurliðun kröfunnar, láti stefnandi líta svo út semvanskil hafi ekki orðið á láninu fyrr en 30. júní 2012 og kveði lánið hafagjaldfallið í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um gjaldþrotaðalskuldara, 21. mars 2014. Hins vegar sé ljóst að vanskil hafi hafist, 1.september 2009, samkvæmt kröfulýsingu stefnanda til umsjónarmanns vegnanauðasamnings-umleitana aðalskuldara til greiðsluaðlögunar, og hafi heildarskuld aðalskuldara verið gjaldfelldsamkvæmt sömu kröfulýsingu, 24. september 2009. Krafa stefnanda hafi orðiðgjaldkræf þann sama dag í kjölfar gjaldfellingar hennar samkvæmt framangreindrikröfulýsingu. Stefnanda sé vel kunnugt um þá staðreynd. Samt sem áður kveðistefnandi umrætt skuldabréf enn vera í gildi samkvæmt stefnu málsins og kveðivanskil ekki hafa hafist fyrr en 2012 og krefjist þannig vaxta í dómkröfu sinnifrá 30. júní 2012. Þá vísi framlögð dómskjöl stefnanda til yfirlits ogskuldastöðu stefndu sem ekki geti staðist í ljósi þess að umrædd skuldaðalskuldara hafi samkvæmt framangreinduverið gjaldfelld af stefnanda í september 2009, eða í síðasta lagi með tilkomunauðasamnings til greiðsluaðlögunar í desember 2009. Þannig geti málsástæður ogframlögð skjöl stefnanda ekki talist færa sönnur á þá skuld sem stefnandikrefji stefndu um í máli þessu. Stefndu byggi einnig á því að sýknaberi þau af kröfum stefnanda þar sem stefnandi hafi sýnt af sér algert tómlætivið innheimtu kröfunnar. Vanskil aðalskuldara hafi hafist árið 2009, þegar hannhafi óskað eftir heimild til nauðasamningsumleitana. Stefnandi hafi hins vegarekki gert stefndu viðvart um vanskilin fyrr en um það bil þremur árum síðar,með innheimtuviðvörun þann 14. ágúst 2014.Þá hafi stefnandi gjaldfellt lán sitt,24. september 2009, án þess að stefndu hafi áður verið gefinn kostur á aðgreiða gjaldfallnar afborganir lánsins. Með því hafi stefnandi enn fremur sýntaf sér algert tómlæti og komið að auki í veg fyrir að stefndu ættu þess kost aðbregðast við með því að greiða gjaldfallnar afborganir hins umrædda láns, einsog þær hafi staðið á gjalddaga. Verði ekki fallist á sýknukröfustefndu, geri stefndu þá kröfu til vara að dómkrafa stefnanda verði lækkuð. Semrökstuðning fyrir varakröfu sinni vísi stefndu til þeirra málsástæðna oglagaraka sem raktar hafi verið í tengslum við aðalkröfu stefndu. Geri stefnduþær kröfur að dómurinn líti sérstaklega til hins verulega tómlætis stefnandavið innheimtu kröfunnar.Stefndu byggi einnig á því aðstefnandi hafi fellt niður 76,7% af kröfum sínum á hendur aðalskuldara ernauðasamningur hafi komst á þann 21. desember 2009. Þannig hafifyrningarfrestur á að minnsta kosti 76,7% af kröfu stefnanda á hendur stefndubyrjað að líða, í síðasta lagi þann 21. desember 2009 og þannig lokið í síðastalagi 21. desember 2013. Þannig beri að minnsta kosti að lækka kröfu stefnanda áhendur stefndu sem því nemi. Enn fremur byggi stefndu á því aðlækka beri kröfu stefnanda sem nemi þeim gjalddögum, sem fyrndir hafi verið,þegar fyrra mál stefnanda á hendur stefndu hafi verið höfðað. Þá byggi stefndujafnframt á því að tómlæti stefnanda við innheimtu skuli í öllum tilvikum leiðatil þess að dráttarvextir reiknist ekki fyrr en frá dómsuppsögu. Stefndu byggi á meginreglum íslensksréttarfars samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, einkum 45.gr., 50. gr., 4. mgr. 94. gr. og 5. mgr. 101. gr. laganna, auk meginreglunnarum skýra kröfugerð skv. 1. mgr. 80. gr. laganna. Málskostnaðarkrafa stefndueigi sér stoð í 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefndubyggi einnig á almennum reglum samninga- og fjármunaréttar og meginreglum lagaum meðferð einkamála um sönnun og sönnunarbyrði. Stefndu byggi jafnframt áákvæðum laga nr. 14/1905, um fyrningu kröfuréttinda, einkum 4. tölul. 3. gr. og5. gr. laganna. Einnig byggi stefndu á ákvæðum laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009og samningalaga nr. 7/1936. Þá byggi stefndu á meginreglum stjórnsýsluréttar,auk ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993.Forsendur og niðurstaðaEins og áður er rakið byggja stefndu sýknu- lækkunarkröfursínar í máli þessu aðallega á þremur málsástæðum. Í fyrsta lagi sé krafastefnanda á hendur þeim fyrnd. Í öðru lagi sé krafan á hendur þeim fallin niðurþar sem stefnandi hafi ekki gætt að skyldum sínum gagnvart stefndu semábyrgðarmönnum og í þriðja lagi sé krafan ósönnuð.Óumdeilt er að um fyrninguábyrgðarskuldbindinga stefndu fari skv. 4. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 umfyrningu skulda og annarra kröfuréttinda og fyrnast kröfurnar því á fjórumárum. Skv. 1. mgr. 5. gr. laganna telst fyrningarfrestur ábyrgðar-skuldbindingafrá þeim degi er krafa verður gjaldkræf. Eindagi kröfu markar því upphaffyrningarfrestsins.Eins og áður er rakið fékkaðalskuldari, á grundvelli laga nr. 24/2009 um breytingu á lögum nr. 21/1991 umgjaldþrotaskipti o.fl., heimild til að leita nauðasamnings um greiðsluaðlögun,24. september 2009. Innköllun til lánardrottna var gefin út 15. október oglýsti stefnandi kröfu sinni samkvæmt skuldabréfi nr. G-060168, 5. nóvember.Nauðasamningurinn var staðfestur af Héraðsdómi Reykjavíkur 21. desember 2009 ogfól hann í sér hlutfallslega lækkun lýstra krafna og að aðalskuldara varveittur tólf mánaða greiðslufrestur m.a. gagnvart stefnanda frá og meðstaðfestingardegi til 21. desember 2010, sbr. b-lið 1. gr. laga nr. 24/2009.Eins og áður er rakið var afborgun afskuldabréfi nr. G-060168, sem féll í gjalddaga, 1. september 2009, í vanskilumvið framangreinda kröfulýsingu stefnanda. Náði kröfulýsing stefnanda tilþeirrar greiðslu og eftirstöðva skuldabréfsins. Aðila máls þessa greinir á um hvortfyrningarfrestur gagnvart stefndu, á grundvelliábyrgðarskuldbindinga þeirra frá 19. október og 19. nóvember 2005, hafibyrjað að líða 1. september 2009, hvað greiðsluna sem féll í gjalddaga þann dagvarði, og 24. september 2009 hvað eftirstöðvar skuldabréfsins frá 19. októbervarði eða í síðasta lagi 21. desember 2009, við staðfestingu nauðasamningsaðalskuldara um greiðsluaðlögun eða hvort greiðslufrestur aðalskuldara samkvæmtnauðasamningnum hafi komið í veg fyrir að fyrning hæfist.Ekki verður talið, með vísan tilákvæðis framangreinds nauðasamnings aðal-skuldara um tólf mánaða greiðslufrest,að kröfur stefnanda á hendur honum, sem lýst var með kröfulýsingu stefnanda, 5.nóvember 2009, hafi orðið gjaldkræfar að hluta eða öllu leyti 1. september2009, þegar aðalskuldara var heimilað að leita nauðasamnings, 24. september2009, við framangreinda kröfulýsingu eða staðfestingu nauðasamningsins, líkt ogstefndu byggja á. Verður fyrningarfrestur krafna stefnanda á hendur stefndu þvíekki talinn hafa byrjað að líða við framangreind tímamörk, sbr. 1. mgr. 5. gr.laga nr. 14/1905, sbr. 30. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.Eins og áður er rakið laukgreiðslufresti aðalskuldara samkvæmt áðurgreindum nauðasamningi, 21. desember2010. Þá liggur fyrir að aðalskuldari sótti um greiðsluaðlögun samkvæmt lögumnr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, þann 25. janúar 2011. Samkvæmt 1.gr. laga nr. 128/2010 um breytingu á lögum nr. 101/2010, sem tekið hafði gildi,þegar umsókn aðalskuldara barst umboðsmanni skuldara, hófst tímabundin frestun greiðslna samkvæmt11. gr. laga nr. 101/2010, frá móttöku umsóknarinnar. Fyrir liggur aðaðalskuldari náði ekki samkomulagi við lánardrottna sína um greiðsluaðlögun ogað hinn 6. október 2011 leitaði hann nauðasamnings til greiðsluaðlögunar ágrundvelli X. kafla laga nr. 21/1991. Nauðasamningurinn var staðfestur 21.desember 2011 og lauk þá einnig tímabundinni frestun greiðslna skv. 11. gr.laga nr. 101/2010. Stefnandi var undanþeginn nauðasamningnum en hins vegarféllu afborganir og vextir samkvæmt skuldabréfi nr. G-060168 niður ágreiðsluaðlögunartímanum, sbr. g-lið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 101/2010.Með hliðsjón af því sem að framan errakið um tímabundna greiðslufrestun aðalskuldara frá og með 25. janúar til ogmeð 21. desember 2011, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 128/2010 um breytingu álögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga verður ekki fallist á þaðmeð stefndu að krafa stefnanda á hendur þeim hafi orðið gjaldkræf áframangreindu tímabili. Verður því þá jafnframt hafnað að fyrningarfresturkröfunnar hafi hafist á sama tímabili, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905,enda var stefnanda ekki heimilt að gjaldfella umrædda kröfu sína gagnvartaðalskuldara meðan á greiðslufrestuninni stóð, sbr. 11. gr. laga nr. 101/2010. Samkvæmt framangreindu lauktímabundinni frestun greiðslna aðalskuldara,21. desember 2011, við staðfestingu nauðasamnings aðalskuldara. Fyrirliggur að vanskil urðu á greiðslum samkvæmt skuldabréfi nr. G- 060168 vegnaafborgana er féllu í gjalddaga 30. júní 2012, 1. mars 2013, 1. september 2013og 1. mars 2014 og hófst fyrningarfrestur vegna þessara greiðslna gagnvartstefndu frá og með tilgreindum gjalddögum. Aðalskuldari var úrskurðaðurgjaldþrota 21. mars 2014. Krafa stefnanda á hendur stefndu vegna eftirstöðvaskuldabréfs nr. G060168 varð gjaldkræf við töku bús aðalskuldara tilgjaldþrotaskipta, sbr. 99. gr. laga nr. 21/1991. Stefnandi lýsti kröfu í búið2. apríl 2014. Skiptum á búi aðalskuldara lauk 9. júní 2014 og hófst þá tveggjaára fyrningarfrestur gagnvart honum, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991.Stefnandi höfðaði mál á hendurstefndu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu birtri 13. nóvember og 27.nóvember 2014 til innheimtu á meintri skuld stefndu skv. ábyrgðarskuldbindingumþeirra. Framangreind málssókn sleit fyrningu þeirra krafna sem urðu gjaldkræfar30. júní 2012 og síðar þ. á m. við framangreint gjaldþrot aðalskuldara. Fyrirliggur að málið var fellt niður af stefnanda, 12. nóvember 2015. Mál þetta varhöfðað á hendur stefndu 14. mars 2016. Samkvæmt því sem rakið hefur verið vorukröfur stefnanda á hendur aðalskuldara ófyrndar er hann höfðaði framangreintmál á hendur stefndu í nóvember 2014 og er sýknukröfu stefndu byggðri á fyrningukrafna stefnanda á hendur aðalskuldara því hafnað.Af hálfu stefndu er á því byggt að sáhluti krafna stefnanda, sem fallið hafi niður við nauðasamning aðalskuldara,21. desember 2009, hafi byrjað að fyrnast gagnvart stefndu við staðfestingunauðasamningsins. Ekki verður fallist á þessa málsástæðu stefndu enda varðniðurfærslan ekki gjaldkræf gagnvart stefndu við staðfestingu nauðasamningsins,sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905. Af hálfu stefndu er á því byggt aðstefnanda hafi borið að framkvæma greiðslumat á aðalskuldara og kynnaniðurstöðu matsins fyrir stefndu, áður en þau hafi gengist í ábyrgð á námslánumhans gagnvart stefnanda. Styðjist sú skylda bæði við ákvæði samkomulags Samtakabanka og verðbréfafyritækja, Sambands íslenkra sparisjóða, Neytendasamtakannaog viðskiptaráðherra af hálfu stjórnvalda frá 2001 og meginreglur um sanngjarnaog góða viðskiptahætti. Sé það bæði ósanngjarnt og andstætt góðumviðskiptaháttum að byggja á ábyrgðarloforðum sem fengin hafi verið án þess aðumrætt greiðslumat hafi verið framkvæmt og kynnt. Þá hafi stefnandi við öflunábyrgðarloforðanna brotið í bága við vandaða stjórnsýsluhætti samkvæmtstjórnsýslulögum nr. 37/1993 auk rannsóknarreglu og leiðbeiningarreglu samkvæmt7. og 10. gr. laganna. Þá verði til þess að líta í þessu sambandi að stefnduséu einstaklingar, ólöglærð og með enga sérstaka þekkingu á fjármálum ogennfremur að þau hafi engan fjárhagslegan ávinning eða annan hag haft afundirritun sjálfskuldarábyrgðanna. Stefnandi sé hinsvegar lánastofnun með sérþekkingusem samið hafi einhliða alla skilmála umrædds skuldabréfs ogsjálfskuldarábyrgða stefndu. Að öllu framangreindu virtu sé á því byggt afhálfu stefndu að víkja beri sjálfskuldarábyrgðum þeirra til hliðar að fullu, ágrundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga og 36. gr. a-d sömu laga, enda ósanngjarnt og andstætt góðriviðskiptavenju fyrir stefnanda að bera þær fyrir sig.Stefnandi var ekki aðili aðfyrrgreindu samkomulagi Sambands íslenskra viðskiptabanka o.fl um notkunsjálfskuldarábyrgða frá 2001. Var stefnandi því ekki bundinn af ákvæðumsamkomulagsins þar á meðal ákvæðum þess um mat á greiðslugetu.Þá hafa stefndu ekki sýnt fram á að stefnandi hafi með því að láta ekkiframkvæma sérstakt mat á greiðslugetu aðalskuldara gerst brotlegur við óskráðarreglur um góða viðskiptahætti eða ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936. Þykir í þeimefnum mega líta til þess hvers eðlis lánveitingar stefnanda eru, sbr. 1. gr.laga nr. 21/1992, þ.e. að þeim er ætlað aðtryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags.Verður að telja að stefndu hafi báðum verið þetta ljóst og jafnframt að nokkur óvissa gat verið um framtíðargreiðslugetuaðalstefnanda. Af hálfu stefndu hafa engin haldbær rök verið færð fyrir því aðstefnandi hafi við öflun umræddra ábyrgða brotið í bága við ákvæðistjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af hálfu stefndu er á því byggt aðstefnandi hafi vanrækt tilkynningaskyldu gagnvart sér samkvæmt 12. gr. laga nr.32/2009 um ábyrgðarmenn og beri af þeirri ástæðu að fell ábyrgð þeirra gagnvartstefnanda niður, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna enda hafi vanræksla stefnanda íþessum efnum verið veruleg bæði hvað varði tilkynningar um vanefndiraðalskuldara og tilkynningar um stöðu láns aðalskuldara um áramót. Þá hafistefnandi vanrækt að tilkynna stefndu um að bú aðalskuldara hefði verið tekiðtil gjaldþrotaskipta. Stefnandi hafi þannig vanrækt tilkynningarskyldu sínagagnvart stefndu um atvik sem sannanlega hafi haft áhrif á forsendur ábyrgðarþeirra og komið í veg fyrir að stefndu ættu þess ávallt kost að grípa inn íaðstæður og þar með leitast við að koma í veg fyrir frekari greiðslur samkvæmtábyrgðinni. Samkvæmt gögnum málsins liggur fyrirað stefnda, Helga Björg, fékk eftirtaldar tilkynningar um vanskil aðalskuldara,innheimtubréf vegna vanskilanna og yfirlit yfir stöðu láns í árslok: 20. janúar2012, yfirlit vegna stöðu námslánsins í árslok 2011; 14. ágúst 2012,innheimtuviðvörun vegna afborgunar 30. júní 2012; 1. febrúar 2013, yfirlitvegna stöðu námslánsins í árslok 2012; 3. september 2013, innheimtubréf vegnaafborgana 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 3. október 2013, ítrekun vegnaafborgunar 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 2. desember 2013, ítrekun vegnaafborgunar 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 3. febrúar 2014, ítrekun vegnaafborgunar 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 5. febrúar 2014, innheimtubréf vegnaafborgunar 1. september 2013; 11. febrúar 2014, yfirlit vegna stöðu námslánsinsí árslok 2013; 7. mars 2014, ítrekun vegna afborgunar 1. september 2013; 13.mars 2014, innheimtubréf vegna afborgunar 1. mars 2014; 20. mars 2014, ítrekunvegna afborgunar 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 2. apríl 2014, tilkynningu um gjaldfellinguvegna gjaldþrots aðalskuldara jafnfram því sem stefndu var boðið að gerakröfuna upp með skuldabréfi til tíu ára; 22. september 2014, innheimtubréfvegna afborgana 30. júní 2012, 1. mars 2013, 1. september 2013, 1. mars 2014 ogeftirstöða per 26. mars 2014; 20. febrúar 2015, yfirlit stöðu í árslok 2014 og29. mars 2016, yfirlit í árslok 2015. Þá liggur fyrir að stefndi, Steinar,fékk eftirtaldar tilkynningar: 31. janúar 2012, yfirlit yfir stöðu láns íárslok 2011; 14. ágúst 2012, innheimtuviðvörun vegna afborgunar 30. júní 2012;6. febrúar 2013, yfirlit yfir stöðu láns í árslok 2012; 3. september 2013,innheimtubréf vegna afborgana 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 3. október 2013,ítrekun vegna afborgana 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 2. desember 2013,ítrekun vegna afborgana 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 3. febrúar 2014, ítrekunvegna afborgana 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 5. febrúar 2014, innheimtubréfvegna afborgunar 1. september 2013; 17. febrúar 2014, yfirlit yfir stöðu láns íárslok 2013; 7. mars 2014, ítrekun vegna afborgunar 1. september 2013; 13. mars2014, innheimtubréf vegna afborgunar 1. mars 2014; 20. mars 2014, ítrekun vegnaafborgana 30. júní 2012 og 1. mars 2013; 2. apríl 2014, tilkynningu umgjaldfellingu vegna gjaldþrots aðalskuldara jafnfram því sem stefnda var boðiðað gera kröfuna upp með skuldabréfi til tíu ára; 22. september 2014,innheimtubréf vegna afborgana 30. júní 2012, 1. mars 2013, 1. september 2013,1. mars 2014, og eftirstöðva per 26. mars 2014; 20. febrúar 2015, yfirlit yfirstöðu láns í árslok 2014; 29. mars 2016, yfirlit yfir stöðu láns í árslok 2015.Með vísan til framangreindratilkynninga stefnanda til stefndu um stöðu láns í árslok og ítrekaðratilkynninga um vanskil aðalskuldara er því hafnað að stefnandi hafi gerst sekurum verulega vanrækslu hvað tilkynningar til stefndu varðar, sbr. 2. mgr. mgr.7. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn. Þá liggur ennfremur fyrir samkvæmt þvísem rakið hefur verið að stefndu var sannanlega boðið með bréfum, 2. apríl2014, að taka yfir skuldbindingar aðalskuldara gagnvart stefnanda meðskuldabréfi til tíu ára, sbr. 4. mgr. 7.gr. laga nr. 32/2009. Er því þar með einnig hafnað að stefnandi hafi gerstsekur um tómlæti í þessum efnum líkt og stefndu halda fram.Ekki er tölulegur ágreiningur í máliþessu. Dráttarvaxtakrafa stefnanda, hvað einstakar afborganir varðar, á sérstoð í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og hvaðeftirstöðvar varðar í 3. mgr. 5. gr. laganna en bú aðalskuldara var eins ogáður greinir tekið til gjaldþrotaskipta 2. apríl 2014.Með vísan til allsframangreinds eru stefndu dæmd til að greiða stefnanda, óskipt, 6.446.694krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 113.991krónu, frá 30. júní 2012 til 1. mars 2013, en af 233.139 krónum, frá þeim degitil 1. september 2013, en af 252.050 krónum, frá þeim degi til 1. mars 2014, enaf 375.555 krónum, frá þeim degi til 2. maí 2014, en af 6.446.694 krónum, fráþeim degi til greiðsludags. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu og 1. mgr.130. gr. laga nr. 91/1991 verða stefndu jafnframt dæmd til að greiða stefnanda,óskipt, 950.000 krónur í málskostnað og hefur þá verið tekið tillit tilvirðisaukaskatts.ÞórðurS. Gunnarsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.DómsorðStefndu, SteinarÞorsteinsson og Helga Björg Ragnarsdóttir, greiði stefnanda, Lánasjóðiíslenskra námsmanna, óskipt, 6.446.694 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 113.991 krónu, frá 30. júní 2012 til 1. mars2013, en af 233.139 krónum, frá þeim degi til 1. september 2013, en af 252.050krónum, frá þeim degi til 1. mars 2014,en af 375.555 krónum, frá þeim degi til 2. maí 2014, en af 6.446.694 krónum,frá þeim degi til greiðsludags. Stefndu greiði stefnanda, óskipt 950.000 krónurí málskostnað. |
Mál nr. 91/2017 | Verksamningur Uppgjör Efndabætur | Í málinu deildu ÞE hf. og Þ hf. um uppgjör á verksamningi um endursmíði og viðgerðir á tilteknu skipi í eigu Þ hf. og aukaverkum sem þeim tengdust, svo og samningi sem þeir gerðu um skil og afhendingu á skipinu. Þ hf. hafði rift verksamningnum vegna ætlaðra vanefnda ÞE hf. á samningnum og útgáfu tilhæfulausra reikninga. Í dómi Hæstaréttar kom fram að framganga ÞE hf. við verkið hefði ekki leitt til tafa eða raskað hagsmunum Þ hf. þannig að réttlætt hefði riftun á verksamningnum. Var Þ hf. gert að greiða ÞE hf. greiðslur vegna ýmissa samningsverka og viðbótarverka og var sú niðurstaða í flestum atriðum reist á mati yfirmatsmanna en í nokkrum atriðum á mati undirmatsmanna. Þá var talið að Þ hf. hefði ofgreitt fyrir verkið að hluta og var ofgreiðslan dregin frá kröfu ÞE hf. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÓlafurBörkur Þorvaldsson og Greta Baldursdóttir og Jóhannes Sigurðssonlandsréttardómari.Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. febrúar2017. Hann krefst þess að gagnáfrýjanda verði gert að greiða sér 41.693.757krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 25. júní 2010 tilgreiðsludags. Jafnframt krefst hann þess að gagnáfrýjanda verði gert að greiðasér 13.631.645 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. fyrrgreindra laga frá6. ágúst 2010 til 18. nóvember 2011, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Loks krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti.Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar fyrir sittleyti 10. maí 2017. Hann krefst þess að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér53.401.811 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 afnánar tilgreindum fjárhæðum frá 6. ágúst 2010 til greiðsludags, allt aðfrádregnum 9.160.219 krónum miðað við 16. mars 2014. Þá krefst hannmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.IÍ málinu er deilt um uppgjör aðila á verksamningi 20. nóvember 2009 umendursmíði og viðgerðir á skipinu Fossá ÞH-362 og aukaverkum sem þeim samningitengdust, svo og samningum sem aðilar gerðu um skil og afhendingu skipsins 8.nóvember og 11. desember 2010. Upphaflegi verksamningurinn var gerður ágrundvelli útboðs. Gagnáfrýjandi rifti verksamningnum með bréfi 4. ágúst 2010vegna ætlaðra verulegra vanefnda aðaláfrýjanda á honum og útgáfu tilhæfulausrareikninga. Í hinum áfrýjaða dómi var dæmt um kröfur sem settar voru fram í stefnum íþremur dómsmálum sem höfðuð voru vegna framangreindra samninga. Meðhéraðsdómsstefnu sem þingfest var 21. júní 2011 krafðist aðaláfrýjandi þess aðgagnáfrýjandi greiddi sér 87.423.084 krónur með nánar tilgreindum vöxtum. Þákrafðist hann þess með stefnu til héraðsdóms sem þingfest var þann 18. október2011 að gagnáfrýjandi greiddi sér 26.616.533 krónur með nánar tilgreindumvöxtum. Loks krafðist gagnáfrýjandi þess í stefnu sem þingfest var 1. nóvember2011 að gagnáfrýjandi greiddi sér 135.826.631 krónu með nánar tilgreindum vöxtum.Málin voru sameinuð í þinghaldi 16. apríl 2012 samkvæmt heimild í 1. mgr. 30.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og dæmd í einu lagi.Í fyrri stefnu aðaláfrýjanda 11. júní 2011 var krafan sundurliðuðsamkvæmt 34 reikningum, en í síðari stefnunni var í fyrsta lagi krafist bótavegna ólögmætrar riftunar gagnáfrýjanda á verksamningi aðila, í öðru lagi varkrafist bóta vegna galla í útboðslýsingu, breytinga sem gagnáfrýjandi hafi gertá aðalverkinu, viðbótarverka á verktíma og seinkunar sem hafi orðið áafhendingu teikninga og búnaðar, og í þriðja lagi var krafist bóta vegnaaukinnar vinnu sem tilteknir starfsmenn aðaláfrýjanda hefðu þurft að inna afhendi vegna hinnar ólögmætu riftunar. Í fyrrnefndri stefnu gagnáfrýjanda krafðisthann viðurkenningar á riftun hans á verksamningnum. Þá krafðist hann greiðslutiltekinna fjárhæða vegna ofgreiðslu samningsverks eftir verksamningi ogofgreiðslu reikninga vegna aukaverka. Þá var krafist greiðslu vegna ofgreiðslnafyrir suðuvinnu, viðgerðar hliðarfærslusleða, kostnaðar við drátt skipsins tilAkureyrar, aukalegrar aðstoðar tryggingafélags, vinnu Slippsins á Akureyri,útgáfu bankaábyrgðar og dagsekta vegna seinkunar verkloka.Í þinghaldi 11. desember 2014 lækkaði aðaláfrýjandi höfuðstól kröfusinnar samkvæmt fyrsttöldu stefnunni niður í 56.546.298 krónur og kröfusamkvæmt seinni stefnunni í 21.695.085 krónur. Þá lækkaði gagnáfrýjandi í samaþinghaldi kröfu sína um 2.000.000 krónur. IIHéraðsdómur Vesturlands kvað upp dóm í málinu 9. janúar 2015 þar semgagnáfrýjanda var gert að greiða aðaláfrýjanda 30.433.898 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 25.288.873 krónum frá 21. júní 2011en af 30.433.898 krónum frá 18. nóvember 2011 til greiðsludags. Þá vargagnáfrýjanda gert að greiða aðaláfrýjanda 18.000.000 krónur í málskostnað.Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 31. mars 2015. Með dómiHæstaréttar í máli nr. 246/2015 var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim íhérað til löglegrar meðferðar, þar sem héraðsdómur hefði ekki uppfyllt þærkröfur sem gerðar eru til rökstuðnings fyrir niðurstöðu dóms um sönnunar- oglagaatriði eftir f. lið 114. gr. laga nr. 91/1991.Málið var tekið fyrir að nýju í Héraðsdómi Vesturlands og kveðinn uppdómur 16. nóvember 2016. Undir rekstri málsins fyrir héraði var aflað tveggja matsgerða sem unnarvoru af Ólafi Friðrikssyni tæknifræðingi og Stefáni Sigurðssyniframkvæmdastjóra skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Matsgerðirnar voru gefnar út íjúní 2013. Þá var aflað tveggja yfirmatsgerða sem unnar voru af Páli RagnariSigurðssyni vélaverkfræðingi, Grími Sveinbirni Sigurðssyni tæknifræðingi ogDaníel Gísla Friðrikssyni skipatæknifræðingi. Yfirmatsgerðirnar voru gefnar útí mars 2013. Niðurstöður hins áfrýjaða dóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum,eru einkum reistar á mati yfirmatsmanna en í nokkrum atriðum á matiundirmatsmanna. IIIÍ hinum áfrýjaða dómi kemur fram að mikil breyting varð á verkinu fráupphaflegum samningi. Verkinu átti samkvæmt honum að ljúka 30. maí 2010 eða á26 vikum. Vegna mikils fjölda aukaverka sem gagnáfrýjandi óskaði eftir ogseinkunar hans á afhendingu búnaðar, tækja og teikninga hafi verkið tafist.Yfirmatsmenn töldu að verkið hefði af þessum sökum tafist um 24 vikur og aðauki hefðu komið til tafir vegna leyndra galla á skipinu. Með vísan tilforsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að framgangaaðaláfrýjanda við verkið hafi ekki leitt til tafa eða raskað hagsmunum gagnáfrýjandaþannig að réttlætt hafi riftun verksamningsins 4. ágúst 2010. Þá verður lögð til grundvallar niðurstaða héraðsdóms um að ekki séu efnitil þess að hafna reikningum aðaláfrýjanda almennt á þeim forsendum að þeirhafi ekki verið forsvaranlega gerðir. Jafnframt er fallist á mat héraðsdóms áþví að Björn Samúelsson hafi verið í hlutverki eftirlitsmanns gagnáfrýjanda oghaft heimild til þess að skuldbinda gagnáfrýjanda við aukaverk sem hann óskaðieftir. Í hinum áfrýjaða dómi er kröfu aðaláfrýjanda um lokagreiðslu samkvæmtverksamningnum, sem upphaflega var 21.771.400 krónur, en aðaláfrýjandi hafðilækkað í 4.333.727 krónur, hafnað. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms byggir á þvíað vegna annmarka á mati yfirmatsmanna á stöðu verksins sem miðaðist við riftunsamningsins hafi verið rétt að leggja til grundvallar niðurstöðu undirmatsmannaum verkstöðuna. Samkvæmt mati undirmatsmanna var 78,96% af útboðsverkinu lokiðþegar samningnum var rift. Samkvæmtniðurstöðu héraðsdóms var því ólokið vinnu fyrir 20.461.500 krónur. Lokið hafiverið vinnu fyrir 76.844.007 krónur og gagnáfrýjandi greitt 87.209.700 krónurinn á útboðsverkið. Samkvæmt þessu hafi gagnáfrýjandi verið búinn að ofgreiða10.365.693 krónur. Aðaláfrýjandi byggir kröfur sínar fyrir Hæstarétti á því að undirmatsmennhafi dregið frá verkstöðunni liði semekki hafi verið rétt að draga frá. Í fyrsta lagi telur hann að leiðrétta eigistöðuna um 12.500.000 krónur vegna rafmagns- og trésmíðavinnu sem matsmenntelji ranglega að ekki hafi verið unnin. Í öðru lagi telur aðaláfrýjandi aðmatsmenn hafi óumbeðið gefið viðbótarafslátt af tveimur verkliðum semaðaláfrýjandi hafði samið við gagnáfrýjanda um að taka út úr útboðsverkinu átilteknu verði. Þar var annars vegar um að ræða að taka andveltigeymi út úrverkinu og hins vegar breytingu á lestarkörmum. Aðaláfrýjandi bendir á að í 3. gr. samnings aðila 11. desember 2010 hafiverið samið um uppgjör á rafmagns- og trésmíðavinnu í tengslum við afhendinguskipsins. Rétt sé að líta svo á að þar með hafi allri rafmagns- ogtrésmíðavinnu við útboðsverkið verið lokið. Í matsgerð undirmatsmanna er tekiðfram að rafmagns- og tækjavinna í stýrishúsi hafi verið komin lítið áleiðis ogöll tæki sem flytja átti væru ennþá í gömlu brúnni. Ákvæði 3. gr. framangreindssamnings fjallar um uppgjör á reikningum vegna rafmagns- og trésmíðavinnu semþegar höfðu verið gefnir út. Í samningnum kemur ekki fram að allri rafmagns- ogtrésmíðavinnu í útboðsverkinu hafi verið lokið. Ekki liggja fyrir í málinuönnur gögn en mat undirmatsmanna um stöðu á rafmagns- og trésmíðavinnu. Þvímati hefur aðaláfrýjandi ekki hnekkt og verður krafa hans um þennan þátt þvíekki tekin til greina.Aðaláfrýjandi byggir á því að búið hafi verið að semja um verð fyrir aðtaka út andveltigeyminn og gera breytingarnar á lestarkörmum. Undirmatsmönnumhafi ekki verið heimilt að gera breytingar á því verði sem þegar hafi veriðsamið um. Undirmatsmenn drógu frá verkstöðunni 3.387.000 krónur vegna endurmatsá andveltigeymi og 2.022.000 krónur vegna endurmats á verki um lækkun álestarkörmum. Bendir aðaláfrýjandi á að Bjarni Ásmundsson sem starfaði fyrirgagnáfrýjanda hafi staðfest að búið hafi verið að semja um verð fyrirandveltigeyminn. Gagnáfrýjandi hefurekki andmælt því að samið hafi verið um fast verð fyrir þessa þætti þegarverksamningnum var breytt um þessa verkliði. Þá liggur ekki fyrir í málinu að fyrirvarihafi verið gerður við þessa verðlagningu.Meðvísan til þess sem að framan er rakið er fallist á það með aðaláfrýjanda aðmatsmönnum hafi verið rétt að miða við það verð sem aðilar höfðu samið um endahefði ekki verið óskað endurmats á þessum þáttum af hálfu gagnáfrýjanda.Samkvæmt þessu telst gagnáfrýjandi hafa ofgreitt fyrir samningsverkið 4.844.693krónur en ekki 10.253.693 krónur eins og komist var að niðurstöðu um í hinumáfrýjaða dómi. Að fenginni þessari niðurstöðuog að virtri kröfugerð gagnáfrýjanda lækkar krafa hans vegna ofgreiðslusamningsverksins úr 5.054.193 krónum í 4.844.693 krónur og kemur hún tilfrádráttar kröfum aðaláfrýjanda.Í héraðsdómi var kröfu aðaláfrýjanda að fjárhæð 8.646.879 krónur umskaðabætur, vegna óunninnar vinnu við viðbótarverk á tímagjaldi, hafnað á þeimgrundvelli að riftun samningsins hafi ekki verið bein orsök þess aðaðaláfrýjandi varð af framlegð vegna verkanna. Í 6. gr. verksamnings aðila 20.nóvember 2009, sem fjallar um viðbótarverk, kemur fram að verkkaupi skuligreiða fyrir undirbúning viðbótarverka sem hann hefur óskað eftir jafnvel þóttekki verði af framkvæmdum vegna ástæðna er varða verkkaupa. Af ákvæðinu má ráðaað aðaláfrýjandi gat ekki vænst þess að fá greiddar skaðabætur vegna tapaðrarframlegðar af aukaverkum sem gagnáfrýjandi hætti við. Í málinu liggja ekkifyrir upplýsingar um að aðaláfrýjandi hafi lagt í undirbúningskostnað vegnaviðbótarverka. Með þessari athugasemd, en að öðru leyti með vísan til forsendnahéraðsdóms, verður þessari kröfu aðaláfrýjanda hafnað. Að því gættu sem núhefur verið rakið verður niðurstaða héraðsdóms um aðrar kröfur aðila staðfestmeð vísan til forsendna.Samkvæmt öllu framanrituðu verður gagnáfrýjandi dæmdur til að greiðaaðaláfrýjanda 26.841.453 krónur. Rétt er að dráttarvextir reiknist á hina dæmdufjárhæð frá þingfestingardegi héraðsdómsstefna aðaláfrýjanda, annars vegar 21.júní 2011 og hins vegar 18. október sama ár, eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir atvikum verður gagnáfrýjanda gert að greiða aðaláfrýjandamálskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem ákveðinn verður í einu lagi einsog í dómsorði segir. Dómsorð:Gagnáfrýjandi,Þörungaverksmiðjan hf., greiði aðaláfrýjanda, Þorgeiri og Ellert hf.,26.841.453 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu af 21.856.687 krónum frá 21. júní 2011 til 18. október2011, en af 26.841.453 krónum frá þeim degi til greiðsludags.Gagnáfrýjandigreiði aðaláfrýjanda samtals 13.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrirHæstarétti. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 16. nóvember 2016 Mál þetta, sem dómtekið var 28. september 2016, er höfðaðaf Þorgeir & Ellert hf. Bakkatúni 26, Akranesi, á hendurÞörungaverksmiðjunni hf., Reykhólum, Reykhólahreppi, með stefnu birtri 14. júní2011. Með stefnu birtri 16. september 2011 höfðaði Þorgeir & Ellert hf.annað mál á hendur Þörungaverksmiðjunni hf. Loks höfðaði Þörungaverksmiðjan hf.gagnsakarmál á hendur Þorgeir & Ellert hf. með stefnu birtri 27. október 2011.Í þinghaldi 16. apríl 2012 voru öll málin sameinuð í eitt og það rekið áframundir ofangreindu málsnúmeri.Í dómi þessum verður eftir atvikum notað heitiðaðalstefnandi, stefnandi eða gagnstefndi um Þorgeir & Ellert hf. ogaðalstefndi, stefndi eða gagnstefnandi um Þörungaverksmiðjuna hf. Í fyrstnefnda málinu eru kröfur stefnanda þær að stefndiverði dæmdur til að greiða honum 56.546.298 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 1.177.000 krónumfrá 25. júní 2010 til 20. júlí 2010, af 3.869.738 krónum frá þeim degi til 22.júlí 2010, af 11.303.227 krónum frá þeim degi til 11. ágúst 2010, af 18.805.177krónum frá þeim degi til 1. september 2010, af 20.592.177 krónum frá þeim degitil 3. september 2010, af 25.269.465 krónum frá þeim degi til 20. september2010, af 28.252.203 krónum frá þeim degi til 21. september 2010, af 33.775.780krónum frá þeim degi til 23. september 2010, af 50.273.670 krónum frá þeim degitil 20. október 2010, af 52.993.710 krónum frá þeim degi til 20. nóvember, af55.817.562 krónum frá þeim degi til 28. nóvember 2010, af 56.546.298 krónum fráþeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst þessaðallega að hann verði sýknaður af framangreindum kröfum stefnanda en til varaað kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar. Í báðum tilvikum krefst stefndimálskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda.Í öðru málinu gerir stefnandi þærdómkröfur að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 21.695.085 krónur aukvaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, afþeirri fjárhæð frá 6. ágúst 2010 til 18. nóvember 2011, en með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframtkrefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst þess aðallega að hann verðisýknaður af framangreindum kröfum stefnanda en til vara að kröfur stefnandaverði stórlega lækkaðar. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar aðskaðlausu úr hendi stefnanda.Í þriðja málinu, sem er gagnsakarmál,krefst gagnstefnandi þess að viðurkennd verði riftun hans á verksamningi viðgagnstefnda, dagsettum 20. nóvember 2009, sem lýst var yfir 6. ágúst 2010.Gagnstefnandi gerir jafnframt kröfu um að gagnstefndi verði dæmdur til greiðslu53.396.387 krónum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu af 15.682 krónum frá 6. ágúst 2010 til 17. september2010, en með dráttarvöxtum af 17.082.642 krónum frá þeim degi til 28. október2010, en með dráttarvöxtum af 17.682.642 krónum frá þeim degi til 13. desember2010, en með dráttarvöxtum af 24.482.642 krónum frá þeim degi til 12. janúar2011, en með dráttarvöxtum af 24.782.642 krónum frá þeim degi til 14. janúar2011, en með dráttarvöxtum af 31.582.642 krónum frá þeim degi til 26. apríl2011, en með dráttarvöxtum af 31.975.642 krónum frá þeim degi til 16. maí 2011,en með dráttarvöxtum af 34.044.972 krónum frá þeim degi til 1. júní 2011, enmeð dráttarvöxtum af 34.624.972 krónum frá þeim degi til 31. ágúst 2011, en meðdráttarvöxtum af 53.396.387 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt aðfrádregnum 8.847.419 krónum sem miðaðst við 16. mars 2014. Þá er krafistmálskostnaðar úr hendi stefnanda. Gagnstefndi krefst þess að hann verðisýknaður af framangreindum kröfum gagnstefnanda og að honum verði dæmdurmálskostnaður úr hendi gagnstefnanda. Þann 9. janúar 2015 var kveðinnupp héraðsdómur vegna málsins. Sá dómur var ómerktur með dómi Hæstaréttar 21.janúar 2016 með vísan til f-liðar 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.Yfirlit málsatvika og ágreiningsefnaMálsatvik eru þau að stefndi, Þörungaverksmiðjan hf.,varð eigandi kúfiskveiðiskips, Fossár ÞH-362, skipaskrárnúmer 2406, með afsalidagsettu 30. september 2009. Seljandi skipsins var Ísfélag Vestmannaeyja hf. ogvar kaupverðið 600.000 bandaríkjadalir. Með verksamningi 20. nóvember 2009 tókstefnandi að sér að endursmíða skipið og var tilgangurinn sá að breyta því íþangflutningaskip og nota í stað annarsskips, Karlseyjar BA. Til grundvallar verksamningnum lágu útboðsgögn, meðnánari lýsingu á einstökum verkþáttum, ersamin voru af verkfræðiráðgjafa stefnda, Bjarna Ásmundssyni skipatæknifræðingi. Þar er verkinum.a. lýst á eftirfarandi hátt:This repair/rebuilding ofthe vessel consists of major alteration of the General Arrangement as a newWheelhouse is to be built and located in the fore ship and various newequipment is to be installed such as new propeller with intermediate gearbox,new deck crane, new Ballast Tanks to be built and ballast tanks in aft shipaltered to fuel oil tanks, extension of the hold and finally new “side keels”on both sides. The hold is to be enlarge to the extent that it can carry ca.120 sacks of Sea Weeds.Umsamin verklaun samkvæmt samningnum voru 108.857.000krónur, en til frádráttar komu 11.551.493 krónur þar sem stefndi óskaðifljótlega eftir því að tiltekin verk yrðu ekki unnin. Að teknu tilliti tilþessa námu verklaun vegna samningsverksins 97.305.507 krónum, en þau átti aðgreiða með fimm jöfnum greiðslum á nánar tilgreindum gjalddögum meðlokagreiðslu við verklok. Þá var einnig andveltugeymir felldur úr tilboðinu og vinna vegna glussageymis og mat stefnandi kostnað við þáútfellingu 245.000 krónur. Greiðslur vegna verksins skyldu samkvæmt samningimiðast við áætlaðan tímaramma en ekki verkstöðu.Um viðbótarverk segir í 6. gr. samningsins að stefnandaværi óheimilt að undirbúa eða framkvæma viðbótarverk nema fyrir lægi skriflegtsamþykki stefnda. Þá segir þar að verkkaupi skuli greiða fyrir undirbúningviðbótarverka sem hann hefur óskað eftir jafnvel þótt ekki verði af framkvæmdumvegna ástæðna er varða verkkaupa.Um verktíma segir í 3. gr.samningsins: Verkiðtelst hafið við undirritun þessa samnings. Verktími er 26 vikur frá þvíupphafsgreiðsla berst inn á reikning verksala ...Þá segir í ákvæðinu aðviðbótarverk geti haft áhrif á verktíma og er það ítrekað í 7. gr. samningsinsen þar segir að þegar samið er um viðbótarverk skuli jafnframt semja um þaðhvort verkið hafi áhrif á verktíma.Upphafsgreiðsla samkvæmtsamningnum var innt af hendi 30. nóvember 2009 og átti verkinu því samkvæmtframangreindu að ljúka 30. maí 2010. Ef dráttur yrði á afhendingu skipsinsátti, samkvæmt 7. gr. samningsins, að greiða í dagsektir 0,5% afheildarverðmæti samningsins en hámark sekta gat numið 10% af heildarverðmætisamningsins. Þá sömdu aðilar um „grace period“ sem skyldi veraein vika frá afhendingardagsetningu en á því tímabili skyldu dagsektir ekkileggjast á. Þá segir í 8. gr. samningsins að stefndi eignist allt efni, hluti, vélarog tæki um leið og þau yrðu til eða þeirra væri aflað til verksins jafnóðum ogverkinu miðaði áfram og stefndi stæði skil á greiðslum. Frá upphafi verksins var vitniðBjörn Samúelsson vélstjóri, starfsmaður stefnda á verkstað, en aðila greinir áum hvort hann hafi haft hlutverk eftirlitsmanns verksins í samræmi við ákvæði1.11 í útboðsgögnum. Í ákvæðinu er hlutverki hans lýst svo að hann sé: „... theonly person who is authorized to take any decision regarding changes in plans,ordering spare parts or in other respect change the terms of the specification.This also covers all decisions, regarding any „extra works“ taken on locationafter the vessels arrival. There are undir no circumstances allowed to startany extra works without written acceptance from the owner´s representative.“ Samkvæmt 1. gr. verksamningsinsskyldi verkkaupi sjá um hönnunar/tæknivinnu en stefndi byggir á því aðstefnandi hafi átt að sjá um að vinna aðrar teikningar. Í 3. gr. segir aðverktími sé háður því að verkkaupi standi tímanlega skil á öllum teikningum ogþeim búnaði sem hann útvegar. Samkvæmt útboðsgögnum, grein 1.02, átti stefnandiað vinna nauðsynlegar teikningar utan þeirra sem þarf að fá samþykktar frá flokkunarfélagi skipsins, Lloyd‘s.Eftir að stefnandi hóf vinnu viðverkið komu í ljós meintir gallar á skipinu, m.a. reyndist einangrunarklæðning skipsins vera eldfim og ekkisamkvæmt samþykktri smíðateikningu skipsins. Þá kom í ljós að búið var að skeraí sundur burðarbita á dekki þar sem loftræstilagnir eru. Í framhaldi af því gerði Lloyd‘s á Íslandi,tryggingafélag skipsins, athugasemd við þetta og kröfu um að skipt yrði útallri einangrunarklæðningu skipsins. Þá var dómkvaddur matsmaður til að skoðahugsanlegan galla. Varð það til þess að samkvæmt ósk stefnda var vinnu viðskipið frestað að einhverju leyti, á tímabilinu frá 6. apríl til 9. júlí 2010. Þá liggur fyrir að breytingarvoru gerðar á verkinu frá því sem upphaflega var ákveðið. Einnig var unninnfjöldi verka sem féllu ekki undir útboðslýsingu og verksamning aðila. Stefndibyggir á því að hann hafi greitt 87.209.700 krónur upp í verklaun og 17.677.256krónur vegna viðbótarverka á verktímanum. Þegarleið á verktímann kom upp ágreiningur milli aðila um ýmis atriði er lutu aðframgangi verksins, seinkun verktíma, útgefnum reikningum o.fl. Á vormánuðum ogsumarið 2010 funduðu málsaðilar ítrekað til að freista þess að leysa þannágreining sem upp var kominn. Af hálfu stefnda var lögð áhersla á að verkinuyrði lokið sem fyrst þar sem skipið átti að leysa af hólmi annað skip enhaffærniskírteini þess átti að renna út 30. júní 2010 en var síðar framlengttil 1. október sama ár.Af hálfu stefnanda er á því byggt í máli þessu að drátt ávinnslu verksins megi rekja til þess að fljótlega eftir að vinna við skipiðhófst hafi komið í ljós að nauðsynlegt var að framkvæma fjölmörg viðbótarverk áskipinu. Eftirlitsmaður stefnda hafi, fyrir hönd stefnda, óskað eftir 131viðbótarverki í tímavinnu auk þess sem aðilar sömdu um að stefnandi tæki að sérað vinna 11 umfangsmikil viðbótarverk í skipinu á föstu gjaldi. Mörg af þessumviðbótarverkum þurfti að vinna samhliða og áður en haldið var áfram meðtilboðsverkin og olli þetta því óhjákvæmilega töfum á tilboðsverkinu. Þá vorufjölmörg þeirra verka sem unnin voru samkvæmt verksamningi aðila umfangsmeiriog kostnaðarsamari en leiða mátti af útboðslýsingu verksins. Þetta, ásamt þvíað stefndi fór í meiri breytingar á skipinu en upphaflega var áætlað, sem ogvinnustöðvun vegna galla, það að samþykktar teikningar af einstökum verkliðumog ýmis búnaður skiluðu sér seint hafi leitt til þess að verkið fór fram yfirupphaflega áætlaðan verktíma.Stefndi telur að rekja megi tafir til þess að þegar leiðá verktímann hafi komið upp ágreiningur á milli aðila um framgang verksins. Í lok marsmánaðar 2010 kom í ljós að búið var að rífa nærallan búnað úr vélarrúminu, utan aðalvélar, án þess að fyrirmæli hafi veriðgefin um að fjarlægja annað en upprunalega lensikerfið. Þá var rafmagnstaflaskipsins, sem til stóð að færa úr vélarrúmi upp í dekkhús á aðalþilfari, færð áverkstæði undirverktaka stefnanda og rifin í sundur, án þess að nokkurfyrirmæli hefðu verið gefin um slíkt. Þá hafi framganga verkefnastjórastefnanda, Lárusar Skúlasonar, verið verkinu til trafala, og var óskað eftirþví 27. maí 2010 að hann yrði tekinn frá verkinu, sem var gert. Þá laut ágreiningur aðila jafnframt að verulegu leyti aðseinkun á verklokum og útgáfu reikninga stefnanda vegna viðbótarverka semstefndi taldi að ekki hafi verið pöntuð og fengju ekki staðist. Þá varágreiningur um verkferla við framkvæmd verksins. Athugasemdir stefnda viðreikninga lutu bæði að því hvernig samþykki þeirra hefði átt að vera háttað ogað því að hluti þeirra væri vegna vinnu sem félli undir verksamninginn og ættiþví ekki að gera sérstaka reikninga fyrir, aðrir reikningar væru vegna vinnusem ekki hefði enn verið framkvæmd, auk þess sem fjárhæðir vegna tímaskráningaog efniskostnaðar væru óeðlilegar í mörgum tilvikum.Stefnandilýsir atvikum svo að 28. maí 2010 hafi framkvæmdastjóra stefnda og stjórnfyrirtækisins verið afhent skýrsla unnin af stefnanda, um stöðu verksins ásamtáætlun um framkvæmd verksins bæði samkvæmt verksamningi og pöntuðum aukaverkum.Í skýrslunni kom einnig skýrt fram að óhjákvæmilega myndu hin fjölmörguviðbótarverk hafa í för með sér tafir á upphaflegum verktíma samkvæmtverksamningi. Þann dag náðist samkomulag milliaðila um að fresta verklokum til 6. ágúst 2010. Fljótlega hafi orðið ljóst aðverklok yrðu ekki þann dag. Stefndi byggir á því að hann hafi ekki samþykktaðrar tillögur stefnanda að breyttum verklokatíma en stefnandi telur að stefndihafi um tíma miðað við að verklokum yrði frestað til 15. september 2010.Þann 20. júlí sendistjórnarmaður stefnda framkvæmdastjóra stefnanda bréf þar sem lýst var áhyggjumaf stöðu og framkvæmd verksins og þar sem krafist var úrbóta, ellegar sæistefndi sig tilneyddan til að fá verkinu lokið annars staðar. Því svaraðiframkvæmdastjóri stefnanda, með bréfi dagsettu 20. júlí 2010, þar sem tilkynntvar um að vinna við aukaverk hefði verið stöðvað vegna þess að stefndi hefðiekki greitt hina umdeildu reikninga. Með tölvupósti, dagsettum 22. júlí 2010,staðfesti framkvæmdastjóri stefnanda að öll vinna við umbeðin reikningsverkhefði verið stöðvuð sökum þess að ekki hefði verið staðið við fyrirheit umgreiðslu. Einnig kom fram að síðustu reikningar vegna þessara verka hefðu veriðritaðir þann dag og að unnið yrði eftir upphaflegu tilboði að því marki semóunnin aukaverk hömluðu ekki framkvæmdum. Þessu erindi svaraði framkvæmdastjóristefnda með tölvupósti 23. sama mánaðar og voruþá ítrekaðar athugasemdir stefnda vegna framvindu verksins og því haldiðfram að reikningar vegna viðbótarverka væru ekki studdir fullnægjandi gögnum.Þá kom þar fram að stefnda væri nauðsynlegtað fá skipið afhent eigi síðar en 15. september, en stefnandi hefði ekki taliðþað mögulegt, og að stefndi teldi dráttinn á verklokum varða dagsektum samkvæmt7. gr. verksamnings aðila, auk þess sem áskilinn var réttur til að krefjastskaðabóta vegna dráttarins. Jafnframt var áréttað að ágreiningur væri umviðbótarverk, en þar fyrir utan var vefengt að þessi verk hefðu að öllu leytiverið unnin.Hinn 29. júlí 2010 var haldinnfundur með fyrirsvarsmönnum málsaðila til að fara yfir framgang verksins ogútgefna reikninga. Liggur frammi í málinu frásögn af þeim fundi þar semreikningar eru tilgreindir með númerum og þeir ýmist sagðir greiddir eða ógreiddirog framkomnar athugasemdir vegna þeirra.Af hálfu stefnanda er á því byggt að fyrirsvarsmaðurstefnda hafi lýst yfir riftun á verksamningnum á fundi fyrirsvarsmanna aðila29. júlí 2010 og krafist þess að allri vinnu yrði hætt við skipið. Aðilar eru hinsvegar sammála um að samningnum var rift með bréfi stefnda 4. ágúst 2010. Þarvar ágreiningi aðila lýst frá sjónarhorni, stefnda, settar fram athugasemdirvið reikninga og því lýst að hann teldi sig þegar hafa greitt of mikið inn áverkið. Þá komu fram hjá honum athugasemdir viðframgang útboðsverksins og sú ætlun hans að leggja fram bankaábyrgð vegnameintrar kröfu og láta ljúka viðgerð skipsins annars staðar og gerði kröfu umað vinnu við skipið yrði hætt. Þá var gerður áskilnaður um skaðabætur vegna vanefnda.Stefnandi mótmælti riftuninni og vísaði til þess að dráttur á vinnslu verksinsværi vegna atriða er vörðuðu stefnda. Með tölvupósti 6. ágúst 2010 áréttaðistefndi riftun og vísaði til þess að samningi hefði verið rift vegnaafhendingardráttar stefnanda. Þann 17. ágúst 2010 krafðist stefndi þess að stefnandiafhenti skipið gegn greiðslu bankaábyrgðar og bauð fram bankaábyrgð að fjárhæð100.000.000 króna. Af hálfu stefnanda var afhendingu skipsins hafnað og vísaðtil þess að skilyrði 2. mgr. 200. gr. siglingalaga nr. 34/1985 væru ekkiuppfyllt með framlagningu bankaábyrgðar þar sem stefndi hafi ekki sýnt fram áhver tölulegur ágreiningur aðila væri. Með bréfi dagsettu 27. ágúst 2010 sendilögmaður stefnda lögmanni stefnanda bréf þar sem krafa um afhendingu skipsinsvar ítrekuð og fylgdi bréfi því afrit af bankaábyrgð að fjárhæð 100.000.000krónur. Fór svo að stefndi krafðist þess að fá skipið afhent með beinniaðfarargerð. Undir rekstri aðfararmálsins lagði stefnandi framviðbótarbankaábyrgð að fjárhæð 35.000.000 króna. Héraðsdómur féllst á kröfustefnda og heimilaði 27. september 2010 að skipið yrði tekið úr vörslumstefnanda með beinni aðfarargerð. Innsetningarbeiðni var send sýslumanninum áAkranesi 30. september 2010 vegna málsins. Stefndi tók til varna við fyrirtökubeiðninnar og fór svo að sýslumaður hafnaði kröfunni og gerðu aðilar með sérsamning 8. nóvember 2010 um suðuvinnu á skrokk fyrir neðan sjólínu á skipinuFossá ÞH-362. Í honum fólst að stefnandi myndi klára vinnu við skipið ogenduruppbyggingu á hliðarfærsluvagni gegn greiðslu svo að unnt væri að sjósetjaskipið. Þá gerðu aðilar 11. desember 2010 með sér samkomulag sem í fólstbreyting á 9. gr. þess samnings. Auk stefnanda og stefnda voru einnigundirverktakar stefnda, Straumnes hf. og Rudolf B. Jósefsson slf., aðilar aðsamkomulaginu. Þar voru skilgreind verklok undirverktakanna og samið um uppgjörá reikningsverkum þessara aðila. Samkomulagið gekk eftir og var skipið sjósettog flutt úr skipasmíðastöð stefnda til Slippsins á Akureyri 13. desember s.á.,þar sem endurbyggingu skipsins var lokið í maí 2011.Í fyrsta málinu er deilt um greiðslu reikninga nr.R27462, R27488, R27519, R27526, R27527, R27528, R27533, R27530, R27531, R27457,R27459, R27461, R27470, R27468, R27485, R27486, R27486, R27487, R27435, R27476,R27500, R27509, R27510, R27511 og R27512, sem nánar er lýst þegar rakinn er ímálatilbúnaður stefnanda hér að neðan. Upphaflega var ágreiningur á milli aðilaum fleiri reikninga og hljóðaði krafan þá upp a 87.423.084 krónur en hefur núverið lækkuð í 56.546.297 krónur.Mistök urðu til þess aðeinhverjir reikningar stefnanda, vegna vinnu við skipið, voru gefnir út meðvirðisaukaskatti en það var leiðrétt með bakfærslu reikninga og útgáfu nýrra ánvirðisaukaskatts. Stefndi greiddi hluta af þessum reikningum og fékk stefnandi,sökum þessarar leiðréttingar, endurgreiddar 21.846.793 krónur fráskattyfirvöldum 7. febrúar 2011 og var þeirri fjárhæð ráðstafað inn á skuldstefnda við stefnanda. Komu þessar innborganir til frádráttar höfuðstólskuldarinnar á þeim degi sem hver og einn reikningur var greiddur. Í öðru málinu er varðar stefnu sem birt var 16. september2011 gerir stefnandi kröfu um efnda- og skaðabætur vegna ólögmætrar riftunarverksamnings, á grundvelli sömu málsatvika. Krafan hljóðar nú upp á 21.695.085krónur, en upphaflega var hún að fjárhæð 26.616.533 krónur. Hún samanstendur ífyrsta lagi af kröfu um efndabætur að fjárhæð 10.380.370 krónur. Í öðru lagibótakröfu vegna galla í útboðslýsingu, breytinga sem stefndi gerði á aðalverkinuog viðbótarverkum á verktíma og seinkunar sem varð á afhendingu teikninga ogbúnaðar, 3.251.275 krónur. Í þriðja lagi vegna aukinnar vinnu semframkvæmdastjóri, bókari, tæknifræðingur og verkstjórar stefnanda þurftu aðinna af hendi vegna hinnar ólögmætu riftunar, 8.063.440 krónur. Í þriðja málinu gerir stefndi, sem gagnstefnandi, ágrundvelli sömu málsatvika, kröfu um að viðurkennd verði lögmæti riftunar hansá verksamningi. Þá krefst hann þess að gagnstefndi greiði honum samtals53.435.603 krónur og er krafa hans í níu liðum. Upphaflega hljóðaði krafa hansupp á 135.826.631 krónu en var lækkuð í framangreinda fjárhæð með framlagningubókunar í þinghaldi 23. maí 2016. Í fyrsta lagi er um að ræða kröfu vegna ofgreiðslu fyrirsamningsverk samkvæmt verksamningi. Upphaflega hljóðaði krafan upp á samtals23.836.480 krónur en hefur nú verið lækkuð í 5.054.193 krónur. Í öðru lagi ergerð krafa um endurgreiðslu vegna ofgreiðslu reikninga nr. R24810 og R25050,vegna aukaverka, sem greiddir voru með fyrirvara, upphaflega að fjárhæð3.483.842 krónur en krafan hefur nú verið lækkuð í 922.398 krónur og stendurþví einungis eftir reikningur nr. R24810. Í þriðja lagi er gerð krafa vegna ofgreiðslu vegnasuðuvinnu á skrokk upphaflega að fjárhæð 8.000.000 króna en hefur nú veriðlækkuð í 5.300.000 krónur. Í fjórða lagi er gerð krafa vegna ofgreiðslu vegnavinnu við hliðarfærsluvagn, upphaflega að fjárhæð 5.000.000 króna en var viðmeðferð málsins lækkuð, fyrst í 3.000.000 króna í þinghaldi 11. desember 2014en síðan í 1.500.000 krónur með framlagningu bókunar 23. maí 2016 og loks í1.200.000 krónur við málflutning við aðalmeðferð vegna ákvæðis í samningi aðilafrá 8. nóvember 2010 um að stefndi greiddi ávallt 60% af kostnaði vegnaviðgerðar á hliðarfærsluvagni. Þá er í fimmta lagi krafist greiðslu kostnaðarvegna dráttar skipsins til Akureyrar að fjárhæð 6.800.000 krónur, í sjötta lagikostnaðar vegna aukalegrar aðstoðar Loyd´s á Íslandi að fjárhæð 2.069.330krónur, í sjöunda lagi kostnaðar vegna vinnu Slippsins á Akureyri, upphaflegaað fjárhæð 73.675.928 krónur en hefur nú verið lækkuð í 18.771.415 krónur, íáttunda lagi kostnaðar vegna útgáfu bankaábyrgðar, 3.273.000 krónur og í níundalagi dagsekta vegna seinkunar verkloka, 9.706.051 króna. Fyrirliggur skýrsla Frímanns A. Sturlusonar, skipasmiðs, skipatæknifræðings ogstarfsmanns Navis ehf., um verkstöðu og kostnaðaf samningsverki miðað við 12. ágúst 2010, dagsett 31. ágúst 2011. TaldiFrímann að um 2400 vinnustundum hafi verið ólokið í samningsverkinu og að mestalltefni liggi fyrir vegna ólokinna samningsverka. Taldi hann að þá hafi 1600vinnustundum verið ólokið vegna umsaminna aukaverka. Varðandi skil á teikningumtaldi hann að teikningar, svo sem fyrir stýri, hækkun lestarkarma, púlt ístýrishús, kranaundirstöðu o.fl., hafi skilað sér seint og að sumar hafi ekkienn legið fyrir þegar Frímann framkvæmdi gerði skýrslu sína. Hafi það ekki haftþýðingu að leggja mat á tafir vegna síðbúinna afhendinga á einstaka búnaði þarsem fyrir liggi að ógrynni aukaverka voru unnin á sama tíma. Þá telur hann aðútboðslýsing hafi verið ónákvæm, þ.e. „verulegar breytingar verða á verkinueftir að það hefst“ og að „aukaverkin hafa tvímælalaust veruleg áhrif áverktímann“. Varðandi kranann sé ljóst að afhending hans varkomin rúma tvo mánuði fram yfir umsamin verklok. Þá telur Frímann að leyndirgallar hafi haft töluverð áhrif á framgang verksins vegna afleiddra verka. Sélitið til verkáætlunar stefnanda frá því 28. maí 2010 þá komi þar framframangreind áætlun um 9710 klukkustundir í aukaverk en á þeim tíma á að hafaverið búið að vinna 11.700 klukkustundir í samnings- og aukaverk. Af því megiálykta sem svo að samningsverkinu kunni að hafa lokið um þremur vikum fyrr efengin aukaverk hefðu komið til. Svo hafi þó ekki verið því að á saman tíma hafismíði stýrishúss (álhúss) ekki verið lokið og verði ekki séð að aukaverk hafitafið þann verkþátt. Þá telur hann að ef aukaverk hefðu ekki komið til hefðistefnandi átt að ljúka verkinu á tilsettum tíma. Einnig kom fram að hann telurað stefnandi hafi ekki orðið fyrir beinum kostnaði vegna breytinga,niðurfellingar verka eða tafa á afhendingu búnaðar. Frímann vann skýrslu sínaað beiðni stefnda. Stefndi byggir á því að með þessari skýrslu hafi hannverið að leitast við að fá mat óháðs aðila á stöðu verksins og gildi umdeildrareikninga í því skyni að ná sáttum í málinu og tryggja sönnun. Stefnandi virðist ekki hafa haft aðkomu að því að öðruleyti en því að koma með athugasemdir áður en Frímann skilaði af sérskýrslunni í endanlegri mynd og getur Frímann umþað í skýrslu sinni. Fyrir liggur að stefnandi leit ekki á Frímann sem óháðanaðila og hefur hann mótmælt skýrslunni.Einnig liggur fyrir verkstöðuúttekt Guðmundar Péturssonarsem unnin var af hálfu Aflvís ehf. að beiðni stefnda, dagsett 25. mars 2011, ogmiðaði hún við stöðu verksins 5. janúar 2011. Skýrslan er úttekt á verkstöðusamnings- og aukaverka við komu skips til Akureyrar. Meðal þeirra athugasemdasem þar koma fram eru athugasemdir við form reikningsgerðar stefnanda.Þá liggur fyrir greinargerð Þorsteins Haukssonar vegnamálningarvinnu, dagsett 20. október 2010. Skýrsla þessi var fyrst lögð fram viðaðalmeðferð málsins nú og ber með sér að hafa verið send vitninu GunnariRichter hjá Daníelsslipp. Þar kemur fram að Þorsteinn hafi að beiðni Gunnarsmetið hvað var eftir af málningarvinnu í skipinu og hafi skoðað það 7. október2010. Í niðurstöðu hans segir að það sé hans mat að eftir sé ca sex dagamálningarvinna fyrir 4-6 menn. Byggist það mat á því að skipið sé inni í húsiog aðstæður til þeirrar vinnu eins og best verður á kosið. Þá sé hægt að vinnavið ýmis svæði á sama tíma en alltaf þurfi að vinna sumt í ákveðinni röð.Þann 16. apríl 2012 voru þeir Stefán Sigurðssonframkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, og Ólafur Friðrikssonskipatæknifræðingur dómkvaddir sem matsmenn að beiðni stefnda til að leggja matá fimm atriði sem nánar voru sundurliðuð í matsbeiðni; útboðsverk og breytingará því, reikninga vegna tilboðsverka á föstu gjaldi, reikninga fyrir vinnu unnaá tímagjaldi, vinnu tengda flutningi skipsins til Akureyrar og lokendurbyggingar skipsins á Akureyri. Þá lagði stefnandi 25 spurningar tilviðbótar fyrir matsmennina. Niðurstaða matsmanna liggur fyrir í tveimurmatsgerðum, annars vegar dagsettri 7. júní 2013 og hins vegar 20. júní sama árog kemur fram í matsgerð að þeir hafi skoðað skipið.Í fyrri matsgerðinni svara þeir spurningunni um þaðhversu miklum hluta útboðsverksins hafi verið lokið þegar riftun verksamningsátti sér stað 6. ágúst 2010. Þá er þess óskað að matsmenn meti hvort framvindaog verkstjórn með verkinu á verktíma hafi verið með forsvaranlegum hætti. Ímatsgerðinni kemur fram að við mat á stöðu tilboðsverksins hafi verið stuðstvið útreikninga sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur gerði þegar hún bauð í þetta samaverk. Það tilboð hafi verið upp á 114,9 milljónir króna án virðisaukaskatts oginnifalið í því teikningavinna samkvæmt tilboði frá Navis ehf. upp á 1.250.000krónur og rafmagnshlutinn samkvæmt tilboði frá Raftíðni ehf. upp á 13.500.000krónur. Sandblástur hafi verið undanþeginn tilboðinu og gert ráð fyrir 10.400seldum tímum í verkinu, án vinnu rafvirkja, tæknimanna, tankahreinsara oggólfefnamanna. Þá segir í matinu að upphaflegt tilboð stefnanda hafi verið108.857.000 krónur eftir leiðréttingu, þ.e. lækkun vegna niðurfellingar ávélarupptekt að fjárhæð 7.928.000 krónur sem talin var innifalin í öðrumverkþætti og umsaminn afsláttur 5.400.000 krónur, og hafði þá verið samið um aðverkkaupi sæi um teiknivinnu. Miðuðu matsmenn við að almennur kostnaður lækkaðium 1.250.000 krónur eftir að teiknivinna færðist yfir á verkkaupa en afslátturað öðru leyti deildist niður á verkliði. Mátu matsmenn það svo að 78,96% afútboðsverkinu hafi verið lokið er samningnum var rift. Um framvindu verksins og verkstjórn segir í matinu: Strax í upphafiverks var samið um breytingar á verkinu og síðan var óskað eftir mörgumviðbótarverkum. Sum af þessum viðbótarverkum höfðu áhrif á tilboðsverkið ogeinnig kom inn á stöðvun[] á verktíma vegna meintra leyndra galla. Allt hefurþetta neikvæð áhrif á framvindu verksins, þó var töluvert af breytingunum semvoru til minnkunar á tilboðsverkinu. Ekki virðast hafa verið haldnir reglulegirverkfundir til að fylgja eftir framvindu verksins fyrr en undir lok áætlaðsverktíma.Matsmenn hafaþví ekki nægilegar upplýsingar til að leggja mat á hvort framvinda ogverkstjórn með verkinu hafi verið með forsvaranlegum hætti. Þá segir í matinu hvað það varðar hvort einstakarbreytingar hafi verið til hækkunar eða lækkunar á verði:… Að hætt var við að hafa andveltigeymi á skipinu.Matsmenn töldu að endurmetið samningsverð fyrir andveltugeymi hafi verið6.609.000 krónur. Samið var um lækkun á samningsverði við brottfall geymisinsum 3.222.000 krónur sem er augljóslega mun lægri fjárhæð en sem nemur verðigeymisins en á móti kemur að verkið sem eftir stendur tekur breytingum semkosti peninga. Eðlilegt sé að álykta að þau verk séu innifalin.… Breytingar á kjallara stýrishúss, þ.e. útfellingar ástálsmíð og álvinna í staðinn. Þar sem ekki var ákveðið samhliða brottfalli áandveltugeymi að flytja vindur er ekki hægt að sjá annað en að brúarkjallarihafi þurft að vera utan um vindurnar og því telja matsmenn að hér sé ekki umviðbótarverk að ræða og tilheyri samkomulagi um brottfall á andveltigeymi.Engin breyting á verði.… Breyting (lækkun) á lúgukörmum, þannig að þeir yrðu1,10 metrar á hæð í stað 1.5 metrar. Hækka átti lestarkarma um 1,1, m en hættvar við það og þeir eingöngu hækkaðir um 700 mm. Áætluð voru 6 sex tonn afstáli skv. útboði, en þau urðu rétt rúmlega 3. Sanngjarnt má telja að þessiliður lækki um þriðjung eða kr. 2.022.000. … Breytingar á stýrisbúnaði, þ.e. stýrisvél færð 250mm aftar en upphaflega var gert ráð fyrir og lenging á hæltölu sem því nemur.Matsmenn hafa áætlað hækkun 529.000 krónur …… Breytingar vegna krana, þ.e. auknar styrkingar ogbreytingar á dekkhúsi. Breytingar á dekkhúsi eru unnar samkv. aukareikningslið27011 sem matsmenn telja ásættanlegt verð, 459.041 krónur. Áætluð stálþyngd ástyrkingum voru 1500 k[g] en matsmenn telja að þau hafi verið 1740 kg ogmismunur 240 kg á 2.275 kr/kg samkv. einingarv. 546.000 krónur. Samtals tilhækkunar 1.005.041 krónur. Þá töldumatsmenn að við verkslit hafi í heild verið búið að framkvæma fyrir um 121milljón króna og ólokið hafi verið samningsverk fyrir um 20 milljónir króna ogtilboðsverk á föstu gjaldi fyrir um 12 milljónir króna. Þannig hafiheildarumfang verksins verið komið í 153 milljónir króna auk umbeðinna ogfyrirséðra reikningsverka. Samningsverðið hafi verið tæpar 109 milljónir krónaog sé því ljóst að umfang verksins hafi verið komið a.m.k. 44 milljónir krónafram yfir samningsverðið eða yfir 40%, sem verði að teljast veruleg aukning oggeti ekki rúmast innan umsamins verktíma. Þá kemur fram í mati að matsmenn geraekki athugasemd við form reikninga.Um reikning nr.R24810 er varðar slipptöku vegna botnskoðunar skips segir í mati að skipið hafikomið til Akraness 7. nóvember 2009 og þá hafi ekki verið búið að semja umverkið og það hafi ekki staðið til fyrr en að lokinni botnskoðun Lloyd´sRegister. Taka þurfti skipið upp vegna botnskoðunar og vegna þess þurfti aðtrimma skipið (dæla vatni í stafnhylki), tæma sjó úr lest og laga eitthvað tilum borð. Menn stefnanda hafi tekið við skipinu 7. nóvember þar sem áhöfnin fórstrax í land. Verkliðir samkvæmt þessum reikningi teljast því utanútboðslýsingar.Þá töldumatsmenn að verkfundir væru hluti af stjórnunarkostnaði stöðvarinnar og gátuþví ekki fallist á þann lið reikningsins. Einnig töldu þeir að kostnaður vegnaendurbyggingar á hliðarfærsluvagni stefnanda sé hluti af viðhaldskostnaði átækjum og búnaði stöðvarinnar.Í seinnimatsgerðinni meta matsmenn það svo að reikningar nr. R27527 og R27528 vegnaaukinnar álsmíði í brúarkjallara og uppgangi til brúar varði ekki viðbótarverkog að fjárhæð reikninganna sé ekki sanngjörn og eðlileg. Miðað við lækkun vegnabrottfalls andveltigeymis og þar sem ekki var ákveðið jafnhliða að flytjavindur sé ekki hægt að sjá annað en að brúarkjallarinn hafi þurft að vera utan umvindurnar og því sé ekki um viðbótarverk að ræða. Hvað varðarreikninga nr. R27519 og R27526 vegna flutnings á stýrisvél og aukinnarlengingar á hæl töldu matsmenn að vegna þessa hafi þurft að smíða stokk sem ífóru um 90 kg af stáli. Vinna við botnstokka og frágangur á stýrisvél o.fl. varóbreytt. Hæll skipsins þurfti að lengjast sem þessu nemur og krefst þaðtöluverðrar aukinnar styrkingar. Telja matsmenn að um viðbótarverk sé að ræðaauk hönnunar en teikningar bárust ekki af þessum verkþáttum. Þá telja matsmennað verð fyrir stálvinnu vegna verksins sé óeðlilega hátt en verð fyrir hönnuneðlilegt. Hvað varðar reikning nr. R27488 vegnaviðbótarstyrkingar vegna þilfarskrana þá töldu matsmenn að svo miklarbreytingar hafi verið gerðar á verkinu að semja hefði átt um það upp á nýtt.Töldu þeir að aukin styrking, 240 kg, hafi átt að kosta 2.275 krónur fyrirhvert kg eða 546.000 krónur í stað 3.698.750 króna, eins og reikningurstefnanda hljóðaði um. Þá töldumatsmenn að sandblástur í lest hafi verið innan útboðs. Lestin hafi veriðsandblásin þar sem verktaki hafði ekki yfir að ráða háþrýstidælu sem dygði tilað alhreinsa lestina með vatni. Matsmenn tölduað vinna stefnanda vegna suðuvinnu á skrokki fyrir neðan sjólínu á skipinu ágrundvelli samnings aðila frá 8. nóvember 2010 hafi verið utan útboðsins. Þávoru matsmenn beðnir um að meta hvort samningsverð vegna vinnu á grundvellisamnings aðila frá 8. nóvember 2010, 8.000.000 króna, hafi verið eðlilegt ogsanngjarnt m.t.t. umfangs vinnunnar. Töldu matsmenn að áætlaður kostnaður vegnavinnu við skipið eftir verkslit og fram að afhendingu hafi verið 2.000.000króna.Loks mátumatsmenn það svo að líta verði á kostnað verktaka vegna endurbyggingar ánauðsynlegum búnaði á borð við hliðarfærsluvagn sem hluta af viðhaldskostnaði átækjum og búnaði stöðvarinnar. Þá töldu þeir að samningsverð aðila, 3.000.000króna, vegna endurbyggingar hliðarfærsluvagnsins hafi ekki verið eðlilegt ogsanngjarnt m.t.t. umfangs vinnunnar. Þar sem verulegar endurbætur hafi veriðgerðar á vagninum þegar matsmenn skoðuðu hann hafi ekki verið hægt að metaverkstöðu á þeim tíma sem spurt var um til að meta breytingar sem þá voruunnar.Fyrir liggur matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna, DaníelsGísla Friðrikssonar skipatæknifræðings, Gríms Sveinbjörns Sigurðssonartæknifræðings og Páls Ragnars Sigurðssonar vélaverkfræðings, er unnin var ítveim hlutum, dagsett í mars 2014. Þeir voru dómkvaddir að beiðni stefnanda tilþess að meta með yfirmati sömu atriði og áður höfðu verið metin.Í samantekt yfirmatsmanna í yfirmatsgerð segir að viðskipasmíðar sé mikilvægt að vandað sé til verka. Oftast sé kostnaður mjög hárog því borgi sig að undirbúningur sé eins góður og hægt er. Aukaverk séu oftastdýrari en tilboðsverk og sé því reynt að hafa verklýsingu nákvæma. Þetta verkhafi að vissu leyti liðið fyrir það að samningurinn gerði ekki ráð fyrir aðgreiðsla fyrir tilboðsverk væri í takt við framgangs verksins.Reikningsútskriftir séu ekki auðskiljanlegar þegar verkþættir breytast ogbætast við. Aðilum málsins var fyrirmunað að koma sér saman um að gerð yrðisameiginleg úttekt af óháðum aðila sem báðir skuldbundu sig til að sætta sigvið. Þar með var alltaf óvissa um hve langt hin mismunandi verk væru kominþegar leiðir aðila skildu og hafi veruleg verðmæti farið forgörðum þegarákveðið var að færa skipið í aðra skipasmíðastöð. Þá segir að í mörgumtilfellum sé hægt að áætla hve margar klukkustundir fari í ákveðin verk en þaðsé háð afkastagetu og tækjabúnaði hver áhrifin verða á heildarverktíma.Afkastagetan sé háð því hver staða annarra verka er á hverjum tíma. Ímatsspurningum er oft spurt um áhrif verktíma í einstökum viðbótarverkum ensvar við því hver heildartöf þessara verka varð fer eftir aðstæðum, tækjum ogmannafla á hverjum tíma. Varðandi seina afhendingu á tækjum og búnaði ségreinilegt að verkið tafðist verulega vegna þess hve seint teikningar semverkkaupi átti að leggja til bárust.Þá töldu yfirmatsmenn að mikið beri á milli aðilavarðandi verkstöðuna við riftun og að raunhæfasta verkstöðumatið sé skýrslaFrímanns. Það lýsi stöðunni á trúverðugan hátt og beri lýsingu hans saman viðþær ljósmyndir sem fylgdu matsgögnum. Erfitt sé að skýra hinn mikla mun áþeirri upphæð, 15.150.000 krónur, sem Frímann telur að eftir sé aftilboðsverkinu, og tæplega 36.000.000 króna kostnaði sem Slippurinn tók fyrirað ljúka verkinu. Að hluta til skýristþetta hugsanlega af því að verk sem Þ&E hafa undirbúið skila sér ekki semundirbúin til Slippsins. Til dæmis má sjá á ljósmyndum merkta rafmagnskapla ení gögnum Slippsins segir að engar merkingar hafi verið fyrir hendi. Lýsingumverksala á ástandi skipsins við brottför frá Akranesi ber ekki saman viðlýsingar Slippsins á ástandi þess við komuna til Akureyrar. Yfirmatsmenn eigaerfitt með að skilja hvers vegna klæðningar hafi getað verið eins illa farnareftir sjóferðina og sagt er í lýsingum. Þeim ber engan veginn saman.Samningsverðið var 108.857.000 krónur. Frá þeirri upphæð dróst 11.551.493krónur vegna verka sem felld voru út. Tilboðsverðið endaði í 97.305.507 eftirað búið var að draga frá upphæðir þeirra liða sem felldir voru út. Yfirmatsmennmeta að ef eðlileg samskipti hefðu verið á milli verkkaupa og verksala hefðimátt ljúka tilboðsverkinu fyrir 15.150.000 krónur eins og Frímann áætlar sem er15,57% af 97.305.507 krónum. Í samtali við Björn Samúelsson eftirlitsmannverkkaupa kom fram að á köflum vantaði starfsmenn til verksins vegna annaÞ&E í öðrum verkefnum. Yfirmatsmenn treysta sér ekki til að meta hvortverkstjórn hafi verið með forsvaranlegum hætti en þar sem mikið a[f]viðbótarverkum kom seint á verktímanum er hægt að sjá fyrir sér að erfitt hafiverið að skipuleggja verkþættina.Þá svöruðu yfirmatsmennspurningum um það hvort tilteknar breytingar hafi verið til hækkunar eðalækkunar á verði m.a. svo:… Andveltigeymir. Til lækkunar á samningsverði um 3.222.000.Andveltigeymir var teiknaður aftast í brúarkjallara íútboðsgögnum. Lækkun vegna brottfellingar andveltigeymis var samþykkt 3.222.000en ekki 6.609.000 samkvæmt kílóverði 1980 kr/kg. Ekkert er um í gögnum málsinssem segir að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka brú við brottfallandveltigeymis og akkerisspila. Yfirmatsmenn gera ráð fyrir að mismunurinn3.387.000,- sé vegna smíði á brúarkjallara í staðinn fyrir þann hlutaandveltigeymis úr stáli sem féll út. Samkvæmt gögnum var í upphafi verksinsgert ráð fyrir að fjarlægðar væru akkerisvindur á fundi 3. desember 2009 (sjáfundur nr. 1,3. des 2009 liður nr. 1). Samþykktar Lloydsteikningar afundirstöðum undir akkerisspil bárust 27 maí 2010. Ekki er hægt að sjá annað enað samkomulag hafi verið um að færsluna á þessum vindum.… Breytingar ábrúarkjallara stál í ál. Óbreytt frásamningsverði.Við upphaflega hönnun á brú og kjallara undir brú varnauðsynlegt að smíða einangrað stálgólf undir brúna þar sem kjallarinn varopin[n] að framan. Engin gögn finnast um að við breytingu hafi verið fallið fráþví að hafa brúarkjallara, eða stiga upp í brú. Þegar ákveðið var að færa vindurnarfram fyrir brúna var örugglega gert ráð fyrir að loka framþili á brúarkjallara.Þar með var stálgólfið undir brúnni óþarft. Flatarmál á þessu stálgólfi ernokkurn veginn það sama og flatarmál á framþilinu sem bættist við ogstálþiljunum sem byggja þurfti vegna brottfalls andveltigeymisins. Alltaf vargert ráð fyrir að smíðað yrði upphækkað grindargólf úr timbri í brúna og ekkimikill munur á undirbyggingunni undir það hvort gólfið sé t.d. 300 mm yfirstálgólfi eð 1000 mm. Yfirmatsmenn komast að þeirri niðurstöðu að endanlegklæðning á brúarkjallara komi upp á móti þeirri klæðningu sem þurfti áupphaflegt brúargólf. Yfirmatsmenn komast að þeirri niðurstöðu að mismunurinn3.387.000, vegna andveltigeymis nægi til breytinga í áli.… Lækkun á lúgukörmum úr 1,5 m í 1,1 m. Til lækkunar á samningsverði um 4.296.600.Útboðsgögn gera ráð fyrir 6000 kg í þessum lið, en smíðað var úr 3830 kg.Yfirmatsmenn komast að þeirri niðurstöðu að mismunurinn 2170 kg@1980 komi tillækkunar.… Breytingar á stýrisbúnaði 250 mm aftur (+hæll ogtala). Til hækkunar á samningsverði um1.338.800. Fyrir liggur samþykkt tilboð í smíði hæltölu upp á 464.400.Aukaverk á föstu tilboði.Yfirmatsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að419.500 sé sanngjarnt fyrir lengingu á hæl 250mm. Yfirmatsmenn […] hafa komistað þeirri niðurstöðu að 454.900 sé sanngjarnt fyrir smíði á skáp fyrirstýrisvél og bát við stamma.… Breytingar og styrkingar v. Krana. Til hækkunar á samningsverði um 3.698.750.Í samningsverði er 60 tonn x metra krani með innbyggðri dælustöð. Endanlegikraninn er 110 tonn x metra. Uppsetning á þetta stærri krana með sjálfstæðridælustöð ásamt breytingum á fyrirkomulagi undirstaða gerir umfang verksinstalsvert meira. Þetta ásamt töfum á afgreiðslu teikninga verður til þess að yfirmatsmenn[eru] hafa komist að þeirri niðurstöðu að 3.698.750 sé eðlilegt fyrir þessa breytingu.Hvað varðar reikning nr. R24810, dagsettan 20.desember 2009, slipptaka vegna eigandaskipta telja matsmenn að þar semslipptakan fór fram fyrir undirritun samnings og ekki var tekið fram aðslipptakan skyldi vera innifalin í samningi verði að skoða hann sem utanútboðs. Þá telja þeir að sanngjörn og eðlileg fjárhæð reikningsins sé 961.614 krónur.Þá töldu yfirmatsmenn að undirbúningur fyrir ogfrágangur eftir sandblástur ætti að vera innifalinn í fermetraverðisandblásturs og málningar. Þá töldu þeir að teiknivinna væri utan útboðs og húnætti að vera unnin af stefnda og að sú ákvörðun að taka gír úr skipinu og sendatil Danmerkur og breyta honum þar hafi haft veruleg áhrif til lengingarverktímans um átta vikur frá áætluðum verktíma samkvæmt upprunalegum samningi.Yfirmatsmenn töldu einnig að form og framsetningreikninganna væri eðlileg en texti knappur. Eitt af hlutverkum eftirlitsmannsverkkaupa sé að óska eftir aukaverkum, fylgjast með framgangi þeirra og að farayfir þessa reikninga. Komi eitthvað óeðlilegt í ljós við yfirferð reikninga,óski hann eftir undirgögnum.Hvað varðar suðuvinnu á skrokki neðan sjólínu þá mátuyfirmatsmenn það svo að vinna við lokun á kili taki 270 tíma, forpikk ogneglugöt 60 tíma, að setja tvo blindflansa og athuga botnloka 16 tíma. Samtalsséu þetta 346 tímar á 5500 kr/tími. Áætlaður efniskostnaður sé 300.000 krónurog ófyrirséður kostnaður 500.000 krónur. Samtals geri þetta 2.700.000 krónur.Þá telja þeir eðlilegt að viðhald og endurbygging verkfæra og tækja verksala séá hans kostnað.Þá var borið undir yfirmatsmenn hve stór hluti vinnuSlippsins á Akureyri, að verðmæti 164.657.459 krónur, hafi fallið undirútboðsgögn og hefði átt að vinnast af stefnanda ef ekki hefði komið tilrifunar. Vísuðu þeir til þess að samkvæmt skýrslu Frímanns áætli hann að eftirséu 2410 vinnustundir, eða 15.150.000 krónur, í tilboðsverkinu. Mat stefnandahafi verið það að eftir hafi verið 5.886.180 krónur. Útreikningar frá Slippnumvegna þeirra verka sem tilheyrðu upphaflega tilboðinu og unnin voru eftir komuskipsins til Akureyrar eru samtals 35.912.835 krónur. Þarna beri mikið á milli.Að hluta til geti mismunur á milli Frímanns og Slippsins legið í óhagræði affærslu verksins milli verktaka, þar sem nýr verktaki kemur að hálfunnu verki ogþarf í sumum tilfellum að endurvinna verkið. Einnig kemur til ný slipptaka,endurhreinsun á skipinu undir málningu. Yfirmatsmenn telja að verkstöðuskýrslaFrímanns gefi trúverðugasta mynd af stöðunni, þar sem henni ber saman viðljósmyndir sem fylgdu matsgögnum. Þar af leiðandi meti yfirmatsmenn það svo aðniðurstaða hans, 15.150.000 krónur, sé vel rökstudd. Einnig kemur fram í matiyfirmatsmanna að þeir telji að öll þau verk sem stofnað var til á Akranesi hafiverið umbeðin jafnvel þótt ekki hafi legið fyrir skrifleg undirskrifuðverkbeiðni.Hvað varðar reikning nr. R27527 að fjárhæð 2.639.200krónur og reikning nr. R 27528 að fjárhæð 237.000 krónur, vegna brúarkjallaraog stiga, þá telja matsmenn að þeir varði ekki viðbótarverk og að þeir eigiekki rétt á sér. Í útboðsgögnum var stiginn í opnum brúarkjallara og hefðiþurft að byggja vatnshelt þil utan um hann. Endanlega fyrirkomulagið varðþannig að stiginn er allur í gegnum lokað rými og sé smíði nýs stigaumfangminni ef eitthvað er.Yfirmatsmenn meta það svo að færsla stýrisvélar oglenging hælstykkis, sbr. reikninga nr. R27519 og R27526, sé viðbótarverk og aðfjárhæð reikninganna sé sanngjörn og eðlileg. Þá sé viðbótarstyrking þilfarsvegna þilfarskrana, sbr. reikningar R27488, viðbótarverk og telja yfirmatsmennað fjárhæð reikningsins sé sanngjörn og eðlileg. Þá telja þeir að verkið lengiverktímann um 30 dagsverk.Einnig töldu yfirmatsmenn að lest falli ekki undir „exterior“og þar af leiðandi sé sandblástur á lest utan útboðs. Töldu þeir að út frámatsgögnum megi sjá að ráðgjafar stefnda hafi talið sandblástur nauðsynlegan. Yfirmatsmenn voru beðnir um að leggja mat á það hveruvel útboðsgögnin lýstu raunverulegu verki sem unnið var samkvæmt útboðinusjálfur. Lýsa þeir því í matsgerð að það sem gert var samkvæmt útboðslýsinguhafi verið rif á gálga, stýrishúsi, byggð brú, hækkun á lúgukörmum og aðballasttönkum í afturskipi var breytt í olíutanka. Öðrum verkum í útboðsgögnumvar verulega breytt eða þau felld niður. Verkkaupi lagði til íhluti í brú,andveltigeymir var felldur niður, hætt var við að breyta síðugeymum í andveltigeyma,hætt var við klefa í vélarúmi og glussageymir var felldur niður.Verkundirbúningnum virðist hafa verið áfátt og menn höfðu ekki gert sér greinfyrir ástandi skipsins. Verklýsingin var þar af leiðandi ónákvæm. Yfirmatsmenntöldu sig ekki hafa gögn til að svara því hversu stór hluti útboðsverksins varí samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn. Þá var þess óskað að yfirmatsmenn legðu mat á þaðhvort undirbúningur verkkaupa í aðdraganda útboðs og verksamnings teljist verafullnægjandi m.t.t. umsamins verktíma útboðs og ef svo er hversu miklar tafirhlutust af nánar tilgreindum þáttum. Hvað varðar teikningar þá töldu matsmennað margar teikningar hafi borist mjög seint. Stefndi hafi krafist þess að vinnahæfist ekki fyrr en samþykktar teikningar lægju fyrir. Þá hafi tafir veriðmismunandi miklar vegna breytinga á útboðsverki. Yfirmatsmenn töldu sig ekkigeta metið nákvæm áhrif seint kominna teikninga og búnaðar á heildarverkið enhafa metið áhrif hvers verkþáttar fyrir sig á verkið í fyrri matsspurningum. Búnaðurhafi komið seinna en verksali gerði ráð fyrir. Hluti hans var ekki kominn þegarriftun samningsins átti sér stað og það raskaði óhjákvæmilega framgangiverksins. Þá telja yfirmatsmenn að leyndir gallar á einangrunsem komu í ljós þegar klæðning var rifin frá í íbúðum hafi leitt til þess aðstefndi stöðvaði vinnu verksins og hafi það orsakað tafir á verkinu en hversumikil áhrif þær höfðu á heildarverktímann geti þeir ekki metið. Einnig teljaþeir að beiðnir vegna aukaverka hafi komið of seint og þau verið umfangsmeirien eðlilegt geti talist og hafi riðlað öllum áætlunum verksala varðandiframvindu verksins. Samkvæmt skýrslu Frímanns hafi verkmagn á bak við aukaverkverið svipað af stærðargráðu og upprunalegt samningsverk. Þar af leiðandi varðveruleg lenging á verkinu óumflýjanleg. Venjulega reyni menn að ná utan umheildarverkið í verklýsingum þannig að aukaverk verði sem allra minnst og eruþau sjaldan meiri en 20% af heildarverkinu. Yfirmatsmenn geti ekki metið hversutafirnar urðu miklar vegna aukaverkanna. Til þess hefði þurft nánari gögn frámálsaðilum og lengri tíma til útreikninga. Þá hafi stefnandi í mörgum tilfellumþurft að bíða með að framkvæma verk vegna þess að ekki hafði verið tekinákvörðun um það hvort þau skyldu framkvæmd eða hvort á þeim yrðu breytingar.Stefndi dró í einhverjum tilfellum undirritun verkbeiðna sem töfðu verkið ennfrekar. Tafir af þessum orsökum urðu verulegar en gögn vanti til að geta metiðnákvæm áhrif þess á verktímann. Einnig varð það niðurstaða yfirmatsmanna að sumarfrístímistarfsmanna minnki afkastagetu verksala og að mjög líklega hafi verksali orðiðfyrir aukakostnaði vegna framangreindra tafa. Ómögulegt sé að meta þann kostnaðnema fara kyrfilega ofan í verkstöðu verksala á hverjum tíma fyrir sig þegarþessi aukaverk komu til. Einnig hefði þurft að yfirfara allar vinnuskýrslur semtilheyra þessum verkum og kanna hvort verksali hafi þurft að sleppa öðrumábatasömum verkum vegna þeirra.Þá var lagt fyrir yfirmatsmenn að meta hversu velútboðsgögn lýstu aðkomu eftirlitsmanns verkkaupa hvað varðar ákvarðanatöku áverkstað. Töldu þeir það venju að þegar verið sé að vinna að breytingu eðasmíði skipa sé eftirlitsmaður á vegum verkkaupa á staðnum sem hafi fullt umboðtil að skuldbinda verkkaupa vegna aukaverka, samþykkja unnin verk og fylgjastmeð því að verkið sé unnið samkvæmt útboðsgögnum. Þetta sé í fullu samræmi viðþað sem stendur í útboðsgögnum.Þá voru yfirmatsmenn beðnir um að leggja mat á þaðhversu raunhæf krafa stefnanda um framlegðartap sé. Þeir lögðu ekki mat áréttmæti kröfunnar en töldu að 40% meðalframlegð tilboðsverksins sem verksalibyggir kröfu sína á sé of mikil. Tilboðið hafi verið reiknað á þeim tíma þegarlítið var að gera hjá skipasmíðastöðvum og gera megi ráð fyrir að reiknuðframlegð af verkum sem boðið er í á svona tímum sé mjög lág. Mikið nær væri að reikna með aðstefnandi hafi gert ráð fyrir 10%-15% framlegð af tilboðinu. Auðsjáanlegt erhins vegar að verksali hefði mátt gera ráð fyrir talsverðu af viðbótarverkumþar sem útboðsgögn voru ekki mjög yfirgripsmikil. Oftar en ekki sé sá leikurleikinn að hafa tilboðin lág þegar gert er ráð fyrir miklu af viðbótarverkum íþeirri von að ná verkinu og vinna hagnaðinn og framlegðina upp áviðbótarverkunum sem væru þá reiknuð á fullu verði. Yfirmatsmenn meta að ætluðframlegð vegna tilboðsverks sé hæfileg 10-15% en af viðbótarverkum á föstuverðlagi og reikningsverkum sé hún 40%. Yfirmatsmenn vísa til þess að stefnandireikni með að eftir sé 5.886.180 krónur af tilboðsverkinu. Þar sem yfirmatsmenntelja eftirstöðvar samningsverksins 15.150.000 krónur þá sé niðurstaðan sú aðkrafa um bætur vegna framlegðartaps af samningsverki ætti að vera 1.515.000 til2.272.500 krónur. Þá miði þeir við að ólokið sé viðbótarverkum á föstu gjaldiað fjárhæð 2.154.360 krónur. Af því leiði að bætur vegna framlegðarmissisviðbótarverkanna séu hæfilegar 861.744 krónur eða 40% af fjárhæðinni. Lokstelja yfirmatsmenn vafasamt að fara fram á bætur fyrir viðbótarverk sem beðiðhafi verið um en ekki unnin.Yfirmatsmenn eru sammála um að útboðslýsing hafi veriðófullnægjandi og ekki tæmandi. Verksala hafi mátti vera það ljóst frá byrjun.Þeir töldu að tafir vegna seint afhentra teikninga og búnaðar væru ekkiofmetnar. Þá töldu þeir að verksali hafi sannanlega orðið fyrir tjóni sökum stöðvunarvegna leyndra galla, en vilji ekki taka afstöðu til hvort 11. gr. íupprunalegum verksamningi eigi við hér.Loks voru yfirmatsmenn beðnir um að meta hversuraunhæf væri krafa stefnanda um greiðslur vegna aukinnar vinnuframkvæmdastjóra, bókara, tæknifræðings og verkstjóra vegna riftunar stefnda.Yfirmatsmenn gerðu ekki athugasemdir við þann tíma og kostnað sem lýst er íbótakröfunni en taka ekki afstöðu til réttmætis hennar.Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilaskýrslur Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóristefnanda, og Magnús Helgason, stjórnarmaður stefnda. Þá voru leidd fyrir dóminn til skýrslugjafar sem vitni Páll Sigurðsson og Daníel Gísli Friðriksson,dómkvaddir yfirmatsmenn, Björn Samúelsson,starfsmaður stefnda, Frímann A. Sturluson, skipatæknifræðingur og starfsmaðurNavis ehf., Ólafur Friðriksson skipatæknifræðingur og dómkvaddur matsmaður, ogStefán Sigurðsson, fjármálastjóri hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og dómkvaddurmatsmaður, Valdimar Smári Axelsson,aðalbókari hjá stefnanda, Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra hjáLandhelgisgæslunni, Þorgeir Már Samúelsson, starfsmaður stefnda, AntonBenjamínsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri, LárusSkúlason, starfsmaður stefnanda, Valgeir Valgeirsson, verkstjóri hjá stefnanda,Guðmundur Pétursson, Rudolf Björgvin Jósefsson, fyrirsvarsmaður RBJ slf.,Ellert Rúnar Ingvarsson, fyrirsvarsmaður Straumness ehf., Gunnar StefánRichter, fyrirsvarsmaður Daníelsslipps, Hilmar Þór Georgsson, starfsmaðurSkipaþjónustu Íslands, Þorsteinn Hauksson, starfsmaður Flügger, Atli Georg Árnason,fyrrverandi framkvæmdastjóri stefnda, og Bjarni Ásmundsson, starfsmaður Navis ehf.Málsástæður oglagarök stefnanda, Þorgeirs & Ellerts hf., vegna stefnu birtrar 14. júní2011. Mál 1.Í máli þessu gerir stefnandikröfu um að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 56.546.298 krónur aukvaxta og kostnaðar. Upphaflega hljóðaði stefnukrafan upp á 87.423.084 krónur enhún var í þinghaldi 11. desember 2014 lækkuð í framangreinda tölu. Er þá búiðað fella á brott allar kröfur sem varða rafmagns- og trésmíðavinnu á grundvellisamkomulags aðila frá 11. desember 2010. Samhliða því detta út á móti þærinnborganir eða kreditreikningar sem tilgreindir voru undir þessari kröfusamtals 26.554.718 krónur. Stefnukrafan er byggð á þeimógreiddu reikningum sem gerð er grein fyrir í stefnu. Þar er því lýst að krafanbyggist á því að stefndi hafi vanefnt að greiða reikninga vegna unninnar vinnuvið skipið. Um er að ræða verk sem stefndi óskaði eftir að yrðu framkvæmd og berað greiða fyrir á grundvelli almennra reglna kröfuréttarins um greiðslufjárskuldbindinga. Þrátt fyrir að stefndi hafi rift verksamningi ber honum aðgreiða stefnanda fyrir unnin verk samkvæmt samningi. Stefnandi hafi margoftlýst því yfir við stefnda að riftunin sé ólögmæt enda hafi hún komið í kjölfarþess að stefnandi hætti vinnu við viðbótarverkin sökum þess að hann fékk ekkigreiðslur fyrir þau á umsömdum gjalddögum. Engin aðvörun um riftun hafi komiðfrá stefnda eins og venja sé þegar um meintar tafir á verki er að ræða.Í fyrsta lagi gerir stefnandikröfu um greiðslu reikninga vegna leiðréttinga á magntölum og viðbótarverka semfólu í sér frávik frá verksamningi, sbr. lið 5.2.2 í stefnu, að fjárhæð16.497.890 krónur. Þessir reikningar eru tilkomnir vegna leiðréttinga ámagntölum auk viðbótarverka vegna frávika frá verksamningi. Þeir voru allirdagsettir 3. september 2010 og með gjalddaga sama dag og voru ánvirðisaukaskatts. Stefnandi telur að upplýsingar íútboðsgögnum og verklýsingu hafi verið ófullnægjandi miðað við umfang verksinsog forsendur fyrir tilboðsverði stefnanda hafi þar af leiðandi brostið.Eftirlitsmaður stefnda hafi viðurkennt að stefnda hafi verið ljóst frá upphafiað verklýsingin væri ekki endanleg og nákvæm lýsing á verkinu. Stefnda máttieinnig vera ljóst að þörf væri á meira magni af stáli o.fl. en gert var ráðfyrir í útboðsgögnum, þar sem hönnunargögn og teikningar sem stefndi létstefnanda í té gerðu hreinlega ráð fyrir því. Stefnandi vann verkið samkvæmtfyrirmælum stefnda og fór því eftir hönnunargögnum og teikningum stefnda þráttfyrir að þessi gögn hafi falið í sér frávik frá verklýsingu í útboðsgögnum.Stefnandi telur enn fremur að frávik frá upphaflegri verklýsingu hafi veriðmeiri en við mátti búast og verður stefndi því að bera hallann af óskýrriverklýsingu í útboðsgögnum enda voru allar breytingar framkvæmdar á ábyrgðstefnda sem verkkaupa. Í ljósi ofangreinds telur stefnandi að stefnda beri aðgreiða eftirfarandi útgefna reikninga, sem allir eru dagsettir 3. september2010:Reikning nr. R27462 að fjárhæð983.000 krónur vegna kostnaðar stefnanda við viðbótarfrárifsþyngdir og vinnuvegna aukins umfangs verksins. Í kafla 2.01 og 2.02 í útboðslýsingu er áætlaðað frárifsþyngd sé 35 tonn af stáli. Raunveruleg frárifsþyngd reyndist vera65,5 tonn. Reikning nr. R27488 að fjárhæð3.698.750 krónur vegna kostnaðar stefnanda við viðbótarstyrkingar vegnaþilfarskrana og vinnu vegna aukins umfangs verksins vegna stækkunar kranans. Íkafla 6.00 í útboðslýsingu er áætlað stálmagn 1.5 tonn. Raunverulegt stálmagnvar 2,5 tonn. Þá var staðsetningu kranans breytt að beiðni stefnda en þaðkostaði töluverða vinnu sem ekki hafði verið gert ráð fyrir. Reikning nr. R27519 að fjárhæð454.900 krónur vegna færslu stýrisvélar. Í kafla 4.00 í útboðslýsingu var gertráð fyrir 400 mm færslu. Síðar kom í ljós að þörf var á 250 mm færslu tilviðbótar. Af þeim sökum var nauðsynlegt að ráðast í hönnunarvinnu og íframhaldinu þurfti að útbúa skot inn í skutgeymi. Reikning nr. R27526 að fjárhæð419.500 krónur vegna kostnaðar og vinnu stefnanda við lengingu hælstykkis semkom til vegna viðbótarfærslu á stýrisvél. Reikning nr. R27527 að fjárhæð2.639.200 krónur vegna aukins kostnaðar og vinnu stefnanda við brúarsmíði vegnabreytinga stefnda á verklýsingu. Reikning nr. R27528 að fjárhæð237.000 krónur vegna aukins kostnaðar og vinnu stefnanda við uppgang til brúarvegna breytinga stefnda á verklýsingu. Reikning nr. R27533 að fjárhæð562.800 krónur vegna aukins kostnaðar og vinnu stefnanda vegna breytingastefnda á verklýsingu en stefndi keypti nýja ljósavél í skipið á verktímanum envélin átti að dæla sjó í botngeyma skipsins. Vegna breytingarinnar þurftiviðbótaröndun á botngeymana og var því fjórum öndunarrörum komið fyrir.Reikning nr. R27530 að fjárhæð2.305.200 krónur vegna kostnaðar og vinnu stefnanda við viðbótarsandblástur á204 fermetra svæði. Reikning nr. R27531 að fjárhæð5.197.540 krónur vegna undirbúningskostnaðar vegna viðbótarverka. Í öðru lagi geri stefnandi kröfuum greiðslu reikninga vegna tilboðsverka sem unnin voru á föstu gjaldi, sbr.lið 5.2.3 í stefnu, að fjárhæð 10.465.950 krónur.Reikningar í þessum kaflabyggjast á verkum sem stefndi óskaði eftir að stefnandi ynni á föstu gjaldisamkvæmt fyrirfram ákveðnu tilboði. Hvað reikninga fyrir viðbótarverk varðar þávísar stefnandi til 1. mgr. 6. gr. verksamnings aðila en þar segir: Verksala er óheimilt að undirbúa eðaframkvæma viðbótarverk nema fyrir liggi skriflega samþykkt frá verkkaupa.Verkkaupi skal greiða fyrir undirbúning viðbótarverka sem hann hefur óskaðeftir jafnvel þó ekki verði af framkvæmdum vegna ástæðna sem varða verkkaupa.Framangreindur háttur hafi verið viðhafður í samskiptum aðila en í hvert skiptisem stefnandi gerði stefnda grein fyrir því að þörf væri á framkvæmdviðbótarverks, þá var viðkomandi verki gefið heiti og verknúmer og aflaðskriflegs samþykkis frá stefnda fyrir framkvæmd verksins. Þá vísar stefnandi til þess aðein af meginröksemdum stefnda fyrir því að fyrirtækinu beri ekki skylda til aðgreiða framangreinda reikninga sé sú að þeir eigi að falla undir verksamninginnen teljist ekki vera viðbótarverk. Er þessu haldið fram þrátt fyrir aðfyrirsvarsmenn stefnda hafi samþykkt þessi verk sérstaklega sem aukaverk gegnföstu gjaldi eins og fram komi í fylgiskjölum sem beri með sér að þessi verkséu ýmist samþykkt af Birni eftirlitsmanni stefnda á verkstað, Bjarna ráðgjafastefnda, eða Atla Árnasyni, framkvæmdastjóra stefnda. Þá hafi stefndi haldið því framað Björn hafi ekki haft umboð til að samþykkja reikninga vegna aukaverka. Umþetta vísar stefnandi m.a. til undirritaðrar verkfundargerðar aðila frá 29.júlí 2010. Telur hann að þessi röksemd stefnda standist ekki því að íútboðslýsingunni sé beinlínis tekið fram að eftirlitsmaður hafi þetta umboð.Ákvæði þriggja fyrstu málsgreina greinarinnar um þetta eru eftirfarandi: 1.11 SupervisionAn authorized representative on owner´s account isto be assigned to supervise and inspect all work carried out by the contractor.The representative is to have free access to allcontractors and his subcontractor´s workshops and working areas, during allworking hours and at any time when the work is in progress.The authorized representative (the owner´ssuperintendent) is the only person who is authorized to take any decisionregarding changes in plans, ordering spare parts or in other respect change theterms of the specification. This also covers decisions, regarding any „extraworks“ taken on location after the vessels arrival. There are under nocircumstances allowed to start any extra works without written acceptance fromthe owner´s representative.Stefnandi telur að ýmislegt benditil þess að stefnda hafi strax við samningsgerðina verið kunnugt um að þörfværi á að framkvæma mörg viðbótarverk og að áætlaður verktími gæti því aldreistaðist. Í því sambandi vísar stefnandi til bréfs verkfræðiráðgjafa stefnda tilstarfsmanns stefnanda sem dagsett er 7. mars 2010: Við vissumalltaf, og höfum talað um það alveg frá byrjun, að verklýsingin var ekki, gatekki og átti ekki vera nein endanleg lýsing á verkinu eða umfangi þess. Viðvissum semsagt allan[n] tímann að það myndu koma fullt af aukaverkum þegar verkværi hafið og það færi að koma í ljós hvert ástandið á skipinu í raun væri.... það erfullt af hlutum sem enn eru að koma inn og ekki voru í lýsingu og mun verða þaðeitthvað áfram.Það er meðvituðákvörðun að setja austurlagnir ekki inn í lýsinguna frekar en aðrar lagnir ívélarúmi. Það var eingöngu vegna þess að við töldum að þær breytingar semþyrfti að gera væru minniháttar og það væri hægt að vinna þau verk út íreikning. Við bjuggumst samsagt alls ekki viðþví að þetta yrði jafn umfangsmikið og raun ber.Þá bendir stefnandi á að hluti afvinnu hafi verið bakfærð með reikningi nr. R27525 í samræmi við samkomulagaðila frá 11. desember 2010. Hin bakfærðu verk eru vegna vinnu undirverktakastefnanda en þessari vinnu var ekki lokið þegar stefndi rifti verksamningiaðila. Eftirfarandi reikningar sem fallaundir þennan kafla 5.2.3.1 í stefnu eru:Reikningur nr. R27457 (áðurR25864), dagsettur 15. júní 2010, með gjalddaga 25. júní s.á., að fjárhæð866.000 krónur. Reikningurinn er vegna tilboðsverks nr. T2123 sem sneri aðvinnu við síðukjöl. Reikningur nr. R27459 (áðurR25865), dagsettur 15. júní 2010, með gjalddaga 25. júní s.á., að fjárhæð63.000 krónur. Reikningurinn er vegna tilboðsverks nr. T2124 sem sneri aðlækkun lestarþils. Reikningur nr. R27461 (áðurR25866), dagsettur 15. júní 2010, með gjalddaga 25. júní s.á., að fjárhæð 248.000krónur. Reikningurinn er vegna tilboðsverks nr. T2125 sem sneri að því aðfjarlægja eldri ristar fyrir bógskrúfu og smíði á nýjum. Reikningur nr. R27470 (áðurR26038), dagsettur 22. júlí 2010, með gjalddaga 11. ágúst s.á., að fjárhæð7.501.950 krónur. Reikningurinn er vegna tilboðsverks nr. T2131 sem sneri aðsandblæstri og málun á 540 fermetra svæði, aukalega við það sem verklýsinginkvað á um. Gefinn var 50% afsláttur af verkinu en raunkostnaður verksins var15.003.900 krónur.Reikningur nr. R27468 (áðurR26845), dagsettur 1. september 2010, með gjalddaga sama dag, að fjárhæð1.787.000 krónur. Reikningurinn er vegna tilboðsverks nr. T2190 sem sneri aðþví að fjarlægja ballest úr stefni. Í þriðja lagi gerir stefnandikröfu um greiðslu reikninga vegna viðbótarverka sem unnin voru á tímagjaldi,sbr. lið 5.2.4 í stefnu, að fjárhæð 14.803.514 krónur. Þessi liður var aðfjárhæð 12.042.376 krónur en hefur nú verið hækkaður þar sem innborgun,6.839.750 krónum hefur verið skipt á milli krafna samkvæmt köflum 5.2.3 og 5.24.Reikningar þessir byggjast áumbeðnum viðbótarverkum sem voru unnin á tímagjaldi stefnanda og var stefndakunnugt um það. Um er að ræða: Reikning nr. R27485 (áður R25964), dagsettur 30.júní 2010, með gjalddaga 20. júlí s.á., að fjárhæð 3.050.022 krónur.Reikningurinn er vegna reikningsverks B776.08.10 (verknr. 27012, 27057, 27060,27074, 27100, 27101, 27141, 27144, 27145, 27155, 27165, 27170, 27186). Verkinsnéru m.a. að smíði og suðu á festingum fyrir klæðningar í keðjukassa, vinnuvið að skipta um einangrun í dekkhúsi o.fl. Reikning nr. R27486 (áður R26040),dagsettur 22. júlí 2010, með gjalddaga 22. júlí s.á., að fjárhæð 11.277.751krónur. Reikningurinn er vegna reikningsverks B776.09.10 (verknr. 26369, 26498,26638, 26646, 26655, 26689, 26875, 26911, 26912, 26930, 26963, 26966, 26980,27023, 27025, 27038, 27056, 27068, 27075, 27076, 27096, 27104, 27123, 27171,27182, 27184, 27188, 27190, 27192, 27198, 27202, 27234, 27243, 27274, 27285,27286, 27300, 27362, 27394, 27395, 27396, 27397, 27398, 27399, 27400, 27401,27402, 27403, 27404). Verkin snéru m.a. að vinnu við vökvakerfi skipsins,viðgerð á rafmagnstöflu, loftræstingu á íbúðum, vinnu við púströr o.fl. Reikningur nr. R27535, dagsettur3. september 2010, með gjalddaga sama dag, að fjárhæð 4.677.288 krónur.Reikningurinn er vegna kaupa stefnanda á efni að beiðni stefnda, vegnareikningsverka sem stefnandi hafði byrjað á þegar stefndi rifti samningi aðila.Efnið var geymt í skipinu og var því afhent þegar skipið var sjósett og fluttúr skipasmíðastöð stefnanda 13. desember 2010. Reikningur nr. R27487 (áðurR26769), dagsettur 22. júlí 2010, að fjárhæð -122.935 krónur. Um er að ræðakredit reikning vegna reikningsverks B776.09.10 (verknr. 26963 og 27188). Þessihluti reikningsins var bakfærður þar sem síðar var gert tilboð um að verkiðskyldi unnið á föstu gjaldi.Aðilar þessa máls ogundirverktakar stefnanda, Straumnes hf. og Rúdólf B. Jósefsson slf., gerðu meðsér samkomulag 11. desember 2010. Þar kemur fram að stefndi greiði 6.839.750krónur að meðtöldum virðisaukaskatti til stefnanda vegna sjósetningar skipsins.Umrædd fjárhæð var hugsuð sem greiðsla til áðurgreindra undirverktaka stefnandavegna þeirrar vinnu sem þeir höfðu innt af hendi vegna verksins. Stefnandigreiddi fjárhæðina beint til Straumness hf. og Rúdólfs B. Jósefssonar slf. ísamræmi við samkomulag aðila. Fjárhæðin kemur hins vegar í heild sinni tilfrádráttar á skuld stefnda við stefnanda 11. desember 2010, sbr. R27486 ogR27485.Í fjórða lagi gerir stefnandikröfu um greiðslu reikninga vegna eftirstöðva á verksamningi aðila og vegnastöðugjalda á grundvelli verksamnings aðila, sbr. lið 5.2.5 í stefnu, aðfjárhæð 5.523.577 krónur.Stefnandi telur að skuld stefndavið hann samkvæmt þessum hluta stefnunnar sé tvíþætt: Í fyrsta lagi er skuldinsamkvæmt útgefnum reikningi vegna eftirstöðva á verksamningi aðila en stefndiátti eftir að greiða um 20% af heildarfjárhæð verksamningsins þegar samningnumvar rift. Frá fjárhæð reikningsins dregur stefnandi 11.551.493 krónur en þaðbyggist á því að stefndi óskaði eftir því við stefnanda að hætt yrði við fimmtiltekna hluta verksins, sbr. kreditreikning nr. R27491, sem er m.a. tilkominnvegna þess að hætt var við andveltigeymi. Þá lækkar fjárhæð reikningsins einnigvegna óunninna verka stefnanda og undirverktaka hans samkvæmt verklýsingu íverksamningi aðila, sbr. kreditreikninga nr. R27493, R27495, R27497, og R27499.Í öðru lagi er skuldin samkvæmt útgefnum reikningi vegna stöðugjalda sem kveðiðer á um í verksamningi aðila. Um er að ræða eftirfarandi reikninga:Reikning nr. R27476, dagsettur 1.september 2010, með gjalddaga 21. september s.á., að fjárhæð 21.771.400 krónur.Um er að ræða reikning sem gefinn var út vegna lokagreiðslu á verksamningiaðila, vegna um 20% eftirstöðva af verksamningi. Hluti af þessum reikningihefur verið bakfærður.Reikning nr. R27500, dagsettur 3.september 2010, með gjalddaga 23. september s.á., að fjárhæð 1.189.850 krónur.Um er að ræða reikning vegna stöðugjalda í samræmi við viðauka við verksamningaðila fyrir 53 daga á 22.450 krónur dagurinn, á tímabilinu frá áætluðumverklokum 6. júní 2010 og fram að riftunardegi 29. júlí s.á.Í fimmta lagi gerir stefnandikröfu um greiðslu reikninga vegna stöðu- og geymslugjalda fyrir skipið eftirriftun á verksamningi aðila, sbr. lið 5.2.6 í stefnu, að fjárhæð 9.255.366krónur.Skuld stefnda við stefnandasamkvæmt þessum hluta stefnunnar er samkvæmt útgefnum reikningum stefnandavegna stöðu- og geymslugjalda fyrir skipið frá deginum eftir að samningi aðilavar rift á ólögmætan hátt, 29. júlí 2010, og til 8. nóvember s.á. er aðilargerðu með sér samning um að stefnandi myndi klára vinnu svo að mögulegt væri aðsjósetja skipið. Stöðu- og geymslugjöldin eigi sér stoð í gjaldskrá stefnandaen samkvæmt gjaldskránni séu gjöldin 90.688 krónur á dag.Um sé að ræða eftirfarandireikninga:Reikning nr. R27509, dagsettur31. ágúst 2010, með gjalddaga sama dag, að fjárhæð 2.982.738 krónur.Reikningurinn er vegna stöðu- og geymslugjalda í 33 daga, frá 30. júlí 2010 til31. ágúst s.á. Reikning nr. R27510, dagsettur30. september 2010, með gjalddaga sama dag, að fjárhæð 2.720.040 krónur.Reikningurinn er vegna stöðu- og geymslugjalda í 30 daga, frá 1. september 2010til 30. september s.á. Reikning nr. R27511, dagsettur31. október 2010, með gjalddaga sama dag, að fjárhæð 2.823.852 krónur.Reikningurinn er vegna stöðu- og geymslugjalda í 31 dag, frá 1. október 2010til 31. október s.á. Reikning nr. R27512, dagsettur 8.nóvember 2010, með gjalddaga sama dag, að fjárhæð 728.736 krónur. Reikningurinner vegna stöðu- og geymslugjalda í 8 daga, frá 1. nóvember 2010 til 8. nóvembers.á. Dráttarvaxtakröfu sína styðurstefnandi við 1. og 2. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vextiog verðtryggingu. Krafist er dráttarvaxta af skuldinni frá gjalddaga sérhversreiknings en gjalddagarnir koma fram á reikningum stefnanda sem sendir vorustefnda. Stefnandi vísar máli sínu tilstuðnings til almennra reglna kröfuréttarins um greiðslu fjárskuldbindinga ogtil ákvæða samningalaga nr. 7/1936. Sérstaklega er vísað í reglurverktakaréttar um stofnun viðbótarkrafna verktaka vegna aukins umfangs verks ogumbeðinna viðbótarverka. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kaflalaga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki er gerð krafa um virðisaukaskatt ámálskostnað, sbr. lög nr. 50/1988, þar sem stefnandi ervirðisaukaskattsskyldur. Varnarþing í umdæmi Héraðsdóms Vesturlands styðst við1. mgr. 36. gr. laga nr. 91/1991 og 12. gr. verksamnings aðila. Málsástæður oglagarök stefnda, Þörungaverksmiðjunnar hf., vegna stefnu birtrar 14. júní 2011.Mál 1.Stefndi byggir kröfu sína umsýknu aðallega á því að riftun verksamnings hans við stefnanda og aukaverka semhonum tengjast hafi verið lögmæt vegna verulegra vanefnda stefnanda og aðstefndi hafi átt rétt til endurgreiðslu úr hendi stefnanda sem nemi að minnstakosti fjárhæð hverra þeirra krafna sem stefnandi kunni að eiga á hendur honum íkjölfar riftunarinnar. Þá byggir stefndi jafnframt á því að reikningsgerðstefnanda sé með öllu óforsvaranleg og að honum beri ekki að greiða reikningavegna verka sem hann hafi ekki samþykkt, auk þess sem alvarlegar athugasemdirhafi verið gerðar við bæði form og efni reikninganna. Varðandi reikningsgerðstefnanda, þá hvíli á honum þríþætt sönnunarbyrði. Í fyrsta lagi á því að verkeða verkþættir sem sérstakir reikningar hafi verið gefnir út fyrir hafi falliðutan útboðslýsingar, í öðru lagi að samþykkt hafi verið að ráðist yrði í oggreitt yrði fyrir slík verk og að lokum að verkin hafi verið innt af hendi. Í þessu sambandi byggir stefndiaðallega á ákvæðum laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup (kpl.) auk meginreglnakaupa- og verktakaréttar. Verði kpl. ekki talin eiga við beinlínis um lögskiptiaðila þá er byggt á því að beita eigi þeim með lögjöfnun eða eftir atvikum meðvísan til undirstöðuraka þeirra. Þá byggir stefndi jafnframt til hliðsjónar áákvæðum ÍST 30 staðalsins um almenn útboð og samningsskilmála meðverkframkvæmdum, þar sem tekið séu saman meginreglur verktakaréttar að veruleguleyti, en stefndi telur staðalinn til leiðbeiningar um eðlilega verkframkvæmd. Stefndi byggir á því að stefnandihafi vanefnt aðalskyldu sína til að skila verkinu á réttum tíma og í réttuástandi en samkvæmt meginreglum kröfuréttar sé það aðalskylda verktaka samkvæmtverksamningi. Í þessu sambandi byggir stefndi á 1. mgr. 22. gr. kpl. umgreiðsludrátt og 1. mgr. 30. gr. sömu laga um galla, en þar sé mælt fyrir umheimildir kaupanda til að krefjast riftunar og skaðabóta, sbr. einnig 27. gr.,3. mgr. 34. gr. og 40. gr. laganna. Þá byggir stefndi á því að stefnandi hafiog valdið stefnda tjóni með háttsemi sinni og því hafi verið nauðsynlegt fyrirstefnda að rifta samningnum við stefnanda. Að öðru leyti vísar stefndi tilalmennra vanefndareglna kröfuréttar og til hliðsjónar til 25. gr. í ÍST 30,sérstaklega undirmálsgreina 25.7.4 og 25.7.5.Samkvæmt ákvæðum verksamningsaðila var markmið verksins að breyta skipinu sem taka átti við af MB Karlsey,en haffærniskírteini MB Karlseyjar átti að renna út 30. júlí 2010. Þannig varþað veruleg forsenda fyrir stefnda að verkinu væri skilað á réttum tíma, enverklok samkvæmt verksamningi skyldu vera 31. maí 2010 að viðbættri einni vikuþar til dagsektir féllu á. Var stefnanda því vel kunnugt um að stefndi gætiorðið fyrir verulegu tjóni ef dráttur yrði á verklokum. Óumdeilt er að verklok drógustfram yfir 31. maí 2010. Þrátt fyrir að samþykktur hafi verið viðbótarfresturtil 6. ágúst 2010 var engu að síður ljóst af verkfundum aðila í júní og júlíárið 2010 að verklok yrðu ekki fyrir það tímamark og breyttist fyrirhuguðverklokadagsetning frá viku til viku. Því er mótmælt sem fram kemur í stefnu aðí verkfundargerðum stefnanda frá því tímabili komi „glögglega fram hvað varunnið við smíðina á milli verkfunda og hvað var pantað af viðbótarverkum“. Þámótmælir stefndi jafnframt efni einhliða skýrslna/verkfundagerða stefnanda semaldrei voru samþykktar af stefnda og er verulegt misræmi milli þeirra og þeirrafundargerða sem framkvæmdastjóri stefnda ritaði og sendi stefnanda tilsamþykktar.Þegar stefndi rifti verksamningiaðila 6. ágúst 2010 lá fyrir að enn var verulegum hluta vinnu við skipið ólokiðog hafði stefnandi lýst því yfir að hann gæti ekki klárað verkið fyrir þanntíma sem var stefnda nauðsynlegur. Þá hafði stefnandi ítrekað lýst því yfir aðvinna við verkið yrði stöðvuð ef ekki yrðu greiddir reikningar sem stefndihafði gert athugasemdir við og ítrekað óskað frekari skýringa á ogundirliggjandi gagna. Var stefnda því bæði nauðsynlegt og rétt að riftaverksamningnum, krefjast afhendingar skipsins og fela öðrum að ljúka verkinu,bæði vegna þeirra vanefnda sem þegar höfðu orðið að verkinu og fyrirsjáanlegravanefnda.Þá byggir stefndi á því aðreikningsgerð stefnanda hafi ekki verið forsvaranleg. Ágreiningur var milliaðila um útgefna reikninga stefnanda vegna aukaverka sem hann taldi stefndahafa pantað. Óskaði stefndi ítrekað eftir undirliggjandi gögnum til stuðningsog skýringar reikningunum, sem voru upphaflega gefnir út vegna mikils fjöldameintra aukaverka á tímagjaldi, án þess þó að nokkrar skýringar fylgdu umumfang verksins, hvaða vinna hefði verið unnin og hvenær hún hefði veriðsamþykkt. Eftir að slík gögn höfðu loksins verið afhent stefnda kom í ljós aðverulegur hluti þeirra meintu aukaverka sem stefnandi hafði gefið út reikningafyrir féll undir útboðsverkið, auk þess sem stefndi gerði athugasemdir viðfjárhæðir efniskaupa og tímaskráningar starfsmanna stefnanda, auk þess sem þauhöfðu ekki verið réttilega samþykkt af stefnda. Þó voru reikningar stefnandaenn illskiljanlegir þar sem verklýsingar voru aðeins á stikkorðaformi og erfittað ráða í hvaða vinnu væri um að ræða hverju sinni. Þá var ítrekað rukkað fyrirvinnu sem þegar höfðu verið gerðir reikningar fyrir. Stefnandi skrifaði síðanút enn frekari reikninga sem einungis byggðust á undirritun eftirlitsmannsstefnda, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið af stefnda að slík undirritun gætiekki talist fullnægjandi samþykki fyrir greiðslu á aukaverki og að staðfesthefði verið af stefnanda að ekki yrði ráðist í aukaverk án slíks samþykkis. Aukmikils fjölda meintra aukaverka í tímavinnu var þar m.a. um að ræða reikningavegna vinnu við sandblástur og að fjarlægja ballest úr kili en ekki hafði veriðóskað eftir þessum verkum. Engin gögn liggi fyrir sem styðji fullyrðingarstefnanda um að þau verk sem gefnir hafa verið út reikningar fyrir falli ekkiundir útboðsverkið. Þá sé í fjölda tilfella ekki um aðrar vísbendingar umsamþykki stefnda að ræða en undirritun starfsmanns hans á óljósan lista, aukþess sem ekki sé ljóst hvort umrædd verk hafi verið unnin. Máli sínu enn frekartil stuðnings bendir stefndi á að eftir riftun samnings aðila hafi stefnandigefið út fjölda kreditreikninga vegna vinnu sem ekki hafði verið unnin og efnissem ekki hafði verið pantað. Stefnandi hafi því ekki fært sönnur fyrir því aðstefndi beri greiðsluskyldu vegna reikninganna vegna framangreindra atriða,eftir því sem við á.Stefndi telur að ofangreintverklag stefnanda við reikningsgerð og hótanir um verkstöðvun ef reikningarniryrðu ekki greiddir, sé nægur grundvöllur til riftunar verksamnings. Þannig hafifyrrgreindar hótanir um verkstöðvun verið veruleg vanefnd á aðalskyldustefnanda, sem verktaka, að vinna það verk sem hann tók að sér. Enn fremur byggir stefndi á þvíað framkvæmd riftunarinnar hafi verið með öllu forsvaranleg, en því er mótmæltað enginn viðbótarfrestur eða viðvörun um riftunina hafi verið veittur.Stefnanda hafi verið veittur níu vikna viðbótarfrestur til að ljúka við verkiðog hafi stefnandi ekki getað gefið nein skýr svör um hvenær verklok gætu orðiðog hafi ítrekað leitast einhliða við að seinka verklokum. Stefndi byggir á því að samkvæmt2. mgr. 25. gr. kpl. sé verkkaupa heimilt að rifta samningi að loknum viðbótarfresti.Viðbótarfrestur vegna verksins hafi verið veittur til 6. ágúst 2010, en riftunverksamnings aðila fór fram sama dag, enda verkinu ekki lokið. Verði litið svoá að riftun samningsins hafi átt sér stað áður en viðbótarfresturinn til 6.ágúst var liðinn, þá byggir stefndi á því að honum hafi engu að síður veriðheimil riftunin á grundvelli 3. mgr. 25. gr. kpl. enda hafi verið umfyrirsjáanlegar vanefndir að ræða. Ekki verða gerðar miklar kröfur til sönnunarum fyrirsjáanlegar vanefndir, enda er ljóst að samningnum var rift á sama degiog viðbótarfresturinn var úti. Stefndi byggir jafnframt á því aðsá mikli dráttur sem varð á verklokum hafi ekki verið tilkominn vegna atriðasem vörðuðu hann. Telur stefndi að í öllu falli hefði stefnanda borið að hagavinnu sinni og samskiptum á þann hátt að stefnda mætti vera ljóst að verklokumkynni að seinka vegna slíkra atriða. Þá sé því mótmælt sem haldið er fram ístefnu að af ákvæðum verksamnings aðila um verktíma megi ætla að stefndi hafistrax við samningsgerðina gert sér grein fyrir því að áætlaður verktími værióraunhæfur, en ákvæði á borð við tilvísað samningsákvæði í stefnu er að finna ínánast öllum verksamningum og er ákvæðið keimlíkt gr. 16 í ÍST 30. Einnigmótmælir stefndi þeirri fullyrðingu að skýrsla Frímanns staðfesti að stefnandahefði verið kleift að skila skipinu á tilsettum tíma hefðu aukaverk ekki komiðtil þar sem sú athugasemd hans byggist á gögnum frá stefnanda, en stefndimótmælir því að þau geti haft nokkurt sönnunargildi. Stefndi bendir á að samkvæmt 7.gr. verksamnings aðila er tekið fram að þegar samið sé um viðbótarverk skulijafnframt semja um hvort verkið hafi áhrif á verktíma. Stefnandi hafi hinsvegar ekki tilkynnt stefnda um áhrif á verktíma áður en hafin var vinna viðnokkurt aukaverk. Stefndi bendir enn fremur á að samkvæmt meginreglumverktakaréttar, sem hafa verið teknar saman í ÍST 30, skuli gera sérstakarkröfur um breytingar á umfangi verks og kröfur um framlengingu verktíma. Er hértil hliðsjónar m.a. vísað til greina 16.1, 24.2.0 og 24.2.1 í ÍST 30. Stefndibyggir á því að það hvíli á verktaka að sanna að breytingarkröfur verkkaupahafi raunverulega leitt til tafa. Stefndi byggir á því að þar sem stefnandihafi ekki fyrr en við lok upphaflegs verktíma óskað eftir frestun á verkskilumvegna aukaverka eða breytinga á verkinu þá hafi verklok samkvæmt verksamningnumverið óbreytt. Stefnandi hefur ekki sannað með neinu móti að hann hafi átt réttá framlengingu. Breytingar frá útboðsgögnum sem ákveðnar voru í upphafi verksog þeir verkliðir sem felldir voru út síðar höfðu í för með sér einföldun áheildarverkinu og styttingu verktíma. Þá byggir stefndi á því varðandi meintarpantanir aukaverka og reikningsgerð fyrir þeim að verulegur hluti þeirrareikninga sem stefnandi gaf út hafi verið með öllu óforsvaranlegur.Stefndi bendir á að samkvæmtákvæðum verksamnings aðila hafi stefnanda verið óheimilt að hefja vinnu viðaukaverk án þess að fyrir lægi skriflegt samþykki stefnda. Í því sambandi hafistefnanda mátt vera ljóst að undirritun Björns á lista sem innihélt takmarkaðaverklýsingu og ekkert fast verð eða verðbil, gæti ekki skoðast sem fullnægjandisamþykki stefnda á því að ráðast skyldi í aukaverk. Þá mátti stefnanda ennfremur vera ljóst að fyrrgreindur Björn gegndi engri slíkri stöðu hjá stefndaað hann gæti skuldbundið hann fjárhagslega og er fullyrðingum í stefnu um hiðgagnstæða mótmælt. Í þessu sambandi er bent á að það ferli sem viðhaft var íupphafi verksins var þannig að eftir að þörf á aukaverki hafði verið metingerði stefnandi tilboð í verkið á föstu verði. Tilboðið var síðan borið undirframkvæmdastjóra og verkfræðiráðgjafa stefnda sem ýmist féllust á eða höfnuðutilboðinu. Í þeim tilvikum kvittaði eftirlitsmaður stefnda gjarnan upp átilboðið fyrir hönd stefnda eftir að það hafði verið samþykkt afframkvæmdastjóra og verkfræðiráðgjafa stefnda. Stefndi telur algjörlegaóforsvaranlegt að stefnandi hafi einhliða ætlað sér að falla frá þessusamþykkisferli og hafi ráðist í fjölda aukaverka án nokkurs annars samþykkis enundirritunar eftirlitsmanns stefnda á umrædda lista, þrátt fyrir að orðalaggreinar 1.11 í útboðsgögnunum geri ráð fyrir aðkomu eftirlitsmannsins viðpöntun aukaverka. Þá mótmælir stefndi því sem framkemur í stefnu að afhending teikninga hafi haft áhrif til seinkunarverklokatíma og telur að sönnunarbyrði um slíkt hvíli á stefnanda. Þessu tilstuðnings sé til hliðsjónar bent á ákvæði greinar 21.3 í ÍST 30 þar sem framkemur að verktaki beri sönnunarbyrðina fyrir því að afhending búnaðar ogteikninga hafi leitt til tjóns fyrir hann. Stefnandi hafi að engu leytiútlistað hvaða teikningar hafi verið afhentar of seint og hvernig þær hafi haftáhrif á framgang verksins og eru fullyrðingar hans því ósannaðar. Þá bendirstefndi sérstaklega á að þar sem um hafi verið að ræða breytingar á skipinu,frekar en nýsmíði, hafi verið fullnægjandi að nota upprunalegar teikningar semvoru um borð í skipinu þar sem ekki þurfti samþykki Lloyd‘s fyrir breytingum.Þannig hafi einungis þurft takmarkað magn teikninga frá stefnda og alls ekkifyrir allri þeirri vinnu sem tengdist verkinu. Stefndi mótmælir fullyrðingumstefnanda um að afhending búnaðar hafi haft áhrif til þess að seinka verklokum,enda hafi í öllum tilfellum verið hægt að vinna í kringum þann búnað sem hafðiekki þegar verið afhentur. Þá byggir stefndi jafnframt á því að stefnandi berisönnunarbyrðina fyrir því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Þá bendirstefndi á til hliðsjónar að samkvæmt grein 24.3 í ÍST 30 skal verktakitafarlaust senda verkkaupa rökstudda tilkynningu telji hann sig eiga rétt tilframlengingar verktíma vegna seinnar afhendingar búnaðar. Stefnandi gerði hinsvegar engar athugasemdir við fyrirhugaðan afhendingartíma búnaðar á venjulegumverktíma og lýsti því ekki yfir að hann teldi sig eiga rétt til framlengingarfyrr en 28. maí 2010 eða þremur dögum fyrir umsamin verklok. Þá hafi stefnandiað engu leyti gert grein fyrir því hvaða búnaður hann telji að hafi veriðafhentur of seint. Stefndi bendir sérstaklega á að ágreiningur var á milliaðila um nauðsyn þess að undirstaða undir kranann yrði afhent.Varðandi fullyrðingar í stefnu umað tiltekinn búnaður hafi ekki enn borist þegar samningnum var rift, bendirstefndi á að nýr krani og ljósavél voru vísvitandi ekki afhent stefnanda þegarbúnaðurinn barst þar sem stefndi óttaðist að honum yrði haldið eftir áathafnasvæði stefnanda ef til riftunar samningsins kæmi. Þá mótmælir stefndi því semhaldið er fram í stefnu að dráttur á verkinu hafi að verulegu leyti orsakast afhinum leyndu göllum sem upp komu í skipinu. Þeir áttu einungis við umafmarkaðan þátt verksins og hefði stefnanda átt að vera auðvelt að haga verkinuþannig að ekki hlytist af seinkun. Þá byggir stefndi á því að þarsem verksamningnum hafi verið rift eigi stefnandi einungis rétt á greiðslufyrir verkið að því marki sem því var lokið þegar samningnum var rift.Meginregla við riftun sé að hvor aðili um sig eigi kröfu á endurheimtu greiðslusinnar. Riftun verksamninga geti eðli máls samkvæmt einungis tekið til þesshluta verksins sem ólokið er. Stefndi telur sig hafa greitt stefnda of háafjárhæð miðað við hve miklu af vinnu við verksamninginn var lokið þegar tilriftunar kom, og eigi því rétt á endurgreiðslu þess sem ofgreitt var. Kröfugerðstefnda byggist á upphaflegu heildarverði verksamningsins, að frádregnum þeimbreytingum sem gerðar voru á honum. Af skoðunum Frímanns og Guðmundar, aukathugasemda verkfræðiráðgjafa stefnanda, Bjarna, megi ráða að mikil vinna hafiverið eftir þegar stefndi fékk loks skipið afhent og einungis hafi verið búiðað ljúka um 65% verksins. Mismunurinn á 89,5% heildarverksins, 87.209.700krónum sem stefndi hafði greitt, og 65% heildarverksins, 63.248.580 krónum, sé23.836.480 krónum. Stefndi byggir á því að hann eigi rétt til mismunarins,23.836.480 króna úr hendi stefnanda. Kröfu sína um endurgreiðslu byggir stefndiá meginreglum verktakaréttar og undirstöðurökum greinar 25 í ÍST 30,sérstaklega undirmálsgreinum 25.7.4 og 25.7.5. Stefndi byggir á því að hann hafigreitt reikninga nr. R24810 og R25050 með fyrirvara um endanlegt samþykkiverkfræðiráðgjafa stefnda. Þeir reikningar hafa hins vegar enn ekki veriðsamþykktir og telur stefndi sig því eiga rétt til endurgreiðslu vegna þeirrasem nemur 3.483.842 krónum. Samanlagt eigi stefndi því inni 27.320.322 krónurúr hendi stefnanda sem komi til skuldajafnaðar hverjum þeim kröfum semstefnandi verði talinn eiga á hendur stefnda, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr.91/1991 um meðferð einkamála. Þá mótmæli stefndi þeim fjárkröfum sem stefnandihefur uppi með vísan til framangreindra sjónarmiða og ítrekar að fjárhæðreikninganna sé mótmælt í hverju tilviki, enda telur stefndi tímaskráningu ogefnisnotkun óeðlilega. Einnig mótmælir stefndi kröfum um dráttarvexti, endahafi reikningarnir ekki verið í slíkum búningi að hægt væri að ætlast til þessað stefndi samþykkti og greiddi þá athugasemdalaust, auk þess sem fyrir liggiað reikningar hafi í sumum tilvikum verið gefnir út án þess að umrædd vinnahefði þegar verið innt af hendi. Þá beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir því aðreikningarnir hafi borist til stefnda fyrir gjalddaga, en því sé mótmælt að svohafi verið, sérstaklega hvað varðar reikninga í kafla 5.2.6 í stefnu. Hvað varðar þá reikninga semtilgreindir eru í kafla 5.2.2 í stefnu þá séu þeir tilkomnir vegna leiðréttingaá magntölum og viðbótarverka sökum frávika frá verksamningi. Þeirri fullyrðingustefnanda að útboðsgögn hafi verið ófullnægjandi og forsendur hafi brostiðfyrir tilboðsverði stefnanda sé mótmælt. Stefndi byggir á því að það sémeginregla í verktakarétti að verktaka beri að tilkynna verkkaupa tafarlaust efhann verður var við villu eða mishermi í útboðsgögnum. Fyrrgreind meginreglakemur jafnframt fram í grein 14.4 í ÍST 30, sem stefndi telur að hafa megi tilhliðsjónar. Þær breytingar sem stefnandi krefst greiðslu á voru tilkynntarsnemma í verkferlinu og fólu m.a. í sér breytingar sem leiða hefðu átt tillækkunar samningsverðsins. Stefnandi tilkynnti hins vegar ekki um neinnaukakostnað vegna breytinga á verkinu.Stefndi byggir jafnframt á því aðbreytingar á magntölum hafi einnig, í nokkrum tilvikum, verið til lækkunar ákostnaði við verkið, t.d. við brúarsmíði, en í öllum tilvikum verði þó aðliggja fyrir samþykki stefnda áður en greiðsluskylda stefnda stofnast. Þá séeinnig deilt um það hvort hluti af útgefnum reikningum hafi verið vegna verkasem tilheyrðu upphaflegri útboðslýsingu. Stefndi telur að í einhverjum tilvikumsé ekki óeðlilegt að greiða fyrir aukið magn vegna breytinga á verklýsingu, enhefur hins vegar sett fyrirvara við greiðslu reikninga stefnanda af ýmsumástæðum. Í flestum tilvikum fengust ekki fullnægjandi svör frá stefnandavarðandi sundurliðun reikninga eða tiltekna kostnaðarliði á reikningum og varþeim reikningum hafnað að svo stöddu. Þau atriði sem krafist er greiðslu fyrirí þessum lið er fjallað um bæði í skýrslu Frímanns og Guðmundar en báðirskýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu, hvor í sínu lagi, að reikningsgerðstefnda vegna sumra þessara atriða sé óeðlileg, einkum og sér í lagi þar semumfang verksins hafi minnkað frekar en aukist við frávik frá útboðslýsingunniog þeir afslættir sem stefnandi hafi gefið vegna útfelldra verkhluta séu í raunmun lægri en hefði átt að vera. Þá bendir stefndi á að stefnandi berisönnunarbyrði fyrir því að stefndi beri greiðsluskyldu vegna fyrrgreindraatriða og hver fjárhæð hennar skuli vera. Um þetta sé ekki til að dreifa neinumsönnunargögnum öðrum en einhliða útgefnum reikningum. Þvert á móti liggi fyrirgögn í málinu sem bendi til þess að greiðsla vegna fyrrgreindra reikninga séóeðlileg og að frávik frá útboðslýsingu hefðu átt að leiða til lækkunarsamningsverðsins frekar en hækkunar. Hvað varðar reikning nr. R27462vegna viðbótar frárifsþyngda þá er því haldið fram í stefnu að í útboðsgögnumhafi verið áætlað að frárifsþyngd væri 35 tonn, en raunveruleg frárifsþyngdhafi hins vegar verið 65,5 tonn. Stefndi byggir hins vegar á því að samkvæmtútboðsgögnum hafi áætluð frárifsþyngd á hreinu stáli verið um 35 tonn, en innií þeirri tölu sé m.a. þyngd á stáli í brú, þili í lest, dekkhlutum, radarmastrio.fl. Þyngd á þeim búnaði sem fylgi þessu frárifi sé ekki gefinn upp, endaómögulegt að tilgreina slíkt. Í lið 2.00 í útboðsgögnunum var því hins vegarlýst að fjarlægja ætti allt af afturskipinu og talinn upp hluti þess búnaðarsem því tilheyrði auk þess sem teikning af upprunalega skipinu og margar myndirfylgdu. Því er þannig mótmælt að stefnandi hafi ekki haft nægilegar forsendurtil að reikna áætlaða heildarfrárifsþyngd og byggja tilboð sitt vegna þessaverkliðs á því. Hvað varðar reikning nr. R27488þá telur stefndi óumdeilt í málinu að undirbygging krana varð viðameiri enupphaflega var gert ráð fyrir. Heildarþyngdaraukning stáls var hins vegareingöngu um 1.000 kg og hefði reikningsgerð átt að taka mið af því. Stefndibyggir á því að kostnaður við lúgukarm sem lækkaði úr 1,5 m í 1,1 m hafi átt aðkoma á móti viðbótarkostnaði vegna kranans. Bendir hann sérstaklega á aðsamkvæmt skýrslu Frímanns var lækkun á stálþyngd vegna breytingarinnar álúgukarminum 3.300 kg, eða miklum mun meiri en aukningin vegna kranans og hefðuþessar breytingar því raunverulega átt að lækka samningsverðið. Hvað varðar reikning nr. R27519þá telur stefndi óumdeilt að stýrisvél hafi verið færð 250 mm aftar en gert varráð fyrir. Stefndi gerir hins vegar athugasemdir við fjárhæð reikningsins, endasé um einfalt verk að ræða og fái sú athugasemd stuðning í bæði skýrsluFrímanns og Guðmundar. Þá telur stefndi að í öllu falli jafnist umræddurreikningur út á móti öðrum breytingum á skipinu sem minnkuðu umfang verksins. Hvað varðar reikning nr. R27526vegna lengingar hælstykkis þá telur stefndi óumdeilt að við færslu stýrisvélaraftar um 250 mm hafi þurft að lengja hælstykkið. Stefndi gerir hins vegarathugasemdir við fjárhæð umrædds reiknings, enda sé um einfalt verk að ræða ogfá þær athugasemdir stuðning í skýrslu Frímanns. Þá telur stefndi að í öllufalli jafnist umræddur reikningur út á móti öðrum breytingum sem minnkuðuumfang verksins. Hvað varðar reikning nr. R27527vegna viðbótar vegna brúarsmíði þá bendir stefndi á að í upphafleguútboðslýsingunni sé gert ráð fyrir að brúin myndi standa að hluta til áandveltigeymi, auk þess sem hún stæði á tveimur kjöllurum sem ásamt brúnnisjálfri myndaði hólf utan um ankerisspilin. Þegar ákveðið var að hætta viðandveltigeyminn og í ljós kom að ankerisspilunum þyrfti að skipta út varákveðið að lækka brúna, en þó ekki það mikið að hún myndi standa á þilfarinu.Því sé mótmælt sem haldið er fram í fylgiskjali með umræddum reikningi aðhugmyndin hafi verið sú að láta brúna standa á bakkaþilfarinu. Ákveðið var aðhafa „falskt“ gólf í brúnni og kjallara undir til að auðvelda alla aðkomu kaplatil brúarinnar auk þess sem þar væri hægt að setja upp minni tæki. Upphaflegtfyrirkomulag hefði orðið flóknara bæði hvað varðar uppgöngu í stýrishúsið ogtengingu á milli áls og stáls. Stefnda sé því óskiljanleg reikningsgerðstefnanda vegna þessa liðar. Þessi fullyrðing stefnda fær stoð bæði í skýrsluFrímanns og Guðmundar. Þá sé því mótmælt sem fram kemur í fylgiskjali meðreikningnum að búið hafi verið að einangra og klæða kjallarann, en þeirri vinnuhafi ekki verið lokið þegar skipið kom til Akureyrar. Hvað varðar reikning nr. R27528vegna breytingar á uppgangi til brúar telur stefndi að reikningsgerð stefnandavegna þessa liðar sé óskiljanleg, enda hafi breytingar á uppgangi til brúarverið til þess fallnar að einfalda og minnka verkið en stiginn styttist úr 1,5m í 0,8 m. Þessi fullyrðing stefnda fái stoð bæði í skýrslu Frímanns ogGuðmundar. Hvað varðar reikning nr. R27533 vegnaviðbótaröndunarröra í fjóra botntanka þá telur stefndi að breytingar sem gerðarvoru í tengslum við sjókjölfestukerfi skipsins hafi leitt til þess að „sveraþurfti upp“ öndunarrörin. Stefndi gerir athugasemdir við fjárhæð reikningsinsenda sé um einfalt verk að ræða og fá þær athugasemdir stuðning í skýrsluFrímanns. Þá telur stefndi að í öllu falli jafnist umræddur reikningur út ámóti öðrum breytingum á skipinu sem minnkuðu umfang verksins.Hvað varðar reikning nr. R27530vegna viðbótar sandblásturs þá kom fram í útboðslýsingu að botn skipsins skyldisandblásinn upp að sjólínu og var gert ráð fyrir að heildarflatarmál þessflatar væri 470 fermetrar. Verkefnastjóri stefnanda og verkfræðiráðgjafistefnda urðu sammála um það þegar skipið var komið á þurrt að óþarft væri að faraút í svo viðamikla hreinsun á botninum og ákveðið að vatnsþvottur upp á 1.000bör ætti að vera fullnægjandi. Í stað sandblásturs á botninum skyldu þau svæðiofandekks sem litu hvað verst út sandblásin og máluð. Í tölvupóstiverkfræðiráðgjafa stefnda til verkefnastjóra stefnanda, dagsettum 17. desember2009, var tekið fram að gengið væri út frá því að sú fjárhæð tilboðsins semætluð hefði verið til sandblásturs á botninum nægði til að blása dekk ogdekkhús. Þegar undirverktaki stefnda hóf vinnu við sandblásturinnkom hins vegar í ljós að hann var alls ófær um að vinna verkið á þann hátt semviðunandi var fyrir stefnda. Var þá brugðið á það ráð að hætta viðsandblásturinn og skipið skyldi allt þvegið með 500 börum í staðinn. Þegar þvívar lokið kom í ljós að þvotturinn var ófullnægjandi. Óskaði stefndi þá eftirþví að skipið yrði þvegið með 1200 börum. Það hafi stefnandi ekki gert heldursandblés hann lestina og dekkið án nokkurs formlegs samþykkis af hálfu stefnda.Um sandblásturinn sé ekki til að dreifa neinu skriflegu samkomulagi eðasamþykki stefnda á því að hann færi fram eins og gerð er krafa um í 1. mgr. 6.gr. verksamnings aðila. Í ljósi þess að deilur voru milli aðila um gildireikninga og samþykkisferli fyrir aukaverkum, telur stefndi að stefnanda hafiborið sérstaklega rík skylda til að tryggja sér sönnun fyrir samþykki stefnda áumræddri vinnu. Tilvísanir stefnanda til samþykkis framkvæmdastjóra ogverkfræðiráðgjafa eru ósannaðar, en stefnandi vekur athygli á tölvupóstiverkfræðiráðgjafa stefnda, dagsettum 17. desember 2009, þar sem sérstaklega vartekið fram að ekki væri gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna sandblásturs. Hvað varðar reikning nr. R27531vegna undirbúningskostnaðar vegna viðbótarverka þá telur stefndi aðreikningsgerð stefnanda vegna þessa liðar sé óskiljanleg. Virðist stefnandivera að rukka fundarsetu stjórnenda félagsins á verkfundum í janúar-ágúst 2010.Verkfundarseta og nauðsynlegt skipulag vegna útboðsverksins var innifalið íútboðinu og verkfundarseta vegna aukaverka á föstu gjaldi hefði átt að verainnifalin í því fasta gjaldi. Það sé meginregla verktakaréttar að þegar boðiðsé í verk þá skuli slíkt boð innihalda alla þá vinnu sem nauðsynleg sé. Þátelur stefndi að fyrir verkfundarsetu vegna aukaverka, sem unnin hafi verið ítímavinnu, hafi átt að rukkast með viðkomandi aukaverki hverju sinni og geraráð fyrir slíkum kostnaði í álagningu. Í þessu sambandi er enn fremur bent á aðsamkvæmt 2. mgr. 6. gr. í verksamningi aðila skyldu reikningar vegnaviðbótarverka gefnir út fyrir vinnu sem átt hefði sér stað næstliðinn mánuð. Þáer sérstaklega vakin athygli á því að með tölvupósti 22. júlí 2010 staðfestiframkvæmdastjóri stefnanda við framkvæmdastjóra stefnda að allir síðustureikningarnir vegna umbeðinna reikningsverka hefðu verið skrifaðir út þann dag.Í kafla 5.2.3 í stefnu erstefnandi að krefjast greiðslu fyrir reikninga vegna verka sem stefndi óskaðieftir að stefnandi ynni á föstu gjaldi samkvæmt fyrirfram ákveðnu tilboði. Íþessu sambandi er bent á að stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir því að umræddverk hafi verið unnin, en gögn málsins bendi til þess að ágreiningur hafi veriðþar um. Varðandi reikning nr. R27470vegna sandblásturs bendir stefndi á að umrætt verk hafi aldrei verið samþykktaf stefnda eða gert um það skriflegt samkomulag. Um upphaflegt umfangsandblásturs samkvæmt útboðslýsingu og frávik frá þeirri framkvæmd vísarstefndi til fyrri umfjöllunar um það efni í athugasemdum við reikning nr.R27530 að framan. Tilvísanir stefnanda til samþykkis framkvæmdastjóra stefnda áreikningi sem var samstundis endursendur eru með öllu ófullnægjandi. Þá er þvíjafnframt mótmælt að einhliða lýsing stefnanda á málavöxtum sem lögð er frammeð umræddum reikningi geti haft nokkurt gildi. Jafnframt er því mótmælt aðgreinargerð Þorsteins Haukssonar hjá Flügger, dagsett 13. september 2010, getihaft nokkurt gildi í málinu sem sönnun á samþykki stefnda fyrir verkinu. Íljósi skýrrar kröfu verksamnings aðila um skriflegt samþykki fyrir hvers konaraukaverkum, þá telur stefndi að stefnandi beri alla sönnunarbyrði fyrir því aðstefndi hafi nokkurn tímann samþykkt að ráðist yrði í umrætt verk og að allursandblástur til viðbótar við það sem gert var ráð fyrir í útboðsgögnum hafiverið ósamþykktur. Varðandi reikninga nr. R27468(áður R26845) vegna flutnings ballestar úr stefni, nr. R27457 (áður 25864), nr.R27459 (áður R25865) og nr. R27461 (áður 25866), vegna síðukjala, lækkunarlestarþils og ristar fyrir bógskrúfu þá gerir stefndi ekki lengur athugasemdirvið þá.Varðandi reikninga sem tilgreindireru í kafla 5.2.4 í stefnu, þá bendir stefndi á að stefnandi ber sönnunarbyrðifyrir því að umrædd verk hafi fallið utan útboðsverksins, að samþykkt hafiverið að ráðist yrði í umrædd verk og að þau hafi verið unnin. Þá bendirstefndi á að reikningsgerð stefnanda vegna umræddra reikninga hefur sættítrekuðum athugasemdum af hálfu stefnda, m.a. vegna þess sem hann telur veraóeðlilegar tímaskráningar og óeðlilegur kostnaður við efniskaup. Til viðbótarvið þær athugasemdir sem lýst hefur verið að framan gerir stefndi sérstakarathugasemdir við hvern lið að neðan:Hvað varðar reikning nr. R27485(áður R25964) þá telur stefndi að tímaskráning vegna verkliða innan þessa verkssé mjög óeðlileg, en þar séu skráðir mjög margir tímar á einföld verk, verkstjórarséu ítrekað skráðir með marga tíma á hvert verk og að mikill hluti vinnunnar séunninn í yfirvinnu. Stefndi hafði þegar gert athugasemdir við þessa þættireikningsins og óskað undirliggjandi gagna, en þau gögn höfðu aldrei veriðafhent. Í öllu falli telur stefndi að hann eigi rétt til skuldajafnaðar vegnaofgreiðslu aðalverks og ofgreiðslu reikningsverka. Hvað varðar reikning nr. R27486(áður R26040), þá hafi stefndi áður gert verulegar athugasemdir við formumrædds reiknings, enda væri þar um að ræða mörg mismunandi verk sem tengdustekkert innbyrðis og hefðu ekki verið samþykkt með viðhlítandi hætti. Sérstaklegaer vakin athygli á því að meint samþykki fyrir verulegum fjölda umræddraverkliða er til komið eftir að stefndi hafði ítrekað samþykkisferlið viðstefnanda. Þá á hluti verkliða samkvæmt þessum reikningi skýrlega undirútboðsverkið eða önnur tilboð sem stefndi hafði samþykkt og greitt fyrir. Þávoru einnig gerðar athugasemdir við verkliði innan þessa reiknings íverkstöðuskýrslu Guðmundar. Stefndi telur að tímaskráningar séu óeðlilegarvegna sömu atriða og fjallað eru um að ofan varðandi reikning nr. R27485. Þá séefniskostnaður óeðlilega hár. Hvaðvarðar verk nr. 27243, 27182, 27285, 27286, 27300 og 27362 vegna atriða ervarða sandblástur er vísað til þess sem áður hefur verið sagt varðandireikninga nr. R27530 og R27470, en stefndi telur að sandblástur hafi falliðinnan útboðsverksins og ekki hafi verið samþykkt aukagreiðsla vegnasandblásturs ofan kjalar, sbr. tölvupóst verkfræðiráðgjafa stefnda tilverkefnisstjóra stefnanda, dagsettan 17. desember 2010. Hvað varðar verk nr. 26963 og 27188 varðandi grind og rist í hliðarskrúfu þá telur stefndi þessa verkliði til marks um slælega reikningsgerð stefnanda, enþegar hafði verið samið um vinnu þessa verks í tilboðsverki T2125. Þessirverkliðir eru þannig vegna verks sem þegar var búið að gera tilboð í, samþykkjaog greiða fyrir. Hvað varðar verk nr. 26930 varðandi tiltekt þá bendir stefndi á að tiltekt í skipinu hafi á öllum stundumverið ábótavant þegar skipið var á athafnasvæði stefnda, en ástand skipsinsþegar það kom til Akureyrar má sjá af myndum sem þá voru teknar. Þá mótmælirstefndi því að hægt sé að skilgreina þrif sérstaklega sem vegna aukaverka, engóð umgengni á verkstað falli undir útboðsverkið. Hvað varðar reikning nr. R27535telur stefndi að þessi reikningsgerð sé óskiljanleg og virðist sem hún sébeinlínis óheiðarleg. Stefndi mótmælir þeim fullyrðingum sem fram koma um hinmeintu efniskaup og að efni hafi verið um borð í skipinu sem ósönnum. Þannigvar um að ræða að stefnandi hafði ítrekað boðið stefnda að kaupa umrætt efni,en stefndi hafði hafnað því og óskað eftir því að efnið yrði fjarlægt úrskipinu áður en það væri flutt til Akureyrar. Verkstjórar stefnanda fluttuefnið úr skipinu og var það ekki um borð þegar það kom til Akureyrar. Stefndigerir alvarlegar athugasemdir við og telur vítavert af lögmanni stefnanda aðleggja fram óundirritað tilboð um efniskaup sem fylgiskjal með umræddumreikningi án nokkurra frekari skýringa þar að lútandi.Reikningur nr. R27476, sbr. kafla5.2.5 í stefnu, er gefinn út vegna lokagreiðslu á verksamningi aðila. Óumdeilter að verkinu var ekki lokið og á stefnandi því ekki rétt til meiri greiðslu envegna þess hluta verksins sem sannanlega var unninn. Eins og áður hefur veriðlýst hafði stefndi þegar greitt 89,5% af heildarfjárhæð verksins og telurstefndi að mun minni vinnu hafi verið lokið við útboðsverkið og því hafi hannátt rétt til endurgreiðslu vegna ofgreiðslu í því sambandi. Í öllu falli bendirstefndi á að hefði stefnandi ætlað að krefja um eftirstöðvar samningsverksinseftir riftun, hvort sem hún hefði verið talin lögmæt eða ólögmæt, hefði veriðeðlilegt að slík krafa væri sett fram sem krafa um efndabætur, en ekki í formireiknings, enda samningssambandi aðila lokið við riftunina. Stefndi mótmælirþví að hann beri nokkra greiðsluskyldu vegna umrædds reiknings. Reikningur nr. R27500 er vegnastöðugjalda fyrir tímabilið frá því að verkinu átti að vera lokið þar tilstefnandi heldur því fram að riftun hafi átt sér stað. Stefndi mótmælir því aðhann geti borið nokkra greiðsluskyldu gagnvart stefnanda á þessu tímabili, endaer þarna um það tímabil að ræða þar sem stefnandi er að vanefna verksamningaðila og er það eina ástæða þess að skipið er á athafnasvæði hans á þessumtíma. Þá bendir stefndi sérstaklega á að hann óskaði ítrekað eftir því viðstefnanda að skipið yrði tekið út úr húsi stefnanda á þessu tímabili.Útgefnir reikningar stefnanda íkafla 5.2.6 í stefnu eru vegna stöðu- og geymslugjalda fyrir skipið eftir afverksamningi aðila var rift. Stefndi mótmælir því að hann beri nokkra greiðsluskylduvegna þessara reikninga, enda hafi skipið ekki verið á athafnasvæði og þvísíður inni í húsi stefnanda, að ósk stefnda. Strax eftir riftun óskaði stefndieftir að fá skipið afhent og óskaði stefndi ítrekað eftir því að fá þriðjaaðila til að framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á skipinu þannig að hægt væri aðsjósetja það og krafðist innsetningar til að fylgja réttindum sínum eftir.Virðist stefnandi ætla sér að rukka umrædda fjárhæð á grundvelli reikninga einsog um samningssamband milli aðila hafi verið að ræða meðan aðilar stóðu ímálaferlum varðandi vörslur skipsins. Hefði stefnandi ætlað sér að krefjastefnda um bætur vegna aðstöðumissis á þeim tíma sem um ræðir hefði honum boriðað haga málatilbúnaði sínum eftir því og setja kröfu sína fram í þeim búningi.Stefnandi kaus hins vegar að byggja kröfu sína á fyrrgreindum reikningum, semstefndi telur algjörlega marklausa. Stefndi bendir á að stefnanda hafi boriðskylda til að takmarka tjón sitt og flytja skipið úr húsi. Varðandi fjárhæðumræddra reikninga, þá bendir stefndi á að hún virðist vera fjórföld sú fjárhæðsem kveðið er á um í verksamningi aðila. Þá hafi stefnandi áður lagt framproforma reikning vegna stöðugjalda frá 29. júlí til 29. ágúst þar sem verðiðvar helmingur þess sem krafist er í sambærilegum reikningum nú. Varakrafastefnda um lækkun dómkröfu byggist á öllum sömu sjónarmiðum og aðalkrafa. Um lagarök vísar stefndi, aukofangreindra lagaákvæða, til meginreglna kaupalaga og meginreglna samninga- ogkröfuréttar, sérstaklega um vanefndaúrræði og riftun. Krafan um málskostnaðstyðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Málsástæður oglagarök stefnanda, Þorgeirs & Ellerts hf., vegna stefnu sem birt var 16.september 2011. Mál 2.Stefnukrafa þessa máls er nú21.695.085 krónur en var upphaflega 26.616.533 krónur og sundurliðast í þrjárkröfur.Stefnandi byggir kröfur sínar áþví að hann eigi rétt á bótum úr hendi stefnda vegna alls þess tjóns semstefndi bakaði honum með ólögmætri og fyrirvaralausri riftun á verksamningiaðila frá 20. nóvember 2009 og samningum um vinnu við ýmis viðbótarverk ýmist áföstu gjaldi eða í tímavinnu. Stefnandi hefur strax frá móttökuriftunaryfirlýsingar mótmælt henni harðlega. Í því sambandi hefur stefnandibent á að ekkert tilefni hafi verið til riftunar auk þess sem engin aðvörun umriftun hafi verið send áður en til hennar kom. Í riftunaryfirlýsingu stefnda frá6. ágúst 2010 er riftunin rökstudd með því að stefnandi hafi vanefnt samningsinn við stefnda og er byggt á því að vafnefndirnar hafi falist í hægumframgangi verks og „vafasamri“ reikningsgerð eins og það er orðað íriftunaryfirlýsingu. Stefnandi mótmælir framangreindu og bendir á að þó svo aðá riftunardegi hafi verkið verið komið sjö vikur fram yfir upphaflega umsaminnverktíma, þá hafi það eingöngu verið vegna atriða er vörðuðu stefnda sjálfan,s.s. vegna óska hans um frestun á verki vegna áðurnefnds matsmáls við ÍsfélagVestmannaeyja hf., vegna þess að teikningar og búnaður skiluðu sér ekki frástefnda á réttum tíma, vegna gríðarlegs magns af viðbótarverkum sem stefndikrafðist þess að farið yrði í og vegna greiðsludráttar af hálfu stefnda áreikningum vegna viðbótarverka. Hvað málsástæðu stefnda um reikningsgerðstefnanda varðar, þá er henni mótmælt sem rangri og bent á að útgefnirreikningar stefnanda eru allir í samræmi við samning aðila, beiðnir stefnda umvinnu við viðbótarverk og raunverulega tímaskráningu og efnisnotkun stefnanda. Í fyrsta lagi er um að ræða kröfuum efndabætur vegna ólögmætrar riftunar að fjárhæð 10.380.370 krónur. Krafan ersamsett af 40% framlegð af því sem er óklárað af samningsverki sem er 4.333.727(4.333.727*0,4) = 1.733.491 krónu og 40% framlegðar af óloknum aukaverkum átímagjaldi sem eru 21.617.198 krónur (21.617.198*0,4) = 8.646.879 krónur. Krafa um efndabætur að fjárhæð2.354.472 krónur er vegna þess tjóns sem stefnandi varð fyrir í kjölfar hinnarólögmætu fyrirvaralausu riftunar stefnda á verksamningi aðila. Tjón stefnandafelst í því að hann gat ekki lokið við vinnu við aðalverkið en þegar stefndirifti verksamningnum var eftir vinna sem stefnandi telur að sé að virði4.333.727 krónur að meðtöldum efniskostnaði. Þar sem meðalframlegð stefnanda afverkinu (útseldri vinnu og sölu á efni) er 40%, þá er gerð krafa um efndabætursem jafngilda 40% af þeim verkliðum (efni og vinnu) sem eftir voru afaðalverkinu þegar samningi um það var rift, 4.333.727 krónum eða 1.733.491króna. Þá er á sama hátt gerð krafa um 40% framlegð af óloknum aukaverkum átímagjaldi, samtals að fjárhæð 21.617.198 krónur, eða samtals 8.646.879 krónur.Af hálfu stefnanda hefur verið fallið frá kröfu um efndabætur vegnaviðbótarverka á föstu verði að fjárhæð 861.744 krónur.Stefnandi byggir kröfu umefndabætur á því að þar sem stefndi rifti verksamningi aðila og samningum umviðbótarverk með fyrirvaralausum og ólögmætum hætti, þá beri honum að greiðastefnanda bætur sem geri stefnanda eins settan og ef hann hefði fengið fullarefndir samninganna, þ.e. fengið að ljúka vinnu við aðalverkið sem og umbeðinviðbótarverk á föstu gjaldi og á tímagjaldi. Stefnandi telur að orsakasambandsé á milli þessa tjóns sem krafa hans byggist á og vanefnda stefnda, þ.e.hinnar ólögmætu fyrirvaralausu riftunar. Jafnframt telur stefnandi að það tjónsem hann krefur stefnda um undir þessum lið, sé sennileg afleiðing vanefndarstefnda. Stefnandi telur að hann sjálfur eigi enga sök á tjóni sínu enda gerðihann ekkert sem heimilaði stefnda að rifta samning aðila fyrirvaralaust. Krafa vegna tjóns sem stefnandivarð fyrir í kjölfar hinnar ólögmætu riftunar stefnda á samningum umviðbótarverk á tímagjaldi byggist á því að hann hafi orðið fyrir tjóni þar semhann gat ekki lokið vinnu við verkin þar sem stefndi rifti samningnum. Taldistefnandi að þá hafi 29.159.504 krónur, að meðtöldum efniskostnaði, verið ólokiðen byggir nú á því að fjárhæðin hafi verið 21.617.198 krónur.Þegar stefndi rifti verksamningiaðila var eftir óunnin vinna við verkið sem stefnandi telur nú að sé að virði4.333.727 krónur að meðtöldum efniskostnaði. Stefnandi hefur lagt fram fjórakreditreikninga ásamt fylgiskjölum en í þeim eru bakfærðir þeir verkliðir semstefnandi telur að hafi verið eftir þegar samningi aðila var rift. Þar sem hinóunna vinna við aðalverkið, sem er grundvöllur efndabótakröfu stefnanda, hafiverið bakfærð með kreditreikningnum voru engar fjárkröfur gerðar vegna hennar ístefnu sem þingfest var 21. júní sl. Um er að ræða fjóra kreditreikninga. Sáfyrsti er nr. R27493, útgefinn 13. desember 2010, að fjárhæð 1.905.115 krónur,en á fylgiskjölum með honum kemur fram að undirverktaki stefnanda, Straumnesehf., hafi metið verkstöðu á þeim hluta verksins sem hann annaðist, þannig aðþað tæki 471 klukkustund að ljúka við vinnu við brú, brúarþak, vélarúm og kranaog að efniskostnaður vegna þessara verkliða væri 697.000 krónur. Á áðurnefndumkreditreikningi er miðað við tímagjaldið 2.565 krónur og er fjárhæðkreditreikningsins samtala hinnar óunnu vinnu og efniskostnaðarins (471 x 2.565+ 697.000 = kr. 1.905.115,-). Annar reikningurinn er nr. R27495, útgefinn 13.desember 2010, að fjárhæð 941.250 krónur en á fylgiskjölum með honum kemur framað undirverktaki stefnanda, Rúdólf B. Jósefsson slf., hafi metið verkstöðu áþeim hluta verksins sem hann annaðist, þannig að það tæki 250 klukkustundir aðljúka vinnu við brú og að efniskostnaður vegna þess verkliðar væri 300.000krónur. Á áðurnefndum kreditreikningi er miðað við tímagjaldið 2.565 krónur oger fjárhæð kreditreikningsins samtala hinnar óunnu vinnu og efniskostnaðarins(250 x 2.565 + 300.000 = 941.250 krónur). Sá þriðji er nr. R27497, útgefinn 13.desember 2010, að fjárhæð 2.352.395 krónur en á fylgiskjölum með honum kemurfram að stefnandi hafi metið verkstöðu á þeim hluta verksins sem hann annaðistsjálfur þannig að það tæki 583 klukkustundir að ljúka við óunnin verk í aðalverkisamkvæmt verksamningi og að efniskostnaður þessara verkliða væri 857.000krónur. Á áðurnefndum kreditreikningi er miðað við tímagjaldið 2.565 krónur oger fjárhæð kreditreikningsins samtala hinnar óunnu vinnu og efniskostnaðarins(583 x 2.565 + 857.000 = 2.352.395 krónur). Loks er sá fjórði nr. R27499,útgefinn 13. desember 2010, að fjárhæð 687.420 krónur en á fylgiskjölum meðhonum kemur fram að undirverktaki stefnanda, Daníelsslippur ehf., hafi metiðverkstöðu á þeim hluta verksins sem hann annaðist þannig að það tæki 268klukkustundir að ljúka við sandblástur og málun skipsins. Á áðurnefndumkreditreikningi er miðað við tímagjaldið 2.565 krónur og er fjárhæðkreditreikningsins því fjöldi áætlaðra tíma margfaldað með áðurnefndutímagjaldi (268 x 2.565 = 687.420 krónur). Í öðru lagi er um að ræða kröfustefnanda um bætur upphaflega að fjárhæð samtals 3.673.075 krónur, sem nú hefurverið lækkuð í 3.251.75 krónur, vegna galla í útboðslýsingu, breytinga semstefndi gerði á aðalverkinu og viðbótarverkum á verktíma og seinkunar sem varðá afhendingu teikninga og búnaðar. Krafan var lækkuð í framangreinda tölu eftirað stefnandi féll frá kröfu um bætur vegna klæðningarvinnu. Í stefnu var einniggerð krafa um greiðslu vegna tjóns vegna stöðvunar á vinnu en stefnandi hefurnú fallið frá þeirri kröfu. Krafan er samsett annars vegar af2.819.475 krónum vegna tjóns stefnanda af breytingum sem stefndi gerði á þeimverklið er lýtur að brúarsmíði auk seinkunar á afhendingu teikninga vegna þessog hins vegar af 431.800 krónum vegna tjóns stefnanda af breytingum sem stefndigerði á þeim verklið er lýtur að uppsetningu á skipskrana auk seinkunar áafhendingu teikninga og búnaðar vegna þess. Krafan byggist á því að vanefndirstefnda við afhendingu teikninga og búnaðar og sífelldar breytingar hans áumsömdu verki hafi valdið stefnanda verulegum aukakostnaði og beri stefnda aðbæta honum allt tjón vegna þess á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar umbótaábyrgð innan samninga. Stefnandi telur að orsakasamband sé á milli þesstjóns sem krafa hans byggist á og athafna stefnda, þ.e. þeirra breytinga semstefndi gerði á verkinu og þar með forsendum útboðsins, þ.e. útboðslýsingunni,sem og þeirrar seinkunar sem varð á afhendingu teikninga og búnaðar. Jafnframttelur stefnandi að það tjón sem hann krefur stefnda um undir þessum lið sésennileg afleiðing af athöfnum stefnda. Framangreindri bótakröfu til stuðningsbendir stefnandi á að hann hafi miðað tilboð sitt við það verk sem lýst er íútboðslýsingu og þær áætlanir sem þar komi fram. Að sama skapi miðaði stefnanditilboð sitt í viðbótarverk á föstu verði í klæðningar- og einangrunarvinnu viðákveðnar forsendur sem hann var upplýstur um af hálfu stefnda. Stefnandi telurvissulega að eðlilegt sé að ákveðin aðlögun eigi sér stað í umfangsmiklumverkefnum en þegar þær breytingar eru orðnar svo miklar að forsendur oggrundvöllur verks hafa breyst, eins og í þessu máli, þá er ljóst að stefnda berað greiða stefnanda bætur sem jafngilda þeim aukakostnaði sem breytingarnarhafi í för með sér. Stefnandibyggir á því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna breytinga sem stefndi gerði áverklið er varðar brúarsmíði og seinkun á afhendingu teikninga vegna þess.Þegar stefnandi hófst handa við verkið var engin nothæf teikning til og þ.a.l.hafði stefnandi ekki upplýsingar um það hver þörfin væri á efni í þennanverklið. Þegar fyrstu teikningar vegna þessa verkliðar bárust stefnanda voruþær stimplaðar: „ófullgerð teikning“ en þær teikningar sem áttu að veraendanlegar bárust ekki fyrr en 24. janúar 2010. Frá því að hinar „endanlegu“teikningar bárust stefnanda óskaði stefndi eftir því að breytingar yrðu gerðará brúarmastri en vinnuteikningar vegna þess bárust stefnanda 18. maí 2010.Teikningar vegna brúarpúlts, stigauppgangs, innréttinga, handriða og inngangsað brú bárust stefnanda aldrei. Þrátt fyrir framangreindan skort á teikningumog ósk stefnda um breytingar á brúarmastri, þá reyndi stefnandi að halda áframvinnunni. Í því sambandi er bent á að hann varð sjálfur að hanna brúargólfo.fl. á staðnum, þar sem ítrekaðar óskir hans um teikningar báru ekki árangur.Framangreindar breytingar og tafir á afhendingu teikninga höfðu veruleg áhrif áframgang og verklok á brúarsmíðinni og urðu til þess að seinkun varð á því aðundirverktakar stefnanda gætu hafist handa við sína þætti verksins. Stefnanditelur að tjón sitt af framangreindu sé varlega metið 2.819.475 krónur eða 4,5%af leiðréttri samningsupphæð en brúarsmíðin er hluti þess verks. Þábyggir stefnandi á því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna breytinga er varðauppsetningu á skipskrana og seinkunar á afhendingu teikninga og búnaðar vegnaþess. Þegar stefnandi hóf vinnu við aðalverkið hafði stefndi ekki enn pantaðkranann. Þegar stefndi pantaði loks kranann þá valdi hann mun öflugri krana engert hafði verið ráð fyrir í útboðslýsingu. Kraninn sjálfur barst aldrei ástarfsstöð stefnanda en kranaundirstaðan kom 23. júní 2010 eða löngu eftirupprunalega áætluð verklok. Stefnandi óskaði ítrekað eftir teikningum afundirstöðunni frá stefnda og bárust honum margar ófullgerðar útfærslur afteikningum en samþykkt teikning með athugasemdum barst frá flokkunarfélaginuLloyd´s Register 21. apríl 2010 en á henni var frágangur styrkinga við botnstokkamjög óljós og var stefnandi því nauðbeygður til þess að fela starfsmönnum sínumað hanna sjálfir þessar styrkingar. Framangreindar breytingar stefnda áverkinu, vanefndir við afhendingu búnaðar og seinkun á afhendingu teikningaollu miklu tjóni og óhagræði fyrir stefnanda, ekki síst vegna þess að hann varðsjálfur að ráðast í hönnunarvinnu sem ekki var gert ráð fyrir í útboðsgögnum.Stefnandi telur að tjón sitt af framangreindu sé varlega metið 431.800 krónureða 10% af leiðréttri samningsupphæð vegna verksins. Íþriðja lagi er um að ræða bótakröfu stefnanda vegna aukinnar vinnu semframkvæmdastjóri, bókari, tæknifræðingur og verkstjórar stefnanda þurftu aðinna af hendi vegna riftunar, samtals að fjárhæð 8.063.440 krónur. Hér er áttvið vinnu framangreindra aðila í framhaldi af riftun stefnda, þ.e. vinnu við aðmótmæla riftuninni, vinnu í tengslum við ágreining um afhendingu skipsins semog undirbúning og gagnaöflun í framhaldinu, þ.m.t. í innsetningarmáli fyrirhéraðsdómi og Hæstarétti, ágreiningsmáli um aðför fyrir héraðsdómi og fyrirsýslumanni þegar stefnandi varðist innsetningarbeiðni stefnda. Krafan er fjórþætt og byggist ífyrsta lagi á því að verkstjórar stefnanda þurftu að inna af hendi 200klukkustunda vinnu í tengslum við framangreint og þar sem tími verkstjóra hjástefnanda er seldur út á 4.853 krónur er gerð krafa um 970.600 krónur. Í öðrulagi byggist krafan á því að tæknifræðingur stefnanda hafi þurft að inna afhendi 300 klukkustunda vinnu og þar sem tími tæknifræðings er seldur út á 8.225krónur er gerð krafa um 2.467.500 krónur. Í þriðja lagi byggist krafan á því aðbókari félagsins hafi þurft að inna af hendi 300 klukkustunda vinnu og þar sembókarinn selji tíma sinn út á 8.225 krónur er gerð krafa um 2.467.500 krónur. Ífjórða lagi byggist krafan á því að framkvæmdastjóri stefnanda hafi eytt semnemur eins og hálfs mánaðar vinnu í framangreint og þar sem verktakalaun hanseru 1.438.560 krónur á mánuði sé gerð krafa um 2.157.840 krónur. Bótakrafan erá því byggð að hin ólögmæta fyrirvaralausa riftun stefnda hafi leitt til aukinskostnaðar fyrir stefnanda og stefnda beri að bæta stefnanda allt tjón vegnaþess á grundvelli almennra reglna skaðabóta- og verktakaréttar. Þessi auknikostnaður stefnanda felist í því að hann hafi þurft að kaupa aukna vinnu afbókara sínum, auk þess sem starfsmenn hans hafi þurft að verja miklum tíma í aðgæta hagsmuna félagsins.Um lagarök vísar stefnandi tilbótareglna verktakaréttar, almennu skaðabótareglunnar og reglna um bótaábyrgðinnan samninga. Sérstaklega er vísað í reglur verktakaréttar um stofnunviðbótarkrafna verktaka vegna aukins umfangs verks og umbeðinna viðbótarverka.Þá er vísað til reglna samninga- og kröfuréttar um skuldbindingargildi samningaog reglna um ólögmæta riftun. Þess er krafist að kröfurstefnanda beri vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá þeim degi er stefndi rifti verksamningi aðila og samningum umviðbótarverk, þ.e. 6. ágúst 2010. Enn fremur er krafist dráttarvaxta samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 að liðnum mánuði frá þingfestingardegi málsþessa, 18. nóvember 2011, en þá verður liðinn mánuður frá því að stefnandilagði sannanlega fyrir stefnda þær upplýsingar sem þörf var á til að metatjónsatvik og fjárhæð bóta, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Kröfu um málskostnaðstyður stefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki ergerð krafa um virðisaukaskatt á málskostnað, sbr. lög nr. 50/1988, þar semstefnandi er virðisaukaskattsskyldur. Varnarþing í umdæmi Héraðsdóms Vesturlandsstyðst við 1. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 12. gr.verksamnings aðila. Málsástæður oglagarök stefnda, Þörungaverksmiðjunnar hf., vegna stefnu sem birt var 16.september 2011. Mál 2.Stefndi byggir kröfu sína umsýknu aðallega á því að riftun verksamningsins og aukaverka tengdra honum hafiverið lögmæt vegna verulegra vanefnda stefnanda. Stefnandi eigi því engan rétttil bóta vegna riftunarinnar. Byggir stefndi aðallega á ákvæðum laga nr.50/2000 um lausafjárkaup, auk meginreglna kaupa- og verktakaréttar og tilhliðsjónar á ákvæðum ÍST 30 eins og nánar er rakið vegna stefnu sem birt var14. júní 2011. Þá byggir stefndi á því að bótakröfur stefnanda séu með ölluósannaðar, bæði hvað varðar bótagrundvöll og tilvist og umfang hins meintatjóns. Háttsemi stefnda sem krafist sé bóta vegna hafi í engu verið saknæm eðaólögmæt og beri hann því enga bótaskyldu. Loks byggir stefndi á því að í öllufalli eigi hann kröfur á hendur stefnanda til skuldajafnaðar hverjum þeimkröfum sem stefndi gæti verið talinn eiga á hendur honum vegna ofgreiðslu tilstefnanda. Einsog hvað varðar stefnu sem birt var 14. júní 2011 byggir stefndi á sömumálsástæðum og áður hafa verið raktar vegna þeirrar stefnu, að stefnandi hafivanefnt aðalskyldu sína um að skila verkinu á tíma í réttum ástandi, enreikningsgerð stefnda hafi ekki verið forsvaranleg. Framkvæmd riftunarinnarhafi verið forsvaranleg, dráttur á verklokum hafi ekki verið vegna atriða ervörðuðu stefnda. Hvað það varðar vísaði stefndi til þess að stefnandi hafi ekkióskað eftir viðbótarfresti vegna aukaverka, meint aukaverk höfðu ekki veriðsamþykkt réttilega, afhending teikninga hafði ekki áhrif á verklokatíma,afhending búnaðar hafði ekki áhrif á verklokatíma og leyndir gallar höfðu ekkiáhrif á verklokatíma.Burtséð frá niðurstöðu dóms umlögmæti riftunar gerir stefndi athugasemdir við einstaka liði fjárkrafnastefnanda sem sundurliðaðir eru í stefnu. Í öllum tilvikum eru fjárhæðir ogverktímar einhliða áætlaðir af stefnanda eða undirverktökum hans og er þvímótmælt að þær tölur geti haft nokkurt sönnunargildi í málinu. Þá séubótakröfur stefnanda með öllu ósannaðar, bæði hvað varðar bótagrundvöll,tilvist og umfang tjóns. Þannig skortir í öllum tilvikum á að sýnt sé fram á aðhin meinta háttsemi stefnda hafi verið ólögmæt eða saknæm, en hvort tveggja eruskilyrði skaðabóta. Þá sé ekki í neinu tilfelli leitast við að sýna fram á eðaeinangra raunverulegt tjón stefnanda vegna meintrar bótaskyldrar háttsemistefnda, heldur einungis stuðst við „áætlaða meðalframlegð“ eða „varlegaáætlaðar“ tölur. Stefndi byggir á því að skaðabótakrafa geti ekki grundvallastá slíkum forsendum, enda sé það meginregla að tjónþoli verði að sanna tilvistog umfang tjóns síns. Stefnanda hafi jafnframt, í öllum tilvikum, borið aðtilkynna stefnda um að hann teldi meinta háttsemi hans skaðabótaskylda og aðhún væri til þess fallin að valda honum tjóni. Engri slíkri tilkynningu varhins vegar beint að stefnda og er það fyrst rúmum tveimur árum eftir aðverksamningi aðila var rift að bótakrafa stefnanda kemur fram. Stefndi telurþví hverjar slíkar skaðabótakröfur fallnar niður vegna tómlætis hefðu þærnokkurn tímann verið til staðar. Þá bendir stefndi einnig á að í öllu fallihefði stefnanda í öllum tilvikum borið skylda til að takmarka hið meinta tjónsitt.Til viðbótar við þau almennusjónarmið varðandi kröfur stefnanda sem lýst hefur verið að ofan m.t.t.lögmætis riftunarinnar og almennra annmarka á bótakröfum gerir stefndijafnframt eftirfarandi athugasemdir við einstaka liði kröfugerðar stefnanda:Hvað varðar kröfu um efndabæturað fjárhæð 10.380.370 krónur vegna óunninnar vinnu við aðal- og viðbótarverk þákrefst stefnandi þess að fá greidd 40% af henni, samtals að fjárhæð 4.333.727krónur. Byggir hann á því að um hafi verið að ræða verk sem búið var að áætlaað yrðu unnin en voru aldrei unnin. Stefndi mótmælir umræddri kröfu og telurhana með öllu ósannaða, bæði hvað varðar bótagrundvöll og tilvist og umfangtjóns. Í þessu sambandi ítrekar stefndi að bótakrefjandi beri sönnunarbyrðifyrir því að skilyrði skaðabóta séu uppfyllt, auk þess að sanna þarf fjárhæðtjóns. Stefnandi reynir ekki með nokkru móti að sanna að umræddir liðir hafivaldið honum tjóni á nokkurn hátt. Ekki er að finna neinar röksemdir eða gögnsem styðja útreikning þessarar meðalframlegðar og er í besta falli um að ræðaáætlun. Þessum útreikningum stefnanda hvað varðar meðalframlegð er mótmælt semósönnuðum, auk þess sem 40% álag ofan á kostnað og efni sé verulega hærra enalmennt tíðkist í verktakaviðskiptum. Þá er ekki sýnt fram á að sú ákvörðunstefnda að láta ekki vinna umrædd verk hafi verið saknæm og ólögmæt eða tilþess fallin að valda stefnanda tjóni. Hvað varðar efndabætur vegnaóunninnar vinnu við viðbótarverk á tímagjaldi, lið 4.2.1.3 í stefnu, þámótmælir stefndi þeim kröfulið þar sem aldrei hafi verið til staðar bindandisamningur milli aðila um vinnu umræddra viðbótarverka sem geti veriðgrundvöllur efndabóta. Í þessu sambandi vísar stefndi til fyrri umfjöllunar umsamþykkisferli aukaverka og ágreining þar að lútandi. Efndabótakrafa stefnandavegna þessa kröfuliðar byggist alfarið á undirritun eftirlitsmanns stefnda álista, en þar er ekki að finna neinar upplýsingar um fyrirhugaðan tímafjölda,efniskostnað eða annað sem veitt gæti nokkra vísbendingu um umfang verkanna.Stefndi telur að undirritun eftirlitsmanns stefnda ein og sér, án samþykkisframkvæmdastjóra eða verkfræðiráðgjafa, sé ekki skuldbindandi fyrir stefnda semendanlegt samþykki á aukaverkunum. Þá bendir stefndi sérstaklega áað stefnanda mátti vera ljóst, a.m.k. eftir samskipti þeirra 7. júní 2010, aðstefndi taldi undirritanir eftirlitsmannsins á listana ekki skuldbindandi.Stefnandi virðist ætla sér að rukka enn frekari vinnu vegna þeirraviðbótarverka sem þegar var búið að greiða fyrir, og sem í fjölda tilvika vorugerðar athugasemdir við. Stefndi mótmælir kröfu stefnandaum bætur vegna galla í útboðslýsingu að fjárhæð 3.673.075 krónur og telur aðbótagrundvöllur sé ekki til staðar auk þess sem fjárhæð skaðabóta sé ósönnuð.Þannig sé ekki leitast við að sanna á nokkurn hátt að hin meinta bótaskyldaháttsemi stefnda hafi verið saknæm og ólögmæt. Þá er því haldið fram aðstefnandi hafi orðið fyrir verulegum aukakostnaði vegna þessara liða, án þessað í nokkru sé leitast við að gera grein fyrir slíkum kostnaði. Allt tjónstefnanda vegna þessa kröfuliðar er sagt „varlega áætlað“. Þar sem stefnandihefur ekki gert tilraun til þess að sanna tjón sitt, verður þegar af þeirriástæðu að sýkna stefnda. Þá bendir stefndi einnig á að í öllu falli hefðistefnanda í öllum tilvikum borið skylda til að takmarka hið meinta tjón. Til viðbótar við framangreindsjónarmið gerir stefndi eftirfarandi athugasemdir við einstaka kröfuliði vegnaskaðabóta sem hér segir: Hvað varðar kröfu um bætur vegnabreytinga á brúarsmíði og seinkun teikningar, sbr. lið 4.2.2.1 í stefnu, bendirstefndi á að samkvæmt meginreglum verktakaréttar er verkkaupa heimilt aðkrefjast breytinga á umfangi verks innan eðlilegra marka, sbr. einnig tilhliðsjónar grein 16.1 í ÍST 30. Telji verktaki sig verða fyrir sérstökumkostnaði vegna slíkrar breytingar verður hann að gera kröfu um aukalegagreiðslu áður en hann byrjar vinnu við breytingarnar, sbr. grein 16.2 í ÍST 30.Stefnandi hafi hins vegar ekki krafist neinnar slíkrar greiðslu heldur hafisthanda við vinnu samkvæmt breytingunum án athugasemda. Mátti stefndi því geraráð fyrir að ekki yrði um sérstakan kostnað að ræða enda voru þær breytingarsem urðu á brúarsmíði til þess fallnar að einfalda og flýta fyrir verkinu ogdraga úr kostnaði, en sú fullyrðing stefnda fær stoð í bæði skýrslu Frímanns ogGuðmundar. Þannig telur stefndi fráleitt að stefnandi hafi orðið fyrir sérstökutjóni vegna breytinganna, enda uppfyllir umræddur kröfuliður ekki þau skilyrðisem þurfa að vera uppfyllt svo að hægt sé að krefjast aukagreiðslna vegnaviðbótarverka í verksamningum. Varðandi þá fullyrðingu stefnanda að teikningarvegna brúarinnar hafi verið afhentar of seint er vakin athygli á því aðsamkvæmt útboðsgögnum átti gerð teikninga að vera á ábyrgð verktaka. Það varaðeins eftir að skrifað var undir verksamning aðila að ákveðið var að stefndiskyldi sjá um gerð teikninga, eins og lýst hefur verið að ofan. Liggur þvífyrir að stefnandi hefði alltaf þurft að gera ráð fyrir þeim tíma sem færi ígerð teikninga þegar hann setti fram upphaflegt tilboð sitt í verkið. Þá mótmælir stefndi því jafnframtað afhending teikninga vegna brúarinnar hafi verið sein, en stefnanda var sendósamþykkt teikning af nýja stýrishúsinu strax 24. nóvember 2009 og hafðistefndi samþykki Lloyd‘s fyrir því að panta efni og hefja vinnu þó svo aðteikningin hefði ekki verið samþykkt, eins og er venja í skipasmíðum.Teikningin var samþykkt af Lloyd‘s með litlum breytingum 13. janúar 2010 ogstefnandi látinn vita af því, en hann fékk síðan senda stimplaða teikninguna29. janúar 2010. Þrátt fyrir að hafa haft undir höndum fyrrgreinda teikninguhófst stefnandi hins vegar ekki handa við smíði stýrishússins fyrr en ummánaðamótin febrúar/mars 2010. Verður því ekki séð hvernig afhending fyrrgreindrateikninga hafi valdið stefnanda sérstöku tjóni. Þá er því hafnað að þörf hafiverið á þeim síðari teikningum sem stefndi vísar til í stefnu enda hefði máttnotast við eldri teikningar þar sem samþykki Lloyd‘s fyrir breytingum á þessumþáttum var ekki nauðsynlegt eða slíkar teikningar unnar á staðnum, eins ogvenja er varðandi teikningar á búnaði í brúm skipa, enda geti það verið aðbreytast fram undir verklok hvernig uppsetning búnaðarins verði.Með vísan til ofangreinds er þvímótmælt að breytingar á stýrishúsi og afhending teikninga þar að lútandi hafigetað leitt til bótaskyldu fyrir stefnda, en stefnandi ber sönnunarbyrðinafyrir bæði bótagrundvelli og því tjóni sem hann varð fyrir. Þá skal jafnframttekið fram að stefnandi hefur höfðað mál til innheimtu reikninga vegnabreytinga á brúarsmíðinni og er því fráleitt að ætla að hann hafi jafnframtorðið fyrir skaðabótaskyldu tjóni af þeim sökum. Hvað varðar kröfu um bætur vegnabreytinga á uppsetningu skipskrana, búnaðar og teikninga þá mótmælir stefndiþví að breytingarnar geti stofnað til bótaskyldu fyrir hann, en krafan sé ofseint fram komin, bótagrundvöllur órökstuddur og meint tjón stefnanda með ölluóljóst.Varðandi heimildir til breytingará verki vísast til fyrri umfjöllunar og þess að stefnandi krafðist ekkisérstakrar greiðslu vegna breytinganna. Þannig mátti stefndi gera ráð fyrir þvíað ekki yrði krafist sérstakrar greiðslu vegna breytinga sem tengdustþilfarskrananum. Þá hefur stefndi í engu sýnt fram á hið meinta tjón sem hannhafi orðið fyrir af breytingunumVarðandi upphaflegt fyrirkomulagvinnu við teikningar vísast jafnframt til umfjöllunar að framan og hefðistefnandi því alltaf þurft að áætla tíma til vinnu við teikningar. Stækkunkranans var ekki hluti af upphaflegum útboðsgögnum og því ekki hægt að búastvið því að teikningar vegna stækkunarinnar væru afhentar þegar í stað.Stefnandi samþykkti hins vegar að umræddar breytingar yrðu á verkinu og hefurkrafist greiðslu vegna þeirra í öðru dómsmáli. Verður því ekki séð hvernig stefnandihyggst einnig krefjast skaðabóta þegar ljóst var að samþykki hans fyrirumræddum breytingum lá fyrir. Þá var krananum vísvitandi haldið í tollgeymslueftir að hann kom til landsins þar sem stefndi vildi forðast að honum yrðihaldið eftir á athafnasvæði stefnda ef til riftunar verksamnings kæmi. Þá mótmælir stefndi kröfu umbætur vegna aukinnar vinnu starfsmanna stefnanda að fjárhæð 8.063.440 krónur.Þannig virðist krafan byggjast á því að starfsmenn stefnanda selji vinnu sínaút sem verktakar til hans. Stefndi eigi þannig að bera ábyrgð á þeirri vinnusem starfsmenn stefnanda eiga að hafa innt af hendi innanhúss vegna lögskiptaaðila. Sá kostnaður innan fyrirtækis sem fer í samskipti starfsmanna þess viðaðra lögaðila eða einstaklinga og hugsanleg málaferli í kjölfar þeirra ereðlilegur rekstrarkostnaður innan fyrirtækis, sem á sér stað á vinnutímastarfsmanna. Stefndi mótmælir kröfunni og bendir á að í dómaframkvæmd hafi ekkieinu sinni verið litið svo á að hægt væri að krefjast málskostnaðar vegna vinnulögmanns innanhúss í tengslum við málaferli, hvað þá annarra starfsmanna.Í stefnu er því lýst að umræddvinna eigi að hafa farið fram í tengslum við m.a. innsetningarmál sem rekið varí milli aðila fyrir héraðsdómi og Hæstarétti og síðan fullnustu innsetningargerðarinnarfyrir sýslumanninum á Akranesi og frekari málaferlum fyrir héraðsdómi. Í þessusambandi bendir stefndi á að dómur í fyrrgreindu innsetningarmáli féll honum ívil og því sé erfitt að sjá hvernig stefndi á að geta borið nokkra ábyrgð á kostnaðistefnanda vegna þess. Var stefnda raunar dæmdur málskostnaður vegna þess málsog stefnanda því gert að greiða kostnað hans. Þá var málaferlum aðila varðandifullnustu innsetningarinnar lokið með því að málið var fellt niður samkvæmtsamkomulagi aðila. Þá gerir stefndi jafnframt athugasemdir við þær meintutímaskráningar sem stefnandi hefur lagt fram og telur þær ekkert sönnunargildigeta haft í málinu og séu ekki studdar neinum gögnum úr bókhalds- eðatímaskráningarkerfi stefnanda. Þá virðist raunar sem flestir hinna meintu tímaséu skráðir á tímabilinu mars til ágúst 2011, en á því tímabili áttu sér enginsamskipti stað á milli stefnda og stefnanda. Þá byggir stefndi á því að verðikomist að þeirri niðurstöðu að stefnandi eigi að einhverju leyti kröfur áhendur stefnda þá eigi hann gagnkröfu til skuldajafnaðar sem er hærri enstefnukrafa stefnanda.Stefndi byggir á því að þar semverksamningnum hafi verið rift eigi stefnandi einungis rétt á greiðslu fyrirverkið að því marki sem því var lokið þegar samningnum var rift. Meginregla viðriftun er að hvor aðili um sig á kröfu á endurheimtu greiðslu sinnar. Stefnditelur sig hafa greitt stefnanda of háa fjárhæð miðað við hve miklu af vinnu viðverksamninginn var lokið þegar til riftunar kom, og eigi því rétt áendurgreiðslu þess sem ofgreitt var. Kröfugerð stefnda byggist á hinuupphaflega heildarverði verksamningsins, að frádregnum þeim breytingum semgerðar voru á honum. Þannig hafði stefndi greitt 87.209.700krónur af samningsverkinu, eða 89,5% þegar tekið er tillit til niðurfellingannasem áður var lýst.Af skoðunum Frímanns og Guðmundarauk athugasemda verkfræðiráðgjafa stefnda, Bjarna, megi hins vegar ráða aðmikil vinna hafi verið eftir þegar stefndi fékk loks skipið afhent og einungishafi verið búið að ljúka um 65% verksins. Mismunurinn á 89,5% heildarverksins,87.209.700 krónum, og 65% heildarverksins, 63.248.580 krónum er 23.836.480krónur. Stefndi byggir á því að hann eigi rétt til mismunarins, 23.836.480krónum úr hendi stefnanda, enda eigi stefnandi ekki rétt til greiðslu umfram þávinnu sem hafi sannanlega verið innt af hendi. Kröfu sína um endurgreiðslubyggir stefndi á meginreglum verktakaréttar og undirstöðurökum greinar 25 í ÍST30, sérstaklega undirmálsgreinum 25.7.4 og 25.7.5.Þá hafði stefndi greitt reikninganr. R24810 og R25050 með fyrirvara um endanlegt samþykki verkfræðiráðgjafastefnda. Þeir reikningar hafa hins vegar enn ekki verið samþykktir og telurstefndi sig því eiga rétt til endurgreiðslu vegna þeirra sem nemur 3.483.842 krónum.Samanlagt eigi stefndi því inni 27.320.322 krónur hjá stefnanda sem komi tilskuldajafnaðar hverjum þeim kröfum sem stefnandi verði talinn eiga á hendurstefnda, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varakrafa stefnda um lækkun dómkröfubyggist á öllum sömu sjónarmiðum og aðalkrafa. Um lagarök vísar stefndi til 22.,25., 27., 30., 34. og 40. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, aukmeginreglna fyrrgreindra laga um lausafjárkaup, meginreglna verktakaréttar, þ.á m. undirstöðuraka staðalsins ÍST 30:2003, og meginreglna samninga- ogkröfuréttar, sérstaklega um vanefndaúrræði og riftun. Þá er vísað tilmeginreglna kröfuréttar um skaðabætur innan samninga. Um heimild tilskuldajafnaðar vísast til 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991.Málsástæður oglagarök gagnstefnanda, Þörungaverksmiðjunnar hf., vegna gagnstefnu sem birt var27. október 2011. Mál 3. Kröfur gagnstefnanda í máli þessubyggjast á því að háttsemi gagnstefnda við framkvæmd verksamnings aðila hafiverið með öllu óforsvaranleg og riftun gagnstefnanda á verksamningnum hafiverið lögmæt vegna verulegra vanefnda gagnstefnda. Framgangur verksins hafiverið í engu samræmi við ákvæði verksamnings aðila, þá sérstaklega hvað varðarframkvæmd verksins, tímasetningu verkloka og fyrirkomulag aukaverka.Gagnstefnandi byggir einnig á því að hann eigi rétt til endurgreiðslu þeirrarfjárhæðar sem ofgreidd hafði verið vegna aðalverksins. Greiðslur vegna aðalverksinsnámu 89,5% af heildarverkinu, en gagnstefnandi telur ljóst að mun minni hlutaþeirrar vinnu hafi verið lokið við riftun verksamningsins. Jafnframt byggirhann á því að hann eigi rétt til skaðabóta úr hendi gagnstefnda vegna tjóns semhann varð sannanlega fyrir þegar honum var nauðsynlegt að leita til annarsaðila um að ljúka verkinu, með tilheyrandi kostnaði. Þá byggir gagnstefnandi áþví að hann eigi rétt til skaðabóta vegna þess kostnaðar sem honum varðnauðsynlegt að leggja út í þar sem gagnstefndi meinaði honum um að njótalögformlegra réttinda sinna til varslna á skipinu. Eins og hvað varðar þau mál erbyggjast á stefnum birtum 14. júní og 16. september 2011 byggir gagnstefnandiaðallega á ákvæðum laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup (kpl.) auk meginreglnakaupa- og verktakaréttar og til hliðsjónar á ákvæðum ÍST 30 staðalsins eins ognánar er rakið hvað varðar málsástæður vegna stefnu sem birt var 14. júní 2011.Þá byggir gagnstefnandi á því að bótakröfur gangstefnda séu með öllu ósannaðar,bæði hvað varðar bótagrundvöll og tilvist og umfangs hins meinta tjóns.Háttsemi gagnstefnanda sem krafist sé bóta vegna hafi í engu verið saknæm eðaólögmæt og beri hann því enga bótaskyldu. Loks byggir gagnstefnandi á því að íöllu falli eigi hann kröfur á hendur gagnstefnda til skuldajafnaðar hverjumþeim kröfum sem gagnstefndi gæti verið talinn eiga á hendur honum vegnaofgreiðslu til gagnstefnda. Þá byggir hann einnig á sömu málsástæðum og áðurhafa verið raktar vegna þeirrar stefnu, að gagnstefndi hafi vanefnt aðalskyldusína um að skila verkinu á réttum tíma í réttu ástandi, reikningsgerðgagnstefnda hafi ekki verið forsvaranleg, framkvæmd riftunarinnar hafi veriðforsvaranleg, dráttur á verklokum hafi ekki verið vegna atriða er vörðuðugagnstefnanda. Hvað það varðar vísar gagnstefnandi til þess að gagnstefndi hafiekki óskað eftir viðbótarfresti vegna aukaverka, meint aukaverk höfðu ekkiverið samþykkt réttilega, afhending teikninga hafði ekki áhrif á verklokatíma,afhending búnaðar hafði ekki áhrif á verklokatímann og leyndir gallar höfðuekki áhrif á verklokatíma.Varðandi kröfu sína umendurgreiðslu vegna ofgreiðslu byggir gagnstefnandi á sömu málsástæðum eins ogþeim er lýst í kröfu um viðurkenningu á riftun, eftir því sem við á. Þá byggirgagnstefnandi á því að þar sem verksamningnum hafi verið rift eigi gagnstefndieinungis rétt á greiðslu fyrir verkið að því marki sem því var lokið þegarsamningnum var rift. Meginregla við riftun er að hvor aðili um sig á kröfu áendurheimtu greiðslu sinnar. Riftun verksamnings geti eðli máls samkvæmteinungis tekið til þess hluta verksins sem ólokið er. Gagnstefnandi byggireinnig á því að þær upphæðir sem gagnstefndi rukkaði fyrir vinnu viðundirbúning við að gera skipið sjóklárt hafi verið langt umfram það sem eðlilegtgeti talist og þær séu raunar þess eðlis að gagnstefnandi hefði aldrei átt aðbera þann kostnað. Gagnstefnandi gerir eftirfarandi kröfur um endurgreiðsluvegna ofgreiðslna til stefnda: Gagnstefnandi krefstendurgreiðslu vegna ofgreiðslu fyrir tilboðsverk. Telur hann sig hafa greittgagnstefnda of háa fjárhæð miðað við hve miklu af vinnu við verksamninginn varlokið þegar til riftunar kom, og eigi því rétt á endurgreiðslu þess semofgreitt var. Kröfugerð gagnstefnanda byggist á hinu upphaflega heildarverðiverksamningsins, að frádregnum þeim breytingum sem gerðar voru á honum. Þannighafði gagnstefnandi greitt 87.209.700 krónur afsamningsverkinu, eða 89,5% þegar tekið er tillit til niðurfellinganna. Af skoðunum Frímanns og Guðmundarauk athugasemda verkfræðiráðgjafa stefnanda megi hins vegar ráða að mikil vinnahafi verið eftir þegar gagnstefnandi fékk loks skipið afhent og einungis hafiverið búið að ljúka um 65% verksins. Mismunurinn á 89,5% heildarverksins,87.209.700 krónum, og 65% heildarverksins, 63.248.580 krónum er 23.836.480krónur. Gagnstefnandi byggði á því í stefnu að hann ætti rétt til mismunarins,23.836.480 króna úr hendi gagnstefnda en hefur nú lækkað kröfu sína í 5.054.193krónur. Kröfu sína um endurgreiðslu byggir gagnstefnandi á meginreglumverktakaréttar og undirstöðurökum greinar 25 í ÍST 30, sérstaklegaundirmálsgreinum 25.7.4 og 25.7.5.Þá gerir gagnstefnandi kröfu umendurgreiðslu vegna reikninga sem greiddir voru með fyrirvara um endanlegtsamþykki verkfræðiráðgjafa gagnstefnanda, nr. R24810 og R25050. Hann hefur núfallið frá kröfu um endurgreiðslu vegna síðarnefnda reikningsins og hljóðarkrafa hans nú upp á 922.398 krónur í stað 3.483.842 krónur. Krafa gagnstefnandaað þessu leyti fái stoð í skýrslu Guðmundar en þar eru gerðar athugasemdir viðýmsa verkliði á umræddum reikningum. Þá gerir gagnstefnandi kröfu umendurgreiðslu vegna greiðslu fyrir suðuvinnu á skrokk. Krafan er vegnakostnaðar sem er tilkominn af háttsemi gagnstefnda. Það er meginreglaverktakaréttar að verktaki skuli bæta verkkaupa allt það tjón sem hinnsíðarnefndi hefur orðið fyrir vegna skiladráttar verktaka. Skipið var ekki íslíku ástandi að hægt væri að sjósetja það með öruggum hætti þegar réttindigagnstefnanda til varslna yfir því höfðu verið staðfest með dómi Hæstaréttar ímáli nr. 568/2010. Gagnstefndi heimilaði gagnstefnanda ekki að láta þriðjaaðila framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á skipinu, þess í stað krafðistgagnstefndi þess að hann mundi framkvæma viðgerðirnar á því verði sem hannsetti upp vegna þess, þrátt fyrir að upplýsingar gagnstefnanda bentu til þessað uppsett verð gagnstefnda væri miklum mun hærra en markaðsverð. Fór svo aðaðilar gerðu með sér samning, dagsettan 8. nóvember 2010, um nauðsynlegasuðuvinnu sem gagnstefndi skyldi framkvæma þannig að hægt yrði að sjósetjaskipið og flytja það af athafnasvæði gagnstefnda. Vegna suðuvinnunnar greiddigagnstefnandi 8.000.000 króna, en þó með fyrirvara um réttmæti og fjárhæðgreiðslunnar, enda taldi hann verkið rúmast innan útboðsverksins enda ljóst aðloka hefði þurft skipinu áður en verkinu yrði lokið. Því bæri honum ekkisérstaklega að greiða fyrir það, auk þess sem uppsett fjárhæð gagnstefnda værióeðlilega há fyrir vinnuna. Lokagreiðsla vegna suðuvinnunnar fór fram 13.desember 2010. Þá byggir gagnstefnandi á því að suðuvinnan hafi einungis komiðtil sem sérstakt verk vegna riftunar samningsins í kjölfar vanefnda gagnstefndaog beri gagnstefnda að endurgreiða gagnstefnanda kostnaðinn. Verði talið aðsuðuvinnan falli utan verksamnings aðila, þá byggir gagnstefnandi á því aðgreiðslan hafi verið langt yfir raunkostnaði við umrædda suðuvinnu semtilgreind er í 1. gr. samningsins og er krafist endurgreiðslu á því semofgreitt var. Varðandi fjárhæð greiðslunnarbendir gagnstefnandi á að í bréfi dagsettu 8. nóvember 2010 mat fulltrúiLloyd‘s á Íslandi, Páll Kristinsson, vinnustundir við að sjóða hverja einstakaplötu á miðkjöl skipsins (samtals 17 plötur) tvær til þrjár klukkustundir eðasamtals um 51 klukkustund. Þá gerði hann ráð fyrir að vinna við að sjóðabyrðingsplötu í forpikk (stafnhylki) tæki einn mann þrjá daga miðað viðvenjulegan vinnudag. Miðað við 8 stunda vinnudag væri því um að ræða 24klukkustunda vinnu eða samtals 76 klukkustunda suðuvinnu til að loka götunum.Af reikningum útgefnum afgagnstefnda vegna aukaverka sem voru unnin á tímagjaldi megi sjá að tímagjaldvegna vinnu starfsmanna gagnstefnda var 4.622 krónur fyrir verkstjóra og 3.798krónur fyrir verkamann. Sé gert ráð fyrir að umrædd vinna skiptist jafnt ámilli verkstjóra og verkamanna má ætla að þar væri um að ræða vinnu að fjárhæðum 319.960 krónur. Sú fjárhæð sem stefndi krafðist, þ.e. 8.000.000 króna, gerðiþannig ráð fyrir nær ellefu manna flokki verkamanna og verkstjóra sem ynnu 8tíma á dag alla virka daga í mánuð, en stefnandi telur fráleitt að þörf hafiverið á svo mikilli vinnu. Máli sínu enn frekar til stuðnings bendirgagnstefnandi á að hann hafði fengið tilboð til samanburðar frá Slippnum áAkureyri, dagsett 1. nóvember 2010, við að gera skipið Fossá ÞH-362 sjóklárt efþað væri statt þar, en tilboðsverðið var 3.700.000 krónur án virðisaukaskatts.Í tilboðinu var innifalið að loka stefni og öðrum götum, setja blindflangsa áöll sjóinntök sem voru opin, sjósetja skipið, setja vatn á a.m.k. tvo botntankavegna stöðugleika, svo og hver önnur vinna við að gera skipið klárt fyrir dráttog koma fyrir öllum búnaði sem tilheyrði skipinu. Þá er tekið fram í tilboðinuað einingarverð sem notað hafi verið fyrir útsölu iðnaðarmanns hafi verið 4.700krónur og verkamanns 3.500 krónur. Gagnstefnandi bendir á að fyrrgreint tilboðhafi kveðið á um mun meiri vinnu en gert sé ráð fyrir í samningi aðila frá 8.nóvember 2010, þar sem ekki er gert ráð fyrir sjósetningu, flutningi búnaðareða annarri vinnu við undirbúning dráttar. Séu þau verð sem fram koma í tilboðiSlippsins á Akureyri notuð til samanburðar megi m.a. sjá að uppsett verðgagnstefnda vegna einungis suðuvinnu við skipið var langt umfram það semeðlilegt og sanngjarnt gæti talist.Loks gerir gagnstefnandi kröfu umendurgreiðslu kostnaðar vegna viðgerðar hliðarfærsluvagns að fjárhæð 1.500.000krónur en krafan var upphaflega að fjárhæð 5.000.000 króna. Byggir hann á þvíað hér sé um að ræða tjón sem gagnstefndi sé skaðabótaskyldur fyrir, enda hefðigagnstefnandi aldrei orðið fyrir þessum kostnaði ef ekki hefði komið tilháttsemi gagnstefnda. Eins og áður hefur verið lýst réðst gagnstefndi íviðgerðir og endurbyggingu á hliðarfærsluvagni sem nauðsynlegur var til aðflytja skipið af athafnasvæði hans og út í skipalyftu skömmu eftir að úrskurðaðhafði verið um rétt gagnstefnanda til varslna og afhendingar skipsins. Þegargagnstefnandi freistaði þess að fá skipið afhent með atbeina sýslumanns ogskaut ákvörðun sýslumanns til Héraðsdóms Vesturlands neitaði gagnstefndi aðsetja hliðarfærsluvagninn aftur saman þannig að hægt væri að nýta hann til aðflytja skipið nema að gagnstefnandi greiddi það sem gagnstefndi kallaði kostnaðþar að lútandi. Fór svo að gagnstefnandi greiddi gagnstefnda 3.000.000 krónavegna vinnu við endurbyggingu hliðarfærsluvagnsins. Þó var gerður sérstakurfyrirvari um réttmæti og fjárhæð greiðslunnar og áskildi gagnstefnandi sér rétttil að endurkrefja gagnstefnda um greiðslu í dómsmáli. Lokagreiðsla vegnaendurbyggingar hliðarfærsluvagnsins fór fram 13. desember 2010.Gagnstefnandi byggir á því aðhonum hafi ekki borið nein skylda til greiðslu til gagnstefnda vegna vinnu viðendurbyggingu hliðarfærsluvagnsins, enda sé þar um að ræða viðgerð á búnaðistefnda, en ástand vagnsins hafi verið gagnstefnanda óviðkomandi að öðru leytien að hann var nauðsynlegur til flutnings skipsins úr slipp gagnstefnda og ískipalyftu. Viðgerð á vagninum, einmitt á þeim tíma sem um ræðir, hafi einungisverið í því skyni að hamla flutningi skipsins frá athafnasvæði hans. Í öllufalli hafi meint viðgerð hans og styrking verið til þess fallin að aukanotagildi hans og þannig verðmæti hans fyrir gagnstefnda og ætti gagnstefnandií engu tilviki að þurfa að bera kostnað af því. Sú greiðsla sem gagnstefndigerði að skilyrði fyrir flutningi skipsins í skipalyftu var því gróf misnotkuná aðstöðu hans, enda var gagnstefnanda ómögulegt að njóta lögformlegra réttindasinna til að fara með vörslur yfir skipinu án þess að hliðarfærsluvagninn væristarfhæfur. Komist dómurinn að þeirriniðurstöðu að gagnstefnandi skuli bera hluta kostnaðar við endurbygginguvagnsins, byggir gagnstefnandi á því að sú vinna sem gagnstefndi segir að lögðhafi verið í endurbyggingu vagnsins sé í engu samræmi við raunkostnaðinn viðslíka endurbyggingu. Máli sínu til stuðnings vísar stefnandi til bréfs PálsKristinssonar, fulltrúa Lloyd‘s á Íslandi, dagsetts 8. nóvember 2010, þar semfram kemur að hægt ætti að vera að ljúka endurbyggingu vagnsins á þremur dögum.Sú fjárhæð sem gagnstefndi rukkaði fyrir endurbygginguna nægi hins vegar til aðhalda tæplega sjö mönnum í fullri vinnu alla virka daga í mánuð m.v. tímagjaldgagnstefnda. Gagnstefnandi byggir á því aðhann eigi rétt til skaðabóta úr hendi gagnstefnda. Tjón gagnstefnanda var íbeinum tengslum við vanefndir gagnstefnda, en gagnstefnanda var nauðsynlegt aðleggja í verulegan kostnað til þess að hægt væri að ljúka viðgerðum skipsins áAkureyri. Byggir hann á því að gagnstefndi beri bótaábyrgð á tjóni hanssamkvæmt 27. og 40. gr. kpl. sem beita megi um verksamninga, enda hafi gagnstefndiekki sýnt fram á að afhendingardráttur og gallar á verkinu hafi orðið vegnahindrunar sem hann fékk ekki ráðið við. Þá byggir gagnstefnandi jafnframt ámeginreglum verktakaréttar og undirstöðurökum greina 25.7.4 og 25.7.5 í ÍST 30þar sem kveðið er á um að verktaki skuli greiða bætur vegna kostnaðarauka semleiðir af því að verkið er unnið af öðrum og fyrir annað tjón sem verktakiverður fyrir vegna vanefnda verktaka, auk þess sem verkkaupi geti krafist bótaumfram sannanlegan kostnaðarauka ef vanefndir stafa af vísvitandi eða grófrivanrækslu verktaka.Það tjón gagnstefnanda sem leiddiaf riftun hans á verksamningi aðila vegna vanefnda gagnstefnda og hér er gerðkrafa um að gagnstefndi greiði honum er eftirfarandi:Gagnstefnandi krefst þess aðgagnstefndi verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur vegna kostnaðar afflutningi skipsins til Akureyrar. Fjárhæð kröfunnar byggist á reikningiútgefnum af Landhelgisgæslunni, dagsettum 10. janúar 2011 að fjárhæð 6.800.000krónur. Reikningurinn var greiddur 14. janúar 2011. Krafan er skaðabótakrafaenda um að ræða kostnað sem er tilkominn vegna verulegra vanefnda gagnstefnda áverksamningi aðila og gagnstefnandi hefði ekki orðið fyrir nema vegnaskaðabótaskyldrar háttsemi gagnstefnda. Gagnstefnanda var nauðsynlegt að flytjaskipið af athafnasvæði gagnstefnda til Akureyrar þannig að ljúka mætti viðendursmíði þess og var það krafa Lloyd‘s á Íslandi og vátryggjanda skipsins,VÍS, að Landhelgisgæslan myndi annast slíkan flutning. Gagnstefnandi telur aðtjónið sé í beinu orsakasambandi við háttsemi gagnstefnda og sé sennilegafleiðing af háttsemi gagnstefnda.Þá gerir gagnstefnandi kröfuvegna kostnaðar af aukalegri aðstoð frá Lloyd´s á Íslandi. Krafan byggist áauknum kostnaði sem hann varð fyrir vegna aðkomu fulltrúa Lloyd‘s á Íslandi viðflutning skipsins af athafnasvæði gagnstefnda, samkvæmt reikningi Lloyd‘s,dagsettum 10. maí 2011, en reikningurinn var greiddur 16. maí 2011.Gagnstefnandi taldi að honum væri nauðugur sá einn kostur að flytja skipið íannan slipp til að láta ljúka breytingavinnu þess í kjölfar riftunarverksamnings hans við stefnda auk þess sem nauðsynlegt var að láta framkvæmanokkrar viðgerðir á skipinu áður en öruggt þótti að flytja það. Í ljósi þess aðflytja átti skipið í hálfkláruðu ástandi taldi gagnstefnandi nauðsynlegt aðfulltrúi Lloyd‘s á Íslandi útlistaði þær viðgerðir sem hann teldi nauðsynlegtað færu fram áður en óhætt væri að flytja skipið. Sömdu aðilar um aðgagnstefndi framkvæmdi þær viðgerðir sem fulltrúi Lloyd´s taldi nauðsynlegar.Staðfesti fulltrúinn síðar að þeim væri lokið með fullnægjandi hætti og aðviðgerðir á hliðarfærsluvagni væru nægilegar til að hægt væri að flytja skipiðúr slipp gagnstefnda og yfir í skipalyftu. Varð gagnstefnandi fyrir kostnaðivegna þessarar vinnu fulltrúans sem hann krefst nú greiðslu á. Þá krefst gagnstefnandi skaðabótavegna kostnaðar við að fá þriðja aðila, Slippinn á Akureyri, til að ljúkaverkinu en honum var það nauðsynlegt til að ljúka verkinu. Kostnaðurgagnstefnanda vegna þessa var verulegur, enda var ástand skipsins mjög slæmtvið komu til Akureyrar og er því nánar lýst í ástandsskýrslu AntonsBenjamínssonar, framkvæmdastjóra Slippsins á Akureyri, til stjórnarmannsgagnstefnanda, dagsettri 20. júlí 2011.Þrátt fyrir að hluti kostnaðarvegna verkloka á Akureyri hafi verið tilkominn vegna atriða sem féllu utanútboðslýsingar og gagnstefndi hafði ekki tekist á hendur að vinna, varmeginhluti kostnaðarins vegna vinnu samkvæmt útboðslýsingu og aukaverka semgagnstefndi hafði tekið að sér. Þá var verulegur hluti kostnaðarins við vinnunaá Akureyri vegna ástands skipsins við komuna þangað, en samkvæmt framangreindriástandsskýrslu tæmdi gagnstefndi vélarrúm skipsins án þess að nokkur fyrirmælihefðu verið gefin að því leyti. Þá hafði gagnstefndi fjarlægt rafmagnstöfluskipsins og bútað hana í sundur án þess að nein fyrirmæli þess efnis hefðuverið gefin frá gagnstefnanda. Einungis hafði verið óskað eftir því að hertyrði á skinnum á rafmagnstöflunni og bætt við einum rofa. Þá var rafkerfi skipsinsí slæmu ástandi, eins og nánar er lýst í ástandsskýrslunni, þegar það kom tilAkureyrar, en allir rafmagnsvírar höfðu verið skornir og engar merkingar aðfinna. Krafa gagnstefnanda, nú samtalsað fjárhæð 18.771.415, byggist á verkbókhaldi Slippsins á Akureyri ogsundurliðun verkfræðiráðgjafa gagnstefnanda á þeim verkliðum. Þannig hafiBjarni m.a. skipt vinnunni á Akranesi í flokka eftir því hvort um hafi verið aðræða vinnu sem féll undir útboðsverkið, 35.912.835 krónur, verk sem hefðu ekkiþurft að koma til nema vegna flutningsins, 3.621,415 krónur, og síðan verk semvoru afleiðing af því sem gert var á Akranesi án samþykkis gagnstefnanda, t.d.varðandi vélarrúmið og rafkerfið, 34.141.678 krónur. Gagnstefnandi telur að hér sé umað ræða tjón sem hann varð fyrir vegna háttsemi gagnstefnda, enda sékostnaðurinn eingöngu tilkominn vegna vanefnda gagnstefnda. Kostnaðurgagnstefnanda er tilkominn vegna þess að honum varð nauðsynlegt að láta ljúkaþeirri vinnu annars staðar sem gagnstefndi hafði skuldbundið sig til að vinna.Þá varð gagnstefnandi einnig fyrir aukalegum kostnaði vegna ráðstafana semgagnstefndi réðst í án samþykkis gagnstefnanda varðandi vélarrúm og rafkerfiskipsins. Þá var ástand skipsins almennt mjög slæmt vegna umgengni og vinnugagnstefnda við það, en eins og lýst er í ástandsskýrslu Antons þurfti aðyfirfara öll raftæki í brú skipsins þar sem þau höfðu ekki verið geymd áöruggum stað, stilla þurfti aðalvél, gírkassa og öxul upp á nýtt og nánast alltklæðningarefni var ónothæft vegna þess að ekki hafði verið réttilega gengið fráþví, auk þess sem mikillar tiltektar hafi þurft við í skipinu. Allur framangreindur kostnaður ertjón sem gagnstefnda ber að bæta gagnstefnanda. Um grundvöll bótaskyldu ervísað til sömu málsástæðna og að framan, en gagnstefnandi bendir einnig áákvæði gr. 25.6.10 í ÍST 30 til hliðsjónar. Gagnstefnandi telur kröfu sína vera mjög hófsama, en í tölvupósti tilstjórnarmanns gagnstefnanda lýsti Anton því að mun minna en 90% vinnunnar hefðiverið unnin. Er það í samræmi við skýrslur Frímanns og Guðmundar.Þá gerir gagnstefnandi bótakröfuvegna greiðslu kostnaðar við útgáfu bankaábyrgða til gagnstefnda. Gagnstefndineitaði að afhenda gagnstefnanda skipið eftir að verksamningi aðila var rift oghélt því fram að hann ætti haldsrétt í skipinu fyrir kröfum sínum. Í því skyniað fá notið lögformlegra réttinda sinna yfir vörslum skipsins var gagnstefnandaþví nauðsynlegt að leggja fram bankaábyrgðir að fjárhæð annars vegar100.000.000 króna frá Arion-banka hf. og hins vegar 35.000.000 króna hjáMP-banka hf. Kostnaðurinn við útgáfu bankaábyrgðanna er annars vegar 1.873.000krónur vegna ábyrgðarinnar frá Arion-banka hf., en 1.400.000 krónur vegnaútgáfu ábyrgðarinnar frá MP-banka hf. Í báðum tilvikum byggist kostnaðurinn ágjaldskrá viðkomandi banka og var hann greiddur af stefnanda. Gagnstefnandibyggir á því að hér sé um að ræða kostnað sem hann hefði ekki orðið fyrir nemavegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi gagnstefnda. Kostnaðurinn er í beinumtengslum við neitun gagnstefnda á því að afhenda gagnstefnanda vörslur skipsinseftir að verksamningi aðila var rift. Eftir riftun verksamningsins áttigagnstefndi engar kröfur á hendur gagnstefnanda og því engan rétt til varslnayfir skipinu. Þar sem gagnstefndi hélt hins vegar fram ósönnuðum og ósamþykktumkröfum á hendur gagnstefnanda var honum sá kostur einn nauðugur að leggja framfyrrgreindar bankaábyrgðir.Loksgerir gagnstefnandi kröfu um greiðslu dagsekta. Samkvæmt verksamningi aðilareiknast sekt sem nemur 0,5% af heildarverðmæti samningsins fyrir hvern virkanvinnudag sem afhendingin dregst, verði seinkun á afhendingu umfram eina viku,sbr. 3. og 7. gr. Hámark slíkrar greiðslu skal þó vera 10% af heildarverðmætisamningsins. Veruleg seinkun varð á verklokum áður en verksamningi aðila varrift og hafði gagnstefnandi lýst því yfir við gagnstefnda að hann áskildi sérrétt til dagsekta vegna seinkunarinnar. Til að gæta ýtrustu hófsemi miðargagnstefnandi við heildarverðmæti samningsins eftir að honum var breytt tillækkunar en þannig er miðað við að heildarfjárhæð samningsins sé 97.060.507 krónur og eruhámarksdagsektir því 10% af þeirri fjárhæð eða 9.706.051 króna. Dagsektirreiknast frá 6. júní og til þess dags sem samningnum var rift, 6. ágúst, og erþví um að ræða 45 virka daga sem leiða til hámarksdagsekta að fjárhæð 9.706.051króna.Krafa gagnstefnanda umdráttarvexti byggist á því að krafist sé dráttarvaxta vegna liðar 1, 2 og 9 fráriftunardegi 6. ágúst 2010. Þá að viðbættum liðum 3 og 4 frá 13. desember 2010,en þá var lokagreiðsla vegna þessara liða innt af hendi. Þá að viðbættum liðum5 og 6 frá 14. janúar og 16. apríl en þá voru reikningar Landhelgisgæslunnar ogLloyd‘s greiddir. Þá að viðbættum lið 7 frá 31. ágúst 2011, en þá voru síðustureikningar vegna vinnu Slippsins á Akureyri greiddir. Dráttarvaxta vegna liðs 8er krafist frá 28. október 2010, 12. janúar, 26. apríl og 1. júní 2011 þegargreiðslur vegna bankaábyrgðar Arion-banka hf. fóru fram og 17. september 2010þegar greiðsla kostnaðar vegna bankaábyrgðar MP-banka hf. fór fram. Um lagarök er, auk ofangreindralagaákvæða, vísað til meginreglna kaupalaga nr. 50/2000 og meginreglnasamninga- og kröfuréttar, sérstaklega um vanefndaúrræði, riftun og rétt tilskaðabóta. Vaxtakrafa gagnstefnanda byggist á 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001.Krafa um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laganr. 91/1991.Málsástæður oglagarök gagnstefnda, Þorgeirs & Ellerts hf., vegna stefnu sem birt var 27.október 2011. Mál 3.Krafagagnstefnda um að ekki verði fallist á kröfu gagnstefnanda um riftun áverksamningi aðila og að gagnstefndi verði jafnframt sýknaður af öllumfjárkröfum gagnstefnanda byggist á því að tafir á verkinu verði alfarið aðskrifast á reikning gagnstefnanda og að ekki hafi verið um neinar vanefndir aðræða af hálfu gagnstefnda. Gagnstefndi fullyrðir að hann hafi að öllu leytistaðið við verksamninginn. Þá hafi gagnstefnandi ekki lagt fram nein marktæksönnunargögn málsástæðum sínum til stuðnings og virðist málsgrundvöllurgagnstefnanda eingöngu byggður á huglægu mati hans sjálfs og starfsmanna hansog á skýrslum sem hann hefur aflað einhliða og mótmælir gagnstefndisönnunargildi allra gagna sem stafa frá gagnstefnanda.Gagnstefndivísar til þess að almennt sé það skilyrði fyrir riftun að gagnaðili hafivanefnt samning verulega. Í þessu tilviki sé ekki um vanefndir að ræða af hálfugagnstefnda og því hafi riftun sú sem lýst var yfir af hálfu gagnstefnandaverið ólögmæt. Gagnstefndi telur að tafir ogvanefndir gagnstefnanda hafi falist í eftirfarandi: Útboðslýsinggagnstefnanda reyndist algjörlega ófullnægjandi þegar á reyndi. Eftir að verkiðhófst gerði gagnstefnandi 15 breytingar á tilboðsverkinu sem áhrif höfðu áverktímann. Þrátt fyrir það að gagnstefndi neiti því að skýrsla frá Aflvís ehf.hafi nokkurt sönnunargildi í málinu, sökum þess að hún var unnin einhliða fyrirgagnstefnanda, er þó athyglisverð tilvísun í skýrslunni, þar sem því er lýsthvernig nánast allir verkþættir í útboðslýsingu tóku breytingum í upphafiverks. Í sömu skýrslu kemur fram að verkkaupi hafi ekki haft fyrir því að geranýjar verklýsingar þegar hann breytti verkinu. Þáverandi framkvæmdastjórigagnstefnanda hefur lýst breytingunum svo að þeir hafi breytt nánast öllu semhægt var að breyta í skipinu: Skipið varafturbyggt með stórum gálga og hælþungt en léttist mikið við breytinguna.Lestin var stækkuð, skipt var úr fastri skrúfu yfir í skiptiskrúfu ogstýrisbúnaður endurnýjaður. Við keyptum einnig öflugan krana frá Ítalíu sem eraðalverkfærið um borð. Gagnstefndivill benda á að þetta svokallaða „aðalverkfæri“ hafði ekki enn verið afhent afhálfu gagnstefnanda þegar riftun fór fram en komið hafði fram hjá gagnstefnandaá samningstímanum að hann hafði tekið ákvörðun um að fara í mun stærri krana enútboðsgögn gerðu ráð fyrir og hafði sjálfur keypt slíkan stærri krana, erlendisfrá, en ekki afhent gagnstefnda. Sumarákvarðanir um breytingu á verkinu komu til þegar vel var liðið áupphaflegan verktíma og undirbúningur verkanna í sumum tilvikum byrjaður.Þannig töfðu þessar breytingar verkið í mörgum tilvikum því að í stað þessaraverka var á sama tíma tekin ákvörðun um að fara í þeirra stað í fjölmörg önnuraukaverk sem seinkuðu verkinu. Gagnstefnandistóð ekki við afhendingar á teikningum vegna tilboðsverks á réttum tíma, semvarð til þess að verkinu seinkaði. Í 1. gr. verksamnings aðila kom fram aðverkkaupi skyldi sjá um alla hönnunar/tæknivinnu. Í þessu fólst m.a. aðgagnstefnandi átti að útvega allar teikningar vegna tilboðsverksins. Í 3. gr.verksamningsins kom fram að verktími væri háður því að gagnstefnandi stæðitímanlega skil á öllum teikningum. Gagnstefnandi stóð ekki við að afhendateikningar á réttum tíma og vanefndi þar með verksamninginn fyrir sitt leyti.Fyrir liggur yfirlit gagnstefnda þar sem fram kemur hvenær teikningar vegna aðalverksinsbárust honum. Yfirlitið sýnir að þær bárust allt of seint og að teikningarbárust ekki fyrr en eftir upphaflega áætluð verklok. Fyrstu teikningar báruststefnda 13. janúar 2010 eða tæpum sjö vikum eftir að verktíminn hófst samkvæmtverksamningi. Yfirlitið sýnir einnig að níu teikningar vegna tilboðsverksinsbárust aldrei til gagnstefnda. Þáhefur gagnstefnandi lagt fram skýrslu sem Navis ehf. vann fyrir hann. Þar kemurskýrt fram að hann stóð ekki við að afhenda teikningar á réttum tíma og að þettahafi tvímælalaust haft áhrif á framgang verksins. Þar kemur einnig fram aðþegar skýrslan hafi verið gerð í ágúst 2010 hafi enn vantað nokkrar teikningar.Þrátt fyrir að það komi skýrt fram í þessari skýrslu að hann stóð ekki við aðafhenda teikningar á réttum tíma og það hafi tafið samningsverkið telur hannsamt að afhending teikninga hafi ekki haft áhrif á verklokatíma.Gagnstefnditelur að í málsatvikalýsingu og málsástæðukafla í stefnu sé að finna margarrangfærslur varðandi teikningaskil sem nauðsynlegt sé að leiðrétta. Efst á síðu 3 í stefnu komi fram að teikningar þær sem teknar voru út hafiverið smíðateikningar af nýrri brú, auk teikninga af sjóballestar- oglensikerfi. Gagnstefndi telur að með framangreindri tilvitnun sé gagnstefnandiað gefa til kynna að hann hafi aðeins átt að sjá um hluta teikninga sem sé allsekki rétt, því að hann átti að sjá um allar teikningar samkvæmt skýru ákvæði í1. gr. verksamnings aðila. Hvað varðar teikningar af sjóballestar- oglensikerfi þá bárust þær mjög seint. Miklarbreytingar þurfti að gera á þessu lagnakerfi í tengslum við nýjan búnað semkeyptur var í vélarrúmið. Gagnstefnandi fékk Guðmund Pétursson hjá Aflvís ehf.til að teikna austurkerfið. Samþykkt teikning frá honum barst 9. júní 2010 semvar tæpum tveim vikum eftir að upphafleg verklok áttu að vera. Gagnstefndinotaði þessa teikningu við þær breytingar sem gerðar voru á austri úr lestskipsins en ekki náðist að ljúka þessu verki fyrir riftun. Í stefnu kemur fram að teikningumaf síðukjölum, skrúfubúnaði og stýri hafi verið komið til gagnstefnda fljótlegaeftir að verk hófst. Gagnstefndi mótmælir þessu sem röngu. Fyrstu samþykktuteikningarnar af síðukjölum bárust gagnstefnda 13. janúar 2010 en verkið hófstformlega 20. nóvember 2009. Teikningar af síðukjölum hefðu átt að geta veriðtilbúnar strax en fyrstu teikningar bárust þó ekki fyrr en sjö vikum síðar.Hvað teikningar af skrúfubúnaði varðar fullyrðir gagnstefnandi að engarteikningar af skrúfubúnaði hafi borist honum en strax í upphafi verksins breyttistþessi verkhluti frá útboðsgögnum. Í stað þess að setja nýjan skiptigír milliaðalgírs og skrúfu var ákveðið að breyta skrúfugírnum sem var í skipinu. Tilþess þurfti að rífa skrúfugírinn ásamt skrúfuöxli og skrúfu úr skipinu en viðþað þurfti að fjarlægja ógrynni af rörum til að komast að honum og festiboltumhans. Ákvörðun gagnstefnanda um að breyta þessum stóra gír, miðað viðupphaflega útboðslýsingu, hafði ein og sér þau áhrif að verktíminn þurfti aðlengjast verulega frá því sem upphaflega var áætlað. Að síðustu villgagnstefndi benda á að engar endanlegar teikningar bárust af stýrisbúnaðiheldur einungis útlitsteikning í febrúar 2010. Í gagnstefnu kemur fram aðuppkasti að teikningu að stýrishúsi hafi verið komið til gagnstefnda 24.nóvember 2009. Gagnstefndi mótmælir þessu sem röngu. Þann 24. nóvember 2009sendi gagnstefndi bréf til Bjarna með fyrirspurn um hvort eitthvað sé tiltæktþannig að hægt sé að panta efni í síðukili og ál í brúna og fleira. Bjarni hafisvarað litlu en sagst skoða það seinna í vikunni. Þann 7. desember 2009 komóformleg PDF-teikning frá aðila sem teiknaði brúna fyrir Bjarna og aftur kemurteikning frá honum 8. desember sama ár, þar sem hann tekur fram að eftir sé aðsamþykkja teikninguna. Þann 7. desember 2009 sendi Páll, starfsmaður Lloyd´s,bréf til gagnstefnda þar sem hann varar við að kaupa efnið í brúna áður enteikningin sé komin inn til samþykktar. Hann bendir um leið á að efefnisþykktir og þar á meðal plötuþykktir séu ekki réttar þá geti þurft aðskipta um það efni. Atli áréttar svo þessi orð Páls í bréfi til stefnda 7.desember 2009. Þann 8. desember 2009 er sent bréf frá gagnstefnda til Bjarna ogóskað eftir að allri teiknivinnu yrði hraðað og tekið fram að enn sé ekki hægtað panta álið í brúna, þar sem engin endanleg teikning af brúnni hafi borist. Íþví bréfi er einnig bent á að breyting sem búið er að gera á síðukjölum fráupprunalegu formi þeirra hafi áhrif á verktímann. Það er því strax 8. desember2009 bent á að breytingar frá útboðsgögnum hafi áhrif á verktímann. Þann 8.desember 2009 var Bjarni að hugsa um að fella út andveltigeyminn sem brúin áttiað standa á að hluta og þurfti því að fara í að verðleggja það og seinkaði þvíenn frekar að rétt teikning af brúnni kæmi. Síðan eru að koma hinar og þessarbreytingar á brúnni í janúar 2010 en endanleg samþykkt teikning af brúnni komekki fyrr en 29. janúar.Gagnstefnandi var stöðugt að gerabreytingar á samningsverkinu sem kölluðu á nýjar teikningar sem bárust seintgagnstefnda. Í þessu sambandi má nefna að ákveðið var í byrjun júní 2010 aðláta teikna allt vélarrúmið í þrívíddar-teikniforriti til að sjá hvernig hægtværi að koma öllum rörakerfunum fyrir þar sem gagnstefnandi hafði keypt mikiðaf nýjum búnaði inn í vélarúm skipsins og nauðsynlegt var að endurskipuleggjaþað. Gagnstefnandi stóð ekki viðafhendingar á búnaði vegna aðalverks á réttum tíma, sem varð til þess aðverkinu seinkaði og hann vanefndi samninginn en í 3. gr. hans kom fram aðverktími væri háður því að gagnstefnandi stæði tímanlega skil á öllum búnaðisem hann útvegaði. Í útboðslýsingu kemur einnig fram að það muni hafa áhrif áverktímann hvenær verkkaupi afhendi verktaka búnaðinn. Tekið skal fram að gagnstefndi lýsti því margoft yfir á verktímanumað ef gagnstefnandi afhenti ekki búnað á réttum tíma myndi verkið tefjast. Gagnstefndihefur tekið saman hvenær búnaður sá sem gagnstefnandi átti að útvega, vegnatilboðsverksins, skilaði sér til gagnstefnda. Af yfirlitinu má ráða að mikið afbúnaðinum skilaði sér til gagnstefnda á síðasta hluta verktímans og sumtaldrei. Þessar vanefndir gagnstefnanda urðu til þess að verkinu seinkaði.Gagnstefnandi hefur beinlínisviðurkennt það í stefnu að hann hafi brugðið á það ráð að halda eftir búnaði,krana og ljósavél, sem borist hafði til landsins og setja átti í skipið í þvískyni að hann festist ekki inni á athafnasvæði gagnstefnda ef til riftunarkæmi. Þetta komi fram í stefnu og telur gagnstefndi að í þessu felistviðurkenning af hálfu gagnstefnanda um að hann hafi ekki afhent búnað sem hannvar kominn með og bar að afhenda gagnstefnda til að verkið gæti gengið hraðarfyrir sig. Ískýrslu Frímanns, sem gagnstefnandi byggir á, kemur skýrt fram að sumt af þeimbúnaði sem gagnstefnandi átti að leggja til hafði ekki skilað sér 10. september2010 og nefnir hann kranann sem dæmi.Verulegartafir urðu á samningsverkinu vegna þess að gagnstefnandi taldi að leyndirgallar væru í skipinu. Eftir að skipið var tekið í slipp taldi gagnstefnandi aðskipið væri haldið leyndum göllum í vélarrúmi, vistarverum og á burðarvirkiskipsins. Í bréfi lögmanns gagnstefnanda til lögmanns seljanda skipsins frá 17.apríl 2010 kom skýrt fram að gallarnir í skipinu myndu leiða til þess aðendursmíði skipsins tefðist. Í bréfi Bjarna til lögmanns gagnstefnanda,dagsettu 25. apríl 2010, fer hann yfir nokkra leynda galla sem hann telur aðhafi komið í ljós og ályktar að þetta muni tefja vinnu við enduruppbygginguskipsins. Framkvæmdastjóri gagnstefnanda hefur einnig látið hafa það eftir sérað tafir hafi orðið á verkinu vegna leyndra galla í skipinu frá því að það varsmíðað í Kína á sínum tíma. Að síðustu má nefna að í skýrslu Frímanns kemurskýrt fram að hinir svokölluðu leyndu gallar hafi tafið verkið töluvert ogleitt til þess að verkplan fór úr böndunum sem er í andstöðu við það sem haldiðhefur verið fram af hálfu gagnstefnanda.Gagnstefnandi hefur rekið matsmálvegna ætlaðra galla á skipinu og var vinna við ákveðna þætti verksins stöðvuðtímabundið af gagnstefnanda, vegna skoðunar á skipinu í tengslum við matsmálið.Um var að ræða stöðvun á vinnu við vélarúm samkvæmt verksamningi aðila og vinnuvið vistarverur áhafnar samkvæmt pöntuðu viðbótarverki. Vinnustöðvunin varðifrá 6. apríl 2010 til 9. júlí s.á. eða í 13 vikur og tafðist verkið meðalannars af þessum sökum fram yfir umsaminn verktíma. Áverktímanum óskaði gagnstefnandi eftir því að unnin yrðu 13 aukaverk á föstuverði sem varð til þess að samningsverkinu seinkaði. Í 3. og 7. gr.verksamningsins komi fram að viðbótarverk gætu haft áhrif á verktíma. Þá kemurfram í skýrslu Frímanns að aukaverkin hafi veruleg áhrif á verktímann en þarsegir: Strax á fyrsta verkfundi milli stöðvar og útgerðar er ljóst að fjöldiaukaverka er í umræðunni og sífellt bætist við eftir því sem líður á verkið.Aukaverkin hafa tvímælalaust veruleg áhrif á verktímann. Þá telur hann aðverkinu hefði átt að ljúka á tilsettum tíma ef aukaverk hefðu ekki komið til.Gagnstefnandistóð ekki við afhendingu á teikningum vegna aukaverka á réttum tíma og tafðiþað verkið. Teikningar vegna aukaverka voru að berast gagnstefnda allanverktímann og sumar teikningar vegna pantaðra aukaverka bárust aldrei. Af hálfugagnstefnda er einnig hvað þetta varðar vísað til fyrri umfjöllunar vegnadráttar á teikningum vegna aðalverks.Gagnstefnandistóð ekki við afhendingu búnaðar vegna aukaverka á réttum tíma og tafði þaðverkið. Gagnstefndi bendir á að nokkrir íhlutir bárust honum undir lok júní2010 og að nokkrir bárust aldrei. Þá hafi gagnstefnandi viðurkennt að hafahaldið eftir búnaði sem fluttur var inn erlendis frá til að setja í skipið oghafi vísvitandi aldrei afhent hann til gagnstefnda og vísast hvað þetta varðartil fyrri umfjöllunar.Gagnstefnandigreiddi ekki reikninga vegna aukaverka á réttum tíma og veruleg vanskilmynduðust vegna þeirra. Sökum vanskila lýsti gagnstefndi því yfir 22. júlí 2010að hann yrði að hætta vinnu við aukaverkin þar til gagnstefnandi leysti úrskuldavanda sínum. Gagnstefndi telur að 23. júlí 2010 hafi ógreiddir reikningarvegna aukaverka verið að fjárhæð 53.523.539 krónur án virðisaukaskatts.Þáhafi gagnstefndi þurft á verktímanum að leggja mikla vinnu í það meðgagnstefnanda að skilgreina öll þau aukaverk sem þurfti að vinna og höfðu ýmistvantað inn í útboðslýsingu eða komu til vegna þess að gagnstefnandi breyttiverkinu verulega eftir að verktíminn hófst. Hluti af þessari vinnu var vegnaþeirra 152. aukaverka á tímagjaldi og þeirra 13 aukaverka á föstu gjaldi sempöntuð voru. Til viðbótar við þetta þurfti gagnstefndi að eyða miklum tíma meðgagnstefnanda í að útbúa lista í júlí 2010 yfir 339 önnur aukaverk semgagnstefnandi vildi að yrðu unnin og óskaði eftir tilboði í frá gagnstefnda.Þann 22. júlí 2010 lýstigagnstefndi því yfir að hann myndi ekki vinna meira í aukaverkum fyrr engagnstefnandi gerði upp vanskil vegna þeirra. Þetta varð til þess að vikuseinna lýsti fyrirsvarsmaður gagnstefnanda yfir riftun á verksamningi aðila ogkrafðist þess að allri vinnu yrði hætt við skipið. Þessi ólögmæta riftun varðtil þess að gagnstefndi neyddist til að hætta allri vinnu við samningsverkið.Tekið skal fram að gagnstefnandi var áður búinn að lýsa því yfir margsinniseinhliða við gagnstefnda að ásættanleg verklok væru 15. september 2010.Einnig byggir gagnstefndi á þvíað verklýsingar í útboðslýsingu hafi verið rangar og hafi það tafið verkið.Fjölmörg þeirra verka sem unnin voru samkvæmt verksamningi aðila voruumfangsmeiri og kostnaðarsamari en leiða mátti af útboðslýsingu verksins ogþurfti gagnstefndi þ.a.l. að leggja til meira efni og vinnu en verklýsing íútboðsgögnum gerði ráð fyrir. Þetta tafði framgang verksins frá því semupphaflega var áætlað. Gagnstefndi gaf af þessum sökum út reikninga vegnaleiðréttinga á magntölum og viðbótarverka sem fólu í sér frávik fráverksamningi aðila.Þámótmælir gagnstefndi fullyrðingum gagnstefnanda um að riftun hafi verið lögmætá grundvelli þess að gagnstefndi hafi vanefnt skyldur sínar verulega.Gagnstefnandi byggi riftun á seinkun verkloka, á því að framkvæmd verksins hafiverið óforsvaranleg og að reikningsgerð gagnstefnda hafi ekki veriðforsvaranleg. Gagnstefndi mótmælir þessu og fullyrðir að hann hafi staðið viðallar sínar skyldur og að allar tafir frá upphaflegri verkáætlun megi rekja tilvanefnda gagnstefnanda sjálfs. Þá telur gagnstefndi að riftun gagnstefnanda sévanreifuð að því leyti að ekki sé greint á milli riftunar hans á aukaverkumannars vegar og riftunar á áframhaldandi vinnu við verksamning aðila hinsvegar.Með bréfi lögmanns gagnstefnandadagsettu 4. ágúst 2010 var riftun ítrekuð og þess krafist að allri vinnu viðskipið yrði hætt þegar í stað. Þá lýsti lögmaðurinn yfir riftun samningsins meðtölvuskeyti tveimur dögum síðar. Engin aðvörun um riftun var send áður en tilhennar kom. Gagnstefndi mótmælti riftuninni og benti á að þrátt fyrir að verkiðværi komið sjö vikur fram yfir upphaflega umsaminn verktíma þá væri þaðeingöngu vegna atriða er vörðuðu gagnstefnanda sjálfan.Meðalannars komi fram hjá gagnstefnanda að gagnstefndi hafi vanefnt aðalskyldu sínaum að skila verkinu í réttu ástandi og því hafi riftun verið réttlætanleg. Þáhafi gagnstefndi ekki fullnægt skyldum sínum um árangur verksins en óljóst sé ígagnstefnu í hverju þær vanefndir fólust þannig að þetta atriði er algjörlegavanreifað og sökum þess getur gagnstefndi ekki svarað fyrir sig hvað þettavarðar að öðru leyti en með því að fullyrða að engar sannanir eru í málinu umannað en að gæði þeirrar vinnu sem gagnstefndi framkvæmdi hafi verið í góðulagi. Þá hafi gagnstefnandi ekki gert kröfu í verkábyrgð sem gagnstefndi lagðifram í upphafi verksins.Þábyggir gagnstefnandi riftun sína á því að verkið hafi dregist og að forsendahans hafi verið sú að skipið hafi átt að taka við MB Karlsey enhaffærisskírteini þess skips hafi átt að renna út 30. júlí 2010 og því hafi þaðverið veruleg forsenda hjá honum að verklok yrðu 31. maí 2010. Ekkert kemurfram um þetta í verksamningi aðila og gagnstefndi veit ekki betur en aðhaffærisskírteini MB Karlseyjar hafi verið framlengt allt þar til Fossá leystiþað af hólmi þannig að gagnstefnandi varð ekki fyrir tjóni sökum þess.Stendurþá eftir hvort verkið hafi dregist fram yfir 6. ágúst 2010 af ástæðum sem kennamá gagnstefnda um. Hvað þetta varðar bendir gagnstefndi á að allar tafir áverklokum hafi orðið vanefnda gagnstefnanda. Þá er dagsetningin 6. ágúst 2010ekki rétt hjá gagnstefnanda því að hann var margbúinn að lýsa því yfir einhliðaað ásættanlegt væri að skipið yrði afhent 15. september 2010.Gagnstefnandirifti hins vegar verksamningnum í júlí 2010 eða löngu fyrir þann tíma sem hannhafði gefið gagnstefnda upp að væru ásættanleg verklok. Gagnstefnandi byggi áþví að gagnstefndi hafi ítrekað lýst því yfir að vinna við verkið yrði stöðvuðef ekki yrðu greiddir reikningar sem gagnstefnandi hafði gert athugasemdir við.Þetta sé rangt en fram hafi komið hjá gagnstefnda að vinnu við samningsverk yrðiekki hætt nema þar sem óunnin aukaverk stöðvuðu framkvæmdir.Gagnstefnandi byggir riftun sínaeinnig á því að reikningsgerð gagnstefnda vegna aukaverka hafi ekki veriðforsvaranleg. Gagnstefndi mótmælir þessu alfarið og bendir á að tekist sé á umógreidda reikninga og að enginn grundvöllur sé til að rifta verksamningi á þeimgrundvelli að ágreiningur hafi verið á milli aðila um greiðslu á reikningumfyrir aukaverk sem gagnstefnandi vanefndi greiðslur á. Þá mótmælir gagnstefndifullyrðingum gagnstefnanda um að gagnstefndi hafi ekki sent gögn til skýringará reikningum fyrr en eftir ítrekanir af hálfu gagnstefnanda heldur hafi hannítrekað sent þær. Þá mótmælir gagnstefndi fullyrðingum um að margir reikningarvegna aukaverka hafi verið vegna vinnu við verkefni sem féll undirsamningsverkið enda hafi engin dæmi verið nefnd því til stuðnings. Einnig erþví mótmælt að gagnstefnandi hafi ekki fengið afhentar tímaskýrslur vegnaathugasemda við tímaskráningar, þær séu ætíð afhentar með reikningum ogeftirlitsmaður gagnstefnanda á verkstað hafði aðgang að verkbókhaldigagnstefnda. Hvað varðar athugasemdir gagnstefnanda um að verklýsingar hafiaðeins verið á stikkorðaformi þá samdi hann sjálfur verklýsingarnar á blöðinþar sem hann óskaði eftir framkvæmd aukaverka. Í mörgum tilvikum bættigagnstefndi við þessar lýsingar og sendi nákvæmari lýsingar á aukaverkunum meðreikningum. Þá er því mótmælt að gerðir hafi verið reikningar vegna vinnu semáður hafi verið gerðir reikningar fyrir. Loks hafnar gagnstefndi alfarið athugsemdumverkfræðiráðgjafa gagnstefnanda vegna reikningsgerðar gagnstefnda enda einhliðaskýrsla gagnstefnanda auk þess sem þær fullyrðingar sem þar eru standast ekki.Þá er því hafnað að Björn, eftirlitsmaður gagnstefnanda, hafi ekki haft umboðtil að skrifa upp á beiðnir um aukaverk, að gefnir hafi verið út reikningarvegna aukaverka sem ekki var beðið um og fullyrðir gagnstefndi að verkbeiðnirhafi verið til vegna allra verka sem farið var í. Þá haldi gagnstefnandi því framað eftir riftun samnings hafi gagnstefndi gefið út fjölda kreditreikninga vegnavinnu sem ekki hafði verið unnin og efnis sem ekki hafði verið pantað. Enginleið sé að átta sig á því hvað átt er við með þessu en gagnstefndi vill þónefna að kreditreikningar voru gefnir út vegna óunninna liða í samningsverkum. Þá er fundið að því í stefnu aðgagnstefndi hafi ekki gefið tilboð í að ljúka verkinu endanlega og var þá vísaðtil 339 óunninna aukaverka. Af hálfu gagnstefnanda hafi ekki verið skilningurfyrir því að það tæki tíma að reikna út verð í 339 aukaverk.Í gagnstefnu vísar gagnstefnandií bréf sitt frá 22. júlí 2010 þar sem hann hafi krafist þess að fá skipiðafhent eigi síðar en 15. september, en að gagnstefndi hafi ekki talið þaðmögulegt. Bréf það sem gagnstefnandi vísar hér í er sent daginn eftir aðlistinn með aukaverkunum 339 var gefinn út af aðilum máls þessa sameiginlega ogeftir var að semja um þau og framkvæma. Þar að auki lá fyrir á þessum tíma aðýmis búnaður sem gagnstefnandi átti að afhenda vegna aðalverksins var enn ekkikominn á verkstað og óvíst hvenær hann kæmi. Það að gagnstefnandi hafi sentþetta bréf á þessum degi ber vott um það að hann hafi talið sig geta horft framhjá því að eilífar breytingar á verkinu hefðu áhrif á verktímann og það að bætavið 339 aukaverkum myndi lengja verktímann enn frekar. Þávísar gagnstefndi til þess sem áður hefur verið rakið að það sé rangt hjágagnstefnanda að aðilar hafi ekki samið um að upphaflegur verktími yrðilengdur. Einnig mótmælir gagnstefndi því sem röngu og villandi að formlegtilkynning um seinkun á verkinu hafi ekki verið lögð fram fyrr en á verkfundi ímaímánuði 2010 þegar gagnstefndi lagði fram verkáætlun sem gerði ráð fyrirverklokum í desember 2010. Báðir aðilar voru meðvitaðir um það að verulegseinkun yrði á verkinu enda höfðu forsendur í útboðsgögnum engan veginnstaðist. Hvað varðar tilvísanirgagnstefnanda til ákveðinna greina í ÍST 30 vill gagnstefndi árétta að það varfyrst og fremst verksamningurinn og útboðslýsingin sem giltu um samningssambandaðila en ekki ÍST 30. Því til viðbótar lýsti gagnstefnandi því yfir að hannsætti sig við framlengingu á verktíma til 15. september 2010. Ef gagnstefnandivill hins vegar einblína á ÍST 30 vill gagnstefndi benda á gr. 24.2, a- ogb-lið þar sem fram kemur að verktaki geti krafist framlengingar á verktíma efbreytingar hafa orðið á verkinu og þær fresta framkvæmdum og ef verkkaupileggur ekki í tæka tíð til teikningar og búnað á réttum tíma en þetta hafieinmitt verð eitt af mörgum atriðum sem stefnandi vanefndi.Gagnstefndimótmælir því að aukaverk hafi ekki verið samþykkt réttilega. Í 2. gr.verksamnings aðila kemur fram að útboðslýsingin sé partur af verksamningnum. Ígr. 1.11 í útboðslýsingunni er fjallað um fulltrúa verkkaupa á verkstað o.fl.Þar kemur fram að verkkaupi skuli útnefna sérstakan fulltrúa sinn sem kemurtil með að hafa eftirlit með framkvæmdum. Björn var eftirlitsmaður og fulltrúigagnstefnanda á verkstað. Gagnstefnditelur að á grundvelli 3. mgr. gr. 1.11 hafi Björn haft stöðuumboð til aðsamþykkja öll aukaverkin á þann hátt sem hann gerði. Í stefnu kemur framað listar með verkbeiðnum sem Björn óskaði eftir hefðu ekki fengist afhentirfyrr en sumarið 2010. Þessu mótmælir gagnstefndi sem röngu og ósönnu. Listarnirvoru afhentir reglulega til eftirlitsmanns gagnstefnanda sem sendi þá áfram tilframkvæmdastjóra gagnstefnanda og ráðgjafa. Hugleiðingum í stefnu í þá veruað öll aukaverk hafi átt að vinnast samkvæmt föstu tilboði en ekki hafi átt aðvera um tímavinnu að ræða er mótmælt. Báðum aðilum hafi verið ljóst að sumaukaverk grundvölluðust á tilboðum á föstu verði en langflest voru unnin ágrundvelli tímagjalds.Þátelur gagnstefndi að hafna beri öllum kröfum gagnstefnanda um endurgreiðsluvegna meintrar ofgreiðslu og eru rökin fyrir því eftirfarandi: Gagnstefndimótmælir því að gagnstefnandi eigi rétt til endurgreiðslu vegna ofgreiðslufyrir útboðsverk. Við riftun var gagnstefnandi búinn að greiða fjórar greiðslureða 87.085.600 krónur vegna tilboðsverksins en eftir var að greiðalokagreiðsluna sem átti að greiðast við samningslok. Lokagreiðslan átti að vera21.771.400 krónur. Til frádráttar frá lokagreiðslunni dragast 17.437.673 krónursamkvæmt samkomulagi aðila þannig að eftirstöðvar af lokagreiðslu semgagnstefnandi skuldi gagnstefnda eru 4.333.727 krónur. Gagnstefnditelur að endurgreiðslukrafa gagnstefnanda sé ekki dómtæk og beri dómara að vísahenni frá ex officio. Gagnstefnandi byggir á því að hafa greitt 87.209.700krónur af verksamningi aðila. Hér er um ranga tölu að ræða en rétt tala er87.085.600 krónur. Ekki fæst séð hvernig hægt er að draga þá ályktun afskoðunum Frímanns, Guðmundar og Bjarna að einungis hafi verið búið að vinna 65%af samningsverkinu við riftun, enda hefur gagnstefnandi ekkert haft fyrir þvíað sýna fram á það. Til viðbótar bendir gagnstefndi á að Guðmundur og Bjarnigeta ekki talist hlutlausir í málinu. Endurgreiðslukrafa gagnstefnanda um23.836.480 krónur er því algjörlega vanreifuð og enginn fótur fyrir henni. Gagnstefndi hafnar alfariðþessari fullyrðingu gagnstefnanda um að framangreindir reikningar hafi veriðgreiddir með fyrirvara enda hefur hann ekki haft fyrir því að sýna fram á íhverju sá fyrirvari fólst. Umræddir reikningar eru fyrir verk sem voru umbeðin afgagnstefnanda og sannanlega unnin og á því gagnstefnandi enga kröfu umendurgreiðslu á þessum reikningum.Gagnstefndihafnar því einnig að gagnstefnandi eigi nokkra kröfu til endurgreiðslu vegnasuðuvinnu á skrokk enda var sú vinna ekki partur af verksamningi aðila. Þegargagnstefnandi hafði rift verksamningi aðila á ólögmætan hátt kom upp sú staðaað hann gat fengið skipið afhent gegn afhendingu bankaábyrgðar sem hannframvísaði. Ástand skipsins á þessum tíma var hins vegar þannig að ekki varhægt að sjósetja skipið nema með því að gera það sjóklárt, sem var talsverðvinna. Í þeim tilgangi gerðu aðilar með sér samkomulag um suðuvinnu á skrokk.Gagnstefndi framkvæmdi verkið á réttan hátt og fékk greiddar 8.000.000 krónafrá gagnstefnanda sem ekki eru afturkræfar. Hvað varðar órökstudda fullyrðingugagnstefnanda um það að endurgreiðslan byggist á því að suðuvinnan hafi falliðundir verksamning aðila telur gagnstefndi það ekki geta staðist. Fyrir liggurað það lá fyrir pöntun á aukaverki frá gagnstefnanda um að fjarlægja ballest úrskipinu og var það aukaverk framkvæmt. Það liggur í hlutarins eðli að við slíkaframkvæmd þarf að setja göt í skipið sem þarf síðan að loka aftur. Hvað varðar samanburðgagnstefnanda við tilboðið frá slippnum á Akureyri þá er það tilboð enganveginn raunhæft enda lá fyrir á þessum tíma að Bjarni ráðgjafi gagnstefnanda,var starfsmaður slippsins og til stóð að slippurinn tæki að sér að kláraviðgerðir á skipinu. Tilboð slippsins miðaðist einnig við að þeir ynnu verkið íaðstöðu gagnstefnda og með tækjum frá honum án endurgjalds til gagnstefndafyrir þau not. Gagnstefndi hafnar því sem röngu og ósönnuðu að samþykkt tilboðhans í verkið hafi verið óraunhæft.Gagnstefndihafnar því alfarið að gagnstefnandi eigi nokkra kröfu til endurgreiðslu vegnaviðgerðar á hliðarfærsluvagni. Þegar gagnstefnandi hafði rift verksamningiaðila á ólögmætan hátt kom upp sú staða að ekki var hægt að ná skipinu út úrskipasmíðastöðinni á þessum tíma nema með viðgerð á hliðarfærsluvagni enviðgerðir og endurbætur stóðu yfir á honum á þessum tíma og er þessu lýstnákvæmlega í 5. gr. í samningi aðila frá 8. nóvember 2010. Þar kemur fram aðgagnstefnandi var tilbúinn að greiða 3.000.000 króna gegn því að gagnstefndimyndi flýta viðgerð. Þessi greiðsla var ekki innt af hendi af gagnstefnanda meðneinum fyrirvara um réttmæti hennar, eins og fram kemur í stefnu, helduráskildi hann sér aðeins rétt til þess í 2. mgr. 6. gr. samningsins að fáendurskoðun á fjárhæð greiðslunnar yrði hún talin of há og áskildi gagnstefnandisér rétt til endurgreiðslu þess sem umfram væri. Gagnstefndi telur aðatvikalýsing undir þessum lið hjá gagnstefnanda sé röng í öllum meginatriðum ogvísar aftur til samnings aðila þar sem rétt atvikalýsing kemur fram. Gagnstefndihafnar því alfarið að honum beri að greiða reikning vegna kostnaðar við dráttskipsins frá Akranesi til Akureyrar enda var um ólögmæta riftun að ræða ogverður gagnstefnandi að bera allan kostnað sem af því hlýst. Gagnstefndi hafnarþví að skilyrði skaðabótaskyldu séu fyrir hendi og jafnvel þó svo væri getigagnstefnandi aldrei átt kröfu á gagnstefnda, fyrir því að hafa valið dýrastamöguleika sem í boði var hvað flutning skipsins varðar.Gagnstefndihafnar því að honum beri að greiða reikning vegna kostnaðar við aukalega aðstoðfrá Lloyd´s á Íslandi enda kom vinnan til vegna þess að gagnstefnandi riftisamningi sínum á ólögmætan hátt og því eru skilyrði skaðabótaskyldu ekki fyrirhendi. Gagnstefndi gerir einnig athugasemdir við reikninginn og fjárhæð hans.Skipið var dregið frá Akranesi 13. desember 2010 og lauk þar með vinnu Lloyd´s.Þrátt fyrir það ber reikningurinn það með sér að hann er vegna vinnu frá 4.nóvember 2010 og til loka janúar 2011.Gagnstefndihafnar því alfarið að honum beri að greiða skaðabætur vegna kostnaðar við að fáþriðja aðila til að ljúka verkinu enda var um ólögmæta riftun að ræða og verðurgagnstefnandi að bera allan kostnað sem af því hlýst. Þá hafi vinna viðsamningsverkið verið meira og minna búin þegar skipið kom til Akureyrar.Gagnstefndi bendir einnig á að skýrslur frá Antoni og Bjarna sem gagnstefnandibyggir kröfur sínar á, hafi ekkert sönnunargildi í málinu enda tók slippurinn áAkureyri að sér verkið og hafði hagsmuni af því að geta skuldað sem mest út áþað.Þávísar gagnstefndi til þess að gagnstefnandi hafi lagt fram skjal sem stafareinnig frá Antoni því til enn frekari sönnunar að ekki hafi verið búið að vinna90% af verkinu. Gagnstefndi mótmælir innihaldi þessa skjals sem ósönnu ogfjarstæðukenndu. Gagnstefndi telur sig hafa verið búinn að vinna 93,95% afsamningsverkinu við riftun og hefur gefið út kreditreikninga vegna 6,05% semeftir stóðu og eru þeir að hluta til byggðir á samkomulagi á milli aðila. Gagnstefndihafnar því alfarið að honum beri að greiða skaðabætur vegna kostnaðar við útgáfubankaábyrgðar til handa gagnstefnanda enda var um ólögmæta riftun að ræða ogverður gagnstefnandi að bera allan kostnað sem af því hlýst. Eftir hinaólögmætu riftun átti gagnstefndi haldsrétt í skipinu vegna vangreiddra verka ogþví stóð gagnstefnandi frammi fyrir því að koma þessu í skil eða útvegabankaábyrgðir til að losa haldsréttinn. Kaus hann að leggja fram bankaábyrgðirog á enga kröfu á gagnstefnda vegna kostnaðar við að verða sér úti um þær.Gagnstefndihafnar því alfarið að honum beri að greiða dagsektir enda var um ólögmætariftun að ræða. Eins og áður hefur komið framneitar gagnstefndi því að skýrsla frá Aflvís ehf. hafi nokkurt sönnunargildi ímálinu, sökum þess að hún var unnin einhliða fyrir gagnstefnanda. Gagnstefndier þó sammála skýrsluhöfundi þar sem hann segir: Viðbótarverkin, bæði fjöldiverka, fjöldi vinnustunda að baki verkanna og hlutfall kostnaðar viðbótarverkamiðað við heildarupphæð, gerir það að verkum að ekki er um að ræða dagsektir aðmínu mati.Gagnstefndibendir á að gagnstefnandi setji fram skaðabótakröfur með virðisaukaskatti þóttfyrir liggi að þær beri ekki virðisaukaskatt.Gagnstefndimótmælir kröfu um dráttarvexti og bendir á að hann var ekki krafinn um greiðsluá stefnukröfu málsins fyrr en með þingfestingu máls þessa 1. nóvember 2011. Varðandi kröfuum málskostnað vísar stefndi til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála og ákvæða 21. kafla laganna. Forsendur ogniðurstaðaAðilar gerðu með sér verksamning20. nóvember 2009 um endursmíði og endurbyggingu skips, Fossár, og átti verkinuupphaflega að vera lokið 30. maí 2010. Hér er um að ræða þrjú mál sem sprottineru af þessum viðskiptum aðila. Ágreiningur aðila snýst um uppgjör vegnaverksins og hvort skilyrði fyrir riftun verksamnings hafi verið fyrir hendi. Stefnandi byggir málatilbúnaðsinn á því að stefndi hafi óskað eftir því að verkin yrðu framkvæmd og honumberi því að greiða reikninga vegna þeirra á grundvelli almennra reglnakröfuréttarins um greiðslu fjárskuldbindinga. Einnig byggir hann á því aðriftun stefnda á samningnum hafi verið ólögmæt og hafi hún komið í kjölfar þessað stefnandi hætti vinnu við viðbótarverk þar sem hann hafi ekki fengiðgreiðslu fyrir þau á umsömdum gjalddögum. Við riftun höfðu síðast veriðgreiddir reikningar 17. maí 2010. Þá hafi ekki komið aðvörun um riftuninafyrirfram frá stefnda þar sem viðbótarfrestur væri gefinn að viðlagðri riftun.Þá vísar stefnandi til þess að stefndi hafi sönnunarbyrði um að reikningarnirstandist ekki.Stefndi byggir á því að riftunstefnda á verksamningi hafi verið lögmæt þar sem stefnandi hafi vanefnt aðskila verkinu á réttum tíma í réttu ástandi, reikningsgerð stefnanda hafi ekkiverið forsvaranleg, að stefndi hafi framkvæmt riftun á forsvaranlegan hátt,dráttur á verklokum hafi ekki verið vegna atriða er vörðuðu stefnda, stefnandihafi ekki óskað eftir viðbótarfresti vegna aukaverka, meint aukaverk hafi ekkiverið réttilega samþykkt, afhending teikninga og búnaðar hafi ekki haft áhrif áverklokatíma, leyndir gallar hafi ekki haft áhrif á verklokatíma og að stefndieigi rétt á endurgreiðslu vegna ofgreiðslu sem koma eigi til skuldajafnaðarverði stefnandi talinn eiga kröfu á hendur honum, sbr. 28. gr. laga nr. 91/1991um meðferð einkamála.Af hálfu stefnda er einnig byggtá því að líta beri til ákvæða IST 30 við úrlausn málsins. Staðalinn verður ekkihluti af samningi aðila nema sérstaklega sé um það samið. Svo var ekki í þessutilviki og verður því ekki litið sérstaklega til ákvæða staðalsins við úrlausnmálsins.Með bréfi dagsettu 4. ágúst 2010og tölvupósti dagsettum 6. ágúst 2010 lýsti stefndi yfir riftun samningsins.Málsaðilar eru sammála um að á þeim tíma hafi verið kominn upp ágreiningurvarðandi verklok. Þá byggir stefndi einnig á því að upp hafi verið kominnágreiningur varðandi tiltekna reikninga. Í bréfinu vísar stefndi til þess að þáhafi hann verið búinn að greiða 20-30% umfram það sem búið var að vinna afverkinu. Þá var vísað til þess að nær engin þróun hafi verið á vinnunni síðan íapríl 2010. Eins og að framan er rakið liggjafyrir matsgerðir dómkvaddra matsmanna, tvö undirmöt og tvö yfirmöt. Allirmatsmenn, utan Gríms Sveinbjörns Sigurðssonar yfirmatsmanns, staðfestu möt sínvið aðalmeðferð málsins. Verður það eitt að Grímur staðfesti ekki mat sitt viðaðalmeðferð málsins ekki talið rýra gildi yfirmats. Framangreind möt aukskýrslu Frímanns A. Sturlusonar vegna Navis ehf., sem einnig liggur fyrir, eruallt heildstæð möt sem taka til allra meginþátta verksins. Fyrir liggur að skipið var ekkiskoðað af yfirmatsmönnum en samkvæmt yfirmatsgerð þekktu þeir allir tilskipsins frá fyrri tíð. Þeir tveir yfirmatsmenn sem gáfu skýrslu fyrir dómi,Páll Ragnar Sigurðsson og Daníel Gísli Friðriksson, viku þar að einhverju leytifrá mati sínu en auk þess kom fram í mati þeirra og skýrslu fyrir dómi að þeirhafi, hvað varðar verkstöðu við riftun, tekið mið af skýrslu Frímanns. Eróhjákvæmilegt að dómurinn taki mið af framangreindu við mat á sönnunargildimatsins.Þá hefur skýrslu Frímanns veriðmótmælt af hálfu stefnanda með vísan til þess að hún sé unnin einhliða fyrirstefnda. Óumdeilt er að stefndi óskaði eftir gerð skýrslunnar og að stefnandihafði ekki aðkomu að gerð hennar þrátt fyrir að hafa staðið það til boða.Verður því ekki byggt á skýrslunni gegn andmælum stefnanda. Þá liggja einnig, eins og framarer rakið, fyrir álitsgerðir vegna afmarkaðra þátta málsins sem ýmist var óskaðeftir af stefnanda eða stefnda.Af málatilbúnaði aðila er ljóstað mikil breyting varð á verkinu frá því að samningurinn var gerður og fjöldiverka bættust við auk þess sem umsömdum verkum var breytt. Óumdeilt er aðaðilar voru um tíma sammála um að fresta verklokum til 6. ágúst 2010 en ekkináðist samkomulag milli aðila um síðari tímamörk þó af málsgögnum megi ráða aðstefndi hafi um tíma miðað við að verklok yrðu 15. september 2010. Þá fæst ekkiséð að af hálfu stefnda hafi verið skorað á stefnanda að ljúka verki fyrir 6.ágúst 2010 að viðlagðri riftun.Í samantekt yfirmatsmanna í matsgerð þeirra segir umframgang verksins: Við skipasmíðarer mikilvægt að vandað sé til verka. Oftast er kostnaður mjög hár og því borgarsig að undirbúningur sé eins góður og hægt er. Aukaverk eru oftast dýrari entilboðsverk og er því reynt að hafa verklýsingu nákvæma. Þetta verk leið aðvissu le[y]ti fyrir það að samningurinn gerði ekki ráð fyrir að greiðsla fyrirtilboðsverk væri í takt við framgangs verksins. Reikningsútskriftir séu ekkiauðskiljanlegar þegar verkþættir breytast og bætast við. Aðilum málsins varfyrirmunað að koma sér saman um að gerð yrði sameiginleg úttekt af óháðum aðilasem báðir skuldsettu sig að sætta sig við. Þar með varð alltaf óvissa um hvelangt hin mismunandi verk voru komin þegar leiðir aðila skildu og hafi verulegverðmæti farið forgörðum þegar ákveðið var að færa skipið í aðra skipasmíðastöð. Það er almennt talið skilyrðiriftunar að gagnaðili hafi verulega vanefnt skyldur sínar samkvæmt samningi.Þegar gögn um framvindu verksins eru skoðuð með hliðsjón af þessu má sjá aðbáðum aðilum var ljóst að fyrri áætlun hlaut að raskast í þá veru að lengjaverktíma. Þá liggur fyrir að það dróst að einhverju leyti að stefndi kæminauðsynlegum búnaði, tækjum og teikningum til stefnanda. Þetta mat dómsins færstuðning í mati yfirmatsmanna en þar segir að strax á fyrstu mánuðum hafi veriðljóst að aukaverk vegna verksins yrðu umfangsmikil og langt umfram það semeðlilegt gat talist. Þá kom fram hjá þeim að greinilegt sé að verkið hafitafist verulega vegna þess að teikningar og búnaður sem verkkaupi átti aðleggja til bárust seint. Samkvæmt mati yfirmatsmanna á töfum vegna þessa hafimátt reikna með að um 24 vikna framlengingu hefði þurft á upphaflegan verktímaeða nánast tvöföldun á verktíma. Í samningi stefnanda og stefnda var gert ráðfyrir 26 vikna verktíma og átti því að ljúka verkinu 30. maí 2010. Sé hins vegar miðað við að viðbótartíma upp á 24 vikurhefði þurft til að ljúka verkinu, hefðu verklok átt að vera í lok nóvember2010. Stefndi hafi hins vegar, að sögn stefnanda, tilkynnt um riftun 29. júlí2010 og fyrir liggur að hún var ítrekuð með bréfum dagsettum 4. og 6. ágúst2010 en það var aðeins rúmum 8 vikum eftir að samningstímanum lauk, 16 vikumfyrir eðlileg verklok að mati yfirmatsmanna. Þá kom fram í skýrslu Frímanns aðhann teldi að stefnandi hefði klárað verkið á tilsettum tíma ef aukaverk og breytingarhefðu ekki komið til. Þá er í 3. gr. verksamningsins sérstaklega tiltekið aðverktími sé háður því að verkkaupi standi tímanlega skil á öllum teikningum ogþeim búnaði sem hann útvegar. Einnig kemur fram í ákvæðinu, og er áréttað í 7.gr. samningsins, að viðbótarverk geti haft áhrif á verktíma. Ljóst er t.d. aðskrúfugír, krana og ljósavél var ekki skilað á tilsettum tíma auk ýmissateikninga. Þá er ljóst að þegar leið á verktímann kom upp ágreiningur umeinstaka reikninga sem aðilum tókst ekki að leysa. Telur dómurinn að stöðvun ágreiðslum frá stefnda, sem einnig er óumdeilt að hafi átt sér stað, hafi haftáhrif á verkið en stefndi átti m.a. þann kost að greiða reikninga með fyrirvaraum endurskoðun þeirra síðar en fór ekki þá leið. Þá varð það niðurstaðayfirmatsmanna að leyndir gallar í einangrun hafi orsakað tafir á verkinu enþeir gátu ekki sagt fyrir um það hversu mikil áhrif það hafi haft áheildarverktímann.Með vísan til framangreinds matsyfirmatsmanna verður ekki talið að sýnt hafi verið fram á að stefnandi hafivanrækt að klára verkið á réttum tíma og í réttu ástandi heldur sé ástæða þessað verkið dróst á ábyrgð stefnda. Það er mat dómsins, sem skipaður er sérfróðummeðdómsmönnum, að með hliðsjón af framangreindu, verkinu í heild og þeim breytingumsem þegar voru orðnar á því frá því að verksamningur var gerður, verði ekkitalið að framganga stefnanda hafi verið til þess fallin að valda töfum og raskahagsmunum stefnda þannig að talið verði að um verulega vanefnd eðafyrirsjáanlega verulega vanefnd stefnanda hafi verið að ræða. Er það því matdómsins að stefndi hafi ekki sýnt fram á að skilyrði riftunar hafi verið fyrirhendi og að riftun stefnda á verksamningnum hafi verið ólögmæt.Stefndi byggir á því aðreikningsgerð stefnanda hafi ekki verið forsvaranleg og hafi hann ítrekað þurftað óska eftir gögnum til skýringa og verklýsingar hafi verið í stikkorðaformi.Fær þessi málsástæða að einhverju leyti stuðning í mati yfirmatsmanna, en þeirtöldu að reikningsútskriftir hafi ekki alltaf verið auðskiljanlegar þegarverkþættir breytast og bætast við. Af hálfu stefnanda er bent á að lýsingarverka á reikningum séu komnar frá stefnda. Með vísan til framangreinds verðurekki talið að færð hafi verið fram rök fyrir því af hálfu stefnda að þessi málsástæðaleiði til sýknu stefnda af greiðslu reikninganna en kann ásamt öðru að koma tilskoðunar hvað einstaka reikninga varðar.Þá verður, með vísan til 3. og 7.gr. verksamnings, ekki talið að skortur á formlegum beiðnum um viðbótarfrestvegna aukaverka hafi girt fyrir að líta eigi til stækkunar verksins vegnaaukaverka. Þetta fær einnig stuðning í ofangreindu mati yfirmatsmanna þar semfram kemur að báðum aðilum hafi verið ljóst að fyrri áætlun hlaut að raskast íþá veru að lengja verktíma. Hvað varðar þá málsástæðu stefnda að meint aukaverkhafi ekki verið réttilega samþykkt þá er til þess að líta að þrátt yfir þannframburð Björns Samúelssonar, starfsmanns stefnda, að hann hafi ekki gegnthlutverki eftirlitsmanns á verkstað þá bendir t.d. framburður Bjarna, ráðgjafastefnda, fyrir dómi og málsgögn, er ljósi varpa á hlutverk Björns, til þess aðsvo hafi verið. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 568/2010, sem kveðinn var upp12. október 2010, var fjallað um innsetningarkröfu stefnda í skipið.Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms þar sem því var slegið föstu að ekki verðitalið að með áritun Björns á yfirlitsblaði þar sem viðbótarverk eru talin hafiverið fallist fyrirvaralaust á alla reikninga stefnanda. Sjálfur hefur Björnborið um það fyrir dómi að með áritun sinni hafi hann verið að staðfesta aðverk hafi verið unnin. Þá telja yfirmatsmenn að verkbeiðnir vegna aukaverkaundirritaðar af Birni séu löglegar og gerð þeirra sé a.m.k. jafn góð og tíðkastí sambærilegum verkum og er á því byggt af dómnum að svo sé. Við mat ágreiðsluskyldu stefnda vegna neðangreindra reikninga er litið til ofangreinds,þeirrar niðurstöðu yfirmatsmanna að öll þau verk sem unnin voru hjá stefnandahafi verið umbeðin af stefnda og eftir atvikum einnig til annarra þátta.Stefna Þorgeirs& Ellerts hf. á hendur Þörungaverksmiðjunni hf., birt 14. júní 2011. Mál 1.Í máli þessu gerir aðalstefnandi,hér eftir nefndur stefnandi, kröfur um greiðslur vegna samningsverka ogviðbótarverka og byggir hann kröfur sínar á neðangreindum reikningum sem áðurhefur verið lýst nánar. Samtals er krafan að fjárhæð 56.546.298 krónur.Í kafla 5.2.2 í stefnu er gerðkrafa um greiðslu níu reikninga, samtals að fjárhæð 16.497.890 krónur.Stefnandi byggir á því að þessir reikningar séu vegna leiðréttinga á magntölum ogviðbótarverka sem fólu í sér frávik frá verksamningi.Reikningur nr. R27462 byggist ámagnaukningu í frárifi og er vegna viðbótar frárifsþyngda samkvæmt sundurliðunsem lögð var fram með reikningi og hljóðar upp á 983.000 krónur. Aðalstefndi,hér eftir nefndur stefndi, byggir varnir sínar á því að samkvæmt útboðsgögnumhafi ætluð frárifsþyngd á hreinu stáli verið um 35 tonn en inni í þeirri tölusé m.a. þyngd á stáli í brú, þili í lest, dekkhlutum, radarmastri o.fl. Þyngd áþeim búnaði hafi ekki verið gefin upp enda sé ómögulegt að tilgreina hana. Íútboðsgögnum var því lýst að fjarlægja ætti allt af afturskipinu og talinn upphluti þess búnaðar sem því tilheyrði auk þess sem teikningar og myndir fylgdu.Þannig sé því mótmælt að stefnandi hafi ekki haft nægilegar forsendur til aðbyggja tilboð á. Upphaflega var áætlað samkvæmt verklýsingu að frárif væri uppá 35 tonn en raunverulega hafi verið um 65,5 tonn að ræða og kemur fram áfylgigögnum að sú tala hafi verið fundin með vigtun og er hún nánar sundurliðuðí málsgögnum. Þá er því lýst, í sundurliðun er fylgdi reikningi, hvað var rifiðúr skipinu og dregið frá það sem sett var í það á ný. Ekki hefur verið sýntfram á annað magn í framlögðum matsgerðum eða neitt fram komið í öðrum gögnumsem bendir til þess að þær magntölur sem reikningur byggist á séu rangar.Dómurinn telur magnaukninguna eðlilega með hliðsjón af þeim breytingum er urðuá verkinu frá því sem lýst er í útboðsgögnum og þeim miklu breytingum semgerðar voru á skipinu. Einnig liggur fyrir að gefinn var mikill afsláttur áverði. Þá verður ekki fram hjá því litið að vitnið Bjarni sagði í framburðisínum fyrir dómi að hann kannaðist við þennan reikning og hafi gert ráð fyrirað hann yrði greiddur. Þá er reikningurinn sundurliðaður í einstaka frárifshlutasem hægt er að reikna út. Loks liggur fyrir að stefndi var á verktíma meðeftirlitsmann á verkstað og hann hafi ekki haft athugasemdir við að frárif væriorðið umfram það sem tilboð byggist á. Af hálfu stefnda hafa ekki verið gerðarneinar tilraunir til að hnekkja þeim gögnum sem reikningurinn byggist á. Meðvísan til framangreinds er það niðurstaða dómsins að stefndi verður dæmdur tilgreiðslu reikningsins. Reikningur nr. R27488 er vegnaviðbótarstyrkingar vegna þilfarskrana og vinnu vegna aukins umfangs verksinsvegna stækkunar kranans úr 60 í 110 tonn per metra, að fjárhæð 3.698.750krónur. Með reikningnum var lögð fram greinargerð Ingólfs Árnasonar, f.h.stefnanda, um frávik frá aðaltilboði sem leiddi til viðbótarkostnaðar þar semgerð er grein fyrir því að kostnaður þessi sé tilkominn þar sem ákveðið var aðgera framangreindar breytingar. Stefndi byggir vörn sína á því að kostnaðurvegna lúgukarms sem lækkaður var úr 1,5 metrum í 1,1 metra hafi átt að koma ámóti viðbótarkostnaði vegna kranans og vísar því til stuðnings til skýrsluFrímanns sem taldi lækkun vegna breytinga á lúgukarmi hafa verið meiri enaukning vegna kranans og því hafi þessar breytingar átt að lækka samningsverð. Auk þess að vera þyngri var nýikraninn með lengri útleggi og var dælustöð hans ekki innbyggð eins og í þeimkrana sem upphaflega var ætlunin að setja í skipið. Með breytingunum varkraninn fluttur frá dekkhúsinu og látinn standa sjálfstætt á þilfarinu. Við þaðvarð að gera nýjar undirstöður með stáltunnu frá þilfari niður í kjöl.Teikningu af þessari breytingu gerði Bjarni í mars 2010 og barst stefnanda, aðhans sögn, 21. apríl 2010. Samkvæmt þeirri teikningu jókst stálmagn ístyrkingunni um rúm 1.000 kg, auk þess sem styrking olli miklum breytingum þarsem hún gekk frá þilfari gegnum vélahúsið niður í kjöl. Þá kemur fram í matidómkvaddra yfirmatsmanna að uppsetning á þetta stærri krana með sjálfstæðridælustöð ásamt breytingum á fyrirkomulagi undirstaða geri umfang verksinstalsvert meira. Þetta varð til þess að yfirmatsmenn komust að þeirri niðurstöðuað 3.698.750 krónur væri eðlilegt verð fyrir þessa breytingu. Tveir af þremuryfirmatsmönnum, Daníel og Páll, gáfu, eins og áður hefur verið rakið, skýrsluvið aðalmeðferð málsins og staðfestu matsgerð sína hvað þetta varðar. StaðfestiPáll þá að þeir hafi ekki litið svo á, eins og lesa mætti úr mati, að seinkun áafhendingu teikninga hafi haft áhrif á verð. Með vísan til framangreinds er þaðniðurstaða dómsins að stefnda beri að greiða þennan reikning. Reikningur nr. R27519 er vegnafærslu stýrisvélar að fjárhæð 454.900 krónur. Með reikningnum var lögð framgreinargerð um frávik frá aðaltilboði sem leiðir til viðbótarkostnaðar þar semnánar er gerð grein fyrir því hvernig kostnaður þessi er tilkominn. Verkiðmiðaði að því að koma fyrir nýjum skrúfubúnaði og stýri og til þess þurfti aðfæra til stýrisvél og lengja hælstykki. Því hafi þurft að búa til skot inn ískutgeymi til að koma stýrisvélinni aftur um 250 mm. Samkvæmt gögnum málsinskomu aldrei teikningar frá stefnda af þessari breytingu og er reikningur aðhluta til vegna hönnunar á staðnum. Stefndi mótmælti reikningnum sem of háum ogvísaði því til stuðnings í skýrslu Frímanns og Guðmundar Péturssonar,starfmanns Aflvís ehf. Þá samþykkti hann við meðferð málsins að greiða 325.000krónur vegna þessarar kröfu. Í mati dómkvaddra yfirmatsmanna, semyfirmatsmennirnir Daníel og Páll staðfestu fyrir dómnum hvað þetta varðar, komfram að þeir teldu þetta vera viðbótarverk og fjárhæð reikningsins hafi veriðsanngjörn fyrir smíði á skáp fyrir stýrisvél og stamma. Þessu mati þeirraverður ekki hnekkt með skýrslum Frímanns og Guðmundar sem unnar voru einhliðafyrir stefnda, eins og áður er rakið. Telur því dómurinn rétt með vísan tilframangreinds að byggja beri á mati dómkvaddra yfirmatsmanna. Er það þvíniðurstaða dómsins að dæma stefnda til að greiða reikninginn.Reikningur nr. R27526 er vegnalengingar hælstykkis að fjárhæð 419.500 krónur. Með reikningi var lögð framgreinargerð um frávik frá aðaltilboði sem leiðir til viðbótarkostnaðar og nánarer gerð grein fyrir því hvernig kostnaður þessi er tilkominn. Kemur þar fram aðauk þess að lengja hælstykkið um 250 mm hafi þurft að styrkja það enn frekarvegna aukinnar lengdar og þá hafi „stýrisbátur“ upp undir skut orðið viðameiri.Þá hafi teikning ekki borist og því hafi hönnun farið fram á staðnum. Stefnditelur óumdeilt að lengja hafi þurft hælstykkið en mótmælir fjárhæðinni og vísarþví til stuðnings í skýrslu Frímanns. Í mati dómkvaddra yfirmatsmanna, sem Pállog Daníel staðfestu fyrir dómnum hvað þetta varðar, kom fram að þeir telduþetta vera viðbótarverk og fjárhæð reikningsins hafi verið sanngjörn og eðlilegvegna lengingar hælsins um 250 mm. Stefndi gerir þá athugasemd við þessa niðurstöðumatsmanna að hún sé ekki rökstudd í mati. Í skýrslu sinni við aðalmeðferðmálsins staðfestu Páll og Daníel mat sitt hvað þetta varðar og báru um aðniðurstaða þeirra hafi verið byggð á útreikningum. Með vísan til þess verður matiþeirra ekki hnekkt með skýrslu Frímanns sem unnin var einhliða fyrir stefnda.Er það niðurstaða dómsins að framangreint verð sé eðlilegt og verður stefndiþví dæmdur til greiðslu reikningsins. Reikningur nr. R27527 varðarviðbót vegna brúarsmíði (kjallari og brúargólf) og er samtals að fjárhæð2.639.200 krónur og reikningur nr. R27528 er vegna breytingar á uppgangi tilbrúar og er að fjárhæð 237.000 krónur. Með þessum reikningum fylgdugreinargerðir stefnanda um frávik frá aðaltilboði sem leitt hafi tilviðbótarkostnaðar. Þar er því lýst að verkkaupi hafi hætt við að hafaandveltugeymi og yfirbygginguna yfir gömlu akkerisvindurnar undir brú skipsins.Var þá ákveðið að gömlu akkerisspilin skyldu fjarlægð og ný staðsett framan viðbrúna. Þá hafi legið beinast við að brúin sæti á bakkaþilfarinu enda hafiverksali gefið út verðlækkun vegna þessara breytinga. Þá hafi verkkaupi ákveðiðað halda brú í sömu hæð og búa til kjallara úr áli undir brúnni. Þetta hafiekki komið í ljós fyrr en teikning kom að brúnni og hafi það leitt tilverulegrar viðbótarsmíði úr áli ásamt því að klæða þurfti fjórar úthliðarkjallarans með steinull og krossvið að innanverðu. Þá varð smíði brúargólfsumfangsmeiri. Af hálfu stefnda er því sérstaklega mótmælt, sem fram kemur íframlögðum fylgiskjölum með reikningi, að ætlunin hafi verið sú að láta brúnastanda á bakkaþilfarinu. Ákveðið hafi verið að hafa falskt gólf fyrir ýmis tækiog leiðslur og fyrirkomulagið hafi, hvað þetta varðar og uppgang, veriðeinfaldara en upphaflega var áætlað og hefði því átt að leiða til lækkunar ásamningsverði. Þá hafi breyting á uppgangi til brúar einnig verið til þess aðeinfalda verkið. Þessu til stuðnings er af hálfu stefnda vísað til skýrslnaFrímanns og Guðmundar. Einnig mótmælir hann því að búið hafi verið að einangraog klæða kjallara þegar skipið kom til Akureyrar. Þá byggir stefndi kröfu sínaum sýknu af greiðslu reikningsins á því að aukakostnaður vegna þessa sé látinnkoma á móti því að andveltigeymir var felldur út. Þessir tveir reikningar eru, einsog rakið hefur verið, vegna breytinga úr stáli í ál og breytinga á uppgangi tilbrúar. Niðurstaða yfirmatsmanna varð sú að þeir töldu að verðlækkun vegnabrottfalls andveltigeymis kæmi á móti þessum breytingum og því bæri stefndaekki að greiða þessa tvo reikninga. Í skýrslu sinni við aðalmeðferð málsinsbáru bæði Páll og Daníel um að þessi niðurstaða þeirra væri röng. Hún hafibyggst á röngum útreikningum þegar þeir hafi áætlað kostnað pr. kg í aukaverkumí magni en þeim hafði yfirsést að búið var að semja um að fjarlægjaandveltugeymi. Þeir hafi reiknað út hvað geymarnir hefðu kostað sem hafi veriðrangt þar sem viðbótarverk hafi verið á öðru verði en tilboðsverk. Þá hafi þeirekki haft nýju teikninguna af brúnni. Báðir töldu þeir fyrir dómi að réttniðurstaða væri sú að stefndi greiddi báða reikningana. Með vísan til breytts framburðartveggja yfirmatsmanna um þetta atriði og þeirrar staðreyndar að þriðjiyfirmatsmaðurinn kom ekki fyrir dóminn til að staðfesta og eftir atvikumútskýra mats sitt þá verður niðurstaða hvað varðar greiðsluskyldu stefnda vegnaþessara reikninga ekki byggð á matinu. Dómurinn lítur hins vegar til breyttsálits framangreindra tveggja matsmanna í skýrslu þeirra fyrir dómi. Framburðurþeirra fær stoð í framlögðum gögnum og byggist á sérþekkingu þeirra, skoðun ámálsgögnum og að einhverju leyti þekkingu á skipinu. Það er því niðurstaðadómsins, með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og þess verks sem liggurað baki kröfunni, að dæma stefnda til að greiða báða reikningana. Reikningur nr. R27533 er vegnaviðbótar öndunarrörs í fjóra botntanka og er að fjárhæð 562.000 krónur. Meðreikningi fylgdi greinargerð um frávik frá aðaltilboði sem leiðir tilviðbótarkostnaðar þar sem fram kemur nánari skýring. Stefndi gerir athugasemdvið fjárhæð reiknings enda sé um einfalt verk að ræða og vísar því tilstuðnings í skýrslu Frímanns og hefur stefndi fallist á að greiða 250.000krónur í samræmi við niðurstöðu hans.Eins og að framan hefur veriðrakið hafnar dómurinn því að byggja niðurstöðuna á skýrslu Frímanns, gegnandmælum stefnda. Að öðru leyti er ekkert fram komið af hálfu stefnda er bendirtil þess að fjárhæð reikningsins sé í ósamræmi við unnið verk. Að teknu tillititil umfangs verksins og aðstæðna á verkstað er það mat dómsins að fjárhæðreikningsins sé hæfileg og verður stefndi því dæmdur til greiðslu hans.Reikningur nr. R27530 er vegnaviðbótar sandblásturs og er að fjárhæð 2.305.200 krónur. Samkvæmt stefnu er hérum að ræða kostnað við sandblástur á 204 fermetra svæði á dekki. Meðreikningnum fylgdi greinargerð um frávik frá aðaltilboði sem leiddi tilviðbótarkostnaðar og kemur þar fram að miðað sé við að fermetraverðið sé 22.600krónur, sem er í samræmi við samning aðila, og að gefinn sé 50% afsláttur afeiningarverði. Þar kemur fram að bletti, sem áður var talið að dygði að þvo með500 bara vatnsþrýstingi, þyrfti að sandblása og að Atli Árnason, fyrrverandiframkvæmdastjóri stefnda, og Bjarni hafi sérstaklega óskað eftir að þetta yrðiframkvæmt og sagt að greitt yrði sérstaklega fyrir sandblásturinn. Stefndibyggir vörn sína á því að ekki hafi verið óskað eftir þessum sandblæstri. Þáhafi þetta verk ekki verið samþykkt af stefnda. Vísar hann sérstaklega til þessað af hálfu stefnda hafi sérstaklega verið tekið fram að ekki væri gert ráðfyrir aukakostnaði vegna sandblásturs. Samkvæmt gr. 8.01 í útboðsgögnum,þar sem fjallað er um þrif á skipinu „exterior“, eða að utan, átti upphaflegaað sandblása botn skipsins að sjólínu en afganginn af skipinu átti aðháþrýstiþvo með 1.000 bara þrýstingi. Meðal framlagða gagna er tölvupósturBjarna, dagsettur 15. desember 2009, til Lárusar Skúlasonar, starfsmannsstefnda. Þar segir að stefndi samþykki aðeins að sandblásin verði þau svæðiundir vatnslínu skipsins sem augljóslega þarfnist þess en í stað þess aðheilblása botninn verði aðaldekkið og dekkhús sandblásin. Þeir gangi út frá þvíað sú fjárhæð tilboðsins sem ætluð var til sandblásturs á botninum sé næg tilað blása dekk og dekkhús sem þýði að þeir samþykki ekki viðbótarkostnað vegnaþessa. Óumdeilt er að hluti af þeirri vinnu sem átti að fara í það að sandblásabotninn var notaður til að háþrýstiþvo dekk og dekkshús. Stefndi byggir á þvíað það hafi verið gert með 500 börum og í ljós komið að það var ekkinægjanlegt. Hafi hann þá óskað eftir því að það væri þvegið með 1000 börum enekki sandblásið. Það hafi ekki verið gert heldur hafi dekkið verið sandblásiðþegar í ljós kom að þvotturinn dygði ekki. Gunnar Richter undirverktakistefnanda er vann við sandblásturinn gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Framkom hjá honum að hann telji að ekki hafi þurft að hækka tilboð vegnasandblásturs þó að honum hafi verið breytt eftir að hætt var við að sandblásabotn heldur hafi vinnan komið út „á pari“. Þá liggur fyrir ofangreindurtölvupóstur frá 15. desember 2009 en af honum má ráða að stefndi gerði ekki ráðfyrir viðbótarkostaði vegna sandblástursins. Loks er til þess að líta að sú vinna sem lögð var í undirvinnu fyrir málningu ermun minni en sú vinna sem lýst er í lýsingunni og gildi það bæði sandblásturinnog háþrýstiþvottinn, enda reginmunur á að þvo með 500 börum og 1000 börum. Meðvísan til framangreinds er það niðurstaða dómsins að sýkna stefnda af greiðslureikningsins.Reikningur nr. R27531 varðaraukakostnað vegna viðbótarverka og er að fjárhæð 5.197.540 krónur. Meðreikningnum var lagt fram yfirlit þar sem fram kemur að um sé að ræða kostnaðvegna aukaverka og verkfunda tiltekinna starfsmanna stefnanda á tímabilinujanúar til ágúst 2010. Samkvæmt málsgögnum er um að ræða vinnu við gerð listavegna ólokinna aukaverka. Af hálfu stefnda er byggt á því að fundarseta ognauðsynlegt skipulag vegna útboðsverksins hafi verið innifalin í útboðsverkinuog verkfundaseta vegna aukaverka á föstu gjaldi hefði átt að vera innifalin íþví fasta gjaldi. Þá lítur hann svo á að fundarseta vegna aukaverka átímagjaldi skuli rukkast með verki og gera þurfi ráð fyrir kostnaði sem þessumí álagningu. Dómurinn telur að ekki hafi verið sýnt fram á það með framlögðumgögnum eða framburði fyrir dómi að stefndi hafi beðið um listann en enginbeiðni liggur fyrir um að hún verði gerð. Þá telur dómurinn aðstjórnunarkostnaður stefnanda sé innifalinn í tilboði og verðlagningu vegnaverksins og verður stefndi því sýknaður af kröfu um greiðslu reikningsins. Í kafla 5.2.3 í stefnu varupphaflega gerð krafa um greiðslu 11 reikninga en nú er gerð krafa um greiðslufimm eftirfarandi reikninga, sem áður hefur verið lýst nánar, samtals aðfjárhæð 10.465.950 krónur.Af hálfu stefnda var því lýstyfir við aðalmeðferð málsins að hann samþykkti fjóra reikninga, þ.e. reikningnr. R27457 vegna vinnu við síðukjöl, að fjárhæð 866.000 krónur, nr. R27459vegna lækkunar á lestarþili að fjárhæð 63.000 krónur, nr. R27461 rist fjarlægðað fjárhæð 248.000 krónur, og nr. R27468 ballest fjarlægð úr stefni að fjárhæð1.787.000 krónur. Sæta þessir reikningar því ekki ágreiningi og verður stefndagert að greiða þá. Reikningur nr. R27470 er vegnasandblásturs og málunar, að fjárhæð 7.501.950 krónur, m.a. í lest. Stefnandibyggir á því að reikningurinn sé til kominn vegna tilboðsverks nr. T2131 semvarði sandblástur og málun á 540 fermetra svæði aukalega við það sem verklýsingkvað á um og er svæðið nánar sundurliðað í fylgigögnum með reikningi. Hafi hanngefið 50% afslátt á verkinu en raunkostnaður þess hafi verið 15.003.900 krónur.Samkvæmt reikningi er um að ræða verk sem Atli Árnason bað um að unnið yrði.Við meðferð málsins féllst stefndi á að greiða 3.672.500 krónur vegna verksinsen vörn hans byggðist á því að hann hafi ekki samþykkt verkið.Yfirmatsmenn töldu í mati sínu aðlest félli ekki undir það að vera „exterior“ og að sandblástur á lest væri utanútboðs og er það í samræmi við verklýsingu. Eins og framar er rakið varðarákvæði 8.01 í útboðsgögnum önnur svæði en lestina og tóku breytingar sem miðuðuað því að sandblása eða háþrýstiþvo skipið annars staðar í stað botns því ekkitil lestar.Reikningurinn tekur, eins ograkið hefur verið, m.a. til sandblásturs í lest sem er samkvæmt málsgögnum 325fermetrar. Fyrir liggur bréf vitnisins Þorsteins Haukssonar, starfsmannsFlügger, þar sem fram kemur að í ljós hafi komið að þvottur með 500 baraþrýstingi hafi ekki verið nægur til að hreinsa lest. Þar sem lestin þyrfti aðuppfylla kröfur um geymslu matvæla þurfi að hreinsa gamla málningu í burtu.Þetta staðfesti vitnið í skýrslu sinni fyrir dómi. Þar sem verktakinn, Daníelsslippur,hafi ekki yfir að ráða stærri dælu hafi hann ekki haft tök á því að fara íalhreinsun með vatni og hafi starfsmaður slippsins talað um að ef hann ætlaðiað hreinsa lestina yrði hann að sandblása hana. Af framangreindu má ráða aðnauðsynlegt hafi verið að sandblása lestina. Reikningurinn byggist áeiningarverði tilboðs sem er 22.600 krónur á fermetra og gefinn er 50%afsláttur af reikningi þar sem einingarverðið miðaðist við sandblástur í geymumsem sé töluvert dýrari. Af hálfu stefnda hefur ekki verið sýnt fram á aðreikningurinn, eins og hann er fram settur, standist ekki. Með vísan tilframangreinds er það niðurstaða dómsins að um aukaverk sé að ræða. Þá þykirdómnum mat yfirmatsmanna sanngjarnt með hliðsjón af verki og verður stefndi þvídæmdur til að greiða stefnanda 3.672.500 krónur. Í kafla 5.2.4 er gerð krafa umgreiðslu þriggja reikninga, auk þess sem þar er gerð grein fyrir þremurkreditreikningum og er krafa samkvæmt þessum kafla samtals að fjárhæð14.803.514 krónur, að teknu tilliti til kreditreikninganna.Af hálfu stefnda var því lýstyfir við aðalmeðferð málsins að hann samþykkti reikning nr. R27485 sem ertilkominn vegna ýmissa viðbótarverka að fjárhæð 3.050.022 krónur. Sætir þessireikningur því ekki ágreiningi og verður stefnda gert að greiða hann. Ekki er ágreiningur um þrjákreditreikninga, en það eru reikningar nr. R27487 sem tilkominn er vegnahliðarskrúfu, að fjárhæð -122.935 krónur, reikningur nr. R27486 vegna rafmagns-og trésmíðavinnu, að fjárhæð -3.721.327 krónur og reikningur nr. R27485 vegnatrésmíði, vegna verks nr. 27074, að fjárhæð -357.285 krónur. Komaframangreindar fjárhæðir til lækkunar þeim reikningum í kafla þessum semstefndi kann að verða dæmdur til að greiða.Reikningur nr. R27486 er vegnaýmissa viðbótarverka. Stefnandi byggir á því að hann sé vegna vinnu viðvökvakerfi skipsins o.fl. og er hann að fjárhæð 11.277.751 króna. Stefndi hefurfallist á greiðslu 8.636.182 króna vegna þessarar kröfu. Í kröfugerð stefnandaeru felldir út aukareikningar vegna vinnu sem tengist sandblæstri, sem dómurinntelur að felist í einingarverði sandblásturs og einnig verkliðir sem eru hlutiaf tilboði, samtals er fjárhæð reikninga sem dregnir eru frá kröfunni 2.641.569krónur og lækkar hún sem því nemur. Með vísan til þess verður stefndi þvídæmdur til að greiða stefnda 8.636.182 krónur vegna reikningsins. Reikningur nr. R27535 er aðfjárhæð 4.677.288 krónur. Byggir stefnandi á því að hann sé m.a. vegna efnissem selt var stefnda. Með reikningnum lagði stefnandi fram óundirritaðsamkomulag aðila vegna sölu á efni er keypt var að beiðni stefnda vegnareikningsverka. Stefndi hafnar alfarið greiðsluskyldu vegna þessa reiknings enþær varnir sem hann hefur fært fram varða efniskaupin en ekki aðra liðireikningsins. Þá hefur hann sérstaklega mótmælt framlagningu óundirritaðssamkomulags. Stefndi byggir á því í greinargerð sinni að hann hafi hafnað þvíað kaupa efnið af stefnanda og krafist þess að það yrði fjarlægt úr skipinuáður en það færi til Akureyrar og segir að verkstjórar stefnanda hafi fluttefnið úr skipinu og hafi það ekki verið um borð í skipinu þegar það kom tilAkureyrar. Reikningurinn varðar efni ívökvakerfi, sem var pantað af Birni 2. mars 2010 samkvæmt skrá yfirviðbótarverk, auk gírs og olíuskilju, leigu á brothömrum vegna ballestar ogsandblásturs lestar. Fyrir dómi miðaði sönnunarfærsla stefnanda aðallega að þvíað sýna fram á að röraefni í háþrýstilagnir hafi verið um borð í skipinu þegarþað var afhent stefnda. Staðfesti Björn að eitthvað af háþrýstirörum hefði veriðum borð í skipinu og sagði þau hafa verið tekin úr skipinu og hafi ekki fariðmeð til Akureyrar. Þá báru starfsmenn stefnanda, Valdimar Smári Axelsson, LárusSkúlason og Valgeir Valgeirsson, um að hafa setthluti í lestina áður en skipið var afhent í skipalyftunni, og nefndu Lárus ogValgeir að það hafi m.a. verið rör og Lárus að bæði hafi verið um að ræða búnaðsem stefnandi og stefndi hefðu keypt. Þá bar Bjarni einnig um að hafa tekiðhluti úr lest skipsins áður en brúin var sett í lestina og skipið dregið tilAkureyrar. Er framangreint í samræmi við markmið aðila með gerð samnings umsuðuvinnu frá 8. nóvember 2010 en samkvæmt honum átti að setja allan búnað semtengist skipinu og staðsettur er í skipasmíðahúsi stefnanda um borð í skipiðfyrir sjósetningu. Það má einnig ráða af framlögðum ljósmyndum að efnið hafiverið sett um borð í skipið. Dómurinn telur að meðframangreindu hafi verið sýnt fram á að efnið var í skipinu þegar það varafhent stefnda í skipalyftu í starfsstöð stefnda á Akranesi og hafi hann þvífengið vörslur þess. Hvað varðar þá liði reikningsins er varða leigu ábrothömrum og sandblástur þá hefur ekki verið nánar upplýst um þá. Er það þvíniðurstaða dómsins að dæma stefnda til greiðslu reikningsins að frádregnum þeimliðnum, þ.e. að frádregnum reikningum nr. R27461 og R27495, sem samtals eru aðfjárhæð 47.165 krónur. Verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda4.630.123 krónur.Í kafla 5.2.5 var upphaflega gerðkrafa um greiðslu sex reikninga, samtals að fjárhæð 56.546.298 krónur. Eftirþær breytingar sem stefndi gerði á kröfugerð sinni í þinghaldi 11. desember2014 standa eftir tveir reikningar. Annars vegar er um að ræða reikning nr.R27476 að fjárhæð 21.771.400, sem er áfangareikningur verksamnings(Lokagreiðsla T2036), og er samkvæmt reikningi um að ræða 20% eftirstöðvaverksamnings. Stefnandi hefur nú lækkað þessa kröfu sína í 4.333.727 krónur.Hins vegar er um að ræða reikning nr. R27500 vegna stöðugjalda að fjárhæð1.189.850 krónur.Hvað varðar reikning nr. R27476þá byggir stefnandi á því að verði talið að mat yfirmatsmanna sé haldið gallahvað varðar þetta atriði þá standi reikningur eins og hann sé settur fram eneinnig kom fram í málflutningi hans að þá komi einnig til greina að líta tilundirmats. Stefndi byggir á því að stefnandi eigi ekki rétt á frekari greiðslumvegna þess hluta verksins sem sannanlega hafi verið unninn og taldi að hannhafi við riftun verið búinn að greiða 89,5% af heildarfjárhæð. Þá telurstefndi, eins og fram kemur í stefnu birtri 27. október 2011, að hann eigi réttá endurgreiðslu vegna þess sem hann hefði ofgreitt vegna verksamnings. Stefndibyggir einnig á því að líta beri til undirmats verði niðurstaðan ekki byggð áyfirmati.Eins og áður hefur verið rakiðkomu tveir af þremur yfirmatsmönnum fyrir dóminn til skýrslugjafar viðaðalmeðferð málsins, þeir Páll og Daníel. Fram kom hjá þeim báðum að við mat áþví hve mikil vinna var eftir við samningsverkið við riftun hafi þeir fylgtniðurstöðu Frímanns. Þá má einnig af framburði þeirra ráða að þeir hafi taliðað þau gögn sem þá lágu fyrir um stöðu verksins og þeir höfðu til að byggjaniðurstöðu sína á hafi verið misvísandi, og vísuðu sérstaklega til gagna ummálningarvinnu. Því hafi þeir farið þessa leið í vinnu sinni. Auk framangreindser til þess að líta að rafmagns- og trésmíðavinna hafði ekki verið gerð uppþegar Frímann skilaði skýrslu sinni og yfirmatsmenn höfðu ekki aðgang aðskýrslu Þorsteins Haukssonar um stöðu á málningarvinnu 7. október 2010, semfyrst var lögð fram við aðalmeðferð málsins 26. september 2016. Eins og rakiðhefur verið þá er skýrsla Frímanns unnin einhliða fyrir stefnda og verður þvíniðurstaða málsins ekki henni byggð gegn andmælum stefnanda. Ákvæði IX. kaflalaga nr. 91/1991 um meðferð einkamála byggist á því að dómkvöddum matsmönnunberi að leggja sjálfstætt mat á þau atriði sem þeir eru dómkvaddir til að metaog byggja þar á sérþekkingu sinni. Með framburði sínum við aðalmeðferð málsinshafa tveir af þremur yfirmatsmönnum lýst annmörkum á mati þeirra sem dómurinntelur leiða til þess að niðurstaða málsins, hvað þennan kröfulið varðar, verðiekki á því byggð. Þá kemur til skoðunar undirmat sem framkvæmt var af ÓlafiFriðrikssyni og Stefáni Sigurðssyni en þeir komu báðir fyrir dóminn viðaðalmeðferð málsins og staðfestu matsgerðir sínar. Í fyrri matsgerðinni erþeirri spurningu m.a. beint til matsmanna hversu miklum hluta útboðsverksinshafi verið lokið þegar riftun verksamnings aðila átti sér stað 6. ágúst 2010. Ímatsgerðinni kemur fram að við mat á stöðu tilboðsverksins hafi verið stuðstvið útreikninga sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur gerði þegar hún bauð í þetta samaverk. Það tilboð hafi verið upp á 114,9 milljónir króna án virðisaukaskatts oginnifalið í því teikningavinna samkvæmt tilboði frá Navis ehf. upp á 1.250.000krónur og rafmagnshlutinn samkvæmt tilboði frá Raftíðni ehf. upp á 13.500.000krónur. Sandblástur hafi verið undanþeginn því tilboði og gert ráð fyrir 10.400seldum tímum í verkinu, án vinnu rafvirkja, tæknimanna, tankahreinsara oggólfefnamanna. Þá segir í matinu að upphaflegt tilboð stefnanda hafi verið108.857.000 krónur eftir leiðréttingu, þ.e. lækkun vegna niðurfellingar ávélarupptekt að fjárhæð 7.928.000 krónur sem talin var innifalin í öðrumverkþætti, og umsaminn afsláttur 5.400.000 krónur, og hafði þá verið samið umað verkkaupi sæi um teiknivinnu. Miðuðu matsmenn við að almennur kostnaðurlækkaði um 1.250.000 krónur eftir að teiknivinna færðist yfir á verkkaupa enafsláttur að öðru leyti deildist niður á verkliði. Mátu matsmenn það svo að78,96% af útboðsverkinu hafi verið lokið er samningnum var rift.Dómurinn, sem skipaður ersérfróðum meðdómsmönnum, lítur ekki svo á að það rýri gildi undirmatsins aðmatsmenn litu við mat sitt til útreikninga sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur gerðivegna tilboðs í sama verk, enda um að ræða gögn er urðu til áður en ágreiningurvarð milli aðila um verkið, auk þess sem ætla verður að svipaðar forsendur hafibúið að baki útreikningum þeirra og þeim sem tilboð stefnanda byggðist á ogstefndi samþykkti. Dómurinn telur, á grundvelli framlagðra gagna, umfangssamningsverksins og þeirra breytinga sem gerðar voru á því, að líta beri tilniðurstöðu undirmatsmanna við úrlausn um réttmæti kröfu þessarar. Með vísan tilofangreindrar niðurstöðu undirmatsmanna er það niðurstaða dómsins að ólokiðhafi verið vinnu fyrir 20.461.500 krónur við riftun, verki lokið fyrir76.844.007 krónur og að stefndi hafi þá verið búinn að greiða 87.209.700krónur. Er það því niðurstaða dómsins að stefndi hafi við riftun verksins veriðbúinn að ofgreiða m.v. stöðu samningsverksins 10.365.693 krónur. Verður stefndiþví sýknaður af kröfu þessari.Hvað varðar reikning nr. R27500þá byggir stefnandi á því að hann sé vegna stöðugjalda í samræmi við viðaukavið verksamning aðila, fyrir 53 daga á 22.450 krónur dagurinn, á tímabilinu frááætluðum verklokum 7. júní 2010 að riftunardegi 29. júlí 2010, að fjárhæð1.189.850 krónur. Af hálfu stefnda er reikningnum mótmælt og vísað til þess aðum sé að ræða tímabil þar sem stefnandi hafi vanefnt samninginn og stefndihafði veitt honum viðbótarfest til að ljúka verkinu.Umkrafið verð byggist á gjaldskrástefnanda og er þar um að ræða einingarverð sem gefið er upp í fylgiskjali meðverksamningi aðila dagsettum 21. október 2009 sem ber heitið „leiðréttverðtilboð verksala“. Þar er ákveðið einingarverð fyrir „extra docking day“22.450 krónur. Óumdeilt er með aðilum að skjal þetta er hluti verksamningsaðila. Dómurinn hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að seinkun á verkinu séeðlileg vegna aukaverka og vegna atriða sem stefndi stóð ekki skil á innaneðlilegs tíma, þ.e. teikningar og tæki, og riftun hafi því verið ólögmæt.Verður því ekki fallist á framangreindar varnir stefnda. Með vísan tilframangreinds er stefndi dæmdur til að greiða stefnanda stöðugjöld í samræmivið framangreindan reikning samtals 1.189.850 krónur.Í kafla 5.2.6 er gerð krafa umgreiðslu fjögurra reikninga, samtals að fjárhæð 9.255.366 krónur vegna stöðu oggeymslugjalda. Um er að ræða reikning nr. R27509 vegna stöðugjalda frá 30. júlítil 31. ágúst 2010, að fjárhæð 2.982.738 krónur, reikning nr. R27510 vegnastöðugjalda frá 1. til 30. september 2010 að fjárhæð 2.720.040 krónur, reikningnr. R27511 vegna stöðugjalda frá 1. til 31. október 2010 að fjárhæð 2.823.852krónur og reikning nr. R27512 vegna stöðugjalda frá 1. til 8. nóvember 2010 aðfjárhæð 28.736 krónur. Allir þessir reikningar taka til tímabilsins frá 29.júlí 2010 til þess dags er samningur var gerður milli aðila um að stefnandimundi framkvæma þá vinnu sem þyrfti til að sjósetja skipið. Reikningarnirbyggjast á því að stöðugjald sé á bilinu 90.386 krónur til 91.092 krónur á dag.Stefndi byggir varnir sínar á því að hann beri ekki greiðsluskyldu vegnaþessara reikninga þar sem skipið hafi ekki á þessum tíma verið á athafnasvæðistefnanda eða innandyra hjá stefnanda að beiðni stefnda sem þá hafði riftsamningi og krafist þess að fá skipið afhent. Hafi hann þurft að krefjastinnsetningar í skipið til að fylgja eftir kröfu sinni.Þar sem niðurstaða dómsins varðsú, eins og áður hefur verð rakið, að riftun samningsins hafi verið ólögmæt, erfallist á kröfu stefnanda um að stefndi verði dæmdur til greiðslu stöðugjaldavegna slippsins á framangreindu tímabili. Með sömu rökum er því hafnað að hægtsé að miða kröfu við aðra gjaldskrá en þá sem gilti milli aðila á grundvelliverksamningsins og nánar er lýst hér að framan vegna reiknings nr. R27500.Verður stefnda því á grundvelli framangreindra reikninga gert að greiðastefnanda stöðugjöld að fjárhæð 22.450 krónur á dag í 102 daga vegnatímabilsins frá 30. júlí 2010 til 8. nóvember 2010, samtals 2.289.900 krónur. Með vísan til framangreinds erþað niðurstaða dómsins að stefnda beri að greiða stefnanda 31.225.380 krónurvegna krafna samkvæmt stefnu birtri 14. júní 2011.StefnaÞorgeirs & Ellerts hf. á hendur Þörungaverksmiðjunni hf., birt 16.september 2011. Mál 2.Í máli þessu gerir stefnandikröfu um að stefnda verði gert að greiða honum 21.737.085 krónur í skaðabætur.Alls setur stefnandi í máli þessu fram efndabótakröfur í þremur liðum sem hannbyggir á almennu skaðabótareglunni. Telur hann sig eiga rétt til bóta vegnatjóns sem stefndi hafi bakað honum með ólögmætri og fyrirvaralausri riftun áverksamningi aðila og byggir kröfu sína á dómafordæmum Hæstaréttar. Stefnditelur hins vegar að riftun á verksamningnum hafi verið lögmæt vegna verulegravanefnda stefnanda. Eins og rakið hefur verið hér að framan er það niðurstaðadómsins að riftun stefnda á samningi aðila hafi verið ólögmæt eins og á stóð.Stefndi byggir sýknukröfu sína einnig á því kröfur stefnanda séu niðurfallnarvegna tómlætis þar sem þær hafi fyrst verið settar fram þegar rúm tvö ár voruliðin frá riftun samnings. Samningnum var rift 6. ágúst 2010 og stefna vegnamálsins var birt fyrir stefnda 16. september 2011. Með vísan til þess að á þeimtíma voru rekin önnur dómsmál vegna ágreinings málsaðila og umfangs verksinsverður ekki talið að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti hvað þessar kröfursínar varðar og er því þessari málsástæðu hafnað.Í fyrsta lagi er um að ræða kröfuum efndabætur vegna ólögmætrar riftunar á verksamningnum, samtals að fjárhæð10.380.370 krónur. Krafan var upphaflega í þremur liðun en nú standa eftirtveir kröfuliðir af þremur, annars vegar krafa um greiðslu efndabóta vegnaólögmætrar riftunar að fjárhæð 1.733.491 króna og hins vegar krafa um greiðsluefndabóta vegna aukaverka á tímagjaldi að fjárhæð 8.646.879 krónur en stefnandihefur fellt niður kröfu sína vegna aukaverka á tilboðsverði en um var að ræðakröfu vegna eftirstöðva samnings við Rúdolf B. Jósefsson og Straumnes hf. Telurhann að orsakasamband sé á milli þess tjóns sem hann krefur stefnda um greiðsluá og vanefnda stefnda. Miðar stefnandi við að bæturnar eigi að gera hann einssettan og ef hann hefði fengið fullar efndir samnings, þ.e. fengið að ljúkavinnu við aðalverkið, umbeðin aukaverk og umbeðin viðbótarverk á tímagjaldi enstefnandi hefur fallið frá kröfu um bætur vegna viðbótarverka á föstu gjaldi.Kröfu sína byggir stefnandi ádómafordæmum Hæstaréttar og vísar til þess að þar komi fram að hafiverksamningi verið rift á ólögmætan hátt skuli verktaki fá bætur sem svarar tilþeirrar framlegðar sem hann varð af vegna þess. Ekki liggja fyrir útreikningará því hvaða framlegð verkið hefði skilað stefnanda hefði hann klárað það eðahann reiknaði sér þegar hann gerði tilboðið. Stefndi krefst sýknu af kröfunniog byggir vörn sína á því að krafan sé ósönnuð bæði hvað varðar bótagrundvöllog tilvist og umfang tjóns og að kröfur um efndabætur verði ekki byggðar áreikningum.Með vísan til atvika er það matdómsins að skilyrði bótaskyldu séu fyrir hendi. Eins og áður hefur verið rakiðþá er það mat dómsins að ekki verði byggt á mati dómkvaddra yfirmatsmanna hvaðþað varðar hvað ógreitt var af greiðslum stefnda vegna samnings. Í samræmi viðþá niðurstöðu dómsins sem þar er lýst telur dómurinn að eftirstöðvarverksamnings hafi við riftun verið 20.466.500 krónur. Þrátt fyrir að dómurinntelji ekki rök til að leggja niðurstöðu yfirmatsmanna til grundvallar hvaðvarðar fjárhæð eftirstöðva þá lítur dómurinn til niðurstöðu þeirra hvað þaðvarðar að ætluð framlegð vegna tilboðsverka sé hæfilega ákveðin 10-15%. Meðvísan til þess er það niðurstaða dómsins að miða beri við 12,5% framlegð vegnaeftirstöðva verksins. Þar sem stefnandi hefur lækkað kröfu sína í 1.733.491krónu verður stefnda ekki gert að greiða hærri fjárhæð en krafan hljóðar um. Erþví fallist á kröfu stefnanda og er stefndi dæmdur til að greiða honum1.733.491 krónu. Þá gerir stefnandi kröfu umgreiðslu efndabóta vegna óunninnar vinnu við viðbótarverk á tímagjaldi að fjárhæð8.646.879 krónur. Stefnandi byggir á því að ólokið hafi verið aukaverkum aðfjárhæð 21.617.198 krónur og miðar kröfu sína við að framlegð vegna verkannahefði orðið 40%. Hann hefur, máli sínu til stuðnings, lagt fram„proformareikning“ þar sem fjárhæðin er sundurliðuð. Stefndi krefst sýknu afþessum lið og vísar m.a. til þess að ekki hafi verið fyrir hendi bindandisamningur um vinnslu þessara verka sem geti verið grundvöllur efndabóta og tjónog bótagrundvöllur sé ósannaður. Af málsgögnum má ráða að hér séum að ræða verk sem beðið hefur verið um en hafi ekki verið unnin. Niðurstaðayfirmatsmanna varð sú að þeir telja að vafasamt sé að fara fram á bætur fyrirviðbótarverk í slíkum tilvikum. Krafan er, eins og rakið hefur verið, sett framsem krafa um efndabætur og byggð á almennu skaðabótareglunni. Þrátt fyrir aðverkin hafi verið pöntuð er ekki hægt að fallast á að riftun samningsins sébein orsök þess að stefnandi varð af framlegð vegna verkanna. Með vísan tilþess er það niðurstaða dómsins að sýkna stefnda af kröfu þessari. Þá gerir stefnandi í öðru lagikröfu um greiðslu efndabóta að fjárhæð 3.251.275 krónur vegna galla íútboðslýsingu, breytinga sem stefndi gerði á verkinu og viðbótarverkum áverktíma og seinkunar sem varð á afhendingu teikninga og búnaðar. Stefnandisundurliðar kröfu sína svo að gerð sé krafa um að stefndi greiði 2.819.475krónur vegna þess hve seint teikningar af skipinu bárust honum og 431.800krónur vegna þess að tiltekinn búnaður kom ýmist seint eða aldrei. Telur hannað orsakasamband sé milli þess tjóns sem krafist er greiðslu á og athafnastefnda, þ.e. þeirra breytinga sem gerðar voru á verkinu og seinkunar áafhendingu búnaðar og teikninga og að tjónið sé sennileg afleiðing af háttsemistefnda. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af kröfunni með vísan til þess aðbótagrundvöllur sé ekki til staðar auk þess sem fjárhæð skaðabóta sé ósönnuð.Yfirmatsmenn töldu í mati sínu aðútboðslýsing hafi verið ófullnægjandi og ekki tæmandi og að verksala hafi máttvera það ljóst frá byrjun. Þá töldu þeir að tafir vegna seint afhentrateikninga og búnaðar séu ekki ofmetnar og að verksali hafi sannanlega orðiðfyrir tjóni sökum þessara atriða. Dómurinn tekur undir álit yfirmatsmanna um aðútboðslýsing stefnda hafi verið gölluð og það hafi leitt til tjóns fyrirstefnanda. Þá hafi allt skipulag vinnu hafi raskast verulega og ítrekað. Einnigtelur dómurinn að skilyrði bótaskyldu séu að öðru leyti uppfyllt og að ákvæði11. gr. í samningi aðila standi ekki í vegi fyrir því að krafa stefnanda verðitekin til greina. Telur dómurinn að bótakröfur stefnanda vegna þessa séusanngjarnar og verður stefndi dæmdur til greiðslu beggja krafnanna. Þá gerir stefnandi í þriðja lagikröfu um bætur að fjárhæð 8.063.440 krónur vegna aukinnar vinnuframkvæmdastjóra, bókara, tæknifræðings og verkstjóra stefnanda vegnaólögmætrar riftunar. Byggt er á því af hálfu stefnanda að ólögmæt ogfyrirvaralaus riftun stefnda hafi leitt til vinnu þessara aðila í framhaldi afriftun, þ.e. vinnu við að mótmæla riftun og í tengslum við ágreining umafhendingu skipsins, sem og undirbúning og gagnaöflun í framhaldinu, þ.m.t. íinnsetningarmáli fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, o.fl. Af hálfu stefnda erþessari kröfu alfarið hafnað og byggt á því að vinna þessi sé hluti afrekstrarkostnaði stefnanda. Þá byggir hann vörn sína einnig á því að tímagjaldsé hátt og fjöldi tíma mikill auk þess sem bótagrundvöllur sé óljós og krafanórökstudd að öllu leyti. Samkvæmt stefnu er hér samtals umað ræða 800 vinnustundir starfsmanna stefnanda auk eins og hálfs mánaðar vinnuframkvæmdastjóra. Kröfu sinni til stuðnings lagði stefnandi fram lista yfirunna tíma starfsmanna, sundurliðaðan eftir dagsetningum, en af honum verðurhins vegar ekki ráðið hvaða verkefni var unnið á hverjum tíma.Í mati dómkvaddra yfirmatsmannakemur fram að yfirmatsmenn geri ekki athugasemdir við þann tíma og kostnað semnefndur er í bótakröfunni en taka ekki afstöðu til réttmætis kröfunnar. Það erniðurstaða dómsins að kostnaður eins og sá sem hér er gerð krafa um greiðslu ásé stjórnendakostnaður stefnanda og eigi hann samkvæmt venju að vera innifalinní gjaldtöku vegna verksins. Með vísan til þess er stefndi sýknaður af kröfu umgreiðslu reikningsins. Með vísan til framangreinds erþað niðurstaða dómsins að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda samtals4.984.766 krónur, vegna krafna samkvæmt stefnu birtri 16. september 2011.GagnstefnaÞörungaverksmiðjunnar hf. á hendur Þorgeir & Ellert hf., birt 27. október2011. Mál 3.Í gagnstefnuÞörungaverksmiðjunnar hf. er þess krafist að viðurkennd verði riftun hans áverksamningi aðila. Byggir gagnstefnandi kröfu sína á sömu málsástæðum og áður hafaverið raktar. Eins og að framan er rakið telur dómurinn að skilyrði riftunarhafi ekki verið uppfyllt í umrætt sinn. Gagnstefnandi krefst þess aðgagnstefndi greiði honum samtals 53.396.387 krónur og er krafan í níu liðum. Þákrefst hann dráttarvaxta frá riftunardegi vegna fyrstu kröfunnar sem tilgreinder í stefnu en frá 13. desember 2010 vegna þeirrar þriðju. Af hálfu gagnstefndaer krafist sýknu af öllum kröfunum og mótmælir hann dráttarvaxtakröfusérstaklega og vísar til þess að hann hafi ekki verið krafinn um greiðslustefnukröfu málsins fyrr en við þingfestingu málsins 1. nóvember 2011.Í fyrsta lagi gerir gagnstefnandinú kröfu um greiðslu á 5.054.193 krónum vegna ofgreiðslu vegna samningsverks. Íkafla 5.2.5 vegna stefnu sem birt var 14. júní 2011 komst dómurinn að þeirriniðurstöðu að gagnstefnandi hefði þegar ofgreitt vegna samningsverks 10.365.693krónur og er vísað til rökstuðnings dómsins sem þar kemur fram. Gagnstefndaverður ekki gert að endurgreiða gagnstefnanda hærri fjárhæð en kröfu gagnstefnandanemur. Með vísan til framangreinds er gagnstefndi dæmdur til að greiðagagnstefnanda 5.054.193 krónur, sem eftir atvikum koma til skuldajafnaðar vegnakrafna gagnstefnda.Í öðru lagi er gerð krafa umendurgreiðslu vegna reiknings nr. R24810, að fjárhæð 922.398 krónur. Um er aðræða reikning vegna slipptöku vegna botnskoðunar skipsins. Gagnstefnandi vísartil þess að hann hafi greitt reikninginn með fyrirvara og fái krafa hans stoð ískýrslu Guðmundar. Gagnstefndi krefst sýknu af endurgreiðslukröfunni og vísartil þess að af hálfu gagnstefnanda hafi ekki verið sýnt fram á í hverjufyrirvarinn fólst, verkið hafi verið umbeðið af gagnstefnanda og sannanlegaunnið. Ingólfur Árnason,framkvæmdastjóri stefnanda, staðfesti í framburði sínum fyrir dómi að hafa lyftskipinu og tekið í land vegna kaupa gagnstefnanda á skipinu af ÍsfélagiVestmannaeyja hf. Þá kemur fram í matsgerð yfirmatsmanna að þar sem slipptakanhafi farið fram fyrir undirritun samnings og ekki var tekið fram í samningi aðhún skyldi vera innifalin í honum verði að skoða hana sem utan útboðs. Þáverður ekki talið að skýrsla Guðmundar sé til þess fallin að styðja kröfugagnstefnanda en líta verður svo á að hún hafi verið unnin fyrir gagnstefnandaán aðkomu gagnstefnda. Þá liggur fyrir tölvupóstur frá þáverandiframkvæmdastjóra gagnstefnanda, Atla Árnasyni, frá 8. og 12. nóvember 2009, þarsem hann annars vegar óskar eftir skoðun Lloyd´s á botninum þegar gagnstefndiverði búinn að draga skipið upp og hins vegar þar sem hann staðfestir við Lárusað hann hafi óskað eftir aðstoð hafnsögubáts vegna slipptökunnar. Loks liggurfyrir að gagnstefnandi samþykkti og greiddi reikninginn. Með vísan tilframangreinds og þeirrar staðreyndar að ekkert er fram komið af hálfugagnstefnanda sem rennir stoðum undir kröfu hans verður ekki hjá því komist aðsýkna gagnstefnda af kröfunni. Í þriðja lagi gerir gagnstefnandikröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiðslna vegna suðuvinnu á skrokk að fjárhæð5.300.000 krónur. Aðilar gerðu með sér samning 8. nóvember 2010 um suðuvinnu áskrokk fyrir neðan sjólínu á skipinu. Sömdu aðilar þá um að gagnstefnandigreiddi 8.000.000 króna fyrir vinnu gagnstefnda við að gera skipið sjóklárteftir að verksamningi hafði verið rift og var fjárhæðin greidd af hálfugagnstefnanda með fyrirvara um réttmæti og fjárhæð greiðslu. Þá kom fram ísamningnum að verkhluti þessi væri ekki hluti af eldri verksamningi aðila.Skyldi vinnan vera þannig úr garði gerð að fulltrúi Lloyd´s Register EMEA áÍslandi staðfesti að hún væri fullnægjandi og var vinnan nánar skilgreind ífylgiskjali af hálfu fulltrúa Lloyd´s auk þess að vera tilgreind í samningnum.Þar segir að hann taki nánar tiltekið til vinnu gagnstefnda við að loka hinumýmsu götum á botni skipsins neðan sjólínu þannig að unnt sé að sjósetja það ogþað megi fljóta. Innifalið í samningnum sé öll vinna, efni, vélar og önnuraðstaða sem þarf til að ljúka þessu verki. Þá taki samningurinn til þess aðgagnstefndi flýti og ljúki við endurbyggingu á hliðarfærsluvagni svo að unnt séað flytja skipið í skipalyftu gagnstefnda. Markmiðið sé þannig að við efndirsamnings þessa verði skipið sjósett í skipalyftu gagnstefnda og allur búnaðursem tengist skipinu og staðsettur er í skipasmíðahúsi stefnanda verði settur umborð í skipið fyrir sjósetningu í samræmi við samning. Gagnstefndi hafnaralfarið kröfunni og byggir á því að gerður hafi verið samningur milli aðila umþessa vinnu sem hafi ekki verið hluti af verksamningi aðila. Það hafi verið íkjölfar ólögmætrar riftunar gagnstefnanda sem afhending skipsins fór fram ogástand skipsins hafi verið þannig að ekki var hægt að afhenda það án þessararvinnu.Yfirmatsmenn mátu kostnað viðsuðuvinnu 2.700.000 krónur. Þá mátu undirmatsmenn annan kostnað gagnstefnda viðað gera skipið sjóklárt 766.000 krónur. Það er mat dómsins með hliðsjón afverkinu og framangreindum samningi að hæfilegur kostnaður vegna verksins sé ísamræmi við framangreind möt eða samtals 3.466.000 krónur. Verður gagnstefndiþví dæmdur til að endurgreiða gagnstefnanda mismuninn, 4.524.000 krónur. Í fjórða lagi gerir gagnstefnandikröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiðslu reiknings vegna viðgerðar áhliðarfærsluvagni að fjárhæð 1.200.000 krónur. Gagnstefndi hafnar kröfunni ogbyggir á því að ekki hafi verið gerður fyrirvari við greiðslu hennar. Þá hafistefndi verið tilbúinn til að greiða þessa fjárhæð til að flýta því að hannfengi skipið afhent. Aðilar gerðu með sér samkomulag dagsett 8. nóvember 2010um að gagnstefnandi greiddi gagnstefnda 3.000.000 króna fyrir að lagfærahliðarfærsluvagninn með fyrirvara um fjárhæð greiðslunnar. Þá áskildigagnstefnandi sér rétt til að krefja gagnstefnda um greiðsluna til baka ídómsmáli eða nota hana til skuldajafnaðar og krefst nú endurgreiðslu hluta affjárhæðinni. Þrátt fyrir að hér sé um að ræða eign skipasmíðastöðvarinnar ogtæki sem gagnstefnandi mátti gera ráð fyrir að gagnstefndi hefði til afnotaþegar verksamningur var gerður þá gerðu aðilar með sér framangreint samkomulag.Ekkert er fram komið sem leiðir til þess að ekki verði á því byggt. Er það þvíniðurstaða dómsins að sýkna gagnstefnda af þessari kröfu gagnstefnanda.Í fimmta lagi gerir gagnstefnandikröfu um greiðslu kostnaðar vegna dráttar skipsins til Akureyrar að fjárhæð6.800.000 krónur, í sjötta lagi er krafa að fjárhæð 2.069.330 krónur vegnaaukalegrar aðstoðar Loyd´s á Íslandi, í sjöunda lagi krafa að fjárhæð18.771.415 krónur vegna vinnu Slippsins á Akureyri, í áttunda lagi krafa aðfjárhæð 3.273.000 krónur vegna útgáfu bankaábyrgðar og í níunda lagi krafa umgreiðslu dagsekta, samtals að fjárhæð 9.706.051 króna, vegna seinkunarverkloka. Kröfurþessareru tilkomnar vegna riftunar á samningi aðila utan níundu kröfunnar. Gerðer krafa um dagsektir frá 6. júní 2010 til riftunardags 6. ágúst 2010 með vísantil 3. og 7. gr. verksamnings. Gagnstefndi hafnar því að gagnstefnandi geti áttrétt til dagsekta þar sem um ólögmæta riftun hafi verið að ræða. Hvað þá kröfuvarðar þá er það niðurstaða dómsins, eins og áður hefur verið rakið, að drátturá verki verði rakinn til atvika er varða gagnstefnanda. Með vísan til þess ogþeirrar niðurstöðu dómsins að riftun samningsins hafi verið ólögmæt verðurgagnstefndi sýknaður af kröfu um greiðslu dagsekta. Hinar kröfurnar fjórar eruvegna kostnaðar gagnstefnanda sem stofnaðist til vegna riftunar hans á samningiaðila. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að á grundvelli riftunar, sem dómurinnhefur þegar metið ólögmæta, eða á annan hátt hafi stofnast bótaskylda á hendurgagnstefnda vegna þessa kostnaðar. Er því framangreindum fimm kröfumgagnstefnanda hafnað.Með vísan til framangreinds erþað niðurstaða dómsins að gagnstefndi verði dæmdur til að endurgreiðagagnstefnanda samtals 9.578.193 krónur, vegna krafna samkvæmt gagnstefnu birtri27. október 2011.Samandregið felur niðurstaðamálsins í sér að teknar eru til greina kröfur aðalstefnanda að fjárhæð36.210.146 krónur. Þá eru teknar til greina kröfur gagnstefnanda að fjárhæð9.578.193 krónur. Verður krafa gagnstefnanda látin mæta kröfu aðalstefnanda,sbr. 28. gr. laga nr. 91/1991, þannig að gagnstefnandi verði dæmdur til aðgreiða aðalstefnanda 26.631.953 krónur. Með vísan til atvika, niðurstöðumálsins og 4. mgr. 5. gr. og 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtrygginguer stefndi dæmdur til greiðslu dráttarvaxta frá þingfestingardegi gagnstefnu27. október 2011.Málsaðilar gera báðir kröfu umgreiðslu málskostnaðar úr hendi gagnaðila. Með dómi Hæstaréttar í máli nr.246/2015 frá 21. janúar 2016, þar sem fyrri héraðsdómur í máli þessu varómerktur, segir að rétt þyki að hvort aðili beri sinn kostnað af málinu á báðumdómstigum og segir í dómsorði að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstaréttifalli niður. Samkvæmt e-lið 1. mgr. 129. gr. sömu laga telst þóknun matsmannaeinnig til málskostnaðar. Með dómi Hæstaréttar hefur verið tekin bindandiafstaða til krafna málsaðila til greiðslu málskostnaðar hvað varðar fyrrimeðferð málsins fyrir héraðsdómi og fyrir Hæstarétti, sbr. 116. gr. laga ummeðferð einkamála nr. 91/1991, og kemur því sú krafa ekki til álita nú. Þágerir stefnandi kröfu um að stefndi greiði honum 1.326.797 krónur vegnareikninga matsmanna vegna vinnu þeirra eftir að matsgerðum var skilað. Um er aðræða reikninga frá því í desember 2014 og september 2016 og byggir stefnandi áþví að þeir séu vegna vinnu matsmanna vegna skýrslugjafar fyrir héraðsdómi ogundirbúnings fyrir þá skýrslugjöf. Telja verður að reikningar matsmanna vegnaþóknunar taki jafnframt til þeirrar vinnu. Verður stefndi því ekki dæmdur tilgreiðslu þessa kostnaðar. Eftir atvikum verður stefndi, með vísan til 1. mgr.130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, dæmdur til að greiða stefnandamálskostnað vegna meðferðar málsins nú, sem ákveðinn er 4.000.000 króna.Vegnaembættisanna dómsformanns hefur uppkvaðning dómsins dregist fram yfir frestsamkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Lögmenn aðila og dómsformaður vorusammála um að ekki væri þörf á endurflutningi málsins.Dóm þennan kveður upp SigríðurElsa Kjartansdóttir héraðsdómari, sem dómsformaður, ásamt sérfróðumeðdómsmönnunum Sævari Birgissyni skipatæknifræðingi og Vífli Oddssyni verkfræðingi.Dómsformaður tók við meðferð málsins 11. mars 2016 en hafði fram að þeim tímaengin afskipti af meðferð þess.DÓ M S O R Ð:Stefndi, Þörungaverksmiðjan hf.,greiði stefnanda, Þorgeir & Ellert hf., 26.631.953 krónur auk dráttarvaxtasamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27.október 2011 til greiðsludags.Stefndi greiði stefnanda4.000.000 króna í málskostnað. |
Mál nr. 340/2017 | Líkamstjón Vátryggingarsamningur Slysatrygging Matsgerð Gjafsókn | A krafði V hf. um bætur vegna slys sem hann varð fyrir þegar hann klemmdi fingur á milli timburstafla og lyftarabrettis. Deildu aðilar um hvort að áverkinn sem A hlaut við slysið hefði leitt til psoriasisliðagigtar eða hvort að gigtin væri af völdum psoriasissjúkdóms sem hann var með. Í málinu lá fyrir matsgerð dómkvaddra matsmanna þar sem fram kom að ekkert benti til þess að A hefði verið með psoriasisliðagigt áður en hann klemmdi sig og að langflestir sem væru með psoriasis í húð fengu ekki liðagigt. Með ólíkindum væri að gigtin hefði komið fram hjá A fyrir tilviljun á sama stað og áverkinn aðeins nokkrum dögum eftir að hann klemmdi sig. Var talið sannað að áverkinn hefði komið psoriasisliðagigtarferlinu af stað eins og lagt var til grundvallar í matsgerðinni. Þá hefði V hf. ekki hnekkt því mati dómkvaddra matsmanna að óvíst væri að A hefði fengið liðagigt og ósennilegt væri að hún hefði orðið jafn hraðvirk og alvarleg og raun bar vitni nema vegna áverkans. Var krafa A því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari, GuðrúnErlendsdóttir settur hæstaréttardómari og Oddný Mjöll Arnardóttirlandsréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 31. maí 2017. Hann krefst sýknu ogmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt. Með vísan til forsendna hins áfrýjaðadóms verður hann staðfestur.Áfrýjanda verður gert að greiðamálskostnað fyrir Hæstarétti sem rennur í ríkissjóð. Um þann kostnað oggjafsóknarkostnað stefnda fer eftir því sem segir í dómsorði.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal veraóraskaður.Áfrýjandi, Vátryggingafélag Íslandshf., greiði 1.000.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti sem renni íríkissjóð.Allur gjafsóknarkostnaður stefnda, A,fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknunlögmanns hans, 1.000.000 krónur.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. mars2017I Mál þetta, sem var dómtekið 6. febrúarsl., er höfðað 29. júní 2016 af A, [...] á [...], gegn VátryggingafélagiÍslands, Ármúla 3 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðallega aðstefndi verði dæmdur til þess að greiða honum 5.836.077 krónur með vöxtumsamkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. mgr. 123.gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, af 2.807.576 krónum frá 14.ágúst 2013 til 12. mars 2014, en með dráttarvöxtum af 5.836.077 krónum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi tilgreiðsludags. Til vara gerir stefnandi þá kröfu aðstefndi verði dæmdur til þess að greiða honum 5.533.227 krónur með vöxtumsamkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. mgr. 123.gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, af 2.807.576 krónum frá 14.ágúst 2013 til 12. mars 2014, en með dráttarvöxtum af 5.533.227 krónum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi tilgreiðsludags. Til þrautavara krefst hann þess aðstefndi greiði honum 5.735.042 krónur með vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. mgr. 123. gr. laga nr. 30/2004, umvátryggingarsamninga, af 2.922.130 krónum frá 22. desember 2014 til 2. desember2015, en með dráttarvöxtum af 5.735.042 krónum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar í öllumtilvikum úr hendi stefnda eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu en tilvara að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Í báðum tilvikum krefst hannmálskostnaðar úr hendi stefnanda. II Atvik málsins eru þau að 14. mars 2012varð stefnandi fyrir óhappi þegar hann var að taka til í bílageymslu sinni. Munhann hafa verið að raða timbri á lyftarabretti við tiltektina þegar hannklemmdi litlafingur vinstri handar milli timburstaflans og brettisins þannig aðþað blæddi undan nöglinni. Fimm dögum síðar, 19. mars 2012, leitaði stefnanditil Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Í áverkavottorði læknis um skoðun ogmeðferð kemur fram að vinstri litlifingur hafi bólgnað upp og þegar hannleitaði til læknis hafði bólgan og roðinn ekki náð að hjaðna. Þar segir ennfremur að í upphafi hafi verið talið að um „sýkingu eða gigt“ væri að ræða ífingrinum og hafi stefnandi verið meðhöndlaður með gigtarlyfjum. Í öðruvottorði læknis kemur fram að við þessa fyrstu læknisheimsókn eftir slysið hafistefnandi verið með psoriasisútbrot á hnjám og að læknir hafi talið hugsanlegtað hann væri með psoriasisgigt. Þrátt fyrir að stefnandi tæki gigtarlyfversnuðu einkennin og leitaði stefnandi á ný til HeilbrigðisstofnunarVesturlands 21. mars 2012. Var þá kominn roði í litlafingur og út í lófann.Stefnandi var þá settur á sýklalyf þar sem talið var að sýking væri komin ísinaslíður í lófanum. Ástandið mun ekki hafa skánað og fór stefnandi 11. apríl2012 á slysa- og bráðadeild Landspítalans þar sem handarskurðlæknir skoðaðihöndina. Hann mun hafa komist að þeirri niðurstöðu að um sýkingu væri að ræðaog hélt stefnandi áfram að taka sýklalyf. Stefnandi gekkst undir aðgerð 8.október 2012 hjá B, sérfræðingi í bæklunar- og handarskurðlækningum, að beiðniC, prófessors í gigtarlækningum, í því skyni að taka sýni, einkum til aðútiloka „atýpíska berkla“. Í gögnum málsins kemur fram að engar bakteríur hafigreinst við smásjárskoðun og ekkert hafi vaxið úr ræktun. Vefjaskoðun sýndivægar, ósértækar bólgur. Segulómun fór fram á vinstri hendinni10. desember 2012. Niðurstaða hennar gaf til kynna verulegar „bólgubreytingar ílitlafingri og þumli“, bæði í beini og mjúkpörtum. Kemur þar fram að þessarbreytingar séu „óspecifiskar“ og sýni „bjúg í beininu og einnig corticlarof...“. Stefnandi kom á ný í skoðun til B 9.janúar 2013. Við þá skoðun kom í ljós að stefnandi bjó enn við hreyfiskerðinguí litlafingri og þumli en að verkir hefðu dvínað. Litlifingur var gildur meðdreifðri bólgu en án roða og þumallinn var sömuleiðis gildur, en án roða eðaaukins hita. Stefnandi mun hafa verið skoðaður af Bað nýju 14. ágúst 2013 vegna bólgu og verkja í vinstri úlnlið. Ígöngudeildarnótu sem B ritar af þessu tilefni hefur hann eftir stefnanda aðgigtarprufur sem C gigtarlæknir hafi tekið hafi reynst neikvæðar. B vísarstefnanda þó að nýju til C. Í fyrirliggjandi matsgerð dómkvaddra matsmannakemur fram að C hafi í kjölfarið greint stefnanda með psoriasisliðagigt.Stefnandi hóf lyfjameðferð við henni í september 2013. Í matsgerðinni segir aðmeðferðarsvörun hafi í fyrstu verið góð. Hinu stefnda tryggingarfélagi var sendtilkynning um tjón stefnanda á eyðublaði frá félaginu 14. febrúar 2013. Þar erað finna lýsingu á slysinu og meiðslum stefnanda. Kemur þar fram að stefnandihafi, í kjölfar þess að stefnandi klemmdi sig, glímt við meiri háttar sýkingu ílitlafingri sem hafi breiðst út í höndina, aðallega í þumalfingur og úlnlið.Áverkavottorð frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands barst stefnda 23. maí sama ár.Þar er stefnandi greindur með sýkingu í húð (L08.9) og ósérgreindaliðslímubólgu (e. synovitis and tenosynovitis, unspecified (M65.9)). Í þessuvottorði er jafnframt vikið að því sem áður sagði að í fyrstu hafi verið taliðað um gigt væri að ræða en að einkennin hefðu ekki lagast við töku gigtarlyfja.Þar er síðan sjúkrasaga stefnanda rakin í stuttu máli í kjölfar atviksins unsvottorðið var gefið út. Eftir að áverkavottorðið barst stefndasendi félagið lögmanni stefnanda tölvuskeyti 31. maí 2013 þar sem fallist var áað atvikið væri bótaskylt. Þar var þó dregið í efa að stefnandi hefði veriðóvinnufær í eitt ár, eins og fram kæmi í áverkavottorðinu. Aðilar leituðu sameiginlega eftir þvívið D lækni að hann legði mat á afleiðingar slyssins. Matsgerð D er dagsett 12.febrúar 2014. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að við klemmuáverkann hafistefnandi hlotið sár og að síðar hafi komist sýking í sárið. Hafi stefnandisýkst í sinaslíðri „beygjusinar vinstri litlafingurs og þetta síðan leitt yfirí þumalfingur en þekkt er samband milli sinaslíðra þessara tveggja fingra“. Ímatsgerðinni er því næst gerð grein fyrir öðrum einkennum er lýstu sér í bólgulófamegin í úlnlið er leiddi út í fingur og var talið að sýking hefði boristþangað. Að teknu tilliti til skemmda og hreyfiskerðingar í litlafingri, þumliog úlnlið er í matsgerðinni komist að þeirri niðurstöðu að læknisfræðilegörorka teljist vera 20%, stöðugleikatímamark væri 14. ágúst 2013 og að fyrsthafi verið tímabært að meta afleiðingar slyssins á þeim tíma. Í málinu liggur fyrir viðbótarmatsgerðmatsmannsins, dags. 8. maí 2014, sem stefndi óskaði eftir til að metaafleiðingar slyssins annars vegar og hins vegar afleiðingar seinkaðrargreiningar. Í þeirri matsgerð segir að matsmaður telji að um „smávægileganskaða“ hafi verið að ræða í byrjun sem hafi haft alvarlegar afleiðingar. Þástaðfesti hann að síðbúin greining hafi ekki verið óeðlileg miðað við fyrstueinkenni og hvernig þau þróuðust síðar. Stefndi óskaði eftir dómkvaðningumatsmanna 11. nóvember 2014. Þar var m.a. óskað eftir því að matsmenn legðu matá hvaða líkamseinkenni stefnanda væri „á grundvelli læknisfræðilegra gagna,sannanlega hægt að rekja til“ slyssins 14. mars 2012. Yrði á það fallist aðorsakatengsl væru til staðar var óskað mats á tímabundnum missi starfsorku,varanlegri, læknisfræðilegri örorku, stöðugleikatímamarki og hvenær fyrst hafiverið tímabært að meta afleiðingar slyssins. E, bæklunar- og handaskurðlæknir,og F gigtarlæknir voru dómkvaddir til þess að svara þessum spurningum 20. mars2015. Þeir skiluðu matsgerð í málinu sem er annars vegar dagsett 10. júní 2015og hins vegar 2. nóvember 2015. Ekki er ágreiningur um að leggja beri síðaridagsetninguna til grundvallar. Í niðurstöðu matsgerðar dómkvaddramatsmanna er komist að þeirri niðurstöðu að yfirgnæfandi líkur séu á því aðstefnandi hafi aldrei verið með sýkingu í litlafingri heldur „skýrist alltsjúkdómsferlið af psoriasisliðagigt“. Í niðurstöðukaflanum er þetta matrökstutt nánar. Þar er í fyrsta lagi á það bent að stefnandi hafi veriðgreindur með psoriasisliðagigt af C gigtarlækni haustið 2013. Eftir aðviðeigandi lyfjameðferð hófst hafi fengist góð klínísk svörun. Í öðru lagi hafilæknir við fyrstu skoðun 19. mars 2012 lýst útliti fingursins með orðinu„dactilytis“ sem á íslensku kallist „pulsufingur“. Þetta útlit sé einkennandifyrir psoriasisliðagigt. Í þriðja lagi hafi sjúkdómsferli stefnanda veriðóvenjulegt fyrir sýkingu í hendi. Í fjórða lagi komi sjúkdómsferli stefnandaheim og saman við ákveðið afbrigði psoriasisliðagigtar sem ekki virðir„anatómísk plön“. Í matsgerðinni er enn fremur talið útilokað að væg slitgigt íhöndum, sem sjáist á röntgenmyndum í apríl 2012, hafi valdið þeim miklubólgubreytingum, liðskemmdum og skertri hreyfigetu sem hrjái stefnanda. Í svari við því hvort áverkinn 14. mars2012 eigi þátt í tilurð psoriasisliðagigtar er á það bent í matsgerðinni aðslík liðagigt orsakist af samspili erfða og umhverfisþátta. Langflestireinstaklingar með psoriasis í húð fái ekki liðagigt eða yfir 80% þeirra.Samkvæmt viðtölum við stefnanda sé ekkert sem bendi til þess að stefnandi hafihaft psoriasisliðagigt fyrir umræddan áverka 14. mars 2012. Atvikaröðin getibent til orsakatengsla þannig að áverkinn hafi „kveikt í“psoriasisliðagigtinni. Hafi slíku orsakasambandi verið endurtekið lýst ívísindatímaritum. Er það mat hinna dómkvöddu matsmanna að afar líklegt sé að þaðeigi við í tilviki stefnanda. Þá segir í matsgerðinni að án þessa áverka séóvíst hvort matsþoli hefði fengið psoriasisliðagigt og ósennilegt sé að gigtinhefði orðið svona hraðvirk og skemmandi í fingrum. Var læknisfræðilegheildarörorka stefnanda metin 18% og að stöðugleikatímamark miðaðist við 22.desember 2014 þegar árangur meðferðar hafi að fullu verið kominn fram oghámarksbata náð. Telja þeir að fyrst hafi verið tímabært að meta afleiðingarslyssins á þeim degi. Með bréfi stefnda 10. desember 2015 varí ljósi niðurstöðu matsgerðar talið að ekki væri til staðar bótaskylda úrslysatryggingum stefnanda hjá stefnda. Þar var vísað til þess að ekki væru öllhugtaksskilyrði slysahugtaksins fyrir hendi, sem væri skilyrði bótaskyldu, þ.e.að skyndilegur atburður leiddi til meiðsla. Fyrir lægi að stefnandi væri meðpsoriasisliðagigt sem væri sjúkdómur en ekki meiðsli.III. Málsástæður og lagarök stefnanda Á því er byggt af hálfu stefnanda aðhann hafi verið hraustur og án nokkurra einkenna gigtar fyrir slysið 14. mars 2012. Hann telur einsýnt að þær afleiðingar,sem hann búi við í dag, megi rekja til þessa slyss og vísar því til stuðningstil allra framangreindra matsgerða. Stefnanditelur að gögn málsins staðfesti að slysið hafi verið meginorsök líkamstjónsstefnanda. Því til stuðnings vísar stefnandi fyrst og fremst til niðurstöðudómkvaddra matsmanna um að áverkinn sem stefnandi hafi fengið á litlafingurvinstri handar 14. mars 2012 hafi komið psoriasisliðagigtarferli af stað. Ánþessa áverka hafi matsmenn talið mjög ólíklegt að stefnandi hefði yfirhöfuðfengið psoriasisliðagigt og ósennilegt að gigtin hefði orðið svona hraðvirkeins raun beri vitni og skemmandi í fingrum. Stefnandiáréttar einnig að stefndi hafi viðurkennt að slysið væri bótaskylt hjáfélaginu. Þá beri að líta til þess að á stefnda hafi hvílt skylda til þess aðtilkynna stefnanda án ástæðulauss dráttar hygðist félagið bera fyrir sig að þaðværi laust úr ábyrgð í heild eða að hluta eftir að félaginu varð kunnugt umatvik sem hafi getað leyst það undan ábyrgð, sbr. 1. mgr. 31. gr. laga nr.30/2004, um vátryggingarsamninga. Stefnandi telur að stefndi hafi með ölluvanrækt þá skyldu sína, enda hafi legið fyrir frá því að slys stefnanda vartilkynnt til félagsins 14. febrúar 2013 hvernig það hafi borið að. Enn fremurhafi læknisfræðileg gögn legið fyrir frá þeim tíma sem staðfesti hverjarafleiðingar slyssins hafi orðið. Með vanrækslu sinni telur stefnandi að stefndihafi glatað rétti til þess að bera fyrir sig öll ætluð atvik sem geti leystfélagið undan ábyrgð í heild eða að hluta. Hvaðsem öllu öðru líður telur stefnandi ljóst af fyrirliggjandi gögnum að skilyrðislysahugtaksins séu uppfyllt. Af þeim sökum sé stefnda ekki stætt á því aðhafna greiðslu, enda sé greiðsluskylda félagsins skýr og ótvíræð. Stefnandikveður slysið hafa haft afgerandi áhrif á heilsu sína og byggir hann aðalkröfusína á matsgerð D bæklunarlæknis. Aðalkrafan er sundurliðuð og rökstudd ístefnu, en í ljósi ágreiningsefna málsins þykir ekki ástæða til þess að rekja þennanútreikning í dóminum, enda ágreiningslaust að hann tekur mið af skilmálum Fplús 3 fjölskyldutryggingar og almennrar slysatryggingar, sem eiga við ímálinu, að því gefnu að fallist verði á forsendur í framangreindri matsgerð. Stefnandikveður vara- og þrautavarakröfur sínar taka mið af niðurstöðu matsgerðardómkvaddra matsmanna þess efnis að örorka stefnanda nemi 18%. Varakrafan leggurþó til grundvallar að í útreikningi beri að miða við stöðugleikatímamarksamkvæmt matsgerð D. Auk þess er í varakröfu miðað við að vextir falli ábótakröfuna frá sama tíma, og að dráttarvexti eigi að reikna frá þeim degiþegar mánuður var liðinn frá því að matsgerð D lá fyrir. Þrautavarakröfu sínakveður stefnandi hins vegar taka alfarið mið af niðurstöðu dómkvaddra matsmanna,m.a. um stöðugleikatímamark. Umlagarök vísar stefnandi til laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, ogmeginreglna vátryggingarréttar. Um almenna vexti vísar hann til 123. gr. laga umvátryggingarsamninga, nr. 30/2004. Um dráttarvaxtakröfuna vísar hann til 3.mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr.5. mgr. 123. gr. laga um vátryggingarsamninga. Um málskostnað vísar stefnanditil XXI. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirralaga. Stefnandi tekur fram aðhann sé ekki virðisaukaskattsskyldur aðili samkvæmt lögum nr. 50/1988 og þvíverði að taka tillit til skattsins við ákvörðun málskostnaðar.2. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi kveður ágreining málsins lútaað því hvort einkenni stefnanda megi rekja til þess að hann klemmdi fingurinn14. mars 2012 og falli þar með undir bótasvið slysatrygginganna sem afleiðingaraf slysi eins og það hugtak sé skilgreint í skilmálunum. Stefndi bendir á aðsamkvæmt skilmálum trygginganna sé fjallað um hugtakið slys með eftirfarandihætti: „Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð semveldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Viðmeiðsl á útlimum er þess þó eingöngu krafist að um sé að ræða skyndileganatburð sem veldur meiðslum á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans.“ Stefndibyggir á því að tjónið sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir vegna atviksinsfalli utan við gildissvið beggja trygginganna sem ágreiningslaust er að eigi við. Til stuðnings sýknukröfunni vísarstefndi til niðurstöðu dómkvaddra matsmanna en með matsgerð þeirra telurstefndi að færðar hafi verið sönnur á að einkenni stefnanda verði rakin tilsjúkdóms stefnanda. Er þar vísað til umfjöllunar á bls. 9 og 11 í matsgerðinni.Einkennin eigi því rætur að rekja til innra ástands líkama hans, en ekkimeiðsla sem hann hafi hlotið. Atvikið, þegar hann klemmdi litlafingur vinstrihandar, sé ekki orsök þeirra einkenna sem hann búi við í dag. Þvert á mótiverði einkennin rakin til hins undirliggjandi sjúkdóms, psoriasis, sem liggifyrir staðfest í gögnum að stefnandi hafi verið með á þessum tíma, ogfylgikvilla þess sjúkdóms, psoriasisliðagigtar. Það falli utan þess að veraafleiðingar slyss eins og það hugtak sé skilgreint í skilmálunum enda sé þáekki um meiðsl að ræða. Stefndi telur það ekki breyta neinu þóað þetta tiltekna atvik hafi e.t.v. orðið til þess að komapsoriasisgigtarferlinu fyrr af stað eins og dómkvaddir matsmenn benda á. Þaðbreyti ekki þeirri staðreynd að stefnandi hafi á þessum tíma verið meðsjúkdóminn og að rannsóknir hafi sýnt að sá sjúkdómur orsakist af truflun íónæmiskerfinu sem rekja megi til erfða, og einnig að einn fylgikvilli þesssjúkdóms sé psoriasisliðagigt. Stefndi kveður þennan sjúkdóm og gigtinasem honum hafi fylgt hafa orsakað tjón stefnanda. Bendir stefndi á aðniðurstaða dómkvaddra matsmanna verði ekki skilin á annan veg en svo að ánsjúkdómsins og gigtarinnar hefðu þessi einkenni ekki komið fram við það aðstefnandi klemmdi fingurinn 14. mars 2012. Þessa niðurstöðu beri að leggja tilgrundvallar enda hafi stefnandi ekki lagt fram nein gögn sem hnekki henni. Af öllu framangreindu telur stefndi aðenginn skyndilegur og/eða utanaðkomandi atburður utan líkama stefnanda er hannhlaut meiðsl af hafi orsakað tjón stefnanda. Af þeim sökum sé ekki um að ræðabótarétt úr nefndum tryggingum og því beri að sýkna stefnda. Stefndi hafnar því alfarið að hafavanrækt tilkynningarskyldu sína samkvæmt 31. gr. laga nr. 30/2004, eins oghaldið sé fram í stefnu. Í fyrsta lagi hafnar stefndi því aðfyrrnefnd grein eigi við þar sem hún gildi um skaðatryggingu. Slysatryggingeigi undir II. hluta laganna um persónutryggingu, og því eigi 94. gr. lagannavið um tilkynningarskyldu stefnda. Í öðru lagi mótmælir stefndi því aðhafa vanrækt tilkynningarskyldu sína. Þegar stefnandi hafi tilkynnt slysið 14.febrúar 2013 og stefndi viðurkennt bótaskyldu hafi mátt ráða af gögnum, sem þáhafi legið fyrir, að sýking í fingri eftir klemmuáverka hafi verið orsöktjónsins. Það hafi fyrst verið með matsgerð dómkvaddra matsmanna 2. nóvember2015 að staðfest hafi verið að orsök tjónsins væri sjúkdómur stefnanda og aðþað félli þar af leiðandi ekki undir slysahugtakið. Stefndi hafi tilkynntstefnanda rúmlega mánuði síðar, með bréfi 10. desember 2015, að atvikið væriekki bótaskylt. Því hafi stefndi brugðist við eins fljótt og mögulegt var eftirað staðreyndir hafi komið í ljós. Stefndi hafnar því sérstaklega aðmatsgerð dómkvaddra matsmanna staðfesti í meginatriðum niðurstöður matsgerðarD. Eins og fram hafi komið hafi niðurstaða matsgerðar dómkvaddra matsmannaverið allt önnur en fram komi í síðarnefnda matinu um orsakatengsl milliatviksins og tjóns stefnanda. Varakröfu sína byggir stefnandi á þvíað verði bótaréttur talinn vera til staðar úr þeim tryggingum sem krafan snúiað beri að miða útreikning bóta við niðurstöður dómkvaddra matsmanna, endahnekki sú matsgerð utanréttarmatinu. Því er sérstaklega mótmælt af hálfustefnda, sem haldið er fram í stefnu, að fjárhæð bóta eigi að miða við matsgerðD vegna athafnaleysis stefnda. Stefndi mótmælir enn fremur aðdráttarvextir verði dæmdir frá fyrri tíma en dómsuppsögu, enda liggi ekki fyrirfyrr en þá hvort stefnandi eigi kröfu á hendur stefnda. Í öllu falli getidráttarvextir ekki miðast við fyrra tímamark en málshöfðun því það sé fyrst meðstefnu að fjárkrafa hafi verið sett fram á hendur stefnda. Stefndi kveður kröfur sínar einkum byggjast álögum nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, og meginreglum vátryggingaréttar, vátryggingarskilmálumfrítímaslysatryggingarinnar nr. GH20 og nr. SS10, um slysatryggingu, auk laganr. 90/1991, um meðferð einkamála, eftir því sem við á. Kveðst hann byggjamálskostnaðarkröfu sína á 129. og 130 gr. þeirra laga. IV Með málhöfðun sinni krefst stefnandibóta úr annars vegar frítímaslysatryggingu, og hins vegar úr almennrislysatryggingu, sem ágreiningslaust er að veiti stefnanda bótarétt verði færðarsönnur á að skilyrðum skilmála trygginganna sé fullnægt. Í skilmálum beggjatrygginganna kemur fram að stefndi greiði bætur vegna slyss sem vátryggðurverður fyrir m.a. ef það leiðir til varanlegrar, læknisfræðilegrar örorku eðatímabundins missis starfsorku. Með slysi er þá átt við skyndileganutanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er oggerist án vilja hans. Verði meiðsli á útlim er þó vikið frá þeirri kröfu að umutanaðkomandi atburð hafi verið að ræða. Er þá einungis krafist að „um sé aðræða skyndilegan atburð sem veldur meiðslum á líkama vátryggðs og gerist án viljahans“. Þar sem einkenni stefnanda eru á útlim lýtur efnislegur ágreininguraðila að þessum áskilnaði fyrir bótarétti vátryggðs. Ágreiningslaust er að atvikið, þegarstefnandi klemmdi sig 14. mars 2012, er skyndilegur atburður í framangreindrimerkingu. Ágreiningur aðila lýtur aftur á móti að því hvort þessi atburður hafivaldið þeim meiðslum sem stefnandi byggir bótakröfu sína á. Í framlögðum gögnum, vottorðum lækna,álitsgerð og matsgerð dómkvaddra matsmanna er einkennum stefnanda lýst allt fráþví að hann klemmdi sig. Með þessum gögnum er upplýst að eftir það atvik hafistefnandi glímt við bólgur, verki og hreyfiskerðingu í vinstri hendi. Að matidómsins fer ekki milli mála að framangreind einkenni stefnanda teljast verameiðsli í almennri merkingu þess orðs. Breytir engu í því sambandi þó aðeinkennin og allt „sjúkdómsferlið“ sé í matsgerð dómkvaddra matsmanna taliðskýrast af psoriasisliðagigt. Hins vegar er í máli þessu uppi vafi um það hvortframangreindur atburður, þegar stefnandi klemmdi sig, hafi valdið meiðslunumeða hvort hann sé af völdum psoriasis-sjúkdóms sem stefnandi var þá með. Um þetta álitaefni er fjallað ímatsgerð dómkvaddra matsmanna. Þar er á það bent að ekkert bendi til þess aðstefnandi hafi verið með psoriasisliðagigt áður en hann klemmdi sig 14. mars2012 þó að fyrir liggi að hann hafi verið með sár á húð af völdum psoriasis. Þákemur þar fram að langflestir með psoriasis í húð fái ekki liðagigt eða yfir80% þeirra. Jafnframt segir þar að í vísindagreinum á þessu sviði hafi ítrekaðverið lýst atburðarás þar sem áverki „kveikir í“ psoriasisliðagigt og líði þámjög skammur tími milli áverkans og liðagigtareinkenna. Tekur dómurinn undirmeð dómkvöddum matsmönnum að það verði að teljast með ólíkindum aðpsoriasisliðagigt hafi komið fram hjá stefnanda fyrir tilviljun á sama stað ogáverkinn aðeins nokkrum dögum eftir að hann klemmdi sig. Samkvæmt framansögðu verður að teljasannað að áverkinn, sem stefnandi hlaut við það að klemma sig 14. mars 2012,hafi komið psoriasisliðagigtarferli af stað, eins og lagt er til grundvallar ímatsgerð dómkvaddra matsmanna. Psoriasis-sjúkdómur stefnanda og áverkinn voruþví samverkandi orsakir meiðsla stefnanda. Það er jafnframt mat hinna dómkvöddumatsmanna að óvíst sé að stefnandi hefði fengið liðagigt, og ósennilegt aðgigtin hefði orðið jafn hraðvirk og alvarleg og raun ber vitni, nema vegnaáverkans. Þessari ályktun dómkvaddra matsmanna hefur stefndi ekki hnekkt meðyfirmatsgerð eða á annan hátt. Þegar jafnframt er litið til þess að sjúkdómurstefnanda var viðvarandi ástand og einkenni liðagigtar koma fram strax íkjölfar áverkans verður á það fallist að atvikið, þegar stefnandi klemmdi sig,hafi valdið honum meiðslum þannig að skilyrðum skilmála trygginganna séfullnægt. Þar er ekki að finna undanþágu frá bótaskyldu vegna óvenjulegra ogalvarlegra afleiðinga minni háttar áverka sem getur tekið til atvika í þessumáli. Því ber að fallast á að stefnandi eigi bótarétt úr tryggingunum. Aðalkrafa stefnanda, um að stefndigreiði sér 5.836.077 krónur úr tryggingunum, styðst við matsgerð D, en hannkomst að þeirri niðurstöðu að stefnanda hefði hlotið 20% læknisfræðilega örorkuaf völdum sýkingar í vinstri hendinni og að stöðugleikatímamark hefði verið 14.ágúst 2013. Varakrafa stefnanda styðst einnig við stöðugleikatímamark þessararsömu matsgerðar auk þess sem dráttarvaxtakrafan miðast við þann tíma þegar húnlá fyrir. Stefndi mótmælir þessum forsendum kröfugerðar stefnanda þar semleggja beri matsgerð dómkvaddra matsmanna til grundvallar. Þar var komist aðþeirri niðurstöðu að læknisfræðileg örorka stefnanda sökum psoriasisliðagigtarværi 18% og að stöðugleikatímamark hefði verið 22. desember 2014 þegar árangurmeðferðar hafði að fullu komið fram og hámarksbata verið náð. Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála, metur dómari sönnunargildi þeirra gagna sem lögðeru fyrir dóminn, sbr. enn fremur 2. mgr. 66. gr. sömu laga. Matsgerð tveggjadómkvaddra matsmanna, sem aflað er á grundvelli fyrrgreindra laga um meðferðeinkamála, vegur almennt þyngra við sönnunarmatið en matsgerð eins sérfræðingssem er aflað utan réttar. Stefnandi hefur ekki hnekkt efnislegri niðurstöðuhinna dómkvöddu matsmanna, hvorki um örorku stefnanda né stöðugleikatímamark.Ber að leggja hana til grundvallar við sönnun um þessi atriði og koma aðal- ogvarakrafa því ekki til álita. Þrautavarakrafa stefnanda tekur, einsog áður segir, mið af niðurstöðu dómkvaddra matsmanna. Stefndi hefur hvorkigert athugasemd við útreikning þrautavarakröfunnar né við vaxtakröfu stefnandaaf dagpeningum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001. Verður samkvæmt framansögðufallist á þessar kröfur. Í þrautavarakröfu krefst stefnandidráttarvaxta frá gjalddaga kröfunnar. Gengur hann þá út frá því að gjalddaginnhafi verið mánuði eftir dagsetningu matsgerðar dómkvaddra matsmanna. Samkvæmt1. mgr. 121. gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, fellur krafa umbætur eða vátryggingarfjárhæð í gjalddaga 14 dögum eftir að félagið átti þesskost að afla þeirra gagna sem þörf var á til þess að kanna ábyrgð sína ogreikna út endanlega fjárhæð bóta. Eftir að matsgerð dómkvaddra matsmanna láfyrir var stefnda unnt að reikna út endanlega fjárhæð bóta og gat dregið réttaályktun um ábyrgð sína. Í þessu ljósi og með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, verður fallist á kröfu stefnanda um aðbótakrafa hans beri dráttarvexti frá þeim tíma sem krafist er. Eftir atvikum þykir rétt aðmálskostnaður milli aðila falli niður. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinusamkvæmt gjafsóknarleyfi 19. október 2016. Allur gjafsóknarkostnaður stefnandagreiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Helga Birgissonarhrl., sem þykir hæfilega ákveðin 1.160.000 krónur og hefur þá verið tekiðtillit til virðisaukaskatts. Ásmundur Helgason héraðsdómari kveðurupp dóm þennan.D Ó M S O R Ð: Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf.,greiði stefnanda, A, 5.735.042 krónur, með vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. mgr. 123. gr. laga nr. 30/2004, umvátryggingasamninga, af 2.922.130 krónum frá 22. desember 2014 til 2. desember2015, en með dráttarvöxtum af 5.735.042 krónum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaðurmilli aðila fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úrríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Helga Birgissonar hrl.,1.160.000 krónur. |
Mál nr. 221/2017 | Þjónustukaup Endurgreiðsla ofgreidds fjár | S hf. veitti I ehf. ýmsa þjónustu og sá meðal annars um hýsingu á tölvupósti fyrir hann frá árinu 2006, en um þá þjónustu hafði ekki verið gerður formlegur samningur. Á árinu 2009 hóf I ehf. að hýsa tölvupóst sinn sjálfur en S krafði þó I ehf. áfram mánaðarlega um endurgjald fyrir þjónustuna þar til I ehf. gerði athugasemd við innheimtuna árið 2016. Krafðist I ehf. þess að S hf. yrði gert að endurgreiða honum hið ofgreidda endurgjald. Í dómi Hæstaréttar var meðal annars að virtri skýrslugjöf fyrrverandi viðskiptastjóra hjá S hf. lagt til grundvallar að I ehf. hefði sagt upp þjónustunni á árinu 2011 en fyrir mistök hefði S hf. áfram innheimt endurgjaldið og I ehf. greitt. Var vísað til þess að báðir aðilar hefðu sýnt af sér verulegt hirðuleysi í lögskiptum sínum sem hefði leitt til þess að S hf. hefði fengið með óréttmætum hætti mánaðarlegar greiðslur frá I ehf. Var ekki talið að S hf. hefði mátt hafa réttmæta ástæðu til að ætla að hann hefði getað haldið umræddum greiðslum og að endurgreiðsla þeirra væri ekki sérlega bagaleg fyrir hann. Var því fallist á kröfu I ehf. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari og landsréttardómararnirJón Finnbjörnsson og Sigurður Tómas Magnússon. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. apríl 2017. Hann krefst þess aðstefnda verði gert að greiða sér 1.077.483 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af nánar tilgreindumfjárhæðum frá 20. júlí 2012 til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum 2.mars 2016 að fjárhæð 59.742 krónur og 14. sama mánaðar að fjárhæð 69.699krónur. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar í héraðiog fyrir Hæstarétti.Stefndi hefur ekki gagnáfrýjað héraðsdómi og kemur því ekki til álitakrafa hans um málskostnað í héraði.Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi veitti stefndi áfrýjanda ýmsaþjónustu um langt árabil og sá meðal annars um hýsingu á tölvupósti fyrir hann fráárinu 2006, en um þá þjónustu hafði ekki verið gerður formlegur samningur. Áárinu 2009 hóf áfrýjandi að hýsa tölvupóst sinn sjálfur. Stefndi krafði þóáfrýjanda áfram mánaðarlega um endurgjald fyrir þessa þjónustu þar tiláfrýjandi gerði í fyrsta sinn athugasemd vegna innheimtunnar í febrúar 2016.Í skýrslugjöf við aðalmeðferð málsins í héraði lýsti fyrrverandiviðskiptastjóri hjá stefnda samskiptum sínum á árinu 2011 við viðskiptafræðing,sem starfaði þá hjá áfrýjanda við bókhald og fjármál. Kvað hann það hafa veriðskilning sinn í lok þeirra samskipta að áfrýjandi hafi sagt fyrrgreindriþjónustu upp og hafi þá aðeins staðið eftir að afhenda áfrýjanda afrit afgögnum hans í vörslum stefnda, sem hafi svo verið gert í desember 2011.Upplýsingar um þetta hafi átt að berast viðskiptaráðgjafa, sem kæmi þeim síðantil bakvinnslu stefnda til þess að hætt yrði að innheimta greiðslu fyrirþjónustuna. Fyrir dómi kvað áðurnefndur starfsmaður áfrýjanda sér hafa veriðljóst að stefndi hafi á þessum tíma krafist greiðslu fyrir þjónustuna, semáfrýjandi hafi þó ekki nýtt sér, en starfsmaðurinn sagðist hafa látið afstörfum hjá áfrýjanda í apríl 2012. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan tilforsendna hins áfrýjaða dóms verður lagt til grundvallar að áfrýjandi hafi sagtupp hýsingarþjónustu á tölvupósti hjá stefnda á árinu 2011 en fyrir mistök hafistefndi áfram innheimt endurgjald fyrir hana og áfrýjandi greitt. Eins og réttilega kemur fram í forsendum hins áfrýjaða dóms er það meginreglaí íslenskum rétti að sá sem greitt hefur umfram skyldu á kröfu um að fá þaðendurgreitt sem hann ofgreiddi en frá þeirri meginreglu eru þó undantekningar.Áfrýjandi sýndi af sér verulegt aðgerðaleysi með því að fylgja ekki eftirgagnvart stefnda að hann hætti að krefjast greiðslu fyrir hýsinguna, en að þvíverður þó að gæta að starfsmaður áfrýjanda sem hafði einkum átti í samskiptumvið stefnda hætti sem áður segir störfum skömmu eftir að þjónustunni var sagtupp. Stefndi aftur á móti gerði sem fyrr segir þau mistök að fylgja ekkiréttilega eftir uppsögn áfrýjanda á þjónustunni og krefja hann þess í staðáfram um greiðslu, en stefnda mátti vera ljóst að eftir þetta hafi áfrýjandiekki nýtt sér þjónustuna. Báðir málsaðilar sýndu þannig af sér verulegthirðuleysi í lögskiptum sín á milli sem leiddi til þess að stefndi fékk meðóréttmætum hætti mánaðarlegar greiðslur frá áfrýjanda. Ekki verður séð að stefndihafi mátt hafa réttmæta ástæðu til að ætla að hann gæti haldið umræddumgreiðslum og endurgreiðsla þeirra getur ekki talist sérlega bagaleg fyrir hann.Að þessu öllu virtu er eðlilegra að stefndi axli frekar en áfrýjandi afleiðingaraf hinu gagnkvæma hirðuleysi. Verður stefnda því gert að endurgreiða áfrýjanda hiðofgreidda í samræmi við kröfu hans, sem ekki er tölulegur ágreiningur um, en þóþannig að áðurgreindar innborganir stefnda í mars 2016 verða látnar koma tillækkunar á höfuðstól kröfu áfrýjanda. Er þá litið til þess að innborganirnarvoru inntar af hendi fyrir 28. maí 2016, þegar liðinn var mánuður frá því aðáfrýjandi krafði stefnda sannarlega um endurgreiðslu, en frá þeim degi verðaáfrýjanda dæmdir dráttarvextir eins og í dómsorði greinir. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrirHæstarétti.Dómsorð:Stefndi,Síminn hf., greiði áfrýjanda, Inter Medica ehf., 948.042 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 28. maí 2016 til greiðsludags.Málskostnaðurí héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 9. janúar 2017 I Mál þetta, sem var dómtekið 19.desember sl., er höfðað 20. júní 2016 af Inter Medica ehf., Skemmuvegi 6 íKópavogi, gegn Símanum hf., Ármúla 25 í Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þærað stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 1.077.483krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, af 24.316 krónum frá 20.7.2012 til 20.8.2012, af 48.632 krónumfrá 20.8.2012 til 20.9.2012, af kr. 72.948 krónum frá 20.9.2012 til 20.10.2012,af kr. 97.264 krónum frá 20.10.2012 til 20.11.2012, af 121.589 krónum frá20.11.2012 til 20.12.2012, af 145.896 krónum frá 20.12.2012 til 20.1.2013, af170.212 krónum frá 20.1.2013 til 20.2.2013, af 194.528 krónum frá 20.2.2013 til20.3.2013, af 218.844 krónum frá 20.3.2013 til 20.4.2013, af 243.260 krónum frá20.4.2013 til 20.5.2013, af 267.476 krónum frá 20.5.2013 til 20.6.2013, af291.792 krónum frá 20.6.2013 til 20.07.2013, af 316.108 krónum frá 20.7.2013til 20.8.2013, af 340.424 krónum frá 20.8.2013 til 20.9.2013, af 364.740 krónumfrá 20.9.2013 til 20.10.2013, af 389.056 krónum frá 20.10.2013 til 20.11.2013,af 413.372 krónum frá 20.11.2013 til 20.12.2013, af 437.688 krónum frá20.12.2013 til 20.1.2014, af 462.004 krónum frá 20.1.2014 til 20.2.2014, af486.320 krónum frá 20.2.2014 til 20.3.2014, af 510.636 krónum frá 20.3.2014 til20.4.2014, af 534.952 krónum frá 20.4.2014 til 20.5.2014, af 559.268 krónum frá20.5.2014 til 20.6.2014, af 583.584 krónum frá 20.6.2014 til 20.7.2014, af607.900 krónum frá 20.7.2014 til 20.8.2014, af 632.216 krónum frá 20.8.2014 til20.9.2014, af 656.532 krónum frá 20.9.2014 til 20.10.2014, af 680.848 krónumfrá 20.10.2014 til 20.11.2014, af 705.164 krónum frá 20.11.2014 til 20.12.2014,af 729.480 krónum frá 20.12.2014 til 20.1.2015, af 753.796 krónum frá 20.1.2015til 20.2.2015, af 777.813 krónum frá 20.2.2015 til 20.3.2015, af 801.830 krónumfrá 20.3.2015 til 20.4.2015, af 825.847 krónum frá 20.4.2015 til 20.5.2015, af849.864 krónum frá 20.5.2015 til 20.6.2015, af 873.881 krónu frá 20.6.2015 til20.7.2015, af 897.898 krónum frá 20.7.2015 til 20.8.2015, af 921.915 krónum frá20.8.2015 til 20.9.2015, af 945.932 krónum frá 20.9.2015 til 20.10.2015, af969.949 krónum frá 20.10.2015 til 20.11.2015, af 993.966 krónum frá 20.11.2015til 20.12.2015, af 1.017.983 krónum frá 20.12.2015 til 20.1.2016, af 1.042.000krónum frá 20.1.2016 til 20.2.2016, af 1.066.017 krónum frá 20.2.2016 til20.3.2016 og af 1.077.483 krónum frá 20.3.2016 til greiðsludags. Allt aðfrádregnum innborgunum 2. mars 2016, 59.742 krónur, og 14. mars 2016, 69.699krónur, sem dragast skulu frá skuldinni miðað við stöðu hennar áinnborgunardegi. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst aðallega sýknu en tilvara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefststefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. Í öndverðu krafðist stefndi að málinuyrði vísað frá dómi, en hann féll frá þeirri kröfu í þinghaldi eftir aðkröfugerð stefnanda hafði verið breytt. II Stefndi er fyrirtæki sem veitir almennafjarskiptaþjónustu. Stefnandi er þjónustufyrirtæki sem selur tæknivörur fyrirstofnanir og fyrirtæki sem veita heilbrigðisþjónustu. Í málflutningsskjölumkemur fram að stefndi hafi frá árinu 2006 veitt stefnanda ýmiss konarfjarskiptaþjónustu, þ. á m. þjónustu tengda hýsingu á tölvupósti fyrirtækisins.Ágreiningslaust er að í júní 2009 hafi stefnandi flutt allan tölvupóstfyrirtækisins úr pósthýsingu hjá stefnda yfir á eigin netþjón. Í stefnu er þvíhaldið fram að samtímis hafi stefnandi sagt upp samningi um þessa þjónustu.Stefndi mótmælir því að honum hafi borist slík uppsögn og kveður engin gögnstyðja það að hún hafi farið fram, hvorki þá né síðar. Stefnandi mun hafagreitt fyrir pósthýsingu samkvæmt reikningum stefnda allt til mars 2016. Meðmálshöfðun sinni fer stefnandi fram á endurgreiðslu gjalda fyrir þessa þjónustufrá júní 2012 til mars 2016. Nokkur gögn liggja fyrir í málinu umsamskipti aðila um framangreinda þjónustu. Í tölvuskeyti Lilju Pálsdóttur, semþá var starfsmaður stefnanda, dags. 2. ágúst 2011, minnir hún þáverandiviðskiptastjóra hjá stefnda, Óttar Örn Guðlaugsson, á að hann hafi ætlað aðsenda stefnanda breyttan þjónustusamning. Í kjölfarið nefnir hún að stefnandisé „t.d. enn að borga 21.300 kr. á mánuði fyrir tölvupóst-þjónustu þrátt fyrirað við hýsum póstinn sjálf hérna (við töluðum um að þú myndir segja upp þessariþjónustu á fundinum 18/4)“. Með tölvuskeyti Óttars Arnar tilframkvæmdastjóra stefnanda, Kristjáns Zophoníassonar, og Lilju, dags. 14.september 2011, gerði stefndi stefnanda tilboð um nýjan þjónustusamning þar semeinstakir þjónustuliðir voru tilgreindir. Þar var ekki gert ráð fyrir aðstefndi myndi veita stefnanda neina þjónustu er tengdist hýsingu á tölvupósti.Í tölvupóstinum er þó vikið að því að athuga þurfi „með póst sem virðisthýstur“ hjá stefnda auk þess sem „gamall fyrirtækjapóstur“ sé „inni samtals 6netföng“. Síðan segir orðrétt: „Til þess að tryggja að þau gögn sem nú eru íhýsingu hjá Símanum glatist ekki þá væri best að tölvumaður ykkar staðfesti viðykkur að hann hafi tekið afrit af honum. Því við uppsögn þá er þessumtölvupósti eytt og er ekki afturkræfur. Samtals sparnaður við þetta er kr.21.300,- á mánuði.“ Í málinu liggur fyrir reikningur frástefnda vegna útseldrar vinnu sérfræðings sem fram fór 2. desember 2011. Áreikningnum er verkinu lýst með eftirfarandi hætti: „Exportaði öllum póstiundir léninu medica.is samkv. beiðni frá Kristjáni.“ Stefnandi mun hafa haldið áfram aðgreiða fyrir hýsingu á tölvupósti samkvæmt reikningum frá stefnda allt fram áárið 2016. Annars vegar er þar um að ræða mánaðargjald sem ber yfirskriftina„VIST / Þjónusta vegna 20100151“ og hins vegar er liður sem bar yfirskriftina„Annað / Stækkun á pósthólfi 1500MB / Stækkun á pósthólfi 3500MB /Viðbótarnetfang Fyrirtækjapóstur“. Af hálfu stefnanda var óskað eftirskýringum á ofangreindum liðum í reikningum stefnda í febrúar 2016. Í svaristefnda, dags. 25. febrúar 2016, kemur fram ekkert sé „á bakvið þetta ... [e]nginnpóstur, dns þjónusta eða neitt“. Þá segir þar að stefnandi sé „ekki með neinnetföng virk“ hjá stefnda og að lénið medica.is sé „í hýsingu hjá hysingar.issamkvæmt ISNIC.is“. Síðan segir orðrétt: „Samkvæmt þessu eruð þið að borgafyrir eitthvað síðan 2009 sem þið eruð ekki að nota.“ Var stefnanda að lokumbent á að hafa samband við viðskiptastjóra ef óskað væri eftir „uppsögn áþessari þjónustu“. Í kjölfar þessa mun innheimtu fyrirumrædda þjónustu hafa verið hætt auk þess sem stefnandi leitaði leiðréttingar áreikningum aftur í tímann. Með tölvuskeyti starfsmanns stefnda 29. febrúar 2016var tilkynnt að fallist hefði verið á leiðréttingu sex mánuði aftur í tímann aðfjárhæð 59.472 krónur. Þar kom einnig fram að ástæða leiðréttingar væru „mistökí skráningum á uppsögn á stækkun á pósthólfi“. Með tölvuskeyti 6. apríl 2016var stefnanda tilkynnt að stefndi hefði fallist á að endurgreiða yfir 12 mánuðiaftur í tímann og væri „þegar búið að afgreiða“ þá leiðréttingu af hálfustefnda. Með bréfi 28. apríl 2016 fór lögmaðurstefnanda fram á að stefndi endurgreiddi stefnanda það sem félagið hafðiofgreitt frá 2009, samtals 1.905.513 krónur. Af bréfinu mátti ráða að stefnanditeldi tilboð stefnda um leiðrétting á ofgreiðslu í eitt ár ekki verafullnægjandi og ekki í samræmi við þá liði sem innheimt hefði verið fyrir. Meðbréfi, dags. 26. maí 2016, hafnaði stefndi kröfunni þar sem ekki lægi fyrir aðstefnandi hefði ofgreitt fyrir þjónustuna, enda hefði félagið aldrei sagt henniupp. III. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að hann hafigreitt of háa fjárhæð miðað við veitta þjónustu allt frá árinu 2009 og eigiendurkröfurétt á stefnda vegna þessa. Stefnandi telur að hann hafi greitt ofmikið, eða með öðrum orðum að stefndi hafi ofrukkað stefnanda fyrir veittaþjónustu. Kveður hann kröfuna byggja á meginreglu íslensks réttar um að sá seminni af hendi greiðslu án eða umfram skyldu geti endurkrafið móttakandagreiðslunnar. Stefnandibendir á að það liggi fyrir að krafan sé vegna greiðslu fyrir þjónustu sem hafisannarlega ekki verið innt af hendi. Stefndi hafi viðurkennt þann skilning ítölvupósti til stefnanda, að ekkert hafi verið á bak við umræddan kostnaðarlið,og stefnandi því verið að greiða fyrir eitthvað sem hann hafi ekki verið aðnýta frá árinu 2009. Á því er byggt af hálfu stefnanda aðstefndi hafi móttekið uppsögn á umræddum þjónustuþáttum þegar á árinu 2009,þegar stefnandi hafi flutt hýsingu yfir á eigin netþjón. Stefnda hafi því ekkigetað dulist að stefnandi væri að hætta með þjónustu vegna hýsingar og ætlaðisér ekki lengur að greiða fyrir hana. Í því sambandi bendir stefnandisérstaklega á að 2. desember 2011 hafi sérfræðingur unnið á vegum stefnda viðþað að „exporta öllum pósti undir léninu medica.is“. Stefnandi byggir á því að stefndi hafivitað eða mátt vita að stefnandi hafi greitt fyrir þjónustu sem stefndi hafiekki veitt honum frá árinu 2009. Stefndi hafi því verið í vondri trú þegar hannhafi tekið á móti greiðslum og því verði að fallast á endurgreiðslukröfu hans ímálinu. Stefnandi byggir einnig á því að þaðstandi stefnda nær að bera ábyrgð á því að stefnandi greiddi umfram skyldu þarsem stefndi beri ábyrgð á þeim „mistökum“ sem leiddu til greiðslunnar. Í þvísambandi bendir stefnandi á að stefndi hafi verið í yfirburðastöðu til að hafayfirsýn yfir þá þjónustu sem hann veitti og innheimti fyrir. Þannig hafistefndi verið í betri aðstöðu til að leggja mat á tilvist kröfu sinnar og efnihennar en stefnandi. Þá verði einnig að líta til reynslu og þekkingar stefndasem og þess að hann hafi sérfræðinga á þessu sviði í sinni þjónustu. Stefndi sémeð sérhæfða starfsmenn sem hafi veitt stefnanda tilboð í þá þjónustu sem hannhafi þurft. Bendir stefnandi á að starfsmaður stefnda hafi gert stefnanda nýtttilboð 14. september 2011, eftir að hafa farið yfir málefni stefnanda, án þessað geta nokkuð um að stefnandi væri að greiða fyrir þjónustu sem hann hafi hættað nýta á árinu 2009. Starfsmenn stefnda hefðu því átt að koma auga á aðstefnandi væri að greiða fyrir þjónustu sem hann nýtti ekki, og að um misstökhafi verið að ræða. Að sama skapi sé erfitt fyrir stefnanda að vita nákvæmlegahvað sé á bak við hvern og einn þjónustulið. Stefnandi hafi greitt reikningastefnda í góðri trú og staðið í þeirri meiningu að hann væri aðeins að greiðafyrir veitta þjónustu og að starfsmenn stefnda störfuðu að heilindum gagnvartsér. Þá hafi starfsmaður stefnda viðurkennt í tölvupósti til stefnanda að ummistök hafi verið að ræða í skráningum á uppsögn á stækkun á pósthólfi. Að lokum reisir stefnandi dómkröfursínar á því að augljós sanngirnisrök mæli með því að stefndi endurgreiðistefnanda umkrafða fjárhæð. Óumdeilt sé í málinu að ekkert hafi verið á bak viðumræddan þjónustulið og hafi stefndi því verið að innheimta fyrir þjónustu semhann hafi aldrei veitt. Byggir stefnandi á því að rétt skuli vera rétt, ogóeðlilegt sé að stefndi eigi að hagnast á þessum „mistökum“, eins og hann orðiþað sjálfur í tölvupóstsamskiptum. Þá bendir stefnandi á að hann hafi haft uppikröfu á hendur stefnda um leið og honum hafi orðið ljóst að hann hefði greittumfram skyldu. Samskipti milli aðila sem liggi fyrir í málinu sýni að enginnástæðulaus dráttur hafi orðið af hálfu stefnanda frá því að hann fékk vitneskjuþar að lútandi og þar til hann hafði uppi endurkröfu í málinu. Með vísan til alls framangreinds telurstefnandi að aðstæður séu með þeim hætti að fallast beri á kröfu hans umendurgreiðslu ofgreidds fjár. Stefndi hafi beinlínis viðurkennt að hafainnheimt greiðslur frá stefnanda fyrir þjónustu sem sannarlega ekkert hafiverið að baki. Stefndi hafi sent út greiðsluseðla og krafið um greiðslurnar, enútilokað hafi verið fyrir stefnanda að átta sig á því, enda sé sundurliðuninflókin og illskiljanleg fyrir utanaðkomandi aðila. Sérfræðingur á vegum stefndahafi aðstoðað stefnanda við að koma gögnum yfir á sinn eigin netþjón og hafistefnda því ekki getað dulist að stefnandi ætlaði ekki að nýta þjónustu stefndaáfram. Þá hafi sérfræðingur á vegum stefnda verið fenginn til þess að taka útviðskipti stefnanda við stefnda og hafi gert nýtt tilboð í viðskiptin á árinu2011. Þar sé ekkert minnst á að stefnandi sé enn að greiða fyrir hýsingu ogþjónustu sem hann sé ekki að nýta. Stefndi hafi því vitað að stefnandi hafiverið að greiða fyrir þjónustu sem hann hafi ekki verið að nýta frá árinu 2009.Stefndi hafi verið í yfirburðastöðu gagnvart stefnanda hvað varðar vitneskju umofgreiðslurnar og í mun betri aðstöðu en stefnandi til þess að leggja mat átilvist og efni kröfu sinnar. Þá mæli augljós sanngirnisrök með því að stefndiendurgreiði stefnanda umkrafða fjárhæð. Óumdeilt sé í málinu að ekkert hafiverið að baki umræddum þjónustulið og stefndi því verið að innheimta fyrirþjónustu sem hann hafi aldrei veitt. Í því sambandi megi benda á að stefndihafi ekki orðið fyrir neinum beinum kostnaði við það að „veita þjónustuna“ semvarði ofgreiðsluna. Til stuðnings kröfugerð sinni bendirstefnandi á að sú meginregla gildi í íslenskum rétti að sá sem inni af hendigreiðslu án skyldu eða umfram hana geti endurkrafið móttakanda hennar. Rök hafiverið færð fyrir því að stefnandi eigi rétt til endurgreiðslunnar með hliðsjónaf þeim atriðum sem talin hafi verið að hafi þýðingu við matið. Í stefnu er krafa stefnanda nákvæmlegasundurliðuð. Bendir stefnandi á að um hver mánaðamót hafi stefnandi ofgreittákveðna fjárhæð. Í stefnunni er gerð grein fyrir samtölu ofgreiðslu í hverjummánuði allt frá árinu 2009, sem og reikningsnúmeri og útgáfudegi reiknings ílok hvers mánaðar. Stefnandi kveður ofgreiðsluna bera dráttarvexti frágreiðsludegi og því sé nauðsynlegt að sundurliða fjárhæð hennar í hverjummánuði. Bendir stefnandi á að þeir þjónustuliðir sem ofgreiðslan varði séu undirheitunum „VIST 1“, „Stækkun á pósthólfi 1500MB“, „Stækkun á pósthólfi 3500MB“og „Viðbótarnetfang Fyrirtækjapóstur“. Sundurliðun í stefnu tekur mið afupphaflegri kröfugerð, en hún var lækkuð undir rekstri málsins að teknu tillititil sjónarmiða um fyrningu. Stefnandi gerir kröfu um dráttarvextisamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Stefnanditelur sig eiga rétt á dráttarvöxtum frá gjalddaga hvers reiknings. Gjalddagihvers reiknings hafi verið 20 dögum eftir útgáfudag, en reikningarnir hafiverið gefnir út síðasta dag hvers mánaðar. Því fari höfuðstóll fjárhæðinnar(ofgreiðslunnar) sem dráttarvaxta sé krafist af stighækkandi eftir því semfleiri reikningar hafi verið greiddir (mánaðarlega). Um lagarök vísar stefnandi til reglnasamninga- og kröfuréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Kröfu um dráttarvextistyður stefnandi við reglur III. kafla laga um vexti og verðtryggingu, nr.38/2001, sérstaklega 1. og 2. mgr. 6. gr. Enn fremur vísar stefnandi til 12.gr. sömu laga varðandi höfuðstólsfærslu vaxta. Um varnarþing vísar stefnandi til 1. mgr. 33. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála. Að lokum kveður stefnandi að málskostnaðarkrafahans eigi sér stoð í 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.2. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndireisir sýknukröfu sína á því að stefnandi hafi aldrei sagt upp þjónustu fyrirhýsingu tölvupósts og því sé enginn grundvöllur fyrir endurgreiðslukröfustefnanda. Skylda til endurgreiðslu ofgreidds fjár geti eðli máls samkvæmteinungis stofnast þegar skuldari hafi greitt umfram skyldu sína. Af þeim sökumberi að sýkna stefnda af kröfum stefnanda því stefnandi sé sannarlegaskuldbundinn til þess að greiða fyrir umrædda þjónustu. Uppsögn sé ákvöð sembindi móttakanda þegar hún er komin til hans. Þar sem stefnda hafi aldreiborist uppsögn á þjónustu vegna hýsingar á tölvupósti sé stefnandi enn þáskuldbundinn til þess að greiða stefnda fyrir þá þjónustu. Stefndi bendir á að stefnanda hafi ekkigetað dulist að hann væri að greiða fyrir þjónustu stefnda er laut að hýsingutölvupósts þar sem honum hafa borist áttatíu og sex sundurliðaðir reikningarfrá stefnda. Allir útsendir reikningar stefnda séu sundurliðaðir á skýran ogaðgengilegan hátt. Hver reikningur sé settur upp með þeim hætti að móttakandihans geti auðveldlega gert sér grein fyrir þeirri þjónustu sem innheimtan lýturað. Í reikningunum komi skýrt fram fram að innheimt sé vegna þjónustuliðanna„VIST 1“, „Stækkun á pósthólfi 1500MB“, „Stækkun á pósthólfi 3500MB“ auk 6viðbótarnetfanga á fyrirtækjapósti. Einnig sé tekið fram á öllum reikningum frástefnda að viðskiptamenn geti fylgst með sundurliðun, áskriftum o.fl. áþjónustuvef stefnda. Stefndi kveður fullyrðingu stefnanda því ranga að stefndihafi verið í yfirburðastöðu gagnvart stefnanda til að fylgjast með þeirriþjónustu sem greitt hafi verið fyrir. Þvert á móti hafi enginn verið í betristöðu til að hafa yfirsýn yfir skuldbindingar stefnanda en stefnandi sjálfur.Stefnandi hafi verið í viðskiptum við stefnda frá árinu 2006 og honum hafi þvíátt að vera vel kunnugt um uppsetningu reikninga frá stefnda og þá þjónustu semhann sé skráður fyrir hjá stefnda. Stefndi vísar til þess að þó aðstefnandi haldi því fram að hann hafi sagt upp þjónustu fyrir pósthýsingu árið 2009hafi hann á tæpum sjö árum greitt mánaðarlega reikninga frá stefndaathugasemdalaust. Það sé ekki á ábyrgð stefnda að stefnandi hafi ekki kynnt sérefni þeirra reikninga sem honum bárust. Hafi stefnandi haft eitthvað viðreikningana að athuga hefði hann hvenær sem er getað gert stefnda grein fyrirþví. Ekkert í samskiptum stefnda og stefnanda á þessu tímabili hafi þó gefiðtil kynna að stefnandi vildi segja þjónustunni upp, hvorki uppsögn néathugasemd við reikninga. Stefndi hafi því í góðri trú tekið við greiðslu fyrirveitta þjónustu frá því að pósthýsingin var fyrst sett upp í kerfum stefnda. Af hálfu stefnda er á því byggt að þaðsé ekki á ábyrgð stefnda að stefnandi hafi ekki nýtt sér pósthýsinguna sem hannhafi verið skráður fyrir. Lítil eða engin notkun á pósthýsingu jafngildi ekkiuppsögn á þjónustunni frekar en afritun gagna sem þar hafa verið geymd.Stefnandi hafi val um það hvernig hann kjósi að hýsa fyrirtækjapóst sinn, hvortsem það er á kerfum stefnda eða annars staðar. Segi hann hins vegar ekki uppþjónustu stefnda sé stefndi enn þá skuldbundinn til þess að veita þjónustuna.Þá skuldbindingu hafi stefndi efnt. Það standi stefnanda nær að bera ábyrgð áþví að hann hafi greitt fyrir hýsingu tölvupósts og gagna sem hafi verið ítakmarkaðri notkun. Hýsingu tölvupósts og gagna á kerfum stefnda fylgi ákveðinyfirbygging eða „strúktúr“ sem sé settur upp til þess að halda utan umpóstsendingar, aðgengi og geymslu gagna. Slíkan „strúktúr“ megi svo stækka meðþví að bæta við gagnamagni líkt og stefnandi hafi kosið að gera á meðantölvupósturinn hafi verið hýstur hjá stefnda. Þegar stefnandi hafi færttölvupóst sinn yfir á eigin póstþjón hafi „strúktúrinn“ og eldri gögn orðiðeftir á kerfum stefnda. Hann hafi því ekki verið tekinn niður þar sem hýsingunnihafi ekki verið sagt upp. Af framangreindu telur stefndi ljóst aðstefnandi hafi aldrei sagt upp þjónustunni og því geti ekki verið um neinaendurkröfu að ræða. Megininntak reglunnar um endurheimt ofgreidds fjár sé aðgreiðandi eigi rétt á endurgreiðslu þegar hann hafi greitt umfram skyldu. Ekkigeti verið um endurkröfu að ræða þegar greiðsluskylda sé til staðar. Reglan séeinnig háð margvíslegum skilyrðum og undantekningum. Í íslenskum og norrænumrétti hafi verið gengið út frá því að greiðsla þurfi að vera bundin fyrirvarasvo að endurheimta hennar komi til greina, einkum þegar greiðslurnar hafitíðkast um langt skeið án efasemda. Í ljósi þess að stefndi hafi átt lögvarðakröfu á hendur stefnanda, sem greiddi athugasemdalaust frá upphafi viðskiptasambandsaðila, komi endurheimta á grundvelli reglunnar ekki til greina. Enn fremur byggir stefndi sýknukröfusína á því að krafa stefnanda sé fallin niður sökum tómlætis, ef hún hefureinhvern tíma stofnast á annað borð. Samkvæmt meginreglum kröfuréttar, semmeðal annars búi að baki ákvæði 1. mgr. 32. gr. laga nr. 50/2000 umlausafjárkaup, geti samningsaðili glatað rétti til að bera fyrir sig vanefndeða annað meint réttarbrot viðsemjanda síns ef athugasemdum er ekki hreyft afslíku tilefni án ástæðulauss dráttar. Stefnandi kveðst hafa sagt upp þjónustustefnda árið 2009 en virðist ekki hafa hreyft frekari athugasemdum fyrr en íaðdraganda þessarar málshöfðunar. Stefndi byggir einnig á því aðstefnanda skorti lagaheimild til þess að krefjast dráttarvaxta með þeim hættisem gert sé í stefnu. Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2008 hafi stefnandifyrst getað krafist dráttarvaxta mánuði eftir að hann sannarlega hafi krafistgreiðslu. Það hafi ekki verið gert fyrr en með bréfi, dags. 28. apríl 2016, ogþví komi fyrst til greina að krefjast dráttarvaxta frá og með 28. maí 2016.Stefndi mótmælir því kröfu stefnda um greiðslu vaxta fyrir það tímamark. Stefndi telur því að sýkna beri hann,enda hafi hann í góðri trú tekið við greiðslum vegna lögvarinnar kröfu sinnar semsé hluti af viðvarandi viðskiptasambandi aðila. Stefndi kveður varakröfu sínaum verulega lækkun stefnufjárhæðar styðjast við sömu málsástæður og sýknukrafanbyggist á. Til stuðnings kröfum sínum vísarstefndi til meginreglna kröfuréttar og samningaréttar, laga nr. 38/2001, umvexti og verðtryggingu, laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, og laganr. 50/2000, um lausafjárkaup. Um málskostnaðarkröfu vísar stefndi til XXI.kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þá vísar stefndi einnig til meginreglna laga um meðferð einkamálaum sönnun og sönnunarbyrði. IV Árið 2006 samdi stefnandi við stefndaum fjarskiptaþjónustu af ýmsum toga. Ágreiningslaust er að hluti þeirrarþjónustu fólst í hýsingu á tölvupósti stefnanda. Hvorki hefur verið lagður framskriflegur samningur aðila um þessa þjónustu né skilmálar sem um hana kunna aðhafa gilt. Ekkert liggur því fyrir um hvort stefnandi hafi skuldbundið sig tilþess að tilkynna stefnda með tilteknum, formlegum hætti um það ef hann óskaðiekki lengur eftir þjónustunni, eða að stefndi áskildi sér ákveðinn frest til aðbregðast við slíkri tilkynningu. Fyrir liggur að stefnandi hóf árið 2009að hýsa sjálfur tölvupóst fyrirtækisins á eigin netþjóni. Stefnandi heldur þvífram að hann hafi í kjölfarið sagt upp allri þjónustu stefnda í tengslum viðhýsingu tölvupósts. Engin gögn hafa verið lögð fram um að stefnandi hafitilkynnt stefnda um lok þessarar þjónustu árið 2009. Hefur stefnandi ekki færtsönnur á staðhæfingar sínar um að slík tilkynning hafi borist stefnda á þvíári. Eins og rakið hefur verið var þáverandistarfsmaður stefnanda, Lilja Pálsdóttir, í sumarlok 2011 í samskiptum viðþáverandi viðskiptastjóra hjá stefnda, Óttar Örn Guðlaugsson, um nýjanþjónustusamning. Í þessum samskiptum víkur starfsmaður stefnanda að því aðstefnandi sé enn þá að greiða stefnda fyrir hýsingu á tölvupósti þó aðstefnandi væri farinn að hýsa hann sjálfur. Í tölvuskeyti starfsmannsins 2.ágúst 2011 vísar hann til þess að á fundi 18. apríl hafi komið til tals aðstarfsmaður stefnda myndi „segja upp þessari þjónustu“. Ekki liggja fyrir önnur gögn umviðbrögð stefnda við þessu erindi en tölvuskeyti viðskiptastjórans 2. septembersama ár. Efni þess er lýst í kafla II. Af þessum samskiptum starfsmanna aðilavirðist mega ráða að yfirlýsing stefnanda, um að hann vildi að stefndi hætti aðveita honum þjónustu er tengdist hýsingu á tölvupósti, hafi á þessum tíma veriðkomin til vitundar stefnda. Í tölvuskeyti sölustjóra stefnda var þó settur sáfyrirvari að vissara væri fyrir stefnanda, áður en uppsögnin kæmi tilframkvæmda, að ganga úr skugga um að afrit hefði verið tekið af tölvupóstum,sem væri enn þá í hýsingu hjá stefnda, þar sem þessum gögnum yrði eytt íframhaldinu. Við aðalmeðferð málsins gáfu Lilja ogÓttarr Örn skýrslu fyrir dómi. Staðfestu þau bæði efni þeirra samskipta sem aðframan greinir. Kvaðst starfsmaður stefnanda ítrekað hafa reynt að segjaþessari þjónustu upp en án árangurs. Reikningar hafi hins vegar verið greiddirþar sem ella hefði verið lokað fyrir aðra þjónustu stefnda við stefnanda. Í skýrslu fyrrum viðskiptastjórastefnda, Óttars Arnar, kom fram að allur gangur hefði verið á því þegar hannstarfaði hjá stefnda hvernig staðið hefði verið að uppsögn á þjónustu stefndavið viðskiptavini sína. Oftast hefði það þó verið gert með tölvuskeyti tilviðskiptastjóra eða annars tengiliðar sem síðan hefði framsent málið tilviðskiptaráðgjafa og þaðan til „bakvinnslu“ hjá stefnda þar sem viðkomandigjaldaliðir hefðu verið teknir út. Aðspurður kvaðst hann hafa litið svo á aðmeð framangreindum samskiptum árið 2011 hefði stefnandi sagt upp allri þjónustuer tengdist hýsingu tölvupósts, enda hefði tilboð um nýjan þjónustusamning, semfylgdi tölvuskeytinu 14. september 2011, ekki gert ráð fyrir slíkri þjónustu.Fullyrti hann raunar að uppsögn hefði borist stefnda með tölvupósti á árinu2011. Jafnframt kom fram í máli hans að þegar stefnandi þurfti að greiða fyrirvinnu tæknimanns við að taka gögn í eigu stefnanda út af „serverum“ stefnda,sbr. reikning 2. desember 2011, hefði verið lögð „mikil áhersla á“ að veriðværi „að eyða þjónustunni“. Kom honum á óvart að stefndi hafi haldið áfram aðinnheimta fyrir þjónustuna. Þegar litið er til framangreindra gagnaum samskipti aðila í sumarlok 2011, þar sem meðal annars er gengið út frá þvíað segja skyldi upp umræddri þjónustu, og að teknu tilliti til þess sem framkom við skýrslugjöf vitna við aðalmeðferð málsins þykir sannað að stefnandihafi á árinu 2011 tilkynnt stefnda um uppsögn á allri þjónustu stefnda ertengdist hýsingu á tölvupósti stefnanda. Þá verður að ganga út frá því aðekkert hafi verið því til fyrirstöðu að stefndi hætti að veita stefnanda slíkaþjónustu, í samræmi við viljayfirlýsingu hans, eftir að tæknimaður á vegumstefnda hafði fært öll gögn stefnanda úr tölvukerfi stefnda á haustmánuðum eðaí byrjun vetrar 2011. Svör starfsmanna stefnda við fyrirspurn stefnanda ífebrúar 2016, sem vikið er að í kafla II, benda til þess að engin gögn í eigustefnanda hafi orðið eftir í kerfum stefnda eftir þá aðgerð. Hefur stefndi ekkisýnt fram á hið gagnstæða. Í ljósi atvika verður að ganga út frá því að þaðhafi alfarið verið á ábyrgð stefnda að grípa í kjölfarið til ráðstafana til aðþjónustan stæði stefnanda ekki lengur til boða og hætta innheimtu mánaðarlegragjalda fyrir hana. Eins og áður er rakið hélt stefndieftir sem áður áfram að innheimta fyrir umrædda þjónustu allt til ársins 2016.Stefnandi greiddi reikninga stefnda þar sem þessir þjónustuliðir vorutilgreindir. Með því greiddi stefnandi stefnda um árabil umfram skyldu fyrirhýsingu á gögnum sem ekki voru lengur til staðar í kerfum stefnda eftir aðstefnandi hafði sagt upp þjónustunni. Það er meginregla í íslenskumkröfurétti að sá sem greitt hefur umfram skyldu á almennt kröfu um að fá þaðendurgreitt sem hann ofgreiddi. Á þeirri meginreglu eru þó ákveðnarundantekningar. Getur tómlæti greiðanda við að hafa uppi kröfu, eftir að honummátti vera ljóst að greitt hafi verið umfram skyldu, meðal annars leitt tilþess að krafa um endurgreiðslu verði ekki tekin til greina. Stefndi bar þvímeðal annars við í greinargerð að tómlæti stefnanda við að hafa uppi kröfu umendurgreiðslu ætti að leiða til sýknu stefnda. Koma röksemdir sem snúa aðþessari málsástæðu, þar á meðal um þýðingu fyrirvaralausrar greiðslu stefnanda,til álita við úrlausn málsins. Stoðar stefnanda ekki að bera fyrir sig að þærröksemdir séu of seint fram komnar. Í fyrrgreindu tölvuskeyti þáverandistarfsmanns stefnanda, Lilju Pálsdóttur, 2. ágúst 2011 er sérstaklega bent á aðstefnandi greiddi enn þá 21.300 krónur á mánuði fyrir hýsingu á tölvupósti þóað fyrirtækið hýsti póstinn sinn sjálft. Aðspurð fyrir dómi kvað hún reikningastefnda hafa verið skýra um að þessir þjónustuliðir væru hluti af því semstefnandi greiddi stefnda mánaðarlega. Samskipti aðila á síðari hluta ársins2011 miðuðu sérstaklega að því að fella niður greiðslu fyrir umrædda þjónustu.Í þessu ljósi telur dómurinn að stefnanda hafi mátt vera ljóst strax í upphafiárs 2012 að greiðsla fyrir þessa þjónustu væri umfram skyldu. Þrátt fyrir þaðinnti stefnandi áfram mánaðarlega af hendi endurgjald fyrir hana án þess aðupplýst sé að athugasemdir hafi verið gerðar við innheimtuna, eða að stefnandigerði fyrirvara um greiðsluskyldu sína, fyrr en í febrúar 2016, eða í rúmfjögur ár. Eins og mál þetta liggur fyrir verðurað ganga út frá því að það hafi verið mistök af hálfu stefnda að gera ekkiundir lok árs 2011 nauðsynlegar ráðstafanir til þess að innheimtu endurgjaldsfyrir hýsingu á tölvupósti stefnda yrði hætt. Að teknu tilliti til þess sem rakiðhefur verið um vitneskju stefnanda um greiðslur sínar og veitta þjónustu verðurhins vegar að líta svo á að hann hafi sýnt af sér verulegt tómlæti við aðfylgja því eftir að innheimtunni yrði hætt og hafa uppi kröfu um endurgreiðsluþess sem ofgreitt var. Að mati dómsins leiðir þetta tómlæti til þess aðstefnandi getur ekki nú mörgum árum síðar haft uppi slíka kröfu gagnvartstefnanda. Þau sjónarmið sem stefnandi teflir fram til stuðningsendurgreiðslukröfu sinni, m.a. um vonda trú stefnda og að það hafi staðið honumnær að bera ábyrgð á að stefnandi greiddi umfram skyldu, geta að mati dómsinsekki hnekkt framangreindri niðurstöðu. Verður stefndi því sýknaður af öllumkröfum stefnanda. Eins og atvikum er háttað og með vísantil 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, þykir rétt að hvoraðila beri sinn kostnað af rekstri málsins fyrir dómi. Ásmundur Helgason héraðsdómari kveðurupp dóm þennan. DÓ M S O R Ð: Stefndi, Síminn hf., er sýkn af kröfumstefnanda, Inter Medica ehf. Málskostnaður milli aðila fellur niður. |
Mál nr. 286/2017 | Slysatrygging Vátryggingarsamningur Sjómaður Vinnuslys Gjafsókn | E höfðaði mál á hendur T hf. og krafðist þess að viðurkenndur yrði réttur hans til skaðabóta úr slysatryggingu sjómanna vegna vinnuslys sem hann varð fyrir um borð í bát. Deildu aðilar um hvort sannað væri að E hefði orðið fyrir slysi tilgreindan dag í skilningi skilmála slysatryggingarinnar. Talið var sannað meðal annars með vísan til framburða vitna að slysið hefði orðið þann dag sem krafa E miðaði við. Engin vitni hefðu hins vegar verið að því hvernig meiðsl E báru að en frásagnir hans af atvikum væru mjög misvísandi. Þegar hann leitaði fyrst til læknis lýsti hann því að hann hefði verið að henda til kössum, þurft að lyfta þeim yfir axlarhæð og að talsverður veltingur hefði verið á skipinu. Næst þegar hann leitaði læknis hefði verið eftir honum skráð að hann neitaði áverka. Síðar tilkomnar lýsingar á því hvernig E hlaut meiðsl sín, sem allar hefðu komið fram eftir að hann hætti sjómannsstörfum og miðuðu við að hann hefði dottið, hefðu minna sönnunargildi. Var því ekki talið að E hefði sýnt fram á með haldbærum gögnum að tildrög meiðslanna hefðu verið þau að hann hefði dottið líkt og hann byggði málatilbúnað sinn á. Væri því ósannað að hann hefði orðið fyrir slysi í skilningi vátryggingarskilmálanna, sbr. 1. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Var T hf. því sýknað af kröfu E. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir GretaBaldursdóttir og Karl Axelsson og Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 11. maí 2017. Hannkrefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms ogmálskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur veriðveitt.IMál þetta varðar kröfu stefnda um að viðurkenndur verði réttur hans tilskaðabóta úr hendi áfrýjanda úr slysatryggingu sjómanna. Byggir hann kröfu sínaá því að 4. júní 2013 hafi hann orðið fyrir vinnuslysi um borð í línu- ognetabátnum Von GK-113 og meiðst á vinstri öxl. Í stefnu er atvikum þannig lýstað áfrýjandi hafi verið með „pakkningar ... sem hann þurfti að kasta yfirbeitningarvél til að koma þeim í svokallaðan beitningarkassa sem var hinummegin við vélina.“ Þegar hann hafi haldið á einni pakkningunni og verið að faraað kasta henni hafi komið „lag á bátinn þannig að hann fékk slink á sig, misstijafnvægið og datt á beitningarvélina og síðan á þilfarið.“Með bréfi 22. október 2014 hafnaði áfrýjandi bótaskyldu og úrskurðarnefndí vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu 10. nóvember 2015.Aðila málsins greinir á um hvort sannað sé að stefndi hafi 4. júní 2013orðið fyrir slysi í skilningi greinar 2.3 í vátryggingarskilmálum áfrýjandafyrir slysatryggingu sjómanna, sbr. 2. mgr. 172. gr. siglingarlaga nr. 34/1985.Stefndi er einn til frásagnar um atvik máls og ekki var haldin dagbók um borð ískipinu. Samkvæmt 1. gr. reglna um skipsbækur nr. 138/1986, sem settar voru meðstoð í 1. mgr. 9. gr. siglingalaga, er ekki skylt að halda dagbók í skipi semer undir tólf rúmlestum, en af gögnum málsins verður ráðið að Von GK-113 hafiverið undir þeim stærðarmörkum.IISamkvæmt gögnum málsins leitaði stefndi til heilsugæslustöðvarinnar áNeskaupstað síðdegis 4. júní 2013. Í samskiptagögnum þaðan kom fram að hannhefði aðeins leitað þangað í þetta eina sinn. Þar var jafnframt eftir honum haftað hann hefði nóttina áður verið að henda til 12 kílógramma kössum í talsverðumveltingi um borð í Von GK-113 frá Sandgerði og að hann hefði þurft að lyftakössunum upp fyrir axlarhæð. Við skoðun hefði komið í ljós að hann væriverulega aumur yfir efri brún vinstri „trapezius“ vöðva og upp á vinstrahálssvæði neðan til. Næst leitaði stefndi til læknis á heilsugæslunni íKeflavík 11. nóvember 2013. Í samskiptaseðli frá þeirri heimsókn var frá þvígreint að hann hefði verið slæmur í vinstri öxl í tvo og hálfan mánuð, enjafnframt var þar skráð „neitar áverka.“ Þá sagði að stefndi hefði farið tillæknis á Neskaupstað fyrir tveimur mánuðum, en hefði þrátt fyrir bólgueyðandi meðferðfarið versnandi og illa getað unnið vegna kraftleysis í handlegg. Sama dag vargefið út vottorð um óvinnufærni stefnda frá 11. til 18. nóvember 2013. Ívottorðinu var hakað við reit sem gaf til kynna að óvinnufærnin væri vegnasjúkdóms. Stefndi leitaði aftur á heilsugæsluna í Keflavík 18. nóvember 2013 ogfékk þá vottorð um óvinnufærni frá 18. nóvember til 7. desember 2013 vegnavinnuslyss. Þá gekkst hann undir myndgreiningu á vinstri öxl 28. nóvember 2013en samkvæmt vottorði Sveinbjörns Brandssonar bæklunarskurðlæknis 7. nóvember2014 sýndi ómskoðun meðal annars „ómgerðar breytingar í neðankambsvöðvasin semvar áberandi þrútin og ómsnauð, sérstaklega aftan til og var talið að umbólgubreytingar væri að ræða.“ Einnig kom þar fram að ómskoðunin hefði sýnt aðhugsanlega væru smávægilegir áverkar á efri hlið sinar. Stefndi kom enn á ný áheilsugæslustöðina 29. nóvember 2013. Í samskiptaseðli frá þeirrilæknisheimsókn var í fyrsta sinn frá því greint að hann hefði orðið fyrir slysivið það að falla um borð í bát. Sama dag var gefið út læknisvottorð tilSjúkratrygginga Íslands þess efnis að stefndi væri óvinnufær vegna vinnuslyssfrá 3. nóvember til 10. desember 2013, en þar kom jafnframt fram að hann hefðirunnið til á dekki og utan í beitningavél með vinstri öxl. Samskonar vottorðmeð sömu atvikalýsingu voru einnig gefin út 2. desember 2013 og 7. janúar 2014og framlengdu þau tímabil óvinnufærni til 2. febrúar 2014. Sjúkratryggingum Íslands var 11. desember 2013 tilkynnt um að stefndihefði orðið fyrir vinnuslysi. Í tilkynningunni, sem undirrituð var af stefndaog Herði Kristinssyni útgerðarstjóra fyrir hönd Útgerðarfélags Sandgerðis ehf.,sagði að slysið hefði orðið 3. nóvember 2013 klukkan 11 og að stefndi hefðihætt vinnu 9. sama mánaðar. Þar sagði jafnframt að stefndi hefði fallið þegarverið var að draga línuna, henst utan í uppstokkarann og lent illa með vinstriöxlina utan í honum, en uppstokkari mun vera hluti af beitningavélinni. Bjarni Guðmundur Ragnarsson, skipstjóri á Von GK-113, gaf jafnframtyfirlýsingu, 13. janúar 2014, þess efnis að stefndi hefði í róðri 10. nóvember2013 farið að kvarta yfir sárum verk og máttleysi í vinstri öxl og ekki getaðaðstoðað við löndun. Hefði hann tjáð sér að hann hefði í róðrinum á undan kastasttil vegna veltings og lent með vinstri öxlina utan í uppstokkarann. Þeir hefðuá þessum tíma róið frá Neskaupstað og Bjarni hvatt stefnda til að leita lækniser hann kæmi suður en stefndi hefði verið á leið í samningsbundið frí. Meðvísan meðal annars til fyrrgreindrar tjónstilkynningar samþykkti áfrýjandibótaskyldu vegna slyss sem orðið hefði 3. nóvember 2013. Stefndi leitaði aftur á heilsugæslustöðina í Keflavík 14. janúar 2014 oglýsti óbreyttri líðan. Í samskiptaseðli frá þeirri læknisheimsókn sagði að stefndihefði slasast á sjó í nóvember er hann hefði dottið utan í beitningavél meðöxlina. Hefði hann ekki getað notað gripliminn síðan til vinnu. Sama dag varhonum vísað til Sveinbjörns Brandssonar. Í læknabréfi hans 3. febrúar 2014 var eftirfarandihaft eftir stefnda um tildrög meiðslanna: „Hann lenti í því í september, manekki alveg dagsetninguna, að hann var við vinnu um borð í bát … og var að kastabeitu í beitukar en dettur þá utan í beitningavélina og fær högg á vinstriöxlina. Hann var að vinna áfram en var afleitur og hefur ekki verið í vinnu fráþví í nóvember sl.“ Sveinbjörn Brandsson gaf einnig út læknisvottorð 3. febrúar2014 vegna vinnuslyss, en þar var stefndi sagður óvinnufær um óvissan tíma frá2. febrúar 2014 að telja. Framangreind frásögn stefnda af atvikum máls varsíðan endurtekin orðrétt eða lítillega umorðuð í sjúkradagpeningavottorðum tilSjúkratrygginga Íslands 15. apríl 2014 og 3. júlí 2014, læknisvottorðum SveinbjörnsBrandssonar 13. júlí 2014 og 7. nóvember 2014 og í örorkumati Júlíusar Valssonarlæknis 16. september 2014. Stefndi gekkst undir speglunaraðgerð á vinstri öxl13. febrúar 2014, en um hana sagði meðal annars í vottorði SveinbjörnsBrandssonar 7. nóvember 2014: „Í spegluninni kom í ljós roði og smáskemmd íofankambsvöðvasin aftarlega, ekki rifa í gegn en klárlega breyting í festunni,hugsanlega eftir áverka.“ Í ódagsettri tjónstilkynningu, sem undirrituð var af stefnda og send varáfrýjanda með tölvupósti lögmanns hans 2. júní 2014, kom fram að stefndi hefðiorðið fyrir slysi í október 2014. Þar sagði jafnframt að stefndi hefði þurft aðkasta pakkningum með beitu yfir beitningavél. Þegar hann hefði verið að kastaeinni pakkningunni hefði komið lag á bátinn og hann dottið á beitningavélina ogsíðan á þilfarið. Hann hefði haldið áfram að vinna en leitað til læknis áNeskaupstað tveimur dögum síðar og síðan í Keflavík um það bil mánuði eftirslysið.Við gagnaöflun vegna meiðsla stefnda komu fram gögn sem sýndu að hannhefði leitað til læknis á Neskaupstað 4. júní 2013. Stefndi ritaði þá áfrýjandabréf 26. september 2014 til leiðréttingar á fyrri tjónstilkynningu og vísaði þartil þess að slysið hefði orðið 4. júní 2013. Bjarni Guðmundur Ragnarsson gafjafnframt út nýja yfirlýsingu 26. september 2014 þess efnis að 4. júní 2013hefði stefndi kvartað yfir sárum verk í vinstri öxl og fengið löndunarfrí tilað fara til læknis á Neskaupstað. Þá tók hann fram að á „slysaskýrslu“útgerðarstjóra væri ranglega greint frá dagsetningu slyssins. Með tilkynningumtil Sjúkratrygginga Íslands 26. og 28. september 2014 var sömu leiðréttingukomið á framfæri, en tilkynningarnar voru undirritaðar af stefnda, BjarnaGuðmundi Ragnarssyni og Herði Kristinssyni. Fyrir héraðsdómi bar stefndi að skipverjar hefðu verið að gera klártfyrir að leggja línuna og hann verið að henda beitu yfir beitningavélina þegarslagsíða kom á bátinn. Hefði hann þá misst fótanna en höndin fest íbeitningavélinni þannig að hann hefði eiginlega hangið og hnykkur komið ávinstri öxlina. Hann hefði haldið áfram að vinna fyrst um sinn en síðan fundiðfyrir óþægindum í öxlinni og farið til læknis á Neskaupstað á meðan landað var.Kvaðst stefndi ekki muna nákvæmlega hvaða dag þetta gerðist en það hefði veriðí júní. Í kjölfarið hefði hann harkað af sér og haldið áfram að vinna en síðanhætt til sjós í nóvember 2013.IIIStefndi byggir á því að hann hafi hlotið meiðsl sín við vinnu 4. júní2013. Fær það nokkra stoð í gögnum málsins en samkvæmt þeim leitaði hann, svosem fyrr greinir, til læknis á Neskaupstað þann dag. Einnig vísaði hann tillæknisheimsóknarinnar á Neskaupstað þegar hann leitaði næst læknis vegna einkennafrá vinstri öxl, þótt mikillar ónákvæmni gæti að öðru leyti um tímasetningar ífrásögn hans. Þá báru vitnin Bjarni Guðmundur Ragnarsson, Hörður Kristinsson ogHjalti Skarphéðinn Kristinsson, sem einnig var skipstjóri á Von GK-113, aðstefndi hefði tekið verkjalyf og verið slæmur í öxlinni um nokkra hríð áður enhann hætti til sjós. Verður því talið sannað að stefndi hafi hlotið meiðsl viðvinnu sína 4. júní 2013.Samkvæmt grein 2.3 í skilmálum fyrir slysatryggingu sjómanna hjááfrýjanda er með orðinu „slys“ átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð semveldur meiðslum á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans. Engin vitni eru aðþví hvernig meiðsl stefnda báru að, en frásagnir hans af atvikum eru mjögmisvísandi. Þegar hann leitaði til læknis á Neskaupstað 4. júní 2013 lýsti hannþví að hann hefði verið að henda til kössum, þurft að lyfta þeim yfir axlarhæð,og að talsverður veltingur hefði verið á skipinu. Næst þegar hann leitaðilæknis vegna meiðsla sinna var eftir honum skráð að hann neitaði áverka. Síðartil komnar lýsingar á því hvernig stefndi hlaut meiðsl sín, sem allar komu frameftir að hann hætti sjómannsstörfum og miða við að hann hafi dottið, hafa minnasönnunargildi. Hefur stefndi ekki sýnt fram á það með haldbærum gögnum að tildrögmeiðslanna hafi verið þau að hann hafi dottið líkt og hann byggir málatilbúnaðsinn á og er því ósannað að hann hafi orðið fyrir slysi í skilningi vátryggingarskilmálaáfrýjanda fyrir slysatryggingu sjómanna, sbr. 1. mgr. 172. gr. siglingarlaga. Verðuráfrýjandi því sýknaður af kröfu stefnda um viðurkenningu bótaskyldu.Rétt er að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað stefnda verður staðfest enum gjafsóknarkostnað hans fyrir Hæstarétti fer sem í dómsorði segir.Dómsorð:Áfrýjandi,Tryggingamiðstöðin hf., er sýkn af kröfu stefnda, Einars Berg Olsen.Málskostnaður íhéraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.Ákvæði hinsáfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað er staðfest. Allur gjafsóknarkostnaðurstefnda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talinmálflutningsþóknun lögmanns hans, 600.000 krónur. DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 17. febrúar 2017 Mál þetta höfðaðiEinar Berg Olsen, Hjallavegi 9, Reykjanesbæ, með stefnu birtri 5. október 2016á hendur Tryggingamiðstöðinni hf., Síðumúla 24, Reykjavík. Málið var dómtekið að lokinni aðalmeðferð 8.febrúar sl. Stefnandi krefst þessað viðurkenndur verði réttur hans til skaðabóta úr slysatryggingu sjómanna úrhendi stefnda vegna tjóns sem hann varð fyrir í vinnuslysi þann 4. júní 2013 umborð í Von GK 113. Þá krefst stefnandimálskostnaðar eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en honum var veitt gjafsókn25. janúar 2016. Stefndi krefst sýknuaf kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi. Stefnandi varskipverji á línubátnum Von GK. Í stefnusegir að aðfaranótt 4. júní 2013 hafi hann verið að gera klárt fyrir að leggjalínuna. Hann hafi verið með kassa meðbeitu sem hann hafi þurft að kasta yfir beitningarvél, í beitningarkassa hinummegin við vélina. Er hann hafi haldið áeinni pakkningunni hafi komið lag á bátinn þannig að hann hafi fengið slink ásig og dottið á beitningarvélina og síðan þilfarið. Hann hafi fundið fyrir óþægindum í vinstriöxlinni eftir þetta, en hafi haldið að hann myndi jafna sig. Hafi hann haldið áfram að vinna. Þegar frá leið hafi hann stífnað upp íöxlinni og átt erfitt með að beita sér.Hann hafi verið stokkbólginn þegar komið var til hafnar. Hafi hann fengið leyfi til að sleppa vinnuvið löndun til þess að hann gæti leitað til læknis á heilsugæslustöðinni áNeskaupstað, en þaðan hafi verið róið á þessum tíma. Í aðilaskýrslu sinnifyrir dómi lýsti stefnandi atvikinu svo að hann hefði verið að taka beitu ogkasta yfir beitningarvélina í kar hinum megin.Það hafi komið slagsíða á bátinn og hann runnið til og fest með höndinaí beitningarvélinni og fengið hnykk í vinstri öxlina. Hann hafi eiginlega hangið á hendinni. Hann hafi haldið áfram að vinna, talið aðþetta myndi jafna sig. Hann hafi sagtBjarna Ragnarssyni skipstjóra frá þessu og farið til læknis á meðan landað varúr bátnum. Þeir hafi svo farið aftur útum kvöldið. Hann hafi fengiðbólgueyðandi lyf og verkjalyf. Hann hafihaldið áfram fram á haustið, hafi hætt að taka verkjalyfin og þá hafi hann séðað þetta hafði ekkert batnað. Hann hafifarið í frí í nóvember og þá ákveðið að fara til læknis. Hann hafi sagt þá að hann væri ekki viss umað hann kæmi aftur. Hann kvaðst ekkihafa farið neitt á sjó síðan. Misjafnt er í gögnummálsins hvenær stefnandi á að hafa slasast.Rétt er að rekja nokkur þessara gagna, en í sumum tilvikum hefur textieins vottorðs verið skrifaður aftur. Í ódags. tjónstilkynningustefnanda til stefnda segir að slysið hafi orðið í október 2013. Í tölvupóstskeytilögmanns stefnanda til stefnda frá 2. júní 2014 biður hann um gögn um vinnuslysstefnanda í október 2013. Í tilkynningu um slystil Sjúkratrygginga Íslands, dags. 11. desember 2013, segir að slysið hafiorðið 3. nóvember 2013 kl. 11.00. Þessitilkynning er undirrituð af stefnanda og Herði Kristinssyni ... Í beiðni ummyndgreiningu sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sendi Orkuhúsinu viðSuðurlandsbraut, dags. 11. nóvember 2013 segir að stefnandi hafi verið slæmur ívinstri öxl í tvo og hálfan mánuð. Í læknabréfi fráHeilbrigðisstofnun Suðurnesja til Sveinbjörns Brandssonar bæklunarskurðlæknis,dags. 14. janúar 2014, segir enn að stefnandi hafi slasast í nóvember. Í læknisvottorði semFjölnir Freyr Guðmundsson skrifaði að beiðni lögmanns stefnanda, dags. 18.september 2014, er fjallað um slys í október 2013. Loks í vottorðiSveinbjörns Brandssonar bæklunarskurðlæknis, dags. 13. júlí 2014, segir aðstefnandi kveðist hafa lent í slysi í september 2013, en bætt við að hann myndiekki alveg dagsetninguna. Sveinbjörn ritaðiannað vottorð þann 7. nóvember 2014. Þarer vísað til slyss er hafi orðið 4. júní 2013. Þessari yfirferð umdagsetningu slyssins má ljúka með því að segja frá bréfi sem stefnandi sendistefnda þann 26. september 2014. Þar segirstefnandi frá atvikum og skýrir að hann hafi ekki munað hvaða dag slysið hafiorðið. Hann hafi strax eftir slysiðleitað á Heilsugæsluna á Neskaupstað og fengið að vita að það hafi verið 4.júní 2013. Hafi það komið honum á óvartað svo langt hafi verið um liðið. Fyrir dómi sagðistefnandi að hann gæti ekki skýrt af hverju sagt hafi verið að slysið hafiorðið í nóvember. Hugsanlega hafiútgerðin skrifað þetta af því að hann hætti ekki fyrr en þá. Hér að framan errakin lýsing stefnanda á óhappinu er hann gaf skýrslu fyrir dómi. Vitni sáu ekki óhappið og er því enginn annartil frásagnar. Vikið er að því ínokkrum skjölum hvernig stefnandi meiddist.Eru þær lýsingar ekki einhlítar. Í tjónstilkynningutil stefnda segir: „Var með pakkningarmeð beitu sem þurfti að kasta yfir beitningarvélina hinum megin viðkassann. Þegar ég kastaði einnipakkningunni þá kom lag á bátinn þannig að ég missti jafnvægið og datt ábeitningarvélina og síðan í þilfarið.Fann fyrir óþægindum í vinstri öxlinni ...“ Í tilkynningu umslysið til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 11. desember 2013, segir: „Féll um borð þegar verið var að dragalínun. Hentist utan í uppstokkarann oglenti illa með vinstri öxlina utan í uppstokkarann.“ Í vottorði FinnbogaKarlssonar, læknis á heilsugæslustöðinni á Neskaupstað, segir: „Þurfti að lyfta kössunum upp fyriraxlarhæð. Fékk verk sem hann lýsir sem ávi. axlarsvæði ofanverðu ...“ Í samskiptaseðli semskráður er á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, dags. 11. nóvember 2013, segir: „Einar er sjómaður, verið slæmur í vinstriöxl í 2,5 mánuði, neitar áverka.“ Þetta skjal var boriðundir stefnanda fyrir dómi og kvaðst hann ekki kannast við að hafa sagt að hannhefði ekki orðið fyrir áverka. Í öðrumsamskiptaseðli frá sömu stofnun, dags. 29. nóvember 2013, segir: „slys.féll um borð við vinnu um borð í bát.Hann slasaðist fyrir austan. Hannfór fyrst til læknis fyrir austan og fór svo til læknis.“ Í vottorði til sjúkratrygginga, dags. samadag, segir að stefnandi hafi runnið utan í beitningarvél og slasast á vinstriöxl. Í vottorðiSveinbjörns Brandssonar, dags. 7. nóvember 2014, sem áður er getið, er áverkumstefnanda lýst: „Ákveðið var að geraspeglun af öxlinni og framkvæmdi undirritaður þá aðgerð 13.02.2014. Í spegluninni kom í ljós roði og smáskemmd íofankambsvöðvasin aftarlega, ekki rifa í gegn en klárlega breyting í festunni,hugsanlega eftir áverka. Gerð varþrýstingsléttandi aðgerð. Opið var inn íviðbeinslið og fræst neðan af þeim lið.“ Síðan er því lýst aðvið eftirlit 25. febrúar hafi gangur eftir aðgerðina verið eðlilegur oghreyfiferlar axlarliðar verið nánast eðlilegir.Við skoðun 8. október 2014 hafi hins vegar komið fram að stefnandi hefðiekki getað komist til vinnu vegna verkja í öxlinni. Hann hafi þá verið með tiltölulega lélegaeigin hreyfingu um axlarliðinn, sérstaklega fráfæru frá handlegg. Skýringar á þessu eru ekki gefnar ívottorðinu, en rannsókn var gerð á öxlinni. Unnið var örorkumatfyrir Lífeyrissjóðinn Gildi þann 16. september 2014. Er þar talið að örorka stefnanda til fyrristarfa sé 100% frá 3. nóvember 2013. Bjarni GuðmundurRagnarsson, sem var skipstjóri á þeim tíma sem stefnandi telur sig hafaslasast, gaf skýrslu fyrir dómi. Hannstaðfesti að hann hefði vitað af slysinu, en hann hafi ekki séð þaðgerast. Stefnanda hafi verið gefið frífrá löndun til að fara til læknis. Eftirþetta hafi hann tekið verkjalyf, ekki verið alveg í lagi. Bjarni kvaðst teljaað hann hafi sagt útgerðarstjóranum frá slysinu. Hann taldi að slysið hefði orðið í júní2013. Bjarni sagði að þaðhefði ekki verið skylda að hafa dagbók í þessum bát og því ekki neitt veriðskráð í slíka bók. Hjalti SkarphéðinnKristinsson gaf skýrslu fyrir dómi. Hannvar skipstjóri á Von GK á árinu 2013.Hann sagði að slys stefnanda hefði orðið í júní, en þá hefði hann ekkiverið á bátnum. Hörður Kristinsson,útgerðarstjóri, gaf skýrslu fyrir dómi.Hann sagði að stefnandi hefði orðið fyrir slysi í júní, en haldið áframá bátnum. Hörður kvaðst hafa haldið aðstefnandi hefði slasast aftur þegar hann svo hætti, en það hafi veriðmisskilningur. Málsástæðurog lagarök stefnanda Stefnandi kveðstbyggja kröfu sína um rétt til skaðabóta á 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985,kjarasamningi sjómanna, skilmálum slysatryggingar sem hafi verið í gildi hjástefnda fyrir áhöfn Vonar GK og ákvæðum skaðabótalaga. Stefnandi byggir áþví að lag hafi komið á bátinn þegar hann hafi verið að lyfta kössum meðbeitu. Hann hafi misst jafnvægið ogdottið á beitningarvélina og síðan á þilfarið.Hafi hann við þetta fengið áverka á vinstri öxl. Það að lag komi á bátinn teljist veraskyndilegur utanaðkomandi atburður í skilningi skilmála stefnda. Þá teljist það þegar stefnandi fellur oglendir harkalega einnig vera skyndilegur utanaðkomandi atburður. Því sé einsýnt að hann hafi meiðst í slysisamkvæmt skilmálum stefnda og eigi því rétt á bótum samkvæmt ákvæðumþeirra. Stefnandi mótmælirþví að aðrar lýsingar á slysinu séu réttar.Hann vísar til álits Sveinbjörns Brandssonar, sem telji áverka á öxlinnigeta verið eftir áverka. Varðandi misræmi ífrásögnum um dagsetningu slyssins vísar stefnandi til eigin skýrslu fyrir dómiog vottorðs um komu hans til læknis á Neskaupstað 4. júní 2013. Misskilningur sem uppi hafi verið hafi veriðleiðréttur. Málsástæðurog lagarök stefnda Stefndi bendir á aðmikils misræmis gæti í gögnum málsins um hvenær slys hafi orðið og hvernigstefnandi hafi meiðst. Byggir hann á þvíað stefndi hafi ekki leitt nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni oghvenær það hafi orðið. Ekkert sé skráð ídagbók skipsins um neitt slys. Stefndi mótmælir þvíað hann hafi viðurkennt bótaskyldu vegna slyss í júní 2013. Stefndi vísar tilsamskiptaseðils læknis, dags. 11. nóvember 2013, þar sem segi að stefnandineiti áverka. Byggir stefndi á að leggjaverði þessa frásögn til grundvallar, en ekki hafi verið sýnt fram á aðlæknirinn hafi rangt eftir. Stefndi byggir á þvíað óhapp stefnandi teljist ekki vera slys í skilningi skilmálaslysatryggingarinnar. Niðurstaða Með aðilaskýrslustefnanda, skýrslu vitnisins Bjarna Guðmundar Ragnarssonar, vottorðumSveinbjörns Brandssonar og örorkumati Júlíusar Valssonar er sannað að stefnandihafi meiðst á vinstri öxl og að meiðslin hindri hann í starfi og teljist meðréttu vera örorka. Misjafnar skráningarsjást í gögnum málsins um hvenær stefnandi hlaut þessi meiðsli. Aðilaskýrsla stefnanda fyrir dómi er skýr ogstudd af vætti Bjarna Guðmundar Ragnarssonar skipstjóra og vottorði um komustefnanda til læknis á Neskaupstað og skráningu í sjúkraskrá. Aðrar dagsetningar sem skráðar eru vitna umóvarkárni við gerð tilkynninga. Þóttþetta misræmi sé óheppilegt er full sönnun fram komin um að óhappið hafi orðiðþann 4. júní 2013 um borð í Von GK-113, þar sem báturinn var á miðum fyriraustan land. Vitni sáu ekki slysstefnanda. Í stefnu er sagt að stefnandihafi dottið og rekið öxlina í þannig að meiðsl hlutust af. Í aðilaskýrslu sinni lýsti stefnandi atvikinuá annan hátt. Hann kvaðst hafa dottiðvegna lags sem kom á bátinn, en flækt höndina í beitningarvélina þannig að húnkippti í handlegginn þegar hann datt.Aðrar frásagnir af atvikinu, eða ófullkomnar lýsingar, hnekkja ekkifrásögn stefnanda í aðilaskýrslunni, sem fær nokkurn stuðning í vottorðiSveinbjörns Brandssonar, sem telur líklegt að stefnandi hafi hlotiðáverka. Í aðilaskýrslu stefnanda, semleggja verður hér til grundvallar, er lýst atviki þar sem meiðsl hljótast afskyndilegum utanaðkomandi atburði í skilningi gr. 2.3 í skilmálum stefnda. Verður því að fallast á að stefnandi hafiorðið fyrir slysi eins og hann krefst og eigi rétt á bótum samkvæmt skilmálumtryggingarinnar. Fallast ber áviðurkenningarkröfu stefnanda. Stefnandihefur gjafsókn og ákveðst þóknun lögmanns hans 995.000 krónur, er tekið hefurverið tillit til virðisaukaskatts. Stefndi verður dæmdur til að greiða sömufjárhæð í málskostnað til ríkissjóðs. Jón Finnbjörnssonhéraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð Viðurkennt er aðstefnandi, Einar Berg Olsen, eigi rétt til skaðabóta úr hendi stefnda,Tryggingamiðstöðvarinnar hf., samkvæmt skilmálum um slysatryggingu sjómannavegna vinnuslyss er hann varð fyrir þann 4. júní 2013 um borð í Von GK113. Gjafsóknarkostnaðurstefnanda, 995.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Stefndi greiði 995.000 krónur í málskostnað tilríkissjóðs. |
Mál nr. 288/2017 | Sjálfskuldarábyrgð Fölsun Ábyrgð Frávísunarkröfu hafnað Ómerkingarkröfu hafnað | S hf. höfðaði mál á hendur A ehf. og SE til heimtu skuldar að nánar tilgreindri fjárhæð. Vegna greiðsluerfiðleika A ehf. var gefin út sjálfskuldarábyrgð til S hf. og var nafn SE ritað í reit sjálfskuldarábyrgðaraðila. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að A ehf. og SE bæru sameiginlega að greiða S hf. áðurnefnda skuld. SE áfrýjaði dóminum fyrir sitt leyti og krafðist aðallega að málinu yrði vísað frá héraðsdómi, en til vara að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað. Þá krafðist hann sýknu meðal annars á þeim grundvelli að undirritun sem fram kæmi á sjálfskuldarábyrgðinni líktist hans, en að hann hefði ekki undirritað hana, og að sjálfskuldarábyrgðin hefði ekki verið í þágu atvinnurekstrar hans eða honum til fjárhagslegs ávinnings. Í dómi Hæstaréttar kom fram að engin haldbær rök hefðu verið færð fram hvorki fyrir frávísun málsins né ómerkingu þess og var þeim kröfum því hafnað. Að því er varðaði kröfu SE um sýknu kom fram að SE hefði verið eigandi helmings hlutafjár í A ehf., stjórnarformaður félagsins og ritaði firma þess. Leiddi það líkum að því að með sjálfskuldarábyrgð þeirri sem um hefði verið deilt í málinu hefði áfrýjandi umrætt sinn undirgengist ábyrgð í þágu eigin atvinnurekstrar og hefði ekki hnekkt þeim líkum. Að þessu gættu staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hins áfrýjaða dóms með vísan til forsendna hans. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmaÞorgeir Örlygsson hæstaréttardómari, Guðrún Erlendsdóttir setturhæstaréttardómari og Ásmundur Helgason landsréttardómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 11. maí 2017. Hann krefst þess aðallega að málinu verðivísað frá héraðsdómi, til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinuvísað heim í hérað, en að því frágengnu krefst hann sýknu af kröfum stefnda. Íöllum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.Svo sem greinir í héraðsdómi höfðaði stefndi mál á hendur Atlantic bio diesel ehf. og áfrýjanda tilgreiðslu skuldar að fjárhæð 2.482.746krónur. Áfrýjandi var stofnandi félagsins ásamt tveimur öðrum einstaklingum ogsat um tíma í stjórn þess. Hann fór einn með prókúru félagsins, ritaði firmaþess og kom fram sem fyrirsvarsmaður félagsins gagnvart stefnda. Áfrýjandi lagðifélaginu í upphafi til helming hlutafjár þess um 250.000 krónur en félagið varúrskurðað gjaldþrota 25. febrúar 2016. Vegna greiðsluerfiðleika félagsins vargefin út sjálfskuldarábyrgð 20. júní 2013 til stefnda og var nafn áfrýjanda ritaðí reit sjálfskuldarábyrgðaraðila.Eins og að framan greinir er aðalkrafa áfrýjanda sú að málinu verði vísaðfrá dómi. Þá kröfu hafði hann einnig uppi í héraði en henni hafnaði dómurinnmeð úrskurði 11. júní 2015. Frávísunarkröfuna styður áfrýjandi þeim rökum aðenginn fyrirsvarsmaður stefnda sé tilgreindur í stefnu, sbr. b-lið 1. mgr. 80.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þetta hafði engin áhrif á getuáfrýjanda til að halda uppi vörnum, en samkvæmt gögnum málsins lagði stefndifram útskrift úr hlutafélagaskrá með upplýsingum um fyrirsvarsmann stefnda 21. maí 2015. Veldur þessi ágalli ekkifrávísun málsins.Áfrýjandi byggir frávísunarkröfusína einnig á því að við meðferð málsins í héraði hafi verið brotið á réttihans til réttlátrar málsmeðferðar. Með því að endurupptaka málið eftir dómtökuþess með vísan til 104. gr. laga nr. 91/1991 og gefa aðilum færi á að leggjafram frekari gögn hafi verið brotið gegn meginreglu einkamálaréttarfars ummálsforræði, sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991. Við endurupptöku málsins barþess að gæta að fyllsta jafnræðis væri gætt. Báðum aðilum var gefinn kostur áað afla frekari gagna, fyrst og fremst matsgerðar til að ganga úr skugga umfalsleysi undirritunar á sjálfskuldarábyrgðinni, fundargerða félagsins og eftiratvikum annarra gagna sem þeir teldu ástæðu til að leggja fram.Varakröfu sína um ómerkingu hins áfrýjaða dóms styður áfrýjandi sömumálsástæðum sem færðar eru fram tilstuðnings aðalkröfunni. Samkvæmt því sem að framan greinir hafa engin haldbærrök verið færð fram hvorki fyrir frávísun málsins né ómerkingu þess og verðurþeim kröfum því hafnað.Eins og áður greinir var áfrýjandi eigandi helmings hlutafjár í Atlanticbio diesel ehf., stjórnarformaður félagsins og ritaði firma þess. Leiðir þaðlíkum að því að með sjálfskuldarábyrgð þeirri sem um er deilt í málinu hafiáfrýjandi umrætt sinn undirgengist ábyrgð í þágu eigin atvinnurekstrar. Áfrýjandihefur ekki hnekkt þeim líkum. Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan tilforsendna héraðsdóms er staðfest niðurstaða hans um greiðsluskyldu áfrýjandagagnvart stefnda með dráttarvöxtum eins og dæmdir voru í héraði enda hefurupphafstíma þeirra ekki verið andmælt. Í ljósi niðurstöðu málsins ber áfrýjanda að greiða stefnda málskostnaðfyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður um greiðsluskyldu áfrýjanda, SigurðarEiríkssonar, gagnvart stefnda, Samskipum hf.Áfrýjandi greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2017.I. Málþetta var höfðað 27. febrúar 2015 og dómtekið 28. apríl 2017. Stefnandier Samskip ehf., Kjalarvogi 7-15, Reykjavík, en stefndu eru Atlantic bio dieselehf., Auðbrekku 6, Kópavogi og Sigurður Eiríksson, til heimilis að Breiðbraut669, Reykjanesbæ. Stefnandikrefst þess að stefndu, Atlantic bio diesel ehf. og Sigurður Eiríksson, verðidæmdir sameiginlega til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 2.482.746 krónur,ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af 397.751 krónu frá 12. apríl 2013 til 1. júní 2013, af1.509.648 krónum frá 1. júní 2013 til 25. júní 2013, af 1.835.490 krónum frá25. júní 2013 til 26. júní 2013, af 1.864.024 krónum frá 26. júní 2013 til 30.júní 2013, af 2.049.458 krónum frá 30. júní 2013 til 31. júlí 2013, af2.254.760 krónum frá 31. júlí 2013 til 31. ágúst 2013, af 2.454.810 krónum frá31. ágúst 2013 til 1. febrúar 2014, af 2.482.746 krónum frá 1. febrúar 2014 tilgreiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndikrefst sýknu auk málskostnaðar.II.Í máli þessu er deilt um greiðslu á 11reikningum, samtals að fjárhæð 2.084.995 krónur, sem stefnandi gaf út á hendurstefnda Atlantic bio diesel ehf. á tímabilinu 12. apríl 2013 til 1. febrúar2014, vegna reikningsviðskipta stefnda Atlantic bio diesel ehf. hjá stefnanda.Annaðist stefnandi, m.a. flutning á eldsneyti o.fl. vörum fyrir hið stefndafélag. TilgangurAtlantic bio diesel ehf. var framleiðsla á olíu og eldsneyti. Félagið hefurverið tekið gjaldþrotaskipta. StefndiSigurður var hluthafi og stjórnarformaður stefnda Atlantic bio diesel ehf. áþeim tíma sem ritað var undir sjálfskuldarábyrgðina. Hann fór einn með prókúrufélagsins og ritaði firma þess ásamt framkvæmdastjóra. Vegnagreiðsluerfiðleika stefnda, Atlantic bio diesel ehf. gagnvart stefnanda, vargefin út sjálfskuldarábyrgð, dags. 20. júní 2013, til stefnanda og er nafnstefnda Sigurðar Eiríkssonar ritað í reit sjálfskuldarábyrgðaraðila. Einnig ernafn Sigurðar ritað undir sem prókúruhafi stefnda Atlantic bio diesel ehf.Hámarksfjárhæð sjálfskuldarábyrgðarinnar nam 3.000.000 króna. Aðrirreitir sjálfskuldarábyrgðarinnar eru fylltir út með prentskrift, m.a. nafnSigurðar Eiríkssonar, Lundabrekku 4, og Atlantic bio diesel ehf. Sjálfskuldarábyrgðiner vottuð af tveimur vottum. Annar þeirra er innheimtustjóri stefnanda, BjörkÁgústsdóttir. Hinn votturinn er Hróar Örn Jónsson. Hann var starfsmaðurstefnanda á þeim tíma sem hann vottaði skjalið. Stefnandisendi stefndu innheimtubréf í pósthólf stefnda Atlantic bio diesel ehf. og áheimili stefnda Sigurðar Eiríkssonar, dags. 10. september 2014 og 17. desember2014. Meðmatsbeiðni, dags. 1. apríl 2016, fór lögmaður stefnanda fram á að dómkvadduryrði hæfur og óvilhallur maður til þess að skoða, rannsaka og meta undirskriftá sjálfskuldarábyrgðinni og segja til um hvort „nafnritun neðarlega á skjalinu,þar sem stendur „undirritun sjálfskuldarábyrgðaraðila“ [sé] gjörð af matsþola“. Íþinghaldi, 3. júní 2016, var Lúðvík Emil Kaaber, hdl. og rithandarsérfræðingur,dómkvaddur til að framkvæma hið umbeðna mat. Haldnir voru tveir matsfundir.Matsmaður aflaði rithandarsýna hjá stefnda Sigurði Einarssyni til samanburðarvið hina vefengdu nafnritun á sjálfskuldarábyrgðinni. Einnig hafði matsmaðurtil hliðsjónar tvö útrunnin greiðslukort Sigurðar og atvinnuskírteiniskipstjórnarmanna útgefið til hans, þar sem nafnritun hans kom fram. Matsmaðurtekur fram að hann hafi einkum stuðst við sýni af nafnritun stefnda Sigurðarsem voru látin í té á matsfundi 28. september 2016. Matsmaðurtelur að hin vefengda nafnritun á sjálfskuldarábyrgðinni sé „útfærð og sýnirekki merki stælingar eða eftirgerðar. Um handskrift er að ræða en ekkiteikningu, en það sé forsenda þess að sýnið megi bera saman við B.“ Íniðurlagi matsgerðarinnar, dags. 7. nóvember 2016, segir svo: „Það er mitt matog álit, að samræmi sé milli hinnar vefengdu nafnritunar og þeirra óvefengdusýna sem athuguð hafa verið. Sé þar um að ræða einkenni sem benda tilsameiginlegs uppruna beggja, og atriði skorti, sem eigi rætur að rekja tilmismunandi uppruna.“ Erþað niðurstaða matsmanns að „undirritun sjálfskuldarábyrgðaraðila á dómsskjalinr. 4, … og nafnritanir á fskj. 1 með matsgerð þessari, séu verk sama manns,með öðrum orðum, að Sigurður Eiríksson hafi ritað nafnritun sína á umræddanstað á dómsskjalinu eigin hendi“. Viðaðalmeðferð málsins lagði stefndi Sigurður fram upplýsingar úr hlutafélagaskrá,sem miðuðust við 20. júní 2013 og ljósrit af þágildandi samþykktum fyrirAtlantic bio diesel ehf., dags. 7. desember 2012. Samkvæmt upplýsingum sem framkoma í hlutafélagaskránni var stefndi Sigurður stjórnarformaður félagsins 7.desember 2012 og með prókúruumboð, en framkvæmdastjórn var í höndum LarsIngemar Sund. Þar kemur einnig fram að á þessum tíma hafi, formaður stjórnar ásamtframkvæmdastjóra ritað firmað. Viðaðalmeðferð málsins lagði, stefndi Sigurður einnig fram samþykktir fyrirAtlantic bio diesel ehf. sem voru í gildi á þeim tíma þegarsjálfskuldarábyrgðin var undirrituð. Samkvæmt þeim þurfti undirskrift formannsstjórnar og framkvæmdastjóra stjórnar til að skuldbinda félagið. Skýrslurfyrir dóminum gáfu Sigurður Eiríksson, Björk Ágústsdóttir, Hróar Örn Jónsson ogLúðvík Emil Kaaber. StefndiSigurður Eiríksson tók m.a. fram að hann hefði ekki fengið neinar greiðslur fráAtlantic bio diesel ehf. Hann hafi seinna selt hlut sinni í félaginu og þaðhafi síðar farið í gjaldþrot. Stefndi kvað Atlantic bio diesel ehf. hafa fluttinn olíu með Samskipum hf. Hann kvaðst hafa verið mikið í samskiptum viðSamskip hf. Það hafi aldrei staðið til að hann tæki á sig ábyrgð áskuldbindingum félagsins. Kvaðst hann ekki hafa undirritaðsjálfskuldarábyrgðina. Undirritunin líktist mjög undirritun hans en hann hafiekki undirritað skjalið. Nafnið á skjalinu sé skrifað eins og hann hafi gertþað. Tók hann fram að hann hafi ekki skrifað undir skjalið í votta viðurvisteins og haldið hafi verið fram. Um prentskriftina sem fram komi ásjálfskuldarábyrgðinni tók stefndi fram að hann hefði ekki fyllt út þann reit.Hann kvaðst ekki geta svarað því hvort prentskriftin sem þar kæmi fram væri líkhans eigin prentskrift. BjörkÁgústsdóttir, innheimtustjóri hjá Samskipum hf., kvaðst hafa verið í samskiptumvið stefnda Sigurð. Félagið hafi verið komið í vanskil og því hafi ekki veriðheimilt að afhenda vörur sem félagið pantaði. Sigurði hafi því verið boðinsjálfskuldarábyrgð. Hann hafi komið og skrifað undir ábyrgðina á skrifstofuhennar. Kvað hún Sigurð hafa komið fram sem fyrirsvarsmaður Atlantic bio dieselehf. gagnvart henni. Hann hafi einnig skrifað undir fyrir hönd Atlantic biodiesel ehf. Vitnið kvaðst hafa óskað eftir því við vitnið Hróar að hann vottaðisjálfskuldarábyrgðina eftir að Sigurður var farinn. Hún telur að Hróar hafi séðSigurð skrifa undir í gegnum glervegg á skrifstofu hennar. VitniðHróar Örn Jónasson vann á þessum tíma hjá Samskipum en lét af störfum fyrirþremur og hálfu ári. Hann starfaði á þessum tíma í innheimtudeild með vitninuBjörk Ágústsdóttur. Hann tók fram að stefndi Sigurður væri mágur móður hans.Hann kvaðst muna vel þegar Sigurður kom til þess að skrifa undirsjálfskuldarábyrgðina. Hann kvaðst ekki hafa séð Sigurð skrifa undir skjaliðmeð eigin hendi og hann hafi vottað skjalið í beinu framhaldi af því að stefndiSigurður hafði verið á skrifstofu Bjarkar. Þá kvaðst hann hafa þekkt málið ogvitað af skuldinni. Hann hafi verið búinn að hringja í Sigurð áður og sendahonum smáskilaboð. Samskiptin hafi farið fram í gegnum Sigurð. LúðvíkEmil Kaaber, dómkvaddur matsmaður, kvaðst hafa haft frumritábyrgðarskuldbindingarinnar undir höndum. Hann hafi fengið rithandarsýnishornhjá Sigurði og borið það saman við rithönd sem fram komi ásjálfskuldarábyrgðinni. Hann kvaðst ekki hafa skoðað prentskriftina ásjálfskuldarábyrgðinni. Hann gæti ekki sagt til um hvort Sigurður ættiprentskriftina sem þar væri. III..Helstu málsástæður og lagarök stefnandaStefnandi reisir kröfu sína á hendurstefndu á ógreiddum reikningum vegna reikningsviðskipta stefnda, Atlantic biodiesel ehf., hjá stefnanda. Stefndi Sigurður Eiríksson hafi gengist ísjálfskuldarábyrgð vegna viðskipta Atlantic bio diesel ehf. Stefnandi hafi ekkifengið skuld sína greidda þrátt fyrir innheimtutilraunir og því sé honumnauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Viðaðalmeðferð málsins mótmælti stefnandi þeim málsástæðum stefnda Sigurðar aðhann hafi, samkvæmt samþykktum félagsins sem lagðar voru fram við aðalmeðferðmálsins, ekki haft heimildir til að skuldabinda Atlantic bio diesel ehf. sem ofseint fram komnum. 2.Helstu málsástæður og lagarök stefnda Sigurðar EiríkssonarStefndi reisir sýknukröfu sína í fyrstalagi á þeim grundvelli að hann kannist ekki við að hafa undirritaðsjálfskuldarábyrgðina. Hann kannist þó við að stefnandi hafi ítrekað reynt aðfá hann til að undirrita ábyrgð á skuld meðstefnda, en því hafi hann hafnað.Stefndi telur útilokað að þeir vottar sem riti undir skjalið geti boriðáreiðanlegt vitni um að hann hafi skrifað undir skjalið. Annar votturinn, BjörgÁgústsdóttir, sé innheimtustjóri stefnanda. Hinn vottinn, Hróar Örn Jónsson,hafi stefndi aldrei hitt. Þar sem stefndi kannist ekki við undirskrift sína áskjalinu geti skjalið ekki bundið hann samkvæmt efni sínu. Því beri að sýknahann af kröfu stefnanda. Íöðru lagi reisir stefndi kröfu sýna um sýknu á því að meint ábyrgð sé ógild,þar sem ekki hafi verið gætt fyrirmæla laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 viðstofnun hennar. Vísar stefndi til 4., 5. og 7. gr. laganna. Stefnditekur fram að ábyrgðin hafi ekki verið í þágu atvinnurekstrar hans eða í þágufjárhagslegs ávinnings hans. Um aðkomu hans að Atlantic bio diesel ehf. tekurstefndi fram að hann hafi lagt félaginu til stofnfé árið 2012. Hann hafi ekkiþegið laun frá félaginu. Hann hafi ekki starfað hjá félaginu en hafi gegnt trúnaðarstörfumtímabundið. Starf hans fyrir félagið hafi falist í því að útvega félaginufjármagn. Bendirstefndi á að samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn séheimilað að víkja ábyrgð til hliðar í heild á grundvelli 36. gr. samningalaga.Þar sem stefndi hafi ekki farið eftir skilyrðum laga nr. 32/2009 beri að fellaábyrgð stefnda niður á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936. Það séósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að bera ábyrgðina fyrir sig undirslíkum kringumstæðum. Stefnditelur einnig að ákvæði 36. gr. a-d í samningalögum eigi við. Um sé að ræðastaðlaða ábyrgðarskilmála í starfsemi stefnanda. Efni þeirra hafi í engu veriðtilkynnt stefnda. Ábyrgðinni beri því að víkja til hliðar verði talið að hún sétil staðar. Viðaðalmeðferð málsins bar stefndi því einnig við að hann teldi með vísan tilsamþykkta félagsins, sem hann lagði fram við upphaf aðalmeðferðar og voru ígildi á þeim tíma sem sjálfskuldarábyrgðin var undirrituð, að hann semstjórnarformaður félagsins, hafi ekki getað skuldbundið félagið einn þar semhvort tveggja stjórnarformann og framkvæmdastjóra hafi þurft til þess aðskuldbinda það. Stefndi hafi ekki verið framkvæmdastjóri félagsins. Hvorkifélagið né stefndi séu því bundnir við ábyrgðina.IV.NiðurstaðaMál þetta er höfðað til innheimtu áskuld stefnda, Atlantic bio diesel ehf. vegna reikningsviðskipta félagsins hjástefnanda á tímabilinu 12. apríl 2013 til 1. febrúar 2014. Félagiðhefur ekki tekið til varna í málinu. Er ágreiningslaust að félagið ber semviðskiptamaður stefnanda ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Verður krafa stefnandaá hendur félaginu því tekin til greina eins og hún er sett fram. Stefnandireisir kröfu sína á hendur stefnda, Sigurði Eiríkssyni, á því að hann berisjálfskuldarábyrgð vegna viðskipta Atlantic bio diesel ehf. Því til stuðningsvísar stefnandi til yfirlýsingar stefnda um sjálfskuldarábyrgð til trygginga áöllum skuldum félagsins við stefnanda, dags. 20. júní 2013. Er hámarksfjárhæðsjálfskuldarábyrgðarinnar tilgreind 3.000.000 króna. Stefndireisir sýknukröfu sína á því að hann hafi ekki ritað nafn sitt undirsjálfskuldarábyrgðina. Bar stefndi fyrir dóminum að undirritun sem fram kæmi íyfirlýsingunni líktist hans, en hann hefði ekki undirritað hana. Einnig telurstefndi að hin meinta ábyrgð sé ógild þar sem ekki hafi verið gætt að lögum nr.32/2009, um ábyrgðarmenn, en hún hafi ekki verið í þágu atvinnurekstrar hanseða honum til fjárhagslegs ávinnings. Einnig byggir stefndi sýknukröfu sína á36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Loks barstefndi því við þegar aðalmeðferð málsins fór fram að hann hefði ekki getaðskuldbundið félagið einn þar sem stjórnarformann og framkvæmdastjóra hafi þurfttil að rita firma félagsins. Fallastverður á það með stefnanda málsins að þeirri málsástæðu stefnda sem fyrst varborin upp við aðalmeðferð málsins, að hvort tveggja stjórnarformann ogframkvæmdastjóra hafi þurft til þess að skuldbinda félagið, sé of seint framkomin, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Kemur húnþví ekki til frekari skoðunar. Sjálfskuldarábyrgðiner vottuð af Björk Ágústsdóttur, innheimtustjóra stefnanda, og Hróari ErniJónassyni, þáverandi starfsmanni stefnanda. Kveður Björk stefnda hafa ritað nafnsitt undir sjálfskuldarábyrgðina á skrifstofu hennar að henni viðstaddri. Þaðhafi verið forsenda þess að Atlantic bio diesel ehf. fengi vörur innleystar aðstefndi ritaði undir sjálfskuldarábyrgðina. Hróar kvaðst hafa vottað ábyrgðinaí beinu framhaldi af því að stefndi ritaði undir hana. Vitnið kvaðst ekki hafaséð stefnda rita undir ábyrgðina með eigin hendi, en hann hafi séð stefnda komatil að skrifa undir hana. Ímálinu liggur fyrir matsgerð dómkvadds matsmanns, Lúðvíks Emils Kaaber. Er þaðniðurstaða matsmanns, með vísan til rithandarsýna sem matsmaður aflaði hjástefnda á matsfundi til samanburðar við hina vefengdu nafnritun sem fram kemurá ábyrgðaryfirlýsingunni, að stefndi Sigurður Eiríksson hafi ritað nafn sitt ásjálfskuldarábyrgðaryfirlýsinguna. Samkvæmtframansögðu og að virtum gögnum málsins og skýrslum vitna fyrir dóminum telurdómurinn, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, sannað að stefndi SigurðurEiríksson hafi ritað með eigin hendi undir yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgðtil tryggingar á öllum skuldum félagsins við stefnanda, dags. 20. júní 2013. Erþeirri málsástæðu stefnda því hafnað að hann hafi ekki ritað nafn sitt undirsjálfskuldarábyrgðina. Víkurþá að þeim málsástæðum stefnda um að ábyrgð hans sé ógild þar sem ekki hafiverið gætt laga nr. 32/2009, um ábyrgðarmenn. Samkvæmt2. mgr. 2. gr. laga nr. 32/2009 taka lögin til þess þegar einstaklingur gengstpersónulega í ábyrgð eða veðsetur tilgreinda eign sína til tryggingar efndumlántaka enda sé ábyrgðin ekki í þágu atvinnurekstrar ábyrgðarmanns eða í þágufjárhagslegs ávinnings hans. Stefndi,Sigurður Eiríksson, var einn af þremur hluthöfum félagsins og var samkvæmtupplýsingum í hlutafélagaskrá, stjórnarformaður og prókúruhafi og fór meðheimild til að rita firma, Atlantic bio diesel ehf., þegar hann gekkst ípersónulega ábyrgð fyrir efndum félagsins. Gagnvart stefnanda kom hann fram ísamræmi við opinbera skráningu í hlutafélagaskrá og ekkert bendir til annars enað stefndi hafi verið að taka á sig ábyrgð í þágu eigin atvinnurekstrar þegarhann gekkst í ábyrgð vegna allra skulda félagsins sem hann var í fyrirsvarifyrir. Ekki er því unnt að fallast á að stefndi geti borið fyrir sig, eftir aðhafa stofnað til ábyrgðarskuldbindingar á þessum forsendum, að ábyrgðin hafi ekkiverið í þágu atvinnurekstrar hans og að af þeim sökum hafi stefnandi átt aðfylgja fyrirmælum laga nr. 32/2009. Því ber að hafna þessari málsástæðustefnda. Stefndireisir málsókn sína einnig á því að heimilt sé að víkja ábyrgðinni til hliðar íheild á grundvelli 36. gr. samningalaga, sbr. ákvæði til bráðabirgða með lögumnr. 32/2009, og 36. gr. samningalaga, stafliða a-d. Samkvæmtgreindu bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 32/2009 er heimilt að víkja ábyrgð tilhliðar í heild eða að hluta á grundvelli 36. gr. laga um samningsgerð, umboð ogógilda löggerninga, nr. 7/1936, og að teknu tilliti til þeirra atvika er leiddutil setningar laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakraaðstæðna á fjármálamarkaði ofl. nr. 125/2008. Telur stefndi að þar semstefnandi hafi ekki gætt ákvæða laga nr. 32/2009, um ábyrgðarmenn, sé ljóst aðfella beri ábyrgð hans niður á grundvelli 36. gr. samningalaga auk þess semákvæði 36. gr. a-d í samningalögum gildi einnig um lögskipti málsaðila þar semum sé að ræða staðlaða ábyrgðarskilmála í starfsemi stefnanda og lið íatvinnurekstri hans. Umrættbráðabirgðaákvæði tekur til laga 32/2009, um ábyrgðarmenn. Áður hefur veriðkomist að þeirri niðurstöðu að þau lög hafi ekki gilt um stefnda. Ábyrgðstefnda verður því ekki felld niður á grundvelli þess ákvæðis. Yfirlýsingstefnda um sjálfskuldarábyrgð hans var vegna starfsemi félags sem hann var ífyrirsvari fyrir. Stefndi var stjórnarmaður félagsins, hluthafi, fór meðprókúru þess og ritaði firma. Er því ljóst að stefnda var kunnugt um þærskuldbindingar sem hann gekkst undir með yfirlýsingu sinni og þýðingu þeirra. Viðmat á því hvort samningi skuli vikið til hliðar í heild eða að hluta með stoð í36. gr. laga nr. 7/1936, vegna þess að það sé ósanngjarnt eða andstætt góðriviðskiptavenju að bera hann fyrir sig, skal samkvæmt 2. mgr. greinarinnar lítatil nokkurra þátta sem þar eru nánar tilgreindir. Efni umrædds samnings ogstaða aðila við samningsgerð hafa verið rædd hér að framan. Hvorki þessi atriðiné önnur atvik við samningsgerð þykja gefa nægjanlegt tilefni til að beitaumræddu ákvæði. Varðandiþá málsástæðu stefnda að víkja beri ábyrgð hans til hliðar með vísan til 36.gr., a-d-liða, í lögum nr. 7/1936 verður ekki séð að stefndi geti talistneytandi í skilningi ákvæðanna. Af því leiðir að ekki verður talið að stefnandahafi borið að kynna honum sérstaklega ábyrgðarskilmálana eða að greind ákvæðieigi við að öðru leyti um ábyrgð stefnda. Þessari málsástæðu stefnda er þvíhafnað. Dómkröfurstefnanda á hendur stefndu eru því teknar til greina með þeirri fjárhæð sem ístefnu greinir. Stefnandikrefst dráttarvaxta af stefnufjárhæðinni frá gjalddaga hinna umstefndureikninga. Ber að fallast á þá kröfu með vísan til 1. mgr. 9. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, á þann hátt sem greinir í dómsorði. Samkvæmt1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefndu að greiða stefnanda málskostnaðsem þykir hæfilega ákveðinn 650.000 krónur. RagnheiðurSnorradóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan, ásamt meðdómsmönnunum PétriDam Leifssyni, settum héraðsdómara og Haraldi Árnasyni, rithandarsérfræðingi. DÓMSORÐ:Stefndu, Atlantic bio diesel ehf. ogSigurði Eiríkssyni, ber sameiginlega að greiða stefnanda, Samskipum hf. skuldað fjárhæð 2.482.746 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 397.751 krónu frá 12. apríl 2013 til1. júní 2013, af 1.509.648 krónum frá 1. júní 2013 til 25. júní 2013, af1.835.490 krónum frá 25. júní 2013 til 26. júní 2013, af 1.864.024 krónum frá26. júní 2013 til 30. júní 2013, af 2.049.458 krónum frá 30. júní 2013 til 31.júlí 2013, af 2.254.760 krónum frá 31. júlí 2013 til 31. ágúst 2013, af2.454.810 krónum frá 31. ágúst 2013 til 1. febrúar 2014, af 2.482.746 krónumfrá 1. febrúar 2014 til greiðsludags.Stefndu ber sameiginlega að greiðastefnanda 650.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 115/2017 | Nauðungarsala Veðréttindi Þinglýsing Tilkynning Skaðabætur | Lífeyrissjóðurinn S höfðaði mál á hendur Í og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem sjóðurinn taldi sig hafa orðið fyrir við að hafa ekki verið tilkynnt um framhald uppboðs á íbúð sem hann átti veðrétt í á grundvelli skuldabréfs. Skuldabréfið hafði upphaflega verið í eigu annars aðila sem tilgreindur var sem eigandi á þinglýsingarvottorði íbúðarinnar. Óumdeilt var að sýslumaður hafði hvorki tilkynnt S um framhald uppboðsins né hafði sjóðnum verið að öðrum sökum kunnugt um það eða nauðungarsöluna. Í héraði var fallist á að S ætti rétt á skaðabótum úr hendi Í en hann látinn bera helming tjóns síns sjálfur. Í dómi sínum rakti Hæstiréttur ákvæði laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu um skyldu sýslumanns til að tilkynna gerðarþola og öðrum um fyrirtöku á beiðni um nauðungarsölu og meðferð hennar. Taldi rétturinn að af þeim ákvæðum yrði ráðið að veðhafar yrðu í meginatriðum að gæta sjálfir að því á grundvelli auglýsinga hvort nauðungarsala stæði yfir á eign sem þeir ættu veðréttindi í. Þá yrði skylda sýslumanns til að tilkynna veðhöfum um framhald uppboðs að byggja á skjölum sem þinglýst hefði verið á viðkomandi eign og eftir atvikum öðrum opinberum skráningum. Taldi rétturinn að sýslumaður hefði ekki getað náð til eiganda veðréttinda samkvæmt umræddu skuldabréfi með því að líta til efnis þess eða annarra opinberra skráninga. Yrði honum því ekki metið til gáleysis að hafa ekki aðhafst frekar en raun varð á við leit að eigendum veðréttinda í eigninni. Var Í því sýknað af kröfu S. | DómurHæstaréttar.Málþetta dæma Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, Gunnlaugur Claessenfyrrverandi hæstaréttardómari og Kristbjörg Stephensen landsréttardómari.Aðaláfrýjandiskaut málinu til Hæstaréttar 17. febrúar 2017. Hann krefst sýknu af kröfugagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandiáfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 3. maí 2017. Hann krefst þess aðaðaláfrýjanda verði gert að greiða sér 5.626.863 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. maí2015 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti.ISamkvæmtgögnum málsins gaf nafngreind kona út skuldabréf 22. október 1999 tilByggingarfélags eldri borgara á Suðurnesjum að fjárhæð 2.589.764 krónur, sembundin var vísitölu neysluverðs og greiða átti með jöfnum mánaðarlegumafborgunum á 40 árum ásamt 5% ársvöxtum. Til tryggingar skuldinni var sett aðveði tiltekin íbúð að Hjallavegi 5 í Reykjanesbæ á eftir þremur verðtryggðum veðskuldumað upphaflegri fjárhæð samtals 1.772.000 krónur við Byggingarsjóð ríkisins, enþau skuldabréf tilheyra nú Íbúðalánasjóði. Að baki fyrstnefnda skuldabréfinuvar íbúðin síðan sett Íbúðalánasjóði að veði til tryggingar verðtryggðuskuldabréfi útgefnu 6. febrúar 2003 að upphaflegri fjárhæð 1.616.169 krónur. Áíbúðina var þinglýst 21. mars 2003 yfirlýsing frá 27. febrúar sama ár um aðönnur nafngreind kona hafi tekið yfir skuld samkvæmt skuldabréfinu, sem gefiðvar út 22. október 1999. Í yfirlýsingunni kom meðal annars fram að „núverandieigandi“ skuldabréfsins væri Lífeyrissjóður Austurlands, sem samþykkti þessaskuldskeytingu. Fyrir liggur að sá lífeyrissjóður hafi 28. júní 2007 sameinastLífeyrissjóði Norðurlands undir heiti gagnáfrýjanda og er skuldabréfið enn íeigu hans, en hann kveður það hafa verið í skilum þegar þau atvik gerðust ífebrúar 2014, sem hér á eftir greinir, og mun það þá hafa verið til innheimtu íbanka.Framkemur í gögnum málsins að vanskil hafi orðið frá 1. ágúst 2012 á öllumáðurnefndum skuldabréfum í eigu Íbúðalánasjóðs og virðist hann hafa krafistnauðungarsölu á íbúðinni að Hjallavegi 5 til fullnustu kröfum sínum. Ekkiliggur fyrir í málinu hvenær nauðungarsölunnar var krafist eða hún tekin fyrirfram að því að íbúðin var seld við framhald uppboðs 25. febrúar 2014, þar semÍbúðalánasjóður varð hæstbjóðandi með boð að fjárhæð 3.000.000 krónur. Við framhalduppboðsins lýsti Íbúðalánasjóður kröfum að fjárhæð samtals 7.857.418 krónur ísöluverð íbúðarinnar á grundvelli skuldabréfa sinna, þar af alls 4.694.769krónur vegna skuldabréfa á 1., 2. og 3. veðrétti og 3.162.649 krónur vegnaskuldabréfs á 5. veðrétti. Að auki var lýst þar þremur lögveðkröfum vegnafasteignagjalda, vatnsgjalds og brunatryggingariðgjalda alls að fjárhæð 182.407krónur. Gagnáfrýjandi lýsti á hinn bóginn engri kröfu á grundvelliskuldabréfsins frá 22. október 1999, sem taldist hvíla á 4. veðrétti í íbúðinni.Óumdeilt er að hvorki hafi sýslumaður tilkynnt gagnáfrýjanda um framhalduppboðsins samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu né hafihonum af öðrum sökum verið kunnugt um það eða nauðungarsöluna. Sýslumaður gerði18. mars 2014 frumvarp til úthlutunar á söluverði íbúðarinnar. Samkvæmt þvíátti að verja 30.000 krónum af söluverðinu til greiðslu sölugjalds í ríkissjóðog 182.407 krónum til greiðslu fyrrnefndra lögveðkrafa, en eftirstöðvarnar,2.787.893 krónur, áttu að ganga upp í kröfur Íbúðalánasjóðs vegna skuldabréfa á1. og 2. veðrétti. Önnur veðbönd skyldu afmáð af íbúðinni, þar á meðalveðskuldabréfið í eigu gagnáfrýjanda. Ekki liggur annað fyrir en aðnauðungarsölunni hafi lokið á þessum grunni og afsal verið gefið út tilÍbúðalánasjóðs fyrir íbúðinni.Gagnáfrýjandikveðst fyrst hafa fengið vitneskju um nauðungarsöluna eftir að liðnir hafiverið allir frestir til að gæta þar réttinda sinna vegna skuldabréfsins frá 22.október 1999. Í matsgerð dómkvadds manns 19. nóvember 2015, sem gagnáfrýjandiaflaði, var komist að þeirri niðurstöðu að markaðsverð íbúðarinnar aðHjallavegi 5 hafi numið 11.000.000 krónum þegar hún var seld við framhalduppboðs 25. febrúar 2014. Á þeim grunni telur gagnáfrýjandi sýnt að markaðsverðíbúðarinnar hefði nægt til að greiða sölugjald vegna nauðungarsölu,lögveðkröfur og kröfur Íbúðalánasjóðs vegna skuldabréfa, sem hvíldu á 1., 2. og3. veðrétti, samtals 4.907.176 krónur. Markaðsverðið hefði að auki nægt fyrir kröfusamkvæmt skuldabréfinu frá 22. október 1999, en hún hafi numið 5.626.863 krónumað meðtöldum vöxtum og kostnaði þegar gagnáfrýjandi fékk gert árangurslaustfjárnám fyrir henni 18. mars 2015 hjá fyrrnefndri konu, sem tók að sér skuldinameð yfirlýsingunni um skuldskeytingu frá 27. febrúar 2003. Telur gagnáfrýjandisýslumann hafa valdið sér tjóni sem þessu nemur með því að hafa vanrækt að tilkynnasér um framhald uppboðs á íbúðinni, enda hefði gagnáfrýjandi annars getað mættþar og boðið nægilega háa fjárhæð til að eignast íbúðina á verði innan markaveðréttar síns eða tryggt að öðrum kosti að söluverð hennar hrykki fyrir kröfu sinni.Í málinu leitar gagnáfrýjandi skaðabóta úr hendi aðaláfrýjanda á þessum grunni.IIÞegarleyst er úr hvort gagnáfrýjandi eigi rétt til skaðabóta af framangreindumástæðum verður að gæta að því að samkvæmt 16. gr. laga nr. 90/1991 bersýslumanni, eftir að staðreynt hefur verið að beiðni um nauðungarsölu áfasteign fullnægi skilyrðum 13. gr. laganna, að tilkynna gerðarþola oggerðarbeiðanda hvenær beiðnin verði tekin fyrir, svo og að fá birta íLögbirtingablaði auglýsingu um nauðungarsöluna samkvæmt 19. og 20. gr. sömulaga. Sé ákveðið við þá fyrirtöku að eignin verði seld á uppboði skalsýslumaður tilkynna gerðarþola, hafi hann ekki verið staddur við fyrirtökuna,hvenær uppboðið byrji og jafnframt fá birta um það auglýsingu í dagblaði, á vefsýslumanna eða á annan samsvarandi hátt, sbr. 26. gr. laga nr. 90/1991. Sésíðan ákveðið við byrjun uppboðs að framhald verði á því ber sýslumanni enn aðtilkynna gerðarþola hvenær það verði gert, hafi hann ekki verið viðstaddurbyrjun uppboðsins, ásamt því að fá birta um það auglýsingu á framangreindanhátt, sbr. 35. gr. sömu laga. Að auki er mælt svo fyrir í 3. mgr. þeirrarlagagreinar að sýslumaður skuli með ábyrgðarbréfi, símskeyti eða öðrumsamsvarandi hætti tilkynna öllum öðrum aðilum að nauðungarsölunni, sem náð verðitil, um framhald uppboðs, en til þeirra teljast meðal annarra þeir, sem njótaþinglýstra réttinda yfir eigninni, sbr. 3. tölulið 2. gr. laganna. Af þessu erljóst að skyldur sýslumanns til tilkynninga við nauðungarsölu beinast einkum aðgerðarþola og í byrjun einnig að gerðarbeiðanda, en gagnvart öðrum aðilum aðhenni, þar með töldum veðhöfum í viðkomandi eign, kemur til engrar slíkrarskyldu fyrr en á lokastigum nauðungarsölu við framhald uppboðs og sætir súskylda jafnframt takmörkunum. Af þessu verður þannig ályktað að í lögum nr. 90/1991sé byggt á því að veðhafar verði í meginatriðum að gæta sjálfir að því hvortnauðungarsala standi yfir á eign, sem þeir eiga veðréttindi í, á grundvelliauglýsinga samkvæmt 19. gr., 20. gr., 2. mgr. 26. gr. og 5. mgr. 35. gr. laganna.Skyldasýslumanns til að tilkynna veðhöfum um framhald uppboðs samkvæmt 3. mgr. 35.gr. laga nr. 90/1991 er eins og áður greinir bundin við þá, sem náð verður til,svo sem komist er að orði í ákvæðinu. Þegar sýslumaður sinnir þessari skylduverður leit hans að veðhöfum, sem ekki hafa þegar gefið sig fram viðnauðungarsölu, eðli máls samkvæmt að byggja á skjölum, sem þinglýst hefur veriðá viðkomandi eign, og síðan eftir atvikum annars konar opinberum skráningum. Tilþess verður og að líta að vegna 1. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993tekur rannsóknarreglan í 10. gr. þeirra laga ekki til starfa sýslumanns viðframkvæmd nauðungarsölu. Í framlögðu þinglýsingarvottorði fyrir íbúðina aðHjallavegi 5 frá 24. febrúar 2014 var greint frá nafni þinglýsts eiganda hennarmeð tilvísun til tiltekins afsals, fimm veðskuldabréfum, sem hvíldu á eigninni,með tilgreiningu á veðhafa, fjárhæð þeirra, útgáfudegi, þinglýsingardegi ogþinglýsingarnúmeri skjalanna, eignaskiptayfirlýsingu frá tilteknum degi ásamtþinglýsingarnúmeri þess skjals og tveimur kvöðum á íbúðinni. Loks var getið undirfyrirsögninni: „Önnur þinglýst skjöl“ yfirlýsingarinnar um skuldskeytingu frá 27.febrúar 2003, yfirlýsingar um ótilgreint efni frá 2007 og húsaleigusamnings frá2010. Veðskuldabréfið í eigu gagnáfrýjanda, sem málið varðar, var sem fyrrsegir gefið út 22. október 1999 til Byggingarfélags eldri borgara á Suðurnesjumog var það félag tilgreint sem veðhafi í þinglýsingarvottorðinu. Samkvæmtgögnum frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra var félagið afskráð 1. desember 2004og gat því sýslumaður ekki náð í skilningi 3. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991 tileiganda veðréttinda samkvæmt hljóðan skuldabréfsins með því að líta til efnisþess eða annarra opinberra skráninga. Þinglýsingarvottorðið bar ekki með sér aðyfirlýsingin um skuldskeytingu sneri að þessari tilteknu veðskuld. Að auki varekkert sýnilegt tilefni til að sýslumaður kannaði þetta skjal við leit að þeim,sem kynni að hafa eignast skuldabréfið með framsali frá Byggingarfélagi eldriborgara á Suðurnesjum, enda sneri skjalið eftir yfirskrift þess og tilgreininguá þinglýsingarvottorði að skuldaraskiptum en ekki kröfuhafaskiptum og stafaðiþað jafnframt frá tíma þegar félagið var enn skráð. Sýslumanni verður af þessumsökum ekki metið til gáleysis að hafa ekkert aðhafst frekar en raun varð á viðleit að eigendum veðréttinda í íbúðinni að Hjallavegi 5 til að koma framtilkynningum um framhald uppboðs samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991.Samkvæmt þessu verður aðaláfrýjandi sýknaður af kröfu gagnáfrýjanda.Rétter að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Aðaláfrýjandi,íslenska ríkið, er sýkn af kröfu gagnáfrýjanda, Stapa lífeyrissjóðs.Málskostnaðurí héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21.nóvember 2016.I Mál þetta, sem var dómtekið 3. nóvembersl., er höfðað 10. febrúar 2016 af Stapa lífeyrissjóði, Strandgötu 3 áAkureyri, gegn íslenska ríkinu. Stefnandi krefst þess að stefndi verðidæmdur til þess að greiða sér 5.626.863 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. maí 2015 til greiðsludags. Til vara er þesskrafist að viðurkennd verði bótaskylda stefnda vegna mistaka sýslumannsins íKeflavík við uppboð á fasteigninni Hjallavegi 5, Njarðvík, eign skv.fasteignamati nr. 209-3444, en lokasala eignarinnar fór fram 25. febrúar 2014.Þá krefst stefnandi málskostnaðar auk virðisaukaskatts af málskostnaði. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllumkröfum stefnanda auk málskostnaðar að mati dómsins. Jafnframt er þess krafistað varakröfu stefnanda verði vísað frá dómi. Til vara er krafist verulegrarlækkunar kröfufjárhæðar og að málskostnaður verði látinn niður falla. II Málavextir eru þeir að sýslumaðurinn íKeflavík mun hafa auglýst nauðungarsölu á íbúð nr. 209-3444 að Hjallavegi 5 íReykjanesbæ í Lögbirtingablaði í september 2013. Uppboð eignarinnar mun síðarhafa verið auglýst á vefnum nauðungarsolur.is. Framhald nauðungarsölufasteignarinnar var auglýst í Víkurfréttum 20. febrúar 2014 sem og íMorgunblaðinu. Fasteignin var seld nauðungarsölu hjá sýslumannsembættinu 25.febrúar 2014. Hæstbjóðandi var Íbúðalánasjóður með boð upp á þrjár milljónirkróna. Á íbúðinni hvíldi veðskuldabréf, dags.22. október 1999, að höfuðstólsfjárhæð 2.587.764 krónur, sem fyrrum eigandifasteignarinnar hafði gefið út til Byggingarfélags eldri borgara á Suðurnesjum.Stefnandi var eigandi þessa skuldabréfs þegar fasteignin var seldnauðungarsölu. Þá er ágreiningslaust að stefnandi fékk ekki tilkynningu um framhalduppboðs, sbr. 3. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu. Kveðststefnandi ekki hafa heyrt af sölu eignarinnar fyrr en samþykkisfresti varlokið, en þá hafi verið orðið of seint að aðhafast nokkuð sem hefði getaðtakmarkað tjón stefnanda. Hann hafi þó reynt að innheimta kröfuna hjá greiðandaskuldabréfsins, en þeirri tilraun hafi lokið með árangurslausu fjárnámi 18.mars 2015. Með bréfi 24. mars 2015 var stefndikrafinn um skaðabætur af þessu tilefni. Með bréfi 9. júní 2015 hafnaði stefndibótaskyldu í málinu. Í kjölfarið fékk stefnandi dómkvaddan matsmann, Guðlaug H.Guðlaugsson, löggiltan fasteignasala, til þess að meta verðmæti fasteignarinnar25. febrúar 2014. Samkvæmt matsgerð hins dómkvadda matsmanns nam verðmætieignarinnar þann dag 11 milljónum króna.III. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á því aðsýslumanninum á Suðurnesjum, áður sýslumanninum í Keflavík, hafi borið að látasig vita af framhaldssölu á umræddri fasteign að Hjallavegi 5, þar semstefnandi sé eigandi veðskuldabréfs sem hvílt hafi á 3. veðrétti eignarinnar.Stefnandi hafi aldrei fengið vitneskju um framhaldssöluna eins og hann hafi átttilkall til samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu. Þessvegna hafi ekki verið mætt af hálfu stefnanda við framhaldssölu eignarinnar tilað lýsa kröfum og halda uppi rétti stefnanda. Stefnandi bendir á að samkvæmtþinglýsingarvottorði, dags. 24. febrúar 2014, hafi Byggingarfélag eldri borgaraá Suðurnesjum verið skráður eigandi veðskuldabréfs á 3. veðrétti. Áveðbókarvottorðinu sé þó að finna skuldskeytingu, dags. 27. febrúar 2003, þarsem fram kemur að núverandi skuldari yfirtaki lán samkvæmt umrædduveðskuldabréfi. Í þessu skjali komi fram að Lífeyrissjóður Austurlands séeigandi veðskuldabréfsins. Þinglýsingarvottorðið hafi sýslumaður haft undirhöndum við söluna. Byggir stefnandi á því að stefndi hafi sýnt af sér gáleysimeð því að hafa ekki kannað nægilega þinglýst skjöl á eigninni sem hafi legiðnauðungarsölunni til grundvallar. Hafi það leitt til tjóns fyrir stefnanda semekki hafi getað varið hagsmuni sína við söluna og beri stefndi skaðabótaábyrgðá því. Um þá ábyrgð vísar stefnandi til 87. gr. laga nr. 90/1991, umnauðungarsölur, og almennra meginreglna skaðabótaréttar um bótaskyldu vegnagáleysis. Einnig sé bótaskylda stefnda byggð á reglum skaðabótaréttar umvinnuveitandaábyrgð. Stefnandi byggir jafnframt á því aðstefndi hafi ekki sýnt fram á að það hafi reynst honum ómögulegt að finna út aðstefnandi væri eigandi veðskuldabréfsins á 3. veðrétti eignarinnar, miðað viðþau gögn sem stefndi hafi haft undir höndum. Telur stefnandi að stefnda hafiborið að kanna skuldskeytinguna frekar svo tryggja mætti lögmæta framkvæmdlokasölunnar. Með einfaldri leit á internetinu hefði stefnandi getað séð aðstefnandi væri raunverulegur eigandi bréfsins. Bendir stefnandi á að þegarLífeyrissjóði Austurlands sé slegið upp í leitarvafranum „Google“ komi fram íefsta flipa að sjóðurinn heiti nú Stapi lífeyrissjóður eftir samrunasamning viðLífeyrissjóð Norðurlands 15. nóvember 2006. Fleiri og ítarlegri upplýsingar umþað atriði sé einnig „þarna og víðar að finna án mikillar fyrirhafnar“, eins ogsegir í stefnu. Stefnandi telur að framkomnar skýringarsýslumannsins fái ekki staðist. Í því sambandi áréttar stefnandi það sem rakiðhefur verið. Telur hann að sérhæft starfsfólk stefnda hafi átt að geta aflaðupplýsinga um Lífeyrissjóð Austurlands og finna út að hann hefði veriðsameinaður stefnanda. Þá kveður hann líklegt að framkomnar skýringar sýslumannsinsséu eftiráskýringar. Bendir hann m.a. á að í tölvuskeyti frá starfsmanniembættisins hafi komið fram að ranglega hafi verið ályktað að kröfuhafinn ábréfinu væri Íbúðalánasjóður og því hafi ekki verið hirt um að koma tilkynningutil rétts kröfuhafa. Þetta hafi verið fyrstu skýringar sem fengist hafi ámálinu frá sýslumanni. Gefi þetta til kynna að starfsmenn stefnda hafi sýnt afsér verulegt gáleysi og ekki viðhaft þau vinnubrögð sem almennt sé gerð krafaum við sambærilegar aðstæður við framkvæmd og meðferð nauðungarsölu. Stefnandi telur stefnda ekki geta boriðþví við að hann hafi fullnægt skyldu sinni með því að auglýsa framhald uppboðsí staðarblaði eða öðrum miðlum, enda hafi stefndi haft möguleika á því að kynnasér til hlítar hverjir væru eigendur þeirra veðskulda sem hvílt hafi áeigninni. Telur hann stefnda hafa sýnt af sér gáleysi með því að fara ekki aðsettum lögum við nauðungarsöluna og að það hafi valdið stefnanda tjóni. Stefnandi kveðst einnig byggja kröfursínar á því að rannsóknarreglan, sem sé meginregla í stjórnsýslurétti, hafiverið brotin. Hafi stefndi ekki séð til þess að málið væri nægjanlega upplýstáður en lokasala fasteignarinnar fór fram. Nauðsynlegt hafi verið að kanna hverværi kröfuhafi veðskuldabréfsins, sér í lagi ef stefndi hafi orðið þess áskynjafyrir uppboðið, eins og stefndi haldi fram, að ætlaður kröfuhafi væri afmáðurog hans nyti ekki við. Augljóst hafi verið að einhver annar hlyti að eigakröfuna. Bendir stefnandi í því sambandi á að veðskuldabréfið beri með sér aðvera gefið út árið 1999 til 40 ára, með 480 gjalddögum á 1 mánaðar fresti.Samkvæmt efni sínu hafi skuldabréfið því átt að hvíla á eigninni til ársins2039. Stefnandi bendir á að þegarnauðungarsalan hafi farið fram hafi krafa stefnanda á hendur greiðandaveðskuldabréfsins verið í skilum og hafi verið það fram að því. Ekkert tilefnihafi því verið fyrir stefnanda að vera á varðbergi gagnvart vanskilum greiðandaog því síður gagnvart yfirvofandi nauðungarsölu. Stefnandi kveðst hafa gripið til þeirraaðgerða sem af sanngirni megi ætlast til af honum til að takmarka tjón sitt.Hafi stefnandi meðal annars reynt árangurslaust að innheimta kröfuna hjágreiðanda hennar. Stefnandi hafi ekki haft tök á því að takmarka tjón sitt ogverði því að sækja fullar bætur til stefnda. Stefnandi byggir skaðabótakröfu sínaenn fremur á fyrirliggjandi matsgerð Guðlaugs H. Guðlaugssonar, löggiltsfasteignasala. Samkvæmt henni hafi verðmæti íbúðarinnar á uppboðsdegi numið 11milljónum króna. Íbúðin hafi verið seld fyrir þrjár milljónir króna.Kröfulýsingar með rétthæð framar kröfu stefnanda hafi samtals numið 4.907.176krónum. Þá nemi sölukostnaður í ríkissjóð vegna uppboðsins 30.000 krónum. Krafastefnanda nemi samkvæmt árangurslausu fjárnámi 5.626.863 krónum, sem sé þaðtjón sem stefnandi hafi orðið fyrir. Samanlagt geri það 10.564.039 krónur,þannig að öll krafa stefnanda rúmast vel innan verðmætis fasteignarinnar. Meðmatsgerðinni telur stefnandi sig hafa sannað tjón sitt, en leggja verði tilgrundvallar að stefnanda hefði verið kleift að verja kröfu sína viðnauðungarsöluna og, eftir atvikum, selja eignina gegn matsvirði á frjálsummarkaði, hefði komið til þess að stefnandi hefði keypt eignina viðnauðungarsöluna. Hefði stefnandi því átt að fá kröfu sína greidda að fullu. Verði ekki fallist á aðalkröfustefnanda um greiðslu skaðabóta í heild eða að hluta er til vara gerð krafa umviðurkenningu á bótaskyldu stefnda gagnvart stefnanda. Kveðst stefnandi hafalögvarða hagsmuni af því að fá dóm um slíka bótaskyldu til að eiga þess kost aðsækja tjón sitt á hendur stefnda, enda verði þá ekki ágreiningur um annað enendanlega fjárhæð bóta. Heimild til að afla viðurkenningardóms sé að finna í 2.mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Með því að afstaða verði tekin tilviðurkenningarkröfunnar, verði kveðið upp úr með það hvort umþrætt háttsemistefnda við nauðungarsölu Hjallavegar 5 leiði til bótaskyldu stefnda gagnvartstefnanda. Til stuðnings skaðabótakröfu vísarstefnandi til skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum, og almennra meginreglnaskaðabótaréttar þar á meðal sakarreglunnar og reglunnar um vinnuveitendaábyrgð.Þá vísar stefnandi til meginreglna stjórnsýsluréttarins um vandaðastjórnsýsluhætti og meginreglna um meðferð opinbers valds. Um varnarþing vísarstefnandi til 3. mgr. 33 gr. laga nr. 91/1991. Einnig vísar stefnandi tilþeirra laga varðandi málsmeðferð, aðild o.fl. Um varakröfu um viðurkenningu áskaðabótaskyldu vísar stefnandi til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Þá byggirstefnandi á 35. gr. og 87. gr. laga nr. 90/1991, um nauðungarsölur, einkum 3.mgr. 35. gr. laganna. Kröfu sína um vexti styður stefnandi við reglur laga umvexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, þ.m.t. við 1. mgr. 6. gr. þeirra laga, ogskaðabótalög nr. 50/1993. Kröfu sína um málskostnað styður stefnandi við ákvæðiXXI. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, einkum við 129. og 130. gr.laganna. Kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun kveður stefnandistyðjast við lög nr. 50/1988 en stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur ogberi því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda.2. Málsástæður og lagarök stefnda Kröfu stefnanda um skaðabætur í heildeða að hluta er mótmælt af hálfu stefnda. Telur hann engar sannanir liggjafyrir um að stefndi hafi valdið stefnanda tjóni með saknæmum og ólögmætumhætti. Stefndi kveður sýknukröfu sína aðallegavera reista á því að öll skilyrð laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu, hafi veriðuppfyllt þegar íbúðin að Hjallavegi 5 hafi verið seld framhaldssölu 25. febrúar2014. Vísar stefndi til þess að samkvæmt 3. mgr. 35. gr. þeirra laga skulisýslumaður, þegar ákvörðun um framhald uppboðs hefur verið tekin og svo fljóttsem verða má, tilkynna öllum aðilum nauðungarsölunnar, sem náð verður til, umhana. Skuli senda slíka tilkynningu í ábyrgðarbréfi eða símskeyti eða með öðrumsambærilegum hætti. Stefndi viðurkennir að slík tilkynning hafi ekki verið sendstefnanda enda hafi stefnda ekki verið kunnugt um aðild hans að viðkomandinauðungarsölu. Stefndi bendir á að stefnandi hafi ekki verið þinglýstur veðhafisamkvæmt þinglýsingarvottorði og kröfulýsing hafi ekki borist frá honum. Þvíhafi stefnda verið ókunnugt um að stefnandi ætti hagsmuni við þessanauðungarsölu eða væri aðili að henni. Því hafi ekki verið unnt að senda honumtilkynningu. Af hálfu stefnda er á það bent að umrætt skuldabréf beri meðsér að veðhafi sé Byggingarfélag eldri borgara á Suðurnesjum.Þinglýsingarvottorðið staðfesti hið sama. Meginregla íslensks réttar sé aðkröfuhafaskipti geti átt sér stað án samþykkis skuldara og ekki sé skylt aðlögum að þinglýsa yfirlýsingu um kröfuhafaskipti. Þegar um sé að ræða kröfu semtryggð sé með veði í fasteign samkvæmt þinglýsingalögum nr. 39/1978 sé þóeðlilegt að gera þá kröfu til veðhafa að hann fái þinglýst yfirlýsingu um hversé nýr eigandi kröfunnar, m.a. til að skuldari fái upplýsingar umkröfuhafaskiptin, sem og sýslumaður vegna hugsanlegrar nauðungarsölumeðferðarfasteignarinnar. Það sé megintilgangur þinglýsingalaga að greiðar og öruggarupplýsingar megi fá um réttindi yfir fasteignum. Tilkynni nýr kröfuhafi ekki umkröfuhafaskipti verði hann sjálfur að bera áhættu af því tjóni sem hugsanlegahljótist af því, enda hafi hann þá ekki tryggt réttindi sín með fullnægjandihætti. Stefndi bendir einnig á að hvorki sé áritun á bréfið sjálft um framsalné almenn yfirlýsing um kröfuhafaskipti á sambærilegum bréfum, eins og hafiháttað til í nokkrum málum sem komið hafi til kasta dómstóla á undanförnumárum. Í tilefni af röksemdum stefnanda erlúta að því að þinglýst skuldskeyting hafi átt að koma sýslumanni á sporiðtekur stefndi fram að hún beri ekki með sér með hvaða hætti eða hvenærLífeyrissjóður Austurlands hafi orðið eigandi skuldabréfsins. Ekki verði séð aðviðkomandi skuldabréf hafi fylgt þessari skuldskeytingu eða að frumrit bréfsinshafi verið áritað um þá skuldskeytingu. Stefndi bendir í þessu sambandi á 11.gr. þinglýsingalaga þar sem kveðið er á um að ef í einu og sama skjali erstofnað til fleiri réttinda en þeirra sem skjalinu er aðallega ætlað að veitaskuli athygli þinglýsingarstjóra sérstaklega vakin á því til hvaða réttindaþinglýsingin eigi að taka, t.d. með áritun á skjalið sjálft eða meðundirstrikunum í texta skjalsins. Tekurstefndi fram að skuldskeytingin lúti einungis að því að nýr skuldari komi ístað upphaflegs skuldara, en ekki að nýjum kröfuhafa. Stefndi vísar til þess aðframangreindri skuldskeytingu hafi verið þinglýst í apríl 2003, en aðnauðungarsalan hafi farið fram árið 2014. Þá hafi Lífeyrissjóður Austurlandsekki verið til enda hafi hann liðið undir lok árið 2007. Ekkert hafi legiðfyrir um með hvaða hætti eignum lífeyrissjóðsins hafi verið skipt eða hverjirhafi þá verið nýir kröfuhafar. Þannig hafi stefnda verið ómögulegt að komast aðþví með athugun á fyrirliggjandi gögnum hverjum ætti að senda tilkynningusamkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991. Stefndi telur að ekki hvíli sú skylda ásýslumanni að skoða alla leitarvefi sem til staðar séu og reyna þannig að finnaút hver sé kröfuhafi. Hins vegar sé það vinnuregla hjá viðkomandi embætti íslíkum tilvikum að fletta upp í opinberum skrám, þ.e. fyrirtækjaskrá, þegarleita þurfi að veðhöfum. Stefndi mótmælir því að útskýringar sýslumanns séueftiráskýringar og að starfsmenn embættisins hafi ekki sinnt starfi sínu oghirt um að tilkynna veðhafa um nauðungarsöluna. Hið rétta sé að ekki hafi veriðunnt að senda stefnanda tilkynningu um uppboðið vegna þess að skráður kröfuhafihafi ekki verið til, auk þess sem ekki hafi verið tilkynnt um kröfuhafaskiptinog þeim þinglýst á fasteignina. Stefndi kveður tilvísanir stefnanda tilmeginreglna stjórnsýsluréttar hafa takmarkað gildi enda segi í 1. mgr. 2. gr.stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að lögin gildi ekki um nauðungarsölu. Einnigverði að hafa í huga við skoðun þessa máls að stefnandi sé stór lífeyrissjóðurá fjármálamarkaði og beri að fylgjast vel með og gæta hagsmuna sinna m.a. meðathugun á nauðungarsölum. Nauðungaruppboðið hafi verið auglýst með lögboðnumhætti. Því hafi stefnandi getað hvenær sem var látið vita af réttindum tilviðkomandi eignar og tryggt aðkomu sína og hagsmuni. Stefndi telur að vísa beri varakröfustefnanda frá dómi enda eigi sú krafa, byggð á 2. mgr. 25. gr. laga um meðferðeinkamála, nr. 91/1991, ekki við í þessu máli. Þegar fyrir liggi dómkrafa um greiðslu á tjóni sé óvíst hvaðalögvörðu hagsmuni stefnandi geti haft af sérstakri umfjöllum umviðurkenningarkröfu, enda þurfi að taka afstöðu til bótaskyldu við mat áaðalkröfu stefnanda. Því beri að vísa þessari kröfu frá enda fullnægi hún ekkiskilyrðum d- og e-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þessu til stuðningsvísar stefndi m.a. til Hæstaréttardóms í málinu nr. 146/2005. Til stuðnings kröfum stefnda ummálskostnað vísar hann í öllum tilvikum til XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum129. og 130. gr. þeirra laga. Þákveðst stefndi mótmæla kröfugerð og málsástæðum stefnanda í heild sinni, þar ámeðal kröfu um dráttarvexti og málskostnað.IV Stefnandi var eigandi skuldabréfs semhvíldi á 3. veðrétti fasteignar með fasteignanúmerið 209-3444 að Hjallavegi 5 íReykjanesbæ, þegar fasteignin var seld nauðungarsölu á uppboði 25. febrúar2014. Ágreiningslaust er að stefnanda var ekki send tilkynning um framhalduppboðs fasteignarinnar og kveðst hann ekkert hafa vitað af nauðungarsöluhennar fyrr en hún var um garð gengin. Með því kveðst stefnandi hafa orðiðfyrir tjóni sem rekja megi til vanrækslu starfsmanns stefnda við að senda honumtilkynningu samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu. Fyrsti málsliður 3. mgr. 35. gr.laganna er svohljóðandi: „Þegar ákvörðun hefur verið tekin um framhald uppboðsskal sýslumaður svo fljótt sem verða má tilkynna öllum aðilum aðnauðungarsölunni sem verður náð til um hana, sbr. þó 2. mgr.“ Stefnandi átti sjálfkrafa aðild aðnauðungarsölu fasteignarinnar sem veðhafi samkvæmt skuldabréfinu sem hvíldi áhenni, sbr. 3. tölulið 2. gr. laga nr. 90/1991. Hið þinglýsta skuldabréf barhins vegar ekki með sér að stefnandi ætti þau réttindi yfir fasteigninni semhann átti, heldur upphaflegur kröfuhafi, Byggingarfélag eldri borgara áSuðurnesjum. Við athugun í opinberum skrám mátti ráða að þetta félag var ekkilengur starfandi. Engum skjölum hafði þó verið þinglýst um kröfuhafaskipti áskuldabréfinu. Þess ber þó að geta að engin skylda hvílir á nýjum kröfuhafa aðláta þinglýsa skjölum um kröfuhafaskipti. Með 3. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991 erlögð ákveðin skylda á sýslumann að afla upplýsinga um aðila nauðungarsölunnarþannig að tilkynna megi þeim um framhald uppboðs. Ber sýslumanni í því skyni aðrannsaka gögn málsins og kanna upplýsingar í aðgengilegum, opinberum skrám.Sýslumanni var ljóst að upphaflegur kröfuhafi var ekki lengur eigandi þessskuldabréfs sem um ræðir. Við þær aðstæður má ætlast til þess að sýslumaðurathugi þinglýst skjöl um skuldskeytingu skuldabréfsins, enda geturskuldskeyting ekki átt sér stað nema með samþykki þess kröfuhafa sem er eigandiskuldabréfsins á þeim tíma. Með því má varpa ljósi á hvort kröfuhafaskiptikunni að hafa orðið á bréfinu fyrir skuldskeytinguna og hver sé þá eigandiþess. Skuldskeytingu, dags. 27. febrúar 2003,hafði verið þinglýst á umrædda fasteign. Í skjali þessu kemur fram aðLífeyrissjóður Austurlands sé „núverandi eigandi“ skuldabréfsins og var bréfiðundirritað fyrir hönd þess sjóðs. Lífeyrissjóður Austurlands sameinaðiststefnanda árið 2007. Fyrir liggur að tilkynningar sem sendar eru á heimilisfangfyrrnefnda sjóðsins berast stefnanda. Þá koma fram upplýsingar um sameiningunaí vottorði frá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra sem stefnandi lagði fram undirrekstri málsins. Í þessu ljósi verður að fallast á þaðmeð stefnanda að unnt hafi verið að ná til hans og að sýslumanni hafi borið aðsenda honum sem aðila að nauðungarsölunni tilkynningu um framhald uppboðs áfasteigninni samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991. Þar sem það var ekkigert verður á það fallist að stefndi beri skaðabótaábyrgð á grundvelli almennraskaðabótareglna á tjóni sem stefnandi hefur orðið fyrir sökum vanrækslusýslumanns. Nauðungarsala á fasteignum er auglýst íLögbirtingablaði samkvæmt 19. og 20. gr. laga nr. 90/1991. Sýslumanni ber ennfremur að auglýsa uppboð með minnst þriggja daga fyrirvara í dagblaði, á vefsýslumanna eða á annan samsvarandi hátt, sbr. 26. gr. sömu laga. Framhalduppboðs er jafnframt auglýst með sama hætti, sbr. 5. mgr. 35. gr. laganna.Ágreiningslaust er að sýslumaður birti auglýsingar um nauðungarsölu umræddrarfasteignar í samræmi við framangreindar kröfur. Tilgangur auglýsinga um nauðungarsöluer að gefa þeim sem kunna að eiga réttindi í viðkomandi eign færi á því aðstanda vörð um þau réttindi sem ella kunna að falla niður að einhverju eða ölluleyti við nauðungarsöluna. Ætlast má til þess að lífeyrissjóður, sem ekki hefurþinglýst skjölum um réttindi sín yfir fasteign, láti fylgjast með auglýsingumum nauðungarsölur fasteigna til að honum sé unnt standa vörð um hagsmuni sínaog sjóðfélaga sinna. Stefnandi getur því ekki varpað allir ábyrgð á gæsluþeirra hagsmuna yfir á sýslumann í þeirri von að hann finni út hver sé réttureigandi áhvílandi skuldabréfs og tilkynni honum um framhald uppboðs. Af þessum sökumverður stefnandi látinn bera helming þess tjóns sem hann hefur orðið fyrir viðnauðungarsölu umræddrar fasteignar. Stefndi andmælir ekki röksemdumstefnanda fyrir því að sjóðurinn hafi orðið fyrir tjóni við nauðungarsölufasteignarinnar, sem nemur kröfu stefnanda á hendur skuldara við árangurslaustfjárnám sem gert var hjá honum, 5.626.863 krónur. Þannig er ágreiningslaust aðstefnandi hefði fengið þessa kröfu greidda að fullu hefði hann vitað afnauðungarsölunni og gætt þar hagsmuna sinna. Samkvæmt framansögðu ber aðfallast á að stefndi bæti stefnanda helming tjónsins. Verður stefnda því gertað greiða stefnanda 2.813.432 krónur í skaðabætur. Í ljósi þessarar niðurstöðu, sem rúmastinnan kröfugerðar og málsástæðna fyrir aðalkröfu stefnanda, kemur varakrafastefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda ekki til álita. Kemur þvíheldur ekki til álita að vísa þeirri kröfu frá dómi, eins og stefndi gerirkröfu um. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001, umvexti og verðtryggingu, bera skaðabótakröfur dráttarvexti að liðnum mánuði fráþeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á tilað meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Dómstólar geta þó, ef sérstaklega stendurá, ákveðið annan upphafstíma dráttarvaxta. Eins og atvikum er háttað í máliþessu var ekki unnt að meta fjárhæð skaðabótakröfunnar fyrr en upplýsingar lágufyrir um verðmæti umræddrar fasteignar. Stefnandi staðreyndi verðmæti hennarmeð matsgerð dómkvadds matsmanns, sem er dagsett 19. nóvember 2015. Ekkert erfram komið um að stefnda hafi verið gerð grein fyrir niðurstöðu matsgerðar fyrren við höfðun málsins. Með vísan til 9. gr. laga nr. 38/2001, sbr. niðurlag 4.mgr. 5. gr. sömu laga, skal skaðabótakrafa stefnanda bera dráttarvexti frá þvíað mánuður var liðinn frá málshöfðun. Stefndi hefur frá öndverðu alfariðneitað skaðabótaskyldu á þeim grundvelli að sýslumaður hafi ekki sýnt af sérsök í aðdraganda nauðungarsölunnar. Stefnanda var því nauðsynlegt að höfða máltil að fá tjón sitt bætt að hluta. Í ljósi niðurstöðu málsins og með vísan til3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefnda þvígert að greiða stefnanda hluta þess kostnaðar sem stefnandi hefur haft afrekstri málsins. Þykir sá hluti hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Ásmundur Helgason héraðsdómari kveðurupp dóm þennan.D Ó M S O R Ð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda,Stapa lífeyrissjóði, 2.813.432 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 10. mars 2016 til greiðsludags. Stefndigreiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 279/2017 | Lánssamningur Umboð Prókúra Dráttarvextir Málsástæða | Bankinn L hf. höfðaði mál á hendur Í ehf. og P og krafðist þess annars vegar að Í ehf. yrði gert að greiða sér skuld samkvæmt lánssamningi og hins vegar að sér yrði heimilað að gera fjárnám fyrir skuldinni á grundvelli tveggja tryggingarbréfa sem Í ehf. hafði gefið út og tryggð voru með veði í fasteign P. Héldu Í ehf. og P því meðal annars fram að undirritun E, sem skrifað hafði undir lánssamninginn fyrir hönd Í ehf. á grundvelli umboðs, hefði ekki verið formlega rétt í samræmi við umboðið en hún hafði skrifað undir samninginn með orðunum „pr. pr. Ístraktor P.G.“. Héraðsdómur taldi að þótt E hefði ekki verið rétt að skrifa undir samninginn með þeim hætti sem hún gerði, þar sem henni hefði ekki verið veitt prókúra fyrir félagið, yrði ekki framhjá því litið að hún hefði haft skýrt umboð til undirritunar lánssamningsins. Taldi héraðsdómur því að komist hefði á bindandi lánssamningur á milli L hf. og Í ehf. og voru kröfur L hf. teknar til greina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með þeirri breytingu að upphafsdagur dráttarvaxta var miðaður við málshöfðun. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason og IngveldurEinarsdóttir landsréttardómari.Áfrýjendur skutumálinu upphaflega til Hæstaréttar 28. febrúar 2017 en ekki varð af þingfestinguþess 12. apríl sama ár og var því áfrýjað öðru sinni 8. maí 2017.Áfrýjandi Ístraktorehf. krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að krafan verði lækkuðog að hún beri ekki dráttarvexti fyrr en frá og með dómsuppsögu eða birtingustefnu. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Áfrýjandi PállGíslason krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti.Stefndi krefst staðfestingarhéraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Fyrir Hæstaréttihafa áfrýjendur teflt fram þeirri málsástæðu að umboð áfrýjandans Ístraktorsehf. 5. nóvember 2004 til Elínar Ernu Markúsdóttur til að gera lánssamninga hafiekki náð til þess að rita undir beiðni 16. þess mánaðar um útborgun eftirlánssamningi frá þeim degi milli áfrýjandans og Landsbanka Íslands hf. Þessinýja málsástæða kemst ekki að hér fyrir dómi, enda standa ekki til þesslagaskilyrði samkvæmt 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Með vísan tilforsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um annað en upphafsdagdráttarvaxta. Gegn andmælum áfrýjenda er ósannað að áfrýjandanum Ístraktor ehf.hafi borist bréf stefnda 9. nóvember 2013 með endurútreikningi kröfunnar. Verðaþví dráttarvextir ekki reiknaðir mánuði eftir þann dag, sbr. 3. mgr. 5. gr.laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, heldur frá málshöfðun, sbr. 4. mgr.sömu greinar.Eftir atvikumþykir rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en upphafsdagdráttarvaxta.Dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu af fjárkröfu stefnda, Landsbankans hf., á henduráfrýjandanum Ístraktor ehf. skulu reiknast frá 9. október 2014 og einnig viðfjárnám fyrir kröfunni hjá áfrýjandanum Páli Gíslasyni í fasteign hans aðSmiðsbúð 2 í Garðabæ.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 1. desember 2016. Mál þetta var höfðað9. október 2014 og dómtekið 9. nóvember 2016. Stefnandi erLandsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík. Stefndu eru Ístraktorehf., Smiðsbúð 2, Garðabæ og Páll Gíslason, Hofakri 1, Garðabæ. Stefnandi krefst þessað stefndi Ístraktor ehf. verði dæmt til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð44.301.922 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001um vexti og verðtryggingu, frá 9. desember 2013 til greiðsludags. Þá krefststefnandi þess að honum verði með dómi heimilað að gera fjárnám inn í veðréttsem stefnandi á í eignarhlut stefnda, Páls Gíslasonar, í fasteigninni Smiðsbúð2, fastanr. 207-2268, Garðabæ, ásamt tilheyrandi hlutdeild í eignarlóðum ogöllu því sem eignunum fylgir og fylgja ber, samkvæmt tveimur tryggingarbréfum, annars vegar bréfi nr.0111-63-204101, útgefnu 1. nóvember 2004, til tryggingar skuldum stefndaÍstraktors ehf., fyrir samtals 77.038.625 krónum, og hins vegar bréfi nr.0111-63-204105, útgefnu 15. desember 2004, til tryggingar skuldum stefndaÍstraktors ehf., fyrir samtals 44.356.873 krónum. Þá krefst stefnandimálskostnaðar. Stefndu krefjastaðallega sýknu af kröfum stefnanda. Til vara krefst stefndi Ístraktor ehf. þessað fjárkrafa á hendur honum verði lækkuð og að dráttarvextir verði ekki dæmdirfyrr en frá og með dómsuppsögu eða birtingu stefnu. Þá krefjast stefndumálskostnaðar úr hendi stefnanda. Hinn13. nóvember 2015 var kröfu stefndu um frávísun málsins hrundið með úrskurðidómsins. Þá var í þinghaldi 19. október 2015 fallið frá fjárkröfu á hendurstefnda, Páli Gíslasyni. Loks leiðrétti lögmaður stefnanda upphafsdagdráttarvaxta í þinghaldi 20. október 2016, á þann veg að dráttarvaxta er núkrafist frá 9. desember 2013.I.Málavextir Málavextir eru ístuttu máli þeir að Landsbanki Íslands hf., sem lánveitandi, og stefndiÍstraktor ehf., sem lántaki, gerðu með sér lánssamning nr. 0111-36-2194 þann16. nóvember 2004 um fjölmyntalán, upphaflega að jafnvirði 30.000.000 kr. íeftirtöldum myntum og hlutföllum: USD 28%, CHF 50% og JPY 22%. Það athugast aðí stefnu og greinargerð segir að lánssamningurinn sé gerður 10. nóvember 2004,en samningurinn er dagsettur 16. nóvember 2004. Lánstími skyldi vera til fimmára og lánið greiðast með einni afborgun í lok lánstímans 1. september 2009.Vexti skyldi greiða á þriggja mánaða fresti eins og nánar greinir í samningnum.Um dráttarvexti skyldi fara samkvæmt ákvæðum laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, en samkvæmt grein 7.1 í samningnum skyldi bankinn hafa val umþað hvort krafist yrði dráttarvaxta af fjárhæðinni í erlendri mynt eða afskuldinni breyttri í íslenskar krónur. Krafa samkvæmtlánssamningnum var tryggð með tveimur tryggingarbréfum, annars vegar bréfi nr.0111-63-204101, útgefnu 1. nóvember 2004, upphaflega að fjárhæð 43.000.000 kr.,og var fjárhæðin verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs, 235,6 stig, hinsvegar bréfi nr. 0111-63-204105, útgefnu 15. desember 2004, upphaflega aðfjárhæð 25.000.000 kr., og var fjárhæðin verðtryggð miðað við vísitöluneysluverðs, 237,9 stig. Bæði bréfin voru til tryggingar öllum skuldum ogfjárskuldbindingum Ístraktors ehf. og voru tryggð með veði í fasteign stefnda,Páls Gíslasonar, að Smiðsbúð 2 í Garðabæ, með fastanúmerið 207-2268. Uppreiknuðstaða fyrrnefnda bréfsins er nú 77.038.625 kr. en þess síðarnefnda 44.356.873kr. og er í báðum tilvikum miðað við 4. september 2014. Þann 16. nóvember2004 barst stefnanda beiðni um útborgun lánsins samkvæmt lánssamningnum og þann24. sama mánaðar voru greiddar út 29.690.000 kr. Bæði lánssamningurinnog beiðni um útborgun lánsins voru undirrituð af Elínu Ernu Markúsdóttur, fyrirhönd stefnda, Páls Gíslasonar, sem var stjórnarmaður stefnda, Ístraktors ehf.Páll hafði veitt Elínu Ernu skriflegt umboð, dags. 5. nóvember 2004, ,,til þessað undirrita lánssamninga að fjárhæð kr. 30.000.000 […] til allt að 5 áraannarsvegar […]“. Elín Erna undirritaði fyrrgreind skjöl á stað þar sem vargert ráð fyrir undirritun ,,f.h. Ístraktors ehf.“ með orðunum ,,pr. pr.Ístraktor P.G.“ og ritaði þar undir nafn sitt. Með bréfi stefnandafrá 28. nóvember 2011 var Ístraktor ehf. tilkynnt að í kjölfar breytinga álögum nr. 38/2001, sem kvæðu á um endurútreikning lána með ólögmætrigengistryggingu, væri það mat bankans að umrætt lán kvæði á um slíkagengistryggingu. Þá segir í bréfinu að í samræmi við ákvæði laganna hafieftirstöðvar lánsins verið endurútreiknaðar miðað við lægstu óverðtryggðu vextisem Seðlabankinn birtir, sbr. 10. gr. laganna, og miðaðist endurútreikningurvið 25. nóvember 2011. Eftirstöðvar lánsins eftir endurútreikning námu 58.697.803kr. Með bréfi stefnandafrá 9. nóvember 2013 var Ístraktor ehf. tilkynnt, með vísan til dómaHæstaréttar um að greiðslukvittanir hefðu jafngilt fullnaðarkvittunum og aðendurútreikningur lána hefði átt að taka mið af því, að endurútreikningurlánsins hefði verið leiðréttur. Leiðréttingin fór fram með þeim hætti að framtil 9. nóvember 2013 var nýr höfuðstóll reiknaður miðað við efnifullnaðarkvittana. Þá voru eftirstöðvar lánsins leiðréttar vegna greiðslna fráendurútreikningsdegi þar sem það átti við. Eftir þessa leiðréttingu námueftirstöðvar lánsins 44.301.922 kr. Stefnda Ístraktorehf. var sent innheimtubréf þann 16. maí 2014 og hann krafinn um greiðsluskuldarinnar en þær innheimtutilraunir báru ekki árangur. Stefnandi telurjafnframt nauðsynlegt að fá dóm um að honum sé heimilt fjárnám á umræddumeignarhlut stefnda, Páls Gíslasonar, í nefndri fasteign, að því marki semverðtryggingin taki til dómkröfunnar samkvæmt ákvæðum tryggingarbréfanna.Bréfin séu allsherjarveð og því hvorki unnt að fara í beina aðför á grundvelliþeirra skv. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989, né beiðast nauðungarsölu sbr. 6.gr. laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991.II.Málsástæður oglagarök stefnanda Stefnandi reisirkröfur sínar á meginreglu kröfu- og samningaréttar um greiðsluskyldufjárskuldbindinga. Vísar hann til lánasamnings nr. 0111-36-2194 sem gerður varmilli Landsbanka Íslands hf. og stefnda, Ístraktors ehf., þann 16. nóvember2004. Í stefnu er skilmálum lánssamningsins lýst, m.a. ákvæðum um vexti ogútreikning þeirra. Um dráttarvexti skyldi fara samkvæmt ákvæðum laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, og stefnandi hafa val um það hvort krafistyrði dráttarvaxta af fjárhæðinni í erlendri mynt eða af skuldinni breyttri ííslenskar krónur. Auk vaxtakostnaðar skyldu stefndu, kæmi til vanefnda, einniggreiða allan kostnað bankans vegna vanefndanna, málsóknar eða annarraréttargjalda, lögmannsþóknun eða annað sem stefnandi þyrfti að greiða vegnainnheimtu lánsins. Lántökugjald var 1% samkvæmt samningnum. Það reiknaðist afheildarlánsfjárhæð samningsins og skyldi lántökugjaldið dragast frá láninu viðútborgun þess. Lánið varendurútreiknað tvisvar sinnum og var stefndu sent bréf þess efnis. Hinn 1.desember 2013 hafi skuldin numið 44.301.922 kr. sem sé stefnufjárhæð málsins. Innheimtubréf hafiverið sent 16. maí 2014, en skuldin ekki verið greidd þrátt fyririnnheimtutilraunir og því nauðsynlegt að höfða mál til heimtu skuldarinnar. Stefnandi vísar tilþess að sér sé nauðsynlegt að fá dóm um að honum sé heimilt fjárnám á umræddumeignarhlutum stefnda, Páls Gíslasonar, í nefndri fasteign að því marki semveðtryggingin taki til dómkröfunnar samkvæmt ákvæðum tryggingarbréfanna. Þarsem bæði bréfin séu allsherjarveð sé ekki unnt að fara beint í aðför ágrundvell þeirra skv. 1. gr. laga um aðför, nr. 90/1989, eða beiðastnauðungarsölu samkvæmt 6. gr. laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991, á grundvellibréfanna. Lán nr. 2194 hafiverið tryggt með tveimur tryggingarbréfum útgefnum af stefnda Ístraktor ehf. oger þeim nánar lýst hér að framan. Bréfin séu tryggð með veði í Smiðsbúð 2,fastanr. 207-2268, Garðabæ. Eigandi fasteignarinnar sé stefndi, Páll Gíslason.Uppreiknuð staða fyrra bréfsins, sem séútgefið 1. nóvember 2004, hafi numið 77.038.625 kr. en þess seinna, sem séútgefið 15. desember 2004, 44.356.873 kr., í báðum tilvikum miðað við 4.september 2014. Krefjist stefnandi dráttarvaxta ár aftur í tímann fránauðungarsölubeiðni í samræmi við b-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 75/1997, umsamningsveð. Stefnandi rökstyður aðildsína með því að Fjármálaeftirlitið hafi, með heimild í 100. gr. a laga nr.161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga 125/2008, um heimild tilfjárfestingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.,ákveðið 9. október 2008 að ráðstafa eignum og skuldum Landsbanka Íslands hf.til stefnanda, sem þá hafi heitið Nýi Landsbanki Íslands hf. III.Málsástæður oglagarök stefndu Stefndu lýsalögskiptum varðandi lánasamninginn með svipuðu móti og stefnandi en tiltakasérstaklega að undir lánasamninginn hafi ritað Elín Erna Markúsdóttir meðundirrituninni „pr.pr. Ístraktor P.G.“. Samningnum hafi fylgt umboð Elínar Ernutil að undirrita samninginn fyrir hönd stefnda Ístraktor ehf., en prókúru fyrirstefnda Ístraktor ehf. hafi hana þó skort og því sé undirritun hennar ekkiskuldbindandi fyrir félagið. Hafi hún einungs haft umboð til þess að rita undirlánasamning fyrir hönd stefnda, Páls Gíslasonar, sem stjórnarmanns. UndirritunElínar Ernu pr.pr. hafi því ekki verið í samræmi við umboð hennar eða ákvæðilaga um einkahlutafélög nr. 138/1994. Þar sem félagið sé ekki skuldbundið aflánasamningnum beri að sýkna stefnda Ístraktor ehf. þá þegar af öllum kröfumstefnanda. Sýknu af veðkröfustyður stefndi, Páll Gíslason, sömu rökum og að framan eru rakin varðandióskuldbindandi undirritun prókúrulauss aðila. Stefndu telja ennfremur að endurútreikningur hafi ekki verið sannanlega sendur, enda virðistframlögð óundirrituð bréf um endurútreikning, dags. 28. nóvember 2011 og 9.nóvember 2013, og innheimtubréf, dags. 16. maí 2014, aðeins vera útprentanir úrtölvukerfum en ekki afrit bréfa sem hafi verið send. Þá sé ekki unnt aðkrefjast dráttarvaxta nema frá þeim tíma sem aðilar hafi sannanlega veriðkrafðir um greiðslu, og því sé dráttarvaxtakröfu sérstaklega mótmælt og þesskrafist af hálfu stefndu að dráttarvöxtum verði markaður skemmri tími. Í kjölfarframlagningar stefnanda á gögnum er sýndu forsendur endurútreikningalánssamningsins miðað við 9. desember 2013, svo og útreikninga sem sýndu stöðulánsins, væri miðað við óverðtryggða stöðu féll stefndi Ístraktor ehf. frámálsástæðum varðandi forsendur útreiknings lánsins. IV.Niðurstaða Í máli þessu eróumdeilt að lán stefnanda til stefnda var lán með ólögmætri gengistryggingu semsíðar var endurútreiknað í tvígang. Ágreiningur málsins snýst í stuttu máli umþað hvort stefndi Ístraktor ehf. skuldi stefnanda 44.301.922 kr. ásamtdráttarvöxtum. Af hálfu stefndu er því borið við að undirritun lánasamningsins,sem deila aðila er sprottin af, sé marklaus þar sem Elín Erna Markúsdóttir, semritaði undir samninginn og beiðni um útborgun sem prókúruhafi, hafi ekki haftprókúru til að skuldbinda stefnda, Ístraktor ehf. Þá er deilt um viðmiðunardagdráttarvaxta. Samkvæmt framlögðuútprenti úr hlutafélagaskrá er stjórn stefnda Ístraktors ehf. skipuð stefnda,Páli Gíslasyni, sem stjórnarmanni, og Elínu Erlu Markúsdóttur sem varamanni,samkvæmt fundi dags. 4. nóvember 1994. Þá er stefndi, Páll Gíslason, meðprókúruumboð fyrir hið stefnda félag, en ekki verður ráðið af umræddu útprentihvenær honum var veitt prókúran. Með umboði, dags. 5. nóvember 2004, veittistefndi Páll fyrrnefndri Elínu Erlu umboð fyrir hönd stefnda Ístraktors ehf.,,til þess að undirrita lánssamninga að fjárhæð kr. 30.000.000 […] til allt að5 ára annarsvegar […]“ milli Landsbanka Íslands hf. og stefnda Ístraktors ehf.Eins og áður greinir ritaði Elín Erla síðan undir lánssamninginn, á stað þarsem var gert ráð fyrir undirritun ,,f.h. Ístraktors ehf.“, með nafni sínu ogorðunum ,,pr. pr. Ístraktor P.G.“.“ Stefndu byggja ekki áþví að með undirritun sinni hafi Elín Erna farið út fyrir umboð sitt, heldur aðundirritun hennar hafi að formi til ekki verið í samræmi við umboðið. Meðumræddu umboði var Elínu Erlu ekki veitt prókúra, sbr. 25. gr. laga nr.42/1903, um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð. Var Elínu Erlu því ekki réttað rita stafina pr. pr. við undirritun lánssamningsins, enda er föst venjafyrir því að slík skammstöfun merki að sá sem undirritar sé með prókúru fyrirumbjóðanda sinn, sbr. 28. gr. laga nr. 42/1903. Fram hjá því verður þó ekkilitið að Elín Erla var með skýrt umboð til að undirrita lánssamninginn og gerðiþað með því að rita nafn sitt þar sem gert var ráð fyrir undirritun fyrir höndstefnda Ístraktors ehf. Er stefndi Ístraktor ehf. því bundinn við samninginn,sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga. Getur það ekki haggað gildi undirritunar Elínar Erlu þótt hún hafieinnig ritað skammstöfun sem virðist hafa átt að gefa til kynna að hún væri meðumboð til undirritunar samningsins. Þá verður ekki heldurlitið fram hjá því að stefndi Ístraktor ehf. tók athugasemdalaust við lánsfénuog verður ekki séð að stefndu hafi gert athugasemdir við undirritunlánssamningsins fyrr en við framlagningu greinargerðar í máli þessu 29. janúar2015, eða meira en tíu árum eftir undirritun lánssamningsins. Á lokasíðulánssamningsins kemur þó fram að samningurinn sé gerður í tveimur samhljóðaeintökum og haldi hvor samningsaðili einu eintaki, en ekki er á því byggt aðstefndu hafi ekki fengið undirritað eintak lánssamningsins í hendur. Samkvæmtframangreindu komst á bindandi lánssamningur milli forvera stefnanda,Landsbanka Íslands hf., og stefnda, Ístraktors ehf., en stefnandi hefur nútekið við sem kröfuhafi lánsins. Bar stefnda Ístraktor ehf. að greiða lánið tilbaka 1. september 2009, auk vaxta sem fyrr greinir. Lánið var endurreiknað ítvígang vegna ólögmætrar gengistryggingar og bera gögn málsins með sér aðstefndi Ístraktor ehf. skuldi stefnanda 44.301.922 kr., sem er stefnufjárhæðin. Stefndu halda þvífram að ósannað sé að bréf um endurútreikning, dags. 28. nóvember 2011 og 9.nóvember 2013, og innheimtubréf, dags. 16. maí 2014, hafi verið send. Bréfin umendurútreikning eru stíluð á heimilisfang stefnda Ístraktors ehf. oginnheimtubréfið er í tveimur eintökum, annað stílað á heimilisfang stefnda,Ístraktors ehf., en hitt á heimilisfang stefnda, Páls Gíslasonar. Bera bréfinekki annað með sér en að þau hafi verið send á þessi heimilisföng þá daga semþau eru dagsett og skiptir ekki máli þótt bréfin séu óundirrituð. Verður því aðleggja til grundvallar að stefndu hafi borist umrædd bréf. Með bréfinu, dags.9. nóvember 2013, var stefndi Ístraktor ehf. krafinn um greiðslustefnufjárhæðarinnar. Í samræmi við 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, um vextiog verðtryggingu, reiknast dráttarvextir því frá 9. desember 2013. Verður krafastefnanda á hendur stefnda Ístraktor ehf. því tekin til greina að öllu leyti. Sýknukrafa stefnda,Páls Gíslasonar, byggir einungis á því að undirritun Elínar Erlu á umræddanlánssamning hafi verið óskuldbindandi fyrir stefnda Ístraktor ehf. Þar semdómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að stefndi Ístraktor ehf. sé bundinnvið samninginn verður krafa stefnanda á hendur stefnda, Páli Gíslasyni,jafnframt tekin til greina. Heimild stefnanda til að fá gert fjárnám í fasteignstefnda, Páls Gíslasonar, getur þó aðeins náð til þeirrar fjárhæðar sem stefndiÍstraktor ehf. er dæmdur til að greiða stefnanda, eins og nánar greinir ídómsorði. Með vísan til 3. mgr.130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, þykir því rétt aðmálskostnaður falli niður milli stefnda Páls Gíslasonar og stefnanda. Málskostnaður millistefnanda og stefnda Ístraktors ehf. ákveðst 900.000 kr. Við ákvörðun hans vartekið tillit til skyldu stefnanda að greiða virðisaukaskatt afmálflutningsþóknun. Sigríður Hjaltestedhéraðsdómari kveður upp þennan dóm. D ÓM S O R Ð: Stefndi,Ístraktor ehf., greiði stefnanda, Landsbankanum hf., 44.301.922 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 44.301.922 krónum frá 9. desember 2013 til greiðsludags. Stefnanda er heimilt að fá gertfjárnám í fasteign stefnda, Páls Gíslasonar, að Smiðsbúð 2, Garðabæ, fastanúmer207-2268, samkvæmt tryggingarbréfi nr. 0111-63-204101, með þinglýsingarnúmer436-X-006128/2004, tryggðu með 1. veðrétti í eigninni, og samkvæmttryggingarbréfi nr. 0111-63-204105, með þinglýsingarnúmer 436-Z-006811/2004,tryggðu með 2. veðrétti í eigninni, til tryggingar greiðslu á 44.301.922 krónum, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af44.301.922 krónum frá 9. desember 2013 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður milli stefnanda ogstefnda, Páls Gíslasonar. Stefndi, Ístraktor ehf., greiði stefnanda 900.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 507/2017 | Börn Forsjá Umgengni Matsgerð Gjafsókn | K höfðaði mál á hendur M og krafðist þess að sér yrði falin forsjá þriggja barna þeirra. Undir rekstri málsins í héraði var aflað matsgerðar þar sem fram kom að báðir aðilar væru hæfir til að fara með forsjána en að veikleikar væru á forsjárhæfni M. Komst héraðsdómur, sem skipaður var tveimur sérfróðum meðdómendum, að þeirri niðurstöðu að forsjáin skyldi áfram vera sameiginleg. Í tengslum við áfrýjun málsins var að beiðni K aflað viðbótarmats og var það niðurstaða þess að forsjárhæfni K væri meiri M. Í dómi Hæstaréttar kom fram að gögn málsins bæru með sér að samskiptavandi aðila væri mikill og hefði aukist til muna eftir uppkvaðningu héraðsdóms. Væri vandinn slíkur að forsendur sameignlegrar forsjár þeirra með börnunum væru brostnar. Hefði það verið afdráttarlaus niðurstaða í viðbótarmatsgerð að hæfni K til að fara með forsjá barnanna væri meiri en M. Jafnframt hefði þar komið fram að tengsl barnanna við fósturföður þeirra væru sterk og heilbrigð. Þá hefðu K og sambýlismaður hennar byggt saman upp fjölskyldu sem væri börnunum afar mikilvæg. Gætu áform K um að flytja tímabundið til útlanda með börnin vegna náms sambýlismanns hennar ein og sér ekki leitt þess að hafnað yrði kröfu hennar um forsjá barnanna. Var því talið að það samrýmdist best högum og þörfum barnanna að K færi ein með forsjána. Þá var kveðið á um umgengnisrétt barnanna við M. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma ÞorgeirÖrlygsson hæstaréttardómari, Guðrún Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari ogRagnheiður Harðardóttir landsréttardómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 14. ágúst 2017. Hún krefst þess að sér verði falin forsjábarnanna A, B og C. Þá krefst hún þess að „regluleg umgengni verði aðra hverjahelgi frá föstudagseftirmiðdegi til sunnudags kl. 20.00, að undanskildu þvítveggja ára tímabili sem fyrirhugað er að börnin dveljist erlendis“. Lokskrefst hún málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem hennihefur verið veitt.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti. ISvo sem rakið erí hinum áfrýjaða dómi hafa aðilar farið sameiginlega með forsjá barna sinnaþriggja, A, B og C frá því er þau slitu samvistum árið 2012, en lögheimilibarnanna hefur verið hjá áfrýjanda. Þá er einnig í héraðsdómi gerð grein fyrirþeim atvikum sem urðu til þess að áfrýjandi höfðaði mál þetta og krafðist þessað henni yrði einni dæmd forsjá barnanna. Eins og þar kemur fram var ætlunáfrýjanda og sambýlismanns hennar að flytja búferlum með börnin til [...] þarsem sambýlismaðurinn hugðist leggja stund á [...]. Niðurstaða héraðsdóms, semskipaður var tveimur sérfróðum meðdómendum, var sú að aðilar skyldu áfram farasameiginlega með forsjá barnanna en þau eiga lögheimili hjá móður, auk þess semmælt var fyrir um umgengni stefnda við þau með tilgreindum hætti. Í gögnum semlögð hafa verið fyrir Hæstarétt kemur fram að sambýlismaður áfrýjanda hafi haldiðutan til náms í júní 2017. Hún hafi hins vegar orðið eftir hér á landi ásamtungri dóttur þeirra og börnum hennar og stefnda, en auk þeirra búi eldri dóttiráfrýjanda á heimilinu.II Í hinum áfrýjaða dómi er rakin matsgerð G sálfræðings 5.maí 2017 sem aflað var undir rekstri málsins í héraði. Að beiðni áfrýjanda varaflað viðbótarmats sálfræðingsins í tengslum við áfrýjun málsins tilHæstaréttar. Var þess óskað að matsmaður ræddi að nýju við aðila og eldri börnþeirra, A og B, í því skyni að meta hvort hagir þeirra, tengsl og önnur atriðisem skipt gætu máli við ákvörðun um hvernig skipa skyldi forsjá, hefðu breystfrá fyrra mati. Í niðurstöðum viðbótarmatsgerðar 27. nóvember 2017 sagði aðsamskipti aðila væru slæm og þar væntanlega við bæði að sakast. Fram kom aðaðilar ættu samskipti vegna barnanna með síma- og tölvuskilaboðum. Stefndi hafigreint matsmanni frá því að hann hafi rétt áfrýjanda sáttarhönd eftir aðniðurstaða héraðsdóms lá fyrir með því að setja stöðufærslu á Facebook. Hannhafi hins vegar ekki hringt í hana eða reynt að ræða við hana. Fram kom aðmatsmaður teldi stefnda skorta dómgreind á stöðu og alvarleika málsins, endaværu samfélagsmiðlar ekki vettvangur sátta í viðkvæmu máli sem þessu. Nokkuðskorti á samvinnu aðila, sem að mestu yrði rakið til slæms samskiptamynstursþeirra. Stefndi virtist setja sig inn í mál barnanna að einhverju leyti, aðminnsta kosti því sem lyti að námi þeirra, en ekki hlúa eins vel að tómstundumog félagslífi. Þar sem börnin væru að komast á þann aldur að félagslegir þættirvegi þyngra en áður hafi þetta komið nokkuð niður á þeim. Þá þyrfti áfrýjandiað gæta þess að upplýsa stefnda vel og tímanlega um það sem börnin varði. Þaðsamrýmdist ekki hagsmunum barnanna hvernig samskiptum aðila væri nú háttað. Þá sagði í viðbótarmatinu að umhugsunarefni væri hvaðtengslamyndun barnanna við stefnda væri tvíbent. Þeim þætti vænt um hann en liðihins vegar ekki sérlega vel hjá honum. Þeim fyndist hann sinna sér illa ogstýra hlutum út frá eigin forsendum frekar en að horfa til þarfa þeirra. Áfrýjandivirtist vera mun virkari þátttakandi í lífi barnanna og nálgast þarfir þeirra áinnihaldsríkari hátt en stefndi. Þá skipti máli hvað börnin hefðu sterk ogheilbrigð tengsl við fósturföður sinn, sem jafnframt væri líffræðilegur faðirhálfsystur þeirra. Í viðtölum matsmanns við börnin hafi ítrekað komið fram aðhann væri mikilvægur í lífi þeirra og hafi þau verið farin að telja dagana þartil hann kæmi til landsins í jólafrí. Taldi matsmaður að einnig ætti að lítatil tengslamyndunar barnanna við fósturföður þegar teknar væru ákvarðanir ímálinu. Það þjónaði ekki hagsmunum barnanna að búa við þær aðstæður sem nú væruuppi. Vegna tengslamyndunar barnanna við áfrýjanda og fósturföður þjónaði þaðheldur ekki hagsmunum þeirra best að verða eftir hér á landi hjá stefnda efáfrýjandi færi til dvalar ytra. Í ljósi málsins í heild væri það álit matsmannsað farsælast væri fyrir börnin að fara utan með móður sinni en um leið þyrftiað tryggja að samskipti við föður yrðu sem ríkulegust og allar skynsamlegarleiðir nýttar til þess. Sú niðurstaða væri byggð á þeirri forsendu að ætlunáfrýjanda væri að snúa aftur til Íslands þegar námi sambýlismanns hennar lyki. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð fram ný gögn er varðanámsvist sambýlismanns áfrýjanda við tiltekið [...] á [...]. Samkvæmt þeimgögnum hefur honum ekki verið tryggð sérfræðingsstaða [...] að loknu námi. Hinsvegar liggur fyrir staðfesting [...] á því að sambýlismanninum hafi verið boðið[...] eftir útskrift. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti kom fram hjálögmanni áfrýjanda að um 25 mánuðir væru nú eftir af áætluðum námstímasambýlismannsins.III Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 skaldómari kveða á um hvernig forsjá barns eða lögheimili skuli háttað eftir þvísem barni er fyrir bestu. Þá kemur fram að við mat á því skuli meðal annarslitið til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla þess við báðaforeldra og skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á aðbarnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrirofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska. Samkvæmt 3. mgr.sömu lagagreinar getur dómari ákveðið að annað foreldri fái forsjá barns. Þágetur dómari ákveðið að kröfu foreldris að forsjáin verði sameiginleg ef dómaritelur þær aðstæður fyrir hendi að slíkt geti þjónað hagsmunum barnsins. Við matá því hvort forsjáin skuli vera sameiginleg ber dómara, auk þeirra atriða semnefnd eru í 2. mgr., að taka mið af því hvort forsjá hafi áður veriðsameiginleg og aldri og þroska barns. Þá ber sérstaklega að líta til þess hvortágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindraeða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði, sbr.4. mgr. sömu lagagreinar. Heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá foreldravar lögfest með 13. gr. laga nr. 61/2012, um breytingu á barnalögum, en tillagaum hana kom fram í meðförum Alþingis á frumvarpi til breytingalaganna. Í nefndarálitikemur fram að lögð sé áhersla á að dómara beri aðeins að dæma sameiginlegaforsjá ef fyrir liggur að um jafnhæfa forsjárforeldra sé að ræða, ágreiningurþeirra á milli sé ekki svo djúpstæður að hann sé líklegur til að hafa áhrif ábarnið, að foreldrarnir séu líklegir til að geta unnið í sameiningu að velferðbarnsins og síðast en ekki síst að í hverju tilfelli fari fram mat á því hvortsameiginleg forsjá sé barni fyrir bestu. Þótt líta beri til þess hvort forsjáhafi áður verið sameiginleg er í nefndarálitinu áréttað að það beri ekki aðskilja þannig að sérstaklega ríka ástæðu þurfi til að sameiginlegri forsjáverði slitið heldur þurfi að fara fram heildstætt mat hverju sinni. Séágreiningur foreldra þannig að ætla megi að hann stríði gegn hagsmunum barnsberi ekki að dæma sameiginlega forsjá. Þá megi raunar einnig telja að forsendaþess að dómara sé fært að dæma sameiginlega forsjá sé að ágreiningur foreldralúti að tiltölulega veigalitlum atriðum. Við mat á því hvernig forsjá barna aðila skuli skipaðverður ekki litið fram hjá því að framburður aðila fyrir dómi og gögn málsinsbera með sér að samskiptavandi þeirra sé mikill. Jafnframt er fram komið að sá vandihefur aukist til muna eftir uppkvaðningu héraðsdóms. Þannig kom fram í viðtölumaðila við matsmann vegna viðbótarmats að þau ræði ekki saman um málefnibarnanna, heldur skiptist á síma- og tölvuskilaboðum þegar nauðsyn beri til. Þáhefur samstarf þeirra um uppeldi barnanna ekki gengið vel. Samkvæmt framansögðuog þá einkum með hliðsjón af niðurstöðu viðbótarmatsgerðarinnar er fram komiðað samskiptavandi aðila og skortur á samvinnu þeirra í milli sé slíkur að forsendursameiginlegrar forsjár þeirra með börnunum þremur séu brostnar. Er þá einkumhorft til þeirra sjónarmiða sem reifuð eru í 4. mgr. 34. gr. barnalaga og lögskýringargögnummeð lögum nr. 61/2012 sem að framan greinir.Eins og rakið erí hinum áfrýjaða dómi var það niðurstaða matsgerðar að báðir aðilar væru hæfirtil að fara með forsjá barnanna en að veikleikar væru á forsjárhæfni stefnda. Ískýrslu sinni fyrir héraðsdómi lagði matsmaður áherslu á að þótt stefndi værihæfur til að fara með forsjá barnanna þyrfti hann að vinna með samskipti þeirra.Í forsendum dómsins er rakið að stefndi hafi virst átta sig á vandanum og lýsteinlægum vilja til þess að vinna að því að vera í góðum samskiptum og tengslumvið börnin og sækja tíma hjá sálfræðingi í því skyni. Í viðtali matsmanns viðeldri börnin tvö vegna viðbótarmats sagðist hvorugt þeirra hins vegar upplifaneina breytingu á stefnda eftir að niðurstaða héraðsdóms lá fyrir. Hann værienn strangur við þau og leyfði þeim ekki að hringja í móður sína þegar þau væruhjá honum í umgengni. Þá merkti matsmaður einkenni depurðar og uppgjafar hjádrengnum þegar hann lýsti sambandi sínu við stefnda. Hjá báðum börnunum hafi komiðfram ótti við að stefndi fengi upplýsingar um hvað þau létu uppi um þetta. Það varafdráttarlaus niðurstaða matsmanns að hæfni áfrýjanda til að fara með forsjábarnanna væri meiri en stefnda. Jafnframt kom fram í viðbótarmatsgerð að tengslbarnanna við fósturföður þeirra væru sterk og heilbrigð. Þá hafa áfrýjandi ogsambýlismaður hennar byggt saman upp fjölskyldu sem er börnunum afar mikilvæg.Áform áfrýjanda um að flytja tímabundið til [...] með börnin geta ein og sér ekkileitt til þess að hafnað verði kröfu hennar um forsjá þeirra. Í viðtölummatsmanns við eldri börnin tvö kom jafnframt fram skýr vilji þeirra til aðflytjast búferlum með fjölskyldunni. Þá eru engar vísbendingar um annað en aðáfrýjandi muni leggja sig fram við að tryggja eins ríkulega umgengni stefndavið börnin og kostur er.Samkvæmt ölluframangreindu er það niðurstaðan að það samrýmist best högum og þörfum barnannaA, B og C, að áfrýjandi fari ein með forsjá þeirra. Verður því fallist á kröfuhennar þess efnis. Áfrýjandi gerirjafnframt kröfu um að kveðið verði nánar á um inntak umgengni barnanna viðstefnda, þar með talið ef til búferlaflutnings kemur. Ekki eru efni til aðbreyta því fyrirkomulagi um umgengni sem ákveðið var með hinum áfrýjaða dómi. Ef til þesskemur að börnin dvelji erlendis á því rúmlega tveggja ára tímabili 2018 til2020 sem fyrirhugað er skal stefndi eiga samfellda umgengni við börnin aðlágmarki tvisvar á ári á Íslandi. Skal umgengni um jól og áramót vera aðlágmarki í þrjár vikur og að lágmarki í þrjár vikur í sumarleyfum. Þá skalstefndi eiga kost á vikulegum myndsímtölum við börnin, auk þess sem hann skaleiga þess kost samkvæmt nánara samkomulagi við áfrýjanda að hitta þau ytra áþeim tíma sem þau dvelja þar. Kostnaður af ferðalögum barnanna í og úr umgengnivið stefnda skal skiptast jafnt á milli aðila, þar á meðal kostnaður afnauðsynlegri fylgd annarra en aðila sjálfra í flugi.Ákvæði hinsáfrýjaða dóms um málskostnað skal vera óraskað. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af rekstri málsþessa fyrir Hæstarétti en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer svo sem í dómsorðigreinir.Dómsorð: Áfrýjandi, K, skal fara meðforsjá barnanna A, B og C frá uppsögu dóms þessa að telja til fullnaðs 18 áraaldurs þeirra. Ákvæði hinsáfrýjaða dóms um umgengni stefnda, M, við börnin skal vera óraskað. Flytjistáfrýjandi og börnin búferlum til [...] og dvelji þar í um tveggja ára skeiðárin 2018 til 2020 skal stefndi eiga umgengni við börnin að lágmarki tvisvar áári. Skal umgengni um jól og áramót og í sumarleyfum vera samfelld og aðlágmarki þrjár vikur í senn. Þá skal stefndi eiga kost á vikulegum myndsímtölumvið börnin, auk þess að hitta þau ytra samkvæmt nánara samkomulagi viðáfrýjanda. Kostnaður af ferðalögum barnanna í og úr umgengni við stefnda skalskiptast jafnt á milli aðila, þar á meðal kostnaður af nauðsynlegri fylgdannarra en aðila sjálfra í flugi. Málskostnaðarákvæðihins áfrýjaða dóms skal vera óraskað.Málskostnaðurfyrir Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaðuráfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmannshennar, 1.200.000 krónur. DómurHéraðsdóms Reykjaness 20. júlí 2017. Málþetta var höfðað 12. desember 2016 og dómtekið 3. júlí 2017. Stefnandi er K,[...], [...]. Stefndi er M, [...], [...]. Dómkröfurstefnanda eru þær að hún fái forsjá barna aðila: A, kt. [...], B, kt. [...], ogC, kt. [...]. Einnig er þess krafist að með dómi verði kveðið á um inntakumgengnisréttar þess foreldris sem ekki fær forsjá barnanna. Auk þess er gerðkrafa um málskostnað úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknuaf öllum kröfum stefnanda. Stefndi gerir einnig þá kröfu að málsaðilum verðidæmd sameiginleg forsjá barna þeirra, A, B og C, og að umgengni verði ákvörðuðþannig að stefndi sæki börnin annan hvern fimmtudag í skóla og skili þeim afturþangað á mánudagsmorgni. Börnin skuli dvelja hjá stefnda fjórar vikur á hverjusumri og til skiptis hjá stefnanda og stefnda um páska, jól og áramót. Þá krefst stefndimálskostnaðar úr hendi stefnanda.I. Málsatvikeru þau að aðilar hófu sambúð sumarið 2005. Þau eiga saman þrjú börn, A, fæddur[...] 2007, B, fædd [...] 2009 og C, fæddur [...] 2011. Fyrir átti stefnandidóttur, D, fædd í [...] 1999. Aðilar slitu samvistum í febrúar 2012. Samkvæmtstaðfestu samkomulagi hjá sýslumanni, dags. 20. mars 2012, voru þau sammála umað fara áfram sameiginlega með forsjá barnanna, sbr. 1. mgr. 31. gr. barnalaganr. 76/2003, en lögheimili barnanna skyldi vera hjá stefnanda. Þá skyldistefndi greiða einfalt meðlag með börnunum. Einnig hefur verið samkomulag umumgengni. Stefnandikynntist núverandi sambýlismanni sínum, E, árið 2013. Þau hófu sambúð í ágúst2014 og eiga saman eina dóttur, F, fædd í [...] 2015. Þau búa að [...] í [...].Stefnandi er [...] og starfar á [...]. Sambýlismaður stefnanda er [...]. Ístefnu málsins segir stefnandi að það sé ætlun fjölskyldunnar að fara saman til[...] og dvelja þar í tvö ár, en sambýlismaður stefnanda sé nú hálfnaður [...]og þurfi að ljúka því í [...], en það séu tvö og hálft ár eftir af náminu.Þannig muni hann dvelja hálfu ári lengur en fjölskyldan á [...]. Fyrirliggur bréf sem stefnandi og sambýlismaður hennar sendu stefnda, dags. 19. júní2016, þar sem þess var farið á leit að stefnandi veitti samþykki sitt fyrir þvíað börnin flytji með þeim til [...]. Í bréfinu segir að ef allt gengi upp gætuþau farið um haustið, sennilega í nóvember. Það sem þau hefðu hugsað sér væri aðbörnin gætu verið hjá stefnda í allt að sex vikur samfellt á ári, hvort sem erá Íslandi eða annars staðar og þau myndu fljúga börnunum og stefnda í rauninnihvert sem er, t.d. ef stefndi vildi vera með þeim á [...]. Þau myndu svo sækjabörnin og fljúga stefnda heim. Þetta þyrfti að gerast í samvinnu við skólannhjá börnunum úti. Skólaárinu væri skipt í fjórar annir, 9-11 vikur að lengd, ogtveggja vikna frí á milli. Svo væri langt frí frá miðjum desember og fram íbyrjun febrúar og stefndi gæti tekið það allt. Annars mætti örugglega semja umeitthvað annað, en samt þannig að börnin misstu ekki of mikið úr skóla. Einnigkom fram í bréfinu að þau væru tilbúin til að skrifa undir skjöl til að tryggjaað þau væru ekki að fara með börnin til frambúðar. Einnig sagði í bréfinu: „Við erum mjög ánægð með samskipti okkar viðþig eins og þau eru og viljum ekki breyta því.“ Að lokum sagði í bréfinu að þauþyrftu að gefa [...] svar helst innan viku. Stefndi hafnaði málaleitanstefnanda. Stefnandi leitaði þá til lögmanns og með bréfi lögmanns, dags. 30.júní 2016, var þess farið á leit að stefndi gengi frá samkomulagi þess efnis aðbörnin fari til [...] og búi þar í tvö ár. Sem hluta af því samkomulagi kvaðststefnandi reiðubúin til að greiða fyrir stefnda/börnin fargjald tvisvar sinnumá umræddu tímabili svo að umgengni mætti vera allt að sex vikur hvort sinn. Þágæfist stefnda kostur á að hitta börnin oftar á þessu tímabili ef hann óskaðiþess. Í tölvuskeyti lögmanns stefnda 8. júlí 2016 kom fram að stefndi gæti ekkisæst á að börn hans flytji úr landi og að hann teldi það ekki börnunum fyrirbestu, en stefndi væri tilbúinn til að ræða möguleika sem gætu stuðlað að lausnmálsins, án þess að til þess þyrfti að koma að börnin flytji úr landi. Sættirtókust ekki með aðilum og var hinn 11. nóvember 2016 gefið út hjá sýslumannivottorð um sáttameðferð skv. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003, þess efnis aðsættir hefðu ekki tekist með aðilum. Var málinu vísað frá sýslumanni með bréfi14. nóvember 2016. Stefnandi höfðaði í kjölfarið mál þetta.II. Stefnandibyggir kröfur sínar í stefnu á því að forsendur fyrir sameiginlegri forsjá séubrostnar þar sem stefndi meini stefnanda að fara með börnin til [...] og dveljaþar um tveggja ára skeið, þrátt fyrir boð um greiðslu fargjalda fyrir börnintil Íslands. Vegna þessa sé stefnanda nauðsynlegt að leggja fram kröfu um fullaforsjá barnanna. Stefnandi telur að hún sé hæfarien stefndi til að fara með forsjá barnanna. Börnin hafi alfarið búið hjá hennisíðastliðin tæp fimm ár eða frá því aðilar slitu samvistum í ársbyrjun 2012. Stefnandi kveðst búa í góðuhúsnæði sem hún og sambýlismaður hennar eigi að [...] í [...]. Þau ætli ekki aðselja fasteignina þar sem þau muni flytja aftur í hana þegar þau komi aftur tillandsins eftir tveggja ára dvöl í [...]. Skóli og leikskóli séu í nágrenninusem og vinir barnanna. Stefnandi og sambýlismaður hennar séu með góða menntunog tekjumöguleika. Stefnandi geti og hafi boðið börnunum öryggi hvað varðarbúsetu, fjárhag og stöðugleika, auk tengsla og stuðnings stóru systur. Stefnandi telur að börnin séu veltengd henni. Stefnandi hafi annast þau og sinnt þeim öllum vel allt frá fæðinguþeirra. Stefnandi telur það einlægan vilja barnanna að búa áfram hjá sér ogfara með þeim til [...] um tveggja ára skeið, en sú dvöl muni að mati stefnandaveita börnunum gott tækifæri sem fáum börnum standi til boða. Þau muni kynnastannarri menningu, nýju landi, annarri veðráttu og læra nýtt tungumál. Stefnandi telur sig afar ábyrga,trausta, ástríka og góða móður, sem njóti liðsinnis sambýlismanns og eldrisystur barnanna. III. Stefndibyggir á því í greinargerð sinni að í gildi séstaðfest samkomulag um forsjá barna aðila frá 20. mars 2012, þar sem kveðið séá um að forsjá barnanna skuli vera sameiginleg með aðilum. Engin efni séu tilað breyta þeim samningi. Stefndi kveður að af öllum málatilbúnaði stefnandamegi ráða að einungis ein ástæða búi að baki kröfu hennar um að henni verðifalin forsjá barnanna. Hún sé sú að stefndi hafi ekki viljað samþykkja aðbörnin flytji af landi brott til [...], þar sem sambýlismaður stefnanda sé núþegar í námi [...]. Stefndi telur að þarna ráði hagsmunir barnanna ekki för. Aðbaki kröfunni búi eingöngu áhugi stefnanda á því að búa í [...], á meðansambýlismaður hennar lýkur námi og hugsanlega lengur. Slík ástæða geti ekki meðnokkru móti talist forsendubrestur á gildandi samkomulagi sem réttlæti það aðstefndi verði sviptur forsjá barna sinna. Stefndi mótmælir þvíað stefnandi sé hæfari en hann til að fara með forsjá barnanna. Aðilar hafialla tíð farið sameiginlega með forsjá barnanna og hafi það fyrirkomulag gefistmjög vel. Gögn málsins styðji þá fullyrðingu stefnda, sbr. bréf stefnanda 19.júní 2016, en þar segi stefnandi um samskipti hennar við stefnda vegnabarnanna: „Við erum mjög ánægð meðsamskipti okkar við þig eins og þau eru og viljum ekki breyta því. Við gerumokkur því grein fyrir að þetta gæti komið eins og þruma úr heiðskýru lofti.“ Stefndi telur sigmjög hæfan sem faðir og hann hafi alla tíð sinnt börnunum vel og sýnt þeimumhyggju og virðingu. Stefndi taki virkan þátt í þeirra daglega lífi og eigiþau sitt heimili hjá honum. Stefndi og börn hansséu mjög náin, sambandið gott og tengslin sterk. Stefndi sé mjög duglegur aðstyðja börnin í íþróttaiðkun þeirra, hann mæti á æfingar og langflesta leiki ogviðburði. Þá hafi stefndi reynt að styðja við börn sín í skólanum eftir fremstamegni. Það sé því augljóslega börnunum fyrir bestu að eiga áfram gott sambandvið föður sinn, þ.e.a.s. óbreytt ástand.Stefndi mótmælirþeirri staðhæfingu stefnanda að börnin hafi alfarið búið hjá henni síðastliðintæp fimm ár, eða frá því að aðilar slitu samvistir í ársbyrjun 2012. Stefndibendir á að börnin hafi búið hjá honum í samræmi við gildandi samkomulag umumgengni, þ.e. frá fimmtudegi til mánudags, aðra hvora viku, fjórar vikur yfirsumarið, og helminginn af helgidögum og skólaleyfum. Þá hafi stefndi verið meðbörnin þegar frídagar hafi verið í leikskólum og skólum. Einnig hafi stefndiverið með börnin umfram umsaminn umgengnistíma í 2-4 vikur í senn, sumrin 2012,2013 og 2014, þegar stefnandi hafi ýmist verið erlendis eða í orlofi. Stefnditelur að hann hafi verið með börnin í um 140 daga á ári, sem samsvari meira enþriðjung úr ári. Fullyrðing stefnanda um að börnin hafi alfarið búið hjá hennisé því beinlínis röng.Þá segir stefndi aðmálsástæður stefnanda um að hún og börnin búi í góðu húsnæði sem þau eigi að[...], í grennd við skóla og leikskóla, vini barnanna og að ekki standi til aðselja fasteignina meðan á dvölinni erlendis stendur, séu haldslausar. Að samaskapi sé haldlaust að halda því fram að stefnandi og sambýlingur hennar séu meðgóða menntun og tekjumöguleika og þau geti boðið börnunum öryggi hvað varðarbúsetu, fjárhag og stöðugleika. Stefndi telur óljóst hvaða tilgangi lýsing áfjölskylduaðstæðum stefnanda hér á landi þjóni í ljósi þess að markmiðstefnanda sé að flytja til [...]. Þá bendir stefndi á að stefnandi sé ekkiskráður eigandi að fasteigninni að [...], og því beinlínis rangt sem fram komií stefnu að hún eigi fasteignina. Stefnandi sé því upp á sambýlismann sinnkominn hvað varðar húsnæði fyrir sig og börnin. Þá ætli stefnandi að veraheimavinnandi á meðan hún dvelji í [...] og sé hún því að sama skapi þávæntanlega undir sambýlismanni sínum kominn hvað varði framfærslu. Engin gögnhafi verið lögð fram um húsnæði né aðrar aðstæður þar sem stefnandi hyggstdvelja með börnin í [...].Stefndi mótmælirfullyrðingu stefnanda um að það sé einlægur vilji barnanna að fara til [...] umtveggja ára skeið. Stefndi hafi rætt við börn sín um þann möguleika og virðisthonum sem ferðin hafi verið kynnt fyrir börnunum sem einhvers konarævintýraferð. Eftir að stefndi hafi útskýrt fyrir börnunum að hlutirnir myndubreytast gagnvart honum, og að umgengnistími yrði verulega skertur flyttust þauá brott, hafi börnin alls ekki viljað fara út. Annars telur stefndi að börninséu á þeim aldri að þau hafi takmarkaðan skilning á því sem sé í vændum og þauhafi takmarkaðan þroska til að tjá sig um vilja sinn í þessum efnum. Stefndi mótmælireinnig þeirri málsástæðu stefnanda að dvöl í [...] sé gott tækifæri sem fáumbörnum standi til boða. Stefndi ítrekar þá afstöðu sína að hann telji þessaráðagerð alls ekki þjóna hagsmunum barnanna og betra sé fyrir börnin að alastáfram upp á Íslandi í þeim góðu aðstæðum sem þau búi við í dag. Þá brjótiráðagerð þessi beinlínis gegn 1. mgr. 28. gr. barnalaga nr. 76/2003 um að barneigi rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja, uns það verður sjálfráða.Börnin eigi skýlausan rétt á því að njóta áfram forsjá stefnda og þeirrarumhyggju og virðingu sem hann hafi sýnt þeim allt frá fæðingu. Krafa stefnandaum að fá gildandi forsjársamning felldan úr gildi, þar sem það henti henni ekkitímabundið að fara sameiginlega með forsjána, stuðli að því að rjúfa tengslbarnanna við föður sinn. Fyrirsjáanlegt sé að tengslin muni rofna, endafjarlægðin mikil sem og tímamismunur milli landanna. Erfitt sé að eigasamskipti við svo ung börn í gegnum fjarskiptabúnað. Stefndi bendir einnig á aðstefnandi hafi oft á tíðum átt erfitt með að standa við umsamda umgengni. Hafihún oft breytt eða reynt að breyta umgengnistímum stefnda við börnin án þess aðbera það sérstaklega undir hann. Þá myndi þessi ráðagerð einnig rjúfa tengslbarnanna við stórfjölskyldu þeirra og vini hér á Íslandi. Börnin séu í góðumtengslum við föðurfjölskyldu sína, einkum ömmu sína og afa, sem og systkinabörnstefnda. Stefndi telur aðengin trygging sé fyrir því að stefnandi komi aftur til Íslands með börnin,fallist dómurinn á kröfu hennar um að hún fari ein með forsjána. Sambýlismaðurhennar hafi til að mynda lýst því með afgerandi hætti, svo ekki verði umvillst, að áhugi hans til að starfa í íslensku heilbrigðiskerfi sé enginn. Súraunverulega hætta sé því til staðar að stefnandi komi ekki aftur til Íslandsmeð börnin, sem myndi þýða að tengsl þeirra við föður sinn myndu aldrei verðasöm aftur. Stefndi telur einnig að það væri börnunum fyrir bestu efsambýlismaður stefnanda tæki þann fórnarkostnað á sig að fljúga á milli til aðvera með fjölskyldunni sinni. Slík tilhögun hefði í för með sér mun minna raskfyrir börn málsaðila. Þá hafi ekki verið sýnt fram á nauðsyn þess aðsambýlismaðurinn ljúki námi í [...]. Námið sé kennt víðar og því ekki brýnnauðsyn á að hann dvelji þar í landi. Hins vegar sýni þetta vilja hans í verkitil að sækjast eftir starfi þar í landi og því sé harla ólíklegt að hann komiaftur til Íslands, takist stefnanda að flytja börnin á brott. Stefndi telur aðhagsmunum barnanna sé best borgið með sem minnstri röskun á þeirra högum.Stefndi bendir í því samhengi á að börnunum gangi vel í skóla, leikskóla ogfélagsstarfi. Þau eigi góða foreldra sem bæði séu mjög hæf til að sinna þeim ogstyðji þau eftir bestu getu og á sinn hátt. Stefndi telur að börnin búi viðstöðugleika og öryggi, eins og málum sé háttað í dag. Börnin séu tengd báðumforeldrum sínum sterkum böndum. Þá telur stefndi það vera skyldu sína aðtryggja rétt barnanna til umgengni við sig og geti hann því ekki heimilað aðbörnin flytjist búferlaflutningum til [...]. Í því myndi felast að börnin yrðutekin upp með rótum úr því góða umhverfi sem þau búi við í dag. Tengsl þeirravið fjölskyldu og vini á Íslandi myndu raskast til muna og með öllu óvísthvernig þau myndu aðlagast lífinu svo óra fjarri heimahögunum. Stefndi bendir áað elsta barn þeirra, A, sé frekar viðkvæmur strákur, sem hafi á tímabili átt íerfiðleikum í skólanum með námið. Hann hafi þó náð sér á strik í dag og sé ágóðum stað með aðstoð sérkennara. Því kæmi brottflutningurinn hvað verst niður áhonum, þ.e. að fara að taka hann úr því góða umhverfi sem hann hafi nú fundiðog setja hann í nýjar og gjörólíkar aðstæður.Með vísan til allsframangreinds er það álit stefnda að ekki sé nein ástæða til þess að gerabreytingu á forsjá barnanna, heldur sé hagsmunum þeirra best borgið með því aðmálsaðilar fari áfram sameiginlega með forsjá þeirra og að lögheimili þeirraverði hjá stefnanda, svo sem verið hafi frá því aðilar slitu sambúð sinni. Íþessu samhengi vísar stefndi til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindibarnsins, sem lögfestur hafi verið hér á landi með lögum nr. 19/2013, sbr. 1.mgr. 3. gr. samningsins, en þar segi að dómstólar skuli ávallt hafa í forgangiþað sem er barni fyrir bestu við ráðstafanir sem varða börn, sbr. einnig 2.mgr. 34. gr. barnalaga.Stefndi legguráherslu á eðlilega umgengni sína við börnin með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.Telur stefndi það börnunum fyrir bestu að vera í fastri rútínu, þannig að þaudvelji hjá stefnanda að jafnaði, en dvelji hjá honum aðra hvora helgi fráfimmtudegi eftir skóla/leikskóla til mánudagsmorguns, þegar börnin fari ískóla/leikskóla. Að sumri dvelji börnin hjá stefnda í fjórar vikur samkvæmtnánara samkomulagi sem aðilar skuli gera fyrir 15. maí ár hvert. Á meðan víkurregluleg umgengni. Á aðfangadegi og jóladegi dvelji börnin til skiptis hjástefnda og stefnanda, þannig að þau dvelji í fyrsta skipti hjá stefnda árið2017 frá hádegi á Þorláksmessu og fram til morguns á jóladag, en dvelji hjástefnanda á jóladag fram á hádegi annan í jólum, og svo öfugt. Um áramót dveljibörnin til skiptis hjá stefnda og stefnanda, í fyrsta skipti hjá stefnanda árið2017, frá hádegi 30. desember til hádegis á nýársdag, og svo öfugt. Um páskadvelji börnin til skiptis hjá stefnda og stefnanda, þannig að það dvelji ífyrsta skipti hjá stefnda árið 2017, en hjá stefnanda um páskana 2018 og þannigkoll af kolli. Með öðrum orðum að ástandið verði óbreytt frá núgildandisamkomulagi um umgegni málsaðila.Stefndi segir að þaðsé ágreiningslaust að börnin geti verið áfram með lögheimili hjá stefnanda,kjósi hún að búa hér á landi. Stefndi hafi þó allt frá upphafi málsins boðiðstefnanda upp á þá lausn að börnin geti búið hjá honum, meðan á þessu tveggjaára tímabili stendur, kjósi hún að flytja út til sambýlismanns síns. Forsjáinverði eftir sem áður sameiginleg. Stefndi hafi því engan áhuga á því að standaí vegi fyrir utanför stefnanda. Stefndi telur þessa lausn hafa mun minna rask íför með sér fyrir börnin heldur en kröfur stefnanda um breytingu á forsjánni ogí kjölfarið búferlaflutningar til [...] með börnin. Hvað varðarumgengniskröfu stefnanda, þ.e. að dómari kveði á um inntak umgengnisréttar þessforeldris sem ekki fái forsjána, segir stefndi að hún sé sett fram líkt ogekkert samkomulag liggi fyrir um forsjá barnanna og að nauðsynlegt sé fyrirdómara að velja annað hvort foreldrið til að fara með forsjá barnanna. Dóminumsé heimilt að dæma foreldrum sameiginlega forsjá, líkt og stefndi geri kröfuum, sbr. 3. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þess fyrir utan sé vandkvæðumbundið fyrir dóminn að kveða á um umgegni stefnda við börnin út frá þeirrahagsmunum, fallist hann á annað borð á kröfu stefnanda um að hún fái forsjábarnanna. Ástæðan fyrir því sé sú að ekkert liggi fyrir í gögnum málsins um fríbarnanna frá skóla/leikskóla í [...], annað en óljósar hugmyndir stefnanda umhvernig skólakerfið þar í landi virki. Kröfugerðin beri því með sér aðstefnandi hafi ekki nákvæma vitneskju um hvernig fríum barnanna verði háttað ogþar með hvenær hentugast sé að umgengni stefnda við börnin verði. Gögn málsinsberi þetta jafnframt með sér. Málskostnaðarkrafa stefnda byggirá ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. aðallega 130.gr. laganna. Við ákvörðun málskostnaðar beri að líta til þess að stefndi sé ekkimeð virðisaukaskattskylda starfsemi og sé því nauðsynlegt að tekið verði tillittil þess kostnaðar við ákvörðun á fjárhæð dæmds málskostnaðar. Vísast í þvísamhengi til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.IV. Í þinghaldi 10. febrúar 2016 varað beiðni stefnanda dómkvaddur matsmaður, G sálfræðingur. Í niðurstöðum matsgerðar, dags.5. maí 2017, segir að aðstæður beggjaaðila til barnauppeldis séu góðar. Ekki hafi verið gerð úttekt á væntanlegumaðstæðum móður í [...], enda hafi þess ekki verið óskað á matsfundi. Faðir ogmóðir hafi bæði góða menntun og góðar tekjur og ættu að hafa fjárhagslega burðitil að skapa sér og sínum góða framtíð. Um forsjárhæfni aðila segirmatsmaður að báðir aðilar hafi komið vel fyrir í samskiptum við matsmann. Ápersónuleikaprófi hafi móðir haft tilhneigingu til sjálfsfegrunar en þetta hafiþó verið innan skikkanlegra marka. Próf bendi til þess að geðræn líðan móður ségóð. Sjálfsmat hennar virðist vera stöðugt og jákvætt. Hún sé bjartsýn og öruggog virðist hafa skýran tilgang með lífinu. Svör hennar gefi til kynna að hún séopin, einlæg og sjálfri sér samkvæmt. Hún hafi sig ekki mikið í frammi en samtsé líklegt að félagsleg hæfni hennar sé með ágætum og að hún komi fyrir sem hlýog þægileg manneskja. Á persónuleikaprófi hafi faðirhaft tilhneigingu til sjálfsfegrunar og hann ekki gengist fyllilega viðneikvæðum afleiðingum hegðunar sinnar. Fyrir vikið megi vera að hann geri lítiðúr eða átti sig ekki fyllilega á gjörðum eða atvikum sem hafi haft neikvæðáhrif á líf hans eða annarra. Allir klínískir kvarðar hafi verið innaneðlilegra marka sem beri vott um góða geðræna líðan. Sjálfsmynd föður séalmennt stöðug og með jákvæðum formerkjum. Hann virðist vera sjálfsöruggur ogbjartsýnn að eðlisfari. Samkvæmt svörum virðist hann öruggur með sig og fremurstjórnsamur. Það gæti verið að hann virki metnaðargjarn og ráðríkur á fólk.Honum virðist líða vel í félagslegum aðstæðum en sæki meira í aðstæður þar semhann geti haft eitthvað um þær að segja og haft stjórnun á. Í matsgerðinni segir að aðheildarútkoma á persónuleikaprófi sé góð hjá báðum aðilum. Persónuleikar þeirraséu hins vegar ólíkir. Móðir sé hlý og þægileg í samskiptum og virðist ekkivera mjög krefjandi eða stjórnsöm. Faðir sé aftur á móti öruggur með sig,fremur stjórnsamur og leiti í aðstæður þar sem hann hafi töluverða stjórn þará. Þá kemur fram í matsgerðinni aðhelstu atriði forsjárhæfni séu ást, vernd, öryggi, líkamleg umönnun, atlæti,örvun, hvatning, stuðningur, fyrirmynd og tengsl. Einnig beri að líta tilpersónulegra eiginleika foreldra. Sé þetta haft til hliðsjónar sé ljóst aðmóðir uppfylli öll skilyrði og teljist forsjárhæfni hennar vera góð. Faðiruppfylli skilmerkin að hluta en samkvæmt upplýsingum frá börnunum sjálfum séhann ekki alltaf styðjandi eða hvetjandi og töluverðir veikleikar komi fram ítengslamyndun þeirra til hans. Matsmaður telur samt ekki að um vanrækslu eðaofbeldi sé að ræða en eitthvað sé það í samskiptum hans við börnin sem megifara betur. Í ljósi þessa verði að teljast einhverjir veikleikar á forsjárhæfniföður. Um tengsl barnanna við foreldrasína segir í matsgerðinni að ekkert bendi til annars en að líðan barnanna ségóð í umsjón móður en margvísleg gögn bendi til þess að börnunum líði ekkinægilega vel hjá föður. Sérstaklega eigi það við um elsta barnið en einnig hafifengist vísbendingar um vanlíðan hjá miðbarninu. Ekki var lagt tengslapróffyrir yngsta barnið vegna ungs aldurs þess. Tengslamyndun við föður virðistvera tvíbent, a.m.k. hvað varðar eldri börnin. Þegar matsmaður hafi komið inn áheimili föður hafi ekki verið annað að sjá en að það færi vel á með öllum og aðbörnin væru örugg í kringum hann. Reyndar hafi mátt sjá eitt augnablik þar semhik hafi komið á B þegar faðir hækkaði róminn. Börnin hafi tjáð matsmanni í viðtölumað þeim líði ekki alltaf vel hjá föður sínum þó að einnig megi merkja jákvæðartilfinningar til hans. Fjölskyldupróf sem hafi verið lagt fyrir A gefi þá myndað hann upplifi jákvæð samskipti við móður sína en neikvæð við föður. Hjá Bhafi myndin ekki verið eins afgerandi, enda hafi allir í fjölskyldunni komiðhlutfallslega vel út og flest neikvæð skilaboð verið sett til hliðar. Faðirhafi samt fengið fjögur neikvæð skilaboð og hafi innihald þeirra verið ísamræmi við það sem kom fram í viðtali við B, þ.e. að hann geti öskrað ogskammi o.fl. Gögn málsins gefi til kynna að tengslamyndun móður við börnin séuheilbrigð og gagnkvæm. Hins vegar séu brestir til staðar í tengslamyndun föðurvið börnin. Matsmaður kveðst upplifa föður einlægan í frásögn sinni og efastekki um vilja föður til að standa sig vel í uppeldishlutverkinu gagnvart börnumsínum en það sé erfitt að líta fram hjá niðurstöðum sem hafi fengist í þessumati úr mörgum áttum. Hugsanlega skorti föður innsýn í þennan vanda og að hannátti sig ekki alltaf fyllilega á neikvæðum afleiðingum hegðunar sinnar á aðra. Hvað varðar vilja barnanna segirí matsgerðinni að vilji A og B sé skýr. Þau vilji bæði vera meira hjá móðursinni og hafi vart getað hugsað sér annað form þar á. Þetta hafi komið fram íviðtali hjá þeim báðum og einnig að þau myndu frekar vilja draga úr þeim tímasem þau séu hjá föður sínum fremur en að auka hann. Ekki hafi verið gert mat áyngsta barninu vegna ungs aldurs. Matsmaður tekur undir það viðhorf föður aðbörnin hafi ekki nægilegan þroska eða aldur til að skilja hvað búseta í öðrulandi feli fyllilega í sér. Þau hafi hins vegar skilning á því hvað það feli ísér að búa annars vegar hjá móður og hins vegar hjá föður og sé ljóst að viljiþeirra sé mjög afgerandi hvað það varðar. Þá segir matsmaður að þærniðurstöður sem hafi fengist í þessu mati bendi til mikillar innri togstreituog vanlíðunar hjá A. Það sé erfitt að átta sig fyllilega á því hvað veldur eðahver sé undirliggjandi rót þessarar vanlíðunar. Það sé hins vegar ljóst að þaðþurfi að gefa þessu áfram gaum og hjálpa honum til þess að vinna úr þessubetur. A sé með eðlislægan kvíða og sé einnig mjög háður móður sinni.Viðskilnaður við hana myndi reynast honum verulega þungbær. Samband við föðursé hins vegar flókið og séu þessar tilfinningar sem hann ber til hans eflaustmjög íþyngjandi fyrir hann. Hann virðist bera tvíbentar tilfinningar til hansog eiga erfitt með að greiða úr þeim og ná sátt í eigin skinni. Það verði samtað teljast líklegast að A ýki vanlíðan sína hjá föður vegna þess hvað hann erháður móður sinni. Það samræmist a.m.k. grunsemdum sálfræðings sem hafimeðhöndlað drenginn. Engar vísbendingar hafi fundist um innrætingu af hálfumóður. Að lokum segir í matsgerðinni aðhver sem niðurstaðan verði varðandi búsetumál næstu árin sé það eindregið matmatsmannsins að það sé mikilvægt að vinna með tengsl þeirra feðga og draga úrþeirri spennu sem A upplifi í dag. Einnig að vinna með samskipti og tengslföður við hin börnin, eða a.m.k. við B. Matsmaður efist ekki um einlægan viljaföður til þess að vera í góðum samskiptum við börn sín og að þeim líði vel hjáhonum, en það virðist vera eitthvað í samskiptum við þau sem veldur vanlíðanhjá þeim. V. Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr.76/2003 kveður dómari á um forsjá barns eða lögheimili eftir því sem barni erfyrir bestu. Þannig ber dómara í hverju einstöku máli að taka fyrst og fremstmið af þörfum barns og verður niðurstaða að ráðast af því sem líklegast er tilað skapa barninu þroskavænleg skilyrði. Ber dómara við úrlausn mála m.a. aðlíta til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báðaforeldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á aðbarnið verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska. Þásegir í 3. mgr. 34. gr. barnalaga að dómari getur ákveðið að annað foreldra fáiforsjá barns en dómari getur ákveðið að kröfu foreldris að forsjáin verðisameiginleg ef dómari telur þær aðstæður fyrir hendi að slíkt geti þjónaðhagsmunum barnsins. Ef dómari dæmir sameiginlega forsjá ber jafnframt að kveðaá um hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili. Í4. mgr. 34. gr. barnalaga segir enn fremur að við mat á því hvort forsjá skulivera sameiginleg ber dómara, auk atriða sem nefnd eru í 2. mgr., að taka mið afþví hvort forsjáin hafi áður verið sameiginleg og aldri og þroska barns. Þá bersérstaklega að líta til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séulíkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til aðalast upp við þroskavænleg skilyrði. Einsog rakið hefur verið eiga málsaðilar saman þrjú börn, A sem er níu ára, B semer átta ára og C sex ára. Aðilar slitu sambúð í febrúar 2012 og hafa alla tíðfarið sameiginlega með forsjá barnanna. Stefnandi á einnig eina dóttur fædda íapríl 1999. Þá á stefnandi tæplega tveggja ára dóttur með núverandisambýlismanni sínum. Stefnandi hefur leitað eftir samþykki stefnda fyrirtímabundinni dvöl barna þeirra á [...], þar sem sambýlismaður stefnanda er í[...] námi. Í aðilaskýrslu stefnanda fyrir dómi kom skýrt fram að hún myndiekki flytja til [...] án barna aðila. Þá kom fram fyrir dómi að elsta dóttirstefnanda muni ekki flytja með þeim nú til [...] þar sem hún sé í námi hér álandi en muni útskrifast vorið 2018. Flutningurá milli landa, sérstaklega þegar um jafn mikla fjarlægð er að ræða og í máliþessu, hefur að jafnaði mikla röskun í för með sér fyrir barn, en stöðugleikiog öryggi eru meðal þeirra lykilsjónarmiða sem þykja til þess fallin að tryggjabörnum þroskavænleg skilyrði. Af stefnu málsins og öðrum gögnum verður ekkiannað ráðið en að eina ástæðan fyrir höfðun máls þessa, og kröfu stefnanda umað henni verði einni falin forsjá barnanna, sé sú að henni hefur ekki tekist aðná samkomulagi við stefnda um að börnin flytji tímabundið til [...]. Í bréfistefnanda til stefnda, dags. 19. júní 2016, sagði stefnandi að stefndi gætiverið með börnin samfellt í sex vikur á ári og að hún væri tilbúin til aðfljúga með börnin til Íslands, eða hvert sem er. Einnig kvaðst stefnandi reiðubúintil að skrifa undir skjöl til að tryggja að hún væri ekki að fara með börnintil frambúðar. Í bréfi lögmanns stefnanda, dags. 30. júní 2016, kvaðststefnandi tilbúin til að greiða fyrir stefnda og börnin fargjald tvisvar sinnumá umræddu tímabili, þannig að umgengni gæti verið allt að sex vikur í hvortskipti. Þá gæti stefndi hitt börnin oftar á þessu tímabili ef hann óskaði þess.Þegar á reyndi var ekki vilji til þess hjá stefnanda. Dómurinn leitaði sáttameð aðilum við aðalmeðferð málsins með hliðsjón af 106. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 38. gr. barnalaga nr. 76/2003. Við þærsáttaumleitanir var stefndi tilbúinn til að fallast á samkomulag þess efnis aðbörnin flytji með stefnanda í tvö ár til [...] en að börnin flytji þá aftur tilÍslands, eins og stefnandi hefur lýst yfir að þau ætli að gera, og að stefnandikomi með börnin tvisvar til Íslands á umræddu tímabili. Í fyrra skiptið væriumgengni stefnda við börnin í tvær vikur og hitt skiptið í sex vikur, enstefnandi fengi þá samt sem áður umgengni við börnin í samtals sjö daga. Þágæfist stefnda kostur á að hafa umgengni við börnin á [...] í 2-3 vikur í þrjúskipti á tímabilinu ef aðstæður hans leyfðu, en fram kom að það væri ólíklegtað til þess kæmi. Slíkt samkomulag hefði í raun gengið skemur en það semstefnandi lagði til í bréfi 30. júní 2016. Eins og áður segir var málshöfðunstefnanda og krafa hennar um að henni verði einni falin forsjá barnannaeinungis byggð á því að hún vildi flytja í tvö ár til [...] meðan sambýlismaðurhennar væri í námi, en ekki á því að samstarfsörðugleikar væru milli málsaðilaum börnin, eins og stefnandi hélt fram fyrir dómi þegar hún kvaðst ekkireiðubúin til að fallast á tillögu um samkomulag. Hvorki í stefnu né í öðrumgögnum málsins hefur verið sýnt fram á að ágreiningur aðila sé með þeim hættiað ekki sé forsenda fyrir því að aðilar hafi sameiginlega forsjá með börnumsínum. Dómurinnfellst á efasemdir stefnda að ekki sé hægt að treysta því alfarið að stefnandimuni flytja aftur til Íslands eftir tvö ár, heldur að hún muni ílengjast þarmeð sambýlismanni sínum. Ljóst er að búseta barnanna í tvö ár á [...], og hvaðþá lengur, myndi óhjákvæmilega leiða til þess að börnin missi tengsl viðstefnda, enda eru börnin á viðkvæmum aldri og um mjög mikla fjarlægð að ræðamilli landa. Samkvæmtfyrirliggjandi matsgerð G sálfræðings eru báðir aðilar hæfir til að fara meðforsjá barnanna. Í matsgerðinni kemur hins vegar fram að veikleikar séu áforsjárhæfni stefnda, en matsmaður lagði áherslu á það í vitnaskýrslu sinnifyrir dómi að stefndi væri hæfur til að fara með forsjá. Það þurfi hins vegarað vinna með samskipti stefnda og barnanna, hver sem niðurstaða forsjármálsinsverður. Það er ljóst að samband stefnda við börnin er viðkvæmt. A og B virðistfinnast hann of strangur og ekki líða alltaf nægilega vel hjá honum. Þau hafahins vegar líka jákvæðar tilfinningar til hans. B virðist vera jákvæðarigagnvart stefnda en A. Ekkert verður fullyrt um yngsta barnið, C, vegna ungsaldur. Matsmaður telur erfitt að átta sig á undirliggjandi rót vanlíðunar A.Drengurinn sé með eðlislægan kvíða og mjög háður stefnanda og ýki vanlíðan sínahjá stefnda vegna þess hversu háður hann sé stefnanda. Þetta fær stoð í bréfisálfræðings til matsmanns, dags. 5. maí 2017, sem hefur haft drenginn tilmeðferðar vegna kvíða og lágs sjálfstraust. Fyrir dómi kvaðst stefndi ekkiupplifa sig eins og fram kemur í matsgerðinni og sagði að viðhorf barnanna tilhans hefði komið honum á óvart. Stefndi virtist átta sig á vandanum og lýsti einlægumvilja til þess að vinna að því að vera í góðum samskiptum og tengslum við börnsín og sækja tíma hjá sálfræðingi því til stuðnings. Börninhafa myndað sterk og varanleg geðtengsl við stefnda og munu þessi djúpu tengslalla tíð gera stefnda að mikilvægri persónu í lífi þeirra. Dómurinn lítur svo áað það sé réttur barnanna og þjóni hagsmunum þeirra að viðhalda grunntengslumvið stefnda á viðkvæmum tímum í lífi þeirra. Þar sem samband stefnda viðbörnin, alla vega A og B, virðist viðkvæmt er enn meiri hætta en ella á því aðtengsl þeirra við stefnda rofni fái stefnandi ein forsjá barnanna og flytji meðþau til [...], nema aðilar geti komist að samkomulagi um tímabundna dvölbarnanna á [...] og að þau vinni saman að því að byggja upp traust og tryggja umgengnieins mikið og aðstæður leyfa. Það er ekki á valdi dómsins að dæma slíktfyrirkomulag en dómur kemur ekki í veg fyrir eða hindrar að aðilar geri sáttsín í milli enda væri slík sátt byggð á velferð og hagsmunum barnanna fyrst ogfremst. Dómurinn telur að verið sé að búa til óþarfa ágreining og skerpa deilurá milli aðila með því að ná ekki sátt. Stefndi var tilbúinn að gefa eftir ogsjá á eftir börnum sínum tímabundið til að friður og ró skapaðist um málið ogtil að reyna að styrkja samskiptin á milli aðila. Þá er ekki unnt að líta framhjá því að börnin myndu einnig missa tengsl við ættingja hér á landi og vinisína, fái stefnandi ein forsjána og flytji með börnin. Vilji barnanna geturekki ráðið niðurstöðu í máli þessu vegna ungs aldurs þeirra. Meðvísan til alls framangreinds er það niðurstaða dómsins að það sé börnunum fyrirbestu að aðilar fari áfram sameiginlega með forsjá barnanna og að lögheimiliþeirra verði hjá stefnanda, eins og verið hefur frá því aðilar slitu sambúðsinni. Stefnandi gerir ekki kröfu ummeðlag og verður það því ekki dæmt. Íljósi framangreindrar niðurstöðu verður umgengni ákveðin með eftirfarandihætti: Reglulegumgengni barnanna við stefnda skal vera aðra hverja viku frá fimmtudagseftirmiðdegitil mánudagsmorguns. Börnin skulu vera önnur hver jólhjá stefnda, fyrst árið 2017, frá hádegi á Þorláksmessu fram til hádegis annaní jólum, og dvelji þá hjá stefnanda um áramót, frá hádegi 30. desember fram tilhádegis nýársdag, og svo öfugt til skiptis hvert ár. Á sumrin dvelji börnin hjá hvoruforeldri fyrir sig í fjórar vikur í senn. Regluleg umgengni fellur niður ámeðan. Tími sumarleyfa skal vera ákveðinn hjá hvoru foreldri fyrir sig eigisíðar en 15. maí ár hvert. Sumarleyfi árið 2017 skal ákveðið í kjölfar dómsþessa. Þá skulu börnin vera ípáskaleyfum annað hvert ár hjá stefnda, frá hádegi á skírdegi til kvölds annarsí páskum, fyrst árið 2019. Rétt þykir að málskostnaður falliniður milli aðila. Með vísan til 1. mgr. 44. gr.barnalaga nr. 76/2003 er ákveðið að áfrýjun dómsins fresti ekki réttaráhrifumhans.Dóm þennan kveður upp SandraBaldvinsdóttir héraðsdómari ásamt meðdómendunum Guðfinnu Eydal sálfræðingi ogHelga Viborg sálfræðingi.Dó m s o r ð: Stefnandi,K, og stefndi, M, skulu fara sameiginlega með forsjá barnanna, A, B og C.Lögheimili barnanna skal vera hjá stefnanda. Börninskulu dvelja hjá stefnda aðra hverja viku frá fimmtudagseftirmiðdegi tilmánudagsmorguns. Börnin skulu vera önnur hver jólhjá stefnda, fyrst árið 2017, frá hádegi á Þorláksmessu fram til hádegis annanjóladag, og dvelji þá hjá stefnanda um áramót, frá hádegi 30. desember fram tilhádegis nýársdag, og svo öfugt til skiptis hvert ár. Á sumrin dvelji börnin hjá hvoruforeldri fyrir sig í fjórar vikur í senn. Regluleg umgengni fellur niður ámeðan. Tími sumarleyfa skal vera ákveðinn hjá hvoru foreldri fyrir sig eigisíðar en 15. maí ár hvert. Sumarleyfi árið 2017 skal ákveðið í kjölfar dómsþessa. Þá skulu börnin vera ípáskaleyfum annað hvert ár hjá stefnda, frá hádegi á skírdegi til kvölds annarsí páskum, fyrst árið 2019. Málskostnaðurfellur niður.Áfrýjun dóms þessa frestar ekkiréttaráhrifum hans. |
Mál nr. 107/2017 | Skaðabótamál Líkamstjón Uppgjör Fyrirvari Endurupptaka bótaákvörðunar | A höfðaði mál gegn B og S hf. til heimtu frekari bóta vegna afleiðinga líkamstjóns sem hún hlaut í umferðarslysi árið 2003. S hf. greiddi bætur til A á árinu 2006 á grundvelli álits tveggja lækna og tók hún við þeim bótum með fyrirvara um endurmat kæmi til þess að afleiðingar slyssins reyndust verri en gert hefði verið ráð fyrir í matinu. S hf. féllst á beiðni A árið 2013 um að bera ekki við tíu ára fyrningu samkvæmt 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 vegna hugsanlegrar endurupptöku ákvörðunar um bætur til A með þeim fyrirvara að bætur kynnu þegar á þeim tíma að vera fyrndar eftir ákvæðinu um fjögurra ára fyrningu. Í dómi Hæstaréttar var talið að upphafsdagur fjögurra ára fyrningarfrestsins hefði verið í árslok 2010 en A hefði leitað til sérfræðings vegna versnandi einkenna um mitt það ár og hefði krafa A því ekki verið fyrnd þegar S hf. samþykkti að bera ekki fyrir sig fyrningu. Var talið sannað með matsgerðum að ástand A hefði versnað frá árinu 2006 og var krafa A því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirÓlafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarssonprófessor.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 15. febrúar 2017. Hún krefst þess að stefndu verðióskipt gert að greiða sér 2.019.325 krónur með 4,5% ársvöxtum frá 11. júní 2011til 11. júlí 2015 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðarí héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti. IÁfrýjandi lentií umferðarslysi 27. janúar 2003 þegar stefndi B ók framan á bifreið hennar semhún hafði stöðvað á gatnamótum […] og […] á […]. Bifreiðin sem hann ók vartryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá stefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Áfrýjandi ogstefndi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. leituðu sameiginlega eftir því við tvo læknaað þeir létu í ljós álit sitt á afleiðingum slyssins fyrir áfrýjanda og hvenærekki hefði verið að vænta frekari bata af þeim meiðslum sem hún hlaut. Í álitiþeirra 25. febrúar 2006 var komist að þeirri niðurstöðu að batahvörf hefðuverið 1. október 2003. Jafnframt töldu læknarnir varanlegan miska vegnaslyssins vera 10 stig og varanlega örorku 10%. Að fenginni þessari niðurstöðu ritaðiáfrýjandi kröfubréf 23. mars 2006 til stefnda Sjóvá-Almennra trygginga hf. meðsvofelldum fyrirvara: „Tekið verður á móti bótunum með fyrirvara um endurmatkomi til þess að afleiðingar slyssins reynist verri en gert er ráð fyrir ífyrirliggjandi mati. Eru hér einkum höfð í huga ... höfuðverkjaköst sem [A]hefur átt við að glíma og rakin eru til slyssins. Þekkt er að slík meiðsl kunnaað reynast varasöm hvað þetta varðar.“ Í kjölfarið greiddi stefndi bætur tiláfrýjanda 18. maí 2006 á grundvelli álits læknanna, en uppgjörið af hennarhálfu var samþykkt „með vísan til fyrirvara í kröfubréfi dags. 23.06.06“.Á árinu 2010sneri áfrýjandi sér til sérfræðings í heila- og taugasjúkdómum, vegna afleiðingaslyssins. Samkvæmt vottorði 20. mars 2013 leitaði áfrýjandi til sérfræðingsins23. júlí 2010 vegna versnandi verkja í höfði og hnakka. Við skoðun hefðiáfrýjandi haft eymsli í hnakkavöðvafestu vinstra megin. Samkvæmt vottorðinu leitaðiáfrýjandi aftur til sérfræðingsins 1. mars 2013 en verkirnir hefðu fariðstöðugt versnandi frá árinu 2010. Hún væri með verk daglega í höfði ogsjúkraþjálfun hefði ekki borið árangur. Í vottorði sérfræðingsins 23. ágúst2013 kom fram að sprautumeðferð hefði aðeins hjálpað tímabundið og lyfjameðferðverið hætt vegna aukaverkana. Þá sagði að áfrýjandi hefði daglegan seyðing íhöfði sem versnaði við álag. Um horfur var tekið fram að ástandið væri varanlegt.Áfrýjandi aflaði mats dómkvaddra manna um afleiðingar slyssins og skiluðuþeir mati sínu 15. febrúar 2014. Samkvæmt því var varanlegur miski áfrýjandatalinn 15 stig og varanleg örorka 15%. Áfrýjandi aflaði síðan yfirmatsgerðar 11.febrúar 2015 þar sem komist var að sömu niðurstöðu um varanlegan miska ogvaranlega örorku hennar. IIFallist er ániðurstöðu héraðsdóms um þýðingu fyrirvara sem áfrýjandi gerði í fyrrgreindu bréfi23. mars 2006 til stefnda Sjóvár-Almennra trygginga hf. þess efnis að áfrýjandiáskildi sér frekari bætur ef í ljós kæmi að afleiðingar slyssins breyttust tilhins verra frá því sem var í upphaflegri álitsgerð. Leikur heldur enginn vafi áþví að við uppgjör bóta til áfrýjanda 18. maí 2006 var vísað til fyrirvarans.Af matsgerð 15.febrúar 2014 verður ráðið að einkenni áfrýjanda hafi farið versnandi eftirbótauppgjörið á árinu 2006. Við mat á varanlegum miska lögðu matsmenn tilgrundvallar að höfuðverkir hefðu aukist frá því sem áður var og mátu miskannhærri um 5 stig. Hvað varanlega örorku varðar töldu matsmennirnir að starfsgetaáfrýjanda væri skert af völdum slyssins og þá umfram það sem gert var ráð fyrirí því áliti sem lá til grundvallar uppgjörinu á árinu 2006. Töldu matsmennirnirað 5% skerðing á starfsgetu væri komin til eftir það tímamark. Með yfirmati varþessum atriðum ekki hnekkt, en þar var komist að sömu niðurstöðu um afleiðingarslyssins eins og áður er rakið. Samkvæmt þessu er sannað að ástand áfrýjandahafi versnað frá árinu 2006 þegar henni voru greiddar bætur. Með tölvubréfi 25. janúar 2013 féllst stefndi Sjóvá-Almennar tryggingarhf. á beiðni áfrýjanda um að bera ekki við tíu ára fyrningu samkvæmt 99. gr.umferðarlaga nr. 50/1987 fram til 27. apríl 2013 vegna hugsanlegrar endurupptökuákvörðunar um bætur til áfrýjanda. Þetta var þó bundið þeim fyrirvara að bæturkynnu þegar að vera fyrndar. Samkvæmt gögnum málsins var áhrifum fyrningarfrestað nokkrum sinnum með sama fyrirvara. Þannig fólst ekki í fyrirvaranumáskilnaður um að bera fyrir sig fyrningu gegn kröfum sem voru ófyrndar. Einnigkom fram í tölvupósti stefnda 17. apríl 2015 að tilgangurinn með því að fallafrá að bera fyrir sig fyrningu væri til að gefa áfrýjanda kost á að aflamatsgerðar og til að gefa svigrúm til að taka afstöðu til hennar. Að þessu gættuverða yfirlýsingar stefnda um að falla frá fyrningu ekki taldar hafa veriðbundnar við tíu ára frest í síðari málslið 99. gr. umferðarlaga þannig aðkröfur hafi fyrnst á fjórum árum eftir fyrri málslið sömu greinar.Svo sem hér hefur verið rakið versnuðu einkenni áfrýjanda á árinu 2009eða 2010 og leitaði hún af því tilefni um mitt ár 2010 til sérfræðings í heila-og taugasjúkdómum. Miða verður við að áfrýjandi hafi þá fyrst átt þess kost aðleita fullnustu kröfu um frekari bætur. Af þessu leiðir að upphafsdagur fjögurra árafyrningarfrests samkvæmt 99. gr. umferðarlög telst vera í árslok 2010. Samkvæmtþessu var krafa áfrýjanda ekki fyrnd þegar stefndi Sjóvá-Almennar tryggingarhf. samþykkti að bera ekki fyrir sigfyrningu. Þá er þess að gæta að stefndi B hefur ekki borið fyrir sig fyrningu áöðrum grunni en stefndi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Samkvæmt þessu verðurekki fallist á að kröfur áfrýjanda á hendur stefndu séu fyrndar.Samkvæmt þeim fyrirvara sem áfrýjandi gerði við uppgjör bóta til hennar áárinu 2006 og með vísan til fyrrgreindra matsgerða verða kröfur á hendurstefndu teknar til greina eins og þær eru settar fram, en ekki er tölulegurágreiningur með aðilum.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað verður staðfest.Stefndu verður gert að greiða málskostnað í héraði, eins og í dómsorðigreinir, og rennur hann í ríkissjóð. Stefndu verður gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti eins og ídómsorði segir.Dómsorð:Stefndu, B ogSjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði óskipt áfrýjanda, A, 2.019.325 krónur með4,5% ársvöxtum frá 11. júní 2011 til 11. júlí 2015 en með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degitil greiðsludags.Ákvæðihéraðsdóms um gjafsóknarkostnað skal vera óraskað. Stefndu greiðióskipt 970.000 krónur í málskostnað í héraði sem rennur í ríkissjóð.Stefndu greiðióskipt áfrýjanda 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 18. nóvember 2016.Mál þetta, sem var dómtekið 28.september sl. er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af A, […] á hendur B, […] og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni5 í Reykjavík með stefnu birtri 11. júní 2015. Stefnandikrefst þess að stefndu verði dæmd sameiginlega og óskipt til að greiða sér2.019.325 krónur með 4,5% ársvöxtum frá 11. júní 2011 til 11. júlí 2015, en meðdráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún greiðslu málskostnaðar úr hendiþeirra eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndukrefjast þess aðallega að verða sýknaðir af kröfum stefnanda og að stefnandiverði dæmdur til að greiða þeim málskostnað. Til vara krefjast stefndu þess aðdómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði felldurniður.MálsatvikStefnandi lenti íumferðarslysi þann 27. janúar 2003. Atvik voru með þeim hætti að stefnandihafði stöðvað bifreið sína á gatnamótum […] og […] á […] þegar stefndi B komakandi eftir […] og ók framan á bifreið hennar. Bifreiðin sem B ók vartryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá meðstefnda Sjóvá-Almennum tryggingumhf. og er greiðsluskylda hans óumdeild. Tryggingafélagið og stefnandi öfluðusameiginlega matsgerðar frá læknunum C og D til að meta afleiðingar slyssinssamkvæmt ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993. Helstu niðurstöður matsgerðarþeirra, sem dagsett er 25. febrúar 2006, voru þær að stefnandi hafi hlotiðhálstognunaráverka með allútbreiddum einkennum, sérstaklega tíðum höfuðverkjumog töldu þeir varanlegan miska hennar í skilningi 4. gr. skaðabótalaga metinn10 stig og varanlega örorku 10%. Lögmaður stefnandagerði kröfu á hendu tryggingafélaginu á grundvelli framangreindrar matsgerðar meðbréfi dagsettu 23. mars s.á. Í bréfinu er að finna svohljóðandi fyrirvara:„Tekið verður á móti bótunum með fyrirvara um endurmat komi til þess að aðafleiðingar slyssins reynist verri en gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi mati.Eru hér einkum höfð í huga svo höfuðverkjaköst sem [A] hefur átt við að glímaog rakin eru til slyssins. Þekkt er að slík meiðsl kunna að reynast varasömhvað þetta varðar.“ Félagið sendi lögmanninum fullnaðaruppgjör, dagsett 18. maís.á. sem hann undirritar með svohljóðandi athugasemd: „Samþykkt með vísa tilfyrirvara í kröfubréfi dags. 23.06.06.“ Stefnandi byggir á því að hér sé ummisritun að ræða og tilvísunin eigi við um fyrirvarann í bréfi lögmannsins frá23. mars 2006. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. greiddi stefnanda síðanskaðabæturnar, samtals að fjárhæð 4.976.800 krónur. Á kvittun frá félaginusegir að um fullnaðar- og lokagreiðslu sé að ræða vegna framangreinds slyss.Jafnframt segir að endurupptaka málsins komi því aðeins til álita að það verðileitt af almennum réttarreglum og er tekið fram að réttur til endurupptöku séháður ströngum skilyrðum og því aðeins talin koma til greina að afleiðingarslyss verði í verulegum atriðum aðrar og meiri en gera mátti ráð fyrir þegarfullnaðaruppgjörið fór fram. Kvittunin er ódagsett og óundirrituð af hálfulögmanns stefnanda en gert er ráð fyrir því í forprentuðum texta að hann ritiundir kvittunina. Stefnandi heldur þvífram að á árinu 2010 hafi farið að bera á versnandi verkjum og aukinni þreytu.Í vottorði E, dagsettu 20. mars 2013, kemur fram að stefnandi hafi komið ástofu til hennar 23. júlí 2010 vegna versnandi verkja vinstra megin í höfði oghún hafi einnig verið með verki í hnakka. Er haft eftir stefnanda að sl. mánuðhafi verkir verið stöðugir og þrýstingur og sláttur í höfði. Við skoðun erueymsli við hnakkavöðvafestu vinstra megin. Stefnandi fékk beiðni umsjúkraþjáfun. Í sama vottorði læknisins er greint frá komu stefnanda á stofuþann 1. mars 2013. Áfram er lýst verkjum sem ekki hafi batnað frá 2010. Meðferðhnykkjara hafi hjálpað tímabundið en sjúkraþjálfunarmeðferð ekki sögð hafadugað. Að áliti læknisins gæti verið um „occipitalis neuroalgia“ að ræða og húnráðgerði depomedrol spautur. Í vottorðinu er getið um að stefnandi hafi fengiðslíkar sprautur í tvígang í mars 2013. Í lokavottorði sama læknis, dagsettu 23.ágúst s.á., kemur fram að stefnandi hafi haft tímabundinn bata af sprautum.Einnig að reynd hafi verið lyfjameðferð við höfuðverkjunum en þeirri meðferðhafi verið hætt vegna alvarlegra aukaverkana. Kveðst læknirinn ekki hafa fleiriráð til að meðhölda stefnanda og telur að um varanlegt ástand sé að ræða. Þann 25. janúar 2013féllst tryggingafélagið á beiðni lögmanns stefnanda um að 10 árafyrningafresturskv. 99. gr. umferðarlaga yrði framlengdur um þrjá mánuði eða fram til 27.apríl 2013. Félagið samþykkti beiðnina samdægurs en gerði fyrirvara um aðkrafan kynni þó þegar að vera fyrnd. Fresturinn var síðan framlengdur í nokkurskipti að beiðni lögmanns stefnanda, síðast til 12. júní 2015. Þann 1. október 2013lagði stefnandi fram í dómi beiðni um dómkvaðningu matsmanna til að leggja matá afleiðingar slyssins. F læknir og G hrl. voru dómkvaddir til verksins. Íniðurstöðu matsgerðar þeirra, sem dagsett er 15. febrúar 2014, kemur fram aðþeir telja varanlegan miska stefnanda í skilningi 4. gr. skaðabótalaga vera 15stig og varanlega örorku 15%. Stefnandi óskaði yfirmats sem unnið var af þeim Hog I læknum og J hrl. Niðurstaða þeirra, sem fram kemur í matsgerð dagsettri11. febrúar 2015, er sú að varanlegur miski og varanleg örorka sé sú sama ogundirmatsmenn komust að. Helstumálsástæður og lagarök stefnandaMálssókn stefnanda er reist áskaðabótalögum, 1. mgr. 88. gr., 89. gr., 90. gr., 91. gr. og 95. gr., sbr. 97.gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og meginreglu skaðabótaréttar, um fullar bætur tiltjónþola. Bifreið tjónvalds hafi verið tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu hjástefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Krafa um skaðabætur er byggð á ákvæðumskaðabótalaga og niðurstöðum í matsgerðum dómkvaddra matsmanna. Stefndi B hafiverið umráðamaður og eigandi bifreiðarinnar […] og því sé málið einnig höfðað áhendur honum.Stefnandi byggir á því að varanlegurmiski hennar af völdum slyssins sé 15 stig og þess vegna eigi hún rétt á að fágreiddar viðbótarskaðabætur sem nemur fimm stigum, en stefndi Sjóvá-Almennartryggingar hf. hafi áður greitt henni miskabætur vegna 10 stiga miska.Stefnandi byggir einnig á því að varanleg örorka hennar af völdum slyssins er15% og að hún eigi rétt á að fá greiddar viðbótarskaðabætur úr hendi stefndasem nemur 5 prósentustigum, en stefndi hafi áður greitt henni bætur vegna 10%örorku. Krafa stefnanda byggir á matsgerðum dómkvaddra matsmanna, bæði undir-og yfirmati. Matsgerðir þessar sanni að miski og varanleg örorka hennar sé meðþeim hætti sem hún byggi kröfu sína á og sönnunargildi þessara matsgerða hafiekki verið hnekkt af hálfu stefnda. Kröfur stefnanda í málinu byggi ekki á11. gr. skaðabótalaga um endurupptöku bótaákvörðunar, svo sem stefndiSjóvá-Almennar tryggingar hf. haldi nú fram, heldur á fyrirvara sem stefnandi gerðivið uppgjörstillögu félagsins. Sá fyrirvari, sem hafi verið mjög skýr og setturítrekað fram, hafi kveðið á um að frekari kröfur yrðu gerðar kæmi síðar í ljósað afleiðingar slyssins yrðu verri en metnar hafi verið í frummati. Hafi hiðstefnda félag ekki hreyft neinum andmælum við fyrirvaranum og með því fallist áhann. Greiðslan sem félagið innti af hendi árið 2006 hafi því augljóslega ekkifalið í sér fullnaðar- eða lokagreiðslu. Skilyrði 11. gr. skaðabótalaganna, umað ófyrirsjáanlegar breytingar verði að hafa orðið sem valdi verulegri hækkun ámiska- og/eða örorkustigi tjónþola, hafa því hvorki þýðingu í málinu né áhrif ákröfu stefnanda um frekari skaðabætur þar sem það lagaákvæði eigi því aðeinsvið að máli sé lokið með endanlegum dómi eða samningi aðila. Stefnandibyggir á því að kröfur hennar séu ófyrndar. Hún hafi leitað til læknis vegnaversnandi einkenna árið 2010, svo sem staðfest sé með vottorði E, heila- ogtaugalæknis, dagsettu 20. mars 2013. Í vottorðinu segi m.a. „Kom á stofu23.07.2010 versnað af verk vinstra megin í höfði og einnig verkur í hnakka.S.l. mánuð stöðugur verkur, þrýstingur og sláttur á höfði.“ Stefnandi hafisíðan verið til meðferðar hjá E þar til í ágúst 2013, sbr. vottorð læknisinsdags. 23. ágúst 2013, sem engan árangur hafi borið. E þekki mjög vel tilheilsufars stefnanda og einkenna fyrstu árin eftir slysið, sbr. vottorð hennar26. apríl og 2. september 2005. Þegar afleiðingar slyssins hafi veriðmetnar að nýju með undirmatsgerð og síðar yfirmatsgerð, hafi einkenni stefnandaverið svipuð og á árinu 2010 þegar hún leitaði til E. Einkenni hafi veriðtalsvert verri þegar þau voru metin að nýju heldur en þau voru í upphafi árs2006, þegar stefnandi sat fund með frummatsmönnum. Samanburður á einkennumstefnanda, annars vegar eins og þeim er lýst í yfirmatsgerð og hins vegar þeimsem komu í ljós við skoðun frummatsmanna og lýst er í matsgerð þeirra,staðfesti það. Þar sem einkenni stefnanda hafi versnað árið 2010, án þess aðmeðferð hafi skilað árangri, sé varanlegur miski hennar og varanleg örorkahærri en frummatið geri ráð fyrir. Stefnandi mótmælir staðhæfingum stefndu umað möt dómkvaddra matsmanna feli í sér mat á sömu einkennum og frummatið lútiað. Einkennin hafi versnað á árinu 2010 og mat dómkvaddra matsmanna endurspegliþað og staðfesti að varanlegur miski og varanleg örorka stefnanda sé meiri enfram komi í niðurstöðu frummatsins.Sú meginregla gildi í íslenskum rétti aðskaðabótakröfur fyrnist á 10 árum frá slysdegi. Þessa reglu sé m.a. að finna ílokamálsgrein 99. gr. umferðarlaga. Stefnandi hafnar því að kröfur hennar séufyrndar skv. undantekningareglu 99. gr. umferðarlaga. Samkvæmt ákvæðinu erupphafstími fjögurra ára fyrningareglunnar lok þess almanaksárs sem tjónþolifékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar.Þegar bæði skilyrðin séu uppfyllt byrji fyrningarfrestur að líða. Versnandieinkenni stefnanda komu fyrst fram í ársbyrjun 2010, sbr. umfjöllun hér aðframan. Fyrsti mögulegi upphafstími fyrningarinnar er því 1. janúar 2011. Önnursíðari tímamörk koma hugsanlega til greina, t.d. þegar árangurslausri meðferð áversnandi einkennum lauk á árinu 2013, þegar vottorð E lágu fyrir á árinu 2013eða þegar undirmatsgerð lá fyrir 15. febrúar 2014, enda hafi stefnandi þá fyrstleitað fullnustu kröfu sinnar. Sé stefnanda gefinn umþóttunartími og möguleikitil að reyna meðferð eftir að versnandi einkenni komu fram, sé fyrsti mögulegiupphafstími fjögurra ára fyrningareglunnar 1. janúar 2012. Þar sem lok fjögurraára fyrningarfrestsins séu, miðað við fyrsta mögulega tímamarkið, meira en tíuárum eftir að slysið átti sér stað, kemur sú fyrningarregla ekki til álita ímálinu, heldur aðeins tíu ára fyrningarreglan í 99. gr. umferðarlaganna.Upphafstími fyrningafrests samkvæmt tíu ára reglunni er slysdagurinn 27. janúar2003 og lok fyrningafrestsins því 27. janúar 2013. Hið stefnda félag hafi frá25. janúar 2013 til 12. júní 2015 veitt stefnanda skuldbindandi yfirlýsingar umað bera ekki fyrir sig fyrningu skv. 99. gr. umferðarlaga. Af þessu leiði aðkrafa stefnanda um frekari skaðabætur vegna afleiðinga umferðarslyssins þann27. janúar 2003 hafi ekki verið fyrnd þegar málið hafi verið höfðað.Framangreint byggi einnig á orðalagi 99. gr. umferðarlaga og eðli máls samkvæmter fjögurra ára fyrningafresturinn þýðingarlaus eftir að tíu ár eru liðin fráslysdegi. Helstu málsástæður og lagarök stefndu Stefndubyggja á því að farið hafi fram fyrirvaralaust fullnaðaruppgjör milli stefnandaog stefnda, Sjóvá-Almennra trygginga hf. þann 18. maí 2006. Lögmaður stefnandahafi samþykkt uppgjörið fyrir hönd stefnanda og hið stefnda félag innt af hendigreiðslu í samræmi við uppgjörið. Þá byggja stefndu á þvíað fyrirvarinn sem lögmaður stefnanda gerði í kröfubréfi, dagsettu 23. mars2006, hafi ekkert gildi gagnvart stefndu. Sá fyrirvari sem lögmaðurinn ritaði áfullnaðaruppgjörið vísi til kröfubréfs dagsetts 23. júní 2006 en ekkertkröfubréf með þeirri dagsetningu liggi fyrir í málinu. Verði stefnandi að berahallann af hinni óskýru og röngu tilvísun. Með vísan tilframangreinds byggja stefndu á því að ekki sé unnt að taka upp bótauppgjörstefnanda vegna umferðarslyssins nema skilyrði fyrir endurupptöku málsinssamkvæmt 11. gr. skaðbótalaga nr. 50/1993, séu fyrir hendi. Hvorki sé gerðkrafa um endurupptöku á grundvelli nefndrar lagagreinar né færð fyrir því rökaf hálfu stefnanda að skilyrði greinarinnar séu fyrir hendi. Beri þegar afþeirri ástæðu að sýkna stefndu. Jafnvelþótt framangreindu verði hafnað beri að sýkna stefndu á grundvelli þess aðfyrirvarinn í kröfubréfinu frá 23. mars 2006 sé bæði ófullkominn og óskýr ogheimili stefnanda ekki að setja fram frekari kröfur vegna slyssins. Fyrirvarinnvísi aðeins til þess að tekið sé á móti bótum með fyrirvara um endurmat en ekki vikið að því aðstefnandi kunni að eiga frekari kröfur á hendur stefndu. Mótmælt séstaðhæfingum stefnanda um annað orðalag í fyrirvaranum. Samkvæmt viðurkenndumskýringaraðferðum á sviði samningaréttar og sjónarmiðum á sviði bótaréttar berialmennt að skýra slíka fyrirvara við bótauppgjör þröngt. Styðjist sú afstaðaeinnig við almennar reglur fjármunaréttar og heimildina í 11. gr. skaðabótalaga,nr. 50/1993. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að afleiðingar slyssins hafireynst verri en gert var ráð fyrir í mati læknanna C og D þann 25. febrúar2006, svo sem gerður er fyrirvari um. Sönnunargildi matsgerða hinna dómkvöddumatsmanna er mótmælt að því leyti sem þau stangast á við samtímagögn umheilsufar stefnanda, s.s. læknisvottorð. Matsgerðirnar sanni ekki að heilsufarstefnanda hafi versnað eftir að frummat var unnið. Stefndu byggja á því aðhinir dómkvöddu matsmenn hafi endurmetið með heildrænum hætti þær afleiðingarsem umrætt slys hafði í för með sér fyrir stefnanda og þær matsgerðir virðistleiða í ljós að upphaflegt mat hafi verið of lágt eða rangt, án þess að hægt séað festa hendur á því að afleiðingar af slysinu séu verri en gert hafi veriðráð fyrir í upphaflegu mati. Geti fyrirvari sá sem lögmaður stefnanda settifyrir bótagreiðslum þar af leiðandi ekki tekið til viðbótarkrafna stefnanda núenda byggjast þær ekki á „verri afleiðingum umferðarslyssins“. Fyrirvarinn takiekki til þess að upphaflega matið hafi ranglega vanmetið afleiðingar slyssinsog geti því ekki verið forsenda frekari kröfugerðar stefnanda nú. Jafnvel þóttfyrirvarinn teldist fullgildur verði eftir sem áður að líta til sömu sjónarmiðavarðandi mögulegan bótarétt stefnanda nú og gilda um endurupptöku á grundvelli11. gr. skaðabótalaganna, þ.e. sýna verði fram á að ófyrirsjánalegar breytingarhafi orðið á heilsufari stefnanda og miska- og örorkustig sé verulega hærra enfyrri bótaákvörðun miði við. Ella væri með auðveldum hætti hægt að koma sér hjáhinum ströngu skilyrðum sem finna má í 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 meðþví að gera alltaf fyrirvara við bótauppgjör. Meðhliðsjón af framangreindu mótmæla stefndu kröfum stefnanda um viðbótarbæturvegna varanlegs miska og varanlegrar örorku, þar sem ósannað sé að afleiðingarumferðarslyssins þann 27. janúar 2003 hafi reynst verri en gert var ráð fyrir ímati þeirra C og D, dags. 25. febrúar 2006. Eins og atvikum er hér háttað geturumræddur fyrirvari ekki heimilað stefnanda að setja fram viðbótarkröfur vegnameintra verri afleiðinga af umferðarslysinu. Þá er ljóst að miska- ogörorkustig stefnanda uppfyllir ekki það skilyrði að vera verulega hærra en viðfyrri bótaákvörðun. Íþriðja lagi byggja stefndu á því að orsakatengsl á milli slyssins og þeirraafleiðinga líkamstjóns, sem stefnandi kveður það hafa valdið sér, séu með ölluósönnuð. Kunna ýmis önnur ytri atvik að hafa haft áhrif á ætluð versnandieinkenni stefnanda en umferðarslysið 27. janúar 2003. Þannir er því hafnað aðsannað sé að slysið hafi valdið stefnanda meiri miska og varanlegri örorku enfrummatið leiddi í ljós og þegar greiddar bætur tóku mið af. Ífjórða lagi byggja stefndu á því að krafa stefnanda hafi verið fyrnd þegarmálið var höfðað með birtingu stefnu 11. júní 2015. Bótakrafan sé reist áákvæðum XIII. kafla umferðarlaga nr. 50/1987, en um fyrningu slíkra krafnagildi sérákvæði 99. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðinu fyrnist krafa stefnanda áhendur stefndu á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs sem hún fékk vitneskjuum kröfuna og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Samkvæmt skýrridómaframkvæmd beri að miða við að upphaf fyrningarfrests sé í lok þess ársþegar stöðugleikatímapunktur hefur verið ákveðinn af matsmönnum eða þaðtímamark þegar tjónþola mátti fyrst vera ljóst að hann hefði hlotið varanlegmein af slysinu og þar með átt þess kost að leita fullnustu kröfu sinnar. Íöllum fyrirliggjandi matsgerðum sé stöðugleikapunktur talinn vera 1. október2003. Fyrningarfrestur samkvæmt 99. gr. umferðarlaga hafi hafist í árslok 2003og krafan fyrnd fjórum árum síðar, í árslok 2007. Fallist dómurinn ekki áframangreint viðmið byggja stefndu á því að upphaf fyrningarfrest beri að miðavið upphaf ársins 2010. Vísa stefndu til þess að stefnandi lýsi sjálf versnandieinkennum sínum á árinu 2009. Verði á það fallist að stefnandi hafi haft slíkversnandi einkenni, verði að miða við að hún hafi á árinu 2009 haft tilefni tilað láta meta þær auknu afleiðingar frá þeim tíma og upphaf fyrningarfrests beriþví að miða við upphaf ársins 2010 út frá þessari forsendu. Í öllu falli séekki hægt að ákvarða upphaf fjögurra ára fyrningarfrests síðar en þann 1.janúar 2011, sé höfð hliðsjón af því að þann 23. júlí 2010 leitaði stefnanditil læknis vegna meintra versnandi verkja í höfði. Með því hafi stefnanda áttað gefast tilefni til að láta meta hin meintu versnandi einkenni þannig aðfyrningarfrestur verður talinn hefjast ekki síðar en 1. janúar 2011. Að öllu framangreinduvirtu telja stefndu að það skipti ekki máli hver af framangreindum upphafsdögumfyrningar sé notaður til viðmiðunar, þar sem niðurstaðan verði alltaf sú aðhinn fjögurra ára fyrningarfrestur 99. gr. umferðarlaga hafi verið liðinn áðuren stefnandi höfðaði mál þetta með áritun á stefnu þann 11. júní 2015. Séviðbótarkrafa stefnanda á hendur stefndu þar af leiðandi fallin niður fyrirfyrningu og ber af þeim sökum að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Ífimmta lagi telja stefndu að, verði stefnandi talin hafa átt lögmætarviðbótarkröfur í málinu þá séu þær fallnar niður fyrir tómlæti. Stefnandi hafiekki gert nokkurn reka að því að láta meta versnandi einkenni sín fyrr en áárinu 2013 eða um fjórum árum eftir að hún telur sjálf að verkir hafi fariðversnandi. Verður þar af leiðandi að sýkna stefndu af kröfum stefnanda ágrundvelli almennra reglna um tómlætisáhrif. Varakröfuum lækkun kröfu byggja stefndu á sömu sjónarmiðum og aðalkröfuna, eins og aðframan er rakið, og því að varanlegar afleiðingar slyssins séu ofmetnar ímatsgerðum dómkvaddra matsmanna. Þá erþess krafist að krafa stefnanda verði lækkuð sem nemur öðrum greiðslum fráþriðja manni sem stefnandi hefur fengið eða á rétt á og eiga að koma tilfrádráttar skaðabótum með vísan til 4. mgr. 4. gr. og 4. mgr. 5. gr.skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. lög nr. 37/1999. Þá mótmæla stefndu alfarið kröfu um dráttarvexti frá fyrri tíma en dómsuppsögudegimeð vísan til 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Niðurstaða Í máli þessu er deilt um hvort stefnandi eigi rétt tilfrekari greiðslu skaðabóta úr hendi stefndu vegna umferðarslyss sem hún lenti í27. janúar 2003. Stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., hafa þegar greitthenni skaðabætur vegna slyssins á grundvelli matsgerðar sem aðilar öfluðusameiginlega á árinu 2006. Niðurstaða þeirrar matsgerðar var sú að varanlegurmiski stefnanda væri 10 stig og varanleg örorka 10%. Í fyrirliggjandimatsgerðum dómkvaddra matsmanna og yfirmatsmanna er niðurstaðan hins vegar súað varanlegur miski hennar sé 15 stig og varanleg örorka 15%. Deilt er um þaðhvort stefnandi hafi með gildum hætti gert fyrirvara um frekari bætur og hvortmatsgerðir dómkvaddra matsmanna feli í sér mat á breyttum einkennum eða annaðmat á þeim einkennum sem metin voru í upphaflegri matsgerð. Þá er ágreiningurum það hvort möguleg krafa stefnanda sé fyrnd og er í því efni bæði deilt umlengd fyrningarfrest og við hvaða tíma beri að miða upphaf fyrningarfrests. Hvaðvarðar fyrirvarann sem stefnandi ber fyrir sig, þá liggur fyrir að þáverandilögmaður hennar setti fram kröfu um greiðslu skaðabóta með bréfi tilSjóvá-Almennra trygginga dagsettu 23. mars 2006. Byggði hann kröfuna á þeirrimatsgerð sem aðilar höfðu aflað sameiginlega. Í kröfubréfinu setti hann frameftirfarandi fyrirvara: „Tekið verður á móti bótunum með fyrirvara um endurmatkomi til þess að að afleiðingar slyssins reynist verri en gert er ráð fyrir ífyrirliggjandi mati. Eru hér einkum höfð í huga svo höfuðverkjaköst sem [A]hefur átt við að glíma og rakin eru til slyssins. Þekkt er að slík meiðsl kunnaað reynast varasöm hvað þetta varðar.“ Lögmaðurinn ritar svo á fullnaðaruppgjörfélagsins samþykki „með vísan til fyrirvara í kröfubréfi dags. 23.6.2006.“ Ímálinu liggja ekki fyrir önnur gögn sem varpa ljósi á skilning aðila á þessumfyrirvara eða afstöðu stefndu til hans. Að mati dómsins verður að skiljaframangreindan fyrirvara, með hliðsjón af orðalagi hans, á þann hátt aðstefnandi áskilji sér frekari bætur, ef í ljós kemur að afleiðingar slyssinsbreytist til hins verra frá því sem var þegar upphaflega matsgerðin var unnin.Ekki er fallist á þá málsástæðu stefnda að skilyrði slíks fyrirvara sé aðeinkenni verði að versna verulega og að það hafi verið ófyrirséð að þau myndugera það, svo sem á við þegar krafist er endurskoðunar bóta á grundvelli 11.gr. skaðabótalaga. Fyrirvarinn er einmitt settur fram til að gera tjónþola unntað krefjast bóta án þess að skilyrði 11. gr. séu fyrir hendi enda er engin þörfá að hafa uppi slíkan fyrirvara til að öðlast rétt til endurskoðunarbótaákvörðunar á grundvelli þeirrar greinar. Þá getur það ekki valdið vafa aðlögmaðurinn vísaði til þessa fyrirvara með áritun sinni á fullnaðaruppgjörið,þótt dagsetning hafi misritast, enda ekki öðru kröfubréfi eða öðrum fyrirvarafyrir að fara í málinu. Með vísan til þessa er hafnað málsástæðum stefnda semlúta að því að fyrirvarinn hafi ekki gildi. Kemurþá næst til skoðunar hvort stefnandi hafi sýnt fram á að afleiðingar slyssinshafi í reynd versnað frá því upphaflega matsgerðin var unnin. Stefnandistaðhæfir, og byggir málatilbúnað sinn á því, að einkenni sín hafi versnað áárinu 2010 og verið verri upp frá því. Til stuðnings þessari staðhæfingu hefurhún lagt fram ýmis gögn, m.a. tvö vottorð E, heila- og taugalæknis. Fyrravottorðið er sent lögmanni stefnanda 20. mars 2013. Þar kemur fram að stefnandihafi leitað til læknisins 23. júlí 2010 vegna versnandi verkja í höfði oghnakka og segir í vottorðinu að verkir séu stöðugir og þrýstingur og sláttur séí höfði. Við skoðun hafi stefnandi haft eymsli í hnakkavöðvafestu vinstramegin. Í þessari skoðun fékk stefnandi beiðni um sjúkraþjálfun, auk þess semlæknirinn bókar að grunur sé um „occipitalis neuralgia“ (hnakkataugarverkur)vinstra megin. Aftur leitar stefnandi til sama læknis 1. mars 2013 og segir aðverkir hafi ekki batnað frá síðustu komu og reyndar farið stöðugt versnandi.Sagt er frá því að stefnandi hafi leitað til sjúkraþjálfara en sú meðferð hafiekki borið árangur. Í kjölfar þessarar heimsóknar fær stefnandi „depomendrol“sprautur tvisvar sinnum, 8. og 20. mars sama ár vegna taugaverkjanna og kemurfram að meta skuli árangur af þeirri meðferð í byrjun júní. Í síðaravottorðinu, sem sent er lögmanni stefnanda 23. ágúst 2013, er því lýst aðsprauturnar hafi einungis virkað tímabundið, reynd hafi verið lyfjameðferð, semhafi verið hætt vegna verulegra aukaverkana. Segir um ástand stefnanda að húnsé með daglegan seyðing vinstra megin í höfði sem versni mikið við álag. Um séað ræða varanlegt ástand og ekki séu frekari meðferðarúrræði fyrir hendi. Íniðurstöðu undirmatsgerðar segir m.a. varðandi varanlegan miska stefnanda aðhún hafi höfuðverki sem rekja megi til hálstognunar og einnig taugræna verkifrá vinstri hnakkataug, svonefnda occipital neuralgia eða hnakkataugarverk. Þásé stefnandi með allútbreidd vöðvaeymsli um ofanverðan líkama, leiðniverk ogdofa í vinstri griplim sem rekja megi til vöðvaspennu í hálsi og herðavöðvum.Telja matsmenn þessi einkenni tengjast slysinu. Telja þeir varanlegan miska 15stig. Um varanlega örorku segir í niðurstöðu matsgerðar að starfsgeta stefnandasé verulega skert vegna slyssins „umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrramati frá því á árinu 2006“. Varanlega örorku telja matsmenn vera 15% og íniðurstöðu er tekið fram að „5% [sé] vegna skerðingar á starfsgetu sem komin ertil eftir fyrra mat frá 26.02.2006“. Þaðsem að framan er rakið úr vottorðum E og undirmatsgerðinni styður staðhæfingarstefnanda um að einkenni hennar hafi versnað á árinu 2009 eða 2010 og megi m.a.rekja það til taugrænna verkja frá vinstri hnakkataug. Að þessu er ekki vikið íyfirmatgerðinni sem þó er samhljóða undirmatsgerð að því er varðar mat ávaranlegum afleiðingum slyssins á heilsufar og örorku stefnanda. Dómkvaddirmatsmenn voru hins vegar ekki beðnir um að svara þeirri spurningu hvorteinkenni stefnanda hefðu versnað eftir að upphaflega matið var unnið, heldur einvörðunguað svara því hver sé varanlegur miski og varanleg örorka stefnanda. Aðmati dómsins gefa framangreind gögn vísbendingar um að ástand stefnanda hafi íreynd versnað frá því að upphafleg matsgerð var unnin á árinu 2006. Á hinnbóginn er ekki þörf á að taka afstöðu til þess hvort stefnanda hafi tekist fullsönnun þessarar staðhæfingar nema það sé niðurstaða dómsins að krafa hennar séófyrnd. Umfyrningu kröfu stefnanda gilda ákvæði 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 en þarsegir: „Allar bótakröfur samkvæmt þessum kafla, bæði á hendur þeim, sem ábyrgðber, og vátryggingafélagi, svo og endurkröfur vátryggingafélags, fyrnast áfjórum árum frá lokum þess almanaksárs, sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfusína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Kröfur þessar fyrnastþó í síðasta lagi á tíu árum frá tjónsatburði.“ Samkvæmt þessu er almennareglan sú að kröfur samkvæmt nefndu ákvæði fyrnast á fjórum árum fráskilgreindu tímamarki, þó þannig að kröfur fyrnist í síðast lagi á 10 árum fráslysdegi. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningukröfuréttinda, er fyrningu slitið þegar mál telst höfðað, sbr. 93. gr. laga nr.91/1991, sbr. og 1. mgr. 11. gr. eldri fyrningarlaga nr. 14/1905. Óháð þvíhvort talið verði að krafa máls þessa hafi orðið til fyrir eða eftir gildistökuyngri fyrningarlaga er óumdeilt að fyrningu var slitið með áritun stefndu umbirtingu stefnu þann 11. júní 2015. Svosem að framan er rakið fær staðhæfing stefnanda, um að einkenni hennar hafiversnað á árinu 2010, stoð í ýmsum gögnum málsins, m.a. framangreindu vottorði Efrá 20. mars 2013 sem staðfestir að stefnandi hafi leitað til hennar um mitt ár2010 vegna versnandi einkenna. Í báðum matsgerðum er haft eftir henni aðeinkennin hafi farið að versna þegar á árinu 2009. Með hliðsjón af þessu verðurvið það að miða að á árinu 2010, þ.e. eftir að stefnandi leitaði til læknisvegna versnandi einkenna og henni var vísað í sjúkraþjálfun til að reyna aðmeðhöndla þau einkenni, hafi henni mátt vera kunnugt um þau atvik sem krafahennar byggir á, þ.e. að afleiðingar slyssins hafi orðið meiri en komin voru íljós þegar upphaflega matið var gert. Þá verður jafnframt að líta svo á að ásama tíma hafi verið tímabært að hefjast handa við að afla gagna til aðstaðreyna það tjón og setja fram kröfu þar að lútandi á grundvelli fyrirvara umþað, sem stefnandi gerði á sínum tíma. Stefnandi gerði hins vegar ekki reka aðþví að afla gagna til stuðnings kröfu sinni fyrr en ríflega þremur árum síðar,eða í október 2013 þegar hún lagði fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna, enskömmu áður hafði verið óskað eftir lokavottorði frá lækni hennar. Enginskýring er á því hvers vegna stefnandi hófst ekki handa við gagnaöflun fyrr ogengin haldbær rök eða gögn hafa verið færð fyrir dóm um að það hafi ekki veriðunnt að leggja mat á ástand hennar fyrr. Breytir það ekki þeirri niðurstöðuþótt fyrir liggi að reynt hafi verið að meðhöndla höfuðverki stefnanda meðnýjum aðferðum á árinu 2013. Með hliðsjón af öllu framansögðu verður að matidómsins að miða við það að skilyrði þess að fjögurra ára fyrningarfrestursamkvæmt 99. gr. laga nr. 50/1988 hafi byrjað að líða við árslok 2010 og krafastefnanda hafi því fyrnst í árslok 2014. Það er áður en hið stefndatryggingafélag gaf fyrst yfirlýsingu um að bera ekki fyrir sig 10 árafyrningarfrestinn og áður en fyrningu kröfunnar var slitið með málshöfðunþessari þann 11. júní 2015. Verða stefndu því sýknaðir af kröfu stefnanda. Meðhliðsjón af atvikum máls, og vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, ermálskostnaður milli aðila felldur niður. Stefnandi nýtur gjafsóknar og greiðistþví allur gjafsóknarkostnaður hennar úr ríkissjóði, þar með talin þóknunlögmanns hennar, Styrmis Gunnarssonar hdl., sem þykir hæfilega ákveðinn 970.000krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. IngibjörgÞorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þennan dóm. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115.gr. laga nr. 91/1991.Dómsorð: Stefndu,B og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., eru sýknaðir af kröfum stefnanda, A.Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úrríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun Styrmis Gunnarssonar hdl., 970.000krónur. |
Mál nr. 141/2017 | Fasteign Líkamstjón Meðdómsmaður Ómerking héraðsdóms Aðfinnslur | A höfðaði mál til viðurkenningar á því að M ehf., B og HH bæru óskipta skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem hún varð fyrir á leið sinni út úr bakaríinu M. Málsaðilar deildu um það hvort dyraumbúnaður bakarísins hefði verið vanbúinn, annars vegar vegna hæðarmunar á gólfinu í bakaríinu og gangstéttarinnar fyrir utan og hins vegar byggði A á því að svokölluð hurðarpumpa hefði ekki virkað sem skyldi. Héraðsdómur féllst á að samspil þessara tveggja þátta hefði orsakað slysið en ábyrgð var felld á M ehf. og B vegna þess að hurðarpumpan hefði ekki verið í lagi. HH var hins vegar sýknað og undi A við þá niðurstöðu. Áður en málið var höfðað hafði A aflað minnisblaðs tveggja sérfræðinga hjá E verkfræðistofu um aðstæður í inngangi bakarísins. Í dómi Hæstaréttar kom fram að A hefði ekki aflað matsgerðar samkvæmt IX. kafla laga nr. 91/1991 í þeim tilgangi að færa sönnur á staðhæfingar sínar um að umrædd hurðarpumpa hefði ekki virkað sem skyldi ellegar verið vanbúin með öðrum hætti. A hefði aflað umrædds minnisblaðs einhliða og án þess að M ehf. og A ættu þess kost að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við gerð þess. Var minnisblaðið ekki talið hafa þýðingu við úrlausn málsins og varð dómur ekki á því byggður. Þá kom fram að eins og málið lá þá fyrir héraðsdómi, og án þess að fram hefði farið fullnægjandi öflun sönnunargagna um ástand, virkni og mögulega hættueiginleika hurðarpumpunnar hefði héraðsdómara verið ókleift að fjalla um málsástæður sem uppi hefðu verið hafðar um þann þátt málsins á grundvelli almennrar þekkingar og menntunar eða lagakunnáttu. Hefði því verið þörf á sérkunnáttu og hefði héraðsdómara borið að kveðja til meðdómsmenn samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991. Þar sem það hefði ekki verið gert var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Karl Axelsson og Garðar Gíslasonfyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjendur skutumálinu til Hæstaréttar 27. febrúar 2017. Þeir krefjast aðallega sýknu af kröfumstefndu, en til vara að bótaskylda verði aðeins viðurkennd að hluta. Þákrefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.Svo sem rakið er í héraðsdómi varð áfrýjandi fyrir líkamstjóni 19.september 2014 þegar hún féll og ökklabrotnaði á leið sinni út úrMosfellsbakaríi á Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík, en hún missti jafnvægiðþegar útidyrahurðin á bakaríinu kom í bak hennar. Málsaðilar deila um það hvort dyraumbúnaður bakarísins hafi verið vanbúinnog hafa þá öðru fremur vísað til tveggja atriða. Annars vegar hæðarmunar ágólfinu í bakaríinu og gangstéttarinnar fyrir utan sem hefur það í för með sérað stíga þarf úr dyragættinni niður þrep sem nemur 12,5 sentimetrum. Hins vegarhefur stefnda byggt á því að svokölluð hurðarpumpa hafi ekki virkað sem skyldiog látið hurð bakarísins lokast hættulega hratt og með miklum fallþunga. Íhinum áfrýjaða dómi er fallist á að samspil þessara tveggja þátta hafi orsakaðslysið en ábyrgð felld á áfrýjendur vegna þess að hurðarpumpan hafi ekki veriðí lagi. Upphaflega höfðaði stefnda málið jafnframt gegn HúsfélaginuHáaleitisbraut 58-60 vegna ábyrgðar þess á fyrirkomulagi stéttarinnar utanbakarísins en með hinum áfrýjaða dómi var húsfélagið sýknað og undi stefnda viðþá niðurstöðu.Hvað ætlaðan þátt hurðarpumpunnar í umræddu slysi varðar þá aflaðistefnda, áður en málið var höfðað, minnisblaðs C og D hjá Eflu verkfræðistofu umaðstæður í inngangi bakarísins og er það frá 29. janúar 2015. Í minnisblaðinu kommeðal annars fram að umrædd hurðarpumpa væri stillt þannig að lokun séóeðlilega hröð og auk þess skorti á hæglokun síðustu sentimetrana. Virknihurðarinnar væri hættuleg fyrir viðskiptavini nema gerðar yrðu lagfæringar áhurðarpumpunni. Nefndur C gaf jafnframt skýrslu fyrir héraðsdómi. Áfrýjendurmótmæltu þegar í greinargerð til héraðsdóms þýðingu minnisblaðsins á þeimgrundvelli að um væri að ræða einhliða aflaðs sérfræðiálits af hálfu stefndu. Stefnda aflaðiekki matsgerðar samkvæmt IX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einsog henni var unnt, í þeim tilgangi að færa sönnur á staðhæfingar sínar um aðumrædd hurðarpumpa hafi ekki virkað sem skyldi ellegar verið vanbúin með öðrumhætti. Stefnda aflaði umrædds minnisblaðs einhliða og án þess að áfrýjendurættu þess kost að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum sínum á framfæri viðgerð þess. Verður minnisblaðið því ekki talið hafa þýðingu við úrlausn málsinsog varð dómur ekki á því byggður. Eins og málið láþá fyrir héraðsdómi og án þess að fram hefði farið fullnægjandi öflunsönnunargagna um ástand, virkni og mögulega hættueiginleika hurðarpumpunnar varhéraðsdómara ókleift að fjalla um málsástæður sem uppi eru hafðar um þannþátt málsins á grundvelli almennrar þekkingar og menntunar eða lagakunnáttu.Því var undir þeim kringumstæðum þörf á sérkunnáttu og bar héraðsdómara þá aðkveðja til meðdómsmenn samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991. Þar semhéraðsdómari lét það ógert er óhjákvæmilegt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm ogvísa málinu heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar á ný.Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti.Það athugist að við aðalmeðferð málsins í héraði kom fyrir dóm sem vitniannar höfunda framangreinds minnisblaðs Eflu verkfræðistofu. Hann var hvorkivitni í skilningi 8. kafla laga nr. 91/1991 né matsmaður, sbr. 9. kafla sömulaga. Fyrir skýrslugjöf hans var því ekki heimild í þeim lögum, samkvæmtgagnályktun frá 1. mgr. 51. gr. og 1. mgr. 65. gr. þeirra.Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur erómerktur og er málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar áný.ritaðkauptilboðið aftur 30. september 2015 eftir að kaupverð fasteignarinnar gannarrar tjMálskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5. desember2016.I Málþetta, sem var dómtekið 7. nóvember sl., er höfðað 23. febrúar 2016 af A, […],gegn Mosfellsbakaríi ehf., […], B, […], og Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60,til húsa að Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík. Vátryggingafélagi Íslands hf.,Ármúla 3 í Reykjavík, er stefnt til réttargæslu. Stefnandikrefst þess að viðurkennd verði óskipt bótaskylda stefndu (in solidum) vegnalíkamstjóns sem stefnandi varð fyrir í Mosfellsbakaríi, Háaleitisbraut 58-60,þann 19. september 2014. Stefnandi krefst enn fremur málskostnaðar aukvirðisaukaskatts á málskostnað. Afhálfu stefndu, Mosfellsbakarís ehf. og B, er aðallega krafist sýknu afdómkröfum stefnanda, en til vara að bótaskylda þeirra verði aðeins viðurkenndað hluta. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda. Afhálfu stefnda, Húsfélagsins Háaleitisbraut 58-60, er aðallega gerð krafa umsýknu og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað. Til varaer þess krafist að stefndi verði einungis dæmdur skaðabótaskyldur að hluta ogað málskostnaður falli niður. Engarsjálfstæðar kröfur eru gerðar af hálfu réttargæslustefnda.II Stefnandivarð fyrir líkamstjóni 19. september 2014 þegar hún var á leið út úrMosfellsbakaríi á Háaleitisbraut 58-60. Af hálfu stefnanda er slysinu lýst áþann veg að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðinskollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður áfótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Stefnandi var flutt á Landspítalaí kjölfarið. Þar kom í ljós að stefnandi hafði brotnað á hægri ökkla. Gert varað meiðslum stefnanda með því að rétta af liðhlaup í ökklalið og síðan varfóturinn settur í sérmótaða spelku. Eftirslysið kveðst stefnandi í fyrstu hafa þurft að notast við hjólastól en síðangöngugrind og hækjur. Hreyfigeta í ökklanum sé enn þá skert og í dag, rúmumtveimur árum eftir slysið, verði hún að notast við staf. Í stefnu er staðhæftað hún muni þurfa að glíma við afleiðingar slyssins um ókomna tíð. Ímálinu liggja fyrir lögregluskýrslur frá 26. febrúar 2015, annars vegar afstefnanda og hins vegar af E, vinkonu stefnanda, sem varð vitni að slysinu úrbifreið sem lagt var í stæði skáhalt fyrir framan innganginn í bakaríið. Fyrirlögreglu lýstu þær báðar atvikum á sama veg og að framan er rakið. Í skýrslu Ekemur fram að stefnandi hafi opnað dyrnar, stutt hendi á dyrastafinn og setthægri fótinn út fyrir dyrnar. Í sömu andrá hafi hurðin skollið aftan ástefnanda og kvaðst vitnið hafa séð hana lyppast niður í kjölfarið og fallaaftur fyrir sig. Lögmaðurstefnanda óskaði eftir því að Efla verkfræðistofa skoðaði aðkomu og dyraumbúnaðvið inngang bakarísins. Í málinu liggur fyrir minnisblað C og D, starfsmannaverkfræðistofunnar, dags. 29. janúar 2015, um niðurstöðu skoðunar þeirra. Þarkemur fram að hurðarpumpa sé þannig stillt að lokunin sé óeðlilega hröð og aðhæglokun síðustu sentímetrana vanti. Þar er lýst þeirri afstöðu að virknihurðarinnar sé hættuleg fyrir viðskiptavini ef ekki verði gerð bragarbót á. Ennfremur segir í minnisblaðinu að hæðarmunur á gólfi inni í bakaríinu oggangstétt fyrir utan sé u.þ.b. 125 mm. Þá sé brattur halli frá brún hurðarkarmssem endi u.þ.b. 25 mm frá yfirborði gangstéttarinnar. Í minnisblaðinu kemurfram sú afstaða að þessi hæðarmunur stangist á við byggingarreglugerð og aðhann, auk fyrrgreinds halla, skapi hættu á að hrasa þegar stigið sé út umdyrnar. Meðbréfi 4. mars 2015 var óskað afstöðu réttargæslustefnda til bótaskyldu ímálinu, en stefndu, Mosfellsbakarí ehf. og B, eru með ábyrgðartryggingu hjátryggingarfélaginu. Bótaskyldu var hafnað 8. júlí 2015. Samkvæmtþví sem fram hefur komið fyrir dómi mun stefndi, Húsfélagið Háaleitisbraut58-60, hafa staðið að framkvæmdum árið 2012 á gangstétt sem er milli bílastæðaog húseignarinnar, þ. á m. fyrir framan innganginn í bakaríið.III. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandibyggir viðurkenningarkröfu sína á því að stefndu beri almenna skaðabótaábyrgð áþví tjóni stefnanda sem hafi hlotist af hættulegri og ólöglegri umgjörð viðútganginn á Mosfellsbakarí. Þá ályktun reisir stefnandi á þremur atriðum. Ífyrsta lagi hafi þröskuldurinn fyrir utan bakaríið verið langtum hærri enreglur heimili. Þröskuldurinn hafi mælst 145 mm niður á stétt, en skv. d-liðgr. 6.4.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eigi hæðarmunur milli svæðis framanvið inngangsdyr/útidyr ekki vera meiri en 25 mm. Hæðarmunurinn sé því nærrisexfaldur umfram það sem leyfilegt sé. Íöðru lagi sé útidyrahurð bakarísins knúin af pumpu sem láti hurðina lokasthættulega hratt og með miklum fallþunga. Telur stefnandi að virkni hurðarinnarsé sérstaklega hættuleg þar sem hæglokun síðustu sentímetrana vanti. Íþriðja lagi sé frá neðri brún hurðarkarms brattur halli sem endi u.þ.b. 25 mmfrá yfirborði hellulagnar úti sem sé nýleg. Telur stefnandi að þessi halli aukiverulega hættuna á að fótur skriki þegar stigið sé út úr versluninni. Stefnandibyggir á því að þessar hættulegu aðstæður hafi valdið því að stefnandi hafiekki verið búinn að stíga í fótinn þegar hurðin hafi skollið á henni af kraftimeð þeim afleiðingum að fóturinn á henni brotnaði. Afhálfu stefnanda er vísað til þess að gangstéttin fyrir utan Háaleitisbraut58-60 hafi allri verið breytt fyrri hluta árs 2012. Eftir það sé hæð þröskuldsá öðrum verslunum í húsalengjunni í samræmi við eða mjög nærri því sem krafistsé í núgildandi byggingarreglugerð. Kveður stefnandi innganga þar sem sé mikilumferð viðskipavina jafnvel vera slétta frá gangstétt. ÞröskuldurMosfellsbakarís sé hins vegar langtum hærri en þröskuldur að öðru húsnæði áHáaleitisbraut 58-60. Telur stefnandi því að bæði sé brotið á ákvæðumbyggingarreglugerðar og ekki fylgt þeirri framkvæmd sem hafi verið viðhöfðþegar gangstéttin var lagfærð. Stefnandikveður stefndu hafa verið eða mátt vera ljóst að um verulegan vanbúnað væri aðræða, enda umbúnaður við innganginn ekki í samræmi við gildandi reglugerð eðaaðbúnað hjá öðrum verslunum í sömu húsalengju og annars staðar. Afhálfu stefnanda er lögð áhersla á að stefndi, Mosfellsbakarí ehf., reki verslunog veitingaþjónustu fyrir almenning í umræddu húsnæði. Verulegur umgangur sé umhúsnæðið og hvetji bakaríið fólk á öllum aldri, í hvaða líkamlega ásigkomulagisem er, til að koma í verslanir sínar. Því verði að gera sérstaklega ríkarkröfur um öryggi og aðkomu að húsnæði þeirra. Byggingarreglugerð, gr. 6.1.3,geri þá kröfu að verslanir skuli hannaðar á grundvelli algildrar hönnunarþannig að þær nýtist öllum, allir geti ferðast um þær og athafnað sig ánsérstakrar aðstoðar. Þetta hafi ekki verið gert við hönnun á inngangi Mosfellsbakaríssem sé bæði hættulegur og ófær hjólastólanotendum án hjálpar vegnahurðarbúnaðar og hæðar á þröskuldi. Þá fari viðskiptavinir, eðli málsinssamkvæmt, með vörur og drykki í hönd út úr versluninni og því beri að gerasérstakar ráðstafanir þannig að þeir sem ekki hafi báðar hendur lausar getigengið örugglega út án aðstoðar, t.d. með því að setja upp rennihurð. Áþví er byggt af hálfu stefnanda að aðkoma að húsnæði stefndu sé óforsvaranlegog að auðvelt hefði verið fyrir þá að tryggja örugga aðkomu að bakaríinu ísamræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Þetta hafi ekki verið gert og beristefndu bótaábyrgð á því tjóni sem af því hafi hlotist á grundvelli almennuskaðabótareglunnar. Stefndi, B, beri ábyrgð á grundvelli ólögfestrar regluíslensks skaðabótaréttar um ábyrgð húseigenda á tjóni sem verði í húsnæðiþeirra. Stefndi, Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60, beri hins vegar ábyrgð ástéttinni fyrir utan Mosfellsbakarí. Umlagarök segir í stefnu að málið sé fyrst og fremst reist á ólögfestum reglumskaðabótaréttar, byggingarreglugerð nr. 112/2012 sem og lögum nr. 160/2010, ummannvirki, og lögum nr. 75/2000, um brunavarnir, sem byggingarreglugerð er settsamkvæmt. Einnig sé byggt á skaðabótalögum, nr. 50/1993, og á ákvæðum laga um vátryggingarsamninga,nr. 30/2004. Krafa um málskostnað sé reist á ákvæðum einkamálalaga, nr.91/1991, og krafa um virðisaukaskatt á lögum nr. 50/1988. 2. Málsástæður og lagarök stefndu, Mosfellsbakarís ehf. og B, sem ogréttargæslustefnda, Vátryggingafélags Íslands hf. Afhálfu stefndu er öllum kröfum og málsástæðum stefnanda mótmælt. Þeir benda á aðum mál þetta fari eftir almennum skaðabótareglum utan samninga. Er sýknukrafastefndu, Mosfellsbakarís ehf. og B, reist á því að ekki sé sannað að þessirstefndu eigi sök á slysi stefnanda eða að þeir hafi valdið því með saknæmum ogólögmættum hætti. Benda stefndu á að sönnunarbyrðin um það hvíli alfarið ástefnanda. Stefndumótmæla því sérstaklega sem röngu og ósönnuðu að virkni hurðarpumpunnar, semhafi verið sett upp á árinu 2007, hafi veriðhættuleg fyrir viðskiptavini verslunarinnar eða ekki í samræmi viðgildandi lög og byggingarreglugerð. Skýrsla verkfræðistofunnar EFLU hafi ekkertsönnunargildi í þessu efni, en um sé að ræða skýrslu sem stefnandi hafi aflaðeinhliða og án þess að stefndu væri gefinn kostur á að gæta þar hagsmuna sinna.Aðeins sé um persónulegt álit skýrsluhöfundar að ræða. Sama eigi við umframburð E. Hann sanni ekki frekar en framburður stefnanda sjálfrar, aðhurðarpumpan hafi verið hættuleg. Stefndutelja að ekki liggi annað fyrir en að hurðarpumpan hafi verið í samræmi viðþágildandi byggingarreglugerð nr. 441/1998 og kröfur byggingaryfirvalda þegarhúseigandi hafi látið setja hana upp árið 2007. Núgildandi byggingarreglugerð,nr. 112/2012, taki hins vegar ekki til pumpunnar eða dyraumbúnaðarinsyfirleitt. Ekki sé skylt að breyta eldri fasteignum og búnaði þeirra í takt viðnýjar eða breyttar byggingarreglugerðir. Núgildandi byggingarreglugerð, nr.112/2012, sé ekki afturvirk. Þá hafi engar athugasemdir verið gerðar viðpumpuna af hálfu byggingaryfirvalda eða verið kvartað yfir henni af hálfuviðskiptavina Mosfellsbakarís ehf. Fullyrða stefndu að óhapp í útidyrumMosfellsbakarís ehf., eins og hjá stefnanda, hafi aldrei gerst áður. Mikillfjöldi viðskiptavina hafi heimsótt bakaríið gegnum tíðina áfallalaust. Teljastefndu ósannað að hurðarpumpan hafi verið hættuleg viðskiptavinum eða brotið íbága við einhver ákvæði í þágildandi reglugerð nr. 441/1998. Þá sé það rangt ogósannað að lokun hurðarinnar hafi verið „óeðlilega hröð“ eða að hurðin hafiveitt eitthvert högg að ráði þó að hún lendi á manni á leið um dyrnar. Ennfremur sé ósannað að skylt hafi verið að hafa sérstaka hæglokun á hurðinnisíðustu sentímetrana. Stefndutelja að sama skapi ósannað að þröskuldurinn við útidyr bakarísins hafi veriðhættulegur og brotið í bága við ákvæði í þágildandi reglugerð nr. 441/1998, semhafi verið í gildi þegar húseigandi hafi látið setja dyraumbúnaðinn upp árið2007. Tekur núgildandi byggingarreglugerð frá 2012 ekki til þröskuldarins eðadyraumbúnaðarins að öðru leyti, enda reglugerðin ekki afturvirk. Ekki skiptimáli í þessu efni þó að meðstefndi, Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60, hafi látiðendurnýja gangstéttina við húsið á árinu 2012. Þar hafi ekki verið um nývirkiað ræða, heldur endurnýjun eða viðhald á stéttinni sem fyrir var. Því verðiekki séð að byggingarreglugerð nr. 112/2012 taki til þeirrar framkvæmdar. Þáverði að líta til þess að stefndu, Mosfellsbakarí ehf. og B, hafi ekki haftneitt með viðhald eða endurnýjun gangstéttarinnar að gera og geti því ekkiborið ábyrgð á því ef í ljós kemur að þar hafi verið brotið gegnbyggingarreglugerð. Að framangreindu virtu telja þessir stefndu að sýkna beriþá af öllum kröfum stefnanda. Stefndi,Mosfellsbakarí ehf., reisir sýknukröfu sína einnig á því að bakaríið geti ekkiborið ábyrgð á því þó að hurðarpumpan, þröskuldurinn, dyraumbúnaðurinn ogaðstæður við dyrnar standist ekki kröfur laga eða byggingarreglugerða um gerðog búnað fasteigna, þar sem bakaríið hafi ekki verið eigandi húsnæðisins ogdyranna, þar sem stefnandi slasaðist, heldur leigjandi húsnæðisins. Reglur umábyrgð fasteignaeiganda taki því ekki til stefnda, Mosfellsbakarís ehf. Afhálfu stefndu er varakrafa þeirra á því reist að hvað sem öðru líði þá eigistefnandi sjálf sök á slysi sínu. Liggi fyrir að stefnandi hafði áður gengiðinn í bakaríið og hafi því mátt vita af því hvernig aðkomu og dyraumbúnaði væriháttað, þ.m.t. hurðarpumpu og dyraþröskuldi. Mjög auðvelt hafi verið að gangaslysalaust gegnum dyrnar væri eðlileg aðgát viðhöfð. Mörg þúsund viðskipatvinabakarísins hafi líka gert það í gegnum tíðina. Á því hafi hins vegar orðiðmisbrestur hjá stefnanda. Það geti ekki stafað af öðru en því að hún hafi ekkigætt sín sem skyldi þegar hún gekk út um dyrnar. Því verði stefnandi að berhluta af tjóni sínu sjálf vegna eigin sakar. Þó að stefnandi hafi gengið þaðhægt um dyrnar að hurðin hafi komið í bak henni hafi það ekki átt að valdaóhappi, enda högg af hurðinni það lítið að engum hafi átti að bregða við þaðeða missa jafnvægið. Að mati stefndu tjáir stefnanda því ekki að kenna höggifrá hurðinni um að hún „hálf hrasaði“ eða kom skakkt niður á hægri fótinn ogmissteig sig, eins og haft sé eftir henni í lögregluskýrslu. Stefnduvísa máli sínu til stuðnings til almennra reglna skaðabótaréttar utan samninga(sakarreglunnar), reglna um ábyrgð fasteignareigenda og ákvæðibyggingarreglugerða nr. 441/1998 og nr. 112/2012. Um málskostnað vísa stefndutil 130. gr. laga nr. 91/1991.3. Málsástæður og lagarök stefnda, Húsfélagsins Háaleitisbraut 58-60 Sýknukrafastefnda, Húsfélagsins Háaleitisbraut 58-60, er á því reist að stefnandi hafiekki fært sönnur á að saknæm háttsemi stefnda hafi valdið slysinu. Leggurstefndi áherslu á að hér sé ekki um hlutlæga ábyrgð að ræða heldur hvíli ástefnanda að sanna að öll skilyrði almennu sakarreglunnar séu uppfyllt. Stefnditelur það algjörlega ósannað að slys stefnanda megi rekja til gáleysis,vanbúnaðar, vanrækslu eða ófullnægjandi aðstæðna á ábyrgð stefnda. Tjónið séfyrst og fremst að rekja til gáleysis stefnanda sjálfrar eða óhappatilviljunar. Stefndi telur aðmeð engu móti hafi verið sýnt fram á að farið hafi verið gegn þágildandi lögumeða reglugerðum af hálfu stefnda. Jafnvel þótt talið verði sannað aðgangstéttin sé þannig gerð að fari að einhverju leyti á svig við skráðar reglurþá sé algjörlega ósannað að orsakatengsl séu á milli þeirra brotalama ogslyssins. Stefnditekur fram að húsiðað Háaleitisbraut 58-60 og gangstéttin framan við það hafi verið hönnuð rétteftir 1960. Fyrir liggi að stefndi hafi farið í viðhald á gangstéttinni átímabilinu apríl til júní 2012. Steypt stétt hafi þá verið rifin upp,kantsteinn lagður, snjóbræðsla lögð og stéttin hellulögð. Gangstéttin eins oghún hafi verið í upphafi hafi fullnægt öllum þeim kröfum sem þá hafi veriðgerðar. Líta verði til þess að ekki hafi verið byggð ný fasteign með nýrrigangstétt í viðhaldsframkvæmdunum árið 2012, heldur hafi verið gert við það semfyrir var. Því hafi ekki verið hægt að endurhanna stéttina, heldur aðeins færahlutina til betri vegar eins og unnt var. Stefnandi byggi mál sitt á hendurstefnda á því að ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 hafi ekki veriðfylgt og þá aðallega reglum um algilda hönnun. Með algildri hönnun í skilningireglugerðarinnar sé m.a. átt við að allir eigi að geta komist inn og útúr mannvirkjum, þ.e. að einstaklingum sé í því sambandi ekki mismunað eftir þvíhvort þeir séu fatlaðir eður ei. Stefndikveður engar breytingar hafa verið gerðar í viðhaldsframkvæmdunum á hæðarafstöðustéttarinnar, m.a. vegna afstöðu hennar gagnvart bílastæðum og vatnsbretti ásökkli hússins undir álfronti á framhlið þess. Hæð stéttarinnar sé 13 cm einsog áður var og geti ekki verið hærri svo að bílar geti keyrt með framendann innyfir kantsteininn. Þá sé stéttin lögð tveimur til þremur sentímetrum fyrirneðan neðri brún vatnsbrettisins. Að mati stefnda sé umferðarleiðin viðbakaríið góð, örugg og þægileg með sama hætti og hún hafi verið fyrirviðhaldsframkvæmdina. Til marks um það hafi opinberir aðilar hvorki gertathugasemdir við fyrirkomulag þessa fjölfarna staðar né hafi rekstrarleyfumþeirra verslana og þjónustuaðila sem þarna séu verið settar nokkrar skorðurvegna nýrra skilmála um algilda hönnun. Bendir stefndi á að fjöldi verslana ogþjónustuaðila sé staðsettur, eins og Mosfellsbakarí, á fyrstu hæðHáaleitisbrautar 58-60. Ef setja ætti rampa upp við alla inngangana myndigangstéttin verða varhugaverð og illfær gangandi/hjólandi vegfarendum. Stefndiáréttar að sjónarmið um algilda hönnun í núgildandi byggingarreglugerð sé í nánum tengslumvið sjónarmið um aðgengi fyrir alla, þ.e. að fólki sé ekki mismunað um aðgengiog almenna notkun mannvirkja á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda.Stefndi telur ótækt að þessum sjónarmiðum sé beitt í þessu máli enda hafistefnandi ekki strítt við fötlun á slysdegi, skerðingu eða veikindi. Verðitalið að stefnda hafi borið að haga viðhaldi gangstéttarinnar með einhverjumöðrum hætti þá telur stefndi að stefnandi hafi ekki sannað orsakatengsl milliþess og slyssins. Ekki sé hjá því komist að benda á að enginn sé til frásagnarum það hvernig slysið átti sér nákvæmlega stað annar en stefnandi sjálf ogvinkona hennar sem að sögn hafi verið staðsett í bifreið á bílastæði. Ekkert sékomið fram um hvert sjónarhorn vinkonu stefnanda hafi verið á atburðinn frábílastæðinu. Samkvæmt fyrirliggjandi veðuryfirliti frá Veðurstofu Íslands hafirignt í Reykjavík 19. september 2014. Ekki sé unnt að gera þær kröfur tilhúseigenda/verslunareiganda að þeim beri að sjá til þess að inngangur sé meðöllu þurr í slíku veðurfari enda sé slíkt óvinnandi vegur. Stefnanda gæti allteins hafa skrikað fótur í rigningarbleytu í stað þeirrar atburðarásar semhaldið sé fram í stefnu að hafi átt sér stað. Það styrki þá niðurstöðu aðaldrei áður hafi orðið óhapp í bakaríinu með sambærilegum hætti og lýst sé aðstefnandi hafi orðið fyrir þrátt fyrir að á ári hverju fari mörg þúsund mannsum dyrnar. Að mati stefnda styrki það einnig þessa niðurstöðu að stefnandihafði áður verslað í bakaríinu og hafi því verið öllum aðstæðum þar kunnug.Gera verði ákveðnar lágmarkskröfur um að fólk veiti nærumhverfi sínu athygli ogþeir sem taki þátt í samfélagi manna þurfi að sýna almenna lágmarksaðgæslu. Stefndi mótmælir aðlokum sönnunargildi minnisblaðs Eflu verkfræðistofu, enda ljóst að það getiekki talist til matsgerðar í skilningi IX. kafla laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála. Stefndikrefst þess til vara að hannverði einungis dæmdur skaðabótaskyldur að hluta vegna slyssins. Reisir hann þákröfu á eigin aðgæsluleysi stefnanda og vísar í því sambandi til þess sem aðframan er rakið um að henni hafi borið að sýna tilhlýðilega aðgæslu og að húnhafi verið kunnug staðnum. Aðstæður þar geti ekki talist varhugaverðar eðastefnanda erfiðar. Þá kunni inngangurinn að hafa verið háll vegna rigningar umdaginn. Ekkert regluverk, sama hversu ítarlegt það er, geti komið í veg fyrirfall í bleytu ef viðkomandi sýnir ekki sjálfur tilhlýðilega aðgæslu. Stefnandiverði því a.m.k. að bera stærstan hluta tjóns síns sjálf. Umlagarök vísar stefndi til meginreglna skaðabótaréttar, einkum um sönnunarbyrði,saknæmi, orsakartengsl og eigin sök. Þá vísar stefndi til skaðabótalaga nr.50/1993. Um málskostnað vísar hann til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála.IV Enginnágreiningur er milli aðila um að stefnandi varð fyrir líkamstjóni 19. september2014 þegar hún féll og ökklabrotnaði á leið sinni út úr Mosfellsbakaríi áHáaleitisbraut 58-60. Samkvæmt því sem fram hefur komið fyrir dómi verður aðleggja til grundvallar að hún hafi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úrkröfu sinni um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefndu. Ígögnum um komu stefnanda á Landspítala sama dag er haft eftir henni að hún hafidottið þegar hurð hafi „skollið í bakið á henni“ og hún lent illa. Stefnandigreinir með sama hætti frá atvikinu í lögregluskýrslu 26. febrúar 2015, þannigað hurðin í bakaríinu hafi skollið á henni þegar hún hafi gengið út um dyrnar.Í skýrslu sinni fyrir dómi greindi hún frá atvikinu með sama hætti. E,vinkona stefnanda, varð vitni að slysinu. Í símaskýrslu hjá lögreglu 26.febrúar 2015 lýsti hún ástæðu þess að stefnandi missti fótanna með sama hættiog stefnandi, að hún hefði fengið hurðina í bakið og þá fallið aftur fyrir sig.Staðfesti vitnið þessa lýsingu fyrir dómi. Kvaðst hún hafa séð stefnanda koma ídyragættina á leið sinni út úr bakaríinu. Hafi stefnandi stutt vinstri hendinniá dyrakarminn og sett hægri fótinn fram fyrir þröskuldinn, en þá hafi hurðinkomið aftan á hana og hún hrokkið við og þunginn farið á hægri fótinn. Við þaðhafi stefnandi skollið aftur á bak á hurðina sem þá hafði lokast. Meðvísan til þess sem hér hefur verið rakið þykir sannað að stefnandi hafi misstjafnvægið þegar útidyrahurðin í bakaríinu stjakaði óvænt við henni á leiðhennar út um dyrnar með þeim afleiðingu að hún missteig sig og brotnaði á hægriökkla. Þó að fyrir liggi að rigning hafi verið í Reykjavík umræddan dag verðurí ljósi framburðar E að útiloka að stefnandi hafi runnið til í bleytu í dyrunumlíkt og stefndi, Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60, telur mögulegt. Almenntverður að leggja ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna, þar sem rekiner verslun fyrir neytendur, að gera eðlilegar ráðstafanir til að tryggja öryggiþeirra sem þar eiga leið um. Um þá kröfu má vísa til dóma Hæstaréttar Íslandsm.a. frá 13. mars 2007 í málinu nr. 419/2007 og frá 8. júní 2006 í málin nr.517/2005. Hurðiní bakaríinu er u.þ.b. 80 cm breið glerhurð með álramma sem opnast inn íverslunarrýmið. Hún er búin hurðarpumpu sem er ætlað að fella hurðinasjálfkrafa í dyragættina eftir að viðskiptavinur hefur gengið út um dyrnar. Íkjölfar slyssins var af hálfu stefnanda leitað til Eflu verkfræðistofu til þessað skoða dyraumbúnað bakarísins. Minnisblað um niðurstöðu skoðunar starfsmannaverkfræðistofunnar, C og D, er dagsett 29. janúar 2015. Þá kom C fyrir dóm tilað bera um það hvernig hurðarpumpan virkaði þegar hann skoðaði dyrnar. Bæði íminnisblaðinu og í skýrslu C fyrir dómi kom fram að pumpan hafi verið þannigstillt við skoðunina að hún lokaðist óvenjulega hratt auk þess sem hæglokunsíðustu sentímetrana vantaði. Það var einnig upplifun dómara við vettvangsferðað hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu. Afhálfu húseiganda og leigutaka hefur verið upplýst að dyraumbúnaðurinn hafiverið endurnýjaður og hurðarpumpan sett upp af eiganda verslunarrýmisins árið2007. Engar reglur voru í þágildandi byggingarreglugerð um hurðarpumpur eðaaðrar sjálfvirkar lokanir á hurðum. Í núgildandi byggingarreglugerð, nr.112/2012, er hins vegar kveðið á um í 5. mgr. greinar 12.3.1 að pumpur skuliávallt hæfa viðkomandi hurðum og skuli búnaðurinn vera „þannig gerðar að ekkiverði slysahætta og aðgengi allra sé tryggt“. Þó að ekki hafi verið kveðið á umþetta atriði í þágildandi byggingarreglugerð verður almennt að gera kröfu um aðhurðarpumpa á dyrum í verslunarrými af þessum toga sé þannig útbúin að hún lokiekki á fólk á leið þeirra út úr versluninni. Eins og umbúnaður þessi var úrgarði gerður í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut var hætt við að það gerðist.Samkvæmt framansögðu telur dómurinn að slys stefnanda megi rekja til vanbúnaðará hurðarpumpunni. Ennfremur háttar svo til að viðskiptavinir þurfa í dyragættinni að stíga niðurþrep sem er u.þ.b. 12 til 13 cm á hæð. Þetta eykur hættuna á því að ýmisviðskiptavinir þurfi að dvelji andartaki lengur í dyragættinni og að hurðin náiaf þeim sökum að stjaka við þeim. Hæðarmismunurinn eykur einnig hættuna á þvíað viðkomandi misstígi þegar hann stígur í fótinn eftir að hafa misst jafnvægiðí dyragættinni. Fyrirsvarsmönnum bakarísins og eiganda verslunarrýmisins máttivera ljós hættan á því að slys gæti hlotist af þessum umbúnaði þó að almennt séólíklegt að fólk verði fyrir alvarlegum meiðslum við að missa jafnvægið áþessum stað. Þá er til þess að líta að auðvelt átti að vera draga úr hættunnisem af þessu stafaði með því að stilla hurðarpumpuna eða lagfæra hana þannig aðhún lokaðist hægar. Íljósi alls þess sem hér hefur verið rakið verður á það fallist að stefndi,Mosfellsbakarí ehf., sem umráðamaður verslunarrýmisins, og stefndi, B, semeigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð álíkamstjóni sem stefnandi hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úrbakaríinu. Stefndabýr fjarri höfuðborgarsvæðinu en ráða mátti af skýrslu hennar fyrir dómi að húnkomi þangað reglulega. Kvaðst hún hafa nokkrum sinnum áður verslað í bakaríinu,en hélt að það hefði verið í innan við tíu skipti. Ekkert liggur fyrir umhvenær það hafi verið eða hvort hún hafi þá veitt umbúnaði dyranna sérstakaathygli eða hvernig hurðin lokaðist. Að sögn vitnisins E fór stefnandi varlegaút um dyrnar. Ekki er efni til þess að stefnandi beri sjálf hluta af tjóninu ágrundvelli eigin sakar. Samkvæmtþví sem fram hefur komið fyrir dómi er húseignin að Háaleitisbraut 58-60 byggðá fyrri hluta sjöunda áratugar 20. aldar. Fyrir liggur að stefndi, HúsfélagiðHáaleitisbraut 58-60, stóð að framkvæmdum á gangstéttinni sem liggur millibílastæðisins og hússins á tímabilinu frá apríl fram í júní 2012. Samkvæmtframburði formanns húsfélagsins fyrir dómi var hellulögnin í sömu hæð ogstéttin sem hafði verið fjarlægð. Hönnunarteikningar, dags. 23. mars 2012, sembera yfirskriftina Endurnýjun gangstéttar við hús 2012, hafa verið lagðar framí málinu. Samkvæmt þeim fólst framkvæmdin fyrst og fremst í því að gangstéttinvar endurnýjuð með því að hellur komu í stað steyptrar gangstéttar, auk þesssem snjóbræðslulögn var komið fyrir undir hellulögninni. Þegarframkvæmdirnar hófust hafði byggingarreglugerð nr. 112/2012 tekið gildi. Á þaðmá fallast að umræddar framkvæmdir heyri undir e-lið greinar 2.3.5 íreglugerðinni þar sem segir að framkvæmdir og breytingar sem fela í séreðlilegt viðhald lóðar séu undanþegnar byggingarleyfi, sbr. 1. mgr. 9. gr. laganr. 160/2010, um mannvirki. Þá er ekki skylt að tilkynna slíkar framkvæmdir tilbyggingarfulltrúa. Í grein 2.3.7, sem upphaflega var grein 2.3.6, segir þó aðeigandi mannvirkis beri m.a. ábyrgð á því að „virt séu öll viðeigandi ákvæðiþessarar reglugerðar“ þó að framkvæmd sé undanþegin byggingarleyfi. Stefnandiber því við að stefndi, Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60, beri skaðabótaábyrgð átjóni hennar þar sem framkvæmdir félagsins á gangstéttinni hafi ekki samrýmstkröfum 5. mgr. greinar 6.4.2 í byggingarreglugerð. Því til stuðnings er á þaðbent að af d-lið málsgreinarinnar leiði að þröskuldur við inngangs- og útidyr íverslunarrými megi ekki vera hærri en 25 mm og að hæðarmunur utan- og innandyraskuli vera sá sami. Fyrir liggur að nýja gangstéttin er til muna neðar engólfflöturinn í bakaríinu. Samkvæmt gögnum málsins virðist hæðarmunurinn nemaum 125 mm. Stefndi hafnar því að honum hafi borið að taka mið af þessari kröfuí reglugerðinni, sem reist er á svonefndri algildri hönnun, enda einungis umviðhaldsframkvæmd að ræða á eldri fasteign sem ekki hafi falið í sér neinabreytingu á eigninni. Í6. hluta byggingarreglugerðarinnar er fjallað um aðkomu, umferðarleiðir oginnra rými mannvirkja. Fasteignir sem hýsa verslanir og aðrar byggingar semætlaðar eru almenningi lúta kröfum um algilda hönnun samkvæmt grein 6.1.3. Í 2.mgr. greinar 6.1.5 í byggingarreglugerðinni kemur fram að við breytingu ámannvirki, sem byggt hefur verið í gildistíð eldri byggingarreglugerða, skulieftir því sem unnt er byggja á sjónarmiðum algildrar hönnunar. Framkvæmdirnarsem um ræðir fólu ekki í sér viðhald á eldri gangstétt heldur endurnýjunhennar. Mannvirkinu var breytt að þessu leyti og því var rétt að byggja ásjónarmiðum algildrar hönnunar eftir því sem unnt var við framkvæmdirnar. Einsog þegar hefur verið vikið að eykur hæðarmismunurinn á gólfinu í bakaríinu oggangstéttinni fyrir utan hættuna á því að hurðin nái að stjaka við þeim semeiga leið um dyrnar þannig að þeir missi jafnvægið og misstígi sig. Þessihæðarmismunur er þó út af fyrir sig ekki svo óvenjulegur. Væri hurðarpumpan ílagi má ætla að dyraumbúnaðurinn skapaði litla sem enga hættu á meiðslum sýniþeir sem þarna eiga leið af sér lágmarksaðgæslu. Sjónarmið algildrar hönnunarsem áður er getið miða í þessu tilviki einungis að því að auðvelda aðganghreyfihamlaðra að verslunarrýminu, en ekki að draga úr fallhættu. Ekki er unntað fallast á að stefnda, Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60, hafi við endurhönnungangstéttarinnar borið að draga úr þeirri hættu sem hlaust af vanbúinnihurðarpumpu í bakaríinu. Verður stefndi, Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60, þvíekki látinn bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni stefnanda. Samkvæmtframansögðu verður tekin til greina krafa stefnanda um að viðurkennd verðióskipt bótaskylda stefndu, Mosfellsbakarís ehf. og B, á líkamstjóni því semstefnandi varð fyrir 19. september 2014 í Mosfellsbakaríi á Háaleitisbraut.Aftur á móti verður stefndi, Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60, sýknað af sömukröfu. Meðvísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verðurstefndu, Mosfellsbakaríi ehf. og B, gert að greiða stefnanda málskostnað semþykir hæfilega ákveðinn 1.000.000 krónur. Á sama grunni verður stefnanda afturá móti gert að greiða hinu stefnda húsfélagi, málskostnað, en hann þykirhæfilega ákveðinn 700.000 krónur. ÁsmundurHelgason héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð: Viðurkennter að óskipt skaðabótaskylda hvíli á stefndu, Mosfellsbakaríi ehf. og B, vegnalíkamstjóns sem stefnandi, A, varð fyrir 19. september 2014 í Mosfellsbakaríi,Háaleitisbraut 58-60. Stefndi,Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60, er sýkn af kröfum stefnanda. Stefndu,Mosfellsbakarí ehf. og B, greiði stefnanda óskipt 1.000.000 krónur ímálskostnað. Stefnandigreiði stefnda, Húsfélaginu Háaleitisbraut 58-60, 700.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 848/2016 | Börn Forsjá Umgengni Matsgerð | M og K deildu um forsjá dóttur sinnar og umgengnisrétt. Í málinu lá fyrir matsgerð um forsjárhæfni aðila þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar væru mjög hæfir og gætu búið stúlkunni góð og þroskavænleg skilyrði. Í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, kom fram að þrátt fyrir afstöðu matsmanns um að æskilegast væri að foreldrarnir færu áfram sameiginlega með forsjá stúlkunnar kæmu langvinnar deilur þeirra um umgengi barnsins og tortryggni í garð hvort annars í veg fyrir að unnt væri að kveða á um sameiginlega forsjá. Sökum tíðra ferðalaga M til útlanda vegna starfs síns hefði hann ekki sömu tækifæri og K til að fylgja eftir reglubundinni skólagöngu stúlkunnar og búa henni þann stöðugleika sem nauðsynlegt væri. Í því ljósi og þegar horft væri til þess að lögheimili stúlkunnar hefði verið hjá K frá sambúðarslitum aðila var talið að það þjónaði best hagsmunum barnsins að K færi með forsjána. Þá var kveðið á um umgengisrétt en talið var mikilvægt að viðhalda nánu sambandi stúlkunnar við föður sinn með eins ríflegri umgengni og kostur væri. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hins áfrýjaða dóms með vísan til forsendna hans. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Þorgeir Örlygssonhæstaréttardómari, Guðrún Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari og SímonSigvaldason dómstjóri.Aðaláfrýjandi skaut málinu tilHæstaréttar 22. desember 2016. Hann krefst þess aðallega að sér verði falinforsjá barnsins A, en til vara að forsjáin verði sameiginleg en að lögheimili barnsinsverði hjá sér og gagnáfrýjanda gert að greiða meðlag með því. Í báðum tilvikumkrefst hann þess að kveðið verði á um inntak umgengnisréttar. Þá krefst hannmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Gagnáfrýjandi áfrýjaði upphaflegafyrir sitt leyti 8. mars 2017. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu gagnsakar5. apríl sama ár og gagnáfrýjaði hún öðru sinni 6. þess mánaðar. Hún krefstþess að héraðsdómur verði staðfestur að öðru leyti en því að aðaláfrýjandiverði dæmdur til greiðslu málskostnaðar í héraði að fjárhæð 2.704.905 krónur.Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrirHæstarétt. Þau benda til þess að ekki hafi orðið neinar verulegar breytingarfrá því að héraðsdómur gekk og að samskiptavandi foreldranna varðandi umgengnistúlkunnar sé enn fyrir hendi.Í hinum áfrýjaða dómi, sem skipaðurvar sérfróðum meðdómsmönnum, var lagt heildarmat á aðstæður stúlkunnar ogforeldra hennar og skipun forsjár og umgengnisréttar á þann veg sem best vartalinn samræmast hag þeirra og þörfum. Eru ekki efni til að hnekkja þessu mati héraðsdóms.Á það ber hins vegar að leggja áherslu, að aðilar láti togstreitu í samskiptumsínum ekki bitna á barninu og það fái að njóta eðlilegrar umgengni við föðursinn.Samkvæmt þessu verður hinn áfrýjaðidómur staðfestur með vísan til forsendna hans.Rétt þykir að aðaláfrýjandi greiðigagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Aðaláfrýjandi, M, greiðigagnáfrýjanda, K, 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. nóvember 2016. Málþetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 26. október sl., varþingfest fyrir dóminum 17. desember 2015. Stefnandier M, [...], [...], en stefnda er K, [...], einnig í [...].DómkröfurStefnandikrefst þess að honum verði falin óskipt forsjá barnsins A, kt. [...], og aðstefndu verði gert að greiða með barninu einfalt meðlag til fullnaðs átján áraaldurs þess. Til vara er þess krafist að aðilar fari áfram með sameiginlegaforsjá barnsins, en að lögheimili þess verði hjá stefnanda og að stefndu verðiþá gert að greiða með barninu einfalt meðlag til fullnaðs átján ára aldurs. Íbáðum tilvikum er þess krafist að dómurinn ákveði inntak umgengnisréttarbarnsins við það foreldri sem ekki fær forsjá eða lögheimili. Loks krefststefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu að skaðlausu að mati dómsins, aukvirðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefndakrefst þess að kröfu stefnanda um forsjá, lögheimili og meðlag verði hafnað, enað henni verði þess í stað falin forsjá dótturinnar A, og að lögheimili hennarverði áfram hjá stefndu. Til vara er þess krafist að forsjá stúlkunnar verðiáfram sameiginleg og að lögheimili hennar verði áfram hjá stefndu. Einnig erþess krafist að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefndu einfalt meðlag meðdótturinni, eins og það ákvarðast af Tryggingastofnun ríkisins hverju sinni,frá dómsuppsögu til fullnaðs átján ára aldurs. Þá krefst stefnda þess aðdómurinn ákveði inntak umgengni þess foreldris sem ekki fær forsjá stúlkunnar.Loks krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda.Ígreinargerð stefndu er þess enn fremur krafist að dómurinn úrskurði um forsjátil bráðabirgða á meðan málið er rekið fyrir dómi, sem og um umgengni tilbráðabirgða. Undir rekstri málsins krafðist stefnandi þess einnig að honum yrðitil bráðabirgða falin forsjá stúlkunnar. Kröfum beggja aðila þessa efnis varhafnað af dóminum.MálsatvikStefnandií máli þessu er fæddur og uppalinn í [...], en kom fyrst hingað til lands árið2002. Árið 2005 settist hann hér að og hóf þá sambúð með stefndu. Í júní 2011eignuðust þau dótturina A. Stefnandi starfar sem sjálfstætt starfandi [...] ogsegist starfs síns vegna ekki þurfa að hafa fasta búsetu þar sem hann vinnurhverju sinni. Hann kveðst í nánustu framtíð munu búa áfram á Íslandi og vinnaað verkefnum hér á landi og erlendis. Vinnu sinnar vegna þarf hann þó aðferðast til útlanda á 4 til 6 vikna fresti og dvelur þá að jafnaði í viku ísenn, oftast þó skemur. Verkefnin eru á hinn bóginn árstíðabundin, mest er aðgera á vorin og haustin, en lítið á veturna og sumrin. Kveðst hann skipuleggjaferðalög sín með góðum fyrirvara, í samráði við umboðsmann sinn, og hafi hannþá hagsmuni fjölskyldunnar að leiðarljósi. Samkvæmtgögnum málsins er fjárhagsstaða stefnanda góð, hann rekur fyrirtæki hér á landiutan um vinnu sína [...], og skilar það góðum hagnaði ár hvert. Þá á hannhúseignina að [...] hér í borg, sem hann keypti ásamt stefndu meðan á sambúðþeirra stóð. Býr stefnandi þar ásamt núverandi sambýliskonu sinni og ársgamallidóttur þeirra. Stefndaer fædd og uppalin í [...], en kom fyrst til Íslands árið 1999. Þá dvaldi húnhér samfellt í eitt ár, en settist að árið 2004. Sama ár eignaðist hún dóttur,B, með þáverandi sambýlismanni sínum. B er nú tólf ára gömul. Stefndahefur um átta ára skeið rekið eigið fyrirtæki [...] og síðustu sex ár [...].Segir hún fyrirtækið ganga vel og því geti hún greitt sér hærri laun enmeðallaun. Hjá henni starfi að jafnaði 4-5 starfsmenn. Auk starfa við fyrirtækiðsinnir stefnda [...]. Nýverið festi hún kaup á 90 fm íbúð að [...], en áður bjóhún í leiguhúsnæði með dætrum sínum tveimur. Í júní síðastliðnum eignaðiststefnda þriðju dóttur sína, en stefnda og faðir stúlkunnar höfðu ekki hafiðsambúð þegar slitnaði upp úr sambandi þeirra. Íoktóber 2012 lauk stormasamri sambúð stefnanda og stefndu. Í kjölfarið deilduþau hatrammlega um skipti eigna og umgengni dótturinnar, en einnig um umgengnistefnanda við eldri dóttur stefndu. Í október 2013 gerðu þau með sér samning umforsjá, lögheimili, meðlag og umgengni við A. Samkvæmt honum voru aðilar sammálaum sameiginlega forsjá dótturinnar og að lögheimili hennar skyldi vera hjá móðurinni,stefndu. Faðir féllst á að greiða meðlag með barninu, svo og leikskólagjöld, enöll meiri háttar útgjöld, svo sem tannlæknakostnaður og útgjöld vegnatómstunda, áttu að greiðast að jöfnu af foreldrum, enda lægi fyrir samþykkibeggja áður en stofnað yrði til þeirra. Þá var samkomulag um að stúlkan dveldiað jöfnu hjá foreldrum sínum, viku og viku í senn. Jafnframt var þar kveðið áum umgengni um páska, jól og áramót og í sumarleyfi aðila. Loks segir þareftirfarandi: „Samkomulag er um að geti foreldri ekki sinnt umgengnisviku sinniskuli það tilkynna hinu foreldrinu um það með minnst 30 daga fyrirvara.Jafnframt er samkomulag um að foreldri sem ekki getur annast barnið áumgengnistíma leiti fyrst til hins foreldris varðandi umönnun þess áður enleitað er til þriðja aðila. [...] Þá er samkomulag um að barnið megi ferðasttil útlanda með foreldri sínu í jóla-, páska-, vetrar- eða sumarleyfi.Foreldrar láti vita með að minnsta kosti30 daga fyrirvara standi til að fara utan í leyfi með barnið.“Samkomulagþetta var staðfest af Sýslumanninum í Reykjavík í nóvember 2013.Ístefnu segir að stefnandi hafi að stærstum hluta sinnt uppeldi og umönnun Aallan sambúðartíma aðila, en jafnframt gengið eldri dóttur stefndu í föðurstað.Einnig er þar fullyrt að eftir sambandsslit hafi A verið mun meira í umgengniog umsjá stefnanda en stefndu. Í greinargerð stefndu er því hins vegar haldiðfram að stefnandi hafi alfarið stjórnað fyrirkomulagi á umgengni eftir því semhentaði honum hverju sinni, ýmist vegna ferða hans til heimalands síns eðavegna vinnuferða. Af fjölmörgum gögnum málsins má ráða að báðir aðilar sakahvort annað um brot á áður gerðum umgengnissamningi. Lýsa gögnin djúpstæðumágreiningi milli aðila, reiði, tortryggni og ósætti þeirra vegna umgengnistúlkunnar við hvort foreldri. Ganga þar á víxl ásakanir af ýmsu tilefni semekki þykir þó ástæða til að fjölyrða hér um. Sumarið2015 magnaðist ágreiningur aðila um umgengni dóttur þeirra. Vildi stefnda þábreyta umgengni í þá veru að telpan dveldi hjá föður sínum frá fimmtudegi tilmánudags aðra hverja helgi í stað jafnrar umgengni, viku og viku í senn, einsog um hafði verið samið. Taldi stefnda sér ekki lengur fært að koma til mótsvið síbreytilegar þarfir stefnanda, enda þyrfti telpan fyrst og fremst reglu ogfestu í lífi sínu. Stefnandi vildi ekki ganga að þessu, en óskaði þess í stað eftiróbreyttri skipan á umgengni eða að hún yrði ákveðin í samræmi við þarfirbarnsins hverju sinni. Sáttameðferð hjá sýslumanni í nóvember 2015 bar ekkiárangur. Í sáttavottorði kemur fram að foreldrar hafi mætt í eitt viðtal oghafi stefnda ekki talið forsendur fyrir frekari sáttameðferð. Stefnandi hafi áhinn bóginn viljað halda áfram sáttameðferð. Í kjölfarið höfðaði stefnandi málþetta og gerði þær kröfur sem að ofan greinir. Íþinghaldi í máli þessu 12. febrúar 2016 lagði stefnandi fram beiðni um dómkvaðningumatsmanns, þar sem þess var óskað að matsmaður legði mat á aðstæður aðila ogbarnsins, forsjárhæfni aðila, sérstaklega samskiptahæfni, tengsl barnsins viðaðila og eðli þeirra tengsla, svo og hvernig best yrði háttað umgengni barnsinsvið það foreldri sem ekki fengi forsjá eða lögheimili. Loks var þess óskað aðmetin yrðu tengsl barnsins við systkini. Aðósk aðila var C sálfræðingur dómkvödd til matsstarfa og er matsgerð hennardagsett 18. júlí 2016. Matsgerðin er mjög ítarleg og rekur matsmaður þarforsögu málsins, matsferlið, og samtöl sín við aðila og aðra viðmælendur, ásamtþví að gerð er grein fyrir niðurstöðum þeirra sálfræðilegu prófa sem lögð vorufyrir aðila. Í niðurstöðum matsgerðarinnar segir eftirfarandi:Forsjárhæfni aðila,sérstaklega samskiptahæfniEftirtalin sex atriði eru talin vera undirstöður góðrar forsjárhæfni: ást,vernd, öryggi, líkamleg umönnun, atlæti, örvun, hvatning, stuðningur ogfyrirmynd. Matsmaður álítur báða foreldra uppfylla með góðum hætti ofangreindaþætti. Báðir foreldrar sýna barni sínu ástríki og eru hlýlegir í samskiptum viðþað. Báðir foreldrar sýna staðfestu og stöðugleika og taka ábyrgð á barninu ogverja það hættum. Líkamleg umönnun barnsins er mjög góð hjá báðum foreldrum oggóðar aðstæður eru á heimilum þeirra. A nýtur sérlega góðrar örvunar oghvatningar hjá foreldrum sínum og telpan ber þess vitni. Báðir foreldrar erumetnaðarfullir í starfi og eiga innihaldsrík áhugamál sem er hollt og gott aðhafa fyrir barni. Matsmaður telur báða foreldra búa yfir mjög góðriforsjárhæfni.Einnig þarf að líta til persónulegra eiginleika foreldra þegar mat er lagtá forsjárhæfni þeirra. Það er ekkert í persónugerð M og K sem ætti að koma íveg fyrir að þau geti ræktað foreldraskyldur sínar. Sálfræðileg próf leiða í ljósað M og K eru ekki haldin neinum geðrænum vanda heldur búa þau bæði yfir góðumsjálfstyrk. Í viðtölum við þau bæði og þegar lífshlaup þeirra er skoðað ermargt sem er líkt með þeim að mati matsmanns. Bæði hafa þau kosið að flytja fráættjörð sinni og setjast að á Íslandi þar sem þau hafa komið sér vel fyrir.Það þarf ýmsa styrkleika til að það geti tekist eins vel og raun ber vitni. Mog K eru bæði vel greind, kjarkmikil, sjálfstæð, lausnarmiðuð og félagslegasterk. Samskiptahæfni þeirra beggja er góð ef litið er til þess hversu vel þauhafa aðlagast hér á landi og myndað varanleg vinatengsl. Þau búa yfireiginleikum sem þarf til að ná samkomulagi um hvernig hagsmunum A sé bestborgið. Vonbrigði og sársauki í sambandi þeirra og sambandsslitum hefur birgtþeim sýn og gert þeim erfitt fyrir að standa saman sem foreldrar. Það hefurm.a. birst í alvarlegum ásökunum á báða bóga um líkamlegt harðræði semmatsmanni finnst ekki sérstaklega trúverðugt. Jafnframt hefur það birst íósveigjanleika þeirra varðandi umgengni A við þau og á það sérstaklega við ummóður. Matsmaður álítur að æskilegast væri að þau M og K færu áfram sameiginlegameð forsjá A að því gefnu að þau færu í ráðgjöf þar sem væri unnið á lausnamiðaðanhátt að því að festa niður fyrirkomulag á umgengni, allt með hagsmuni A aðleiðarljósi.Tengsl barnsins viðaðila og eðli þeirra tengslaÚt frá frásögnum aðila og athugun virðast tengsl A við foreldra veraheilbrigð og góð. A virkaði örugg í návist þeirra og var einkennandi fyrirsamskiptin að báðir foreldrar sýndu henni virka svörun, þolinmæði og leiðsögn.Tengslamyndun A, eins og hún birtist matsmanni, ber vott um að hún hafi hlotiðviðeigandi örvun, ást og umhyggju frá fæðingu. Barn sem finnur fyrir virkrisvörun uppalenda og finnur að þörfum þess sé mætt lærir smám saman að það geturtreyst umhverfinu. Þessir þættir eru sýnilegir í fari A og birtast í samskiptumhennar við foreldra, auk þess sem umsögn frá leiksólakennurum staðfestirþað. Tengsl barnsins viðsystkiniA á þrjár systur, tvær móðurmegin og eina föðurmegin. Tvær yngri systurhennar eru innan við eins árs gamlar og tenging við þær tekur mið af þeim aldriog virðist vera eðlileg. Öðru máli gegnir um tengsl A við eldri systur hennarsem er tæplega 12 ára gömul og þær alltaf fylgst að. Ljóst er að samband þeirraer náið og þrátt fyrir aldursmun ná þær saman í leik og sú eldri finnur tileðlilegrar ábyrgðar gagnvart þeirri yngri.Hvernig best verðiháttað umgengni barnsins við það foreldri sem ekki fær forsjá eða lögheimili Báðir foreldrar eru hæfir foreldrar og A er vel tengd báðum foreldrum sínumog því mikilvægt að henni verði gert kleift að umgangast þau bæði eins ríkulegaog tök eru á. Burtséð frá því hvort foreldri fer með forsjá er ljóst aðumgengnissamningur verður að taka mið af óhefðbundnum vinnutíma föður til að Aeigi þess kost að eiga góða umgengni með honum. Það mun reyna á sveigjanleikamóður sem hún sýndi lengst framan af eftir sambúðarslit. Við aðalmeðferð málsins gaf matsmaður skýrslufyrir dóminum, greindi þar frá niðurstöðum sínum, rakti efnistök og svaraðispurningum aðila og dómara. Ítrekað aðspurð kvaðst matsmaðurinn hvorki vilja négeta gert upp á milli foreldra, enda væru þau bæði mjög hæfir foreldrar. Þá tókmatsmaðurinn fram að hún óttaðist að það þjónaði ekki hagsmunum barnsins efannað foreldra fengi fulla forsjá þess. Gæti hitt þá komið í veg fyrir ríkulegaumgengni eða hunsað óskir þess sem ekki færi með forsjána. Betra væri ef forsjáinyrði áfram sameiginleg og að aðilar kæmu sér saman um umgengni dótturinnar viðþau. Auk matsmannsins gáfu aðilar málsins skýrslufyrir dóminum, svo og vitnin D, sambýliskona stefnanda, Valgeir Sigurðsson,samstarfsmaður stefnanda, og E, fyrrverandi sambýlismaður stefndu og faðirelstu dóttur hennar, B.Dómurinnleitaði ítrekað eftir vilja aðila til sátta og bauð þeim einnig til sáttamiðlunar,en án árangurs. Þrátt fyrir varakröfu beggja málsaðila um áframhaldandi sameiginlegaforsjá yfir dótturinni, telja þeir forsendur þess fyrirkomulags með öllubrostnar. Kemur sú afstaða þeirra fram bæði í stefnu og greinargerð, og vareinnig ítrekuð við munnlegan flutning málsins.Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir kröfu sína um forsjá á því aðþað sé barninu fyrir bestu að hann fari með forsjá stúlkunnar. Hafi hann íreynd farið með fulla forsjá barnsins frá sambúðarslitum aðila og felistkrafa hans í því að lagaleg staða hans gagnvart dóttur sinni verði færð tilbókar í samræmi við framkvæmd síðustu ára. Ástæða þess að hann fari ekki aðeinsfram á lögheimilisbreytingu heldur og fulla forsjá sé sú að stefnda hafi undanfarinfjögur ár reynst ófær um að eiga í þeim samskiptum við stefnanda sem sameiginlegforsjá geri ráð fyrir. Hún hafi sýnt velferð stúlkunnar takmarkaðan áhuga ogoft hafi liðið mánuðir milli þess sem hún átti í samskiptum við hana. Að matistefnanda hafi stefnda aðeins látið sig velferð stúlkunnar varða þegar hún hafiátt í lagalegum deilum við stefnanda eða verið honum ósátt. Aukinheldur telurstefnandi stefndu lítt færa um að leggja reiði sína og ósætti í garð hans tilhliðar. Stefnandi hafi ítrekað reynt að bæta samskipti sín við stefndu, en ekkihaft erindi sem erfiði. Byggir hann á því að stefnda hafi lítt skeytt um hagsmunibarnsins og forsaga málsins sýni að sátt milli þeirra muni ekki nást. Því séuekki lengur til staðar skilyrði fyrir sameiginlegri forsjá þeirra. Stefnandi vísar til þess að stúlkan hafi notiðumönnunar hans nánast óslitið frá fæðingu og sé hún bæði vön honum og háð, aukþess að vera tengdari honum en öðrum. Hann hafi lagt mikla áherslu á líkamlegtog tilfinningalegt öryggi stúlkunnar og að regla sé á lífi hennar. Þar sem stórhluti fjölskyldu stúlkunnar sé búsettur erlendis hafi stefnandi lagt mikla áhersluá að viðhalda tengslum hennar við fjölskylduna og styrkja eftir megni. Þannigsendi hann reglulega myndir til fjölskyldunnar og frá upphafi hafi stúlkanverið í samskiptum við móður hans í gegnum „skype“, þrisvar sinnum í viku hiðminnsta. Þá haldi hann við reglulegum samskiptum hennar við aðra ættingja ásama hátt. Stefnda hafi á hinn bóginn ítrekað lagt stein í götu góðrasamskipta. Hún hafi tilhneigingu til þess að líta á alla aðra en foreldrana semþriðja aðila í lífi stúlkunnar og oftar en ekki reynt að halda þeim utan þess.Þá veiti hún sinni fjölskyldu litlar upplýsingar um stúlkuna og sendi hennisjaldan myndir. Heldur stefnandi því fram að stefnda hafi bannað fjölskyldusinni að eiga í samskiptum við stefnanda og hafi fjölskylda hennar ekki séðannan kost en að beygja sig undir vilja hennar. Stefnandi vísar enn fremur til þess að stúlkanhafi búið á heimili hans frá unga aldri en þar búi hún við festu og öryggi. Húneigi sitt eigið herbergi og húsið sé nálægt leikskóla hennar. Stefnandi ogsambýliskona hans vinni alla jafnan ekki eftir að leikskóla ljúki eða umhelgar og dagskráin fari því sjaldan úr skorðum. Stefnandi eyði miklum tíma meðstúlkunni, til dæmis fari hann oft í viku með hana í sund og því sé hún orðinflugsynd. Þau ferðist mikið og njóti þess að eiga gott og eðlilegtfjölskyldulíf. Stúlkan búi við fjárhagslegt öryggi hjá stefnanda og hafi aldreiliðið neinn skort. Fyrir utan stóra fjölskyldu og vini erlendis þá eigistefnandi og sambýliskona hans gott og þétt vinanet á Íslandi og hafi þaðreynst þeim mjög vel þegar á hefur reynt. Þá dveljist móðir sambýliskonu hanshér á landi löngum stundum og hafi nú í hyggju að festa kaup á íbúð nálægt þeimsvo auðveldara sé fyrir hana að fara á milli.Stefnanditekur fram að hann þurfi starfs síns vegna að ferðast reglulega til útlanda.Allar ferðir hans séu þó skipulagðar fram í tímann með hagsmuni fjölskyldunnarí huga og standi þær yfirleitt aðeins í örfáa sólarhringa og oftast líði langurtími á milli þeirra. Þá hafi hann rétt á því að taka fjölskyldu sína með sér.Þannig hafi ferðir hans ekki valdið miklum truflunum á daglegri rútínu ogheimilislífi. Stefnandisegir dóttur sína hafa ferðast mikið allt frá því hún var þriggja mánaða gömul.Hún sé búsett á Íslandi, eigi föður frá [...], móður frá [...] og stjúpmóðurfrá [...]. Augljóst sé að hún muni halda því áfram. Þetta sé ekki óalgengt í nútímasamfélagiog sé rétt að því staðið ætti það síður en svo að vera andstætt hagsmunumhennar. Aukofanritaðs heldur stefnandi því fram að stefnda hafi búið við lítiðfjárhagslegt öryggi og stuðningsnet hennar verið takmarkað. Hún hafi alla tíðunnið mikið og iðulega einnig á laugardögum, og stúlkan því oft sett í pössunutan leikskólatíma. Að mati hans yrði aðskilnaður stúlkunnar við hann þvíþungbærari en gagnvart stefndu og myndi valda henni mun meira óþarfa raski. Aukþess sé stefnda síður hæf til þess að annast barnið, meðal annars vegnaalvarlegra skapgerðarbresta og lítillar innsýnar í þarfir þess.Stefnandikrefst þess að ákveðið verði með dómi hvernig umgengni barnsins verði við þaðforeldri sem ekki fer með forsjá þess, en stefnandi tekur fram að hann vilji aðbarnið njóti reglulegrar umgengni við stefndu, eins og þarfir hennar og viljistandi til hverju sinni.Krafastefnanda um meðlag byggist á framfærsluskyldu beggja foreldra við barnið og séfjárhæð kröfunnar miðuð við tekjur stefndu sem stefnandi telji fullnægjandi tilgreiðslu einfalds meðlags.Umlagarök, til stuðnings kröfu sinni um forsjá barnsins, meðlag og umgengnis-ákvörðun, vísar stefnandi til ákvæða barnalaga nr. 76/2003, einkum 2. mgr. 34.gr. og um málsmeðferðarreglur til 4. mgr. 36. gr. sömu laga. Um varnarþing ervísað til 115. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Kröfu um málflutningsþóknunstyður stefnandi við reglur XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.Málsástæður stefndu og lagarökStefndatelur að forsendur sameiginlegrar forsjár séu brostnar milli aðila og því sénauðsynlegt að dómur kveði á um að öðrum hvorum aðila verði falin forsjástúlkunnar. Forsenda sameiginlegrar forsjár sé að foreldrar geti í samvinnualið önn fyrir barni, en stöðug átök og gríðarleg stjórnsemi stefnanda komi aðmati stefndu í veg fyrir að aðilar geti staðið saman að ákvörðunum er varðistúlkuna.Stefndabyggir á því að samkvæmt 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 beri dómara aðláta hagsmuni barnsins ráða við ákvörðun um forsjá þess. Í því samhengi sé vertað benda á greinargerð með frumvarpi því sem hafi orðið að gildandi barnalögum,en þar sé getið ýmissa atriða sem taka eigi tillit til við ákvörðun um forsjábarna. Sérstaklega megi þar nefna stöðugleika, en stefnda telur að mun meiristöðugleiki ríki í lífi hennar en stefnanda. Eins og greina megi í barnalögumsé litið svo á að stöðugleiki og öryggi séu meðal lykilatriða til að tryggjabörnum þroskavænleg skilyrði. Í dæmaskyni sé þar rætt um stöðugleika í ytraumhverfi eða aðstæðum barns og hvort líklegt sé að barnið þurfi að flytja úrþví umhverfi sem það þekki. Stefnda kveðst verða áfram með fasta búsetu hér álandi ásamt eldri dóttur sinni og sé hér í föstu starfi. Stefnandi ferðist áhinn bóginn mikið og sé þannig mikið fjarverandi, þótt stúlkan sé í umgengnihjá honum. Starfi stefnandi meira á erlendri grundu en hér á landi. Þá sénauðsynlegt að líta til þess að sambýliskona stefnanda sé erlend leikkona, ogtelur stefnda litlar líkur á að hún setjist varanlega að hér á landi. Stefndatelur hins vegar ljóst að framtíð hennar og barna hennar sé hér á landi og aðalstarfsvettvangur hennar verði sömuleiðis hér.Stefndabyggir kröfur sínar einnig á því að hún hafi frá fæðingu stúlkunnar verið aðalumönnunaraðilihennar og að þær mæðgur séu mun tengdari tilfinningalega en stefnandi ogstúlkan. Þegar stúlkan sé hjá henni sé það hún sem annist hana en ekki aðrir.Þannig sé einnig ljóst að skráning umönnunardaga hjá henni séu skýrlega þeirdagar sem hún annist barnið sjálf en ekki þriðji aðili. Slíku sé augljóslegaekki fyrir að fara hjá stefnanda, en hann sé oft fjarverandi þá daga semstúlkan sé í umgengni við hann. Því sé alls óljóst hversu mikið hann hafi íraun annast barnið síðustu árin. Þá byggir stefnda einnig á því að sambandstúlkunnar við eldri systur sé mjög kærleiksríkt og þær afar hændar hvor aðannarri.Stefndabyggir jafnframt á því að stúlkan sé farin að sýna mjög eindreginn vilja til aðvera meira hjá stefndu en stefnanda. Þannig séu skiptidagar milli heimila afarerfiðir þar sem hún bíði allan daginn eftir stefndu, en sé í raun ósátt við aðfara í leikskóla þegar hún viti að stefnandi eigi að sækja hana. Kveðst húnhafa þurft að tala stúlkuna inn á að fara í leikskólann þá morgna sem hún veitað stefnandi á að sækja hana. Stefndatelur stúlkuna þarfnast beggja foreldra sinna og leggi því áherslu á góðaumgengni við báða foreldra. Telur hún mikilvægt að umgengni verði í framtíðinnimiðuð við þarfir barnsins, en ekki stefnanda, og því verði umgengni miðuð viðrúma umgengni aðra hvora helgi, svo meiri líkur séu á því að stefnandi getistaðið við áætlaða umgengni og að minna verði um breytingar, barninu tilheilla.Krafastefndu um forsjá dóttur sinnar, lögheimili og umgengni er byggð á barnalögumnr. 76/2006, einkum 34. gr., sbr. 28. gr. og 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðannaum réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Þá er byggt á barnalögum í heild,svo og meginreglum þeirra og undirstöðurökum. Meðlagskrafan byggist á 4. mgr.34. gr. barnalaga nr. 76/2003 sem og ákvæðum sömu laga um framfærsluskylduforeldra, sbr. 53. gr. og 6. mgr. 57. gr. þeirra laga. Um málsmeðferð vísasttil VI. kafla barnalaga. Krafa um málskostnað er byggð á 130. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála, og um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun ervísað til laga nr. 50/1988. NiðurstaðaÍmáli þessu deila aðilar um forsjá dóttur þeirra, A, sem fædd er [...] 2011.Eins og áður greinir gerðu aðilar málsins með sér samning um forsjá, lögheimili,meðlag og umgengni við stúlkuna [...]. október 2013, sem síðan var staðfesturaf Sýslumanninum í Reykjavík í nóvember 2013. Samkvæmt samningnum fóruforeldrar sameiginlega með forsjá dóttur sinnar, en lögheimili hennar skyldivera hjá stefndu. Báðir gera nú kröfu um að þeim verði falin óskipt forsjástúlkunnar.Samkvæmt1. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 sker dómari úr málinu með dómi hafi sáttekki tekist. Í 2. mgr. 34. gr. sömu laga segir að dómari kveði á um hvernigforsjá barns eða lögheimili verði háttað eftir því sem barni er fyrir bestu.Meðal þeirra atriða sem líta ber til við mat á því er hæfi foreldra,stöðugleiki í lífi barnsins, tengsl þess við báða foreldra sína, skylda þeirratil að tryggja rétt barnsins til umgengni, hætta á að barnið, foreldri eðaaðrir á heimili þess hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilji barns, aðteknu tilliti til aldurs þess og þroska.Ískýrslu sinni fyrir dómi bar stefnandi að hann þyrfti vinnu sinnar vegna aðdvelja erlendis um það bil fjóra daga í mánuði. Vegna þessa kvaðst hann stundumþurfa á hjálp sambýliskonu sinnar að halda þegar A væri í umgengni hjá sér.Þegar hann væri á landinu ynni hann hins vegar mikið heima við og lyki vinnuþegar sækja þyrfti A á leikskóla. Aðspurður taldi hann ekki óeðlilegt að hannferðaðist mikið með stúlkuna í ljósi þess að hún þekkti vel þá staði sem þauferðuðust til og þar byggju einnig ættingjar hennar og venslafólk. Þá fullyrtihann að hann og sambýliskona hans hefðu ekki í hyggju að flytja úr landi.Stefnandi kvaðst alltaf hafa verið kurteis í samskiptum sínum við stefndu ogað hann hefði sýnt henni sveigjanleika. Stefnda hefði hins vegar kallað hannöllum illum nöfnum. Þá hefði stefnda tálmað umgengni til þess að særa hann. Aðmati stefnanda hefði stefnda ekki nægan tíma fyrir barnið. Þó tryði hann því aðhún væri að gera sitt besta. Ímáli stefndu fyrir dómi kom fram að A ætti rétt á að umgangast báða foreldrasína. Hún sagðist ósátt við það að stefnandi væri í útlöndum þegar stúlkan værií umgengni hjá honum. Þegar stefnandi væri ekki á landinu vildi hún hafa A hjásér, eins og þau hefðu samið um á sínum tíma. Stefnda kvaðst ekki þurfa að farautan til þess að sinna [...] þar sem hún gæti gert slíkt í gegnum tölvunaheima. Þegar hún færi gætu dætur hennar dvalist hjá foreldrum hennar í [...]meðan hún ynni. Þessar ferðir væru á hinn bóginn færri en tvisvar á ári.Stefnda lýsti stefnanda sem góðum föður og sagði hún A tala vel um hann og aðhún elski hann mikið. Hún kvaðst tilbúin til þess að veita stefnanda ríflegaumgengni um helgar og í fríum, fengi hún forsjána. Hins vegar kvaðst hún hræddum að missa A til útlanda, yrði niðurstaðan sú að faðirinn fengi forsjábarnsins. Þá neitaði hún því að hafa tálmað umgengni A við föður sinn, ensagðist hafa haft barnið hjá sér þegar hann hefði ekki verið á landinu.Einsog áður hefur verið rakið starfar stefnandi sem [...] og býr, ásamtsambýliskonu sinni og dóttur þeirra, litlu systur A, í einbýlishúsi í [...].Stefnda er [...], en sinnir einnig [...]. Hún er einstæð móðir þriggja dætra ogbýr ásamt dætrum sínum í íbúð í [...] sem hún festi nýlega kaup á. Dómurinn ersammála niðurstöðu dómkvadds matsmanns um að báðir aðilar séu mjög hæfir ogframbærilegir foreldrar og hafi allt til þess að bera til að vera A góðfyrirmynd og geta búið henni góð og þroskavænleg skilyrði. Í matsgerðinni segireinnig að sálfræðileg próf hafi leitt í ljós að hvorugt þeirra sé haldið neinumgeðrænum vanda, heldur byggju þau yfir góðum sjálfstyrk. Þau séu bæði velgreind, kjarkmikil, sjálfstæð, lausnarmiðuð og félagslega sterk. Bæði hefðuþau aðlagast hér á landi og myndað varanleg vinatengsl. Er það álit dómsins aðekkert hafi komið fram sem rýrt getur hæfni aðila til þess að sinna andlegum oglíkamlegum þörfum barnsins eða að tryggja því þroskavænleg skilyrði. Ímáli þessu hefur verið lagður fram mikill fjöldi gagna um samskipti aðila,ýmist í formi símaskilaboða, tölvuskeyta eða endurrita af samtölum. Eru gögnþessi flest því marki brennd að þau hafa enga þýðingu fyrir úrslit málsins, enendurspegla aðeins djúpstæðan ágreining og ósætti aðila um tilhögun umgengnivið telpuna. Virðist aðilum ógjörningur að leggja þann ágreining til hliðar ísamskiptum sínum. Ómótmælter að A hefur frá sambúðarslitum og fram til sumars 2015 að jafnaði dvalistlengur hjá stefnanda en stefndu. Þá hefur hún í mörg skipti dvalist í lengritíma erlendis með stefnanda. Frá sumrinu 2015 hefur umgengni stúlkunnar viðforeldra sína þó verið nokkuð jöfn og í samræmi við forsjársamning aðila. Frásambúðarslitum hefur hún haft lögheimili hjá móður sinni, en þar býr einnigeldri systir hennar, B, og nokkurra mánaða gömul yngri systir. Þá á A ársgamlasystur á heimili föður. Ekki er um það deilt að A á heilbrigð, innihaldsrík ogsterk tengsl við báða foreldra sína og systur, ekki síst eldri systur sína, B,en fram kemur í matsgerð dómkvadds matsmanns að samband þeirra sé náið þráttfyrir aldursmun, enda hafi þær hafi alltaf fylgst að. Með hliðsjón af þeim góðutengslum sem A hefur við báða foreldra sína þykir ljóst að verði öðrum aðilanumfalin óskipt forsjá telpunnar muni það óhjákvæmilega hafa einhverja röskun íför með sér fyrir hana, þar sem hún mun þá líklega ekki umgangast forsjárlausaforeldrið í jafn ríkum mæli og áður. Þráttfyrir eindregna afstöðu matsmanns um að æskilegast væri að foreldrarnir færuáfram með sameiginlega forsjá stúlkunnar telur dómurinn að langvinnar og hatrammardeilur þeirra um umgengni barnsins, ásakanir og tortryggni í hvors annars garðaf ýmsu tilefni, ásamt ítrekuðum yfirlýsingum þeirra sjálfra um að allarforsendur fyrir sameiginlegri forsjá séu brostnar, komi í veg fyrir að unnt séað kveða á um áframhaldandi sameiginlega forsjá þeirra. Í því sambandi erminnt á að forsenda slíks fyrirkomulags er að gott og stöðugt samstarf sé ámilli foreldra og að þau sýni hvort öðru sveigjanleika, traust, gagnkvæmavirðingu og tillitssemi. Þótt ekkert bendi til þess að ósætti foreldranna hafihingað til haft slæm áhrif á þroska stúlkunnar eða tilfinningaleg tengslhennar, telur dómurinn engu að síður að slíkt kunni í náinni framtíð að markasín spor í uppeldi barnsins og draga úr möguleikum þess til að alast upp viðþroskavænleg skilyrði. Þykir því nauðsynlegt að dómurinn kveði á um að annaðforeldra fái óskipta forsjá stúlkunnar. Aer nú fimm ára gömul og hefur því nám í grunnskóla næsta haust. Er mikilvægt aðró og festa hafi þá skapast í samskiptum foreldra og umgengni barnsins við þá.Ljóst er að vegna starfs stefnanda og tíðra ferðalaga hans til útlanda hefurhann ekki sömu tækifæri og stefnda til að fylgja eftir reglubundinni skólagöngutelpunnar og búa henni þann stöðugleika, aðhald og eftirfylgni sem henni ernauðsyn við þær aðstæður. Í því ljósi, svo og þegar litið er til þess aðlögheimili stúlkunnar hefur verið hjá stefndu frá sambúðarslitum aðila, er þaðniðurstaða dómsins að fallast beri á aðalkröfu stefndu og fela henni forsjá Atil átján ára aldurs hennar. Að áliti dómsins þjónar sú skipan best hagsmunumbarnsins, sbr. 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, um leið og tryggt verðurað ekki er raskað nánu og kærleiksríku sambandi stúlkunnar við eldri systursína, B, sem einnig býr hjá stefndu. Samkvæmt5. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, sbr. og 2. og 6. mgr. 57. gr. sömu laga,ber dómara að kröfu foreldris að kveða á um meðlag í dómi, enda hafi krafaverið um það gerð. Í samræmi við þetta og þá niðurstöðu að réttast sé að forsjábarnsins verði hjá stefndu verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndueinfalt meðlag með barninu, eins og það ákvarðast hverju sinni afTryggingastofnun ríkisins, frá dómsuppsögu til fullnaðs 18 ára aldurs þess. Ímáli þessu er einnig gerð krafa um að dómurinn ákveði inntak umgengni þessforeldris sem ekki fær forsjána. Dómurinn telur mikilvægt að A fái að umgangastríkulega það foreldri sem ekki fer með forsjána og er það einnig í samræmi viðniðurstöðu dómkvadds matmanns. Enginn vafi leikur á að samband stefnanda viðdóttur sína er náið og er það í þágu hagsmuna barnsins að viðhalda því með einsríflegri umgengni og kostur er. Um leið er áréttað að stefndu er skylt að sjátil þess að barnið fái að umgangast stefnanda eins og ákveðið er með dómiþessum og kveðið er á um í dómsorði. Samkvæmt því verður umgengni A viðstefnanda sem hér segir: Advelur hjá stefnanda aðra hverja viku frá fimmtudagssíðdegi til mánudagsmorgunsog skal stúlkan sótt og henni skilað í leikskóla/skóla á þeim dögum, í fyrstasinn 1. desember 2016 til 5. desember 2016. Áhverju sex vikna tímabili skal A dvelja vikulangt hjá stefnanda, frá kl. 12 áhádegi á laugardegi til kl. 12 á hádegi næsta laugardags. Skal stefnandi sækjastúlkuna á heimili stefndu og stefnda síðan sækja hana að viku liðinni áheimili stefnanda. Stefnandi skal með minnst 30 daga fyrirvara tilkynnastefndu hvaða viku innan hvers sex vikna tímabils hann kjósi að stúlkan dveljií umgengni hans. Geti stefnandi ekki sinnt umgengni á því tímabili, t.d. vegnavinnu sinnar, fjarveru eða af öðrum ástæðum, fellur umgengni niður þann tíma.Fyrsta sex vikna tímabil af þessu tagi hefst 31. desember 2016. Íjólaleyfi, frá 20. til 27. desember, og um áramót, frá 28. desember til 2.janúar ár hvert, skal A dvelja til skiptis hjá foreldrum sínum, fyrst hjástefnanda um komandi jól, en hjá stefndu um áramót, og síðan koll af kolli.Sama fyrirkomulag skal vera um hverja páska, en um páskana 2017 skal stúlkanfyrst dvelja hjá stefndu. Í vetrarleyfum grunnskóla skal A dvelja til skiptishjá foreldrum sínum nema samkomulag náist um annað. Ísumarleyfi skal A dvelja hjá stefnanda í fjórar vikur, fyrst frá 20. júlí 2017,en frá 20. júní 2018, og síðan koll af kolli. Áfrýjundómsins frestar ekki réttaráhrifum hans. Meðhliðsjón af atvikum öllum og eðli málsins þykir rétt að hvor aðila beri sinnkostnað af málinu. Dómþennan kváðu upp Ingimundur Einarsson dómstjóri, sem dómsformaður, ogsálfræðingarnir Guðfinna Eydal og Þorgeir Magnússon.D Ó M S O R Ð: Stefnda,K, skal fara með forsjá stúlkunnar A, kt. [...], til átján ára aldurs hennar. Stefnandi,M, greiði mánaðarlega einfalt meðlag með stúlkunni, eins og það ákvarðasthverju sinni af Tryggingastofnun ríkisins, frá dómsuppsögu til fullnaðs átjánára aldurs hennar. Umgengnistúlkunnar við stefnanda skal þannig háttað: Advelur hjá stefnanda aðra hverja viku frá fimmtudagssíðdegi til mánudagsmorgunsog skal stúlkan sótt og henni skilað í leikskóla/skóla á þeim dögum, í fyrstasinn 1. desember 2016 til 5. desember 2016. Áhverju sex vikna tímabili skal A dvelja vikulangt hjá stefnanda, frá kl. 12 áhádegi á laugardegi til kl. 12 á hádegi næsta laugardags. Skal stefnandi sækjastúlkuna á heimili stefndu og stefnda síðan sækja hana að viku liðinni áheimili stefnanda. Stefnandi skal með minnst 30 daga fyrirvara tilkynna stefnduhvaða viku innan hvers sex vikna tímabils hann kjósi að stúlkan dvelji íumgengni hans. Geti stefnandi ekki sinnt umgengni á því tímabili, t.d. vegnavinnu sinnar, fjarveru eða af öðrum ástæðum, fellur umgengni niður þann tíma.Fyrsta sex vikna tímabil af þessu tagi hefst 31. desember 2016. Íjólaleyfi, frá 20. til 27. desember, og um áramót, frá 28. desember til 2.janúar ár hvert, skal A dvelja til skiptis hjá foreldrum sínum, fyrst hjástefnanda um komandi jól, en hjá stefndu um áramót, og síðan koll af kolli.Sama fyrirkomulag skal vera um hverja páska, en um páskana 2017 skal stúlkanfyrst dvelja hjá stefndu. Í vetrarleyfum grunnskóla skal A dvelja til skiptishjá foreldrum sínum nema samkomulag náist um annað. Ísumarleyfi skal A dvelja hjá stefnanda í fjórar vikur, fyrst frá 20. júlí 2017,en frá 20. júní 2018, og síðan koll af kolli. Málskostnaðurmilli aðila fellur niður. Áfrýjundómsins frestar ekki réttaráhrifum hans. |
Mál nr. 201/2017 | Fasteign Skipulag Skaðabætur Fyrning | S krafðist skaðabóta úr hendi M vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna breytinga á deiliskipulagi sem birt var í Stjórnartíðindum 11. september 2008. Kröfu sína studdi hann við yfirmatsgerð frá 19. júní 2012 en málið höfðaði hann með birtingu stefnu 14. júní 2016. Héraðsdómur vísaði til þess að S hefði staðið að öflun sérfræðiálits um ætlað tjón sitt 28. apríl 2010. Þann dag hefði honum því strax mátt vera ljóst að hann gæti átt kröfu til skaðabóta úr hendi M. Með því að hann hefði ekki höfðað málið fyrr en 14. júní 2016 væri fjögurra ára fyrningarfrestur kröfu hans liðinn og var M því sýknaður. Í dómi sínum tók Hæstiréttur fram að fyrningarfrestur kröfunnar hefði byrjað að líða við birtingu auglýsingarinnar 11. september 2008 og vísaði í þeim efnum til dóms réttarins í máli nr. 549/2015. Með þeirri áréttingu var hinn áfrýjaði dómur staðfestur. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Greta Baldursdóttir ogGunnlaugur Claessen fyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 28. mars 2017. Hann krefst þess að stefnda verði gert aðgreiða sér 3.432.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. ágúst 2012 til greiðsludags. Þá krefsthann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi keypti áfrýjandi íbúð ífjöleignarhúsi að Stórakrika 1 í Mosfellsbæ með samningi 22. október 2007. Eftirkaupin kynnti stefndi tillögu um breytingu á deiliskipulagi á þessu svæði, semfól meðal annars í sér að skólahús, sem fyrirhugað var að reisa skammt fráfjöleignarhúsinu, yrði stærra en ráðgert var í skipulagi, sem gilti þegarkaupin voru gerð, ásamt því að lóð skólans skyldi stækkuð og bílastæðum ogaðkomu að húsinu breytt. Breyting þessi á skipulagi náði fram að ganga og varauglýsing um hana birt í Stjórnartíðindum 11. september 2008. Áfrýjandi telurþessa skipulagsbreytingu hafa leitt til lækkunar á verðmæti íbúðarinnar oghöfðaði hann mál þetta 14. júní 2016 til heimtu skaðabóta vegna þessa aðfjárhæð 3.432.000 krónur, en þá kröfu styður hann við niðurstöðu dómkvaddrayfirmatsmanna í matsgerð 19. júní 2012. Stefndi krefst sýknu af þeirri kröfu,einkum á þeim grundvelli að hún hafi verið fyrnd við höfðun málsins, sbr. 1.mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda.Eins og atvikum er hér háttað mátti áfrýjanda þegar vera ljóst viðbirtingu auglýsingar um breytingu á deiliskipulaginu að hún myndi leiða tilverðrýrnunar á íbúð hans. Verður því að líta svo á að fyrningarfresturkröfunnar hafi byrjað að líða við birtingu auglýsingarinnar 11. september 2008,sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 14. apríl 2016 í máli nr. 549/2015. Rétt erað aðilarnir beri hvor sinn málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. mars2017.I Mál þetta, sem var dómtekið8. febrúar sl., er höfðað 14. júní 2016 af Sigurði Birni Sigurðssyni,Litlakrika 60, Mosfellsbæ, gegn Mosfellsbæ, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Stefnandi krefst þess aðstefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skaðabætur, samtals að fjárhæð3.432.000 krónur, samkvæmt 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997,sbr. 51. og 56. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt dráttarvöxtum frá 1. ágúst2012 til greiðsludags, samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Þá krefst stefnandimálskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt mati dómsins, auk virðisaukaskatts ámálskostnað. Stefndi krefst sýknu aföllum dómkröfum stefnanda auk málskostnaðar. II Málavextir eru þeir að meðkaupsamningi 22. október 2007 festistefnandi kaup á íbúð í fjölbýlishúsi að Stórakrika 1, sem er í Krikahverfi íMosfellsbæ. Kaupverð eignarinnar nam 32.875.000 krónum. Íbúðin er fjögurraherbergja, 122,7 fermetrar að stærð, merkt nr. 304 og með fastanúmerið230-4751. Stefnandi seldi íbúðina 28. mars 2011 og var söluverð hennar28.500.000 krónur. Rúmlega hálfu ári eftir aðstefnandi keypti íbúðina, eða þann 8. maí 2008, fór fram grenndarkynning vegnatillögu um breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis. Kynningin var send íbúum aðStórakrika 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15 og 19, auk annarra fasteignaeigenda ínærliggjandi húsum. Breytingin laut einkum að byggingu skólahúss á lóð nr. V-5við Krikaskóla sem fyrirhugað var að byggja í hverfinu, norðan við Stórakrika.Í tillögunni fólust breytingar á aðkomu og bílastæðum við skólann, stækkunskólalóðar til norðausturs, auk þess sem gert var ráð fyrir að fyrirhugaðskólahús yrði stækkað og haft á tveimur hæðum í stað einnar, þannig að skólinnyrði níu metrar að hæð í stað sex metra áður. Þann 5. júní 2008 mótmæltistefnandi breytingunum við stefnda, ásamt öðrum íbúum og eigendum að Stórakrika1, þar sem hann taldi þær leiða til þess að eign hans lækkaði í verði. Að matistefnanda og annarra íbúa myndi hækkun skólahússins draga úr útsýni hjá fjöldaíbúðareigenda og framkvæmdirnar hafa verulegt rask og óþægindi í för með sér,meðal annars vegna meiri umferðar við skólann. Íbúarnir hefðu valið sér eignirað Stórakrika 1 til kaups með tilliti til gildandi deiliskipulags. Kröfðustþeir þess að horfið yrði frá fyrrnefndum breytingum, ella áskildu þeir sér rétttil skaðabóta þar sem forsendur fyrir kaupunum væru brostnar. Í kjölfar þessaramótmæla voru gerðar breytingar á deiliskipulagstillögunum og byggingarreiturskólans færður um 10 metra fjær Stórakrika 1 og hæð skólans lækkuð um allt aðeinn metra. Með bréfi 9. júlí 2008 var íbúum og eigendum að Stórakrika 1 síðantilkynnt að tillagan svo breytt hefði verið samþykkt í skipulags- ogbyggingarnefnd stefnda. Skipulagsbreytingin var birt í Stjórnartíðindum 11.september 2008 með auglýsingu dagsettri 10. september s.á. Að sögn stefnanda áttu íbúarog eigendur að Stórakrika 1 fund í kjölfar skipulagsbreytingarinnar meðstarfsmönnum stefnda þar sem þeir kröfðust bóta. Haustið 2009 kveður stefnandiað fulltrúar nokkurra eigenda að Stórakrika 1 hafi fundað, ásamt lögmannisínum, með bæjarstjóra stefnda til að ræða þær bótakröfur. Ekki hafi náðstsamkomulag um bætur og hafi stefnandi þá óskað eftir því eftir að fásérfræðiálit á ætluðu tjóni sínu ásamt öðrum eigendum fasteigna að Stórakrika1, 3, 5, 7, 9, 11 og 13. Fasteignasalarnir SverrirKristinsson og Þorleifur St. Guðmundsson voru fengnir til að meta tjónið.Samkvæmt álitsgerð þeirra 28. apríl 2008 varð það niðurstaða þeirra að tjóneigenda að Stórakrika 1 næmi samtals 55.152.750 krónum. Þar af næmi tjónstefnanda 1.400.000 krónum vegna íbúðar nr. 304. Lögmaður stefnanda sendibæjarstjórn stefnda í framhaldinu bréf 4. maí 2010 og krafðist þess aðstefnanda, sem og öðrum eigendum, yrðu greiddar bætur á grundvelliálitsgerðarinnar . Með bréfi lögmanns stefnda,dagsettu 29. júní 2010, var upplýst að stefndi féllist ekki á framangreindarbótakröfur og að ákveðið hefði verið að óska eftir dómkvaðningu matsmanna tilað meta ætlað tjón eigenda. Dómkvaddir voru matsmennirnir Gunnar Jón Yngvason,löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur, og Magnús Kristinsson, löggilturfasteignasali og verkfræðingur. Í matsgerð þeirra 15. mars 2011, sem tók tilíbúða að Stórakrika 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 17, varð niðurstaðan sú aðskipulagsbreytingin hefði haft áhrif á markaðsverðmæti raðhúsa nr. 3, 5, 7 og 9við Stórakrika en ekki annarra fasteigna sem metnar voru, meðal annarsStórakrika 1. Íbúar raðhúsa nr. 3, 5, 7 og9 ákváðu að una mati dómkvaddra matsmanna og sömdu við stefnda um bætur. ÍbúarStórakrika 1 og 11 sættu sig hins vegar ekki við þessa niðurstöðu og óskuðueftir dómkvaðningu yfirmatsmanna til að meta ætlað tjón þeirra. Stefnandi var meðalþeirra. Hinn 23. september 2011 voru dómkvaddir til verksins Dan S. Valgarð S.Wiium, hdl. og löggiltur fasteignasali, Ingileifur Einarsson, löggilturfasteignasali, og Freyr Jóhannesson tæknifræðingur. Niðurstaða yfirmatsmanna ímatsgerð, sem er dagsett 19. júní 2012, var sú að verðmæti þeirra fasteigna eryfirmatsbeiðni laut að hefði rýrnað sökum fyrrnefndra breytinga. Tjónið næmisamtals 42.667.000 krónum en þar af næmi tjón stefnanda samtals 3.432.000krónum. Lögmaður stefnanda sendilögmanni stefnda bréf 16. ágúst 2012 þar sem krafist var bóta fyrir hönd hansog annarra eigenda á grundvelli yfirmatsgerðarinnar. Ekki tókst samkomulag viðstefnda um greiðslu bóta samkvæmt yfirmatsgerðinni og því höfðuðu 13 eigendursjö íbúða að Stórakrika 1 dómsmál til heimtu skaðabóta á grundvelli hennarhaustið 2013 en stefnandi var ekki í þeim hópi. Framangreindum málum lauk meðdómum Hæstaréttar 12. maí 2016 þar sem fallist var á bótakröfur fyrrgreindraaðila á grundvelli yfirmatsgerðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar kveðststefnandi hafa reynt að ná samkomulagi við stefnda um greiðslu skaðabóta enhöfða ella mál. Þar sem fjögur ár væru senn liðin frá dagsetninguyfirmatsgerðar 19. júní 2012 segir stefnandi að hann hafi neyðst til þess aðhöfða málið til að rjúfa fyrningu, og var málið sem fyrr segir höfðað 14. júní2016.III. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandibyggir dómkröfur sínar um skaðabætur úr hendi stefnda á því að hann hafi orðiðfyrir tjóni vegna fyrrnefndra breytinga á deiliskipulagi sem gerð var íKrikahverfi, Mosfellsbæ, skömmu eftir að hann keypti íbúð sína. Áður enstefnandi hafi fest kaup á íbúðinni hafi hann kannað skipulag svæðisins ogsíðan ákveðið að kaupa íbúðina þar sem hún hafi uppfyllt kröfu hans um að búa ífriðsælu hverfi. Stefnandi hafi litið svo á að íbúð hans myndi taka almennumverðbreytingum á fasteignamarkaði samkvæmt gildandi skipulagi. Af hálfustefnanda kemur fram að hann hafi tapað 4.275.000 krónum á sölu íbúðarinnar. Aðmati stefnanda sé ástæðu þess að rekja til framangreindra breytinga ádeiliskipulagi Krikahverfis. Stefnandi byggir kröfu sína á 33. gr. skipulags- ogbyggingarlaga nr. 73/1997, en þau lög voru í gildi þegar fyrrnefnd breyting ádeiliskipulagi átti sér stað. Skipulagslög nr. 123/2010 hafi tekið gildi 1.janúar 2011 en í 51. gr. þeirra sé sambærilegt ákvæði. Í 56. gr. laganna, semmæli fyrir um gildistöku þeirra, séu tekin af tvímæli um að lög nr. 73/1997gildi um þau lögskipti sem hér séu fyrir hendi. Samkvæmt 33. gr. skipulags- ogbyggingarlaga nr. 73/1997 sé kveðið á um að valdi gildistaka skipulags því aðverðmæti fasteignar lækki og nýtingarmöguleikar hennar skerðist þá eigi sá semsýnt geti fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úrsveitarsjóði. Nánar sé síðan kveðið á um það í viðkomandi lagagrein með hvaðahætti farið skuli að. Stefnandikveðst hafa mótmælt þeim breytingum á deiliskipulagi sem um ræði. Stefnandiheldur því fram að hann eigi óháð því rétt á bótum samkvæmt fyrrnefndrilagagrein þar sem enginn áskilnaður sé þar gerður um að tjónþoli mótmælifyrirhuguðum breytingum á skipulagi. Stefnandi hafi leitað eftir samkomulagi umbætur við stefnda í samræmi við framangreint lagaákvæði og síðan látið metahvert tjón hans sé þar sem stefndi hafi ekki talið sér fært að semja við hannán þess að ákveðin viðmiðun lægi fyrir. Þegar sú viðmiðun hafi legið fyrir hafistefndi óskað eftir því að dómkvaddir matsmenn myndu meta tjón stefnanda. Þarsem stefnandi hafi ekki viljað una undirmatinu hafi hann farið fram ádómkvaðningu yfirmatsmanna. Stefndihafi ekki hnekkt niðurstöðu yfirmats eða bent á hnökra við framkvæmd þess, enað mati stefnanda beri að leggja niðurstöður þess til grundvallar að ölluleyti. Í yfirmatsgerð sé m.a. rakið að fyrrnefnd skólabygging sé nú á tveimurhæðum en samkvæmt upphaflegu deiliskipulagi hafi hún aðeins átt að vera á einnihæð. Útsýni hafi minnkað lítils háttar vegna efri hæðar byggingarinnar en meiraúr þeim íbúðum sem séu á neðri hæðum hússins. Þá komi fram að umferð fólks ogfarartækja sé talsvert meiri nú en verið hefði, hefði skólabyggingin veriðminni og aðeins á einni hæð. Þá veki yfirmatsmenn athygli á því að flestiríbúar að Stórakrika 1 séu komnir á eftirlaunaaldur og telji þeir fullvíst aðþað umhverfi sem átt hafi að vera í hverfinu hafi ráðið miklu um val þeirra ákaupum á íbúðum á þessum stað. Þá hafi yfirmatsmenn látið Verkís gera sérstakahljóðmælingu til að fá úr því skorið nákvæmlega hvaða hljóðmengun væri fyrirhendi sem stefnandi yrði fyrir og teldist líkleg afleiðing af framangreindribreytingu á deiliskipulagi. Niðurstaða þeirra mælinga hafi verið sú að hávaðisé talsvert umfram það sem eðlilegt sé talið í íbúðarhverfi. Stefnandi bendir áað niðurstaða yfirmatsmanna sé sú að verðmæti allra þeirra fasteigna semyfirmatsbeiðni lúti að hafi rýrnað vegna breytinganna en þar af hafi íbúðstefnanda nr. 304 lækkað í verði um 3.432.000 krónur. Stefnandibyggir á niðurstöðu yfirmatsins og að framkvæmd málsins sé í samræmi við þaðsem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 kveði á um, sbr. nú til hliðsjónarlög nr. 123/2010. Þá bendir stefnandi á að stefndi hafi látið meta ætlað tjónþar nánar tilgreindra matsþola, þ.m.t. stefnanda, og hafi greitt bætur ísamræmi við matsgerðina þeim sem þar hafi verið talið að ættu rétt á bótum.Stefndi hafi þannig viðurkennt þá niðurstöðu að greiða eigi bætur í samræmi viðniðurstöðu mats á tjóni íbúðareigenda og matsþola í undirmatinu. Með sama hættiverði stefndi því að sætta sig við að greiða bætur þeim sem yfirmatsmenn teljiað eigi rétt á bótum í samræmi við niðurstöðu yfirmatsgerðar. Í 64. gr.laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sé kveðið á um að aðilar geti krafistyfirmats þar sem tekin verði til endurskoðunar þau atriði sem áður hafi veriðmetin. Verði breytingar frá mati dómkvaddra matsmanna í niðurstöðu yfirmats þásé yfirmatið lagt til grundvallar og hafi fullt og óskorað sönnunargildi um þærmatsspurningar og niðurstöður sem upphaflega hafi verið lagðar fyrir matsmenn.Þannig byggir stefnandi á því að leggja verði yfirmatið til grundvallarbótakröfu hans að öllu leyti og hafi það fullt sönnunargildi um tjón hans. Þá bendirstefnandi á að mikill samhljómur sé milli niðurstöðu yfirmatsmanna og þeirrarniðurstöðu sem Sverrir Kristinsson og Þorleifur St. Guðmundsson hafi komist að.Yfirmatsmenn sem og hinir síðarnefndu hafi hvað mesta reynslu í að meta atriðieins og þau sem hér um ræði en þeir matsmenn sem dómkvaddir hafi verið búi aðmati stefnanda ekki yfir sömu reynslu. Stefnandi byggir á því að auk þess semhann eigi rétt á bótum í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga, eigihann einnig rétt á bótum samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins, en á þærreglur reyni ekki nema sem viðmiðun þar sem tilvísun í framangreint ákvæðiskipulags- og byggingarlaga frá 1997 taki af öll tvímæli um rétt hans til bóta. Stefnandivísar enn fremur til þess að krafa hans sé ófyrnd samkvæmt 9. gr. laga nr.150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, og byggir á því að upphafstímifyrningarfrests sé í fyrsta lagi 19. júní 2012 þegar yfirmatsgerð hafi legiðfyrir. Stefnandi hafi tekið ákvörðun um að höfða ekki mál haustið 2013 ásamtöðrum íbúum Stórakrika 1 til heimtu skaðabóta úr hendi stefnda þar sem honumhafi á þeim tíma þótt ólíklegt að krafa hans næði fram að ganga. Það hafi veriðfyrst eftir að yfirmatsgerð hafi legið fyrir að hann hafi litið svo á aðnauðsynlegar upplýsingar um tjón hans lægi fyrir í skilningi 9. gr. laga nr.150/2007. Um lagarökvísar stefnandi til 33. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997, skipulagsreglugerðar nr. 400/1998, einkum 4.kafla og þá 4. mgr. greinar 4.2.2., byggingarreglugerðar nr. 441/1998, og tilnýrra skipulagslaga nr. 123/2010, sér í lagi 51. og 56. gr. Þá byggir stefnandi á lögum um fyrningukröfuréttinda nr. 150/2007, einkum II. kafla laganna og 9. gr. Stefnandivísar enn fremur til laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, einkum XXI. kaflalaganna um málskostnað og 64. gr. Loks vísar stefnandi til III. og IV. kaflalaga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sem og til almennra reglnaskaðabóta- og kröfuréttar.2. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir kröfu um sýknu í fyrsta lagi á því að kröfurstefnanda séu fallnar niður fyrir fyrningu. Stefndi telur að miða eigi upphaffyrningarfrests við gildistöku þess deiliskipulags sem stefnandi telur að hafivaldið sér tjóni, en það skipulag hafi tekið gildi með auglýsingu sem gefin varút 11. september 2008. Því sé ljóst að fjögurra ára fyrningarfrestur samkvæmtlögum nr. 150/2007 hafi verið löngu liðinn þegar málið var höfðað 14. júní2016. Stefndi telur í öllu falli að stefnandi hafi fengiðfullnægjandi upplýsingar um tjónið og þann aðila sem hafi borið ábyrgð á því umleið og mat þeirra fasteignasala, sem íbúar við Stórakrika 1 hafi fengið til aðleggja mat á tjón sitt, lá fyrir þann 28. apríl 2010. Tjón á fasteign stefnandahafi verið metið með þeirri matsgerð og hafi lögmaður íbúa gert kröfu um bætur ágrundvelli þess, sbr. bréf 4. maí 2010. Hvað sem því líði telur stefndi aðupphaf fyrningarfrests hafi verið fyrir 19. júní 2012 og því hafi kröfurstefnanda ávallt verið fyrndar þegar mál þetta var höfðað. Verði ekki talið að krafa stefnanda sé fallin niður fyrirfyrningu byggir stefndi á því að stefnandi hafi sýnt af sér slíkt tómlæti meðþví að halda ekki kröfum sínum fram í tíma að þær séu niður fallnar. Stefnandihafi mátt vita fyrir löngu að hann kynni að eiga kröfu á hendur stefnda og þvíborið að bregðast fyrr við en hann gerði. Stefndi eigi ekki að þurfa að sætaþví að kröfur komi fram átta árum eftir að hin bótaskylda háttsemi hafi átt sérstað. Stefndi vekur athygli á því að fyrir liggi að stefnandi hafiselt eign sína að Stórakrika 1 með kaupsamningi, dagsettum 28. mars 2011, en áþeim tíma hafi fasteignamarkaðurinn á Íslandi verið í sögulegri lægð. Eigninahafi hann hins vegar keypt 22. október 2007 meðan fasteignamarkaðurinn hafiverið í blóma. Að mati stefnda sé ósannað að hið lægra söluverð eignarinnarárið 2011 sé að rekja til breytinga á deiliskipulagi Krikahverfis en ekki hinnaóhagstæðu markaðsaðstæðna sem fyrir hendi hafi verið þegar stefnandi seldieignina eða þá annarra atvika. Stefndi bendir á að bótaákvæði 33. gr. skipulags- og byggingarlaganr. 73/1997, sbr. 51. gr. núgildandi skipulagslaga nr. 123/2010, hafi veriðskýrt sem svo að einungis sérstakar og verulegar skerðingar geti leitt tilbótaskyldu. Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 542-547/2015 hafi ekki verið tekinafstaða til þess hvort skerðing íbúa við Stórakrika 1 væri sérstök og veruleg.Stefndi byggir á því að sú skerðing sem yfirmatsmenn hafi metið sé ekki sérstökog veruleg í skilningi ákvæðisins og að stefnandi eigi því ekki bótakröfu áhendur honum. Um lagarök vísar stefndi einkum til 33. gr. skipulags- ogbyggingarlaga nr. 73/1997, sbr. 51. gr. núgildandi skipulagslaga nr. 123/2010,og almennra bótareglna. Þá er vísað til laga nr. 150/2007, einkum 2., 9. og 24.gr., sem og meginreglna kröfuréttar um tómlæti. Einnig er vísað til ákvæða lagaum meðferð einkamála nr. 91/1991. Um málskostnað er vísað til 129., sbr. 130.gr. sömu laga.IV Einsog rakið hefur verið byggir stefnandi á því að hann eigi skaðabótakröfu áhendur stefnda á grundvelli þágildandi 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997, sbr. 51. gr. núgildandi skipulagslaga nr. 123/2010. Bótakröfustefnanda sé að rekja til þeirra breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi álóð nr. V-5 í Krikahverfi, Mosfellsbæ, 9. júlí 2008 en að mati stefnanda hafiþær breytingar haft margvísleg neikvæð áhrif í för með sér og leitt til þess aðeign hans að Stórakrika 1 hafi lækkað í verði. Þá byggir stefnandi á því aðupphaf fyrningarfrests kröfunnar samkvæmt 9. gr. laga um fyrningu kröfuréttindanr. 150/2007 miðist við 19. júní 2012 þegar yfirmatsgerð lá fyrir, þar semhonum hafi ekki mátt vera ljóst fyrr en þá að hann kynni að eiga rétt tilskaðabóta samkvæmt fyrrnefndu ákvæði skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Af hálfu stefnda er aðallega byggt á því að krafa stefnanda sé fyrnd samkvæmtframangreindu ákvæði laga nr. 150/2007, en verði hún ekki álitin fyrnd sé húnniður fallin vegna tómlætis. Í máli þessu greinir aðila því fyrst og fremst áum hvort krafa stefnanda sé fyrnd eða ekki, sbr. 9. gr. laga nr. 150/2007. Í málinu liggur fyrir að fyrrnefnd breyting ádeiliskipulagi var samþykkt í bæjarstjórn stefnda 9. júlí 2008 og tók gildi meðauglýsingu í Stjórnartíðindum 11. september 2008. Stefnandi mótmæltibreytingunum við stefnda og stóð að því ásamt fleiri eigendum að Stórakrika 1að afla sérfræðiálits í því skyni að fá mat á því hve mikið tjón á fasteignhans væri. Sérfræðiálit fasteignasalanna Sverris Kristinssonar og Þorleifs St.Guðmundssonar lá fyrir 28. apríl 2010, en að mati þeirra hafði eign stefnandalækkað um 1.400.000 krónur í verði sökum þessara breytinga. Eins og fyrrgreinir sætti stefndi sig ekki við þessa niðurstöðu og óskaði eftirdómkvaðningu matsmanna til þess að meta tjónið. Varð niðurstaða þeirra sú aðstefnandi hefði ekki orðið fyrir tjóni vegna skipulagsbreytinganna. Meðyfirmatsgerð, dagsettri 19. júní 2012, var hins vegar komist að þeirriniðurstöðu að tjón hans næmi 3.432.000 krónum, meðal annars vegna minna útsýnisúr íbúð hans og hávaðamengunar frá nærliggjandi skóla. Í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er mælt fyrir um að krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi ertjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á þvíeða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Í athugasemdum við frumvarp að lögum nr.150/2007 kemur fram að skilyrði ákvæðisins um vitneskju tjónþola byggist átveimur þáttum, annars vegar vitneskju um tjónið og hins vegar vitneskju umþann sem ábyrgð beri á því. Fyrst þegar bæði skilyrðin séu uppfyllt byrji fyrningarfresturkröfunnar að líða. Líktog að framan er rakið stóð stefnandi að því, ásamt öðrum íbúum að Stórakrika 1,að afla sérfræðiálits í því skyni að meta hvert ætlað tjón hans vegna breytingaá deiliskipulagi Krikahverfis væri. Sú álitsgerð lá fyrir þann 28. apríl 2010og var þar gerð grein fyrir áætluðu tjóni stefnanda. Í kjölfarið sendi lögmaðurhans bréf til stefnda, dagsett 4. maí 2010, þar sem skaðabóta var krafist fyrirhönd hans og annarra íbúa að Stórakrika 1. Einsog mál þetta liggur fyrir verður því að telja að stefnandi hafi strax þann 28.apríl 2010 haft nægar upplýsingar til að draga þá ályktun að hann hafi orðiðfyrir tjóni vegna breytinga á deiliskipulaginu og hver bæri ábyrgð á því. Fráþeim tíma mátti honum því vera ljóst að hann gæti átt kröfu til skaðabóta áhendur stefnda samkvæmt þágildandi 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997. Engu breytir þar um þótt stefndi hafi síðar aflað matsgerðardómkvaddra matsmanna til að hnekkja fyrrgreindu sérfræðiáliti um tjón af völdumskipulagsbreytingarinnar. Þar sem skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr.150/2007 voru með þessu uppfyllt verður að miða upphaf fyrningarfrestsskaðabótakröfu stefnanda við 28. apríl 2010 þegar sérfræðiálitið lá fyrir. Málþetta var sem fyrr segir höfðað 14. júní 2016 og var þá fjögurra árafyrningarfrestur kröfu stefnanda samkvæmt 9. gr. laga nr. 150/2007 liðinn oghún því fallin niður fyrir fyrningu, sbr. 20. gr. sömu laga. Þegar af þessariástæðu verður að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Ekki verður því fjallaðfrekar um aðrar málsástæður aðila. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir réttað hvor aðila beri sinn kostnað af rekstri málsins fyrir dómi. Ásmundur Helgason héraðsdómari kveður upp dóminn.D Ó M S O R Ð: Stefndi, Mosfellsbær, er sýkn af kröfum stefnanda, SigurðarBjörns Sigurðssonar. Málskostnaður milli aðila fellur niður. |
Mál nr. 185/2017 | Ríkisstarfsmenn Niðurlagning stöðu Biðlaun | Á árinu 2015 var starf G sem yfirlæknir á heilsugæslustöð lagt niður. Ágreiningslaust var að G ætti rétt til biðlauna í tólf mánuði samkvæmt 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og að þau ættu samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laganna að samsvara óbreyttum launakjörum meðan hann starfaði sem yfirlæknir. Á hinn bóginn deildu aðilar um hvaða launaliðir féllu undir óbreytt launakjör í skilningi ákvæðisins. Í fyrsta lagi hélt G því fram að réttur hans til biðlauna næði til greiðslna vegna gæsluvakta. Mælt var fyrir um fyrirkomulag slíkra greiðslna í kjarasamningi. Var ekki talið að Í hefði fært fyrir því haldbær rök að skipan gæsluvakta G hefði verið breytt á því tímabili sem krafa hans tók til ef starf hans hefði ekki verið lagt niður. Hefðu greiðslur vegna gæsluvakta ekki verið háðar vinnuframlagi og yrðu því lagðar að jöfnu við samninga um fastar yfirvinnugreiðslur óháð vinnuframlagi. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefðu slíkar greiðslur verið taldar falla undir biðlaun. Var sá kröfuliður því tekinn til greina. Í öðru lagi krafðist G greiðslna fyrir unnin verk á gæsluvöktum en greitt var fyrir þau samkvæmt gjaldskrá. Talið var að þótt fjárhæð greiðslna fyrir slík verk hefðu hverju sinni ráðist af fjölda sjúklinga og fjölda læknisverka yrði á grundvelli þess fyrirkomulags sem gilti um greiðslur fyrir verkin að leggja það að jöfnu við samning um fastar yfirvinnugreiðslur sem féllu undir biðlaun. Hefði Í ekki fært fyrir því haldbær rök að G hefði ekki notið þessara greiðslna ef starf hans hefði ekki verið lagt niður. Var sá kröfuliður G því tekinn til greina. Í þriðja lagi deildu aðilar um hvort launaliðurinn vottorðagreiðslur á launaseðli G ætti að teljast til biðlauna. Talið var að fjárhæð greiðslna til heilsugæslulækna fyrir ritun læknisvottorða réðust af fjölda vottorða og umfangi þeirra hverju sinni og gæti fjárhæðin þannig verið mismunandi frá einum tíma til annars. Hins vegar yrði ekki fram hjá því litið að ritun læknisvottorða væri hluti af aðalstarfi heilsugæslulækna og þannig órjúfanlegur þáttur starfsskyldna þeirra sem greitt væri sérstaklega fyrir eftir nánar tilgreindu fyrirkomulagi. Það fyrirkomulag yrði að leggja að jöfnu við samning um föst viðbótarlaun sem hefðu í dómaframkvæmd Hæstaréttar verið talin falla undir biðlaun. Var ekki talið að Í hefði fært fyrir því haldbær rök að G hefði ekki notið þessara greiðslna ef starf hans hefði ekki verið lagt niður. Var sá kröfuliður því einnig tekinn til greina. Var Í því gert að greiða G umkrafða fjárhæð. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma ÞorgeirÖrlygsson hæstaréttardómari, Guðrún Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari og AðalheiðurJóhannsdóttir prófessor.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 21. mars 2017. Hann krefst þess að stefndi greiði sér 1.573.596krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af 388.695 krónum frá 1. desember 2015 til 1. janúar 2016, af777.390 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2016, af 1.175.493 krónum frá þeimdegi til 1. mars 2016 og af 1.573.596 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þákrefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð og málskostnaður látinnfalla niður. IÁfrýjandi sem er sérfræðingur í heimilislækningumstarfaði sem yfirlæknir hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í Grafarvogifrá árinu 2012 og þar áður sem heilsugæslulæknir í Reykjavík í 21 ár. Með bréfi25. september 2015 var áfrýjanda tilkynnt að vegna skipulagsbreytinga væristarf hans sem yfirlæknir lagt niður frá og með 1. október 2015. Jafnframtsagði að um rétt áfrýjanda til greiðslna vegna niðurlagningarinnar færi eftirákvæðum laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. 5.mgr. ákvæðis til bráðabirgða við þau lög. Var í bréfinu tekið fram að áfrýjandiætti rétt til bóta sem næmi föstum mánaðarlaunum í tólf mánuði frá 1. október2015 að telja. Síðar tókst samkomulag um að greiðslur biðlauna til handaáfrýjanda skyldu hefjast 1. nóvember 2015.Í 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr.70/1996 kemur fram að sé starf sem fellur undir ákvæði laganna lagt niður eigistarfsmaður rétt til bóta er nemi launum í sex mánuði ef hann hefur verið íþjónustu ríkisins skemur en í 15 ár en ella í tólf mánuði. Að öðru leyti gildaum bótarétt og bótafjárhæð ákvæði 34. gr. laganna en samkvæmt 1. mgr. þeirrarlagagreinar skal starfsmaður, þegar starf er lagt niður, halda óbreyttumlaunakjörum á biðlaunatímanum. Ágreiningslaust er að áfrýjandi eigi rétt tilbiðlauna í tólf mánuði samkvæmt 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr.70/1996 og að þau eigi samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laganna að samsvara óbreyttumlaunakjörum á meðan hann starfaði sem yfirlæknir. Á hinn bóginn er ágreiningurum hvaða launaliðir falli undir óbreytt launakjör í skilningi ákvæðisins. Meðanáfrýjandi starfaði sem yfirlæknir fékk hann greidd mánaðarlaun fyrir 100% starfhjá heilsugæslunni og 15% álag á þau. Telur stefndi að réttur áfrýjanda tilbiðlauna takmarkist við þessa tvo launaliði og hefur greitt honum biðlaunsamkvæmt því. Á starfstíma sínum sem yfirlæknir fékk áfrýjandi auk mánaðarlaunaog álags greitt sérstaklega fyrir útgáfu læknisvottorða, fyrir vaktir milliklukkan 16:00 og 18:00 á daginn og fyrir læknisverk unnin á þeim vöktum samkvæmtgjaldskrá. Er málsókn áfrýjanda á því reist að greiðslur vegna þessaralaunaliða falli undir föst laun hans og þar með óbreytt launakjör og því náiréttur hans til biðlauna einnig til þeirra. IIÁfrýjandi er sem fyrr segir sérfræðingur í heimilislækningumog var yfirlæknir á heilsugæslustöðinni í Grafarvogi þegar starf hans var lagtniður frá og með 1. október 2015. Á starfstöð áfrýjanda var þjónustu viðsjúklinga þannig hagað að á dagvinnutíma milli klukkan 08:00 og 16:00 voru tímarbókaðir fyrirfram og fékk sjúklingur þá að jafnaði viðtal hjá sínumheilsugæslulækni. Heilsugæslan var einnig opin eftir dagvinnutíma frá klukkan16:00 til 18:00 fyrir sjúklinga sem gátu mætt og beðið eftir tíma og stóðulæknar heilsugæslustöðvarinnar þær vaktir til skiptis. Mun þetta fyrirkomulag íGrafarvogi hafa verið í samræmi við þá þjónustu sem Heilsugæslahöfuðborgarsvæðisins veitti almennt sjúklingum á starfsvæði sínu.Laun og önnur starfskjör heilsugæslulækna voru framtil ársins 2006 ákveðin af kjaranefnd, sbr. lög nr. 120/1992 um Kjaradóm ogkjaranefnd, en hafa frá árinu 2006 verið ákveðin með kjarasamningi millifjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs annars vegar og Læknafélags Íslands hinsvegar. Um gæsluvaktir lækna með sérfræðileyfi á sjúkrahúsum og heilsugæslu utandagvinnu giltu á þeim tíma sem hér skiptir máli ákvæði í kafla 4.4 íkjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs annars vegarog Læknafélags Íslands hins vegar frá 7. janúar 2015. Gildistími samningsinsvar frá 1. júní 2014 til 30. apríl 2017 og í grein 4.4.3 voru ákvæði um tvennskonar gæsluvaktir, gæsluvakt 1 og gæsluvakt 2. Um þær báðar gilti að lækni meðsérfræðileyfi sem stóð vaktirnar var ekki skylt að dveljast á þeirri stofnun semhann stóð vaktina fyrir. Í fyrra tilvikinu bar honum að koma á vettvang ántafar í útkalli en í hinu síðara mátti hann vera allt að tvær klukkustundir aðkomast á vettvang. Í grein 4.4.4 sagði: „Greitt skal fyrir gæsluvaktir samkvæmtfyrirfram metnu vinnuálagi og því er ekki greitt sérstaklega fyrir mæltvinnuframlag á hverri vakt fyrir sig.“ Í kjarasamningnum voru einnig ákvæði umhvernig meta skyldi vinnuálag á gæsluvakt og flokka þær til samræmis við slíktmat, svo og hvenær vinnuveitandi gæti endurmetið „hlutfall gæsluvaktarálags“.Samkvæmt ákvæðum kjarasamningsins gat læknir með sérfræðileyfi því sinnt skyldusinni til að standa gæsluvakt með því að dvelja utan stofnunar en sinnaútköllum og fékk hann greiðslu fyrir þessar vaktir óháð því hvort um útköll varað ræða eða ekki. Í grein 4.1.3 í kjarasamningnum frá 7. janúar 2015 varmælt fyrir um yfirvinnu- og vaktaskyldu þar sem þess var talin þörf. Þar sagðiað læknir væri „undanþeginn skyldu til að sinna vöktum frá 55 ára aldri.“Áfrýjandi náði þeim aldri í desember 2007 en ágreiningslaust er að hann stóðgæsluvaktir til jafns við aðra einnig eftir það tímamark og þar til starf hansvar lagt niður. Krafa áfrýjanda um greiðslur vegna gæsluvakta er miðuð viðmeðaltal þeirra greiðslna sem hann fékk fyrir vaktirnar á tímabilinu frá janúartil ágúst 2015. Með hliðsjón af dómi Hæstaréttar 21. september 2017 í máli nr.650/2016 verður lagt til grundvallar að stefndi hafi ekki fært að því haldbærrök, að skipan gæsluvakta áfrýjanda frá nóvember 2015 til febrúar 2016 hefðiverið hagað á annan veg en gert var frá janúar til ágúst 2015, ef starf hanshefði ekki verið lagt niður. Greiðslur vegna gæsluvakta voru á þeim tíma semhér skiptir máli ekki háðar vinnuframlagi áfrýjanda og verða því lagðar aðjöfnu við samninga um fastar yfirvinnugreiðslur óháð vinnuframlagi. Ídómaframkvæmd Hæstaréttar hafa slíkar greiðslur verið taldar falla undirbiðlaun, sbr. til dæmis dóma réttarins 29. mars 1990 í máli nr. 283/1988 ogáðurgreindan dóm í máli nr. 650/2016. Útreikningi áfrýjanda á þessum kröfuliðhefur ekki verið mótmælt og verður hann því tekinn til greina. IIIÍ annan stað er um það deilt hvort til biðlaunaáfrýjanda eigi að telja greiðslur fyrir unnin verk á gæsluvöktum en greitt varfyrir þau samkvæmt gjaldskrá. Krafa áfrýjanda samkvæmt þessum lið styðst viðþau rök að til þess að halda óbreyttum launakjörum á biðlaunatímanum eigi hannrétt til þessara greiðslna eins og annarra þátta heildarlaunagreiðslna. Frájanúar til ágúst 2015 hafi hann fengið greiddar samtals 2.055.014 krónur vegnagjaldskrár eða 256.876 krónur á mánuði að meðaltali. Sýknukrafa stefnda erreist á því að á gæsluvöktum njóti læknir greiðslu fyrir gjaldskrárverk að þvímarki sem hann inni þau af hendi. Gjaldskrá beri með sér að greiðslur farieftir vinnuframlagi læknis og ráðist þær samkvæmt því af fjölda sjúklinga og læknisverkahverju sinni. Þar sem greiðslurnar séu breytilegar eigi ekki að inna þær afhendi á biðlaunatíma.Um greiðslur fyrir gjaldskrárverk var fjallað íbókun 5 með kjarasamningnum frá 7. janúar 2015 sem gilti eins og áður segir frá1. júní 2014 til 30. apríl 2017. Í bókuninni var þess fyrst getið að aðilarhafi orðið sammála um endurskoðun á fyrirkomulagi á greiðslum samkvæmt gjaldskráog um skipun nefndar í því skyni sem skila skyldi tillögum eigi síðar en 15.október 2015. Næðist ekki samkomulag um nýtt fyrirkomulag héldi núverandifyrirkomulag gildi en viðbótarfjármagn skyldi nýtt til hækkunar á launatöflu.Þá sagði að þágildandi „fyrirkomulag á greiðslum fyrir gjaldskrárverk skv. A, Bog C-lið fylgiskjals með úrskurði kjaranefndar dags. 15. október 2002, ogsamkomulagi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Læknafélags Íslands ...dags. 17. desember 2003 ... heldur gildi sínu þar til aðilar verða sammála umnýtt fyrirkomulag ... Gjaldskrárgreiðslur taka á samningstímanum sambærilegumhækkunum og launatafla.“ Samkvæmt gögnum málsins hefur ekki náðst samkomulag umnýtt fyrirkomulag gjaldskrárverka og var eldra fyrirkomulag því í gildi þegarstarf áfrýjanda var lagt niður. Í úrskurði Kjaranefndar 15. október 2002 sagðimeðal annars: „Heilsugæslulæknir gegnir vöktum utan dagvinnutíma samkvæmtákvörðun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis að höfðu samráði við stjórnheilsugæslu ... Auk tímakaups á gæsluvakt er greitt sérstaklega fyrirviðtöl/vitjanir og önnur læknisverk samkvæmt gjaldskrá.“ Áður var komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjandiætti á biðlaunatímanum rétt til greiðslna fyrir gæsluvaktir og voru þær greiðslurekki háðar vinnuframlagi af hans hálfu. Þótt fjárhæð greiðslna fyrir læknisverkunnin á gæsluvakt hafi hverju sinni ráðist af fjölda sjúklinga og fjöldalæknisverka verður á grundvelli þess fyrirkomulags sem gilti samkvæmtframansögðu um greiðslur fyrir verkin að leggja það að jöfnu við samning umfastar yfirvinnugreiðslur sem í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafa verið taldarfalla undir biðlaun. Áfrýjandi miðar kröfu sína samkvæmt þessum lið eins ogfyrr segir við meðaltal þeirra launa sem hann fékk fyrir gjaldskrárverk frájanúar til ágúst 2015. Hefur stefndi ekki fært að því haldbær rök að áfrýjandihefði ekki notið þeirra greiðslna á tímabilinu frá nóvember 2015 til febrúar2016 ef hann hefði staðið gæsluvaktir. Að þessu gættu og þar sem útreikningi áfrýjandaá kröfuliðnum hefur ekki verið mótmælt verður hann tekinn til greina. IVÍ þriðja lagi deila aðilar um hvort launaliðurinn„vottorðagreiðslur“ á launaseðlum áfrýjanda eigi að teljast til biðlauna. Krafaáfrýjanda samkvæmt þessum lið er reist á því að meðal skyldna heilsugæslulæknasé útgáfa ýmissa vottorða. Þegar heilsugæslulæknir gefi út slík vottorðinnheimti hann ekki gjald fyrir þau hjá sjúklingi heldur greiði heilsugæslanfyrir þau með ákveðnum hætti enda sé hér um að ræða vinnu sem sé hluti af föstustarfi hvers heilsugæslulæknis. Á meðan áfrýjandi hafi verið í starfi semyfirlæknir hafi hann fengið þennan launalið greiddan en á hinn bóginn ekki semhluta af biðlaunum. Til þess að áfrýjandi haldi óbreyttum launakjörum ábiðlaunatímanum í skilningi 1. mgr. 34. gr. laga nr. 70/1996 beri stefnda aðgreiða honum þennan launalið. Á tímabilinu frá janúar til ágúst 2015 hafiáfrýjandi fengið greiddar 955.568 krónur fyrir vottorð eða 119.446 krónur aðmeðaltali á mánuði og sé krafa hans samkvæmt þessum lið við það miðuð aukhækkana sem kveðið sé á um í kjarasamningi. Sýknukrafa stefnda er á því reistað gjaldskrá vegna greiðslna til lækna fyrir læknisvottorð beri með sér aðslíkar greiðslur séu háðar tilfallandi vinnuframlagi læknis á hverjum tíma ográðist samkvæmt því af fjölda læknisvottorða, umfangi þeirra og eðli. Þar semgreiðslurnar séu breytilegar eftir vinnuframlagi eigi ekki að inna þær af hendiá biðlaunatíma.Í bókun 5 með kjarasamningnum 7. janúar 2015 varjöfnum höndum fjallað um fyrirkomulag á greiðslum samkvæmt gjaldskrá og fyrirvottorð. Eins og áður greinir sagði í bókuninni að næðist ekki samkomulag umnýtt fyrirkomulag byggt á tillögum nefndar þeirrar sem skipuð var skyldiþágildandi fyrirkomulag halda gildi sínu. Fyrir liggur eins og áður er framkomið að samkomulag um nýtt greiðslufyrirkomulag hefur ekki náðst. Í úrskurðikjaranefndar 29. apríl 2002 var kveðið á um greiðslur til heilsugæslulækna fyrirútgáfu læknisvottorða. Í upphafi úrskurðarins sagði að kjaranefnd hefði íúrskurði 13. mars 2002 mælt svo fyrir að öll vinna heilsugæslulækna við útgáfulæknisvottorða teldist hluti af aðalstarfi þeirra og væri þeim því ekki heimiltað taka sérstaka þóknun fyrir útgáfu þeirra umfram það sem kjaranefndúrskurðaði. Þá sagði í úrskurðinum 29. apríl 2002 að kjaranefnd hefði ekki áðurúrskurðað að greiða skyldi sérstaklega fyrir læknisvottorð en það væri matnefndarinnar að greiða skyldi heilsugæslulæknum sérstaklega fyrir læknisvottorðog þá með þeim hætti sem nánar greindi í IV kafla úrskurðarins. Með þessu teldikjaranefnd að tekjur heilsugæslulækna af vottorðaskrifum yrðu í samræmi viðfjölda vottorða og þá vinnu sem þeir inntu af hendi við skrif þeirra. Þá sagðiað við „ákvörðun á greiðslum fyrir einstök læknisvottorð hefur verið litið tilumfangs þeirra og þeirrar vinnu sem fólgin er í gerð þeirra. Vakin er athygli áað greiðslur til lækna fyrir vottorð eru launagreiðslur og bera læknar hvorkikostnað af framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð né öðrum launatengdum gjöldum,né heldur greiða þeir fyrir annan rekstrarkostnað.“ Loks sagði að væru „vottorðmjög viðamikil eða sé um meiri háttar læknisfræðilegar greinargerðir að ræða erheilsugæslustöð/heilbrigðisstofnun heimilt að greiða læknum tímakaup fyrirvottorðin“.Í úrskurði kjaranefndar 15. október 2002 um laun ogönnur starfskjör heilsugæslulækna sagði að samkvæmt „11. gr. laga um Kjaradómog kjaranefnd og lögskýringargögnum með lögunum ber kjaranefnd að ákveðaheildarlaun og starfskjör þeirra sem undir kjaranefnd heyra. Hún skal jafnframtúrskurða hvaða aukastörf tilheyri aðalstarfi og hver beri að launasérstaklega.“ Þá sagði að það væri mat nefndarinnar að öll læknisverk sem unninværu á heilsugæslustöð tilheyrðu aðalstarfi heilsugæslulækna. Af því leiddi aðkjaranefnd bæri að úrskurða hvernig greitt skyldi fyrir þau störf og hefðinefndin ákveðið að fara þá leið sem síðar yrði lýst. Þá sagði:„Heilsugæslulæknar eru launþegar hjá heilsugæslustöðvum/heilbrigðisstofnunum ogþiggja fyrir vinnu sína þar föst mánaðarlaun, laun fyrir vaktir og eftiratvikum laun fyrir sérstök læknisverk og viðtöl/vitjanir samkvæmt gjaldskrá.“Með úrskurðinum var fylgiskjal sem hafði að geyma gjaldskrá heilsugæslulækna ogvar hún þrískipt. Í kafla A var mælt fyrir um einingarfjölda fyrir viðtöl ogvitjanir, í kafla B um einingar fyrir aðgerðir og rannsóknir og í kafla C umgjald í krónum talið fyrir vottorð. Var þar greint á milli annars vegarvottorða á eyðublöðum Tryggingarstofnunar ríkisins vegna almannatrygginga eðabóta félagslegrar aðstoðar og hins vegar fyrir útgáfu annarra læknisvottorða. Tekiðvar fram að „önnur vottorð ótalin greiðist eins og sambærileg vottorð. Séuvottorð mjög viðamikil eða sé um meiri háttar læknisfræðilegar greinargerðir aðræða er heilsugæslustöð/heilbrigðisstofnun heimilt að greiða læknumyfirvinnutímakaup fyrir þann tíma sem unnið er við gerð þeirra.“Fjárhæð greiðslna til heilsugæslulækna fyrir ritunlæknisvottorða ræðst að sönnu af fjölda vottorða og umfangi þeirra hverju sinniog getur fjárhæðin þannig verið mismunandi frá einum tíma til annars eins ogstefndi hefur bent á. Fram hjá því verður á hinn bóginn ekki litið að ritunlæknisvottorða er samkvæmt því sem áður er fram komið hluti af aðalstarfiheilsugæslulækna og þannig órjúfanlegur þáttur starfsskyldna þeirra sem greitter sérstaklega fyrir samkvæmt því fyrirkomulagi um tilhögun greiðslna sem áðurer lýst. Það fyrirkomulag verður að leggja að jöfnu við samning um föstviðbótarlaun sem hafa í dómaframkvæmd Hæstaréttar verið talin falla undirbiðlaun. Áfrýjandi miðar kröfugerð sína samkvæmt þessum lið við meðaltal þeirragreiðslna sem hann fékk fyrir ritun læknisvottorða frá janúar til ágúst 2015.Stefndi hefur ekki fært fyrir því haldbær rök að áfrýjandi hefði ekki notiðþeirra greiðslna á tímabilinu frá nóvember 2015 til febrúar 2016 ef starf hanshefði ekki verið lagt niður. Útreikningi áfrýjanda samkvæmt þessum lið hefurekki verið andmælt og verður hann því tekinn til greina. Niðurstaða málsins í heild er því sú að kröfuráfrýjanda um greiðslur fyrir gæsluvaktir, gjaldskrárverk á gæsluvöktum ogútgáfu læknisvottorða eru teknar til greina að fullu ásamt dráttarvöxtum einsog krafist er. Eftir þeim úrslitum verður stefnda gert að greiða áfrýjandamálskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem ákveðinn verður í einu lagi einsog í dómsorði greinir. Dómsorð:Stefndi, íslenska ríkið, greiði áfrýjanda, Guðbrandi E. Þorkelssyni,1.573.596 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu af 388.695 krónum frá 1. desember 2015 til 1. janúar2016, af 777.390 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2016, af 1.175.493 krónumfrá þeim degi til 1. mars 2016 og af 1.573.596 krónum frá þeim degi tilgreiðsludags. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 1.500.000 krónur í málskostnað í héraðiog fyrir Hæstarétti. DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 3. mars 2017IMál þetta, sem dómtekið var 10.janúar 2017, er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 2. mars 2016. Stefnandier Guðbrandur E. Þorkelsson, Stararima 37, Reykjavík, en stefndi er íslenskaríkið vegna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, Reykjavík.Stefnandi krefst þess að stefndigreiði honum 1.573.596 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. lagaum vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 388.695 krónum frá 1. desember 2015til 1. janúar 2016, af 777.390 krónum frá 1. janúar 2016 til 1. febrúar 2016,af 1.175.493 krónum frá 1. febrúar 2016 til 1. mars 2016 og af 1.573.596 krónumfrá þeim degi til greiðsludags.Þá krefst stefnandi málskostnaðarúr hendi stefnda að skaðlausu að teknu tilliti til virðisaukaskatts.Stefndi krefst aðallega sýknu aföllum kröfum stefnanda og að stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendistefnanda að mati dómsins.Stefndi krefst þess til vara aðstefnukröfurnar verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði látinn fallaniður.IIStefnandi starfaði frá árinu 2012sem yfirlæknir hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í Grafarvogi íReykjavík. Þar áður hafði stefnandi starfað sem heilsugæslulæknir í 21 ár íReykjavík. Með bréfi, dags. 25. september 2015, var stefnanda tilkynnt að vegnaskipulagsbreytinga á starfsemi stofnunarinnar væri starf yfirlæknis áHeilsugæslustöðinni í Grafarvorgi lagt niður og miðaðist niðurlagning starfsvið 30. september 2015. Tekið var fram í bréfinu að um rétt stefnanda tilgreiðslan í tengslum við niðurlagningu starfs færi eftir ákærðum laga nr.70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ætti stefnandi rétt tilbóta sem næmu föstum mánaðarlaunum í 12 mánuði frá 1. október 2015 að telja. Hinn 28. sama mánaðar gerðustefnandi og Heilsugæsla höfuðborgarvæðisins með sér samkomulag. Samkvæmtsamkomulaginu myndi stefnandi hefja töku áunnins óúttekins orlofs á tímabilinu1. október til 31. október 2015. Upphafstími greiðslu biðlauna myndi færast til1. nóvember sama ár og yrðu biðlaun greidd í 12 mánuði, eða til 31. október2016. Stefnandi hætti störfum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hóf tökubiðlauna 1. nóvember 2015. Ekkier ágreiningur um að stefnandi á rétt til biðlauna í 12 mánuði á grundvelli 5.mgr. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 70/1996, sbr. 1. mgr. 34. gr. sömulaga, og að biðlaunin eigi að samsvara óbreyttum launakjörum stefnanda á meðanhann vann hjá heilsugæslunni. Ágreiningur málsaðila snýst um það hvaðalaunaliðir falli undir óbreytt launakjör stefnanda. Meðanstefnandi vann sem yfirlæknir hjá heilsugæslunni fékk hann mánaðarlaun fyrir100% starf hjá stofnuninni auk 15% álags ofan á mánaðarlaunin. Stefndi telur aðréttur stefnanda til biðlauna takmarkist við þessa liði og hefur greitt honumbiðlaun samkvæmt því. Á meðan stefnandi vann sem yfirlæknir hjá heilsugæslunnifékk hann að auki greitt fyrir útgáfu læknisvottorða, vaktir milli kl. 16-18 ádaginn og læknisverk unnin á þeim vöktum samkvæmt gjaldskrá. Telur stefndi aðgreiðslur vegna þessara liða falli undir föst laun stefnanda og því nái rétturhans til biðlauna einnig til þessara liða.IIIStefnandi, sem hefur fengiðgreidd biðlaun frá 1. nóvember 2015, telur að verulega vanti á að honum hafiverið greidd þau laun á biðlaunatímabili sem hann eigi rétt á. Krafa stefnandaum greiðslu vangreiddra launa byggir á ákvæði til bráðabirgða í XII. kafla laganr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. 34. gr. sömulaga. Þar komi fram að sé staða lögð niður skuli starfsmaður, sem ráðinn hafiverið til starfa í tíð laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmannaríkisins, eiga rétt til greiðslu óbreyttra launakjara í sex eða 12 mánuði ogfari lengd tímabilsins eftir starfsaldri. Stefnandi bendir á að hann hafiverið ráðinn til starfa hjá stefnda í tíð eldri laga nr. 38/1954 og honum beriþví „óbreytt launakjör“ samkvæmt framangreindu bráðabirgðaákvæði laga nr.70/1996. Stefnandi telur að þau laun, sem hann hafi fengið greidd, tryggi honumekki óbreytt launakjör og því skorti á að launagreiðslur til hans hafi veriðfyllilega efndar af hálfu stefnda. Stefnandi vísar til þess aðviðurkennt sé að laun heilsugæslulækna séu sett saman af ýmsum þáttum. Samkvæmtúrskurði kjaranefndar hinn 15. október 2002 fái heilsugæslulæknir í fullustarfi annað hvort föst laun eða samsett laun. Nánar sé mælt fyrir um slík launí úrskurði kjaranefndar en þar segi:)„Föst mánaðarlaun: Heilsugæslulækni verði greidd föstmánaðarlaun fyrir 100% starf og verði heilsugæslustöð/heilbrigðisstofnun þáheimilt að greiða honum allt að 15% álag ofan á mánaðarlaunin, enda sinni hannekki öðrum launuðum störfum utan heilsugæslunnar eða heilbrigðisstofnunarinnareða2)Samsett laun:Heilsugæslulækni verði að hluta greidd föst mánaðarlaun og að hlutaafkastatengd laun samkvæmt gjaldskrá. Læknir geti þannig innt af hendi allt að20% af vinnuskyldu sinni á afkastatengdum launum gegn samsvarandi lækkun fastramánaðarlauna.“ Stefnandi kveðst hafa fengið föstmánaðarlaun fyrir 100% starf, auk 15% álags ofan á laun. Í framangreindum úrskurðikjaranefndar segi að samkvæmt 11. gr. laga um Kjaradóm og kjaranefnd oglögskýringargögnum með lögunum beri kjaranefnd að ákveða heildarlaun ogstarfskjör þeirra sem undir kjaranefnd heyri. Þá skuli kjaranefnd jafnframtúrskurða hvaða aukastörf tilheyri aðalstarfi og hver þeirra beri að launasérstaklega. Þar komi jafnframt fram það mat kjaranefndar að öll læknisverk,sem unnin séu á heilsugæslustöð, tilheyri aðalstarfi heilsugæslulækna. Umvaktir segi í úrskurðinum að heilsugæslulæknir gegni vöktum utan dagvinnutímasamkvæmt ákvörðun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis að höfðu samráði viðstjórn heilsugæslu.Í áðurnefndum úrskurðikjaranefndar komi fram að vinnuskylda læknis í fullu starfi sé 40 klukkustundirá viku en að læknum sé skylt að taka vaktir þegar þess sé þörf. Áheilsugæslustöðinni í Grafarvogi hafi þjónusta við sjúklinga verið með þeimhætti að heilsugæslan sé opin á hverjum degi frá kl. 16-18 fyrir sjúklinga semgeti mætt og beðið eftir tíma hjá lækni. Aðrir tímar sjúklinga milli kl. 8-16hafi verið bókaðir fyrirfram. Vaktirnar milli kl. 16-18 hafi hins vegar veriðunnar af læknum heilsugæslustöðvarinnar til skiptis en fyrirkomulagið sé ísamræmi við þá þjónustu sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi ákveðið aðveita skuli sjúklingum.Í úrskurði kjaranefndar sé tekiðfram að heilsugæslulæknum sé skylt að taka vaktir þegar þess sé þörf. Vaktirnarkl. 16-18 hafi óhjákvæmilega verið hluti af föstu starfi stefnanda eins og hjáöðrum heilsugæslulæknum og hafi hann ekki átt neitt val um það. Laun fyrirþessar vaktir hafi verið í formi greiðslu fyrir gæsluvaktir annars vegar oghins vegar sem hlutfall af gjaldskrá þannig að hver heilsugæslulæknir hafifengið greitt fyrir vinnu á vöktum samkvæmt gjaldskrá. Slíkt fyrirkomulag sé ísamræmi við ofangreindan úrskurð kjaranefndar.Stefnandi krefst þess að honumverði greidd laun á biðlaunatímabili vegna gæsluvakta og einnig samkvæmtgjaldskrá. Stefnandi vísar til þess að í framangreindum úrskurði kjaranefndarfrá 15. október 2002 segi um vaktir: „Heilsugæslulæknir gegnir vöktum utandagvinnutíma samkvæmt ákvörðun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis að höfðusamráði við stjórn heilsugæslu.“..„Auk tímakaups á gæsluvakt er greittsérstaklega fyrir viðtöl/vitjanir og önnur læknisverk samkvæmt gjaldskrá.“ Þábyggi launaliðurinn „gæsluvakt 1“ einnig áákvæði 3.6 í kjarasamningi. Samkvæmt ákvæðinu fái læknar með sérfræðileyfi ásjúkrahúsum og heilsugæslu greitt fyrir gæsluvaktir en samkvæmt kafla 4.4 íkjarasamningi sé greitt fyrir gæsluvakt þar sem viðkomandi lækni sé skylt aðstanda vaktina og koma á vettvang án tafar ef þörf sé á. Stefnandi byggir á þvíað hefði hann verið í starfi sínu sem yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar, hefðihonum borið að sinna gæsluvöktum og að slíkar greiðslur hefðu verið hluti launahans eins og áður. Til þess að stefndi uppfylli skyldu sína um að greiðastefnanda „óbreytt launakjör“ á biðlaunatíma, beri honum því að greiðastefnanda þá launaliði sem nefndir séu „gjaldskrá“ og „gæsluvakt“ á launaseðli.Stefnandi bendir á að á tímabilinu frá janúar til ágúst 2015 hafi hann fengiðgreiddar 98.984 krónur vegna gæsluvakta eða að meðaltali 12.373 krónur ámánuði. Stefnandi vísar til þess að íframangreindum úrskurði kjaranefndar frá 15. október 2002 sé tekið fram að meðúrskurðinum sé leitast við að tryggja heilsugæslulæknum kjör sem séu sambærilegvið kjör sérfræðinga á sjúkrahúsum. Um gjaldskrá segi í úrskurðinum:„Heilsugæslulækni, sem innir af hendi allt að 20% af dagvinnuskyldu sinni ásérstakri móttöku á afkastatengdum launum, sbr. kafla IX. 1.B og 4, skal greiðalaun fyrir þann hluta starfsins samkvæmt gjaldskrá. Hið sama gildir um launfyrir læknisverk og vitnanir/viðtöl á vöktum.“ Þá sé í úrskurðinum sundurliðaðhvernig laun samkvæmt þessum lið skyldu reiknuð út. Gefin hafi verið einingfyrir hvert læknisverk sem síðan sé margfölduð með krónum. Stefnandi vísar tilþess, að á tímabilinu frá janúar til ágúst 2015 hafi stefnandi fengið greiddar2.055.014 krónur vegna gjaldskrár eða að meðaltali 256.876 krónur á mánuði.Hinn 1. janúar 2016 hafi öll laun lækna hækkað og þar með greiðslur sem nefndarséu „gjaldskrá“ á launaseðlum, eins og önnur laun, eða um 2,5%. Stefnandi telur að tilþess að hann haldi „óbreyttum launakjörum“ á biðlaunatíma, eigi hann rétt tillaunagreiðslna samkvæmt launaliðum, sem nefndir séu „gæsluvakt“ og „gjaldskrá“,eins og annarra þátta heildarlaunagreiðslna hans með vísan til ofangreindraraka vegna kjarasamnings, sbr. ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 120/1992, umkjaradóm og kjaranefnd, sbr. einnig ákvæði I til bráðabirgða í lögum nr.47/2006, um kjararáð. Stefnandi byggir á þvíað ógreidd laun hans vegna gæsluvakta og gjaldskrár á tímabilinu nóvember2015-janúar 2016 séu eftirfarandi:)Vegna nóvember 2015:-gæsluvakt kr. 12.373,--gjaldskrá kr. 256.876,-2)Vegna desember 2015:-gæsluvakt kr. 12.373,--gjaldskrá kr. 256.876,-3)Vegna janúar 2016:-gæsluvakt kr. 12.373,--gjaldskrá kr. 263.298,-4)Vegna febrúar 2016:-gæsluvakt kr. 12.373,--gjaldskrá kr. 263.298,-Að því er varðargreiðslur fyrir útgáfu vottorða, bendir stefnandi á að starf heilsugæslulæknafeli jafnframt í sér skyldu til að gefa út ýmis konar vottorð. Þá innheimtiheilsugæslulæknir ekki gjald fyrir vottorðið hjá sjúklingi, heldur séviðurkennt að þeir fái greitt fyrir þessi verk sín með tilteknum hætti og aðþessi vinna sé hluti af föstu starfi hvers heilsugæslulæknis. Læknirinn gerivottorðin í vinnutíma sínum eftir því sem þörf sé á fyrir sjúklingaheilsugæslunnar.Stefnandi vísar tilþess að í úrskurði kjaranefndar 29. apríl 2002 hafi verið úrskurðað umgreiðslur til heilsugæslulækna fyrir útgáfu læknisvottorða. Þar segi komi framað kjaranefnd hafi áður úrskurðað á þann veg, að útgáfa læknisvottorða tilheyriaðalstarfi heilsugæslulækna. Þá segi í úrskurðinum: „Við ákvörðun á greiðslumfyrir einstök læknisvottorð hefur verið litið til umfangs þeirra og þeirrarvinnu sem fólgin er í gerð þeirra. Vakin er athygli á því að greiðslur tillækna fyrir vottorð eru launagreiðslur og bera læknar hvorki kostnað afframlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð né öðrum launatengdum gjöldum, né heldurgreiða þeir fyrir annan rekstrarkostnað.“Stefnandi hafi fengiðþessa launaliði greidda þegar hann var í starfi sínu sem yfirlæknir en hannhafi hins vegar ekki fengið þá greidda sem hluta af biðlaunum sínum. Til aðstefnandi haldi óbreyttum launakjörum á biðlaunatímabili samkvæmt 34. gr. laganr. 70/1996 þurfi stefndi að greiða honum þessa launaliði, enda beri að greiðahonum sambærileg laun og hann hefði haft ef hann hefði verið í vinnu átímabilinu. Ef hann hefði verið við vinnu í stað þess að vera á biðlaunum,hefði hann sinnt vöktum eins og hann hefði gert öll þau ár sem hann var ístarfi og hann hefði skrifað öll nauðsynleg vottorð fyrir sjúklinga eins oghann hefði alltaf gert í samræmi við skyldur sínar. Á tímabilinu frájanúar til ágúst 2015 hafi stefnandi fengið greiddar 955.568 krónur fyrirvottorð eða að meðaltali 119.446 krónur á mánuði. Stefnandi miðar við meðaltalþessara mánaða í kröfugerð sinni og telur ógreidd laun sín að þessu leytisundurliðast þannig:)Vegna nóvember 2015:-Vottorð kr. 119.446,-2)Vegna desember 2015:-Vottorð kr. 119.446,- 3)Vegna janúar 2016:-Vottorð kr. 122.432,-4)Vegna febrúar 2016:-Vottorð kr. 122.432,-Stefnandi gerir kröfuum hækkun vegna allra launa sinna í janúarmánuði 2016, eins og kveðið sé á um íkjarasamningi eða 2,5% hækkun, sbr. ákvæði í grein 3.1.3 í kjarasamningi.Stefnandi byggir kröfur sínarfyrst og fremst á kjarasamningi Læknafélags Íslands frá 7. janúar 2015 meðgildistíma til 30. apríl 2017. Auk þess er byggt á úrskurðum kjaranefndar frá29. apríl 2002 og 15. október 2002, lögum nr. 70/1996, lögum nr. 120/1992, umkjaradóm og kjaranefnd, sbr. ákvæði laga nr. 47/2006, um kjararáð. Krafa ummálskostnað er byggð á 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.Stefnandi rekur ekki virðisaukaskattskylda starfsemi, sbr. lög nr. 50/1988, oger óskað eftir að tillit verði tekið til þess við ákvörðun málskostnaðar.IVStefndi bendir á að í stefnu sé í nokkrum tilvikumvísað til úrlausna kjaranefndar, annars vegar frá 29. apríl 2002 og hins vegarfrá 15. október 2002, án þess að gerð sé grein fyrir því, á hvern hátt þærúrlausnir varði biðlaunarétt stefnanda. Stefndi áréttar í því sambandi aðkjarasamningur fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og LæknafélagsÍslands gildi um laun og önnur starfskjör stefnanda og hafi því að meginstefnutil leyst af hólmi umræddar úrlausnir kjaranefndar. Úrlausnir kjaranefndar getiþví einungis átt við um viðfangsefnið að því marki sem mælt sé fyrir um gildiþeirra í kjarasamningi og vísar að því leyti einkum til bókunar 5. Stefndibendir á að orðalagið „óbreytt launakjör“ í merkingu 34. gr. laga nr. 70/1996hafi verið skýrt með hliðsjón af ákvæði 14. gr. eldri starfsmannalaga, þ.e.laga nr. 38/1954, en þar hafi komið fram að við niðurlagningu stöðu, skyldistarfsmaður jafnan fá „föst laun“ sem starfanum fylgdu, greidd í sex eða 12mánuði eftir því hvort viðkomandi hefði verið skemur eða lengur en 15 ársamtals í þjónustu ríkisins. Við alla framkvæmd og túlkun á rétti starfsmannatil óbreyttra launakjara á biðlaunatíma hafi verið byggt á því, aðhlutaðeigandi njóti fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu og fastrar ómældraryfirvinnu, sbr. Hæstaréttardóm 29. mars 1990 í máli réttarins nr. 283/1988, semog orlofsuppbótar og persónuuppbótar, sbr. Hæstaréttardóm frá 19. október 1995í máli réttarins nr. 93/1994. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 283/1988 hafi ennfremur verið staðfestur sá skilningur að orlofsfé reiknist ekki ofan á eða tilviðbótar við biðlaunagreiðslur. Vísanir stefnanda til þeirra úrlausnakjaranefndar fái að mati stefnda engu breytt um þann skilning sem liggi tilgrundvallar orðalaginu „óbreytt launakjör“, þ.e. að með orðalaginu sé fyrst ogfremst átt við fastar og reglubundnar greiðslur sem ekki taki breytingum fráeinum mánuði til annars.Stefndi telur að málatilbúnaður stefnanda fari gegnframkvæmd laga nr. 70/1996 um greiðslur á biðlaunatíma og dómafordæmum þar aðlútandi. Stefnandi virðist byggja á því að hann eigi lögvarða kröfu til aðnjóta sömu launa og hann ella hefði haft, hefði hann verið áfram við störf eðasvokallaðra staðgengilslauna eða meðaltalslauna. Í því felist að til viðbótarvið föst mánaðarlaun (taxtalaun), „sérstakt 15% álag“ og „sérstakt álag 55 áragengur vaktir“ telji stefnandi sig eiga að njóta breytilegra greiðslna vegnatilfallandi starfa og verkefna, eins og vegna gæsluvakta sem og annarragreiðslna, raunar afkastatengdra, vegna gjaldskrárverka og útgáfulæknisvottorða. Breytilegar greiðslur vegna tilfallandi starfa ogverkefna séu að jafnaði háðar aðstæðum og ákvörðunum eða vali starfsmanns áhverjum tíma, t.d. hvort hann kjósi að ganga gæsluvaktir eða vera undanþeginnslíkum vöktum. Þá séu greiðslur fyrir gæsluvaktir og gjaldskrárverk háðar þvíað stefnandi hafi raunverulega gengið gæsluvaktir og innt af hendi þau verkefnisem til gjaldskrárverkefna teljast. Greiðslur fyrir gjaldskrárverk séu bundnarvið það að starfsmaður inni slík verk af hendi og séu síðan mældar í samræmivið afköst á hverjum tíma. Á sama hátt séu greiðslur fyrir vottorð breytilegarog bundnar við það að starfsmaður sinni slíkri útgáfu og greiðist í samræmi viðfjölda, eðli og stærð slíkra læknisvottorða á hverjum tíma.Stefndi fái ekki ráðið hvernig þær úrlausnirkjaranefndar sem vísað sé til í stefnu snerti ágreining málsaðila. Samkvæmt IX.kafla úrskurðar nefndarinnar frá 15. október 2002 sé með „föstum mánaðarlaunum“átt við öll laun fyrir viðtöl og önnur læknisverk á dagvinnutíma. Sinni læknirekki öðrum launuðum störfum utan heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunarreiknist 15% álag ofan á þau laun. Stefndi bendir á að enda þótt vísað sé tilþess í úrskurðinum að öll læknisverk sem unnin séu á heilsugæslustöð tilheyriaðalstarfi hafi þar verið litið svo á að laun fyrir læknisverk ogvitjanir/viðtöl á vöktum skyldu greidd samkvæmt gjaldskrá.Stefndi vekur einnig athygli áþví að nefnd sem skipuð var á grundvelli bókunar 5 með kjarasamningi hafi veriðætlað að endurskoða fyrirkomulag á greiðslum samkvæmt gjaldskrá og fyrirvottorð. Í bókuninni komi fram að til að fjármagna hið nýja fyrirkomulag yrðivarið þeirri fjárhæð sem nú væri greidd vegna gjaldskrárverkefna og vottorðaauk 200 milljóna króna viðbótarframlags til að stuðla að frekari nýbreytni ívinnutilhögun heilsugæslulækna. Skilabréf nefndarinnar beri hins vegar með sérað viðbótarframlaginu hafi verið varið til þess að standa undir umræddritveggja launaflokka hækkun án þess að gjaldskrá heimilislækna vegna læknisverkaog vottorða væri afnumin. Biðlaun stefnanda hafi verið hækkuð til samræmis viðumrædda launaflokkahækkun sem hafi tekið gildi frá og með 1. janúar 2016.Stefndi byggir sýknukröfu sína áþví að stefnanda hafi verið greiddar þær greiðslur sem honum beri ábiðlaunatíma og hann eigi ekki rétt til annarra eða frekari greiðslna.Hvað varðar mánaðarlaun(taxtalaun) sé ekki um það deilt að mánaðarlaun samkvæmt grein 3.1.1 í kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherraf.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands frá 7. janúar 2015 teljist til „óbreyttra launakjara“ í merkingulaga nr. 70/1996, sbr. 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða og tilvísun þess ákvæðistil 34. gr. laganna. Vegna vinnu stefnanda í nóvember og desember 2015 hafistefnandi verið í launaflokki/þrepi 402-6 en frá 1. janúar 2016 hafisérfræðingar í heimilislækningum verið hækkaðir um tvo launaflokka, þ.e. yfirlæknarí launaflokk 404. Stefnandi hafi þá farið í launaflokk/þrep 404-6, í samræmivið tillögur nefndar sem skipuð var á grundvelli bókunar 5 með kjarasamningnum.Launaseðlar stefnanda beri með sér að hann hafi fengið umræddan launaliðgreiddan á biðlaunatímabilinu.Varðandi sérstakt 15% álag bendir stefndi á að samkvæmt ákvæði 3.2.4 í kjarasamningi greiðist 15%álag til sérfræðilækna og yfirlækna sem sinni verkefnum sem krefjist þess aðþeir vinni eingöngu á viðkomandi stofnun. Álag þetta reiknist af launaflokki ogþrepi viðkomandi. Greiðsla samkvæmt þessum launalið hafi verið innt af hendi ábiðlaunatíma, þ.m.t. leiðréttingar vegna launabreytinga samkvæmt ákvæðumkjarasamnings, en fyrir liggi að stefnandi hafi fengið þessa greiðslu alla 12mánuði ársins áður en til niðurlagningar á starfi hans kom. Greiðsla þessi hafiekki breyst frá einum mánuði til annars að öðru leyti en því sem leiddi afalmennum breytingum á launatöflu og breytingum á röðun í launaflokka, 402-6vegna nóvember og desember 2015 en 404-6 frá 1. janúar 2016. Stefndi rekur að stefnandi hafi aldurs síns vegnaátt val um hvort hann kysi að taka gæsluvaktir, sbr. grein 4.1.3 íkjarasamningi, og hefði hann því notið launagreiðslna einungis í þeim tilvikumsem vöktum væri sinnt. Vaktirnar séu breytilegar, háðar beinu vinnuframlagistarfsmanna utan dagvinnutíma og taki greiðslur mið af tíðni og fjölda vaktasem þeir gangi. Þar sem greiðslur fyrir gæsluvaktir séu breytilegar eftirvinnuframlagi á hverjum tíma telur stefndi að slíkar greiðslur eigi ekki aðinna af hendi á biðlaunatíma og að líta beri á þær á sama hátt og annaðtilfallandi vinnuframlag. Krafa stefnanda um greiðslu gæsluvakta á biðlaunatímabyggi á sjónarmiðum um staðgengislaun eða meðaltalslaun en ekki greiðslu fastraog reglubundinna mánaðarlauna. Engin lagastoð sé fyrir því að ákvarða stefnandabiðlaun á þeim grunni og beri því að hafna kröfunni. Fullyrðingar í stefnu umað stefnanda hafi verið skylt að taka vaktir eigi ekki við rök að styðjast. Hiðrétta sé að stefnandi hafi kosið að bjóða sig fram til gæsluvakta og hafi notiðsérstaks álags vegna þess, sbr. grein 3.3.5 í kjarasamningi.Stefndi áréttar að gjaldskrárverk séu verkþættirsem læknir sinnir á vakt. Á umræddum gæsluvöktum njóti læknir greiðslu álagsfyrir gæsluvaktir og gjaldskrárverk, að því marki sem hann inni slík verkefniaf hendi á hverjum tíma. Gjaldskrá vegna gjaldskrárverka beri með sér aðgreiðslur séu háðar tilfallandi vinnuframlagi læknis hverju sinni, þ.e.greiðslur ráðast af fjölda sjúklinga og fjölda læknisverka sem hann inni afhendi. Í tilviki stefnanda og þeirra sem séu í 100% starfshlutfalli með 15%sérstakt álag séu gjaldskrárverk unnin á vöktum utan dagvinnu. Þar semgreiðslur fyrir gjaldskrárverk séu breytilegar eftir vinnuframlagi á hverjumtíma eigi slíkar greiðslur ekki að inna af hendi á biðlaunatíma og líta beri áþær á sama hátt og annað tilfallandi vinnuframlag. Krafa stefnanda um greiðslufyrir gjaldskrárverk á biðlaunatíma byggi á sjónarmiðum um staðgengislaun eðameðaltalslaun en ekki greiðslu fastra og reglubundinna mánaðarlauna. Enginlagastoð sé fyrir því að ákvarða stefnanda biðlaun á þeim grunni og beri því aðhafna kröfunni.Gjaldskrá vegna greiðslna til lækna fyrir gerðlæknisvottorða beri með sér að slíkar greiðslur séu háðar tilfallandi vinnuframlagilæknis á hverjum tíma, þ.e. greiðslur ráðast af fjölda læknisvottorða ogumfangi, eðli og stærð þeirra. Þar sem greiðslur fyrir gerð læknisvottorða séubreytilegar eftir vinnuframlagi á hverjum tíma telur stefndi að slíkargreiðslur eigi ekki að inna af hendi á biðlaunatíma og að líta beri á slíkargreiðslur á sama hátt og annað tilfallandi vinnuframlag. Krafa stefnanda umgreiðslu fyrir gerð læknisvottorða á biðlaunatíma byggi á sjónarmiðum umstaðgengislaun eða meðaltalslaun en ekki greiðslu fastra og reglubundinnamánaðarlauna. Engin lagastoð sé fyrir því að ákvarða stefnanda biðlaun á þeimgrunni og beri því að hafna kröfunni.Til stuðnings kröfu stefnda um málskostnað er vísaðtil XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.VSamkvæmt 5. mgr. ákvæðis tilbráðabirgða við lög nr. 70/1996 á starfsmaður, ef starf hans hefur verið lagtniður og hann hefur verið skipaðureða ráðinn í þjónustu ríkisins fyrir gildistöku laganna og fallið hefur undireldri lög nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, rétt tilbóta er nemi launum í tólf mánuði ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins í 15ár eða lengur. Tekið er fram að öðru leyti gilda umbótarétt og bótafjárhæð ákvæði 34. gr.laganna. Í 1. mgr. 34. gr. kemurfram að sé embætti lagt niður skuli embættismaður jafnan halda óbreyttumlaunakjörum er embættinu fylgdu í sex eða 12 mánuði frá því hann lét af starfi,eftir því sem þar nánar greinir.Í 1. mgr. 34. gr. frumvarps sem varð að lögumnr. 70/1996 var tekið fram að við niðurlagningu embættis skyldi embættismaðurjafnan fá ,,föst laun, er embættinu fylgdu“. Í skýringum við þá greinfrumvarpsins var tekið fram að ákvæðið svaraði til 14. gr. laga nr. 38/1954. Íákvæði til bráðabirgða í frumvarpinu var sömuleiðis mælt fyrir um rétt starfsmanns,ef starf hans hefur verið lagt niður, til bóta sem næmu ,,föstum launum“. Íbreytingatillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar var meðal annars lögðtil sú breyting á 1. mgr. 34. gr. frumvarpsins að í stað orðanna „fá föst laun,er embættinu fylgdu, greidd“ kæmi „halda óbreyttum launakjörum er embættinufylgdu“. Í framhaldsnefndaráliti meirihluta nefndarinnar var tekið fram að meðbreytingunni héldi embættismaður ekki aðeins föstum launum fyrir dagvinnuá biðlaunatímanum, heldur einnig öðrum launakjörum er embættinu hafi fylgt ogværi það í samræmi við skýringu á 14. gr. laga nr. 38/1954. Íbreytingatillögunni var einnig lagt til að orðið ,,föstum“ félli niður úr 5.mgr. ákvæðis til bráðabirgða. Í framhaldsnefndarálitinu var tekið fram aðbreytingin væri gerð til þess að að þeir núverandi ríkisstarfsmenn, semrétt ættu á biðlaunum, fengju bætur í samræmi við þá skýringu á 14. gr. laganr. 38/1954 að starfsmenn héldu ekki aðeins föstum launum fyrir dagvinnu ábiðlaunatímanum heldur einnig öðrum föstum launum er starfinu hefðu fylgt.Breytingatillaga meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar var samþykkt og varfrumvarpið svo breytt samþykkt sem lög nr. 70/1996.Í samræmi við framangreint leggur dómurinn tilgrundvallar við skýringu á 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 70/1996að réttur starfsmanns til biðlauna taki aðeins til fastra launa en ekki tilgreiðslna sem inntar eru af hendi í samræmi við vinnuframlag hverju sinni.Verður þá fjallað um einstaka liði kröfu stefnanda.Krafa stefnanda um gæsluvaktir og verk samkvæmtgjaldskrá er byggð á úrskurði kjaranefndar frá 15. október 2002. Á þeim tímaþegar umræddur úrskurður var kveðinn upp voru í gildi lög nr. 120/1992, umKjaradóm og kjaranefnd. Samkvæmt þágildandi 2. mgr. 8. gr. laganna, eins ogákvæðinu hafði verið breytt með 6. gr. laga nr. 150/1996, skyldi kjaranefndákveða launog starfskjör heilsugæslulækna og prófessora, enda yrði talið að þeir gegnduþeim störfum að aðalstarfi. Með 1. gr. laga nr. 71/2003 var 2. mgr. 8. gr. laganr. 120/1992 breytt þannig að tilvísun til heilsugæslulækna var felld út úrgreininni. Í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 71/2003 var kveðið áum að fyrrgreindur úrskurður kjaranefndar skyldi gilda þar til þágildandikjarasamningur milli stefnda og Læknafélags Íslands frá 2. maí 2002 félli úrgildi. Ekki liggur fyrir í gögnum málsins hvenær sá kjarasamningur féll úrgildi en meðal gagna málsins er kjarasamningur millistefnda og Læknafélags Íslands frá 7. janúar 2015. Sá kjarasamningur gildir frá1. júní 2014 til 30. apríl 2017. Er því ljóst að umræddur kjarasamningur frá 2.maí 2002 er fallinn úr gildi og þar með einnig fyrrgreindur úrskurðurkjaranefndar frá 15. október 2002. Verður krafa stefnanda um gæsluvaktir ogverk samkvæmt gjaldskrá ekki byggð á umræddum úrskurði.Í lið 4.1.3 kjarasamningsins frá 7. janúar 2015kemur fram að læknum sé skylt að vinna yfirvinnu og taka vaktir þar sem þess séþörf en læknir sé þó undanþeginn skyldu til að sinna vöktum frá 55 ára aldri. Ílið 4.1.4 er tekið fram að heimilt sé að haga vinnu með öðrum hætti en greini íkafla 4 með skriflegu samkomulagi lækna og forráðamanna stofnunar. Fyrir liggurað stefnandi er fæddur árið 1952 og náði því 55 ára aldri árið 2007. Ekkertliggur fyrir um að skriflegt samkomulag hafi verið gert við stefnanda um annaðfyrirkomulag vinnu en það sem kemur fram í fyrrnefndum lið 4.1.3. Er þvíósannað gegn andmælum stefnda að stefnanda hafi verið skylt að vinnagæsluvaktir. Verður því að líta svo á að greiðsla fyrir gæsluvaktir og verkunnin á vöktum samkvæmt gjaldskrá teljist ekki til fastra launa stefnandaheldur teljist vera greiðslur sem séu inntar af hendi í samræmi viðvinnuframlag hverju sinni. Verður stefndi því sýknaður af þessum liðum í kröfustefnanda.Gjaldskrá fyrir læknisvottorð byggir á c-liðgjaldskrár sem var fylgiskjal með úrskurði kjaranefndar frá 15. október 2002. Íbókun 5 við fyrrnefndan kjarasamning frá 7. janúar 2015 kemur fram að núverandifyrirkomulag á greiðslum fyrir gjaldskrárverk samkvæmt a-, b- og c-liðum umræddsúrskurðar haldi gildi sínu þar til aðilar verði sammála um nýtt fyrirkomulag ení bókuninni kemur fram að aðilar kjarasamningsins séu sammála um endurskoðun áfyrirkomulagi á greiðslum samkvæmt gjaldskrá. Umrædd gjaldskrá er enn í gildiog samkvæmt henni er ljóst að greiðslur til lækna fyrir vottorð eru ekki föstgreiðsla heldur breytileg, þannig að læknir fær greidda mismunandi fjárhæðfyrir hvert og eitt vottorð eftir efni þess. Verður því að líta svo á aðgreiðsla fyrir læknisvottorð teljist ekki til fastra launa stefnanda heldurteljist vera greiðslur sem séu inntar af hendi í samræmi við vinnuframlaghverju sinni. Verður stefndi því sýknaður af þessum lið í kröfu stefnanda.Samkvæmt þessu er stefndi sýknaður af öllum kröfumstefnanda.Eftir atvikum þykir rétt að hvoraðili beri sinn kostnað af málinu.Af hálfu stefnanda flutti máliðHulda Rós Rúriksdóttir hrl.Af hálfu stefnda flutti málið EiríkurÁki Eggertsson hdl. Arnfríður Einarsdóttirhéraðsdómari kveður upp dóm þennan.Uppkvaðning dómsins hefur dregistvegna embættisanna dómarans.Dómsorð:Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaf kröfum stefnanda, Guðbrands E. Þorkelssonar, í máli þessu.Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 18/2017 | Líkamstjón Málsástæða Matsgerð Gjafsókn | Í málinu krafðist A viðurkenningar á skaðabótaskyldu fyrir varanlega örorku vegna afleiðinga slyss sem hann varð fyrir í starfi hjá B hf. árið 2013. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, kom fram að A hefði ekki sýnt fram á að slysið sem hann varð fyrir hefði verið rakið til þess að starfsaðstæðum hefði verið ábótavant eða að B hf. hefði vanrækt að tryggja öryggi á vinnustað. Var B hf. því sýknað af kröfum A. Fyrir Hæstarétti lagði A fram matsgerð dómkvadds manns. Þótt ekki hefði verið tiltekið í matsbeiðni hvað sanna ætti með matsgerð, sbr. 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991, þótti ljóst að hennar hefði öðrum þræði verið aflað til þess að renna stoðum undir málsástæður A sem hefðu fyrst komið fram í greinargerð hans til Hæstaréttar. Voru ekki skilyrði samkvæmt 2. mgr. 187. gr. sömu laga til að heimilt væri að reisa úrlausn málsins á hinum nýju málsástæðum og var þeim því hafnað. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Karl Axelsson og ÁrniKolbeinsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 10. janúar 2017. Hann krefst þess að viðurkennd verðiskaðabótaskylda stefnda vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í slysi 27. ágúst2013 í starfi hjá stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti, án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt. Stefndi krefststaðfestingar héraðsdóms ogmálskostnaðar fyrir Hæstarétti.Réttargæslustefndi gerir engar kröfur í málinu.Áfrýjandi hefur lagt fyrir Hæstarétt matsgerð manns sem dómkvaddur var28. apríl 2017. Í matsbeiðni er þess óskað að matsmaður svari 14 nánartilgreindum spurningum. Þær spurningar lúta að vali á gleri í skilveggi oghvort heimilt sé að nota í þá gler að tiltekinni gerð eða þykkt. Þá lútaspurningar í matsbeiðni að því hvert sé burðarþol glersins, sem notað var ískilveggi þá sem áfrýjandi og samstarfsmaður hans voru að fjarlægja gler úr erslys varð, og hver séu brotþolsmörk þess við tilteknar aðstæður, þýðingu þessað notað hefði verið öryggisgler í stað þess sem notað var og loks hver beriábyrgð á vali á gleri í skilveggina á staðnum þar sem slysið varð. Nokkrarspurninganna lúta þó að atvikum málsins, verklagi við að skipta um gler ogþýðingu þess ef tilgreindur öryggisbúnaður hefði verið notaður. Þótt ekki sétiltekið í matsbeiðni hvað sanna eigi með matsgerð, sbr. 1. mgr. 61. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála, er ljóst að hennar er öðrum þræði aflað tilþess að renna stoðum undir málsástæðu áfrýjanda um að glerið í skilveggjunumhafi ekki uppfyllt öryggiskröfur og ekki mátt nota það í slíka veggi. Þærmálsástæður komu fyrst fram í greinargerð áfrýjanda til Hæstaréttar. Ekki eruskilyrði samkvæmt 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 til að heimilt sé að reisaúrlausn málsins fyrir Hæstarétti á hinum nýju málsástæðum og verður þeimhafnað. Að öðru leyti breytir framangreind matsgerð ekki þeim grundvelli semhinn áfrýjaði dómur, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, er reistur á.Með vísan til forsendna dómsins verður hann staðfestur. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður en umgjafsóknarkostnað áfrýjanda fer sem í dómsorði greinir. Dómsorð:Hinnáfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaðurfyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A, fyrir Hæstarétti greiðist úrríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 1.000.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2016. Málþetta, sem dómtekið var mánudaginn 26. september 2016, var höfðað 18. september2015 af A, [...], á hendur Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf., Hólmaþingi 9,Kópavogi, og til réttargæslu Tryggingamiðstöðinni hf., Síðumúla 24, Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur að viðurkennd verði með dómiskaðabótaskylda stefnda, Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., á líkamstjónisem hann varð fyrir þann 27. ágúst 2013, í vinnu hjá stefnda. Þá er krafistmálskostnaðar eins og málið væri ekki rekið sem gjafsóknarmál. Stefndi, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., krefst sýknu afkröfum stefnanda og málskostnaðar. Af hálfu réttargæslustefnda,Tryggingamiðstöðvarinnar hf., eru engar kröfur gerðar í málinu.Málsatvik Stefnandi,[...], starfaði í viðhaldsdeild hins stefnda félags, Byggingarfélags Gylfa ogGunnars hf. Þann 27. ágúst 2013 var hann að störfum í skrifstofuhúsnæði aðBorgartúni 27 í Reykjavík, en verkstjóri á staðnum, B, hafði falið honum ogstarfsfélaga hans, C, að fjarlægja glervegg, sem afmarkaði þar skrifstofurými.Í stefnu kemur fram að þeir hafi byrjað á verkinu á milli klukkan 12 og 13þennan dag og að verkstjórinn hafi gefið þeim fyrirmæli um að ljúka því fyrirklukkan 16. Samkvæmt gögnum málsins var tvöfalt gler í veggnum sem um ræðir,nánar tiltekið tvær glerskífur, 4 til 6 mm þykkar, með bili á milli, og varhver eining 90 cm breið og 270 cm á hæð. Stefnandi hafði sett sogskálar á einaslíka glerskífu og var að losa hana úr falsi að neðanverðu þegar gleriðbrotnaði og hlaut hann við það alvarleg skurðsár á framhandleggjum. Lögreglavar kölluð á vettvang og kemur fram í skýrslu hennar að rætt hafi verið viðsamstarfsfélaga stefnanda, C, sem hafi lýst því hvernig slysið atvikaðist oghefði komið fram hjá honum að glerin gætu oft verið nokkuð stíf eða föst ífalsinu svo að stundum þyrfti svolítið átak til að losa þau. Þá ræddulögreglumenn við stefnanda á slysadeild og kvaðst hann hafa sett sogskálarnarfrekar neðarlega á glerið til að losa það úr falsinu. Hann hefði síðan ætlað aðdraga neðri hluta glersins úr rammanum og hefðu þeir C ætlað að bera það á sinnstað. Glerið hefði hins vegar setið nokkuð fast og hefði myndast spennaofarlega í því við verkið. Það hefði síðan brotnað yfir handleggina á honumþegar hann dró það út. Ískýrslu lögreglu kemur fram að haft hafi verið samband símleiðis viðVinnueftirlit ríkisins og hefði því verið lýst fyrir starfsmanni þar hvernigslysið átti sér stað. Hefði sá starfsmaður beðið um að skýrsla yrði rituð umatvikið, en miðað við lýsingar lögreglu hefði hann ekki talið ástæðu til aðeftirlitsmenn kæmu á vettvang. Stefnandivar fluttur á bæklunarskurðdeild Landspítala. Samkvæmt vottorði D, bæklunar- oghandaskurðlæknis, reyndust sex sinar, auk sveifarslagæðar, hafa skorist ísundur á hægri framhandlegg og ein sin í vinstri úlnlið. Stefnandi gekkst undirbráðaaðgerð á sjúkrahúsinu og greri skurðsár vinstra megin vel, en hægra meginurðu miklir samvextir. Hann gekkst aftur undir skurðaðgerðir í mars ogseptember 2014, þar sem sinar voru losaðar og fluttar til. Stefnandigekkst undir örorkumat sem E lögfræðingur og F bæklunarlæknir önnuðust. Ímatsgerð þeirra, sem dagsett er 8. júlí 2015, kemur fram að þrátt fyrirskurðaðgerðir búi stefnandi við „réttiskerðingu“ á hægri þumli og baugfingri,minnkaðan kraft og kulvísi í báðum höndum. Einkennin séu töluvert meiri í hægrihendi en þeirri vinstri. Var tímabundin örorka metin 100% frá slysdegi til 27.nóvember 2013, frá 10. mars 2014 til 10. júní 2014 og frá 22. september 2014til 21. apríl 2015. Varanleg læknisfræðileg örorka var metin 40 stig. Stefndihafði keypt slysatryggingu launþega og frjálsa ábyrgðartryggingu hjáréttargæslustefnda, Tryggingamiðstöðinni hf. Var bótaskylda úrlaunþegatryggingu viðurkennd, en bótaskyldu vegna ábyrgðartryggingar hafnað.Stefnandi skaut málinu til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst aðþeirri niðurstöðu 10. febrúar 2015 að hann ætti ekki rétt á bótum úrábyrgðartryggingu stefnda hjá réttargæslustefnda. Ímálinu liggur fyrir matsgerð G, byggingarfræðings og húsasmíðameistara, og H,dósents í vélaverkfræði, frá í febrúar 2016. Hinir dómkvöddu matsmenn voru m.a.spurðir eftirfarandi spurningar: „Hvernig hefði verið hættuminnst að fjarlægjaglerrúðuna, þ.e. með hvaða vinnuaðferð hefði verið auðveldast og hættuminnst aðfjarlægja glerrúðuna úr falsinu ... ?“ Þá var spurt hvort sú aðferð sem notuðvar, og lýst er í lögregluskýrslu, hafi verið nægilega örugg vinnuaðferð. Íniðurstöðu matsmanna er að finna eftirfarandi svar: „Ef horft er til þeirrarhættu að gler brotni við að taka það úr glerveggjum má ætla að hættuminnst séað starfsmaður/menn hafi ákveðna fjarlægð frá glerinu og hagi vinnu sinniþannig að það takmarki hættu á að gler falli niður á þá ef til komi og brotni.Það er mat matsmanna að öruggast sé að sogskál sé sett efst á glerið og sá semvinnur við að losa það frá gúmmílistum í falsi standi á tröppum og byrji á þvíað beita átaki efst á glerinu þar til gler losni efst fyrst, síðan væri sogskálfærð neðar til að losa gler þar og neðar. Aldrei megi beita miklu átaki við aðlosa glerið. Síðan væru tveir við að taka glerið úr falsi með einni sogskál áefri hluta glersins og önnur sogskál á neðri hluta þess. Þessi aðgerð sem hérer lýst tekur lengri tíma en sú aðferð sem beitt var og hefur verið beitt samkvæmtlýsingum málsaðila. Þegar fjöldi glerja er tekinn úr falsi og það er yfirleittlaust í falsinu er hætta á að sú aðgerð sem matsþolar lýsa verði notuð, endakannski eðlilegri með hliðsjón af reynslu þeirra.“ Nánar verður gerð greinfyrir niðurstöðum matsgerðar í niðurstöðukafla dómsins. Stefnandigaf skýrslu fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins og gerði grein fyrir menntunsinni og starfsreynslu. Hann kvaðst vera [...]. Hann hefði hafið störf hjástefnda árið 2012, en unnið við húsasmíðar fram að því, þ. á m. við glerjunhúsbygginga. Hann hefði þó fyrst komið að því í starfi sínu hjá stefnda aðsetja upp og taka niður glerveggi eins og þann sem hann var að vinna við erslysið varð. Þennan dag hefði B verkstjóri beðið þá C að taka niður skilrúmsvegginasem um ræðir og hefði það verið hans skilningur að ljúka ætti verkinu fyrir lokvinnudags. Hann hefði beitt því verklagi sem venjulegt var við svona verk oghonum hefði verið kynnt þegar hann byrjaði að vinna við þetta. Hann kvaðst vitatil þess að gler voru endurnotuð við uppsetningu skilrúmanna og jafnframt vitatil þess að gler hefði brotnað við þessa vinnu. VitniðB verkstjóri kvaðst ekki muna hvort ætlunin hefði verið að ljúka verkinu þennandag, en enginn þrýstingur hefði verið frá verkkaupanum að ljúka því á ákveðnumtíma. Hann taldi verkið hafa verið unnið með venjulegum vinnuhraða og, eins ogþað var orðað: „Maður vinnur ekki hratt með gler.“ Vitnið lýsti því verklagisem viðhaft var við að fjarlægja gler eins og unnið var við í umrætt sinn. Hannkvað verkið yfirleitt hafa verið unnið af einum manni, en þó hefðu tveir komiðað vinnu við stærri rúður, upp undir 1,20 m á breidd. Hefðbundið vinnulag hefðiverið að byrja að setja sogskálar á miðja rúðu, en ef rúðan sat föst hefðusogskálarnar verið færðar ofar og togað í. Vitnið lýsti því að eftir slysiðhefði verið hætt að nota 4 mm gler í skilrúmsveggina. Þá hefði hann haftfrumkvæði að því að útvega framhandleggshlífar úr leðri sem starfsmenn notuðunú við vinnu með gler. VitniðC kvaðst í umrætt sinn hafa verið að losa lista, sem festir voru á karmaglerveggsins, en stefnandi hefði komið á eftir honum og fjarlægt glerrúðurnar.Hann kvaðst ekki hafa séð þegar slysið varð, aðeins heyrt brothljóð. Hann kvaðverkið ekki hafa verið unnið undir tímaþrýstingi og ekki hraðar en gengur oggerist. Vitnið kvaðst vera lærður húsasmiður og hafa unnið hjá stefnda fráhausti 1985. Hann hefði „þó nokkuð oft“ unnið við að taka gler úr veggeiningumeins og þarna var verið að gera. Auk stefnanda ogframangreindra vitna komu dómkvaddir matsmenn fyrir dóm við aðalmeðferð málsinsog staðfestu matsgerð sína.Málsástæður og lagarökstefnanda Stefnandibyggir á því að stefndi, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., beriskaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem hann varð fyrir í vinnuslysinu sem um ræðir,á grundvelli vinnuveitandaábyrgðar og sakarábyrgðarreglu skaðabótaréttar. Ístefnu er vísað til 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 1. gr. laga nr.124/2009, og segir að þar sé kveðið á um stranga sakarábyrgð vinnuveitanda ogað almennt hvíli á vinnuveitanda sönnunarbyrði fyrir því að skerða eigibótarétt starfsmanns vegna eigin sakar. Þá miði löggjöf á sviði vinnuréttar aðþví að vinnuveitandi beri ábyrgð á því að ákvæði laga og stjórnvaldsreglna semlúti að vinnustaðnum og vinnuumhverfi, þ.m.t. reglur sem lúti að öryggistarfsmanna, séu í heiðri hafðar. Vinnuveitandi ráði skipulagi og framkvæmdstarfa á vinnustað, en starfsmaður hafi lítið um það að segja. Vísar stefnandií þessu sambandi til ákvæða laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi ávinnustöðum, nr. 46/1980, og ummæla í greinargerð með frumvarpi sem varð aðlögum nr. 124/2009, um breyting á skaðabótalögum. Stefnandi kveðst aðallegabyggja á því að stefndi hafi brotið gegn eftirlitsskyldu sem vinnuveitandi hafiá vinnustað. Er í því sambandi vísað til 65. gr., 65. gr. a og 66. gr. laga nr.46/1980, 27. gr. reglugerðar nr. 920/2006, um skipulag og framkvæmdvinnuverndarstarfs á vinnustöðum, og a-liðar 3. gr., 4. og 5. gr. reglugerðarnr. 367/2006, um notkun tækja, þar sem kveðið sé á um ábyrgð vinnuveitanda áþví að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Um þaðstarf sem stefnandi vann, þegar slysið varð, sé eftirfarandi vitað: Vinnan hafifalist í því að fjarlægja gler úr vegg.Glerið hafi átt það til að sitja fast í falsinu svo að átak hafi þurft til aðlosa það. Glerið hafi átt það til að brotna, auk þess sem almenn vitneskja séum að glerbrot geti verið hnífbeitt. Miðað við þessa greiningu hafi hæglegaverið hægt að gera sér grein fyrir þeirri hættu, sem stafaði af framkvæmdverksins sem stefnanda hafi verið skipað að vinna. Eðlilegt hefði verið aðdraga úr hættu við verkið með forvörnum, s.s. hlífðarbúnaði. Telur stefnandisogskálar sem stefnandi notaði við verkið vera „tæki“ í skilningi a-liðar 3.gr. reglugerðar nr. 367/2006.Þá byggir stefnandi á þvíað með því hvernig honum var gert að standa að vinnu sinni hafi verið brotiðgegn ákvæðum reglna nr. 499/1994, um öryggi og hollustu þegar byrðar eruhandleiknar, einkum 1. gr., sbr. 3., 4., 5. og 9. gr. þeirra reglna. Er einnigvísað til 3. gr. og a-liðar 4. gr. reglna nr. 497/1994, um notkun persónuhlífa.Í I. viðauka þeirra reglna sé jafnframt að finna skrá um persónuhlífar, þ.m.t.handa- og handleggjahlífar, þar sem með séu taldir hanskar til hlífðar gegnviðkomu (stungu, skurði, titringi o.þ.h.). Úrskurðarnefnd í vátryggingamálumhafi við meðferð máls stefnanda vísað til þess að hann hafi haft persónuhlífará höndum, vinnuhanska, sem stefndi hafi úthlutað honum. Um hafi verið að ræðaþunna tauhanska, sem veiti sáralítið viðnám gegn beittu gleri eða alls engavörn gegn beittri egg eða brotbrún á gleri. Augljóst sé að hanskarnir hafi ekkihentað til að varna þeirri áhættu sem verkinu fylgdu. Skylda vinnuveitanda tilað útvega fullnægjandi persónuhlífar geti ekki talist uppfyllt með því aðafhenda almenna vinnuhanska til innivinnu. Vísar stefnandi til dóms HæstaréttarÍslands í máli nr. 472/2011 í þessu sambandi. Þá kveðst stefnandi skírskota tilskilyrðiskenningar skaðabótaréttar og þess að hann hefði ekki orðið fyrirlíkamstjóni hefði hann verið með fullnægjandi hlífðarbúnað, t.d. uppháa hanska,líkt og kjötiðnaðarmenn nota. Kveðst hann fullyrða að enginn slíkurhlífðarbúnaður hafi verið til hjá vinnuveitanda hans, aðeins venjulegirvinnuvettlingar. Samkvæmt því sem að framangreinir telur stefnandi stefnda hafa brotið gegn meginreglum laga nr. 46/1980,einkum 13. og 14. gr., 23. gr. og 1. mgr. 37. gr. laganna. Vísar stefnandi tilreglna skaðabótaréttar um mat á gáleysi í því sambandi. Atvinnurekanda beri aðtryggja að gætt sé fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta ávinnustað, sbr. 13. gr. laga nr. 46/1980. Fulltrúa atvinnurekanda á staðnum, Bverkstjóra, hafi borið að hafa eftirlit með og sjá til þess að gætt værifyllsta öryggis á vinnustaðnum og við framkvæmd verksins, sbr. 20.-23. gr.laganna, þ.m.t. að ganga úr skugga um að tveir starfsmenn gætu örugglega unniðverkið saman. Það hafi falið í sér vítavert gáleysi, sem atvinnurekandi beriábyrgð á, að gefa starfsmönnunum fyrirmæli um að drífa verkið af, sérstaklega íljósi þess hvers eðlis verkið var. Sýnt sé að slys verði þegar menn flýta sérum of. Verkstjórinn hafi þrýst á stefnanda og samstarfsmann hans að flýta sérog lagt kapp á að klára verkefnið fyrir lok venjulegs vinnudags, að beiðniverkbeiðanda. Sök vinnuveitanda sé hlutlægt séð fyrir hendiþar sem brotið hafi verið gegn framangreindum reglugerðar- og lagaákvæðum, með því að tryggja ekki nægilega öryggistefnanda við vinnu hans. Er um þetta vísað til dóma Hæstaréttar í málum nr. 375/2010, 335/2010 og662/2006. Þá bendir stefnandi á að líta verði til þess hve mikil hætta hafiverið á tjóni er slysið varð og vísar í því sambandi til dóma Hæstaréttar fráárinu 1968 bls. 1034, 1976 bls. 14 og dóma réttarins í málum nr. 280/2004,251/2005, 665/2010 og 104/2012. Stefnda og verkstjóra á vinnustaðnum hafi áttað vera ljóst að hætta gat stafað af því að fjarlægja rúður úr „gerefti“ semþær voru í, en fram komi í gögnum málsins að áður hafi brotnað rúður við slíktverk. Stefnandi byggir nánar á því aðgreina verði á milli þeirra skyldna semhvíli á vinnuveitanda annars vegar og starfsmönnum hans hins vegar. Þegarlíkamstjón megi rekja til þess að vinnuveitandi hafi ekki farið eftir reglumsem gilda um öryggi á vinnustað, beri hann ábyrgð á slysi sem verði ástarfsmanni hans, hvort sem slysinu er valdið af gáleysi eða ásetningi.Vinnuveitanda sé skylt að tryggja að aðstæður á vinnustað tefli ekki öryggistarfsmanna í tvísýnu, sbr. 13. gr. laga nr. 46/1980. Þær skyldur sem lög leggiá starfsmann megi ekki vera svo þungbærar, að þær geri að engu skyldurvinnuveitanda lögum samkvæmt. Reglur, um að vinnuveitandi tryggi öryggi ávinnustað, nái ekki markmiðum sínum á skilvirkan hátt ef ekki er jafnframtfallist á bótaábyrgð hans ef út af bregður. Þetta fái stoð í 3. mgr. 5. gr.tilskipunar nr. 89/391/EBE, sem og dómi EFTA dómstólsins í máli nr. E-2/10, svosem nánar er rakið í stefnu. Ekki hafi verið uppi óvenjulegar eðaófyrirsjáanlegar aðstæður þegar slysið varð og eigi vinnuveitandi því að berameginábyrgð á öryggi og heilsu starfsmanna sinna. Stefnandi hefði ekki orðiðfyrir líkamstjóni ef öllum öryggisreglum hefði verið fylgt. Því hafi ekki veriðfyrir að fara stórfelldu gáleysi eða eigin sök hans. Er enn í þessu efni vísaðtil 23. gr. laga nr. 50/1993. Þá vísar stefnandi til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1292/2012, þarsem skipt hafi máli um niðurstöðu málsins að vinnuveitandi hafi haft vitneskjuum þá hættu sem var til staðar við verkið. Telur stefnandi að svo hafi verið ímáli þessu og vísar í því sambandi til tölvupóstsamskipta fyrirsvarsmannsstefnda og lögmanns réttargæslustefnda, sem liggja fyrir í málinu, og ummælasem höfð voru eftir C, samstarfsmanni stefnanda, í lögregluskýrslu. Telurstefnandi að vegna þessa hefði brýnni nauðsyn en ella verið til að tryggjaöryggi starfsmanna við það verk, sem unnið var, svo að tjón hlytist ekki af.Það hefði hæglega mátt gera með fullnægjandi persónuhlífum og skilvirkuáhættumati í samræmi við þau laga- og reglugerðarákvæði, sem að framan greinir. Loksbyggir stefnandi á því að sönnunarbyrði í málinu hvíli á stefnda þar semvinnuslysið hafi ekki verið tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins, fyrr en eftirslysið og ekki með fullnægjandi hætti. Er jafnframt vísað til meginreglnaskaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð í þessu sambandi. Stefndi hafi brotið gegnskyldu sinni samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980. Engin rannsókn hafifarið fram á vinnuaðstöðunni af hálfu sérfræðinga Vinnueftirlits ríkisins. Aflögregluskýrslu verði ekkert ráðið um orsök slyssins. Stefndi beri hallann afþessu vegna þeirra skyldna sem á honum hvíli sem vinnuveitanda, sbr. t.d. 17.gr. laga nr. 46/1980. Leggja verði lýsingar stefnanda á málsatvikum tilgrundvallar, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 581/2000. Þá hafi verkstjóristefnda borið sérfræðiábyrgð og áhættumat hafi ekki farið fram, s.s. að framangreinir, sbr. 65. gr., 65.gr. a og 66. gr. laga nr. 46/1980. Af öllu framangreindu leiði aðstefnandi hafi orðið fyrir tjóni, sem vinnuveitandi hans beri ábyrgð á. Stefnandi telur sig eiga lögvarðahagsmuni af því að viðurkenningarkrafa hans verði tekin til efnislegrarúrlausnar, þar sem sýnt hafi verið fram á að hann hafi hlotið varanlegtlíkamstjón í vinnuslysinu. Verði fallist á dómkröfur hans verði hægt að meta líkamstjón samkvæmt ákvæðumskaðabótalaga nr. 50/1993, en stefnandi telur tjón sitt hafa verið vanmetið. Nánarum lagarök vísar stefnandi til reglna skaðabótaréttar um herta sakarreglu, með hliðsjón af ábyrgðvinnuveitanda á öryggi á vinnustöðum, en vinnuaðstæður hafi verið hættulegar. Þá er vísað til reglnaskaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð og húsbóndaábyrgð, um uppsafnaða sök ognafnlaus mistök og til reglunnar um sennilega afleiðingu. Þá byggir stefnandi á23. gr. a laga nr. 50/1993, auk annarra ákvæða laga og reglugerða, sem aðframan greinir. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndibyggir á því að samkvæmt reglum skaðabótaréttar beri stefnanda að sanna aðslysið verði rakið til atvika sem vinnuveitandi hans, stefndi í máli þessu,beri ábyrgð á. Sú sönnun hafi ekki tekist samkvæmt gögnum málsins. Því beri aðsýkna hann af kröfum stefnanda.Stefndi kveður ákvæði 23.gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 124/2009, um breyting áþeim lögum, lúta að þröngum heimildum til að skerða bótarétt starfsmanns semhefur orðið fyrir líkamstjóni í starfi sínu. Komi þar fram að réttur hans tilskaðabóta verði ekki skertur vegna meðábyrgðar nema hann hafi af stórkostlegugáleysi eða ásetningi átt þátt í því að tjónsatburður varð. Á hinn bóginn sé íengu hróflað við þeirri meginreglu skaðabótaréttar um ábyrgð vinnuveitanda aðtjónþoli hafi sönnunarbyrðina um það að skilyrðum skaðabótaskyldu sé fullnægt.Það eigi sér því enga stoð í téðu lagaákvæði að rík sönnunarbyrði hvíli ávinnuveitanda í slysamálum eins og hér um ræðir. Stefnandi hafi í umrættsinn verið að losa milliveggseiningu úr gleri ásamt samstarfsfélaga sinum, semað framan greinir. Við verkið hafi verið viðhaft venjubundið og viðurkenntverklag þegar einingar, eins og hér um ræðir, eru losaðar. Vissulega hafi verið þekkt að brúnir glersgeta verið beittar og til þess fallnar að skera hendur, t.d. ef tekið er um þærmeð berum höndum. Til að varna því að þurfa að taka um glerið með höndunum hafistefnandi og samstarfsfélagi hans notað sérstök áhöld, svonefndar blöðkur, þ.e.handföng með sogskálum sem eru fest á glerflötinn. Þótt skriflegt áhættumathafi ekki legið fyrir um þennan verkþátt hafi þeir sem komu að verkinu þekkthættuna sem gat stafað af beittum glerbrúnum og hagað verklagi sínu í samræmivið það. Því hafi skortur á skriflegu áhættumati um þennan tiltekna verkþáttekki valdið slysinu. Svo sem fram komi ígögnum málsins sé vitað að það kunni að koma fyrir við meðferð eða meðhöndlunglers að það springi eða brotni. Af þeim sökum sé rétt og nauðsynlegt aðnotaðar séu blöðkur eða sogskálar til að koma í veg fyrir að hendur séu íbeinni snertingu við gler og þannig reynt að bægja frá þeirri hættu, ef glerbrotnar, að skurðbrúnir þess skerist í hendur þeirra sem handleika það.Aðstæður hafi hins vegar verið mjög sérstakar þegar glerið brotnaði yfirstefnanda með þeim afleiðingum að hann skarst á úlnliðum beggja handa.Slysatilvik af þessu tagi séu fátíð og ekki unnt að sjá þau fyrir í þeim mæliað unnt sé að gera þá kröfu að stefndi hafi átt að gera ráð fyrir áhættuþættisem þessum í skriflegu áhættumati, sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 920/2006.Bótaábyrgð stefnda verði því ekki reist á því að ekki hafi legið fyrirskriflegt áhættumat fyrir þann verkþátt sem stefnandi vann við þegar slysiðvarð.Þótt um það megi deilahvort handföng þau sem notuð voru þegar einingin var losuð teljist til tækja ískilningi reglugerðar nr. 367/2006 sé ljóst að slysið verði ekki rakið tilnotkunar handfanganna eða sérstakrar slysahættu við notkun þeirra. Þvert á mótihafi handföngin verið notuð gagngert til að létta mönnum störfin og draga úrslysahættu þegar glerið var handleikið. Slysið verði því ekki rakið til þess aðskort hafi sérstakar forvarnir eða notkun hlífðarbúnaðar á grundvelli þeirrar reglugerðarsem hér um ræðir.Þá hafi þungi glersinsfráleitt verið slíkur að stefnandi og samstarfsfélagi hans hafi ekki getaðhandleikið það af fyllsta öryggi, auk þess sem þeir höfðu áðurnefndar blöðkurtil að ná handfestu á glerinu. Sem fyrri greinir hafi slysið orðið með afarsérstökum og óvenjulegum hætti. Ekki verði séð að viðhlítandi persónuhlífarhafi verið fáanlegar sem hefðu getað komið í veg fyrir það. Er því mótmælt aðslysið verði rakið til þess að ákvæða reglna nr. 499/1994 hafi ekki verið gættaf hálfu stefnda.Því er jafnframt mótmæltsem röngu að stefnandi hafi ekki fengið viðeigandi persónuhlífar, sbr. 3. gr.og a-lið 4. gr. reglna nr. 497/1994. Með því að nota blöðkur hafi stefnandiekki þurft að taka á sjálfu glerinu eða brúnum þess. Þá þekkist ekki við störfsem þessi að notaðir séu hanskar úr málmneti eins og notaðir eru við meðferðhnífa við kjötvinnslu, enda slíkir hanskar ekki þannig gerðir að þeir henti viðglerísetningu eða glerúrtöku. Hætta á slysi eins og þarna varð hafi heldur ekkiverið svo auðsæ eða yfirvofandi að hafi kallað á þess háttar hanska eða annanhliðstæðan hlífðarbúnað. Af leiðbeinandi skrá yfir persónuhlífar í I. viðaukavið framangreindar reglur verði heldur ekki ráðið að fyrir hendi hafi verið þartil gerðar persónuhlífar til að koma í veg fyrir slys eins og stefnandi varðfyrir. Hið sama gildi um leiðbeinandi skrá í viðauka II yfir störf ogstarfssvið þar sem nauðsynlegt getur reynst að nota persónuhlífar. Ekki liggifyrir í málinu af hálfu stefnanda hvers konar hlífðarbúnaður eða persónuhlífarhafi verið raunhæfur kostur fyrir hann að hafa á sér sem hefði varnað því aðslysið varð.Hanskar sem stefnandinotaði í umrætt sinn hafi verið úr gúmmíkenndu efni lófamegin og haft þanniggóða núningsmótstöðu, auk þess sem þeir séu þjálir í allri notkun. Að því leytihafi þeir hentað vel við það verk sem stefnandi var að vinna þótt þeir hafiekki veitt mikla vörn við það hrapallega slys þegar glerið brotnaði og féll áhendur hans. Þegar litið sé til þess verks sem þarna var unnið við, og hversulítil líkindi hafi verið á slysi, sé með engu móti unnt að fallast á að þaðleiði til skaðabótaábyrgðar stefnda að hanskarnir hafi ekki veitt nægilegavörn.Staðhæfingum stefnanda,um að verkstjóri á staðnum hafi sýnt af sér vítavert gáleysi og brotið gegnákvæðum 13. gr., sbr. 20.-23. gr., laga nr. 46/1980, er mótmælt sem röngum ogósönnuðum. Stefnanda og vinnufélaga hans hafi verið falið að ljúka verkinu, entil þess hafi þeir haft allan þann tíma sem verkið krafðist og engar fyrirskipanirverið gefnar um að ljúka því fyrir tiltekin tímamörk. Ekkert hafi staðið því ívegi að halda verkinu áfram eftir lok dagvinnutíma. Það sé því tilhæfulaust meðöllu að slysahætta hafi aukist sökum þess að þeir hafi þurft að flýta sér um ofvið verkið. Því er jafnframt vísað á bug sem röngu að stefndi hafi brotið gegnákvæðum laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla með því að hafa ekki tryggt öryggistefnanda við vinnu sína með nægilega traustum hætti.Þá er hafnað því sem framkemur í málatilbúnaði stefnanda, að nauðsynlegt hafi verið fyrir hann að hafaannan mann sér til aðstoðar til að halda við glerið að ofanverðu þeim megin semhann var. Á ljósmyndum sem eru meðal gagna málsins, sjáist greinilega aðglereiningin sem stefnandi vann við að losa var tiltölulega mjó og þvíástæðulaust að hafa annan mann viðstaddan til að halda við glerið. Enginngrundvöllur sé til að gera athugasemdir við það verklag sem viðhaft var við aðlosa um glerið og taka það úr falsinu.Þá liggi ekkert fyrir ígögnum málsins um að starfsmenn stefnda hafi unnið einhver þau verk sem síðanhafi orðið þess valdandi að slysið varð. Því verði ekki séð að reglurskaðabótaréttar um uppsöfnuð eða nafnlaus mistök geti leitt tilskaðabótaábyrgðar stefnda. Verkið hafi verið unnið þannig að lítil hætta hafiátt að vera á því að glerið myndi brotna, jafnvel þótt stundum þyrfti smáátakvið að losa það, eins og haft var eftir samstarfsfélaga stefnanda ílögregluskýrslu. Verkstjórinn, B, og vinnufélagi stefnanda, hafi áralangareynslu af því að setja upp og taka niður glereiningar eins og hér um ræðir ogþekki því vel flestar þær hættur sem kunni að vera til staðar við slík verk.Samt sem áður hafi stefndi eða starfsmenn hans með engu móti getað áttað sigfyrir fram á því að glerið myndi brotna og valda slysi með þeim hætti semraunin varð. Slysið verði því ekki rakið til þess að öryggisreglum hafi ekkiverið fylgt þannig að ábyrgð verði felld á stefnda vegna ónógravarúðarráðstafana við framkvæmd verksins.Stefnandi vísar til þessað í skýrslu lögreglu komi fram að lögreglumaður hafi haft samband viðVinnueftirlit ríkisins á slysavettvangi til að tilkynna um atvikið. Viðbrögð Vinnueftirlitsins hafi verið þau aðbiðja um að lögregluskýrsla yrði rituð, en miðað við lýsingu á atvikum hafi afhálfu eftirlitsins ekki verið talin ástæða til að koma á vettvang. Samkvæmtþessu sé engum vafa undirorpið að Vinnueftirlitinu hafi verið tilkynnt umslysið nánast í sömu andrá og það varð og meðan verksummerki á slysstað voruóhreyfð. Undir þessum kringumstæðum hefði ekki þjónað neinum tilgangi fyrirstefnda að tilkynna einnig um slysið til Vinnueftirlitsins í því skyni að þaðmyndi senda fulltrúa sinn á vettvang til að rannsaka slysið og tildrög þess.Eins og hér stóð á verði ekki fallist á að stefndi hafi brotið gegn 1. mgr. 79.gr. laga nr. 46/1980 þótt hann hafi ekki sjálfur tilkynnt Vinnueftirlitinu umslysið. Þá greini aðila ekki á um nein atvik sem teljist umdeild eða óljós oghefðu fengist upplýst við rannsókn Vinnueftirlitsins. Er því eindregið mótmæltaf hálfu stefnda að skilyrði séu til að varpa sönnunarbyrði yfir á hann umatvik sem stefnandi hefur ella sönnunarbyrði um samkvæmt almennumsönnunarreglum skaðabótaréttar.Stefndi kveður verk þaðsem stefnandi vann í umrætt sinn hafa verið einfalt og allir verkþættir þessséu þekktir. Stefnandi og samstarfsfélagi hans hafi verið reyndir smiðir ogvitað til hlítar hvernig vinna skyldi verkið, þ. á m. hvaða tæki og tól þeirþyrftu til þess, svo og hvaða hætta kynni að vera fólgin í verkinu. Þeir hafi íreynd ekki þurft á neinum leiðbeiningum eða fyrirmælum að halda frá verkstjóraum það hvernig verkið skyldi innt af hendi. Þá sé ekki heldur um það að ræða aðframkvæma hefði þurft sérstakt hættumat vegna þess. Telur stefndi fráleitt aðætla að fyrir hendi sé bótaábyrgð hans eða að sönnunarbyrði verði velt yfir áhann með vísan til einhvers konar „sérfræðiábyrgðar“ verkstjóra, sem hafistjórnað framkvæmdum á slysstað, eða þess sem í stefnu sé jafnframt nefnt„sérfræðiábyrgð vinnuveitanda um öryggi á vinnustöðum“.Niðurstaða Ímáli þessu er um það deilt hvort stefnandi, A, eigi rétt til bóta úrábyrgðartryggingu stefnda, Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., hjáréttargæslustefnda, Tryggingamiðstöðinni hf. Byggir stefnandi á því að stefndihafi vanrækt skyldur sínar samkvæmt ákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti ogöryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 og reglum samkvæmt þeim. Er einkum vísað tilþess að stefndi hafi vanrækt eftirlitsskyldu sína á vinnustaðnum, ekki hafiverið unnið áhættumat vegna verksins og hlífðarbúnaði starfsmanna verið áfátt. Afhálfu stefnanda er byggt á því að á stefnda hvíli sönnunarbyrði um það hvortskilyrðum bótaskyldu sé fullnægt í málinu og er í því sambandi vísað til 23.gr. a skaðabótalaga, eins og því ákvæði var breytt með 1. gr. laga nr. 124/2009.Þá hafi stefndi vanrækt tilkynningarskyldu sína samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laganr. 46/1980 og eigi því að bera hallann af því að atvikið hafi ekki veriðrannsakað sem skyldi. Ákvæði 1. mgr. 23. gr. a skaðabótalaga lýtur að meðábyrgðstarfsmanns vegna líkamstjóns í vinnuslysum, en varðar ekki reglur umsönnunarbyrði. Þá liggur fyrir að lögregla hafði á vettvangi samband viðstarfsmann Vinnueftirlitsins, sem taldi ekki þörf á frekari aðgerðum, þar semrituð yrði lögregluskýrsla um atvikið. Með matsbeiðni var þeirri spurningubeint til dómkvaddra matsmanna hvort hægt hefði verið að rannsaka vettvangslyssins í kjölfar þess og upplýsa orsök þess. Var það niðurstaða matsmanna,með hliðsjón af gögnum málsins og ljósmyndum af vettvangi, að erfitt hefðiverið eða jafnvel ómögulegt að greina orsök slyssins með rannsókn á vettvangi,að öðru leyti en því að upplýsingar um þykkt glersins hefðu þá legið fyrir. Vartalið óvíst að greining á glerjum hefði getað skilað afgerandi og fullnægjandiskýringu á því hvort galli eða skemmd hefði verið á eða í glerinu fyrir slysið.Með vísan til framangreinds verður ekki fallist á það með stefnanda að efni séutil að víkja frá almennum sönnunarreglum við mat á bótaskyldu stefnda ímálinu. Þá er á því byggt afhálfu stefnanda að stefndi hafi vanrækt skyldu sína til að vinna áhættumatvegna verksins, sbr. 65. gr. a laga nr. 46/1980 og 27. gr. reglugerðar nr.920/2006, um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. Sem aðframan greinir er stefnandi [...] og hafði starfað við byggingarvinnu umáratuga skeið er slysið varð, þ. á m. við glerjun, sem telst venjubundið verkvið byggingarvinnu. Hann hafði starfað við viðhaldsverkefni hjá stefnda íu.þ.b. ár, m.a. við að setja upp og taka niður gler í milliveggjum eins og hannvann við í umrætt sinn. Gerð hefur verið grein fyrir framburði stefnanda, C,samstarfsmanns hans, og B verkstjóra við aðalmeðferð málsins, en fram kom hjáþeim að verkið hefði verið unnið á hefðbundinn hátt. Þegar litið er tilmenntunar og starfsreynslu stefnanda og samstarfsmanns hans verður ekki taliðað sérstök þörf hafi verið á því að vinna sérstakt áhættumat vegna þessatiltekna verks. Var það jafnframt niðurstaða dómkvaddra matsmanna um þettaálitaefni að við slíka framkvæmd leggi vanir starfsmenn til ákveðið mat ááhættu, enda hafi verið notaðar sogskálar og hanskar við verkið og tröppurverið til staðar. Þá hafi vinna við að taka niður og setja upp glerveggi veriðþekkt og sama verklag verið notað áður. Að mati dómsins geta sogskálar semnotaðar voru ekki talist vera tæki í skilningi a-liðar 3. gr. reglugerðar nr.499/1994, um notkun tækja, eins og stefnandi byggir á, og var því ekki þörf ásérstöku áhættumati vegna notkunar þeirra. Kom jafnframt fram í svörumdómkvaddra matsmanna að sogskálar, ef rétt eru notaðar, séu bestu verkfæri semhægt er að beita við glerjun. Afhálfu stefnanda er jafnframt á því byggt að vinnuvettlingar sem honum vorufengnir til notkunar við vinnu sína geti ekki talist viðeigandi persónuhlífar,sbr. 9. gr. reglna nr. 499/1994, um öryggi og hollustu þegar byrðar eruhandleiknar, og 3. gr. og a-lið 4. gr. reglna nr. 497/1994, um notkunpersónuhlífa. Um er að ræða nitril húðaða tauvettlinga, en ljósmyndir af samskonar vettlingum eru meðal gagna málsins og lágu jafnframt frammi viðaðalmeðferð þess. Í matsgerð er að finna umfjöllun dómkvaddra matsmanna umslíka vettlingana og kemur þar fram að þeir séu mikið notaðir við vinnu viðglerjun, hvort heldur sem er fyrir glerveggi eða einangrunargler. Vettlingarnirgefi mjög gott grip og varni því að þeir sem vinna við gler skeri sig viðlítils háttar núning, en komi þó ekki í veg fyrir að þeir geti skorið sig efátak á glerkant er mikið eða gler brotnar og fellur á þá. Var það niðurstaðamatsmanna að notkun vinnuvettlinganna við að taka gler úr glerveggjum værifullnægjandi hlífðarbúnaður fyrir hendur þeirra sem verkið vinna. Með vísan tilframangreinds þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að honum hafi ekki veriðfengnar viðeigandi persónuhlífar til notkunar við verkið. Breytir ekki þeirriniðurstöðu að eftir slysið hafi verkstjóri stefnda hlutast til um aðstarfsmönnum standi jafnframt til boða að nota armhlífar við vinnu sína. Lokser á því byggt af hálfu stefnanda að verkstjóri hafi vanrækt starfsskyldursínar á vinnustaðnum með því að hafa ekki séð til þess að gætt væri fyllstaöryggis við framkvæmd verksins, sbr. 13. gr., 14. gr., 20.-23. gr. og 1. mgr.37. gr. laga nr. 46/1980. Í stefnu er því jafnframt haldið fram í þessusambandi að verkstjóri hafi þrýst á starfsmennina að flýta verkinu. Afframburði stefnanda, samstarfsmanns hans, og verkstjórans, B, við aðalmeðferðmálsins verður ekki ráðið að verkinu hafi verið hraðað umfram það sem venjulegtvar. Staðhæfing í stefnu um að verkstjóri hafi beitt þrýstingi í þá veru færhvorki stoð í framburði þeirra sem að verkinu komu né í gögnum málsins að öðruleyti og telst því ósönnuð. Sem að framan greinir var það niðurstaða dómkvaddramatsmanna að öruggast hefði verið að haga verklagi þannig að sogskál hefðiverið sett efst á glerið og byrjað að losa það að ofan, en sogskálarnar síðanfærðar niður á við, og að tveir menn fjarlægðu glerið úr falsinu, með sogskálumá efri og neðri hluta þess. Stefnanda mátti vera ljóst að hætta gat veriðsamfara verkinu, ekki síst með hliðsjón af menntun hans og starfsreynslu. Varhonum og starfsfélaga hans í lófa lagið að haga vinnu sinni þannig að komasthefði mátt hjá því að glerið brotnaði, með því að bera sig að með þeim hættisem lýst er í matsgerð. Verður ekki séð að verkstjóri hafi vanrækt starfsskyldursínar á vettvangi vegna þess hvernig þeir höguðu verklagi sínu. Samkvæmtframangreindu hefur ekki verið sýnt fram á að slysið sem stefnandi varð fyrirverði rakið til þess að starfsaðstæðum hafi verið ábótavant eða að stefndi hafivanrækt að tryggja öryggi á vinnustað samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980 ogannarra reglna, sem vitnað er til af hálfu stefnanda. Verður stefndi þvísýknaður af kröfum stefnanda í málinu. Meðhliðsjón af atvikum málsins þykir rétt að málskostnaður falli niður.Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, FjölnisVilhjálmssonar hdl., 1.250.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðistúr ríkissjóði. Dóminnkveða upp Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari, Ásmundur Ingvarssonbyggingarverkfræðingur og Jón Ágúst Pétursson byggingartæknifræðingur.Dómsorð: Stefndi,Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., er sýkn af kröfum stefnanda, A. Málskostnaðurfellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þ.m.t. þóknun lögmanns hans,Fjölnis Vilhjálmssonar hdl., 1.250.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 125/2017 | Veiðifélag Fasteign Eignarréttur Sameign | V keypti jörðina Ljárskóga af Laxárdalshreppi. Eftir kaupin var útbúin sérstök arð- og eignarhlutaskrá vegna jarðarinnar þar sem félagsmenn í V voru tilgreindir eigendur í samræmi við framlög sín vegna kaupanna, en þau voru í formi skertra arðgreiðslna frá félaginu. S o.fl. höfðuðu mál á hendur V og kröfðust viðurkenningar á eignartilkalli sínu til jarðarinnar samkvæmt þeim hlutföllum er greindi í skránni. Byggðu S o.fl. á því að í upphafi hefði verið tekin ákvörðun um að tilteknir félagsmenn innan V myndu, með atbeina félagsins, kaupa jörðina og félagið síðan afsala til þeirra hlutdeild þeirra í jörðinni til samræmis við framlög þeirra. Héraðsdómur taldi ekkert liggja fyrir um að slík ákvörðun hefði verið tekin og hafnaði því að S o.fl. hefðu sýnt fram á þau ættu lögmætt tilkall til þess að fallist yrði á kröfu þeirra. Var V því sýknað og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson og Greta Baldursdóttir og Árni Kolbeinsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjendur skutu málinu tilHæstaréttar 21. febrúar 2017. Þau krefjast þess að viðurkennt verði að hverjuþeirra fyrir sig tilheyri nánar tilgreindur eignarhlutur í söluverðijarðarinnar Ljárskóga samkvæmt kaupsamningi um hana og afsali frá 6. janúar2017. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdómsog málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Samkvæmt gögnum, sem áfrýjendur hafalagt fyrir Hæstarétt, stóð stefndi eftir uppkvaðningu héraðsdóms aðkaupsamningi og afsali, sem gert var í einu lagi 6. janúar 2017, en þar seldihann jörðina Ljárskóga fyrir 145.000.000 krónur, sem staðgreiddar voru viðsamningsgerð. Tekur framangreind kröfugerð áfrýjenda mið af þessu. Að því gættuverður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan til forsendna hans.Áfrýjendum verður gert að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjendur, Skúli Einarsson, Jónína Einarsdóttir, Jóhanna LiljaEinarsdóttir, Valdís Einarsdóttir, Ólöf Björg Einarsdóttir, Svanborg ÞuríðurEinarsdóttir, Jón Ægisson, Harald Óskar Haraldsson, Bjarni Hermannsson og UnnsteinnKristinn Hermannsson, greiði óskipt stefnda, Veiðifélagi Laxdæla, 1.200.000krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Vesturlands 21. nóvember 2016I.Mál þetta semtekið var til dóms 24. október sl. er höfðað með stefnu birtri 12. júní 2013.Stefnendur eru Skúli Einarsson, Melshúsum, Álftanesi, Jónína Einarsdóttir,Tjarnargötu 16, Reykjavík, Jóhanna Lilja Einarsdóttir, Jóruseli 11, Reykjavík,Valdís Einarsdóttir, Lambeyrum, 371 Búðardal, Ólöf Björg Einarsdóttir, Heiðarbæ1, 801 Selfossi, Svanborg Þuríður Einarsdóttir og Jón Ægisson Gillastöðum 2,371 Búðardal, Harald Óskar Haraldsson, Svarfhóli, 371 Búðardal, BjarniHermannsson og Unnsteinn Kristinn Hermannsson, Leiðólfsstöðum, 371 Búðardal.Stefndi er Veiðifélag Laxdæla, Þrándargili l, 371 Búðardal.Endanlegardómkröfur stefnenda í stefnu eru eftirfarandi:„Stefnendur geraþær kröfur að viðurkennt verði með dómi, eignartilkall þeirra til jarðarinnarLjárskóga, lnr. 137576, Dalabyggð, og að stefnda, Veiðifélagi Laxdæla, verðigert skylt með dómi að gefa út afsal til stefnenda, fyrir hlutdeild þeirra íjörðinni, þ.e. í hlutfalli við arð- og eignarhlutaskrá Veiðifélags Laxdæla,vegna Ljárskóga, dagsettri 8. apríl 1993, með þeim breytingum sem á henni urðumeð afsali Laxárdalshrepps, dagsettu 31. maí 1994, og með afsali eigendaHrappsstaða, dagsettu 10. maí 2004. Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Skúla Einarssonar, kt. 290256-5429,Melshúsum, 225 Álftanesi, fyrir 1,48275% hlut í jörðinni Ljárskógum, og aðhann fái afsal frá stefnda fyrir þeimhlut, gegn yfirlýsingu frá stefnanda umað hann eigi ekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga sem aðili að veiðifélagiLaxdæla.Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Jónínu Einarsdóttur, kt. 110954-4339,Tjarnargötu 16, 101 Reykjavík, fyrir 1,48275% hlut í jörðinni Ljárskógum, og aðhún fái afsal frá stefnda fyrir þeim hlut, gegn yfirlýsingu frá stefnanda um aðhann eigi ekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga sem aðili að veiðifélagiLaxdæla.Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Jóhönnu Lilju Einarsdóttur, kt. 070457-2459,Jóruseli 11, 109 Reykjavík, fyrir 1,48275% hlut í jörðinni Ljárskógum, og aðhún fái afsal frá stefnda fyrir þeim hlut, gegn yfirlýsingu frá stefnanda um aðhann eigi ekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga sem aðili að veiðifélagiLaxdæla.Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Valdísar Einarsdóttur, kt. 180564-3659,Lambeyrum, 371 Búðardal, fyrir 1,48275% hlut í jörðinni Ljárskógum, og að húnfái afsal frá stefnda fyrir þeim hlut, gegn yfirlýsingu frá stefnanda um aðhann eigi ekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga sem aðili að veiðifélagiLaxdæla.Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Ólafar Bjargar Einarsdóttur, kt. 170167-2959,Heiðarbæ 1, 801 Selfossi, fyrir 1,48275% hlut í jörðinni Ljárskógum og að húnfái afsal frá stefnda fyrir þeim hlut, gegn yfirlýsingu frá stefnanda um aðhann eigi ekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga sem aðili að veiðifélagiLaxdæla.Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Svanborgar Þuríðar Einarsdóttur, kt.281268-5469, Gillastöðum 2, 371 Búðardal, fyrir 1,48275% hlut í jörðinniLjárskógum, og að hún fái afsal frá stefnda fyrir þeim hlut, gegn yfirlýsingufrá stefnanda um að hann eigi ekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga semaðili að veiðifélagi Laxdæla.Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Jóns Ægissonar, kt. 220359-3959, Gillastöðum2, 371 Búðardal, fyrir 4,19900% hlut í jörðinni Ljárskógum og að hann fái afsalfrá stefnda fyrir þeim hlut, gegn yfirlýsingu frá stefnanda um að hann eigiekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga sem aðili að veiðifélagi Laxdæla.Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Haralds Óskars Haraldssonar kt. 170370-3929,Svarfhóli, 371 Búðardal, fyrir 8,23800% hlut í jörðinni Ljárskógum, og að hannfái afsal frá stefnda fyrir þeim hlut, gegn yfirlýsingu frá stefnanda um aðhann eigi ekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga sem aðili að veiðifélagiLaxdæla.Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Bjarna Hermannssonar, kt. 230458-6269,Leiðólfsstöðum, 371 Búðardal, fyrir 2,27200% hlut í jörðinni Ljárskógum, og aðhann fái afsal frá stefnda fyrir þeim hlut, gegn yfirlýsingu frá stefnanda umað hann eigi ekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga sem aðili að veiðifélagiLaxdæla.Gerð er krafa umað viðurkennt verði eignartilkall Unnsteins Kristins Hermannssonar, kt.060472-5999, Leiðólfsstöðum, 371 Búðardal, fyrir 2,27200% hlut í jörðinniLjárskógum, og að hann fái afsal frá stefnda fyrir þeim hlut, gegn yfirlýsingufrá stefnanda um að hann eigi ekkert frekara eignatilkall til Ljárskóga semaðili að veiðifélagi Laxdæla.“Þá krefjaststefnendur málskostnaðar samkvæmt mati dómsins úr hendi stefnda, að teknutilliti til virðisaukaskatts.Stefndi krafðistþess aðallega að máli þessu yrði vísað frá dómi en til vara að hann yrðisýknaður af öllum kröfum stefnenda. Með úrskurðidómsins hinn 4. júní 2014 var fallist á kröfu stefnda um að vísa máli þessu frádómi. Var í rökstuðningi dómsins vísað til þess að stefna í málinu væri íandstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað,sbr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Úrskurður þessi var hinsvegar ómerktur með dómi Hæstaréttar hinn 25. ágúst 2014, í málinu nr. 451/2014,og málinu vísað heim í hérað, þar sem ekki hefði verið gætt að ákv. d- oge-liðar 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála við samninguhans. Kveðinn var á ný upp úrskurður í málinu 13. janúar 2016 og var málinu þáá ný vísað frá dómi, með vísan til þess að nauðsyn hefði borið til að stefnaöllum félagsmönnum stefnda, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Á þetta var hins vegar ekki fallist íHæstarétti og var úrskurðurinn felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómað taka málið til efnismeðferðar á ný, með dómi réttarins hinn 22. febrúar2016, í máli nr. 70/2016.Stefndi krefstþví nú sýknu í málinu og að stefnendur verði dæmdir óskipt til að greiðastefnda málskostnað að skaðlausu.II.Stefndi erveiðifélag um lax- og silungsveiði ávatnasvæði Laxár í Dölum í Dalasýslu og samkvæmt samþykktum félagsins,dags. 1. nóvember 2007, eiga eftirgreindar 28 jarðir aðild að því: Fjósar,Hrappsstaðir, Hjarðarholt, Spágilsstaðir, Goddastaðir, Lambastaðir, GillastaðirI-II, Sámsstaðir I, II og III, Hamrar, Svalhöfði, Sólheimar I-II, Pálssel,Dönustaðir og Lambeyrar, Gröf, Svarfhóll og Engihlíð, Þrándargil, Leiðólfsstaðir,Hornsstaðir, Höskuldsstaðir, Sauðhús, Saurar og Ás. Hinn 28. júlí1987 var haldinn fundur í hinu stefnda veiðifélagi til að fjalla um bréfhreppsnefndar Laxárdalshrepps, nú Dalabyggð, dags. 24. sama mánaðar, þar semstefnda var gefinn frestur til að svara því hvort hann óskaði eftir því aðkaupa jörðina Ljárskóga af hreppnum ef hreppurinn myndi neyta forkaupsréttarvegna jarðarinnar. Á umræddum fundi var eftirfarandi tillaga samþykkt einrómaaf öllum landeigendum: „Almennur fundur Veiðifélags Laxár í Dölum haldinn íDalabúð þann 28.07 ´87 heimilar stjórnfélagsins að festa kaup á jörðinniLjárskógum í Laxárdalshrepp með þeim skilmálum sem getið er í bréfi hreppsnefndar24.7. ´87“. Einnig var á fundinum samþykkt að veita stjórn félagsins umboð tilað taka lán fyrir hluta af kaupverðinu, auk þess sem stjórninni var falið aðöðru leyti að útvega fjármagn til kaupanna.Hinn 11.september 1990 gaf Laxárdalshreppur út afsal til stefnda fyrir jörðinniLjárskógum. Í afsalinu kemur fram að jörðin hafi verið afhent kaupanda 1.september 1987. Eftir að stefndi hafði eignast jörðina var útbúin svokölluðarð- og eignarhlutaskrá félagsins vegna jarðarinnar. ÞegarLaxárdalshreppur ráðstafaði jörðinni Ljárskógum til stefnda átti sveitarfélagiðaðild að veiðifélaginu sem eigandi jarðarinnar Fjósa. Á þeim grunni virðist semhreppurinn hafi talið sig eftir afsalið njóta réttinda yfir 8,99% hlut íLjárskógum. Hinn 31. maí 1994 gaf hreppurinn út afsal til veiðifélagsins fyrirþessum ætlaða hlut sínum í Ljárskógum, þrátt fyrir að stefndi væri þá þegarþinglýstur eigandi allrar jarðarinnar Ljárskóga. Það sama gerðu eigendurjarðarinnar Hrappsstaða á árinu 2004 að því er varðar 8,488% hlut í Ljárskógum.Þessum ætluðu eignarhlutum í Ljárskógum vegna Fjósa og Hrappsstaða ráðstafaðistefndi síðan 1994 og 2004 til þeirra félagsmanna sinna sem vildu leysa þá tilsín, en meðal þeirra voru í fyrra skiptið stefnendur allir eða þeir sem þau leiða rétt sinn frá og ísíðara skiptið hluti þeirra.Ný arðskrásamkvæmt yfirmatsgerð, sem breytti arðskrárhlutföllum félagsmanna, tók gildifyrir hið stefnda félag 1. janúar 1998. Á félagsfundi íhinu stefnda félagi hinn 26. apríl 2011 var samþykkt heimild til stjórnar þessað afsala jörðinni Ljárskógum til félagsmanna í stefnda. Heimildin var sögð nátil þess að afsala jörðinni til félagsmanna í sömu hlutföllum og eignin hefðiupphaflega verið keypt, ásamt þeim breytingum sem síðan hefðu átt sér stað meðeignarhluta í viðskiptum milli félagsmanna. Næðist hins vegar ekki fulltsamkomulag milli félagsmanna um þá leið væri stjórn félagsins heimilt aðþinglýsa beitarkvöð fyrir félagsmenn á jörðina Ljárskóga og bjóða jörðina síðantil sölu á almennum markaði. Tveir landeigendur höfnuðu tillögunni og fimm sátuhjá. Fram kemur ígreinargerð stefnda að þar sem ekki hefði náðst samþykki allra félagsmannafyrir tillögunni hefði orðið ljóst að fyrri hluti hennar myndi ekki ná fram aðganga, enda hefði hann verið bundinn þeim fyrirvara að fullt samkomulag værimeðal félagsmanna um að afsala jörðinni með þeim hætti sem mælt hefði veriðfyrir um í tillögunni. Í ljósi þess, og að teknu tilliti til lögfræðiálita,hefði það verið niðurstaða stjórnar stefnda að fara ætti með Ljárskóga íarðskrárhlutfalli eins og aðrar eignir félagsins í bókum þess og að hætt yrðiað halda hina sérstöku arðskrá fyrir hluta félagsmanna. Þannig hefðu sölurnar ásvokölluðum Fjósahlut og Hrappsstaðahlut á árunum 1994 og 2004 falið í sérvanheimild, þar sem seljendurnir hefðu ekki verið lögformlegir eigendur hinnaseldu eignarhluta. Í framhaldi afþví hafi upphaflegir seljendur Fjósahluts og Hrappsstaðahluts ákveðið aðendurgreiða öllum þeim sem reitt hefðu fjármuni af hendi vegna umræddragerninga. Flestir hefðu tekið við þeim greiðslum án athugasemda og fyrirvara,þ. á m. nokkrir stefnenda, en einnig hefði hluti stefnenda neitað að taka viðþeim.Með bréfi lögmanns stefnenda til stefnda, dags. 25. mars2013, var þess farið á leit að félagið viðurkenndi eignarhlutdeild stefnenda íjörðinni Ljárskógum og að afsal yrði í kjölfarið gefið út til þeirra íhlutfalli við arð og eignarhlutaskrá. Með bréfi lögmanna stefnda, dags. 23.apríl 2013, var lýst þeirri afstöðu stefnda að félagið væri eigandi jarðarinnarLjárskóga, en ekki einstakir félagsmenn eða félagsmenn allir persónulega, og aðfærsla í sérstaka arðskrá og/eða önnur atvik er vörðuðu meðferð eignarhaldshennar skapaði ekki eignarréttindi til handa félagsmönnum persónulega.III.Stefnendur byggja kröfur sínar á ákvörðun sem tekin hafiverið á aðalfundi hjá stefnda hinn 28. júlí 1987. Ákvörðun þessi, semstefnendur telji bindandi samning gagnvart stefnda, hafi verið þess efnis aðákveðinn hópur aðila innan vébanda stefnda hafi keypt fasteignina Ljárskóga meðatbeina stefnda, en stefndi skyldi síðar afsala til þeirra hlutdeild í jörðinnií samræmi við það sem þeir legðu til kaupanna. Hafi kaupverð Ljárskóga veriðinnt af hendi með þeim hætti að þeir sem tekið hafi þátt í kaupunum hafiheimilað stefnda að ráðstafa arðgreiðslum sem þeir fengju frá stefnda tilkaupanna. Þetta hafi verið gert í samræmi við arð- og eignarhlutaskrá umLjárskóga, dags. 8. apríl 1993. Téðri skrá hafi verið þinglýst hinn 14. júní1994 á jörðina Ljárskóga, og liggi hún til grundvallar kröfu stefnenda. Skráinhafi tekið breytingum í samræmi við innbyrðis eigendaskipti að eignarhlutunum,svo sem vegna kaupa hluta stefnenda á svokölluðum Fjósahlut og Hrappsstaðahlut.Þeir hlutar hafi áður verið í eigu eigenda jarðeignanna Fjósa og Hrappsstaða,líkt og nöfn þeirra gefi til kynna. Stefnendur, eða þeir sem þeir leiði réttsinn frá, hafi innt kaupverð Ljárskóga af hendi með ráðstöfun arðgreiðslnasinna. Á grundvelli almennra reglna fjármunaréttar beri þeim því réttur til aðfá afsal fyrir eigninni. Arður hafi alltaf verið greiddur samkvæmt arð- ogeignarhlutaskrá vegna Ljárskóga. Sama megi segja um eignfærsluna og allarskattagreiðslur. Stefnendur byggi eignartilkall sitt því einnig á hefð. Stefnendur vísaog til þess að í 6. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði sémeð skýrum hætti tekið fram að sjálfstæðar eignir veiðifélags tilheyri þeimfasteignum á félagssvæðinu sem veiðirétt eigi og í arðskrárhlutfalli. Samkvæmtþví fari ekki á milli mála að stefnda beri að afsala hlut úr jörðinniLjárskógum, sem sé utan umdæmis veiðifélagsins, til stefnenda í samræmi viðhlutdeild þeirra í kaupunum, í samræmi við arð- og eignarhlutaskrá Ljárskóga,eins og hún hafi verið gerð árið 1987, með þeim breytingum sem hafa á henniorðið fram til ársins 2012. Stefnendurtelji að sú ákvörðun stjórnar stefnda að endurgreiða svokallaðan „Fjósahluta“,og breyting á arð- og eignarhlutaskrá í samræmi við það, sé ekki aðeins brot ásamþykkt stefnda frá 28. júlí 1987 heldur fari hún einnig þvert gegn fyrirmælum3. mgr. 41. gr. laga nr. 61/2006. Stjórn veiðifélagsins hafi verið óheimilt,einni og óstuddri, að taka umrædda ákvörðun og gera breytingu á arð- ogeignarhlutaskrá Ljárskóga, í samræmi við þá ákvörðun, líkt og stjórnin hafitilkynnt félagsmönnum í janúar 2012. Þessi ákvörðun stjórnar stefnda sé þvíekki bindandi fyrir stefnendur.Ekkisé á það fallist með stefnda að orðalag í dómi Hæstaréttar í málinu nr.209/2010 feli í sér niðurstöðu um hver sé eignarhlutdeild hvers aðila innanhins stefnda veiðifélags í jörðinni Ljárskógum. Þvert á móti komi fram ídóminum að ekki sé tekin afstaða til hugsanlegra fjárréttinda sem jörðinnitengist. Þar sé augljóslega átt við innbyrðis uppgjör vegna kaupa á jörðinni ogþar með til eignartilkalls hvers félagsmanns veiðifélagsins til jarðarinnarLjárskóga. IV.Til stuðningssýknukröfu sinni vísar stefndi til þess að í dómi Hæstaréttar, í málinu nr.209/2010, hafi verið staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að jörðin Ljárskógarværi í eigu hins stefnda félags en ekki einstakra félagsmanna þess eðaeinhverra er leiði rétt sinn frá þeim. Skipti þá engu þótt innan félagsins hafiverið farið með eignarhaldið eins og jörðin væri í óskiptri sameign fleirieigenda innan félagsins eða sérstakt félag væri um jörðina. Hæstiréttur hafi ogbætt við þeirri athugasemd í dómi sínum að jörðin Ljárskógar gæti ekki veriðtalin eign fyrrum eiganda jarðarinnar Dönustaða eða annarra félagsmanna íveiðifélaginu en með því væri þó „ekki tekin afstaða til hugsanlegra fjárréttindahennar, sem jörðinni tengjast“. Stefndi hafni því alfarið sem röngu að meðþessu sé „augljóslega átt við innbyrðis uppgjör vegna kaupa á jörðinni, og þarmeð eignartilkall hvers félagsmanns í veiðifélagi Laxdæla til jarðarinnarLjárskóga“, eins og stefnendur haldi fram. Fyrirvarinn varði enda einungisfjárréttindi sem jörðinni tengist, s.s. rétt eigenda til arðs af henni. Ekki séþví um að ræða fyrirvara um eignaréttarleg atriði er jörðinni tengist. Stefndihafi ávallt verið þinglýstur eigandi jarðarinnar og Sýslumaður Dalabyggðar hafim.a. lýst því yfir gagnvart félagsmönnum stefnda að ekki væri hægt að þinglýsagerningunum sem byggðust á vanheimild, þar sem stefndi væri þinglýstur eigandijarðarinnar. Til þess aðstefnendur geti orðið beinir eigendur jarðarinnar, eins og þeir krefjist í máliþessu, þurfi að liggja skýrt fyrir að samið hafi verið svo um á milli stefnendaog stefnda að stefnendur myndu eignast beinan eignarhlut í jörðinni. Í samræmivið meginreglur samningaréttar og laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð ogógilda löggerninga, með síðari breytingum, stofnist samningur yfirleitt þegartilboð tilboðsgjafa sé samþykkt af hálfu tilboðshafa. Þurfi samningurinn þá aðvera grundvallaður á loforði loforðsgjafa er feli í sér skuldbindingu af hanshálfu. Stefnendur hafi ekki með nokkru móti sannað eða gert líklegt að stefndihafi lofað, eða skuldbundið sig með öðrum hætti, til þess að afsala tilstefnenda eða annarra aðila stefnda eignarétti að jörðinni Ljárskógum. Þóttrætt hafi verið um það á vettvangi stefnda að stofna hlutafélag í kringumjörðina hafi aldrei orðið af því. Þá skipti engu máli þótt arðgreiðslurfélagsmanna hafi verið notaðar að hluta til fjármögnunar. Slíkt sé eðlilegt íljósi þess að kaupin á jörðinni hafi verið fjárfesting sem félagsmenn stefndahafi notið góðs af og hirt arð af í arðskrárhlutfalli. Þá hafni stefndiþví alfarið að ákvörðun á almennum félagsfundi hinn 26. apríl 2011 hafi falið ísér skuldbindandi samning. Þar hafi einungis verið mælt fyrir um að stjórninniværi „heimilt“ að afsala jörðinni Ljárskógum til félagsmanna stefnda. Heimildinhafi náð til þess að afsala jörðinni til félagsmanna í sömu hlutföllum ogeignin hafi upphaflega verið keypt, ásamt þeim breytingum sem síðan hefðu áttsér stað með „eignarhluta“ í viðskiptum milli félagsmanna. Í tillögunni hafi ogverið tiltekið að ef ekki næðist fullt samkomulag milli félagsmanna umframangreint væri stjórn félagsins heimilt að þinglýsa beitarkvöð fyrirfélagsmenn á jörðina Ljárskóga og bjóða jörðina síðan til sölu á almennummarkaði. Framangreind heimild fyrir stjórnina hafi byggst á því að allirfélagsmenn myndu samþykkja þá ráðstöfun. Strax hafi legið fyrir að sú leið væriófær þar sem félagsmenn hafi ekki verið einhuga um að selja jörðina með þeimhætti. Þá hafi legið fyrir lögfræðilegar álitsgerðir um að gerningarnir frá1994 og 2004 væru grundvallaðir á vanheimild. Hafi seljendurnir því ákveðið aðendurgreiða öllum þeim sem reitt hefðu fjármuni af hendi vegna umræddragerninga, eins og áður segi, en í staðinn hafi beitarkvöð verið þinglýst fyrirfélagsmenn á jörðinni og jörðin síðan boðin til sölu á almennum markaði, allt ísamræmi við varatillögu ákvörðunar félagsfundarins. Þá telji stefndirétt að benda á að við mat á ráðstöfun eigna í eigu veiðifélags eigi aðallegabeinlínis, en til vara til hliðsjónar, að taka mið af einstökum ákvæðum laganr. 26/1994 um fjöleignarhús, enda sé um mjög svo sambærilegt sameignarform aðræða. Þar sé mælt fyrir um í 2. mgr. 21. gr. að óheimilt sé að ráðstafa hlutumséreignar nema með samþykki allra eigenda. Gildi hið sama um ráðstöfunsameignar fjöleignarhúss, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. Því sé ljóst að jafnvelþótt svo ólíklega færi að fundargerðin frá 26. apríl 2011 yrði talin einhverskonar „samningsígildi“ hafi stjórn félagsins allt að einu verið óheimilt aðráðstafa eigninni með þeim hætti sem mælt hafi verið fyrir um í fundargerðinni,enda hefðu eigendurnir allir þurft að samþykkja ráðstöfunina. Með vísan tilframangreinds sé ljóst að enginn samningur sé eða hafi verið til staðar á millistefnenda og stefnda þess efnis að stefnendur yrðu beinir eigendur að jörðinniLjárskógum. Engu skipti viðúrlausn þessa máls að jörðin Ljárskógar sé utan félagssvæðis stefnda.Félagsmenn stefnda grundvalli rétt sinn til Ljárskóga á 2. mgr. 59. gr.þágildandi laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, sbr. 6. mgr. 37. gr. laganr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. Þá sé og ljóst að ákvörðun stefnda umbreytingu á arðskrá hafi ekki verið bindandi fyrir stefnendur. Óheimilt hafiverið að halda sérstaka arðskrá um Ljárskóga, þar sem jörðin hafi verið eignveiðifélagsins og hlutdeild félagsmanna byggst á gerningum sem grundvallasthafi á vanheimild. Í því sambandi beri einnig að nefna að á árinu 1997 hafifarið fram arðskrármat í stefnda og ný arðskrá tekið gildi sem breytt hafiarðskrárhlutföllum félagsmanna. Arðskrá fyrir Ljárskóga hafi ekki verið breytttil samræmis við nýtt yfirmat og hafi því orðið misræmi milli arðskrárhlutfallafélagsmanna í eignum félagsins, sem nauðsynlegt hafi verið að leiðrétta. Í öllufalli sé ljóst að hin sérstaka arðskrá um Ljárskóga sé ekki arðskrá veiðifélagsí skilningi 41. gr. laga nr. 61/2006 og hafi afnám hennar því ekki farið eftirþeim lögum. Að lokum mótmælistefndi skilningi stefnanda á 6. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006. Í fyrsta lagiverði að túlka aðstæðurnar í þessu máli á grundvelli 2. mgr. 59. gr. þágildandilaga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði en ekki ákvæðis hinna nýju laga.Orðalagið í lögum nr. 61/2006, um að eignir veiðifélags „tilheyri“ fasteignum áfélagssvæðinu, sé ósamrýmanlegt orðalagi 2. mgr. 59. gr. laga nr. 76/1970, semgilt hafi um ráðstafanir í þessu máli. Í því ákvæði komi einungis fram aðeignir veiðifélags eigi að „teljast til“ jarða á félagssvæðinu íarðskrárhlutfalli. Það orðalag bendi til þess að eignirnar hafi ekki átt að„tilheyra“ aðilum veiðifélagsins, heldur einungis að aðilarnir ættu að hirðaarð af eignunum í samræmi við arðskrárhlutfall. Þar sem ekki hafi verið ætluninað breyta merkingu ákvæðisins með lögum nr. 61/2006, sbr. orðalag íathugasemdum með 37. gr. frumvarpi til laganna um að með ákvæðinu sé „áréttuð“sú eignarréttarstaða í skiptum veiðifélags og félagsmanna, verði að skýra þaðtil samræmis við ákvæði eldri laga. Í öðru lagitelji stefndi að jafnvel þótt talið yrði að leggja ætti ákvæði laga nr. 61/2006til grundvallar í máli þessu þá komi orðalagið um að eignir veiðifélags„tilheyri“ fasteignum á félagssvæði veiðifélags ekki í veg fyrir að veiðifélaggeti verið beinn og þinglýstur eigandi fasteignar, sbr. orðalagið í upphafiákvæðisins um „sjálfstæðar“ eignir veiðifélags. Telji stefndi því að ákvæðiðbreyti ekki inntaki eignarheimilda eða eignarréttar stefnda, enda getifélagsmenn ekki átt sjálfstætt tilkall til eignarréttar yfir eignum og breytisteignarhlutur þeirra einungis í hlutfalli við breytingar sem gerðar séu áarðskrá veiðifélags hverju sinni, sbr. orðalag 6. mgr. 37. gr. laganna um aðeignirnar tilheyri fasteignum á félagssvæðinu „í arðskrárhlutfalli“. Þá séljóst að í ákvæðinu komi fram að eignir veiðifélags tilheyri fasteignum áfélagssvæði veiðifélags. Ekki sé því gert ráð fyrir því í lögunum að eignirnartilheyri einstaklingum eða lögpersónum öðruvísi en sem eigendum þeirrafasteigna sem aðild eigi að veiðifélaginu. Dómkröfur stefnanda samrýmist þvíengan veginn tilvitnuðu ákvæði laganna um lax- og silungsveiði. Þá telji stefndií þriðja lagi að ekki sé hægt að byggja rétt á hinni sérstöku arðskráLjárskóga, sem nú hafi verið felld úr gildi. Þannig hafi arðskráin verið byggðá gerningum sem ekki hafi getað öðlast gildi sökum vanheimildar. Þá sé ljóst aðlög um lax- og silungsveiði komi í veg fyrir að veiðiréttarhafi geti afsalaðsér rétti í veiðifélagi, t.d. með framsali á rétti til arðgreiðslna í því. Samkvæmt1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 sé skylt að stofna veiðifélag í hverjufiskihverfi og sé veiðiréttarhöfum á félagssvæðinu skylt að taka þátt íveiðifélaginu, sbr. 2. og 5. mgr. 37. gr. laganna. Veiðifélagi sé enn fremurskylt að láta gera skrá er sýni hluta þann af veiði eða arð af veiði sem komaskuli í hlut hverrar fasteignar, lögaðila eða einstaklings er veiðirétt eigi ívatni á félagssvæði, sbr. 1. mgr. 41. gr. laganna. Framangreint þýði það aðveiðiréttarhafar séu skyldugir til þess að eiga aðild að veiðifélagi. Getiveiðiréttarhafi ekki framselt réttindi sem tengist aðild að veiðifélaginu, s.s.með framsali á rétti til arðs í því. Megi enn fremur ráða þetta af 4. mgr. 2.gr. þágildandi laga um lax- og silungsveiði nr. 76/1970, sbr. einnig 1. mgr. 9.gr. núgildandi laga um sama efni, þar sem mælt sé fyrir um að veiðiréttarhafasé óheimilt að skilja veiðirétt að nokkru leyti eða öllu frá fasteign. Af framanröktumákvæðum, sem og með vísan til 6. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006, sbr. 2. mgr.59. gr. þágildandi laga um lax- og silungsveiði, sé ljóst að eignarráðfélagsmanna í jörðinni Ljárskógum hafi átt að fara eftir arðskrárhlutfalliþeirra í arðskrá stefnda hverju sinni, með sama hætti og gilt hafi um aðrarsjálfstæðar eignir stefnda. Óheimilt hafi því verið að halda sérstaka arðskráum tiltekna eign sem væri ósamrýmanleg arðskrá veiðifélagsins. Þannig sé endahvergi í lögum nr. 61/2006 mælt fyrir um heimild fyrir félagsmenn í veiðifélagitil að minnka arðshlutfall sitt vegna tiltekinna þátta í rekstriveiðifélagsins. V.NiðurstaðaEins og áður errakið festi stefndi kaup á jörðinni Ljárskógum samkvæmt afsali fráLaxárdalshreppi hinn 11. september 1990. Eftir að stefndi eignaðist jörðina varútbúin sérstök „arð- og eignarhlutaskrá“ félagsins vegna hennar. Vorufélagsmenn stefnda þar tilgreindir sem eigendur tiltekins eignarhlutajarðarinnar í hlutfalli við framlög sín vegna kaupa stefnda á henni og síðaneinnig vegna kaupa félagsins á ætluðum eignarhlutum jarðanna Fjósa ogHrappsstaða í Ljárskógum, en framlög þessi voru í formi skertra arðsgreiðslnafrá félaginu. Stefnendur krefjast í máli þessu viðurkenningar á því að þeir séuá grundvelli framangreindrar skrár hver um sig eigandi að tilteknum hlut íLjárskógum og að stefnda verði gert að gefa út til þeirra afsöl fyrir þeimeignarhlutum. Stefnendurbyggja kröfur sínar í fyrsta lagi á því að ákvörðun hafi verið tekin um það áalmennum félagsfundi stefnda hinn 28. júlí 1987 að tiltekinn hópur manna innanvébanda stefnda myndi, með atbeina stefnda, kaupa jörðina Ljárskóga afLaxárdalshreppi, en stefndi síðar afsala til þeirra hlutdeild í jörðinni ísamræmi við það sem þeir legðu til kaupanna í formi skertra arðsgreiðslna. Ekkiliggur neitt fyrir um að slík ákvörðun sem stefnendur lýsa hafi verið tekin áumræddum fundi 28. júlí 1987. Þannig er einungis bókað í fundargerð stefndavegna fundarins að samþykktar hafi verið tillögur um heimild fyrir stjórnfélagsins til að festa kaup á jörðinni, til að nýta tilgreinda fjárhæð úrrekstri félagsins til kaupanna og til að sjá að öðru leyti „um útvegunfjármagns til kaupanna“, eftir atvikum með fyrirgreiðslu frá tilgreindum banka.Verður ekki talið að stefnendur hafi á neinn hátt sýnt fram á það að á fundiþessum hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stefnda, sem unnt er að líta á semskuldbindandi loforð hans um útgáfu afsals fyrir jörðinni til handa stefnendumeða öðrum félagsmönnum stefnda. Stefnendurstyðja framangreint og við „ákvörðun sem tekin var á aðalfundi stefnda 26.apríl 2011“. Samkvæmt fyrirliggjandi fundargerð vegna almenns félagsfundar semhaldinn var í veiðifélaginu þann dag var eftirfarandi tillaga stjórnarfélagsins borin upp á fundinum: Stjórninni er heimilt að afsala jörðinni Ljárskógum til félagsmanna í veiðifélagi Laxdæla. Heimild þessi nær til þess að afsala jörðinni til félagsmanna í sömu hlutföllum og eignin var upphaflega keypt ásamt þeim breytingum sem síðan hafa átt sér stað með eignarhluta í viðskiptum milli félagsmanna.Náist ekki fullt samkomulag milli félagsmanna um leið 1. er stjórn félagsins heimilt að þinglýsa beitarkvöð fyrir félagsmenn á jörðina Ljárskóga og bjóða jörðina síðan til sölu á almennum markaði. Ákvörðun um hvort kauptilboði skuli tekið í jörðina skal tekin á almennum félagsfundi í veiðifélaginu.Fram kemur ífundargerðarbókuninni að tillagan hafi verið samþykkt með 16 atkvæðum, en 2sagt nei og 5 setið hjá. Samkvæmt því náðist ekki „fullt samkomulag millifélagsmanna um leið 1“, og mun sú heimild til stjórnar stefnda þar af leiðandialdrei hafa verið nýtt. Samkvæmt því, og þar sem hvorki verður ráðið affundargerð þessa fundar að öðru leyti né öðrum gögnum málsins að þar hafi veriðtekin skuldbindandi ákvörðun fyrir stefnda, um að afsala jörðinni til stefnendaog annarra félagsmanna með framangreindum hætti, eru þessi rök stefnendahaldlaus. Eins og fyrr errakið eignaðist stefndi jörðina Ljárskóga með afsali hinn 11. september 1990.Hann er einn þinglýstur eigandi jarðarinnar og nýtur hvorki með félagsmönnumsínum óskiptra réttinda yfir henni né ber hann með þeim óskipta skyldu vegnahennar, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 70/2016. Hins vegar tilheyraLjárskógar, svo og aðrar sjálfstæðar eignir stefnda, þeim fasteignum áfélagssvæðinu sem veiðirétt eiga, og í þeim hlutföllum sem greinir í arðskráfélagsins hverju sinni, sbr. 6. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006. Samkvæmt þvígeta eignarráð stefnenda að Ljárskógum, jafnvel þótt sú eign sé ekki sjálf áfélagssvæðinu, því eingöngu byggst á arðskrárhlut fasteigna þeirra í stefnda.Breytir í því sambandi engu þótt haldin hafi verið sjálfstæð „arð- ogeignarhlutaskrá“ fyrir jörðina, enda gat sú skrá hvorki falið í sér bindandiafsal á eignarhlutum í jörðinni né talist gild sem arðskrá í skilningi laga nr.61/2006. Af því leiðir og að útborgun arðs til félagsmanna í andstöðu viðframangreint lagaákvæði gat aldrei unnið þeim rétt til jarðarinnar á grundvellireglna um hefð. Verður því að hafna málsástæðum stefnenda um að framangreintlagaákvæði geti með einhverjum hætti leitt til þess að taka beri kröfur þeirratil greina. Að framangreinduvirtu, og þar sem stefnendur hafa ekki að öðru leyti sýnt fram á að þeir eigilögmætt tilkall til þess að fallist verði á kröfur þeirra, verður kröfum þeirrahafnað. Verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnenda í máli þessu.Að fenginniþeirri niðurstöðu verða stefnendur dæmdir til að greiða stefnda óskipt1.200.000 krónur í málskostnað. Dóm þennankveður upp Ásgeir Magnússon dómstjóri.Dómsorð:Stefndi,Veiðifélag Laxdæla, skal vera sýkn af kröfum stefnenda, Skúla Einarssonar, JónínuEinarsdóttur, Jóhönnu Lilju Einarsdóttur, Valdísar Einarsdóttur, Ólafar BjargarEinarsdóttur, Svanborgar Þuríðar Einarsdóttur, Jóns Ægissonar, Haraldar ÓskarsHaraldssonar, Bjarna Hermannssonar og Unnsteins Kristins Hermannssonar.Stefnendur greiði stefnda óskipt 1.200.000 krónur ímálskostnað. |
Mál nr. 200/2017 | Fasteign Skipulag Skaðabætur Fyrning | I og S kröfðust skaðabóta úr hendi M vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna breytinga á deiliskipulagi sem birt var í Stjórnartíðindum 11. september 2008. Kröfu sína studdu þau við yfirmatsgerð frá 19. júní 2012 en málið höfðuðu þau með birtingu stefnu 14. júní 2016. Héraðsdómur vísaði til þess að I og S hefðu staðið að öflun sérfræðiálits um ætlað tjón sitt 28. apríl 2010. Þann dag hefði þeim því strax mátt vera ljóst að þau gætu átt kröfu til skaðabóta úr hendi M. Með því að þau hefðu ekki höfðað málið fyrr en 14. júní 2016 væri fjögurra ára fyrningarfrestur kröfu þeirra liðinn og var M því sýknaður. Í dómi sínum tók Hæstiréttur fram að fyrningarfrestur kröfunnar hefði byrjað að líða við birtingu auglýsingarinnar 11. september 2008 og vísaði í þeim efnum til dóms réttarins í máli nr. 549/2015. Með þeirri áréttingu var hinn áfrýjaði dómur staðfestur. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Greta Baldursdóttir ogGunnlaugur Claessen fyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjendur skutumálinu til Hæstaréttar 28. mars 2017. Þau krefjast þess að stefnda verði gertað greiða sér 3.300.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. ágúst 2012 til greiðsludags. Þákrefjast þau málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi keyptu áfrýjendur íbúð ífjöleignarhúsi að Stórakrika 1 í Mosfellsbæ með samningi 2. október 2007. Eftirkaupin kynnti stefndi tillögu um breytingu á deiliskipulagi á þessu svæði, semfól meðal annars í sér að skólahús, sem fyrirhugað var að reisa skammt fráfjöleignarhúsinu, yrði stærra en ráðgert var í skipulagi, sem gilti þegarkaupin voru gerð, ásamt því að lóð skólans skyldi stækkuð og bílastæðum ogaðkomu að húsinu breytt. Breyting þessi á skipulagi náði fram að ganga og varauglýsing um hana birt í Stjórnartíðindum 11. september 2008. Áfrýjendur teljaþessa skipulagsbreytingu hafa leitt til lækkunar á verðmæti íbúðarinnar oghöfðuðu þau mál þetta 14. júní 2016 til heimtu skaðabóta vegna þessa að fjárhæð3.300.000 krónur, en þá kröfu styðja þau við niðurstöðu dómkvaddrayfirmatsmanna í matsgerð 19. júní 2012. Stefndi krefst sýknu af þeirri kröfu,einkum á þeim grundvelli að hún hafi verið fyrnd við höfðun málsins, sbr. 1.mgr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda.Eins og atvikum er hér háttað mátti áfrýjendum þegar vera ljóst viðbirtingu auglýsingar um breytingu á deiliskipulaginu að hún myndi leiða tilverðrýrnunar á íbúð þeirra. Verður því að líta svo á að fyrningarfresturkröfunnar hafi byrjað að líða við birtingu auglýsingarinnar 11. september 2008,sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 14. apríl 2016 í máli nr. 549/2015.Niðurstaða hins áfrýjaða dóms verður því staðfest.Rétt er að aðilarnir beri hvert sinn málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur8. mars 2017.I Mál þetta, sem var dómtekið8. febrúar sl., er höfðað 14. júní 2016 af Sveini Jónssyni og IngibjörguJóhannesdóttur, báðum til heimilis að Stórakrika 1, Mosfellsbæ, gegnMosfellsbæ, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Stefnendur krefjast þess aðstefndi verði dæmdur til að greiðastefnendum að jöfnu skaðabætur, samtals að fjárhæð 3.300.000 krónur, samkvæmt33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. 51. gr. og 56. gr.skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt dráttarvöxtum frá 1. ágúst 2012 tilgreiðsludags samkvæmt 9. gr. IV. kafla og samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001,um vexti og verðtryggingu, eftir því sem við á. Þá krefjast stefnendurmálskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt mati dómsins, auk virðisaukaskatts ámálskostnað. Stefndi krefst sýknu aföllum dómkröfum stefnenda auk málskostnaðar. II Málavextir eru þeir að meðkaupsamningi 2. október 2007 festu stefnendur kaup á íbúð í fjölbýlishúsi aðStórakrika 1, sem er í Krikahverfi í Mosfellsbæ. Kaupverð eignarinnar var36.800.000 krónur. Íbúðin er fjögurra herbergja, 129,4 fermetrar að stærð,merkt nr. 305 og með fastanúmerið 230-4752. Rúmlega hálfu ári síðar, eðaþann 8. maí 2008, fór fram grenndarkynning vegna tillögu að breytingu ádeiliskipulagi Krikahverfis. Var kynningin send íbúum að Stórakrika 1, 3, 5, 7,9, 11, 13, 15 og 19, auk annarra fasteignaeigenda í nærliggjandi húsum.Breytingin laut einkum að byggingu skólahúss á lóð nr. V-5 við Krikaskóla semfyrirhugað var að byggja í hverfinu, norðan við Stórakrika. Í tillögunni fólustbreytingar á aðkomu og bílastæðum við skólann, stækkun skólalóðar tilnorðausturs, auk þess sem gert var ráð fyrir að fyrirhugað skólahús yrðistækkað og haft á tveimur hæðum í stað einnar þannig að skólinn yrði níu metrarað hæð í stað sex metra áður. Stefnendur mótmæltufyrirhugaðri breytingu 5. júní 2008, ásamt öðrum íbúum og eigendum aðStórakrika 1, þar sem þau töldu þær leiða til þess að eign þeirra lækkaði íverði. Að mati stefnenda og annarra íbúa myndi hækkun skólahússins draga úr útsýnihjá fjölda íbúðareigenda og framkvæmdirnar hafa verulegt rask og óþægindi í förmeð sér, meðal annars vegna meiri umferðar við skólann. Íbúarnir hefðu valiðsér eignir að Stórakrika 1 til kaups með tilliti til gildandi deiliskipulags.Kröfðust þeir þess að horfið yrði frá fyrrnefndum breytingum, ella áskildu þeirsér rétt til skaðabóta þar sem forsendur fyrir kaupunum væru brostnar. Íkjölfar þessara mótmæla voru gerðar breytingar á deiliskipulagstillögunum ogbyggingarreitur skólans færður um 10 metra fjær Stórakrika 1 og hæð skólanslækkuð um allt að einn metra. Með bréfi 9. júlí 2008 var íbúum og eigendum aðStórakrika 1 síðan tilkynnt að tillagan svo breytt hefði verið samþykkt ískipulags- og byggingarnefnd stefnda. Skipulagsbreytingin var birt í Stjórnartíðindum11. september 2008 með auglýsingu dagsettri 10. september s.á. Að sögn stefnenda áttu íbúarog fasteignaeigendur að Stórakrika 1 í kjölfarið fund með starfsmönnum stefndaþar sem þeir kröfðust bóta. Haustið 2009 kveða stefnendur að fulltrúar nokkurraeigenda að Stórakrika 1 hafi fundað, ásamt lögmanni sínum, með bæjarstjórastefnda til að ræða þær bótakröfur. Ekki hafi náðst samkomulag um bætur viðstefnda og hafi stefnendur þá óskað eftir því að fá sérfræðiálit á ætluðu tjónisínu ásamt öðrum eigendum fasteigna að Stórakrika 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 13. Fasteignasalarnir SverrirKristinsson og Þorleifur St. Guðmundsson voru fengnir til að meta tjónið.Samkvæmt álitsgerð 28. apríl 2010 varð það niðurstaða þeirra að tjón eigenda aðStórakrika 1 næmi samtals 55.152.750 krónum. Þar af næmi tjón stefnenda1.740.000 krónum vegna íbúðar nr. 305. Lögmaður stefnenda sendi bæjarstjórnstefnda í framhaldinu bréf 4. maí 2010 og krafðist þess að stefnendum, sem ogöðrum eigendum, yrðu greiddar bætur á grundvelli álitsgerðarinnar. Með bréfi lögmanns stefnda,dagsettu 29. júní 2010, var upplýst að stefndi féllist ekki á framangreindarbótakröfur og að ákveðið hefði verið að óska eftir dómkvaðningu matsmanna tilað meta ætlað tjón eigenda. Dómkvaddir voru matsmennirnir Gunnar Jón Yngvason,löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur, og Magnús Kristinsson, löggilturfasteignasali og verkfræðingur. Í matsgerð þeirra 15. mars 2011, sem tók tilíbúða að Stórakrika 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 17, varð niðurstaðan sú aðskipulagsbreytingin hefði haft áhrif á markaðsverðmæti raðhúsa nr. 3, 5, 7 og 9við Stórakrika en ekki annarra fasteigna sem metnar voru, meðal annarsStórakrika 1. Íbúar raðhúsa nr. 3, 5, 7 og9 ákváðu að una mati dómkvaddra matsmanna og sömdu við stefnda um bætur. ÍbúarStórakrika 1 og 11 sættu sig hins vegar ekki við þessa niðurstöðu og óskuðueftir dómkvaðningu yfirmatsmanna til að meta ætlað tjón þeirra. Stefnendur vorumeðal þeirra. Hinn 23. september 2011 voru dómkvaddir til verksins Dan S. ValgarðS. Wiium, hdl. og löggiltur fasteignasali, Ingileifur Einarsson, löggilturfasteignasali, og Freyr Jóhannesson tæknifræðingur. Niðurstaða yfirmatsmanna ímatsgerð, sem er dagsett 19. júní 2012, var sú að verðmæti þeirra fasteigna eryfirmatsbeiðni laut að hefði rýrnað sökum fyrrnefndra breytinga. Tjónið næmisamtals 42.667.000 krónum en þar af næmi tjón stefnenda samtals 3.300.000krónum. Lögmaður stefnenda sendilögmanni stefnda bréf 16. ágúst 2012 þar sem krafist var bóta fyrir hönd þeirraog annarra eigenda á grundvelli yfirmatsgerðarinnar. Ekki tókst samkomulag viðstefnda um greiðslu bóta samkvæmt yfirmatsgerðinni og því höfðuðu 13 eigendursjö íbúða að Stórakrika 1 dómsmál til heimtu skaðabóta á grundvelli hennarhaustið 2013 en stefnendur voru ekki í þeim hópi. Framangreindum málum lauk meðdómum Hæstaréttar 12. maí 2016 þar sem fallist var á bótakröfur fyrrgreindraaðila á grundvelli yfirmatsgerðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar kveðaststefnendur hafa reynt að ná samkomulagi við stefnda um greiðslu skaðabóta enhöfða ella mál. Þar sem fjögur ár væru senn liðin frá dagsetninguyfirmatsgerðar 19. júní 2012 segjast stefnendur hafa neyðst til þess að höfðamálið til að rjúfa fyrningu, og var málið sem fyrr segir höfðað 14. júní 2016. III . Málsástæður og lagarökstefnenda Stefnendurbyggja dómkröfur sínar um skaðabætur úr hendi stefnda á því að þau hafi orðiðfyrir tjóni vegna fyrrnefndra breytinga á deiliskipulagi sem gert var íKrikahverfi, Mosfellsbæ, skömmu eftir að þau keyptu íbúð sína. Áður enstefnendur hafi fest kaup á íbúðinni hafi þau kannað skipulag svæðisins ogsíðan ákveðið að kaupa íbúðina þar sem hún hafi uppfyllt kröfu þeirra um að búaí friðsælu hverfi. Stefnendur hafi litið svo á að íbúð þeirra myndi takaalmennum verðbreytingum á fasteignamarkaði samkvæmt gildandi skipulagi. Stefnendurbyggja bótakröfu sína á 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, en þaulög voru í gildi þegar fyrrnefnd breyting á deiliskipulagi átti sér stað.Skipulagslög nr. 123/2010 hafi tekið gildi 1. janúar 2011 en í 51. gr. þeirrasé sambærilegt ákvæði. Í 56. gr. laganna, sem mæli fyrir um gildistöku þeirra,séu tekin af tvímæli um að lög nr. 73/1997 gildi um þau lögskipti sem hér séufyrir hendi. Samkvæmt 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 sé kveðiðá um að valdi gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækki ognýtingarmöguleikar hennar skerðist þá eigi sá sem sýnt geti fram á að hann hafiorðið fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði. Nánar sé síðankveðið á um það í viðkomandi lagagrein með hvaða hætti farið skuli að. Stefnendurtaka fram að þau hafi mótmælt þeim breytingum á deiliskipulagi sem um ræði.Stefnendur halda því fram að þau eigi óháð því rétt á bótum samkvæmtfyrrnefndri lagagrein þar sem enginn áskilnaður sé þar gerður um að íbúar eðaíbúðareigendur mótmæli fyrirhuguðum breytingum á skipulagi. Stefnendur hafileitað eftir samkomulagi um bætur við stefnda í samræmi við framangreintlagaákvæði og síðan látið meta hvert tjón þeirra sé þar sem stefndi hafi ekkitalið sér fært að semja við þau án þess að ákveðin viðmiðun lægi fyrir. Þegarsú viðmiðun hafi legið fyrir hafi stefndi óskað eftir því að dómkvaddirmatsmenn mætu tjón stefnenda. Þar sem stefnendur hafi ekki viljað unaundirmatinu hafi þau farið fram á dómkvaðningu yfirmatsmanna. Stefndihafi ekki hnekkt niðurstöðu yfirmats eða bent á hnökra við framkvæmd þess, enað mati stefnenda beri að leggja niðurstöður þess til grundvallar að ölluleyti. Í yfirmatsgerð sé m.a. rakið að fyrrnefnd skólabygging sé nú á tveimurhæðum en samkvæmt upphaflegu deiliskipulagi hafi hún aðeins átt að vera á einnihæð. Útsýni hafi minnkað lítils háttar vegna efri hæðar byggingarinnar en meiraúr þeim íbúðum sem séu á neðri hæðum hússins. Þá komi fram að umferð fólks ogfarartækja sé talsvert meiri nú en verið hefði, hefði skólabyggingin veriðminni og aðeins á einni hæð. Þá veki yfirmatsmenn athygli á því að flestiríbúar að Stórakrika 1 séu komnir á eftirlaunaaldur og telji þeir fullvíst aðþað umhverfi sem átt hafi að vera í hverfinu hafi ráðið miklu um val þeirra ákaupum á íbúðum á þessum stað. Þá hafi yfirmatsmenn látið Verkís gera sérstakahljóðmælingu til að fá úr því skorið nákvæmlega hvaða hljóðmengun væri fyrirhendi sem stefnendur yrðu fyrir og teldist líkleg afleiðing af framangreindribreytingu á deiliskipulagi. Niðurstaða þeirra mælinga hafi verið sú að hávaðisé talsvert umfram það sem eðlilegt sé talið í íbúðarhverfi. Stefnendur benda áað niðurstaða yfirmatsmanna sé sú að verðmæti allra þeirra fasteigna semyfirmatsbeiðni lúti að hafi rýrnað vegna breytinganna en þar hafi íbúðstefnenda nr. 305 lækkað í verði um 3.300.000 krónur. Stefnendurbyggja dómkröfur sínar á niðurstöðu yfirmatsins og að framkvæmd málsins sé ísamræmi við það sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 kveði á um, sbr. nútil hliðsjónar lög nr. 123/2010. Þá benda stefnendur á að stefndi hafi látiðmeta ætlað tjón þar nánar tilgreindra matsþola, þ.m.t. stefnenda, og hafigreitt þeim bætur sem þar hafi verið talið að ættu rétt á bótum í samræmi viðmatsgerðina. Stefndi hafi þannig viðurkennt þá niðurstöðu að greiða ætti bæturí samræmi við niðurstöðu mats á tjóni íbúðareigenda og matsþola í undirmatinu.Með sama hætti verði stefndi því að sætta sig við að greiða bætur þeim semyfirmatsmenn telji að eigi rétt á bótum í samræmi við niðurstöðuyfirmatsgerðar. Í 64. gr.laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sé kveðið á um að aðilar geti krafistyfirmats þar sem tekin verði til endurskoðunar þau atriði sem áður hafi veriðmetin. Verði breytingar frá mati dómkvaddra matsmanna í niðurstöðu yfirmats þásé yfirmatið lagt til grundvallar og hafi fullt og óskorað sönnunargildi um þærmatsspurningar og niðurstöður sem upphaflega hafi verið lagðar fyrir matsmenn.Þannig byggja stefnendur á því að leggja verði yfirmatið til grundvallarbótakröfu þeirra að öllu leyti og hafi það fullt sönnunargildi um tjónstefnenda. Þá bendastefnendur á að mikill samhljómur sé milli niðurstöðu yfirmatsmanna og þeirrarniðurstöðu sem Sverrir Kristinsson og Þorleifur St. Guðmundsson hafi komist að.Yfirmatsmenn sem og hinir síðarnefndu hafi hvað mesta reynslu í að meta atriðieins og þau sem hér um ræði en þeir matsmenn sem dómkvaddir hafi verið búi aðmati stefnenda ekki yfir sömu reynslu. Stefnendur byggja á því að auk þess semþau eigi rétt á bótum í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga, eigiþau einnig rétt á bótum samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins, en á þærreglur reyni ekki nema sem viðmiðun þar sem tilvísun í framangreint ákvæðiskipulags- og byggingarlaga frá 1997 taki af öll tvímæli um rétt þeirra tilbóta. Stefnendurvísa enn fremur til þess að krafa þeirra sé ófyrnd samkvæmt 9. gr. laga nr.150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, og byggja á því að upphafstímifyrningarfrests sé í fyrsta lagi 19. júní 2012 þegar yfirmatsgerð hafi legiðfyrir. Stefnendur hafi tekið ákvörðun um að höfða ekki mál haustið 2013 ásamtöðrum íbúum Stórakrika 1 til heimtu skaðabóta úr hendi stefnda þar sem þeimhafi á þeim tíma þótt ólíklegt að krafa þeirra næði fram að ganga. Það hafi veriðfyrst eftir að yfirmatsgerð hafi legið fyrir að þau hafi litið svo á aðnauðsynlegar upplýsingar um tjón þeirra lægi fyrir í skilningi 9. gr. laga nr.150/2007. Um lagarökvísa stefnendur til 33. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997, skipulagsreglugerðar nr. 400/1998, einkum 4.kafla og þá 4. mgr. greinar 4.2.2, byggingarreglugerðar nr. 441/1998 og tilnýrra skipulagslaga nr. 123/2010, sér í lagi 51. og 56. gr. Þá byggja stefnendur á lögum um fyrningukröfuréttinda nr. 150/2007, einkum II. kafla laganna og 9. gr. Stefnendurvísa enn fremur til laga nr. 91/199,1 um meðferð einkamála, einkum XXI. kaflalaganna varðandi málskostnað, 64. gr. og 18. gr. en þau reka mál sittsameiginlega þar sem krafan varðar sameiginlega íbúð þeirra. Loks vísa stefnendurtil III. og IV. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 sem og tilalmennra reglna skaðabóta- og kröfuréttar. 2. Málsástæður oglagarök stefnda Stefndibyggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að kröfur stefnenda séu fallnarniður fyrir fyrningu. Stefndi telur að miða eigi upphaf fyrningarfrests viðgildistöku þess deiliskipulags sem stefnendur telji að hafi valdið sér tjóni,en það skipulag hafi tekið gildi með auglýsingu sem gefin var út 11. september2008. Því sé ljóst að fjögurra ára fyrningarfrestur samkvæmt lögum nr. 150/2007hafi verið löngu liðinn þegar málið var höfðað 14. júní 2016. Stefnditelur í öllu falli að stefnendur hafi fengið fullnægjandi upplýsingar um tjóniðog þann aðila sem hafi borið ábyrgð á því um leið og mat þeirra fasteignasala,sem íbúar við Stórakrika 1, hafi fengið til að leggja mat á tjón sitt, lá fyrirþann 28. apríl 2010. Tjón á fasteign stefnenda hafi verið metið með þessarimatsgerð og hafi lögmaður íbúa gert kröfu um bætur á grundvelli þess, sbr. bréf4. maí 2010. Hvað sem því líði telur stefndi að upphaf fyrningarfrests hafiverið fyrir 19. júní 2012 og því hafi kröfur stefnenda ávallt verið fyrndarþegar mál þetta var höfðað. Verðiekki talið að krafa stefnenda sé fallin niður fyrir fyrningu byggir stefndi áþví að stefnendur hafi sýnt af sér slíkt tómlæti með því að halda ekki kröfumsínum fram í tíma að þær séu niður fallnar. Stefnendur hafi mátt vita fyrirlöngu að þau kynnu að eiga kröfu á hendur stefnda og því borið að bregðast fyrrvið en þau gerðu. Stefndi eigi ekki að þurfa að sæta því að kröfur komi framátta árum eftir að hin bótaskylda háttsemi hafi átt sér stað. Stefndibendir á að bótaákvæði 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr.51. gr. núgildandi skipulagslaga nr. 123/2010, hafi verið skýrt sem svo aðeinungis sérstakar og verulegar skerðingar geti leitt til bótaskyldu. Í dómumHæstaréttar í málum nr. 542-547/2015 hafi ekki verið tekin afstaða til þesshvort skerðing íbúa við Stórakrika 1 væri sérstök og veruleg. Stefndi byggir áþví að sú skerðing sem yfirmatsmenn hafi metið sé ekki sérstök og veruleg ískilningi ákvæðisins og að stefnendur eigi því ekki bótakröfu á hendur honum. Umlagarök vísar stefndi einkum til 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997, sbr. 51. gr. núgildandi skipulagslaga nr. 123/2010, og almennrabótareglna. Þá er vísað til laga nr. 150/2007, einkum 2., 9. og 24. gr., sem ogmeginreglna kröfuréttar um tómlæti. Einnig er vísað til ákvæða laga um meðferðeinkamála nr. 91/1991. Um málskostnað er vísað til 129., sbr. 130. gr. sömulaga. IV Eins og rakið hefur veriðbyggja stefnendur á því að þau eigi skaðabótakröfu á hendur stefnda ágrundvelli þágildandi 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. 51.gr. núgildandi skipulagslaga nr. 123/2010. Bótakröfu stefnenda sé að rekja tilþeirra breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi á lóð nr. V-5 í Krikahverfi,Mosfellsbæ, 9. júlí 2008 en að mati stefnenda hafi þær breytingar haftmargvísleg neikvæð áhrif í för með sér og leitt til þess að eign þeirra aðStórakrika 1 hafi lækkað í verði. Þá byggja stefnendur á því að upphaffyrningarfrests kröfunnar samkvæmt 9. gr. laga um fyrningu kröfuréttinda nr.150/2007 miðist í fyrsta lagi við 19. júní 2012 þegar yfirmatsgerð lá fyrir,þar sem þeim hafi ekki mátt vera ljóst fyrr en þá að þau kynnu að eiga rétt tilskaðabóta samkvæmt fyrrnefndu ákvæði skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Krafa þeirra sé því ófyrnd. Af hálfu stefnda er aðallega byggt á því að krafastefnenda sé fyrnd samkvæmt framangreindu ákvæði laga nr. 150/2007, en verðihún ekki álitin fyrnd sé hún niður fallin vegna tómlætis. Í máli þessu greiniraðila því fyrst og fremst á um hvort krafa stefnenda sé fyrnd eða ekki, sbr. 9.gr. laga nr. 150/2007. Í málinu liggur fyrir að fyrrnefnd breyting á deiliskipulagi varsamþykkt í bæjarstjórn stefnda 9. júlí 2008 og tók gildi með auglýsingu íStjórnartíðindum 11. september 2008. Stefnendur mótmæltu breytingunum viðstefnda og stóðu að því ásamt fleiri eigendum að Stórakrika 1 að afla sérfræðiálitsí því skyni að fá mat á því hve mikið tjón á fasteign þeirra væri. Sérfræðiálitfasteignasalanna Sverris Kristinssonar og Þorleifs Guðmundssonar lá fyrir 28.apríl 2010, en að mati þeirra hafði eign stefnenda lækkað um 1.740.000 krónur íverði sökum þessara breytinga. Eins og fyrr greinir sætti stefndi sig ekki viðþessa niðurstöðu og óskaði eftir dómkvaðningu matsmanna til að meta tjónið.Varð niðurstaða þeirra sú að stefnendur hefðu ekki orðið fyrir tjóni vegnaskipulagsbreytinganna. Með yfirmatsgerð, dagsettri 19. júní 2012, var hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að tjón þeirra næmi 3.300.000 krónum, meðalannars vegna minna útsýnis úr íbúð þeirra og hávaðamengunar frá nærliggjandiskóla. Í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr.laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er mælt fyrir um að krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi ertjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á þvíeða bar að afla sér slíkra upplýsinga. Í athugasemdum við frumvarp að lögum nr.150/2007 kemur fram að skilyrði ákvæðisins um vitneskju tjónþola byggist átveimur þáttum, annars vegar vitneskju um tjónið og hins vegar vitneskju umþann sem ábyrgð beri á því. Fyrst þegar bæði skilyrðin séu uppfyllt byrjifyrningarfrestur kröfunnar að líða. Líkt og aðframan er rakið stóðu stefnendur að því, ásamt öðrum íbúum að Stórakrika 1, aðafla sérfræðiálits í því skyni að meta hvert ætlað tjón þeirra vegna breytingaá deiliskipulagi Krikahverfis væri. Sú álitsgerð lá fyrir þann 28. apríl 2010og var þar gerð grein fyrir áætluðu tjóni stefnenda. Í kjölfarið sendi lögmaðurþeirra bréf til stefnda, dagsett 4. maí 2010, þar sem skaðabóta var krafistfyrir hönd þeirra og annarra íbúa að Stórakrika 1. Eins og málþetta liggur fyrir verður því að telja að stefnendur hafi strax þann 28. apríl2010 haft nægar upplýsingar til að draga þá ályktun að þau hafi orðið fyrirtjóni vegna breytinga á deiliskipulaginu og hver bæri ábyrgð á því. Frá þeimtíma mátti þeim því vera ljóst að þau gætu átt kröfu til skaðabóta á hendurstefnda samkvæmt þágildandi 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Engu breytir þar um þótt stefndi hafi síðar aflað matsgerðar dómkvaddramatsmanna til að hnekkja fyrrgreindu sérfræðiáliti um tjón íbúa af völdumskipulagsbreytingarinnar. Þar sem skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr.150/2007 voru með þessu uppfyllt verður að miða upphaf fyrningarfrestsskaðabótakröfu stefnenda við 28. apríl 2010 þegar sérfræðiálitið lá fyrir. Málþetta var sem fyrr segir höfðað 14. júní 2016 og var þá fjögurra árafyrningarfrestur kröfu stefnenda samkvæmt 9. gr. laga nr. 150/2007 liðinn oghún því fallin niður fyrir fyrningu, sbr. 20. gr. sömu laga. Þegar af þessariástæðu verður að sýkna stefnda af kröfum stefnenda. Ekki verður því fjallaðfrekar um aðrar málsástæður aðila. Meðvísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að hvor aðila beri sinnkostnað af rekstri málsins fyrir dómi. ÁsmundurHelgason héraðsdómari kveður upp dóminn. DÓ M S O R Ð : Stefndi,Mosfellsbær, er sýkn af kröfum stefnenda, Sveins Jónssonar og IngibjargarJóhannesdóttur. Málskostnaðurmilli aðila fellur niður. |
Mál nr. 158/2017 | Opinber innkaup Skaðabætur Dráttarvextir | S ses. höfðaði mál gegn H og krafðist aðallega viðurkenningar á skaðabótaskyldu H vegna missis hagnaðar sem hlotist hafði af þeirri ákvörðun bæjarráðs H árið 2012 að falla frá forvali um hjúkrunarheimili á Völlum 7. Var S ses. annar af tveimur umsækjendum sem taldir voru uppfylla kröfur forvalsins en með úrskurði kærunefndar útboðsmála var sú ákvörðun H að telja hina umsóknina fullnægjandi felld úr gildi. Var því S ses. einn með gilda umsókn í forvalinu og í framhaldinu ákvað H að fella það niður. Í dómi Hæstaréttar var vísað til 4. mgr. 56. gr. þágildandi laga nr. 84/2007 um opinber innkaup en þar hafði komið fram að þátttakendur sem valdir væru til að leggja fram tilboð vegna lokaðs útboðs ættu ekki að vera færri en fimm og að fjöldi þátttakenda skyldi ætíð vera nægilegur til að tryggja raunverulega samkeppni. Kom fram að S ses. hefði staðið einn eftir að loknu forvali og augljóst að engin samkeppni yrði við útboðið. Með vísan til þess var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að sýkna H af aðalkröfu S ses. Þá var H einnig sýknaður af kröfum S ses. um útlagðan kostnað öðrum en málskostnaði fyrir kærunefnd útboðsmála. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson og Ásgeir Magnússondómstjóri.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 8. mars 2017. Hann krefst aðallega viðurkenningar á skaðabótaskyldustefnda vegna missis hagnaðar sem hlaust af þeirri ákvörðun bæjarráðs stefnda6. september 2012, sem staðfest var af bæjarstjórn 12. sama mánaðar, að fallafrá forvali um hjúkrunarheimili á Völlum 7 sem hófst með fundi starfshóps 9.febrúar 2010. Til vara krefst hann þess að stefnda verði gert að greiða sér12.274.661 krónu en til þrautavara 2.605.000 krónur, í báðum tilvikum með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 12.september 2012 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda 14. nóvember 2016 að fjárhæð 350.000 krónur. Þákrefst hann í öllum tilvikum málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi efndi stefndi í júlí 2010til forvals um hönnun, byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis á Völlum 7 íHafnarfirði. Forvalið mun hafa verið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Umsóknum í forvalinu átti að skila eigi síðar en 24. ágúst 2010, en sá fresturvar framlengdur til 7. september sama ár. Fjórar umsóknir bárust og voru tveirumsækjendur taldir uppfylla kröfur forvalsins. Með bréfi 24. september 2010 varáfrýjanda tilkynnt að umsókn hans væri fullnægjandi. Áfrýjandi kærði þá ákvörðunstefnda til kærunefndar útboðsmála að telja hina umsóknina fullnægjandi og meðúrskurði nefndarinnar 14. febrúar 2011 var sú ákvörðun felld úr gildi. Eftirstóð þá áfrýjandi einn með gilda umsókn í forvalinu. Á fundi starfshóps um hjúkrunarheimiliá Völlum 6. september 2012 var ákveðið að fella niður forvalið. Þessi ákvörðunvar staðfest á fundi bæjarráðs sama dag. Áfrýjanda var tilkynnt um þessaniðurstöðu með bréfi stefnda 29. október 2012.Á tíma þeirra lögskipta sem málið tekur til fór um forval við opinberinnkaup eftir 56. gr. þágildandi laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Samkvæmt4. mgr. ákvæðisins áttu þátttakendur sem valdir voru til að leggja fram tilboðvegna lokaðs útboðs ekki að vera færri en fimm. Þá sagði að fjöldi þátttakendasem valdir voru skyldi ætíð vera nægilegur til að tryggja raunverulegasamkeppni. Þegar áfrýjandi stóð einn eftir að loknu forvali er augljóst aðengin samkeppni yrði við útboðið. Af þeirri ástæðu bar stefnda að falla fráforvalinu og efna ekki til úboðs á grundvelli þess. Þegar af þessari ástæðuverður staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að sýkna stefnda af aðalkröfuáfrýjanda. Með skírskotun til forsendna dómsins verður stefndi einnig sýknaðuraf öðrum varakröfum áfrýjanda en málskostnaði fyrir kærunefnd útboðsmála.Með fyrrgreindum úrskurði kærunefndar útboðsmála 14. febrúar 2011 varstefnda gert að greiða áfrýjanda 350.000 krónur í kostnað við að hafa kærunauppi fyrir nefndinni, sbr. 3. mgr. 97. gr. laga nr. 84/2007. Með bréfi 1.nóvember 2013 viðurkenndi stefndi að honum bæri að standa skil á þessarigreiðslu og það gerði hann 14. nóvember 2016. Eftir almennum reglum varáfrýjanda heimilt að ráðstafa þeirri greiðslu fyrst til greiðslu dráttarvaxtaaf fjárhæðinni og verður þessi kröfuliður því tekinn til greina á þann veg semgreinir í dómsorði.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti einsog segir í dómsorði.Dómsorð:Stefndi, Hafnarfjarðarkaupstaður, greiði áfrýjanda, Sólvöllumses., 350.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001um vexti og verðtryggingu, frá 12. september 2012 til greiðsludags, aðfrádregnum 350.000 krónum miðað við 14. nóvember 2016.Áfrýjandi greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. DómurHéraðsdóms Reykjaness 9. desember 2016. Málþetta, sem var þingfest 27. apríl 2016, var dómtekið 15. nóvember 2016.Stefnandi er Sólvellir ses., Traðarbergi 19, Hafnarfirði.Stefndi er Hafnarfjarðarkaupstaður, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Dómkröfur stefnanda eru aðallega þær að viðurkenndur verði réttur hans tilskaðabóta úr hendi stefnda vegna missis hagnaðar vegna þeirrar ákvörðunarbæjarráðs stefnda frá 6. september 2012, sem staðfest var af bæjarstjórnstefnda 12. september 2012, að falla frá því forvalsferli um hjúkrunarheimili áVöllum 7 sem hófst með fundi starfshóps 9. febrúar 2010. Stefnandi krefst þess tilvara að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 12.274.661 kr. aukdráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu afþeirri fjárhæð frá 12. september 2012 til greiðsludags. Til þrautavara krefststefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 2.605.000 kr.auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 12.september 2012 til greiðsludags. Stefnandi gerir einnigkröfu um málskostnað. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda ogþess að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað. I. Málsatviker að rekja til þess að á árinu 2006 lagði nefnd á vegum heilbrigðisráðherrafram skýrslu um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Ískýrslunni var m.a. gert ráð fyrir byggingu hjúkrunarheimilis samkvæmt nýrrihugmyndafræði. Í kjölfar þessa hófust viðræður milli stefnda og heilbrigðis- ogtryggingamálaráðuneytisins um fyrirætlun bygginga, þ.m.t. heilsugæslustöð. Áárinu 2008 tilkynnti félags- og tryggingamálaráðherra framkvæmdaáætlun umbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu til 2012, en samkvæmt henni var gert ráðfyrir að 60 hjúkrunarrými yrðu reist í Hafnarfirði. Á árinu 2009 kynnti félags-og tryggingamálaráðherra nýja leið til að fjármagna uppbyggingu áhjúkrunarrýmum og stefndi ákvað að skoða þá leið til uppbyggingar á hjúkrunarrýmií bæjarfélaginu og var skipaður starfshópur bæjarstjórnar stefnda umhjúkrunarheimili á Völlum. Starfshópurinn héltsinn fyrsta fund 9. febrúar 2010. Á fundi starfshópsins 17. febrúar 2010 varfarið yfir möguleika á svokallaðri leiguleið. Við uppbyggingu hjúkrunarheimilisá Völlum var ákveðið að bjóða út hönnun, byggingu og reksturhjúkrunarheimilisins. Jafnframt var ákveðið að fara skyldi fram forval þar semleitað yrði að rekstraraðila til að sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins til 40ára, jafnframt skyldi rekstraraðilinn fá með sér hönnuði og verktaka til aðhanna og byggja húsnæðið og hanna og ljúka lóðarframkvæmdum. Á fundistarfshópsins 14. apríl 2010 var framkvæmdasviði stefnda falið að vinnaforvalsgögn vegna verkefnisins. Á fundi starfshópsins 28. apríl 2010 voru lögðfram drög að samningi milli félags- og tryggingamálaráðuneytisins og stefnda umbyggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarrýmis fyrir aldraða í Hafnarfirði.Samningsdrögunum var vísað til bæjarráðs og á fundi ráðsins 29. apríl 2010 fólráðið bæjarstjóra að ganga frá fyrirliggjandi samningi. Í kjölfarið, hinn 3.maí 2010, skrifuðu félags- og tryggingamálaráðherra og bæjarstjóri stefndaundir samninginn. Á fundi starfshópsins 1. júlí 2010 voru lögð fram drög aðforvalsgögnum og þau samþykkt af hálfu starfshópsins. Forvalsgögnin vorudagsett í júlí 2010. Stefndi óskaði eftirumsóknum sjálfseignarstofnunar eða félags með staðfestaskipulagsskrá til að sjá um hönnun, byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis áVöllum. Skilafrestur til að skila gögnum var til 24. ágúst 2010 en varframlengdur til 7. september 2010. Fjórir aðilar skiluðu inn umsóknum. Á fundi starfshópsins21. september 2010 var farið yfir umsóknirnar og var niðurstaðan sú að tveiraðilar teldust uppfylla kröfur forvalsins, þ.e. stefnandi og Umönnun ses. Með bréfi stefnda 24.september 2010 var stefnanda tilkynnt að tilboð stefnanda uppfyllti kröfurforvalsgagna og að verið væri að vinna að útboðsgögnum og þau yrðu send honumþegar þau yrðu tilbúin. Verkþjónusta Kristjánsehf. bauð í vinnu við gerð útboðsgagna vegna verkefnisins og hlaut verkið oghóf vinnu við gerð útboðsgagna í ágúst 2010.Með tölvupósti 18.október 2010 vakti starfsmaður Verkís hf. athygli á því að VerkþjónustaKristjáns ehf. væri að hluta í eigu Verkís og að Verkís væri samstarfsaðiliUmönnunar ses. í útboðinu. Stefndi kveður sér hafa verið ókunnugt um þessitengsl og hélt hann fund 27. október 2010 með forsvarsmönnum stefnanda ogUmönnun ses. þar sem skýrt var frá þessum tengslum. Með kæru stefnanda tilkærunefndar útboðsmála, dags. 23. nóvember 2010, kærði stefnandi ákvörðunstefnda um að telja Umönnun ses. hæfan aðila til að taka þátt í útboði umhjúkrunarheimili á Völlum 7. Nefndin kvað upp úrskurð 14. febrúar 2011 í málinr. 29/2010, þar sem felld var úr gildi sú ákvörðun kærða að telja tilboðUmönnunar ses. fullnægjandi í forvalinu „Hjúkrunarheimili á Völlum 7“.Í kjölfar úrskurðarkærunefndar útboðsmála var komin upp sú staða að einungis einn aðili stóð eftirtil að taka þátt í útboðinu. Á fundi starfshópsins um hjúkrunarheimili áVöllum, sem haldinn var 6. september 2012, gerði starfshópurinn eftirfaranditillögu til bæjarráðs: „Í ljósi málsatvika, fyrirliggjandi úrskurðarkærunefndar útboðsmála nr. 29/2010 og álitsgerðar um lagalega stöðu Hafnarfjarðarbæjarvegna forvals um hjúkrunarheimili á Völlum 7, leggur starfshópurinn til aðfallið verði frá því forvalsferli sem hófst með fundi starfshóps 9. febrúar2010.“ Bæjarráð samþykkti tillögu starfshópsins á fundi 6. september 2012 ogmeð bréfi stefnda til lögmanns stefnanda 29. október 2012 var stefnandatilkynnt niðurstaða bæjarráðs. Stefnandi gerði kröfu áhendur stefnda um efndabætur en stefndi hafnaði kröfunni. Stefnandi hefur þvíhöfðað mál þetta. Við aðalmeðferð málsinsgáfu skýrslu ErnaFríða Berg, stjórnarformaður stefnanda, Helgi Númason, stjórnarmaður stefnanda,Kristján Ásgeirsson arkitekt, Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri stefnda,Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjórnarfulltrúi stefnda, Sigurður Haraldsson,sviðsstjóri hjá stefnda, Sigurður Páll Harðarson, fyrrverandi sviðsstjóri hjástefnda, Sigþrúður Ingimundardóttir, aðalhöfundur Silkistefnunnar, og GuðrúnÁgústa Guðmundsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri stefnda. II.Stefnandi byggir kröfursínar á almennum meginreglum skaðabótaréttar um að tjónvaldi beri að geratjónþola eins settan og hin bótaskylda athöfn hefði ekki átt sér stað. Tjónstefnanda felist í því að vænlegur samningur hafi ekki fengist gerður ogstefnandi þannig orðið af hagnaði. Aðalkrafa stefnanda er byggð á 2. mgr. 25.gr. laga nr. 91/1991. Byggt er á því að samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd séhugtakið „missir hagnaðar“ nægjanlega afmarkað að íslenskum rétti svo að leggjamegi dóm á viðurkenningarkröfu um rétt til slíkra bóta. Stefnandi vísar til dragaað útboðsgögnum frá október 2010 en samkvæmt þeim sé ljóst að það hafi staðiðtil að hafa ákveðið fjárhagslegt hámark sem hafi leitt til ógildingar tilboða,þ.e. ef verð væri hærra en ákveðin tala á brúttó fermetra, þá yrði það ekkimetið gilt. Á blaðsíðu 10 í útboðsgögnum komi m.a. fram fjárhæðin 320.000kr./fermetra. Í áætlun sem send hafi verið bæjarstjórum fjölmargrasveitarfélaga veturinn 2009-2010 hafi verið talið að viðmiðunarkostnaður væri347.300 kr./fermetra, án alls búnaðar og fjármagnskostnaðar á byggingartíma.Með fjármagnskostnaði væri byggingarkostnaður 361.192 kr./fermetra. Ífyrirliggjandi gögnum komi fram að viðmiðunarverð ráðuneytisins almennt séðværi 340-370 þúsund kr. á fermetra. Telur stefnandi einsýnt að hámarkstala íútboði hefði aldrei getað orðið lægri en þessi síðastnefnda viðmiðunartala.Þannig hafi legið fyrir að í útboði hafi fyrst og fremst verið leitað aðhæfasta aðilanum hvað varðaði hönnunarlausnir innan þessa fjárhagsramma ogrekstrarlegar lausnir í framhaldi af því, innan þess ramma semdaggjaldagreiðslur ríkisins væru, enda staðið til að leggja mat á tilboð eftirsvofelldri mælistiku: Viðhorf og hugmyndafræði 35%.Skipulag þjónustu ogfagleg þekking 35%.Húsnæði og lóð 30%.Samkvæmt drögum aðútboðsgögnum hafi verið miðað við að daggjald fyrir árið 2010 miðað viðþyngdarstuðul 1,04 væri 20.935 kr. Gert hafi verið ráð fyrir því að umgreiðslur daggjalds færi samkvæmt reglugerð félags- og tryggingamálaráðherra áhverjum tíma, sem þá hafi verið reglugerðir nr. 1080/2009 og 1091/2009.Greiðslur vegna byggingar hjúkrunarheimilisins skyldu fara fram í samræmi viðtilboðsskrá og miðast við framvindu verksins á byggingarstað. Stefnandi byggir á því aðhann hafi með því að vera metinn hæfur í forvalinu fullnægt þeim kröfum sem gerðarværu til viðhorfs og hugmyndafræði annars vegar og skipulags þjónustu ogfaglegrar þekkingar hins vegar. Af minnisblaði því semsent hafi verið bæjarstjórum um forsendur væntanlegra samninga um bygginguhjúkrunarheimila samkvæmt svokallaðri leiguleið sé ljóst að forsendur stefndaog þar með fjárhagsáætlun hafi ekki getað verið aðrar en þær að reikna með heildarkostnaðiá hvern fermetra allt að 370 þúsund kr. án búnaðar og leigugjaldi frá íslenskaríkinu að fjárhæð 2.100 til 2.300 kr. á fermetra (verðtryggt). Þá hafi þaðeinnig virst hafa verið forsenda þessa verkefnis að tekið yrði 100% lán fyrirframkvæmdinni, með 4,6% verðtryggðum vöxtum til 40 ára. Telur stefnandi því aðþað sé rangt hjá stefnda, þegar hann fullyrði í bréfi 29. nóvember 2013 aðengin kostnaðaráætlun hafi verið gerð. Rétt sé að hafa í huga að miðað viðforsendur þessar, þá hefði stefndi ekkert eigið fé lagt í verkefnið í upphafi –utan lóðarinnar – og síðan 15% af leigugjaldi, en orðið 100% eigandifasteignarinnar sem ætti að vera skuldlaus eftir 40 ár. Að loknu forvali ogúrskurði kærunefndar útboðsmála hafi legið fyrir að einn hæfur aðili væri tilstaðar. Stefnandi telur að með gagnályktun af 32. gr. laga nr. 84/2007 séaugljóst að sé einu lögmætu tilboði til að dreifa þá skuli taka því, þó meðþeim eðlilega fyrirvara að verð sé innan hæfilegs ramma miðað við kostnaðaráætlun/viðmiðunarverð.Því hafi borið að klára ferlið og byggir stefnandi á því að augljóst sé að ekkihafi verið löglegt að semja við neinn annan aðila en stefnanda. Byggirstefnandi á því að eftir niðurstöðu forvals hafi skapast skylda fyrir stefndatil að klára útboðsferlið og, að því gefnu að tilboð væru um eða undirkostnaðaráætlun, taka boði stefnanda og gera við hann samninga um bygginguhjúkrunarheimilisins og rekstur þess. Byggt er á því að viðurkennt sé ídómaframkvæmd að hvorki 20. gr. laga nr. 65/1993 um framkvæmd útboða né 101.gr. laga 84/2007 um opinber innkaup (áður 84. gr. laga nr. 94/2001) takmarkirétt til að krefjast efndabóta vegna réttarbrota við framkvæmd útboða hinsopinbera. Þannig sé vísun 2. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007 til almennraskaðabótareglna skýrð þannig að réttur til efndabóta geti stofnast ef almennumsönnunarkröfum hefur verið fullnægt. Stefnandi vísar til lögskýringargagnaþessu til stuðnings. Um lokað útboðsferli hafiverið að ræða, eftir að forvali lauk, og telur stefnandi það óumdeilt að efferlið hefði verið klárað og hin ólögmæta ákvörðun um að hætta því hefði ekkikomið til, þá hefði verið samið um verkið við stefnanda. Stefnandi, og þeiraðilar sem að honum stóðu, hafi verið samþykktir í forvalinu og því hafi veriðfræðilega útilokað að nokkur annar yrði fyrir valinu en stefnandi semviðsemjandi að útboðsferli loknu. Hafi því öll skilyrðihinna almennu skaðabótareglna um huglæga afstöðu, orsakatengsl og sennilegaafleiðingu verið ljós þeim sem tekið hafi hina umdeildu ákvörðun. Stefndi hafitekið saknæma og ólögmæta ákvörðun sem hafi orðið stefnanda til fjártjóns ogséu því öll skilyrði efndabóta uppfyllt. Hin tilgreinda ástæða fyrirniðurfellingu ferlisins hafi verið að stefndi stæði einn eftir að forvali loknuog það hafi verið ólögmæt ástæða. Stefnandi byggir á því aðþótt forvalið hafi farið fram á hinu evrópska efnahagssvæði, og útboðið sé afþeirri stærðargráðu að það eigi undir tilskipanir ESB um framkvæmd opinberraútboða, þá sé ljóst að ESB- og EES-réttur eftirláti landsrétti það alfarið aðmóta reglur um skaðabætur vegna brota á útboðsreglum. Þróunin sé í þá átt aðviðurkenna ríkari rétt til efndabóta vegna brota á reglum um útboð. Stefnandi byggir á því aðákvörðun stefnda um afturköllun eða ógildingu útboðsferlisins hafi veriðóheimil. Slíka ákvörðun megi ekki taka nema sértækar og málefnalegar ástæðurséu fyrir hendi sem varði tilboðin í útboðinu sjálfu. Stefnandi kveðst vísa tilmeginreglna útboðs- og verktakaréttar, sem og laga nr. 84/2007. Þrátt fyrirhugsanlegan áskilnað um að hafna öllum tilboðum og ákvæði 74. gr. laga 84/2007sem geti leitt til höfnunar á öllum tilboðum, sé það grundvallarregla íútboðsrétti að slík höfnun verði að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum ogtilboðin á einhvern hátt að vera ófullnægjandi. Slík staða sé ekki uppi í þessutilviki. Stefnda hafi því borið að klára það ferli sem hafið var, þar sem tilstaðar hafi verið hæfur aðili að forvali loknu, með sama hætti og stefnda hefðiborið að taka tilboði stefnanda á grundvelli 30. gr. laga 84/2007, jafnvel þótteinungis einu löglegu tilboði væri til að dreifa.Stefnandi byggir á því aðjafna megi stöðunni við það ef í ljós kæmi í útboði að einungis einn aðilifengi útboðsgögn. Þrátt fyrir að þá liggi fyrir að ekki verði um samkeppni aðræða, þá geti verkkaupi að meginstefnu til ekki hætt við útboð áður en tilboðeru opnuð. Með því að klára ekkiferlið hafi stefndi bakað sér skaðabótaskyldu. Enga heimild hafi verið að finnaí forvalsgögnum til að hætta við ferlið þegar forvali væri lokið og enginn áskilnaðurhafi verið um lágmarksfjölda þeirra sem kæmist í gegn um forvalið, eins og þósé gert ráð fyrir að unnt sé, sbr. 3. mgr. 56. gr. laga nr. 84/2007. Hins vegarhafi verið gert ráð fyrir hámarksfjölda, fjórum aðilum. Af lögum sé ljóst aðútboðsferli sé lögmætt þótt einungis eitt löglegt tilboð berist, sbr. ákvæði 1.ml. 1. mgr. 32. gr. laga nr. 84/2007. Stefnda hafi því borið að haldasamningsferlinu áfram og hafi hann ekki lögmæta ástæðu til að hætta því. Stefnandi byggir á því aðsönnunarbyrði verði að færast á stefnda fyrir því að ekki hefði verið samið viðstefnanda ef af verkinu hefði orðið. Að stefnanda hafi staðiðöflugir aðilar, bæði á sviði mannvirkjagerðar og rekstri hjúkrunarheimilis,enda hafi stefnandi verið samþykktur í forvalinu, á meðan aðili eins og Eykthafi ekki uppfyllt kröfur forvalsins. Verði því að leggja til grundvallar aðstefnandi hafi getað byggt hjúkrunarheimilið á áðurnefndu viðmiðunarverði perfermetra og fengið eðlilegan ávinning úr þeirri framkvæmd, enda hljóti í slíkriáætlanagerð að vera gengið út frá því að væntanlegur byggingaraðili hefðieinhvern hagnað af framkvæmd verksins, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr.182/2005. Sé því nægjanlega leitt í ljós að stefnandi hafi orðið fyrir tjónivegna þess þáttar, þótt nákvæmt umfang tjónsins verði ekki leitt í ljós nema aðfenginni matsgerð sem til standi að afla þegar niðurstaða í þessum þættimálsins liggur fyrir. Þessu til stuðnings sé einnig vísað til kostnaðaráætlunarstefnanda og skilamats vegna hjúkrunarheimilisins Markar. Í kostnaðaráætlunstefnanda hafi verið byggt á því að kostnaður án búnaðar og virðisaukaskattsyrði 261.280 kr./fermetra á verðlagi ársins 2010 (ríflega 280 þús. krónur meðvirðisaukaskatti). Til samanburðar hafi raunkostnaður hjúkrunarheimilisins Markarverið 307.413 kr. án búnaðar á verðlagi ársins 2010, en þá hafi verið tekiðtillit til verðbreytinga á verktímanum. Báðar þessar tölur séu töluvert undiráætluðum byggingarkostnaði stefnda. Að sama skapi telurstefnandi liggja fyrir að hann hafi verið hæfur til að standa að rekstrinuminnan þeirra marka sem daggjöld sköpuðu honum á hverjum tíma, með eðlilegriávöxtun á eigið fé sem bundið væri í þeim rekstri. Hugmyndafræði stefnanda,Silkistefnan, hafi verið mótuð á löngum tíma og verið blanda af hönnunhjúkrunarrýmis og starfsemi hjúkrunarheimilis, þannig að hönnunin hafi skapaðgrundvöll fyrir enn hagkvæmari rekstur en aðrar stefnur. Áskilur stefnandi séreinnig rétt til að afla matsgerðar til að sanna umfang þess tjóns, en telur hérhafa verið sýnt fram á að skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga 91/1991 séu til staðar.Verði ekki fallist á aðstefnda hafi verið skylt að láta útboðið fara fram og að stefndi berisönnunarbyrði fyrir því að ekki hefði verið samið við stefnanda ef útboð hefðifarið fram, þá byggir stefnandi til vara á því að á stefnda hafi hvílt súskylda að fara að öðrum ákvæðum laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Þannighefðu samningskaup verið heimil samkvæmt ákvæðum 32. eða 33. gr. laga nr.84/2007, sjá einnig 30. og 31. gr. tilskipunar 2004/18/EB um samræmingu reglnaum útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga, ogþví lögmætur og málefnalegur valkostur fyrir stefnda. Beri stefndisönnunarbyrði fyrir því að slík samningskaup hefðu ekki náðst. Sérstaklegavísar stefnandi til tilviks sem talið sé upp í b-lið 1. mgr. 33. gr. laganna,þegar aðeins eitt fyrirtæki komi til greina af tæknilegum ástæðum. Orðalaggreinarinnar um að samningskaup hafi verið heimil leiði til þess að matistefnanda að stefnda hafi borið skylda til að neyta þeirrar heimildar, eðaannarrar leiðar sem hafi verið heimil. Afturköllun útboðsferlisins hafi ekkiverið heimil samkvæmt lögum, án þess að baka stefnda bótaskyldu. Því hafi boriðað velja leið sem hafi verið heimil samkvæmt lögum. Þessu til stuðnings byggirstefnandi á lögmætisreglu stjórnsýsluréttar. Ofangreindu til fyllingar,og sem sjálfstæðri málsástæðu, byggir stefnandi á því að stefndi hafi ágrundvelli 36. gr. laga nr. 84/2007, sbr. einnig 34. gr. tilskipunar2004/18/EB, getað haldið áfram samningsferli því sem hófst með forvalinu ogsamið við stefnanda. Stefnandi telur að þegarstefndi hafi óskað eftir því að stefnandi lýsti því yfir að hann gerði engarathugasemdir við hæfi Umönnunar ses. þá hafi stefnandi haft ástæðu til að ætlaað ómálefnaleg sjónarmið réðu för. Þetta hafi að mati stefnanda verið staðfestþegar stefndi hafi ákveðið endanlega haustið 2012 að hætta fyrra útboðsferli oghefja nýtt, án þess að láta reyna á hvort samningar tækjust við stefnanda, eðayfir höfuð ræða við stefnanda þrátt fyrir beiðni þar um. Þetta hafi stefndigert vitandi að stefnandi hafi lagt út í mikinn kostnað vegna verkefnisins.Stefnandi byggir á því að sú ákvörðun stefnda sem tekin hafi verið 6. september2012 af bæjarráði og staðfest af bæjarstjórn 12. september 2012 hafi bakaðstefnda skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda. Telur stefnandi að með þessu hafi íraun verið brotið gegn banni útboðsréttar við mismunun og almennum meginreglumíslensks stjórnsýsluréttar, s.s. meðalhófsreglunni, jafnræðisreglunni ogreglunni um bann við valdníðslu, sjá t.d. 11. og 12. gr. stjórnsýslulaga nr.37/1993. Stefnandi telur rétt aðtaka fram að honum hafi aldrei verið tilkynnt um niðurstöðu forvalsins, eins ogskylt hafi verið samkvæmt 5. lið forvalsgagna og góðum stjórnsýsluháttum, sját.d. ákvæði 75. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. og 79. gr. sömulaga og 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá sé ljóst að slík ákvörðun hafiekki verið tekin fyrr en í fyrsta lagi haustið 2012, sbr. fundargerð bæjarráðsnr. 3326, dags. 6. september 2012, sem virðist hafa verið tekin fyrir á fundibæjarstjórnar 12. september 2012. Stefnandi kveðst ekki hafa vitað af þessariákvörðun og hafi fyrirsvarsmaður stefnanda verið í töluverðum samskiptum viðfyrirsvarsmenn stefnda um málið í lok árs 2012 og snemma árs 2013. Stefnandi telur að stefndihafi án nokkurrar málefnalegrar ástæðu hætt við útboðsferli þegar fyrir hafilegið að einungis einn þeirra aðila sem tóku þátt í forvali hefði fullnægt þeimkröfum sem gerðar hafi verið. Stefnandi byggir á því að stefnda hafi borið aðkanna til þrautar aðrar færar leiðir samkvæmt lögum um opinber innkaup, þar ámeðal samningskaup. Ekkert ákvæði hafi verið í forvalsgögnum um lágmarksfjöldaþeirra sem metnir yrðu hæfir. Stefnandi vísar í þessu sambandi tillögmætisreglu stjórnsýsluréttar og rannsóknarreglunnar, sbr. 10. gr. laga37/1993, auk ákvæða laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Stefnandi kveður að afhálfu stefnda hafi því verið lýst yfir að 95% af útboðsgögnum hafi veriðtilbúin í október 2010. Þrátt fyrir þetta staðhæfi stefndi í bréfi sínu frá 29.nóvember 2013 að engin kostnaðaráætlun hafi verið unnin samhliða gerðútboðsgagna 2010. Telur stefnandi að það sé rangt og kostnaðaráætlun liggifyrir í gögnum málsins. Stefnandi byggir á því aðöldungis megi jafna stöðu hans við stöðu aðila sem eigi hagstæðasta tilboð íútboði. Ljóst sé að tilboð stefnanda hefði verið hagstæðast, þar sem engu öðrugildu tilboði hafi getað verið til að dreifa, eftir undanfarandi forvalsferli.Byggt sé á grunnsjónarmiðum 71.-74. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup.Stefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að ekki hefðu náðst samningar milli aðilaá kjörum sem rúmuðust innan viðmiða/fjárhagsáætlunar stefnda. Um tjón stefnanda vegnamissis hagnaðar segir stefnandi að hann hafi ákveðið að fara svokallaðaleiguleið við byggingu hjúkrunarheimilisins í því útboðsferli sem málið snúistum. Fyrir liggi að samkvæmt tölum frá íslenska ríkinu, sem stefndi hafi byggtalla sína vinnu á, þá hafi leigugjaldi því, sem ríkið myndi greiða 85% af,verið ætlað að standa undir verðtryggðu láni til 40 ára með 4,6% fasta vexti,og ætlað að standa undir byggingarkostnaði á bilinu 340-370 þúsund kr. áfermetrann á þeim tíma. Þá liggi fyrir að áætlun stefnanda hafi gert ráð fyrir byggingarkostnaðiá bilinu 260-280 þúsund krónur á fermetrann eftir því hvort virðisaukaskatturhafi verið inni í þeirri tölu eður ei. Blasi því að mati stefnanda við að hannhafi orðið fyrir umtalsverðu tjóni í formi missis hagnaðar afbyggingarframkvæmdinni einni og sér og telur hann sig hafa sýnt fram á nægileglíkindi fyrir slíku tjóni. Í efnabótakröfu stefnandafelist einnig krafa um greiðslu bóta fyrir missi hagnaðar vegna þeirrarstarfsemi að reka hjúkrunarheimilið í 40 ár gegn greiðslu daggjalda eins og þauværu á hverjum tíma, enda hefði verið gerður þjónustusamningur við ríkið einsog forsenda sé fyrir, sbr. rekstur í Sóltúni, Reykjavík. Leggja verði tilgrundvallar að við ákvörðun daggjalda geri íslenska ríkið ráð fyrir eðlilegriávöxtun á þá fjárfestingu sem óhjákvæmilega fylgi slíkri starfsemi og því séþegar af þeirri ástæðu búið að sýna fram á líkindi fyrir slíku tjóni, þóttendanlegt umfang þess verði ekki sannað nema með matsgerð. Því séu skilyrði 2.mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 uppfyllt. Um varakröfu sína segirstefnandi, verði ekki fallist á aðalkröfu um efndabætur, að byggt sé á því aðstefnda beri að greiða stefnanda bætur vegna þess kostnaðar sem hann hafi lagtí vegna málsins. Stefnandi vísar til 2. mgr. 20. gr. laga nr. 65/1993 og 101.gr. laga nr. 84/2007. Stefnandi telur að hann hafi átt raunhæfa möguleika á aðverða fyrir valinu sem verktaki ef ferlinu hefði verið fram haldið. Varakrafastefnanda er að fjárhæð 12.274.661 kr. og byggist á fimm liðum: Stofnfé sjálfseignarstofnunarinnar, 1.000.000 kr. Í forvalsgögnum hafi verið gerð sú krafa að þeir sem tækju þátt í forvalinu væru búnir að stofna sjálfseignarstofnun með 1.000.000 kr. í eigið fé. Sérstaklega hafi verið um það spurt áður en forvalsferli lauk hvort heimilt væri að bíða með þessa bindingu á fjármagni þar til ljóst væri hvort aðilar yrðu metnir hæfir í forvali. Svar stefnda var að svo væri ekki. Þannig hafi verið nauðsynlegt fyrir aðstandendur stefnanda að leggja inn 1.000.000 kr. sem séu óafturkræfar, sbr. 10. gr. laga 33/1999. Eðlilegt sé að stefndi bæti stefnanda þennan kostnað, enda hafi kostnaður stefnanda við stofnun og umsýslu þegar numið að minnsta kosti þessari fjárhæð. Vinna starfshóps um hugmyndafræði, 3.157.000 kr. Um sé að ræða vinnuframlag aðstandenda stefnanda til stefnanda við gerð þeirrar hugmyndafræði sem hafi grundvallað vinnu og tilboð stefnanda. Þessi vinna hafi sannanlega verið unnin vegna útboðsins. Stefnandi geri kröfu um sanngjarnt endurgjald fyrir þann tíma sem hafi farið í vinnuna. Krafa um tímagjald að fjárhæð 7.000 kr. sé mjög sanngjarnt. Krafan njóti lögverndar samkvæmt meginreglum íslensks kröfuréttar og skaðabótareglna. Nægi þar að vísa til sjónarmiða sem gilda um þjónustukaup, sbr. 28. gr. laga nr. 42/2000, þótt lögin eigi ekki við um réttarsamband aðila. Útlagður kostnaður vegna vinnu arkitekta, 6.512.661 kr. Nauðsynlegt hafi verið í tengslum við vinnu að hugmyndafræði að fá hönnun á húsakosti og umhverfi hjúkrunarheimilisins, enda hagkvæmt samspil þjónustu og aðstöðu það sem hugmyndafræðinni sé ætlað að ná. Því hafi verið um óhjákvæmilegan kostnað að ræða. Tildæmdur málskostnaður, 350.000 kr. Stefndi hafi reyndar margsinnis lýst því yfir að þetta eigi að greiða en aldrei greitt þennan kostnað. Loforð í útboðsgögnum um greiðslu, 1.255.000 kr. Skýrt hafi komið fram að allir þeir sem metnir yrðu hæfir í forvali og tækju þátt í útboði skyldu fá greiddar 1.255.000 kr. Stefnandi byggir á því að greiðsluskylda á þessari fjárhæð sé ótvíræð, þótt stefndi hafi ákveðið með ólögmætum hætti að viðhafa ekki útboðið. Það hafi ekki á nokkurn hátt verið á ábyrgð stefnanda og því hafi stefnandi að öllu leyti fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fyrir þessari greiðslu. Verði talið að gögnmálsins styðji ekki við einstaka kröfuliði með nægjanlegum hætti, þá byggirstefnandi á því til vara að dómari geti dæmt bætur að álitum vegna þeirraþátta, innan kröfugerðar stefnanda. Þá skuli litið til þeirrar vinnu sem unninhafi verið og sé á því byggt að stefnda beri að sýna fram á að hún hafi veriðóþarflega mikil eða kostnaðarsöm. Stefnandi krefstdráttarvaxta frá þeim degi sem stefndi ákvað að hætta útboðsferlinu, eða 12.september 2012. Þá hafi hin bótaskylda ákvörðun verið tekin og krefst stefnandidráttarvaxta samkvæmt 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þvítímamarki. Þrautavarakrafa stefnandaað fjárhæð 2.605.000 kr. rúmist innan varakröfu, en byggt sé á þremur liðumhennar hér; kröfu samkvæmt málskostnaðarákvörðun kærunefndar útboðsmála, kröfusamkvæmt loforði í útboðsgögnum um greiðslu á 1.255.000 kr. að tilteknumskilyrðum fullnægðum og kröfu um bætur fyrir þá fjárbindingu og kostnað semhafi falist í því að stofna sjálfseignarstofnun, sem síðan nýtist ekki í öðrumtilgangi, sbr. lög nr. 33/1999. Um lagarök vísar stefnanditil meginreglna útboðsréttar, fjármunaréttar og skaðabótaréttar sem og ákvæðalaga um framkvæmd útboða nr. 65/1993, laga um opinber innkaup nr. 84/2007 ogtilskipunar Evrópusambandsins nr. 18/2004 sem innleidd hafi verið með lögum nr.84/2007. Einnig er byggt á hinni almennu skaðabótareglu og meginreglumkröfuréttar, lögum um sjálfseignarstofnanir í atvinnurekstri nr. 33/1999 o.fl. III. Stefndi byggir á þvíað ákvörðun um að falla frá forvalsferli hafi að öllu leyti verið lögmæt og ísamræmi við lög um opinber innkaup nr. 84/2007, meginreglur stjórnsýsluréttarog þágildandi innkaupareglur stefnda frá 22. mars 2005 og núgildandi reglur frá13. mars 2013. Stefndi hafnar öllum sjónarmiðum stefnanda um að stefnda hafiborið að ganga til samninga við stefnanda.Umrætt forval hafi verið auglýst í júlí 2010 ogforvalsgögn legið fyrir og verið afhent frá og með 12. júlí 2010. Forvalið hafifallið undir lög um opinber innkaup nr. 84/2007. Um val þátttakenda í forvaliað undangenginni opinberri auglýsingu við lokað útboð fari samkvæmt 56. gr.laga um opinber innkaup. Í 4. mgr. 56. gr. laganna komi fram að fjöldi þátttakenda sem valinn er í forvali til að geratilboð í lokuðu útboði skuli vera nægilegur til að tryggja virka samkeppni.Tilgangur laga um opinber innkaup sé að tryggjajafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberumrekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hinsopinbera á verkum og þjónustu og komi tilgangur laganna fram í 1. gr. þeirra.Meginmarkmið með framkvæmd útboða sé m.a. að tryggja jafnræði fyrirtækja viðopinber innkaup og raunverulega samkeppni og að stuðla að hagkvæmni í opinberumrekstri. Eftir niðurstöðu kærunefndar útboðsmála 14.febrúar 2011 í máli nr. 29/2010 hafi einungis einn umsækjandi verið eftir tilað taka þátt í útboðinu. Þegar sú staða hafi verið komin upp að einungis einnþátttakandi var eftir, hafi verið ljóst að mati stefnda að innkaupaferlið, semeinungis hafi verið hafið að nokkru leyti, myndi ekki stuðla að hagkvæmni írekstri stefnda með virkri samkeppni eins og lögum um opinber innkaup nr.84/2007 sé m. a. ætlað að tryggja, sbr. 1. gr. laganna. Stefndi hafi því tekiðþá lögmætu ákvörðun að falla frá forvalsferlinu, eins og honum hafi verið heimilt.Þá byggir stefndi á því að ákvæði stjórnsýslulaganr. 37/1993 gildi ekki um ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt lögum um opinberinnkaup, sbr. 103 gr. laganna, að öðru leyti en því að ákvæði II. kaflastjórnsýslulaga um hæfi gilda um ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt lögunum.Stefnandi geti því ekki vísað beint til stjórnsýslulaga. Hins vegar megi lítatil meginreglna stjórnsýsluréttar. Stefndi hafnar því að stefnandi geti átt kröfu áhendur stefnda um efndabætur, vegna ákvörðunar stefnda um að fella niðurforvalsferlið 6. september 2012. Stefnda hafi verið heimilt að falla frá þvíforvalsferli sem hafi verið hafið, ákvörðunin hafi verið tekin á grundvellimálefnalegra sjónarmiða og ekki hafi verið brotið gegn ákvæðum laga um opinberinnkaup nr. 84/2007.Eins og rakið hafi verið hafi í júlí 2010 veriðauglýst eftir umsóknum sjálfseignarstofnunar eða félags með staðfestaskipulagsskrá til að sjá um hönnun, byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis áVöllum 7. Um forvalið hafi gilt forvalsgögn dagsett í júlí 2010. Um valþátttakenda í forvali að undangenginni opinberri auglýsingu við lokað útboðfari samkvæmt 56. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, sem svari til 44.gr. tilskipunar Evrópuþingsins og -ráðsins 2004/18/EB um samræmingu reglna umútboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga frá 31.mars 2004, eins og hún hafi verið tekin upp í EES-samninginn með ákvörðunsameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 68/2006 sem birt hafi verið 7. september 2006í EES-viðbæti við stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44/2006. Fjórir aðilar hafi skilað inn umsóknum um að fá aðtaka þátt í lokuðu útboði um hönnun, byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis áVöllum 7. Á fundi starfshóps 21. september 2010 hafi niðurstaða hópsins veriðsú að tveir af umsækjendunum uppfylltu kröfur forvalsins, þ.e. stefnandi ogUmönnun ses. Á þessum tíma hafi stefnda ekki verið kunnugt að Verkís hf., semhafi verið hluti af hópi Ummönnunar ses., væri að hluta eigandi VerkþjónustuKristjáns ehf. sem hafði verið valin eftir útboð til að gera útboðsgögn fyrirverkefnið: hönnun, bygging og rekstur hjúkrunarheimilis á Völlum 7. Það hafi ekki verið fyrr en við móttöku átölvupósti frá Val Hreggviðssyni hinn 18. október 2010 sem stefndi hafi fengiðvitneskju um þessi tengsl. Stefndi hafi strax brugðist við þessum upplýsingumog boðað stefnda og Umönnun ses. á fund sem haldinn hafi verið 27. október2010. Stefnandi hafi hinn 23. nóvember 2010 kært ákvörðun stefnda um að teljaUmönnun ses. hæfan aðila til kærunefndar útboðsmála. Með úrskurði kærunefndar14. febrúar 2011 hafi verið felld úr gildi ákvörðun stefnda um að telja Umönnunses. hæfan aðila í forvalinu. Við úrskurð kærunefndar hafi verið komin upp súsérkennilega staða að einungis einn þátttakandi hafi staðið eftir. Samkvæmt 56. gr. laga um opinber innkaup sé íforvali heimilt að takmarka fjölda þeirra sem valdir eru til að taka þátt íútboði, enda hafi nægilega margir þátttakendur tekið þátt í forvali. Í 4. mgr.56. gr. laganna komi fram það skilyrði laganna að fjöldi þátttakenda sem valdireru skuli ætíð vera nægilegur til að tryggja raunverulega samkeppni, sbr. ogáðurnefnda 1. gr. laganna. Í 5. mgr. 56. gr. laganna komi fram heimild tilfráviks frá framangreindu skilyrði, en þar segi að ef ekki sé fyrir hendinægjanlegur fjöldi þátttakenda sem fullnægi skilyrðum forvals til að veravalinn eða ekki sé fyrir hendi nægjanlegur fjöldi þátttakenda sem fullnægikröfum um getu, þá sé heimilt að halda útboði áfram með því að gefa þeim semfullnægðu kröfum kost á að taka þátt í útboði. Hér sé um heimildarákvæði tilhanda kaupanda að ræða, ekki skyldu. Stefndi áréttar að tilgangur og markmið laga umopinber innkaup komi fram í 1. gr. laganna, en hann sé sá að tryggja m.a. virkasamkeppni og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri. Stefnda hafi því ekkiverið skylt að halda áfram útboðsferli með þeim eina umsækjanda sem stóð eftirað loknu forvali, þar sem tilgangi og markmiði laganna verði ekki náð viðslíkar aðstæður. Ákvörðun stefnda hafi því verið í fullu samræmi við lög og þáframvindu sem málið hafi haft. Stefndi vísar máli sínu til stuðnings tilniðurstöðu Evrópudómstólsins í málinu nr. C-27/98, Fracasso og Letschutz, enþar hafi niðurstaðan verið sú að kaupandi væri ekki skuldbundinn til að semjavið bjóðanda eða umsækjanda ef aðeins einn er talinn fullnægja kröfum útboðseða forvals. Stefndi mótmælir þeirri málsástæðu stefnanda aðmeð gagnályktun frá 32. gr. laga um opinber innkaup hafi verið augljóst að efeinu lögmætu tilboði hafi verið til að dreifa í nefndu forvali þá beri kaupandaað taka því tilboði, þó með þeim eðlilega fyrirvara að verð sé innan hæfilegsramma miðað við kostnaðaráætlun/viðmiðunarverð, og að því hafi borið að kláraferlið og semja við stefnanda. Stefndi segir að ákvæði 32. gr. laga um opinberinnkaup fjalli um þá tegund útboða sem ber heitið: „Samningskaup aðundangenginni útboðslýsingu.“ Í 1. gr. og 4. mgr. 56. gr. laga um opinberinnkaup segi berum orðum í lokasetningu síðarnefnda ákvæðisins: „Fjöldiþátttakenda skal ætíð vera nægilegur til að tryggja raunverulega samkeppni.“Hér sé um fortakslaust ákvæði að ræða sem stefnda hafi verið skylt að fylgja ímáli þessu þegar ljóst hafi verið að einungis einn þátttakandi gat tekið þátt íútboðinu. Af þessum sökum sé það merkingarlaus staðhæfing í stefnu að stefndahafi borið að klára ferlið. Þvert ámóti hafi honum borið skylda að lögum til að stöðva forvalsferlið. Jafnframtverði að leggja áherslu á að þegar í forvalsferlinu lágu ekki fyrir frágenginog samþykkt útboðsgögn í málinu. Af þeim sökum hafi endanleg tilboð ekki heldurlegið fyrir. Verði með engu móti talið að framsetning forvalsgagna af hálfueinstakra þátttakenda hafi mátt skoða sem tilboð. Sá hluti innkaupaferlisins,sem laut að frágangi útboðsgagna, birtingu þeirra og vali tilboða hafi allurverið eftir. Stefndi telur að allt framangreint styðji þániðurstöðu að stefnda hafi verið heimilt og raunar skylt að fella niðurforvalsgerðina. Gagnályktun stefnanda frá 32. gr. laga um opinber innkaup eigiekki við. Greinin sjálf feli einungis í sér heimild til handa kaupanda aðviðhafa samningskaup að undangenginni útboðslýsingu og beri að skýra hana tilsamræmis við ákvæði 4. mgr. 56. gr. laganna, en 56. gr. laganna eigi við umatvik eins og um ræði í máli þessu, þ.e. forval við lokuð útboð. Sömu sjónarmiðog hér hafa verið reifuð eigi einnig við um túlkun stefnanda á 33. gr. og 36.gr. laganna. Staðreynd mála hafi verið að þegar forvalið varfellt niður hafi formleg útboðsgögn ekki verið lögð fram. Því síður hafiþátttakendur getað lagt fram gild tilboð og hafi ekki gert það. Með vísan til1. gr. og 4. mgr. 56. gr. laga um opinber innkaup hafi stefndi ekki átt annankost en að fella ferlið niður í ljósi þeirrar stöðu sem hafi verið komin upp.Megi í þessu sambandi einnig vísa til innkaupareglna stefnda. Í markmiðsákvæði1. gr. laga um opinber innkaup sé skilmerkilega greint að tilgangur laganna séað auka hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Þegar einn aðili standi eftir sem mögulegurviðsemjandi stefnda sé samningsstaða þess síðastnefnda þannig að almennt séulíkur til þess að hann nái ekki nauðsynlegri hagkvæmni sem 1. gr. laga umopinber innkaup sé ætlað að stuðla að. Með áframhaldandi samningsgerð við þærkringumstæður færi hann í raun gegn áðurnefndu markmiði laganna og um leið gegnniðurlagsákvæði 4. mgr. 56. gr. sömu laga.Af framangreindum ástæðum telur stefndi aðstefnandi geti ekki byggt á því að hann hafi mátt hafa réttmætar væntingar tilþess að hann yrði valinn sem seljandi eftir að forvalsferlið var fellt niður.Skipti í því sambandi ekki máli að hann hafi einn þátttakenda staðið eftir tilþátttöku í sjálfu útboðsferlinu. Það sé ljóst af forvalsgögnum, 6. gr., að gerthafi verið ráð fyrir að fleiri en einn tækju þátt í útboði í kjölfarforvalsins. Réttmætar væntingar verði að byggja á lögum og raunverulegri stöðumála. Stefnandi hafi ekki getað haft réttmætar væntingar og mátt vera ljóst aðstefndi gæti hvenær sem var fellt innkaupaferlið niður á grundvellimálefnalegra sjónarmiða.Stefndi telur nauðsynlegt að halda því til haga aðekkert útboð hafi farið fram. Þegar niðurstaða kærunefndar hafi legið fyrir ogljóst verið að einungis einn þátttakandi stæði eftir hafi verið tekin súlögmæta og málefnalega ákvörðun að hætta við forvalsferlið og ekkert útboðfarið fram. Útboðsgögn hafi ekki verið kláruð og ekki verið send til stefnanda.Öll vinna við gerð útboðsgagna hafi verið stöðvuð þegar stefnandi lagði framkæru til kærunefndar útboðsmála. Stefndi hafi hins vegar lagt fram drög að útboðsgögnumtil kærunefndar með athugasemdum sínum við kæru stefnanda. Þau drög getistefnandi eðli máls samkvæmt ekki notað í máli þessu til stuðnings dómkröfumsínum. Með vísan til framagreinds telur stefndi ljóst aðákvörðun stefnda 6. september 2012 um að falla frá því forvalsferli, sem hófstmeð fundi starfshóps 9. febrúar 2010, hafi verið heimil. Málefnaleg sjónarmiðhafi legið að baki ákvörðuninni og hafi hún verið tekin í samræmi við ákvæði ogmarkmið laga um opinber innkaup. Öllum málatilbúnaði stefnanda um að viðurkenndurverði réttur hans til skaðabóta úr hendi stefnda vegna missis hagnaðar ermótmælt. Ekki sé unnt að meta stöðu stefnanda líkt og stöðu þess sem sélægstbjóðandi í verk að loknu útboðsferli. Stefnandi hafi ekki lagt fram tilboðí verkið til stefnda, en það hljóti að vera grundvallaratriði að tilboð liggifyrir svo að unnt sé að meta hvort líkur séu á því að umrætt verk hefði skilaðstefnanda hagnaði. Ósannað sé og með öllu óvíst að umrætt verk hefði skilaðstefnanda hagnaði. Þar sem ekkert tilboð hafi verið gert komi ekki til skoðunarhvort stefnandi hafi orðið af hagnaði. Öllum útreikningum stefnanda í stefnu er mótmæltenda séu það einhliða útreikningar á forsendum sem stefnandi hafi gefið sér, eneigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Ekki nægi að gefa sér ákveðnar forsendursem séu alls ótengdar verkefninu hjúkrunarheimili á Völlum 7. Krafa stefnandaum skaðabætur úr hendi stefnda vegna missis hagnaðar sé því með öllu órökstuddog beri því að sýkna stefnda af aðalkröfu stefnanda. Stefndi vísar á bug dylgjum í stefnu um aðstefnandi hafi haft ástæðu til að ætla að ómálaefnaleg sjónarmið hafi ráðið förþegar lagt var til á fundi aðila 27. október 2010 að stefndi og Umönnun ses.lýstu því yfir að þeir gerðu engar athugasemdir við hæfi Umönnunar ses. Stefndivísar þessu á bug sem röngu og ósönnuðu. Varakröfu stefnanda er hafnað. Skaðabótaskyldaverði ekki byggð á 101. gr. laga um opinber innkaup, þar sem engin ólögmætháttsemi hafi átt sér stað. Skilyrði 101. gr. laga um opinber innkaup séu ekkifyrir hendi. Samkvæmt ákvæðinu þurfi fyrirtæki að sanna að það hafi áttraunhæfa möguleika á því að verða valið af kaupanda og möguleikar þess hafiskerst við brotið. Einungis hafi farið fram forval, sem felist í því að veljaþátttakendur í væntanlegu útboði. Þar sem hætt hafi verið við forvalsferliðhafi ekkert útboð farið fram. Útboðsgögn hafi ekki verið afhent og ekkerttilboð verið gert. Stefnanda hafi ekki tekist sönnun á því að stefnandi hafiátt raunhæfa möguleika á því að verða valinn í útboði. Komist dómurinn hins vegar að þeirri niðurstöðu aðskaðabótaskylda hafi stofnast þá er fjárhæð varakröfu mótmælt og telur stefndiað hún standist enga skoðun. Kröfustefnanda sem er byggð á fimm liðum er hafnað með eftirfarandi rökstuðningi:Í fyrsta lagi hafi stofnfé að fjárhæð 1.000.000kr. verið greitt til stefnanda og sé eign hans. Ekki sé um að ræða kostnaðstefnanda við að undirbúa og taka þátt í forvali. Stefndi telur að tilvísunstefnanda til laga nr. 33/1999 eigi ekki við. Fram komi í stofnskrá stefnandaað stefnandi starfi eftir lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfasamkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Í öðru lagi hafi engin gögn verið lögð fram um aðkostnaður hafi verið greiddur af stefnanda vegna vinnu starfshóps um hugmyndafræði,3.157.000 kr. Ekki nægi að leggja fram órökstuddar tímaskýrslur. Ekkert liggurfyrir um að kostnaður þessi sé kostnaður stefnanda við að undirbúa forval ogþátttöku í forvali. Um sannanlegan kostnað verði að vera að ræða, svo að unntsé að sannreyna hvort hann falli undir ákvæði 101. gr. lagnanna. Sama eigi við um þriðja kröfulið um kostnað vegnavinnu arkitekta, 6.512.661 kr. Reikningar hafi verið gerðir áEignarhaldsfélagið Birkiból ehf. Engin gögn hafi verið lögð fram um aðstefnandi hafi greitt þennan kostnað og að um sé að ræða kostnað stefnandavegna undirbúnings og þátttöku í forvali. Þá bendir stefndi á að engar kröfurhafi verið gerðar um arkitektateikninga í forvalsgögnum. Varðandi fjórða kröfulið stefnanda segir stefndiað úrskurðaður málskostnaður kærunefndar sé ekki hluti kostnaðar við aðundirbúa og taka þátt í forvali. Þetta sé kostnaður við að hafa kæruna uppi viðkærunefnd. Þessi kostnaður falli því ekki undir ákvæði 101. gr. laga um opinberinnkaup. Hvað varðar fimmta kröfulið stefnanda segirstefndi að í forvalsgögnum segi í 1. gr.: „Fyrir þátttöku í útboði í framhaldiaf forvali þessu mun hver bjóðandi um sig fá greiddar kr. 1.255.000 kr.(virðisaukaskattur innifalinn), svo fremi viðkomandi skili inn fullgildutilboði.“ Ekki hafi orðið af þátttöku í útboði í framhaldi af forvali og getistefnandi ekki gert kröfu um þessa greiðslu úr hendi stefnda. Þessi greiðslaskyldi einungis koma til fyrir þátttöku í útboði í framhaldi af forvali. Þáhafi það jafnframt verið skilyrði að viðkomandi skilaði inn fullgildu tilboði.Stefnandi hafi ekki skilað inn tilboði og þess vegna komi þessi greiðsla ekkitil greina. Þessi fjárhæð sé ekki kostnaður við að undirbúa og taka þátt íforvali og falli ekki undir ákvæði 101. gr. laga um opinber innkaup. Með vísan til ofangreinds beri að sýkna stefnda afkröfu stefnanda um greiðslu skaðabóta.Þá er kröfu stefnanda um dráttarvexti mótmælt ogsérstaklega upphafstíma dráttarvaxta. Skaðabótakrafa samkvæmt stefnu hafi fyrstverið birt fyrir stefnda með birtingu stefnu 12. apríl 2016 og því sé ekkiheimilt að reikna dráttarvexti á skaðabótakröfu samkvæmt stefnu þessari fyrr ení fyrsta lagi frá þeim tíma, sbr. ákvæðiIII. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Þrautavarakröfu stefnanda um skaðabætur er hafnaðog krafist sýknu af þrautavarakröfu stefnanda. Stefndi segir að hafa verði íhuga þá staðreynd að stefnandi hafi á engan hátt verið knúinn til þátttöku íforvalinu og raunar innkaupaferlinu öllu, heldur hafi þátttaka hans verið byggðá eigin ákvörðun og stefnda sem kaupanda óviðkomandi. Stefndi krefst sýknu afþrautavarakröfu með sömu rökum og um varakröfu, einkum fyrsta, fjórða og fimmtalið. Kröfu stefnanda um dráttarvexti er jafnframt mótmælt með sömu rökum ogfram koma um varakröfu. Um lagarök vísar stefndi m.a. til laga um opinberinnkaup nr. 84/2007, laga um framkvæmd útboða nr. 65/1993, meginreglnaútboðsréttar, meginreglna stjórnsýsluréttarins, almennra reglna kröfuréttar ogskaðabótaréttar og laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Kröfu um málskostnað byggir stefndi á ákvæðum XXI.kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. IV. Í máli þessu krefststefnandi þess aðallega að viðurkenndur verði réttur hans til skaðabóta vegnamissis hagnaðar vegna þeirrar ákvörðunar bæjarráðs stefnda frá 6. september2012, sem staðfest var af bæjarstjórn, að falla frá forvalsferli umhjúkrunarheimili. Stefnandi telur tjón sitt felast í því að „vænlegur samningurhafi ekki fengist gerður og stefnandi þannig orðið af hagnaði“. Einsog rakið hefur verið ákvað stefndi á árinu 2010 að fram skyldi fara forval þarsem leitað yrði að rekstraraðila til að sjá um rekstur hjúkrunarheimilis til 40ára. Jafnframt skyldi rekstraraðilinn fá með sér hönnuði og verktaka til aðhanna og byggja húsnæðið og hanna og ljúka lóðarframkvæmdum. Forval er sjálfstætt ferli þar sem valin erufyrirtæki til að leggja fram tilboð. Í 56. gr. þágildandi laga nr. 84/2007 umopinber innkaup, nú lög nr. 120/2016, voru ákvæði um forval við lokuð útboð,samkeppnisviðræður og samningskaup að undangenginni útboðsauglýsingu. Í 4. mgr.56. gr. laganna sagði að í forvali vegna lokaðs útboðs skyldu þátttakendur semvaldir væru til að leggja fram tilboð ekki vera færri en fimm. Í forvali vegnasamningskaupa eftir opinbera birtingu útboðsauglýsingar og vegnasamkeppnisviðræðna skyldu þátttakendur ekki vera færri en þrír. Fjöldiþátttakenda sem valdir væru skyldi ætíð vera nægilegur til að tryggjaraunverulega samkeppni. Fjórir aðilar skiluðu umsóknum í forvali stefndaog taldi starfshópur stefnda tvo aðila uppfylla kröfur forvalsins, stefnanda ogUmönnun ses. Stefnandi kærði til kærunefndar útboðsmála þá ákvörðun stefnda aðUmönnun ses. væri hæfur aðili til að taka þátt í útboði um hjúkrunarheimili ogmeð úrskurði nefndarinnar 14. febrúar 2011, í máli nr. 29/2010, var felld úrgildi sú ákvörðun stefnda að telja tilboð Umönnunar ses. fullnægjandi íforvalinu. Þannig var komin upp sú óheppilega staða að aðeins einn aðili stóðeftir til að taka þátt í útboði. Við þessar aðstæður var ljóst að samkeppniyrði ekki tryggð og lágu því fyrir málefnalegar og rökstuddar ástæður að bakiþeirri ákvörðun stefnda að falla frá forvalsferlinu. Með bréfi stefnda tillögmanns stefnanda 29. október 2012 var stefnanda tilkynnt um þá ákvörðun.Útboð fór aldrei fram og stefnandi lagði ekki fram tilboð. Stefnandi heldur þvífram að með gagnályktun frá 32. gr. laga nr. 84/2007 hafi verið augljóst að efeinu lögmætu tilboði hafi verið til að dreifa í forvali hafi kaupanda borið aðtaka því tilboði. Ákvæði 32. gr. fjallaði um samningskaup að undangenginniútboðsauglýsingu. Nánar tiltekið var þar mælt fyrir um að ef ekkert lögmætttilboð bærist í almennu eða lokuðu útboði eða samkeppnisviðræðum, öll tilboðværu óaðgengileg eða þátttakendum eða bjóðendum væri vísað frá á grundvelliákvæða VII. kafla væri „heimilt“ að viðhafa samningskaup að undangenginniútboðsauglýsingu. Þannig fól ákvæðið í sér heimild til samningskaupa en ekkiskyldu. Stefnda bar því ekki á grundvelli ákvæðisins skylda til að láta farafram útboð, taka við tilboði frá stefnanda og gera við hann samning. Með vísantil alls framangreinds er aðalkröfu stefnanda hafnað. Stefnandi gerir til vara kröfu um bætur vegnakostnaðar sem hann hafi lagt í vegna málsins, samtals 12.274.661 kr. Bótakrafastefnanda er byggð á 101. gr. laga nr. 84/2007 en þar segir að kaupandi séskaðabótaskyldur vegna þess tjóns sem brot á lögum þessum hefur í för með sérfyrir fyrirtæki. Í fyrsta lagi gerir stefnandi kröfu um bætur vegna stofnfjársjálfseignarstofnunar, 1.000.000 kr., í öðru lagi vegna vinnu starfshóps aðhugmyndafræði, 3.157.000 kr., og í þriðja lagi vegna útlagðs kostnaðar vegnavinnu arkitekta, 6.512.661 kr. Hér að framan var komist að þeirri niðurstöðu aðstefndi hafi ekki brotið lög nr. 84/2007. Þá kom fram í 1. grein forvalsgagna aðöll útgjöld sem umsækjendur í forvalinu kynnu að verða fyrir væru á kostnað ogábyrgð þeirra sjálfra. Þessum kröfuliðum er því öllum hafnað. Stefnandi gerir ífjórða lagi kröfu vegna málskostnaðar fyrir kærunefnd útboðsmála að fjárhæð350.000 kr., sem stefndi hafi lofað að greiða stefnanda. Við aðalmeðferðmálsins var upplýst að stefndi hefði greitt stefnanda þessa kröfu daginn áðurog hefur með því viðurkennt þennan kröfulið. Í málflutningsræðu lögmannsstefnanda kom fram að stefnandi geri kröfu um dráttarvexti, en dómkröfumstefnanda var ekki breytt til samræmis við þetta. Verða dráttarvextir ekkidæmdir. Í fimmta lagi gerir stefnandi kröfu um greiðslu að fjárhæð 1.255.000kr., sem hafi verið lofað í forvalsgögnum. Þessum kröfulið stefnanda er hafnaðenda sagði í forvalsgögnunum að greiddar yrðu 1.255.000 kr. fyrir þátttöku íútboði í framhaldi af forvali „svo fremi sem viðkomandi skili inn fullgildutilboði“. Stefnandi skilaði ekki tilboði og getur því ekki gert kröfu um þessafjárhæð. Þrautavarakröfu stefnanda, um málskostnað að fjárhæð 350.000 kr.,loforð í útboðsgögnum um greiðslu að fjárhæð 1.255.000 kr. og bætur vegna1.000.000 kr. stofnfjár er hafnað með sömu rökum og fram kemur um varakröfustefnanda. Samkvæmt öllu framansögðu er stefndi sýkn af kröfumstefnanda. Við ákvörðun málskostnaðar verður litið til þessað stefndi viðurkenndi og greiddi kröfulið stefnanda um málskostnað vegnakærunefndar útboðsmála eftir að mál þetta var höfðað, en öllum öðrum kröfumstefnanda hefur verið hafnað. Verður hvor aðili því látinn bera sinn kostnað afmálinu, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttirhéraðsdómari. D ó m s o r ð: Stefndi, Hafnarfjarðarkaupstaður,er sýkn af kröfum stefnanda, Sólvalla, sjálfseignarstofnunar. Málskostnaður fellurniður. |
Mál nr. 88/2017 | Vinnusamningur Starfslokasamningur Laun Trúnaðarskylda Ógilding samnings | T höfðaði mál á hendur S hf. og krafðist launa samkvæmt starfslokasamningi sem hann hafði gert við félagið, en S hf. hafði fellt niður greiðslur til hans eftir að hafa greitt honum laun í tæpa þrjá mánuði af sex samkvæmt samningnum. S hf. byggði á því að T hefði vanefnt starfsskyldur sínar á meðan hann starfaði hjá félaginu og höfðaði gagnsök þar sem það krafðist þess að samningnum yrði breytt þannig að launagreiðslur T yrðu felldar niður og hann dæmdur til að endurgreiða þau laun sem hann hefði þegar fengið. Héraðsdómur taldi ósannað að T hefði vanefnt starfsskyldur sínar og tók kröfu hans til greina, en vísaði gagnkröfu S hf. frá dómi vegna vanreifunar. Í dómi sínum tók Hæstiréttur fram að þar sem krafa T hefði verið tekin til greina hefði borið að sýkna hann af gagnkröfu S hf. í stað þess að vísa henni frá dómi, enda grundvöllur hennar þá brostinn. Að því gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna, staðfesti Hæstiréttur hinn áfrýjaða dóm en lækkaði kröfu T sem nam fjárhæð lífeyrissjóðsiðgjalda, staðgreiðslu opinberra gjalda og meðlags. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson og Greta Baldursdóttir og Arngrímur Ísberg héraðsdómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar8. febrúar 2017. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að húnverði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdómsog málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaðadóms verður staðfest sú niðurstaða hans að stefndi hafi ekki fyrirgert réttisínum til greiðslu launa fyrir júní, júlí, ágúst og tíu daga af september 2015í samræmi við samning um starfslok hans hjá áfrýjanda 11. mars sama ár. Aðfenginni þeirri niðurstöðu voru ekki efni til að vísa frá héraðsdómi gagnkröfuáfrýjanda um endurgreiðslu þeirra launa sem hann hafði áður innt af hendi samkvæmtsamningnum, svo sem gert var með hinum áfrýjaða dómi, enda var þá um leiðbrostinn grundvöllur fyrir kröfu áfrýjanda í gagnsök sem hefði þannig átt aðsýkna stefnda af.Áfrýjandi krefst þess til vara að fjárhæðkröfu stefnda verði lækkuð þar sem hann hafi fyrir mistök innt af hendigreiðslur í þágu stefnda sem draga beri frá kröfunni. Samkvæmt gögnum semáfrýjandi hefur lagt fyrir Hæstarétt greiddi hann af þeim launum, sem stefndiátti rétt á fyrir júní, júlí og ágúst 2015, lífeyrissjóðsiðgjöld að fjárhæð samtals324.000 krónur, staðgreiðslu opinberra gjalda alls að fjárhæð 860.106 krónur ogbarnsmeðlag að fjárhæð samtals 80.589 krónur. Verður krafa stefnda lækkuð sem nemurþessum greiðslum eða alls um 1.264.695 krónur og áfrýjanda þannig gert aðgreiða stefnda 1.960.578 krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði.Í ljósi úrslita málsins verður áfrýjandidæmdur til að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem erákveðinn í einu lagi svo sem í dómsorði segir.Dómsorð:Áfrýjandi,Straumhvarf hf., greiði stefnda, Torfa G. Yngvasyni, 1.960.578 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af 551.999 krónum frá 1. júlí 2015 til 1. ágúst sama ár, af1.103.998 krónum frá þeim degi til 1. september sama ár, af 1.651.305 krónumfrá þeim degi til 11. september sama ár en af 1.960.578 krónum frá þeim degitil greiðsludags. Áfrýjandigreiði stefnda samtals 1.200.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrirHæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13.desember 2016. Málþetta, sem var höfðað með birtingu stefnu 23. september 2015, var dómtekið aðlokinni aðalmeðferð sem fór fram þann 28. október sl. Aðalstefnandi er Torfi G.Yngvason, Barónsstíg 59 í Reykjavík og gagnstefnandi er Straumhvarf hf.,Vatnagörðum 8 í Reykjavík. Aðalstefnandikrefst þess að gagnstefnandi greiði sér 3.225.273 krónur með dráttarvöxtum skv.1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 972.000 krónum frá 1. júlí til 1. ágúst2015, af 1.944.000 krónum frá þeim degi til 13. ágúst 2015 en af stefnufjárhæðfrá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa krefst hann málskostnaðar úr hendigagnstefnanda. Gagnstefnandikrefst aðallega sýknu af kröfum aðalstefnanda í aðalsök en til vara aðkröfurnar verði lækkaðar. Í gagnsök gerir hann kröfu um að grein 3.2 í starfslokasamningiaðila verði breytt á þann veg að 3. málsliður greinarinnar hljóði svo:„Starfsmaður skal engin laun fá frá gerð starfslokasamnings.“ Þá krefst hannþess að aðalstefnandi greiði sér 3.830.886 krónur með dráttarvöxtum skv. 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 22. október 2015 til greiðsludags. Í öllumtilvikum krefst gagnstefnandi greiðslu málskostnaðar úr hendi aðalstefnanda. Aðalstefnandikrefst þess aðallega að kröfum í gagnsök verði vísað frá dómi en til vara aðfjárkrafan verði lækkuð verulega. Þá krefst hann sem fyrr málskostnaðar úrhendi gagnstefnanda. Íþinghaldi 12. janúar sl. var ákveðið að málflutningur um form- og efnishliðmálsins færi fram í einu lagi. Atvikmáls Aðalstefnandivar um skeið framkvæmdastjóri gagnstefnanda og jafnframt eigandi 25% hlutafjárí félaginu í gegnum einkahlutafélag sitt Sumardal ehf. Á fyrri hluta ársins2015 seldi hann hlut sinn í félaginu og lét af störfum fyrir félagið. Þann 11.mars það ár gerðu aðilar samkomulag um starfslok aðalstefnanda og er í máliþessu deilt um gildi og efndir þess samnings. Í3. gr. samningsins segir að samkomulag hafi orðið með aðilum um að slítaráðningarsambandi aðila og að aðalstefnandi láti af daglegum störfum hjáfélaginu frá og með 11. mars 2015. Í 3. málslið greinar 3.2 er tekið fram aðkjarasamningsbundinn uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir en síðan er kveðið á umað aðalstefnandi fái laun í sex mánuði og að með því sé að fullu gerð upporlofsskuldbinding félagsins gagnvart honum. Í 5.kafla samningsins er m.a. kveðið á um samkeppnisbann. Í grein 5.2 er ítarlegtákvæði um bann við því að aðalstefnandi vinni fyrir fyrirtæki í rekstri skyldumþeim sem gagnstefnandi stundar. Segir m.a. í greininni að „[s]tarfsmaðurskuldbindur sig til að þess að fjárfesta ekki í eða fjármagna með öðrum hætti,starfa ekki sjálfur eða taka við starfi hjá, hvorki beint né óbeint, hvort semer gegn launum, þóknunum eða endurgjaldslaust, sem stjórnarmaður, launþegi,ráðgjafi eða með öðrum hætti fyrirækjum í samkeppni við félagið eðahlutdeildarfélög þess, miða við þá starfsemi sem félagið og hlutdeildarfélagþess stunda við gerð samnings þessa“. Ígrein 5.3 er undantekning frá framangreindu banni. Þar segir: „Félaginu erkunnugt um og fellir sig við að starfsmaður eigi hlut í, starfi í þágu eða hafisamstarf við eftirtalin fyrirtæki, enda gert ráð fyrr því að ekkert þeirrastundi samkeppni við félagið eða raski að öðru leyti viðskiptahagsmunum þess:a) Hvalaskoðun Reykjavíkur ehf., b) Sea Safari Ísland ehf., c) Bókun ehf. og d)Vélsleðaleigan ehf.“ Félagaðalstefnanda, Sumardalur ehf., keypti 33% hlut í Vélsleðaleigunni af Eyju ehf.Aðalstefnandi sagði fyrir dómi að kaupsamningurinn hefði verið undirritaður 3.febrúar 2015 og greiðsla innt af hendi þann 16. mars s.á. Í greinargerðgagnstefnanda er kaupverðið sagt hafa verið fjórar milljónir króna en ÁsdísSkúladóttir, stjórnarformaður Eyju ehf., seljanda hlutarins, sagði aðsöluverðið hefði verið þrjár milljónir króna. Aðalstefnandi seldi félaginusjálfu hlut sinn í því 30. október 2015 fyrir 25.000.000 króna. Gagnstefnandigreiddi aðalstefnanda laun í samræmi við ákvæði samnings aðila í apríl, maí ogjúní 2015. Gagnstefnandi hefur ekki greitt aðalstefnanda laun eftir þann tímaog í bréfi lögmanns hans til aðalstefnanda 13. ágúst 2015 kemur fram að ástæðansé sú að gagnstefnandi telji að aðalstefnandi hafi brotið alvarlega gegnfélaginu í tengslum við viðskipti með hluti í Vélsleðaleigunni ehf. Í bréfinusegir að gagnstefnandi telji forsendur brostnar fyrir greiðslum tilaðalstefnanda samkvæmt samningi aðila. Þá er þess getið að gagnstefnandi íhugiað kæra aðalstefnanda til lögreglu vegna nefndra viðskipta með hluti íVélsleðaleigunni. Meðal gagna málsins er kæra, dagsett 17. september 2015. Þarer meintu broti lýst á þann veg að á meðan aðalstefnandi var framkvæmdastjórigagnstefnanda hafi gagnstefnanda staðið til boða að kaupa hlut íVélsleðaleigunni á afar hagstæðu verði. Aðalstefnanda hafi borið að ganga fráþeim viðskiptum fyrir hönd gagnstefnanda sem hann hafi ekki gert. Eftir að hannlét af störfum hafi hins vegar komið í ljós að hann sjálfur hafi, í gegnumfélag sitt Sumardal ehf., keypt umræddan hlut í Vélsleðaleigunni. Gagnstefnanditelji þessa háttsemi aðalstefnanda vera í andstöðu við 51. gr. laga nr.138/1994 um einkahlutafélög og varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Meðalgagna í málinu er hluti úr fundargerð Ragnars O. Rafnssonar, starfsmanns Ernstog Young vegna fundar hans með aðalstefnanda 24. febrúar 2015. Þar er þessgetið að aðalstefnandi hafi sagt að gagnstefnandi ætti kauprétt að bréfum íVélsleðaleigunni en nánari upplýsingar vanti um kaupverð og magn. Síðan segir:„Það er ekki til neinn samningur um þetta, stóð til boða á sínum tíma að kaupa33% hlut á fyrst 4,5 milljónir og svo á 3,5 milljónir en var aldrei neinnuppáskrifaður samningur um það, bara í „good faith“. Sá díll er ekki lengur íboði þar sem velta félagsins hefur stóraukist og hún ekki lengur jafn háð AA ogáður var.“ Aðalstefnandihefur alfarið hafnað því að hafa í nokkru brotið gegn starfsskyldum sínum ámeðan hann starfaði fyrir gagnstefnanda og í stefnu þessa máls krefst hanngreiðslu eftirstöðva launagreiðslna samkvæmt samningnum. Ígagnstefnu krefst gagnstefndi þess á hinn bóginn að ákvæði samnings aðila umgreiðslur til aðalstefnanda verði fellt niður auk þess sem hann setur framfjárkröfu sem felur í sér endurgreiðslu á því sem hann hefur þegar greittaðalstefnanda á grundvelli samningsins. Aðalstefnandiog forsvarsmaður gagnstefnanda, Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson,stjórnarmaður í gagnstefnanda, gáfu skýrslu fyrir dómi og auk þess vitnin,Ásdís Skúladóttir, stjórnarmaður í Eyju ehf., Jón Þór Gunnarsson,framkvæmdastjóri gagnstefnanda, Jón Heiðar Andrésson, fyrrverandi eigandi ístefnanda, Ragnar O. Rafnsson, starfsmaður Ernst og Young ehf., HelgiJúlíusson, starfsmaður Landsbréfa, Þorgils Nikulás Þorvarðarson, hluthafi íVélsleðaleigunni. Framburður þeirra er rakinn í niðurstöðukafla dómsins, að svomiklu leyti sem tilefni er til. Málsástæður oglagarök aðalstefnandaAðalstefnandi byggir kröfu sína íaðalsök á því að gagnstefnanda beri að efna samning aðila um starfslok hans ogstanda skil á umsömdum launagreiðslum. Ekki sé deilt um að samningur hafi veriðgerður og að samkvæmt honum beri aðalstefnanda laun í sex mánuði eftir að hannlét af störfum án þess að vinnuframlag komi á móti. Aðalstefnandihafnar því að hafa í nokkru brotið gegn starfsskyldum sínum semframkvæmdastjóri gagnstefnanda. Ásakanir þar að lútandi séu óljósar ogórökstuddar. Aðalstefnandi byggir fjárhæð kröfusinnar á því að hann eigi rétt til launa í sex mánuði frá og með 11. mars,þegar starfslokasamningur aðila hafi verið gerður. Honum hafi verið greidd launfyrir mars, apríl og maí. Krafa hans sé um full laun, sem hafi verið 900.000krónur á mánuði, fyrir júní, júlí og ágúst auk launa til 11. september, eða í 7af 22 dögum þess mánaðar. Auk þess krefst hann greiðslu framlags launagreiðandaí lífeyrissjóð fyrir sama tímabil. Samtals nemi fjárhæð kröfu hans 3.225.273 krónum. Aðalstefnandigerir kröfur um greiðslu dráttarvaxta frá gjalddaga launagreiðslna 1. júlí og1. ágúst 2015 en af allri stefnufjárhæðinni frá og með 13. ágúst sama ár enþann dag tilkynnti gagnstefnandi að ekki yrðu frekari greiðslur inntar af hendiá grundvelli samnings aðila. Frávísunarkrafaaðalstefnanda í gagnsök er á því reist að kröfugerð í gagnsök sé óljós ogvanreifuð og því í andstöðu við d-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þá séfjárhæð kröfugerðar gagnstefnanda verulega vanreifuð auk þess sem ekki sésamhengi á milli málsástæðna og kröfugerðar. Krafaum sýknu af gagnsök er á því byggð að aðalstefnandi hafi í engu brotið gegnstarfsskyldum sínum. Því séu skilyrði til að víkja til hliðar samningi aðila umlaunagreiðslur í uppsagnarfresti á grundvelli 33. eða 36. gr. samningalaga ekkifyrir hendi. Staðhæfingar gangstefnanda um þau atriði séu rangar og ósannaðar.Þá sé tjón gagnstefnanda ósannað og því beri að sýkna aðalstefnanda affjárkröfu gagnstefnanda sem líta verði á sem skaðabótakröfu miðað við röksemdirí gagnstefnu. Tilvara krefst stefnandi þess að kröfur í gagnsök verði lækkaðar verulega og vísartil þess að verði fallist á að honum beri að endurgreiða gagnstefnanda geti súendurgreiðslukrafa aldrei orðið hærri en sú fjárhæð sem hann sannanlega fékk íhendur. Málsástæður og lagarök gagnstefnanda Gagnstefnandi krefst aðallegasýknu af kröfu í aðalsök. Byggir hann þá kröfu á því að aðalstefnandi hafi, meðþví að kaupa hlut í Vélsleðaleigunni á meðan hann var ennþá framkvæmdastjórigagnstefnanda, brotið gegn starfsskyldum sínum gagnvart gagnstefnanda.Jafnframt hafi hann brotið gegn starfsskyldum sínum með því að upplýsa ekkistjórn gagnstefnanda um kaupin auk þess sem hann hafi sagt starfsmanni Ernst ogYoung ósatt um möguleika gagnstefnanda á að kaupa umræddan hlut í fyrirtækinu. Gagnstefnandibyggir á því að framangreind háttsemi aðalstefnanda veiti honum rétt til aðrifta einhliða ráðningarsambandi aðila og jafnframt að forsendur séu brostnarfyrir launagreiðslum samkvæmt starfslokasamningi aðila. Starflokasamninguraðila sé enn í fullu gildi að öðru leyti en því að víkja eigi til hliðar ákvæði3.2 sem kveður á um greiðslu í uppsagnarfresti til aðalstefnanda þar sem það séóheiðarlegt og ósanngjarnt af hálfu aðalstefnanda að bera það ákvæði fyrir sig. Varakrafagagnstefnanda í aðalsök er á því byggð að hann hafi þegar greitt hluta af kröfuí aðalsök. Um lagarök fyrir sýknu í aðalsök vísar gagnstefnandi til meginregluvinnuréttar um samningssamband starfsmanns og vinnuveitanda, til meginreglnafélagaréttar um eðli og starfsskyldur framkvæmdastjórastarfsins og jafnframttil 41., 44. og 51. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, og 249. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um það atriði. Gagnstefnandibyggir kröfu sína í gagnsök um að víkja beri til hliðar ákvæði í samningi aðilaum greiðslur í uppsagnarfresti á 33. og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 ogvísar til þess sem að framan er rakið um að óheiðarlegt sé og ósanngjarnt afhálfu aðalstefnanda að bera það samningsákvæði fyrir sig. Auk þess krefst hannendurgreiðslu launa sem hann hefur þegar greitt á grundvellistarfslokasamningsins en samtals nemur sú krafa 3.830.886 krónum. Aukendurgreiðslu launa sem greidd voru fyrir mars, apríl og maí, krefstgagnstefnandi endurgreiðslu staðgreiðslu skatta og launatengdra gjalda, semhann kveðst af misgáningi hafa greitt af launum aðalstefnanda í júlí og ágúst.Um lagarök fyrir kröfu sinni um endurgreiðslu vísar gagnstefnandi tilframangreindra ákvæða samningalaga, almennra meginreglna samninga- ogkröfuréttar um brostnar forsendur sem leiða eigi til þess að hann verði einssettur og ef það samningsákvæði sem hann krefst ógildingar á hefði aldrei veriðgert. Til vara byggir hann á því að aðalstefnanda beri að endurgreiða honumfjárhæðina á grundvelli almennu sakarreglunnar, þar sem hann hafi valdið honumtjóni með saknæmum hætti. Forsendur ogniðurstaðaAðalstefnandi, sem er fyrrumframkvæmdastjóri gagnstefnanda, krefur gagnstefnanda um greiðslu launa íuppsagnarfresti á grundvelli starfslokasamnings sem aðilar undirrituðu þann 11.mars 2015. Í grein 3.2 er skýrlega kveðið á um að aðalstefnandi eigi rétt tillauna í sex mánuði frá og með undirritun samningsins. Ekki er ágreiningur meðaðilum um að ekki var óskað vinnuframlags aðalstefnanda í uppsagnarfresti. Þáer einnig óumdeilt að aðalstefnandi fékk greidd laun fyrir mars, apríl og maí ágrundvelli framangreinds samnings. Gagnstefnandibyggir á því að honum hafi verið heimilt að fella niður greiðslur tilaðalstefnanda þar sem komið hafi í ljós að hann hafi vanefnt starfsskyldursínar á meðan hann gegndi starfi sem framkvæmdastjóri gagnstefnanda. Kveðurhann brot hans felast í því að aðalstefnandi hafi fest kaup á hlut íVélsleðaleigunni ehf., á meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra en með réttuhefði hann átt að ganga frá kaupum gagnstefnanda á þessum hlut. Þá hafi hannleynt kaupunum fyrir stjórn gagnstefnanda og sagt ósatt um málsatvik á fundimeð endurskoðanda félagsins. Fallastmá á það með aðalstefnanda að reifun á málavöxtum varðandi ætlað brot hans séverulega óljós í greinargerð gagnstefnanda og í gagnstefnu. Af þeim gögnum ogskýrslum Davíðs Mássonar og Halldórs Hafsteinssonar fyrir dómi má þó ráða aðbyggt sé á því að gagnstefnanda hafi staðið til boða að kaupa umdeildan hlut íVélsleðaleigunni á mjög hagstæðu verði og að stjórn félagsins hafi faliðaðalstefnanda að ganga frá kaupunum. Þá er í skýrslu Jón Þórs Gunnarsonar,núverandi framkvæmdastjóra gagnstefnanda, greint frá því að aðalstefnandi hafisagt honum frá framangreindum möguleika á kaupum. Ef frá er talin fundargerðRagnars O. Rafnssonar sem greint er frá í atvikalýsingu, hefur gagnstefnandiekki lagt fram nein gögn til stuðnings framangreindum staðhæfingumfyrirsvarsmanna gagnstefnanda um að félaginu hafi staðið þessi viðskipti tilboða. Fundargerð þessi er afar óljós um atvik máls og í skýrslu fyrir dómi gatRagnar ekki varpað frekara ljósi á atvikin. Er fundargerð þessi ekkiviðhlítandi sönnunargagn um þær staðhæfingar um atvik sem gagnstefnandi byggirá. Skýrslur annarra vitna fyrir dómi renna ekki heldur frekari stoðum undirstaðhæfingar gagnstefnanda. Þannig sagði Ásdís Skúladóttir, stjórnarformaðurEyju ehf., sem seldi aðalstefnanda umdeildan hlut í Vélsleðaleigunni, að húnhefði aldrei boðið gagnstefnanda hlut sinn til sölu og það hefði aldrei staðiðtil að selja honum hlutinn. Þá skýrði Þorgils Nikulás Þorvarðarson, einneigenda Vélsleðaleigunnar, frá því fyrir dómi að það hefði komið fram á fundimeð stjórnarformanni gagnstefnanda að hann hefði ekki áhuga á að kaupa hlut ífélaginu. Með vísan til þessa verður að telja ósannað að gagnstefnanda hafistaðið til boða að kaupa hlut í Vélsleðaleigunni á tilteknu verði og jafnframter það ósannað að stjórn gagnstefnanda hafi falið aðalstefnanda að ganga fráþeim kaupum. Þegar af þeirri ástæðu kemur ekki til álita sú málsástæðagagnstefnanda að aðalstefnandi hafi brotið gegn starfsskyldum framkvæmdastjórameð því að ganga ekki frá kaupum á Vélsleðaleigunni fyrir hönd gagnstefnanda.Af því leiðir jafnframt að hafnað er málsástæðum gagnstefnanda sem lúta aðógildi samnings aðila á grundvelli 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 engagnstefnandi byggir á því að óheiðarlegt sé og ósanngjarnt af aðalstefnanda aðbera starfslokasamninginn fyrir sig þar sem hann hafi brotið starfsskyldursínar.Starfslokasamningur aðila er skýrvarðandi rétt aðalstefnanda til launa í sex mánuði frá og með gerð samningsins.Samningurinn er einnig skýr varðandi rétt stefnanda til þess að eiga hlut í ogstarfa fyrir tiltekin félög, þar á meðal Vélsleðaleiguna ehf. Samkvæmt orðannahljóðan felur 5. gr. samningsins í sér að gagnstefnanda er kunnugt um og gerirekki athugasemd við að aðalstefnandi eigi hlut í umræddu félagi. Staðhæfingarforsvarsmanna gagnstefnanda, um að þrátt fyrir þetta orðalag hafi það veriðskýr forsenda samningsins að aðalstefnandi ætti ekki í félaginu við gerðsamningsins, fá hvorki stoð í samningnum sjálfum, öðrum gögnum málsins néskýrslum vitna fyrir dómi. Hafi þetta verið forsenda samningsgerðarinnar stóðþað gagnstefnanda nær að færa hana með skýrum hætti inn í samning aðila. Er þaðekki síst mikilvægt í ljósi þess að slík forsenda skerðir atvinnufrelsiaðalstefnanda og nauðsynlegt er að kveða á um slíkar takmarkanir með skýrumhætti. Því er hafnað þeirri málsástæðu gagnstefnanda að forsendur samningsaðila séu brostnar. Þáer fallist á það með aðalstefnanda að kröfugerð í gagnsök sé haldin slíkumannmörkum að vísa beri henni frá dómi í heild sinni. Er þar bæði til þess aðlíta að gagnstefnandi hefur ekki stutt staðhæfingar í gagnstefnu um ætluð brotá starfsskyldum aðalstefnanda viðhlítandi gögnum né lýst því með skýrum hætti íhverju brotin felist. Er þetta í andstöðu við e-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr.91/1991 og 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Skortir þannig á að gagnstefnandi hafilagt skýran grunn að kröfu sinni um breytingar á hluta samnings aðila auk þesssem ekki verður séð að það hafi sjálfstæða þýðingu fyrir úrlausn málsins aðtaka afstöðu til þeirrar kröfu sem í reynd er líkari málsástæðu fyrirfjárkröfunni. Þá er fjárkrafan verulega óljós og vanreifuð og ekki studd gögnumað því leyti sem henni er mótmælt. Loks skortir á að gerð sé grein fyrir þvíhvernig reglur skaðabótaréttar renni stoðum undir kröfu gagnstefnanda en ígagnstefnu kemur fram að krafan sé annaðhvort byggð á reglum um vangildisbætur eða bætur á grundvellisakarreglunnar, án þess að nánar sé gerð grein fyrir því hvernig þærréttarreglur styðji kröfu gagnstefnanda um endurgreiðslu launa og launatengdragjalda, svo sem krafan hljóðar upp á. Fer þetta í bága við e-lið 1. mgr. 80.gr. sömu laga. Með þessum rökstuðningi er gagnsök vísað frá dómi. Samkvæmtöllu framansögðu verður aðalkrafa aðalstefnanda tekin til greina oggagnstefnanda gert að greiða honum 3.225.273 krónur með dráttarvöxtum eins og ídómsorði greinir. Með hliðsjón af þessari niðurstöðu og vísan til 1. mgr. 130.gr. laga nr. 91/1991 verður gagnstefnanda gert að greiða aðalstefnanda málskostnaðsem er hæfilega ákveðinn 750.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. SkarphéðinnPétursson hrl. flutti málið fyrir aðalstefnanda og Bernhard Bogason hdl. fyrirgagnstefnanda. IngibjörgÞorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þennan dóm.Dómsorð: Gagnstefnandi,Straumhvarf hf., skal greiða aðalstefnanda, Torfa G. Yngvasyni, 3.225.273krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 972.000krónum frá 1. júlí til 1. ágúst 2015, af 1.944.000 krónum frá þeim degi til 13.ágúst 2015 en af 3.225.273 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Að auki skalgagnstefnandi greiða aðalstefnanda 750.000 krónur í málskostnað. Kröfumí gagnsök er vísað frá dómi. |
Mál nr. 740/2016 | Ríkisstarfsmenn Vinnusamningur Kjarasamningur Laun Tómlæti | I höfðaði mál á hendur Í og T og krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að hann hefði áunnið sér frítökurétt samkvæmt ákvæðum í kjarasamningi vegna starfa sinna sem tollvörður hjá embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli á árunum 2001 til 2005. I hafði starfað í afleysingum sumarið 2001 og 2002 en mun síðan hafa starfað samfellt sem tollvörður frá maí 2003. I sendi fyrirspurn með tölvupósti til embættisins í nóvember 2008 þar sem hann fór þess á leit að reiknaður yrði frítökuréttur hans frá því hann hóf störf hjá embættinu á árinu 2001 en því bréfi var svarað samdægurs þar sem fram kom að sá frítökuréttur sem I taldi sig eiga væri ekki fyrir hendi. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að I hefði hreyft við athugasemdum við launauppgjör til sín þegar hann lét af störfum um haustið á árunum 2001 og 2002, en við starfslok hefði borið að gera upp frítökurétt með sama hætti og orlof. Þá yrði ekki séð að I hefði hreyft andmælum við fyrrgreindum tölvupósti fyrr en með bréfi lögmanns hans til fjármálaráðuneytisins tveimur árum síðar. Þetta athafnaleysi I benti ekki til að stofnast hefði frítökuréttur í starfi hans. Jafnframt hefði hann ekki getað um árabil látið átölulaust hvernig staðið var að uppgjöri gagnvart honum í þessu tilliti í trausti þess að geta löngu síðar haft uppi kröfu sína þegar mun örðugra var að leggja mat á hvort fyrir hendi hefðu verið aðstæður sem stofnuðu til frítökuréttar samkvæmt þeim ákvæðum sem um hann giltu eftir kjarasamningi. Loks var litið til þess að á því tímabili sem kröfugerð I tók til hefði hann tekið svokallað áunnið leyfi sem hann hefði ekki gefið neinar skýringar á. Var I því ekki talinn hafa sýnt fram á að hann ætti uppsafnaðan og óuppgerðan frítökurétt frá umræddu tímabili. Voru Í og T því sýknaðir af kröfum I. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og KarlAxelsson. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 2. nóvember 2016. Þeirkrefjast sýknu af kröfum gagnáfrýjandaog málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 30.desember 2016. Hann krefst þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að hannhafi áunnið sér frítökurétt, alls 476,35 vinnustundir, samkvæmt grein 2.4.5. íkjarasamningi Tollvarðafélags Íslands og ríkissjóðs, vegna starfa sinna hjáembætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli á tímabilinu frá 16. júní 2001 tilog með 11. desember 2005, til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, enað því frágengnu að viðurkennt verði að hann hafi áunnið sér frítökuréttsamkvæmt sömu grein kjarasamningsins vegna starfa hjá embættinu á sama tímabili.Þá krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.IStefndi starfaði sem tollvörður í sumarafleysingum hjá sýslumanninum áKeflavíkurflugvelli frá maí til loka ágúst 2001. Hann var einnigsumarstarfsmaður árið á eftir frá maí til loka september. Hann mun síðan hafa starfaðsamfellt sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli frá 27. maí 2003.Með 2. gr. laga nr. 46/2006, sem tóku gildi 1. janúar 2007 og fólu meðalannars í sér breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996, voru sameinuðlögregluumdæmi í Keflavík undir stjórn lögreglustjórans á Suðurnesjum, semjafnframt var sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Með varnarmálalögum nr.34/2008 var embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli lagt niður frá og með31. maí 2008. Hinn 1. janúar 2009 varð landið allt eitt tollumdæmi, sbr. lögnr. 147/2008 um breyting á tollalögum nr. 88/2005. Með lögunum varð embættitollstjórans í Reykjavík að embætti tollstjóra og tók hann við réttindum ogskyldum gagnvart tollvörðum sem störfuðu í öðrum umdæmum, þar á meðaltollvörðum í Reykjanesumdæmi.Málið lýtur að ágreiningi um svokallaðan frítökurétt gagnáfrýjandi ístarfi sínu sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli sem hann telur hafa stofnastfrá 16. júní 2001 til 11. desember 2005. Á því tímabili fóru starfskjörtollvarða annars vegar eftir kjarasamningi Tollvarðafélags Íslands ogfjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs 31. maí 2001, með gildistíma frá 1. maí2001 til 30. nóvember 2005, og hins vegar eftir kjarasamningi sömu aðila 6.júní 2005, með gildistíma 1. maí 2005 til 31. október 2008. Þau ákvæði þessarasamninga um frítökurétt sem reynir á í málinu eru orðrétt samhljóða, en þau erutekin upp í hinum áfrýjaða dómi.Á fyrrgreindu tímabili, sem málið tekur til, var unnið á tólf tíma vöktumhjá tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Upphaflega voru dagvakir frá kl. 7 til 19en næturvaktir frá kl. 19 til 7 daginn eftir. Þessari tilhögun var breytt áfyrri hluta ársins 2002 þannig að dagvakt var frá kl. 6 til 18 en næturvakt frákl. 18 til 6 næsta dag. Fyrirkomulag vakta var með því móti að á tveggja viknatímabili voru vinnudagar jafn margir frídögum. Fólst þetta í því að aðra vikunavar unnið mánudag, þriðjudag, föstudag, laugardag og sunnudag en þá næstumiðvikudag og fimmtudag.Hinn 12. desember 2005 var tekið upp nýtt tímaskráningarkerfi hjásýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Frá þeim degi var í því kerfi skráðurfrítökuréttur tollvarða hjá embættinu, en sá uppsafnaði réttur mun fyrst hafakomið fram á launaseðlum þeirra frá maí 2010 í samræmi við grein 2.4.5.6 ífyrrgreindum kjarasamningum. Á fyrri launaseðlum munu þessar upplýsingar hinsvegar ekki hafa komið fram.Með tölvupósti 28. nóvember 2008 til aðaldeildarstjóra sýslumannsins áKeflavíkurflugvelli fór gagnáfrýjandi þess á leit að reiknaður yrði frítökurétturhans frá því hann hóf störf hjá embættinu á árinu 2001. Því erindi svaraði aðaldeildarstjórinnmeð tölvupósti samdægurs þar sem fram kom að uppsafnaður fríréttur miðað viðþann dag væri 24,38 tímar.Lögmaður gagnáfrýjanda ritaði fjármálaráðuneytinu bréf 11. október 2010þar sem óskað var eftir yfirliti um ótekinn og uppsafnaðan frítökuréttgagnáfrýjanda frá því hann hóf störf sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli áárinu 2001. Í því erindi var staðhæft að ákvæði kjarasamninga um frítökurétthefðu ekki verið virt gagnvart honum. Bréfaskipti aðila í kjölfarið eru rakin íhinum áfrýjaða dómi.IIKrafa gagnáfrýjanda um að viðurkennt verði að hann hafi áunnið sérfrítökurétt, alls 476,35 vinnustundir á tímabilinu frá 16. júní 2001 til og með11. desember 2005, er reist á gögnum úr dagbók tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelliog vaktakerfi hennar frá 31. maí 2001 til 17. nóvember 2005. Aðaláfrýjendurmótmæla því að frítökuréttur hafi stofnast eftir kjarasamningi á þessutímabili. Verði aftur á móti talið að gagnáfrýjandi hafi áunnið sér slíkan rétthafa aðaláfrýjendur aflað útreiknings Fjársýslu ríkisins á honum miðað við sömugögn. Samkvæmt þeim útreikningi nemur frítökuréttur gagnáfrýjanda alls 349,73vinnustundum eða 339,98 stundum ef talið er frá 16. júní 2001 sem markar upphafþess tímabils sem gagnáfrýjandi miðar kröfugerð sína við. Gagnáfrýjandi telurfrítökurétt vanreiknaðan um 126,62 stundir, en sá munur leiðir af ágreiningiaðila um skýringu á annars vegar ákvæði kjarasamnings um vinnu umfram 16klukkustundir í grein 2.4.5.3 og hins vegar ákvæði um vinnu á undan hvíldardegií grein 2.4.5.5. Þeim ágreiningi og málsástæðum aðila er lýst í héraðsdómi.Aðaláfrýjendur hafa lagt fram yfirlit úr tímaskráningarkerfi sýslumannsinsá Keflavíkurflugvelli fyrir tímabilið frá 16. maí 2001 til og með 11. desember2005 með upplýsingum um fjarveru gagnáfrýjanda sundurliðuð eftir veikindum,orlofi, fæðingarorlofi og því sem kallað er áunnið leyfi. Það síðastnefndanemur samtals 270 stundum sem sundurliðast þannig eftir árum: 36 stundir 2001,0 stundir 2002, 24 stundir 2003, 60 stundir 2004 og 150 stundir 2005.IIIÍ grein 2.4.5.1 í þeim kjarasamningum, sem voru í gildi á þeim tíma semkröfugerð gagnáfrýjanda tekur til, var að finna almenn skilyrði fyrirfrítökurétti. Þar sagði að slíkur réttur skapaðist ef stjórnandi mæti það svoað nauðsyn stæði til að starfsmaður mætti til vinnu áður en 11 klukkustundalágmarkshvíld væri náð. Einnig sagði að starfsmaður ætti ekki að mæta aftur tilvinnu fyrr en að lokinni 11 klukkustunda hvíld nema hann hefði sérstaklega veriðbeðinn um það. Mætti starfsmaður eigi að síður áður en hann hefði náð hvíldinniáynni hann sér ekki frítökurétt. Með aðilum er ágreiningur um hvort fullnægt séþessum skilyrðum frítökuréttar.Eins og áður er rakið hóf gagnáfrýjandi störf við tollgæslu á Keflavíkurflugvellisem sumarstarfsmaður á árunum 2001 og 2002. Af því sem komið hefur fram ímálinu verður ekki ráðið að hann hafi hreyft athugasemdum við launauppgjör tilsín þegar hann lét af störfum um haustið á þeim árum, en við starfslok bar að geraupp frítökurétt með sama hætti og orlof, sbr. grein 2.4.5.8 í kjarasamningi. Þáfékk gagnáfrýjandi svar við fyrirspurn með fyrrgreindum tölvupósti 28. nóvember2008 þar sem fram kom að sá frítökuréttur sem gagnáfrýjandi taldi sig eiga væriekki fyrir hendi. Verður ekki séð af gögnum málsins að gagnáfrýjandi hafihreyft andmælum af þessu tilefni fyrr en með áðurgreindu bréfi lögmanns hans11. október 2010 til fjármálaráðuneytisins. Þetta athafnaleysi gagnáfrýjandabendir ekki til að stofnast hafi frítökuréttur í starfi hans hjá tollgæslunni áKeflavíkurflugvelli. Jafnframt gat hann ekki um árabil látið átölulaust hvernigstaðið var að uppgjöri gagnvart honum í þessu tilliti í trausti þess að getalöngu síðar haft uppi kröfu sína þegar mun örðugra var að leggja mat á hvortfyrir hendi hafi verið aðstæður sem stofnuðu til frítökuréttar samkvæmt þeimákvæðum sem um hann gilda eftir kjarasamningi. Um þetta má einnig vísa tilgreinar 2.4.5.7 í kjarasamningi þar sem mælt er fyrir um að leitast skuli viðað veita frí svo fljótt sem auðið er eða með reglubundnum hætti til að koma íveg fyrir að frí safnist upp. Loks ber að líta til þess að á því tímabili semkröfugerð gagnáfrýjanda tekur til tók hann svokallað áunnið leyfi í alls 270vinnustundir samkvæmt yfirliti úr tímaskráningarkerfi sýslumannsins áKeflavíkurflugvelli. Á þessu hefur hann ekki gefið neinar skýringar og kann að veraað þessi fjarvera hafi helgast af frítökurétti þegar haft er í huga að fjarveraaf öðrum ástæðum er tilgreind á yfirlitinu. Samkvæmt öllu því sem hér hefur verið rakið verður gagnáfrýjandi ekkitalinn hafa sýnt fram á að hann eigi uppsafnaðan og óuppgerðan frítökurétt fráumræddu tímabili. Verða aðaláfrýjendur því sýknaðir af kröfum gagnáfrýjanda.Eftir atvikum er rétt að aðilar beri sinn kostnað af rekstri málsins ábáðum dómstigum.Það athugast að ekkert tilefni var til að höfða mál þetta á hendurtollstjóra.Dómsorð:Aðaláfrýjendur, íslenska ríkið og tollstjóri, eru sýknaðir af kröfum gagnáfrýjanda,Ingva Steins Jóhannssonar.Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 3. ágúst 2016. Þetta mál, sem var tekið til dóms 23. júní 2016, erhöfðað af Ingva Steini Jóhannssyni, kt. [...], Völuási 5, Reykjanesbæ, meðstefnu birtri 22. maí 2014 á hendur íslenska ríkinu og Tollstjóra, kt. [...],Tryggvagötu 19, Reykjavík. Stefnandikrefst þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að hann hafi áunnið sérfrítökurétt, alls 476,35 vinnustundir, samkvæmt grein 2.4.5 í kjarasamningiTollvarðafélags Íslands og stefnda, íslenska ríkisins, vegna starfa sinna hjáembætti Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og embætti Tollstjóra átímabilinu 16. júní 2001 til og með 11. desember 2005. Tilvara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að hann hafi áunnið sérfrítökurétt samkvæmt grein 2.4.5 í kjarasamningi Tollvarðafélags Íslands ogstefnda, íslenska ríkisins, vegna starfa sinna hjá embætti Sýslumannsins áKeflavíkurflugvelli og embætti Tollstjóra á tímabilinu 16. júní 2001 til ogmeð 11. desember 2005. Íbáðum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu auk virðisaukaskattsaf málflutningsþóknun. Stefndukrefjast sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Tilvara krefjast þeir þess að sá tími frítökuréttar sem stefnandi krefst verðistyttur verulega og málskostnaður verði látinn falla niður.Málsatvik Stefnandier tollvörður á Keflavíkurflugvelli. Hann telur sig hafi verið í óslitnu vinnuréttarsambandivið Tollstjóra og íslenska ríkið frá maímánuði 2001. Með lögum nr. 46/2006, sem öðluðustgildi 1. janúar 2007, voru lögregluembættin í Keflavík og áKeflavíkurflugvelli sameinuð undir einni stjórn Lögreglustjórans áSuðurnesjum sem jafnframt varð Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Með lögumnr. 34/2008 um Varnarmálastofnun, sem tóku gildi 31. maí 2008, var embættiSýslumannsins á Keflavíkurflugvelli lagt niður. Með lögum nr. 147/2008, semgengu í gildi 1. janúar 2009, varð landið eitt tollumdæmi. Upphaflegastarfaði stefnandi hjá embætti Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli en varðstarfsmaður embættis Tollstjóra þegar því var falin yfirstjórn starfa allratollvarða með lögum nr. 147/2008. Við lagabreytinguna tók embætti Tollstjóravið réttindum embættis Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli á hendur öllumtollvörðum svo og skyldum við þá. Af þeim sökum er embætti Tollstjóra stefnt íþessu máli þótt dómkrafan taki til tímabils sem var liðið þegar embættið varstofnað. Stefndutaka fram að samkvæmt gögnum úr tímaskráningarkerfinu Tímameistaranum hafi stefnandi í fyrstu starfað ísumarafleysingum sem tollvörður hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli.Árið 2001 hafi hann starfað frá maí til ágústloka og árið 2002 á tímabilinumaí til septemberloka. Það hafi ekki verið fyrr en 27. maí 2003 að hann varráðinn í fullt, fast starf. Áþví tímabili sem krafa stefnanda tekur til, 16. júní 2001 til og með 11. desember2005, fóru launakjör hans eftir kjarasamningi Tollvarðafélags Íslands ogstefnda, ríkisins, sem var undirritaður 31. maí 2001 og gilti frá 1. maí 2001til 30. nóvember 2005 og kjarasamningi sömu aðila undirrituðum 6. júní 2005sem gilti frá 1. maí 2005 til 31. október 2008. Hvíldar-og frítökuréttarákvæði eru í undirkafla 2.4 í báðum kjarasamningum. Þar ernánar tiltekið að tollverðir skuli á hverjum sólarhring fá 11 tíma samfelldahvíld. Komi til þess að vinnuveitandi óski eftir því að vikið verði frá þessumhvíldartíma stofnast frítökuréttur samkvæmt grein 2.4.5 sem nemur 1½klukkustund fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Sömuleiðis er samiðum að vinni tollvörður það lengi á undan frídegi eða helgi að hann fái ekki 11tíma hvíld, miðað við venjubundið upphaf vinnudags, stofnist einnigfrítökuréttur. Jafnframt er skylt að tilgreina á launaseðli hversu mikillfrítökuréttur hafi safnast upp. Enn fremur segir að frítökuréttur fyrnistekki en hann skuli gera upp við starfslok eins og orlof. Í kjarasamningnum ereinnig tekið fram að frítökuréttur skuli veittur í samráði við starfsmann ogað leitast skuli við að veita frí svo fljótt sem auðið er eða á reglubundinnhátt til þess að koma í veg fyrir að frí safnist upp. Aðsögn stefnanda bað vinnuveitandi hans hann ítrekað, frá gildistöku frítökuréttarákvæðisins,að koma til vinnu áður en fullri 11 klukkustunda hvíld var náð. Jafnframt hafihann komið til vinnu áður en honum bar samkvæmt vaktskrá, unnið meira en 16klukkustundir á sólarhring og unnið lengur þannig að hann næði ekki 11 klukkustundalágmarkshvíld fyrir venjubundið upphaf næsta vinnudags eða frídags. Með hliðsjónaf þessu telur stefnandi ótvírætt að hann hafi eignast töluverðan frítökuréttá tímabilinu 16. júní 2001 til 11. desember 2005. Samkvæmt útreikningumstefnanda, sem byggist á gögnum úr launakerfum Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelliog Tollstjóra, nemi uppsafnaður frítökuréttur hans á þessu tímabili 476,35klukkustundum. Fráþví að tímaskráningarkerfið Vinnustundvar tekið í notkun á Keflavíkurflugvelli, 12. desember 2005, munuppsafnaður frítökuréttur allt frá þeim degi hafa komið fram á launaseðlumstarfsmanna frá og með launaseðlum í maí 2010. Stefnandivíkur að því að lögmaður Tollvarðafélags Íslands hafi fyrir hönd félagsmannaritað stefnda, íslenska ríkinu, bréf, 11. október 2010, og farið fram á aðstefndi veitti upplýsingar um hvíldartíma þeirra tollvarða sem leitað hefðutil félagsins. Stefndi hafi svarað lögmanni félagsins með bréfi, 26. október2010, og tilkynnt að hann hefði vísað erindi félagsins til meðstefnda, Tollstjóra.Með bréfi, 8. nóvember 2010, hafi meðstefndi upplýst að hann hefði spurstfyrir um málið hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Tollvarðafélagið hafiítrekað erindi sitt til meðstefnda með bréfum lögmanns félagins, 10. desember2010 og 18. janúar og 10. febrúar 2011. Stefnandi segi einu viðbrögð meðstefndahafa verið að ítreka fyrirspurn sína til Lögreglustjórans á Suðurnesjum. LögmaðurTollvarðafélagsins ritaði stefnda bréf, 18. nóvember 2011, og gerði alvarlegarathugasemdir við aðgerðarleysi stefnda og meðstefnda við að gangast við réttindumfélagsmanna og yfirhöfuð svara bréfum félagsins. Stefndi hafi vísað erindinuáfram til meðstefnda með bréfi, 2. desember 2011, og upplýst að þetta mál værialfarið á forræði hans. Lögmaður Tollvarðafélagsins hafi enn á ný ítrekaðerindi sitt til meðstefnda með bréfi, 7. desember 2011 og jafnframt gert alvarlegarathugasemdir við málsmeðferð stefnda og meðstefnda. Í kjölfarið hafi lögmannifélagsins borist svar meðstefnda í tölvupósti, þ.e. afrit af bréfi dags. 1.desember 2011. Íbréfinu hafi erindi Tollvarðafélagsins verið hafnað á forsendum sem komi fram íminnisblaði Kára Gunnlaugssonar dagsettu ári áður, 27. október 2010. Forsendurmeðstefnda, og þar með stefnda fyrir því að synja erindi stefnanda, hafi veriðþær að félagsmenn Tollvarðafélagsins hafi sjálfir óskað eftir því að vinnaá umræddum tímum og þannig brotið gegn hvíldarákvæði kjarasamningsins. Af þeimsökum væri stefnda ekki skylt að „greiða“ frítökurétt samkvæmt ákvæðum greinar2.4.5 í kjarasamningi aðila. Meðstefndi hafi jafnframt vísað til þess aðkrafa félagsins lyti að tímabili sem hefði verið liðið fyrir sameiningu tollumdæmaog þegar félagsmenn þess hafi heyrt undir „embætti tollstjórans á Suðurnesjum“. Íkjölfar þessa hafi Tollvarðafélagið fengið afrit af fyrrnefndu minnisblaði Kárayfirtollvarðar, dagsettu 27 október 2010. Stefnandi telur þetta sýna að afstaðameðstefnda, Tollstjóra, hafi legið fyrir þegar undir lok ársins 2010. Engu aðsíður hafi meðstefndi dregið stefnanda á svari í heilt ár án nokkurrar sjáanlegrarástæðu. Íkjölfar þessara samskipta höfðaði Tollvarðafélagið mál fyrir hönd félagsmannasinna fyrir Félagsdómi meðal annars til viðurkenningar á frítökurétti stefnandafrá 1. maí 2001. Fyrir Félagsdómi krafðist lögmaður stefndu frávísunar málsinsá þeim grunni að ágreiningur aðila snerist ekki um túlkun kjarasamnings, heldurstæði ágreiningurinn um það hvort félagsmenn gætu sannað að þeir hefðu íraun áunnið sér umræddan frítökurétt. Félagsdómur vísaði málinu frá meðúrskurði, 12. júlí 2012. Dómurinn byggði á því að ágreiningur aðila sneristekki eingöngu um túlkun kjarasamnings heldur kæmu til skoðunar önnur atriðisem almennum dómstólum bæri með réttu að dæma um. Íkjölfar dóms Félagsdóms aflaði stefnandi ítarlegra gagna um vinnustundir sínará tímabilinu 16. júní 2001 til 11. desember 2005. LögmaðurTollvarðafélagsins ítrekaði kröfu félagsins um viðurkenningu á frítökuréttistefnanda í bréfi sínu til meðstefnda, Tollstjóra, 29. apríl 2014, og óskaðieftir viðræðum við embættið um uppgjör á frítökuréttinum. Krafan var meðal annarsbyggð á þeim gögnum sem stefnandi aflaði eftir dóm Félagsdóms. Meðstefndi svaraðibréfinu 2. júní 2014. Í svarbréfinu hafnaði hann kröfu stefnanda um uppgjörfrítökuréttarins og taldi rétt stefnanda hafa fallið niður sökum tómlætis,þar eð svo langur tími hefði liðið frá því að tilefni var til að halda umræddumrétti fram og þar til það var gert, en krafa stefnanda hafi fyrst verið sett framí bréfi til fjármálaráðuneytisins 11. október 2010. Stefnandisegist ekki geta unað þessari afstöðu og málsmeðferð stefnda og meðstefnda. Séstefnandi því nauðbeygður til að höfða dómsmál til þess að fá rétt sinn samkvæmtkjarasamningi viðurkenndan.Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandibyggir málatilbúnað sinn á því að samkvæmt ákvæðum 9. gr. laga nr. 70/1996, umréttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eigi starfsmenn rétt á launum fyrirstörf sín eftir atvikum samkvæmt ákvörðun Kjaradóms, kjaranefndar eða samkvæmtkjarasamningum. Stefndu beri því að greiða stefnanda laun og önnur hlunnindisamkvæmt gildandi kjarasamningi. Stefnandistyður kröfur sínar við meginreglur samningaréttar um skuldbindingargildisamninga og efndir eftir efni samnings (efndir in natura). Hann vísar einnig til grundvallarreglna vinnumarkaðs-og vinnuréttar um skyldur vinnuveitenda við efndir kjarasamninga og almennaframkvæmd og túlkun kjarasamninga. Stefnandibyggir á því að um kjör hans, á tímabilinu sem krafan taki til, gildi kjarasamningurTollvarðafélags Íslands og stefnda, íslenska ríkisins, dagsettur 31. maí 2001sem gilti frá 1. maí 2001 til 30. nóvember 2005, og kjarasamningur sömu aðila,dagsettur 6. júní 2005 sem gilti frá 1. maí 2005 til 31. október 2008. Frítökuréttarákvæðií grein 2.4.5 í kjarasamningunum hafi í grundvallaratriðum verið óbreytt frákjarasamningi, dagsettum 1. október 1997, sem gilti frá 1. september 1997þótt bætt hafi verið við frítökuréttinn árið 2001 og ákvæðið endurnýjað meðofangreindum samningum. Íkjarasamningnum frá 1. október 1997 hafi verið kveðið á um 11 klst. samfelldahvíld. Jafnframt hafi verið tekið fram að væru tollverðir sérstaklega beðnirað koma til vinnu áður en 11 klst. hvíld væri náð væri heimilt að frestahvíldinni þannig að 1½ klst. frítökuréttur safnaðist upp fyrir hverjaklukkustund sem hvíldin skertist. Einnig hafi verið kveðið á um að ynni tollvörðurþað lengi á undan frídegi eða helgi að ekki næðist 11 klst. samfelld hvíldmiðað við venjubundið upphaf vinnudags stofnaðist sams konar frítökuréttur.Að lokum hafi verið kveðið á um að frítökurétt skyldi tilgreina á launaseðliog ónýttur frítökuréttur skyldi gerður upp við starfslok. Kjarasamninguraðila, eins og honum hafi verið breytt með samkomulagi dags. 31. maí 2001,kveði á um hvíldartíma í undirkafla 2.4. Samningurinn mæli fyrir um rétttollvarða til 11 klst. samfelldrar hvíldar í grein 2.4.2 sem hljóði svo:Vinnutímaskal haga þannig að á 24 stunda tímabili, reiknað frá skipulögðu/venjubundnuupphafi vinnudags starfsmanns, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfelldahvíld. Verði því við komið, skal dagleg hvíld ná til tímabilsins frá kl. 23:00til 06:00. Óheimilter að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími á 24 klst. tímabili fari umfram 13klst. Jafnframtsé kveðið á um hvíldartíma starfsmanna í 53. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað,hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, eins og þeim hafi verið breytt með lögumnr. 68/2003. Komitil þess að vinnuveitandi óski eftir því að vikið sé frá þessum hvíldartímastofnist frítökuréttur á eftirfarandi hátt samkvæmt kjarasamningnum: Íundirgrein 2.4.5.1 segi að meti stjórnandi það svo að brýn nauðsyn sé til aðstarfsmaður mæti til vinnu áður en 11 klst. lágmarkshvíld er náð og óski eftirþví við starfsmann að hann mæti undir þessum kringumstæðum, skapist frítökuréttur1½ klst. (í dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Undirgrein2.4.5.2 mæli fyrir um að sé samfelld hvíld rofin með útkalli einu sinni eðaoftar, innan 24 stunda tímabils miðað við skipulagt/venjubundið upphaf vinnudagsstarfsmanns, skuli bæta það sem vantar upp á að 11 klst. hvíld náist, miðaðvið lengsta hlé innan vinnulotu, með frítökurétti, 1½ klst. (dagvinnu) fyrirhverja klukkustund sem 11 klst. hvíld skerðist. Samkvæmtundirgrein 2.4.5.3 skuli starfsmaður, sem vinni meira en 16 klst., öðlast frítökuréttsem nemi 1½ klst. (dagvinna) fyrir hverja klukkustund sem unnin var umfram 16klst. Samkvæmt undirgrein 2.4.5.4 stofnist 1,8% viðbótarfrítökuréttur fyrirvinnustundir sem unnar séu umfram 24 klst. samfelldan vinnutíma. Íundirgrein 2.4.5.5 segi enn fremur að vinni starfsmaður samkvæmt ákvörðun yfirmannsþað lengi á undan hvíldardegi að ekki náist 11 klst. samfelld hvíld, miðað viðvenjubundið upphaf vinnudags eða frídags, safnist upp frítökuréttur 1½ klst. ídagvinnu fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Samkvæmtundirgrein 2.4.5.6 skuli frítökuréttur tilgreindur á launaseðli og skuliveittur í hálfum eða heilum dögum. Sömuleiðis kemur fram í undirgrein 2.4.5.9að frítökuréttur skuli gerður upp við starfslok og að hann fyrnist ekki. Stefnanditelur sannað að honum hafi margoft verið gert að haga vinnu sinni þannig aðhann hafi fengið styttri hvíldartíma en mælt sé fyrir um í ofangreindum kjarasamningsákvæðum.Hvort tveggja eigi við að hann hafi verið beðinn um að mæta til vinnu áður en11 klst. hvíldartíma hafi verið náð sem og að hann hafi lokið vinnu innan við11 klst. fyrir upphaf næsta vinnudags. Þá sé sömuleiðis ljóst að stefnandihafi unnið lengri vinnudaga en 16 tíma. Stefnandi telur framlögð gögn, meðalannars vinnutímayfirlit hans, sanna þetta. Jafnframt liggi fyrir súyfirlýsing Kára Gunnlaugssonar yfirtollvarðar í minnisblaði, 27. október2010, að félagsmenn stefnanda hafi unnið umfram 16 tíma á sólarhring. Telurstefnandi því fullyrðingar sínar varðandi vinnu umfram 16 tíma á sólarhringóumdeildar. Meðhliðsjón af framangreindu, og skýru og ótvíræðu orðalagi kjarasamningsins,telur stefnandi sig hafa áunnið sér umtalsverðan frítökurétt vegna skerðingará hvíldartíma hans. Þrátt fyrir það hafi stefndi ekki virt frítökurétt hansog ekki tilgreint umfang réttarins á launaseðli eins og skylt sé samkvæmtundirgrein 2.4.5.6 í kjarasamningi aðila. Stefnandi telur stefnda bera aðvirða og efna umrædd samningsákvæði. Stefnandibendir á að frítökuréttur samkvæmt kjarasamningi aðila fyrnist ekki. Hann eigiþví inni frítökurétt frá þeim tíma sem þessi réttur hans stofnaðist fyrstvegna skerts hvíldartíma eftir gildistöku frítökuréttarákvæða kjarasamnings,1. september 1997 og 31. maí 2001. Stefnandihafnar alfarið mótbárum og málatilbúnaði stefnda sem komi fram í minnisblaðiKára Gunnlaugssonar yfirtollvarðar, dags. 27. október 2010, og í bréfi meðstefnda,1. desember 2011, þess efnis að félagsmenn Tollvarðafélagsins hafi „samþykktað vinna á umræddum tímum og þannig brjóta hvíldarákvæði“. Stefnandi teljiþennan málatilbúnað meðstefnda ekki standast. Samkvæmt grunnreglum vinnuréttarog 1. gr. laga nr. 55/1980 umstarfskjör launafólks séu samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda umlakari kjör en almennir kjarasamningar kveði á um ógildir. Þegar af þessariástæðu telji stefnandi ljóst að meint samþykki sitt við því að vinna íkjarasamningsbundnum hvíldartíma, hafi ekki falið í sér afsal á rétti hans tilfrítöku. Slíkt sé beinlínis óheimilt samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði. Þá byggi stefnandi á því að fullyrðingarstefnda í þessa veru séu með öllu ósannaðar. Að lokum bendi stefnandi á aðþótt hann hefði samþykkt að vinna í hvíldartíma sínum, verði ekki af þvíályktað að hann hafi þar með samþykkt að falla frá kjarasamningsbundnum frítökurétti. Stefnandibyggir einnig á því að það sé stefnda, meðstefnda og Sýslumannsins áKeflavíkurflugvelli að halda utan um og skrá umfang frítökuréttar stefnanda.Stefnda sé skylt að tilgreina frítökuréttinn í launaseðli, sbr. undirgrein2.4.5.6 í kjarasamningnum. Sömuleiðis vísar stefnandi til þeirrar lögfestugrundvallarreglu vinnuréttar að vinnuveitanda beri að greiða starfsmönnumlaun og önnur hlunnindi samkvæmt kjarasamningum, sbr. meðal annars 9. gr.laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í þessarireglu telji stefnandi felast skyldu til þess að sjá um launabókhald.Stefnandi vísar jafnframt til réttarvenju í þessu sambandi. Að öllu þessuvirtu telur stefnandi stefndu skylt að reikna út og skrá frítökurétt og birtaumfang hans á launaseðlum starfsmanna. Stefnandimótmælir því eindregið að frítökuréttur hans hafi fallið niður sökum tómlætis,eins og meðstefndi haldi fram í bréfi 4. júlí 2014. Frítökurétturinn eigi aðtryggja starfsmönnum þann lágmarkshvíldartíma sem mælt sé fyrir um í kjarasamningumog uppgjör á ónýttum frítökurétti eigi, skv. undirgrein 2.4.5.9 í kjarasamningnum,að fara fram við starfslok starfsmanns og sérstaklega sé tekið fram að frítökurétturfyrnist ekki. Þá segi í undirgrein 2.4.5.6 að frítökuréttur skuli veittur ísamráði við starfsmann og leitast skuli við að veita frí svo fljótt semauðið sé til að koma í veg fyrir að frí safnist upp. Ljóst sé af ákvæðum kjarasamningsinsað ábyrgðin á því að halda utan um uppsafnaðan frítökurétt hvíli á herðumvinnuveitanda og honum sé, samkvæmt greininni skylt að tryggja að ónýttur frítökuréttursafnist ekki upp. Stefnandibendir á að sama regla sé í grein 5.4 í leiðbeiningum samráðsnefndar um vinnutíma.Hún hafi starfað á grundvelli 14. gr. samnings um ákveðna þætti er varði skipulagvinnutíma frá 23. janúar 1997 sem gerður hafi verið milli ríkisins, Reykjavíkurborgarog Launanefndar sveitarfélaga annars vegar og ASÍ, BHM, BSRB og KÍ hinsvegar. Samkomulagið frá 23. janúar 1997 hafi verið byggt á tilskipun Evrópuráðsinsnr. 93/104/EB þar sem mælt var fyrir um lágmarkskröfur um öryggi og heilsuverndí tengslum við skipulegan vinnutíma starfsmanna. Í samkomulaginu sé tekiðfram að það skyldi skoðað sem hluti af kjarasamningum aðildarsamtakannaog/eða einstakra aðildarfélaga þeirra. Vanræki vinnuveitandi þær skyldur,sem séu lagðar á hann með kjarasamningnum og upplýsi starfsmann hvorki um uppsafnaðanfrítökurétt né sjái til þess að sá réttur sé nýttur, geti hann ekki byggt áþví að réttur starfsmanns sé fallinn niður sökum tómlætis, enda eigivinnuveitandi þá að stærstum hluta sök á því að starfsmaðurinn hafi ekki gertsér fyllilega grein fyrir rétti sínum. Sérstaklegasé tekið fram í ákvæðum kjarasamningsins að frítökuréttur fyrnist ekki, svo ogað gera eigi upp ónýttan frítökurétt starfsmanns við starfslok hans. Af þeimsökum hafi starfsmenn réttmætar væntingar til þess að umræddur réttur tapistekki á starfstíma þeirra. Stefnandi leggi enn fremur áherslu á aðvinnuveitandi beri, samkvæmt viðurkenndum meginreglum vinnuréttar, ábyrgð áuppgjöri launa. Jafnframt beri honum að sjá til þess að upplýsingum umlaunagreiðslur til starfsmanna sé haldið réttilega til haga. Stefnanditelji það liggja fyrir í málinu að stefndu hafi skráð og haldið utan um tímaskráningarog uppsafnaðan frítökurétt í tímaskráningarkerfunum Vinnustund og Tímameistaranum,sbr. minnisblað Kára Gunnlaugssonar yfirtollvarðar, dags. 27. október 2010.Stefnandi hafi hins vegar ekki fengið aðgang að þessum gögnum. Stefnandihafi, eftir því sem honum frekast var kostur, aflað sér gagna um vinnustundirsínar hjá stefndu á því tímabili sem krafan nái til og hafi reiknað út uppsafnaðanfrítökurétt út frá þeim gögnum sem hann aflaði með því að prenta út yfirlit umvinnutíma sinn úr kerfum embættisins. Samkvæmt þeirri skráningu hafi stefnandiáunnið sér 476,35 vinnustundir í frítökurétt. Með því að leggjafram þau gögn telji hann sig hafa fært nægjanlegar sönnur á að hann hafi í raununnið til frítökuréttar, samkvæmt kjarasamningi aðila, og beri stefnda aðsýna fram á hið gagnstæða. Aðöllu framangreindu virtu telur stefnandi að fallast beri á þá kröfu hans að frítökurétturhans samkvæmt kjarasamningi verði viðurkenndur. Viðurkenningarkröfurstefnanda byggi á ofangreindum forsendum, meðal annars fyrrnefndum ákvæðumkjarasamnings Tollvarðafélagsins og ríkissjóðs, sem telja verði skýr ogótvíræð, og lögboðinni skyldu stefndu til að efna kjarasamninginn fyrir sittleyti. Í ljósi þess að stefndu hafi ekki efnt umrædd samningsákvæði og þar meðbrotið gegn kjarasamningi sé stefnanda nauðsynlegt að fá viðurkenningardómfyrir kröfum sínum. Stefnandistyður kröfu sína um málskostnað við 130. gr., sbr. 129. gr., laga nr. 91/1991,um meðferð einkamála. Honum sé nauðsynlegt að fá dæmda þóknun sem samsvarivirðisaukaskatti því hann hafi ekki frádráttarrétt vegna kostnaðar af virðisaukaskattiaf aðkeyptri lögmannsþjónustu. Tilstuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til laga nr. 70/1996, um réttindi ogskyldur starfsmanna ríkisins, einkum 9. gr. Hann vísar einnig til 53. gr. laganr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og til 1. gr.laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks. Aðild stefndu styðjist við III.kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Um heimild til að hafa uppiviðurkenningarkröfu vísast til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 og val ávarnarþingi byggist á 3. mgr. 33. gr. og 42. gr. sömu laga.Málsástæður og lagarök stefndu Stefndumótmæla því sem ósönnuðu að stefnandi eigi uppsafnaðan frítökurétt samkvæmtákvæðum kjarasamninga vegna tímabilsins 16. júní 2001 til 11. desember 2005enda hafi hann ekki lagt fram nein haldbær gögn því til sönnunar. Ísamkomulagi fjármálaráðherra og Tollvarðafélags Íslands frá 1997 segi í grein2.4.1 að vinnutíma skuli haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frábyrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Áskipulegum vaktaskiptum sé þó heimilt að stytta hvíldartíma í allt að áttaklst., sbr. þó bókun frá 23. janúar 1997. Í grein 2.4.2 sé tekið fram að í þeimtilvikum sem óhjákvæmilegt er, vegna sérstakra aðstæðna, að víkja frádaglegum hvíldartíma gildi eftirfarandi: Séu tollverðir sérstaklega beðnirað mæta til vinnu áður en 11 klst. hvíld er náð er heimilt að fresta hvíldinniog veita síðar, þannig að frítökuréttur, 1½ klst. (dagvinna) safnist upp fyrirhverja klst. sem hvíldin skerðist. Þá segi þar einnig að vinni tollvörður svolengi á undan frídegi eða helgi að ekki náist 11 klst. hvíld miðað við venjubundiðupphaf vinnudags skuli fara með það á sama hátt. Íkjarasamningi fjármálaráðherra og Tollvarðafélags Íslands, gerðum í maí 2001,hafi í 9. grein verið samið um nýtt orðalag kafla 2.4 í heild sinni. Í grein2.4.2 segi að vinnutíma skuli haga þannig að á 24 stunda tímabili, reiknað fráskipulögðu/venjubundnu upphafi vinnudags starfsmanns, fái starfsmaður a.m.k.11 klst. samfellda hvíld. Í grein 2.4.3.1 segi að á skipulegum vaktaskiptum séheimilt að stytta samfellda lágmarkshvíld starfsmanna í allt að 8 klst. Viðsérstakar aðstæður megi stytta samfellda lágmarkshvíld eða víkja frá ákvæðumum daglega lágmarkshvíld, sbr. grein 2.4.3.2, um sérstakar aðstæður semheimili að stytta lágmarkshvíld í allt að 8. klst. og lengja vinnulotu í alltað 16 klst. Í beinu framhaldi af slíkri vinnulotu skuli veita starfsmanni 11klst. hvíld á óskertum launum sem hann annars hefði fengið. Grein 2.4.3.3 umtruflun á starfsemi vegna ytri aðstæðna heimili einnig að vikið sé frá ákvæðumum lágmarkshvíld að því marki sem nauðsynlegt er. Samkvæmtgrein 2.4.5.1, um „Almenn skilyrði frítökuréttar”, skapist frítökuréttur hafistjórnandi metið það svo að brýn nauðsyn sé til þess að starfsmaður mæti tilvinnu áður en 11 klst. lágmarkshvíld er náð. Þar segi einnig að starfsmaðureigi ekki að mæta aftur til vinnu fyrr en að aflokinni 11 klst. hvíld nema hannhafi sérstaklega verið beðinn um það. Mæti starfsmaður eigi að síður áður enhann hafi náð hvíldinni, ávinni hann sér ekki frítökurétt. Stefnandireki ákvæði í greinum 2.4.5.1, 2.4.5.2, 2.4.5.3, 2.4.5.4 og 2.4.5.5 sem mælafyrir um stofnun frítökuréttar í þeim tilvikum sem vikið er frá ákvæðum umhvíldartíma samkvæmt ákvörðun vinnuveitanda. Stefnandivísi meðal annars til greinar 2.4.5.5 þar sem segir að vinni starfsmaðursamkvæmt ákvörðun yfirmanns svo lengi á undan hvíldardegi að ekki náist 11klst. hvíld miðað við venjubundið upphaf vinnudags eða vaktar skuli starfsmaðurmæta jafnlöngum tíma síðar við upphaf næsta reglubundna vinnudags, án frádráttará þeim launum sem hann annars hefði fengið, ella safnast upp frítökuréttur, 1½klst. í dagvinnu fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Stefnandihaldi því ekki beint fram í kafla um málsástæður og lagarök í stefnu að hannhafi áunnið sér frítökurétt af þessum sökum. Stefnandi haldi því fram að hannhafi lokið vinnu innan við 11 klst. fyrir upphaf næsta vinnudags. Ekki séljóst hvað stefnandi eigi við með því en ekki sé vísað í ákveðna grein íkjarasamningnum þessu til stuðnings. Stefnandistaðhæfi einnig, án frekari tilgreiningar eða gagna, að honum hafi margoftverið gert að haga vinnu sinni þannig að hann fékk styttri hvíldartíma en mæltsé fyrir um í þessum kjarasamningsákvæðum og hafi hann áunnið sér umtalsverðanfrítökurétt. Stefnandi haldi því meðal annars fram að hann hafi unnið lengrivinnudaga en 16 klst. Því til sönnunar vísi hann til gagna úr dagbók Tollgæslunnarog útprentunar úr vaktakerfi hennar svo og til eigin útreiknings samkvæmt svokölluðuvinnutímayfirliti og telji þessa löngu vinnudaga viðurkennda í minnisblaðiKára Gunnlaugssonar yfirtollvarðar. Stefnduvísa þessu eindregið á bug. Í minnisblaðinu segi Kári þvert á móti að hannminnist þess ekki að starfsmenn hafi verið beðnir um að koma til vinnu fyrr en11 stunda hvíld var náð. Rík áhersla hafi verið lögð á að það ákvæði værihaldið og þess ávallt gætt að 11 tíma hvíld væri eftir útkall. Með öllu séóljóst hvað stefnandi ætli sér að sýna með gögnum úr dagbók Tollgæslunnar ogútprentun úr vaktakerfi hennar. Í bréfi Tollstjóra 13. nóvember 2014 segi aðþessi gögn séu háð miklum óvissuþáttum og ekki óyggjandi um raunveruleganvinnutíma. Einkum sé vísað til þess að á þessu tímabili hafi tollgæslan áKeflavíkurflugvelli ekki stuðst við stimpilklukku við tímaskráningu. Framlögð gögn úr dagbók Tollgæslunnar séu slitrótt á tímabilinu frá 31. maí 2001til 14. september 2003. Þar séu eingöngu vaktir sem stefnandi virðist telja aðhafi veitt honum frítökurétt en ekki t.d. næstu vaktir á eftir sem upplýstgætu hvort hann hafi mætt á vakt eftir 11 tíma hvíld eða þá tekið út hugsanlegaáunnin frítökurétt. Víða í því dómskjali sé þess getið um aðra starfsmenn aðþeir hafi mætt á vaktina eftir 11 klst. hvíld eða séu að taka út áunnið leyfi.Í því skjali sem kallað er útprentun úr vaktakerfi Tollgæslunnar tímabilið 13.september 2003 til 17. nóvember 2005 gildi hið sama því þar séu eingönguvaktir sem stefnandi telji að hafi stofnað til frítökuréttar. Stefnandileggi fram einhliða útreikninga sína á meintum frítökurétti. Ekki liggi fyrirá hvaða gögnum það óstaðfesta vinnutímayfirlit sé byggt. Stefndu mótmæli þvíað þessi skjöl geti sannað að stefnandi hafi áunnið sér ótekinn frítökurétt. Stefndumótmæla því að stefnanda hafi margoft verið gert að haga vinnu sinni þannig aðhann fékk styttri hvíldartíma en mælt er fyrir um í kjarasamningum. Þeir mótmælaþví einnig að hann hafi verið beðinn um að mæta til vinnu áður en 11 klst.hvíld var náð eða að hann hafi verið beðinn um að mæta til vinnu þrátt fyrir aðvinnu hans hafi lokið innan við 11 klst. fyrir upphaf næsta vinnudags. Stefnandihafi ekki sýnt fram á að hann hafi áunnið sér ótekinn frítökurétt. Í minnisblaðisínu segist Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður ekki muna til þess að starfsmennhafi verið beðnir að koma til vinnu fyrr en 11 klst. hvíld var náð og hafi ríkáhersla verið lögð á að ákvæði um hvíldartíma væru haldin. Tollverðir hafistundum verið beðnir um að koma hálftíma til klukkutíma fyrr á vakt vegna vopnaleitarog breytinga á komu flugvéla en þeir hafi alltaf verið spurðir og þeim raðaðeftir samþykki þeirra. Þetta hlutverk hafi verið í höndum félagsmannaTollvarðafélagsins. Reynt hafi verið að sjá til þess að vinna færi ekki framyfir 16 tíma á sólarhring en hafi það komið fyrir hafi það verið vegnaseinkunar eða breytinga á flugi sem tollyfirvöld hafi ekki ráðið við.Tollverðir hafi sérstaklega óskað eftir að fá að taka yfirvinnu í framhaldiaf vakt og hafi borið því við að það væri gert til þess að tollverðir á frívaktværu þá ekki kallaðir út. Þess hafi alltaf verið gætt að 11 tíma hvíld værieftir útkallið. Hafi tollverðir tekið útkall í lok vaktar hafi það verið aðþeirra beiðni og verið rökstutt á þann hátt að þá fengju tollverðir frekar frífrá útköllum á frídögum. Reynt hafi verið að haga vinnu tollvarða þannig aðhún væri sem næst óskum starfsmanna. Þettasýni að stefnandi hafi ekki verið kallaður út af stjórnendum sem hafi taliðbrýna nauðsyn til þess að hann kæmi til vinnu og því hafi hann ekki átt að mætatil vinnu fyrr en að lokinni hvíld. Hafi hann engu að síður mætt hafi hann ekkigetað áunnið sér frítökurétt. Tvímæli séu tekin af um það í grein 2.4.5.1 íkjarasamningnum. Ákvæðiðgeri ekki ráð fyrir að starfsmenn ávinni sér frítökurétt nema þeir hafi veriðsérstaklega beðnir um að mæta til vinnu áður en hvíld er náð. Greinin geri hinsvegar ráð fyrir að menn geti að eigin frumkvæði komið til vinnu áður en hvílder náð eins og eigi við í þessu tilviki en þá stofnist ekki frítökuréttur. Þaðsé ófrávíkjanlegt skilyrði að fyrirmæli hafi komið frá yfirmanni um að mætaáður en hvíld var fengin í hverju tilviki fyrir sig en stefnandi hafi ekkisýnt fram á að svo hafi verið. Engin staðfesting á því að stefnandi hafiunnið á hvíldartíma samkvæmt ákvörðun og að fyrirmælum yfirmanns liggi fyrir.Samkvæmt bréfi Lögreglustjórans á Suðurnesjum, dags. 10. febrúar 2011, liggiengar upplýsingar fyrir hvorki þar né hjá Fjársýslu ríkisins sem geti stutt aðstefnandi hafi áunnið sér ótekinn frítökurétt á því tímabili sem málssókn þessispannar. Samkvæmtgrein 2.4.5.6 skuli uppsafnaður frítökuréttur koma fram á launaseðli ogveittur í hálfum eða heilum dögum. Samkvæmt grein 2.4.5.7 skuli frítökurétturveittur í samráði við starfsmann enda sé uppsafnaður frítökuréttur a.m.k.fjórar stundir og skuli frítaka ekki veitt í styttri lotum og leitast skal viðað veita frí svo fljótt sem auðið er eða með reglubundnum hætti til að koma íveg fyrir að frí safnist upp. Einsog rakið hafi verið hafi uppsafnaður frítökuréttur starfsmanna komið fram álaunaseðlum þeirra frá því í maí 2010. Sá uppsafnaði réttur sé reiknaður frá12. desember 2005 þegar embættið tók í notkun tímaskráningarkerfið Vinnustund. Stefnduhafna því að starfsmenn hafi áunnið sér ótekinn frítökurétt fyrir þann tímaþar sem þeir hafi sjálfir óskað eftir að vinna viðbótartíma og hafi stefnandiekki sannað að hann hafi áunnið sér frítökurétt umfram það sem fram kemur álaunaseðlum hans. Komistdómurinn að þeirri niðurstöðu að stefnandi teljist eiga inni ótekinn frítökurétthalda stefndu því fram að hann hafi glatað honum vegna tómlætis. Stefnandihafi hafið störf sem tollvörður hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli upphaflegasem sumarafleysingamaður árin 2001 og 2002. Hafi stefnandi á annað borð áttótekinn frítökurétt vegna starfa á því tímabili hafi borið að gera hann uppvið starfslok, sbr. grein 2.4.5.9 kjarasamningsins á þeim tíma og því allarhugsanlegar kröfur um frí fallnar niður fyrir tómlæti og fjárkröfur fyrirfyrningu. Samkvæmt staðhæfingum stefnanda hafi enginn uppsafnaðurfrítökuréttur komið fram á launaseðlum hans fyrr en frá maí 2010 vegna tímabilsinsfrá 1. janúar 2009. Hann hafi þó ekki komið neinum athugasemdum eða kröfu áframfæri við vinnuveitanda vegna ætlaðs áunnins og uppsafnaðs frítökuréttar.Það hafi fyrst verið með bréfi dags. 11. október 2010 sem stefnandi hafi gertkröfu. Ljóstsé af ákvæðum um frítökurétt í kjarasamningi að það sé andstætt þeim sjónarmiðumsem liggja til grundvallar hvíldartíma og frítökurétti að hann safnist upp ílengri tíma án þess að vera tekinn út í hvíld. Það sé ekkert síður í hendistarfsmanns en vinnuveitanda að gæta að því að þessi réttur hans sé virtur.Með tómlæti sínu um svo langan tíma sem raun beri vitni hafi stefnandi glataðrétti til að hafa uppi gagnvart stefndu kröfur á grundvelli frítökuréttar. Fjármálaráðuneytiðhafi óskað þess að Fjársýsla ríkisins færi yfir og mæti útreikninga stefnanda.Niðurstaða Fjársýslunnar hafi verið sú að yrði fallist á að stefnandi ættifrítökurétt væru útreikningar stefnanda samkvæmt ákvæðum kjarasamnings umfrítökurétt ekki réttir. Þá væru í gögnum úr dagbók tollgæslunnar og útprentunarúr vaktakerfi hennar engar upplýsingar um það hvort starfsmaður væri beðinnum að mæta eða ekki og því ekki hægt að leggja það út af gögnunum hvort rétturtil frítöku hafi myndast samkvæmt þeim. Í þessum gögnum komi þannig aðeinsfram hvað stefnanda varðar hvort vaktin sé skylduvakt eða aukavakt.Fjársýslan hafi skoðað þá daga sem merktir voru í útreikningi stefnanda sembrot gegn kjarasamningi og það skoðað hvort það myndaðist frítökurétturmiðað við meintar stimplanir. Við útreikning á frítökurétti sé viðmiðunardagurmiðaður við upphaf skylduvaktar, en í ljós hafi komið að útreiknaður mögulegurfrítökuréttur stefnanda hafi í mesta lagi verið 349,73 klst. miðað við framlögðgögn ef fallist yrði á annað borð á að frítökuréttur hafi myndast. Þar af séu339,98 klst. frá 16. júní 2001 sem upphaf stefnukrafna miðast við. Stefnduárétta það sem áður greinir að á þessu tímabili studdist tollgæslan á Keflavíkurflugvelliekki við stimpilklukku. Jafnframt sé áréttað að stefnandi takmarki gögninvið tilteknar vaktir þannig að ekki kemur fram hvort hann hafi á eftirfarandivöktum mætt seinna á vakt eftir að 11 klst. hvíld var náð og ekki eru lögð framgögn um vaktir þar sem sem stefnandi tekur út hugsanlegan áunninfrítökurétt. Ljóst sé af útskrift stefnda úr Tímameistaranum að á því tímabilisem dómkröfurnar spanna taki stefnandi meðal annars út vaktafrí semskilgreind eru sem Á sem er áunnið leyfi og nema alls 270 klukkustundum. Verðiekki fallist á að framangreind sjónarmið leiði til sýknu af öllum kröfum stefnandabyggja stefndu á þeim til stuðnings þeirri varakröfu að frítökuréttartímistefnda verði styttur verulega.Niðurstaða Stefnandi,sem er tollvörður, lítur svo á að fyrrum vinnuveitandi hans, embætti Sýslumannsinsá Keflavíkurflugvelli, hafi ekki farið eftir ákvæðum kjarasamnings TollvarðafélagsÍslands og fjármálaráðherra um frítökurétt á tímabilinu 16. júní 2001 til ogmeð 11. desember 2005. Vegna þessa aðgæsluleysis embættisins eigi hann ótekinn,áunninn frítíma sem samsvari 476,35 klukkustundum og höfðar þetta mál til viðurkenningar á þeim rétti. Viðaðalmeðferð var leitt í ljós að á því tímabili sem krafa stefnanda spannar unnuþeir tollverðir á Keflavíkurflugvelli, sem unnu vaktavinnu, á 12 tíma vöktum. Íupphafi voru dagvaktir frá 7.00 til 19.00 og næturvaktir frá 19.00 til 7.00.Þessu var breytt fyrri hluta ársins 2002 í 6.00 til 18.00 og 18.00 til 6.00.Það mun hafa verið gert að óskum embættisins til þess að færa upphaf dagvaktarnær álagstímum á morgnana og spara embættinu fé vegna kostnaðar við aukavinnusem tíðkaðist að kalla starfsmenn í fyrir kl. 7.00. Þessi breyting var gerðmeð samþykki starfsmanna embættisins á Keflavíkurflugvelli og Tollvarðafélagsins. Margirstarfsmenn embættisins bjuggu og búa á höfuðborgarsvæðinu. Þar eð þeir gátuekki komist til vinnu með almenningssamgöngum og vegalengdin milli heimilis ogvinnu er talsverð er áratugalöng hefð fyrir því að unnið sé á 12 tíma vöktumhjá Tollstjóranum á Keflavíkurflugvelli þótt svo langar vaktir tíðkist ekkiá öðrum starfsstöðvum tollvarða. Samkvæmtvaktakerfinu voru frídagar á hverju tveggja vikna tímabili jafnmargir ogunnir dagar. Kerfið var kallað 2-2-3. Unnir voru tveir dagar, tekið frí í tvo,unnir þrír dagar, frí í tvo, unnir tveir og frí í þrjá. Þá hófst sama vaktamynsturaftur. Grunnvinnuskyldan að jafnaði á viku nam því 42 klst. ((7 x 12) = 84:2= 42). Þörfinfyrir þjónustu tollvarða var mjög sveiflukennd yfir sólarhringinn. Þannig gátukomið nokkurra klukkustunda tímabil að næturlagi þegar fullnægjandi var aðtveir væru á vakt. Snemma morguns, um sex-leytið, lentu vélar fráBandaríkjunum, stundum margar á svipuðum tíma. Þá þurfti að fjölga á vaktinnieinkum á þeim tíma þegar vaktin hófst kl. 7.00. Aðrir sérstakir álagspunktarvoru síðdegis og aftur um miðnætti. Þaðkom fram hjá nánast sérhverju vitni að næturvakt (19.00 til 7.00 / 18.00 til6.00) hafi hér um bil aldrei verið verið nógu fjölmenn og algengt að aðeinsværu skráðir tveir á skylduvakt. Til þess að fullmanna öll verkefni þurfti þvíætíð að kalla út 2-4 á aukavakt, suma þannig að þeir kæmu til vinnu áður enskylduvakt hæfist og suma þannig að þeir ynnu áfram í beinu framhaldi afskylduvakt. Tilþess að þessi aukavinna skiptist jafnt á starfsmenn var haldið yfirlit yfiryfirvinnu, jöfnunarbók. Fyrst var leitað með aukavaktir til þeirra sem höfðuunnið minnsta yfirvinnu á hverju tímabili. Einnig var haldið yfirlit yfiraukavaktir sem unnar voru af starfsfólki á frívakt þannig að einnig þeimútköllum væri jafnt sinnt af öllum. Fyrir kröfu sinni um sýknu færa stefndu fyrst þau rökað stefnandi hafi komið af fúsum og frjálsum vilja á þær aukavaktir sem hannstóð. Því sé ekki uppfyllt það grundvallarskilyrði kjarasamningsins aðvinna sem veiti frítökurétt hafi verið unnin að ákvörðun yfirmanns. Ákvæðiðhljóðar þannig: 2.4.5.1 Almenn skilyrði frítökuréttarHafi stjórnandi metið það svo að brýn nauðsyn sé til aðstarfsmaður mæti til vinnu áður en 11 klst. lágmarkshvíld er náð, skapastfrítökuréttur, 1½ klst. (í dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem hvíldinskerðist. Ávinnsla frítökuréttar einskorðast ekki við heilar stundir.Starfsmaður á ekki að mæta aftur til vinnu fyrr en að aflokinni 11 klst. hvíldnema hann hafi sérstaklega verið beðinn um það. Mæti starfsmaður eigi aðsíður áður en hann hefur náð hvíldinni, ávinnur hann sér ekki frítökurétt. Samkvæmtþessu ákvæði er það skilyrði frítökuréttar að yfirmaður hafi ákveðið að hagavinnutímanum þannig að starfsmaður nái ekki 11 klst. lágmarkshvíld. Stefnanditilgreinir 76 tilvik á 65 dögum sem hafi skapað honum rétt til frítöku. Hanntelur sig eiga frítökurétt á grundvelli tveggja ákvæða kjarasamningsins í um10 tilvikum. Af þessum 76 tilvikum fallast stefndu á að stefnandi hafi áunniðsér frítökurétt í flestum tilvikum, sé grundvallarskilyrðið uppfyllt, enágreiningur stendur um túlkun ákvæða kjarasamningsins í 19 tilvikum. Þaðtímabil sem krafa stefnanda tekur til er löngu liðið og því getur ekki fariðfram sönnunarfærsla um það hvort stefnandi hafi tekið sérhverja vakt eftirfyrirmælum yfirmanna sinna eða hvort hann hafi þegið tilboð þeirra um yfirvinnuheldur verður að leggja til grundvallar heildarmynd af skipulagi vinnutollvarða á Keflavíkurflugvelli á þessum tíma. VitniðJens Guðbjörnsson hefur starfað við tollgæslu á Keflavíkurflugvelli frá árinu1999. Hann bar að til viðbótar við hefðbundnar tólf tíma vaktir hefðu veriðtvenns konar útköll, annars vegar útköll sem hnýtt voru við skylduvakt ýmistfyrir vakt eða eftir vakt og þá ætíð seinni dag vaktalotu eða seinasta dag efvaktin var þrír dagar. Í kvöldútköllum hafi starfsmenn oft verið á vakt frameftir nóttu. Hins vegar hafi starfsmenn verið kallaðir út á frívakt. Það hafimiklu síður verið gert en að biðja fólk að vera í framhaldi af skylduvakt.Þetta kerfi hafi tíðkast áður en hann hóf störf og hann hafi einfaldlegagengið inn í það. Yfirmaðurá vaktinni hafi reiknað út þörf fyrir aukamannskap, t.d. út frá því hversumargar vélar myndu lenda og hversu margir farþegar væru í þeim. Síðan hefðiverið haft samband við fólk eftir stöðu þess í yfirvinnujöfnunarbókinni. Vitniðbar að vissulega hefði verið hægt að neita því að taka útkall. Starfsmenn hafihins vegar fundið að ætlast væri til þess að þeir mættu á aukavaktir og hafivitað að það var ekki vinsælt af yfirmönnum ef menn færðust undan því að takaþær. Starfsmenn hafi litið svo á að þeim væri skylt að koma á vakt og standaþessa tíma ef hringt var í þá. Þeir hafi einfaldlega unnið ef þeim var sagt aðvinna. Þaðhafi verið vaninn að einhverjir af skylduvaktinni væru áfram á aukavakt. Reynthafi verið að hafa ekki fram eftir þá sem hefðu komið til vinnu fyrir upphafskylduvaktar. Þörfin hafi þó stundum verið svo mikil að einnig þeir hafi þurftað vera áfram eftir að skyldubundinni vakt lauk. Þótt menn væru síður kallaðirút þegar þeir voru á frívöktum hafi starfsmenn komið þá til starfa einnig þegareftir því var kallað. VitniðKarl Henrik Hillers hóf störf við tollgæslu á Keflavíkurflugvelli í apríl 2000.Hann bar að það hefði ráðist af umferðinni um flugvöllinn hversu marga starfsmennhafi þurft á vakt hverju sinni. Það hafi verið hlutverk yfirmanna að meta það.Til þess að hafa nægilega marga hafi fólk verið beðið að koma áður en vakthófst eða beðið að vinna lengur. Fyrir hafi komið að sama starfsfólk hafi þurftað koma áður en skyldubundin vakt hófst og þurft að vinna eftir að henni lauk. Þaðhafi verið haft að leiðarljósi að styðjast sem mest við fólk sem væri hvort eðer á vakt til að taka aukavinnu hvort heldur fyrir eða eftir vakt. Eftir þvísem kostur var hafi verið forðast að kalla út fólk sem var á frívakt en þaðhafi verið gert ef allt annað starfsfólk þraut. Vitnið bar að fyrstu ár hans ístarfi og á því tímabili sem krafa stefnanda tekur til hafi verið algengt aðfólk sem átti að byrja á næturvöktum kl. 19.00 hafi verið kallað út fjórumtímum fyrr og hafi það fyrirkomulag þótt sjálfsagt. Spurðurað því hvort tollverðir hafi sérstaklega óskað eftir því fyrirkomulagi aðtengja útköll við skyldubundnar vaktir bar hann að fyrirkomulagið hafi veriðsvona þegar hann hóf störf. Yfirmenn hafi tilkynnt honum að svona værifyrirkomulagið, enda vildi embættið haga þessu svona og hann hafi gengist undirþað. Það hafi verið forsenda þess að hann fengi einhverja aukavinnu að hannynni eftir þessu kerfi. Hannkvaðst hafa fengið þá skýringu á þessu útkallafyrirkomulagi að embættið teldiþað ódýrari kost að hafa færra fastráðið starfsfólk og láta það sem væri ráðiðfrekar vinna yfirvinnu eða aukavinnu heldur en að fastráða fleiri. Það kostisvo mikið að ráða nýjan tollvörð, þjálfa hann upp og senda í Tollskólann. Vegnakostnaðar við einkennisfatnað, launatengd gjöld og önnur föst gjöld væri munódýrara fyrir embættið að greiða þeim sem fyrir væru yfirvinnu. VitniðKári Gunnlaugssonson yfirtollvörður bar að embætti Tollstjóra hefði í desember2011 hafnað kröfu stefnanda um áunninn frítökurétt því embættið hefði litið svoá að ekki væri uppfyllt það almenna skilyrði frítökunnar, að yfirvinna hefðiverið unnin að beiðni yfirmanns. Aðhans sögn var valið fyrirkomulag yfirvinnu sem var starfsmönnum þóknanlegt.Nokkuð margir þeirra hafi búið á höfuðborgarsvæðinu og þeim hafi þótt þægilegraað vinna þá yfirvinnu sem til stóð í framhaldi af skylduvakt frekar en að fáútkall á frívakt. Þetta kerfi hafi því verið til hagræðingar fyrir starfsmenninaog embættið hafi orðið við ósk þeirra enda hafi varðstjórar og aðalvarðstjórarskipulegt vaktirnar. Þrátt fyrir að þetta hafi verið meginreglan hafistarfsmenn einnig tekið aukavaktir þegar þeir voru í vaktafríi. Allajafna hafi verið nægt starfsfólk á dagvakt en á næturvakt hafi yfirleitt ekkiverið fleiri en tveir á skylduvakt. Hins vegar hafi þurft fjóra til fimm tilþess að afgreiða þær vélar sem voru að koma. Því hafi þurft að hafa tvo tilþrjá starfsmenn á aukavakt á kvöldi og fram eftir. Starfsmönnum hafi veriðboðið að vinna aukavaktir en enginn hafi verið neyddur. Hafi einhverjirafþakkað hafi verið leitað til næsta manns á aukavinnujöfnunarlistanum. VitniðEinar Birgir Eymundsson var deildarstjóri við tollgæsluna á Keflavíkurflugvellifram í apríl 2004. Hann bar að aukavaktir hafi alltaf verið í boði því næturvaktinhafi aldrei verið nógu fjölmenn til þess að anna þeim verkefnum sem þurfti aðvinna á álagstímum, til dæmis í kringum miðnætti. Því hafi alltaf verið einhverjirstarfsmenn á aukavakt. Það hafi verið sniðið að þörfum tollvarða, einkumþeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu, að taka frekar vaktir í tengslum viðskylduvakt heldur en að kalla menn út af frívakt. Varðstjórar hafi raðaðniður á vaktirnar eftir álagi og eftir yfirvinnutímajöfnunni. Ef þeir semröðin var komin að samkvæmt henni hafi ekki getað tekið vakt hafi þeir alltafgetað látið vita. Það hafi enginn verið skikkaður til þess að vinnaaukavaktir. Aðhans sögn var 11 stunda hvíld heilög þegar menn áttu skylduvakt næsta sólarhringá eftir aukavaktarútkalli. VitniðHörður Davíð Harðarson var formaður Tollvarðafélagsins á því tímabili sem hérhefur þýðingu. Hann bar að hann og varaformaður félagsins hefðu átt fund meðsýslumanninum á Keflavíkurflugvelli og aðstoðarmanni sýslumanns, 2002, að hannminnti. Að fundi loknum hefði aðstoðarmaðurinn getið þess að tollvörður hefðikomið að máli við sig og talið sig eiga inni frítökurétt. Félagið hafi litiðsvo á að bærist því formlegt erindi frá þessum tollverði yrði það að fara ímál til að fá réttindin viðurkennd. Formlegt erindi hafi hins vegar ekkiborist á meðan hann var formaður félagsins. Hann bar jafnframt að komið hefðifram í máli sýslumanns við þetta tilefni að embættið hefði ekki fjármuni tilþess að greiða starfsmönnunum bæði yfirvinnulaun fyrir yfirvinnuna og veitaþeim frí í ofanálag. JóhannR. Benediktsson var sýslumaður á Keflavíkurflugvelli og tollstjóri á þvítímabili sem krafa stefnanda tekur til. Hann var spurður að ástæðum þess aðyfirvinna hefði verið tengd við fastar vaktir í stað þess að kalla út þá semsem væru á frívakt. Hann bar að það hefði einkum verið gert vegna þeirra starfsmannaembættisins sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Það hefði verið þeim óhagstætt aðaka til Keflavíkur fyrir fjögurra tíma vakt og því hefði þetta fyrirkomulagorðið fyrir valinu. Yfirmenn hafi af fremsta megni virt það að kalla fólk ekkitil vinnu af frívakt þótt starfsmenn hafi verið skyldugir til að taka útköllþegar til þeirra var leitað. Aðmati dómsins styður þetta frásögn þeirra vitna sem báru að til þess hafi veriðætlast að fastir starfsmenn tækju aukavaktir þegar til þeirra var leitað. Þaðkom fram hjá nánast hverju vitni, fyrrverandi sýslumanni á Keflavíkurflugvelliþeirra á meðal, að embættið hafi reiknað það út að það væri hagstæðara fjárhagslegaað trygga fulla mönnun þeirra verkefna sem embættinu bar að sinna með því aðhafa færra fastráðið fólk en láta það vinna yfirvinnu í stað þess að fastráðafleiri. Hvaðsem líður ágreiningi um það hvort starfsmenn hafi eða hafi ekki getað hafnaðþví að taka aukavakt verður ekki annað séð en að fastráðnir tollverðir hafi áttval um tvennt: að koma á aukavakt annað hvort í framhaldi af skylduvakt eða áfrídegi. Um það verður ekki deilt að fastráðnir starfsmenn voru ekki nógumargir til þess að unnt væri að manna öll verkefni tollgæslunnar á álagstímum ákvöldin og þegar dró nær miðnætti án yfirvinnu enda var það stefna yfirstjórnarembættisins að manna verkefni á þeim álagstímum með því að fá fastráðiðstarfsfólk til að taka stuttar og stundum langar aukavaktir. Dómurinntelur því uppfyllt það skilyrði að aukavaktir, hvort sem það var fyrir upphafskylduvaktar eða í beinu framhaldi af henni, hafi verið unnar að ákvörðun yfirmanns. Málsaðilar deila einkum um túlkun tveggja ákvæðasamningsins um frítökurétt. Annað varðar frítökurétt þegar vakt verður lengrien 16 klst.2.4.5.3 Vinna umfram 16 klst.Hafi starfsmaður unnið samtals meira en 16 klst. á einumsólarhring, þ.e. hverjum 24 klst., miðað við skipulagt/venjubundið upphafvinnudags starfsmanns, án þess að ná 8 klst. samfelldri hvíld, skal starfsmaðurundantekningarlaust fá 11 klst. samfellda hvíld að lokinni vinnu, ánfrádráttar á þeim launum sem hann annars hefði fengið. Frítökuréttur, 1,5klst. (dagvinna) safnast upp fyrir hverja klst. sem unnin var umfram 16 klst. Stefnanditelur að leggja beri þann skilning í lokasetningu greinarinnar að reikna skuli1,5 klst. í frítöku fyrir hverja klst. sem er unnin umfram 16 stundir óháð þvíhvenær viðmiðunarsólarhringur hefst. Þannig eigi til dæmist að telja með 16stundum þær klst. sem eru unnar áður en skyldubundin vakt hefst kl. 7.00 eðakl. 19.00. Stefndutelja að túlka beri ákvæðið þannig að einungis beri að reikna frítökurétt hafistarfsmaður unnið meira en 16 klst. á sólarhring, talið frá skipulögðu upphafivinnudags. Aðmati dómsins verða einstaka setningar í kjarasamningnum ekki lesnar og túlkaðaróháð þeirri heild sem þær standa í. Kjarasamningurinn skiptist í 18 kafla. Sáfyrsti varðar laun, annar vinnutíma, þriðji matar- og kaffitíma, fjórði orlofog svo framvegis. Í kaflanum um vinnutíma er undirkafli, 2.4, sem fjallarsérstaklega um hvíldartíma. Þar er bókuð svofelld meginregla:2.4.2. Daglegur hvíldartími - Um skipulag vinnutímaVinnutíma skal haga þannig að á 24 stunda tímabili,reiknað frá skipulögðu/venjubundnu upphafi vinnudags starfsmanns, fáistarfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið, skal dagleghvíld ná til tímabilsins frá kl. 23:00 til 06:00.Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími á 24klst. tímabili fari umfram 13 klst.Skipulagteða venjubundið upphaf vinnudags - skýring:Sé skipulagt upphaf vinnudags t.d. kl.8:00, skal miða við það tímamark. Hafi starfsmaður á hinn bóginn fastanvinnutíma sem hefst t.d. kl. 20:00, skal sólarhringurinn miðaður við þaðtímamark. Í vaktavinnu er eðlilegt að miða upphaf vinnudags við merktanvinnudag á vaktskrá/varðskrá. Sé ekki um merktan vinnudag að ræða, t.d. aukavaktí vaktafríi, miðast upphafið við tímamörk síðasta merkta vinnudags. Fráþessari meginreglu má þó víkja af ýmsum ástæðum, þeirra á meðal vegna sérstakraaðstæðna:2.4.3.2 Sérstakar aðstæðurVið sérstakar aðstæður er heimilt að stytta samfelldalágmarkshvíld í allt að 8 klst. og lengja vinnulotu í allt að 16 klst.,þ.e.a.s. við ófyrirsjáanleg atvik þegar bjarga þarf verðmætum. Enn fremurþegar almannaheill krefst þess og/eða halda þarf uppi nauðsynlegriheilbrigðis- eða öryggisþjónustu.Sé heimildum til frávika frá daglegum hvíldartíma skv.þessum lið beitt, skal starfsmaður fá samsvarandi hvíld í staðinn. Í beinuframhaldi af slíkri vinnulotu skal veita starfsmanni 11 klst. hvíld á óskertumlaunum sem hann annars hefði fengið. Íkjarasamningum er einnig ákvæði um vikulegan hvíldardag:2.4.4 Vikulegur hvíldardagurÁ hverju 7 daga tímabili skal starfsmaður fá a.m.k. einnvikulegan hvíldardag sem tengist beint daglegum hvíldartíma og skal við þaðmiðað að vikan hefjist á mánudegi. Starfsmaður á þannig að fá 35 klst.samfellda hvíld einu sinni í viku. Að svo miklu leyti sem því verður við komið, skalvikulegur hvíldardagur vera á sunnudegi og starfsmaður fá frí á þeim degi. Þómá stofnun með samkomulagi við starfsmenn sína fresta vikulegum hvíldardegiþar sem sérstakar ástæður gera slík frávik nauðsynleg, þannig að í staðvikulegs hvíldardags komi tveir samfelldir hvíldardagar á hverjum tveimurvikum.Sé sérstök þörf á að skipuleggja vinnu þannig aðvikulegum hvíldardegi sé frestað, skal haga töku hvíldardaga þannig að teknirséu tveir hvíldardagar saman. Afþessum ákvæðum má ráða að hvíldartími á hverjum „viðmiðunarsólarhring“skal nema samfelldum 11 klst. Til þess að tryggja þessa meginreglu má ekki hafareglubundnar fyrir fram ákveðnar vaktir lengri en 13 stundir. Við sérstakaraðstæður má lengja vaktir en þá skal tryggja að starfsmaður fái 11 stunda hvíldað þeim loknum þótt hvíldartíminn gangi inn á næstu skipulögðu vakt og sú hvíldhefur ekki áhrif á greiðslur fyrir vaktina. Þessutil viðbótar skal tryggja starfsmanni einn heilan sólarhring í hvíld á hverjumsjö dögum og hann á að tengja 11 stunda daglegum hvíldartíma þannig að á hverjusjö sólarhringa tímabili nái starfsmaður 35 stunda samfelldri hvíld. Frá þessugrundvallarviðmiði má þó einnig víkja. Innankafla 2.4 um hvíldartíma er grein 2.4.5 um frítökurétt og undirgreinar hennar.Þegar kaflinn um hvíldartíma er lesinn í heild verður ekki annað séð en að 11stunda samfelld dagleg hvíld sé annað kjarnaatriðið. Hún er mæld út frá viðmiðunarsólarhringsem hefst við skipulagt upphaf vinnudags. Hitt kjarnaatriðið er vikulegurhvíldarsólarhringur sem þó skal tengja daglegri hvíld næsta dags á undan.Hvíldardaginn skal reyna að taka innan viðmiðunarviku sem hefst á mánudegi.Frítökurétturinn kemur til kastanna þegar þessi tvö hvíldartímabil nástekki á þeim viðmiðunartíma sem þeim er settur. Þrátt fyrir aðkjarasamningurinn mæli fyrir um daglega hvíld gerir hann einnig ráð fyrir ýmsumsjaldgæfum frávikum:2.4.5.4 Aukinn frítökuréttur vegna samfelldrar vinnuumfram 24 klst.Í þeim sérstöku undantekningartilvikum að starfsmaður vinnisamfellt fullar 24 stundir, skal frítökuréttur aukast þannig að hver heil stundumfram 24 veitir frítökurétt sem er 1,8% lengri en sá frítökuréttur sem næstastund á undan gaf. Íþessari grein kjarasamningsins er ekki horft til viðmiðunarsólarhrings. Þannigkynni starfsmaður að hafa verið kallaður út kl. 19.00 á lokadegi þriggja dagafrívaktar tólf tímum áður en hann átti að hefja skipulagða vakt t.d. kl. 7.00að morgni. Þessum tímum til viðbótar vinnur hann skylduvaktina, 12 tíma, ogtveimur tímum betur. Í því tilviki á samkvæmt orðalagi ákvæðisins ekki aðhorfa til viðmiðunarsólarhringsins, það er hvenær skyldubundna vaktinhófst, heldur telja tímana burtséð frá því viðmiði. Þegarlitið er til orðalags þessarar greinar, orðalags greinar 2.4.5.3 og þeirra tímarammasem kjarasamningurinn setur mælingu hvíldartíma, þ.e. viðmiðunarsólarhringsog viðmiðunarviku, telur dómurinn að lesa verði síðari setningu greinar2.4.5.3 þannig að telja skuli 16 stundirnar frá skipulögðu upphafi hverrarvaktar og fellst hann því á túlkun stefndu á þessu ákvæði kjarasamningsins. Málsaðila greinir einnig á um það hvernig túlka berigrein 2.4.5.5:2.4.5.5. Vinna á undan hvíldardegiVinni starfsmaður skv. ákvörðun yfirmanns það lengi áundan hvíldardegi að ekki náist 11 klst. hvíld miðað við venjubundið upphafvinnudags eða vaktar (sjá skýringaramma í gr. 2.4.2), skal starfsmaður mætasamsvarandi síðar við upphaf næsta reglubundna vinnudags, án frádráttar á þeimlaunum sem hann annars hefði fengið, ella safnast upp frítökuréttur, 1½ klst. ídagvinnu fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Stefnanditelur að túlka beri þessa grein þannig að hafi ekki náðst 11 stunda hvíld áviðmiðunarsólarhring skuli starfsmaður koma þeim stundafjölda síðar á næstuskylduvakt jafnvel þótt hún hefjist ekki fyrr en tveimur eða þremur frídögumsíðar. Stefndutelja hins vegar að ákvæðið veiti ekki frítökurétt nái starfsmaður 35 stundasamfelldri hvíld (11 stunda dagshvíld að viðbættri 24 stunda vikulegri hvíld)þegar í kjölfar þess sólarhrings sem hann nær ekki 11 stunda samfelldri hvíld. Ígrein 2.4.4 mælir kjarasamningurinn fyrir um einn hvíldardag í viku, 24 stundasamfellt frí. Þann hvíldardag skal þó tengja beint daglegum hvíldartíma næstadags á undan þannig að samfelld hvíld verði 35 stundir. Einsog áður greinir verður ekki annað séð, þegar kafli kjarasamningsins um hvíldartímaer lesinn í heild, en að frítökuréttur sé viðbrögð við þeim aðstæðum að ekki erhægt að veita starfsmönnum hina reglubundnu daglegu hvíld eða hina vikulegusólarhringshvíld. Umbun fyrir yfirvinnu felst í yfirvinnukaupi þar tilyfirvinnan er farin að ganga á umsaminn lágmarkshvíldartíma. Þegar svo er komiðveitir yfirvinnan starfsmanninum, til viðbótar við yfirvinnukaupið, rétttil frís sem hann má taka síðar, margnefndan frítökurétt. Hvíldar- og frítímistarfsmannsins er grundvallarviðmiðið enda er einungis heimilt að breytaþriðjungi frítökuréttarins í fjárgreiðslu.2.4.5.8 Greiðsla hluta frítökuréttarHeimilt er að greiða út ½ klst. (í dagvinnu) af hverri 1½klst. sem starfsmaður hefur áunnið sér í frítökurétt, óski hann þess. Þareð ekki verður annað séð en frítökuréttur sé viðbrögð við því að starfsmaðurnær ekki lágmarkshvíld, eins og hún er skilgreind í kjarasamningnum, fellst dómurinná þá túlkun stefndu á grein 2.4.5.5 að nái starfsmaður lágmarkshvíldartíma,35 stundum, áður en hann á að mæta á næstu skylduvakt veiti grein 2.4.5.5honum ekki frítökurétt. Stefnandibar því ekki við að útreikningur stefndu á frítökurétti væri rangur, yrðifallist á túlkun þeirra á kjarasamningnum. Þar eð dómurinn hefur fallist átúlkun stefndu á báðum þeim ákvæðum kjarasamningsins sem málsaðilar deildu umverður fallist á að stefnandi eigi frítökurétt í samræmi við útreikningstefndu. Stefndu bera því við að stefnandi hafi glatað réttisínum fyrir tómlæti. Stefndi, íslenska ríkið, samdi þannig við TollvarðafélagÍslands að frítökuréttur fyrnist ekki:2.4.5.9 Uppgjör við starfslokVið starfslok skal ótekinn frítökuréttur gerður upp meðsama hætti og orlof. Frítökuréttur fyrnist ekki. Viðþetta setti stefndi ekki neina fyrirvara. Stefndu ganga út frá því að stefnandihafi verið fastráðinn sem tollvörður 27. maí 2003, fyrst hjá embætti Sýslumannsinsá Keflavíkurflugvelli en síðar hjá embætti Tollstjóra með sömu starfsstöð. Þaðvinnuréttarsamband hefur ekki rofnað frá þeim tíma. Af þessum sökum þykjastefndu ekki geta borið fyrir sig að stefnandi hafi sýnt tómlæti við að gæta réttarsíns. Stefndilítur svo á að vinnuréttarsambandið hafi staðið órofið frá því hann hóf störfsem afleysingamaður fyrst sumarið 2001 og aftur sumarið 2002. Að mati dómsinser ótvírætt að vinnuréttarsambandið rofnaði þegar stefnandi fór í nám haustið2001 og haustið 2002. Þá lauk hann störfum hjá embættinu í skilningi greinar2.4.5.9 og hefði átt að fá áunninn frítökurétt gerðan upp á sama hátt og orlof.Réttur hans til frítöku við sumarafleysingar breyttist því í rétt tilfjárgreiðslu. Súfjárkrafa sem stefnandi á rétt á vegna afleysinga að sumri til 2001 og 2002 varlöngu fyrnd þegar þetta mál var höfðað. Því þykir ekki koma til greina að teljarétt hans til frítöku frá fyrra tímabili en 27. maí 2003 þegar hann var, aðsögn stefnanda, fastráðinn tollvörður. Það getur ekki haft áhrif á fyrningufjárkröfunnar að stefnandi hafi ekki gert sér grein fyrir þessum rétti sínumvegna þess að embættið fylgdi ekki þeim fyrirmælum greinar 2.4.5.6 að tilgreinafrítökurétt á launaseðlum tollvarða á þessum tíma. Stefndubyggja loks á því að verði talið að stefnandi hafi áunnið sér rétt til frítökuhafi hann þegar tekið, á tímabilinu sem dómkrafa hans spannar, 270 klst. frísem sé merkt sem „Á“ í tímaskráningarkerfið Tímameistarann. Það frí beri aðdraga frá lengd þess frítíma sem hann hafi áunnið sér. Stefnandigerði ekki neina grein fyrir því hvaða frí þetta kynni að vera. Stefndi,Tollstjóri, hefur hins vegar ætíð hafnað því að stefnandi hafi áunnið sérnokkurn frítökurétt á grundvelli kjarasamningsins. Hann getur því ekki haldiðþví fram að hann hafi veitt stefnanda leyfi á grundvelli þeirra ákvæða. Þar eðekkert liggur fyrir um ástæður þess leyfis sem stefnandi fékk, en það er hvorkiskilgreint sem orlof, veikindi né fæðingarorlof, verður sá frítími ekkidreginn frá þeim tíma sem stefnandi hefur að mati dómsins áunnið sér. Dóminumtelst til, út frá útreikningum stefndu, að stefnandi hafi áunnið sér frá 27.maí 2003 til 11. desember 2005, 250,72 klst. frítökurétt. Stefnandihefur því í aðalatriðum fengið dómkröfu sinni framgengt. Með vísan til þess, 1.mgr. 130. gr. og 1. mgr. 132. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, ber að dæma stefndu til þess aðgreiða honum óskipt málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.400.000 krónurog hefur við ákvörðun fjárhæðarinnar verið tekið tillit til skyldu stefnandatil þess að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. IngiríðurLúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp þennan dóm.D Ó M s o r ð Viðurkennter að stefnandi, Ingvi Steinn Jóhannsson, hafi áunnið sér 250,72 klst.frítökurétt samkvæmt grein 2.4.5 í kjarasamningi Tollvarðafélags Íslands ogfjármálaráðherra vegna starfa sinna hjá embætti Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelliá tímabilinu 27. maí 2003 til og með 11. desember 2005. Stefndu,íslenska ríkið og Tollstjóri, greiði stefnanda óskipt 1.400.000 kr. í málskostnað. |
Mál nr. 831/2017 | Kærumál Gjafsókn Málskostnaður | Æ kærði úrskurð héraðsdóms og krafðist þess að fjárhæð málflutningsþóknunar lögmanns hans vegna gjafsóknar í héraði yrði ákveðin hærri en gert var í hinum kærða úrskurði. Í dómi Hæstaréttar kom fram að tímaskýrsla lögmanns Æ væri trúverðug miðað við umfang málsins og var því fallist á að hækka gjafsóknarþóknun hans. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, BenediktBogason og Greta Baldursdóttir.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. desember 2017, enkærumálsgögn bárust réttinum 10. janúar 2018. Kærður er úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur 13. desember 2017, þar sem leyst var úr ágreiningi aðila ummálskostnað og kveðið á um gjafsóknarkostnað stefnanda í máli þeirra sem aðöðru leyti var lokið með dómsátt. Kæruheimild var í g. lið 1. mgr. 143. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega aðhonum verði dæmdur gjafsóknarkostnaður að skaðlausu samkvæmtmálskostnaðarreikningi en til vara að þóknunin verði ákveðin að mati réttarins.Þá krefst hann kærumálskostnaðar.Varnaraðilinn Sjúkratryggingar Íslands krefst aðallega kærumálskostnaðar entil vara að hann verði felldur niður.Varnaraðilinn, íslenska ríkið, krefst þess að kærumálskostnaður verðifelldur niður.Sóknaraðili styður kröfu sína um hækkun gjafsóknarkostnaðar við tímaskýrslulögmanns hans en samkvæmt henni varði hann 89,25 útseldum stundum til málsins.Tímaskýrsla þessi er trúverðug miðað við umfang málsins og er fallist á aðhækka beri gjafsóknarþóknun lögmanns sóknaraðila á þann veg sem í dómsorðigreinir.Rétt er að kærumálskostnaður falli niður.Dómsorð:Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, Ævars Guðmundssonar, í héraði greiðist úrríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Jóhannesar Alberts Sævarssonar,1.800.000 krónur.Kærumálskostnaður fellur niður.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13.desember 2017Mál þetta, sem vartekið til úrskurðar í dag, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af ÆvariGuðmundssyni, Kirkjubraut 21, Seltjarnarnesi á hendur Sjúkratryggingum Íslandsog íslenska ríkinu, með stefnu birtri 18. júní 2015.Stefnandi krefst viðurkenningar á bótaskyldu beggja stefnduvegna tjóns er hann varð fyrir vegna mistaka starfsfólks FSA við greiningu ogmeðferð hinn 22. júní 2009 í kjölfar höfuðáverka er hann hlaut. Þá krefststefnandi málskostnaðar eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda ogmálskostnaður úr hans hendi.Sátt hefur tekist með málsaðilum um annað en málskostnað.Stefnandi gerir kröfu um málskostnað sér til handa úr hendi stefndu eins og málþetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndu mótmæla málskostnaðarkröfunni.Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður milli aðila falliniður og hvor aðili beri sinn hluta kostnaðar af málinu. Gjafsóknarleyfi stefnanda er frá 9. nóvember 2015. Því greiðistallur kostnaður þess úr ríkissjóði. Þegar málið er virt í heild sinni,meðferð þess og umfang, þykir málflutningsþóknun lögmanns stefnanda hæfilegametin svo sem greinir í úrskurðarorði. Er þá ekki tekið tillit tilvirðisaukaskatts.Ú r s k u r ð a r o r ð:Málskostnaður milli aðila fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úrríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Jóhannesar AlbertsSævarssonar hrl., 990.000 krónur. |
Mál nr. 823/2017 | Kærumál Fjárnám Sakarkostnaður | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fjárnámi hjá A að kröfu S vegna innheimtu á sakarkostnaði var breytt á þann hátt að upphæðin sem það náði til var lækkuð. A reisti málatilbúnað sinn á því að hann hefði hvorki eignir né tekjur til að standa straum af þeim sakarkostnaði sem honum hefði verið gert að greiða og við fjárnámið hefði því verið lýst yfir að hann væri eignalaus. Af þeim sökum taldi hann að falla bæri frá meginhluta kröfu á hendur honum um greiðslu kostnaðarins, sbr. 2. mgr. 221. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í dómi Hæstaréttar kom fram að á grundvelli gagna málsins hefði ekki verið leitt í ljós að fjárhagur A væri með því móti að falla bæri frá kröfu á hendur honum um greiðslu sakarkostnaðarins. Væru því ekki efni til að taka til greina kröfu hans um að fjárnáminu yrði breytt. | Dómur Hæstaréttar.Málþetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Benedikt Bogason og KarlAxelsson.Sóknaraðiliskaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. desember 2017, en kærumálsgögn bárustréttinum 4. janúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. desember2017 þar sem fjárnámi, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði 20. febrúar2017 hjá varnaraðila eftir kröfu sóknaraðila, var breytt á þann hátt að það næðitil 2.000.000 króna í stað 22.624.101 krónu. Kæruheimild var í 3. mgr. 95. gr.laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnt fjárnám verðilátið standa óbreytt. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.Varnaraðilikrefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.IMeðákæru sérstaks saksóknara 15. mars 2013 var höfðað mál á hendur varnaraðila ogþremur öðrum mönnum. Með héraðsdómi […] 2014 var varnaraðili sýknaður af kröfumákæruvaldsins og málsvarnarlaun verjenda hans, samtals að fjárhæð 14.829.080krónur, felld á ríkissjóð. Með dómi Hæstaréttar […] 2016 í máli nr. […] varvarnaraðili hins vegar sakfelldur fyrir brotið og dæmdur til refsingar.Jafnframt var varnaraðila gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna eins ogþau voru ákveðin í héraði. Til viðbótar var varnaraðila gert að greiða7.440.000 krónur vegna málsvarnarlauna verjanda síns fyrir Hæstarétti. Loks varvarnaraðila gert að greiða óskipt með öðrum ákærðu 1.420.084 krónur, ensóknaraðili lítur svo á að varnaraðila beri að greiða fjórðungshlut af þeirrifjárhæð, 355.021 krónu, og því samtals 22.624.101 krónu vegna sakarkostnaðar.Svosem greinir í hinum kærða úrskurði kom krafan á hendur varnaraðila um greiðslusakarkostnaðarins til innheimtu hjá sóknaraðila 14. mars 2016 og munvarnaraðila hafa verið sent innheimtubréf daginn eftir. Er bréfaskiptum aðila íkjölfarið lýst í úrskurðinum, en þeim lauk með tölvupósti lögmanns varnaraðila 24.maí 2016 þar sem sóknaraðila var tilkynnt að engar greiðslur yrðu inntar afhendi upp í sakarkostnaðinn og yrði tekið til varna ef krafist yrði fjárnámsfyrir honum.Meðaðfararbeiðni sóknaraðila 18. janúar 2017 var þess krafist að gert yrði fjárnámhjá varnaraðila fyrir áðurgreindum sakarkostnaði að fjárhæð 22.624.101 króna ogtók sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu beiðnina fyrir 20. febrúar sama ár. Afhálfu varnaraðila var mætt við gerðina og því mótmælt að hún færi fram með þeimrökum að óheimilt væri að innheimta hærri sakarkostnað hjá honum en sem næmi2.000.000 krónum. Sýslumaður féllst ekki á þessi andmæli og lauk gerðinni ánárangurs á grundvelli yfirlýsingar um eignaleysi varnaraðila. Með bréfi 23.mars 2017 krafðist varnaraðili úrlausnar héraðsdóms um gerðina og gekk hinn kærðiúrskurður af því tilefni.IIVarnaraðilireisir málatilbúnað sinn á því að hann hafi hvorki eignir né tekjur til aðstanda straum af þeim sakarkostnaði sem honum var gert að greiða meðfyrrgreindum dómi. Af þeim sökum telur hann að falla beri frá meginhluta kröfuá hendur honum um greiðslu kostnaðarins, sbr. 2. mgr. 221. gr. laga nr. 88/2008um meðferð sakamála.Samkvæmtskattframtölum varnaraðila frá árunum 2008 til 2017 var hann með 9.429.998krónur í launatekjur á árinu 2007, 9.292.143 krónur 2008, 5.497.746 krónur2009, 6.228.305 krónur 2010, 7.270.905 krónur 2011, 8.648.272 krónur 2012,8.949.058 krónur 2013, 9.746.846 krónur 2014, 10.111.092 krónur 2015 og11.535.166 krónur 2016. Loks hefur varnaraðili lagt fram yfirlit um útborguðlaun á árinu 2017 og námu þau samtals 6.879.016 krónum.Ígögnum málsins kemur fram að varnaraðili og eiginkona hans keyptu 22. ágúst2008 í jöfnum hlutum fasteignina […] í Kópavogi. Með kaupmála 27. maí 2013 var öllfasteignin gerð að séreign eiginkonunnar. Þar kom jafnframt fram að þau bærusameiginlega ábyrgð á veðskuldum, sem hvíldu á eigninni, eftir efni þeirra.Kaupmálinn var móttekinn til skráningar í kaupmálabók 19. júní 2013 og honumvar þinglýst 9. febrúar 2016. Samkvæmt skattframtali varnaraðila 2017 varfasteignamat eignarinnar 57.650.000 krónur í árslok 2016, en eftirstöðvarskulda vegna hennar 27.887.718 krónur.IIIEftir 2. mgr. 221. gr. laga nr. 88/2008 ber aðfalla frá kröfu á hendur sakfelldum manni um greiðslu sakarkostnaðar ef hannhefur hvorki eignir né tekjur til að standa straum af honum. Einnig segir í c.lið 3. mgr. 6. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lögnr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, að hver sá sem borinn er sökum umrefsiverða háttsemi skuli fá ókeypis lögfræðiaðstoð ef hann hefur ekki nóg fétil að greiða fyrir hana og það er nauðsynlegt vegna réttvísinnar.Samkvæmtþví sem hér hefur verið rakið hefur varnaraðili um árabil verið með talsverðartekjur. Að því er varðar eignir er þess að gæta að við fjárnámið hjávarnaraðila 20. febrúar 2017 var því lýst yfir að hann væri eignalaus. Hann hafðihins vegar með kaupmála 27. maí 2013 ráðstafað hlut sínum í fasteign tileiginkonu sinnar. Með því var ekki aðeins eignarhaldið fært til hennar heldurbar varnaraðila áfram sameiginlega ábyrgð með henni á skuldum sem hvíldu áeigninni. Þegar kaupmálinn var gerður hafði fyrrgreint sakamál verið höfðað áhendur varnaraðila með ákæru 15. mars 2013. Af þeim sökum gat sóknaraðili,eftir 1. mgr. 94. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsingar, freistað þess aðleita fullnustu með fjárnámi í hluta fasteignarinnar, sem hefði án kaupmálansverið í eigu varnaraðila. Að þessu gættu hefur ekki verið leitt í ljós aðfjárhagur hans sé með því móti að falla beri frá kröfu á hendur honum umgreiðslu sakarkostnaðarins. Eru því ekki efni til að taka til greina kröfu hansum að fjárnáminu verði breytt.Varnaraðilaverður gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað semverður ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Fjárnám,sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði 20. febrúar 2017 hjá varnaraðila, A,að kröfu sóknaraðila, sýslumannsins á Norðurlandi vestra, skal standa óbreytt.Varnaraðiligreiði sóknaraðila samtals 750.000 krónur í málskostnað í héraði ogkærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness þriðjudaginn 12. desember2017Með tilkynningu, sem móttekin var hjáHéraðsdómi Reykjaness 23. mars 2017, krafðist sóknaraðili, með heimild í 1.mgr. 92. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, úrlausnar héraðsdóms um aðfarargerðsýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem fram fór 20. febrúar 2017. Málið varþingfest 19. maí 2017 og tekið til úrskurðar 16. nóvember 2017. Sóknaraðili er A,[…], Kópavogi, en varnaraðili er sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra. Sóknaraðili krefst þess að felldverði úr gildi aðfarargerð varnaraðila sem fram fór án árangurs 20. febrúar2017 og að lagt verði fyrir varnaraðila að gera aðeins fjárnám til tryggingar ágreiðslu kröfu gerðarbeiðanda að fjárhæð 2.000.000 króna að hámarki. Þá krefstsóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Dómkröfur varnaraðila eru þær aðárangurslaust fjárnám, sem gert var þann 20. febrúar 2017 hjá sýslumanninum áhöfuðborgarsvæðinu í aðfararmáli nr. 2017-001444, fyrir kröfu að fjárhæð22.624.101 króna, verði staðfest. Þá er þess krafist að sóknaraðila verði gert að greiðavarnaraðila málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. IMálsatvikeru þau að þann […] 2016 gekk í Hæstarétti Íslands dómur í sakamáli meðmálsnúmerið […] en þar var sóknaraðili dæmdur í 9 mánaða fangelsi. Þá varsóknaraðili jafnframt dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjanda árannsóknarstigi, í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 22.269.080 krónur, svoog óskiptan sakarkostnað með öðrum dómþolum fyrir Hæstarétti, 1.420.084 krónur.Sakarkostnaðarkrafa til innheimtu hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestrasamanstendur af fyrrgreindum málsvarnarlaunum, 22.269.080 krónum, og fjórðungióskipta sakarkostnaðarins, 355.021 krónu, eða sem nemur samtals 22.624.101krónu. Sakarkostnaðarkrafankom til innheimtu 14. mars 2016. Þann 15. mars 2016 var sóknaraðila sentinnheimtubréf þar sem skorað var á hann að greiða eða semja um greiðslusakarkostnaðar innan 15 daga, ella mætti hann vænta þess að innheimtu yrði framhaldið með aðför. Þann 23. mars 2016 barst varnaraðila tölvubréf frá lögmannisóknaraðila þar sem óskað var eftir fresti til 15. apríl 2016 til að setja framtillögu um uppgjör fyrir hans hönd. Var sá frestur veittur. Þá barst að nýjutölvubréf frá lögmanninum þann 8. apríl þar sem óskað var eftir að frestur yrðiframlengdur til 15. maí 2016 og var einnig orðið við því. Þann 13. maí 2016barst með tölvubréfi frá lögmanninum beiðni um niðurfellingusakarkostnaðarkröfunnar gegn greiðslu að fjárhæð 2.000.000 króna með vísan til2. mgr. 221. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Erindinu fylgdibráðabirgðagreiðslumat hjá Landsbanka, stöðuyfirlit úr heimabanka, dags. 2. maí2016, lánsloforð frá Landsbanka að fjárhæð 2.000.000 króna, dags. 10. maí 2016,kaupmáli hjónanna A og B, dags. 27. maí 2013, ogskattframtöl áranna 2007-2010 og 2012-2015. Varnaraðili svaraði erindinu meðtölvubréfi til lögmanns sóknaraðila þar sem erindinu var hafnað. Varsóknaraðila boðið að greiða 100.000 krónur á mánuði í 12 mánuði frá og með júní2016 og yrði samningur endurskoðaður að þeim tíma liðnum. Miðað var viðgreiðslugetu sóknaraðila samkvæmt framlögðu bráðabirgðagreiðslumati. Lögmaðursóknaraðila svaraði með tölvubréfi þann 23. maí 2016 þar sem hann skoraði áembættið að endurskoða afstöðu sína. Var niðurstaða innheimtuaðila ítrekuð meðtölvupósti sama dag og lögmanni sóknaraðila bent á að kæra ákvörðun embættisinstil innanríkisráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.Þann 24. maí barst tölvupóstur frá lögmanni sóknaraðila þar sem tilkynnt var aðekki yrðu inntar af hendi neinar greiðslur til embættisins og tekið yrði tilvarna í aðfararmáli. Þann18. janúar 2017 sendi varnaraðili aðfararbeiðni til sýslumannsins áhöfuðborgarsvæðinu vegna vangoldins sakarkostnaðar að fjárhæð 22.624.101 króna.Var beiðnin tekin fyrir þann 20. febrúar 2017, aðfarargerð nr. 2017-001444.Mætt var af hálfu gerðarþola og því mótmælt að gerðin næði fram að ganga.Fyrirsvarsmaður gerðarbeiðanda krafðist þess að gerðin færi fram og vargerðinni lokið án árangurs með vísan til 8. kafla laga nr. 90/1989.IISóknaraðili byggir á því að hann haldilátlaust heimili með eiginkonu sinni og hafi þrjú börn á sinni framfærslu.Sóknaraðili þiggi hæfileg laun fyrir störf sín sem nýtist til framfærsluheimilisins og greiðslu af fasteignaskuldbindingum en hann beri sameiginlegaábyrgð með eiginkonu sinni á húsnæðisskuldum sem hvíli á fasteigninni að […].Sú fasteign sé hins vegar séreign hennar. Sóknaraðila skorti því bolmagn tilþess að greiða sakarkostnaðinn í heild sinni og tekjur hans eða eignir hrökkviekki til greiðslu hans. Þessu til stuðnings hafi gerðarbeiðandi lagt framítarleg gögn um fjármál sín og eiginkonu sinnar. Sóknaraðili hafi átt í lönguviðskiptasambandi við Landsbankann og bankinn sé reiðubúinn að veita gerðarþolalán án trygginga að hámarki sem nemi 2.000.000 króna. Þetta sé þó háð því aðfyrir liggi að engar frekari kröfur verði gerðar á hann um greiðslusakarkostnaðar. Sóknaraðili eigi engar eignir sem geti verið andlag tryggingarí því skyni að afla honum frekari fjármögnunar til greiðslu sakarkostnaðar. Súfjármögnun sem standi sóknaraðila til boða endurspegli mat viðskiptabanka hansá fjárhæð þeirrar hámarksskuldar sem hann geti staðið undir að teknu tillititil núverandi skulda hans og þeirrar óvissu sem ríki eðli máls samkvæmt umframtíðartekjuöflun hans. Þessu mati hafi ekki verið hnekkt.Sóknaraðili byggir á að innheimtasakarkostnaðar hjá honum umfram 2.000.000 króna teljist andstæð 2. mgr. 221.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Telur gerðarþoli einsýnt, m.t.t.þeirra gagna sem liggja fyrir, að greiðslugeta hans sé ekki meiri en 2.000.000króna. Sóknaraðili byggir á því að falla beri frá kröfu á hendur sakfelldummanni um greiðslu sakarkostnaðar þegar „nægilega ljóst“ liggi fyrir að hannhafi „hvorki eignir né tekjur“ til að standa straum af kostnaðinum, sbr.tilvitnað ákvæði sakamálalaga. Telur sóknaraðili ljóst af þeim gögnum, sem lögðvoru fyrir sóknaraðila, að greiðslugeta hans takmarkist við 2.000.000 króna oginnheimta sakarkostnaðar umfram þá fjárhæð skuli felld niður með vísan til 2.mgr. 221. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.Jafnframt vísar sóknaraðili til þess að hanneigi rétt til þess samkvæmt 70. gr. stjórnarskrár og 1. mgr. og c-lið 3. mgr.6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, að fá notiðlögfræðiaðstoðar við varnir í sakamáli sem sé honum ókeypis. Varnaraðila hafi því verið óheimilt aðkrefjast fjárnáms fyrir hærri fjárhæð en 2.000.000 króna. Að því leyti hafiekki verið fullnægjandi grundvöllur fyrir þeirri aðfarargerð sem fór fram.Hefði varnaraðili hins vegar látið við það sitja að krefjast aðfarar fyrirgreiðslu að hámarki 2.000.000 króna hefði aðstaða gerðarþola til að varnafjárnáminu verið allt önnur en raun bar vitni. Beri því nauðsyn til að fellahina umdeildu aðfarargerð úr gildi og leggja fyrir sýslumann að framkvæma hanaá nýjan leik en miðað við lögmætar forsendur.Kröfu um málskostnað byggir gerðarþoli á 1.mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 94. gr. laga nr.90/1989 um aðför. IIIKrafavarnaraðila er á því byggð að endanlegur dómur um skyldu til greiðslusakarkostnaðar liggi fyrir með dómi Hæstaréttar í máli nr. […] og sé dómurinnsjálfur gild aðfararheimild, sbr. 1. tl. 1. mgr. aðfararlaga nr. 90/1989. Komifram í 1. mgr. 93. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 að innheimta megiógreiddan sakarkostnað með aðför, hafi hann hvorki verið greiddur né um hannsamið á tilskildum tíma, sbr. 87. gr. laganna. Þá komi fram sú meginregla í 1.mgr. 221. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 að sakarkostnað samkvæmtdómi, úrskurði eða viðurlagaákvörðun skuli innheimta hjá sakfelldum manni,eftir atvikum með fjárnámi og nauðungarsölu.Undantekningarákvæði2. mgr. 221. gr. sakamálalaga beri aðtúlka þröngt samkvæmt almennum lögskýringarreglum. Hafi viðmiðunarreglur veriðsettar af hálfu innanríkisráðuneytisins sem horfa beri til við mat á því hvortfella beri niður sakarkostnað á grundvelli ákvæðisins. Segi þar í 2. gr. að viðmat á því hvort sakarkostnaður verði felldur niður skuli miða við að stofn tilútreiknings tekjuskatts og útsvars, fjármagnstekjur og aðrar tekjur, þ.m.t.skattfrjálsar tekjur, nemi ekki hærri fjárhæð en samtals 2.400.000 króna. Hækkaskuli þessa viðmiðunarfjárhæð um 290.000 krónur fyrir hvert barn undir 18 áraaldri.Affyrirliggjandi gögnum megi ráða að meðaltekjur sóknaraðila hafi á árunum2014-2015 verið 9.431.612 krónur en varnaraðili hafi ekki upplýsingar um tekjurársins 2016. Þá liggi frammi greiðslumat útbúið af sóknaraðila sjálfum þar semfram komi að greiðslugeta hans sé ríflega 100.000 krónur á mánuði sem komiðgætu til mánaðarlegra afborgana af sakarkostnaðarkröfu. Lánsloforð Landsbankaum 2.000.000 króna til 5 ára þyki vart sýna fram á að sóknaraðili hafi ekkifjárhagslegt bolmagn til að standa straum af greiðslu sakarkostnaðar umframumræddar 2.000.000 króna, né önnur gögn sem lögð hafa verið fram af hálfusóknaraðila. Sýni þau öðru fremur fram á að sóknaraðili geti í reynd reitt afhendi mánaðarlegar afborganir um fyrirsjáanlega framtíð. Hafa beri í huga aðsakarkostnaður beri hvorki vexti né verðbætur og muni hver afborgun því komatil lækkunar höfuðstóls. Í 2. mgr. 87. gr. laga um fullnustu refsinga nr.15/2016 komi fram að heimilt sé að sakarkostnaður sé greiddur með afborgunum.Almennt skuli þó ekki veita lengri greiðslufrest en eitt ár en heimilt sé aðveita lengri greiðslufrest séu sérstakar aðstæður fyrir hendi. Í greinargerðmeð ákvæðinu komi m.a. fram að horft skuli til þess að veiting lengrigreiðslufrests geti aukið líkur á greiðslu til muna. Eigi það við í máli þessuog því rétt að heimila lengri greiðslufrest en eitt ár verði eftir því leitað.Í ljósi framangreinds séu ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr. 221. gr. tilniðurfellingar sakarkostnaðar í málinu, jafnvel þótt sakarkostnaðarkrafa sénokkuð há og tíma muni taka að greiða hana að fullu. Réttsé að fram komi að sóknaraðili í máli þessu geti á hverjum tíma sótt umniðurfellingu sakarkostnaðar að nýju, breytist tekjur hans eða aflahæfi íframtíðinni, og verði slík umsókn metin sjálfstætt á grundvelli þeirra gagnasem þá verði lögð fram. Vangaveltur um það hverjar tekjur hans kunni að verða íframtíðinni, og þá óvissu sem ríkja kunni um getu hans til framtíðar til aðgreiða af kröfunni, séu því ótímabærar og hafi ekki áhrif á getu hans nú til aðstanda straum af greiðslu sakarkostnaðar með mánaðarlegum afborgunumendurskoðuðum árlega með tilliti til tekna og eigna á hverjum tíma.Meðhliðsjón af framangreindu beri því að hafna kröfu sóknaraðila og staðfestaárangurslaust fjárnám það sem gert var þann 20. febrúar 2017 hjá sýslumanninumá höfuðborgarsvæðinu í aðfararmáli nr. 2017-001444 fyrir kröfu varnaraðila aðfjárhæð 22.624.101króna.Um lagarök vísar varnaraðili til 1. tl. 1. mgr. 1. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, 2. mgr.87. gr. og 1. mgr. 93. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 og 1. mgr. og2. mgr. 221. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Varðandi kröfu um málskostnaðer vísað til ákvæða 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.IVMálavextir eru óumdeildir. Með dómi Hæstaréttar […]2016 hlaut sóknaraðili refsidóm og var jafnframt dæmdur til greiðslusakarkostnaðar að fjárhæð 22.624.101 króna. Sá kostnaður er til innheimtu hjávarnaraðila sem gerði fjárnám án árangurs hjá sóknaraðila 20. febrúar 2017.Sóknaraðili ber nú gildi hinnar árangurslausu aðfarargerðar undir dóm meðheimild í V. þætti laga nr. 90/1989 um aðför og telur að hann hafi hvorkieignir né tekjur til að standa straum af greiðslu þessa kostnaðar. Krefst hannþess að aðfarargerðin verði felld úr gildi og lagt verði fyrir sýslumann aðgera aðeins fjárnám hjá sóknaraðila til tryggingar á greiðslu að fjárhæð2.000.000 króna að hámarki. Í c. lið 3. mgr. 6. gr. laga nr. 62/1994 ummannréttindasáttmála Evrópu segir að hver sá sem borinn sé sökum um refsiverðaháttsemi eigi að fá að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda aðeigin vali. Hafi hann ekki fengið nóg fé til að greiða lögfræðiaðstoð skulihann fá hana ókeypis ef það er nauðsynlegt vegna réttvísinnar. Í 2. mgr. 221.gr. sakamálalaga nr. 88/2008 segir að ef nægilega liggi ljóst fyrir aðsakfelldur maður hafi hvorki eignir né tekjur til að standa straum afsakarkostnaði, sem honum hefur verið gert að greiða, beri að falla frá kröfum áhendur honum um greiðslu kostnaðarins. Sóknaraðili hefur lagt fram gögn varðandi fjárhagsinn, m.a. skattframtöl síðustu ára og greiðslumat Landsbankans hf. þar semgreiðslugeta hans er metin, að teknu tilliti til launa, framfærslu og afborganaaf lánum. Sóknaraðili heldur heimili ásamt eiginkonu sinni og þremur ungumbörnum. Hann á ekki fasteign en hefur góðar mánaðarlegar tekjur en skuldarnokkuð. Niðurstaða greiðslumatsins er sú að bankinn er reiðubúinn til að veitasóknaraðila lán án tryggingar að hámarki að fjárhæð 2.000.000 króna. Við mat áþví hvort sóknaraðili hafi bolmagn til að greiða dæmdan sakarkostnað verður aðhafa hliðsjón af mánaðarlaunum hans eins og þau hafa verið undanfarið, takatillit til afborgana af lánum, framfærslukostnaðar og annarra nauðsynlegra útgjaldameð hliðsjón af fjárhæð kröfunnar. Ljóst er að sóknaraðili er ekki í stakkbúinn til að greiða skuldina með afborgunum í eitt ár eða á nokkrum árum einsog ákvæði 2. mgr. 87. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga heimila þarsem sakarkostnaðurinn er verulega umfram það sem almennt tíðkast í sakamálum.Miðað við núverandi fjárhagslega getu sóknaraðila samkvæmt greiðslumatiLandsbankans hf. og miðað við þá fjarhæð sem sóknaraðili er aflögufær um ámánuði, tæki það sóknaraðila um tvo áratugi að greiða skuldina. Þegarframangreint er virt verður fallist á með sóknaraðila að nægilega ljóst liggifyrir í skilningi 2. mgr. 221. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 að hann sé ekki ístakk búinn, eigi hvorki eignir né hafi tekjur,til að standa straum af sakarkostnaði þeim sem hann var dæmdur til að greiðameð dómi Hæstaréttar. Dómkrafa sóknaraðila er um að aðfarargerðin verðifelld úr gildi og að lagt verði fyrir sýslumann að framkvæma aðeins fjárnám tiltryggingar á greiðslu kröfu varnaraðila að fjárhæð 2.000.000 króna að hámarki.Samkvæmt því og samkvæmt framansögðu verður fjárnámsgerðinni breytt á þann vegað hún nái til 2.000.000 króna. Eftir þessari niðurstöðu verður varnaraðiliúrskurðaður til að greiða sóknaraðila 350.000 krónur í málskostnað og hefur þá ekkiverið tekið tillit til reglna um virðisaukaskatt. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurðþennan.ÚrskurðarorðFjárnámsgerð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 20.febrúar 2017 í máli nr. 2017-001444 er breytt á þann veg að að hún skal ná til2.000.000 króna. Varnaraðili, sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra,greiði sóknaraðila, A, 350.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 856/2017 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var beiðni Í ehf. og B um dómkvaðningu matsmanna með vísan til þess að matsgerð væri bersýnilega tilgangslaus fyrir úrlausn málsins. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, ÓlafurBörkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.Sóknaraðili skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 22. desember2017, en kærumálsgögn bárust réttinum 5. janúar 2018. Kærður er úrskurðurHéraðsdóms Austurlands 12. desember 2017, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðilaum dómkvaðningu matsmanna. Kæruheimild var í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr.91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að héraðsdómara verðigert að dómkveðja matsmenn í samræmi við matsbeiðni sína. Þá krefjast þaukærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar ogkærumálskostnaðar. Varnaraðilar hafa 12. janúar 2018 skilað málsgögnum af sinnihálfu.Varnaraðilar höfðuðu mál þetta fyrir héraðsdómi 25. október 2016 ogkrefjast þess að sóknaraðilanum, Ís og ævintýri ehf., verði að viðlögðumdagsektum, gert að fjarlægja svefnskála með tilgreindu fastanúmeri af lóð semvarnaraðilar kveðast eiga og hefur landnúmerið 160136. Þeir krefjast einnigleigugreiðslu úr hendi þessa sóknaraðila að fjárhæð 97.048 krónur sem þeirtelja vangoldna vegna leigu á lóðinni á árinu 2015, auk skaðabóta úr hendibeggja sóknaraðila vegna ætlaðrar heimildarlausrar hagnýtingar þeirra á lóðinnieftir 1. janúar 2016. Lóðin, sem um ræðir, var leigð Jöklaferðum hf. með samningi þessfélags við dóms- og kirkjumálaráðuneytið 26. apríl 1992. Leigutíminn var til 25ára frá 1. janúar 1991 og lauk því 31. desember 2015. Í 2. greinleigusamningsins sagði: ,,Leigð er lóð úr landi Kálfafellsstaðar í Borgarhafnarhreppivið jaðar Sultartangajökuls ... Lóðin er 12,25 ha. að stærð og er legu hennarlýst á uppdrætti er fylgir samningi þessum gerðum af teiknistofunni KÍM sf.dags. 19. 11. 1991. Leigutaka er heimilt að reisa á lóðinni hús eða skála vegnaferðaþjónustu.“ Á uppdrættinum kom fram að stærð lóðarinnar, sem erferningslaga, sé 350 metrar á hverja hlið, auk þess sem fært var inn á hannvegarstæði og byggingar auk mannvirkja sem þá var áformað að reisa. Enginnágreiningur er í málinu um staðsetningu og mörk lóðarinnar.Með afsali 19. febrúar 2001 eignaðist sóknaraðilinn Ís og ævintýriehf. réttindi leigutaka til lóðarinnar og allra mannvirkja sem á henni voru.Þann 20. október 2006 gerðu íslenska ríkið og þjóðkirkjan með sér samkomulag umprestsetur og afhendingu þeirra til þjóðkirkjunnar. Varð kirkjumálasjóðureigandi prestsetursjarðarinnar Kálfafellsstaðar. Gerð var eignayfirlýsing 15.apríl 2014 þar sem sagði meðal annars: ,,Ríkissjóður Íslands lýsir því hér meðyfir og staðfestir að kirkjumálasjóður er eigandi framangreindrar lóðar ...landnr. 160136 í samræmi við áðurnefnt samkomulag milli ríkis og kirkju fráárinu 2006.“ Kirkjumálasjóður afsalaði 12. maí 2015 jörðinni Kálfafellsstað,sem nú er í sveitarfélaginu Hornafirði, til varnaraðila. Segir meðal annars íafsalinu að jörðinni sé afsalað að engu undanskyldu ,,þar með talin lóðinKálfafellsstaður/Jöklasel landnúmer 160136.“Varnaraðilar reisa kröfur sínar í málinu á því að leigutímisamkvæmt framangreindum leigusamningi sé liðinn. Sóknaraðilar krefjast sýknu afframangreindum kröfum varnaraðila og reisa þá kröfu einkum á því að varnaraðilarséu ekki eigendur lóðarinnar sem um ræðir. Lóðin hafi ranglega verið talintilheyra Kálfafellsstað og leigusamningur gerður í trausti þess, en hið réttasé að lóðin sé á landi sem tilheyri Borgarhöfn. Sóknaraðilar ásamt fleirumhöfðuðu gagnsök í héraði og kröfðust viðurkenningar á því að landamerkijarðanna tveggja yrðu ákveðin með tilgreindum hætti sem lýst var íkröfugerðinni. Gagnsökinni var vísað frá héraðsdómi og sú niðurstaða staðfest ídómi Hæstaréttar 16. maí 2017 í máli nr. 264/2017. Sú niðurstaða var á þvíreist að gagnkrafan um viðurkenningu á tilgreindum landamerkjum milliframangreindra jarða væri hvorki samkynja dómkröfum varnaraðila í aðalsökmálsins né yrðu rætur krafna í aðalsök og gagnsök raktar til sama atviks,aðstöðu eða löggernings í skilningi 2. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991.Sóknaraðilar munu síðar hafa höfðað sérstakt mál þar sem hafðar eru uppi kröfurum viðurkenningu á tilgreindum landamerkjum jarðanna. Er það nú rekið fyrirHéraðsdómi Austurlands.Eins og fram er komið er enginn ágreiningur um staðsetningu eðamörk lóðarinnar sem leigð var og málið tekur til. Lóðin er sérstök fasteign semsóknaraðilinn Ís og ævintýri ehf. og félag sem það leiðir rétt sinn frá hafa haftá leigu um 25 ára skeið. Verður því fallist á með héraðsdómi að matsgerð sú semsóknaraðilar hyggjast afla og lýtur að upptökum og farvegi Staðarár og nota tilsönnunar um merki Borgarhafnar og Kálfafellsstaðar sé bersýnilega tilgangslausvið úrlausn þess ágreinings sem uppi er í málinu. Verður hinn kærði úrskurðurþví staðfestur. Sóknaraðilar greiði óskipt varnaraðilum kærumálskostnað eins og ídómsorði greinir. Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðilar, Ís og ævintýri ehf. og Bjarni Skarphéðinn G.Bjarnason, greiði óskipt varnaraðilum, Bjarna Maríusi Jónssyni og Þóru GuðrúnuIngimarsdóttur, sameiginlega 400.000 krónur í kærumálskostnað.ÚrskurðurHéraðsdóms Austurlands 12. desember 2017. Málþetta, sem Þóra Guðrún Ingimarsdóttir og Bjarni Maríus Jónsson, bæði tilheimilis að Þrastanesi 24, Garðabæ, höfðuðu þann 25. október 2016 á hendur Ísog ævintýrum ehf., Vagnstöðum, Sveitarfélaginu Hornafirði, og Bjarna SkarphéðniG. Bjarnasyni, til heimilis á sama stað, var tekið til úrskurðar 24. nóvember2017 um kröfu stefndu um dómkvaðningu matsmanna. Íþessum þætti málsins krefjast stefndu þess, með vísan til IX. kafla laga nr.91/1991 um meðferð einkamála, að dómkvaddir verði tveir hæfir og óvilhallirmatsmenn, sérfróðir á sviðum jarðfræði og vatnafars, til þess að meta og skoðaeftirfarandi; 1. Hvar séu upptök Staðarár íVatnajökli, þar sem hún komi upp á milli Hálsatinds og Þormóðarhnútu, og hversé meginfarvegur hennar frá ofangreindum upptökum um Hálsagil til sjávar. 2.Hvort ofangreindur meginfarvegur Staðarár sé á sama stað, eða svipuðum, ogþegar landamerkjabréf jarðanna Borgarhafnar og Kálfafellsstaðar í Suðursveitvoru gerð á árunum 1922-1923. Stefnendurkrefjast þess að kröfu stefndu um dómkvaðningu matsmanna verði hafnað. Erþað einungis ágreiningur um dómkvaðningu matsmanna sem er til úrlausnar íúrskurði þessum. Báðir aðilar krefjast þess að tekið verði tillit til þessaþáttar málsins við ákvörðun málskostnaðar við lyktir málsins fyrir dómi. Íefnisþætti málins krefjast stefnendur þess í fyrsta lagi, að stefnda, Ís ogævintýrum ehf., verði gert að fjarlægja svefnskála, fastanúmer 218-1954, af lóðstefnenda með landnúmerið 160136, innan 60 daga frá dómsuppsögu, að viðlögðumdagsektum. Í öðru lagi, að sami stefndi greiði stefnendum samtals 97.048 krónurí vangoldna lóðarleigu, auk dráttarvaxta. Í þriðja lagi, að stefndu, insolidum, en til vara stefndi Ís og ævintýri ehf., greiði stefnendum 3.000.000króna eða lægri fjárhæð að álitum, í skaðabætur, auk dráttarvaxta. Byggjastefnendur kröfur sínar í málinu í meginatriðum á þeirri málsástæðu að skálistefndu standi í óleyfi á framangreindri lóð, sem sé þinglýst eign stefnenda ogsérstök fasteign, eftir að lóðarleigusamningur rann út um áramótin 2015-2016. Stefndukrefjast sýknu af dómkröfum í stefnu og er sú krafa einkum byggð á þeirrimálsástæðu að lóðin sem skálinn stendur á sé ekki eign stefnenda, því aðlandsvæðið sem myndi lóðina hafi ranglega verið talið tilheyra jörðinniKálfafellsstað og hafi lóðinni verið skipt út úr þeirri jörð, en í reyndtilheyri landið jörðinni Borgarhöfn, sem nú mun hafa verið skipt upp í fleirijarðir. Stefndu,ásamt fleiri aðilum (eigendum Borgarhafnarjarða), höfðuðu gagnsök í máli þessuá hendur stefnendum, til viðurkenningar á landamerkjum á milli framangreindrajarða, en stefnendur eru þinglýstir eigendur jarðarinnar Kálfafellsstaðar, aukframangreindrar lóðar. Gagnsökinni var vísað frá héraðsdómi með dómiHæstaréttar 16. maí 2017 í máli nr. 264/2017. Höfðuðu stefndu þá nýtt mál tilviðurkenningar landamerkja milli jarðanna og er það mál, nr. E-36/2017, núrekið fyrir Héraðsdómi Austurlands. Jafnframt kröfðust stefndu þess að máliþessu yrði frestað uns niðurstaða lægi fyrir í landamerkjamálinu nr. E-36/2017.Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði, uppkveðnum 20. júní sl. Krafastefndu um dómkvaðningu matsmanna sem hér er til umfjöllunar var lögð fram íþinghaldi 3. október sl. Verður hér eftir vísað til stefndu sem matsbeiðenda ogtil stefnenda sem matsþola.I Málsatvikumer ítarlega lýst í framangreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 264/2017 og verðaþau ekki rakin hér nema að því marki sem þörf krefur vegna þess ágreinings semhér er til úrlausnar. Lóðarleigusamningurmilli matsþola og matsbeiðandans Íss og Ævintýra ehf., um þá lóð sem umræddursvefnskáli stendur á, gilti til 25 ára frá 1. janúar 1991 og rann því út í lokárs 2015. Samningurinn var upphaflega gerður á árinu 1992 á milli dóms- ogkirkjumálaráðuneytisins sem eiganda leigulóðarinnar og Jöklaferða hf.Matsbeiðanda mun hafa staðið til boða að gera áframhaldandi lóðarleigusamninggegn greiðslu hærri lóðarleigu en gilti skv. fyrri samningi, en ekki náðistsamkomulag þar um. Ímatsbeiðni kemur fram að í tilefni af þessum ágreiningi hafi matsbeiðendurfarið að kanna betur réttarstöðu sína, og hafi þá komið í ljós að eldri menn ásvæðinu hafi ekki kannast við að skálinn Jöklasel stæði á landiKálfafellsstaðar, heldur væri hann á landi jarðarinnar Borgarhafnar. Viðnánari skoðun á fyrirliggjandi gögnum, viðræðum við staðkunnuga menn og skoðuná landfræðilegum aðstæðum, þá hafi matsbeiðendur talið að ljóst mætti vera aðlóðin sem skálinn Jöklasel standi á (landnr. 160136) sé í landi Borgarhafnar,en ekki Kálfafellsstaðar. Þetta megi meðal annars ráða af eldri kortum afsvæðinu og loftmyndum, auk rannsóknar á vatnafari. Einnig megi ráða þetta afskoðun á örnefnaskrám fyrir jarðirnar, sem lýsi merkjum í samræmi viðlandamerkjabréf jarðanna, sem tilnefna að Staðará sé á mörkum jarðanna frájökli, þar sem hún komi upp á milli Hálsatinds og Þormóðarhnútu.Lóðarleigusamningurinn frá árinu 1992 hafi því verið gerður fyrir vankunnáttu íupphafi og leiga verið greidd af vangá og misskilningi. Ísamræmi við framangreint hafi lögmaður matsbeiðenda ritað lögmanni matsþolabréf, dags. 5. apríl 2016, og bent á að svo virtist sem ágreiningur væri kominnupp um landamerki milli jarðanna. Matsþolar væru að gera kröfu um að fá greiddaleigu af landi sem þau ættu ekki, heldur tilheyrði Borgarhöfn, en samkvæmtþinglýstum landamerkjabréfum og öðrum heimildum frá bændum á svæðinu, þá skiptiStaðará mörkum, þar sem hún renni milli Hálsatinds og Þormóðarhnútu, jarðannaBorgarhafnar og Kálfafellsstaðar, allt frá ósi til upptaka í Vatnajökli. Þessumsjónarmiðum hafi í kjölfarið verið andmælt af lögmanni matsþola. Matsbeiðendurhafi leitað til sýslumannsins á Suðurlandi um að leitað yrði sátta í þeirrilandamerkjadeilu sem upp væri komin, en matsþolar hafi hafnað sáttameðferð. Íkjölfarið hafi matsþolar höfðað mál þetta fyrir Héraðsdómi Austurlands, tilviðurkenningar á því að skálinn skyldi fjarlægður, ásamt því að gerð sé krafaum greiðslu leigu fyrir landsvæðið sem um ræði og skaðabætur vegnaheimildarlausra afnota af landsvæðinu. Matsbeiðendur hafi tekið tilvarna á grundvelli þess að meginupptök Staðarár úr Jökli séu vestan við lóð þásem matsþolar, eigendur Kálfafellsstaðar, vilji nú gera nýjan lóðarleigusamningum við matsbeiðandann Ís og Ævintýri ehf. og því tilheyri land það sem umræddursvefnskáli standi á Borgarhöfn, en ekki Kálfafellsstað. Þarsem ágreiningur sé uppi um hvar ofangreindan farveg Staðarár sé að finna sématsbeiðendum nauðsynlegt að fá álit dómkvaddra matsmanna á því hvar hann sé aðfinna, svo leiða megi deilu þessa til lykta. Óskaðsé skriflegra og rökstuddra svara við eftirfarandi matsspurningum: 1.Hvar eru upptök Staðarár í Vatnajökli, þar sem hún kemur upp á milli Hálsatindsog Þormóðarhnútu, og hver er meginfarvegur hennar frá ofangreindum upptökum umHálsagil til sjávar? 2.Er ofangreindur meginfarvegur Staðarár á sama stað, eða svipuðum, og þegarlandamerkjabréf jarðanna Borgarhafnar og Kálfafellsstaðar í Suðursveit vorugerð á árunum 1922-1923? Viðmunnlegan málflutning kom fram að matsbeiðendur byggðu á því að stofnunlóðarinnar með landnr. 160136 úr landi jarðarinnar Kálfafellsstaðar teldistmarkleysa, sökum vanheimildar og misskilnings um rétt landamerki þeirrar jarðarog Borgarhafnar. Matsþolar væru því ekki réttmætir eigendur lóðarinnar, þráttfyrir þinglýsta eignarheimild. Þá hafnaði lögmaður matsbeiðenda því aðmatsspurningar væru leiðandi, villandi eða óskýrar, enda styddist orðalagþeirra við orðalag í landamerkjabréfum beggja jarðanna. II Íbókun sem matsþolar lögðu fram í þinghaldi 17. október sl. kemur fram að þeirhafni því að lagaskilyrði séu til dómkvaðningar matsmanna skv. lögum nr.91/1991 um meðferð einkamála. Ífyrsta lagi hafi matsbeiðendur byggt á því, í efnisþætti málsins, að matsþolarséu ekki eigendur landsins sem skáli í þeirra eigu, sem sé án lóðarréttinda,standi á, þ.e. lóðinni Kálfafellstaður/Jöklasel, landnr. 160136. Fyrir liggi þóþinglýst eignarheimild matsþola stefnenda að lóðinni. Eignarheimild stefnendasé því alveg skýr. Stefnendur hafi fest kaup á jörðinni Kálfafellsstað, landnr.160134, og með jörðinni hafi fylgt lóðin Jöklasel, landnr. 160136. Umrædd lóðsé sérstök fasteign, með sérstakt landnúmer sem sé ekki hið sama og landnúmerKálfafellsstaðar. Lóðin sé þinglýst eign stefnenda og breyti landamerkiKálfafellsstaðar og Borgarhafnarjarða engu þar um. Verði ekki annað séð en aðmatsbeiðni þessari sé ætlað til sönnunarfærslu um legu landamerkja á millijarðanna Kálfafellsstaðar og Borgarhafnarjarða. Í ljósi þess að dómkröfumstefndu í gagnsök hafi verið vísað frá dómi verði að telja það bersýnilegatilgangslaust til sönnunar í máli þessu, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991um meðferð einkamála. Í þessu máli séu engar dómkröfur uppi er lúti aðviðurkenningu réttra landamerkja jarðanna. Matsbeiðni þessari sé því mótmælt afhálfu stefnenda þar sem henni sé ætlað að vera til sönnunar um dómkröfur semþegar hafi verið vísað frá auk þess sem ekki fáist séð á hvaða hátt það þjónitilgangi að meta upptök Staðarár í Vatnajökli og hvar meginfarvegur hennarliggi í máli þar sem til úrlausnar sé krafa um að svefnskáli verði fjarlægðuraf þinglýstu eignarlandi stefnenda, ásamt kröfum um vangreidda leigu ogskaðabætur. Þáverði að telja matsbeiðnina tilgangslausa þar sem óskað sé eftir mati á upptökumStaðarár þar sem hún komi úr Vatnajökli í dag og feli síðari matsspurningin ísér fyrirspurn um hvort farvegur hennar nú sé á sama stað eða svipuðum og þegarlandamerkjabréf jarðanna Kálfafellsstaðar og Borgarhafnar hafi verið gerð áárunum 1922-1923. Ekki sé hægt að ráða af matsbeiðninni með hvaða hættiframangreindum spurningum sé ætlað að styðja við kröfu stefndu um sýknu afdómkröfum stefnefnda um að fjarlægður verði svefnskáli af þinglýstu landiþeirra, ásamt kröfu um vangreidda lóðarleigu og skaðabætur. Af matsbeiðninniverði því ekki ráðið hvað stefndu hyggjast sanna með því að afla mats um upptökStaðarár. Íöðru lagi sé matsbeiðni þessari mótmælt á þeim grundvelli að hún feli í sérleiðandi spurningar, sem séu í senn óskýrar og villandi. Sé í því sambandivísað sérstaklega til orðalags í fyrri matsspurningunni, en þar sé orðalaghennar viljandi þrengt þar sem m.a. sé ljóst af framlögðum gögnum í öðru málimilli eigenda Borgarhafnarjarða og Kálfafellstaðar að aðalfarvegur Staðarár séí Sultartungnagili. Matsbeiðni þessi sé því leiðandi og einungis til þessfallin að hafa áhrif á hlutdrægni matsmanna, en ekki að varpa hlutlægu ljósi áálitaefni um uppsprettu jökulárinnar Staðarár. Þannig sé spurningin til þessfallin að fá viðkomandi matsmenn til að gefa sér fyrirfram forsendur um hvarupptök árinnar sé að finna. Þegar sé ljóst að fyrirhuguð matsgerð hafi ekkigildi sem sönnunargagn og því sé hún markleysa. Þegar af þeirri ástæðu beri aðhafna matsbeiðni. Lögmaðurmatsþola reifaði framangreindar röksemdir nánar við munnlegan málflutning ogmótmælti sérstaklega staðhæfingum um að stofnun umræddrar lóðar sem skálimatsbeiðenda stendur á teljist „markleysa“.III Samkvæmt1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hafa aðilar forræði ásönnunarfærslu í einkamálum. Í dómaframkvæmd hefur aðilum verið játaðurvíðtækur réttur til að afla matsgerðar undir rekstri máls til að færa sönnur ástaðhæfingar sínar, enda bera þeir áhættu af sönnunargildi matsgerðar og standastraum af kostnaði af öflun hennar. Þessi réttur takmarkast hins vegar afákvæðum 3. mgr. sömu lagagreinar, þar sem segir að dómari geti meinað aðila umsönnunarfærslu ef hann telur bersýnilegt að atriði, sem aðili vill sanna,skipti ekki máli eða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar. Ákvæði 3. mgr.felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 46. gr. um málsforræði aðilaog ber því að skýra það þröngt. Einsog rakið hefur verið eru matsþolar þinglýstir eigendur lóðarinnarKálfafellsstaðar/Jöklasels, landnr. 160136, sem svefnskáli matsbeiðandans Íssog Ævintýra ehf. stendur á. Við munnlegan málflutning skýrði lögmaðurmatsbeiðenda málsástæður sem hafðar eru uppi í greinargerð, eins og rakið erhér að framan, þannig að byggt sé á því að stofnun lóðarinnar sem skálimatsþola stendur á, úr landi Kálfafellsstaðar, teljist „markleysa“ sökumvanheimildar og misskilnings um rétt landamerki þeirrar jarðar ogBorgarhafnarjarða. Tilmálsástæðna og dómkrafna í efnisþætti málsins verður ekki tekin afstaða fyrr envið lyktir málsins, þ.e. í dómi, nema málinu ljúki með öðrum hætti, s.s. sátt.Fyrir dóminum liggur nú einungis að taka afstöðu til þess hvort umbeðinsönnunarfærsla uppfylli skilyrði IX. kafla sömu laga, eins og þau hafa veriðtúlkuð í dómaframkvæmd og hvort hún sé bersýnilega þarflaus í skilningi 3. mgr.46. gr. laga nr. 91/1991. Við mat á hinu síðarnefnda er þó óhjákvæmilegt aðhorfa til þeirra dómkrafna sem hafðar eru uppi í málinu og málsástæðna tilstuðnings þeim. Umbeðinnimatsgerð virðist ætlað að færa sönnur á legu landamerkja Kálfafellsstaðar ogBorgarhafnar, en engar dómkröfur í málinu lúta að legu landamerkja eftir aðgagnsök málsins var vísað frá dómi með dómi Hæstaréttar í máli nr. 264/2017. Þáhafa engar dómkröfur verið hafðar uppi í málinu sem lúta að þinglýstu eignarhaldilóðarinnar með landnr. 160136, stofnun hennar eða skráningu í fasteignaskrá ogverður auk þess ekki séð að umbeðinni matsgerð sé ætlað að færa sönnur á slíkarmálsástæður. Vegnaþess ágreinings sem hér er til umfjöllunar er til þess að líta að eins ogávallt getur niðurstaða dómsmáls ráðist af sönnunarreglum, m.a. um það hvoraðila skuli bera hallann af sönnunarskorti. Matsbeiðendur hafa þegar lagt framýmis gögn til sönnunar málsástæðu sinni um landamerki jarðanna og hefurgagnaöflun ekki verið lýst lokið. Þá mun matsbeiðendum gefast kostur á að leiðavitni við aðalmeðferð málsins, auk þess sem þeir hafa krafist þess að gengiðverði á vettvang við aðalmeðferð. Liðlegaár er liðið frá því að málið var höfðað og greinargerð var lögð fram. Ekki var hafðuruppi áskilnaður í greinargerð um að dómkveðja matsmenn. Ljóst þykir að öflunumbeðinnar matsgerðar væri til þess fallin að tefja málið enn frekar. Aðöllu framanrituðu virtu verður fallist á það með matsþolum að öflun umbeðinnarmatsgerðar dómkvaddra matsmanna um upptök og farveg Staðarár sé bersýnilegaóþörf til sönnunar í máli þessu. Þegar af þeirri ástæðu verður beiðnimatsbeiðenda um dómkvaðningu matsmanna hafnað, með vísan til 3. mgr. 46. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ákvörðunum málskostnað vegna þessa þáttar málsins bíður efnisdóms. Afhálfu matsbeiðenda flutti málið Ólafur Björnsson hrl. en af hálfu matsþolaGunnar Ingi Jóhannsson hrl. HildurBriem héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.Úrskurðarorð: Kröfumatsbeiðenda, Íss og Ævintýra ehf. og Bjarna Skarphéðins G. Bjarnasonar, umdómkvaðningu matsmanna er hafnað. Ákvörðunum málskostnað bíður efnisdóms. |
Mál nr. 791/2017 | Kærumál Óvígð sambúð Fjárslit | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi sem reis við opinber skipti til fjárslita milli M og K vegna slita á óvígðri sambúð. Deildu aðilarnir aðallega um skiptingu á fasteign og einkahlutafélagi sem skráð var jafnt í eigu þeirra. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að eftir almennum reglum fjármunaréttar gildi sú meginregla við fjárslit að þinglýstar eignarheimildir og opinber skráning eigna veiti líkindi fyrir eignarrétti. Leiddi af þeirri reglu að sá sem héldi því fram að í slíkri skráningu fælust ekki réttar upplýsingar bæri sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu. Kom fram að kaupin á fasteigninni hefðu verið að stærstum hluta fjármögnuð með framlögum frá M. Samkvæmt því var talið óhjákvæmilegt að víkja frá þinglýstum eignarheimildum hvað fasteignina varðaði. Þá var meðal annars með vísan til þeirrar fjárhagslegu samstöðu sem var með M og K á sambúðartímanum lagt til grundvallar að M bæri 80% eignarhlutdeild í umræddri fasteign en K 20%. Hins vegar var talið að M hefði ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að efni væru til að víkja frá skráningu hlutafjár í einkahlutafélaginu í fyrirtækjaskrá og kom félagið því til jafnra skipta. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Ólafur BörkurÞorvaldsson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11.desember 2017 en kærumálsgögn bárust réttinum 22. sama mánaðar. Kærður erúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. nóvember 2017 þar sem leyst var úr nánartilteknum ágreiningi aðilanna í tengslum við opinber skipti til fjárslita milliþeirra vegna slita á óvígðri sambúð. Kæruheimild var í 1. mgr. 133. gr. laganr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess í fyrsta lagi aðvið fjárslitin verði viðurkennt að fasteignin [...] í Reykjavík, fastanúmer [...],og félagið A ehf., kt. [...], séu eignir hans að öllu leyti, í öðru lagi aðstaðfest verði niðurstaða hins kærða úrskurðar um að vísa frá dómi kröfuvarnaraðila um að skipta skuli jafnt öðrum eignum aðila á viðmiðunardegi skiptaog í þriðja lagi að staðfest verði niðurstaða hins kærða úrskurðar um varakröfuvarnaraðila. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti12. desember 2017. Endanleg aðalkrafa hennar lýtur að því í fyrsta lagi að viðfjárslit aðila komi fasteignin [...] í Reykjavík til jafnra skipta, í öðru lagiað staðfest verði niðurstaða hins kærða úrskurðar um að við fjárslitin komifélagið A ehf. til jafnra skipta og í þriðja lagi að ágreiningur um „aðrareignir aðila á viðmiðunardegi skiptanna verði tekinn til efnisúrlausnar ogákveðinn þannig að eignunum verði skipt til helminga án tillits til þesshvernig skráningu eigna er hagað.“ Til vara kefst hún þess að sóknaraðili fáivið fjárskiptin í sinn hlut 11.000.000 krónur, uppreiknaðar meðverðlagsvísitölu til greiðsludags en að öðru leyti skuli skipta jafnt öllumeignum þeirra á viðmiðunardegi, þar með talið fasteigninni að [...] og félaginuA ehf. Í báðum tilvikum krefst varnaraðili málskostnaðar í héraði ogkærumálskostnaðar.Með hinum kærða úrskurði var vísað frá héraðsdómikröfu varnaraðila um að aðrar eignir aðilanna en fasteignin að [...] og félagiðA ehf. skyldu koma til jafnra skipta milli þeirra. Varnaraðili krefst þess ekkifyrir Hæstarétti að þessu frávísunarákvæði hins kærða úrskurðar verði hrundiðog lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfuna til efnismeðferðar heldur krefst húnefnisúrlausnar um hana fyrir Hæstarétti. Með því að heimild brestur til málskotsí slíku skyni verður þessari kröfu varnaraðila af sjálfsdáðum vísað fráHæstarétti, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 7. júní 2006 í máli nr.273/2006 og 29. apríl 2008 í máli nr. 191/2008.Eins og greinir í hinum kærða úrskurði ber viðfjárslit við lok óvígðrar sambúðar að líta á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæðaeinstaklinga og gildir þá sú meginregla að hvor aðili tekur þær eignir sem hannátti við upphaf sambúðar eða eignaðist meðan á sambúðinni stóð. Eftir almennumreglum fjármunaréttar gildir sú meginregla við fjárslit að þinglýstareignarheimildir og opinber skráning eigna veita líkindi fyrir eignarrétti.Leiðir af þeirri reglu að sá sem heldur því fram að í slíkri skráningu felistekki réttar upplýsingar ber sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu. Staðfest er með skírskotun til forsendna sú niðurstaðahins kærða úrskurðar að við úrlausn málsins sé ekki unnt að líta tilsamkomulags þess sem varnaraðili byggir á að hún og sóknaraðili hafi gert íupphafi sambands síns um jafna skiptingu eigna kæmi til sambúðarslita. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar erstaðfest sú niðurstaða að félagið A ehf. skuli koma til jafnra skipta millisóknaraðila og varnaraðila við fjárslit þeirra. Á sambúðartíma sínum festu sóknaraðili og varnaraðili íjöfnun hlutföllum kaup á fasteigninni að [...] í Reykjavík með kaupsamningi 13.mars 2013. Í hinum kærða úrskurði er nánar rakið hvernig staðið var aðfjármögnun þeirra kaupa. Af því sem þar kemur fram má ljóst vera að kaupin voruað stærstum hluta fjármögnuð með framlögum frá sóknaraðila en að takmörkuðuleyti frá varnaraðila. Samkvæmt þessu er fallist á með héraðsdómi aðsóknaraðili hafi sýnt fram á að eignamyndun í fasteigninni hafi að mestu leytiorðið til vegna framlaga hans og er því við fjárslitin óhjákvæmilegt að víkjafrá þinglýstum eignarheimildum hvað þessa eign varðar. Eins og nánar er rakið í hinum kærða úrskurði kynntustaðilar málsins árið 2011, hófu samband stuttu seinna, voru í skráðri sambúð frájanúar 2013 til sambúðarloka í janúar 2017 og töldu saman fram til skattstekjuárin 2012 til 2016. Þá eignuðust þau saman barn sem fætt er í júní 2016 oghéldu á sambúðartímanum sameiginlegt heimili með þremur börnum hans og tveimur börnumhennar úr fyrri samböndum beggja. Af gögnum málsins sést að þau stóðu bæðistraum af kostnaði vegna sameiginlegs heimilishalds og framfærslu barnanna ásambúðartímanum. Á árinu 2015 hættu þau bæði störfum hjá fyrirtækinu [...] þarsem þau störfuðu áður og unnu eftir það fyrst og fremst að verkefnum hjá félaginuA ehf. sem þau höfðu stofnað saman haustið 2014 og höfðu tekjur sínar frá þvífélagi. Tekjur sóknaraðila voru öllu meiri en varnaraðila enda vann hann fyrstog fremst utan heimilis en hún sinnti heimilinu meðfram vinnu hjá A ehf. Áttihún hún með framlagi sínu þátt í þeirri eignamyndum sem varð í fasteigninni að [...]á sambúðartímanum og á til samræmis við það rétt til hlutdeildar í þeirrieignamyndum. Samkvæmt því sem hér var rakið og í ljósi þeirrar fjárhagslegusamstöðu sem var með aðilum á sambúðartímanum verður lagt til grundvallar aðsóknaraðila beri 80% eignarhlutdeild í umræddri fasteign en varnaraðila 20%. Að fenginni framangreindri niðurstöðu um skiptingueignarinnar að [...] í Reykjavík og félagsins A ehf. við fjárslit aðila erstaðfest sú niðurstaða hins kærða úrskurðar að ekki séu efni til að takaafstöðu til varakröfu varnaraðila.Rétt er að aðilarnir berihvor sinn kostnað af rekstri málsins í héraði og fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Viðurkennter að við opinber skipti til fjárslita milli sóknaraðila, M, og varnaraðila, K,beri sóknaraðila 80% eignarhlutdeild í fasteigninni að [...] í Reykjavík ogvarnaraðila 20% en að félagið A ehf. skuli koma til jafnra skipta milli þeirra.Vísaðer frá Hæstarétti kröfu varnaraðila um að aðrar eignir hennar og sóknaraðila skulikoma til jafnra skipta.Málskostnaðurí héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur miðvikudaginn 29. nóvember 2017Mál þetta, sem barstdóminum 11. apríl sl. og var þingfest 5. maí sl., var tekið til úrskurðar 26.október sl. Sóknaraðili er M, kt. [...], [...], Kópavogi. Varnaraðili er K, kt.[...], [...], Reykjavík. Sóknaraðili krefst þessað viðurkennt verði að fasteignin að [...] í Reykjavík, fastanúmer [...], séeign sóknaraðila að öllu leyti. Þá krefst sóknaraðili þess að viðurkennt verðiað A ehf., kt. [...], sé eign sóknaraðila að öllu leyti. Jafnframt krefstsóknaraðili þess að varnaraðili verði dæmd til að greiða sóknaraðila 250.000krónur í leigu vegna búsetu varnaraðila í fasteigninni [...] í Reykjavík,mánaðarlega frá 1. janúar 2017, þar til búsetu hennar í fasteigninni lýkur.Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila, aukvirðisaukaskatts. Varnaraðili krefst þessað öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað. Varnaraðili krefst þess aðallega aðvið opinber skipti til fjárslita milli aðila komi til jafnra skipta fasteigninað [...] í Reykjavík, fastanúmer [...] og einkahlutafélagið A ehf., kt. [...].Þá krefst varnaraðili þess að skipta skuli jafnt öðrum eignum aðila áviðmiðunardegi skiptanna, án tillits til þess hvernig skráningu eigna er hagað.Til vara krefst varnaraðili þess að sóknaraðili fái við fjárskiptin í sinn hlut11.000.000 króna, uppreiknaðar með verðlagsvísitölu til greiðsludags, en aðöðru leyti skuli skipta jafnt öllum eignum aðila á viðmiðunardegi, þ.m.t.fasteigninni að [...] og einkahlutafélaginu A. Jafnframt krefst varnaraðilifrávísunar á kröfu sóknaraðila um leigugreiðslu úr hendi varnaraðila vegnabúsetu í [...]. Loks krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. IMálavextirAðilar máls þessa kynntust árið 2011þegar þau störfuðu bæði hjá [...] og hófu samband nokkrum mánuðum seinna. Þauvoru í skráðri sambúð frá janúar 2013 til janúar 2017 og töldu þau saman framtil skatts tekjuárin 2012-2016. Þegar samband aðila hófst áttu þau bæði börnfrá fyrri samböndum, sóknaraðili átti þrjú börn og varnaraðili tvö börn. Samaneiga þau einn dreng sem fæddur er í [...] 2016. Árið2012 flytja aðilar saman í íbúð að [...], en hana hafði sóknaraðili fengið ísinn hlut við fjárslit hans og fyrri sambýliskonu. Í mars 2013 er fasteignin að[...] keypt en ágreiningur máls þessa lýtur m.a. að því hvernig eignarhaldi áþeirri fasteign er háttað. Aðilar bjuggu saman í [...] þar til sambandi þeirralauk í desember 2016 og flutti sóknaraðili þá út úr fasteigninni. A ehf. varstofnað haustið 2014 og snýr starfsemi félagsins að framleiðslu svokallaðra „[...]“ásamt öðrum verkefnum, s.s. smíðavinnu og vinnu fyrir fiskbúðir/fiskverkanir. Áárinu 2015 hættu báðir aðilar í störfum sínum hjá [...] og unnu þau þá eingönguað verkefnum sínum hjá A ehf.Meðúrskurði dómsins, uppkveðnum 4. apríl 2017, var fallist á kröfu sóknaraðila umað fram færu opinber skipti til fjárslita milli hans og varnaraðila vegna slitaá óvígðri sambúð. Með bréfi skiptastjóra til dómsins 11. apríl 2017 varágreiningi vegna skiptanna vísað til dómsins á grundvelli 122. gr. laga nr.20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Í bréfi skiptastjóra segir að á skiptafundi10. apríl 2017 hafi komið fram að ágreiningur væri með aðilum um hvaða eignirskuli koma til skipta og hvert eignarhald sé á einstökum eignum. Sóknaraðilitelji fasteignina að [...] vera sína eign að öllu leyti og einnig félagið Aehf. Þá telji hann sumarbústaðalóðina [...] vera sína eign að fullu. Engaraðrar eignir eigi að koma til skipta í búi þeirra, enda hafi sóknaraðili keyptþær allar og greitt. Varnaraðili telji hins vegar fasteignina að [...] og Aehf. vera eignir aðila að jöfnu, í samræmi við skráðar eignarheimildir. Samaeigi við um aðrar eignir sem til voru við lok sambúðar og skráðar séu áskattframtali aðila 2017. Auk þess sé í búinu fasteign á Spáni sem sé ekkigetið í skattframtali en eigi að falla undir skiptin. Ekki hafi tekist að jafnaágreining aðila og sé málinu því vísað til héraðsdóms samkvæmt ákvæðum laga nr.20/1991. IIMálsástæður sóknaraðilaFasteignin [...]Sóknaraðili byggir á því að hann hafigreitt fasteignina að [...] að öllu leyti en varnaraðili hafi ekkert greittvegna hennar. Þinglýst eignarhlutföll fasteignarinnar séu ekki í samræmi viðframlög aðila til eignarinnar og afborgana þeirra af áhvílandi lánum. Því beriað að líta fram hjá þinglýstum heimildum við ákvörðun eignarhlutfalla og vísarsóknaraðili til skýrrar dómaframkvæmdar í því sambandi. Sóknaraðilivísar til þess að fasteignin að [...] í Reykjavík, sem hafi verið þinglýst eignsóknaraðila og komið í hans hlut við fyrri sambandsslit, hafi veriðgreiðslueyrir við kaup fasteignarinnar að [...]. Afborganir af tveimur lánumsem sóknaraðili hafi tekið til að greiða hluta kaupverðsins hafi frá upphafiverið greiddar af honum. Varnaraðili hafi aldrei greitt þessar afborganir.Afsalsgreiðsla vegna fasteignarinnar hafi verið greidd af sóknaraðila. Til aðgreiða afsalsgreiðsluna hafi sóknaraðili nýtt peninga sem hann hafi fengiðgreidda vegna uppgjörs á slysabótum að fjárhæð 2.275.737 krónur og einnig hlutaandvirðis sölu á hjólhýsi að fjárhæð 2.000.000 króna. Þá hafi varnaraðilialdrei greitt hitakostnað, rafmagnskostnað, tryggingar, kostnað vegnaöryggiskerfis, fasteignagjöld né nokkuð annað sem tengist rekstri eignarinnar. Sóknaraðili vísar tilþess að löng dómaframkvæmd sé fyrir því að þinglýstar eignarheimildir skapiekki rétt til fasteignar enda þótt skráning eignar í veðmálabók gefivísbendingu um hvernig eignarhaldi hennar sé háttað. Í tilviki sóknaraðila sýniveðmálabækur ekki rétt eignarhlutföll fasteignarinnar. A ehf.Sóknaraðili byggir á því að hann hafieinn greitt allt hlutafé við stofnun A ehf. og sé því einn eigandi félagsins.Þau tæki sem hafi verið lögð fram sem hlutafé hafi öll verið í eigu sóknaraðilaþegar hann kynntist varnaraðila en þau hafi hann fengið í sinn hlut við fyrrisambandsslit. Varnaraðili hafi ekki lagt fram neitt hlutafé til stofnunarfélagsins né tekið á sig skuldbindingar vegna þess. Varnaraðili hafi starfað íþágu félagsins frá upphafi þess og hafi fengið greidd laun fyrir störf sín. Sóknaraðili vísar tildómaframkvæmdar vegna fjárskipta á milli sambúðarfólks en samkvæmt þeim séalmennt litið svo á að það sé meginregla að sambúð ein og sér myndi ekkisameign á milli sambúðarfólks. Því hafi verið hafnað að beita reglumhjúskaparlaga með lögjöfnun þannig að skiptareglur hjúskaparlaga gildi umsambúðarfólk. Þvert á móti megi ráða af dómum að reglur fjármunaréttarins gildium myndun sameignar á milli sambúðarfólks í óvígðri sambúð. Af því leiði að sáaðili sem haldi því fram að sameign hafi myndast verði að sýna fram á að hannhafi lagt fé til eignamyndunar. Sóknaraðili geti sýnt fram á að hann hafi lagtfram allt fé vegna eignarhalds og stofnunar A ehf. en varnaraðili hafi ekkertlagt fram vegna félagsins. Sóknaraðili kveður tekjurA ehf. að langmestu leyti hafa orðið til fyrir vinnu sem sóknaraðili hafi sinntí verkum sínum, ýmist einn eða með aðstoð undirverktaka, þ. á m. í [...]Einungis lítill hluti tekna félagsins hafi komið fyrir framleiðslu og sölu[...]. A ehf. hafi verið byggt upp á góðum grunni þar sem sóknaraðili hafibyggt upp viðskiptatengsl allt frá árinu 2000 og skýri það að mestu leytivelgengni félagsins. Krafa sóknaraðila um að varnaraðili greiði honum leigu vegna búsetuvarnaraðila í fasteigninni að [...] í ReykjavíkSóknaraðili vísar til þess að viðsambúðarslit aðila hafi sóknaraðili flutt úr [...] en varnaraðili hafi orðiðeftir ásamt sameiginlegu barni þeirra og börnum sem varnaraðili átti fyrir.Sóknaraðili hafi þurft að leigja sér íbúð og greiði fyrir hana 206.000 krónur ámánuði.Frá þvíað sóknaraðili flutti af heimili aðila hafi hann greitt nær allan kostnað vegna[...] en varnaraðili hafi einungis greitt hluta rafmagnsreikninga, síma ogkostnað vegna öryggiskerfis. Umkrafin fjárhæðsóknaraðila sé mjög hófleg miðað við stærð húseignarinnar að [...]. Fasteigninsé rúmlega 246 fermetrar að stærð og því geri sóknaraðili kröfu um greiðsluu.þ.b. 1.000 króna fyrir hvern fermetra. Það verð sé langt undir meðalverðisamkvæmt leigusamningum sem þinglýstir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu ogupplýst sé um á vef Þjóðskrár Íslands. Sumarhúsalóðin [...]Sóknaraðili hafi keyptsumarhúsalóðina [...] eftir að hann kynntist varnaraðila en hún hafi engaaðkomu haft að kaupum á eigninni og eignin komi því ekki til skipta. Lóðin séóumdeilanlega eign sóknaraðila eins og gögn málsins beri með sér.Hjólhýsi nr. [...]Aðilar hafi keypt hjólhýsi, nr. [...]fyrir 3.900.000 krónur eins og komi fram á skattframtali 2015. Varnaraðili hafigreitt vegna þessara kaupa 650.000 krónur inn á reikning sóknaraðila sem hafilitið svo á að með þeirri millifærslu hafi varnaraðili greitt 16,7%hjólhýsisins og eigi þann hluta. Hjólhýsið sé skráð á nafn sóknaraðila.Hús á SpániSóknaraðili kveður að sú eign sé meðöllu óviðkomandi varnaraðila en sóknaraðili hafi keypt þá eign með föður sínum.Þann hluta af kaupverði hússins sem sóknaraðili hafi greitt, hafi hannfjármagnað með arðgreiðslu sem hann fékk úr A ehf. Sóknaraðili bendir á aðvarnaraðili sé eigandi hluta í fasteigninni [...], fastanúmer [...], en þá eignhafi hún fengið í arf og sé eignin með öllu óviðkomandi sóknaraðila. IIIMálsástæður varnaraðila[...]Varnaraðili byggir á því aðfasteignin að [...] sé þinglýst eign beggja aðila að jöfnu og sé það í samræmivið kaupsamning um eignina frá 13. mars 2013. Sú meginregla gildi við fjárslitvegna óvígðrar sambúðar að þinglýst eignarheimild yfir fasteign veiti líkindifyrir eignarrétti. Af þeirri reglu leiði að sá sem heldur því fram að í slíkriskráningu felist ekki réttar upplýsingar um eignarrétt beri sönnunarbyrði fyrirþeirri staðhæfingu. Aðilar hafi fjármagnað ogkeypt fasteignina að [...] saman meðan á skráðri sambúð þeirra stóð. Kaupvirðifasteignarinnar hafi verið greitt með andvirði fasteignarinnar að [...], semvar u.þ.b. 10 milljónir, með sameiginlegri lántöku fyrir u.þ.b. 35 milljónum ogmeð reiðufé að fjárhæð u.þ.b. 6 milljónir. Aðilar hafi safnað sér reiðufé meðvinnu sinni hvort um sig og með sölu [...], en varnaraðili hafi einnig fengiðu.þ.b. 3,6 milljónir úr fjárskiptum við fyrri sambýlismann sinn. Aðilar beri báðir óskiptaábyrgð á þeim skuldum sem hvíli á fasteigninni. Báðir aðilar séu skráðirskuldarar að báðum lánum en tilviljun ein hafi ráðið því að sóknaraðili hafigreitt af lánum og rekstrarkostnaði af sínum bankareikningi. Varnaraðili hafihins vegar séð um greiðslu alls kostnaðar vegna heimilishaldsins að öðru leyti,s.s. fatnað, framfærslu barna, ferðalög, innbú, innréttingar fyrir heimiliðo.s.frv. Þá skipti í raun engu máli varðandi úrlausnarefni máls þessa hvoraðili hafi greitt af lánum í gegnum tíðina eða greitt rekstrarkostnaðfasteignarinnar. Í fyrsta lagi vegna þess að aðilar hafi verið meðsameiginlegan fjárhag og hafi greitt í sameiningu af sameiginlegum eignumsínum. Í öðru lagi vegna þess að slíkar afborganir og greiðslur geti aldreieinar og sér leitt til aukinnar eignarhlutdeildar í fasteigninni. Í þriðja lagiað slíkar greiðslur hafi ekki farið fram í tómarúmi heldur hafi þær getað fariðóskiptar af reikningi sóknaraðila þar sem allar aðrar greiðslur er vörðuðurekstur heimilis þeirra hafi farið af reikningi varnaraðila. Þá byggir varnaraðili áþví að aðilar hafi gert með sér bindandi samkomulag í upphafi sambands síns umþað hvernig gert skyldi upp milli þeirra kæmi til fjárslita. Í almennum reglumfjármunaréttar og samningaréttar felist að samninga skuli virða. Ávallt hafiverið ætlun aðila að hvor um sig fengi helming söluandvirðis eignarinnar í sinnhlut í samræmi við skráningu eignarhluta, að frádregnum áhvílandi veðskuldum.A ehf.Varnaraðili byggir á því að allthlutafé í félaginu A ehf. sé skráð í eigu beggja að jöfnu hjá fyrirtækjaskrá ogað þau séu bæði skráð stofnendur félagsins. Aðilar hafi stofnaðfélagið í sameiningu meðan á skráðri sambúð þeirra stóð og þau hafi tekiðjafnan þátt í uppbyggingu þess, hvort með sínum hætti. Félagið hefði aldreiorðið að þeirri eign sem það var orðið við samvistarslit nema fyrir tilstilliþeirra beggja og eignamyndunin, sem óumdeilanlega hafi átt sér stað ásambúðartímanum, því til komin fyrir framlag beggja. Varnaraðili kveður aðframleiðsla [...] hafi fljótlega þróast þannig að það hafi verið alfariðvarnaraðili sem hafi séð um útvegun aðfanga til framleiðslunnar, samskipti viðbirgja, afgreiðslu vegna viðskiptavina o.s.frv. Auk þess hafi varnaraðili séðum bókhald og rekstur skrifstofu frá upphafi. Aðilar hafi í sameiningu staðiðað ákvörðunum um fjárfestingar og fastafjármuni eins og t.d. fasteign ogbifreiðar. Sumarið 2014 hafi varnaraðili minnkað við sig vinnu hjá [...], þ.e. hafihætt þar kl. 14 á daginn og farið þá rakleitt að sinna rekstrinum. Haustið 2015hafi hún svo sagt starfi sínu hjá [...] lausu og farið að vinna eingöngu viðrekstur fyrirtækisins. Þá hafi rekstur heimilis og umönnun fimm barna aðila auksonar sem þau eignuðust saman í [...] 2016, nánast alfarið verið á könnuvarnaraðila. Þávísar varnaraðili til almennra reglna fjármunaréttar og samningaréttar um aðsamninga skuli virða. Aðilar hafi gert með sér bindandi samkomulag í upphafisambands síns um það hvernig gert skyldi upp milli þeirra kæmi til fjárslita. Aðrar eignirVarnaraðilibyggir á því að fjárhagsleg samstaða aðila hafi verið svo rík og fjárhagurþeirra þannig samþættur að ekki verði greint á milli hvor eigi hvaða lausamunisem til staðar voru við sambúðarslitin. Varnaraðilihafi, auk vinnu sinnar við rekstur aðila, í raun líka verið heimavinnandi ogséð um börn og bú á meðan sóknaraðili hafi notið aukins svigrúms til að leggjatil meira vinnuframlag. Eign þeirra í rekstrarfélaginu hafi stækkað umtalsvertmeðan á sambúðinni stóð og hafi aðilar þannig tekið þaðan út talsverðafjármuni, m.a. í formi arðs. Einnig hafi verið nokkuð um að ljósin og aðrarafurðir sem seldar voru og vinna sem lögð var í rekstrinum, hafi verið greittmeð reiðufé sem aðilar notuðu til einkaneyslu, auk útborgunar í fasteignina.Aðilar hafi með þessum hætti getað keypt í sameiningu á sambúðartíma sínumsumarbústaðarlóð, bifreiðar, hjólhýsi og fasteign á Spáni. Áyfirliti yfir bankareikning varnaraðila sjáist greiðslur inn á reikningsóknaraðila frá 2011-2017, samtals að fjárhæð ríflega 2,7 milljónir aukpeningaúttektar að fjárhæð 500.000 krónur sem varnaraðili hafi látiðsóknaraðila hafa. Yfirlitið sýni jafnframt að í nokkrum tilvikum hafivarnaraðili lagt sérstaklega inn á sóknaraðila þegar kom að kaupum á eignum,til dæmis 650.000 krónur vegna kaupa á hjólhýsi og 400.000 krónur vegna kaupa ásumarbústaðarlóð. Hvaðvarði fasteignina á Spáni þá hafi 9 milljónir verið teknar af rekstrarreikningifélagsins og lagðar inn á persónulegan reikning sóknaraðila. Hann hafi svofarið til Spánar og gengið frá kaupum á eigninni en varnaraðili hafi ekki hafttök á því að fara með vegna fjögurra mánaða sonar aðila. Greiðslan hafi veriðskráð í bókhald félagsins sem arðgreiðsla til beggja aðila, enda bæðihluthafar. VarakrafaVarnaraðili byggir varakröfu sína áþví að aðilar hafi gert með sér samkomulag um hvernig skyldi fara meðfjárskipti, kæmi til þeirra. Varnaraðili hafi haft áhyggjur af því að aðrareignir en fasteignin og félagið væru skráðar á sóknaraðila einan en sóknaraðilihafi margsagt við varnaraðila að hann vildi að öllu yrði skipt jafnt.Varnaraðili kveður að sóknaraðili hafi eitt sinn gripið blað af borði og ritaðdagsetningu efst og undirritun sína neðst og sagt við varnaraðila að hún skyldifylla inn í texta um jöfn skipti við fjárslit. Það hafi varnaraðili gert íviðurvist móður sinnar sem hafi síðan þá varðveitt skjalið. Í nóvember 2014 hafikomið brestir í samband aðila og hafi þá farið á milli þeirra tölvupóstar ummálefnið. Þau hafi bæði tiltekið það sem þau höfðu fengið hvort um sig úr sínumsambúðarslitum og sammæli hafi verið um að þar munaði u.þ.b. 11 milljónum. Krafa sóknaraðila um að varnaraðili greiði honum leigu vegna búsetuvarnaraðila í fasteigninni að [...] í ReykjavíkVarnaraðili vísar til þess að þaðmálefni hafi ekki verið hluti af þeim ágreiningi sem skiptastjóri vísaði tilhéraðsdóms, en samkvæmt fyrirmælum 112. gr. og 3. töluliðar 1. mgr. 122. gr.laga nr. 20/1991 verði af hálfu dómara ekki tekin afstaða til annarraágreiningsefna en þeirra sem tilgreind séu í bréfi skiptastjóra til dómsins.Beri því að vísa kröfunni frá dómi. IVNiðurstaðaMál þetta lýtur að ágreiningi ítengslum við opinber skipti til fjárslita milli sóknaraðila og varnaraðila,vegna loka óvígðrar sambúðar þeirra. Við lok óvígðrar sambúðar ber við fjárslitað líta á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga og gildir þá súmeginregla að hvor aðili taki þær eignir sem hann átti við upphaf sambúðar eðaeignaðist meðan á sambúðinni stóð. Eftiralmennum reglum fjármunaréttar gildir sú meginregla við fjárslit að þinglýstareignarheimildir og opinber skráning eigna veita líkindi fyrir eignarrétti.Leiðir af þeirri reglu að sá sem heldur því fram að í slíkri skráningu felistekki réttar upplýsingar um eignarrétt ber sönnunarbyrði fyrir þeirristaðhæfingu. Í málinu deila aðilar umeignarhlutdeild þeirra í fasteigninni að [...] í Reykjavík. Sóknaraðili krefstþess að viðurkennt verði að hann sé einn eigandi fasteignarinnar þar sem hann hafigreitt hana að fullu og því beri að víkja frá þinglýstum eignarheimildum vegnahennar. Varnaraðili krefst þess að fasteignin komi til jafnra skipta milliaðila í samræmi við þinglýstar eignarheimildir. Aðilar hafi keypt fasteigninasaman og tilviljun ein hafi ráðið því að sóknaraðili hafi greitt af lánum ogrekstrarkostnað en varnaraðili hafi greitt kostnað vegna heimilishaldsins aðöðru leyti, s.s. mat, fatnað o.fl. Varnaraðili byggir á þvíí málinu að aðilar hafi gert með sér bindandi samkomulag í upphafi sambandssíns um það að ef til sambúðarslita þeirra kæmi myndu eignir þeirra skiptastjafnt á milli þeirra. Ágreiningslaust er með aðilum að sóknaraðili ritaði nafnsitt á autt blað og að varnaraðili skrifaði síðar á skjalið hvernig skyldi farameð eignir þeirra ef til fjárskipta kæmi. Aðilum ber þó ekki saman um hvertilgangur skjalsins hafi verið. Að mati dómsins eru atvikin að bakisamkomulaginu og tildrög þess að það var útbúið svo óljós að ekki er unnt aðbyggja á því við fjárslit milli aðila enda ekki upplýst í málinu með óyggjandihætti hver tilgangur þess hafi verið. Er því ekki unnt að líta til efnissamkomulagsins við úrlausn málsins.Aðilar festu kaup áfasteigninni að [...] með kaupsamningi 13. mars 2013. Samkvæmt ákvæðumsamningsins voru þau kaupendur að fasteigninni í jöfnum hlutföllum. Kaupverðiðvar 51.000.000 króna og skyldu 10.950.056 krónur greiðast með afsali fasteignarsóknaraðila að [...], þá skyldu 36.825.000 krónur greiðast með sameiginleguláni aðila og 3.224.944 krónur skyldu greiðast með reiðufé. Ekki er annað framkomið í málinu en að áðurnefndur kaupsamningur hafi verið efndur samkvæmt efnisínu. Við kaupin urðu aðilar því hvort um sig eigendur að 50% hluta eignarinnarog er það í samræmi við þinglýstar eignarheimildir. Sóknaraðili ber þvísönnunarbyrði fyrir staðhæfingu um aukna eignahlutdeild. Fyrir liggur að þegarsamband aðila hófst átti sóknaraðili einn fasteignina að [...] og að hannnotaði andvirði hennar til að fjármagna fasteignina að [...]. Þá voru tekin tvölán hjá Arion banka, annars vegar lán nr. [...] að fjárhæð 17.150.000 krónur,og hins vegar lán nr. [...] að fjárhæð 20.350.000 krónur. Aðilar erusamskuldarar að báðum þessum lánum en af gögnum málsins sést að sóknaraðiligreiddi einn afborgarnir af þeim. Þá greiddi hann einnig einn kostnað sem félltil vegna húseignarinnar, s.s. fasteignagjöld, reikninga frá Orkuveitunni ogreikninga vegna síma og internets og hefur því ekki verið mótmælt af hálfuvarnaraðila. Hinn 14. mars 2013 greiddi hann 797.900 krónur inn á reikningfasteignasölunnar í stimpilgjöld vegna kaupsamningsins. Aðila greinir á umhvernig afsalsgreiðslu 1. júlí 2013 að fjárhæð 3.224.944 krónur hafi veriðháttað. Málatilbúnaður þeirra beggja og gagnframlagning varðandi greiðslunamætti vera skýrari. Sóknaraðili heldur því fram að hann hafi greittafsalsgreiðsluna að fullu með annars vegar slysabótum að fjárhæð 2.275.737krónur og hins vegar með hluta andvirðis sölu á hjólhýsi sem hann seldi fyrir2.000.000 króna. Af gögnum málsins sést að 1. júlí 2013 greiddisóknaraðili seljanda fasteignarinnar2.250.000 krónur og fasteignasölunni 8.000 krónur. Varnaraðili bar fyrir dómiað hún hefði millifært 1.000.000 króna á reikning sóknaraðila og hafi súfjárhæð átt að ganga upp í afsalsgreiðsluna. Þá hafi afgangur greiðslunnarkomið frá sölu á [...] sem aðilar hafi unnið sameiginlega að. Afreikningsyfirliti varnaraðila sést að hún millifærði samtals 875.000 krónur inná reikning sóknaraðila í nokkrum færslum á árinu 2013. Fyrsta millifærslan aðfjárhæð 400.000 krónur var framkvæmd 14. mars 2013, sama dag og sóknaraðiligreiddi stimpilgjöld vegna eignarinnar og daginn eftir að aðilar undirrituðukaupsamninginn. Þótt atvik hvað þetta varðar mættu vera skýrari þykir ekkióvarlegt að mati dómsins að líta svo á að þessar greiðslur varnaraðila veitivísbendingu um að hún hafi lagt þessar upphæðir til kaupanna eða vegnakostnaðar sem af kaupunum hlaust. Með vísan tilframangreinds þykir sóknaraðili hafa sýnt fram á að eignamyndun í fasteigninniað [...] hafi að langmestu leyti orðið til vegna hans framlaga og er þvíóhjákvæmilegt að víkja frá þinglýstum eignarheimildum vegna þessarar eignar.Þegar eignarhlutföll aðila eru ákvörðuð telur dómurinn að ekki verði hjá þvíkomist að horfa heildstætt á atvik málsins og til fjárframlaga hvors aðila umsig á sambúðartímanum sem stuðlað hafa að sameiginlegri eignamyndun aðila íeigninni. Eins og áður er fram komið keyptu aðilar fasteignina að [...] í mars2013 og bjuggu þar saman þar til sóknaraðili flutti út í desember 2016. Áheimilinu voru jafnan fimm börn, en sóknaraðili átti þrjú börn frá fyrrasambandi og varnaraðili tvö. Saman eignuðust þau svo dreng í júní 2016.Varnaraðili kveður að á sambúðartíma aðila hafi hún séð um greiðslu allskostnaðar vegna framfærslu barna og heimilishalds. Af gögnum málsins sést aðaðilar stóðu sannarlega bæði straum af kostnaði vegna heimilisins og framfærslubarna á sambúðartíma sínum og er því ekki unnt að fallast á þá fullyrðinguvarnaraðila að hún ein hafi staðið straum af þessum kostnaði. Málsástæðuvarnaraðila hvað þetta varðar er því hafnað.Með vísan til allsframangreinds og þeirra gagna sem aðilar hafa lagt fram máli sínu til stuðninger það niðurstaða dómsins að viðurkenna beri að sóknaraðila beri 90% hlutdeildí fasteigninni að [...] en varnaraðila 10%. Þá deila aðilar umeignarhlutdeild þeirra í félaginu A ehf. en félagið er skráð í eigu beggjaaðila að jöfnu hjá fyrirtækjaskrá. Sóknaraðili krefst þess að viðurkennt verðiað A ehf. sé eign sín að öllu leyti og teflir hann fram eftirgreindummálsástæðum því til stuðnings. Í samræmi við það sem að framan greinir hvílirsönnunarbyrðin á sóknaraðila um að hann sé einn eigandi félagsins þrátt fyriropinbera skráningu þess. Varnaraðili krefst þess að félagið komi til jafnraskipta milli aðila í samræmi við skráningu hjá fyrirtækjaskrá. Sóknaraðili byggir á þvíað hann hafi einn greitt allt hlutafé við stofnun A ehf. með tækjum sem hannhafi átt áður en hann kynntist varnaraðila. Varnaraðili hafi ekki lagt framneitt hlutafé til stofnunar félagsins né tekið á sig skuldbindingar vegna þess.Í samþykktum félagins kemur fram að hlutafé þess sé 500.000 krónur og ístofnsamningi segir að aðilar greiði hvort um sig helming hlutafjár.Ágreiningslaust er að hlutaféð var þó einungis greitt af sóknaraðila meðafhendingu tækja í hans eigu. Að mati dómsins skiptir þó ekki öllu máli fyrirúrlausn málsins hvort upphaflegt fjárframlag til stofnunar félagins hafieinungis komið frá sóknaraðila enda um óverulega fjárhæð að ræða í samanburðivið tekjur aðila og eignir. Er málsástæðu sóknaraðila hvað þetta varðar þvíhafnað. Félagið var stofnaðhaustið 2014 og eru aðilar bæði skráð stofnendur félagsins í fyrirtækjaskrá.Aðilar unnu bæði í verkefnum fyrir félagið, hvort með sínum hætti. Aðilar deilaekki um það hvernig verkaskiptingu þeirra í þágu félagsins var háttað.Sóknaraðili sá um smíðavinnu og vinnu fyrir fiskbúðir/fiskverkanir ásamtverkefnum á [...] en þar voru einnig á stundum verktakar á vegum félagsins.Varnaraðili sá um bókhald félagsins, afgreiðslu í verslun í eigu félagsins ogvann á verkstæðinu við samsetningu ljósanna. Með fram rekstri félagsins vorubáðir aðilar í fullu starfi hjá [...], en um haustið 2014 minnkaði varnaraðilivinnu sína þar í 80%. Aðilar hættu svo bæði 2015 í störfum sínum hjá [...] ogunnu þá eingöngu að verkefnum sínum hjá A ehf. Þá héldu aðilar sameiginlegtheimili ásamt þremur börnum sóknaraðila og tveimur börnum varnaraðila. Sonuraðila fæddist svo í [...] 2016 og var varnaraðili í barneignarleyfi fram aðsamvistarslitum aðila en sinnti áfram vinnu við bókhald félagins. Af gögnummálsins verður að telja að fjárhagsleg samstaða hafi verið með aðilum. Þau voruí skráðri sambúð og töldu saman fram til skatts. Þá lögðu bæði sitt af mörkumtil reksturs heimilisins og framfærslu barna sinna. Sóknaraðilikveður að tekjur félagsins hafi að langmestu leyti orðið til fyrir vinnu semsóknaraðili hafi sinnt í verkum sínum og að einungis lítill hluti teknafélagsins hafi komið fyrir framleiðslu og sölu [...]. Þessu til stuðnings hefursóknaraðili lagt fram yfirlit yfir söluhæstu vörur félagins 2015-2016, en þarkemur fram að 41.850.000 krónur megi rekja til sölu á [...] en heildartekjurfélagsins fyrir þetta tímabil nemi 177.807.000 krónum. Ekkert í gögnum málsinsrennir frekari stoðum undir þessa sérgreiningu, eins og t.d. gögn úrársreikningi eða annað. Þá kemur heldur ekki fram í gögnum málsins hvernigvinna sem sóknaraðili innti af hendi í þágu félagins skiptist milli þeirraverkefna er félagið hafði með höndum. Þó svo að fallist yrði á það meðsóknaraðila að meirihluti tekna félagsins væri til kominn vegna hans vinnu yrðiþað eitt og sér ekki talið leiða til þess að hann ætti aukna eignarheimild í félaginu.Hér ber að leggja til grundvallar heildstætt mat á atvikum öllum ogvinnuframlags hvors aðila um sig á sambúðartímanum. Aðilar hættu bæði í fyrristörfum sínum hjá [...] árið 2015 og sneru sér alfarið að rekstri félagsins.Eins og að framan er rakið er ekki ágreiningur milli aðila um hvernigverkaskiptingu í félaginu var háttað. Ljóst er að þau stóðu saman að stofnunfélagsins og unnu saman að uppbyggingu þess. Telja verður að verðmæti semsóknaraðili skapaði í félaginu hafi meðal annars orðið til vegna framlagsvarnaraðila til annarra þátta í félaginu og öfugt. Þegar öll atvik málsins eruvirt þykir ljóst að sú eignamyndun í félaginu sem óumdeilanlega átti sér stað ásambúðartímanum sé komin til vegna framlags beggja. Samkvæmt því sem að framangreinir hefur sóknaraðili ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að efni séu tilað víkja frá skráningu hlutafjár í félaginu A ehf. í fyrirtækjaskrá. Því verðurað hafna kröfu sóknaraðila um að viðurkennt verði að A sé eign hans að ölluleyti en fallist er á kröfu varnaraðila um að félagið skuli koma til jafnraskipta milli aðila. Aðfenginni þessari niðurstöðu, um skiptingu eignarinnar að [...] í Reykjavík ogfélagsins A ehf. við fjárslit aðila, telur dómurinn ekki ástæðu til að taka afstöðutil þess þáttar varakröfu varnaraðila að hún fái við fjárskiptin 11.000.000krónur uppreiknaðar til greiðsludags, eins og nánar greinir í kröfugerð hennar,og mun dómurinn því ekki fjalla frekar um þann þátt kröfugerðarinnar.Ímálinu krefst varnaraðili þess, bæði í aðal- og varakröfu sinni, að skiptaskuli jafnt öðrum eignum aðila á viðmiðunardegi skiptanna, án tillits til þesshvernig skráningu eigna er háttað. Varnaraðili tilgreinir ekki í kröfugerðsinni hvaða eignir er þar um að ræða. Krafa varnaraðila er því ósundurgreind aðþessu leyti. Á hinn bóginn eru í meginmáli greinargerðar varnaraðila taldar uppýmsar eignir sem varnaraðili kveður að aðilar hafi keypt í sameiningu ásambúðartíma sínum, s.s. sumarbústaðarlóð, bifreiðar, hjólhýsi og fasteign áSpáni. Varnaraðili hefur að mati dómsins ekki rökstutt nægilega hvers vegnahenni beri hlutdeild í þessum eignum auk þess sem gögn hvað aðrar eignir varðareru lítil sem engin. Er það mat dómsins að rökstyðja þurfi kröfu umeignartilkall hvað varðar hverja og eina eign enda kunna ólík sjónarmið að ráðaniðurstöðu í hverju tilviki. Þá tekur dómurinn fram að kröfugerð verður að veraþannig orðuð að unnt sé að taka hana upp óbreytta sem ályktunarorð ídómsniðurstöðu, séu yfirhöfuð skilyrði til að fallast á kröfuna. Dómkrafavarnaraðila er því að mati dómsins of almenn og óljós þar sem hún beinist ekkiað nánar tilgreindum eignum aðila heldur eingöngu að „öðrum eignum“ enfasteigninni að [...] og einkahlutafélaginu A. Er því ekki um nægilega sérgreiningueigna að ræða svo unnt sé að tilgreina þær í úrskurðarorði dómsins. Með vísantil framangreinds er það mat dómsins að krafa varnaraðila hvað þetta varðar sévanreifuð og verður henni því vísað frá dómi. Í niðurlagi kröfugerðarsinnar krefst sóknaraðili þess að varnaraðila verði gert að greiða sér leiguvegna búsetu varnaraðila í fasteigninni að [...]. Í 112. gr. laga nr. 20/1991segir að rísi ágreiningur milli aðila við opinber skipti samkvæmt XIV. kaflalaganna um atriði sem 2. mgr. 103. gr. og 104.–111. gr. taki til, skuliskiptastjóri leitast við að jafna hann. Takist það ekki beini skiptastjórimálefninu til héraðsdóms eftir ákvæðum 122. gr. Slíkur ágreiningur verði ekkilagður fyrir dómstóla á annan hátt. Í 1. mgr. 122. gr. segir síðan m.a. að ef ágreiningur rísi um atriði við opinberskipti sem fyrirmæli laga þessara kveði sérstaklega á um að skuli beint tilhéraðsdóms til úrlausnar, svo og ef skiptastjóritelji þörf úrlausnar héraðsdóms um önnur ágreiningsatriði sem komi upp við opinber skipti, skuli skiptastjóri beina skriflegrikröfu um það til þess héraðsdómstóls þar sem hann var skipaður til starfa. Í 3. tölulið1. mgr. 122. gr. er síðan tekið fram að meðal þess sem fram skuli koma íkröfunni sé um hvað ágreiningur standi og hverjar kröfur hafi komið fram í þvísambandi. Af framangreindum fyrirmælum 112. gr. og 3. tölulið 1. mgr. 122. gr.laga nr. 20/1991 er ljóst að ekki verður af hálfu dómsins tekin afstaða tilannarra ágreiningsefna enþeirra sem koma fram í bréfi skiptastjóra dagsettu 11. apríl 2017. Í bréfiskiptastjóra til dómsins er ekkert vikið að ágreiningi um leigugreiðslurvarnaraðila til sóknaraðila. Er því kröfu sóknaraðila um að varnaraðila verðigert að greiða sér leigu vegna búsetu varnaraðila í fasteigninni að [...] vísaðfrá dómi. Með hliðsjón af atvikumöllum telur dómurinn rétt, með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991,sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., að hvoraðili beri sinn kostnað af málinu.Hólmfríður Grímsdóttirhéraðsdómari kvað upp úrskurð þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 115. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991 umskipti á dánarbúum o.fl. Dómarinn tók við meðferð málsins 19. júní sl.Ú R S K U R Ð A R O R Ð :Við opinber skipti tilfjárslita milli sóknaraðila, M, og varnaraðila, K, við lok óvígðrar sambúðarþeirra skal viðurkennt að sóknaraðila beri 90% eignarhlutdeild í fasteigninniað [...] í Reykjavík, fastanúmer 204-2695, en varnaraðila 10% eignarhlutdeild ísömu fasteign.Fallist er á kröfuvarnaraðila um að félagið A ehf. komi til jafnra skipta milli sóknaraðila ogvarnaraðila. Kröfu varnaraðila um aðskipta skuli jafnt öðrum eignum aðila á viðmiðunardegi skiptanna, er vísað frádómi. Kröfu sóknaraðila um aðvarnaraðila verði gert að greiða honum leigu vegna búsetu hennar í fasteigninniað [...], er vísað frá dómi. Málskostnaður milli aðila fellurniður. |
Mál nr. 750/2017 | Kærumál Dánarbú Opinber skipti Fasteign Sameign | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi sem risið hafði við opinber skipti á dánarbúum D og E. Laut ágreiningurinn að því hve stór hluti lands, sem D og E höfðu átt í óskiptri sameign með A, B, C, F og G, skyldi koma til skipta úr dánarbúum þeirra. Með hinum kærða úrskurði var annars vegar fallist á kröfu B um að með kaupsamningi og afsali hefði hann eignast 6.000 fermetra af hluta D í hinu óskipta landi og hins vegar á kröfu C um að hann hefði fengið 5.000 fermetra afsalaða frá E. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms hvað varðaði kröfu B en taldi ekkert liggja fyrir um að átt hefði sér stað yfirfærsla eignarréttar á hluta af landi E til C. Var sá hluti landsins því felldur undir skiptin. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÞorgeirÖrlygsson, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 22. nóvember 2017, en kærumálsgögn bárust réttinum 6. desember sama ár. Kærðurer úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 9. nóvember 2017, þar sem leyst var úr nánartilteknum ágreiningi við opinber skipti á dánarbúum D og E. Kæruheimild var í1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að til skipta úrdánarbúunum hvoru um sig komi einn sjöundi hluti í óskiptri sameign á um 8hektara landspildu úr landi jarðarinnar [...] í [...]. Þá krefst hún þessaðallega að varnaraðilunum B og dánarbúi C verði gert að greiða sér málskostnaðí héraði og kærumálskostnað en til vara að málskostnaður verði felldur niður ábáðum dómstigum. VarnaraðilarnirB og dánarbú C krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.Dánarbú D, dánarbú E, F og G hafaekki látið málið til sín taka hér fyrir dómi.Málavöxtum erlýst í hinum kærða úrskurði og þá einnig þeim dómum og úrskurðum er gengið hafavegna deilna málsaðila sem staðið hafa um alllanga hríð. Eins og greinir íúrskurði héraðsdóms eignuðust hjónin D og E og börn þeirra, G, A, F, B og Chvert um sig 1/7 hluta, eða 11.428,5 fermetra í spildu úr landi jarðarinnar [...]samkvæmt afsali 23. maí 1968. Er landið í óskiptri sameign og munu standa á þvínokkur sumarhús. Ágreiningur máls þessa, sem niðurstaða hins kærða úrskurðarlýtur að, er um hversu stór hluti landsins skuli koma til skipta úr dánarbúum Dog E. Nánar tiltekið annars vegar hvort varnaraðilinn B hafi 31. maí 2013 fengiðtil viðbótar eignarhlut sínum afsalað frá föður sínum 6.000 fermetrum aflandinu en hins vegar hvort varnaraðilinn C hafi fengið afsalað 5.000 fermetrumlands frá móður sinni.Með vísan tilforsendna hins kærða úrskurðar er staðfest sú niðurstaða að með kaupsamningi ogafsali 31. maí 2013 hafi varnaraðilinn B eignast 6.000 fermetra af hluta föðursíns í hinu óskipta landi.Í hinum kærðaúrskurði er því lýst að sumarhús, sem nefnt er [...], hafi komist í eigu E viðfjárslit hennar og D í kjölfar skilnaðar þeirra og hvernig skráningum ásumarhúsinu og 5.000 fermetra lóð var háttað hjá Fasteignamati ríkisins. Þá er rakiðefni ódagsetts bréfs eða minnisblaðs E um að C hafi á árinu 2001 fengið semfyrirfram greiddan arf „[...], sumarbústað“, en ekki er getið í bréfinu að lóðhafi átt að fylgja. Ekki liggur fyrir að átt hafi sér stað yfirfærsla eignarréttará hluta af landi E til C. Þegar af þeim sökum er ekki unnt að staðfestaniðurstöðu héraðsdóms hvað þetta varðar og kemur þessi hluti því undir skiptidánarbús E. Eftir þessum úrslitum og að virtummálsatvikum í heild sinni er rétt að staðfesta hinn kærða úrskurð hvað varðar málskostnaðtil handa varnaraðilanum B og dæma sóknaraðila jafnframt til að greiða honumkærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Málskostnaður í héraði ogkærumálskostnaður skal að öðru leyti falla niður.Dómsorð:Til skipta ádánarbúum D og E eiga að koma 16.857 fermetrar í óskiptu landi [...]. Hinn kærðiúrskurður er staðfestur um málskostnað til handa varnaraðilanum B. Sóknaraðili, A,greiði varnaraðilanum B 350.000 krónur í kærumálskostnað. Málskostnaður íhéraði og kærumálskostnaður fellur að öðru leyti niður.Úrskurður HéraðsdómsReykjaness 9. nóvember 2017.Með bréfi skiptastjóra dánarbús D og E,dagsettu 17. nóvember 2015, var ágreiningi milli erfingja hinna látnu, umfasteignina [...], vísað til héraðsdóms til úrlausnar skv. 122. gr. laga nr.20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðilar eru B, kt. [...],[...],[...] ogdb. C, kt. [...], síðast til heimilis að [...],[...], en C lést meðan á rekstrimálsins stóð og er dánarbú hans nú aðili málsins. Varnaraðilar eru G, kt. [...],[...],[...],A, kt. [...],[...],[...], F, kt. [...],[...],[...], db. D, kt. [...], og db. E,kt. [...],[...],[...]. Sóknaraðili B, gerir þá kröfu aðallega aðstaðfestur verði eignarréttur hans á 17.428,5 m² í hinu óskipta landi [...], entil vara að staðfestur verði eignarréttur hans á 11.428,5 m². Þá er krafistmálskostnaðar úr hendi varnaraðila óskipt að skaðlausu samkvæmt framlögðumálskostnaðaryfirliti að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts.Sóknaraðili db. C, krefst þess aðallega aðstaðfestur verði eignarréttur hans á 16.428,5 m² í hinu óskipta landi [...], entil vara að staðfestur verði eignarréttur hans á 11.428,5 m². Þá er krafistmálskostnaðar úr hendi varnaraðila óskipt að skaðlausu, samkvæmt framlögðumálskostnaðaryfirliti að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts.Varnaraðili G hefur ekkert látið málið til síntaka.Varnaraðili A krefst þess að staðfesturverði jafn eignarréttur hennar og annarra málsaðila að 1/7 hluta í hinu óskiptalandi [...]. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu að teknu tilliti tilskyldu varnaraðila til greiðslu virðisaukaskatts, skv. framlögðumálskostnaðaryfirliti. Varnaraðili F krefst þess í endanlegumdómkröfum sínum að hafna beri því að sóknaraðilar, B og db. C, hafi fengiðaukinn hlut umfram 1/7 hluta í hinu óskipta landi [...], og eigi þeir hlutir aðtilheyra dánarbúunum. Þá er krafist málskostnaðar óskipt úr hendi sóknaraðila,auk virðisaukaskatts skv. framlögðum málskostnaðarreikningi. Varnaraðilar db. D, og db. E, gera ekkisjálfstæðar kröfur í málinu. Enginn erfingja fékk heimild skiptastjóra skv. 3.mgr. 68. gr. laga nr. 20/1991 til að halda uppi hagsmunum dánarbúanna í eiginnafni til hagsbóta búinu. Málið var tekið til úrskurðar þann 13.október 2017.IMálavextirMeð úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 12.ágúst 2014 var dánarbú hjónanna D og E tekið til opinberra skipta. Sama dag varHelgi Birgisson hrl. skipaður skiptastjóri dánarbúanna. Á skiptafundi þann 11. nóvember 2015 hafðiskiptastjóri sett upp skiptingu óskiptrar landspildu [...], á eftirfarandihátt: Db. E 11.428,5 – 5.000 = 6.428,5 m². Db. D 11.478,5 – 6.000 = 5.428,5 m². A 11.428,5 =11.428,5 m². F 11.428,5 + 10.000 = 21.428,5 m² C 11.428,5 + 5.000 =16.428,5 m². B 11.428,5 + 6.000 =17.428,5 m². G 11.428,5– 10.000 = 1.428,5 m². Samtals: 80.000,0 m²A lýsti því yfir á skiptafundinum að húnteldi þessa skiptingu ranga og að öll systkinin og dánarbúin ættu að eigajafnan eignarhlut. Umboðsmaður F vefengdi að B hefði eignast 6.000 m² tilviðbótar af landinu fyrir afsal frá föður sínum og taldi að C gæti ekki lagtfram fullnægjandi eignarheimild fyrir þeim 5.000 m² sem hann segði að hefðukomið frá móður þeirra. B sagðist þá jafnframt vefengja eignarrétt F.Með bréfi, dags. 17. nóvember 2015, krafðistskiptastjóri þess að Héraðsdómur Reykjaness leysti úr framangreindu. Í kröfuskiptastjóra segir: „Með vísan til framanritaðs er þess óskað að héraðsdómurleysi úr ágreiningi erfingja um eignarétt þeirra til 80.000 fm. Landspildu úrjörðinni [...],[...], og úrskurði hvað teljist vera eignarhluti dánarbúsins oghvers erfingja um sig í hinu óskipta landi jarðarinnar.“ Með afsali, dags. [...], eignuðust aðilarþessa máls 8 hektara í hinu óskipta og umþrætta landi, þannig að hver þeirravarð eigandi að 1/7 hluta, eða 11.428, m². Hið óskipta land er skráð í skrámFasteignamats ríkisins sem [...]. Óskipta landið er þinglýst eign allrasameigenda skv. nefndu afsali. Á hið óskipta land, sem í reynd mun hafaverið keypt árið 1963, setti D heitinn fyrst niður lítið sumarhús, nefnt [...].Síðar byggðu D og E heitin annað sumarhús á landinu, [...], sem gengur undirnafninu [...], auk þess sem G, A og F byggðu sér sumarhús á hinu óskipta landiog skráðu með þeim land.D og E skildu að borði og sæng á árinu 1999. Ískilnaðarsamningi þeirra kemur meðal annars fram að í hlut D komi sumarhúsið[...] en í hlut E komi [...]. „Allt sumarbústaðaland og geymsla í landi [...]er hins vegar sameign D, E og barna þeirra.“ E mun hafa það sama ár byggt sérnýtt sumarhús á hinu óskipta landi og skráð með því 4.250 m² lóð.Í gögnum málsins liggur fyrir ódagsett bréfE um að hún hafi á árinu 2001 greitt C [...] sem fyrirframgreiddan arf metið á1.300.000 krónur. Ekki er getið um í bréfinu að sumarhúsinu hafi fylgt 5.000 m²lóð. Með kaupsamningi, dags. 1. apríl 2012, milliG og F, keypti sú síðarnefnda sumarhús G, ásamt 10.000 m² lands úr hinu óskiptalandi með samþykki allra eigenda. Með kaupsamningi og afsali, dags. 31. maí2013, seldi D til B sumarhúsið [...] ásamt eignarlóð 6.000 m². Kaupverð var7.500.000 krónur, þar af skyldu 3.500.000 krónur greiðast við kaupsamning og4.000.000 króna með útgáfu skuldabréfs til fjögurra ára með 5% ársvöxtum. Eritaði undir skjalið sem samþykk sölunni sem maki og C sem annar vottanna. D og E munu hafa gifst að nýju í mars áárinu 2013, án þess að varnaraðilar hafi vitað af því. D lést þann 4. febrúar2014 en E þann 10. júní 2014.Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 13.júlí 2016 var hafnað kröfu A um dómkvaðningu matsmanns um mat á markaðsvirðisumarhússins [...] og lóðar sem D hafði selt til B. Var úrskurðurinn staðfesturaf Hæstarétti í máli nr. 539/2016.Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 24.mars 2017 var hafnað kröfu A um framlagningu fjögurra sjúkraskráa látinnaforeldra aðila, og framlagningu matsbeiðni þar sem þess var farið á leit aðdómkvaddir yrðu tveir hæfir og óvilhallir matsmenn til að meta löggerningshæfisömu aðila, miðað við 31. maí 2013.Með úrskurði dómsins þann 31. maí 2017 var málinuvísað frá án kröfu. Með dómi Hæstaréttar nr. 379/2017 var sá úrskurðurómerktur. Hæstiréttur féllst á að það hefði ekki þýðingu við úrslausn málsinsað ákvarða hvort F hefði keypt 10.000 m² landsins af G en á „hinn bóginn þarfað taka afstöðu til þess hversu stór hluti fasteignarinnar [...] skuli teljasttil dánarbúanna svo unnt sé að skipta þeim eftir lögum nr. 20/1991.“Snýr ágreiningur málsins nú að því hvortframangreindum lóðarspildum, annars vegar 5.000 m² og hins vegar 6.000 m² semsóknaraðilar byggja á að sé þeirra eign, hafi verið ráðstafað þeim fráforeldrum þeirra, eða hvort þær spildur eigi að tilheyra dánarbúunum og komitil skipta úr þeim. Aðilaskýrslur fyrir dómi gáfu sóknaraðilar,B og H, sonur C heitins og fyrirsvarsmaður dánarbúsins, og varnaraðilarnir A ogF. Vitnaskýrslur gáfu I hrl. og J, löggiltur fasteignasali. IIMálstæður og lagaröksóknaraðilaSóknaraðili db. C byggir á því að hann hafiorðið eigandi að 5.000 m² í hinu óskipta landi þegar móðir hans hafi meðódagsettu bréfi ráðstafað til hans sumarhúsinu [...] sem fyrirfram greiddumarfi árið 2001. Samhliða því hafi verið ráðstafað 5.000 m² lóð af hluta móðurhans til hans, sem eiga að koma til viðbótar við þá 11.428,5 m² sem hann eigiskv. afsali frá 23. maí 1968. Sóknaraðili hafnaði þeirri málsástæðu varnaraðilasem of seint fram kominni að nefndir 5.000 m² hefðu komið úr eignarhluta hanssjálfs. Sóknaraðili telur að ekki sé ágreiningur umað bréf móður hans frá árinu 2001 sé ritað af henni. Jafnframt telursóknaraðili að ekki sé ágreiningur um eignarrétt hans að sumarhúsinu [...],enda hafi það komið fram í skýrslu varnaraðilans F fyrir dómi að svo hefðiverið. Í samskiptum C við móður sína um framangreint hafi hún sérstaklegatiltekið að [...] fylgdi ½ hektari lands, enda hafi ekki verið gert ráð fyrirþví að sumarhúsið yrði flutt þar sem það væri varanlega skeytt við landið ískilningi meginreglna eignarréttarins og 3. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu ogmat fasteigna. Vísar sóknaraðili þessu til stuðnings til framlagðra gagna fráFasteignamati ríkisins þar sem fram komi að þann 23. apríl 2001 hafisóknaraðili eignast matshluta [...], þ.e sumarhúsið [...] auk lóðar. Sé samadagsetning skráð á afsalið frá 23. maí 1968 um þau eigendaskipti. Jafnframtkomi fram í skattframtölum sóknaraðila, um eigur hans í árslok 2001, aðmatshluti [...] hafi verið skráður sem hans eign. Fram kæmi á heildaryfirliti matseiningaFMR frá 2. júlí 1998 að matshlutanum fylgdi 50.000 m² lóð, en þar væriaugljóslega um prentvillu að ræða þar sem lóðin væri 5.000 m².Sóknaraðili kveðst hafa greitt í samræmi viðeignarhald hans skatta og gjöld af eigninni, þ.m.t. af lóðinni, í öll þau ársem liðin væru. Bæri því að líta til tómlætis varnaraðila að koma fyrst frammeð mótmæli á skiptafundi í dánarbúunum. Jafnframt var því mótmælt aðsóknaraðili hefði ekki greitt skatta og gjöld af eigninni eins og fram hefðikomið hjá varnaraðilum.Sóknaraðili bendir á að verðmæti [...] auklóðar hafi í skilnaðargagni foreldra hans frá árinu 1998 verið metið á1.200.000 krónur. Í nefndri yfirlýsingu móður hans hefði [...] verið metið á1.300.000 krónur. Sú fjárhæð auk viðbótargreiðslu, 300.000 króna sem einnigkomi fram í yfirlýsingu móður hans, sé samanlagt svipuð þeirri fjárhæð sem matá [...] auk lóðar hafi verið á þeim tíma. Á sama tíma hefði móðir hansráðstafað til hans 1.500.000 krónum aukalega í fyrirframgreiddan arf en aðrirlögerfingjar hennar hafi á sama tíma ýmist fengið peningagreiðslur að fjárhæð3.000.000 króna eða verið greitt með öðrum hætti. Hafi framangreind ráðstöfunmóður hans í bréfinu um sumarhúsið [...] auk lóðar þannig vegið á mótiútgreiðslu fyrirfram greidds arfs til annarra lögerfingja.Sóknaraðili byggir á því að framangreindarupplýsingar úr opinberum skrám Fasteignamats ríkisins, afdráttarlaus yfirlýsingarfláta og önnur gögn málsins sanni að eignarréttindi þau sem um ræði hafiflust frá móður sóknaraðila til hans. Því sé bæði sumarhúsið [...] og 5.000 m²lands eign sóknaraðila sem ekki skuli koma til skipta við opinber skipti ádánarbúi móður hans. Þá megi draga þá ályktun af dómi Hæstaréttar nr. 539/2019að sömu forsendur eigi við um ráðstöfun E og ráðstöfun D á sömu óskiptu eign,að ráðstöfunin hafi verið gild og að hún hafi sjálf getað ákveðið hvaðaendurgjald kæmi fyrir eignina. Sóknaraðili bendir jafnframt á að B hafilátið bóka á skiptafundi í dánarbúunum að hann gæti vottað að móðir hans hefðilátið 5.000 m² lands fylgja með [...] á sínum tíma. C heitinn gæti ekki vottaðað hann hafi fengið umþrætta lóð en hann hafi staðið á því hún hafi fylgt.Sonur hans, H, hefði staðfest fyrir dómi að aldrei hefði verið rætt um annað enað nefndur hálfur hektari hafi fylgt [...]. Þá hefði varnaraðili G staðfest ítölvupósti til skiptastjóra að ½ hektari lands hefði fylgt með [...]. Komi samiskilningur, um að hálfur hektari lands skuli fylgja hverju sumarhúsi, fram íbréfi sóknaraðila A, dags. 18. apríl 2012. Telur sóknaraðili að meirihlutilögerfingja hafi þar með staðfest að [...] hafi fylgt ½ hektari og verði í þvísambandi að telja að framangreindar upplýsingar í bréfi G, sem ekkert hafilátið málið til sín taka, hafi aukið vægi, sbr. 50. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála í héraði, enda henni óhagstætt að umþrætt lóð skuli ekki komatil skipta í búinu og sama eigi við um yfirlýsingu sóknaraðilans B. Aukframangreinds hafi það verið skýr vilji móður sóknaraðila að hann fengisumarhúsið ásamt lóð og hafi sá vilji einnig komið fram í afstöðu föðursóknaraðila skv. framlögðum annál tryggingarfélagsins VÍS.Sóknaraðili byggir á því að ráðstöfun eignameð fyrirframgreiddum arfi sé ekki formbundin, frekar en ráðstöfun sem eigi sérstað með kaupsamningi. Samkvæmt almennum reglum sé gildi þeirra ekki háðþinglýsingu. Þeim ½ hektara lands sem fylgdi [...] hafi ekki verið þinglýst þarsem landið var í óskiptri sameign og ráðstöfunin því ekki tæk til þinglýsingar,skv. ákvæðum þinglýsingarlaga nr. 39/1978, en sé gild engu að síður. Sóknaraðilimótmælti þeirri túlkun varnaraðila að samþykki allra hefði þurft til þeirraráðstafana. Sóknaraðili byggir á því að verði ekkifallist á það að framangreind ráðstöfun hafi verið fyrirframgreiddur arfur,hafi verið um gjöf til hans að ræða í skilningi ákvæða erfðalaga nr. 8/1962.Séu slíkir örlætisgerningar í lifanda lífi heimilir. Verðmæti sumarhússins oglóðar geti ekki með nokkrum hætti talist úr hófi miðað við efni dánarbúanna,sbr. 2. mgr. 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Eigi að öðru leyti við sömumálsástæður og að framan hafi verið rakið. Sóknaraðili telur ljóst af atvikum málsins,gögnum þess og opinberum skjölum, ásamt skýrum vilja móður hans, að sannað séað ½ hektari úr hinu óskipta landi sem um sé deilt sé hans eign. Hafi ráðstöfuná þeirri eignarhlutdeild verið heimil, og eigi hún því ekki að koma til skiptasamkvæmt ákvæðum laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa o.fl., úr dánarbúi móðurhans. Að öllu virtu sé eignarréttur sóknaraðila samkvæmt framangreinduótvíræður og skýr samkvæmt meginreglum eignar- og erfðaréttar sem njóti verndarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944.Sóknaraðili mótmælti sérstaklegamálskostnaðarkröfum varnaraðilanna A og F sem allt of háum. Telur sóknaraðiliað jafnframt verði að líta til þess við ákvörðun málskostnaðar á hendurvarnaraðilum að G og dánarbúin hafi ekki látið málið til sín taka. Málið hafidregist mjög á langinn vegna aðgerða varnaraðilanna A og F, sem hefðu hafnaðþví að eignin færi aftur til dánarbúsins gegn endurgreiðslu greiddra skatta oggjalda. Sóknaraðili vísar til almennra reglnaeignarréttarins og eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar, tilerfðalaga nr. 8/1962, einkum ákvæða II. og V. kafla laganna, en einnig tilákvæða laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna og ákvæða laga nr. 20/1991um skipti dánarbúa o.fl. Krafan um málskostnað byggist á ákvæðum 130. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991 umskipti dánarbúa o.fl. Krafan um virðisaukaskatt á málskostnað byggist á ákvæðumlaga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.Sóknaraðili B byggir á því að hann hafiorðið eigandi að 6.000 m² úr hinu óskipta landi með kaupsamningi og afsali,dags. 31. maí 2013, til viðbótar við þá 11.428,5 m² sem hann átti fyrir skv.afsali frá 23. maí 1968. Hafi samningurinn verið undirritaður af föður hans meðsamþykki móður hans og ekkert í gögnum málsins bendi til þess að eitthvaðóeðlilegt hafi verið við þann gerning. Í því sambandi skipti andlegt ástandmóður þeirra á þeim tíma engu máli. Sóknaraðili kvað föður sinn hafa haftfrumkvæði að gerð nefnds samnings og leitað til lögmannsins I hrl. í þeimtilgangi og hann gengið frá samningnum. Hefði framangreint verið staðfest af Ií skýrslu hans fyrir dóminum. Þá hefði það verið I sem setti sig í samband viðJ, löggiltan fasteignasala, sem hefði skoðað og metið eignina, eins og staðfesthefði verið í skýrslu hans fyrir dóminum. J hefði mikla reynslu af verðmatisumarbústaðalóða á því svæði sem um ræði og því ekkert annað fram komið en aðverðmat hans, 7.500.000 krónur, væri rétt. Jafnframt benti sóknaraðili á að ídómi Hæstaréttar nr. 539/2016 kæmi skýrt fram að föður hans hafi verið ísjálfsvald sett hvaða endurgjald kæmi fyrir hið selda.Sóknaraðili byggir á því að hann hafi aðfullu greitt fyrir sumarhúsið og lóðina með því að greiða með peningum3.500.000 krónur, og með því að gefa út skuldabréf að fjárhæð 4.000.000 krónatil föður síns. Það skuldabréf hefði hann nú greitt upp með greiðslu á4.220.139 krónum. Staðfest væri af skiptastjóra fyrir dómi að skuldabréfið væriað fullu greitt.Einnig byggir sóknaraðili á því að það hafiverið skýr vilji föður hans að selja honum sumarbústaðinn og lóðina, enda hefðisá vilji hans komið fram í skýrslutökum af I lögmanni og J, löggiltumfasteignasala, fyrir dómi og H sem hefði haft mikil og náin tengsl við afasinn.Sóknaraðili mótmælir því að hann hafi beittföður sinn einhverjum þrýstingi til sölunnar eins og fram hafi komið í málivarnaraðila A og F eða að við ættu ákvæði 33. gr. samningslaga nr. 7/1936 ummisneytingu, enda ekki annað komið fram í málinu en að faðir þeirra hafi veriðheill heilsu á þessum tíma. Vísaði sóknaraðili í þessu sambandi til þess aðengum mótmælum hefði verið hreyft við kaupum hans á eigninni fyrr en áskiptafundi í dánarbúunum. Þá hefði hann reynt sættir með þeim systkinum meðþví að bjóðast til þess að afhenda eignina inn í dánarbúið, gegn því að fágreitt til baka það sem hann hefði sannarlega greitt, en því hafi verið hafnaðaf varnaraðilum. Sóknaraðili kveðst jafnframt hafa greittalla skatta og gjöld af eigninni eins og fram komi í framlögðum gögnum málsinsog þá sé gildi framangreinds samnings ekki háð því hvort hægt sé að þinglýsahonum, sbr. 24. gr. þinglýsingarlaga, og varnaraðilar hafi ekki sýnt fram á aðtil staðar væri forkaupsréttur þeirra. Breyting á innbyrðis eignarhlutfölluminnan hins óskipta lands væri varnaraðilum að bagalausu og sá eignarréttur semsóknaraðili hefði fengið með framsali á sumarhúsinu og 6.000 m² lóð nytiverndar 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Með vísan til framangreindsværi ljóst að sóknaraðili væri eigandi þeirra eigna og gætu þær þar af leiðandiekki komið til skipta úr dánarbúi föður málsaðila. Til úthlutunar úr dánarbúiföður þeirra ættu að koma 5.428,5 m² af hinu óskipta landi. Sóknaraðili taldi óþarft að fjalla um varakröfu sína, endaværi óumdeilt í málinu að allir málsaðilar hefðu eignast 11.428,5 m² í hinuóskipta landi skv. afsali frá 1968.Sóknaraðili mótmælti sérstaklegamálskostnaðarkröfum varnaraðilanna A og F. Hefði málið vegna krafna þeirradregist mjög á langinn og þá hefði verið staðfest í skýrslum þeirra fyrir dómiað mál þetta snérist um annað en verðmæti þeirra lóða sem um ræði. Sóknaraðili vísar til meginreglnaeignarréttarins og eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og tilmeginreglna samningaréttarins um skuldbindingargildi samninga og efndirfjárskuldbindinga, ákvæða þinglýsingarlaga nr. 39/1978, ákvæða laga nr. 20/1991um skipti dánarbúa o.fl. og erfðalaga nr. 8/1962. Krafan um málskostnað byggistá ákvæðum 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 131. gr.laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa o.fl. Krafan um virðisaukaskatt ámálskostnað byggist á ákvæðum laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.IIIMálstæður og lagarökvarnaraðilaVarnaraðili A byggir á því að réttur hverssameiganda í hinu óskipta landi sé jafn. Óskipta sameignin grundvallist ásamningi sem hafi ekki verið slitið eða breytt. Sameignin taki tillandspildunnar í heild í jöfnun eignarhlutföllum allra, líka sá hluti semrýrari sé að gæðum eða verðmæti. Engum sameigendanna hafi verið afmarkaðursérgreindur hluti landsins, hvorki að hlutfallstölu, 11.428,5 m², né að hluta.Engum sameigendanna sé samkvæmt almennum reglum eignarréttar um óskipta sameignheimilt að ráðstafa sínum 1/7 hluta án samráðs við og samþykkis hinnasameigendanna, hvorki að hluta né heild, enda væru það meiriháttar ráðstafanirog öðrum ekki að bagalausu. Fái framangreint stuðning í þeim forsendum semgengið hafi verið út frá við stofnun sameignarinnar sem fjölskyldueignar. Hennarhafi verið aflað til persónulegra nota sameigendanna þannig að hún myndi nýtastöllum jafnt og það beinlínis verið tilgangur sameignarinnar að viðhaldafjölskyldutengslum og vináttu og samstöðu fjölskyldumeðlima. Varnaraðili byggir á því að öllum sameigendumhafi borið að bjóða öðrum sameigendum sinn hlut ef hann hygðist slítasameigninni eða ráðstafa sínum brúttóhlut og séu allar ráðstafanir einstakrasameigenda á hluta óskiptrar 1/7 sameignar hvers um sig óskuldbindandi fyriraðra sameigendur og ógildar. Þurfi formlegt samþykki allra til þess að súráðstöfun verði tæk til þinglýsingar, sbr. 1. mgr. 24. gr. þinglýsingarlaga nr.39/1978. Í nefndu lagaákvæði komi fram að skorti skriflegt samþykki þess erheimildar nýtur í eigninni, verði skjalinu vísað frá þinglýsingu skv. 7. gr.laganna. Bein tengsl séu á milli þeirrar réttarverndar sem felist í 1. mgr. 24.mgr. þinglýsingarlaga og réttarreglna um sérstaka og óskipta sameign semleiddar verða af 20. kapítula kaupabálks Jónsbókar og öðrum réttarreglum umóskipta sameign. Varnaraðili vísar einnig til réttarreglna umgrennd, nábýli eða nágrenni um tillitsskyldu málsaðila sem sameigenda til hversannars um nýtingu landsins og eignarhald á því. Ef sameigendur komi sér ekkisaman um þá nýtingu eða skiptingu verði einungis gripið til þess réttarúrræðissem fram komi í 8. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991. Varnaraðili mótmælirþví að þær ráðstafanir sem hafi verið gerðar eftir útgáfu afsals þann 23. maí1968, geti með gildum hætti raskað grundvelli hinnar óskiptu sameignar sem aðframan hafi verið lýst, þrátt fyrir að ýmsar framkvæmdir hafi átt sér stað afhálfu einstakra sameigenda, svo sem með byggingu sumarhúsa án nokkurrarafmörkunar eða útsetningar og án samráðs eða samþykkis annarra sameigenda.Um kröfu db. C sérstaklega vísar sóknaraðilitil þess að í máli hans komi fram að landspildan sé í óskiptri sameign og þarmeð fallist sóknaraðili á dómkröfur varnaraðila í málinu um 1/7 hlutaeignarhluta hvers. Varnaraðili hafnar því sem ósönnuðu að db. Chafi sýnt fram á með gildum og fullnægjandi gögnum að móðir þeirra hafiráðstafað sumarhúsinu [...] og 5.000 m² lóð sem fyrirframgreiddum arfi tilhans. Hafi verið um fyrirframgreiddan arf að ræða þá hafi aldrei verið greidduraf honum erfðafjárskattur og hvað sem öðru líði hafi aldrei verið talað um landí því sambandi. Þegar E hafi síðar greitt C út 1.500.000 krónur í desember2004, sem fyrirframgreiddan arf, hafi ekki verið minnst á sumarhúsið eðaumrædda 5.000 m² spildu. Varnaraðili mótmælir því að greiðsla áfyrirframgreiddum arfi til sóknaraðila í desember 2004 hafi átt að vega upp ámóti fyrirframgreiðslu til annarra erfingja eða að verðmæti þess hafi veriðsambærilegt. Þá sé því hafnað af sóknaraðila að fyrirframgreiðsla arfs sé ekkiformbundinn gerningur. Varnaraðili mótmælir því að skráning hjáFasteignamati ríkisins sé sönnun fyrir eignarhaldi eða eigendaskiptum á [...]og 5.000 m² lands. Skráning eignarinnar hjá FMR sé engum gögnum studd og ekkihafi verið upplýst um á hvaða forsendum sú skráning hafi byggst eða að beiðnihvers. Hafi verið haft samband við FMR en engin gögn hafi fundist þar.Varnaraðili mótmælir því að stimpill FMR og dagsetningin 23. apríl 2001 áafsalið frá 23. maí 1968 hafi einhverja þýðingu eða að hann tengist sérstaklegaeignaskráningu á nefndu sumarhúsi og landi. Þá er því einnig mótmælt að þaðhafi þýðingu í málinu að sóknaraðili telji sig hafa haft umráð og vörslur fráárinu 2001 eða fyrr, eða að það hafi þýðingu fyrir málið að sóknaraðili hafitalið eignina fram á skattframtölum og greitt af henni skatta og gjöld. Varnaraðili mótmælir því að það hafi verið vilji móður þeirra,hvort heldur munnlega eða skriflega, að sóknaraðili fengi 5.000 m² spildu með[...] sem fyrirfram greiddan arf. Engu skjali sé til að dreifa eins og nauðsynhefði borið til og gerningurinn því ekki formlegur. Ekki hafi reynt á ákvæðiþinglýsingarlaga skv. framangreindu, en ljóst væri að gildi umdeildrarráðstöfunar væri háð þinglýsingu.Einnig mótmælir varnaraðili því að ummælisóknaraðilans B á skiptafundi þann 11. nóvember 2015, um að 5.000 m² spildahafi átt að fylgja [...], hafi þýðingu í málinu og sama eigi við um yfirlýsinguvarnaraðilans G í tölvupósti til skiptastjóra. Um skráningu í annáltryggingarfélagsins VÍS, að það hafi verið vilji D að sóknaraðili fengi [...],lægi ekkert fyrir í málinu um hvaða gögn hefðu legið þar að baki. Varnaraðilimótmælir með öllum sömu rökum og að framan greinir, að í ódagsettu skjali hafiE ráðstafað sumarhúsinu [...] ásamt ½ hektara lands til sóknaraðila árið 2001 semgjöf. Sé skjalinu mótmælt sem röngu, óstaðfestu og þýðingarlausu. Varnaraðili mótmælir kröfum sóknaraðilans B.Fram komi í máli sóknaraðila að landspildan sé í óskiptri sameign og þar með séfallist á dómkröfur varnaraðila í málinu um 1/7 hluta eignarhluta hvers.Sérstaklega sé því mótmælt að sóknaraðili njóti eignarréttar yfir 6.000 m²spildu til viðbótar við þann eignarhluta sem fram komi í afsali frá 23. maí1968. Sé kaupsamningur og afsal frá 31. maí 2013 milli varnaraðila og D ógildurog óskuldbindandi fyrir alla aðila þessa máls. Telur varnaraðili að bæði D ogE, sem hafi ritað undir skjalið sem maki, hafi skort löggerningshæfi á þeimtíma. Staðfest væri í gögnum málsins að frá árinu 2010 hefði andleg geta Efarið minnkandi. Hafi sóknaraðilar krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjaness aðE yrði svipt lögræði ótímabundið á þeim forsendum að hún væri andlega skert ogmeð einkenni heilabilunar. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 14. maí 2014, hefðiverið fallist á kröfu sóknaraðila, á þeim forsendum að engir annmarkar hafiverið leiddir í ljós um gildi framlagðs læknisvottorðs. Af framangreindriástæðu einni væri meint sala E til B ekki gild og hafi engan rétt stofnað. Þvítil stuðnings sé vísað til 1. mgr. 60. gr. og 1. og 2. mgr. 62. gr.hjúskaparlaga nr. 31/1993 og einnig 1. mgr. 64. gr. þeirra laga þar sem áskjalið hafi skort yfirlýsingu um hjúskaparstöðu þess sem skjalið stafar frá oghvort bústaðurinn væri notaður í atvinnurekstur þeirra hjóna. Jafnframt byggirvarnaraðili á því að D hafi á þessum tíma verið háaldraður, á [...] Aldursári,og hafi látist rétt rúmum 7 mánuðum síðar. Hafi hann átt við veikindi að stríðaog dvalið fársjúkur á sjúkrahúsi frá 16. janúar til 3. febrúar það ár.Varnaraðili bendir einnig á að í umþrættum löggerningi frá 31. maí 2013 komifram að um sé að ræða eignarlóð sem væri rangt. Þá hafi söluverðið 7.500.000krónur verið langt undir sannvirði, sbr. gögn málsins, meðal annarsbrunabótamat, og dregur varnaraðili í efa að löggiltur fasteignasali sem gafskýrslu fyrir dóminum hafi í reynd skoðað fasteignina. Þá hafigreiðsluskilmálar verið óeðlilegir og greiðslufrestur veittur án verðtryggingará meirihluta kaupverðs án nokkurrar tryggingar fyrir greiðslu eftirstöðva og séá því byggt að kaupverðið sé enn ógreitt. Auk þessa eigi við það sem að framansé rakið um að samþykki allra hefði þurft til að ráðstöfunin gæti orðið gild ogskuldbindandi fyrir aðra sameigendur.Varnaraðili heldur því fram að framangreintskjal hafi verið gert með leynd og í reynd án aðkomu hlutlausra og utanaðkomandiaðila, svo sem lögmanns og löggilts fasteignasala. Hafi þannig skort á skilyrði15. og 16. gr. laga um sölu fasteigna og skipa nr. 99/2004, sbr. nú 15. og 16.gr. laga nr. 70/2015, um að salan og skjalagerðin hafi í hvívetna verið leystaf hendi svo sem góðar viðskiptavenjur í fasteignaviðskiptum bjóði, báðumaðilum liðsinnt og gætt að réttmætum hagsmunum þeirra og að aðilum væru ekkisettir ólögmætir, ósanngjarnir eða óeðlilegir kostir í samningum og að öllskjalagerð væri vönduð og hagsmunir beggja tryggðir. Það eigi ekki við í þessumáli og hefðu læknisvottorð D legið fyrir í málinu hefði verið ljóst að hannhefði ekki verið talinn fær um að taka slíkar ákvarðanir. Taldi varnaraðili aðgerningurinn hefði verið gerður að frumkvæði sóknaraðilans B sem hefði „sest aðforeldrum sínum.“ Hafi samþykki til framangreindrar sölu verið fengið meðmisneytingu og sé því ógilt samkvæmt 31. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð,umboð og ógilda löggerninga, sbr. 1. gr. laga nr. 11/1986. Vegna andlegrarvanheilinda hafi foreldrar málsaðila verið leiðitöm og orðið að setja traustsitt á aðra og hafi undirritun þeirra verið byggð á því trausti sem þau hafiborið til sóknaraðila og vottanna og verið þeim háð. Sóknaraðili geti því ekkiborið samninginn fyrir sig, þar sem það yrði talið óheiðarlegt, skv. 33. gr.laga nr. 7/1936, vegna andlegra haga D og E, efnis samningsins, stöðusamningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Beri aðvíkja löggerningnum frá 31. maí 2013 til hliðar í heild þar sem það yrði taliðósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig eins ogatvikum væri öllum háttað, skv. 36. gr. laga nr. 7/1936, sbr. 6. gr. laga nr.11/1986. Hafi báðir sóknaraðilar og vottar verið grandsamir um vanheilindiþeirra og bágt andlegt atgervi. Varnaraðili mótmælir því að á tómlæti getireynt í málinu, enda hafi hann ekki vitað um framangreindan löggerning fyrr eneftir að bú foreldra þeirra var tekið til opinberra skipta. Varnaraðili vísar auk alls framangreinds tilmeginreglna eignarréttarins og samningaréttarins um skuldbindingargildisamninga og efndir fjárskuldbindinga, ákvæða laga nr. 20/1991 um skiptidánarbúa o.fl. og erfðalaga nr. 8/1962. Kröfu um málskostnað styður varnaraðilieinkum við 1. og 2. mgr. 130. gr., sbr. 3. mgr. 129. gr., og XXI. kafla laga ummeðferð einkamála nr. 91/1991. Kröfuna um virðisaukaskatt á málskostnað byggirvarnaraðili á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en varnaraðili sé ekkivirðisaukaskattsskyldur aðili í þessu tilviki. ---Varnaraðili F byggir á að db. C hafi ekkifengið aukinn hlut, 5.000 m² spildu, frá móður þeirra, enda sé það framsal ekkistutt neinum heimildum. Bendi gögn málsins til þess að [...] hafi ekki átt aðfylgja nein lóðarréttindi, sbr. matsgjörð frá 18. september 1998 og lið 3.2 ískilnaðarsamningi foreldra þeirra frá 14. apríl 1999.Varnaraðili telur að sóknaraðili byggieignarheimild sína eingöngu á ráðstöfun móður þeirra á fyrirframgreiddum arfi,en um væri að ræða skriflega en ódagsetta og óvottaða yfirlýsingu. Hafnarvarnaraðili því að sú yfirlýsing geti orðið grundvöllur að eignarheimild hans,í öllu falli að því landi sem hann segi að hafi átt að fylgja. Í fyrsta lagiuppfylli yfirlýsingin á engan hátt almenn formskilyrði, s.s. um dagsetningu ogvottun. Í öðru lagi uppfylli yfirlýsingin ekki formskilyrði laga umfasteignakaup nr. 40/2002. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. þeirra laga sé þaðgildisskilyrði samninga um kaup á fasteign að þeir séu skriflegir ogundirritaðir. Sé þetta áréttað með ummælum í athugasemd með frumvarpi því semsíðar hafi orðið að lögum nr. 40/2002 og öðrum lögskýringargögnum. Þá megi ogbenda á dóm Hæstaréttar nr. 54/2006 í þessu sambandi. Í þriðja lagi þá uppfylliyfirlýsingin ekki skilyrði erfðalaga nr. 8/1962 og laga um erfðafjárskatt nr. 14/2004um formbindingu fyrirframgreidds arfs og ekki liggi fyrir erfðafjárskýrsla ummeinta eign, og sé það í trássi við 2. mgr. 1. gr. og 3. mgr. 6. gr. laga nr.14/2004 um erfðafjárskatt. Í þessu sambandi verði að hafa í huga að gengið hafiverið mun síðar frá erfðafjárskýrslu til sóknaraðila varðandi greiðslu á1.500.000 krónum svo og til annarra erfingja og þá með formbundnum hætti. Varnaraðili telur að þótt hægt væri aðfallast á að framangreind yfirlýsing fæli í sér eignarheimild á sumarhúsinu[...] væri hún á engan hátt yfirfærsla á þeirri 5.000 m² spildu sem sóknaraðilihafi haldið fram að hafi fylgt. Í nefndri yfirlýsingu komi hvergi fram aðsumarhúsinu hafi átt að fylgja land. Þá hafi það ekki verið á færi móður þeirraað skipta út landinu eða raska því hlutfalli sem hafi verið til staðar í hinnióskiptu sameign. Varnaraðili hafnar því að það hafi þýðinguvið úrslausn málsins hvort sóknaraðili hafi fengið sambærilega fjármuni semfyrirframgreiddan arf þar sem hann hafi auk þessa fengið aðrar peningagreiðsluren þær 1.500.000 krónur sem gefnar hafi verið upp sem fyrirframgreiddur arfur.Þá sé ekki hægt að líta öðruvísi á en að bústaðurinn hafi einn og sér veriðmetinn á 1.500.000 krónur. Varnaraðili hafnar því að framlagt dómskjal þar semgetið sé um [...], lóð og sumarbústað og ákveðið verðmat þeirra hafi þýðingu ímálinu, þar sem skjalið hafi varðað væntanleg eignaskipti vegna skilnaðar D ogE. Beri frekar að líta til undirritaðs skilnaðarsamnings þeirra frá 14. apríl1999 en þar komi fram að matsverð á [...] sé 1.300.000 krónur. Þá getisóknaraðili ekki byggt á fasteignamatsverði sumarbústaðar og lands frá árinu1998 en fasteignamatið endurspegli ekki endilega markaðsverð fasteignarinnar enskapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda, sbr. 1. gr. laga nr. 8/2001um skráningu og mat fasteigna. Varnaraðili hafnar því jafnframt að yfirlit umálagða skatta og gjöld sóknaraðila vegna eignarinnar hafi sönnunargildi, endafylgi engar greiðslukvittanir þeirra fyrir í málinu. Varnaraðili hafnar því að fyrir liggiarfleiðsluvilji E um að sóknaraðili hafi átt að fá auk [...] 5.000 m² spildu.Þá liggi ekki fyrir neinar munnlegar eða skriflegar yfirlýsingar annarramálsaðila um meintan vilja móður aðila. Telur varnaraðili að sóknaraðili C hafislegið eign sinni á umrætt land án þess að hafa til þess lögbæra eignarheimild.Hafi yfirlýsingar aðila málsins, lífs eða liðinna, enga þýðingu í málinu.Hafnar varnaraðili því að yfirlýsing varnaraðila G geti haft aukna þýðingu ímálinu, enda uppfylli sú yfirlýsing ekki ákvæði 72. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála þar sem hún hafi ekki komið fram fyrir dómi. Varnaraðilihafnar því að skráning hjá Fasteignamati ríkisins hafi einhverja þýðingu ímálinu, enda sé skráður eigandi fasteignar sá einn sem hafi þinglýstaeignarheimild, sbr. 22. gr. laga nr. 8/2001 um skráningu og mat fasteigna. Varnaraðili hafnar jafnframt þeirrimálsástæðu að um gjöf hafi verið að ræða í skilningi erfðalaga. Verði fallistsvo á, þá hafi sú gjöf í besta falli falið í sér sumarbústaðinn án lands einsog skýrt komi fram í yfirlýsingu móður aðila. Varnaraðili hafnar því aðsóknaraðili geti byggt rétt sinn á afnotarétti allt frá árinu 1998. Það réttaværi að öll systkinin hefðu haft afnot af bústaðnum. Þá var hafnað framkominnimálsástæðu sóknaraðila um tómlæti sem of seint fram kominni, en enginn hafivitað af því að lóðin hafi verið framseld. Um kaupsamning og afsal D til sóknaraðilansB, dags. 31. maí 2013, bendir varnaraðili á að sá samningur hafi verið gerðurníu mánuðum fyrir andlát D og hafi faðir þeirra þá verið orðinn veikur.Varnaraðili byggir á því að um sé að ræða óuppfylltan kaupsamning. Ekki liggifyrir fullnaðargreiðslur af hálfu sóknaraðila. Engin staðfesting liggi fyrir ummóttöku á peningagreiðslum að fjárhæð 3.500.000 krónur, eingöngu sé handritað ákvittun „Samþ. D“. Hvorki liggi fyrir dagsetning um hvenær þessipeningagreiðsla hafi átt sér stað, og þá sé skjalið ekki vottað. Hafnarsóknaraðili því að þessi peningagreiðsla hafi yfirleitt átt sér stað. Þá liggifyrir bankakvittun í málinu en samkvæmt henni hafi sóknaraðili millifært1.500.000 krónur inn á bankareikning föður þeirra þann 26.11.2013. Séhandskrifað á kvittunina að sóknaraðili hafi greitt með peningum 500.000krónur. Engin staðfesting sé á móttöku þeirrar peningagreiðslu, eingöngu séhandritað á kvittunina: „Samþ. D“. Ekki liggi fyrir hvort sóknaraðili hafi meðþessu ætlað að greiða inn á skuldabréf að fjárhæð 4.000.000 króna semsóknaraðili hafi gefið út fyrir eftirstöðvum kaupverðsins, en hafi svo átt aðvera hafi greiðslan ekki verið færð inn á skuldabréfið sjálft eins og reglur umviðskiptabréf geri ráð fyrir, sbr. tilskipun um áritun afborgana á skuldabréffrá 9. febrúar 1789.Varnaraðili kvaðst hafna þeirri fullyrðingusóknaraðila að hann hafi greitt skatta og gjöld af húsi og landi frá því aðframangreindur kaupsamningur hafi verið gerður og hafi sóknaraðili ekki lagtfram nein gögn þess efnis. Þá sé í nefndum löggerningi hvergi minnst ágeymsluskúr, kaldavatnsholu, tvö gróðurhús og heitan pott sem geti engan veginnfallið undir samninginn þótt hann yrði talinn fullgildur að öðru leyti umsumarhúsið. Þá telur varnaraðili að hafi land átt að fylgja sumarhúsinu, þáhefðu þeir 6.000 m² átt að koma frá eignarhluta sóknaraðila sjálfs. Varnaraðili byggir jafnframt á því að ekkihafi verið leitað eftir samþykki annarra eigenda að hinu óskipta landi þegarframangreindur löggerningur hafi verið gerður, eins og gert hefði verið þegarhún keypti sumarhús og 10.000 m² lands af G. Varnaraðili mótmælti túlkunsóknaraðila á dómi Hæstaréttar í máli nr. 539/2016 um að í honum komi framlögmæti þess að D hafi selt sóknaraðila sumarhúsið. Taldi varnaraðili með vísantil framangreinds að hafna bæri því að sóknaraðilar, B og db. C, hefðu fengiðaukinn hlut umfram 1/7 hluta í hinu óskipta landi [...], og eigi þeireignarhlutar að tilheyra dánarbúunum.Varnaraðili byggir á lögum nr. 40/2002 umfasteignakaup, lögum nr. 8/2001 um þjóðskrá, erfðalögum nr. 8/1962, lögum nr.14/2004 um erfðafjárskatt, einnig fyrri lögum um erfðafjárskatt nr. 83/1984,eftir því sem við eigi, einnig vísar varnaraðili til almennra reglna samninga-,eigna- og kröfuréttar og til tilskipunar um áritun á skuldabréfi frá 9. febrúar1789.Varnaraðili gerir kröfu um óskiptanmálskostnað úr hendi sóknaraðila. Við það mat verði að hafa í huga aðsóknaraðilar hafi verið óviljugir til þess að leita lausna til skipta álandinu. Málskostnaðarkrafan er studd við XXI. kafla laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála, sérstaklega 130. gr. Kröfuna um virðisaukaskatt á málskostnaðbyggir varnaraðili á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en varnaraðili séekki virðisaukaskattsskyldur aðili og sé honum því nauðsyn að fá skattinn sérdæmdan úr hendi sóknaraðila. ---Varnaraðili dánarbú D og E bendir á aðágreiningur málsins sé afmarkaður við það hver sé eignarhluti dánarbúanna ogekkert annað. Séu þannig aðeins tvö álitaefni sem þurfi að taka afstöðu til ímálinu, annars vegar hvort db. C hafi eignast 5.000 m² lands frá móður sinni oghins vegar hvort B hafi eignast sumarhús og 6.000 m² frá föður sínum, eða hvortþeir eignarhlutar eigi að tilheyra dánarbúunum. Í því sambandi verði að hafa íhuga að heimilt sé samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar að ráðstafaeignarhlutdeild í óskiptri sameign. Þá liggi fyrir að kaupsamningur, dags. 31.maí 2013 til B, hafi ekki verið ógildur með dómi. Varnaraðili staðfesti undirritun sína áframlagt dómskjal um að sóknaraðili B hefði greitt upp veðskuldabréf að fjárhæð4.000.000 króna útgefið vegna kaupa hans á sumarhúsi föður hans og 6.000 m²lóðar. Varnaraðili staðfesti að hann hefði fengið tölvupóst frá varnaraðilanumG þar sem fram komi að C heitinn hefði fengið [...] og 5.000 m² lands semfyrirframgreiddan arf, metið á 1.500.000 króna og rest með peningum. Þástaðfesti skiptastjóri að í fórum hans væri frumrit þeirrar yfirlýsingar sem Ehefði ritað um að hafa á árinu 2001 greitt C út [...] sem fyrirframgreiddanarf. IVNiðurstaðaÓumdeilt er að skv. afsali, dags. 23. maí1968, eignuðust sóknar- og varnaraðilar þessa máls 1/7 hluta hver í óskiptu landi[...] í [...], og sé eignarhlutur hvers þeirra samkvæmt afsalinu 11.428,5 m².Ágreiningur þessa máls snýr að því hvortsóknaraðili db. C hafi til viðbótar við framangreindan eignarhluta sinn eignast5.000 m² lands frá móður sinni og hins vegar hvort sóknaraðili B hafi tilviðbótar sínum eignarhluta eignast sumarhús og 6.000 m² lands frá föður sínumeða hvort þeir eignarhlutar eigi báðir eða annar að koma til úthlutunar úrdánarbúunum ásamt þeim 11.857 m² sem ekki er ágreiningur um að enn tilheyridánarbúunum. Ljóst þykir að hverjum sameiganda er heimilnýting og ráðstöfun á sameigninni sem er öðrum að bagalausu þótt réttur hverserfingja taki til eignarinnar í heild. Í málinu er upplýst að allirvarnaraðilar málsins höfðu byggt sér sumarhús á hinu óskipta landi. A og Fbyggðu sér sumarhús á árunum 1984 og 1985 og lét hvor um sig skrá 10.000 m² meðhúsunum af hinu óskipta landi. Fengu sumarhús varnaraðila og lóðir fastanúmerhjá Fasteignamati ríkisins (FMR), og urðu þar með sérstakir eignarhlutar og skattstofnsem varnaraðilar borga sjálfir skatta og gjöld af. Af gögnum málsins verðurekki séð að formlegs samþykkis annarra, þ. á. m. sóknaraðila, hafi verið leitaðfyrir þeim ráðstöfunum sem þó tóku til einstakra hluta hinnar óskiptu sameignaróháð gæðum eða verðmæti. Framangreindum ráðstöfunum varnaraðila hefur ekkiverið þinglýst. Varnaraðilar byggja allt að einu á því að ráðstafanir ogframsal á sumarhúsum og landi til sóknaraðila hafi verið ógildar á þeimforsendum að ekki hafi verið leitað samþykkis allra og þeim ekki veriðþinglýst, skv. 1. mgr. 24. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978. Í málinu liggur fyrir veðbókarvottorð þarsem allir málsaðilar eru þinglýstir eigendur landsins. Brast aðila því ekkiheimild skv. nefndu ákvæði þinglýsingarlaga til ráðstöfunar á sínum eignarhlutaog með sama hætti eru uppfyllt ákvæði 22. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu ogmat fasteigna. Þá virðast engir samningar hafa staðið til þess að takmörkunværi á framsali sameignarréttindanna og þótt í upphafi hafi hið óskipta land veriðhugsað til persónulegra samnota allra eigenda, þá er ljóst að þær forsendureiga ekki lengur við, með því að varnaraðilar með framangreindum hætti byggðusér hver sitt hús og skráðu með þeim lóðir. Ráðstöfun á eignarhlutdeild í hinuóskipta landi og framsal til annarra sameigenda var að mati dómsins öðrum aðbagalausu og heimil skv. 72. gr. stjórnarskrárinnar.Við skilnað D og E var gengið fráskilnaðarsamningi, dagsettum 14. apríl 1999. Í lið 3.2. í þeim samningi kemurfram að D fái stærra sumarhúsið á hinu umþrætta landi eða [...] en E minnahúsið, [...]. Allt sumarbústaðaland væri hins vegar sameign þeirra og barnaþeirra.Sumarhúsið [...] og 5.000 m² óskipts lands. Í málinu liggur fyrir ódagsett og óvottaðhandritað skjal undirritað af E þar sem fram kemur að hún hafi á árinu 2001greitt C út sumarhúsið [...] sem fyrirframgreiddan arf sem hafi verið metiðmilli hennar og D á 1.300.000 krónur. Varnaraðili A telur að þótt hún hafi ekkivitað af tilurð þessa skjals fyrr en löngu síðar, þá sé það ritað af móðurþeirra. Varnaraðili F kvaðst hafa vitað af þessari ráðstöfun þegar hún vargerð. Hvað sem líður formlegu gildi þeirrar fyrirframgreiðslu arfs þá hefur þaðverið vilji E að C eignaðist sumarhúsið. Að mati dómsins stendur ágreiningurþessa hluta málsins eingöngu til þess hvort sumarhúsinu hafi fylgt 5.000 m²óskipt lóð, en hennar er ekki getið í nefndu skjali E. Lóðin var þann 31.desember 2001 skráð á 637.000 krónur hjá FMR.Sóknaraðili hefur í sínum málflutningi bentá skjal frá ágúst 1998 sem gert var í tengslum við skilnað D og E, þar sem rætter um [...] ásamt lóð á 1.200.000 krónur og megi af því leiða, í samanburði viðþá fjárhæð sem fram komi í bréfi E, að [...] hafi átt að fylgja lóð viðfyrirframgreiðslu arfsins. Í gögnum málsins er einnig að finna skjal, dags. 21.september 1998, þar sem [...] er getið án lóðar á 1.300.000 krónur. Ímatsvottorði Fasteignamats ríkisins frá 2. júlí 1998 er fasteignamat [...]ásamt lóð metið á 1.631.000 krónur, en húsmatið er 1.062.000 krónur. Ískilnaðarsamningi þeirra hjóna, dags. 14. apríl 1999, er verðmat [...] án lóðar1.300.000 krónur. Ekki verða dregnar neinar ályktanir af nefndum skjölum um þaðhvort [...] hafi á árinu 2001 átt að fylgja lóð, en að mati dómsins er umverðmat á sumarhúsinu [...] í bréfi E vísað til endanlegs skilnaðarsamnings,dags. 14. apríl 1999.Eftir skilnað D og E byggir E sér sjálfsumarhús á hinu óskipta landi árið 1999 og skráir með því 4.250 m² lóð hjá FMR.Ekki liggur fyrir hvernig var staðið að þeirri skráningu en E var þessi ráðstöfunheimil skv. framangreindu. Með sama hætti liggur ekki fyrir hvernig skráningu á[...] var upphaflega háttað, en fram kemur í skjali frá FMR, dags. 2. júlí1998, að með [...], matshluta 220-8152, sé skráð 50.000 m² lóð. Óumdeiltvirðist að þessi stærðarskráning lóðar sé röng og standi ágreiningur málsinstil 5.000 m² lóðar, og sé það stærð þeirrar lóðar sem skráð er með [...] ískrám FMR í dag.Á yfirliti frá FMR um fasteignamat þann1.12.2000 kemur fram að D er skráður sem eigandi [...], matshluta 220-8152 enekki E, og í annál frá tryggingarfélaginu VÍS, dags. 12. janúar 2001 kemur framað D óskar þess að sumarhúsið verði hjá þeim skráð á C. Þar sem D var þá ennformlega skráður sem eigandi matshlutans má leiða að því líkur að D hafi einnigkomið að breytingu á eigendaskráningu hans hjá FMR þann 23. apríl 2001.Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá FMR þávarð C skráður eigandi að matshluta 220-8152, þ.e. [...] og lóð, þann 23. apríl2001. Eigendaskráningar þessarar er getið á afsalinu frá 23. maí 1968, meðstimpli FMR, sama dag og fyrrgreind skráning fór fram eða 23. apríl 2001.Matshlutinn hefur frá þeim tíma verið skráður á skattframtöl C ogálagningarseðlar fasteignagjalda sendir honum. Af orðalagi í bréfi E um fyrirframgreiddanarf til C verður að útiloka að það bréf hafi legið til grundvallar skráningunniþann 23. apríl 2001. Þar segir: „Árið 2001 fékk hann [...], ... Seinna bætti égvið til hans 300.000.“ Hafa því aðrar forsendur legið að baki skráningunni hjáFMR þann 23. apríl 2001 en nefnt bréf um fyrirframgreiddan arf, en ekkertliggur fyrir um þær forsendur og samkvæmt því sem fram kom í málinu, finnastþær ekki.Eins og getið var ráðstafaði E einungis4.250 m² af hinu óskipta landi með sínu sumarhúsi árið 1999 og byggirsóknaraðili á því að E hafi alltaf gert ráð fyrir því að [...] fylgdi lóð. Ítölvupósti varnaraðilans G til skiptastjóra kemur fram að það hafi verið viljiE að C fengi 5.000 m² lóð með [...]. Framangreindar skráðar upplýsingar FMR ogáritunin á afsalið frá 23. maí 1968 benda til þeirrar niðurstöðu. Ekki er annaðkomið fram en að E hafi á þessum tíma verið með fulla heilsu. Þar sem ekki ervið önnur gögn að styðjast en að framan greinir, leiðir það að svo komnu málitil þess að C hafi fengið umþrætta 5.000 m² lóð að gjöf. Var gefandi innanþeirrar eignarhlutdeildar sem honum var heimilt að ráðstafa af hinu óskiptalandi og verið í sjálfsvald sett hvort eða hvaða endurgjald hafi komið fyrir. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða dómsins að 5.000m² lands af 11.428,5 m² í upphaflegri eignarhlutdeild E í óskiptu landi [...] í[...] skuli ekki koma til skipta úr dánarbúi hennar. Koma því til skipta úrdánarbúi hennar 6.428,5 m².Sumarhúsið [...] og 6.000 m² óskipts lands. Með kaupsamningi og afsali, dags. 31. maí2013, afsalaði D til B sumarhúsinu við [...], sem kallað er [...], „ogeignarlóð skv. FMR er 6.000 m².“ Undir skjalið ritar E sem maki, sbr. 1. mgr.58. gr. og 1. mgr. 60. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, en D og E munu hafa gifstað nýju það sama ár. Í dómi Hæstaréttar nr. 539/2016 kemur fram að við þessaráðstöfun hafi D verið í sjálfsvald sett hvaða endurgjald kæmi fyrir hið selda.Þykir því ekki frekar ástæða til að rekja kaupverð eignarinnar eða hvort þaðhafi verið að fullu greitt. Á því er byggt að bæði D og E hafi skortlöggerningshæfi þegar undirritun þessa samnings átti sér stað. Umlöggerningshæfi E liggur fyrir að hún var með dómi Hæstaréttar nr. 280/2014svipt fjárræði ótímabundið frá 14. maí 2014 að telja. Til grundvallar þeirrisviptingu lá læknisvottorð, dags. 5. mars 2014, þar sem fram kom að hún hefðiverið greind með Alzheimer-sjúkdóm og hafi andleg og líkamleg heilsa hennarversnað á umliðnu ári. Ekki liggur fyrir vottorð um hvernig heilsu hennar meðtilliti til hæfis var háttað þann 31. maí 2013 eða þegar hún og D giftust aðnýju á árinu 2013. Liggur því ekki annað fyrir en að uppfyllt séu ákvæðihjúskaparlaga nr. 31/1993, einkum 1. mgr. 60. gr., 2. mgr. 62. gr. og 1. mgr.64. gr.Um andlegt eða líkamlegt hæfi D liggja enginsjúkragögn fyrir. Fram kom í skýrslu fyrir dómi af I hæstaréttarlögmanni aðhann hafi rætt við D og B vegna gerðar samningsins, en vitnið þekkti vel til D.Hafi það verið upplifun hans að framangreint hafi verið vilji D og hann hafiþví útbúið samninginn og jafnframt fengið löggiltan fasteignasala til þess aðverðmeta eignina. Liggur því ekki annað fyrir en að D hafi verið til þess bærað undirrita löggerninginn. Með aðkomu lögmannsins og löggilts fasteignasala erekki hægt að fallast á það að leynd hafi hvílt yfir þeim gerningi og ekkert erfram komið um að skort hafi á skilyrði 15. og 16. gr. þágildandi laga um sölufasteigna og skipa nr. 99/2004, um siðferði, viðskiptavenjur og frágangsamningsins.Á því er jafnframt byggt að framangreindursamningur hafi verið fenginn með misneytingu, með því að sóknaraðili hafi sestað foreldrum sínum og beitt þau þrýstingi. Um þetta atriði liggja engin gögneða skýrslur óháðra aðila og telst það því ósannað. Samkvæmt framangreindu erekki hægt að fallast á að við eigi ákvæði 31. gr. laga nr. 7/1936 umsamningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, um að foreldrar málsaðila hafi veriðleiðitöm og orðið að setja traust sitt á sóknaraðila eða að það yrði taliðóheiðarlegt að bera fyrir sig samninginn, sbr. 33. gr. sömu laga vegna andlegrahaga D og E. Þá er með sama hætti ósannað að það sé ósanngjarnt eða andstættgóðri viðskiptavenju að bera fyrir sig samninginn, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936eins og atvikum er öllum háttað.Ekki er ágreiningur um að sumarhúsið [...]tilheyrði D þegar hann framseldi það til sóknaraðila B. D var heimilt aðráðstafa eigum sínum með framangreindum hætti í hinu óskipta landi, enda varráðstöfunin innan þeirrar eignarhlutdeildar sem honum tilheyrði. Með vísan til alls framangreinds er þaðniðurstaða dómsins að 6.000 m² lands af 11.428,5 m² í upphaflegrieignarhlutdeild D í óskiptu landi [...] í [...], skuli ekki koma til skipta úrdánarbúi hans. Koma því til skipta úr dánarbúi hans 5.428,5 m².Til úthlutunar í opinberum dánarbússkiptum Dog E eiga samtals að koma 11.857 m² úr óskiptu landi [...]í [...].Með vísan til niðurstaðna málsins, 1. mgr.130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr.20/1991 um skipti dánarbúa o.fl., verður varnaraðilum A og F gert að greiðasóknaraðila, B óskipt 900.000 krónur í málskostnað og sóknaraðila db. C óskipt1.100.000 krónur í málskostnað, í báðum tilvikum að meðtöldumvirðisaukaskatti. Úrskurðinn kveður upp Bogi Hjálmtýssonhéraðsdómari.Ú r s k u r ð a r o r ð.Til skipta úr dánarbúum þeirra D og E eigaað koma 11.857 m² í óskiptu landi [...] í [...].Varnaraðilar A og F greiði sóknaraðila B óskipt900.000 krónur í málskostnað og sóknaraðila db. C óskipt 1.100.000 krónur ímálskostnað. |
Mál nr. 846/2017 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns Yfirmat Málshraði | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfum A o.fl. um dómkvaðningu matsmanna. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans í Hæstarétti, kom meðal annars fram að samkvæmt beiðni A o.fl. væri tilgangur þeirra að óska eftir yfirmati að meginstefnu sá að yfirmatsmenn myndu svara til hlítar spurningum sem matsmenn hefðu ekki talið sér fært að svara á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Var talið að þessi hluti beiðni A o.fl. fæli í reynd í sér að yfirmatsmenn héldu áfram matsstörfum undirmatsmanna þar sem þeim sleppti og væri hún því í andstöðu við ákvæði 64. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varðandi hinn hluta beiðninnar þar sem óskað var eftir endurskoðun á tilteknum niðurstöðum matsmanna kom fram að þær fyrirsjáanlegu tafir sem yrðu á meðferð málsins vegna framkvæmdar yfirmats um þau atriði væru úr hófi að teknu tilliti til meginreglunnar um hraða málsmeðferð og rétt annarra aðila samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, BenediktBogason og Markús Sigurbjörnsson.Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 22. desember 2017, enkærumálsgögn bárust réttinum 5. janúar 2018. Kærður er úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur 11. desember 2017, þar sem hafnað var kröfum sóknaraðila um dómkvaðningumatsmanna. Kæruheimild var í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess aðallega að lagt verði fyrirhéraðsdóm að dómkveðja þrjá yfirmatsmenn til að „endurmeta svör undirmatsmanna viðtilteknum matsspurningum í samræmi við beiðni sóknaraðila frá 28. nóvember 2017“,til vara að lagt verði fyrir héraðsdóm að dómkveðja tvo matsmenn til að svaratilteknum matsspurningum í samræmi við fyrrgreinda matsbeiðni, en að þvífrágengnu að lagt verði fyrir matsmennina Margréti Pétursdóttur og JóhannUnnsteinsson að svara frekar tilteknum matsspurningum í samræmi við sömu beiðni.Þá krefjast þau í öllum tilvikum kærumálskostnaðar.Varnaraðilinn LBI ehf. krefst þess að hinn kærði úrskurður verðistaðfestur og sóknaraðilum gert að greiða sér málskostnað í héraði ogkærumálskostnað.Varnaraðilarnir Andri Sveinsson, Halldór J. Kristjánsson og KjartanGunnarsson krefjast hver fyrir sitt leyti staðfestingar hins kærða úrskurðar ogkærumálskostnaðar.Varnaraðilarnir Jón Þorsteinn Oddleifsson, Sigurjón Þorvaldur Árnason,Svafa Grönfeldt og Þorgeir Baldursson hafa ekki látið málið til sín taka fyrirHæstarétti.Varnaraðilinn LBI ehf. hefur ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sittleyti og getur því krafa hans um málskostnað í héraði ekki komið frekar tilálita.Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.Sóknaraðilum verður gert að greiða kærumálskostnað eins og í dómsorðigreinir.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðilar, Allianz Global Corporate & Specialty AG,Alterra Corporate Capital 2 Ltd., Alterra Corporate Capital 3 Ltd., Brian JohnTutin, Bridget Anne Carey-Morgan, Brit Insurance Ltd., Carol Jean Harris, DavidJohn De Marle Coulthard, Eileen Elsie Hunter, Gary Frederick Sullivan, IanRichard Posgate, John Leon Gilbart, Joseph Elmaleh, Julian Michael West, KelvinUnderwriting Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Nameco (No 11) Ltd.,Nameco (No 231) Ltd., Norman Thomas Rea, Novae Corporate Underwriting Ltd., QBECorporate Ltd., QBE International Insurance Ltd., Richard Michael Hodgson Read,SCOR Underwriting Ltd. og Sorbietrees Underwriting Ltd. greiði óskipt varnaraðilumLBI ehf., Andra Sveinssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Kjartani Gunnarssynihverjum fyrir sig 350.000 krónur í kærumálskostnað.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkurmánudaginn 11. desember 2017Málþetta var höfðað með stefnu birtri 17., 18. og 23. janúar 2012. Stefnandi erLBI hf., áður Landsbanki Íslands hf., Austurstræti 16, Reykjavík. Stefndu eru SigurjónÞ. Árnason, Granaskjóli 28, Reykjavík, Halldór J. Kristjánsson, sagðuróstaðsettur í hús í Kanada, Kjartan Gunnarsson, Starhaga 4, Reykjavík,Andri Sveinsson, sagður óstaðsetturí hús í Englandi, Þorgeir Baldursson, Stórahjalla 5, Kópavogi, Svafa Grönfeldt, sögð óstaðsett í hús í Bandaríkjunumog Jón Þorsteinn Oddleifsson, Krossakri 6, Garðabæ. Þá er stefnt BritInsurance Ltd., 55 Bishopsgate, London, Stóra-Bretlandi og 24 öðrumnafngreindum vátryggjendum með lögheimili í Bretlandi og Þýskalandi. Viðfyrirtöku málsins 28. nóvember sl. var hálfu stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl.lögð fram matsgerð dómkvaddra matsmanna dagsett 22. nóvember sl. samkvæmt dómkvaðningumeð úrskurði héraðsdóms 14. mars 2014. Í sama þinghaldi var lögð fram „beiðnium (1) dómkvaðningu yfirmatsmanna, (2) til vara um dómkvaðningu matsmanna en(3) til þrautavara um kröfu um frekari skoðun dómkvaddra matsmanna á matsgerðsamkvæmt IX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.“ Í beiðninni er þess aðallegakrafist að dómkvaddirverði þrír hæfir og óvilhallir yfirmatsmenn til að endurmeta svörundirmatsmanna við nánar tilteknum matsspurningum „og undirmatsmenn svöruðuekki með fullnægjandi hætti að mati matsbeiðenda“. Til vara er þess krafist,með vísan til IX. kafla laga nr. 91/1991, að dómkvaddir verði tveir hæfir ogóvilhallir matsmenn til að svara nánar tilteknum matsspurningum „ogmatsmennirnir Margrét Pétursdóttir og Jóhann Unnsteinsson svöruðu ekki meðfullnægjandi hætti að mati matsbeiðenda.“ Til þrautavara er þess krafist, meðvísan til IX. kafla laga nr. 91/1991, að lagt verði fyrir dómkvadda matsmenn aðsvara frekar nánar tilteknum matsspurningum „sem þau svöruðu ekki meðfullnægjandi hætti að mati matsbeiðenda.“ Af hálfu allra annarra aðila varöllum þáttum í beiðni stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. mótmælt ogþess krafist að beiðninni yrði hafnað. Í þinghaldinu lýstu lögmenn aðila sig reiðbúna til að færa þegarí stað fram munnlegar athugasemdir um ágreiningin og leggja hann í úrskurðdómsins. Beiðni stefndu Brit Insurance Ltd.o.fl. Stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl.vísa til þess að nú liggi fyrir matsgerð dómkvaddra matsmanna dagsett 22.nóvember 2017. Í matsgerðinni svari matsmenn mörgum spurningum matsbeiðenda enöðrum svari matsmenn ekki með fullnægjandi hætti, einkum sökum þess að þeirtelji að ófullnægjandi gögn og/eða upplýsingar komi í veg fyrir frekariefnislega umfjöllun um það efni sem óskað var mats á, annað hvort að hluta tileða í heild. Stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. vísa þó einnig til þess að „íeinstaka tilvikum“ séu þeir ósammála niðurstöðu matsmanna. Þessir stefnduleggja á það áherslu að yfirmat muni taka mun skemmri tíma en undirmat, líklegaörfáa mánuði, enda liggi matsgerð fyrir og öll þau gögn sem hún byggi á. Þær spurningar sem settar erufram í beiðni stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. eru orðrétt þær sömu og settarvoru fram í fyrri matsbeiðni aðilanna 26. nóvember 2013 og skorið var úr meðfyrrnefndum úrskurði héraðsdóms sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 29.apríl 2014, þó þannig að í sumum tilvikum er efni spurninganna þrengt. Er um aðræða spurningar í eftirfarandi liðum matsbeiðninnar: liður 3) (i), (ii) og (iv);liður 4) (i) og (ii); liður 5) (i) og (ii); liður 6) (i), (ii) og (iii); liður 7)(i), (ii) og (iii); liður 8) (i) og (ii); og liður 9) (i) og (iii). Í umfjöllun um einstakarmatsspurningar segir eftirfarandi: „Í svörum við matsspurningu 3) (i) ífyrirliggjandi matsgerð Jóhanns Unnsteinssonar og Margrétar Pétursdóttur vísamatsmenn til þess að þau hafi hvorki haft aðgang að heildarlista yfir lán bankansá þeim dagsetningum sem um ræðir né heildarlista yfir veð. [/] Í svörum viðmatsspurningum 3) (ii) og (iii) vísa matsmenn til þess að fyrirliggjandi gögnséu að þeirra mati ekki nægjanleg til að svara þessum spurningum. [/]Matsbeiðendur eru sammála svörum matsmanna við matsspurningu 3) (iv) að þvíleyti að veð sem Landsbanki Íslands hf. tók í eigin hlutum hefðu átt að komafram í skýringum í ársreikningum bankans. Matsbeiðendur eru hins vegar ósammálaöðru í svari matsmanna við þessum lið, um að lánveitingar hafi engin áhrif haftá eigið fé bankans í reikningsskilum hans og um afstöðuleysi matsmanna um hvortdraga hefði átt lánveitingar frá eiginfjárgrunni, og óska því eftir yfirmatieða endurskoðun á þeim þáttum. [/] Í svörum við matsspurningum 4) (i) og (ii)vísa matsmenn til þess að fyrirliggjandi gögn séu að þeirra mati ekki nægjanlegtil að svara þessum spurningum. [/] Í svörum við matsspurningu 5) (i) kveðastmatsmenn ekki hafa fengið fullnægjandi gögn til að svara hluta spurningarinnarmeð fullnægjandi hætti, svo sem kaupréttarsamninga, ráðningarsamningastarfsmanna Landsbanka Íslands hf. eða aðrar upplýsingar um mögulegafkastahvetjandi launakerfi sem fólu í sér boð um hluti í bankanum tilstjórnenda og starfsmanna bankans. Þá var þeim hluta spurningarinnar er lýturað 31. mars 2008 ekki svarað sökum þess að Landsbanki Íslands hf. birti ekkiskýringu um kaupréttarsamninga í árshlutareikningi. Auk þess eru matsbeiðendurósammála niðurstöðu matsmanna að því er varðar fjárhæð kauprétta hinn 31.desember 2007 (bls. 59 í matsgerð). Er því óskað eftir yfirmati eða endurskoðuná þeim þáttum. [/] Í svörum við matsspurningu 5) (ii) vísa matsmenn til þess aðengin gögn hafi borist matsmönnum vegna 9. janúar 2008 og því hafi þeim ekkiverið unnt að leggja mat á þennan lið. [/] Í svörum við matsspurningu 6) (i)vísa matsmenn til þess að upplýsingum úrskjölum um stórar áhættuskuldbindingar og listum úr lánakerfi LandsbankaÍslands hf., Libra loan, beri ekki saman í öllum tilvikum og því megi leiða aðþví líkur að um fleiri lánakerfi hafiverið að ræða sem matsmenn hafi ekki haft aðgang að. [/] Í tengslum viðmatsspurningu 6) (ii) telja matsbeiðendur að unnt sé með tiltölulega auðveldumhætti að afla gagna um tengsl félaganna Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. og tengdraaðila (á öðrum dagsetningum en 31. desember 2006), Elliðahamars ehf.,Elliðatinda ehf., Bakkavarar Group og tengdra aðila, Exista hf. (nú Klakkiehf.), Sigurðar Bollasonar ehf. og Sigurðar Bollasonar persónulega, HunslowS.A., Bruce Assets Limited, Pro-Invest Partners Corp, MP fjárfestingarbanka ogfleiri við Landsbanka Íslands hf. Óskamatsbeiðendur því eftir yfirmati eða frekari skoðun og mati á matsspurningunni.[/] Matsbeiðendur eru ósammála hluta niðurstaðna matsmanna vegna matsspurningar6) (iii), nánar tiltekið um að ekki hafi verið gerðar kröfur íreikningsskilareglum um að skýra frá stórum áhættuskuldbindingum eða einstökumlánum til þeirra aðila sem vísað er til í matsspurningu 6. Óska matsbeiðendurþví eftir yfirmati eða frekari skoðun og mati á matsspurningunum. [/] Í svörumvið matsspurningu 7) vísa matsmenn til þess að ekki séu til staðar gögn til aðleggja mat á virðisrýrnun útlána í heild sinni heldur er einungis hægt að takaafstöðu til þeirra lána sem skoðuð voru. Óska matsbeiðendur því eftir yfirmatieða frekari skoðun og mati á matsspurningunni en þó með þeirri undantekningu aðmatsbeiðendur óska ekki eftir frekari umfjöllun matsmanna umFjárfestingafélagið Primus ehf., Icelandic Group hf. eða Gnúp fjárfestingafélagehf., þar eð matsmennirnir Jóhann Unnsteinsson og Margrét Pétursdóttir hafaþegar metið hæfilega virðisrýrnun lána Landsbanka Íslands hf. til þeirra ífyrirliggjandi matsgerð. [/] Í svörum við matsspurningu 8) vísa matsmenn tilþess að fyrirliggjandi gögn hafi ekki verið nægjanleg til að leggja mat áliðina, þó að ýmsar upplýsingar um skuldbindingar og fjárhagslega stöðuLandsbanka Íslands hf. hafi verið fyrirliggjandi á þeim tímabilum sem spurt erum. [/] Matsbeiðendur eru ósammála niðurstöðu matsmanna vegna matsspurningar9(i) og (iii), hvað varðar ársreikning Landsbanka Íslands hf. fyrir árið 2007(bls. 149 í fyrirliggjandi matsgerð). Óska matsbeiðendur því eftir yfirmati eðafrekari skoðun og mati á matsspurningunum að því er varðar ársreikning LandsbankaÍslands hf. fyrir árið 2007.“ Um aðalkröfu sína í þessum þættimálsins vísa stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. til IX. kafla laga nr. 91/1991,einkum 64. gr. þeirra laga. Krafan lúti að því að dómkvaddir verði yfirmatsmenní því að skyni að endurskoða niðurstöður undirmatsmanna, þar sem undirmatsmennsvöruðu ekki viðkomandi spurningum með fullnægjandi eða réttum hætti að matimatsbeiðenda. Það sé hlutverk yfirmatsmanna að skoða hvort fyrirliggjandi gögn séufullnægjandi, þrátt fyrir niðurstöðu undirmatsmanna, og/eða að upplýsa hvaðagögn þeir telja að vanti til að unnt sé að svara spurningunum með öðrum hættien undirmatsmenn gerðu. Í 64. gr. laga nr. 91/1991 segi að aðili geti krafistyfirmats þar sem tekin verði til endurmats þau atriði sem hafa áður veriðmetin. Krafan sé sett fram eins skjótt og kostur er. Þá sé ljóst að vinna viðyfirmatið muni ekki taka langan tíma sé tekið mið af þeim tíma sem virðist hafafarið í vinnu við undirmatsgerð eftir að eiginleg vinna við það hófst. Varakrafa stefndu Brit InsuranceLtd. o.fl. er einnig sögð styðjast við IX. kafla laga nr. 91/1991. Varakrafan lútiað því að dómkvaddir verði tveir matsmenn til að svara sömu matsspurningum ogaðalkrafan lúti að, ef svo fari að ekki verði talin uppfyllt skilyrði til aðdómkveðja yfirmatsmenn á grundvelli 64. gr. laga nr. 91/1991. Í lögum nr.91/1991 séu ekki lagðar sérstakar hömlur við því að dómkvaddir verði matsmenntil að meta atriði sem matsgerðar hefur þegar verið aflað um. Enn síður sé girtfyrir að til viðbótar eldri matsgerð sé aflað nýrrar matsgerðar, sem sé ætlaðað gefa ítarlegri upplýsingar um matsefni en áður hafi fengist, sbr. meðalannars dóm Hæstaréttar Íslands 7. nóvember 2000 í máli nr. 400/2000. Þrautavarakrafa er einnig sögðstyðjast við IX. kafla laga nr. 91/1991. Gerð sé krafa um að dómkvaddirmatsmenn endurskoði mat sitt, verði ekki fallist á að heimilt sé að óska eftiryfirmati eða mati nýrra matsmanna. Þrautavarakrafan lúti að því aðmatsmennirnir Jóhann Unnsteinsson og Margrét Pétursdóttir reyni til þrautar aðsvara þeim spurningum, sem ítrekaðar eru í beiðni þessari en þau ekki talið sérfært að svara út frá fyrirliggjandi gögnum á þeim tíma.Mótmæli annarra aðila við beiðnistefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. Af hálfu annarra aðilaen stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. er einkum vísað til þess til þess aðframlögð matsgerð sé haldinn svo stórkostlegum annmörkum að hún í sé í reyndmarkleysa. Frekari gagnaöflun í tilefni hennar sé því bersýnilega tilgangslaus.Þá er vísað til dóms Hæstaréttar 17. október 2017 þar sem hafnað hafi veriðfrekari kröfum um frestun málsins til að bíða matsgerðar. Verði að skiljadóminn þannig að lagt hafi verið fyrir héraðsdóm að lýsa gagnaöflun lokið ogákveða aðalmeðferð málsins þegar í stað. Vísað er til þess að í beiðni Stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. felistí reynd beiðni um að sama matsferli verði haldið áfram undir breyttumformerkjum í berri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar.Niðurstaða Svo sem áður greinir var fallistá beiðni stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. um dómkvaðningu matsmanna meðúrskurði héraðsdóms 14. mars 2014. Í forsendum úrskurðarins, sem staðfestur varmeð vísan til forsendna sinna með dómi Hæstaréttar 29. apríl þess árs, er þvíslegið föstu að aðili einkamáls njóti víðtæks réttartil að afla matsgerðatil að færa sönnur á staðhæfingar sínar, enda beinist matsbeiðni að þeimatriðumsem kveðið er á um 1. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991 og matið séekki bersýnilega þýðingarlaust fyrir sakarefni málsins. Hins vegar kemur einnigfram í forsendum úrskurðarins að umræddur réttur stefndu Brit Insurance Ltd.o.fl. til sönnunarfærslu sem aðila einkamáls takmarkist af öðrum meginreglumeinkamálaréttarfars, meðal annars reglunni um að hraða beri meðferð máls eftirföngum. Verði þá einnig að horfa til þess að sú meginregla styðjst ekki aðeinsvið þá opinberu hagsmuni sem tengjast skilvirkri starfsemi dómstóla ogallsherjarreglu, heldur lúti hún einnig að rétti manna til að fá úrlausn umréttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyriróháðum og óhlutdrægum dómstóli samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárlýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995,og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög um lögfestingusáttmálans nr. 62/1994. Var talið leiða af þessu að við þær aðstæður að óskaðværi eftir tímafreku og kostnaðarsömu mati, með hliðsjón af umfangi málsins,yrði að gera ríkar kröfu til þess að fyrir lægi að matsspurningar beindust aðþeim atriðum sem kveðið er á um í 1. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991, að þær hefðuraunverulega þýðingu fyrir sakarefni málsins og matsgerð myndi þjóna tilgangifyrir sönnunarfærslu aðila, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991. Að matidómsins eiga þessi sjónarmið dómsins einnig við um fyrirliggjandi beiðni stefnduBrit Insurance Ltd. o.fl..AÍforsendum fyrrnefnds úrskurðar héraðsdóms var, við mat á lögmæti matsspurninga,sérstaklega horft til þess að matsmenn leysa úr matsspurningum á grundvelligagna sem aðilar leggja fram eða matsmenn kunna að ákveða að afla sjálfirsamkvæmt 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991. Nytu matsmenn ákveðins svigrúms tilþess að afmarka matsspurningar nánar, en einnig hlyti matsgerð eðli málsinssamkvæmt að takmarkast við þau svör sem unnt er að veita við matsspurningum ágrundvelli gagna sem tiltæk eru matsmönnum. Var vísað til þess í úrskurðinum aðengin skylda yrði lögð á matsmenn að afla sjálfir gagna umfram það sem þeir teldueðlilegt eða mögulegt. Væri aðila matsmáls unnt að bera undir dómágreiningsatriði er vörðuðu framkvæmd matsgerðar að þessu leyti, svo sem hvortþað hefði verið metið sem skyldi meta samkvæmt dómkvaðningu, sbr. 1. mgr. 66.gr. laga nr. 91/1991. Í máli þessu lá fyrir fráupphafi að um væri að ræða sérlega umfangsmikið og tímafrekt mat. Lá einnigfyrir að matsspurningar væru þess eðlis að erfiðleikum kynni að vera bundiðfyrir matsmenn að svara þeim til hlítar á grundvelli tiltækra gagna, ekki sístþegar litið væri til framangreindrar meginreglu um að hraða skuli málsmeðferðeftir föngum. Mátti stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl., sem kusu að leita svoviðamikillar matsgerðar sem raun ber vitni, því allt frá byrjun vera ljóst aðbrýnt væri að matsstörf yrðu markviss og þeim yrði flýtt svo sem kostur væri aðþví viðlögðu að frestur fengist ekki í málinu til að koma matsgerð að. Eins máttiþeim vera ljóst að matsgerð kynni að meira eða minna leyti vera því markibrennd að svör matsmanna yrðu takmörkuð við niðurstöður sem matsmenn teldumögulegt að færa fram á grundvelli tilækra gagna og þeirra fresta sem dómari hefðiákveðið í málinu. Er þá sérstaklega litið til þess að með dómi Hæstaréttar 17.október sl. var felldur úr gildi úrskurður dómara um að veita stefndu BritInsurance Ltd. o.fl. frest í því skyni að leggja fram frekari beiðnir umafhendingu gagna vegna matsmálsins. Samkvæmt fyrirliggjandi beiðnistefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. er tilgangur þeirra með því að óska eftiryfirmati að meginstefnu sá að yfirmatsmenn svari til hlítar spurningum semmatsmenn hafa ekki talið sér fært að svara á grundvelli fyrirliggjandi gagna.Að mati dómsins er því í reynd hér um það að ræða að þessir stefndu óski eftirþví að yfirmatsmenn haldi áfram matsstörfum undirmatsmanna þar sem þeimsleppir. Er langstærstur hluti beiðni stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl., aðþessu leyti í beinni andstöðu við ákvæði 64. gr. laga nr. 91/1991 sem heimilaröflun yfirmats í þeim tilgangi að afla endurskoðunar á þeim atriðum sem áðurhafa verið metin. Er þá einnig horft til þess að með fyrrgreindum dómiHæstaréttar var því slegið föstu að téðum stefndu hefði þá þegar gefistnægilegur frestur til að afla matsgerðar og væru því ekki efni til að frestamálinu sérstaklega til þess afla gagna í þágu matsmálsins. BÍbeiðni stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. er því lýst að þessir stefndu teljisig ósammála tilteknum niðurstöðum matsmanna og óski eftir endurskoðun á þeimþáttum. Hér er um að ræða svör við matsspurningu 3) (iv), hluta að svari viðmatsspurningu 6) (iii) og niðurstöður um matsspurningar 9) (i) og (iii). Aðmati dómsins samræmist beiðni téðra stefndu um yfirmat um þessi atriðifyrrnefndri 64. gr. laga nr. 91/1991 að því leyti sem hér er óskaðendurskoðunar á atriðum sem áður hafa verið metin. Heimild þessara stefndu tilþess að óska eftir yfirmati verður hins vegar einnig að meta í því ljósi aðmeðferð málsins hefur þegar umtalsvert dregist og hafa aðrir aðilar málsinsítrekað krafist þess að gagnaöflun verði lýst lokið málið og aðalmeðferðákveðin þegar í stað. Svo sem áður greinir hefur Hæstiréttur einnig slegið þvíföstu, að gættum rétti þessara aðila eftir 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárlýðveldisins Íslands að ófært sé að telja að téðum stefndu hafi ekki gefistnægur frestur til gagnaöflunar. Í málinu verður að líta til þessað framangreind ágreiningsatriði eru ekki þess eðlis að þau verði talin ráðaúrslitum fyrir málatibúnað stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. Hvað sem þessulíður eru þessum stefndu tæk úrræði til þess að fjalla nánar um þessi tilteknuatriði við aðalmeðferð málsins. Er endanleg úrlausn um þau og þýðing fyrirúrslit málsins á forræði dómsins, sbr. 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991. Þegarallt framangreind er virt er það niðurstaða dómsins að þær fyrirsjáanlegu tafirfyrir meðferð málsins sem leiða myndu af yfirmati um þessi atriði séu úr hófiað teknu tilliti meginreglunnar um hraða málsmeðferð og réttar annarra aðilasamkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Verður beiðni stefndu BritInsurance Ltd. o.fl. um yfirmat því hafnað í heild sinni.CMeðvarakröfu sinni óska stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. í reynd eftir nýrrimatsgerð um þau atriði sem þeir telja að matsmenn hafi ekki metið meðfullnægjandi hætti svo og um fyrrgreindar niðurstöður matsmanna sem þessirstefndu eru ósammála. Svo sem áður greinir liggur fyrir matsgerð dómkvaddramatsmanna þar sem spurningum stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl., semmatsbeiðanda, er svarað að því marki sem dómkvaddir matsmenn hafa taliðmögulegt á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Liggur og fyrir sú afstaða dómsinsað ekki sé grundvöllur til þess að veita frekari fresti í málinu til öflunargagna í þágu matsmálsins eða til vinnu við matsgerðina. Verður þessari aðstöðuþví ekki jafnað til þess þegar dómstólar hafa talið heimilt að afla nýrrarmatsgerðar sem tekur að einhverju leyti til atriða sem þegar hafa verið metineða er ætlað að gefa ítarlegri upplýsingar um matsefni en áður hafa fengist. Aðmati dómsins er varakrafa stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. því í andstöðu við þanngrundvöll 64. gr. laga nr. 91/1991 að matsgerð verði aðeins endurskoðuð meðyfirmati. Þá leiða fyrrgreind sjónarmið um hraða málsmeðferð og rétt annarramálsaðila samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar einnig til þess að synjaber stefndu um frekari gagnaöflun á þessa leið. Verður varakröfunni því einnigsynjað.DMeðannarri varakröfu sinni krefjast stefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. þess, meðvísan til IX. kafla laga nr. 91/1991, að lagt verði fyrir matsmennina MargrétiPétursdóttur og Jóhann Unnsteinsson, sem dómkvödd voru á dómþingi hinn 17.nóvember 2014 og skiluðu matsgerð hinn 22. nóvember 2017, að svara frekar þeimmatsspurningum sem þau svöruðu ekki með fullnægjandi hætti að mati matsbeiðenda. Skiljaverður kröfuna á þá leið að téðir stefndu telji að matsmennirnir hafi ekkimetið með fullnægjandi hætti það sem meta skyldi samkvæmt dómkvaðningu og/eðamatsgerð sé ekki nægilega rökstudd að þessu leyti, sbr. 1. mgr. 66. gr. laganr. 91/1991. Matsgerðdómkvaddra matsmanna ber það með sér að matsmenn hafi í fleiri tilvikum ekkitalið mögulegt að svara matsspurningum til hlítar vegna skorts á gögnum, eneinnig er ljóst að sá tími sem matsmenn höfðu til umráða var takmarkaður vegnaþeirra fresta í málinu sem dómari hafði ákveðið. Svo sem áður greinir lá fyrir fráupphafi að matsspurningarværu þess eðlis að erfiðleikum kynni bundið fyrir matsmenn að svara þeim tilhlítar á grundvelli tiltækra gagna, ekki síst þegar litið væri tilframangreindrar meginreglu um að hraða skuli málsmeðferð eftir föngum. Í ljósiniðurstöðu Hæstaréttar 17. október sl. var einnig ljóst að matsmenn hlutu aðreyna hraða matsstörfum eftir því sem kostur væri í þeim tilgangi að fullnægja þeirrigrunnskyldu sinni að ljúka matsgerð samkvæmt kvaðningu dómsins. Í þessu ljósitelur dómurinn ekkert fram komið um að matsmenn hafi ekki metið það sem lagtvar fyrir þá, eftir því sem þeim var unnt, eða rökstutt niðurstöður sínar meðfullnægjandi hætti. Verður því, að svo stöddu, hafnað þeirri kröfu stefndu BritInsurance Ltd. o.fl. að lagt verði fyrir matsmenn að svara frekar þeimspurningum sem beint var til þeirra með matsbeiðni. Er þessum stefndu hinsvegar heimilt að krefjast þess að matsmenn komi fyrir dóm við aðalmeðferðmálsins til að gefa skýrslu til skýringar og staðfestingar á matsgerð, sbr. 65.gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt framangreindu er beiðnistefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. um yfirmat eða frekari gagnaöflun vegnamatsgerðar dómkvaddra matsmanna dagsettrar 22. nóvember sl., sem lögð var framí þinghaldi 28. nóvember sl., hafnað. Skúli Magnússon héraðsdómarikveður upp úrskurð þennan.Ú R S K U R Ð A R O R ÐBeiðnistefndu Brit Insurance Ltd. o.fl. um yfirmat eða frekari gagnaöflun vegnamatsgerðar dómkvaddra matsmanna dagsettrar 22. nóvember sl., sem lögð var framí þinghaldi 28. nóvember sl., er hafnað. |
Mál nr. 845/2017 | Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | SP höfðaði mál vegna tjóns sem lífeyrissjóðurinn SL taldi sig hafa orðið fyrir vegna viðskipta með hlutabréf í K hf. en SL hafði framselt SP skaðabótakröfu sem SL taldi sig eiga af þessum sökum. Staðhæfði SP að H, I, M, Ó og S hefðu á árunum 2007 og 2008 staðið að markaðsmisnotkun til að halda uppi verði á hlutabréfum í K hf. og valdið þannig hluthöfum, meðal annars SL, í félaginu tjóni. Í dómi Hæstaréttar var fallist á með SP að honum nægði að reisa staðhæfingar í málatilbúnaði sínum um saknæma háttsemi H, I, M, Ó og S á tilvísun til dóma Hæstaréttar í málum nr. 498/2015 og 145/2014 að því leyti sem hann byggði á sakarefni þeirra enda hefðu þeir dómar fullt sönnunargildi um þau atvik sem þar greindi, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varðandi önnur atriði sem SP byggði á taldi dómurinn að eins og málið lægi fyrir væru málsástæður SP um saknæma og ólögmæta háttsemi H, I, M, Ó og S verulega vanreifaðar og litlum gögnum studdar. Þá kom fram að þótt rétt væri hjá SP að engu gæti breytt um óskipta skaðabótaábyrgð H, I, M, Ó og S hvort hlutur hvers þeirra í ætlaðri saknæmri háttsemi kynni að hafa verið misjafn mætti vera ljóst að slík skaðabótaábyrgð gæti ekki fallið á einstaka varnaraðila vegna atvika sem kynnu að hafa gerst áður en þeir áttu hlut að máli. Þá kom einnig fram að reifun SP á atriðum varðandi umfang tjóns hans hefði verið háð verulegum annmörkum. Var því staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar og málinu vísað frá dómi. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, MarkúsSigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. desember 2017, enkærumálsgögn bárust réttinum 3. janúar 2018. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands8. desember 2017, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frádómi. Kæruheimild var í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úrgildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.Varnaraðilarnir Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, ÓlafurÓlafsson og Sigurður Einarsson krefjast hver fyrir sitt leyti staðfestingarhins kærða úrskurðar. Þá krefjast varnaraðilarnir Hreiðar, Magnús og Sigurðurkærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Ingólfur Helgason hefur ekki látið málið tilsín taka.ISamkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila átti Stapi lífeyrissjóður hlutabréf íKaupþingi banka hf. 1. nóvember 2007, sem hann hafði keypt fyrir samtals4.230.351.596 krónur, og keypti hann síðan frá þeim tíma fram til 7. ágúst 2008þessu til viðbótar hlutabréf í félaginu fyrir alls 2.161.176.732 krónur. Átímabilinu frá 1. nóvember 2007 þar til Fjármálaeftirlitið neytti 9. október2008 heimildar í 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki til aðvíkja stjórn Kaupþings banka hf. frá, taka yfir vald hluthafafundar í félaginu ogsetja yfir það skilanefnd hafi lífeyrissjóðurinn selt hlutabréf í því fyrirsamtals 5.455.837.008 krónur og fengið að auki arð af hlutabréfum sínum aðfjárhæð alls 33.197.560 krónur. Síðastgreindan dag hafi hlutabréf í félaginuorðið verðlaus, en lífeyrissjóðurinn hafi þá átt eftir 196.108 hluti í því. Sóknaraðilisegir tap lífeyrissjóðsins vegna þessara viðskipta hafa þannig orðið902.493.733 krónur. Sóknaraðili kveður lífeyrissjóðinn hafa eftir þettaframselt sér áðurnefnda 196.108 hluti ásamt skaðabótakröfu, sem hann kynni að eigavegna þessara viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi banka hf.Sóknaraðili vísar til þess að varnaraðilinn Hreiðar hafa verið forstjóriKaupþings banka hf. frá árinu 2003 þar til skilanefnd hafi samkvæmt áðursögðuverið sett yfir félagið. Varnaraðilinn Ingólfur hafi verið forstjóri yfirstarfsemi Kaupþings banka hf. á Íslandi fram til sama tíma. VarnaraðilinnMagnús hafi verið forstjóri dótturfélags Kaupþings banka hf. í Luxembourg frá1998 til 2010. Þá hafi varnaraðilinn Sigurður verið formaður stjórnar Kaupþingsbanka hf. frá árinu 2003 til 9. október 2008. Loks hafi varnaraðilinn Ólafureða félög í eigu hans verið næst stærsti hluthafinn í félaginu allar götur fráárinu 2003, en á þeim grunni hafi hann „átt sérlegan fulltrúa“ í stjórn þess,svo sem komist er að orði í málatilbúnaði sóknaraðila.Sóknaraðili staðhæfir að varnaraðilarnir hafi á árunum 2007 og 2008staðið að markaðsmisnotkun til að halda uppi verði á hlutabréfum í Kaupþingibanka hf. og valdið þannig hluthöfum í félaginu tjóni með því annars vegar aðblekkja þá til að kaupa hlutabréf í félaginu á of háu verði og hins vegar aðselja þau ekki áður en þau urðu verðlaus. Stapi lífeyrissjóður, sem sóknaraðilileiði rétt sinn frá, hafi verið meðal þeirra, sem hafi orðið fyrir tjóni afþessum sökum. Á þessum grunni höfðaði sóknaraðili mál þetta með stefnu 9.febrúar 2016 og krefst þess að varnaraðilum verði óskipt gert að greiða sér aðallega902.493.733 krónur en til vara aðra lægri fjárhæð með nánar tilgreindum vöxtumfrá 9. október 2008 til greiðsludags. Að þessu frágengnu krefst sóknaraðiliþess að viðurkennd verði óskipt skaðabótaskylda varnaraðila gagnvart sér vegnafjártjóns síns, sem hafi hlotist af markaðsmisnotkun varnaraðila með hlutabréfí Kaupþingi banka hf. á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til 9. október 2008. Íöllum tilvikum krefst sóknaraðili jafnframt málskostnaðar.IIÍ málatilbúnaði sóknaraðila er byggt á því að markaðsmisnotkun, sem hanntelur varnaraðila hafa staðið að í starfsemi Kaupþings banka hf. og valdið hafiþví tjóni sem hann leitar skaðabóta fyrir, hafi verið fólgin í sex atriðum.Í fyrsta lagi vísar sóknaraðili til þess að í dómi Hæstaréttar 6.október 2016 í máli nr. 498/2015 hafi þótt sannað að varnaraðilarnir Hreiðar,Ingólfur og Sigurður hafi á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008staðið að því að deild eigin viðskipta innan Kaupþings banka hf. hafi keyptverulegan hluta af hlutabréfum í félaginu, sem seld hafi verið í svonefndumsjálfvirkum pörunarviðskiptum í kauphöll, og látið með því líta svo út að spurnværi eftir hlutabréfunum, sem í raun hafi ekki verið fyrir hendi. Með þessuhafi verði á hlutabréfunum verið haldið uppi og það ekki ráðist af framboði ogeftirspurn á markaði. Hafi þessir varnaraðilar verið sakfelldir í dóminum fyrirað hafa brotið á þennan hátt gegn 117. gr., sbr. 146. gr., laga nr. 108/2007 umverðbréfaviðskipti.Í öðru lagi hafi varnaraðilarnir Hreiðar, Ingólfur og Sigurður í samadómi verið sakfelldir fyrir að hafa brotið gegn áðurnefndum ákvæðum laga nr.108/2007 með því að hafa staðið að því að Kaupþing banki hf. seldi hlutabréf ífélaginu, sem hafi safnast fyrir með fyrrgreindum kaupum, til þriggja félaga ístórum viðskiptum, sem hafi farið fram utan kauphallar. Þetta hafi verið gert meðalannars með þeim skilmálum að félögin þrjú fengju lán frá Kaupþingi banka hf.til kaupanna án þess að setja aðrar tryggingar fyrir endurgreiðslu lánanna enhlutabréfin, sem keypt voru. Með þessum viðskiptum hafi ranglega verið látiðlíta svo út að kaupendurnir hafi borið áhættu af kaupunum, sem hafi í raunhvílt á Kaupþingi banka hf., og hafi þetta leitt til þess að verði áhlutabréfum í félaginu hafi verið haldið uppi í stað þess að ráðast af framboðiog eftirspurn á markaði. Í dóminum hafi varnaraðilinn Magnús einnig veriðsakfelldur fyrir hlutdeild í broti hinna þriggja í einum af þessum viðskiptum.Í þriðja lagi vísar sóknaraðili til þess að rakið sé í skýrslu rannsóknarnefndarAlþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdaatburði að Kaupþing banki hf. hafi á því ári veitt félögum í eigu varnaraðilansÓlafs lán að fjárhæð 280.000.000 evrur til að greiða skuldir þeirra viðtiltekinn erlendan banka, sem tryggðar hafi verið með veði í hlutabréfumfélaganna í Kaupþingi banka hf. Með þessu hafi verið komið í veg fyrir aðerlendi bankinn leitaði fullnustu á kröfum sínum með því að ganga aðhlutabréfunum, en Kaupþing banki hf. hafi í staðinn fengið tryggingu í bréfunumog eftir það borið af þeim alla markaðsáhættu. Á þennan hátt hafi því veriðforðað að verulegur fjöldi hlutabréfa í félaginu færi á markað, en hefði þaðgerst hefðu þau lækkað mjög í verði. Telji sóknaraðili „engin lagaskilyrði“hafa verið fyrir þessari ráðstöfun Kaupþings banka hf., en um hana hafivarnaraðilar allir sammælst.Í fjórða lagi byggir sóknaraðili á því að í sömu skýrslu komi fram aðKaupþing banki hf. hafi frá árinu 2004 boðið starfsmönnum sínum að kaupahlutabréf í félaginu með lánum frá því, veitt starfsmönnum kauprétt að hlutabréfumog tryggt þeim sölurétt. Í byrjun október 2008 hafi samanlögð fjárhæð slíkra lánanumið um 60.000.000.000 krónum, en fyrir þeim hafi ekki verið aðrar tryggingaren veð í hlutabréfunum. Þegar verð á bréfunum hafi farið að lækka á árinu 2007og andvirði þeirra ekki lengur nægt til tryggingar fyrir lánunum hafivarnaraðilarnir Hreiðar, Ingólfur og Sigurður ákveðið að Kaupþing banki hf.myndi ekki neyta réttar til að kalla eftir frekari tryggingum og um leið meinaðstarfsmönnum félagsins að selja hlutabréfin. Í kjölfarið hafi þeir samþykkt aðgefa eftir ábyrgð starfsmannanna á endurgreiðslu þessara lána að því leyti, semandvirði hlutabréfanna nægði ekki til uppgjörs á lánunum. Með þessu hafi veriðkomið í veg fyrir mikið framboð hlutabréfa í Kaupþingi banka hf. á markaði og hafiverði þeirra verið haldið þar uppi með þessum ráðstöfunum.Í fimmta lagi kveður sóknaraðili Gnúp fjárfestingafélag ehf. hafa 11.desember 2007 selt verulegan fjölda hlutabréfa í Kaupþingi banka hf. annars vegartil Giftar fjárfestingarfélags ehf. og hins vegar AB 57 ehf. Fyrir þeim kaupumí heild hafi Kaupþing banki hf. veitt lán, til fyrrnefnda kaupandans að fjárhæð20.000.000.000 krónur og þess síðarnefnda 3.000.000.000 krónur. Fyrir16.000.000.000 krónum af láni til þess fyrrnefnda hafi verið veitt veð íhlutabréfunum, en engin trygging hafi verið sett fyrir láninu að öðru leyti.Sóknaraðili telji að verð á hlutabréfum í Kaupþingi banka hf. hefði lækkað efsvo verulegur fjöldi bréfa hefði verið boðinn til sölu á markaði og hafi því„stjórnendur bankans“ tryggt „óeðlilegt verð“ á bréfunum í andstöðu við b. lið1. töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007.Í sjötta lagi vísar sóknaraðili til þess að með dómi Hæstaréttar 12.febrúar 2015 í máli nr. 145/2014 hafi varnaraðilarnir Hreiðar, Magnús, Ólafurog Sigurður verið sakfelldir meðal annars fyrir brot gegn 117. gr., sbr. 146.gr., laga nr. 108/2007 með því að hafa staðið að nánar tilgreindum viðskiptummeð rúmlega 5% af heildarhlutafé í Kaupþingi banka hf., sem bankinn hafi íseptember 2008 selt félagi í eigu nafngreinds erlends manns. Hafi með opinberriumfjöllun um viðskiptin verið látið líta svo út að kaupandinn hafi greitt fyrirhlutabréfin með eigin fjármunum og lýst með kaupunum trausti á Kaupþingi bankahf., en sóknaraðili kveður bankann hafa í raun „með talsverðri launung“ veittlán fyrir öllu kaupverði bréfanna og borið alla áhættu af viðskiptunum. Hafi þvíeinnig verið leynt að varnaraðilinn Ólafur hafi að helmingi staðið að bakikaupunum og átt að njóta að því leyti hugsanlegs ábata af þeim. Teljisóknaraðili að markaðsmisnotkun, sem í þessu hafi falist, hafi haft verulegáhrif á verðbréfamarkaði, enda hafi lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi bankahf., sem hafi verið nær samfelld frá 2007 „stöðvast við tilkynninguna“ um þessiviðskipti og gengi á bréfunum tekið „í kjölfarið skyndilega kipp upp á við.“IIIFallast verður á með sóknaraðila að honum nægi að reisa staðhæfingar ímálatilbúnaði sínum um saknæma háttsemi varnaraðila á tilvísun til áðurnefndradóma Hæstaréttar 12. febrúar 2015 og 6. október 2016 að því leyti, sem hannbyggir á sakarefni í þeim í máli þessu, enda hafa þeir dómar fulltsönnunargildi hér um þau atvik, sem í þeim greinir, þar til það gagnstæða yrðisannað, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í málinu erum slíkar tilvísanir í dóma þessa að ræða varðandi þrjú af þeim sex atriðum,sem áður var lýst og sóknaraðili telur fela í sér skaðabótaskylda háttsemi varnaraðila.Um hin atriðin þrjú á þetta á hinn bóginn ekki við. Eins og málið liggur fyrirHæstarétti eru málsástæður sóknaraðila um saknæma og ólögmæta háttsemivarnaraðila í þeim tilvikum verulega vanreifaðar og virðast þær litlum semengum gögnum studdar. Í því sambandi er þess að gæta að skírskotanir tiláðurnefndrar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verða engan veginn lagðar aðjöfnu við tilvísanir til dóma, sem hafa í máli þessu bindandi áhrif eftirfyrrgreindu ákvæði laga nr. 88/2008.Eins og áður var lýst snúa dómkröfur sóknaraðila að tjóni, sem hanntelur Stapa lífeyrissjóð hafa orðið fyrir í viðskiptum með hlutabréf íKaupþingi banka hf. á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til 9. október 2008. Ídómi Hæstaréttar 6. október 2016 voru varnaraðilarnir Hreiðar, Ingólfur ogSigurður sem fyrr segir sakfelldir fyrir að hafa staðið að markaðsmisnotkun íviðskiptum með hlutabréf í félaginu á þessu tímabili öllu. Þá var varnaraðilinnMagnús jafnframt sakfelldur fyrir hlutdeild í einu broti hinna varnaraðilannaþriggja, sem framið var í nánar tilgreindum viðskiptum með hlutabréf íKaupþingi banka hf. 25. mars 2008. Í dómi réttarins 12. febrúar 2015 voru varnaraðilarnirHreiðar, Magnús, Ólafur og Sigurður jafnframt sakfelldir fyrir markaðsmisnotkuní viðskiptum með hlutabréf í félaginu á tímabili, sem hófst 22. september 2008.Þessir dómar taka sem áður segir til þriggja af þeim sex tilvikum, þar semsóknaraðili heldur fram að varnaraðilar hafi bakað sér skaðabótaskyldu meðmarkaðsmisnotkun. Í einu af hinum tilvikunum þremur er tiltekið í málatilbúnaðisóknaraðila að atvik hafi gerst 11. desember 2007, en eins og málið liggurfyrir verður ekki skýrlega ráðið hvenær nákvæmlega atburðir eigi að hafa orðið íöðrum þessum tilvikum. Þá er því í einu af þessum þremur tilvikum borið við aðvarnaraðilarnir Hreiðar, Ingólfur og Sigurður hafi staðið að ráðstöfunum, semsóknaraðili telur varða skaðabótaskyldu, í öðru þeirra virðist haldið fram ánfrekari skýringa að varnaraðilar hafi allir sammælst um ráðstöfun, en í þvíþriðja kemur ekki fram hver eða hverjir þeirra eigi að hafa átt í hlut. Þegarþetta er virt í heild kann að mega ætla að sóknaraðili miði í málatilbúnaðisínum við að varnaraðilarnir Hreiðar, Ingólfur og Sigurður beri vegna atvika,sem þeir voru sakfelldir fyrir í dómi Hæstaréttar 6. október 2016,skaðabótaskyldu á tjóni, sem rakið verði til viðskipta með hlutabréf íKaupþingi banka hf. á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til 9. október 2008. Aðþví slepptu verður á hinn bóginn hvergi séð í málinu skýring á því hvers vegnavarnaraðilarnir Magnús eða Ólafur eigi að bera skaðabótaábyrgð vegna slíkraviðskipta á þessu tímabili öllu eða hvort haldið sé fram að varnaraðilarnirHreiðar, Ingólfur eða Sigurður séu af öðrum ástæðum en greinir í nefndum dómiskaðabótaskyldir vegna viðskiptanna á öllu tímabilinu. Þótt rétt sé, semsóknaraðili heldur fram, að engu gæti breytt um óskipta skaðabótaábyrgð varnaraðilahvort hlutur þeirra í ætlaðri saknæmri háttsemi kynni að hafa verið misjafn, máljóst vera að slík skaðabótaábyrgð gæti ekki fallið á einstaka varnaraðilavegna atvika, sem kunna að hafa gerst áður en þeir áttu hlut að máli. Er þessþá jafnframt að gæta að í málatilbúnaði sóknaraðila er ekki að sjá viðhlítandiskýringar á því hvort eða hvernig hann telji tjón hafa í einstökum atriðummyndast innan heildartímabilsins frá 1. nóvember 2007 til 9. október 2008.Auk þess, sem að framan greinir, verður að líta til þess að í umfjölluní héraðsdómsstefnu um orsakatengsl vísaði sóknaraðili meðal annars til þess aðsaknæm og ólögmæt háttsemi varnaraðila hafi leitt til þess að „þátttakendur áverðbréfamarkaði 1) keyptu hlutabréf í Kaupþingi á röngum forsendum, sem þeirella hefðu ekki gert eða 2) keyptu hlutabréf í Kaupþingi á of háu verði eða 3)seldu ekki hlutabréf í Kaupþingi sem þeir höfðu áður keypt sem þeir ella hefðuselt ef markaðsmisnotkunar stefndu hefði ekki notið við.“ Í málatilbúnaðisóknaraðila verður ekki skýrlega séð hvort hann telji einn eða tvo þessaraþriggja kosta eða þá alla jöfnum höndum hafa átt við um viðskipti Stapalífeyrissjóðs, sem hann kveðst leiða rétt sinn frá, með hlutabréf í Kaupþingibanka hf. Ef miðað yrði við fyrsta kostinn einan verður að ætla að markmiðskaðabótakröfu væri að gera tjónþolann eins settan og ef kaupin hefðu aldreifarið fram, en sóknaraðili yrði þá að bera sönnunarbyrði fyrir því aðlífeyrissjóðurinn hefði ekki keypt hlutabréf í félaginu ef markaðsmisnotkunhefði ekki haft áhrif á verðmyndun þeirra á markaði. Hvorki verður séð aðsóknaraðili haldi fram í málinu að atvik hefðu farið á þann veg né að hann hafileitast við að sanna það. Ef miðað yrði við annan kostinn einan yrði tjón vegnakaupa á hlutabréfum ekki staðreynt nema með því að komast fyrst að niðurstöðuum hvert kaupverð gæti hafa orðið ef markaðsmisnotkunar hefði ekki gætt. Ímálatilbúnaði sóknaraðila er engu haldið fram um þetta efni. Að því verðureinnig að gæta að í útreikningi á skaðabótakröfu hans, sem áður var lýst, er aðhluta byggt á heildarfjárhæð, sem Stapi lífeyrissjóður mun hafa greitt fyrirhlutabréf í Kaupþingi banka hf. í kaupum fyrir 1. nóvember 2007, en átímabilinu eftir þann dag mun lífeyrissjóðurinn hafa selt meira af hlutabréfumen hann átti þá og verður að ætla að markaðsmisnotkun hlyti að hafa valdið þvíað söluverðið hafi þá orðið hærra en ef hennar hefði ekki gætt. Yrði miðað viðþriðja kostinn einan myndi hvíla á sóknaraðila að sýna ekki aðeins fram á að líkurværu til að Stapi lífeyrissjóður hefði fyrir 9. október 2008 selt öll hlutabréfsín í Kaupþingi banka hf. ef ekki hefði komið til ætlaðrar saknæmrar ogólögmætrar háttsemi varnaraðila, heldur einnig hvaða verð hefði getað fengistvið þær aðstæður fyrir hlutabréfin. Myndi þá tjón lífeyrissjóðsins væntanlegahafa svarað til þess söluverðs. Að þessu er ekki vikið í málatilbúnaðisóknaraðila.Af þeim ástæðum, sem hér voru raktar, er reifun sóknaraðila á atriðumvarðandi fjárhæð aðalkröfu hans háð verulegum annmörkum. Fram hjá þeimannmörkum yrði ekki komist með því að ákveða sóknaraðila „skaðabætur aðálitum“, svo sem hann krefst til vara, enda yrði slíkt ekki fært að öðrumskilyrðum fullnægðum nema fyrir lægi á hvaða grundvelli áætla ætti slíkarbætur. Ekki væri heldur tækt að viðurkenna í dómi skaðabótaskyldu varnaraðilavegna fjártjóns sóknaraðila án þess að kveða á um fjárhæð bóta, svo sem hannkrefst til ítrustu vara, nema fyrir lægi á hvaða grundvelli hann teldist hafaorðið fyrir tjóni.Vegna alls þess, sem að framan greinir, verður staðfest niðurstaða hinskærða úrskurðar. Verður sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðilunum Hreiðari,Magnúsi og Sigurði kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir, en aðrirvarnaraðilar hafa ekki krafist hans.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili, Samtök sparifjáreigenda,greiði varnaraðilunum Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og SigurðiEinarssyni hverjum fyrir sig 350.000 krónur í kærumálskostnað.Úrskurður HéraðsdómsVesturlands föstudaginn 8. desember 2017 Málþetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísun án kröfu þann 17. október sl.,er höfðað með stefnu birtri 10. og 19. febrúar 2016. Stefnandier Samtök sparifjáreigenda, kt. 541088-2539, Borgartúni 23, Reykjavík.Fyrirsvarsmaður er Bolli Héðinsson, kt. [...], Bjarmalandi 4, Reykjavík,formaður stefnanda. Stefndueru Hreiðar Már Sigurðsson, kt. [...], með lögheimili í Lúxemborg, IngólfurHelgason, kt. [...], með lögheimili í Lúxemborg, Magnús Guðmundsson, kt. [...],með lögheimili í Lúxemborg, Ólafur Ólafsson, kt. [...], með lögheimili í Svissog Sigurður Einarsson, kt. [...], með lögheimili að Þorragötu 7, Reykjavík. Dómkröfur Dómkröfurstefnanda eru eftirfarandi: „Aðallega: Að stefndu verði dæmdir in solidumtil að greiða stefnanda kr. 902.493.733 ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr.38/2001 frá 9. október 2008 til þingfestingardags en með dráttarvöxtum samkvæmt6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara: Að stefndu verðidæmdir in solidum til að greiða stefnanda skaðabætur að álitum ásamt vöxtumsamkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. október 2008 til þingfestingardags enmeð dráttarvöxtum samkvæmt 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.Til þrautavara: Að viðurkennd verðiskaðabótaskylda stefndu in solidum gagnvart stefnanda vegna fjártjóns stefnandasem hlaust af markaðsmisnotkun stefndumeð hlutabréf í Kaupþingi banka hf. á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 9.október 2008. Í öllum tilvikum er gerð krafa um málskostnað að skaðlausu samkvæmtsíðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða mati dómsins að teknu tillit tilvirðisaukaskatts.“ Dómkröfurstefnda Hreiðars Más eru „aðallega að málinu verði vísað frá dómi en tilvara að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum er þesskrafist að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar skv. gjaldskráMarkarinnar lögmannsstofu hf., að meðtöldum þeim kostnaði sem stefndi hefur afgreiðslu virðisaukaskatts af aðkeyptri lögmannsþjónustu.“ Dómkröfurstefnda Magnúsar eru „aðallega að málinu verði vísað frá dómi. Til vara aðstefndi verði sýknaður af kröfum stefnanda. Þá er í báðum tilvikum krafistmálskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda.“ Dómkröfurstefnda Ólafs eru „aðallega að máli þessu verði vísað frá dómi en til varaað hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi þess aðhonum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins eðasamkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að meðtöldum þeim kostnaðisem stefndi hefur af greiðslu virðisaukaskatts af aðkeyptri lögmannsþjónustu.“ Dómkröfurstefnda Sigurðar eru „aðallega að máli þessu verði vísað frá dómi en tilvara að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi þessað honum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins eðasamkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að meðtöldum þeim kostnaðisem stefndi hefur af greiðslu virðisaukaskatts af aðkeyptri lögmannsþjónustu.“ StefndiIngólfur hefur engar kröfur gert í málinu og ekki látið það til sín taka. Rekstur málsins Málþetta var þingfest 5. apríl 2016. Þann 3. maí 2016 voru lagðar framgreinargerðir stefndu Ólafs, Hreiðars Más, Sigurðar og Magnúsar. Voru þær allarmeð heimild í 6. ml. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ogaðeins gerð grein fyrir málsástæðum vegna krafna um frávísun, en allar vorufrávísunarkröfurnar byggðar á því að málið væri höfðað á röngu varnarþingi ogað stefnubirting hefði verið ólögmæt. Var jafnframt í greinargerðunum áskilnaðurum að leggja síðar fram greinargerð um efnisvarnir ef frávísunarkröfum yrðihafnað. Með úrskurði dómsins 1. júlí 2016 var málinu vísað frá dómi, en meðdómi Hæstaréttar í málinu nr. 517/2016, uppkveðnum 7. september 2016, varfrávísunarúrskurðurinn felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka máliðtil efnismeðferðar. Þann17. janúar 2017 voru lagðar fram greinargerðir stefndu Hreiðars Más, Magnúsar,Sigurðar og Ólafs. Meðúrskurði, 25. janúar 2017, vék þáverandi dómari málsins, Ásgeir Magnússon dómstjóri,sæti í málinu og var úrskurðurinn staðfestur í dómi Hástaréttar í málinu nr.95/2017 uppkveðnum 16. mars 2017. Meðbréfi dómstólaráðs, dags. 3. apríl 2017, var undirrituðum dómara falið máliðtil meðferðar. Í þinghaldi 15. maí 2017 kynnti dómurinn lögmönnum aðila að hannteldi þörf á því að fram færi munnlegur málflutningur um það hvort málinu yrðivísað frá dómi án kröfu. Fór sá málflutningur fram 17. október 2017 og varmálið tekið til úrskurðar að honum loknum. Fyriruppkvaðningu úrskurðar var gætt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Málavextir Mál þetta er sprottið af falliKaupþings banka haustið 2008. Stefnandikveðst vera hagsmunasamtök almennra hluta- og sparifjáreigenda og kveðst leiðarétt sinn frá Stapa lífeyrissjóði sem átti hlutabréf í Kaupþingi banka hf. viðfall bankans haustið 2008, en stefnandi hafi fengið hlutina og öllkröfuréttindi, þ.m.t. skaðabótakröfur, framselda frá Stapa lífeyrissjóði. Viðfall bankans urðu hlutirnir verðlausir. Stefndutengjast allir Kaupþingi banka hf. á einn eða annan hátt. Samkvæmtþví sem lýst er í stefnu var stefndi Hreiðar Már ráðinn aðstoðarforstjóriKaupþings hf. árið 1998 og starfaði sem forstjóri Kaupþingssamstæðunnar frá2003 og fram að falli bankans. Stefndi Magnús var skv. stefnu forstjóridótturfélags Kaupþings í Lúxemborg frá stofnun þess árið 1998 og fram til 2010.Stefndi Sigurður var skv. stefnu forstjóri Kaupþings hf. 1997 og síðarstarfandi stjórnarformaður bankans frá 2003 til 2008. Stefndi Ingólfur mun hafa hafið störf hjá Kaupþingi hf. 1993, orðiðyfirmaður markaðsviðskipta bankans og loks forstjóri Kaupþings á Íslandi alltþar til bankinn féll. Stefndi Ólafur er sagður hafa verið næst stærsti hluthafibankans í gegnum önnur félög. Áárunum 2004-2007 hækkaði gengi hlutabréfa í Kaupþingi verulega, líkt og í öðrumíslenskum bönkum á sama tíma. Þessi hækkun hélt áfram, nánast án afláts, alltfram á mitt ár 2007, en eftir það lækkaði gengið nær samfellt uns bankinn féllí október 2008. Umfall Kaupþings banka hefur talsvert verið fjallað, m.a. í skýrsluRannsóknarnefndar Alþingis, en jafnframt hafa risið af því málaferli, þ. á m.sakamál þar sem stefndu hafa verið sakborningar. Framhefur verið lagður dómur Hæstaréttar í málinu nr. 145/2014 þar sem stefndiHreiðar Már var dæmdur til að sæta fangelsi í 5 ár og 6 mánuði, stefndiSigurður í 4 ár, stefndi Ólafur í 4 ár og 6 mánuði og stefndi Magnús í 4 ár og6 mánuði. Þá hefur jafnframt verið lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur ímálinu nr. S-206/2013 þar sem stefnda Hreiðari Má var ekki gerð frekarirefsing, stefndi Sigurður dæmdur í fangelsi í 1 ár, stefndi Ingólfur í fangelsií 4 ár og 6 mánuði. Þá voru öðrum mönnum dæmdar refsingar í málinu, en óþarfter að rekja það hér. Dómi þessum mun hafa verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands,en ekki hefur dómur Hæstaréttar verið lagður fram í málinu. Málsástæður og lagarökstefnanda.Almennt um málatilbúnað stefnanda Stefnandi kveðst byggja málatilbúnaðsinn á almennum reglum skaðabótaréttar um skaðabótaábyrgð utan samninga. Byggirstefnandi á því að fullsannað sé að stefndu hafi sameiginlega viðhaftmarkaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi á árunum 2007-2008 og aðorsakatengsl séu milli þeirrar háttsemi og tjóns stefnanda og að tjónið sésennileg afleiðing hennar. Kveður stefnandi að beita beri ströngu sakarmatiskv. reglum um sérfræðiábyrgð við mat á háttsemi stefndu, sem hafi verið beinirog óbeinir stjórnendur fjármálafyrirtækis sem skráð hafi verið á skipulegumverðbréfamarkaði. Þá beri við sakarmatið að gæta að því að hluthafar í Kaupþingihafi hvorki getað gert sér grein fyrirað háttsemi stefndu kynni að valda þeim fjártjóni né hafi þeir áttmöguleika á að fyrirbyggja eða minnka sitt tjón áður en bankinn féll. Í ljósistöðu stefndu sem sérfræðinga beri að slaka á kröfum um orsakatengsl, ef því erað skipta. Stefnandikveður að stefndu hafi, líkt og áður hafi komið fram, verið sakfelldir fyrir þáháttsemi sem málatilbúnaður stefnanda byggi að mestu leyti á, sbr. dómHæstaréttar 12. febrúar 2015 í máli nr. 145/2014 og dóm Héraðsdóms Reykjavíkurí máli S-206/2013. Vísar stefnandi til þess að dómarnir hafi fulltsönnunargildi um þau málsatvik sem í þeim greinir þar til hið gagnstæða ersannað, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 4. mgr.116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandibyggir á því að sú háttsemi sem sakfellt hafi verið fyrir sé markaðsmisnotkunsamkvæmt 117. gr. lafa nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og hafi brotin veriðframin af ásetningi hinna sakfelldu en í því ljósi verði þegar af þeirri ástæðuað teljast sannað að saknæm og ólögmæt háttsemi hafi verið viðhöfð af hinumstefndu í þeim tilvikum.2.Saknæm og ólögmæt háttsemi Stefnandibyggir á því að stefndu hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi sem hafivaldið fjártjóni þeim hluthöfum í Kaupþingi sem hann leiði rétt sinn frá. Hinsaknæma og ólögmæta háttsemi kveður stefnandi að felist nánar tiltekið ímarkaðsmisnotkun sem sé refsiverð samkvæmt 117. gr. laga nr. 108/2007 eins ograkið hafi verið, en það ákvæði sé skráð hátternisregla sem mæli fyrir um bannvið tiltekinni háttsemi á verðbréfamarkaði, þ.e. að beita opinberlegablekkingum í því skyni að hafa áhrifum á framboð, eftirspurn eða verðfjármálagerninga, sbr. nánari tilgreiningu í 117. gr. laga nr. 108/2007. Þannigkveður stefnandi að fyrir liggi brot á skráðri hátternisreglu sem framið hafiverið af einbeittum ásetningi og sé því ljóst að um saknæma og ólögmætaháttsemi stefndu sé að ræða, enda eigi engar hlutrænar ábyrgðarleysisástæðurvið. Umhina ætluðu saknæmu og ólögmætu háttsemi vísar stefnandi til málsatvikalýsingarsinnar og dóms Hæstaréttar nr. 145/2014 og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í málinr. S-206/2013. Kveðurstefnandi að fyrir liggi að stefndu hafi brotið gegn ákvæði 117. gr. laga nr.108/2007. Þeir, þ.e. stefndu, hafi ásamt öðrum, verið sakfelldir fyrirviðskipti bankans með eigin hlutabréf í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr.S-206/2013. Hafi þar verið talið að hinir sakfelldu hefðu brotið gegn a- ogb-lið 1. tölul. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007 með umfangsmiklum viðskiptumbankans með eigin bréf sem hafi gefið, eða verið í það minnsta líkleg til aðgefa, eftirspurn og verð hlutabréfa í bankanum ranglega eða misvísandi tilkynna. Hafi ekki verið talið að lögmætar ástæður hafi búið að baki viðskiptunumeða þau hafi verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd. Þá hafi ekkiverið fallist á að bankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin bréfum, en eins ogleiða megi af gagnályktun frá 116. gr. laga nr. 108/2007 sé fjármálafyrirtæki,sem annast verðbréfaviðskipti, óheimilt að takast á hendur viðskiptavakt meðeigin hluti. Stefnandikveður að með hinni refsiverðu háttsemi hafi stefndu með ólögmætum hætti gripiðinn í verðmyndun á hlutabréfum í Kaupþingi. Á þessum tíma hafi verið verulegursöluþrýstingur sem myndi undir venjulegum kringumstæðum leiða til verulegrarlækkunar á gengi bréfanna. Með þessu hafi fjárfestar, og aðrir aðilar áverðbréfamarkaði, verið blekktir um hvert væri raunverulegt markaðsverðmætihlutabréfanna í Kaupþingi. Vísarstefnandi til þess að því er varðar sölu Kaupþings á eigin hlutabréfum meðseljandaláni til Holt Investment Group Ltd., Mata ehf. og Desulo Trading Ltd.hafi verið talið í áðurnefndum dómi héraðsdóms að viðskiptin féllu undir a-lið1. tölul. og 2. tölul. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007. Hafi verið taliðsannað að með því að selja bréfin á þann hátt sem um ræddi hafi framboð ogeftirspurn eftir bréfunum verið gefin ranglega til kynna auk þess semblekkingum hafi verið beitt með því að kaupendurnir hafi ekki tekið neinafjárhagslega áhættu en áhættan hafi öll verið Kaupþings. Stefnandikveður að viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi kennd við Al Thani hafi með samahætti verið talin falla undir a-lið 1. tölul. og 2. tölul. 1. mgr. 117. gr.laga nr. 108/2007 af Hæstarétti í máli nr. 145/2014. Hafi ranglega verið látiðlíta svo út að Al Thani hafi lagt til fé til að kaupa hlutina ásamt því að berafulla markaðsáhættu af kaupunum en þögn hafi ríkt um að Kaupþing hefði lagt tillánsfé fyrir kaupunum í heild sinni auk aðkomu stefnda Ólafs sem hafi í reyndverið kaupandi að helmingi hlutarins á móti Al Thani. Stefnandikveður að þann 22. september 2008 hafi viðskipti Al Thani verið tilkynnt afhálfu Kaupþings með svohljóðandi fréttatilkynningu. „Q Iceland Finance ehf., dótturfélag í eiguQ Iceland Holding ehf., sem er eignarhaldsfélag hans hátignar Sheikh MohammedBin Khalifa Al-Thani, hefur keypt 5,01% hlut í Kaupþingi banka hf. Q IcelandFinance keypti alls 37,1 milljón hluta á genginu 690 kr. á hlut og verður þarmeð þriðji stærsti hluthafi bankans. Hans hátign SheikhMohammed er í konungsfjölskyldunni sem verið hefur við völd í Qatar frá því ánítjándu öld. Hans hátign SheikhMohammed:,,Við höfum fylgst náið með Kaupþingi í nokkurn tíma og teljum þettagóða fjárfestingu. Staða Kaupþing er sterk og við höfum trú á stefnu ogstjórnendum bankans, enda hefur Kaupþing náð góðum árangri við þær erfiðuaðstæður sem nú eru á markaðnum og sýnt fram á getu til þess að breytast oglaga sig að nýjum veruleika í bankastarfsemi. Við lítum á hlut okkar íKaupþingi sem langtímafjárfestingu og hlökkum til að eiga góð samskipti viðstjórnendur bankans." Sigurður Einarsson,stjórnarformaður:,,Okkur er mikil ánægja að bjóða hans hátign Sheikh MohammedBin Khalifa Al-Thani velkominn í hluthafahópKaupþings. Það hefur lengi verið stefna okkar að laða nýja fjárfesta aðbankanum og því er ánægjulegt að sjá að við höfum nú náð að breikkahluthafahópinn enn frekar. Við hlökkum til þess að vinna með hans hátign SheikhMohammed í framtíðinni." Auk þessa kveður stefnandi aðtilkynningar sama efnis hafi birst í ýmsum fjölmiðlum og stefndu viðhaftsambærileg ummæli í viðtölum við hina ýmsu fjölmiðla. Hafi tilkynningarnar ogfréttaumfjöllun þeim tengd verið taldar falla undir 3. tölul. 1. mgr. 117. gr.laga nr. 108/2007 og hinir ákærðu því einnig verið sakfelldir fyrir brot gegnþví ákvæði. Stefnandikveður að til viðbótar við þá háttsemi, sem lýst hafi verið, og sakfellt hafiverið fyrir í sakamálum sem höfðuð hafi verið af embætti sérstaks saksóknara,byggi stefnandi á því að stefndu hafi í ýmsum öðrum tilvikum viðhaldið of háumarkaðsverði hlutabréfa í Kaupþingi og með samstilltum aðgerðum komið í vegfyrir að hlutir í bankanum færu á markað í því skyni að koma í veg fyrir aðgengi bréfanna myndi lækka. Í því hafi falist að tryggja verð eða búa til verðá fjármálagerningi í skilningi b-liðar 1. tölul. 1. mgr. 117. gr. laga nr.108/2007 og teljist af þeim sökum vera ólögmætháttsemi. Kveðurstefnandi að þar megi í fyrsta lagi nefna endurfjármögnun Kaupþings á láni semCitibank hafi veitt Eglu Invest, félagi stefnda Ólafs sem hafi haldið utan umhlut hans í Kaupþingi. Samkvæmt upplýsingum úr skýrslu RannsóknarnefndarAlþingis hafi Kaupþing veitt Eglu Invest lán að fjárhæð 120 milljón evrur íjanúar 2008 og að fjárhæð 280 milljón evra í mars 2008, gagngert í því skyni aðforða því að Citibank gengi að veðsettum hlutabréfum í Kaupþingi. Meðþví að Kaupþing hafi veitt framangreind lán hafi stefndi Ólafur, næststærsti hluthafi í bankanum, ogstjórnendur Kaupþings, komið því sameiginlega til leiðar að Citibank myndi ekkiganga að hlutabréfum stefnda Ólafs í bankanum og selja þau á markaði sem ellahefði óhjákvæmilega gerst. Um hafi verið að ræða 9,88% hlut í bankanum og áninngripa Kaupþings hefði sala hlutarins á markaði leitt til verulegssöluþrýstings og verðlækkana á hlutabréfunum. Stefnandikveður að stefndi Ólafur hafi verið næst stærsti hluthafi bankans með 9,88%hlut en allt frá því að Búnaðarbanki Íslands og Kaupþing hf. hafi sameinastárið 2003 og fram til falls bankans í október 2008 hafi framkvæmdastjóriKjalars hf., félags í eigu Ólafs, verið í stjórn bankans, sem sérlegur fulltrúistefnda Ólafs. Kveður stefnandi því ljóst að stefndi Ólafur hafi ætíð haftvíðtæk ítök innan bankans frá þeim tíma er hann hafi eignast stóran hluta íbankanum. Stefnandikveður að stefndi Ólafur hafi verið fjárhagslega tengdur Kaupþingi í skilningireglna FME nr. 216/2007 enda líkur á að fjárhagslegir erfiðleikar bankans eðafélaga í eigu Ólafs hefðu keðjuverkunaráhrif. Þá kveður stefnandi að stefndiÓlafur hafi haft óbein yfirráð yfir bankanum í skilningi reglna FME nr.216/2007, sbr. og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 108/2007. Kjalar og önnur félögstefnda Ólafs hafi saman myndað einn stærsta lántakahóp Kaupþings. Í lokseptember 2008 hafi þannig félög í eigu stefnda Ólafs verið fjórði stærstilántaki Kaupþings með lán sem hafi numið um 18% af skráðum eiginfjárgrunnibankans við fall hans. Að líkindum hafi þá eigið fé bankans verið talsvertlægra en skráð vegna þess að ekki hafi verið fylgt 84. gr. laga nr. 161/2002 ummeðferð á eigin hlutabréfum og tengdra aðila. Lánveitingar Kaupþings til félagastefnda Ólafs hafi talist til stórrar áhættu í skilningi 30. gr. laga nr.161/2002. Stefnandibyggir á því að stefndi Ólafur hafi í krafti stöðu sinnar sem næst stærstihluthafinn í bankanum stuðlað að því með beinum hætti að Kaupþing hafi átt ígríðarlegum viðskiptum með eigin bréf á tímabilinu 2007-2008. Enn fremur aðstefndi Ólafur hafi átt frumkvæði að, hvatt til og í raun stýrt þeirri ákvörðunKaupþings að endurfjármagna lán félags hans hjá Citibank í þeim tilgangi aðtryggja óeðlilegt verð á hlutabréfum í bankanum á fyrri hluta ársins 2008. Ekkihafi verið neinar sýnilegar ástæður fyrir lánveitingunni af hálfu Kaupþingsaðrar en þær að fylgja fyrirmælum eins stærsta hluthafans í bankanum og um leiðtryggja óeðlilegt markaðsverð á hlutabréfum í bankanum. Augljóst sé að stefndiÓlafur hafi haft verulegan hag af því að hlutabréfaverði í bankanum yrði haldiðháu. Með hliðsjón af framangreindu hafi stefndi Ólafur, af ásetningi eðagáleysi, tekið þátt í ráðstöfunum stjórnenda Kaupþings sem ætlað hafi verið aðhafa áhrif á verðlagningu hlutabréfa Kaupþings. Þó hann hafi ekki haft formlegtvald til að binda bankann sé ljóst að hann hafi beitt áhrifum sínum sem stórhluthafi í bankanum til að tryggja óeðlilegt verð á hlutabréfum sínum íbankanum. Slíkar ráðstafanir falli undir markaðsmisnotkun skv. b-lið 1. mgr.117. gr. lögum nr. 108/2007 með hluti í bankanum þegar í mars 2008. Stefnandikveðst í öðru lagi vísa um þetta til fjármögnunar Kaupþings á sölu hluta í eiguGnúps til Giftar og AB 57 í desember 2007 en þá hafi Gnúpur verið kominn íveruleg fjárhagsvandræði. Kaupþing hafi veitt Gift 20 milljarða kr. lán og AB57 um þriggja milljarða kr. lán til að kaupa hlutabréfin. Eingöngu bréfin sjálfhafi verið veðsett til tryggingar lánunum. Þessi lánveiting Kaupþings hafileitt til þess að markaðsvirði hlutabréfa í Kaupþingi hafi verið viðhaldið ogþví beinlínis afstýrt að rúmlega 3% hlutur í bankanum færi í sölu á skipulegumverðbréfamarkaði. Með þessari ráðstöfun hafi verið tryggt óeðlilegt verð áhlutabréfunum í skilningi b-liðar 1.mgr. 117. laga nr. 108/2007. Íþriðja lagi kveðst stefnandi um þetta vísa til lánveitinga Kaupþings tilstarfsmanna sinna til hlutabréfakaupa. Þessi lán hafi að stórum hluta veriðveitt með þeim skilyrðum að starfsmenn bæru eingöngu 10% persónulega ábyrgð áþeim, Kaupþing væri heimilt að beita veðkalli ef verðmæti bréfanna færi niðurfyrir 120% af lánsfjárhæðinni og starfsmenn mættu ekki selja bréfin nema lániðværi að fullu uppgreitt. Þegar markaðsverð Kaupþingsbréfa hafi lækkað á árinu2007 hafi stjórnendur Kaupþings ákveðið að beita ekki veðkalli. Þegarstarfsmenn hafi leitað heimildar til að selja bréfin hafi svarið verið á þáleið að verið væri að leita lausna á vandanum. Sú lausn hafi falist íniðurfellingu persónulegra ábyrgða sem ákveðin hafi verið á stjórnarfundibankans 25. september 2008, þar sem m.a. stefndu Hreiðar Már og Sigurður hafisetið. Kveður stefnandi að þetta sýni glögglega þann ásetning stjórnendaKaupþings að koma í veg fyrir að eigendur bréfa myndu selja þau á markaði. Ístað þess að fallast á sölu þeirra á markaði og fá a.m.k. umtalsvert upp íkröfu bankans hafi falist í aðgerðum bankans að áhættu af bréfunum hafi alfariðverið velt yfir á bankann sjálfan. Markaðsverði hlutabréfanna hafi þannig veriðviðhaldið af stjórnendum bankans og um leið tryggt óeðlilega hátt verð þeirrasem hafi farið gegn ákvæðum b-liðar 1. tölul. 1. mgr. 117. gr. laga nr.108/2007. Stefnandikveður að jafnaði hafi veð Kaupþings í eigin hlutabréfum numið að verðmætimilli 200 og 300 milljarða. Þrátt fyrir lækkandi hlutabréfaverð bankans árið2007 hafi markaðsvirði í eigin bréfumhaldist nánast stöðugt síðasta árið fram að falli bankans. SamkvæmtRannsóknarskýrslu Alþingis sé skýringin sú að verðmæti Kaupþings í eigin bréfumhafi í lok september 2008 numið alls um 214 milljörðum króna eða sem hafi numið42% af öllum hlutabréfum bankans. Í dæmaskyni megi nefna að síðasta árið fyrirfall bankans hafi bankinn keypt hlutabréf í sjálfum sér fyrir um 96 milljarðakróna. Stefnandikveður að ástæður að baki lánveitingum Kaupþings til hlutabréfakaupa sem raktarhafi verið hafi verið fjarri því að vera lögmætar eða samræmast viðurkenndrimarkaðsframkvæmd á skipulegum verðbréfamarkaði í skilningi b-liðar 1. tölul. 1.mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007. Í þeim hafi m.a. falist brot á lögum um hlutafélög nr. 2/1995, lögum um fjármálafyrirtækinr. 161/2002 og lögum um ársreikninga nr. 3/2006. Þákveður stefnandi að eigin hlutir Kaupþings sem bankinn hafi lánað fyrir ogtekið að veði hafi ekki verið dregnir frá eigin fé bankans eins og lögskylthafi verið þegar áhættan hafi verið hjá bankanum, sbr. 5. mgr. 84. gr. laga nr.161/2002. Augljóst sé að ef stefndu hefðu gætt að þessari lagaskyldu hefðieigið fé bankans verið skráð mun lægra og jafnvel lægra en lögákveðið hafiverið. Það hefði mögulega þýtt sviptingu starfsleyfis og afskráningar afmarkaði strax árið 2006. Þá hafi þess ekki verið getið í ársreikningum bankans,þar með talið milliuppgjöri bankans fyrir árið 2008, að stór hluti lána tilstarfsmanna sem hafi numið um 60 milljörðum hafi einungis verið með 10% ábyrgð.Þrátt fyrir það hafi lánin verið færð í efnahagsreikningi á fullu verði. Stefnandibyggir á því að veðtaka Kaupþings í eigin hlutabréfum hafi farið langt umfram10% hámark 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 og hafi stjórnendur Kaupþings,þ.m.t. stefndu, brotið gegn ákvæðum laganna. Stefndi Ólafur hafi veriðhlutdeildarmaður í þeim brotum enda hafi honum ekki getað dulist semfagfjárfesti að endurfjármögnun Kaupþings á Citibank lánunum með veði íhlutabréfum félaga hans í bankanum leiddi til þess að brotið væri gegn 10%hámarki í eigin bréfum skv. 55. gr. laga nr. 2/1995. Þá hafi veðtaka bankans íhlutabréfum stærsta eiganda síns, Exista, einnig haft samsvarandi áhrif á eigiðfé bankans í ljósi fjárhagslegra tengsla félaganna. Stefnandikveður að hvað varðar þátt hvers og eins stefndu sé byggt á því að stefndu berisameiginlega (in solidum) ábyrgð á tjóni stefnanda. Um sé að ræða samverkanditjónsorsakir og sé innbyrðis skipting ábyrgðar milli tjónvalda tjónþolaóviðkomandi. Kveðurstefnandi að stefndu Hreiðar Már, Sigurður og Ingólfur hafi, sem stjórnarmaðurog framkvæmdastjórar Kaupþings, borið ríkar trúnaðar- og eftirlitsskyldur skv.lögum nr. 2/1995 gagnvart bankanum og í því hafi falist ábyrgð og eftirlit meðþví að starfsemi bankans færi í hvívetna að lögum. Stefndu Hreiðar Már ogSigurður hafi auk þess verið í lánanefnd stjórnar bankans, en þar hafi stefndiSigurður gegnt formennsku, og hafi þeir einnig borið ríka ábyrgð sem slíkirþegar hafi komið að lánveitingum út á eigin bréf félagsins. Stefnandikveður að frá öndverðu hafi stefndi Ólafur verið næst stærsti hluthafi bankansog skuggastýrt honum í eigin þágu um árabil. Stefndi Ólafur hafi ekki veriðákærður í máli S-206/2013 en byggt sé á því að hann hafi tekið þátt í að haldauppi verði bréfanna, sbr. t.d. það sem segi um endurfjármögnun bankans á lániEglu Invest, sem hafi verið í hans eigu. Þá hafi stefndi Ólafur veriðsakfelldur fyrir sinn þátt í Al Thani málinu og nægi það, allt að einu, til aðfella skaðabótaábyrgð á hann í máli þessu. Að því er varðar stefnda Ingólf þáhafi hann ekki verið ákærður í Al Thani málinu en ljóst sé að þáttur hans hafiverið mikill í máli S-206/2013. Þá hafi stefndu Hreiðar Már og Magnús veriðsakfelldir í báðum málunum.3.Orsakatengsl Stefnandikveður að eins og ofangreind umfjöllun um saknæmi beri með sér byggi stefnandimálatilbúnað sinn á nokkrum tjónsorsökum en á því sé byggt að um samverkanditjónsorsakir sé að ræða og beri allir hinna stefndu óskipta (in solidum) ábyrgðá heildartjóni stefnanda. Stefnandikveður framangreint tjón stefnanda vera afleiðingu saknæmrar og ólögmætrarháttsemi stefndu sem rakin hafi verið hér að framan. Samkvæmt framansögðu liggiþannig fyrir að frá nóvember 2007 til október 2008 hafi stefndu sameinast umumfangsmikla og kerfisbundna markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Þessisameiginlega háttsemi stefndu hafi leitt til tjóns fyrir hluthafa í Kaupþingisem hafi átt viðskipti á tímabilinu 1. nóvember 2007 til falls bankans íoktóber 2008. Kveðurstefnandi að stefndu hafi haldið uppi gengi hlutabréfa í bankanum með saknæmumog ólögmætum hætti auk þess sem opinberar tilkynningar þeirra um fjárhagsstöðubankans hafi reynst vera blekkingar. Það hafi leitt til þess að þátttakendur áverðbréfamarkaði 1) hafi keypt hlutabréf í Kaupþingi á röngum forsendum, semþeir ella hefðu ekki gert eða 2) keypt hlutabréf í Kaupþingi á of háu verði eða3) ekki selt hlutabréf í Kaupþingi sem þeir hafi áður keypt sem þeir ella hefðuselt ef markaðsmisnotkunar stefndu hefði ekki notið við. Stefnandibyggir á því að þegar markaðsmisnotkunin hafi hafist þann 1. nóvember 2007 hafiStapi lífeyrissjóður, sá sem stefnandi leiði rétt sinn frá, átt hlutabréf íbankanum sem keypt hafi verið fyrir samtals 4.230.351.569 kr. en á tímabilinufrá 1. nóvember 2007 til og með 7. ágúst 2008 hafi Stapi lífeyrissjóður áttnokkur viðskipti með hluti í bankanum. Nettó mismunur kaupverðs hlutabréfanna,annars vegar og söluverðs og arðs af bréfunum, hins vegar, hafi numið kr.902.493.733 þegar Kaupþing féll. Stefnandikveður að nánar tiltekið varðandi markað með hlutabréf í Kaupþingi þá liggifyrir að á árunum 2004-2005 hafi verið mikill kaupþrýstingur á markaði sem hafileitt til mjög mikillar hækkunar á hlutabréfum í bankanum. Gengi hlutabréfannahafi svo lækkað í byrjun árs 2006 en hækkað svo aftur fram á mitt ár 2007 ergengi bréfanna hafi náð hámarki. Frá miðju ári 2007 til falls bankans í október2008 hafi verið mikill söluþrýstingur á bréfin en eins og rakið hafi verið hafistefndu, með ýmsum inngripum inn í framboð og eftirspurn með hlutabréf íKaupþingi, hægt verulega á verðlækkun bréfanna. Það hafi annars vegar veriðgert með því að kaupa mikið magn af eigin bréfum og hins vegar með því að komaí veg fyrir að mikið magn bréfa færi til sölu á markaði, s.s. með því að lánastórar fjárhæðir í utanþingsviðskiptum án nægra trygginga, veita lán til aðgreiða upp lán annars banka sem hafði beitt veðkalli og forða aðför, fellaniður ábyrgðir starfsmanna í stað þess að samþykkja sölu þeirra á bréfunum ogsenda rangar tilkynningar um stöðu bankans til kauphallar og eftirlitsaðila. Stefnandikveður að ef verðmyndun á hlutabréfum í Kaupþingi hefði fylgt lögmálum umverðmyndun á hlutabréfamarkaði sé ljóst að staðan hefði verið nokkuð önnur áseinni hluta árs 2007 og fram til falls bankans á árinu 2008 þótt ómögulegt séað segja með nokkurri vissu hvernig þróun gengisins hefði orðið. Kveðurstefnandi að sú háttsemi að halda uppi gengi bréfa bankans hafi leitt til þessað sá sem stefnandi leiði rétt sinn frá hafi átt framangreinda hluti í bankanumþann 22. september 2008 þegar Al Thani viðskiptin hafi átt sér stað, sem hafileitt til þess að sá hafi enn verið eigandi bréfanna við fall bankans. Staðfesthafi verið í dómi Hæstaréttar í málinu 145/2014 að þær blekkingar, semviðhafðar hafi verið í tengslum við þau viðskipti hafi haft veruleg áhrif ámarkaði og leitt til stórfellds tjóns gagnvart almenningi. Tilkynning stefnduum meint kaup Al Thani hafi leitt til þess að sá, sem stefnandi leiði rétt sinnaf, hafi ekki selt bréf sín í Kaupþingi. Þákveður stefnandi að tilkynning stefndu til almennings um að erlendurfjárfestir, Al Thani, hefði keypt ríflega 5% hlut í bankanum hafi veriðgríðarleg traustyfirlýsing á bankann og sent þau skilaboð út á markaðinn aðstaða bankans væri góð og framtíð hansværi björt þegar raunin hafi verið önnur. bendir stefnandi á að í fréttMorgunblaðsins 23. september 2008 sé t.a.m. fjallað um viðskiptin og þar vísaðorðrétt í stefnda Hreiðar Má „Við teljumað þetta sé mikil traustsyfirlýsing fyrir félagið. Það er búið að fara í gegnummikla úttekt og grandskoðun á rekstri bankans á undanförnum mánuðum og þessifjárfesting er gerð í kjölfar þess“. Þá kveður stefnandi að eftir stefndaÓlafi hafi verið haft í Morgunblaðinu 23. september 2008 að kaup Al Thani væru „mikil viðurkenning fyrir Kaupþing“. Ennfremur að „Ég er ekki í vafa um að þessikaup munu skipta miklu máli fyrir Kaupþing. Bankar og fjármálafyrirtæki út umallan heim hafa legið utan í mönnum.í Katar með það fyrir augum að fá þá innsem hluthafa. Það gefur því góða mynd af styrk Kaupþings að Sheikh Mohammedskuli kaupa hlut í bankanum… Það hefur tekist hjá Kaupþingi að fá góða erlendafjárfesta inn í hópinn og það mun skipta sköpum í framtíðinni.“ Stefnandi kveður að af þessumummælum, og fréttaumfjöllun um málið að öðru leyti, sé óhjákvæmilegt að ætla aðí kjölfar úttektar og grandskoðunar á rekstri Kaupþings hafi Al Thani, semsagður hafi verið stór alþjóðlegur fjárfestir og titlaður fjármálaráðherraKatar, metið það svo að eðlilegt verð fyrir 5,01% hlut í bankanum væri 690 kr.á hlut sem hafi verið litlu lægra en skráð gengi hlutabréfanna í Kauphöll endagslokagengi síðasta viðskiptadags fyrir viðskiptin hafi numið 714 kr. á hlut.Gengið 690 kr. á hlut hafi ekki endurspeglað það verð sem Al Thani hafi taliðrétt í viðskiptum með hluti í bankanum eftir því sem síðar hafi komið í ljósþegar upplýstist hafi að Qatar Investment Authority hafi örfáum mánuðum áðurgert tilboð sem hafi hljóðað upp á 399 kr. á hlut og hafi Al Thani veriðgrandvís um það, sbr. fyrri umfjöllun. Það verð sem ákveðið hafi verið íviðskiptunum hafi því átt rætur að rekja til þeirra kjara sem Al Thani hafifengið, þ.e. lánað hafi verið að fullu fyrir kaupunum auk þess sem honum hafiverið greidd 50 milljóna dollara umbun í formi láns til eignalauss félags tilfrjálsrar ráðstöfunar án nokkurra trygginga vegna ætlaðs fyrirfram greiddshagnaðar af afleiðusamningi sem hafi þó aldrei verið gerður. Stefnandikveður fullsannað að Al Thani viðskiptin hafi haft raunveruleg áhrif áskipulegan verðbréfamarkað. Í hæstaréttarmálinu nr. 145/2014 hafi verið komistað þeirri niðurstöðu að markaðsmisnotkunin hafi beinst „í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðnum hér á landi í heild ogverður tjónið sem leiddi af þeim [þ.e. brotunum] ekki metið til fjár“. Hafimarkaðsmisnotkunin verið „þaulskipulögð,drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“eins og segi í dómi Hæstaréttar. Fyrir liggi yfirlit yfir dagslokagengihlutabréfa í Kaupþing í íslensku kauphöllinni frá 1. nóvember 2007 til 3.október 2008. Megi þar sjá að gengi bréfanna hafi lækkað hægt og sígandi allttímabilið þar til botninum hafi verið náð þann 17. september 2008 er gengi áhlut hafi numið 675 kr. Gengi bréfanna hafi hækkað lítillega eftir það og tekiðsvo kipp við Al Thani viðskiptin og hafi gengið náð kr. 755 á hlut þann 25.september 2008 en þá hafi það ekki verið hærra síðan í júní það ár. Þákveður stefnandi að ljóst sé af gögnum málsins um viðskipti með hlutabréf íbankanum að Al Thani viðskiptin hafi almennt séð haft þau áhrif að almennirhluthafar hafi talið hagfelldast að eiga hlutabréfin í stað þess að selja þau.Þetta sjáist af því hvernig velta með Kaupþingsbréf hafi breyst eftirviðskiptin. Vikuna fyrir viðskiptin, þ.e. frá 15.-19. september hafi aðmeðaltali verið 170 viðskipti með bréfin á dag, meðalvelta á dag verið2.667.292.765 kr. og meðalfjöldi bréfa í viðskiptum á dag hafi verið 3.897.457.Vikuna eftir viðskiptin hafi tölurnar hins vegar breyst í 77 viðskipti,1.064.707.494 kr. og 1.436.110 bréf, en á sama tíma hafi gengi bréfanna hækkaðum u.þ.b. 5%. Þákveður stefnandi að við mat á sönnunarbyrði að því er varðar orsakatengsl verðiað hafa hugfast að stefndu séu sérfræðingar á því sviði sem um ræðir, háttsemiþeirra hafi verið sviksamleg, í sumum tilfellum refsiverð og unnin afeinbeittum ásetningi. Að auki hafi veriðstaðfest af dómstólum að háttsemi stefndu hafi gefið, eða hafi verið líkleg tilað gefa til kynna ranglega eða misvísandi eftirspurn eftir hlutabréfum íKaupþing. Sé því einhver vafi um það til staðar, hvort orsakatengsl séu fyrirhendi, verði stefndu að bera hallann af því. Ofangreindutil viðbótar kveðst stefnandi byggja á því að kaup bankans á eigin bréfum oglánveitingar, þar sem eingöngu bréf í bankanum hafi verið sett að veði, hafiekki verið dregið frá eiginfjárgrunni bankans. Þann 28. mars 2008 hafi CADhlutfall bankans með réttu átt að vera undir 8% og bankinn misst starfsleyfisitt samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og að stefnandi hefði því, eðli málssamkvæmt, ekki keypt hlutina sem hann hafi keypt þann dag. 4.Tjón stefnanda og kröfugerð Stefnandikveðst krefjast skaðabóta sem nemi þeirri fjárhæð sem sá hluthafi í Kaupþingi,sem stefnandi leiði rétt sinn frá, hafi varið í kaup á hlutabréfum í Kaupþingiað frádregnu söluverði hlutanna og greiddum arði. Stefnandi hafi fengið hlutinaog öll kröfuréttindi, þ.m.t. bótakröfur, framseldar frá Stapa lífeyrissjóði. Kveðurstefnandi að þann 1. nóvember 2007 hafi Stapi lífeyrissjóður átt hlutabréf íbankanum sem hann hafi keypt fyrir samtals kr. 6.391.528.301. Eftir það tímabilog fram til falls bankans hafi Stapi keypt til viðbótar hluti fyrir kr.2.161.176.732. Á sama tímabili hafi Stapi selthluti fyrir samtals kr. 5.455.837.008 og fengið greiddan arð að fjárhæðkr. 33.197.560. Tjón stefnanda sé það sem Stapi lífeyrissjóður hafi keyptumfram það sem hann hafi selt í bankanum að teknu tilliti til arðgreiðslna.Mismunur á kaupverði hlutabréfa í Kaupþingi og söluverði hlutabréfanna átímabilinu 1. nóvember 2007 til október 2008 hafi numið kr. 902.493.733 og sé súfjárhæð stefnufjárhæð málsins. Tilvara gerir stefnandi kröfu um að stefndu greiði stefnanda skaðabætur að álitum.Kveður stefnandi ótvírætt að bótagrundvöllur sé fyrir hendi og að sá semstefnandi leiði rétt sinn frá hafi orðið fyrir fjártjóni vegna háttsemistefndu. Verði talið að stefnandi hafi ekki sýnt fram á hið eiginlega fjártjónsem leitt hafi af háttsemi stefndu séu lagaskilyrði til þess að dæma stefnandabætur að álitum úr hendi stefndu. Tilþrautavara gerir stefnandi kröfu um viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu insolidum gagnvart stefnanda vegna fjártjóns stefnanda sem hlaust afmarkaðsmisnotkun stefndu með hlutabréf í Kaupþingi banka hf. á tímabilinu 1.nóvember 2007 til 9. október 2008.5.Aðild Stefnandi kveður málssókn sína verareista á því að um einstaklingsbundið tjón hluthafa sé að ræða vegnamarkaðsmisnotkunar stefndu sem leitt hafi til þess að sá sem stefnandi leiðirétt sinn frá og aðrir hluthafar í Kaupþingi hafi bæði keypt hlutabréf íbankanum á of háu verði og haldið þeim þangað til þau hafi orðið verðlaus viðfall bankans. Að þessu leyti hafi það því ekki orðið bankinn sjálfur sem hafiorðið fyrir tjóni heldur hluthafarnir sem slíkir, þ.m.t. stefnandi. Kveðurstefnandi að sameiginleg aðild til varnar byggist á samlagsaðild samkvæmt 19.gr. laga nr. 91/1991, enda reisi stefnandi kröfu sína á hendur öllum stefndu ásömu atvikum og aðstöðu. Sé byggt á því að stefndu beri óskipta ábyrgð á tjónistefnanda og sé krafan reist á reglum skaðabótaréttar utan samninga. Þótt aðrireinstaklingar hafi verið sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréfbankans sé ekki þörf á aðild þeirra að málinu.6.Fyrning Stefnandibyggir á því að krafan sé ófyrnd þar sem hún fyrnist á fjórum árum frá því aðtjónþoli hafi fengið upplýsingar um tjónið og þann sem hafi borið ábyrgð á því,sbr. 9. gr. fyrningarlaga nr. 150/2007. Það hafi í fyrsta lagi verið viðuppkvaðningu Héraðsdóms Reykjavíkur í Al Thani málinu þann 12. desember 2013.Þá vísar stefnandi til viðbótar til 12 mánaða fyrningarfrests frá 12. febrúar2015, frá dómsuppsögu Hæstaréttar í máli nr. 145/2014 að því er varðar stefnduHreiðar Má, Ólaf og Sigurð, sbr. 11. gr. fyrningarlaga nr. 150/2007. Að því ervarðar héraðsdómsmálið nr. S-206/2013 þá hafi fallið dómur í málinu á hendurstefndu Hreiðari Má, Ingólfi, Magnúsi og Sigurði þann 26. júní 2015. Þákveður stefnandi að hvað varðar athafnir stefndu sem hafi farið í bága við 117.gr. laga nr. 108/207 á árunum 2008 og falli ekki undir sakarefni framangreindrasakamála gegn stefndu, þá byggi stefnandi á því að fyrsta tímamark sem hafigefið honum tilefni til að kanna hvort athafnir stefndu með markaðssetninguhlutabréfa Kaupþings kynnu að varða bótaskyldu hafi verið við dóm HéraðsdómsReykjavíkur í Al Thani málinu þann 12. desember 2013.7.Varnarþing Aðþví er varðar varnarþing vísar stefnandi til síðari málsl. 1. mgr. 32. gr. laganr. 91/1991 þar sem mælt sé fyrir um að ef einstaklingur eigi fasta búsetu áöðrum stað en hann á lögheimili sé heimilt að sækja hann í þeirri þinghá.Stefndu Hreiðar Már, Magnús, Ólafur og Sigurður afpláni dóma skv. máli nr.145/2014 í fangelsinu að Kvíabryggju á Snæfellsnesi og teljist því eiga fastabúsetu þar. Að því er varðar stefnda Ingólf sé um varnarþing vísað til 1. mgr.42. gr. laga nr. 91/1991. Um lagarök vísar stefnandi tilmeginreglna skaðabótarréttar, þar á meðal sakarreglunnar, reglna um strangtsakarmat og vægari kröfur til sönnunar á orsakatengslum og sennilegriafleiðingu o.fl. Þá er vísað til laga umverðbréfaviðskipti nr. 108/2007, einkum 117. gr., og 116. gr. laga nr. 91/1991.Jafnframt er vísað til ákvæða laga um hlutafélög nr. 2/1995 og ákvæða laga nr.161/2002 um fjármálafyrirtæki. Viðurkenningarkrafa styðst við ákvæði 2. mgr.25. gr. laga nr. 91/1991. Krafa um almenna vexti styðst við 8. gr. laga nr.38/2001 og krafa um dráttarvexti styðst við 1. mgr. 6. gr. sömu laga.Málskostnaðarkrafa styðst við 129., sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ogkrafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styðst við ákvæði laga nr.50/1988. Málsástæður og lagarök stefnduvegna frávísunar Eins og að framan greinir hafa allirstefndu, að frátöldum stefnda Ingólfi sem ekki hefur látið málið til sín taka,krafist þess að málinu verði vísað frá dómi. Upphaflega lögðu stefndu framgreinargerðir sínar þar sem gerðar voru kröfur um frávísun og voru þærfrávísunarkröfur studdar þeim málsástæðum að málið væri höfðað á rönguvarnarþingi og að stefnubirting hefði verið ólögmæt. Var þessum upphaflegufrávísunarkröfum stefndu hafnað með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 517/2016.Eftir þetta lögðu stefndu fram nýjar greinargerðir þar sem aðallega er krafistfrávísunar, en til vara er krafist sýknu. Íhinum nýrri greinargerðum stefndu eru færðar fram nýjar málsástæður fyrirkröfum stefndu um frávísun málsins. Er þar byggt á vanreifun, sbr. 1. mgr. 80.gr. laga nr. 91/1991, og á því að ekki séu uppfyllt í málinu skilyrði 19. gr.laga nr. 91/1991 til samlagsaðildar. Þaðer álit dómsins að 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 girði fyrir það að hinarnýju málsástæður stefndu, sem þeir færa nú fram um frávísunarkröfur sínar, fáikomist að í málinu, en af hálfu stefnanda hefur því verið mótmælt aðmálsástæðurnar geti komist að. Ekkert liggur heldur fyrir um að stefndu hafiekki getað, eða ekki haft tilefni til, að styðja frávísunarkröfur sínar viðþessar málsástæður þegar í öndverðu. Verður ekki séð að nýmæli það sem felst í6. og 7. ml. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 7. gr. laga nr. 78/2015,veiti stefnda heimild til að tefla fram nýjum málsástæðum vegna frávísunarkröfusem búið er að hafna. Samkvæmt19. gr. laga nr. 91/1991 er frávísun máls, vegna skorts á því að skilyrðisamlagsaðildar séu uppfyllt, háð kröfu varnaraðila máls. Verður því ekkifjallað frekar um það í úrskurði þessum hvort skilyrði til samlagsaðildar skv.19. gr. laga nr. 91/1991 séu uppfyllt. Á sama hátt þykir ekki vera ástæða tilað rekja sérstaklega eða gera grein fyrir rökstuðningi stefndu fyrir því aðmálið sé vanreifað af hálfu stefnanda. Forsendur og niðurstaða Í máli þessu gerir stefnandifjárkröfur á hendur stefndu um greiðslu skaðabóta in solidum. Eru kröfurnarstuddar við réttarreglur um skaðabætur utan samninga. Ímálsástæðum sínum gerir stefnandi ekki sérstaklega grein fyrir því hvort þátturhvers og eins hinna stefndu hafi verið nauðsynlegur til að ætluð skaðabótaskyldamyndaðist, eða hvort þáttur hvers og eins hafi verið nægilegur, án aðkomu hinnastefndu, til að skaðabótaskylda myndaðist. Nánar tiltekið hvort þáttur hvers ogeins stefndu hafi verið nauðsynlegur, eða hvort þáttur hvers og eins hafi veriðnægur til að bótaskyldan myndaðist og þá án aðkomu hinna stefndu. Að matidómsins er þetta mjög til þess fallið að gera dóminum erfitt fyrir um úrlausnmálsins, en það er ekki á færi dómsins að ákveða þetta fyrir stefnanda ef svofæri að óhjákvæmilegt væri að sýkna einn eða fleiri stefndu af kröfumstefnanda, en þó ekki alla stefndu. Þá er þetta augljóslega á sama hátt tilþess fallið að gera stefndu erfitt fyrir um varnir sínar. Þáer sá ljóður á málatilbúnaði stefnanda að þætti hvers og eins hinna stefndu,afmarkað frá öðrum stefndu, er afar lítið lýst. Þannig er fátt, ef nokkuðhandfast, í málsástæðum stefnanda um það nákvæmlega hvernig og með hvaðaathöfnum sínum hver stefndi fyrir sig hafi bakað sér bótaskyldu gagnvart þeimsem stefnandi kveðst leiða rétt sinn frá. Að mati dómsins er ekki nægilegt aðvísa í þessu efni til dóma Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur í þeim málumsem að framan greinir og enn síður að vísa til skýrslu RannsóknarnefndarAlþingis. Regla sú sem greinir í 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferðsakamála getur ekki leyst stefnanda undan því að gera í stefnu gagnorða ogskýra grein fyrir ætluðum þætti og athöfnum hvers og eins hinna stefndu, semstefnandi kveður leiða til bótaskyldunnar. Afþessum sökum þykir málatilbúnaður stefnanda vera haldinn slíkum annmörkum aðhann standist ekki þær kröfur sem gerðar eru í e lið 1. mgr. 80. gr. laga nr.91/1991 og er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi án kröfu af þessum sökum. Rétter að stefnandi greiði stefndu Hreiðari Má, Magnúsi, Ólafi og Sigurði kr.800.000 hverjum í málskostnað. SigurðurG. Gíslason héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. Ú r s k u r ð a r o r ð :Máli þessu er vísað frá dómi ánkröfu. Stefnandi,Samtök sparifjáreigenda, greiði stefndu Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni,Ólafi Ólafssyni og Sigurði Einarssyni, kr. 800.000 hverjum í málskostnað. |
Mál nr. 819/2017 | Kærumál Lögræði | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var sviptur sjálfræði í eitt ár. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson, Greta Baldursdóttir og Viðar Már Matthíasson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð kæru 21. desember 2017, en kærumálsgögn bárust réttinum 4. janúar 2018. Kærðurer úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 21. desember 2017, þar sem sóknaraðili var aðkröfu varnaraðila sviptur sjálfræði í eitt ár. Kæruheimild var í 1. mgr. 16.gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hafnað verðikröfu um sjálfræðissviptingu, en til vara að henni verði markaður skemmri tími.Þá krefst hann þóknunar til handa verjanda sínum fyrir flutning málsins fyrirHæstarétti. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar ogmálflutningsþóknunar handa lögmanni sínum fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði.Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfestniðurstaða hans um að svipta sóknaraðila sjálfræði í eitt ár, svo og um þóknunverjanda hans. Ekki voru á hinn bóginn efni til að kveða á um greiðslu þóknunartil lögmanns varnaraðila úr ríkissjóði, enda verður hvorki ráðið af gögnummálsins að gerð hafi verið krafa þessa efnis né voru skilyrði til slíkrarákvörðunar samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga, enda verður ekki séð aðlögmaðurinn hafi verið skipaður til að gegna hlutverki talsmanns varnaraðila.Er því ákvæði hins kærða úrskurðar um þetta atriði fellt úr gildi og verðurjafnframt af sömu ástæðu hafnað kröfu varnaraðila varðandi þóknun fyrirflutning málsins fyrir Hæstarétti.Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðsverjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði oger hún ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Staðfest eru ákvæði hins kærða úrskurðar umsjálfræðissviptingu sóknaraðila, A, og greiðslu þóknunar skipaðs verjanda hansúr ríkissjóði.Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Dórisar ÓskarGuðjónsdóttur héraðsdómslögmanns, vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti,148.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 21.desember 2017Meðbeiðni, dagsettri 14. desember, sem barst Héraðsdómi Reykjaness sama dag, hefursóknaraðili, Garðabær, fjölskyldusvið, kt. 570169-6109, Garðatorgi 7, Garðabæ,krafist þess að varnaraðili A, kt. [...], [...], Garðabæ, verði sviptursjálfræði tímabundið í eitt ár. Umaðild vísa sóknaraðila til d. lið 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Erþess krafist að varnaraðili verði sviptur tímabundið sjálfræði í eitt ár meðvísan til a. og b. liðar 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Til grundvallarkröfunni liggi fyrir læknisvottorð B sérfræðings í geðlækningum. Meðbeiðni um nauðungarvistun sóknaraðila fylgdi læknisvottorð B, sérfræðings ígeðlækningum, ódagsett. Þar segir að varnaraðili sé [...] ára einhleypur ogbarnlaus karlmaður sem búið hafi heima hjá ömmu sinni að [...] í Garðabæundanfarin misseri. Hann hafi, þrátt fyrir ungan aldur, langa sögu um mikil ogerfið geðræn veikindi. Hann hafi verið mjög kvíðinn sem barn og hafi veriðlagður í einelti. Hann hafi verið í viðtölum hjá sálfræðingi og hafi veriðgreindur með þráhyggjuáráttu og ýmis konar fælnikvíðaraskanir. Hann hafi umtíma verið grunaður um að vera á einhverfurófi og verið metinn fyrir nokkrumárum af C sálfræðingi og sérfræðingi í einhverfu en hafi þá ekki verið talinneinhverfur. Varnaraðili hafi ungur farið að neyta áfengis og fíkniefna og veriðum tíma í blandaðri neyslu ýmissa fíkniefna. Undanfarin misseri hafi hann neyttmikils áfengis og hafi það gengið mjög nærri heilsu hans. Hann hafi, áundanförnum mánuðum, fengið endurtekið stór krampaflog sem talin hafa veriðafleiðingar áfengisdrykkju. Haustið 2017 hafi hann verið lagður inn ályflækningadeild LSH í kjölfar flogs sem hafi orsakað samfallsbrot á hrygg enhann sé kominn með beinþynningu vegna mikillar vannæringar og áfengisneyslu.Einnig hafi hann verið með lifrarbólgu vegna áfengisneyslu. Ljóst sé að lífihans sé mjög ógnað, haldi hann áfram svo mikilli áfengisneyslu. Í mars 2017hafi hann verið nauðungarvistaður í 21 dag á geðdeild 32C á Landspítala. Hafðihann þá verið í milli drykkju og hafi verið farinn að sýna undarlega hegðun oghafi vaknað grunur um að hann gæti verið í mikilli drykkju og var farinn aðsýna undarlega hegðun og vaknaði grunur um að hann gæti verið í einhvers konargeðrofi. Mikil þráhyggja tengd kynlífi, mikil sýklahræðsla og talaði um að hannfyndi stöðugt vonda lykt heima hjá sér. Einnig sérkennileg hegðun þar sem hannafklæddi sig fyrir framan ömmu sína og fjölskyldu. Í innlögninni komu ekki framklár geðrofseinkenni en mikið um sérkennilegar og óraunhæfar pælingar ogþráhyggja. Ekki þóttu forsendur fyrir framlengingu nauðungarvistunar og varhann útskrifaður í göngudeildareftirliti hjá B geðlækni. Mætti reglulega en fórfljótt að neyta áfengis. Átti hann það til að mæta drukkinn í viðtöl og varalltaf mjög mótfallinn því að fara í áfengismeðferð. B kom honum íhvíldarinnlögn á Heilsustofnunina í Hveragerði þar sem hann dvaldi í aðeinsrúma viku en þá útskrifaði hann sig sjálfur og fór fljótlega aftur að drekkaáfengi. Ínóvember 2017 fór hann til [...]og fór móðir hans á eftir honum. Hann var ímikilli drykkju þar og fékk hann stóran krampa á hóteli í [...] á leiðinni til[...]. Mikil áhættuhegðun á [...] þar sem hann dó áfengisdauða á götum úti ogvar m.a. rændur. Móðir hans bjargaði honum ítrekað úr hættu. Náði fyrst að komahonum til [...]r þar sem hann var lagður inn á geðdeild í fráhvörfum í kjölfarþess að hann fékk krampa. Lá hann inni á sjúkrahúsi þar mjög máttfarinn. Mjöginnsæislítill í þá hættu sem hann er í og stjórnlausri neyslu. Féllst þó aðlokum á að koma heim til Íslands og fylgdi móður sinni heim þann 9. desembersl. Þásegir í vottorðinu að af öllu ofansögðu sé ljóst að A eigi við mjög alvarlegandleg og líkamleg veikindi að stríða. Stjórnlaus drykkja þessa unga manns hafiþegar orsakað alvarlega líkamlega kvilla svo sem vannæringu, beinþynningu meðhryggbroti, lifrarbólgu og endurtekin alvarleg og hættuleg krampaflog. Einnigsé ljóst að hann eigi við mikil geðræn veikindi að stríða, ekki einungisáfengisfíkn, heldur einnig mikla þráhyggju sem þróast hefur í átt að mikillitortryggni og sé mjög óraunsær og innsæislaus á vanda sinn. Það sé alveg ljóstað A sé alls ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum þar með taliðfjármálum vegna alvarlegt geðsjúkdóms. Það sé því mat undirritaðs geðlæknis aðþað sé algjörlega óhjákvæmilegt að A verði sjálfræðissviptur til eins árs svohægt sé að koma í veg fyrir að hann yfirgefi landið eins og hann hafi gertnýlega og hægt sé að grípa inn í með nauðsynlegum innlögnum á sjúkrahús vegnahans fjölþættu og alvarlegu geðrænu og líkamlegu veikindi. Sóknaraðilikveður varnaraðila vera einhleypan og barnlausan. Móðir varnaraðila, D, sékunnugt um kröfuna. Bgeðlæknir gaf símaskýrslu fyrir dóminum og staðfesti áðurgreint vottorð sitt,sem hann kvaðst hafa ritað 13. desember sl. Kvað hann nauðsyn á því aðsjálfræðissvipta varnaraðila til að hægt væri að veita honum þá aðstoð semhonum sé nauðsynleg til að ná bata og koma honum út úr þeim vítahring semvarnaraðili sé í. Hann sé algjörlega innsæislaus í veikindi sín og þjáist núþegar af ýmsum sjúkdómum sem sé bein afleiðing af neyslu hans. Auk þess sé hanní lífshættu en hann væri ekki á lífi í dag ef móðir hans hefði ekki farið áeftir honum til Evrópu nýlega og komið honum þar undir læknishendur. Taldi B nauðsyn á að sjálfræðissvipta varnaraðila til að koma í veg fyrir aðhann færi erlendis og sér að voða þar auk þess sem nauðsyn væri til að grípainn í ástand hans með stuttum fyrirvara m.a. vegna krampa- og flogakasta semvarnaraðili fengi sökum áfengisneyslu. Þá sé varnaraðili einnig með alvarleggeðrofseinkenni. Skipaðurverjandi varnaraðila fór á heimili hans og hitti hann þar fyrir. Kvaðverjandinn varnaraðila hafa verið undir áhrifum áfengis og hafi harðneitað aðmæta fyrir dóminn. Hafi varnaraðili lýst yfir afstöðu sinni og mótmæli kröfunnien hann teldi sig fullfæran um að sjá um sín mál sjálfur. Til vara aðsjálfræðissviptingunni verði markaður skemmri tími. Telurdómurinn, með vísan til vottorðs B læknis og síðari málsliðar 4. mgr. 11. gr.lögræðislaga nr.71/1997 ekki þörf á því að varnaraðili komi fyrir dóminn né aðdómari hitti varnaraðila. Íljósi framlagðra gagna, skýrslu B læknis fyrir dóminum og þess sem að framanhefur verið rakið má ljóst vera að varnaraðilier ekki fær um, vegna ofdrykkju eða ofnotkunar ávanaefna, að ráða persónulegumhögum sínum eða fé. Þá hafa önnur og vægari úrræði ekki nýst varnaraðila. Telurdómurinn að sýnt hafi verið fram á að fullnægt sé skilyrðum a. og b. liðar 4.gr. lögræðislaga nr. 71/1997 til að svipta varnaraðila sjálfræði í eitt ár. Allurmálskostnaður greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 17. gr. lögræðislaga nr. 71/1997,þar með talin þóknun talsmanns sóknaraðila Andra Andrasonar hdl. og skipaðsverjanda varnaraðila, Dórisar Óskar Guðjónsdóttur hdl., sem þykir hæfilegaákveðin 160.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.ÁstríðurGrímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.ÚRSKURÐARORÐ:Varnaraðili,A, kt. [...], er sviptur sjálfræði í eitt ár frá uppkvaðningu úrskurðar þessaað telja. Þóknunskipaðs talsmanns sóknaraðila Andra Andrasonar hdl. og verjanda varnaraðila,Dórisar Óskar Guðjónsdóttur hdl., 160.000 krónur, hvoru til handa að meðtöldumvirðisaukaskatti, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 804/2017 | Kærumál Greiðsluaðlögun Veðréttindi Fasteign | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu Ó um að ógilt yrði ákvörðun sýslumannsins á Suðurnesjum um að synja beiðni hans, um að afmáð yrðu veðréttindi af tiltekinni fasteign fyrir uppreiknuðum eftirstöðvum veðskulda sem næmu hærri fjárhæð en svaraði til söluverðs fasteignarinnar á almennum markaði. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Ólafur BörkurÞorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. desember 2017, enkærumálsgögn bárust Hæstarétti 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður HéraðsdómsReykjaness 15. desember 2017 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að ógiltyrði ákvörðun sýslumannsins á Suðurnesjum 27. júlí 2017 um að synja beiðni hansum að afmáð yrðu veðréttindi af fasteigninni Norðurvör 7 í Grindavík fyriruppreiknuðum eftirstöðvum veðskulda sem næmu hærri fjárhæð en svaraði tilsöluverðs fasteignarinnar á almennum markaði. Kæruheimild var í 1. mgr. 85. gr.laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, sbr. 7. mgr. 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundnagreiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði. Sóknaraðilar krefjast þessað fyrrgreind krafa þeirra verði tekin til greina og varnaraðila gert að greiðaþeim málskostnað í héraði og kærumálskostnað.Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti ogverður því litið svo á að þeir krefjist staðfestingar hins kærða úrskurðar,sbr. 3. mgr. 158. gr. og 4. mgr. 150. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.Dómsorð: Hinn kærðiúrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 15. desemberMál þetta,sem barst dóminum með bréfi 25. ágúst 2017, var þingfest 20. september 2017 ogtekið til úrskurðar 30. nóvember 2017. Sóknaraðili er Ólafur Ragnar Sigurðsson, kt.[...], Norðurvör 7, Grindavík. Varnaraðilar eru Íbúðalánasjóður, kt. [...],Borgartúni 21, Reykjavík og Gildi-lífeyrissjóður, kt. [...], Guðrúnartúni1, Reykjavík.Sóknaraðilikrefst þess ákvörðun sýslumannsins á suðurnesjum frá 27. júlí 2017 um synjun ábeiðni sóknaraðila um afmáningu veðréttinda af fasteigninni Norðurvör 7,Grindavík, fnr. 209-2162, sem standa til tryggingar á uppreiknuðum eftirstöðvumveðskulda og nema hærri fjárhæð en svarar til söluverðs fasteignarinnar áalmennum markaði, verði ógild. Þá krefst sóknaraðilimálskostnaðar úr hendi varnaraðila.Varnaraðili Íbúðalánasjóður krefst þess að kröfum sóknaraðila verðihafnað og að ákvörðun sýslumannsins á suðurnesjum frá 27. júlí 2017, um aðsynja beiðni sóknaraðila um afmáningu veðréttinda af fasteigninni Norðurvör 7,Grindavík, fastanúmer 209-2169, fyrir uppreiknuðum eftirstöðvum veðskulda semnema hærri fjárhæð en svarar til söluverðs fasteignarinnar á almennum markaði,verði staðfest. Þá krefst varnaraðilinnmálskostnaðar.Varnaraðili Gildi-lífeyrissjóðurkrefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst varnaraðilinn málskostnaðar. Aðalmeðferð fór fram 30.nóvember sl. og var málið tekið til úrskurðar að henni lokinni. Málavextir. Meðákvörðun umboðsmanns skuldara 21. janúar 2014, var umsókn sóknaraðila umgreiðsluaðlögun samkvæmt lögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklingasamþykkt. Innköllun var birt í Lögbirtingarblaðinu og lýstu varnaraðilar kröfumsínum fyrir umsjónarmanni. Varnaraðilar fengu í framhaldinu frumvarp umsjónarmannstil greiðsluaðlögunar til skoðunar og samþykktu þeirgreiðsluaðlögunarsamninginn fyrir sitt leyti. Samningur sóknaraðila umgreiðsluaðlögun var samþykktur 19. desember 2014 og stóð sóknaraðili viðgreiðslur samkvæmt samningnum þar til honum lauk. Með beiðni sem barst sýslumanninum á Suðurnesjum 21. desember 2016leitaði sóknaraðili eftir því að veðbönd yrðu afmáð af fasteign hans aðNorðurvör 7, Grindavík, samkvæmt heimild í 12. gr. laga nr. 50/2009 umtímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, sbr. 21. gr.laga nr. 101/2010. Með umsókninni fylgdi annars vegar greiðslumat, undirritað af sóknaraðila 9.maí 2017, þar sem miðað var við neysluviðmið velferðarráðuneytisins án tillitstil bifreiðarkostnaðar, og hins vegar óundirritað og ódagsett greiðslumat, þarsem miðað var við framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara. Hvoru tveggja varunnið af embættiumboðsmanns skuldara í tilefni af beiðni sóknaraðila til sýslumanns umafmáningu veðbanda.Hinn 2. júní 2017 barst sóknaraðila bréf frá sýslumanninum áSuðurnesjum þar sem honum var tilkynnt að sýslumaður væri að undirbúa að takaákvörðun um synjun á beiðni sóknaraðila um afmáningu veðréttinda þegar í stað,sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 50/2009. Í bréfinu kom fram að skilyrðiafmáningar væru fyrir hendi ef miðað væri við neysluviðmiðvelferðarráðuneytisins, en ekki ef miðað væri við framfærsluviðmið umboðsmannsskuldara. Í bréfinu er vísað til þess að samkvæmt 16. gr. laga nr. 101/2010skuli umsjónarmaður við greiðsluaðlögun miða frumvarp tilgreiðsluaðlögunarsamnings við framfærsluviðmið sem umboðsmaður skuldara setji.Þá eru forsendur úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness 19. mars 2014 í máli nr.T-4/2013, sem Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum frá 29. apríl 2014 í málinr. 231/2014, raktar. Loks er í bréfinu vikið að verklagsreglum sem sýslumennog umboðsmaður skuldara hafi sett sér í apríl 2013 um hlutverk umboðsmannsskuldara og vinnslu greiðslumats, þar sem segi meðal annars að umboðsmaðurskuldara taki að sér að vinna greiðslumat fyrir skuldara og að notuð verðiframfærsluviðmið umboðsmanns skuldara. Var sóknaraðila gefinn kostur á að komaað andmælum við fyrirhugaða ákvörðun. Með bréfi lögmanns sóknaraðila, dags. 21.júlí 2017, var fyrirhugaðri ákvörðun sýslumannsins mótmælt. Byggði sóknaraðilaá því að greiðslumat það sem undirritað var af hálfu sóknaraðila og byggir áviðmiðum velferðarráðuneytisins skyldi lagt til grundvallar mati á því hvortskilyrði 12. gr. laga nr. 50/2009 væru uppfyllt. Enn fremur að verklagsreglurþær sem vísað væri til í bréfi sýslumannsins væru óbirtar.Með ákvörðun sýslumannsins á suðurnesjum, dags. 27. júlí 2017, varbeiðni sóknaraðila um afmáningu veðréttinda af fasteigninni Norðurvör 7,Grindavík, fnr. 209-2162, synjað þar sem sóknaraðili þætti samkvæmt greiðslumati,sem miðaði við framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara, hafa nægilega getu til aðstanda undir greiðslum á veðskuldum á fasteigninni. Sóknaraðili skaut málinutil dómsins með beiðni sem móttekin var 25. ágúst sl. í samræmi við 7. mgr. 12.gr. laga nr. 50/2009, sbr. 80. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu.Málsástæður og lagarök sóknaraðila.Sóknaraðilibyggir á því að fullnægt sé skilyrðum 12. gr. laga nr. 50/2009, til aðveðréttindi verði afmáð af fasteign sóknaraðila. Í öllu falli sé fullnægtskilyrðum 1. og 2. mgr. 12. gr. til að taka beiðnina til meðferðar, sbr. 3.mgr. 12. gr. laganna.Samkvæmt fyrirliggjandi greiðslumati, sem umboðsmaður skuldara hafiunnið samkvæmt viðmiðum velferðarráðuneytisins, og sóknaraðili hafi óskað eftirað lagt yrði til grundvallar, sé greiðslugeta sóknaraðila 104.606 krónur.Greiðslubyrði lána fyrir afmáningu sé 123.240 krónur og eftir afmáningu 78.030krónur. Sóknaraðili geti því ekki staðið undir afborgunum af öllum áhvílandilánum sé miðað við neysluviðmið velferðarráðuneytisins. Samkvæmt því liggifyrir gögn sem sýni að sóknaraðili verði um fyrirséða framtíð ófær um að standaí fullum skilum með greiðslu skulda sem tryggðar séu með veði í þeirri fasteignsem greiðsluaðlögun taki til og að önnur greiðsluerfiðleikaúrræði séuófullnægjandi.Sóknaraðili byggir á því að með greiðslumatinu hafi hann fullnægtþeirri sönnunarbyrði sem á hann sé lögð í 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/2009.Sóknaraðili vísar til þess að umboðsmaður skuldara hafi gefið sóknaraðilafyrirmæli um að undirrita einungis greiðslumat samkvæmt viðmiðumvelferðarráðuneytisins, þar sem það gæfi réttari mynd af stöðu sóknaraðila tillangs tíma. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara séu hugsuð til skemmri tímavið úrlausn á skuldavanda, svo sem á tímabili greiðsluaðlögunar, sbr. tölvupóstumboðsmanns skuldara til umboðsmanns sóknaraðila, dags. 3. maí 2017. Að matisóknaraðila sé sýslumanni ekki tækt að byggja ákvörðun sína á greiðslumati erbyggi á neysluviðmiði umboðsmanns skuldara, enda telji umboðsmaður skuldarasjálfur það ekki rétta viðmiðun. Með vísan til þessa mótmælir sóknaraðilitilvísun sýslumanns til 3. og 4. mgr. 16. gr. laga nr. 101/2010 í ákvörðunsinni.Sóknaraðili bendir á að hvorki sé vikið að því á eyðublaði semsýslumenn hafi útbúið í tengslum við afmáningu veðréttinda af fasteign né áheimasíðu umboðsmanns skuldara að einungis sé lagt til grundvallar greiðslugetuskuldara þau framfærsluviðmið sem umboðsmaður skuldara notist við í tengslumvið greiðsluaðlögun einstaklinga. Til þess að sýslumenn geti afgreitt beiðni umafmáningu, þurfi að liggja fyrir mat á greiðslugetu skuldara og slíkt mat þurfiað sýna fram á að skuldari verði um fyrirséða framtíð ófær um að standa ífullum skilum með allar áhvílandi veðskuldir, önnur greiðsluerfiðleikaúrræði dugiekki til og að skuldari geti staðið í fullum skilum með þær veðskuldir semáfram hvíli á fasteigninni eftir afmáningu veðréttinda. Sóknaraðili hafi veittumboðsmanni skuldara samþykki og umboð vegna vinnslu greiðslumats og fengið íhendurnar tvö greiðslumöt sem byggi á mismunandi framfærsluviðmiðunum. Hafiumboðsmaður skuldara ráðlagt sóknaraðila að undirrita aðeins það greiðslumatsem miði við framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins.Sóknaraðili hafnar fordæmisgildi dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 231/2014.Í málinu hafi veðhafi krafist þess að ákvörðun sýslumanns um að afmá veðkröfurumfram fasteignamat yrði hnekkt, á þeim grunni að sýslumaður hefði ekkirannsakað málið nægjanlega vel til að geta tekið ákvörðun um afmáninguveðréttinda á kostnað veðhafa. Í forsendum héraðsdóms, sem Hæstirétturstaðfesti, komi fram að veðhafinn, sem væri aðili að greiðsluaðlögunarsamningiskuldara, væri bundinn af samningnum og gæti ekki óskað eftir endurmati ágreiðslugetu skuldara, enda hefði hann ekki sýnt fram á að forsendur væru aðrarog breyttar frá því samningurinn hefði verið samþykktur. Þá sé tiltekið íforsendum að lög nr. 55/2009 veiti enga heimild til að endurmeta greiðslugetuskuldara við þessar aðstæður. Að mati sóknaraðila taki fordæmisgildi dómsins eingöngutil þeirra aðstæðna sem eru uppi hafi verið málinu.Sóknaraðili mótmælir því að framangreindur dómur verði túlkaður á þannveg að greiðslugeta sóknaraðila skuli metin á sama hátt og þegargreiðsluaðlögunarsamningurinn hafi verið samþykktur, þ.e. með því að notast viðframfærsluviðmið umboðsmanns skuldara, sbr. og 3. mgr. 16. gr. laga nr.101/2010, en ekki sé um sambærilegar aðstæður að ræða og í dómi Hæstaréttar.Byggir sóknaraðili á því að túlkun sýslumanns sé í andstöðu við fyrirmæli laganr. 50/2009 og meginreglur stjórnsýsluréttar, þá einkum rannsóknarreglu 10. gr.stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meginregluna um skyldubundið mat stjórnvalda. Umstjórnvaldsákvörðun sé að ræða og því hafi sýslumanni borið að gæta að þeimalmennu reglum sem gildi um undirbúning og töku slíkra ákvarðana, svo sem aðsjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin í því.Í reglunni um skyldubundið mat stjórnvalda felist að stjórnvald semfalið sé mat á tilteknum atriðum, geti ekki takmarkað eða afnumið matið meðverklagsreglum sem nái til allra mála hvort sem þau séu sambærileg að efni eðaekki. Með 12. gr. laga nr. 50/2009 hafi löggjafinn eftirlátið sýslumönnum mattil þess að geta tekið ákvörðun sem besthenti hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna. Hafa beri í huga markmiðlaga nr. 50/2009 og það úrræði sem felist í afmáningu veðréttinda, þ.e. að geraskuldara kleift að endurskipuleggja fjármál sín og ráða bót á fjárhagsvandasínum svo hann geti búið áfram í fasteign sinni. Sóknaraðili byggir á því aðsýslumaður og umboðsmaður skuldara hafi afnumið eða takmarkað verulega mat áatvikum, með tilliti til gildandi lagareglna og þeirra sjónarmiða sem á reyni,með því að setja fyrirfram óbirtar verklagsreglur sem taki til allra mála,sambærilegra sem ósambærilegra. Sóknaraðili telur verklagsreglu um að leggjaberi til grundvallar greiðslumat er miði við framfærsluviðmið umboðsmannsskuldara við afgreiðslu sýslumanns, ekki samrýmast reglunni um skyldubundið matstjórnvalda. Að þessu leyti sé ákvörðun sýslumanns um synjun á beiðnisóknaraðila haldin verulegum annmarka sem leiði til ógildingar hennar enda sébeinlínis tekið fram í ákvörðuninni að í framkvæmt hafi verið unnið eftirumræddum verklagsreglum, sem kveði á um að umboðsmaður skuldara vinni greiðslumatfyrir skuldara og að notuð verði framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara. Ekki séheimilt að synja umsókn sóknaraðila eingöngu með vísan til verklagsreglu semekki verði séð að byggi á málefnalegum sjónarmiðum. Verklagsreglan, semákvörðun sýslumanns byggi á, verði að teljast full afdráttarlaus og því hætta áað hún dragi úr markmiði úrræðisins. Sóknaraðili byggir þannig á því að skort hafi á að lagt yrðifullnægjandi mat á umsókn sóknaraðila á grundvelli skilyrða 12. gr. laga nr.50/2009 og að rannsókn sýslumanns hafi ekki fullnægt kröfum rannsóknarreglu 10.gr. stjórnsýslulaga. Hvergi í lögunum komi fram að greiðslugeta umsækjanda umafmáningu eigi að vera metin á sama hátt og þegar greiðslugeta hans hafi veriðmetin þegar greiðsluaðlögunarsamningur hafi verið samþykktur. Þá stangist súframkvæmd á við þau sjónarmið sem umboðsmaður skuldara hafi sjálfur sett fram ífyrirmælum sínum til sóknaraðila, í tölvupósti 3. maí 2017, í tengslum viðumsókn sóknaraðila um afmáningu veðréttinda. Þyki ljóst að sýslumaður hafisynjað umsókn sóknaraðila án þess að leggja sérstakt mat á aðstæður hans ágrundvelli fyrirliggjandi gagna. Sóknaraðili byggir kröfur sína á ákvæðum laga nr. 50/2009 umtímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, lögum nr. 90/1991um nauðungarsölu, stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og meginreglumstjórnsýsluréttar, svo sem um skyldubundið mat stjórnvalda. Kröfu ummálskostnað byggir sóknaraðili á 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála. Að auki er vísað til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt ámálskostnað. Málsástæður og lagarök varnaraðilaÍbúðalánasjóðs.VarnaraðiliÍbúðalánasjóður byggir á því að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði til aðfallast á kröfur sóknaraðila um afmáningu veðskulda á fasteign hans. Þá séákvörðun sýslumanns ekki haldin annmörkum sem varði ógildingu hennar. Í a-lið 1. mgr. 21. gr. laga nr. 101/2010 sé kveðið á um að skuldarigeti leitað eftir því að veðbönd verði máð af fasteign eftir reglum 12. gr.laga nr. 50/2009, enda sé fullnægt öllum almennum skilyrðum fyrir þeirri aðgerðsamkvæmt þeim lögum. Varnaraðili kveður skilyrðin ófrávíkjanlegt. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 þurfi umsækjandi um afmáninguveðkrafna að sýna fram á að hann verði um fyrirséða framtíð ófær um að standa ífullum skilum með greiðslu skulda sem tryggðar séu með veði í þeirri fasteignsem greiðsluaðlögun taki til og að önnur tiltæk greiðsluerfiðleikaúrræði séuófullnægjandi. Varnaraðili telur mega leiða að því líkur að tilgangurlöggjafans sé að afmáning veðkrafna komi aðeins til hjá þeim einstaklingum semekki hafi greiðslugetu til þess að standa í fullum skilum með greiðsluveðskulda og jafnframt að ekki sé gengið of nærri eignarétti kröfuhafa með þvíað fella niður kröfur sem greiðslugeta sé fyrir. Þannig sé ekki nægjanlegt aðviðkomandi einstaklingur fái samning um greiðsluaðlögun, eða að staðið sé viðgreiðslur samkvæmt þeim samning, heldur beri viðkomandi að sýna fram á, meðgögnum, að hann verði um fyrirséða framtíð ófær um að standa að fullu við greiðsluraf veðkröfum á fasteign sinni og að önnur úrræði komi honum ekki til gagns.Vísar varnaraðili um þetta til athugasemda við 12. gr. í greinargerð meðfrumvarpi að lögum nr. 50/2009. Varnaraðilikveður ákvörðun sýslumanns um afmáningu veðréttinda vera stjórnvaldsákvörðunsamkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og beri sýslumanni samkvæmt 10. gr.þeirra að sjá til þess að mál sé nægilega upplýst áður en tekin sé ákvörðun íþví. Því meira íþyngjandi sem stjórnvaldsákvörðun sé þeim mun strangari kröfurverði almennt að gera til stjórnvalds um að það gangi úr skugga um aðupplýsingar sem búa að baki ákvörðun séu sannar og réttar. Rannsóknarskyldasýslumanns sem m.a. feli í sér að staðreyna gögn málsins, sé sérstaklega rík íljósi þess að umboðsmaður skuldaraforvinnimáliðmeð því að gera greiðslumat en eitt af hlutverkum umboðsmanns sé að gætahagsmuna skuldara, sbr. f-lið 2. mgr. 1. mgr. laga nr. 100/2010 um umboðsmannskuldara. Greiðslumatið sé því ekki gert af hlutlausum aðila.Varnaraðili bendir á að sýslumannafélagið og umboðsmaður skuldara hafiátt í miklu samstarfi á árinu 2013 við að undirbúa framkvæmd svokallaðraafmáningarmála. Hafi það leitt til þess að sýslumenn og umboðsmaður skuldarahafi sett sér verklagsreglur 4. apríl 2013 um hlutverk umboðsmanns skuldara ogvinnslu greiðslumats. Samkvæmt því taki umboðsmaður skuldara að sér að vinnagreiðslumat fyrir skuldara og að notuð verði framfærsluviðmið umboðsmannsskuldara. Samkvæmt ákvörðun sýslumanns hafi við framkvæmd þessara mála ávalltverið unnið eftir þessum verklagsreglum. Með beiðni sóknaraðila um afmáninguhafi á hinn bóginn fylgt tvenns konar greiðslumöt sem umboðsmaður skuldara hafiunnið. Annars vegar greiðslumat þar sem framfærsla hafi tekið mið afframfærsluviðmiði umboðsmanns skuldara, í samræmi við verklagsreglur sýslumannsog venjubundna framkvæmd. Greiðslugeta sóknaraðila samkvæmt greiðslumatinu hafiverið 151.603 krónur. Hins vegar greiðslumat þar sem stuðst hafi verið viðframfærsluviðmið velferðarráðuneytisins, án tillits til bifreiðakostnaðar.Greiðslugeta sóknaraðila samkvæmt greiðslumatinu hafi verið 104.606 krónur.Varnaraðili tekur fram að við greiðslumatið hafi verið stuðst viðrekstrarkostnað bifreiðar eins og hann sé tilgreindur í framfærsluviðmiðumumboðsmanns skuldara en ekki í viðmiðum ráðuneytisins. Telur varnaraðili ástæðuþess vera þá að sóknaraðili hefði ella ekki uppfyllt skilyrði fyrir afmáningu,enda greiðslugeta sóknaraðila þá lækkað um 31.697 krónur og sóknaraðili þar meðekki getað sýnt fram á að hann gæti staðið í fullum skilum með þær veðskuldirsem áfram hvíldu á fasteigninni eftir afmáningu veðréttinda, sbr. 1. mgr. 12.gr. laga nr. 50/2009.Hvað varði það mat umboðsmanns skuldara að það sé á hendi sýslumannsað taka afstöðu til þess hvort heimilt sé að miða við neysluviðmiðvelferðarráðuneytisins við ákvörðun um afmáningu veðskulda, telur varnaraðilibenda til þess að embættið hafi í raun sjálft talið vafa leika á um hvortheimilt væri að miða við neysluviðmið ráðuneytisins, enda sé það í ósamræmi viðvenjubundna framkvæmd við vinnslu greiðslumats og dómaframkvæmd.Varnaraðili mótmælir þeirri málsástæðu sóknaraðila að skort hafi áfullnægjandi mat á umsókn sóknaraðila og að rannsókn sýslumanns hafi ekkisamrýmst rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Varnaraðili telurað sýslumaður hafi í einu og öllu farið eftir lögum nr. 50/2009 við afgreiðsluá málinu. Hafi sýslumaður rannsakað málið og aðstæður varnaraðila nægilega oglagt mat á málið. Varnaraðili telur engan þá annmarka á ákvörðun sýslumanns semvaldið geti því að hún verði felld úr gildi.Varnaraðili tekur undir ákvörðun sýslumanns um að leggjaframfærsluviðmið umboðsmanns skuldara til grundvallar í málinu. Með hliðsjón afgreiðslugetu sóknaraðila hafi sýslumaður komist að þeirri niðurstöðu að ekkistanda efni til annars en að hafna beiðni sóknaraðila um afmáningu veðréttinda.Varnaraðili hafnar því að heimilt sé að leggja önnur framfærsluvið tilgrundvallar í málinu. Í því sambandi vísar varnaraðili til dóms HæstaréttarÍslands í máli nr. 231/2014. Samkvæmt þeim dómi skuli greiðslugeta umsækjandametin á sama hátt vegna umsóknar hans um afmáningu og við samþykktgreiðsluaðlögunarsamnings, en þá hafi verið notast við framfærsluviðmiðumboðsmanns skuldara. Af dóminum megi einnig ráða að lög nr. 50/2009 veiti engaheimild til þess að endurmeta greiðslugetu sóknaraðila við þessar aðstæður.Varnaraðili bendir á að sömu sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar í dómiHæstaréttar Íslands í máli nr. 490/2015. Framangreindir hæstaréttardómar hafiótvírætt fordæmisgildi í þessu máli.Með hliðsjón af framangreindu hafnar varnaraðili þeirri staðhæfingusóknaraðila að löggjafinn hafi eftirlátið sýslumönnum mat til þess að getatekið ákvörðun sem best henti hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna. Varnaraðili telur að auki mega ráða af 4. mgr. 16. gr. laga nr.101/2010 að forsendur greiðslugetu umsækjanda skuli vera framfærsluviðmiðumboðsmanns skuldara. Samkvæmt ákvæðinu skuli umsjónarmaður notast viðframfærsluviðmið sem umboðsmaður skuldara setur við gerð samnings umgreiðsluaðlögun. Varnaraðili bendir á að það sé lögbundið hlutverk umboðsmannsskuldara að útbúa framfærsluviðmið og uppfæra reglulega, sbr. d. lið 2. mgr. 1.gr. laga nr. 100/2010 um umboðsmann skuldara. Viðmiðin byggi á útgjaldarannsóknHagstofu Íslands og séu notuð til viðmiðunar bæði í greiðsluaðlögunarmálum ogvið vinnslu umsókna um afmáningu veðréttinda. Viðmiðin taki mið afraunútgjöldum íslenskra heimila og byggist á hlutlægum viðmiðum um almennaframfærslu með tilliti til fjölskyldustærðar. Þá taki þau jafnframt mið afvísitölu. Varnaraðili hafnar því að fullnægt sé skilyrðum fyrir afmáninguveðkrafna af fasteign sóknaraðila enda hafi sóknaraðili ekki sýnt fram á meðsannanlegum hætti að hann sé og verði um fyrirséða framtíð ófær um að standa ífullum skilum á greiðslu skulda. Þvert á móti sé er greiðslugeta sóknaraðilahærri en mánaðarleg afborgun veðkrafna.Um lagarök vísar varnaraðili til laga nr. 50/2009 um tímabundnagreiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, laga nr. 101/2010 umgreiðsluaðlögun einstaklinga, laga nr. 100/2010 um umboðsmann skuldara,stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.Um málskostnað er vísað til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Málsástæður og lagarök varnaraðilaGildis - lífeyrissjóðs.Varnaraðili Gildi-lífeyrissjóðurkveður sóknaraðila bera sönnunarbyrði fyrir því að skilyrðum 1. málsl. 12. gr.laga nr. 50/2009, sé fullnægt, þ.e. að sóknaraðila beri að sýna fram á að hannverði um fyrirsjáanlega framtíð ófær um að standa í fullum skilum meðveðskuldir sínar. Geti niðurstaða í málinu hvorki ráðist af því hvortsóknaraðili hafi samþykkt fyrirliggjandi greiðslumat eður ei, né hvortsóknaraðila hafi verið gefin einhver fyrirmæli þar að lútandi af hálfu embættisumboðsmanns skuldara, sem þó sé með öllu ósannað.Varnaraðili byggir á þvíað embætti umboðsmanns skuldara sé lögum samkvæmt falið að útbúa sérstaktframfærsluviðmið og nota við úrlausn þeirra mála sem á borð embættisins rati,sbr. 4. mgr. 16. gr. laga nr. 101/2010, um greiðsluaðlögun einstaklinga. Einsog vikið sé að í forsendum ákvörðunar sýslumannsins á suðurnesjum liggi fyrirskýrt fordæmi Hæstaréttar Íslands, sbr. dóm í málinu nr. 231/2014, sem feli þaðí sér að við meðferð á máli sóknaraðila samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 skulimeta greiðslugetu sóknaraðila út frá sömu forsendum og gert hafi verið viðsamningsumleitanir og síðar samning hans til greiðsluaðlögunar. Við meðferðsamnings sóknaraðila til greiðsluaðlögunar hafi verið lagt til grundvallarframfærsluviðmið umboðsmanns skuldara að viðbættum raunupplýsingum frásóknaraðila sjálfum. Beita beri sama viðmiði við úrlausn um kröfu sóknaraðilasamkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009.Varnaraðili mótmælir þvísem röngu og ósönnuðu að málsmeðferð sýslumanns hafi á einhvern hátt veriðábótavant eða strítt gegn ákvæðum stjórnsýslulaga. Málsmeðferð sýslumanns hafiverið í samræmi við lög og í samræmi við málefnalegar verklagsreglursýslumanna, sbr. einnig fyrirliggjandi verklagsreglur umboðsmanns skuldara. Með vísan til allsframanritaðs og að öðru leyti með vísan til forsendna ákvörðunar sýslumannsinsá suðurnesjum í málinu telur varnaraðili að hafna beri kröfu sóknaraðila.Um lagarök vísarvarnaraðili til laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögunfasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlöguneinstaklinga, laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála, einkum 129 og 130. gr., er varði kröfu um málskostnað. Kröfuum virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styður varnaraðili við ákvæði laga umvirðisaukaskatt nr. 50/1988.Niðurstöður:Krafa sóknaraðili í máli þessu er umað ákvörðun sýslumannsins á Suðurnesjum, dags. 27. júlí 2017, um að synjasóknaraðila um afmáningu veðréttinda af fasteign hans að Norðurvör 7 íGrindavík, verði felld úr gildi. Varnaraðilar mótmæla kröfu sóknaraðila. Samkvæmt1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögunfasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, sbr. a. lið 1. mgr. 21. gr. laga nr.101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, er skilyrði fyrir því að unnt sé að beita heimild til að afmá veðkröfur umframsöluverð fasteignar skuldara á almennum markaði, að sýnt sé að skuldari verðium fyrirséða framtíð ófær um að standa í fullum skilum með greiðslu skulda semtryggðar séu með veði í þeirri fasteign og að önnur tiltækgreiðsluerfiðleikaúrræði séu ófullnægjandi, enda sýni skuldari fram á að hanngeti staðið í fullum skilum með þær veðskuldir sem hvíla áfram á fasteigninni. Sóknaraðilibyggir kröfu sína á því að sýslumanni hafi borið að leggja til grundvallar matiá greiðslugetu sóknaraðila greiðslumat sem byggi á neysluviðmiðumvelferðarráðuneytisins, dags. 9. maí 2017, en samkvæmt því fullnægi sóknaraðiliskilyrðum 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/2009. Sýslumanni hafi því borið að takabeiðni hans til efnislegrar meðferðar. Þá byggir sóknaraðili því að ákvörðunsýslumanns sé haldin verulegum annmörkum þar sem brotið hafi verið gegn 10. gr.stjórnsýslulaga og meginreglum um skyldubundið mat stjórnvalda við ákvörðunina. Svosem fram er komið fylgdi umsókn sóknaraðila tvenns konar greiðslumöt, hvorutveggja unnin af embætti umboðsmanns skuldara. Tók annað greiðslumatið mið afneysluviðmiðum velferðarráðuneytisins en hitt mið af framfærsluviðmiðum umboðsmannsskuldara. Hið síðara felur í sér niðurstöðu um að sóknaraðili teljist hafa getutil þess að standa undir greiðslum á þeim veðskuldum sem hvíla á fasteign hansað Norðurvör 7 í Grindavík, og uppfylli þar með ekki skilyrði 12. gr. laga nr.50/2009. Hið fyrra leiðir til gagnstæðrar niðurstöðu. Ákvörðun sýslumanns bermeð sér að auk greiðslumatanna tveggja hafi legið fyrir gögn um tekjur ogútgjöld sóknaraðila og skattframtöl. Þá hafi legið fyrir verðmat umræddrarfasteignar, upplýsingar um eftirstöðvar áhvílandi lána, samningur umgreiðsluaðlögun og staðfesting á greiðslumiðlun, útprentun úr reiknivél fyrirneysluviðmið af vefsíðu velferðarráðuneytisins og andmælabréf sóknaraðila.Hefur sóknaraðili hvorki bent á gögn eða upplýsingar sem skort hafi á að aflaðværi áður en ákvörðun var tekin í málinu. Að framangreindu virtu, og með vísantil gagna málsins að öðru leyti, verður ekkifallist á að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga viðmeðferð sýslumanns á beiðni sóknaraðila. Með12. gr. laga nr. 50/2009 er sýslumanni meðal annars falið að leggja mat á hvortskuldari fullnægi skilyrðum ákvæðisins um greiðslugetu. Í því skyni að metagreiðslugetu hafa verið settar verklagsreglur, dagsettar 4. apríl 2013, þar semumboðsmaður skuldara tekur meðal annars að sér að vinna greiðslumat fyrirskuldara sem eftir því óska. Samkvæmt verklagsreglunum skal greiðslumat takamið af framfærsluviðmiðum umboðsmanns skuldara, tekjum skuldara (laun,vaxtabætur, barnabætur o.s.frv.) og greiðslugetu (tekjur- framfærsla). Þá skalskoðuð uppreiknuð staða veðskulda og verðmat fasteignar (meðaltal tveggjaverðmata). Fram kemur í verklagsreglunum að niðurstaða greiðslumats ásamttillögum um afmáningu veðréttinda, með tilliti til verðmats sé send embættisýslumanns. Taki sýslumenn sjálfstæða afstöðu til þeirra gagna sem berist fráumboðsmanni skuldara. Af stöðluðu eyðublaði sýslumanns og verklagsreglunum erljóst að skuldari getur sjálfur aflað greiðslumats, umsókn sinni til stuðnings,án milligöngu umboðsmanns skuldara. Í ákvörðun sýslumanns er tekið fram aðunnið hafi verið eftir verklagsreglunum við framkvæmd mála um afmáninguveðréttinda. Málatilbúnaðursóknaraðila byggir á því að það verklag sýslumanns, að notast viðframfærsluviðmið umboðsmanns skuldara við mat á greiðslugetu skuldara í öllumtilvikum, feli í sér brot gegn meginreglunni um skyldubundið mat. Í 1. mgr. 12. gr. laganr. 50/2009 er ekki gerð grein fyrir þeim viðmiðum sem sýslumenn skulu horfatil við mat á því hvort sýnt sé að skuldari verði um fyrirséða framtíð ófær umað standa í fullum skilum með greiðslu veðskulda. Framfærsluviðmið umboðsmannsskuldara eru unnin samkvæmt d. lið 2. mgr. 1. gr. laga nr. 100/2010um umboðsmann skuldara. Samkvæmt nefndaráliti félags- og tryggingamálanefndarAlþingis, með breytingatillögu við frumvarp til laga um umboðsmann skuldara,var að því stefnt með ákvæðinu að útbúin yrðu lágmarksframfærsluviðmið.Fram er komið að framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara byggjaað mestu á rannsóknum Hagstofu Íslands á útgjöldum íslenskra heimila og eruuppfærð reglulega. Þá eru framfærsluviðmið þessi lögð til grundvallar við gerðfrumvarpa til greiðsluaðlögunar, sbr. 3. og 4. mgr. 16. gr. laga nr.101/2010. Á það við um það frumvarp er varð að samningi sóknaraðila umgreiðsluaðlögun. Telja verður mikilvægt að við úrlausn á málum skuldara sem leita eftirafmáningu veðskulda í kjölfar greiðsluaðlögunar, sé gætt samræmis og jafnræðiseins og frekast er unnt. Jafnframt verður talið eðlilegt og málefnalegt aðgreiðslugeta skuldara sem sæki um afmáningu veðbanda af fasteign undir lokgreiðsluaðlögunartímabils sé metin á sömu forsendum og gert var við samning umgreiðsluaðlögun í upphafi. Að framangreindu virtu er það mat dómsins að meðþeirri viðmiðunarreglu einni að við mat á greiðslugetu skuldara samkvæmt 1.mgr. 12. gr. laga nr. 50/2009 skuli við umrædd framfærsluviðmið miðað, sé ekkifarið á svig við reglur um skyldubundið mat stjórnvalda. Af hálfu sóknaraðilahefur því ekki verið borið við að skort hafi á að sérstakt mat færi að öðruleyti fram á aðstæðum hans við afgreiðslu málsins. Með vísan til alls þess semað framan er rakið er því hafnað að fella beri ákvörðun sýslumanns úr gildi vegna brota áreglum um skyldubundið mat.Sóknaraðili hefur ekki fært fyrir því haldbær rök að niðurstaða í málihans skuli byggð á öðrum sjónarmiðum en við úrlausn annarra mála um afmáninguveðréttinda. Þá verður ekki á það fallist með sóknaraðila að sýslumanni hafiborið að leggja það greiðslumat til grundvallar sem miðar við neysluviðmiðvelferðarráðuneytisins þar sem það eitt sé undirritað af sóknaraðila, það leiðitil hagstæðari niðurstöðu fyrir sóknaraðila eða á grundvelli ummæla ítölvupósti starfsmanns umboðsmanns skuldara, dags. 3. maí 2017, en umboðsmaðurskuldara hefur enga formlega aðkomu að framkvæmd 12. gr. laga nr. 50/2009.Samkvæmt öllu framangreindu verður kröfu sóknaraðila um að ógild verði ákvörðunsýslumannsins á suðurnesjum um að synja beiðni sóknaraðila um afmáninguveðréttinda, umfram söluverð, af fasteign sóknaraðila að Norðurvör 7,Grindavík, hafnað. Rétt er að hver aðili beri sinn kostnað af málinu. Ástríður Grímsdóttirhéraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.Úrskurðarorð:Hafnað er kröfu sóknaraðila, ÓlafsRagnars Sigurðssonar, um að ógild verði ákvörðun sýslumannsins áSuðurnesjum 27. júlí 2017 um synjun á beiðni sóknaraðila um afmáninguveðréttinda af fasteigninni Norðurvör 7, Grindavík, fnr. 209-2162, sem standatil tryggingar á uppreiknuðum eftirstöðvum veðskulda og nema hærri fjárhæð ensvarar til söluverðs fasteignarinnar á almennum markaði. Málskostnaðurfellur niður. |
Subsets and Splits