Title
stringlengths
13
130
Text
stringlengths
820
5.11k
Summary
stringlengths
208
1.5k
Íspan selt til Austurbergs ehf
Félagið Austurberg ehf. hefur keypt fyrirtækið Íspan ehf., en það hefur sérhæft sig í framleiðslu og sölu á gleri og speglum. Íspan var stofnað árið 1969 og starfa hjá félaginu að jafnaði um 30 manns í framleiðslu- og söludeild. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að söluferli félagsins hafi hafist í maí og var niðurstaða þess að ganga til samninga við Austurberg. Umsjón söluferlisins var í höndum Deloitte sem jafnframt var ráðgjafi seljenda en Ernst & Young og Local lögmenn voru ráðgjafar kaupanda. Afhending félagsins hefur farið fram. Ekki kemur fram hvert kaupverð félagsins var. Haft er eftir Einari Þór Harðarsyni, sem er í forsvari fyrir Austurberg, að markmið kaupenda sé að halda áfram núverandi starfsemi og þróa félagið til framtíðar. " Að baki Austurbergs er fjölskylda, þannig að Íspan verður áfram fjölskyldufyrirtæki. Íspan byggir á gömlum og góðum grunni, framleiðir gæða vörur á Íslandi, fyrir íslenskar aðstæður," er haft eftir honum.
Félagið Austurberg ehf. hefur keypt fyrirtækið Íspan ehf., en það hefur sérhæft sig í framleiðslu og sölu á gleri og speglum. Íspan var stofnað árið 1969 og starfa hjá félaginu að jafnaði um 30 manns í framleiðslu- og söludeild. Haft er eftir Einari Þór Harðarsyni, sem er í forsvari fyrir Austurberg, að markmið kaupenda sé að halda áfram núverandi starfsemi og þróa félagið til framtíðar.
Gengur vel frá húsinu og keyrir á brott
"Við erum að pakka og ganga frá öllu lauslegu inn í hús og reyna að undirbúa okkur sem best," segir Sigrún Eva Kristinsdóttir sem býr á Miami í Bandaríkjunum. Fellibylurinn Irma mun skella á svæðinu líklega á föstudag eða laugardag. Yfirvöld hafa beðið íbúa um að ganga frá húsum sínum og yfirgefa svæðið ekki seinna en á morgun. Ástæðan er sú að ekki verður hægt að tryggja aðstoð ef eitthvað kemur upp á. Sex hafa þegar látið lífið af völdum Irmu á frönsku eyjunum Saint-Barts og Saint-Martin í Karíbahafi, að sögn AFP-fréttastofunnar. Sigrún heldur því að af stað á morgun akandi á brott undan fellibylnum. "Við þurfum að finna okkur annan samastað. Við erum ekki alveg búin að ákveða hvert við förum," segir Sigrún. Hún segir fjölskylduna ákveða það seint í kvöld eða um klukkan 11 að staðartíma því það muni ráðast af hvað kemur fram í tilkynningu frá veðurstofunni um ferðir Irmu. Búist er við miklu umferðaröngþveiti á næstu dögum þegar íbúar á Miami flýja fellibylinn. "Það er mikil óvissa um hvað verður og hvort húsið standi þetta af sér. Maður vonar það besta. Það er það eina sem hægt er að gera í stöðunni," segir Sigrún. Hún hefur búið í Miami í 20 ár. Árið 2005 varð hún fyrir barðinu á fellibylnum Wilmu sem náði að rífa þakið af húsinu hennar. Hún segist hafa verið heppin í það skipti því auðsótt var að skipta um þak. Hún vonar að húsið standi þetta áhlaup af sér en tekur fram að Irma sé einn kraftmesti fellibylur sem hefur skollið á landi í lengri tíma og óvíst hvaða eyðileggingu hún muni skilja eftir sig.
"Við erum að pakka og ganga frá öllu lauslegu inn í hús og reyna að undirbúa okkur sem best," segir Sigrún Eva Kristinsdóttir sem býr á Miami í Bandaríkjunum. Fellibylurinn Irma mun skella á svæðinu líklega á föstudag eða laugardag. Yfirvöld hafa beðið íbúa um að ganga frá húsum sínum og yfirgefa svæðið ekki seinna en á morgun. Sex hafa þegar látið lífið af völdum Irmu á frönsku eyjunum Saint-Barts og Saint-Martin í Karíbahafi, að sögn AFP-fréttastofunnar.
Þungbúið yfir landinu
Útlit er fyrir norðaustlæga átt í dag og vindur fremur hægur. Þungbúið norðan- og austanlands og dálítil rigning af og til. Léttara yfir framan af degi sunnan heiða en síðdegis má búast við skúrum og gæti gert góðar dembur á Suðurlandi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. "Á morgun verður eilítið ákveðnari norðanátt um landið norðaustan- og austanvert og lengst af rigning á þeim slóðum. Á Suður- og Vesturlandi verður vindur skaplegur áfram, það helst þurrt og eitthvað sést til sólar. Svipað hitastig í dag og á morgun. Hámarkshitinn verður um 15 stig sunnanlands. Eins og vera ber í norðlægri átt verður svalara í þungbúnu veðri fyrir norðan- og austan," segir enn fremur á vef Veðurstofu Íslands. Veðurspá fyrir næstu daga Norðaustan 3-10 m/s í dag. Skýjað og dálítil rigning norðan- og austanlands, en skýjað með köflum sunnan til og skúrir, einkum síðdegis. Norðan 8-13 og rigning á austanverðu landinu á morgun, en heldur hægari vindur og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. Á föstudag: Norðaustan 8-13 m/s á austurhelmingi landsins og rigning með köflum. Heldur hægari vindur og bjartviðri suðvestan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig, en að 14 stigum yfir daginn sunnan heiða. Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið norðan- og austanlands. Austan 8-13 og rigning sunnan til á landinu um kvöldið. Hiti breytist lítið. Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt 5-13 með súld eða rigningu, en bjartviðri á sunnanverðu landinu. Hiti frá 4 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 14 stig syðst að deginum. Á þriðjudag: Hæg breytileg átt og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig. Á miðvikudag: Líkur á norðanátt með rigningu norðan- og austanlands og kólnandi veðri.
Útlit er fyrir norðaustlæga átt í dag og vindur fremur hægur. Þungbúið norðan- og austanlands og dálítil rigning af og til. Léttara yfir framan af degi sunnan heiða en síðdegis má búast við skúrum og gæti gert góðar dembur á Suðurlandi. "Á morgun verður eilítið ákveðnari norðanátt um landið norðaustan- og austanvert og lengst af rigning á þeim slóðum." "Á Suður- og Vesturlandi verður vindur skaplegur áfram, það helst þurrt og eitthvað sést til sólar." "Svipað hitastig í dag og á morgun." "Eins og vera ber í norðlægri átt verður svalara í þungbúnu veðri fyrir norðan- og austan," segir enn fremur á vef Veðurstofu Íslands.
Arion banki íhugar málsókn
Arion banki, sem fer með ráðandi eignarhlut í United Silicon, íhugar nú að leita réttar síns vegna gruns um auðgunarbrot og skjalafals Magnúsar Garðarssonar. Lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í fyrirtækinu eru á sömu blaðsíðu. RÚV greinir frá þessu. Magnús er stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins. Í tilkynningu frá stjórn United Silicon í gær kom fram að stjórnin hefði kært Magnús til héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot. Hann er grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna frá stofnun United Silicon, meðal annars með því að senda út tilhæfulausa reikninga sem litu út fyrir að vera uppgreiðsla á verksamningi. Magnúsi hætti afskiptum af félaginu í mars á þessu ári en allt hefur gengið á afturfótunum í rekstri verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun ákvað þann 1. september á þessu ári að stöðva starfsemi verksmiðjunnar sem fyrir vikið er óheimilt að endurræsa ofna nema með skriflegri heimild að loknum fullnægjandi endurbótum. United Silicon er í greiðslustöðvun. Í frétt RÚV er haft eftir Gylfa Jónassyni, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Festu, að sjóðirnir muni sækja allan þann rétt sem þeir geti sótt. Málið sé "ekkert annað en sjokk". Ekki hefur náðst í Magnús Garðarsson frá því málið kom upp. Uppfært: Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að málið sé komið inn á borð embættisins. Það sé nú í hefðbundinni skoðun. Spurður hvort fleiri en ein kæra hafi borist vegna málsins, segir hann að svo sé ekki.
Arion banki, sem fer með ráðandi eignarhlut í United Silicon, íhugar nú að leita réttar síns vegna gruns um auðgunarbrot og skjalafals Magnúsar Garðarssonar. Lífeyrissjóðirnir sem eiga hlut í fyrirtækinu eru á sömu blaðsíðu. Magnús er stofnandi og fyrrverandi forstjóri félagsins. Hann er grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna frá stofnun United Silicon, meðal annars með því að senda út tilhæfulausa reikninga sem litu út fyrir að vera uppgreiðsla á verksamningi. Umhverfisstofnun ákvað þann 1. september á þessu ári að stöðva starfsemi verksmiðjunnar.
Stjórnmálamanni nauðgað vegna skoðana sinna
Sænski stjórnmálamaðurinn Patrik Liljeglod hefur greint frá því í færslu á Facebook að honum hafi verið nauðgað af árásarmanni með hníf vegna stjórnmálaskoðana sinna. Liljeglod er leiðtogi sænska Vinstri flokksins í borginni Falun. Liljeglod ræddi árásina á sveitastjórnarfundi í gærkvöldi. "Mér var misþyrmt og mér var nauðgað af árásarmanni með hníf undir því yfirskyni að ég væri Vinstri [meint sem móðgun] og að fólk vildi hafa okkur svona. Og loks vegna þess að ég væri svikari," sagði Liljeglod. Sænska lögreglan hefur staðfest að málið sé í rannsókn, en að sögn sænska ríkissjónvarpsins SVT hefur enginn verið handtekinn ennþá vegna málsins. Liljeglod sagði árásina hafa átt sér stað í lok júlí þegar hann var á heimleið eitt sumarkvöld. Hann kvaðst gjarnan hafa viljað gleyma hvað gerðist þannig að enginn nema hann vissi af þessu, en taldi það skyldu sína að greina frá vegna pólitísks hvata árásarinnar. "Ég er hér vegna þeirra staðföstu skoðana minna að lýðræði sé órjúfanlegur hluti þjóðfélags okkar," skrifaði hann. Hann muni því ekki breyta stefnu sinni, heldur muni hann leggja enn harðar að sér. Stefan Dangardt talsmaður sænsku lögreglunnar sagði tæknideild hafa rannsakað vettvang árásarinnar og sent sýni til skoðunar. "Ef það kemur í ljós að ástæðan er pólitísk, þá er þetta augljóslega hatursglæpur," sagði Dangardt.
Sænski stjórnmálamaðurinn Patrik Liljeglod hefur greint frá því í færslu á Facebook að honum hafi verið nauðgað af árásarmanni með hníf vegna stjórnmálaskoðana sinna. Liljeglod er leiðtogi sænska Vinstri flokksins í borginni Falun. Sænska lögreglan hefur staðfest að málið sé í rannsókn, en að sögn sænska ríkissjónvarpsins SVT hefur enginn verið handtekinn ennþá vegna málsins. Liljeglod sagði árásina hafa átt sér stað í lok júlí þegar hann var á heimleið eitt sumarkvöld.
Nöfn afmáð úr gögnum um uppreist æru
Dómsmálaráðuneytið hefur afhent mbl.is gögn er varða mál þeirra sem veitt var uppreist æra á árinu 2016, en áður höfðu gögn í máli Roberts Downey verið afhent. Um er að ræða fjóra einstaklinga, en nöfn tveggja þeirra hafa verið afmáð í gögnunum. Þær skýringar fengust hjá dómsmálaráðuneytinu að ekki verði veittur aðgangur að gögnum er varða brotamenn þegar dómstóll hefur ákveðið að dómur skuli birtur án nafns. Nöfn meðmælenda koma hins vegar fram. Annað nafnið sem afmáð hefur verið er nafn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem dæmdur var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að misnota stjúpdóttur sína. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra var einn þeirra sem veittu honum meðmæli þegar hann sótt um uppreist æru. Benedikt sendi frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann sagði að það sem hafi átt að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefði snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. "Á því biðst ég enn og aftur afsökunar," sagði Benedikt. Þá gaf Sveinn Eyjólfur Matthíasson, fyrrverandi starfsmaður hjá hópferðabílafyrirtækinu Kynnisferðum, Hjalta einnig meðmæli. Umsókninni fylgdi jafnframt bréf frá Haraldi Teitssyni, framkvæmdastjóra hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, sem sagði Hjalta hafa verið færan bílsstjóra og vel liðinn af farþegum. Sá síðarnefndi tók þó fram í bréfi sínu að fyrirtækið hefði ekki séð sér fært að hafa Hjalta áfram í vinnu vegna hótana sem bárust um frá hópnum Stöndum saman, en um er að ræða hóp sem heldur úti vefsíðu með upplýsingum um dæmda barnaníðinga. Annar þeirra sem nafngreindur er í gögnunum er Sigurður Á Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfuknattleik, sem fékk árið 2011 tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa nauðgað 17 ára stúlku. Dómurinn mat brotið alvarlegt og að það hefði valdið stúlkunni miklum og varanlegum miska. Í því sambandi var sérstaklega bent á að stúlkan byggi í litlu samfélagi sem magnaði upp áhrifin. Tvö meðmælabréf fylgja umsókn Sigurðar um uppreist æru. Frá Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells í körfubolta. Hann segir Sigurð hafa verið stór partur af liðinu og hafi "verið til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Í bréfinu segir að Sigurður hafi verið hjá félaginu bæði fyrir og eftir dóminn og að ef "hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústs kjörin til þess." Þar segir jafnframt að eftirsjáin og iðrun sé algjör. Grétar Daníel Pálsson segir í bréfi sínu að hann hafi bæði unnið með Sigurði í félagsstarfi tengdu íþróttum og starfað með honum hjá Rarik. Grétar segir einnig að iðrun og eftirsá Sigurðar sé mikil og að þeir hafi átt samtal um orsök og afleiðingar dómsins. Hinn er Bjarni Hrafnkelsson sem hlaut 18 mánaða dóm árið 2008 fyrir aðild sína í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings með skútu sem kom að landi við í Fárskrúðsfirði. Tvö meðmælabréf fylgja einnig umsókn Bjarna. Annað er frá Gylfa Kjartanssyni háseta sem ber honum vel söguna. Hitt er frá Steingrími Bjarna Erlingssyni sem segist hafa þekkt Bjarna og fjölskyldu hans frá fæðingu. Hann lýsir honum sem fallega innréttuðum einstakling. Í ráðuneytinu er verið að taka saman gögn um alla þá sem hafa fengið uppreist æru frá árinu 1995, og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að þau gögn verði afhent eins fljótt og auðið er. Alls hafa 32 einstaklingar fengið uppreist æru frá árinu 1995. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu.
Dómsmálaráðuneytið hefur afhent mbl.is gögn er varða mál þeirra sem veitt var uppreist æra á árinu 2016, en áður höfðu gögn í máli Roberts Downey verið afhent. Um er að ræða fjóra einstaklinga, en nöfn tveggja þeirra hafa verið afmáð í gögnunum. Annað nafnið sem afmáð hefur verið er nafn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem dæmdur var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að misnota stjúpdóttur sína. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra var einn þeirra sem veittu honum meðmæli þegar hann sótt um uppreist æru. Benedikt sendi frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann sagði að það sem hafi átt að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefði snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Annar þeirra sem nafngreindur er í gögnunum er Sigurður Á Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfuknattleik, sem fékk árið 2011 tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa nauðgað 17 ára stúlku. Í ráðuneytinu er verið að taka saman gögn um alla þá sem hafa fengið uppreist æru frá árinu 1995, og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að þau gögn verði afhent eins fljótt og auðið er. Alls hafa 32 einstaklingar fengið uppreist æru frá árinu 1995.
Ábyrgðarleysi að hlaupast undan
Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem eru uppi í samfélaginu, með mikilvæga kjarasamninga á dagskrá, fjárlög til afgreiðslu á Alþingi, vanda sauðfjárbænda, erfiðleika hjá fjölda útgerðarfyrirtækja og óvissu í uppbyggingu laxeldis víða um land. Þetta skrifar Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, á Facebook-síðu sína í morgun þar sem hann segir samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins hafa hlaupist undan ábyrgð. " Okkur Alþingismönnum er lagðar [sic] ríkar ábyrgðarskyldur á herðar og við Sjálfstæðismenn höfum ekki vikist undan þeirra ábyrgð. Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi," skrifar Jón. " Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni. Nú hefst kosningabarátta með tilheyrandi kostnaði sem eflaust hleypur á milljörðum króna ef allt er talið, það er illa farið með sameiginlegt fjármagn okkar. " Færslu Jóns má lesa í heild hér að neðan:
Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem eru uppi í samfélaginu, með mikilvæga kjarasamninga á dagskrá, fjárlög til afgreiðslu á Alþingi, vanda sauðfjárbænda, erfiðleika hjá fjölda útgerðarfyrirtækja og óvissu í uppbyggingu laxeldis víða um land. Þetta skrifar Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, á Facebook-síðu sína í morgun þar sem hann segir samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins hafa hlaupist undan ábyrgð.
Rooney mættur fyrir rétt
Wayne Rooney, knattspyrnumaður hjá Everton, er mættur fyrir rétt en hann er ákærður fyrir ölvunarakstur. Atvikið átti sér stað 1. september síðastliðinn. Samkvæmt Sky hefur Rooney játað sök. Mál Rooneys er rekið fyrir dómstólum í Stockport í norðvesturhluta Englands. Þegar atvikið átti sér stað var Rooney handtekinn þegar í stað en látinn laus gegn tryggingu skömmu seinna. Hann gæti átt yfir höfði sér himinháa sekt auk ökuleyfissviptingar. Enska blaðið Mirror heldur því fram að Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, muni sekta Rooney um tveggja vikna laun fyrir athæfið. Sú upphæð gæti numið tæpum 50 milljónum króna . Rooney og eiginkona hans Coleen Rooney eiga von á sínu fjórða barni . Þegar Rooney var handtekinn var eiginkona hans í útlöndum en henni ku víst ekki leiðast að skella sér í sólina. Rooney spilaði í gær gegn gamla fótboltaliðinu sínu Manchester United og fóru leikar ekki vel fyrir lið Rooneys, sem tapaði 4-0 fyrir United .
Wayne Rooney, knattspyrnumaður hjá Everton, er mættur fyrir rétt en hann er ákærður fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt Sky hefur Rooney játað sök. Hann gæti átt yfir höfði sér himinháa sekt auk ökuleyfissviptingar. Enska blaðið Mirror heldur því fram að Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, muni sekta Rooney um tveggja vikna laun fyrir athæfið. Sú upphæð gæti numið tæpum 50 milljónum króna .
Tryggjum að trampólín takist ekki á loft
Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. "Tíðin virðist ætla að verða rysjótt þessa vikuna, enda sækja hinar svokölluðu haustlægðir nú að okkur. Við fáum sennilega tvær slíkar þessa vikuna. Sú fyrri kemur á morgun og verður með mestu lætin suðaustanlands. Sú síðari bankar svo upp á á laugardaginn og gæti orðið öllu aflmeiri. Það er því vissara fyrir okkur öll að huga að nærumhverfinu og koma í veg fyrir óþarfa tjón. Tryggjum að trampólínið takist ekki á loft og komum garðhúsgögnunum í var svo við getum notið þeirra næsta sumar," segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar verður átakalítið veður í dag en í nótt mun hvessa á landinu og fara að rigna. Suðaustanlands verður sérstaklega hvasst á morgun þar sem vindur stendur af fjöllum. Gæti meðalvindur á slíkum stöðum náð 25 m/s og hviður 35-40 m/s. Einnig mun rigna talsvert á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Veðurspáin fyrir næstu daga Suðlæg átt, víða 3-8 m/s. Bjart veður á köflum á norðausturhorninu, rigning suðaustanlands í fyrstu, annars skúrir. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast NA-lands. Vaxandi austlæg átt í nótt, víða 10-18 í fyrramálið og rigning á köflum, en allt að 25 m/s suðaustanlands og talsverð rigning. Snýst í suðaustan 10-18 annað kvöld og styttir upp norðanlands. Á miðvikudag: Austlæg átt, víða 10-18 m/s og rigning, en talsverð rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Á fimmtudag og föstudag: Suðaustan og austan kaldi eða strekkingur og rigning á köflum, en bjartviðri að mestu norðan- og norðaustanlands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast fyrir norðan. Á laugardag: Útlit fyrir hvassa austlæga átt með rigningu um allt land, einkum þó suðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á sunnudag og mánudag: Suðlæg átt og skúrir, en léttskýjað og þurrt á norðausturhorninu.
Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar verður átakalítið veður í dag en í nótt mun hvessa á landinu og fara að rigna. Suðaustanlands verður sérstaklega hvasst á morgun þar sem vindur stendur af fjöllum. Gæti meðalvindur á slíkum stöðum náð 25 m/s og hviður 35-40 m/s. Einnig mun rigna talsvert á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun.
Ók vörubíl á föður sinn
Maður á áttræðisaldri var fluttur þungt haldinn með þyrlu á Ullevål-sjúkrahúsið í Ósló í gærkvöldi eftir að sonur hans ók á hann á vörubíl í smábænum Ås í Akershus-fylki, skammt sunnan við höfuðborgina. Sonurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur og er grunaður um tilraun til manndráps en neitar sök, eftir því sem Silje Stokken Uppheim í Austurumdæmi lögreglunnar segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK . Feðgarnir hafa ekki talast við síðan árið 2010, útskýrði sonurinn þegar hann kom fyrir dómara, en dagblaðið VG hefur heimildir fyrir langvarandi deilum innan fjölskyldunnar og hefur það eftir sama viðmælanda hjá lögreglunni og NRK ræddi við, að nálgunarbönn hafi verið úrskurðuð milli aðila innan fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum en séu reyndar ekki í gildi lengur. Hafa margoft kært föðurinn Kveður svo rammt að deilum þessum að sonurinn og kona hans hafa árásarhnapp á heimili sínu en þau hafa margsinnis kært föðurinn fyrir líkamsárásir. Þegar faðirinn heimsótti tengdadóttur sína í gær greip hún til hnappsins og kom lögregla fljótlega á vettvang. Það var þegar lögreglan var að fara að sonurinn kom akandi á vörubíl sem hann notar starfs síns vegna. Sonurinn segir svo frá að hann hafi séð föður sinn ásamt konu sinni úti á götu. Faðirinn hafi þá veifað einhverju áhaldi og komið hlaupandi á móti bílnum en hann hafi síðar frétt frá lögreglu að áhaldið hafi verið skófla. "Ég náði ekki að stoppa. Ég hef ekki talað við hann síðan 2010 og við höfum forðast hvor annan," útskýrði hann og bætti því við að hann hafi sveigt út af veginum til að forðast að aka á föður sinn sem hafi þá um leið beygt af leið sinni og orðið fyrir bílnum. Faðirinn er úr lífshættu eftir því sem síðast fréttist en fjölskyldudeilurnar munu kosta son hans ákæru fyrir tilraun til manndráps og að líkindum sviptingu ökuleyfis.
Maður á áttræðisaldri var fluttur þungt haldinn með þyrlu á Ullevål-sjúkrahúsið í Ósló í gærkvöldi eftir að sonur hans ók á hann á vörubíl í smábænum Ås í Akershus-fylki, skammt sunnan við höfuðborgina. Sonurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur. Feðgarnir hafa ekki talast við síðan árið 2010 en dagblaðið VG hefur heimildir fyrir langvarandi deilum innan fjölskyldunnar. Faðirinn er úr lífshættu eftir því sem síðast fréttist en fjölskyldudeilurnar munu kosta son hans ákæru fyrir tilraun til manndráps og að líkindum sviptingu ökuleyfis.
Hallbera situr í dómnefnd
Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér og efnir til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins 13. október. Svíar með feminíska utanríkismálastefnu Zara er mikil baráttukona fyrir jafnrétti og þar sem sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu var ákveðið að hefja samkeppni á góðum hugmyndum er tengjast jafnrétti. Leikurinn fer fram á samfélagsmiðlum og á Facebook-síðu verkefnisins Sama virðing má sjá hvernig hugmyndir eru sendar inn í leikinn. Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Djurgården í Stokkhólmi, mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, sem nýverið gaf út bókina Forystuþjóð ásamt Eddu Hermanns. Sigurvegararnir munu vinna sér inn tónleikamiða á tónleika Zöru 13. október. Hallbera ánægð í Stokkhólmi Hallbera segir í spjalli við Magasínið að henni líki mjög vel í Stokkhólmi en áður bjó hún í Piteå í Norður-Svíþjóð. Hún segir aðstöðuna í Stokkhólmi hafa komið sér örlítið á óvart og að Piteå hafi boðið upp á fína aðstöðu, meira líkt þeirri sem hún hafi átt að venjast heima. "Ég fór frá Breiðabliki þar sem voru 12 sturtur, heitur pottur og risaklefi. Núna eru svona tvær meðalheitar sturtur og það er bara að deila," segir Hallbera á léttum nótum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild.
Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér og efnir til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins 13. október. Zara er mikil baráttukona fyrir jafnrétti og þar sem sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu var ákveðið að hefja samkeppni á góðum hugmyndum er tengjast jafnrétti. Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Djurgården í Stokkhólmi, mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, sem nýverið gaf út bókina Forystuþjóð ásamt Eddu Hermanns. Sigurvegararnir munu vinna sér inn tónleikamiða á tónleika Zöru 13. október.
Andri á leið úr landi?
Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur og besti leikmaður Pepsi-deildar karla 2017, sem jafnaði í dag markamet efstu deildar karla, leikur líkast til ekki áfram með Grindvíkingum á næsta keppnistímabili en hugur hans stefnir í atvinnumennsku erlendis. Þetta staðfesti Andri við mbl.is eftir sigurinn á Fjölni, 2:1, á Grindavíkurvelli í dag þar sem Andri skoraði sigurmarkið, sitt nítjánda mark í deildinni, en þar jafnaði hann metið sem Pétur Pétursson setti fyrstur árið 1978. Andri jafnaði markametið á síðustu stundu . Andri er leikmaður ársins og markakóngur . "Ég er laus undan samningi hérna í Grindavík 15. október. Hugur minn leitar út, mig langar í atvinnumennsku, og ég vona að það gangi eftir. Ég hef þó í raun ekki pælt of mikið í því sjálfur, er með umboðsmann í því fyrir mig. Það hefur verið einhver áhugi, á Norðurlöndunum skilst mér, og ég vona bara að það komi eitthvað út úr því. Ég á mér markmið sem ég er ekki búinn að ná og þau koma vonandi fljótlega," sagði Andri við mbl.is. Þetta nítjánda mark var svo sannarlega langsótt fyrir Andra sem skaut í stöng úr vítaspyrnu á 21. mínútu en gerði svo sigurmarkið á 88. mínútu leiksins. "Já, þetta var ansi langsótt. Ég var aðeins pirraður yfir því að skora ekki úr vítaspyrnunni en það var ekki lengi og ég hafði einhverja tilfinningu fyrir því að þetta myndi ganga. Og það kom að lokum. En þetta var erfitt, ég fékk ekki boltann á löngum köflum og var talsvert einangraður þarna frammi í leiknum. Reyndar var ég það í markinu líka, ég fékk boltann eftir útsparkið frá markmanninum okkar og var einn á móti tveimur. Ég veit ekki hvaða kraft ég var þá með - ég var búinn að fá krampa 20 mínútum áður - en það kom ekkert annað til greina en að skora. Ég varð að gera það - og þetta var geggjað!" sagði Andri. Andri skoraði 18. markið í 20. umferð og náði síðan ekki að skora gegn KA í næstsíðustu umferðinni. Hann viðurkenndi að það hefði verið dálítil pressa á sér. "Tilfinningin núna er fyrst og fremst léttir. Ég var að reyna að pæla ekki mikið í þessu, en það var erfitt því það voru allir að tala um þetta. Ef ég mætti einhverjum úti á götu kom strax: Hey, ert þú ekki að fara að slá þetta met. Hey, ætlarðu ekki að ná þessu? Meira að segja innan fjölskyldunnar var pressa á mér. En þetta datt!" Fyrir Andra hefur tímabilið verið eitt stórt ævintýri en hann hafði í upphafi þess aðeins skorað eitt mark í efstu deild á ferlinum og hann viðurkenndi fúslega að þessi staða hefði ekki verið í kortunum þegar tímabilið hófst í vor. "Nei, þetta er búið að vera geðveikt, algjör draumur að upplifa þetta," sagði Andri Rúnar Bjarnason, umvafinn ættingjum og vinum á Grindavíkurvelli eftir leikinn við Fjölni í dag.
Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur og besti leikmaður Pepsi-deildar karla 2017, sem jafnaði í dag markamet efstu deildar karla, leikur líkast til ekki áfram með Grindvíkingum á næsta keppnistímabili. Hugur hans stefnir í atvinnumennsku erlendis. "Ég hef þó í raun ekki pælt of mikið í því sjálfur, er með umboðsmann í því fyrir mig." "Það hefur verið einhver áhugi, á Norðurlöndunum skilst mér, og ég vona bara að það komi eitthvað út úr því." Þetta nítjánda mark var svo sannarlega langsótt fyrir Andra sem skaut í stöng úr vítaspyrnu á 21. mínútu en gerði svo sigurmarkið á 88. mínútu leiksins. Andri skoraði 18. markið í 20. umferð og náði síðan ekki að skora gegn KA í næstsíðustu umferðinni. Fyrir Andra hefur tímabilið verið eitt stórt ævintýri en hann hafði í upphafi þess aðeins skorað eitt mark í efstu deild á ferlinum.
Skiluðu sandinum og steinvölu
Bandarískar mæðgur sendu nýverið Ferðamálastofu poka með sandi í og steinvölu sem þær höfðu tekið ófrjálsri hendi á íslenskri sandströnd í janúar. Báðust þær afsökunar á athæfi sínu og biðja starfsmenn Ferðamálastofu um að koma þessu út í náttúruna á nýjan leik. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Ferðamálastofu en fréttin hefur ratað í erlendar ferðasíður, svo sem Lonely Planet Travel News og Condé Nast Traveler. "Kæra Ferðamálastofa! Síðastliðinn janúar heimsótti ég Ísland ásamt 11 ára dóttur minni m.a. til að sjá norðurljósin. Við nutum ferðarinnar mjög og urðum ástfangnar af Íslandi! Við vorum svo heillaðar þegar að við heimsóttum eina af svörtu sandströndunum ykkar, að við tókum smávegis af sandi og steinvölu með okkur heim til að sýna kennara dóttur minnar og bekkjarfélögum. Seinna komumst við að því að það er bannað að taka svona minjagripi með sér af ströndunum ykkar eða frá öðrum náttúrustöðum. Okkur þykir afar leitt að hafa gert þetta og skilum hér með bæði sandinum og steininum heim til Íslands. Þar sem Íslands myndaðist í eldsumbrotum geta sandurinn og steinarnir líklega átt heima hvar sem er. Við viljum því vinsamlegast biðja ykkur að koma þessu aftur út í náttúruna fyrir okkur. Með innilegum þökkum. Ykkar Joanne & Evangelina frá Virginia USA."
Bandarískar mæðgur sendu nýverið Ferðamálastofu poka með sandi í og steinvölu sem þær höfðu tekið ófrjálsri hendi á íslenskri sandströnd í janúar. Báðust þær afsökunar á athæfi sínu og biðja starfsmenn Ferðamálastofu um að koma þessu út í náttúruna á nýjan leik. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Ferðamálastofu en fréttin hefur ratað í erlendar ferðasíður, svo sem Lonely Planet Travel News og Condé Nast Traveler.
Börn þurfa fleiri sönglög
"Það sem vakti áhuga minn á verkefninu var að ég er sjálf búin að vera lengi í tveimur atvinnukórum. Ég er í Schola Cantorum og Barbörukórnum í Hafnarfirði og syng við útfarir og aðrar athafnir. Ég stofnaði lítinn kvennasönghóp fyrir nokkrum árum, ásamt fimm vinkonum og söngsystrum. En líka vegna þess að ég nýt þess að vinna með börnum og miðla söng," segir Auður Guðjohnsen, kórstjóri Krúttakórsins, sem er barnakór Langholtskirkju. Auður var að skila lokaverkefni sínu til MA-gráðu í listkennslu við Listaháskóla Íslands sem heitir Sönglög fyrir börn – Söngur í skólastarfi. Þungamiðja verkefnisins var fimm ný sönglög fyrir börn sem Auður samdi og hefur nýtt við tónmenntakennslu sl. vetur og við ýmis önnur tækifæri. Vonast hún til þess að þau geti nýst börnum, í kennslu og í barnakórastarfi. Auk þess samanstendur lokaverkefnið af marghliða umfjöllun um samsöng, eðli og sögu hans, áhrif og menntagildi. Eins skoðaði hún stöðu söngs á meðal tónlistarkennara, en söngur virðist fara dvínandi þrátt fyrir öflugt kórstarf á Íslandi, að því er fram kemur í samantekt verkefnisins. Stýrir Krúttakórnum Sem fyrr segir stýrir Auður Krúttakórnum. Þetta eru fjórir hópar með hátt í 20 börn í hverjum hóp á aldrinum fjögurra til sex ára. "Það er mjög blómlegt starf í Langholtskirkju í kórskólanum, alveg frá þeim litlu og upp í fullorðinskór. Börnin eru að syngja allt milli himins og jarðar, en svo eru t.d. árstíðabundin, úti að leika lög á vorin, svo eru jólalög, óskalagaþema eins og óskastjarnan og óskasteinar. Það eru tónleikar um jólin, messur sem þau syngja í o.s.frv. Foreldrar, ættingjar og vinir barnanna koma svo og hlýða á," segir Auður. Aðspurð hvort börn flokkist niður í mismunandi raddgerðir eins og fullorðnir segir hún barnaraddir allar á svipuðu raddsviði hjá svona litlum krökkum. Sumir vilji meina að börn eigi að syngja á hærra sviði, en aðrir vilji að börnin eigi að byrja á því að syngja á þann hátt sem er þeim eðlilegast, svo hægt og rólega megi reyna að hækka röddina upp. "Það sem ég fjalla um í lokaverkefninu mínu er að börnin eigi að syngja, það er svo mikill sameiningarkraftur og samkennd sem vaknar við samsönginn. Manni hefur fundist samsöngur vera á undanhaldi í tónmenntakennslu í dag, það séu komnar breyttar áherslur," segir Auður. Hún segir börnin ekki byrja að læra að lesa nóturnar svona ung, frekar vill hún leggja áherslu á að þau byrji að finna tónlistina með röddinni og í kroppnum, með hreyfingum við, þannig að þau fái tónlistina í blóðið og syngi eftir eyranu. En þegar þau séu orðin þjálfaðri, þá sé bætt við áherslu á nóturnar og orðin. "Söngurinn hefur áhrif á raddþroska, framsögn, börnin eflast og styrkjast við að koma fram og sjálfsmyndin styrkist, sem nýtist t.d. strax í grunnskóla við að flytja fyrirlestra o.s.frv." Öll börn geta sungið "Mýtan sem var í gamla daga um að sum börn gætu ekki sungið er bara röng, maður lærir að verða lagviss og lagleysa er bara þjálfunarleysi. Þetta er bara eins og að læra að hjóla. Öll börn geta lært að syngja með réttri þjálfun og jákvæðri hvatningu. Það þarf að þjálfa söngvöðvana og söngminnið, þetta getur allt lærst," segir Auður. Áherslur í tónmenntakennslu í dag séu á tæknina og rafræna tónlistarkennslu, sem sé eðlilegt í samræmi við þróunina, en við megum ekki gleyma sameiningarkraftinum og samkenndinni sem maður upplifir í kórsöngnum. "Börn læra samvinnu og félagslegan þroska í samsöng, og finna tilfinninguna að vera hluti af einhverju stærra. Í verkefninu er ég að skoða hvernig söngur hefur áhrif á sál og líkama, samskipti fólks og ekki síst barna. Söng má nýta til að miðla öðru námi t.d. og læra um menningararfinn ásamt nýju efni. Það er nauðsynlegt að þekkja sinn eigin menningararf til að geta skilið og metið menningu annarra. Ég vil því hvetja íslensk tónskáld til að halda áfram að semja fyrir íslensk börn," segir Auður.
"Ég stofnaði lítinn kvennasönghóp fyrir nokkrum árum, ásamt fimm vinkonum og söngsystrum. En líka vegna þess að ég nýt þess að vinna með börnum og miðla söng," segir Auður Guðjohnsen, kórstjóri Krúttakórsins, sem er barnakór Langholtskirkju. Auður var að skila lokaverkefni sínu til MA-gráðu í listkennslu við Listaháskóla Íslands sem heitir Sönglög fyrir börn – Söngur í skólastarfi. Þungamiðja verkefnisins var fimm ný sönglög fyrir börn sem Auður samdi og hefur nýtt við tónmenntakennslu sl. vetur og við ýmis önnur tækifæri. Sem fyrr segir stýrir Auður Krúttakórnum. Þetta eru fjórir hópar með hátt í 20 börn í hverjum hóp á aldrinum fjögurra til sex ára. Aðspurð hvort börn flokkist niður í mismunandi raddgerðir eins og fullorðnir segir hún barnaraddir allar á svipuðu raddsviði hjá svona litlum krökkum. "Mýtan sem var í gamla daga um að sum börn gætu ekki sungið er bara röng, maður lærir að verða lagviss og lagleysa er bara þjálfunarleysi." "Það er nauðsynlegt að þekkja sinn eigin menningararf til að geta skilið og metið menningu annarra. Ég vil því hvetja íslensk tónskáld til að halda áfram að semja fyrir íslensk börn," segir Auður.
Vésteinn leiðir hjá Alþýðufylkingunni
Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingnarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður vegna komandi alþingiskosninga. Þetta kemur fram í tilkynningu. Framboðslistinn: Vésteinn Valgarðsson, 36 ára, stuðningsfulltrúi, Reykjavík Drífa Nadia Mechiat, 41 árs, þjónustustjóri ,Reykjavík Héðinn Björnsson, 36 ára, jarðeðlisfræðingur, Danmörku Margrét Haraldsdóttir, 61 árs, framhaldsskólakennari, Mosfellsbæ Sindri Freyr Steinsson, 30 ára, stuðningsfulltrúi, Reykjavík Þóra Sverrisdóttir, 50 ára, leikskólakennari Reykjavík Guðbrandur Loki Rúnarsson, 23 ára, kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík Gunnar Freyr Rúnarsson, 52 ára, sjúkraliði , Reykjavík Axel Björnsson, 26 ára, sölumaður, Reykjavík Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir, 32 ára, leikkona, Reykjavík Almar Atlason, 25 ára, listamaður, Reykjavík Elín Helgadóttir, 56 ára, sjúkraliði, Reykjavík Jón Karl Stefánsson, 39 ára, forstöðumaður, Reykjavík Gyða Jónsdóttir, 57 ára, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík Einar Viðar Guðmundsson, 22 ára, nemi, Ísafirði Þorsteinn Kristiansen, 63 ára, flakkari, Danmörku Ólafur Tumi Sigurðarson, 26 ára, nemi, Reykjavík Þórður Bogason, 57 ára, slökkviliðsmaður, Reykjavík Unnar Geirdal Arason, 29 ára, nemi, Kópavogi Friðgeir Torfi Gróuson Ásgeirsson, 38 ára, hönnuður, Reykjavík Sigurjón Tryggvi Bjarnason, 22 ára, nemi, Reykjavík Örn Ólafsson, 76 ára, bókmenntafræðingur, Danmörku
Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingnarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður vegna komandi alþingiskosninga. Þetta kemur fram í tilkynningu. Framboðslistinn: Vésteinn Valgarðsson, 36 ára, stuðningsfulltrúi, Reykjavík Drífa Nadia Mechiat, 41 árs, þjónustustjóri ,Reykjavík Héðinn Björnsson, 36 ára, jarðeðlisfræðingur, Danmörku
Tvö íslensk gull í Andorra
Fjórðu smáþjóðaleikarnir í karate voru haldnir í Andorra helgina 29. september til 1. október 2017. Keppt var bæði í kata og kumite í unglinga- og fullorðinsflokkum. Þar mættu til leiks 411 keppendur frá 8 löndum, Andorra, Kýpur, Mónakó, Lúxemborg, San Marinó, Liechtenstein, Möltu og Íslandi. Keppendur íslenska landsliðsins náðu frábærum árangri og unnu til fjölda verðlauna. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar eignast smáþjóðameistara í karate, en það eru þau Aron Anh Ky Huynh smáþjóðameistari í kata 16-17 ára unglinga frá karatedeild ÍR og Íveta Ívanova smáþjóðameistari í kumite 16-17 ára frá karatedeild Fylkis. Aron keppti einnig í fullorðinsflokki í kata á mótinu. Ólafur Engilbert Árnason karatedeild Fylkis komst í úrslit í kumite fullorðinna í sínum þyngdarflokki. Íslenska landsliðið í karate á smáþjóðleikunum í Andorra voru: Aron Bjarkason, Aron Anh Huynh, Arna Katrín Kristjánsdóttir, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Elías Snorrason, Íveta Ívanova, Laufey Lind Sigþórsdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Máni Karl Guðmundsson, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Ólafur Engilbert Árnason og Óttar Ingvarsson.
Fjórðu smáþjóðaleikarnir í karate voru haldnir í Andorra helgina 29. september til 1. október 2017. Keppt var bæði í kata og kumite í unglinga- og fullorðinsflokkum. Þar mættu til leiks 411 keppendur frá 8 löndum. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar eignast smáþjóðameistara í karate, en það eru þau Aron Anh Ky Huynh smáþjóðameistari í kata 16-17 ára unglinga frá karatedeild ÍR og Íveta Ívanova smáþjóðameistari í kumite 16-17 ára frá karatedeild Fylkis.
Mæla með frekari mælingum á 2 efnum
Um 200 efnasambönd mældust í rannsókn norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU, á loftgæðum við verksmiðju United Silicon í Helguvík, en mikilla lyktaráhrifa hefur gætt frá verksmiðjunni frá því hún var gangsett í nóvember í fyrra. Í skýrslunni, sem birt hefur verið á vef Umhverfisstofnunnar, segir að ekki sé hægt er að benda á með óyggjandi hætti á að eitthvað eitt efn valdi þeirri lykt sem komið hefur frá verksmiðjunni. NILU leggur þó til að farið verði í frekari mælingar á tveimur efnum, formaldehýði og anhýdríðum. Skýrslan lýsir mælingum sem gerðar voru inn í og við verksmiðjuna sjálfa en einnig inn í íbúðarhverfi í Reykjanesbæ og var NILU fengin til að skipuleggja mælingar og greina sýni í kjölfar þeirra. Fáar ábendingar bárust dagana sem sýnum var safnað Í frétt Umhverfisstofnunnar á vef sínum um málið, segir að mælingunum megi skipta í þrjá hluta og hafi fyrsti hlutinn innihaldið sýni sem tekin voru í íbúabyggð Reykjanesbæjar. Þeim sýnum hafi verið safnað yfir 10 daga tímabil og því gefi niðurstaðan meðalinnihald efnanna fyrir allt tímabilið. Styrkur efnis kunni því að hafa verið hár í stuttan tíma en lægri á öðrum tímum. Í skýrslunni kemur fram að engin efnasambönd séu í óvenjulega háum styrk fyrir íbúabyggð. "Umhverfisstofnun bendir á að á þessum dögum sem sýninu var safnað bárust fremur fáar ábendingar hvern dag sem bendir til þess að þá daga hafi ekki gætt verulegra lyktaráhrifa," segir í fréttinni. Annar hlutinn innihélt skammtímasýni sem tekin voru daglega í 12 daga frá endurgangsetningu verksmiðjunnar. "Sýnin voru tekin efst í síuhúsi þar sem áætlað er að mesti styrkur sé í útblæstri verksmiðjunnar. NILU dregur þá almennu ályktun á grunni þessara 12 sýna að engin skaðleg efni hafi fundist í sýnunum í þeim styrk að þau gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða." Vísbendingar um formaldehýð sem ekki var mælt Ákveðnar vísbendingar hafi hinsvegar verið um að formaldehýð, sem ekki var mælt, gæti verið til staðar í útblæstri frá verksmiðjunni. Formaldehýð er mjög rokgjarnt lífrænt efnasamband sem ekki sé hægt að mæla með þeirri tegund mælitækja sem NILU notaði. "Þann 15. ágúst stóð Umhverfisstofnun því fyrir mælingu á formaldehýði í íbúabyggð og í útblæstri verksmiðjunnar. Mældist efnið þá við greiningarmörk í útblæstri en fannst ekki í íbúabyggð. NILU leggur til að frekari mælingar á formaldehýði fari fram." Þriðji hluti mælinganna innihélt sýni sem tekin voru í ofnhúsi, inni í síuhúsi og utan á rjáfri síuhúss. "NILU dregur sömu ályktun á grundvelli þessara sýna að engin skaðleg efni hafi fundist í sýnunum í þeim styrk að þau gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Talsvert fannst þó af lífrænu anhýdríði í síuhúsi sem getur valdið lykt og tímabundinni ertingu í öndunarvegi og augum. Anhýdríð eru erfið í mælingu og því er ekki komin fullvissa um styrk þeirra. NILU leggur jafnframt til að gerðar verði frekari mælingar á þessu efni." Ákvörðun Umhverfisstofnunar um stöðvun reksturs Sameinaðs Sílikons hf. standi því óbreytt og rekstraraðila sé því óheimilt að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá stofnuninni að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim.
Um 200 efnasambönd mældust í rannsókn norsku loftrannsóknastofnunarinnar NILU, á loftgæðum við verksmiðju United Silicon í Helguvík, en mikilla lyktaráhrifa hefur gætt frá verksmiðjunni frá því hún var gangsett í nóvember í fyrra. Skýrslan lýsir mælingum sem gerðar voru inn í og við verksmiðjuna sjálfa en einnig inn í íbúðarhverfi í Reykjanesbæ og var NILU fengin til að skipuleggja mælingar og greina sýni í kjölfar þeirra. Í skýrslunni kemur fram að engin efnasambönd séu í óvenjulega háum styrk fyrir íbúabyggð. Ákveðnar vísbendingar hafi hinsvegar verið um að formaldehýð, sem ekki var mælt, gæti verið til staðar í útblæstri frá verksmiðjunni. Formaldehýð er mjög rokgjarnt lífrænt efnasamband sem ekki sé hægt að mæla með þeirri tegund mælitækja sem NILU notaði. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um stöðvun reksturs Sameinaðs Sílikons hf. standi því óbreytt og rekstraraðila sé því óheimilt að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá stofnuninni að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim.
Tveir milljarðar í "köld svæði"
Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins í hádeginu undir yfirskriftinni Sýnum spilin . Aðgerðin er liður í því sem kallað er markaðsátak í ferðaþjónustu fyrir "köld svæði", þ.e. svæði sem ekki hafa notið góðs af auknum fjölda ferðamanna í samræmi við aðra landshluta. mbl Í tillögunum kom fram að innanlandsflug verði skilgreint sem almenningssamgöngur líkt og strætisvagnar og ferjur og verðlag taki mið af því. Alls er áætlað að tveimur milljörðum verði varið í átakið á komandi kjörtímabili til viðbótar við það sem nú er. Þjóðarsátt um kvennastéttir Á fundinum kynnti Hanna Katrín Friðriksson þingmaður einnig stefnu flokksins í jafnréttismálum. Fæðingarorlof skuli lengt í 12 mánuði og leitað leiða til að tryggja rétt barns til dagvistunar frá þeim aldri. Þá vill flokkurinn tryggja að Ísland verði í fremstu röð varðandi réttindi hinsegin fólks með auknu samstarfi við Samtökin 78, en sú vinna var þegar hafin í velferðarráðuneytinu í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar. Í skýrslu Evrópusamtaka hinsegin fólks sem kynnt var í vor vermdi Ísland 16. sæti á lista yfir lagaleg réttindi hinsegin fólks.
Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins í hádeginu. Aðgerðin er liður í því sem kallað er markaðsátak í ferðaþjónustu fyrir "köld svæði". Í tillögunum kom fram að innanlandsflug verði skilgreint sem almenningssamgöngur líkt og strætisvagnar og ferjur og verðlag taki mið af því. Á fundinum kynnti Hanna Katrín Friðriksson þingmaður einnig stefnu flokksins í jafnréttismálum.
60 færri sæti en meiri lúxus
Sandra Björk Magnúsdóttir, markaðsstjóri Laugarbíós, segir að sætum í stærsta sal bíósins hafi fækkað um 60, úr 294 niður í 234, eftir gagngerar endurbætur á bíóinu sem staðið hafa yfir frá 11. september sl. "Þetta er búið að standa í fimm og hálfa viku. Við lokuðum hverjum sal fyrir sig meðan á framkvæmdum stóð. Stóri salurinn, sem við köllum núna AXL-salinn, var lokaður lengst eða í tvær vikur," segir Sandra í samtali við ViðskiptaMoggann. "Við byggðum nýja palla, breikkuðum sætabilið og keyptum svo ný stærri og flottari hágæðasæti í alla salina." Umtalsverð fjárfesting Sandra segir að sætin komi úr ýmsum áttum. Öll sætin í AXL-salnum nema neðsta sætaröðin sé þannig frá EuroSeating, en neðsta sætaröðin er skipuð bandarískum rafmagnshægindastólum með fótskemli. "Það kostar samt jafnmikið að sitja í þeim og í hinum sætunum. Þeir sem lenda neðst, eða velja að sitja þar, geta því legið í sætunum og látið fara sérstaklega vel um sig." Aðspurð segir Sandra að kostnaðinum við breytingarnar, sem var umtalsverður að hennar sögn, verði ekki velt út í miðaverðið. "Miðaverðið er óbreytt. Við viljum bara vera lúxusbíó og bjóða gestum okkar upp á mestu mögulegu þægindin. Nú er bíóið á heimsmælikvarða og AXL-salurinn er sérstaklega flottur." AXL stendur að sögn Söndru fyrir Atmos-Luxury-Laser. "Þetta er Dolby Atmos, sem er eitt þróaðasta hljóðkerfið á markaðinum í dag, Luxury stendur fyrir lúxussæti í fremsta flokki og svo er það Barco 4K Laser-myndvarpi." Sandra segir að um ár hafi farið í að velja réttu sætin "Við prófuðum fullt af sætum, þetta voru miklar pælingar."
Sandra Björk Magnúsdóttir, markaðsstjóri Laugarbíós, segir að sætum í stærsta sal bíósins hafi fækkað um 60, úr 294 niður í 234, eftir gagngerar endurbætur á bíóinu sem staðið hafa yfir frá 11. september sl. "Við byggðum nýja palla, breikkuðum sætabilið og keyptum svo ný stærri og flottari hágæðasæti í alla salina." Sandra segir að sætin komi úr ýmsum áttum. Öll sætin í AXL-salnum nema neðsta sætaröðin sé þannig frá EuroSeating, en neðsta sætaröðin er skipuð bandarískum rafmagnshægindastólum með fótskemli. Aðspurð segir Sandra að kostnaðinum við breytingarnar, sem var umtalsverður að hennar sögn, verði ekki velt út í miðaverðið.
'"Þetta verður spennandi nótt"'
Halla Gunnarsdóttir vermir fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Miðað við síðustu skoðanakannanir á hún möguleika að ná kjöri sem uppbótarþingmaður. Hún er mætt á kosningavöku VG í Reykjavík sem fer fram í Iðnó. Kvöldið leggst vel í hana og hún er orðin spennt fyrir fyrstu tölum. "Við sjáum á fyrstu tölum hvernig landið liggur. Ég á möguleika sem uppbótarþingmaður en það kemur fljótt í ljós hvort sá möguleiki er fyrir hendi. Ef ég á hann verð ég væntanlega inni og úti í alla nótt. Þetta verður spennandi nótt," segir hún kímin. Halla gerir þó ekki ráð fyrir að vaka í alla nótt. Hún vill frekar sjá niðurstöðurnar í fyrramálið. "Ég held að það sé eina leiðin. Ég held að hitt sé óhollt." Húsfyllir er í Iðnó og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, var að mæta á staðinn. Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af húsinu þegar hún gekk í salinn ásamt manni sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin.
Halla Gunnarsdóttir vermir fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Miðað við síðustu skoðanakannanir á hún möguleika að ná kjöri sem uppbótarþingmaður. Hún er mætt á kosningavöku VG í Reykjavík sem fer fram í Iðnó. Kvöldið leggst vel í hana og hún er orðin spennt fyrir fyrstu tölum. Húsfyllir er í Iðnó og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, var að mæta á staðinn.
Ferðakostnaður ráðherra tæpar 19 milljónir
Ferðakostnaður ráðherra fráfarandi ríkisstjórnar nam alls 18.639.595 krónum frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í janúar. Þar af nam kostnaður vegna utanlandsferða 15.772.652 krónum en kostnaður vegna innanlandsferða 2.866.943 krónum. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um ferðakostnað allra ráðherra frá því að fráfarandi ríkisstjórn tók við völdum í janúar 2017, sundurliðað eftir innan- og utanlandsferðum. Svar við fyrirspurninni hefur ekki borist úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og því vantar ferðakostnað Þorgerðar Katrínar og Þórdísar Kolbrúnar inn í tölurnar. Ferðakostnaður utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, var hæstur í valdatíð fráfarandi ríkisstjórnar en hann nam alls 5.835.258 krónum vegna ferðalaga erlendis en enginn kostnaður féll til vegna ferða innanlands. Á eftir utanríkisráðherra á listanum kemur forsætisráðherra en ferðakostnaður Bjarna nam alls 2.178.724 krónum. Þar af kostuðu utanlandsferðir tæplega 1,9 milljónir og innanlandsferðir rúmlega 300 þúsund krónur. Ferðakostnaður fimm ráðherra yfir 1,9 milljón krónum Ferðakostnaður þriggja ráðherra til viðbótar var yfir 1,9 milljónum en það voru þeir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Jón Gunnarsson samgöngumálaráðherra. Ferðakostnaður fjármála- og efnahagsráðherra nam 1.920.511 krónum, þar af rúmlega 630 þúsund vegna ferðalaga innanlands og tæplega 1,1 milljón vegna utanlandsferða. Ferðakostnaður mennta- og menningarmálaráðherra nam 1.970.487 krónum, þar af tæplega 660 þúsund vegna ferðakostnaðar innanlands og rúmlega 1,3 milljónir vegna utanlandsferða. Þá nam ferðakostnaður samgöngumálaráðherra 1.925.319 krónum, þar af tæplega 700 þúsund vegna ferðakostnaðar innanlands og rúmlega 1,2 milljónir vegna utanlandsferða. Ferðakostnaður dómsmálaráðherra og umhverfisráðherra lægstur Næstir í röðinni eru ráðherrarnir úr velferðarráðuneytinu en Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ferðaðist fyrir rúmar 114 þúsund krónur innanlands og tæplega 1,1 milljón utanlands á meðan að Félags og jafnréttismálaráðherra ferðaðist fyrir tæpar 80 þúsund krónur innanlands og rúmlega 1,1 milljón utanlands. Neðstar á listanum eru Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Sigríður ferðaðist fyrir rúmar 100 þúsund krónur innanlands og tæplega 1,1 milljón utanlands en Björg fyrir rúmar 260 þúsund krónur innanlands og 920 þúsund krónur utanlands
Ferðakostnaður ráðherra fráfarandi ríkisstjórnar nam alls 18.639.595 krónum frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í janúar. Þar af nam kostnaður vegna utanlandsferða 15.772.652 krónum en kostnaður vegna innanlandsferða 2.866.943 krónum. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um ferðakostnað allra ráðherra frá því að fráfarandi ríkisstjórn tók við völdum í janúar 2017. Ferðakostnaður utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, var hæstur í valdatíð fráfarandi ríkisstjórnar en hann nam alls 5.835.258 krónum vegna ferðalaga erlendis. Á eftir utanríkisráðherra á listanum kemur forsætisráðherra en ferðakostnaður Bjarna nam alls 2.178.724 krónum. Ferðakostnaður þriggja ráðherra til viðbótar var yfir 1,9 milljónum.
Áfram í varðhaldi grunaður um smygl
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudaginn yfir manni sem er grunaður um að hafa reynt að smygla miklu magni af afmetamínvökva í bíl sem var um borð í Norrænu. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald mannsins til 24. nóvember og hefur Hæstiréttur staðfest úrskurðinn. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst en annar maður er einnig í gæsluvarðhald vegna málsins. Í greinargerð lögreglu kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu aðstoði nú lögreglustjórann á Austurlandi við rannsókn á stórfelldum innflutningi fíkniefna hingað til lands. Unnið hefur verið að því í samstarfi við pólsk yfirvöld að afla upplýsinga um mögulega samverkamenn mannanna, en það hefur ekki borið árangur hingað til. Rannsókn málsins miðar vel áfram en nokkuð ber á milli í framburðum hinna ákærðu. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn sem um ræðir sé grunaður um "mjög stórfelldan" innflutning á fíkniefnum. Þar kemur einnig fram að brotið geti varðað allt að 12 ára fangelsi. "Dómurinn fellst á það með lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að með tilliti til almannahagsmuna sé nauðsynlegt að tryggja áfram að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans sé til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum," segir í úrskurði héraðsdóms.
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudaginn yfir manni sem er grunaður um að hafa reynt að smygla miklu magni af afmetamínvökva í bíl sem var um borð í Norrænu. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst en annar maður er einnig í gæsluvarðhald vegna málsins. Unnið hefur verið að því í samstarfi við pólsk yfirvöld að afla upplýsinga um mögulega samverkamenn mannanna, en það hefur ekki borið árangur hingað til. Rannsókn málsins miðar vel áfram en nokkuð ber á milli í framburðum hinna ákærðu.
Segja að Trump sé í ójafnvægi
Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði að hætta að láta gáleysisleg ummæli falla. Aðvörun þarlendra yfirvalda kemur á sama tíma og Trump hefur hafið opinbera heimsókn sína til Asíu. Í flokksblaði stjórnvalda í N-Kóreu, Rodong Sinmun, kemur fram að Bandaríkjamenn þrýsti á um að forsetinn verði kærður fyrir embættisafglöp út af hörðum ummælum sem hann hafi látið falla sem gæti leitt til "kjarnorkustórslyss á meginlandi Bandaríkjanna", eins og það er orðað. Þá er Trump sagður vera í andlegu ójafnvægi. Trump kom til Tókýó, höfuðborgar Japans, í dag. Þar sagði hann að enginn einræðisherra ætti að vanmeta Bandaríkin. Ljóst er að þarna beindi forsetinn orðum sínum að Kim Jong-un, einræðisherra N-Kóreu. Trump mun einnig heimsækja Suður-Kóreu í komandi viku. Hann hefur átt í orðaskaki við Kim, en samskipti leiðtoganna hafa einkennst af fúkyrðum og hótunum. Þegar Trump ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í fyrsta sinn hótaði hann að gjöreyða Norður-Kóreu ef ríkið gerði árás á Bandaríkin eða bandamenn þeirra. Í Rodong Sinmun er vísað til ummæla Bobs Corkers, sem er formaður utanríkismálanefndar bandarísku öldungadeildarinnar, og annarra bandarískra embættismanna, sem hafa sagt að Trump sé að auka á óstöðugleikann í samskiptum við Norður-Kóreu, algjörlega að óþörfu. Blaðið segir að forsetinn hafi ekki áttað sig á þessu og haldi áfram að láta kjánaleg ummæli falla í garð ríkisins. Það segir ennfremur að ef Bandaríkin vanmeta N-Kóreu og halda áfram að haga sér með kæruleysislegum hætti verði N-Kórea að bregðast við að refsa þeim af miskunnarleysi með því að virkja hersveitir landsins. Spenna í samskiptum ríkjanna er mikil eftir að norðurkóresk stjórnvöld framkvæmd sjöttu og öflugustu kjarnorkutilraun sína í september. Ríkið hefur einnig gert tilraunir með eldflaugar á undanförnum mánuðum. Yfirvöld í N-Kóreu segja að þau geti nú skotið kjarnorkuflaugum til meginlands Bandaríkjanna.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði að hætta að láta gáleysisleg ummæli falla. Aðvörun þarlendra yfirvalda kemur á sama tíma og Trump hefur hafið opinbera heimsókn sína til Asíu. Trump kom til Tókýó, höfuðborgar Japans, í dag. Þar sagði hann að enginn einræðisherra ætti að vanmeta Bandaríkin. Trump mun einnig heimsækja Suður-Kóreu í komandi viku. Hann hefur átt í orðaskaki við Kim, en samskipti leiðtoganna hafa einkennst af fúkyrðum og hótunum. Spenna í samskiptum ríkjanna er mikil eftir að norðurkóresk stjórnvöld framkvæmd sjöttu og öflugustu kjarnorkutilraun sína í september.
'"Óvissan er lamandi fyrir þjóðfélagið"'
"Þetta var fyrsti kosturinn í stöðunni að Katrín fengi umboðið þar sem það virtist að hún hefði flesta til að tala við. Nú hefur það komið í ljós að þessar fjögurra flokka viðræður hafa verið saltaðar á þeim grundvelli að þetta sé of ótryggur meirihluti og að Píratar séu óáreiðanlegir." Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, um þá stöðu sem komin er upp í stjórnarmyndunarviðræðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, skilaði umboði til stjórnarmyndunar til forseta Íslands síðdegis eftir að Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarmyndunarviðræðum í hádeginu. Flokkurinn telur meirihlutann of nauman til að takast á við þau stóru verkefni sem fram undan eru, ásamt því að flokkurinn ber ekki traust til Pírata með svo nauman meirihluta á bak við sig. Flokkarnir fjórir sem átt hafa í viðræðum, það er Framsóknarflokkur, Vinstri græn, Samfylking og Píratar, hefðu getað myndað 32 þingmanna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á þingi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun ræða við formenn og fulltrúa þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi og kanna hug þeirra til annarra möguleika á myndun ríkisstjórnar, áður en umboð til stjórnarmyndunar verður afhent á ný. Sú ákvörðun forsetans að veita þingflokkunum svigrúm til að ræða myndun ríkisstjórnar er tekin þar sem ekkert bendir til mögulegs meirihlutasamstarf að svo stöddu, að mati Stefaníu. "Myndun þingræðisstjórnar byggir á því að flokkar geti komið sér saman um samstarf. Það er þá væntanlega ekkert í hendi á þessum tímapunkti um mögulegt meirihlutasamstarf." Stefanía segir valdið til að mynda ríkisstjórn sé fyrst og fremst hjá þingflokkunum. "Þeir mynda meirihluta óháð því hvað forsetanum finnst, svona almennt séð. Hlutverk forsetans er að finna út úr því hvað er líklegast í stöðunni, miðað við þær aðstæður sem blasa við." Framsókn ekki endilega í lykilstöðu Framsóknarflokkurinn hafði frumkvæði að slitum stjórnarmyndunarviðræðnanna og segir Stefanía að erfitt sé að átta sig á því hvaða möguleika Framsóknarflokkurinn telji sig hafa í stöðunni sem nú er komin upp. "Það leyndi sér ekki að strax á sunnudeginum eftir kosningar hafði Sigurður Ingi mestan áhuga fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem að flestum var ljóst að væri nú kannski einhver tormerki á að gæti orðið að veruleika. Hins vegar hafa verið vangaveltur um möguleika á því að Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og kannski Viðreisn geti myndað stjórn og þá án aðkomu Framsóknarflokks." Ríkisstjórn án Framsóknarflokks er því vel möguleg að mati Stefaníu. "Þetta veltur svo mikið á samstarfsvilja flokkanna þvert yfir." Að mati Stefaníu er ómögulegt að segja til um hvenær ný, starfhæf ríkisstjórn verði mynduð. "En ég held að ég get talað fyrir hönd margar Íslendinga sem eru mjög óþreyjufullir eftir því að þessi mál leysist tiltölulega fljótlega, en óvissan er lamandi fyrir þjóðfélagið."
"Þetta var fyrsti kosturinn í stöðunni að Katrín fengi umboðið þar sem það virtist að hún hefði flesta til að tala við. Nú hefur það komið í ljós að þessar fjögurra flokka viðræður hafa verið saltaðar á þeim grundvelli að þetta sé of ótryggur meirihluti og að Píratar séu óáreiðanlegir." Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, um þá stöðu sem komin er upp í stjórnarmyndunarviðræðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, skilaði umboði til stjórnarmyndunar til forseta Íslands síðdegis eftir að Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarmyndunarviðræðum í hádeginu. Framsóknarflokkurinn hafði frumkvæði að slitum stjórnarmyndunarviðræðnanna og segir Stefanía að erfitt sé að átta sig á því hvaða möguleika Framsóknarflokkurinn telji sig hafa í stöðunni sem nú er komin upp. Að mati Stefaníu er ómögulegt að segja til um hvenær ný, starfhæf ríkisstjórn verði mynduð.
Reitir hagnast um 1,6 milljarða
Hagnaður Reita á þriðja ársfjórðungi var 1.583 milljónir króna. Til samanburðar var hagnaður félagsins á þriðja fjórðungi síðasta árs 757 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar var 1.817 milljónir króna, samanborið við 1.829 milljónir á sama ársfjórðungi í fyrra. Matsbreyting fjárfestingareigna var hins vegar jákvæð um 1.028 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi, samanborið við 68 milljóna króna neikvæða matsbreytingu á þriðja fjórðungi síðasta árs. Á fyrstu 9 mánuðum ársins nam hagnaður Reita nærri 4,3 milljörðum króna, en hann var tæplega 1,5 milljaðar á sama tímabili í fyrra. Leigutekjur námu 7,9 milljörðum og jukust um 7% á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna var jákvæð um 2,9 milljarða króna frá janúar til september, en til samanburðar var hún neikvæð um 177 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Eigið fé nam 47,9 milljörðum króna í lok september og var eiginfjárhlutfall 34,1%. Fram kemur í afkomutilkynningu Reita til Kauphallar að stjórnendur geri áfram ráð fyrir að rekstrarhagnaður ársins 2017 verði 7.250 til 7.350 milljónir króna miðað við núverandi eignasafn. "Rekstur Reita hefur verið stöðugur á árinu og í samræmi við væntingar," er haft eftir Guðjóni Auðunssyni forstjóra í afkomutilkynningunni. Fasteignir í eigu Reita eru um 140 talsins og má þar nefna stærstan hluta Kringlunnar, Hótel Borg og Hótel Hilton, auk höfuðstöðva Sjóvár, Nýherja og Advania.
Hagnaður Reita á þriðja ársfjórðungi var 1.583 milljónir króna. Til samanburðar var hagnaður félagsins á þriðja fjórðungi síðasta árs 757 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar var 1.817 milljónir króna, samanborið við 1.829 milljónir á sama ársfjórðungi í fyrra. Fram kemur í afkomutilkynningu Reita til Kauphallar að stjórnendur geri áfram ráð fyrir að rekstrarhagnaður ársins 2017 verði 7.250 til 7.350 milljónir króna miðað við núverandi eignasafn. Fasteignir í eigu Reita eru um 140 talsins og má þar nefna stærstan hluta Kringlunnar, Hótel Borg og Hótel Hilton, auk höfuðstöðva Sjóvár, Nýherja og Advania.
Skildu sjö flutningabíla eftir
Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Einnig fóru tveir bílar frá Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga upp á heiðina. Að sögn Júlíusar Más Þórarinssonar hjá Oki var blint og skafrenningur á heiðinni. Skaflar við hlið og girðingar náðu um eins metra dýpt. Ófært var fyrir alla bíla nema sérútbúna. Sjö flutningabílar voru skildir eftir uppi á heiðinni og verður beðið eftir því að hún verði rudd svo að þeir komist áfram. "Það væsir ekkert um þá. Þeir eru í kojubílum og með gott atlæti," segir Júlíus Már um bílstjórana en öllum var boðið að fara til byggða. Nokkrir fólksbílar voru losaðir en að minnsta kosti einn þeirra var skilinn eftir. Hann þarf að sækja með dráttarbíl. Björgunarsveitirnar eru núna staddar á í Norðurárdalnum. Björgunarsveitarmenn frá Hvammstanga eru einnig á leið til baka og eru þeir komnir í Hrútafjörðinn. Snjóar mikið Vestanlands og vestan til á Norðurlandi Í ábendingum frá veðurfræðingi á vefsíðu Vegagerðarinnar kemur fram að á Vestfjörðum muni snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestan til á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með norðaustanátt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar veðrið snögglega á milli klukkan 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt að 40 til 45 metrar á sekúndu í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Ekki lægir að gagni fyrr en í nótt. Snjóþekja og víða ófært Hálka er á höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi, að því er Vegagerðin greinir frá. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Snjóþekja eða hálka er á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi með tilliti til snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkasléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.
Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Að sögn Júlíusar Más Þórarinssonar hjá Oki var blint og skafrenningur á heiðinni. Skaflar við hlið og girðingar náðu um eins metra dýpt. Ófært var fyrir alla bíla nema sérútbúna. Í ábendingum frá veðurfræðingi á vefsíðu Vegagerðarinnar kemur fram að á Vestfjörðum muni snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestan til á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með norðaustanátt og skafrenningi og að mestu án snjókomu.
Stærðu sig af hópnauðgun á myndbandi
"Ég trúi þér" skrifar fjöldi Spánverja nú á samfélagsmiðla til stuðnings fórnarlambi hópnauðgunar sem átti sér stað í borginni Pamplona þegar nautahlaupið víðfræga fór þar fram í fyrra. Málið hefur vakið mikinn óhug í landinu og kemur upp á þeim tíma þegar flóðalda ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi skekur heimsbyggðina. Réttað er nú yfir fimm mönnum vegna nauðgunarinnar. Þeir eru á aldrinum 27-29 ára. Þeir eru sakaðir um að hafa nauðgað átján ára konu í anddyri fjölbýlishúss í Pamplona hinn 7. júlí á síðasta ári á fyrsta degi San Fermin-hátíðarinnar sem dregur þúsundir ferðamanna til borgarinnar ár hvert. Mennirnir eru frá borginni Seville á Spáni. Þeir tóku nauðgunina upp á myndband og eru sagðir hafa stært sig af athæfinu á spjallforritinu WhatsApp. Þar kölluðu þeir sig La Manada, eða Hópinn. Játuðu að hafa stolið síma Saksóknarar fara fram á að mennirnir fimm verði dæmdir í 22 ára fangelsi. Þeir segja hins vegar að stúlkan hafi samþykkt samræðið en hafa játað að hafa stolið símanum hennar. Dómarinn hefur leyft að fyrir dóminn verði lagðar upplýsingar um einkalíf fórnarlambsins sem einkaspæjarar söfnuðu. Meðal gagnanna eru upplýsingar um að stúlkan hafi farið í veislu fáum dögum eftir nauðgunina. Þessi ákvörðun dómarans hefur vakið mikla reiði meðal almennings. Setningin "ég trúi þér" er nú skrifuð í gríð og erg á samfélagsmiðla á Spáni sem og á götum úti. Þá halda mótmælendur, sem safnast hafa saman víðs vegar um landið á skiltum þar sem þetta er skrifað. Spænski rithöfundurinn Almudena Grandes sagði í útvarpsviðtali að verið væri að reyna að koma inn efa hjá fólki um siðferði fórnarlambsins því að hún hefði "dirfst að fara út og fá sér drykk með vinum sínum eftir að hafa verið nauðgað í stað þess að vera heima hjá sér með dregið fyrir". Carlos Bacaicoa, lögmaður stúlkunnar segir hana hafa rétt til þess að reyna að byggja upp líf sitt að nýju og láta eins og ekkert hafi í skorist ef henni sýnist svo. Mótmælt um allt land Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í Pamplona er réttarhöldin hófust. Laura Nuno Gomez, lögmaður sem rekur rannsóknarmiðstöð um jafnrétti kynjanna í Madrid við Juan Carlos-háskólann segir að málið valdi svo mikill úlfúð því á Spáni sé uppsöfnuð reiði vegna bakslags í réttindum kvenna í landinu að undanförnu. Gomez tekur sem dæmi mál konu frá Andalúsíu sem var dæmd til að senda börnin sín tvö til föður þeirra á Ítalíu en hún hafði ítrekað sakað manninn um ofbeldi. Konur sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi á Spáni mæta reglulega fordómum yfirvalda sem efast um vitnisburði þeirra, segir í yfirlýsingu frá Amnesty International. "Það er mjög erfitt að vera fórnarlamb nauðgunar og þurfa að ganga í gegnum allt sem því fylgir þó að ekki bætist við dómur alls samfélagsins," segir félagsfræðingurinn Maria Silvestre í samtali við AFP-fréttastofuna. Hópnauðgunin í Pamplona hefur orðið til þess að fleiri konur hafa stigið fram og sagt frá nauðgunum sem þær hafa orðið fyrir. Í grein sem birt var í dagblaðinu El Diario sagði t.d. blaðamaðurinn Ruth Toledano frá nauðgun sem hún varð fyrir fyrir 20 árum. "Ég segi frá minni persónulegu reynslu til að sýna að enginn getur stjórnað því hvernig frjáls kona á að haga sér eða lífa sínu lífi, hvorki fyrir né eftir nauðgun."
"Ég trúi þér" skrifar fjöldi Spánverja nú á samfélagsmiðla til stuðnings fórnarlambi hópnauðgunar sem átti sér stað í borginni Pamplona þegar nautahlaupið víðfræga fór þar fram í fyrra. Réttað er nú yfir fimm mönnum vegna nauðgunarinnar. Þeir tóku nauðgunina upp á myndband og eru sagðir hafa stært sig af athæfinu á spjallforritinu WhatsApp. Dómarinn hefur leyft að fyrir dóminn verði lagðar upplýsingar um einkalíf fórnarlambsins sem einkaspæjarar söfnuðu. Meðal gagnanna eru upplýsingar um að stúlkan hafi farið í veislu fáum dögum eftir nauðgunina. Þessi ákvörðun dómarans hefur vakið mikla reiði meðal almennings. Konur sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi á Spáni mæta reglulega fordómum yfirvalda sem efast um vitnisburði þeirra, segir í yfirlýsingu frá Amnesty International.
Kæra Björn Inga fyrir fjárdrátt
Stjórn Pressunnar hefur lagt fram kæru á hendur Birni Inga Hrafnssyni fyrir meintan fjárdrátt. Lögmaður Björns Inga segir að tilgangurinn sé að þyrla upp moldviðri í fjölmiðlum. Greint var frá kærunni í Fréttablaðinu í dag. Hún byggir á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi ekki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, að frá árinu 2014 hafi á níunda tug milljóna verið millifærðar út af reikningum félagsins inn á reikning Björns Inga og að Björn Ingi hafi notað á þriðja tug milljóna af eignum félagsins í formi auglýsingainneigna til að greiða fyrir hús að Kirkjustétt 28. Í yfirlýsingu frá Sveini Andra Sveinssyni, lögmaður Björns Inga, segir að kæran sé hluti af herferð sem gangi út á að koma höggi á fyrrum stjórendur Pressunnar og koma fyrirtækjunum í þrot. "Ný stjórn hefur ekki gert nokkra tilraun til að kynna sér þau atriði sem kært er fyrir eða afla sér gagna eða upplýsinga hjá fyrrverandi fyrirsvarsmönnum. Er tilgangurinn greinilega sá að þyrla upp moldviðri í fjölmiðlum og koma þannig höggi á umbjóðendur mína."
Stjórn Pressunnar hefur lagt fram kæru á hendur Birni Inga Hrafnssyni fyrir meintan fjárdrátt. Lögmaður Björns Inga segir að tilgangurinn sé að þyrla upp moldviðri í fjölmiðlum. Hún byggir á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi ekki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda. Frá árinu 2014 hafi á níunda tug milljóna verið millifærðar út af reikningum félagsins inn á reikning Björns Inga. Björn Ingi hafi notað á þriðja tug milljóna af eignum félagsins til að greiða fyrir hús að Kirkjustétt 28.
'"Þarna er ég að skjóta Rússa"'
"Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin," segir Þórarinn "Póri" Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Sagan er skrifuð út frá sjónarhorni Póra í ferðalagi með fjölskyldu sinni um Evrópu árið 1950. "Rússarnir" sem Póri hafði skotið á voru landamæraverðir á landamærum Austur-Þýskalands og skotið var úr knallettubyssu en hann var þó nógu gamall til að vita hvar hollustan lá á tímum kalda stríðsins og er atvikið rakið í sögunni. Jónas var þá vel þekktur læknir og markmið ferðarinnar var að kynnast nýjungum í læknavísindum. Handritið var fallega myndskreytt og í samtali við mbl.is sem sjá má í myndskeiðinu segir Póri að minningarnar hafi margar hverjar rifjast upp fyrir honum þegar hann las handritið og skoðaði myndirnar. Ekki er vitað hver höfundur myndanna var og Póri er vonlítill um að það komi nokkurn tíma í ljós. Jónas Sveinsson var merkilegur læknir og hafði um skeið mikinn áhuga á því að "yngja" fólk upp. Sagan af því þegar hann græddi eista úr ungum bónda í Húnavatnssýslu í norskan auðmann á áttræðisaldri er vel þekkt. Sagt er frá henni í ævisögu Jónasar: Lífið er dásamlegt en einnig var hún rakin í Lemúrnum fyrir tveimur árum.
"Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin," segir Þórarinn "Póri" Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Sagan er skrifuð út frá sjónarhorni Póra í ferðalagi með fjölskyldu sinni um Evrópu árið 1950. Jónas Sveinsson var merkilegur læknir og hafði um skeið mikinn áhuga á því að "yngja" fólk upp. Sagan af því þegar hann græddi eista úr ungum bónda í Húnavatnssýslu í norskan auðmann á áttræðisaldri er vel þekkt.
Snjókorn falla í Texas
Snjór hefur fallið í suðurríkjum Bandaríkjanna, m.a. í Texas. Það hefur ekki gerst árum saman. Þúsundir hafa orðið rafmagnslausar vegna veðursins. Kalt hefur verið í veðri á þessum slóðum og þegar rakt loft streymir yfir frá Mexíkóflóa hefur úrkoma fallið við landamærin að Mexíkó. Í Austin í Texas mældist 3 stiga frost. Svo óvenjulegt þykir þetta veður á þessum slóðum að margir hófu að deila myndum og sögum af veðrinu undir myllumerkinu #TexasSnow2017. Svo virðist sem einhverjir Texasbúar hafi ekki vitað með vissu hvernig þeir ættu að takast á við snjóinn. See this is why God don't give Texas snow we don't know what to do with it #TexasSnow pic.twitter.com/KfSjY0xCmf — Alex The 🦁 (@11_alexdeleon) December 8, 2017 #TexasSnow2017 #Snowday Get in the car Suzanne....get in the car 🔊Sound on 😂😂😂😂 pic.twitter.com/pjoBJzbJcD — The Invisible Man (@invisibleman_17) December 8, 2017 Seeing snow in southern Texas was like spotting a unicorn. #SanAntonioSnow #TexasSnow2017 pic.twitter.com/tYoNqe7hlX — Hannah (@jpghannah) December 8, 2017 2017 has been such a ride for Houston. #TexasSnow2017 #houstonsnow pic.twitter.com/PQwCmIuTcc — Brittany (@Cashi17) December 8, 2017
Snjór hefur fallið í suðurríkjum Bandaríkjanna, m.a. í Texas. Það hefur ekki gerst árum saman. Þúsundir hafa orðið rafmagnslausar vegna veðursins. Kalt hefur verið í veðri á þessum slóðum og þegar rakt loft streymir yfir frá Mexíkóflóa hefur úrkoma fallið við landamærin að Mexíkó. Í Austin í Texas mældist 3 stiga frost. Svo óvenjulegt þykir þetta veður á þessum slóðum að margir hófu að deila myndum og sögum af veðrinu undir myllumerkinu #TexasSnow2017.
Munaði 50 gráðum hjá foreldrum og syni
Ólík voru hlutskipti fjölskyldumeðlima bæjarins Svartárkots í Bárðardal í gær. Í Bárðardal lentu hjónin Hlini Jón Gíslason og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir og þrjú börn þeirra í einhverju mesta frosti síðustu ára, 29 stiga frosti, á meðan Tryggvi Snær Hlinason sonur þeirra var staddur í tæpum 20 gráðum á Spáni þar sem hann leikur körfubolta með Valencia. "Það er búið að vera ískalt fyrir norðan undanfarið. Ég man ekki eftir svona köldu býsna lengi," segir Guðrún Sigríður í samtali við mbl.is. "Þetta fór í 33 stiga frost einhverntímann, en það hefur verið fyrir svona 20 árum. Það er ekki oft svona kalt," segir Guðrún en hún ólst upp í Bárðardal eins og systir hennar sem býr á næsta bæ. Að sögn Guðrúnar var frekar stillt veður í gær sem gerði það að verkum að veðrið var alveg bærilegt þó mjög kalt hefði verið. "Þú ferð ekkert að djöflast á sleða í svona veðri en eins og í kær var tiltölulega kyrrt. Það var náttúrulega kalt en ofboðslega fallegt veður. Ef það er vindur með svona kulda þá er það drep," segir hún og bætir við að í Svarfaðardal, þar sem fjölskyldan var bróðurparrt gærdagsins, hafi verið 22 gráðu frost og vindur, sem henni hafi þótt ansi kalt. Hún segir að á dögum sem þessum sinni menn bara helstu skyldum en bíði með hluti sem geta beðið. "Menn gera það sem þeir þurfa að gera en eru ekkert endilega að setja bíla í gang," segir Guðrún en bætir að vísu við að í svona miklu frosti megi líka búast við því að bílar fari hreinlega ekki í gang. "Það hrundi vélin hjá vini okkar í gær út af kuldanum. Þetta er ekkert djók." "Þetta er bara partur af því að búa á þessu landi og á hálendinu og maður hagar sér í samræmi við veðrið. Þú skreppur ekkert í búðina eða eitthvað. Við vorum bara á leiðinni heim úr Svarfaðardal, við hefðum annars ekkert verið mikið á ferðinni," segir Guðrún. Þau eru með 450 kindur og segir Guðrún að á meðan vatnið frjósi ekki í fjárhúsunum þá hafi hún litlar áhyggjur af frosti sem þessu, enda sé ekki mjög kalt nema í stuttan tíma. "Kindurnar eru inni. Það er fengitími og þetta er allt í hólfum og enginn fær að fara út. Það verður ekki það kalt í húsunum á meðan það er svona stillt," segir Guðrún.
Ólík voru hlutskipti fjölskyldumeðlima bæjarins Svartárkots í Bárðardal í gær. Í Bárðardal lentu hjónin Hlini Jón Gíslason og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir og þrjú börn þeirra í einhverju mesta frosti síðustu ára, 29 stiga frosti, á meðan Tryggvi Snær Hlinason sonur þeirra var staddur í tæpum 20 gráðum á Spáni þar sem hann leikur körfubolta með Valencia. Að sögn Guðrúnar var frekar stillt veður í gær sem gerði það að verkum að veðrið var alveg bærilegt þó mjög kalt hefði verið. Hún segir að á dögum sem þessum sinni menn bara helstu skyldum en bíði með hluti sem geta beðið. Þau eru með 450 kindur og segir Guðrún að á meðan vatnið frjósi ekki í fjárhúsunum þá hafi hún litlar áhyggjur af frosti sem þessu.
Svifryksmetið slegið
"Við vorum að slá annað met núna, að því er okkur sýnist að þetta sé hæsta sólarhringsgildi í svifryki sem við höfum mælt í Reykjavík," segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga var mælt við Grensásveg fyrstu klukkustund ársins, að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Svava segir þær veðuraðstæður sem voru í gær hafa haldið menguninni yfir borginni og styrkur svifryks því verið mun lengur að falla en vanalega. "Þetta er vant að falla mjög ört þegar líða fer á nóttina en þarna vorum við að hanga í háum gildum langt fram eftir degi á öllum stöðum." Hvetja fólk til að draga úr mengun "Okkar hlutverk er að vara fólk við og fylgjast með þessari mengun og þetta fór eins og við óttuðumst og auðvitað hvetjum við alltaf fólk til þess að draga úr mengun eins og hægt er," segir Svava að lokum. Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, telur að það hversu lengi hátt gildi svifryks mældist í loftinu einnig hafa verið met. "Ef það er svona ágætur vindur á er þetta bara farið á klukkutíma stundum hefur þetta verið fram eftir nóttu, nú var þetta eiginlega bara allan nýársdag fram á seinni partinn á nýársdag bara. Maður sá bara að það var blá móða alveg fram yfir klukkan 14." Viðkvæmu hóparnir stærri en margir halda Fimmtán manns leituðu á Landspítalann vegna andþyngsla í gær. Þorsteinn segir ekki alla þá sem finni fyrir öndunarörðugleikum leita læknis, heldur aðeins verstu tilfellin. "Sumir láta sig bara hafa það og aðrir bæta við sig astmalyfjum og verða skárri þannig." Þá séu viðkvæmu hóparnir ekki einungis örfáir veikir lungnasjúklingar. "Fyrir það fyrsta eru það bara öll ung börn, allt eldra fólk og svo allir þeir sem eru með einhverja undirliggjandi lungnasjúkdóma þannig það er alveg ágætlega stór hópur."
"Við vorum að slá annað met núna, að því er okkur sýnist að þetta sé hæsta sólarhringsgildi í svifryki sem við höfum mælt í Reykjavík," segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Svava segir þær veðuraðstæður sem voru í gær hafa haldið menguninni yfir borginni og styrkur svifryks því verið mun lengur að falla en vanalega. "Okkar hlutverk er að vara fólk við og fylgjast með þessari mengun og þetta fór eins og við óttuðumst og auðvitað hvetjum við alltaf fólk til þess að draga úr mengun eins og hægt er." Fimmtán manns leituðu á Landspítalann vegna andþyngsla í gær.
Tíu eldfimar afhjúpanir um Trump
Sigur Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum gerði hann ringlaðan, hann naut ekki innsetningarathafnarinnar og var hræddur við Hvíta húsið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók fjölmiðlamannsins Michael Wolff sem ber heitið "Fire and Fury: Inside the Trump White House." Bókin kemur út í næstu viku og byggir hún á yfir 200 viðtölum. Í bókinni er einnig að finna frásagnir um áhuga Ivönku Trump, dóttur Trumps, á forsetaembættinu og aðdáun forsetans á Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, segir hins vegar að bókin sé "full af fölskum og villandi frásögnum." Blaðamaður BBC , Anthony Zurcher, hefur tekið saman tíu eldfimar afhjúpanir sem finna má í bókinni. 1. Sonur Trumps framdi landráð Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trumps, telur að fundi sem sonur Bandaríkjaforseta átti með hópi Rússa í Trump-turninum þegar kosningabaráttan í Banaríkjunum stóð sem hæst, megi líkja við landráð. Trump er nú þegar búinn að bregðast við þessari fullyrðingu Bannon og segir hann hafa misst vitið. 2. Ringlaður Trump í sigurvímu Wolff lýsir atburðarrásinni á kosninganótt þegar úrslitin urðu ljós. "Stuttu eftir klukkan átta á kosningakvöldinu, þegar hið óvænta gerðist - Trump gæti í raun og veru sigrað - sagði Don yngri sagði við vin sinn að faðir hans liti út eins og hann hefði séð draug. Melania grét - og ekki af gleði." Þessi lýsing á viðbrögðum Trump hefur ekki áður heyrst. 3. Reiður Trump á innsetningarathöfninni Í bókinni er sagt frá því að Trump hafi ekki notið innsetningarathafnarinnar í janúar. Hann lét það fara í taugarnar á sér að frægt fólk hunsaði boð í athöfnina og hann reifst við eiginkonu sína, sem virtist við það að bresta í grát. Forsetafrúin hefur hins vegar neitað þessari frásöng. 4. Hvíta húsið er ógnvænlegt Forsetahjónin dvelja í sitt hvoru herberginu í Hvíta húsinu og Trump óskaði eftir lás á herbergi sitt stuttu eftir að hann flutti inn, samkvæmt því sem fram kemur í bókinni. Zurcher bendir á að viðskiptajöfurinn Trump sé vanur að lifa eftir eigin reglum og því hafi hann orðið fyrir hálfgerður áfalli þegar hann settist að í Hvíta húsinu, húsi sem Harry Truman, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kallaði "Hið mikla hvíta fangelsi." 5. Ivanka vonast eftir forsetaembættinu Samkvæmt Wolff hafa bæði Ivanka og eiginmaður hennar, Jared Kushner, gert samning þess efnis að hún muni bjóða sig fram til embættis forseta. Undirbúningurinn sé nú þegar hafinn með þeim störfum sem þau hafa tekið að sér í Vesturálmunni. 6. Ivanka hæðist að "yfirgreiðslunni" Dóttir forsetans hefur gert grín að forsetanum fyrir hárgreiðsluna og hina meintu aðgerð í hársverði. Viðbrögð forsetans við gríninu koma ekki fram í bókinni. 7. Forgangsröðunin ekki á hreinu Katie Walsh, staðgengill samskiptastjóra Hvíta hússins, spurði Kushner hverju Trump vildi áorka í forsetatíð sinni, stuttu eftir að hann tók við embætti. "Já… Við ættum líklega að eiga það samtal," svaraði Kushner. 8. Aðdáun Trumps á Murdoch Í bókinni má finna langa lýsingu á aðdáun forsetans á fjölmiðlarisanum Rupert Murdoch. "Hann er einn af þeim stórfenglegustu," er haft eftir Trump. Ekki er þó víst hvort aðdáunin sé gagnkvæmt. 9. Murdoch kallar Trump fábjána Það er eiginlega alveg víst að aðdáunin er ekki gagnkvæm. Murdoch og Trump töluðu saman í síma vegna fundar forsetans með framkvæmdastjórum í Sílikondalnum. Murdoch var ekki sammála forsetanum um þær leiðir sem hann vildi fara í samskiptum sínum við framkvæmdastjóranna og fannst stjórnunaraðferðir hans of frjálslegar. 10. Flynn hafði ekki trú á að Trump myndi sigra Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, vissi að það myndi koma í bakið á honum að taka við greiðslu frá rússneskri sjónvarpsstöð fyrir að halda ræðu. "Það verður aðeins vandamál ef hann vinnur," á hann að hafa sannfært sína nánustu samstarfsmenn um.
Sigur Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum gerði hann ringlaðan, hann naut ekki innsetningarathafnarinnar og var hræddur við Hvíta húsið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók fjölmiðlamannsins Michael Wolff sem ber heitið "Fire and Fury: Inside the Trump White House." Í bókinni er einnig að finna frásagnir um áhuga Ivönku Trump, dóttur Trumps, á forsetaembættinu og aðdáun forsetans á Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, segir hins vegar að bókin sé "full af fölskum og villandi frásögnum." Blaðamaður BBC , Anthony Zurcher, hefur tekið saman tíu eldfimar afhjúpanir sem finna má í bókinni.
Viðvörun vegna rigningar
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörðun vegna mikillar rigningar sunnan- og suðaustanlands með hlýindum fram á kvöldið. Varað er við vexti í ám, sérstaklega í Lóni og Álftafirði. Samfara aukinni úrkomu og afrennsli geta líkur á skriðuföllum aukist, samkvæmt veðurspánni. Á Austfjörðum og Suð-Austurlandi er viðvörunin appelsínugul en á Austurlandi að Glettingi er viðvörunin gul. Ef litið er yfir veðurhorfur á landinu er spáð sunnan 18 til 13 metrum á sekúndu austanlands en annars 10 til 18 metrum á sekúndu, hvassast norðvestantil. Mikil rigning verður á Suð-Austurlandi og Austfjörðum en allvíða skúrir annars staðar. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig. Hægari vindur verður með kvöldinu og kólnar en styttir upp eftir miðnætti. Á morgun verður suðvestan- og sunnanátt með 10 til 18 metrum á sekúndu og éljum eða skúrum. Léttskýjað verður norðaustanlands. Rigning eða slydda verður á sunnanverðu landinu annað kvöld en snjókoma í uppsveitum. Hiti verður frá 0 til 5 stigum. Veðurvefur mbl.is
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörðun vegna mikillar rigningar sunnan- og suðaustanlands með hlýindum fram á kvöldið. Á Austfjörðum og Suð-Austurlandi er viðvörunin appelsínugul en á Austurlandi að Glettingi er viðvörunin gul. Er spáð sunnan 18 til 13 metrum á sekúndu austanlands en annars 10 til 18 metrum á sekúndu. Á morgun verður suðvestan- og sunnanátt með 10 til 18 metrum á sekúndu og éljum eða skúrum. Rigning eða slydda verður á sunnanverðu landinu annað kvöld en snjókoma í uppsveitum.
Kæran hefur ekki borist Isavia
"Kæran hefur ekki borist okkur enn þá og við munum ekki tjá okkur um innihaldið fyrr en við erum búin að ná að skoða málið," segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Isavia mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr en búið verður að fara yfir innihald kærunnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line (Allrahanda GL ehf.) hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna þess sem það segir vera misnotkun Isavia á einokunaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1. mars næstkomandi. Smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 krónur og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Í fyrri umfjöllun mbl.is um málið kom fram að Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, reiknar með að áætlunarferðir Gray Line verði um 20 til 25 ferðir á dag frá flugstöðinni frá 1. mars. Það þýði að fyritækið gæti þurft að borga í kringum 440 þúsund á dag fyrir bílastæði.
"Kæran hefur ekki borist okkur enn þá og við munum ekki tjá okkur um innihaldið fyrr en við erum búin að ná að skoða málið," segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line (Allrahanda GL ehf.) hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna þess sem það segir vera misnotkun Isavia á einokunaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1. mars næstkomandi. Smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 krónur og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur.
Bandaríska alríkinu lokað
Ekki náðist að semja í öldungadeild Bandaríkjaþings um framlengingu á fjárlögum í gærkvöldi og er því búið að loka bandaríska alríkinu. Það þýðir að fyrir utan mikilvægustu grunnþjónustu hefur öllum stofnunum ríkisins verið lokað og starfsmenn þar fá ekki greidd laun. Þetta nær þó ekki til bráðamóttöku, grunnöryggismála, póstþjónustu, flugumferðarstjórnar, fangelsa, skattsins, rafmagnsveitna og fleiri starfa sem tengjast grunnþjónustu. Síðast varð lokun alríkisins árið 2013 og stóð sú lota yfir í 16 daga. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir helgi framlengingu á fjárlögunum með 230-197 meirihluta. Í öldungadeildinni náðist hins vegar ekki meirihluti, en til að slík lög fari þar í gegn þarf samþykki allavega 60 af 100 þingmönnum. Ekki tókst að setja fjárlög í lok síðasta fjárlagaárs í september og síðan þá hefur starfsemi ríkisins verið haldið gangandi með ítrekuðum framlengingum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði verið vongóður um að náðst myndi sátt um frumvarpið, en stuttu fyrir miðnætti að bandarískum tíma sagði hann á samfélagsmiðlum að hann væri svartsýnn. Hafði Chcuk Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sagt að of langt væri á milli deiluaðila til að hægt yrði að semja á svo skömmum tíma, eftir að Trump boðaði hann á sinn fund í gær. Aðaldeilumál flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi er krafa demókrata um að meira en 700 þúsund ólöglegir innflytjendur, sem komu til Bandaríkjanna sem börn og höfðu notið ákveðinnar verndar í stjórnartíð Baracks Obama, muni áfram njóta hennar. Er um að ræða svokölluð draumabörn (e. dreamers). Trump tilkynnti hins vegar að hann myndi loka á alla vernd þeirra og að þau gætu búist við að verða vísað úr landi. Gaf hann fulltrúadeild þingsins frest fram í mars til að komast að niðurstöðu um hvernig skyldi útfæra brottflutninginn. Það eru þó ekki bara demókratar sem voru andsnúnir því að samþykkja framlenginguna. Fjórir repúblikanar kusu með demókrötum og féllu atkvæði þannig að 50 samþykktu framlengingu en 49 voru á móti. Lokunin núna er söguleg því óalgengt er að slíkt komi fyrir þegar einn flokkur er með meirihluta í báðum þingdeildum sem og forsetaembættið, eins og staðan er núna. Not looking good for our great Military or Safety & Security on the very dangerous Southern Border. Dems want a Shutdown in order to help diminish the great success of the Tax Cuts, and what they are doing for our booming economy. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018
Ekki náðist að semja í öldungadeild Bandaríkjaþings um framlengingu á fjárlögum í gærkvöldi og er því búið að loka bandaríska alríkinu. Það þýðir að fyrir utan mikilvægustu grunnþjónustu hefur öllum stofnunum ríkisins verið lokað og starfsmenn þar fá ekki greidd laun. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir helgi framlengingu á fjárlögunum með 230-197 meirihluta. Í öldungadeildinni náðist hins vegar ekki meirihluti, en til að slík lög fari þar í gegn þarf samþykki allavega 60 af 100 þingmönnum. Aðaldeilumál flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi er krafa demókrata um að meira en 700 þúsund ólöglegir innflytjendur, sem komu til Bandaríkjanna sem börn og höfðu notið ákveðinnar verndar í stjórnartíð Baracks Obama, muni áfram njóta hennar. Fjórir repúblikanar kusu með demókrötum og féllu atkvæði þannig að 50 samþykktu framlengingu en 49 voru á móti.
Samið um hinsegin fræðslu í leikskólum
Samtökin '78 og Reykjavíkurborg hafa gert með sér nýjan fræðslu- og þjónustusamning. Í fræðslusamningnum er kveðið á um að Samtökin '78 sinni hinsegin fræðslu í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar eins og samið var um árið 2014. Til viðbótar var samið um sérstaka hinsegin fræðslu til starfsfólks leikskóla höfuðborgarinnar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Samtökunum '78 og á vefsíðu samtakanna. "Í nýjum samningi við Hafnarfjörð, en þetta er í annað skipti sem við semjum við bæinn, er nú kveðið á um að starfsfólk leikskóla geti fengið fræðslu frá Samtökunum '78. Í nýjum samningi við Reykjavíkurborg er þessi möguleiki einnig til staðar, þ.e. að allt starfsfólk í leikskólum Reykjavíkurborgar geti sótt fræðslu til okkar. Markmiðið er að fræða um fjölbreytt fjölskylduform, kynvitund og kyntjáningu og búa leikskólakennara undir að börn geti verið með allskonar í kyntjáningu og kunni í framhaldinu að skapa börnunum svigrúm til að tjá kyn sitt og persónuleika. Það er til að það sé ekki verið að setja börnin í einhver mót strax," segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Morgunblaðið. "Þetta snýst um hvernig við komum fram við einstaklingana. Við höfum t.d. fengið símtöl frá starfsmönnum leikskóla um hvað á að gera þegar börn sýna ákveðna kyntjáningu eða kynvitund. Við erum bara föst sem samfélag í tvíhyggju um að karlar eigi að sýna karllæga hegðun og konur kvenlæga hegðun. En þetta snýst um að leyfa öllum að vera eins og þeir eru, að fólki líði vel í eigin skinni, börnum og fullorðnum." Fréttin í heild sinni birtist í Morgunblaðinu.
Samtökin '78 og Reykjavíkurborg hafa gert með sér nýjan fræðslu- og þjónustusamning. Í fræðslusamningnum er kveðið á um að Samtökin '78 sinni hinsegin fræðslu í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar eins og samið var um árið 2014. "Í nýjum samningi við Hafnarfjörð, en þetta er í annað skipti sem við semjum við bæinn, er nú kveðið á um að starfsfólk leikskóla geti fengið fræðslu frá Samtökunum '78. Í nýjum samningi við Reykjavíkurborg er þessi möguleiki einnig til staðar," segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Morgunblaðið.
Costco efst og Costco neðst
Bensínstöð Costco var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem voru mæld í Íslensku ánægjuvoginni árið 2017, eða með 86,5 stig af 100 mögulegum, en niðurstöðurnar voru kynntar í morgun. Það vekur jafnframt athygli að Costco ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði, en fyrirtækið er þar með lægstu einkunnina eða 59,1 stig. Þetta er 19. árið sem ánægja með íslensk fyrirtæki er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru niðurstöður birtar fyrir 25 fyrirtæki í átta atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Þetta kemur f ram á vef Stjórnvísi. Þar segir, að viðurkenning sé einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. "Í ár var afhent viðurkenning á fimm mörkuðum. Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 86,5 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 76,4 á farsímamarkaði, Vínbúðir ÁTVR fengu 74,1 stig á smásölumarkaði, BYKO fékk 68,9 á byggingavörumarkaði og Íslandsbanki fékk 66,5 stig á bankamarkaði. Costco eldsneyti var einnig með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með lægstu einkunnina eða 59,1 stig," segir í tilkynningunni. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og Samtaka iðnaðarins og sá Zenter rannsóknir um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni.
Bensínstöð Costco var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem voru mæld í Íslensku ánægjuvoginni árið 2017, eða með 86,5 stig af 100 mögulegum. Það vekur jafnframt athygli að Costco ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði. Fyrirtækið er þar með lægstu einkunnina eða 59,1 stig. Þetta er 19. árið sem ánægja með íslensk fyrirtæki er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru niðurstöður birtar fyrir 25 fyrirtæki í átta atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Viðurkenning sé einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein.
Rúmlega hundrað bílar sitja fastir
Rúmlega eitt hundrað bifreiðar komast ekki leiðar sinnar á Sandskeiði og Hellisheiði vegna ófærðar en fjöldi bíla situr fastur og aðrir komast ekki leiðar sinnar af þeim sökum. Þetta segir Þorvaldur Hallsson, svæðisstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is en björgunarsveitir á öllu höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út af þessum sökum. Óvíst er hversu langan tíma mun taka að losa bifreiðarnar svo fólk komist leiðar sinnar að sögn Þorvaldar en það gæti tekið nokkra klukkutíma. Mjög hefur bæst við í kvöld en mbl.is ræddi við Öglu Þyri Kristjánsdóttur í kvöld, en hún hefur verið föst í bifreið sinni skammt vestan við Litlu kaffistofuna í tvo tíma. Ekki vegna ófærðar heldur vegna hins mikla fjölda bifreiða. Agla sagði að svo virtist sem bifreiðar gætu ekið í hina áttina en Þorvaldur segir skýringuna á því að unnið sé að því að reyna að fá ökumenn til þess að snúa við. Engin slys hafa orðið á fólki svo vitað sé að sögn Þorvaldar. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur ekki verið beðið um að koma á staðinn. Auk björgunarsveitarfólks er lögreglan einnig á staðnum. Stormur gengur nú yfir Vestur- og Suðvesturland. Stórhríð er á fjallvegum, 20-23 metrar á sekúndu og nánast ekkert skyggni. Hviður hafa farið upp í allt að 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og hefur veginum þar verið lokað. Lokað er yfir Hellisheiði og Þrengsli, og beinir Vegagerðin ökumönnum að fara Suðurstrandarveg og Grindarvíkurveg, en þar er hálka og skafrenningur. Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru einnig lokaðar, sem og vegurinn um Fróðárheiði og Krýsuvíkurvegur. Þá hefur Holtavörðuheiði einnig verið lokað.
Rúmlega eitt hundrað bifreiðar komast ekki leiðar sinnar á Sandskeiði og Hellisheiði vegna ófærðar en fjöldi bíla situr fastur og aðrir komast ekki leiðar sinnar af þeim sökum. Mjög hefur bæst við í kvöld en mbl.is ræddi við Öglu Þyri Kristjánsdóttur í kvöld, en hún hefur verið föst í bifreið sinni skammt vestan við Litlu kaffistofuna í tvo tíma. Ekki vegna ófærðar heldur vegna hins mikla fjölda bifreiða. Stormur gengur nú yfir Vestur- og Suðvesturland. Stórhríð er á fjallvegum, 20-23 metrar á sekúndu og nánast ekkert skyggni. Hviður hafa farið upp í allt að 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og hefur veginum þar verið lokað.
Var handviss um að árás væri yfirvofandi
Starfsmaður almannavarna á Hawaii, sem gerði þau mistök að senda út viðvörun til eyjaskeggja um að eldflaugaárás væri yfirvofandi, segist hafa verið þess handviss að um raunverulega árás væri að ræða. Hann segist eyðilagður vegna málsins en mörgum var verulega brugðið er tilkynningin barst í síma þeirra og flúðu í neðanjarðarbyrgi. Í frétt CBS er haft eftir starfsmanninum að fyrirkomulagið sé þannig að á vaktaskiptum 13. janúar hafi komið tilkynning um að árás væri yfirvofandi sem hann sendi svo áfram í sérstakt viðvörunarkerfi almennings. Hann segist hafa litið svo á að ekki væri um æfingu að ræða þó að samstarfsmenn hans segi ítrekað hafa komið fram í skilaboðunum að þetta væri æfing. Maðurinn er á fimmtugsaldri og í viðtölum við fjölmiðla hefur hann ekki gefið upp nafn sitt af ótta við að verða fyrir aðkasti. Í rannsóknarskýrslu vegna málsins kemur fram að um æfingu hafi verið að ræða. Hún hafi farið þannig fram að upptaka af viðvörunarorðum hafi verið spiluð í hátalarakerfi stjórnstöðvarinnar. "Æfing, æfing, æfing" hafi heyrst hátt og skýrt. En svo hafi heyrst: "Þetta er ekki æfing" áður en að aftur var sagt: "Æfing, æfing, æfing." Starfsmaðurinn segist hins vegar aðeins hafa heyrt: "Þetta er ekki æfing". Hann segist hafa verið 100% viss um að raunveruleg hætta væri á ferðum. Hann segist hafa orðið fyrir áfalli þegar hann gerði sér svo grein fyrir að um æfingu hefði verið að ræða og mistök hans urðu ljós. Hann var í kjölfarið rekinn frá störfum og segir líf sitt hafa verið eitt samfellt helvíti síðan.
Starfsmaður almannavarna á Hawaii, sem gerði þau mistök að senda út viðvörun til eyjaskeggja um að eldflaugaárás væri yfirvofandi, segist hafa verið þess handviss að um raunverulega árás væri að ræða. Hann segist eyðilagður vegna málsins en mörgum var verulega brugðið er tilkynningin barst í síma þeirra og flúðu í neðanjarðarbyrgi. Hann segist hafa litið svo á að ekki væri um æfingu að ræða þó að samstarfsmenn hans segi ítrekað hafa komið fram í skilaboðunum að þetta væri æfing. Hann var í kjölfarið rekinn frá störfum.
Ris nýfasisma tengt árásum á hælisleitendur
Þeim sem styðja samtök fasista fer nú verulega fjölgandi á Ítalíu. Andstæðingar þeirra segja bjagaða mynd af hælisleitendavandanum, fjölgun falsfrétta og afneitun þjóðarinnar á eigin fortíð vera helstu ástæðurnar fyrir vinsældunum, en rúm 70 ár eru nú frá láti Benito Mussolinis. Fjallað er um málið á vef Guardian sem segir skotárásina í Macerata á laugardag, þar sem að sex Afríkumenn særðust, vera nýjasta dæmið um árásir hægri öfgamanna á innflytjendur. Að sögn andfasísku samtakanna Infoantifa Ecn hafa hópar nýfasista staðið fyrir 142 slíkum árásum frá 2014. Kynþáttahatur ástæða skotárásarinnar Daginn eftir skotárásina í Macerata greindu fjórir Norður-Afríkumenn lögreglu í Pavia frá því að þeir hefðu orðið fyrir árás 25 skallabulla þá um kvöldið. Þann 13. janúar réðust tugir liðsmanna í hægri öfgasamtökunum Forza Nuova inn á fund um menningu Rómafólks og ollu þar skemmdum, auk þess að valda skipuleggjanda fundarins áverkum. Með fleiri fylgjendur en stærsti vinstri flokkurinn Árið 2001 voru liðsmenn Forza Nuova aðeins 1.500 talsins. Í dag eru þeir 13.000 og Facebook-síða þeirra hefur 241.000 fylgjendur sem er tæplega 20.000 fleiri fylgjendur en stærsti vinstri flokkur landsins getur státað af. Með ítalska fánann um hálsinn CasaPound-flokkurinn, sem einnig sækir í hugmyndafræði fasistahreyfingarinnar, er með tæplega 234.000 fylgismenn og ritari flokksins, Simone Di Stefano, ætlar að gefa kost á sér sem forsætisráðherra í þingkosningunum í mars á þessu ári. "Við erum búin að stækka af sjálfsdáðum og án nokkurrar aðstoðar frá fjölmiðlum," sagði Adriano Da Pozzo, formaður Forza Nuova, í samtali við Guardian. "Aðrir flokkar leggja áherslu á að kynna frambjóðendur sína, við leggjum áherslu á að kynna hugmyndafræði okkar." Forza Nuova hefur boðið Luca Traini, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Macerata, lögfræðiaðstoð. Skotárás á Ítalíu Skortir vilja til að stöðva þá Andstæðingar fasistasamtakanna segja tregðu til að grípa til aðgerða gegn þeim gera samtökunum kleift að auka styrk sinn. Þingmaðurinn Emanuele Fiano lagði fram frumvarp á síðasta ári sem banna átti áróður fasista og sem hljóðaði auk þess upp á allt að tveggja ára fangelsisdóm fyrir þá sem gerðust sekir um að selja fasísk minnismerki eða sem heilsuðu með fasistakveðjunni, Rómarkveðjunni svonefndu sem er ólögleg í bæði Þýskalandi og Austurríki. Vegna andstöðu frá Forza Italia, flokki fyrrverandi forsætisráðherrans Silvio Berlusconi, og Lega Nord, tókst ekki að fá frumvarpið samþykkt. "Við höfum miklar áhyggjur," sagði Carla Nespolo, formaður ANPI, samtaka sem stofnuð voru af liðsmönnum ítölsku andspyrnuhreyfingarinnar sem barðist gegn Mussolini á sínum tíma. "Þessir nýju fasistar ráðast á skrifstofur okkar og enginn virðist vilja stöðva þá. Við höfum beðið stjórnvöld að koma í veg fyrir þátttöku flokka sem eru innblásnir af fasisma í komandi þingkosningum á þeim grundvelli að þeir brjóti gegn stjórnarskránni en höfum ekki fengið nein svör." Ítalska stjórnarskráin bannar kynningu á hverjum þeim samtökum sem fylgi stefnu fasistaflokksins eða sem hylla hugmyndafræði hans. Engu að síður hafa yfirvöld aldrei gripið til aðgerða gegn CasaPound eða Forza Nuova þó að liðsmenn í samtökunum beri hakakrossa og veifi fasistafánum á mótmælafundum sínum. Þá lagði ANPI á síðasta ári fram lista með nöfnum 500 vefsíðna sem lofa fasisma á Ítalíu og bað um að lokað yrði á síðurnar, ekkert hefur þó enn verið gert.
Þeim sem styðja samtök fasista fer nú verulega fjölgandi á Ítalíu. Andstæðingar þeirra segja bjagaða mynd af hælisleitendavandanum, fjölgun falsfrétta og afneitun þjóðarinnar á eigin fortíð vera helstu ástæðurnar fyrir vinsældunum, en rúm 70 ár eru nú frá láti Benito Mussolinis. Fjallað er um málið á vef Guardian sem segir skotárásina í Macerata á laugardag, þar sem að sex Afríkumenn særðust, vera nýjasta dæmið um árásir hægri öfgamanna á innflytjendur. Árið 2001 voru liðsmenn Forza Nuova aðeins 1.500 talsins. Í dag eru þeir 13.000 og Facebook-síða þeirra hefur 241.000 fylgjendur sem er tæplega 20.000 fleiri fylgjendur en stærsti vinstri flokkur landsins getur státað af. CasaPound-flokkurinn, sem einnig sækir í hugmyndafræði fasistahreyfingarinnar, er með tæplega 234.000 fylgismenn og ritari flokksins, Simone Di Stefano, ætlar að gefa kost á sér sem forsætisráðherra í þingkosningunum í mars á þessu ári. Ítalska stjórnarskráin bannar kynningu á hverjum þeim samtökum sem fylgi stefnu fasistaflokksins eða sem hylla hugmyndafræði hans. Engu að síður hafa yfirvöld aldrei gripið til aðgerða gegn CasaPound eða Forza Nuova þó að liðsmenn í samtökunum beri hakakrossa og veifi fasistafánum á mótmælafundum sínum.
Veit ekki hvort hún hefur tvöfalt ríkisfang
Þingmaður Verkamannaflokksins í Ástralíu, Susan Lamb, lýsti því yfir í ræðu í ástralska þinginu í dag að hún gæti ekki sannreynt hvort hún væri með tvöfalt ríkisfang eða ekki vegna þess að hún hefði ekki aðgang að lykilgögnum í þeim efnum. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að Lamb hafi lýst því hvernig móðir hennar hefði ekið henni í grunnskólann einn daginn og látið sig hverfa. Faðir hennar, sem væri breskur ríkisborgari, hafi eftir það alið hana upp. Málið snýst um það að samkvæmt áströlskum lögum er þingmönnum óheimilt að hafa tvöfalt ríkisfang. Lamb var sex ára gömul þegar móður hennar hvarf úr lífi hennar og sagðist hún ekki vita hvar hana væri að finna. Hún vissi ekki hvað hún væri að gera í dag. Gögnin sem um ræðir er hjúskaparvottorð foreldra hennar sem Lamb sagðist ekki hafa lagalega heimild til þess að verða sér úti um. Faðir hennar lést fyrir um tveimur áratugum síðan. Sagði hún að innanríkisráðuneyti Bretlands þyrfti að fá hjúskaparvottorðið til þess að leggja mat á það hvort hún hefði breskt ríkisfang til viðbótar við það ástralska. Bað hún stjórnarþingmenn að reyna að setja sig í spor hennar. Fulltrúar stjórnarmeirihlutans sögðu leitt að heyra sögu hennar en óvissa ríkti engu að síður um stöðu hennar. Gengið hafa ásakanir á víxl á milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar á undanförnum mánuðum um það hvort einstakir þingmenn eiga löglega sæti á þinginu og hafa tíu þingmenn þurft að segja af sér síðan í júlí vegna málsins eftir að hafa borið mál sitt undir dómstóla. Tveir af þeim hafa náð aftur kjöri í aukakosningum.
Þingmaður Verkamannaflokksins í Ástralíu, Susan Lamb, lýsti því yfir í ræðu í ástralska þinginu í dag að hún gæti ekki sannreynt hvort hún væri með tvöfalt ríkisfang eða ekki. Hún hefði ekki aðgang að lykilgögnum í þeim efnum. Lamb hafi lýst því hvernig móðir hennar hefði ekið henni í grunnskólann einn daginn og látið sig hverfa. Faðir hennar, sem væri breskur ríkisborgari, hafi eftir það alið hana upp. Samkvæmt áströlskum lögum er þingmönnum óheimilt að hafa tvöfalt ríkisfang. Gögnin sem um ræðir er hjúskaparvottorð foreldra hennar sem Lamb sagðist ekki hafa lagalega heimild til þess að verða sér úti um. Bað hún stjórnarþingmenn að reyna að setja sig í spor hennar.
Grófu upp lík föðurins
Lögreglan í Kristiansand í Noregi hefur fundið vísbendingar um að föður konu, sem nú grunuð um tvö morð, hafi verið byrlað eitur. Í frétt VG kemur fram að lögreglan hafi í desember ákveðið að opna gröf föðurins til að rannsaka frekar dánarorsök hans. Lögreglan staðfestir ekki að vísbendingar hafi fundist um að fyrir honum hafi verið eitrað líkt og heimildir VG herma en segir rannsókn málsins standa yfir. Í frétt NRK um málið segir að konan, sem er 42 ára og sjö barna móðir, hafi í september í fyrra verið handtekin grunuð um að myrða föður sinn árið 2002 og fyrrverandi sambýlismann sinn árið 2014. Er talið að konan hafi eitrað fyrir sambýlismanninum en hann fannst látinn á hótelherbergi í Kristiansand. Er faðir hennar lést árið 2002 var hins vegar ekki framkvæmd krufning og taldi lögreglan að hann hefði látist af náttúrulegum orsökum. Konan er einnig grunuð um að hafa byrlað öðrum fyrrverandi kærasta sínum ólyfjan. Konan neitar sök.
Lögreglan í Kristiansand í Noregi hefur fundið vísbendingar um að föður konu, sem nú grunuð um tvö morð, hafi verið byrlað eitur. Í frétt NRK um málið segir að konan, sem er 42 ára og sjö barna móðir, hafi í september í fyrra verið handtekin grunuð um að myrða föður sinn árið 2002 og fyrrverandi sambýlismann sinn árið 2014. Konan er einnig grunuð um að hafa byrlað öðrum fyrrverandi kærasta sínum ólyfjan.
Ánægð en á helling inni – tveimur yfir á lokahringnum
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni frá Akranesi, lauk leik á tveimur höggum yfir pari á lokahring sínum á opna ástralska mótinu í golfi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi, þeirri sterkustu í heimi. Hún endar því í 57.-61. sæti á +4 sem verður að teljast afar góður árangur hjá Valdísi sem er með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Valdís fékk þrjá fugla, einn skolla og tvo tvöfalda skolla á lokahringnum en samtals urðu tvöföldu skollarnir sjö á hringjunum fjórum. Þeir urðu þrír á fyrstu tveimur hringjunum en samt sem áður komst Valdís í fyrsta skipti í gegnum niðurskurðinn í LPGA-mótaröðinni. Í samtali við mbl.is að segist Valdís eiga mikið inni. "Ég er auðvitað ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn en mér finnst ég eiga helling inni. Ég fékk skuggalega mikið af tvöföldum skollum í þessu móti og margir þeirra komu upp úr engu og af miðri braut sem er mjög óvanalegt fyrir mig en ég læri bara af þessu móti," sagði Valdís. Valdís spilaði mjög vel á mótinu og fékk meira en fjóra fugla að meðaltali á hring og var á parinu eftir fyrstu tvo hringina. "Ég spilaði heilt yfir mjög vel og var með helling af fuglum og í mörgum tækifærum alla hringina sem var ánægjulegt. Ég hefði auðvitað viljað enda hærra miðað við spilamennskuna en þessir blessuðu tvöföldu skollar skemma fljótt fyrir annars góðu golfi. En er ánægð með bætinguna í leiknum mínum frá fyrsta mótinu og þar til núna," sagði Valdís Þóra. Hún flýgur næst til Coffs Harbour í Ástralíu og mun þar spila á tveimur mótum áður en hún heldur til Suður-Afríku 4. mars en allt eru þetta mót í Evrópumótaröðinni í golfi. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu vann mótið og lauk leik á 14 höggum undir pari.
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni frá Akranesi, lauk leik á tveimur höggum yfir pari á lokahring sínum á opna ástralska mótinu í golfi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi, þeirri sterkustu í heimi. Hún endar því í 57.-61. sæti á +4. Í samtali við mbl.is að segist Valdís eiga mikið inni. Hún flýgur næst til Coffs Harbour í Ástralíu og mun þar spila á tveimur mótum áður en hún heldur til Suður-Afríku 4. mars. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu vann mótið og lauk leik á 14 höggum undir pari.
Selaveisla með samgöngunefnd?
"Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum," segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. "Við vonum að þessir þingmenn okkar grípi boltann. Nú er lag fyrir þá að tala við okkur eftir að við höfum verið í umræðunni en það sjá allir að þetta er glataður vegur," segir Eyþór. Hann segir að það hafi komið til tals að bjóða samgöngunefnd og samgönguráðherra í selaveislu í Borgarfjörð. Þegar þangað væri komið myndu þingmennirnir sjá að úrbóta er þörf. " Þetta væri þá undir yfirskriftinni selaveisla með samgöngunefnd," segir Eyþór. Vonast til að komast á kortið Áður hefur verið bent á að af 70 kílómetra vegkafla frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða eru 28 kílómetrar ekki malbikaðir. Kaflinn um Njarðvíkurskriður er einn þeirra. Hann er 3,2 kílómetrar að lengd og talið er að það kosti um 200 - 250 milljónir að malbika hlutann. Íbúar steyptu þriggja metra hluta af þeim kafla á mánudag. Eyþór segir að það sé mikill hugur í íbúum. "Við erum ekki hætt og munum halda áfram að mótmæla ef þetta verður sett ofan í skúffu og látið rykfalla þar. Hins vegar vonumst við til þess að komast á kortið." "Leiðinlega líklegt að við gleymumst" Sveitastjórn Borgarfjarðar mun í sumar leggja þriggja fasa rafmagn og ljósleiðara til Njarðvíkur en Eyþór segir að það væri sóun á almannafé ef það á að hreyfa jörð þar án þess að laga veginn. Þrátt fyrir mikinn hug í fólk segist Eyþór hafa áhyggjur af því að ekkert verði gert. "Auðvitað segir reynslan okkur það að það er leiðinlega líklegt að við gleymumst. Við erum það austarlega að þingmenn kjördæmisins hafa verið latir við að sýna okkur áhuga. Það eru ekki mörg atkvæði sem þeir sækja til okkar en við neitum að trúa því að það sé opinber stefna stjórnvalda í samgöngumálum Borgarfjarðar að bíða eftir því að við verðum svo fá að það þurfi ekki að gera neitt í þessu. "
"Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum," segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Hann segir að það hafi komið til tals að bjóða samgöngunefnd og samgönguráðherra í selaveislu í Borgarfjörð. Þegar þangað væri komið myndu þingmennirnir sjá að úrbóta er þörf. Áður hefur verið bent á að af 70 kílómetra vegkafla frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða eru 28 kílómetrar ekki malbikaðir. Sveitastjórn Borgarfjarðar mun í sumar leggja þriggja fasa rafmagn og ljósleiðara til Njarðvíkur en Eyþór segir að það væri sóun á almannafé ef það á að hreyfa jörð þar án þess að laga veginn.
37% betri skil á skattframtölum en í fyrra
Tæplega 90 þúsund skattframtölum hefur verið skilað frá 1. til 9. mars. Þetta eru um 37% fleiri framtöl en miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Alls verður skilað 290 þúsund framtölum hér á landi. Einstaklingar geta skilað framtalinu fram til 13. mars en framlengdur frestur er veittur til 16. mars. "Í heildina gengur þetta vel. Mesta aðstoðin er við erlenda aðila sem starfa hér tímabundið. Oft eru þeir ekki mælandi á íslenska tungu og þarf að aðstoða þá við að koma framtalinu frá sér," segir Skúli. Aðrir ættu að geta skilað framtalinu með lítilli fyrirhöfn og vísar Skúli til ítarlegra upplýsinga á vefsíðunni rsk.is Stefna að því að skila álagningarskrám fyrr Nánast allar upplýsingar eru á framtalsforminu. Þeir sem hafa staðið í eignarbreytingum, keypt eða selt hlutabréf eða eru með atvinnurekstur þurfa að setja inn meiri upplýsingar. Að öðru leyti er þetta nokkuð ljóst. Það eru ekki margar nýjar lagareglur og miðað við mörg fyrri ár er þetta einfaldara og þægilegra," segir Skúli. Stefnt er að því að leggja álagningarskrárnar fyrr fram eða 31. maí að því gefnu að lög frá Alþingi þess efnis verði samþykkt. Þær yrðu lagðar fram tveimur mánuðum fyrr en gert var í marga áratugi. Álagningarskráin yrði einnig sett fram með einfaldari hætti en í sumum tilfellum gat hún verið tyrfin, að sögn Skúla. Eins og fyrr segir geta einstaklingar sótt um að lengri frest til að skila framtalinu en það eru þrír dagar. Spurður hvers vegna sá frestur sé ekki lengri bendir Skúli á að á sama tíma sé ekki hægt að skila álagningarskránum fyrr og veita langa fresti. Hann tekur fram að til dæmis hafi endurskoðendur frest fram í apríl til að skila skattframtölunum.
Tæplega 90 þúsund skattframtölum hefur verið skilað frá 1. til 9. mars. Þetta eru um 37% fleiri framtöl en miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Alls verður skilað 290 þúsund framtölum hér á landi. "Í heildina gengur þetta vel. Mesta aðstoðin er við erlenda aðila sem starfa hér tímabundið. Oft eru þeir ekki mælandi á íslenska tungu og þarf að aðstoða þá við að koma framtalinu frá sér," segir Skúli. Stefnt er að því að leggja álagningarskrárnar fyrr fram eða 31. maí að því gefnu að lög frá Alþingi þess efnis verði samþykkt.
Skiluðu sér ekki um borð
"Þetta kemur fyrir endrum og sinnum en mjög sjaldan," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Töluverðar tafir urðu á flugi Icelandair frá Heathrow í London í gærkvöldi vegna þess að farþegar sem áttu bókað far með vélinni skiluðu sér ekki um borð. Samkvæmt vef Heathrow átti flugvélin að fara í loftið klukkan 20.30 en fór ekki í loftið fyrr en 21.49, eða tæpum 80 mínútum síðar. Vélin átti að lenda klukkan 23.40 í Keflavík en lenti klukkan 01.17, samkvæmt Kefairport.is. "Svo mikil vanvirðing" Samkvæmt einum flugfarþeganna um borð, Ragnari Vigni, bárust farþegum upplýsingar um seinkunina á fluginu í tölvupósti eftir að þeir voru komnir inn í vélina. Hann segir að þegar farþegar voru sestir um borð í vélina voru nöfn tveggja farþega kölluð upp og þeir beðnir um að gefa sig fram við áhöfn. Tilkynningin var endurtekin stuttu síðar, án þess að farþegarnir létu sjá sig. Skömmu seinna var tilkynnt að afferma þyrfti töskur fjögurra farþega sem áttu bókað sæti og höfðu innritað sig í flugið á Heathrow en ekki skilað sér um borð. Ragnar er ósáttur við seinkunina og hefði viljað sjá skjótari viðbrögð vegna þeirra sem skiluðu sér ekki um borð og flutningsins á töskunum þeirra. Einnig segir hann að farþegum hafi ekki verið boðnar neinar veitingar til að bæta upp fyrir biðina, ekki einu sinni vatnsglas. "Mér fannst þetta svo mikil vanvirðing, að minnsta kosti hjá þessum tveimur sem voru kallaðir upp en mættu ekki," segir Ragnar en tekur þó fram að hann viti ekki hvað varð til þess að þeir skiluðu sér ekki um borð. "Þetta er leiðindamál. Ég var í fínni helgarferð og svo endar þetta svona," segir hann og bætir við: "Það er leiðinlegt að lenda í svona löguðu út af því að einhverjir létu ekki sjá sig." Sex mættu ekki um borð Að sögn Guðjóns Arngrímssonar voru alls sex farþegar sem mættu ekki um borð í vélina þrátt fyrir að hafa verið innritaðir. Hann segir alþjóðlegar öryggisreglur kveða á um að afferma skuli töskur þeirra sem mæta ekki um borð. Við aðstæður sem þessar þurfi að kalla til mannskap og stundum finnast töskurnar fljótt en stundum þarf að fara í gegnum allan farangurinn til að finna þær. Guðjón kveðst ekki hafa upplýsingar um hvers vegna farþegarnir mættu ekki í vélina.
Töluverðar tafir urðu á flugi Icelandair frá Heathrow í London í gærkvöldi vegna þess að farþegar sem áttu bókað far með vélinni skiluðu sér ekki um borð. Samkvæmt einum flugfarþeganna um borð, Ragnari Vigni, bárust farþegum upplýsingar um seinkunina á fluginu í tölvupósti eftir að þeir voru komnir inn í vélina. Þegar farþegar voru sestir um borð í vélina voru nöfn tveggja farþega kölluð upp og þeir beðnir um að gefa sig fram við áhöfn. Tilkynningin var endurtekin stuttu síðar, án þess að farþegarnir létu sjá sig. Skömmu seinna var tilkynnt að afferma þyrfti töskur fjögurra farþega sem áttu bókað sæti og höfðu innritað sig í flugið á Heathrow en ekki skilað sér um borð. Ragnar er ósáttur við seinkunina og hefði viljað sjá skjótari viðbrögð. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar voru alls sex farþegar sem mættu ekki um borð í vélina þrátt fyrir að hafa verið innritaðir.
Guðlaugur hittir aðstandendur Hauks
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar á morgun með aðstandendum Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi. Fyrst var greint frá málinu á Vísi. Guðlaugur Þór staðfestir fundinn í samtali við mbl.is en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Fyrr í dag kom fram að leit liðsmanna Varnarsveita Kúrda (YPG) að líki Hauks Hilmarssonar um helgina bar engan árangur. Svæðið þar sem Haukur er talinn hafa fallið er nú á valdi tyrkneskra hersveita og því er óvíst hvort og þá hvenær leit verður haldið áfram. Gagnrýnir stjórnvöld harðlega Móðir Hauks, Eva Hauksdóttir, gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega og segir þau gagnslaus. " Þau eru öll af vilja gerð en vita bara ekkert hvað þau eiga að gera til þess að fá það staðfest hvort Haukur er lífs eða liðinn. Þau þau hafa ekki haft beint sambandi við tyrknesk stjórnvöld, bara sendiráð og ræðismenn sem eru með þetta í "ferli", ekki heldur tyrkneska herinn, hvað þá Nató," skrifar Eva á Facebook-síðu sína. " Lögreglan rannsakar þetta sem mannshvarf en ef svo ólíklega vill til að Haukur sé á lífi þá getur skipt verulegu máli hvort hann finnst klst. fyrr eða síðar. Samt gefur ráðuneytið mér engan ádrátt um að redda mér kontakt upplýsingum. Gulli ætlar náðarsamlegast að hitta fjölskylduna á morgun. "
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar á morgun með aðstandendum Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi. Fyrr í dag kom fram að leit liðsmanna Varnarsveita Kúrda (YPG) að líki Hauks Hilmarssonar um helgina bar engan árangur. Svæðið þar sem Haukur er talinn hafa fallið er nú á valdi tyrkneskra hersveita og því er óvíst hvort og þá hvenær leit verður haldið áfram. Móðir Hauks, Eva Hauksdóttir, gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega og segir þau gagnslaus.
Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu
Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Afstaða Gildis til málsins var útskýrð í eftirfarandi bókun sem fulltrúar sjóðsins lögðu fram til afgreiðslu á fundinum, að því er kemur fram í tilkynningu. Bókunin: "Samkvæmt hluthafastefnu Gildis telur sjóðurinn rétt við ákvörðun launa forstjóra að líta til innri þátta félags, launadreifingar innan þess og launa sem ætla má að forstjóra bjóðist á þeim markaði sem félagið starfar á. Í þessu samhengi leggur sjóðurinn áherslu á heildarlaun. Ef félög ákveða að notast við árangurstengd launakerfi er eðlilegt að föst laun séu að sama skapi lægri, samanborið við félög þar sem slík árangurstengd kerfi eru ekki til staðar. Samkvæmt hluthafastefnu Gildis er lögð áhersla á að starfskjarastefnur greini hvernig þær styðji við langtíma hagsmuni og sjálfbærni félaga og að sett séu fram skýr skilyrði og forsendur fyrir föstum og árangurstengdum launagreiðslum. Mikilvægt er að mælikvarðar séu viðeigandi og á grundvelli þátta sem stjórnendur geta haft áhrif á og/eða stýrt í störfum sínum. Jafnframt er gert ráð fyrir að greint sé frá því hversu háar árangurstengdar launagreiðslur geta orðið, þannig að hámörk og takmörk komi fram í stefnunni sjálfri. Því er beint til stjórnar félagsins að taka starfskjarastefnu félagsins til heildarendurskoðunar með þessi atriði meðal annars í huga. Mikilvægt er að stjórn félagsins rökstyðji hverju sinni starfskjör stjórnenda og fjárhæð þeirra, þ.m.t. breytilega launaliði ef þeim er fyrir að fara og geri grein fyrir breytingum á milli ára ásamt sundurliðun á föstum og breytilegum greiðslum. Af þessum sökum er mikilvægt að gerð sé skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu og að hún sé birt með góðum fyrirvara fyrir aðalfund. Gerð er athugasemd við að slíkum upplýsingum hafi ekki verið komið opinberlega á framfæri þegar eftir því var leitað í opinberri umræðu undanfarna daga. Því er beint til stjórnar félagsins að slík skýrsla verði hér eftir birt með góðum fyrirvara fyrir aðalfund félagsins, m.a. með hliðsjón af þeim atriðum sem fram koma í hluthafastefnu Gildis." Fulltrúar Gildis lögðu á fundinum fram tillögu um að komið verði á tilnefningarnefnd innan félagsins, sem hafi það hlutverk undirbúa stjórnarkjör á aðalfundum félagsins. Sú tillaga var samþykkt með þorra greiddra atkvæða.
Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. "Samkvæmt hluthafastefnu Gildis telur sjóðurinn rétt við ákvörðun launa forstjóra að líta til innri þátta félags, launadreifingar innan þess og launa sem ætla má að forstjóra bjóðist á þeim markaði sem félagið starfar á." Fulltrúar Gildis lögðu á fundinum fram tillögu um að komið verði á tilnefningarnefnd innan félagsins, sem hafi það hlutverk undirbúa stjórnarkjör á aðalfundum félagsins. Sú tillaga var samþykkt með þorra greiddra atkvæða.
'"Hér er eitthvað sem fer ekki saman"'
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Þannig væri um þriðjungur atvinnulauss fólks á aldrinum 50 ára og eldri langtímaatvinnulaus en einungis áttundi hluti fólks í yngsta hópnum. "Hvaða sögu má lesa úr þessu um vinnumarkaðinn? Er það virkilega svo að hér ríki eitthvað sem mætti nefna aldursmisrétti á íslenskum vinnumarkaði? Er það virkilega svo árið 2018 að Íslendingar séu haldnir aldursfordómum á vinnumarkaði? Fólk sem missir vinnuna um eða eftir fimmtugt virðist þannig eiga mjög erfitt með að fá vinnu að nýju. Er þetta fólk virkilega úr leik hvað atvinnuþátttöku varðar?" spurði Karl Gauti. Benti hann á að margt af þessu fólki væri vel menntað og hefði ennfremur unnið sér inn dýrmæta reynslu sem ætti að öllu eðlilegu að vera afar eftirsóknarverð. Svo virtist hins vegar ekki vera. Þetta væri einnig oft ábyggilegasta starfsfólk hvers vinnustaðar ef horft væri til mætingar og stundvísi. Spurði hann hvort vinnumarkaðurinn væri að hafna fólki sem komið væri yfir miðjan aldur. "Þetta hefur leitt til þess að nú um stundir ræða menn af kappi nauðsyn þess að færa eftirlaunaaldur ofar og einnig að gera eigi fólki, eins og til að mynda ríkisstarfsmönnum, kleift að vinna lengur en til sjötugs. Hér er eitthvað sem fer ekki saman. Við verðum að taka umræðuna um þetta þarfa málefni sem ég veit að brennur á mjög mörgum og fullyrða má að fjölmörg málefni hafa verið tekin til ítarlegrar umræðu í samfélaginu á undanförnum misserum sem eru léttvægari en einmitt þetta. Er þetta ekki þróun sem þarf að sporna við?"
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Þannig væri um þriðjungur atvinnulauss fólks á aldrinum 50 ára og eldri langtímaatvinnulaus en einungis áttundi hluti fólks í yngsta hópnum. Benti hann á að margt af þessu fólki væri vel menntað og hefði ennfremur unnið sér inn dýrmæta reynslu sem ætti að öllu eðlilegu að vera afar eftirsóknarverð. Spurði hann hvort vinnumarkaðurinn væri að hafna fólki sem komið væri yfir miðjan aldur.
Hafi strax samband við Valitor
Valitor hafa ekki borist upplýsingar um að neinn hafi gefið upp kortaupplýsingar sínar í tengslum við svikatölvupóst sem sendur var út í nafni fyrirtækisins í gær á fjölda einstaklinga. Móttakendum var tilkynnt að kort þeirra væru lokuð og til þess að opna þau að nýju þyrfti að gefa upp kortaupplýsingar. Jónína Ingvadóttir, deildarstjóri í markaðsdeild Valitors, segir brýnt að þeir sem það hafi gert hafi strax samband við þjónustuver fyrirtækisins. "Ég vil koma því á framfæri að ef einhverjir einstaklingar hafa ýtt á þennan hlekk eða gefið upp einhverjar upplýsingar, þá skulu þeir hafa samband við þjónustuverið okkar. Þá gerum við viðeigandi ráðstafanir, lokum kortum o.s.frv. til að koma í veg fyrir tjón," segir hún í samtali við mbl.is. Símanúmer þjónustuversins er 525-2000. Lögregla hefur tekið við rannsókn málsins Aðspurð segir Jónína að málið sé nú á borði lögreglu og viðeigandi yfirvalda. Ekki er vitað um tilvik þar sem upplýsingar voru gefnar upp, en þó hafi einhverjir haft samband sem ýtt hafi á umræddan hlekk. "Á þessari stundu vitum við ekki til þess að neinn hafi orðið fyrir tjóni, sem betur fer," segir hún. "Ég veit að lögreglan þekkir svona mál, þetta er svipað og þau mál sem við höfum séð þar sem sendir hafa verið út póstar í nafni annarra fyrirtækja. Þetta er ekki árás á kerfið okkar eða leki úr því," bætir Jónína við. Ekki er vitað hve margir fengu tölvupóstinn í gær, en ljóst er að ekki er eingöngu um korthafa Valitors að ræða. "Þetta eru ekki bara okkar viðskiptavinir, heldur allur almenningur, bæði korthafar og þeir sem eru ekki korthafar. Þessu er ekki beint að viðskiptavinum okkar sérstaklega, heldur sent út á stóran hóp af handahófi," segir Jónína.
Valitor hafa ekki borist upplýsingar um að neinn hafi gefið upp kortaupplýsingar sínar í tengslum við svikatölvupóst sem sendur var út í nafni fyrirtækisins í gær á fjölda einstaklinga. Móttakendum var tilkynnt að kort þeirra væru lokuð og til þess að opna þau að nýju þyrfti að gefa upp kortaupplýsingar. Jónína Ingvadóttir, deildarstjóri í markaðsdeild Valitors, segir brýnt að þeir sem það hafi gert hafi strax samband við þjónustuver fyrirtækisins. Aðspurð segir Jónína að málið sé nú á borði lögreglu og viðeigandi yfirvalda. Ekki er vitað um tilvik þar sem upplýsingar voru gefnar upp, en þó hafi einhverjir haft samband sem ýtt hafi á umræddan hlekk.
Í öndunarörðugleikum vegna fíkniefna
Tilkynnt var um 17 ára pilt í öndunarörðugleikum vegna fíkniefnaneyslu laust fyrir miðnætti í nótt. Pilturinn var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild. Tæplega klukkustund áður hafði lögreglan handtekið ungan mann í slæmu ástandi í sama fjölbýlishúsi í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ölvaður maður var handtekinn í Austurstræti skömmu fyrir klukkan eitt í nótt grunaður um líkamsárás. Lögreglumenn horfðu á þegar maðurinn sló dyravörð í andlitið. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu þar til hægt verður að ræða við hann. Ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Breiðholti upp úr klukkan hálfellefu í gærkvöldi þar sem hann var fastur í lyftu og búinn að skemma lyftuna. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um hálfsjöleytið í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás við Austurberg. Þar var maður laminn í höfuðið með áhaldi og fór gerandi af vettvangi. Vitað er hver er gerandi og er málið í rannsókn. Um hálfáttaleytið í gærkvöldi var tilkynnt um unglinga að skemma bifreiðar í Fossvogi. Voru þeir sagðir hafa gengið og hoppað á bifreiðunum. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á hótelbar við Ármúla upp úr hálftíu í gærkvöldi þar sem hún var búin að vera að áreita gesti. Konan var vistuð í fangageymslu lögreglu. Um hálffjögurleytið í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Huldubraut. Bifreið var ekið á grindverk og inn í garð. Fjórir menn á vettvangi voru handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þeir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar.
Tilkynnt var um 17 ára pilt í öndunarörðugleikum vegna fíkniefnaneyslu laust fyrir miðnætti í nótt. Tæplega klukkustund áður hafði lögreglan handtekið ungan mann í slæmu ástandi í sama fjölbýlishúsi í Breiðholti. Ölvaður maður var handtekinn í Austurstræti skömmu fyrir klukkan eitt í nótt grunaður um líkamsárás. Ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Breiðholti upp úr klukkan hálfellefu í gærkvöldi þar sem hann var fastur í lyftu og búinn að skemma lyftuna. Um hálfsjöleytið í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás við Austurberg. Um hálfáttaleytið í gærkvöldi var tilkynnt um unglinga að skemma bifreiðar í Fossvogi. Um hálffjögurleytið í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Huldubraut. Fjórir menn á vettvangi voru handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Heita því að láta hart mæta hörðu
Rússnesk stjórnvöld hétu því í kvöld að bregðast með hörku við viðskiptabanni sem bandarísk stjórnvöld settu á sjö rússneska auðmenn í dag. Bannið tekur til sjö rússneskra auðmanna og 12 fyrirtækja í þeirra eigu, 17 hátt settra rússneskra embættismanna, rússnesks banka og útflytjenda rússneskra vopna. "Við munum ekki láta núverandi árásir, eða aðrar nýjar and-rússneskar árásir ósvaraðar," sagði í yfirlýsingu frá Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. "Eftir að fyrri 50 viðskiptabönn hafa ekki borið neinn árangur, þá halda stjórnvöld í Washington áfram að beita óttanum um að að neita um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og hóta rússneskum fyrirtækjum að frysta eigur þeirra. Á meðan gleyma þau því að upptaka einkaeigna og fjármuna annarra er þjófnaður." BBC hafði eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fyrr í dag að aðgerðir Bandaríkjastjórnar beinist gegn þeim sem hagnast á spilltu stjórnkerfi Rússlands og eru þær m.a. ætlaðar sem svör við meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum haustið 2016. Aðgerðir Rússa á Krímskaga eru einnig sagðar vera ástæða viðskiptabannsins. Meðal þeirra sem sem viðskiptabannið nær til er álauðkýfingurinn og milljarðamæringurinn Oleg Deripaska, einn kunningja Vladimír Pútins Rússlandsforseta og Paul Manaforts kosningastjóra Trumps. Þá er Suleiman Kerimov, einn ríkasti maður Rússlands, einnig á listanum, sem og Alexei Miller forstjóri rússneska ríkisrorkufyrirtækisins Gazprom.
Rússnesk stjórnvöld hétu því í kvöld að bregðast með hörku við viðskiptabanni sem bandarísk stjórnvöld settu á sjö rússneska auðmenn í dag. "Við munum ekki láta núverandi árásir, eða aðrar nýjar and-rússneskar árásir ósvaraðar," sagði í yfirlýsingu frá Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. BBC hafði eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fyrr í dag að aðgerðir Bandaríkjastjórnar beinist gegn þeim sem hagnast á spilltu stjórnkerfi Rússlands. Eru þær m.a. ætlaðar sem svör við meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum haustið 2016. Aðgerðir Rússa á Krímskaga eru einnig sagðar vera ástæða viðskiptabannsins.
Patrekur og Kristján fara í nýja keppni
Úrslitakeppni Evrópumóts karlalandsliða í handknattleik árið 2020 verður haldin í þremur löndum, Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þessar þrjár þjóðir ásamt Evrópumeisturum Spánar þurfa ekki að fara í undankeppni og taka þátt í úrslitakeppninni á næsta ári en evrópska handknattleikssambandið hefur ákveðið að þessar fjórir þjóðir mætist innbyrðis heima og að heiman í sérstakri keppni um EHF-Evrópubikarinn til undirbúnings fyrir EM. Það verður kærkominn undirbúningur fyrir lærisveina Kristjáns Andréssonar og Patreks Jóhannessonar en þeir stýra landsliðum Svíþjóðar og Austurríkis. Leikirnir verða spilaðir á sama tíma og leikirnir í undankeppninni. Á fimmtudaginn verður dregið í riðla í undankeppni Evrópumótsins í Þrándheimi í Noregi og þá skýrist það hverjir verða andstæðingar Íslendinga. Á EM 2020 taka 24 þjóðir þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn og hefur þjóðunum 32 sem taka þátt í undankeppninni verið raðað niður í fjóra styrkleikaflokka. 1. styrkleikaflokkur: Frakkland, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Slóvenía, H-Rússland, Ungverjaland, Makedónía. 2. styrkleikaflokkur: Rússland. Tékkland, Pólland, ÍSLAND , Serbía, Svartfjallaland, Bosnía, Holland, Portúgal. 3. styrkleikaflokkur: Lettland, Litháen, Sviss, Slóvakía, Úkraína, Ísrael, Tyrkland. 4. styrkleikaflokkur: Finnland, Belgía, Eistland, Grikkland, Rúmenía, Ítalía, Kosóvó, Færeyjar. Tvær af þjóðunum þremur, Bosnía, Holland og Portúgal verða í 2. styrkleikaflokki og ein í 3. styrkleikaflokki.
Úrslitakeppni Evrópumóts karlalandsliða í handknattleik árið 2020 verður haldin í þremur löndum, Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þessar þrjár þjóðir ásamt Evrópumeisturum Spánar þurfa ekki að fara í undankeppni. Evrópska handknattleikssambandið hefur ákveðið að þessar fjórir þjóðir mætist innbyrðis heima og að heiman í sérstakri keppni um EHF-Evrópubikarinn til undirbúnings fyrir EM. Það verður kærkominn undirbúningur fyrir lærisveina Kristjáns Andréssonar og Patreks Jóhannessonar en þeir stýra landsliðum Svíþjóðar og Austurríkis. Á fimmtudaginn verður dregið í riðla í undankeppni Evrópumótsins í Þrándheimi í Noregi.
Enginn myndi keyra, bara hlaupa
Krakkarnir á leikskólanum Sólborg í Sandgerði voru að ljúka við að borða hádegismatinn sinn, steiktan fisk, grænmeti og kartöflur, þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði um daginn. Þau Bergrún Embla Hlynsdóttir 5 ára, Arndís Una Guðnadóttir 4 ára, Viktor Nóel Sveinsson 5 ára og Þórbergur Eriksson 6 ára, nemendur á Sólborg, gáfu sér tíma til að setjast niður og ræða komandi sveitarstjórnarkosningar og voru spurð um hvað þau myndu gera ef þau fengju tækifæri til að stjórna Sandgerðisbæ í einn dag eða svo. "Ef ég myndi stjórna bænum myndi ég kaupa sandkassa með engu loki," stakk Bergrún upp á. "En kisur gætu kúkað í hann, kannski þarf að kaupa lok á hann," bætti hún við eftir nánari umhugsun. "Ég myndi stoppa umferðina," sagði Arndís. "Svo myndi ég borga peninga." Blaðamaður tók undir með Arndísi að það væri vissulega mikilvægt, bæði fyrir fólk og sveitarfélög, að borga skuldir sínar. Bergrún samsinnti því og sagði frá því að frænka hennar hefði eitt sinn verið stödd í verslun þar sem hún varð vitni að þjófnaði. "Hún sá fólk taka mat og fara út úr búðinni og borga ekki fyrir hann. Þau voru að stela!" sagði Bergrún og viðstaddir tóku andköf af hneykslan. "Ef ég fengi alla peningana myndi ég vilja passa þá," sagði Viktor. Þórbergur var ekki í vafa um hvernig fjármunum sveitarfélagsins væri best varið. "Ég myndi kaupa dróna. Hann gæti horft á alla í bænum." Frétt mbl Bæjarstjóri má ekki skamma Börnin voru því næst spurð um hvort þau vissu hvað kosningar snerust um. Lítið varð um svör, en allir þekktu einhvern sem hafði kosið. "Ég held að mamma mín og pabbi myndu segja að það ætti að kjósa mig," sagði Bergrún. Myndirðu vilja stjórna bænum? spurði blaðamaður. "Já," var svarið. "Ég myndi líka vilja það," sagði Arndís og Þórbergur sagðist líka vel geta hugsað sér að stjórna bænum. "Ef ég væri bæjarstjóri myndi ég segja öllum að það mætti bara hlaupa í bænum," sagði Þórbergur. "Það myndi enginn labba, enginn keyra, enginn vera á hjóli – bara hlaupa." Spurður um hvað felist í starfi bæjarstjóra stóð ekki á svörum hjá Þórbergi: "Hann ræður bænum." Viktor sagðist ekki hafa áhuga á að gegna stöðu bæjarstjóra en gæti aftur á móti vel hugsað sér að verða fótboltamaður. Er ekki hægt að verða bæði bæjarstjóri og fótboltamaður? spurði fávís blaðamaður. "Nehei!" var svarið. Arndís, Bergrún og Þórbergur voru sammála um að Sandgerði væri góður bær, líklega sá besti í heimi, en Viktor taldi að ekki væri síðra að búa annars staðar: "Það er miklu betra að búa í Argentínu. Og í Portúgal." Spurður um hvað hann teldi betra þar en í heimabænum nefndi hann veðurfarið. "Þar er alltaf sól," sagði Viktor. En ræður bæjarstjórinn því? spurði blaðamaður. Eftir nokkurn umhugsunarfrest og umræður var hópurinn sammála um að kjörnir fulltrúar hefðu lítið vald yfir veðri og vindum. Talið barst síðan að öðrum verkefnum bæjarstjóra og bæjarstjórnar og nokkrar umræður spunnust um hvort valdsvið bæjarstjóra næði yfir óþekk börn. "Bæjarstjóri má ekki skamma krakka," fullyrti Þórbergur og hópurinn tók undir það fullum hálsi.
Krakkarnir á leikskólanum Sólborg í Sandgerði voru að ljúka við að borða hádegismatinn sinn, steiktan fisk, grænmeti og kartöflur, þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði um daginn. Þau Bergrún Embla Hlynsdóttir 5 ára, Arndís Una Guðnadóttir 4 ára, Viktor Nóel Sveinsson 5 ára og Þórbergur Eriksson 6 ára, nemendur á Sólborg, gáfu sér tíma til að setjast niður og ræða komandi sveitarstjórnarkosningar. "Ég myndi stoppa umferðina," sagði Arndís. "Svo myndi ég borga peninga." Bergrún samsinnti því og sagði frá því að frænka hennar hefði eitt sinn verið stödd í verslun þar sem hún varð vitni að þjófnaði. "Hún sá fólk taka mat og fara út úr búðinni og borga ekki fyrir hann. Þau voru að stela!" sagði Bergrún og viðstaddir tóku andköf af hneykslan. Spurður um hvað felist í starfi bæjarstjóra stóð ekki á svörum hjá Þórbergi: "Hann ræður bænum." "Bæjarstjóri má ekki skamma krakka," fullyrti Þórbergur og hópurinn tók undir það fullum hálsi.
Margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari
Árný Heiðarsdóttir byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Tveimur árum síðar hætti hún þrátt fyrir að hafa átt þess kost að æfa með landsliðinu í frjálsum. Strákarnir og unglingalífið heilluðu meira. Árný byrjaði aftur æfingar 28 ára gömul og 30 ára keppti hún á fyrsta Íslandsmótinu. Árný keppti þar til hún lenti í meiðslum fimmtug. Eftir viðburðaríkan feril er Árný aftur farin að æfa frjálsar. "Ég var eiginlega hætt en er samt byrjuð að sprikla aftur," segir Árný Heiðarsdóttir, Eyjamær og margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari í frjálsum íþróttum, sem komist hefur fjórum sinnum á pall á heimsmeistaramótum í flokki öldunga. "Ég byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Pabbi minn var þjálfari í frjálsum og tók okkur systkinin með en við erum sjö, fimm stelpur og tveir strákar," segir Árný. Hún segist hafa hætt að æfa frjálsar 16 ára. Sjá samtal við Árný í heild í Morgunblaðinu í dag.
Árný Heiðarsdóttir byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Tveimur árum síðar hætti hún þrátt fyrir að hafa átt þess kost að æfa með landsliðinu í frjálsum. Árný byrjaði aftur æfingar 28 ára gömul og 30 ára keppti hún á fyrsta Íslandsmótinu. Árný keppti þar til hún lenti í meiðslum fimmtug. Eftir viðburðaríkan feril er Árný aftur farin að æfa frjálsar.
Framlög til rannsókna skorta gagnsæi
Skortur er á gagnsæi og yfirsýn um rannsóknarframlög ríkisins til háskóla og nýtingu þess fjár, segir Ríkisendurskoðun í eftirfylgniskýrslu sinni um rannsóknarframlög til háskóla. Árin 2012 og 2015 benti Ríkisendurskoðun á að bæta þurfti utanumhald um framlög til rannsókna, en Ríkisendurskoðun ítrekar ekki þessar ábendingar sínar að þessu sinni þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað umbætur sem innleiddar verða árin 2020-22. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. "Að mati Ríkisendurskoðunar skortir gagnsæi og yfirsýn um rannsóknarframlög ríkisins til háskóla og nýtingu þess fjár. Upplýsingar um þessi framlög eru ekki skilgreind með skýrum hætti í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fjárlögum eða frumvarpi til fjárlaga," segir í skýrslu stofnunarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2018 er ráðstafað 29,7 milljörðum króna til háskóla, af þeirri fjárhæð rennur 19,8 milljarðar til Háskóla Íslands og bendir Ríkisendurskoðun á að þessi fjárhæð sé ekki sundurliðuð. Þá er sagt frá því að 2,9 milljarðar séu áætlaðir til rannsóknarstarfsemi á háskólastigi, en af þessari upphæð fara framlög til þriggja stofnana sem tengjast Háskóla Íslands. Telur Ríkisendurskoðun að "ekki verður séð að málaflokkurinn rannsóknarstarfsemi á háskólastigi veiti heildstætt yfirlit um fjárframlög ríkisins til slíkrar starfsemi. Hluti þess fjár sem er varið til rannsókna á háskólastigi er veitt til háskóla af fjárheimild málaflokksins háskólar." Þrátt fyrir að ný lög um opinber fjármál hafi tekið gildi er sagt að gagnsæi og yfirsýn hafi ekki aukist, ef litið er til framlaga til rannsókna á háskólastigi.
Skortur er á gagnsæi og yfirsýn um rannsóknarframlög ríkisins til háskóla og nýtingu þess fjár, segir Ríkisendurskoðun í eftirfylgniskýrslu sinni um rannsóknarframlög til háskóla. Árin 2012 og 2015 benti Ríkisendurskoðun á að bæta þurfti utanumhald um framlög til rannsókna, en Ríkisendurskoðun ítrekar ekki þessar ábendingar sínar að þessu sinni þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur boðað umbætur sem innleiddar verða árin 2020-22. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2018 er ráðstafað 29,7 milljörðum króna til háskóla, af þeirri fjárhæð rennur 19,8 milljarðar til Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að ný lög um opinber fjármál hafi tekið gildi er sagt að gagnsæi og yfirsýn hafi ekki aukist, ef litið er til framlaga til rannsókna á háskólastigi.
Hagnaður Íslandsbanka dregst saman
Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 2,1 milljarður króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við þrjá milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár fór úr 7% í 4,8% á milli tímabila. "Hagnaður af reglulegri starfsemi var 2,9 ma. kr. (1F17: 3,5 ma. kr.) og var arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) 8,2% á fjórðungnum (1F17: 10,6%). Hreinar vaxtatekjur jukust um 4,6% og voru 7,7 ma. kr. (1F17: 7,4 ma. kr) Vaxtamunur var 2,9% (1F17: 2,9%). Hreinar þóknanatekjur voru 2,8 ma. kr. (1F17: 3,3 ma. kr.) sem er lækkun um 15% frá 1F17 og má að mestu rekja til lækkunar á þóknanatekjum í tveimur dótturfélögum bankans. Stjórnunarkostnaður án einskiptisliða var 6,8 ma. kr. á 1F18 sem er 7,3% hækkun frá 1F17 en sé tekið tillit til verðbólgu fyrir tímabilið var hækkunin 2,9%. Hækkunina má að mestu rekja til kostnaður vegna innleiðingar á nýjum grunnkerfum bankans fyrir innlán og greiðslumiðlun en gert er ráð fyrir að því verkefni ljúki síðar á árinu. Einnig höfðu samningsbundnar launahækkanir áhrif til hækkunar á kostnaði. Útlán til viðskiptavina jukust um 2,8% (21 ma. kr.) á 1F18 eða í 776 ma. kr. Ný útlán á fjórðungnum voru 42 ma. kr. og dreifðust vel á milli viðskiptaeininga bankans á meðan innlán frá viðskiptavinum hækkuðu um 1,4% eða 8,2 ma.kr. frá árslokum 2017 (heildarinnlán voru 575 ma. kr.)," segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í fréttatilkynningu: "Íslandsbanki hóf árið með áframhaldandi útlánavexti sem nam 2,8% frá áramótum, 1,4% aukningu í innlánum og 5,1% stækkun efnahagsreiknings sem er nú um 1.088 milljarðar króna. Það var góður gangur í nýjum húsnæðislánum sem uxu um 5% frá árinu á undan. Tekjur og þóknanir voru í takt við væntingar í móðurfélagi en 15% samdráttur varð í tekjum og þóknunum samstæðu miðað við sama tíma í fyrra vegna minni umsvifa hjá tveimur dótturfélögum. Kostnaður er enn of hár hjá bankanum en 2,9% raunhækkun frá fyrra ári má að mestu rekja til launakostnaðar vegna vinnu við nýtt innlána- og greiðslukerfi auk annarra samningsbundinna launahækkana. Við erum spennt að ljúka við innleiðingu kerfisins síðar á árinu sem mun ásamt nýju skipulagi, áframhaldandi hagræðingaraðgerðum, flutningi í nýjar höfuðstöðvar og skilvirku útibúaneti, leiða til hagkvæmari reksturs og lækkunar á kostnaði hjá bankanum. Fjármögnun bankans hefur verið árangursrík það sem af er á árinu en við vorum með tvær vel heppnaðar erlendar skuldabréfaútgáfur, aðra að fjárhæð 300 milljónir evra (um 38 milljarðar íslenskra króna) á 75 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum en hina að fjárhæð 1. milljarður sænskra króna (um 11,9 milljarðar íslenskra króna) á 80 punkta álagi ofan á 3 mánaða millibankavexti í sænskum krónum. Báðar útgáfur eru með innköllunarheimild sem er nýjung á markaði og mun hjálpa við stýringu á lausafjárhlutföllum bankans. Við héldum einnig áfram að vera leiðandi innanlands í útgáfu á sértryggðum bréfum og gáfum út fyrir 9,5 milljarða króna á fjórðungnum."
Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 2,1 milljarður króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við þrjá milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár fór úr 7% í 4,8% á milli tímabila. Hreinar vaxtatekjur jukust um 4,6% og voru 7,7 ma. kr. (1F17: 7,4 ma. kr) Vaxtamunur var 2,9% (1F17: 2,9%). Hreinar þóknanatekjur voru 2,8 ma. kr. (1F17: 3,3 ma. kr.) sem er lækkun um 15% frá 1F17 og má að mestu rekja til lækkunar á þóknanatekjum í tveimur dótturfélögum bankans. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í fréttatilkynningu: "Íslandsbanki hóf árið með áframhaldandi útlánavexti sem nam 2,8% frá áramótum, 1,4% aukningu í innlánum og 5,1% stækkun efnahagsreiknings sem er nú um 1.088 milljarðar króna. Það var góður gangur í nýjum húsnæðislánum sem uxu um 5% frá árinu á undan. Fjármögnun bankans hefur verið árangursrík það sem af er á árinu en við vorum með tvær vel heppnaðar erlendar skuldabréfaútgáfur."
Engar pyndingar undir stjórn Haspel
Gina Haspel, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem næsta yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, segir að stofnunin muni ekki beita pyndingum undir hennar stjórn. Trump ítrekar stuðning sinn við Haspel Þetta kom fram í yfirheyrslu nefndar bandarísku öldungadeildarinnar yfir henni. Þingið mun í framhaldinu kjósa um hvort hún fær embættið eða ekki. Haspel hefur verið gagnrýnd fyrir tengsl sín við leynilegt fangelsi CIA á Taílandi árið 2002 þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída voru beittir vatnspyntingum. Haspel sagði við þingefndina að hún myndi ekki styðja slíkt athæfi í framtíðinni ef hún verður skipuð forstjóra CIA. "Eftir að hafa verið við störf á róstusömum tíma get ég staðfest það persónulega án nokkurs vafa að undir stjórn minni muni CIA ekki hneppa menn aftur í slíkt varðhald og láta þá gangast undir slíkar yfirheyrslur," sagði hún. "Þegar horft er til baka er ljóst…að CIA var ekki tilbúið til að framkvæmda slíkt varðhalds- og yfirheyrsluverkefni." Gina Haspel: "Under my leadership, on my watch, CIA will not restart a detention and interrogation program." pic.twitter.com/n5UE9gVOMg — FOX Business (@FoxBusiness) May 9, 2018
Gina Haspel, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem næsta yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, segir að stofnunin muni ekki beita pyndingum undir hennar stjórn. Þetta kom fram í yfirheyrslu nefndar bandarísku öldungadeildarinnar yfir henni. Þingið mun í framhaldinu kjósa um hvort hún fær embættið eða ekki. Haspel sagði við þingefndina að hún myndi ekki styðja slíkt athæfi í framtíðinni ef hún verður skipuð forstjóra CIA.
Pútin hætti við Rússalán vegna AGS
Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, vildi gjarnan lána Íslendingum í hremmingum bankahrunsins 2008 en horfið var frá þeim áformum vegna aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og mbl.is, í þættinum Þingvellir á K100 í morgun. Frétt mbl.is Þegar leitað var eftir fjármagni til þess mæta áskorunum bankahrunsins var meðal annars sóst eftir viðræðum við rússnesk yfirvöld. Páll Magnússon, stjórnandi þáttarins, spurði hvort þessi nálgun hefði verið leið til þess að knýja fram aukinn vilja Bandaríkjanna til þess að aðstoða Íslendinga og hvort úr því hefði orðið ef ekki hefði verið snöggt hlaupið frá þeim áformum. Davíð sagði það geta vel hafa gerst og það hafi verið einn þátturinn í málinu. Hann sagði að þegar hann sem seðlabankastjóri hóf viðræður við Rússa, var Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar byrjaður að þreifa á þessum möguleika. Viðbrögð rússneskra embættismanna voru, að sögn Davíðs, mjög jákvæð þar sem þeir höfðu fengið fréttir af því að það væri vilji Pútíns að Rússar skyldu koma til móts við Íslendinga. Hins vegar hafi málið strandað þegar Pútín frétti af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn myndi koma að málum.
Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, vildi gjarnan lána Íslendingum í hremmingum bankahrunsins 2008. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og mbl.is, í þættinum Þingvellir á K100 í morgun. Hann sagði að þegar hann sem seðlabankastjóri hóf viðræður við Rússa, var Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar byrjaður að þreifa á þessum möguleika. Viðbrögð rússneskra embættismanna voru, að sögn Davíðs, mjög jákvæð þar sem þeir höfðu fengið fréttir af því að það væri vilji Pútíns að Rússar skyldu koma til móts við Íslendinga. Hins vegar hafi málið strandað þegar Pútín frétti af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn myndi koma að málum.
Viðurkenna tap á Írlandi
John McGuirk, talsmaður hópsins Save The 8th, sem berst gegn lögleiðingu fóstureyðinga á Írlandi, hefur viðurkennt að andstæðingar lögleiðingar hafi tapað þjóðaratkvæðagreiðslunni á Írlandi sem fór fram í gær. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky News . Úrslit atkvæðagreiðslunnar munu ekki liggja fyrir fyrr en síðdegis í dag, en talning er hafin og gefa útgönguspár til kynna að niðurstaðan yrði 68% með lögleiðingu en 32% gegn. Irish Times segir frá því að talningin hingað til gefi vísbendingu um að úrslitin verði í takt við útgönguspár. Samkvæmt Sky á McGuirk að hafa sagt við írska ríkisútvarpið RTE að niðurstaðan lægi fyrir og að "það eru engar líkur á því að lagabreytingunni verði hafnað". Hann sagði jafnframt að réttur barns í kviði yrði ekki til í lögum, heldur hefði lagasetning aðeins viðurkennt þann rétt. "Hann [réttur ófædds barns] er til óháð því hvernig fólk kýs, Hann er til óháð ákvæðum stjórnarskrár," sagði McGuirk. Frétt af mbl.is
John McGuirk, talsmaður hópsins Save The 8th, sem berst gegn lögleiðingu fóstureyðinga á Írlandi, hefur viðurkennt að andstæðingar lögleiðingar hafi tapað þjóðaratkvæðagreiðslunni á Írlandi sem fór fram í gær. Úrslit atkvæðagreiðslunnar munu ekki liggja fyrir fyrr en síðdegis í dag, en talning er hafin og gefa útgönguspár til kynna að niðurstaðan yrði 68% með lögleiðingu en 32% gegn. "Hann [réttur ófædds barns] er til óháð því hvernig fólk kýs, Hann er til óháð ákvæðum stjórnarskrár," sagði McGuirk.
'"Lokahnykkurinn" við gerð heilsárshringvegar'
Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun til ákvörðunar tillögu að matsáætlun varðandi endurbyggingu Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg. Í henni kemur fram að kostnaður við hina fyrirhuguðu framkvæmd er talinn vera í kringum 5,6 milljarðar króna. Tilgangurinn er að bæta samgöngur um Vestfirði og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegum verða samgöngur á svæðinu áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verða Vestfjarðarvegur milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða og Bíldudalsvegur milli Bíldudals og Vestfjarðavegar heilsársvegir og hringleiðin um Vestfirði opin allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður, segir í tillögu Vegagerðarinnar að matsáætlun. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum er framkvæmdin matsskyld. Tillagan sem nú hefur verið lögð fram er gróf verklýsing, þar er gerð grein fyrir fyrir framkvæmdinni, framkvæmda- og áhrifasvæði hennar, ásamt þeim þáttum umhverfisins sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum. Í tillögu að matsáætlun er því jafnframt lýst hvernig staðið er að rannsóknum og mati á áhrifum. Ekki haldið opnu yfir háveturinn Fyrirhugað er að endurbyggja Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði á kafla sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði, langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði. Einnig er fyrirhugað að endurbyggja Bíldudalsveg á kafla sem nær frá Bíldudalsflugvelli á Hvassnesi að Vestfjarðavegi í Helluskarði á Dynjandisheiði. Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum; Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. "Hún ásamt Dýrafjarðargöngum er lokahnykkurinn við gerð heilsárshringvegar um Vestfirði," segir í tillögu Vegagerðarinnar. Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði er ekki haldið opnum yfir háveturinn á kaflanum frá Hótel Flókalundi í Vatnsfirði að Þingeyri í Dýrafirði. Sama gildir um Bíldudalsveg á kaflanum frá Fossi að Vestfjarðavegi í Helluskarði á Dynjandisheiði. Í undirbúningi og í framkvæmd eru miklar vegabætur á Vestfjarðavegi með lagningu Dýrafjarðarganga. "Jarðgöngin munu ekki nýtast að fullu fyrr en lagður hefur verið heilsársvegur um Dynjandisheiði með tengingu til Bíldudals," segir ennfremur í tillögunni. Nýr kafli Vestfjarðavegar verður 35-40 kílómetra langur, háð leiðarvali. Hann verður lagður í staðinn fyrir tæplega 41 kílómetra langan veg. Nýr kafli Bíldudalsvegar verður liðlega 28 kílómetra langur. Hann verður lagður í staðinn fyrir rúmlega 29 kílómetra langan veg. Í tillögu Vegagerðarinnar er tekið fram að á Bíldudal séu aukin umsvif vegna fiskeldis í Arnarfirði sem hafa í för með sér aukna þungaflutninga um Bíldudalsveg og Vestfjarðaveg. Því hefur verið ákveðið að í tengslum við nýjan Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði sé nauðsynlegt að endurbyggja Bíldudalsveg. Fyrirhugað er að skipta framkvæmdinni í þrjá áfanga. Drög að tillögu að matsáætlun voru kynnt í fyrra. Athugasemdir bárust frá 20 aðilum og snúa þær flestar að þeim veglínum sem kynntar voru, en einnig um áfangaskiptingu framkvæmdarinnar. Liggur um friðlýst svæði Núverandi Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði og þar með fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur um friðlýst svæði, hverfisverndað svæði og svæði á náttúruminjaskrá. Samtals ná vegirnir yfir 70 kílómetra leið. Nýr vegur mun fylgja núverandi vegi á köflum en fara á öðrum stöðum yfir lítt raskað land. Sá hluti Bíldudalsvegar sem fyrirhugað er að endurnýja hefst við Bíldudalsflugvöll á Hvassnesi, við vegamót Flugvallarvegar og Bíldudalsvegar og endar við Vestfjarðaveg í Helluskarði. Ákveðið var að vegurinn myndi liggja í grennd við núverandi veg, þar sem það væri hægt. Mesta breytingin á legu vegarins er í botni Trostansfjarðar en einnig eru breytingar í botni Fossfjarðar og Reykjarfjarðar. "Endanleg ákvörðun um legu vegarins verður tekin í samráði við landeigendur, t.d. þannig að hún hafi sem minnst áhrif á fyrirhugaða landnýtingu í Dufansdal, búskap og æðarvarp í landi Foss og upplifun gesta í Reykjarfjarðarlaug í Reykjarfirði. Einnig munu niðurstöður fornleifarannsókna hafa áhrif á legu vegarins," segir í tillögu Vegagerðarinnar. Undanfari frummatsskýrslu Í frummatsskýrslu verður fjallað um þá þætti umhverfisins sem hugsanlega geta orðið fyrir umtalsverðum umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar. Þar verður m.a. lögð áhersla á gróðurfar, fuglalíf, lífríki, vatnsgæði, jarðmyndanir, útivist, ferðamennsku og ásýnd lands. Þá verður í frummatsskýrslu umfjöllun um kolefnisspor mismunandi leiða og lausna. Skoðað verður hvaða áhrif stytting leiðar, lagning jarðganga í stað vegar og ræsi í stað brúar hafa á kolefnisspor framkvæmda. Skipulagsstofnun hefur nú fjórar vikur til að taka ákvörðun um tillögu Vegagerðarinnar. Á þeim tíma þarf hún að leita eftir umsögn leyfisveitenda og eftir atvikum annarra. Umsagnaraðilar fá að minnsta kosti 10 virka daga til að gefa umsögn sína en allir geta sent Skipulagsstofnun athugasemdir innan þess tíma. Að loknum kynningartíma tekur Skipulagsstofnun ákvörðun um áætlunina. Niðurstaða Skipulagsstofnunar getur verið á þrjá vegu: Fallist á tillögu framkvæmdaraðila, fallist á tillögu framkvæmdaaðila með athugasemdum, eða tillögunni er synjað.
Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun til ákvörðunar tillögu að matsáætlun varðandi endurbyggingu Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg. Í henni kemur fram að kostnaður við hina fyrirhuguðu framkvæmd er talinn vera í kringum 5,6 milljarðar króna. Tilgangurinn er að bæta samgöngur um Vestfirði og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum er framkvæmdin matsskyld. Fyrirhugað er að endurbyggja Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði á kafla sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði, langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði. Núverandi Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði og þar með fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur um friðlýst svæði, hverfisverndað svæði og svæði á náttúruminjaskrá. Skipulagsstofnun hefur nú fjórar vikur til að taka ákvörðun um tillögu Vegagerðarinnar.
Biðst afsökunar á óheppilegu orðalagi
Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans, hefur beðið móður afsökunar eftir tölvupóstsamskipti hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Kristín Cardew greindi frá málinu á Facebook. Hún sendi námsráðgjafa Tækniskólans póst og spurði hvort sonur hennar ætti möguleika á skólavist þrátt fyrir að hafa ekki náð B í íslensku eða stærðfræði í grunnskóla. "Á svona strákur möguleika á rafmagninu í haust?" stóð í tölvupósti sem námsráðgjafinn áframsendi til skólastjóra Raftækniskólans en Kristín var með í samskiptunum og sá því allt. Svar skólastjórans var á þá leið að líkur sonar Kristínar á skólavist væru sáralitlar því umsóknir hefðu aldrei verið fleiri. Kristín var óánægð með þessi svör og taldi að þeir sem hefðu átt erfitt uppdráttar í bóklegu námi ættu að fá skólavist í Tækniskólanum. "Þetta var leiðindapóstur sem fór á milli starfsmanna hjá okkur og á ekki að eiga sér stað," sagði Jón í samtali við mbl.is. Hann hafi haft samband við Kristínu og beðið hana afsökunar fyrir hönd skólans. "Þetta er alls ekki okkar stefna. Þetta orðalag var svolítið þannig að það væri hægt að lesa það á neikvæðan hátt," segir Jón og á við þegar sagt var "svona strákur". Hann bætir við að það sé einnig hægt að sjá það jákvætt en í þessu tilfelli sé það auðvitað túlkað neikvætt. "Þetta var mjög óheppilegt orðalag og á ekki að vera svona. Tækniskólinn er og hefur alltaf verið fyrir alla og stefna okkar er að veita eins mörgum tækifæri til menntunar og mögulegt er," segir Jón og bætir við að Kristínu og syni hennar hafi verið boðið í viðtal um skólavist.
Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans, hefur beðið móður afsökunar eftir tölvupóstsamskipti hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Hún sendi námsráðgjafa Tækniskólans póst og spurði hvort sonur hennar ætti möguleika á skólavist þrátt fyrir að hafa ekki náð B í íslensku eða stærðfræði í grunnskóla. Svar skólastjórans var á þá leið að líkur sonar Kristínar á skólavist væru sáralitlar því umsóknir hefðu aldrei verið fleiri. Kristín var óánægð með þessi svör og taldi að þeir sem hefðu átt erfitt uppdráttar í bóklegu námi ættu að fá skólavist í Tækniskólanum.
Snákar eru vanmetin gæludýr
Unnar Karl er fæddur og uppalinn í Kópavogi og lauk námi í bifvélavirkjun frá Borgarholtsskóla. Hann fann sig þó aldrei almennilega í bifvélavirkjun og eftir nokkur ár í starfi ákvað hann að söðla um og finna sér starf tengt umönnun dýra. "Þá var ég loksins farinn að finna mig aftur." Hann ákvað að breyta algerlega um stefnu og leggja land undir fót og leiddi ævintýraþráin hann á endanum til Bretlandseyja. Aðspurður segir Unnar Karl Bretland hafa orðið fyrir valinu þar sem það hafi einfaldlega verið ódýrast að stunda BA-nám í dýralíffræði á Englandi. Beðinn að útskýra dýralíffræði nánar stendur ekki á svörum: "Dýralíffræði, eða zoology eins og þetta heitir á ensku, er mjög skemmtilegt og gríðarlega áhugavert nám. Aðaláherslur eru þróunarkenningin, vistfræði og uppbygging lífvera, allt frá einföldum frumum og upp í mjög stór dýr og allt þar á milli. Okkur er sömuleiðis kennt hvernig skal framkvæma rannsókn frá byrjun til enda og hvernig á að skrifa almennilegar ritgerðir um slíkar rannsóknir." Unnar Karl sérhæfir sig í skriðdýrum og segir hann áhugann á þeim hafa orðið til þegar hann var smástrákur og sá frosk í fyrsta skipti á ævinni. Áhugi Unnars Karls á framandi gæludýrum hefur síður en svo minnkað, en á heimili hans má finna nokkurn fjölda snáka. Aðspurður segir Unnar Karl það ekki vera vandamál og snákar séu mjög skemmtileg gæludýr. Sjá viðtal við Unnar Karl í heild í Morgunblaðinu í dag.
Unnar Karl er fæddur og uppalinn í Kópavogi og lauk námi í bifvélavirkjun frá Borgarholtsskóla. Hann fann sig þó aldrei almennilega í bifvélavirkjun og eftir nokkur ár í starfi ákvað hann að söðla um og finna sér starf tengt umönnun dýra. Hann ákvað að breyta algerlega um stefnu og leggja land undir fót og leiddi ævintýraþráin hann á endanum til Bretlandseyja. Aðspurður segir Unnar Karl Bretland hafa orðið fyrir valinu þar sem það hafi einfaldlega verið ódýrast að stunda BA-nám í dýralíffræði á Englandi. Áhugi Unnars Karls á framandi gæludýrum hefur síður en svo minnkað, en á heimili hans má finna nokkurn fjölda snáka.
Mesti rigningarmánuður í sögu mælinga í Reykjavík
Í Reykjavík mældist úrkoma alla daga í maí og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma þar í maí frá upphafi mælinga. Þetta kemur fram í tíðarfarslýsingu maímánaðar á vef Veðurstofu Íslands. Óvenju úrkomusamt var sérstaklega vestanlands, en nokkur mánaðarúrkomumet voru sett á nokkrum stöðvum í maí. Alhvítt varð einn dag í Reykjavík og víða sunnan- og vestanlands í byrjun maí. Einnig varð alhvítt víða vestan- og norðvestanlands síðar í mánuðinum, en autt var á Akureyri allan mánuðinn. Svalt var í veðri í maí um landið suðvestanvert en hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi. Meðalhitinn á Akureyri, 7,4 stig, var mun hærri en meðalhitinn í Reykjavík, 5,7 stig, sem er óvenjulegt, en meðalhitinn í Reykjavík var talsvert undir meðallagi síðustu tíu ára á meðan meðalhitinn á Akureyri var yfir meðallagi. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 5,2 stig og 7,3 stig á Höfn í Hornafirði. Meðalhiti mánaðarins var hæstur 7,8 stig á Egilsstaðaflugvelli. Lægstur var meðalhitinn -0,7 stig á Ásgarðsfjalli í Kerlingarfjöllum. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 41 stund undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Vindhraði á landsvísu var um einum metra á sekúndu yfir meðallagi. Sunnanáttir voru ríkjandi í mánuðinum og hvassast var dagana 6. og 20. maí. [email protected]
Í Reykjavík mældist úrkoma alla daga í maí og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma þar í maí frá upphafi mælinga. Óvenju úrkomusamt var sérstaklega vestanlands, en nokkur mánaðarúrkomumet voru sett á nokkrum stöðvum í maí. Svalt var í veðri í maí um landið suðvestanvert en hlýtt á Norðaustur- og Austurlandi. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 41 stund undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Vindhraði á landsvísu var um einum metra á sekúndu yfir meðallagi.
Fá hátt í 100 einkunnir
Eftir að nýtt námsmatskerfi var tekið upp, svokölluð hæfniviðmið, fær hver grunnskólanemandi miklu fleiri einkunnir en áður. Dæmi eru um að átta ára gömul börn fái hátt í 100 einkunnir, þar af 28 í íslensku og 11 í stærðfræði. Þessu fylgir mikil vinna fyrir grunnskólakennara. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að til standi að taka upp viðræður um þetta við yfirvöld menntamála. Fátt bendi til að það bæti nám og kennslu. "Þetta námsmat átti að gefa betri sýn á stöðu nemandans, en það virðist ekki ná að gera það," segir Þorgerður. "Svo virðist sem foreldrar séu litlu betur settir með að átta sig á stöðu barna sinna." Ályktað var um námsmatið á síðasta aðalfundi FG og Þorgerður segir að til standi að ræða það á vettvangi menntamálaráðuneytisins. "Það er svo spurning hvort það verði sátt um að hafa þetta öðruvísi til framtíðar," segir hún. Morgunblaðið ræddi við kennara sem hefur umsjón með 3. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Í hans bekk eru 19 nemendur. "Svo eru nokkrir sem fá sérstakar umsagnir vegna þess að þeir eru með annað námsefni og eru því með annars konar námsmat sem er lagað að þeirra þörfum," segir kennarinn sem segir að í skólanum þar sem hann kennir spyrji margir sig þeirrar spurningar til hvers verið sé að vinna alla þessa vinnu. Spurður um hversu mikill tími fari í að vinna námsmatið segir hann að erfitt sé að áætla það. "En ég get fullyrt að það er óratími. Það er hægt að nota veturinn og forvinna sumt. En í lok skólaársins þarf að yfirfara það allt hvort sem er." Í þessum tiltekna þriðja bekk eru gefin 28 hæfniviðmið í íslensku, 12 í stærðfræði, 11 í samfélagsfræði, 11 í upplýsinga- og tæknimennt, níu í íþróttum og samtals 21 í verklegum greinum. Að auki er gefin lokaeinkunn í hverri grein og þetta eru samtals 98 einkunnir á hvert barn. Áðurnefndur kennari kennir allar bóklegar greinar, sem eru þær fjórar fyrstnefndu og þarf því að gefa hverjum og einum af sínum 19 nemendum 62 einkunnir, auk lokaeinkunnar í hverri námsgrein, 66 einkunnir fyrir hvern og einn. Kennarinn þarf því að gefa samtals 1.254 einkunnir.
Eftir að nýtt námsmatskerfi var tekið upp, svokölluð hæfniviðmið, fær hver grunnskólanemandi miklu fleiri einkunnir en áður. Dæmi eru um að átta ára gömul börn fái hátt í 100 einkunnir. Þessu fylgir mikil vinna fyrir grunnskólakennara. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að til standi að taka upp viðræður um þetta við yfirvöld menntamála. Fátt bendi til að það bæti nám og kennslu.
Lítill áhugi á sólarferðum í Skandinavíu
Hitabylgjan í maí og sólrík júníbyrjun veldur því að fáir Svíar hafa áhuga á að ferðast til sólarlanda. Hægt er að fá sólarlandaferðir fyrir slikk þar sem eftirspurnin er lítil sem engin. Líkt og yfirleitt hafa margir keypt ferðina til sólarlanda með góðum fyrirvara en yfirleitt er einhver hópur sem kaupir ferðina á síðustu stundu og oft hægt að gera góð kaup. Verð á pakkaferðum til Miðjarðarhafsins hefur lækkað um 25% í maí á milli ára, segir Clara Larsson hjá ferðaskrifstofunni Apollo í viðtali við TT-fréttastofuna. Hún segir að nóg framboð sé af ferðum á góðum kjörum en ef veðrið versni í Svíþjóð megi búast við aukinni eftirspurn. Adelina Dankova hjá ferðaskrifstofunni Tui hefur svipaða sögu að segja. Hún segir að allt bendi til þess að góða veðrið í Svíþjóð valdi því að fáir hafi áhuga á að ferðast til sólarlanda næstu vikurnar. Maí var heitasti maímánuðurinn í Svíþjóð síðan mælingar hófust og nýtt maímet var sett á miðvikudag þegar hitinn fór í 31,1 gráðu í Gautaborg. Í dag er útlit fyrir heldur svalari dag í Danmörku en undanfarna daga en þar verður ekki nema 18-23 stiga hiti og skýjað. En á morgun léttir til að nýju og hitinn rýkur upp. Spáð er 25-30 stiga hita þar í landi næstu daga. Nýtt hitamet var einnig slegið í Danmörku í maí en mánuðurinn hefur ekki verið jafn hlýr þar í landi síðan mælingar hófust. Í Noregi var einnig slegið hitamet líkt og mbl.is hefur fjallað um en þar hefur ekki verið jafnhlýtt í maí í 100 ár. Frétt Þrefalt meiri úrkoma en í meðalári Þegar tíðarfarið á Íslandi í maí er skoðað kemur í ljós að fremur svalt var í veðri í maí um landið suðvestanvert á meðan hlýtt var á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög hlýir dagar voru í lok mánaðar á Norðausturlandi. Mánuðurinn hefur verið óvenjuúrkomusamur, þá sérstaklega vestanlands. Ný mánaðarúrkomumet voru sett á nokkrum stöðvum í maí. Í Reykjavík mældist úrkoma alla daga mánaðarins og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma þar frá upphafi mælinga. Meðalhiti í Reykjavík í maí var 5,7 stig og er það -0,6 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,4 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 7,4 stig, 1,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Athygli vekur að meðalhitinn á Akureyri í maí var mun hærri en meðalhitinn í Reykjavík sem er óvenjulegt. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 5,2 stig og 7,3 stig á Höfn í Hornafirði. Maí var úrkomusamur á landinu öllu og óvenjublautur á landinu vestanverðu. Í Reykjavík mældist úrkoman í maí 128,8 mm sem er nærri þrefalt meira en í meðalári og sú mesta sem mælst hefur í maímánuði frá upphafi mælinga í Reykjavík. Þetta er þó ekki langt frá eldra meti sem er frá árinu 1989 þegar úrkoman mældist 126,0 mm. Á Akureyri mældist úrkoman 43,5 mm sem er meira en tvöfalt meira en að meðallagi í maí á Akureyri. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 113,2 mm sem er það mesta sem hefur mælst þar síðan árið 1875. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 188,6 mm. Í maí rigndi hvern einasta dag í Reykjavík. Aðeins fjórum sinnum áður hefur rignt alla daga heilan mánuð í Reykjavík, síðast gerðist það í febrúar 2012. En dagar sem úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 23, þrettán fleiri en í meðalári og hafa aðeins tvisvar áður verið eins margir (árin 1896 og 1991). Slíkir dagar voru 9 á Akureyri, 4 fleiri en í meðalári. Nokkur önnur maíúrkomumet voru sett, t.d. í Neðra-Skarði (151 mm), Hlaðhamri (97 mm), Hrauni á Skaga (128 mm), Skaftafelli (269 mm), Vatnsskarðshólum (295 mm), Hjarðarlandi (202mm), Keflavíkurflugvelli (154,9 mm) og á Nesjavöllum (495,7 mm). Úrkoman á Nesjavöllum er sú 4. mesta sem mælst hefur á landinu í maímánuði.
Hitabylgjan í maí og sólrík júníbyrjun veldur því að fáir Svíar hafa áhuga á að ferðast til sólarlanda. Hægt er að fá sólarlandaferðir fyrir slikk þar sem eftirspurnin er lítil sem engin. Maí var heitasti maímánuðurinn í Svíþjóð síðan mælingar hófust og nýtt maímet var sett á miðvikudag þegar hitinn fór í 31,1 gráðu í Gautaborg. Nýtt hitamet var einnig slegið í Danmörku í maí. Í Noregi var einnig slegið hitamet. Þegar tíðarfarið á Íslandi í maí er skoðað kemur í ljós að fremur svalt var í veðri í maí um landið suðvestanvert á meðan hlýtt var á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög hlýir dagar voru í lok mánaðar á Norðausturlandi. Mánuðurinn hefur verið óvenjuúrkomusamur, þá sérstaklega vestanlands. Í Reykjavík mældist úrkoma alla daga mánaðarins og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma þar frá upphafi mælinga. Maí var úrkomusamur á landinu öllu og óvenjublautur á landinu vestanverðu.
Plastlaust Indland 2022
Forsætisráðherra Indlands hefur tilkynnt að notkun á einnota plasti verði útrýmt í landinu fyrir árið 2022. Loforð Narenda Modi er það metnaðarfyllsta sem gefið hefur verið út í tengslum við plastmengun á heimsvísu. Guardian greinir frá. Aðgerðir Modi stefna að því að stórminnka plastnotkun í þessu hraðast vaxandi hagkerfi í heiminum, en í Indlandi býr 1,3 milljarður manna. "Ákvarðanirnar sem við tökum í dag munu skilgreina sameiginlega framtíð okkar," sagði Modi í ávarpi sínu á þriðjudag. Modi sagði ákvarðanirnar ekki alltaf auðveldar, en með bættri árvekni, tækni og samvinnu á heimsvísu væri hægt að taka réttar ákvarðanir. Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þjóða gripið til aðgerða til þess að sporna við plastmengun: Í Kenýa hafa einnota plastpokar verið bannaðir, frauðplast hefur verið bannað í Sri Lanka og Kína hefur tekið að nota niðurbrjótanlega poka. Plastlaust Taj Mahal Indland hefur einnig tilkynnt aðgerðir gegn plastmengun í sjó og áætlanir um mælingar á magni plasts sem fer í sjóinn á 7.500 kílómetralangri strandlengju landsins. Þá hefur landið einnig heitið því að gera 100 þjóðmerki plastlaus, þeirra á meðal Taj Majal.
Forsætisráðherra Indlands hefur tilkynnt að notkun á einnota plasti verði útrýmt í landinu fyrir árið 2022. Loforð Narenda Modi er það metnaðarfyllsta sem gefið hefur verið út í tengslum við plastmengun á heimsvísu. Aðgerðir Modi stefna að því að stórminnka plastnotkun í þessu hraðast vaxandi hagkerfi í heiminum. Modi sagði ákvarðanirnar ekki alltaf auðveldar, en með bættri árvekni, tækni og samvinnu á heimsvísu væri hægt að taka réttar ákvarðanir.
Frænka henti fornum munum
Eigandi fornra gripa sem bárust Þjóðminjasafni Íslands frá Nytjamarkaði Góða hirðisins á dögunum virðist fundinn. Leikstjórinn Arró Stefánsson greindi frá því á Facebook-síðu sinni í morgun að gripirnir séu í hans eigu og að frænka hans hafi hent þeim óafvitandi. "Hún var bara að tæma geymslu og bara fleygði þessu, hún tók ekkert eftir því hvað þetta var eða neitt, hún var bara að henda út einhverjum fötum og dóti og þetta bara flaug með," segir Arró í samtali við blaðamann mbl.is. Fjallað var um munina í Morgunblaðinu á laugardag, en þeir bárust á gámastöðina við Dalveg í Kópavogi í plastkassa, vafðir inn í salernispappír. Um er að ræða odda af örvum og spjótum, sveigðar járnþynnur, glerbrot úr lyfjaglösum, axarhöfuð og fleira, tugi gripa sem allir eru mjög fágætir. Frétt mbl.is Arró, sem er staddur í Tævan þessa dagana, segist hafa vaknað síðasta sunnudagsmorgun við stöðug læti í símanum sínum þar sem fjölskylda og vinir höfðu séð frétt Morgunblaðsins um munina. Hann segir ótrúlegt og með ólíkindum að munir hans hafi komist heilir frá því að lenda í ruslinu og hefur sett sig í samband við Þjóðminjasafnið til að endurheimta þá. "Ég er búinn að vera að safna forngripum frá því að ég var 11-12 ára gamall," segir Arró, en þeir munir sem bárust Þjóðminjasafninu frá Góða hirðinum eru einungis hluti af forngripasafni hans, en þó sá hluti safnsins sem hann heldur mest upp á. "Þetta var það sem mig langaði minnst að myndi glatast," segir Arró, en áhugi hans á fornum munum kviknaði sökum áhuga á heimssögunni. Hann segist vilja geta snert söguna, í stað þess að lesa einungis um hana á blaði. Megnið af mununum hefur hann keypt á uppboðum á netinu og í ýmsum safnaraverslunum í Bandaríkjunum. Arró segist nánast hafa fengið hjartaáfall og taugaáfall er hann sá að safngripum hans hafði verið hent, en er sem áður segir, ánægður með að það sé í lagi með munina. Facebook-færslu Arrós má sjá hér að neðan.
Eigandi fornra gripa sem bárust Þjóðminjasafni Íslands frá Nytjamarkaði Góða hirðisins á dögunum virðist fundinn. Leikstjórinn Arró Stefánsson greindi frá því á Facebook-síðu sinni í morgun að gripirnir séu í hans eigu og að frænka hans hafi hent þeim óafvitandi. Um er að ræða odda af örvum og spjótum, sveigðar járnþynnur, glerbrot úr lyfjaglösum, axarhöfuð og fleira, tugi gripa sem allir eru mjög fágætir. Hann segir ótrúlegt og með ólíkindum að munir hans hafi komist heilir frá því að lenda í ruslinu og hefur sett sig í samband við Þjóðminjasafnið til að endurheimta þá.
Opna fjögurra stjörnu lúxushótel í Borgarnesi
Nýtt fjögurra stjörnu hótel, B59 hotel, opnar dyr sínar í Borgarnesi í dag. Á hótelinu, sem samanstendur af 81 hótelherbergi, er að finna þrjár tæplega 50 fermetra hótelsvítur auk átta annarra herbergja með einstöku útsýni. Jafnframt er á hótelinu fullkomin heilsulind og líkamsræktaraðstaða, þar sem boðið verður upp á nudd og snyrtimeðferðir, að því er segir í tilkynningu hótelsins. Bjóða íbúum að gleðjast með sér "Það er margt um að vera," segir Jóel Salómon Hjálmarsson, hótelstjóri B59 hotel, í samtali við mbl.is. "Við brugðum á það ráð að bjóða öllum íbúum Akraness, Borgarness og nærsveita að gleðjast með okkur og bjóðum þess vegna í opið hús í allan dag. Fólki er velkomið að koma og skoða hótelið og þiggja léttar veitingar," segir Jóel, en hátíðaropnunin stendur yfir milli kl. 14 og 20 í dag. "Þetta verður fjögurra stjörnu lúxushótel og við leggjum rosalega mikið upp úr þjónustu við gesti og gæðum í þjónustu. Við viljum frekar vera með færri gesti í húsi og geta passað upp á að við veitum öllum gestum þá þjónustu sem við viljum veita. Stærsta svítan okkar er 46 fermetra hornsvíta með frábæru útsýni yfir Mýrarnar, Hafnarfjallið og Borgarfjörðinn. Við erum staðsett á Borgarbraut 57, í miðbæ Borgarness. Bara á besta stað," segir Jóel. Svara kallinu vegna aukins ferðamannastraums Hann segir Borgnesinga hafa fundið fyrir auknum ferðamannastraumi að undanförnu. "Við erum að svara kallinu. Borgarnes hefur í gegn um árin verið pissustopp ferðamanna, en með aukinni afþreyingu á svæðinu, t.d. Into the Glacier í Langjökli, heitu pottunum í Krauma og svo auðvitað náttúrufegurðinni á Snæfellsnesi þá erum við að sjá fleiri ferðamenn stoppa og skoða sig um á Vesturlandi. Það er eftirspurnin sem við erum að mæta," segir Jóel. Veitingastaður hótelsins, Snorri kitchen and bar, mun leggja áherslu á hráefni úr héraði. "Við erum búin að vera í miklu sambandi við bændur á svæðinu og leggjum áherslu á íslenska matargerð með alþjóðlegu ívafi, notum íslenskar matarhefðir og klassíska matargerð. Við viljum bjóða bæði þeim gestum sem gista á hótelinu sem og Íslendingum sem eiga leið hjá og heimafólki að fá að upplifa gæðahráefni úr héraði," segir Jóel.
Nýtt fjögurra stjörnu hótel, B59 hotel, opnar dyr sínar í Borgarnesi í dag. Á hótelinu, sem samanstendur af 81 hótelherbergi, er að finna þrjár tæplega 50 fermetra hótelsvítur auk átta annarra herbergja með einstöku útsýni. "Það er margt um að vera," segir Jóel Salómon Hjálmarsson, hótelstjóri B59 hotel. "Við brugðum á það ráð að bjóða öllum íbúum Akraness, Borgarness og nærsveita að gleðjast með okkur og bjóðum þess vegna í opið hús í allan dag." Fólki er velkomið að koma og skoða hótelið og þiggja léttar veitingar," segir Jóel, en hátíðaropnunin stendur yfir milli kl. 14 og 20 í dag. Hann segir Borgnesinga hafa fundið fyrir auknum ferðamannastraumi að undanförnu. Veitingastaður hótelsins, Snorri kitchen and bar, mun leggja áherslu á hráefni úr héraði.
Kona Netanjahú ákærð fyrir fjársvik
Sara Netanjahú, eiginkona Benjamins Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, var í dag ákærð fyrir fjársvik og trúnaðarbrot eftir að rannsókn lögreglu á ásökunum í garð hennar lauk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneyti landsins. Ásakanir á hendur forsætisráðherrafrúnni komu fram í fyrra en hún er sögð hafa ranglega tilkynnt að engir kokkar væru til staðar á skrifstofu forsætisráðherrans og því gripið til þess að kaupa mat af utanaðkomandi veisluþjónustu á kostnað almennings. Fjárhæð þess svikna er yfir 350.000 ísraelskir skildningar eða sem nemur um 10,5 milljónum króna. Hún neitar sök. Rannsókn stendur einnig yfir á gjörðum forsætisráðherrans sjálfs en hann er grunaður um spillingu. Í einu tilfelli eru hann og fjölskyldumeðlimir sagðir hafa þegið lúxusvindla, kampavín og skartgripi að verðmæti 30 milljóna króna í skiptum fyrir greiða. Þá er forsætisráðherrann grunaður um að hafa reynt að landa samningum við eiganda Yediot Aharonot, eins stærsta dagblaðs Ísraels, um jákvæðari fréttaflutning í garð ríkisstjórnar hans. Netanjahú hefur lýst yfir sakleysi sínu og segir sig vera fórnarlamb "nornaveiða". Þrátt fyrir vandræð þeirra hjóna benda skoðanakannanir til að hægriflokkur hans, Likud, verði áfram stærsti flokkur landsins en þingkosningar verða haldnar í Ísrael í nóvember á næsta ári. Flokkurinn hefur 30 sæti af 120 á ísraelska þinginu.
Sara Netanjahú, eiginkona Benjamins Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, var í dag ákærð fyrir fjársvik og trúnaðarbrot eftir að rannsókn lögreglu á ásökunum í garð hennar lauk. Fjárhæð þess svikna er yfir 350.000 ísraelskir skildningar eða sem nemur um 10,5 milljónum króna. Hún neitar sök. Rannsókn stendur einnig yfir á gjörðum forsætisráðherrans sjálfs en hann er grunaður um spillingu. Netanjahú hefur lýst yfir sakleysi sínu og segir sig vera fórnarlamb "nornaveiða". Þrátt fyrir vandræð þeirra hjóna benda skoðanakannanir til að hægriflokkur hans, Likud, verði áfram stærsti flokkur landsins.
Dreymt um svona mark síðan ég byrjaði í fótbolta
Katrín Ómarsdóttir, miðjumaður KR, átti súrsætt kvöld í 4:2-tapi gegn Stjörnunni í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Annars vegar var hún svekkt með tapið sem skilur KR áfram eftir í fallsæti en að sama skapi ánægð með ótrúlegt hjólhestaspyrnumark sem hún skoraði í byrjun síðari hálfleiks. "Ég er svekkt með þessi þrjú mörk í fyrri hálfleik, við hefðum getað komið í veg fyrir þau. Það gekk svo betur í síðari hálfleik og við uppskárum tvö mörk, það hefur gengið illa að sækja í sumar." KR byrjaði leikinn ágætlega en vindurinn virtist fara úr seglum leikmanna liðsins þegar gestirnir náðu fyrsta markinu. "Það er erfitt þegar það hefur gengið illa og við höfum fengið mörg mörk á okkur, það sló okkur svolítið út af laginu. " Markið sem hún skoraði var ekki af verri endanum: "Mig hefur dreymt um að skora svona mark síðan ég byrjaði í fótbolta, það hefði mátt vera sigurmark." Hún telur þó KR-liðið fullfært um að halda sér uppi í deildinni eins og undanfarin ár. "Er ekki búin að vera krísa bara síðustu ár? Okkur hefur tekist að halda okkur uppi undanfarið og ég helda að það verði engin breyting á því núna," sagði hún að endingu.
Katrín Ómarsdóttir, miðjumaður KR, átti súrsætt kvöld í 4:2-tapi gegn Stjörnunni í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Annars vegar var hún svekkt með tapið sem skilur KR áfram eftir í fallsæti en að sama skapi ánægð með ótrúlegt hjólhestaspyrnumark sem hún skoraði í byrjun síðari hálfleiks. KR byrjaði leikinn ágætlega en vindurinn virtist fara úr seglum leikmanna liðsins þegar gestirnir náðu fyrsta markinu. Hún telur þó KR-liðið fullfært um að halda sér uppi í deildinni eins og undanfarin ár.
Búast má við allsnörpum vindhviðum
Fremur þungbúið verður á landinu í dag og hægur vindur. Þó verður bjart austanlands fram eftir degi og eins gæti skýjahulan lyft sér og jafnvel brotnað upp af og til um landið vestanvert. Þó má gera ráð fyrir einhverjum skúrum en margir sleppa alveg. Víða verður þurrt í fyrramálið en vaxandi suðaustanátt á morgun og búast má við að fari að rigna sunnan- og vestanlands síðdegis, en léttir aftur til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður 8 til 16 stig, en allt að 20 stigum þar sem best lætur austanlands í dag. Á morgun má búast má við allsnörpum vindhviðum við fjöll vestanlands og á norðanverðu Snæfellsnesi og getur það valdið ökutækjum sem taka á sig mikinn vind vandræðum. Veðurhorfur næstu daga: Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum eða léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hiti 12 til 18 stig en skýjað og víða þokusúld eða rigning með köflum sunnan- og vestan til og hiti 9 til 14 stig. Á þriðjudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Allvíða væta á köflum en úrkomulítið vestan til. Kólnar heldur í veðri og hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðaustan og austan til. Á miðvikudag: Vestlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað og allvíða dálítil rigning eða skúrir en úrkomulítið suðaustanlands. Hiti 6 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum. Á fimmtudag: Útlit fyrir suðlæga átt og allvíða skýjað með köflum en stöku skúrir við norðurströndina. Hiti 6 til 15 stig. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt og vætu í flestum landshlutum, síst þó norðanlands. Hiti breytist lítið.
Fremur þungbúið verður á landinu í dag og hægur vindur. Þó verður bjart austanlands fram eftir degi og eins gæti skýjahulan lyft sér og jafnvel brotnað upp af og til um landið vestanvert. Þó má gera ráð fyrir einhverjum skúrum en margir sleppa alveg. Víða verður þurrt í fyrramálið en vaxandi suðaustanátt á morgun og búast má við að fari að rigna sunnan- og vestanlands síðdegis, en léttir aftur til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður 8 til 16 stig, en allt að 20 stigum þar sem best lætur austanlands í dag. Á morgun má búast má við allsnörpum vindhviðum við fjöll vestanlands og á norðanverðu Snæfellsnesi.
Svíar banna betlidólga
Ný lög taka gildi í Svíþjóð í dag sem ætlað er að taka á betlidólgum, fólki sem misnotar aðra til að betla fyrir sig. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að fátækt fólk og utangarðsmenn séu á hverju ári lokkuð til Svíþjóðar með loforði um starf og tækifæri en séu þess í stað þvinguð til að starfa við betl í aðstæðum sem líkja megi við þrælahald. Dæmi eru um að betlarar séu þvingaðir til að greiða öðrum fyrir að fá að betla á ákveðnum svæðum eða þvingaðir til athæfisins. Nýjum lið er bætt við hegningarlög, sem nefnist misnotkun manneskju. Að sögn Morgan Johansson dómsmálaráðherra tekur lagasetningin fyrir tvenns konar misnotkun. Annars vegar tilfelli þar sem einhver græðir á annars manns betli og hins vegar þegar fólk er látið starfa við óboðlegar aðstæður. "Við höfum ástand sem var ekki til staðar fyrir fimm eða tíu árum. Það eru margir sem halda til í Svíþjóð og enda í þessu umhverfi. Það er ástæða fyrir þessari lagasetningu," segir Johansson. Refsing fyri brotið getur numið fangelsisvist allt að fjórum árum, en tíu árum fyrir grófa misnotkun. Frétt SVT
Ný lög taka gildi í Svíþjóð í dag sem ætlað er að taka á betlidólgum, fólki sem misnotar aðra til að betla fyrir sig. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að fátækt fólk og utangarðsmenn séu á hverju ári lokkuð til Svíþjóðar með loforði um starf og tækifæri en séu þess í stað þvinguð til að starfa við betl í aðstæðum sem líkja megi við þrælahald. Að sögn Morgan Johansson dómsmálaráðherra tekur lagasetningin fyrir tvenns konar misnotkun. Annars vegar tilfelli þar sem einhver græðir á annars manns betli og hins vegar þegar fólk er látið starfa við óboðlegar aðstæður.
Réttindalausum kennurum fjölgar
Á sama tíma og grunnskólanemum fjölgar fækkar körlum við kennslu og eins kennurum með kennsluréttindi. Jafnframt hækkar meðalaldur réttindakennara. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Á árunum 1998–2008 var hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins á bilinu 13–20%. Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 8,6% af 5.140 starfsmönnum við kennslu haustið 2017. Þá voru 443 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað úr 272 frá hausti 2016. Lægst var hlutfall kennara án kennsluréttinda á landinu í Reykjavík, 5,8% og á Norðurlandi eystra, 6,2%. Hæst var hlutfall kennara án réttinda á Vestfjörðum, 27,0%. Meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000. Haustið 2000 var hann 42,2 ár en haustið 2017 46,7 ár. Á sama tímabili hefur meðalaldur kennara með réttindi hækkað um rúm fjögur ár, í 47,7 ár. Meðalaldur starfsfólks við kennslu án réttinda var töluvert lægri en réttindakennara og hefur svo verið á öllu tímabilinu og var 35,9 ár haustið 2017. Færri karlar og fleiri konur við kennslu en fyrir 20 árum Frá skólaárinu 1998–1999 hefur starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega fimm þúsund haustið 2017. Karlar við kennslu voru rúmlega 900 haustið 2017 og hafði fækkað úr tæplega 1.100 haustið 1998. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega þremur þúsundum í rúmlega 4.200 haustið 2017. Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 45.195 haustið 2017 og hafa aldrei verið fleiri. Nemendum fjölgaði um 668 (1,5%) frá fyrra ári. Alls störfuðu 169 grunnskólar á landinu skólaárið 2017–2018, einum færri en árið áður. Einkaskólar voru 12 talsins með rúmlega 1.100 nemendur og eru nemendur í fimm ára leikskóladeildum undanskildir. Í sérskólum, sem voru þrír talsins, stunduðu 172 nemendur nám, lítið eitt fleiri en undanfarin ár. Hörðuvallaskóli fjölmennastur en Finnbogastaðaskóli fámennastur Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2017–2018 voru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Varmárskóli og Hraunvallaskóli þar sem voru á níunda hundrað nemendur. Fámennasti grunnskólinn var Finnbogastaðaskóli þar sem tveir nemendur stunduðu nám haustið 2017. Nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna inn þeim upplýsingum. Haustið 2017 höfðu 4.470 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 9,9% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 300 nemendur frá árinu áður. Einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af tæplega 1.600 nemendum, tæplega 400 tala filippeysk mál og á þriðja hundrað nemendur tala ensku, taílensku eða litháísku. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði um rúm 15% á milli ára og voru tæplega 2.400 haustið 2017.
Á sama tíma og grunnskólanemum fjölgar fækkar körlum við kennslu og eins kennurum með kennsluréttindi. Jafnframt hækkar meðalaldur réttindakennara. Á árunum 1998–2008 var hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins á bilinu 13–20%. Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 8,6% af 5.140 starfsmönnum við kennslu haustið 2017. Frá skólaárinu 1998–1999 hefur starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega fimm þúsund haustið 2017. Karlar við kennslu voru rúmlega 900 haustið 2017 og hafði fækkað úr tæplega 1.100 haustið 1998. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega þremur þúsundum í rúmlega 4.200 haustið 2017. Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2017–2018 voru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Varmárskóli og Hraunvallaskóli þar sem voru á níunda hundrað nemendur. Fámennasti grunnskólinn var Finnbogastaðaskóli þar sem tveir nemendur stunduðu nám haustið 2017.
'"Útvörður borgarinnar"'
Tæplega áttræður Reykvíkingur, Sveinn Sigurjónsson múrarameistari, þarf að leggja bíl sínum í eins kílómetra fjarlægð frá heimili sínu og vaða eða ganga á ótraustum ís yfir á til að komast heim á veturna. Þó býr hann í 116 Reykjavík. Vegurinn að bæ hans Þverárkoti, upp við rætur Esju, liggur yfir ána Þverá á vaði og er óskráður. Vegagerðin segist geta lagfært veginn og tekið inn á vegaskrá að nýju en skilyrðið er að Sveinn greiði helming kostnaðar, rúmar sex milljónir króna hið minnsta, úr eigin vasa. Margt hangir á þessari vegaframkvæmd því ekki er mokað í átt að bænum meðan vegurinn er óskráður og Reykjavíkurborg sækir heldur ekki sorp á bæinn því ruslabílar komast ekki yfir ána. Heilbrigðisnefnd borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í maí að Sveinn skuli aka rúma 16 kílómetra til að koma sorpi sínu í tunnur, eða að næstu grenndarstöð, sem væri við Barðastaði í Grafarvogi. Ættingjar og vinir segja aðstæður hans óviðunandi og vilja að borgin taki þátt í að bæta samgöngur að bænum. Ítarlega er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.
Tæplega áttræður Reykvíkingur, Sveinn Sigurjónsson múrarameistari, þarf að leggja bíl sínum í eins kílómetra fjarlægð frá heimili sínu og vaða eða ganga á ótraustum ís yfir á til að komast heim á veturna. Vegurinn að bæ hans Þverárkoti, upp við rætur Esju, liggur yfir ána Þverá á vaði og er óskráður. Vegagerðin segist geta lagfært veginn og tekið inn á vegaskrá að nýju en skilyrðið er að Sveinn greiði helming kostnaðar, rúmar sex milljónir króna hið minnsta, úr eigin vasa. Ekki er mokað í átt að bænum meðan vegurinn er óskráður og Reykjavíkurborg sækir heldur ekki sorp á bæinn.
Fjórir drengir komnir út úr hellunum
Fjórum drengjum hefur verið bjargað út úr Tham Luang-hellunum í Chang Rai í Taílandi. Drengirnir fá nú aðhlynningu í sjúkratjöldum við hellana áður en þeir verða fluttir á sjúkrahús. Tossathep Boonthong, fulltrúi heilbrgiðisyfirvalda í Chiang Rai, staðfesti þetta í samtali við Reuters-fréttastofuna. Björgunaraðgerðirnar hófust klukkan 10 í morgun að staðartíma, eða klukkan 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við að fyrstu drengirnir kæmu út úr hellinum um klukkan 14 að íslenskum tíma. BBC greinir frá því að ákveðið var að hraða aðgerðunum vegna ótta við að vatnsyfirborð í hellunum hækki hratt vegna mikilla rigninga sem eru í norðurhluta Taílands þar sem regntímabil er hafið. Drengjunum er fylgt út úr hellinum í smærri hópum, samkvæmt björgunaráætlun sem taílensk yfirvöld gáfu út fyrr í dag. T veir kafarar fylgja hverjum dreng og saman munu þeir kafa út úr hellinum. Fyrstu tveir drengirnir komu út í fylgd kafara og tveir fylgdu fljótt á eftir. Eins konar grunnbúðum hefur verið komið upp inni í hellinum þar sem drengirnir geta hvílst áður en þeir ganga út síðasta spölinn. Frétt mbl.is Drengirnir, sem eru á aldrinum 11-16 ára, fóru ásamt þjálfara sínum, sem er 25 ára, inn í hellinn á leið heim af fótboltaæfingu 23. júní og hafa setið fastir þar síðan. Heimurinn hefur fylgst með undirbúningi björgunaraðgerða með öndina í hálsinum og nú lítur út fyrir að aðgerðirnar séu að bera árangur. Björgunin er hins vegar tímafrek, en yfirvöld hafa greint frá því að það taki kafarana um ellefu tíma að kafa að hellinum og aftur til baka.
Fjórum drengjum hefur verið bjargað út úr Tham Luang-hellunum í Chang Rai í Taílandi. Drengirnir fá nú aðhlynningu í sjúkratjöldum við hellana áður en þeir verða fluttir á sjúkrahús. Björgunaraðgerðirnar hófust klukkan 10 í morgun að staðartíma, eða klukkan 3 í nótt að íslenskum tíma. Drengjunum er fylgt út úr hellinum í smærri hópum, samkvæmt björgunaráætlun sem taílensk yfirvöld gáfu út fyrr í dag. Drengirnir, sem eru á aldrinum 11-16 ára, fóru ásamt þjálfara sínum, sem er 25 ára, inn í hellinn á leið heim af fótboltaæfingu 23. júní og hafa setið fastir þar síðan.
'"Blessuð sólin tekur að skína"'
Nokkuð þungbúið í morgunsárið og sums staðar lítils háttar væta, en á Grænlandshafi er dálítill hæðarhryggur í vexti og þokast hann nær landinu. Þegar hryggurinn nálgast brotnar skýjahulan smám saman upp á vesturhelmingi landsins og "blessuð sólin tekur að skína á menn og málleysingja," segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Á morgun er hæðarhryggurinn kominn vel inn yfir land og því spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini nema allra austast þar sem áfram verður þungbúið og einhver væta til kvölds. Hiti verður með ágætum, að sögn veðurfræðingsins, einkum þar sem sólar nýtur, en spáð er allt að 19 stiga hita sunnanlands. Ólíklegt er þó að þessi blíða standi lengi yfir því nýjar lægðir og úrkomusvæði munu sækja að landinu þegar líður á miðvikudag og síðan aftur á föstudag. Veðurvefur mbl.is Svona er spáin næstu daga: Á þriðjudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað á vestanverðu landinu, en skýjað eystra og þokuloft eða súld við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast sunnan til. Á miðvikudag: Hæg suðlæg átt og bjart með köflum, en dálítil væta við suður- og vesturströndina um kvöldið. Hiti 12 til 17 stig að deginum. Á fimmtudag: Hægir vindar, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en áfram fremur hlýtt. Á föstudag: Sunnanátt og rigning eða súld, en lengst af þurrt norðaustan til. Milt veður. Á laugardag: Vestlæg eða breytileg átt og víða skúrir eða dálítil rigning og kólnar lítið eitt. Á sunnudag: Útlit fyrir norðlæga átt með lítils háttar vætu úti við norðurströndina, en annars bjart með köflum og fremur svalt.
Nokkuð þungbúið í morgunsárið og sums staðar lítils háttar væta, en á Grænlandshafi er dálítill hæðarhryggur í vexti og þokast hann nær landinu. Þegar hryggurinn nálgast brotnar skýjahulan smám saman upp á vesturhelmingi landsins. Á morgun er hæðarhryggurinn kominn vel inn yfir land og því spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini nema allra austast þar sem áfram verður þungbúið og einhver væta til kvölds. Hiti verður með ágætum einkum þar sem sólar nýtur, en spáð er allt að 19 stiga hita sunnanlands. Ólíklegt er þó að þessi blíða standi lengi yfir. Nýjar lægðir og úrkomusvæði munu sækja að landinu þegar líður á miðvikudag og síðan aftur á föstudag.
Þurftu að fá á sig mark til að vakna
"Við vöknuðum við að fá á okkur mark og fórum í gang en það þurfti eitthvað til að vekja okkur og Fylkir byrjaði af krafti, það er má ekki taka það af þeim," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar. "Við áttum alls ekki von á auðveldum leik, gerðum jafntefli við ÍBV en svo vann Fylkir ÍBV í næsta leik á eftir svo við vissum að við værum að fara í hörkuleik. Það var líka stórhættulegt að Fylkis-konur skyldu skora fyrsta markið því þær hefðu getað bakkað aftur og pakkað í vörnina en þær fóru aðeins framar á völlinn, sem hjálpaði okkur og það hjálpaði líka að við jöfnum leikinn þremur mínútum síðar en við bjuggumst við erfiðum leik." Eftir því sem mörkum Garðbæinga fjölgaði gátu þeir leyft sér að nýta leikinn til að gera tilraunir. "Við náðum að prófa ýmislegt í varnarlínu okkar komnar með góða forystu en gátum ekkert prófað of mikið því þetta var erfiður leikur. Við vorum jafnvel með aðeins meiri sóknarþunga en í síðustu leikjum," sagði fyrirliðinn eftir leikinn.
"Við vöknuðum við að fá á okkur mark og fórum í gang en það þurfti eitthvað til að vekja okkur og Fylkir byrjaði af krafti, það er má ekki taka það af þeim," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar. "Við áttum alls ekki von á auðveldum leik." Eftir því sem mörkum Garðbæinga fjölgaði gátu þeir leyft sér að nýta leikinn til að gera tilraunir.
Samstöðufundi frestað
Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hópnum. "Við fögnum því að samninganefnd ljósmæðra hefur samþykkt nýja sáttatillögu sem verður lögð fyrir ljósmæður á næstu dögum," segir í tilkynningunni sem Eva Huld Ívarsdóttir sendir fyrir hönd hópsins. "Í ljósi þess höfum við ákveðið að stíga skref til baka, fresta samstöðufundinum þar sem til stóð að slá skjaldborg um fæðingardeildina og veita ljósmæðrum styrk og sjá hvað setur." Svo segir: "Við leggjum áherslu á áframhaldandi stuðning okkar við ljósmæður, við styðjum þær á þeirra forsendum í því að samþykkja hvern þann samning sem þeim hugnast og jafnframt að hafna samningi sem þeim misbýður. Við höfum fundið fyrir víðtækum stuðningi við kröfu ljósmæðra í samfélaginu öllu og að baki þeim stendur þéttur og stór hópur fólks sem samvisku sinnar vegna getur ekki samþykkt þá framkomu sem ljósmæður hafa mátt þola í sinni kjarabaráttu. Hann er hvergi farinn. Við tökum aðeins eitt skref til baka til að veita samningsaðilum andrými til þess að mynda sér skoðun. En við stöndum hér áfram, þétt að baki ljósmæðrum ef fleiri hríðar eru enn ókomnar. Við förum ekki fet. Ljós og samstöðumáttur ávallt, Stuðningshópur ljósmæðra."
Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag. "Við fögnum því að samninganefnd ljósmæðra hefur samþykkt nýja sáttatillögu sem verður lögð fyrir ljósmæður á næstu dögum," segir í tilkynningunni sem Eva Huld Ívarsdóttir sendir fyrir hönd hópsins. "Í ljósi þess höfum við ákveðið að stíga skref til baka, fresta samstöðufundinum þar sem til stóð að slá skjaldborg um fæðingardeildina og veita ljósmæðrum styrk og sjá hvað setur."
Katrín Tanja í þriðja sæti
Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði í þriðja sæti á heimsleikunum í crossfit, sem lauk í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson og Annie Mist Þórisdóttir lentu í fimmta sæti í sínum flokkum. Keppni lauk á "aeneas"-æfingalotu sem er samansett af svonefndu "pegboard" þar sem keppendur þurfa að nota tréhólka til að klifra upp holóttan vegg. Að því loknu þurftu þeir að ljúka 40 hnébeygjum og axlapressum (thrusters) og í lokin að bera lyftingagrind tíu metra með þremur stoppum þar sem grindin er þyngd. Katrín Tanja lenti í þriðja sæti í æfingunni, en Annie Mist í því sjöunda. Katrín Tanja náði öðru sætinu í í fyrstu æfingu dagsins og klifraði þar með upp í fjórða sætið, hún náði fimmta sæti í annarri æfingunni sem byggði á þrautabraut sem gengin var á höndunum og klifraði þar með upp í þriðja sæti, sem hún náði að verja í lokaæfingunni. Efst í kvennaflokki var Tia-Clair Toomey er með 1.154 stig. Laura Horvath í öðru með 1.090 stig og Katrín Tanja er með 1.020 stig. Annie Mist lauk keppni með 866 stig. Efstur í karlaflokki var Mathew Fraser með 1.162 stig, Patrick Vellner var í öðru með 944 stig og Lukas Högberg í þriðja með 886 stig. Björgvin Karl lauk keppni með 834 stig.
Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði í þriðja sæti á heimsleikunum í crossfit, sem lauk í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson og Annie Mist Þórisdóttir lentu í fimmta sæti í sínum flokkum. Efst í kvennaflokki var Tia-Clair Toomey er með 1.154 stig. Katrín Tanja er með 1.020 stig. Annie Mist lauk keppni með 866 stig. Efstur í karlaflokki var Mathew Fraser með 1.162 stig. Björgvin Karl lauk keppni með 834 stig.
Suðupottur þar sem allir hafa orku til að slást
"Við vorum bara allar í einum hópi að slást," segir Aníta Hinriksdóttir sem var dæmd úr keppni í undanúrslitum 800 metra hlaupsins á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Berlín í gærkvöld. Aníta kom sjötta í mark í sínum riðli, fyrri undanúrslitariðlinum, en hún hafði átt í harðri baráttu við hina sænsku Lovisu Lindh í hlaupinu. Eins og Aníta bendir á var lítið svæði til að athafna sig á hlaupabrautinni enda hlaupið frekar hægt, og á einum tímapunkti fór Lindh út fyrir brautina eftir baráttu við Anítu. Mat dómara virðist hafa verið það að Aníta hafi brotið af sér í því atviki. Íslenski hópurinn sá ekki ástæðu til þess að mótmæla dómnum úr því að hann breytti engu um það hvort Aníta kæmist áfram í úrslitahlaupið. Þá er þetta bara orðin einhver þrjóskukeppni "Ég var spurð að því af sænskum blaðamanni eftir hlaupið hvort ég vildi segja eitthvað á móti þessari niðurstöðu, og þá vissi ég nú ekki af dómnum og gat ekki ímyndað mér fyrir hvað hann væri. Ég tók ekki eftir neinu sjálf, nema þá helst á síðustu metrunum þegar við fórum harkalega saman, öxl í öxl, en ég vissi ekki að það hefði verið frekar mér að kenna en henni. En fyrst að ég komst ekki í úrslitin þá skiptir þetta svo sem ekki máli, þó að það sé vissulega meira gaman að fá eitthvert sæti. Úr því að maður var ekki inni í úrslitunum þá er það í raun bara þrjóskukeppni að spá í hvort þessi dómur sé rétt niðurstaða," segir Aníta. Þær Lindh hafa oft mæst á hlaupabrautinni: "Við höfum oft keppt saman og deilt herbergi, og á milli okkar hefur alltaf ríkt heilbrigð samkeppni í rauninni. Ég held að þetta breyti engu um það," segir Aníta. Viðtalið við Anítu má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
"Við vorum bara allar í einum hópi að slást," segir Aníta Hinriksdóttir sem var dæmd úr keppni í undanúrslitum 800 metra hlaupsins á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Berlín í gærkvöld. Aníta kom sjötta í mark í sínum riðli, fyrri undanúrslitariðlinum, en hún hafði átt í harðri baráttu við hina sænsku Lovisu Lindh í hlaupinu. Íslenski hópurinn sá ekki ástæðu til þess að mótmæla dómnum úr því að hann breytti engu um það hvort Aníta kæmist áfram í úrslitahlaupið. "Ég tók ekki eftir neinu sjálf, nema þá helst á síðustu metrunum þegar við fórum harkalega saman, öxl í öxl, en ég vissi ekki að það hefði verið frekar mér að kenna en henni."
Gáfu tvö tonn af ís
Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. "Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið," segir Aldís. Að venju sló árlegur ísdagur Kjöríss í gegn en fyrirtækið áætlar að á bilinu átta til tíu þúsund hafi bragðað á ísunum sem voru á boðstólnum og vó ísinn sem var gefinn um tvö tonn. "Klárlega sænski surströmming og truffluísinn," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, spurð hvaða ísar hafi vakið mesta athygli. "Þeir fengu misjöfn viðbrögð," bætir hún við en Blue Moon og Fullveldisísinn svokallaði voru vinsælir meðal gesta. "Það er mjög mikið af fjölskyldufólki sem kemur til okkar til að njóta og vera," segir Aldís um bæjarhátíðina sem er 25 ára. "Fólk kemur hingað og leggur bílunum og gengur á milli hér í bænum," segir Aldís en mikið er af smáviðburðum víða um bæinn. Uppfært 22:50: Þau leiðu mistök urðu að fyrirsögn þessarar fréttar var röng er fréttin fór fyrst í loftið. Þá var fyrirsögnin á þá leið að Kjörís hefði gefið ísþyrstum gestum Blómstrandi daga "tvö þúsund tonn af ís". Það er ansi mikið af ís og myndi duga til að halda ísdag Kjöríss næstu þúsund árin, enda er hið rétta að fyrirtækið bauð gestum ísdagsins upp á tvö tonn af ís, af ýmsum gerðum.
Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. Að venju sló árlegur ísdagur Kjöríss í gegn. Fyrirtækið áætlar að á bilinu átta til tíu þúsund hafi bragðað á ísunum sem voru á boðstólnum og vó ísinn sem var gefinn um tvö tonn. "Það er mjög mikið af fjölskyldufólki sem kemur til okkar til að njóta og vera," segir Aldís um bæjarhátíðina sem er 25 ára.
Húsamálarar og ferðamenn varaðir við
Það verður mjög hvasst á vestanverðu landinu síðdegis á morgun og fram á föstudagsmorgun. Þá verður kalt í nótt og jafnvel næturfrost í innsveitum, segir Theodór Hervarsson, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Veðurspáin fyrir fimmtudags- og föstudagskvöld er slæm fyrir vestanvert landið og miðhálendið. Spáð er allt að 35 metrum á sekúndu í hviðum sem gæti orðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind, útivistarfólk og tjaldbúa. "Það þarf að huga að ýmsu," segir Theodór. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, Suðurlandið, Breiðafjörð og hálendið. "Í fyrramálið byrjar að hvessa og þykkna upp en versta veðrið er ekki fyrr en annað kvöld. Frá um klukkan 18:00 til 06:00. Á föstudagsmorgun snýr hann sér í suðvestanátt með skúrum og það verður stífur vindur sunnan- og vestanlands með skúrum," útskýrir hann. Tilkynning til húsamálara Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gaf út viðvörun til málara um að dagurinn yrði mögulega síðasti þurri dagurinn suðvestanlands þetta sumarið. Hann segir fjórar lægðir á leiðinni á næstu viku eða svo. Theodór tekur undir það og reiknar með skúrum næstu tíu daga sunnan- og vestanlands. Veðurhorfur á landinu "Hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað um mestallt land. Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið og þykknar upp, víða 10-18 m/s annað kvöld og rigning en hægari vindur norðaustan til og þurrt. Kalt í nótt og hætt við næturfrosti inn til landsins, en 8 til 16 stiga hiti á morgun, hlýjast á Austurlandi." segir á vef Veðurstofu Íslands. Í athugasemdum veðurfræðings segir: "Hvasst og hviðótt með vætu um vestanvert landið og á miðhálendinu annað kvöld, hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s í vindstrengjum við fjöll og á norðanverðu hálendinu gætu hviður farið nærri 40 m/s. Á þeim svæðum sem hér um ræðir er því um að ræða varasamt veður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og létta tengivagna. Hætta getur stafað af þessu veðri fyrir útivistarfólk og tjaldbúa sem hyggja á dvöl á hálendinu. Jafnframt er almenn hætta á foktjóni á Suðurlandi, Faxaflóa og Snæfellsnesi ef ekki er gengið vel frá hlutunum." "Slysavarnafélagið Landsbjörg verður ekki með sérstakan viðbúnað en þar verða allir klárir ef kallið kemur," segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Safetravel hefur sent út viðvörun til erlendra ferðamanna.
Það verður mjög hvasst á vestanverðu landinu síðdegis á morgun og fram á föstudagsmorgun. Þá verður kalt í nótt og jafnvel næturfrost í innsveitum, segir Theodór Hervarsson, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Veðurspáin fyrir fimmtudags- og föstudagskvöld er slæm fyrir vestanvert landið og miðhálendið. Spáð er allt að 35 metrum á sekúndu í hviðum sem gæti orðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind, útivistarfólk og tjaldbúa. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, Suðurlandið, Breiðafjörð og hálendið. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gaf út viðvörun til málara um að dagurinn yrði mögulega síðasti þurri dagurinn suðvestanlands þetta sumarið.
Límtré Vírnet segir upp yfirvinnusamningi og starfsmönnum
Forsvarsmenn Límtrés Vírnets sögðu í gær upp samningi um fasta yfirvinnu starfsmanna í framleiðslu- og þjónustuhluta fyrirtækisins í Borgarnesi. Samningurinn sem var gerður árið 1997 kvað á um að starfsmenn skyldu fá greitt yfirvinnukaup fyrir þrjár klukkustundir í hverri viku. Forstjóri Límtrés Vírnets, Stefán Árni Einarsson, áætlar að samningurinn hafi tekið til um það bil 40 starfsmanna. Þá var þremur starfsmönnum fyrirtækisins einnig sagt upp í gær. Samningurinn kominn til ára sinna Á fundi sem forsvarsmenn Límtrés Vírnets héldu með starfsmönnum fyrirtækisins í Borgarnesi í gær var tilkynnt um uppsögn samningsins sem hefur verið í gildi síðan árið 1997. Forstjóri fyrirtækisins segir samninginn í raun hafa verið löngu fallinn úr gildi en ákveðið hafi verið að segja honum upp formlega. Hann segir að samið verði upp á nýtt. "Þetta var gamall yfirvinnusamningur frá 1997. Við ræddum við fólkið og ætlum að setjast niður með fulltrúum þess og gera nýjan hefðbundinn vinnustaðasamning sem mun taka gildi 1. desember," segir Stefán Árni í samtali við mbl.is. Ástæðurnar fyrir uppsögn samningsins eru að sögn Stefáns Árna hagræðing í rekstri og sú staðreynd að samningurinn hafi einungis átt við starfsmenn í Borgarnesi. "Það er verið að hagræða eins og gengur og gerist. Samningurinn náði ekki til annarra starfsstöðva þannig að það þótti eðlilegt að samræma þetta fyrirkomulag miðað við alla aðra. Þetta var orðinn gamall samningur sem var eiginlega ekki í gildi en við vildum samt segja honum formlega upp og endursemja," bætir Stefán Árni við. Þremur starfsmönnum sagt upp Þá var þremur starfsmönnum fyrirtækisins sem störfuðu í Borgarnesi einnig sagt upp á fundinum í gær. "Það er verið að breyta skipulaginu, færa verkefni á aðra og hagræða. Það er endalaus vinna í öllum fyrirtækjum," segir Stefán Árni um ástæður uppsagnanna. Um áherslubreytingar er að ræða segir Stefán Árni sem tók við starfi forstjóra fyrr á árinu. "Með nýjum mönnum koma breyttar áherslur og þá verða alltaf einhverjar smá breytingar," segir Stefán Árni og bætir því við að frekari uppsagnir séu ekki fyrirhugaðar hjá fyrirtækinu. Fréttin var uppfærð kl. 13:10, 2. september 2018: Upphaflega kom fram í fréttinni að samningurinn hefði kveðið á um að starfsmenn skyldu fá greitt yfirvinnukaup fyrir tvær klukkustundir á hverjum degi. Hið rétta er að samkvæmt samningnum áttu starfsmenn rétt á þriggja klukkustunda föstu yfirvinnukaupi í hverri viku. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar.
Forsvarsmenn Límtrés Vírnets sögðu í gær upp samningi um fasta yfirvinnu starfsmanna í framleiðslu- og þjónustuhluta fyrirtækisins í Borgarnesi. Samningurinn sem var gerður árið 1997 kvað á um að starfsmenn skyldu fá greitt yfirvinnukaup fyrir þrjár klukkustundir í hverri viku. Forstjóri Límtrés Vírnets, Stefán Árni Einarsson, áætlar að samningurinn hafi tekið til um það bil 40 starfsmanna. Þá var þremur starfsmönnum fyrirtækisins einnig sagt upp í gær. Forstjóri fyrirtækisins segir samninginn í raun hafa verið löngu fallinn úr gildi en ákveðið hafi verið að segja honum upp formlega. Hann segir að samið verði upp á nýtt. Ástæðurnar fyrir uppsögn samningsins eru að sögn Stefáns Árna hagræðing í rekstri og sú staðreynd að samningurinn hafi einungis átt við starfsmenn í Borgarnesi.
Ekki öll á sama litrófi um framtíðina
"Mér fannst fundurinn í gær alveg stórgóður," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sumarfrí fór fram í gær og var rúmlega 10 tíma langur. "Mér fannst umræðurnar góðar," bætir hún við. Áhugavert hafi til að mynda verið að sjá samhljóm í umræðum um göngugötur og loftgæði borgarinnar, en borgarstjórn samþykkti með miklum meirihluta að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið, ásamt völdum götum í Kvosinni. Þórdís Lóa segir að tillaga um loftgæði og svifryk hafi einnig verið samþykkt nánast samhljóða. "Og þetta eru stór mál sem snúa mikið að samtali við atvinnulífið," segir hún og kveður samtal borgarinnar við atvinnulífið verða sett í nýjan farveg á komandi vetri. "Allt sem snýr að samtali og samráði ætlum við að taka verulega áfram. Við ætlum að láta kveða við nýjan tón þar." Full alvara með Miklubrautina í stokk Stóru málin á komandi vetri eru þó að mati Þórdísar Lóu fjárhagsáætlunin og fimm ára áætlunin. "Okkur er mikið í mun að gera það vel og vera með sterka fjármálalega stjórn á borginni," segir hún. Húsnæðismálin verði einnig áfram stóra málið. "Okkur er mikið í mun að vakta það og við erum með ákveðnar aðgerðir sem eiga að mæta húsnæðisvanda í borginni." Samgöngumálin verði sömuleiðis á dagskrá. Nú séu komin drög að samgönguáætlun hjá vegamálastjóra og samgönguráðuneyti og von á nýrri samgönguáætlun fljótlega og þá fari línur að skýrast. "Okkur er mjög umhugað um borgarlínuna og að fá Miklubraut í stokk og okkur er full alvara með það sem langtímaverkefni," segir Þórdís Lóa. Þess utan séu mörg minni verkefni í vinnslu til að mæta umferðarteppum sem séu þá meiri skammtímaverkefni til að mæta núverandi vanda. Spurð hvort hún telji líklegt að til átaka komi um samgöngumálin segir hún: "Þetta er mjög stórt verkefni sem krefst stórra ákvarðana, fjármuna og áætlana í kringum fjárfestinguna og hefur mikið með borgarþróun að gera. Auðvitað verða einhverjir ósammála, því við erum ekki öll á sama litrófi með hvernig við sjáum framtíðina. Það gætu því orðið átök þar um."
"Mér fannst fundurinn í gær alveg stórgóður," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sumarfrí fór fram í gær og var rúmlega 10 tíma langur. Áhugavert hafi til að mynda verið að sjá samhljóm í umræðum um göngugötur og loftgæði borgarinnar. Borgarstjórn samþykkti með miklum meirihluta að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið, ásamt völdum götum í Kvosinni. Stóru málin á komandi vetri eru þó að mati Þórdísar Lóu fjárhagsáætlunin og fimm ára áætlunin. úsnæðismálin verði einnig áfram stóra málið.
Flokkurinn kominn til að vera og dafna
Landsfundur Flokks fólksins fer fram núna um helgina á Center Hotel Plaza í miðborg Reykjavíkur, en þetta er fyrsti landsfundur stjórnmálaflokksins. Fundurinn hófst í hádeginu í dag og honum lýkur síðdegis á morgun með ræðu formanns, sem einnig setti fundinn. Inga Sæland formaður flokksins sagði í ræðu sinni í dag það væri ótrúlegt að hugsa til þess að flokkurinn hefði verið stofnaður fyrir um einu og hálfu ári. "Það hefur margt runnið til sjávar síðan þá," sagði Inga og bætti því við að það væri ólýsanlegt að fá að vera þátttakandi í öðru eins, en nú á flokkurinn fjóra fulltrúa á Alþingi og einn borgarfulltrúa í Reykjavík. "Fjórtán þúsund Íslendingar kusu Flokk fólksins, trúðu á hugsjón okkar og baráttumál. Við höfum kveikt nýja von í brjósti þeirra sem höllustum fæti standa og hafa ítrekað og ævinlega, árum saman, beðið um hjálp stjórnvalda," sagði Inga. "Ég efa það ekki á nokkurn hátt að við erum komin til að vera og við erum komin til að dafna," sagði formaðurinn í ræðu sinni, sem sjá má í heild sinni á vef RÚV . Mætingin betri en búist var við "Það komu eiginlega fleiri en við vonuðumst til," segir Baldvin Örn Ólason, verkefnastjóri flokksins, í samtali við mbl.is, aðspurður um mætinguna á landsfundinn. Nefndastarf er núna í fullum gangi og búist við að því ljúki fyrir kvöldmat, að sögn Baldvins. Afrakstur af vinnu landsfundargesta verður svo kynntur á morgun, en þá verður einnig kosið í trúnaðarstöður innan flokksins. Að sögn Baldvins eru þau mál sem fundargestir setja á oddinn svipuð þeim sem flokkurinn lagði áherslu á fyrir síðustu alþingiskosningar, meðal annars hafa verið umræður um fátækt og hlutverk lífeyrissjóðanna.
Landsfundur Flokks fólksins fer fram núna um helgina á Center Hotel Plaza í miðborg Reykjavíkur, en þetta er fyrsti landsfundur stjórnmálaflokksins. Inga Sæland formaður flokksins sagði í ræðu sinni í dag það væri ótrúlegt að hugsa til þess að flokkurinn hefði verið stofnaður fyrir um einu og hálfu ári. "Ég efa það ekki á nokkurn hátt að við erum komin til að vera og við erum komin til að dafna," sagði formaðurinn í ræðu sinni. Að sögn Baldvins eru þau mál sem fundargestir setja á oddinn svipuð þeim sem flokkurinn lagði áherslu á fyrir síðustu alþingiskosningar, meðal annars hafa verið umræður um fátækt og hlutverk lífeyrissjóðanna.
Rautt spjald Hauks efldi Selfyssinga
Selfoss gerði góða heimsókn í Austurbergið í Breiðholti og vann 30:24-sigur á ÍR í 1. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Selfoss skoraði fyrsta mark leiksins en ÍR byrjaði heilt yfir mun betur. Staðan eftir átta mínútur var 5:2, ÍR-ingum í vil. Stepen Nielsen var að verja vel í markinu og sóknarmenn ÍR að nýta færin sín vel. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé á 16. mínútu í stöðunni 7:5 og skömmu síðar var staðan orðin 9:7, Selfyssingum í vil. Pawel Kiepulski fór að verja í marki gestanna, en hann hafði farið afar illa af stað. Bjarni Fritzson ákvað þá að taka sitt eigið leikhlé fyrir ÍR og hafði það sömu góðu áhrif, því staðan var 11:11 skömmu síðar. Selfoss var hins vegar sterkari aðilinn í blálok hálfleiksins og var staðan í hálfleik 13:11, Selfossi í vil. Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks, en á 36. mínútu dró til tíðinda. Haukur Þrastarson fékk þá beint rautt spjald fyrir að ýta í Bergvin Þór Gíslason í loftinu. Haukur skoraði ekki í leiknum og spilar landsliðsmaðurinn ungi oftast mun betur. Selfoss virtist hins vegar eflast við mótlætið og Einar Sverrisson skoraði fjögur mörk fyrir Selfoss á stuttum tíma og breytti stöðunni í 21:16. Fín innkoma Helga Hlynssonar í mark Selfyssinga gerði ÍR-ingum erfitt fyrir við að minnka muninn og Selfyssingar sigldu góðum sigri í hús. Einar Sverrisson var markahæstur í liði Selfyssinga með níu mörk og Kristján Orri Jóhannsson gerði sjö fyrir ÍR.
Selfoss gerði góða heimsókn í Austurbergið í Breiðholti og vann 30:24-sigur á ÍR í 1. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Selfoss skoraði fyrsta mark leiksins en ÍR byrjaði heilt yfir mun betur. Staðan eftir átta mínútur var 5:2, ÍR-ingum í vil. Einar Sverrisson var markahæstur í liði Selfyssinga með níu mörk og Kristján Orri Jóhannsson gerði sjö fyrir ÍR.
Handtekinn fyrir að aka yfir emúa
Tvítugur ástralskur maður hefur verið handtekinn vegna myndskeiðs, sem sýndi hann keyra bíl sínum viljandi á emúa, stóra ófleyga fugla sem víða má finna í ástralskri náttúru. Myndskeiðinu var deilt á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni og vakti það gríðarlega reiði á meðal Ástrala, sem einsettu sér að finna brotamanninn. Lögreglan í Viktoríufylki tilkynnti í dag að maðurinn hefði verið handtekinn og hefði verið ákærður í fleiri liðum fyrir dýraníð. Hann kemur fyrir dóm í nóvember. Í myndbandinu heyrðist í manninum fagna og öskra "fokking emúar" er hann keyrði á hvern fuglinn á fætur öðrum á fáförnum malarvegi í bænum Cowangie, um 500 kílómetrum norðvestur af Melbourne. "Þetta er frábært, ég náði þessum líka, og þessum," heyrist maðurinn segja í myndskeiðinu, á milli þess sem hann skellihlær. Samkvæmt lögum í Viktoríufylki geta þeir sem fundnir eru sekir um dýraníð átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm og tæplega 6 milljóna króna sektargreiðslu.
Tvítugur ástralskur maður hefur verið handtekinn vegna myndskeiðs, sem sýndi hann keyra bíl sínum viljandi á emúa. Myndskeiðinu var deilt á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni og vakti það gríðarlega reiði á meðal Ástrala. Lögreglan í Viktoríufylki tilkynnti í dag að maðurinn hefði verið handtekinn. Samkvæmt lögum í Viktoríufylki geta þeir sem fundnir eru sekir um dýraníð átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm og tæplega 6 milljóna króna sektargreiðslu.
Ákærður fyrir að hrista son sinn
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut sonurinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæðingar í augnbotni. Fram kemur í ákæru málsins að drengurinn hafi hlotið mar miðlægt yfir hægra viðbein vinstra megin á hálsi og rétt ofan viðbeins. Þá hafi hann fengið eymsli aftan á brjóstkassa, klórsár á hálsi, innanbastblæðingu á um fimm sentímetra svæði í framhluta heilans og væga blóðsöfnun yfir hnykiltjaldi. Einnig hafi drengurinn fengið innanbastblæðingu á hvirfilblaði og punktblæðingar í augnbotni og verulega blæðingu inn á nethimnu. Eru brot mannsins sögð varða 1. og 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga, en þar er meðal annars kveðið á um brot gegn fjölskyldu. Samkvæmt fyrri málsgreininni getur brot varðað allt að sex ára fangelsi, en samkvæmt þeirri seinni, þar sem tekið er fram að um stórfellt brot sé að ræða, getur það varðað allt að 16 ára fangelsi. Þá fer forsjáraðili drengsins fram á 2,5 milljónir í skaðabætur fyrir hönd drengsins í einkaréttarkröfu í málinu.
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut sonurinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæðingar í augnbotni. Eru brot mannsins sögð varða 1. og 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga. Samkvæmt fyrri málsgreininni getur brot varðað allt að sex ára fangelsi. Samkvæmt þeirri seinni, þar sem tekið er fram að um stórfellt brot sé að ræða, getur það varðað allt að 16 ára fangelsi.
Starfsgetumat komið illa út í Danmörku
"Við erum öll sátt við breytingar en þær mega ekki koma verr út fyrir þá sem nota kerfið í dag," segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál stendur fyrir málþingi á Grand hótel í dag, sem ber yfirskriftina Frá stjórnarskrá til veruleika. Markmið málþingsins er að skapa breiðari umræðu um fyrirætlaða heildarbreytingu á almannatryggingarkerfinu. Þar verður meðal annars fjallað um réttarvernd fatlaðs fólks í dómskerfinu, framfærslu fatlaðs fólks í breyttu kerfi og reynsluna af kerfisbreytingu í Danmörku. "Við fengum Lars Midtiby frá systursamtökum ÖBÍ í Danmörku til að koma og fara yfir hvernig starfsgetumat, sem stjórnvöld hérna vilja koma á í stað örorkumats, hefur komið út í Danmörku.," segir Þuríður Harpa. "Við vitum að það hefur komið mjög illa út, fólk hefur komið illa út úr þessu starfsgetumati af því atvinnulífið hefur ekki tekið við sér eins og það átti að gera." Skapa þurfi rými fyrir fólk með skerta starfsgetu Þuríður Harpa segir mikilvægt að atvinnulífið allt taki við sér og skapi rými fyrir fólk með skerta starfsgetu, verði starfsgetumat tekið upp hér á landi í stað örorkumats. "Atvinnulífið þarf að aðlaga sig, bjóða upp á hlutastörf og sveigjanlega vinnutíma, bæta aðgengi. Það er ýmislegt sem þarf að laga." Helst af öllu segir Þuríður Harpa þó að við Íslendingar þurfum að tileinka okkur hugarfarsbreytingu. "Málþinginu er ætlað að skapa breiðari umræðu og varpa ljósi á það hvaða víti ber að varast." Fulltrúar í samráðshópi um breytt framfærslukerfi almannatrygginga mun svara spurningum málefnahóps ÖBÍ um kjaramál á málþinginu, en samráðshópnum er ætlað að koma með tillögur að nýju greiðslukerfi sem styður við markmið starfsgetumatsins. "Stjórnvöld sjá þetta í þeim hyllingum að þetta komi til með að einfalda kerfið. Það eru allir mjög sáttir við það að fá einfaldara almannatryggingakerfi, en við þurfum að vera varkár að það komi ekki niður á örorkulífeyrisþegum." Málþingið hefst klukkan 13 og má fylgjast með beinni útsendingu frá Grand hótel á vef Öryrkjabandalagsins.
"Við erum öll sátt við breytingar en þær mega ekki koma verr út fyrir þá sem nota kerfið í dag," segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál stendur fyrir málþingi á Grand hótel í dag, sem ber yfirskriftina Frá stjórnarskrá til veruleika. Markmið málþingsins er að skapa breiðari umræðu um fyrirætlaða heildarbreytingu á almannatryggingarkerfinu. Þar verður meðal annars fjallað um réttarvernd fatlaðs fólks í dómskerfinu, framfærslu fatlaðs fólks í breyttu kerfi og reynsluna af kerfisbreytingu í Danmörku. Þuríður Harpa segir mikilvægt að atvinnulífið allt taki við sér og skapi rými fyrir fólk með skerta starfsgetu, verði starfsgetumat tekið upp hér á landi í stað örorkumats. Fulltrúar í samráðshópi um breytt framfærslukerfi almannatrygginga mun svara spurningum málefnahóps ÖBÍ um kjaramál á málþinginu.
Icelandair ræðir við lánardrottna
Icelandair Group hefur í dag viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins sem eru að nafnvirði 190 milljónir Bandaríkjadala, 21,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair og vísað til uppfærðrar spár Icelandair Group sem birt var 27. ágúst um hagnað félagsins af reglulegri starfsemi (EBITDA - áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta ). Viðræðurnar eru, samkvæmt tillkynningu, tilkomnar vegna þess að mögulegt er að Icelandair geti ekki uppfyllt kvaðir sem koma fram í skilmálum skuldabréfanna varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda. "Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA-spár Icelandair Group er félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD 30. júní sl. Eigið fé nam 530 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 673 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 143 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 343 milljónum USD en þar af voru 121 milljón USD veðtryggðar," segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna viðræðna við lánardrottna. Tilkynning til kauphallarinnar Líkt og fram kom í tilkynningu til kauphallarinnar 27. ágúst eru horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Miðað við fyrirliggjandi forsendur áætlar félagið að EBITDA ársins 2018 verði á bilinu 120-140 milljónir Bandaríkjadala. "Þrátt fyrir að uppgjöri sé ekki lokið er ljóst að afkoma annars ársfjórðungs verður lakari en áður hafði verið áætlað. Talsvert rask hefur átt sér stað í flugáætlun Icelandair undanfarnar vikur, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafa valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafa tapast," segir meðal annars í tilkynningunni en Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, sagði starfi sínu lausu sem forstjóri Icelandair Group þennan sama dag. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, tók tímabundið við starfi forstjóra á meðan stjórn mun finna félaginu forstjóra til framtíðar. Samhliða frumvinnu við drög að uppgjöri annars ársfjórðungs hefur félagið greint forsendur afkomuspár fyrir síðari hluta ársins. Spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafa hingað til ekki gengið eftir. Þetta gerist þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað um 50% á seinustu 12 mánuðum. Af þeirri ástæðu hefur félagið ákveðið að lækka tekjuspá félagsins fyrir síðari hluta ársins. Töluverðar afbókanir hafa verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem mun valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hefur mikil framboðsaukning yfir Atlantshafið á nokkrum lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun á háönn. Á þessu ári er félagið jafnframt að fjárfesta í nýjum áfangastöðum til að styrkja leiðakerfið til lengri tíma. Bókanir fara hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir sem hefur neikvæð áhrif á afkomu þessa árs. Til lengri tíma eru horfur í rekstri félagsins góðar; vöxtur er á flestum mörkuðum félagsins, félagið er fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum. Við birtingu fyrsta ársfjórðungs kynnti félagið markmið um að það skili yfir 7% EBIT hlutfalli til lengri tíma litið, frá og með árinu 2019. Það markmið er óbreytt.
Icelandair Group hefur í dag viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins sem eru að nafnvirði 190 milljónir Bandaríkjadala, 21,5 milljarðar króna. Viðræðurnar eru, samkvæmt tillkynningu, tilkomnar vegna þess að mögulegt er að Icelandair geti ekki uppfyllt kvaðir sem koma fram í skilmálum skuldabréfanna varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD 30. júní sl. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna viðræðna við lánardrottna. Líkt og fram kom í tilkynningu til kauphallarinnar 27. ágúst eru horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Til lengri tíma eru horfur í rekstri félagsins góðar; vöxtur er á flestum mörkuðum félagsins, félagið er fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum.
Drápu konur og seldu líkamshluta
Par, sem var handtekið í Mexíkó í síðustu viku með líkamshluta í barnakerru, myrti konur og seldi síðan líkamshlutana. Maðurinn hefur játað að hafa myrt 20 konur í úthverfi Mexíkóborgar. Lögreglan hefur fundið líkamshluta í íbúð parsins og í annarri íbúð þar skammt frá. Líkt og fram kom á mbl.is í gær voru líkamshlutarnir geymdir í fötum fylltum steypu og í frysti. Saksóknari segir að ekki hafi verið upplýst um hverjir kaupendurnir eru. Morð á konum eru mjög algeng í Mexíkó og er algengt að mönnum sé ekki gerð refsing fyrir glæpinn. En í þetta skiptið virðist sem almenningur ætli ekki að sitja hljóður hjá því fjölmargir hafa tekið þátt í mótmælum í Ecatepec-hverfinu þar sem morðin voru framin. Gríðarleg fátækt er meðal íbúa í hverfinu sem er í útjaðri Mexíkóborgar. Frétt mbl.is Nágrannar segja að alltaf þegar þeir hafi séð parið hafi það verið með barnakerru en þegar lögreglan handtók þau í síðustu viku voru þau með líkamshluta í kerrunni. Ástæðan fyrir því að lögreglan ræddi við þau var hvarf 28 ára gamallar konu, Nancy Huitron, og tveggja mánaða gamallar dóttur hennar, Valentinu, í hverfinu. Við yfirheyrslur játaði Juan Carlos að hafa drepið Huitron og nafngreindi tvö önnur fórnarlömb, Arlet Olguín 23 ára og Evelyn Rojas, 29 ára. Saksóknarar segja að hann hafi einnig játað að hafa beitt einhver fórnarlamba sinna kynferðislegu ofbeldi áður en hann drap þau og seldi eigur þeirra og líkamshluta. Konurnar þrjár voru allar einstæðar mæður sem hafa horfið á stuttum tíma. Huitron hvarf 6. september ásamt Valentiu dóttur sinni á leið heim eftir að hafa fylgt tveimur eldri dætrum sínum í skólann. Þegar enginn kom að sækja þær síðar um daginn í skólann höfðu nágrannar þeirra samband við lögreglu. Lögreglan hefur nú fundið Valentinu litlu en parið hafði selt hana. Hún er komin í umsjón móðurömmu sinnar. BBC hefur eftir lögreglu að konurnar sem voru myrtar hafi þekkt parið, Juan Carlos og Patriciu, en þær hafi keypt af þeim fatnað og mat. Patricia á að hafa gabbað þær inn í íbúðina með því að segjast vera með meiri varning fyrir þær inni í íbúðinni. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var tilkynnt um hvarf 395 einstaklinga í Mexíkó-ríki og af þeim eru 207 konur. Flestir hafa horfið í hverfum og bæjum þar sem glæpagengi ráða lofum og lögum. Hverfum sem lögreglan þorir ekki inn í. Frétt BBC
Par, sem var handtekið í Mexíkó í síðustu viku með líkamshluta í barnakerru, myrti konur og seldi síðan líkamshlutana. Maðurinn hefur játað að hafa myrt 20 konur í úthverfi Mexíkóborgar. Saksóknari segir að ekki hafi verið upplýst um hverjir kaupendurnir eru. Morð á konum eru mjög algeng í Mexíkó og er algengt að mönnum sé ekki gerð refsing fyrir glæpinn. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var tilkynnt um hvarf 395 einstaklinga í Mexíkó-ríki og af þeim eru 207 konur. Flestir hafa horfið í hverfum og bæjum þar sem glæpagengi ráða lofum og lögum.
Skipulagsbreytingar hjá Bláa lóninu
Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Bláa lóninu þannig að meginstarfsemi félagsins fer nú fram innan þriggja kjarnasviða. Hafa verið ráðnir þrír framkvæmdastjórar yfir þau svið sem setjast einnig í framkvæmdastjórn Bláa lónsins, ásamt Grími Sæmundsen forstjóra og Garðari Gíslasyni lögmanni. Þau þrjú sem hafa verið ráðin störfuðu öll áður hjá Bláa lóninu. Þau eru Þórey G. Guðmundsdóttir sem tekur við sem framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs, Helga Árnadóttir sem tekur við sem framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs og Már Másson sem verður framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs. Þórey hefur verið fjármálastjóri Bláa lónsins síðan 2013. Áður starfaði Þórey hjá Samskipum þar sem hún bar ábyrgð á fjárhagsáætlunum og uppgjöri félagsins og dótturfélaga á Íslandi. Hún var forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi fjárfestingabanka 2004-2013. Þá starfaði hún sem sérfræðingur á fjármálasviði Íslandsbanka (áður FBA) frá 2000 til 2004 og hjá KPMG á tímabilinu 1995 til 1999. Þórey er viðskiptafræðingur, cand.oecon frá Háskóla Íslands. Helga hóf störf hjá Bláa lóninu í júní síðastliðnum en áður var hún framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2013 til 2018. Hún var fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri VR á árunum 2008-2013. Áður gegndi hún ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair og var m.a. forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur, cand. oecon frá Háskóla Íslands og með MSc.-gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Þróunar-, sölu- og markaðssvið ber ábyrgð á öllum sölu- og markaðsmálum félagins og leiðir stafræna vöruþróun Bláa lónsins. Már hefur starfað hjá Bláa lóninu frá því 2016 sem forstöðumaður markaðs- og mannauðssviðs félagsins. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Þar veitti hann samskiptasviði bankans forstöðu auk skrifstofu bankastjóra. Þá var hann forstöðumaður dreifileiða og nýsköpunar hjá bankanum 2013-2016. Már er með B.Sc.-gráðu í alþjóðaviðskiptum frá CBS í Kaupmannahöfn og MSc.-gráðu í stjórnun frá USI í Lugano í Sviss. Undir viðskipta- og rekstrarsvið heyra viðskipta- og rekstrareiningar Bláa lónsins hf. í Svartsengi, en félagið rekur þar tvo baðstaði, fjóra veitingastaði og verslun og einnig verslanir í Leifsstöð og í Reykjavík. Þá heyrir fasteignasvið og mannauðs- og gæðasvið einnig undir viðskipta- og rekstrarsvið.
Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Bláa lóninu þannig að meginstarfsemi félagsins fer nú fram innan þriggja kjarnasviða. Hafa verið ráðnir þrír framkvæmdastjórar yfir þau svið sem setjast einnig í framkvæmdastjórn Bláa lónsins, ásamt Grími Sæmundsen forstjóra og Garðari Gíslasyni lögmanni. Þau þrjú sem hafa verið ráðin störfuðu öll áður hjá Bláa lóninu. Þau eru Þórey G. Guðmundsdóttir sem tekur við sem framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs, Helga Árnadóttir sem tekur við sem framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs og Már Másson sem verður framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs. Undir viðskipta- og rekstrarsvið heyra viðskipta- og rekstrareiningar Bláa lónsins hf. í Svartsengi, en félagið rekur þar tvo baðstaði, fjóra veitingastaði og verslun og einnig verslanir í Leifsstöð og í Reykjavík. Þá heyrir fasteignasvið og mannauðs- og gæðasvið einnig undir viðskipta- og rekstrarsvið.
Festa kyrrsetningarbúðir uighur-múslima í lög
Kínversk stjórnvöld hafa fest í lög kyrrsetningarbúðir fyrir minnihlutahóp uighur-múslima í vesturhluta Xinjiang-héraðs, að því er BBC greinir frá. Stutt er frá því mannréttindasamtökin Human Rights Watch greindu frá því að uighur-múslimar sættu gerræðislegum handtökum og margvíslegum takmörkunum varðandi trúariðkanir sínar, auk þess sem pólitískri innrætingu væri þröngvað upp á þá. Hefur það vakið vaxandi áhyggjur hjá alþjóðasamfélaginu að uighur-múslimar hverfi í stórum stíl og lýsti mannréttindastjórn Sameinuðu þjóðanna því yfir í ágúst að kínversk stjórnvöld væru talin halda allt að einni milljón uighur-múslima í leynilegum "kyrrsetningarbúðum" í Xianjiang-héraði þar sem þeir væru látnir sæta pólitískri innrætingu. Hafa yfirvöld í Xinjiang sagt búðunum ætlað að taka á öfgahyggju í gegnum "hugmyndafræðilega umbreytingu". Neyddir til að afneita trú sinni Mannréttindasamtök segja þá sem í búðunum dvelja hins vegar vera neydda til að sverja Xi Jinping forseta Kína hollustu og afneita trú sinni. Í ágúst höfnuðu kínversk yfirvöld ásökunum um að hátt í milljón manna væru látin dvelja í slíkum búðum. Á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna viðurkenndu sendifulltrúar Kína hins vegar að uighur-múslimar "sem hefðu látið blekkjast af öfgatrú" sættu nú endurhæfingu og búferlaflutningum. Nokkuð hefur verið um átök í Xinjiang-héraði undanfarin ár og hafa kínversk yfirvöld sakað aðskilnaðarsinna úr röðum múslima um að hvetja til óeirða. Vistaðir fyrir að neita að fylgjast með ríkisfjölmiðlum Samkvæmt nýju löggjöfinni má dæma fólk til vistar í kyrrsetningarbúðunum fyrir að að neyða aðra til að taka þátt í trúarathöfnum, neita að horfa á ríkissjónvarp eða hlusta á ríkisútvarpið og koma í veg fyrir að börn fái þá menntun sem ríkið veitir þeim. Ráðamenn fullyrða hins vegar að í kyrrsetningarbúðunum sé fólkinu veitt starfsþjálfun. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt löggjöfina og sagt hana brot á mannréttindum. Hefur BBC eftir fyrrverandi vistmönnum í búðunum að þeir hafi sætt líkamlegum sem og andlegum pyntingum. Þá hafi heilu fjölskyldurnar horfið. Þá hefur New York Times eftir fyrrverandi vistmönnum að þeir hafi verið neyddir til að syngja lög á borð við "Án kommúnistaflokksins væri ekkert Nýja-Kína" og fengu þeir sem ekki mundu textann ekki neinn morgunmat.
Kínversk stjórnvöld hafa fest í lög kyrrsetningarbúðir fyrir minnihlutahóp uighur-múslima í vesturhluta Xinjiang-héraðs, að því er BBC greinir frá. Stutt er frá því mannréttindasamtökin Human Rights Watch greindu frá því að uighur-múslimar sættu gerræðislegum handtökum og margvíslegum takmörkunum varðandi trúariðkanir sínar, auk þess sem pólitískri innrætingu væri þröngvað upp á þá. Hafa yfirvöld í Xinjiang sagt búðunum ætlað að taka á öfgahyggju í gegnum "hugmyndafræðilega umbreytingu". Mannréttindasamtök segja þá sem í búðunum dvelja hins vegar vera neydda til að sverja Xi Jinping forseta Kína hollustu og afneita trú sinni. Í ágúst höfnuðu kínversk yfirvöld ásökunum um að hátt í milljón manna væru látin dvelja í slíkum búðum. Samkvæmt nýju löggjöfinni má dæma fólk til vistar í kyrrsetningarbúðunum fyrir að að neyða aðra til að taka þátt í trúarathöfnum, neita að horfa á ríkissjónvarp eða hlusta á ríkisútvarpið og koma í veg fyrir að börn fái þá menntun sem ríkið veitir þeim.
'Andlát: Bjarni Sighvatsson útgerðarmaður'
Bjarni Sighvatsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 9. október, 85 ára gamall. Bjarni fæddist 2. desember 1932 í Vestmannaeyjum og var sonur Sighvatar Bjarnasonar, skipstjóra og framkvæmdastjóra, og Guðmundu Torfadóttur húsfreyju. Hann ólst upp í Ási í Vestmannaeyjum og var einn af ellefu systkinum. Bjarni byrjaði til sjós 14 ára og var sjómaður um árabil. Hann starfaði sem háseti, kokkur, stýrimaður og skipstjóri. Bjarni fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan skipstjórnarnámi árið 1954. Hann stofnaði og rak fiskverkunina Fjölni í félagi við aðra. Auk þess gerði hann út Hamraberg VE, Kristbjörgu VE og Sigurfara VE í samvinnu við fleiri. Bjarni var stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. 1986-1994 að hann seldi hlut sinn og gerðist tómstundabóndi í Þorlaugargerði með hesta og kindur. Bjarni var ötull stuðningsmaður Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum og stóð fyrir fjársöfnunum til tækjakaupa og keypti einnig tæki og gaf spítalanum. Bjarni kvæntist Dóru Guðlaugsdóttur (f. 1934, d. 2007) hinn 23. maí 1953. Þau eignuðust fimm börn sem lifa föður sinn, Sigurlaugu, Guðmundu Áslaugu, Sighvat, Ingibjörgu Rannveigu og Hinrik Örn. Útför Bjarna fer fram frá Landakirkju 20. október klukkan 13.00.
Bjarni Sighvatsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 9. október, 85 ára gamall. Hann starfaði sem háseti, kokkur, stýrimaður og skipstjóri. Hann stofnaði og rak fiskverkunina Fjölni í félagi við aðra. Auk þess gerði hann út Hamraberg VE, Kristbjörgu VE og Sigurfara VE í samvinnu við fleiri. Bjarni var ötull stuðningsmaður Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Útför Bjarna fer fram frá Landakirkju 20. október klukkan 13.00.
Sennilega kominn til þriðja lands
Makaveli Lindén, sem er eftirlýstur fyrir morðið á Heikki Bjørklund Paltto í Majorstuen-hverfinu í Ósló, er talinn vera farinn úr landi en samkvæmt frétt Aftonbladet benda rafrænar upplýsingar til þess að hann sé hvorki að finna í Svíþjóð né Noregi. Á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í gær kom fram að Lindén, sem er tvítugur Svíi, er grunaður um að hafa stungið Heikki Bjørklund Paltto til bana á heimili þess síðarnefnda í Majorstuen-hverfinu í Ósló um miðjan dag fyrir viku. Hann er nú eftirlýstur um allan heim. Frétt mbl.is Í frétt Aftonbladet , sem norska ríkissjónvarpið vísar til, kemur fram að í gær hafi komið fram rafrænar upplýsingar sem bendi til þess að hann sé farinn úr landi. Frétt NRK Samkvæmt frétt Aftonbladet hefur danska lögreglan ekki viljað upplýsa um hvort hún tengist málinu en talsmaður þýsku lögreglunnar segist þekkja málið. Í gærkvöldi upplýsti sænska lögreglan um nafn mannsins sem er leitað en norska lögreglan hafði aðeins upplýst um að hann væri tvítugur að aldri og frá Uppsala. Sænska lögreglan segir að hann heiti Christian Bo Lindén en hafi breytt nafni sínu í Makaveli Lindén. Þar sem ekki hafi enn spurst til hans hafi lögreglan ákveðið að upplýsa um nafn hans í þeirri von að það verði til þess að hann finnist fyrr. Lögmaður sem var áður verjandi hans segir í samtali við NRK að hann hafi verið látinn laus úr fangelsi í september eða október og samkvæmt Aftonbladet losnaði hann úr fangelsi fyrir tveimur mánuðum.
Makaveli Lindén, sem er eftirlýstur fyrir morðið á Heikki Bjørklund Paltto í Majorstuen-hverfinu í Ósló, er talinn vera farinn úr landi. Samkvæmt frétt Aftonbladet benda rafrænar upplýsingar til þess að hann sé hvorki að finna í Svíþjóð né Noregi. Á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í gær kom fram að Lindén, sem er tvítugur Svíi, er grunaður um að hafa stungið Heikki Bjørklund Paltto til bana á heimili þess síðarnefnda í Majorstuen-hverfinu í Ósló um miðjan dag fyrir viku. Hann er nú eftirlýstur um allan heim.
Gylfi lagði upp og Jóhann Berg skoraði
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark í þægilegum 3:1-sigri Everton gegn Brighton á Goodison Park í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Þá skoraði Jóhann Berg Guðmundsson fyrir Burnley í 4:2-tapi á útivelli gegn West Ham. Everton var að leitast við að koma til baka eftir 2:1-tapið gegn Manchester United í síðustu umferð þar sem Gylfi skoraði eina mark Everton. Það var svo einmitt hann sem lagði upp fyrsta mark leiksins, eftir að hafa farið illa með tvö góð færi þar á undan. Gylfi renndi boltanum á Brasilíumanninn Richarlison sem skoraði laglegt mark úr góðu færi. Gestirnir jöfnuðu metin eftir hornspyrnu á 33. mínútu þökk sé marki Lewis Dunk en Seamus Coleman kom heimamönnum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks áður en Richarlison innsiglaði sigurinn með laglegu marki eftir slæm varnarmistök Brighton á 77. mínútu. Gylfi var tekinn af velli á 89. mínútu. Jóhann Berg skoraði í tapi Burnley Þá var heldur betur fjörugur leikur í Lundúnum þar sem Burnley heimsótti West Ham. Marko Arnautovic hafði komið heimamönnum yfir áður en Jóhann Berg jafnaði metin fyrir Burnley rétt fyrir hálfleik. Gestirnir voru þó ansi slakir í leiknum og lentu aftur undir á 68. mínútu þegar Felipe Anderson skoraði fyrir West Ham. Chris Wood reyndar jafnaði metin aftur fyrir Burnley skömmu síðar áður en Anderson bætti við sínu öðru marki og Javier Hernandez innsiglaði sigur West Ham með fjórða markinu, lokatölur 4:2. Jóhann Berg lék allan leikinn. Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað á miðjunni og spilaði allan leik Cardiff og Leicester en mátti þola tap, 1:0, gegn liði Leicester sem var að spila sinn fyrsta leik eftir þyrluslysið hörmulega þar sem eigandi félagsins og fjórir aðrir létu lífið. Úrslitin Cardiff - Leicester 0:1 Everton - Brighton 3:1 Newcastle - Watford 1:0 West Ham - Burnley 4:2
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark í þægilegum 3:1-sigri Everton gegn Brighton á Goodison Park í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Gylfi var tekinn af velli á 89. mínútu. Þá var heldur betur fjörugur leikur í Lundúnum þar sem Burnley heimsótti West Ham. Marko Arnautovic hafði komið heimamönnum yfir áður en Jóhann Berg jafnaði metin fyrir Burnley rétt fyrir hálfleik. Gestirnir voru þó ansi slakir í leiknum og lentu aftur undir á 68. mínútu þegar Felipe Anderson skoraði fyrir West Ham. Javier Hernandez innsiglaði sigur West Ham með fjórða markinu, lokatölur 4:2. Jóhann Berg lék allan leikinn.
Demókratar ná fulltrúadeildinni
Útlit er fyrir að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fram fóru vestanhafs í gær. Í kosningasigrinum þykir felast töluvert högg fyrir forsetann Donald Trump, sem haldið hefur um valdataumana í nær tvö ár. Vonir demókrata um að ná stjórn í öldungadeild þingsins eru á sama tíma úti, en þar virðist sem repúblikanar bæti við sig um þremur sætum samkvæmt síðustu talningum. Búist er við að demókratar geti nú byrjað að koma í veg fyrir að löggjöf Trumps verði samþykkt í þinginu, og geti um leið gert honum lífið leitt með frekari rannsóknum á fjármálagjörningum fyrirtækja í hans eigu og á afskiptum Rússa í kosningunum árið 2016. Demókratar hafa margir hverjir búið sig undir svokallaða bláa bylgju, þar sem flokkurinn myndi ná fjölda sæta á þinginu og góðum meirihluta. Ekki er enn víst hvort innistæða hafi verið fyrir þeim væntingum, þótt meirihluti þeirra sé þegar talinn tryggður. Repúblikanar unnu varnarsigra Eitt er víst og það er að Bandaríkjamenn flykktust á kjörstað, en langar raðir mynduðust fljótt á kjörstöðum allt frá New York til Kaliforníu og frá Missouri til Georgíu. Kjörsókn hefur mælst töluvert meiri en alla jafna í kosningum sem þessum, þar sem forsetaembættið er ekki undir. Öll 435 sætin í fulltrúadeildinni voru undir í kosningunum, auk 35 sæta af 100 í öldungadeildinni. Þá var kosið um embætti 36 ríkisstjóra. Repúblikanar unnu nokkra varnarsigra í veigamiklum kosningum, meðal annars í Kentucky þar sem þingmaðurinn Andy Barr hélt sæti sínu þrátt fyrir spár um annað. Í öldungadeildinni hrifsaði repúblikaninn Mike Braun sæti demókratans Joe Donnelly í Indiana, á sama tíma og umdeildi öldungadeildarþingmaðurinn Bob Menendez hélt sæti sínu fyrir demókrata í New Jersey. O'Rourke laut í lægra haldi Beto O'Rourke, demókrati sem gripið hafði athygli almennings, fjölmiðla og frægra vestanhafs, tapaði naumlega fyrir sitjandi öldungadeildarþingmanninum og fyrrverandi forsetaframbjóðandanum Ted Cruz í Texas. Donald Trump hafði barist hart fyrir flokk sinn í aðdraganda kosninganna. Ferðaðist hann um landið og fullyrti að demókratar myndu innleiða sósíalisma ásamt því að beina athyglinni að þeirri aðsteðjandi vá sem hann segir felast í flóttamannalestinni sem er á leið norður til Bandaríkjanna í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó. Taka þarf fram að ekki eru öll atkvæði talin, en síðustu kjörstaðir loka klukkan 6 að morgni að íslenskum tíma, í Alaskaríki.
Útlit er fyrir að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fram fóru vestanhafs í gær. Í kosningasigrinum þykir felast töluvert högg fyrir forsetann Donald Trump. Vonir demókrata um að ná stjórn í öldungadeild þingsins eru á sama tíma úti, en þar virðist sem repúblikanar bæti við sig um þremur sætum samkvæmt síðustu talningum. Búist er við að demókratar geti nú byrjað að koma í veg fyrir að löggjöf Trumps verði samþykkt í þinginu. Kjörsókn hefur mælst töluvert meiri en alla jafna í kosningum sem þessum, þar sem forsetaembættið er ekki undir. Beto O'Rourke, demókrati sem gripið hafði athygli almennings, fjölmiðla og frægra vestanhafs, tapaði naumlega fyrir sitjandi öldungadeildarþingmanninum og fyrrverandi forsetaframbjóðandanum Ted Cruz í Texas.
Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs
Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Hann hefur starfað síðustu 10 árin sem framkvæmdastjóri félagasamtaka nú síðast fyrir Siðmennt og áður fyrir garðyrkjubændur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Votlendissjóðurinn hefur það hlutverk að vinna að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Fjölmargir sérfræðingar eru í baklandinu og veita sérfræðiráðgjöf eins og Landgræðslan, Landbúnaðarháskólinn, Fuglavernd, Rannsóknarsetur HÍ á Suðurlandi og Náttúrustofurnar, Náttúrufræðistofnun, PWC, Vegagerðin, Háskóli Íslands o.fl. Markmið Votlendissjóðs er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis. Hlutverk hans er að efla samstarf við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga, að því er segir í tilkynningu. Þá segir að sjóðurinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni. "Endurheimt votlendis er afar mikilvægur þáttur í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til þess að ná markmiðum sem Ísland hefur sett sér fyrir árið 2030. Með þeim nást markmið Sameinuðu þjóðanna að draga úr hlýnun jarðar," segir í tilkynningunni.
Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Hann hefur starfað síðustu 10 árin sem framkvæmdastjóri félagasamtaka nú síðast fyrir Siðmennt og áður fyrir garðyrkjubændur. Votlendissjóðurinn hefur það hlutverk að vinna að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Markmið Votlendissjóðs er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis.