source
stringlengths
710
1.19M
Skagfirðingar melta nú tíðindi gærdagsins þegar landsmót hestamanna var slegið af vegna hrossasóttar. Landsmót hestamanna átti að hefjast á Vindheimamelum eftir aðeins fjórar vikur. Því hefur nú verið aflýst, en stefnt að því að halda það að ári. Hestamenn í Skagafirði sýna þessu skilning. Skapti Steinbjörnsson, hrossabóndi á Hafsteinsstöðum: Ég held að þetta hafi verið óumflýjanleg ákvörðun, því miður. Þetta, það er, hrossin eru svo mörg veik um allt land og sum staðar eru þau að byrja að veikjast og þau verða ekki komin í lag þegar landsmótið átti að byrja. Því miður þá held ég að þetta hafi verið það eina í stöðunni. Skagfirðingar bjuggust við tólf þúsund manns á landsmótið. Þetta er því högg fyrir ferðaþjónustuna í héraðinu. Svanhildur Pálsdóttir, formaður ferðaþjónustunnar í Skagafirði: Það er minna en mánuður í mót og það streyma ekkert inn bókanir núna beinlínis útaf eldgosinu og öðru meira, já, útaf eldgosinu og öðru og hérna, þannig að það verður auðvitað, getur orðið erfitt að fylla þetta. En þetta hleypur örugglega á einhverjum milljónatugum eða -hundruðum, en, en eins og ég segi, ef ekkert kæmi í staðinn þá væri það þannig. En, en það, við skulum ekki vera svo svartsýn. Fyrir þá sem hafa atvinnu af hestum er hrossasóttin áfall. Skapti Steinbjörnsson: Þetta er tjón fyrir fleiri en hestamenn, ferðaþjónustuaðila, flugfélög. En, en þetta er mikið tjón fyrir hestamenn. Viggó Jónsson: Hvað með tamningastöðvarnar, eru þær hálflamaðar bara núna? Skapti Steinbjörnsson: Ég held þær séu flestar svona hálflamaðar hér í Skagafirði en, en svona, það er nú eitthvað að rætast úr. Við erum farin að ríða út aftur hérna, en sumstaðar er allt stopp ennþá.
Stjórnvöld í Austurríki munu fyrirskipa að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað. Þetta er gert eftir hryðjuverkaárásina í höfuðborginni Vín á mánudag þar sem fjórir létu lífið og um tuttugu særðust. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, greinir frá þessu að því er segir í frétt austurrísku fréttastofunnar APA. Til stendur að kynna tillögur stjórnarinnar á fréttamannafundi í dag. Húsleit í Þýskalandi Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum, en um er að ræða heimili og skrifstofur fólks sem talið er að hafi verið í samskiptum við hryðjuverkamanninn, sem sjálfur lést eftir átök við lögreglu. Húsleit var gerð í Osnabruck, Kassel og Pinneberg í norðurhluta Þýskalands, en ekki er grunur um það að svo stöddu að umrætt fólk hafi átt þátt í undirbúningi árásarinnar. Áður höfðu fimmtán manns verið handteknir í Austurríki og tveir í Sviss vegna árásarinnar. Vantrauststillaga felld Austurríska þingið felldi í morgun vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hendur innanríkisráðherrans Nehammer, en hún var að sögn lögð fram vegna misbrests í störfum leyniþjónustu og lögreglu sem höfðu borist ábendingar um árásarmanninn. Árásarmaðurinn var tvítugur að aldri, fæddur í Austurríki en var einnig með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann hafði hlotið fangelsisdóm í Austurríki árið 2019 fyrir að hafa ætlað sér að ganga til liðs við vígasveitir hryðjuverkasamtakanna ISIS.
Þóra hefur viðtæka reynslu í atvinnulífinu. Hún hefur unnið við: Landbúnaðarstörf, fiskverkun, fjármálastjóri MH 1996 -1999, framkvæmdastjórn saltfiskverkunarinnar Útvers á Bakkafirði, setið í verkefnisstjórn við stofnun leikskóla Skeggjastaðahrepps, eðlisfræði- og tungumálakennsla við grunnskóla, rekið fjarvinnslufyrirtæki, innkaupa-og skrifstofustjóri hjá Hagkaup, almenn verslunarstörf, tölvukennsla v. framhaldskóla, rekstrarstjóri líftæknifyrirtækis, markaðsstjóri Landmælinga Íslands og er núverandi framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags þar sem hún hóf störf í maí 2001. Situr nú í stjórn Skálatúns í Mosfellsbæ og er starfandi stjórnarformaður Íslenskar Getspár. Þóra er með Bs. próf í landafræði frá HÍ. Auk þess viðskipta- og rekstrarnám frá Endurmenntun HÍ og MBA nám frá HÍ 2011. Hún hefur einnig stundað MBA nám við háskóla í Bandaríkjunum 2006. Þóra hefur tekið þátt í pólitísku starfi Sjálfstæðisflokksins og gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Hefur setið í skipulags- og félagsmálanefnd Kópavogsbæjar. Félagi í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi frá 2000. Þóra hefur tekið virkan þátt í starfi Lútherskrar hjónahelgar á Íslandi og alþjóðlegu samstarfi þeirra samtaka s.l. 14 ár. Situr og hefur setið í fjölmörgum nefndum á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands. Þóra fluttist í Kópavoginn 1995. Hún er gift Sr. Gunnari Sigurjónssyni sóknarpresti í Digraneskirkju og sterkasta presti í heimi. Þau eiga tvö börn. Önnu Margréti fædda 1990, snyrtifræðing og nema. Ara Þór fæddan 1993 sem stundar nú nám við VFS í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp.
Nemendur í framhaldsskóla næsta haust geta ekki gengið að því vísu að komast í sinn hverfisskóla þar sem innritunarreglum verður breytt vegna athugasemda frá umboðsmanni Alþingis. Umboðsmaður Alþingis telur mennta- og menningarmálaráðherra ekki hafa stuðst við fullnægjandi lagagrundvöll þegar innritunarreglum framhaldsskólanna var breytt árið 2010. Fjörutíu og fimm prósent lausra plássa í framhaldsskólum eru nú tekin frá fyrir nemendur sem koma úr grunnskólum í nágrenni hvers skóla. Tveir nemendur í tíunda bekk grunnskóla leituðu til umboðsmanns Alþingis þar sem þeir töldu reglurnar fela í sér mismunun á grundvelli búsetu og brjóta í bága við jafnræðisreglur. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra: Við munum núna endurskoða þetta fyrirkomulag, bæði fyrir næstu innritun og líka til lengri tíma litið. Það liggur fyrir auðvitað að það var sett svona rík skylda á herðar stjórnvöldum í lögum frá 2008 þar sem okkar skylda er núna að veita öllum nemendum undir 18 ára aldri skólavist og þessar reglur voru svona einn liður í því að stýra því þannig að við gætum í raun og veru tryggt þetta pláss og voru settar eftir innritun 2009, sem gekk ekki nægjanlega vel á þeim tíma. Hins vegar viljum við að sjálfsögðu ekki hafa neina lagalega óvissu um okkar framkvæmd á málunum, þannig að við munum endurskoða fyrirkomulagið núna og vonandi kynna nýtt fyrirkomulag í febrúar. Hún segir ólíklegt að stuðst verði við reglur næsta haust sem fela í sér að pláss verði tekin frá í framhaldsskólum fyrir nemendur í nágrenni skólans. Katrín Jakobsdóttir: Ég á ekki von á því út frá þessu áliti og ég á ekki von á því að við förum í einhverja hraðferð með lagabreytingar, ég held að það kunni ekki góðri lukku að stýra.
Settur sóttvarnarlæknir segir að bólusetning fari minnkandi vegna þess að foreldrar gleymi að fara með börnin sín í bólusetningu, en ekki vegna þess að þeir vilji það ekki. Hlutfall þeirra sem bólusettir eru við mislingum hefur ekki verið yfir æskilegum mörkum síðan 2009. Bólusetning á Íslandi fer minnkandi, og er hlutfall bólusettra minna en æskilegt. Settur sóttvarnarlæknir segir að hlutfall kunni að vera hærra, en að kerfisbundin vandi við skrásetningu á bólusetningu sé viðvarandi á Íslandi. Kerfisvandamál við skráningu Skráning á bólusetningu er talin ábótavön á Íslandi, og talar sóttvarnarlæknir um kerfisbundin vanda í fréttabréfi sínu. Dæmi eru um að skráning á börnum gleymist og gefi því verri mynd af stöðunni en raun ber vitni. „Það er þannig að stundum gleymist að færa inn í kerfið að það sé búið að bólusetja. Það er verið að vinna í því að bæta úr því með að senda fyrirspurnir hvort að tiltekið barn sé bólusett eða ekki,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnarlæknir, í samtali við Fréttablaðið. „Það gæti kannski munað einhverju, en þátttakan mætti vera betri,“ segir Haraldur, aðspurður að því hvort að misræmi í skráningu sé svo mikið að það hafi teljanleg áhrif. Samkvæmt tölum sóttvarnarlæknis fer bólusetning þó minnkandi, óháð misræmi í skráningu. „Það er ýmislegt sem getur komið upp, oft er það þannig að fólk gleymir að koma með börnin sín í bólusetningunni eða það gleymist að skrá eða eitthvað slíkt,“ segir Haraldur. Mikill vilji til bólusetningar Eins og vitað er hefur á síðustu misserum skapast mikil umræða um bólusetningar, og víða í heiminum hafa myndast hreyfingar sem vinna gegn bólusetningu á börnum. „Við vitum að það er mikill vilji til bólusetningar. 97 prósent vilja láta bólusetja börnin. Það er ekki það að fólk vilji ekki koma,“ segir Haraldur. „Það er kannski tvö prósent eða eitthvað slíkt sem vill ekki bólusetja en það er ekki meira en það,“ bætir hann við. Þarf að ganga á eftir foreldrum Með bólusetningum er endanlegt markmið að ná svo kölluðu hjarðónæmi, með það í huga að stöðva hverskonar smit áður enn þau verða. Varnaðaráhrifin er einkum ætluð þeim sem ekki geta fengið bólusetningu út af ýmsum ástæðum. „Ef þátttaka fer minnkandi er tilefni til að hafa áhyggjur, en við getum lifað með það að hún fari undir 90 prósent. Ef hún fer t.d. niður í 85 prósent þá stækkar alltaf þessi hópur sem er viðkvæmur fyrir bólusetningum,“ segir Haraldur. Samkvæmt tölum frá sóttvarnarlækni var hlutfall þeirra sem bólusettir voru fyrir mislingum rétt yfir 90 prósentum árið 2015, en æskilegt hlutfall er 95 prósent. Hlutfallið hefur farið minnkandi frá árinu 2009. Haraldur ítrekar að foreldrar séu ekki að mæta í bólusetningar út af ýmsum ástæðum, einkum því að það gleymist. „Við teljum að þetta sé hægt að laga þetta með að ganga á eftir fólki.“
Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor. Fullt var út úr dyrum á Háskóladeginum í dag, þar sem verðandi stúdentar kynntu sér námsframboð og gerðu upp hug sinn til þess sem koma skal í haust. Nokkrir framhaldsskólar útskrifa tvo árganga í ár, það er síðustu árganga gamla fjögurra ára kerfisins og þá sem útskrifast á þremur árum. Samhliða þessu eykst álagið á háskólana, sem þurfa að taka við fleiri nemendum í einu. „Við höfum vitað af því lengi að fleiri myndu koma inn í háskólakerfið á þessum árum, þó þetta dreifist reyndar aðeins sem hjálpar okkur. En í öllum þeim áætlunum sem við í HR höfum gert fyrir árið 2018 erum við að gera ráð fyrir að taka inn stærri hópa,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík. „Við sjáum fram á það á næstu árum að fjölga muni í háskólanum um 1100-1400 nemendur. Við teljum okkur ráða við það, en það þarf kannski að huga að því hvernig þetta dreifist á mismunandi deildir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Fjölgað lítillega í lögfræði og læknisfræði Jón Atli segir mikilvægt að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins, en í dag eru nokkrar deildir HÍ með fjöldatakmarkanir. Fjölgað verður eilítið í þessum deildum, en í lagadeild komast 100 að í stað 90, og 50 verða teknir inn í læknadeild í stað 48. Í nýlegri úttekt Vinnumálastofnunar kemur fram að um 1100 háskólamenntaðir einstaklingar séu nú á atvinnuleysisskrá. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði menntamálaráðherra mikilvægt að háskólar væru í auknu samstarfi við atvinnulífið til að brúa bilið milli náms og starfa. Jón Atli og Ari taka báðir undir þessi orð. „En við þurfum líka að passa okkur á því að háskólar eru í því að skapa nýja þekkingu og eru kannski framverðir þróunar að mörgu leyti, aðallega í grunnrannsóknum. Við þurfum alltaf að hafa einhvers konar markað fyrir okkar fólk,“ segir Jón Atli. „Það er alveg einlægur ásetningur okkar í öllu því sem við gerum þegar við horfum til náms og menntunar hjá okkur að tengja námið við samfélagið og atvinnulífið á þann hátt að nemendur eigi greiðan aðgang í góð störf að loknu námi,“ segir Ari.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir á Twitter í gær að hann hygðist ríflega tvöfalda refsitolla á ýmsan kínverskan innflutning frá og með næsta föstudegi. Viðræður samninganefnda stórveldanna tveggja standa yfir en Trump segir þær ganga of hægt og er farið að leiðast þófið. Í færslu sinni segir forsetinn Kínverja hafa greitt 25 prósenta innflutningsjöld vegna innflutnings á hátæknibúnaði að andvirði 50 milljarða Bandaríkjadala og 10 prósenta gjöld vegna innflutnings á ýmsum varningi öðrum, að andvirði 200 milljarða dala. Seinni gjaldflokkurinn, segir forsetinn, mun hækka upp í 25 prósent á föstudaginn næsta. Kínverjar fái enn að flytja varning fyrir 325 milljarða dala til Bandaríkjanna, án tolla og gjalda, en 25 prósenta innflutningsgjöld verði líka lagður á þann varning innan skamms, skrifar Trump. „Gerð viðskiptasamnings við Kína heldur áfram, en of hægt,“ segir forsetinn, þar sem Kínverjar reyni enn að breyta samningunum. Það komi þó ekki til greina. Kínverjar íhuga að fresta viðræðum Kínverjar hafa þegar brugðist við þessum skrifum forsetans og íhuga að aflýsa þeim samningafundum sem fyrirhugaðir voru í þessari viku, samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins Wall Street Journal. Það væri í samræmi við þá stefnu Kínverja að setjast aldrei að samningaborði í skugga hótana frá viðsemjendum sínum, hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmanni.
Þótt 84 prósent landsmanna, 12 ára og eldri, teljist nú fullbólusettir berast hingað vikulega á bilinu 20 til 26 þúsund skammtar af bóluefni. Sendingar af bóluefni Janssen og AstraZeneca voru stöðvaðar í sumar og því verður aðeins notast við tvær tegundir af bóluefnum hér á landi: Moderna sem nú heitir SpikeVax og Pfizer/ BioNTech. Fram kemur í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að vikulega sendi Pfizer hingað 15 til 20 þúsund skammta og Moderna um sex þúsund skammta af SpikeVax en reiknað er með þeim skömmtum fjölgi á næstunni. Í svarinu kemur fram að sendingar með bóluefni Janssen og AstraZeneca hafi verið stöðvaðar í sumar. Hvorki Norðmenn né Danir notuðu þau í sinni bólusetningaráætlun og Ísland fékk skammta af þessum bóluefnum að láni frá bæði Noregi og Svíþjóð; Norðmenn lánuðu 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca og Svíar 24 þúsund skammta af Janssen. Rúmlega 55 þúsund hafa verið fullbólusett með bóluefni AstraZeneca hér á landi og nærri 54 þúsund með bóluefni Janssen. Öllum í síðarnefnda hópnum hefur verið boðin örvunarbólusetning þar sem bóluefnið þykir ekki veita nógu góða vörn gegn delta-afbrigðinu. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Svíþjóð haft milligöngu um að skila skömmtunum sem Ísland fékk að láni „í ljósi hlutverks þeirra gagnvart Íslandi við kaup á bóluefnum á grundvelli Evrópusamstarfs.“ Ísland er með eitt hæsta hlutfall bólusettra í heiminum en bólusetningum er hvergi nærri lokið. Á vef heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kemur fram að á meðan „svokölluðu sumarleyfi bólusetninga“ stóð hafi nærri 11 þúsund verið bólusett. Þetta voru barnshafandi konur, starfsfólk skóla sem þurfti örvunarskammt og aðrir sem óskuðu eftir bólusetningu. Í dag hófst bólusetning barna á aldrinum 12 til 15 ára og loks stendur til að bjóða eldra fólki örvunarskammt þegar sex mánuðir verða liðnir frá seinni skammtinum.
Embætti landlæknis hefur staðið fyrir norrænni könnun á mataræði, hreyfingu og holdafari hér á landi í samstarfi við rannsakendur frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Önnur umferð fór fram haustið 2014 og er hér birt skýrsla með niðurstöðum hennar en fyrri umferð fór fram haustið 2011. Norræna ráðherranefndin fjármagnaði kannanirnar sem gera það mögulegt að sjá hvernig heilsuhegðun á Norðurlöndunum hefur þróast milli 2011 og 2014. Embætti landlæknis greindi frá. Meira borðað af sykurríkum vörum hér en á hinum Norðurlöndunum Fleiri fullorðnir á Norðurlöndunum borða óhollan mat samkvæmt könnuninni 2014 miðað við 2011. Til að meta hvort fólk á Norðurlöndunum borðar hollan eða óhollan mat var reiknaður svokallaður hollustustuðull (e. dietary index). Hann byggir á tíðni neyslu sem þátttakendur hafa gefið upp fyrir valdar fæðutegundir eins og ávexti og grænmeti, fisk, heilkornabrauð og matvörur sem innihalda mikið af mettaðri fitu eða viðbættum sykri. Hlutfall Norðurlandabúa sem borða óhollan mat hefur aukist úr 18% árið 2011 í 22% árið 2014. Ef eingöngu eru skoðaðar tölur fyrir Ísland þá er aukningin meiri hér á landi, fer úr 19% í 25%. Á Íslandi er meira borðað af sykurríkum matvörum (súkkulaði/sælgæti, kökum og gosdrykkjum) en á hinum Norðurlöndunum og hefur neyslan ekki minnkað frá árinu 2011 líkt og gerst hefur á hinum Norðurlöndunum að Svíþjóð undanskilinni þar sem neyslan hefur staðið í stað. Íslendingar borða minnst af grænmeti og ávöxtum miðað við hin Norðurlöndin og hefur neyslan hér ekki breyst á tímabilinu. Sömuleiðis borða Íslendingar minnst af heilkornabrauði og hefur neyslan minnkað milli ára. Fiskneysla er aftur á móti mest á Íslandi og er óbreytt milli kannana. Aukinn félagslegur ójöfnuður þrátt fyrir jákvæða þróun í mataræði barna Niðurstöður varðandi mataræði barna á Norðurlöndunum eru jákvæðari en hjá fullorðnum. Tæplega 15% norrænna barna flokkast með mataræði sem telst óhollt og hefur það ekki breyst frá 2011. Hlutfallið á Íslandi er sambærilegt við hin Norðurlöndin. Félagslegur ójöfnuður í mataræði hefur þó aukist meðal barna á Norðurlöndum. Þannig teljast tvöfalt fleiri börn foreldra með minnstu menntun borða óhollt 2014 en 2011 (25% en var 12%) og færri börn foreldra með mestu menntun teljast borða óhollt 2014 en 2011 (11% en var 14%). Íslensk og finnsk börn borða mest af sykurríkum fæðutegundum. Íslensk og norsk börn borða aftur á móti minnst af grænmeti og ávöxtum miðað við hin Norðurlöndin og íslensk og sænsk börn borða minnst af heilkornabrauði og minnkaði neysla á heilkornabrauði hér á landi á tímabilinu. Íslensk börn borða aftur á móti mest af fiski og jókst fiskneyslan hér á milli ára. Fleiri fullorðnir hreyfa sig ekkert og fleiri verja miklum frítíma í kyrrsetu við skjá Að meðaltali hreyfa um einn af hverjum þremur fullorðnum Norðurlandabúum sig ekki í samræmi við ráðleggingar um lágmarkshreyfingu (e. inactive) árið 2014 líkt og 2011 og á það einnig við um Ísland. Fleiri hreyfa sig ekkert (e. highly inactive, 12% 2014) en á sama tíma stunda fleiri ákjósanlega hreyfingu (e. highly active, 14% 2014). Hlutfall þeirra sem hreyfa sig ekkert er hæst í Noregi og á Íslandi árið 2014 og hefur aukist hér á landi úr 14% í 17% á tímabilinu. Athygli vekur að hlutfall 18–24 ára Norðurlandabúa sem hreyfa sig ekkert hefur nær tvöfaldast og er nú sambærilegt og í eldri aldurshópum eða um 12% 2014. Hvað kyrrsetu varðar verja 30% Norðurlandabúa fjórum klukkustundum eða meira við skjá (sjónvarp eða tölvu) í frítíma 2014 og hefur það aukist lítillega frá 2011. Þetta hlutfall er lægst meðal Svía og Íslendinga, á við um einn af hverjum fjórum árið 2014. Félagslegur ójöfnuður er enn mikill bæði með tilliti til skjásetu og hreyfingar. Meirihluti norrænna barna hreyfir sig of lítið Sex af hverjum tíu norrænum börnum hreyfa sig ekki í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu árið 2014 líkt og 2011. Finnsk og íslensk börn hreyfa sig helst í samræmi við ráðleggingarnar 2014. Norrænar stúlkur uppfylla síður ráðleggingarnar en drengir (64% á móti 54%). Að meðaltali hreyfa rúm 2% norrænna barna sig ekkert árið 2014. Hlutfall norrænna stúlkna sem hreyfa sig ekkert hefur minnkað. Norræn börn verja að meðaltali þremur klukkustundum af daglegum frítíma sínum í kyrrsetu við skjá árið 2014. Tæp 16% barna verja miklum frítíma við skjá (≥4 klst./dag). Samanborið við hin löndin er þetta hlutfall lægst á meðal íslenskra barna (tæp 6%) en hæst á meðal danskra barna (rúm 20%). Þróunin er sú, jafnt hjá börnum og fullorðnum, að minni frítíma er varið í kyrrsetu við sjónvarpskjá en að sama skapi lengri tíma við tölvuskjá. Líkt og árið 2011 er lítilll félagslegur ójöfnuður meðal norrænna barna bæði hvað snertir kyrrsetu við skjá og hreyfingu. Holdafar Fleiri fullorðnir flokkast of feitir á Norðurlöndunum 2014 en 2011. Á Íslandi er hærra hlutfall fullorðinna sem teljast of feitir en á hinum Norðurlöndunum. Hlutfall offitu meðal barna á Norðurlöndunum hefur ekki breyst milli ára og ekki er munur á milli landanna. Áfengis- og tóbaksnotkun Í vöktuninni 2014 var í fyrsta sinn spurt um áfengis- og tóbaksnotkun. Það er því ekki unnt að bera saman þróun milli ára heldur einungis neysluna milli Norðurlanda. Að meðaltali neyta Norðurlandabúar áfengis 1,7 sinnum í viku og um 45% aðspurðra hafa drukkið sig ölvaða á síðastliðnum 30 dögum. Lægst tíðni áfengisneyslu og ölvunardrykkju er á Íslandi meðan Danir drekka oftast og Norðmenn drekka sig oftast ölvaða. Að meðaltali reykja einn af hverjum fimm Norðurlandabúum daglega eða öðru hvoru. Reykingar mælast lægstar í Svíþjóð en hæstar í Danmörku. Samkvæmt þessari könnun reynast álíka margir reykja á Íslandi og í Noregi. Mikill munur mælist milli þjóðfélagshópa á öllum Norðurlöndunum þar sem hópurinn með minnstu menntunina reynist tvöfalt líklegri til að reykja en þeir með mestu menntunina. Staðreyndir um könnunina Norræna vöktunin á mataræði, hreyfingu og holdafari var framkvæmd árin 2011 og 2014 í Noregi, Svíþjóð, Íslandi, Finnlandi og Danmörku. Í þessum tveimur könnunum var safnað gögnum fyrir samtals 4.949 börn á aldrinum 7–12 ára og 17.775 fullorðna á aldrinum 18–65 ára á Norðurlöndunum. Könnunin byggir á tilviljunarkenndu úrtaki úr þjóðskrá og var gögnum safnað með viðtölum í gegnum síma. Foreldrar svöruðu könnuninni fyrir börn sín. Þátttakendur voru spurðir um hve oft þeir borði ákveðnar fæðutegundir, hversu miklum tíma þeir verja í miðlungserfiða og erfiða hreyfingu og í kyrrsetu við skjá. Einnig var spurt um menntunarstig ásamt hæð og þyngd. Fullorðnir voru einnig spurðir um hve oft þeir reykja og drekka áfengi. Fyrirtækið Maskína sá um gagnasöfnun hér á landi. Kannanirnar sýna hvernig heilsuhegðun á Norðurlöndunum hefur þróast milli 2011 og 2014 og gera það mögulegt að bera saman mataræði, hreyfingu og holdafar í löndunum fimm yfir tíma. Niðurstöðurnar eru metnar með tilliti til markmiða fyrir 2011 og framtíðarsýn fyrir 2021 í Norrænu aðgerðaáætluninni frá Norrænu ráðherranefndinni um næringu og hreyfingu. Einnig fengust samanburðarhæfar upplýsingar um áfengis- og tóbaksnotkun árið 2014. Norræna vöktunin á mataræði, hreyfingu og holdafari er eina norræna könnunin þar sem safnað er umfangsmiklum, samanburðarhæfum norrænum gögnum meðal bæði barna og fullorðinna um heilsuhegðun yfir tíma. Niðurstöður vöktunarinnar 2014 eru nú birtar í skýrslu, sjá skýrslu (PDF). Hluti niðurstaðna hefur verið kynntur á norrænum ráðstefnum árið 2016 en í skýrslunni eru í fyrsta sinn kynntar heildarniðurstöður könnunarinnar. Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri næringar Gígja Gunnarsdóttir verkefnisstjóri hreyfingar
Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandanum með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrrar fjárfestingar eru það að sjálfsögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisútgjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildarniðurskurður í fjárveitingum til þjónustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forðast erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram.
Stærsti vandinn sem steðjar að lífeyrissjóðakerfinu núna eru gjaldeyrishöftin. Flestum brá í brú þegar skýrslan sem unnin var á vegum Landssambands lífeyrissjóða var birt í síðustu viku, ekki vegna þess að þar hafi komið fram upplýsingar sem hefðu átt að koma á óvart í ljósi hrunsins, heldur vegna þess hversu stjarnfræðilegur upphæðir var um að tefla. Þessir háu upphæðir rugluðu líka umræðuna fyrst um sinn. Megináhersla sumra fjölmiðla var á hvaða sjóðir hefðu tapað hæstri krónutölu, en ekki hver ávöxtunin hafði verið sem segir til um árangur. Eins var umfjöllunin villandi um á hvaða „samsteypum“ sjóðirnir hafa tapað mest. Ef lífeyrissjóðir hafa tapað miklu fé á tilteknum hópi fyrirtækja kann að vera fyrir því 1) góð ástæða 2) eðlileg ástæða eða 3) annarleg sjónarmið. * * * Góða ástæðan væri sú að sjóðirnir hefðu valið að fjárfesta í þessum fyrirtækjum umfram aðra kosti sem í boði voru þar sem þau væru álitlegust. Þar sem öll fyrirtækin fóru á hausinn, munum við aldrei vita hvort þetta var rétt mat. Eðlilega ástæðan væri sú að viðkomandi fyrirtæki væru stór og lífeyrissjóðirnir hefðu fylgt þeirri stefnu, sem flestir telja happadrýgsta, að fjárfesta í samræmi við vísitölu. Þriðji kosturinn var auðvitað mögulegur, en engin ástæða til að gefa sér það fyrirfram. * * * Miklar umræður spunnust um árangur lífeyrissjóðanna og hvort hann sé góður eða slakur. Það er auðvitað alltaf erfitt að meta árangur þegar það verður algjört hrun, sumir sjóðanna virðast hafa farið mjög glannalega, en hvað varðar flesta lífeyrissjóðina þá virðist niðurstaðan vera í samræmi við fjárfestingarstefnuna sem lagt var upp með. Hún skilaði um 30% tapi mældu í íslenskum krónum. Sé horft yfir síðustu 10 ár var raunávöxtunin ekki nema 2%. Það er óviðunandi og skýrist af fjárfestingastefnu og vali á eignaflokkum en ekki einstökum fjárfestingum eða boðsferðum. Þeir gjörningar sem mestri gagnrýni sæta í skýrslunni, s.s. kaup á víkjandi skuldabréfi Glitnis, skipta litlu máli í heildarmyndinni. * * * Óðinn er ósáttur við tvennt í skýrslu nefndarinnar; annars vegar það að tillögur nefndarinnar virðast allar miðast við spákaupmennsku fremur en eignastýringu og hins vegar ganga hugmyndir nefndarinnar um úrbætur í stjórnarháttum alltof skammt að mati Óðins. Loks er vikið að því í skýrslunni að margir hafi haft á orði að auðvelt væri að vera vitur eftir á. Óðinn ætlar því að víkja að þeim vanda sem helst steðjar að lífeyrissjóðunum í dag og brýnust ástæða er til að ræða. * * * Ávöxtun lífeyrissjóðanna skýrist af vali á eignaflokkum en ekki einstaka fjárfestingum. Því er brýnasta verkefni í umbótum á lífeyrissjóðakerfinu að breyta eignasamsetningu þess. Nefndin einbeitir sér aftur á móti að einstökum fjárfestingum og sér þannig ekki skóginn fyrir trjánum. Í skýrslu nefndarinnar segir: „Þá er erfitt að sjá að eftirlit hafi verið með einstökum fjárfestingum á annan hátt en þann hvort fylgt var ystu mörkum fjárfestingarstefnunnar.“ Þetta telur Óðinn rétt verklag í rekstri lífeyrissjóða, að þeir lágmarki kostnað með því að fylgja passívri fjárfestingarstefnu, síðan er það auðvitað rétt hjá nefndinni að fjárfestingarstefnan hefði átt að vera miklu nákvæmari og strangari. * * * Það er útilokað að lífeyrissjóðirnir í heild muni geta skilað betri ávöxtun en vísitölur til lengri tíma litið, bæði vegna þess að markaðir eru nokkuð skilvirkir en aðallega vegna þess hversu stórir sjóðirnir eru á innlendum markaði. Ef einn fjárfestir nær betri árangri en markaðssafnið, þá er það á kostnað annars. Ef allir fjárfestar fjárfesta í vísitölunni skila þeir nákvæmlega sömu ávöxtun, ef einhver breytir samsetningu sinni þarf annar fjárfestir að gera gagnstæða breytingu, val á einstökum verðbréfum er núll-summu leikur. Lífeyrissjóðirnir geta ekki allir verið yfir meðallagi góðir og löggjöfin á ekki að ýta þeim út í val á einstökum bréfum. Tillögur nefndarinnar sem gera ráð fyrir miklu meiri rannsóknum sjóðanna á einstökum fjárfestingum gera lítið úr gildi þess að sjóðirnir haldi sig við fjárfestingarstefnu. Þessu til viðbótar vill svo nefndin að FME leggi mat á einstakar fjárfestingar sjóðanna. Þessar tillögur eru úr takti við allar empirískar rannsóknir á sviði eignastýringar, það væri miklu nær að sjóðirnir lágmörkuðu kostnað með passívri fjárfestingu. * * * Aðalviðfangsefni lífeyrissjóðanna á að vera skipting á milli eignaflokka. Norska olíusjóðnum er beinlínis bannað að fjárfesta í Noregi. Með þessu móti er áhættu Norðmanna af norska hagkerfinu dreift, unnið er gegn ofþenslu í norska hagkerfinu og komið í veg fyrir að olíusjóðurinn verði of voldugur þar sem hann er það stór í hlutfalli við annað í norska hagkerfinu. Sömu sjónarmið eiga við um lífeyrissjóðina okkar, þótt það sé ef til vill óraunhæft að gera ráð fyrir algjöru banni á fjárfestingu innanlands þar sem lífeyriskerfið er það hátt hlutfall innlends sparnaðar. Þegar þróun í efnahagsreikningum lífeyrissjóðanna er skoðuð kemur í ljós að þeir voru að bæta við sig erlendum eignum þótt vissulega hefði verið æskilegra að það hefði verið í meira mæli. * * * Þegar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum eru skoðaðar, sést að heildareign sjóðanna fylgdi að mestu sveiflum í ávöxtun. Í lok janúar 2000 áttu sjóðirnir 14,1% af skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni, á toppi bólunnar í júní 2007 var þetta hlutfall komið niður 9,4%. Megnið af hlutabréfakaupum lífeyrissjóðanna voru erlend hlutabréf. Þegar myndin er skoðuð er rétt að hafa í huga að ávöxtun á erlendum hlutabréfamörkuðum var ekki eins há og hér á landi og að krónan var að styrkjast stóran hluta þessa tímabils. * * * Í skýrslunni segir: „Einboðið sýnist að takmarka heimild til innlendra hlutabréfakaupa, enda getur íslenskur hlutabréfamarkaður, vegna þess hversu takmarkaður og veikburða hann er, ekki borið uppi þær ábyrgu fjárfestingar sem lífeyrissjóðunum eru nauðsynlegar nema í takmörkuðum mæli.“ Það er ekki hægt að andmæla þessu, en rétt er að hafa í huga að málin horfðu öðruvísi við mönnum fyrir hrun. Í lok nóvember 2006 flutti Gylfi Magnússon erindi um rannsóknir á íslenskum hlutabréfamarkaði á fundi hjá Landssamtökum lífeyrissjóða, þar benti hann á að „[j]afnvel þótt hrun yrði á hlutabréfamarkaðinum í dag og öll verð lækkuðu um 75% í einu vetfangi þá væri meðalraunávöxtun (án arðs) hlutabréfa undanfarin 20 ár 11% á ári.“ Auðvitað var áhættan metin, hún var bara rangt metin. Enginn fjöldi starfsmanna í FME eða siðareglur hvort heldur frá stjórnmálamönnum, fræðasamfélaginu eða Sameinuðu þjóðunum geta girt fyrir að það gerist á ný. * * * Nefndin leggur til að stjórnir lífeyrissjóðanna taki tillit til annarra þátta við val á fjárfestingum, til dæmis launamun og jafnrétti. Það er að sjálfsögðu argasta óréttlæti að fólk sem leggur mikið upp úr þessum gildum sé neytt til að fjárfesta í fyrirtækjum sem virða þau að vettugi það, sama gildir um önnur gildi. Nefndin leggur líka til lýðræðisumbætur í stjórnum sjóðanna. Þessi nálgun nefndarinnar er röng að mati Óðins. Nefndin spyr hvernig lífeyrissjóðirnir eigi að fara með vald sem þeir nú hafa en ekki hvort þeir eigi að hafa þetta vald yfirhöfuð. Væri ekki nær að spyrja hvernig færa eigi réttindahöfunum sjálfum vald yfir fjárfestingum sínum? * * * Þótt fólk sé hlynnt skylduaðild að lífeyrissjóðum og jafnvel lögum sem setja skorður við fjárfestingarstefnu þeirra, þá hníga engin rök að því að fólk sé skyldað til að vera í einhverjum ákveðnum sjóðum. Langeðlilegast væri að fólk fái að velja í hvaða lífeyrissjóð það greiðir og veiti þannig sjóðunum virkt aðhald með samkeppni. Hugsanleg mótrök eru að fólk sé almennt svo hrifnæmt og gráðugt að það mundi glepjast að hvers kyns gylliboðum og glannaskap, það er vissulega hugsanlegt. En það er ekkert sem bendir til að stjórnmálamenn eða eftirlitsaðilar geri það síður, miðstýring núverandi kerfis gerir það að verkum að það er miklu fleira fólk berskjaldað fyrir röngum ákvörðunum hvers sjóðstjóra og það að nauðsynjalausu. * * * En loks að framtíðinni. * * * Stærsti vandinn sem steðjar að lífeyrissjóðakerfinu núna eru gjaldeyrishöftin. Það er ekki nóg með að þau hamli æskilegri og eðlilegri áhættudreifingu í eignasöfnum lífeyrissjóða, heldur hafa þau valdið eignabólu innanlands. Á meðan verði er ekki leyft að koma á jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir íslenskum krónum hlaðast upp krónur innanlands sem sést meðal annars á því að innstæður í bönkum hafa verið í sögulegu hámarki eftir hrun. Þetta fé leitar ávöxtunar á skuldabréfamarkað sem hefur stuðlað að mikilli lækkun á ávöxtunarkröfu þeirra, of margar krónur eru að elta of fáar eignir. * * * Þessi lækkun vaxta að því leyti sem hún er ósjálfbær stuðlar að miklu óréttlæti á milli kynslóða. Lágir vextir ýta upp fasteignaverði, sem þýðir að ungt fólk sem kaupir í dag mun eiga mjög erfitt með að byggja upp eigið fé í húsnæði sínu og ef gjaldeyrishöftin eru losuð og vextir leita í hærra jafnvægi á þetta fólk á hættu að tapa öllu eiginfé sínu og jafnvel gott betur. * * * Þessi vandi snertir einnig lífeyrissjóðsfélaga beint þar sem þeir eru neyddir til að fjárfesta innanlands í vaxtastigi sem er haldið niðri með höftum, framtíðarávöxtun þeirra mun líða fyrir það og því lengur sem vöxtum er haldið niðri, því meira verður tjónið. Ef þetta ástand verður viðvarandi verður höggið fyrir lífeyrissjóðina mun þyngra en af hruninu. * * * Tökum ímyndað lífeyriskerfi sem dæmi, fólk er 40 ár á vinnumarkaði og fyrstu þrjátíu árin hækka laun þess í takti við framleiðniaukningu í hagkerfinu sem við gefum okkur að sé 1,5% á ári, greidd eru 12% af launum í lífeyrissjóð. Að 40 árum liðnum fær fólkið sparnaðinn greiddan út á 20 árum. Ef vextir í hagkerfinu eru 7% eins og fyrir 20 árum sem var auðvitað ekki sjálfbært, er lífeyririnn 175% af tekjum fólksins þegar það sest í helgan stein, ef vextirnir fara niður í 3,5% þá er lífeyririnn 58% af laununum og ef vextirnir fara niður í 2% eins og verið hefur að undanförnu verður lífeyririnn 37% af launum. Ef fólk vill hækka lífeyri sinn upp í 58% af lokalaunum miðað við 2% vexti þurfa greiðslur í lífeyrissjóði að hækka í 19% af launum. * * * Höftin eru skattlagning á komandi kynslóðir. Þetta er hinn raunverulegi kostnaður af núverandi efnahagsstefnu, nýjar siðareglur, betri lífeyrissjóðstjórar, lýðræðislegri stjórnir og aukinn fjöldi eftirlitsaðila verða aldrei nema plástur á svöðusár gjaldeyrishaftanna.
Um 70 aldraðir sjúklingar eru fastir á Landspítalanum á meðan þeir bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Sumir hafa beðið í tvo til þrjá mánuði á spítalanum. Framkvæmdastjóri flæðisviðs segir erfitt að koma nýjum sjúklingum fyrir á spítalanum vegna plássleysis. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarnar vikur þar sem óvenju margir sjúklingar hafa leitað þangað, meðal annars vegna inflúensunnar. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri flæðisviðs spítalans en bráðamóttakan heyrir undir það svið. Hún segir mikið hafa mætt á starfsfólki bráðamóttökunnar, sérstaklega þar sem erfitt hafi reynst að útskrifa sjúklinga þaðan á aðrar deildir spítalans vegna plássleysis á spítalanum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans: Það sem að kannski vegur þyngst er að það gengur illa í raun og veru að koma fyrir sjúklingum, sérstaklega sem að þurfa á einangrun að halda, inn á sjúkrahúsið og við erum með fá einbýli og þetta er svona sama sagan eins og maður segir, það eru margir sem bíða sem þurfa einbýli. Guðlaug Rakel segir hluta vandans vera þann að margir aldraðir sjúklingar eru fastur á spítalanum á meðan þeir bíða eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir: Fráflæði frá spítalanum, það er að segja sko inn á hjúkrunarheimilin, er frekar hægt, það er að segja það vantar hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og það er náttúrulega eitthvað sem að við finnum verulega fyrir. Sko það eru til dæmis um 70 sjúklingar á Landspítalanum með færni- og heilsumat sem að bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og það munar um minna. Guðlaug segir suma sjúklinga hafa þurft að bíða lengi á spítalanum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir: Ja þeir eru nú margir búnir að vera mjög lengi og hérna, ég er nú ekki alveg með nákvæmlega tölu á því en það skiptir, skiptir jafnvel tveimur, þremur mánuðum sem að fólk er að bíða eftir plássi. Hún segir verulega skorta fleiri hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir: Og það náttúrulega var opnað á sínum tíma á Vífilsstöðum til að svona draga úr þessu álagi og þar er hérna rými fyrir 42. Það er náttúrulega löngu fullnýtt og það þurfa fleiri að komast að, en flæðið á spítalanum snýst bæði um aðflæði og fráflæði, en það sem er vandamálið það er tvenns konar, það er í raun og veru fyrst og fremst skortur á einbýlum og koma þannig fólki sem þarf einangrun fyrir og það er líka fráflæði frá spítalanum er frekar hægt.
Íslenska flugfélagið verður aðili að bókunarþjónustu breska lággjaldaflugfélagsins sem eykur tengimöguleika farþega. Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þar sem Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. Þar geta farþegar sjálfir bókað flug með easyJet og fjölmörgum samstarfsflugfélögum á sjálfvirkan og einfaldan hátt og þannig aukið möguleika á tengiflugi til fjölda áfangastaða um allan heim. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa. Þá munu farþegar geta bókað flug frá áfangastöðum easyJet í Evrópu og áfram inn í leiðakerfi Icelandair til fjölmargra áfangastaða bæði í Evrópu og Norður Ameríku í nánustu framtíð. Icelandair á nú þegar í samstarfi við önnur flugfélög á borð við SAS, Finnair og airBaltic í Evrópu og Jetblue og Alaska Airlines í Bandaríkjunum. Worldwide by easyJet tengir saman yfir 5 þúsund flugleiðir víða um heim með öflugu neti 17 samstarfsflugfélaga. Sem leiðandi flugfélag í Evrópu, flutti easyJet 96,1 milljón farþega á árinu 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Það er ánægjulegt að taka upp samstarf við easyJet og fjölga þannig öflugum samstarfsaðilum Icelandair. Með þessari þjónustu koma viðskiptavinir easyJet til með að geta nýtt sér öflugar tengingar inn á áfangastaði okkar í Evrópu og Norður Ameríku á einfaldan hátt. Þessi samningur styrkir um leið leiðakerfi og tekjuflæði Icelandair og gefur okkur möguleika á að fjölga farþegum til Íslands og einnig í tengiflugi yfir hafið.“ Johan Lundgren, forstjóri easyJet: „Við erum mjög ánægð með að Icelandair bætist í hóp samstarfsflugfélaga easyJet Worldwide. Tugir milljóna flugfarþega ferðast á ári hverju til og frá Evrópu og Icelandair er án efa kærkomin viðbót fyrir viðskiptavini okkar sem eru að leita að góðum og einföldum tengingum milli Evrópu og Norður Ameríku.“
Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 11. desember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, 7. nóvember 2018, með ákæru á hendur Guðna S. Hrútssyni, fæddum […], til heimilis að […], […], ,,fyrir umferðarlagarbrot með því að hafa, að kvöldi þriðjudagsins 30. október 2018, ekið bifreiðinni […] sviptur ökurétti, um […] við […]. Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.“ II Ákærði sótti þing þegar málið var þingfest 13. nóvember sl. og játaði skýlaust háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök. Að framkominni játningu ákærða var farið með málið eftir ákvæðum 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með skýlausri játningu ákærða sem er í samræmi við gögn málsins telst sannað að hann hafi gerst sekur um háttsemi þá sem í ákæru greinir og þar er réttilega færð til refsiákvæða. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði fjórum sinnum áður sætt refsingu. Í maímánuði 2015 gekkst ákærði undir greiðslu sektar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra vegna brots gegn 1. sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þá var hann jafnframt sviptur ökurétti í 18 mánuði. Ákærði var með dómi 5. nóvember 2015 sviptur ökurétti í tvö ár og gert að greiða sekt fyrir brot gegn 1. sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga. Í desember 2015 var ákærða gert að greiða sekt fyrir brot gegn 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og sviptur ökurétti í níu mánuði frá 3. ágúst 2018. Síðastgreindi dómurinn var hegningarauki við dóminn frá 5. nóvember 2015. Loks var ákærða hinn 15. mars 2016 gert að sæta fangelsi í 30 daga fyrir brot gegn 1. sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga. Ákærði er samkvæmt framanrituðu nú sakfelldur fyrir að aka þriðja sinni sviptur ökurétti þannig að ítrekunaráhrifa gæti á milli brota hans. Þykir refsing hans því, að teknu tilliti til dómvenju, hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Sakarkostnaður hefur ekki fallið til við meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Egill Almar Ríkharðsson fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Alfreð Zophoníasarson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Ákærði Lárus S. Jökulsson, sæti fangelsi í 30 daga. Breki Sófaníasarson.
„Við reynum bara að flæða með fólkinu í salnum og flæða með salnum sem við spilum í hverju sinni,“ segir Óskar Guðjónsson saxófónleikari hljómsveitarinnar ADHD. Meðlimir gáfu á dögunum út nýja plötu, þá sjöundu í röðinni, sem nefnist ADHD7. Útgáfutónleikar verða í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. Sveitin hefur starfað í 11 ár og meðlimir verið iðnir við kolann hvað tónleikaferðalög snertir. Undanfarna mánuði hefur bandið þrætt Evrópulönd og nú er komið að tónleikahaldi í heimalandinu, en þeir fagna útgáfunni sem fyrr segir með útgáfutónleikum í Reykjavík og á Akureyri auk áframhaldandi spilerís í sumar. Aðspurður segist Ómar Guðjónsson gítar- og bassaleikari nýtt blandast gömlu á nýju ADHD7. Nýir straumar komi sterkir inn með hljómborðsleikaranum Tómasi Jónssyni, sem tekur við af Davíð Þór Jónssyni. „Kannski pínu nýtt en með einhverjum essens sem við reynum að halda í. En Tómas er hrímaður á þessari plötu. Og það er kannski svona ferskustu nýju straumarnir. En ég held að við séum svona við sama heygarðshornið og við höfum verið síðustu 11 ár,“ segir Ómar. Byggir á vinskap Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari segir vináttu og virðingu einkenna andrúmsloft innan bandsins. „Er þetta ekki bara allt saman byggt á vinskap? Það held ég bara og virðingu fyrir hvor öðrum og verkefninu. En svo eru líka tveir bræður í hljómsveitinni og þeir eiga kannski í aðeins öðruvísi samskiptum ég og Tómas eða Ómar og Tómas eða ég og Óskar eða eitthvað.“ Hljómsveitin ADHD. Að sögn Ómars eru aðdáendur hljómsveitarinnar af ýmsum toga. „Á þessum 11 árum höfum við rekist á mjög ólíka hópa sem koma á tónleika og við eigum að sem áheyrendur. Ég held að meirihlutinn sé ekki djassáhugafólk eða eitthvað svoleiðis en kannski opið fyrir upplifun eða einhverjum trans eða ferðalagi og tilbúið að koma með.“ Góður matur og knús En við hverju ætli gestir útgáfutónleikanna megi búast? „ Við ætlum að spila músík eins fallega og við mögulega getum akkúrat þá og þegar og kannski fullt af nýjum lögum og kannski svolítið gömlum líka og alls konar einhverju,“ segir Tómas. Svarið er einfalt þegar meðlimir eru inntir eftir svörum um hvernig undirbúningi fyrir tónleika sé háttað: „Góður matur og knús. Það er það sem við gerum.“ Útgáfutónleikar fara fram í Kaldalóni í Hörpu í kvöld, 24. maí. Nánari upplýsingar má finna hér.
Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með aðalhlutverk í myndinni og segir hún þetta vera hennar stærsta hlutverk til þessa. Elma Lísa er Íslendingum vel kunn leikkona, bæði af sviðum leikhúsanna og úr íslenskum kvikmyndum. Í kvikmyndinni Tryggð fer hún með hlutverk Gísellu. Kvikmyndin var mikil áskorun og er Elma nánast í hverri einustu senu og tók stóran þátt í gerð myndarinnar frá upphafi. „Ásthildur leikstýra hringdi í mig fyrir um fjórum árum. Þá var hún nýbúin að fá réttinn á bókinni frá Auði Jónsdóttur. Svo hittumst við og Ásthildur býður mér hlutverkið, við fáum okkur rauðvínsglas saman og förum að spjalla um þessa sögu, þessa bók. Ég hafði lesið bókina og satt að segja hafði persónan Gísella í bókinni pirrað mig svolítið,“ segir Elma Lísa og bætir við að langt ferlið hafi bæði verið skemmtilegt og gefandi. „Við mótuðum myndina svolítið saman.“ Góðverk snýst upp í andhverfu sína Það má segja að sagan snúist um samskipti og einhvers konar valdabaráttu. „Myndin fjallar um Gísellu, sem stendur á ákveðnum tímamótum. Hún missir vinnuna, er blönk og þarf í rauninni í fyrsta skipti að standa á eigin fótum. Hún er smá forréttindapía sem erfði risastórt hús eftir ömmu sína og hefur ekki mikið þurft að pæla í peningum,“ segir Elma Lísa. „Gísella fær vinnu við að skrifa um húsnæðismál útlendinga og þá kynnist hún þessum tveimur konum, skoðar húsnæðið þeirra og í framhaldinu býður hún þeim að koma og búa í húsinu sínu. Önnur þeirra á litla stelpu sem Gísella tengist sterkum böndum. Gísella býr ein í þessu risastóra húsi og er frekar einmana.“ Gísellu finnst hún vera að gera góðverk og allt gengur vel til að byrja með. Samkvæmt Elmu Lísu er Gísella frekar stjórnsöm týpa og svo lengi sem þær gera það sem hún vill, þá gengur sambúðin vel. „En svo fer að halla undan fæti, því þær eru auðvitað með ólík gildi og ólíkan smekk. Þá fara að koma ákveðnir brestir í þessa sambúð, Gísella fer að búa til fleiri og fleiri húsreglur.“ Elma Lísa bætir jafnframt við að Gísella verði einhvers konar fangi í eigin húsi og að hún hafi komið sér í það sjálf. Gísella sé hvorki sveigjanleg né víðsýn og býst hún við því að konurnar tvær geri það sem hún segir. „Maður kynnist auðvitað aldrei neinum betur en þegar maður fer að búa með honum.“ Konurnar sem leika aðalhlutverk á móti Elmu Lísu í myndinni, þær Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, höfðu aldrei leikið áður. Þrátt fyrir það segir Elma að tökur á myndinni hafi gengið mjög vel og leikhópurinn hafi æft vel fyrir hverja töku. „Við vorum rosalega dugleg að æfa. Þetta var aðeins öðruvísi að því leyti að við töluðum ensku og svo voru tvær leikkonur myndarinnar alveg óreyndar, en þær stóðu sig ótrúlega vel.“ Umræðan þörf Elma Lísa segir gerð myndarinnar hafa opnað augu sín fyrir fordómum gegn innflytjendum og finnst myndin koma á góðum tíma. „Þessi umræða er ótrúlega þörf og Auður er svolítið á undan sínum tíma með þessari bók.“ Hún vonar að myndin fái fólk til að hugsa og setja sig í spor annarra. „Hvernig myndi okkur líða í öðru landi og þurfa að gera það sem þær þurfa að gera? Búa í öðru landi, hjá einhverjum öðrum og á forsendum þeirra sem eiga húsnæðið.“ En svo má líka rífast um myndina og segir Elma að Ásthildur leikstýra búist við að fólk geri einmitt það. „En lítum okkur nær, skoðum okkur sjálf og stöldrum við. Hættum að dæma,“ segir Elma Lísa þegar hún er spurð að því hvaða boðskap hún vilji helst að fólk taki frá myndinni. „Það er einhvers konar grimmd í myndinni, líka væntumþykja, en þetta er oft tengt. Það er oft stutt í grimmdina hjá fólki.“
Verðbólgan í Bandaríkjunum mældist 5% í maí en hún hefur ekki verið hærri síðan í september 2008. Vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum hækkaði um 5% á tólf mánaða tímabili í maí, samanborið við 4,2% í apríl. Verðbólgan hefur ekki mælst meiri í Bandaríkjunum í tæp þrettán ár eða síðan í september 2008. WSJ greinir frá. Svokölluð kjarnaverðbólga (e. core-price index), sem undanskilur vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, nam 3,8% í maí og hefur ekki mælst hærri frá því að skráning gagna í þeim flokki hófst árið 1992. Verð á nýjum bílum hefur hækkað verulega að undanförnu vegna skorts á örgjörvum sem hefur sett strik í reikninginn hjá bílaframleiðendum. Margir hafa því leitað í notaða bíla en sá vöruflokkur hækkaði um 7,3% milli mánaða, sem nemur þriðjungi af hækkun vísitölu neysluverðs í maí. Bílaleigufyrirtæki hafa einnig keyrt upp verðin sín í ár, m.a. vegna þess að þau höfðu selt hluta af flota sínum eftir að eftirspurnin dróst saman í faraldrinum. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna hækkaði verð á bílaleigubílum um 110% á síðustu tólf mánuðum. Sífellt fleiri fyrirtæki hafa fært hækkandi hrávöruverð og launakostnað út í verðlag. Matvælaframleiðendur segja að kostnaður þeirra sé að vaxa á ógnvekjandi hraða. „Verðbólguþrýstingurinn sem við horfum fram á er veigamikil,“ sagði Jeff Harmening, forstjóri General Mills, nýlega á fjárfestafundi. „Hann er örugglega meiri en við höfum upplifað á síðastliðnum áratugi.“
Belgíski framherjinnRomelu Lukakuvonast til að fá tækifæri hjá Chelsea á næstu leiktíð en hann þarf líklega að bíða þar til eftir HM í Brasilíu til að fá að vita hvar hann spilar á næsta tímabili. Þessi 21 árs gamli strákur gekk í raðir Chelsea frá Anderlecht árið 2011 og hefur aðeins spilað einu sinni fyrir Lundúnaliðið. Hann hefur aftur á móti slegið í gegn á síðustu tveimur leiktíðum sem lánsmaður hjá West Brom og Everton. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea en hefur verið orðaður við enn eitt lánið, nú til Atlético Madríd. Talið er að það verði hluti af kaupverði Chelsea á spænska framherjanum Diego Costa. „Það væri gaman að vita eitthvað áður en HM byrjar en það er ekki að fara að gerast. Ég einbeiti mér því algjörlega að HM,“ segir Lukaku í viðtali við belgíska dagblaðið Nieuwsblad. „Ég á enn tvö ár eftir af samningnum við Chelsea sem er stærsta félag á Englandi. Ég vonast enn til að fá að spila þar. Chelsea er með svo góðan þjálfara,“ segir Belginn. Lukaku er í miklu stuði inn á vellinum þessa dagana en hann fylgdi eftir þrennu gegn Lúxemborg með fallegu marki gegn Svíþjóð í vináttulandsleik í gær.
Við skráningu Baugs á markað í maí 1999 kom fram nokkur gagnrýni á tengsl Baugs við Gaum, einkafélags í eigendur stjórnenda félagsins. Í ákæru ríkislögreglustjóra á hendur stjórnendum Baugs eru þessi tengsl í brennidepli. Í forsíðugrein í Viðskiptablaðinu 28. apríl 1999 er fjallað um þessi tengsl undir fyrirsögninni "Gaumur og gleði". Þar sagði: "Útboð og skráning hlutabréfa í Baugi hf. hafa óneitanlega dregið athyglina að stærsta eiganda félagsins, Eignarhaldsfélaginu Gaumi ehf. sem á 18,78% í Baugi. Gaumur ehf. er eignarhaldsfélag, að mestu í eigu stofnenda Bónuss, þeirra Jóhannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Eignarhaldsfélagið Gaumur á jafnframt eignarhluta í ýmsum öðrum félögum sem eru í viðskiptum eða viðskiptatengslum við Baug, svo sem Ferskar kjötvörur ehf., Pönnu Pizzur hf. (Pizza Hut) og Lyfjabúðir hf. Þá eiga þeir feðgar, Jóhannes og Jón Ásgeir, að auki sjálfir samanlagt 5,6% hlut í Baugi og kemur það fram hér sem einn hlutur. ... Það fer ekki hjá því að menn stoppi við þessi félög sem eiga mikil viðskipti við Baug, enda almennt talið óheillavænlegt að stærsti hluthafinn eigi svo mikil viðskipti." Áður hafði Margeir Pétursson fjárfestir og stjórnarformaður MP Fjárfestingabanka bent á vandkvæði þessara tengsla í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 22. apríl 1999: "Gaumur hf. virðist stefnumótandi hluthafi og er í eigu forstjóra Baugs, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og föður hans, Jóhannesar Jónssonar, frumkvöðulsins í Bónus. Gaumur er sjálfur í viðskiptum við Baug. Forstjórinn situr þar báðum megin við borðið og á meiri hagsmuna að gæta af því að Gaumur græði en almenningshlutafélagið Baugur. Svona lagað á ekki við í því nýja viðskiptaumhverfi sem þeir feðgar hafa einmitt tekið mikinn þátt í að skapa og er þeim ekki sæmandi. Af hverju er verið að bjóða heim tortryggni?" Jón Ásgeir svaraði þessu í samtali við Morgunblaðið 24. apríl og sagði þar að greinarhöfundur [Margeir Pétursson] væri greinilega illa upplýstur. "Það gefur augaleið að það skiptir meira máli fyrir okkur að almenningshlutafélagið Baugur, sem Gaumur á stóran hlut í, hagnist frekar en Ferskar kjötvörur. Það á við um öll fyrirtæki sem Gaumur á í að ekkert þeirra fær að njóta þess að Gaumur eigi í einhverju öðru. Hvert fyrirtæki verður að reka sig á sínum eigin forsendum, hvort sem það er apótek, veitingastaður, kjötvinnsla eða Baugur sjálfur," segir Jón Ásgeir í viðtali við Morgunblaðið. Þess má geta að skömmu síðar rauf Gaumur á tengsl við þau félög sem hér um ræðir.
Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. Þrír leikmenn sem byrjuðu leikinn við Armeníu verða í banni gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, í síðasta heimaleik ársins hjá landsliðinu. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason fengu báðir gult spjald í uppbótartíma gegn Armeníu, og áður hafði Birkir Már Sævarsson einnig fengið spjald. Allir þrír höfðu fengið gult spjald fyrr í undankeppni HM en tvö gul spjöld í keppninni leiða til eins leiks bann. Leyfilegt er að hafa 23 manna hóp í leikjum í undankeppni HM en útlit er fyrir að íslenski hópurinn telji 20 manns og ekki er víst að þeir verði allir leikfærir. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari valdi 25 leikmenn fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein, og kallaði svo Mikael Egil Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson inn þegar Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson forfölluðust. Enginn hefur verið kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar sem dró sig úr hópnum um helgina. Þá meiddist miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gegn Armeníu og lék ekki seinni hálfleik en mögulega getur hann spilað í kvöld. Mikael Anderson er einnig tæpur eftir leikinn við Armeníu, að sögn Arnars á blaðamannafundi í gær. Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson, sem misstu af leiknum við Armeníu vegna meiðsla, eru hins vegar klárir í slaginn. Mögulegt byrjunarlið Íslands gæti því litið svona út: Elías Rafn Ólafsson - Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson - Birkir Bjarnason, Andri Fannar Baldursson, Albert Guðmundsson - Þórir Jóhann Helgason, Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson. Í hópnum eru einnig: Patrik Sigurður Gunnarsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Ari Leifsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson, Mikael Anderson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Elías Már Ómarsson.
Lausnamiðuð samskipti eru einkunnarorð Hótel Kea á Akureyri þegar kemur að fundar- og ráðstefnuhaldi. Þar hefur verið tekið á móti gestum frá árinu 1944 og því komin á nokkuð víðtæk reynsla af hótelrekstri og veitingahaldi. „Við erum búin að vera í þessu í fjöldamörg ár og höfum því góðan grunn og mikla þekkingu á öllu sem við kemur,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, veitingastjóri Hótels Kea. Hann segir haustið líta afskaplega vel út og að aukinn þungi færist í bókanir vegna ráðstefnu- og fundarhalda með hverjum deginum. Á Hótel Kea eru þrír ráðstefnu- og fundarsalir, Vaðlaberg, Stuðlaberg og Hlíðaberg, sem hægt er að sameina í einn stóran sal. Salirnir eru tæknilega vel útbúnir til fundar- og veisluhalda, með aðgengi að skjávörpum, tjaldi, tölvum, ræðupúltum og hljóðnemum. Þá stendur til að endurnýja hljóðkerfið í sölunum í haust. Í stærstu útfærslu taka salirnir 170 manns í sitjandi borðhald og vel yfir þrjú hundruð standandi gesti ef um er að ræða til dæmis móttöku. Jón Friðrik leggur mikla áherslu á það að starfsfólk veitingasviðs leiti allra leiða til að verða við óskum viðskiptavina sinna. „Það eru vart til beiðnir sem við getum ekki leyst til að viðburður gangi vel upp. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og erum útsjónarsöm og lausnamiðuð. Við sjáum það að fyrirtæki koma hingað ár eftir ár sem hlýtur að gefa til kynna að þau séu ánægð með okkar þjónustu.“ Jón Friðrik segir að á Hótel Kea sé boðið upp á veglegan veislumatseðil fyrir hópa og stærri mannfagnaði en einnig sé tekið á móti séróskum og þá sett saman hlaðborð eða kvöldverður, allt eftir óskum viðskiptavinarins. „Við bjóðum upp á sérsniðna matseðla fyrir hvert tækifæri, hvort sem það er fundur, ráðstefna, árshátíð eða brúðkaup. Þá hafa jólahlaðborðin okkar einnig verið mjög vinsæl meðal stórra og smárra fyrirtækja sem koma árlega til okkar á aðventunni.“ Unnið fyrir hádegi og svo hópefli Hótel Kea þjónustar fjölbreyttan kúnnahóp með fundi og ráðstefnur, meðal annars félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir og segir Jón Friðrik að gríðarlega margir fundir séu haldnir hjá þeim árið um kring. „Við erum meðal annars með fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu sem koma árlega og önnur sem koma alltaf annað hvert ár og funda hjá okkur. Þá eru nokkur fyrirtæki sem eru með starfsemi víða um land sem velja að sameinast hér á Akureyri og hittast. Það þykir gott að koma hingað norður til að fá fundarfrið sem kannski gefst ekki eins vel á höfuðborgarsvæðinu.“ Jón Friðrik nefnir einnig að ein helsta ástæða þess að Hótel Kea verði fyrir valinu hjá fyrirtækjum sé sá möguleiki að bóka heildarpakka. „Við erum með góða sali til að funda, við bjóðum upp á gistingu með morgunverði, fjölbreyttar veitingar ásamt Múlabergi sem er einn glæsilegasti bar á Norðurlandi þótt víðar væri leitað. Við finnum það að fyrirtæki eru í vaxandi mæli að sækja í þessa þjónustu, til dæmis með tveimur fundardögum og einni til tveimur gistinóttum. Þá er oft unnið fyrir hádegi, hópefli eftir hádegi og svo kvöldverður og skemmtiatriði um kvöldið.“ Hluti af þjónustu Hótels Kea felur í sér aðstoð við skipulagningu viðburða í heild og Jón Friðrik bendir á að starfsfólk veitingasviðs þekki vel til ferðaþjónustuaðila á svæðinu og geti því veitt ráðleggingar þegar kemur að styttri og lengri ferðum frá hótelinu. „Það er heilmikið sem hægt er að skoða í kringum Akureyri, til dæmis fara á Kaldbak eða til Siglufjarðar, í Bjórböðin eða jafnvel í Kjarnaskóg til útivistar. Hótel Kea er auk þess vel staðsett í hjarta Akureyrar í göngufæri frá Listasafni Akureyrar, Hofi menningarhúsi, Græna hattinum og Sundlaug Akureyrar svo eitthvað sé nefnt. Hótelið og staðsetning þess er tilvalin fyrir allar tegundir viðburða og fyrirtæki bæði stór og smá.“ Nánar má lesa um Hótel Kea á hotelkea.is.
Tillaga til þingsályktunar um hraðari málsmeðferð og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Flm. : Jón Steindór Valdimarsson, Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson. Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra að taka til endurskoðunar hjúskaparlög, nr. 31/1993, ásamt reglugerð nr. 230/1992, um stjórnsýslumeðferð hjúskaparmála, og reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar, nr. 45/2008. Jafnframt verði tekin til endurskoðunar reglugerð nr. 231/1992, um stjórnsýslumeðferð samkvæmt barnalögum, og reglur ráðherra um ráðgjöf og sáttameðferð skv. 33. og 33. gr. a barnalaga sem settar voru til bráðabirgða 14. febrúar 2013. Markmið endurskoðunar og breytinga er að stuðla að hraðari málsmeðferð við hjónaskilnaði, ekki síst til að bæta stöðu þolenda heimilisofbeldis. Ákvæði reglugerðar um skilyrði gjafsóknar verði rýmkaðar þegar í stað svo að meðferð skilnaðarmála, fjárskipta eða forsjármála verði þolendum heimilisofbeldis ekki jafn íþyngjandi og hún er nú. Gerð verði greining á því hver er mannafla- og fjármagnsþörf sýslumannsembætta til að tryggja í senn vandaða og skilvirka málsmeðferð skilnaðarmála og því sem þeim tengist. Nauðsynlegum umbótum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum verði hrint í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Frumvarp með breytingum á lögum verði lagt fram eigi síðar en 1. október 2020, ásamt greinargerð um mannafla- og fjármagnsþörf. Greinargerð. Markmiðið með tillögunni er að hefja vinnu við nauðsynlegar lagabreytingar, breytingar á reglugerðum sem og verklagsreglum sem nauðsynlegar eru til að bæta stöðu þolenda heimilisofbeldis í hjónaskilnaðarferli. Enn fremur að leggja grunn að því að nægt fé sé lagt til málaflokksins. Er þessi tillaga lögð fram samhliða frumvarpi til laga um breytingar á hjúskaparlögum til fyllingar frumvarpinu. Er því einnig vísað til greinargerðar með því frumvarpi til frekari skýringa. Rétt er að ráðherra kanni löggjöf og reynslu nágrannalanda sem hafa tekið upp sambærilegar reglur og hafi til hliðsjónar. Tillagan felur í fyrsta lagi í sér að metið verði hvort fella eigi á brott ákvæði um sáttaumleitanar um áframhald hjónabands og/eða færa þann þátt að fullu frá sýslumannsembættum til sérfræðinga á sviði sálfræði, félagsráðgjafar eða annarra sambærilegra greina ef hjón eru sammála um að leita sátta með aðstoð. Í öðru lagi verði tekin til endurskoðunar sáttameðferð skv. 33. gr. barnalaga í því augnamiði að hraða og auðvelda málsmeðferð, ekki síst með það fyrir augum að ekki sé unnt að tefja og draga ferlið úr hömlu, t.d. þegar hætta er á að það sé notað sem aðferð til kúgunar eða ofbeldis. Í þriðja lagi er lagt til að kannaðar verði ólíkar útfærslur sem annaðhvort fela í sér að lögskilnaður sé veittur án þess að fjárskipti eða samkomulag um forsjá barna liggi endanlega fyrir eða að fólki sé auðveldað að gera slík skipti og samkomulag án aðkomu dómstóla. Ætti með þessum breytingum að vera betur hlúð að hagsmunum þolenda ofbeldis í nánum samböndum þegar þeir leita skilnaðar frá geranda sínum. Í fjórða lagi er lagt til að ráðherra rýmki strax ákvæði reglugerðar um skilyrði gjafsóknar. Í b-lið 1. tölul. 5. gr. reglugerðarinnar er t.d. kveðið á um að gjafsókn skuli að jafnaði ekki veita ef ágreiningsefni er milli nákominna, nema sérstakar ástæður mæli með því. Er sú meginregla til þess fallin að gera málarekstur vegna lögskilnaðar þyngri en ella fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum. Við undirbúning tillögu þessarar og frumvarpsins sem hún fylgir kom m.a. fram að gjafsóknarreglur gagnast ekki nema minni hluta þolenda heimilisofbeldis vegna þess hve tekjumörk reglnanna eru lág. Hefur þetta ekki síst þýðingu í ljósi þess að um 60% kvenna sem lenda í ofbeldissamböndum hverfa af vinnumarkaði á einhverjum tímapunkti. Jafnframt þarf að greina mannafla- og fjárþörf til málaflokksins. Fyrir liggur að fjöldi mála sem sýslumannsembættin þurfa að sinna í þessum málaflokki er svo mikill að ekki er unnt að afgreiða mál með þeim hraða sem nauðsynlegur er, ekki síst þegar hjónaskilnaður á sér rætur í ofbeldi og deilur eru um fjármuni og forsjá barna. Rök standa til þess að auknir fjármunir og mannafli sé nauðsynleg forsenda skilvirkni og málshraða. Þess vegna er nauðsynlegt að greina hvað þarf mikið til að ná ásættanlegum árangri. Lagt er til að breytingar verði gerðar strax á ákvæðum reglugerðar um skilyrði gjafsóknar en aðrar breytingar verði lagðar fram eigi síðar en 1. október 2020.
Tvær ungar stúlkur voru fluttar með sjúkrabíl á bráðadeild með áverka á höfði, höndum og hnjám eftir að hafa misst stjórn á vespu sem þær voru saman á við Fífuna í Kópavogi. Þær óku yfir hól og féllu tvo metra niður þar sem þær enduðu á ljósastaur. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 21:20. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Kona var flutt með sjúkrabíl á bráðadeild í gær eftir að hún hjólaði á hurð bifreiðar sem var opnuð fyrir aksturstefnu hennar í miðbænum. Konan féll af hjólinu og hefur mögulega fengið heilahristing að mati sjúkraflutningsmanna. Ekki var unnt að ræða við hana á vettvangi þar sem hún var illa áttuð eftir slysið. Ökumaður á Bústaðavegi var stoppaður af lögreglu klukkan 20:15. Hann reyndist sviptur ökuréttindum. Hann var með þriggja ára son sinn lausan í aftursæti bifreiðarinnar. Ökumaðurinn sagðist ekki vita að hann væri sviptur ökuréttindum en viðurkenndi að barn hans ætti að vera fest í barnastól. Í aftursæti bifreiðarinnar var einnig barnsmóðir ökumanns. Tveir menn voru handteknir í Laugardal eða nágrenni grunaðir um rán og líkamsárás. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþoli kvaðst vera með áverka í andliti. Þá var brotist inn í skóla í Háaleitis- og Bústaðahverfi klukkan hálf fimm í morgun.
Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. Lyfjastofnun veitti bóluefni Pfizer/BioNTech markaðsleyfi seint í gærkvöldi og fulltrúar Distica, sem sér um að dreifa bóluefninu hér á landi, sækja fyrstu sendinguna á Keflavíkurflugvöll á mánudaginn. Það fer ekki mikið fyrir bóluefninu en fimm þúsund skammtar rúmast fyrir í kassa sem er um fjörtíu sentimetrar á breidd og lengd en fimmtíu sentimetrar á hæð. Tveir slíkir kassar koma til landsins í fyrstu þegar von er á tíu þúsund skömmtum fyrir fimm þúsund manns. Bóluefnið verður flutt í þurrís í hitastýrðum bílum í nýjan frysti hjá Distica í Garðabæ þar sem það verður geymt við áttatíu stiga frost. Helmingurinn verður geymdur í þrjár vikur sem þurfa að líða á milli bólusetninga. Frystirinn sem er á stærð við stóran ísskáp rúmar tugþúsundir skammta. „Við erum bara mjög ánægð með að þetta hafi tekist í tæka tíð vegna þess að allur heimurinn fór af stað að leita að frystiskápum sem geta kælt við mínus áttatíu,“ segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. „Það er mikið í húfi þannig við erum að vanda okkur mjög. Þessi frystir er einn sá öflugasti og hann er með varaaflstöð. Þannig ef rafmagnið fer tekur hún við.“ Bólusetningar á hjúkrunarheimilum og sjúkrastofnunum Á þriðjudag á að hefja bólusetningu og bóluefni fer í alla landshluta að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fyrsta bóluefninu verður skipt á milli heilbrigðisstarfsfólks og íbúa á hjúkrunarheimilum í fyrstu forgangshópum og verða þau bólusett á spítölum og á heimilum samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni. „Við vitum að framlínufólk í heilbrigðisþjónustu eru rúmlega þúsund manns og íbúar á öldrunarheimilum eru um þrjú til fjögur þúsund einstaklingar. Skiptingin er nokkurn veginn þannig,“ segir Þórólfur. Hann telur mögulega hægt að bólusetja hópinn á einum til tveimur dögum. „Þetta eru ánægjuleg tímamót og ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að nú sé þetta að byrja. Auðvitað vildum við fá sem mest af bóluefni sem fyrst. En staðan er bara þannig að við þurfum að búa við áæltun fyrirtækisins um dreifingu sem er bara eins í öllum Evrópulöndum miðað við höfðatölu,“ segir Þórólfur. Fram í mars er vikulega von á um þrjú þúsund skömmtum af Pfizer-bóluefninu og Júlía segir að mörgu að huga þegar bóluefnið verður flutt á milli landshluta. „Það er allra veðra von í janúar, febrúar og mars þegar dreifingin er um landið. Þannig við erum að undirbúa okkur fyrir það ef það verður ófært vegna þess að það þarf að bólusetja tvisvar með ákveðnu millibili og þá verður skammturinn að ná á áfangastað,“ segir hún. Stjórnvöld undirrituðu í dag þriðja samninginn af sex sem eru í burðarliðnum við Janssen um kaup á bóluefni fyrir 235 þúsund manns. Markaðsleyfi fæst þó sennilega ekki fyrir efninu fyrr en í febrúar og dreifing er áætluð næsta sumar. Auk þess hefur verið skrifað undir samninga við Pfeizer/BioNTech og Astra Zeneca. Þá stendur til að skrifa undir samning við Moderna þann 31. desember. Dreifing á þeim er áætluð í janúar eða febrúar. Algengustu aukaverkanir vægar Lyfjastofnun hefur birt upplýsingar um bóluefni Pfizer. Þar segir að bóluefnið sé ætlað fólki yfir 16 ára aldri og er það gefið tvisvar með minnst 21 dags millibili. Því er sprautað í vöðva, yfirleitt á upphandlegg. Enn er ekki vitað hversu lengi vörnin varir. Fylgst verður með þeim sem bólusettir voru í rannsókninni í tvö ár til að safna frekari upplýsingum um endingu. Algengustu aukaverkanir sem fram komu í meginrannsókninni voru venjulega vægar eða miðlungsmiklar og gengu til baka fáum dögum eftir bólusetningu. Þeirra á meðal voru verkur og bólga á stungustað, þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkir, liðverkir, kuldahrollur og hiti.
Fólk á vesturhluta landsins má eiga von á vestan golu framan af degi, skýjuðu veðri og dálítilli vætu, en austantil verður bjart með köflum. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að seint í dag snúist í norðlæga átt, 5 til 13 metra á sekúndu, . ar sem mun þykkna upp með dálitlum éljum um landið norðan- og austanvert. Hins vegar léttir til suðvestan- og vestanlands. „Hitinn verður 5 til 14 stig fyrri part dags, hlýjast á Suðausturlandi, en það kólnar norðanlands með deginum. Norðaustan gola eða kaldi á morgun, bjartviðri suðvestan- og vestanlands, og það styttir upp með morgninum fyrir norðan. Eftir hádegi þykknar upp syðst á landinu með skúrum eða éljum. Hiti nálægt frostmarki norðaustantil, en það verður áfram milt sunnanlands yfir hádaginn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur næstu daga Á föstudag: Norðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil él um landið N- og A-vert, en yfirleitt bjart SV- og V-lands. Hiti um og yfir frostmarki N- og A-lands, en að 9 stigum syðra. Lægir um kvöldið og frystir víða. Á laugardag: Hæg norðlæg átt og bjartviðri, en 5-10 m/s og dálítil él um landið SA- og A-vert. Hiti um og undir frostmarki norðaustantil, en 4 til 9 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum. Á sunnudag: Vestan og suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum um landið vestanvert, en víða bjartviðri austantil. Hlýnar í veðri, hiti 5 til 10 stig síðdegis. Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, víða dálítil rigning með köflum, en slydduél NA-til. Lengst af þurrt SA-lands. Hiti 4 til 9 stig, en nálægt frostmarki um landið NA-vert. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og víða rigning eða súld með köflum. Hiti 5 til 10 stig. Á miðvikudag: Suðlæg átt og lítilsháttar væta S- og V-til, en bjartviðri NA-lands. Fremur hlýtt í veðri.
-þriðja skrifstofan opnuð á mánudag og tvær til viðbótar á næsta ári Mikill vöxtur er í starfsemi Samskipa í Asíu og verður þriðja skrifstofa félagsins þar opnuð á mánudag 1. nóvember, í Dalian í Kína. Fyrir eru Samskip með skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao í Kína. Á næsta ári bætast við tvær skrifstofur Samskipa í Asíu, í Tælandi og Víetnam. Aðalstarfsemi skrifstofanna í Asíu er flutningur á frystum fiski og hefur magnið aukist stöðugt frá því fyrsta skrifstofan var opnuð í Pusan í febrúar á síðasta ári. ? Markmið okkar er að verða leiðandi í heiminum í flutningi og tengdri þjónustu við sjávarútveginn,? segir Einar Þór Guðjónsson, framkvæmdastjóri frysti- og kæliflutningasviðs Samskipa. Eins og Qingdao er Dalian miðstöð fiskvinnslu í Kína og hefur Rossi Chen verið ráðinn yfirmaður skrifstofunnar þar. Hefur hann unnið við sjávarútveg í Dalian sl. 10 ár og hefur víðtæka þekkingu á þeim markaði. Til að byrja með verða þrír starfsmenn á skrifstofunni í Dalian, fjórir starfa á skrifstofunni í Qingdao og sjö í Pusan, þannig að samtals eru starfsmenn Samskipa í Asíu nú 14 talsins. Samskip reka nú 33 skrifstofur í 15 löndum auk þess sem starfræktar eru umboðsskrifstofur um heim allan. Hjá Samskipum starfa nú um 850 manns þar af um 200 manns á erlendum vettvangi.
Vorlaukarnir eru byrjaðir að spretta í Grasagarðinum í Reykjavík og almennt virðist gróður koma vel undan vetri að mati garðyrkjufræðinga. Þeir hvetja fólk til að fara rólega í vorverkin því enn megi búast við næturfrosti. Með hækkandi sól fara landsmenn samkvæmt venju að huga að gróðri og taka til í görðum. Í Grasagarðinum í Reykjavík mál vel merkja að lífið sé byrjað að taka við sér eftir langan vetur. Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins: Vorið hefur farið, ja, hægt af stað en örugglega. Höskuldur Kári Schram: Eru laukar byrjaðir að spretta og önnur blóm? Jóhanna Þormar, garðyrkjufræðingur: Já, það er hægt að sjá víða vorlaukana, vetrargosinn er í háblóma myndi ég segja og fleiri laukar sem eru snemma á ferð. Um fimm þúsund tegundir eru ræktaðar í Grasagarðinum og þar hafa menn í nógu að snúast um þessar mundir. Skógarlingrósin er ættuð frá Kína en hún byrjaði að blómstra nú um helgina. Hjörtur Þorbjörnsson: Margar þeirra eru, sem sagt, blómstra örlítið seinna en skógarlingrósin hjá okkur, hún blómstrar nokkuð snemma af þessum lingrósum, oft svo snemma að blómin eyðileggjast í vorfrostum en núna, þá ætlar hún að ná því að opna sig, við verðum að sjá hvort næturfrost næstu daga munu koma eitthvað niður á þessari blómgun en við bara krossum puttana. Jóhanna segir best að fara rólega í vorverkin, byrja á því að grófhreinsa beð en ekki rífa allt í burt. Jóhanna Þormar: Ekki fjarlægja allt svona lífrænt efni sem er líka mikið skjól í og svona verndar yfirborð beðanna þannig að við höfum þetta nú svona lifandi og lífrænt.
Barnaverndarstofa varaði borgaryfirvöld við því strax í vor að ástand barnaverndarmála væri svo alvarlegt að það væri einungis tímaspursmál hvenær alvarleg mistök yrðu gerð. Kvörtunum vegna Barnaverndar Reykjavíkur hefur fjölgað verulega frá síðasta ári. Fréttastofa hefur fjallað um tvö mál þar sem hörð gagnrýni hefur beinst að Barnavernd Reykjavíkur. Annars vegar snýr hún að níu ára dóttursyni Helgu Elísdóttur og hins vegar fósturmáli móðurlausra tvíbura. Kæruvernd barnaverndarmála gagnrýndi meðferðina á máli tvíburanna og Barnaverndarstofa ákvað að rannsaka málið í kjölfar umfjöllunar Fréttaaukans síðasta sunnudag. Rannsókn lauk í dag og segir meðal annars í niðurstöðunni að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að við endanlega úrlausn þessa máls hafi sú meginregla barnaverndar - það sem barni er fyrir bestu - ráðið úrslitum við ákvörðun Barnaverndar Reykjavíkur. Ættleiðingarferillinn í því máli hafi líka verið eðlilegur. Annað er uppi á teningnum í mati Barnaverndarstofu á meðferð barnaverndarnefndar í máli ömmubarns Helgu Elísdóttur. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu: Ég dreg engan dul á það, ég álít Barnavernd Reykjavíkur hafi gert mistök. Tekið ákvarðanir sem orkuðu tvímælis í lagalegum skilningi, svo ekki sé meira sagt, og faglega óverjandi niðurstöðu. Þetta eru afar hörð ummæli, en það er athyglisvert að skoða þau í ljósi viðvarana Barnaverndarstofu til borgaryfirvalda, en samkvæmt heimildum fréttastofu mætti Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, á fund borgarráðs í maí og sagði þá að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær alvarleg mistök yrðu gerð í barnaverndarmálum hér í borginni. Velferðasvið borgarinnar bað um rökstuðruðning fyrir þessu mati og fékk fréttastofa svarbréfið í hendur í dag á grundvelli upplýsingalaga. Þar er dregin upp ófögur mynd af ástandinu. Álag á Barnavernd Reykjavíkur sé meira en í öðrum sveitarfélögum, færri starfsmenn miðað við barnafjöldann og fleiri mál sem berast hlutfallslega. Tilkynningum hafi ört fjölgað og vísbendingar um að nefndin nái ekki að sinna þeim. Enn alvarlegra er að Barnaverndarstofa hefur fengið mun fleiri kvartanir til sín vegna Barnaverndarnefndar í Reykjavík en í fyrra. Nefndin skili ekki greinagerðum innan tilskilins tímafrests. Dæmi séu um að nefndin fari á svig við lög og kanni ekki mál sem tilkynnt eru innan tímamarka. Fleira er dregið fram sem vísbendingar um að ástand barnaverndarmála í borginni sé ekki fullnægjandi.
Embætti landlæknis varar við því að tillaga um afnám banns við heimabruggun áfengis til einkaneyslu verði að lögum. Allar breytingar á áfengislögum, sem auki aðgengi að áfengi eða færi til viðhorf til áfengis leiði til aukinnar áfengisnotkunar. Forstjóri ÁTVR virðist ekki beint andsnúinn tillögunni en segir það hljóta vera mistök hjá flutningsmönnum að gera ekki greinarmun á sterku víni annars vegar og léttvíni og öli hins vegar. Í frumvarpinu, sem þingmenn Pírata, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar og Viðreisnar standa að, er lagt til að bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu verði afnumið. Áfengisneysla sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu og ákvæði í lögum sem bannar framleiðslu áfengis til einkaneyslu í reynd dauður bókstafur. Embætti landlæknis segir í umsögn sinni við frumvarpið að það sé áfengisvandi sem sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu. Takmarkað aðgengi sé stór hluti af aðgerðum til að draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. Áfengi sé ekki venjuleg vara og framleiðsla þess ætti því að vera undir eftirliti og háð leyfum. Á það er bent að allar aðgerðir sem séu til þess fallnar að auka heildarneyslu áfengis séu í andstöðu við stefnu stjórnvalda í áfengis og vímuvörnum. Ívar J. Arndal, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, hvetur stjórnvöld til að láta lýðheilsusjónarmið og samfélagslega ábyrgð ráða för við afgreiðslu frumvarpsins í umsögn sinni. Ívar nefnir að samkvæmt tillögunni virðist vera gert ráð fyrir að sömu reglur gildi um heimabruggun hvers kyns áfengis. Enginn greinarmunur sé gerður á öli og léttvíni annars vegar og sterku áfengi hins vegar og það sé í andstöðu við rétt flestra þeirra ríkja sem Íslendingar beri sig saman við. Þannig krefjist það til að mynda sérstaks framleiðsluleyfis í Bretlandi til að framleiða sterkt áfengi. Í Danmörku sé áfengisgjald lagt á sterkt áfengi sem framleitt sé til einkanota en löggjafinn skipti sér ekki af heimabruggun öls og léttvíns. Ívar telur greinargerð með frumvarpinu bera með sér að tilgangur þess sé að liðka fyrir heimabruggun öls og léttvíns til eigin nota. Það hljóti því hafa verið mistök hjá flutningsmönnum að gera ekki greinarmun á slíku áfengi og svo framleiðslu sterkari drykkja.
Guðni Th. Jóhannesson er nýendurkjörinn forseti Íslands, hann fékk 92,2% atkvæða í kosningunum í gær og segir þennan mikla stuðnings auka sér kraft. „Ef ég væri álitsgjafi ennþá, held ég geti fullyrt að svona afgerandi niðurstöðu höfum við ekki séð í Evrópu á þessari öld. Við Íslendingar getum þakkað fyrir það að eiga þetta embætti sem við getum sameinast um,“ sagði forstinn í dag þegar hann settist niður með Birni Inga Hrafnssyni í Hlaðvarpi Viljans og ræddi kosningabaráttuna, persónuárásir sem henni fylgdu og það sem framundan er. Það kom Guðna ekki á óvart að hann skyldi fá mótframboð, átti hálfpartinn von á því. Það sé tímanna tákn og sú hvelgi sem hvíldi yfir embættinu sé annars eðlis í dag en var hér áður fyrr. „Okkur mannfólkinu fjölgar hér á landi, en tala meðmælenda sem þurfa að lýsa fylgi við forsetaefni svo það megi bjóða sig fram, er óbreytt frá árinu 1944 þegar hér var stofnað lýðveldi og embætti forseta.“ Auk þess var vegna veirunnar unnt að safna meðmælum rafrænt og þá er þessi leikur orðinn auðveldari en ella, sem er umhugsunarefni. Stjórnarskránni verður ekki breytt á Bessastöðum. Valdið hvílir hjá þjóðinni og þeim fulltrúum sem hún kýs til að sitja á Alþingi. „Mér þætti ótrúlegt ef við sjáum engar breytingar á kaflanum um forseta Íslands i stjórnarskránni á næstu árum. Þá um leið þætti mér líklegt að ákvæðin um tilskilinn fjölda meðmælenda taki einnig breytingum.“ Kveðst ekki vera hluti af einhverri elítu, eins og haldið var fram í kosningabaráttunni. Gengur um meðal fólks, fer í sund og á íþróttamót og talar við fólk alls staðar að og finnur aldrei fyrir því að gjá sé milli sín og þeirra. Þetta elítutal er bundið við fámennan hóp fólks með mjög sterkar skoðanir. Það að fá svona yfirgnæfandi stuðning í kosningunum nú eykur manni kraft. „Það sem ég hef verið að gera undanfarin ár er vel metið.“ Kemur alveg fyrir sú tilhugsun að gaman væri frekar að sitja á Þjóðdeild Landsbókasafnsins og grúska í gömlum skjölum. „En þessi stuðningsyfirlýsing nú er svo afgerandi og mikilvæg mér að ég fyllist kappi að takast á við þetta verkefni næstu árin.“ Ekki mistök að hafa ekki synjað neinum lögum staðfestingar og vísa til þjóðarinnar. Tilefnið verður að vera ríkt og aðstæður til staðar. Hafið yfir vafa að gjá sé milli þings og þjóðar. Ómögulegt og sörglegt að færa okkur áratugi aftur á bak í jafnréttisbaráttunni með því að gagnrýna atvinnuþátttöku eiginkonunnar Elizu Reid. Hann geti látið ýmislegt yfir sig ganga, en grípi til varna þegar um er að ræða maka hans og börn. Blessunarlega hafi slíkur málflutningur nær engan hljómgrunn meðal Íslendinga. „Við viljum ekki svona kosningabaráttu. Sama hver situr á Bessastöðum þá leyfum við þeirri manneskju að eiga sitt einkalíf í friði.“ Beygur í landsmönnum, veiran komin aftur á ferðina. Við sýndum hvað í okkur býr, lögðum traust á sérfræðinga okkar í almanna- og veiruvörnum. Stóðum saman og fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum og tilmælum. Láta það vera vegarnestið áfram, baráttunni er hvergi nærri lokið. Taka okkur á ó grunnatriðunum. Viðkvæmasta málið verða samskiptin við umheimin. Verkefni númer eitt, tvö og þrjú að hugsa um heilsu fólks. En huga þarf líka að því að hjól atvinnulífsins geti snúist og fólk hafi hér atvinnu og tekjur. Að ná jafnvægi í þessu er verkefnið. Fékk staðfest í þessari kosningabaráttu að Íslendingar vilja að forsetaembættið sé hafið yfir argaþras stjórnmálanna frá degi til dags. Þykir vænt um það.
Það var pollrólegur fjölskyldumaður á fertugsaldri sem mætti til Íslenskrar getspár í morgun en hann er annar hinna heppnu vinningshafa sem vann tæpar 70 milljónir í Lottóinu á laugardaginn. „Hann spilar oft með í Lottó og Lengjunni og verslar miðana sína á lotto.is . Á föstudaginn fór hann inn á lotto.is líkt og oft áður og átti rúmlega 500 krónur inná spilareikningnum sínum. Hann valdi þrjár raðir í Lottó og veitti því athygli að hann hefði efni á að kaupa eina röð í viðbót sem hann gerði. Á þessum tímapunkti velti hann því fyrir sér að hætta við kaupin og bæta við upphæð inná reikninginn til að geta keypt 10 raða seðil í þessum risapotti,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þá mundi maðurinn eftir því að hann hafi einu sinni látið ógilda Lengjumiða og breytt einum leik. „Ef hann hefði ekki breytt þeim leik á Lengjumiðanum hefði hann unnið á miðann, því ákvað hann að kaupa þessar 4 raðir og það var nóg því það var einmitt fjórða röðin sem var með allar 5 tölurnar réttar.“ Vinningsmiðinn kostaði því einungis 520 krónur. „þessi staðreynd minnir okkur enn og aftur á að það þarf ekki að spila fyrir háar fjárhæðir til að vinna stórt.“ „Vinningshafinn var ekki í neinum vafa um hvað hann ætlaði að gera við vinninginn, foreldrar hans eru við það að missa heimili sitt og hans fyrsta verk er að bjarga þeim. Við óskum vinningshafanum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þennan glæsilega vinning.“
Bretar og Hollendingar vilja ekki að vextir séu með í útreikningunum Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram breytingartillögur við Icesave-ríkisábyrgðina á Alþingi á allra næstu dögum og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er vonast til að það verði í síðasta lagi í lok næstu viku. Unnið hefur verið að breytingartillögunum að undanförnu en eftir því sem næst verður komið eru þær ekki að fullu frágengnar. Fulltrúar Íslands, Hollands og Breta munu reyna að ganga frá þeim á næstu dögum. Miðað er við að þeir síðarnefndu geti fellt sig við tillögurnar sem lagðar verða fram á Alþingi. Þingflokkar Samfylkingar og VG hafa veitt forystumönnum sínum heimild til að ganga frá málinu. Einstakir þingmenn VG veittu þó þá heimild með fyrirvara, eins og það er kallað, og hafa þeir þar með ekki lofað stuðningi áður en þeir sjá málið í endanlegri mynd. EFTA-dómstóllinn hafi síðasta orðið Alþingi samþykkti Icesave-ríkisábyrgðina í lok ágúst með efnahagslegum og lagalegum fyrirvörum. Þá var það gert að skilyrði að ábyrgðin yrði ekki veitt nema Bretar og Hollendingar féllust á fyrirvarana. Bretar og Hollendingar hafa, eins og kunnugt er, ekki fallist á þá fyrirvara þingsins að samningar verði teknir upp að nýju árið 2024 standi eitthvað eftir af láninu. Þeir vilja m.ö.o. að það verði tryggt að þeir fái alla upphæðina greidda. Í hugmyndum að mögulegum breytingartillögum er miðað við að reynt verði að komast til móts við Breta og Hollendinga að þessu leyti, þ.e.a.s. þannig að ábyrgðin falli ekki niður fyrr en lánið er upp greitt. Í því sambandi er m.a. verið að ræða um lengri greiðslutíma. Bretar og Hollendingar hafa einnig, eftir því sem næst verður komist, gert athugasemdir við að vaxtagreiðslur séu taldar með í höfuðstólnum þegar greiðslubyrðin er reiknuð út miðað við hagvöxt. Þeir vilja að vaxtagreiðslurnar verði teknar út í þeim útreikningum. Þá vilja Bretar og Hollendingar að það sé skýrt kveðið á um að EFTA-dómstóllinn eigi síðasta orðið í mögulegum ágreiningi um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans. Í fyrirvörum Alþingis er hins vegar talað um „þar til bæra úrskurðaraðila" og hvergi niðurneglt að það sé EFTA sem eigi síðasta orðið. Sem fyrr sagði er nú unnið að því að mæta athugasemdum Breta og Hollendinga og er vonast til að breytingartillögurnar líti dagsins ljós í næstu viku.
Af fjölmörgum trúnaðarstörfum utan háskólans má nefna að Sigurður gegnir nú formennsku í Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn Menningarfélags Akureyrar. Þar má annars vegar nefna söguleg efni á borð við kenningu Aristótelesar um vináttuna og Tómasar frá Akvínó um frjálsan vilja og fræðileg viðfangsefni í samtímaheimspeki, einkum er varðar sjálfræði og tengsl þess við önnur lykilhugtök í siðfræði og heimspeki hugans. Sigurður var stundakennari í mannkynssögu við Verzlunarskóla Íslands 1988-1990 og var fyrsti starfsmaður nýstofnaðrar Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands 1989-1990. Þaðan lá leiðin í HÍ þar sem hann lauk BA-prófi í heimspeki og sagnfræði 1989 og nam þá einnig til kennsluréttinda. Sigurður fæddist árið 1966 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni vorið 1985. Þar hefur hann einnig gegnt stjórnunarstöðum, meðal annars sem deildar- og sviðsforseti hug og félagsvísindasviðs 2007-2013. Að loknu doktorsprófi starfaði Sigurður sem lektor í heimspeki við Missouri-háskólann í St. Louis og frá árinu 2000 við Háskólann á Akureyri sem lektor, dósent, og prófessor. Hins vegar má nefna efni tengd atvinnulífi og mennta- og heilbrigðismálum, svo sem siðareglur starfsstétta, fagmennsku í blaða- og fréttamennsku, starfsmenntun kennara og hjúkrunarfræðinga, siðræna forystu í menntastjórnun, samfélagslegt hlutverk háskóla, stöðu íslensks máls í háskólastarfi, upplýst samþykki, siðfræði rannsókna og álitamál í lífsiðfræði og siðfræði heilbrigðisþjónustu. Í ritum sínum hefur Sigurður fjallað um fjölbreytt efni með fræðilega og samfélagslega skírskotun. Sigurður Kristinsson er prófessor í heimspeki við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni doktorsrannsóknar hans var inntak og gildi sjálfræðis einstaklinga. Sigurður hóf doktorsnám við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 1990 og lauk þaðan doktorsprófi 1996. Hann stýrir nú rannsóknarhópi um lýðræðishlutverk íslenskra háskóla. Á þessum árum var hann einnig aðstoðarmaður við rannsóknir hjá Páli Skúlasyni, prófessor í heimspeki. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði siðfræði og þá gjarnan í tengslum við hagnýtingu hennar á ýmsum vettvangi.
„Frá kurteisum unglingi í stjóra ensku meistarana. Hvernig dvöl á Íslandi gerði Moyes að manni." - Þetta er fyrirsögn greinar sem birtist í Daily Mail í morgun og fjallar um Íslandsdvöl David Moyes. Í greininni er rætt við Ólaf Jónsson sem þjálfaði unga leikmenn í Vestmannaeyjum í fótbolta. Í æfingaferð í Skotlandi urðu hann og faðir Moyes vinir. Það verður svo til þess að árið 1978 fer Moyes yngri til Vestmannaeyja til að æfa og spila með Tý. Moyes bjó á heimili Ólafs og fjölskyldu hans og í viðtalinu segir Ólafur að Moyes hafi ekki verið hrifinn af fiskinum sem borðaður var en hann hefði þó sýnt kurteisi og látið hann ofan í sig. Moyes æfði mikið sjáfur meðan hann dvaldist í Vestmannaeyjum og fór snemma á fætur. Um helgar mátti finna hann og Ólaf á báti við eyjarnar að veiða. Ólafur segir þó kíminn að það hafi verið ljóst að sá skoski myndi aldrei verða veiðimaður. Eyjadvöl Moyes varð þó ekki löng. Hann fékk símtal frá Celtic í Glasgow og félagið bauð honum atvinnumannasamning. Tilboð sem ekki var hægt að hafna. „Á þessum tíma gat ég ekki ímyndað mér að hann yrði á endanum knattspyrnustjóri Manchester United. Klárlega ekki," segir Ólafur í Daily Mail. Smelltu hér til að lesa greinina í Daily Mail Fótbolti.net
Tjaldbúðir mótmælenda við Kárahnjúka hafa verið felldar niður og eru þeir farnir annað. Allt fór friðsamlega fram, lögregla fylgdist með úr fjarlægð. Þrír bændur á svæðinu hafa boðið fólkinu að tjalda á sínum jörðum. Impregilo hefur lagt fram kæru á hendur mótmælendum fyrir eignaspjöll. Upp úr sauð við Kárahnjúka þegar lögregla kom til að skakka leikinn í fyrrinótt eftir að fólk úr tjaldbúðum við vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar hlekkjaði sig við vinnuvélar og stöðvaði vinnu. Þrír voru handteknir, allt Bretar, en var sleppt úr haldi í gærkvöld. Helgi Jensson, staðgengill sýslumannsins á Seyðisfirði, óskaði eftir því að tveimur þeirra yrði vísað úr landi. Útlendingastofnun taldi ekki tilefni til þess í gær og samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni nú síðdegis hafði ekkert breyst og engin viðbótargögn borist frá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði, vegna málsins. Fólkið í tjaldbúðunum mótmælir virkjanaframkvæmdum og stóriðju eystra. Þau telja Kárahnjúkavirkjun vera mestu spjöll á óspilltu víðerni í Evrópu í áratugi. Tjaldbúðirnar voru í landi Valþjófsstaða, sem er prestsetur, og ákvað stjórn Prestsetrasjóðs að afturkalla leyfi til þeirra í gær. Þeim var gert að yfirgefa staðinn á hádegi í dag, að öðrum kosti myndi lögregla skerast í leikinn. Allt fór friðsamlega fram í dag en lögregla fylgdist með úr fjarlægð, með nokkurn viðbúnað, og þarna voru líka nokkrir sérsveitarmenn, í allt 20 til 30 lögreglumenn. Hinir fyrstu úr hópi tjaldbúa fóru að pakka niður klukkan tíu í morgun og voru flestir búnir upp úr hádegi, en sumir drógu lögmæti brottvísunarinnar í efa og ræddu við lögmann. Haraldur Bjarnason, fréttamaður var á Kárahnjúkum í dag. Haraldur Bjarnason, fréttamaður: Og niðurstaðan eftir það var að fara af svæðinu og þá var stóra tjaldið fellt sem að hafði eitt staðið eftir. En síðan ákváðu einn eða tveir að vera þarna áfram í litlu tjaldi og hópurinn fór að Vaði í Skriðdal þar sem að Guðmundur Ármannsson, bóndi hafði boðið þeim að tjalda. Guðmundur Ármannsson, bóndi og formaður félags um verndun hálendisins, segir þetta sjálfsagða gestrisni. Guðmundur Ármannsson, bóndi á Vaði í Skriðdal og formaður Félags um verndun hálendisins: Ja það er nú búið að úthýsa þessu fólki þarna af svæðinu og mér finnst það nú bara sjálfsögð gestrisni að bjóða því að vera hérna, allavegana um sinn. Guðmundur hefur litlar áhyggjur af því að fólkið fari til að trufla vinnu á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka, þangað sé nokkur spölur. En um þátt kirkjunnar manna segir Guðmundur að kirkjan hafi lotið valdinu um árabil og sýni nú að hún blessi náttúruspjöll. Guðmundur Ármannsson: Þetta er nú svona eins og þeir haga sér nú að, í þessum málum, að svipað og að snúa faðirvorinu upp á andskotann. Impregilo, aðalverktakinn við Kárahnjúka, hefur lagt fram kærur á hendur mótmælendum vegna eignaspjalla. Kæran hefur verið send sýslumanninum á Seyðisfirði. Yfirmaður stíflugerðar hjá Impregilo hyggst enn fremur kæra einn mótmælenda fyrir líkamsárás en hann segir mótmælandann hafa slegið sig þegar hann tók af þeim myndir inni á stíflusvæði í fyrrinótt. Nánar verður fjallað um málið í Speglinum eftir fréttir.
Ólafur Eiríksson, lögmaður Arion banka sem krefst þess að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið sem öðrum af tveimur skiptastjórum þrotabús WOW air, sagði að hægt væri að draga hlutlægni Sveins Andra í efa. Bréf sem Sveinn Andri sendi nokkrum opinberum stofnunum í deilu Valitors og Datacell virðist hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Sveinn Andri sagðist ekki hafa nein tengsl við stjórnarmenn WOW nema hann væri stundum í spinning með Skúla Mogensen. Von er á úrskurði á föstudag eftir hádegi. Ólafur nefndi í máli sínu nokkur dæmi um hvernig væri hægt að draga hlutlægni Sveins Andra í efa en það væri ekki síst vegna framgöngu hans gegn Valitor, sem væri dótturfélag Arion banka, að vafi léki á hlutlægni hans. Hann hefði reynt að fá Valitor tekið til gjaldþrotaskipta vegna deilunnar við Datacell og í tvígang reynt að fara fram á kyrrsetningu eigna Valitors. Dómstólar hefðu hafnað öllum þessum kröfum. Ólafur sagði Svein Andra hafa sent bréf í eigin nafni til FME, fjármálaráðuneytisins, ríkislögmanns, Kauphallarinnar og Arion banka í tengslum við málarekstur Datacell. Í þessu bréfi hefði Sveinn Andri sakað Arion banka í eigin nafni um lögbrot. FME hefði ekki talið neina ástæðu til að bregðast við þeim ávirðingum sem birtust í bréfinu. Ólafur sagði að það væri mat Arion banka að Sveinn Andri væri að reka mál gegn dótturfélagi Arion banka vegna kröfu upp á rúma fimmtán milljarða og að Sveinn Andri hefði af þessu máli verulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta, allt frá 73 milljónum upp í 624 milljónir vegna málskostnaðar. Ólafur sakaði Svein Andra um að vega að sér persónulega í greinargerð í málinu og taldi hann ekki gera greinarmun á persónu sinni og þess fyrirtækis sem hann væri í forsvari fyrir. Þá væri í greinargerð Sveins Andra vegið að lögmannsstofu sem Ólafur ynni hjá og í henni væri að finna dylgjur sem ekki ættu við nein rök að styðjast. Þetta ætti að gera Svein Andra vanhæfan til að vera skiptastjóri WOW þar sem Arion banki yrði meðal stærstu kröfuhafa. Sveinn Andri krafðist þess að dómurinn hafnaði kröfu Arion banka vegna vanhæfis. Sveinn Andri sagðist ekki hafa nein tengsl við stjórnarmenn WOW, hann væri þó stundum í spinning með Skúla Mogensen. Hann sagðist ekki vera í viðskiptum Arion banka en hefði, sem formaður Stúdentaráðs, verið með viðskipti við gamla Búnaðarbankann. Hann sagði að það hefði verið góð og gild ástæða fyrir bréfinu sem hefði verið sent til ríkislögmanns, FME, fjármálaráðuneytisins og Kauphallarinnar þar sem ekki hefði verið greint rétt frá kröfu Datacell í ársreikningi Valitors. Hann sagði Arion banka ekki vera aðila að því máli né dótturfélag heldur dótturdótturfélag. Þá sagði hann að búið væri að taka Valitor Holding sem ætti Valitor úr samstæðureikningi bankans því það væri komið í söluferli. Sveinn Andri sagðist hafa unnið flest mál fyrir dómstólum í tengslum við þessa deilu og það hefði þurft að reka það af talsverðri harðfylgni. Sveinn Andri sagði að mál Arion banka væri á borði hins skiptastjórans, rétt eins og mál stórs viðskiptavinar sem hefði verið viðskiptum við lögmannsstofu hins skiptastjórans væri á borði hans. Sveinn Andri sagði að það hefði ekki hvarflað að þeim sem skiptastjórum WOW að hann kæmi nálægt þeim málum sem tengdust Arion banka. Hann sagði að skiptastjórarnir myndu vera með sama tímagjald og myndu skrifa upp á reikning hvor fyrir annan. Sveinn Andri sagði þessa kröfu Arion banka mega rekja til persónulegrar óvildar til hans vegna þess að hann kysi að reka mál sín af hörku. Ólafur flutti síðan andsvar við þessari ræðu þar sem hann vísaði fullyrðingum Sveins Andra á bug. Með bréfi sínu hefði Sveinn Andri sakað Arion banka um óheiðarleika og lögbrot, og það væri ekki dæmi um að reka mál af harðfylgni því menn þyrftu að geta staðið við það sem þeir segðu. Sveinn Andri skaut fast á Ólaf í andsvörum sínum og spurði hvort hann væri hreinlega ekki læs. „Hverslags vitleysu er verið að bera á borð hér? Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvaða þvælu er hægt að bera á borð dómstóla?“ Þegar þar var komið sögu bað Símon Sigvaldason, dómari í málinu, Svein Andra að gæta orða sinna. Lögmaðurinn baðst afsökunar á því að hafa æst sig en fullt tilefni hefði verið til þess þegar væri verið að reyna að halda því fram að hvítt væri svart og svart væri hvítt.
Ófaglærðu starfsfólki Ratsjárstofnunar hefur verið meinað að skrá sig í verkalýðsfélög, að sögn bæði núverandi og fyrrverandi starfsmanna. Starfsmenn stofnunarinnar eru uggandi um hag sinn eftir fjöldauppsagnir sem áttu sér stað um síðustu áramót, en allajafna sækir fólk upplýsingar um rétt sinn og annan stuðning til verkalýðsfélaga við slíkar aðstæður. Starfsmaður stofnunarinnar sem ekki vill láta nafns síns getið segir ljóst að sækist fólk eftir verkalýðsfélagsaðild þá líði ekki langur tími þar til það sé látið fara frá stofnuninni. Fólki sé tjáð við ráðningu að ekki sé æskilegt að það sækist eftir því að vera í verkalýðsfélagi, en þessar kröfur hafi aldrei verið rökstuddar frekar. Starfsmaðurinn sagði marga uggandi um sinn hag, enda nýafstaðnar miklar uppsagnir. Júlíus Freyr Valgeirsson, fyrrum starfsmaður stofnunarinnar, segir að honum hafi verið bent á að ekki væri talið æskilegt að hann væri í stéttarfélagi þegar hann hóf störf árið 1998. "Maður var ungur og svo sem ekkert að pæla mikið í þessu. Svo var ég líka í annarri vinnu með og borgaði í stéttarfélag þar," segir hann, en lét að öðru leyti vel af vistinni hjá Ratsjárstofnun. "Ég var þarna í um fimm ár og hef svo sem ekki undan neinu að kvarta, hvorki launum né vinnuaðstöðu." Þáverandi stöðvarstjóri á Höfn í Hornafirði sagði honum að stéttarfélagsaðild væri óæskileg. "Ég vissi að einhver umræða um þetta var meðal starfsfólksins, en ekki kom til neinna aðgerða samt." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir lögbrot að meina fólki að vera í verkalýðsfélagi. "Þeir hafa beitt starfsmenn sína, aðra en tæknimenn, þessu ofbeldi í allnokkur ár. Yfirleitt er þetta fólk sem býr úti á landi og hefur ekki annan valkost en að taka starfinu," segir hann. Ólafur Örn Haraldsson, framkvæmdastjóri Ratsjárstofnunar, sagðist ekki hafa heyrt af mögulegum aðgerðum verkalýðsfélaga vegna þess að stofnunin reyndi að stýra hluta starfsmanna frá verkalýðsfélagsaðild. Hann vísaði því jafnframt á bug að Ratsjárstofnun færi fram á slíkt við starfsfólk.
Tveir létust og níu hlutu sár þegar þyrla brotlenti við eina af lestarstöðvum Lundúnaborgar í morgun. Slökkvilið hefur náð tökum á miklum eldi sem kviknaði í kjölfarið. Mikil röskun varð á lestarsamgöngum í nágrenninu. Svartaþoka grúfði yfir borginni þegar slysið varð. Svo virðist sem flugmaður þyrlunnar hafi flogið á byggingarkrana við háhýsi sem verið er að reisa við Vauxhall-lestarstöðina. Stöðin er sunnan Thames-árinnar, rétt vestan við þinghúsið í Westminster. Mikill eldur blossaði upp í flakinu en einnig virðist hafa kviknað í bílum. Stór slökkvistöð er í nágrenninu og því tók innan við hálftíma að slökkva eldinn. Sigrún Davíðsdóttir, fréttamaður RÚV, er búsett í grenndinni. Hún segir að háhýsið sem byggingarkraninn var við blasi við út um glugga á íbúð sinni. Hún segist hafa litið út þegar hún frétti af slysinu og þá hafi ekki sést í efsta hluta byggingarinnar fyrir þoku. „Það er oft þétt morgunþoka hérna og þannig var það í morgun,“ segir Sigrún. „Nú hefur létt til og þá sé ég þennan krana sem þyrlan hefur flogið utan í. Hann hangir þarna eins og dauður svanur.“ Að minnsta kosti tveir létu lífið í slysinu. Annar þeirra er flugmaður þyrlunnar en hann var einn um borð. Níu voru fluttir á sjúkrahús með sár, einn er sagður í lífshættu. Óhappið varð á háannatíma og því fóru samgöngur á svæðinu úr skorðum. Sigrún segir að allt sé lokað umhverfis slysstaðinn. „Þetta er ein af stóru samgönguæðunum inn í miðborgina. Það er semsagt Vauxhall-brúin sem er þarna. Nú og svo eru höfuðstöðvar MI-6 leyniþjónustunnar þarna líka en það eru engar vangaveltur um að þetta hafi verið nokkuð annað en dapurlegt slys þarna í morgunþokunni.“
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fjarskiptavandamál hafi orðið til þess að tálbeituaðgerð lögreglu í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafi ekki gengið að óskum. Upplýsingar hafi ekki borist til allra þeirra sem komu að aðgerðunum við Hótel Frón og því hafi sendisveinninn verið handtekinn. Þó sé ekki hægt að flokka handtökuna sem mistök. Handtekinn þvert á plön Vísir hefur fjallað töluvert um tálbeituaðgerðina undanfarnar vikur í kjölfar þess að hollensk móðir og burðardýr var dæmd í ellefu ára fangelsi í héraði. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í gögnum málsins kemur fram að hún hafi að fyrra bragði boðist til að veita aðstoð og segja má að hún hafi staðið sig eins og hetja þegar kom að því að fullvissa innflytjendur um að hún væri ekki að vinna með lögreglu. Allt virtist ganga eins og í sögu þegar sendisveinn sótti tösku með gerviefnum, hlerunar- og eftirfararbúnaði. Hann var í þann mund að aka í burtu með búnaðinn innanborðs þegar hann var handtekinn. Málið var í umsjá Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, en tálbeituaðgerðin unnin að beiðni þeirra og af hendi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Framan af vildi hvorugt embættið tjá sig um máliðog vísuðu hvort á annað. Lögreglan í höfuðborginni taldi sig ekki hafa umboð til þess þar sem málið í heild væri á ábyrgð Suðurnesja á meðan Suðurnesjamenn bentu á að þeir hefðu ekki stýrt aðgerðum og ekki þeirra að svara fyrir hvað miður fór. Skerpa þurfi verklagsreglur Ólafur Helgi sagði í samtali við Vísi í október, rúmu hálfu ári eftir að aðgerðin fór fram, ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann teldi að málið hefði misfarist þegar maðurinn var handtekinn. „Ég skil ekki hvers vegna það gerist,“ sagði Ólafur Helgi. Í frétt Vísis í vikunnisagði Ólafur Helgi svo að embættin hefðu farið í gegnum þetta tiltekna mál. „Ljóst er að skerpa þarf á verklagsreglum í tilvikum sem þessu og stytta boðleiðir. Það verk er þegar hafið.“ Vilja stærri fiska, ekki smásíli Friðrik Smári segir í samtali við Vísi að það sé alls ekki svo að hann vilji ekki tjá sig um málið, að því leyti sem hægt sé. Eðlilegt sé að sá sem hafi með forræði málsins að gera að svara fyrir. Þó telji hann í ljósi umfjöllunar ágætt að gera grein fyrir nokkrum atriðum. Aðgerðin hafi vissulega verið á ábyrgð hans og Aldísar Hilmarsdóttur, yfirmanns fíkniefnadeildar. Þeir sem stjórnuðu aðgerðum við Hótel Frón hafi sótt umboð sitt til þeirra tveggja. „Auðvitað var tilgangurinn með því að setja þetta allt upp að ná stærri fiskum en einhverju sendisíli,“ segir Friðrik Smári. Vísar hann til þess að sá sem handtekinn var, Atli Freyr Fjölnisson, virðist enga aðra aðkomu hafa haft að málinu en hafa verið boðin greiðsla til að sækja ferðatöskur og flytja á milli staða. Atli Freyr var dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir sína aðkomu að málinu. Aldís Hilmarsdóttir sagði í samtali við Vísi í lok októberað hún liti ekki svo á að mistök hefðu verið gerð við handtökuna. „Aðstæður spilast hins vegar þannig að þetta er metið svona á þessum punkti,“ sagði hún um handtökuna. „Ekki hægt að flokka sem mistök“ Friðrik Smári tekur undir með Aldísi hvað það varðar að ekki hafi verið um mistök að ræða. „Ég get tekið undir það sem Aldís segir. Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega. Það var ekki hægt að koma skilaboðum til allra sem komu að málinu,“ segir Friðrik. Samkvæmt gögnum málsins átti hollenska móðirin í símasamskiptum við óþekktan aðila stóran hluta þriðjudagsins 7. apríl. Þann dag var loks haft samband við hana en þær mæðgur komu til landsins á föstudaginn langa, 3. apríl. Ákveðið var að fá heimild fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði sem fékkst um leið. Um sexleytið fór að draga til tíðinda og eftir það, sem ekki er hægt að kalla annað en frábæra frammistöðu hollensku konunnar, barst símtal um að hún ætti að fara með fíkniefnin út og afhenda manni. Eftir afhendingu gekk hún aftur inn á hótel. Maðurinn, fyrrnefndur Atli Freyr, bjó sig undir að aka á brott með töskuna sem innihélt gerviefni og búnað lögreglu til hlustunar og eftirfarar. Í stað þess að fylgja honum eftir var hann handtekinn eins og frægt er orðið. Fjarskiptasamskipti blokkuðust Rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu sagði fyrir dómiað ástæða handtöku hefði verið að almannahætta hefði skapast eftir að efnin hefðu verið komin í bílinn. Þau ummæli hafa ekki verið útskýrð frekar en fyrir liggur að um gerviefni var að ræða. Sérsveitamaður, sá er handtók Atla Frey, sagði að tæknilegum örðugleikum væri um að kenna. Ástríður Grímsdóttir, dómari í málinu, sagði lögreglumennina tvo sem báru vitni í dómssal ekki þurfa að upplýsa frekar um ástæður handtöku, verjendum ákærðu til mikillar mæðu. Friðrik Smári segir að tæknilegu örðugleikarnir snúi að fjarskiptum. „Þau blokkuðust og skilaboðin komust ekki til allra sem hlut áttu að máli. Kerfið okkar er þannig að ef margir eru í einu að nota talstöðvakerfið þá komast ekki allir að,“ segir Friðrik Smári. Ekki megi líta á það sem stórt klúður. „Þarna þurfti að taka ákvarðanir á augabragði og svona fór þetta bara.“ Enginn grunur um spillingu innan lögreglu Samsæriskenningum hefur rignt í ummælakerfum við fyrri fréttir Vísis af málinu þar sem kallað er eftir óháðu eftirliti með starfsháttum lögreglu. Þar telja margir að handtökuna megi mögulega rekja til spillingu innan lögreglu, tengsl lögreglu við fíkniefnaheiminn hér á landi og þar fram eftir götunum. Aldís blés á þetta í samtali við Vísi í október og Friðrik er henni sammála. „Nei, ekkert slíkt,“ segir Friðrik. Skiljanlegt sé að fólk sé svekkt og það séu hans menn líka. Auðvelt væri fyrir lögreglu að halla sér aftur í sætinu eftir að hafa lagt hald á svo mikið magn fíkniefna eins og var í þessu tilfelli en virði efnanna hleypur á hundruðum milljóna króna. En þannig vinni lögregla auðvitað ekki. Hún vilji ná stóru fiskunum en ekki sílunum eins og Friðrik minntist á áður. „Það fóru allir páskarnir í þetta hjá stórum hópi manna þannig að það var mikið í þetta lagt.“ Engin plön eru hjá lögregluyfirvöldum um að fá óháða úttekt ríkissaksóknaraá því sem miður fór við Hótel Frón.
Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið stækkun verksmiðju sinnar í Svartsengi og hefur framleiðslugeta hennar þrefaldast. Hægt er að framleiða fjögur þúsund tonn af endurnýjanlegu metanóli á ári. Framleiðsla verksmiðjunnar dregur jafn mikið úr losun koltvísýrings og um 2.200 rafmagnsbílar. Minnkun gróðurhúsalofttegunda jafngildir því áhrifum þess að sjöfalda flota rafbíla í landinu, segja forsvarsmenn fyrirtækisins. Verksmiðjan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og er fyrirtækið stærsti framleiðandi umhverfisvæns eldsneytis hér á landi. Í verksmiðjunni er endurnýjanlegt metanól, sem er fljótandi eldsneyti, búið til úr rafmagni með samruna vetnis og koltvísýrings. Ólafur Jóhannsson, forstöðumaður samskipta- og sölumála hjá CRI, segir spurður um sölumálin að helstu viðskiptavinir á Íslandi hafa verið framleiðendur lífdísils, en metanól er nauðsynlegur þáttur í að breyta fitu úr jurtum og dýrum í dísil. „Erlendir viðskiptavinir okkar eru jöfnum höndum lífdísilframleiðendur og olíufélög, til dæmis í Hollandi og Svíþjóð. Íslensku olíufélögin eru að setja upp og prófa nauðsynlegan búnað, en þau hafa einfaldlega ekki verið í stakk búin til þess að hefja íblöndun í bensín. Söluverðið og þar með söluverðmætið er eðlilega trúnaðarmál á milli okkar og viðskiptavina okkar,“ segir Ólafur en framkvæmdir við verksmiðjuna hafa staðið frá síðasta sumri og að þeim hafa unnið á framkvæmdatímanum tugir verktaka, auk starfsmanna CRI. Nýlega gerði CRI samning með samstarfsaðilum frá Þýskalandi, Spáni og Belgíu um byggingu eldsneytisverksmiðju í Þýskalandi til framleiðslu metanóls með sömu aðferðum og beitt er í Svartsengi. Þar er nýttur útblástur frá kolaorkuveri orkufyrirtækisins Steag í Lünen í Þýskalandi og þannig dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Verkefnið hlaut styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Milljarðar lítra af metanóli brenndir Carbon Recycling International (CRI) var stofnað á Íslandi árið 2006 með það að markmiði að þróa lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti. CRI tók í notkun fyrsta áfanga eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi árið 2012. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna á Íslandi og erlendis. Hér á landi, í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar, er krafist aukinnar notkunar á endurnýjanlegu eldsneyti, með það að markmiði að draga úr notkun á olíu í samgöngum, til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og sporna þannig við hnattrænum loftslagsbreytingum. Þá ryður metanól sér nú til rúms sem skipaeldsneyti, en með notkun þess má losna við áhrif mengandi brennisteins- og nitursambanda á lífríki sjávar. Samkvæmt bresku gagnaveitunni Argus JJ&A voru á síðasta ári um 32 milljarðar lítra af metanóli notaðir sem eldsneyti, aðallega í Evrópu og Asíu.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarmann og forstjóra FL Group, af ákæru um fjárdrátt og umboðssvik. Ákæran snérist um þriggja milljarða fjárdrátt úr sjóðum FL Group en Hannes Smárason var þar stjórnarformaður. Féð átti að hafa runnið til Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar og verið notað til kaupa á Sterling flugfélaginu árið 2005. Við aðalmeðferð málsins sagði saksóknari að hafið væri yfir allan vafa að Hannes hefði brotið gegn lögum. Hann hefði millifært fé án samþykkis eða vitneskju annarra stjórnarmanna og haldið upplýsingum leyndum frá stjórn FL Group. Saksóknarinn fór fram á tveggja til þriggja ára fangelsi yfir Hannesi. Hannes hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og sagðist við aðalmeðferð málsins ekkert kannast við þessi viðskipti. Hannes Smárason var í flugvél á leið til Lundúna þegar dómur var kveðinn upp hér í héraðsdómi. Hann var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að engar upplýsingar hafi fengist hjá Kaupþing banka í Lúxemborg um millifærsluna. Vitni sem störfuðu hjá bankanum hafi ekki getað upplýst um málið. Þá bendi gögn frá bankanum til þess að engin millifærsla hafi átt sér stað og fjármunirnir allan tímann verið aðgengilegir FL Group. Í dómnum kemur fram að allt sæti þetta furðu og engar fullnægjandi skýringar liggi fyrir. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, segist fastlega gera ráð fyrir því að dómnum verði áfrýjað.
Tillaga til þingsályktunar um stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar. Flm. : Kolbrún Halldórsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Gunnar Birgisson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd með fulltrúum samgönguráðuneytis, umhverfisráðuneytis, Vegagerðarinnar, Umferðarstofu, samtaka sveitarfélaga og samtaka hjólreiðafólks. Hlutverk nefndarinnar verði að undirbúa áætlun og lagabreytingar sem geri ráð fyrir hjólreiðum sem viðurkenndum og fullgildum kosti í samgöngumálum. Hjólreiðabrautir verði sérstaklega skilgreindar og þeim fundinn staður í vegalögum auk þess sem kveðið verði á um ábyrgð eða þátttöku ríkisvaldsins í gerð þeirra. Þannig verði komið upp sérstöku stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar sem ríkisvaldið sjái um eða taki þátt í að kosta í samstarfi við sveitarfélögin. Hjólreiðabrautakerfið skal tengja saman þéttbýlisstaði og hjólreiðastíga einstakra sveitarfélaga við þjóðvegakerfið. Einnig skal gert ráð fyrir stofnbrautum gegnum þéttbýlisstaði með svipuðu fyrirkomulagi og gildir um þjóðvegi í þéttbýli. Samgönguráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp í samræmi við niðurstöður nefndarinnar eigi síðar en ári eftir samþykkt tillögunnar. Greinargerð. Tillaga þessi styðst við hugmyndafræði um sjálfbærar samgöngur sem byggist á því að skipulagning og stjórn samgangna taki mið af markmiðum um sjálfbæra þróun samfélagsins, og að við alla áætlunargerð sé megináhersla lögð á að leita leiða til að halda neikvæðum þáttum samgangna í lágmarki. Þannig verði við skipulagningu þéttbýliskjarna samþætt í auknum mæli íbúðarsvæði, þjónustusvæði og atvinnusvæði og frá upphafi verði gert ráð fyrir hjóla- og göngustígum í hverfum ásamt öruggum almenningssamgöngum þegar samgöngunet eru skipulögð. Varðandi hlut hjólreiða sérstaklega í stefnumörkun um sjálfbærar samgöngur þarf að huga að möguleikum samgöngukerfisins til að taka við auknum fjölda hjólreiðafólks. Því ber að leggja áherslu á hjólreiðabrautir í þéttbýli og tengingar milli þéttbýliskjarna. Stefna þessi er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar eins og henni er lýst í útgefinni stefnumörkun stjórnvalda til 2020 „Velferð til framtíðar – Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi“. Í stefnumörkuninni segir að sjálfbærar samgöngur séu eitt af fjórum höfuðmarkmiðum samgönguáætlunar stjórnvalda. Í nýrri stefnu fyrir Norðurlönd um sjálfbæra þróun, sem gefin var út 2001 og hefur verið samþykkt á vettvangi norrænu ráðherranefndarinnar, kemur fram í kaflanum um samgöngumál að þjóðunum beri að stuðla að umhverfis- og heilbrigðisvænum samgönguháttum, ekki síst í þéttbýli þar sem einkum beri að styðja við almenningssamgöngur, hjólreiðar og göngu. Þar er einnig lögð áhersla á umferðaröryggi samfara breytingum í samgönguháttum, því að öryggisleysi í umferðinni hafi letjandi áhrif á notkun þessara samgönguhátta. Þá beri sérstaklega að stuðla að hjólreiðum í stærstu bæjum og borgum Norðurlandanna með því að skapa samfelld grunnkerfi fyrir hjólreiðar. Loks má geta þess að samgönguráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu árið 1999 áætlun sem miðar að því að tekið verði tillit til sjónarmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar í stefnu í samgöngumálum. Í þeim kafla sem ber yfirskriftina „Aðrar nauðsynlegar aðgerðir“ í áætluninni er bent á nokkur svið þar sem aðgerða er þörf. Þar er getið um nauðsyn þess að styrkja almenningssamgöngur og leggja áherslu á fjölþættar og samsettar samgöngur og samgönguhætti sem menga minna en nú er. Af því sem nú hefur verið upp talið sést að tillaga þessi er í fullu samræmi við stefnumörkun hér innan lands og einnig er í henni samhljómur við skuldbindingar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Hjólreiðastígar í vegalögum. Vegalögum var síðast breytt á 125. löggjafarþingi með stjórnarfrumvarpi sem fjallaði um reiðvegi og girðingar (þskj. 572, 322. mál). Í meðförum samgöngunefndar tók málið nokkrum breytingum. Þannig lagði nefndin til í áliti sínu (þskj. 990, 322. mál) að hjólreiða- og göngustígar yrðu sérstaklega skilgreindir í lögunum og að sams konar heimild yrði til eignarnáms til lagningar þeirra og til lagningar reiðvega. Einnig lagði nefndin til að þar sem slíkir stígar væru í þéttbýli kæmi það í hlut viðkomandi sveitarfélags að greiða kostnað af þeim. Að öðru leyti fjallaði nefndin ekki efnislega um þýðingu hjólreiðastíga og ekki heldur þingið þar sem engar umræður urðu um breytingartillögur nefndarinnar. Vegna þessara breytinga er hjólreiðastíga getið í vegalögum en án alls rökstuðnings. Enda hafa málefni hjólreiðamanna í umferðinni ekki verið fyrirferðarmikil við vegalagningu eða gerð umferðarmannvirkja. Má halda því fram að þótt hjólreiðastíga sé getið í vegalögum, þá séu þeir hálfmunaðarlausir í kerfinu. Á 121. löggjafarþingi var lagt fram frumvarp um breytingu á vegalögum þar sem gert var ráð fyrir því að hjólreiðastígar yrðu teknir inn í vegalög og þar með tekið fyrsta skrefið í þá átt að koma á samfelldu neti hjólreiðastíga. Samgöngunefnd fjallaði um frumvarpið og taldi ljóst að huga þyrfti að öryggi hjólreiðamanna utan þéttbýlis. Frumvarpinu var vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari umfjöllunar í tengslum við endurskoðun vegalaga (þskj. 1159, 197. mál) og þess óskað að Vegagerðinni yrði falið að meta kostnað við þær breytingar sem frumvarpið gerði ráð fyrir auk þess kostnaðar sem sveitarfélögin yrðu að bera. Ekki er vitað til að slíkt kostnaðarmat hafi farið fram. Á síðasta kjörtímabili flutti umhverfisnefnd Alþingis að frumkvæði Ísólfs Gylfa Pálmasonar tillögu til þingsályktunar um hönnun og merkingu hjólreiðabrauta (126. löggjafarþing, þskj. 771, 485. mál, og 127. löggjafarþing, þskj. 284, 248. mál). Var tillögunni vísað til samgöngunefndar og send út til umsagnar vorið 2001. Umsagnir bárust frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Íslenska fjallahjólaklúbbnum, Landssamtökum hjólreiðamanna, ÍFA – Íþróttir fyrir alla, Umferðarráði, Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu. Stefna stjórnvalda. Samgönguáætlun 2003–2014 var samþykkt á 128. löggjafarþingi og tekur hún mið af vinnu stýrihóps samgönguráðherra sem skipaður var í maí 2000. Í skýrslu stýrihópsins, sem gefin var út af ráðuneyti samgöngumála í desember 2001, kemur fram mjög ákveðinn vilji til að móta stefnu um sjálfbærar samgöngur og er beinlínis tekið fram að stjórnvöldum beri að tryggja það að samgöngugeirinn leggi sitt af mörkum til að ná markmiðum um sjálfbæra þróun. Í kaflanum um umhverfismál eru talin upp markmið sem leiða eiga til sjálfbærra samgangna og segir þar að til að takmarka megi CO 2-losun frá samgöngum þurfi að beina umferð inn á umhverfisvænni svið og eru þar nefndar almenningssamgöngur og hjólreiðar. Í kaflanum um val á samgöngumáta er tekið fram að ekki sé völ á vistvænni samgöngumáta en þeim að hjóla eða ganga. Og í framhaldinu segir að með góðri skipulagningu og gerð stíga megi auka vægi hjólreiða í samgöngum. Þannig gerir skýrslan beinlínis ráð fyrir því að hjólreiðar séu raunverulegur valkostur í samgöngumálum, þótt ekki sé farið dýpra í að fjalla um hjólreiðar í henni en hér greinir. Þáttur hjólreiðanna er nokkuð meiri í skýrslu sem samgönguráðuneytið og Vegagerðin gáfu út í maí 2001 og fjallar um losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Þar er m.a. fjallað um sérstakar aðgerðir í skipulagsmálum og gert ráð fyrir að samspil samgöngumála og orkusparnaðar sé haft ofarlega í huga í svæðis- og aðalskipulagsvinnu með það að markmiði að stytta akstursleiðir og draga úr akstursþörf. Þess er sérstaklega getið að hjólreiða- og göngustígar séu hluti þessarar vinnu og lagt til að viðkomandi yfirvöld fjalli um þetta álitaefni sérstaklega sem fyrst. Í riti samgönguráðuneytisins „Samgöngur á nýrri öld“, sem gefið var út sl. vor, er að finna yfirlýsingu þess efnis að bæta þurfi aðstöðu hjólreiðamanna eins og kostur er og huga verði að gerð hjólreiðastíga samhliða fjölförnustu umferðaræðunum (bls. 33). Að öðru leyti er ekki fjallað um þátt hjólreiða í samgöngum á nýrri öld. Hins vegar kemur skýrt fram hvert skilgreint hlutverk Vegagerðarinnar sé, nefnilega að „sjá samfélaginu fyrir vegakerfi í samræmi við þarfir þess og veita þjónustu sem miðar að greiðri og öruggri umferð“. Enn fremur segir að það sé brýnasta verkefni Vegagerðarinnar að bæta úr ágöllum vegakerfisins, viðhalda því og bæta þjónustu þess. Í ljósi þessara yfirlýsinga verður að telja fremur dapurlegt hversu lítið er horft til hjólreiða í framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum málaflokki. Hjólreiðar verði alvöruvalkostur. Sjálfbærar samgöngur eru til umræðu í öllum nágrannalöndum okkar í tengslum við skuldbindingar landanna vegna Kyoto-bókunarinnar. Bókunin hefur að geyma bindandi töluleg markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þótt íslensk stjórnvöld hafi fengið gífurlegar ívilnanir í Kyoto, þá er útlit fyrir að búið sé að ráðstafa þeim öllum í þágu stóriðju. Eins og málum er háttað um þessar mundir má gera ráð fyrir að 1/ 3 CO2-losunar okkar komi frá samgöngum. Úr þeirri losun verður ekki dregið nema að til komi sérstakt átak til að auka hlut þeirra samgöngutækja sem ekki losa CO 2. Það er því augljóst að í hjólreiðum er fólgið eitt öflugasta sóknarfærið á leið til sjálfbærra samgangna, en til þess að nýta megi það sóknarfæri er nauðsynlegt að fara að líta á reiðhjól sem samgöngutæki. Hingað til hafa hjólreiðar fremur verið flokkaðar með útivist og heilsusamlegri hreyfingu en síður verið litið svo á að reiðhjól sé samgöngutæki. Þess vegna hefur verið talið eðlilegt að hjólreiðamenn nýttu sér útivistarstíga til að stunda hjólreiðar. Það er gott svo langt sem það nær, en í því sambandi verður að hafa í huga að slíkir stígar hafa fremur verið lagðir með hliðsjón af útivistargildi en gildi þeirra sem tenginga milli staða. Þess utan finnast slíkir stígar nær eingöngu á höfuðborgarsvæðinu og þá helst innan borgarmarkanna. Það kemur til af því að litið hefur verið á það sem hlutverk sveitarfélaganna að sjá borgurunum fyrir stígum af þessu tagi. Að hluta til má telja það réttlætanlegt, en að öðru leyti er það óásættanlegt út frá sjónarmiði þeirra sem vilja nota reiðhjól sem samgöngutæki. Þannig er það til vansa að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skuli ekki tengd með hjólreiðabrautum. Sem dæmi má nefna að hjólreiðamenn, sem eiga heima á Álftanesi og sækja vinnu í Mjódd, geta með engu móti nýtt reiðhjólið til að fara til vinnu. Þótt samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sé nokkuð öflugt þá má heita óraunhæft að þau taki upp hjá sér að leggja í nauðsynlegan kostnað við að tengja sveitarfélögin þannig að hjólreiðamenn eigi greiða leið milli þeirra. Til að svo megi verða þarf ríkisvaldið að koma inn í stefnumótunina og taka ábyrgð á framkvæmdunum eins og um akbrautir væri að ræða. Sama má segja um umferð hjólreiðamanna um stofnbrautir í þéttbýli, það þarf að vera skilgreint hlutverk ríkisvaldsins að slíkar brautir séu aðgengilegar fyrir hjólreiðamenn. Nauðsynlegt er að taka þessa þætti til rækilegrar skoðunar og gera raunhæfa áætlun um úrbætur. Þegar slík áætlun liggur fyrir verður hægt að segja að hjólreiðar séu viðurkenndur og fullgildur kostur í samgöngumálum og fyrst þá verður stefnan á sjálfbærar samgöngur trúverðug.
Fjórtán tilboð bárust í Símann frá 37 fjárfestum, innlendum og erlendum. Einkavæðingarnefnd fer yfir tilboðin næstu daga með ráðgjafarfyrirtækinu Morgan Stanley. Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segir nefndina hafa synjað fyrirtækinu um útboðsgögn til að bjóða í Símann. Jón Sveinsson, formaður Einkavæðingarnefndar, segir Kögun hf. ekki hafa haft samband við nefndina. Gunnlaugur sagði í morgunfréttum að Kögun hefði fengið beiðni frá þremur stórum erlendum fjárfestum um samstarf við að bjóða í Símann. Kögun hefði hins vegar verið synjað um útboðsgögnin vegna eignarhalds á Skýrr, sem hefur rúmlega 5% hlutdeild á internetmarkaði hérlendis. Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar: Ja það virðist vera þannig að ef að sko íslenskur aðili eitthvað tengist símaþjónustu á einhvern hátt, það er að segja hefur eitthvað vit á málinu, þá má hann ekki bjóða. Gunnlaugur sagðist líka telja að slík tengsl gætu verið fyrir hendi hjá öðrum sem hefðu fengið að bjóða. Jón Sveinsson segir nefndina ekki enn hafa farið yfir tilboðin en allir verði að uppfylla ákveðin skilyrði, meðal annars varðandi tengsl og eignarhald í öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar: Og það er auðvitað hlutur sem að við eigum eftir að fara yfir núna næstu daga og skoða og kanna hvort að um einhver slík tengsl geti verið að ræða. Grundvallarskilyrðin hafi átt að vera öllum kunn. Hann kveðst ekki vita hvaða upplýsingar Kögun hefði fengið, ef til vill hjá Morgan Stanley. Hægt hefði verið að senda einkavæðingarnefnd erindi og kanna til þrautar hvort skilyrðin væru uppfyllt eða ekki. Jón Sveinsson: Þannig að í þessu tilviki Kögunar virðist það alls ekki hafa verið gert, þannig að við erum að heyra ef þessu núna í nefndinni fyrst eftir að tilboðsfresturinn er runninn út.
Til stendur að opna þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Miðstöðin verður sameiginlegt verkefni ríkis, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka. Miðstöðinni er ætlað að auka þjónustu við breiðan hóp þolenda ofbeldis. Áhersla verður á stuðning í fjölskylduvænu og heimilislegu umhverfi fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og kynferðisofbeldis. Einnig verði þar til staðar stuðningur og ráðgjöf fyrir aldraða og fatlað fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svo og þolendur mansals. Þjónustan verður þolendum að kostnaðarlausu. Stofnun miðstöðvarinnar er ein af afurðum samvinnu milli ráðuneyta, borgar og grasrótarsamtaka. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra segir stofnun miðstöðvarinnar sé að bæði innlendri og erlendri fyrirmynd. Barnahús og heimilisofbeldisverkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar; Höldum glugganum opnum eru innlendu fyrirmyndirnar. Þær erlendu eru frá Family Justice Center Alliance sem reka slíkar miðstöðvar víða í Bandaríkjunum. Fulltrúar frá ráðuneytunum, lögreglu, sveitarfélögum og grasrótarsamtökum heimsóttu Family Justice Center í Brooklyn á þessu ári til að kynna sér starfsemina. Miðstöðvarnar þykja hafa gefið afar góða raun og eru t.d. hluti af átaki borgarstjórans gegn ofbeldi í nánum samböndum í New York. „Eins og í New York, viljum við leggja áherslu á samvinnu fagaðila. Grasrótarsamtök á borð við Stígamót, Samtök um kvennaathvarf og Drekaslóð verða mikilvægir samstarfsaðilar, og þá er mjög mikilvægt að lögreglan komi að verkefninu. Verkefni lögreglunnar og félagsþjónustunnar gegn heimilisofbeldi hefur sýnt okkur hvað samstarf skiptir miklu máli og sannað þörfina á að það sé einn staður til þangað sem þolandi ofbeldis getur leitað eftir aðstoð,“ segir Eygló. „Þá er félagsþjónustan lykilaðili í þjónustu fjölskyldumiðstöðvarinnar, það þurfa líka að vera góð tengsl við heilbrigðiskerfið, sálfræðiþjónusta og samstarf við réttarvörslukerfið,“ segir Eygló. „Það er samvinnan sem skilar árangri, það var reynslan af fjölskyldumiðstöðvunum í Bandaríkjunum,“ segir hún. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að með opnun miðstöðvarinnar verði þjónusta við þolendur ofbeldis gjörbreytt og samhæft átak fagaðila. „Nú verður hægt að bjóða þolanda að sækja sér aðstoð á einum stað. Þar sem hann hefur aðgengi að þeim sem koma að þessum málum. Með þessu axlar samfélagið ábyrgð. Í dag ríkir ekki mikið traust á milli þolenda ofbeldis og hins opinbera og þolandi þarf að sækja sér nauðsynlega þjónustu á mörgum stöðum, þessu verður gjörbreytt,“ segir Sóley. Sóley segir að með auknu samtali ríkis og borgar hafi skapast betri aðstæður til samvinnu. „Í starfi Ofbeldisvarnanefndar í Reykjavíkurborg skapaðist dýrmætt samtal sem hefur bætt aðstæður til samvinnu og þar með bætt þjónustuna,“ segir Sóley. Vonir standa til að þjónustumiðstöðin opni á þessu ári. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Lögreglan lét síðdegis í dag lausan mann sem grunaður hefur verið um manndráp í Hafnarfirði um helgina. Morðvopnið hefur enn ekki fundist en um 40 lögreglumenn taka þátt í rannsókn málsins. Maðurinn var handtekinn síðdegis í gær grunaður um að hafa orðið valdur að andláti Hannesar Þórs Helgasonar að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu í morgun. Þar kemur fram að lögreglan hefði eftir yfirheyrslur seint í gærkvöldi ákveðið að láta manninn ekki lausan heldur hafa hann áfram í haldi. Þá kom fram að ákvörðun um hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir honum yrði tekin síðar í dag. Rétt fyrir hádegi í dag fór svo tæknideild lögreglunnar aftur á vettvang glæpsins til að afla frekari gagna. Talið er að ráðist hafi verið á Hannes á heimili hans á sunnudagsmorgun með eggvopni. Maðurinn sem nú hefur verið sleppt er sagður vera ástfanginn af unnustu Hannesar. Yfirheyrslur yfir manninum stóðu yfir í allan dag en síðdegis ákvað lögreglan að sleppa manninum úr haldi þar sem ekki þóttu efni til að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum að því er fram kemur í tilkynningu. Lögreglan þarf að hafa nægileg gögn til að dómari úrskurði mann í gæsluvarðhald. Hátt í 40 lögreglumenn vinna að rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla ekki morðvopnið undir höndum en tæknirannsókn á vettvangi er langt á veg komin að því er lögregla segir.
Í síðustu viku vorum við stödd við húsið Aðalstræti 10, löngum kallað Berlín, og þá liggur beinast við að halda til annarrar þýskrar heimsborgar, eða Hamborgar, en svo kallast Hafnarstræti 94. Húsið byggði Jóhannes Þorsteinsson árið 1909, en hann stóð einmitt fyrir byggingu Aðalstrætis 10 eða Berlínar ásamt Sigvalda bróður sínum sjö árum fyrr. Húsið stendur norðvestan megin á mótum Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis (Kaupfélagshorninu valinkunna). Hafnarstræti 94 er tvílyft timburhús með valmaþaki, nokkuð sérstakt að lögun með skásneiddum hornum og kvisti upp af hverju þeirra, en auk þeirra er einn kvistur á bakhlið og svalir sem standa á stólpum. Húsið er allt bárujárnsklætt og margskiptir póstar í gluggum, en stórir „verslunargluggar“ á neðri hæð. Húsið er byggt sem verslunarhús og stofnsetti Jóhannes verslunina Hamborg í húsinu og starfrækti hana til dánardægurs 1920. Ekkja hans, Laufey Pálsdóttir og síðar seinni maður hennar, Jón E. Sigurðsson tóku við rekstri verslunarinnar og ráku hana fram á 4. áratuginn. Síðan hafa hinar ýmsu verslanir og þjónustufyrirtæki verið starfrækt á götuhæð; hin síðari ár m.a. Rammagerðin,10-11 verslun og lengi vel, eða frá 8. áratugnum og fram um aldamót, verslunin Sporthúsið. Nú er í húsinu 66°Norður verslun. Á efri hæð var lengst af íbúð en síðustu ár hefur hún verið skrifstofurými. Húsið var einhvern tíma múrhúðað (forskalað) og gluggum breytt og var það farið að láta nokkuð á sjá um 2005 þegar gagngerar endurbætur hófust á húsinu. Þær endurbætur, sem miðuðu að því að færa húsið nærri upprunalegu útliti sínu, tókust frábærlega og er húsið mikil prýði á þessum fjölförnu slóðum í hjarta miðbæjarins. Hafnarstræti 94 var friðað árið 2007. Myndin er tekin þann 2. des. 2018.
„Ég var nítján ára þegar ég mætti á þennan flugvöll og flaug til Íslands. Síðan eru liðin 42 ár,“ sagði Darri Stanko Miljevic við komuna til Zagreb í gærkvöldi. Darri var ekki einn á ferð því með í för voru þrír tengdasynir hans, Sigurður Þór Þórsson, Rafn Árnason og Hjalti Rögnvaldsson, en þeir eru komnir til Zagreb til að fylgjast með leik Íslands og Króatíu á morgun. „Þetta verður bara ævintýri og við ætlum að njóta þess. Svo verður maður bara tilbúinn við takkana á lyklaborðinu á þriðjudagskvöldið til að bóka ferðina til Brasilíu,“ segir Hjalti. Hann er ekki einn um að vera bjartsýnn á að strákunum í karlalandsliðinu takist ætlunarverk sitt. „Það eru mjög miklar líkur á því. Ég spái 1-1 jafntefli,“ segir Sigurður Þór sem ákvað að skella sér með tengdapabba á heimaslóðir í Króatíu áður en úrslitin fínu í fyrri leiknum voru ljós. „Við erum svo góðir vinir eftir þrettán ár. Það kom ekkert annað til greina en að skella sér með honum,“ segir Sigurður Þór. Hjalti og Rafn ákváðu eftir kvöldið yndislega á Laugardalsvelli að fara með. Vinirnir fjórir eru fljótir að svara spurningunni hvort aldrei hafi komið til greina að taka konurnar með. „Nei, þær hefðu bara viljað fara að versla. Þá hefðum við bara verið burðardýr,“ segir Sigurður Þór og uppsker hlátur félaga sinna. Þeir velta fyrir sér hvort þeir ættu að biðja blaðamann um að sleppa því að hafa svarið eftir þeim en Rafn lokar þeirri umræðu. „Ég er sannfærður um að þær eru með eitthvert bullandi partý heima fyrst við erum farnir,“ segir Rafn og félagarnir taka undir. „Nú fattar maður hvers vegna þær voru svona áfjáðar í að senda okkur út.“ Darri flutti upphaflega til Íslands til að vinna hjá frænda sínum í frystihúsi. Þaðan lá leiðin í Ömmubakstur þar sem hann bakaði kleinur og fleira góðgæti. Undanfarin tíu ár hefur hann rekið Svarta kaffið á Laugaveginum við góðan orðstír. Hann er ekki í nokkrum vafa um hvort liðið hann muni styðja á þriðjudaginn. „Sérðu ekki að ég er með tvo trefla?“ segir Darri og bendir á tvo íslenska trefla um hálsinn. „Eftir 42 ár á Íslandi er ég meiri Íslendingur en Króati.“ Darri á tvo bræður sem búa í um 200 kílómetra fjarlægð frá Zagreb. Þeir eru ekki væntanlegir á leikinn. „Nei, ég myndi ekki vilja þurfa að sitja með þeim Króatíumegin. Ég vil sitja Íslandsmegin.“
Eigendur Serrano ætluðu sér alltaf að gera staðinn að keðju. Reka nú þegar staði í Svíþjóð en stefna lengra í Evrópu. Aðspurðir um framhaldið segjast þeir Einar Örn Einarsson og Emil Helgi Lárusson, eigendur Serrano, báðir alltaf hafa séð fyrir sér að reka þessa staði víðar og gera þá að alþjóðlegri keðju. „Við þurftum að hugsa nánast frá upphafi hvernig við myndum halda stöðlum og gæðum þannig að viðskiptavinir gætu gengið að því sem vísu að þeir væru að fá sömu vöruna hvar sem þeir kæmu. Þess vegna tókum við þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að til að tryggja þetta þyrftum við að ferlavæða fyrirtækið og taka upp gæðastaðla,“ segir Emil Helgi í viðtali við Viðskiptablaðið. „Við ætluðum okkur alltaf að opna fleiri en einn stað og gera þetta að keðju. Það er þó dýrt og alls ekki auðvelt, t.d. að útbúa rekstrarhandbækur og koma framleiðslunni í það form að við getum látið magnframleiða birgðir fyrir okkur. Þetta hefur kostað hellings fjármagn en við erum þá betur í stakk búnir að stækka hratt ef vel tekst til hjá okkur.“ Og hvert stefnið þið næst? „Alla leið!“ segir Emil Helgi og þeir hlæja báðir. Einar Örn bætir því við að nú sé Serrano orðið tíu ára gamalt fyrirtæki og hingað til hafi samkeppnin ekki verið mikil. „Miðað við það hvernig við höfum byggt þetta fyrirtæki upp og þá trú sem við höfum á þessu þá tel ég ekki galið að við getum opnað svona staði í öðrum löndum, s.s. Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Þýskalandi innan fárra ára,“ segir Einar Örn. Í viðtali við Viðskiptablaðið fara þeir Einar Örn og Emil Helgi yfir farinn veg frá stofnun Serrano, erfiða byrjun í útrás, hvað það er sem gerir vörumerkið gott og framtíð félagsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðinum tölublöð hér að ofan.
Loftárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi hafa meðal annars beinst að svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa, að sögn Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem hersveitir Kúrda leiða. Tyrkir hófu innrás sína í dag eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dag að innrásin væri hafin. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem anga af uppreisnarsamtökum Kúrda í Tyrklandi sem þeir og Bandaríkjastjórn telur hryðjuverkasamtök. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa haldið því fram að tyrknesk stórskotalið hafi skotið sprengikúlum á hersveitir Kúrda yfir landamærin inn í Sýrland. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir SDF að sprengjur Tyrkja hafi lent á svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Mustafa Bali, talsmaður SDF, segir að innrásin hafi valdið „mikilli skelfingu hjá fólki á svæðinu“. Herinn biður Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams um að koma á flugbanni til að koma í veg fyrir árásir á saklaust fólk. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa þúsundir flúið frá bænum Ras al-Ayn í Hasaka-héraði sem SDF hefur haldið. SDF segir að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tvær aðrir særst í loftárás Tyrkja þar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmdi innrás Tyrkja í dag og krafðist þess að stjórnvöld í Ankara létu af hernaðaraðgerðum sem gætu valdið frekari mannúðarhörmungum og fólksflótta í Sýrlandi. Hætta væri á að Tyrkir yllu enn frekari óstöðugleika í heimshlutanum og styrktu Ríki íslams. Í svipaðan streng tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), á blaðamannafundi í Róm. Tyrkland er hluti af NATO. Forðast yrði að auka á óstöðugleikann í heimshlutanum. Tyrkir yrðu að sýna stillingu og að aðgerðir þeirra yrðu að vera í hlutfalli við tilefnið. Áður hafði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatt Tyrki til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar. Bresks og frönsk stjórnvöld ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða ástandið. Trump sakaður um að yfirgefa bandamann á skammarlegan hátt Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Ríki íslams er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Forsetinn hefur síðan hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti málsvari Trump, tísti í dag um að Bandaríkjaþing léti Erdogan finna til tevatnsins vegna innrásarinnar. „Biðjið fyrir kúrdískum bandamönnum okkar sem voru yfirgefnir á skammarlegan hátt af Trump-stjórninni. Þessi ákvörðun tryggir að Ríki íslams nái vopnum sínum aftur,“ tísti Graham.
Skipt hefur verið um gallaða hjartagangráða í nokkrum Íslendingum á síðustu mánuðum. Rafhlöður gangráðanna reyndust gallaðar og hefur notkun þeirra verið hætt. Á síðasta ári kom í ljós að rafhlöður í einni tegund gangráða sem settir hafa verið í nokkra Íslendinga síðustu misseri reyndust gallaðar. Gallinn lýsti sér í því að rafhlöðurnar entust ekki eins lengi og vænst var. Haukur Eggertsson, sem hefur umsjón með lækningatækjum fyrir hönd landlæknisembættisins sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðisyfirvöld Evrópuríkja hefðu með sér öflugt samstarf og samráð og skiptust á upplýsingum um öll þau vandamál sem upp kæmu í tengslum við lækningar og lækningatæki. Þegar í ljós hefði komið að þessi tiltekna tegund gangráða væri gölluð hefði verið haft samband við alla þá lækna hér á landi sem önnuðust sjúklinga með þessa tegund gangráða. Hver sá sem fengið hefur gangráðsígræðslu á að mæta reglulega í eftirlit hjá lækni þar sem farið er yfir ástand gangráðsins. Haukur segir að það sé í verkahring lækna að meta og sjá um að skipta um þessa gölluðu gangráða. Hann telur nær fullvíst að nú sé búið að skipta öllum þessum gölluðu gangráðum út og hann segir að þessi tegund hafi verið tekin af markaði. Hver gangráður kostar á bilinu 2,5 til 3 milljónir króna. Þeir endast að sögn Hauks í 5 til 7 ár, ávallt með sömu rafhlöðunni, og þá þarf að skipta þeim út.
Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) Hæstv. forseti. Frv. það til erfðalaga, sem hér kemur til umræðu, var lagt fyrir hv. Ed. í fyrra og var þá ekki útrætt þar og var lagt fyrir deildina aftur nú í haust, efnislega óbreytt, með smávægilegum formlegum breytingum. Frv. þetta er samið af háskólarektor Ármanni Snævarr og hæstaréttardómara dr. Þórði Eyjólfssyni og er mjög svipað frv. um erfðalög, sem undirbúin hafa verið af norrænum lögfræðingum, er unnið hafa að því að fá sem líkasta norræna löggjöf um þetta efni. Að þessu hefur nú verið unnið nokkuð lengi með þeim árangri, að í öllum verulegum atriðum hefur tekizt að koma á svipuðum heildarreglum eða tillögum um réttarreglur. En þó eru nokkrir misbrestir þar á, þannig að löggjöfin verður ekki að öllu leyti eins í öllum löndunum fimm, þó að frv. nái fram að ganga, en það er sem sagt í atriðum, sem telja verður minni háttar, og verulega hefur áunnizt í samræmingu, þrátt fyrir það þó að ekki verði að öllu leyti um samhljóða löggjöf að ræða. Ég skal mjög stuttlega gera grein fyrir þeim meginbreytingum frá núverandi löggjöf, sem felast í þessu frv. Það er þá í fyrsta lagi, að reynt er í frv. að gera erfðalöggjöfina heillegri en verið hefur, þannig að í þessu erfðalagafrv. eru saman komin flest ákvæði, er varða erfðir, eða mun fleiri en hafa verið í fyrri erfðalögum okkar. Efnisbreytingarnar eru hins vegar í fyrsta lagi þær, að samkv. gildandi lögum erfa þau börn, ef faðerni þeirra er sannað með eiði eða drengskaparheiti móður, ekki föður né föðurfrændur. Í þessu frv. er lagt til, að um erfðatengsl slíkra barna við föður og föðurfrændur fari sem um önnur feðruð börn. Úr því að þessi háttur er viðurkenndur sem sönnun fyrir faðerni, virðist það eitt vera eðlilegt, að um erfðaréttinn fari að öllu leyti eins og um erfðarétt annarra barna. Annars er í raun og veru verið að draga í efa, að sönnunin sé fullgild. En ráðið við því er ekki að gera börnin réttarminni, heldur að viðurkenna ekki þennan sönnunarhátt, og hann er sums staðar ekki viðurkenndur. En hjá okkur hefur hann verið lengi í gildi og engar tillögur um að fella hann niður, og þykir því eðlilegt, að þessi breyting á erfðaréttinum verði gerð. Þá er ætlazt til þess, að kjörbarn fái sams konar erfðarétt til kjörforeldris og um eiginlegt barn væri að ræða og erfðaréttur milli kjörbarns og kynforeldris þess og ættingja falli alveg niður. Þá er ráðgert, að sú takmörkun á erfðarétti afkomenda foreldra arfleifanda, sem lögleidd var hér 1949, verði nú felld niður. Sú takmörkun hefur leitt til ósamræmis og þekkist ekki annars staðar á Norðurlöndum. Enn fremur er boðið, að erfðaréttur þess hjóna, sem lengur lifir eftir látinn maka, verði rýmkaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi er lagt til, að erfðahluti maka, þegar niðjar hins látna eru á lífi, verði 1/3 hluti eigna í stað ¼ hluta, eins og hingað til hefur verið. Í öðru lagi er ætlazt til, að í stað þess að maki taki aðeins helming arfs, er skipt er arfi með honum og útörfum hins látna, þá taki hann 2/3 hluta arfs, ef foreldri hins látna er á lífi, en ella allan arf. Loksins er breytt heimild arfleifanda til að ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá, þegar skylduerfingjar, niðjar eða maki, eru á lífi. Samkvæmt gildandi erfðalögum er honum heimilt að ráðstafa ¼ hluta eigna sinna, ef niðjar lifa, en helmingi eignanna, ef niðja nýtur ekki, en maki er á lífi. Í frv. er ákveðið, að arfleifandi geti ráðstafað með erfðaskrá 1/3 eigna sinna frá niðjum og maka, og er ráðstöfunarheimildin þannig rýmkuð gagnvart niðjum, en þrengd gagnvart maka. Þetta eru aðalefnisbreytingarnar í frv., auk þess sem ýmsar breytingar varðandi setu í óskiptu búi og varðandi formshlið er að finna í þessu frv. og gerð grein fyrir þeim í aths. við einstakar greinar frv. Sé ég ekki ástæðu til að rekja þær. Náskylt þessu frv. er frv. til laga um breyt. á lögum um skipti á dánarbúum og félagsbúum o.fl., frv. til l. um breyt. á l. um réttindi og skyldur hjóna og frv. til l. um breyt. á l. um ættaróðal og erfðaábúð. Þessi frv. eru öll í samhengi, og má segja, að reglur þeirra þriggja síðasttöldu leiði af sjálfu frv. um ný erfðalög. Sé ég þess vegna ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þau sérstaklega. Ég leyfi mér að leggja til, að þessu frv. og hinum þremur frv., að lokinni umr. um þau, verði öllum vísað til 2. umr. og til hv. allshn. Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 231 að flytja frv. til l. um breyt. á 4. gr. laga frá 1955, um landshöfn í Keflavíkurkaupstað og Njarðvík. Þessi grein fjallar um stjórn hafnarinnar, sem skipa fimm menn, og segir gildandi grein svo um það: „Stjórn hafnarinnar skipa 5 menn: hafnarstjóri, skipaður af ráðherra þeim, sem fer með hafnarmál, og 4 meðstjórnendur, 3 kosnir af Sþ. og einn af bæjarstjórn Keflavíkurkaupstaðar og hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps.“ Brtt. sú, sem hér er fram komin, er á þessa leið: „Stjórn hafnarinnar skipa 5 menn: 3 kosnir af SÞ. og 2 kosnir hlutfallskosningu af bæjarstj. Keflavíkur og hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps. Hafnarstjórn skal kosin til fjögurra ára í senn. Ráðherra sá, sem fer með hafnarmál, skipar formann hafnarstjórnar úr hópi stjórnarmanna. Hafnarstjóri skal ráðinn sem fastur starfsmaður hafnarinnar, en skipaður í starfið af áðurnefndum ráðherra. Hafnarstjóri skal hafa framkvæmdarstjórn og daglegan rekstur hafnarinnar með höndum. Hann situr fundi hafnarstjórnar og hefur þar tillögurétt.“ Eins og nú er, þá er hafnarstjóri skipaður til fjögurra ára. Hann er jafnframt skipaður formaður nefndarinnar og hefur þar tillögurétt. Þessi breyting er fram komin eftir eindregnum tilmælum landshafnarstjórnar, sem hefur fjallað um þetta undanfarið, og í nóv. 1960 var um það bókað í fundargerðarbók landshafnarstjórnarinnar þannig, að bæjarfélögin, sem að höfninni liggja, fái sinn fulltrúa í hafnarstjórn hvort í stað hins sameiginlega, eins og verið hefur, einnig, að hafnarstjóri verði ráðinn til ótakmarkaðs tíma, en ekki til fjögurra ára, eins og nú er, og að hafnarstjóri eigi ekki sæti í hafnarstjórn, en ráðherra skipi einn stjórnarmanna sem formann stjórnarinnar, en hafnarstjóri hefur verið formaður hafnarstjórnar. Hafnarstjórn mælti eindregið með því, að Alfreð Gíslason flytti brtt. um þetta á Alþingi. Brtt. þessi, sem hér liggur fyrir, er komin aðallega af þeirri ástæðu, að byggðarlögin, sem að höfninni standa, hafa ekki sætt sig við það að hafa ekki nema einn fulltrúa kosinn úr þeim byggðarlögum í hafnarstjórninni. Þótt íbúatala Keflavíkur sé nú fjórföld á við íbúatölu Njarðvíkurhrepps, hefur það þó þannig verið, frá því að landshafnarlögin tóku gildi árið 1946 og þar til 1958, að á sameiginlegum fundi þessara sveitarstjórna var Njarðvíkingur ætið kosinn í nefndina og var allan tímann sá eini Njarðvíkingur, sem í henni átti sæti, því að atvikin hafa nú hagað því þannig, að þeir 3 menn, sem hv. Alþingi hefur kosið, hafa allir verið úr Keflavík. Það er því gert ráð fyrir í þessari nýju brtt. , að þessi byggðarlög fái 2 menn, sem kosnir verði hlutfallskosningu, og það gerir, að það tryggir örugglega annan manninn úr Njarðvíkurhreppi. Það þarf ekki að ræða það mikið í sambandi við hafnarstjórann, að það er ekki í sjálfu sér eðlilegt, að hann, sem hefur svo umfangsmikið fyrirtæki að reka, hafi sjálfur atkvæðisrétt um sínar eigin framkvæmdir á þessu sviði, og þar að auki má búast við því, að svo ótrygg atvinna eins og fjögurra ára atvinna í senn verði til þess, að nýtir og góðir menn, eins og núv. hafnarstjóri er og fleiri, sem ef til vill mundu um það sækja, mundu ekki geta sætt sig við það. Við höfum þar að auki haft ágætismönnum á að skipa í landshafnarstjórninni frá Njarðvíkurhreppi, og nú við kosningu í des. féll Njarðvíkingur út úr stjórninni, og er okkur, sem eftir sitjum, að mörgu leyti eftirsjá að því. Til landshafnarinnar var stofnað með lögum 23. apríl 1946, og var þá ákveðið, að ríkisstj. skyldi gera og starfrækja hafnarmannvirkin í Keflavíkur- og Njarðvíkurhreppum, og að svo hafi verið ákveðið í sambandi við stjórn hafnarinnar eins og getið er um í þeim lögum, sem hafa verið óbreytt síðan, mun vera vegna þess, að þetta var fyrsta landshöfnin í landinu, og hefur þetta fyrirkomulag um skipun stjórnarinnar meira verið til reynslu og til athugunar og til breytingar, ef annað þætti heppilegra síðar. Hvað snertir fulltrúa frá ríkisstj. í nefndinni, þá tel ég, að hún sé nægilega trygg með meiri hlutann, þar sem eru 3 þingkosnir stjórnarmeðlimir í landshöfninni nú eins og áður, en hafnarstjóri, sem skipaður var af ráðh, og eiginlega fjórði fulltrúi ríkisstj., hverfur þá úr stjórninni, missir þar atkvæðisrétt, en hefur fullkominn tillögurétt. En sveitarfélögin fá þá sitt hvorn mann. Um þetta fyrirkomulag, sem hefur gilt síðan landshöfnin byrjaði að starfa, hefur verið mikil óánægja með mönnum þar syðra og metingur um það og sauð upp úr 1958, þegar bæjarstjórn Keflavíkur treysti sér ekki lengur til þess að styðja Njarðvíking í landshafnarstjórnina. Hafnarmálin suður með sjó hafa alla tíð, eins og víðast hvar annars staðar á landinu, verið mjög viðkvæm mál, og með þeim er fylgzt af öllum almenningi og öllum framkvæmdum þar og því, sem gert er, og ekki síður því, sem ekki er gert. Fyrir 1942 voru Njarðvíkurhreppur og Keflavík eitt og sama bæjarfélag, sem hét Keflavíkurhreppur. Þau skildu þá. Njarðvíkurhreppur krafðist skilnaðar, og skildu þau að skiptum um áramótin 1941-1942, aðallega vegna hafnarmálanna. Það má segja, að upphaf hafnargerðar í Keflavík hafi byrjað, er Óskar Halldórsson útgerðarmaður byggði á árunum 1932–1934 hafskipabryggju úr timbri og járni, aðallega til útskipunar og uppskipunar, og síðan byggði hann innan þessarar hafskipabryggju 60 m langan hafnargarð úr steinsteypu. 1941 keypti Keflavíkurhreppur þessi mannvirki Óskars Halldórssonar, og var á næstu árum hafist handa um framkvæmdir í hafnargerð í Vatnsnesvíkinni. Njarðvíkingar munu þá eðlilega hafa séð fram á, að lítið yrði um framkvæmdir þeirra megin eða í Njarðvíkinni, enda var það víst og öruggt, að ekki fengist fé úr ríkissjóði til tveggja hafnargerða í sama hreppi eða sama sveitarfélagi. Vegna þessa slitu Njarðvíkingar félagsskap við Keflavík, eins og ég gat um áðan, frá 1. jan. 1942. Árið 1945 hófust fyrst hafnarframkvæmdir í Njarðvík af hálfu hins opinbera. En eftir að hrepparnir skildu og Njarðvík fór að sækja á ríkissjóð um hafnarframlög, þá var úr vöndu að ráða fyrir hið háa Alþingi og ríkisstj. að veita fé til tveggja hafnargerða svo nálægt hvor annarri, og var fyrirsjáanleg togstreita um þær framkvæmdir og fjárframlög til þessara fyrirtækja, eins og eðlilegt er. Þetta var mikið vandamál á þeim tímum, og var margt gert til þess að miðla málum af vitamálastjórn og ríkisstj., en ekki gekk saman. Þetta mál leystist þó með því, að ríkissjóður ákvað að kaupa og keypti öll hafnarmannvirki í Keflavík með afsali hreppsins 8. nóv. 1947, og var það gert á grundvelli landshafnarlaganna, nr. 25 1946. Síðan hafa framkvæmdir átt sér stað á þessum stöðum á hverju ári nokkuð, en engin stórátök gerð. Hafskipabryggja Óskars Halldórssonar var endurbyggð og treyst og hafnargarður hans einnig, sem var 60 metrar, hann er nú orðinn 225 metra langur, og fjórar steinsteyptar bátabryggjur eru innan garðsins. Í Njarðvík hafa einnig framkvæmdir átt sér stað og verið byggður þar hafnargarður um 200 m langur og steinbrík um 160 m löng, en þar er dýpi við þá bryggju aðeins 2 metrar og það aðeins á 30 metrum af þessum garði. Það skortir mjög mikið á, að þetta sé nægilegt. Forsendur ríkisstj. fyrir því að kaupa þessi mannvirki og reka þau sem landshöfn voru fyrst og fremst þær að skapa skilyrði þar fyrir útgerð báta frá öðrum landshlutum, bæði að norðan og þó einkum að austan, enda sækja bátar frá þessum landshlutum mjög á haustog vetrarvertíðum að verstöðvaplássunum suður með sjó. En til að fullnægja þessari þörf skortir enn mjög á. Höfnin er allt of lítil, og það þarf stórt átak til þess að kippa því í lag, svo að landshöfnin geti í raun og veru náð tilgangi sínum. Það var fyrir jólin útbýtt hér þálitill. um 10 ára framkvæmdaáætlun um hafnargerðir, sem hv. þm. kannast eflaust við eða hafa gluggað í. Þar er gert ráð fyrir að verja allt að 38.6 millj. kr. til framkvæmda á næstu 10 árum í landshöfnina í Keflavík og Njarðvík. Að þessum framkvæmdum loknum mundi þetta skapa öryggi fyrir 60 stærri báta og 25 smærri báta innan hafnarinnar á báðum stöðunum. Að mínu áliti nær þetta allt of skammt, þar sem nú er vitað, að bátarnir fara ár frá ári sístækkandi og eru því rúmfrekari en áður og fjölgar um leið. Árið 1959 lagði einn hafnarnefndarmanna, Bjarni Einarsson, mikla vinnu í það að gera 6 ára framkvæmdaáætlun fyrir Keflavík og Njarðvík, og var sú áætlun send vitamálastjóra, og hann mun hafa gert áætlun um, að kostnaðurinn af þessu mundi nema um 48.1 millj. kr. En að þeim endurbótum loknum, þá var hugsað, að þær mundu verða til þess, að hægt væri að afgreiða við góð skilyrði 3 flutningaskip og hægt verði að afgreiða við góð skilyrði 25 fiskibáta að stærð allt að 150 tonn, og í þriðja lagi væri séð fyrir öruggu geymsluplássi innan hafnarinnar fyrir allt að 150 fiskibáta af stærðunum 75–150 tonn. Landshöfnin hefur farið þess á leit að fá að taka sérstakt erlent lán til þessara framkvæmda, og hefur verið um það talað við hæstv. sjútvmrh. og hefur hann tekið mjög vel í það, og eru þau mál nú til athugunar. Sem rök fyrir því, hversu höfnin er nú ófullkomin og litil, skal ég geta þess, að nú í vetur eru skráðir eða búizt við að út muni gera í Keflavík um 55 bátar. En í höfninni eru oft daglega 70-105 bátar í einu. En löndunarskilyrðin eru þau í Keflavík sjálfri, að við beztu skilyrði, þ.e. á stórstraumsflóði, mun aðeins vera hægt að landa úr 14 bátum í einu, en við stórstraumsfjöru aðeins 10. Þar að auki er Keflavíkurhöfn eins konar lífhöfn annarra verstöðva á Suðurnesjum. Þegar veður og brim gera það að verkum, að Grindavík og Sandgerði lokast, leita bátar þaðan til Keflavíkur, og eins og gefur að skilja, er í Þrengslunum erfitt að veita svo mörgum bátum skjól. Það er því oft einstök heppni, að ekki verði sjótjón á mönnum og skipum í slíkum veðrum, en sem betur fer hefur það farið betur en ástæða væri til að ætla. Sem dæmi um þýðingu landshafnarinnar fyrir þjóðarbúið í heild mundi ég gjarnan vilja láta ykkur heyra, hv. þm., fróðleik um tölur, sem tala sínu máli í sambandi við útflutning og aðflutning um þessa höfn og einnig skipastól, frystihús og önnur slík framleiðslufyrirtæki. Í þessum verstöðvum, Keflavík, Sandgerði, Grindavík og Njarðvík, munu nú vera íbúar eitthvað um eða rúmlega 7600. Skipastóllinn mun vera um 3805 rúmlestir. Það mun hafa komið afli á land í þessum verstöðvum 1960 nálægt 60 þús. tonnum. Frystihús eru 7 í Keflavík, 2 í Sandgerði og 2 í Grindavík, þ.e. alls 11 frystihús. Söltunarstöðvar á öllum þessum stöðum eru 19 að tölu, og fiskimjölsverksmiðjur fjórar. Vinnslugeta hraðfrystihúsanna er í Keflavík 310 tonn hráefnis á dag. Í Sandgerði 100 og Grindavík 70, þ.e. vinnslugetan er um 480 tonn á dag á þessum þremur stöðum. Fiskimjölsverksmiðjurnar geta afkastað í Keflavík 1800 málum síldar á sólarhring, Sandgerði 10 tonnum mjöls á sólarhring og í Grindavík 500 málum síldar á sólarhring. Allur fiskur og síld, sem berst á þessar þrjár verstöðvar, er flutt út um mannvirki landshafnarinnar. 1961 munu hafa verið flutt út yfir þessi hafnarmannvirki um 33500 tonn af sjávarafurðum, og verðmæti þeirra eru samtals um 360 millj. kr., en það gerir sem næst 12% af öllum útflutningi sjávarafurða landsmanna. Yfir hafnarmannvirkin voru flutt á árinu 1961 50 þús. tonn af nýjum fiski og síld, og það eru 8.5% af heildarafla landsmanna á árinu. Flutningar yfir mannvirkin voru s.l. ár 151191 tonn, og ég fullyrði, að landshöfn Keflavíkur er nú orðin önnur stærsta útflutningshöfn á landinu. Tala flutningaskipa á árinu 1961 var 344, og skráðir viðkomudagar fiskibáta skipta þúsundum yfir árið. Það er augljóst af þessum tölum, að mikið átak þarf að gera í hafnarmálum landshafnarinnar og raunar hafnarmálum Suðurnesja. Og eins og séð verður af útflutningsverðmæti, sem fer frá Reykjanesskaganum og er um 12% af öllum útflutningi á sjávarafurðum landsmanna og nemur 360 millj. kr., er það ekki svo lítill skerfur, sem þessi útkjálki leggur í þjóðarbúið af erlendum gjaldeyri. Það hefur einnig komið til tals þar syðra að gera eitt allsherjarátak á þessum þremur stærstu verstöðvum, Keflavík, Grindavík og Sandgerði, og fá þessar verstöðvar allar undir eina landshöfn. Það kemur vissulega til athugunar, hvort það væri ekki heppilegt, að slíkt gæti átt sér stað. Það þarf ekki að tala um það, að smábátahöfn í Keflavík er ekki til, og er nauðsynlegt, að úr því verði ráðið og að það verði eitt af höfuðverkefnum landshafnarstjórnarinnar að setja inn á sína framkvæmdaáætlun að búa örugga höfn fyrir smábátana eða trillurnar. Þær munu nú vera milli 40 og 50 á báðum þessum stöðum, en eru gersamlega óvarðar og í hættu fyrir veðrum og öðru. Þetta eru milljónaverðmæti, sem þarna eru í veði, en mætti leysa með einhverjum tilkostnaði og verður að gerast, áður en langt um liður. Ég hef nú farið nokkuð út fyrir hið raunverulega efni frv. míns, en vildi gjarnan vekja athygli hv. þm. á, hversu geysimikla þýðingu þessi hafnarmannvirki hafa fyrir þjóðarbúið í heild, öryggi sjómanna og eigna útgerðarinnar. Ég hef borið brtt. mína við 4. gr. landshafnarlaganna núgildandi undir hæstv. sjútvmrh. , og hann hefur með skilningi litið á afstöðu okkar þar syðra og hefur talið eðlilegt, að byggðarlögin fengju þar meira en einn mann og ekki sízt nú, þar sem Njarðvíkingar mundu engan fulltrúa hafa í nefndinni næstu 4 árin að óbreyttu ástandi. Ég skal svo ekki hafa fleiri orð um þetta, en legg til, að frv. verði visað til 2. umr. og allshn. Flm. (Lúðvík Jósefsson) Hæstv. forseti. Það er kunnugt, að eitt af mestu vandamálum í íslenzkum efnahagsmálum, sem við hefur verið að góma á undanförnum árum, hefur verið hin mikla dýrtíð innanlands og hinn hraði vöxtur dýrtíðarinnar frá ári til árs. Þessi mikli dýrtíðarvöxtur hefur leitt til þess, að kaupgjald og framleiðslukostnaður allur innanlands hefur eðlilega farið síhækkandi, en þetta hefur aftur leitt til hess, að útflutningsframleiðslan, sem hefur verið fyrst og fremst bundin af hinu erlenda markaðsverðlagi, hefur komizt í fjárhagslega erfiðleika. Það hefur því orðið verkefni stjórnarvalda nú um margra ára skeið að reyna að jafna þarna metin, að reyna að aðstoða útflutningsframleiðsluna með ýmsum hætti og gera henni fært á þann hátt að standa undir síauknum framleiðslukostnaði innanlands. Við þekkjum það, að um langan tíma hafði það verið svo, að gripið hafði verið til þeirra ráða, að ýmiss konar uppbætur voru greiddar útflutningnum og styrkir í ýmsu formi voru greiddir, og auk þess hefur hvað eftir annað verið gripið til þess að breyta gengi íslenzkrar krónu, og allt hefur þetta átt að vera til þess að jafna hér metin, að aðstoða nokkuð útflutningsframleiðsluna, sem hefur ekki fengið jafnmikla hækkun á sínum tækjum og verðlagshækkun hefur verið mikil innanlands. Þegar núverandi ríkisstj. lét samþykkja hér á Alþingi nýja stefnu í efnahagsmálum á öndverðu ári 1960, var því lýst yfir, að með þeim ráðum, sem þá var gripið til, ætti að koma í veg fyrir þennan vanda, væntanlega um langan tíma. Gengi krónunnar var þá enn fellt og ýmsar aðrar ráðstafanir voru gerðar, og þetta átti að koma í veg fyrir áframhaldandi styrkja- og uppbótakerfi. En um það verður nú ekki deilt, að þetta hefur ekki farið á þann veg, sem ráð var fyrir gert. Ef litið er á reynsluna í þessum efnum, er hún í stuttu máli þessi: Í árslokin 1960, eftir að þessi nýja efnahagsmálastefna ríkisstj., viðreisnarstefnan, hafði staðið í nærfellt eitt ár, varð enn að grípa til nýrra millifærsluleiða vegna þeirra erfiðleika, sem útflutningsframleiðslan átti þá í. Þá var það, sem samþ. var, að ríkið skyldi annast greiðslu í öllum vátryggingariðgjöldum fiskiskipaflotans árið 1960, og þær greiðslur munu hafa numið 90-95 millj. kr. Í öðru lagi var gripið til þess ráðs í lok ársins 1960 að ákveða, að hlutatryggingasjóður skyldi greiða bætur vegna síldveiðanna þá á árinu, þvert ofan í það, sem gildandi starfsreglur voru um hjá hlutatryggingasjóði. Á þann hátt munu útgerðinni hafa verið greiddar um 10 millj. kr. árið 1960. Einnig voru gerðar ráðstafanir af hálfu ríkisstj. í gegnum viðskiptabankana í árslokin 1960 þess efnis, að viðskiptabankarnir tækju að sér að veita útgerðinni í landinu sérstök viðbótarlán við það, sem áður hafði þekkzt á styrkja- og uppbótatímunum, en það voru svonefnd veiðarfæralán til þriggja ára. Ég hygg, að sérstakar lánveitingar í þessu skyni hafi numið á milli 60 og 70 millj. kr. árið 1960. Ég vil minna á það í þessum efnum, að þegar gamla styrkja- og uppbótakerfið var hér í gildi áður, þá gerðu samtök útgerðarmanna ár eftir ár kröfu um að fá stuðning sem þennan, en þá þótti ekki fært að fallast á þennan lið, en nú þegar viðreisnarstefnan hafði staðið í nærfellt eitt ár, var gripið til þessa stuðnings. Í fjórða lagi má svo nefna það, að í árslokin 1960, eftir fyrsta viðreisnarárið, var gripið til þess ráðs að veita útgerðinni í landinu sérstök skuldaskilalán, sem áætlað var að mundu nema 350–400 millj. kr. Þessi lán voru að vísu ekki öll ný lán, þau höfðu verið veitt áður að allverulegu leyti í einhverju formi, af bönkum landsins aðallega, en nú átti að breyta þessum lánum í löng lán og nokkru vaxtalægri en hin almennu lán höfðu áður verið. Til þessa stuðnings þurfti að grípa við útflutningsframleiðsluna í árslokin 1960 eftir eins árs framkvæmd á hinni nýju efnahagsmálastefnu ríkisstj., viðreisnarstefnunni. Það sjá auðvitað allir, að reynslan hefur því orðið nokkuð svipuð því, sem áður var, að hækkandi verðlag innanlands, aukinn framleiðslukostnaður fyrir útflutninginn leiddi til þess á fyrsta ári þessarar nýju efnahagsmátastefnu, að ríkisvaldið varð að grípa á nýjan leik ýmist til beinna styrkja eða óbeinna styrkja til þess að tryggja áframhaldandi rekstur útflutningsframleiðslu, enda var það svo, að í árslokin 1960 kváðu samtök útgerðarmanna í landinu upp þann dóm, að reynslan á fyrsta árinu af hinni nýju efnahagsmálastefnu væri sú, að útilokað væri fyrir útgerðina í landinu að halda áfram við óbreyttar aðstæður, beinn eða óbeinn stuðningur af hálfu ríkisins yrði að koma til, ef áframhald ætti að verða á rekstri atvinnutækjanna. En svo kom annað ár viðreisnarinnar, árið 1961, hið nýliðna ár, og það fór mjög á sömu lund. Nú liggur það fyrir, að ríkisstj. hefur orðið að lofa útgerðarmönnum í landinu því að greiða fyrir þá öll vátryggingaiðgjöld fiskiskipa árið 1961, en þau munu nema um 110–115 millj. kr. Það varð einnig á árinu 1961 að grípa til þess eftir kröfum útflytjenda að lækka nokkuð vextina í upphafi ársins frá því, sem þeir höfðu verið á árinu 1960. Og á hinu nýbyrjaða ári, 1962, blasir hið sama við. Ríkisstj. hefur þegar heitið útflytjendum því að greiða öll vátryggingariðgjöld fiskiskipaflotans, jafnt báta sem togara, á árinu 1962, og áætlað er, að þau iðgjöld muni nema um 120 millj. kr. Auk þess hefur svo ríkisstj. gefið bein eða óbein fyrirheit um að lækka vexti enn nokkuð, og það var beinlínis með skírskotun til vilyrða ríkisstj. í þeim efnum, sem samtök útgerðarmanna samþykktu að hefja róðra nú á þessu ári, í trú á, að þar kæmi þeim nokkur stuðningur frá því, sem verið hefur, í formi vaxtalækkunar. Síðast, en ekki sízt, er svo að geta þess, að þrátt fyrir þau áform, sem ákveðin voru, þegar hin nýja efnahagsmálastefna ríkisstj. var samþ. í febrúarmánuði 1960, um það, að nú ætti ekki að þurfa framvegis að grípa til beins stuðnings ríkisvaldsins til aðstoðar við útflutningsatvinnuvegina, þá hefur einnig farið svo, að það hefur enn þurft að grípa til gengislækkunar, en það var gert á s.l. sumri, þegar ríkisstj. lækkaði enn gengi krónunnar, þannig að verð á erlendum gjaldeyri hækkaði um rétt að segja 13.2% frá því, sem áður hafði verið. Það má því segja, að þrátt fyrir hina nýju efnahagsmálastefnu sé ástandið í öllum aðalatriðum svipað og það var áður, þannig að ríkisvaldið þarf enn að grípa inn í og aðstoða útflutningsframleiðsluna á beinan og óbeinan hátt, ýmist með beinum fjárgreiðslum eða óbeinum í gegnum bankakerfi landsins, nokkuð svipað og áður var, þó að millifærslan sé engan veginn eins mikil, þar sem gerðar hafa verið tvennar gengislækkanir. Enn er sem sagt verið að glíma við sama vandann og áður, sama vandann og glímt hefur verið við í efnahagsmálum okkar nú um langan tíma. Það er mikil dýrtíðaraukning innanlands frá ári til árs, sem fljótlega leiðir af sér stóraukinn framleiðslukostnað, sem útflutningsframleiðslan á svo erfitt með að standa undir. Við vitum, að dýrtíðarhækkunin hefur haldið áfram á árunum 1960 og 1961, og kauphækkanir urðu síðan sem afleiðing af því nokkrar á s.1. ári, og þó að reynt hafi verið að strika út þær kauphækkanir með nýrri gengislækkun, er það vitanlega engin lækning á vandanum. Enn þá standa málin þannig, að fyrr eða síðar koma á ný kauphækkanir til þess að jafna nokkuð upp hinn gífurlega dýrtíðarvöxt innanlands. Það frv., sem hér liggur fyrir, gerir ráð fyrir því að taka nokkuð öðruvísi á þeim vandamálum, sem glímt hefur verið við um langan tíma, heldur en nú hefur verið gert og oft hefur verið gert áður. Með þessu frv. er bent á nokkrar leiðir til þess að veita útflutningsframleiðslunni nokkurn stuðning, til þess að hún eigi hægara með að standa undir hinum mikla framleiðslukostnaði innanlands, á þann hátt, að létt verði af útflutningsframleiðslunni ýmsum útgjöldum, sem auðvett er að létta af henni, án þess að það eigi að kalla á nýja hækkun á verðlagi eða hækkun á kaupgjaldi út af fyrir sig fyrir framleiðsluna. Í þessu frv. koma fram 8 till., sem allar miða að því að létta útgjöldum af útflutningsframleiðslunni. Að vísu mundu ýmsir fleiri en þeir, sem standa að útflutningsframleiðslunni, njóta góðs af þeim ákvæðum, sem felast í þessum tillögum, en fyrst og fremst eru þær auðvitað miðaðar við aðstöðu útflutningsins. Ég skal nú víkja með nokkrum orðum að því, hvers eðlis þessar tillögur eru og hverju þær mundu fá áorkað, ef þær væru samþykktar, hvað þær mundu í raun og veru þýða fyrir útflutningsframleiðsluna í landinu. Í fyrsta lagi er lagt til með þessu frv., að Seðlabankinn lækki til mikilla muna vexti af afurðalánum til útflutningsframleiðslunnar. Nú eru vextir af lánum, sem tekin eru út á útflutningsframleiðslu, 7% og verða síðan með framlengingarkostnaði 71/2%. En samkv. þessu frv. er gert ráð fyrir því, að þessir vextir verði lækkaðir niður í 21/2 % og með framlengingarkostnaði í 3%. Hér er því um að ræða vaxtalækkun á sjálfum afurðalánunum, sem nemur 41/2 %. Það er viðurkennt, m, a. af sérfræðingum ríkisstj. í efnahagsmálum, að í raun og veru sé ekkert til fyrirstöðu að lækka vextina á þann hátt, sem kemur fram í þessari tillögu. Seðlabankinn getur lækkað þessa vexti niður í það, sem hér er rætt um. Auðvitað mundu tekjur Seðlabankans lækka við þetta, en í raun og sannleika er hvorki okkar seðlabanka né öðrum seðlabönkum ætlað það hlutverk að safna gróða. Og það er engin ástæða til þess að reka okkar seðlabanka þannig, að hann sé látinn hrúga upp gróða, eins og gert hefur verið að undanförnu. Auðvitað er það líka rétt, að þetta yrði ekki framkvæmt í svona ríkum mæli án þess að lækka aðra vexti jafnhliða nokkuð, bæði innlánsvexti og útlánsvexti. Það er rétt að athuga það vel, að þessi svonefndu afurðalán eru í rauninni mjög annars eðlis en aðrar lánveitingar bankakerfisins. Hér er um það að ræða fyrst og fremst, að lán eru veitt úr bönkum, sem nema samkv. heimild í lögum um það bil 2/3 af sannanlegu útflutningsverði framleiddrar vöru. Hér er um að ræða lán út á vöru, sem þegar er tilbúin til útflutnings, framleidd að fullu og öllu, en þarf af eðlilegum ástæðum að bíða nokkurn tíma, þangað til hún kemst á markað og þar til greiðsla er komin heim til Íslands fyrir vöruna. Nú eru okkar lög þannig, að raunverulega er það svo, að seðlabanki landsins hefur slegið óbeinu eignarhaldi sínu á alla framleidda vöru í landinu, sem ætluð er til útflutnings, vegna þess að það er ákveðið, að Seðlabankinn skuli fá í sínar hendur allan þann gjaldeyri, sem kemur fyrir útfluttar vörur. Framleidd vara og í mörgum greinum þegar seld, þó að hún sé ekki útflutt, jafngildir gjaldeyrisverðmæti, þar sem aðeins er um að ræða nokkurn biðtíma, þangað til þessi gjaldeyrisverðmæti verða handbær peningur. Það er út á slíkar vörur, sem seðlabanki landsins hefur lánað sérstök lán, þó að hann láni ekki út á aðrar vörur í landinu, og lán hans hafa um margra ára skeið verið út á svona vörur, 2/3 hlutar af útflutningsverði vörunnar. En nú síðustu árin tvö hafa þessi lán Seðlabankans verið lækkuð úr 2/3 eða úr 67% niður í 50-53%. En samkv. þessu frv. er lagt til, að Seðlabankinn verði skyldaður til þess að halda sér við gömlu regluna og lána 67% út á svona framleidda vöru og hann láni út á vöruna með þetta lágum vöxtum, sem ég hef hér nefnt, þar sem það er vitanlegt, að bankinn getur gert þetta fjárhagslega séð. Þá er í öðru lagi lagt til í þessu frv., að allir almennir vextir bankanna í landinu, innlánsvextir og útlánsvextir, verði færðir í það sama sem þeir voru, áður en vaxtabreytingin var gerð í febrúarmánuði 1960, þ.e.a.s. að útlánsvextirnir yrðu þá færðir úr 9% niður í 7% af hinum almennu lánum. Auðvitað þarf útflutningsframleiðslan á allmiklu af slíkum lánum að halda, tekur mikið af slíkum lánum og greiðir auðvitað mjög mikla vexti til bankakerfisins af slíkum lánum. En það hefur verið áætlað, að fyrir útflutningsatvinnuvegina í landinu mundi vaxtalækkun samkvæmt þessum tveimur liðum, sem ég hef nú gert grein fyrir, nema á ári ekki minna en 100 millj, kr. Ég hygg líka, að raunin yrði sú, að lækkunin fyrir útflutningsatvinnuvegina yrði jafnvel nokkru meiri. En við skulum halda okkur við það að áætla, að hér yrði um lækkun á útgjöldum fyrir útflutningsframleiðsluna að ræða, sem næmi 100 millj. kr. á ári. Í þriðja lagi gerir þetta frv. ráð fyrir því, að settar verði reglur um það, að framleiðendum verði greiddar framleiddar og örugglega seldar vörur hraðar en nú hefur átt sér stað. Lagt er til, að þegar svo stendur á, að útflutningsvara er örugglega seld með fyrirframsamningi og hún liggur tilbúin til útflutnings, þá sé seðlabanki landsins skyldur til þess að greiða framleiðendum út verð þessarar vöru, þegar einn mánuður er liðinn frá því, að varan er sannanlega tilbúin til útflutnings. En nú er þetta þannig, að framleiðendur verða oft og tíðum að bíða með svona vöru, sem er að fullu framleidd og raunverulega seld með fyrirframsamningum, þeir verða að bíða með hana í geymslum sínum í marga mánuði og borga gífurlega háa vexti til bankakerfisins í landinu af slíkri vöru. Ég tel, að um leið og það kerfi er sett upp, að Seðlabankinn á að eignast allan gjaldeyri, sem fæst fyrir slíka vöru, þá á hann líka nokkuð til að vinna, þá á hann líka að bera nokkrar skyldur af þeirri vöru, sem veitir bankanum þennan gjaldeyri, sem svona er ástatt um. Væri þetta gert, þá er enginn vafi á því, að hægt væri að lækka útgjöld framleiðslunnar í landinu að talsverðu leyti. Þá er í fjórða lagi samkvæmt þessu frv. lagt til að lækka útflutningsgjöld af sjávarafurðum frá því, sem nú er, úr 7.4% niður í 2.9%, eða niður í það sama sem útflutningsgjöldin voru, áður en brbl. ríkisstj. voru sett á s.1. sumri, sem breyttu útflutningsgjöldunum. En útflutningsgjöld af sjávarafurðum hafa verið nú um nokkuð langan tíma einmitt um 2.9%. Þessi lækkun á útflutningsgjöldunum mundi nema í kringum 135 millj. kr. á ári. Það gefur auðvitaó auga leið, að það er alveg útilokað, að við getum lagt slík útflutningsgjöld á okkar útflutningavörur eða útfluttar sjávarafurðir, eins og nú er í gildandi lögum, þegar við stöndum í harðri samkeppni á mörkuðunum við t.d. Norðmenn og ýmsa aðra, sem flytja út fiskafurðir, þar sem það er vitað mál, að t.d. Norðmenn hafa svo að segja engin útflutningsgjöld hjá sér, enda er mála sannast, að það er mjög sjaldgæft, að nokkur þjóð leggi stórfelldan skatt á útfluttar vörur. Þvert á móti er það yfirleitt reglan, að það þykir sjálfsagt að aðstoða útflutning, að stuðla að auknum útflutningi í ýmsu formi. Í þessum efnum er sú regla alkunn frá mörgum þjóðum, að þær hafa byggt upp sérstakt lánakerfi hjá sér, svonefnt Exportcredit-kerfi, sem stutt er af viðkomandi ríkisstj., en það byggir á því að gera framleiðendum í einu landi kleift að flytja framleiðsluvörur landsins út og selja þær með nokkrum greiðslufresti. Viðkomandi framleiðendur í framleiðslulandinu fá framleiðsluvörurnar greiddar að fullu, strax og þeir afhenda vörurnar, út úr þessu Exportcredit-kerfi, þó að hins vegar kaupendurnir í öðrum löndum greiði vöruna ekki að fullu fyrr en jafnvel eftir nokkur ár. Þannig er unnið að því að aðstoða útflutningsatvinnuvegina við að halda uppi miklum útflutningi til að afla mikils gjaldeyris. En hitt verður að telja mjög sjaldgæft, að hlutunum sé snúið við og útflutningsframleiðslan sé stórkostlega skattlögð, eins og nú á sér stað hjá okkur. Það er því lagt til í þessu frv., að þessi gífurlega háu útflutningsgjöld verði lögð niður eða stórkostlega lækkuð og þannig verði dregið úr útgjöldum útflutningsframleiðslunnar á hverju ári sem nemur 135 millj. kr., þegar miðað er við framleiðslu síðasta árs. Þá er fimmta tillagan í þessu frv. um það, að nýr háttur verði tekinn upp varðandi vátryggingu fiskiskipa, og ákveðið að lækka nú á fyrsta stiginu vátryggingariðgjöld frá því, sem nú er, á íslenzkum fiskiskipum um helming. Er lagt til, að ríkissjóður taki fyrst í stað að sér beinlínis baktryggingu á vátryggingu fiskiskipanna fyrir hálft það iðgjald, sem nú hefur verið, en síðan verði komið upp sérstöku vátryggingarkerfi fyrir allan fiskiskipaflotann, sem ætti að geta tryggt slíka lækkun á iðgjöldunum. Rannsókn, sem hefur farið fram á vátryggingarmálum fiskiskipa hér og vátryggingu fiskiskipa t.d. í Noregi, bendir einmitt til þess, að það sé hægt að lækka vátryggingargjöldin hér til mikilla muna, og ég minnist þess, að hæstv. sjútvmrh. orðaði það svo hér í ræðu fyrir nokkru, að hann teldi, að í mörgum tilfellum mætti lækka þau um helming. Það er enginn vafi á því, að það vátryggingarkerfi, sem hér he,fur verið í gildi. er mjög óheppilegt, þegar til lengdar lætur. Það er okkar þjóðarbúi mjög óhagstætt. Það sýnir sig, að endurtryggingarkjör þau, sem við búum við, eru mjög óhagstæð. Við erum því að tapa fjárfúlgum úr landinu að óþörfu, miðað við vátryggingarkerfið, eins og það er nú. Því er lagt til í þessu frv., að þessi háttur verði tekinn upp, sem gæti miðað að því að lækka vátryggingariðgjöldin um helming, en helmingslækkun á vátryggingariðgjöldum fiskiskipaflotans jafngildir því, að létt sé á útgjöldum hans um 60 millj. kr. á ári. Þá er í sjötta lagi lagt til í þessu frv. að koma fram nokkurri lækkun á öðrum vátryggingariðgjöldum, sem hvíla á útflutningsframleiðslunni, en eins og kunnugt er, þarf útflutningsframleiðslan að borga mikil vátryggingariðgjöld af öðru en fiskiskipunum sjálfum. Það þarf að tryggja allar aðrar eignir útgerðarinnar í landinu, og það verður að tryggja alla framleiðsluna um lengri eða skemmri tíma. Þessar tryggingar eiga sér fyrst og fremst stað nú í gegnum almenn vátryggingarfélög í landinu, en á því er hins vegar enginn vafi, að þau hafa rakað saman miklum gróða á undanförnum árum. Er því lagt til í þessu frv. að fyrirskipa 25% lækkun á iðgjöldum þessara vátryggingarfélaga á árinu 1962. Það er að vísu ekki gott að segja um það með neinni nákvæmni, hvað þessi tillaga mundi þýða mikla lækkun fyrir útflutningsframleiðsluna í landinu, en það er enginn efi á því, að hér væri um allþýðingarmikla ráðstöfun að ræða, sem mundi hjálpa mjög til að færa niður hin almennu rekstrarútgjöld framleiðslunnar. Þá er í sjöunda lagi tillaga um að fyrirskipa nokkra lækkun á farmgjöldum ísl. skipa hvað viðkemur flutningi á íslenzkum framleiðsluvörum á erlenda markaði. Er lagt hér til, að á árinu 1962 verði ákveðið að lækka frá því, sem nú hefur verið, farmgjaldataxta íslenzku skipanna um 20%. Það fer ekkert á milli mála, að íslenzku skipafélögin, sem flutt hafa íslenzkar framleiðsluvörur á markað að undanförnu, hafa öll hagnazt mjög vel. Má í rauninni segja, að hvert skipafélagið af öðru hefur verið byggt upp í landinu á tiltölulega skömmum tíma, einmitt vegna þess, hve hagnaðurinn á þessum flutningi hefur verið mikill. Ég vil líka minna á það, að samtök útgerðarmanna hafa gert einmitt kröfu um þetta, að ríkisvaldið skærist hér í leikinn og fyrirskipaði lækkun á þessum farmgjöldum, svo að samtök útvegsmanna almennt séð eru ekki í neinum vafa um, að það er full þörf á því, að þessi farmgjöld séu lækkuð. Ég veit, að sumum mun finnast það óeðlilegt að fyrirskipa lækkun á farmgjöldum íslenzku skipanna, en þá séu eftir þau erlend skip, sem nokkuð flytja á erlendan markað af okkar útflutningsvörum, og þau geti þá haldið uppi hærri farmgjaldatöxtum. En í raun og veru er þessu ekki svona varið. Sannleikurinn er sá, að íslenzku skipin flytja svo yfirgnæfandi meiri hluta af okkar útflutningsvörum á erlenda markaði, að það eru þeir taxtar, sem íslenzku skipin setja, sem eru hinir gildandi taxtar. Erlendu skipin taka þá upp í öllum aðalatriðum og eru nauðbeygð til þess. Ef flutningstaxtar íslenzku skipanna yrðu lækkaðir, mundu líka erlendu skipin verða að lækka sína taxta. Á því er enginn vafi. Þá er í áttunda lagi lagt til með þessu frv, að setja hámark á þá þóknun, sem sölusamtök útflytjenda mega taka fyrir það að annast sin umboðssölustörf fyrir framleiðendur í landinu. Það er lagt til, að slík sölusamtök megi ekki taka af útflutningnum nema sem svarar 1% af fob-andvirði vörunnar, en nú mun vera algengast, að þessi samtök taki 2%, og einnig er lagt til að setja mörk við því, hvað erlendum umboðsaðilum eru greidd há umboðslaun í sambandi við útfluttar íslenzkar vörur, og það er sett í frv., að hámarkið skuli vera 2% í umboðslaun til erlendra aðila. Nú mun vera æði algengt, að þeim séu greidd 4%, en slíkar greiðslur ná vitanlega engri átt. Þarna er beinlínis um það að ræða, að útflutningsframleiðslan í landinu er féflett, og nær vitanlega engri átt að þola slíkt. Við flm. þessa frv. höfum reynt að gera okkur grein fyrir því, hvað þessar lækkunartillögur mundu þýða fyrir útgerðina í landinu, miðað við eitt rekstrarár, og það er álit okkar, að á þennan hátt mætti lækka rekstrarútgjöld útflutningsframleiðslunnar a.m.k. um 365 millj. kr. á hverju ári. Ef þessar tillögur væru samþ., yrði auðvelt að hækka fiskverðið frá því, sem það er nú, um 60–70 aura á kg, miðað t.d. við þorsk, og þá væri auðvelt að hækka hvert mál síldar um 50–60 kr. og einnig að standa undir a.m.k. 20% kauphækkun til þess fólks, sem vinnur að útflutningsframleiðslunni. Við viljum með flutningi þessa frv. benda á, að þessi leið er fær til þess að leysa þann vanda, sem verður að leysa, miðað við það ástand, sem nú er ríkjandi. Það verður fyrr eða síðar að hækka kaupið frá því, sem það er nú. Við vitum, að kaupgjaldssamningum hefur nú verið sagt upp hjá svo að segja öllum verkalýðsfélögum í landinu, og það má því búast við vinnustöðvunum eða nýjum kauphækkunum frá hálfu verkalýðsfélaganna í landinu fyrr eða síðar, og það er vitanlega engin lausn í þessum efnum, þó að ríkisstjórnin fari að álpast út í það einu sinni enn að lækka gengi krónunnar. Hið rétta er vitanlega að viðurkenna staðreyndir í þessum efnum. Dýrtíðin hefur stórhækkað, síðan kaup var síðast ákveðið. Launþegarnir hljóta að knýja fram nokkra kauphækkun á móti hinni auknu dýrtíð. Og þá er aðeins spurningin sú: Hvernig er hægt að aðstoða útflutningsframleiðsluna í landinu til þess að geta fengið risið undir slíkri kauphækkun? Það er tvímælalaust hægt með því að samþykkja þær tillögur, sem eru bornar fram í þessu frv. Það er hægt að létta af útflutningsatvinnuvegunum stórum útgjaldafúlgum, sem útflutningsframleiðslan verður nú að standa undir. Það er með öllu ástæðulaust að láta Seðlabankann hvíla með slíkum þunga á útflutningsframleiðslunni sem hann gerir nú, og það nær engri átt, að viðskiptabankar landsins taki af útflutningsframleiðslunni slíka okurvexti eins og þeir taka. Þessu verður að létta af útflutningnum, og það er hægt. Og það á vitanlega að gera ráðstafanir til þess að lækka hin óeðlilega háu útflutningsgjöld, sem eru alveg einstæð hér á landi. Þetta er líka hægt. Og ríkisstjórnin verður að játa það fyrr eða síðar, að það á að gera þetta. Leiðin er ekki heldur sú, að ríkissjóður útvegi fé á einn eða annan hátt til þess að greiða vátryggingariðgjöld fiskiskipaflotans, eins og nú er gert, og í því formi, sem nú er gert, því að á þann hátt er verið að greiða allt of háar fjárfúlgur út fyrir óeðlilega vátryggingu skipanna. Hér á að taka upp nýtt vátryggingarkerfi, eins og tillögur hafa komið fram um, og á þann hátt eigum við að geta lækkað okkar vátryggingarútgjöld til mikilla muna. Við eigum að geta komizt þar á svipað stig og keppinautar okkar í næstu löndum. Og við eigum ekki heldur að þola það lengur, að ýmsar hliðargreinar fái að sjúga til sín óeðlilegan gróða af útflutningsframleiðslunni, en þannig er þessu nú varið bæði hjá vátryggingarfélögunum og skipafélögunum í landinu, á því er enginn vafi. Ég benti á það í upphafi míns máls, að það hefur í raun og veru engin grundvallarbreyting átt sér stað með hinni nýju efnahagsstefnu ríkisstj., viðreisnarstefnunni, varðandi þessi vandamál útflutningsframleiðslunnar. Ríkisstj. verður enn þá að veita útflutningsframleiðslunni beina styrki, svo að mörgum tugum milljóna skiptir, á hverju ári og knýja fram aukinn stuðning í ýmsu formi, eins og áður var, og svo virðist hún þurfa í sífellu að standa í gengislækkunum, en slíkt leysir vitanlega ekki þann vanda, sem hér er við að glíma. Nú bendum við fim. þessa frv. á, að það er hægt að komast fram hjá þessu, ef samkomulag fæst um að létta af útflutningnum ýmsum óþarfagjöldum, sem á útflutningnum hvíla. Ég skal ekki fara um þetta fleiri orðum nú að sinni. En ég vona, að þetta frv. mæti fullum skilningi og þá engu síður hjá stuðningsmönnum hæstv. ríkisstj. en öðrum, af því að þeim hlýtur að vera það ljóst, að þeir hafa engan vanda leyst með sinni nýju efnahagsstefnu. Þeir standa í miðjum þeim sama vanda sem þeir stóðu í í upphafi, þeir hafa ekkert leyst. En hér er bent á raunhæf úrræði til þess að leysa vandann. Einar Ágústsson Hæstv. forseti. Á þskj. 251 hafa þrír þm.. úr þessari hv. d. borið fram frv. til laga um lántöku vegna viðbyggingar við Landsspítalann. Þar sem 1, fim. Frv, þessa dvelst nú erlendis, vil ég leyfa mér að fylgja frv. úr hlaði með örfáum orðum. Frv. er efnislega á þá leið, að ríkisstj. sé heimilt að taka lán allt að 30 millj. kr. til að fullgera sem fyrst þær viðbyggingar Landsspítalans, sem nú er verið að koma upp. Öllum er að sjálfsögðu kunnugt, hve sjúkrahúsaskortur er ákaflega tilfinnanlegur hér í Reykjavík, og verða sjúklingar oft að biða langtímum saman eftir sjúkrahúsvist og iðulega langt fram yfir það, sem æskilegt væri, og stundum lengur en forsvaranlegt er. Þetta á sér sína eðlilegu skýringu í því, að fjöldi sjúkrarúma hefur því sem næst ekkert aukizt hér í borginni undanfarim ár og áratugi, á sama tíma sem íbúafjöldinn hefur margfaldazt, og er sjúkrarýmið nú auðvitað langt frá því að vera orðið í nokkru samræmi við fólksfjöldann, ekki sízt þegar þess er gætt, að sjúkrahúsin hér í Reykjavík eru sem kunnugt er rekin að meira eða minna leyti fyrir landið allt. Sérstaklega á þetta við um Landsspítalann og raunar ríkissjúkrahúsin öll, því að þau verða ávallt að taka við miklum sjúklingafjölda utan af landi. Aðstaða lækna og hjúkrunarliðs á Landsspítalanum er líka orðin mjög erfið vegna þrengsla og ónógra starfsskilyrða, enda þótt hjúkrun og læknishjálp sé þar með miklum ágætum og raunar langt fram yfir það, sem hægt er að ætlast til eftir aðstæðum, eins og þeim mun ljúft að votta, sem þangað hafa þurft að leita. Það er líka orðið ærið langt síðan skilningur heilbrigðisyfirvalda vaknaði á nauðsyn úrbóta í þessu efni, og var fyrir rúmum tíu árum byrjað á viðbyggingum þeim við Landsspítalann, sem efni þessa frv. fjallar um. Ég vil í þessu sambandi leyfa mér að flytja stutt yfirlit yfir þær framkvæmdir í heild, sem hér er um að ræða, og byggi það á upplýsingum frá skrifstofu ríkisspítalanna, en þar er aftur stuðzt við kostnaðaráætlun skrifstofu húsameistara ríkisins. Í fyrsta áfanga er ráðgert að byggja spítalaviðbyggingu í þrem álmum, sem nefndar eru tengiálma, vesturálma og austurálma, og eru þær samtals að stærð um 36500 teningsmetrar, áætlað kostnaðarverð 80 millj. kr. Þá er í þessum áfanga einnig bygging ketilhúss, um 2300 teningsmetrar er stærð, sem áætlað er að kosta muni 21/2-3 millj. kr. Til þessara framkvæmda hefur þegar verið varið um 50 millj. kr., og ætti þá að vanta til þeirra um 33 millj. Í öðrum byggingaráfanga er ráðgert að byggja nýtt þvottahús, um 7700 teningsmetra, áætlað kostnaðarverð 81/2 millj. kr., eldhúsbyggingu, um 10 þús. teningsmetra, fyrir 14 millj. kr., tengigang frá spítalabyggingu til eldhúss og þvottahúss fyrir 1 millj. og aðalinngang og upplýsingastöð fyrir gamla og nýja spítalann, er kosta mun um 2 millj. kr., þ.e.a.s. að fyrirhugað er að byggja fyrir 25 millj. kr. í öðrum byggingaráfanga. Af þessum framkvæmdum hefur nú verið lokið uppgrefti fyrir þvottahús- og eldhúsbyggingu, en annað hefur ekki verið gert. Í þriðja áfanga er ráðgert að byggja svonefnda norðurálmu, þ.e. álmu áfasta og byggða út frá miðri norðurhlið viðbyggingarinnar. Áætlað er, að þessi álma muni verða um 10 þús. teningsmetrar og kosta um 22 millj. kr. Þarna á að verða rúm fyrir röntgendeild, rannsóknardeild, skurðstofur fyrir handaðgerðir (plastkirurgi) o.fl. Þá hefur verð áhalda og annars innbús fyrir þessar viðbyggingar allar verið áætlað 15-30 millj. kr. Af þessari stuttu lýsingu má ljóst vera, að mikið átak þarf til að koma öllum þessum fyrirhuguðu byggingum upp og í notkun og að hér er þörf mikils fjármagns, eða einhvers staðar á milli 90 og 95 millj, kr. alls, miðað við núgildandi verðlag. Þess er því tæplega að vænta, að hægt muni nú þegar að útvega allt það fé, sem þarf til að ljúka öllum þessum byggingum og til allra þessara áhaldakaupa. Enda þótt það væri tvímælalaust æskilegast að geta gert svo myndarlegt átak nú þegar, er ekki nema eðlilegt, að slíku verði að dreifa á nokkurt árabil. En með því að þörfin er brýn og framkvæmdir hafa að dómi flutningsmanna dregizt mikils til um of, þá er hér í frv. lagt til, að áherzla verði lögð á að fullgera nú þegar fyrsta byggingaráfangann, þ.e. viðbyggingu þá, sem risin er við Landsspítalann í þrem álmum, sbr. það, sem áður segir. Þegar þær álmur verða fullgerðar, bætast við sjúkrarými spítalans níu aðskildar sjúkradeildir með 25 rúmum að meðaltali eða samtals 225 sjúkrarúm. Eins og fyrr er getið, er talið, að kostnaður við að ljúka þessum viðbyggingum muni verða um það bil 35–40 millj. kr. með nauðsynlegasta búnaði. En í fjárlögum þessa árs eru veittar til framkvæmdanna um 7 millj. kr., og mundi því, miðað við svipaðar fjárveitingar á næstu árum, taka 4–5 ár að fullgera þennan áfanga. Augljóst er, hversu óheppilegt og raunar einnig háskalegt væri að þurfa að draga framkvæmdir svo lengi til viðbótar við allan þann tíma, sem þegar hefur þurft að bíða eftir þessum bráðnauðsynlegu úrbótum, og virðist þess vegna sjálfsagt að leita einhverra ráða til að stytta þennan biðtíma eftir föngum. Væri nægilegt fjármagn fyrir hendi, mundi að líkindum vera hægt að fullgera byggingu fyrsta áfanga nú á þessu ári, þær framkvæmdir eru þegar svo langt komnar, og taka í notkun. En með því mundi, sem fyrr segir, sjúkrarúmafjöldi spítalans tvöfaldast, og yrði þannig á myndarlegan hátt ráðin bót á því ástandi, sem nú ríkir á þessu sviði. Því er með frv. þessu, sem hér er til umr., lagt til, að ríkisstj. sé heimilað að taka allt að 30 millj. kr. lán eftir þörfum til að fullgera viðbyggingarnar, og er sú fjárhæð tiltekin með hliðsjón af því, að hún ásamt fjárveitingum þessa árs mundi hrökkva til framkvæmdanna. Lán þetta gæti orðið til skamms tíma, 4–5 ára, miðað við, að endurgreitt yrði af fjárveitingum næstu ára í þessu skyni. Verður því þess vegna ekki að óreyndu trúað, að ekki verði unnt að afla slíks láns, þegar um jafnmikið nauðsynjamál er að ræða. Heilbrigðismál og umönnun sjúkra er sá flokkur máta, sem einna sízt má sitja á hakanum í menningarþjóðfélagi, og á mörgum sviðum þeirra stöndum við Íslendingar góðu heilli framarlega meðal þjóða og höfum oft náð ótrúlega góðum árangri í baráttu við ýmsa sjúkdóma, eins og óþarfi mun upp að telja. En sjúkrahúsaskorturinn í Reykjavík er orðinn alvarlegur fjötur um fót í þessu efni, og þjóðarheill krefst þess, að þar verði ráðin á bót hið allra fyrsta. Í byggingu hafa að undanförnu verið hér a.m.k. 3 stórar sjúkrahúsbyggingar og hefur þeim öllum miðað sorglega hægt áfram og orðið m.a. af þeim sökum miklu dýrari en þurft hefði, ef áherzla hefði verið lögð á byggingu einnar þeirra í einu, en ekki byrjað á hinum, fyrr en þeirri fyrstu var lokið. Engu að síður er það staðreynd, að þeirra allra er full þörf, og því er sjálfsagt að vinna að framgangi þeirra eftir fyllstu getu. Með flutningi þessa frv. er því á engan hátt tilætlunin að bregða fæti fyrir aðrar sjúkrahúsabyggingar hér, heldur er tilgangurinn einungis sá að hraða einni þeirra eftir föngum vegna aðkallandi þarfar. Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um þetta mál nú og leyfi mér að leggja til, að frv. verði að þessari umr, lokinni vísað til 2. umr. og hv. heilbr. - og félmn.
Stjarnan vann 91-81 sigur á Njarðvík í kvöld en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Ekki er hægt að segja annað en sigurinn hafi verið sanngjarn þó spenna hafi óvænt hlaupið í leikinn í lokin. Þessi tvö lið voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld en þau unnu bæði góða sigra í umferðinni á undan, Stjarnan sótti bæði stigin til Keflavíkur og Njarðvík lagði Íslandsmeistarana í Snæfelli. Njarðvíkingar tefldu fram miðherjanum Christopher Smith í fyrsta sinn en hann lék í búningi Fjölnis síðasta vetur. Heimamenn voru á undan nánast allan fyrri hálfleikinn og leiddu með átta stiga mun að loknum fyrsta fjórðungi. Í byrjun annars náðu gestirnir að saxa vel á forskotið en þá settu Stjörnumenn aftur í fluggírinn. Mögnuð flautukarfa Óla Ragnars Alexanderssonar, leikmanns Njarðvíkur, rétt fyrir hálfleikinn sá til þess að Stjarnan fór með tíu stiga forystu til búningsherbergja en ekki þrettán. Staðan 52-42 í hálfleik. Eftir hlé var lengi alls ekki útlit fyrir að einhver spenna yrði á lokasprettinum en annað átti eftir að koma á daginn. Sóknarleikur Stjörnunnar datt skyndilega úr sambandi og þegar fjórar mínútur voru eftir var forysta Garðbæinga allt í einu aðeins fimm stig. En þá sögðu þeir hingað og ekki lengra og sigldu stigunum tveimur í höfn. Stjarnan - Njarðvík 91-81(52-42) Stjarnan:Justin Shouse 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 9, Birkir Guðlaugsson 6, Ólafur Aron Ingvason 2, Kjartan Atli Kjartansson 1. Njarðvík:Christopher Smith 29/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 15, Kristján Rúnar Sigurðsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 5/4 fráköst, Lárus Jónsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Egill Jónasson 4/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 3, Friðrik E. Stefánsson 0/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 2.
Jón Baldvin Hannibalsson segir að afrit af leyniskjölum íslensku öryggisþjónustunnar séu til á skjalasafni í Bandaríkjunum, en frumritin voru brennd. Einar K. Guðfinnsson, segir að tilefni til hleranna hafi verið heilmikið á tímum kalda stríðsins og svo geti orðið í framtíðinni. Rökstuðningur fyrir hlerunum verði þó að vera fyrir hendi. Þetta kom fram á fundi stjórnmálafræðiskorar í dag. Þar var rætt um þá öryggisþjónustu lögreglunnar sem hér starfrækt á tímum kalda stríðsins og greint er frá er nýútkominni bók sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar. Þjónustunni var heimilað að hlera síma þingmanna, ritstjórna dagblaða, verkalýðsforkálfa og ýmissa vinstri manna sem töldust ógna öryggi ríkisins á þeim tíma. Hver eru þessar skýrslur, þær voru brenndar, brenndar, spjaldskráin brennd skýrslurnar brenndar segja þeir. En ég veit að þær voru ekki allar brendar. Það voru nefnilega tekin af afrit eða kannski að frumritið hafi verið, hafi verið snyrtilega afhend CIA mönnum í bandaríska sendiráðinu, þetta er allt saman til, þetta er í Maryland, því Bandaríkjamenn brenna ekki í öskutunnum hérna, gögn, söguleg gögn. Og Jón vill að Alþingi setji lög sem gefi þeim sem stóðu að hlerununum fyrirfram upp sakir. Leysi þá undan þagnaskyldu og trúnaðareiðum og geri þeim kleyft að koma fram í dagsljósið og segja sannleikan án þess að þeir þurfi að gjalda þess. Það er óskiljanlegt, með öllu óskiljanlegt og fyrir því er engin rök þegar að forystumenn stjórnvalda núna vísa þessari sanngjörnu og eðlilegu ósk á bug með því málið sé í farvegi. Málið er ekki í neinum farvegi. Einar K. Guðfinnsson sem hélt erindi á fundinum segir að hleranirnar hafi tengst mestu pólitísku átökum sem hér hafa átt sér stað. Setið hafi verið um Alþingishúsið og ráðist að því. Það var ógnað öryggi einstakra stjórnmálamanna og auðvitað hlaut ríkið að bregðast einhvern vegin við. Ég er hins vegar að segja það að það sé algjörlega rangt sem haldið hefur verið fram að hér hafi staðið, hafi verið staðið fyrir stórkostlegum pólitískum njósnum, það er einfaldlega rangt, sagan sem að Guðni Jóhannesson segir okkur sannar það. Hann segir menn hafa afvegaleitt umræðuna að undanförnu. Hugtakið leyniþjónusta í þessum efnum er fullkomið uppnefni. Ljúga því upp að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir einhverri leyniþjónustu þegar það liggur fyrir að svo var ekki og þetta er auðvitað ákveðið áhyggjuefni að einhverjir telji það sér í hag að reyna komast hjá því að tala um kjarna málsins.
Nú er orðið nokkuð ljóst að lítið verði af þorrablótum næstu vikurnar vegna samkomutakmarkana. Sindri Sindrason: Birgir Olgeirsson er staddur í félagsheimilinu í Bolungarvík þar sem stærsti viðburður ársins fer vanalega fram á þessum tíma, þorrablótið. En það verða engin veisluhöld í ár eða hvað Birgir? Birgir Olgeirsson: Nei það lýtur ekki út fyrir það. Þorrablótið í Bolungarvík hefur verið haldið frá 1944 og hjá mér Guðrún Dagbjört Guðmundsdóttir, formaður þorrablótsnefndar í ár. Hefur þorrablótið áður fallið niður? Guðrún Dagbjört Guðmundsdóttir, formaður þorrablótsnefndar: Já það hefur fallið niður tvisvar áður, þetta er í þriðja skipti. Fyrst þegar Akureyrarveikin var 1949 svo eitt skipti þegar karlanir ætluðu að skiptast á við konur og halda Góublót. Það varð ekkert úr því blóti, það er númer tvö. Svo núna í þriðja sinn. Birgir: Þóra, þið eruð með ákveðnar hefðir hérna. Konurnar bjóða alltaf körlunum á þorrablót. Hvaða fleiri hefðir haldi þið í? Þóra Hansdóttir, meðlimur í Þorrablótsnefndinni: Það er náttúrulega frægasta hefðin okkar kannski að við erum alltaf í þjóðbúningum en við verðum líka að átta okkur á því að 1944 þegar fyrsta blótið er þá er það hefðbundin spariklæðnaður íslenskra kvenna: Það var peysuföt og upphlutur. Auðvitað erum við með fleiri hefðir. Birgir: Það er bara matur í tróum og vasahnífurinn uppi? Þóra Hansdóttir: Að sjálfsögðu. Birgir: En þið eruð alltaf með mjög veglega skemmtidagskrá hérna á Þorrablótinu, nokkurs konar skaupið fyrir Bolvíkinga. Verður eitthvað í ár. Guðrún Dagbjört Guðmundsdóttir: Formaðurinn gefur ekkert upp um það. Það verður bara að bíða og sjá. Birgir: Já og þá bíðum við og sjáum spennt hvort að við fáum ekki einhvern tímann að sjá það.
Iðnaðarráðherra kynnir útfærslu náttúrupassa á næstu dögum. Passinn verður þó ekki tekinn í notkun í sumar. Þetta sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir á morgunfundi með Samtökum ferðaþjónustunnar. Á fundinum kom fram að vinnu við náttúrupassann lýkur ekki fyrir sumarið. Ráðherra vonast þó til að passinn verði tekinn í notkun á næsta ári, annað hvort strax í ársbyrjun 2015 eða næsta sumar. Hún segist alltaf hafa stefnt að því að leggja fram frumvarp um passana og fá það samþykkt á vorþingi. „En gjaldtakan gæti ekki komið til framkvæmda í sumar vegna þess hversu stutt er til sumartímabilsins,“ segir hún og bætir því við að mestu máli skipti að fá niðurstöðu og sátt um þá leið sem verði farin, ljúka löggjöfinni og taka ákvörðun í framhaldi af því. Náttúrupassinn er gjald sem innheimt verður fyrir aðgang að helstu náttúruperlum landsins. Hann hefur verið umdeildur og sömuleiðis gjaldtaka sem einstaka landeigendur hafa tilkynnt að þeir ætli að hefja strax í ár. Gjaldtaka við Geysi á að hefjast 10. mars og gjaldtaka við Leirhnjúk, Námaskarð og Dettifoss í sumar. Gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi hófst í fyrra en þar er land alfarið í einkaeigu. Sú er hvorki raunin við Geysi né Dettifoss. Ætlar ráðherra að bregðast við gjaldtökunni? Ragnheiður Elín kveðst vona að þegar tillögur um náttúrupassann koma fram sjái þeir sem hyggjast hefja gjaldtöku að þeirra hagur sé að taka þátt í verkefninu. „Ef ekki þá verðum við að taka á því þegar þar að kemur. En ég hef lýst því að það hafi valdið mér vonbrigðum að menn skuli ekki bíða eftir niðurstöðum þessa verkefnis. En við skulum sjá, þegar tillögurnar koma, hvort okkur takist ekki að klára þetta samtal.“
Andri Haraldsson er höfundur þessarar greinar. - - - Staðan: Ísland stefnir hraðbyri í pattstöðu sem engin leið er út út. Nú er allt eins líklegt að samningur íslenska ríkisins við tvö erlend ríki, sem byggist á greiðsluábyrgð sem viðurkennd hefur verið af þremur íslenskum ríkisstjórnum, verði felldur í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ef marka má skoðanakannanir eru mismunandi ástæður fyrir því að kjósendur vilja neita samningum samþykktar: 1. Sumir telja að íslendingum beri ekki að greiða neitt, enda sé um einkabanka að ræða. 2. Sumir telja að íslendingum beri skylda að greiða þann hluta höfuðstólsins sem eignir hrökkva ekki til, en að skilmálar lánsins séu afarkostir sem ekki beri að sætta sig við. 3. Sumir telja að óvissa sé um málið sem eyða eigi fyrir dómstólum áður en nokkuð lán sé samþykkt. 4. Sumir telja að óháð því hvort Íslandi beri skylda til að borga, þá hafi landið ekki efni á að borga og að það sé óráðsía að jánkast því að borga ef þjóðin valdi ekki endurgreiðslunum. 5. Sumir telja að Ísland eigi að vísa öllum erlendum stofnunum (svosem AGS, EES, og ESB) frá, og að landið eigi að freista þess að leita nauðarsamninga við lánardrottna sína. 6. Sumir geta sætt sig við allt sem í samningnum er, nema það hversu háir vextirnir eru, og að þeir munu falla einungis á ríkisjóð íslendinga en ekki þrotabú Landsbankans. 7. Íslendingar eru að fá aukinn meðbyr erlendis og skilningur er að aukast á því hversu dýrt þetta er fyrir hvern einstakling á Íslandi. Við eigum að bíða og sjá hvort að betri samningur geti fengist. Og eins eru ástæðurnar fyrir því að sumir vilji samþykkja lögin, og þar með samninginn, einnig ýmsar: 1. Þetta er ekki góður samningur, en ókostir hans eru minni heldur en sú staða að frekari aðstoð frá AGS muni stöðvast vegna þess að þær þjóðir sem hafa lofað aðstoð til okkar draga hana til baka, eða neita að halda áfram eftir þeirri verkáætlun sem fyrir er. 2. Þetta er ekki góður samningur, en við höfum lítið svigrúm til að semja þar sem mistök í eftirliti á Íslandi sem komu okkur í þessa stöðu. Þegar litið er til þess að íslensk stjórnvöld hafa gert hluti til að bæta íslenskum innlánshöfum tap sitt, þá getum við ekki komist upp með a borga ekki. 3. Þetta er ekki kannski ekki góður samningur, en við getum freistað þess að ná rétti okkar síðar og eigum þá hugsanlega rétt á skaðabótum frá ESB. 4. Þetta er góður samningur, betri en við hefðum getað vonast eftir á frjálsum markaði. Skrifum uppá og teljumst lánsöm. 5. Þetta er ekki góður samningur, en ef við lítum út fyrir að virða ekki alþjóðlegar samþykktir þá munum við ekki geta haldið áfram fríverslunarbandalagi við ESB, eða aukið samstarfið þar. Þessar margvíslegu ástæður gera það næstum ómögulegt að spá fyrir um hvernig kjósendur munu greiða atkvæði. Bæði er það, eins og margir hafa lýst yfir, að málið er tæknilega flókið og leitar fólk því frekar að huglægu mati en hlutlægu. Og eins þá liggur fyrir að fáir myndu kjósa yfir sig drápsklyfjar ef einhver glóru má sjá að þess væri ekki þörf. Liggur því nærri að upplýsingar sem almenningur hefur geta verið mikilvægar í málinu. En eins líklegt er að lítt ígrundaðar skoðanir byggðar á ónógum skilningi á málavöxtum, og eins orðfæri sem ætlað er að biðla til tilfinninga og stolts landsmanna geta haft mikil áhrif. Burtséð frá öllu öðru, þá er ljóst að kosningin um samninginn er ófullkomin leið til að mæla hvað býr í hjarta þjóðarinnar, og hvernig best sé að leiða þetta mál til lyktar. Viðbrögð þingsins: Nú virðist sem þingheimur allur sé að leita að lausn. Þetta er mikilvægt, því að stjórnvaldslega verður ekki séð hvernig samið verður um þetta mál, eftir að samningur staðfestur af bæði ríkisstjórn og þingi, og sem hefur að meginefni einnig verið samþykktur af forseta, er felldur af þjóðinni. Lætur nærri að segja að enginn hafi þá lengur umboð þjóðarinnar að ljúka þessu máli. Enn verra er, að gagnaðilar munu ekki geta treyst því að lögmætir fulltrúar íslensku þjóðarinnar hafi umboð til þess að samningsbinda þjóðina með nokkrum hætti í þessu máli í framtíðinni án þess að leita samþykkis í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Raunhæf markmið: Eftirfarandi hugmyndir um hvernig nálgast megi þetta verkefni þingsins gætu varpað nokkru ljósi á við hverju megi búast. Í fyrsta lagi er ljóst að gagnaðilarnir hafa hag af því að frá þessu máli sé gengið. Sú staða sem þjóðin er að koma sér í er engum til góða, og erlendir stjórnmálamenn vilja ekki koma vinaþjóð á vonarvöl. Á hinn bóginn þá eru gagnaðilarnir einnig fastir í ákveðnu fari: þeir hafa, frá sínum bæjardyrum séð, gengið af heilindum til samninga og þær umleitanir hafa leitt til þess að samningur hefur verið samþykktur á alla vegu og samþykktur af kjörnum fulltrúum. Komið hefur verið til móts við mikilvæg málefni er snerta alla samningsaðila. Það er því bretum og hollendingum engan vegin í hag að gefa nokkuð til kynna um áhuga sinn á að taka þetta mál upp aftur. Eins þá er ekki vænlegt að standa í viðræðum við fólk sem ekki hefur umboð til að semja. Til að færa mál aftur að samningsborðinu þurfa íslensk stjórnvöld að gera eftirfarandi: 1. Skipa samninganefnd sem hefur óskorað umboð þingsins til að ganga frá samningum, sem þingið mun samþykkja fyrirvaralaust og án tafar. Til að þetta sé trútverðugt þurfa forystumenn allra helstu flokkanna að heita þessum stuðningi skriflega og opinberlega. 2. Samninganefndin þarf að lýsa yfir mjög takmörkuðum og skýrum samningsmarkmiðum sem nefndin óskar að verði endurskoðuð. Það er enginn vegur að fara í heildstæða endurskoðun núna og gagnaðilarnir eru því ólíklegri að vilja viðræður eftir því sem það er fleira sem á að ræða. 3. Lýsa yfir aðgerðum og samningsatriðum sem íslendingar hafa tekið á sig sem vott um það að íslendingar meta það mikils að ná samningum skjótt og afgreiða þetta mál. Til dæmis má gera því skóna að það megin atriði sem stendur í meirihluta þjóðarinnar sé ekki að íslendingar ákveðna ábyrgð, heldur hversu háar fjárhæðir er um að ræða. Hér er sérstaklega um að ræða þá vexti sem greiðast af höfuðstól lánsins áður en eignir Landsbankans koma til lækkunar hans. Ef sú prósenta sem nefnd hefur verið (t.d, að 50-75% heimtist inn á fyrstu 5 árunum, og hugsanlega allt að 90% á árunum þar á eftir), þá er ljóst að það er fyrsta hlutann af þessum samningstíma sem vextirnir eru mest íþyngjandi. Það væri því skynsamlegt fyrir íslendinga að lofa hollendingum og bretum fulla greiðslu lánsins eftir 5-10 ár, gegn því að vextirnir væru lægri. Það gefur nægan tíma til að lækka höfuðstólinn, og eins til að finna láninu endurfjármögnun á kjörum sem væru hagstæðari. Eins myndi það gefa nægan tíma til að leiða málaferli til lykta ef til þeirra kæmi. Slíkt tilboð er sannarlega einnig gott fyrir gagnaðilana, því að nú er lánstíminn styttri og endurgreiðsla þess öll tryggð fyrr. Eins er það í hag fyrir bæði Bretland og Hollandi að vinna með Íslandi til að ná fram lausn á þessu máli sem ekki skaðar hagsmuni nokkurs lands. Til að sýna að íslendingar taka skyldur sínar alvarlega, þá þurfa íslensk stjórnvöld samhliða þessu að óska eftir samvinnu með saksóknurum á norðulöndunum, í bretlandi og í hollandi að rannsaka mál til hlítar. Bjóða þarf aðstöðu, túlka, og hverja aðra hjálp sem íslensk stjórnvöld geta veitt til að leiða til saka þá sem hafa með vítaverðum hætti stefnt hag sparifjáreigenda í mörgum löndum Evrópu í hættu, og samtímis einnig stefnt hag Íslands í hættu. Ekki væri úr vegi heldur að lýsa því yfir að alþingi myndi setja lög sem lengdu fyrningarfrest allra brota er tengjast hruninu um 2-3 ár, svo unnt verði að vinna þessi mál án þess að þau renni í sandinn. Með því að gera öll samningsmarkmið íslensku samninganefndarinnar opinber, og með því að leita af hreinskilni eftir sanngjarnri lausn, þá eykst einnig sá pólitíski þrýstungur að íslendingar séu að leita sanngjarnrar lausnar á málinu. Það er engan vegin víst að umleitanir eins og þessar yrðu til nokkurs. En víst er að það þarf að láta á það reyna. Besti vilji og hreinskilin verk íslenska þingsins eru það eina sem þjóðin á eftir til að leysa þetta mál. Ef unnið er af heilindum, með virðingu fyrir gagnaðilunum, og auðmýkt fyrir því að í landinu okkar voru gerð mistök, þá geta íslendingar vænst þess að slíkt verði virt af hollendingum og bretum. Andri Haraldsson
Hannes Þór Halldórsson er genginn í raðir Vals. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistarana. Hannes fékk sig lausan undan samningi hjá Qarabag í Aserbaídsjan í síðustu viku og er nú kominn aftur til Íslands. Auk þess að leika með Val mun einnig koma að þjálfun markvarða yngri flokka félagsins. Hannes lék í þrjú tímabil með KR (2011-13) áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2011 og 2013 og bikarmeistari 2011 og 2012. Hannes var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 2011. Á árunum í atvinnumennsku lék Hannes með Brann, Sandnes Ulf og Bodö/Glimt í Noregi, NEC í Hollandi og Randers í Danmörku. Valur er fjórða Reykjavíkurfélagið sem Hannes spilar fyrir og það sjötta hér á landi. Hann hóf ferilinn hjá Leikni R., lék svo eitt tímabil með Aftureldingu og eitt með Stjörnunni áður en hann gekk í raðir Fram. Þar var hann í fjögur tímabil en fór svo yfir í KR. Hannes hefur leikið 147 leiki í efstu deild á Íslandi. Hannes, sem verður 35 ára síðar í mánuðinum, hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin ár. Hann hefur leikið 59 landsleiki og lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018. Anton Ari Einarsson hefur varið mark Vals undanfarin þrjú tímabil. Óvíst er hvar framtíð hans liggur eftir komu Hannesar. Valur hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö ár undir stjórn Ólafs Jóhannessonar sem gaf Hannesi sitt fyrsta tækifæri í íslenska landsliðinu. Valur mætir Víkingi R. í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar 26. apríl.
Hlífðarlök verja rúmin fyrir raka. Helst ætti ekkert að búa um á morgnana. „Meðalmaður svitnar um 250 ml á hverri nóttu. Ef við margföldum það með 365 dögum þá eru þetta rúmir 90 lítrar af vökva sem fara í dýnun af svita á ári frá einni manneskju. Við mælum með notkun hlífðarlaka til að varna því að þessi raki endi í rúmin þínu,“ segir Steinn Kári hjá Vogue fyrir heimilið og bendir á að rúm mygli ekki nema raki komist í dýnuna. „Mygla myndast í rúmum vegna raka og það er í 99% tilvika svitinn frá okkur sjálfum. Við eigum mjög gott úrval hlífðarlaka sem halda rakanum frá, bæði lök úr systurefni goritex sem anda vel en eru hundrað prósent rakaheld og einnig vatteruð hlífðarlök sem eru ekki hundrað prósent rakaheld en taka við svitanum frá okkur meðan við sofum og verja rúmið. Einnig eigum við dýnuhlífar úr íslenskri ull sem eru einstaklega vel til þess fallnar að taka raka frá líkamanum og aðstoða okkur við hitajöfnun. Þetta er mikilvægt því við skiptum ekki oft um rúm yfir ævina. Okkur finnst eðlilegt að kaupa okkur mörg pör af skóm yfir árið því þeir slitna en það er enginn hlutur annar en rúmið sem við eyðum meiri tíma í á hverjum sólarhring og það slitnar líka,“ segir Steinn. Mikilvægt sé að hugsa vel um rúmið, bæði upp á gæði svefns og loftgæða í svefnherberginu en ekki síst fyrir endingu dýnunnar. Best sé að sleppa því að búa um á morgnana. „Rúmið þarf alltaf að anda, líka þó við notum hlífðarlök og við erum ekki að gera rúminu greiða með því að búa samviskusamlega um á hverjum degi og pakka svo þétt yfir með rúmteppi og púðum. Við lokum rakann og hitann inni með því og þá leitar hann ofan í dýnuna. Best er að fletta sænginni af á morgnana, leyfa rúminu að anda og búa svo bara um þegar við komum heim úr vinnunni þegar rakinn hefur gufað upp enda algjör óþarfi að hafa uppbúin rúm yfir daginn þegar enginn er heima.“
Bíó. War Horse. Leikstjórn: Steven Spielberg. Leikarar: Jeremy Irvine, Emily Watson, Peter Mullan, David Thewlis, Benedict Cumberbatch, Tom Hiddleston, Eddie Marsan, Toby Kebbell, Niels Arestrup. Steven Spielberg heldur sig innan þægindarammans í nýjustu kvikmynd sinni War Horse, en hún er byggð á samnefndri barnabók sem varð síðar að leikriti. Ég ímynda mér skemmtilegt barnaleikrit þar sem tvær manneskjur leika titilhlutverkið, sjálfan stríðshestinn, önnur framhlutann og hin þann aftari. Spielberg splæsir þó í alvöru hesta í myndina sína en útilokar um leið alla möguleika hlutverksins á verðlaunatilnefningum, en kvikmyndin hefur þrátt fyrir það fengið margar slíkar. Það er í raun óskiljanlegt því War Horse er ekki góð kvikmynd. Hún er afskaplega fallega tekin af Janusz Kamiski, tökumanni leikstjórans til margra ára, og vísar myndatakan til skiptis í John Ford og til fjölskyldumynda í Technicolor. Sagan er hins vegar ein stór melódramatísk klisja sem reynir hvað hún getur að framkalla tár á hvarmi áhorfandans og takist henni það ekki ein síns liðs kemur innantóm kvikmyndatónlistin eftir John Williams til aðstoðar, rétt eins og óvinahermaðurinn sem kemur hlaupandi með vírklippur og hjálpar „góða" hermanninum að losa sárþjáðan fákinn úr gaddavírsflækju. Þetta atriði endurspeglar Spielberg eins og hann gerist allra verstur. Senan á að hreyfa við okkur tilfinningalega vegna þess að allir hjálpa særðu dýri, meira að segja svarnir óvinir með riffla í lúkum, því að í stríði er það jú stríðið sjálft sem er óvinurinn. Hvernig myndi „give me a break" útleggjast á íslensku? Hlægilegast er þó líklega atriðið þar sem aðalhesturinn fórnar sér fyrir þreyttan vin sinn, sem einnig er hestur, og tekur það á sig að draga níðþunga fallbyssu upp fjallshlíð. Steven Spielberg er þekktasti núlifandi kvikmyndaleikstjóri heims og hans bestu myndir eru sannkallaðar perlur. Af hverju gerir hann ekki merkilegri hluti en þetta? Og hví er honum ekki refsað fyrir syndir sínar? Þvert á móti fær myndin sex tilnefningar til Óskarsverðlauna og fimm til BAFTA. Er þetta falin myndavél? Er Auddi Blö að sprella í okkur? Niðurstaða: Kvikmyndir fyrir börn eru af hinu góða en barnaleg kvikmyndagerð er það ekki. War Horse er snotur en alveg innantóm.
Fornleifafræðingar við háskólann í Leicester á Englandi tilkynntu í morgun að jarðneskar leifar Ríkharðs III Englandskonungs væru fundnar. Niðurstöður erfðaefnis DNA-rannsókna á beinagrind sem fannst undir bílastæði í Leicester í fyrra staðfesta þetta. Mynd af höfuðkúpunni hefur verið birt og þykir passa vel við andlitsdrætti konungsins á málverkum sem til eru af honum. Þá eru áverkar á hauskúpunni sem passa við þau sár sem Ríkarður III fékk þegar hann var drepinn. Ríkharður III ríkti á Englandi í tvö ár á seinni hluta 15. aldar og féll í lokabardaga rósastríðsins nálægt borginni árið 1485. Hann var grafinn í grábræðraklaustri í Leicester. Það var rifið eftir siðaskipti en vitað er hvar það stóð. Þar er nú bílastæði. Beinin fundust þar sem var kór klausturkirkjunnar. Á beinagrindinni má sjá að konungur hefur verið með hryggskekkju. Í leikriti Shakespeares um Ríkharð III er hann sagður krypplingur. Þá var DNA úr beinunum borið saman við DNA úr manni sem skyldur var Ríkharði í 17. lið. Háskólinnn í Leicester fagnar í dag og segir að málið sé við hæfi þar sem í Leicester hafi menn lagt grundvöll DNA-rannsókna á efðamengi manna. Jarðneskar leifar Ríkharðs verða geymdar í dómkirkjunni í Leicester og borgaryfirvöld boða sýningu á því hvernig nútíma erfðatækni var notuð við rannsókn á beinum konungs.
Síldarvertíðin er nú í fullum gangi. Ísfélag Vestmannaeyja er með þrjú skip að veiðum. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra hjá Ísfélaginu ganga veiðar vel. Veiðisvæðið er út af Héraðsflóa. Hann segir að búið sé að veiða ca 10.000 tonn. „Við eigum annað eins eftir í norsk íslensku síldinni.” segir Eyþór og bætir við að Sigurður VE hafi landað 1400 tonnum um síðustu helgi í Eyjum, en von er á öðrum farmi frá þeim til Eyja á morgun. ICES veitir ráðgjöf um aflamark uppsjávarstofna fyrir árið 2022 Í dag veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2022. Leggja til tæp 9% lækkun í norsk-íslenskri vorgotssíld ICES leggur til í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2022 verði ekki meiri en tæp 599 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 651 þúsund tonn og er því um að ræða tæp 9% lækkun í tillögum ráðsins um afla næsta árs. Gert er ráð fyrir að stóri árgangurinn frá 2016 verði uppistaðan í veiði næsta árs en árgangar þar á eftir eru metnir litlir. Tæplega 7% lægri ráðgjöf í makríll ICES leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli ársins 2022 verði ekki meiri en 795 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 852 þúsund tonn og því er um að ræða tæplega 7% lægri ráðgjöf nú. Það skýrist af minnkandi hrygningarstofni. Áætlað er að heildarafli ársins 2021 verði tæplega 1,2 milljón tonn sem er 41% umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr makrílstofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð settur sér aflamark, sem hefur haft þær afleiðingar að veiðar hafa verið umfram ráðgjöf ICES. Áætlað er að heildarafli ársins 2021 verði um 881 þúsund tonn sem er 35% umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð því sett sér aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 4-42% á ári. 19% lækkun lögð til í kolmunna ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að afli ársins 2022 verði ekki meiri en tæp 753 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 929 þúsund tonn og er því um að ræða 19% lækkun á ráðgjöf frá í fyrra. Ástæðan fyrir lækkun á aflamarki er minnkandi hrygningarstofn sökum lélegrar nýliðunar árin 2017-2019. Nýliðun fyrir árin 2020-2021 er hinsvegar metin hærri sem mun leiða til aukningar í hrygningarstofni árið 2023. Áætlað er að heildarafli ársins 2021 verði tæplega 1,2 milljón tonn sem er 34% umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr kolmunnastofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð settur sér aflamark, sem hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2014 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 16-66% á ári. Nánar má lesa um ráðgjöfina hér.
Aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var ráðinn í starf skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu, en dómsmálaráðherra sem annaðist ráðninguna segir að faglega hafi verið staðið að henni. Prófessor í stjórnmálafræði segir afskipti ráðherra af ráðningum óheppileg. Fjórtán sóttu um starf skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Á meðal umsækjenda var Jóhann Guðmundsson, en hann hefur verið aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og þar á undan aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Jón Bjarnason lýsti sig vanhæfan til að ráða í starfið og fól dómsmálaráðherra að annast ráðninguna. Jóhann hlaut á endanum starfið. Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra og samflokksmaður Jóns Bjarnasonar, vísaði ásökunum um pólitíska ráðningu á bug í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Faglega hefði verið staðið að málum, enda hafi sérfræðingar ráðuneytisins lýst Jóhann hæfastan til starfans að undagengnu hæfnismati. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði: Vandi stjórnsýslunnar er sá að ráðherrar eru að taka að sér hlutverk við ráðningar sem að væru betur komin annars staðar. Meðan að ráðherrar hafa þetta hlutverk, að velja æðstu embættismenn, þá verður alltaf ágreiningur um það hvernig því valdi er beitt og ég held það sé ráðherrum fyrir bestu og stjórnsýslunni fyrir bestu að koma þessu fyrir með einhverjum öðrum hætti, eins og gerðar hafa reyndar tillögur um, annað hvort yfir í einhvern svona farveg þar sem að fleiri ráðherrar koma að málum í ríkisstjórninni eða annars staðar, nú eða þá þar sem bara fagfólkið í stjórnsýslunni sér um þetta að miklu leyti, eða þá hugsanlega þar sem að þessu hvort tveggja væri blandað saman í einhverjum mæli.
Jonah Hill leikur í Moneyball á móti Brad Pitt. Hlutverkið hefur breytt lífi hans til mikilla muna. Ferill leikarans unga Jonah Hill hefur heldur betur tekið kipp upp á við á árinu sem er að líða. Hill, sem áður var þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanmyndum líkt og Get Him to the Greek og Superbad, hefur verið tilnefndur til Screen Actors Guild og Golden Globe verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Moneyball þar sem hann leikur á móti Brad Pitt og Philip Seymour Hoffman. Hill segist enn ekki trúa því að hann hafi fengið tilnefningarnar, og segir tilfinninguna líkjast því að gifta sig eða eignast barn. „Viðbrögðin sem ég hef fengið eru ólík nokkru sem ég hef kynnst áður. Þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað svona ótrúlegt gerist í lífi mínu – mamma mín og pabbi fóru meira að segja að gráta.“ Hill er ánægður með að hafa fengið tækifæri til að sýna leikhæfileika sína, og telur sig hafa verið á barmi þess að festast til frambúðar í sama hlutverkinu sem feiti, fyndni strákurinn. Hann sagðist hafa fundið á sér að stór breyting yrði á lífi hans þegar hann fékk hlutverkið á móti Brad Pitt. Þegar tökum á Moneyball lauk tók leikarinn upp heilsusamlegra líferni og hefur grennst um tugi kílóa. Hann sagði í viðtali; „Mér líður eins og ég sé staddur á frábæru skeiði í lífinu. Þetta er tími breytinga. Mér leið eins og ég væri að upplifa örlagaríkt augnablik þegar ég fékk hlutverkið, og það var það svo sannarlega.“
„Ef Hitler hefði vitað þetta hefði hann drepið mig.“ Þetta segir Minni Gunnarsson, fyrrverandi félagi í norsku andspyrnuhreyfingunni. Hún var í dag sæmd heiðursmerki fyrir störf sín. Minni Kalsæg Gunnarsson verður hundrað ára í september en var 19 ára þegar Þjóðverjar hernámu Noreg. Hún gekk strax til liðs við andspyrnuhreyfinguna og starfaði með henni allt hernámið. Sendiherra Noregs á Íslandi sæmdi hana í dag heiðursmerki norska varnarmálaráðuneytisins sem veitt er þeim sem lögðu sitt af mörkum í seinni heimsstyrjöldinni. Minni Gunnarsson Kalsæg, andspyrnuhetja: Þetta snertir mig djúpt, snertir mig djúpt. Því að eftir því sem ég hef elst, þá er það svo að ég verð viðkvæmari og viðbrögðin verða sterkari. Og ég finn það og tárast ætíð. Og það geri ég nú, guði sé lof og þetta er fallegt. Minni var í hópi sem sá um að hjúkra og sinna særðum andspyrnumönnum. Minni Gunnarsson Kalsæg: Ég bar ábyrgð á öllum lyfjunum sem þurfti að nota því við vorum viðbúin því að komið væri með hermenn okkar af vígvellinum og vissum að við yrðum að halda okkur aftast og hafa það meðferðis sem þörf var fyrir. Það vakti okkur áhyggjur svo við hittumst heima hjá mér því þar var stærsta húsið og þar vorum við og það komu læknar og tvær hjúkrunarkonur til þess að kenna okkur hvernig búa ætti um sár og hvernig við ættum almennt að bera okkur að. Ekki var það til að draga úr hættunni að Þjóðverjar höfðu tekið yfir húsið sem hún bjó í og flutt þar inn. Minni og samherjar voru því í mikilli hættu, eins og reyndar andspyrnufólkið allt. Minni Gunnarsson Kalsæg: Jú, það var hættulegt. Ef Hitler hefði fengið að vita þetta hefði hann drepið mig. Þetta er ekki eina heiðursorðan sem Minni hefur fengið því áður hafði norski konungurinn veitt henni orðu fyrir störfin í andspyrnuhreyfingunni. Hún segir að dagurinn í dag hafi verið góður dagur. Minni Gunnarsson Kalsæg: Þetta er góður dagur. Ég hef aldrei átt jafn ánægjulegan dag. Ég er ætíð þakklát.
Friðrik Erlingsson sendi mér þessa grein. - - - Forseti Alþingis barði sér á brjóst og bað um að “elsta löggjafarsamkunda heimsins” fengi vinnufrið fyrir mótmælendum. Dag eftir dag tala ráðamenn niður til þjóðarinnar, svona líkt og þegar Jón Loftsson í Odda býsnaðist yfir því að “skillitlir menn” væru að drepa höfðingja. Þá var honum nóg boðið. En það vill nú svo til að þjóðin samanstendur af “skillitlum mönnum”, fólki sem er einfaldlega að reyna að draga fram lífið og spila eins vel úr því sem það hefur í höndunum. Ráðamenn og yfirvöld hafa ekki verið að störfum fyrir þetta fólk; ráðamenn hafa verið að hygla höfðingjunum á kostnað þjóðarinnar og ætla nú að vernda höfðingjana og streitast um leið við að sitja sem fastast. Er furða að fólki sé nóg boðið. “Ríkisstjórn Íslands” hefur sýnt það að hún er ekki “Ríkisstjórn Íslendinga,” a.m.k. ekki meirihluta þjóðarinnar, þótt Geir Haarde þykist eiga meirihlutann á Alþingi, sem nú hefur verið niðurlægt af ráðamönnum sjálfum. Við Íslendingar erum lánsöm þjóð að því leyti að í hinum gömlu bókum okkar eigum við sjálfsmynd sem við getum leitað til þegar erfiðleikar steðja að. Hver er til dæmis kjarnaboðskapur hinnar margbrotnu Njálu? Hann er í raun sá sami og fólst í orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða í þeirri ræðu sem Ari Þorgilsson fróði lagði honum í munn í Íslendingabók sinni: “Ef vér slítum í sundur lögin, slítum við og friðinn.” Sættir og málamiðlun í deilum eru lykilhugtök í friðarboðskap þeirra bóka sem skrifaðar voru á mestu ófriðartímum þjóðarinnar. En hvernig skildu þessir menn hugtakið lög? Lög voru alls ekki lagabókstafurinn fyrst og fremst; lögin voru samfélagið sjálft, hin siðræna undirstaða, rétt hegðun gagnvart náunganum, heiðvirðleiki. Ef lögin voru slitinn, ef samfélagið var brotið upp var ófriður skollinn á. Nú hafa þessi varnaðarorð Þorgeirs Ljósvetningagoða orðið að raunveruleika á okkar tímum, þegar ráðamenn þjóðarinnar hafa “slitið í sundur lögin.” Hugmynd Njarðar P. Njarðvík um endurheimt lýveldisins, um tafarlausa setningu neyðarstjórnar til að semja nýja stjórnarskrá, sem síðan skal kosið eftir, er einhver besta hugmynd sem upp hefur komið í þeim Ragnarökum sem nú ganga yfir þjóðina. Hvar í flokki sem menn annars standa þá hljóta þeir að horfa blákalt á þá nöturlegu staðreynd að flokkarnir hafa brugðist þjóðinni, hvaða nafni sem þeir flokkar nefnast. Þess vegna þarf neyðarstjórnin einnig að endurskoða kosningalögin frá grunni. Við þurfum að velja fólk í þessa neyðarstjórn sem öll þjóðin ber traust til, fólk sem við þekkjum að viti og réttlæti. Þessi stjórn þarf að verða nokkurs konar Öldungaráð, sem gjarnan mætti sitja áfram eftir að ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Fólk einsog t.d. Njörður P. Njarðvík, Páll Skúlason, Guðrún Pétursdóttir, Þorvaldur Gylfason, Guðrún Agnarsdóttir, Jónas Haralz, svo einhverjir séu nefndir, ættu að sitja í Öldungaráði sem þessu. Eina manneskjan sem gæti leitt stjórn eða ráð sem þetta, tel ég vera Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Ég held að engin einn einstaklingur sé þess umkomin með jafn afgerandi hætti og hún, að leiða málefnavinnu fyrir hið nýja lýðveldi til lykta. Af ráðamönnum síðustu áratuga ber hún höfuð og herðar yfir þá alla. Ölungaráðið/neyðarstjórnin ætti að vera skipuð okkar bestu konum og körlum, fólki sem hefur langa reynslu af lífinu, fólki sem glímt hefur við sjálft sig og haft sigur; fólki sem æðrast ekki, heldur býr yfir þess konar viti og réttlæti, sem þjóðin hefur svo brýna þörf fyrir núna, ef hún á að eiga einhverja framtíðarvon. Það er nefnilega þjóðin sjálf sem þarf vinnufrið; frið fyrir vanhæfi núverandi ráðamanna, frið fyrir valdabrölti lýðskrumara, frið til þess að byggja upp nýtt lýðveldi, sem á möguleiki á lengri og farsælli líftíma en það lýðveldi sem nú er liðið undir lok. Friðrik Erlingsson
Fjármálaráðherra Grikklands flaug eldsnemma í morgun til Brussel í þeirri von um að ná samningum um skuldaaðlögun landa sinna. Þreyttur fjármálaráðherra Viðræður stóðu yfir í nótt um skuldaúrlausn Grikkja án þess að lending hafi náðst í málinu. Samsteypustjórn Lucas Papademos forsætisráðherra er sögð hafa náð saman um flesta þætti. Það sem helst stóð í mönnum var krafa lánardrottna gríska ríkisins um niðurskurður á lífeyrisgreiðslum hins opinbera. Með niðurskurðinum var vonast til að lækka hallann á grískum fjárlögum um 600 milljónir evra, jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Grískir ráðamenn munu hafa verið tilbúnir til að samþykkja helmingi lægri niðurskurð og fá þeir hálfan mánuð til að finna hugsanlega fitu í efnahagsreikningi ríkisins sem skera má af og fylla upp í það sem upp á vantar. Bandaríska dagblaðið Washington Post hermir að samkvæmt samkomulagi við lánardrottna Grikkja liggi fyrir drög að samkomulagi sem feli m.a. í sér að lágmarkslaun lækki almennt um 22%, æviráðningar muni heyra sögunni til og að 150 þúsund ríkisstarfsmönnum verði sagt upp á næstu þremur árum. Þreyttur fjármálaráðherra Blaðið segir að séð hafi á Evangelos Venezelos, fjármálaráðherra Grikkja, þegar hann kom af fimm klukkustunda löngum fundi með sendifulltrúum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eldsnemma í morgun og sagði blaðamönnum að hann væri nú á leið til Brussel. Hann ætli hann að reyna til þrautar að ná samningum við fjármálaráðherrum evruríkjanna síðar í dag í þeirri von að tryggja stjórnvöldum lánalínu upp á 130 milljarða evra svo það geti staðið við skuldbindingar sínar.
Mál þetta, sem dómtekið var 17. nóvember sl., var höfðað með birtingu stefnu fyrir lögmanni stefnda þann 8. nóvember 2008. Stefnandi er Blikk ehf., kt. 000000-0000, Eyrarvegi 55, Selfossi, en stefndi er Orri Henriksson, kt. 000000-0000, Kálfhólum 5, Selfossi. Var málið þingfest þann 19. nóvember 2008. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 1.041.103 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. júlí 2007 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmanna Hafnarfirði ehf., eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Stefndi sótti þing við þingfestingu málsins og lagði fram matsbeiðni frá 16. janúar 2008 þar sem óskað hafði verið eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta hvert teldist vera sanngjarnt endurgjald (vinna, efni og tæki) fyrir það verk matsþola að klæða sólhús matsbeiðanda að Kálfhólum 5, Selfossi, með koparplötum. Voru matsþolar stefnandi í máli þessu og F1000 ehf., kt. 000000-0000. Þá lagði stefndi fram fundargerð matsfundar frá 3. mars 2008. Stefndi lagði fram greinargerð þann 4. febrúar 2009. Krafðist hann þess aðallega að kröfu stefnanda um greiðslu dráttarvaxta yrði vísað frá dómi auk málskostnaðar og til vara að hann yrði sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnandi yrði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað. Þrautavarakrafa stefnda var að kröfur stefnanda yrðu lækkaðar verulega auk þess að stefnanda yrði gert að greiða stefnda málskostnað auk þess að kröfu stefnanda um dráttarvexti yrði vísað frá dómi. Var málið flutt um frávísunarkröfu stefnda þann 27. mars 2009 og þann 20. apríl sl. var henni hafnað með úrskurði. Þann 3. mars 2009 lagði stefndi fram í málinu matsgerð úr málinu M-1/2008, útgefna 3. október 2008. Þann 1. apríl 2009 óskaði stefndi eftir því að dómkvaddir yrðu tveir yfirmatsmenn til að meta sömu hluti og metnir voru í undirmati. Aðalmeðferð var ákveðin þann 28. maí sl. en frestað þar sem yfirmat lá ekki fyrir. Var aðalmeðferð ákveðin 15. september sl. en frestað að beiðni stefnda þar sem yfirmat lá enn ekki fyrir. Þann 14. október sl. óskaði stefndi eftir því að dómari kvæði upp úrskurð um hæfilegan kostnað vegna vinnu við yfirmatsgerð með vísan til 1. mgr. 66. gr. eml. Var þá bókað að til þess að hægt yrði að úrskurða um hæfilega þóknun til matsmanna yrði bæði matsgerðin og reikningur að liggja frammi en hvorugt hafði verið lagt fram. Var aðalmeðferð málsins ákveðin þann 17. nóvember sl. Við upphaf aðalmeðferðar krafðist lögmaður stefnda þess að henni yrði enn frestað þar sem stefndi hefði ekki haft fjárráð til að leysa til sín yfirmatsgerðina. Var þeirri kröfu hafnað af hálfu lögmanns stefnanda og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Skýrslur fyrir dómi. Hjörtur Þórólfur Jórmundarson, kt. 000000-0000, Skeiðarvogi 19, Reykjavík, framkvæmdarstjóri stefnanda, kom fyrir dóminn og kvaðst hafa gert stefnda reikning, dskj. 3, vegna vinnu stefnanda fyrir stefnda. Upphaf málsins hafi verið að Blikksmiðjan í Reykjavík hefði keypt Blikk ehf., og hefðu eigendaskiptin átt sér stað 1. júní 2007. Þá hafi vinna við verkið hjá stefnda verið hafin af fyrirtækinu F1000 ehf., og stefnandi síðan tekið verkið yfir. Stefnandi hefði því gengið inn í verkið en fyrri eigandi hefði verið búinn að fara yfir útfærslur og efniskaup með stefnda sem hefði samþykkt það. Stefnda hefði verið fullljóst um eigendaskiptin og þeir farið yfir framhald verksins. Stefnandi hefði því haldið áfram með verkið eins og búið var að leggja það upp með fyrri eigendum. Verkið hefði verið klárað af sama starfsmanni sem vann einnig að verkinu hjá fyrri eiganda. Stefnandi hefði notað 19 koparplötur í verkið. Kvað stefnandi stefnda hafa verið ósáttan við reikninginn eftir að hann hafði verið gefinn út og stefnandi því boðað stefnda til fundar. Engin niðurstaða hefði fengist úr þeim fundi. Hann hefði því boðað fyrri eiganda ásamt stefnda aftur til fundar í nóvember 2007 en stefndi ekki mætt á þann fund. Aðspurður um það um hvað hefði verið samið við stefnda, kvaðst stefnandi ekki geta fullyrt um hvað stefnda og fyrri eiganda hefði um samist en samningur stefnanda við stefnda var sá að stefnandi gengi inn í verkið og ekki hefði verið samið um fast verð. Vitnið Sigmar Sigursteinsson, kt. 000000-0000, Mánavegi 13, Selfossi, kom fyrir dóminn og kvaðst hafa unnið fyrir stefnanda við hús stefnda. Hefði vitnið unnið fyrst fyrir F1000 ehf., og eftir eigendaskiptin hefði vitnið unnið fyrir stefnanda við að setja upp koparplötur á húsið. Aðspurt kvaðst vitnið ekki geta sagt til um það hversu margar koparplötur hefðu verið lagðar á húsið eftir eigendaskiptin. Kvað vitnið að stefndi hefði fylgst með verkinu en hann hefði ekki gert neinar athugasemdir við vitnið. Alexander Jónatan Örvarrsson, 000000-0000, Dverghömrum 17, Reykjavík, tæknifræðingur gaf símaskýrslu fyrir dóminum og staðfesti matsgerð sína frá 3. október 2008. Málavextir. Í gögnum málsins liggur fyrir reikningur nr. 88, útgefinn 28. júní 2007 af stefnanda til handa stefnda, að fjárhæð 1.041.103 krónur, með eindaga 13. júlí 2007. Er tilgreint á reikningnum að hann sé vegna vinnu, 78 klukkustundir á 3.400 krónur stundina, samtals 265.200 krónur. Til stuðnings þeirri fjárhæð liggur frammi tímaskýrsla þar sem unnið er við verkið frá 1. til 14. júní 2007. Þá kemur fram vélarvinna, 78 klst., einingaverð 960 krónur eða samtals 74.880 krónur. Þá eru koparplötur 0,7 mm samkvæmt reikningi og efnislista 19 talsins og einingaverð 26.113 krónur eða samtals 496.147 krónur. Samtals hljóðar reikningurinn upp á 836.227 krónur auk virðisaukaskatts, 204.876 krónur, eða samtals stefnufjárhæð. Þann 21. nóvember 2007 ritaði lögmaður stefnda stefnanda bréf þar sem ofangreindum reikningi var mótmælt sem of háum og bersýnilega ósanngjörnum. Þann 11. janúar 2008 ritaði lögmaður stefnanda lögmanni stefnda bréf og skýrði fyrir honum eigendaskipti á stefnanda og tilurð reikningsins. Þá er tekið fram í bréfinu að aðilar hafi átt þrjá fundi saman þar sem málin voru skýrð. Var krafa stefnanda ítrekuð í bréfi þessu. Þann 4. mars 2008 ritaði lögmaður stefnanda lögmanni stefnda aftur bréf og ítrekaði kröfur stefnanda og aftur þann 10. mars 2008 þar sem unnið var að málinu vegna matsgerðar. Þá liggur matsgerð í málinu M-1/2008 frammi í þessu máli þar sem stefndi óskaði eftir því að matsmaður mæti hvert teldist vera sanngjarnt endurgjald (vinna, efni og tæki) fyrir það verk matsþola að klæða sólhús matsbeiðanda að Kálfhólum 5, Selfossi, með koparplötum og þess óskað að sundurliðað yrði hvert teldist sanngjarnt endurgjald til matsþola fyrir vinnulið, fyrir efni og fyrir tæki. Í matinu kemur fram að matsmaður hafi mælt upp alla klædda fleti sólhússins og reiknaðist honum til að það hefði þurft 34 til 36 plötur í verkið, allt eftir efnisnýtingu. Þá kannaði matsmaðurinn verð á koparplötum á þeim 0,7 mm plötum sem notaðar voru í klæðninguna. Telur matsmaður að eðlilegt plötuverð sé 27.480 krónur. Þá kemur fram að samtals séu reikningsfærðar 96 klukkustundir á verkið. Erfitt geti verið að reikna fram nákvæmt fermetraverð í verkum af þessari stærðargráðu, til þess séu óvissuþættir allt of margir og verkið of lítið. Kvaðst matsmaður hafa haft samband við tvo aðila, blikksmíðameistara með langa starfsreynslu og blikksmið með sérhæfingu í utanhússklæðningum eins og hér um ræðir. Báðum hafi komið saman um að tímafjöldinn væri fyllilega sanngjarn og eðlilegur. Þá kvað matsmaður að eðlilegt tímagjald á þessum tíma hafi verið 3.300 til 3.600 krónur án virðisaukaskatts og því tímagjaldið 3.400 krónur fyllilega eðlilegt. Þá er tekið fram að mismunandi sé hvort verkfæragjald sé reiknað inn í tímagjald eða reiknað sérstaklega. Algengara sé hjá blikksmiðum en iðnaðarmönnum í öðrum iðngreinum að hafa tímagjald og verkfæragjald sundurliðað, þ.e. að hafa tímagjaldið lægra og reikna verkfæragjaldið sérstaklega. Verkfæragjald sé ákveðin tala sem reiknist á hverja unna klukkustund. Algengt sé að sú tala sé 500 til 600 krónur án virðisaukaskatts. Í máli þessu sé verkfæragjald reiknað 550 krónur á klukkustund. Þá hlutfallar matsmaður verkliði niður á stefnanda og F1000 ehf., sem vann verkið að hluta þannig: Verkliðir Heildarverð F1000 Blikk ehf. koparplötur 934.320 412.220 522.120 Vinnuliður 406.368 76.194 330.174 Vélaleiga 65.736 12.326 53.411 Samtals 1.0406.424 500.720 905.705 Í niðurstöðum segir að viðmiðunarverð á koparklæðningu utanhúss sé mjög mismunandi eða frá 35.000-55.000 krónur á fermetra, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Hér sé klæddur flötur um 40 fermetrar, og matsmaður telji verð í þessu tilfelli vera 35.000-40.000 krónur á fermetra. Miðað við þá viðmiðun sé heildarkostnaður verksins á bilinu 1.400.000 til 1.600.000 krónur. Þá kveður matsmaður sig ekki hafa forsendur til að meta tímafjölda eða efnismagn hvors aðila fyrir sig í verkinu. Telji hann því að skipting sú sem reikningar gefi til kynna séu réttir og kveðst miða skiptingu sína við það. Málsástæður og lagarök stefnanda. Krafa stefnanda er byggð á reikningi stefnanda á hendur stefnda, dagsettum 28. júní 2007, að fjárhæð 1.041.103 krónur, með eindaga 13. júlí 2007, en hann kveður stefnda hafa keypt vinnu og efni við klæðningu fasteignar stefnda að Kálfhólum 5 á Selfossi af stefnanda. Samkvæmt þeim reikningi hafi farið 19 koparplötur til klæðningarinnar, samtals að fjárhæð 496.147 krónur, og vinna og vélarleiga verið að fjárhæð 340.080 krónur eða samtals 836.227 krónur auk virðisaukaskatts. Fyrir liggi að stefndi óskaði eftir að fá dómkvaddan matsmann til að meta verkið auk þess að meta einnig hlutdeild félagsins F1000 ehf., sem hafði unnið fyrri hluta verksins. Matsgerð þessari, sem unnin var af G. Albert Hallbertssyni byggingatæknifræðingi, hafi verið lokið 3. október 2008 og verið lögð fram í málinu þann 3. mars 2009. Stefnandi vísar til almennra reglna kröfu- og samningaréttar um efndir fjárskuldbindinga. Þá eru kröfur um dráttarvexti og vaxtavexti studdar við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Krafa um málskostnað styðst við XXI. kafla laga nr. 91/1991. Um varnarþing er vísað til 36. gr. 1. tl. , sbr. og 33. gr. laga nr. 91/1991. Lögmaður stefnanda lagði fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins og rökstuddi hann. Kvað hann málið hafa dregist mjög á langinn af hálfu stefnda. Þá hefði lögmaður stefnanda einnig mætt á fundi vegna yfirmatsbeiðni stefnda sem hefði verið óhjákvæmilegt þó svo að stefndi hafi ekki lagt það mat fram í málinu. Stefnandi ætti ekki að líða fyrir það. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður í máli þessu auk þess sem hann krefst þess að sér verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Til þrautavara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega auk þess að kröfu stefnanda um dráttarvexti verði vísað frá dómi þar sem vaxtafótur sé ekki tilgreindur né vísað til 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga kröfunni til stuðnings. Stefndi kom ekki fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins en í greinargerð hans segir að hann hafi í upphafi samið við F1000 ehf., um kaup á koparklæðningu og vinnu við uppsetningu klæðningar á sólhús stefnda að Kálfhólum 5, Selfossi. Þegar F1000 ehf. hafði nýhafið verkið hafi orðið breytingar á rekstri F1000 ehf., sem hefði selt rekstur sinn, og hefði stefnandi tekið við verkinu og lokið því í júní 2007. Þegar eigendaskiptin hefðu orðið hefði F1000 aðeins verið búið að líma 3 koparplötur á húsið. Sé rekið mál vegna þess verks fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Eftir að stefnandi hafi lokið verkinu í lok júní hefði stefndi fengið sendan reikning þar sem stefndi var krafinn um greiðslu fyrir uppsetningu á 19 koparplötum og fyrir vinnu í 78 klukkustundir. Stefndi sé krafinn um 26.113 krónur fyrir hverja koparplötu og telji stefndi reikning stefnanda vera rangan. Þá mótmælir stefndi fjölda vinnustunda. Þá telji stefndi það fjarstæðu að stefnandi og F1000 ehf. hafi samtals límt 34 plötur á húsið, útilokað sé að koma svo mörgum plötum á timburútveggi hússins, sem séu aðeins 40 fermetrar. Þá bendir stefndi á að samkvæmt matsgerðinni þá telji matsmaður að hlutfall stefnanda af verkinu sé samtals 905.705 krónur og því verði stefndi ekki dæmdur til að greiða stefnanda hærri fjárhæð, verði aðalkrafa stefnda um sýknu ekki tekin til greina. Stefndi mótmælir kröfu stefnanda um dráttarvexti og krefst þess að þeir dæmist ekki frá fyrri tíma en dómsuppsögudegi. Stefndi vísar í máli sínu til reglna samninga- og kröfuréttar. Þá vísar hann til laga um þjónustukaup nr. 42/2002, m.a. 6. gr. og 28. gr., og til laga nr. 50/2000, m.a. 45. gr. Kröfuna um málskostnað byggir stefndi á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991. Niðurstöður: Ekki er ágreiningur í máli þessu um að stefnandi hafi unnið fyrir stefnda við að setja upp koparplötur á sólhús stefnda að Kálfhólum 5, Selfossi. Þá er ekki ágreiningur um að stefnandi hafi með réttu gengið inn í verk F1000 ehf., þegar hann keypti fyrirtækið 1. júní 2006, þrátt fyrir að hafa breytt nafni fyrirtækisins í Blikk ehf. Stefnandi byggir á því að hann hafi með vitund og samþykki stefnda gengið inn í verk sem þegar var hafið og stefnandi lokið því verki. Samkvæmt vætti vitnisins Gests Ingibjörnssonar fyrir dóminum, sem vann að verkinu frá upphafi til enda, gerði stefndi aldrei athugasemdir við hann á meðan á verkinu stóð en hann hefði fylgst með framvindu þess. Samkvæmt niðurstöðum matsmanns er tímagjald stefnanda eðlilegt, verkfæragjald eðlilegt og verð á koparplötum eðlilegt. Matsmaðurinn kvaðst ekki hafa forsendur til að meta tímafjölda eða efnismagn hvors aðila fyrir sig í verkinu, þ.e. stefnanda og F1000 ehf., en eðlilegt verð á heildarverkinu sé 1.400.000 til 1.600.000 krónur. Þrátt fyrir að matsmaður geri tillögu að skiptingu verksins á milli stefnanda og F1000 ehf., þá kveðst hann í niðurlagi matsgerðarinnar ekki hafa forsendur til að meta tímafjölda eða efnismagn hvors aðila fyrir sig í verkinu. Hefur því ekkert fram komið sem styður fullyrðingar stefnda um að reikningur stefnanda sé of hár eða ósanngjarn. Með vísan til þess sem að ofan greinir og matsgerðar Runólfs Steingríms Gilbertssonar verða kröfur stefnanda teknar til greina og stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 1.041.103 krónur. Stefndi krefst þess í þrautavarakröfu sinni að dráttarvaxtakröfu stefnanda verið vísað frá dómi. Um þá kröfu stefnda var kveðinn upp sérstakur úrskurður þann 20. apríl sl. Er þessari kröfu stefnda hafnað með vísan til forsendna úrskurðarins en þar er talið að nægjanlegt sé að vísa til III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu í stefnu og þannig uppfyllt skilyrði d-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda dráttarvexti eins og í dómsorði greinir. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað. Stefnandi lagði fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins og rökstuddi hann. Verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda samtals 696.002 krónur í málskostnað. Karen Glúmsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Stefndi, Michael Svendsson, kt. 000000-0000, Kálfhólum 5, Selfossi, greiði stefnanda, Blikki ehf., kt. 000000-0000, Eyrarvegi 55, Selfossi, 1.041.103 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. júlí 2007 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 696.006 krónur í málskostnað. Soffía Semingsdóttir
Undantekningarlaust, þegar fólk slasast í umgengni við flugelda, er það vegna þess að það fer ekki að reglum, segir flugeldasali til 15 ára og segir ekki þörf á hertari reglum um flugelda heldur fræðslu. Uppákoman í Bergstaðastræti á nýársnótt hefur orðið til þess að umræða um flugelda, regluverk þeirra og umgengni hefur farið á flug. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær stendur til að herða reglur um flugelda á Íslandi, en þeir heyra undir vopnalög. Þessar breytingar taka til tilskipunar Evrópuþingsins þar sem settar eru fram grunnkröfur framleiðendum öryggi og skyldur aðildarríkja að tryggja að eingöngu sé hægt að setja flugeldavörur sem uppfylla ákveðnar kröfur á markað. Landsbjörg, sem flytur inn 80 prósent af öllum flugeldum, kaupir þá frá Kína. Samkvæmt tilskipuninni skal innflytjandinn tryggja að framleiðandinn uppfylli skyldur sínar í þessum efnum. Dreifingaraðilar skuli síðan gæta þess að farið sé að gildandi lögum um hvort flugeldavaran beri samræmismerkið CE. Dregist hefur að innleiða þessa tilskipun, en samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu hefur það ekki myndað sér skoðun á því hvort banna eigi sölu á stórum skotterta vegna slyssins í Bergstaðastræti. Einar Ólafsson, eigandi Alvöru flugeldar: Það ber að kveikja í flugeldunum við ákveðnar aðstæður, á opnu svæði. Bergstaðastræti verður nú seint flokkað undir breiðstræti. Þetta eru náttúrulega aðstæður sem farið er með tertuna í sem eru alveg fráleiddar miðað við, miðað við bara yfir flugelda yfir höfuð, burtséð frá þyngdinni á þeim. Nú, undantekningarlaust þegar að fólk er að slasa sig á flugeldum, þá er það bara einfaldlega of nálægt. Það fer ekki eftir þeim reglum sem skrifaðar eru utan á flugeldana eða með þeim bæklingum sem, sem fylgja með flugeldum og leiðbeina fólki á fjarlægðir. Einar hefur selt flugelda í 15 ár og segir að núgildandi regluverk sé ágætt. Það á einnig við um eftirlit slökkviliðs og lögreglu fyrir áramót. Hann ítrekar að fræðslan sé í raun það sem skiptir mestu máli. Einar Ólafsson: Þetta er sprengiefni. Flugeldar eru í eðli sínu hættulegir og þess vegna ber að fara með þá á ákveðinn hátt. Fyrst og fremst sé það umgengnin sem þurfi að bæta. Það er að segja að fólk lesi á leiðbeiningarnar á tertum eins og þessari hérna. Þessi hérna stóra terta er reyndar sambærileg þeirri sem sprakk í Bergstaðastræti um áramótin. Stór skotterta eins og þessi krefst þess að fólk sé í að minnsta kosti 100 metra fjarlægð frá tertunni. Það er augljóslega hægara sagt en gert í mörgum íbúðahverfum.
Hinsegin dagar byrja í dag. Þar verður fjölbreytninni fagnað með dansi, söng og öllum regnbogans litum. Kominn er tími til að flytja mannréttindin út, segir formaður Hinsegin daga. Hinsegin dagar verða settir með pompi og prakt í Háskólabíói í kvöld og standa hátíðarhöldin í 6 daga. Fjölmargir listarmenn koma fram í tilefni hátíðarinnar auk þess sem efnt er til fyrirlestra, bíósýninga og fleira. Eva María Þórarinsdóttir Lange er formaður Hinsegin daga. Hún segir þá hafa mikla þýðingu því sýnileikinn sé hluti af því að ná framförum. Hún segist gleðjast sérstaklega yfir því hvað þátttaka í hátíðarhöldunum er mikil og óháð kynhneigð. Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga: Saga okkar er í rauninni mjög, hvað á ég að segja, hröð eða við getum sagt svo. Að hérna það, ýmislegt hefur breyst á mjög stuttum tíma en, en hérna, en ég tel að við þurfum alltaf að standa vörð um okkar réttindi og að baráttunni sé aldrei í rauninni lokið og kannski næsta skref hjá okkur er að, er að hérna hreinlega að hefja útflutning á okkar mannréttindum og, og jafnvel bara vera fyrirmynd fyrir hinsegin samfélög erlendis og önnur lönd. Hápunktur hátíðarinnar er svo að sjálf sögðu gleðigangan sem verður á laugardaginn. Eva María Þórarinsdóttir Lange: Þetta er svona kannski okkar leið til þess að einmitt þakka fyrir okkur með gleðigöngunni. Og ég er alltaf eins og lítill krakki þegar að kemur að göngunni sjálfri. Ég fer alltaf að gráta. Að lokum skulum við heyra Hinseginkórinn flytja færeyska lagið Tá ið teir sóu landið eftir H. J. Höjgaard sem flutt var á hinsegin dögum í Færeyjum í lok júlí.
Hjúkrunarfræðingar og háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn hafa fengið sambærilegar launahækkanir og almenni markaðurinn hefur fengið undanfarin ár, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikilvægt sé að niðurstaða um kjör þeirra grafi ekki undan stöðugleika á vinnumarkaði. Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga standa í málaferlum við ríkið vegna laga sem sett voru á verkföll þeirra. Hjúkrunarfræðingar hafa stefnt ríkinu og BHM hefur áfrýjað til hæstaréttar héraðsdómi sem féll ríkinu í vil. Gerðardómur á að skera úr um hver laun félaga í báðum félögum verða. Og það hriktir í stoðum Landspítalans nú þegar hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa sagt upp í hrönnum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að auðvitað sé mjög mikilvægt að leysa úr kjaradeilunum á opinbera markaðnum. Hann segir að fylgni milli launaþróunar á almenna og opinbera markaðnum sé mjög mikil og hópar á almenna markaðnum noti launaþróun opinberra starfsmanna til að rökstyðja sínar kröfur og öfugt. „Núna erum við í þeirri stöðu að launaþróun alveg frá 2006 að telja er mjög áþekk bæði á almenna vinnumarkaðnum og hinum opinbera og sömuleiðis milli einstakra hópa á þessum vinnumarkaði. Hjúkrunarfræðingar geta ekki vísað til lakari launaþróunar heldur en almennt hefur verið í þjóðfélaginu. Það á heldur ekki við um háskólamenntaða starfsmenn hjá ríkinu. Þetta eru mjög sambærilegar launahækkanir sem þessir hópar hafa fengið og til dæmis gengur og gerist á almenna vinnumarkaðnum. Það er mjög mikilvægt að niðurstaðan í þessum deilum núna verði ekki til þess að grafa undan stöðugleika á vinnumarkaðnum. Það þýðir þá einfaldlega að það munu þá rakna upp kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ef að þessir hópar myndu knýja í gegn meiri launahækkanir heldur en var verið að semja um hér í vor,“ segir Þorsteinn. Það myndi þýða, segir hann, að efnahagslífið myndi fara í mun hraðari og ógnvænlegri vítahring en Friðrik Már Baldursson hagfræðiprófessor lýsti í fréttum RÚV í gær og fyrradag þegar hann talaði um hættu á hefðbundinni íslenskri kollsteypu. „Það er að segja að hefðbundin víxlhækkun launa og verðlags yrði nær óumflýjanleg og við myndum missa þennan stöðugleika mjög hratt frá okkur. Þannig að það er í efnahagslegu samhengi mjög mikilvægt að auðvitað að ná niðurstöðu með hjúkrunarfræðingum og háskólamenntuðum starfsmönnum hjá hinu opinbera almennt en að sama skapi að sú niðurstaða sé innan þess ramma sem að samið var um á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Þorsteinn
Framtíðarbíllinn MG Cyperster verður hreinn rafbíl sem nær 500 km drægni á einni hleðslu. Nýr hugmyndabíll frá MG hefur litið dagsins ljós alla vega á teikniborðinu hjá bílaframleiðandanum. Fyrsta myndin hefur birst af þessum framtíðarbíl sem nefnist MG Cyperster. Hér er um að ræða tveggja sæta sportbíl sem mun örugglega vekja athygli ef og þegar hann fer í framleiðslu. MG segir stefnuna að frumsýna hugmyndabílinn á bílasýningunni í Shanghæ síðla árs. Ekki er vitað mikið um bílinn nema að um er að ræða hreinan rafbíl og samkvæmt upplýsingum frá MG á hann að ná 500 km drægni á einni hleðslu eins og Tesla. MG Cyperster á að ná 100 km hraða á innan við 3 sekúndum þannig að hann verður gríðarlega snöggur upp. Bíllinn er sagður vera undir áhrifum í hönnun frá gamla góða MG B Roadster sem var fyrst kynntur árið 1962. Sá bíll var klassískur sportbíll og einn mikilvægasti bíll MG í þá daga þegar merkið var albreskt. Í dag er það í eigu Kínverja en með tenginu við Bretland engu að síður. Þannig sést breski fáninn Union Jack í afturljósunum á þessum hugmyndabíl eins og hjá Mini. Að öðru leyti er MG Cyperster mjög framúrstefnulegur í hönnun og mikið af LED ljósum að framan og aftan.
Sjálfskiptingar eru sífellt með fleiri gíra. Kostur þess er ekki síst sá að þá eru vélarnar sem næst réttum snúningi með tilliti til afls og eyðslu. Það er því margt til þess unnið að tryggja að svo sé og strangar reglur um minnkandi eyðslu bíla hefur rekið bílaframleiðendur til þessarar þróunar. Volkswagen er þessa dagana að vinna að 10 gíra sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu, en ekki er alveg ljóst fyrir hvaða bílgerðir sínar. Í fyrra greindi Volkswagen frá því að fjölgíra skiptingar sem þeir væru að þróa væri ætlaðar fyrir stærri bíla þeirra, svo sem VW Touareg og Audi A8 og væru ætlaðar eingöngu fyrir bíla með afturdrifi eða fjórhjóladrifi. Það hefur líklega ekki breyst og ætti þeir bílar sem fá þessa nýju skiptingu að lækka í eyðslu allt að 15%. Ekki passar þó þessi skipting með öllum vélargerðum Volkswagen, en hún þolir samt að vera tengd vélum sem eru með tog allt að 369 pund-fetum, sem þýðir að margar gerðir bíla Volkswagen bílafjölskyldunnar gætu þó fengið hana. Ford, General Motors og Hyundai eru einnig að þróa 10 gíra sjálfskiptingar og Chrysler 9 gíra skiptingu. Forstjóri Volkswagen Group, Dr. Martin Winterkorn, greindi frá þessari nýju 10 gíra sjálfskiptingu á ráðstefnunni International Vienna Motor Symposium í Vín en þar sagði hann einnig frá nýrri dísilvél Volkswagen sem nær 134 hestöflum úr hverjum lítra sprengirýmis, sem teljast verður ótrúlegt. Því væri t.d. Skoda Octavia með 2,0 lítra vél 268 hestafla bíll og algjör kraftaköggull.
Sé litið til síðustu aldamóta, ársins 2000 má sjá að konur voru 16% allra framkvæmdastjóra á Íslandi, sú tala var komin í 20% 10 árum síðar og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands var hlutfall kvenna af framkvæmdastjórum fyrirtækja 22% árið 2017. Karlarnir, í rannsókn Ólafar, Guðbjargar og Þorgerðar (2018), eiga auðveldara með að mæta þessum kröfum vegna þess að þeir eru líklegri en konurnar til að eiga maka sem vinnur styttri vinnudag en þeir og tekur á sig fjölskylduábyrgðina. Önnur atriði sem nefnd voru eru að skylda ætti fyrirtæki til að auglýsa stjórnenda-stöður, líkt og gert er í opinbera geiranum og að ráðningaferlið yrði að vera faglegt og gagnsætt. Ef skýringin liggur í eftirspurninni, þá eru ástæðurnar m.a. að karlar velja frekar karla, sérstaklega í stöður þar sem karlmenn eru í meirihluta (Koch, D‘Mello & Sackett 2015), ráðningar fara fram í gegnum óformlegt tengslanet (karla), og ráðningarferlið mismunar konum (Gabaldon, De Anca, Mateos de Cabo & Gimeno 2016). Einhverjar konur hika við að sækjast eftir ábyrgðarstöðum, því „þær eru með meiri þunga af heimilinu“. Til að sporna við því að einungis karlar sitji í stjórnum hefur verið brugðið á það ráð í nokkrum löndum að taka upp kynjakvóta. Íslenskar konur hafa verið mjög virkar á vinnumarkaði síðustu áratugi og er atvinnuþátttaka kvenna hér á landi með því allra mesta sem þekkist í heiminum (Hagstofa Íslands 2019) . Þessar niðurstöður ríma að hluta til við kenningar settar fram til að skýra hvers vegna hlutfall kvenna er lægra eftir því sem ofar dregur í skipuriti félaga. 1.2 Ráðningar í æðstu stöðurÍ rannsókn Holgersson (2013) á sænskum vinnumarkaði kom fram að helstu ástæður þess að karlar verða fyrir valinu þegar ráða á forstjóra reyndust þær að karlar velja fremur aðra karla, ekki vegna þess að þeir hafi neikvætt álit á konum, heldur vegna þess að þeim hugnast betur að velja ákveðna gerð karla. Staðan á Íslandi er í andstöðu við það sem Cook og Glass (2015) settu fram um að kynjasamsetning stjórnar hafi áhrif á líkurnar á því að kona verði fyrir valinu sem forstjóri og árangur hennar í starfi; konur eiga meiri möguleika á starfi forstjóra eftir því sem konur í stjórninni eru fleiri. Að því loknu var hlekkur á spurningalistann settur inn á þessar tvær lokuðu Facebook síður. Árið 2000 voru konur 10% stjórnarformanna í meðalstórum fyrirtækjum með 50 - 99 starfsmenn og hefur það hlutfall lítið hækkað frá síðustu aldamótum, eða úr 10% í 13%. Mismunandi hefur verið hversu mörg félög hafa verið skráð á íslenskum hlutabréfamarkaði en árið 2003 voru 35 félög skráð á aðallista og árið 2019 eru þau 18. Konur og karlar skulu njóta jafnréttis í hvívetna (Stjórnarskrá lýðveldisins, 65 gr. L. 97/1995, 3. gr.). Til þess að svara spurningalistanum ýttu þátttakendur á hlekk sem opnaði könnunina sem sett var upp á netinu. Það er illgerlegt, sérstaklega í einkageiranum, en fjandakornið, maður veit ekki hvað annað væri hægt að gera. Konur voru auk þess líklegri en karlar til að álíta að kynjahallinn stafi af ytri ástæðum á eftirspurnarhliðinni heldur en að ástæðanna sé að leita á framboðshliðinni, hjá konum sjálfum. Vinavæðing í ráðningum er ekki líkleg til að ýta undir afköst og árangur innan fyrirtækja heldur hitt að 221menn eru meðvirkir og ýmislegt leyfist sem ekki yrði horft framhjá eða liðið ef arðsemi og árangur væri ávallt í fyrirrúmi í rekstri. Þessu tengt er sterk staða karla í atvinnulífinu „þar sem þeir hafa tögl og hagldir þegar kemur að stjórnun og eignarhaldi fyrirtækja“. Samkvæmt ályktun þingsins skyldi 40% hlutfall kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækjanna hafa náðst fyrir árið 2020, sem er rétt handan við hornið. Af þessu má sjá að þetta er ekki óraunhæfur möguleiki. 206menningin og hugarfar að breytast, konur þurfa fleiri tækifæri og karlmenn að axla meiri ábyrgð á fjölskyldulífi. Þrátt fyrir að Ísland leiði listann þá hefur mikil umræða átt sér stað um stöðu kvenna í stjórnum og í æðstu stjórnendastöðum í íslenskum fyrirtækjum og svo virðist sem að langt sé í land, hvað fullt jafnrétti varðar. Þá er jafnrétti lögfest í Stjórnarskrá Íslands (nr. 33/1944) en þar segir í 65. gr. að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að einhverju öðru leyti. Konur eru líklegri til að sjá hindranir á eftirspurnarhliðinni en karlarnir að sjá hindranir á framboðshliðinni. Umræða og lokaorðSamkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu mun það taka rúmlega 100 ár til viðbótar að ná fullu jafnrétti. Í samningnum kom fram að fram til ársins 2013 skyldi konum fjölgað og að 217hlutfall hvors kyns yrði ekki undir 40% í lok tímans. Staðreyndin er því oft sú að fyrirtæki sem hafa meirihluta karla innan sinna raða og þar sem stjórnarmenn eru að mestu leyti karlar, fá til liðs við sig enn fleiri karla. Hverjar telja konur sem gegna stjórnunar- og leiðtogastöðum í íslensku atvinnulífi, vera helstu ástæður þess að engin kona er forstjóri í skráðu félagi í Kauphöll Íslands? Efla þarf konur og hvetja til þess að sækjast eftir æðstu stöðum í íslenskum fyrirtækjum og karlmenn þurfa að taka meiri þátt og axla aukna ábyrgð í fjölskyldulífi. Kleinjans (2009) heldur því fram að konur hafi minni áhuga á störfum á samkeppnismarkaði heldur en karlmenn, þær sækja frekar í störf þar sem minni samkeppni ríkir, jafnvel með lægri launum, frekar en að hella sér í samkeppnina þar sem hærri laun virðast fylgja. 1.4 Hvar liggur ábyrgðin ? Könnunin var lögð fyrir í lokuðum hópi félagskvenna á Facebook sem telur 1100 konur. Takmarkanir rannsóknarinnar eru m.a. lágt svarhlutfall en fjöldi svara gefur þó ákveðnar vísbendingar um afstöðu þeirra kvenna sem eru í æðstu stjórnendastöðum hér á landi. Í skýrslu Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins (2005) mátti greina hjá karlkyns viðmælendum að ekki skyldi rugga bátnum. Í könnuninni var meðal annars notast við fimm punkta Likert-kvarða spurningar, það er frá 1 til 5 þar sem eitt þýddi mjög sammála og fimm þýddi mjög ósammála. Þá þarf Icelandic Review of Politics and Administration Vol. Eftir efnahagshrunið árið 2008 urðu lífeyrissjóðir mikilvægir fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá kom einnig fram að það gæti orðið flókið mál að setja inn kynjakvóta í æðstu stöður fyrirtækja, hvort sem þau eru skráð á markað eður ei því „það er ekki hægt að neyða fyrirtæki að velja konu sem framkvæmdastjóra eða forstjóra af því að önnur fyrirtæki eru með karla í þeirri stöðu“. Þá var kannað til hvaða ráðstafana þurfi að grípa til að konur hljóti brautargengi sem æðstu stjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi. Líkt og í fyrri spurningunni bar tengslanetið á góma og að konur þyrftu að átta sig á því hvernig það virkar, „konur þurfa að vinna vel í sínu Networki“ og „benda á aðrar konur og hjálpast að“ og styðja betur við kynsystur sínar. Viðmælendur Írisar voru þeirrar skoðunar að kynjakvótar væru ekki rétta leiðin til að fjölga konum í stjórnunarstöðum innan fyrirtækja. Mikil umræða er um þessar mundir um stöðu kvenna í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum á Íslandi og fyrirtæki hvött til þess að auka hlut þeirra. Í þessari grein verður eingöngu greint frá niðurstöðum fjögurra spurninga. Rúmlega þriðjungur svarenda er í stöðu æðsta stjórnenda í fyrirtæki eða stofnun. Mesta aukningin er í stærri fyrirtæk jum, hlutfallið fer úr 6% árið 2000 í 18% árið 2017 og í allra stærstu fyrirtækjunum, þar sem engin kona var stjórnarformaður um síðustu aldamót, eru konur 13% stjórnarformanna árið 2017 (Hagstofa Íslands 2019). Innan OECD er meðalatvinnuþátttaka kvenna um 57%. Skiptar skoðanir voru um það hvort kynjakvótar væri lausnin svo jafna megi hlutfall kynjanna meðal æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja. Einnig já og nei spurningar, opnar spurningar, auk bakgrunnsspurninga. Ingibjörg H. Bjarnason lagði fram frumvarp árið 1927 þar sem lagt var til að konur fengju líka sæti í nefndum Alþingis sem þær höfðu ekki aðgang að og vörðuðu almenning. Samkvæmt þeim komust konurnar því eingöngu að borðinu vegna kyns síns. Stöðunni á Íslandi svipar til Noregs sem er einnig hátt á lista Alþjóðaefnahagsráðs-ins fyrir kynjajafnrétti en hefur heldur ekki gengið vel að jafna kynjahlutföllin í æðstu stöðum eins og kemur fram í skýrslu Teigen og Reisel (2017). Séu forstjórar og framkvæmdastjórar settir saman í flokk er rúmlega helmings svörun frá þessum hópi. Í leitar- og ráðningarferli æðstu stjórnenda verði til ákveðin endurgerð ímyndar hins fullkomna kandídats sem að jafnaði er með flest sömu einkenni og þeir sem í áhrifastöðunum eru, þ.e. mun fremur karl en kona. Karlar voru því fjölmennari í stjórnum 13 félaga og stjórnarformenn í 15 félögum. Nafnleyndar var gætt og tryggt að ekki væri hægt að rekja einstök svör til svarenda. Kynhlutverk karla og kvenna eru ólík og hefur það áhrif á hversu vel fólk þykir til þess fallið að gegna ákveðnum störfum eða hlutverkum (Eagly & Karau 2002). Þá segir í 1. mgr. 18. gr. laganna: Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Í rannsókn Kothari og Patra (2016) kom fram að konur eru ekki eins vanar því og karlar að sjá sig sjálfar sem stjórnarmeðlimi og þær hafa oft minni trú á getu sinni en karlar. Þetta styður við kenningar Kanter (1977) um hugtakið homosocial reproduction, þegar menn í valdastöðum ráða eftirmyndir sínar til starfa. Munurinn á íslensku lögunum og þeim norsku er sá að íslensku lögin ná til opinberra félaga, hlutafélaga, einkahlutafélaga, samlagsfélaga og lífeyrissjóða og ná til allra þeirra sem hafa fleiri en 50 starfsmenn. Lög um kynjakvóta í stjórnum félaga ná til fyrirt ækja með fleiri en 50 starfsmenn og má sjá á tölum um framkvæmdastjóra að því stærri sem félögin eru, því fleiri karlar eru við stjórnvölinn. 1.1 JafnréttiÁrið 1976 voru sett lög um jafnrétti karla og kvenna. Af stjórnarformönnum þessara 18 félaga voru þrjár konur. Önnur atriði voru að skylda ætti fyrirtæki og stofnanir til að auglýsa stöður, faglegra og gagnsærra ráðningarferli væri til bóta, valdefling kvenna og að hvetja þær meira til að sækjast eftir æðstu stjórnunarstöðum. Fjöldi fyrirtækjanna hefur aðeins rokkað og mikil breyting hefur orðið á hlutfalli kvenna meðal stjórnarmanna. Mörgum gætu þótt þetta óhugsandi tillögur en samkvæmt Financial Times (2015) hefur hinn breski banki Lloyds skuldbundið sig til þess að hlutfall kvenna í stjórnunar-stöðum verði að lágmarki 40% af þeim 8000 stjórnendum í æðstu stöðum félagsins árið 2020. Þar sagði Guðbjörg Linda að mörgu væri enn ósvarað, til að mynda hvort lögin myndu auka hlut kvenna í æðstu stjórnunarstörfum og hvort það yrðu smitáhrif út frá stjórnarsetu þeirra, hvort konum myndi fjölga í stjórnunarstöðum. Langflestir nefndu kynjakvóta og tengslanet. Í því skyni að leita skýringa á stöðunni var gerð könnun meðal forystukvenna í íslensku atvinnulífi. Nú, árið 2019, er engin kona forstjóri í skráðu félagi og hefur ekki verið frá árinu 2016. Sú fyrri gaf þátttakendum kost á að tilgreina alla þá þætti sem þeir töldu helstu ástæður þess að engin kona væri forstjóri í skráðu félagi hér á landi. Því næst er fjallað um rannsóknaraðferð og loks koma niðurstöður og umræður. Nokkrir nefndu að innleiðing kynjakvóta væri ekki óska úrræði en að kynjakvóti væri eina leiðin „til að koma á hugarfarsbreytingu og gefa konum tækifæri“. Þá má langur vinnudagur ekki þykja sjálfsagt mál meðal æðstu stjórnenda og þar spila margir aðilar inn í, s.s. hluthafar, stjórnir, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin. Þær sem höfðu tengslin náðu lengra en hinar sem ekki höfðu þau og reyndist mun erfiðara fyrir þær sem engin tengsl höfðu að komast að og að komast áfram innan greinarinnar. Breytingartillagan var svo samþykkt á Alþingi í marsmánuði 2010. Sérstaða þessarar rannsóknar byggir á því að leitað er til kvenna hér á landi sem nú þegar gegna stjórnunar- og leiðtogastöðum og þær beðnar að tilgreina hverjar þær telja vera helstu ástæður þess að engin kona er æðsti stjórnandi í skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Þarna er á ferðinni samstarfsverkefni atvinnulífsins og opinberra aðila um aðgerðir í atvinnulífinu. Einn þátttakandi orðaði þetta svo:Konum eru ekki gefin tækifæri líkt og karlmönnum, það er ekki sama trú á konum. Rímar það nokkuð vel við greiningu Þorgerðar Einarsdóttur og Gyðu Margrétar Pétursdóttur á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þætti tengslanets karla í viðskiptalífinu en það „felur í sér að samskipti milli karla fari fram á óformlegum nótum og að treyst sé á gamlan kunnings- eða vinskap þannig séu völd karla tryggð því að karlar hygli hver öðrum þegar komi að útdeilingu gæða, t.d. stöðuveitingum“ (2010, 244). Ýmsar ástæður voru nefndar fyrir því að konur fengju síður tækifæri m.a. mætti rekja það til gamalla viðhorfa um styrk karla, valdastöðu þeirra og ríkjandi viðhorf um að karlar séu sterkari og betri en konur. Einnig var það nefnt að karlar þyrftu að líta út fyrir „strákahópinn sinn og sitt nánasta umhverfi“, vera opnari fyrir nýju fólki, þ.e. konum. 2.2 Kynin í Kauphöllinni Frá því að kynjakvótalögin voru sett á Íslandi árið 2010 hefur ýmislegt breyst hjá skráðum félögum á aðallista Nasdaq Ísland. Lögin tóku strax gildi hjá opinberum hlutafélögum en einkahlutafélögum, hlutafélögum og samlagshlutafélögum var gefinn aðlögunartími fram til 1. september árið 2013. Árið 2019 er staðan allt önnur, hlutfall kvenna í stjórn er orðið 46% en í lok mars 2019 eftir að nokkur félög hafa haldið aðalfundi sína hefur konum fækkað sem stjórnarformenn, af 18 stjórnarformönnum eru einungis þrjár konur (EIGE 2019; Magnús Harðarson, munnleg heimild 2019). Þá eru rannsóknir sem sýna fram á að konur skorti kjark til þess að sækja um æðstu stöður (Erla Björk Gísladóttir 2011; Niederle & Yestrumskas 2008). Niðurstöðurnar má túlka sem ákall um aðgerðir. Bregðast þarf við núverandi ástandi, því þó að Íslendingar leiði ýmsa lista jafnréttis þá er langt í land. Þá þurfa konur að fjárfesta meira í fyrirtækjum og konur sem eru í áhrifastöðum í íslensku viðskiptalífi þurfa að láta meira til sín taka og hafa áhrif á að konur séu ráðnar sem æðstu stjórnendur. Þar segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, „Þrátt fyrir góða stöðu jafnréttismála á Íslandi í alþjóðlegum samanburði þá sýnir staða kvenna í stjórnendastöðum að það er svigrúm til að gera mun betur í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri og innan 100 stærstu fyrirtækja landsins“ (Stjórnarráð Íslands 29. mars, 2019). Samkvæmt upplýsingum frá OECD (2019) er þetta mun hærra hlutfall en þekkist í löndunum í kringum okkur, því meðaltalið innan OECD er 57%. Einn þátttakandi komst svo að orði varðandi kynjakvóta:Merkilegt að þar sem kynjakvóti er kominn í stjórnir að rödd kvenna þar sé ekki sterkari en svo að konurnar sem þar sitja ná ekki að leggja sitt á vogarskálarnar og stuðla að því að konur séu ráðnar í forstjóra-stólinn. Is the supply limited or is there no demand for women CEOs? Karlar voru þó líklegri til að líta síður til eftirspurnarskýringa en samt sem áður ekki líklegri til að styðja framboðsskýringar. Þessir tveir hópar voru sérstaklega valdir þar sem þessar konur hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af stjórnunar og leiðtogastörfum auk þess sem margar þeirra hafa mikla reynslu af stjórnarstörfum. Annað sem var nefnt var, var að fjárfestar eins og lífeyrissjóðir ættu að gera ríkari kröfur um aukið jafnrétti í stjórnunarstöðum, það væri hluti af samfélagslegri ábyrgð þeirra. Þá hafa aðrar rannsóknir sýnt fram á að það styrki frekar stjórnir félaga ef gætt er að jöfnu hlutfalli kynjanna, það hefur áhrif á ásýnd, afkomu og sýnir sig jafnvel í faglegri vinnubrögðum (Carter, Simkins & Simpson 2003; Adam & Ferriera 2009). Þetta gæti verið skýringin á því hvers vegna svo fáar konur sitja í stjórnum eða gegna æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjum, að karlar velji frekar karla (De Anca & Gabal-don 2013). Þá eru konur frekar framkvæmdastjórar í litlum fyrirtækjum, með 1-10 starfsmenn og konur eru í forsvari fyrir 13% stærri fyrirtækja, með fleiri en 50 starfsmenn. Slíkt mætti setja í eigendastefnu félaga, að hlutfall hvors kyns yrði ekki undir 40% í framkvæmdastjórnum félaga. FKA hefur komið af stað nýju verkefni ásamt Velferðarráðuneytinu og samstarfsaðilum úr viðskiptalífinu sem nefnist Jafnvægisvogin. Árið 2010 var hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga samkvæmt gögnum European Institute for Gender Equality (2019) tæp 16%. Laufey Axelsdóttir og Sigtona Halrynjo (2018) könnuðu viðhorf yfirstjórnenda í Noregi og á Íslandi til kynja-211hallans, með áherslu á hvað útskýrir hann og á leiðir til úrbóta. Árið 2009 varð svo Jó-hanna Sigurðardóttir fyrst kvenna forsætisráðherra Íslands. Alls tóku 186 konur þátt í könnuninni og helstu niðurstöður eru þær að meirihluti svarenda telur aðgerða þörf, jafnvel lagasetningar sem kveður á um að kynjakvóti verði settur á æðstu stjórnunarstöður. Ýmis önnur atriði voru nefnd, en ekki skýrð sérstaklega s.s. áhugaleysi kvenna, menning og hefðir sem hafa viðgengist í íslensku viðskiptalífi, viðhorf og fordómar gagnvart konum í æðstu stjórnendastöðum. 4.1 Helstu ástæður þess að engin kona er forstjóri í skráðu félagi Í svörunum kom fram sá rauði þráður að karlar réðu lögum og lofum á þessum vettvangi, að ákveðið „karlaveldi“ væri til staðar í kringum æðstu stjórnunarstöður. Hópurinn er lokaður félagsskapur kvenna og var könnunin lögð fyrir í gegnum leynilega Facebook síðu hópsins, sem telur 225 konur. Kyn-hlutverkin eða staðalmyndir kynjanna hafa áhrif á viðhorf til karla og kvenna í æðstu stjórnendastöðum vegna þess að leiðtogahlutverkið er álitið útheimta eiginleika sem falla betur að karllægri staðalmynd. Þá starfa 76% í einkageiranum og 18% hjá hinu opinbera. Höfundar vildu ná fram viðhorfi kvenstjórnenda og leiðtoga og skoðunum þeirra á því hvers vegna þær telja að engin kona sé forstjóri í skráðu félagi og hvað þurfi að gera til þess að breyta stöðunni. Sé litið til dagsins í dag og til kvenna sem nú eru í æðstu stöðum í samfélaginu má fyrsta nefna forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrínu Jakobsdóttur. Heldur hefur dregið úr stuðningi við karllæga ímynd leiðtogans, en karlar eru þó enn líklegri en konur til að aðhyllast íhaldssamar staðalmyndir (Koenig, Eagly, Mitchell & Ristikari 2011). Markmið greinarinnar er að skoða hvað veldur því að engin kona gegnir stöðu forstjóra í skráðu félagi á Íslandi og til hvaða ráðstafana er hægt að grípa til þess að auka hlutdeild þeirra í æðstu stjórnunarstöðum að mati kvenna sem eru í áhrifastöðum í íslensku samfélagi. En að öðrum ólöstuðum og örlítið nær í tíma fer fremst í flokki fyrrverandi forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrst kvenna í heiminum til þess að vera lýðræðislega kjörin forseti árið 1980. Fjölmörg önnur atriði voru nefnd sem leiðir til að bæta brautargengi kvenna í æðstu stjórnendastöður. Norsku lögin gilda hins vegar aðeins fyrir félög með fleiri en 200 starfsmenn. Niðurstöður rannsóknar Ahern og Dittmar (2012) sýna að þau fyrirtæki sem þurftu að auka hlut kvenna í stjórn vegna kynjakvótans voru sum hver að taka inn konur sem höfðu minni reynslu af stjórnarstörfum, í stað þess að velja karla með meiri reynslu. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum (10/2008). Á áttunda áratugnum kom fram hugtakið glerþak til að lýsa þeim hindrunum sem halda konum frá æðstu stjórnendastöðum en þegar konur tóku að ná að brjótast í gegnum glerþakið beindist athyglin að fleiri hindrunum og má t.d. nefna hugtakið völundarhúsið (Eagly & Carli 2007). Þegar spurt var beint hvort setja ætti sérstakan kynjakvóta á stjórnunarstöður innan fyrirtækja hér á landi voru 111 samþykkir því eða tæp 60% og 75 eða rúmlega 40% andvígir. Árið 2000 birti örlítið til, sett voru ákvæði í jafnréttislög um að jafnt hlutfall karla og kvenna skyldi vera í opinberum ráðum, nefndum og stjórnum, þar sem því yrði komið við (nr. 96/2000). Horfa þarf meira til rekstrarlegs árangurs en ekki einungis vinnuframlags. Á Íslandi er 21 lífeyrissjóður og eru nokkrir þeirra litlir, með sameiginlegt skrifstofuhald og framkvæmdastjóra. Þær þurfi að vera duglegri að greiða leið annarra kvenna, hvetja og gefa góðar umsagnir um þær konur sem eru að ná árangri, hjálpa hverri annarri að komast inn í stjórnir fyrirtækja og fá viðtöl í fjölmiðlum. Þá hefur fyrsta skrefið verið stigið í Bandaríkjunum varðandi innleiðingu kynjakvóta, en 30. september 2018 voru samþykkt lög sem skylda opinber fyrirtæki sem hafa höfuðstöðvar í Kaliforníu að hafa að lágmarki eina konu í stjórn, frá og með árinu 2019 (Saba 2018). Markmiðið þá var að fjölga konum í framvarðasveit íslensks atvinnulífs. Þátttakendur þessarar rannsóknar leggja ýmislegt til, en frekari rannsókna er þörf, t.a.m. á ráðningarferlum í stöður á einkamarkaði og hjá hinu opinbera. Þeir sem eru hvað mest á móti slíkum kvótum telja þá ganga gegn lögmálum samkeppni á markaði og þeirri meginreglu að sá hæfasti sé fenginn til starfans (Financial Times 2015). Fyrsta landið á heimsvísu til að setja kynjakvóta fyrir stjórnir félaga var Noregur árið 2003 og markmiðið var að fjölga konum í stjórnum sem þóttu alltof fáar, en árið sem 213lögin voru sett voru konur 20,3% stjórnarmanna í skráðum félögum. Karlar séu líklegri til að hygla karlmönnum frekar en konum og þær fái ekki sömu tækifæri og karlar. Ástandið hefur vissulega batnað frá árinu 2000 þegar aðeins 2% kvenna, sem reyndar þarf að ræða um í eintölu, þar sem aðeins 1 kona var framkvæmdastjóri í félagi með fleiri en 250 starfsmenn, en árið 2017 var hlutfallið komið í 13% (Hagstofa Íslands 2019). Því mætti ætla að staðan væri mjög góð þegar kemur að þátttöku kvenna í æðstu stjórnunarstöðum á íslenskum vinnumarkaði. Það kom einnig fram að konur sem ættu sæti í stjórnum þessara félaga þyrftu að „…standa í lappirnar þegar verið er að ráða forstjóra … þær eru orðnar margar hverjar mun betur menntaðri en karlmennirnir, en einhverra hluta vegna ná þær ekki í gegnum þakið“. Líkt og mynd 2 sýnir voru konur einungis 4% stjórnarmanna árið 2003 og engin kona stjórnarformaður. Holgersson og Tienari (2015) telja að útilokun kvenna frá æðstu stöðum byggist ekki á beinni mismunun gagnvart konum heldur á því að ákveðin gerð karla, sem teljast hafa rétta bakgrunninn, vera á rétta aldrinum, með rétta útlitið, og rétta lífsstílinn, er tekin fram yfir aðra. Einn þátttakandi nefndi eftirfarandi varðandi lögfestingu kynjakvóta:Hinsvegar er gagnslaust að hafa handstýringu eins og kynjakvóta ef lögunum er ekki fylgt eftir og það eru engar afleiðingar af því að fara ekki eftir þeim. Einn þátttakandi sagði að konur ættu að stofna „skjall-bandalög“ þar sem tengslanetið yrði notað til að mæla með öðrum konum, koma þeim á framfæri, því ef hver hugsar bara um sig „þá munum við ekki ná árangri“. Slíkt getur haldið aftur af þeim að sækja í æðstu stöður. Listinn var svo leiðréttur og bættur út frá tillögum þeirra en athugasemdirnar sneru fyrst og fremst að röðun spurninga á listanum. Ástæður þess að skráð félög í Kauphöll Íslands urðu fyrir valinu eru þær að þar gegnir engin kona forstjórastöðu, í öðru lagi að ríkar skyldur hvíla á fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina, svo sem varðandi tilkynningar um rekstur og afkomu fyrirtækjanna. Þorgerður J. Einarsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Valdimarsdóttir (2019) könnuðu tengsl viðhorfa íslenskra stjórnenda til kynjakvóta og í hverju þeir telja að útskýringar á kynjahallanum liggi. Ef kynjahallinn skýrist af framboðinu, þá liggja ástæðurnar hjá konum, þær sækja síður um stöður eða framgang, þær setja fjölskylduna í forgang fremur en starfsferilinn, þær hafa minni áhuga á ábyrgðarstöðum o.s.frv. , Lögin tóku gildi á árunum 2006-2008 og í lok árs 2008 var hlutfall kvenna komið í tæp 43% (European Institute for Gender Equality (EIGE) 2019). Fyrir það fyrsta voru konur líklegri en karlar til að styðja kynjakvóta, en einnig voru þau sem álíta kynjahallann fremur vera vegna umhverfisþátta, eða á eftirspurnarhliðinni, líklegri til að styðja kynjakvóta. 15, Issue 2 (205-228)© 2019 Contact: Ásta Dís Óladóttir, [email protected] first published online Desember 17th 2019 on http://www.stjornmalogstjornsysla.isPublisher: Institute of Public Administration and Politics, Gimli, Sæmundargötu 1, 101 Reykjavík, IcelandStjórnmál & stjórnsýsla 2. tbl. 15. árg. 2019 (205-228) Fræðigreinar© 2019 Tengiliður: Ásta Dís Óladóttir, [email protected] 17. desember 2019 - Birtist á vefnum http://www.stjornmalogstjornsysla.isÚtgefandi: Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Gimli, Sæmundargötu 1, 101 ReykjavíkDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.2.4This work is licensed under a Creative Commons Attribution 3.0 License. Ójöfn staða kynjanna á vinnumarkaði hefur mikið verið rannsökuð og líkt og áhrifarit Snjólfs Ólafssonar o.fl. (2019) sýnir, þá er orsakasamhengið flókið og spanna áhrifaþættir allt frá staðalmyndum kynjanna og ójafnri fjölskylduábyrgð til kynjaðs námsvals og ábyrgðar stjórnenda. Hér er um að ræða konur sem nú þegar eru í stjórnunar- og leiðtogastöðum, konur sem sitja í stjórnum félaga og konur sem eiga fyrirtæki á Íslandi. Þá var Agnes M. Sigurðardóttir fyrsta konan sem kjörin var biskup Íslands árið 2012, Sigríður Björk Guðjónsdóttir var fyrst kvenna skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu árið 2014, Alma Dagbjört Möller varð fyrsta konan sem skipuð var landlæknir, árið 2018 og Bergþóra Þorkelsdóttir var fyrst kvenna skipuð forstjóri Vegagerðarinnar 2018. Árið 2010 var hlutfall kvenna í stjórn skráðra félaga á Íslandi tæp 16% en fór í rúm 48% 2013 þegar lögin höfðu tekið fullt gildi (EIGE 2019). Hægt væri að byrja á stærstu fjárfestum á Íslandi, lífeyrissjóðunum, að þeir myndu í gegnum eignarhlut sinn í skráðum félögum beita sér markvisst fyrir því að konum fjölgi í æðstu stjórnunar-stöðum. Sé litið á árin eftir að kynjakvótalögin voru sett á, hefur hlutfallið hækkað og er það hæst árið 2017 í stærstu fyrirtækjunum, eða tæp 39% (Hagstofa Íslands 2019). Viðfangsefnið samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er ekki að auka framboðið, heldur eftirspurnina. Vissulega er þetta lágt svarhlutfall og veitir eingöngu vísbendingu. Þeir eru stærstu fjárfestarnir í skráðum félögum á Íslandi og tilnefna fólk í stjórnir félaganna. Því verða,,vinir karlanna “ sem þeir eru í nánum tengslum við oft fyrir valinu. Til hvaða ráðstafana telja konur sem gegna stjórnunar- og leiðtogastörfum í íslensku atvinnulífi, að þurfi að grípa til svo konur hljóti brautargengi sem æðstu stjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi? Fulltrúar ráðningarfyrirtækja í Svíþjóð og Finnlandi telja erfitt að finna nógu margar konur sem uppfylla þær kröfur sem fyrirtækin setja en þegar konur eru á þeim lista mögulegra kandídata sem kynntir eru fyrirtækinu þá eru konurnar fljótt strikaðar út vegna þess að kröfurnar breytast eða vegna þess að efast er um vilja kvennanna til að takast á við krefjandi forstjórastarf (Tienari, Merilainen, Holgersson & Bendl 2013). Ekki er fullt samræmi í niðurstöðum þeirra og niðurstöðum Lauf-eyjar Axelsdóttur og Sigtonu Halrynjo (2018) en þær sýndu ekki afgerandi kynjamun. Hugtakið raungerist í viðskiptalífinu þegar karlar velja karla til starfa, hygla þeim og styðja til valda (Þorgerður Einarsdóttir & Gyða Margrét Pétursdóttir 2010). Rannsókn Paustian-Underdahl, Walker og Woehr (2014) sýndi að körlum finnst frekar óvanalegt að konur gegni stjórnarsetu og að konur sem sýna sömu eiginleika og karlar og beita hörku séu álitnar yfirgangssamar og jafnvel frekar og getur það haft áhrif 210á velgengni þeirra að klífa metorðastigann. Í rannsókn Ástu Dísar Óladóttur og Guðfinnu Pétursdóttur (2018) á stöðu kvenna í sjávarútvegi kom fram að tengsl höfðu hvað mest áhrif á stöðu kvenna og framgang innan sjávarútvegsins. 1.5 KynjakvótarÍ mars mánuði árið 2010 voru samþykkt lög á Íslandi um að hvort kyn skyldi vera að lágmarki 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli (nr. 13/2010). Hlutfall kvenna í stjórnum félaga hefur aldrei verið hærra en árið sem lögin tóku gildi. Einungis 223fjögur af 18 skráðum félögum eru með sama forstjóra og fyrir lagasetninguna og aðeins ein kona kom inn á þessu tímabili en hún hefur látið af störfum. Könnunin stóð yfir í eina viku, frá 28. febrúar til 8. mars 2019. Áhersla áhrifaritsins er að draga fram aðgerðir sem stuðlað geta að því að jafna stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi og eru niðurstöðurnar að þær aðgerðir sem skilað geti árangri séu „kynjafræðsla á öll skólastig“, að „fæðingarorlof verði bætt verulega“ og „lögbinding jafnlaunavottunar“ (80). Þá er jafnframt hvatt til sanngirni á vinnumarkaði sem stuðli að jafnrétti og að starfsfólk verði að skynja að það er borið saman við aðra starfsmenn út frá hæfileikum sínum. Gneezy, Niederle og Rustichini (2003) halda því fram að konur hafi minna sjálfstraust en karlar og þurfi því meiri stuðning og hvatningu, sérstaklega ef þær starfa í karllægu samkeppnisumhverfi. Áhugavert væri í framhaldi þessarar rannsóknar að gera sambærilega rannsókn meðal íslenskra karla sem gegna æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjum hér á landi og fá fram sjónarmið þeirra. Hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga á Íslandi 2003 - 2019 Heimild: European Institute for Gender E quality ( 2019 ), framsetning höfunda Mynd 2. ÚtdrátturSamkvæmt niðurstöðu úttektar Alþjóðaefnahagsráðsins fyrir árið 2018 mun það taka heimsbyggðina rúmlega 100 ár að ná fullu jafnrétti. Rúmlega 6% starfa á öðrum vettvangi. Konur á hinn bóginn hafa „ósamfelldari starfsferil“ og „fæðingarorlof hjálpar ekki til og gerir fyrirtækjum erfiðara að fjárfesta í þjálfun kvenna “. Ljóst er að þau markmið náðust ekki. Hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga á Íslandi 2003-2019 Heimild: European Institute for Gender Equality (2019), framsetning höfunda. Spurningalistinn innihélt 11 spurningar auk bakgrunnsbreyta og opnu spurningarinnar „er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?“ Þá hafa fleiri lönd fylgt í kjölfarið. Þó konur séu virkar á vinnumarkaði, þá er athyglisvert að skoða hvert hlutfall þeirra er í stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi og hver þátttaka þeirra hefur verið í stjórnum fyrirtækja á Íslandi frá síðustu aldamótum. Kynjakvótalög á stjórnir voru sett hér á landi árið 2010 og mikil breyting hefur orðið á fjölda kvenna sem gegna stjórnarsetu í kjölfar lagasetningarinnar. Einn þátttakandi var algerlega andsnúin kynjakvótum í stjórnum þegar þeir voru lögleiddir, en viðhorfið hafði breyst: Ég var algerlega andsnúin þeim fyrst en núna er ég mjög hlynnt þeim. Hverjar telja konur sem gegna stjórnunar- og leiðtogastöðum í íslensku atvinnulífi, vera helstu ástæður þess að engin kona er forstjóri í skráðu félagi í Kauphöll Íslands? Þá hefur Royal Bank of Scotland gefið það út að þriðjungur af 600 stjórnendum þeirra verði konur árið 2020. Markmið laganna var að stuðla að jafnrétti kynjanna á öllum sviðum þjóðfélagsins. Þetta er þvert á það sem þátttakendur í þessari rannsókn telja varðandi Ísland, því 96% svarenda telja nóg af hæfum konum hér á landi. Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir teldu nægt framboð af hæfum konum til að gegna stöðu æðstu stjórnenda hér á landi sagði meirihluti svarenda, 178, eða tæp 96% svo vera, 4% voru á öndverðum meiði. Þá var nefnt að upplýsa þurfi betur þá sem stjórna „að fjölbreytni skili árangri“ og að breyta þurfi ríkjandi viðhorfi. Markmið greinarinnar er að skoða hvað veldur því að engin kona gegnir stöðu forstjóra í skráðu félagi á Íslandi og til hvaða ráðstafana er hægt að grípa, að mati kvenna sem nú þegar gegna stjórnunar- og leiðtogastöðum, til þess að auka hlutdeild kvenna í æðstu stjórnunarstöðum. Á mynd 1 má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað frá síðustu aldamótum meðal framkvæmdastjóra, stjórnarmanna og stjórnarformanna í fyrirtækjum á Íslandi. Einn þátttakandinn sagði, „Það þarf inngrip og það þarf að byrja hjá stærstu eigendunum, lífeyrissjóðunum. Holgersson bendir ennfremur á að ekki sé um andúð á konum að ræða, karlarnir séu meðvitaðir um þær hindranir sem konur mæta, 209en í ráðningaferlinu eru kröfurnar aðlagaðar að körlunum og ólíkar kröfur gerðar til kvenna. Sitja konur við sama borð og karlar? Íris Einarsdóttir skoðaði í bakklár ritgerð sinni við Háskóla Íslands 2017, viðhorf 214stjórnenda ráðningarfyrirtækja á Íslandi til kynjakvóta á framkvæmdastjórnarstöður. Konur eru líklegri en karlar til að bera meiri fjölskylduábyrgð, vegna staðalmynda kynjanna þykja þær síður hæfar í leiðtogastöður, þær hafa takmarkaðri aðgang að tengslaneti og mentorum og verða fyrir mismunun þegar kemur að launum, æðstu stöðum og stöðuhækkunum (Carli & Eagly 2016). Því er ljóst að þróunin hefur verið afar hæg síðustu 18 ár. Alls voru 94.000 konur á vinnumarkaði í lok árs 2018 og er atvinnuþátttaka þeirra því tæp 78% á móti 85% atvinnuþátttöku karla á sama tíma (Hagstofa Íslands 2019). 2.2 Kynin í Kauphöllinni Frá því að kynjak vótalögin voru sett á Íslandi árið 2010 hefur ýmislegt breyst hjá skráðum félögum á aðallista Nasdaq Ísland. Markvissari tengslamyndun kvenna innan viðskiptalífsins ásamt markvissri umræðu um kosti fjölbreytni getur haft þar áhrif. Atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Hugtökin homosociality, að vilja fremur eiga samneyti við fólk af sama kyni, og homo-social reproduction, þegar menn í valdastöðum ráða eftirmyndir sínar til starfa, hafa verið notuð til að útskýra hvers vegna einsleitur hópur karla er í helstu áhrifastöðum (Kanter 1977). , Þá settu Norðmenn refsiákvæði í sín lög, eitthvað sem íslensk stjórnvöld gerðu ekki (Aðgerðarhópur um launajafnrétti 2014). Það er verkefni stjórna að ráða æðstu stjórnendur og með hliðsjón af góðum stjórnarháttum og stefnu fyrirtækja væri hægt að ná þessu markmiði. Þetta er í takti við niðurstöður rannsóknar Ólafar Júlíusdóttur, Guðbjargar Lindu Raf-nsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur (2018) sem sýndi að ójafna stöðu karla og kvenna í leiðtogastöðum á íslenskum vinnumarkaði megi rekja til vinnuskipulags og menningar vinnustaða annars vegar, og skiptingu fjölskylduábyrgðar hins vegar. Enn fremur gátu þátttakendur rökstutt svar sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem FKA ræðst í átaksverkefni sem þetta, en árið 2009 var undirritaður samstarfssamningur á milli Viðskiptaráðs Íslands, FKA og Samtaka atvinnulífsins. Einn þátttakandi orðaði þetta svo:Karlmenn [eru] í stjórnum félaganna sem ráða ráðningum. Svarendur máttu skrifa eins mikið og þeir töldu nauðsynlegt. Misjafnt er eftir löndum hvernig sá kynjakvóti er útfærður og til hvaða fyrirtækja hann nær. Efnisorð: Kynjakvótar; æðstu stjórnendur; homosociality; framboð; eftirspurn; staðalmyndir. Á meðan yfir þrír fjórðu kvenna voru þeirrar skoðunar að íhaldssamar staðalmyndir kynjanna hindri konur var innan við helmingur karla sömu skoðunar. Þessar stjórnir „velja og vilja einstakling sem þær þekkja og geta haft áhrif á“. Alls svöruðu 186 konur sem er 14% svarhlutfall. En þótt Evrópusambandið hafi ekki sett lög þá eru ýmis lönd innan Evrópu sem hafa fylgt í fótspor norrænu þjóðanna tveggja, lönd eins og Spánn, Ítalía, Grikkland, Frakkland, Holland, Austurríki og Belgía. Karlar í forstjórastöðum voru líklegri en aðrir til að útskýra kynja-hallann með framboðsskýringum. Þessar kröfur falla vel að ímynd ráðandi karlmennsku (Connell & Messerschmidt 2005) í starfi stjórnandans sem tekur vinnuna fram yfir fjölskyldulífið (Mumby 1998). Það gengur ekkert annað, sérstaklega þar sem stjórnirnar eru ekki að standa sig og stærstu hluthafarnir á markaði eru algjörlega passífir og þá á ég við lífeyrissjóðina, enda þeim að mestu stjórnað af körlum í framkvæmdastjórastólunum. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafa ekki veitt konum á Íslandi aukin völd innan stjórna fyrirtækjanna“ (Viðskiptablaðið 2018). Þá eru konur varaformenn stjórnar í átta félögum en hvergi er staðan þannig að konur gegni hlutverkum formanns og varaformanns í sama félagi, en í fjórum félögum eru karlar bæði stjórnarformenn og varaformenn (af heimasíðum skráðra félaga 15. mars 2019). Áhugaverð niðurstaða rannsóknar þeirra var að konur í svarendahópnum á Íslandi voru mun meira fylgjandi skýringunni að of mikið væri um ráðningar í gegnum óformlegt tengslanet heldur en aðrir svarendur á Íslandi og Noregi. Ástæðan er ekki sú að skortur sé á hæfileikaríkum konum til að sinna starfi æðstu stjórnenda, en þar sem karlar væru í meirihluta þeirra sem taka ákvarðanir um ráðningu forstjóra þá væri möguleiki kvenna takmarkaður. Síðan hefur þessum lögum verið breytt nokkrum sinnum og í dag eru í gildi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (nr. 10/2008). Kjör Vigdísar varð fordæmi sem hefur gjörbylt stöðu kvenna víða um heim. Íslenskar konur hafa átt fyrirmyndir á hinum ýmsu sviðum. Þetta verður eins konar vítahringur þar sem einstaklingar eru líklegri til sækja í sér um líka og því líklegri til að fá inn aðila sem búa yfir svipuðum eiginleikum, hvort heldur til stjórnarstarfa eða í forstjórastólinn. Það kom skýrt fram hjá þátttakendum að öflugt tengslanet karla getur skýrt þetta að hluta þar sem tengslanet karla horfir síður til kvenna og þekkingar þeirra. Þar hafa karlmenn tögl og hagldir, af 18 framkvæmdastjórum eru 16 karlar. Sé litið til stjórnarstarfa, hefur staðan víða verið þannig að karlar sitja frekar við stjórnarborðið en konur. Karlar fái því fleiri tækifæri, meiri reynslu og þjálfun yfir starfsævina sem veitir þeim ákveðið forskot. Ógagnsætt ráðningarferli, staðalímyndir, spilling og vinavæðing. Þá hyggjast stjórnvöld leggja sín lóð á vogarskálar í þessum efnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Margrétar Þorvaldsdóttur (2012) hafa karlar og konur í stjórnunarstöðum á Íslandi ekki sömu sýn á það hvað hindri konur í að ná æðstu stjórnunarstöðum. Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hefur undanfarin ár barist fyrir því að konum fjölgi í framvarðasveit íslensks atvinnulífs. Þá eru konur í meirihluta í stjórnum fimm félaga og jafnt hlutfall karla og kvenna er í stjórn Arion banka, þar sem eru sex stjórnarmenn. Annars vegar fyrir konur í Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem er,,félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi“. Verulega hefur hallað á konur í stjórnum félaga á Íslandi í gegnum tíðina og umræða um kynjakvóta stigmagnaðist allt fram að því að lagafrumvarp um breytingu á hlutafélagalögum (nr. 2/1995) og á lögum um einkahlutafélög (nr. 138/1994) var lagt fram. Þær hafi margar hverjar vannýtt tækifæri til þess í gegnum stjórnarsetu sína. Það myndi gera konum kleift að vera í störfum sem krefjast mikillar fjarveru frá fjölskyldu. Karlar þurfi að axla meiri fjölskylduábyrgð og taka meiri þátt í umönnun ungra barna og eins og einn þátttakandi komst að orði „konur þurfa að treysta körlum til að vera heima hjá ungum börnum og þær þurfa að vera tilbúnar til að fórna hluta af sínum tíma með börnum fyrir vinnuna “. Margir þátttakendur nefndu að breyta þyrfti vinnuskipulagi og vinnu-menningu og bæta þyrfti fæðingarorlofskerfið. Nokkrir þátttakendur komu inn á mikilvægi þess að breyta menningu og hugarfari innan fyrirtækja í þá átt að besta lausnin fyrir fyrirtæki, sem m.a. er stutt af rannsóknum, er að konur og karlar séu til jafns í stjórnum og stjórnendastöðum. Einn viðmælandinn sagði að það yrði mjög auðvelt að finna leið framhjá slíku kerfi. Eins og sjá má á mynd 1 eru fáar konur framkvæm dastjórar í fyrirtækjum á Íslandi. 3.2 MælitækiSaminn var spurningalisti sem var forprófaður á fimm konum sem allar eru stjórnendur í íslensku atvinnulífi. Í þremur fyrirtækjum af 18 eru konur stjórnarformenn og í fimm fyrirtækjum eru konur í meirihluta í stjórn. Því er ljóst að lögin hafa haft tilætluð áhrif því hlutfall kvenna er nú, 2019 rúm 46% eins og sjá má á mynd 2 . Þetta hlutfall er ekki fjarri því svarhlutfalli sem Saunders, Lewis og Thornhill (2012) greina frá varðandi póstkannanir, en samkvæmt rannsóknum þeirra er algengt svarhlutfall í þeim á bilinu 10% til 20%. Þátttakendum gafst kostur á í opinni spurningu að koma með hugmyndir þess efnis hvað þyrfti að gera svo konur hljóti brautargengi sem æðstu stjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi. Árið 2010 var hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga samkvæmt gögnum European Institute for Gender Equality (2019) tæp 16%. Seinni opna spurningin gaf þátttakendum kost á að koma með tillögur þess efnis hvað þurfi að gera svo konur hér á landi öðlist brautargengi sem æðstu stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum. Í áranna rás hefur frekar verið litið á stjórnarsetu í félögum sem hlutverk karla og að karlar geti beitt sér af mun meiri hörku en konur, án þess að vera álitnir yfirgangssamir. Enn fremur komu nokkrir þátttakendur inn á að gera þurfi kröfur um jafnt kynjahlutfall sem víðast í samfélaginu og jafnríkar kröfur væru um jafnt kynjahlutfall í einkageiranum og opinbera geiranum. En þann 29. mars 2019 barst FKA liðsstyrkur er forsætisráðherra Íslands undirritaði samning við FKA um jafnvægisvogina. Þeir sem héldu arðsemisrökum á lofti bentu á að jafnari kynjaskipting gæti leitt til þess að betri nýting yrði á hæfileikum bæði karla og kvenna og þar með myndi arðsemi fyrirtækja aukast (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir & Margrét Þorvaldsdóttir 2012). Margir bundu vonir við að lagasetningin myndi hafa svokölluð smitáhrif, að konum í framkvæmdastjórnum og forstjórastöðum myndi fjölga, en sú hefur ekki verið raunin. Tillaga Ingibjargar var felld á þeim tíma (Kvennasögusafn Íslands 2019). 2.1 Staðan í stjórnum og æðstu stjórnendastöðumÁ Jafnréttisþingi þann 1. nóvember 2013 hélt Guðbjörg Linda Rafnsdóttir erindi um lög um kynjakvóta – viðhorf og væntingar stjórnarmanna. Í stjórnum fyrirtækja sem ráða yfir stórum hluta fjármagnsins hér á landi sitja karlar og hafa setið. Þá kom einnig fram að ef þessi markmið næðust ekki yrði að öllum líkindum gripið til lagasetninga (European Commission 2010). Allir starfsmenn eiga að fá sömu viðurkenningu og sömu umbun fyrir sömu frammistöðu og á sama tíma séu þeir eins launaðir fyrir sömu frammistöðu (Sungchan & Soyoung 2015). 208Spurningalisti var lagður fyrir konur sem eru fyrirtækjaeigendur og/eða gegna stjórnunar- og áhrifastöðum hér á landi og sitja í stjórnum. Í heildina eru 18 framkvæmdastjórar, 16 karlmenn og tvær konur (Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssam-taka lífeyrissjóða, munnleg heimild 30. mars 2019). Margir þátttakendur sögðu að það væri mikilvægt að karlar komi inn í þessa umræðu og taki ábyrgð. Annað sem kom fram og tengist tengslaneti karlmanna er aðgengi að fjármagni, stór hluti fjármagnsins væri í höndum þeirra. Ástæðan er sú að þær telja að smitáhrif kynjakvótans sem settur var á stjórnir félaga hafi ekki orðið og því þurfi að grípa inn í með þessum hætti. Það kom einnig fram að til að breyta ríkjandi ástandi þyrfti að beita handafli t.d. „með leiðum eins og löggjöf, til að búa til normið og fyrirmyndirnar“ því þegar það er orðin almenn regla að konur séu í æðstu stjórnunarstöðum þá erum „við orðin vön að sjá hlutina svona, þá er vonandi hægt að taka handstýringuna af“. Einnig var nefnt að karlmenn þurfi að axla meiri ábyrgð í fjölskyldulífi sem myndi gera konum kleift að sækja í störf sem krefjast mikillar fjarveru frá fjölskyldu. Seinni hópurinn sem 218könnunin náði til er Exedra. Lagt var til að kynjakvóti skyldi lögfestur en hann hafði þá verið bundinn í lög fyrir stjórnir stofnana og opinberra hlutafélaga árið 2008 (sjá 15. gr. laga nr. 10/2008) um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Greinin skiptist í fimm hluta, fræðilega umræðu þar sem farið er yfir helstu kenningar sem tengjast viðfangsefninu, þá er gerð grein fyrir stöðu kvenna í æðstu stjórnunarstöðum á Íslandi í dag. Þeir sem voru alfarið á móti kynjakvóta töldu stjórnvöld vera með óeðlileg afskipti af markaði sem ekki væri lýðræðislegt og gæti leitt til lakari rekstrarafkomu fyrirtækjanna á markaði (Teigen 2012). Íslenskar konur hafa verið afar virkar í atvinnuþátttöku, allt frá því um 1980 og frá 1990 hafa þær verið með yfir 70% þátttöku. Því er mikilvægt að skoða umsvifamestu fjárfestana á íslenska hlutabréfamarkaðnum, lífeyrissjóðina. Markmið greinarinnar er að skoða hvað veldur því að engin kona gegnir stöðu forstjóra í skráðu félagi á Íslandi og til hvaða ráðstafana er hægt að grípa til þess að auka hlutdeild þeirra í æðstu stjórnunarstöðum að mati kvenna sem eru í áhrifastöðum í íslensku samfélagi. Þeir voru einnig líklegri til að telja konur síður hafa áhuga á að sækjast eftir æðstu stjórnendastöðum og loks voru konurnar líklegri til að telja að karlar hafi ekki áhuga á að velja konur til starfa í æðstu stjórnendastöðum. Það er vissulega rétt að konur hafa verið að styrkja stöðu sína á ýmsum sviðum og konur sitja frekar í stjórnum fyrirtækja en áður var, enda kom til kynjakvóti. Þar þarf einhverjar breytingar líka. Fyrirtækjum ætti samkvæmt þessu að vera í sjálfsvald sett hverjir stýra þeim og að hæfustu einstaklingarnir skyldu alltaf fengnir til verksins. Konum er að fækka í stjórnum félaga og sem stjórnarformönnum í skráðum félögum. 222Einnig var bent á að það vanti að vekja athygli á stöðu þessara mála bæði meðal stjórna og hluthafa svo að fyrirtæki taki ábyrgð og átti sig á kostum þess að hafa bæði kyn í æðstu stjórnunarstöðum. Markmið verkefninsins er að árið 2027 verði hlutfall kynja í framkvæmdastjórnum fyrirtækja orðið 40/60, líkt og gerðist með lagasetningunni um kynjakvótann í stjórnum félaga. Í mars 2019 voru 18 skráð félög á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi og engin kona gegndi stöðu forstjóra. Stuðst er við megindlega rannsóknaraðferð þar sem könnun var lögð fyrir tvo hópa kvenna í stjórnunar- og leiðtogastöðum í íslensku atvinnulífi. Nokkrir þátttakendur nefndu að karlar væru með hærra sjálfsmat en konur. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands (2019) eru þær frekar framkvæmdastjórar í litlum fyrirtækjum með 1 - 10 starfsmenn og þeim fer fækkandi eftir því sem fyrirtækin stækka. Fyrstu tvær spurningarnar voru opnar spurningar. Sé litið til samsetningar stjórna skráðu félaganna þá voru konur fjölmennari í stjórnum fimm félaga af 18. Kynjasamsetning stjórnar hefur þannig áhrif á líkurnar á því að kona verði fyrir valinu sem forstjóri og árangur hennar í starfi; konur eiga meiri möguleika á starfi forstjóra eftir því sem konur í stjórninni eru fleiri (Cook & Glass 2015). Þá hefur eins og áður kom fram FKA sett af stað átak í samvinnu við forsætisráðuneytið, Jafnvægisvogina um fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja sem ýtir undir framboð af hæfum konum til að sinna því hlutverki. Þetta er í raun aðeins í andstöðu við það átak sem FKA og forsætisráðuneytið 224hrundu af stað fyrr á árinu þar sem fjölga á konum í stjórnunarstöðum og framvarðasveit íslensks atvinnulífs í gegnum aukið framboð. Þá kemur fram að karlmenn í stjórnunarstöðum aðstoði og lyfti upp karlkyns vinum og kunningjum til áhrifa innan fyrirtækja og jafnvel væri um klíkur að ræða:Klíkumyndun er of algeng í íslensku viðskiptalífi sem ég tel að standi fyrirtækjum oft og tíðum fyrir þrifum. Karlmenn stjórna lífeyrissjóðunum sem eiga stóran hluta í þessum félögum og þeir styðja karlmann frekar en konu. Breyta þurfi ráðningarferli þannig að allar stöður æðstu stjórnenda yrðu auglýstar líkt og gert er í opinbera geiranum og breyta þurfi hugarfari þeirra sem stýra ráðningum. Engin kona gegnir forstjórastöðu í skráðu félagi á Íslandi og einungis 13% framkvæmdastjóra eða forstjóra í stórum fyrirtækjum á Íslandi eru konur. Þeir sem voru með því að setja ætti lög sögðu að konur hefðu þann lýðræðislega rétt að vera til jafns við karlmenn í stjórnum félaga, hindranir myndu að öllum líkindum hverfa (Terjesen, Aguilera & Lorenz 2015). Breytinga er þörf, róttækra breytinga sem kalla meðal annars á kynjakvóta á framkvæmdastjórnir. Ekki reyndist afgerandi munur milli afstöðu karl- og kvenstjórnenda þegar kemur að því að skýra kynjahallann með skýringum sem byggja á annað hvort framboði eða eftirspurn. Samkvæmt Northouse (2010) þá er mikilvægt að hafa trú á eigin getu og að búa yfir sjálfstrausti, ætli einstaklingur að sinna stjórnunarstörfum. Þá er einnig mismunandi eftir löndum hvort einhver viðurlög eru til staðar, sé lögunum ekki fylgt. Þessi upptalning, þó ekki tæmandi sé, sýnir stöðu kvenna í æðstu embættum landsins, það finnast vissulega fyrirmyndir en þessu horfir öðruvísi við þegar litið er til þátttöku kvenna í æðstu stjórnunarstöðum á hinum almenna vinnumarkaði hér á landi. Á heimasíðu þeirra kemur fram að,,Exedra er vettvangur umræðna fyrir fjölbreyttan hóp áhrifamikilla kvenna úr atvinnulífinu, stjórnmálum og opinbera geiranum”. Ísland mælist mjög hátt þegar kemur að könnunum á jafnréttismálum (World Economic Forum 2018). Sé litið til stjórna skráðu félaganna þá eru það ekki einungis karlar sem eru við stjórnarborðið, þar sitja líka konur, að lágmarki tvær konur í hverri fimm manna stjórn. Samkvæmt úttektinni hefur Íslendingum tekist að jafna 85% af því kynjabili sem hér hefur ríkt og er Ísland það land sem hefur náð hvað lengst á sviði jafnréttis. Þeir geta ekki verið lengur passífir, þeir þurfa að setja leikreglur.“ Fyrstu almennu lögin um jafnrétti kvenna og karla hér á landi voru samþykkt á Alþingi árið 1976. Loks er greint frá því hvort svarendur telji nægt framboð af konum til að gegna stjórnunarstöðum hér á landi og hvort þátttakendur teldu að setja ætti sérstakan kynjakvóta á stjórnunarstöður innan fyrirtækja hér á landi. Til hvaða ráðstafana telja konur sem gegna stjórnunar- og leiðtogastörfum í íslensku atvinnulífi, að þurfi að grípa til svo konur hljóti brautargengi sem æðstu stjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi? Fjöldi fyrirtækjan na hefur aðeins rokkað og mikil breyting hefur orðið á hlutfalli kvenna meðal stjórnarmanna. Endurskoða þarf hvernig ráðið er í stjórnunarstöður og þá sérstaklega innan fyrirtækja. Þá þarf að bæta fæðingarorlofskerfið, svo konur standi körlum jafnfætis á vinnumarkaði, vegna þess að þær þurfa að hverfa lengur tímabundið af vinnumarkaði en karlar. Svörin voru greind og eftirfarandi sjónarmið komu fram sem skýringar: karlaveldi, tengslanet, staðalmyndir, gamaldags viðhorf, skortur á sjálfstrausti og tækifærum, áhugaleysi, fjölskylduábyrgð, ógagnsætt ráðningaferli og að karlar velji frekar karla (homosociality). Konur sækja síður fram á þessum vettvangi og þær sem 220það þó gera fá síður tækifæri. Sama gætu stærstu fyrirtæki landsins gert almennt. Þá voru tillögur lagðar fyrir árin 1985 og 1991 um jöfn kynjahlutföll í ráðum og nefndum, en þær voru einnig felldar. Í engri stjórn voru konur fjölmennari en karlar og höfðu stjórnarformannssætið. Ástæðan fyrir því að spurningalistinn var eingöngu lagður fyrir konur í stjórnunarstöðum er sú að höfundar vildu reyna að fanga þeirra eigin viðhorf til viðfangsefnisins. Karlar og konur þurfa að standa saman að þessari breytingu. Þegar umræðan um kynjakvóta komst í hámæli hér á landi um 2010 voru margir sem sögðust þeim andvígir. Þegar kemur að stöðuhækkunum og stöðuveitingum skiptir til dæmis sköpum að hafa aðgang að mentor sem kemur fram sem talsmaður (e. sponsor) skjólstæðings síns en konur eru mun síður líklegar en karlar til að hafa slíkan talsmann (Ibarra, Carter & Silva 2010). Svipað var uppi á teningnum á Nýja Sjálandi þar sem kynjakerfið leiddi til þess að karlar sátu í flestum topp stöðum og réðu oftast aðra karla, vegna óformlegra og ógagnsærra ráðningarferla auk ofnotkunar á tengslaneti (Fawcett & Pringle 2000). Rannsóknir Pechersky (2016) og Gregoric, Oxelheim, Randoy og Thomsen (2017) leiddu í ljós að þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að þátttaka kvenna í stjórnum félaga hafi jákvæð og almennt góð áhrif á afkomu fyrirtækja, þá er samt sem áður enn ákveðin tregða til staðar og erfiðara að koma konum í stjórn. Lögin áttu að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Þá taldi sami viðmælandi að meiri líkur yrðu á að,,óhæfir einstaklingar gætu endað í framkvæmdastjórnum ef þessari leið yrði beitt“ (Íris Einarsdóttir 2017, 35). Tienari, Merilainen, Holgersson og Bendl (2013) ræddu við fulltrúa ráðningar-fyrirtækja í Svíþjóð og Finnlandi sem telja erfitt að finna nógu margar konur sem uppfylla þær kröfur sem fyrirtækin gera við ráðningar. Þannig fá konur meiri athygli. Á því tímabili frá því kynja-kvótalögin voru sett fyrir stjórnir, árið 2010, hafa margir forstjórar verið ráðnir. Í sjómennsku voru þær Látra-Björg og Þuríður formaður fremstar í flokki á átjándu og nítjándu öld, Ágústa 207Svendsen var fyrst kvenna til að hefja verslunarrekstur á Íslandi árið 1887 og Ingibjörg H. Bjarnason var fyrst kvenna kosin á Alþingi 1922. Til þess að ná markmiði rannsóknarinnar var ákveðið að leggja könnun fyrir tvo hópa. Veikleikar karlanna eru jafnvel endurskilgreindir sem styrkleikar. Þá segir í fréttatilkynningu sem FKA sendi frá sér: „Fyrirtæki sem ekki ráða konur í stjórnunarstöður missa einfaldlega af gríðarlegum mannauði, menntun og reynslu. 3.1 Þátttakendur og framkvæmd rannsóknar Til þess að hægt væri að ná til kvenna sem nú þegar gegna stjórnunar- og leiðtogastöðum í íslensku atvinnulífi var stuðst við hentugleikaúrtak við val á þátttakendum í rannsóknina (Katz 1972). NiðurstöðurÞátttakendum í rannsókninni gafst kostur á að svara opnum spurningum líkt og greint var frá hér að framan. Miklar umræður áttu sér stað, meðal annars innan Evrópuþingsins árið 2011, þess efnis hvort kynjakvóti í stjórnum félaga væri sú leið sem ætti að fara til þess að jafna hlut karla og kvenna. Því eru eftirfarandi rannsóknarspurningar settar fram:1. Staðan á Íslandi Ljóst er að fámenn þjóð eins og Íslendingar hafa ekki efni á því að líta eingöngu í eina átt þegar kemur að stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Sé litið til kynjakvóta í löggjöf á Íslandi þá hafa nokkrar tilraunir verið gerðar á því sviði í gegnum tíðina. Spurningin er hvort við þurfum að fara að handstýra líka skipan æðstu stjórnenda. Niðurstöður Ólafar Júlíusdóttur, Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Ein-arsdóttur (2018) sýna að ójafna stöðu karla og kvenna í leiðtogastöðum á íslenskum vinnumarkaði megi rekja til vinnuskipulags og menningar vinnustaða annars vegar, og 212skiptingu fjölskylduábyrgðar hins vegar. Völundarhúsið lýsir margháttuðum hindrunum og ranghölum sem konur þurfa að þræða á framabrautinni og settu Eagly og Carli myndlíkinguna fram til þess að leggja áherslu á að það er ekki einungis glerþak sem stoppar konur á leið í toppstöður. Með lagasetningu á stjórnir félaga árið 2010 var samþykkt að hvort kyn skyldi vera að lágmarki 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli, sbr. lög nr. 13/2010. Einnig var talað um breytt viðhorf og hugarfar. Einnig var nefnt að breyta þyrfti vinnumenningu hér á landi þannig að langur vinnudagur þyki ekki sjálfsagður hlutur meðal æðstu stjórnenda. Þriðja ástæðan er sú að í þeim er mjög dreift eignarhald, allt frá einstaklingum til stórra fjárfesta, eins og lífeyrissjóða. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að í fyrsta sinn kemur fram í rannsókn sem þessari að stór hópur kvenna vill láta setja kynjakvótalög á framkvæmdastjórnir fyrirtækja á Íslandi. Lög um kynjakvóta hafa haft mikil áhrif á kynjasamsetningu stjórna og hafa leitt til þess að mun fleiri konur sitja í stjórnum félaga en áður (Lög um hlutafélög nr. 2/1995, með síðari breytingum nr. 13/2010). Kleinjans (2009) komst að svipaðri niðurstöðu og heldur því fram að konur sem trana sér of mikið fram, eða sýna ágengni séu oft dæmdar sem yfirgangssamar frekjur sem erfitt er að starfa með, á meðan karlar eru verðlaunaðir fyrir sömu hegðun. Kröfurnar sem gerðar eru til stjórnenda í æðstu stöðum eru að þeir helgi sig starfinu og séu tilbúnir til að verja löngum tíma í vinnunni og vinnuferðum. Í september 2011 samþykkti Alþingi lög er sneru að stjórnum lífeyrissjóða en þar skyldi sama hlutfall gilda, 40% lágmarks hlutfall hvors kyns í stjórnum allra lífeyrissjóða og tóku þau gildi þann 1. september 2013. Hugtakið raungerist í viðskiptalífinu þegar karlar velja fremur aðra karla til starfa, hygla þeim og styðja til valda (Þorgerður Einarsdóttir & Gyða Margrét Pétursdóttir, 2010). Rúmlega 60% svarenda segja að nauðsynlegt sé að setja á lög um kynjakvóta á stjórnendastöður. Þá hafa mörg önnur fyrirtæki í Bretlandi gefið út svipaðar yfirlýsingar (Financial Times 2015). Því er ljóst að lögin hafa haft tilætluð áhrif því hlutfall kvenna er nú, 2019 rúm 46% eins og sjá má á mynd 2. 14 Er skortur á framboði eða er engin eftirspurn? Ekki voru allir hlynntir kynjakvóta í stjórnum í upphafi. Þá yrði fleiri stöðum bætt inn í skipuritin í stað þess að skipta út fólki, því yrðu slíkar stöður bara upp á punt,,það starfsfólk sem gegndi þeim hefði í raun ekkert að segja, þar sem þeir sem fyrir væru hefðu allt vald“. Konur eru því frekar valdar í störf eftir að þær hafa sýnt árangur á meðan karlmenn eru ráðnir því einhver sér „potential“ í þeim. 4.2 Hvað þarf að gera svo konur öðlist brautargengi sem æðstu stjórnendur ? Í þjóðfélagsumræðunni hefur verið bent á að hluthafar og stjórnendur þurfi að bregðast við og eru þeir hvattir til að auka hlut kvenna, að auka eftirspurnina, sem rímar við skýringar Koch, D‘Mello og Sackett (2015) að karlar eru frekar við stjórnvölinn og að karlar velji frekar karla, að eftirspurnin sé meiri eftir þeim. Þrátt fyrir það gegnir engin kona stöðu forstjóra í skráðu félagi árið 2019 og afar fáar konur eru í framkvæmdastjórnum. Mögulega eru konur ekki nægilega yfirlýsingaglaðar um ágæti sitt. 1.3 Framboð og eftirspurn Skýringar á ójöfnum kynjahlutföllum má flokka eftir því hvort þær teljast til framboðs eða eftirspurnar, þ.e. hvort skýringanna er að leita hjá konum sjálfum eða hjá fyrirtækjunum og í ráðningarumhverfinu. Margir nefndu að konur hafi ekki nægilega mikla trú á eigin getu og væru oft dæmdar á annan hátt en karlar t.d. hvaða varðar framkomu, verða fyrir óvægnari gagnrýni.
Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í Svíþjóð í haust. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð á vef Svenska dagbladet vera að eftirspurnin eftir áfengi í verslunum Ikea í Svíþjóð sé ekki mikil. Á vef sænska dagblaðsinskemur fram að Ikea hafi selt vín og bjór á veitingastöðum sínum í tíu ár í Svíþjóð en nú sé því tímabili lokið. Líklegt að þetta sé eingöngu bundið við Svíþjóð Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, hafði ekki heyrt af þessum fréttum þegar Vísir náði í hann en eftir að hafa lesið yfir sænsku fréttina sýndist honum á öllu að um innanhúss ákvörðun sé að ræða í Svíþjóð. „Mér sýnist það á öllu án þess að geta fullyrt um það,“ segir Þórarinn sem tekur fram að ef Ikea hefði tekið þá ákvörðun að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í öllum þeim löndum sem Ikea er með rekstur þá hefði hann væntanlega fengið að vita af því. „Ég fæ væntanlega einhverjar meldingar um það fljótlega ef það verða einhverjar breytingar á. Ég hef ekki heyrt neitt um það, þetta er þannig ákvörðun að ég er viss um að maður væri búinn að fá að vita það með einhverjar fyrirvara ef til stæði.“ Hann segir að í Ikea í Skotlandi sé áfengissala stór hluti af veltu veitingasviðs. Þar má selja áfengi út úr versluninni. „Þar er ekki svona einangrunar dæmi eins og á Íslandi og í Svíþjóð. Þeir eru að selja áfenga drykki í sænsku búðinni og rjóminn af veltunni þar eru áfengir peru- og appelsínudrykkir. Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“ Áfengissala á Íslandi eftir væntingum Hann segir áfengissölu í Ikea á Íslandi eftir væntingum. „Hún er ekki stór, hún er í takt við það sem vorum að vonast eftir. Við viljum ekki að þetta sé drykkjustaður. Þetta er fjölskyldustaður. Við viljum ekki að hún sé mikil en við viljum að þessi valkostur sé í boði.“ Ikea á Íslandi er til húsa í Garðabæ og hefur lengi vel verið eini staðurinn í því sveitarfélagi sem hefur haft vínveitingaleyfi. Þórarinn vonast til þess að fyrirtækið haldi áfram að selja áfengi. „Við munum allavega berjast gegn því ef gera á breytingar.“
Landssamband veiðifélaga hefur kært sleppingar á regnbogasilungi úr fiskeldi á Vestfjörðum til lögreglunnar á Vestfjörðum. Ekki er ljóst hvaðan regnbogasilungurinn kemur en Landssambandið telur það hafið yfir allan vafa að regnbogasilungurinn hafi sloppið úr sjókvíaeldi. Þá telur sambandið að miðað við dreifingu fisksins þá hafi það gerst á Vestfjörðum. Tveggja daga eftirlitsferð Fiskistofu í byrjun september staðfesti að regnbogasilung er að finna í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur hefur einnig veiðst víðar, til dæmis í Haffjarðará á Snæfellsnesi. Regnbogasilungur á ekki uppruna sinn í vistkerfi Íslands og getur ekki fjölgað sér hér við land. Því er fiskurinn rakinn til fiskeldis. Fiskeldisfyrirtækjum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna um sleppingar til Fiskistofu en engar tilkynningar um sleppingar, sem gætu skýrt fjölda regnbogasilungs á Vestfjörðum, hafa borist. Landssambandið óskar eftir opinberri rannsókn á því hvort framin hafi verið refsibort á lögum um sleppingar á regnbogasilungi: „Enda brýnt að upplýsa hvort um saknæman atburð sé að ræða eða alvarlega birtingarmynd á slælegu eftirlit,“ segir í tilkynningu frá sambandinu. Þá lýsir Landssambandið þungum áhyggjum af skeytingarleysi stjórnvalda. Matvælastofnun hefur hafið opinbera rannsókn á málinu og samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki ljóst hvenær búast megi við niðurstöðum athugunarinnar. Matvælastofnun er meðal þeirra sem fara með eftirliti á starfsemi fiskeldisfyrirtækjanna. Í kæru Landssambandsins er vísað í lög um fiskeldi þar sem segir að eingöngu sé heimilt að nýta kynbættan eldisfisk til fiskeldis og óheimilt að sleppa honum í fiskrækt eða hafbeit. Flutningar og sleppingar á lifandi fiski og frjóvgaðra hrogna milli ótengdra vatnssvæða séu óheimilar. Þá þurfi rekstrarleyfishafar, sem missi fisk úr fiskeldisstöð, án tafar að tilkynna slíkan atburð til Fiskistofu og grípa til allra varúðaraðgerða til að varna því að atburðurinn valdi vistfræðilegu tjóni. Í kærunni er vísað til refsiábyrgðar stjórnarmanna og framkvæmdarstjóra þeirra sem eru með rekstarleyfi í fiskeldi ef eldisfiskur sleppur úr fiskeldisstöð þar sem umbúnaði við fiskeldið hefur verið áfátt, hvort sem það er vegna athafna eða athafnaleysis þeirra, eða af ásetningi eða gáleysi. Í yfirlýsingu sem kom frá Landssambandi fiskeldisstöðva eftir að regnbogasilungurinn veiddist síðasta haust sagði að fiskeldisstöðvarnir leggi kapp á að komast að því hvaðan regnbogasilungurinn kemur. Hann sé alinn á fjórum stöðum á Vestfjörðum; hjá tveimur aðilum í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi.
Það var hins vegar miklu meira líf og fjör. Við gerðum fullt af þemaverkefnum, m.a. í stærðfræði þar sem við fengum að byggja og hanna hús úr pappír, skoða virkjanir og reikna út frá upplýsingum sem við fengum í heimsóknunum um afl virkjunarinnar og margt fleira. Allt var þetta voða gaman, ég fann hvernig sjálfstraustið jókst, þar til að það kom að prófatímabilum, þá hrundi það. Hvernig átti ég að kunna að reikna öll þessi prófdæmi ef ég hafði ekki fengið nógu mikla æfingu í því að reikna? Núna fimmtán árum seinna virðist sem sama vandamálið einkenni kennarastéttina. Allir vilja hafa fjölbreytt kennslumat en námsmatið helst eins og byggir á innihaldi kennslubóka, en ekki endilega kennslunni. Eftir grunnskóla fór ég í Fjölbrautaskóla Vesturlands, sem lá beinast við því mikill kostnaður hefði fylgt því að stunda nám við annan framhaldsskóla. Ég vildi helst fara í bekkjarskóla, því mér var farið að líka þessi samvinna sem ég kynntist í grunnskólanum á Akranesi. Námið í framhaldsskóla gekk vel. Eftirminnilegustu kennslustundirnar voru í líffræði, efnafræði og jarðfræði en það sem einkenndi kennslustundirnar í þessum greinum var meiri verkleg kennsla, vettvangsferðir og kennarar sem lögðu sig fram við að kynnast manni. Eftir stúdentspróf flutti ég til Kaupmannahafnar og nam landfræði. Ég fann fljótt að áhugasviðið lá annars staðar og skipti yfir í læknisfræði og lauk bachelorgráðu í læknisfræði. Það nám var virkilega krefjandi og krafðist þess að maður þróaði með sér góða námstækni. Þar fann maður að gæði kennslunnar skipti sköpum til að nemendur gætu meðtekið mikið efni á stuttum tíma. Mikil áhersla var lögð á samræðu og verklega kennslu. Í hverri viku voru kennslustundir þar sem við áttum að taka fyrir ákveðið námsefni og ræða það í þaula. Við þurftum ekki að kaupa ákveðnar kennslubækur heldur var námið skipulagt út frá námsmarkmiðum. Við höfðum greiðan aðgang að sýnasafni, bæði blautu og þurru Mynd 1.2 Grundaskóli með líkamspörtum þannig að við gætum lært á líkamann eins og hann er í raun og veru, ekki eins og í kennslubókum þar sem æðar með súrefnisríkt blóð eru teiknaðar rauðar og æðar með súrefnissnautt blóð bláar. Hluti af náminu var að fara inn á sjúkrahús og fylgja lækni eftir til þess að kynnast starfinu sem við vorum að stefna að. Við áttum sérstaklega að huga að samskiptum og mikilvægi þeirra. Ég fékk að taka mínar vaktir á Íslandi en var svo óheppin að þar sem slíkt vettvangsnám fer ekki fram fyrr en á hærri stigum námsins á Íslandi, fannst lækninum minum sem ég gæti alveg eins horft á spítalann utan frá, eins og hann orðaði það sjálfur. Ég var honum hins vegar ekki sammála og er ósammála enn í dag. Þessi upplifun, að vera inni á spítalanum meðan á aðgerðum stóð, sjá allt starfsfólkið sem kom að einni aðgerð, ræða við það um störfin sín, fá að prófa hitt og þetta, gerði námið mun meira spennandi. Ég fór að tengja mismunandi þætti námsins saman. Þegar ég flutti heim að loknu námi tóku við barneignir og samhliða því þriggja ára grunnám í geislafræði og að lokum mastersnám í kennslu líffræðigreina. Námið í geislafræði byggðist að miklu leyti á fyrirlestrum og síðan voru nokkrar vikur teknar frá fyrir verknám. Þar sem ég hafði mjög góðan grunn, var vön að lesa fræðigreinar gekk mér vel í náminu, en margir áttu erfitt með að einbeita sér þegar þriðji powerpoint-fyrirlesturinn hófst sama daginn. Ég sá marga ónýtta möguleika þar til að gera námið spennandi, s.s. með reynslusögum, samræðum, hlutverkaleikjum o.fl. Hins vegar einkenndist kennsluréttindanámið að fjölbreyttum kennsluaðferðum og því að ígrunda fræðigreinar og störf sín. Það að ígrunda fræðigreinar og þær kennslustundir sem ég kenndi í framhaldsskóla sem hluta af náminu mínu, finnst mér hafa þroskað mig sem manneskju. Ég fór að bera kennsl á það sem virtist sjálfsagt og lærði í auknum mæli að meta það mikils. Á rannsóknartíma starfaði ég við fjölmennan framhaldsskóla með áfangakerfi, eitt ár í hlutastarfi og annað árið í fullu starfi og gott betur en það. Áður en ég hóf störf þar, var ég í æfingakennslu í skólanum og kenndi nokkra tíma í líffæra- og lífeðlisfræði ásamt því að horfa á fjölmargar kennslustundir. Ég þekkti því aðeins til og hafði kynnst hluta af starfsfólkinu áður en ég hóf störf þar. Góður andi í skólanum varð til þess að ég sótti um að fá að kenna þar líffræði. Þeir áfangar sem ég hef nú þegar kennt eru:  Grunnáfangi í líffræði, NÁT 103  Grunnáfangi í efna- og eðlisfræði, NÁT 123  Grunnáfangi í líffræði og jarðfræði, RAUN 1 LJ 05  Grunnáfangi í líffæra- og lífeðlisfræði, LOL 103 = LÍOL 2 SS05 Í þessari rannsókn tók ég ekki mið af kennslunni í efna- og eðlisfræði þar sem ég vildi einblína á líffræði, þar með talið líffæra- og lífeðlisfræði. Þá áfanga hef ég kennt nokkrum sinnum og fundið hvernig færnin vex við það að endurtaka sama námsefnið. Maður fær betri yfirsýn og getur í auknum mæli beint athyglinni á kennslufræðilega þætti í stað námsefnisins eftir því sem maður endurtekur áfangann oftar. Orðatiltækið æfingin skapar meistarann á því mjög vel við um starfið. Í framhaldsskólanum sem ég kenni er mikil fjölbreytni í nemendahópnum, margir útlendingar og breið aldursdreifing. Blandaðir nemendahópar geta verið ögrandi fyrir kennara. Reynsla mín af skólagöngu og starfi sem kennari sýnir að margir kennarar kenna eins og nemendur hafi allir sama bakgrunninn og læri á sama hátt og á svipuðum tíma. En skiptir máli að einstaklingsmiða kennsluna? Hvernig næ ég góðum tengslum við alla nemendur mína? Ef ég næ góðum tengslum við þá, verða þeir þá virkari í kennslustundum? Samskonar spurningar urðu sífellt fyrirferðarmeiri í huga mér og urðu vísan að rannsóknarspurningum mínum. 2 Rannsóknin mín í ljósi fræðanna Til þess að mennta nemendur sína í líffræði verður maður fyrst að leggja niður fyrir sér hvað menntun er. Það ætti raunar að vera viðfangsefni allra sem starfa við menntun, að leggja niður fyrir sér hvaða skilyrði þarf að uppfylla svo eitthvað geti kallast menntun (Ólafur Páll Jónsson, 2010). Sem kennari þarf maður að átta sig á því hvernig maður vill starfa og að hverju maður vill stefna. Það er ekki endilega þannig að jafnvel þótt maður telji sig trúa á ákveðin gildi að manni gangi vel að starfa í anda þeirra. Þvert á móti, getur verið erfitt að sýna gildin sín í verki og við ramma reipi að draga þegar hefðirnar og ytra regluverk standa í vegi. Það skiptir því máli að vera mjög meðvitaður um gildin sín því þau eru líkleg til að vísa manni veginn í starfinu, tengjast ákvörðunum manns, framkomu og kennsluháttum. Til þess að mennta nemendur og stuðla að alhliða þroska þeirra þarf kennarinn að ná góðum tengslum við þá Hann verður ekki síður að beina athygli sinni að félagslegum og tilfinningalegum þörfum nemenda heldur en vitsmunalegum. Það gerir hann með því að líta á hvern og einn nemenda sem verðugan samræðuaðila og láta sér annt um velferð hvers og eins. Fræðilegan grunn rannsóknarinnar sem snýr að því hvernig best er að mennta nemendur í líffræði sæki ég aðallega til hugsmíðahyggju. Þeir sem aðhyllast hugsmíðahyggju líta svo á að í lærdómsferlinu felist ekki einungis að innbyrða upplýsingar heldur þurfi hver og einn að skipuleggja þekkinguna sína upp á nýtt, móta og samlaga hana fyrri þekkingu í samspili við umhverfið (Greeno, Collins, & Resnick, 1997). 2.1 Hvað er menntun? Flestir eru sammála um að kennarastarfið snúist um það að mennta fólk en greinir ef til vill á um hvað hugtakið menntun feli í sér. Guðmundur Finnbogason (1903) var brautryðjandi í skólamálum og sálfræði á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar (Jörgen Pind, 2011). Hann segir í bók sinni Lýðmenntun að menntun sé fólgin í þroskun manneðlisins. Vegna þess að eðli mannsins felur í sér að hafa mörg störf á hendi, t.d. vera foreldri, þjóðfélagsþegn og starfsmaður allt í senn, er erfitt að mæla magn og gæði menntunar. Hún verði hins vegar að vera metin eftir því, eins og hann orðaði það sjálfur: „hve hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu félagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra“ (Finnbogason, 1994, [1903], bls. 33). Markmiðið með menntun er því einskonar leiðarljós, ómælanlegt verkefni sem aldrei lýkur. Sá sem nemur fær aukin lífsgæði en þau heimtast ekki endilega að fullu um leið og einhverju verki er lokið heldur ef til vill löngu síðar á ævinni (Atli Harðarson, 2015). Guðmundur segir raungreinamenntun snúast um að opna augu nemenda fyrir náttúrunni. Með æfingu geta þeir eflt skynjun sína og hæfileikann til að greina umhverfið. „Heimurinn liggur opinn fyrir öllum, en hve óendanlega margt er það sem menn gefa engan gaum að, af því augað er sljótt? Hve óþrjótandi uppspretta hreinnar nautnar er ekki fólgin í litskrúði himins, láðs og lagar, í geisladýrð kvöld- og morgunroðans, í vafurlogavöndum norðurljósanna, í formi fjallanna, í hreyfingum hluta og dýra, og hver efast um að sá sem hefur augun opin fyrir öllu þessu, greinir það, finnur fegurð þess, sé að sama skapi menntaðri en þeir, sem ganga þess duldir og fara þess á mis“ (Guðmundur Finnbogason, 1994, [1903], bls. 35). Skynjun er því uppspretta þekkingar og forsendan fyrir því að nám geti átt sér stað. En skynjanir eru tengdar tilfinningum og tilfinningar þarfnast samskipta til að þroskast. Í menntun felst því að þroska vitsmuni, tilfinningar og félagsþroskann samtímis svo að manneðlið sé eflt í heild sinni (Guðmundur Finnbogason, 1994, [1903], bls. 32). 2.1.1 Eru kennarar jafnt og þétt að mennta nemendur? Stefnumörkun í skólamálum í byrjun 20. aldar tók mið af þessari sýn Guðmundar Finnbogasonar, en stefnumörkun er eitt og verkleg framkvæmd er annað. Margt bendir til að markmið menntunar hafi ekki birst nema að hluta til í starfi skóla og í íslensku skólakerfi sem heild á 20. öldinni (Ólafur Páll Jónsson, 2011, bls. 16). Páll Skúlason talar í bók sinni Veganesti (2015) um að rótleysi ríki í íslensku samfélagi, fólk einblíni á veraldleg gæði í stað andlegra, berjist um athygli og völd. Viðleitni fólks til menntunar og skólagöngu snúist í miklu mæli um að mennta sig til að sækjast eftir veraldlegum gæðum og athyglinni er beint að vitsmunum og þjálfun þeirra en ekki til að auka skilning sinn á því hvað gefur lífinu gildi. Hann segir afleiðinguna vera að nemendur verða færir um ákveðna leið til mennsks lífs en öðlist ekki færni í að lifa hinu góða lífi sem það hefur safnað auðnum til. Í skólanum sem ég starfa er mikið talað um á kennarastofunni hversu mörgum nemendum í skólanum líður illa andlega. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins um brottfall í framhaldsskólum haustönn 2014 sést að 12% af þeim sem hættu í námi haustönn 2014, hættu vegna andlegra veikinda. Það kemur einnig fram að stöðug aukning hafi átt sér stað milli anna þannig að á hverri önn hætta fleiri nemendur í námi vegna andlegra veikinda (Kristrún Birgisdóttir, 2015). Þetta tel ég vera mikið áhyggjuefni og við því þurfi að bregðast. Ég velti því fyrir mér hvort leita megi skýringa í ofangreindri umræðu um markmið menntunar. Getur verið að nemendur líði fyrir að of mikil áhersla er lögð á fræðslu en lítil áhersla lögð á þroskun tilfinninga og félagsþroska? Getur verið að við kennarar þurfum að fræða þá betur um gildi menntunar? Mér hefur lengi verið hugleikin sú hugmyndafræði að menntun eigi einungis að vera undirbúningur fyrir það sem koma skal. Þessu trúði ég sjálf langt fram á þrítugsaldurinn og endurspeglaðist það meðal annars í frestun minni á þeirri ákvörðun hvað ég vildi gera við líf mitt. Í framhaldsskóla skipulagði ég t.d. námið með það í huga að loka ekki á neina möguleika, ég vildi hafa alla möguleika opna þegar kæmi að því að velja áframhaldandi nám. Mín tilfinning er sú að þessi hugmyndafræði ríki enn og staðfestir rannsókn Hildar Ágústsdóttur (2015) þetta, en hún skoðaði hvaða þættir hefðu áhrif á ákvarðanartöku ungs fólks þegar kæmi að því að velja braut í framhaldsskóla. Í rannsókninni nefndu fjölmargir nemendur að þeir ætluðu sér á náttúrufræðibraut vegna þess að útskrift af henni héldi flestum möguleikum opnum (Hildur Ágústsdóttir, 2015). Námið sjálft er því ekki endilega markmið þessara nemenda heldur hefur gildi sem leið til að fresta því að taka stefnu í lífinu. Frestunareðli skólagöngu á sér djúpar rætur í samfélagsgerð nútímans sem einkennist af einstaklingsvæðingu. Einstaklingsvæðingin felur í sér að sjálfsmyndin er ekki skilgreind í eins miklu mæli og áður út frá félagslegri stöðu heldur af vali einstaklingsins. Menningarleg viðmið og gildi eru ekki lengur sjálfsögð heldur hefur fólk val um hvaða gildi það vill leggja til grundvallar tilveru sinni. Val um nám er ekki bara ákvörðun um starf heldur um hver maður er og verður (Ólafur Páll Jónsson, 2010, bls. 186-187). Það er því ekki að furða að fólk sé óöruggt varðandi námsval. En ákvörðunaróttinn má ekki stýra skólagöngunni. Núvirði þeirrar reynslu að vera í námi verður að aukast og þarf því að hafa gildismat fólks að viðfangsefni. Það þarf að aðstoða fólk við að finna sína ástríðu, taka stefnu í lífinu. Breski menntunarfræðingurinn Sir Ken Robinson sem kunnastur er fyrir fyrirlestra sína á vefsíðunni Ted Talks, segir allt vestræna skólakerfið hannað til að mæta einsleitum kröfum iðnbyltingarinnar, sinna þörfum þess samfélags sem skapaði það. Þá var framtíðin nokkuð fyrirsjáanleg og menntun var trygging fyrir vinnu (Robinson, 2007). Nú er öldin önnur, samfélag nútímans er síbreytilegt og það þarf að viðkenna að mannleg greind er meiri og dýpri en skólakerfið gerir ráð fyrir. Með þessum orðum er Robinson að vísa í þekkta gagnrýni sína á að sköpun sé ekki gert hátt undir höfði í skólakerfinu. Gagnleg þjálfun í listum, leiklist, tónlist, fjölmiðlun er ekki litið á sem akademísk fög, þrátt fyrir að fleiri og fleiri störf séu í raun að skapast á þessum sviðum í athafnalífinu (Robinson & Aronica, 2015, bls. 12). Námsmat byggist yfirleitt á mælanlegum kvörðum þar sem óskað er eftir einu réttu svari, en ekki er verið að leita í miklu mæli eftir skilnings og greiningargetu (Hohenstein & Manning, 2010). Þetta tel ég vera nátengt því að sýn atferlissinna (e. behaviourism) á nám hefur haft gríðarleg áhrif á námsefnisgerð og kennsluaðferðir alla 20. öldina. Atferlisstefna (e.behaviorism) byggist á þeirri nálgun Watson (1878-1958) og Skinners (1904-1990) að þar sem við getum ekki séð þau ferli sem fara fram í huganum skipti þau ekki máli þegar kemur að því að skilja nám og hegðun fólks (Hohenstein & Manning, 2010). Kennsla sem tekur mið af atferlishyggju miðar að því að lesa, æfa og muna hinar réttu skýringar þar til þær festast í minni. Réttar hugmyndir festar í vitsmunabúi nemenda með jákvæðri styrkingu (e. positive reinforcement) s.s. með hrósi og verðlaunum í formi góðrar einkunnar og rangar víkja vegna neikvæðrar styrkingar (e. negative reinforcement) (Berkeley Graduate Devision, 2016). Það að kennsla markist að miklu leyti af hrósi fyrir rétt svör og litlu sem engu hrósi fyrir röng leiðir til þess að fólk forðast svör sem innibera refsingu t.d. lágar einkunnir. Getur verið að stór hluti nemenda minna forðist að skrifa svör á prófum vegna þess að þeir eru hræddir við refsinguna sem gæti fylgt i kjölfarið og velja því oftar en ekki að skila auðu? Þeim finnst þá betra að tengja lága einkunn við autt svar heldur en að fá refsingu fyrir að reyna að svara rétt. Það er alla vega staðreynd að stór hluti nemendahópsins sem ég hef kennt skilar auðu í stað þess að reyna að koma með útskýringar, þrátt fyrir góða mætingu í kennslustundir. Þar sem menningin í dag stjórnast að miklu leyti af mælanlegum útkomum er auðvelt að missa sjónar af markmiði menntunar og einbeita sér að því að mæla ástand nemenda út frá hæfniviðmiðum sem hægt er að ljúka, s.s. með prófum upp úr ákveðnu námsefni (Atli Harðarson, 2015). Með tilkomu nýrrar aðalnámskrár árið 2011 má segja að skref hafi verið stigið í rétta átt með því að meta nemendur í meira mæli út frá hæfni en útkomu á skriflegum prófum. Þar er lögð áhersla á að nemendur verði virkir í eigin námi, þjálfist í sjálfstæðum vinnbrögðum og stundi samvinnu. Tilfellið er samt að nemendur þurfa að uppfylla ákveðin hæfniviðmið við námslok sem taka mið af hæfnikröfum starfa í samfélaginu eða fræðasviðum háskóla. Það má því segja að áherslan sé lögð á hagnýtingu, að nemendur læri fastmótaða þekkingu til að ganga inn í ákveðin störf í samfélaginu síðar meir (menningarmálaráðuneyti, 2011). Ef orðið menntun á ekki einungis að nota um fræðslu á tilteknum sviðum heldur einnig að þroska mannkosti almennt þarf ekki endilega að hafna hagnýtu gildi menntunar heldur að viðurkenna að menntun hefur marvísleg markmið. Mörg markmið sem ekki er hægt að lýsa fyrirfram og staðfesta að nemendur hafi náð, heldur þjóna þeim tilgangi að gefa lífinu gildi, rata um í síbreytilegum heimi (Atli Harðarson, 2015). Ef menntakerfið er hannað með það að markmiði að samræma, byggja upp á stöðlum og samkvæmni þá bælir það að sjálfsögðu niður einstaklingseðlið, hugmyndaflug og sköpunargleði einstaklinganna (Robinson & Aronica, 2015, bls. xiv). 2.2 Að ná til nemenda Er hægt að ná árangri í kennslu án þess að ná góðum tengslum við nemendur? Það hlýtur að vera grundvallaratriði að tengsl milli kennara og nemenda séu það góð að samskipti gangi greiðlega fyrir sig. Að mörgu þarf að hyggja og kennarinn þarf að vera góð fyrirmynd. 2.2.1 Fyrirmynd felur í sér að huga að eigin velferð Morris (2012) segir: „bestu kennararnir eru þeir sem kenna ekki einungis mikilvæga færni í fræðigreinum heldur eru þeir líka áhrifamiklar fyrirmyndir í þeirri færni sem felst í því að vera maður“. Nemandi lærir nefnilega heilmikið um samskipti, gildi samfélagsins og um sjálfan sig í samskiptum sínum við kennarann. Yfirleitt er þessi kennsla dulin og óskráð en mikilvægt er að kennarar geri sér grein fyrir henni, taki upp bjartsýn viðhorf og setji eigin velferð á oddinn. Kennari sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér og líður ekki vel verður ekki árangursríkur í því að kenna börnum að leggja rækt við tilfinningar og dyggðir (Morris, 2012, bls. 17). Margir, sérstaklega börn, eru mjög næm á tilfinningar sem koma upp í samskiptum og lesa út úr viðbrögðum fyrirmynda sinna hvernig fara skuli með tilfinningar í tilteknum aðstæðum. Það skiptir því máli að kennarar kunni að sýna tilfinningar á uppbyggilegan hátt og beiti sér markvisst fyrir því að sýna nemendum góða hegðun (Jóhann Ingi Gunnarsson & Sæmundur Hafsteinsson, 2005, bls. 98). Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor í uppeldis–og menntunarfræðum segir sjálfsvirðingu kennara vera einn af grundvallarþáttum farsæls skólastarfs því þekking þeirra á eigin sjálfsmynd hefur áhrif á það hvaða gildi þeir hafa að leiðarljósi, hvernig þeir hugsa um og byggja upp starf sitt (Sigrún Erla Ólafsdóttir & Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2013). Hún telur því sjálfsvirðingu kennara vera samofna fagmennsku þeirra og aukast með því að kennarar ígrundi störf sín og vinni sem rannsakendur á starfi sínu og á sjálfum sér. Hún telur einnig samvinnu kennara vera mjög mikilvæga í þessu samhengi, að þeir hafi vettvang til að ræða kennslu sína og markmið því samábyrgð styrkir og valdeflir kennarahópinn í heild (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2002). Þessu er Morris sammála og segir að ef kennarar eru bjartsýnir á faglegt starf sitt og sækjast eftir stuðningi hjá hver öðrum er mun líklegra að þeir muni blómstra í starfi (Morris, 2012, bls. 122). Í metsölubók Scott Belsky (2010) sem rannsakaði fyrirtæki og fólk sem skarar fram úr, kemur fram að afkastamikið fólk eigi það sameiginlegt að nýta sér krafta nánasta umhverfis til að koma hugmyndum sínum á skrið. Þá fái það viðbrögð og athugasemdir sem geta reynst því ómetanlegar, myndað tengslanet sem síðar veita stuðning og innblástur. Kennarastarfið ætti ekki að vera nein undantekning. Fyrsta hugmyndin sem maður fær er ekkert endilega góð, en vegna samstarfs kveikir hún oft á annarri betri hugmynd eða er túlkuð á nýjan hátt. Með því að ræða við samstarfsfélaga fer maður að finna til ábyrgðar og verkefnið verður meira áþreifanlegt (Belsky, 2010). Sjálfsöryggi þróast smá saman gegnum viðbrögð samkennara við hugmyndum og auðveldara verður að fylgja sannfæringu sinni og koma hlutum í framkvæmd (Lieberman, 2002). Fagleg einangrun hefur lengi einkennt kennarastarfið en æskilegt er að auka samstarf sem leggur áherslu á gagnrýna umræðu og beinist markvisst að námsþörfum nemenda (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2013). 2.2.2 Virðing og umhyggja Virðing felur í sér að umgangast aðra með tillitssemi, setja sig í spor annarra og bera hag þeirra fyrir brjósti. Hana verður að læra, því hún er ekki meðfæddur eiginleiki heldur áunninn. Virðingin vex og dafnar í jákvæðum samskiptum og birtist meðal annars í því hvernig við komum fram við og tölum við annað fólk. Kennari sýnir nemanda virðingu með því að veita nemenda sínum athygli, hlusta á hugsanir og tilfinningar sem hann vill tjá sig um. Ef nemandi finnur fyrir áhuga og upplifir að hans skoðanir séu verðugar eflist sjálfsvirðing hans og hann öðlast í ríkara mæli metnað til þess að standa sig vel í lífinu (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2002, bls. 76-78). Stundum er því haldið fram að mönnum beri alltaf að virða skoðanir annarra, hvort sem þær eru réttar eða rangar. Páll Skúlason taldi að manneskju væri ekki sýnd óvirðing þó að skoðanir hennar væru ekki virtar, heldur væri það virðing í verki að gagnrýna hugmyndir hennar og skoðanir og leitast þannig við að leiðbeina henni (Páll Skúlason, 1990). Þessu er ég sammála og tel að mikilvægi virðingar snúist um að virða rétt annarra til að tjá skoðanir sínar en ekki að bera virðingu fyrir skoðununum sjálfum. Maður hlustar á viðkomandi og svarar með rökum þó manni finnist skoðanirnar órréttmætar. Ef kennari svarar nemenda með hroka er það lítilsvirðing við nemandann. Lítilsvirðing er lítt fallin til þess að efla sjálfsvirðingu og líklegt er að nemandinn og aðrir áheyrendur missi virðingu fyrir kennaranum. Að sama skapi er sennilegt að virðing þeirra fyrir kennaranum vaxi svari hann óréttmætum skoðunum með rökum (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2002, bls. 76-78). Sigrún segir stutt skref á milli þess að bera virðingu fyrir öðrum og umhyggju fyrir öðrum. Hún telur muninn felast í því að þegar við sýnum öðrum virðingu höldum við ákveðinni fjarlægð og leitum ekki endilega eftir því að verða náin viðkomandi. Umhyggja feli hins vegar í sér ákveðna nálægð sem vísi til tilfinningalegs sambands. Kennari getur þannig sýnt nemanda virðingu með því laða fram og hlusta á skoðanir hans, en með því að sýna að honum sér sé annt um líðan hans og vilji hafa þarfir og óskir hans að leiðarljósi er hann farinn að sýna umhyggju (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2002, bls. 79). Noddings (1995) telur að umhyggja eigi að vera kjarni alls skólastarfs. Hún telur það mikilvægara veganesti út í lífið fyrir nemendur að þeir finni að kennarinn beri umhyggju fyrir hverjum og einum nemenda sem persónu heldur en að námið sé byggt á ákveðinni námsskrá eða uppeldisfræðilegri aðferð. Umhyggjan sem nemendur upplifa hjá kennara hefur áhrif á líðan þeirra og viðhorf til náms og skólastarfs. Það verði því að taka hugtakið alvarlega og viðurkenna umhyggju sem einn helsta tilganginn með skólum enda fylgi umhyggju betri námsárangur. 2.2.3 Samskipti og jákvæð viðhorf Í rannsókn sem Hafdís Ingvarsdóttir (2004) gerði um mótun starfskenninga íslenskra framhaldsskólakennara kom fram að framhaldsskólakennarar töldu að góð tengsl við nemendur væru grundvallaratriði til að ná árangri í kennslu. Góð tengsl einkenndust af gagnkvæmri virðingu og trausti (Hafdís Ingvarsdóttir, bls. 39-47). Það hlýtur því að vera mikilvægt að leggja sig eftir því strax í byrjun hverjar annar að rækta slík tengsl. En hver er forsenda fyrir myndun tengsla? Morris (2012) talar um að undirstaðan fyrir myndun tengsla séu góð samskipti og það sé það sem skólar eigi fyrst og fremst að snúast um. Nám á sér stað í samskiptum, ýmist við sjálfan sig, við aðra eða umhverfið og færni í samskiptum verður stöðugt mikilvægari í þjóðfélaginu. Erfitt er að telja upp mörg störf sem ekki krefjast samskiptafærni (Morris, 2012, bls. 146). Það sem er einna mikilvægast að temja sér til að stuðla að farsælum samskiptum er jákvæður hugsunarháttur (Jóhann Ingi Gunnarsson & Sæmundur Hafsteinsson, 2005, bls. 86). Kennsla getur vegar verið mjög streituvaldandi, hver dagur hefur í för með sér breyttar aðstæður og ólík samskipti sem spanna allt litróf tilfinninganna (Morris, 2012, bls. 146). Margir gera sér ekki grein fyrir því að við getum sjálf stjórnað hugsunum okkar. Hugsanir okkar eru líklegar til að hafa áhrif á hvernig okkur líður og þarf af leiðandi framkomu okkar en með því að helga sér jákvæðni eru minni líkur á að við missum stjórn á skapinu og segjum eitthvað sem við vildum heldur láta ósagt. Ef kennari tileinkar sér þroska og dýpt í daglegum samskiptum, til dæmis með því að tala við nemendur en ekki til þeirra verða nemendurnir þátttakendur í náminu en ekki áhorfendur. Í stað þess að stjórna nemendum og krefjast ákveðinnar hegðunar er betra að einbeita sér að þvi að búa til jákvætt námsumhverfi (Robinson & Aronica, 2015). Það eru ekki bara kennarar sem þurfa að tileinka sér jákvætt viðhorf. Í bóklegu námi eru framfarir oft hindraðar af svartsýnu viðhorfi nemenda. Það er hægt að þjálfa upp bjartsýni og byggja upp seiglu hjá nemendum, hugræna færni sem gerir þeim kleift að sigrast á hindrunum í lífinu í stað þess að láta þær slá sig út af laginu. Þess vegna er mikilvægt að kennarar beini sjónum sínum í auknum mæli að innviðum námssamskipta með það í huga að styðja við uppbyggingu á sjálfstrausti nemenda (Morris, 2012, bls. 105). 2.3 Hvernig kenni ég líffræði á sem bestan hátt? 2.3.1 Nám byggir á virkri hugarstarfsemi Nám byggir á því að hugurinn sé virkur–að hann sé forvitinn og upptekinn við að athuga, spyrja sig spurninga og leita að svörum. Þetta er í raun eðlislæg starfssemi hugans. Menntun á því að veita færni og þjálfun í því að spyrja hvers vegna? Hún á að veita hæfni til sjálfstæðrar og gagnrýninnar hugsunar gagnvart alls konar viðfangsefnum (Edelstein, 2008, bls. 19). Flestar námskenningar nú til dags telja ferli hugans skipta miklu máli þegar við lærum, andstætt atferlishyggju sem hafnar hugarferlum sem forsendu til náms (Hohenstein & Manning, 2010). Það að læra er mun meira en að taka við því sem aðrir hafa hugsað (Hafþór Guðjónsson, 2012). Þegar við lærum þurfum við að skipuleggja þekkinguna upp á nýtt, móta og samlaga fyrri þekkingu í samspili við umhverfið. Að ígrunda, skipuleggja og finna lausnir krefst hugrænnar færni (Greeno, Collins, & Resnick, 1997). Upphaf hugrænna kenninga (e. cognitivism) má rekja til Jean Piaget (1896-1980) sem setti fram kenningu um þrepaskiptingu í vitsmunaþroska barna. Á aldrinum 0-2 ára væri barn á skyn- og hreyfistigi þar sem barnið þroskar vitsmuni sína með því að beita skynfærum og hreyfifærni. Frá tveggja ára aldri til sjö ára tekur við foraðgerðarstig þar sem barnið hugsar og skilur umheiminn frá eigin sjónarhorni. Börn á þessu stigi geta ekki leyst verkefni sem krefjast þess að hugsa rökrænt heldur eru allar aðgerðir hlutbundnar. Eftir tólf ára aldur kemst barnið á efsta stigið, stig formlegra aðgerða og öðlast þá hæfileikann til að hugsa óhlutrænt, öðlast rökhugsun. Piaget taldi að hugsunarform barnanna á hverju stigi hefði áhrif á hvaða skilning börn leggðu í allt sem þau upplifðu og að nám væri því að vissu leyti takmarkað við þessi þroskastig. Þrátt fyrir að enn í dag sé óljóst hvort að börn þroskist stigbundið eða samfellt hefur kenningin haft mjög mikil áhrif á þróun námskrárgerðar og þroskastigin myndað grundvöll fyrir skipulagningu námsefnis og námsumhverfis. Piaget notaði hugtökin samlögun (e. assimilation) og aðhæfing (e. accomodation) til að útskýra hvernig börn fara á milli þroskastiga. Samlögun felst í því að ný reynsla eða upplifun sem barnið verður fyrir eru aðlöguð að þeim hugarformum sem barnið býr yfir. Með aðhæfingu, eru fyrri hugarform mótuð að þeirri reynslu sem barnið upplifði og þarf að aðlagast. Þetta er yfirleitt erfiðara ferli en samlögun og má líkja við gagnabanka i tölvu. Þegar ný gögn eru færð inn sem passa ekki inn í fyrri mynstur, þarf að breyta eða búa til nýtt mynstur sem rúmar upplýsingarnar (Hohenstein & Manning, 2010). Það næst aldrei fullkomið jafnvægi milli samlögunar og aðhæfingar því þá mundi þroskinn stöðvast en með auknum þroska myndast flóknari hugarform og einstaklingurinn verður hæfari að fást við verkefni. Þessi hugmyndafræði er grunnurinn að hugsmíðahyggju (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007, bls. 115). 2.3.2 Hugsmíðahyggja Hugsmíðahyggja felur í sér að nám er virkt ferli þar sem nemandi smíðar sína eigin þekkingu. Þegar hann rekst á hugmyndir til dæmis við það að hlýða á fyrirlestur kennara, lesa námsbækur og svo framvegis, túlkar hann hugmyndir sínar, og ný hugarform eða tengsl verða til í heilanum sem byggja á fyrri þekkingu og þroska. Þar með er ekki verið að segja að nemendur verði að uppgötva hugmyndir sjálfir til að smíða þekkingu, enda væri það nánast ógerlegt, heldur að þekkingarsmíði byggi á persónulegri reynslu og stöðugri prófun á tilgátum einstaklingsins þar sem hann er sífellt að tengja nýjar hugmyndir við eldri (Hohenstein & Manning, 2010). Þótt menn hafi uppgötvað eitthvað fyrir löngu og sett það skilmerkilega fram er uppgötvunin skilin á mismunandi vegu af ólíku fólki. Hugsmíðahyggjan viðurkennir að nemendur búa að fyrri reynslu og þekkingu sem hefur áhrif á skilning þeirra á nýju námsefni (Hafþór Guðjónsson, 2012). Vygotsky (1896-1934) var rússneskur sálfræðingur sem taldi eins og Piaget að þekking væri smíði og túlkun hvers og eins en lagði áherslu á þátt samskipta og menningar í þroska og námi. Þar sem hugmyndir hans leggja ríka áherslu á órjúfanleg gagnvirk tengsl milli einstaklings og félagslegs umhverfis í átt til meiri þroska eru hugmyndir hans kallaðar félagsleg hugsmíðahyggja. Hann taldi að nám væri meira en samlögun nýrra upplýsinga að eldri þekkingu. Það væri ferli þar sem nemendur væru hluti af þekkingarsamfélagi (Jeannine St. Pierre, 1996). Honum fannst sem Piaget hefði horft framhjá mikilvægi tungumálsins í þekkingarsmíði og hefði þess vegna ekki skilið að nám er í raun samvinna því hugsun breytist í samskiptum við þá sem búa að meiri þekkingu (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007, bls. 116). Vygotsky setti fram líkan um svæði mögulegs þroska sem einnig kallast nærþroskabil (e. Zone of Proximal Development, ZDP). Hann sagði nám eiga sér stað í nærþroskabili en hugtakið inniber tvö þroskaþrep. Fyrra þrepið er staðurinn sem nemandinn er á miðað við sinn þroska. Seinna þrepið er sá staður í þroska sem nemandinn getur mögulega náð með hjálp frá þekkingar- og reynslumeira fólki. Með samvinnu er sem sagt hægt að öðlast meiri skilning, til dæmis í átt að óhlutbundnari hugsun en einstaklingur er fær um sjálfur. Nærþroskabil er því ekki bil á fastmótaðri þroskabraut heldur getur mismunandi nám leitt til ólíkra þroskabrauta. Mismunandi kennsla getur leitt til og sett af stað mismunandi nám og þroskaferla. Það skiptir því máli að nemendur fái tækifæri til þess að tengja inntakið við fyrirliggjandi hversdagsskilning sinn á sviðinu og við óhlutbundið eðli hugtakanna (Kristín Bjarnadóttir, 2015). 2.3.3 Að kenna á dýptina Hugsmíðahyggja beinir athygli kennarans að nemandanum. Þekking og reynsla sem nemendur hafa aflað sér áður en þeir fá formlega kennslu skiptir miklu máli fyrir hvernig þeir meðtaka og túlka nýjar upplýsingar. Fólk þróar oft með sér hugmyndir um vísindaleg fyrirbæri sem eru ekki fullnægjandi til að yfirfæra á flókna hluti eða eru í eðli sínu ólíkar viðhorfum vísindanna (Osborne & Fryberg, 1985). Hafþór Guðjónsson (1991) leggur til að þetta séu kallaðar forhugmyndir (e. misconception) á íslensku. Þessar forhugmyndir eiga sér oft upptök í hversdagslegri reynslu, styrkjast með tímanum og geta því verið lífseigar. Kennsla þarf að taka mið af forhugmyndum til þess að nemandi leiðrétti og skerpi skilning sinn. Það getur kennarinn gert með því að skapa jákvætt námsumhverfi þar sem nemendum gefst tækifæri til setja fram sínar hugmyndir og skiptast á skoðunum. Þá getur kennarinn hlustað eftir því hvers eðlis forhugmyndirnar eru og hagað kennslunni eftir því. Einnig auðveldar það nemanda að innleiða viðurkennd sjónarmið ef hann heyrir margar rökfærslur fyrir þeim og verður var við innri mótsagnir. Séu forhugmyndir nemenda hins vegar ekki leiðréttar geta þær haft gríðarleg áhrif á getu nemenda til áframhaldandi náms, lærdómsferlið breytist í utanbókarnám til að standa sig vel á prófi (Osborne & Fryberg, 1985). Til að þess að nemandi búi yfir djúpri staðreyndaþekkingu er ekki nóg að læra staðreyndir og hugtök utan að heldur verður hann að skilja þær í samhengi, annars er erfitt að kalla þær fram. Skipulagning þekkingar í heildstætt hugtakanet skiptir því miklu máli svo hann geti yfirfært þekkinguna á aðrar aðstæður. Þar sem nemendur byggja ofan á fyrri skilning skiptir máli að þekkingargrunnurinn sé traustur. Það er því betra að fara í dýptina á fáum útvöldum efnum sem koma inn á helstu grundvallarhugtökin í faggreinininni heldur en að fara yfir mikið efni. Sumir nemendur þurfa meiri tíma en aðrir til að skilja grunnhugtökin og það verður að taka tillit til þess. Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir læri á sama hraða Kennsla verður að innlima nemendur í virkri ígrundun um grunnhugtökin því nemendur öðlast ekki djúpa þekkingu án þess að leggja sig fram við að hugsa (Bransford, Brown, Rodney R. Cocking, & (ritstjórar), 2000). Kennarinn verður að huga að fjölbreytni í kennsluaðferðum. Margir hafa tilhneigingu til að kenna út frá eigin upplifun og reynslu og gleyma því að það sem hentar einum í námi hentar kannski öðrum alls ekki. Það er ekki nóg fyrir hann að kunna efnið vel, góður kennari þarf stöðugt að vera á verði hvaða námsefni nemendur eiga erfitt með að skilja, hann verður að skynja þróunina í hugsun nemenda um hugtök og finna aðferðir sem hjálpa nemendum að komast yfir hindranir. Erfiðleikastig kennslunnar verður stuðla að réttu misvægi í gerð hugsunar nemenda samanber kenningu Vygotski um nærþroskabil, þannig að efnið geti hrifið nemenda til átaka við það. Þannig þróar kennarinn kennslufræðilega faggreinaþekkingu (e. pedalogical content knowledge) sem hjálpar nemendum að ná framförum í námi (Bransford, Brown, Rodney R.Cocking, & (ritstjórar), 2000). 2.3.4 Námsmat og áhugahvöt Námsmat mótar inntak námsins. Það stýrir því hvernig nemendur bera sig að við að læra og hvað þeir læra. Hver kannast ekki við spurninguna: „þarf ég að kunna þetta fyrir próf?“ Ef maður segir nei, þá eru fáir ef einhverjir sem lesa efnið. Það skiptir máli hvað er gert við upplýsingarnar sem koma út úr námsmati og flokkun námsmats er yfirleitt byggt á því. Algengt er að flokka námsmat í lokamat (e.summative assessment) og leiðsagnarmat (e.formative assessment). Leiðsagnarmat metur stöðu nemenda með það í huga að þeir geti bætt hana og styður þannig við námsframvindu þeirra, lokamat metur hins vegar stöðu nemenda á ákveðnum tímapunkti til dæmis við lok námskeiðs. Lokamat er mjög oft á formi skriflegs lokaprófs til þess að búa til gögn um námsárangur nemenda og er til þess fallið að búa til vald yfir nemendum svo sem með því að ákveða möguleika þeirra til frekara náms út frá niðurstöðunum. Þau þykja í flestum tilfellum áreiðanleg, þ.e. öll próf eru metin á sömu forsendu og sama einkunn er líkleg til að fást við endurtekna yfirferð á prófinu. Hins vegar má efast um réttmæti þeirra. Réttmæti vísar hins vegar til þess hvort að námsmatið er í raun að mæla það sem því er ætlað að mæla. Margir telja þau til þess fallin að mæla utanbókarlærdóm en í minna mæli aðra hæfni (Swain, 2010). Í námskrá eru ýmis hæfnimarkmið sem á að uppfylla og því hlýtur að vera æskilegt að kennarar notist í meira mæli við leiðsagnarmat. Hefðbundin skrifleg próf geta verið hluti af leiðsagnarmati ef kennarinn leggur þau fyrir með það í huga að fjalla áfram um þá þætti sem nemendum gekk illa með á prófinu. Það þjónar hagsmunum nemenda. Það er algengt að leiðsagnarmat feli í sér að nemendi skili inn verkefnum og ritgerðum sem kennari les yfir og skrifar athugasemdir við. Matsviðmið (e. rubrics) eru kvarðar sem nýta má til að leggja mat á margvísleg verkefni og geta auðveldað kennurum yfirferð og veitt nemendum leiðbeinandi endurgjöf á vinnu sína. Í daglegu lífi erum við vön að læra með endurgjöf og stuðningi. Gott er að kynna fyrir nemendum matskvarðana sem eru notaðir til að meta hæfni þeirra svo að þeir átti sig á þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra og viti til hvers er ætlast af þeim. Matsviðmið geta einnig ýtt undir gagnrýna hugsun hjá nemendum þegar þeir taka mið af þeim. Til að leiðsagnarmat nýtist nemendum sem best verður endurgjöf að skila sér fljótt til nemenda, vera einstaklingsmiðuð, skýr og ítarleg. Endurgjöf getur verið vandasöm því hún þarf að vera til þess fallin að valdefla nemendann en ekki draga úr honum kjarkinn. Jafnframt að leiðbeina honum um næstu skref að betri frammistöðu. Rannsóknir Black og Wiliams (1998) sýna að endurgjöf án einkunnar er meiri námshvati heldur endurgjafir hvort sem er með einkunn eða bæði einkunn og athugasemdum. Ef nemendur fá einkunnir gleyma þeir oft að lesa athugasemdir kennara og líta á einkunnina sem staðfestingu á að verkefninu sé lokið og þeir þurfi ekki að vinna meira í því (Black & Wiliam, 1998). Það er margt sem bendir til þess að kennarar ættu frekar að notast við leiðsagnarmat með einstaklingsbundnum markmiðum sem miðar að mismunandi hæfni heldur en hefðbundin skrifleg próf. Þá eykst tilfinning nemenda fyrir hlutdeild og ábyrgð á eigin námi og þeir eiga auðveldara með að finna hvort þeir séu að ná árangri í náminu. Hefðbundin próf eru til þess fallin að etja til samanburðar á nemendum. Í staðinn fyrir að nemandi beri sig saman við fyrri árangur og við mælikvarða um hvað hann þarf að gera til að ná hæstu einkunn er hann að bera sig saman við aðra. Markmið nemandans verður að þá að fá háar einkunnir og hann setur sér eins konar frammistöðumarkmið. Nemendur sem setja sér frammistöðumarkmið eru líklegri til að láta kvíða ná tökum á sér og forðast aðstæður þar sem þeim gæti mögulega mistekist. Þeir geta ekki stýrt því hver frammistaða þeirra verður því hversu mikið sem þeir læra veltur frammistaða þeirra einnig á árangri annarra nemenda. Leiðsagnarmat hvetur til þess að nemendur leggja sig fram því þá nái þeir markmiðunum (Hohenstein & Manning, 2010, bls. 80). Carol Dweck hefur sýnt fram á að það skipti máli að hrósa fyrir fyrirhöfn ekki hæfni. Þegar fólki er hrósað fyrir hæfileika er hætta á því að það trúi því að velgengni þeirra stafi af þáttum sem þeir ráða ekki yfir, s.s. meðfæddri eðlishneigð til ákveðins sérsviðs. Þá tileinkar fólk sér festuhugarfar (e.fixed mindset) sem er sú hugsun að velgengni helgist af hæfileika og því geta menn lítið gert til þess að yfirstíga hindranir á leiknisviðum sem þeir hafa ekki meðfædda hæfileika á. Ef fólk hins vegar trúir að velgengni stafi af fyrirhöfn er það með svo kallað gróskuhugarfar (e.growth mindset) og trúir að með mikilli vinnu geti þeir yfirstigið hvaða hindranir sem er, ekki að tiltekin leiknisvið séu þeim lokuð (Morris, 2012, bls. 127-128). 2.3.5 Er tungumálið lykillinn að bættri raunvísindakennslu? Tungumálið spilar eitt meginhlutverkið í daglegu lífi okkar þar sem það er aðal verkfærið sem við notum til að eiga samskipti við fólk, tjá hugmyndir okkar og byggja með okkur þekkingu. Það stuðlar að því að við beinum athyglinni að einhverju og höldum athyglinni. Vygotsky taldi það því gegna lykilhlutverki fyrir þroskun hugarstarfseminnar (Mercer, Lyn, Wegerif, & Sams, 2004). Jafnvel þótt að tungumálið sé ekki eina verfærið til að skilja og fanga heiminn, þá hlýtur það að menntast að fela í sér að læra sérstaka notkun á tungumálinu. Líffræði, eins og aðrar raunavísindagreinar, á sér sérstakt tungutak eða orðræðu. Raunvísindamenn nota hugtök, tákn og sérstaka talshætti þegar þeir tala um náttúrufræðitengd málefni af því þeir hafa tileinkað sér fræðilegt tungumál sem er ólíkt hversdagslegu talmáli. Það reynist því mörgum erfitt sem ekki þekkir til orðræðunnar eða orðaforðans að skilja innihald talsins. Það er því mikilvægt að veita tungumáli raunvísinda athygli í kennslu en jafnframt að gefa hugsmíðum nemenda þegar þeir lesa fræðitexta meiri gaum (Hafþór Guðjónsson, 2011). Wellington og Osborne (2001) hafa gagnrýnt hefðbundna raunvísindakennslu vegna þess að hún leggi ekki nógu mikla áherslu á tungumál raunvísinda. Þeir vilja meina að hver kennslustund í raunvísindum ætti að vera tungumálakennsla því tungumálið sé megin hindrunin sem nemendur þurfa að yfirstíga í raunvísindanámi. Þeir vilja meina að með aukinni áherslu á tungumál gætu gæði raunvísindanáms aukist gríðarlega. Þegar nemendur komast á það stig að skilja orðræðuna verður auðveldara fyrir þá að skilja fræðitexta og tal kennarans. Að öðrum kosti getur námið orðið þeim þrautarganga (Hafþór Guðjónsson, 2011). En af hverju er tungumálalæsi svona mikilvægt fyrir vísindi? Læsi snýst ekki einungis um það að geta fært hugsun sína í letur og skilið prentaðan texta, heldur notum við tungumálið til að gera okkur í hugarlund nýjar hugmyndir, smíða ný hugarform og skapa merkingu. Með því að setja fram tilgátur um eðlisheiminn og þróa skýringar á fyrirbærum sem við rannsökum, erum við tilneydd til þess að vísa í hluti sem eru okkur sjáanlegir berum augum til að gera hugmyndirnar áþreifanlegar og þar með auðveldari að miðla. Eftir því sem þekkingin eykst förum við líka að geta vísað í óhlutbundin hugtök og einingar sem við sjáum ekki. Tungumálið er eina verkfærið sem gerir okkur kleift að vitna í hluti sem við höfum aldrei séð. Í daglegum samskiptum við sýnilega heiminn búum við til lýsingu á hlutum sem eru áþreifanlegir eða aðgengilegir fyrir skynfærin. Við getum sýnt þessa hluti með ljósmyndum og útskýringarmyndum og erum meðvituð um að aðrir hafi reynslu af þessum hlutum. Tilvitnun í sjáanlega og áþreifanlega hluti byggist því á að raða lýsandi hugtökum saman sem nær yfir það sem reynsla fólks á sameiginlegt. Margir af þeim þáttum sem við viljum ræða í vísindum, svo sem frumur og agnir, eru einingar sem aðeins er hægt að sjá með tækjanotkun. Þannig einingar, svo ekki sé minnst á þær einingar sem ekki enn er hægt að sjá með tækjum, eru algjörlega háðar framsetningu sem byggir á þekkingu okkar á tilvist stærri sjáanlegra hluta (Evagorou & Osborne, 2010). Plöntufrumum var til dæmis fyrst lýst af Robert Hooke eins og hólfum í korki og fruma hlaut því nafnið cell á ensku (Halldór Þormar, 2000). Við uppgötvun ósýnilegra hluta erum við því háð myndlíkingum og samanburðum við sýnilega hluti. Þannig verður til nýr orðaforði og samheiti innan tungumálsins til að tryggja að þekkingin festist í sessi og skilningurinn haldist í samhengi við notkun. Þetta eru ekki endilega ný fagorð sem eru framandi heldur líka kunnug orð eins og orka og kraftur sem öðlast nýja merkingu. Langstærsti hluti vísindalegra kenninga eru lýsingar og tilgátur um ímyndaðar einingar sem byggja upp heiminn, s.s. rafeindir, frumur og sameindir (Evagorou & Osborne, 2010). Til að hjálpa nemendum að smíða mynd af þannig hlutum hlýtur tungumálið alltaf að vera aðalverkfærið sem nemandi og kennari nota til að gera sér grein fyrir skilningi sínum og sjá fyrir sér hlutina. Þessi fræði gefa manni tilefni til að ætla að myndlíkingar og samanburður skipti miklu máli til að hjálpa nemendum að öðlast skilning. 2.3.6 Í hverju felast tungumálaerfiðleikar í raunvísindum? Algengur misskilningur er að fólk heldur að það að smíða merkingu í gegnum tungumálið sé einfalt ferli. Sýn margra á menntun á sér, eins og áður hefur komið fram, djúpar rætur í atferlishyggju: trúna á það að yfirfærsla upplýsinga sé einföld aðgerð, kennarinn kóðar upplýsingar, sendir á nemandann sem hlustar og afkóðar skilaboðin og bætir þeim í sarpinn. Ef hugarferlin eru tekin með í spilið kemur hins vegar í ljós að það að smíða merkingu er flókið ferli. Þegar nemandinn afkóðar orð skilur hann þau í samhengi við fyrri reynslu og notkun. Orð hafa mismunandi merkingu og það er bara hægt að sjá merkingu þeirra út frá samhenginu. Að afkóða og smíða merkingu úr tali kennarans eða texta felur ekki eingöngu í sér að þekkja orðin heldur að túlka þau og vega merkingu þeirra með rökstuðningi, samlaga orðin við fyrri hugarferli. Nemandi sem hefur aldrei rekist á orð í ákveðnu samhengi getur ekki smíðað merkinguna sem ætlast er til af honum (Evagorou & Osborne, 2010). Til dæmis hefur orðið „þyngd“ ekki alltaf sömu merkingu heldur breytist hún eftir samhenginu, sbr. setningarnar: „leit haldið áfram af fullum þunga í fyrramálið“ og „þyngd er kraftur sem er mældur í Newton einingum“. Það hlýtur því að vera nauðsynlegt að kennarar sýni hvernig vísindaleg orð eru notuð í samhengi og útskýri merkingu þeirra. Kennarinn er ekki bara tungumálakennari heldur líka túlkur, einhver sem getur útskýrt hvernig maður getur öðlast rétta merkingu út frá orðræðunni og textunum sem kennslustundin byggir á (Hafþór Guðjónsson, 2011). Tungumálið er líka eitt helsta verkfærið þegar kemur að því að framkvæma vísindalegar tilraunir. Þegar vísindamenn fá hugmyndir eða tilgátur þá verða þeir að prófa þær og safna gögnum. Gögnin eru oft svo yfirgripsmikil að engin merking fæst nema að nota önnur framsetningarform en tungumál orða. Vísindi skýra því ekki heiminn eingöngu með orðum heldur eru þau fjöltáknlegt tungumál, byggð á skynsamri notkun korta, taflna, grafa, tákna, skýringarrita og fleiri sjónrænnar stærðfræðitjáningu. Gröf og kort gefa yfirlit yfir tíðni og mynstur í gögnunum, töflur gefa yfirlit yfir töluleg gögn og stærðfræðitákn lýsa sambandi milli breyta. Þetta eru því í raun mörg tungumál samankomin í eitt en vísindamaðurinn er háður þeim öllum til að smíða þekkingu og gera vísindaleg fyrirbæri áþreifanleg og hlutstæð í tungumálinu (Lemke, 1998). 2.3.7 Hvernig er hægt að æfa tungumál líffræðinnar? Það er erfitt að hugsa sér að læra tungumál án þess að tala. Rannsóknir sína hins vegar að það er kennarinn sem talar mest í raunvísindakennslu og nemendur hlusta. Flestar spurningar kennara eru lokaðar og krefjast ekki ígrundunar sem gerir það að verkum að nemendur fá ekki tækifæri til að æfa fræðilegt tal. Það hjálpar heldur ekki að eftir að kennarar hafa lagt fram spurningar gefa þeir nemendum yfirleitt mjög stuttan umhugsunarfrest áður en þeir svara sjálfir spurningunni (Evagorou & Osborne, 2010). Í daglegu tali er það sjaldan þannig að sá sem veit svörin spyrji hina spurninga, heldur er það oftast svoleiðis að sá spyr sem ekki veit. Það leiðir til þess að menn deila upplýsingum, kasta hugmyndum á milli og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu eða skilningi. Til að líkja sem mest eftir raunveruleikanum er gott að nemendur tali saman um námsefni maður á mann eða í litlum hópum. Mercer, Lyn, Wegerif og Sams (2004) komust að því að það er hægt að gera börnum kleift að tala á árangursríkan hátt í kennslustundum þannig að þau noti tungumálið sem verkfæri til að skiptast á röksemdum og öðlist þannig meiri skilning á námsefninu. Þeir sögðu ástæðuna fyrir því að margir kennarar upplifa nemendasamtöl ómarkviss og upplifa að nemendur fari að tala um eitthvað allt annað en þeiri eiga að gera, megi rekja til þess að nemendur hafa ekki skýra hugmynd um hvers sé ætlast til að þeim. Þeir vita ekki endilega hvað góð umræða felur í sér og þurfa skýr fyrirmæli. Það er því nauðsynlegt að kennarinn setji nemendum reglur og útskýri ferlið. 2.3.8 Tungumálakennslan stuðlar einnig að félags-tilfinningaþroska Piaget og Vygotsky hafa báðir sýnt fram á að samvinna á stóran þátt í hugtakamyndun og þekkingaröflun. Manneskjunni er eðlislægt að afla sér þekkingar í samvinnu við aðra. Kanna í samtölum gildi hugsmíða, uppgötvana og skoðana. Það krefst hins vegar æfingar að þróa svör í röklegu samhengi, temja sér virka hlustun og virða ólík sjónarmið. Túlkunarárekstrar knýja okkur til þess að setja okkur í spor hvers annars og huga að sanngirni í samskiptum. Samræðan er því til þess fallin að mennta í víðum skilningi og stuðla að alhliða þroska (Edelstein, 2008, bls. 161). 3 Aðferðafræði Í þessum kafla er greint frá aðferðafræðinni sem lögð var til grundvallar rannsókn minni á mínum fyrstu skrefum í kennslu. Starfendarannsókn varð fyrir valinu því hún byggir á því að rýna í eigið starf á kerfisbundinn hátt (Hafþór Guðjónsson, 2008). Gerð er grein fyrir þátttakendum í rannsókninni, hvernig gagna var aflað og þau greind. 3.1 Starfendarannsókn Starfendarannsókn felur í sér eins og öll önnur rannsóknarsnið kerfisbundna leit að nýrri þekkingu. Hún fjallar hins vegar ekki aðeins um að skilja og útskýra, heldur líka um að smíða þekkingu sem hægt er að nýta til framþróununar á starfi sínu. Rannsóknarferlið er í höndum rannsakandans sjálfs sem skoðar og íhugar eigið starf (Hafdís Guðjónsdóttir, 2011). Í stað þess að standa utan við rannsóknarsviðið og rýna í athafnir og gjörðir annarra eins og hefð er fyrir í rannsóknarheiminum, virkar starfendarannsakandinn sem brautryðjandi sem kemur hugmyndum í framkvæmd, ráðgjafi sem rökræðir við helstu kenningasmiði meðan rannsóknin er í gangi, og sem rannsakandi sem jafnóðum smíðar þekkingu, greinir og túlkar hvað gerðist og hvernig hægt er að útskýra það. Það má því segja, að starfendarannsókn sé eins konar hringlaga könnunarleiðangur til skilnings (McNiff, 2010). Starfendarannsóknir fela í sér sjálfsrýni og endurmat á eigin viðhorf, en þær gefa rannsakandanum frelsi til að nota margar og mismunandi aðferðir til að afla gagna og til að setja efni sitt fram. Þær ættu því að henta flestum kennurum og stuðla að því að gera starfsþekkingu þeirra sýnilegri (Hafdís Guðjónsdóttir, 2011). 3.2 Gagnaöflun Starfendarannsókn sem þessi byggir á faglegri ígrundun þar sem túlkun og greining á kennslu er skoðuð út frá kennslufræðilegri þekkingu og sjónarmiðum (Hafdís Guðjónsdóttir, 2011). Ígrundun felur í sér kerfisbundna leit að nýrri þekkingu og úrræðum til að komast að niðurstöðu um mikilvæga hluti (Guðmundur Heiðar Frímannsson, Rósa Eggertsdóttir, & Rúnar Sigþórsson, 2013). Rannsakandi skráir það sem hann upplifir til þess að fanga reynslu sína og sýn þátttakenda, rýnir í gögnin og kynnir niðurstöður sínar til að sýna hvernig þær hafa leitt til breytinga (Hafdís Guðjónsdóttir, 2011). Það er engin ein ákveðin forskrift að því hvernig á að afla gagna í starfendarannsóknum en algengast er, að rannsakandi haldi dagbók. Engu að síður geta menn nálgast gögn á margs konar hátt, svo sem með vettvangsathugunum, spurningalistum, viðtölum, hljóð- og myndbandsupptökum og ljósmyndum og nýtt allt í senn í sömu rannsókninni. Gögn fyrir starfendarannsókn geta því verið mjög fjölbreytt (Hafþór Guðjónsson, 2008). Aðalatriðið er að fram fari ígrundun og sjálfsrýni rannsakanda og að rannsóknin byggi á fræðilegum grunni. Gögnin gefa vísbendingar um þær breytingar á hugarfari og starfi sem verða hjá rannsakandanum og eru eins konar staðfesting á því sem rannsakandi upplifði (Hafdís Guðjónsdóttir, 2011). 3.2.1 Rannsóknardagbókin Í rannsóknardagbók leitast rannsakandi við að skrá niður upplifanir og hugsanir sínar á þann hátt sem honum þykir þægilegastur, t.d. í smásagnastíl, með minnispunktum, teikningum o.s.frv. (Hafdís Guðjónsdóttir, 2011). Maður bregst oft við í kennslustofunni á grundvelli einhverjar þekkingar en gerir sér ekki endilega grein fyrir því. Með því að ígrunda og skrá niður verður þekkingin ef til vill sýnilegri og nýtist til taka mið af og haga sér eftir (Birna María Svanbjörnsdóttir, Allyson Macdonald, & Guðmundur Heiðar Frímannsson, 2013). Það var mér ekki tamt að skrifa dagbók þegar ég hóf mína rannsókn. Mér fannst erfitt að finna tíma til þess og leit stundum á það sem sóun á tíma, tíma sem væri betur varið í að undirbúa kennsluna. Skrifin voru því stuttaraleg í byrjun, oftast í formi minnispunkta en einstaka sinnum fann ég tíma til að lýsa aðstæðum, tilfinningum og viðbrögðum í meiri smáatriðum. Ég held að ástæðan fyrir þessu hafi verið að mér var ekki almennilega ljós tilgangurinn með þessum skrifum. Ég sá ekki fyrir hvernig þau myndu nýtast mér. Það var ekki fyrr en í lok fyrstu annar að ég settist niður og las yfir skrifin að ég sá að ég gat nýtt mér reynsluna til að gera betur á næstu önn. Á annarri önn fór ég að skrifa í meira mæli hugleiðingar fyrir og eftir kennslutíma til að lýsa áhugaverðum upplifunum. Ég reyndi markvisst að veita því athygli hvernig ég talaði við nemendur, hvernig kennsluhættir mínir voru og hvort þeir hefðu skilað tilætluðum árangri. Ég skrifaði yfirleitt á tölvu en stundum reif ég líka fram blað og penna í kennslustundum og á kennarafundum til að lýsa atburðum jafnóðum. Þegar ég var í tímaþröng tók ég upp hugleiðingar mínar á símann minn. Það má því segja, að „dagbókin mín“ hafi verið á mörgum stöðum í tíma og rúmi. Helsti gallinn við að hafa gögnin svona dreifð er að maður fær ekki eins gott yfirlit yfir þau. Hins vegar fangaði ég meira af upplifunum mínum en ég hefði annars gert, hefði ég verið bundin við eina bók. Næsta skólaár fór ég í meira mæli að lesa fræðitexta því skrifin vöktu meiri áhuga hjá mér á að breyta kennsluháttum mínum. Þau byggðu í raun upp sjálfstraust. Ég fór í meira mæli en áður að sleppa takinu á hefðbundnum kennsluháttum, leita til samkennara minna og hlusta á raddir nemenda. Ég áttaði mig á því, að ef ég ætlaði að ná árangri í starfi, þyrfti ég að halda áfram að læra. Hvað er nám ef ekki að beina hugsuninni að tilteknu viðfangsefni í því skyni að brjóta það til mergjar? Hvernig gat ég ætlast til þess að nemendur læsu fræðitexta, gerðu heimaverkefni og tækju ábyrgð á náminu, ef mér sjálfri fyndist það sóun á tíma því að annar undirbúningur fyrir kennslu ætti að hafa forgang? 3.2.2 Samræður við rýnivini Í starfendarannsóknum getur verið mikils virði að eiga rannsóknarvin. Þá getur rannsakandi mátað sínar hugsanir við starfsfélaga og fengið nýja sýn á starfið í skólanum. Það að ræða málin dýpkar eða varpar upp nýrri sýn á tiltekin málefni (Hafdís Guðjónsdóttir, 2011). Ég var mjög heppin með að eiga að góðan rýnivin, Erlu Hrönn Geirsdóttur, sem er í svipuðum sporum og ég, er sjálf að hefja sinn kennsluferil. Við kynntumst í kennslufræðináminu og ákváðum báðar að gera starfendarannsókn undir leiðsögn Hafþórs Guðjónssonar. Þegar rannsóknin hófst vorum við báðar með hlutastarf við kennslu, ég í skóla með áfangakerfi og hún í bekkjarskóla. Smám saman jókst síðan kennslan hjá okkur báðum. Við ræddum upplifanir okkar af kennslunni og leituðum ráða hvor hjá annarri. Oftar en ekki sáum við hversu ólíkum lausnum við urðum að beita vegna ólíkra skólakerfa. Þær kennsluaðferðir sem henta vel í bekkjarkerfi, virka ekki jafn vel í áfangakerfi og öfugt, þar sem nemendur þekkjast ekki eins vel í áfangakerfinu. Samt sem áður gátum við nýtt okkur reynslusögur hvor annarrar til að öðlast meiri skilning á okkar eigin kennslu. Við ræddum oft saman í síma en hittumst einnig og spjölluðum yfir kaffibolla. Þetta voru því fremur óformlegir fundir en gáfu manni samt sem áður mikið til að vinna með. Við vorum báðar í sömu sporum og því mjög meðvitaðar um að dæma ekki, heldur hlusta og styðja. Á nokkurra mánaða fresti fórum við á fund leiðbeinanda okkar, Hafþórs Guðjónssonar. Þá settumst við þrjú niður og ræddum um ákveðin atriði sem bar á góma í rannsóknarvinnu okkar. Hafþór hjálpaði mér að koma auga á gildi rannsóknarinnar, verðmæti þess að skrá niður reynslu sína og að þróa starfskenningu. Hann hafði í náminu mínu mætt í kennslustund hjá mér og fylgst með öllu því sem fór fram í skólastofunni hjá mér, talað við leiðsagnarkennara minn og hafði því góða innsýn í mína styrkleika og veikleika í kennslu. Ábendingar hans og leiðsögn met ég því sérstaklega mikils. 3.2.3 Samræður við kennara Eftir því sem ég varð meðvitaðri um gildi mín í kennslu, varð sjálfsmynd mín sem kennara sterkari og ég fór í auknum mæli að ræða við samkennara um mínar tilraunir og hugmyndir í kennslu. Ekki bara þá sem voru að kenna sömu greinar og ég, heldur nánast alla til að fá aukna víðsýni. Þegar maður virkjar umhverfið sitt, fer maður að finna til ábyrgðar og það knýr mann áfram að framfylgja hugmyndum sínum og breyta þeim í áþreifanleg verkefni. Ég uppgötvaði því fljótt að það margborgar sig að veita öðrum hlutdeild í hugmyndum og verkefnum. Stundum fékk ég viðbrögð og athugasemdir frá samkennurum sem reyndust mér mjög dýrmætar, því hugmyndin sem ég bar fram var kannski í raun og veru ekkert sérstaklega góð, en vegna samræðu kveikti hún á annarri betri hugmynd eða var túlkuð á nýjan hátt. Stundum höfðu einhverjir framkvæmt svipaða hugmynd, t.d. að einhverju verkefni, og vildu þá endilega gefa mér eintak af verkefninu sem ég mátti breyta að vild. Þá þurfti ég ekki að byrja frá grunni, heldur gat ég byggt á þeirra vinnu. Þegar maður leitar til samkennara er oft ekki laust við að þeir finni til sín. Margir kennarar hafa mikla reynslu og þykir vænt um að maður sýni þessari reynslu áhuga. Það er í raun sorglegt hversu mikil þekking fer forgörðum ef þeir eldri eða reynslumeiri miðla ekki þekkingunni til þeirra reynsluminni. Samræður mínar við mismunandi samkennara dýpkuðu minn skilning á skólastarfinu og urðu til þess að ég átti auðvelt með að leita eftir stuðningi ef eitthvað bjátaði á. Ég verð þó að viðurkenna að mér fannst ekki mikið fara fyrir umræðum um innviði skólastarfsins á kaffistofunni eða hjá samkennurum nema maður leitaði sérstaklega eftir því. Ég tel því að það þyrfti í meira mæli að stuðla að sameiginlegri hugsun til menntunar og náms hjá kennurum og auka tækifæri til samstarfs. 3.2.4 Samræður við nemendur Eitt mikilvægasta tækið sem ég hafði til að þróa kennsluhætti mína var að spyrja nemendur álits á verkefnum á kennsluaðferðum í lok kennslustunda. Ég ræddi því stundum einstaklingslega við nemendur að kennslustundum loknum og spurði þá einlæglega út í þeirra upplifun af kennslustundunum, hvað þeim þætti betur mega fara og með hvað þeir væru ánægðir. Þeirra viðhorf og leiðbeiningar nýtti ég síðan til að móta kennsluna. Ég útskýrði fyrir þeim að tilgangurinn með spurningunum væri að koma til móts við nemendur og að ég hlustaði vandlega á alla gagnrýni sem ég fengi því hún gæti reynst gott tækifæri fyrir mig til að bæta kennsluna. Nemendur verða yfirleitt ánægðir með að leitað sé eftir þeirra viðhorfum og finnst þeir metnir að verðleikum. Í flestum tilvikum hafa þeir skoðun á kennslunni og eru ófeimnir við að deila því sem þeim fannst gott og hvað betur mátti fara. Ég held að áhrifin af þessu skili sér í kennslunni: þegar ég leita til nemenda, eiga þeir auðveldara með að leita til mín. Það skapast gagnkvæm virðing. Nú er það ekki einungis nemandinn sem leitar eftir aðstoð kennarans, heldur kennarinn til nemandans til að bæta kennsluna. Þeir standa því andspænis hver öðrum á jafnréttisgrundvelli. Maður virðir það við nemendur sína þegar þeir koma með góðar ábendingar og oft eru það lakir námsmenn sem finna vel hvað virkar fyrir þá og hvað ekki. Sko, þegar ég tók þennan áfanga á síðustu önn fannst mér hann mjög skemmtilegur af því kennarinn var svo fyndinn! En ég vissi ekkert hvað var í gangi með þetta námsefni. En núna þegar ég er að gera fullt af svona verkefnum eins og í tímanum í dag þá finn ég alveg að ég er að læra miklu meira. (Dagbók 13. nóv. 2015) Nokkrum sinnum hef ég upplifað það, að nemendur komi til mín eftir kennslustund óumbeðnir og bjóði fram efni til að gera námið áhugaverðugra fyrir samnemendur. Einn nemandi bauðst t.d. til að fara í fjöruna og tína þörunga og skeljar til að koma með í næsta tíma, nokkrir hafa bent mér á myndbönd sem tengjast námsefninu og enn aðrir komið með tillögur um verkefni. Þetta hefðu þeir sennilega ekki gert nema af því að þeir fundu að ég hafði áhuga á þeirra framlagi eftir að hafa leitað til þeirra. 3.2.5 Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni minni voru margir eins og gefur að skilja því ég kenni í framhaldsskóla með áfangakerfi. Ég einbeitti mér að gagnaöflun í grunnáfanga í líffræði sem ég kenndi allar fjórar annirnar, nýjum líffræðiáfanga sem hóf göngu sína haustönn 2015 og byggði á hinum grunnáfanganum, og líffæra- og lífeðlisáfanga sem ég kenndi þrjár annir. Nemendur voru mjög ólíkir. Í líffræðiáföngunum voru margir slakir nemendur og nemendur af erlendu bergi brotnir en í líffæra- og lífeðlisfræði voru betri námsmenn og meira um eldri nemendur sem eru komnir yfir tvítugt. 3.2.6 Formleg viðtöl og spurningakannanir Ég prófaði að taka formlegt viðtal við nemanda sem sat í líffræðitíma hjá mér á fyrstu önninni minni. Viðtalið gagnaðist mér að einhverju leyti en helstu ókostirnir við formið var að gríðarlegur tími fór í að skrifa samtalið upp. Það að vera með upptökutæki gerði viðmælanda minn mjög meðvitaðan um hvernig hann orðaði hlutina og eftir á hafði hann áhyggjur af því að ég gæti ekki nýtt samtalið því hann hefði ekki staðið sig nógu vel, ekki svarað spurningunum á skiljanlegan hátt. Ég taldi því ágóðann af því að ræða við nemendur á óformlegum nótum, þar sem sjálfstraust nemenda jókst frekar en að minnka, mun meiri og tók ekki fleiri formleg viðtöl. Ég gerði einnig spurningalista á fyrstu önninni sem ég bað alla nemendur í áfanganum að fylla út en fannst skriflegar athugasemdir ekki skila mér eins miklu og þegar ég ræddi við nemendur. Svörin voru mun styttri og ég gat ekki skynjað hvort þau væru skrifuð af einlægni eða bara út í loftið til að komast sem fyrst í frímínútur. Þessi gögn voru því ekki valin til að varpa ljósi á rannsóknarspurningar mínar en þau studdu val mitt á réttmæti annarra rannsóknaraðferða. 3.2.7 Verkefni, hlutapróf, ljósmyndir og myndbandsupptökur Verkefni og hlutapróf varpa ljósi á það breytingarferli sem ég hef gengið í gegnum frá því ég byrjaði að kenna og sýna auknar áherslur mínar á að nemendur fái nýtt sem flest skilningarvit í kennslustundinni: fái að sjá, lykta, heyra og snerta. Í byrjun voru verkefnin heldur fábreytt, hvítur pappír með svartprentuðum, stuttum spurningum úr námsefninu. Verkefnin fóru síðar að vera myndskreytt, byggjast á því að nemendur gerðu eitthvað verklegt, skoðuðu sýni, færu á safn, lýstu því sem þeir sæju eða teiknuðu upp. Ég fór einnig í meira mæli að ganga á milli nemenda og biðja þá að útskýra fyrir mér hugtök munnlega í stað þess að einblína á skrifleg verkefni. Með því að skoða þessi gögn sá ég að kennslan þróaðist í það að vera fjölbreyttari og verkefnin kröfðust meiri virkni af nemendum. Í sumum tímum tók ég upp myndbönd á símann minn og ljósmyndir. Þessi gögn eru mikilvæg til að varpa ljósi á stemninguna sem myndaðist í kjölfar ákveðinna verkefna. Þau sýna hvernig andrúmsloftið varð afslappaðra í tímum hjá mér eftir því sem ég efldist í starfi og tengdist nemendum mínum betur. Mikið af myndunum er einnig úr vettvangsferðum og þær hafa reynst mér vel við að betrumbæta ferðirnar milli anna. Þá er viðbúið að öll gögnin, skrifleg eða myndræn, nýtist mér seinna meir á starfsferlinum til að fletta upp á hugmyndum sem ég hef prófað í verki og lagt mat á. 3.3 Greining gagna og úrvinnsla Gögnum var safnað á tímabilinu 19. ágúst 2014 til 7. apríl 2016. Ég rýndi í gögnin á vorönn 2015 til að greina þemu og tengja við rannsóknarspurningar mínar. Þessi þemu sem ég greindi má segja að séu gildin mín í kennslu, s.s. umhyggja, jákvæðni, fjölbreytni í kennsluháttum o.fl. Eftir að hafa greint þau varð gagnasöfnunin auðveldari því ég bæði sá tilganginn með rannsókninni og varð meðvitaðri um að skrá atvik sem myndu gagnast mér til að varpa ljósi á breytingarferlið sem ég var að ganga í gegnum. Í lokin voru gögnin flokkuð eftir rannsóknarspurningunum. 4 Niðurstöður Nú er annar skólaveturinn minn á enda og fyrstu skrefin mín í kennslu hafa markað sín spor á líf nemenda og kennara við skólann minn. Í upphafi fyrstu annar voru markmið mín með kennslunni óljós en ég hafði ýmsar hugmyndir um hvernig ég vildi að hlutirnir væru í kennslustofunni hjá mér. Ég vildi t.d. að í kennslustofunni ríkti góður andi og nemendur væru duglegir að læra. Fljótlega komst ég að því að hugmyndir verða ekki að veruleika vegna þess að þær eru góðar. Oftast dugir ekki einu sinni að finna lausn. Maður verður að framkvæma. Ég ákvað því að setja mér tvö markmið og hefjast handa við að ná þeim sem fyrst, en þau voru að ná til nemenda minna og virkja þá í kennslustundum. Að framkvæma hugmyndir og fylgja þeim eftir er hæfileiki sem verður að þróa með skipulagi. Ég fór því að lesa mér til um og velta því fyrir mér hvað ég gæti gert til að ná markmiðum mínum. Að því loknu fór ég inn í kennslustundir með ákveðnar áherslur í huga og hélt dagbók um það sem gerðist í skólastofunni. Í þessum kafla lít ég yfir farinn veg og reifa helstu niðurstöður sem varpa ljósi á það hvernig ég vann að því að ná markmiðum mínum. Kaflinn er tvískiptur í samræmi við rannsóknarspurningar mínar. 4.1 Hvernig næ ég góðum tengslum við nemendur? Allir hafa þörf fyrir að skipta máli og vera viðurkenndir eins og þeir eru. Kennari verður því að líta á hvern og einn nemanda sinn sem persónu með alla sína kosti og galla, en ekki nafn á viðverulistanum. Fólki finnst ánægjulegt þegar því er vel tekið, brosað til þeirra og því heilsað glaðlega, og þar eru nemendur engin undantekning. Til þess að kennarinn njóti virðingar sjálfur verður hann einnig að sýna að hann sé einhvers virði og eigi gott álit skilið. Það gerir hann með því að gefa af sér. Með jákvæðri framkomu getur hann leiðbeint nemendum og hjálpað þeim yfir hindranir, sem jafnvel virðast óyfirstíganlegar í fyrstu. Það er aðallega það sem gerir það að verkum að mér finnst kennarastarfið svo skemmtilegt: þegar einhver nær árangri og maður upplifir gleðina með þeim. 4.1.1 Að vera trúr sannfæringu sinni Einn nemenda minna náði ekki þeirri einkunn sem hann þurfti á síðasta hlutaprófinu sínu til að ná símati í áfanga og sleppa við lokapróf. Hann varð mjög sár, enda hafði hann lagt sig fram yfir önnina með það að markmiði að ná símati. Ég hélt langa ræðu í byrjun annar um að ef nemendur virkilega ætluðu sér að ná símati gætu þeir það, því þetta snerist aðallega um vinnu en ekki hversu klár maður er. Nemandi minn var ekki vanur að mæta vel í tíma en þurfti að ná 80% raunmætingu til að standast símat hjá mér. Framan af mætti hann í hvern einasta tíma en á seinni þriðjungi fór að draga úr mætingu. Hann ætlaði ekki að standast áfangann með afburðamætingu ef hann þyrfti bara 80%. Eftir að hafa farið yfir síðasta hlutaprófið hans þrisvar sinnum gat ég ómögulega komið honum upp yfir 7,2 í einkunn nema að gefa honum stig sem mér fannst á engan hátt réttmæt, en hann þurfti 7,5. Ég bað samkennara minn um að lesa yfir prófið og hann komst að sömu niðurstöðu og ég. Ég kveið fyrir að færa nemenda mínum fréttirnar því ég vissi að hann yrði mjög vonsvikinn. Mér til mikillar furðu tók hann fréttunum ekki svo illa, en í lok tímans skilaði hann mér hins vegar prófinu og sagði: „Finnur þú ekki bara einhver atriði til að hækka mig upp?“ svo sneri hann sér við og labbaði út. Ég kallaði á eftir honum og sagði að ég væri búin að marg yfirfara prófið og að samkennari minn fyndi heldur engin stig. Mér þætti það virkilega leitt, ég vissi að hann hefði lagt mikið á sig en hann stæðist ekki kröfur fyrir símat. Nemandinn minn brast í grát, sagði að hann hefði alltaf þurft að hafa mikið fyrir því að læra og hefði rekist á ótal veggi á skólagöngunni. Hann hefði flosnað upp úr framhaldsskóla á unglingsárunum og nú væri hann aftur að íhuga það sama eftir að hafa hafið skólagöngu á ný sjö árum síðar. Hann sagði mér frá hræðilegum upplifunum úr æsku. Honum fyndist sem allt lífið væri á móti honum. Ef hann næði ekki símati núna, sannaði það bara að hann næði aldrei því sem hann ætlaði sér. Ég kenndi virkilega í brjósti um hann, en sagði að hann þyrfti ekki að líta á þetta svona neikvæðum augum. Í stað þess að ná símati með lægstu einkunn gæti hann nýtt sér alla vinnuna, lært vel fyrir lokapróf og náð mun hærri lokaeinkunn út úr áfanganum. Hann lét þó ekki segjast og spurði hvort ég hefði virkilega ekki heyrt hvað hann sagði um æsku sína. Samtalið hélt áfram. Ég bað hann um að setjast niður og útskýrði fyrir honum að mér þætti hræðilegt að heyra hversu erfiða æsku hann hefði átt. Ekkert barn ætti að þurfa að upplifa það sem hann upplifði. En ég gæti samt ekki hleypt honum í símat þess vegna. Það væru ákveðnar kröfur sem að allir þyrftu að uppfylla til að komast í símat og það væru mjög ósanngjarnt gagnvart samnemendum ef ég sveigði reglurnar fyrir hann. Allir hefðu sínar ástæður fyrir að hafa ekki staðist kröfurnar, mismunandi bakgrunn og aðstæður. Fljótlega kvaddi nemendinn minn mig og ég var hugsi yfir þessum atburði allan daginn. Mig langaði virkilega til að hann næði símatinu, var ég of ströng, ósveigjanleg? Daginn eftir biður stjórnandi í skólanum mig um að ræða við sig. Til hans hafi komið ungur maður með tárin í augunum og beðið hann um að kíkja á málið. Hann áréttaði að hann væri ekki að biðja mig um að skipta um skoðun, en átakanleg saga hans hefði fengið á hann og þess vegna vildi hann heyra í mér. Ég bið samkennara minn um álit sem ráðleggur mér að standa við mitt. X á einungis að fara í tvö lokapróf. Var á síðustu önn með lélega mætingu í öllum áföngum en náði öllum prófum. Mér finnst erfitt að horfa fram hjá því að hann hætti að mæta vel í lok annarinnar því hann þurfti bara 80% mætingu. Ég verð að vera trú sjálfri mér. (Dagbók 24.11.2015) Ég sé að nemandi minn hefur sent mér póst, svo ég svara honum og segi að ég geti hreinlega ekki breytt einkunninni hans. Ég væri leið yfir þessu, en aðallega leið yfir því að hann sýndi ekki meiri þrautseigju. Hann gæti að öllum líkindum fengið hærri einkunn með því að fara í lokapróf–en hann væri að einblína á auðveldu leiðina sem myndi sennilega ekki gera hann eins stoltan af sjálfum sér. Ef hann lærði vel fyrir lokaprófið yrði hann að öllum líkindum miklu stoltari af einkunninni sinni, hann gæti verið viss um um að hann ætti hana skilið. Að lokum skrifaði ég að ég hefði fulla trú á að hann gæti lært og myndi standa sig vel á prófi, það hefði hann sýnt mér yfir önnina. Ég vildi óska að hann hefði jafn mikla trú á sér og ég hefði á honum. Ég fékk ekkert svar til baka en á prófdeginum hans gerðist þetta: Þegar ég labba niður stigann sé ég að hann stendur þarna niðri og bíður eftir mér. Ég get svarið að mig langaði til að snúa við og hlaupa upp aftur. En svo brosti hann til mín, faðmaði mig innilega að sér með tárin í augunum og sagði: „Ég var svo vitlaus, ég er stundum svona lokaður–það er hluti af mínum andlegu veikindum. En ég skil núna af hverju þú vildir ekki gefa þig, það tók mig bara svo langan tíma að átta mig á því. Flestir vorkenna mér þegar ég segi þeim frá bernskuárunum, en þú bara hertir mig!“ Svo hló hann. „Þú ert góður kennari, það er ekki bara ég sem segi það, heldur líka hinir. Takk fyrir að hafa trú á mér! (Dagbók 10.12.2015) Auðvitað myndu ekki allir virða mann mikils fyrir svona ákvarðanir. Maður fær heldur ekki alltaf svör við því hvort ákvarðanir manns hafi verið réttar. Að efla sjálföryggi er áskorun og krefst þess að maður geri hluti sem manni finnst erfiðir og krefjandi. Þessi nemandi kenndi mér að yfirleitt gerir maður ráð fyrir að fólk eigi auðvelt með samskipti, en það er kannski ekki endilega málið, t.d. eru margir andlega veikir–það sést ekki utan á fólki. Þrátt fyrir það, er best að vera samkvæmur sjálfum sér. Hafa trú á sjálfum sér en sýna jafnframt kurteisi og hlýju í samskiptum. 4.1.2 Að skapa stemningu hjá nemendum Einu sinni á ári eru tveir þemadagar í skólanum. Ég sá um að undirbúa þá í mars 2016 en þeir voru með mjög óhefðbundnu sniði. Markmiðið var að ná upp stemningu í skólanum og skapa góð skilyrði fyrir nemendur til að kynnast, rækta vinasambönd og tengslanet sem síðar gætu nýst þeim sem stuðningur og innblástur í náminu. Í áfangaskóla eru nemendur yfirleitt á breiðu aldursbili og fylgjast ekki að í náminu eins og í bekkjarskólum sem gerir það að verkum að nemendur kynnast ekki eins vel. Félagslífið í skólanum var búið að vera dapurt síðasta áratuginn. Kennarar og nemendur sem ég talaði við voru ekki mjög bjartsýnir á að hægt væri að halda hátíð sem byggðist á virkri þátttöku nemenda. Hvað eftir annað var búið að leggja böll og skemmtanir niður hjá nemendaráði og kennarar áttu margir hverjir erfitt með að virkja nemendur til að taka þátt í tímum. Ég trúði því hins vegar að það væri hægt að halda skemmtilega þemadaga og var tilbúin að leggja mikið á mig til þess að ná fram markmiðum mínum. Ég byrjaði á því að velja kennara í þemanefnd. Það var enginn hægðarleikur að sannfæra þá, en ég lofaði fáum fundarhöldum og verkefnum. Mér fannst mikilvægt að fá kennara með mér sem myndu styðja mig í að koma hugmyndum mínum á skrið og einstaklinga sem ættu auðvelt með að hrífa aðra kennara með sér. Fá þá til dæmis til að klæðast búningum síðari þemadaginn. Nemendur skráðu sig á skrifstofu skólans til þátttöku. Þeir höfðu um sjö mismunandi lið að velja og gátu skráð sig í lið með vinum sínum. Yfir hverju liði voru þrír leiðtogar, flestir útskriftarnemar, sem hittust nokkrum sinnum fyrir þemadaga til að skipuleggja með mér viðburðinn. Leiðtogarnir bjuggu meðal annars til fána og gerðu skreytingar. Til að skapa áhuga og stemningu hjá þeim, hafði ég tónlist og bauð upp á súkkulaði og gos á fundum. Það kom mér verulega á óvart hversu mikla vinnu þeir lögðu í hönnun og gerð fánanna Mynd 4.1 Leiðtogar útbúa fána handa liðinu sínu. sinna. Ég bjóst alveg eins við því að þeir myndu festa klæði á spýtu og láta gott heita, en í staðinn unnu þeir í margar klukkustundir að fánagerðinni. Ég held að það hafi skipt máli að segja þeim að ég vænti mikils af þeim, að þemadagar stæðu og féllu með þeim. Aðrir nemendur litu upp til útskriftarnemenda, þeir væru í flestum tilfellum eldri og þess vegna gætu þeir haft áhrif á aðra nemendur með því að sýna þeim að það er hægt að hafa gaman í skóla. Skólastjórnendur og kennarar komu hver á eftir öðrum og kíktu inn í myndlistarstofu á meðan á fánagerð stóð til að forvitnast um hvað væri í gangi. Margir urðu undrandi en allir fóru út úr stofunni með bros á vör. Vinnugleðin smitaði. Ég tók myndir og setti inn á facebooksíðu kennara svo þeir fengju að sjá að nemendur væru að taka virkan þátt í undirbúningi, væru að leggja sitt af mörkum og hefðu gaman af. Ég talaði við kennarana sem voru með mér í þemanefnd um að hvetja til jákvæðrar umræðu um þemadagana á kaffistofunni og síðan sendi ég reglulega upplífgandi póst með upplýsingum og myndum og bað kennara að para sig saman og undirbúa þrautir fyrir nemendur. Ég skrifaði þeim ótal uppástungur af þrautaútfærslum sem þeir gátu nýtt sér og gert að sínum hugmyndum. Ég hvatti kennara til að hafa þrautirnar skemmtilegar, ef þeir sæju fyrir sér að nemendur færu að hlæja eða brosa á einhverjum tímapunkti við að leysa þrautina, væri þrautin nógu góð. Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli að veita kennurum upplýsingar reglulega um hvernig skipulagningin gengi og fullvissa þá um að þetta yrði skemmtilegt, krakkarnir myndu taka þátt og að þeirra þátttaka og viðhorf skiptu gríðarlega miklu máli. Ég ákvað að nemendur gætu kosið besta búning kennara til að höfða til keppnisskaps kennara. Fyrri þemadaginn mættu nemendur á sín heimasvæði (skólastofa sem liðið fékk úthlutað) og skráðu sig í þrautir sem þeir vildu keppa í fyrir hönd liðsins. Í stofunni hékk listi yfir atriði sem liðið gat gert til að næla sér í aukastig, svo sem perla, prjóna trefil í lit liðsins, skreyta stofuna og margt fleira og margir hófust strax handa við að föndra. Síðan hittust öll liðin niðri í matsal en þar var haldinn samsöngur. Ég komst að því eitt sinn, þegar ég gaf mig á tal við ungan kennara í hlutastarfi í skólanum, að hann spilaði á gítar. Mér fannst því tilvalið að spyrja hann hvort hann vildi stjórna samsöng á þemadögum. Hann varð mjög spenntur fyrir hugmyndinni og þakkaði mér fyrir að leita til hans og hafa trú á honum. Sennilega hefur hann ekki gert sér fyllilega grein fyrir nemendahópnum sem hann átti að stýra, þ.e. að félagslíf nemenda væri ekki upp á marga fiska. En mörgum kennurum og nemendum fannst ég mjög bjartsýn að halda að nemendur myndu syngja með; „nei, ekki krakkarnir í þessum skóla!“ –svona var viðhorfið. Satt best að segja gekk samsöngurinn vonum framar. Nemendur sungu hástöfum. Ungi kennarinn hafði útbúið afar fallegar glærur með söngtextum á. Þessum glærum var varpað á tjald svo allir sæju textann og gætu sungið með. Hann hafði fengið innblástur þegar hann spilaði á kirkjusamkomum, þar voru alltaf glærur með fallegum myndum og hann hugsaði með sér sem svo að þessar myndir hrifu fólk með í söng. Kannski fallegar myndaglærur í kennslustundum myndu vinna hjarta nemenda og fá þá til að leggja harðar að sér í námi? Skólastjórinn kom að máli við mig eftir samsönginn og sagðist aldrei hafa upplifað aðra eins stemningu síðan hann hóf starf sitt í skólanum og aldrei hafði hann séð jafn marga nemendur í matsalnum í einu. Nú var hann ásamt öðrum Mynd 4.2 Fallegar glærur eftir Kristján Óttar Klausen kennurum ofboðslega spenntur fyrir morgundeginum. Að söngstund lokinni var nemendum frjálst að fara heim, en allir leiðtogarnir ásamt nokkrum liðsmönnum tóku þátt í þrautum frammi á gangi þar sem fólk gat safnast saman í kringum þá og horft á og hvatt sína liðsmenn. Liðin kepptust m.a. um að ferja appelsínu á milli með hálsinum og snúa plastglasi við sem stillt var upp á bakinu á þeim, svokallað „flipcup“. Nemendur úr kvikmyndadeild tóku atriðin upp og gerðu myndband til að sýna sem skemmtiatriði á sal daginn eftir. Svo rann aðal dagurinn upp, keppnisdagurinn. Liðin gengu á milli stofa til að leysa þrautir hjá kennurum sem allir voru íklæddir skrautlegum búningum. Liðsmenn hvers liðs máttu einungis hefja þraut ef fánaberi liðsins var viðstaddur. Það var til þess að koma í veg fyrir að liðin klofnuðu og færu að leysa margar þrautir samtímis í sitt hvorri stofunni. Samstarfskennari minn forritaði vefsíðu svo að nemendur gátu fylgst með stigagjöf í símunum sínum. Kennarar og nemendur skemmtu sér konunglega og þrautirnar voru eins misjafnar og þær voru margar. Þrautin „leyndardómar lotukerfisins“ gekk t.d. út á það að ráða í dulmál með hjálp lotukerfisins, í þrautinni „listaverk“ áttu nemendur að skoða fræg listaverk og endurgera sem ljósmynd, og í þrautinni japanska áttu þeir að borða smarties með sushiprjónum. Mörg fyrirbæri og viðfangsefni voru sett í nýtt samhengi. Í sameiningu urðu því nemendur að hafa kjark og beita sköpunargáfu sinni til að leysa verkefnin. Það ríkti mikil spenna á sal skólans þegar tilkynna átti um útslitin. Það heyrðust heróp frá hverju liði og ljóst var að nemendur tóku þátt í leiknum að lífi og sál. Þegar skólastjórinn tilkynnti úrslitin brutust út mikil fagnaðarlæti hjá vinningsliðinu og það fór upp á svið að taka við verðlaunum. Fljótlega eftir það var kennari verðlaunaður fyrir flottasta búninginn að mati nemenda en þar sem langflestir kennarar mættu í vinnuna í fullum skrúða var mjótt á munum. Að lokum þurftu liðin að ganga frá á heimasvæðunum, taka niður skraut og henda öllu rusli. Sum liðin voru ekki tilbúin til þess að hætta og héldu áfram leikjum fram eftir degi. Þrátt fyrir að ég fyndi fyrir ofboðslega mikilli þreytu eftir alla vinnuna sem ég lagði á mig, sveif sigurvíman í gegn og ég fann svo mikla gleði þegar ég áttaði mig á því að ég hafði náð fram markmiðum mínum. Þarna voru nemendur að tala saman sem aldrei höfðu yrt á hvorn annan. Nemendur sem gleymdu sér við að syngja, leika sér og vinna saman. Kennarar voru í skýjunum yfir stemningunni sem myndaðist og fullt af krökkum lýstu yfir ánægju sinni. Einn nemandi sagði í skólablaðinu: Mynd 4.3 Túlkun nemenda á listaverki Mynd 4.4 Sigurlið þemadaga Ég hélt þetta yrði flopp en svo kom á daginn að þetta var fáranlega gaman, spennandi og skemmtilegt…. Í ár þurftu allir að vinna saman og halda hópinn báða dagana sem gerði það að verkum að þemadagarnir heppnuðust mjög vel. (Skólablaðið) Þetta endurspeglar það viðhorf sem flestir höfðu fyrir þemadagana. Þeir héldu að það væri hreinlega ekki hægt að ná upp góðri stemningu. Annar sagði: Gaman var að sjá hvað kennararnir tóku mikinn þátt og höfðu fjölbreyttar þrautir. Búningakeppnin var snilld og gaman að sjá hvað sumir lögðu mikinn metnað í búninginn. (Skólablaðið) Það voru margir krakkar sem nefndu að eitt það skemmtilegasta við þemadagana hefði verið að sjá kennarana sprella og vera í búningum. Það var ekki laust við að það kæmi þeim á óvart hvað kennararnir lögðu sig mikið fram við að gera daginn sem skemmtilegastan og eftirminnilegastan fyrir nemendur. Þegar kennarar klæddu sig í búninga minnkaði bilið á milli kennara og nemenda. Til varð ein heild og nemendur sögðust margir hverjir sjá kennarana sína í nýju ljósi. Í fjölbrautaskóla getur verið erfitt að ná þeirri samheldni og stemningu sem oft finnst í bekkjarskólum. Flestir bekkjarskólar á Íslandi taka inn nær eingöngu námslega sterka nemendur en nemendur með lægri einkunnir eiga litla möguleika á að sækja þá og fara því í skóla með áfangakerfi. Mig grunar að það aðhald sem bekkur veitir gæti einmitt frekar hentað nemendum með slaka náms- og félagslega stöðu. Þeir þurfa meira á því að halda að unnið sé með félagslegan þroska þeirra og að stutt sé við tengslamyndun. Svona atburður er því sérstaklega mikilvægur í skóla sem mínum. Ánægja nemenda með þemadagana birtist einnig löngu síðar í ritgerðum nemenda í íslenskuáföngum þegar þeir fengu það að verkefni að skrifa kosti og galla skólans síns. Íslenskukennari kallaði á mig þegar hann var að fara yfir ritgerðir og sagði mér að nánast allir nefndu þemadaga sem eitt það jákvæðasta sem þeir hefðu upplifað í skólanum. Þetta styrkti mig enn meira í þeirri trú að það að stuðla að félagstengslum hjá nemendum skiptir alveg gríðarlegu máli. Nú hefur skólinn hlotið styrk til að vinna að þessum málum á næsta skólaári. 4.1.3 Að rýna í samtalið Eins og fram kom í sögunni hér að ofan voru þrír leiðtogar skipaðir yfir hverju liði á þemadögum. Útskriftarnemar fylltu þessar leiðtogastöður, en þar sem fjöldi útskriftarnema sem vildu taka hlutverkið að sér var ekki nægur fékk ég einnig stúlkur úr nemendafélagi skólans til að gegna hlutverki leiðtoga yfir einu liði. Það var talsverður aldursmunur á útskriftarnemunum og leiðtogum úr nemendafélaginu. Nemendur úr nemendafélaginu voru á bilinu 16-18 ára en ég hugsaði með mér að þeir hefðu reynslu af stjórnun í gegnum nemendafélagið. Síðar kom í ljós að leiðtogahæfileikar þeirra yngri voru heldur minni en þeirra eldri og þeir hefðu þurft mun meiri aðstoð. Stúlkunum úr nemendafélaginu fannst erfitt að halda uppi aga í kennslustofu með samnemendum sínum. Þær áttu t.d. að skrá alla liðsmenn sína í þrautir en það gekk mjög hægt. Hjá öðrum liðum gekk það vel, því að leiðtogarnir héldu uppi umræðum við samnemendur, giskuðu á hvað þeir héldu að þrautirnar snérust um út frá nöfnum þrautanna og hvöttu nemendur til að taka þátt. Stúlkurnar úr nemendafélaginu voru aftur á móti vandræðalegar og sögðu sínum meðlimum að þeim hefði verið skipað að skrá alla meðlimi í þrautir. Nemendur þyrftu að velja sér þrautir sem fyrst til að komast fyrr heim. Það gefur augaleið að það náðist ekki upp mikil stemning í þeirra liði. Daginn eftir þegar þrautirnar hófust, sá liðið þeirra: græna liðið, að það var mikil stemning í öllum öðrum liðum. Þá var eins og það létti yfir þeirra liðmönnum og þeir tóku þátt, þetta var þá ekki eins asnalegt eftir allt saman! Liðin kepptust við að safna stigum með því að leysa þrautir skipulagðar af kennurum. Allt í einu kárnaði gamanið hjá græna liðinu, liðstjórarnir komu þrammandi til mín og reiðin skein úr augum þeirra; „Við erum hætt ef þú víkur ekki rauða liðinu úr leiknum!“ Liðstjórarnir sögðust ekki taka þátt í leik þar sem svindl væru leyfð og svo útskýrðu þeir fyrir mér að rauða liðið hefði skipt upp hópnum og gert þrautir samtímis. Ég bað liðstjórana um að halda áfram, ég þyrfti að skoða málið og að best væri að ræða þetta betur eftir leikinn. Liðstjórarnir hættu í leiknum án minnar vitundar en hluti af liðinu hélt áfram og kláraði þrautirnar. Liðstjórar rauða liðsins komu til mín stuttu síðar og sögðu að margir væru að tala um að rauða liðið hefði svindlað, það væri ekki rétt. Einn liðsmaður þeirra hafi hins vegar stungið upp á því, kennari hins vegar heyrt það og stoppað það af. Ég tala við kennarann sem hafði sömu sögu að segja. Í lok dagsins voru stigin gefin upp og hvorki rauða né græna liðið vann. Þá var komið að tiltekt en liðstjórar græna liðsins mættu ekki, því þeim fannst ekki hlustað á kröfur þeirra, kennarar hafi látið sem það skipti engu máli að rauða liðið hafi svindlað. Ég ákvað því að halda fund með leiðtogum úr nemendaráði og bað um leyfi til að taka upp samræðurnar. Tveir af þremur liðstjórum mættu. Ég sagði þeim að ég væri leið yfir hvernig þetta fór. Ég hefði hlustað á kröfurnar en ekki fundist ástæða til aðhafast neitt þar sem rauða liðið fullyrti að það hafi ekki svindlað og kennarar staðfestu þeirra sögu. Ég hefði ályktað sem svo að aðaltilgangur þessa verkefnis væri að vinna saman og hafa gaman að. Þær hefðu mátt sýna meiri yfirvegun. Í ljós kom að rauða liðið vann ekki svo ef það hefði svindlað þá leiddi það að minnsta kosti ekki ekki til sigurs. Stelpa A: Það skiptir ekki máli hver vinnur, það er bara princip hjá mér að ég tek ekki þátt í leik þar sem leyft er að svindla! (stúlkan er mjög æst) Ég: Mér finnst leiðinlegt að þið haldið að ég hafi leyft þeim að svindla, það var ekki ætlunin. Ég er búin að leggja á mig mjög mikla vinnu við að útfæra þennan leik og hafði ekki hugsað mér að leyfa neinum að svindla. Ég skil að þið hafið orðið sárar þegar þið upplifðuð svindl, en þið voruð með ákveðna ábyrgð sem leiðtogar. Þá getur maður ekki leyft sér að bregðast við eins og manni sýnist heldur verður maður að hugsa um hagsmuni heildarinnar, alls hópsins. Það myndi horfa öðruvísi við hefðuð þið verið almennir liðsmenn en ekki leiðtogar. Stelpa A: Hagsmunir okkar hóps var að hætta því það var verið að svindla á okkur. Ég: Hver fannst ykkur vera tilgangur leiksins? Stelpa B: (þögn í smá stund og svo segir hún lágum rómi:) Hafa gaman. Ég: Gæti verið að hópurinn ykkar hefði haft meira gaman ef þið hefðuð ekki látið rauða liðið hafa svona mikil áhrif á ykkur og brugðist öðruvísi við? Stelpa A: Það er bara princip að láta ekki svindla á sér. Þér finnst þetta kannski bara vera leikur, en fyrir okkur var þetta ekki bara leikur. Það skipti okkur máli að vinna og fá verðlaun fyrir okkar lið. Allt liðið stólaði á okkur. Svo voru fleiri úr liðinu sem hættu heldur en við, af hverju talar þú ekki við þá? Ég: Af því að þeir voru liðsmenn en þið leiðtogar. Þegar maður er í leiðtogahlutverki hefur maður miklu stærra hlutverk og ber ábyrgð. Maður þarf að reyna að bregðast við af yfirvegun og hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Ég sem kennari er t.d. leiðtogi og get ekki bara farið í fýlu og neitað að tala við ykkur restina af önninni af því þið gerðuð eitthvað sem mér mislíkaði. Væri ég hins vegar nemandi horfði það allt öðru vísi við. Ég gæti sleppt því að tala við ykkur af því það hefði ekki áhrif á allan bekkinn og ég væri ekki að bregðast mínu hlutverki. Hlutverk mitt er að kenna ykkur og ég get ekki gert það vel án þess að tala við ykkur. Þið sem leiðtogar græna liðsins höfðuð annað hlutverk heldur en almennir liðsmenn. Stelpa A: Okei, ég skil hvað þú meinar. En ég varð bara svo ógeðslega pirruð og reið. Ég gat ekkert að því gert. Ég: Já, ég skil alveg að þið hafið orðið sárar. Það er oft ótrúlega erfitt að ráða við tilfinningarnar. En maður hefur samt alltaf valið um hvernig maður bregst við, er það ekki? Stelpa A: Uuuu, nei! Ég verð brjáluð ef fólk svindlar. Ég: Þótt maður finni reiðitilfinningu á maður þá alltaf að fara í fýlu? T.d. ef rauða liðið hefði verið leikskólabörn úr leikskólanum hérna á móti og þau hefðu svindlað vísvitandi. Þá hefðir þú átt kannski átt auðveldara með að bregðast öðru vísi við. Þú hefðir kannski fyrst fundið fyrir reiði en svo hugsað hmmm. æ þau eru bara lítil. Á sama hátt hefðir þú kannski getað hugsað þetta er ósanngjarnt en við getum samt gert það besta úr þessu Tilfinningin er bara að benda þér á að þú sért ósátt, en ekki að segja þér hvernig þú átt að bregðast við. Stelpa B: jáá…, æ ég hugsaði þetta ekki svona. Þegar ég gekk út af fundinum var ég sátt með samtalið sem ég átti við stúlkurnar, fannst sem mér hefði tekist vel upp. Það eina sem ég var óánægð með á þessari stundu, var að ég hefði átt að eiga þessar samræður fyrir þemadagana en ekki eftir þá. Það er ekkert sjálfsagt að nemendur geri sér grein fyrir ábyrgðinni sem felst í sumum verkefnum sem maður felur þeim í hendur. Maður á ekki að gefa sér það fyrirfram að nemendur skilji hlutverk sín á sama hátt og maður sjálfur. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar að ég settist niður, hlustaði á samtalið og skrifaði það upp, að ég tók eftir ýmsu sem betur hefði mátt fara í samtalinu sjálfu. Ég leitaðist vissulega eftir því að fá stúlkurnar til að hugleiða áhrif gjörða sinna. En ég hefði átt að fá þær sjálfar til að velta fyrir sér þeirra hlutverkum sem leiðtogum. Hélt stelpa A að hennar hlutverk fælist í því að láta liðið sitt vinna keppnina? Ég sagði henni beint út mína túlkun á hlutverki leiðtogans í staðinn fyrir að leyfa henni að komast að því sjálf. Mín skoðun skein í gegn frá upphafi til enda. Í þessu samtalsbroti sést að ég var að leitast við að fá fram staðreyndir sem hæfðu mér en ekki vangaveltur. Ég hefði átt að fylgja þeirra hugmyndum betur eftir, biðja um rökstuðning og leyfa þeim sjálfum að komast að niðurstöðu, ekki minni heldur sinni. Mér finnst athyglisvert að í þessum aðstæðum reyndi ég að vanda mig sérstaklega í samskiptum, vitandi það að ég væri að taka upp og myndi ef til vill nota samtalið seinna í verkefnið mitt. Þrátt fyrir það spurði ég lokaðra spurninga og tók ekki eftir vanköntununum fyrr en löngu síðar. 4.1.4 Að tala um það sem skiptir máli 4.1.4.1 Menntun Ég ákvað einu sinni að hefja kennsluna á að spyrja nemendur hvaða merkingu þeir leggðu í orðið menntun. Það urðu ekki miklar umræður en í ljós kom að langflestir tengdu menntun við skólagöngu rétt eins og ég gerði þegar ég byrjaði að kenna. Það er kannski ekki skrýtið enda liggur beint við að spyrja fólk spurningar á borð við: „Ertu menntaður?“ og svarið er þá oft á þessa leið: „Já, ég er búin með þrjú ár í líffræði“. Rétt eins og menntun sé mæld í skólaárum. Í tímanum svaraði ungur strákur mér að menntun væri undirbúningur fyrir framtíðina. Ég varð hugsi yfir þessu svari, fannst pínu sorglegt að þegar maður væri að mennta sig í skóla væri maður alltaf að nota tímann í undirbúning fyrir framtíðina. Hvað með þá sem fara í nám á efri árum, eru þeir líka bara að undirbúa framtíðina? Það eru mjög margir í bekknum sem eru ekki að njóta sín, eiga við andleg veikindi að stríða og líður ekki vel. Kannski vita þau ekki hvað þau ætla að verða og sjá ekki tilganginn í allan þennan undirbúning fyrir óljósa framtíð! Ég trúði því þegar ég var yngri að maður yrði hamingjusamur þegar maður eignaðist fjölskyldu og kláraði háskólanám. Það var enginn sem benti mér á að það væri ekkert fullvíst, lífið virkaði ekki þannig. Það er heilmikil vinna sem maður þarf að leggja á sig til að verða hamingjusamur. Það er vel hægt að eiga fjölskyldu og vera hundóánægður. Ætti menntun í skóla ekki frekar að vera staður til að njóta sín hér og nú í staðinn fyrir að undirbúa framtíðina? Það er að minnsta kosti mun skemmtilegra viðhorf: „Ég er í skóla til að njóta lífsins“-í stað þess að hugsa: „Ég er í skóla til að undirbúa mig undir að fara að lifa lífinu.“ (Dagbók 02.01 2015) Þessi dagbókarskrif kveiktu þá hugmynd hjá mér að kannski vissu margir nemendur hreinlega ekki að maður þyrfti sjálfur að hafa fyrir því að vera hamingjusamur og láta sér líða vel. Það er ekki í höndum kennarans að gera skólann að svo skemmtilegum stað að þú finnir stanslaust fyrir hamingju, en kannski er það kennarans að benda þér á leiðir til að verða hamingjusamur? En ekki fyrir mitt litla líf þorði ég að mæta inn í kennslustund í líffræði og segja: „Krakkar, nú skulum við nota smá hluta af tímanum og ræða um hamingju“. Ekki fyrr en löngu síðar. 4.1.4.2 Kvíði og hamingja Á fyrsta árinu mínu í kennslu voru margir sem komu til mín þegar langt var liðið var á önnina og báðu um að fá að skila verkefnum löngu eftir að skilafrestur rann út og taka sjúkrapróf vegna þess að þeir komust ekki í hlutapróf. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um ástæður nefndu langflestir kvíða og þunglyndi. Margir nemendur sögðust missa út nokkrar vikur á hverri önn vegna þessa og töluðu eins og það væri hinn eðlilegasti hlutur. Sumir höfðu aldrei leitað sér hjálpar en aðrir voru á lyfjum eða í hugrænni atferlismeðferð. Ég las bókina Að setja fíl í sumarfríinu eftir Morris en hann segir að bestu kennararnir séu ekki þeir sem einungis kenna mikilvæga færni í fræðigreinum heldur þeir sem eru áhrifamiklar fyrirmyndir í þeirri færni sem felst í því að vera maður. Ég verð að viðurkenna að ég held að ég sé nú ekki alltaf besta fyrirmyndin í því að vera maður! Eða hvað þýðir það? Ég finn að ég verð að gera eitthvað öðruvísi núna, verð að reyna eitthvað til þess að koma hlutunum í rétt horf, fá nemendur til að mæta betur, líða betur. (Dagbók 19.8.2015) Ég ákvað á þriðju önninni minni að hefja fyrsta tímann á önninni á að ræða andleg veikindi. Ég sagði þeim að kvíða- og lyndisraskanir væru mjög algengar hjá ungu fólki, og ég hefði ekki síst orðið vör við það í þessum skóla. Margir láta veikindi og greiningar sem þeir eru með skilgreina sig, það er hins vegar ekki gagnleg hugsun. Jafnvel þótt að maður hafi t.d. greininguna kvíðaröskun þýðir það ekki að maður sé dæmdur til að vera með kvíða alla ævi. Það merkir að maður þurfi að vinna að því, meira en flestir, að finna leið til að láta sér líða vel. Það er engin lausn að hætta að mæta í kennslustundir eins og ég hef upplifað marga gera, það skapar yfirleitt enn meiri vanlíðan og kvíða seinna meir. Kvíða um hverju maður er að missa af, kvíða um hvernig fólk taki manni þegar það kemur aftur. Það er hins vegar margt sem hægt er að gera til að auðvelda manni glímuna við andleg veikindi og jafnvel yfirvinna þau, að einhverju leyti að minnsta kosti. Bara það að tala um tilfinningar sínar breytir heilastarfsseminni, minnkar virkni í tilfinningaheila (e.emotional brain) og eykur virkni í fremri ennisblöðum (e. prefrontal lobe), svæði tengt við rökhugsun (Lieberman, o.fl., 2007). Þá fær maður meiri yfirsýn yfir hlutina og það dregur úr kvíða og vanlíðan. Það að vera hamingjusamur er rosaleg vinna fyrir marga, þetta snýst um að trúa á sjálfan sig og gera það sem maður getur til að vera jákvæður. „Ekki bíða eftir að þið verðið hamingjusöm þegar þið losnið úr þessum skóla, verið bara hamingjusöm strax!“ -þau fóru bara að hlæja og ég lofaði að ég skyldi ekki vera svona væmin út alla önnina. (Dagbók 19.8.2015) Ég sagði þeim að þau væru velkomin að tala við mig ef þau vildu að ég tæki tillit til veikinda þeirra en að það væri að sjálfsögðu engin krafa. Þau yrðu hins vegar að átta sig á því að það væri erfitt fyrir mig að taka tillit til einhvers sem ég vissi ekki af. Ég væri tilbúin til að aðstoða þau og taka tillit til veikindanna ef þau væru tilbúin í að vinna í því að líða betur á önninni. Það þýddi ekki bara að koma eftir á þegar allt væri farið í vaskinn. Ég endaði á að segja þeim að það skipti mig máli að þeim liði vel í kennslustundum hjá mér og þess vegna væri ég að tala við þau um þessa hluti. Eftir tímann myndaðist röð fyrir framan kennaraborðið vegna þess að nemendur vildu segja mér frá öllu sem gæti mögulega haft áhrif á námið og viðveru þeirra í tímum. Það kom mér verulega á óvart. Ég skráði allt niður í tölvuna enda hefði verið ómögulegt fyrir mig að muna þetta allt saman, ekki síst þar sem ég kunni ekki einu sinni nöfnin þeirra. Nánast allir þökkuðu mér kærlega fyrir og ein stelpan sagði að þetta skipti miklu máli fyrir hana. „ Það er rosalega flott að þú skulir tala um þetta. Ég hef aldrei vitað neinn kennara gera þetta. Maður þorir ekkert að labba upp að einhverjum kennara sem maður þekkir ekki neitt og segja honum frá sínum persónulegum málum þótt mann langi til þess og ætti í raun að gera það því þetta hefur áhrif á námið. Maður bara veit ekkert hvernig þeir myndu bregðast við. Kannski fyndist þeim það geðveikt skrýtið og óþæginlegt. En núna þegar þú ert búin að opna inn á þetta þá veit maður hvernig þú bregst við“ sagði ein við mig. (Dagbók 19.8.2015) Ég var ofboðslega hissa á hversu margir nemendur leituðu til mín, en jafnframt ánægð með að þau skildu gera það. Ég fann að ég myndaði strax sterk tengsl við nemendur mína og þeir áttu auðvelt með að leita til mín frá upphafi annar. Eftir þessa reynslu ákvað ég að hefja alla áfanga á því að ræða um þetta málefni. Ég vil að þeir viti að ég ber velferð þeirra fyrir brjósti. Í næsta tíma sagði ég þeim frá námsferðinni sem við ætluðum í seinna um haustið. Heimsækja Fræða- og þekkingarsetrið í Sandgerði og skoða á leiðinni jarðfræðimyndanir. Ég sagði þeim að það skipti mjög miklu máli að þau myndu leggja sig eftir því að kynnast hvert öðru í líffræðitímum hjá mér, því þá væri bæði auðveldara að fara í ferðina og að vinna hópverkefni í tímum. Sumir komu með svipbrigði sem bentu til þess að þeir væru ekki mjög spenntir en aðrir voru mjög jákvæðir. Áður en ég vissi af var ég farin að tala um mikilvægi þess að þora að tala, þora að kynnast öðru fólki og þora að hafa samskipti. Það sem fyrirtæki leituðu mest eftir í fari fólks væri góð samskiptahæfni. Það kæmi manni miklu lengra í lífinu heldur en nokkurn tímann einhverjar einkunnir á blaði. Þá spurði einhver meira í gríni en alvöru: „En ef maður er með félagsfælni?“ Ég svaraði á þá leið að ef maður er með félagsfælni þá væri sennilega miklu verðugra markmið í þessum áfanga að setja sér markmið um að taka t.d. stundum þátt í hópverkefni, rétta þrisvar sinnum upp hönd yfir önnina og spyrja að einhverju námstengdu o.s.frv. frekar en að setja sér markmið um einhverja einkunn. Síðar á önninni skrifaði ég eftirfarandi færslu: Ég held að ég hafi náð til X þegar ég talaði einhvern tímann um hvað samskiptihæfni skiptir miklu máli. Hann sagði að honum fyndist best að vinna bara einn að verkefnum en ekki í hóp og að í grunnskóla hefði hann oft verið í sér stofu. Þegar ég spurði nánar út í það þá sagði hann að hann væri með dæmigerða einhverfu og kynni sennilega ekki að vinna í hóp. Hann hefði svo oft farið að rífast við bekkjarfélaga í hópvinnu af því hann vildi gera hlutina öðruvísi og einn daginn hefðu kennararnir bara leyft honum að vinna alltaf einn. (Dagbók 12.11.2015) Mér fannst þetta svo merkileg frásögn, því ég fann að hann gerði sér grein fyrir því að sennilega væri eitthvað í hans fari sem þyrfti að breytast til þess að samvinna gengi greiðlega fyrir sig. Það að hafa svona innsýn í hlutina hlýtur líka að þýða að þú hafir forsendur til að breyta einhverju í fari þínu. Ég samþykkti í byrjun annar að hann fengi stundum að vinna einn, hann þyrfti bara að kalla á mig og segja mér þegar hann væri ekki tilbúinn í samvinnuverkefni. Það gerðist sárasjaldan og ég held þar að auki að hann hafi eignast góðan vin í áfanganum því að hann vann yfirleitt verkefni með tveimur nemendum og ég sá hann oft tala við annan þeirra í frímínútum. Kannski setti hann sér markmið um að kynnast einhverjum? 4.1.5 Að sýna nemandanum áhuga á honum sem persónu Í byrjun kennslu var ég feimin við að spyrja nemendur út í þeirra hagi. Smátt og smátt varð ég öruggari með mig og fór að nota meiri tíma bæði innan kennslustundar og utan, til að þess að kynnast nemendum mínum. Það er hætt við því að fyrst tali maður bara við þá sem eru mjög opnir og leggja sig eftir því að tala við mann að tíma loknum en ég varð fljótlega meðvituð um að reyna eftir bestu getu að hafa persónuleg samskipti við alla. Gefa mér tíma til að spjalla við hvern og einn yfir önnina. Ég hef aldrei verið góð í að muna nöfn en ég upplifði það á fyrstu og annarri önninni minni að sumir urðu vonsviknir ef maður mundi ekki nöfnin þeirra. Þeir upplifðu þá eins og ég hefði minni áhuga á þeim heldur en öðrum sem ég mundi nöfnin á. Ég tók því upp á því á þriðju önninni minni að taka hópmyndir í byrjun annar og merkja nöfnin inn á. Þannig gat ég lært nöfnin fyrr. Ég sagði þeim líka að ég væri léleg með nöfn og þau mættu ekki taka því persónulega ef ég myndi ekki nöfnin þeirra. Eftir því sem ég spjallaði meira við nemendur um hvað þeir gerðu utan skóla, því skemmtilegra varð andrúmsloftið í tímum og því duglegri voru þeir að leita til mín ef þeir skildu ekki eitthvað. 4.1.6 Að nýta sér bakgrunninn Það hvernig kennarar kenna er að miklu leyti bundið við bakgrunn þeirra en ekki eftir faggreinakunnáttu sem þeir hafa tileinkað sér. Lífsleið þeirra, hugsjónir, félagsleg tengsl, hvaða tækifæri þeir fá í starfi hefur allt saman áhrif á það hversu mikið þeir skuldbinda sig starfinu og eru tilbúnir að leggja á sig (Morris, 2012). Í náminu í kennslufræði var lögð áhersla á að maður ígrundi hlutina, skilgreini sjálfan sig sem kennara. Hvað hef ég fram að færa? Hvað er það sem gerir mig einstaka og jafnvel góðan kennara? Ég komst að því að það sem gerir mig einstaka felst að miklu leyti í mínum bakgrunni. 4.1.6.1 Læknisfræði og geislafræði í farteskinu Ég fór ekki hefðbundna leið að því að verða líffræðikennari. Flestir líffræðikennarar taka BS-próf í líffræði og síðan kennsluréttindi. Ég hins vegar lauk BS-gráðu í læknisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og þegar ég flutti heim lærði ég geislafræði í Háskóla Íslands. Ég er því meira heilbrigðismenntuð heldur en í raunvísindum. Ég hef kosið að segja nemendum mínum frá bakgrunni mínum í byrjun hverrar annar. Bæði til að sýna þeim að námið sem þú velur ákvarðar ekki endilega starfið þitt seinna meir og til að gefa þeim meiri forsendur til þess að efast um það sem ég segi. Það skýtur kannski skökku við að ég vilji að þeir efist um það sem ég segi, en mér finnst allt of mikil áhersla lögð á það að innprenta nemendum alls konar staðreyndir í stað þess að fá þá til að hugsa á gagnrýninn hátt. Gæti verið að eitthvað af því sem kennarinn segir sé rangt? Ef fólk tekur ekki öllu sem gefnum staðreyndum verður lífið mun forvitnilegra. Mér finnst því lítið mál að nefna það að fyrra bragði að ég sé enginn sérfræðingur í öllu námsefninu, t.d. í því sem snýr að dýrum. Margir urðu mjög hissa og mér fannst eins og sum væru hálf móðguð þegar ég sagði að ég væri ekki líffræðingur. Ein spurði mig: bíddu hvernig geturðu þá eiginlega kennt um dýr ef þú ert ekki einu sinni búin að læra um þau í háskóla? Ég áréttaði að ég væri nú reyndar að læra um dýr núna í mastersnáminu mínu en síðan benti ég henni á að menn væru jú líka dýr. Þar á eftir talaði ég um það hvað væri líkt með læknisfræðinni og líffræðinni og af hverju það gæti stundum verið gott að vera með óhefðbundinn bakgrunn. Maður yrði víðsýnni, og síðan ætti maður jafnvel auðveldara með að setja sig í spor nemenda, sjá hvaða námsefni væri erfitt og hvað ekki. (Dagbók 14.10.2014) Flest fög tengjast að einhverju leyti, læknisfræðin og líffræðin eru þar ekki undanskilin. Þau tengjast mjög mikið. Máli mínu til stuðnings hef ég sagt þeim að við mennirnir deilum jú forföður með núlifandi fiskum, þótt vissulega sé langt síðan hann spriklaði í hafinu. Þegar rýnt er í þroskun hryggdýra eru mörg skref sambærileg milli tegunda. Ef maður skoðar myndir af fósturvísum óskyldra dýrategunda sést að þeir eru mjög líkir innbyrðis. Þetta finnst nemendum áhugavert, sérstaklega þegar ég birti glærur með myndum af fósturvísum og bið þá um að giska á tegundir: Mynd 4.5 Fósturvísar Það rann af þeim öll feimni og þau giskuðu og giskuðu. Höfrungurinn reyndist erfiðastur, fíllinn léttastur. Kom mér á óvart að sumir áttu ekki í neinum vandræðum með að giska rétt á leðurblöku-fósturvísinn. (Dagbók 14.10.2014) Ég hef nokkrum sinnum kennt grunnáfanga í anatómíu, en það er skyldufag fyrir nemendur í Heilbrigðisskólanum en val fyrir þá sem eru á stúdentsbrautum. Þar nota ég óspart sögur af því sem ég hef séð, upplifað eða gert til að glæða kennsluna lífi. Mér er minnistætt þegar ég varpaði röntgenmyndum af brjóstkassa upp á vegg þegar nemendur voru að læra latnesk heiti á vöðvum og röðin var komin að þindinni. Hvaða tvo vöðva sjáið þið á þessum myndum? Það sló algjör þögn á hópinn. Nemendur fóru að glotta á hvert annað eins og þeim fyndist þetta rosa spennandi, eins og þessi spurning væri einhver brella. Einn spurði hvort þetta væri alvöru röntgenmyndir og ég verð að viðurkenna að ég gat ekki annað en brosað! Af hverju ætti ég að vera með fake [gervi] röntgenmynd? (Dagbók 8.10 2015) Sennilega hafa margir aldrei virt fyrir sér röntgenmyndir þótt að þær séu frekar hversdagslegt fyrirbæri fyrir mér. Eftir dágóða þögn sagði einn strákur að þetta væri sennilega þindin þarna neðst á myndinni af því ég væri nýbúin að tala um hana. Ég sagði honum að það væri vissulega rétt, maður gæti séð útlínur þindarinnar. Svo sagði ég þeim að það fyrsta sem röntgenlæknar gerðu þegar þeir fengju röntgenmynd af brjóstkassanum í Mynd 4.6 Röntgenmyndir hendur væri að fylgja útlínum þindarinnar til að athuga hvort það væri vökvi í lungunum. Ef þið horfið á þessar tvær röntgenmyndir, af manni A og manni B, hvorn manninn mynduð þið greina með vökva í lungunum? Allir svöruðu rétt: A. Þá hófst leitin að hinum vöðvanum. eftir smá stund heyrðist í einni: er hjartað vöðvi?“ (Dagbók 8.10 2015) og hinn vöðvinn var fundinn! 4.1.6.2 Leiklistin–að þora Þegar ég var lítil var pabbi minn á kafi í leiklist og ég fylgdist með honum á æfingum, dag eftir dag, bregða sér ýmis hlutverk. Stundum fékk ég sjálf að taka þátt og lesa línur fyrir þá sem voru veikir. Eins og allir aðrir, leiklas ég auðvitað línurnar. Stundum hló fullorðna fólkið að mér en þegar ég leit á pabba þá bara kinkaði hann kolli sem eins konar samþykki fyrir því að ég væri að gera rétt. Ég hélt því ótrauð áfram leiklestrinum. Þessum leiklestri hef ég að sjálfsögðu haldið áfram t.d. þegar ég les fyrir börnin mín tvö á kvöldin fyrir svefninn. Eitt kvöldið var ég að lesa barnabókina Kóngulóarmaðurinn og eðlan fyrir þau þar sem heimsþekktur vísindamaður, dr. Connors, breyttist í eðlu. Á einni blaðsíðunni var þessi skemmtilegi texti: En dr. Connors óx ekki eingöngu nýr handleggur, heldur einnig hreistur, beittar klær, hali og löng slímug tunga! Hann breyttist í Eðluna. Með hverri mínútunni sem leið varð hann ólíkari dr. Connors og þeim mun líkari skriðdýri með kalt blóð. Umbreytingin var ótrúleg og hann vildi síst af öllu hræða son sinn, Billy eða Mörthu eiginkonu sína.“ (Disney Enterprises, Inc., 2015) Þar sem ég ætlaði einmitt að tala um skriðdýr í tíma daginn eftir, tók ég bókina með mér í vinnuna og sagði nemendunum mínum frá því að ég hefði lesið þessa bók fyrir börnin mín kvöldið áður. Nú ætlaði ég að lesa fyrir þá eina blaðsíðu úr henni því á henni væru tvö hugtök sem væru mikilvægur hluti af námsefninu þeirra. Ég sagði þeim frá því hvað hefði gerst í byrjun bókarinnar en svo hófst lesturinn. Ég stoppaði eftir fyrstu setninguna, leit á þau og spurði: „Hvað er hreistur?“ Flestir voru glottandi og hálf hlæjandi því þeim fannst skrýtið að ég væri með barnabók. „Strákurinn minn spurði mig í gær: mamma hvað er hreistur? Hverju hefðuð þið svarað?“ Einn stákur svaraði: „húðin þeirra“. „Já, einmitt, nema þið hefðuð auðvitað byrjað á að segja: Elsku litli kúturinn minn, og sagt það með mjög blíðum rómi, í húð skriðdýra finnast flögur sem gera áferð húðarinnar harðari svo hún verður hreistug. Hreistrið hjálpar þeim að halda raka og þar af leiðandi geta þau lifað í mjög þurru umhverfi-eða eitthvað á þá leið!“ Síðan kláraði ég textann og við ræddum muninn á köldu og heitu blóði. Kólnaði blóðið í dr. Connor þegar hann breyttist í skriðdýr? Hvað hefði gerst hefði hann verið staddur á Norðurpólnum? Þetta voru ekki merkileg fræði sem ég kom með í tímann, en með því að leiklesa og bregða út af vananum urðu umræðurnar á eftir mun líflegri en ella. Mynd 4.7 Barnabók Í öðrum tíma var ég að kenna um vöðva líkamans. Ég hafði pantað mér leggingsbuxur sem ég sá á netinu með áprentuðum vöðvum. Ég skellti mér í þær og notaði til að skýra frekar sambandið á milli hvar vöðvarnir eru staðsettir og hvaða hreyfingu þeir framkvæma. Ég vildi gera námsefnið sýnilegra. Buxurnar vöktu mikla athygli og nemendur báðu mig t.d. um að standa á tám á meðan þeir reyndu að finna út hvaða vöðvar væru að styttast við þá hreyfingu. Það að leiklesa, nota búninga og þora að bregða út af vananum fékk nemendur til að brosa. Þegar fólk brosir verður það almennt jákvæðara og móttækilegra. Ég þurfti að telja í mig kjark fyrir tímana en eftir á var ég líka ánægð með að hafa tekist á við mína feimni. Ég skal þó viðurkenna að eftir að ég komst að því að til væri vöðvalíkan af fæti í skólanum hef ég ekki klætt mig í buxurnar aftur og nota líkanið frekar til að útskýra! 4.2 Hvernig kenni ég líffræði á sem bestan hátt? 4.2.1 Nýr líffræðiáfangi–áhersla á íslenskt Haust 2015 voru tveir grunnáfangar í náttúrufræði sameinaðir, NÁT 103 og NÁT 113, þannig að helmingurinn af áfanganum fjallar um líffræði og hinn helmingurinn jarðfræði. Ég endurskoðaði námsefni líffræðinnar og skrifaði raunar lítið hefti sem nemendur höfðu aðgang að inni á moodle vefumsjónarkerfinu. Ástæðan fyrir því að ég lagði á mig gríðarlega mikla vinnu við að skrifa námsefnið, var vegna þess að ég vildi að það fjallaði í meira mæli um lífríki Íslands, en ekki lífríki heimsins. Ég vildi að þeir lærðu um lífverur sem þeir hefðu séð eða þekktu til, ekki síður að útlenskir nemendur myndu læra um Ísland. Ég kenndi einnig gamla líffræðiáfangann NÁT 103 samhliða svo ég fékk einstakt tækifæri til að bera saman áfangana, hvað virkaði betur í nýja áfanganum og hvað ekki. Það var mjög áhugavert að upplifa hvað áhugi nemanda jókst á námsefninu þegar það var í meira mæli um dýr og gróður sem finnst hér á landi. Þá var eins og þeir tengdu betur við námsefnið og hefðu meira til málanna að leggja. Ég heyrði nemendur segja setningar eins og: „Já, ég hef séð þessa plöntu áður“ og spurningar eins „Af hverju eru ekki fleiri dýr á Íslandi?“ og „af hverju eru froskar í Danmörku ekki á Íslandi?“ Ég fékk sem sagt miklu fleiri spurningar um námsefnið heldur en áður. En kannski var það ekki eingöngu vegna námsefnisins? Ég lagði einnig upp með að hafa kennslustundir fjölbreyttari en ég hafði áður gert. 4.2.2 Fjölbreytni í kennsluháttum Það er mikilvægt að brjóta upp kennsluna og hafa hana sem fjölbreyttasta. Bæði til að höfða til sem flestra og til að halda athygli nemenda. 4.2.2.1 Bland í poka: Fyrirlestur, verkefnablöð og samræður Margir tímarnir mínir hófust á því að ég sagði nemendum frá námsefni dagins og hélt smá fyrirlestur í kjölfarið. Þetta voru ekki hefðbundnir fyrirlestrar, heldur blanda af fyrirlestri, verkefnavinnu og umræðum. Ég dreifði verkefnablöðum með spurningum úr fyrirlestrinum sem þeir gátu svarað jafnóðum og ég var að tala og fara yfir glærur. Þetta gerði ég til að auðvelda þeim að halda einbeitningu. Verkefnablöðin voru yfirleitt falleg á að líta, myndskreytt með dýrunum sem við vorum að tala um. Þau voru ekki metin til einkunnar, en ég hvatti nemendur til að vinna þau jafnóðum því að þau væru mjög góður undirbúningur fyrir próf. Það kom sárasjaldan fyrir að einhver fylgdist ekki með. Með þessu fyrirlestraformi sköpuðust oft umræður því nemendur báðu mig um að hægja á mér og útskýra betur eitthvað tiltekið efni. Þeir vildu ná að svara spurningunum skriflega jafnóðum. Oftar en ekki þegar einhver spurði greip samnemandi spurninguna á lofti og svaraði og hjálpaði samnemenda sínum. Ef einhverjir voru ósammála um svarið bað ég þá um að rökstyðja afstöðu sína. Stundum spurði ég spurninga sem nemendur voru tregir til að svara. Ég var mjög meðvituð um að það er allt í lagi að það ríki stundum smá þögn í kennslustundum þar sem ég, leiðbeinandi minn og rýnivinur höfðum rætt um gagnsemi þagnarinnar á rýnifundum. Það er mikilvægt að kennarinn svari ekki sjálfur þeim spurningum sem hann leggur fyrir, heldur bíði eftir svari. Það er nefnilega eðlilegt að nemendur þurfi tíma til að hugsa sig um en hafi ekki svörin á reiðum höndum. Oft fóru einhverjir nemendur að hlæja í tíma hjá mér ef biðin varð löng og sögðu brosandi: „uuu… við vitum ekki svarið“. Ég gaf þeim hins vegar ekkert eftir og svaraði þeim á þá leið að ég ætlaðist heldur ekki til þess að þeir vissu svarið, en ég væri forvitin að heyra hvað þeir héldu að væri svarið, hvað þeim dytti fyrst í hug. Mér finnst þessi bland í poka aðferð gefast betur heldur en að vera með innlegg og láta nemendur fá verkefnablöð eftir á. Þeir læra miklu minna af fyrirlestrinum ef þeir eru ekki virkir þátttakendur í honum. Þá finnst mér betra að þeir spyrji um svörin við verkefnunum jafnóðum og ég fer yfir fyrirlesturinn, því þá uppgötva ég strax hvað þeim finnst erfitt að skilja, er með skýringarmyndirnar til staðar á tjaldinu um leið og spurningunum er kastað fram og get skapað umræður út frá þeim. Þegar nemendur gera verkefnin eftir á, gefast þeir fyrr upp, fara í símann og missa áhugann. 4.2.2.2 Myndbönd Oft er ég með youtube myndskeið til þess að gera námsefnið meira lifandi. Ég hef tvisvar sinnum prófað að setja mynd í gang sem tekur heila kennslustund. Margir samkennarar mínir gera það, en mér hefur fundist sem að flestir nemendur hafi ekki úthald í að horfa á fræðslumynd í klukkustund. Það sem mér hefur reynst best er að skrifa upp eina til þrjár frekar opnar spurningar upp á töflu svo nemendur horfi með þær í huga. Stoppa síðan myndina eftir 20-25 mínútur og ræða spurningarnar. Gott að lesa hópinn og spyrja hvort nemendur vilji halda áfram að horfa eða klára myndina í öðrum tíma. Það borgar sig ekki að halda áfram ef þeir eru mjög þreyttir. Það er líka mjög mikilvægt að ræða myndefnið þá sérstaklega ef það er á ensku, því það er mjög hætt við því að sumir missi þráðinn og gefist í kjölfarið upp á að horfa. 4.2.2.3 Smásjár og víðsjár Ég reyni að nota smásjár og víðsjár sem oftast í líffræðitímum. Sumar tilraunir byggjast á notkun smásjárinnar en það er vel hægt að brjóta upp kennslustund með því að nemendur nái sér rétt sem snöggvast í smásjá eða víðsjá og kíki á sýni. Mér finnst algengt viðhorf hjá kennurum að ef þeir ætli á annað borð að nota smásjá eða önnur tæki þurfi öll kennslustundin að snúast um það. Mín upplifun er önnur, mér finnst nemendur spenntir að kíkja í smásjánna í smá stund en fá leið á henni eftir að skoða nokkur sýni. Ég reyni því að nota hana oft en stutt í einu. Í byrjun annar eyði ég alltaf tveimur samliggjandi kennslustundum í tilraun sem m.a. snýst um að kenna nemendum á smásjár. Þá ítreka ég við þá að prófa sig áfram og gefast ekki upp þótt þeir finni ekki sýnið strax. En ég viðurkenni að það getur verið freistandi að rífa af þeim smásjánna ef illa gengur og finna sýnið sjálf fyrir þá. Það eru hins vegar mistök, maður lærir best á tæki með því að nota þau sjálfur. Eftir þessa kennslustund á smásjá eru nemendur enga stund að ná sér í smásjá í öðrum kennslustundum og búa sér til sýni. Þá er hægt að nota smásjána til að stuðla að meiri tilbreytni í kennslustundum. Nemendum finnst einnig mjög gaman að taka myndir af sýnum með símunum sínum. Þeir vilja t.d. frekar gera það heldur en að teikna sýni. Ef til vill myndu sumir túlka það sem leti, en ég held að það sé ekki málið. Þeir eyða oft mjög miklum tíma í að ná góðum myndum sem leiðir til þess að þeir æfa sig í að stilla fókusinn á ljóssmásjánum. 4.2.2.4 Sýni af lífverum Minn skóli býr að því að líffræðikennari sem starfaði á undan mér var duglegur að safna sýnum. Þau eru geymd í glærum boxum: liðdýr, lindýr og ormar í formalíni. Að skoða ormana í víðsjá er sérstaklega vinsælt. Yfirleitt læt ég ganga á milli þau sýni sem passa við efnið sem ég kenni í kennslustundinni. Það lífgar mikið upp á kennslustundina. Stundum bregð ég mér í fjöru fyrir kennslustund og kem með fullt af sýnum sem nemendur greina. Þetta er t.d. hentugt þegar ég kenni þeim um beltaskiptingu fjörunnar. Þá tek ég með ýmsar gerðir þörunga, mismunandi skeljar og allt það sem ég finn í fjörunni hverju sinni. Ákjósanlegast væri að nemendur færu sjálfir niður í fjöru og söfnuðu sýnum en það er kostnaðarsamt því engin fjara liggur nálægt skólanum og það þyrfti að borga rútu. Einu sinni var ég með fámennan hóp í líffræði og við gátum nýtt einkabílana til að komast saman niður í fjöru í kennslustund. Það var blautt og kalt úti og ég varð virkilega hissa þegar ég sjá hvað nemendur voru tilbúnir að leggja á sig til að ná í sýni. Það hvarflaði ekki að þeim að fresta fjöruferðinni og þeir kveinkuðu sér ekkert undan kuldanum þegar þeir voru orðnir blautir og kaldir. Þegar við komum til baka í skólann skoðuðum við það sem við höfðum fundið. Ein stúlkan varð virkilega hissa á hvað við vorum með mikið af sýnum: „Þegar við vorum niðri í fjöru sá ég ekki neitt en samt erum við með fullt af sýnum til að skoða núna“. Mér varð hugsað til hans Finnboga sem sagði að sá menntaði væri betri að skynja það sem fram fer í kringum hann. Næst þegar hún færi í fjöruna, sæi hún hana kannski með allt öðru ljósi! 4.2.2.5 Tilraunir og skýrslugerð Bakteríuræktun Flestar tilraunir sem ég hef lagt fyrir í þessum áfanga eru mjög hefðbundnar. Nemendur fá verkseðil sem gefur þeim ítarlegar upplýsingar um hvert skref sem þeir eiga að taka. Flestum finnst það „að fá að gera eitthvað“ eins og margir nemendur mínir orða það, mjög skemmtilegt. Bakteríuræktun vekur alltaf áhuga nemenda. Þeir tengja bakteríur yfirleitt við óhreinlæti og margir gera sér engan veginn í hugarlund hversu mikið af bakteríum er í kringum okkur og á/í okkur. allt í einu heyrist í Xxxx: „oj, passaðu þig, ég vil ekki fá bakteríu á mig!“ og Qqqq svaraði: „það eru sko örugglega þúsund bakteríur á þér fyrir“. Ég greip þetta auðvitað á lofti og spurði hópinn hversu margar bakteríur þau héldu að væru á okkur og úr hvað mörgum frumum þau héldu að þau væru búin til úr. Þau gerðu sér engan veginn grein fyrir magninu og fannst ótrúlega merkilegt að það væru miklu færri bakteríur í og á okkur heldur en dýrafrumur. (Dagbók 31.8.2015) Til að framkvæma tilraunina fá nemendur petrískál með agar og nokkra eyrnapinna. Síðan skipta þeir petrískálinni í fernt og taka fjögur sýni með eyrnapinna og maka á agarinn. Nemendur mega taka sýni hvar sem er, algengt er að þeir velji að fara út úr skólastofunni og taka sýni inni á baðherbergi. Algengir sýnatökustaðir eru einnig símarnir þeirra, úr munni/hálsi samnemenda og af tölvu kennarans. Eftir að bakteríurnar hafa verið inni í hitaskáp og fjölgað sér reyna þeir að gera sér í hugarlund um hvaða bakteríur er að ræða. Nemendur fá töflu með útlitslýsingum á bakteríum og algengum fundarstöðum og út frá því draga þeir ályktanir. Margir verða forvitnir um hvort bakteríur séu ræktaðar svona á spítölum. Frumurannsókn Ein besta tilraunin sem ég hef framkvæmt með það í huga að kenna skýrslugerð er tilraun sem gengur út á það að bera saman plöntu- og dýrafrumu. Nemendur skera himnu af lauk og útbúa þannig plöntusýni en skafa úr kinninni á sér til að ná í dýrafrumusýni. Í lok tímans útskýri ég fyrir þeim hvernig skýrslur eru skrifaðar og legg áherslu á skýra kaflaskiptingu og muninn á niðurstöðum og umræðum. Margir nemendur verða kvíðnir þegar þeir heyra orðið skýrsla, jafnvel svo kvíðnir að þeir ákveða strax að þeir ætli ekki að skila skýrslu. Þessu tók ég sérstaklega eftir á fyrstu önninni. Þess vegna hef ég vanið mig á að nota lok tímans til að ræða mikilvægi skýrslugerðar og að í raun og veru sé skýrslugerð alls ekki eins flókin og þeir geri sér stundum í hugarlund. Það sem hefur hjálpað mest til að fá sem flesta til að skila er að gefa þeim matskvarðann fyrirfram sem ég nota til að fara yfir skýrslurnar. Þá vita nemendur hverju ég er að leita eftir og skilja einkunnina sína betur. Mynd 4.8 Dæmi um matskvarða fyrir skýrslu Með matskvarða verður mun auðveldara fyrir kennarann að fara yfir skýrslur á sanngjarnan hátt. Ég prófaði einu sinni að gefa þeim skýrslurnar sínar til baka án einkunnar. Þeir fengu einungis umsögn og áttu að lagfæra það sem ekki var nógu vel unnið og skila skýrslunni aftur að því loknu. Ég vildi að þeir lærðu af mistökunum. Það var hálf partinn fyndið að sjá að margir lásu ekki umsagnirnar heldur leituðu bara að einkunn. Síðan spurðu þeir hissa hvar einkunnin væri eiginlega. Þegar ég sagði þeim að þeir fengju enga einkunn fyrr en þeir væru búnir að lagfæra og skila skýrslunni inn aftur urðu sumir hálf fúlir yfir að verkefnið drægist á langinn. Örfáir létu í ljós ánægju sína. Að fara yfir skýrslurnar tvisvar var mun meiri vinna fyrir mig. Ég efast samt ekki um að lærdómsgildið hafi verið meira fyrir nemendur. Ef þeir hefðu strax fengið einkunn hefðu þeir bara kíkt á hana og aldrei lagfært villurnar. Þessi tilraun mín staðfesti rannsóknina sem ég las um í kennslufræði að það skilaði meiri árangri að gefa bara umsögn heldur en bæði umsögn og einkunn. Mér hefur dottið í hug að láta þá sjálfa gera einkunnarmatskvarðann fyrir skýrslur svo þeir skilji enn betur endurgjöfina, en hef ekki enn hrint þeirri hugmynd í framkvæmd. 4.2.2.6 Ferðalög og söfn Að sleppa við tíma og fara á safn Það hefur gefist mjög vel að gefa nemendum frí í tíma en í staðinn eiga þeir að fara á safn t.d. Náttúrufræðistofu Kópavogs eða hvalasafnið og gera verkefni. Þeir vinna verkefnið á staðnum og fá stimpil hjá starfsfólki því til staðfestingar. Nemendur finna svörin við spurningunum á verkefnablaðinu með því að skoða safnið. Það er hætt við því að nokkrir nemendur gefi sér aldrei tíma til að fara og vinna verkefnin en þeir nemendur sem fara á söfnin eru allir mjög ánægðir, ein stúlka sagði: „Þetta er mjög skemmtilegt, mamma fór með mér og við vorum heillengi að skoða. Okkur hefði aldrei dottið í hug að fara á þetta safn nema af því ég átti að leysa þetta verkefni“ (Dagbók 1.10.2016). Grasagarðurinn Á haustin er frábært að byrja líffræðiáfanga á því að hitta nemendur í Grasagarðinum, labba um, skoða, njóta og gera verkefni. Fórum í grasagarðinn í gær og nemendur áttu að finna alls konar plöntur og skrifa fræðiheitin. Það var yndislegt verður og gaman að rölta um garðinn og spjalla við nemendur. (Dagbók 26.8.2015) Símarnir nýttir Til að gera áfangann skemmtilegri skipulagði ég ferðalag ásamt jarðfræðikennaranum sem kennir hluta af áfanganum með mér. Ég vildi fara í Þekkingarsetur Suðurnesja til fræðast um líffræðitengdar rannsóknir og þá fannst honum tilvalið að stoppa á leiðinni til Sandgerðis og skoða mismunandi gerðir hrauna, gígaraðir og flekaskilin þar sem NorðurAmeríkuflekann og Evrasíuflekann rekur hvor frá öðrum. Fyrsta ferðin var farin í lok september 2015. Nemendur fengu verkefnahefti með spurningum og verkefnum sem tengdust ferðinni. Í hvert sinn sem við stoppuðum og fórum út úr rútunni var jarðfræðikennarinn með smá innlegg og ég talaði einnig um gróðurinn í hrauninu, jarðvegsrof og háhitagróður. Nemendum fannst sum verkefnin heldur skrýtin en á mörgum Mynd 4.9 Nemendur í Grasagarðinum stöðum áttu þeir að taka mynd af sér og félögum sínum og senda á facebooksíðu áfangans. Þegar á Þekkingarsetrið var komið áttu þeir t.d. að taka mynd af sér við „íslenskt landsspendýr sem var flutt inn til landsins árið 1931“. Ljósmyndatökurnar vöktu þó kátínu. Á Þekkingarsetrinu var hópnum skipt í tvennt. Annar hópurinn byrjaði á jarðhæðinni þar sem rannsóknir fara fram og Sölvi Rúnar Vignisson starfandi líffræðingur og rannsóknarmaður hjá Þekkingarsetrinu, sýndi og útskýrði fyrir þeim starfsemina. Á meðan var hinn hópurinn á efri hæðinni og leysti líffræðiverkefni sem gekk út á það að þekkja uppstoppaða fugla í stóru glerbúri og flokka lífverur í ríki og fylkingar. Búið var að fjarlægja svarlykilinn í glerbúrinu svo að þeir þurftu að nýta sér bækur eða símann sinn til að leysa verkefnið. Mynd 4.10 Nemendur og refur Mynd 4.11 Rannsóknarmaður sýnir nemendum krabba Mynd 4.12 Nemendur flokka lífverur 4.2.2.7 Leikir Leikir eru til þess fallnir að veita ánægju og kalla fram bros hjá nemendum. Nemendur tengjast betur þegar þeir spila og spjalla saman á léttu nótunum. Hér að neðan eru talin upp nokkrir leikir sem reyndust mér sérstaklega vel í kennslunni. En auk þeirra brýt ég oft upp kennslu með krossgátum, stafavíxli, leikfimi með latínuhugtökum um hreyfingar og læt nemendur pússla saman líkönum með líffærum o.fl. Minnisspil Ég bjó til minnisspil til að auðvelda nemendum að læra fugla. Ég hef hugsað mér að búa til samskonar spil fyrir nemendur til að læra beinin á latínu. Þá væri annað spilið latínuheiti vöðvans og samstæða spilið mynd af tilteknum vöðva. Hugtakaspilið Fíaskó Eitt sinn bauð ég rýnivini mínum heim að spila. Við spiluðum ásamt fleira fólki spil sem heitir Fíaskó. Þá fékk rýnivinurinn minn þá snilldarhugmynd að útfæra spilið þannig að það hentaði til kennslu. Þannig gætum við fengið nemendur til að útskýra námshugtök fyrir hvert öðru á skemmtilegan hátt. Ég bjó til spjöld með hugtökum og skipti nemendum í hópa. Nemendur fengu bunka af spjöldum sem á stóð hugtak ásamt nokkrum hjálparorðum eða útskýringum. Nemandi átti að draga spjald og lýsa hugtakinu fyrir sínu liði. Ef liðið giskaði á rétt hugtak dró nemandi upp annað spjald og hélt áfram að lýsa þar til tíminn rann út. Næsta lið tók þá við að lýsa hugtökum fyrir sínu liði og í hvert sinn sem lið giskaði á rétt hugtak var spjaldið notað sem stig og þeim safnað. Það lið sem endaði með mest af spjöldum vann. Ég hafði erlenda nemendur saman í hóp svo að þeir nytu stuðnings hvert af öðru en var efins um hvort það væri siðferðilega rétt að setja þá saman í hóp. Það sem hins vegar studdi ákvörðun mína var umræða sem ég hlustaði á í staðlotu á námskeiðinu starfendarannsóknir. Þar var heyrnarlaus kona að tala um hversu mikilvægt það væri fyrir Mynd 4.13 Minnisspil Mynd 4.14 Hugtakaspil (Fíaskó) heyrnalaus börn að fá að vinna stundum saman í skóla en ekki alltaf vera ein í hóp með heyrandi. Það hjálpar þeim að finna sínar sterku hliðar, þeir bera sig saman við nemendur sem eru að kljást við sama vanda. Ég hugsaði að það gæti einnig átt við erlenda nemendur. Stundum væri gott fyrir þá að vera saman í hóp því t.d. í svona spili sem snýst um að útskýra hugtök væru þeir að keppa við hvort annað á jafningjagrundvelli en ekki við nemendur sem hefðu íslenskuna sem móðurmál. Mikil ánægja var með leikinn og skilningur nemenda á hugtökunum jókst þegar þeir þurftu sjálfir að orða hlutina. Þessi leikur er sérstaklega góður til að glæða flóknum hugtökum lífi, örva nemendur til að tengja hugtök við daglegt líf. Spurningakeppnir Það hefur reynst mér mjög vel að setja inn spurningar á vefsíðuna Kahoot.it. Nemendur fara inn á síðuna í gegnum símana sína og fartölvur og keppast um að fá sem flest stig með því að svara spurningum rétt og sem hraðast. Það getur líka verið skemmtilegt að skipta nemendum í hópa sem keppast um að svara spurningum rétt sem varpað er upp á töflu með powerpoint. Þá eiga þeir að komast sameiginlega að niðurstöðu innan ákveðins tímaramma, skrifa svarið á blað og lyfta upp svo allir sjái áður en tíminn rennur út. 4.2.3 Vísindaleg aðgerðaröð, uppskrift að kennslustund? Í flestum byrjendafögum í raungreinum er nemendum kynnt vísindaleg aðgerðaröð. Í líffræðinni hjá mér er hún sett upp á þennan hátt: 1. Athugun 2. Tilgátur settar fram um fyrirbæri 3. Rannsóknir/tilraunir 4. Ályktun dregin/túlkun niðurstaða 5. Kenning Eitt sinn barst þessi vísindalega aðgerðaröð í tal á kennsluráðstefnu og samkennari minn, eðlisfræðikennari, sagði mér að hann notaði þessa aðgerðaröð vísindanna til að byggja upp kennslustund. Þetta væri eins konar uppskrift að góðri kennslustund. Ég varð auðvitað mjög spennt að heyra meira og tók dæmi. Um daginn var hann að kenna nemendum sínum um rafsegulsvið. Hann hóf kennslustundina á því að setja kúlu með rafgasi á borðið, náði svo í vasaljós og sýndi þeim hvernig kviknaði á ljósinu án þess að það kæmi við kúluna. Nemendur fylgdust spenntir með og voru síðan beðnir um að skrifa niður sínar hugsanir í vinnubók um hvað þeir hefðu verið að horfa á, af hverju kviknaði á ljósinu? Nemendur fengu sjálfir að framkvæma tilraunina vildu þeir það, en síðan var þeim skipt í þriggja manna hópa þar sem þeir ræddu sínar tilgátur. Samkennari minn sagði að yfirleitt sköpuðust miklar umræður meðal hópanna, þeir notuðu oft fræðiorð sem hann vissi ekki að þeir kynnu og það þætti honum vænt um. Það sem kom honum mest á óvart var að nær undantekningarlaust kæmust nemendur að lokum að sameiginlegri niðurstöðu sem væri í takt við fræðin. Á meðan eðlisfræðikennarinn sagði mér söguna hafði annar raungreinakennari sest við hliðina á okkur og hlustað. Hann sagðist ekki sjá að þetta væri betra fyrirkomulag heldur en hefðbundnar tilraunir sem flestir notuðu í raungreinum, m.a. hann sjálfur. Við eðlisfræðikennarinn vorum ekki sammála honum, og bentum á að með þessu móti væru nemendur mjög virkir í kennslustund. Raungreinakennarinn gaf lítið fyrir þá skýringu, í verklegum tímum hjá honum fengju nemendur verklýsingu á blaði og ættu að framkvæma það sem stæði á miðanum. Þeir ættu oft í mesta basli með að fylgja leiðbeiningunum og væru á fullu allan tímann. Eðlisfræðikennarinn samsinnti því: „Já, ég skil hvað þú meinar kannski eru þeir ekki virkari en það er eitthvað öðruvísi við svona kennslustundir“. Munurinn sem ég sé á hinum hefðbundnu tilraunatímum og svona kennslustund, er að: þarna voru nemendur með í að smíða þekkinguna. Þeir fengu tækifæri til að kanna sínar forhugmyndir um fyrirbærið, túlka og útskýra með eigin orðum. Þetta er frábær hugmynd hjá honum! (Dagbók 1.4.2016) Það skiptir máli að nemendur fái tækifæri til að nota fræðiorð og hugtök í samræðum við jafningja og gera þau þannig að sínum. Orðræðan í raungreinum er svo flókin, nemendur eru í raun líka að læra nýtt tungumál. Hvernig lærir maður tungumál án þess að æfa sig í að tala? Ég held að það reyni líka miklu meira á sköpunargáfu nemenda að læra hlutina á þennan hátt heldur en að fylgja uppskrift, lið fyrir lið. Ég ræddi þetta síðar aftur við eðlisfræðikennarann sem sagði: „Einmitt, þeir eru að skapa, fá að læra án þess að vera eins og vélmenni!“ Ég prófaði þetta nokkru síðar í kennslu hjá mér og lét nemendur fyrst horfa á myndskeið um hvað gerist þegar við spennum vöðvana og síðar myndskeið um hvernig við heyrum. Þeir skrifuðu niður með eigin orðum hvað ferlið fæli í sér. Þar næst kynntu þeir hugmyndir sínar í þriggja manna hópum, lásu sér til, ræddu saman og stilltu strengi sína. Áhyggjur mínar af því að umræðurnar færu á villugötur voru óþarfar. Það var sem samkennari minn hafði sagt, þeir komust að niðurstöðu sem var langt frá því að vera galin. 4.2.4 Púslaðferðin fær nemendur til að segja fræðiorð upphátt Í líffæra- og lífeðlisfræðinni er mjög mikill utanbókarlærdómur, sérstaklega þegar kemur að því að læra öll heiti beina utan að. Það getur verið vandasamt að finna leiðir til að virkja nemendur til náms þegar það krefst þess af þeim að þeir einfaldlega setjist niður og þylji upp nöfn á beinum. Ég byrjaði að fara yfir efnið með glærufyrirlestri en fann fljótt að það að þylja upp nöfn á latínu og sýna þeim myndir á skjánum fangaði ekki athygli þeirra. Ég var með tvöfaldan tíma og sá fyrir mér að í hugum þeirra yrði tíminn fimmfaldur ef ég héldi mínu fyrirkomulagi áfram. Þá datt mér í hug púslaðferðin. (Dagbók 1.10.2015) Aðferðin byggist á nokkrum skrefum og fyrsta skrefið er að skipta nemendum upp í heimahópa. Námsefninu er skipt upp í efnishluta og því útdeilt til heimahópanna. Heimahópurinn fer saman yfir efnið en hver nemandi ber ábyrgð á að læra sitt efni nógu vel til að geta kennt það síðar í öðrum hóp. Að lokum er sérfræðihópur skipaður og nemendur með ólík efni koma saman (einn úr hverjum heimahóp). Í þessum tíma var ég með fjóra heimahópa og skipti námsefninu í eftirfarandi hluta: 1. Hryggsúlan og hryggjarliðir 2. Bein í brjóstkassa, axlargrind og mjaðmagrind 3. Bein í efri útlim 4. Bein í neðri útlim Ég aflimaði eina beinagrindina sem er til umráða í stofunni svo að hver hópur væri með beinin sem hann átti að læra um, fyrir framan sig. Hver hópur átti nú að fara yfir heiti beinanna, telja beinin, ásamt því að lita þau jafnóðum í litabókinni sinni. Nemendur áttu einnig að hafa í huga hvers konar liði beinin mynda þegar þau mætast og hvaða hreyfingar væru mögulegar. Í fyrstu voru margir feimnir við að snerta beinagrindina og hreyfa hana til en í lok fyrsta tímans voru allir búnir að handfjatla hana. Síðan voru skipaðir sérfræðihópar og þá bar hver sérfræðingur ábyrgð á sínu efni. Ég sagði þeim að það væri sniðugt að spyrja hópmeðlimi út í efnið sitt. Í staðinn fyrir að segja t.d. hópnum frá því að úlnliðbeinin væru átta talsins, þá væri betra að byrja á því að spyrja hópmeðlimi hvort þeir vissu hvað þau væru mörg og ef ekki hvort þeir gætu talið þau. Þessi aðferð er sérstaklega góð til að fá nemendur til að nota fræðiorðin sem þeir eiga að tileinka sér. Í tímanum neyddust allir til að segja heiti á latínu og hjálpa hvert öðru. Eitt af því erfiðasta við að kenna anatómíu er að fá nemendur til að segja latínuheitin upphátt, bera þau fram svo þeir geti tileinkað sér þau. Í byrjun eru þeir mjög feimnir við að segja orðin og leggja jafnvel mikið á sig til að sleppa við að segja þau upphátt: „Æ, þarna þríhyrningsbeinið sem byrjar á S og er aftan á“´í stað „scapulae“. 4.2.5 Nemendur í hlutverki kennarans Sálfræðikennari benti mér á aðra útfærslu af púslaðferðinni sem æfir nemendur í að greina aðalatriðin frá aukaatriðum: 1. Tveir og tveir vinna saman (A og B). Þátttakendur velja sitt hvort efnið 2. A og B læra efnið nógu vel til að kenna hvor öðrum (lesa, glósa o.s.frv.) 3. A og B búa til prófspurningar úr efninu en jafnframt svarlykil 4. Kennsla hefst, A kennir B sitt efni og öfugt 5. A tekur próf sem B útbjó og öfugt 6. A og B fara yfir úrlausnir prófanna og gefa einkunn (engin samvinna í lokaskrefinu) Hún talaði um að með því að búa sjálf til prófspurningar horfa þeir á efnið frá öðru sjónarhorni–sjá námsefnið með kennaraaugum. Þeir öðlast hæfni í námstækni. (Dagbók 11.3 2015) Ég varð auðvitað að prófa þetta því mér finnst dapurt að sjá hversu margir nemendur kunna ekki að greina kjarnann frá hisminu, einblína á smáatriði en sjá aldrei heildarmyndina. Nemendur mínir í líffærafræðinni áttu í miklum erfiðleikum að búa til próf. Þeir nenntu því ekki og gerðu krossaspurningar með einkennilegum valmöguleikum þannig að ég endaði á því að leggja fyrir þá hefðpundið hlutapróf. Sennilega hafa þeir séð sér hag í því að búa til auðveldar krossaspurningar svo þeir kæmu betur út á prófi. Sálfræðikennarinn sagði að galdurinn væri að taka fyrir lítið námsefni í einu, þeir æfðust í þessu eins og öðru. Þrátt fyrir að tilraunin mín til þess að nota þessa aðferð hafi ekki gengið þá fékk hún mig til að hugsa: Þetta er kannski góð þjálfun fyrir þessi hefðbundnu próf. En er rétt að láta námsmatið stýra kennslunni í enn meira mæli en það gerir nú þegar? Ekki nóg með að það séu endalaus hlutapróf í þessum áfanga, eiga tímarnir nú líka að snúast um að búa þau til?  Ég get alveg hugsað mér að prófa þessa aðferð aftur og með minna námsefni en mér finnst þessi aðferð allavegana ekki til þess fallin að nýta aftur og aftur. (Dagbók 16.3.2012). 4.2.4.1 Nemendur fara yfir prófin sín Eitt sinn vildi svo „óheppilega“ til að ég hafði lofað nemendum mínum að skila prófúrlausnum en ekki komist í verkið. Samviskubitið nagaði mig þegar ég mætti í kennslustund og tilkynnti að ég hefði svikið loforðið. Þá dettur mér allt í einu snjallræði í hug: „Niður með blýantana og upp með pennana, við förum saman yfir prófið!“ Nemendur tóku vel í það og voru virkir alla kennslustundina. Yfirferð prófsins tók langan tíma vegna þess að nemendur voru stundum óvissir hversu mörg stig þeir ættu að fá fyrir svarið sitt. Fyrir vikið urðu stundum miklar umræður um hvað væri fullnægjandi svar. „Fæ ég fullt hús ef ég segi að tegundafæð dýra á Íslandi stafi af einangrun landsins?“ , „en ef ég skrifa að tegundafæðin stafi af því að lög í landinu takmarka innflutning dýra? –það stendur samt ekki í bókinni“. Þá er um að gera að ræða hvort að svörin geti ekki verið rétt þótt þau standi ekki í námsefninu. Eftir tímann var ég hæstánægð með að hafa ekki komist yfir prófið. þeir lærðu miklu meira af þessu! Allir nemendur voru virkir í að fara vandlega yfir prófið sitt, veltu fyrir sér hvort svarið þeirra væri rétt og hversu stór hluti af því væri réttur. Undir venjulegum kringumstæðum líta þeir á einkunnina og setja svo prófið niður í tösku, jafnvel áður en ég næ að klára yfirferðina. Það sem meira er þá held ég að þeir eflist við það að vera treyst. Einn nemandi benti á að einhver gæti svindlað. En ég sagði að það væri enginn inni í þessari kennslustund sem væri líklegur til að svindla og þannig var málið afgreitt. Ég fór yfir stigagjöf nemendanna síðar og sá þá eingöngu dæmi um að nemendur gæfu sér heldur lægri einkunn heldur en mér fannst þeir eiga skilið. 4.2.4.2 Nemendur kynna upp á töflu Nemendur hræðast yfirleitt samvinnuverkefni í formi kynningar. Margir tala um að þeim finnist svo ofboðslega óþægilegt að tala fyrir framan aðra. Mér finnst samt mikilvægt að nemendur geti gert það og fái þjálfun í því. Í raun skil ég ekki af hverju það er ekki lögð jafn mikil áhersla á það í skólum eins og að geta skrifað skoðanir sínar og vitneskju niður á blað. Það er mér minnistætt þegar ég lét nemendahópinn minni úr líffærafræði halda kynningu. Þeim var skipt upp í þriggja manna hópa og hver hópur fékk að velja sér viðfangsefni úr kaflanum til að útskýra fyrir hinum nemendunum. Kynningin átti að vera óformleg, á spjallnótunum. Þeir máttu í raun gera það sem þeir vildu til að kynna efnið fyrir hinum, t.d. gera plakat og útskýra það, leikþátt, sögu, sýna myndskeið og útskýra eða flytja powerpoint fyrirlestur. Það voru þau dæmi sem ég gaf upp en nánast allt var leyfilegt. Helmingurinn varpaði powerpoint glærum upp á tjald og hinn helmingurinn var með youtubemyndbönd. Ekki mikill frumleiki þar! Það var mun skemmtilegra að horfa á myndböndin. Þeir héldu athygli minni-ekki síður vegna þess að ég bað nemendur um að stoppa myndböndin með nokkurra sekúnda millibili og útskýra með eigin orðum hvað væri í gangi. Það gekk snurðulaust fyrir sig. Þeir sem héldu hins vegar fyrirlestur voru yfir sig stressaðir. (Dagbók 4.11.2015) Mér fannst mjög athyglisvert að sjá muninn á þeim sem sýndu myndskeið og töluðu inn á milli og þeim sem kynntu með glærusýningu. Sjálfsagt fyndist sumum skrýtið að nemendur völdu allir hefðbundin snið fyrir kynninguna–en ekki mér! Þeir velja yfirleitt þá leið sem þeir þekkja best. Ég sýni stundum myndbönd í kennslustundum þar sem ég geri reglulega pásur til að útskýra efnið jafnóðum með mínum orðum. Nánast allir sem héldu glærukynningu voru með handrit með sér og glærurnar voru fullar af texta. Ég reyndi að breyta þessu fyrirkomulagi með því að biðja þá um að hafa bara myndirnar uppi við og spyrja vingjarnlega út í efnið, biðja þá t.d. um að útskýra myndirnar. Oftar en ekki þegar ég stoppaði og spurði út í myndirnar þá hættu þeir að þylja upp handritið í augnablik og sögðu svo „svarið við þessu kemur á eftir, ég er alveg að verða búin“ og héldu áfram. Ég sá eftir því að hafa ekki sagt þeim að velja sér eina mynd og útskýra hana án þess að hafa neitt handrit. Ég er ennþá í pínu áfalli. Þeir líta margir hverjir á kynningu sem kvöl og pínu þar sem þeir þylja upp texta fyrir framan alla, á meðan kennarinn dæmir þá og gefur einkunn. Illu er best af lokið hugsa þeir og hraðlestrarkeppnin hefst. Þessi tími styrkti mig í þeirri trú að ég þarf að æfa þá í að standa uppi fyrir framan aðra, hafa verkefnin sáralítil til að byrja með t.d. bara að útskýra eina mynd án þess að hafa handrit. Frekar að leita aðstoðar hjá samnemendum ef þeir muna ekki eitthvað. 4.2.6 Forhugmyndir Á þriðju önninni sem ég kenndi lagði ég áherslu að hlusta eftir forhugmyndum nemenda samhliða því að eyða meiri tíma í samræður við nemendur einstaklingslega eða í litlum hópum. Í fyrstu tímunum í RAUN 1 LJ 05-nýja grunnáfanganum í líffræði töluðum við um hvaða eiginleika þarf að uppfylla svo að eitthvað geti talist lifandi? Það voru allir mjög meðvitaðir um að plöntur væru lifandi–enda kannski algengari forhugmynd hjá yngri krökkum. En þegar ég spurði um fræ þá hélt örugglega helmingurinn að fræ væri ekki lifandi! (Dagbók 21.9.2015) Á hlutaprófi tók ég eftir að nánast allir héldu að kynæxlun gæti ekki átt við um plöntur. Þegar ég fór að ræða við þá kom í ljós og þeir tengdu kynæxlun við dýr og flestir héldu að frjókorn væri það sama og fræ. Þeir tengdu ekki frjókorn við sæðisfrumu. Sömuleiðis héldu flestir að bruni ætti sér eingöngu stað í dýrafrumum en ekki í plöntufrumum af því að plöntufrumurnar ljóstillífa. Þar sem ég var alltaf að tala um bruna og ljóstillífun sem andstæður og lagði mikla áherslu á að plöntur ljóstillífa en ekki dýrafrumur, gerðu þeir sjálfkrafa ráð fyrir því að í dýrafrumum færi fram frumuöndun ekki í plöntufrumum. Þegar kom loksins að því að læra um þróunarkenninguna þá fyrst reyndi á að leiðrétta forhugmyndir. Er þróun háð tilviljunum? Allir, hver einn og einasti nemandi vildi meina að þróun væri ekki háð tilviljunum. „Þeir hæfustu lifa af svo það er engin tilviljun hvernig við þróumst“ voru algengustu rökin. Þegar ég spurði nánar út í þetta vildu þeir í raun meina að það væru alltaf bestu eiginleikarnir sem erfðust áfram og því væri þróun alltaf í áttina að meiri fullkomnun. Flestir voru samt sammála mér að stökkbreytingar væru tilviljunarkenndar en héldu samt áfram að útskýra fyrir mér að þótt stökkbreytingarnar væru háðar tilviljunum þá væri þróun sem slík ekki háð tilviljunum því hún stefndi í ákveðna átt. (Dagbók 5.10.2015) Mér fannst í raun frekar erfitt að kenna nemendum um þróun. Það sem hjálpaði mest var að láta þá lesa grein um finkurnar hans Darwins og svo gekk ég á milli nemenda og þeir útskýrðu fyrir mér einstaklingslega hvernig finkurnar hans Darwins væru dæmi um þróun. Þeim fannst mjög skrýtið að ég skyldi ganga svona á milli þeirra, en samt upplifði ég ekki að neinum þætti þetta óþæginlegt. Svo prófaði ég í næsta tíma að setja upp einfalt dæmi þar sem ég notuði þrjár mismunandi stærðir af töngum sem táknuðu þrjár mismunandi stærðir af goggum og setti síðan þrjár mismunandi stærðir af „fræjum“ (appelsínur, litlar piparkökukúlur og graskersfræ) í þrjár skálar sem áttu að tákna eyjar með ólíkt fæðuframboð. Svo ræddum við hvaða fuglar væri líklegastir til að lifa af á hverri eyju út frá goggastærð. Einnig að það væri ekki endilega þannig að allar tegundir sem ekki hefðu hentugasta gogginn myndu deyja út í einni svipan. Það gæti ef til vill tekið nokkrar kynslóðir þar til tegundirnar væru algjörlega útdauðar. Einnig að goggastærðin yrði ekki einhver ein nákvæm stærð, heldur væru goggar finkanna á hverri eyju mismunandi alveg eins og þó að meðalhæð Íslendinga væri nú meiri en áður þá væru til hellingur af lágvöxnum Íslendingum, fjölbreytni væri til staðar–við værum alltaf að tala um að meðaltalið breyttist. Eftir að hafa kennt um þróun fór ég fyrst að gera mér virkilega grein fyrir mikilvægi þess að taka upp kennsluhætti sem miðuðu að skilningi en ekki utanbókarlærdóm. 4.2.7 Það er hægt að kenna þótt enginn læri neitt Það gerist kannski ekki oft að upp úr mér velli sniðugheit en í dag gerðist það! Það er bara verst að í raun og veru voru þau ekki svo sniðug. Manni hættir til að líta á það að hafa nefnt eitthvað í tíma sem fullvissu um að maður hafi kennt og skilað sínu. (Dagbók 19.2.2015). Mynd 4.15 Skopmyndir um kennsluna 4.2.5.1 Hraðar yfir efnið! Stundum þegar það nálgast lokapróf er eins og ég ætli mér tíu sinnum hraðar yfir efnið en áður. Allt í einu var mér litið á einn nemanda minn og andlitið var málað vonleysi! 4.2.8 Próf Próf eru góð til þess að gefa manni mynd af því hvort nemendur séu að skilja námsefnið. Hins vegar eru margir áfangar í skólanum mínum byggðir upp í kringum próf. Hlutaprófin virðast flest lenda á sama tíma í mörgum áföngum svo nemendur kvarta sáran. Prófum er ætlað að nýtast að mestu sem leiðsagnarmat, en upplifun mín er að yfirferðin er svo mikil því ákveðið lesefni liggur fyrir í áföngum að ekki tekst að vinna með það sem misferst í prófi. Þau nýtast því ekki eins og ákjósanlegt væri til að leiðbeina nemendum í náminu sínu. Nemendur lesa oft ekki yfir umsagnir eða kíkja á hvaða villur þeir gerðu, heldur einblína á einkunnina. Sjaldan er annað metið en bókleg kunnátta svo sem verkleg kunnátta eða frásagnargeta. Kennarinn lítur á mig sér tómt ílát hellir í það fyllir tekur ekki eftir því þegar það flæðir upp úr (Dagbók 21.4.2015) 4.2.7.1 Prófafárið mikla Ég sem er nú alls ekki hlynnt einhliða námsmati, sit hér nú við skrifborðið mitt með fjórða hlutaprófið úr líffærafræðinni í fimmtu viku eftir að skólinn hófst! Eins mikið og ég vildi að námsmatinu væri öðruvísi háttað þá hafði ég einfaldlega ekki tíma og orku til að breyta því. Svona hefur þetta verið í mörg ár og ég veit að kennarinn sem kennir stundum þennan áfanga og er búinn að gera lengi er ánægður með þetta fyrirkomulag. Alls eru átta hlutapróf yfir önnina sem mestmegnis eru krossar–annars kæmist maður aldrei yfir þetta. Þar af gilda fimm til lokaeinkunnar. Sumir myndu eflaust gapa ef ég segði þeim frá þessu, en það fyndna er að prófin eru fleiri! Á miðri önn taka nemendur sér próf úr beinaheitum og vöðvaheitum á latínu, sem gilda 10% hvort til lokaeinkunnar. Prófageðveikinni lýkur síðan með 60% lokaprófi úr öllu námsefninu nema beina- og vöðvaheitum. (Dagbók 11.9.2015). Næstu önn á eftir kenndi ég þennan sama áfanga en vegna þess að ég var undir gríðarlegu álagi og þess að maður veit ekkert hvaða áfanga maður á að kenna fyrri en stuttu áður en kennsla hefst breytti ég engu áður en ég hóf kennslu. Ég samdi hins vegar við nemendur um að breyta sumum af þessum hlutaprófum í verkefni sem ég myndi meta til einkunnar og engum datt í hug að mótmæla. Ég talaði við kennarann sem kennir stundum þennan áfanga og lýsti yfir óánægju með námsmatið. Kennarinn kvaðst vera hjartanlega sammála–en ég skynjaði fljótt að forsendurnar voru ekki þær sömu: Hann sagði eitthvað á þá leið að vinnuálagið væri orðið svo gífurlegt eftir síðustu samninga og áfanginn illa metinn til launa. Það hefði hvarflað að honum að fækka prófum og minnka álagið–en það bitnaði að sjálfsögðu mikið á nemendunum. Þetta er jú fyrir þá. (Dagbók 17.2.2016). Ég hef sjálf haft það á tilfinningunni marg oft að próf séu það eina sem fái nemendur til að læra. En ég hef það ekki lengur–ekki eftir að ég kenndi þennan áfanga! Í byrjun læra þeir mikið fyrir hlutaprófin, síðan missa þeir þolinmæðina og þeim verður á endanum alveg sama hvort þau nái hlutaprófum eða ekki. 4.2.5.2 Nemendur reyna ekki við prófspurningar Það sem kom mér mest á óvart í kennslustarfinu var þegar ég uppgötvaði að mjög margir nemendur sleppa því frekar að svara prófspurningum heldur en að reyna. Jafnvel krossaspurnigum, þeir skilja frekar eftir autt. Ég hef haldið fyrirlestra um próftækni, farið yfir prófin þeirra áður en þeir skila og neytt þá til að skrifa það sem þeim dettur í hug. Oft koma rétt svör fram en samt sem áður finnst mér þessi keppni við þau um að svara ekki auðu endalaus. Ég hafði það á tilfinningunni að það hafi farið í taugarnar á XXX þegar ég sendi hana til baka í sætið með prófið, því hún hafði sleppt því að krossa í valmöguleika við nokkrar spurningar. (Dagbók 2.4.2016) 4.2.5.3 Munnleg próf Í háskólanámi mínu í Danmörku kynntist ég munnlegum prófum. Ég hafði alltaf mjög óþægilega tilfinningu gagnvart þeim því mér fannst þau byggjast að miklu leyti á heppni: hvaða spurningu maður dró og hvernig prófdómara maður fékk.
Umferð um Suðurlandsveginn, á milli Reykjavíkur og Selfoss, hefur tvöfaldast á síðustu 10 til 12 árum og er nú svipuð og á Reykjanesbrautinni. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vilja að gerður verði fjögurra akreina vegur á næstu þremur árum. Reiknað er með að framkvæmdin kosti á milli 7 og 8 milljarða króna. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga skorar á samgönguráðherra og Alþingi að við endurskoðun 12 ára samgönguáætlunar á þessu ári verði gert ráð fyrir varanlegum endurbótum á veginum á milli Selfoss og Reykjavíkur með fjögurra akreina vegi í ljósi gríðarlegrar umferðaraukningar á veginum síðustu ár. Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS: Ef við tökum bara síðustu tvö ár þá hefur umferðin aukist um allt að 20%, þannig að þetta gerist mjög hratt. Magnús Hlynur Hreiðarsson: Hvað erum við að tala um mikla umferð á þessum vegi og til dæmis Reykjanesbrautina? Þorvarður Hjaltason: Ja, á síðasta ári þá er umferðin um Suðurlandsveginn á bilinu 6 til 8.800 bílar að meðaltali á sólarhring, mismunandi eftir vegarköflum. Á Reykjanesbrautinni, ég er með upplýsingar frá árinu 2004, þá var umferðin frá Hafnarfirði til Keflavíkur á bilinu 8.200 til 8.800 bílar. Þannig að stærðargráðan er í raun og veru sú sama orðin og þar fyrir utan þá má auðvitað benda á það að Suðurlandsvegurinn hann er yfir fjallveg, við förum þar yfir fjallveg og það kallar auðvitað á ennþá betri úrbætur heldur en ella væri. Magnús: En kostnaður við nýja veginn, hver er hann? Þorvarður Hjaltason: Það er talið að þetta kosti eitthvað á bilinu 7 til 8 milljarða að mér skilst. Þannig að þetta eru miklir peningar en svona til samanburðar má geta þess að Héðinsfjarðargöng sem að menn ætla að fara í núna á næstunni þau kosta eitthvað á því bili. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vilja líka nýja brú yfir Ölfusá enda annar núverandi brú ekki umferðinni eins og hún er í dag.
Þuríður H. Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness, segir að eldgosið í Geldingadölum hafi „þegar haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Reykjanesi,“ og að miklu meiri áhugi sé núna fyrir Reykjanesinu en áður. Hún segir að töluvert sé um fyrirspurnir frá fólki sem vill gera meira úr deginum en eingöngu að skoða eldgosið. Það er deginum ljósara að eldgosið hefur hjálpað til við alla markaðskynningu Reykjanessins sem áfangastaðar ferðaþjónustu og vill Þuríður að Reykjanesið verði hluti af ferðaáætlun ferðamanna sem eru að koma til Íslands; verði fyrsti viðkomustaður þeirra. Um þessar mundir er Markaðsstofan að vinna að nýrri heimasíðu – www.visitreykjanes.is – en síðan er vettvangur til að halda utan um allt sem er í boði á Reykjanesi sem snýr að menningu og ferðamálum. „Markaðsstofan fær viðbótarstarfsfólk inn í sumar sem kemur til með að vinna frekar að efnisöflun, margmiðlunarvinnu og ljósmyndun. Fókusinn núna er á efnisvinnslu sem síðan getur nýst svæðinu í heild sinni og þeim ferðaþjónustuaðilum sem starfa þar til að koma sinni vöru og þjónustu á framfæri,“ segir Þuríður, en þetta kemur fram á vefsíðunni vf.is. Að mati Þuríðar er margt gott í boði í ferðaþjónustu á Reykjanesinu og líka mörg tækifæri til að gera betur: Til dæmis í auknu samstarfi í að kynna Reykjanesið og bæta við flóru afþreyingar. „Eldgosið setti okkur í fyrsta sæti og brennidepil sem mikilvægt er að nýta til frekari uppbyggingar ferðaþjónustu. Verið er að vinna að opnun gestastofu í Duus húsum og einnig gestastofu í menningarhúsi Grindavíkur, Kvikunni, um eldgosið“. „Eldgosið hefur fært okkur framar í röðina og nú er það okkar að nýta þetta tækifæri.“ Í fjölmörgum samtölum sem blaðamaður Mannlífs hefur átt við íbúa í Grindavík á förnum vegi eftir að gosið hófst eru flestir á því máli að öll verslun í bænum hafi aukist gríðarlega og hjálpi efnahag hans. Einn orðaði það svo við blaðamann: „Þetta gos er eins og risastór lottóvinningur fyrir Grindavík.“
Það veldur manni áhyggjum að þátttakendum á verðbréfamarkaði hefur fækkað, sem birtist okkur í því að það hefur dregið úr virkni og seljanleiki er minni en áður, og það aftur veldur því að markaðurinn er ekki að sinna því grunnhlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun félaga hverju sinni,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, í samtali við Markaðinn. Hann bendir á að þegar leiðrétt sé fyrir Arion banka og Marel, langsamlega stærstu skráðu félögunum, hafi velta á hlutabréfamarkaði það sem af er ári dregist saman. „Hún er núna um fimm prósent sem hlutfall af markaðsvirði félaga í Kauphöllinni en var liðlega sjö prósent á sama tíma fyrir ári,“ útskýrir Hannes. Til að sporna við þessari þróun sé meðal annars mikilvægt að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum með því að heimila þeim, eins og er lagt til í hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins, að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá nefnir Hannes að útgefendur þurfi að hlúa vel að viðskiptavökum sem séu mikilvægir fyrir verðmyndun auk þess sem það megi skoða að gera skyldusparnað í lífeyrissjóði frjálsari en nú er þannig að almenningur hafi meira um það að segja hvernig honum sé ráðstafað. Hann segir að Íslenskir fjárfestar, sem halda á morgun, fimmtudag, upp á 25 ára afmæli verðbréfafyrirtækisins, hafi að undanförnu haldið á lofti þeim sjónarmiðum að það sé lykilatriði, eigi að viðhalda jafnvægi í fjármagnsflæði til og frá landinu, ekki hvað síst fyrir lífeyrissjóðina ætli þeir sér að halda áfram að fjárfesta í stórum stíl erlendis, að heimamarkaðurinn sé í lagi. Samkeppnin hefur í þeim skilningi minnkað og með þeim afleiðingum að skoðanaskipti á markaði eru bæði einsleitari og minni en áður „Forsenda þess að við fáum innflæði fjármagns á hlutabréfamarkaðinn á móti erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ að sögn Hannesar, „er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki. Þetta eru þau atriði sem skipta erlenda sjóði hvað mestu máli þegar þeir líta til þess að fjárfesta á íslenska markaðinum,“ segir Hannes. Snýst um eggið og hænuna Lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hafa verið að taka fjármuni úr virkri stýringu hjá hlutabréfasjóðum, auk þess sem sjóðunum hefur fækkað með sameiningum verðbréfafyrirtækja, og hafa því eignir þeirra sem hlutfall af markaðsvirði skráðra félaga dregist mikið saman á síðustu árum og eru núna um sex prósent. Til samanburðar námu eignir þeirra um 15 prósentum sem hlutfall af virði félaga í Kauphöllinni fyrir aðeins rúmlega þremur árum. „Þetta þýðir með öðrum orðum,“ útskýrir Hannes, „að samkeppnin hefur í þeim skilningi minnkað og með þeim afleiðingum að skoðanaskipti á markaði eru bæði einsleitari og minni en áður.“ Á sama tíma og verðbréfasjóðum hefur fækkað og þeir minnkað, ásamt því að lífeyrissjóðir horfa einkum út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum, hafa umsvif efnamikilla einkafjárfesta verið hverfandi. Hann segir að þetta snúist að miklu leyti um „eggið og hænuna. Einkafjárfestar sýna markaðinum ekki endilega áhuga ef það er lítill sem enginn seljanleiki og aðstæður til að selja í félögum eða færa sig milli eignaflokka eru erfiðar.“ Spurður hvort það séu ekki vaxandi líkur á því, við þessar aðstæður á markaði, að einhver félög fari að huga að afskráningu segir Hannes að það sé „vissulega hætta á að þau sjái ekki hag sínum lengur borgið með því að vera skráð á markað ef ávinningurinn af því er ekki lengur augljós“.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir jafntefli sinna manna gegn KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. „Mjög svekkjandi niðurstaða miðað við hvernig leikurinn þróaðist og hvernig færaskiptingin var í þessum leik. Við erum með algjöra yfirburði í þessum leik, í bæði fyrri og seinni hálfleik. Við vorum óheppnir að skora ekki fleiri mörk.” „Við fáum á okkur ódýrt mark þar að segja aðdragandinn að því, en það er bara svoleiðis. KR fékk ekki mörg færi í þessum leik og þetta er svekkjandi.” Rúnar sagðist ekki vera viss með vítið sem Stjarnan fékk á sig en hann var ósáttur með aukaspyrnuna sem þeir fengu á sig sem vítið kom síðan upp úr. „Mér skilst að þetta hafi verið brot hjá Jóa (Jóhann Laxdal) en aðdragandinn að vítinu þar sem Brynjar Gauti fær dæmda á sig aukaspyrnu er algjör þvæla og það skóp þetta mark.” Hann sagði að það hefði verið gífurlega erfitt að sækja á KR liðið í seinni hálfleiknum en þeir voru mjög þéttir fyrir og gáfu fá færi á sér. „Það er bara mjög erfitt að spila gegn svona þéttri vörn. Við reyndum hvað við gátum, fyrirgjafir og langa bolta í gegn en þeir voru bara hrikalega þéttir og Beitir gerði vel fyrir þá. Því miður vantaði herslumuninn í kvöld.” Rúnar sagði að lokum að þetta væri gífurlega svekkjandi miðað við stöðuna í hálfleik þrátt fyrir að þetta sé einungis fyrsta umferð í deildinni. „Já þetta er gífurlega svekkjandi sérstaklega miðað við það hvað aðdragandinn var ódýr fyrir KR-ingana. KR fékk ekkert annað í þessum leik fyrir utan þetta víti. Fá gefins aukaspyrnu sem skapar vítið sem er rosalega dýrt fyrir okkur,” sagði Rúnar Páll að lokum.
Það stefnir í að um fimm þúsund börn fæðist hérlendis á þessu ári. Það væri langmesti fjöldi fæðinga á einu ári frá upphafi. Aðjúnkt á Félags- og Mannvísindadeild Háskóla Íslands segir að þetta tengist líklega beinlínis kórónuveirufaraldrinum. Covid-börnin Miðað við tölur frá fyrstu þremur ársfjórðungum hafa ekki fæðst fleiri börn á einu ári frá því árið 2010, en sá árgangur var óvenju fjölmennur. Þá var stundum talað um hrun-börnin, en barneignum fjölgaði mjög fyrst eftir hrun. Nú stefnir í að metið frá 2010 verði loksins slegið, og spurning hvort þá megi tala um covid-börnin, eða samkomubannsbörnin. „Á Íslandi og sumum öðrum Norðurlöndum og öðrum löndum í kringum okkur þá erum við að sjá það sem hefur verið kallað baby-boom, þar sem að fólk er að velja að eignast börn akkúrat núna og það liggur beinast við að tengja þetta við covid-faraldurinn en svo eru aðrir þættir sem gætu líka haft áhrif, við sáum til dæmis nýja fæðingarorlofslöggjöf, þar sem fæðingarorlof fer frá því að vera níu mánuðir upp í tólf,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir, aðjúnkt. Lilja Sóley Hauksdóttir, nýorðin móðir, segir að faraldurinn hafi sannarlega haft áhrif á barneignirnar. „Planið var upphaflega að kaupa hús, gifta sig og fara svo í barneignir, en út af covid þá var ekkert brúðkaup í ár eða í fyrra þannig að við ákváðum að láta bara vaða þá í staðinn, og eignast þetta litla kríli,“ segir hún. „Svo kannski líka spilaði inn í að manni kannski leiddist pínu, ég var alltaf bara heima ein og vantaði smá félagsskap.“ „Í þessu covid-ástandi þá erum við að horfa svolítið inn á við, ekki satt? Við erum inni á heimilunum. Ég meina hundar eru uppseldir á Íslandi ekki satt? Þannig að við erum að hugsa svona, hvað gerum við heima við til að bæta líf okkar og kannski eru barneignir hluti af því,“ segir Sunna Kristín. Þarf að fjölga ljósmæðrum og leiksskólaplássum Það sem af er ári hafa um það bil þrjú hundruð fleiri börn fæðst en á sama tíma í fyrra, eða næstum eitt barn til viðbótar á dag. „Fyrst þurfum við að hugsa um að við séum með nóg af ljósmæðrum og læknum til að taka á móti þessum börnum,“ segir Sunna Kristín. En hvað þýðir það þegar það fæðast svona mörg börn á einu ári? Eftir um það bil eitt ár þarf til dæmis mun fleiri pláss hjá dagmæðrum. Hver dagmóðir getur haft um fimm börn í vist, þannig að þrjú hundruð auka börn kalla á allt að sextíu nýja dagforeldra. Flest börn byrja svo á leikskóla um tveggja ára aldur. Árið 2023 þarf því að gera ráð fyrir fjölgun leikskólaplássa. Fyrir þrjú hundruð börn gæti þurft að reisa jafnvel þrjá nýja leikskóla. Eftir sex ár byrjar svo þessi fjölmenni árgangur í skóla. Þetta getur þýtt fleiri eða stærri bekki en sex ára nemendur eru mest sextán í hverjum bekk. Miðað við það þyrfti allt að átján nýja bekki. Sunna Kristín segir mikilvægt að kerfið verði undir þetta búið. „Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart núna, þannig að ég held að það sé mikilvægt að vera bara tilbúin.“
Brottvísun milljóna ólöglegra innflytjenda, ítarlegar bakgrunnskannanir innflytjenda, riftun alþjóðasamninga, lækkun skatta og minna eftirlit með fyrirtækjum er á meðal þess sem Donald Trump ætlar að gera gangskör að fyrstu hundrað dagana í forsetaembætti, nái hann kjöri. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt á þeim sögufræga stað Gettysburg í Pennsylvaníu á laugardag. Að auki ætlar hann að kæra allar konurnar tíu, sem hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi síðustu daga og vikur. Í ræðunni taldi Trump upp ýmislegt sem hann segir ekki þola nokkra bið og hann hyggist því koma í verk hið fyrsta. Riftun þriggja stórra samninga er algjört forgangsatriði í hans augum. Þar er fyrst að telja fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkós og Kanada; Nafta, sem Trump hefur fordæmt við hvert tækifæri. Einnig hyggst hann draga Bandaríkin út úr fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og ellefu annarra Kyrrahafsríkja; TPP, og loks verður skrúfað fyrir allar fjárveitingar frá Bandaríkjunum til aðgerðaáætlunar Sameinuðu þjóðanna gegn loftslagsbreytingum. Þeim fjármunum sem þar sparast skal verja til uppbyggingar á innviðum Bandaríkjanna. Tvær milljónir ólöglegra innflytjenda verða sendar úr landi, fyrstu hundrað daga Trumps í Hvíta húsinu, fái hann sínu framgengt, og þau lönd sem neita að taka á móti sínum borgurum, eftir brottvísun frá Bandaríkjunum, mega eiga von á refsiaðgerðum. Þær munu aðallega felast í því, að ríkisborgarar þeirra geti ekki lengur ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar. Fleira tíndi Trump til, svo sem takmarkanir á því, hve mörg kjörtímabil menn geti setið í fulltrúadeild þingsins og reglur sem torvelda fyrrverandi embættismönnum að gerast formælendur hagsmunasamtaka innan opinbera kerfisins. Ræðan er talin eiga að leggja línurnar fyrir málflutning Trumps það sem eftir lifir kosningabaráttunnar. Frambjóðandinn lét sér þó ekki nægja að útlista þessi forgangsatriði og fyrstu embættisverk, því eftir að hinni eiginlegu tölu var lokið eyddi hann töluverðu púðri í að fordæma bandaríska fjölmiðla og konurnar tíu sem stigið hafa fram í kjölfar birtingar myndbands, þar sem Trump heyrðist stæra sig af groddalegri og jafnvel ólöglegri framkomu gagnvart konum. Sagði hann stóra fjölmiðlarisa andsnúna sér, og þess sæi glögglega stað í umfjöllun þeirra um kosningabaráttuna. Trump hét því að brjóta upp stærstu blokkirnar og koma í veg fyrir að AT&T-risinn geti yfirtekið Time Warner-risann, og þar með CNN-sjónvarpsstöðina, eins og boðað hefur verið. Loks hét hann því að fara í mál við hverja einustu þeirra tíu kvenna sem sakað hafa hann um ósæmilega og jafnvel glæpsamlega framkomu gagnvart sér undanfarna daga og vikur. Sagði hann þær allar hafa logið, í þeim tilgangi einum að skaða hann og framboð hans. Fjölmiðlar greiddu þeim síðan leiðina að kjósendum með því að hleypa þeim gagnrýnislaust í hvert viðtalið af öðru.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi.
DV ehf., sem er útgáfufélag DV, skuldaði um 50 milljónir króna í staðgreiðslu skatta og 26 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Samtals nam skuld útgáfufélagsins vegna opinberra gjalda því um 76 milljónum króna. Í árslok 2010 skuldaði DV ehf. um 34 milljónir króna í sömu gjöld. Sú upphæð hefur því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Þetta kemur fram í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum. DV ehf. hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2011 en samkvæmt yfirlýsingu frá endurskoðanda félagsins nam uppsafnað tap þess um síðustu áramót um 90 milljónum króna. DV ehf. var stofnað í byrjun árs 2010 og tók við rekstri DV í apríl sama ár. Heildarhlutafé félagsins í upphafi var 63,6 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2010, sem er síðasti birti ársreikningur félagsins, tapaði það 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum, eða sem nemur 84 prósentum af upphaflegu hlutafé sínu. Síðan þá hefur hlutafé í DV ehf. verið aukið nokkrum sinnum. Á síðasta aðalfundi félagsins, sem haldinn var 18. maí síðastliðinn, var hlutaféð hækkað úr 81,1 milljón króna í 107,3 milljónir króna. Hlutafjáraukningin var öll greidd með peningum. Á sama fundi var síðan lögð fram ný tillaga um niðurfærslu á „hlutafé félagsins um 25% til jöfnunar á móti tapi. Niðurfærslan skal miðast við stöðu hlutafjár þann 31.12.2011 og er fjárhæðin sem um ræðir 26.820.681,-". Eftir þá niðurfærslu er hlutafé DV ehf. því 80,5 milljónir króna. Tilkynningunni til fyrirtækjaskráar fylgdi einnig yfirlýsing endurskoðanda. Í henni segir að „samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2011 nemur uppsafnað tap 90.099.418,-". Af þessu er ljóst að DV ehf. tapaði samtals 90,1 milljón króna á fyrstu tveimur starfsárum sínum. Í síðasta birta ársreikningi DV, fyrir árið 2010, kom fram að félagið skuldaði 23,9 milljónir króna í ógreidda staðgreiðslu skatta. Auk þess skuldaði það 10,3 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald og um sex milljónir króna í áfallna vexti. Í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum, og sýna yfirlit yfir opinberar greiðslur DV ehf., kemur fram að félagið skuldi 25,8 milljónir króna í tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Til viðbótar skuldar það 50,4 milljónir króna í staðgreiðslu launa. Því skuldaði DV ehf. samtals 76,2 milljónir króna í vörsluskatta í júlí síðastliðnum. Það er einkenni vörsluskatta að refsivert er að gera ekki skil á þeim til ríkissjóðs. Stöð 2 greindi frá því fyrr í septembermánuði að embætti tollstjóra hafi hins vegar gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld. Embættinu er heimilt að stöðva atvinnurekstur þegar slík gjöld eða skattar eru í vanskilum en því úrræði hefur ekki verið beitt á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki lokunaraðgerðum. Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 fór Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður fram á sérstakan fund í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fá frekari skýringar á þeim úrræðum sem tollstjóraembættið hefur boðið fyrirtækjum sem skulda skatta. „Við erum með samkomulag við tollstjóra um að greiða þetta upp og við munum gera það sem þarf til þess að klára þetta,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV ehf. Hann segist hafa tekið við sem framkvæmdastjóri fyrir tveimur vikum og hafi verið að vinna í stöðunni síðan þá. Þegar hafi töluvert verið borgað af skuldinni. „En ég býst ekki við að þetta klárist fyrir áramót.“ Spurður hvort það hversu mikið skuldin hefur vaxið bendi ekki til þess að félagið sé illa rekstrarhæft til langs tíma svarar Jón Trausti: „Það hefur verið gripið til niðurskurðaraðgerða sem eru að skila sér í mun betri horfum núna og við munum gera það sem gera þarf.“
Staða stofnfjáreigenda, sem tóku lán til þess að fjármagna aukningu stofnfjár í nokkrum sparisjóðum, er í biðstöðu meðan beðið er dómsniðurstöðu í málum sem Íslandsbanki höfðar gegn stofnfjáreigendum í Byr. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur brýnt að rannsaka fall sparisjóðanna. Stofnfjáreigendur í nokkrum sparisjóðum eru skuldum vafnir eftir að hafa tekið þátt í að auka stofnfé í sjóðunum. Þetta á til dæmis við um stofnfjáreigendur í Byr, fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda, sem síðar varð hluti af Sparisjóði Keflavíkur og Sparisjóði Svarfdæla. Mál stofnfjáreigenda eru, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, almennt í biðstöðu og er beðið niðurstöðu í nokkrum málum sem Íslandsbanki, sem lánaði stofnfjáreigendum í Byr til kaupa á stofnfé í sjóðnum, höfðar gegn stofnfjáreigendum. Búið er að þingfesta þessi mál og verða þau fyrstu tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr miðjum október. Málin snúast meðal annars um greiðsluskyldu stofnfjáreigenda, fullyrðingar um að stofnfjáraukning myndi leiða til ágóða fyrir stofnfjáreigendur, ábyrgð bankans á kynningu lánanna og margt fleira. Litið er á þessi mál sem prófmál fyrir stofnfjáreigendur í öðrum sjóðum og eru allar líkur á að þau endi fyrir Hæstarétti. Þingmannanefndin leggur í skýrslu sinni til að gerð verði sjálfstæð og óháð rannsókn á vegum Alþingis á aðdraganda og orsökum falls sparisjóða á Íslandi. Bændasamtök Íslands eru þessu sammála.
Mér skildist á ummælum hv. þm. Hafnf. , að hann væri að láta í ljós undrun sína yfir því, að hv. sjútvn. skuli ekki hafa séð sér annað fært en að taka til greina mótmæli þau, sem hreyft hefir verið gegn þessu frv., bæði af vátryggingarfélögum og sérfræðingum í þessum efnum. Ég verð nú að segja það, að mig hefði furðað mjög á því, hefði hv. sjútvn. ekki tekið fullkomið tillit til þeirra manna, sem þekkja þessa hluti út í æsar, og auðvitað margfalt betur en nokkur þeirra manna, sem eiga sæti hér í þessari hv. d. Það þarf ekki að minna á annað en hvað stendur í bréfum um þetta efni, sem fyrir þinginu liggja; ég ætla ekki að fara að lesa upp úr þeim bréfum, því ég veit, að allir hv. þdm. vita, hvað í þeim stendur, og ég sé ekki annað en það sé fullkomlega alvarlegs efnis, sem taka beri til vandlegrar athugunar. En aðalástæðan til þess, að ég stóð upp, var sú, að ég vildi benda á, hvernig nú er umhorfs á starfssviði vélstjóranna. Nú sem stendur eru þar 40 undanþágumenn, og þessir menn hafa starfað sem vélstjórar sem hér segir: 3 hafa starfað í 12 ár 1 hefir - - 10 - 2 hafa - - 9 - 4 - - - 8 - 2 - - - 7 - 3 - - - 6 - 8 - - - 5 - 4 - - - 4 - 4 - - - 3 - og nokkrir - - - 2 -. Ég vil geta þess, að sumir þessara manna hafa þó ekki alltaf starfað á skipum, heldur einnig verið við vélgæzlustörf í landi. Ef frv. þetta verður að lögum, fá þessir 40 menn allir vélstjóraréttindi, sem þýðir það, að það verður 40 mönnum fleira til að togast á um stöður, sem menn, sem gengið hafa á vélstjóraskólann, hafa lagt fé og tíma í sölurnar fyrir að undirbúa sig undir. Það vita allir, að vélstjóranámið er erfitt nám. Það er nú fyrst og fremst 2 ára erfitt skólanám, og undirbúningurinn undir það er 3 ára járnsmíðanám, og allan þennan tíma eru nemendurnir ekki annað en ómagar, sem vinna sér ekki inn eina krónu. Nú er gert ráð fyrir því í lögunum frá 1915 að stofna deild við vélstjóraskólann, þar sem mönnum sé gefinn kostur á að taka minna próf, deild, þar sem ekki eru gerðar eins harðar kröfur til þeirra, sem útskrifast þaðan, eins og gert er í aðaldeild skólans. Þar er gert ráð fyrir því, að menn geti tekið vélgæzlupróf, sem veitir þeim rétt til vélstjórnar á skipum, sem hafa fyrir neðan 200 hestafla vél, eins og t. d. á línuskipum og öðrum minni skipum. Þessi deild hefir enn ekki verið stofnuð, líklega vegna þess, að skólinn hefir átt við mjög þröng húsakynni að búa. Það voru ekki tiltök að bæta við í skólann stórum hópi manna, sem vafalaust mundi koma til námsins, ef þessi deild yrði sett á stofn. Einnig mun skólinn hafa of lítið fé til að bæta þessari deild við. Þá leyfir húsrúm skólans heldur ekki þær mörgu og rúmfreku vélar, sem með þyrfti í slíkri deild. Ég vildi mega skjóta því hér inn í, að fjárveitingavaldinu virðist hafa verið mjög mislagðar hendur um fjárveitingar til sjómannastéttarinnar í samanburði við landbúnaðarskólana. Þeir hafa verið látnir sitja fyrir um fjárveitingar, en skólar sjómannanna hafa aftur setið á hakanum. Þetta finnst mér alls ekki eiga við né vera forsvaranlegt, sízt þegar þess er gætt, hvers virði störf sjómannastéttarinnar eru fyrir landið. Í vélstjóraskólanum eru vélstjóraefnin sett til góðra mennta, og vélstjórastéttin setur mark sitt hátt; hún ætlar sér ekki að standa að baki öðrum stéttum í þjóðfélaginu. Í skólanum er kennd íslenzka, danska, enska, vélfræði, stærðfræði, aflfræði, mikil teikning og mikil hirðing gufuvéla. Ég held, að það megi segja, að það sé öruggt, að í engum skóla hérlendum sé kenndur eins mikill reikningur á jafnstuttum tíma og í vélstjóraskólanum. Og ég veit, að námið í vélstjóraskólanum er mjög erfitt, sökum þess mikla reikningsnáms, sérstaklega fyrir þá menn, sem ekki eru upplagðir fyrir stærðfræði. Auk þessa náms verða þessir menn svo að nema járnsmíði í 3 ár og sigla sem kyndarar í 12 mánuði, og samt fá þeir ekki að verða vélstjórar á skipum með meira en 200 hestafla vél fyrr en þeir eru búnir að vera í 2 eða 3 ár undirvélstjórar. Þetta er í stuttu máli sá undirbúningur, sem þessir menn verða að hafa áður en þeir geta orðið vélstjórar, og má af þessu sjá, að það er ekkert smáræði, sem þeir þurfa að leggja á sig. Og það sýnir, að það er allt reynt til þess af hálfu hins opinbera, að í þessar stöður veljist ekki aðrir en þeir, sem hafa næga þekkingu til að takast svo vandasöm og ábyrgðarmikil störf á hendur sem vélstjórn óneitanlega er. Þegar nú þess er gætt, að skólanámið er allörðugt og kostnaður við það mikill, en hinsvegar hefir legið opin leið til að fá undanþágu og þar með vel launaða stöðu, þá er það ekki að undra, þó aðsókn að vélstjóraskólanum hafi verið fremur lítil á undanförnum árum, eða a. m. k. ekki svo mikil, að nægjanlegt framboð hafi verið af vélstjórum í þær lausar stöður, semverið hafa á íslenzkum skipum. En þetta er nú að breytast. Nú sem stendur eru til 181 vélstjóri með fullum vélstjóraréttindum, og eru þeir langflestir útskrifaðir af vélstjóraskólanum, en fáeinir eru þó eldri. Af þeim gegna 15 öðrum störfum í landi. - Ég skal geta þess, að sumir af þessum undanþágumönnum, þeir, sem eru duglegir og vilja afla sér menntunar til starfsins, til að standa jafnfætis sínum stéttarbræðrum, hafa þegar sótt um inntöku í vélstjóraskólann; þar af eru í eldri deild skólans 2, annar, sem siglt hefir í 8 ár með undanþágu, og hinn 4 ár; þeir eru báðir yfir þrítugt og hafa þó báðir lagt það á sig að sækja um upptöku í skólann og læra það, sem til starfsins þarf, og þykir það hentugra en að öðlast ef til vill réttindi á annan hátt. Þessi dugnaður er virðingarverður, og ólíkt virðingarverðari en sá hugsunarháttur, sem því miður hefir borið nokkuð á hjá ungum mönnum undanfarið og lýsa má á þessa leið: Hvers vegna eigum við að vera að fara í skólann, þegar við getum unnið okkur upp í góða lífsstöðu, þó við förum ekki í skólann, með því að vera kyndarar í nokkur ár, og biðja svo Alþ. um að veita okkur undanþágu? Að vori útskrifast úr vélstjóraskólanum 24 menn, svo að nú þegar eru ekki nógu margar vélstjórastöður til fyrir menn með fullum réttindum, þó ekki bætist þessir 40 undanþágumenn við. Fyrir vélstjóra eru nú til hér á landi þessar stöður: Hjá Eimskipafélagi Íslands á 6 skipum 20 vélstj.stöður - Ríkisskip á 5 skipum ..................... 14 - Á „Suðurlandi“ .................................... 2 - - „Vesturlandi“ .................................. 2 - - 38 togurum ..................................... 76 - - 27 línugufuskipum .......................... 54 - - 2 öðrum vélskipum ......................... 3 - Hér er því um samtals 171 vélstj.stöður að ræða. Ég vil þó geta þess, að síðari hluta vetrar unnu aðeins 3 eða 4 undanþágumenn á togurunum, og í vor var ekki eftir þar nema 1. Hinir voru annaðhvort vélstjórar á línubátum eða kyndarar á stærri skipum. Þetta er greinileg bending um það, að útgerðarmenn munu heldur vilja lærðu mennina á skip sín en undanþágumennina, og er það engin furða, þegar þess er gætt, hvað í húfi er, þó það sé annars síður en svo, að ég vilji á nokkurn hátt lasta undanþágumennina né væna þá um ódugnað. Það er harla skiljanlegt, að vélstjórafélagið hafi sent kröftug mótmæli gegn þessu frv. Mér finnst það mjög eðlilegt, að þeir menn, sem búnir eru að kosta miklu fé, fyrirhöfn og tíma til náms, til að fullnægja þeim skilyrðum, sem þarf til að fá ákveðin réttindi og stöðu, taki ekki þegjandi við því, heldur komi fram með fullri einurð og alvöru, þegar á að veita stórum hópi manna sömu réttindi án þess að þeir menn hafi lagt nokkuð í sölurnar annað en vinnu, sem þeir hafa fengið fullborgaða með fyllsta kaupi. Ég er líka hrædd um, ef þetta frv. verður að lögum, þá sé þessum mönnum þar með teflt út í þá atvinnubaráttu, sem þjóðinni væri betra að vera laus við. Viðvíkjandi því, sem hv. þm. Hafnf. var að tala um drykkjuskap vélstjóra, - mér heyrðist hann leggja áherzlu á „öryggisleysi“, sem stafaði af honum -, þá verð ég nú að segja það, að ég hefi aldrei heyrt því haldið fram, að vélstjórarnir væru svo sérstaklega illa farnir í því efni, að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir þess vegna, eða að það sé ástæða til þess að gera það að umtalsefni hér. En auðvitað má ganga út frá því sem vísu, þar sem um jafnfjölmenna stétt er að ræða, að það kunni að vera einhverjir, sem ekki gæta ætíð til fulls ströngustu takmarka í þeim efnum. Það væri ekkert að undra, þó það væru einhverjir, sem færu út fyrir þau, í svo fjölmennri stétt. En annars hygg ég, að þessi stétt sé yfirleitt fremur varkár í þessu efni, sem betur fer. Ég held, að það spor, sem stíga á með þessu frv., sé alveg þversumspor við þann anda, sem annars ríkir í þjóðfélaginu. Þau eru ekki fá frv., sem legið hafa fyrir þinginu að þessu sinni og ganga alveg í þveröfuga átt við þetta frv. Er þar skemmst að minnast læknafrv. Þar var ekki verið að víkka hringinn, sem er um læknana. Þar var þvert á móti verið að takmarka hann, þrengja hann meira. Þar var verið að sporna við því, að þeir menn, sem ekki hefðu nægjanlega þekkingu til að bera, gætu gripið inn í verkahring hinna, sem öðlazt hafa sérstök réttindi sökum þekkingar sinnar. Ég er hrædd um, að hv. þm. Hafnf. mundi fátt um finnast, ef á spítala, sem hann starfaði við, ætti að demba inn lítt lærðum læknum eða mönnum, sem ekki hefðu til brunns að bera fullkomna menntun eða þekkingu á starfinu, og það væri alveg eðlilegt, því það þarf óneitanlega mikla þekkingu til að gegna læknisstörfum. Og það sama á sér stað hér; það er þörf mikillar þekkingar til þess að starfinu sé borgið. Ég veit, að sú þekking getur verið góð, sem maður hneigður fyrir starfið getur komizt yfir með margra ára reynslu og vinnu. En ég fullyrði, að sú þekking sé betri, sem grundvölluð er á tilsögn og námi, sem menn fá í skólum, þar sem gætnir og samvizkusamir kennarar kenna undirstöðuatriðin. Það eina, sem ég tel vera sanngjarnt í þessu frv., er 2. gr. frv. Ég álít það vera sanngjarnt að leyfa þeim mönnum, sem hafa verið við þetta starf og gegnt því til margra ára, inngöngu í vélgæzludeild, eins og talað er um í frvgr. , ef þeir vilja vinna það til að sækja námskeið í vélfræði og ljúka þar prófi, svo að þeir geti á löglegan hátt öðlazt þau sérréttindi, sem því fylgja að hafa lokið þar prófi. Og þó menn vilji gera lítið úr slíku námskeiði fyrirfram, þá finnst mér það alls ekki hæfilegt, því ég býst við, að þeir hafi enga ástæðu til að ætla, að skólastjóri vélstjóraskólans sé ekki fullfær um að sjá til þess, að til slíks námskeiðs verði vel vandað, enda hefir hann þegar sýnt það í verkinu, að hann er slíku starfi fyllilega vaxinn. Ég skal svo ekki tala fleira um afstöðu mína til málsins að sinni. Mér finnst það mjög athugavert að samþ. þetta frv. og hika því ekki við að fylgja þeirri till., sem n. hefir stungið upp á. Og ég hygg, að þeir menn, sem ekki vilja sæta þeim kjörum, sem 2. gr. frv. býður upp á, vilji lítið til þess vinna að tryggja sér verulega lífvænlega og góða stöðu. Mér þykir leitt, ef ég hefi aflagað orð hv. þm. Hafnf. Ég sagði nú raunar ekki, að hann hefði sagt, að vélstjórar væru yfirleitt óreglumenn, því sagðist ég aldrei hafa heyrt haldið fram af neinum, og þá ekki heldur af hv. þm., eins og gefur að skilja. En mér, þótti honum dveljast óþarflega lengi við „öryggisleysið“, sem mér fannst hann setja í samband við drykkjuskap vélstjóra. Hv. þm. sagði t. d., að í vélstjórastéttinni væru allmargir óreglumenn, og fór svo að tala um, að hann kysi fremur að sigla með gömlum vélstjóra - mér skildist ólærðum - heldur en lærðum vélstjóra drykkfelldum. Af þessum ummælum réð ég þá það, að hv. þm. teldi „lærðu“ vélstjórunum hættara við drykkjuskap en hinum, og að hætta stafaði af þeim. Nú þykir mér gott að heyra, að minna bjó undir þessum orðum hv. þm. en ætla mátti. Hv. þm. sagði, að ég hefði aflað hér allgóðra upplýsinga í þessu vélgæzlumáli, en þær væru ekki allar sannleikanum samkvæmar. En þegar hv. þm. fór svo að tilgreina sannleikann í málinu, kom það í ljós, að það, sem hann telur rangfærslur hjá mér, lá aðeins í hans eigin misheyrn, því ég sagði nákvæmlega það sama sem hann um tölu undanþágumanna á togurunum í vetur. Ég vona, að hv. þm. taki þessa leiðréttingu mína til greina, og ég treysti því, að skrifararnir hafi heyrt rétt það, sem ég sagði. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að segja fleira um málið.
Í 1001 nótt má lesa um Alí Baba, fátækan skógarhöggsmann sem rambaði fram á helli sem þjófagengi hafði fyllt stolnum gullum. Alí var svo lánsamur að hlera leyniorðin sem opnuðu hellinn og þar með snarbatnaði efnahagur hans. Ekki tókst honum að halda uppgötvuninni leyndri og upphófst mikið blóðbað en með aðstoð ambáttar einnar sat Alí Baba að lokum einn eftir með fjársjóðinn. Rétt fyrir síðustu aldamót stofnaði kínverski frumkvöðullinn Jack Ma vefsíðuna Alibaba.com með það að markmiði að tengja saman kínverska framleiðendur og kaupmenn utan lands, þar með lagði Jack grunninn að miklu viðskiptaveldi sem hefur vaxið hratt síðustu árin. Annað afkvæmi Jacks, Aliexpress.com, sem tengir kínverska kaupmenn og vestræna neytendur er flestum Íslendingum kunnugt og mætti segja að fríverslunarsamningurinn við Kína jafngilti töfraorðunum „Sesam, opnist þú“ þegar kemur að aðgengi að þeim fjársjóðum sem á síðunni finnast. En ekki er allt gull sem glóir og á meðal þess sem selt er hjá hinum kínverska Ali er mikið af eftirlíkingum og vörufölsunum. Sjálf hef ég nýlega látið fjarlægja eftirlíkingar úr smiðju Alis af vörum, sem mitt fyrirtæki dreifir hér á landi, úr sölu í tveimur íslenskum netverslunum og ég geri ráð fyrir að slíkum tilfellum eigi eftir að fjölga. Nýlega rakst ég á færslu á Facebook frá verslun einni sem vildi vekja athygli á því að hjá þeim væri vara, sem væri einnig til sölu í „fínni búð“ í Reykjavík, miklu ódýrari. Í færslunni var klykkt út með orðunum: „Sama vara, sömu umbúðir nema hvað við erum ekki í því að fara illa með fólk sem langar að eiga fallega hluti.“ Þegar ég gerði athugasemd og tók fram að fínubúðarverðið á þessari þekktu skandínavísku hönnun væri ekki óeðlilegt í samanburði við verð í erlendum vefverslunum var mér svarað fullum hálsi af færsluhöfundi sem virtist meðvitaður um að hann væri að selja eftirlíkingu en fannst það bara allt í lagi, enda virtist viðkomandi ekki gera sér grein fyrir því að það væri hann sem færi illa með fólk sem hannar og býr til vörur. Færslan var að lokum fjarlægð af Facebook og varan tekin úr sölu, en áður en það gerðist höfðu rúmlega 200 manns smellt á „like“ og margir hrósað hinum framtakssama kaupmanni fyrir viðskiptahættina. Þurfum við ekki aðeins að taka til í viðhorfi okkar til hugverkaréttar? Fæstir myndu kaupa ljósrit af nýjustu bók Yrsu. Það er heldur ekki í lagi að stela hugverkum með því að kaupa eða selja eftirlíkingar og falsaðar vörur.
Korkur: dulspeki Titill: Ég grét og grét því að... Höf.: bjanaprik Dags.: 1. september 2002 15:59:48 Skoðað: 178 Í nótt dreymdi mig stórfurðulegan draum.. Hann gerðist þar sem ég var að vinna í sumar. Undir húsinu sem ég vann í eru jarðgöng sem eru eldgömul en alveg hægt að fara inní og allt. Venjulega snúa þau í suður en í draumnum sneru þau í austur. Ég á 3 bræður(2 eldri og einn yngri og komu aðeins þeir eldri við sögu) Ég var stödd þarna fyrir utan göngin og það var fullt af fólki bæði úr sveitinni minni og eitthvða annað fólk.Það var búið að girða í kringum göngin þannig að enginn komst inn í þau utanfrá og hurðin var opin þannig að það var hægt að sjá inn. Mér var sagt að þessir 2 eldri bræður mínir og 2 vinir þeirra hefðu fundist dánir inni í göngunum(ég ætlaði að fara að kíkja því ég trúði því ekki en komst ekki því að það var strákur látinn standa akkkúrat á eina staðnum sem hægt var að sjá inn í göngin af)Svo fór pabbi inn hinummegin frá og kom svo og sagði að þeir væru allir dánir og enginn skyldi hvernig þeir hefðu komið bílnum þarna inn í göngin(þarna skyldi ég ekki alveg því að göngin eru frekar mjó og allsekki hægt að koma bíl neinsstaðar nálægt þeim, þannig að ég hélt að þeir hefðu dáið í bílslysi.) Þegar pabbi sagði mér þetta fór ég að hágráta, standandi við girðinguna og ég grét og grét(geri ekki mikið af því að gráta svona yfirhöfuð) og ég stóð bara þarna ein, allt fólkið í kringum mig stóð bara og horfði á mig…mér leið ýkt illa(ég er ekki alveg klár á hvort ég grét uppúr svefni, en ég grét allavega nógu mikið) svo allt í einu var eldri bróðir minn lifandi og hinn ennþá dáinn, þá hélt ég áfram að gráta því að mér fannst óréttlátt að hinn skuli hafa verið ennþá dáinn(hann var sko veikur þegar hann var lítill) Ég skil ekki alveg þennan draum…sjáið þið einhver merki í þessum draum?? og já eitt enn yfir hluta af göngunum stendur kirkja og undir henni eru grafnir fullt af biskupum og fyrirmennum fyrri alda á Íslandi! --- Svör ---
„Við verðum að neita að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingarnar án einhvers konar fyrirvara," segir Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum InDefence-hópsins um Icesave-samninginn. Hann telur að líkt og staðan sé nú eigi bresk og hollensk yfirvöld einungis vafasama lagalega kröfu á Íslendinga. Ólafur bendir hins vegar á að ef samningur er samþykktur þá munu Bretar og Hollendingar eiga fullkomlega gilda lagalega kröfu á hendur íslenska ríkinu að sjö árum liðnum. Því sé nauðsynlegt að bregðast við nú. Nauðsynlegt er að neita samningnum og setjast aftur að samningaborðinu. Samkvæmt gögnum frá InDefence-hópnum er talið að vaxtagreiðslur af Icesave-láninu verði um 40 milljarðar á ári eftir sjö ár. Í fréttayfirlýsingu frá hópnum er lýst áhyggjum af þeim skuldbindingum sem samningurinn felur í sér og erfitt sé að afla nægilegra gjaldeyristekna til að standa undir þeim byrðum sem felast í vaxtagreiðslum af gjaldeyrisláninu frá breskum og hollenskum stjórnvöldum. „Við lifum í upplýstu samfélagi og þess er krafist að spurt sé spurninga í dag en ekki að sjö árum liðnum," segir Magnús Árni Skúlason, annar af forsvarsmönnum hópsins. „Menn verða að axla ábyrgð, ekki fleyta þessu á undan sér heldur takast á við vandamálið strax," segir hann. Magnús bendir á að það sé í anda hins nýja Íslands að skoða málið nú og taka upplýsta ákvörðun í dag. Á fundinum kom fram skýr krafa um að alþingismenn og aðrir ráðamenn fái allar þær upplýsingar sem til eru svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Forsvarsmenn InDefence-hópsins telja upplýsingaflæði og samvinnu við hópinn ekki nægilegt. Bent var á að þegar hópurinn hélt til Bretlands í vetur þá fékk hann meiri tíma með breskum yfirvöldum en hópurinn hefur fengið með íslenskum ráðamönnum. „Við viljum ekki að landið hætti að greiða skuldir heldur að landið hafi forsendur til að greiða skuldirnar niður," segir Magnús Árni Skúlason, einn af forsvarsmönnum hópsins. Ein af þeim lausnum sem hópurinn leggur til er að greiða fast hlutfall af landsframleiðslu á næstu árum.
Lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið segir að eigendur og umsjónarmenn hestanna sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í síðustu viku hafi orðið uppvísir að hirðu- og kæruleysi og að dýraverndarlög hafi verið brotin. Matvælastofnun hefur hafið rannsókn á málinu en sérfræðingur stofnunarinnar segir málið nánast án fordæma. Hræ hestanna tólf sem drukknuðu í Bessastaðatjörn voru hífð úr ísnum í gær og flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Útiganga hesta á Álftanesi og Bessastaðanesi hefur lengi verið við lýði. Hestarnir sem drukknuðu í tjörninni voru í hópi 24 hrossa sem voru á haustbeit á svæðinu á vegum Íshesta og hestamannafélagsins Sóta. Árni Stefán Árnason er lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið. Hann hefur fylgst með Álftanesinu í tvö ár. Hann segir harmleikinn sem átti sér stað í Bessastaðatjörn vera grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt sé að rannsaka. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur: Þarna hefur hirðu- og kæruleysi að mínu mati átt sér stað, brot á dýraverndarlögum varðandi aðbúnað dýranna. Árni hefur sent inn kvörtun til Matvælastofnunar vegna beitilandsins á Álftanesi þar sem hann benti á ýmsar hættur. Árni Stefán Árnason: Þetta er mikið flatlendi, ekkert um skjól þarna, hvergi skjól að sjá fyrir hestana, hvorki manngerð né náttúruleg, þannig að þetta er svæði sem þarf að hafa mikið eftirlit með. Segir Árni en hann fullyrðir að Matvælastofnun muni rannsaka málið. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu, rannsókn á drukknun hestanna tólf í Bessastaðatjörn sé í raun þegar hafin, gagnaöflun og annað. Í framhaldinu munu sérfræðingar Matvælastofnunar fara á staðinn og skoða aðstæður. Jafnframt verða fulltrúar Íshesta, hestamannafélagsins Sóta og aðrir hlutaðeigandi kallaðir á fund. Árni og Sigríður benda bæði á að aldrei verði hægt að fullyrða hvað átti sér stað á Bessastaðanesinu, af hverju hrossin fóru út á ísilagða tjörnina eða hvenær dýrin fóru í tjörnina. Líklegt er að hestarnir hafi lent í hrakningum í óveðrinu mikla sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í síðustu viku og eru grunsemdir um að hrossin hafi verið í leit að skjóli. Árni Stefán Árnason: Hafi það verið raunin að þá er hérna auðvitað um vítavert gáleysi að ræða af hálfu þeirra sem að voru með hestana þarna eða þess sem átti að sjá um hestana. Hérna vísar Árni í lög um dýravernd, þar segir að eigendum eða umráðamönnum dýra beri að sjá þeim fyrir viðunandi vistaverum og fullnægjandi fóðri, drykk og umhirðu. Matvælastofnun ein hefur rétt til að kæra einstaklinga fyrir illa meðferð á dýrum og stofnunin tekur meintar grunsemdir um slíkt til skoðunar. Ef rannsókn leiðir í ljós að slíkt hafi átt sér stað er það kært til lögreglu. Sigríður hjá Matvælastofnun bendir á að þegar litið er til sögu hesta á útigangi í þeirri náttúru sem hér er að finna þá verði að líta á málið sem afar sérstakt. Sjötíu þúsund hestar eru á útigangi og atvik sem þessi afar sjaldgæf.
Eigendur Bráðar, rekstrarfélags Veiðimannsins í Hafnarstræti hafa ákveðið að loka versluninni á haustmánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Bráð rekur einnig verslanirnar Veiðihornið í Síðumúla og Sportbúðina á Krókhálsi. Albert Erlingsson stofnaði Veiðiflugugerðina við Lækjartorg árið 1938. Árið 1940 flutti Albert starfsemina í Smjörhúsið Hafnarstræti 22. Síðar var verslunin flutt í Hafnarstræti 5 þar sem hún hefur verið starfrækt um árabil. „Það er því óhætt að fullyrða að saga Veiðimannsins sé samofin verslunarsögu miðborgarinnar í 70 ár,“ segir í tilkynningunni. „Ákvörðunin um að loka versluninni var sársaukafull en erfitt hefur verið að horfa upp á hnignum miðbæjarins og samdrátt í verslun á sama tíma og aðrar verslanir fyrirtækisins blómstra sem aldrei fyrr,“ segir jafnframt. Í tilkynningunni kemur fram að ekki er loku fyrir það skotið að Veiðimaðurinn verði opnaður á ný í gamla miðbænum „þegar borgaryfirvöld framtíðarinnar hafa áttað sig á því að miðborgin verður aldrei lifandi án blómlegrar verslunar og skapa starfsumhverfi til að svo megi verða,“ eins og það er orðað. Þá bjóða eigendur Veiðimannsins viðskiptavini hjartanlega velkomna í sjötugan Veiðimanninn þar til í haust er versluninni verður lokað. Þá kemur fram að á sama tíma verður blásið til sóknar á öðrum vettvangi. Verslunin Veiðihornið Síðumúla 8 stækkar umtalsvert þegar öll neðri hæð hússins verður tekin í notkun og gagngerum endurbótum á Sportbúðinni Krókhálsi 5 verður lokið í vetur. Auk þess verður lögð enn frekari áhersla á sístækkandi netverslun fyrirtækisins sem þjónar öllum landsmönnum, segir í tilkynningunni.
Mótmælendur segjast ekki ætla að gefast upp þar til stjórnvöld koma til móts kröfu þeirra. Það sé ekki ásættanlegt að stjórnvöld haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist í skugga Samherjamálsins. Skipuleggjendur bjóða nú til annars útifundar á morgun á Austurvelli klukkan tvö undir yfirskriftinni "Lýðræði, ekki auðræði." Katrín Oddsdóttir, einn skipuleggjenda útifundar á Austurvelli, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð stjórnvalda eftir síðasta útifund. Mótmælendur hyggjast halda kröfum sínum til streitu. Mótmælendur vilja að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. Útifundurinn á morgun er númer tvö í röðinni. Katrín Oddsdóttir, einn skipuleggjandi mótmæla á Austurvelli: Við munum ekki gefast upp fyrr en að við finnum að það sé á okkur hlustað og það verðu þá bara haldið áfram á nýja árinu og bara enn meiri kraftur settur í þetta. Þetta er ekki ásættanlegt að það sé bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að fá alvöru breytingar. Katrín óttast ekki að fólk gleymi Samherjamálinu í jólaösinni. Katrín Oddsdóttir: Við sjáum það að oft er það svona von stjórnmálafólksins sem vill ekki hlusta að fólk bara hreinlega gleymi sér og týni sér einhvers staðar í jólaösinni og hætti að hugsa um það hvað skiptir máli í samfélaginu. En ég held það muni ekki gerast núna, ég held að fólk sé nægilega reitt og þreytt á því að svona stór mál séu höfð að engu til þess að leyfa hreinlega stjórnmálastéttinni að komast upp með það hundsa þetta. Þannig að ég vona bara innilega að við dettum ekki í þetta, þetta dá okkar, við Íslendingar í þetta sinn og gleymum því að við þurfum sjálf að búa til það samfélag sem við viljum eiga hérna. Eftir síðasta útifund gagnrýndu ýmsir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslur skipuleggjenda og sögðu Samherjamálið ekki tengjast kvótakerfinu á Íslandi. Katrín Oddsdóttir: Þannig að það geti enginn með réttu ráði haldið því fram að það sé ekki kerfislægt vandamál hvernig arðinum að auðlindum Íslands sé úthlutað, að það sé ekki kerfislægt vandamál að hér vanti okkur stórkostlega peninga í okkar sameiginlegu sjóði til að reka almennilegt heilbrigðiskerfi og menntakerfi og svo framvegis, en á meðan þarna er bara einhver hrikalegur auður til örfárra aðila sem síðan hegða sér með þeim hætti sem við sáum í Samherjamálinu. Það er hérna mjög sterk valdaelíta sem stendur vörð um það að ákveðnir aðilar eru þeir sem græða á þessu og það er í grunninn algjörlega galið að okkur hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þetta.
Hvaða tegund ætli sé barngóð? Hvaða tegund er heimskust? Hvaða tegund hentar þér best? Fyrsta spurningin sem kemur gjarnan upp þegar foreldrar ungra barna ákveða að fá hund á heimilið er hvort hann sé barngóður. „Það eru fjölmargar tegundir sem henta fyrir börn eins og Labrador og Cavalier en í raun geta allar tegundir hunda verið barngóðar,“ segir Heiðrún Villa Ingudóttir hundaatferlisfræðingur. Hún segir að þegar velja skal hund þurfi að skoða tegundareiginleika og eðli. Ekki sé gáfulegt að fá sér orkumesta hvolpinn í hópnum ef manni sjálfum er illa við útiveru og almenna hreyfingu: „Hundaeigandi þarf að vera viss um að geta uppfyllt þarfir hundsins og þá verður hann yndislegur félagi. Ekki hugsa um útlitið heldur þarf að velja tegund eftir karakter. Sé þörfum hundsins ekki mætt þá koma upp vandamál. Ef hundur sem þarf mikinn félagsskap er til dæmis skilinn eftir mikið einn getur æsingur, stress og aðskilnaðarkvíði komið upp.“ Heiðrún segir mjög mikilvægt að barnið á heimilinu læri að virða hundinn og fari ekki með hann eins og leikfang: „Barnið þarf kennslu í að umgangast hundinn. Það er alls ekki ráðlagt að barn fái að hnoðast um með heimilishundinn og fara með hann eins og leikfang því þá fer barnið kannski í næsta hús og gerir það sama við annan hund og er bitið.“ Eru sumir hundar heimskari en aðrir? „Sumir hundar eru kannski frekar orkuminni og gera hlutina á sínum tíma. Þeir geta oft virkað heimskir en eru í raun bara misskildir. Ég á sjálf bolabít og þeir eru oft taldir vitlausir en það er ekki satt. Bolabítar eru meira bremsulausir og með sterkt eðli. Þetta er bara spurning um að skilja hundinn sinn,“ segir Heiðrún.
Þingeyskir hestamenn hafa loksins eignast reiðhöll. Höllin, sem er við Húsavík, gjörbreytir allri aðstöðu fyrir hestamenn á svæðinu en fleiri íþróttagreinar munu þó einnig njóta góðs af henni. Hestamannafélögin Grani og Þjálfi fengu á sínum tíma hvort um sig styrk frá landbúnaðarráðuneytinu til reiðhallarbyggingar. Félögin ákváðu að sameina þessa styrki og frá 2010 hefur myndarleg reiðhöll verið að rísa í landi Saltvíkur rétt sunnan við Húsavík. Að sögn Þorgríms Sigmundssonar, formanns Hestamannafélagsins Grana, eru hestamenn afar kátir með nýju aðstöðuna en framkvæmdir eru á lokastigi. Þorgrímur Sigmundsson, formaður Hestamannafélagsins Grana: Þetta er náttúrlega bara eins og menn geta ímyndað sér algjör bylting. Ég bara líki þessu við þegar íþróttahúsið var byggt hérna. Og, og, og allir þeir sem eru að stunda þessa íþrótt eru þarna að fá bara allt annan grunn til að stunda, stunda þessa íþrótt. Reiðhöllin, sem er um 1.100 fermetrar að stærð, mun ekki bara koma til með að þjóna hestamönnum á svæðinu, því að sögn Þorgríms býður húsið upp á ýmsa möguleika og hefur hestamannafélagið nú þegar fengið fyrirspurnir frá akstursíþróttafólki, fótboltamönnum, golfurum og öðrum sem vantar innanhússaðstöðu. Þorgrímur Sigmundsson: Síðan er búið að skipuleggja líka, sveitarfélagið er búið að skipuleggja þarna nýtt hesthúsahverfi í tengslum við þetta hús og, og völl við hliðina á því. Þannig að þarna er í raun og veru bara, þetta hús er kannski upphafið af algjörlega nýjum tíma bara í hestamennskunni hér á þessu svæði.
Tómas Heiðar Tómasson hefur spilað vel með Þorlákshafnar-Þórsurum í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili og er þessa stundina meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu. Tómas er heitasti skotmaður deildarinnar það sem af er leiktíðinni og tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Tómas er nefnilega með bestu þriggja stiga skotnýtinguna, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna og í þriðja sæti yfir bestu heildarskotnýtingu utan af velli. Tómas er líka einu meðlimurinn í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum Dominos-deildar karla en þá er átt við þá sem ná 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga skotnýtingu og 90 prósent vítanýtingu. Tómas Heiðar Tómasson er 23 ára gamall og sonur Tómasar Holton sem var um í tíma í hópi bestu leikstjórnanda deildarinnar þegar hann lék með Val. Tómas hefur nýtt 58,4 prósent allra skota sinna utan af velli en það eru bara þeir Michael Craion hjá KR (59,2 prósent) og Nemanja Sovic hjá Þór (58,6 prósent) sem hafa nýtt skotin sín betur af þeim sem hafa náð lágmörkunum. Tómas er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 23 af 43 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij (52 prósent) er eini annar leikmaður deildarinnar sem er yfir fimmtíu prósent nýtingu. Tómas er líka að ná þessari frábæru nýtingu þrátt fyrir að skjóta mikið en það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann. Tómas er síðan í öðru sæti í vítanýtingu en þar hefur hann sett niður 22 af 23 skotum sínum sem þýðir 95,7 prósent nýtingu. Það er bara Keflvíkingurinn Damon Johnson (96,8 prósent, 30 af 31) sem skákar honum þar. Tómas hefur hitt úr fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna (eða betur) í sjö af fyrstu níu deildarleikjum Þórsliðsins og í þeim áttunda setti hann niður 40 prósent skota sinna sem enginn kvartar yfir. Það er bara þessi eini leikur á móti Snæfelli sem sker sig út en þar klikkaði Tómas á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ef Tómas fengi að stroka út þennan leik á móti Hólmurunum þá væri hann með 62,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu í vetur. Það fer líka ekkert á milli mála að Þórsliðið þarf á þristunum hans að halda en Tómas er skora þrjá þrista að meðaltali og nýta 68 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í fimm sigurleikjum Þórsliðsins í deildinni í vetur.
Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. "Þetta var erfitt í dag. Ég var ekkert sérlega ánægður í gær og Mark var fljótari en ég á æfingu í morgun. Við breyttum bílnum og ég stillti bílnum upp svipað og Mark haffði gert. Ég náði svo tveimur mjög góðum hringjum í lokaumferð tímatökunnar. Seinni hringurinn var frábær og fjórði ráspólinn staðreynd fyrir Red Bull í röð. Við erum búnir að sanna að við erum góðir á öllum gerðum brauta, alltaf á toppnum", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Vettel hafði verið i basli með bílinn, en naut góðs af uppstillingu Mark Webbers, sem náði svo öðru sæti á eftir Vettel í tímatökunni. Sterk liðsheild þarna á ferð og góð samvinna liðsfélaga í öndvegi. "Ég vil þakka tæknimönnum mínum sérstaklega fyrir. Þeir hafa ekki fengið hádegismat, þar sem við þurftum að breyta bílnum talsvert á milli lokaæfingarinnar og tímatökunnar." "Ég held að það rigni á morgun og það verður bara spurning um hvenær, ekki hvort. Svipað og í tveimur síðustu mótum, en við hræðumst ekki rigninguna en veðurspáin er ekki björt. Bara spurning hvort það verður blautt alla keppnina eður ei. Ef það rignir er best að vera fremstur á ráslínu og með besta útsýnið. Hvort sem það verður blautt eða þurrt, þá erum við vel í stakk búnir", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum er á Stöð 2 Sport kl. 06.30 á sunnudag.
stunda eða ef hann hafði einkenni um kvef. Berkjuauðreitni: Berkjuauðreitni var mæld með metakólíni (Provocholine ®, frá Hoffman la Roche). Þátttakendur önduðu að sér mismunandi þynningum af metakólíni (0,39 mg/ml; 1,56 mg/ml; 6,25 mg/ml; 12,5 mg/ml) með Mefar skammtara (Mefar MB 3 inhalation dosimeter, Bresica, Ítalíu) í hækkandi skömmtum upp í hámark 2mg (átta andartök af metakólíni 12,5 mg/ml). Ef FEV 1,0 lækkaði um 20% eða meira var prófið talið jákvætt og sýna merki um auðreitni. Prófinu hefur verið lýst ítarlega áður (27). Útiloka varð 56 þátttakendur frá prófinu: sex vegna hjartaáfalla á síðustu þremur mánuðum eða vegna meðferðar á hjartasjúkdómum, fimm vegna notkunar flogaveikilyfja, fjóra vegna notkunar betablokkara, 16 barnshafandi konur og 12 konur með börn á brjósti. Einnig voru útilokaðir níu einstaklingar sem féllu meira en 10% í FEV 1,0 við að anda að sér 0,9% vatnslausn í upphafi prófsins og fjórir sem höfðu FEV 1,0 gildi lægra en 70% af viðmiðunargildum við upphaf prófsins. Skilgreining á astma: Uppsafnað algengi astma (asthma ever) var skilgreint sem hundraðshluti þeirra sem svöruðu játandi báðum spurningunum: Hefur þú nokkurn tímann fengið astma? og: Var það staðfest af lækni? , að viðbættum þeim sem þess utan höfðu jákvætt metakólínpróf og svöruðu jákvætt spurningunni: Hefur þú nokkurn tímann, síðustu 12 mánuði, tekið eftir pípi (ýli) eða surgi fyrir brjósti? Tölfræði: Við tölfræðilega útreikninga voru notuð kí-kvaðratspróf við samanburð hópa. Leyfi: Tölvunefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni. Niðurstöður
„Skorað er á Hafnarfjarðarbæ að bregðast við og stöðva starfsemi Villikatta í Hlíðarþúfum,“ segir formaður húsfélags hestamanna í Hlíðarþúfum í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar. Félagið Villikettir keypti eitt hesthús í Hlíðarþúfum í fyrrasumar. „Það er að okkur sótt úr öllum áttum og hefur hingað til enginn eigandi látið undan þrýstingi og selt hesthús sitt öðrum en hestamönnum til nota fyrir hesta fyrr en nú,“ segir í bréfi húsfélagsformannsins, Gunnars Hallgrímssonar. Að sögn Gunnars er um að ræða ódýrt húsnæði. Gríðarlega mikilvægt sé að hvika hvergi frá skilmálum og alls ekki skapa fordæmi. Að mati stjórnar húsfélags Hlíðarþúfna er engum vafa undirorpið að starfsemi Villikatta sé óheimil í hesthúsahverfinu. Áfram segir í bréfi Gunnars að það sé andstætt skipulagi hesthúsabyggðarinnar og lóðasamningum að þar sé önnur starfsemi en sú sem tengist hestahaldinu. Allra handa aðilar hafi reynt að komast yfir hesthús undir margvíslega ótengda starfsemi. Meðal þeirra hafi verið vélsmiðja, vélhjólaleiga og bifvélavirki. Mikilvægt sé að standa vörð um nýtingu svæðisins einungis fyrir hestamenn. „Villikettir eða önnur starfsemi ótengd hestamennsku, svo sem hundahótel, verkstæði eða bakarí, eiga ekki erindi í hesthúsahverfið og geta jafnvel ógnað hestaheilsu og öryggi hestamanna,“ segir í bréfi formanns húsfélagsins. Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Fréttablaðið/Ernir Verið að gera eitthvað úr einhverju sem ekkert er „Það geta allir keypt þessi hesthús og það eru engar kvaðir,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta, hins vegar. „Það var einu sinni þannig að bærinn og hestafélagið þurftu að samþykkja kaup, en svo var það tekið út.“ Arndís undirstrikar að engin eiginleg starfsemi sé í umræddu húsi Villikatta. Þangað komi sjálfboðaliðar kvölds og morgna og gefi þeim örfáu villiköttum sem þar séu geymdir innandyra í fimm daga áður en þeim er sleppt aftur eftir að hafa verið geltir og ormahreinsaðir. Þá hafnar Arndís því að villikettirnir geti verið ógn við heilsu og öryggi hesta og hestamanna. „Hvernig gæti það verið? Ég held að það sé verið að gera eitthvað úr einhverju sem ekkert er,“ segir formaður Villikatta. Hún upplýsir að hesthúsið í Hlíðarþúfum sé ekki hentugt fyrir félagið Villiketti og því aðeins til bráðabirgða. „Þetta er einfaldlega bannað. Samkvæmt leigusamningum eru þessi hús fyrir hestahald,“ segir Atli Már Ingólfsson, formaður hestafélagsins Sörla sem starfar meðal annars í Hlíðarþúfum. Atli Már, sem sjálfur er í húsi við hlið Villikatta, kveðst ekki hafa orðið fyrir ónæði af köttunum. „En Sörli er einfaldlega hræddur við fordæmið sem þetta skapar,“ ítrekar formaðurinn um sjónarmið hestamanna.
Frétt af sjálfsvígi DV er stundum aðgangshart í fréttaflutningi sínum og virðir ekki persónulega hagi fólks og hugsar ekkert um andlega líðan þess. Blaðið leggst iðulega eins og gráðugt villidýr á tilfinningaleg sár og reynir að sjúga úr þeim fyrirsagnir til að kjamsa á. Þann 17. nóvember s.l. sló blaðið upp frásögn með stríðsletri af sjálfsvígi ungrar konu í Kópavogsfangelsinu og reyndi að selja lesendum þennan harmleik. Auðvitað má segja að það sé þeirra mál hvernig þeir greina frá atburðum sem þessum en engu að síður er leyfilegt að hafa skoðun á því hvernig það er gert. Ég segi ekki annað en að þessi fréttaflutningur er subbulegur og fyrir neðan allar hellur-ekki vandaður né málin skoðuð frá öllum hliðum. Í fréttinni segir frá því m.a. að fangaprestur hafi haft samband símleiðis við föður ungu konunnar og sagt honum frá því að hún hefði fyrirfarið sér. Nú má vera að faðirinn hafi sagt frá þessu svo enda hann harmi sleginn og lamaður af sorg. Blaðið hafði ekki samband við fangaprest um þetta mál. Hið rétta er að fangaprestur hafði samband við sóknarprest föðurins og bað hann um að færa honum þessa harmafregn sem og hann gerði. Eins flutti sóknarprestur móðurinnar henni tíðindin. Þegar þau voru bæðin búin að fá fréttina ræddi fangaprestur við þau í síma og skýrði þeim frá málavöxtum. Á sama hátt bað hann sóknarpresta annnarra náinna aðstandenda að flytja sorgarfréttina og ræddi síðan við þá. Ég tel að það hvarfli ekki að neinum presti að hringja í fólk og færa slík tíðindi. Ég set þetta hér á heimasíðuna til upplýsingar því það tjóar lítt að senda inn leiðréttingu.
Útflutningur á skyri til Bandaríkjanna er að dragast saman, en eftirspurn í Finnlandi fer vaxandi. Fullnýttur tollkvóti ESB gerir það hins vegar að verkum, að tilgangslaust er að auka útflutning þangað. Þetta kom fram á aðalfundi Landssambands Kúabænda á Egilsstöðum. Öll mjólk sem framleidd er umfram þarfir innanlands, er flutt út í formi mjólkurdufts eða smjörs. En undanfarin ár hefur þetta verið 10 til 8% af framleiðslunni. Með því að framleiða og flytja út verðmætari afurðir eins og skyr, má auka tekjur bænda. Sigurður Loftsson, formaður Landssambands Kúabænda, segir að skyrútflutningur til Bandaríkjanna hafi dregist saman, en eftirspurning aukist í Finnlandi, en þar rekist menn á vegg. Sigurður Loftsson, bóndi: Í rauninni er það þannig að við erum núna búin að fullnýta þann tollkvóta sem að við höfum inn á Evrópusambandið fyrir þessa vöru. Það þýðir það í rauninni að það sem við flytjum út umfram það og allur vöxtur á þeim markaði, hann mun væntanlega ekki skila okkur neinu vegna tollamúranna. Tollurinn er það hár að hann tekur í rauninni burtu allan ávinning framleiðanda af hráefninu. Íslensk stjórnvöld ræða við ESB um möguleika á að auka tollkvótana og þykir það ekki fullreynt. Sigurður segir að bættur hagur fólks í sumum löndum Asíu og Afríku, auki eftirspurn eftir mjólkurafurðum á heimsmarkaði og hún vaxi hraðar en möguleikar til að auka framleiðsluna. Aukningin nemi tuttugu milljónum tonna á ári. Sigurður Loftsson: Þetta er framleiðsla sem nemur allri framleiðslu Nýja-Sjálands sem að er einn stærsti og accresívasti útflytjandi mjólkurafurða í heiminum.