text
stringlengths 0
342
|
---|
SMALI FER AÐ FÉ OG KVEÐUR: |
Það var hann Eggert Úlafsson, |
ungur og frár og vizkusnjall, |
stóð hann á hauðri studdur von. |
Stráunum skýldi vetrarfall. |
Meðan að sól í heiði hló, |
hjúkraði laukum, eyddi snjó, |
kvað hann um fold og fagra mey |
fagnaðarljóð, er gleymist ei. |
Kvað hann um blóma hindarhjal |
og hreiðurbúa lætin kvik, |
vorglaða hjörð í vænum dal |
og vatnareyðar sporðablik. |
Þó kvað hann mest um bóndabæ, |
er blessun eflir sí og æ, |
af því að hjónin eru þar |
öðrum og sér til glaðværðar. |
Það var hann Eggert Ólafsson, |
allir lofa þann snilldarmann. |
Ísland hefur ei eignazt son |
öflgari stoð né betri en hann. |
Þegar hann sigldi sjóinn á, |
söknuður vætti marga brá. |
Nú er hann kominn á lífsins láð |
og lifir þar sæll fyrir drottins náð. |
NIÐURLAG |
Sólfagra mey! Nú seilist yfir tinda |
úr svölum austurstraumum roði skær. |
Nú líður yfir láð úr höllu vinda |
léttur og hreinn og þýður morgunblær. |
Svo var mér, Hulda, návist þín á nóttu |
sem nú er ljósið jörð á votri óttu. |
Vertu nú sæl! Þótt sjónum mínum falin |
sértu, ég alla daga minnist þín. |
Vertu nú sæl! Því dagur fyllir dalinn, |
dunandi fossinn kallar þig til sín. |
Hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða, |
bústaður þinn er svölum drifinn úða. |
Vertu nú sæl! Því sólin hálsa gyllir |
og sjónir mínar hugarmyndin flýr. |
Ó, Hulda kær, er fjöll og dali fyllir |
fjölbreyttu smíði, hvar sem lífið býr |
og dauðinn, sem að svo þig löngum kallar |
sá, er þig aldrei leit um stundir allar. |
### FJALLIÐ SKJALDBREIÐUR |
Fanna skautar faldi háum |
fjallið, allra hæða val, |
hrauna veitir bárum bláum |
breiðan fram um heiðardal. |
Löngu hefur Logi reiður |
lokið steypu þessa við. |
Ógnaskjöldur bungubreiður |
ber með sóma réttnefnið. |
Ríð ég háan Skjaldbreið skoða, |
skín á tinda morgunsól, |
glöðum fágar röðulroða |
reiðarslóðir, dal og hól. |
Beint er í norður fjallið fríða. |
Fákur eykur hófaskell. |
Sér á leiti Lambahlíða |
og litlu sunnar Hlöðufell. |
Vel á götu ber mig Baldur. |
Breikkar stirnað eldasund. |
Hvenær hefur heims um aldur |
hraun það brunað fram um grund? |
Engin þá um Ísafoldu |
unað hafa lífi dýr. |
Enginn leit þá maður moldu, |
móðu steins er undir býr. |
Titraði jökull, æstust eldar. |
Öskraði djúpt í rótum lands, |
eins og væru ofan felldar |
allar stjörnur himnaranns, |
eins og ryki mý eða mugga, |
margur gneisti um loftið fló. |
Dagur huldist dimmum skugga, |
dunaði gjá og loga spjó. |
Belja rauðar blossa móður, |
blágrár reykur yfir sveif, |
undir hverfur runni, rjóður, |
reynistóð í hárri kleif. |
Blómin ei þá blöskrun þoldu, |
blikna hvert í sínum reit, |
höfði drepa hrygg við moldu. |
Himna drottinn einn það leit. |
Subsets and Splits