Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/blodbankabillinn-a-akureyri
|
Blóðbankabíllinn á Akureyri
Blóðbankabíllinn verður á Glerártorgi með blóðsöfnun miðvikudaginn 15. september frá kl. 11.30 til 17.30. Blóðbankinn þarf á 70 blóðgjöfum að halda daglega til að anna eftirspurn heilbrigðistofnanna um allt land. Hægt er að gefa blóð á þremur stöðum: Blóðbankanum Snorrabraut 60 í Reykjavík, Blóðbankanum á sjúkrahúsinu á Akureyri og í Blóðbankabílnum.
Blóðbankabíllinn er á ferðinni 2-3 daga í viku árið um kring og er starfsvæðið aðallega á suðvesturhorninu en tvisvar á ári fer bíllinn um Norðurland og Snæfellsnes. Einnig eru skólar, fyrirtæki og bæjarfélög heimsótt reglulega. Það var Rauði Kross Íslands sem gaf Blóðbankanum blóðsöfnunarbílinn árið 2002 og er hann mjög fullkomlega útbúinn með fjórum blóðsöfnunarbekkjum. Bíllinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í öflun nýrra blóðgjafa og árlega koma um 3.000 blóðgjafar og gefa í bílnum.
Allir þeir sem mega gefa blóð eru hvattir til þess að mæta á Glerártorg miðvikudaginn 15. september og gefa blóð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-breyting-a-landnotkun-i-landi-hlidarenda
|
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breyting á landnotkun í landi Hlíðarenda
Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Breytingin fellst í að afmarkað er 24,5 ha svæði fyrir frístundabyggð, verslun og þjónustu í landi Hlíðarenda, norðan Hlíðarfjallsvegar. Einnig er afmarkað 1,8 ha athafna- og íbúðarsvæði utan um starfsemi og íbúðarhús á Hlíðarenda.
Drög að aðalskipulagsbreytingunni
Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gangaganga
|
Gangaganga
Laugardaginn 18. september er áformuð ganga yfir Vaðlaheiði milli væntanlegra gangamunna Vaðlaheiðarganga. Lagt verður af stað í gönguna frá Skógum (gamli Vaðlaheiðarvegurinn) í Fnjóskadal kl 10.30. Vaðlaheiðargöng verða 7,4 km að lengd og gengið verður því nokkuð lengri leið. Fólki er bent á að taka með sér nesti.
Með í för verður Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur sem stýrt hefur rannsóknum vegna ganganna. Hann mun fræða göngufólk um jarðfræði svæðisins og væntanlegt gangastæði.
Rúta fer frá Umferðarmiðstöðinni á Akureyri Hafnarstræti kl. 10. Óskað er eftir að þátttaka verði tilkynnt á netfangið [email protected] fyrir kl. 19 á föstudag. Það er stjórn Greiðrar leiðar ehf., félags um Vaðlaheiðargöng, sem stendur fyrir göngunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulagsbreyting-fyrir-glerareyrar-1-10
|
Deiliskipulagsbreyting fyrir Gleráreyrar 1-10
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. september 2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum.
Skipulagssvæðið nær til Gleráreyra 1-10 og felst breytingin m.a. í færslu á gatnamótum við Borgarbraut, lóðastærðum og göngustígum.
Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags og byggingarlaga og bárust tvær athugasemdir sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Settar voru inn kvaðir um lagnir og Akureyrarbæ gert heimilt að tengja inná regnvatnskerfi Gleráreyra 1. Lagfæringar voru gerðar á byggingarreit og gangstígum. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leiklist-fyrir-ungt-folk-a-nordurlandi
|
Leiklist fyrir ungt fólk á Norðurlandi
Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er á öllu Norðurlandi í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fjölmarga áhugasama aðila. Verkefnið nær til alls Norðurlands, allt frá Bakkafirði til Húnavatnssýslna. Allir hópar mega sækja um að vera með í Þjóðleik, svo lengi sem þeir uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Að meðlimir hópsins (leikararnir) séu að minnsta kosti átta talsins og allir á aldrinum 13-20 ára, ekkert hámark er á fjölda.
Að fyrir hópnum fari einn eða fleiri leiðbeinendur eldri en 20 ára, þar með talinn að minnsta kosti einn sem gegnir hlutverki leikstjóra.
Hvað svo?
Þrjú glæný leikrit hafa verið skrifuð fyrir Þjóðleik, sem hóparnir geta valið úr. Höfundarnir eru: Jón Atli Jónasson, Kristín Ómarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson sem skrifa verk í sameiningu. Hóparnir velja sér eitt af þessum verkum.
Stuðningur er veittur til hópanna í formi ráðgjafar og námskeiðahalds
Leiðbeinendur hópanna fara námskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 15. ? 17. október 2010 þar sem listrænir stjórnendur í fremstu röð verða til leiðsagnar.
Hver hópur setur upp leiksýningu í sinni heimabyggð og frumsýnir þegar honum hentar
Tækninámskeið á Norðurlandi (ljósahönnun og fl.) helgina 7. ? 9. jan. 2011. Bæði leiðbeinandanámskeið og tækninámskeið eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Helgina 1.-3. apríl verður haldin lokahátíð þar sem hóparnir koma saman með sýningar sínar.
Umsóknarfrestur er til 6. október 2010.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rósenborgar http://www.rosenborg.is/ og gegnum facebook-síðu Þjóðleiks á Norðurlandi.
Einnig má nálgast umsóknareyðublöð hjá Vigdísi Jakobsdóttur [email protected] sími: 899 0272 og Guðrúnu Brynleifsdóttur [email protected] sími: 455 6115 en báðar sitja þær í framkvæmdaráði Þjóðleiks.
Umsóknir sendist á netfangið: [email protected] eða bréfleiðis til Þjóðleiks á Norðurlandi, ráðhús, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkrókur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-deiliskipulag-fyrir-drottningarbrautarreit
|
Nýtt deiliskipulag fyrir Drottningarbrautarreit
Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt að setja Drottningarbrautarreit í heildstætt deiliskipulag. Forsaga málsins er sú að 27. maí sl. samþykkti skipulagsnefndin að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit í miðbæ Akureyrar.
Auglýsing deiliskipulagstillögu er lögbundið skilduverk sveitarfélaga til að kalla eftir formlegum athugasemdum frá íbúum við hugmyndir að skipulagi. Auglýsingafrestur rann út þann 18. ágúst og báurst 30 athugasemdir við tillöguna að meðtöldum tveim undirskriftalistum með 1.868 undirskriftum.
Skipulagsnefnd samþykkti síðan á fundi sínum í gær að falla frá auglýstri tillögu að deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit. Skipulagsnefnd samþykkti jafnfnframt að láta vinna heilstæða tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Kaupvangsstræti, Hafnarstræti, Drottningarbraut og Austurbrú.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vestnorden-a-akureyri
|
Vestnorden á Akureyri
Vestnorden ferðakaupstefnan stendur nú sem hæst á Akureyri. Kaupstefnan er haldin árlega og hefur mjög mikla þýðingu fyrir ferðamennsku á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Annað hvert ár er hún haldin á Íslandi og hin árin til skiptis í umsjón Færeyinga og Grænlendinga. Kaupstefnan var síðast haldin á Akureyri árið 2002.
Kaupstefnunni lýkur formlega í kvöld en hún er haldin í Íþróttahöllinni og Menningarhúsinu Hofi. Að þessu sinni er 581 aðili skráður til leiks, þar af eru 389 að sýna og bjóða fram vöru eða þjónustu, 124 að kynna sér og kaupa það sem í boði er og blaðamenn og opinberir gestir eru 68.
Myndirnar að neðan tók Ragnar Hólm í Hofi í gærkvöldi þegar matur úr Eyjafirði var kynntur fyrir gestum Vestnorden og á kaupstefnunni sjálfri í Íþróttahöllinni í morgun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorsarar-i-urvalsdeild
|
Þórsarar í úrvalsdeild
Þórsarar tryggðu sér sæti úrvaldsdeild með 9:1 sigri gegn Fjarðabyggð á Þórsvelli á laugardag í lokaumferð Íslandsmótsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Þórsarar settu upp sýningu fyrir áhorfendur og komu sér upp í úrvalsdeildina með glæsibrag. Á sama tíma lagði Fjölnir Leikni R. 3:1 á Leiknisvelli og því enduðu Þórsarar í öðru sæti deildarinnar með 43 stig, jafnmörg stig og Leiknir en mun betri markamun sem gerði útslagið.
Sjá nánar á vikudagur.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsoknir-um-verkefnastudning
|
Umsóknir um verkefnastuðning
Umsóknarfrestur um verkefnastuðning frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar rennur út miðvikudaginn 22. september. Allar atvinnugreinar hafa jafna möguleika á stuðningi, uppfylli umsóknir skilyrði og helstu atriði sem lögð eru til grundvallar við mat umsókna.
Skilyrði er að um sé að ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki.
Sjá nánar á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/peningar-myndlist
|
Peningar + myndlist
Fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili verður haldinn á föstudaginn, 24. september, kl. 14.50 í Ketilhúsinu. Þá mun Hannes Sigurðsson, listfræðingur, stíga á stokk og fjalla um fjármálagjörninga listheimsins.
Erindi sitt nefnir Hannes "Peningar + myndlist = Hin eina sanna sýn (og enginn afsláttur).
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rocky-horror-aukasyning
|
Rocky Horror aukasýning
Laugardagskvöldið 25. september kl. 23 verður aukasýning á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi og er þar um að ræða svokallaða "power sýningu" þar sem allt verður skrúfað í botn. Uppsetningin á verkinu hlýtur einróma lof áhorfenda og hefur verið uppselt á flestar sýningar fram til þessa. Hægt er að kaupa miða á heimasíðu Leikfélags Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vigdis-finnbogadottir-a-akureyri
|
Vigdís Finnbogadóttir á Akureyri
Í tilefni evrópska tungumáladagsins mun frú Vigdís Finnbogadóttir koma til Akureyrar miðvikudaginn 29. september og heimsækja Menntaskólann á Akureyri og Háskólann á Akureyri.
Menntaskólinn hefur frá árinu 2001 haft dagskrá í tilefni að evrópska tungumáladeginum og með margvíslegu móti vakið athygli á gildi fjölbreytts tungumálanáms og því jafnframt hversu mörg ólík tungumál nemendur skólans hafa oft á valdi sínu, enda koma þeir víða að. Stundum hafa verið fengnir fyrirlesarar til að fjalla um gildi tungumálakunnáttu og skólanum er mikill heiður að því að frú Vigdís skuli nú þiggja boð um að heimsækja skólann. Vigdís mun ávarpa nemendur skólans í Kvosinni og ræða við þá um mikilvægi þess að læra tungumál og hafa þau á valdi sínu.
Að því loknu munu hún og Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur ræða við nemendur á ferðamálakjörsviði MA, meðal annars um Alþjóðlega tungumálamiðstöð, hugmynd Vigdísar, en söfnun til stofnunar miðstöðvarinnar stendur nú yfir, eins og um var getið í fréttum helgainnar.
Loks heimsækir frú Vigdís Háskólann á Akureyri en þar mun hún í hátíðarsal háskólans ræða við nemendur og starfsfólk HA í tilefni tungumáladagsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvada-ahrif-hafa-hedinsfjardargong
|
Hvaða áhrif hafa Héðinsfjarðargöng?
Héðinsfjarðargöng verða opnuð á laugardag. Þau munu gjörbreyta samgöngum á utanverðum Tröllaskaga - en hver verður breytingin? Hvernig verður umferðin í framtíðinni á þessu svæði? Hvaða möguleikar opnast með Héðinsfjarðargöngum? Mun opnun ganganna hafa víðtæk áhrif, t.d. á Akureyri eða verða áhrifin bundin við Fjallabyggð? Verður umferðarteppa í hinum einbreiðu Múlagöngum?
Í erindi sem Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, heldur á málstofu í viðskiptafræði föstudaginn 1. október 2010 kl. 12.10 í stofu M 102 í nýbyggingu háskólans, verður lagt mat á umferðarbreytingar í kjölfar ganganna og settar fram ýmsar hugleiðingar um hver áhrif þeirra gætu orðið. Framsögumaður er í hópi vísindamanna í HA sem hefur undanfarið rannsakað samfélagið í Fjallabyggð með það að markmiði að skoða hvaða áhrif göngin munu hafa. Niðurstöður verða birtar í bókum og er sú fyrsta að koma út um þessar mundir.
Meðfylgjandi yfirlitsmynd úr Siglufirði er af heimasíðu Vegagerðarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-hotel-a-akureyri
|
Nýtt hótel á Akureyri
Icelandairhótels munu opna nýtt heilsárshótel á Akureyri 1. júní 2011. Félagið hefur gert leigusamning til næstu 20 ára um rekstur heilsárshótels í húsinu að Þingvallastræti 23 en húsið verður endurnýjað og sniðið að þörfum hótelreksturs nú í vetur.
Icelandairhótel Akureyri mun bjóða uppá alls 101 herbergi, 63 herbergi verða tilbúin 1. júní nk. og önnur 38 þann 1. júní 2012. Auk þeirra herbergja sem tilbúin verða á komandi vori verður jafnframt tekin í notkun veitingasalur og bar en einnig eru áform um byggingu á fallegum hótelgarði í nánustu framtíð.
Icelandairhótel er leiðandi keðja gæðahótela á Íslandi. Önnur hótel í keðjunni eru: Loftleiðir, Hengill, Flúðir, Hamar, Klaustur, Hérað og Flughótel Keflavík. ?Við höfum lengi haft augastað á Akureyri sem vænlegri staðsetningu fyrir nýtt hótel í okkar keðju, en jafnframt viljað vanda valið á byggingu og samstarfsaðilum", segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandairhótela í fréttatilkynningu.
?Icelandairhótel Akureyri er því kærkomin viðbót í okkar rekstur, og við hlökkum til að leggja okkar að mörkum við að byggja enn frekar upp það góða starf sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu Akureyrarbæjar fram til þessa."
Það var Pálmar Harðarson sem átti hæsta kauptilboð í húseignina Þingvallastræti 23 en tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í síðasta mánuði. Tilboð hans hljóðaði upp á 160 milljónir króna og var gengið frá kaupunum fyrir skömmu. Húsið var í eigu Akureyrarbæjar og ríkisins og átti hvor aðili 50% eignaraðild.
Frétt af www.vikudagur.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-740-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deilliskipulag-breidholts-hesthusahverfis
|
Nr. 740/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Deilliskipulag Breiðholts, hesthúsahverfis
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 29. júlí 2010 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt endurskoðað deiliskipulag fyrir Breiðholt, hesthúsahverfi. Með endurskoðun skipulagsins eru gerðar nokkrar breytingar á lóðamörkum og skilgreindir byggingarreitir á öllum lóðum hverfisins.
Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Breiðholt, hesthúsahverfi, frá 2001, ásamt síðari breytingum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 16. september 2010,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 30. september 2010
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/metthatttaka-a-radstefnu-um-skolamal
|
Metþátttaka á ráðstefnu um skólamál
Metþátttaka er á ráðstefnunni "Samstarf og samræða allra skólastiga" sem nú er haldin í Íþróttahöllinni, Brekkuskóla og Menntaskólanum á Akureyri. Yfir 1.000 þáttakendur eru skráðir á ráðstefnuna og þykir dagskrárin sérlega áhugaverð.
Hér er að finna tengla þar sem má skoða lokaútgáfu af dagskrá ráðstefnunnar og lýsingu á málstofunum sem í boði eru. Hér má skoða Staðsetningu á málstofunum og Staðsetningu á samhliða fyrirlestrum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-myndlistar
|
Dagur myndlistar
Dagur myndlistar á Íslandi. Undanfarin ár hefur Samband íslenskra myndlistarmanna staðið fyrir Degi myndlistar þar sem gestum og gangandi hefur verið boðið að heimsækja listamenn á vinnustofur þeirra um allt land. Nú er einnig hægt að skoða viðtöl við myndlistarmenn og fá ýmsar upplýsingar á vefsíðunni http://www.dagurmyndlistar.is/.
Á Akureyri verða eftirtaldar vinnustofur opnar frá kl. 13-17:
- Dagrún og Lína. DaLí Gallerí, Brekkugötu 9
- Aðalbjörg og Hallmundur. Litalandshúsið, Furuvöllum 7
- Sveinbjörg og Anna. Svartfugl og Hvítspói, Brekkugtötu 3a
- Hrefna Harðardóttir, Kaupvangsstræti 12 (Listagili), 1.h.t.v
- Linda Björk Óladóttir, Kaupvangsstræti 12 (Listagili), efsta hæðin
- Ólafur Sveinsson, Kaupvangsstræti 12 (Listagili), efsta hæðin
- Björg Eiríksdóttir, Engimýri 12
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-sorphirdu-og-flokkun-urgangs
|
Kynningarfundur um sorphirðu og flokkun úrgangs
Kynningarfundur fyrir íbúa Lunda- og Gerðahverfis um breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs í Akureyrarkaupstað verður haldinn í Lundarskóla í kvöld kl. 20.00. Fundurinn hefst strax að loknum aðalfundi hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis sem verður haldinn kl. 19.30 og eru íbúar hvattir til að taka frá kvöldið og mæta tímanlega.
Formaður umhverfisnefndar bæjarins, Sigmar Arnarsson, kynnir breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs og markmið Akureyrarkaupstaðar í flokkunar- og endurvinnslumálum, fulltrúi Gámaþjónustu Norðurlands segir frá fyrirkomulagi innleiðingar á sorphirðu og Eiður Guðmundsson fjallar um jarðgerðarstöðina Moltu. Að því loknu verða almennar umræður. Fundarstjóri er Óskar Þór Halldórsson.
Sambærilegir fundir verða haldnir í öðrum hverfum bæjarins á næstu vikum og mánuðum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/storafmaeli-hja-la
|
Stórafmæli hjá LA
Leikfélag Akureyrar var stofnað árið 1917 og þann 13. október nk. verður frumsýnd 300. sýning Leikfélagsins. Það er vel við hæfi að frumsýna klassískan gamanleik eftir Nóbelsverðlaunahafann Harold Pinter í tilefni dagsins. Verkið heitir Þögli þjónninn og verður sýnt í Rýminu. Höfundurinn, Harold Pinter, hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2005 og er fyrsta leikskáldið í heiminum sem hlýtur þessi merkilegu verðlaun. Leikverkið á 50 ára afmæli um þessar mundir en það var upprunalega sýnt í Hampsted Theater í London árið 1960.
Þögli þjónninn fjallar um tvo menn sem eru í dularfullum erindagjörðum þriðja aðila og eru báðir í ákveðinni tilvistarkreppu í starfi. Þetta er gaman-drama leikrit og ættu allir að geta haft gaman af persónum og söguþræði verksins. Þögli þjónninn sló í gegn bæði á Broadway og West End og var sýnd lengi á báðum stöðum, sem er sjaldgæft með drama-gaman sýningu. Leikritið hefur haft mikil áhrif á kvikmyndaheiminn, þannig eru aðalpersónurnar í Pulp Fiction, sem Samuel L. Jackson og John Travolta léku svo eftirminnilega, byggðar á persónum úr Þögla þjóninum, sem og persónur í myndinni In Bruges, sem skartaði m.a. Colin Farrel og Ralph Fiennes í aðalhlutverkum.
Leikarar í Þögli þjónninn eru Atli Þór Albertsson og Guðmundur Ólafsson, en báðir leika þeir í Rocky Horror um þessar mundir. Leikstjóri verksins er hinn fjölhæfi Jón Gunnar Þórðarson en hann er einnig leikstjóri Rocky Horror sem Leikfélagið sýnir í Hofi. Jón Gunnar kynntist höfundi verksins persónulega í námi sínu í London og ber honum góða sögu. ?Pinter var leikari og leikstjóri og þekkti því leikhúsið vel. Þess vegna eru verk hans eins vel skrifuð og spennandi og raun ber vitni," segir Jón Gunnar og bætir við að verk eftir sama höfund, Svik var sýnt árið 2004 hjá Leikfélagi Akureyrar.
Uppselt er á fyrstu sýningar á Þögli Þjónninn, en hægt er að nálgast miða á heimasíðu LA www.leikfelag.is og í símum 4 600 200 og 450 1000 milli kl. 13-19.
Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. Ljósahönnun: Lárus H. Sveinsson. Útfærsla leikmyndar og smíði: Bjarki Árnason og Dýri B. Hreiðarsson. Leikmyndamálun: Steingrímur Þorvaldsson. Búningar: Leikhópurinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/strengjamot-a-akureyri
|
Strengjamót á Akureyri
Helgina 8.?10. október stendur Tónlistarskólinn á Akureyri fyrir strengjamóti á Akureyri. Um 270 nemendur alls staðar af landinu hafa skráð sig til þátttöku og fylgja þeim um 64 foreldrar og farastjórar. Þetta er í 3. sinn sem strengjamótið er haldið en fyrir tveimur árum var það haldið í Reykjanesbæ. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri.
Hópnum er skipt niður í fjórar sveitir eftir aldri og getu og munu sveitirnar æfa alla helgina og koma svo fram á tónleikum á sunnudag kl. 13 í Hamraborg í Hofi. Nemendurnir leika saman verkið "Á Sprengisandi" sem Michael Jón Clarke hefur útsett sérstaklega fyrir þetta tilefni. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningavidraedur-islands-og-esb
|
Samningaviðræður Íslands og ESB
Í kvöld, fimmtudaginn 7. október kl. 20.00, verður haldinn fundur í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi undir yfirskriftinni "Samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins - hver er staðan?"
Þar mun Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, gera grein fyrir stöðunni í samningaviðræðum Íslands og ESB um aðild að sambandinu.
Stefán Haukur fjallar um helstu viðfangsefni fyrirhugaðra samninga, þar með talið sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, byggða- og gjalmiðilsmál og svara spurningum fundarmanna. Allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afram-fritt-i-straeto
|
Áfram frítt í strætó
Frá ársbyrjun 2007 hefur verið frítt í strætó á Akureyri og frá þeim tíma hefur farþegum fjölgað umtalsvert á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum Odds Helga Halldórssonar formanns framkvæmdaráðs er gert ráð fyrir því að áfram verði frítt á strætó á Akureyri á næsta ári.
Oddur Helgi segir að samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs hafi verið settar 104 milljónir króna í rekstur Strætisvagna Akureyrar og að gert sé ráð fyrir að þær áætlanir standist. Áður en frítt var í strætó á Akureyri var árlegur farþegarfjöldi um 150 þúsund á ári. Árið 2007, þegar fyrst var ákveðið að hafa frítt í strætó, ferðuðust um 330 þúsund manns með vögnum SVA og árið 2008 voru farþegarnir um 440 þúsund alls. Á síðasta ári voru farþegar SVA um 480 þúsund og á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði enn fleiri eða á bilinu 480-500 þúsund.
Frétt af www.vikudagur.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/shanghai-akademian-a-akureyri
|
Shanghaí Akademían á Akureyri
Dagana 15.-18. október koma um 30 ungmenni frá Mols í Danmörku í heimsókn til Dalvíkur og Akureyrar og halda sýningar á báðum stöðum. Hópurinn kallar sig "Shanghaí Akademíuna" og hefur farið víða með sýningar sínar, meðal annars til Shanghaí og dregur nafn sitt af því. Sýningar þeirra samanstanda af söng, tónlist og leikatriðum.
Myndir frá sýningum leikhópsins má nálgast á heimasíðu hans og einnig eru atriði með ungmennunum að finna á Youtube,
Öllum krökkum og ungmennum sem sækja félagsmiðstöðvarnar og Ungmenna-Húsið er boðið frítt á sýninguna sem haldin verður í Ketilhúsinu sunnudaginn 17. október kl. 16.00. Foreldrar og aðrir áhugasamir þurfa að greiða 500 kr. fyrir aðgang.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/undirhlid-midholt-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-lokid
|
Undirhlíð - Miðholt?. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Lokið
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Málsmeðferð er skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Deiliskipulagsbreytingin nær til Undirhlíðar 1-3. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað tveggja 26 íbúða blokka má Undirhlíð 1 vera með 25 íbúðum og Undirhlíð 3 með 27 íbúðum.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 13. október til 24. nóvember 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Undirhlíð - tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 24. nóvember 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
13. október 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysingar-um-skipulagsmal-vid-golfvoll-og-naustahverfi-akureyri-lokid
|
Auglýsingar um skipulagsmál við golfvöll og Naustahverfi, Akureyri - Lokið
Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Golfvöllur að Jaðri
Tillagan gerir ráð fyrir að opið svæði til sérstakra nota, 3.12.1O, fyrir golfvöllinn að Jaðri stækki úr 80 ha. í 90,3 ha. Verslunar og þjónustusvæði er skilgreint innan golfvallarins. Lega þéttbýlismarka, aðal- og útivistarstíga breytist. Íþrótta- og útivistarsvæði við Kjarnagötu minnkar um 2,5 ha.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu, uppdráttur
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga á nýju deiliskipulagi á Akureyri.
Jaðarsvöllur, svæði Golfklúbbs Akureyrar
Skipulagssvæðið afmarkast af Miðhúsabraut í norðri, Naustahverfi í austri og óbyggðu svæði í suðri og vestri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 18 holu golfvelli og 9 holu aukavelli auk byggingum tengdum aðstöðu og starfsemi golfvallarins.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Jaðarsvöll, deiliskipulagsuppdráttur
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Jaðarsvöll, skýringaruppdráttur
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Jaðarsvöll, greinargerð
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur á deiliskipulagsbreytingum á Akureyri. Málsmeðferð er í samræmi við 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Nautahverfi ? svæði sunnan Tjarnarhóls
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun svæðisins í suðri og minnkar opið svæði sem verður hluti af golfvallarsvæði.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi sunnan Tjarnarhóls, deiliskipulagsuppdráttur
Naustahverfi 2. áfangi
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun svæðisins í vestri og minnkar opið svæði sem verður hluti af golfvallarsvæði. Lega stofnstígs breytist.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi 2. áfangi, deiliskipulagsuppdráttur
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 13. október til 24. nóvember 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 24. nóvember 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur.
13. október 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljodalog-jons-hlodvers-2
|
Ljóðalög Jóns Hlöðvers
Fimmtudagskvöldið 14. október kl. 20 verða tónleikar í Hömrum, minni sal Menningarhússins Hofs. Á efnisskrá verða Ljóðalög Jóns Hlöðvers Áskelssonar, m.a. 12 söngvar úr Vísum um drauminn eftir Þorgeir Sveinbjarnarson, auk laga við ljóð eftir Ólaf Hauk Símonarson, Sverri Pálsson, Jón Bjarmann, Sigurð Ingólfsson og Snorra Hjartarson. Flytjendur eru Margrét Bóasdóttir sópran og Daníel Þorsteinsson píanóleikari.
Tónskáldið segir um verk sín:
?Lagið við ?Um ljóðið? var samið að beiðni Jónasar Ingimundarsonar fyrir ljóðahátíð í Gerðubergi. Margrét sendi mér svo á sínum tíma ljóð Jóns Bjarman ?Hrif? og reyndar ?Í garði? líka en lagið við ljóð Sigurðar samdi ég fyrir og tileinkaði Margréti.
Tólf ljóð úr ljóðabók Þorgeirs Sveinbjarnarsonar "Vísur um drauminn? valdi ég saman í sönglagaflokk, sem ég kallaði einfaldlega "Vísur um draum". Val ljóðanna tók að einhverju leyti mið af skynjun minni á ljóðunum á umhverfi mínu og á nærveru náttúruaflanna í þeim. Einnig réð valinu sú dæmalausa dramatíska spenna í bland við ljóðræna mýkt og oft mikla angurværð sem þau búa yfir. Í fyrsta ljóðinu er hvatningin að vera eins og tré, en í síðasta ljóði lagaflokksins er það laufið sem er fögnuður trésins, sem sameinast að haustinu mold, himni og jörð. Er það haust lífsins og erum við laufin?
Í söngvasveignum sem ég kýs að nefna "Mýrarminni" kalla ég til fulltingis þrjú góðskáld, þ.e. Jón Bjarman, Sverri Pálsson og Snorra Hjartarson. Tengslin við yfirskrift söngvanna, "Mýrarminni", eru augljós í fyrstu tveimur kvæðunum, þar sem æskuminningar úr Bárðardal og frá óðali föðurættar minnar Mýri eru til umfjöllunar. Ljóð Sverris varpar fallegu ljósi á snaran þátt söngs og tóna á Mýrarheimilinu í uppvexti föður míns og reyni ég í þeim söng að draga af þeim Mýrarsöng gleðjandi mynd. Ljóð Snorra Hjartarsonar vekur söknuð eftir þeirri ljúfu stemmingu sem þar ríkti en í lokin eru það þó fljúgandi svartþrestir með sólblik í vængjum sem ná yfir hinn auða veg. Jón Bjarman fer í ljóði sínu "Svefnvindadraumur" miklum draumförum frá Bjarnarstöðum í Bárðardal og í lokin mun skáldið syngja með Mýrarmönnum og landinu þegar yfir straumhratt Skjálfandafljót er komið.?
Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur en frítt verður inn fyrir 20 ára og yngri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-svaedi-fyrir-thjonustustofnun-vid-vestursidu
|
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Svæði fyrir þjónustustofnun við Vestursíðu
Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Breytingin fellst í að skilgreint er 1,8 ha svæði fyrir þjónustustofnanir við Vestursíðu. Áformað er að reisa þar hjúkrunarheimili. Einnig er skilgreint 2 ha svæði með blandaðri landnotkun fyrir íbúðabyggð og þjónustustofnanir.
Drög að aðalskipulagsbreytingunni eru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Fréttir.
Drög að aðalskipulagsbreytingu - uppdráttur og greinargerð
Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjodleikur-a-nordurlandi
|
Þjóðleikur á Norðurlandi
Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er á öllu Norðurlandi í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fjölmarga áhugasama aðila. Verkefnið nær til alls Norðurlands, allt frá Bakkafirði til Húnavatnssýslna. Mjög góð þátttaka er á Norðurlandi og nú hafa 14 hópar sótt um þátttöku í verkefninu.
Hóparnir eru: Gjörningahópurinn Orkidea frá Akureyri, Leikhópurinn list, Grunnskóli Húnaþings vestra, Grunnskóli Fjallabyggðar, Yggdrasil ? Leikfélag VMA, DADDAVARTA frá Skagaströnd, Blönduskóli, Árskóli á Sauðárkróki, Öxarfjarðarskóli, Píramus og Þispa ? leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, Borgarhólsskóli á Húsavík, tveir hópar frá grunnskólum Akureyrar og síðan einn hópur frá Þórshöfn.
Þrjú glæný leikrit hafa verið skrifuð fyrir Þjóðleik, höfundarnir eru Jón Atli Jónasson, Kristín Ómarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson sem skrifa verk í sameiningu.
Næstu helgi verður námskeið haldið í Þjóðleikhúsinu fyrir leiðbeinendur hvers hóps þar sem listrænir stjórnendur í fremstu röð verða til leiðsagnar. Leiðbeinendur munu fá kynningu á leikverkunum sem eru í boði og þeim gefst tækifæri á að hitta og ræða við höfunda leikverkanna. Stefnt er á að halda tækninámskeið fyrir hópana og verður það haldið á Norðurlandi helgina 7.-9. janúar 2011.
Hver hópur setur upp leiksýningu í sinni heimabyggð og frumsýnir þegar honum hentar. Helgina 1.-3.apríl 2011 verður haldin lokahátíð þar sem hóparnir koma saman með sýningar sínar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haustverkin-kalla-2
|
Haustverkin kalla
Hefur þú séð hvernig kindahausar eru sviðnir? Hefur þú smakkað reyktan bringukoll, fjallagrasaslátur eða fjallagrasasúpu? Ef ekki þá er tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási laugardaginn 16. október milli kl. 13.30 og 16.00 til þess upplifa gamla tíð með öllum skynfærum.
Dagurinn hefst kl 13.30 með samverustund í kirkjunni undir stjórn sr. Bolla Péturs Bollasonar. Tóvinnufólk verður að störfum í baðstofunni, smalinn Þór Sigurðarson segir sögur og spákona með völu og spil verður í betri stofunni.
Forvitnilegur haustmarkaður með ýmsu góðgæti fyrir munn og maga verður í skálanum.
Lummukaffi verður til sölu í Gamla prestshúsinu.
Það eru félagar úr Handraðanum og velunnarar Gamla bæjarins í Laufási sem bregða sér í betri fötin og fara með gesta bæjarins í fortíðarferðalagið sem boðið verður upp á á þennan dag. Aðgangseyrir: Fullorðnir 600 kr. og frítt fyrir 15 ára og yngri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottamidstod-vigd
|
Íþróttamiðstöð vígð
Glæsileg íþróttamiðstöð við Giljaskóla hefur nú verið tekin í notkun og gjörbreytir allri aðstöðu ungmenna til fimleika- og íþróttaiðkunar. Á sunnudag kl. 14.00 fer fram formleg vígsla byggingarinnar og er bæjarbúum og öðrum áhugasömum boðið að sjá skemmtiatriði ungra Akureyringa og skoða húsakynnin.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Vígslan hefst sem áður segir klukkan 14 á sunnudag.
Verið velkomin.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-700-ungmenni-a-landsmoti-aeskulydsfelaga-kirkjunnar
|
Um 700 ungmenni á Landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar
Í dag hefst á Akureyri Landsmót æskulýðsfélaga og er mótið það stærsta sem haldið hefur verið til þessa. Alls munu um 650 unglingar og sjálfboðaliðar gefa vinnu sína til að styrkja hjálparstarfsverkefni á Indlandi. Verkefnið felst í því að frelsa þrælabörn á Indlandi úr ánauð og koma þeim í skóla. Unglingarnir munu m.a. safna fé á mótinu með sölu ýmissa muna sem þau hafa útbúið sjálf og þannig verður hægt að frelsa eitt þrælabarn fyrir hverjar 5000 kr sem safnast. Markmiðið er að frelsa eitt barn fyrir hverja götu á Akureyri.
Dagskrá landsmótsins er fjölbreytt en biskup Íslands setur það kl. 18 í dag, föstudag. Á dagskrá er góð blanda af helgihaldi, leik, söng og fræðslu að ógleymdu búningaballi í Íþróttahöllinni.
Á morgun laugardag verður boðið upp á öflugt hópastarf og meðal þess sem unglingarnir fá að gera er að læra Bollywood dans undir handleiðslu Yasmine Olson, kynna sér ísgerð í Holtseli, fara í sjálfsstyrkingu hjá Sævari Poetrix og Helgu Braga, vinna mannréttindaverkefni, skoða Iðnaðarsafnið, búa til ýmsa listmuni til sölu, kynna sér hárgreiðslu og förðun, búa til brjóstsykur, baka, æfa sjálfsvörn og Boot Camp, leika og syngja og taka þátt í uppákomu Breytenda á milli kl. 13 og 17 á Glerártorgi. Þar verður settur upp markaður og ýmislegt fleira.
Mótinu verður slitið með kraftmikilli guðsþjónustu í Akureyrarkirkju kl.11 á sunnudaginn.
Sjá nánar upplýsingar á www.kirkjan.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-778-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-glerareyrar-1-10-og-granufelagsgata-23-og-nordurgata-11-og-13
|
Nr. 778/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Gleráreyrar 1-10 og Gránufélagsgata 23 og Norðurgata 11 og 13?
Breyting á deiliskipulagi verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. september 2010 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum. Skipulagssvæðið nær til Gleráreyra 1-10 og felst breytingin m.a. í færslu á gatnamótum við Borgarbraut, lóðastærðum og göngustígum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. september 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir suðurhluta Oddeyrar. Breytingin felst í nýjum lóðamörkum milli Gránufélagsgötu 23 og Norðurgötu 11 og 13.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 1. október 2010,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 15. október 2010
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynjagleraugu-til-solu
|
Kynjagleraugu til sölu
Um nýliðna helgi bauð Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, til sín ýmsum yfirmönnum Akureyrarbæjar og seldi þeim kynjagleraugun sem eru til styrktar Aflinu hér norðan heiða. Um leið var Kvennafrídagurinn 2010 kynntur en hann verður 25. október nk. þegar konur leggja niður störf frá kl. 14.25.
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, tilkynnti boðsgestum að hann hefði sent öllum yfirmönnum bæjarins þau skilaboð að taka tillit til kvenna á þessum merkisdegi. Jafnréttisstýra, Kristín Ástgeirsdóttir, keypti kynjagleraugu fyrir allt starfsfólk sitt og þótti það til fyrirmyndar.
Kynjagleraugun eru seld um allt land og rennur allur ágóði til baráttunnar gegn kynferðisofbeldi. Í Reykjavík rennur ágóðinn til Stígamóta og á Ísafirði til Sólstafa. Skotturnar, regnhlífarsamtök ýmissa kvennasamtaka og félaga, standa að söfnunni og eiga þær þakkir skilið fyrir vel unnin störf.
Hrím hönnunarhús hannaði merkið og verður það til sölu í Hrím-búðunum í Hofi og í Listagilinu. Bókin "Á mannamáli" eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur verður einnig til sölu í Hrím en stór hluti ágóðans af sölu bókarinnar renndur til málefnisins.
Merkja- og bóksalan fór mjög vel af stað um land allt og selt verður fram á Kvennafrídaginn þann 25. október nk.
Skrifstofa Aflsins að Brekkugötu 34 er opin virka daga frá kl. 16 til 17.00 virka daga og hægt verður að nálgast bókina og kynjagleraugun þar.
Guðrún Þórsdóttir, talskona Aflsins, nælir kynjagleraugum í í Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurnyjun-thingvallastraetis
|
Endurnýjun Þingvallastrætis
Neðsti hluti Þingvallastrætis hefur verið lokaður um nokkurt skeið því verið er að endurnýja allar lagnir undir götunni, um leið og gangstéttar hafa verið lagfærðar sem og ljósastaurar og girðing við Andapollinn að norðan.
Fyrr í sumar stóðu yfir miklar framkvæmdir í Kaupvangsstræti og Eyrjarlandsvegi. Nú sér fyrir endann á þessum framkvæmdum.
Áætluð verklok voru 15. október en ýmsar tafir og ófyrirséð aukaverk gera það að verkum að það mun dragast fram í nóvember að gatan verði opnuð að nýju.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/borgarafundur-um-endurskodun-stjornarskrarinnar
|
Borgarafundur um endurskoðun stjórnarskrárinnar
Boðið er til opins borgarafundar um endurskoðun stjórnarskrárinnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 20. október, kl. 20.00. Til fundarins er boðið af Stjórnlaganefnd og Eyþingi - Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Nefndarmenn greina frá áformum um endurskoðun stjórnarskrárinnar, frá þjóðfundi til þjóðarinnar. Fundurinn hefur það að markmiði að sjónarmið íbúa um inntak stjórnarskrárinnar og hvernig samfélag þeir vilja byggja fái hljómgrunn. Allir eru hvattir til að mæta og láta rödd sína heyrast.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni: www.thjodfundur2010.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-landnotkun-i-landi-hlidarenda-lokid
|
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Landnotkun í landi Hlíðarenda - Lokið
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 ? 2018.
Breyting er gerð á landnotkun í landi Hlíðarenda. Afmarkaðir eru fjórir landnotkunarreitir alls 26,7 ha. Tveir landnotkunarreitir eru fyrir frístundabyggð og einn fyrir blandaða landnotkun frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis. Einnig er skilgreindur landnotkunarreitur fyrir athafna- og íbúðasvæði fyrir núverandi byggð og starfsemi á Hlíðarenda.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 20. október til 1. desember 2010 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Aðalskipulagsuppdráttur - Tillaga að landnotkun í landi Hliðarenda
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar með verslun og þjónustu að Hlíðarenda.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 1. desember 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
20. október 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fristundabyggd-med-verslun-og-thjonustu-ad-hlidarenda-tillaga-ad-deiliskipulagi-lokid
|
Frístundabyggð með verslun og þjónustu að Hlíðarenda -Tillaga að deiliskipulagi - Lokið
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð með verslun og þjónustu að Hlíðarenda.
Skipulagssvæðið liggur norðan Hlíðarfjallsvegar og ofan byggðarinnar að Hlíðarenda. Tillagan nær til 3,6 ha. svæðis þar sem skilgreindir eru byggingarreitir fyrir mótel, vélageymslu, þjónustuhús og frístundahús ásamt gatnakerfi.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 20. október til 1. desember 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Greinargarð - tillaga
Deiliskipulagsuppdráttur - tillaga
Skýringaruppdráttur - tillaga
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 ? 2018, landnotkun í landi Hlíðarenda.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 1. desember 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
20. október 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/konur-fyrir-konur-i-hofi
|
Konur fyrir konur í Hofi
Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 21. október kl. 20.30, verða tónleikarnir "Konur fyrir konur" haldnir í Menningarhúsinu Hofi. Tónleikarnir verða síðan endurteknir í Bergi, menningarhúsinu á Dalvík, föstudaginn 22. október kl. 12.00. Flutt verða tónverk og ljóð eftir konur. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Bleiku slaufunnar, átaks Krabbameinsfélags Íslands.
Hönnuðurinn Joja, verður með hönnun sína til sýnis á staðnum og einnig mun listakonan Arna Valsdóttir mála mynd meðan á tónleikum stendur. Að tónleikum loknum verður uppboð á málverkinu og hönnun frá Joja og munu þeir peningar einnig renna til söfnunarinnar.
Fram koma Ásdís Arnardóttir, selló, Eyrún Unnarsdóttir, mezzosópran, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó, Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla, og Petrea Óskarsdóttir, þverflauta. Um ljóðalestur og kynningar sér Bryndís Ásmundsdóttir leikkona en flutt verða ljóð eftir Grétu Kristínu Ómarsdóttur. Frumflutt verða tvö íslensk tónverk, annað eftir Guðrúnu Ingimundardóttur en hitt efir Hildigunni Rúnarsdóttur.
Vonast er til þess að sem flestir eigi þess kost að njóta þessarar stundar um leið og fólk sameinast um að leggja verðugu málefni lið og láta gott af sér leiða. Miðaverð er 2.500 kr. og rennur aðgangseyrir, sem áður segir, óskiptur til átaks Krabbameinsfélags Íslands.
Á myndinni eru frá vinstri: Ásdís Arnardóttir, Petrea Óskarsdóttir og Lára Sóley Jóhannsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidtalstimar-i-hverfum-baejarins
|
Viðtalstímar í hverfum bæjarins
Kynnt hefur verið áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa á Akureyri veturinn 2010-2011. Þar kemur fram sú nýbreytni að viðtalstímar fara ekki einungis fram í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, heldur einnig í grunnskólum hverfa bæjarins. Bæjarfulltrúar munu jafnframt heimsækja Hrísey og Grímsey og verður tímasetning ákveðin í samráði við hverfisráð eyjanna.
Að jafnaði fara viðtalstímarnir fram annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19 og eru hverju sinni tveir bæjarfulltrúar til viðtals. Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir bæjarbúa til að lýsa sjónarmiðum sínum, ræða það sem betur mætti fara og koma á framfæri góðum ábendingum og hugmyndum. Fyrsti viðtalstími vetrarins fer fram fimmtudaginn 21. október í Ráðhúsinu og verða þá Halla Björk Reynisdóttir og Ólafur Jónsson til skrafs og ráðagerða.
Heildaráætlun fyrir veturinn 2010-2011 er þessi:
Staður: Dags.: Bæjarfulltrúar:
Ráðhús 21. okt. 2010 Halla Björk Reynisdóttir / Ólafur Jónsson
Brekkuskóli 28. okt. 2010 Geir Kristinn Aðalsteinsson / Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Ráðhús 11. nóv. 2010 Inda Björk Gunnarsdóttir / Hermann Jón Tómasson
Giljaskóli 25. nóv. 2010 Oddur Helgi Halldórsson / Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
Ráðhús 2. des. 2010 Tryggvi Þór Gunnarsson / Sigurður Guðmundsson
Oddeyrarsk. 13. jan. 2011 Hlín Bolladóttir / Ólafur Jónsson
Ráðhús 27. jan. 2011 Geir Kristinn Aðalsteinsson / Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
Glerárskóli 10. feb. 2011 Halla Björk Reynisdóttir / Hermann Jón Tómasson
Ráðhús 24. feb. 2011 Oddur Helgi Halldórsson / Sigurður Guðmundsson
Lundarskóli 10. mars 2011 Inda Björk Gunnarsdóttir / Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Ráðhús 24. mars 2011 Hlín Bolladóttir / Hermann Jón Tómasson
Síðuskóli 14. apríl 2011 Tryggvi Þór Gunnarsson / Ólafur Jónsson
Ráðhús 28. apríl 2011 Halla Björk Reynisdóttir / Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
Naustaskóli 12. maí 2011 Geir Kristinn Aðalsteinsson / Sigurður Guðmundsson
Ráðhús 26. maí 2011 Oddur Helgi Halldórsson / Guðmundur Baldvin Guðmundsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjoframleidsla-hafin
|
Snjóframleiðsla hafin
Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli síðdegis og verða snjóbyssurnar 10 keyrðar í nótt og vonandi alla næstu daga. Lágt rakastig er nú í Fjallinu og aðstæður til snjóframleiðslu hinar ákjósanlegustu. Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í síðasta lagi síðustu helgina í nóvember eða eftir rúman mánuð. Hitastig ræður mestu um hvort það tekst því snjóbyssurnar þurfa að lágmarki fjögurra gráðu frost til að geta framleitt snjó.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsti-vetrardagur-a-minjasafninu-2
|
Fyrsti vetrardagur á Minjasafninu
Veistu hvernig þvottur var þveginn fyrir tíð þvottavéla? Vilt þú kynnast Stuttu-Siggu eða heyra um strákapör Ástarbrands? Viltu prófa búning og fara í hnefatafl eða bingó? Fróðleg og forvitnileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna verður á Minjasafninu á Akureyri fyrsta vetrardag, laugardaginn 23.október, kl. 14-16.
Börn og fullorðnir geta þennan dag tekið þátt í leiknum ?fela hlut?, brugðið sér í búning og stillt sér upp á tilbúinni gamalli ljósmyndastofu á meðan mamma, pabbi, amma, afi, frænka eða frændi taka mynd. Auk þess gefst tækfæri fyrir fjölskylduna til að kynnast hnefatafli og kannski taka einn leik eða tvo ? hugsanlega getur það gefið af sér stórmeistara í þeim leik síðar meir. Bingó verður spilað og gestir geta smakkað ?barnaskyr? sem gert er á staðnum, heyrt ?afa? lesa og síðast en ekki síst, þar sem þetta er laugardagur sem á mörgum heimilum í dag kallast nammidagur, fengið að smakka gamaldags nammi.
Stutta-Sigga og Ástarbrandur eru meðal myndefnis tveggja eyfirskra ljósmyndara af þeim tuttugu sem eiga verk á sýningu safnsins ?Fjársjóður ? tuttugu eyfirskir ljósmyndar 1858-1965?. Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar, segir frá þessu forvitnilega fólki og spjallar við gesti og gangandi um sýninguna.
Það eru STOÐVinir safnins sem standa fyrir fjölskylduskemmtuninni þennan fyrsta dag vetrar.
Frítt fyrir allar fjölskyldur þennan dag!
Meðfylgjandi ljósmynd er tekin af Guðrúnu Funch-Rasmussen og er úr ljósmyndasafni Minjasafnins á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidustu-syningar-a-rocky-horror-i-november
|
Síðustu sýningar á Rocky Horror í nóvember
Leikfélag Akureyrar hefur sýnt Rocky Horror fyrir fullu húsi frá 10. september og sýningum lýkur þann 13. nóvember nk. Viðtökur hafa verið með eindæmum góðar, uppselt hefur verið á allar sýningarnar og met slegin í aðsókn og sölu miða.
?Við bjuggumst svo sem við góðum viðtökum, enda landsþekktir leikarar og söngvarar í sýningunni sem standa sig frábærlega. Viðbrögðin hafa engu að síður komið okkur skemmtilega á óvart," segir María Sigurðardóttir leikhússtjóri. ?Það eina sem okkur þykir miður er að þurfa að hætta sýningum þegar svona vel gengur, en því miður var stóri salurinn í Hofi löngu bókaður allar helgar eftir miðjan nóvember og fram að jólum. Þetta er náttúrlega tími jólatónleikanna."
Allar sýningar á þessu hausti eru nú komnar í sölu og eru örfá sæti laus á nokkrar þeirra. Því fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á www.leikfelag.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lifandi-laugardagur-a-akureyri
|
Lifandi laugardagur á Akureyri
Það verður skemmtileg stemmning í Listagilinu í dag þegar Listasafnið og galleríin í Gilinu bjóða gesti og gangandi velkomna. Klukkan 15.00 verður opnuð í Listasafninu sýningin "Portrettnú!" þar sem norræn portrettlist er í aðalhlutverki og á sama tíma opnar listakonan Bryndís Arnardóttir "Billa" sýninguna "Teigar, Flatir, ár og vötn" í Jónas Viðar Gallerí. Í menningarsmiðjunni Populus Tremula opnar svissneska listakonan Sonja Lotta sýningu sem ber heitið "the complexity of letting go". Sýningin er aðeins opin þessa einu helgi frá klukkan 14-17.
Fyrsta vetrardegi verður fagnað á Minjasafninu með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá sem stendur yfir frá klukkan 14-16. Í tilefni af vetrarfríum í grunnskólum víða um land verður opið lengur en venjulega í Minjasafninu og Leikfangasafninu í Friðbjarnarhúsi dagana 22. október til 26. október eða frá kl. 13.00-16.00.
Leikfélag Akureyrar er á blússandi siglingu með þrjú verk í sýningum þessa helgina. "Rocky Horror" er sýnt í menningarhúsinu Hofi, verkið "Þögli þjónninn" er sýnt í Rýminu og "Algjör Sveppi, dagur í lífi stráks" er sýnt í Samkomuhúsinu. Allar nánari upplýsingar er að finna á síðunni www.leikfelag.is.
Í Menningarhúsinu Hofi verður mikið líf og fjör í dag, laugardag, þegar fram fer kóramót þar sem saman koma kórar af Norðausturlandi og er öllum velkomið að líta inn og njóta góðrar tónlistar. Yfirlit yfir viðburði í Hofi má sjá á heimasíðunni www.menningarhus.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verkefnisstjori-atvinnumala
|
Verkefnisstjóri atvinnumála
Sævar Pétursson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ. Starfshópur um atvinnumál mælti með ráðingu hans en umsækjendur voru 48. Sævar er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum á Bifröst og lagði auk þess stund á nám í íþrótta- og leiðtogafræðum á Nýja Sjálandi.
Sævar var framkvæmdastjóri Baðhússins á árunum 1999?2002 og framkvæmdastjóri Sporthússins á árunum 2002?2008 en hann var meðal stofnenda fyrirtækisins og stýrði uppbyggingu þess frá grunni. Frá ársbyrjun 2009 hefur hann gengt starfi íþróttafulltrúa Skagafjarðar.
Verkefnisstjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ verður staðsettur á Akureyrarstofu og mun m.a. vinna að auknum tengslum og samstarfi bæjarins við fyrirtæki í bænum, greina og miðla upplýsingum um atvinnulífið og vinna með starfshópi um atvinnumál að mótun framtiðarstefnu bæjarins í málaflokknum.
Sævar er giftur 3 barna faðir. Hann tekur til starfa í byrjun desember.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennafridagurinn-a-akureyri
|
Kvennafrídagurinn á Akureyri
Hátt í þúsund konur á öllum aldri tóku þátt í kvennafrídeginum á Akureyri í köldu en góðu veðri. Konur í bænum lögðu niður störf klukkan 14.25 og söfnuðust saman hjá styttunni af Þórunni hyrnu og manni hennar Helga magra á Hamarskotsklöppum. Þaðan var gengið niður í Menningarhúsið Hof þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá í tilefni dagsins. Myndirnar að neðan tala sínu máli.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjodleikur-og-thjodleikhusid
|
Þjóðleikur og Þjóðleikhúsið
Þátttakendur í Þjóðleik á Norðurlandi og Þjóðleik á Austurlandi fjölmenntu á námskeið sem haldið var í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Þetta námskeið var sérstaklega ætlað leikstjórum hópanna. Vigdís Jakobsdóttir, deildastjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins, tók á móti hópnum í "Kassanum" ásamt Tinnu Gunnlaugsdóttur, Þjóðleikhússtjóra.
Tinna bauð hópinn velkominn og hélt erindi um sögu Þjóðleikhússins. Þrjú ný leikverk voru skrifuð fyrir Þjóðleik, leikskáldin sem sömdu leikverkin mættu á svæðið og kynntu fyrir hópnum hugsjónina á bak við verkin. Það voru þau Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson sem rituðu nútíma ævintýrið Iris, Kristín Ómarsdóttir skapaði ævintýraheim í verkinu Hafmeyjan stóra og Jón Atli Jónasson ritaði um íslenskan veruleika í verkinu Mold.
Farinn var kynnisferð um Þjóðleikhúsið baksviðs þar sem skoðuð var aðstaða leikara og förðunarrými. Í sýningum leikhússins eru hárkollur mikið notaðar, mikill kláði í fingrum gerði vart um sig í hópnum þegar hárkollurnar voru skoðaðar en enginn var þó staðinn að verki við að máta höfuðbúnaðinn.
Þegar hópurinn gekk inn á stóra sviðið tók á móti honum ljósameistarann Lárus Björnsson en hann sýndi hvernig hægt er að skapa mismunandi stemningu og áherslur með lýsingu. Sviðsmaðurinn Þráinn Sigvaldason sagði frá starfi sínu og ábyrgð og yfirmaður leikmunadeildar, Trygve Eliassen, sýndi og fjallaði um leikmuni og leikmynd. Það er óhætt að segja að hópurinn hafi fengið mikla fræðslu frá þeim félögum þar sem þeir sýndu og sögðu frá starfi sínu í leikhúsinu. Auk þess var rætt var um starfsemina í leikhúsinu, gildi samstarfs og hugmyndavinnu í leikhúsi. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri tók síðan á móti hópnum í lok dags og ræddi um hlutverk leikstjóra, vinnuferli og skipulag æfingaferils.
Á laugardagskvöldinu bauð Þjóðleikhúsið hópnum í leikhús á Finnska hestinn sem frumsýnd var síðastliðin föstudag. Óhætt er að segja að enginn ætti að láta þessa bráðfyndnu sýningu framhjá sér fara.
Seinnihluti námskeiðsins fór fram í aðalbyggingu Þjóðleikhússins í svokölluðum Málarasal. Fyrripartinn kenndi Vigdís Jakobsdóttir hópnum gagnlegar upphitunaræfingar og leiki. Seinnipartinn var farið í senuvinnu, þar sem unnið var með stuttar senur úr verkunum þremur. Í senuvinnu kom skýrt í ljós hversu auðvelt er að túlka eina senu á mismunandi hátt, með mismunandi áherslum.
Námskeiðið um síðustu helgi fór afar vel fram og þátttakendur tóku allir virkan þátt í að gera það líflegt og lærdómsríkt.
Á meðfylgjandi mynd ræðir Tinna Gunnlaugsdóttir við hópinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thrastarlundur-3-5-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-lokid
|
Þrastarlundur 3-5. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Lokið
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Málsmeðferð er skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Deiliskipulagsbreytingin nær til lóðar nr. 3 við Þrastarlund. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðin verði nr. 3-5 og stækki um 14 m til norðurs. Skilgreindur verður byggingarreitur fyrir viðbyggingu á einni hæð. Aðkoma verður frá Skógarlundi.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 27. okt. til 8. des. 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Þrastarlundur - uppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 8. des. 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
27. október 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sirkus-soley-a-akureyri
|
Sirkus Sóley á Akureyri
Sirkus Íslands setur upp sýninguna Sirkus Sóley í Menningarhúsinu Hofi um næstu helgi en sýningin var sett upp í Salnum í Kópavogi fyrr á árinu við frábærar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda. Og nú er komið að því að skemmta Norðlendingum.
Sirkus Sóley er spennandi sirkussýning þar sem fjör og dirfska ráða för í jafnvægislistum, gripli, loftfimleikum og auðvitað sprella trúðarnir. Búast má við krassandi sirkusatriðum, áhættuatriðum og vænum brögðum sem aldrei hafa sést áður á Íslandi. Frábært tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldunni og skella sér á alvöru íslenska sirkussýningu á sanngjörnu verði.
Sýningarnar í Hofi verða sem hér segir:
29. október kl. 20.00
30. október kl. 15.00 og 20.00
31. október kl. 15.00 og 18.00
Miðaverð er einungis 1.700 kr.
Félagarnir í Sirkusi Íslands eru komnir norður og ætla að sprella víða um bæinn fram að sýningum. Meðfylgjandi mynd var tekin í Menningarhúsinu Hofi í hádeginu í dag þegar tvö úr hópnum skemmtu ungum áhorfendum sem áttu leið um húsið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-809-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-fossatun-6-8-kirkjugardur-a-naustahofda-og-fyrir-fosshlid-manahlid-sunnuhlid-og-barmahlid
|
Nr. 809/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Fossatún 6-8, Kirkjugarður á Naustahöfða og fyrir Fosshlíð, Mánahlíð, Sunnuhlíð og Barmahlíð.
Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 1. áfanga.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. október 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 1. áfanga, Fossatún 6-8. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit til norðurs um 3,5 x 3,5 m.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Breyting á deiliskipulagi kirkjugarðs á NaustahöfðaBæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. október 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir kirkjugarð á Naustahöfða. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit kapellu um 92 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulag fyrir Fosshlíð, Mánahlíð, Sunnuhlíð og Barmahlíð.Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. október 2010 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulag sem afmarkast af Skarðshlíð að austan, Fosshlíð að sunnan, Hlíðarbraut að vestan og Sunnuhlíð að norðan. Skilgreindir eru byggingarreitir á öllum lóðum. Á lóð nr. 8 við Barmahlíð verður heimilt að reisa einbýlishús eða parhús á 1-2 hæðum ásamt bílskúr.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 25. október 2010,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarkort-i-hlidarfjall-fast-i-hofi
|
Vetrarkort í Hlíðarfjall fást í Hofi
Sala á vetrarkortum á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er hafin í miðasölu Menningarhússins Hofsi. Sérstök tilboðsverð bjóðast á vetrarkortum í miðasölu Hofs fram að opnun skíðasvæðisins; 22.000 kr. fyrir fullorðna og 8.000 kr. fyrir börn. Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli í síðustu viku og vonir standa til að hægt verði að opna skíðasvæðið um miðjan nóvember ef þokkalegur kuldi helst í Eyjafirði.
Aðrar nýjungar í Hlíðarfjalli þennan vetur eru að reist hefur verið sérstakt nestishús sem tekur 50-60 manns í sæti og einnig verður tekin í notkun ný byrjendalyfta í Hólabraut. Það verður til þess að létta á biðröðum sem oft og tíðum hafa myndast við Hólabrautarlyftuna. Þá hefur skíðaleigan einnig verið stækkuð til að anna síaukinni eftirspurn eftir leigubúnaði.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ertu-med-goda-hugmynd
|
Ertu með góða hugmynd?
Norðursprotar er verkefni sem styður við nýsköpunarhugmyndir einstaklinga á Norðausturlandi. Nú auglýsir Impra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við samfélagssjóð Alcoa og Háskólann á Akureyri, eftir umsóknum frá þeim sem vilja atvinnulíf á svæðinu.
Styrkir eru veittir til gerða viðskiptaáætlana eða frekari þróunar nýsköpunarhugmynda á svæðinu og geta numið allt að 400.000 krónum. Norðursprotar eru öllum opnir sem eru með hugmyndir um nýsköpun. Einstaklingar í atvinnuleit eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Frekari upplýsingar ásamt eyðublaði eru á http://www.nmi.is/impra/styrkir-og-studningsverkefni/nordursprotar/ og hjá Guðmundi Óla Hilmissyni verkefnisstjóra ([email protected]).
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember nk.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrktartonleikar-i-kvold
|
Styrktartónleikar í kvöld
Í kvöld verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi styrktartónleikar til stuðnings Sævari Darra Sveinssyni og foreldrum hans. Sævar Darri er 8 ára og greindist með hvítblæði 6. september sl. Hann þurfti undireins að fara í stranga lyfjameðferð til Reykjavíkur og dvelur þar næstu mánuði ásamt foreldrum sínum, Ýri Helgadóttur og Sveini Sævari Frímannssyni.
Fjölmargir vildu leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum sem framundan eru og því var ákveðið að halda styrktartónleikana sem fara fram í stóra sal Menningarhússins Hofs. Meðal þeirra frábæru listamanna sem fram koma eru Retro Stefson, FM Belfast, Rúnar Eff, Erna Hrönn, Matti Matt, Frímann Sveinsson, Magni, Hvanndalsbræður, Bryndís Ásmundsdóttir, Lára Sóley, Hjörleifur Örn, Heimir Ingimars og Matti Saarinen. Kynnir verður Freyja Dögg Frímannsdóttir.
Allir sem koma að tónleikunum með einum eða öðrum hætti gefa vinnu sína og því rennur öll innkoma beint til Sævars Darra og fjölskyldu.
Margt smátt gerir eitt stórt. Það er tilvalið að nýta kvöldið í kvöld til þess að láta gott af sér leiða og fá á sama tíma hlýju í kroppinn við að hlýða á fagra og skemmtilega tóna frá frábæru tónlistarfólki.
Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana en vilja styðja fjölskylduna er bent á styrktarreikning þeirra: 0515-14-405236, kennitala: 140780-3759.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalfundur-hverfisnefndar-naustahverfis
|
Aðalfundur hverfisnefndar Naustahverfis
Aðalfundur hverfisnefndar Naustahverfis verður haldinn fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.00 í Naustaskóla (2. hæð). Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf og gestir fundarins verða meðal annarra Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, og Helgi Snæbjarnarson, formaður skipulagsnefndar Akureyrarbæjar.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Kosning stjórnar
Fyrirspurnir
Önnur mál
Gestir:
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri
Helgi Snæbjarnarson, formaður skipulagsnefndar
Fulltrúi L-listans
Kaffiveitingar
Allir íbúar Naustahverfis eru hvattir til að mæta á fundinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrktartonleikar-aflsins-i-kvold
|
Styrktartónleikar Aflsins í kvöld
Árlegir styrktartónleikar Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, verða haldnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 4. nóvember, kl. 20.00 í Akureyrarkirkju. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Karlakór Akureyrar, kór Glerárkirkju, Heimir Ingimarsson, Rúnar Eff, Bryndís Ásmundsdóttir og Óskar Pétursson.
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, hafa verið starfrækt frá árinu 2002. Aflið er fyrir alla þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis, maka, foreldra, systkini og vini sem óska eftir ráðgjöf. Opið er fyrir gesti og gangandi milli kl. 16 og 17 alla virka daga að Brekkugötu 34, brugðið var á það ráð nú í haust og hefur gefist vel.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til starfs Aflsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-skipulagsmal-vid-vestursidu-akureyri-lokid
|
Auglýsing um skipulagsmál við Vestursíðu, Akureyri - Lokið
Þjónustustofnun við Vestursíðu ? Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Í tillögunni er skilgreint 1,8 ha svæði fyrir þjónustustofnanir við Vestursíðu. Einnig er skilgreint 2 ha svæði með blandaðri landnotkun fyrir íbúðabyggð og þjónustustofnanir vestan Síðuskóla. Opið svæði minnkar og verður 0,4 ha.
Aðalskipulagsbreyting - tillaga
Hjúkrunarheimili við Vestursíðu ? Nýtt deiliskipulag
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir hjúkrunarheimili við Vestursíðu.
Skipulagssvæðið afmarkast að vestan af gangstétt vestan Vestursíðu, í norðri af göngustíg frá Vestursíðu að Síðuskóla, í austri af lóðarmörkum við Keilusíðu og í suðri af opnu svæði. Tillagan gerir ráð fyrir 16.340 m2 lóð fyrir hjúkrunarheimili á einni hæð.
Deiliskipulagsgreinargerð - tillaga
Deiliskipulagsuppdrátttur - tillaga
Skýringaruppdráttur - tillaga
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 5. nóvember til 17. desember 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 föstudaginn 17. desember 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur.
5. nóvember 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gonguskidabrautin-opnud
|
Gönguskíðabrautin opnuð
Gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli verður opnuð klukkan 10 í fyrramálið, laugardaginn 6. nóvember. Kveikt verður á flóðlýsingu við brautina til klukkan 10 annað kvöld. Snjóframleiðsla hefur gengið ágætlega efra síðasta sólarhringinn og eru snjóalög orðin þokkaleg.
Vonast er til að hægt verði að opna allt síðasvæðið fljótlega.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-aflsins-og-akureyrarbaejar
|
Samstarf Aflsins og Akureyrarbæjar
Miðvikudaginn 10. nóvember verður undirritaður fjögurra ára samstarfssamningur Aflsins, samtaka gegn kynferðis og heimilisofbeldi, og Akureyarbæjar í húsnæði Aflsins að Brekkugötu 34. Viðstaddir verða bæjarstjóri Akureyrar, velunnarar og starfskonur Aflsins.
Samningurinn er þýðingarmikill fyrir starfsemi Aflsins og fyrir bæjarbúa Akureyrar því hann eflir samstarf og samskipti á milli Aflsins og stofnanna Akureyrarbæjar, tryggir húsnæði fyrir starfsemina næstu fjörgur árin og síðast en ekki síst koma tryggar tekjur í rekstur Aflsins í fjögur ár. Starfsemin er rekin af styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og félögum, ríkið hefur styrkt Aflið síðustu þrjú ár og gerir það vonandi áfram.
Aflið var stofnað árið 2002 og margt hefur breyst frá þeim tíma. Viðfangsefni hafa aukist og er starfsemin fjórþætt: einkaviðtöl, hópastarf, fræðsla og forvarnir, og þar að auki sinna starfskonur Aflsins símaþjónustu allan sólarhringinn og allt árið um kring. Aukning hefur verið frá ári til árs. Árið 2008 sýnir ársskýrsla Aflsins 94% fjölgun einstaklinga í einkaviðtölum, árið 2009 14% fjölgun og í ár er stefnir í enn meiri fjölgun þeirra sem sækja sér aðstoð og stuðning í þessum málaflokki.
Samningurinn sýnir stuðning bæjarfélagsins við þolendur og aðstandendur kynferðis- og heimilisofbeldis og Akureyrarbær er eina bæjarfélagið á landsbyggðinni sem gerir samning um starfsemi af þessu tagi.
Meðfylgjandi mynd er af Hermanni Jóni Tómassyni, fyrrverandi bæjarstjóra, að setja upp hin svokölluðu kynjagleraugu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppahaldslog-hymnodiu
|
Uppáhaldslög Hymnodiu
Kammerkórinn Hymnodia heldur tónleika í Hömrum, minni sal Menningarhússins Hofs á Akureyri, fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20.00. Hver kórfélagi valdi sitt uppáhaldslag frá eldri tónleikaefnsskrám kórsins. Kórinn var stofnaður árið 2003 og hefur haldið tugi tónleika með afar ólíkri efnisskrá. Það er því hægt að lofa fjölbreyttri efnisskrá á fimmtudaginn.
M.a. verður flutt tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón Hlöðver Áskelsson, Heinrich Isaac, T.L da Victoria, Edvard Grieg, Eric Whitacre og Thomas Jennefeldt. Arna Valsdóttir sýnir videoverk á tónleikunum.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. og er aðgangur ókeypis fyrir 16 ára og yngri.
Vert er að vekja athygli á ýmsum fleiri viðburðum á Akureyri á næstu dögum og vikum.
Sjá viðburðadagatalið á www.visitakureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/minningarhatid-um-matthias
|
Minningarhátíð um Matthías
Fimmtudaginn 11. nóvember eru 175 ár liðin frá fæðingu Matthíasar Jochumssonar, þjóðskálds og heiðursborgara Akureyrar. Af því tilefni verður opið hús á Sigurhæðum á Akureyri frá kl. 15-17 þann dag og hátíðardagskrá í minningu skáldsins í Ketilhúsinu kl. 20.30 um kvöldið.
Á Sigurhæðum verður afmælisstemning líkt og í barnaafmæli, enda varðveitti Matthías ávallt barnið í sjálfum sér. Þar syngur Barnakór Akureyrarkirkju og yngstu fiðluleikararnir við Tónlistarskólann á Akureyri taka lagið. Einnig verður fluttur fróðleikur um Matthías og bornar fram veitingar.
Í Ketilhúsinu, þar sem dagskráin hefst klukkan 20.30, flytja fjölmargir listamenn verk tengd Matthíasi. Nemendur við Hlíðarskóla hafa lagt ómetanlegan skerf til hátíðarinnar. Krakkarnir hafa kynnt sér verk Matthíasar að undanförnu og gert myndverk af skáldinu, sem verða afhjúpuð. Auk þess syngur Karlakór Akureyrar-Geysir m.a. lagið Akureyri eftir Björgvin Guðmundsson við ljóð Matthíasar. Þráinn Karlsson, leikari, fer með ljóð og Karl Hallgrímsson frumflytur lag, sem hann hefur gert við ljóð skáldsins á Sigurhæðum. Kristján Árnason, bókmenntafræðingur, sem er langafabarn Matthíasar, segir frá þjóðskáldinu og þá fyrst og fremst þýðingum hans. Þá mun Strengjasveit Tónlistarskólans flytja nokkur lög úr Skugga-Sveini undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Einsöngvarar með sveitinni verða Guðbjörn Ólsen Jónsson, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir og Michael Jón Clarke. Kynnir og sögumaður verður Gísli Sigurgeirsson.
Matthías var af mörgum talinn einn mesti andans maður sem Ísland hefur alið. Hann var afkastamikill og var ekki mikið fyrir lagfæringar eða endurbætur á skáldverkum sínum. Þess vegna liggur mikið eftir hann en misjafnt að gæðum. Það besta heldur minningu hans á lofti um ókomna tíð. Matthías var vel meðalmaður að vexti en hann var ?stór? og hlý persóna sem eftir var tekið. ?Það var eins og að mæta fjalli, að mæta honum á götu,? sagði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um skáldbróður sinn.
Nemendur úr Hlíðarskóla sem skrifuðu þjóðsönginn á risaspjöld með litlum kubbum. Þau gerðu einnig kubbamynd af Matthíasi sem verður afhjúpuð í Ketilhúsinu á fimmtudagskvöldið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dygd-haustsins-a-siduseli
|
Dygð haustsins á Síðuseli
Vinsemd er dygð haustsins á leikskólanum Síðuseli. Öllum er hollt að tileinka sér þau góðu gildi sem skapa vinsemd á meðal fólks. Það að eiga góðan vin, fá að tilheyra hópi á eigin forsendum og leyfa öðrum að njóta þess sama, er mikilvægur þáttur í jákvæðum samskiptum. Dygðin verður rauður þráður í leikskólastarfinu og verður hvert tækifæri nýtt til að ræða um vinsemd.
Heildarstefna Síðusels felst í nokkrum áherslupunktum:
Í Síðuseli er lögð áhersla á að skapa gott félagslegt andrúmsloft þar sem nemendur og starfsmenn fá notið sín og þroskað sína góðu eiginleika fordómalaust.
Við viljum að starfsmenn sýni nemendum virðingu, hlýju og ástúð í allri umgengni.
Við viljum að nemendur fái ábyrga og faglega umönnun bæði andlega og líkamlega.
Við viljum að starfsmenn efli með sér og nemendum hæfileikann til að geta lesið tilfinningar annarra, brugðist rétt við þeim, geti rætt um tilfinningar sínar og lært að stýra þeim.
Við viljum vinna uppeldisstarfið í nánu samstarfi við foreldra. Við leggjum áherslu á að foreldrar, starfsmenn og hugsanlega aðrir samstarfsaðilar séu meðvitaðir um hvar nemendur eru staddir á þroskabrautinni.
Foreldrar eiga að geta treyst því að öryggi nemenda sé tryggt af fremsta megni á meðan á dvöl þeirra stendur.
Við viljum kenna nemendum að umgangast landið þannig að þeir læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu.
Í öllu starfi í leikskólanum leggjum við áherslu á að skapa og viðhalda jákvæðri ímynd.
Í leikskólanum vinnum við eftir hugmyndafræði altækrar gæðastjórnunar.
Ofanritað er unnið upp úr Skóla-akri, vefriti skóladeilar Akureyrarbæjar, 23. tbl. 4. árg.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sorphirda-i-naustahverfi
|
Sorphirða í Naustahverfi
Kynningarfundur fyrir íbúa Naustahverfis um breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs í Akureyrarkaupstað verður haldinn í Naustaskóla mánudagskvöldið 15. nóvember kl. 20.00. Formaður umhverfisnefndar, Sigmar Arnarson, fjallar um hið nýja fyrirkomulag, flokkun úrgangs og markmið bæjarins í flokkunar- og endurvinnslumálum.
Fulltrúi frá Gámaþjónustu Norðurlands segir frá því hvernig nýtt fyrirkomulag verður innleitt og Eiður Guðmundsson kynnir Moltu ehf. jarðgerðarstöð. Loks verður boðið upp á almennar umræður. Fundarstjóri verður Óskar Þór Halldórsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/smasagnasamkeppni
|
Smásagnasamkeppni
Áratugur er síðan útilistaverkið Íslandsklukkan eftir Kristinn E. Hrafnsson var vígt en verkið var sigurframlag Kristins í samkeppni sem Akureyrarbær efndi til árið 2000 í tilefni af þúsaldarafmæli kristnitöku og fyrstu ferða Íslendinga til Norður-Ameríku.
Í tilefni af 10 ára afmælinu hefur verið efnt til smásagnakeppni meðal nemenda í 5. bekkjum grunnskóla Akureyrarbæjar og er keppnin haldin í samstarfi Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar. Þema keppninnar er Framtíðarsýn - Akureyri 2020 en sigurvegari keppninnar hlýtur þann heiður að hringja Íslandsklukkunni auk bókarverðlauna.
Úrslitin verða kunngjörð á fjölbreyttri hátíðardagskrá sem fram fer á fullveldisdaginn 1. desember. Þar munu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Stefáni B. Sigurðssyni rektor afhenda sigurvegurum smásagnakeppninnar sem lentu í fyrsta, öðru og þriðja sæti bókarverðlaun og sýning verður á öllum smásögunum sem bárust í keppnina. Hátíðardagskráin verður auglýst í heild sinni þegar nær dregur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisdagur-nonna
|
Afmælisdagur Nonna
Á degi íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, bjóða Nonnahús og Minjasafnið á Akureyri í opið hús í Ketilhúsinu frá kl. 9.00 til 15.30 fyrir stóra og smáa í tilefni af afmæli barnabókarithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar, Nonna. Þar verður hægt að skoða sýninguna ?Pater Jón Sveinsson en kallaðu mig Nonna? sem gerð var í tilefni af 150 ára afmæli hans 2007. Auk þess gefst gestum kostur á því að skrifa eða teikna á vegg það fyndnasta, skemmtilegasta eða það hræðilegasta sem þau muna eftir úr bókunum. Hægt verður að skoða hluta af skólaverkefni sem 1. bekkur í Giljaskóla 2009 ásamt leikskólabörnum á Tröllaborgum og Kiðagili gerðu árið 2009.
Seinni part dags, kl 16.30-18.00, verður afmælisdagskrá Nonna til heiðurs þar sem Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í bókmenntum við Hí, fjallar um tengsl Nonnabókanna við hina evrópsku barnamenningu og barnabókahefð. Jón Hjaltason, sagnfræðingur, mun leiða gesti um sannleikann um uppvöxt og það umhverfi sem Nonni ólst upp í. Auk þess sem lesin verða upp velvalin brot af ævintýrum Nonna og formaður Nonnavinafélagsins, Brynhildur Pétursdóttir, óskar afmælisbarninu til hamingju með daginn. Nánari dagskrá má sjá á vefsíðu Nonnahúss www.nonni.is og vefsíðu Minjasafnins www.minjasafnid.is.
Nonni var á sínum tíma einn þekktasti rihöfundur þjóðarinnar en með skrifum sínum og fyrirlestrum kynnti hann Ísland, sérstaklega þá Akureyri og Norðurland, um víða veröld. Bækur hans voru gefnar út á yfir 30 tungumálum en færri vita að Nonni þótti einstaklega skemmtilegur fyrirlesari og hélt um 5.000 fyrirlestra, flesta í Evrópu en einnig í Bandaríkjunum og í Japan.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsklukkan-a-akureyri
|
Íslandsklukkan á Akureyri
Um næstu helgi, 19.-21. nóvember, heldur Þjóðleikhúsið í leikferð norður yfir heiðar með Íslandsklukkuna. Alls verða þrjár sýningar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri; kvöldsýningar á föstudegi og laugardegi en á sunnudeginum er sýning kl. 14. Þess uppfærsla Íslandsklukkunnar var frumsýnd þann 22. apríl á liðnu vori, í tilefni af 60 ára afmæli Þjóðleikhússins. Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda og verið sýnd fyrir fullu húsi allar götur síðan.
Íslandsklukkan hlaut fern Grímuverðlaun sl. vor og féllu verðlaun fyrir bestu tónlistina í skaut þeim Norðlendingum Eiríki G Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni, en saman mynda þeir hljómsveitina velþokkuðu Hundur í óskilum. Þeir hafa farið fleiri ferðir suður yfir heiðar til Íslandsklukkuæfinga og -sýninga en tölu verður á komið. Það verður því kærkomið fyrir þá félaga að fá leikhópinn á sinn heimavöll.
Íslandsklukkan hefur í gegnum tíðina notið gífurlegra vinsælda hjá íslensku þjóðinni, jafnt á bók sem á leiksviði. Verkið var fyrst sett á svið þegar Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og var sú sýning ein af þremur opnunarsýningum leikhússins. Svipmiklar aðalpersónur verksins, Jón Hreggviðsson, Snæfríður Íslandssól og Arnas Arnæus, hafa eignast vissan stað í hjarta Íslendinga. Í því þjóðfélagslega umróti sem við lifum nú, á þetta stórvirki um tilvistarspurningar sem lítil þjóð stendur frammi fyrir brýnt erindi við okkur.
Miðasala er í fullum gangi á www.menningarhús og í miðasölu Hofs sem er opin alla virka daga 13-19, sími 450 1000.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/faekkun-hjukrunarryma-motmaelt
|
Fækkun hjúkrunarrýma mótmælt
Bæjarstjóranum á Akureyri, Eiríki Birni Björgvinssyni, voru í gær afhentir undirskriftalistar með nöfnum 5.963 Akureyringa og nærsveitarmanna, þar sem fyrirhugaðri fækkun hjúkrunarrýma á Öldrunarheimilum Akureyrar er mótmælt. Að auki hafa rúmlega 540 einstaklingar skrifað undir mótmæli á sérstakri Facebooksíðu. Eiríkur bæjarstjóri og Brit J. Bieltvedt, framkvæmdastjóri ÖA, eiga fund með heilbrigðisráðherra í dag og munu þau afhenda ráðherra undirskriftalistana.
Þráinn Brjánsson, einn aðstandenda við Hlíð, afhenti bæjarstjóra undirskriftalistana og hann sagðist treysta því að bæjaryfirvöld á Akureyri gerðu það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirliggjandi hugmyndir nái fram að ganga. Eiríkur Björn sagði það mjög mikilvægt að geta farið á fund heilbrigðisráðherra með þann gríðarlega stuðning sem fólginn er í undirskriftalistunum. Hann sagði að allt yrði gert til að fá ráðherra til að snúa af þeirri leið að skerða fjárveitingar til hjúkrunarrýma á Akureyri.
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2011 er boðaður niðurskurður um sjö hjúkrunarrými á Öldrunarheimilum Akureyrar, auk þess eru þrjú hjúkrunarrými skorin niður á þessu ári. Samanlagt er því um að ræða niðurskurð á 10 hjúkrunarrýmum á Öldrunarheimilum Akureyrar. Eins og komið hefur fram, segir Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, að þessi fyrirhugaði niðurskurður sé mjög alvarlegur ekki síst í ljósi þess að hjúkrunarrúmum hafi nú þegar fækkað gríðarlega á Akureyri. Hún segir að gangi þessar hugmyndir eftir muni hjúkrunarrýmum á Akureyri og í nágrenni fækka um 33 á aðeins fimm árum. Ef FSA loki þeim rýmum sem þar eru eftir, þá muni hjúkrunarrýmum á svæðinu fækka um 40 eða 20% á örfáum árum, úr 200 í 160. Brit segir að miðað við boðaðan niðurskurð á hjúkrunarrýmum sé ljóst að loka þurfi einni deild á Öldrunarheimilum Akureyrar og segja upp starfsfólki.
Á meðfylgjandi mynd afhendir Þráinn Eiríki Birni undirskriftalistana og Brit fylgist með.
Frétt og mynd af heimasíðu Vikudags.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stormot-i-ishokki
|
Stórmót í íshokkí
Um næstu helgi verður sannkallað stórmót í íshokkí haldið í Skautahöllinni á Akureyri þegar 150 keppendur á aldrinum 3ja-11 ára reyna með sér. Helmingur keppenda er frá Skautafélagi Akureyrar en aðrir frá Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum. Spilað verður frá kl. 8 til 19 á laugardag og frá 8 til 12.30 á sunnudag.
Keppt verður í fjórum flokkum: krílaflokki 3ja-5 ára, 7. flokki 5-7 ára, 6. flokki 8-9 ára og 5. flokki 10-11 ára. Leikgleðin er í fyrirrúmi hjá unga fólkinu og gríðarlega gaman að fylgjast með þeim á ísnum. Allir eru velkomnir í Skautahöllina um helgina að horfa á íshokkíleikmenn framtíðarinnar á Íslandi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlidarfjall-opnad-klukkan-16-i-dag
|
Hlíðarfjall opnað klukkan 16 í dag
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað kl. 16 í dag og verður hægt að renna sér þar efra til kl. 19. Á föstudag verður opið frá kl. 14-19 og um helgina frá kl. 10-16.
Gott skíðafæri er í Fjallinu, nýr troðinn snjór og hitastig einkar þægilegt eða rétt undir frostmarki. Opið verður í Fjarkann, Hólabraut og Töfrateppið.
Um hálfur mánuður er síðan göngubrautin var opnuð og hefur aðsókn í hana verið mjög góð.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Hlíðarfjalls.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eru-skolarnir-skapandi
|
Eru skólarnir skapandi?
Myndlistarfélagið á Akureyri stendur fyrir málþinginu "Eru skólarnir skapandi?" laugardaginn 20. nóvember kl. 14-17 á veitingastaðnum RUB í Listagilinu. Framsögumenn verða Kristinn G. Jóhannsson, Kristín Dýrfjörð, Ragnheiður Þórsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Einnig mun Ivar Hollanders tala um upplifun sína af skólakerfinu. Fundarstjóri verður Ingibjörg Auðunsdóttir.
Stjórn Myndlistarfélagsins telur þarft að öll skólastigin mætist og velti fyrir sér tilgangi myndlistarkennslu og hvernig henni er háttað í dag. Málþingið verður á Alþjóðadegi barna og mun Myndlistarfélagið jafnframt standa fyrir sýningu á verkum barna í Sal Myndlistarfélagsins í BOXinu í Listagilinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimildarmynd-um-amtsbokasafnid
|
Heimildarmynd um Amtsbókasafnið
Amtsbókasafnið er elsta stofnun Akureyrarbæjar. Það var stofnað 1827 og 200 ára afmæli þess nálgast óðfluga. Bókasafnið á sér merkilega sögu. Það var lengi vel flutt á milli húsa og eitt sinn var það meðal annars í sama húsi og fangelsi á Akureyri. Þá var það einnig í Samkomuhúsinu, leikhúsinu, um tíma.
Hjalti Þór Hreinsson, fjölmiðlafræðingur og starfsmaður Amtsbókasafnsins, hefur gert stutta heimildarmynd um sögu Amtsbókasafnsins. Hún er rúmar 13 mínútur að lengd og hana má sjá hér fyrir neðan. Við hvetjum alla til að kíkja á þessa skemmtilegu mynd um sögu safnsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haustthing-akureyrarakademiunnar
|
Haustþing AkureyrarAkademíunnar
Haustþing AkureyrarAkademíunnar verður haldið að þessu sinni laugardaginn 27. nóvember kl. 14 til 17. Yfirskrift þess er "Menningin og monningurinn" og verður rætt um hagrænt og samfélagslegt gildi menningarstarfs.
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, flytur framsögu og auk hennar eru Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir, mannfræðingur, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona, og Vilhjálmur Hjálmarsson, meistaranemi í menningarstjórnun, með styttri erindi. Þau taka svo þátt í pallborðsumræðum með þátttöku gesta.
Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar, stýrir málþinginu. Nemendur af myndlistardeild Myndlistarskólans á Akureyri hafa sett upp sýningu á fjölbreyttum verkum í AkureyrarAkademíunni og verða með nokkra gjörninga í hléi á málþinginu og einnig verður boðið uppá sushi frá RUB23 og Kalda frá Bruggsmiðjunni.
Þetta er í fjórða árið sem AkureyrarAkademían, sem er til húsa í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri, stendur fyrir haustþingi en einnig eru reglulega fyrirlestar á vegum Akademíunnar.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.akureyrarakademian.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-891-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-eyrarlandsholts
|
Nr. 891/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi Eyrarlandsholts
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. október 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Eyrarlandsholt. Breytingin felur í sér að lóð Miðteigs 11 stækkar úr 991,5 m² í 1.050,4 m² og lóð Miðteigs 13 stækkar úr 1.196,2 m² í 1.738 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. nóvember 2010,
Anna Bragadóttir,verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 23. nóvember 2010
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/handbolti-a-fimmtudag
|
Handbolti á fimmtudag
Akureyri handboltafélag skemmti landsmönnum svo sannarlega í beinni útsendingu á RÚV á laugardaginn með frábærum leik gegn FH. Næsti kafli í ævintýrinu fer fram fimmtudaginn í Höllinni þegar helstu mótherjar liðsins, HK, mæta eftir að hafa hitað upp í Rússlandi um síðustu helgi.
Allir þeir sem skemmtu sér við sjónvarpið fá nú kjörið tækifæri til að upplifa stemminguna á eigin skinni með því að mæta í Höllina. Það er fátt sem jafnast á við að taka þátt í stemmingunni í troðfullri Höll og fylgjast með tveim bestu og skemmtilegustu liðum landsins kljást á vellinum.
Leikmenn Akureyrar mæta til leiks, yfirvegaðir eins og vanalega, tilbúnir til að gera sitt besta og það þurfa stuðningsmenn liðsins að gera líka. Það sást vel í sjónvarpsleiknum að stuðningsmenn Akureyrarliðsins á Höfuðborgarsvæðinu tóku virkan þátt í leiknum og yfirgnæfðu gjörsamlega FH-ingana. Nú reynir fyrir alvöru á stuðningsmennina hér fyrir norðan að sýna hvað í þeim býr og hver er munurinn á heimavelli og útivelli.
Þegar staðan í deildinni er skoðuðu sést að Akureyrarliðið er búið að sigra HK, Fram og FH, öll á útivelli. Þetta eru einmitt liðin sem eru í 2. 3. og 4. sæti N1 deildarinnar og nú þarf að troðfylla Höllina og berjast með strákunum á heimavelli. Fyrsta tækifærið til þess er einmitt klukkan 19.00 á morgun, fimmtudaginn 25. nóvember, og örugglega vissara að mæta tímanlega því búast má við miklu fjölmenni. Höllin verður opnuð klukkan 18.15.
Frétt og mynd af heimasíðu Akureyrar handboltafélags.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuar-a-brekku-innbae-og-midbae-athugid
|
Íbúar á Brekku, Innbæ og miðbæ athugið
Kynningarfundur um breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs í Akureyrarkaupstað verður haldinn í Brekkuskóla fimmtudagskvöldið 25. nóvember kl. 20.00.
Dagskráin er svohljóðandi:
Breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs og markmið Akureyrarkaupstaðar í flokkunar- og endurvinnslumálum: Formaður umhverfisnefndar, Sigmar Arnarsson.
Fyrirkomulag innleiðingar á sorphirðu: Fulltrúi Gámaþjónustu Norðurlands.
Molta ehf jarðgerðarstöð: Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri.
Umræður.
Fundarstjóri: Óskar Þór Halldórsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-uthlutar-styrkjum
|
KEA úthlutar styrkjum
Þriðjudaginn 23. nóvember afhentu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Halldór Jóhannsson, framkvæmdstjóri KEA, styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þetta er í 77. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og bárust 167 umsóknir. Veittir voru 44 styrkir, samtals að fjárhæð 8,1 milljón króna.
Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, ungum afreksmönnum, þátttökuverkefnum og íþróttastyrkjum. Fjórtán aðilar hlutu almennan styrk, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittar fimmtán viðurkenningar og styrkir, rúmlega 2 milljónir króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,5 milljón króna og hlutu fimm aðilar styrk. Tíu íþróttastyrkir voru veittir, rúmlega 2,4 milljónir króna.
Almennir styrkir, hver styrkur kr. 150.000. Eftirtaldir fengu úthlutun:
Kvenfélagið Hjálpin - Til að gefa út sögu félagsins í tilefni 100 ára afmælis.
Tónlistarfélag Dalvíkur - Til að gefa út safndisk með söng Jóhanns Daníelssonar.
Skíðaminjasafnið FÁUM - Til stofnunar og reksturs skíðaminjasafns á Siglufirði.
Svavar Alfreð Jónsson - Til að halda gefa út bók og halda sýningu á ljósmyndum.
Orri Harðarson - Til að gefa út geisladisk.
Kvæðamannafélagið Gefjun - Til kynningar á kvæðamennsku og rímnakveðskap í leikskólum.
Listvinafélag Akureyrarkirkju - Vegna tólftu Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju.
Þingeyskur sagnagarður - Til útgáfu á þingeysku sagnakveri.
Fræðafélag um forystufé - Til uppbyggingar fræðaseturs um forystufé.
Hugrún Ívarsdóttir - Vegna jólasýningar Laufabrauðsetursins í Hofi.
Sigurhæðir - Hús skáldsins - Vegna dagskrár í tilefni þess að 175 ár eru liðin frá fæðingu Sr. Matthíasar Jochumsonar.
Geðlist - Til að taka þátt í samsýningu Geðlistar, list án landamæra 2011.
ÚÁT ungmenningarhús á Húsavík - Til að standa fyrir menningarviðburðum.
Kristín María Hreinsdóttir - Vegna viðhalds á Ljósavatnskirkju.
Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr. 150.000.
Bryndís Rún Hansen, sund.
Brynjar Leó Kristinsson, skíðaganga.
Eyrún Unnarsdóttir, söngur.
Hafdís Sigurðardóttir, frjálsar íþróttir.
Sigurgeir Halldórsson, skíði.
Þorsteinn Ingvarsson, frjálsar íþróttir.
Þuríður Helga Ingvarsdóttir, fiðluleikur.
Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr. 125.000.
Geir Guðmundsson, handbolti.
Gísli Páll Helgason, knattspyrna.
Guðmundur Hólmar Helgason, handbolti.
Jón Þór Ásgrímsson, kraftasport.
Oddur Grétarsson, handbolti.
Róbert Ingi Tómasson, skíði.
Silvía Rán Sigurðardóttir, knattspyrna.
Örvar Samúelsson, golf.
Íþróttastyrkir:
Héraðssamband Þingeyinga, kr.150.000 - Til kaupa á kids athletic tösku.
Tennis- og badmintonfélag Akureyrar, kr. 200.000 - Til að efla badmintoniðkun á Akureyri.
Elsa Björk Skúladóttir, kr. 200.000 - Til skíðaþjálfunar fatlaðra.
Skíðafélag Dalvíkur, kr. 200.000 - Til kaupa á æfingabúnaði fyrir börn og unglinga.
Íþróttafélagið Völsungur, kr. 200.000 - Til að efla forvarnir meðal ungra íþróttaiðkenda.
Skautafélag Akureyrar, kr. 200.000 - Til kaupa á hlífðarbúnaði fyrir börn.
Taekwondo deild Þórs, kr. 200.000 - Vegna æfingaferða sjö barna sem valin hafa verið í landslið Íslands í Taekwondo.
Sundfélagið Óðinn, kr. 200.000 - Vegna ferðar barna á sundmót í Hafnarfirði.
Skíðafélag Ólafsfjarðar, kr. 400.000 - Til kaupa á snjóbyssum.
Íþróttafélagið Magni á Grenivík, kr. 500.000 - Til að koma upp fótboltavelli.
Þátttökuverkefni:
Norðri-menningarfélag, kr. 300.000 - Til að koma upp sagnabanka um mannlíf á Akureyri.
Hollvinafélag Húna II, kr. 300.000 - Vegna verkefnisins "Frá öngli í maga".
KKA akstursíþróttafélag, kr. 300.000 - Til að efla barna- og unglingastarf félagsins.
Hermann R. Herbertsson og Jón Aðalsteinn Hermannsson, kr.300.000 - Til að gefa út Fnjóskdælasögu.
Dalvíkurkirkja, kr. 300.000 - Til að kaupa flygil.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kosningar-til-stjornlagathings-2010
|
Kosningar til stjórnlagaþíngs 2010
Á Akureyri er kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey er kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey er kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Akureyrarkaupstað er skipt í fjórtán kjördeildir, tólf á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Tíu kjörklefar verða í hverri kjördeild á Akureyri en tveir í Hrísey og í Grímsey.
Kjörfundur stendur frá klukkan 9 til 22 á Akureyri, en frá klukkan 10 til 18 í Hrísey og í Grímsey.
Sjá nánar HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosin-tendrud-a-jolatrenu
|
Ljósin tendruð á jólatrénu
Í dag verða ljósin tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi og hefst dagskráin klukkan 14.50. Jólatréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Dagskráin hefst með því að Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri undir stjórn Alberto Carmona spilar. Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Hjördísar Evu Ólafsdóttur, Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar flytur ávarp, Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri afhendir bæjarbúum jólatréð fallega og það er svo í höndum hinnar 9 ára gömlu og dönskættuðu Söru Björk Jóhannesdóttur að tendra ljósin á jólatrénu. Kynnir verður leik- og söngkonan Jana María Guðmundsdóttir.
Þegar búið verður að tendra ljósin koma jólasveinarnir í bæinn, einungis til að syngja og sprella með krökkunum við þetta tækifæri. Auk þess að syngja jólasöngva munu þeir gefa börnunum epli frá Nettó og jólasmákökur frá Kexsmiðjunni.
Við sama tækifæri mun Norræna félagið á Akureyri gefa gestum og gangandi glögg og piparkökur, félagar úr Matur úr Eyjafirði verða á staðnum og gefa ýmis konar gómsætt smakk úr firðinum og auðvitað verður hinn ofvaxni jólaköttur, sem gerður var í fyrra af starfsmönnum Fjölsmiðjunnar undir handleiðslu Aðalheiðar Eysteinsdóttur listakonu, búinn að koma sér makindalega fyrir við jólatréð frá Randers.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytt-fyrirkomulag-sorphirdu-a-oddeyri
|
Breytt fyrirkomulag sorphirðu á Oddeyri
Kynningarfundur um breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs í Akureyrarkaupstað verður haldinn í Oddeyrarskóla í kvöld, mánudagskvöldið 29. nóvember, kl. 20.00.
Dagskráin er svohljóðandi:
Breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs og markmið Akureyrarkaupstaðar í flokkunar- og endurvinnslumálum: Formaður umhverfisnefndar, Sigmar Arnarsson.
Fyrirkomulag innleiðingar á sorphirðu: Fulltrúi Gámaþjónustu Norðurlands.
Molta ehf jarðgerðarstöð: Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri.
Umræður.
Fundarstjóri: Óskar Þór Halldórsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vegleg-gjof-til-maedrastyrksnefndar-akureyrar
|
Vegleg gjöf til Mæðrastyrksnefndar Akureyrar
Sjö verkalýðsfélög í Eyjafirði afhentu föstudaginn 26. nóvember sl. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk að upphæð kr. 1.820.000. Jóna Berta Jónsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Mæðrastyrksnefndarinnar.
Jóna Berta þakkaði fyrir og sagði að þetta kæmi að góðum notum Hún sagði einnig að þeir sem þurfa á aðstoð að halda þyrftu að hringja í hana í síma 868 3143 dagana 6. til 8. desember nk. Einnig verður hægt að hringja í síma nefndarinnar 462 4617. Afhending fer svo fram dagana 17. til 20. desember í Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem Mæðrastyrksnefnd er til húsa. Gengið inn að vestan frá Þórunnarstræti. Það er alltaf opið á þriðjudögum frá kl. 13 til 18 og þá daga sem úthlutun fer fram verður opið á sama tíma.
Rétt er að vekja athygli á því að Mæðrastyrksnefnd Akureyrar aðstoðar fólk um allan Eyjafjörð, frá Siglufirði að Grenivík, og starfar allan ársins hring þótt mestu annirnar séu nú eins og jafnan áður í kringum jólahátíðina. ?Allar ábendingar eru vel þegnar ef fólk veit um einhvern sem þarf aðstoð en af einhverjum ástæðum getur ekki óskað eftir henni,? segir Jóna Berta. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofur stéttarfélaga með slíkar ábendingar og verður þeim þá komið áfram til Mæðrastyrksnefndar.
Félögin sjö sem færðu nefndinni styrk eru Eining-Iðja, Fagfélagið, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis.
Ef einhverjir fleiri vilja leggja nefndinni lið þá er hægt að leggja inn á reikning Mæðrastyrksnefndar í Arion banka. Reikningsnúmerið er 0302-13-300929 og kennitalan er 460577-0209. Munið, margt smátt gerir eitt stórt.
Á myndinni eru Jóna Berta Jónsdóttir og Björg Hansen, fulltrúar Mæðrastyrksnefndar, ásamt fulltrúum félaganna sjö sem færðu nefndinni gjöfina. Talið frá vinstri. Heimir Kristinsson, Björn Snæbjörnsson, Eggert Jónsson, Konráð Alfreðsson, Jóna Berta Jónsdóttir, Hákon Hákonarson, Björg Hansen, Gunnar Kristinsson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oa-tilnefnd-til-verdlauna
|
ÖA tilnefnd til verðlauna
Norðurslóðaáætlun 2007-2012 hefur tilnefnt verkefnið Our Life as Elderly II ? öldrunarþjónusta, til RegioStars verðlaunanna. Íslenskir samstarfsaðilar verkefnisins eru Öldrunarheimilin á Akureyri, félagsþjónustan í Hafnarfirði og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands en auk þeirra taka þátt Norðmenn, Svíar, Finnar og Færeyingar.
Markmið verkefnisins er að þróa leiðir til að bregðast við fyrirsjáanlegum auknum fjölda aldraðra, hlutfallslega minni fjárframlögum og væntanlegum erfiðleikum við að fá starfsfólk til starfa í öldrunarþjónustu í framtíðinni.
Við erum hraustari við starfslok og verðum lifum lengur fyrri kynslóðir. Í fyrirsjáanlegri framtíð verður gríðarleg fjölgun á eldra fólki og er reiknað með að árið 2040 verði nálægt 25% þjóðarinnar 67 ára og eldri. Þessi lýðfræðilega breyting krefst nýrra hugmynda og lausna og því er nauðsynlegt að þróa umönnun aldraðra og þjónustu tengda því. Einnig er mikilvægt að lífsgæðin haldist og nauðsynlegt að viðhalda líkamlegri og andlegri færni.
Verkefnið leggur ástæðu á 4 meginþætti öldrunarþjónustu: 1. Hæfni og ráðning starfsfólks(competence and recruiting). 2. Þjónusta í heilsu- og heilbrigðisþjónustu(health and social services). 3. Húsnæðismál (housing and services) og 4. Tengslanet eldra fólks (networks). OLE 2 leggur áherslu á nýjar lausnir/afurðir og þjónustu fyrir þessi svið.
Tilgangur Evrópusambandsins með því að veita RegioStars verðlaunin er að finna góð dæmi um svæðisbundin þróunarverkefni og að vekja athygli á þeim sem slíkum og að þau geti orðið öðrum svæðum fyrirmyndar.
Alls eru tilnefnd 66 verkefni frá 18 þjóðlöndum og munu úrslit kynnt í Brussel í maí 2011 í tengslum við ráðstefnuna ?Regions for Economic Change?.
Frekari upplýsingar um RegioStars verðlaunin er að finna á slóðinni http://ec.europa.eu/regional_policy/index_en.htm.
Frétt af heimasíðu Byggðastofnunar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjarlogin-kynnt
|
Fjárlögin kynnt
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 29. nóvember kl. 20.00, verður haldinn opinn stjórnmálafundur á Hótel KEA. Þar mun Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, gera grein fyrir fjárlögum næsta árs og þingmenn kjördæmisins ræða fjárlögin, efnahagsmál og stjórnmálaástandið. Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatidarhold-1-desember
|
Hátíðarhöld 1. desember
Miðvikudaginn 1. desember verður venju samkvæmt haldið upp á fullveldisdaginn í Háskólanum á Akureyri um leið og því er fagnað að áratugur er liðinn frá því að útilistaverkið Íslandsklukkan eftir Kristinn E. Hrafnsson var vígt og fært Akureyringum að gjöf frá Akureyrarbæ.
Í tilefni af 10 ára afmæli Íslandsklukkunnar var efnt til smásagnakeppni meðal barna í 5. bekk í samstarfi Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar við grunnskóla Akureyrar. Þema keppninnar var Framtíðarsýn-Akureyri 2020 en sigurvegari keppninnar hlýtur þann heiður að hringja Íslandsklukkunni 1. desember.
Fyrsta sætið hlaut Viðar Guðbjörn Jóhannsson, Glerárskóla fyrir söguna ?á leið til hins betra?. Annað sæti hlaut Sigurlaug Birta Helgadóttir, Brekkuskóla, með söguna ?Framtíðarsýn 2020- Enika? og þriðja sætið hlaut Ari Orrason Brekkuskóla með söguna ?Framtíðarsýn 2020 ? Klukkumálið?. Alls bárust 78 sögur í keppnina.
Dagskráin hefst á málstofu klukkan 14.30-16.00 í hátíðarsal Háskólans á Akureyri N101 sem ber yfirskriftina "Íslandsklukkan, framtíðin og sjálfstæðið".
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flytur erindið "Framtíð íslenskra háskóla", Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus, flytur erindið "Mín klukka, klukkan þín, kallar oss heim til sín" og Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, flytur erindið "Akureyri í framtíðinni".
Að lokinni málstofu eða klukkan 16.15 verður safnast saman við Íslandsklukkuna þar sem Stefán B. Sigurðsson, rektor, flytur ávarp og Viðar Guðbjörn Jóhannsson sigurvegari smásagnakeppninnar hringir Íslandsklukkunni 10 sinnum með aðstoð Jóhönnu Guðrúnar Magnúsdóttur formanns félags stúdenta við HA, stúdentar við HA munu bera logandi kyndla og lífga upp á svæðið.
Að því loknu eða klukkan 16.30 er öllum boðið í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Þar verður boðið upp á kakó, kaffi og smákökur. Jafnframt fer fram sýning á smásögunum sem bárust í keppnina. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, ávarpar gesti og síðan afhenda þeir Stefán B. Sigurðsson, rektor, sigurvegurum smásagnakeppninnar sem lentu í fyrsta, öðru og þriðja sæti bókarverðlaun. Barnakór Akureyrarkirkju syngur nokkur lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Viðar Guðbjörn Jóhannsson, sigurvegari smásögukeppninnar, les upp vinningssöguna sína og Björn Þorláksson, rithöfundur og bæjarlistamaður, ræðir við gesti og hvetur ungu kynslóðina til dáða.
Skemmtileg og notaleg stemming mun einkenna hátíðina og eru allir hvattir til að mæta á hátíðarhöldin, gera sér glaðan dag og hefja jólamánuðinn á huggulegum nótum.
Frétt af vef Háskólans á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuar-holta-og-hlidahverfis-athugid
|
Íbúar Holta og Hlíðahverfis athugið
Kynningarfundur um breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs í Akureyrarkaupstað verður haldinn í Glerárskóla fimmtudagskvöldið 2. desember n.k. kl. 20.00.
Dagskrá:
Breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs og markmið Akureyrarkaupstaðar í flokkunar- og endurvinnslumálum: Formaður umhverfisnefndar Sigmar Arnarsson
Fyrirkomulag innleiðingar á sorphirðu: Fulltrúi Gámaþjónustu Norðurlands
Molta ehf jarðgerðarstöð: Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri
Umræður
Fundarstjóri verður Óskar Þór Halldórsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stefna-skiptir-yfir-i-rautt
|
Stefna skiptir yfir í rautt
Stefna hugbúnaðarhús hefur starfað frá árinu 2003 og hefur þróað vefumsjónarkerfið Moya. Stefna er með yfir 400 viðskiptavini. Meðal þeirra eru til að mynda Vodafone, Sjúkrahúsið á Akureyri og Saga Fjárfestingarbanki sem hafa nú um árabil notað vefumsjónarkerfið Moya með góðum árangri. Nýjasta uppfærsla Moya leit dagsins ljós í gær með nýjum vef Stefnu og skiptir fyrirtækið einnig um lógó og lit.
Hægt er að sjá nýja vefinn á www.stefna.is.
Árni Kár framkvæmdastjóri Stefnu segir að breytingar á Moyu séu einna helst nýjungar í myndasafni og ritlum ásamt því að nýir möguleikar opnast í valmynd Moyu, sem gerir kerfið enn aðgengilegra og þægilegra í notkun en áður. ,,Moya hefur vakið mikla lukku meðal viðskiptavina okkar sem tala einna helst um að það sé auðvelt í notkun og að aðgerðir séu auðskiljanlegar. Það hefur alla tíð verið okkar markmið að viðmót Moyu sé aðgengilegt fyrir alla, hvort heldur sem um er að ræða þaulreynda sérfræðinga eða einyrkja sem þurfa að halda uppi lifandi vef. Með nýjungum eins og bætast við í dag er ætlunin að koma enn betur til móts við þarfir síbreytilegs markaðar og þarfa okkar núverandi og tilvonandi viðskiptavina."
Stefna hefur einnig þróað sérlausnir fyrir sína viðskiptavini samhliða þróun Moyu og má þar nefna öflugt vefverslunarkerfi, SPlist sem snýr að skoðunarkönnunum á vefnum og Matartorgið sem auðveldar foreldrum og skólum að halda utan um skráningu barna í mötuneyti. Stefna byggir á þeim kjörorðum að ,,það eru engin vandamál, bara viðfangsefni." segir Árni Kár að lokum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventuveisla-sn-med-diddu-og-pali-oskari
|
Aðventuveisla SN með Diddú og Páli Óskari
Laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. desember verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hofi á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum verða systkinin Diddú og Páll Óskar. Sérstakur gestur tónleikanna er hörpuleikarinn Monika Abendroth en þau Páll Óskar hafa unnið mikið saman í tónlistinni á undanförnum árum. Einnig kemur fram með hljómsveitinni stúlknakór undir stjórn Ámanns Einarssonar. Á efnisskrá tónleikanna er jóla- og aðventutónlist. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónleikarnir þann 4. desember hefjast kl. 18.00 og kl. 16.00 þann 5. desember.
Systkinin Páll Óskar og Diddú eru meðal okkar fremstu söngvara og hafa hvort á sinn hátt sungið sig inn í hjörtu landsmanna. Þau hafa afar ólíkan bakgrunn í tónlistinni, Páll Óskar er sjálfmenntaður söngvari og hefur unnið sem slíkur frá barnsaldri og komið víða við á listamannsferli sínum. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur svo sem ?Stuð? (1993), ?Palli? (1995), ?Seif? (1996), ?Deep Inside? (1999), ?Ef ég sofna ekki í nótt? (2001) og ?Ljósin heima? (2003) en hana gerði hann ásamt Moniku Abendroth, hörpuleikara. Páll Óskar var fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1997 þar sem hann flutti lagið ?Minn hinsti dans?. Dansplatan ?Allt fyrir ástina? kom út árið 2007 og árið 2008 gaf Páll Óskar svo út safnplötuna ?Silfursafnið?. Báðar þessar plötur hafa náð miklum vinsældum en lag af þeirri fyrrnefndu, ?Þú komst við hjartað í mér? eftir Pál Óskar og fleiri, færði hljómsveitinni Hjaltalín Íslensku tónlistarverðlaunin 2008.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, hóf feril sinn á sviði dægurtónlistar en fór síðan í nám í klassískum söng til Bretlands og Ítalíu. Hún hefur tekið þátt í margvíslegum uppfærslum jafnt á sviði sem og í kvikmyndum, sem ber fjölbreyttum hæfileikum hennar vitni. Hún hefur margoft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem og erlendum hljómsveitum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum auk þess sem hún hefur 5 sinnum áður komið fram með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún hefur hljóðritað fjóra geisladiska við undirleik SÍ en alls hefur hún sungið inn á rúmlega 70 hljómplötur. Árið 2001 söng hún ásamt José Carreras á eftirminnilegum tónleikum í Laugardagshöll og 2005 hlotnaðist henni sá heiður að stíga á stokk með Placido Domingo á tónleikum hans í Egilshöll. Nýverið söng hún fjölda tónleika í Frakklandi og í Moskvu.
Guðmundur Óli Gunnarsson hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frá stofnun hennar. Hann hefur einnig stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur og verið stjórnandi Caput. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli starfar við Tónlistarskólann á Akureyri þar sem hann m.a. stjórnar strengjasveit skólans.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því á sínu 18. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri, á Austurlandi og víða á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara úr þessum byggðarlögum og þannig stutt við og auðgað tónlistarlíf á landsbyggðinni. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventusyning-la
|
Aðventusýning LA
Aðventusýning Leikfélags Akureyrar í ár er ?Gegnum holt og hæðir" eftir Herdísi Egilsdóttur. Herdís samdi einnig lögin í sýningunni en Ragnhildur Gísladóttir útsetti. Sýningin er fyrir alla fjölskylduna og var frumsýnd 27. nóvember í Rýminu. Næstu sýningar eru núna um helgina, laugardaginn 4. desember, og síðan laugardaginn 11. desember.
Gegnum holt og hæðir gerist í byrjun 19. aldar eða í ?gamla daga? og fjallar um Þóru og fjölskyldu hennar. Þóra er orðin bæði löt og óhlýðin og því bregður mamma hennar á það ráð að biðja Álfkonuna um að reyna að tjónka eitthvað við hana. Álfkonan tekur bóninni vel og kemur Þóru litlu í vist hjá Tröllkonunni vinkonu sinni. Tröllkonan býr í helli ásamt 10 tröllastrákum sem hún reynir að tjónka við en það gengur ekki alltaf sem best. Í þjónustu Tröllkonunnar er líka Refur sem leynir heldur betur á sér. Skemmtilegt ævintýri með söngvum sem hentar vel fyrir alla fjölskylduna.
Miðar á sýninguna fást í Samkomuhúsinu og HÉR.
Með öll hlutverk í sýningunni fer hópur nemenda Leiklistarskóla LA.
Leikstjóri: Berglind Jónsdóttir
Tónlistarstjóri: Ásta Magnúsdóttir
Tæknistjórn: Gunnar Sigurbjörnsson
Aðstoð: Jana María Guðmundsdóttir
Leikmynd: Bjarki Árnason, leikhópurinn og foreldrar
Búningar: Leikhópurinn og foreldrar
Gervi: Sunna Björk Hreiðarsdóttir
Leikendur eru:
Arnaldur Starri Stefánsson, Diljá Ingólfsdóttir, Elva Karítas Baldvinsdóttir, Guðríður Jana Arnarsdóttir, Guðrún Erla Bragadóttir, Hafdís Dröfn Sigurðardóttir, Jenný Mirra Ringsted, Jóhanna Þorgilsdóttir, Júlía Birta Baldursdóttir, Kristófer Alex Guðmundsson, Lísa María Ragnarsdóttir, Lovísa Brynjarsdóttir, Lovísa Ýr Héðinsdóttir, Margrét Steinunn Benediktsdóttir, Marta Gréta Magnúsdóttir, Máney Dís Davíðsdóttir, Máney Nótt Steinþórsdóttir, Ólafur Göran Ólafsson Gros, Patrekur Jamie Plaza, Rán Ringsted, Sonja Rún Magnúsdóttir, Svanur Berg Jóhannsson, Tíbrá Marin Bjarmadóttir, Una Magnea Stefánsdóttir, Þóra Katrín Erlendsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikid-um-ad-vera-um-helgina
|
Mikið um að vera um helgina
Aðventuævintýri á Akureyri hófst um síðustu helgi þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi. Aðventan er einstaklega heillandi tími á Akureyri þegar bærinn klæðist jólabúningi og jólaljósin skreyta bæinn svo úr verður eitt allsherjar Aðventuævintýri. Á boðstólnum eru fjölmargir skemmtilegir viðburðir fyrir alla fjölskylduna.
Bæjarbúar og gestir eru hvattir til að heimsækja síðuna www.visitakureyri.is og skoða þar viðburðadagatal Aðventuævintýris. Þar má finna upplýsingar um jólatónleika hinna ýmissu kóra sem starfa á Akureyri, jólamarkað, upplestur úr nýútkomnum jólabókum, jólaannir í Laufási, jólaball á Ráðhústorgi, leiksýningar, Jólagesti Björgvins, Frostrósartónleika, Aðventuveislu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, jólastemningu í Hrísey, jólasveinana syngja á gömlu KEA svölunum, Lúsíudaginn og þegar kirkjukórarnir syngja jólin inn að gömlum sið, svo dæmi séu tekin.
Bæjarbúar og gestir eru hvattir til að nýta sér á aðventunni aukinn opnunartíma Minjasafnsins á Akureyri og leikfangasýningarinnar "Leikföng frá liðinni öld" sem staðsett er í Friðbjarnarhúsi. Á báðum stöðum er opið fram að jólum alla daga frá 13-16.
Hægt að nálgast á forsíðu www.visitakureyri.is, undir Aðventuævintýri, upplýsingar um opnunartíma á aðventunni og yfir sjálfa jólahátíðina í miðbænum og á Glerártorgi. Einnig hjá sundlaugunum, Hlíðarfjalli, gisti- og veitingastöðum o.fl.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rocky-horror-aftur-a-fjalirnar
|
Rocky Horror aftur á fjalirnar
Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að sýna nokkrar aukasýningar á Rocky Horror og verður fyrsta sýningin föstudaginn 11. febrúar. Sýningafjöldi verður takmarkaður. Metaðsókn var á þennan víðfræga söngleik hjá Leikfélagi Akureyrar nú í haust. Um 12 þúsund gestir sáu sýninguna á tveimur mánuðum. Rocky Horror hefur verið sýnt í nýja Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og má segja að setið hafi verið í öllum 505 sætunum í stóra salnum á hverri sýningu.
Fjöldi glæsilegra listamanna kemur fram í sýningunni sem er hin magnaðasta í alla staði. Má þar nefna Magnús Jónsson sem Frank N Furter, Andreu Gylfadóttur sem Columbiu, Bryndísi Ásmundsdóttur sem Magentu, Eyþór Inga Gunnlaugsson sem fer á kostum sem Riff Raff og Matta Matt (úr Pöpunum og Dúndurfréttum) sem Eddie.
Lögin úr sýningunni hafa verið gefin út á geisladiski og fást í öllum helstu plötu-, bóka- og matvöruverslunum.
Árið 2011 verða 20 ár síðan Rocky Horror var fyrst sett upp á Íslandi í Menntaskólanum í Hamrahlíð en þá lék Páll Óskar aðalhlutverkið. Leikfélag Akureyrar hefur boðið leikendum þessarar sýningar að koma norður og halda upp á afmælið með því að sjá Rocky Horror í Hofi.
Á Akureyri er úrval gistirýma við allra hæfi. Fjöldi góðra veitingastaða og verslanir. Einnig er tilvalið að nota ferðina norður til að bregða sér á skíði. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Akureyrarstofu, www.visitakureyri.is.
Valitor og Flugfélag Íslands eru styrktaraðilar Rocky Horror og Flugfélagið býður upp á spennandi pakka fyrir þá sem vilja fljúga norður til að sjá söngleikinn.
Aðrar sýningar hjá LA eftir áramótin eru meðal annars gestasýningin Jesús litli frá Borgarleikhúsinu sem verður sett upp í Hofi í janúar. Í lok janúar munu svo Radíus bræðurnir Steinn Ármann og Davíð þór verða í Samkomuhúsinu með hina frábæru sýningu Villidýr og pólitík. Í byrjun mars frumsýnir LA Farsælan farsa sem er einn besti farsi seinni tíma og skartar öllum bestu eiginleikum þessa forms: framhjáhaldi, misskilningi, lygum og hurðaskellum. Leikstjóri er einn dáðasti farsaleikstjóri Íslands, María Sigurðardóttir, en hún leikstýrði einnig Sex í sveit, Fló á skinni og Fúlar á móti.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorinn-i-hlidarfjalli
|
Bæjarstjórinn í Hlíðarfjalli
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, hefur verið á ferð og flugi síðustu vikur að heimsækja deildir og stofnanir bæjarins. Við hittum hann í Hlíðarfjalli föstudaginn 3. desember þar sem Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, og Kristinn H. Svanbergsson, íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar, fóru með hann um svæðið og kynntu fyrir honum starfsemina.
Eiríkur segist með þessum heimsóknum vilja kynnast betur þeirri þjónustu sem Akureyrarbær innir af hendi, hitta starfsfólkið og síðast en ekki síst kynna sjálfan sig og sínar áherslur. Myndirnar að neðan voru teknar í Hlíðarfjalli siðasta föstudag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosaganga-og-samstada
|
Ljósaganga og samstaða
Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til ljósagöngu og samstöðu á Ráðhústorgi fimmtudaginn 9. desember. Gengið verður með kyndla frá Akureyrarkirkju kl.16.30-17.00.
Þann 25. nóvember var 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 19. sinn út um allan heim. Á þessum árum hefur átakið unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot.
Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra. Þá hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim.
Alþjóðleg mannréttindavernd og réttindi kvenna eiga undir högg að sækja og því er 16 daga átak árið 2010 tileinkað baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á átakasvæðum.
Margt hefur áunnist undanfarin ár í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi; íslensk stjórnvöld hafa gert ítarlega aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisofbeldi og aðgerðaáætlun gegn mansali. Brýnt er að fyrirhugaður niðurskurður hins opinbera bitni ekki á framkvæmd þessara áætlana því vitað er að efnahagsþrengingar geta leitt til aukins kynbundins ofbeldis og bitna oft harðar á konum.
Á Ráðhústorgi verður flutt stutt ávarp, ljóðalestur og söngur Ungra radda.
Það fólk sem á kyndla má endilega koma með þá í gönguna.
Þau sem standa að ljósagöngunni og samstöðunni eru:
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar
Jafnréttisstofa
Aflið ? samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi
Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna
Zontaklúbbur Akureyrar
Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands
Norðurlandsdeild Hjúkrunarfélags Íslands
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jakvaed-rekstrarafkoma
|
Jákvæð rekstrarafkoma
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2011 var lögð fram í bæjarstjórn Akureyrar í gær. Rekstarafkoma A- og B hluta er áætluð jákvæð um 146,3 milljónir króna eftir fjármagnsliði og tekjuskatt.
Fjárhagsáætlunin er sett fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, Fasteignir Akureyrarbæjar, Framkvæmdamiðstöð og Eignasjóð gatna. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Akureyrabæjar, Strætisvagnar Akureyrabæjar, Öldrunarheimili Akureyrabæjar, Framkvæmdasjóður Akureyrarbæjar, Bifreiðastæðasjóður Akureyrabæjar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka hf., Heilsugæslustöðin á Akureyri, Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar og Gjafasjóður Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi samstæðunnar mun veltufé frá rekstri nema 1.810,3 millj.kr. og handbært fé frá rekstri 1.794,3 millj.kr. Fjárfestingarhreyfingar nema samtals 1.716,3 millj.kr. Fjármögnunarhreyfingar munu nema samtals 307,4 millj.kr. Afborgun langtímalána er áætlað að nemi 1.174,6 millj.kr. Ný langtímalán eru áætluð 1.494 millj.kr. Handbært fé sveitarfélagsins í árslok er áætlað að nemi 1.656,5 millj.kr.
Heildarlaunagreiðslur ásamt launatengdum gjöldum hjá samstæðunni eru áætlaðar 8.148.8 millj.kr. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins, í hlutfalli við rekstrartekjur þess, eru áætluð 53,19%. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður 30,4% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins ásamt jöfnunarsjóði eru áætlaðar 399 þús.kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 855 þús.kr. á hvern íbúa. Árið 2010 eru skatttekjurnar ásamt jöfnunarsjóði áætlaðar 407 þús.kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 861 þús.kr.
Áætlað er að eignir sveitarfélagsins í efnahagsreikningi 31.12. 2011 verði bókfærðar á 36.360 millj.kr., þar af eru veltufjármunir 3.209 millj.kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nemi samkvæmt efnahagsreikningi 22.623 millj.kr., þar af eru skammtímaskuldir 3.460 millj.kr. Áætlað er að heildareignir á hvern íbúa muni nema 2.024 þús. kr. og heildarskuldir 1.196 þús. kr. Veltufjárhlutfallið er áætlað 0,93 í árslok, en er áætlað 0,87 í árlok 2010. Bókfært eigið fé er áætlað að nemi 13.737 millj.kr í árslok 2011. Eiginfjárhlutfall í árslok er áætlað að nemi 38%.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um fjárhagsáætlun á tveimur fundum í sveitarstjórn og var hún til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar í gær, 7. desember, og síðari umræða fer fram 21. desember nk.
Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2011.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-styrkir-hjalparstarf-kirkjunnar
|
KEA styrkir Hjálparstarf kirkjunnar
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í gær Hjálparstarfi kirkjunnar á Akureyri 500 þúsund króna peningagjöf sem ætluð er til kaupa á matvælum til styrktar skjólstæðingum hjálparstarfsins.
Halldór segir að með þessari gjöf vilji KEA létta undir með því fólki sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jólin en þetta er sjöunda árið í röð sem KEA styrkir Hjálparstarfið.
Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti gjöfinni viðtöku, segir að þörf fyrir aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar sé alltaf að aukast og þetta framlag KEA komi því sannarlega að góðum notum.
Jón Oddgeir segir að á annað hundrað manns í Eyjafirði og Þingeyjarsveit leiti um þessar mundir eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, auk þess hafi stofnunin samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi og bjóði fram aðstoð sína.
Á meðfylgjandi mynd eru Jón Oddgeir Guðmundsson og Halldór Jóhannsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuar-sidu-og-giljahverfa-athugid
|
Íbúar Síðu- og Giljahverfa athugið
Kynningarfundur um breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs í Akureyrarkaupstað verður haldinn í Síðuskóla fimmtudagskvöldið 9. desember nk. kl. 20.00.
Dagskrá er eftirfarandi:
Breytt fyrirkomulag á sorphirðu og flokkun úrgangs og markmið Akureyrarkaupstaðar í flokkunar- og endurvinnslumálum: Formaður umhverfisnefndar Sigmar Arnarsson
Fyrirkomulag innleiðingar á sorphirðu: Fulltrúi Gámaþjónustu Norðurlands
Molta ehf jarðgerðarstöð: Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri
Umræður
Fundarstjóri: Óskar Þór Halldórsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosaganga-og-samstada-2
|
Ljósaganga og samstaða
Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til ljósagöngu og samstöðu á Ráðhústorgi í dag, fimmtudaginn 9. desember. Gengið verður með kyndla og kerti frá Akureyrarkirkju kl.16.30.
Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt 16 daga átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra. Þá hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim.
Margt hefur áunnist undanfarin ár í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi; íslensk stjórnvöld hafa gert ítarlega aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisofbeldi og aðgerðaáætlun gegn mansali. Brýnt er að fyrirhugaður niðurskurður hins opinbera bitni ekki á framkvæmd þessara áætlana því vitað er að efnahagsþrengingar geta leitt til aukins kynbundins ofbeldis og bitna oft harðar á konum.
Á Ráðhústorgi verður flutt stutt ávarp, ljóðalestur og sönghópurinn Ungar raddir syngur nokkur lög.
Þau sem standa að ljósagöngunni og samstöðunni eru:
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar, Jafnréttisstofa, Aflið ? samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna, Zontaklúbbur Akureyrar, Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands og Norðurlandsdeild Hjúkrunarfélags Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/audgum-lifid
|
Auðgum lífið
Á morgun, föstudaginn 10. desember, verður haldin skemmtun í Vélsmiðjunni til minningar um hjónin Hólmfríði Ósk Jónsdóttur og Ólas Bjarnason en systkini þeirra hafa ákveðið að gefa veglega peningagjöf í minningu þeirra til að auðga líf fólks með fötlun. Er búsetudeild Akureyrarbæjar falið að ráðstafa gjöfinni í samráði við gefendur.
Skemmtunin í Vélsmiðjunni stendur frá kl. 17-20, boðið verður upp á kaffiveitingar og eru allir velkomnir. Þar verður gjöfin formlega afhent, hinn sívinsæli Óskar Pétursson mun syngja og skemmta og síðan verður sungið og dansað líkt og þeim hjónum, Hólmfríði og Ólafi, var einum lagið. Hljómsveitin PKK leikur undir dansi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glitsky-yfir-baenum
|
Glitský yfir bænum
Allan seinnipartinn í gær sást stórt og glæsilegt glitský á suðvesturhimni yfir Akureyri. Litadýrð skýsins var á köflum afar mikil og virtist hafa nokkur áhrif á birtuna í bænum. "Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu og eru úr ískristöllum eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrötum," segir um þetta fyrirbæri á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Nánari upplýsingar um glitský er að finna hér. Myndirnar að neðan tók Ragnar Hólm á Akureyri í gær.
Og glitský voru enn á himni í dag, 10. desember, þegar myndin að neðan var tekin við styttuna af landnámshjónunum Helga magra og Þórunni hyrnu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-syningarhelgi-i-listasafninu-2
|
Síðasta sýningarhelgi í Listasafninu
Komið er að síðustu sýningarhelgi "PortrettNú!" í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er unnin í samstarfi við Fredriksborgarsafn í Danmörku en hér er á ferðinni samnorræn portrettsýning sem fyrst var sett upp árið 2008. Á sýningunni "PortrettNú!" er að finna verk frá öllum Norðurlöndunum og er öllum birtingarformum portrettlistarinnar gert jafnhátt undir höfði.
Að sýningu lokinni á Akureyri mun "PortrettNú!" halda ferðalagi sínu áfram um Norðurlönd. Í janúar 2011 verður hún sett upp í Tikanojas konsthem í Vaasa í Finlandi. Þá taka Norðmenn við þar sem sýningin verður sett upp í Norsk Folkemuseum í Osló í apríl 2011.
Listasafnið á Akureyri er opið á laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 17.
Þann 15. janúar 2011 opnar safnið á ný með samsýningu listamannanna Sigtryggs Baldvinssonar og Þorra Hringssonar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bjorgulfur-ea-yfir-milljardinn
|
Björgúlfur EA yfir milljarðinn
Björgúlfur EA 312 kom til heimahafnar á Dalvík í dag með fullfermi eða 115 tonn af fiski. Uppistaðan er þorskur sem fer beint til vinnslu í frystihúsinu á Dalvík. Aflaverðmæti í túrnum eru rúmar 25 milljónir króna. Með þessari löndun hefur Björgúlfur veitt fyrir yfir 1.000 milljónir á árinu og er það í fyrsta skipti sem skipið veiðir fyrir meira en milljarð á einu ári.
Í tilefni af þessum tímamótum var áhöfninni færð rjómaterta við heimkomuna. Björgúlfur hefur alla tíð aflað fyrir fiskvinnsluna á Dalvík frá því að hann kom nýr árið 1977. "Árangurinn í ár er glæsilegur ekki síst í ljósi þess að skipið var stopp í 5 vikur í sumar. Á síðasta ári var aflaverðmæti skipins 970 milljónir en það eru líklega 3 landanir eftir á árinu svo skipið fer vel yfir milljarðinn í ár. Þrátt f! yrir mikinn afla hefur áhöfnin lagt sig fram um að skila úrvalshráefni fyrir vinnslu félagsins, en gæði og sölumöguleikar stýra alfarið veiðum skipsins á hverjum tíma," segir Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðar Samherja hf.
Kristján Salmannsson, skipstjóri, og Oliver Karlsson, afleysingarskipstjóri, við tertuna góðu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-styrkir-ka-og-thor-2
|
KEA styrkir KA og Þór
KEA hefur endurnýjað styrktarsamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. KEA mun áfram verða einn af aðalstyrktaraðilum félaganna en um er að ræða heildarsamninga sem taka til allra deilda félaganna og gilda til eins árs.
Halldór Jóhannsson undirritaði samninginn fyrir hönd KEA, Sigfús Helgason fyrir hönd Þórs og Hrefna G. Torfadóttir fyrir hönd KA. Halldór segir að hér sé um að ræða framhald á þeim stuðningi sem KEA hafi veitt félögunum á undanförnum árum, KEA sé ákaflega stolt af því að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf á félagssvæðinu. Sigfús og Hrefna segja að styrktarsamningurinn við KEA sé mjög mikilvægur fyrir íþróttafélögin og efli verulega íþrótta- og æskulýðsstarf á Akureyri. Virkir íþróttaiðkendur hjá Þór og KA eru hátt í tvö þúsund.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ys-og-thys-i-hofi
|
Ys og þys í Hofi
Einkar líflegt og jólalegt er í Menningarhúsinu Hofi þessa dagana. Skólatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri hafa staðið yfir síðustu daga og í gær voru einir slíkir haldnir en þá hófust einnig æfingar fyrir tónleika Frostrósa með þremur stórum kórum, auk þess sem gestir frá Öldrunarheimilum Akureyrar komu í kaffi í Hof og tóku lagið við undirleik harmonikku. Myndirnar að neðan voru teknar í Hofi í gær.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasumar-2011-a-akureyri
|
Listasumar 2011 á Akureyri
Umsóknarfrestur um þátttöku í Listasumri á Akureyri 2011 hefur verið framlengdur til 20. janúar 2011. Tónlistarfólk er séstaklega hvatt til að sækja um. Listasumar mun standa frá 19. júní til 27. ágúst. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um skilmála fyrir þátttakendur er að finna á vefsíðunni http://www.listagil.akureyri.is/.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilmálana vel.
Nánari upplýsingar fást hjá Menningarmiðstöðinni í Listagili í síma 466 2609 eða í netpósti [email protected] og/eða [email protected]. Umsóknir og fylgigögn skulu send á neðanskráð póstfang, póststimplað fyrir 20. janúar 2011:
Menningarmiðstöðin í Listagili
Ketilhúsið
Pósthólf 115
602 Akureyri
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.