Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/paskaaevintyri-a-akureyri-1
|
Páskaævintýri á Akureyri
Það er einstakt páskaævintýri framundan á Akureyri. Skíðaparadísin í Hlíðarfjalli tekur vel á móti gestum sínum stórum sem smáum og verður m.a. hægt að hlýða á hina eina sönnu Helenu Eyjólfsdóttur hefja upp raust sína milli þess sem skíðað er niður brekkurnar, tekið þátt í skíðatrimmi o.fl. Hægt að nálgast allar upplýsingar um aðstæður og skipulagða dagskrá í fjallinu á vefnum www.hlidarfjall.is.
Þess má til gamans geta að í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi verður sýning yfir páskana á vegum Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands á gömlum skíðakeppnisgöllum og er óhætt að segja að þeir þeir hafi heldur betur tekið breytingum í gegnum árin.
Þeir sem kjósa frekar að sýna listir sínar á skautum geta litið inn í Skautahöllina sem er opin alla páskana. Þar er hægt að leigja allar nauðsynlegar skautagræjur.
Áhugafólk um leikhús verður ekki svikið af heimsókn til Akureyrar um páskana. Leikfélag Akureyrar sýnir þrjú stykki; Fúlar á móti, 39 þrep og að síðustu barnaleikritið Horn á höfði. Í Sjallanum verður Hellisbúinn sýndur og í Freyvangsleikhúsinu í Eyjafjarðarsveit eru Dýrin í Hálsaskógi á fjölunum. Í Ketilhúsinu verður töfrabragðasýning fyrir alla fjölskylduna.
Af myndlistarsýningum er af nægu að taka. Fyrst er að nefna einstaka sýningu í Listasafninu á Akureyri á verkum Tryggva Ólafsson, í GalleríBOX er óvenjuleg sýning þar sem duftker eru í aðalhlutverki, í Jónas Viðar Gallery stendur yfir sýning Þórarins Blöndal "Ferðalangur" en einnig opnar á skírdag sýning í galleríinu á verkum Jónasar Viðars. Á Café Karólínu opnar á laugardaginn sýning Kristjáns Péturs Sigurðssonar og hefur hún yfirskriftina "Rauðaþögn á ferð og flugi".
Það verður líflegt í Menningarsmiðjunni Populus Tremula um páskana. Á skírdag opnar Rut Ingólfsdóttir ljósmyndasýningu sem hún nefnir "Annars konar landslag" og á laugardagskvöld verða tónleikar í Populus Tremula þar sem fram koma Tinna Marína Jónsdóttir ásamt Daníel Auðunssyni. Einnig kemur Sick Bird fram sem er að þessu sinni skipuð Konna Bartsch og Krissa Edelstein.
Tónlistin er umfangsmikil á dagskrá páskaævintýris. Fyrst er að nefna árlega páskatónleika tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju á skírdag. Þar verður einleikari Bryndís Halla Gylfadóttir. Hljómsveitin Benni Hemm Hemm heldur tónleika í Ketilhúsinu og spilar efni af nýrri væntanlegri plötu sem og gamalt efni. Í KA-heimili mun Kristján Jóhannsson stíga á svið ásamt Diddú, Huldu Björk Garðarsdóttur og fleiru góðu söng- og tónlistarfólki. Kammerkórinn Hymnodia verður með miðnæturtónleika í Akureyrarkirkju á föstudaginn langa og hefjast þeir klukkan 23, einnig kemur fram kammersveit og ungkvennakórinn Ísold. Græni hatturinn slær hvergi af og um páskana verður hægt að fara á tónleika með Skriðjöklum, Hjálmum, Gunnari Þórðarsyni og vinum, Hvanndalsbræðurum og Killer Queen.
Söfnin taka fagnandi á móti ferðalöngum og heimafólki um páskana: Minjasafnið, Flugsafn Íslands, Listasafnið á Akureyri og Iðnaðarsafnið eru opin alla páskana.
Þetta er aðeins brot af því sem hægt er að njóta á páskaævintýri á Akureyri - frekari upplýsingar er að finna á vefnum www.visitakureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samfelag-og-rikisvald-hvad-for-urskeidis
|
Samfélag og ríkisvald: Hvað fór úrskeiðis?
Félag áhugafólks um heimspeki, Amtsbókasafnið og Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri efna til fyrirlestraraðar á vordögum undir yfirskriftinni "Hrunið og heimspekin". Rýnt verður í íslenskan veruleika samtímans og síðari ára, eftir hrun, með augum heimspekinnar. Um er að ræða fimm fyrirlestra sem allir verða haldnir á fimmtudögum klukkan 17.00 í Amtsbókasafninu á Akureyri. Páll Skúlason ríður á vaðið fimmtudaginn 8. apríl með fyrirlestri sínum "Samfélag og ríkisvald: Hvað fór úrskeiðis?".
Næstu fyrirlestrar verða sem hér segir:
15. apríl - Salvör Nordal: Samfélag sérhagsmuna í hnattvæddum heimi.
22. aprí - Magnús Baldursson: Hvað er vald?*
29. apríl - Guðmundur H. Frímannsson: Er samfélagssáttmálinn brostinn?
6. maí - Ágúst Þór Árnason: Hvaða lýðveldi?
* Fyrirlestur Magnúsar verður haldinn í Eymundsson, Hafnarstræti.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kainn-kvedinn-a-sigurhaedum
|
Káinn kveðinn á Sigurhæðum
Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri heldur opinn kyningarfund á Sigurhæðum í kvöld, miðivikudaginn 7. apríl kl. 20. Þar munu félagar kynna kveðanda og rímnakveðskap. Félagið var stofnað fyrir fimm árum og hefur verið jafn stígandi í starfsemi þess.
Fundinn ber upp á fæðingardag kímniskáldsins Káins, en fullu nafni hét hann Kristján Níels Jónsson. Hann fæddist á Akureyri 1860, en flutti ungur til Kanada. Afmælisbarnið kemur við sögu í kveðskap Gefjunarmanna á Sigurhæðum, en Káinn var alla tíð skemmtinn í kveðskap sínum. Hann var ekki mikill bindindismaður, nema síður væri. Það kemur glöggt fram í vísu sem hann orti til konu nokkurrar, sem hafði gert ítrekaðar en mislukkaðar tilraunir til að "þurrka" skáldið:
Bakkus gamli gaf mér smakka
gæðin bestu, öl og vín.
Honum á ég það að þakka,
að þú ert ekki konan mín.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hver-vinnur-akureyri
|
Hver vinnur Akureyri?
Annað kvöld kl. 20, fimmtudagskvöldið 8. apríl, verður haldinn borgarafundur í Deiglunni á Akureyri sem helgaður er komandi bæjarstjórnarkosningum og ber yfirskriftina "Hver vinnur Akureyri?" Sérstakir spyrlar hafa verið fengnir til að leggja spurningar fyrir fulltrúa þeirra framboðslista sem sem bjóða fram í vor um málefni sem varða akureyrskt samfélag og framtíð bæjarins. Fundarstjóri verður Embla Eir Oddsdóttir.
Í pallborði sitja:
Edward H. Huijbens, fulltrúi Vinstri grænna
Geir Kristinn Aðalsteinsson, fulltrúi L-listans
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokks
Logi Már Einarsson, fulltrúi Samfylkingar
Sigrún Björk Jakobsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks
Sigurður Guðmundsson, fulltrúi Bæjarlistans
Spyrlar verða eftirtaldir:
Erlendur Steinar Friðriksson spyr um framtíðarsýn frambjóðenda
Jóhann Ásmundsson spyr um atvinnumálin
Jóna Lovísa Jónsdóttir spyr um velferðarmálin
Knútur Karlsson spyr um miðbæjarskipulagið
Skorað er á bæjarbúa að fjölmenna á fundinn sem hefst sem áður segir kl. 20 annað kvöld, fimmtudagskvöldið 8. apríl, í Deiglunni.
Frá síðasta borgarafundi sem haldinn var í Deiglunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mest-fjolgun-gistinatta-a-nordurlandi
|
Mest fjölgun gistinátta á Norðurlandi
Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 77.100 en voru 72.800 í sama mánuði árið 2009. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi og Suðurnesjum. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Norðurlandi, úr 4.500 í 5.500 eða um 22% miðað við febrúar 2009.
Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 54.000 í 58.000 eða um 7% og á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um 4%, voru 7.800 samanborið við 8.000 í febrúar 2009. Á Vesturlandi og Vestfjörðum var fjöldi gistinátta svipaður og í febrúar 2009 en á Suðurnesjum fækkaði gistinóttum um 17%, úr 4.100 í 3.400. Gistinóttum á Austurlandi fækkaði einnig á milli ára voru 700 samanborið við 800 í febrúar 2009.
Aukning gistinátta á hótelum í febrúar má aðallega rekja til erlendra gesta en gistinóttum þeirra fjölgaði um tæp 8% miðað við febrúar 2009 á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 1%.
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Frétt af heimasíðu Hagstofu Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-haettumat-vegna-ofanfloda
|
Nýtt hættumat vegna ofanflóða
Hættumatsnefnd Akureyrarbæjar boðar til kynningar á tillögu að nýju hættumati vegna ofanflóða fyrir Akureyri. Kynningin verður haldin í Zontahúsinu, Aðalstræti 54, í dag, fimmtudaginn 8. apríl, kl. 16-19. Tillaga að hættumati verður sýnd á veggspjöldum og drög að greinargerð með hættumatskorti munu liggja frammi.
Fulltrúar hættumatsnefndar og sérfræðingur Veðurstofu Íslands kynna málið og svara fyrirspurnum gesta.
Tillagan verður síðan aðgengileg almenningi á bæjarskrifstofu Akureyrar til föstudagsins 14. maí 2010.
Bæjarbúar eru hvattir til að mæta á kynninguna og leita svara við spurningum sem kunna að vakna.
Mat á hættu vegna ofanflóða á Akureyri (bæklingur á pdf-formi).
Meðfylgjandi mynd var tekin í vettvangsskoðun hættumatsnefndar í innbæ Akureyrar 22. apríl 2008. Frá vinstri: Gunnar Guðni Tómasson, Helgi Már Pálsson, Halldór G. Pétursson, Snjólfur Ólafsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir og Þórður Arason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjorugur-ibuafundur-i-gimsey
|
Fjörugur íbúafundur í Gímsey
Í gærkvöldi var haldinn í Grímsey íbúafundur með bæjarstjóra, samráðsnefnd um málefni Grímseyjar og nokkrum stjórnendum Akureyrarbæjar í félagsheimilinu Múla. Framsögur fluttu Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir, verkefnastjóri og tengiliður við Grímsey, og Helgi Már Pálsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar bæjarins. Fundurinn var fjölsóttur og umræður fjörugar. Eftir framsögur voru bornar fram fjölmargar spurningar til bæjarstjóra og annarra fulltrúa bæjarins.
Það mál sem helst brennur á Grímseyingum eru ferjusamgöngur við eyjuna og kostnaður við ferðir og flutning en boðuð hefur verið fækkun ferða úr þremur í tvær á viku. Grímseyingar benda á nauðsyn þess að koma fiski ferskum á markað og að fiskveiðar séu undirstöðuatvinnugrein í eyjunni og grundvöllur búsetu þar. Tíðni ferða og verðlagning skipta einnig miklu máli fyrir íbúana sjálfa og ferðamannaþjónustu.
Kom fram að líta megi á þessa sjóleið eins og þjóðveg 1 á fastalandinu. Grímseyingar hafa einnig borið verðlagningu saman við verðskrá Herjólfs til Vestmannaeyja en á þeirri leið eru fargjöld og flutningsgjöld lægri en með Grímseyjarferjunni Sæfara.
Ferjusiglingarnar eru reknar af Vegagerðinni og á ábyrgð samgönguráðuneytis og því ekki á valdi bæjarstjórnar að hlutast til um þær. Hins vegar hét bæjarstjóri liðsinni sínu og stuðningi í viðræðum við ríkisvaldið.
Ýmis fleiri mál og spurningar komu fram, svo sem vegna fyrirhugaðra breytinga á sorphirðu og förgun, væntanlegra kosninga um hunda- og kattahald í Grímsey, viðhald húsa og gatna, umferðarhraða og ferðaþjónustu.
Myndirnar að neðan voru teknar á fundinum í gærkvöldi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidustu-syningar-a-39-threpum
|
Síðustu sýningar á 39 þrepum
Hinn geysivinsæli gamanleikur 39 þrep hjá Leikfélagi Akureyrar hefur nú verið sýndur fyrir fullu húsi frá því í janúar. Í þessum nýstárlega og sprenghlægilega spennu-gamanleik takast fjórir hugrakkir leikarar á við 139 hlutverk, í einhverjum hröðustu, mest spennandi og fyndnustu 100 mínútum sem sést hafa á leiksviði.
39 þrep hlaut hin virtu Olivier verðlaun sem besta gamanleikritið árið 2007 og tvenn Tony verðlaun árið 2008. Sýningum lýkur á Akureyri 17. apríl.
Laugardaginn 3. apríl var 39. sýning á verkinu og þegar Oddný Stefánsdóttir mætti í sínu fínasta pússi í leikhúsið var tekið á móti henni með viðhöfn. Leikhússtjórinn, María Sigurðardóttir, afhenti Oddnýju páskaegg og blóm í tilefni dagsins en Oddný keypti miða númer 39 á þessa 39. sýningu á 39 þrepum.
Leikararnir í 39 þrepum og gesturinn góði: Atli Þór Albertsson, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Oddný Stefánsdóttir (39. gesturinn), Björn Ingi Hilmarsson, Jóhann G. Jóhannsson og leikstjórinn og leikhússtjórinn María Sigurðardóttir. (Myndina tók Skapti Hallgrímsson).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/athugun-a-thorf-fyrir-lagningu-dalsbrautar-sunnan-thingvallastraetis-mars-2011
|
Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar - Sunnan Þingvallastrætis. Mars 2010
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir tengibraut milli Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis, Dalsbraut, í beinu framhaldi af núverandi Dalsbraut.
Markmið þessa verkefnis er að athuga þörf fyrir þennan hluta Dalsbrautar út frá ástandi umferðar í nágrenni hennar.
Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar - skýrsla
Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis er ekki nauðsynleg vegna umferðarþunga í fyrirséðri framtíð, en lagning hennar myndi engu að síður draga að sér umferð og því létta á eða a.m.k. draga úr vexti umferðar á öðrumleiðum eins og á Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hlíðarbraut.
Til að þjónusta núverandi umferð og mæta umferðaraukningu í framtíðinni er mikilvægt að bæta gatnamót Þingvallastrætis og Miðhúsabrautar sem fyrst.
Lagning Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis stuðlar að styttri akstursvegalengdum milli hverfa og heilsteyptara gatnakerfi. Til þess að ná þessum markmiðum þarf götu með einni akrein í hvora átt, alla leið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sundlaugartonleikar-i-kvold
|
Sundlaugartónleikar í kvöld
Samband íslenskra framhaldsskólanema stendur fyrir sérstökum tónleikum á bökkum Sundlaugar Akureyrar í kvöld frá klukkan 19.30 til 22.30. Fram koma hljómsveitirnar Bróðir Svartúlfs, Árstíðir, Nammidagur og Yoda Remote. Öll meðferð áfengis eða annarra vímuefna er að sjálfsögðu stranglega bönnuð eins og alltaf áður í Sundlaug Akureyrar og aðgangseyrir er 450 krónur.
Að sögn fulltrúa Sambands íslenskra framhaldsskólanema er meginmarkmiðið með tónleikunum að skemmta framhaldsskólanemum á uppbyggilegan hátt og koma í veg fyrir óæskilega vímuefnanotkun.
Söngkeppni framahaldsskólanna verður haldin í Íþróttahöllinni á laugardagskvöld og þrátt fyrir prýðilega hegðan velflestra gesta hennar, hefur endrum og sinnum borið á nokkrum skrílslátum. Með því að halda tónleika á sundlaugarbakkanum og sjá til þess að framhaldsskólanemar hafi eitthvað fyrir stafni er vonast til að hægt verði að sporna við slíkri hegðan.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/innritun-i-leikskola
|
Innritun í leikskóla
Búið er að senda út rúmlega 160 innritunarbréf vegna leikskóla. Þeir foreldrar sem fá bréf hafa nú 10 daga til að taka ákvörðun um hvort þeir láta innrita börn sín í leikskólana eða ekki. Þeir foreldrar sem ekki fá bréf á næstu dögum, hafa í flestum tilvikum sótt um leikskóla þar sem eftirspurn eftir plássum er meiri en skólinn getur annað.
Þegar búið verður að innrita í öll laus pláss í þeim skólum, verður þeim foreldrum boðið að innrita börn sín í aðra skóla. Reynt verður að ganga frá allri innritun barna sem fædd eru 2008 og fyrr, fyrir miðjan maí nk.
Eftir það verður byrjað að innrita börn sem fædd eru snemma árs 2009. Gert er ráð fyrir að hægt verið bjóða foreldrum þessara allra yngstu barna innritun í a.m.k. 2?3 skóla í bænum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ort-staekkandi-ljodahatid-a-akureyri
|
Ört stækkandi ljóðahátíð á Akureyri
Stutt bókmenntahátíð sem ber hið hæverska nafn Litla ljóðahátíðin fer fram á Akureyri helgina 16.?17. apríl. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en í ár koma fram: Sigurður Pálsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Bragi Ólafsson, Haukur Ingvarsson, Magnús Sigurðsson og Hermann Stefánsson.
Fyrsta hátíðin fór fram í fyrra og heppnaðist afar vel. Aðsókn var ákaflega góð og frábær stemning ríkti á ljóðakvöldunum tveimur. Vonir standa til að nýta þennan meðbyr langt fram eftir 21. öldinni og bjóða upp á frábær ljóðakvöld á meðan skipuleggjendur standa í báðar lappirnar.
Á Litlu ljóðahátíðunum er áheyrendum boðið upp á spennandi og heilsteypta dagskrá sem gefur glögga mynd af íslenskri ljóðlist ár hvert. Á hátíðinni er lagt upp með að bjóða í hvert sinn upp á fjölbreytt efni. Líkt og í fyrra verða tvö ljóðakvöld þar sem nokkur af fremstu ljóðskáldum samtímans lesa upp úr verkum sínum. Að auki verður boðið upp á fyrirlestra um ljóðlist laugardaginn 17. apríl.
Ljóðakvöld hátíðarinnar verða haldin í Populus Tremula í Listagilinu en fyrirlestrarnir fara fram á menningarsetrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal. Viðburðir hátíðarinnar verða öllum opnir án endurgjalds. Styrktaraðilar hátíðarinnar í ár eru: Menningarráð Eyþings, Forlagið, Bókmenntasjóður, Norðurorka og Akureyrarstofa.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-skolamotuneyti
|
Um skólamötuneyti
Frambjóðandi til komandi sveitarstjórnakosninga hefur haldið því fram opinberlega að börnum sé mismunað í skólamötuneytum grunnskólanna á Akureyri og að þar gangi sum börn um svöng á meðan önnur fái mat. Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri segir að þetta sé alrangt og vill því koma eftirfarandi á framfæri:
,,Aðstæður í samfélaginu eru sannarlega um margt óvenjulegar og ljóst að sú skylda hvílir á herðum bæjarstjórnar að tryggja velferð fjölskyldna sem takast á við erfiðar aðstæður. Þegar hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana og meðal þess sem ákveðið var strax í upphafi, var að tryggja að engum börnum yrði vísað frá skólamötuneytum þótt foreldrar ættu í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna. Þessari stefnu hefur verið framfylgt af skóladeild og grunnskólum bæjarins.
Samkvæmt upplýsingum frá skólastjórum grunnskólanna á Akureyri, ganga engin börn um svöng í grunnskólunum eða er vísað frá skólamötuneytum. Nýtingin í skólamötuneytum grunnskólanna á Akureyri hefur verið mjög mikil undanfarin ár og hefur ekki breyst þrátt fyrir þær efnahagsþrengingar sem þjóðin gengur nú í gegnum. Sumir foreldrar hafa þó kosið að senda börn sín frekar með nesti í skólann en að nýta þjónustu mötuneytanna. Fylgst hefur verið vel með þessum börnum og þess gætt að nesti þeirra sé fullnægjandi. Haft hefur verið samband við foreldrana ef svo hefur ekki reynst vera og viðeigandi lausn fundin.
Foreldrar grunnskólabarna greiða 307 kr. fyrir hverja máltíð í skólamötuneytunum sem gerir að jafnaði um 6.000 kr. á mánuði. Ef skólamáltíðir eiga að vera nemendum að kostnaðarlausu, sem vissulega væri æskilegast, þá þarf að finna leiðir til að brúa þann kostnað sem af því hlytist og nemur um 150-200 milljónum króna á ári."
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/salvor-nordal-flytur-fyrirlestur
|
Salvör Nordal flytur fyrirlestur
Í dag klukkan 17.00, fimmtudaginn 15. apríl, heldur Salvör Nordal fyrirlesturinn "Samfélag sérhagsmuna í alþjóðlegu umhverfi" á Amtsbókasafninu á Akureyri. Salvör átti sæti í vinnuhópi um siðferði og starfshætti sem starfaði með rannsóknarnefnd Alþingis og mun fjalla um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja út frá skýrslu nefndarinnar.
Þetta er annar fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um "Hrunið og heimspekina" en í síðustu viku reið Páll Skúason á vaðið þegar hann talaði um samfélag og ríkisvald og það sem fór úrskeiðis á árunum fyrir hrun. Fyrirlestraröðin er unnin í samstarfi Félags áhugafólks um heimspeki, Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri og Amtsbókasafnsins á Akureyri.
Næstu lestrar eru:
22. apríl - Magnús Baldursson: Hvað er vald?*
29. apríl - Guðmundur Heiðar Frímannsson: Er samfélagssáttmálinn brostinn?
7. maí - Ágúst Þór Árnason: Hvaða lýðveldi?
Allir fyrirlestrarnir fara fram á Amtsbókasafninu, nema fyrirlestur Magnúsar sem ber upp á sumardaginn fyrsta og verður haldinn í Eymundsson, Hafnarstræti.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ekki-oskufall-a-nordurlandi
|
Ekki öskufall á Norðurlandi
Öskufall frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur enn sem komið er engin áhrif í Eyjafirði eða á Norðurlandi og samkvæmt veðurspá eru varla teljandi líkur á að svo verði í bráð. Í frétt á vef Landlæknisembættisins er greint frá þeim áhrifum sem öskufall getur haft á menn og dýr.
Fréttina má lesa HÉR.
Veðurspá getur breyst með stuttum fyrirvara. Veðurspá Veðurstofu Íslands má finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/volcanic-eruption-in-south-iceland
|
Volcanic eruption in South Iceland
The volcanic eruption in the glacier Eyjafjallajokull in South Iceland is continuing but Icelandic civil protection authorities have the situation as regards public response fully under control. The affected areas have been evacuated and damage has been limited to roads, bridges and other infrastructure that has been destroyed by flooding. Further damage to agricultural land is evident.
Day to day business in Iceland apart from the directly affected areas in the south has not been affected. The ash hurled into the atmosphere by the eruption has however caused serious disruption of air traffic. Icelandic scientists and public authorities, the Meterological Institution (http://en.vedur.is/) and the Icelandic Civil Aviation Administration (http://www.isavia.is/), remain in close contact with their counterparts in Europe in order to monitor the eruption, the weather conditions and the projected path of the volcanic ash cloud.
Travelling in Iceland ? safety first
Foreign visitors in Iceland that have had their flights cancelled are advised to contact their travel agents. Visitors coming to Iceland are encouraged to monitor the news and learn about their rights if the flight is cancelled.
Travelers are also urged to take all necessary general precautions while travelling in Iceland and seek the advise of local authorities.
Air traffic
Ash fall from the volcanic eruption in Eyjafjallajökull has affected air traffic in North Europe the last few days and therefore traveling to and from Iceland. People are encouraged to monitor the news and learn about their rights if the flight is canceled.
Passengers flying to or from Iceland are advised to follow updated travel information on the following web pages:
Keflavik International Airport
Information from Icelandair
Information from Iceland Express
Information from SAS
Information from the Icelandic Civil Aviation Administration
Situation report from the Civil Emergency Authorities
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hverfandi-likur-a-oskufalli
|
Hverfandi líkur á öskufalli
Hverfandi líkur eru á öskufalli norðanlands næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands sem birtir nú reglulegar öskufallsspár á vef sínum. Vestanáttir hafa verið ríkjandi og öskufall nær hugsanlega allt austur að Höfn innan tíðar. Síðan snýst vindur til afgerandi norðanáttar og dreifist þá um landið suður af gosstöðvunum og gæti náð til Vestmannaeyja á morgun.
Spá Veðurstofunnar er svohljóðandi fyrir næstu daga:
Föstudagur: Vestlæg átt og leggst mökkurinn til austurs. Vindátt verður norðvestlæg þegar líður á kvöldið og gosmökkurinn liggur til suðausturs í nótt, Álftaver, Mýrdal og síðan Austur Eyjafjöll.
Laugardagur: Norðanátt þegar líður á morguninn og leggst þá mökkurinn til suðurs yfir Eyjafjöll og líklega ekki lengra til vesturs en kanski að Vestmannaeyjum. Að öðru leiti ætti að vera léttskýjða og sjást vel til gosmakkar.
Sunnudagur: Norðvestan- og vestan átt og öskufall frá Austur Eyjafjöllum austur að Mýrdalssandi, Öskufall að öllum líkindum mest í námunda við Mýrdalsjökul. Skýjabreiður leggjast líklega að Eyjafjallajökli vestanverðum.
Mánudagur: Skammvinn norðanátt um morguninn en hæg norðaustanátt þegar kemur fram á daginn. Öskufall mest næst eldstöðinni eða til suðvesturs til Vestmannaeyja. Léttskýjað og sést líklega vel til gosmakkar.
Stefnt er að því í dag verði einnig birt spákort.
Hægt er að fylgjast með öskufallsspánni HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eyrarpukar-a-sagnastund
|
Eyrarpúkar á sagnastund
Sagnakvöldin á Sigurhæðum hafa notið mikilla vinsælda en fjallað hefur verið um Hafnarstræti, gamla bæinn og Spítalaveg í tvígang og alltaf fullt hús. Brugðið hefur verið upp gömlum og nýjum myndum og talað út frá þeim. Í kvöld, þriðjudaginn 20. apríl kl. 20, verður fjallað um Eyrina, en þeir voru sagðir rauðir þar á árum áður í pólitík sem íþróttum, enda er þar vagga íþróttafélagsins Þórs.
Það var því vel við hæfi, að fá tvo "rauðhausa", Skúla Lórenz og Baldvin Sigurðsson, til að segja sögur þaðan en Ragnar Sverrisson er liðsstjóri. Þeir félagar ætla að rifja upp gamlar og góðar sögur frá bernskudögum, flestar dagsannar. Á eftir verður spjallað yfir kaffi og kleinum. Aðgangseyrir er 500 kr.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/barnaskemmtun-a-minjasafninu
|
Barnaskemmtun á Minjasafninu
Fjölskyldustemning ríkir á sumardaginn fyrsta á Minjasafninu á Akureyri frá kl. 14-16. Blásarasveit Tónlistaskólans á Akureyri blæs sumarið inn með lúðraþyt. Fulltrúar þeirra pólitísku lista sem bjóða fram á Akureyri munu etja kappi í pokahlaupi. Í næsta mánuði sést svo svart á hvítu hvort sigur í hlaupinu er vænlegur til vinnings í stjórnmálum.
Aðrir útileikir skipa eins og áður veglegan sess á barnaskemmtuninni. Á flötinni neðan við safnið geta börn og fullorðnir hlaupið í skarðið, farið í reipitog, pokahlaup og skeifukast svo eitthvað sé nefnt.
Börn og fullorðnir geta reynt með sér með stóru útitafli Hlíðarskóla, húllað, tvistað, sippað og blásið sápukúlur á milli þess að nýta fjörugt ímyndunarafl og skapað staðar-, far- eða furðufugla úr pappír. Fuglarnir verða hengdir upp á safninu til sýnis þennan fyrsta sumardag. Gjörningur Önnu Richards, "Furðufugl", setur svo punktinn yfir i-ið.
"Skáldin í Eyjafirði", sýning á verkefni nemenda í Hlíðarskóla, gefur gestum tækifæri til að kynnast skáldunum okkar og starfi skólans. Hennar og annarra sýninga safnsins, sem eru í tilefni dagsins með ýmsum fróðleik um sumarið, er hægt að njóta um leið og kakóilmur og lummuangan fyllir öll vit. Það eru STOÐvinir safnsins sem reiða fram veitingarnar og gera þennan dag að því sem hann er í samstarfi við starfsfólk Minjasafnins.
Það verður sem sagt nóg um að vera og því upplagt fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa, langömmur og langafa, frænkur og frændur að gera sér glaðan dag með börnunum á Minjasafninu á Akureyri.
Enginn aðgangseyrir er að Barnaskemmtun Minjasafnins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glera-fra-stiflu-til-sjavar-tillaga-ad-deiliskipulagi-lokid
|
Glerá - frá stíflu til sjávar. Tillaga að deiliskipulagi - Lokið
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi samþykkt í bæjarstjórn 13. apríl 2010.
Skipulagssvæðið nær til Glerár og nánasta umhverfis, frá gömlu brúnni við Sólvang, Bandagerðisbrú, að brúnni við Hjalteyrargötu. Fyrirhugað er að efla ársvæðið sem útivistarsvæði og auka aðgengi almennings m.a. með stígakerfi, göngubrúm og undirgöngum undir Borgarbraut og Hörgárbraut.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 21. apríl til 2. júní 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Glerá - frá stíflu til sjávar - uppdráttur, tillaga
Glerá - frá stíflu til sjávar - tillaga að greinargerð
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 2. júní 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
21. apríl 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/andresar-andar-leikarnir-35-ara
|
Andrésar andar leikarnir 35 ára
Andrésar andar leikarnir verða settir á Akureyri í 35. sinn í dag, miðvikudaginn 21. apríl. Um 800 keppendur á aldrinum 7?14 ára eru skráðir til leiks og keppt verður í svigi og stórsvigi, göngu bæði hefðbundinni og með frjálsri aðferð að ógleymdri keppni í þrautabraut.
Fjölmargir skíðamenn eiga ljúfar minningar frá leikum liðinna ára og ekki er óalgengt að sjá fyrrum keppendur mæta brosandi með börnin sín á Andrésar leikana og flestir ef ekki allir okkar bestu skíðamenn byrjuðu sinn keppnisferil þar.
Aðstandendur mótsins eiga ekki síður góðar minningar og margir hafa unnið sem sjálfboðaliðar öll þau ár sem leikarnir hafi verið haldnir. Að þessu sinni koma á annan hundrað manns að framkvæmd mótsins og í þeim hópi eru tveir þeirra heiðursmanna sem áttu sæti í fyrstu Andrésar nefndinni. Þetta eru þeir Gísli Lórenzsson og Ívar Sigmundsson en ásamt þeim voru það Leifur Tómasson, Kristinn Steinsson og Hermann Sigtryggsson sem ákváðu að gera tilraun árið 1976 með þessum glæsilega árangri.
Ýmsar upplýsingar um Andrésar andar leikana 2010 er að finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-gjaldskra-gatnagerdargjalda
|
Breyting á gjaldskrá gatnagerðargjalda.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl s.l. breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda:
Vegna stækkunar íbúðarhúss sem er a.m.k. 15 ára skal greiða 40% af venjulegu gatnagerðargjaldi skv. 1.? 5. tl. greinar 4.3 enda nemi stækkunin ekki meira en 30 fermetrum á hverja íbúð á hverju 10 ára tímabili. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss skal meta hana eins og ef um stækkun vegna einnar íbúðar væri að ræða. Ef stækkunin er meiri en 30 fermetrar skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.
Við 6. grein bætist eftirfarandi málsgrein:
Frá og með 1. apríl 2010 verða fjárhæðir gjalda fastar og breytast ekki m.v. vísitölu byggingarkostnaðar.
Breytingin felst í því að gatnagerðargjöld á hverskonar viðbyggingum, t.d. bílskúrum eða sólstofum allt að 30 fermetrar, lækka um 60 %. Ákvörðunin er afturvirk og nær aftur til 1. október 2008. Einnig að gjaldskráin fyrir gatnagerðargjöld almennt frá 1. apríl 2010 mun ekki hækka miðað við byggingarvísitölu, eingöngu lækka ef svo ber undir, þar til annað verður ákveðið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorkoma-i-ketilhusinu
|
Vorkoma í Ketilhúsinu
Á sumardaginn fyrsta fer fram árleg Vorkoma Akureyrarstofu. Þar verður tilkynnt hver hlýtur starfslaun listamanns 2010 - 2011 en á síðasta ári urðu fyrir valinu þau Guðný Kristmannsdóttir listmálari og Björn Þórarinsson tónlistarmaður.
Á Vorkomunni verða einnig veittar viðurkenningar Menningarsjóðs Akureyrarbæjar til einstaklinga sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til menningarlífs í bænum og valdi stjórn Akureyrarstofu þrjá einstaklinga að þessu sinni.
Tvær viðurkenningar verða veittar fyrir byggingalist og í fyrsta skipti veitt verðlaun sem nefnast Athafna - og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar og munu tvö fyrirtæki hljóta verðlaun í þessum flokki.
Það er stjórn Akureyrarstofu sem ákveður hverjir verða fyrir valinu í öllum flokkunum og verður nöfn þessara fyrirtækja og einstaklinga kunngjörð á Vorkomunni á morgun klukkan 16 í Ketilhúsinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bjorn-thorlaksson-er-baejarlistamadur
|
Björn Þorláksson er bæjarlistamaður
Vorkoma Akureyrarstofu fór fram í Ketilhúsinu í dag í björtu og fallegu sumarveðri og voru veittar alls sjö viðurkenningar, auk þess sem tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Akureyrarbæjar. Það er Björn Þorláksson rithöfundur sem hlýtur starfslaun listamanns í sex mánuði og hyggst hann nýta starfslaunatímann til þess að vinna að sjötta ritverki sínu en efni þess er enn sem komið er leyndarmál.
Þrjár heiðursviðurkenningar voru veittar til einstaklingar sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til menningarlífs á Akureyri, hver á sinn hátt. Þetta eru Heiðdís Norðfjörð rithöfundur, Ingvi Rafn Jóhannsson söngvari og Arngrímur Jóhannsson athafnamaður.
Tvær viðurkenningar voru veittar vegna byggingalistar. Arkitektastofan Kollgáta sem er í eigu Loga Más Einarssonar og Ingólfs Freys Guðmundssonar hlaut viðurkenningu fyrir vel útfærða viðbyggingu á funkishúsi í Helgamagrastræti 3 á Akureyri og arkitektinn Ágúst Hafsteinsson hlaut viðurkenningu fyrir Glerárvirkjun stöðvarhús Norðurorku í Glerárgili. Í ár voru í fyrsta skipti veitt athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar og féllu þau í skaut fyrirtækjanna RAF sem fær viðurkenningu fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf og SS Byggir fyrir athafnasemi og kraftmikla starfsemi. Það var Pétur Bergmann Árnason sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd RAF og Sigurður Sigurðsson frá SS Byggir.
Aftari röð frá vinstri: Arnar Már Snorrason og Hermína Gunnþórsdóttir, eigendur Helgamagrastrætis 3, Pétur Bergmann Árnason frá RAF, Ingólfur Freyr Guðmundsson frá Kollgátu, Sigurður Sigurðsson frá SS Biggir, Logi Már Einarsson frá Kollgátu, Franz Árnason forstjóri Norðurorku, Ágúst Hafsteinsson arkitekt, Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Fremri röð: Björn Þorláksson rithöfundur, Ingvi Rafn Jóhannsson, Heiðdís Norðfjörð og Arngrímur Jóhannsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/betri-afkoma-og-meiri-tekjur
|
Betri afkoma og meiri tekjur
Ársreikningar fyrir árið 2009 voru lagðir fram í bæjarráði Akureyrar á miðvikudag. Rekstur A- og B-hluta, fyrir fjármagnsliði, gekk mjög vel og mun betur áætlanir gerðu ráð fyrir. Sjóðsstreymi var einnig mjög gott. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.799 milljónir króna en var jákvæð um 1.165 milljónir eftir fjármagnsliði. Er það liðlega tveggja milljarða betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir en í áætlun samstæðunnar var hallinn áætlaður 899 milljónir.
Helstu ástæður fyrir betri rekstrarárangri eru í meginatriðum fjórþættar: hærri tekjur og lægri útgjöld en áætlun gerði ráð fyrir, auk þess lækkaði lífeyrisskuldbinding og söluhagnaður varð við sölu á hlutafé Norðurorku í Þeistareykjum ehf.
Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, Fasteignir Akureyrarbæjar, Framkvæmdamiðstöð og Eignasjóð gatna. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Akureyrabæjar, Strætisvagnar Akureyrabæjar, Öldrunarheimili Akureyrabæjar, Framkvæmdasjóður Akureyrarbæjar, Bifreiðastæðasjóður Akureyrabæjar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka hf, Heilsugæslustöðin á Akureyri, Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar og Gjafasjóður Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 2.246 millj.kr. og handbært fé frá rekstri 2.297 milljónir króna. Fjárfestingarhreyfingar námu samtals 2.294 milljónum. Fjármögnunarhreyfingar námu samtals 1.261 milljónum króna. Afborgun langtímalána nam 2.553 milljónum. Ný langtímalán námu 1.653 milljónum. Handbært fé sveitarfélagsins í árslok var 2.219,4 milljónir króna.
Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 6.438.503 þúsundir króna. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.515 sem er fækkun um 20 frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins, í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 52,9%. Annar rekstrarkostnaður var 30,1% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 412 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur samtals 855 þúsund krónur á hvern íbúa. Árið 2008 voru skatttekjurnar 383 þúsund krónur á hvern íbúa og heildartekjurnar 798 þúsund krónur.
Eignir sveitarfélagsins í efnahagsreikningi eru bókfærðar á 36.050 milljónir króna, þar af eru veltufjármunir 4.301 milljónir. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 23.520 milljónum króna, þar af eru skammtímaskuldir 4.581 milljónir. Veltufjárhlutfallið er 0,94 í árslok, en var 0,98 árið áður. Bókfært eigið fé nemur 12.531 milljónum króna í árslok en nam árið áður 4.706 milljónum. Eiginfjárhlutfall á árlok var 35%.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar 27. apríl og 4. maí nk.
Ársreikninginn 2009 má nálgast HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/millilandaflug-um-akureyri
|
Millilandaflug um Akureyri
Mjög aukin umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll í morgun og verður svo að líkindum í allan dag þar sem loftrýmið umhverfis Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll hefur lokast vegna öskuskýs í háloftunum. Tvær þotur voru á vellinum í morgun, ein frá Icelandair og önnur frá Iceland Express, en þar voru þá einnig flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar, auk sjúkraflutningsvélar sem kom frá Grænlandi.
Upplýsingar á heimasíðu Icelandair
Upplýsingar á heimasíðu Iceland Express
Myndirnar að neðan voru teknar á Akureyrarflugvelli í morgun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-358-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-hafnarsvaedisins-i-krossanesi-og-nytt-deiliskipulag-kirkjugards-a-naustahofda
|
Nr. 358/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Krossanesi og?nýtt deiliskipulag kirkjugarðs á Naustahöfða.
Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Krossanesi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. mars 2010 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæðið í Krossanesi.
Breytingin felst í að hafnarkantur í Jötunheimavík er lengdur um 120 m til suðurs og stækkar hafnarsvæðið og umferðar- og þjónustusvæði hafnarinnar að sama skapi.
Deiliskipulag kirkjugarðs á Naustahöfða.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. mars 2010 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulag fyrir kirkjugarð á Naustahöfða.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Miðhúsabraut í suðvestri, Þórunnarstræti í vestri og brekkubrúninni í norðri og austri. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir þremur lóðum á svæðinu. Á lóðum fyrir Höfðakapellu og áhaldahús eru skilgreindir byggingarreitir fyrir frekari uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu sem tilheyrir kirkjugarðinum. Á lóð fyrir kirkjugarðssvæðið er skilgreint greftrunarsvæði, reitir fyrir duftker, jarðvegstipp og athafnasvæði. Aðkoma að svæðinu verður annarsvegar frá Höfðagötu sem tengist inn á Þórunnarstræti og hinsvegar syðst á svæðinu frá Miðhúsabraut.
Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. apríl 2010,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 26. apríl 2010
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hundrad-thusundasti-gesturinn-i-hlidarfjalli
|
Hundrað þúsundasti gesturinn í Hlíðarfjalli
Síðsta laugardag kl. 14.00 kom 100.000. gesturinn í Hlíðarfjall á þessum vetri. Tíðarfar hefur verið skíðafólki einkar hagstætt: vertíðin hófst 28. nóvember og stendur enn með nægum snjó og góðu skíðafæri. Næsta helgi verður síðasta opnunarhelgin. Þá verður opið föstudaginn 30. apríl frá kl. 13-21 og á laugardag og sunnudag frá kl. 9-15.
Gestur númer 100.000 var Sigríður Jónsdóttir sem var komin frá Húsavík til að renna sér á skíðum í sól og hita rétt um frostmark. Að launum fékk hún vetrarkort fyrir næsta vetur í Hlíðarfjalli og flugfar til Reykjavíkur með Flugfélagi Íslands sem er eitt af þeim fyrirtækjum sem fylla hópinn "Vinir Hlíðarfjalls" með stuðningi sínum.
Á myndinni að neðan tekur Sigríður Jónsdóttir við viðurkenningarskjali og verðlaunum úr höndum Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns Hlíðarfjalls.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hver-er-stefnan-i-menningarmalum
|
Hver er stefnan í menningarmálum?
Miðvikudaginn 28. apríl boðar Myndlistafélagið á Akureyri til opins fundar með fulltrúum framboðanna til sveitastjórnarkosninga á Akureyri 2010. Fundurinn verður haldinn í Deiglunni og hefst kl. 20.00. Spurt verður spurninga á borð við þessar: Á að selja Ketilhúsið? Er 50% niðurskurður á starfslaunumbæjarlistamanns réttlætanlegur? Hvenær fer Listasafnið á efri hæðina? Hver er heildarkostnaður við byggingu Hofs?
Fundarstjóri verður Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/er-samfelagssattmalinn-brostinn
|
Er samfélagssáttmálinn brostinn?
Fimmtudaginn 29. apríl kl. 17.00 flytur Guðmundur Heiðar Frímannson fyrirlestur í heimspekifyrirlestrarröðinni Hrunið og heimspekin. Erindi Guðmundar nefnist Er samfélagssáttmálinn brostinn? Fyrirlesturinn fer fram á Amtsbókasafninu, Akureyri.
Í fyrirlestrinum verða rakin fáein sögulega atriði um hugmyndina um samfélagssáttmála. Leitast verður við að greina hvað felst eða ætti að felast í nútíma samfélagssáttmála. Síðan verður fjallað um hrunið, aðalatriði þess sem gerðist og hvers vegna og reynt að svara þeirri spurningu hvort samfélagssáttmálinn hafi rofnað og við komin í ríki náttúrunnar.
Það eru hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, Félag áhugafólks um heimspeki og Amtsbókasafnið sem standa að fyrirlestraröð um Hrunið og heimspekina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/1-mai-hlaup-ufa
|
1. maí hlaup UFA
Nú líður að árlegu 1. maí hlaupi UFA sem Greifinn, Sportver, Verkalýðsfélögin og Vífilfell standa að. Í ár verður í fyrsta skipti hlaupið frá nýja vellinum við Hamar í stað þess að hlaupa frá Glerártorgi. Hlaupið er hugsað fyrir alla, byrjendur jafnt sem þá sem lengra eru komnir og einnig fyrir allan aldur, allt niður í 1. bekk.
Til að hvetja skólabörn til þátttöku hefur verið keppni í gangi á milli skólanna um hver hefur besta hlutfallslega þátttöku í hlaupinu. Keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar. Að sjálfsögðu eru börnin þó á ábyrgð foreldranna á keppnisdaginn.
Eins og fram kemur á meðfylgjandi upplýsingablaði er skólabörnum í 1.-7. bekk boðið að taka þátt í um 2ja km hlaupi og unglingastigið má velja um hvort keppt er í 4ra eða 10 km hlaupi. Það er ekki tímataka í 2ja km hlaupinu en allir fá þátttökuviðurkenningu og þrír fyrstu strákar og þrjár fyrstu stelpur í hverjum aldursflokki fá verðlaun. Í 4ra og 10 km hlaupunum er tímataka og hlaupa/skokka/ganga unglingarnir þar með fullorðna fólkinu en sérstakur aldursflokkur er fyrir þá sem eru fæddir 1994 og seinna.
Reynt verður að merkja vel brautina sem yngstu börnin fara, þannig að þau ættu að geta farið hana án fylgdar foreldra ef foreldrarnir vilja taka þátt í 4ra eða 10 km hlaupinu. Börnin þurfa þá að vera viðbúin því að bíða eftir að fullorðna fólkið komi í mark. Hvert foreldri verður að meta það fyrir sitt barn hvort það ræður við að fara þetta á eigin vegum. Foreldrum er einnig velkomið að fylgja barninu í 2ja km hlaupinu. Best færi á því ef allir fullorðnir á svæðinu tækju höndum saman um að gera þetta sem besta upplifun fyrir öll þau börn sem mæta. Lengi býr að fyrstu gerð.
Nánari upplýsingar um hlaupið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haengsmotid-i-hollinni
|
Hængsmótið í Höllinni
Hængsmótið, íþróttamót fatlaðra, verður sett 28. sinni í Íþróttahöllinni á Akureyri föstudaginn 30. apríl kl. 11 árdegis. Alls eru um 240 keppendur skráðir til leiks og verður meðal annars keppt í boccia fyrir hreyfihamlaða, þroskahefta og í opnum flokki, einnig í borðtennis og lyftingum. Veglegt lokahóf með keppendum verður haldið á laugardagskvöldið í Íþróttahöllinni.
Dagskrá mótsins er að finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/1-mai-hatidarholdin-a-akureyri
|
1. maí hátíðarhöldin á Akureyri
Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins 1. maí munu að venju setja svip sinn á bæinn með kröfugöngu og skemmtidagskrá fyrir unga sem aldna. Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13.30. Lagt verður upp í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar kl. 14.00. Happdrættismiðar verða afhentir göngufólki og hátíðardagskrá verður í Sjallanum að lokinni kröfugöngu.
Dagskráin í Sjallanum er svohljóðandi:
Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna:
Heimir Kristinsson, varaformaður Fagfélagsins
Aðalræða dagsins:
Guðmundur Ómar Guðmundsson, fyrrv. formaður Félags byggingamanna Eyjafirði
Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu:
- Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson -
- Lögreglukórinn, hinn eini sanni -
- Freyvangsleikhúsið, Dýrin í Hálsaskógi -
Kjörorð dagsins eru "Við viljum vinna!"
1. maípennar verða seldir í tilefni dagsins.
Lögreglukórinn mun einnig syngja í sérstakri lögreglumessu kl. 11.00 þann 1. maí í Akureyrarkirkju. Allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/100-km-a-thorsvellinum
|
100 km á Þórsvellinum
Þegar Þórsvöllurinn var endurvígður eftir gagngerar breytingar var tekin sú ákvörðun að opna völlinn fyrir almenningi, þ.e. til göngu á hlaupabrautunum. Þetta hefur mælst afar vel fyrir og hefur fólk tekið þessu fegins hendi og æ fleiri mæta daglega á völlinn til að ganga. Einn af mörgum, sem nýtir sér aðstöðuna er Herbert Jónsson, sem er heiðursfélagi Íþróttafélagsins Þórs. Herbert hóf að ganga reglulega á vellinum í janúar og í dag náði hann þeim áfanga að hafa gengið 100 kílómetra á vellinum.
Herbert sagði í stuttu spjalli við heimasíðu Þórs að hann héldi dagbók þar sem hann skráði allar sínar ferðir inn.
Sjá nánar HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-umhverfismal
|
Málþing um umhverfismál
Málþing um umhverfismál verður haldið á Hótel KEA á Akureyri miðvikudaginn 5. maí frá kl. 14.00-16.30. Yfirskrift þingsins er ?Margt smátt gerir eitt stórt - Hugsaðu hnattrænt og framkvæmdu heima fyrir.? Markmið með málþinginu er að vekja athygli á brýnum málaflokki sem skiptir okkur öll máli.
Fjölbreyttir fyrirlestrar og umræður verða um allt frá því smáa til hins stóra varðandi umhverfismál. Fjallað verður um niðurstöður Loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og næstu skref í alþjóðlegu samstarfi. Hver er hnattræn staða umhverfismála nú, hvernig er norrænu umhverfissamstarfi háttað, hvað er að gerast í umhverfismálum á landsvísu og ekki síst hvað er að gerast í nágrenni okkar? Opnunarávarp flytur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Samstarfsaðilar um málþingið eru Norræna upplýsingaskrifstofan og Staðardagskrá 21 á Akureyri. Allt áhugafólk um umhverfismál er velkomið!
Dagskrá:
Setning
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
Þátttaka Íslands í norrænu samstarfi að umhverfismálum
Danfríður Skarphéðinsdóttir - sérfræðingur í umhverfisráðuneyti
Íslenskur umhverfisveruleiki
Stefán Gíslason - umhverfisstjórnunarfræðingur UMÍS ehf Environice
? ...og framkvæmdu heima fyrir.?
Sigríður Stefánsdóttir ? verkefnastjóri Akureyri
Hugleiðing um umhverfi Akureyrar
Pétur Halldórsson - útvarpsmaður
Liffræðileg fjölbreytni og ?Count down 2010.?
Jón Ingi Cæsarsson - varaformaður umhverfisnefndar Akureyrarbæjar
Spörum orku, peninga og útblástur
Sigurður Ingi Friðleifsson ? framkvæmdastjóri Orkuseturs
Vistvæn atvinnusköpun - úrgangur er verðmæti
George Hollanders - stjórnarformaður Iðngarða
?Svo vex tréð sem greinin er sveigð." Leikskólinn Kiðagil í átt að Grænfána
Drífa Þórarinsdóttir - leikskólakennari Kiðagili
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/frambjodendur-i-naustahverfi
|
Frambjóðendur í Naustahverfi
Hverfisnefnd Naustahverfis, skólaráð Naustaskóla og foreldraráð Naustatjarnar boða til opins kosningafundar allra framboða til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri. Þar verða framboðin með erindi um stefnumál sín með áherslu á uppbyggingu Naustahverfis, skóla- og leikskólamál í hverfinu og skipulagsmál. Þá munu þau einnig svara fyrirspurnum úr sal.
Fundurinn verður haldinn í Naustaskóla (2. hæð), þriðjudaginn 4. maí, kl. 20.30.
Allir íbúar hverfisins eru hvattir til að mæta.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/safnadagurinn-vinsaell
|
Safnadagurinn vinsæll
Hundruð manna lögðu leið sína í söfnin við Eyjafjörð á eyfirska safnadeginum síðastliðinn laugardag. Þetta er í fjórða sinn sem söfnin við Eyjafjörð, átján talsins, sameinast um safnadaginn og mátti nú greina að skapast hefur hefð fyrir þessum degi. Mikil ánægja var meðal gesta með eyfirska safnadaginn og ljóst að magir voru að koma á söfnin í sinni í fyrsta sinn eða eftir langt hlé. Má því segja að markmið dagsins hafi náðst með miklum sóma, en það er meðal annars, að hvetja þá sem sjaldan eða aldrei heimsækja söfn í sinni heimabyggð til að venja þangað komur sínar. Töluvert var um að fólk rölti eða ferðaðist á milli safnanna og naut þess sem í boði var. Einnig gerðu fjölskyldur daginn að sínum, en oft mátti sjá þrjár kynslóðir saman í skoðunarferð.
Fjöldi skemmtilegra sýninga og viðburða var í boði á hverju safni. Einnig voru í boði tvær rútuferðir; á Smámunasafnið og Útgerðarminjasafnið á Grenivík og Gamla bæinn Laufási. Á Akureyri gekk strætisvagn milli safnanna, með sögumanni innanborðs, en ætla má að safnaflóra bæjarins sé með ríkulegasta móti því þar er fjöldi safna og sýninga, hvert öðru áhugaverðara. Í ár voru nýuppgerð hús, Friðbjarnarhús og Gamli spítali opin almenningi í fyrsta sinn á safnadeginum. Aðgangur í söfnin og allar ferðir á vegum eyfirska safnadagsins voru gestum að kostnaðarlausu.
Áhugi á söfnum, og þeim tengslum við íslenska menningu og menningararfinn sem þau standa fyrir, hefur aukist til muna miðað við aðsóknina á eyfirska safnadaginn. Helst það í hendur við fréttir af meiri hylli neytenda nú en áður á íslenskum vörum. Er það ekki að ósekju því að á söfnum tengjast menn sjálfsmynd sinni og uppruna. Hvort sem þakka má hugarfarsbreytingu eða öðrum þáttum, þá er ljóst að eyfirski safnadagurinn er ómissandi við Eyjafjörð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/langmest-adsokn-i-hlidarfjall
|
Langmest aðsókn í Hlíðarfjall
Þá er skíðavetrinum lokið og var hann afar misgóður eftir landshlutum. Heildargestafjöldi á skíðasvæðin var 178,548 sem er fækkun frá því veturinn 2008-2009 en þá var aðsókn á skíðsvæðin 249,420 Ein aðalástæðan fyrir fækkuninni var lélegur vetur á skíðsvæðum höfuðborgarsvæðisins og misjafn á öðrum svæðum. Þrjú skíðasvæði voru með aukningu á milli ára. Skíðasvæðið í Oddsskarði í Fjarðarbyggð, skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar.
Aðsókn á skíðasvæðin var:
Hlíðarfjall, Akureyri 102,420
Oddsskarð, Fjarðarbyggð 23,000
Böggvisstaðafjall, Dalvík 12,000
Skíðasvæðið Skarði, Siglufirði 10,002
Bláfjöll, höfuðborgarsvæðinu 10,000
Tungudalur, Ísafirði 6,000
Stafdalur, Seyðisfirði 4,900
Tindastóll, Sauðárkróki 4,700
Krafla, Mývatnssveit 2,050
Skálamelur, Húsavík 1,876
Tindaröxl, Ólafsfirði 1,600
Skálafell, höfuðborgarsvæðinu 0
Samtals 178,548
Skíðavertíðin byrjaði í lok nóvember og lauk fyrstu vikuna í maí.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-einbylishusalodir-i-auglysingu-1
|
Nýjar einbýlishúsalóðir í auglýsingu.
Komnar eru í auglýsingu 16 nýjar einbýlishúsalóðir við Daggarlund.
Sex af þessum sextán lóðum eru með nýtingarhlutfall 0,32 af lóðarstærð og á tíu
lóðum er hámarksstærð bygginga 230 fermetrar.
Lóðirnar eru auglýstar með fyrirvara um byggingarhæfi. Frekari upplýsingar má svo sjá undir lausar byggingarlóðir.
Sjá auglýsingu
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungir-hriseyingar-skrifa-althingismonnum
|
Ungir Hríseyingar skrifa Alþingismönnum
Nemendur í 7. og 8. bekk Hríseyjarskóla tóku þátt í verkefninu reyklaus bekkur á vegum Lýðheilsustöðvar. Í umræðum og vinnu sem fram fór í tengslum við verkefnið komu unglingarnir fram með þá hugmynd að skrifa þingmönnum þjóðarinnar bréf og leggja til að gera Ísland að reyklausu landi. Þau sátu ekki við orðin tóm og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þar sem 25% þingmanna hafa þegar svarað bréfinu, þar af 2 ráðherrar.
Þrír þingmenn hafa boðað komu sína til Hríseyjar í tengslum við málið ásamt því að það hefur ratað inn á borð fréttamiðla, bloggara og fésbókarritara. Hér að neðan má lesa bréfið sem unglingarnir sendu Alþingismönnunum.
Hrísey, 29. apríl 2010
Kæru Alþingismenn.
Við erum nemendur í 7. og 8.bekk og erum að taka þátt í verkefni Lýðheilsustöðvar, Reyklaus bekkur. Hugmynd okkar er sú að banna innflutning á tóbaki til Íslands. Okkar sýn er að Ísland verði reyklaust land. Við vitum að þetta gæti orðið erfitt, en með ykkar hjálp og vilja ætti þetta að takast.
Við vitum að ríkið myndi missa mikinn pening en við erum með nokkrar lausnir á því:
Hækka verð á nikótín plástrum og tyggjóum og auka innflutning á því.
Lýðheilsustöð getur hætt tóbaksvörnum þar sem flestir hætta að reykja
Sekt fyrir smygl á tóbaki fer í skatt.
Sjúkrakostnaður minnkar vegna sjúkdóma af völdum reykinga, en árið 2007 voru Íslendingar 262-262.922 daga á sjúkrahúsi, og þessum dögum gæti fækkað mikið.
Við gætum aukið útflutning á:
Krækling - Bláskel er ræktuð við Hrísey og er ein stærsta kræklinga auðlind við strendur Íslands þessa auðlind mætti nýta enn betur
Fisk - Veiða nýjar tegundir sem ekki er verið að nýta í dag og nota húsnæði og búnað sem í ónotuðum frystihúsum um land allt
Fuglaskoðun - Mikið fuglalíf ríkir á Íslandi og gætu margir komið til Íslands vegna þess.
Hvönn - Hvönnina er hægt að finna á mörgum stöðum við Ísland og er hægt að gera heilsuvörur úr henni og losna við hana í leiðinni þar sem hún eyðileggur íslenska flóru Ísland gæti orðið þekkt fyrir að vera reyklaust land og gæti það aukið ferðamennsku, sérstaklega í heilsugeiranum. Einnig eykur það lífsskilyrði á Íslandi og gætum þannig laðað útlendinga til að búa hér
Árið 2008 voru 56.151 manns á Íslandi sem reyktu ef það færi niður í 0 þá gætu lífslíkur aukist töluvert. Af hverju var M&M og Skittles bannað á níunda áratugnum en ekki sígarettur sem eru með margfalt hættulegri eiturefnum? Ef hægt var að banna sælgæti ætti þá ekki að vera möguleiki að banna sígarettur? Ísland yrði miklu snyrtilegra land þar sem væru engir sígarettu stubbar út um allt og gæti líka verið talað um það annarstaðar hversu snyrtilegt það er.
Að þessu sögðu leggjum við til að almennt tóbaksbann verði á Íslandi árið 2015.
Virðingarfyllst:
Friðrik Ingimarsson 8.b, Aldís Greta Bergdal 8.b, Reynir Þrastarson 7.b
Tanja Möller Pétursdóttir 7.b, Árni Kristinson 7.b
Fréttin er fengin úr Skólaakri vefriti skóladeildar Akureyrarbæjar, 14. tbl. 4. árg.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/list-an-landamaera-a-nordurlandi
|
List án landamæra á Norðurlandi
Fyrstu viðburðir norðan heiða á hátíðinni List án landamæra fóru fram um síðustu helgi. Skúlptúrverk Geðlistar sem búið er að koma fyrir á planinu við Safnasafnið á Svalbarðsströnd hefur vakið mikla athygli en hópurinn er búinn að þekja Peugeot bifreið að innan sem utan með gervigrasi og búa til skemmtilega gervigrasveröld inn í bílnum. Áfram heldur dagskrá Listar án landamæra á Norðurlandi en hátíðin stendur yfir til 15. maí.
Á morgun og á föstudag verður Hæfingastöðin með sinn árlega vormarkað. Á föstudag sýnir hópur sem kallar sig Hugsanablöðruna og er á vegum Fjölmenntar leikritið Ævintýrastundin í leikstjórn Sögu Jónsdóttur. Leikritið verður sýnt í Brekkuskóla og koma fjölmargir að sýningunni. Nemendur við Fjölmennt verða einnig í aðalhlutverki á Amtsbókasafninu á laugardagsmorgun þegar opnar þar sýningin Hafið en þetta er samsýning allra þeirra sem nema við Fjölmennt. Á laugardaginn verður svo hátíðardagskrá í Ketilhúsinu þar sem Hermann Jón Tómsson bæjarstjóri setur dagskrána en þar verður ljóðalestur, dans, leiklist og tónlist. Að dagskrá lokinni verða kaffi og vöfflur sem Þroskahjálp sér um. Það eru allir hjartanlega velkomir að njóta skemmtilegrar dagskrár í Ketilhúsinu. Klukkan 17 á laugardag verður opnun á Café karólínu og enn eru það nemendur við Fjölmennst sem sýna.
Allar nánari upplýsingar um List án landamæra er að finna á slóðinni www.listanlandamaera.blog.is.
Meðfylgjandi mynd var tekinn inni í bílnum sem Geðlist breytti og stendur á planinu við Safnasafnið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/orkusamfelag-nordursins
|
Orkusamfélag norðursins
Miðvikudaginn 12. maí nk. verður haldin ráðstefna í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni "Akureyri - Orkusamfélag norðursins". Ráðstefnan markar upphaf sérstaks átaks á vegum Akureyrarstofu, Grasrótar-Iðngarða og Vinnumálastofnunar til eflingar atvinnulífsins í bænum. Hún er ætluð öllu áhugafólki um málið og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Dagskráin er svohljóðandi:
13:00 Setning
Hermann Jón Tómasson, Bæjarstjóri á Akureyri
13:10 Úr vörn í sókn
Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar NE
13:40 Mannauður og möguleikar
Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu
14:00 Vilji, Virkni, Velferð
Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnastjóri Grasrótar-Iðngarða
14:20 StarfaSindri ? kynning á JobCreator
Erla Björg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY
14:40 Frumkvæði einstaklingsins töfrum líkast
Einar Aron Fjalarsson, frumkvöðull
14:50 Kaffihlé
15:10 Ábyrgð og samvinna
Hjörtur Narfason stjórnarmaður í Samtökum atvinnurekenda á Akureyri
15:30 Úr öskustónni
Magnús Ásgeirsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
15:50 Friðþæging fólksins
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri
16:10 Pallborðsumræður
Fulltrúar framboðanna til sveitarstjórnakosninga svara spurningum
16:30 Umræður og spurningar úr sal
16:50 Samantekt ráðstefnustjóra
17:00 Ráðstefnulok
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjorir-radnir-i-menningarhusid-hof
|
Fjórir ráðnir í Menningarhúsið Hof
Menningarhúsið Hof auglýsti í apríl eftir fólki í fjögur störf í Menningarhúsinu. Um er að ræða stöðu umsjónarmans fasteignar, tæknistjóra, markaðsfulltrúa og starf í móttöku og miðasölu. Alls bárust 150 umsóknir um störfin og hefur stjórn Menningarfélagsins unnið úr umsóknum á síðustu dögum.
Magnús Viðar Arnarsson hefur verið ráðinn í starf umsjónamanns fasteignar. Magnús hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar frá árinu 1998 en hann er húsasmíðameistari og löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður að mennt.
Í starf tæknistjóra var Einar Karl Valmundsson ráðinn. Einar hefur víðtæka reynslu af vinnu í tengslum við ljós og hljóð en hann hefur einnig unnið mikið fyrir sjónvarp. Síðustu ár hefur Einar unnið hjá Sense þar sem hann hefur þjónustað ráðstefnur og fjölda annarra viðburða.
Heiðrún Grétarsdóttir var ráðin í starf markaðsfulltrúa. Heiðrún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og er nú í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við verkfræðideild Háskóla Íslands. Heiðrún hefur víðtæka reynslu í markaðsmálum og verkefnastjórnun, m.a. í starfi markaðsráðgjafa á auglýsingastofunni Vatikaninu og hjá íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Nikita Clothing.
Ingileif Axfjörð var ráðin til starfa í móttöku og miðasölu. Ingileif hefur fjölbreytta reynslu af afgreiðslu og þjónustustörfum nú síðast hjá Átaki heilsurækt.
Menningarhúsið Hof verður opnað 27. ágúst 2010 og munu starfsmenn hefja störf nú á sumarmánuðum.
Heimasíða Menningarhússins Hofs.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/laekkud-greidslubyrdi
|
Lækkuð greiðslubyrði
Skuldastaða heimilanna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að létta greiðslubyrði og fyrirhugaðar leiðréttingar á höfuðstóli erlendra bílalána eru á meðal þess sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra kynnir Akureyringum og nærsveitarmönnum á borgarafundi á Hótel KEA í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. maí, klukkan 20.30-22.00.
Í upphafi fundar flytur ráðherra stutta kynningu þar sem lausnir á skuldavanda fólks eru settar fram á einfaldan og myndrænan hátt. Að því loknu mun hann svara spurningum og hlusta á hugmyndir frá Norðlendingum í þessum málaflokki og bregðast við þeim.
Fundurinn á Hótel KEA er sá fjórði í röð tíu borgarafunda sem félagsmálaráðherra heldur víðs vegar um landið nú í maí. Á fundunum er farið yfir leiðir og raunveruleg dæmi sem sýna hvernig fólk í miklum skuldavanda hefur fengið gjaldfrest, lægri greiðslubyrði eða niðurfellingu skulda með því að nýta sér úrræði sem eru í boði.
Bætt löggjöf um skuldaaðlögun er skýrð út, svo og hlutverk nýs embættis umboðsmanns skuldara sem mun vinna með hag skuldara að leiðarljósi. Lögfræðingur og ráðgjafi frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna eru með í för og verða til viðtals á fundinum á Akureyri. Fundarstjóri er Margrét Blöndal.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverkssyning-i-hlid
|
Handverkssýning í Hlíð
Hin árlega handverkssýning heimilisfólks og dagþjónustugesta á Öldrunarheimilum Akureyrar verður haldin í Hlíð fimmtudaginn 13. maí, uppstigningardag, frá kl. 13 til 17 og föstudaginn 14. maí frá kl. 13 til 16. Söluhorn verður á staðnum.
Á uppstigningardag verður glæsilegt kaffihlaðborð í Hlíð frá kl. 14 til 16 og verður allur ágóði af kaffisölu notaður til góðra mála í þágu íbúa öldrunarheimilanna. Allir eru hjartanlega velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samid-um-nytt-hjukrunarheimili-a-akureyri
|
Samið um nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri
Árni Páll Árnason, félags? og tryggingamálaráðherra, og Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu í dag tvo nýja samninga ríkisvaldsins og Akureyrarkaupstaðar. Annars vegar er um að ræða samning um fjármögnun og uppbyggingu 45 hjúkrunarrýma á Akureyri sem koma í stað rýma í Kjarnalundi og hins vegar verður undirritaður samningur um málefni fatlaðra fyrir árið 2010 en stefnt er að yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélagsins árið 2011.
Í samningnum um 45 hjúkrunarrými er kveðið á um að Akureyrarbær láti hanna og byggja nýtt hjúkrunarheimili en af hálfu félags- og tryggingamálaráðuneytisins fylgist Framkvæmdasýsla ríkisins með framkvæmdinni. Hámarksstærð rýmis er 75 m2 fyrir einstakling eða samtals 3.375 m2. Áætlaður heildarkostnaður er um 1,6 miljarðar kr.
Akureyrarbæ stendur til boða allt að 100% lán frá Íbúðalánasjóði til 40 ára fyrir framkvæmdinni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun greiða Akureyrarbæ leigu næstu 40 árin fyrir u.þ.b. 85% af framkvæmda- og fjármagnskostnaði.
Staðsetning húsnæðisins verður ákveðin á fundi bæjarráðs miðvikudaginn 12. maí.
Samningurinn um málefni fatlaðra er fyrir árið 2010 og er framhald fyrri samninga við félags? og tryggingaráðuneytið um verkefnið. Samningsfjárhæð er 977,2 m.kr. Á árinu 2010 verður lokið við að meta þarfir þeirra sem nota búsetuþjónustu og eru 18 ára og eldri skv. stöðluðu matkerfi (SIS).
Árni Páll Árnason og Hermann Jón Tómasson handsala samningana að undirritun lokinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjarnagata-50-68-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-lokid
|
Kjarnagata 50-68. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Lokið
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagsbreytingu samþykkt í bæjarstjórn 4. maí 2010. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Skipulagssvæðið nær til Kjarnagötu 50-68. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að byggingarreitur stækkar og að heimilt verði að byggja fimm stök 2 hæða, fjögra íbúða hús með samtals 20 íbúðum, í stað 3 hæða húsa með 30 íbúðum.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 12. maí til 23. júní 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Kjarnagata 50-68 - tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 23. júní 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
12. maí 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/straumur-burdaras-a-listasafniu
|
Straumur/burðarás á Listasafniu
Laugardaginn 15. maí kl. 15 verður sýningin Straumur/burðarás opnuð í Listasafninu á Akureyri. Myndlistarmennirnir sem verk eiga á henni eru Ingólfur Arnarsson, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Guðmundsson. Sýningin, sem skartar í flestum tilvikum nýjum verkum eftir listamennina, fjallar öðrum þræði um naumhyggjuna og arfleið hennar á Íslandi í konseptlist og ljósmyndun og er hún hluti af Listahátíð í Reykjavík.
Sýningarstjórar eru Hannes Sigurðsson og Birta Guðjónsdóttir, en í tengslum við sýninguna gefur safnið út lítið kver með sögulegri úttekt á naumhyggjunni eftir Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur listfræðing.
Naumhyggja eða mínimalismi náði mikilli útbreiðslu í ólíkum listformum á sjöunda áratug tuttugustu aldar og hefur verið áberandi allt fram til dagsins í dag. Hið látlausa, hreina og ópersónulega skipaði stóran sess og hin knöppu form, stór eða smá að efni og gerð, urðu einkennandi stef í bragarhætti naumhyggjunnar. En þessi einfaldleiki er ávallt margbrotinn, listupplifun er á engan hátt fátæklegri í naumhugulli list.
Helstu kennismiðir naumhyggjunnar voru bandarískir listamenn, s.s. Donald Judd og Robert Morris, sem höfnuðu eldri fagurfræði og töldu að ofuráhersla á hið sjónræna og (frásagnarlegt) inntak verka hefði orðið of þýðingarmikið í myndlistarsögunni. Naumhyggjan felur í sér djúpstæða endurskoðun og skilgreiningu á hinu sjónræna og þar með listupplifun áhorfanda á myndlist. Módernisminn þótti ?innhverfur" og snúast of mikið um fagurfræði og snillinga. Svar naumhyggjunnar var að leggja áherslu á heildina og fá hin ?nýju þrívíðu verk" til að deila rýminu með áhorfandanum. En þrátt fyrir það virðist naumhyggjan og sú formhyggja sem þessir póstmódernistar aðhylltust vera beint framhald af módernismanum, ekki fullkomin andstæða hans eins og gjarnan er haldið fram.
Á Íslandi náði hugmyndalistin og naumhyggjan að festa sig í sessi hérlendis á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Myndlistarmennirnir Ingólfur Arnarsson, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Guðmundsson eiga það sammerkt að vinna undir formerkjum naumhyggju og hugmyndalistar þrátt fyrir að vera á margan hátt nokkuð ólíkir listamenn. Fullyrða má að aldrei hafi sýning verið sett upp hérlendis undir merkjum naumhyggju á eins mínimalískan hátt og raun ber vitni; fá verk í konkret-ljóðrænni framsetningu minna engu að síður á hversu fyrirferðarmikil huglæg naumhyggja hefur verið í íslenskri myndlist síðustu áratugi.
Oft hefur verið gengið framhjá þeirri staðreynd að ljósmyndun átti stóran þátt í framgangi naumhyggju og hugmyndalistar á alþjóðlegum vettvangi. Á það ekki einungis við um myndlistarmenn, sem margir studdust við ljósmyndun, heldur fóru hinir eiginlegu ljósmyndarar að horfa öðrum augum á miðilinn. Hugmyndalegur skyldleiki kom í ljós þar sem greina má formfræðilegan kunningsskap með reglusniði naumhyggjunnar. En þrátt fyrir marga landvinninga ljósmyndalistarinnar innan myndlistar síðustu áratugi hafa landamærin oft á tíðum hvorki verið færð til né afmáð og mætti því frekar tala um jafnan búseturétt innan hinna ólíku miðla í myndlist. Tímahvörf í ljósmyndun urðu á áttunda og níunda áratugnum á Íslandi, eða um svipað leyti og naumhyggja og hugmyndalist urðu mjög ráðandi í íslenskri myndlist.
En að hve miklu leyti er birtingarmynd naumhyggjunnar annars vegar alþjóðleg og hins vegar þjóðleg? Hvað tengir hina ólíku íslensku ?mínimalista" í myndlistinni? Hversu mikil áhrif höfðu hugmyndir naumhyggjunnar eins og þær voru t.d. settar fram af Íslandsvininum Donald Judd? Hin margbrotna naumhyggja býður upp á margar og ólíkar skilgreiningar sem snerta allt í senn hið þjóðlega eða staðbundna, samfélagsgerð okkar og Ísland sem hluta af vestrænum menningarheimi, trúarbrögðum og jafnvel stjórnmálahugmyndum.
Sýningin í Listasafninu á Akureyri stendur í 3.722.400 sekúndur eða frá 15. maí kl. 15 til 27. júní kl. 17.
Nánar er fjallað um sýninguna á slóðinni http://www.listasafn.akureyri.is/syningar/2010/straumur/ þar sem einnig má nálgast bókina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorsyning-myndlistaskolans-1
|
Vorsýning Myndlistaskólans
Þrítugasta og sjötta starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.
Alls stunduðu sextíu og fjórir nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og átta brautskrást frá skólanum að þessu sinni.
Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana.
Opnunartími kl. 14 til 18 frá fimtudegi til sunnudags. Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tokum-vel-a-moti-sumrinu-1
|
Tökum vel á móti sumrinu
Akureyrarbær hvetur bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með bros á vör. Akureyrarbær mun ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðarmörkum en gámar verða staðsettir í hverfum bæjarins frá 17-25. maí.
Staðsetning gámanna verður á eftirtöldum stöðum: við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Aðalstræti sunnan Duggufjöru, Bugðusíðu við leiksvæði og við Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Einnig er tekið við garðaúrgangi á gámasvæði við Réttarhvamm.
Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl staðsettir í hesthúsahverfum bæjarins frá 17.-25. maí.
Með því að hreinsa rusl, snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni.
Opnunartímar gámasvæðis við Réttarhvamm:
Yfir vetrartímann (16. ágúst til 15. maí):
Mánudaga til föstudaga kl. 16.00-18.30.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-17.00.
Opið á sumrin (16. maí til 15. ágúst):
Mánudaga til föstudaga kl. 16.00-20.30.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-17.00.
Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar
Forstöðumaður umhverfismála
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarveisla-um-helgina-1
|
Menningarveisla um helgina
Það verður mikil menningarveisla í Listagilinu á Akureyri á morgun, laugardag, þegar opnaður verður fjöldi sýninga. Í Listasafninu verður sýningin Straumur/burðarás opnuð kl. 15. Myndlistarmennirnir sem verk eiga á henni eru Ingólfur Arnarsson, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Guðmundsson. Sýningin, sem skartar í flestum tilvikum nýjum verkum eftir listamennina, fjallar öðrum þræði um naumhyggjuna og arfleið hennar á Íslandi í konseptlist og ljósmyndun og er hún hluti af Listahátíð í Reykjavík.
Sýningarstjórar eru Hannes Sigurðsson og Birta Guðjónsdóttir, en í tengslum við sýninguna gefur safnið út lítið kver með sögulegri úttekt á naumhyggjunni eftir Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur listfræðing.
Í Populus Tremula klukkan 14 opnar Maja Siska myndlistarsýningu sem hún nefnir RT10 og stendur sýningin aðeins þessa einu helgi. Nánari upplýsingar um listakonuna er að finna á slóðinni www.skinnhufa.is
Þrítugasta og sjötta starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári. Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn. Opnunartími sýningarinnar er 14 til 18 fram á sunnudag.
Í BOXinu, sem er litli sýningarsalur Myndlistarfélagsins, opnar Helene Renard klukkan 14 sýninguna UMSLAG. Sýningin er opin um helgar og hvítasunnuhelgina frá kl.14-17. Verkið snýst um hugtökin að brjóta saman/taka sundur og pakka niður/taka upp úr. Innstillingunni sem var sérstaklega gerð fyrir þetta rými, er ætlað að ýta undir þátttöku áhorfenda.
Í stóra sýningarsal Myndlistarfélagsins opnar sýningin Innlyksa. Þar hefur listakonan, Hlíf Ásgrímsdóttir sett inn í sýningarýmið myndir af rúlluplasti sem allstaðar er hægt að finna í náttúrunni. Þá eru nokkrar vatnslitaðar ljósmyndir sem hún tók í Brekkunni á Akureyri þar sem greina má plast í þúfum og grasi. Í stóru vatnslitaverkunum lætur Hlíf plast verða innlyksa í ímynduðu rými. Innlyksa er skírskotun í að stöðvast eða teppast einhvers staðar.
Í Jónas Viðar Gallery opnar listakonan og bæjarlistamaður Akureyrar 2009-2010 Guðný Kristmannsdóttir málverkasýninguna GULUR. Sýningin stendur til 19. júní og er opin á laugardögum 13-18 eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um listakonuna má finna á heimasíðunni www.gudny.is.
Í Verksmiðjunni á Hjalteyri verður klukkan 17 frumfluttur dansgjörningurinn "Sláturhús hjartans". Höfundar verksins eru Anna Richards dansgjörningalistakona og bæjarlistakona á Akureyri 2008-2009 og Sigurbjörg Eiðsdóttir myndlistakona. Flytjandi verksins er Anna Richards en í verkinu koma fram, auk Önnu, Hallgrímur J. Ingvason tónlistamaður, Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona, Sigurður Hólm Sæmundsson björgunarsveitamaður og Karlakór Dalvíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Sviðsstýra og ljósmóðir verksins er Lene Zachariassen.
Í verkinu er fjallað um ferðalag mannveru innan völundarhúss hjarta síns og þau átök sem þar eiga sér stað og leiða hana í gegnum ferli ástríðna, uppgjafar, ótta, skilnings og umbreytinga. Umgjörð verksins er unnin inn í rými gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri og er áhorfendum frjálst að færa sig til í rýminu á meðan á flutningi verksins stendur því einnig er hægt að fylgjast með verkinu af annarri hæð hússins. Tónlist í verkinu er að hluta frumsamin og flutt sem spunaverk þar sem dansari og tónlistarmenn spinna saman.
Rúta fer frá Listasafninu á Akureyri kl. 16.30 og er enginn aðgangseyrir. Verkið hlaut styrk frá Leiklistarráði Íslands og Menntamálaráðuneyti 2010 og frá Menningarráði Eyþings.
Á Bláu könnunni verður klukkan 14 opnuð ljósmyndasýning Finns Inga Erlendssonar og ber hún heitið "Týnda borgin". Sýningin er afrakstur dvalar Finns í sígaunavögnum í Berlín þar sem fólk lifir utan samfélagsins. Sýningin Týnda borgin er hluti af dagskrá listahátíðarinnar List án landamæra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hamraborgin-og-hamrar
|
Hamraborgin og Hamrar
Í Menningarhúsinu Hofi, sem opnað verður í ágúst, verður afar góð aðstaða fyrir tónleikahald, sviðslistir af mörgum toga, ráðstefnur, fundi, veislur og aðra viðburði. Í húsinu, sem er á þremur hæðum auk kjallara, er einn 500 sæta salur og annar sem er með 200 sætum. Auk þess eru önnur rými sem henta fyrir móttökur og veislur, og einnig verður veitingastaður í húsinu.
Bygginarnefnd Menningarhússins Hofs ákvað á hundraðasta fundi nefndarinnar nýverið að samþykkja tillögu nafnanefndar um heiti á sölum og öðrum rýmum í Menningarhúsinu Hofi. Nafnanefnd Akureyrarbæjar skipa Hólmkell Hreinsson sem er formaður, Jón Hjaltason og Kristín Árnadóttir.
Nefndin segir að tillagan byggi á því að notuð séu örnefni úr bæjarlandinu og þá gjarnan nöfn sem hafa glatað hlutverki sínu og eru á góðri leið með að gleymast. Þannig hefur stóra salnum verið gefið nafnið Hamraborg, forsalurinn mun ganga undir nafninu Naust og minni salurinn á jarðhæð mun heita Hamrar. Einnig má nefna Leyning sem er lítill sýningasalur sem stendur við Hamragil. Á efri hæðum má finna Bótina, Setberg, Lund, Dynheima, Sólheima, Grástein, Steinholt og Steinnes svo eitthvað sé nefnt. Jón Hjaltason nefndarmaður segist vera ánægður með niðurstöðuna: ?Nöfnin eru með skírskotun í bæjarlandið og tengjast öll sögu Akureyrar með einhverjum hætti?.
Á þriðju hæð Menningarhússins verður Tónlistarskólinn á Akureyri með starfsemi sína. Þar verða kennslustofur nefndar eftir tónskáldum sem tengjast Akureyri og Norðurlandi.
Þá liggur fyrir að veitingastaðurinn í Hofi mun bera nafnið "1862 nordic bistro" og segja aðstandendur rekstursins að þarna sé verið að tengjast sögu bæjarins með tilvísun í það ár sem að Akureyri fékk kaupstaðarréttindi. "1862 nordic bistro" er kaffihús og veitingastaður sem verður opinn daglega og býður fjölbreytt úrval veitinga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nams-og-kynningarferd-til-pollands
|
Náms- og kynningarferð til Póllands
Í lok maí fer starfsfólk Akureyarbæjar sem starfar að tómstundamálum í náms- og kynningarferð til Póllands. Styrkur til fararinnar fékkst frá Evrópusambandinu en það veitir slíka styrki til menningarmála ríkjum sem standa utan EES. Tilgangur ferðarinnar er að vinna með og læra af pólskum listamönnum. Þeir munu síðan heimsækja Akureyri í ágúst og kynna sér starfsemi Punktsins í Rósenborg.
Hópurinn sem fer til Póllands. Fremsta röð frá vinstri: Halldóra B. Sævarsdóttir, Margrét Steingrímsdóttir og Halla Birgisdóttir. Miðröð: Kristín B. Gunnarsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir og Margrét Baldursdóttir. Aftasta röð frá vinstri: Marta T. Kusinska, Sigurjón Svanbergsson og Bergljót Jónasdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kosningafundur-i-beinni
|
Kosningafundur í beinni
Kosningafundur vegna sveitarstjórnakosninganna á Akureyri 29. maí nk. verður í beinni útsendingu á N4 Sjónvarpi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.00. Fundurinn verður í sal Brekkuskóla á Akureyri og eru bæjarbúar sérstaklega boðnir velkomnir þangað.
Oddvitar flokkanna sitja fyrir svörum, farið verður yfir liðið kjörtímabil, fólkið á götunni segir sína skoðun og við fáum viðbrögð frambjóðenda við nýjustu könnunum á fylgi flokkanna, m.a. frá Vikudegi og könnun Capacent sem kemur út í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjarsjodur-a-minjasafninu
|
Fjársjóður á Minjasafninu
Laugardaginn 22. maí klukkan 14 verður opnuð á Minjasafninu á Akureyri sýningin "Fjársjóður - tuttugu ljósmyndarar frá Eyjafirði 1858-1965". Sýningin er afrakstur rannsókna Harðar Geirssonar, safnvarðar Minjasafnsins, á ljósmyndaarfi Íslendinga. Uppgötvunum hans á ferðalaginu um leyndardóma ljósmyndanna má líkja við litla eðalsteina sem saman mynda fjársjóð.
Myndir eftir nánast óþekktan ljósmyndara að nafni Árni Stefánsson frá Litla-Dal koma nú fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti ásamt merkum frummyndum Tryggva Gunnarssonar sem teknar voru 1865 á Akureyri, auk fyrstu myndanna sem teknar voru á Húsavík 1866. Afkastamestur ljósmyndaranna hvað varðar kynningu á sér og sínum verkum var Vigfús Sigurgeirsson. Hann hélt sýningu í Hamborg 1935, í höfuðborgum Norðurlandanna 1937 og í New York 1939. Hann gaf meðal annars út fyrstu ljósmyndabókina á Íslandi árið 1930. Frummyndir hans af sýningunum utanlands má nú sjá á Minjasafninu.
Fimmtungur ljósmyndaranna tuttugu sem fjallað er um á sýningunni eru konur. Sú þekktasta er Anna Schiöth, annar kvenljósmyndari landsins. Hún rak ljósmyndastofu á Akureyri samfellt í 20 ár. Auk hennar voru þær Engel Jensen, Anna Magnúsdóttir og Guðrún Funk Rasmussen að störfum á þessu tímabili hér í bæ.
Hér er í fyrsta skipti komið saman yfirlit yfir ljósmyndun á Eyjafjarðarsvæðinu. Sýningin samanstendur af ljósmyndum úr ljósmyndasafni Minjasafnsins á Akureyri, sem er þriðja stærsta á landinu sinnar tegundar, auk ljósmynda fengnum að láni frá Þjóðminjasafni Íslands.
Minjasafnið verður opið hvítasunnudag og annan í hvítasunnu frá kl 13-16.
Sumaropnun hefst 1. júní og þá er safnið opið daglega frá kl 10-17.
Meðfylgjandi mynd tók Arnór Egilsson af Jóni Júlíusi Árnasyni ljósmyndara.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-tryggir-rekstur-gongudeildar-saa-a-akureyri
|
Akureyrarbær tryggir rekstur göngudeildar SÁÁ?á Akureyri
Akureyrarbær og SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, hafa gert samstarfssamning um sérhæfða göngudeildarstarfsemi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra sem SÁÁ mun starfrækja á Akureyri á árinu 2010 og 2011. Ennfremur verður unnið að því á samningstímanum að tryggja rekstur göngudeildarinnar til framtíðar.
Samningurinn felur í sér að Akureyrarbær greiði SÁÁ 3,3 milljónir króna á þessu ári og 5,4 milljónir árið 2011 til að starfrækja göngudeildarþjónustu í Hofsbót 4 en SÁÁ hefur boðið slíka þjónustu á Akureyri samfellt í um 20 ár.
Markmið samningsins er meðal annars að efla þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra á Akureyri, styrkja forvarnastarf og auka samvinnu og samstarf aðila sem vinna með fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnavanda á Norðurlandi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungmennarad-akureyrar
|
Ungmennaráð Akureyrar
Nýskipað ungmennaráð Akureyrar hittist í fyrsta skiptið í gær en ráðið tekur formlega til starfa næsta haust. Í ráðinu sitja 11 ungmenni frá grunnskólum bæjarins, framhaldsskólum, ÍBA, skátunum og Ungmenna-Húsinu. Tilgangur og markmið ráðsins er m.a. að þeir sem eru yngri en 18 ára geti fengið að taka þátt í lýðræðinu í bæ okkar og þó þau séu ekki með kosningarétt geti ungmennin haft eitthvað um sitt eigið líf að segja og fái þar með ábyrgð á sjálfum sér. Þau hafi vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Einnig fær ráðið fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Ungmennaráðið ásamt bæjarstjóranum Hermanni Jóni Tómassyni.
Hópurinn kom fyrst saman í Rósenborg þar sem þau notuðu tækifærið til að kynnast betur og hitta leiðbeinendur sína sem eru þau Linda Björk Pálsdóttir og Hlynur Birgisson frá félagsmiðstöðvunum og Kristján Bergmann frá Ungmenna-Húsinu. Eftir stutta veru í Rósenborg voru ungmennin keyrð niður í Ráðhús á formlegan stofnfund þar sem Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdarstjóri samfélags- og mannréttindadeildar, Þorlákur Axel Jónsson formaður samfélags- og mannréttindaráðs og Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri tóku á móti þeim og buðu þau velkomin til starfa og sýndu þeim húsakynnin.
Undirbúningur fyrir stofnun ungmennaráðs á Akureyri hefur staðið í nokkur ár. Í apríl sl. samþykktu samfélags- og mannréttindaráð og bæjarstjórn Akureyrar að stofna til ungmennaráðs enda eru sveitarstjórnir hvattar í æskulýðslögum til að hlutast til um að stofnuð séu sérstök ungmennaráð. Samkvæmt lögunum skulu ungmennaráð m.a. vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Þetta ákvæði æskulýðslaga er í anda barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að tryggja skuli rétt barns til að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og að tekið skuli réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.
Þorlákur Axel Jónsson í pontu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skrudganga-ad-hofi
|
Skrúðganga að Hofi
Á morgun kl. 16.00, miðvikudaginn 26. maí, efnir Tónlistarskólinn á Akureyri til skrúðgöngu frá Hvannavöllum 14, þar sem skólinn er nú til húsa, að Menningarhúsinu Hofi í tilefni flutninga skólans þangað.
Nemendur eru hvattir til að mæta með hljóðfærin sín að Hvannavöllum kl. 15.30. Trommusveit mun leiða gönguna.
Allir nemendur, kennarar, foreldrar og velunnarar hvattir til að taka þátt í göngunni.
Skólaslit Tónak fara fram sama dag kl. 18.00 í Akureyrarkirkju.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/villidyr-og-politik-i-samkomuhusinu
|
Villidýr og Pólitík í Samkomuhúsinu
Radíusbræður, Davíð Þór og Steinn Ármann, leiða saman hesta sína á ný í íslenskri útgáfu á víðfrægum uppistandssýningum Ricky Gervais. Hafa þeir gert þessar sýningar að sínum eigin með hjálp leikstjórans Gunnars B. Guðmundssonar sem leikstýrði síðasta áramótaskaupi og kvikmyndinni Astrópíu.
Sýningin byggir á tveimur vinsælustu uppistandssýningum Bretlands fyrr og síðar, Animals og Politics, en höfundur þeirra er gamanleikarinn Ricky Gervais. Hann sló rækilega í gegn sem höfundur og aðalleikari The Office þáttanna sem eru margverðlaunaðir og meðal vinsælustu sjónvarpsþátta síðari ára. Gervais hefur í kjölfarið komist í hóp þekktustu grínista heims og haft mikið að gera. Hann hefur m.a. leikið í Hollywood bíómyndum, gefið út barnabækur, gert vinsælustu Podcast þætti veraldar og svo mætti lengi telja.
Áhorfendur fá í raun töfaldan skammt af uppistandi í einni sýningu: Fyrir hlé er það Pólítik með Davíð Þór en eftir hlé Villidýr með Steini Ármanni.
Sýningin var frumsýnd í Borgarleikhúsinu á vormánuðum og verður sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. maí og hefjast sýningrnar kl. 20.00. Miðasala er í síma 4 600 200 kl. 13.00-17.00 og á www.leikfélag.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kosningavefur-fyrir-akureyri
|
Kosningavefur fyrir Akureyri
Kosið verður til bæjarstjórnar á Akureyri eftir þrjá daga. Kjörstaðir í Akureyrarkaupstað eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Grunnskólanum í Hrísey og félagsheimilinu Múla í Grímsey. Sex listar eru boðnir fram og til kynningar á þeim hefur verið settur upp sérstakur vefur hér á Akureyri.is.
Þar má lesa um frambjóðendur og kynna sér helstu stefnumál listanna. Á forsíðu vefjarins er hnappur - KOSNINGAR 2010 X - sem leiðir áhugasama beint á kosningavefinn en einnig er hægt að smella HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breidholt-hesthusahverfi-tillaga-ad-endurskodudu-deiliskipulagi-lokid
|
Breiðholt, hesthúsahverfi. Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi - Lokið
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 18. maí 2010.
Skipulagssvæðið nær til hesthúsahverfisins Breiðholts sem afmarkast af Súluvegi í norðri, raflínum frá Rangárvöllum í vestri og óbyggðu svæði ofan golfvallar í suðri og austri. Með endurskoðun skipulagsins eru gerðar nokkrar breytingar á lóðamörkum og skilgreindir byggingarreitir á öllum lóðum hverfisins þannig að unnt verði á grundvelli deiliskipulags að taka afstöðu til nauðsynlegra endurbóta, viðbygginga og endurbyggingar húsa á svæðinu.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 27. maí til 8. júlí 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Breiðholt , skipulagsuppdráttur - tillaga
Breiðholt, greinargerð - tillaga
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 8. júlí 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
27. maí 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-ur-husverndarsjodi
|
Styrkir úr Húsverndarsjóði
Ákveðið hefur verið að veita 2-3 styrki úr Húsverndarsjóði Akureyrar að upphæð 200-300 þúsund krónur. Sjóðurinn styrkir viðhald á friðuðum húsum og húsum sem hafa varðveislugildi á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 3. júní 2010.
Þær umsóknir sem hafa borist sjóðnum frá áramótum verða afgreiddar með þeim umsóknum sem berast fyrir auglýstan umsóknarfrest.
Umsóknum skal skilað til Akureyrarstofu á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í þjónustuanddyri ráðhússins og má einnig nálgast hér - skal þess vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram. Upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir í netfanginu [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-breytingar-a-gatnakerfi
|
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breytingar á gatnakerfi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. maí 2010 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna tenginga innra gatnakerfis Akureyrar við stofn- og tengibrautir.
Tillagan var auglýst frá 17. mars til 28. apríl 2010. Fimm athugasemdir bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til breytinga á tillöguninni. Bætt var við tengingu frá Leiruvegi inn á svæði smábátahafnar á Leirunni, 2.61.18 O eftir umsögn Vegagerðarinnar.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu erindisins.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, 3. hæð í Ráðhúsi Akureyrar.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
?
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarskolinn-flytur-i-hof
|
Tónlistarskólinn flytur í HOF
Miðvikudaginn 26. maí var farin skrúðganga frá Tónlistarskólanum við Hvannavelli 14 að Menningarhúsinu Hofi. Tilefnið var táknrænn flutningur Tónlistarskólans í Hof þar sem skólaári Tónlistarskólans er að ljúka og næsta skólaár hefst að mestu leyti í nýju húsnæði. Þátttaka í skrúðgöngunni var góð, enda tilhlökkun í bæði nemendum og kennurum að fá loksins framtíðarhúsnæði fyrir skólann, þótt vissulega hafi farið hafi vel um alla að Hvannavöllunum.
Í Hofi fær skólinn framtíðarhúsnæði sem er hannað og hljóðeinangrað með þarfir kennslunnar í huga. Aðstaða skólans batnar til muna, þar sem hann fær til afnota alla 3. hæð Hofs ásamt rými á 2. hæðinni líka. Kennslustofur eru rýmri og bjartari ásamt því sem öll aðstaða til tónleikahalds og flutnings stórbatnar.
Skólinn mun þó áfram sinna kennslu í grunnskólunum og halda í þá aðstöðu sem þar hefur verið komið upp. Nýtt húsnæði býður upp á ýmsa nýja möguleika. Auðveldara verður að skipuleggja kennslu, hljóðeinangrun er öll mun betri og tilkoma hljóðvers býður upp á nýja kennslumöguleika s.s. kennslu í raftónlist og upptökum.
Frétt úr Skólaakri, vefriti skóladeildar Akureyrarbæjar. Myndir: Ragnar Hólm.
Kennarar og nemendur skólans nálgast Menningarhúsið Hof.
Trommusveit leiddi skrúðgönguna.
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, tók á móti göngufólki við innganginn í Hof. Hér býður hann skólastjóra Tónlistarskólans, Hjörleif Örn Jónsson, sérstaklega velkominn.
Skólastjórinn fagnar áfanganum í Hamraborg, stærri sal Menningarhússins Hofs.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-a-imex-syningunni-i-frankfurt
|
Akureyri á IMEX-sýningunni í Frankfurt
Í gær lauk einni stærstu kaupstefnu heims um ráðstefnu- og hvataferðir, hinni svonefndu IMEX-sýningu sem haldin er í Frankfurt í Þýskalandi. Fulltrúar Akureyrar höfðu fengið boð um að vera með sýningarpláss þar til að kynna ráðstefnubæinn Akureyri og Menningarhúsið Hof sem "nýjungu meðal ráðstefnustaða".
Boðið fól í sér að ekki þurfti að greiða fyrir sýningarpláss, auk þess sem veitt var aðstoð við að nýta ýmis markaðstækifæri og kynningarleiðir á sýningunni sjálfri og á heimasíðu hennar. Á kaupstefnuna komu um 4.000 skipuleggjendur ráðstefnu- og hvataferða, og ferðaskrifstofur víðsvegar að úr heiminum til að kynnast helstu nýjungum á hvata og ráðstefnumarkaðinum.
Næsta haust aukast til mikilla muna tækifæri til ráðstefnuhalds á Akureyri þegar Menningarhúsið Hof verður tekið í notkun en á sama tíma verður einnig tekin í notkun mjög góð aðstaða til ráðstefnuhalds í Háskólanum á Akureyri.
Nýr ráðstefnubæklingur fyrir bæinn hefur litið dagsins ljós og er hann hvorki merktur sérstökum ferðaþjónustuaðila né ráðstefnuhaldara og geta allir sem þess óska fengið eintök og nýtt sér í sinni markaðssetningu. Einnig er unnið að almennu kynningarmyndbandi fyrir bæinn og verið að undirbúa sérstakan ráðstefnuflipa á heimasíðunni visitakureyri.is. Tveir fulltrúar ferðaþjónustuaðila í bænum voru sendir til starfa á IMEX-sýningunni sem fór fram dagana 25.-27. maí.
Heimasíða IMEX-sýningarinnar.
Nýr bæklingur um ráðstefnubæinn Akureyri.
Myndin að neðan var tekin af básnum sem ráðstefnubærinn Akureyri/Hof höfðu til umráða í Frankfurt.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-breyting-a-akureyrarflugvelli
|
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breyting á Akureyrarflugvelli.
Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Breytingin fellst m.a. í að flugvallarsvæðið stækkar úr 102,8 ha í 162 ha og er þá öll lóð Flugmálastjórnar Íslands skilgreind sem flugvallarsvæði. Landfylling norðan flugstöðvar stækkar um 0,53 ha og ný landfylling er gerð sunnan Leiruvegar undir aðflugsvita sem er 0,15 ha. Tvær tengingar eru inn á flugvallarsvæðið frá Eyjafjarðarbraut og færist sú syðri lengra til suðurs um 70 m. Reiðleið og gönguleið umhverfis suðurhluta flugbrautar eru lagfærðar til samræmis við núverandi stöðu.
Drög að aðalskipulagsbreytingunni eru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Fréttir.
Drög að aðalskipulagsbreytingu - Akureyrarflugvöllur
Frekari upplýsingar eru veittar á Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjornarkosningar-a-akureyri
|
Bæjarstjórnarkosningar á Akureyri
Bæjarstjórnarkosningar fara fram á Akureyri laugardaginn 29. maí 2010 og verður kosið í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Grunnskólanum í Hrísey og í félagsheimilinu Múla í Grímsey.
Kjörfundur hefst á kjördag á Akureyri klukkan 9.00 og lýkur honum klukkan 22.00. Í Hrísey og í Grímsey hefst kjörfundur klukkan 10.00 og lýkur honum klukkan 18.00.
Aðsetur kjörstjórnar á kjördag er á bókasafni VMA og er sími kjörstjórnar á kjördag 464 0350 og faxnúmer 464 0351.
Upplýsingar úr kjörskrá má finna á http://www.kosning.is/
Talning atkvæða hefst klukkan 22.00 og verða atkvæði talin í Vermkenntaskólanum á Akureyri.
Kjörstjórnin á Akureyri,
Helgi Teitur Helgason, Helga G. Eymundsdóttir og Þorsteinn E. Arnórsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-438-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-adalstraeti-80
|
Nr. 438/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Aðalstræti 80
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 13. apríl 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Innbæinn og fjöruna. Breytingin nær til lóðar nr. 80 við Aðalstræti og felur í sér að skilgreindur er 89,25 fm byggingarreitur. Þar er leyfilegt að byggja bílgeymslu að hámarki 48 fm auk rýmis sem tengist íbúðarhúsinu.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 5. maí 2010,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 20. maí 2010
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorhatid-naustahverfis-2010
|
Vorhátíð Naustahverfis 2010
Vorhátíð Naustahverfis verður haldin á fimmtudag, 3. júní, og hefst klukkan 16.15 með brekkusöng í Naustaborgum. Þar verður ýmis skemmtun og afþreying á boðstólum fyrir alla fjölskylduna til klukkan 18.00. Meðal þess sem í boði verður er:
Þrautabraut
Andlitsmálning
Stultur, kastveggur o.fl.
Trúðar
Naustahverfismót í Kubbi
Boccia
Leikir
Sápukúlublástur
Flugdrekar
Grillaðar pylsur
Þennan sama dag og í tengslum við vorhátíðina verður opið hús í Naustaskóla frá kl. 17.30. Þar verður opið kaffihús á neðri hæð skólans, haldin tombóla, opið föndurborð og draugahús, hægt að fara til spákonu og haldin sýning á verkum nemenda.
Söngvakeppni foreldra og barna (feðgar/mæðgur/feðgin/mæðgin) verður haldin á sal skólans kl. 18.00. Foreldrar og börn á öllum aldri geta skráð sig til keppni (það er einfaldlega gert með því að finna lag sem báðir aðilar kunna og mæta á æfingu í skólanum einhvern tímann milli kl. 17 og 18).
Loks verður haldið ball fyrir nemendur í 1.-3. bekk kl. 18.30-19.45 (200 kr. aðgangseyrir) og fyrir nemendur í 4.-7. bekk kl. 20.00-22.00 (200 kr. aðgangseyrir).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gestavinnustofa-gilfelagsins
|
Gestavinnustofa Gilfélagsins
Umsóknarfrestur fyrir gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri árið 2011 rennur út í dag. Gestavinnustofan er staðsett í Listagilinu á Akureyri og samanstendur af vinnuplássi og íverustað og er úthlutað til listamanna í einn til þrjá mánuði í senn.
Á þessari heimasíðu, www.artistsstudio.blogspot.com, fást nánari upplýsingar og þar er einnig að finna umsóknareyðublað fyrir vinnustofuna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-skolanefndar-akureyrarbaejar
|
Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar
Laugardaginn 5. júní boðar skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Listasafninu kl. 14.00 þar sem sjö nemendum og átta kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar verður veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í fyrsta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Alls bárust 28 tilnefningar um starfsmenn eða verkefni og 25 nemendur. Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra og Skólaþróunarsviði HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 31. maí sl.
Verða nöfn þeirra einstaklinga og verkefna sem hljóta viðurkenningu þetta árið kunngjörð á samkomunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjodin-sendi-myndband
|
Þjóðin sendi myndband
Í dag verður efnt til þjóðarátaks í tengslum við ?Inspired by Iceland?, markaðsátak ferðaþjónustunnar á erlendum mörkuðum. Ætlunin er að virkja íslenskan almenning og fá fólk til þess að vekja jákvæða athygli á Íslandi undir heitinu "Þjóðin býður heim". Átakið minnir á að nú er einmitt rétti tíminn til að heimsækja landið því það hafi aldrei verið eins lifandi og síbreytilegt.
Skorað er á fólk að senda tölvupóst á vini, kunningja, fjölskyldu og viðskiptafélaga erlendis með slóð á glænýtt og skemmtilegt myndband sem sýnir Ísland sem spennandi áfangastað. Fólk er hvatt til þess sérstaklega að senda tölvupóstinn milli kl. 13.00-14.00 að íslenskum tíma. Þeir sem ekki hafa tök á því að taka þátt í átakinu á þeim tíma geta samt sem áður sent tölvupóstinn hvenær sem er dagsins og áfram næstu vikurnar. Hægt er að nálgast myndbandið og senda tölvupóstinn á ensku HÉR.
Inspired by Iceland Video from Inspired By Iceland on Vimeo.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/blomakerin-taka-lit
|
Blómakerin taka lit
Blómakerin á Ráðhústorgi fengu á sig sumarlegan og fagran blæ í morgun þegar nemendur í 3., 4. og 5. bekk í Oddeyrarskóla máluðu þau og skreyttu með hlýlegum litum. Það var Brynhildur Kristinsdóttir, myndmenntakennari í Oddeyrarskóla, sem stjórnaði verkinu en að því komu 20-25 nemendur skólans.
Nokkrir krakkanna stilltu sér upp fyrir myndatöku við blómakerin að verki loknu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjomannadeginum-fagnad-1
|
Sjómannadeginum fagnað
Um helgina verður blásið til hátíðar í útgerðarbænum Akureyri þegar sjómannadeginum verður fagnað með dagskrá sem nær yfir bæði laugardag og sunnudag.
Á laugardaginn verður líf og fjör í Sandgerðisbótinni þar sem smátabátaeigendur munu taka á móti gestum og gangandi og á sama stað verður bátavélasýning Þórhalls Matthíassonar sem er til húsa að Óseyri 20. Á Glertorgi verður opnuð sýning á ljósmyndum sem kafararnir Erlendur Guðmundsson og Gísli A. Guðmundsson hafa tekið neðansjávar í fjörðum landsins og stöðuvötnum. Á Pollinum verður kaffihúsastemning um borð í Húna II og verða kaffihúsagestir ferjaðir um borð frá Höepfnersbryggju þar sem siglingaklúbburinn Nökkvi er með sína félagsaðstöðu. Hinn eini sanni kappróður hefst á Pollinum klukkan 14 og þá verður aldeilis tekið á því.
Á sunnudaginn, sjálfan sjómannadaginn, hefjast hátíðarhöld með hefðbundnum hætti; sjómannamessur og blómsveigður verður lagður að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. Klukkan 13 siglir Húni II frá Torfunefsbryggju að Sandgerðisbót, þar sem smábátasjómenn fjölmenna og munu bátarnir sigla saman aftur að Torfunefsbryggju. Klukkan 14 hefst á sviði á Torfunefsbryggju dagskrá þar sem Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar flytur ræðu, sjómenn verða heiðraðir og flutt verður tónlist. Klukkan 15 hefst svo fjölbreytt fjölskyldudagskrá að Hömrum útivistarsvæði skáta þar sem stíga á stokk Lilli klifurmús og Mikki refur, Skrítla og Lúsi, hinn sívinsæli koddaslagur, reiptog, þrautabraut og fleira og fleira. Hátíðarhöld sjómanndagshelgarinnar ná svo hámarki að kvöldi sjómannadagsins með skemmtun í Sjallanum þar sem Hvanndalsbræður og Magni Ásgeirsson sjá um fjörið.
Hér er aðeins tæpt á því helsta sem boðið verður upp á um sjómannadagshelgina.
Á viðburðadagatalinu á visitakureyri.is er hægt að skoða ítarlegri dagskrá. Færið bendilinn yfir sunnudaginn 6. júní og smellið á Sjómannadagshátíð. Þá opnast nýr gluggi með heildardagskrá hátíðarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjonustustefna-akureyrarbaejar-kynnt
|
Þjónustustefna Akureyrarbæjar kynnt
Bæjarstjórinn á Akureyri, Hermann Jón Tómasson, kynnti á föstudag nýja þjónustustefnu fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar. Þjónustustefnan var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar í febrúar sl. en meginatriði hennar koma fram í gildunum "fagleg, lipur og traust". Um leið og stefnan var kynnt, voru veitt verðlaun fyrir tákn sem standa fyrir gildin þrjú en efnt var til samkeppni um táknin á meðal starfsfólks bæjarins.
Það var Gunnlaug E. Friðriksdóttir, þjónustufulltrúi á búsetudeild bæjarins, sem hlaut viðurkenningu fyrir tillögu sína. Einnig fékk Davíð Hjálmar Haraldsson, launafulltrúi hjá starfsmannaþjónustu bæjarins, sérstaka viðurkenningu fyrir "stafræna lýsingu á gildunum þremur" í bundnu máli.
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, afhendir Gunnlaugu viðurkenninguna. Athöfnin fór fram á leikskólanum Kiðagili á föstudag.
HÉR má sjá teikningar Gunnlaugar sem verða nánar útfærðar og notaðar sem tákn fyrir þjónustustefnu Akureyrarbæjar.
Þjónustustefnuna má nálgast hér: http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/thjonustustefna/
Loks fylgja vísur Davíðs Hjálmars sem lýsa gildunum þremur:
Stafræn lýsing á gildum fyrir þjónustustefnu Akureyrarbæjar
Ætíð hér við okkur semst,
ei við notum svipur;
þjónustan er fyrst og fremst
FAGLEG, TRAUST og LIPUR.
Við hjálpumst að ef þess er þörf,
þínum óskum sinnum
og fróð um okkar fjölbreytt störf
FAGLEG öll hér vinnum.
Lítir þú til okkar inn
sem ætíð verið gæti,
brosir glaður bærinn þinn
og býður LIPUR sæti.
Ekkert hér við látum laust,
þín leyndarmál ei sýnum.
Þjónustan er trygg og TRAUST:
Treystu bænum þínum.
- Davíð Hjálmar Haraldsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/serhaefd-fjarmalaradgjof
|
Sérhæfð fjármálaráðgjöf
Akureyrarbær hefur ráðið fjármálaráðgjafa til starfa. Um er að ræða tímabundið verkefni sem unnið er í samvinnu við Vinnumálstofnun. Hlutverk ráðgjafans er sambærilegt við hlutverk Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, þ.e. að aðstoða fólk í miklum skuldavanda. Ráðgjafinn starfar á skrifstofu Fjölskyldudeildar að Glerárgötu 26. Tímapantanir eru á Fjölskyldudeild í síma 460 1420.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinnuskolinn-ad-hefjast
|
Vinnuskólinn að hefjast
Vinnuskóli Akureyrar hefst miðvikudaginn 9. júní nk. vegna skólaslita en það á þó aðeins við um unglinga sem fæddir eru 1995 og 1996, að undanskildum nemendum úr Glerárskóla en þeir byrja í dag, 7. júní, og mæta í fjölmiðlafræðslu í Rósenborg.
Árgangur 1995 á að mæta á sína starfsstöð (sinn skóla) kl. 8.30 og árgangur 1996 mætir á sína starfsstöð (sinn skóla) kl. 12.30. Búið er að hafa samband við þá sem ekki geta unnið hefðbundin störf vinnuskólans og fá þeim vinnu á öðrum stöðum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-skolanefndar-akureyrarbaejar-1
|
Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar
Laugardaginn 5. júní sl. bauð skólanefnd Akureyrarbæjar til uppskeruhátíðar í Listasafninu í fyrsta skipti, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, starf, áhuga og vilja. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.
Skólanefnd taldi mjög mikilvægt að uppfylla þetta ákvæði í skólastefnunni nú þar sem athyglin hefur beinst í ríkari mæli að því sem miður hefur farið í samfélaginu. Því er ástæða til að beina athyglinni að því sem vel er gert og byggir að mestu á áhuga og vilja einstaklinganna til að gera sem best úr því sem þeir hafa.
Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og strarfsmenn eða verkefni sem talin eru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Alls bárust 28 tilnefningar um starfsmenn eða verkefni og 25 nemendur. Valnefnd sem skipuð var Elínu Margréti Hallgrímsdóttur formanni skólanefndar, Guðjóni Hreini Haukssyni fulltrúa samtaka foreldra og Trausta Þorsteinssyni fulltrúa Skólaþróunarsviðs HA, fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 31. maí sl.
Hluti hópsins sem viðurkenningu hlaut. Mynd: Jón Baldvin Hannesson.
Þeir sem hlutu viðurkenningu skólanefndar árið 2010 eru:
Berglind Bernardsdóttir nemandi í 10. bekk Brekkuskóla, hlaut viðurkenningu fyrir dugnað og glæsilega framkomu.
Harpa Rós Jónsdóttir nemandi Tónlistarskólanum á Akureyri, hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur.
Hákon Ingi Halldórsson nemandi í 3. bekk Oddeyrarskóla, hlaut viðurkenningu fyrir félags- og samskiptafærni.
Reynir Franz Valsson nemandi í 2. bekk Naustaskóla, hlaut viðurkenningu fyrir miklar framfarir í námi og góða ástundun.
Fanney Lind Pétursdóttir nemandi í 10. bekk Giljaskóla, hlaut viðurkenningu fyrir einstaka framkomu, umhyggjusemi og félagsfærni.
Arnór Páll Júlíusson nemandi í 10. bekk Síðuskóla, hlaut viðurkenningu fyrir dugnað og samviskusemi.
Sigrún María Óskarsdóttir nemandi í 10. bekk Lundarskóla hlaut viðurkenningu fyrir jákvæða fyrirmynd og miklar framfarir í námi.
Alberto Carmona kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur og jákvæð áhrif á skólastarfið.
Margrét Baldvinsdóttir og Sara Elín Svanlaugsdóttir kennarar við Síðuskóla, hlutu viðurkenning fyrir fyrirmyndar kennslu og samstarf.
Kristín Sigurðardóttir kennari á Iðavelli, hlaut viðurkenningu fyrir innleiðslu á verkefninu þátttökuaðlögun í leikskóla.
Helga María Þórarinsdóttir kennari í Lundarseli, hlaut viðurkenningu fyrir fyrirmyndar leiðtogahæfni í leikskólastarfi.
Brynjar Óttarsson kennari í Giljaskóla, hlaut viðurkenningu fyrir metnaðarfulla framkvæmd á verkefninu Grenndargralið.
Ólafur Sveinsson kennari og Sigurður Brynjar Sigurðsson uppeldisfulltrúi í Hlíðarskóla, hlutu viðurkenningu fyrir árangursríka eflingu á hand- og verkmenntum í Hlíðarskóla.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-491-2010-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-glerareyrar-1
|
Nr. 491/2010 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Gleráreyrar 1
Breyting á deiliskipulagi verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. maí 2010 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum. Breytingin nær til lóðar nr. 1 við Gleráreyrar og felur í sér að á austurhluta lóðarinnar er skilgreindur byggingarreitur fyrir sjálfsafgreiðslueldsneytisstöð, m.a. eldsneytisdælur, eldsneytistanka, olíuskiljur og tæknirými fyrir dælubúnað. Heimilt er að reisa skilti á lóðinni utan byggingarreits.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. júní 2010,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 4. júní 2010
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskolakennarar-i-heimsokn
|
Leikskólakennarar í heimsókn
Síðasta föstudag komu góðir gestir í heimsókn á leikskólann Flúðir og voru þar einnig á mánudag og þriðjudag. Um var að ræða leikskólakennara frá Englandi, Svíþjóð, Ítalíu, Rúmeníu og Frakklandi sem voru hingað komnir á vegum Comeniusar-verkefnis Evrópusambandsins en Flúðir hafa verið aðilar að því síðustu tvö ár.
Smelltu HÉR til að fræðast nánar um Comeniusar-verkefnið.
Myndirnar að neðan voru teknar á leikskólanum Flúðum í gær, mánudaginn 7. júní, þegar gestirnir snæddu hádegisverð með leikskólabörnunum og sungu með þeim.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/christina-sunley-a-amtsbokasafninu
|
Christina Sunley á Amtsbókasafninu
Christina Sunley, höfundur skáldsögunnar "Freyjuginningar", les upp úr bók sinni og ræðir við gesti í Amtsbókasafninu miðvikudaginn 9. júní kl. 17.00. Christina er bandarísk, af íslenskum ættum. Bók hennar "The Tricking of Freyja" fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda vestan hafs. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Þórdísar Bachmanns fyrir síðustu jól undir heitinu "Freyjuginning". Þar er skyggnst inn í íslenskan menningarheim frá sjónarhóli fólksins sem yfirgaf Ísland undir lok nítjándu aldar en varðveitti íslenska menningu fjarri ættjörðinni. Sögusvið bókarinnar er Ísland og Íslendingaslóðir í Kanada. Allir eru velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/palmholt-60-ara
|
Pálmholt 60 ára
Föstudaginn 11. júní fagnar leikskólinn Pálmholt sextíu ára afmæli sínu. Af því tilefni verður opið hús á Pálmholti milli klukkan 15.00 og 17.00 á afmælisdaginn og eru bæjarbúar hvattir til að koma og samfagna með starfsfólki og krökkunum á leikskólanum. Þeir sem eiga minningar frá veru sinni á Pálmholti sem börn, voru starfsmenn eða tengjast skólanum með einhverjum öðrum hætti eru sérstaklega hvattir til að heimsækja leikskólann á þessum tímamótum.
Vakin er sérstök athygli á sýningu sem starfsfólk Pálmholts hefur sett upp í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns þar sem má skoða sextíu ára sögu barnaheimilisins og leikskólans í máli og myndum. Þar verður einnig sýndur filmubútur sem Eðvald Sigurgeirsson ljósmyndari tók af starfinu á Pálmholti árið 1952 og er ómetanlegur fjársjóður fyrir sögu Pálmholts. Filman hefur verið geymd á Héraðsskjalasafninu á Akureyri síðan 1979. Hún var í eigu Kvenfélagsins Hlífar, sem stofnsetti barnaheimilið og var skilað inn á safnið ásamt öðrum gögnum kvenfélagsins það ár. Kvikmyndasafn Íslands tók DVD afrit af filmunni og er það eintak notað á sýningunni með góðfúslegu leyfi Egils Eðvarðssonar sem fer með höfundarrétt yfir efni föður síns.
Sýningin mun standa út júnímánuð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/17-juni-hatidarholdin-a-akureyri
|
17. júní hátíðarhöldin á Akureyri
Skátafélagið Klakkur sér um hátíðarhöld á 17. júní. Hefðbundin dagskrá hefst í Lystigarðinum klukkan 13 með fánahyllingu, hátíðarávarpi í flutningi Geirs Kristins Aðalsteinssonar oddvita L-listans, bænagjörð og blessun sem Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni við Glerárkirkju flytur og Kór Glerárkirkju syngur.
Klukkan 13.30 verður lagt af stað í skrúðgöngu sem endar í miðbænum, þar sem skátarnir hafa komið upp hinu sívinsæla skátatívolíi þar sem hægt er að reyna sig við ýmsar þrautir. Einnig verða hjólabílar, hoppukastalar og fleira. Það verður dagskrá á sviði þar sem stíga á stokk Lúðrasveit Akureyrar, Karlakór Akureyrar-Geysir, Leikhópurinn Lotta með atriði úr Hans Klaufa, Marimbasveit Giljaskóla, Dýrin í Hálsaskógi og Hvanndalsbræður. Dagskráin í miðbænum stendur yfir frá 14-17.
Klukkan 21 hefst dagskráin aftur í miðbænum og munu þar stíga á svið hljómsveitin Buff, akureyska hljómsveitin Sjálfsprottin spévísi, söngvarinn Geir Ólafsson, Hvanndalsbræður og Leikhópurinn Lotta og dagskráin nær svo hámarki um miðnætti þegar nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri marsera í gegnum miðbæinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-uthlutar-5-3-milljonum-krona-ur-haskolasjodi
|
KEA úthlutar 5,3 milljónum króna úr Háskólasjóði
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhentu 5,3 milljónir króna úr Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð 12. júní.
Þetta er í áttunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA. Samkvæmt samkomulagi sem KEA og Háskólinn á Akureyri gerðu með sér eru veittir námsstyrkir, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna. Einnig eru veitt verðlaun vegna námsárangurs til nemenda á hug- og félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði og viðskipta- og raunvísindasviði.
Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.
Úthlutun námsstyrkja og verðlaun vegna námsárangurs voru samtals 7 og til úthlutunar voru rúmlega 1,1 milljón króna.
Umsóknir í flokki rannsókna, til búnaðarkaupa og sérverkefna voru 29 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar 23 milljónir. Tólf styrkir voru veittir en alls komu rúmar 4,2 milljónir til úthlutunar.
Styrkþegar ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóri KEA, og Stefáni B. Sigurðssyni, rektor Háskólans á Akureyri.
Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:
Samfélagssamheldni á Akureyri/Eyjafirði
Hug- og félagsvísindasvið - Birgir Guðmundsson
Kr. 200.000,-
Lífsgildi, siðferði og samfélagsrammi sem liggja til grundvallar háskólakennslu í viðskiptafræðum
Viðskipta- og raunvísindasvið - Hafdís Björg Hjálmarsdóttir
Kr. 400.000,-
Erfðabreytileiki og stofnsveiflur rjúpunnar á Norðausturlandi
Viðskipta- og raunvísindasvið - Kristinn P. Magnússon
Kr. 300.000,-
Örveruvistfræði Glerár og skimun eftir lífhreinsibakteríum
Viðskipta- og raunvísindasvið - Oddur Vilhelmsson
Kr. 400.000.-
Félags -og efnahagsleg áhrif skotveiðitengdrar ferðaþjónustu
RHA - Hjördís Sigursteinsdóttir
Kr. 400.000,-
Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Hug- og félagsvísindasvið - Þóroddur Bjarnason
Kr. 300.000,-
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utsynisferdir-um-akureyri
|
Útsýnisferðir um Akureyri
Akureyri City Sightseeing er kostur sem verður í boði í sumar fyrir íbúa og gesti Akureyrar. Um er að ræða útsýnisferð með leiðsögn um bæinn þar sem fólk kaupir sér dagsmiða og getur farið úr og í bílinn aftur á hverri biðstöð. Bíllinn leggur af stað frá Oddeyrarbryggju á klukkutíma fresti frá klukkan 9?16 og um 45 mínútur tekur að aka hvern hring.
Biðstöðvarnar eru þrettán og allar vel merktar. Hver farþegi fær kort og bækling með upplýsingum um allar biðstöðvarnar auk þess sem leiðsögn er í bílnum. Biðstöðvarnar eru eftirfarandi: Oddeyrarbryggja, Upplýsingamiðstöð ferðamála, Innbærinn (Minjasafnið), Akureyrarflugvöllur, Kjarnaskógur, Hamrar tjaldsvæði, Lystigarður, Sundlaug Akureyrar, Miðbær, Glerártorg og þaðan um þorpið og niður á bryggju aftur.
Eins og áður segir er þjónustan hugsuð fyrir bæði gesti og íbúa. Einnig verður í boði afsláttur fyrir eldri íbúa bæjarins. Akureyri City Sightseeing gengur allar helgar og er því góður kostur fyrir þá sem vilja komast inn í bæinn frá Hömrum eða inn í Kjarnaskóg, fram á flugvöll eða hvert sem er um bæinn.
Fyrsta ferð er á morgun, miðvikudaginn 16. júní, klukkan 10.00 og svo daglega í júlí, en alla daga nema fimmtudaga og föstudaga í júní og ágúst. Miðinn kostar 10 evrur (1.500 krónur) en hægt verður að greiða í íslenskum krónum, evrum, sterlingspundum og dollurum o.fl. gjaldmiðlum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/solstoduhatid-i-grimsey
|
Sólstöðuhátíð í Grímsey
Sólstöðuhátíð verður haldin í Grímsey um næstu helgi. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt hátíð er haldin. Það er kvenfélagið Baugur sem stendur að hátíðinni en hátíðarstjóri er Gísli Sigurgeirsson.
Margt verður sér til gamans gert, enda Grímseyingar gestrisnir og góðir heima að sækja. Vegleg ljósmyndasýning verður sett upp við höfnina og víðar um eyjuna. Flestar myndirnar eru eftir Friðþjóf Helgason, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmann, sem á ættartengsl við Grímsey. Fyrir hádegi á laugardaginn verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn Bjarna Magnússonar sem er síðasti hreppsstjóri á Íslandi. Lífið í Grímseyjarbjörgum er ólýsanlegt á þessum árstíma. Heimamenn ætla að sýna bjargsig og meðal þeirra er hreppsstjórinn, sem er að verða áttræður. Bjarni segir eggin fjörgandi, enda telja ?sérfræðingar? sannað, að flestir Grímseyingar séu fæddir níu mánuðum eftir eggjatíð.
Álftagerðisbræður verða með tónleka í félagsheimilinu á föstudagskvöldið og Gunnar Þórðarson heldur tónleika í Miðgarðakirkju á laugardeginum. Þá verða einnig uppákomur við höfnina, boðið upp á sjóferðir umhverfis eyjuna og einnig geta gestir fengið að reyna sig á sjóstöng.
Hápunktur hátíðarinnar verður sælkeraveisla í félagsheimilinu, þar sem kvenfélagskonur bera fram ?konfekt? úr matarkistu eyjarinnar, sem þær matreiða undir stjórn Gunnars Karls Gíslasonar, matreiðslumeistara á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu í Reykjavík. Gunnar Karl er í kokkalandsliðinu og hefur á undanförnum sólstöðuhátíðum komið Grímseyingum og gestum þeirra á óvart með óvenjulegum réttum. Hann notar eingöngu hráefni úr matarkistu eyjarinnar; fisk, fugl, hrefnu, höfrung, svartfuglsegg, skarfakál og stolinn rabbarbara, svo nokkuð sé nefnt.
Dagskrá Sólstöðuhátíðarinnar er að finna HÉR.
Bjarni hreppsstjóri ætlar að bregða sér í bjargið þótt nær áttræður sé og hann ætlar einnig að bjóða upp á listitúra í kerru sem gæðingurinn ?Mö? verður spenntur fyrir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolahatid-ma
|
Skólahátíð MA
Menntaskólanum á Akureyri verður slitið í 130. sinn og stúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri fimmtudaginn 17. júní næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 10.00 en hús er opið frá klukkan 9.00.
Jón Már Héðinsson skólameistari brautskráir í þetta sinn 183 stúdenta, en þetta er langstærsti hópur nýstúdenta frá MA frá upphafi. Í þessum hópi er jafnframt sjöþúsundasti stúdent Menntaskólans á Akureyri.
Í upphafi athafnarinnar leika nýstúdentar tónlist. Við athöfnina munu fulltrúar afmælisárganga flytja skólanum kveðjur og í lokin flytur fráfarandi formaður Hugins, skólafélags MA ávarp nýstúdents. Að athöfn lokinni er myndataka við Stefánslund, austan Heimavistar og norðan Hóla. Opið hús er í MA og kaffiveitingar í Kvosinni, sal skólans á Hólum, frá hádegi og fram til klukkan 15.00. Gestir eru hvattir til að heimsækja skólann þennan daga og skoða skólahúsin og allt sem þar er að sjá. Meðal annars má benda á ljósmyndasýningu nemenda, þá þriðju sem upp er sett á þessu skólaári, og sýnishorn af verkefnum nemenda í vetur.
Að kvöldi 17. juní er Hátíðarfagnaður nýstúdenta í Íþróttahöllinni, en þar verða á annað þúsund gesta, fjölskyldur og vinir nýstúdentanna og starfsfólk skólans, í kvöldverði og skemmtun, þar sem nýstúdentar flytja margvísleg atriði. Þar verður að lokum dansað fram á nótt.
Mikill fjöldi gamalla nemenda skólans verður á Akureyri dagana í kringum 17. júní. Þeir koma í heimsókn í skólann, fara kynnis- og óvissuferðir um bæinn og nágrannasveitir og koma saman á MA-hátíðinni í Íþróttahöllinni að kvöldi 16. júní. Tryggð gamalla nemenda við skólann sinn er mikil og á sér langa hefð. Skólinn hefur fóstrað nemendur sína vel og þar hafa verið bundin gagnkvæm tryggðabönd.
Skólahátíð Menntaskólans á Akureyri er þegar allt er talið margra daga hátíð með miklu fjölmenni svo skiptir þúsundum manna. Afmælisstúdentar skipta hundruðum og foreldrar og fjölskyldur nýstúdenta eru stór og mikill hópur. Hátíðin, sem er frá upphafi tengd þjóðhátíðarhaldinu, er ein af fjölmennustu og mestu samkomum sem haldnar eru ár hvert á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/geir-forseti-baejarstjornar
|
Geir forseti bæjarstjórnar
Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti Lista fólksins, var kjörinn forseti nýrrar bæjarstjórnar Akureyrar í dag. Hann er einn átta nýliða í bæjarstjórn, þar sem sitja ellefu fulltrúar. L-listinn hefur sex fulltrúa og er fyrsta stjórnmálaaflið sem nær hreinum meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar.
Oddur Helgi Halldórsson, stofnandi L-listans og bæjarfullrúi hans frá upphafi - síðustu þrjú kjörtímabil - er nýr formaður bæjarráðs Akureyrar.
Nýr varaformaður bæjarráðs er Geir Kristinn Aðalsteinsson og þriðji fulltrúi L-listans í bæjarráði er Halla Björk Reynisdóttir. Í ráðinu sitja einnig Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki og Ólafur Jónsson, Sjálfstæðisflokki. Áheyrnarfulltrúar eru Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi Bæjarlistans, Hermann Jón Tómasson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Í upphafi fundar var lesið upp bréf frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, sem kjörin var í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hún baðst lausnar út kjörtímabilið af persónulegum ástæðum. Var beiðni hennar samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum.
Frétt af www.mbl.is.
Hægt er að horfa á upptöku frá fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar HÉR.
Upplýsingar um nefndir og ráð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skapandi-sumarstorf-1
|
Skapandi sumarstörf
Í sumar starfa 24 einstaklingar á aldrinum 15-25 ára í svokölluðum "skapandi sumarstörfum" hjá Akureyrarbæ. Unnið er undir leiðsögn flokkstjóra í tveimur hópum, annars vegar 15?16 ára unglinga og hins vegar 17-25 ára. Hlutverk hópanna er að lífga upp á mannlífið í miðbænum og gleðja ferðamenn og bæjarbúa með alls kyns uppátækjum.
Hóparnir verða starfandi fram yfir verslunarmannahelgi en þetta er í sjöunda skipti sem skapandi sumarstörf eru unnin á vegum vinnuskólans og fara vinsældir hópanna sífellt vaxandi. Myndirnar að neðan voru teknar á dögunum þegar unga fólkið brá á leik í miðbænum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennasoguganga-19-juni
|
Kvennasöguganga 19. júní
Á kvenréttindadaginn 19. júní verður farin "Kvennasöguganga" um Innbæinn. Gangan hefst fyrir framan Minjasafnið kl. 12 og lýkur í Lystigarðinum kl. 14. Um leiðsögn sér Guðrún María Kristinsdóttir, formaður Zontaklúbbs Akureyrar, Hlín Bolladóttir, bæjarfulltrúi, ávarpar göngugesti og boðið verður upp á kaffi að lokinni göngu.
Bæjarbúar og gestir bæjarins eru hvattir til að mæta og upplifa hluta af sögu kvenna í Innbænum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fornar-sagnir-og-spar-i-laxdalshusi
|
Fornar sagnir og spár í Laxdalshúsi
Á þjóðhátíðardaginn opnaði nýtt kaffihús og sögusetur í Laxdalshúsi. Þar uppi á loftinu verður Valgerður H. Bjarnadóttir með sögustundir í sumar. Hún bregður sér í hlutverk landnámskonunnar Þórunnar hyrnu annars vegar og völvunnar Heiðar úr Völuspá hins vegar.
Sögustundirnar eru fluttar á ensku og íslensku. Farið verður á fund við konur sem tengjast fornum rótum Íslendinga. Völvan Heiður segir okkur sögurnar á bak við Völuspá og Þórunn hyrna, landnámskona í Eyjafirði og ættmóðir margra Íslendinga, segir okkur sögur af sjálfri sér og fjölskyldu sinni. Hver sögustund er klukkutími og aðgangseyrir 1.500 kr.
Dagskráin næstu daga:
Fimmtudagur 24. júní (Jónsmessa) Þórunn hyrna (á ensku) kl. 16
Föstudagur 25. júní Völuspá (á ensku) kl. 14
Völuspá (á íslensku) kl. 20
Laugardagur 26. júní Þórunn hyrna (á íslensku) kl. 16
Þórunn hyrna (á ensku) kl. 18
Þórunn hyrna (á íslensku) kl. 20
Sunnudagur 27. júní Þórunn hyrna (á ensku) kl. 14
Þórunn hyrna (á íslensku) kl. 16
Völuspá (á ensku) kl. 18
Mánudagur 28. júní Þórunn hyrna (á ensku) kl. 16
Völuspá (á ensku) kl. 18
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tjaldsvaedisreitur-vid-thorunnarstraeti-tillaga-ad-deiliskipulagi-lokid
|
Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti. Tillaga að deiliskipulagi - Lokið
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi samþykkt í bæjarstjórn 15. júní 2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af Hrafnagilsstræti í suðri, Byggðavegi í vestri, Þingvallastræti í norðri og Þórunnarstræti í austri. Í deiliskipulaginu eru skilgreind lóðamörk, byggingareitir og bílastæði fyrir svæðið. Heimilt verður að bæta einni hæð ofaná austurálmu Þingvallastrætis 23.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 23. júní til 4. ágúst 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Deiliskipulagsuppdráttur - tilaga
Greinagerð - tillaga
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 4. ágúst 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
23. júní 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arctic-open-ad-hefjast
|
Arctic Open að hefjast
Arctic Open golfmótið verður haldið á Jaðarsvelli á Akureyri frá fimmtudegi til laugardags. Arctic Open er alþjóðlegt golfmót sem hefur verið haldið frá árinu 1986 og hafa á fjórða þúsund innlendir og erlendir gestir látið drauminn rætast og tekið þátt í mótinu. Keppendur eru sammála um að það sé einstök upplifun að spila golf í blóðrauðu sólarlagi um miðnæturbil svo nærri heimskautsbaugi. 160 þátttakendur eru skráðir til leiks í ár, þar af 35 erlendir.
Mótið hefst á fimmtudegi með glæsilegri setningarathöfn þar sem boðið er upp á hlaðborð með norðlenskum veitingum. Fyrsti ráshópur verður ræstur kl. 16 og verða þá leiknar 18 holur. Frá kl. 16 á föstudag verða leiknar aðrar 18 holur fram á rauða nótt. Leikið er eftir Stableford punktakerfi með og án forgjafar auk þess sem verðlaun eru veitt fyrir besta árangur í kvenna- og öldungaflokki án forgjafar. Samhliða leik er spiluð liðakeppni. Fjórir eru saman í liði og valið er í liðin af handahófi.
Lokahóf Arctic Open á laugardagskvöld er sannkölluð stórveisla þar sem verðlaunin eru afhent og boðið upp á skemmtiatriði. Verðlaun eru frá Hole in one, NTC verslununum og heildverslun Rolf Johansen.
Veðurútlit er einstaklega gott og Jaðarsvöllur verður í mjög góðu standi þegar Arctic Open fer fram. Það eru því fræbærir golfdagar framundan þar sem allir skemmta sér vel frá morgni og fram á nótt.
Undanfarin ár hafa verið gerðar breytingar og endurbætur á Jaðarsvelli og á næstu árum eru einnig fyrirhugaðar stórhuga framkvæmdir. Þær munu gerbreyta vellinum og gera hann að einum besta golfvelli á landinu. Þær munu einnig opna nýja og stórkostlega möguleika fyrir Golfklúbbinn til að markaðssetja Arctic Open mótið og aðrar uppákomur sem hingað laða kylfinga, jafn innlenda sem erlenda.
Á vef mótsins, http://www.arcticopen.is/ er hægt að fá allar upplýsingar um mótið og fylgjast með fréttum af því.
Flugfélag Íslands er aðal samstarfsaðili G.A. um framkvæmd mótsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsaekjendur-um-stodu-baejarstjora
|
Umsækjendur um stöðu bæjarstjóra
Tugir manna sóttu um stöðu bæjarstjóra á Akureyri sem auglýst var laus til umsóknar. Dregist hefur að birta nöfn umsækjenda þar sem nokkrir óskuðu nafnleyndar og var þeim gefinn kostur á að draga umsókn sína til baka áður en listinn yrði birtur. Umsækjendur eru þessir í stafrófsröð:
Aðalsteinn Ingi Pálsson, forstjóri
Arnar Már Frímannsson, háskólanemi
Ágúst Kr. Björnsson, framkvæmdastjóri
Ágúst Már Garðarsson, matreiðslumaður
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður
Birgir Örn Friðjónsson, rekstrarstjóri
Björk Sigurgeirsdóttir, viðskiptafræðingur
Björn Ingimarsson, ráðgjafi
Dofri Hermannsson, verkefnisstjóri
Einar Vilhjálmsson, viðskiptafræðingur
Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri
Elísabet Katrín Friðriksdóttir, nútímafræðingur
Evert Stefán Jensson, rafiðnfræðingur
Garðar Garðarsson, vaktmaður
Gauti Þór Reynisson, ráðgjafi
Gísli Tryggvason, lögfræðingur
Guðrún Frímannsdóttir, fréttamaður
Guðrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri
Gunnar Árnason, ráðgjafi
Gunnar Rafn Jónsson, læknir
Gunnsteinn R. Ómarsson, verkefnastjóri
Harpa Þorbjörg Jónsdóttir, heimavinnandi
Haukur Árni Hjartarson, fræðslufulltrúi
Helgi Hrafn Halldórsson, tölvunarfræðingur
Hjörleifur Hallgríms, framkvæmdastjóri
Húni Heiðar Hallsson, lögfræðingur
Ingi Steinar Ellertsson, verkefnastjóri
Jóhannes Jakobsson, sölumaður
Jóhannes Valgeirsson, ráðgjafi
Jón Hrói Finnsson, stjórnsýslufræðingur
Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri
Nína Björg Sæmundsdóttir, viðskiptafræðingur
Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri
Óskar Baldursson, framkvæmdastjóri
Páll Magnússon, bæjarritari
Ragnar Jörundsson, fyrrverandi bæjarstjóri
Ragnar Sigurðsson, háskólanemi
Sigfús E. Arnþórsson, viðskiptastjóri
Sigríður Aðalsteinsdóttir, óperusöngvari og söngkennari
Sigríður Stefánsdóttir, samskiptastjóri
Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi
Sigurður Sigurðsson, byggingaverkfræðingur
Skúli Gautason, viðburðastjóri
Sverrir Freyr Jónsson, háskólanemi
Trausti Jörundarson, sjómaður
Valtýr Þór Hreiðarsson, ráðgjafi
Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri
Þorgeir Óskar Margeirsson, verkfræðingur
Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Þorsteinn Gunnar Jónsson, bókasafnsfræðingur
Þorsteinn Gunnarsson, þróunarstjóri
Þórir Kristinn Þórisson, fyrrverandi bæjarstjóri
Þuríður Sólveig Árnadóttir, sjúkraþjálfari
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/spitalavegur-einstefna-til-sudurs-fra-tonatrod
|
Spítalavegur - einstefna til suðurs frá Tónatröð
Vakin er athygli á að neðri hluti Spítalavegar er nú einstefnugata til suðurs frá Tónatröð að Lækjargötu. Efri hluti Spítalavegar, frá Eyrarlandsvegi að Tónatröð, er áfram tvísefnugata.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uthlutun-ur-vaxtarsamningi-eyjafjardar
|
Úthlutun úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar
Úthlutað var öðru sinni á þessu ári úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar 2008-2010 á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar sem haldinn var í dag. Sem fyrr var mikil ásókn eftir verkefnaaðild Vaxtarsamnings Eyjafjarðar en alls bárust 14 umsóknir og var óskað samtals eftir ríflega 22,5 milljónum króna. Samþykkt var þátttaka í þremur verkefnum og er varið til þeirra 4.500.000 kr.
Þau verkefni sem Vaxtarsamningurinn samþykkti að taka þátt í eru:
Umsækjendur
Verkefni
Upphæð
FS félag, Níels ehf, Ektafiskur ehf, Sportferðir ehf, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð.
Framleiða vöru úr strand-stangveiðum í Eyjafirði og tengja við þá fjölbreyttu þjónustu sem fyrir er í Eyjafirði.
1.500.000
Oddgeir Sigurjónsson, Rauðilækur ehf, N 10, Sis flutningar.
Þróunarverkefni í matvælaframleiðslu í Hörgársveit.
1.500.000
Eldfjallabrugg ehf, Samráð markaðsmál og hönnun ehf, Vélsmiðja Ólafsfjarðar.
Uppsetning á verksmiðju sem þróar og framleiðir sterkt áfengi.
1.500.000
Samtals
4.500.000
Fulltrúar þeirra verkefna sem hlutu stuðning frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar ásamt starfsmanni Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-afkoma-lsa-1
|
Góð afkoma LSA
Afkoma Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar (LSA) var góð á árinu 2009 og var hrein raunávöxtun sjóðsins 3,13% samanborið við 0,56% neikvæða raunávöxtun sjóðsins á árinu 2008. Að sögn Kára Arnórs Kárasonar framkvæmdastjóra Stapa lífeyrissjóðs, en Stapi er sér um rekstur sjóðsins, þá var það fyrst og fremst varfærin stefna sjóðsins sem skilaði þessari niðurstöðu. Tryggingafræðileg staða sjóðsins batnaði um 474,5 milljónir króna á árinu.
Ársfundur sjóðsins verður haldinn í húsakynnum Stapa að Strandgötu 3, mánudaginn 28. júní og hefst kl. 16.00. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og eru þeir hvattir til að mæta.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stulknablasarasveit-i-heimsokn
|
Stúlknablásarasveit í heimsókn
Alla næstu viku, 26. júní til 3. júlí, verður stúlknablásarasveit frá vinabæ Akureyrar í Danmörku, Randers, í heimsókn og munu skemmtilegir tónar hennar berast víða um bæinn. Um er að ræða 30 stúlkur á aldrinum 12-25 ára sem skipa hljómsveitina Randers Pigegarde. Þær koma oft fram í Randers og hafa einnig víða ferðast og haldið tónleika í öðrum löndum.
Hljómsveitin kemur fimm sinnum fram meðan á Akureyrardvölinni stendur en inn á milli fara stúlkurnar í skoðunarferðir um bæinn og nágrennið. Spilað verður á eftirfarandi stöðum og er fólk eindregið hvatt til að mæta á einhvern þessara staða og njóta tónleikanna - það er enginn aðgangseyrir.
Sunnudagurinn 27. júni kl. 14.30-15.30:
Hljómsveitin spilar á Oddeyrarbryggjunni en von er á tveimur skemmtiferðaskipum þennan dag.
Sunnudagurinn 27. júni kl. 16.00-17.00:
Tónleikar við Minjasafnið á Akureyri.
Þriðjudagurinn 29. júní kl. 16.00-17.00:
Hljómsveitin spilar á sundlaugarbakkanum við Sundlaug Akureyrar.
Fimmtudagur 1. júli kl. 14.00-15.00:
Tónleikar á Dvalarheimilinu Hlíð.
Föstudagur 2. júli kl. 15.00-16.00:
Lokatónleikar á Ráðhústorgi.
Nánari upplýsingar um sveitina má sjá á heimasíðu þeirra http://www.randerspigegarde.dk/.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmennasta-knattspyrnumot-sem-hefur-verid-haldid-a-islandi
|
Fjölmennasta knattspyrnumót sem hefur verið haldið á Íslandi
Hið árlega N1-mót KA í knattspyrnu fyrir 5. aldursflokk drengja verður haldið á KA-svæðinu á Akureyri dagana 30. júní ? 3. júlí. Mótið er nú haldið í 24. skipti og hefur aldrei verið fjölmennara. Í mótinu taka þátt um 1500 strákar og með þjálfurum og liðsstjórum eru þátttakendur um 1800. Og þegar svo bætist við mikill fjöldi foreldra og annarra aðstandenda er ljóst að margt verður um manninn á KA-svæðinu næstu daga. Fullyrða má að þetta verður fjölmennasta knattspyrnumót sem til þessa hefur verið haldið hér á landi.
"N1-mót KA og þar áður ESSO-mót KA hefur í gegnum tíðina verið eitt þriggja stærstu knattspyrnumóta á landinu og þátttakan í mótinu í ár slær öll fyrri met. Flest hafa þátttökuliðin verið 142 en í ár eru þau 168 frá 35 félögum af öllu landinu. Til þess að koma öllum þessum mikla fjölda fyrir verður nú spilað á tólf völlum, sem eru allir á KA-svæðinu. Svo stórt mót krefst mikillar skipulagningar og til þess að þetta gangi allt upp leggur hópur sjálfboðaliða, sem skiptir hundruðum, fram ómælda vinnu. Án alls þessa góða fólks væri þetta ekki mögulegt,? segir Gunnar Gunnarsson, mótsstjóri.
Flautað verður til leiks klukkan 15 miðvikudaginn 30. júní og síðan verður spilað á fmmtudag og föstudag og úrslitaleikir fara fram síðdegis laugardaginn 3. júlí. Spilað verður í sex deildum; argentísku, brasilísku-, chileönsku-, dönsku-, ensku, og frönsku deildinni. Í það heila verða spilaðir 696 leikir í mótinu. Margir af bestu dómurum landsins munu dæma í mótinu, bæði milliríkja- og landsdómarar.
Vefsíða N1-mótsins er á slóðinni http://www.ka-sport.is/n1motid Þar má finna riðla og tímasetningar allra leikja. Einnig munu þar birtast fréttir af mótinu og sömuleiðis verða úrslit leikja þar uppfærð reglulega.
Nánari uppl. veitir Gunnar Gunnarsson, mótsstjóri N1-mótsins í síma 899 7888.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/saman-i-solinni
|
?Saman í sólinni?
Undanfarin sumur hefur SAMAN hópurinn staðið fyrir ýmsum uppákomum þar sem minnt er á mikilvægi samveru fjölskyldunnar. Í ár verður verður haldin skemmtidagskrá á Akureyri þann 1. júlí nk. Einnig verður efnt til örsögu samkeppni þar sem vegleg verðlaun eru í boði fyrir alla fjölskylduna.
Örsögu samkeppnin er fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára. Óskað er eftir skemmtilegum sumarleyfissögum þar sem fjölskyldan kemur við sögu. Engu máli skiptir hvort sagan gerist heima í garðinum eða á fjarlægari slóðum. Höfundur bestu sögunnar fær í verðlaun gistingu fyrir alla fjölskylduna á KEA hóteli að eigin vali og 30.000 króna bensín úttekt frá Orkunni. Skemmtilegustu sögurnar verða birtar á heimasíðu SAMAN hópsins, www.samanhopurinn.is.
Það er einfalt mál að taka þátt. Þátttakendur þurfa að skrifa stutta sögu um skemmtilegt sumarfrí fjölskyldunnar. Sagan skal vera ½ - 1 blaðsíða að lengd, með12 punkta letri og einföldu línubili. Hana á að merkja sem ?sumarleikur? og senda fyrir 22. júlí á netfangið [email protected]. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Saman hópsins: www.samanhopurinn.is.
Fjölskylduskemmtun Saman hópsins
Þann 1. júlí nk. mun SAMAN hópurinn, í samstarfi við Vinnuskóla Akureyrar, standa fyrir fjölskylduskemmtun. Tilefnið er að varpa hulunni af listaverkinu ?SAMAN í sólinni? sem listakonan Jonna og Vinnuskólinn hafa unnið að í sameiningu. Vinnuskólakrakkarnir leggja af stað í skrúðgöngu frá Rósenborg kl. 11:30 og að henni lokinni verður Sólinni komið fyrir í Gilinu um kl. 11:45. Þar er henni ætlað að ylja bæjarbúum um hjartarætur út sumarið og minna á ánægjulegar samverustundir fjölskyldunnar. Í kjölfarið verður blásið til grillveislu fyrir gesti og gangandi og óvæntir gestir munu taka lagið.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.