Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytingar-a-nidurgreidslum
|
Breytingar á niðurgreiðslum
Hinn 30. september sl. kom skólanefnd Akureyrarbæjar saman til fundar og var eftirfarandi bókun um breytingar á niðurgreiðslum vegna daggæslu í heimahúsum samþykkt:
Daggæsla í heimahúsum
2009050064
Fyrir fundinn var lögð tillaga um breytingu á "Reglum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum". Tillagan er á þá leið að niðurgreiðsluupphæð taki mið af lengd vistunartíma sem foreldrar kaupa í daggæslu, að hámarki 7 tíma daglega (var 8 tíma daglega) og að niðurgreitt verði fyrir börn hjóna eða sambúðarfólks frá 12 mánaða aldri (var 9 mánaða aldri). Gert er ráð fyrir að þessi breyting taki gildi frá og með 15. nóvember 2009 og því verði þjónustusamningum við dagforeldra og foreldra sagt upp frá og með 15. október 2009.
Skólanefnd hefur þurft að lækka kostnað við málaflokkinn Fræðslu- og uppeldismál mikið á þessu ári og hefur m.a. verið gripið til þess að stytta þjónustutíma í leikskólum og frístund í grunnskólum frá hausti. Útgjöld vegna niðurgreiðslna á þjónustu dagforeldra stefnir í að fara um kr. 10.000.000 fram úr áætluðum kostnaði sem er kr. 70.050.000. Skólanefnd hefur því miður ekki svigrúm til að mæta þessari kostnaðaraukningu og samþykkir því fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti sem felur í sér styttingu á niðurgreiddum þjónustutíma.
Það skal tekið fram að breyting sú sem hér er bókfærð og hefur að gera með hækkun á niðurgreiðslualdri barna giftra foreldra og foreldra í sambúð, nær ekki til þeirra barna sem þegar eru byrjuð í gæslu hjá dagforeldri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/domulegir-dekurdagar-um-helgina
|
Dömulegir dekurdagar um helgina
Dömulegir dekurdagar verða haldnir á Akureyri öðru sinni helgina 9. - 11. október. Þetta er helgi þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Sjá nánar HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haustmarkadur-i-vidilundi
|
Haustmarkaður í Víðilundi
Haustmarkaður verður haldinn í þjónustu-og félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 föstudaginn 9. október frá kl. 10-16. Á markaðinum verður meðal annars til sölu alls kyns heimagerður varningur á góðu verði. Auk þess verða seldar kaffiveitingar í sal Víðilundar frá kl. 13.30-15.30. Loks verður boðið upp á lifandi tónlistarflutning og eru allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatid-i-gamla-husmaedraskolanum
|
Hátíð í gamla Húsmæðraskólanum
Hinn 13. október 1945 var húsnæði Húsmæðraskólans á Brekkunni á Akureyri vígt. Síðan þá hefur ýmis starfsemi farið fram í húsinu og í dag á AkureyrarAkademían þar skjól en húsið sjálft er í eigu Akureyrarbæjar og ríkisins.
Þriðjudaginn 13. október ætlar AkureyrarAkademían, af þessu tilefni, að bjóða til samkvæmis í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 og hefst gleðskapurinn kl. 16.
Á dagskránni verða stutt ávörp og tónlistaratriði. Boðið verður upp á kaffiveitingar og gestum gefst tækifæri til þess að skoða sig um í þessu glæsilega húsnæði og fræðast um þá starfsemi sem þar fer fram.
Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-hefur-verid-samthykkt-a-deiliskipulagi-spitalavegar
|
Breyting hefur verið samþykkt á deiliskipulagi Spítalavegar
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. ágúst 2009 samþykkt endurskoðað deiliskipulag fyrir Spítalaveg.
Skipulagssvæðið nær til Spítalavegar og Steinatraðar. M.a. er gert ráð fyrir 8 nýjum lóðum fyrir einbýlishús og breytingum á lóðarstærðum og byggingarreitum á þegar byggðum lóðum. Einstefnuakstur verður niður Spítalaveg frá Steinatröð.
Tillagan var auglýst frá 20. maí til 1. júlí 2009. Fjórar athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins, sjá B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-hefur-verid-samthykkt-a-deiliskipulagi-hafnarsvaeda-s
|
Breyting hefur verið samþykkt á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár, vegna þjónustuhúss við Oddeyrarbryggju
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. október 2009 samþykkt breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár. Deiliskipulagsbreytingin fellst í því að afmörkuð er 384 m2 lóð, vestan Oddeyrarskála við Strandgötu, með byggingarreit fyrir þjónustuhús fyrir farþegaskip sem leggjast að Oddeyrarbryggju.
Tillagan var auglýst frá 3. júní til 15. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust. Við lokafrágang skipulagstillögunnar voru gerðar minniháttar lagfæringar til samræmis við endanlega hönnun. Deiliskipulagsbreytingin tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 7. október 2009.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjarmognun-til-menningarstarfs
|
Fjármögnun til menningarstarfs
Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Til hvaða verkefna, frá hverjum og hvernig er hægt að fá styrki? Föstudaginn 16. október kl. 13-16 verður haldin sérstök kynning á Norræna menningarsjóðnum í Ketilhúsinu á Akureyri.
Markmið sjóðsins er að efla norrænt menningarsamstarf og er starfssviðið breitt og nær til lista- og menningarsviðsins, jafnt fagfólks sem leikmanna. Einnig verður farið verður yfir aðra sjóði tengda norrænu menningarsamstarfi.
Dagskrá
Kynntar verða nýjar áherslur Norræna menningarsjóðsins sem taka gildi 1. janúar 2010
Kynnt verða sérstök verkefni Norræna menningarsjóðsins
Umsóknareyðublað sjóðsins verður skoðað og farið yfir mikilvæg atriði varðandi umsóknir til sjóðsins
Umsækjandi segir frá reynslu sinni af umsóknarferlinu
Aðrir norrænir sjóðir kynntir
Kaffi, spurningar og umræður
Um kynningu sjá Stefán Baldursson, óperustjóri og stjórnarmeðlimur Norræna menningarsjóðsins, María Jónsdóttir, forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, og George Hollanders, listamaður.
Námskeiðið verður haldið í Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 16. október kl. 13.00–16.00 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráningar í síðasta lagi 13. októberkl. 12.00 hjá Maríu Jónsdóttur Norrænu upplýsingaskrifstofunni. Tölvupóstfang [email protected]. Heimasíða skrifstofunnar er www.akmennt.is/nu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hetjurnar-tiu-ara
|
Hetjurnar tíu ára
Hetjurnar, félag langveikra barna á Norðurlandi, fagna tíu ára afmæli sínu þann 13. október. Félagsmenn ætla að koma saman í sal Glerárkirkju á afmælisdaginn og gera sér glaðan dag.
Tilgangur félagsins er fjórþættur: Að gæta hagsmuna langveikra barna og aðstandenda þeirra, að miðla upplýsingum um hina ýmsu sjúkdóma, að gefa foreldrum vettvang til að hittast og ræða það sem á þeim brennur varðandi börnin og vandamál þeirra, og síðast en ekki síst að gefa þessum fjölskyldum tækifæri til að hittast og eiga góðar stundir saman.
Starfsemi félagsins er með ýmsum hætti. Félagið er með opinn síma, 868 7410, alla virka daga til að veita félagsmönnum ráð og stuðning, stendur fyrir fræðslufundum um ýmis málefni er snerta langveik börn. Hetjurnar eru aðildarfélag að Umhyggju, sem eru regnhlífarsamtök yfir foreldrafélög langveikra og fatlaðra barna á Íslandi. Um níutíu fjölskyldur eiga aðild að félaginu í dag.
Félagið greiðir götu félagsmanna á ýmsan hátt, meðal annars með styrk til tómstundastarfa, niðurgreiðslu á leigu orlofshúsa og -íbúða og fleiru. Fastir liðir á dagskrá félagsins ár hvert eru útivistardagur, afmælisfagnaður, jólaball, leikhús- og bíóferðir og ýmsar skemmtiferðir.
Rekstur félagsins er fjármagnaður með frjálsum framlögum og stuðningi margra fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga. Þá hefur félagið gefið út minningarkort sem seld eru í verslunum á Akureyri og rennur ágóðinn óskiptur til félagsins. Velunnarar geta lagt félaginu lið með beinu fjárframlagi inn á reikning 1145-15-770041, kt. 431199-3439.
Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins veitir Sveina Páls í síma 868 7410, eða netfanginu [email protected]. Upplýsingar um félagið og starfsemi þess er einnig að finna á heimasíðunni www.hetjurnar.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lundargata-17-og-frodasund-3-tillaga-ad-deiliskipulagsbreyti
|
Lundargata 17 og Fróðasund 3 Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir suðurhluta Oddeyrar samþykkta í bæjarstjórn þann 6. október 2009. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Breytingin nær til lóða nr. 17 við Lundargötu og nr. 3 við Fróðasund. Breytingin felur m.a. í sér að lóð Lundargötu 17 stækkar og verður 590 m2. Hús sem á henni standa víkja og má í stað þeirra reisa parhús á tveimur hæðum og stakstæða bílgeymslu. Lóð nr. 3 við Fróðasund minnkar frá austri en stækkar til vesturs og verður 323 m2. Heimilt var að rífa hús á lóðinni samkvæmt gildandi deiliskipulagi, en sú heimild er nú felld úr gildi.
Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 14. október til 25. nóvember 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og byggingarmál.
Lundargata 17 og Fróðasund 3 - uppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 25. nóvember 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
14. október 2009
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjustu-frettir-af-svinainfluensu-a-akureyri
|
Nýjustu fréttir af svínainflúensu á Akureyri
Svínainflúensan hefur stungið sér niður á Akureyri og má sjá verulega aukningu í inflúensutilfellum. Að mati sóttvarnarlæknis má öruggt telja að þeir sem eru með hita og almenn flensueinkenni séu með svínainflúensu. Ekki er ástæða til að að taka sýni því til staðfestingar nú þegar lítið annað kemur til greina.
Þeir sem fá inflúensulík einkenni eiga að halda sig heima í viku hið minnsta frá upphafi einkenna. Þeir eiga alls ekki að koma á heilsugæslustöðina eða á bráðamóttökur, heldur leita ráða símleiðis. Flestir sem sýkjast fá væg einkenni. Hins vegar er eitthvað um að ungt fólk eða fólk með undirliggjandi alvarlega sjúkdóma fái lungnabólgu og getur þá þurft að leggjast inn á sjúkrahús.
Von er á fyrsta skammti af bóluefni gegn svínainflúensu til Akureyrar í næstu viku og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis verður byrjað á að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og umönnunarstéttir. Síðan verður fólki í áhættuhópum boðin bólusetning. Munu upplýsingar um það verða birtar um leið og fyrirkomulagið verður orðið ljóst.
Í Eyjafirði líkt og á öllu landinu hafa opinberar stofnanir og einkaaðilar gert viðbragðsáætlanir við skæðum heimsfaraldri inflúensu. Allir helstu aðilar eiga þannig að vera viðbúnir að grípa til ráðstafana ef til koma mikil veikindi starfsmanna og þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta og heilbrigðisstofnanir eru tilbúnar til að mæta auknu álagi vegna inflúensu.
Miklu máli skiptir að fólk leiti sér upplýsinga og fylgist með fyrirmælum. Benda má á heimasíðu Landlæknis: www.influensa.is og heimasíðu Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri: www.akureyri.is/hak.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasumar-2010-a-akureyri
|
Listasumar 2010 á Akureyri
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í Listasumri 2010 á Akureyri og er umsóknarfrestur til 15. desember 2009. Þetta verður í 18. sinn sem Listasumar er haldið en það hefur verið ómissandi þáttur í menningar- og listalífsflóru Akureyrar og ávallt sett líflegan og hátíðlegan svip á bæjarlífið.
Umsóknareyðublað er að finna HÉR.
Fjölbreytt dagskrá Listasumars frá Jónsmessu að Akureyrarvöku þar sem boðið er upp á vel á annað hundrað viðburði, er mikilvægur og ómissandi þáttur í menningar-/listalífi og menningartengdri ferðaþjónustu á svæðinu, bæði fyrir heimamenn og ferðalanga.
Fastir dagskrárliðir Listasumars eru sem fyrr Heitir fimmtudagar, skipulagðir af Jazzklúbbi Akureyrar, Sumartónleikar í Akureyrarkirkju alla sunnudagseftirmiðdaga í júlímánuði og “Föstudagshádegin” á föstudögum í hverri viku, en þar hefur hingað til verið boðið upp á hádegistónleika sem skipulagðir hafa verið af forsvarsmönnum Listasumars, en nú stendur til að opna “Föstudagshádegin” fyrir fleiri listgreinar, s.s. minni háttar leiksýningar, einþáttunga, uppistand, upplestur, dans eða hvaða þann listviðburð sem gæti rúmast innan 45 mínútna án mikils tilstands. Auk þessa, er boðið upp á fjölda annarra viðburða á öllum sviðum listalífsins á Akureyri og í nærsveitum. Auk myndlistasýninga í Listasafninu, Ketilhúsinu og Deiglunni eru settar upp fjölmargar og fjölbreytilegar sýningar í mörgum galleríum og vinnustofum, kaffihúsum og veitingastöðum. Söfnin á Akureyri, í Eyjafirði og nærsveitum eru líka hvert um sig með fjölbreyttar sýningar og bjóða upp á ýmsa viðburði.
Listalífið á Akureyri er löngu orðið landsþekkt fyrirbæri. Það þykir nefnilega einsdæmi að svo margir myndlistarmenn, gallerí og sýningarsalir rúmist í eins fámennum bæ og raun ber vitni. Það er eftir því tekið langt út fyrir landsteinana hversu myndarlegt listalífið er á Akureyri. Engin landamæri eru á Listasumri og auk innlendra listamanna kemur fjöldinn allur af listamönnum hvaðan æfa úr heiminum.
Listasumar kynnir fjölmarga lista- og menningarviðburði sem fram fara á Akureyri og á Eyþingssvæðinu í sínum veglega bæklingi sem bæði er á íslensku og ensku og gefinn er út í byrjun júní. Þó munu drög að dagskrá liggja fyrir á vefsíðu Menningarmiðstöðvarinnar áður en bæklingurinn kemur út þegar nær dregur Listasumri.
Nánari upplýsingar fást hjá Menningarmiðstöðinni í Listagili www.listagil.akureyri.is , [email protected] , [email protected] og í síma 466 2609.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nagrannavarsla-a-akureyri-1
|
Nágrannavarsla á Akureyri
Kynningarfundur um nágrannavörslu á Akureyri verður haldinn í Brekkuskóla í kvöld, fimmtudaginn 15. október, kl. 20.00 en átakinu var ýtt úr vör hér í bæ undir lok ágústmánaðar þegar íbúar Beykilundar tóku höndum saman um nágrannavörslu í sinni götu.
Dagskráin í Brekkuskóla er svohljóðandi:
Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar, kynnir hugmyndina um nágrannavörslu á Akureyri.
Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn, fjallar um innbrot á Akureyri.
Fulltrúi frá Sjóvá kynnir og fer yfir handbók um nágrannavörslu.
Fulltrúi hverfisnefndanna á Akureyri kynnir aðkomu nefndanna að verkefninu.
Umræður og fyrirspurnir.
Ýmsar upplýsingar um nágrannavörslu á Akureyri er að finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-syningarvika-i-listasafninu
|
Síðasta sýningarvika í Listasafninu
Sunnudaginn 18. október lýkur sýningunni „Úrvalið: íslenskar ljósmyndir 1866–2009" í Listasafninu á Akureyri. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari hefur valið verk eftir þrettán kollega sína á sýninguna, og skrifar jafnframt um þá, sem og rökin fyrir vali sínu, í texta sem birtist í vandaðri sýningarskrá. Er þetta í fyrsta sinn sem tilraun er gerð til þess að gefa markvisst yfirlit á einni sýningu yfir sögu skapandi ljósmyndunar hér á landi, frá upphafi til dagsins í dag.
Á sýningunni er verk níu látinna ljósmyndara og fjögurra sem enn starfa. Sýningarstjórinn valdi ekki fólk sem fætt er eftir 1960 og einungis fólk sem gerði ljósmyndun að ævistarfi og starfaði því við fagið á um langt skeið. Verk ellefu karlmanna og tveggja kvenna eru á sýningunni, en fram á síðustu áratugi heyrði það til undantekninga að konur störfuðu markvisst við ljósmyndun lengur en í örfá ár. Ljósmyndararnir eru: Sigfús Eymundsson, Nicoline Waywadt, Magnús Ólafsson, Pétur Brynjólfsson, Sigríður Zoëga, Jón Kaldal, Ólafur Magnússon, Vigfús Sigurgeirsson, Ólafur K. Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Ragnar Axelsson og Páll Stefánsson.
Í vali sínu á ljósmyndurum og myndum þeirra beinir Einar Falur einkum sjónum að manninum, mannlífi og hinu manngerða í umhverfinu. Hann segir að ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að hér hefur ætíð búið fátt fólk í stóru og margbrotnu landi, og náttúru- og landslagsljósmyndun hefur skipað stærri sess hér en víðast hvar. „Ljósmyndavélin gerir það sama á Íslandi og annarsstaðar. Þetta er aðeins skráningartæki. Það eru afstaða og sýn ljósmyndarans á heiminn sem skipta öllu máli."
Ljósmyndirnar á sýningunni í Listasafninu á Akureyri eru í eigu Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafninu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Morgunblaðsins og ljósmyndaranna. Sýningin er gerð í sérstöku samstarfi við bókaútgáfuna Sögur ehf. og Þjóðminjasafn Íslands.
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
Ókeypis aðgangur í boði Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/attu-snidugan-bangsa
|
Áttu sniðugan bangsa?
Senn líður að Alþjóðlega bangsadeginum á Amtsbókasafninu en undanfarin ár hefur hann verið haldinn hátíðlegur á safninu í heila viku.
Að þessu sinni verður efnt til sérstakrar bangsasýningar og eru bæjarbúar hvattir til að lána safninu bangsa sem þeir hugsanlega eiga og bera með sér sérstök þjóðareinkenni.
Stefnt er að því að halda sýningu með böngsum víðsvegar að úr heiminum sem fólk hefur ef til vill keypt á ferðalögum sínum til annarra landa.
Tekið verður á móti böngsunum á sýninguna föstudaginn 16. október, laugardaginn 17. og mánudaginn 19. október. Sýningin verður opnuð þriðjudaginn 20. október og mun standa til laugardagsins 7. nóvember.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haustverkin-i-laufasi
|
Haustverkin í Laufási
Hefur þú séð hvernig kindahausar eru sviðnir? Hefur þú fylgst með alvöru sláturgerð? Hefur þú smakkað heimagerða kæfu, slátur, kartöflurúgbrauð eða fjallagrasamjólk? Ef ekki þá er tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási laugardaginn 17. október milli kl. 13.30 og 16 til þess upplifa gamla tíð með öllum skynfærum.
Tóvinnufólk verður að störfum, smalinn Þór Sigurðarson segir sögur og forvitnilegur haustmarkaður með ýmsu góðgæti fyrir munn og maga verður í skálanum. Lummukaffi verður til sölu í Gamla prestshúsinu og þar verður ljúf tónlist leikin af fingrum fram. Dagskráin hefst kl 13.30 með góðri samverustund í kirkjunni undir stjórn sr. Bolla Péturs Bollasonar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styttist-i-opnun-ithrottamidstodvar
|
Styttist í opnun íþróttamiðstöðvar
Tilboð í að ljúka framkvæmdum við Íþróttamiðstöðina við Giljaskóla voru opnuð í byrjun október. Tilboð bárust frá 12 aðilum og voru þau öll undir kostnaðaráætlun hönnuða. Verkið felur í sér fullnaðarfrágang á byggingunni, innan sem utan, og frágang á lóð.
Eftir yfirferð var tilboð frá SS Byggir metið hagstæðast, þegar tekið hafði verið tillit til þeirra liða í tilboði sem ekki koma til greiðslu og eru ekki hluti af verksamningi, þ.e.a.s. áætlaðrar tímavinnu við framkvæmdina. Röðun breyttist því þannig að tilboð frá SS Byggir var um 77% af kostnaðaráætlun og tilboð frá lægstbjóðanda við opnun var um 79,7%. Í framhaldi af því var ákveðið að ganga til samninga við SS Byggir og eru framkvæmdir þegar hafnar. Samningsupphæð er um 251 milljón króna.
Áður hafði verið gengið frá samningi um tæki og búnað í fimleiksalinn við Sportís ehf.
Stefnt er að því að taka íþróttamiðstöðina í notkun við upphaf skólaárs 2010.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Hermann Jón Tómasson og Sigurður Sigurðsson undirrituðu samninga vegna verksins fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar og fyrirtækisins SS Byggir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sagan-af-datanum-i-samkomuhusinu
|
Sagan af dátanum í Samkomuhúsinu
Laugardaginn 17. október kl. 16.00 mun Leikfélag Akureyrar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sýna í Samkomuhúsinu á Akureyri leikhúsverkið Sagan af dátanum eftir Igor Stravinsky. Verkið er samið fyrir litla hljómsveit, þrjá leikara og dansara. Sagan segir frá hermanninum Jósef sem er á leið heim í frí. Á leiðinni hittir hann Kölska í gervi gamals manns og selur honum fiðluna sína í skiptum fyrir bók sem á að færa honum óendanleg auðævi. Jósef kemst þó fljótlega að því að auðurinn færir honum ekki hamingju og hann þráir ekkert heitar en að vera fátækur á ný.
Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikarar eru Aðalsteinn Bergdal, Atli Þór Albertsson, Jana María Guðmundsdóttir og María Þórðardóttir. Leikstjóri er María Sigurðardóttir.
Sagan af dátanum var frumflutt í Sviss í lok fyrri heimsstyrjaldar og er enn í dag þörf áminning um að hamingjan verður ekki keypt fyrir öll heimsins auðæfi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vestnorden-2010-a-akureyri
|
Vestnorden 2010 á Akureyri
Fimmtudaginn 15.október var tilkynnt að ferðakaupstefnan Vestnorden verður haldin á Akureyri árið 2010 en hún er samstarfsverkefni Grænlands, Færeyja og Íslands og haldin árlega, til skiptis á Íslandi og Danmerku (áður Færeyjum og Grænlandi). Síðast var kaupstefnan haldin á Akureyri árið 2002 og orðið löngu tímabært að hún komi hingað aftur.
Síðast þegar Vestnorden var haldin á Íslandi (Reykjavík 2008) sóttu hana um 560 manns, þ.e. um 500 kaupendur og seljendur auk 60 gesta. Stefnt er að því að ekki komi færri hingað 2010 og hefur m.a. fengist vilyrði frá Iceland Express um að bjóða hingað beint flug bæði frá Kaupmannahöfn og London í tengslum við viðburðinn til að gera hann aðgengilegri fyrir kaupendum.
Það þarf varla að taka það fram að hér er um einstaklega gott tækifæri að ræða varðandi markaðssetningu og kynningu fyrir bæði Norðurland sem heild og fyrir Akureyri sem áfangastað og því mikilvægt að allir standi saman um að bjóða góða þjónustu og standa vel að viðburðinum.
Vestnorden 2010 mun standa frá 15.-17. september.
Sjá einnig upplýsingar á heimasíðu Ferðamálastofu.
Meðfylgjandi mynd var tekin á Vestnorden 2002 á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytt-landnotkun-ithrottavallarsvaedisins-a-akureyri-tillogur-vinnuhops-um-uppbyggingu-og-undirbuning-ad-deiliskipulagsgerd
|
Breytt landnotkun Íþróttavallarsvæðisins á Akureyri - tillögur vinnuhóps um uppbyggingu og undirbúning að deiliskipulagsgerð
Vinnuhópur um breytta landnotkun aðalíþróttavallar Akureyrar, sem skipaður var í byrjun árs 2007, hefur skilað af sér lokaskýrslu. Vinnan grundvallaðist á ákvæðum í samþykktu aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir blandaðri landnotkun útivistarsvæðis, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu á svæðinu.
Hér er um að ræða hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins en ljóst er að uppbygging á svæðinu er langtímaverkefni sem ekki verður ráðist í á allra næstu árum. Hugmyndir hópsins eru lagðar fram sem upplegg til tjáskipta og umræðu. Sjá lokaskýrsluna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islensk-samtimahonnun-i-ketilhusinu
|
Íslensk samtímahönnun í Ketilhúsinu
Sýningin Íslensk hönnun 2009 - Húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr verður opnuð laugardaginn 24. október kl. 14 í Ketilhúsinu á Akureyri. Sýningin endurspeglar íslenska samtímahönnun í þeim greinum sem hafa einna mest áhrif á mótun manngerðs umhverfis. Henni er ætlað að vera spegill þess sem telja má gæði í íslenskri hönnun undanfarin ár og er liður í markvissri kynningu og markaðssetningu á íslenskri hönnun innanlands sem utan.
Sýningin, sem hugsuð er sem farandsýning frá upphafi, hefur að geyma verk frá um 30 hönnuðum sem eru valin með það í huga að eiga erindi ytra til frekari kynningar, sölu eða framleiðslu, en nú sem aldrei fyrr er brýnt að vera sýnileg í alþjóðlegu samhengi og styrkja erlend menningar- og viðskiptatengsl. Frá Akureyri fer sýningin til Norðurlandanna og svo alla leið til Kína þar sem hún verður sett upp í tengslum við þátttöku Íslands í Expó í Shanghai á næsta ári en sýningin var sumarsýning Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum og opnuð á Listahátíð í Reykjavík.. Sýningarstjóri er Elísabet V. Ingvarsdóttir og verður hún með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 25. október klukkan 13.30.
Við þetta tækifæri verður afhent fyrsta eintak bókarinnar Íslensk samtímahönnun, húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr sem gefin er út í tengslum við sýninguna. Bókin gefur yfirlit yfir verk íslenskra hönnuða á síðustu árum en vöntun hefur verið á bókum um íslenska hönnun. Áhersla er á þrjár hönnunargreinar, húsgagna- vöruhönnun og arkitektúr og verkin valin til þess að gefa sem fjölbreyttasta mynd af verkum íslenskra hönnuða samtímans hvort sem það eru snjóflóðavarnargarðar á Siglufirði eða barinnréttingar í Hong Kong. Bókin kemur út á ensku í ársbyrjun 2010 og stefnt er að útgáfu hennar á fleiri tungumálum.
Höfundur bókarinnar Íslensk samtímahönnun, húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr er Elísabet V. Ingvarsdóttir, hönnunarsagnfræðingur sem um árabil hefur kennt hönnunarsögu og kynnt sér sögu og stílþróun íslenskrar hönnunar. Bókin er hönnuð af Herði Lárussyni hjá Vinnustofu Atla Hilmarssonar og Crymogea gefur hana út.
Íslensk hönnun 2009 – húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr
Sýningarstjóri: Elísabet V. Ingvarsdóttir
Sýningarhönnun: Kurtogpí í samvinnu við Vinnustofu Atla Hilmarssonar
Þátttakendur og verk á sýningunni eru:
Katrín Ólína Cristal Bar, Hong Kong
Kurtogpí Menntaskóli Borgarfjarðar
Landmótun Lækurinn
Landslag ehf Snjóflóðavarnir á Siglufirði
pk-arkitektar Birkimörk
+ARKITEKTAR Hótel Borg (innviðir endurgerð)
Rut Káradóttir Heimili
Studio Granda Hof Höfðaströnd
VA Arkitektar Bláa Lónið –Lækningalind
Tinna Gunnarsdóttir Fluga
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir Visual inner structure
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir Munnblásið gler
Ingibjörg Hanna Bird Coat Hanger
Stella Design Fjölskyldan mín
go form MGO 182 & MGO 500
Sigríður Sigurjónsdóttir & Snæfríð Þorsteins Hillurnar eru komnar á fætur
Stefán Pétur Sólveigarson Skrauti
Snæfríð Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir 2922 dagar
Aðalsteinn Stefánsson & Aleksej Iskos Ornametrica
DOGG DESIGN Rocky Tre
DOGG DESIGN HEKLA & KINA
Hrafnkell Birgisson Hábolli
Erla Sólveig Óskarsdóttir Sproti & Spuni
Vaxtarbroddar:
Dagur Óskarsson Dalvíkursleði
Friðgerður Guðmundsdóttir Stuðlar
Jón Björnsson Flower Eruption
Sóley Þórisdóttir Áhöld
Þórunn Árnadóttir KLUKKA
Sýningin er samstarf Akureyrarstofu, Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili og Hönnunarmiðstöðvar Íslands og var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Sýningin er styrkt af Utanríkisráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Iðnaðarráðuneyti, Útflutningsráði og Hönnunarsjóði Auroru.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hadegisverdarfundur-um-jafnrettismal
|
Hádegisverðarfundur um jafnréttismál
Kvennafrídagurinn er laugardaginn 24. október og af því tilefni bjóða Akureyrarbær og Jafnréttisstofa til hádegisverðarfundar föstudaginn 23. október á Hótel KEA frá kl. 12.00-13.30. Fjallað verður um jafnréttismál á Akureyri og jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum.
Dagskráin er svohljóðandi:
12.00: Fundur settur.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar.
12.10: Jafnréttismál á Akureyri.
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri.
12.25: Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum.
Arnfríður Aðalsteinsdóttir, verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu.
12.40: Jafnrétti kynjanna, náms- og starfsfræðsla.
Guðrún Brynja Sigurðardóttir, kennari í Lundarskóla.
12.55: Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Helga María Þórarinsdóttir, leikskólakennari í Lundarseli.
13.10: Umræður.
13.30: Fundarlok.
Boðið verður upp á kaffi og samlokur. Allir eru hjartanlega velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akstursithrottamadur-arsins
|
Akstursíþróttamaður ársins
Ragnar S. Ragnarsson var á Októberfesti Bílaklúbbs Akureyrar um síðustu helgi kjörinn "Akstursíþróttamaður Bílaklúbbs Akureyrar 2009". Ragnar varð Íslandsmeistari í MC flokki að loknu yfirstandandi tímabili og það í þriðja skiptið í röð. Ragnar hefur einnig sett fimm Íslandsmet frá 2003 og á núgildandi met sem er 12.20 sek. á 113 mílum.
Ragnar eignaðist sinn 1966 Charger árið 1979 og keppti fyrst á bílnum árið 1980 í sandspyrnu þar sem hann hafnaði í öðru sæti. Hann hefur eftir það keppt í sandspyrnu og kvartmílu á honum með hléum en hann mætti í fyrsta skipti til leiks í kvartmílu árið 1983 og þá á 1967 Dodge Dart með 273 innanborðs.
Ragnar er fyrrum stjórnarmaður í félaginu og var formaður BA um tíma. Ragnar keppti í Rallycrossi og Ísakstri þegar það var og hét og hefur tekið þátt í fjölmörgum bílasýningum á vegum félagsins og má segja að þar hafi hann fyrstur manna komið með alvöru „show“ á sýningarnar – enda muna ábyggilega flestir eftir spegluðum undirvagni á Chargernum, númerasafni frá ameríkuhreppi og skemmtilegum lesningum í kringum Chargerinn.
Frétt af heimasíðu Bílaklúbbs Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnun-i-listasafninu
|
Opnun í Listasafninu
Laugardaginn 24. október kl. 15 verður sýningin Evudætur opnuð í Listasafninu á Akureyri en þar eru á ferðinni þær stöllur Þórunn Elísabet Sveinsdóttir (Tóta), Þorbjörg Halldórsdóttir (Tobba) og Hrafnhildur Arnardóttir. Þessar vinkonur unnu allar um skeið hjá Fríðu frænku þar sem gamlir hlutir ganga í endurnýjum lífdaga og andi hins liðna svífur yfir vötnum. Þær eiga einnig sameiginlegt að vinna með fundna hluti og alls konar lífræn og ólífræn efni og aðferðir.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir (f. 1952) hefur starfað innan leikhússins í hartnær 30 ár og getið sér gott orð fyrir búningahönnun og sviðsmyndir. Þórunn útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands í frjálsri myndlist 1982 en fljótlega eftir að námi lauk tók hún að sér verkefni fyrir leikhúsin. Meðfram fjölbreyttu og krefjandi starfi í leikhúsunum hefur Þórunn unnið að myndlist og haldið einkasýningar ásamt því að taka þátt í ýmsum samsýningum. Fyrsta einkasýning hennar var í gamla Nýlistasafninu vorið 1982. Árið 2001hélt Gerðuberg henni Sjónþing þar sem farið var yfir feril hennar að viðstöddu fjölmenni og sýndi hún þar um leið nýjustu verk sín. Tilfinning og efnismeðferð í myndlist Þórunnar hefur í öllum sínum fjölbreytileika og litadýrð lengst af verið nátengd ástríðu hennar fyrir búningum; áhugi hennar á íslenskri þjóðmenningu hefur einnig verið mikill áhrifavaldur í verkum hennar. Að undanförnu hafa ný efni og önnur sjónarhorn í verkum hennar brotið þann ramma.
Hrafnhildur Arnardóttir (f. 1969) útskrifaðist með MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 1996, þar sem hún hefur búið og starfað allar götur síðan. Listamannsnafn hennar er Shoplifter. Í verkum sínum tekst hún á við fyrirbæri eins og hégóma, sjálfsmynd, fegurð og tísku og kemur með margvíslegum hætti inn á þráhyggju og blæti, afsprengi nútímalifnaðarhátta. Tilraunir Hrafnhildar hafa mótast af straumum alþjóðlegrar myndlistar sem og afþreyingarmenningu, tískuiðnaði, dægurlagakúltúr, leikhúsi og fjölmiðlum. Verk hennar eru samofin gjörningum á ýmsa vegu þar sem hún leikur sér oft með freistingar ofgnóttarinnar. Á undanförnum árum hefur hún unnið mikið með gervihár og náttúrulegt hár og búið til skúlptúra og veggmyndir, sem minna á klifurplöntur á húsgöflum, svo úr verður skreytikennd fegurð sem býr jafnframt yfir ógnvekjandi draugalegum áhrifum. Í verkum sínum glímir Hrafnhildur við sögu þessarar hárugu þráhyggju okkar og hvernig sköpun með hana heldur áfram að birtast í menningu samtímans þar sem tilhugsunin um „slæman hárdag" (e. bad hair day) vokir yfir okkur eins og bölvun.
Þorbjörg Halldórsdóttir (f. 1968) útskrifaðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1988. Tveimur árum síðar hélt hún á vegum skiptinemasamtakanna A.U.S til Mexíkó þar sem hún dvaldi næstu tólf mánuði og stundaði tónlistarnám og starfaði sem músiktherapisti. 1993 urðu tímamót í hennar lífi þegar hún kynntist Önnu í versluninni Fríðu frænku þar sem hún starfaði á árunum 1994-2002. Nokkru síðar var stefnan tekin norður til Akureyrar og árið 2004 opnaði hún sjálf, ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, búðina Frúin í Hamborg. Það má segja að í gegnum búðina hafi hún þróað sína myndlist. Þorbjörg vinnur mest með innsetningar og gjörninga og þá gjarnan í samvinnu við aðra listamenn. Í Frúnni í Hamborg hannar og saumar Tobba púða, töskur, hálskraga, hárspangir, kjóla og margt fleira undir merkinu „Frúin í Ham".
Í grein sem Sjón skrifaði í tilefni sýningarinnar segir m.a.: „Það var í svörtum flauelspúða, stungnum með samlitum glersteinum; það var í jörpum, snúnum hárlokki sem bundinn var saman með fölnandi appelsínugulum silkiborða; það var í eldhússvuntu, svo bættri með grænum, rauðum, bláum og gulum bótum að engin leið var að sjá að eitt sinn var hún hvít. Flauelið í einu horni púðans tók að hnoðrast líkt og krafsað væri í það með langri nögl. Eitt hár lokksins tók að vaxa, að spinna sig frá hinum í silkihaftinu, og reyndist hrokkið. Einn saumanna sem hélt fastri bót á vinstra brjósti svuntunnar tók að rekja sig upp, að lengjast og vinda sig niður á gólfið. Og þannig gekk á með kvisi, hvísli og hvískri uns flauelshnoðrinn, hárið staka og saumþráðurinn höfðu magnast svo að stærð og gerð – hnoðri dafnað, hár þykknað, þráður hlaðist upp – að hvert fyrir sig myndaði að lokum fullvaxna og einstaka konu."
Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson. Rithöfundurinn Sjón skrifar smásögu í sýningarskrána sem er hönnuð af Kviku ehf. Sýningin stendur til 13. desember. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Ókeypis aðgangur í boði Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/draumar-barna-a-minjasafninu
|
Draumar barna á Minjasafninu
Nú þegar skammdegið færist yfir er ekki úr vegi að láta sig dreyma og ekki verra að ganga í barndóm. Börn ættu því að taka með sér fullorðna og líta inn á Minjasafnið á Akureyri nk. laugardag, fyrsta vetrardag. Þá verður opnuð sýningin Barnadraumar á Minjasafni en hún byggist á rannsóknum dr. Bjargar Bjarnadóttur sálfræðings hjá Draumasetrinu Skuggsjá. Á sýningunni er gerð grein fyrir flokkun barnadrauma en einnig verða sýndar teikningar barna sem þau hafa gert af draumreynslu sinni, bæði martröðum og öðrum draumum. Einnig verða svefntengdir munir til sýnis og ef einhvern syfjar þá verður uppá búið rúm til taks. Sýningin er á draumum barna.
Stoðvinir Minjasafnsins halda einnig upp á komu vetrarins í tengslum við sýningu safnsins Allir krakkar, allir krakkar ... líf og leikir barna. Boðið verður upp á laugardagsnammi eins og það var í hér áður fyrr. Ef allt er í hnút er um að gera að þiggja kennslu í skátahnútum nú eða hlusta á vögguvísur og sögur eins og amma segir þær. Sýnt verður hvernig krakkar léku sér með fiskbein og hvernig var hægt að búa sér til leikföng.
Stoðvinir Minjasafnsins er félagsskapur fólks sem hefur áhuga á starfi safnsins og vill styðja við það með aðkomu að viðburðum og daglegum verkefnum Minjasafnsins. Undanfarin ár hafa Stoðvinir staðið að vönduðum dagskrám fyrsta vetrardag og í ár verður þar engin undantekning.
Draumasetrið Skuggjsá er þjóðleg menningarmiðstöð um drauma með alþjóðlega skírskotun. Setrinu er ætlað að stuðla að nýsköpun í menningarlífinu og varðveislu íslenskra draumminja jafnframt því að kynna land og þjóð á innlendum og erlendum vettvangi.
Til að bæta létta lund Eyfirðinga og gesta í héraði verður aðgangur ókeypis á laugardaginn.
Safnið er opið kl 14-16.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-einbylishusalodir-i-auglysingu
|
Nýjar einbýlishúsalóðir í auglýsingu
Nú eru komnar í 1. auglýsingu nýjar einbýlishúsalóðir, við Tónatröð ofan Spítalavegs eru 6 nýjar lóðir og við Miðholt eru 5 nýjar lóðir.
Lóðirnar eru: Tónatröð 5, einbýlishús á 2 hæðum + ris, húsgerð E1 og
Tónatröð 2, 4, og 10, 12,14 einbýlishús á 3 hæðum + ris, húsgerð E2
Lóðirnar eru auglýstar með fyrirvara um byggingarhæfi.
Miðholt 1 – 9 einbýlishús á 1 hæð, húsgerð E1, gerð er krafa um að hús verði grunduð á súlum vegna jarðvegsdýpis. Skoða auglýsingu.
Frekari upplýsingar eru hér til vinstri undir lausar byggingarlóðir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lifnar-yfir-sigurhaedum
|
Lifnar yfir Sigurhæðum
Um árabil stóð Erlingur Sigurðarson fyrir margvíslegri menningarstarfsemi á Sigurhæðum, í húsi Matthíasar Jochumssonar, en síðustu ár hafa þar sjaldan sést ljós í glugga. Undanfarna daga hefur orðið breyting þar á því hafin er tilraun til að "gæða húsið nýju lífi" og hefur Gísli Sigurgeirsson tekið að sér að vera þar "húsbóndi" í vetur.
Í fyrstunni verður boðið upp á bókmenntakynningar, námskeið, leshópa og málstofur um málefni, sem brenna á þjóðinni hverju sinni. Laugardaginn 31. október verður opið hús á Sigurhæðum, til að sýna húsið og kynna starfsemina. Einnig verður boðið upp á ljóðalestur, söng og hljóðfæraslátt.
Dagskrá vetrarins er í mótun og hvetur Gísli bæjarbúa til að hafa samband, í síma 462 6648 eða í netfangið [email protected], og leggja hugmyndir í verkefnabankann. Einnig er í boði aðstaða í húsinu, t.d. fyrir leshópa og Gísli er þar oftast til staðar á skrifstofutíma til skrafs og ráðagerða. Það eru allir velkomnir á Sigurhæðir og þar er oftast heitt á könnunni, segir Gísli Sigurgeirsson.
Húsið sem sr. Matthías Jochumsson reisti á brekkubrúninni ofan Hafnarstrætis er skráð við Eyrarlandsveg 3. Hann flutti þangað með fjölskyldu sinni árið 1903 og fljótlega festist nafnið "Sigurhæðir" við húsið, í óþökk skáldsins til að byrja með, en síðar sætti hann sig við nafngiftina. Þarna bjó Matthías til æviloka. Akureyrarbær eignaðist allt húsið fyrir háflum öðrum áratug og hefur gert á því margvislegar endurbætur á undanförnum árum. Neðri hæðin er að hluta til safn í minningu Matthíasar, en á efri hæðinni er aðstaða fyrir námskeið, málfundi, leshópa, fræðimenn og annað í þeim dúr.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hetjur-skrimsli-og-skattborgarar
|
Hetjur, skrímsli og skattborgarar
Föstudaginn 30. október nk. kl. 14.50 flytur Úlfhildur Dagsdóttir fyrirlesturinn "Hetjur, skrímsli og skattborgarar - lesið í myndmál hversdagsins" í stofu M01 í Vermenntaskólanum. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Í fyrirlestrinum, sem er fyrst og fremst í myndrænu formi, verður fjallað um myndmál og myndlæsi og notast við dæmi úr íkea-bæklingum, auglýsingum og myndasögum, auk annars sem til fellur.
Í daglegt umhverfi okkar er fullt af ýmis konar upplýsingum sem við eru mislæs á. Mikill hluti þessara skilaboða eru í formi mynda en í vestrænum samfélögum hefur myndin iðulega verið undirskipuð orðinu og álitin á einhvern hátt ómerkilegri, síður merkingarbær. Þetta er þó augljóslega ekki aðeins rangt, heldur hefur viðhorf sem þetta rænt okkur þeim auðæfum sem búa í myndmáli.
Úlfhildur Dagsdóttir er með M.A.-próf í almennri bókmenntafræði og starfar verkefnastýra á Borgarbókasafni Reykjavíkur, auk þess að vera sjálfstætt starfandi fræðikona. Hún hefur kennt um árabil við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, meðal annars námskeið um sjónmenningu, myndasögur og myndlestur.
"Fyrirlestrar á haustdögum" eru skipulagðir af kennurum á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum og aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/godur-dagur-i-grimsey
|
Góður dagur í Grímsey
Það var nokkuð gestkvæmt í Grímsey í gær þegar þangað komu í blíðskaparveðri læknir frá Akureyri, þrír fulltúar frá Akureyrarbæ, hafnarstjóri sveitarfélagsins, starfsmaður Siglingamálastofnunar og fréttafólk frá Sjónvarpinu. Fyrir voru í eyjunni tveir starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar. Fulltrúi Akureyrarstofu rölti um eyjuna og tók myndir af því sem fyrir augu bar á meðan aðrir sátu fundi eða sinntu öðrum störfum sínum.
Myndirnar að neðan voru teknar í Grímsey í gær, þriðjudaginn 27. október.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gagginn-og-heimkoman-a-sigurhaedum
|
Gagginn og Heimkoman á Sigurhæðum
Í dag, fimmtudag, er opið hús frá kl. 14-16 á Sigurhæðum til að fagna útgáfu bókarinnar "Saga Gaggans" sem hefur að geyma sögu Gagnfræðaskólans á Akureyri. Þar verða ritnefndarmennirnir Bernharð Haraldsson, Magnús Aðalbjörnsson og Baldvin Bjarnason til staðar, til skrafs um verkið og gamlar “prakkarasögur” úr Gagganum. Fleiri fyrrverandi kennarar skólans verða á staðnum og gamlir nemendur eru hvattir til að koma og dusta rykið af gömlum minningum. Þeir geta einnig fengið bókina keypta og áritaða á staðnum.
Klukkan 20.00 hefst síðan málstofa á Sigurhæðum, þar sem þeir þremenningar kynna bókina og svarar fyrirspurnum.
Og á föstudagskvöld ætlar Björn Þorláksson að kynna nýju bókina sína "Heimkoman" í málstofu Sigurhæða kl. 20.00. Bókin hefur að geyma ævisögubrot höfundarins. Hann er einn þeirra sem misstu atvinnuna í kjölfar hrunsins í íslensku samfélagi og þurfti þá að stokka upp spilin. Fram til þess segist Björn hafa verið vanastur því, að vera í beinum útsendingum, en matargerð, húsverk, barnapössun, bleijuþvottur og annað slíkt hafi verið sér víðs fjarri. Björn lýsir því í bókinni hvernig hann upplifði hrun eigin karlmennskuímyndar á sama tíma og efnahagur íslenku þjóðarinnar hrundi.
Bókin hefur sem sé að geyma játningar karlmanns, sem var rekinn úr vinnunni beint inn á heimilið. Björn segir, að það hefði mátt gerast fyrr. Súsanna Svavarsdóttir, rithöfundur, segir um bókina, að hún sé lifandi, hlý og glettin og ætti að vera skyldulesning allra pilta í framhaldsskóla. Nú er spurning hvort málþingsgestir á Sigurhæðum verða sammála því. Dagskráin með Birni á föstudagskvöld hefst sem áður segir kl. 20.00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/garpar-bikarmeistarar-i-krullu-2009
|
Garpar bikarmeistarar í krullu 2009
Í gærkvöldi lauk Bikarmóti Krulludeildar Skautafélags Akureyrar með úrslitaleik. Þar áttust við tvö lið úr röðum Krulludeildarinnar, Garpar og Fífurnar, en alls tóku átta lið þátt í mótinu. Skemmst er frá því að segja að Garpar tóku strax forystu; komust snemma í 4-0, juku forystuna í 7-0 eftir þrjár umferðir og unnu leikinn á endanum 9-0.
Þetta er í sjötta skipti sem Bikarmót Krulludeildar fer fram og unnu Garpar mótið nú í þriðja skiptið. Keppt er um bikar sem Garpar gáfu 2005 til minningar um Magnús E. Finnsson, fyrrum formann Skautafélags Akureyrar, en hann var einmitt liðsmaður Garpa í krullunni. Í liði Garpa nú eru Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Björn Sigmundsson, Ólafur Hreinsson og Gunnar H. Jóhannesson.
Garparnir hampa bikarnum. Frá vinstri: Árni Grétar Árnason, Hallgrímur Valsson, Björn Sigmundsson og Ólafur Hreinsson. Á myndina vantar Gunnar H. Jóhannesson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljod-i-laug
|
Ljóð í laug
Undanfarna daga hafa nemendur í Grunnskólanum í Hrísey unnið að verkefninu "Ljóð í laug". Verkefnið fólst í því að nemendur ortu og myndskreyttu ljóð sem tengjast hafinu á einhvern hátt. Ljóðin voru síðan plöstuð og þau afhent starfsmanni Íþróttamiðstöðvarinnar í Hrísey við hátíðlega athöfn í skólasundi.
Ljóðin verða öllum sundlaugargestum til yndisauka í heita pottinum næstu daga. Er það von nemenda og kennara í Grunnskólanum í Hrísey að sem flestir njóti þess að koma, slaka á í annríki dagsins við ljóðalestur, sjávarnið og rjúpnakurr. Og þau spyrja: Hvað er betra nú á tímum samdráttar og svínaflensu?
Frétt úr Skólaakri, fréttabréfi skóladeildar Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fra-sudri-til-nordurs-med-sopran-i-eftirdragi
|
Frá suðri til norðurs með sópran í eftirdragi
Sunnudaginn 8. nóvember kl. 17 bjóða Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson til söngskemmtunar í Akureyrarkirkju undir yfirskriftinni „Frá suðri til norðurs með sópran í eftirdragi!“. Efnisskráin er sú hin sama og var í Íslensku óperunni í september sl. þegar skemmt var fyrir troðfullu húsi. Jónas Þórir, píanóleikari, verður meðleikari söngvaranna á tónleikunum.
Efnisskráin verður í léttari kantinum og glens og gaman haft í hávegum, þótt dramatíkin muni að sjálfsögðu fylgja með eins og tenóra er von og vísa þegar aðeins er um einn sópran er að ræða! Á meðal söngatriða á efniskránni eru bæði íslensk og erlend lög og óperuaríur.
Forsala aðgöngumiða á tónleikana hófst í Eymundsson við Hafnarstræti miðvikudaginn 28. október.
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Diddú og Óskar Pétursson ásamt undirleikaranum Jónasi Þóri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikar-til-styrktar-aflinu
|
Tónleikar til styrktar Aflinu
Tónleikar til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, verða haldnir í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20.00. Fram koma Karlakór Akureyrar-Geysir, Friðrik Ómar, Óskar Pétursson, Inga Eydal, Hundur í óskilum og Heimir Ingimarsson. Kynnir kvöldsins verður Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona.
Ítarlegar upplýsingar um Aflið og starfsemi þess er að finna HÉR. Miðaverði á styrktartónleikana er stillt mjög í hóf og er aðeins 1.000 kr. en ekki verður tekið við greiðslukortum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/namskeid-i-sturlungu
|
Námskeið í Sturlungu
Skáldið og sagnameistarinn, Einar Kárason, verður með námskeið um Sturlungu á Sigurhæðum um næstu helgi. Námskeiðið hefst með "upphitun" á föstudagskvöldið klukkan 20 en síðan hefst leikurinn fyrir alvöru klukkan 10 á laugardaginn og stendur fram eftir degi. Í hádeginu verður boðið upp á velling og slátur að gömlum íslenskum sið.
Einar Kárason er "drýgindalegur sögumaður, en hógvær og lítillátur þess á milli" sagði Bragi Kristjónsson, fornbókasali og heimspekingur, um Einar í síðustu Kilju. Einar þekkir Sturlungu eins og puttana á sér og mun hann meðal annars kenna þátttakendum á námskeiðinu hvernig best er að lesa þessa merku sögu, því hann telur vonlítið að ætla sér að byrja á fyrstu síðu og enda á þeirri síðustu!!!! En hvort heldur sem þekkja Sturlungu eða ekki, þá er næsta víst að þeir hafa gaman af námskeiði með Einari, því hann er með skemmtilegri sögumönnum landsins.
15-20 manns komast á námskeiðið, sem kostar 6.500 krónur. Vellingur og slátur innifalið. Bókanir í síma 462 6649 eða með tilkynningu á póstfangið [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningar-og-vidurkenningasjodur-kea
|
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA
Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon og framkvæmdstjóri KEA, Halldór Jóhannsson afhentu í gær styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þetta var í 76. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Listasafninu á Akureyri. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og bárust 130 umsóknir. Veittir voru 38 styrkir, samtals að upphæð 8 milljónir króna.
Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, ungum afreksmönnum, þátttökuverkefnum og íþróttastyrkjum. Þrettán aðilar hlutu almennan styrk, hver að upphæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittar fjórtán viðurkenningar og styrkir, samtals 2,1 milljón króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,5 milljón króna og hlutu fjórir aðilar styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, samtals að fjárhæð 2,5 milljónir króna.
Almennir styrkir, hver styrkur kr. 150.000,-. Eftirtaldir fengu úthlutun:
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi.
Hið þingeyska fornleifafélag.
Minjasafnið á Akureyri.
Kammerkór Norðurlands, til tónleikahalds.
Þorsteinn Gunnarsson til að gefa út rit um verk Björgvins Guðmundssonar tónskálds.
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju.
Þráður – Hönnunarsamkeppni.
Ungmennafélagið Efling í Reykjadal.
Byggðasafnið Hvoll.
Eyfirskir fornbílar á Akureyri.
Björn Ingólfsson til ritunar á Sögu Grýtubakkahrepps.
Karlakór Eyjafjarðar.
Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls.
Ungir afreksmenn, styrkupphæð 175.000,-kr.
Ómar Friðriksson, knattspyrna.
Helga Hansdóttir, júdó.
Rakel Hönnudóttir, knattspyrna.
Karen Sigurbjörnsdóttir, skíði.
Inga Rakel Ísaksdóttir, skíði.
Sveinborg Katla Daníelsdóttir, taekwondo.
Örn Dúi Kristjánsson, frjálsar íþróttir.
Ungir afreksmenn, styrkupphæð 125.000,-kr.
Bjarki Sigurðsson, snocross,motorcross og enduro.
Sesselja Fanneyjardóttir, blak.
Brandur Þorgrímsson, eðlisfræði.
Agnes Eva Þórarinsdóttir, frjálsar íþróttir.
Karl Guðmundsson, myndlist.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, knattspyrna.
Bjarki Gíslason, frjálsar íþróttir.
Íþróttastyrkir:
Landslið Íslands í krullu, kr. 150.000,-
Golfklúbbur Ólafsfjarðar, kr. 150.000,-
Hestaíþróttafélagið Þráinn, kr. 800.000,-
Skíðadeild Völsungs, kr. 400.000,-
Ungmennafélagið Austri, kr. 200.000,-
Karatefélag Akureyrar, kr. 300.000,-
Ungmennafélagið Samherjar, kr. 500.000,-
Þátttökuverkefni:
Völuspá, kr. 300.000,-
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, kr. 200.000,-
Siglingaklúbburinn Nökkvi, kr. 300.000,-
Mótorhjólasafnið á Akureyri, kr. 700.000,-
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytt-samfelag-oldrudum-fjolgar
|
Breytt samfélag - öldruðum fjölgar
Öldrunarheimili Akureyrar eru þátttakendur í Evrópusambandsverkefni um öldrunarmál. Markmið þess er að þróa leiðir til að bregðast við fyrirsjáanlegum auknum fjölda aldraðra, hlutfallslega minni fjárframlögum og væntanlegum erfiðleikum við að fá starfsfólk til starfa í öldrunarþjónustu í framtíðinni.
Við erum hraustari við starfslok og verðum eldri en fyrri kynslóðir. Í fyrirsjáanlegri framtíð verður gríðarleg fjölgun á eldra fólki og er reiknað með að árið 2040 verði nálægt 25% þjóðarinnar 67 ára og eldri. Þessi lýðfræðilega breyting krefst nýrra hugmynda og lausna og því er nauðsynlegt að þróa umönnun aldraðra og þjónustu tengda því. Einnig er mikilvægt að lífsgæðin haldist og nauðsynlegt að viðhalda líkamlegri og andlegri færni.
Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme), heitir OLE 2 (Our Life as Elderly 2) og byggir á fyrra verkefni OLE 1(Our Life as Elderly 1). Í fyrra verkefninu var gerð könnun meðal íbúa varðandi óskir um búsetu og þjónustu við eldri borgara og kom þar fram að flestir vilja búa á eigin heimilum sem lengst. Niðurstaða fyrra verkefnisins (OLE 1) var að til þess að mæta þörfum eldra fólks í framtíðinni væri mikilvægt að vinna áfram með fjóra meginþætti: 1. Varðandi starfsfólk (competence and recruiting). 2. Heilsu (health and social services). 3. Húsnæði (housing and services) og 4. Tengslanet eldra fólks (networks). OLE 2 leggur áherslu á nýjar lausnir/afurðir og þjónustu fyrir þessi svið.
Íslenskir samstarfsaðilar Öldrunarheimila Akureyrar í verkefninu eru félagsþjónustan í Hafnarfirði og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands en auk þeirra taka þátt Norðmenn, Svíar, Finnar og Færeyingar.
Fulltrúar allra þátttakenda í OLE 2 hittust hér á Akureyri í síðustu viku þar sem unnið var að fyrirliggjandi verkefnum en starfið hófst 1. júní 2008 og lýkur 1. júní 2011. Þetta er afar mikilvægt fjölþjóðlegt samstarf þar sem okkur Akureyringum gefst tækifæri á að læra af öðrum þjóðum og leggja okkar af mörkum varðandi framtíðarþjónustu við eldri fólk.
Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á slóðinni www.ourfuture.eu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kirkjugardur-a-naustahofda-tillaga-ad-deiliskipulagi
|
Kirkjugarður á Naustahöfða. Tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi kirkjugarðs á Naustahöfða, samþykkta í bæjarstjórn 20. október 2009.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Miðhúsabraut í suðvestri, Þórunnarstræti í vestri og brekkubrúninni í norðri og austri. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir þremur lóðum á svæðinu. Á lóðum fyrir Höfðakapellu og áhaldahús eru skilgreindir byggingarreitir fyrir frekari uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu sem tilheyrir kirkjugarðinum. Á lóð fyrir kirkjugarðssvæðið er skilgreint greftrunarsvæði, reitir fyrir duftker, jarðvegstipp og athafnasvæði. Aðkoma að svæðinu verður annarsvegar frá Höfðagötu sem tengist inn á Þórunnarstræti og hinsvegar syðst á svæðinu frá Miðhúsabraut.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 4. nóvember til 16. desember 2009 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Kirkjugarður á Naustahöfða - deiliskipulagsuppdráttur
Kirkjugarður á Naustahöfða - greinargerð
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem opið svæði til sérstakra nota 2.61.11 O fyrir kirkjugarð á Naustahöfða stækkar úr 9,0 ha í 10,4 ha. Athugasemdafrestur hennar er frá 4. nóvember til 16. desember 2009.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 16. desember 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
4. nóvember 2009
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2005-2018-tillaga-ad-breytingu-vegna-afmorkunar-kirkjugards-a-naustahofda
|
Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Tillaga að breytingu vegna afmörkunar kirkjugarðs á Naustahöfða
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 20. október 2009.
Breyting er gerð á opnu svæði til sérstakra nota 2.61.11 O, fyrir kirkjugarð á Naustahöfða. Tillagan gerir ráð fyrir að svæðið stækki úr 9,0 ha í 10,4 ha. Núverandi bílastæði vestan garðsins og ný stæði sunnan hans verða innan nýrra lóðamarka og er landnotkunarreit aðalskipulagsins breytt til samræmis við það. Afmörkun stofnanasvæðis 2.61.12 S fyrir kapellu á Höfðanum breytist lítillega á norðurmörkum.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 4. nóvember til 16. desember 2009 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Kirkjugarður á Naustahöfða - aðalskipulagsbreyting
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðsins skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar sem skilgreindar eru þrjár lóðir, fyrir kapellu, áhaldahús og kirkjugarðssvæði. Athugasemdafrestur hennar er frá 4. nóvember til 16. desember 2009.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 16. desember 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
4. nóvember 2009
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulagsbreyting-fyrir-hesthusahverfid-breidholt-og-deiliskipulag-fyrir-malbikunarstod-a-glerardal
|
Deiliskipulagsbreyting fyrir hesthúsahverfið Breiðholt og deiliskipulag fyrir malbikunarstöð á Glerárdal
Breyting á deiliskipulagi Breiðholts.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. september 2009 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir hesthúsahverfið Breiðholt. Breytingin felur í sér að lóðir nr. 5 við Fluguborg og nr. 10 við Faxaborg stækka til vesturs, auk þess sem nýir byggingarreitir fyrir hús og taðþró eru skilgreindir í Fluguborg 5. Deiliskipulagsáætlunin hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulag malbikunarstöðvar á Akureyri.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. október 2009 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulag fyrir malbikunarstöð á Glerárdal. Deiliskipulagssvæðið er við Súluveg ofan Akureyrar. Afmörkuð er 25.620 m² lóð fyrir malbikunarstöð Akureyrar. Byggingarreitir fyrir byggingar og tækjabúnað eru skilgreindir á vinnslusvæði lóðarinnar. Á lóðinni er einnig svæði fyrir efnishauga, svæði til geymslu á tækjum og framtíðarsvæði sem kemur til notkunar ef þurfa þykir. Deiliskipulagsáætlunin hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 20. október 2009,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 4. nóvember 2009
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lifdisill-a-straeto
|
Lífdísill á strætó
Í gær var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf Orkeyjar ehf., Mannvits og Akureyrarbæjar um að einn af strætisvögnum bæjarins verði í tilraunaskyni knúinn af lífdísil sem Orkey framleiðir úr úrgangs steikningarolíu og annarri úrgangsfitu. Verksmiðja Orkeyjar á Akureyri mun taka til starfa í bænum um næstu áramót og lýsir Akureyrarbær yfir eindregnum stuðningi við verkefnið.
Akureyrarbær mun nýta sér framleiðslu Orkeyjar eins og kostur er og hagkvæmt þykir. Í byrjun mun Akureyrarbær nota lífdísil á einn vagn Strætisvagna Akureyrar í tilraunaskyni. Gangi þessi tilraun eftir eins og aðilar hafa væntingar um, mun Akureyrarbær kanna frekari möguleika á að lífdísill verði notaður á alla vagna Strætisvagna Akureyrar og jafnvel á önnur tæki Akureyrarbæjar, s.s. tæki Slökkviliðs Akureyrar og tæki Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrar.
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, gangsetur strætisvagninn sem knúinn verður af lífdísil.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfsemi-i-gamla-spitalanum
|
Starfsemi í Gamla spítalanum
Senn hefst að nýju starfsemi í Gamla spítalanum, öðru nafni Gudmanns Minde, í Innbænum á Akureyri en húsið hefur allt verið gert upp með glæsilegum hætti. Stefnt er að því að í húsinu verði sýningar um sögu lækninga og hjúkrunar. Sýningarnar verða opnar almenningi yfir sumartímann og aðra tíma samkvæmt samkomulagi. Eigandi og ábyrgðaraðili hússins er Fasteignir Akureyrarbæjar og umsjón með rekstri og starfsemi fyrir hönd bæjarins er í höndum Akureyrarstofu.
Leitað verður samninga við Minjasafnið á Akureyri um sýningagerð og jafnvel um rekstur hússins í heild sinni. Aðkoma Læknafélags Akureyrar og Norðurlandsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að starfseminni verður í framtíðinni í formi Vinafélags sem mun styðja við starfsemina eftir föngum, aðstoða við uppsetningu sýninga, og standa fyrir viðburðum og dagskrá af ýmsu tagi sem tengist sýningum hússins, allt í góðri samvinnu við Minjasafnið.
Í gær var undirrituð viljayfirlýsing þeirra aðila sem að málinu koma og var myndin að neðan tekin við það tilefni.
Þegar viljayfirlýsingin hafði verið undirrituð tókust allir í hendur eftir kúnstarinnar reglum. Frá vinstri: Valur Þór Marteinsson frá Læknafélagi Akureyrar, Haraldur Egilsson frá Minjasafninu á Akureyri, Þórgnýr Dýrfjörð frá Akureyrarstofu og Anna Lísa Baldursdóttir frá Norðurlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurskodad-deiliskipulag-fyrir-budargil-hefur-verid-samthykkt
|
Endurskoðað deiliskipulag fyrir Búðargil hefur verið samþykkt
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 3. nóvember 2009 samþykkt endurskoðað deiliskipulag fyrir Búðargil. Deiliskipulagssvæðið nær til lóðar nr. 2 við Sunnutröð í Búðargili.
Í deiliskipulaginu felast nokkrar breytingar frá gildandi deiliskipulagi, m.a. verður hámarksstærð frístundahúsa 185m2 í stað 78 m2 áður. Byggingarreitir B og E stækka. Á byggingarreit A verður heimilt að byggja þjónustuhús og frístundahús á tveimur hæðum en hámarkshæð verður óbreytt og byggingarmagn eykst úr 250 m2 í 600 m2. Gistirýmum fjölgar úr 132 í 178 og bílastæðum fjölgar úr 43 í 69.
Tillagan var auglýst frá 2. september til 14. október 2009. Fjórar athugasemdir bárust, en leiddu þær ekki til breytinga. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar.
Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins, sjá B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/namskeid-um-sogu-akureyrar
|
Námskeið um Sögu Akureyrar
Síðdegis í dag, mánudag, hefst námskeið um sögu Akureyrar, sem Jón Hjaltason stýrir. Námskeiðið verður haldið á Sigurhæðum og hefst klukkan 17:00. Jón hefur þegar sent frá sér fjögur bindi um sögu bæjarins og það fimmta er á leiðinni. Þetta verður fróðlegt námskeið hjá Jóni, sem að hluta til verður með gönguferð um söguslóðir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodleg-athafnavika-a-islandi
|
Alþjóðleg athafnavika á Íslandi
Alþjóðleg athafnavika er haldin á Íslandi 16.-22. nóvember í samstarfi fjölmargra aðila og verður á þeim tíma forvitnileg dagskrá haldin á Amtsbókasafninu, í Ketilhúsinu og Háskólanumá Akureyri. Í fréttatilkynningu um dagskrána segir: Lausn vandamála felst í athafnasemi. Með Alþjóðlegri athafnaviku á Íslandi geta allir lagt hönd á plóg við að færa fram eitthvað jákvætt til samfélagsins.
Nú geta allir, menntastofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, hópar og einstaklingar efnt til viðburðar í þeim tilgangi að virkja þjóðina til jákvæðra verka. Aðilar í stuðningsumhverfi atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi leggja sitt af mörkum og standa fyrir eftirfarandi dagskrá á Akureyri.
Frumkvæði og framkvæmdagleði á Amts-café (Amtsbókasafninu) í hádeginu dagana 16.-20. nóv. kl. 12.15-12.45. Veitingar seldar á staðnum. Framsækið fólk flytur áhugaverð erindi úr ólíkum áttum.
Mánudagur 16. nóv: Akureyrarstofa og Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi kynna starfsemi sína.
Þriðjudagur 17. nóv: Sigríður Bergvinsdóttir - nýting kartöflunnar og nýjungar í framreiðslu, og Garðsbúið ehf. - framþróun í landbúnaði.
Miðvikudagur 18. nóv: Vélfag ehf. og Raf ehf. - kröftug nýsköpunarfyrirtæki með nýjungar fyrir fiskvinnslu.
Fimmtudagur 19. nóv: Grasrót - iðngarðar og nýsköpun, og Laufabrauðssetrið - menningararfur og nýsköpun.
Föstudagur 20. nóv: Sævar Freyr Sigurðsson og Saga Travel – Ferðaþjónusta; ástríður, saga og náttúra!
Drifkraftur og athafnasemi í Ketilhúsinu fimmtudaginn 19. nóv. kl. 15-18
Ráðgjafatorg: Aðilar frá Byggðastofnun, NORA, Norðurslóðaáætluninni (NPP), Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, Menningarráði Eyþings, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólanum á Akureyri, Akureyrarstofu og Norrænu upplýsingaskrifstofunni munu vera á staðnum og veita upplýsingar um sína starfssemi og stuðningsumhverfi frumkvöðla og atvinnulífs á Norðurlandi.
Framkvæmd og sköpunargleði: Kynnt verða nokkur góð dæmi um drifkraftinn í norðlensku athafnalífi.
kl. 15.00: Grasrót - iðngarðar og nýsköpun.
kl. 15.30: Gebris - nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu.
kl. 16.00: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - Trossan.
kl. 16.30: Snjótöfrar og Jólasveinarnir í Dimmuborgum.
kl. 17.00: North Hunt - skotveiðitengd ferðaþjónusta.
kl. 17.30: Sævör ehf. - Náttúrutengd köfun í ferðaþjónustu.
Auk þessara aðila verða fyrirtækin Ektafiskur og Bergmenn á staðnum og kynna starfsemi sína.
Málstofur í Háskólanum á Akureyri í hádeginu dagana 17.-20. nóv. Sjá nánar á www.unak.is.
Annað áhugavert í vikunni: Frumkvöðlar verða á ferðinni og munu heimsækja nemendur í HA, MA og VMA og kynna verkefni sín. Skúffuskáld heimsækja fyrirtæki.
Allir viðburðir eru opnir öllum og án endurgjalds.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/prokofieff-wagner-og-beethoven-i-glerarkirkju
|
Prokofieff, Wagner og Beethoven í Glerárkirkju
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða í Glerárkirkju sunnudaginn 15. nóvember kl. 16.00. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir S. Prokofieff, R. Wagner og L.van Beethoven. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er nú á sínu 17. starfsári og hefur starfsemi hljómsveitarinnar aukist jafnt og þétt með hverju árinu. Á tónleikunum 15. nóvember tekst hljómsveitin á við tvær sinfóníur.
Annars vegar er það sinfónia eftir Sergei Prokofieff, oft nefnd "Klassíska sinfónían". Sagt er að Prokofieff hafi samið þessa sinfóníu þegar hann dvaldi í fríi úti á landi og notaði hana sem æfingu í að semja án þess að hafa píanó sér til halds og trausts. Sinfónía sem var frumflutt árið 1918 er afar þekkt verk og ýmis stef úr henni oft notuð í auglýsingar og sjónvarpsefni.
Hin sinfónían sem flutt verður er Sinfónía nr. 8 í F dúr eftir L.van Beethoven sem frumflutt var árið 1814. Þessi sinfóníu kallaði Beehoven “litlu sinfóníuna”, enda mun minni í sniðum en aðrar sinfóníur hans. Þessi sinfónía einkennist þó ekki síður af krafti, sjálfstæði og frumleika. Um hana hefur verið sagt að hún sé sem hlátur manns sem hefur lifað og þolað ýmislegt á leið sinni á toppinn.
Eftir Wagner verður flutt Sigfried Idyll eða Sveitasæla Sigurðar Fáfnisbana, en þetta verk samdi Wagner sem afmælisgjöf til konu sinnar. Verkið er blítt og rólegt enda Wagner uppnumin af ástinni á þessum tíma.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víða á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur á hverju ári um 30 skólatónleika í grunnskólum á Norðurlandi. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri stundaði nám í hljómsveitarstjórn í Hollandi og Finnlandi. Guðmundur Óli hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur. Hann hefur komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitarinnar og Caput. Guðmundur Óli hefur stjórnað frumflutningi verka margra íslenskra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda.
Sem fyrr segir þá hefjast tónleikarnir kl. 16.00 í Glerárkirkju og er forsala aðgöngumiða í á www.midi.is.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir 20 ára og yngri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fagur-dagur
|
Fagur dagur
Einstaklega fagurt veður hefur verið á Akureyri í dag, eins og svo marga undanfarna daga. Birtan í morgun var einstök þegar sólin skreið upp yfir brún Vaðlaheiðar og litbrigðin hreint ótrúleg.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisveisla-a-sigurhaedum
|
Afmælisveisla á Sigurhæðum
Matthías Jochumsson, sem byggði Sigurhæðir og bjó þar til æviloka, var fæddur 11. nóvember árið 1835. Í dag eru því liðin 174 ár frá fæðingu hans. Þess verður minnst á Sigurhæðum. Þar verður opið hús frá 16.00-18.00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti að gömlum íslenskum sið, en einnig verða stofutónleikar. Um 16.30 syngur eldri barnakór Akureyrarkirkju og nemendur úr Tónlistarskóla Akureyrar leika nokkur lög.
Sr. Matthías Jochumsson fluttist með fjölskyldu sína til Akureyrar árið 1887. Hann bjó fyrstu árin í Aðalstræti 50, oft við kröpp kjör. En um aldamótin hafði hagur hans vænkast, en þá hafði hann látið af prestþjónustu eftir að hafa fengið skáldalaun. Þá hóf hann byggingu húss í brekkunni ofan Hafnarstrætis, þar sem Eyrarlandsvegur hlykkjaðist þá niður í miðbæinn. Gárungar þess tíma gáfu húsinu nafnið “Sigurhæðir”, skáldinu til háðungar að þeirra mati. Þeim þótti skáldið vera að hreykja sér i háar hæðir með staðsetningu hússins. Matthíasi var stríðni í þessu fyrst, en síðan sættist hann við nafnið. Þegar árin liðu varð það honum til vegsemdar; það var rætt um “skáldið á Sigurhæðum”.
Matthías lést 18. nóvember 1920, stuttu eftir áttugasta og fimmta afmælisdag sinn, en þá var hann gerður að fyrsta heiðursborgara Akureyrar. Eftir það var húsið selt, en upp úr miðri síðustu öld keypti Matthíasarfélagið neðri hæðina og koma þar upp safni í minningu Matthíasar. Akureyrarbær fékk safnið að gjöf undir lok aldarinnar og keypti þá efri hæðina líka. Á undanförnum árum hefur verið lítil starfsemi í húsinu, en nú hefur verið ákveðið að gera þar á bragarbót.
Á næstunni verður efnt þar til margvíslegra viðburða; bókarkynninga, málþinga og námskeiða af ýmsu tagi. Í dag gefst Akureyringum kostur á að kynna sér aðstöðuna frá 16.00-18.00 en í rauninni verður heitt á könnunni allan daginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-islenskrar-tungu
|
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur í Ketilhúsinu á Akureyri á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir hátíðardagskrá frá kl. 16-17 og eru allir velkomnir.
Dagskráin er svohljóðandi:
Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri leikur, stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson
Upplestur, verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni
Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent
Ávarp verðlaunahafa
Ungkvennakór Akureyrarkirkju syngur, stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson
Mennta- og menningarmálaráðherra afhendir tvær viðurkenningar á degi íslenskrar tungu
Upplestur, verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni
Dagskrárslit ― Veitingar í boði menntamálaráðuneytis
Fyrr um daginn verður hátíðardagskrá í Háskólanum á Akureyri, Þingvallastræti 23, stofu 14, í tilefni dagsins:
14.00: Tónlistaratriði
14.05: Ávarp menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur
14.10: Ávarp staðgengils rektors Háskólans á Akureyri, Sigurðar Kristinssonar
14.15: Íslensk tunga - Gréta Kristín Ómarsdóttir, nemi í MA
14.35: „Í önn og erli daglegs lífs." Nokkur orð um átthagaást og alþýðumenningu. - Bragi Guðmundsson prófessor við HA
14.55: „Það stóðu þrjár skóflur upp úr gröfinni þegar þau gengu framhjá" - Kristín S. Árnadóttir, framhaldsskólakennari í VMA
15.20: Tónlistaratriði
15.25: Slit
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolakotturinn-a-radhustorgi
|
Jólakötturinn á Ráðhústorgi
Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi laugardaginn 28. nóvember og þá um leið verður afhjúpað listaverkið Jólakötturinn sem verður á torginu fram að jólum. Jólatréð er sem fyrr gjöf frá vinabænum Randers í Danmörku en Jólaköttinn smíðaði ungt fólk úr Fjölsmiðjunni undir leiðsögn Aðalheiðar Eysteinsdóttur og er hann í anda hinna þekktu tréskúlptúra hennar.
Fjölsmiðjan á Akureyri er vinnusetur fyrir ungt fólk sem stendur á krossgötum. Þar gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Fjölsmiðjan hefur tekið að sér ýmis verkefni síðan hún var stofnuð árið 2007. Af föstum verkefnum má nefna sölu og viðgerð á nytjahlutum, rekstur mötuneytis og bílaþvott, en sífellt er leitað nýrra og fjölbreyttra viðfangsefna og er Jólakötturinn eitt þeirra og líklega það nýstárlegasta til þessa.
Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings.
Hér má sjá frétt sjónvarpsstöðvarinnar N4 um Jólaköttinn.
Myndirnar að neðan voru teknar í vikunni þegar smíði kattarins lauk og verið var að mála hann.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umferdaroryggisaaetlun
|
Umferðaröryggisáætlun
Nýlega undirritaði Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri samning Akureyrarbæjar og Umferðarstofu þar sem Akureyrarbær skuldbindur sig til að gera sérstaka umferðaröryggisáætlun. Markmiðið er að auka öryggi allra vegfarenda og að fækka óhöppum og slysum í umferðinni.
Sérstök áhersla er lögð á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umhverfi skóla, leikskóla, félagsmiðstöðva og íþróttamannvirkja verður metið sérstaklega. Upplýsingar um tjóna- og slysatíðni og slysakort verða notuð til að auðvelda tæknilegar aðgerðir til að ná tilætluðum árangri.
Tilnefndir voru þeir Unnsteinn Jónsson frá skipulagsnefnd og Jón Erlendsson frá framkvæmdaráði ásamt Helga Má Pálssyni frá framkvæmdadeild og Pétri Bolla Jóhannessyni frá skipulagsdeild til að vinna að framgangi áætlunarinnar í samráði við fulltrúa Umferðarstofu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verdlaun-jonasar-hallgrimssonar
|
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2009 voru afhent á hátíðardagskrá í Ketilhúsinu á Akureyri. Auk þess voru veittar tvær sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti Þorsteini frá Hamri Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2009.
Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir:
„Íslenskt mál nútímans á rætur að rekja til ritmáls sem varð til á miðöldum en áður hafði tungan þróast og meitlast í skáldskaparhefð sem norrænir menn fluttu með sér þegar þeir námu hér land. Snorri Sturluson og aðrir andans menn á fyrstu öldum íslenskrar menningar mátu þennan arf að verðleikum og skráðu hann. Hinn óþekkti höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar orðar það svo að skáld séu „höfundar allrar rýni" og má túlka þau orð svo að viðgangur tungunnar og málskilningur sé rótfastur í skáldskapnum. Hin forna hefð lifir enn með þjóðinni þótt í breyttu formi sé og hún er lífæð íslenskrar orðmenningar. Ráðgjafarnefnd Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar var sammála um að mæla að þessu sinni með skáldi, Þorsteini frá Hamri. Þorsteinn frá Hamri kvaddi sér hljóðs fyrir hálfri öld og er meðal okkar fremstu skálda. Á miðri atómöld orti hann tvítugur að aldri undir dróttkvæðum hætti í bland við yngri og frjálsari form. Á mótunarárum Þorsteins tókust á gamall og nýr siður í skáldskap og hann hefur glímt við þessi siðaskipti með sérstökum hætti. Hin gamla íslenska ljóðhefð hefur alla tíð átt sterkar rætur í honum. Í bókinni Jórvík segir hann á einum stað:
Við týnumst
gaungum á fjörur
og finnum okkur sjálf í tætlum.
Til að glatast svona
þarf ekki stríð
ekki umferðarslys
ekki vegvillu
varla vín –
hið ósagða nægir.
Á bókmenntavefnum segir hann að öll sköpun sé eins konar „brúarsmíð – milli hugtaka, milli tímaskeiða, milli manna, þar sem merkingar eru jafnframt útvíkkaðar ýmislega. Ljóð um tré fjallar ef til vill ekki fyrst og fremst um tré ef betur er að gáð, heldur þá spegilmynd sem það öðlast í hug þess sem virðir það fyrir sér og yrkir um það. Lækurinn sem við lékum okkur hjá forðum tíð kann að vera horfinn fyrir löngu, en hann streymir um hugann og minnið, og ummyndast, ef svo ber undir, í óvænt tákn nýrrar merkingar – nýjan læk sem enginn veit eftir hvaða farvegum kann að kvíslast síðar meir í mennskum hugum."
Þorsteinn frá Hamri hlaut í verðlaun eina milljón króna og ritið Íslenska tungu sem er í þremur bindum.
Einnig voru veittar sérstakar viðurkenningar á degi íslenskrar tungu. Í reglum mennta- og menningarmálaráðuneytis um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu segir að auk Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sé heimilt að veita sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu.
Menntamálaráðherra ákvað að veita tvær viðurkenningar 2009. Önnur var veitt Þórbergssetri á Hala í Suðursveit og hina fékk Baggalútur.
Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, Baggalútsmennirnir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson, og Ingi Torfi Sverrisson frá Þórbergssetri.
Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir:
Þórbergssetur
„Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund. Þórbergur var einn af merkustu rithöfundum 20. aldarinnar. Hann fæddist og ólst upp á Hala í Suðursveit sem á þeim tíma var býli í einni afskekktustu byggð á Íslandi. Landfræðileg einangrun Suðursveitar markaðist af kolmórauðum jökulfljótum beggja vegna og að baki byggðar voru risavaxnir fjallgarðar og víðáttumiklar jökulbreiður en brimsandar og hafnleysur við sjávarsíðuna. Nú er Suðurveit í þjóðbraut og Þórbergssetur er þar verðugur minnisvarði um einn af mestu meisturum íslenskrar tungu. Sjálfur sagði Þórbergur fyrir um tilurð safnsins í Sálminum um blómið þar sem hann sagði Lillu Heggu að í framtíðinni myndu kaupmenn reisa ráðstefnuhöll á Hala og að þá myndi fólk koma til að hlusta á sögur úr Suðursveit. Það voru þó heimamenn sem reistu Þórbergssetur með stuðningi frá ríki og sveit. Þeir eru líka ávallt reiðubúnir að ræða við gesti og veita fræðslu og upplýsingar um umhverfi, náttúru og mannlíf."
Baggalútur
„Á seinni árum hefur Baggalútur rutt sér til rúms sem nokkuð sérstök menningarstofnun, annars vegar á netinu og hins vegar sem tónlistarhópur. Allt er þetta í gamansömum tón en jafnan fylgir nokkur broddur gagnrýni og oft eru skilaboðin tvíræð. Viðgangur tungunnar á þessum sviðum er afar mikilvægur og þótt vissulega sé þar misjafn sauður í mörgu fé eru á þessum sviðum margvísleg sóknarfæri fyrir íslenska tungu og menningu. Baggalútar hafa alla sína texta á íslensku og leika sér með málið á skemmtilegan hátt. Það er líka þakkarvert þegar ungir hæfileikamenn, sem hafa gott vald á máli, skapa frjóan umræðuheim á netinu þar sem andinn leikur lausum hala, án of mikillar alvöru."
Viðurkenningarhafar fengu listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristján Árnason og Þórarinn Eldjárn.
Við athöfnina komu meðal annars fram Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri og Ungkvennakór Akureyrarkirkju.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisveisla-i-nonnahusi
|
Afmælisveisla í Nonnahúsi
Viltu koma í afmæli í Nonnahús? Í dag, mánudaginn 16. nóvember, eru liðin 152 ár frá fæðingu barnabókahöfundarins Jóns Stefáns Sveinssonar – Nonna. Af því tilefni verður afmælisveisla í Nonnahúsi milli kl. 17 og 19. Afmælisbarnið er fjarverandi en verk þess lifa góðu lífi.
Frummyndir Kristins G. Jóhannssonar úr Nonnasögunum í endursögn Brynhildar Pétursdóttur verða til sýnis í húsinu á þessum tímamótum. Ljúf harmonikkutónlist mun óma um húsið milli kl 17 og 18. Það er Haukur Ingimarsson sem mun spila á hnappaharmonikku svipaða þeirri sem Nonni sjálfur spilaði eitt sinn á. Það verður því notaleg stemning í Nonnahúsi í tilefni dagsins.
Nonni var á sínum tíma einn þekktasti rihöfundur þjóðarinnar en með skrifum sínum og fyrirlestrum kynnti hann Ísland, sérstaklega þá Akureyri og Norðurland, um víða veröld. Bækur hans voru gefnar út á yfir 30 tungumálum en færri vita að Nonni þótti einstaklega skemmtilegur fyrirlesari og hélt um 5.000 fyrirlestra, flesta í Evrópu en einnig í Bandaríkjunum og í Japan.
Vert er að benda á að hið nýstofnaða Nonnavinafélag mun hittast í Zontahúsinu í Aðalstrætinu kl 16 og eiga notalega stund saman - nýir félagar eru velkomnir!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mansal-a-islandi-ndash-vidbrogd
|
Mansal á Íslandi – viðbrögð?
Leikfélag Akureyrar stendur fyrir málþingi um mansal í Ketilhúsinu á Akureyri þriðjudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Málþingið hefur hlotið yfirskriftina Mansal á Íslandi – viðbrögð? Tilgangurinn er meðal annars sá að inna yfirvöld eftir því hvernig brugðist verði við málum sem þessum, en stuðla að því við að almenningur fái leiðbeiningar um hvernig hægt sé að koma auga á hugsanlega brotaþola mansals og upplýsingar um rétt viðbrögð. Við berum öll ábyrgð – og með því að opna umræðuna er hægt að snúa vörn í sókn og uppræta glæpahringi, sem notfæra sér vonleysi og erfiða stöðu fólks til þess að selja það í þrældóm.
Á málþinginu mun dóms- og mannréttindamálaráðherra, Ragna Árnadóttir, flytja framsöguerindi ásamt Margréti Steinarsdóttur framkvæmdastjóra Alþjóðahúss, Guðrúnu Jónsdóttur forstöðukonu Stígamóta, sem einnig á sæti í nýstofnuðum viðbragðshópi gegn mansali á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Fríðu Rós Valdimarsdóttur, mannfræðingi og höfundi skýrslunnar Líka á Íslandi, sem er niðurstaða rannsóknar á tæplega sextíu mansalsmálum á Íslandi á árunum 2006-2009. Að framsöguerindunum loknum fara fram pallborðsumræður þar sem ræðumenn sitja fyrir svörum ásamt aðila frá Aflinu og fleiri fagaðilum.
Málþingið hefst með sýningu á Lilju í Rýminu kl. 15.00. Að henni lokinni, um kl. 17.20 hefjast framsöguerindi í Ketilhúsinu og eftir stutt veitingahlé verða pallborðsumræður frá kl. 18.30.
Leikfélag Akureyrar hefur að undanförnu sýnt leikritið Lilju, en það byggir á sönnum atburðum og fjallar um örlög sextán ára stúlku frá Litháen sem seld var mansali í kynlífsiðnað til Svíþjóðar. Lilja hefur vakið sterk viðbrögð og uppselt hefur verið á hverju einustu sýningu.
Við uppsetningu verksins komust aðstandendur þess að því að mansal hefur verið stundað á Íslandi um árabil, án nokkurrar vitundar almennings. Um svipað leyti og Lilja var frumsýnd fór fyrsta mansalsmálið á Íslandi fyrir dóm, og daginn sem LA frumsýndi Lilju komst ung stúlka frá Litháen í hendur lögreglunnar á Suðurnesjum. Fljótlega kom í ljós að stúlkan er hugsanlegur brotaþoli mansals og í kjölfarið kom á daginn að fjölmennur glæpahringur hefur hreiðrað um sig á landinu.
Leikfélag Akureyrar býður upp á umræður eftir valdar sýningar á Lilju, sem mælast vel fyrir. Leikhúsgestir hafa verið áhugasamir en um leið áhyggjufullir yfir því hversu útbreitt mansal er orðið hér á landi. Þetta varð kveikjan að því að ákveðið var að blása til málþings. Með því vill Leikfélag Akureyrar reyna að opna á enn frekari umræður um þessi mál og fá fram í dagsljósið reynslu fagaðila sem komið hafa að mansalsmálum, og ekki síst leita upplýsinga hjá yfirvöldum um hvernig þau hyggjast bregðast við þessum vágesti. Þetta er mál sem snertir okkur öll.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/notalegt-afmaeliskaffi
|
Notalegt afmæliskaffi
Barnabókahöfundurinn séra Jón Sveinsson, Nonni, var fæddur 16. nóvember líkt og listaskáldið góða Jónas Hallgrímsson og var af því tilefni boðið til afmælisveislu í Nonnahúsi í Innbænum. Þar mættu um 50 manns og áttu notalega stund í gamla húsinu, hlýddu á Hauk Ingimarsson leika á harmonikku og stungu saman nefjum. Gestirnir skoðuðu einnig frummyndir Kristins G. Jóhannssonar úr Nonnasögunum og var listamaðurinn sjálfur að sjálfsögðu viðstaddur afmælisboðið.
Áður en hið eiginlega afmælisboð hófst höfðu félagar í hinu nýstofnaða Nonnavinafélagi hist í Zontahúsinu til skrafs og ráðagerða.
Myndirnar að neðan voru teknar í Zontahúsinu og Nonnahúsi í gær.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/drifkraftur-og-athafnasemi-i-ketilhusinu
|
Drifkraftur og athafnasemi í Ketilhúsinu
Alþjóðleg athafnavika er haldin á Íslandi 16.-22. nóvember í samstarfi fjölmargra aðila og verður á þeim tíma forvitnileg dagskrá haldin á Amtsbókasafninu, í Ketilhúsinu og Háskólanum á Akureyri. Í fréttatilkynningu um dagskrána segir: Lausn vandamála felst í athafnasemi. Með Alþjóðlegri athafnaviku á Íslandi geta allir lagt hönd á plóg við að færa fram eitthvað jákvætt til samfélagsins.
Drifkraftur og athafnasemi í Ketilhúsinu fimmtudaginn 19. nóvember kl. 15-18:
Ráðgjarfatorg: Aðilar frá Byggðastofnun, NORA, Norðurslóðaáætluninni (NPP), Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, Menningarráði Eyþings, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólanum á Akureyri, Akureyrarstofu og Norrænu upplýsingaskrifstofunni munu vera á staðnum og veita upplýsingar um sína starfssemi og stuðningsumhverfi frumkvöðla og atvinnulífs á Norðurlandi.
Framkvæmd og sköpunargleði:
Kynnt verða nokkur góð dæmi um drifkraftinn í norðlensku athafnalífi.
Kl. 15.00: Grasrót - iðngarðar og nýsköpun.
Kl. 15.30: Gebris - nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu.
Kl. 16.00: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - Trossan.
Kl. 16.30: Snjótöfrar og Jólasveinarnir í Dimmuborgum.
Kl. 17.00: North Hunt - skotveiðitengd ferðaþjónusta.
Kl. 17.30: Sævör ehf. - Náttúrutengd köfun í ferðaþjónustu.
Auk þessara aðila verða fyrirtækin Ektafiskur og Bergmenn á staðnum og kynna starfsemi sína.
Loks minnum við á tvær hádegiskynningar á Amts-café (Amtsbókasafninu kl. kl. 12.15-12.45:
Fimmtudagur 19. nóv: Grasrót - iðngarðar og nýsköpun, og Laufabrauðssetrið - menningararfur og nýsköpun.
Föstudagur 20. nóv: Sævar Freyr Sigurðsson og Saga Travel – Ferðaþjónusta; ástríður, saga og náttúra!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-921-2009-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deiliskipulagsbreyting-fyrir-sudurhluta-oddeyrar-strandgata-19b-og-lundargata-1
|
Nr. 921/2009 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting fyrir suðurhluta Oddeyrar, Strandgata 19B og Lundargata 1.
Breyting á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. október 2009 í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir suðurhluta Oddeyrar. Breytingin felur í sér að lóð Strandgötu 19B stækkar til austurs og verður 443,4 m² og lóð Lundargötu 1 minnkar og verður 311,9 m². Ákvarðaðir eru byggingarreitir fyrir bílgeymslur að stærð 4,5x8 m á báðum lóðunum. Hámarkshæð er 3,5 m og fjarlægð frá lóðamörkum Strandgötu 19 eru 3 m. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar,
2. nóvember 2009,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 17. nóvember 2009
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gasir-i-nyrri-spennusogu
|
Gásir í nýrri spennusögu
Barnabókin Gásagátan eftir hinn vinsæla barnabókarithöfund Brynhildi Þórarinsdóttur er komin út. Af því tilefni var Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, afhent eintak af bókinni á degi íslenskrar tungu og fæðingardegi barnabókarithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna.
Brynhildur Þórarinsdóttir afhendir Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, fyrsta eintak af nýútkominni bók sinni Gásagátunni. Myndina tók Kristín Sóley Björnsdóttir.
Gásagátan er í senn spennusaga og söguleg skáldsaga. Sagan gerist árið 1222, í upphafi Sturlungaaldar þegar hefndin er enn lykilhugtak í íslensku samfélagi þótt landsmenn séu orðnir kaþólskir og kirkjuræknir. Söguhetjur eru bræðurnir Kolsveinn og Kálfur, ungir Grímseyingar sem koma til Gása í mikilvægum erindagjörðum. Strákarnir eiga harma að hefna eftir föður sinn en þeir ætla sér líka að verða ríkir og þar kemur dularfullur kassi við sögu. Á Gásum kynnast bræðurnir krökkum sem síðar verða þekktir þátttakendur í róstum Sturlungaaldar; Sturlu Þórðarsyni og Þórði kakala. Þeir hitta líka frægt fólk eins og Snorra Sturluson, Guðmund biskup Arason og Sighvat á Grund.
Laugardaginn 21. nóvember á milli kl 14 og 16 mun Brynhildur lesa úr bók sinni fyrir börn á öllum aldri í versluninni Eymundsson við Hafnarstræti, auk þess sem unnið verður að smáhandverki frá miðöldum og nemendum í 5. 6. og 7. bekk Þelamerkurskóla verður afhent eintak af bókinni í bókaversluninni kl. 15.
Gásagátan var rituð í samstarfi við Gásakaupstað ses. og Minjasafnið á Akureyri með styrk frá Menningarráði Eyþings. Markmiðið með rituninni var tvíþætt, annars vegar að vekja athygli á sögu Gása, mesta verslunarstaðar Norðurlands á miðöldum, og hins vegar að auðvelda börnum að upplifa Íslandssöguna á spennandi og skemmtilegan hátt.
Brynhildur Þórarinsdóttir er rithöfundur og lektor í barnabókmenntum við Háskólann á Akureyri. Gásagátan er áttunda barnabók Brynhildar sem hlotið hefur margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar. Hún hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2004 fyrir spennusöguna Leyndardóm ljónsins og fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögunum Njálu, Eglu og Laxdælu, hlaut hún norrænu barnabókaverðlaunin 2007.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/drasl-dyrgripir-og-floskuskeyti
|
Drasl, dýrgripir og flöskuskeyti
Í nýjasta tölublaði Skólaakurs, veftímarits skóladeildar Akureyrarbæjar, segir meðal annars frá því að nemendur og starfsfólk í Hríseyjarskóla hafi ákveðið að taka þátt í athafnavikunni sem nú stendur yfir og gera það undir kjörorðinu "Frá drasli að dýrgrip".
Safnað hefur verði alls kyns rusli í skólanum og heima fyrir og verður unnið að því að búa til dýrgripi úr öllu saman. Töskugerð verður m.a. í hávegum höfð, dósasími gerður og í raun allt sem nemendur hafa hug á. Einnig hefur staðið yfir samkeppni um hönnun og endurbætur á stól í skólanum.
Nemendur í 6., 7., 8. og 9. bekk Hríseyjarskóla hafa í vetur látið gott af sér leiða: Undanfarið hafa þeir gengið í hús í Hrísey og safnað sparifötum sem fólk er hætt að nota. Nemendurnir flokkuðu fötin, þvoðu þau, straujuðu og pökkuðu í kassa. Fatnaðurinn var síðan afhentur Rósamundu Káradóttur fulltrúa frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, sem þakkaði kærlega fyrir og kvað fatnaðinn koma sér afar vel fyrir jólin, ekki síst þar sem allur fatnaður var hreinn og strokinn.
Í Skólaakri er einnig að finna skemmtilega frétt um flöskuskeyti á Eyjafirði. Þannig er mál með vexti að í haust fóru börnin á Hólmasól í siglingu með Húna II út á Pollinn og köstuðu þá í sjóinn flöskuskeyti í tilefni "Heimgöngu, friðarverkefnis í þágu friðar og tilveru án ofbeldis".
Í vikunni barst síðan svar sem innihélt orðsendingu og ýmislegt skemmtilegt í pakka. Finnandinn, belgískur landhelgisgæslumaður, fann eitt skeytið þeirra hér í Eyjafirði en hann var hér staddur á ráðstefnu með öðru landhelgisgæslustarfsfólki. Hann fór með skeytið heim til sín og sendi börnunum pakka með áttavitum, blöðrum og pennum. Í bréfi til barnanna kom fram að hann væri hrifinn af myndunum sem þau settu í skeytið og að hann væri ákaflega glaður að það þurfti ekki að bjarga neinum á Íslandi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-923-2009-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deiliskipulag-budargils
|
Nr. 923/2009 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulag Búðargils.
Endurskoðun deiliskipulags Búðargils.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 3. nóvember 2009 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt endurskoðað deiliskipulag fyrir Búðargil. Deiliskipulagið nær til lóðar nr. 2 við Sunnutröð og felur m.a. í sér að hámarksstærð húsa verður 185 m² í stað 78 m² og byggingarreitir B og E verða stækkaðir. Á byggingarreit A verður heimilt að byggja þjónustuhús og frístundahús á tveimur hæðum, en hámarkshæð verður óbreytt, en byggingarmagn verður 600 m² í stað 250 m². Gistirýmum verður fjölgað úr 132 í 178 og bílastæðum úr 43 í 69.
Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Búðargil frá 2003, ásamt síðari breytingum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 17. nóvember 2009,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 18. nóvember 2009
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stuttmyndahatidin-stulli
|
Stuttmyndahátíðin Stulli
Stuttmyndahátíðin Stulli verður haldin hátíðleg í þriðja sinn 5. desember næstkomandi. Það er Ungmenna-Húsið ásamt félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar, Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar og Langanesbyggðar sem standa að hátíðinni en þar gefst ungu fólki á aldrinum 14-25 ára kostur á að spreyta sig við gerð stuttmynda.
Þema hátíðarinnar að þessu sinni er gamanmyndir, enda veitir ekki af í skugga skammdegisins og miðað við stöðu þjóðmála. Afraksturinn verður sýndur í Borgarbíói 5. desember og þar verða veitt vegleg verðlaun fyrir bestu myndina í þemaflokki, bestu myndina í opnum flokki ásamt því að bjartasta vonin verður valin.
Keppninni hefur vaxið fiskur um hrygg frá því hún fyrst var haldin og má búast við fjölmörgum keppendum sem og áhorfendum að þessu sinni. Keppnin nýtur dyggs stuðnings Menningarráðs Eyþings og Rarik. Þess má geta að enn er nægur tími fyrir keppendur að skrá sig til þátttöku en skráningu lýkur 27. nóvember og skilafrestur mynda er til 2. desember. Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband við Ungmenna-Húsið í síma 460 1240 eða með því að senda tölvupóst á [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lausar-lodir-i-naustahverfi
|
Lausar lóðir í Naustahverfi
Vorum að bæta inn lóðum sem voru að losna í Naustahverfi. Um er að ræða parhúsalóð og raðhúsalóðir við Sómatún ásamt raðhúsum við Sporatún og fjölbýlishúsalóð við Kjarnagötu. Sjá nánar hér til vinstri undir lausar byggingarlóðir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lilja-og-aflid
|
Lilja og Aflið
Leikfélag Akureyrar gefur Aflinu, samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi allan ágóða af aðgangseyri á sýningunni Lilju í kvöld, fimmtudaginn 19. nóvember. Þetta er í annað sinn sem Leikfélagið gefur Aflinu fjármuni, enda annað árið í röð sem LA tekur til sýninga verk sem tengjast með beinum eða óbeinum hætti starfsvettvangi Aflsins. Þeir sem vilja sjá góða sýningu og styrkja um leið gott málefni ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Síðustu sýningar á Lilju verða um komandi helgi.
Umræður verða eftir sýninguna þar sem konur frá Aflinu, hjúkrunarfræðingar og fleiri fagaðilar sitja fyrir svörum. Hægt er að bóka miða í síma 4 600 200 eða á www.leikfelag.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mynd-um-islenskt-tonlistaruppeldi
|
Mynd um íslenskt tónlistaruppeldi
Föstudaginn 26. nóvember verður frumsýnd í kvikmyndahúsum víðsvegar um Þýskaland ný heimildarmynd um íslenska tónlist, tónlistarskóla og tónlistaruppeldi. Hið frábæra starf sem unnið er í skólum landsins hefur á undanförnum árum vakið töluverða athygli erlendis. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr myndinni (frétt af www.tonak.is).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskoladeild-i-grimsey
|
Leikskóladeild í Grímsey
Skólanefnd Akureyrar samþykkti í síðustu viku tillögu um að stofnuð verði leikskóladeild við Grunnskólann í Grímsey. Deildin verður til að byrja með opin í fjóra tíma fjóra daga vikunnar og er reiknað með að starfstími hennar verði eins og í grunnskólanum. Samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun rúmast reksturinn innan fjárhagsáætlunar skólans. Leikskóladeildin í Grímsey tekur til starfa 1. janúar 2010.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu-fyrir-hafnarsvaedid-i-krossanesi
|
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæðið í Krossanesi
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæðið í Krossanesi, ásamt umhverfisskýrslu, samþykkta í bæjarstjórn 3. nóvember 2009. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Tillagan gerir ráð fyrir að hafnarkantur í Jötunheimavík verði lengdur um 120 m til suðurs og stækkun umferðar- og þjónustusvæðis hafnarinnar að sama skapi. Landfylling verður stækkuð til samræmis. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 25. nóv. 2009 til 6. janúar 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Hafnarsvæðið í Krossanesi - uppdráttur
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sem felst í stækkun á svæði 1.15.1 H og landfyllingar á sama svæði. Athugasemdafrestur hennar er frá 25. nóv. 2009 til 6. janúar 2010.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 6. janúar 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
25. nóvember 2009
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-vegna-afnarsvaedisins-i-krossanesi
|
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna afnarsvæðisins í Krossanesi
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, ásamt umhverfisskýrslu, samþykkta í bæjarstjórn 3. nóvember 2009.
Í breytingunni felst lenging syðri hafnarkants um 120 m og þar með stækkun svæðis 1.15.1 H og landfyllingar á sama svæði um 0,5 ha. Með lengingu kantsins verður mögulegt að taka á móti stærri skipum í höfninni.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 25. nóvember 2009 til 6. janúar 2010 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Hafnarsvæðið í Krossanesi - aðalskipulagsbreyting
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Krossanesi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar sem umferðar og þjónustusvæði hafnarinnar stækkar með lengingu hafnarkants í Jötunheimavík um 120 m til suðurs. Landfylling stækkar til samræmis. Athugasemdafrestur hennar er frá 25. nóvember 2009 til 6. janúar 2010.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 6. janúar 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
25. nóvember 2009
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/boluefni-a-throtum
|
Bóluefni á þrotum
Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri: Vegna seinkunar á afhendingu bóluefnis til landsins er Heilsugæslustöðin á Akureyri uppiskroppa með bóluefni í bili. Af þeim sökum neyðumst við til að fresta áætlaðri bólusetningu um viku frá og með fimmtudeginum 26. nóvember.
Þeir sem eiga tíma í bólusetningu fimmtudaginn 26. nóvember komi því á sama tíma fimmtudaginn 3. desember, þeir sem eiga tíma föstudaginn 27. nóvember komi föstudaginn 4. desember á sama tíma. Þeir sem eiga pantaðan tíma mánudaginn 30. nóvember komi mánudaginn 7. desember og svo koll af kolli.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Byrjað verður að taka við nýjum pöntunum í bólusetningu 7. desember nk.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikahelgi-a-graena-hattinum
|
Tónleikahelgi á Græna hattinum
Græni hatturinn er löngu orðinn landsþekktur tónleikastaður. Þar ríkir einatt afar góð stemning og boðið er upp á tónleika með mörgum bestu tónlistamönnum landsins. Dagskráin um komandi helgi er að venju glæsileg: Á fimmtudagskvöld heldur Inga Eydal útgáfutónleika, á föstudagskvöld mætir Jón Ólafsson á sviðið og fær Stefán Hilmarsson í heimsókn og á laugardagskvöld er boðið upp á tónleika með hljómsveitinni Hjaltalín og fleirum.
Á útgáfutónleikum Ingu Eydal á fimmtudagskvöld kynnir hún sína fyrstu sólóplötu sem ber heitið "Ástarljóðið mitt" en þar syngur hún aðallega erlend lög og þá mestmegnis skandinavísk við eigin texta.
Með Ingu á tónleikunum eru: Jón Rafnsson á bassa, Vignir Þór Stefánsson á hljómborð, Benedikt Brynleifsson á trommur og Kristján Edelstein á gítar, auk þess sem Ingimar Björn Davíðsson syngur með henni í nokkrum lögum. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
Á föstudagskvöld er boðið upp á dagskrána "Af fingrum fram" þar sem Jón Ólafsson tekur á móti góðum gestum og að þessu sinni er gestur hans Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns. Þeir félagar spjalla þeir um lífið og tilveruna og lögin sem þeir flytja saman. Þeim til aðstoðar er Friðrik Sturluson bassaleikari. Dagskráin hefst kl. 21.00.
Sannkallaðir stórtónleikar verða á laugardagskvöld þegar hljómsveitin Hjaltalín kemur fram á Græna hattinum en sveitin var að senda frá sér plötuna "Terminal" sem hefur fengið frábæra dóma.
Einnig koma fram Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar sem sendu frá sér plötuna "Á ljúflingshól" í sumar og einnig Snorri Helgason kenndur við Sprengjuhöllina en hann var að gefa út sólóplötuna "I put my name on your door". Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Húsið verður opnað kl. 20.00 og forsala miða á alla viðburðina er í Eymundsson Hafnarstræti.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolahandverk-og-honnun-i-ketilhusinu
|
Jólahandverk og hönnun í Ketilhúsinu
Aðventuævintýri 2009 hefst á Akureyri um næstu helgi þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi. Ýmislegt verður um að vera fram að jólum og á laugardag verður til að mynda opnuð sölusýning á handverki, hönnun og listiðnaði í Ketilhúsinu sem "Hanverk og hönnun" hefur skipulagt í samvinnu við Menningarmiðstöðina í Listagili og Akureyrarstofu.
Sérstök valnefnd valdi 13 þátttakendur sem sjálfir munu kynna vörur sínar. Það sem verður til sýnis og sölu er t.a.m. munir úr leðri og roði, skartgripir, nytjahlutir úr leir, fjölbreyttar textílvörur og hlutir úr hornum og beinum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir Akureyringa og nærsveitunga að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun. Sannkallað augnakonfekt og frábærar jólagjafir. Sjá nánar á heimasíðunni www.handverkoghonnun.is.
Opið verður frá kl. 11-18 laugardaginn 28. nóvember og sunnudaginn 29. nóvember.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skogarskoli-a-holmasol
|
Skógarskóli á Hólmasól
Í leikskólanum Hólmasól er unnið að útiverkefni sem kallast Skógarskólinn. Börnin í elsta árgangi dvelja einn dag í viku morgunlangt í Kjarnaskógi. Tveri hópar fara saman, einn stúlknahópur og einn drengjahópur ásamt kennurum. Börnin vinna ýmist í kynjaskiptum eða kynjablönduðum hópum.
Í Kjarnaskógi er margt hægt að bardúsa. Börnin finna gönguleiðir, útbúa ýmis konar náttúruleg skjól, hitta kanínur, drekka úti í öllum veðrum og taka sér margt annað frjóðlegt og skemmtilegt fyrir hendur. Þetta er kjörinn vettvangur til að læra um margbreytileika náttúrunnar, árstíðirnar og það að bjarga sér við ýmsar aðstæður.
Frásögn úr Skóla-akri, vefriti skóladeildar Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventuaevintyri-2009-hefst-a-laugardag
|
Aðventuævintýri 2009 hefst á laugardag
Aðventuævintýri á Akureyri 2009 hefst á laugardaginn en þá verða tendruð ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi. Jólatréð er gjöf til Akureyringa frá vinabænum Randers í Danmörku og mun sendiherra Dana á Íslandi, Sören Haslund gefa bæjarbúum tréð. Dagskráin hefst klukkan 14.45 þegar Big Band Tónlistarskólans á Akureyrar spilar jólalög.
Síðan syngur Barnakór Akureyrarkirkju, tvær álfastúlkur úr jólaleikriti Leikfélags Akureyrar, þær Signý og Stúfsa, stíga á svið, Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri flytur stutt ávarp og Eik Haraldsdóttir tendrar ljósin á trénu. Loks er þess að vænta að jólasveinarnir komi til byggða í hestvagni, syngi fyrir börnin og gefi þeim mandarínur.
Á sama tíma og jólatréð byrjar að lýsa upp Ráðhústorg, verður kveikt aftur á hjartanu í Vaðlaheiði. Eftirtalin fyrirtæki sáu til þess að aftur yrði kveikt á hjartanu í heiðinni: Rafeyri, Becromal, Norðurorka, Reykjafell, Rönning, Ískraft og SG.
Á laugardag gerast einnig þau undur og stórmerki að sjálfur Jólakötturinn, sem gerður er af starfsmönnum Fjölsmiðjunnar á Akureyri undir handleiðslu Aðalheiðar Eysteinsdóttur listakonu, mun koma sér makindalega fyrir á torginu og horfa lymskulega til mannfjöldans.
Veðurspáin gerir ráð fyrir þónokkru frosti á laugardag og því best að klæða sig vel. Þá er einnig gott að vita af glöggi og piparkökum sem Norræna félagið á Akureyri býður upp á á torginu. Einnig verður hægt að ylja sér í Kirkjubæ við Ráðhústorg þar sem boðið verður upp á kakó og kleinur.
Þetta er í þriðja sinn sem Akureyrarstofa stendur að Aðventuævintýri og er dagskrá þess að finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/audur-djupudga-a-sigurhaedum
|
Auður djúpúðga á Sigurhæðum
Það sannaðist í gærkvöldi að Sigurhæðir eru lítið hús en með stóra sál, þegar Vilborg Davíðsdóttir fjallaði um landnámskonuna Auði djúpúðgu. Hver krókur í málstofu Sigurhæða var setinn og fyrirlestur Vilborgar var í senn bæði fræðandi og skemmtilegur.
Auður djúpúðga er í hópi þekktustu landnema Íslands, en hingað til lands kom hún ekki fyrr en á efri árum. Í bók sinni um Auði segir Vilborg þroskasögu hennar um leið og hún dregur upp mynd af þeim róstusömu tímum þegar norrænir menn lögðu undir sig eyjarnar við Skotland og herjuðu í Vesturhafi, háðu jafnvel blóðuga bardaga innbyrðis.
Bókin um Auði hefur fengið góðar viðtökur, er sögð allt í senn, spennandi, fræðandi og skemmtileg.
Á mánudagskvöld klukkan 20.00 verður sögustund á Sigurhæðum. Þá ætla feðgarnir sr. Svavar Jónsson og Jón Viðar Guðlaugsson að segja græskulausar gamansögur af samferðamönnum sem sumar hverjar er að finna í bókinni Kvistagöt og tréhestar. Jón Hjaltason mun jafnframt kynna bókina og hún verður í boði á fjórðungs afslætti. Margar sögur eru af sr. Matthíasi í bókinni en hann var léttur í lund og kætti oft samborgara sína á Akureyri í byrjun síðustu aldar.
Þétt setinn bekkurinn á Sigurhæðum í gærkvöldi.
Vilborg Davíðsdóttir talar um Auði djúpúðgu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lykillinn-ad-jolunum
|
Lykillinn að jólunum
Leikfélag Akureyrar frumsýnir í dag, föstudaginn 27. nóvember, leikritið "Lykilinn að jólunum" sem Snæbjörn Ragnarsson samdi sérstaklega fyrir LA. Leikstjóri er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. Hvernig komast jólasveinarnir yfir að gefa í alla þessa skó á einni nóttu? Mörg þúsund gluggar og aðeins einn sveinn til að laumast inn um þá alla, hvernig er það hægt?
Svarið leynist í læstum skáp á Vinnustofu jólanna uppi í fjöllum. Þar vinna þau Signý álfastelpa, Stúfsa og Baldur gamli, en hann einn býr yfir leyndarmálinu um jólasveinana og skóna. Hann geymir lykilinn að jólunum.
Dag nokkurn hverfur Baldur gamli á brott með lykilinn sinn. Signý álfastelpa fær það erfiða verkefni að finna arftaka hans, svo öll börn fái nú örugglega eitthvað í skóinn fyrir þessi jól. Ef hún finnur annan lykil að skápnum finnur hún vonandi þann sem hún leitar að.
Lykillinn að jólunum er hugljúft jólaleikrit með tónlist eftir þá bræður Baldur og Snæbjörn Ragnarssyni. Leikarar eru Þráinn Karlsson, María Þórðardóttir og Jana María Guðmundsdóttir. Lýsingu hannar ungur Finni, Mika Haaranen.
Leikritið verður sýnt allar helgar fram að jólum. Sjá nánar HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnad-i-hlidarfjalli-a-morgun
|
Opnað í Hlíðarfjalli á morgun
Skíðavertíðin í Hlíðarfjalli hefst á morgun, laugardaginn 28. nóvember kl. 10.00. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir að snjóframleiðslan hafi gengið vonum framar síðustu daga og að auki hafi borist drjúg aðstoð að ofan því snjóað hefur nokkuð hressilega í Fjallinu.
Um helgina verður Fjarkinn opinn, Andrésarbrekka og Töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið.
Opið verður frá kl. 10-16 á laugardag og sunnudag.
Spáð er hörkufrosti næstu dægrin og því ætti að vera hægt að framleiða vel af snjó, auk þess sem honum kyngir líklega niður af hinum ofan.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rausnarleg-gjof-hringsins
|
Rausnarleg gjöf Hringsins
Nýverið fékk skammtímavistun fatlaðra á Akureyri að gjöf frá Barnaspítalasjóði Hringsins tvö sjúkrarúm og eina hvíldarkerru, samtals að andvirði um 3.9 milljónir króna. Um er að ræða sérhæfðan búnað sem ætlað er að bæta aðstöðu og aðbúnað þeirra fjölfötluðu barna sem nýta sér þjónustu skammtímavistunar.
Valgerður Einarsdóttir formaður kvenfélagsins Hringsins og Sjöfn Hjálmarsdóttir meðstjórnandi afhentu þessa gjöfina formlega í gær og Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri veitti henni viðtöku fyrir hönd bæjarins og þakkaði þann velvilja og höfðingsskap sem hún endurspeglar.
Talið frá vinstri: Sjöfn Hjálmarsdóttir, Hermann Jón Tómasson og Valgerður Einarsdóttir.
Sjöfn og Valgerður ásamt Stefaníu Önnu Einarsdóttur, forstöðumanni skammtímavistunar fatlaðra á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mannfjoldi-a-radhustorgi
|
Mannfjöldi á Ráðhústorgi
Fjölmenni var á Ráðhústorginu á Akureyri í dag þegar ljósin á jólatrénu frá vinabænum Randers í Danmörku voru tendruð. Um sex gráðu frost var í bænum og stöku snjókorn duttu af himnum ofan. Ljósin á trénu voru kveikt klukkan rúmlega þrjú og um svipað leyti lifnaði aftur á hjartanu í heiðinni.
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, ávarpaði Akureyringa og gesti þeirra á torginu í dag.
Sendiherra Dana á Íslandi, Sören Haslund, hélt stutta tölu og afhenti tréð formlega.
Jólasveinarnir dönsuðu og sungu á sviðinu ásamt Signýju og Stúfsu, tveimur álfastelpunum úr jólaleikriti Leikfélags Akureyrar, Lyklinum að jólunum.
Akureyringar á öllum aldri voru mættir á Ráðhústorgið.
Jólasveinarnir léku við hvurn sinn fingur.
Jólakötturinn vakti mikla athygli, sérstaklega á meðal yngri kynslóðarinnar. Það getur verið hált á baki kattarins og ekki er ætlast til þess að fólk klifri upp á hann. Þeir sem það gera, gera það á eigin ábyrgð. Einnig skal vakin á því athygli að kötturinn er vaktaður allan sólarhringinn af eftirlitsmyndavélum lögreglunnar.
Jólasveinarnir halda aftur heim til fjalla, enda heldur of snemma á ferðinni að þessu sinni.
Skemmtuninni á torginu lokið og nokkrir krakkar kveðja jólaköttinn á torginu.
Kveikt var aftur á hjartanu í Vaðlaheiði. Eftirtalin fyrirtæki gerðu það kleift: Rafeyri, Becromal, Norðurorka, Reykjafell, Rönning, Ískraft og SG.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fullveldishatid-i-haskolanum-a-akureyri
|
Fullveldishátíð í Háskólanum á Akureyri
Þriðjudaginn 1. desember verður venju samkvæmt haldið upp á fullveldisdaginn í Háskólanum á Akureyri. Dagurinn hefur jafnan verið tileinkaður stúdentum, enda taka þeir virkan þátt í dagskránni. Að þessu sinni hefst dagskráin á málþingi um fullveldið og ber það yfirskriftina Fullveldi ríkis: jafnrétti, stjórnlög og framtíð. Málþingið fer fram í stofu L201 frá kl. 14.00–16.00.
Kl. 16.10 hefst hátíðardagskrá við Íslandsklukkuna þar sem Stefán B. Sigurðsson, rektor flytur ávarp og fyrrverandi rektor HA, Þorsteinn Gunnarsson, hringir Íslandsklukkunni. Þá mun kór Glerárkirkju syngja fyrir viðstadda og loks er öllum boðið inn í matsal HA í heitt kakó og smákökur. Á bókasafninu opnar myndlistamaðurinn Brynhildur Kristinsdóttir sýninguna Minningar breytast í myndir og ljóð.
Dagskrá fullveldishátíðar í Háskólanum á Akureyri 1. desember 2009:
Kl. 14.00–16.00: Málþingið Fullveldi ríkis: jafnrétti, stjórnlög og framtíð. Fer fram í stofu L210 á Sólborg
Frummælendur:
Kristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra: Eftir þjóðfund: heiðarleiki, lýðræði, jafnrétti og sjálfbærni.
Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur: Fullveldi, stjórnarskrá og stjórnlagaþing.
Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur: Nýtt Ísland?
Fundarstjóri er Guðmundur Heiðar Frímannsson.
Kl. 16.10–16.30: Hátíðardagskrá við Íslandsklukkuna á Sólborg
Ávarp Stefáns B. Sigurðssonar, rektors. Þorsteinn Gunnarsson, fyrrum rektor HA hringir Íslandsklukkunni fyrir árið 2009. Kór Glerárkirkju syngur inn jólamánuðinn undir stjórn Valmars Valjaots.
Kl. 16.30–18.00: Hugguleg stund í háskólanum
Gestum boðið upp á heitt kakó og smákökur í matsal háskólans. Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmaður opnar sýninguna Minningar breytast í myndir og ljóð á bókasafni háskólans.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hus-hakarla-jorundar-afhent-akureyrarbae
|
Hús Hákarla Jörundar afhent Akureyrarbæ
Í dag, þriðjudaginn 1. desember, var Hús Hákarla Jörundar í Hrísey afhent Fasteignum Akureyrarbæjar til eignar og umsjónar við formlega athöfn í eyjunni. Einnig var undirritaður samningur á milli Akureyrarstofu og Ferðamálafélags Hríseyjar um rekstur hússins og þróun og uppbyggingu ferðamála í eyjunni.
Ásgeir Halldórsson, sem átt hefur veg og vanda að því að gera upp húsið í núverandi horf, afhenti Fasteignum Akureyrarbæjar húsið til eignar. Dóttir hans, Linda Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar, undirritaði samninginn við Akureyrarstofu fyrir hönd félagsins og Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóra á Akureyri, fyrir hönd Akureyrarstofu.
Endurbætur á húsinu hafa tekið rúm 10 ár og kostað um 50 milljónir króna sem Húsfélagið Hákarla Jörundur hefur aflað með styrkjum, m.a. Sparisjóði Svarfdæla og úr Húsafriðunarsjóði ríkisins. Ljóst er að húsið getur haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu í Hrísey en þar verður frá og með næsta sumri m.a. rekin upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hrísey.
Í ræðu sinni við athöfnina í dag sagði Ásgeir Halldórsson m.a. um sögu hússins:
„Þetta sögufræga hús sem við erum stödd í er gamla Syðstabæjarhúsið byggt árið 1885 af Jóhanni Bessasyni frá Skarði í Dalsmynni. Hann byggði húsið fyrir Jörund Jónsson er þá bjó á Syðstabæ. Jörundur fékk viðurnefnið Hákarla Jörundur. Hann var lengst ævi sinnar hákarlaformaður, svo og bóndi á Syðstabæ. Átti hann alls sex skip á sinni ævi. Jörundur var fæddur árið 1826 að Kleifum í Ólafsfirði en flutti til Hríseyjar frá Grenivík 1862. Jörundur lést 10. október 1888.”
Ásgeir Halldórsson flutti stutta ræðu við athöfnina.
Gestir í Húsi Hákarla Jörundar hlýða á mál Ásgeirs.
Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, þakkar Ásgeiri framlag hans til verksins og færir honum að gjöf fyrstu þrjú bindin í Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason.
Linda Ásgeirsdóttir og Hermann Jón Tómasson undirrita samninginn um að Akureyrarstofa sjái framvegis um rekstur hússins og vinni að þróun ferðamála í Hrísey.
Hús Hákarla Jörundar á fullveldisdaginn 1. desember 2009.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolamarkadir-i-baenum
|
Jólamarkaðir í bænum
Á aðventunni er gaman að fara um bæinn, kíkja í búðir og skoða um leið alls kyns varning sem er á boðstólum á jólamörkuðum vítt og breitt.
Aðventuævintýrið er í fullum blóma og þar kennir ýmissa grasa. Markaðir eru áberandi í dagskránni um næstu helgi en hana má skoða hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/godgerdavika-felagsmidstodvanna
|
Góðgerðavika félagsmiðstöðvanna
Góðgerðavika félagsmiðstöðvanna á Akureyri hófst í gær og stendur til 5. desember. Í þessari viku láta fulltrúar félagsmiðstöðvanna gott af sér leiða á marga vegu, t.d safna ungmennin matvælum fyrir Mæðrastyrksnefndina, fötum fyrir Rauða krossinn og syngja fyrir vistmenn á Dvalarheimilinu Hlíð.
Góðgerðavikan nær síðan hámarki laugardaginn 5. desember á jólamarkaði Rósenborgar, en þar munu krakkarnir vera með ýmsan varning til sölu og selja kakó og vöfflur. Jólamarkaðurinn verður opinn frá kl 13 - 17 og allur ágóði rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndarinnar á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraent-samstarf-a-krepputimum
|
Norrænt samstarf á krepputímum
Miðvikudaginn 2. desember verður haldið í Ketilhúsinu á Akureyri málþing um norrænt samstarf á krepputímum undir yfirskriftinni Er grasið grænna hinum megin? Málþingið stendur yfir frá kl. 16-18. Markmið með málþinginu er að skapa tækifæri til umræðu um stöðu fólks varðandi búsetuskilyrði á krepputímum. Hverjar eru aðstæður ungs fólks?
Hvaða norrænu samstarfsúrræði eru til? Getum við lært af frændþjóðunum? Flutningur úr landi er hann jákvæður eða neikvæður fyrir þjóðfélagið? Hvernig er að flytja heim í ríkjandi samfélagsástand?
Fyrirlesarar eru:
Helgi Hjörvar, forseti Norðurlandaráðs: Norrænt samstarf á krepputímum.
Gestur Guðmundsson, prófessor í félagsfræði menntunar: Norræn úrræði fyrir atvinnulaust ungt fólk.
Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Norðurlandi eystra: Eru Akureyringar á förum?
Arnaldur Bárðarson, prestur við Glerárkirkju: Á leið til Noregs.
Brynja Harðardóttir, lýðheilsufræðingur og myndlistakona: Heimkoma.
Fundarstjór er Sigrún Stefánsdóttir, stjórnarformaður Norrænu upplýsingskrifstofunnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skytturnar-sigrudu-a-gimli-cup
|
Skytturnar sigruðu á Gimli Cup
Í gærkvöld lauk þriðja krullumóti vetrarins hjá Krulludeild Skautafélags Akureyrar. Mótið heitir Gimli Cup og er þar keppt um veglegan bikar sem gefinn var af Vestur-Íslendingunum Alma og Ray Sigurdsson í Gimli í Manitóba í tilefni af opnun Skautahallarinnar árið 2000. Fyrst var keppt um bikarinn 2001 og er mótið nú því það níunda í röðinni.
Átta lið úr röðum Krulludeildar SA tóku þátt í mótinu nú og voru það Skytturnar sem stóðu uppi sem sigurvegarar, unnu sex leiki af sjö. Í öðru sæti urðu Mammútar, unnu fimm leiki, og í þriðja sæti Garpar með fjóra vinninga. Þetta er annað mótið sem Skytturnar vinna á þessu keppnistímabili en fyrr í haust varð liðið Akureyrarmeistari í krullu.
Í liðinu eru þeir Jón Hansen, Árni Ingólfsson, Sigurgeir Haraldsson, Árni Arason og Ágúst Hilmarsson. Með sigrinum nú náðu tveir liðsmenn úr Skyttunum að vinna Gimli-bikarinn í þriðja skiptið, þeir Jón Hansen og Ágúst Hilmarsson, en auk þeirra hefur Hallgrímur Valsson einnig unnið bikarinn þrisvar.
Ítarlegri upplýsingar um mótið og annað í starfi Krulludeildar Skautafélags Akureryar er að finna á vef deildarinnar, www.curling.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorsteinn-hringdi-islandsklukkunni
|
Þorsteinn hringdi Íslandsklukkunni
Íslandsklukkunni við Háskólann á Akureyri var hringt níunda sinni í gær, á fullveldisdegi Íslendinga, og það gerði að þessu sinni Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor HA, í tögru tunglskini og talsverðu frosti. Áður hafði Stefán B. Sigurðsson, rektor, flutt ávarp og kór Glerárkirkju söng við athöfnina nokkur lög. Myndirnar að neðan voru teknar við Íslandsklukkuna í gær.
Stefán B. Sigurðsson flutti ávarp og kór Glerárkirkju söng nokkur lög.
Þorsteinn Gunnarsson hringdi klukkunni níu sinnum.
Íslandsklukkan eftir Kristinn E. Hrafnsson í björtu tungsljósi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/maedrastyrksnefnd-fekk-350000-kr
|
Mæðrastyrksnefnd fékk 350.000 kr.
Kvennakór Akureyrar stóð fyrir sínum árlegu tónleikum til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar þann 29. nóvember sl. Þetta var í 7. sinn sem kórinn heldur slíka tónleika og tókust þeir afar vel. Venjan er að kórinn fái góða gesti til liðs við sig og í þetta sinn voru það Kvennakórinn Salka á Dalvík og Skólakór Hrafnagilsskóla.
Allir sem komu að tónleikunum á einhvern hátt gáfu vinnu sína, auglýsingar voru ókeypis og ekki þurfti að greiða fyrir aðstöðuna í Akureyrarkirkju. Í lok tónleikanna voru Ingu Ellertsdóttur frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar afhentar 350.000 krónur sem var afrakstur tónleikanna.
Kvennakór Akureyrar vill þakka öllum sem komu að þessum tónleikum og ekki síst frábærum tónleikagestum.
Frá tónleikunum í Akureyrarkirkju.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/liflegt-a-sigurhaedum
|
Líflegt á Sigurhæðum
Það hefur heldur betur lifnað yfir Sigurhæðum síðustu vikurnar eftir að Gísli Sigurgeirsson settist í húsbóndastólinn. Þar lifa nú ljós í gluggum og einhver dagskrá er í hverri viku. Á sunnudaginn kemur verður boðið upp á sagnamennsku, upplestur og söng á Sigurhæðum í dagskrá sem stendur frá kl. 15-18.
Lovísa María Sigurgeirsdóttir, rithöfundur, les upp úr bók sinni "Ég skal vera dugleg" sem er fyrsta bók höfundar. Lovísa er Hríseyingur en búsett á Dalvík. Hún var lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri 5 ára gömul og átti að liggja þar í eitt ár vegna meins í mjöðm, en lækningin tók lengri tíma. Þessi langi tími á sjúkrahúsi reyndi á barnið og segir Lovísa frá reynslu sinni í bókinni.
Sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, rifjar upp gamla daga, meðal annars frá barns- og unglingsárum á Akureyri og les upp úr nýútkominni bók sinni; Hjartsláttur. Bókin hefur fengið lofsamlega dóma: er sögð anga af hjartahlýju, húmor og kveðskap, eins og Hjálmari einum er lagið.
Óskar Pétursson syngur nokkur lög af nýja diskinum sínum, “Allt sem ég er”, sem fengið hefur frábærar viðtökur eins og fyrri diskar Óskar. Lögin eru öll eftir Björgvin Þ. Valdimarsson og í anda aðventunnar, ljúf og notaleg. Óskar og Hjálmar eru miklir sagnamenn og næsta víst að milli laga fljóta með græskulausar sögur, skagfirskar sem eyfirskar.
Jón Hjaltason, sagnfræðingur, kynnir fimmta bindið af sögu Akureyrar, sem var að koma út. Bækurnar hans Jóns um sögu bæjarins eru fræðandi og einnig skemmtilegar og sú síðasta er þar engin undantekning.
Diskurinn og bækurnar verða á tilboðsverði á staðnum og að sjálfsögðu verða listamennirnir með penna á lofti til áritunar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grenndargralid-2009-fundid
|
Grenndargralið 2009 fundið
Þriðjudaginn 1. desember lauk Leitinni að grenndargralinu 2009 í Giljaskóla með formlegum hætti. Leitin hófst mánudaginn 31. ágúst sl. og stóð því yfir í rúmar 10 vikur. Alls hófu 36 nemendur leik, 24 úr Giljaskóla og 12 úr Síðuskóla. Sextán stúlkur kláruðu allar þrautirnar 10 og eru tólf af þeim nemendur í Giljaskóla.
Þær fengu afhendar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í keppninni á sal skólans við hátíðlega athöfn í tilefni fullveldisdagsins, sjá mynd hér til hliðar.
Keppnin var löng og ströng eins og gefur að skilja. Meðal þess sem keppendur þurftu að kynna sér á lokasprettinum var íbúafjöldi á Akureyri árið 1789, hörmulegt slys í Eyjafirði 1954 og tengsl Jóns Sigurðssonar, frelsishetju Íslendinga, við fyrstu prentsmiðju Akureyringa. Við heimildaöflun þurftu keppendur m.a. að finna styttu Einars Jónssonar, Útlagar, skoða eintak af hinu merkilega tímariti Norðra og skoða húsið sem hýsti Amtsbókasafnið á Akureyri fyrstu 18 árin. Hér eru þó aðeins nefnd nokkur dæmi um þau viðfangsefni sem krakkarnir stóðu frammi fyrir.
Hörð barátta var á milli keppenda undir lok keppninnar þegar orðið var ljóst að gralið væri innan seilingar. Óhætt er að segja að keppendur hafi lagt allt í sölurnar til að verða fyrstir að gralinu. Þegar upp var staðið höfðu tvær stúlkur úr 9. bekk í Síðuskóla hreppt hnossið.
Það voru þær Guðrún Baldvinsdóttir og Lovísa Rut Stefánsdóttir. Þær stöllur eru því sigurvegarar í Leitinni að grenndargralinu árið 2009. Þær fengu grenndargralið afhent með viðhöfn í Síðuskóla miðvikudaginn 2. desember og verður það geymt þar næsta árið. Þá fengu þær verðlaunapeninga til eignar.
Frétt úr Skólaakri, vefriti skóladeildar Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vor-akureyri
|
Vor Akureyri
Út er komið 5. bindi Sögu Akureyrar og ber þetta eilítið tvíræða heiti „Vor Akureyri" – fengið að láni hjá ljóðskáldinu Kristjáni frá Djúpalæk. Sagan hefst daginn er Bretar hertóku bæinn, 17. maí 1940, og lýkur í allsherjarfagnaði 29. ágúst 1962 – á eitt hundrað ára afmæli Akureyrar.
Nálægt 400 ljósmyndir prýða ritið og fylgja þeim iðulega ítarlegir skýringartextar sem bæta miklu við meginmál bókarinnar. Að auki eru innskotskaflar þar sem krufnir eru einstakir þættir sögunnar, s.s. Flugbjörgunarsveitin og flugslysin, Lystigarðurinn, vinabæjartengslin, Kjarni og Akureyrarveikin.
Saga Akureyrar er um 400 síður. Akureyrarbær gefur út en bókin fæst hjá öllum bóksölum bæjarins, auk þess sem hún er boðin föl í fáeinum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er Jón Hjaltason sagnfræðingur.
Frá vinstri: G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents, Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, Jón Hjaltason, söguritari, og Bernharð Haraldsson, formaður ritnefndar, með eintök af bókinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatreskogur-a-minjasafninu
|
Jólatréskógur á Minjasafninu
Jólatréskógur hefur sprottið upp í akureyskri stemningu í grunnsýningu Minjasafnins: Akureyri – bærinn við Pollinn. Íslendingar byrjuðu að skreyta heimili sín með jólatrjám á seinni hluta 19. aldar. Jólatré hafa í gegnum tíðina verið útfærð á margan hátt en yfirleitt var leitast við að hafa heimagerðu trén sem líkust grenitrjám.
Bernskujólatrén, sem félagar úr Laufáshópnum hafa grafið uppúr pússi sínu eða gert eftirlíkingar af, setja jólalegan blæ á sýninguna fram til 20. desember.
Í aðventunni á safninu má sjá leikföng sem sjálfsagt hafa glatt margt barnshjartað einhver jólin fyrr á tíðum og þau bera með sér anda liðinna tíma í sýningunni Allir krakkar, allir krakkar – líf og leikir barna. Í henni má einnig sjá jólaskreytta skólastofu frá því í kringum 1950 og unglingaherbergi frá 7. áratug síðustu aldar eða kannski mætti segja herbergi krakka sem eru rétt að fylla fjórða tuginn og þeirra sem eru rétt kominn yfir á fimmtugsaldurinn. Jólaljós, jólalegar ljósmyndir og gömul jólakort ásamt fróðleik um drauma barna má auk þess sjá á Minjasafninu í aðventunni.
Minjasafnið á Akureyri er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-16 til 20. desember.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjarhagsaaetlun-akureyrarbaejar-fyrir-2010
|
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir 2010
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, þriðjudaginn 8. desember. Áætlunin gerir ráð fyrir hallalausum rekstri samstæðunnar þrátt fyrir minni tekjur að raunvirði og aukin útgjöld á vissum sviðum.
Þennan árangur má rekja til þess að ítrasta aðhalds verður gætt á öllum sviðum og allra leiða leitað til þess að draga úr útgjöldum. Áætlunin var unnin í samráði við oddvita allra flokka í bæjarstjórn og í þeirri vinnu var haft að leiðarljósi að verja grunnsþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu. Jafnframt var sérstaklega horft til þess að ekki þurfi að koma til uppsagna vegna þeirra aðgerða sem gripið verður til.
Oddvitar allra flokka í bæjarstjórn voru boðaðir á blaðamannafund í dag þar sem áætlunin var kynnt.
Frá vinstri: Jóhannes G. Bjarnason, Framsóknarflokki, Baldvin H. Sigurðsson, Vinstri grænum, Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri, Samfylkingu, og Sigrún Björk Jakobsdóttir forseti bæjarstjórnar, Sjálfstæðisflokki. Á myndina vantar Odd Helga Halldórsson, L-lista fólksins.
Að lokinni fyrri umræðu í bæjarstjórn verður áætlunin lögð aftur fyrir bæjarráð og fer þaðan til seinni umræðu bæjarstjórnar sem væntanlega fram fer fimmtudaginn 17. desember nk.
Forsendur áætlunarinnar eru að meðalverðbólga á árinu 2010 verði 3,5% og að íbúum fjölgi um 200.
Skattar og þjónustutekjur Aðalsjóðs verða rúmir 10,7 milljarðar en heildargjöld tæpir 11,6 milljarðar. Fjármunatekjur Aðalsjóðs eru áætlaðar tæpir 0,9 milljarðar. Afgangur af rekstri Aðalsjóðs er því áætlaður 65 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir óbreyttu útsvari, 13,28%, í fyrirliggjandi áætlun. Álagningaprósenta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækkar um 4% en stofn fasteignamats íbúðarhúsa er óbreyttur og lækkar lítillega á atvinnuhúsnæði. Tekjur úr Jöfnunarsjóði eru áætlaðar óbreyttar milli ára.
Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum en endanlegar tillögur þar að lútandi verða lagðar fyrir bæjarráð næstkomandi fimmtudag. Sorphirðugjald hækkar allnokkuð eða í samræmi við aukinn rekstrarkostnað í málaflokknum. Þrátt fyrir miklar almennar kostnaðarhækkanir er reynt að stilla gjaldskrárhækkunum mjög í hóf.
Kjarasamningar við flest stéttarfélög eru lausir en ekki er gert ráð fyrir launahækkunum á næsta ári umfram gildandi samninga við Einingu-Iðju og Kjöl. Laun bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og nefndarfólks voru lækkuð um 10% á þessu ári og verða óbreytt á næsta ári. Dregið verður áfram úr yfirvinnu þar sem það er mögulegt. Ekki verða uppsagnir meðal starfsmanna bæjarins en farið verður sérstaklega yfir öll störf sem losna og allar nýráðningar.
Í almennum rekstrargjöldum stofnana og deilda er áfram skorið niður eins og hægt er og horft þá sérstaklega til þátta eins og ferða, skrifstofuvara, kaupa á áhöldum og munum o.s.frv. Starfstími á leikskólum og í Frístund hefur verið styttur á þessu hausti og verður svo áfram.
Á næsta ári verður lögð áhersla á að ljúka þeim stóru framkvæmdum sem hafnar eru. Opnun menningarhússins Hofs var frestað til sumarins 2010 og sama gildir um opnun íþróttamiðstöðvar við Giljaskóla. Samtals eru framkvæmdir áætlaðar rúmir 1,4 milljarðar kr. í Aðalsjóði og rúmir 2,2 milljarðar í samstæðunni allri.
Heildartekjur í samstæðureikningi Akureyrarbæjar eru áætlaðar rúmir 15,2 milljarðar króna. Rekstrarafgangur er áætlaður tæpar 8 milljónir kr. á samstæðunni allri en rekstrarhalli var tæpur 1 milljarður í endurskoðaðri áætlun þessa árs. Halli á rekstri Fasteigna Akureyrarbæjar er áætlaður tæpir 0,5 milljarðar króna en hagnaður af rekstri Norðurorku er áætlaður tæpir 0,5 milljarðar króna.
Afborganir lána nema 2,3 milljörðum og ný lán verða tekin fyrir 2,3 milljarða kr. Handbært fé frá rekstri verður rúmur 1,1 milljarður kr. í árslok 2010.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/shopakureyriis
|
ShopAkureyri.is
Í dag verður opnuð á vefslóðinni www.shopakureyri.is ný heimasíða sem er sameiginleg upplýsingaveita verslana á Akureyri. Markmiðið er að safna saman á einn stað upplýsingum um verslanir á Akureyri, s.s. staðsetningu, opnunartíma, vörur og þjónustu. Hver verslun verður með sitt eigið svæði á vefnum þar sem hægt er að birta almennar upplýsingar og tilboð sem eru í gangi hverju sinni.
Vefurinn er smíðaður af Stefnu hugbúnaðarhúsi og keyrir á Moya vefumsjónarkerfinu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Akureyrarstofu en hugmyndin kemur frá starfsfólki Stefnu sem fannst vanta betri upplýsingar á vefnum um úrval verslana á Akureyri starfsemi þeirra og vörur. Lagt var af stað með grunnhugmynd að vefnum fyrir síðustu jól og hún kynnt fyrir starfsfólki Akureyrarstofu sem var þá, ásamt Kaupmannasamtökum Akureyrar, einmitt farið að skoða leiðir til sameiginlegrar markaðssetningar verslana í bænum. Þótti tilvalið að taka höndum saman við að gera verkefnið að veruleika og nú er afurðin að líta dagsins ljós.
Á næsta ári er gert ráð fyrir að verslunum sem skráðar eru á ShopAkureyri.is verði boðið að selja vörur sínar beint í gegnum vefinn þannig að úr verði öflugur vefverslunarkjarni fyrir allar verslanir á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatidardagskra-10-desember
|
Hátíðardagskrá 10. desember
Í tilefni af lokadegi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og degi Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna verður flutt hátíðardagskrá kl. 16.15 í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri fimmtudaginn 10. desember.
Erindi flytja:
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu:
Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára
Sigrún Stefánsdóttir, formaður félagsmálaráðs:
Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn ofbeldi
Þórdís Elva Þorsteinsdóttir Bachmann, höfundur bókarinnar „Á mannamáli“
Tónlistaratriði:
Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson
Ljósaganga niður að Ráðhústorgi kl. 17.00. Nemendur úr MA leiða gönguna. Þátttakendur í göngunni mynda handaband á Ráðhústorgi.
Tónlist:
Snorri Guðvarðsson
Enda þótt staða íslenskra kvenna sé sterk á mörgum sviðum þá er kynbundið ofbeldi alvarlegt vandamál hér á landi. Árið 2008 leituðu 547 einstaklingar til Stígamóta. 22% íslenskra kvenna hafa einhvern tíma á ævinni verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka en 530 konur hafa leitað til Kvennaathvarfs á árinu 2009. Árið 2008 voru 285 einstaklingsviðtöl hjá Aflinu á Akureyri og hafði fjölgað um 94% frá fyrra ári. 1. október 2009 voru viðtölin orðin jafn mörg og allt árið í fyrra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bolusetning-gegn-svinaflensu
|
Bólusetning gegn svínaflensu
Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur sent frá sér nýja tilkynningu vegna bólusetningar gegn svínaflensu. Dregist hefur að ný sending af bóluefni bærist HAK og ekki verður tekið við nýjum tímapöntunum í bólusetningu gegn svínaflensu fyrr en eftir miðjan janúar. Tilkynningin frá HAK er svohljóðandi:
17. desember kemur ný sending af bóluefni á HAK.
Með þeirri sendingu getum við bólusett í nokkra daga.
Þeir sem áttu bókaðan tíma fimmtudaginn 26/11 eru beðnir um að koma í bólusetningu fimmtudaginn 17/12 á sama tíma.
Þeir sem áttu bókaðan tíma föstudaginn 27/11 eru beðnir um að koma í bólusetningu föstudaginn 18/12 á sama tíma.
Þeir sem áttu bókaðan tíma mánudaginn 30/11 eru beðnir um að koma í bólusetningu mánudaginn 21/12 á sama tíma.
Þeir sem áttu bókaðan tíma þriðjudaginn 1/12 eru beðnir um að koma í bólusetningu þriðjudaginn 22/12 á sama tíma.
Næsta sending af bóluefni er væntanleg 6. janúar. Þeir sem eiga bókaða tíma vinsamlegast fylgist með auglýsingum og heimasíðu HAK strax á nýju ári. Tekið verður á móti nýjum tímapöntunum eftir miðjan janúar.
Sjá hér: www.akureyri.is/hak.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/evudaetur-kvedja
|
Evudætur kveðja
Sunnudaginn 13. desember lýkur sýningunni Evudætur í Listasafninu á Akureyri en sýningin hefur staðið frá 24. október síðastliðnum. Evudætur er samsýning þriggja listakvenna, Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur, Þorbjargar Halldórsdóttur og Hrafnhildar Arnardóttur, en á sýningunni má sjá úrval saumaverka og innsetninga. Listakonurnar vinna allar með fundna hluti og ýmis konar lífræn og ólífræn efni og aðferðir – lopa, silki, gervihár, tvinna, blúndur, bútasaum, krosssaum og flesta aðra sauma og efni sem tilheyra hinni kvenlegu arfleið.
Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningunni og hún hlotið lofsamlega dóma frá gestum safnsins.
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 12 til 17 og er aðgangur ókeypis í boði Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thakkir-fyrir-gott-landsmot-umfi
|
Þakkir fyrir gott landsmót UMFÍ
Fulltrúar Landsmótsnefndar UMFÍ afhentu í gær bæjarstjórn Akureyrar loftmynd af mótssvæðinu á Akureyri með þökk fyrir vel heppnað mót síðasta sumar. Landsmótið var hundrað ára afmælismót og var það stærsta í sögu Landsmóta UMFÍ. Keppendur á mótinu voru á þriðja þúsund og ætla má að gestir hafi verið á milli 10 og 15 þúsund.
Framkvæmd mótsins gekk mjög vel og voru keppendur og gestir afar ánægðir með hvernig til tókst og heyrðist af vörum margra sem hafa farið á mörg landsmót að þetta hafi verið eitt allra glæsilegasta mót sem haldið hafi verið. Myndin sem bæjarstjórn fékk að gjöf var tekin af ljósmyndurum Pedromynda.
Á myndinni með bæjarfulltrúum eru nokkrir úr Landsmótsnefnd 2009 sem hafði það hlutverk að undirbúa og standa að framkvæmd Landsmóts UMFÍ á Akureyri sl. sumar. Sitjandi frá vinstri: Guðmundur Sigvaldason, Árni Arnsteinsson, Haukur Valtýsson, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Standandi lengst til hægri er Gísli Pálsson og við hlið hans Ólafur Jónsson var einnig í Landsmótsnefnd.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adgerdaraaetlun-gegn-ofbeldi-kynnt
|
Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi kynnt
Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsta sveitarfélagið hér á landi sem samþykkir aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Drög að áætluninni voru kynnt í bæjarstjórn í gær, og verður hún væntanlega samþykkt í upphafi næsta árs.
Kynbundið ofbeldi er alvarlegt vandanál hér á landi eins og í öðrum löndum heimsins. Í fyrra leituðu liðlega 500 manns til Stígamóta og í fyrra voru einstaklingsviðtöl hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Akureyri nærri 300. Á þessu ári verða viðtölin rúmlega 300.
Í tilefni af lokadegi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og degi Mennréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna verður efnt til hátíðardagskrár á sal Menntaskólans á Akureyri, þar sem drög Akureyrarbæjar að aðgerðaráætlun gegn ofbeldi verður kynnt.
Sigrún Stefánsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir að flest bendi til þess að Akureyrarbær verði fyrsta sveitarfélag landsins til að samþykkja sérstaka áætlun gegn ofbeldi, fleiri sveitarfélög fylgi vonandi í kjölfarið. Besta leiðin sé fræðsla en það að upplifa ofbeldi ungur á lífsleiðinni og fá ekki hjálp sé mikið mein. Kannanir sýni að það geti skert lífsgæði þeirra sem hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða öðrum áföllum í æsku, fái þeir ekki fengið úrlausn. Oft á tíðum komi það niður á starfsgetu þeirra.
Frétt af www.ruv.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-logreglusamthykkt
|
Ný lögreglusamþykkt
Ný lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað tók gildi í dag, föstudaginn 11. desember. Í samþykktinni eru nokkur nýmæli sem vert er að gefa gaum. Helst eru það ákvæði um ónæði og næturró, skyldur veitingahúsaeigenda og skyldur verktaka sem vekja athygli.
Um ónæði og næturró:
Samkvæmt 4. gr. er bannað að hafast nokkuð að sem veldur ónæði eða raskar næturró manna. Á virkum dögum skal halda næturró frá kl. 24.00 til 07.00. Um helgar og á helgidögum skal halda næturró frá kl. 24.00 til kl. 08.00. Röskun á næturró í almannaþágu, s.s. vegna snjómoksturs á vegum Akureyrarbæjar, er heimil frá kl. 05.00. Undanþágu frá reglu þessari veitir Akureyrarbær vegna tímabundinnar starfsemi sem telst í almannaþágu.
Um skyldur veitingahúseigenda:
Í IV. kafla er kveðið á um skyldur veitingahúsaeigenda, þ.m.t. um opnunartíma í 25. gr.
Þá er kveðið á um að á veitingastöðum í flokki III skulu vera dyraverðir, sem lokið hafa dyravarðanámskeiði.
Hver sá sem rekur veitingahúsastarfsemi skal þrífa glerbrot og annað rusl sem safnast fyrir utan staðinn, á opnunartíma og eftir lokun.
Um skyldur verktaka:
Nýmæli er um skyldur verktaka og þá sem flytja farm um bæinn í 24. gr.:
Þeir sem flytja farm um götur sveitarfélags skulu gæta þess vandlega að ganga þannig frá farminum að ekki valdi óþrifnaði eða hættu. Nota skal yfirbreiðslur þegar farmur er það fíngerður að hætta er á að hann fjúki og alltaf skal nota gafl og vör við flutning innan bæjarmarkanna. Ef eitthvað hrynur niður við flutning, fermingu eða affermingu á almannafæri er stjórnanda flutningstækisins skylt að hreinsa það upp þegar í stað, að öðrum kosti er bænum heimilt að gera það á kostnað flytjanda eða þess sem ábyrgð ber á flutningi.
Jarðverktakar og byggingaverktakar (framkvæmdaaðilar eða verktakar í þeirra þjónustu) sem aka frá framkvæmdasvæði og inn á gatnakerfi bæjarins skulu gæta þess að hreinsa flutningstæki sín og hjólbarða bifreiða sinna og vinnuvéla áður en þeir fara inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaaðilar eða verktakar á þeirra vegum skulu einnig gera ráðstafanir á aðkeyrslum framkvæmdasvæða þannig að bifreiðar, vélar og tæki beri ekki óþrif s.s. jarðveg inn á gatnakerfi bæjarins t.d. með hreinum yfirborðsefnum og/eða þvotti, að öðrum kosti er bænum heimilt að þrífa götur á kostnað framkvæmdaaðila.
Öðrum en starfsmönnum og verktökum á vegum Akureyrarbæjar er óheimilt að dreifa efni s.s. sandi, möl eða salti á götur bæjarins.
Lögreglusamþykktina í heild er að finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sogustund-a-sigurhaedum
|
Sögustund á Sigurhæðum
Á sunnudaginn kl. 16.00 verður sögustund á Sigurhæðum. Þar verður fjallað um tvo ólíka menn sem báðir tengjast Akureyri. Fyrst fjallar Ásgeir Jónsson um George Schrader, sem birtist skyndilega á Akureyri árið 1912 og gaf út bókina "Heilræði fyrir unga men". Hann byggði líka stórhýsi á þess tíma mælikvarða, "Caroline-Rest", og gaf Akureyringum. Þar var hótel fyrir menn og hesta, en Schrader var ósáttur við hvernig íslendingar fóru með "þarfasta þjóninn". Hann leiðbeindi einnig ungu fólki í lífinu, brýndi fyrir fólki tannburstun og annan þrifnað og hélt skemmtanir fyrir börn.
Dr. Ásgeir Jónsson hefur kynnt sér lífsferil þessa manns, hvaðan kom hann, hvar fékk hann peningana og hvað varð um hann? Svörin fást á Sigurhæðum á sunnudaginn, en Schrader var mikill vinur Steingríms Matthíassonar og Matthías Jochumsson orti um hann erfiljóð. Heilræði Schraders eiga fullt erindi við unga menn í dag og hefur bókin verið endurútgefin með formála, þar sem Ásgeir rekur æviferil þessa dularfulla manns.
Varnharð Eggertsson var einnig frægur maður á sínum tíma, en því miður oftast fyrir lánleysi. Dagur Austan er ævisaga hans sem Þorlákur Axel Jónsson hefur skrifað. "Venni" fæddist á Oddeyri, ólst upp á Akureyri en gerðist ævintýramaður á fullorðinsárum – barðist meðal annars í borgarastríðinu á Spáni – var sjómaður, og sigldi um öll heimsins höf, rithöfundur og skáld. Venni var líka utangarðsmaður og fyrstur Íslendinga til að brjótast út af Litla-Hrauni. Þorlákur Axel kynnir þessa persónu á Sigurhæðum á sunnudaginn, en hann hefur víða leitað fanga og m.a. verið í sambandi við sagnfræðinga í Kanada, Rússlandi og Danmörku. Hann hefur líka rætt við fjölda fólks er man Venna, þar á meðal börn hans en þrátt fyrir allt sitt lánleysi var Venni í sambúð um tíma. Kaffi og meðlæti milli kynninga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lydraedi-og-mannrettindi-i-leik-og-starfi
|
Lýðræði og mannréttindi í leik og starfi
Á miðvikudag undirritaði mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytis við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi.
Í skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytis sem kom út á síðasta ári og nefnist ,,Mannréttindafræðsla á Íslandi tillögur um mannréttindafræðslu í grunn og framhaldsskólum“ segir m.a.:
Áhersla á velferð nemenda í nýrri menntalöggjöf er í samræmi við þróun undanfarinna ára á alþjóðlegum vettvangi um aukna áherslu á lýðræði og mannréttindi í skólastarfi og mikilvægi menntunar í því samhengi. Nemendur þurfa bæði að læra um lýðræði og í lýðræði. Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs ætti að vera að skapa skólabrag þar sem grunngildi lýðræðislegs samfélags og réttindi barna til að tjá sig eru í heiðri höfð. Félags- og tómstundastarf með börnum og ungmennum gegnir ekki síður mikilvægu hlutverki til að ná þessum markmiðum og er góður vettvangur til að efla lýðræðisleg vinnubrögð, borgaravitund, mannréttindi og tjáningu.
Um nokkurt skeið hefur verið unnið að aukinni mannréttinda- og lýðræðisvitund nemenda og starfsmanna á öllum skólastigum á Akureyri. Með skólastefnu sinni áréttar Akureyrarbær að innra starf hvers skóla taki mið af þörfum sérhvers einstaklings og að komið sé í veg fyrir hvers konar mismunun enda sé það markmið skólans að leggja grunn að farsælli framtíð barna og unglinga. Þessu má finna stað í ýmsum verkefnum sem unnið er að í skólum bæjarins. Skóladeild Akureyrarbæjar í samstarfi við Háskólann á Akureyri vinnur nú að því að koma upp móðurskólum í mannréttindafræðslu og lýðræði undir faglegri handleiðslu Háskólans á Akureyri.
Samhliða þeirri vinnu sem farið hefur fram á vettvangi skólans hafa ýmis félagasamtök og æskulýðssamtök verið að þróa frekar starf sitt og aðferðafræði hins óformlega náms í þá veru að gefa mannréttindafræðslu og lýðræði aukið rými. Rauði Kross Íslands og Ungmennafélag Íslands búa yfir víðtækri þekkingu og mikilli reynslu á þessu sviði og hafa hvorir um sig staðið fyrir fjölda verkefna og viðburða á þessum vettvangi.
Áðurnefndir aðilar lýstu yfir með undirritun sinni yfir vilja til að vinna að því að koma á samstarfsvettvangi um mannréttindafræðslu og lýðræði á Akureyri. Markmið með verkefninu er að styrkja þennan þátt í menntunar í skólum, félags- og æskulýðsstarfi.
Á myndinni eru talið frá vinstri: Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, Helga Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkur-til-hjalparstarfs-kirkjunnar
|
Styrkur til Hjálparstarfs kirkjunnar
Hjálparstarf kirkjunnar hlaut í morgun styrk frá KEA og sparisjóðum á Norðurlandi en í framhaldi af útgáfu KEA kortsins á sínum tíma hófst samstarf á milli KEA og sparisjóðanna á félagssvæði KEA. Sparisjóðirnir hófu útgáfu á KEA debet- og kreditkortum til félagsmanna og nú hafa aðilar samstarfsins ákveðið að styrkja gott málefni á svæðinu.
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, Örn Arnar Óskarsson, yfirmaður BYRS á Akureyri og Guðmundur Lárusson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Þingeyinga afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar á Akureyri að gjöf hálfa milljón króna sem ætluð er til kaupa á matvælum til styrktar skjólstæðingum hjálparstarfsins. Með þessari gjöf vilja samstarfsaðilar létta undir með þeim sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.
Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti gjöfinni viðtöku, segir að þörf fyrir aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar hafi aukist mikið frá síðasta ári og framlag samstarfsaðila KEA kortsins komi því sannarlega að góðum notum. Jón Oddgeir segir að stofnunin reyni að liðsinna öllum sem til hennar leiti, auk þess að hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi.
Talið frá vinstri: Guðmundur Lárusson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Þingeyinga, Örn Arnar Óskarsson, yfirmaður BYRS á Akureyri, Jón Oddgeir Guðmundsson frá Hjálparstarfi kirkjunnar og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-992-2009-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-eyrarlandsholt-melateigur
|
Nr. 992/2009 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Eyrarlandsholt, Melateigur.
Breyting á deiliskipulagi Melateigs.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. nóvember 2009 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Eyrarlandsholt, reit 3, Melateig 1-41. Breytingin felur m.a. í sér að Akureyrarbær yfirtekur akstursleiðir, opið svæði og gangstéttar. Innakstur er gerður frá Miðteigi og kvöð er sett um gangstétt og stofnlagnir innan sérafnotahluta lóða. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 30. nóvember 2009,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 14. desember 2009
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.