Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hreinsunarvika-a-akureyri
|
Hreinsunarvika framlengd vegna tíðarfars
Akureyrarbær hvetur bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með brosi
á vör. Vegna óhagstæðs tíðarfars hefur hreinsunarvikan verið framlengd til 23.
maí. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðarmörkum en gámar verða staðsettir í
hverfum bæjarins frá 11.-23. maí. Staðsetning gámanna verður á eftirtöldum stöðum:
Aðalstræti sunnan Duggufjöru
Bugðusíðu við leiksvæði
Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð
Kaupangi
Hagkaup
Hrísalundi
Bónus við Kjarnagötu
Einnig er tekið við garðaúrgangi á gámasvæði við Réttarhvamm og í timbur- og garðaúrgangs móttöku Moltu við
Ægisnes 1. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl staðsettir í hesthúsahverfum bæjarins frá 11.–18. maí.
Akureyrarbær hefur stundum fengið sæmdarheitið “fegursti bær landsins” en til þess að hann verðskuldi það þurfa allir að
leggjast á eitt og taka til í sínum ranni. Það er samfélagsleg skylda okkar sem í þessum bæ búum að ganga vel um og koma í
veg fyrir sóðaskap sem hlýst af uppsöfnuðu rusli.
Með því að hreinsa rusl og snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og
tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni
eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni.
Opnunartímar gámasvæðis við Réttarhvamm:
Frá 16. ágúst til 15. maí:
Mánudaga til föstudaga kl. 13.00 - 18.00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 17.00.
Frá 16. maí til 15. ágúst:
Mánudaga til föstudaga kl. 13.00 - 20.00
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 17.00.
Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppskeruhatid-skolanna-1
|
Uppskeruhátíð skólanna (myndir)
Nemendur leik- og grunnskóla Akureyrar buðu upp á skemmtilega dagskrá á uppskeruhátíð sem fór fram á Ráðhústorgi,
í Hofi og í göngugötunni í dag frá klukkan 10-14. Fræðslustjóri bæjarins og bæjarstjóri sögðu í
ávörpum sínum á Ráðhústorgi fyrir hádegið að framvegis yrði þetta árlegur viðburður í bænum.
Þeir sem lögðu leið sína á Ráðhústorg nutu upplesturs, dans- og söngatriða, Lopabandið spilaði og veitt var
viðurkenning í ljóðasamkeppninni "Akureyri, brosandi bær".
Í Hofi var m.a. boðið upp á krakkajóga, Marimbatónlist, söngatriði og sýnt var leikritið Ævintýralandið sem sýnt var
á árshátíð Lundarskóla og vakti mikla athygli. Í Eymundsson var einnig sýnt leikrit sem ber heitið Nafnlausa leikritið. Þetta
og margt fleira skemmtilegt var á dagskrá Uppskeruhátíðar leik- og grunnskóla Akureyrar en hátíðin er skipulögð í tilefni af
150 ára afmæli Akureyrar og hafa nemendur og kennarar leik- og grunnskólanna lagt gríðarlega mikla vinnu í undirbúa dagskrána og listaverkin sem
skreyta bæinn. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur.
Myndir: Ragnar Hólm
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorsyning-dansnema
|
Vorsýning dansnema
Vorsýning er hápunktur hvers skólaárs hjá Point Dansstúdíó og að þessu sinni verður þemað íslensk
tónlist og verður sýningin sett upp eins og sjónvarpsdagskrá í Hamraborg í Hofi laugardaginn 19. maí.
Dagskrá sjónvarpsins þennan dag byrjar á barnatíma þar sem pollapönkarar sýna hvað í þeim býr. Í fréttum
verður það helst að álfar og tröll þjóta út úr hólum sínum og fjöllum, í stanslausu stuði og með ryksuguna
á fullu. Rigningin verður eflaust góð í veðurfréttunum og landsleikur í handbolta er vissulega ómissandi á góðu
sjónvarpskvöldi. Djöflaeyjan verður líka á dagskrá og Söngvakeppni sjónvarpsins á eftir að koma skemmtilega á óvart.
Sýningin er einstaklega fjölbreytt og skemmtileg þetta árið og að vanda verður ekkert til sparað til að gera sýninguna sem glæsilegasta.
Kennarar og nemendur skólans hafa verið að undirbúa sýninguna af fullum krafti síðan í janúar og nú er komið að því
að sýna afraksturinn. Fjölmargir hjálpa til við að gera þetta að veruleika, sauma búninga, hanna förðun og hár, klippa
myndbönd og hanna lýsingu svo eitthvað sé nefnt.
Allar sýningarnar fjórar eru laugardaginn 19. maí. Sýningar eru kl 11.30 og 13.00 (hópur 1) og svo 16.00 og 17.30 (hópur 2).
Mynd frá æfingu í Hofi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/syntagma-i-listasafninu
|
Syntagma í Listasafninu
Laugardaginn 19. maí kl. 15 verður sýningin SYNTAGMA opnuð í Listasafninu á Akureyri á vegum Sjónlistamiðstöðvarinnar, hinnar
nýju samtímalegu menningarstofnunar Akureyrarbæjar sem tók til starfa um síðustu áramót og er því stofnunin sem slík aðeins
tæplega fimm mánaða gömul. Sýningin á sér langan og flókinn aðdraganda sem hófst með einu símtali þegar
sjónlistastjóri hafði sambandi við safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og óskaði eftir því að fá að sýna einn
umdeildasta listamann heims í dag, Spánverjann Santiago Sierra. En sýning listamannsins lá þá einmitt á teikniborði safnstjórans, en
sú nöturlega sýning sem boðið var upp á í Listasafni Reykjavíkur nú í ársbyrjun er eflaust mörgum í fersku minni.
Fjótlega rann það upp fyrir sjónlistastjóra að full ástæða væri til að tengja alþjóðlegan en afar misvísandi
„boðskap“ Santiago Sierra inn í íslenskan veruleika og upphófust þá miklar bollaleggingar. Til að gera langa sögu stutta var
niðurstaða hans sú, að réttast væri að fá til samstarfs við sig þrjá býsna ólíka myndlistarmenn, sem eiga
það þó sameiginlegt að teljast mjög pólitískt þenkjandi. Hér eru þrjár kynslóðir leiddar til öndvegis í
mið- og austursal Listasafnsins á Akureyri, en þær eru; aldursforsetinn Hildur Hákonardóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, fulltrúi
gósentíma eftirstríðsáranna, og Steinnun Gunnlaugsdóttir, ein af hinum ungu og fífldjörfu valkyrjum okkar Nýja Íslands. Þess
má geta að Steinunn er einn nímenninganna í dómsmáli ríkissaksóknara sem síðar var sýknuð af flestum
ákæruliðum. Steinunn kallar sig stundum Súrkúlu Aragrúadóttur, kannski til að gefa til kynna að hún er að einhverju leyti afrakstur
afbakaðs undaneldis —„súrsuð agúrka aragrúa karlmanna“— en þetta er vitaskuld bara ágiskun.
Sjá nánar á heimasíðu Sjónlistamiðstöðvarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samur-smamunavordur-heilsar-sidasti-vidburdurinn-a-list-an-landamaera-a-nordurlandi
|
Sámur smámunavörður heilsar
Það er komið að síðasta viðburðinum á List án landamæra á Norðurlandi sem hófst 2. maí með sýningum og
í kjölfarið skemmtidagskrá þar sem mikið var hlegið og brosað. Síðasti viðburður hátíðarinnar er á morgun
laugardag klukkan 15 í Smámunasafninu í Eyjafirði en þá verður formleg afhjúpun á Sámi smámunaverði sem gerður er af
hópnum Geðlist en hann á heiðurinn að Safnverðinum sem gætir Safnasafnsins á Svalbarðsströnd og Skógarverðinum sem gætir
Kjarnaskógar.
Það er Eirikur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri sem mun afhjúpa verk Geðlistar. Á dagskránni verður einnig
ljóaðlestur frá Ragnheiði Örnu Arngrímsdóttur og Stefáni J. Fjólan. Finnur Ingi Erlendsson mun leika á gítar og
kaffiveitingar verða á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Sámur smámunavörður
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-heilsueflingu-eldri-borgara
|
Ráðstefna um heilsueflingu eldri borgara
Fimmtudaginn 24. maí verður haldin ráðstefna í Háskólanum á Akureyri sem ber heitið Heilsuefling eldri borgara. Þar munu flytja erindi
ýmsir sem hafa áhuga á að efla heilsu eldra fólks með einföldum ráðum svo sem hreyfingu. Ráðstefnan er haldin í sal N101 á
Sólborg frá kl. 13.00 til kl. 16.30 og er öllum opin og ókeypis.
Ráðstefnan er samvinnuverkefni Félags eldri borgara á Akureyri, Sjúkrahússins á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri,
Akureyrarbæjar og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Áður en ráðstefnan hefst mun kór eldri borgara
"Í fínu formi" syngja nokkur lög.
Dagskrá ráðstefnu um
heilsueflingu eldri borgara.
Háskólinn á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sogusigling-med-huna-ii-1
|
Sögusigling með Húna II
Fimmtudagskvöldið 24. maí verður boðið upp á sögusiglingu með eikarbátnum Húna II. Brottför
verður klukkan 20 frá Torfunefsbryggju. Sögumaður verður Jón Hjaltason sagnfræðingur og mun hann meðal annars fjalla um það hvernig Fjaran var
í gamla daga og segja frá bryggjunum á Akureyri á árabilinu 1862-1900.
Verð í sögusiglinguna er 1.500 kr. og verða farmiðar seldir um borð.
Heimasíða Húna II.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samid-um-eina-med-ollu
|
Samið um Eina með öllu
Vinir Akureyrar og Akureyrarstofa hafa undirritað samning um framkvæmd og skipulagningu hátíðarinnar „Ein með öllu“ sem haldin er á
Akureyri um verslunarmannahelgi og er samningurinn til þriggja ára. Í samningnum eru markmið hátíðarinnar undirstrikuð en þau eru að
bjóða bæjarbúum og gestum upp á fjölskylduhátíð sem stendur undir nafni sem slík. Jafnframt er markmiðið að gera Akureyri
að eftirsóknarverðum áfangastað um verslunarmannahelgi með því að bjóða upp á dagskrá sem hefur sérstöðu
miðað við aðrar hátíðir sem haldnar eru annars staðar á landinu þessa helgi.
Skipuleggjendur hátíðarinnar munu leggja sig fram um að ná sem víðtækastri samstöðu um að gera hátíðina að hefð
sem hefur breiða þátttöku og mun þróast þannig að bæjarbúar og ferðalangar vilji njóta dagskrárinnar ár eftir
ár. Fastir viðburðir eiga sinn sess á hátíðinni, s.s. kirkjutröppuhlaup við Akureyrarkirkju, Dynheimaball og Sparitónleikar. Í
samningnum kemur einnig fram hvert framlag bæjarins er til hátíðarinnar bæði hvað varðar vinnuframlag og fjármagn en Akureyrarstofa greiðir Vinum
Akureyrar 1.200.000 kr. árlega fyrir framkvæmdastjórn hennar.
Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu segir það vera gleðiefni að búið sé að skrifa undir
þennan samning og festa þar með í sessi hátíðina „Ein með öllu“ sem sé nú komin af þroskastiginu og orðin
„fullorðin og ábyrg hátíð“ sem ríghaldi í að telja bros gesta. Að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar hjá
Vinum Akureyrar er mjög mikilvægt að hátíðin sé komin með þriggja ára samning þar sem komi skýrt fram hvert framlag
bæjarins er. Með þessu sé búið að tryggja ákveðið fjármagn og línur skýrar og síðast en ekki síst
felst í samningnum undirstrikun á því fyrir hvað hátíðin stendur og hvernig hún muni þróast næstu árin.
Aðeins 72 dagar eru nú þangað til hátíðin verður sett í ár.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Davíð Rúnar Gunnarsson frá Vinum Akureyrar, Þórgnýr Dýrfjörð
framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og Arinbjörn Þórarinsson frá Vinum Akureyrar. Myndina tók Ragnar Hólm Ragnarsson.
Frá undirritun samningsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-i-nordurslodarannsoknum
|
Samstarf í norðurslóðarannsóknum
Þriðjudaginn 22. maí tók Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, á móti gestum frá Pierre et Marie
Curie University (UPMC). Við það tækifæri var skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli háskólanna tveggja. Á þessu
ári verður unnið að því að skilgreina nánar í hverju samstarfið felst og á hvaða sviðum en líklegt er að sjórinn
og norðurslóðir verði þar fyrirferðarmiklar. Gert er ráð fyrir samstarfi í rannsóknarverkefnum og fjármögnun þeirra sem og
fræðimanna – og nemendaskiptum.
The Pierre et Marie Curie University var stofnaður árið 1109 og er hluti af Sorbonne Háskólanum í Frakklandi. UPMC er staðsettur í París og
hefur verið leiðandi í málefnum norðurslóða, ekki síst á sviði loftslagsbreytinga, þverfaglegra rannsókna á ferlum
þeim tengdum og hnattrænum áhrifum.
Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði við undirritunina að samningurinn á milli skólanna tveggja væri enn eitt
mikilvægt skref í áframhaldandi þróun og uppbyggingu rannsókna og fræða á sviði málefna norðurslóða og muni styrkja
og efla möguleika Háskólans á Akureyri og samstarfsaðila hans til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum sem lúta að
málefnum norðurslóða og þá um leið Íslands.
Meðfylgjandi er mynd frá undirrituninni en á henni eru Stefán B. Sigurðsson, rektor HA og Jean-Charles Pomerol, fráfarandi rektor UPMC.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vortonleikar-kvennakorsins
|
Vortónleikar Kvennakórsins
Kvennakór Akureyrar er nú á 11. starfsári og hefur í vetur haldið þrenna tónleika. Fyrstir voru 10 ára afmælistónleikar
í nóvember, síðan árlegir tónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin og nú fyrir stuttu tónleikar á
Siglufirði með Karlakór Akureyrar-Geysi og Karlakór Siglufjarðar. Nú er komið að fjórðu tónleikunum en það eru hinir árlegu
vortónleikar sem að þessu sinni verða haldnir í Laugarborg þann 28. maí.
Kórinn stefnir á sína þriðju tónleikaferð til útlanda í ágúst. Árið 2005 var farið til Slóveníu,
2008 til Eistlands en nú er förinni heitið á Íslendingarslóðir í Kanada. Kórinn mun koma fram á Íslendingadeginum í Gimli
en heldur auk þess tónleika í Riverton og Minneapolis.
Söngskráin á tónleikunum er afar fjölbreytt og má þar finna bæði íslensk og erlend lög, allt frá
þjóðlögum til nýrra tónsmíða og þarna má m.a. finna sýnishorn af því sem kórinn ætlar að flytja fyrir
frændur okkar í Vesturheimi. Má þar m.a. nefna Ísland ögrum skorið, God save the Queen, ítalska lagið Con te Partiro,
þjóðsöng Kanada og Haust á Akureyri, en það er lag og ljóð Akureyringanna Birgis Helgasonar og Arnar Snorrasonar.
Í upphafi og á milli laga á tónleikunum verða smá innslög með ýmsum fróðleik sem tengjast Vestur-Íslendingum á
einhvern hátt. Stjórnandi Kvennakórs Akureyrar er Daníel Þorsteinsson og mun hann einnig annast undirleik.
Tónleikarnir verða haldnir í Laugarborg annan í hvítasunnu, þann 28. maí kl. 15.00. Miðaverð er 2.000 krónur en frítt fyrir 14
ára og yngri. Því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum en að tónleikum loknum verður gestum boðið upp á kaffi og
vöfflur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/andlitslyfting-a-amtinu
|
Andlitslyfting á Amtinu
Skipta á um glerið á austurhlið Amtsbókasafnsins, gömlu byggingunni, í sumar. Þessi andlitslyfting hefur í för með sér
ýmsar tilfæringar og einhverjar breytingar verða á staðsetningu bóka og gagna.
Beðist er velvirðingar á umstanginu næstu vikurnar og gestir safnsins eru hvattir til að leita aðstoðar starfsfólks ef þörf krefur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljodakvold-i-deiglunni
|
Ljóðakvöld í Deiglunni
"Orðið núorðið" er yfirskrift ljóðakvölda sem haldin verða á næstunni í Deiglunni en fyrsta ljóðakvöldið
verður á hvítasunnudag 27. maí. Fram koma Sveinn Dúa Hjörleifsson, J. Vala Höskuldsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir.
Heiðursgestir koma úr Hása Kisa, ljóðaklúbbi frá Fljótsdalshéraði, en hann skipa Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell
Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson.
Húsið opnar klukkan 20 og það er frítt inn. Gestir eru hvattir til að hafa með sér nesti. Hin kvöldin í röðinni verða
auglýst síðar.
Aðstandendur kvöldanna kenna sig við Gilitrutt.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hrifur-minjagripir-og-hvannarte
|
Hrífur, minjagripir og hvannarte
Bjarni Thorarensen, vélvirkjunarmeistari í Hrísey, rekur amboðasmiðjuna Hrísiðn nærri höfninni og framleiðir þar ýmislegt
með sínum hætti. Um margra ára skeið hefur hann smíðað hrífur sem flestir Íslendingar ættu að þekkja en framleiðir einnig
minjagripi fyrir Hrísey og nú síðast er hann farinn að vinna lyf, krydd og te úr hvönn.
Margar af þeim vélum sem Bjarni notar við framleiðsluna hefur hann hannað og smíðað sjálfur. Nú er í undirbúningi að
stækka húsnæði Hrísiðnar til að geta staðið betur að vinnu með hvönnina og einnig er ætlunin að opna litla
minjagripasölu.
Meðfylgjandi myndir tók Ragnar Hólm í Hrísey í gær.
Rjúpur sem minjagripir frá Hrísey.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akstursithrottasvaedid-vigt
|
Akstursíþróttasvæðið vígt
Nýtt akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg var formlega vígt á sunnudag. Þá var
einnig opnað nýtt félagsheimili klúbbsins. Þetta er stór áfangi í sögu félagsins sem og akstursíþrótta á
Íslandi. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa í áratugi og áfram verður unnið að því að gera svæðið
að því besta sinnar tegundar hérlendis.
Kristján Þ. Kristinsson, formaður bílaklúbbsins, hélt ávarp við
vígsluna.
Meðfylgjandi mynd er af heimasíðu Bílaklúbbs Akureyrar en á henni eru talið frá vinstri: Eiríkur Björn Björgvinsson,
bæjarstjóri á Akureyri, Kristján Þ. Kristinsson, formaður bílaklúbbsins, og Oddur Helgi Halldórsson formaður
bæjarráðs.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-461-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-afmorkun-deiliskipulags-midbaejar-drottningarbrautarreitur
|
nr. 461 Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á afmörkun deiliskipulags miðbæjar, Drottningarbrautarreitur
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. mars 2012 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag miðbæjar, Drottningarbrautarreit og breytingu á afmörkun deiliskipulags miðbæjar.
Í tillögunni fyrir Drottningarbrautarreitinn er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar, þjónustu og stofnana.
Nýjar íbúðir verða meðfram Drottningarbraut og við Hafnarstræti. Einnig er gert ráð fyrir hótelbyggingu syðst á reitnum og
nýrri aðkomugötu, húsagötu, samsíða Drottningar-braut. Jafnframt er gerð breyting á afmörkun deiliskipulags miðbæjar vegna
skörunar við deili-skipulag innbæjar sem nú er í endurskoðun.
Deiliskipulagsbreytingarnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 29. maí 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gardveisla-og-afmaelisbod
|
Garðveisla og afmælisboð
Þér er boðið í 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri, garðveislu og afmælisboð á
laugardag og sunnudag frá kl. 14-16. Því hvernig fagna söfn afmælum? Jú, með sýningum og afmælishátíð! Andi 1962 verður
allsráðandi á Minjasafninu á Akureyri nk. laugardag þegar safnið fagnar 50 ára afmæli sínu. Hinn aldargamli garður safnsins fyllist
tónum og fiðringur færist í fæturna. Lúðrasveit Tónlistarskólans á Akureyri blæs af krafti þangað til
Danshljómsveit Snorra Guðvarðar stígur á svið og framkallar tóna frá 1962. Dansað verður um allan garð og verða hinir fótafimu
dansarar Vefarans þar í fararbroddi en öllum er að sjálfsögðu frjálst að stíga sporið í garðinum.
Ef hitinn og dansæðið verður til að draga máttinn úr mönnum þá verða veitingar í anda
Akureyrar 1962 á boðstólum. Valash, Conga og Bragakaffið renna ljúflega í gesti og gangandi. Til að mörk nútíðar og fortíðar
verði enn óskýrari verða bílar frá Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar til sýnis á flötinni fyrir neðan safnið auk
þess sem starfsfólk og þátttakendur í afmælinu verða klædd í samræmi við tískuna 1962.
Afmælið heldur áfram á sunnudeginum og verður aldeilis sögulegt. Þá er sannkallað afmælisboð
með tilheyrandi kökuhlaðborði sem 100 ára afmælisbarnið Kristjánsbakarí býður upp á. Heimir Bjarni Ingimarsson fær alla krakka
til að syngja og tralla í garðinum og forvitnilegar persónur skjóta upp kollinum. Ekki það að gestir safnsins séu ekki forvitnilegir en hver hefur
hitt sr. Matthías Jochumsson eða Vilhelmínu Lever, kjarnakonuna sem fyrsta allra kvenna kaus í kosningum? Matthías og Vilhelmína verða í eigin
persónu í Minjasafnsgarðinum. Ekkert er fegurra en söngur karlakórs og tvöfaldur kvartett Karlakórs Akureyrar-Geysis tekur öllu fram. Nema
þá ef fornbílar Bílaklúbbs Akureyrar gætu sungið en Fornbíladeildin verður með bílasýningu og kemur akandi og verða
flauturnar þandar.
Fyrir þá sem vilja taka sér hlé frá garðveislunni er um að gera að bregða sér inn í
safnahúsin og skoða afmælissýningu safnsins "Manstu... Akureyri í myndum". Þar gefur að líta þennan 150 ára gamla bæ frá
ýmsum sjónarhornum á ólíkum tímum. Einnig er hægt að setjast á bíóbekkinn og sjá myndasyrpu frá Kvikmyndasafni
Íslands, Akureyri 1907-1970.
Það verður því sannkölluð afmælishátíð 2. og 3. júní frá kl. 14-16
báða dagana og þér er boðið!
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-458-auglysing-um-breytingu-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-vegna-flutningslina-raforku-og-tengivirkis-vid-kifsa
|
Nr. 458 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, vegna flutningslína raforku og tengivirkis við Kífsá
Skipulagsstofnun staðfesti þann 9. maí 2012 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, vegna flutningslína raforku og
tengivirkis við Kífsá, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrar-kaupstaðar þann 17. apríl 2012. Niðurstaða sveitarstjórnar
var birt 3. maí 2012.
Í breytingartillögunni er gert ráð fyrir að Blöndulína 3 (220 kV lína) tengist nýju tengivirki við Kífsá. Þaðan liggi
132 kV jarðstrengir að tengivirkinu við Rangárvelli og þaðan liggi 132 kV jarð-strengir að aflþynnuverksmiðjunni í Krossanesi. Breytingin
nær bæði til þéttbýlisuppdráttar og sveitarfélagsuppdráttar aðalskipulags Akureyrar 2005-2018 og kafla 4.7 í greinargerð.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.
Skipulagsstofnun, 9. maí 2012.
Stefán Thors.
Erna Hrönn Geirsdóttir.
__________
B-deild – Útgáfud.: 25. maí 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/soguganga-um-midbaeinn
|
Söguganga um miðbæinn
Fimmtudagskvöldið 31. maí kl. 20 verður farin sérstök söguganga um miðbæ Akureyrar í tilefni 150 ára afmælis bæjarins.
Þetta er fyrsta gangan af fimm þar sem gengið er undir leiðsögn þátttakendum að kostnaðarlausu. Göngustjórar í sögugöngunni
verða Jón Hjaltason sagnfræðingur og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
Lagt verður upp frá Kaupfélagshorninu og gengin dágóð krókaleið út á Ráðhústorg.
Aðrar göngur í júni eru þessar:
7. júní: Nonnaganga
14. júní: Hríseyjarganga
21. júní: Glerárþorpsganga
28. júní: Ganga um Naustaborgir
Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu gönguferðir um bæinn
í tilefni stórafmælisins. Hver ganga verður nánast auglýst síðar.
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grimseyjardagar-um-helgina
|
Grímseyjardagar um helgina
Grímseyjardagar verða haldnir öðru sinni um næstu helgi, 1.-3. júní í einstakri veðurblíðu ef spár ganga eftir. Boðið
verður upp á fjölbreytta dagskrá sem byggist á grímseyskum hefðum. Farið verður í kríueggjaleit, ratleiki, siglingar og fleira. Vanir
menn síga í björg og sækja egg. Formlegri dagskrá lýkur síðan með glæsilegu sjávarréttahlaðborði í
félagsheimilinu Múla að kvöldi laugardagsins.
Í tengslum við viðburðinn hefur verið bætt við áætlun flugs til og frá Grímsey. Brottfarir frá Akureyri verða alla dagana kl.
13.00.
Nánari upplýsingar um dagskrá Grímseyjardaga, ferjusiglingar og fleira er að finna HÉR.
Sjá einnig: http://www.grimsey.is/.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjomannadagurinn-a-akureyri-1
|
Sjómannadagurinn á Akureyri
Það styttist í sjómannadaginn en honum verður fagnað á Akureyri frá 1.-3. júní með fjölbreyttri dagskrá í
Sandgerðisbót, við Pollinn, í Hofi og á Hömrum útivistarsvæði. Sjá yfirlit yfir dagskrána á www.visitakureyri.is og hér fyrir neðan:
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ
Kl. 20 Torfunefsbryggja
Húni II, sigling og sjómannalög. Nokkrir karlakórsmenn undir stjórn Snorra Guðvarðar syngja nokkur sívinsæl sjómannalög.
Gestir hvattir til að mæta í lopapeysum með prjónahúfur eða sjóhatta. Boðið verður upp á mat úr héraði.
Miðar seldir um borð eftir klukkan 18 verð kr. 2500. Happadrætti, heppinn farþegi fær útsýnisflug fyrir tvo með sjóflugvél
Arngríms Jóhannssonar. http://www.huni.muna.is/
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ
Kl. 10-17 Bátavélasýning Þórhalls Matthíassonar
Að Óseyri 20, boðið verður upp á súpu frá Kaffi Ilm. Á sama stað verður flóamarkaður með ýmsum skemmtilegum
munum.
Kl. 10-12 Bryggjustemmning í Sandgerðisbót.
Gengið á milli verðbúða og bryggjurnar verða opnar. Félagar í sjóbjörgunarflokki hjá Björgunarsveitinni Súlum
verða með slöngubátinn á svæðinu og bjóða börnum í stutta siglingu.
Fiskverkunin Hnýfill verður með kynningu á vörum og gefur að smakka reyktan fisk.
Norðurport verður með opinn markað með skemmtilega og fjölbreytta vöru.
Hafbjörgin EA 174 verður til sýnis í Bótinni til minningar um Bergstein Garðarsson trillusjómann sem lést nýverið.
KL. 11 Siglingaklúbburinn Nökkvi og skútueigendur kynna skútusiglingar
Kl. 12 Siglingaklúbburinn Nökkvi býður áhugasömum upp á að sigla með skútum. Siglt frá Hofsbryggju
Kl. 13-17 Norðurport verður með markað á Ráðhústorgi
KL. 14-17 Fjölskyldudagskrá að Hömrum, stórglæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Tónlist, leiktæki og ýmiskonar uppákomur
fyrir unga sem aldna.
SUNNUDAGUR Sjómannadagurinn 3. júní
Kl. 8 Fánar dregnir að húni.
Kl. 11 Sjómannamessur í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju.
Kl. 12.15 Við Glerárkirkju verður lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.
Kl. 13 Húni II leggur úr höfn frá Torfunefsbryggju og siglir að Sandgerðisbót. Þar safnast smábátarnir saman og sigla
hópsiglingu inn á Torfunefsbryggju. Eldri sögulegir trébátar sigla einnig með Húna, framhjá Torfunefsbryggju og inn að
Hofi.
Allir bátarnir verða komnir á Pollinn klukkan 14.
Kl. 13.45 Menningarhúsið Hof - Hljóðfæraleikarar úr Lúðrasveit Akureyrar spila meðan fólk safnast saman og smábátar sigla
inn Pollinn.
Kl. 14-16 Menningarhús Hof - Dagskrá hefst á sviði og verður kynnir Pétur Guðjónsson. Flutt verður ræða
sjómannsdóttur og er hún í höndum Ragnhildar Benediktsdóttur frá Jötunfelli. Yfirskrift ræðunnar “Afi og pabbi voru
tryllukarar í Bótinni".
Ljóðið Brimlending eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi verður flutt.
Strandmenningarfélag Akureyrar veitir viðurkenningu og Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar flytur ávarp. Félagar úr
Karlakór Akureyrar-Geysi flytja sívinsæl sjómannalög undir stjórn Snorra Guðvarðarsonar.
Kl. 15 Kappróður hefst á Pollinum og endar við Hof.
Kl. 16 Krakkar og siglingar, siglingamenn Nökkva sýna siglingar og bátana.
Kl. 16.15 og 17.15 Sigling um Pollinn með Húna II. Tvær ferðir í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar. Kaffisala um
borð.
Kl. 17 Arngrímur Jóhannsson flugkappi lendir sjóvélinni sinni á Pollinum.
Kl. 18 Borgarbíó. Frumsýning á heimildarmyndinni 12-1 þar sem fylgst er með ferð eikarbátsins Húna II til Færeyjar. Frír
aðgangseyrir.
Einn er sá
dagskrárliður á sjómannadegi sem ætíð vekur upp kátínu og kapp en það er róðrakeppnin, þar sem tekist er á
á Pollinum. Þar reynir aldeilis á að þátttakendur hafi krafta í kögglum og séu samtaka við að koma bátunum á almennilegt
skrið.
Áhugasamir um að láta slag standa í róðrakeppni eru hvattir til að stofna lið með vinum og vandamönnum, kollegum eða hverjum þeim sem
vilja reyna sig í róðrakeppni og skrá sig með því að hafa samband við Rúnar Þór Björnsson hjá siglingaklúbbnum
Nökkva í síma 864 5799 og í netfanginu [email protected]
Húni II
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-skolanefndar-2012
|
Viðurkenningar skólanefndar 2012
Fimmtudaginn 31. maí kl. 17.00 boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum
og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í þriðja sinn
sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í
skólastarfi. Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra og Miðstöðvar skólaþróunar HA fór
yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 30. maí.
Hér má sjá nokkrar myndir af
samkomunni.
Nöfn þeirra sem fengu viðurkenningu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grenndarstod-fjarlaegd
|
Grenndarstöð fjarlægð
Grenndarstöðin fyrir endurvinnsluefni sem verið hefur á plani austan Kaupangs verður nú fjarlægð að ósk
húsfélags Kaupangs. Tekið skal fram að um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir grenndarstöðinni var að ræða sem ekki fæst
endurnýjað. Þar til stöðinni verður fundinn nýr staður í hverfinu er íbúum bent á grenndarstöðvar við
Hrísalund, Strax Byggðavegi og við Glerártorg.
Framkvæmdadeild Akureyrar
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisganga-a-nonnaslod
|
Afmælisganga á Nonnaslóð
Hefur þú séð Nonnasteininn? Hefur þú gengið í fótspor hins ástsæla barnabókarithöfundar Nonna? Ef ekki
þá er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að gera sér glaðan dag og ganga í fylgd kunnugra um Nonnaslóð fimmtudaginn 7. júní kl.
20.
Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur og safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, leiðir gönguna sem tekur rúmlega klukkustund og er
þátttakendum að kostnaðarlausu. Þetta er létt og þægileg ganga þar sem farið verður stuttlega yfir lífshlaup Nonna, lesið
upp úr bókum hans og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum.
Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 20.
Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu gönguferðir um bæinn
í tilefni stórafmælisins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gaman-a-grimseyjardogum
|
Gaman á Grímseyjardögum
Góð stemning var á Grímseyjardögum sem haldnir voru hátíðlegir um síðustu helgi í rjómablíðu og koppalogni. Mun
fleiri sóttu hátíðina nú en í fyrra og naut fólk útiveru við alls kyns leiki frá morgni til kvölds og fram eftir nóttu
í fögru sólsetri.
Á föstudagskvöldið var farið austur á eyju og horft á bjargsig. Þaðan var haldið út á Fót sem er nyrsti hluti
eyjarinnar þar sem var meðal annars hlustað á harmonikkuleik, horft á fjölskrúðugt fuglalífið og fólk naut lífsins á
meðan sólin hneig til viðar.
Mikil og góð þátttaka var í öllum viðburðum helgarinnar. Þeir sem höfðu aldur til mættu á ballið á
laugardagskvöldið og stigu dansinn fram á rauðanótt.
Vel var bókað í aukaflug með Norlandair til Grímseyjar og flest gistipláss í eyjunni full yfir helgina. Þó hefðu mun fleiri komist fyrir
á tjaldsvæðinu í eyjunni þar sem gott er að una þegar veðrið er jafn blítt og raun bar vitni á Grímseyjardögum.
Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur.
Grímseyjardagar 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/beint-tengiflug-vid-keflavik
|
Beint tengiflug við Keflavík
Á morgun, fimmtudaginn 7. júní, hefst beint tengiflug Icelandair frá Akureyri um Keflavíkurflugvöll við helstu áfangastaði félagsins
í Evrópu og Bandaríkjunum. Áætlað er að fyrsta vélin fari frá Akureyri kl. 14.30 og komi tilbaka kl. 17.30 á morgun og verður
tengiflugið alla jafna í boði á sunnudögum, mánudögum, fimmtudögum og föstudögum.
Tímasetningar á fluginu í sumar verða miðaðar við það að fjölmargir áfangastaðir Icelandair liggi sem best við
þessu tengiflugi, til dæmis New York, Boston, Washington, Orlando, Seattle og Halifax í Bandaríkjunum og London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Amsterdam, Brussel og
Osló í Evrópu. Brottför frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar er klukkan 16.20 og lending á Akureyri kl. 17.10. Þannig skapast góð
tenging við komutíma frá helstu áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Akureyrarflugið er bókanlegt sem hluti af flugi Icelandair til og
frá Íslandi og mun félagið leigja Fokker 50 flugvél af systurfyrirtækinu Flugfélagi Íslands til þess.
„Það er spennandi að bæta Akureyri sem nýjum áfangastað inn í leiðakerfið okkar og tengiflugið sem fer í gegnum
Keflavíkurflugvöll. Með þessum hætti erum við að opna nýja leið fyrir ferðamenn frá fjölmörgum öðrum borgum í
leiðakerfi okkar til Akureyrar. Akureyri opnast í bókunarkerfum um allan heim sem áfangastaður Icelandair og við teljum okkur vera að færa Akureyri og
perlur Norðurlands nær erlendum ferðamönnum og styrkja þannig undirstöður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi,” segir Birkir
Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Við teljum líka að það séu mikil þægindi fólgin í því
fyrir heimamenn og ferðamenn að geta innritað sig alla leið frá flugvellinum á Akureyri. Þannig teljum við að þetta nýja flug geti
bæði nýst íbúum Norðurlands sem og erlendum ferðamönnum.”
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri segir Akureyringa fagna allri uppbyggingu í ferðaþjónustu á Íslandi og
sérstaklega á Akureyri og Norðurlandi. "Það felast mikilvægt tækifæri í því að Akureyri og Akureyrarflugvöllur tengist
bókunar- og leiðarkerfi Icelandair. Akureyri og Akureyrarflugvöllur verður sýnilegri sem áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og í því
eru tækifæri til frekari uppbyggingar og markaðssetningar svæðisins", segir hann. Eiríkur leggur áherslu á að tenging Akureyrar- og
Keflavíkurflugvallar dragi síður en svo úr mikilvægi Reykjavíkurflugvallar og staðsetningar hans í Vatnsmýrinni fyrir innanlands- og
sjúkraflug. "Akureyrarbær óskar Icelandair velfarnaðar í rekstri þessarar flugleiðar og væntir þess að allir
ferðaþjónustuaðilar á Norður- og Austurlandi njóti góðs af", segir Eiríkur Björn Björgvinsson.
Byggt á frétt af heimasíðu Icelandair.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rassakost-i-hrisey
|
Rassaköst í Hrísey
Kúnum í Hrísey var hleypt út í dag eftir langan og strangan vetur. Stukku þær allar út með miklum rassaköstum og litlu
kálfarnir hoppuðu í fótspor þeirra. Bolinn Hringur var hins vegar ekki á því að fara út fyrir hússins dyr og þurfti að
beita brögðum til þess að fá hann af stað. Ekki fór þá betur en svo að hann komst undan á flótta og nú eiga sér
stað miklar kúrekakúnstir á eyjunni við að reyna að ná honum aftur.
Fyrirtækið Holdi ehf hefur verið starfrækt í Hrísey síðan 2006 og stundað ræktun á Galloway-nautgripum. Ræktun
Galloway-stofnsins hér á landi hófst með stofnun Einangrunarstöðvarinnar í Hrísey upp úr 1970. Íslenskar kýr voru sæddar
með innfluttu sæði úr Galloway-nautum. Í dag eru 15 kýr í fjósi sem allar hafa borið í vor þannig að kálfarnir
eru 15 talsins og einnig eru þrír síðan í fyrra.
Elsta kýrin var borin 1993 og hefur hún sjálf borið 15 sinnum. Segja "bændur" að alltaf komi mjög fallegir kálfar undan henni og þess
vegna mun hún vera látin bera á meðan hún hefur heilsu til. Í fjósinu er eitt naut sem er nýkomið í eyjuna tveggja ára gamalt og
eru nautin einungis nýtt í einn gang. Unnið hefur verið að því að stækka stofninn og eru lífdýr seld um allt land.
Mikil ánægja er meðal eyjarskeggja með þennan búskap því upphaflega var þetta kyn ræktað upp í Hrísey og gott
til þess að vita að þar skuli nú stundaður búskapur. Einnig sjá "frístundabændur" eins og þeir vilja kalla sig, um að
hirða túnin í eyjunni. Þess má geta að "bændurnir" stunda allir aðra vinnu og því má kalla þetta hliðarbúskap
eða áhugabúskap.
Myndir: Linda María Ásgeirsdóttir.
Gleði, gleði, gleði.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gefa-blodthrystingsmaela
|
Gefa blóðþrýstingsmæla
Stjórn Hjartaverndar Norðurlands afhenti í gær heilsugæslunni að gjöf 13 blóðþrýstingsmæla af bestu gerð og munu þeir
leysa af hólmi gamla kvikasilfursmæla sem margir hafa verið í notkun í meira en 25 ár. Andvirði gjafarinnar er rúmlega 1,8 m.kr.
Hjartavernd Norðurlands hefur ávallt stutt vel við bakið á heilsugæslunni með ýmsum gjöfum, síðast árið 2010 með
hjartastuðtæki og sólarhringsblóðþrysingsmæli. Þessi gjöf núna kemur að góðum notum enda eru
blóðþrýstingsmælar einna mest notaða mælitækið í heilsugæslunni.
Við afhendingu blóðþrystingsmælanna sagði Snæbjörn Þórðarson formaður Hjartaverndar Norðulands að félagið
hefði ekki haft fjármagn til þessara kaupa ef ekki hefði komið til velvilji hjónanna Margrétar Halldórsdóttur og Tryggva Jónssonar en
Margrét gaf andvirði íbúðar sinnar við Víðilund til minningar um mann sinn. Fyrr á árinu styrkti félagið
Sjúkrahúsið á Akureyri um kaup á tveimur fullkomnum hjartaómtækjum og einnig styrkir Hjartavernd Norðurlands Kolbrúnu
Sigurlásdóttir hjúkrunarfræðing í meistaranámi við Háskólann á Akureyri en hún tók við styrknum við
afhendingu blóðþrystingsmælanna. Samtals eru því styrkir Hjartaverndar Norðurlands til þessara þörfu verkefna um 9 milljónir
króna.
Heilsugæslustöðin á Akureyri þakkar Hjartavernd Norðulands fyrir raunsnarlega gjöf og ómetanlegan velvilja sem mun endurspeglast í bættri
þjónustu við íbúa svæðisins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-481-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-rangarvellir
|
Nr. 481/2012 Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi - Rangárvellir
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 8. maí 2012 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir Rangárvelli.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að gatnatengingu frá Hlíðarfjallsvegi verði hliðrað um 28 m til austurs og að jarðvegsmön
verði komið upp á lóðarmörkum að vestan meðfram Síðubraut og vestast á lóðarmörkum að sunnan meðfram
Hlíðarfjallsvegi. Þá verða byggingarreitir sameinaðir og stækkaðir í einn byggingarreit til að mæta breytingum á sviði
endurvinnsluiðnaðar og væntanlegri þörf fyrir frekari byggingar og mannvirki á lóðinni.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 6. júní 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-481-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-hafnarsvaeda-sunnan-glerar
|
Nr. 481/2012 Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 8. maí 2012 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt
deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár.
Í tillögunni er gert ráð fyrir bættri aðstöðu fyrir þau fyrirtæki sem þjóna farþegaskipum og er frágangur
aðkomuleiða og aðliggjandi opins svæðis endurskoðaður með það í huga. Breyting er gerð vegna áforma um þjónustuhús
á Tangabryggju, breytingar á aðstöðu fyrir rútur, leigubíla og bílaleigubíla í tengslum við aukningu á komum
skemmtiferðaskipa að Oddeyrar- og Tangarbryggju og stækkun svæðis 19.5 (lóð Bústólpa) ásamt breytingum á byggingareitum á
svæðinu.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar
gildi.F.h. Akureyrarkaupstaðar
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 6. júní 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-481-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-naustahverfi-2-afangi-sporatun-21-29
|
Nr 481/2012 Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi - Naustahverfi, 2. áfangi, Sporatún 21-29.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. júní 2012 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Sporatún 21-29. Breytingin felst í að á lóð nr. 21-29 við Sporatún verði
hámarksstærð raðhúss 785 m² í stað 750 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún
þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 6. júní 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaffihus-i-lystigardinum
|
Kaffihús í Lystigarðinum
Á 100 ára afmælisári Lystigarðsins á Akureyri og 150 ára afmælisári kaupstaðarins hefur langþráður draumur margra um
kaffihús í Lystigarðinum ræst. Í dag verður opnað þar kaffihúsið Café Björk og er gestum og gangandi boðið upp á
kaffi og vöfflur frá kl. 10-12.
Það eru þeir Njáll Trausti Friðbertsson og Sigurður Guðmundsson sem sjá um rekstur hússins en það var formlega vígt
síðdegis í gær og þá voru meðfylgjandi myndir teknar.
Café Björk er á besta stað í garðinum með sæti fyrir 65 manns. Þar verður lögð áhersla á að bjóða
nýtt bakkelsi allan daginn og smurbrauð að danskri fyrirmynd.
Lystigarðurinn á Akureyri var opnaður árið 1912 og var fyrsti almenningsgarðurinn á Íslandi.
Café Björk.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-adhd
|
Kynningarfundur um ADHD
Kynningafundur ADHD samtakanna verður haldinn á Akureyri þriðjudaginn 12. júní kl. 14 í sal Lundarskóla
í samvinnu við velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í
skóla- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD.
Efni fundar: Hvað er ADHD og hvað gera ADHD samtökin?
Björk Þórarinsdóttir formaður og Elín Hoe Hinriksdóttir varaformaður stjórnar ADHD samtakanna kynna
samtökin.
Dagskrá
Hvað er ADHD? Birtingarmyndir, orsakir og afleiðingar.
ADHD á mismunandi aldursskeiðum. Börn, unglingar, fullorðnir.
Greining og meðferðarleiðir.
Skóli, nám og teymisvinna.
Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð.
Framtíðarhorfur.
Hvað gera ADHD samtökin og fyrir hvern eru þau?
Helstu verkefni samtakanna. Hlutverk, starfsemi, baráttumál, námskeið og fræðsla.
Fyrirspurnir.
Klukkan 20 þriðjudagskvöldið 12. júní verður spjallfundur fyrir foreldra í Stássi, fundarsal Greifans við Glerárgötu.
Björk og Elín stýra fundinum sem er ætlaður foreldrum barna og ungmenna með ADHD. Foreldrar barna í leik-, grunn- og framhaldsskólum eru
hvattir til að mæta á fundinn.
Fundirnir eru öllum opnir og er aðgangseyrir enginn.
Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uthlutun-ur-haskolasjodi-kea
|
Úthlutun úr Háskólasjóði KEA
Hannes Karlsson, stjórnarformaður KEA, og forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhentu á laugardag styrki úr
Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við
Norðurslóð, en skólinn fagnar 25 ára afmæli sínu á árinu.
Að þessu sinni voru veittir tíu rannsóknarstyrkir en nítján umsóknir bárust sjóðnum. Við úthlutun úr
sjóðnum er horft til þess að verkefnin tengist starfsemi skólans. Einnig hlutu þrír nemar viðurkenningu fyrir góðan námsárangur
við brautskráningu fyrr um daginn. Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA og var heildarupphæð
styrkja 3,7 mkr.
Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:
Háskóli Unga fólksins
Skrifstofustjórar - Ása Guðmundsdóttir og Heiða Kristín Jónsdóttir
Kr. 150.000
Væntingar og upplifun kvenna af fæðingu með áherslu á sársauka og meðferð við sársauka
Heilbrigðisvísindasvið- Sigríður Inga Karlsdóttir
Kr. 250.000
Könnun á starfsháttum, starfsumhverfi og viðhorfum blaðamanna á íslenskum fréttamiðlum í alþjóðlegu samhengi
Hug- og félagsvísindasvið – Birgir Guðmundsson
Kr. 300.000
Rannsókn á áhrifum æðavirkra efna á samdrátt slagæða í augnbotni með dual wire myograph tækni
Hug- og félagsvísindasvið - Ársæll Már Arnarsson
Kr. 400.000
Fjölskyldulestur vegna Barnabókaseturs
Hug- og félagsvísindasvið - Brynhildur Þórarinsdóttir
kr. 400.000
Tegundaerfðagreining blóðmáltíða mývargs
Viðskipta- og raunvísindasvið - Kristinn P. Magnússon
kr. 400.000
The knowledge of Icelandic by immigrants in Akureyri
Hug- og félagsvísindasvið - Markus Meckl
kr. 400.000
Rannsókn á byrjendalæsi
Hug- og félagsvísindasvið - Rúnar Sigþórsson
kr. 400.000
Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Hug- og félagsvísindasvið - Þóroddur Bjarnason
kr. 400.000
Félagsgerð Akureyrar frá 1785-2000, upphaf og þróun þéttbýlis, stéttaskiptingar, stjórnmála og atvinnulífs
Heilbrigðisvísindasvið - Hermann Óskarsson
Kr. 450.000
Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:
Viðskipta- og raunvísindasvið:
Erla Rut Jónsdóttir
Kr. 50.000
Heilbrigðisvísindasvið:
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Kr. 50.000
Hug- og félagsvísindasvið:
Sólrún Dögg Baldursdóttir
Kr. 50.000
Að úthlutun styrkjanna lokinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisrit-lystigardsins
|
Afmælisrit Lystigarðsins
Lystigarðurinn á Akureyri er 100 ára á þessu ári en hann varð til fyrir átak kvenna sem gerðu garðinn. Á þessum miklu
tímamótum verður gefið út sérstakt afmælisrit þar sem segir frá þessu stóra verkefni kvennanna, hvernig það bar
ávöxt og hvernig Akureyringar og aðrir landsmenn hafa notið góðs af alllar götur síðan.
Fjölmargar myndir prýða þessa fallegu bók sem nú er boðin á tilboðsverði, 7.900 kr. og fá kaupendur nöfn sín
skráð á heillaóskalista sem birtist í ritinu. Saga Lystigarðsins er einkar litskrúðugt rit eins og afmælisbarninu sæmir.
Saga Lystigarðsins er rituð af Ástu Camillu Gylfadóttir landslagsarkitekti. Meðhöfundur er Björgvin Steindórsson forstöðumaður
Lystigarðsins. Áformað er að bókin komi út á 100 ára afmæli Lystigarðsins þann 31. júlí 2012.
Tekið er við áskriftum í síma 861 9407 eða í netfanginu; [email protected].
Saga Lystigarðsins er einkar fallegt og litskrúðugt afmælisrit eins og sæmir afmælisbarninu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gonguleid-fra-flugvellinum
|
Gönguleið frá flugvellinum
Nú er lokið framkvæmdum við göngustíg til og frá flugvellinum á Akureyri sem tengist inn á eldri stíga við Aðalstræti.
Með þessum áfanga geta flugfarþegar gengið fallega leið á malbikuðum stíg frá flugvellinum og yfir í gamla Innbæinn og
áfram inn í miðbæ Akureyrar eða hvert sem vera vill.
Nýi stígurinn er samtals um 1.3 km (1.160 metrar frá Flugvallarvegi að Miðhúsabraut og 150 metrar þaðan að Aðalstræti).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/framkvaemdir-hefjast-vid-dalsbraut
|
Framkvæmdir hefjast við Dalsbraut
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) tók fyrir á fundi sínum 8. júní sl. kæru á þeirri
ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að samþykkja deiliskipulag fyrir Dalsbraut frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut.
Niðurstaðan var sú að deiliskipulagstillagan hafi fengið lögformlega rétta málsmeðferð samkvæmt skipulagslögum.
Í úrskurðinum kemur einnig fram að ákvæði deiliskipulags um lagningu brautarinnar fari ekki gegn réttmætum væntingum kærenda um
þróun samgöngumannvirkja á skipulagssvæðinu. Úrskurðarnefndin kemst þó að þeirri niðurstöðu að misræmi
sé á milli aðalskipulags og hins kærða deiliskipulags að því leyti að ekki eru sýndar tengingar á aðalskipulagi við
lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA.
Þessir tæknilegu annmarkar varða nyrðri hluta Dalsbrautar og verða leiðréttir af skipulagsyfirvöldum á Akureyri. Niðurstaða ÚUA hefur
hins vegar ekki áhrif á framkvæmdir við suður hluta Dalsbrautar en áformað er að þær hefjist á allra næstu dögum eða
þegar skipulagsnefnd bæjarins hefur gefið út framkvæmdaleyfi.
Frá Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/storholt-lyngholt
|
Stórholt - Lyngholt
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulaginu, Stórholt - Langholt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2012.
Svæðið sem deiliskipulagið nær til afmarkast af miðeyju Hörgárbrautar í suðri, af Undirhlíð í vestri og af Krossanesbraut
í norðri. Í austri liggja skipulagsmörkin að Glerá og Óseyri. Skipulagssvæðið er alls um 7,2 ha að flatarmáli.
Um er að ræða deiliskipulag í fullbyggðu hverfi en byggingarreitir og nýtingarhlutfall er nú skilgreint fyrir allar lóðir innan
skipulagssvæðisins. Einnig er gert ráð fyrir öðrum minniháttar framkvæmdum s.s. lagningu göngustíga auk þess sem nýjir
byggingarreitir eru skilgreindir á þremur lóðum.
Skipulagsuppdráttur, greinargerð og húsakönnun mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð,
frá 13. júní til 26. júlí 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Stórholt - Lyngholt - Skipulagsuppdráttur
Stórholt - Lyngholt - Greinargerð
Stórholt - Lyngholt - Húsakönnun
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 26. júlí 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega
til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og
heimilisfang sendanda kemur fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
Stórholt - Lyngholt
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tjaldsvaedisreitur-vid-thorunnarstraeti-1
|
Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi tjaldsvæðisins við
Þórunnarstræti skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast í suðri af Hrafnagilsstræti, í vestri af Byggðavegi, í norðri af Þingvallastræti og austri af
Þórunnarstræti.
Um er að ræða stækkun á lóð og byggingarreit Þingvallastrætis 23 auk annarra minniháttar breytinga.
Skipulagsuppdráttur, greinargerð og húsakönnun mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð,
frá 13. júní til 26. júlí 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti -
Skipulagsuppdráttur
Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti - Greinargerð
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 26. júlí 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur
fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/innbaerinn-deiliskipulag
|
Innbærinn - Deiliskipulag
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að endurskoðun á deiliskipulagi Innbæjarins skv.
1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Deiliskipulagssvæðið nær frá Miðhúsabraut í suðri að Austurbrú í norðri. Það afmarkast
af Pollinum og Drottningarbraut í austri og brekkunni ofan Aðalstrætis og Hafnarstrætis í vestri.
Með þessari endurskoðun verður jafnframt fellt úr gildi deiliskipulagið, Fjaran og Innbærinn frá 5. febrúar 1986,
ásamt síðari breytingum. Meginmarkmið tillögunnar er að varðveita svipmót gömlu byggðarinnar ásamt því að gefa færi
á breytingum á eldri húsum sem stuðli að auknum almennum gæðum svæðisins til íbúðar og athafna. Breytingar frá gildandi
skipulagi felast einkum í því að nú eru byggingarreitir skilgreindir á öllum lóðum og nýtingarhlutfall skilgreint nánar.
Þá eru einnig sjö nýjar lóðir skilgreindar í tillögunni auk þess sem byggingarreitir eru skilgreindir á þremur lóðum
þar sem hús hafa staðið áður.
Skipulagsuppdráttur, greinargerð, skýringaruppdráttur, eigna- og leigulóðauppdráttur og húsakönnun mun liggja
frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 13. júní til 26. júlí 2012, svo að
þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Innbærinn - Deiliskipulag - Skipulagsuppdráttur,
blað 1, blað 2, blað 3, blað 4
Innbærinn - Deiliskipulag - Greinargerð
Innbærinn - Deiliskipulag - Eigna- og
leigulóðauppdráttur
Innbærinn - Deiliskipulag - Skýringaruppdráttur
Innbærinn - Húsakönnun
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 26. júlí 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega
til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og
heimilisfang sendanda kemur fram.
F.h. Akureyrarkaupstaðar
Arnar Birgir Ólafsson verkefnastjóri skipulagsmála.
Innbærinn - Deiliskipulag
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisganga-i-hrisey
|
Afmælisganga í Hrísey
Fimmtudaginn 14. júní kl. 20 verður boðið upp á afmælisgöngu í Hrísey undir yfirskriftinni "Fána og flóra í
Hrísey í fortíð og nútíð". Göngufólki gefst tækifæri á að kynnast gróðurfari, jarðsögu og
fuglalífi náttúruperlunnar Hríseyjar undir leiðsögn kunnugra. Þorsteinn Þorsteinsson tekur á móti göngugestum á bryggjunni
í Hrísey og leiðir gönguna.
Ferjan fer frá Árskógsströnd kl. 19.30 og til baka kl. 21.00.
Sjálf gangan tekur um klukkustund og er gestum að kostnaðarlausu. Verð i ferju fram og til baka er 1.200 kr. og 600 kr. fyrir börn 12-15 ára og örorku- og
ellilífeyrisþega.
Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á forvitnilegar gönguferðir öll fimmtudagskvöld
í sumar í tilefni stórafmælisins.
Mynd: Ragnar Hólm
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/songferd-til-finnlands-og-russlands
|
Söngferð til Finnlands og Rússlands
Kór Akureyrarkirkju kom á föstudaginn var úr vikulangri söngferð til Lahti og Helsinki í Finnlandi og Pétursborgar í Rússlandi.
Í ferðinni voru 67 kórfélagar, einsöngvararnir Elvý G. Hreinsdóttir og Hjalti Jónsson, organistinn Sigrún Magna
Þórsteinsdótir, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og kórstjórinn Eyþór Ingi Jónsson. Nokkrir makar voru
með í för þannig að hópurinn var milli 80 og 90 manns.
Í Lahti, vinabæ Akureyrar, var sungið í Kirkju krossins, sem var síðasta verk sem snillingurinn Alvar Aalto hannaði. Safnaðarnefndin tók
kórnum tveim höndum og hélt honum vel að mat fyrir og eftir tónleika, en tónleikagestir voru næstum 300 talsins.
Í Helsinki var sungið í Temppeliaukio Kirkko, sem sprengd var inn í klett nálægt miðbænum. Fjöldi ferðamanna leit inn og fylgdist með
æfingum, en hljómurinn í kirkjunni var afar fagur og því fylgdi ólýsanleg stemming að lokum að syngja þar mjög vel heppnaða
tónleika fyrir nærfellt 400 áheyrendur. Stundin í Klettkirkjunni líður kórfélögum seint úr minni.
Í Pétursborg söng kórinn í Finnsku kirkjunni, sem kennd er við Maríu. Á þessum lokatónleikum ferðarinnar voru nokkru færri
áheyrendur en í Finnlandi en undirtektir voru afar góðar. Heildarfjöldi áheyrenda var sem næst 900 manns.
Ferðin öll tókst afar vel og var fróðleg og skemmtileg, enda margt að sjá á þeim slóðum sem um var farið.
Ferðafélagarnir komu svo heilir heim eftir nærfellt tveggja sólarhringa ferð og urðu hvíldinni fegnir.
Meðfylgjandi mynd tók Andri Lárusson í Klettkirkjunni í Helsinki þegar kórinn söng Te Deum eftir Jón Þórarinsson ásamt
einsöngvurunum Elvý G. Hreinsdóttur og Hjalta Jónssyni og undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Sigrún Magna lék einnig á orgel
kirkjunnar ásamt tveimur afburðagóðum trompettleikunum.
Mynd: Andri Lárusson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thekktu-baeinn-thinn
|
Þekktu bæinn þinn
Þekktu bæinn þinn nefnist afmælisrit Akureyrarkaupstaðar sem verður 150 ára gamall 29. ágúst næstkomandi. Í stuttum og
hnitmiðuðum textum er sagt frá sérkennum afmælisbarnsins, lesandinn er leiddur um götur og hverfi bæjarins og þar sem staðhættir krefjast er
kafað í söguna til að útskýra nútímann sem er í brennipunkti. Hrísey og Grímsey fá vitaskuld sína kafla einnig.
Um 500 ljósmyndir, allar frá þessari öld og margar teknar úr lofti, varpa skemmtilegu ljósi á afmælisbarnið og verða er tímar
líða einstæð heimild um Akureyri – vitaskuld að meðtöldum Hrísey og Grímsey – í byrjun 21. aldar.
Þekktu bæinn þinn er einkar fallegt og veglegt afmælisrit, á þriðja hundrað blaðsíður, í stóru broti og innbundin, allar
ljósmyndir eru í lit, og vandað er til prentunar og frágangs í hvívetna – eins og sæmir afmælisbarninu.
Væntanlegum kaupendum býðst bókin á tilboðsverði, 9.800 kr. – fullt verð er 14.900 – og að fá nafn sitt skráð
á heillaóskalista er birtist í bókinni þar sem afmælisbarninu er óskað til hamingju með 150 ára afmælið. Útgefandi er
Völuspá útgáfa í samvinnu við Akureyrarkaupstað. Bókin mun koma út afmælisdaginn, 29. ágúst næstkomandi.
Pöntunarsímar: 821 1780 eða 863 2250 eða í netfangi, [email protected].
Mynd: Tiffany Sigurdson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikid-um-dyrdir-a-pollamoti
|
Mikið um dýrðir á Pollamóti
Pollamót Þórs og Icelandair fyrir eldri knattspyrnupilta og -stúlkur verður haldið í 25. skipti á Þórssvæðinu á
Akureyri 6. og 7. júlí. Mikið verður um dýrðir og flott skemmtiatriði á mótssvæðinu við Hamar bæði að kvöldi
föstudags og laugardags í tilefni afmælisins og 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar.
Leikið er á föstudag og laugardag. Stefnt er að því að mótið verði sannkölluð fjölskylduhátíð. Leiktæki
verða á svæðinu fyrir börn allan tímann og á föstudagskvöldið verður grillveisla þar sem hægt verður að kaupa veitingar
gegn vægu gjaldi. Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, treður m.a. upp á föstudagskvöldið og við
verðlaunaafhendingu á laugardagskvöldinu verður Ingó veðurguð með tónleika. Þá verður einnig grillveisla við Hamar.
Ókeypis tjaldstæði eru í boði á svæðinu fyrir þátttakendur og fjölskyldur þeirra.
Keppt er í tveimur flokkum kvenna: 20 ára og eldri etja kappi í Skvísudeild og 30 ára og eldri í Ljónynjudeild. Karlaflokkarnir eru
þrír: 30 ára og eldri taka þátt í Polladeild, 40 ára og eldri í Lávarðadeild og 45 ára og eldri reyna með sér
í Öldungadeild.
Frá Pollamótinu 2009. Mynd: Hrafnhildur Reykjalín.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baeklingur-um-hrisey
|
Nýr bæklingur um Hrísey
Út er kominn nýr og aukinn bæklingur um Hrísey, perlu Eyjafjarðar. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um ýmsa afþreyingu
í eyjunni, gönguleiðir, gróðurfar og fuglalíf, auk sögulegs fróðleiks í léttari kantinum.
Einnig er í bæklingnum gott kort af eyjunni sem sýnir helstu vegi, merktar gönguleiðir og helstu kennileiti.
Það er Akureyrarstofa sem gefur út bæklinginn í samvinnu við Ferðamálafélag Hríseyjar.
Nýr bæklingur um Hrísey - perlu Eyjafjarðar
(pdf).
Forsíða bæklingsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagskra-17-juni-a-akureyri
|
Dagskrá 17. júní á Akureyri
Hátíðarhöld á Akureyri þjóðhátíðardaginn 17. júní eru fjölbreytt að
venju. Klukkan 12.45 byrjar Lúðrasveitin á Akureyri undir stjórn Alberto Carmona að spila í Lystigarðinum en þar hefst hefðbundin dagskrá
klukkan 13 með fánahyllingu, hátíðarávarpi Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra og hugvekju sem Pétur Björgvin
Þorsteinsson djákni við Glerárkirkju flytur.
Karlakór Akureyrar – Geysir syngur undir stjórn Roars Kvam og grunnskólanemarnir Þóranna Lilja Steinke og Malik
Stefán Turay flytja verðlaunaljóð sín úr ljóðasamkeppninni "Akureyri – brosandi bær" sem haldin var í tilefni af 150 ára
afmæli Akureyrar. Dagskránni í Lystigarðinum lýkur klukkan 13.30 en þá verður skrúðganga þar sem leiðin liggur úr
Lystigarðinum niður á Ráðhústorg.
Dagskráin á Ráðhústorgi er í umsjón Skátafélagsins Klakks og stendur frá klukkan
14-17 og svo aftur um kvöldið frá klukkan 21-01. Bæjarbúar og gestir geta reynt sig við ýmsar þrautir í hinu sívinsæla
skátatívolíi. Kynnar í ár eru Gunnar Helgason og Felix Bergsson og meðal þeirra sem fram koma eru Marimbasveit Oddeyrarskóla,
Dansfélagið Vefarinn, sönghópurinn Chorus, Lúðrasveitin á Akureyri, Leikhópurinn Lotta, Lilli Klifurmús, söngvarar frá
Söngskóla Maríu Bjarkar, Jónsi, Ingó Hansen, atriði úr leikritinu Date, Svenni Þór og Regína Ósk. Að vanda marsera
nýstúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri á Ráðhústorg um miðnætti.
Auk dagskrárinnar á Ráðhústorgi verður árleg bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar
í Boganum frá klukkan 10-20, sögusigling með eikarbátnum Húna II kl. 17 þar sem fræðst verður um gömlu húsin við
Strandgötuna og Oddeyrina og Leikhópurinn Lotta sýnir barnaleikritið Stígvélaði kötturinn í Lystigarðinum kl. 11 og aftur kl. 17.
Mynd: Ragnar Hólm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlidarbraut-malbikud
|
Hlíðarbraut malbikuð
Í þessari viku verður nýtt lag af malbiki sett á Hlíðarbraut. Búast má við umferðartöfum vegna þessa. Settar verða
upp merkingar sem segja til um lokanir þar þegar við á.
Malbikunarstörf.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-gert-akureyrarbaer
|
Vel gert, Akureyrarbær!
Hjólað í vinnuna, vinnustaðakeppni ÍSÍ, fór fram í 10. skiptið í maí. Alls voru 666 vinnustaðir, 1.679 lið með
11.382 liðsmönnum, skráðir til leiks. Hjólaðir voru 742.602 kílómetrar eða 554 hringir í kringum landið.
Akureyringar stóðu sig með miklum sóma í þessari árlegu vinnustaðakeppni og fór svo að Akureyri hafnaði í öðru
sæti í heildarkeppni sveitarfélaganna.
Íþróttaráð Akureyrar ákvað að veita þeim vinnustöðum Akureyrarbæjar sem stóðu sig best í
vinnustaðakeppninni viðurkenningar fyrir góðan árangur.
Vinnustaðir Akureyrarbæjar sem stóðu öðrum framar í Hjólað í vinnuna 2012 voru Síðuskóli, Leikskólinn
Pálmholt og Amtsbókasafnið/Héraðsskjalasafnið. Fulltrúar þessara vinnustaða, Ólafur Thoroddsen skólastjóri
Síðuskóla, Sigrún Ingimarsdóttir fulltrúi Amtsbókavarðar og Hugrún Sigmundsdóttir skólastjóri leikskólans
Pálmholts veittu viðurkenningunum móttöku í síðustu viku.
Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Thoroddsen, Sigrún Ingimarsdóttir og Hugrún Sigmundsdóttir.
Ólafur, Sigrún og Hugrún.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennasoguganga-um-innbaeinn-i-dag
|
Kvennasöguganga um innbæinn í dag
Í dag kl. 16.30 verður boðið upp á sögugöngu í til efni kvenréttindadeginum 19. júní. Gangan hefst í Lystigarðinum
við kaffihúsið Björk þar sem Björgvin Steindórsson forstöðumaður garðsins mun ávarpa göngufólk. Í kjölfarið
mun Hörður Geirsson safnvörður Minjasafnsins leiða gönguna um innbæinn þar sem m.a. verður litið í heimsókn til Vilhelmínu,
Ragnheiðar og Önnu.
Boðið verður upp á kaffi að göngu lokinni og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og upplifa hluta af sögu kvenna í innbænum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hreinn-thor-hauksson-radinn-verkefnisstjori-atvinnumala
|
Hreinn Þór Hauksson ráðinn verkefnisstjóri atvinnumála
Hreinn Þór Hauksson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu og staðfesti stjórn
hennar ráðninguna á síðasta fundi. Umsækjendur um stöðuna voru 27 talsins.
Hreinn er 31 árs að aldri og er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann er giftur Helgu Jónasdóttur og eiga þau tvö börn og von á
því þriðja innan skamms. Hreinn útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2001. Hann lauk B.sc gráðu í
viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og löggildingu í verðbréfamiðlun frá sama
skóla 2008. Að loknu námi í HR starfaði Hreinn innan fjárstýringar og markaðsviðskipta Íslandsbanka í um fimm ár til loka
ársins 2009. Í kjölfarið fluttist hann með fjölskylduna til Akureyrar og starfaði innan útibús Íslandsbanka við lánamál og
eignastýringu. Árið 2011 flutti fjölskyldan til Lundar í Svíþjóð þar sem Hreinn lauk meistaragráðu í
frumkvöðlafræðum og nýsköpun frá Háskólanum í Lundi nú í vor.
Hreinn spilaði handknattleik með KA til og með árinu 2002 og varð Íslandsmeistari með liðinu það sama ár. Hann lék með Fylki
í tvö ár 2005-2007 og svo aftur með Akureyri Handboltafélagi upp frá því.
Hreinn Þór tekur til starfa á Akureyrarstofu í byrjun ágúst.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glerarthorpsganga
|
Glerárþorpsganga
Næsta afmælisganga verður farin um Bótina og Ytra-Þorpið fimmtudaginn 21. júní kl. 20.00. Göngustjóri er
Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, og sérlegur aðstoðarmaður hans er Víðir Benediktsson
„Bótari“, skipstjóri og sögumaður.
Lagt verður upp frá Ósi í Sandgerðisbót stundvíslega kl. 20.00. Skorað er á bæjarbúa að nota
tækifærið og taka þátt í þessum forvitnilegu göngum sem Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða
án endurgjalds öll fimmtudagskvöld í sumar.
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonsmessan-a-akureyri
|
Jónsmessan á Akureyri
Allir geta velt sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt en laugardaginn 23. júní verður ýmislegt fleira á boðstólnum
sem vakið getur líkama og sál.
Í Kjarnaskógi hefst dagskrá kl. 20.00 með opnun sýningarinnar “Andar í skóginum” en að sýningunni stendur hópur nemenda
úr VMA í samstarfi við George Hollanders og Skógræktarfélag Eyfirðinga. Sýningin, sem styrkt er af Menningarráði
Eyþings, stendur í allt sumar.
Boðið verður upp á skógargöngu sem hefst kl. 20.30 þar sem leitað verður að anda skógarins og boðið upp á rjúkandi
ketilkaffi að skógarmanna sið að lokinni göngu. Sett verður upp taflmót sem einnig hefst kl. 20.30. Allir viðburðirnir verða á efra
svæðinu í nágrenni sólúrsins.
Frá Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar verður boðið upp á siglingu með eikarbátnum Húna II undir yfirskriftinni
“Jónsmessudraumur á Eyjafirði”. Hefst siglingin kl. 23.00 og er áætlaður komutími til baka um kl. 02.30.
Þá býður Ferðafélag Akureyrar upp á Jónsmessugöngu á Uppsalahnjúk og hefst ferðin frá skrifstofu félagsins kl.
21.00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarsolstodur-i-grimsey-2
|
Sumarsólstöður í Grímsey
Sumarsólstöðum var fagnað í Grímsey sl. miðvikudagskvöld.
Boðið var upp á siglingu umhverfis eyjuna og um miðnætti safnaðist fólk saman á Heimskautsbaugnum og sungu ættjarðarlög í
miðnætursólinni við undirleik Garðars Alfreðssonar. Fólk leggur ýmislegt á sig til að upplifa þennan lengsta dag ársins í
Grímsey og komu ferðamenn víða að. Nær öll gisting er fullbókuð þessa dagana enda einstak að upplifa eyjuna á þessum
árstíma, fuglalífið er í hámarki, veður búið að vera eintaklega gott og miðnætursólin skartað sínu fegursta.
Myndir: Íris Kristinsdóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/allt-ut-um-allt-a-akureyri
|
Allt út um allt á Akureyri
Samsýningin ALLT + varð upphaflega til í samstarfi Myndlistarfélagsins á Akureyri og Sjónlistamiðstöðvarinnar og hét
þá Hér, þar og allstaðar, síðan til styttingar Alltið og að lokum ALLT (í) PLÚS (en ekki einhverjum bullandi
mínus). Lagt var upp með að verkin yrðu mun færri og stærri á umferðartorgum, gatnamótum og jafnvel í verslunum, en í vinnsluferlinu
tók sýningin stakkaskiptum og tútnaði út eins og blaðra, en samtals 71 myndlistarmenn taka þátt í henni. Hér er ekki um
neina venjulega samsýningu að ræða því ekkert þema ræður ríkjum og þátttakendur máttu hvarvetna viðra verk sín
nema í Sjónlistamiðstöðinni. Þannig má segja að myndlistin sé sprengd út í samfélagið í tilefni af 150 ára
afmæli Akureyrar. Þetta eru einkasamtöl listamannsins gegnum verk sitt við tiltekinn stað sem hún eða hann ber sterkar taugar til, svo úr verður net
örsagna sem bjóða upp á óvænta og mjög persónulega sýn á bæinn.
Væntanlegt er kort af Akureyri þar sem merkt er inn á hvar verkin er að finna, en Akureyrski “hughönnuðurinn” Karl Örvarsson tók að
sér að útfæra táknmynd sýningarinnar og undirstrikar það að um fallega sögu sé að ræða sem endar á besta veg eins
og öll alvöru ævintýri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hoepfnersbryggja-siglingaklubburinn-nokkvi
|
Höepfnersbryggja Siglingaklúbburinn Nökkvi
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að heildarendurskoðun fyrir deiliskipulagið ,,Höepfnersbryggja –
Siglingaklúbburinn Nökkvi“ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast í suðri af Leiruvegi og í vestri af Drottningarbraut.
Skipulagið gerir ráð fyrir nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir siglingaklúbbinn Nökkva. Markmið skipulagsins er m.a. að bæta
aðstöðu fyrir barna- og unglingastarf, skapa aðstöðu fyrir skemmtibáta auk þess að gera svæðið meira aðlaðandi og aðgengilegra til
stangveiða og útivistar fyrir almenning.
Skipulagsuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 27.
júní til 9. ágúst 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þann 9. ágúst 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur
fram.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
27. júní 2012
Tillaga
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gengid-um-naustaborgir
|
Gengið um Naustaborgir
Fimmtudaginn 28. júní kl. 20 verður farin afmælisganga um Naustaborgir. Í Naustaborgum er mikil náttúrufegurð, fjölbreyttar
gönguleiðir, menningarminjar og fuglaskoðunarhús. Jón Birgir Gunnlaugsson, forstöðumaður umhverfismála Akureyrarbæjar og Jón Ingi
Cesarson leiða göngugesti um eitt leyndasta útivistarsvæði Akureyringa.
Lagt verður af stað stundvíslega kl. 20 frá bílastæðinu efst í Ljómatúni. Gangan tekur um klukkutíma og er
þátttakendum að kostnaðarlausu.
Mjög góð þátttaka hefur verið í afmælisgöngunum. Í næstu viku verður engin eiginleg afmælisganga því
þá verður gengið út um allar tryssur í sérstakri Gönguviku á Akureyri og í nágrenni 3. - 10. júlí. Sjá
nánar á viðburðadagatali Akureyrarstofu.
Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu gönguferðir í tilefni
stórafmælisins öll fimmtudagskvöld í sumar.
Aðkoman að Naustaborgum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjordeildir-a-akureyri
|
Kjördeildir á Akureyri
Á laugardag kjósa Íslendingar forseta lýðveldisins og verða kjörstaðir í Akureyrarkaupstað í Verkmenntaskólanum á
Akureyri, Hríseyjarskóla í Hrísey og félagsheimilinu Múla í Grímsey. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10
á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey.
Skipting kjósenda í kjördeildir er eftir búsetu og eru kjósendur beðnir að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að
kjósa. Kjörfundur hefst á kjördag á Akureyri klukkan 9.00 og lýkur honum klukkan 22.00. Í Hrísey og í Grímsey hefst kjörfundur
klukkan 10.00 og lýkur klukkan 18.00.
Upplýsingar um kjördeildir í Akureyrarkaupstað í
forsetakosningum 30. júní 2012 (ath. 2 síður).
Frá Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/donskum-sunnudegi-frestad
|
Dönskum sunnudegi frestað
Þar sem veðurhorfur eru mjög ótryggar næstu daga þykir afmælisnefnd Akureyrarbæjar, íbúum í Innbænum, fyrirtækjum og
stofnunum, leitt að tilkynna að dönskum sunnudegi sem halda átti í Innbænum um helgina hefur verið frestað til sunnudagsins 19. ágúst.
Ákvörðunin er tekin á þeim forsendum að gott veður þurfi til þess að halda góða garðveislu og hafa það huggulegt.
Fylgist með viðburðum á afmælisárinu á Visitakureyri.is og
Facebook.
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/husbyggjendur-og-huseigendur-a-akureyri
|
Húsbyggjendur og húseigendur á Akureyri
Skipulagsstjóri vill minna væntanlega húsbyggjendur á að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti 19. júní sl. að framlengja 20%
afslátt af gatnagerðargjöldum til 30. júní 2013.
Einnig var samþykkt að gatnagerðargjaldskráin verði tengd á ný við vísitölu byggingarkostnaðar og munu því
upphæðir breytast mánaðarlega í takt við vísitöluna hverju sinni.
Sem dæmi má nefna að veittur afsláttur af gatnagerðargjaldi fyrir 200 m2 einbýlishús er um 940.000 kr. Jafnframt er veittur afsláttur
vegna jarðvegsdýpis sem er meira en 3 m undir gólfplötu sem getur numið allt að 29% afslátt umfram hinn almenna 20% afslátt.
Fyrir húseigendur sem eru að huga að stækkun húsa sinna þá vill skipulagsstjóri minna á að einnig er veittur 60% afsláttur af
fyrstu 30 m² viðbygginga við hús sem eru eldri en 15 ára.
Skipulagsstjóri vill minna húseigendur á að samkvæmt byggingareglugerð gr. 2.3.1 er óheimilt að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa
það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu
leyfi skipulagsstjóra, sbr. þó ákvæðum 2.3.5. gr. byggingareglugerðar.
Ef spurningar vakna um leyfisskyldu er húseigendum bent á að hafa samband við skipulagsdeild Akureyrarbæjar.
Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar
Hof
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umferdarstyring-a-strandgotu-austan-hjalteyrargotu
|
Umferðarstýring á Strandgötu austan Hjalteyrargötu
Skipulagsnefnd samþykkti þann 13. júní 2012, að beiðni Hafnarsambands Norðurlands, að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu
frá Hjalteyrargötu og að Laufásgötu. Takmörkun þessi mun gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið
2012 og verður tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skips.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
4. júlí 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-beina-flug-sumarsins-til-koben
|
Fyrsta beina flug sumarsins til Köben
Beint áætlunarflug Iceland Express milli Akureyrar og Kaupamannahafnar hefst í dag. Fyrsta flugvélin fer frá Kaupmannahöfn klukkan 15.10 og lendir á
Akureyri klukkan 16.25 og heldur þaðan aftur til Kaupmannahafnar klukkan 17.35. Í tilefni dagsins býður Iceland Express upp á hoppfargjald til Kaupmannahafnar
í dag á aðeins 15.900 krónur með sköttum og gjöldum.
Ferðaþjónustuaðilar, markaðasstofa Norðurlands og Flugklasi, samstarfsvettvangur ferðaþjónustunnar og opinberra aðila á Norðurlandi,
hafa unnið mjög vel að kynningu á Akureyri og nærsveitum sem áfangastað og átt gott samstarf við Iceland Express. En markaðssamvinna sem
þessi er mikilvæg til að efla nýja áfangastaði
Farþegum sem fara frá Akureyri verður boðið upp á léttar veitingar fyrir brottför. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi
verður á Akureyrarflugvelli ef fjölmiðlar hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gonguvikan-hefst-a-midvikudag
|
Gönguvikan hefst á þriðjudag
Gönguvika í Eyjafirði hefst á þriðjudag og stendur fram á sunnudag. Þær skipulögðu gönguferðir sem boðið verður
upp á koma í stað vikulegrar afmælisgöngu og er um að gera fyrir fólk að taka þátt hollri útiveru í gönguvikunni sér
til hressingar.
Gönguferðirnar eru á vegum ýmissa aðila. Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar hjá þeim sem skipuleggja hverja göngu
fyrir sig.
Þriðjudagur 3. júlí:
Haus í Staðarbyggðarfjalli
Stutt 2-3 tíma ganga á vegum Ferðafélags Akureyrar
Farið frá Strandgötu 23 kl. 19.00.
Ókeypis fyrir félagsmenn / aðrir kr. 500.
Miðvikudagur 4. júlí:
Ystuvíkurhnjúkur
Stutt 2-3 tíma ganga á vegum Ferðafélags Akureyrar.
Farið frá Strandgötu 23 kl. 19.00.
Ókeypis fyrir félagsmenn / aðrir kr. 500.
Fimmtudagur 5. júlí:
Gil í Sölvadal
Stutt 2-3 tíma ganga á vegum Ferðafélags Akureyrar.
Farið frá Strandgötu 23 kl. 19.00.
Ókeypis fyrir félagsmenn / aðrir kr. 500.
Föstudagur 6. júlí:
Kvöldganga um Gömlu Akureyri
Gangan byrjar við inngang Menntaskólans á Akureyri - Gamla skóla, kl. 20.00.
Tímalengd: 1.5 klst. Verð: án endurgjalds.
Athugið forskráning er nauðsynleg (fyrir kl. 19.00) í síma: 450 1050.
Laugardagur 7. júlí:
Glerárdalshringurinn - 24 tindar
Gengið er á 24 tinda um 45 km leið með um 4.500 m gönguhækkun. Reikna má með um 20 – 28 klst. í gönguna. Nánari upplýsingar
m.a. varðandi skráningarfrest á www.24x24.is undir Hringurinn.
Laugardagur 7. júlí:
Glerárdalsbotn, Jökulborg að Kerlingu
Leggur tvö í Glerárdals-hringnum. Erfið en stórkostleg leið úr Öxnadal upp á Jökulborg og þaðan eftir fjallatoppum fyrir botni
Glerárdals að Kerlingu, samtals 6 tindar. Endað við Finnastaði í Eyjafirði.
Brottför kl. 8.00.
Verð kr. 15.000.
Ferð á vegum Naturalis.
Laugardagur 7. júlí:
Hjaltadalsheiði. 1030 m
Ekið er fram í Hörgárdal að Ásgerðarstaðaseli. Gengið fram dalinn og yfir heiðina niður Hjaltadalinn að Reykjum og þaðan ekið
heim. Vaða þarf ár á leiðinni (vaðskór). Vegalengd 29 km.
Verð: kr. 9.000 / kr. 8.500.
Brottför frá FFA kl. 8.00.
Sunnudagur 8. júlí:
Gönguferð um Krossanesborgir
Gengið um Krossanesborgir og hugað að minjum, fuglum og gróðri. Gangan hefst kl. 13.00 frá bílastæðinu austan við Byko. Tímalengd 2 klst.
Fararstjórar: Sverrir Thorstensen og Jón Ingi Cæsarsson.
Verð: án endurgjalds.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hadegistonleikar-i-akureyrarkirkju-1
|
Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju
Á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. júlí kl. 12.15 flytja Björg Þórhallsdóttir (sópran),
Elísabet Waage (harpa) og Hilmar Örn Agnarsson (orgel/harmóníum) íslensk sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Árna Thorsteinsson, Gunnar Reyni
Sveinsson, Sigfús Einarsson, Markús Kristjánsson og Pál Ísólsson, bresk þjóðlög útsett af Britten og tónsmíðar
eftir Bach, Händel, Cherubini, Mozart og Arvo Pärt. Aðgangseyrir er 2.500 kr (ekki tekið við kortum).
Hilmar Örn, Bjög og Elísabet.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/novu-2012-a-akureyri
|
NOVU 2012 á Akureyri
Síðdegis í gær hófst á Akureyri vinabæjarmót ungmenna frá öllum Norðurlöndunum en slík mót eru haldin á
hverju ári til skiptis í vinabæjakeðjunni (Akureyri, Álasundi í Noregi, Lathi í Finnlandi, Randers í Danmörku og Västerås í
Svíþjóð). Að þessu sinni eru mætt til leiks um 100 ungmenni á aldrinum 16–20 ára sem taka þátt í ferns konar
ólíkum smiðjum: fjölmiðlahóp, siglingarhóp, hljómsveit og sviðslist. Í lokin verður sett upp leiksýningin Lifun í Hofi kl.
16 á laugardag en sýningin er byggð á tónverki hljómsveitarinnar Trúbrot.
Með í för eru einnig hópstjórar ungmennanna og bæjarfulltrúar og embættismenn sem fara í skoðunarferðir um næsta
nágrenni bæjarins og sitja fundi með starfsbræðrum sínum á Akureyri.
NOVU 2012 á Akureyri verður slitið laugardagskvöldið 7. júlí.
Frá æfingu sviðslistahópsins í morgun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sendiherra-i-grimsey
|
Sendiherra í Grímsey
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, upplifði sumarsólstöður við heimskautsbauginn í Grímsey ásamt eiginkonu sinni
og tveimur barnabörnum. Ekkert þeirra hafði áður komið til Grímseyjar og var fjölskyldan var hæstánægð með daginn.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Grímsey 21. júní eru frá vinstri: Mary Arreaga, Ragnhildur Hjaltadóttir og Luis E. Arreaga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eydibyli-a-nordurlandi-eystra
|
Eyðibýli á Norðurlandi eystra
Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið
verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna
íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a.
með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu.
Fyrstu skref verkefnisins voru tekin sumarið 2011 þegar rannsókn fór fram á eyðibýlum og yfirgefnum húsum í Austur-Skaftafellssýslu,
Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Afraksturinn var heildstætt yfirlit um 103 yfirgefin hús sem kom út í veglegu riti
Í sumar mun rannsóknin ná til tveggja ólíkra landsvæða, annars vegar Norðurlands eystra og hins vegar Vesturlands. Fyrstu vettvangsferðir
sumarsins hófust í sveitarfélögunum Snæfellsbæ og Langanesbyggð 11. júní sl. Í sumar vinna átta háskólanemar
úr verkfræði, arkitektúr, jarðfræði og fornleifafræði við rannsóknina með stuðningi Nýsköpunarsjóðs
námsmanna. Þar sem til stendur að skrásetja á komandi árum allt landið á þennan máta mun skapast verðmætur
þekkingargrunnur um líf Íslendinga fyrr á tímum.
Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð víðum skilningi. Það er látið ná yfir yfirgefin hús í sveitum og
smærri þéttbýlisstöðum, jafnvel þótt þau standi þar sem enn er önnur byggð til staðar, þ.e. ekki eingöngu á
eyðijörðum. Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum. Þau geta verið merkar menningarminjar og mikilvægrar
heimildir um byggðasögu. Aldur húsanna, húsagerð eða byggingarlag þeirra getur verið sérstakt en einnig er sérstaða húsanna í
búsetulandslagi sveitanna oft mikil.
Markmið verkefnisins er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin yfirgefin hús á Íslandi. Í framhaldinu að
kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að eyðibýli og yfirgefin hús í sveitum landsins verði gerð upp af eigendum þeirra og/eða
stofnað félag um rekstur og útleigu þeirra í ferðaþjónustu. Verkefnið hefur á nýliðnum vetri verið tilnefnt til
Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, Menningarverðlauna DV og Hvatningarverðlauna iðnaðarráðherra.
Rannsóknum sumarsins lýkur með kynningu á verkefninu og bókaútgáfu á haustmánuðum. Með tíð og tíma mun
ritröðin Eyðibýli á Íslandi ná yfir öll yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins.
Hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins á facebook: www.facebook.com/Eydibyli. Einnig má hafa
samband við rannsakendur í gegnum netfangið [email protected].
Á meðfylgjandi mynd eru Háskólanemarnir átta sem vinna að rannsókn á eyðibýlum á Vesturlandi og Norðausturlandi í
sumar. Efri röð frá vinstri: Hildur Guðmundsdóttir, Axel Kaaber og Birkir Ingibjartsson. Neðri röð frá vinstri: Steinunn Eik Egilsdóttir,
Þuríður Elísa Harðardóttir, Bergþóra Góa Kvaran, Olga Árnadóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islenski-safnadagurinn-1
|
Íslenski safnadagurinn
Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt sunnudaginn 8. júlí. Söfnin á Akureyri láta að
sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja. Á Minjasafninu er áhugavert að skoða sýninguna Manstu...Akureyri í ljósmyndum og kíkja í
heimsókn í Nonnahús, skoða Leikfangasýninguna í Friðbjarnarhúsi, sögu iðnaðar á Akureyri með heimsókn í
Iðnaðarsafnið, gamla frábæra fáka á Mótorhjólasafninu, heimsækja hið einstaka Flugsafn og skoða Húna II sem liggur við
Torfunefsbryggju. Þá er einnig upplagt að heimsækja Laufás.
Minjasafnið á Akureyri
Safnið fagnar 50 ára afmæli sínu og 150 ára afmæli Akureyrar með ljósmyndasýningunni
Manstu... Akureyri í ljósmyndum. Þar gefur að líta þennan 150 ára gamla bæ frá ýmsum sjónarhornum á
ólíkum tímum. Andi 1962 er þó ríkjandi í stofunum með húsgögnum, munum og ljósmyndaalbúmum. Í
bíóstofunni eru sýning Manstu... Akureyri í kvikmyndum sem er einstök myndasyrpa frá Kvikmyndasafni Íslands, Akureyri 1907-1970.
Sýningin teygir anga sína út fyrir veggi safnsins í Minjasafnsgarðinn. Innan um trén hefur andi 1962 tekið sér bólfestu í
ljósmyndum og auglýsingum frá afmælisárinu 1962. Aðrar sýningar safnsins eru Akureyri – bærinn við Pollinn & Eyjafjörður
frá öndverðu, sem fjalla um lífið og tilveruna frá landnámi fram á okkar daga. Sýningar fyrir alla fjölskylduna. Opið er frá kl.
10-17 alla daga. Enginn aðgangseyrir á Íslenska safnadaginn.
Nonnahús
Nonnahús er eitt af kennileitum Akureyrar. Húsið er 19. aldar heimili en er þekkt um víða veröld fyrir 12 ára
snáðann sem þar bjó til 1870 er hann hélt í ferðalag á vit óvissunnar. Ferðalagið hefur í raun ekki tekið enda
þótt Jón Sveinsson, Nonni, hafi fallið frá árið 1944. Sögurnar frá bernskuárunum á Akureyri og Eyjafirði gripu lesendur strax
árið 1913, og hafa þær verið gefnar út í yfir 50 löndum og selst í sex milljónum eintaka. Nonni var þekktasti listamaður
Íslendinga á erlendis á fyrri hluta 20. aldar og kepptist við að kynna land og menningu þjóðar sinnar hvar sem hann fór. Í Nonnahúsi
getur þú kynnst þessum merkilega snáða og fjölskyldu hans. Opið er alla daga frá kl. 10-17. Enginn aðgangseyrir á íslenska
safnadaginn.
Gamli bærinn Laufás
Starfsdagdagar í Gamla bænum Laufási eru líflegir og fróðlegir og í ár verður engin
breyting þar á. Dagskráin hefst kl. 13.30 með samverustund í Laufáskirkju sem sr. Bolli Pétur Bollason leiðir ásamt
tónlistarfólki. Á starfsdeginum verður hægt að sjá og kynnast handtökum gamla sveitasamfélagsins. Heyannir verða í hávegum
hafðar á hlaðinu. Það snarkar einnig á útihlóðunum þar sem ullarbandið verður litað.
Inni í Gamla bænum verður unnið við tóvinnu með tilheyrandi áhöldum s.s. rokkum, kömbum, snældum, prjónum og hesputrjám.
Matur er manns gaman og í mjólkurhúsinu verður sýnt hvernig unnið var úr þessari mikilvægu auðlind. Augun verða ekki látin
nægja heldur verður hægt að kynna afurðirnar fyrir bragðlaukunum, s.s. skyri og smjöri sem bragðast öðruvísi en úr
kjörbúðinni. Angan af lummum og heimatilbúnu safti leika um nefið en verða einnig í boði fyrir bragðlaukana. Íslensku jurtirnar fá
líka sinn sess með kynningu á fjölbreyttri notkun þeirra.
Á hlaðinu verða einnig ljúfu hestarnir frá Pólar Hestum og geta börnin brugðið sér á bak. Ekki er ólíklegt að
íslenska hænan og hundurinn verði skammt undan. Opið er alla daga frá kl. 9-17. Enginn aðgangseyrir á íslenska safnadaginn.
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-syningarhelgi-4
|
Síðasta sýningarhelgi
Nú fer hver að verða síðastur að sjá hina athygliverðu sýningu “Syntagma” í Listasafninu á Akureyri en
sýningunni lýkur á nk. sunnudag. “Syntagma” er samsýning listamannanna Hildar Hákonardóttur, Óskar
Vilhjálmsdóttur, Steinunnar Gunnlaugsdóttur og spánverjans Santiago Sierra.
Sýningin varpar fram verufræðilegum og þekkingarfræðilegum spurningum um mörk merkingar og merkingarleysis, samspils samhengis og kerfis, reglu og
óreiðu. Hún spyr einnig aðkallandi spurninga um tómarúm á milli ólíkra þekkingarsviða; á milli vísinda og lista,
kapítalisma og viðtekinna viðskiptahátta, náttúrunnar og innsta eðli mannsins.
Hildur Hákonardóttir er fædd árið 1938 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskóla Íslands árið 1968 og stundaði framhaldsnám við Edinburgh College of Art frá 1968-69. Hildur var meðlimur í SÚM
hópnum og skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans á árunum 1975-78. Auk þess að stunda list sína og taka virkan
þátt í kvennabaráttunni, hefur hún unnið ýmis stjórnunarstörf og m.a. sem stjórnarformaður ullarvinnslunnar Þingborgar. Auk
teikninga hefur Hildur unnið mikið í textíl.
Ósk Vilhjálmsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1986 og stundaði framhaldsnám við Hochschule der Künste í Berlín á árunum 1988-1994. Ósk hefur
haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið virk í
baráttu fyrir umhverfismálum og er einn stofnenda Framtíðarlandsins. Verk Óskar, sem oft eru á mörkum innsetningar og málverks, fjalla mörg
hver um hnattvæðinguna og náttúruna, samspil manns og náttúru, neysluhyggju og kapítalisma.
Steinunn Gunnlaugsdóttir er fædd árið 1983 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Listaháskólanum
árið 2008. Steinunn hefur á síðustu árum unnið fjölda verka með blandaðri tækni bæði ein og í ýmsum
listahópum og tvíeykjum. Verk Steinunnar einkennast af flugbeittum skotum á stofnanir og gildi samfélagsins, náttúruspjöll og eyðileggingu
kapítalismans og stórfyrirtækjanna sem vinna á þeim forsendum, ekki síður en hræsni og skinhelgi hins borgaralega samfélags. Steinunn hefur
verið virk í starfi hinnar róttæku umhverfisverndarhreyfingar Saving Iceland.
Santiago Sierra er fæddur árið 1966 í Madríd. Sierra er einn af framsæknustu og umdeildustu myndlistarmönnum Spánar í dag.
Í verkum sínum tekst Sierra á við spurningar um ójöfnuð og réttlæti í hinu kapítalíska þjóðskipulagi,
samskipti norðurs og suðurs, eðli listarinnar og hvaðan siðgæðið er sprottið. Sierra hefur haldið ótal einkasýningar á undanförnum
árum, auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga. Sierra hefur meðal annars verið fulltrúi Spánar á
Feneyjartvíæringnum sem sýndur hefur verið í mörgum af helstu listasöfnum og nútímalistagalleríum heims. Sierra kom til Íslands
í janúar sl. og framkvæmdi gjörninga í fjóra daga víðsvegar um Reykjavík í tengslum við heimsreisu á verkinu “NO
Global Tour”.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-deiliskipulagi-borgarbraut-vestursida-og-breyting-a-deiliskipulagsmorkum-giljahverfis
|
Tillaga að deiliskipulagi Borgarbraut Vestursíða og breyting á deiliskipulagsmörkum Giljahverfis
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi, ásamt
umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Skipulagssvæðið afmarkast af Vestursíðu í austri, Bröttusíðu í norðri, Bugðusíðu í suðri og af núverandi
og fyrirhugaðri Borgarbraut í vestri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir lengingu Borgarbrautar að Bröttusíðu, hljóðmönum og byggingarreitum fyrir
bílgeymslur við Vestursíðu.
Eldri deiliskipulög á svæðinu fyrir Vestursíðu 10-38 frá 1989 og Vestursíðu 1-8 frá 1991 verða felld úr gildi.
Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi Giljahverfis og skipulagsmörk samræmd.
Borgarbraut - Vestursíða - Greinargerð
Borgarbraut - Vestursíða - Skipulagsuppdráttur
Borgarbraut - Vestursíða - Húsakönnun
Giljahverfi - Breytingaruppdráttur
Hljóðvist
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð, umhverfisskýrslu og húsakönnun mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar,
Geislagötu 9, 1. hæð, frá 11. júlí til 22. ágúst 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert
við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 22. ágúst og skal athugasemdum skilað skriflega til
skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni
samþykkur.
11. júlí 2012
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
Borgarbraut - Vestursíða
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-vegna-breytingar-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018
|
Kynning vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Um þessar mundir er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Tillagan er gerð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að þéttbýlismörk ofan byggðar á Akureyri, verða færð ofar þannig að meginhluti
landnotkunnarreita verði innan þeirra. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, hverfisverndarsvæði á Glerárdal og
vatnsverndarsvæði verða utan þess.
Bæjarráð Akureyrar hefur lagt fram skipulagslýsingu til kynningar á aðalskipulagsbreytingunni. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru
ráðandi við gerð skipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Lýst er fyrirhuguðu skipulagsferli og hvernig kynningu og
samráði verður háttað gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulagslýsingin liggur frami í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess óska geti
kynnt sér tillöguna og komið með ábendingar.
Aðalskipulag Akureyrar - Breyting á þéttbýlismörkum
Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að senda þær fyrir 25. júlí 2012 til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar,
Geislagötu 9, 3. hæð, 600 Akureyri og/eða í tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
11. júlí 2012
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytingar-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2019
|
Breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Tvær óverulegar breytingar á aðalskipulaginu voru samþykktar og fengið hafa meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting er gerð á uppdrætti og er sýnd umferðartenging milli Borgarbrautar og Bröttusíðu.
Breyting er gerð á uppdrætti og er sýnd umferðartenging milli Dalsbrautar og lóðar Lundarskóla og tvær tengingar við
íþróttasvæði KA.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarráðs, geta snúið sér til skipulagsdeildar, 3.
hæð í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fotbolti-um-allan-bae
|
Fótbolti um allan bæ
Akureyri er mikill íþróttabær og fjöldi íþróttamóta er haldinn í bænum allt árið um kring. Um helgina fara fram
tvö af stærstu mótum ársins; N1-mót KA og Pollamót Þórs og Icelandair. N1-mót KA hófst á miðvikudaginn og lýkur
með lokahófi í KA-heimilinu á morgun, laugardag. Frá fyrsta mótsdegi hefur verið mikið fjör á svæðinu og óhætt að
segja að veðurguðirnir hafi leikið við mótsgesti.
Í ár taka þátt 152 lið frá 38 félögum og er fjöldi keppenda um 1.350 auk þjálfara, fararstjóra, foreldra og annarra
aðstandenda. Í það heila eru spilaðir á sjötta hundrað leikir á KA-svæðinu um helgina. Á mótinu er spilað í sex
deildum og verða undanúrslitaleikir spilaðir síðdegis í dag en leikir um sæti spilaðir á morgun. N1-mótið er haldið með samstilltu
átaki gríðarlegs fjölda sjálfboðaliða og knattspyrnuiðkenda hjá KA og er talið að um 300 sjálfboðaliðar komi að
framkvæmd mótsins.
Pollamót Þórs og Icelandair, fyrir eldri knattspyrnupilta- og stúlkur, verður haldið í 25. skipti á Þórssvæðinu um helgina.
Mikið verður um dýrðir á mótssvæðinu við Hamar og boðið upp á grillveislur gegn vægu gjaldi í kvöld og annað
kvöld auk þess sem Jónsi í Svörtum fötum og Ingó veðurguð munu stíga á stokk og skemmta gestum og gangandi. Einnig mun Kristján
Kristjánsson, listflugmaður, sýna ævintýralegar listir sínar yfir Þórsvellinum. Um sannkallaða fjölskyldustemningu er að ræða
á mótinu og verður boðið upp á leiktæki fyrir börn á öllum aldri alla helgina.
Keppt verður í tveimur flokkum kvenna: 20 ára og eldri etja kappi í Skvísudeild og 30 ára og eldri í Ljónynjudeild. Karlaflokkarnir eru
þrír: 30 ára og eldri taka þátt í Polladeild, 40 ára og eldri í Lávarðadeild og 45 ára og eldri reyna með sér
í Öldungadeild.
Mörg lið hafa skráð nafn sitt í sögubækur mótsins með frækinni frammistöðu innan vallar sem utan og ber þar helst að nefna
hið víðfræga lið Ginola. Að sögn Rúnars Þórs Jónssonar, fyrirliða Ginola, hafa liðssmenn verið að týnast í
bæinn á síðustu dögum einn af öðrum. “Mikil tilhlökkun ríkir í okkar herbúðum enda hefur undirbúningur staðið
yfir í nokkurn tíma. Pollamótið er orðið stór hluti af sumarfríi liðsmanna Ginola enda eru margir brottfluttir Akureyringar í liðinu.
Það er því frábær tilfinning að koma til Akureyrar um hásumar til þess að spila fótbolta með félögunum. Án
nokkurs vafa munum við skemmta okkur og andstæðingum okkar með skemmtilegum leik,” segir Rúnar og hlær.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-titill-8
|
Samnorræn "....Lifun"
Poppverkið “….Lifun” eftir hljómsveitina Trúbrot verður flutt í all nýstárlegum búningi í Menningarhúsinu Hofi
á morgun, laugardag. Þar verður saga verksins um líf mannsins frá vöggu til grafar sögð í tónlist, leiklist, dansi og fimleikum. Stofnuð
var sérstök samnorræn hljómsveit sem mun flytja verkið í heild undir sýningunni.
Verkefnið er hluti af umfangsmiklu vinabæjarmóti sem nú stendur yfir á Akureyri þar sem um 100 ungmenni á aldrinum 16-20 ára taka
þátt. Ungmennin eru frá öllum vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndum, auk gesta frá Færeyjum og Grænlandi.
Aðeins verður um eina sýningu að ræða og hefst hún kl. 16:00. Aðgangseyrir er enginn en takmarkaður miðafjöldi er í boði. Hægt
er að nálgast miða í miðasölu Hofs tveimur tímum fyrir sýningu.
Þegar “….Lifun” var samin og æfð í febrúar og mars árið 1971 var hljómsveitin skipuð þeim Gunnari
Þórðarsyni, Rúnari Júlíussyni, Gunnari Jökli Hákonarsyni, Magnúsi Kjartanssyni og Karli Sighvatssyni. Verkið var frumflutt á
tónleikum í Háskólabíói 13. mars 1971. Hljómsveitin hélt til Lundúna fljótlega eftir tónleikana og hóf
upptökur í Morgan Studios og Sound Techniques. Þegar “….Lifun” kom út í júní 1971 þótti útlit hennar
nýstárlegt þar sem umslagið var afskorið á hornunum og myndaði sexhyrning. Platan fékk framúrskarandi dóma við útgáfu og
hefur allar götur síðan verið talin til helstu meistaraverka íslenskrar popptónlistarsögu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarnamskeid-i-kvikmyndagerd
|
Sumarnámskeið í kvikmyndagerð
Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri mun halda námskeið í kvikmyndagerð í Borgarbíói dagana 16.-20. júlí næstkomandi. Á
námskeiðinu verður lögð áhersla á starf leikstjóra, framleiðenda og handritshöfunda en einnig verður farið yfir önnur helstu
störf í kvikmyndagerð og þær leiðir sem hægt er að fara í greininni, hvort sem er í gegnum nám eða vinnu. Fjallað verður um
gerð kvikmyndarinnar Órói frá sjónarhorni leikstjóra og um gerð sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi frá sjónarhorni
framleiðanda. Baldvin mun einnig aðstoða nemendur með þeirra eigin hugmyndir og handrit.
Námskeiðið stendur yfir í 5 daga og byggist að mestu leyti á fyrirlestrum. Þátttökugjald er 25.000 kr. og geta áhugasamir sent
tölvupóst á [email protected]. Engin krafa er gerð um þekkingu eða kunnáttu, eina skilyrðið er brennandi áhugi á
kvikmyndagerð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/raektun-og-myndlist
|
Ræktun og myndlist
Þann 23. júní síðastliðinn opnaði myndlistarsýning á svæðinu í kringum Gömlu gróðrastöðina á
Krókeyri. Sýningin kallast “Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar” og er verkefni sem skipulagt er af Guðrúnu Pálínu
Guðmundsdóttur, myndlistarkonu, og Jóhanni Thorarensen, garðyrkjufræðingi. Þátttakendur í sýningunni eru Arna G. Valsdóttir, Hlynur
Hallsson, Hugi Hlynsson, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Júlía Runólfsdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir,
Ívar Hollanders, Joris Rademaker, Sigrún Á. Héðinsdóttir, Viktor Hollanders og Þórarinn Blöndal.
Sýningin stendur til sunnudagsins 26. ágúst en þá kl. 15:00 mun gestum gefast tækifæri til að smakka á uppskerunni úr
görðunum og hlusta á fyrirlestra um myndlist og ræktun.
Athygli er vakin á því að sum verkanna eru staðsett inni í Gömlu gróðrastöðinni sem opin er alla virka daga kl. 09:00-15:00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrabaer-selur-skuldabref
|
Akureyrarbær selur skuldabréf
Á fundi bæjarráðs þann 7. júní sl. var fjármálastjóra bæjarins falið að selja skuldabréf á markaði
til að fjármagna framkvæmdir hjúkrunarheimilisins við Vestursíðu og jafnframt til að endurfjármagna stóra
skuldabréfaútgáfu frá árinu 2003, sem er með gjaldaga í mars á næsta ári.
Akureyrarbær hefur nú selt skuldabréf á markaði fyrir samtals 940 milljónir króna að markaðsvirði og því fjármagnað
byggingarkostnað hjúkrunarheimilisins að fullu. Jafnframt var eigendum skuldabréfaflokksins AKU 03 1, sem fellur á gjalddaga á næsta ári,
boðið að skipta yfir í ný skuldabréf. Rúmlega 9 af hverjum 10 eigendum í áðurnefndum skuldabréfaflokki ákváðu að
þiggja boðið. Samtals er um að ræða 2.700.000.000 krónur sem eru því endurfjármagnaðar.
Akureyrarbær hefur nú að mestu lokið fjármögnun ársins ásamt því að fjármagna að stærstu leyti
fyrirsjáanlega endurfjármögnunarþörf næsta árs.
Sala skuldabréfanna gekk vel og sýnir góða stöðu Akureyrarbæjar og trú fjárfesta á Akureyrarbæ. Skuldabréfin voru
seld miðað við 3,6% ávöxtunarkröfu sem eru bestu kjör sem Akureyrarbær hefur fengið við sölu skuldabréfa á markaði.
Íslensk verðbréf hf. annaðist söluna á markaði fyrir hönd Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-eru-18000
|
Akureyringar eru 18.000
Átján þúsundasti Akureyringurinn leit dagsins ljós 29. maí og hefur hlotið nafnið Haukur Leó. Foreldrar hans eru Sveinn Arnarsson og
Elísabet Þórunn Jónsdóttir.
Í dag heimsóttu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjórinn á Akureyri og Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
fjölskylduna og færðu henni gjafir.
Fjölskyldan fékk bókagjöf, kort í Hlíðarfjall og Sundlaug Akureyrar, blóm og silfurskjöld sem á er letrað nafn drengsins og
upplýsingar um að hann sé 18.000. Akureyringurinn. Fimm ár eru síðan 17.000. Akureyringurinn fæddist.
Ánægjulegt er að bæjarbúar séu orðnir 18.000 á 150 ára afmælisári kaupstaðarins.
Foreldrarnir með sveininn unga.
Bæjarstjórinn með 18.000. Akureyringinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/staersta-skemmtiferdaskipid-1
|
Stærsta skemmtiferðaskipið
Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, Celebrity Eclipse, lagðist að bryggju á Akureyri kl. 9 í morgun og lætur aftur úr höfn kl. 19. Skipið er
122.000 tonn, farþegar um 3.000 og í áhöfn eru rúmlega 1.200 manns.
Skipið er hið stærsta sem komið hefur hingað til lands og er væntanlegt aftur til Akureyrar 9. ágúst.
Nánar um Celebrity Eclipse.
Celebrity Eclipse
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisganga-i-kvold
|
Afmælisganga í kvöld
Minjasafnið og afmælisnefnd Akureyrarbæjar bjóða bæjarbúum upp á afmælisgöngu í kvöld kl. 20.00. Gengið verður um
Gömlu gróðrarstöðina og norður Aðalstræti í átt að Minjasafnsgarðinum. Skoðaður verður trjágróður og
annað markvert sem á vegi verður. Leiðsögumaður verður Hallgrímur Indriðason. Gangan tekur um klukkustund og er þátttakendum að
kostnaðarlausu. Gamla Gróðrarstöðin er innst við Krókeyri rétt innan við Skautatahöllina og Iðnaðarsafnið.
Minjasafnið og afmælisnefnd Akureyrarbæjar bjóða bæjarbúum upp á afmælisgöngur í allt sumar og hefur þátttaka í
þær verið mjög góð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lif-og-fjor-i-hrisey-um-helgina
|
Líf og fjör í Hrísey um helgina
Hin árlega Fjölskyldu- og skeljahátíð verður haldin í Hrísey um helgina. Dagskráin, sem stendur frá föstudegi og fram á
sunnudag, er afar fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Veitingahúsið Brekka, Júllabúð og Café Hrísey
verða opin alla helgina.
Á föstudaginn opna leiktæki sem öllum verða aðgengileg fram á kvöld og boðið verður upp á skipulagðar óvissuferðir
fyrir börn, 12 ára og eldri og fullorðna.
Dagskrá laugardagsins er vegleg og af nógu er að taka; söngkeppni barna í umsjá Heimis Ingimarssonar, fjöruferð í fylgd Skralla
trúðs, keppni í hjólböruformúlu, hópakstur á dráttarvélum og margt fleira.
Kvöldvaka verður haldin á laugardagskvöld þar sem fram koma Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir, Örn Árnason,
Bráðavaktin og GRM (Gylfi Ægisson, Rúnar Þór & Megas).
Tjaldsvæði er staðsett við sundlaug Hríseyjar og allar upplýsingar má finna í síma 461 2255.
Nánar um Fjölskyldu- og skeljahátíðina í Hrísey
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thor-afram-i-evropukeppninni
|
Þór áfram í Evrópukeppninni
Meistaraflokkur Þórs í knattspyrnu komst í gærkvöldi áfram í aðra umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 5-1
stórsigur á Bohemian FC frá Írlandi. Þórsarar lentu undir í leiknum þegar Dave Scully skoraði fyrir írska liðið á 23.
mínútu en þeir Sigurður Marinó Kristjánsson og Orri Freyr Hjaltalín komu heimamönnum yfir áður en blásið var til
hálfleiks. Í byrjun þess síðari varð Kevin Feely fyrir því óláni að skora í eigið net og Sigurður Marinó
fullkomnaði svo þrennu sína með mörkum á 73. og 90. mínútu.
Þór mætir Mlada Boleslav frá Tékklandi í næstu umferð sem leikinn verður dagana 19. og 26. júlí.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-mottoku-og-flokkunarstod-opnud-vid-hlidarfjallsveg
|
Ný móttöku- og flokkunarstöð opnuð við Hlíðarfjallsveg
Gámaþjónusta Norðurlands og Sagaplast ehf. opnuðu í gær nýja móttöku- og flokkunarstöð að Hlíðarvöllum
við Hlíðarfjallsveg en þar verður að auki móttaka spilliefna. Gámaþjónustan og Sagaplast sameinuðu krafta sína í
ársbyrjun en það fyrrnefnda fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir.
Í fréttatilkynningu Gámaþjónusta Norðurlands og Sagaplast ehf. segir: „Meginmarkmiðin eru að hámarka endurnotkun,
endurnýtingu og endurvinnslu, en lágmarka sóun og urðun úrgangs. Mjög góður árangur hefur þegar náðst en nýja
aðstaðan að Hlíðarvöllum gefur möguleika á ennþá betri árangri í flokkun og endurvinnslu. Íbúar á Akureyri hafa
tekið nýju sorphirðukerfi mjög vel og mikið af endurvinnanlegu efni kemur í grenndargámana sem þar eru staðsettir. Íbúar í
öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði hafa einnig tekið mjög vel við sér varðandi breytt sorphirðukerfi og aukna flokkun. Söfnun
á lífrænum eldhúsúrgangi gengur alls staðar vel.“
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumartonleikar-a-sunnudaginn
|
Sumartónleikar á sunnudaginn
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson, organistar Akureyrarkirkju, leika saman á orgel kirkjunnar á sunnudaginn kl. 17.00.
Jafnaldrarnir Sigrún og Eyþór starfa hlið við hlið í Akureyrarkirkju, deila skrifstofu og skiptast á að spila við athafnir í kirkjunni en
þau hafa aldrei spilað saman. Á efnisskránni eru verk eftir W.A. Mozart, Christian Höpner, Johann Strauss (yngri), Michael Burkhardt, Franz Berwald, Þorkel
Sigurbjörnsson, Pál Ísólfsson og Jón Hlöðver Áskelsson.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir stundaði tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónlistarskólanum í
Reykjavík, við Tónskóla þjóðkirkjunnar og í Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Þaðan
lauk hún meistaraprófi undir handleiðslu prof. Bine Bryndorf. Í náminu lagði hún sérstaka áherslu á barnakórstjórn,
tónlistaruppeldi barna og kenningar um tónlistarþroska barna. Sigrún hefur stjórnað barnakórum og blönduðum kórum í
Reykjavík, í Kaupmannahöfn og á Akureyri. Sigrún starfar nú sem barnakórstjóri og organisti við Akureyrarkirkju og við
Möðruvallaklausturskirkju og kennir við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis
bæði sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Sigrún hefur sótt fjölda námskeiða m.a. hjá Olivier Latry, Hans-Ola Ericsson, Michael
Radulescu og Mattias Wager. Sigrún er framkvæmdastjóri Sumartónleika Akureyrarkirkju og Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju. Hún hefur einnig haldið
tónlistarnámskeið fyrir foreldra ungbarna.
Eyþór Ingi Jónsson er fæddur og uppalinn í Dalasýslu, þar sem hann hóf tónlistarmenntun sex ára gamall. Síðar nam hann
við Tónlistarskólann á Akranesi og Tónskóla Þjóðkirkjunnar þaðan sem hann lauk kantorsprófi vorið 1998. Við tók
7 ára nám við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð, fyrst við kirkjutónlistardeild og síðar
við konsertorganistadeild. Þaðan lauk hann prófi með hæstu einkunn vorið 2007. Orgelkennari hans var prófessor Hans-Ola Ericsson. Hann hefur einnig
sótt námskeið hjá fjölda þekktra kennara víða um Evrópu. Eyþór hefur kennt orgelslleik, spuna og kórstjórn
ásamt fræðigreinum bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Hann hefur haldið hátt í 100 einleikstónleika
hérlendis og erlendis. Einnig hefur hann leikið með fjölda hljóðfæraleikara og söngvara og leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands. Eyþór starfar nú sem annar organisti Akureyrarkirkju. Einnig er hann stjórnandi kammerkórsins Hymnodia og kammerkórsins Ísoldar. Hann
situr í ýmsum fagráðum og nefndum og er listrænn stjórnandi Barokksmiðju Hólastiftis. Eyþór var bæjarlistamaður Akureyrar
2011.
Tónleikarnar hefjast kl. 17.00 á sunnudaginn og er aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurbandalagid-frumsynir-date
|
Norðurbandalagið frumsýnir Date
Í Rýminu í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.00 frumsýnir leikhópurinn Norðurbandalagið gamansýninguna Date. Með kolsvörtum
húmor fjallar sýningin um allt það sem ekki á að gera á stefnumóti og eru atriðin fléttuð saman við sumarleg söngatriði.
Leikstjóri Date er Jón Gunnar Þórðarson en hann hefur meðal annars sett upp leiksýningarnar Hárið, Rocky Horror, Himnaríki og Með
fullri reisn.
Athugið að sýningin er ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.
Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson.
Ljósahönnun: Þórir Gunnar Valgeirsson.
Leikarar: Aron Óskarsson, Guðrún Hanna Sigurjónsdóttir, Hildur Axelsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson, Jónína Björt
Gunnarsdóttir, Katrín Mist Haraldsdóttir, Karen Rebecca Olrich White, Kristján Guðmundsson, Svavar Þór Magnússon og Sölvi Árnason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/margt-ferdafolk-i-grimsey
|
Margt ferðafólk í Grímsey
Mjög líflegt hefur verið í Grímsey síðustu daga og margt ferðafólk þar á ferð. Farþegar skemmtiferðaskipa sem hafa
viðkomu á Akureyri óska þess gjarnan að komast að heimskautsbaugnum og fá að skoða eyjuna. Af þessum sökum hefur verið nóg að
gera hjá Flugfélaginu Norlandair. Til Grímseyjar er flogið einu sinni á dag yfir sumartímann og hefur sætanýting verið mjög góð
það sem af er sumri og framhaldið lofar góðu.
Tvær vélar Norlandair á flughlaðinu í Grímsey.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolbreyttar-syningar-i-listagilinu
|
Fjölbreyttar sýningar í Listagilinu
Um þessar mundir standa yfir athyglisverðar sýningar í Listagilinu á vegum Sjónlistamiðstöðvarinnar og á laugardaginn opnaði m.a.
sýningin "Glóbal-lókal: Tengingar listamanna við 150 ára Akureyri" í Listasafninu. Á sýningunni takast sex listamenn, Arna Valsdóttir,
Baldvin Ringsted, Hlynur Hallsson, Jóní Jónsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Níels Hafstein, á við menningu og sögu
Akureyrarbæjar. Verkin fjalla um minningar listamannanna um lífið á Akureyri og upplifun þeirra af menningu og mannlífi í bænum, sem og hugmyndir um
tengingu Akureyrar í sögulegu samhengi við umheiminn. Sýningin er afar fjölbreytt og gefur þar að líta rýmisverk, ljósmyndaverk og
vídeóverk, auk prentgripa og teikninga.
Listasafnið er opið alla daga vikunnar nema mánudaga og þriðjudaga frá kl. 13.00 til 17.00 og er aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 9.
september.
Hugsteypan sýnir í Flóru
Sýning Hugsteypunnar, "Á þeim tíma", opnaði í Flóru á laugardaginn. Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu
Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild
Listaháskóla Íslands árið 2007. Ingunn lauk einnig BA-prófi í listasögu árið 2002, en Þórdís
kennsluréttindanámi árið 2009.
Verk Hugsteypunnar eru gjarnan margþættar innsetningar sem fjalla um mörk vísindalegra rannsókna og fagurfræðilegrar túlkunnar. Verkin bera
þannig keim af rannsóknarferli þar sem þættir eins og listasaga, sjónmenning, framsetning og túlkun verka eru settir undir smásjá. Oft eru
verkin unnin út frá kerfum og greiningarferlum, bæði þekktum og heimatilbúnum, sem Hugsteypan gefur sér listrænt frelsi til að nota að vild.
Á þeim tíma er innsetning unnin út frá sjálfu sýningarrýminu í Flóru. Rannsókn Hugsteypunnar að þessu sinni
beinist að hráu kjallararýminu og ferðum um það. Flæði birtu og fólks um rýmið er fangað með myndavél sem skráir
einstök augnablik, athafnir og tilfinningar sem þar eiga sér stað. Myndirnar eru svo bundnar saman í myndband sem varpast á ný inn í rýmið
og blandast veru og upplifun áhorfandans í rauntíma.
Hugsteypan varð til árið 2008 er þær Ingunn og Þórdís sýndu í fyrsta skipti samvinnuverk í Start Art Listamannahúsi.
Síðan þá hefur Hugsteypan tekið þátt í fjölda sýninga t.a.m. í Hafnarborg, Kling & Bang Gallerí, Listasafni
Árnesinga, og Listasal Mosfellsbæjar auk nokkurra samsýninga erlendis.
Opnunartímar Flóru eru: miðvikudaga 10.00-16.00, fimmtudaga 10.00-18.00, föstudaga 10.00-16 og laugardaga 10.00-16.00. Sýningin stendur til 29.
júlí
"Draumeindir" í Mjólkurbúðinni
Þessa dagana stendur yfir sýning Ingu Bjarkar Harðardóttur, "Draumeindir"”, í Mjólkurbúðinni. Vanalega sækir Inga Björk
innblástur sinn í íslenska náttúru en nú kveður við annan tón. Á þessari sýningu tekst hún á við
abstrakt í olíumálverkum og er efniviður sýningarinnar tilfinningar. Í tengslum við sýninguna setur listakonan fram í rýmið
ljóð móður sinnar, Önnu Maríu, sem endurspegla flæði tilfinninganna og kallast á við málverkin í túlkun og lit.
Inga Björk Harðardóttir er menntuð sem myndlistarkona og gullsmiður. Þetta er fimmta einkasýning Ingu Bjarkar og stendur hún til 29. júlí.
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-17.00.
Frumsýning Maríu Óskar í Deiglunni
Myndlistarkonan María Ósk lætur hér í fyrsta sinn að sér kveða á opinberum vettvangi og sýnir bæði teikningar og
málverk. Verk Maríu eru margvísleg að gerð en eiga það þó sameiginlegt að vera öll fígúratíf, í dansandi
litum og sveipuð dulúð. María fæddist á Akureyri árið 1987 og útskrifaðist með B.A.-gráðu í myndskreytingum
frá Designskolen í Kolding í Danmörku í júní sl. Frá 2007-2008 nam hún grafík við danska lýðháskólann
Den Skandinaviske Designhöjskole eftir að hafa útskrifast úr Menntaskólanum á Akureyri frá félagsfræðibraut.
Sýningin er opin miðvikudaga til sunnudaga frá 13.00-17.00 og stendur til 22. júlí.
"Samspil" Sigríðar og Ragnheiðar
Í Ketilhúsinu sýna þær Sigríður Ágústsdóttir og Ragnheiður Þórsdóttir. Sýningin kallast "Samspil" og
stendur til 29. júlí nk. Báðar hafa þær helgað sig listagyðjunni og útbreiðslu á fagnaðarerindi hennar með sköpun,
kennslu og virkri þátttöku í menningarlífi bæjarins, en þó eftir ólíkum leiðum. Á sýningunni sýnir
Ragnheiður ofin verk sem eiga sjónrænar rætur að rekja allt aftur til landnáms en teygja sig jafnframt inn í hamagang og sundurlyndi 21. aldarinnar.
Sigríður heldur sig aftur á móti við brothættara svið hlutveruleikans, þ.e.a.s. leirkerasmíðina. Verk hennar eru einföld og sígild
að formi og bera með sér andblæ sem er þekkt úr íslenskri náttúru; lágmælta tóna svarðar og foldar sem framkallast
á yfirborðinu við reykbrennslu.
Ketilhúsið er opið miðvikudaga til sunnudaga kl. 13.00-17.00.
Listagilið fagurskreytt
Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni að útilistasýningin "Textílbomban" stendur nú yfir í Listagilinu. Í sumar eru 20
ár liðin síðan Akureyrarbær kom að rekstri Listagilsins og fagnar Sjónlistamiðstöðin þeim áfanga með gleði, sköpun og
sprengikrafti. "Textílbomban" er samsýning 35 norðlenskra textíllistakvenna, listnema á listnámsbraut VMA, Álfkvenna (áhugaljósmyndarar) og
vaskrar sérsveitar skólabarna. Þessi óvanalega sýning er hugsuð myndlistinni til dýrðar og unnin úr tauefnum, sorpi og
nautshúðum. Eru fánar, veifur, dreglar og blæjur þvers og kruss á milli húsa, út úr húsum, ofan á húsum og upp eftir
ljósastaurum, af öllum gerðum og í öllum regnbogans litum. Af þessu tilefni hefur stærsta fána landsins verið flaggað við efri skolt
Listagilsins og það í 12 metra fánastöng, þá hæstu á landinu. Fáninn er unninn af fjórum textíllistakonum sem kenna
sig við Tíuna, vinnustofu í Listagili.
Sundlaug Akureyrar í nýstárlegum búningi
Auk ofangreindra sýninga er vert að minnast á sýninguna "Dýfurnar – Save the Artists" sem stendur yfir í Sundlaug Akureyrar. Í tilkynningu um
sýninguna segir: "Magnaðar innsetningar í umsjón Sjónlistamiðstöðvarinnar sem býður upp á ferska sýn á einn helsta
samkomustað bæjarbúa, Sundlaug Akureyrar. Samtals 100 þátttakendur, myndlistarmenn, listnemar og börn umbreyta þannig andrúmsloftinu svo að laugin
verður að hálfgerðu skúlptúrsmálverki. Sýningin þenur út hugmyndir okkar um baðmenningu og hrærir í skilningarvitunum
með uppbyggilegum hætti líkt og róandi nuddpottur sem virkar í næstum öllum veðurskilyrðum. Anddyrið innmálar sig, veggir
útmála sig, aspirnar eru umvafðar skærgulum viðvörunarborðum laganna varða og vindhörpur klingja í trjágreinum á meðan listnemar
bregða á leik. Baðgestir geta einnig skroppið til paradísareyjunnar Balí og það án þess að borga krónu fyrir eða hafa fyrir
því að pakka ofan í töskur. Dýfðu þér á bólakaf ofan í nýja sálma og syntu 150 metrana í átt
að innsta draumi þínum!"
Sýningin stendur til 5. september og er opin á opnunartíma sundlaugarinnar: kl. 06.45-21.00 mánudaga til föstudaga og kl. 08.00-19.30 laugardaga og
sunnudaga .
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisganga-um-gasir
|
Afmælisganga um Gásir
Afmælisganga verður farin um minjasvæðið á Gásum á morgun, fimmtudag, kl. 20.00.
Herdís S. Gunnlaugsdóttir leiðsögumaður mun leiða göngugesti í gegnum sögu kaupstaðarins og svara spurningum eins og “Hvað áttu
Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt” og “Hverjir áttu viðskipti á Gásum og hvaðan komu þeir”?
Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og hvergi á Íslandi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá
verslunarstað. Eins og áður hefur komið fram verða haldnir þar árlegir Miðaldadagar um helgina þar sem endursköpuð er stemning kaupstaðarins
á 13 öld. Nánar á gasir.is
Gangan hefst á bílastæðinu, tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Gásir eru við Hörgárósa í
Eyjafírði, 11 km norðan við Akureyri.
Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar í tilefni 150 ára
afmæli Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-603-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deiliskipulagsbreyting-holmatun-1-3-og-5-9
|
Nr. 603/2012 Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulagsbreyting - Hólmatún 1-3 og 5-9.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi 1. áfanga, Hólmatún
1-3 og 5-9 þann 8. maí 2012 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að í stað tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúss og fjögurra hæða
fjölbýlishúss með 25-30 íbúðum, koma fimm tveggja hæða fjölbýlishús, hvert með fjórum íbúðum, alls
20 íbúðir.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 25. júní 2012,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri
skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 10. júlí 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-586-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-orlofsbyggd-nordan-kjarnalundar-deiliskipulagsbreyting
|
Nr 586/2012 Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar, deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. júní 2012 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir „Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar“.
Breytingin felur í sér að byggingarreitur húss nr. 4 við Götu mánans stækkar um 4 metra til norðurs.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 25. júní 2012,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 9. júlí 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/after-hours-a-heitum-fimmtudegi
|
After Hours á Heitum fimmtudegi
Jazzklúbbur Akureyrar í samstarfi við Græna hattinn bjóða tónlistarunnendum upp á Heita fimmtudaga í sumar. Í kvöld stíga
á stokk þau Erla Stefánsdóttir söngkona, Sigmar Þór Matthíasson bassaleikari og Baldur Tryggvason gítarleikari sem skipa
tríóið After Hours. Tónlistin sem þau spila er að stórum hluta jazz standardar en einnig lög úr öllum áttum sem
tríóið hefur útsett fyrir þessa hljóðfæraskipan og má þar nefna lög á borð við Fly Me to the Moon, All of Me, The Girl
from Ipanema og Black Coffee.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og er miðasala við innganginn. Miðaverð er kr. 1.500.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjoladagar-hefjast-i-kvold
|
Hjóladagar hefjast í kvöld
Hjóladagar Bifhjólaklúbbsins Tíunnar hefjast á Ráðhústorgi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19.30. Þaðan verður
ekið í hópakstri um bæinn sem endar við Mótorhjólasafn Íslands þar sem boðið verður upp á vöfflur og lifandi
tónlist.
Hápunktur Hjóladaganna er árleg hjólaspyrna sem fer fram á svæði Bílaklúbbs Akureyrar á morgun, föstudagskvöld, kl.
20.30. Full dagskrá verður á Raðhústorgi á laugardaginn og hefst kl. 13.00. Sem dagskrárliði má nefna hjóltúra fyrir krakka,
þrautabraut, keppni í pylsuáti og fleira. Hjóladögunum lýkur svo á laugardagskvöld með balli þar sem hljómsveitin
Fígúra heldur uppi fjörinu.
Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Tíunnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-myndud-ur-lofti
|
Akureyri mynduð úr lofti
Á næstu dögum, ef veðurskilyrði verða hagstæð, mun flugvél á vegum Loftmynda ehf. fljúga yfir Akureyri og taka ljósmyndir
af bænum. Tilgangur myndatökunnar er að afla gagna sem síðar nýtast við kortagerð af ýmsu tagi, skipulagsgerð, gatnahönnun ofl.
Síðastliðin 15 ár hefur verið flogið yfir bæinn á tveggja til þriggja ára fresti undir lok júlí eða í byrjun
ágúst í þessum sama tilgangi. Að gefnu tilefni eru bæjarbúar því hvattir til þess að brosa næstu daga!
Meðfylgjandi loftmynd var tekin 25. júlí 2010 úr 1.400m hæð (4.500 fet).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldadagar-framundan
|
Miðaldadagar um helgina
Miðaldadagar á Gásum hefjast í dag, föstudag, og standa yfir til sunnudags. Af því tilefni kemur fjöldi fólks víðsvegar
að af landinu og erlendis frá til þess að endurskapa mannlífið við hinn forna verslunarstað Gásir við Eyjafjörð. Gásir eru um 11 km.
norðan Akureyrar og stendur sunnan við ósa Hörgár þar sem er að finna ágæta höfn frá náttúrunnar hendi.
Þátttakendur eru um 75; kaupmenn, handverksmenn, vígamenn og munkar.
Opið verður á Miðaldadögunum frá föstudegi til sunnudags frá 11.00-18.00.
Sjá nánar á gasir.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarstarf-glerarkirkju
|
Sumarstarf Glerárkirkju
Æskulýðsfélagið Glerbrot stendur fyrir sumardagskrá í Glerárkirkju í vikunni og er opin öllum krökkum sem fæddir eru
á árunum 1996 til 1998. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla vikuna sem endar með tjaldútilegu í Þingeyjarsýslu um
næstu helgi. Allar nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin Þorsteinsson í síma 864 8451 og á netfanginu [email protected]. Samherji er sérlegur styrktaraðili sumardagskrár Glerbrots.
Hér má sjá dagskrá sumarstarfsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikfangagerd-akureyrar-og-leifsleikfong
|
Afmælissýning í Friðbjarnarhúsi
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar stendur nú yfir sýning í Friðbjarnarhúsi á leikföngum frá Leikfangagerð
Akureyrar og Leifsleikföngum. Þessi verkstæði voru starfrækt á Akureyri á árunum 1931-1960 og seldu leikföng um allt land.
Frumkvöðullinn að Leikfangagerðinni var Skarphéðinn Ásgeirsson, seinna kenndur við Amaro, sem þá var nýútskrifaður
smiður. Bróðir Skarphéðins, Baldvin Leifur, tók síðar við framleiðslunni og nefndi hana Leifsleikföng. Öll leikföngin voru framleidd
úr tré og úrvalið var mikið. Leifsleikföng hættu framleiðslu árið 1960 í kjölfar aukins innflutnings á leikföngum
erlendis frá.
Í Friðbjarnarhúsi má einnig sjá alls kyns leikföng frá síðustu öld. Opið verður alla daga í sumar frá kl.
13.00-17.00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-643-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-fosshlidar-manahlidar-sunnuhlidar-og-barmahlidar
|
Nr 643/2012 Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Breyting á deiliskipulagi Fosshlíðar, Mánahlíðar, Sunnuhlíðar og Barmahlíðar
Breyting á deiliskipulagi Fosshlíðar, Mánahlíðar, Sunnuhlíðar og Barmahlíðar, Akureyri. Bæjarráð
Akureyrarkaupstaðar samþykkti deiliskipulagsbreytingu fyrir Fosshlíð, Mánahlíð, Sunnuhlíð og Barmahlíð þann 5. júlí
2012 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að á lóð nr. 8 við Barmahlíð er heimilað að hafa mænisþak eða einhalla
þak.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
B-deild - Útgáfud.: 20. júlí 2012
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/spitalaganga-i-tilefni-afmaelisarsins
|
Spítalaganga í tilefni afmælisársins
Magnús Stefánsson, fyrrverandi yfirlæknir barnadeildar FSA, og Hanna Rósa Sveinsdóttir, sérfræðingur á Minjasafninu á Akureyri,
munu leiða hina vikulegu afmælisgöngu á morgun, fimmtudag, kl. 20.00. Að þessu sinni er gangan tileinkuð spítalasögu Akureyrar og gengið verður
frá bílastæðinu norðan við núverandi byggingar Sjúkrahúss Akureyrar og að Gamla spítala að Aðalstræti 14. Á
leiðinni munu þau Magnús og Hanna Rósa segja þátttakendum frá hinum ýmsu byggingum, þróun á spítalastarfsemi og
áhrifaríkum persónum í spítalasögu Akureyrar.
Gangan tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gotulistahatidin-hafurtask-haldin-a-akureyri
|
Götulistahátíðin Hafurtask haldin á Akureyri
Leikhópurinn Þykista stendur fyrir Götulistahátíðinni Hafurtask 20. - 25. ágúst næstkomandi. Hátíðin er hluti af
afmælishátíð Akureyrarbæjar en er þó sjálfstætt verkefni þessa nýja leikhóps sem hefur verið iðinn við
frumkvöðlastarf síðan hann var stofnaður árið 2010. Aðaláhersla Hafurtasks er að stuðla að lærdómi og þátttöku
ungmenna frá Akureyri og nærsveitum á sviði lista og skapa vettvang fyrir þau til að koma sér á framfæri.
Dagana 20.-24. ágúst getur ungt fólk á aldrinum 15-30 ára tekið þátt í listasmiðjum Hafurtasks. Boðið er upp á
leiklistarsmiðju, danssmiðju, gjörningasmiðju, tónlistarsmiðju og kórasmiðju. Þátttökugjald er 5.000-8.000 krónur á smiðju.
Afrakstur vinnu hverrar smiðju verður hluti af dagskrá Hafurtasks laugardaginn 25. ágúst sem fer fram víðsvegar um miðbæ Akureyrar og verður
auglýst nánar síðar.
Allar frekari upplýsingar má finna á hafurtask.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/makrilveidar-a-torfunefsbryggju
|
Makrílveiðar á Torfunefsbryggju
Nú er mikill handagangur í öskjunni á Torfunefsbryggju. Ungir sem aldnir standa þar þétt saman og moka upp makríl. Svo virðist sem
stór ganga sé í Pollinum og sögðu viðmælendur okkar á bryggjunni að gangan væri mun seinna á ferð núna en í fyrra
því þá hafi verið hægt að moka upp makríl undir lok maí.
Flestir virtust henda makrílnum aftur í sjóinn en aðrir söfnuðu honum í poka og sögðust ætla að prófa að matreiða hann.
Einhver heyrðist segja að gott væri að grilla hann en annar taldi makrílinn langbestan reyktan. Einnig voru þarna á ferðinni silungsveiðimenn að
safna í beitu.
Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.
Í loftköstum á land.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bokautgafa-a-afmaelisari
|
Bókaútgáfa á afmælisári
Þekktu bæinn þinn nefnist afmælisrit Akureyrarkaupstaðar sem verður 150 ára gamall 29. ágúst næstkomandi. Í stuttum og
hnitmiðuðum textum er sagt frá sérkennum afmælisbarnsins og lesandinn leiddur um götur og hverfi bæjarins auk þess sem fjallað er um Grímsey og
Hrísey.
Um 500 ljósmyndir, allar frá þessari öld og margar teknar úr lofti, prýða bókina og varpa skemmtilegu ljósi á bæinn og
verða er tímar líða einstæð heimild um Akureyri í byrjun 21. aldar.
Þekktu bæinn þinn er einkar fallegt og veglegt afmælisrit, á þriðja hundrað blaðsíður, í stóru broti og innbundin, allar
ljósmyndir eru í lit, og vandað er til prentunar og frágangs í hvívetna – eins og sæmir afmælisbarninu.
Væntanlegum kaupendum býðst bókin á tilboðsverði, 9.800 kr. – fullt verð er 14.900 – og að fá nafn sitt skráð á
heillaóskalista er birtist í bókinni. Ritstjóri er Jón Hjaltason sagnfræðingur, en útgefandi er Völuspá útgáfa í
samvinnu við Akureyrarkaupstað. Bókin mun koma út afmælisdaginn, 29. ágúst næstkomandi.
Pöntunarsímar: 821 1780 og 863 2250 eða í netfanginu, [email protected].
Afmælisrit Lystigarðsins
Lystigarðurinn á Akureyri er 100 ára á þessu ári og á þeim miklu tímamótum verður gefið út sérstakt
afmælisrit. Þar segir frá tilurð garðsins og hvernig Akureyringar og aðrir landsmenn hafa notið góðs af þeirri vinnu allar götur
síðan.
Fjölmargar myndir prýða þessa fallegu bók sem nú er boðin á tilboðsverði, 7.900 kr. og fá kaupendur nöfn sín
skráð á heillaóskalista sem birtist í ritinu. Saga Lystigarðsins er rituð af Ástu Camillu Gylfadóttir, landslagsarkitekti, en
meðhöfundur er Björgvin Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðsins. Áformað er að bókin komi út á 100 ára afmæli
Lystigarðsins þann 31. júlí næstkomandi.
Tekið er við áskriftum í síma 861 9407 og í netfanginu; [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-og-vid-fognum-afmaeli-1
|
Ein með öllu
og við fögnum afmæli!
Akureyringar taka með opnum örmum á móti gestum og gangandi um verslunarhelgina á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu…og við
fögnum afmæli! Mikil áhersla er lögð á fjölbreytta dagskrá og að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst
fimmtudaginn 2. ágúst næstkomandi með útitónleikum N4 og nær hámarki sunnudagskvöldið 5. ágúst með flugeldasýningu
af Pollinum og Sparitónleikunum á Samkomuhúsflötinni. Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrar munu blöðrur skipa ákveðinn sess á
Sparitónleikunum.
Fjöldi dagskrárliða hafa fest sig í sessi á síðustu árum og má þar nefna Óskalagatónleika Eyþórs Inga og
Óskars Péturssonar í Akureyrarkirkju, Kirkjutröppuhlaupið, Mömmur og möffins í Lystigarðinum og Dynheimaballið. Af nýjum
dagskrárliðum er vert að nefna viðburð sem ber yfirskriftina “Pabbar og pizzur” þar sem pabbar bæjarins láta ljós sitt skína
á sama tíma og þeir styrkja málefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Helstu söngbarkar þjóðarinnar munu ekki láta sig vanta til Akureyrar og fram koma m.a. Jón Jónsson, Eyþór Ingi, Dúndurfréttir,
XXX Rottweiler hundar, Hjálmar, Steindi JR, Skytturnar, hljómsveitin Bravó, Papar, Páll Óskar Hjálmtýsson, Sálin hans Jóns
míns, Hvanndalsbræður, Mannakorn, Ingó veðurguð og fleiri.
Auk ofangreindra atriða verður boðið upp á skautadiskó, flóamarkað, ævintýralandið að Hömrum, fjölskyldudagskrá
á Ráðhústorgi, tívolí, söngkeppni unga fólksins og margt fleira. Dagskrá hátíðarinnar í heild sinna má finna
á einmedollu.is og á facebook.com/einmedollu.
Það eru Vinir Akureyri í samvinnu við Akureyrarstofu sem standa fyrir Einni með öllu…og við fögnum afmæli! og eru helstu bakhjarlar
Norðlenska, Vífilfell og sjónvarpsstöðin N4.
Ljósmynd: Þórhallur Jónsson
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.