Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/unglingar-og-samfelagsmidlar
Unglingar og samfélagsmiðlar KFUM og KFUK bjóða upp á námskeið fyrir unglinga og foreldra um samfélagsmiðla á netinu í Glerárkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.00. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig tengsl myndast í netheimum og einkenni þeirra. Kallað verður eftir umræðum um hvort þörf sé á reglum fyrir samskipti unglinga á netinu. Einnig verður rætt um notkun félagasamtaka, sjálfboðaliða og starfsfólks í æskulýðsstarfi á samfélagsmiðlum og hvers þeir þurfi að gæta. Leiðbeinandi á námskeiðinu sem haldið er í samstarfi við Glerárkirkju og Æskulýðssjóð er Halldór Elías Guðmundsson djákni og æskulýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK á Íslandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-vera-med-i-thjodleik
Viltu vera með í Þjóðleik? Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er að frumkvæði Þjóðleikhússins í fimm landshlutum í vetur í samstarfi við Menningarráð, sveitarfélög og fleiri aðila. Áhugaleikhópar, skólahópar eða vinahópar geta sótt um að vera með í Þjóðleik svo fremi að meðlimir hópsins séu að minnsta kosti átta og allir á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999). Fyrir hópnum þarf þó að fara einn eða fleiri leiðbeinendur/leikstjórar sem eru eldri en 20 ára. Hvað svo? Leiðbeinendur hópanna fá ókeypis undirbúningsnámskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 13.-14. október 2012. Þrjú glæný leikrit hafa verið skrifuð fyrir Þjóðleik. Hver hópur velur sér eitt þessara verka. Hver hópur setur upp leiksýningu í sinni heimabyggð. Stuðningur verður veittur til hópanna í formi ráðgjafar og námskeiðahalds yfir veturinn. Vorið 2013 verða haldnar stórar uppskeru- og leiklistarhátíðir í hverjum landshluta þar sem allir hóparnir koma saman með leiksýningar sínar. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 8. október 2012. Allar nánari upplýsingar um verkefnið veitir Gísli Rúnar Gylfason fyrir hönd Þjóðleiks á Norðurlandi Eystra (sími 863 4369 eða [email protected]). Umsóknir sendist á netfangið [email protected] eða bréfleiðis til Þjóðleiks, bæjarskrifstofum Fjallabyggðar, Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkja-krabbameinsfelagid
Styrkja Krabbameinsfélagið Nú styttist í Dömulega dekurdaga sem fara fram í fimmta sinn á Akureyri 11.-14. október næstkomandi. Skipuleggjendur vilja láta gott af sér leiða og því var ákveðið að selja handþrykkta poka merkta Dömulegum dekurdögum til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Það var Bryndís Óskarsdóttir grafískur hönnuður sem hannaði mynstrið en listakonur frá vinnustofunni 10AN í Listagilinu, í samstarfi við kennara og nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri, sáu um að handþrykkja á pokana. Allir sem koma að verkinu gefa vinnu sína í þágu þessa góða málefnis. Pokarnir verða seldir 11.-14. október í verslununum Centro, Kistunni, Sirku og Pedrómyndum og kostar hver poki 3.000 kr. Á meðal viðburða sem hægt verður að velja úr á Dömulegum dekurdögum eru tónleikar Björgvins Halldórssonar í Hofi, útgáfutónleikar Retro Stefson á Græna hattinum, konukvöld í Centro með Eyjólfi Kristjánssyni, afmælistónleikar Hvanndalsbræðra í Hofi, kósýkvöld á Strikinu og Bleika ballið á skemmtistaðnum 600 með plötusnúðunum í N3. Dagskrána má sjá á visitakureyri.is og á Facebooksíðu Dömulegra dekurdaga þar sem einnig er að finna ýmis dömuleg tilboð. Á meðfylgjandi mynd eru listakonurnar Elva Káradóttir, Sveina Björk Jóhannesdóttir, Soffía Hafþórsdóttir og verslunarkonan Vilborg Jóhannsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gongum-til-gods
Göngum til góðs Á morgun, laugardaginn 6. október, verður landssöfnunin "Göngum til góðs" haldin hér á Akureyri sem og annars staðar á landinu. Markmið söfnunarátaksins, fyrir utan að safna fjármunum til góðra verka, er að fá sem flesta til að taka þátt í uppbyggilegu starfi Rauða krossins og ganga sér og hreyfingunni til góðs. Sjálfboðaliðar geta komið í hús Rauða krossins í Viðjulundi og náð sér í söfnunarbauka til að ganga með í hús í góða veðrinu á morgun. Einnig er hægt að skrá sig til leiks á heimasíðu söfnunarinnar Göngum til góðs.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-806-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 806/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti Breyting á deiliskipulagi tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. september 2012 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti. Breytingin felur m.a. í sér að lóð og byggingarreitur Þingvallastrætis 23 stækka. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 21. september 2012, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála B-deild - Útgáfud.: 5. október 2012
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-verdur-um-innanlandsflugid
Hvað verður um innanlandsflugið? Fundur um möguleg áhrif flutnings miðstöðvar innanlandsflugs frá Reykjavíkurflugvelli verður haldinn á Hótel KEA, þriðjudaginn 9. október kl. 12. Fundurinn er á vegum Akureyrarbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og KPMG. Dagskrá: 1. Flosi Eiríksson - KPMG: Skýrsla um áhrif þess að færa innanlandsflug til Keflavíkur. 2. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson - AFE: Mikilvægi Reykjarvíkurflugvallar fyrir heilbrigt atvinnulíf og stjórnsýslu. Fundarstjóri verður Geir Kristinn Aðalsteinsson stjórnarformaður AFE. Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir. Frá Akureyrarflugvelli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-til-nyskopunar-og-throunar-1
Styrkir til nýsköpunar og þróunar Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Styrkir verða veittir til skilgreindra verkefna sem líkleg eru til að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Verkefni skulu vera unnin í samstarfi að lágmarki þriggja aðila. Næsti umsóknarfrestur er til og með 24. október næstkomandi. Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar, m.a. um styrkhæfan kostnað, forsendur og verklag styrkveitinga, má nálgast á www.afe.is/is/vaxey, eða hjá Elínu Aradóttur verkefnastjóra í síma 460 5701, [email protected]. Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er samningur milli iðnaðarráðuneytisins og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Núgildandi samningur var undirritaður í lok febrúar 2012 og gildir fyrir árin 2012 og 2013. Meginmarkmið samningsins er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Áhersla skal vera á styrkveitingar til stærri og veigameiri samvinnuverkefna sem hafa það markmið að efla nýsköpun og þróun í atvinnulífi svæðisins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skodanir-thinar-a-baejarmalunum
Skoðanir þínar á bæjarmálunum Yfir vetrartímann eru viðtalstímar bæjarfulltrúa á Akureyri að jafnaði haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19 í Ráðhúsi bæjarins eða grunnskólum hverfanna. Tveir bæjarfulltrúar eru til staðar hverju sinni og verður fyrsti viðtalstími vetrarins á fimmtudaginn kemur. Þá verða til viðtals í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson og Sigurður Guðmundsson. Bæjarfulltrúarnir munu svara símtölum í síma 460 1000 eftir því sem aðstæður leyfa en þeir bæjarbúar sem mæta í Ráðhúsið njóta forgangs. Skorað er á bæjarbúa að nýta þetta tækifæri til að koma á framfæri því sem þeim liggur á hjarta og tjá sig um bæjarmálin. Áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa veturinn 2012-2013. Ráðhúsið á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akademian-kvedur-husmaedraskolann
Akademían kveður húsmæðraskólann AkureyrarAkademían stendur á tímamótum því heimili hennar og varnarþing, gamli húsmæðraskólinn að Þórunnarstræti 99, skiptir senn um hlutverk. Húsið hefur verið ómetanlegur grundvöllur fyrir starfsemi félagsins. Saga þeirra sem störfuðu í húsinu hefur auk þess orðið uppspretta ýmissa hugmynda um einstaka atburði svo og lagt til mikilvæga drætti í þá ímynd sem einkennt hefur starf og stefnu félagsins. Þannig hefur AkureyarAkademían ekki aðeins reynt að hlúa vel að húsinu og umhverfi þess heldur jafnframt haldið sögu þess á lofti. Liður í þeirri stefnu hefur verið að halda hátíðlegan Dag hússins 13. október en þann dag árið 1945 var húsið vígt. Laugardaginn 13. október kl. 11–13 verður Dagur hússins haldinn í síðasta sinn í nafni AkureyrarAkademíunnar. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir mun minnast Þorbjargar Finnbogadóttur kennara í Húsmæðraskólanum á Akureyri. Kvennakór Akureyrar undir stjórn Daníels Þorsteinssonar gleður gesti og gangandi með söng. Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórn flytur ávarp og akademónar kveðja húsið. Akureyringar eru hvattir til að koma og skoða húsið sitt, gamla húsmæðraskólann, að Þórunnarstræti 99. Grípið tækifærið áður en húsið fær annað hlutverk, andið að ykkur andrúmslofti liðinna tíma og gleðjist með blíðum kvennasöng og minningum þeirra sem þekkja sögu hússins. Gamli húsmæðraskólinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-kynbundinn-launamunur
Enginn kynbundinn launamunur Í ljósi umræðna sem skapast hafa í kjölfar nýrrar könnunar BSRB, sem sýnir að kynbundinn launamunur sé síður en svo í rénun, skal áréttað að slíkan launamun hefur ekki verið að finna hjá Akureyrarbæ á undanförnum árum eins og leitt var í ljós með rannsókn RHA árið 2007. Sú rannsókn sýndi fram á að enginn marktækur munur var á launum kynjanna hjá sveitarfélaginu og síðan hefur verið unnið eftir sömu markmiðum og stefnumótun í launamálum. Því er engin ástæða til að ætla að þetta hafi nokkuð breyst en nauðsynlegt er að kanna það með reglulegu millibili. Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum 1. ágúst sl. að láta vinna nýja könnun. Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) mun því í nóvember vinna nýja rannsókn á launum kynjanna hjá Akureyrarbæ og verða niðurstöður þeirrar vinnu kynntar um leið og þær liggja fyrir. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að sveitarfélaginu sé mikið í mun að staða kynjanna sé jöfn á öllum sviðum og að með rannsókn utanaðkomandi fagaðila verði hægt að birta raunsanna mynd af stöðunni. Frétt um fyrri rannsókn RHA frá því í febrúar 2008. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rot-vandans
Rót vandans Garðyrkjufélag Íslands efnir til fræðsluerindis í húsakynnum AkureyrarAkademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99 á Akureyri fimmtudagskvöldið 18. október kl. 19.30. Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélagsins flytur erindi sem hann nefnir „Rót vandans“. Þar mun hann meðal annars fjalla um nokkra helstu lykilþætti í ræktun, til að mynda jarðveg og jarðvegsgerð og þær kröfur sem plöntur gera til jarðvegs. Þá verður kennt hvernig á að bera sig að við upptöku trjágróðurs til flutnings, gróðursetningar og áburðargjöf. Nánari upplýsingar á heimasíðu Garðyrkjufélagsins. Verð 1.000 kr og 500 kr. fyrir félagsmenn í GÍ. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2019
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018. Breytingin felur í sér að þéttbýlismörk ofan byggðar á Akureyri, verða færð ofar þannig að meginhluti landnotkunnarreita verði innan þeirra. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, hverfisverndarsvæði á Glerárdal og vatnsverndarsvæði verða utan þess. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 17. október til 28. nóvember 2012 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér að neðan: Þéttbýlisuppdráttur, núverandi staða Sveitarfélagsuppdráttur, núverandi staða Þéttbýlisuppdráttur, drög að breytingu Sveitarfélagsuppdráttur, drög að breytingu Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 28. nóvember 2012 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 17. október 2012 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-um-blondulinu-3
Fundur um Blöndulínu 3 Heimamenn á áhrifasvæði hugsanlegrar háspennulínulagnar frá Blöndu til Akureyrar, efna til fundar um fyrirætlanirnar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Fundurinn verður haldinn í veitingahúsinu að Engimýri í Öxnadal laugardaginn 20. október og hefst kl. 10. Hægt verður að kaupa súpu og brauð í hádeginu fyrir 1.500 kr. Dagskrá: 10.00–10.15: Skráning og kaffi 10.15–10.35: „Flutningur raforku – hvað mikið, hvernig og fyrir hverja?“ Gauti Hallsson, orkutæknifræðingur, framkvæmdastjóri DEXTA orkutæknilausna og fv. framkvæmdastjóri Becromal á Akureyri 10.35–11.05: „Hvar standa landeigendur?“ Sif Konráðsdóttir og Ólafur Valsson, Hólum 11.05–11.25: „Frá sjónarhóli Skagfirðinga“ Helga Rós Indriðadóttir, leiðsögumaður í Skagafirði og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, skipulagsfræðingur í Reykjavík 11.25–12.00: Fyrirspurnir og umræður 12.00–12.30: Hádegisverður og kaffi 12.30–13.30: Framhald umræðna 13.30: Áætluð fundarlok Auk framsögumanna munu Hanna Rósa Sveinsdóttir, oddviti, Ásrún Árnadóttir, bóndi á Steinsstöðum II og Arngrímur Jóhannson, flugstjóri o.fl. sitja í pallborði. Fundarstjóri er Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur, sem á sæti í stjórn Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnar-vinnustofur-i-floru
Opnar vinnustofur í Flóru Gamla Kaupfélagshúsið í Hafnarstræti á Akureyri hefur enn á ný fengið nýtt hlutverk en þangað er nú Flóra, verslun og vinnustofur, flutt. Margvísleg starfsemi hefur verið í húsinu frá því það var reist af Pöntunarfélagi Eyfirðinga (síðar Kaupfélag Eyfirðinga) í upphaflegri mynd árið 1898, þ.á m. prentsmiðja, ljósmyndastofa, ferðaskrifstofa, ræðismannsskrifstofa, tannlæknastofa, verslanir, steinasöfn og stjórnmálastarfsemi. Í tilefni af flutningi Flóru í Hafnarstrætið verða vinnustofur hússins opnar gestum og gangandi laugardaginn 20. október kl. 15-17. Flóra er nú starfrækt á tveimur neðri hæðum hússins en áður var hún í Listagilinu. Með flutningunum var starfsemi Flóru einnig víkkuð út að hluta. Jafnframt því að vera verslun sem leggur áherslu á endurunnar vörur, endurnýtingu og náttúruvörur, ásamt myndlist, tónlist og bókmenntum, hefur Flóra staðið fyrir ýmsum viðburðum svo sem myndlistasýningum, upplestrum, gjörningum og kvikmyndasýningum. Í gamla húsnæðinu í Listagili var einn aðili með vinnustofu en nú hefur þeim fjölgað í sex: fólk sem m.a. sinnir fjölbreytilegu skapandi starfi eins og ljósmyndun, saumum, skrifum, fræðistörfum, textílþrykki og myndlist. Áherslan í starfinu er enn sem fyrr á endurvinnslu og endurnýtingu. Á opnum vinnustofum Flóru á laugardag býðst fólki að rölta um staðinn með kökubita og kaffi, kynnast þessu sögufræga húsi betur og sjá það sem verið er að vinna að. Allir velkomnir. Á meðfylgjandi mynd má sjá þau sem eru með vinnustofur í Flóru en þau eru talið frá vinstri: Hlynur Hallsson, Sigurjón Már Svanbergsson, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Elín Hulda Einarsdóttir, Marta Kusinska og María Franksdóttir Ellmer.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gafu-veggteppi
Gáfu veggteppi Helena Dejak afhenti Geir Kristni Aðalsteinssyni forseta bæjarstjórnar á Akureyri veggteppi að gjöf á dögunum fyrir hönd Ferðaskrifstofu Nonna. Í veggteppið er ofið afmælismerki Akureyrar og er tilefni gjafarinnar 150 ára afmæli bæjarins. Ferðamenn frá sautján löndum tóku þátt í vefa veggteppið en alls gáfu rúmlega hundrað manns þræði í verkefnið. Einnig fékk Geir afhenta bók frá ferðaskrifstofunni með nöfnum frá þeim sem komu að verkefninu. Raghneiður Þórsdóttir, vefari, setti upp vefinn og hefur haft umsjón með verkinu. Frétt og mynd af vikudagur.is. Helena afhendir Geir veggteppið góða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bok-a-polsku-gefin-ut-a-akureyri
Bók á pólsku gefin út á Akureyri Í sumar kom út á Íslandi bókin "Islandia jak z bajki" (Ísland - ævintýrasaga) eftir Janinu Ryszarda Szymkiewicz. Bókin hefur hlotið afar lofsamlega dóma, meðal annars í Reykjavik Grapevine og einnig í pólskum fjölmiðlum, og Iceland Review mælir sérstaklega með henni fyrir pólska ferðamenn. Þetta er fyrsta bókin sem gefin er út á pólsku á Íslandi en bæði höfundurinn og útgefandinn búa og starfa á Akureyri. Á Íslandi búa nú um 10.000 Pólverjar og hafa þeir tekið bókinni fegins hendi. Hún verður einnig gefin út í Póllandi innan tíðar af einni virtustu útgáfu þarlendis sem hefur meðal annars séð um pólska útgáfu á öllu því vandaða efni sem frá National Geographic kemur. Höfundur bókarinnar vinnur nú að því að fá hana þýdda á íslensku. Janina segir um efni bókarinnar: "Bókin fjallar um elskendur sem koma til Íslands af persónulegum ástæðum í þeim tilgangi að byrja hér nýtt líf. Eftir því sem tíminn líður verður veruleiki parsins óvenjulegur, erfitt er að segja til um framvinduna í sögunni en um leið verður hún fögur á undraverðan hátt. Parið fer í ferðalag um Ísland og hittir sveitafólk og forfeður þess. Í hinu fagra og rómantíska umhverfi landsins er víða hægt að rekast á huldufólk, álfa og jafnvel tröll. Bókin tekur dæmi úr þjóðsögum, norrænni goðafræði og þeirri töfraveröld sem er hluti af þeim veruleika sem parið dreymir um. Á þessari eldfjallaeyju má alltaf gera ráð fyrir að upplifa eitthvað einstakt – sem getur auðgað tilveruna með hinu óvenjulega og verðmæta. Fyrir tveimur árum ferðaðist ég um Ísland og ók um 10 000 km leið í þeim tilgangi að kynnast landinu. Ég veit ekki til þess að neinn hafi skrifað lýsingu á pólsku þar sem landinu er lýst í skáldsögu þar sem landslaginu, náttúrunni og fólkinu er lýst á persónulegan hátt og með listrænu ívafi. Allar lýsingarnar í bókinni held ég að brúi það bil sem lýsi landi og þjóð í listrænum myndum. Ég er viss um að bókin sem ég hef skrifað getur kynnt Ísland erlendis og hér á landi sem land ævintýra." Hér má skoða Facebook-síðu bókarinnar. Frétt um útgáfu bókarinnar á Vikudagur.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafnt-vaegi-atkvaeda-ja-eda-nei
Jafnt vægi atkvæða? Já eða nei? Í hádeginu í dag, miðvikudaginn 17. október, mun Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, halda erindi á félagsvísindatorgi við Háskólann á Akureyri og fjalla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem ráðið afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011. Þjóðin gengur að kjörborðinu þann 20. október nk. og mun Grétar Þór í erindi sínu "Jafnt vægi atkvæða? Já eða nei?" einkum ræða um fimmtu spurninguna: „5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?” Torgið verður í stofu M102 og hefst kl. 12.00. Allir velkomnir. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor á viðskipta- og raunvísindasviði og hug- og félagsvísindasviði við Háskólann á Akureyri frá árinu 2008. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1989, meistaraprófi í stjórnmála- og stjórnsýslufræðum frá Gautaborgarháskóla árið 1992 og doktorsprófi í stjórnmálafræði við sama skóla árið 1999. Hann hefur meðal annars starfað sem rannsóknarstjóri RHA (1999-2001), forstöðumaður RHA (2001-2005), forstöðumaður Byggðarannsóknastofnunar (2001-2005), forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Bifröst (2005-2008) og prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst (2005-2008).
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-skipulagslysingu-vegna-breytingar-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018
Kynning á skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 Um þessar mundir er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna stækkunar á íbúðarsvæði og svæði fyrir þjónustustofnanir í Giljahverfi. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur lagt fram skipulagslýsingu til kynningar á aðalskipulagsbreytingunni í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin liggur frami í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og komið með ábendingar. Tillagan er aðgengileg hér fyrir neðan: Skipulagslýsing Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að senda þær til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, 600 Akureyri og/eða í tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 17. október 2012 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/alogur-a-ferdathjonustuna
Innanlandsflug og álögur á ferðaþjónustuna Á fundi sínum í gær, þriðjudaginn 16. október, fjallaði bæjarstjórn Akureyrar meðal annars um það hvaða áhrif auknar álögur á ferðaþjónustu gætu haft á greinina á Norðurlandi. Lögð var fram tillaga að bókun sem samþykkt var samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Tillagan var svohljóðandi: Bæjarstjórn Akureyrar hvetur Ríkisstjórn Íslands til að láta kanna hvaða áhrif fyrirhugaðar breytingar virðisaukaskatts á gistingu sem og hækkun vörugjalda af bílaleigubílum hefur á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Einnig var rætt um helstu niðurstöður skýrslu um áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur og lögð fram tillaga að bókun þar að lútandi sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn: Vegna umræðu um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni vill bæjarstjórn Akureyrar minna á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til Reykjavíkur eru forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig sínar höfuðstöðvar. Bæjarstjórn hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Bæjarstjórn vekur jafnframt athygli á helstu niðurstöðum í nýútkominni skýrslu KPMG og lýsir yfir vilja sínum til frekari viðræðna við borgaryfirvöld um málið. Upptökur frá fundum bæjarstjórnar Akureyrar Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjodaratkvaedagreidsla-20-oktober-2012
Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012 Kjörstaðir í Akureyrarkaupstað eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í félagsheimilinu Múla í Grímsey. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir er eftir búsetu og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Kjörfundur hefst á kjördag á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey klukkan 9.00 og lýkur honum klukkan 22.00. Auglýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 20. október 2012. Skipting í kjördeildir eftir götuheitum. Hrísey 18. október 2012. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hadegisverdarfundur-um-kynbundinn-launamun
Hádegisverðarfundur um kynbundinn launamun Jafnréttisstofa býður til opins hádegisfundar á kvennafrídaginn miðvikudaginn 24. október þar sem erindi og umræður um kynbundið launamisrétti munu fara fram. Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea og hefst kl. 12. Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, flytja erindi og Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, sér um fundarstjórn. Á Íslandi mælist launamunur kynjanna 7-18% eftir því hvaða hópar eru mældir og eru vísbendingar um að launamunurinn sé mun meiri á landsbyggðinni. Niðurstöður úr nýrri launakönnun BSRB sýnir að á meðal fólks í 100% starfi eru konur að jafnaði með 26% lægri uppreiknuð heildarlaun en karlar. Þegar tekið hafði verið tillit til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfstéttar, menntunar, atvinnugreinar og vakaálags, kom í ljós að munur á heildarlaunum karla og kvenna var 13,1%. Launamunur kynjanna hefur mælst svipaður í fjölda ára en í ár eru 51 ár frá gildistöku fyrstu laga um launajöfnuð kvenna og karla og því óásættanlegt að ekki hafi þokast lengra í að eyða launamisrétti kynjanna. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur en það hefur tvímælalaust viðhaldið launamun kynjanna þar sem viðurkennt er að hefðbundin kvennastörf eru minna metin en hefðbundin karlastörf. Þörf er á viðhorfsbreytingu, samvinnu og aðgerðum stjórnvalda og stéttarfélaga til að vinna bug á kynbundna launamisréttinu. Í nýrri framkvæmdaáætlun ríkistjórnarinnar gegn launamisrétti kynjanna eru settar fram margháttaðar aðgerðir en megininntakið er samvinna aðila vinnumarkaðarins og samstaða um að taka á málum. Meðal aðgerða er að fylgja eftir nýjum jafnlaunastaðli sem vonandi mun leiða fram jákvæðar breytingar. Ýmsar aðgerðir eru nauðsynlegar til að vinna bug á launamisréttinu, það er t.d. mjög aðkallandi að fyrirtæki og stofnanir fari í sjálfskoðun, geri reglulegar mælingar á launagreiðslum og leiðrétti launamismunun. Launamunurinn hefur tilhneigingu til að aukast ef ekki er fylgst vel með. Opinberir aðilar verða einnig að vera til fyrirmyndar en þeim ber ekki síst að endurmeta hin mikilvægu umönnunarstörf sem m.a. gera fólki kleift að stunda vinnu utan heimilis. Einnig þarf að fara fram alvarleg umræða um styttingu vinnuvikunnar sem stuðlar að fjölskylduvænni vinnumarkaði og kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2020
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Íbúðarsvæði og svæði fyrir þjónustustofnanir í Giljahverfi Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breytingin felur í sér að íbúðarsvæði nr. 1.42.1 Íb og svæði fyrir þjónustustofnanir nr. 1.42.2 S stækka. Tillaga að aðalskipulagsbreytingunni eru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og einnig hér fyrir neðan: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9. 3. hæð. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/byssurnar-i-vidbragdsstodu
Byssurnar í viðbragðsstöðu Undirbúningur fyrir komandi skíðavertíð stendur nú sem hæst á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Búið er að koma öllum 10 snjóbyssunum fyrir á sínum stað í brekkunum og beðið átekta eftir meiri kuldatíð. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir að allra helst þurfi að vera um 5 gráðu frost í 5-6 daga áður en skynsamlegt sé að hefja snjóframleiðslu, því kaldara því betra. Helst þarf að vera komið gott frost í jörðu til þess að hægt sé að framleiða gott undirlag fyrir skíðasnjó vetrarins. „Við höfum gefið það út opinberlega og á heimasíðunni okkar að formleg opnun á skíðasvæðinu verði 1. desember eða eftir 39 daga en að sjálfsögðu opnum við miklu fyrr ef kólnar verulega og allt fer á kaf í snjó. Mér líst til að mynda nokkuð vel á veðurspána fyrir næstu daga,“ sagði Guðmundur Karl í stuttu samtali við Akureyri.is. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/smaekkun-i-hrisey
Smækkun í Hrísey Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar veitti sveitarfélagið sex erlendum listamönnum styrki til að starfa og dveljast í Gamla skóla í Hrísey þar sem Norðanbál hefur innréttað vinnustofur og gistirými fyrir listafólk. Listamennirnir koma í tveimur hópum og eru þrjár listakonur að ljúka störfum í eyjunni um þessar mundir. Af því tilefni halda þær sýninguna Reduction eða Smækkun í Hrísey nú um helgina. Opið verður laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október frá kl. 14-17. Listakonurnar þrjár, Darr Tha Lei, Chloe Feldman Emison og Romy Rakoczy sýna skúlptúra, teikningar, málverk og innsetningar í Húsi Hákarla-Jörundar, félagsheimilinu Sæborg og í stórum gámi við útgerðarfélagið Hvamm nærri bryggjunni í Hrísey. Ferjan Sævar siglir átta sinnum á dag milli lands og eyju. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hrisey.net. Allir velkomnir! Úr vinnustofunni í Gamla skóla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetri-fagnad-1
Vetri fagnað Fyrsta degi vetrar verður fagnað á Minjasafninu á morgun, laugardag, kl. 14.00-16.00. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Eyjafjörður frá öndverðu sem og um króka og kima safnsins. Þar gefst áhugasömum gestum tækifæri til að kynnast arkitektúr hússins og fyrrverandi íbúum þess. Stúlknakór Akureyrarkirkju mun syngja vel valin lög og boðið verður upp á gamaldags nammi úr kramarhúsi. Þar sem kosningar eru nýafstaðnar og fólk í æfingu verður hægt að kjósa um bestu myndir sýningarinnar Manstu – Akureyri í myndum. Stigahæstu myndirnar verða merktar sérstaklega og kynntar á heimasíðu safnsins. Stoðvinir Minjasafnsins standa fyrir örsýningu um þróun símtækja sem mun án efa vekja kátínu á meðal yngstu kynslóðarinnar og gefa tilefni til að rifja upp þá tíma þar sem símar, internet og farsímar voru ekki til. Dagskráin er í boði Stoðvina Minjasafnsins og í tilefni dagsins verður enginn aðgangseyrir inn á safnið. Heimasíða Minjasafnsins á Akureyri. Mynd: Gísli Ólafsson/Minjasafnið á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/korahatid-i-hofi
Kórahátíð í Hofi Menningarhúsið Hof í samstarfi við Norðurorku, Hótel Kea, Landsvirkjun og Afmælisnefnd Akureyrar stendur fyrir Kórahátíð í Hofi á morgun, laugardag. Kórar af öllum stærðum og gerðum víðsvegar af Norðurlandi hafa skráð sig til leiks og í tilefni 150 ára afmælis Akureyrar leggja kórarnir áherslu á tónlist tengda Akureyri. Kórsöngurinn hefst kl. 10.30 í aðalsal Hofs, Hamraborg. Kórarnir koma fram einn af öðrum til kl. 15.30 en þá sameinast þeir allir undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og flytja þrjú lög, þar af tvö eftir heiðurstónskáld hátíðarinnar, Birgi Helgason. Kynnir verður Pétur Halldórsson, útvarpsmaður. Í miðasölu Hofs verður til sölu ýmis varningur tengdur þeim kórum sem taka þátt í hátíðinni. Á morgun verður einnig boðið upp á fyrirlestra og námskeið í Hofi. Þórhallur Guðmundsson, sjúkraþjálfari frá Eflingu, flytur fyrirlestur um kórstöðu og líkamsbeitingu, Margrét Pálmadóttir, kórstjóri, flytur erindi um kórastarf undir yfirskriftinni „Að vera í kór“ og Hafdís Árnadóttir, listrænn stjórnandi Kramhússins, heldur námskeið í leikfimi í sambatakti. Dagskrá hátíðarinnar er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar um niðurröðun atriða má sjá menningarhus.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bleikur-oktober-kvaddur
Bleikur október kvaddur Á næstkomandi miðvikudag, 31. október, verður endapunkti Bleika mánaðarins og Dömulegra dekurdaga náð. Af því tilefni verður dagskrá á Icelandair Hótel Akureyri kl. 20.00-22.00 þar sem Dóróthea Jónsdóttir mun lesa úr bók sinni Bleikur barmur, séra Hildur Eir Bolladóttir flytja hugvekju og Mareka kvartettinn syngja nokkur lög. Einnig verður flutt atriði úr gamanleiknum Ég var einu sinni frægur þar sem stórleikararnir Gestur Einar Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Þráinn Karlsson taka höndum saman. Síðast en ekki síst verður afhentur styrkur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis frá Dömulegum dekurdögum. Aðgangseyrir er kr. 1.500 sem rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Aðeins hundrað miðar eru í boði sem þýðir að fyrstar koma, fyrstar fá! Miðasala er hafin í afgreiðslu Icelandair Hótel Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverk-i-radhusinu
Handverk í Ráðhúsinu Síðastliðinn föstudag var opnuð handverkssýning í Ráðhúsinu í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Á sýningunni gefur að líta fjölbreytt handverk sem starfsfólk Ráðhússins hefur unnið að í frítíma sínum. Sýningin stendur fram á þriðjudag. Ráðhúsið er opið alla virka daga frá kl. 8-16.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-2030
Íbúaþing í Hofi Akureyrarbær býður til íbúaþings í Hofi fimmtudaginn 8. nóvember nk. kl. 16.30-20.30. Viðfangsefnið er stórt: Að móta framtíð samfélagsins til langs tíma. Það er nauðsynlegt að íbúarnir móti framtíðina saman og þess vegna er öllum boðið til íbúaþingsins, ungum sem öldnum. Afrakstur þingsins myndar grunn að nýrri langtímaáætlun í anda Staðardagskrár 21. Akureyri var í hópi fyrstu sveitarfélaganna á Íslandi sem byggðu áætlanir sínar á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þessi hugmyndafræði gengur í aðalatriðum út á að skoða sérhvert mál í stóru samhengi og reyna að sjá fyrir hvaða áhrif ákvarðanir í samtímanum hafa á hag komandi kynslóða, nær og fjær. Aðalmarkmiðið er að afkomendur okkar geti lifað góðu lífi á Akureyri, á Íslandi og hvar sem er í heiminum. Áætlanir sveitarfélaga um sjálfbæra þróun ganga alla jafna undir heitinu Staðardagskrá 21. Hins vegar er nafnið ekkert aðalatriði, það er innihaldið sem skiptir máli. Fyrsta Staðardagskráin fyrir Akureyri var samþykkt í bæjarstjórn 24. apríl 2001 eftir að hafa verið tvö ár í smíðum. Þar með skipaði Akureyrarbær sér í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi hvað þetta varðar, og hefur haldið þeirri stöðu upp frá því. Síðan þá hefur Staðardagskráin verið endurskoðuð tvisvar, fyrst 2006 og aftur 2010. Nú er komið að þriðju endurskoðuninni. Hún hefst með íbúaþinginu í Hofi 8. nóvember. Viðfangsefni íbúaþingsins er ekki bara stórt, það er líka mikilvægt og spennandi. Aðalumræðuefnið er Akureyrarbær 2030. Allir hljóta að vera sammála um að þar eigi að vera gott að búa. En hvað felur það í sér? Hvernig viljum við að bærinn okkar verði þá? Hvað þarf til? Hvað þarf að gera á allra næstu árum til að hann verði einmitt þannig? Íbúaþingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi, þar sem allir eru jafnir og allar hugmyndir velkomnar. Boðið verður upp á léttan kvöldverð á staðnum. Umhverfisnefnd og Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar standa fyrir þinginu. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS í Borgarnesi, verður bænum innanhandar við undirbúning og framkvæmd. Hann hefur mikla reynslu af vinnu sem þessari og mikla þekkingu á sviði sjálfbærrar þróunar. Niðurstaða íbúaþingsins verður nýtt sem grunnur að framkvæmdaáætlun með vel afmörkuðum verkefnum sem stuðla að því að Akureyrarbær verði eins og við viljum hafa hann 2030. Drög að þessari áætlun verða kynnt opinberlega þannig að íbúar hafa tækifæri til að koma athugasemdum og ábendingum á framfæri síðar í ferlinu. Akureyrarbær er fjölbreytt sveitarfélag þar sem hver staður hefur sína sérstöðu. Á íbúaþinginu verður reynt að draga upp mynd af æskilegri stöðu mála í sveitarfélaginu öllu árið 2030, en lausnirnar og verkefnin geta verið mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað. Þannig eiga Glerárhverfi, Grímsey og Hrísey margt sameiginlegt, en óhjákvæmilega hljóta þó viðfangsefnin og aðferðirnar við að nálgast þau að vera að einhverju leyti ólík. Mikilvægt er að raddir allra byggða Akureyrarbæjar heyrist á íbúaþinginu. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í íbúaþinginu á netfangið [email protected] í síðasta lagi mánudaginn 5. nóvember. Vegna undirbúnings þingsins, veitinga o.fl. er nauðsynlegt að hafa glögga mynd af væntanlegri þátttöku. Ath.: Framtíðin kemur. Við höfum val um hvort við tökum þátt í að móta hana eða látum öðrum það eftir. Íbúaþingið 8. nóvember er tækifæri til að hafa áhrif á Akureyrarbæ framtíðarinnar. Sjáumst í Hofi. Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurgreidsla-hushitunarkostnadar
Niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar Í kjölfar þess að lagt var fram frumvarp um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar hefur orðið nokkur umræða um mismunandi kyndingarkostnað á hinum ýmsu stöðum á landinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að niðurgreiðslur til húshitunar verði auknar verulega til þess hluta landsmanna þar sem verðið er hæst, en þar er átt við að um 10% landsmanna búa við mun hærri kyndingarkostnað en hin 90% landsmanna. Til þess að fjármagna þessar auknu niðurgreiðslur gerir frumvarpið ráð fyrir því að skattur verði lagður á raforku og heitt vatn þannig að hann nemi 0,10 kr. á hverja kílóvattstund af seldri raforku og verði 1% skattur á smásöluverð heita vatnsins. Norðurorka hf. gerir ráð fyrir að fá umrætt frumvarp til umsagnar líkt og önnur mál sem varða fyrirtækið og viðskiptavini þess og mun í framhaldinu rýna málið og setja fram á því formlega skoðun. Rétt er að taka fram og árétta að góður árangur hefur náðst hjá Norðurorku hf. í því að lækka verð heita vatnsins og liðinn er sá tími að hitaveitan á Akureyri sé með þeim dýrari á landinu. Ef skoðaður er verðsamanburður milli nokkurra veitna á landinu kemur í ljós að margar af þeim standa vel í samanburði við Orkuveitu Reykjavíkur sem lengi hefur verið með þeim ódýrari á landinu. Hér er sett fram dæmi um hús sem notar 750 m3/rúmmetra af heitu vatni á ári. Rúmm. verð Fast gjald m3 á ári Fastagjald Samtals Kr/m3 kr/dag 750 kr/ári á ári Orkuveita Reykjavíkur 113,72 37,50 85.290 13.688 98.977,50 HS-veitur 105,40 19,25 79.050 7.026 86.076,25 Norðurorka 98,00 51,94 73.500 18.958 92.458,10 HEF Egilsstöðum 97,50 36,36 73.125 13.271 86.396,40 Selfossveitur 89,30 32,14 66.975 11.731 78.706,10 Eins og sjá má er húshitunarkostnaður á mánuði miðað við þessar forsendur um 6.600 til 8.200 krónur á mánuði eftir veitum en um 7.700 krónur á Akureyri. Hér þarf þó að hafa í huga að vatnshiti er eilítið misjafn milli veitna eða frá 74°C út á kerfið hér á Akureyri upp í 83°C út á kerfið í Reykjvík sem þýðir að verðmunur er í raun enn minni milli veitnanna en ofangreindar tölur gefa til kynna. Það jákvæða í þessu öllu er hins vegar að húshitunarkostnaður á Íslandi er mjög lágur hjá langflestum landsmönnum sé tekið mið af sambærilegum kostnaði hjá öðrum Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Frétt tekin af heimasíðu Norðurorku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haensnahollin-verdlaunud
Hænsnahöllin verðlaunuð Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu voru afhent í Reykjavík í morgun. Fyrstu verðlaun voru veitt fyrir upplýsingavefinn og þekkingarbrunninn Signwiki en Hænsnahöllin við Öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri hlaut aukaverðlaun. Önnur aukaverðlaun hlaut vefur Reykjavíkurborgar, Betri Reykjavík. Alls voru 62 verkefni tilnefnd til verðlaunanna. Hænsnahöllin er 10 m² hænsnahús sem er öllum aðgengilegt. Íbúar og starfsfólk Hlíðar hugsa um hænsnin og nýta eggin. Brit Bieldveldt forstöðumaður Hlíðar sagði í hádegisfréttum RÚV að húsið hefði laðað að stóra og smáa og fjölgað heimsóknum á Hlíð. Hænsnahöllin við Hlíð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-843-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-holmatun-1-3-og-5-9-og-vordutun-2-4-6
Nr. 843/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Hólmatún 1-3 og 5-9 og Vörðutún 2-4-6 Breyting á deiliskipulagi – Naustahverfi, 1. áfangi, Hólmatún 1-3 og 5-9. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 2. október 2012 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hólmatún 1-3 og 5-9. Breytingin felur í sér að lóðarmörk milli lóðanna færast að hluta til um 1,1 m til vesturs. Byggingarreitur á lóð nr. 5-9 stækkar um 1,1 m til vesturs. Breyting á deiliskipulagi – Naustahverfi, 1. áfangi, Vörðutún 2, 4 og 6. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 2. október 2012 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 2, 4 og 6. Breytingin felur í sér að lóðirnar stækka um 2 m til suðurs. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. október 2012, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 18. október 2012
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-893-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-gildistaka-deiliskipulags-innbaejarins-borgarbrautar-vestursidu-og-deiliskipulagsbreyting-giljahverfis
Nr. 893/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Gildistaka deiliskipulags Innbæjarins, Borgarbrautar - Vestursíðu og deiliskipulagsbreyting Giljahverfis Deiliskipulag Innbæjarins. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti 18. september 2012 nýtt deiliskipulag fyrir Innbæinn í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið felur m.a. í sér að byggingarreitur og nýtingarhlutfall er skilgreint á öllum lóðum auk nýrra lóða. Með auglýsingu þessari fellur úr gildi deiliskipulag Innbæjarins og Fjörunnar frá 1986, ásamt síðari breytingum. Einnig fellur úr gildi syðsti hluti deiliskipulags miðbæjarins frá 1981. Deiliskipulag Borgarbrautar – Vestursíðu og deiliskipulagsbreyting Giljahverfis. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti 18. september 2012 nýtt deiliskipulag fyrir Vestursíðu – Borgarbraut og breytingu á afmörkun deiliskipulags Giljahverfis í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af Vestursíðu í austri, Bröttusíðu í norðri, Bugðusíðu í suðri og af núverandi og fyrirhugaðri Borgarbraut í vestri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir lengingu Borgarbrautar að Bröttusíðu, hljóðmönum og byggingarreitum fyrir bílgeymslur við Vestursíðu. Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag á svæðinu fyrir Vestursíðu 10-38 frá 1989 og Vestursíðu 1-8 frá 1991. Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi Giljahverfis og skipulagsmörk samræmd. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 16. október 2012, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 30. október 2012
https://www.akureyri.is/is/frettir/domukvold-a-icelandair-hotel
Styrkur afhentur Í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.00-22.00 fer fram lokakvöld Bleika októbermánaðarins og Dömulegra dekurdaga á Icelandair Hótel Akureyri. Þar mun Dóróthea Jónsdóttir lesa úr bók sinni Bleikur barmur sem fjallar um baráttuna við brjóstakrabbamein. Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis verða á svæðinu með svokallað brjóstavesti sem konur geta prófað til að þjálfa sig í leitinni að brjóstakrabbameini. Séra Hildur Eir Bolladóttir flytur hugvekju í tilefni dagsins og Mareka kvartettinn syngur nokkur lög. Einnig verður flutt atriði úr gamanleiknum Ég var einu sinni frægur þar sem leikararnir Gestur Einar Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Þráinn Karlsson taka höndum saman. Síðast en ekki síst verður afhentur styrkur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Sá styrkur varð til þegar skipuleggjendur Dömulegra dekurdaga ákváðu í samvinnu við grafíska hönnuðinn Bryndísi Óskarsdóttur, listakonurnar á vinnustofunni 10AN og nema við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri að framleiða taupoka tileinkaða Dömulegum dekurdögum. Aðgangseyrir er kr. 1.500 sem rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Miðasala er í afgreiðslu Icelandair Hótel Akureyri. Frá framleiðslu taupokana.
https://www.akureyri.is/is/frettir/storholt-lyngholt-nidurstada-baejarstjornar
Stórholt – Lyngholt, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 16. október 2012 deiliskipulag fyrir Stórholt og Lyngholt. Breyting var gerð á aðkomu að Lyngholti 16 frá auglýstu skipulagi. Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9. 3. hæð. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaeliskort-til-akureyrar-1
Afmæliskort til Akureyrar Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar stendur öllum vinum bæjarins nær og fjær til boða að senda Akureyri póstkort með afmæliskveðju. Tilvalið er að setjast niður og föndra heimagert kort með persónulegri kveðju til höfuðstaðar hins bjarta norðurs. Í anddyri Amtsbókasafnsins er póstkassi sem fólk getur stungið kortunum í og einnig má senda þau á Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugötu 17, 600 Akureyri. Í lok ársins verður haldin sérstök sýning á afmæliskortunum á Amtsbókasafninu og mun þar án efa kenna ýmissa grasa.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eyjafjordur-verdi-thjonustukjarni-a-nordurslodum
Eyjafjörður verði þjónustukjarni á norðurslóðum „Þetta tveggja ára átak snýst um að gera Eyjafjörð betur sýnilegan fyrir þann fjölda fyrirtækja sem eru í framkvæmdum, námu- og olíuvinnslu á norðurslóðum. Nú þegar eru um 30 stór verkefni í burðarliðnum eða komin á laggirnar á Grænlandi,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Meðal þátttakenda í verkefninu nú þegar eru Slippurinn, Rafeyri, Norlandair, Arctic Maintenance, Eimskip, Hafnarsamlag Norðurlands, Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar mun leiða verkefnið og segir Þorvaldur Lúðvík að í næstu viku verði haldinn opinn kynningarfundur, tilgangur hans sé að bjóða öllum til þátttöku í verkefninu. „Samfélagið við fjörðinn er öflugt, innviðirnir eru þróaðir, alþjóðasamgöngur og fyrirtaks sjúkrastofnanir. Hefðir í ýmsum atvinnugreinum eru ríkar, þannig að ég tel að við séum vel í stakk búin til að þjónusta þessi umsvif. Þá er landfræðileg staða okkar þannig að við erum með nærtækasta þjónustukjarnann sem þörf er á fyrir þessa starfsemi. Auk þess er áratuga reynsla eyfirskra fyrirtækja og sjúkrahússins í þjónustu við Grænland góður grundvöllur að byggja á.“ Forsvarsmenn átaksins benda á að opnun norðursiglingarleiðarinnar milli heimsálfa muni valda straumhvörfum í heimsviðskiptum þegar fram í sækir. Byggja þurfi upp mikla þjónustu við þá siglingaleið, svo sem björgunarþjónustu og ýmiss konar flugstarfsemi. „Okkar hugmynd er sú að fleiri hendur lyfti þyngra hlassi með samstilltu átaki, fremur en að hver og einn sé að hreyfa við minni björgum, þanng að ég er bjartsýnn á þetta tveggja ára verkefni,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Frétt af Vikudagur.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuathing-i-hofi
Íbúaþing í Hofi Akureyrarbær býður til íbúaþings í Hofi fimmtudaginn 8. nóvember nk. kl. 16.30-20.30. Viðfangsefnið er stórt: Að móta framtíð samfélagsins til langs tíma. Það er nauðsynlegt að íbúarnir móti framtíðina saman og þess vegna er öllum boðið til íbúaþingsins, ungum sem öldnum. Afrakstur þingsins myndar grunn að nýrri langtímaáætlun í anda Staðardagskrár 21. Akureyri var í hópi fyrstu sveitarfélaganna á Íslandi sem byggðu áætlanir sínar á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þessi hugmyndafræði gengur í aðalatriðum út á að skoða sérhvert mál í stóru samhengi og reyna að sjá fyrir hvaða áhrif ákvarðanir í samtímanum hafa á hag komandi kynslóða, nær og fjær. Aðalmarkmiðið er að afkomendur okkar geti lifað góðu lífi á Akureyri, á Íslandi og hvar sem er í heiminum. Áætlanir sveitarfélaga um sjálfbæra þróun ganga alla jafna undir heitinu Staðardagskrá 21. Hins vegar er nafnið ekkert aðalatriði, það er innihaldið sem skiptir máli. Fyrsta Staðardagskráin fyrir Akureyri var samþykkt í bæjarstjórn 24. apríl 2001 eftir að hafa verið tvö ár í smíðum. Þar með skipaði Akureyrarbær sér í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi hvað þetta varðar, og hefur haldið þeirri stöðu upp frá því. Síðan þá hefur Staðardagskráin verið endurskoðuð tvisvar, fyrst 2006 og aftur 2010. Nú er komið að þriðju endurskoðuninni. Hún hefst með íbúaþinginu í Hofi 8. nóvember. Viðfangsefni íbúaþingsins er ekki bara stórt, það er líka mikilvægt og spennandi. Aðalumræðuefnið er Akureyrarbær 2030. Allir hljóta að vera sammála um að þar eigi að vera gott að búa. En hvað felur það í sér? Hvernig viljum við að bærinn okkar verði þá? Hvað þarf til? Hvað þarf að gera á allra næstu árum til að hann verði einmitt þannig? Íbúaþingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi, þar sem allir eru jafnir og allar hugmyndir velkomnar. Boðið verður upp á léttan kvöldverð á staðnum. Umhverfisnefnd og Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar standa fyrir þinginu. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS í Borgarnesi, verður bænum innanhandar við undirbúning og framkvæmd. Hann hefur mikla reynslu af vinnu sem þessari og mikla þekkingu á sviði sjálfbærrar þróunar. Niðurstaða íbúaþingsins verður nýtt sem grunnur að framkvæmdaáætlun með vel afmörkuðum verkefnum sem stuðla að því að Akureyrarbær verði eins og við viljum hafa hann 2030. Drög að þessari áætlun verða kynnt opinberlega þannig að íbúar hafa tækifæri til að koma athugasemdum og ábendingum á framfæri síðar í ferlinu. Akureyrarbær er fjölbreytt sveitarfélag þar sem hver staður hefur sína sérstöðu. Á íbúaþinginu verður reynt að draga upp mynd af æskilegri stöðu mála í sveitarfélaginu öllu árið 2030, en lausnirnar og verkefnin geta verið mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað. Þannig eiga Glerárhverfi, Grímsey og Hrísey margt sameiginlegt, en óhjákvæmilega hljóta þó viðfangsefnin og aðferðirnar við að nálgast þau að vera að einhverju leyti ólík. Mikilvægt er að raddir allra byggða Akureyrarbæjar heyrist á íbúaþinginu. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í íbúaþinginu á netfangið [email protected] í síðasta lagi mánudaginn 5. nóvember. Vegna undirbúnings þingsins, veitinga o.fl. er nauðsynlegt að hafa glögga mynd af væntanlegri þátttöku. Ath.: Framtíðin kemur. Við höfum val um hvort við tökum þátt í að móta hana eða látum öðrum það eftir. Íbúaþingið 8. nóvember er tækifæri til að hafa áhrif á Akureyrarbæ framtíðarinnar. Sjáumst í Hofi. Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar
https://www.akureyri.is/is/frettir/straetisvagnar-tefjast
Strætisvagnar tefjast Afleitt veður er nú á Akureyri og færð mjög farin að þyngjast í úthverfunum. Vegna þessa hafa orðið töluverðar tafir á akstri flestra strætisvagna og útlitið er ekki gott. Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, segir að aukavagnar hafi verið ræstir út til að bæta stöðuna en það dugi ekki alltaf til. Miðað við veðurspá má búast við að akstri strætisvagna á Akureyri verði hætt þegar grunnskólum lýkur í dag. Frétt skráð kl. 11.31. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-og-nordurorka-semja-vid-islandsbanka
Akureyrarbær og Norðurorka semja við Íslandsbanka Í morgun var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. annars vegar og Íslandsbanka hins vegar um bankaviðskipti til næstu fimm ára. Viðskiptin voru boðin út síðasta sumar og bárust tilboð frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Tilboð Íslandsbanka reyndist hagstæðast. Samningurinn varðar alla almenna viðskiptabankaþjónustu, innláns- og útlánsviðskipti. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri, sagðist við undirritun samningsins vera mjög ánægður með framkvæmd útboðsins og þann samning sem nú væri í höfn. „Við hjá Norðurorku erum ánægð með útboðið og í framhaldi samninginn við Íslandsbanka. Samstarfið við Íslandsbanka hefur verið gott og farsælt og við eigum von á að svo verði áfram,“ sagði Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku. Ingi Björnsson útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, sagði við sama tækifæri að Íslandsbanki hafi undanfarin ár verið viðskiptabanki Akureyrarbæjar og hafi það samstarf gengið afar vel í alla staði. Bankinn hafi því lagt sig fram um að gera hagstætt tilboð í bankaviðskipti bæjarins og væri mjög ánægjulegt að þetta samstarf gæti haldið áfram. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Ingi Björnsson útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri, Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku og Sigurður J. Sigurðsson sviðsstjóri hjá Norðurorku. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/engar-straetoferdir-i-kvold
Engar strætóferðir í kvöld Stefán Baldursson hjá Strætisvögnum Akureyrar sagði í samtali við Akureyri.is klukkan 15.50 í dag að reynt verði að halda áfram strætisvagnaakstri til kl. 17 en að líklega verði sjálfhætt eftir það. Ljóst er að það verða engar strætisvagnaferðir um bæinn eftir kl. 19 í kvöld. Staðan verður aftur metin í fyrramálið og þá birtar upplýsingar á Akureyri.is um hvernig akstri verður háttað á morgun, laugardag. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/enginn-straeto-i-dag
Enginn strætó í dag Talsvert hefur snjóað í bænum í nótt og færð er orðin mjög þung á öllum helstu götum bæjarins, flestar minni götur eru ófærar. Því er ljóst að Strætisvagnar Akureyrar keyra ekkert í dag og útlitið fyrir morgundaginn er ekki gott. Skráð kl. 11.00. Föstudagurinn 2. nóvember á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/keyrt-samkvaemt-leidabok-i-dag
Keyrt samkvæmt leiðabók í dag Strætisvagnar Akureyrar keyra samkvæmt leiðabók í dag. Fallegt vetrarveður er nú í bænum, logn og sól, og verið er að ryðja allar helstu götur. Akstur vagnanna hefst um kl. 12.20. Skráð kl. 12.15. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasti-skraningardagur-a-ibuathing
Síðasti skráningardagur á íbúaþing Í dag er síðasta tækifæri fyrir fólk til að skrá sig á íbúaþing sem Akureyrarbær heldur í Hofi á fimmtudaginn frá kl. 16.30 til 20.30. Viðfangsefnið er viðamikið: Að móta framtíð samfélagsins til langs tíma. Nauðsynlegt er að íbúarnir móti framtíðina saman og þess vegna er öllum boðið til íbúaþingsins, ungum sem öldnum, en ítrekað er að fólk þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] í síðasta lagi í dag, mánudaginn 5. nóvember. Vegna undirbúnings þingsins, veitinga o.fl. er nauðsynlegt að hafa glögga mynd af væntanlegri þátttöku. Akureyri var í hópi fyrstu sveitarfélaganna á Íslandi sem byggðu áætlanir sínar á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þessi hugmyndafræði gengur í aðalatriðum út á að skoða sérhvert mál í stóru samhengi og reyna að sjá fyrir hvaða áhrif ákvarðanir í samtímanum hafa á hag komandi kynslóða, nær og fjær. Aðalmarkmiðið er að afkomendur okkar geti lifað góðu lífi á Akureyri, á Íslandi og hvar sem er í heiminum. Áætlanir sveitarfélaga um sjálfbæra þróun ganga alla jafna undir heitinu Staðardagskrá 21. Hins vegar er nafnið ekkert aðalatriði, það er innihaldið sem skiptir máli. Fyrsta Staðardagskráin fyrir Akureyri var samþykkt í bæjarstjórn 24. apríl 2001 eftir að hafa verið tvö ár í smíðum. Þar með skipaði Akureyrarbær sér í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi hvað þetta varðar, og hefur haldið þeirri stöðu upp frá því. Síðan þá hefur Staðardagskráin verið endurskoðuð tvisvar, fyrst 2006 og aftur 2010. Nú er komið að þriðju endurskoðuninni. Hún hefst með íbúaþinginu í Hofi 8. nóvember. Viðfangsefni íbúaþingsins er ekki bara stórt, það er líka mikilvægt og spennandi. Aðalumræðuefnið er Akureyrarbær 2030. Allir hljóta að vera sammála um að þar eigi að vera gott að búa. En hvað felur það í sér? Hvernig viljum við að bærinn okkar verði þá? Hvað þarf til? Hvað þarf að gera á allra næstu árum til að hann verði einmitt þannig? Íbúaþingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi, þar sem allir eru jafnir og allar hugmyndir velkomnar. Boðið verður upp á léttan kvöldverð á staðnum. Umhverfisnefnd og Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar standa fyrir þinginu. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS í Borgarnesi, verður bænum innanhandar við undirbúning og framkvæmd. Hann hefur mikla reynslu af vinnu sem þessari og mikla þekkingu á sviði sjálfbærrar þróunar. Niðurstaða íbúaþingsins verður nýtt sem grunnur að framkvæmdaáætlun með vel afmörkuðum verkefnum sem stuðla að því að Akureyrarbær verði eins og við viljum hafa hann 2030. Drög að þessari áætlun verða kynnt opinberlega þannig að íbúar hafa tækifæri til að koma athugasemdum og ábendingum á framfæri síðar í ferlinu. Akureyrarbær er fjölbreytt sveitarfélag þar sem hver staður hefur sína sérstöðu. Á íbúaþinginu verður reynt að draga upp mynd af æskilegri stöðu mála í sveitarfélaginu öllu árið 2030, en lausnirnar og verkefnin geta verið mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað. Þannig eiga Glerárhverfi, Grímsey og Hrísey margt sameiginlegt, en óhjákvæmilega hljóta þó viðfangsefnin og aðferðirnar við að nálgast þau að vera að einhverju leyti ólík. Mikilvægt er að raddir allra byggða Akureyrarbæjar heyrist á íbúaþinginu. Ath.: Framtíðin kemur. Við höfum val um hvort við tökum þátt í að móta hana eða látum öðrum það eftir. Íbúaþingið 8. nóvember er tækifæri til að hafa áhrif á Akureyrarbæ framtíðarinnar. Sjáumst í Hofi. Umfjöllun á N4 um íbúaþingið. Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-934-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-brekatun-2-og-hoepfnersbryggja
Nr. 934/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Brekatún 2 og Höepfnersbryggja Breyting á deiliskipulagi – Naustahverfi, 2. áfangi, Brekatún 2. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. október 2012 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 2. áfanga. Breytingin felur í sér að á lóð nr. 2 við Brekatún verður heimilt að reisa 9 hæða fjölbýlishús með 23 íbúðum, byggingarreitur 1. hæðar stækkar. Nýtt deiliskipulag – Höepfnersbryggja – Siglingaklúbburinn Nökkvi. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. september 2012 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Höepfnersbryggju – Siglingaklúbbinn Nökkva. Deiliskipulagið felur m.a. í sér að gert er ráð fyrir skemmtibátahöfn, byggingum fyrir klúbbhús og kaffistofu, strandsvæði og bílastæðum. Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir svæðið, Höepfnersbryggja – athafnasvæði Siglingaklúbbsins Nökkva sem tók gildi 10. september 2002, ásamt síðari breytingum. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 22. október 2012, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 5. nóvember 2012
https://www.akureyri.is/is/frettir/horfur-i-atvinnumalum
Horfur í atvinnumálum Fimmtudaginn 8. nóvember verður haldinn á Greifanum á Akureyri fundur um atvinnumál á Norðurlandi eystra og horfur á næstu misserum. Tilefni fundarins er ný skýrsla Vinnumarkaðsráðs um vinnuaflsþörf á svæðinu. Fundurinn er haldinn í samvinnu Vinnumálastofnunar, Vinnumarkaðsráðs, Atvinnuþróunarfélaga Þingeyinga og Eyfirðinga, Samtaka atvinnurekenda á Akureyri og verkefnisstjóra atvinnumála hjá Akureyrarbæ. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, fjallar um stöðuna á vinnumarkaði og skýrslu Vinnumarkaðsráðs um vinnuaflsþörf, Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, fjallar um raunstöðu og horfur á vinnumarkaði austan Vaðlaheiðar og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE, fjallar um raunstöðu og horfur á vinnumarkaði vestan Vaðlaheiðar. Í lokin tekur Helena Karlsdóttir, formaður stjórnar Vinnumarkaðsráðs, saman niðurstöður fundarins. Fundarstjóri verður Þorleifur Stefán Björnsson, formaður Samtaka Atvinnurekenda á Akureyri. Vinnumarkaðsráð býður gestum fundarins upp á súpu og sem áður segir verður fundurinn haldinn á Greifanum (efri hæð) fimmtudaginn 8. nóvember frá kl. 11.30 til 13.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/krakkar-krakur-og-kartoflugardar
Krakkar, krákur og kartöflugarðar Föstudagsfreistingar Tónlistarfélags Akureyrar verða í Hofi 9. nóvember 2012 kl. 12.00. Ívar Helgason og Agnar Már Magnússon flytja þekktar tónlistarperlur úr teiknimyndum undir yfirskriftinni "Krakkar, krákur og kartöflugarðar". Þetta eru því tónleikar fyrir alla fjölskylduna. Á meðan tónleikum stendur verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi frá 1862 Nordic Bistro. Miðaverð er 2.000 kr. og 1.500 fyrir eldri borgara. Föstudagsfreistingarnar hefjast kl. 12.00. Ívar Helgason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolavagnar-fyrir-ma-og-vma
Skólavagnar fyrir MA og VMA Strætisvagnar Akureyrar hafa nú bætt við öðrum skólavagni sem ekur á morgnana til að létta álagi af leið 1 og minnka þrengsli innanborðs í þeim vagni. Fram til þessa hefur einum vagni verið ekið skólaleiðina en nú bætist við annar vagn sem hefur akstur við Merkigil kl. 7.53. Vagnarnir koma síðan að framhaldsskólunum MA og VMA áður en kennsla hefst kl. 8.15. Mælst er til þess að námsfólk nýti sér frekar skólavagnana og minnki þannig um leið álagið á leið 1. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/allir-a-gonguskidi
Allir á gönguskíði Ágætt vetrarveður er nú á Akureyri og spáin framundan býsna hagstæð fyrir gönguskíðafólk. Nú hafa gönguskíðabrautir í Kjarnaskógi verið troðnar, samtals um 5-6 km, og fljótlega verður hægt að troða brautirnar í Naustaborgum ef snjóar ofurlítið meira. Verið er að kanna möguleika á því að opna gönguskíðabrautina í Hlíðarfjalli en það verður þó varla hægt á allra næstu dögum. Góður snjór gleður margan.
https://www.akureyri.is/is/frettir/listin-og-atvinnulifid
Listin og atvinnulífið Í dag, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 15, verður haldið málþing um listina og atvinnulífið í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu, Kaupvangsstræti 10, 2. hæð. Málþingið er hluti af verkefni sem hefur það að markmiði að gera listina og hlutverk hennar í atvinnulífinu og samfélaginu aðgengilegt fyrir hinn almenna borgara ásamt því að vera upplýsandi fyrir starfandi myndlistarmenn og listnema. Dagskrá: 15.00-15.20: „Gildi skapandi hugsunar“ - Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistaskólans 15.20-15.55: „Atvinnulífið og sköpunarmátturinn“ - Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu 16.00-16.20: „Fjármagnið í menningunni. Hvert fara peningarnir?” - Hlynur Hallsson myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri 16.25-16.40: „Starfsár Myndlistarfélagsins séð frá þriðja auganu” - Guðrún Harpa Örvarsdóttir formaður Myndlistarfélagsins Þetta er samstarfsverkefni Myndlistarfélagsins og Myndlistaskólans á Akureyri og fellur undir verkefni sem efla á þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Eyþingi. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa og vilja auka skilning sinn á myndlist í víðu samhengi. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-gegn-einelti
Dagur gegn einelti Í dag er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi. Þá er þjóðin hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda. Í tengslum við daginn eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur hér. Með undirritun sinni skuldbindur fólk sig til að vinna gegn einelti og markmiðið er að fá sem allra flesta til að skrifa undir sáttmálann. Þá er einnig hvatt til þess að unnin verði ýmis verkefni sem kveikja umræður og auka vitund um að enginn skuli sitja hjá í góðum hópi. Mörg verkefni sem tengjast baráttudeginum eiga sér langan aðdraganda, eru ólík en eiga það öll sammerkt að vera liður í að efla jákvæð samskipti í samfélaginu. Markmiðið með baráttudeginum er því ekki það að efna til sérstakrar flugeldasýningar á þessum tiltekna degi, dagurinn er fremur tilefni til þess að gefa gaum og benda á margt það sem vel er gert í þessum efnum. Baráttudagurinn er því ekki síður dagur til þessa að líta yfir farin veg, þétta raðirnar, ákveða næstu skerf og bretta upp ermarnar hver í sínum mikilvæga ranni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ragna-hermannsdottir-i-listasafninu
Ragna Hermannsdóttir í Listasafninu Í Listasafninu á Akureyri opnar Sjónlistamiðstöðin sýningu á verkum listakonunnar Rögnu Hermannsdóttur laugardaginn 10. nóvember kl. 15. Verkin á sýningunni eru valin úr rausnarlegri dánargjöf Rögnu til Safnahússins á Húsavík. Ragna var fjölhæf listakona og vann í marga miðla en á þessari sýningu er lögð áhersla á grafíkverk hennar, einkanlega tréristur og bókverk en á því sviði náði hún sérstökum árangri. Sköpun hennar er dularfull og óræð í senn en samt er eins og að baki búi óþreyjufull löngun til að miðla, segja frá og koma ákveðnum boðskap á framfæri. Heildaráhrifin eru afar sterk en þó þægileg og hlý eins og Ragna var sjálf. Eftir nám í ljósmyndun á árunum 1972-1975 hóf Ragna, 55 ára að aldri, listnám sitt við Myndlista og handíðaskóla Íslands. Leið hennar lá síðan til Hollands, í Rijks-Akademie í Amsterdam og til Rochester, New York, í áframhaldandi nám. Þegar heim var komið hóf hún heimspekinám við Háskóla Íslands þar sem hún lauk BA námi 1997, þá 73 ára að aldri. Páll Skúlason var leiðbeinandi hennar í lokaverkefninu sem fjallaði um heimskuna. Þess má einnig geta að árið 1990 dvaldi hún í Marfa, listamiðstöð Donald Judd í Texas. Allan þennan tíma var hugur Rögnu opinn og leitandi og í verkum sínum sameinar hún þroska fullorðinnar manneskju og leitandi lærdómsþrá æskuáranna. Á tímabilinu 1976-2003 hélt Ragna 22 einkasýningar á Íslandi og í Hollandi, og tók einnig þátt í fjölda samsýninga. Ragna Hermannsdóttir fæddist í Bárðardal 1924 og var 87 ára að aldri er hún lést á síðasta ári. Verk eftir Rögnu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/daniel-willard-fiske-minnst-i-grimsey
Daniel Willard Fiske minnst í Grímsey Á morgun, sunnudaginn 11. nóvember kl. 17.00, verður kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla í Grímsey í tilefni af fæðingardegi Bandaríkjamannsins Daniel Willard Fiske. Börn úr grunnskóla Grímseyjar munu þá stíga á stokk og skemmta gestum með söng. Saga Daniel Willard Fiske er um margt óvenjuleg en hann gerðist mikill velgjörðarmaður Grímseyinga á 19. öld þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Grímseyjar, einungis siglt einu sinni í námunda við eyjuna. Fiske fékk sem ungur maður mikinn áhuga á Íslandi og lærði íslensku í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist Íslendingum er hann var í námi í norrænum fræðum. Hér má sjá frekari upplýsingar um Fiske. Daniel Willard Fiske.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-946-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad
Nr. 946/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað Breyting á deiliskipulagi – Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls, Ásatún 12-18. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2012 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Ásatún 12-18. Breytingin felur í sér að heimilt er að byggja 15 íbúðir í stað 12. Breyting á deiliskipulagi – Naustahverfi, 1. áfangi, Vörðutún 4. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember. 2012 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 4. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit til suðurs. Breyting á deiliskipulagi – Undirhlíð – Miðholt, dreifistöð við Langholt. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2012 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð undir dreifistöð Norðurorku við Langholt. Breytingin felur í sér stækkun lóðar og byggingarreits. Leiðrétting á auglýsingu nr. 843/2012 – breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, 1. áfanga, Vörðutún 2, 4 og 6. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 2. október 2012 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 2, 4 og 6. Breytingin felur í sér að lóðirnar stækka um 2 m til suðurs. Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. nóvember 2012, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 8. nóvember 2012
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppbyggingar-og-framkvaemdasamningur-vid-ka
Uppbyggingar- og framkvæmdasamningur við KA Gervigrasvöllur skal vera tilbúinn á KA-svæðinu - milli Lundarskóla og KA-heimilisins - eigi síðar en í maí á næsta ári. Þetta kemur meðal annars fram í uppbyggingar- og framkvæmdasamningi Akureyrarbæjar og KA, sem Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, undirrituðu á föstudag. Samningurinn tekur til uppbyggingar og endurbóta á félags- og knattspyrnuaðstöðu KA, afnota félagsins af Akureyrarvelli ásamt framtíðar íþróttasvæði í Naustahverfi. Það er ljóst að framkvæmdir við gervigrasvöllinn á KA-svæðinu þurfa að ganga hratt og vel fyrir sig því völlurinn skal samkvæmt samningnum vera tílbúinn eigi síðar en í maí á næsta ári. Undirbúningur að gerð vallarins sem og skipulagsferli hefur staðið yfir undanfarna mánuði og sú vinna er á góðu róli. Við það er miðað að jarðvegsvinna hefjist um áramót og því verði heildar framkvæmdatími ekki lengri en 4-5 mánuðir. Gert er ráð fyrir, eins og segir í samningnum, fullbúnum gervigrasvelli með hitalögnum og flóðlýsingu ásamt búnaði sem til þarf. Tæki til umhirðu og reksturs vallarins verði samnýtt með Boganum. Þá verða reistar nýjar girðingar kringum vallarsvæðið. Einnig verður gerður nýr pallur sunnan KA-heimilisins og íþróttahússins. Varðandi framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Naustahverfi kemur fram í samningnum að æfingasvæði fyrir KA verði skilgreint þar við fyrirhugaða íþróttamiðstöð hverfisins. Í viðaukasamningi með umræddum uppbyggingar- og framkvæmdasamningi kemur fram að samningur KA og Akureyrarbæjar um umsjón og rekstur Akureyrarvallar er nú framlengdur til ársloka 2024 og því ljóst að Akureyrarvöllur verður heimavöllur KA næstu tólf árin, í það minnsta. Í uppbyggingar- og framkvæmdasamningnum kemur fram að ef Akureyrarbær ákveði þegar þar að kemur að KA fái ekki framlengdan samning um Akureyrarvöll sé það vilji bæjarins að hefja samningaviðræður við KA um uppbyggingu á löglegum keppnisvelli samkvæmt leyfiskerfi KSÍ á íþróttasvæði KA. Frétt af www.ka-sport.is. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, og Nói Björnsson, fráfarandi formaður íþróttaráðs Akureyrar. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-sigradi-i-utsvarinu
Akureyri sigraði í Útsvarinu Lið Akureyrar sigraði lið Hveragerðis í spurningaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu á föstudagskvöld með 113 stigum gegn 59. Liðið náði ansi góðri forystu strax í byrjun þáttar. Eftir fyrsta hlutann var staðan 23-09 fyrir Akureyri. Bæði lið gerðu sér lítið fyrir og fengu fullt hús stiga í orðaleiknum eða 30 stig. Í flokkaspurningunum var jafnt á liðunum, þau voru gjörn á að stela svarréttinum hvort frá öðru en forysta Akureyrar var nokkuð örugg þrátt fyrir það. Þegar kom að síðasta hluta þáttarins, stóru spurningunum var staðan 78–49. Hveragerði svaraði fyrstu 15 stiga spurningunni rétt með hjálp símavinarins og hlaut 10 stig. Akureyri hins vegar svaraði öllum þremur 15 stiga spurningum rétt og fékk 40 stig. Staðan var í lokin 113–59. Lið Akureyrar er komið áfram í næstu umferð en ekki er öll von úti fyrir Hvergerðinga því þeir eru fjórða stigahæsta tapliðið í ár. Frétt af www.ruv.is. Lið Akureyrar skipa Hjálmar Stefán Brynjólfsson, Hildur Eir Bolladóttir og Sigurður Erlingsson. Lið Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-um-styrki-2
Auglýst eftir umsóknum um styrki Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Áherslur ársins 2013 Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðurlandi eystra eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Auk þessa hefur ráðið ákveðið að árið 2013 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðalaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra. Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna. Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu. Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviði menningar og lista. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2012. Úthlutun fer fram í febrúar. Styrkþegar verða að hafa skilað inn greinargerð vegna fyrri verkefna til þess að geta sótt um vegna ársins 2013. Úthlutað verður einu sinni á árinu 2013 og verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið fyrir árslok 2013. Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má hér eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur menningarráðs vegna verkefnastyrkja. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið [email protected]. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrstu-verdlaun-i-pianokeppni
Fyrstu verðlaun í píanókeppni Alexander Smári Kristjánsson Edelstein, 14 ára píanónemandi við Tónlistarskólann á Akureyri, vann til 1. verðlauna í píanókeppni Epta sem haldin var í Salnum í Kópavogi dagana 7. til 11. nóvember. Píanókeppni EPTA er ein þekktasta tónlistakeppni í flutningi klassískrar tónlistar sem haldin er á Íslandi. Hún var fyrst haldið árin 2000 og svo á þriggja ára fresti þaðan í frá. Keppt var í þremur flokkum: 14 ára og yngri, 18 ára og yngi og 25 ára og yngri. Alls voru 23 keppendur í flokki 14 ára og yngri þar sem Alexander var þátttakandi. Þetta er því frábær árangur og óskum við Alexander og kennara hans Þórarni Stefánssyni innilega til hamingju. Alexander Edelstein.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-faer-goda-einkunn
Akureyri fær góða einkunn Í vikuritinu Vísbendingu frá 5. nóvember sl. kemur fram að Akureyri er í öðru sæti á eftir Garðabæ yfir helstu "draumasveitarfélög" landsins þegar mið er tekið af fjárhagsstöðu þeirra. Einnig kemur fram að mörg sveitarfélög á Íslandi standi illa eftir efnahagshrunið en að flest hafi þau tekið á sínum málum og ýmislegt horfi til betri vegar. Í þessari árlegu úttekt fengu nú sautján sveitarfélög, eða rétt tæplega helmingur af þeim 36 stærstu, hærra en fimm í einkunn. Árið 2011 voru þau aðeins þrettán og níu árið þar á undan. Röð sveitarfélaganna er þessi: 1. Garðabær 9,0 2. Akureyri 7,2 3. Snæfellsbær 6,8 4. Hornafjörður 6,7 5. Akranes 6,7 6. Dalvíkurbyggð 6,7 7. Eyjafjarðarsveit 6,3 8. Þingeyjarsveit 6,0 9. Seltjarnarnes 5,7 10. Vesmannaaeyjar 5,4 11. Fjallabyggð 5,4 12. Ölfus 5,4 13. Fjarðarbyggð 5,1 14. Borgarnes 5,1 15. Húnaþing vestra 5,1 16. Árborg 5,0 17. Reykjavík 5,0 18. Mosfellsbær 4,8 19. Hveragerði 4,6 20. Vogar 4,5 21. Vesturbyggð 4,4 22. Kópavogur 4,3 23. Rangárþing eystra 4,2 24. Bláskógarbyggð 3,9 25. Garður 3,9 26. Norðurþing 3,9 27. Skagafjörður 3,8 28. Hafnarfjörður 3,7 29. Ísafjarðarbær 3,7 30. Grindavíkurbær 3,7 31. Stykkishólmur 3,6 32. Rangárþing ytra 3,4 33. Reykjanesbær 3,4 34. Álftanes 3,1 35. Fljótsdalshérað 2,7 36. Sandgerði 2,5 Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/einnar-minutu-thogn
Einnar mínútu þögn Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er 18. nóvember sem er sunnudagur að þessu sinni. Af því tilefni er boðað til einnar mínútu þagnar um allt land kl. 11.15 á sunnudaginn og einnig verður boðað til minningarathafnar við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík kl. 11 þann sama dag. Við Landspítalann koma m.a. saman fulltrúar þeirra starfstétta sem kallaðar eru til þegar alvarleg umferðarslys eiga sér stað. Einnig verða viðstaddir forseti Íslands, ráðherrar innanríkismála og/eða velferðarmála ásamt fjölmiðlum auk fleiri gesta. Starfshópur innanríkisráðuneytisins um Áratug aðgerða annast undirbúning þessa verkefnis. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/yndislestur
Dagur íslenskrar tungu Dagur íslenskrar tungu er á morgun, föstudaginn 16. nóvember, en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Ákveðið var að tillögu þáverandi menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Málþing Barnabókaseturs og Háskólans á Akureyri Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, og Háskólinn á Akureyri standa fyrir málþinginu Yndislestur - aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri. Málþingið hefst á morgun kl. 16.15 í stofu M101 í Háskólanum á Akureyri. Dregið hefur verulega úr bóklestri barna og unglinga síðastliðna áratugi sem er áhyggjuefni því sterk tengsl eru milli áhuga á lestri og árangurs í lesskilningi og þar með námi. Það er því mikilvægt að leita allra leiða til að efla lestraráhuga barna og unglinga og ýta undir yndislestur bæði heima og í skólanum. Á málþinginu verður rætt um unga lestrarhesta, lestrarhvetjandi verkefni og spennandi leiðir til að kveikja áhuga barna á bókum og lestri. Fyrirlesarar eru Kristín Helga Gunnarsdóttir, barna- og fjölskyldubókahöfundur, Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, forstöðumaður skólasafns Álfhólsskóla í Kópavogi, Kristín Heba Gísladóttir, mastersnemi við Háskólann á Akureyri og Brynhildur Þórarinsdóttir, barnabókahöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri. Íslensk tónlist í boði Tónlistarskólans Á morgun, föstudag, halda nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Akureyri tónleika í tilefni af degi íslenskrar tungu og flutt verður íslensk tónlist af öllum toga. Tónleikarnir hefjast kl. 18 í Hofi og er aðgangur ókeypis. Yndislestur í Hofi Barnabókasetur og Hof bjóða upp á Yndislestur – lokkandi lestur barnabóka fyrir börn á öllum aldri í Hofi á laugardaginn kl. 13-16. Barnabókahöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Þorgrímur Þráinsson og Kristjana Friðbjörnsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum og rifja upp bernskulestur sinn. Leikarar frá Freyvangsleikhúsinu munu skemmta börnum og fullorðnum með atriði úr Skilaboðaskjóðunni. Áhugasamir gestir geta skoðað sýninguna Yndislestur æsku minnar sem var fyrsta verkefni Barnabóksetursins. Þar segja kunnir Akureyringar ásamt þjóðþekktum einstaklingum frá uppáhalds barnabókinni sinni. Auk þess gefst tækifæri til að skoða 100 bestu barnabækurnar á íslensku að mati bókavarða af öllu landinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventuaevintyri-a-akureyri
Aðventuævintýri á Akureyri Aðventuævintýri á Akureyri hefst laugardaginn 1. desember næstkomandi þegar kveikt verður á jólatrénu á Ráðhústorgi. Undirbúningur er í fullum gangi, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, og jólaljósin komin upp víðsvegar um bæinn. Aðventuævintýrið stendur fram að jólum og af viðburðum má nefna aðventu- og útgáfutónleika, jólamarkaði, bókaupplestur og jólastemningu í miðbænum. Sjónvarpsstöðin N4 fer í jólasveinabúninginn á aðventunni og fjallar um stemninguna á Akureyri í aðdraganda jólanna, viðburði og ýmsar uppákomur. Aðventuævintýri á Akureyri. Mynd: Karl Eskil Pálsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-961-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-oddeyri-sudurhluti-hriseyjargata-7-og-9
Nr. 961/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Oddeyri, suðurhluti – Hríseyjargata 7 og 9. Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar samþykkti 31. október 2012 deiliskipulagsbreytingu fyrir Oddeyri, suðurhluta sem fengið hefur málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að lóðamörk Hríseyjargötu 7 og 9 eru lagfærð og byggingarreitir fyrir viðbyggingar eru skilgreindir við húsið Hríseyjargötu 7. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 1. nóvember 2012, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála. B-deild - Útgáfud.: 15. nóvember 2012
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-fundur-um-menningarstefnu
Opinn fundur um menningarstefnu Þriðjudaginn 27. nóvember verður haldinn opinn kynningarfundur í Ketilhúsinu þar sem farið verður yfir drög að nýrri menningarstefnu Akureyrarbæjar. Fundurinn hefst kl. 17.00 og skal tilkynna þátttöku í netfangið [email protected]. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidasvaedid-opnad-a-laugardag
Skíðasvæðið opnað á laugardag Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður formlega opnað laugardaginn 24. nóvember kl. 10 árdegis. Talsvert hefur snjóað síðustu daga og þónokkurt magn af snjó náð að festast í brekkunum. Að auki hefur verið nægilega kalt til að snjóframleiðsla hafi gengið nokkuð vel. Á laugardaginn verður Fjarkinn settur í gang og að auki Hólabraut og Töfrateppið fyrir yngri kynslóðina. Opnunin núna er á svipuðum tíma og verið hefur undanfarin ár. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, lofar ágætu veðri um næstu helgi og segir að góður skíðasnjór sé kominn í allar helstu brekkurnar. Mynd: Auðunn Níelsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimilisfridur-heimsfridur-1
Heimilisfriður - heimsfriður Þann 25. nóvember verður 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 21. sinn um allan heim. Átakið beinist að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra. Yfirskrift átaksins á Íslandi er "Heimilisfriður - heimsfriður" og er áhersla lögð á að vera vakandi fyrir þeirri vá sem fylgir heimilisofbeldi sem er mjög falið vandamál í okkar samfélagi. Borgarar eru hvattir til að virða sjálfsögð réttindi allra til öryggis og vellíðunar á þeim griðastað sem heimilið á að vera og viðurkenna að heimilisofbeldi er aldrei einkamál. Dagskrárliðir í 16 daga átakinu á Akureyri: Þriðjudagur 27. nóvember: Kvikmyndasýning í Sambíói kl. 18. Sýnd verður bíómynd um afleiðingar ofbeldis. Aðgangur ókeypis. Fimmtudagur 29. nóvember: Málþing um heimilisofbeldi á Amtsbókasafninu kl. 17. Frummælendur Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins,Eyþór Þorbergsson fulltrúi Sýslumannsembættisins á Akureyri, dr.Rachael Lorna Johnstone frá Háskólanum á Akureyri og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar. Fundarstjórn Tryggvi Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi. Fimmtudagur 6. desember: Ljósaganga frá Akureyrarkirkju kl. 16.30. Samstaða á Ráðhústorgi gegn kynbundnu ofbeldi og ljóðalestur Svanfríðar Larsen. Laugardagur 8. desember: Mannréttindadagur í versluninni Flóru kl. 13-15. Amnesty-bréfamaraþon og upplestur Jokku. Amnesty-bréfamaraþonið verður einnig í Eymundsson. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-eignast-gamla-ljosmynd
Viltu eignast gamla ljósmynd? Áttu laust veggpláss? Viltu eignast fallega ljósmynd eða gefa öðruvísi gjöf? Ef svo er þá skaltu ekki láta ljósmyndasölu Minjasafnsins á Akureyri helgina 24. og 25. nóvember kl. 14-16 fram hjá þér fara. Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Minjasafnsins er heil ljósmyndasýning til sölu. Hér er um að ræða ljósmyndasýninguna "Manstu? Akureyri í myndum" sem sett var upp í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Sýninguna prýða ljósmyndir frá ýmsum tímum eftir ólíka ljósmyndara. Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir unga sem aldna Akureyringa, brottflutta, aðflutta og vini Akureyrar almennt, til þess að eignast mynd eða gefa ljósmynd til að prýða veggi heimilisins eða vinnustaðarins. Á sölusýningunni má sjá marga konfektmola fyrir áhugasama um sögu Akureyrar í myndum og fagurkera sem sjá myndir á vegg sem augnkonfekt og gera hús að heimili. Vilt þú eignast mynd af til dæmis spekingslegum strákpjöttum á gúmmískóm í Fjörunni á Akureyri um 1960, byggingaverkamönnum við smíði norðurhluta Torfunesbryggju 1927, Kaupvangstrætinu (Gilinu) upp úr 1960, Fjörunni 1850, Ráðhústorginu 1922 (sem þá var kallað "Sóðavík") og/eða smábátahöfninni við Slippinn 1957? Viltu eignast fyrstu litmyndina af Akureyri sem tekin var 1943 eða myndir úr verksmiðjunum Sjöfn, Flóru og kjötiðnaðarstöðinni KEA frá 1966 nú eða mynd af Akureyri 1962? Síðustu sýningardagar eru fimmtudagurinn 22. nóvember til sunnudagsins 25. nóvember. Ljósmyndasalan fer eingöngu fram á laugardag og sunnudag. Meðfylgjandi ljósmynd: Ráðhústorg á Akureyri 1961 Ljósmyndari: Gunnar Rúnar Ólafsson/Minjasafnið á Akureyri Mynd: Gunnar Rúnar Ólafsson/Minjasafnið á Akureyri
https://www.akureyri.is/is/frettir/hverfisnefndir-efldar-a-akureyri
Hverfisnefndir efldar á Akureyri Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að starfandi hverfisnefndir á Akureyri fái hver um sig tvær milljónir króna til ráðstöfunar í umhverfismálum innan síns hverfis á árinu 2013. Þá er einnig gert ráð fyrir að hverfisráðin í Hrísey og Grímsey fái eina milljón króna hvort sem varið verði til uppbyggingar í umhverfismálum. Þeir fjármunir sem lagðir verða til hverfisnefnda og –ráða eru hluti af afmælisgjöf bæjarstjórnar Akureyrar til að bæta umhverfi íbúa sveitarfélagsins í tilefni af 150 ára afmæli kaupstaðarins. Nú eru einungis starfandi hverfisnefndir í Naustahverfi, Lunda- og Gerðahverfi og Holta- og Hlíðahverfi, auk hverfisráðanna í Grímsey og Hrísey. Framkvæmdaráð vonast til að með þessu framlagi megi efla og virkja betur þær nefndir sem nú þegar eru starfandi og blása nýju lífi í starf þeirra nefnda sem lagst hafa í dvala. Hrísey. Mynd: Ragnar Hólm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songkeppni-felagsmidstodvanna-1
Söngkeppni félagsmiðstöðvanna Söngkeppni félagsmiðstöðva Akureyrar verður haldin í Hofi í kvöld, 22. nóvember, kl. 19.00. Söngkeppnin er vettvangur fyrir ungt fólk til að stíga sín fyrstu skref í heimi tónlistarinnar og koma þátttakendur úr öllum félagsmiðstöðvum Akureyrar. Söngkeppnin í kvöld er hluti af Söngkeppni Samfés sem verður haldin í Reykjavík í mars. Fjögur atriði kvöldsins fara áfram í Söngkeppni Norðurlands sem verður haldin á Húsavík í lok janúar. Undanfarin ár hafa mörg glæsileg atriði komið frá Akureyri og farið alla leið í lokakeppnina í Laugardalshöll. Áhugasamir geta nálgast aðgöngumiða hjá félagsmiðstöðvum Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vargar-skemma-jolaljos
Vargar skemma jólaljós Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa undanfarna daga sett upp jólaljós víðs vegar um bæinn en svo virðist sem það falli ekki vel í kramið hjá öllum því mikið hefur verið um skemmdarverk. Ljósaperur hafa verið teknar úr trjám í flestum hverfum bæjarins en ástandið er þó sýnu verst í kirkjutröppunum niður af Akureyrarkirkju þar sem mörgum perum hefur verið stolið dag hvern. Akureyrarbær keypti svokallaðar LED perur sem hafa að minnsta kosti 3ja ára líftíma, eru óbrjótanlegar og orkusparandi. Þetta eru mjög dýrar perur og því er fjárhagstjón bæjarins og útsvarsgreiðenda umtalsvert. Að auki hafa tveir ljósakastarar sem voru gjöf frá verkfræðiskrifstofunni Verkís og lýstu upp tré í gilinu verið fjarlægðir. Bæjarbúar og gestir bæjarins eru vinsamlegast beðnir að láta lögreglu vita ef sést til skemmdarvarga að fjarlægja ljósaperur eða annað jólaskraut sem er sameign bæjarbúa og þeir vilja gjarnan fá að njóta saman í friði í aðdraganda jóla. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjomokstur-og-halkuvarnir
Snjómokstur og hálkuvarnir Vegna fannfergis í bænum hefur fólki orðið nokkuð tíðrætt um snjómokstur stærri og smærri gatna. Markmið Akureyrarbæjar er að veita ávallt sem besta vetrarþjónustu hvað varðar snjómokstur og hálkuvarnir og stuðla að öryggi vegfarenda. Samþykktar hafa verið ákveðnar reglur um forgangsröðun í vetrarþjónustu sem birtar eru á heimasíðu framkvæmdadeildar. Þær eru þessar helstar: Snjómokstur gönguleiða: Miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að skólum, leikskólum og helstu stofnunum bæjarins. Til að draga úr hálku á helstu gönguleiðum er notast við malarefni með kornastærð 4-8 mm. en ekki salt eins og er notað á götur og er leitast við að nota efnið í eins litlu mæli og mögulegt er. Snjómokstur og hálkuvarnir gatna: Þær götur sem njóta forgangs í snjómokstri eru stofnbrautir, helstu tengibrautir m.a. að neyðarþjónustu s.s. sjúkrahúsi, lögreglu, slökkviliði, strætisvagnaleiðum og fjölförnum safngötum. Húsagötur eru ekki mokaðar nema þær séu þungfærar einkabílum eða stefni í að þær verði þungfærar og ef von er á hláku. Lögð var fram bókun um málið í bæjarráði í gær. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-um-menningarstefnu
Fundur um menningarstefnu Á morgun, þriðjudaginn 27. nóvember, verður haldinn opinn kynningarfundur í Ketilhúsinu þar sem farið verður yfir drög að nýrri menningarstefnu Akureyrarbæjar. Fundurinn hefst kl. 17.00 og skal tilkynna þátttöku með því að senda póst á netfangið [email protected]. Ketilhúsið í Listagili.
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppselt-a-snjokarlinn
Uppselt á Snjókarlinn Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur árlega Aðventuveislu sína kl. 16.00 laugardaginn 1. desember þegar sýnd verður teiknimyndin "Snjókarlinn" á risatjaldi í Hamraborg í Hofi við undirleik sveitarinnar. Sinfóníuhljómsveitin nýtur liðsinnis einsöngvarans Gissurar Páls Gissurarsonar og barna- og stúlknakórs Akureyrarkirkju við flutninginn. Uppselt er á sýninguna. Sagan um Snjókarlinn sem mörgum er að góðu kunn varð til þegar höfundur bókarinnar, Raymond Briggs, vaknaði einn frostkaldan morgun og hreifst af alhvítri jörð sem sveipaði umhverfið ljósi og kyrrð. Þessi töfrastund snart hann djúpt og varð uppsprettan að sögunni sem segir frá ævintýrum lítils drengs og snjókarls. Teiknimyndin sem fylgdi í kjölfar sögunnar hefur náð miklum vinsældum, ekki síst vegna tónlistarinnar sem Howard Blake samdi við myndina. Myndin skipar nú stóran sess í jólahaldi víða um veröld og þykir bera með sér sannan jólafrið. Í Aðventuveislu SN verða auk þessa mörg af eftirlætisjólalögum þjóðarinnar flutt og má með sanni segja að efnisskráin sé fjölbreytt og fjölskylduvæn. "Það er reglulega ánægjulegt að geta nýtt sér möguleika hússins til fulls með því að tengja saman lifandi tónlist og mynd, við erum mjög spennt að prófa þessa nýju leið en þetta er í fyrsta sinn sem SN tengir tónlistarflutning við kvikmynd," segir Brynja Harðardóttir framkvæmdastjóri SN. "Ég get fullyrt að þetta verða tónleikar sem koma til með að gleðja og hlýja öllum um hjartarætur enda veisla fyrir öll skynfærin og ánægjulegt frá því að segja að undirtektir hafa verið afar góðar og uppselt er á tónleikana." Þess ber að geta að fyrsti gluggi í dagatali Hofs þann 1. desember er í boði SN sem býður alla velkomna á æfingu hjá sér kl. 12.00-12.30. Gestum gefst m.a. tækifæri að heyra titillagið í kvikmyndinni um Snjókarlinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillogur-ad-breytingum-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018-deiliskipulagi-giljahverfis-og-deiliskipulagi-borgarbrautar-vestursidu
Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, deiliskipulagi Giljahverfis og deiliskipulagi Borgarbrautar - Vestursíðu Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með: Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur m.a. í sér að íbúðarsvæði nr. 1.42.1 Íb og svæði fyrir þjónustustofnanir nr. 1.42.2 S stækka. Ný götutenging inná íbúðarsvæðið verður frá Borgarbraut. Tillaga að breyttu aðalskipulagi - uppdráttur Tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur m.a. í sér stækkun á lóð Giljaskóla og nýja íbúðarlóð vestan skólans með aðkomu frá nýju hringtorgi á gatnamótum Borgarbrautar og Bugðusíðu. Tillaga að breyttu deiliskipulagi Giljahverfis - uppdráttur Umhverfisskýrsla vegna hringtorgs á Borgarbraut Hljóðskýrsla vegna umferðar á Borgarbraut og Bugðusíðu Tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgarbrautar - Vestursíðu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur m.a. í sér að lóð Vestursíðu 8 minnkar og afmörkun svæðisins verður samræmd deiliskipulagsmörkum Giljahverfis. Tillaga að breyttu deiliskipulagi Borgarbrautar - Vestursíðu - uppdráttur Tillögurnar falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgja þeim umhverfisskýrslur. Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 28. nóvember 2012 til 9. janúar 2013 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Öll auglýst gögn eru aðgengileg hér að ofan. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 9. janúar 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur. 28. nóvember 2012 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikhusfrettir
Mikið um að vera hjá LA Mikið er um að vera hjá Leikfélagi Akureyrar þessa dagana. Um síðustu helgi var jólaævintýrið "Ef ég væri jólasveinn" frumsýnt og skilaði brosandi og sönglandi leikhúsgestum á öllum aldri út í desemberhúmið. Einungis eru fjórar sýningar eftir af leikritinu: sunnudaginn 2. desember kl. 14 og 16 og sunnudaginn 9. desember kl. 14 og 16. "Leigumorðinginn" hefur fengið afbragðs viðtökur frá leikhúsgestum sem og gagnrýnendum. Einungis er ein sýning eftir, föstudagskvöldið 30. nóvember kl. 20. Á vefnum akureyri.net segir m.a. um verkið: "Ef þú elskar að hlæja og hefur gaman af allskonar uppátækjum uppi á leiksviði, þá er Leigumorðinginn leikrit sem þú þarft að sjá." Þann 6. desember mun Akureyrarakademían, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Minjasafn Akureyrar, flytja alþýðufyrirlestur með leikrænu ívafi. Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, mun beina kastljósinu að kjörum alþýðukvenna á Íslandi í byrjun 20. aldar, með aðstoð leikara LA. Aðgangseyrir er aðeins 2.000 krónur og rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar. Leikhópurinn Á Senunni mun færa Akureyringum hina heillandi sýningu "Ævintýrið um Augastein" eftir Felix Bergsson laugardaginn 15. desember. Tvær sýningar verða þennan dag kl. 13 og 15. Verkið er ætlað börnum 2ja-10 ára, tekur um eina klukkustund í sýningu og er ekkert hlé. Sveinn Haraldsson segir um verkið: "Hér er margt sem gleður augu og eyru, ef einhver hefur einhvern tímann átt erfitt með að komast til botns í gátunni um hvernig gömlu, hrekkjóttu sauðalitajólasveinarnir urðu að hinum gjafmildu öðlingum sem þeir eru í dag, þarf sá hinn sami að drífa sig í leikhús." Allar nánari upplýsingar í síma 4 600 200, www.leikfelag.is og á netfanginu [email protected]. Miðasalan er opin kl. 13-17 virka daga og er opnuð þremur tímum fyrir sýningu um helgar. Ef ég væri jólasveinn...
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarbuar-anaegdir-med-hof
Bæjarbúar ánægðir með Hof Rúmlega átta af hverjum tíu íbúum Akureyrar og nágrennis eru jákvæðir gagnvart þeirri starfsemi sem boðið hefur verið upp á í Hofi frá opnun hússins fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Capacent gerði á haustmánuðum. Í könnuninni var spurt hvort fólk væri jákvætt eða neikvætt gagnvart starfseminni hingað til. 82,4 prósent svarenda sögðust jákvæðir og eingöngu 2,7 prósent aðspurðra kváðust neikvæðir gagnvart starfsemi Hofs. Lítill sem enginn munur var á svörum þegar litið er til kyns og aldurs svarenda. Hátt í níu af hverjum tíu, eða 87,2 prósent svarenda, telja starfsemina í Hofi skipta miklu máli fyrir bæjarlífið á Akureyri. "Þessar niðurstöður eru vissulega mikið ánægjuefni og hvatning til frekari góðra verka fyrir alla sem að starfsemi Hofs koma með einum eða öðrum hætti," segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs. Fyrr í haust var tilkynnt að yfir þrjú hundruð þúsund gestir hafi sótt viðburði í húsinu frá opnun hússins og reksturinn var jákvæður. Í því ljósi skilaði Menningarfélagið rekstrarafganginum, einni og hálfri milljón króna til bæjarins með hvatningu um að stofnaður yrði viðburðasjóður fyrir menningarstarfsemi í bænum. Á aðventunni verður úrval menningarviðburða í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Dagskráin endurspeglar dagskrá Hofs í heild sinni þar sem fjölbreytileiki, metnaður og skemmtun eru höfð að leiðarljósi. Baggalútsmenn tóku forskot á jólasæluna og héldu þrenna tónleika um síðustu helgi. Af öðrum viðburðum sem á dagskrá eru fram að jólum má nefna Sigurð Guðmundsson og Memfismafíuna, Mæðrastyrkstónleika Kvennakórs Akureyrar, aðventutónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands þar sem barnakórar Akureyrarkirkju og tenórinn Gissur Páll Gissurarson koma fram, Gospelkór Akureyrar, Norðurjól, KK og Ellen, Frostrósir og Þorláksmessutónleika Bubba Morthens. Loks má nefna jólaþátt Gesta út um allt þar sem aðalgestur þáttarins verður Páll Óskar Hjálmtýsson. Frá 1. desember og á hverjum degi fram að jólum verður lifandi jóladagatal í Menningarhúsinu Hofi með fjölbreyttri dagskrá í samstarfi við 1862 Nordic bistro sem bjóða gestum upp á munnbita í anda aðventunnar auk þess sem spennandi hádegisverðarseðill er á veitingastaðnum í desember. Á meðal þeirra sem koma fram eru Hymnodia, Sigmundur Ernir, Óskar P. og Eyþór Ingi, sr. Hildur Eir Bolladóttir, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Margrét Blöndal og Guðrún Gunnarsdóttir. Nemendur í Myndlistarskólanum á Akureyri munu hanna jóladagatal sem verður staðsett í Hofi og á hverjum degi, frá fyrsta degi desembermánaðar og fram að aðfangadag, verður einn gluggi opnaður. Í kjölfarið fá gestir og gangandi að njóta uppákomu af einhverju tagi. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Nánari upplýsingar um viðburði sem framundan eru má fá í miðasölu Hofs (sími 450 1000) og á www.menningarhus.is. Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-uthlutar-styrkjum-ur-menningar-og-vidurkenningasjodi
KEA úthlutar styrkjum Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í gær styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þetta er í 79. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og barst 141 umsókn. Veittir voru 36 styrkir, samtals að fjárhæð 6 milljónir króna. Ellefu aðilar hlutu almennan styrk, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittar fjórtán viðurkenningar og styrkir, rúmlega 1,7 milljón króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1.250 þúsund krónum og hlutu fjórir aðilar styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, alls 1.400 þúsund krónur. Almennir styrkir, styrkupphæð kr. 150.00. Aflið samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, til reksturs félagsins. Samkór Svarfdæla, til að gera dagskrá í tali og tónum um ævi Jóhanns Svarfdælings á hundrað ára afmælisári hans 2013. Leikfélag Húsavíkur, til að varðveita og skrásetja sögu leikfélagsins. Geðlist, til að kaupa verkfæri til listsköpunar. Útgerðarminjasafnið á Grenivík, til að ganga frá bílastæðum í kringum safnið. Hörður Geirsson, til að taka myndir á gler- og álplötur og gefa út ljósmyndabók. SÍMEY/Fjölmennt, til að halda hátíðina List án landamæra. Leikfélag Hörgdæla, til að skrifa leikrit um Djáknann frá Myrká. Slökkvilið Siglufjarðar F-314, til að gera upp fyrsta slökkvibíl Siglufjarðar í tilefni 100 ára afmælis slökkviliðsins 2015. Listvinafélag Akureyrarkirkju, til að kaupa flygil fyrir kirkjuna. Kór Glerárkirkju, til tónleikahalds í tilefni 20 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr. 125.000. Brynjar Leó Kristinsson, skíðaganga. Gunnar Björn Jónsson, söngur. Ævar Ingi Jóhannesson, knattspyrna. Arnar Geir Ísaksson, skíði. Ævarr Freyr Birgisson, golf. Sveinborg Katla Daníelsdóttir, taekwondo. Gísli Björgvin Gíslason, leiklist. Grétar Skúli Gunnarsson, kraftlyftingar. Ómar Smári Skúlason, íshokkí. Haukur Fannar Möller, taekwondo. Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, golf. Agnes Eva Þórarinsdóttir, efnafræði. Benedikt Rúnar Valtýsson, blak. Sigrún Mary McCormick, fiðluleikur. Íþróttastyrkir, styrkupphæð kr. 200.000. Karatefélag Akureyrar, til að kaupa dýnur á keppnis- og æfingavöll félagsins. Íþróttafélagið Völsungur – Skíðagöngudeild, til að standa fyrir 60 km skíðagöngu fyrir almenning. Ungmenna- íþróttasamband Fjallabyggðar, til að halda vetrarleika. Hjólabrettafélag Akureyrar, til að opna innanhúss-hjólabrettaaðstöðu. Ungmennafélagið Smárinn, til að kaupa hástökksdýnu, rár og tartar startblokkir. Fimleikadeild UMFS, til áhaldakaupa fyrir félagið. Golfklúbbur Akureyrar, til uppbyggingar á æfingasvæði klúbbsins. Þátttökuverkefni: Iðnaðarsafnið á Akureyri, kr. 250 þúsund, til að setja upp upplýsingaspjöld við safnmuni. Síldarminjasafn Íslands, kr. 250 þúsund, til að endurgera verkstæðishús gamla Slippsins á Siglufirði. Jakob Björnsson fh. óstofnaðs útgáfufélags, kr. 250 þúsund, til að rita og gefa út Sögu starfsmannafélags verksmiðja Sambandsins. Gamli bærinn Öngulsstöðum, kr. 500 þúsund, til uppbyggingar á gamla bænum á Öngulsstöðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brunahaetta
Brunahætta „Áhættan eykst alltaf til muna á þessum tíma og við sjáum að útköll hjá okkur aukast yfirleitt í desember og þá sérstaklega í tengslum við bruna eða óhöpp sem verða af völdum jólaljósa af ýmsu tagi,“ segir Þorbjörn Guðrúnarson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar. „Aðkoman að heimilum þar sem orðið hefur eldsvoði er afskaplega dapurleg, brunaleifar, sót og stundum algjör eyðilegging á húsnæði og í ofanálag hefur fólk oft tapað persónulegum munum eins og myndum og jafnvel horfum við upp á ópnaðar gjafir undir jólatré.“ Á liðnum árum hefur margoft orðið stórtjón af völdum bruna sem rekja má til rafmagns. Stundum má rekja íkveikju til bilunar, enn algengara er þó að gáleysi í umgengni við rafmagn sé um að kenna. Á aðventu er kveikt á enn fleiri ljósum en alla jafna og með hættur sem því er samfara í huga ætti fólk að fara vandlega yfir þann ljósabúnað sem það hyggst nota til að skreyta híbýli sín, bæði innan- og utandyra. Ofhlaða ekki tengla með endalausum fjöltengjum Þorbjörn segir að skreytingum sem tengjast jólum, bæði rafmagnstengdum og einnig kertaskreytingar fylgi aukin áhætta og alltaf geti eitthvað farið úrskeiðis. Hann hvetur fólk því til að fara með gát. „Við bendum fólki sérstaklega á að gæta að rafmagnstengingum á seríum og einnig að ofhlaða ekki einstaka tengla með endalausum fjöltengjum,“ segir hann. Varðandi kertaskreytingar þurfi menn að gæta að því skraut komist ekki í snertingu við kertaloga. „Það er gleðilegur tími framundan, hátíð ljóss og friðar og því er ástæða til að hvetja bæjarbúa til að fara gætilega með ljósa- og kertaskreytingar á heimilum sínum yfir hátíðirnar. Það er góð regla að fara auka yfirferð um húsnæðið áður en farið er úr húsi eða gengið til náða,“ segir Þorbjörn. Jósep Sigurjónsson rafvirki hjá Norðurorku bendir á nokkur atriði sem vert er fyrir bæjarbúa að hafa í huga nú þegar aðventa gengur í garð og flestir huga að jólaskreytingum. Nefnir hann m.a. að inniljósaseríur megi aldrei nota utandyra, slíkt getur hreinlega verið lifshættulegt. Öll jólaljós sem ætluð er til nota úti við eiga að vera sérstaklega merkt. „Það er líka rétt að benda fólki á að láta logandi kerti aldrei standa ofan á raftækjum, eins og sjónvarpi eða hljómflutningstækjum, kertið getur brætt sér leið niður í tækið og kveikt í því,“ segir Jósep og bætir við að þess séu nokkur dæmi. Hendið gömlu ljósunum Jósep brýnir einnig fyrir bæjarbúum að henda gömlum og úr sér gegngum jólaljósum, en vilji fólk af einhverjum ástæðum nýta t.d. eldri jólaseríur borgi sig að láta fagmann yfirfara ljósin, leiki grunur á að þau séu í ólagi. „Stundum reyna menn að gera við þetta sjálfir, en viðvaningsleg viðgerð býður hættunni heim,“ segir hann. „Það er líka mikilvægt, að nota alltaf ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrkleika, því ef þess er ekki gætt getur ofhitnun orðið og hún leitt til íkveikju,“ segir Jósep. Þá þykir honum einnig vert að benda á að varasamt sé að hafa ljós á jólatrjám logandi yfir nótt eða þegar íbúar eru að heiman. Engin jólaljós alveg örugg „Það eru engin jólaljós svo örugg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum,“ segir hann og bætir við að rafljós geti ekki síður en kertaljós verið varasöm, þau geti sem dæmi kveikt í gluggatjöldum og þurfi fólk að gæta varúðar gagnvart t.d. jólastjörnum og öðru pappírsskrauti sem sett er utan um ljósaperur. „Það er stór hætta á ferðum ef ljósapera liggur við brennanlegt efni eins og pappír,“ segir Jósep. Hann bendir fólki á að fara vel yfir ljósabúnað nú í upphafi aðventu og ganga úr skugga um að allt sé í lagi, m.a. þurfi umsvifalaust að skipta um brotnar klær og brotin perustæði , ef um slíkar bilanir er að ræða og eins að skoða vel hvort allar rafmagnsleiðslur séu heilar og einangrun sé í lagi. Frétt af www.vikudagur.is. Mynd: Karl Eskil/Vikudagur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-1014-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-deiliskipulag-hlidahverfis-sudurhluti
Nr. 1014/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulag Hlíðahverfis – suðurhluti Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. nóvember 2012 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Hlíðahverfi - suðurhluta. Skipulagssvæðið afmarkast í suðri af opnu svæði norðan við Glerá, í vestri af lóð Glerárskóla, í norðri af Undirhlíð og opnu svæði norðan Áshlíðar og í austri af Hörgárbraut. Skilgreindir eru m.a. byggingarreitir fyrir hús á svæðinu, götur og gangstígar eru endurskoðuð og tvær nýjar byggingalóðir skipulagðar. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. nóvember 2012, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála B-deild - Útgáfud.: 29. nóvember 2012
https://www.akureyri.is/is/frettir/metan-sem-samsvarar-um-600-folksbilaigildum
Metan sem samsvarar um 600 fólksbílaígildum Norðurorka hefur undirritað samning um kaup á gashreinsistöð frá fyrirtækinu Greenlane–Flotech í Svíþjóð. Stöðin hreinsar metan úr svonefndu hauggasi sem unnið verður úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal. Mjög góð reynsla er komin á stöðvarnar sem Greenlane-Flotech hefur framleitt undanfarin ár og þær byggja á þekktum tæknilausnum sem eru margreyndar. Stöðin er svonefnd vatnshreinsistöð sem vísar til þess að vatn gegnir lykilhlutverki í að skilja metangasið frá öðrum lofttegundum í hauggasinu. Stöðin er 130 Nm³ að stærð sem þýðir að hún á að geta annað um 600.000 Nm³ á ári miðað við 8.000 tíma keyrslu. Þetta magn samsvarar um 600 svonefndum fólksbílaígildum en áætlanir gera ráð fyrir að stórnotendur, þ.e. stærri bílar, verði dágóður hluti þeirra sem nota munu gasið. Í áætlunum verkfræðistofunar Mannvits um magn hauggas á Glerárdal er miðað við að gasið í haugunum geti endst til ársins 2030 að lágmarki miðað við ofangreinda vinnslu. Verð stöðvarinnar með uppsetningu er um 115 milljónir króna en þá er ótalinn kostnaður við jarðvegsframkvæmdir við undirstöður og lóð sem verður austan við hitaveitutank Norðurorku hf. við Súluveg. Afgreiðslustöð fyrir metanið mun hins vegar rísa á lóð sem verður á gatnamótum Súluvegar og Miðhúsabrautar vestan Mjólursamsölunar. Afgreiðslustöðin samanstendur af tækjum sem þjappa gasinu, geymslukútum og búnaði til að dæla gasinu á ökutæki. Þessa daganna er unnið að kaupum á þessum búnaði. Áætlanir gera ráð fyrir að hægt verði að taka stöðina í notkun síðsumars 2013. Hreinsistöð fyrir metangas.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurorka-og-sn-undirrita-bakhjarlasamning
Norðurorka og SN undirrita bakhjarlasamning Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. og Brynja Harðardóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands undirrituðu samstarfssamning í Hofi föstudaginn 30. nóvember í framhaldi af hljómsveitaræfingu dagsins en undirbúningur fyrir næstu tónleika SN stóð sem hæst. Stjórn Norðurorku er mjög ánægð með að leggja sitt á vogarskálar þess að efla menningarstarf og atvinnumennsku á tónlistarsviði utan höfuðborgarsvæðisins með þessum hætti. „Við fögnum þeim breytingum sem orðið hafa á aðstöðu SN eftir tilkomu Hofs. Aðstaða til tónlistarflutnings þar er til fyrirmyndar sem hefur skilað sér í sterkari hljómsveit og fjölbreyttara tónlistarframboði á Norðurlandi. Við viljum styrkja SN til að halda áfram að byggja starfsemi sína upp á metnaðarfullan hátt og gera Norðlendingum og öðrum auðveldara að njóta tónleika þar sem klassísk tónlist leikur aðalhlutverk,” segir Helgi. „Styrkurinn kemur sér mjög vel,” segir Brynja „og gefur okkur ýmsa möguleika, t.d. er ánægjulegt að segja frá því að með tilkomu styrksins fá börn og unglingar undir 18 ára aldri veglegan afslátt af fullu miðaverði á tónleika SN í vetur. Það er frábært að geta veitt slíkt og eflt í leiðinni tónlistaruppeldi og tónlistarupplifanir ungs fólks.” Við undirritunina. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosin-tendrud-a-jolatrenu-2
Ljósin tendruð á jólatrénu Aðventuævintýri á Akureyri hefst laugardaginn 1. desember þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en það er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Dagskráin hefst klukkan 14.45 þegar Lúðrasveit Akureyrar leikur undir stjórn Alberto Porro Carmona. Lúðrasveitin er eitt afmælisbörnum ársins en hún fagnar nú 70 ára afmæli sínu. Leikararnir Einar Aðalsteinsson og Aðalbjörg Árnadóttir frá Leikfélagi Akureyrar taka svo við í hlutverkum sínum úr jólaleikritinu "Ef ég væri jólasveinn" sem Leikfélagið sýnir þessa dagana. Þau kynna dagskrána og syngja með krökkunum. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur ávarp og Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri afhendir bæjarbúum jólatréð. Það er svo hinn sjö ára gamli Emil Lund Ástvaldsson sem sér um að tendra jólaljósin. Barnakór Glerárkirkju syngur nokkur jólalög undir stjórn Rósu Ingibjargar Tómasdóttur og síðast ekki síst mæta á sviðið jólasveinarnir Kjötkrókur, Kertasníkir og Hurðaskellir. Þeir félagar syngja og tralla með börnunum og gefa epli frá Nettó. Við þetta tækifæri mun Sundfélagið Óðinn selja heitt kakó og smákökur, Norðurport verður með jólamarkað á Ráðhústorgi frá klukkan 13-16 og hjartað í Vaðlaheiðinni mun aftur byrja að slá. Þennan fyrsta dag Aðventuævintýris verður fjöldi annarra viðburða og má nefna Fullveldishátíð Háskólans á Akureyri, fyrsti glugginn á jóladagatali Menningarhússins Hofs og Myndlistarskólans á Akureyri verður opnaður, ljósmyndasýningarnar Aðventa á fjöllum og Ferðalangar á fjöllum verður opnuð í Ketilhúsinu á ljósmyndarsýningunni, jólamarkaður Hæfingastöðvarinnar, danssýning Önnu Richards og Camilo í Rýminu, Aðventuveisla Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hofi, tónleikar með Kiryama Family á Græna hattinum, Jólagjafir liðins tíma verða til sýnis á Leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi - svo ekki sé nú minnst á jólastrætó sem mun keyra um götur Akureyrar á Aðventunni. Hægt er að nálgast dagskrá Aðventuævintýris á www.visitakureyri.is. Frá jólatrésskemmtun á Ráðhústorgi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adstod-a-adventu
Aðstoð á aðventu Nýtt framtak er orðið til á gömlum grunni: Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn sameinast nú um stuðning við þá sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda fyrir jólin. Vonir standa til að fólk á svæðinu taki höndum saman til styrktar þessu verkefni því sameinuð getum við lyft grettistaki. Ekki er auðvelt að standa í þeim sporum að þurfa að leita eftir aðstoð hjá góðgerðarfélögum eða hjálparsamtökum. Margir stóðu í þeim sporum fyrir síðustu jól og verða ekki færri nú. Gera má ráð fyrir rúmlega 500 slíkum umsóknum fyrir þessi jól. Flest þeirra sem ákveða að fylla út slíka umsókn, hvort heldur þau búa ein eða eru með fjölskyldu, eiga það sameiginlegt að vera búin að margspyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki sé til önnur leið. Síðasta úrræðið er að leita eftir aðstoð hjá góðgerðasamtökum. Með þessari breytingu hverfa matarpokaúthlutanir. Eftir að umsókn hefur verið metin fær viðkomandi einstaklingur eða fjölskylda úthlutað inneignakorti/gjafabréfi sem léttir undir jólainnkaupin. Ný samstaða fæðist þar með, því mörkin milli þess sem gefur og þess sem þiggur verða óljósari. Tilfinning þess sem sækir um styrk verður síður sú að hann eða hún sé hjálparþurfi. Líklegra er að tilfinningin verði sú að íbúar samfélagsins taki nú höndum saman svo að allir geti haldið gleðileg jól með sæmilegri reisn. Tvennt þarf þó að koma til svo að af því geti orðið. Annars vegar þurfa aflögufærir einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir í samfélaginu að leggja átakinu lið með því að leggja pening inn á reikning verkefnisins (0302-13-175063, kt. 460577-0209) eða með því að koma gjafabréfum til Mæðrastyrksnefndar. Hins vegar þurfa allir að taka þessu framtaki vel og líta á það sem skref í átt að því manneskjuvæna samfélagi sem fólk vill búa við hér norðan heiða. Nánari upplýsingar um jólaaðstoðina fást í síma Mæðrastyrksnefndar, 867 5258, milli kl. 10 og 12 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nr-1019-2012-auglysing-um-skipulagsmal-i-akureyrarkaupstad-breyting-a-deiliskipulagi-dalsbrautar-sunnan-thingvallastraetis-og-nagrenni
Nr. 1019/2012 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað Breyting á deiliskipulagi. Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrenni Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2012 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni. Svæðið sem deiliskipulagið nær til er götustæði Dalsbrautar frá Þingvallastræti í norðri að Miðhúsabraut í suðri ásamt nokkrum fullbyggðum íbúðasvæðum sem liggja að götustæðinu. Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var norðurhluti skipulagsins, frá Skógarlundi að Þingvallastræti, felldur úr gildi þar sem ósamræmi var milli deiliskipulagsins og gildandi aðalskipulags. Nú hefur aðalskipulagi verið breytt. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að norðurhluti skipulagssvæðisins, frá Skógarlundi að Þingvallastræti, tekur gildi og verður hluti af skipulagsgögnum. Þar er m.a. gert ráð fyrir tengibrautinni Dalsbraut, göngu- og hjólreiðastígum og eru byggingarreitir og nýtingarhlutfall skilgreint fyrir allar lóðir innan svæðisins. Önnur breyting er gerð á suðurhluta skipulagssvæðisins, en þar eru hljóðmanir meðfram Dalsbraut beggja vegna lengdar til suðurs. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. nóvember 2012, Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála B-deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2012
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-menningarstefna-akureyrarbaejar
Ný menningarstefna Akureyrarbæjar Í síðustu viku var haldinn í Ketilhúsinu opinn kynningarfundur þar sem kynnt voru drög að nýrri menningarstefnu Akureyrarbæjar. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, kynnti þá vinnu sem hefur farið fram og það sem framundan er við gerð nýrrar menningarstefnu. Að því loknu voru drögin rædd í vinnuhópum og komu margar góðar og gagnlega ábendingar fyrir áframhaldandi vinnu. Þeir sem komust ekki á fundinn en hafa áhuga á að kynna sér drögin og koma á framfæri ábendingu geta sent línu til Huldu Sifjar Hermannsdóttir verkefnastjóra á Akureyrarstofu í netfangið [email protected] og óskað eftir að fá drögin send. Skila þarf athugasemdum í síðasta lagi föstudaginn 7. desember.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gegn-kynbundnu-ofbeldi-og-ofbeldi-gegn-bornum
Gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum Félagsmálaráð Akureyrarbæjar samþykkti í síðustu viku nýja aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Fyrri áætlun sem var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, var gerð árið 2010 og gilti út árið 2011. Nýja áætlunin byggir á þeirri eldri og áfram verður unnið í verkefnum sem ekki náðist að til að klára. Fyrri áætlunin skilaði þeim árangri að öll fræðsla er komin í fastari skorður, búið er að kortleggja þjónustuleiðir og þjónustuaðila með upplýsingasíðu sem tengd er viðeigandi þjónustu bæjarins. Flestar stofnanir bæjarins hafa nú vinnureglur um tilkynningaskyldu til barnaverndar, boðið hefur verið upp á námskeið til stofnana og deilda bæjarins ásamt því að tryggja úrræði fyrir þolendur. Einnig er komið á úrræði fyrir gerendur en það er utan við þjónustu bæjarins. Þótt ýmislegt hafi áunnist þá eru mörg verkefni framundan og nær nýja aðgerðaráætlunin til ársins 2014. Hérna má sjá aðgerðaráætlun fyrir árin 2010 - 2011 ásamt mat á árangri og hér má sjá nýju aðgerðaráætlunina. Frétt af heimasíðu Heilsugæslustöðvar Akureyrar. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelissyning-a-amtsbokasafninu
Afmælissýning á Amtsbókasafninu Í dag, þriðjudaginn 4. desember kl. 17.00, opnar sýning á Amtsbókasafninu á afmæliskortum sem send voru í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki, félög, hópar og samtök hafa sent Akureyri afmæliskort og mörg þeirra eru gerð af frumleika og listfengi og því við hæfi að setja upp sýningu með þessum skemmtilegu afmæliskveðjum. Enn er opið fyrir kveðjur og því ekki of seint að vera með í sögulegri sýningu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-nidurstodu-baejarstjornar-i-skipulagsmalum
Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar í skipulagsmálum Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi deiliskipulög: Breyting á deiliskipulagi Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrenni Svæðið sem deiliskipulagið nær til er götustæði Dalsbrautar frá Þingvallastræti í norðri að Miðhúsabraut í suðri ásamt nokkrum fullbyggðum íbúðasvæðum sem liggja að götustæðinu. Tillagan var auglýst frá 12. september til 24. október 2012. Sex athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu, m.a. lengingu á hljóðmönum. Deiliskipulag Hlíðahverfis, suðurhluti Skipulagssvæðið afmarkast í suðri af opnu svæði norðan við Glerá, í vestri af lóð Glerárskóla, í norðri af Undirhlíð og opnu svæði norðan Áshlíðar og í austri af Hörgárbraut. Tillagan var auglýst frá 19. september til 31. október 2012. Sex athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu, m.a. er gert ráð fyrir að ekki verði gegnumakstur frá Höfðahlíð um lóð N1. Breytingar á skipulagi hafa tekið gildi með auglýsingum í B-deild Stjórnartíðinda. Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Bent er á kærufrest skv. 5. mgr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar 5. desember 2012
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventan-i-tali-og-tonum
Aðventan í tali og tónum Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson flytja lög um aðventuna og jólin á Föstudagsfreistingum Tónlistarfélags Akureyrar í Ketilhúsinu 7. desember. Þau hjón þarf vart að kynna en þau hafa nokkur síðastliðin ár haldið fjölda tónleika um allt land og alls staðar verið vel tekið, einkum fyrir heillandi framkomu og sérstaklega fallegan söng. Tónleikarnir hefjast kl. 12. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi. Aðgangseyrir er 2.000 kr. en 1.500 fyrir eldri borgara. Ekki er tekið við greiðslukortum. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi Tónlistarfélags Akureyrar og Sjónlistamiðstöðvarinnar í Ketilhúsi. Kristjana og Kristján.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimilis
Ljósaganga frá Akureyrarkirkju Nú hefur 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi verið ýtt úr vör í 21. sinn um allan heim. Átakið beinist að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra. Yfirskrift átaksins á Íslandi er "Heimilisfriður - heimsfriður" og áhersla lögð á að vera vakandi fyrir þeirri vá sem fylgir heimilisofbeldi sem er mjög falið vandamál í okkar samfélagi. Borgarar eru hvattir til að virða sjálfsögð réttindi allra til öryggis og vellíðunar á þeim griðastað sem heimilið á að vera og viðurkenna að heimilisofbeldi er aldrei einkamál. Í tilefni átaksins verður boðað til ljósagöngu og mannréttindadags á Akureyri sem hér segir: Fimmtudagur 6. desember: Ljósaganga frá Akureyrarkirkju kl. 16.30. Samstaða á Ráðhústorgi gegn kynbundnu ofbeldi og ljóðalestur Svanfríðar Larsen, Zontakonu. Heitt kakó á torginu í boði Bautans. Laugardagur 8. desember: Mannréttindadagur í versluninni Flóru kl. 13-15. Amnesty-bréfamaraþon og upplestur Jokku Aflskonu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/althydufyrirlestur-i-kvold
Alþýðufyrirlestur í kvöld AkureyrarAkademían og Leikfélag Akureyrar hafa ákveðið að endurvekja styrktarsamkomur sem haldnar voru í Samkomuhúsinu í byrjun 20. aldar. Þá var reglulega boðið upp á alþýðufyrirlestra til styrktar ýmsum góðum málefnum. Í kvöld kl. 20 verður boðið upp á alþýðufyrirlestur í Samkomuhúsinu til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur sem hún nefnir: Upprisa þeirra nafnlausu. Leikararnir Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Einar Aðalsteinsson og Hannes Óli Ágústsson munu aðstoða við flutninginn. Minjasafnið á Akureyri hefur tekið að sér að sjá um leikmynd. Allur ágóði af fyrirlestrinum mun renna óskiptur til Mæðrastyrksnefndar. Forsala aðgöngumiða er hjá Leikfélagi Akureyrar en miðinn kostar aðeins 2.000 krónur. Í fyrirlestrinum í kvöld verður kastljósinu beint að lífi alþýðukvenna á Íslandi í upphafi 20. aldar. Samkomugestum verður boðið á fund með siðavöndum verkamönnum í Reykjavík og á lokaðan fund fyrir byrgðum gluggum á ónafngreindum stað. Drepið verður á tilraun til að koma fótum undir uppljóstrara á Akureyri og í Glæsibæjarhreppi. Fjallað verður um einstæðar mæður, húsmæður, verkakonur– giftar og ógiftar, saumakonur, leikkonur, félagsmálafrömuði en fyrst og fremst um síldarstúlkur. Gestum verður boðið frá Reykjavík til Akureyrar – með togara – með loforði um að enginn verði sjóveikur á því ferðalagi. Þeir fá aukinheldur að gaumgæfa farangur hjá einum farþeganum. Litið verður inn um gættina á verbúðum síldarstúlkna á Hjalteyri og brugðið upp mynd af aðbúnaði þeirra og sambúð. Kostur verkakvenna og vinnufatnaður verður gaumgæfur og drepið á þvotta og þrifnað. Áhugasömum verður að sjálfsögðu boðið að slást í för með verkakonum á söltunarplanið. Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-til-menningarmala
Styrkir til menningarmála Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norðausturlandi. Einnig er auglýst eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrkjum til menningarmála. Umsóknarfrestur er í báðum tilfellum 10. desember. Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðurlandi eystra eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Auk þessa hefur ráðið ákveðið að árið 2013 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðalaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra. Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna. Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu. Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviði menningar og lista. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2012. Úthlutun fer fram í febrúar. Styrkþegar verða að hafa skilað inn greinargerð vegna fyrri verkefna til þess að geta sótt um vegna ársins 2013. Úthlutað verður einu sinni á árinu 2013. Verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið fyrir árslok 2013. Einnig auglýsir Menningarráð Eyþings auglýsir nú í annað sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli viðauka menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkirnir miðast við starfsemi árið 2013. Við úthlutun ársins 2013 hefur menningarráð ákveðið að líta frekar til þeirra umsækjenda sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2012. Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur menningarráðs á heimasíðu Eyþings www.eything.is. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið [email protected]. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesileg-joladagskra-a-graena-hattinum
Glæsileg jóladagskrá á Græna hattinum Jóladagskrá Græna hattsins er einkar glæsileg og hafa tónlistarunnendur úr fjölbreyttum tónleikum að velja og boðið verður upp á hvorki meira né minna en sex tónleika á milli jóla- og nýárs. Á meðal tónlistarmanna og hljómsveita sem fram koma fram í desember má nefna Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Jón Jónsson, Hjaltalín, Hvanndalsbræður, Ásgeir Trausta og Moses Hightower ásamt Þú og ég. Vert er að minnast sérstaklega á tónleika Moses Hightower og Þú og ég þar sem fólki gefst sjalgæft tækifæri til þess að draga fram diskógallann og stíga dans við smelli á borð við Í Reykjavíkurborg, Dans, dans, dans, Ljúfa líf, Þú og ég og Vegir liggja til allra átta. Föstudagur 7. desember – Dúkkulísurnar, 30 ára afmælistónleikar kl. 22.00. Laugardagur 8. desember – Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar kl. 20.00 og 23.00. Fimmtudagur 13. desember – Skúli mennski ásamt þungri byrði kl. 21.00. Föstudagur 14. desember – Magni útgáfutónleikar kl. 22.00. Laugardagur 15. desember – Rokkhátíðin KICE QUA L´CHAT Metal Festival kl. 21.00. Fimmtudagur 20. desember – Þórunn Lárusdóttir, útgáfutónleikar kl. 21.00. Föstudagur 21. desember – Jón Jónsson kl. 22.00. Laugardagur 22. desember – Hjaltalín, útgáfutónleikar kl. 20.00. Miðvikudagur 26. desember – Hvanndalsbræður ásamt Rögnvaldi gáfaða, jólatónleikar kl. 22.00. Fimmtudagur 27. desember – Brother Grass kl. 21.00. Föstudagur 28. desember – Moses Hightower/Ásgeir Trausti kl. 20.00 og 23.00. Laugardagur 29. desember – Ásgeir Trausti, unglingatónleikar kl. 16.00. Laugardagur 29. desember – Moses Hightower ásamt Þú og ég kl. 22.00. Sunnudagur 30. desember – Helgi og hljóðfæraleikararnir, áramótauppgjör og tónleikar kl. 22.00. Þú og ég.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vigsluafmaeli-glerarkirkju
Vígsluafmæli Glerárkirkju Þann 6. desember eru 20 ár síðan Glerárkirkja var vígð og er tímamótanna minnst með afmælishátíð frá föstudeginum 7. desember til sunnudagsins 9. desember. Föstudaginn 7. desember kl. 20.00 verður kaffihúsakvöld í umsjón kvenfélagsins Baldursbrár með lifandi tónlist með aðventuívafi. Þá verður einnig opnuð listsýning Díönu Bryndísar í andyri kirkjunnar. Laugardaginn 8. desember kl. 16.00 verður hátíðardagskrá í tali og tónum þar sem dr. Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu flytur erindið „Samfylgd þjóðar og kristni í þúsund ár“ og að erindi loknu verða umræður yfir kaffibolla. Sunnudaginn 9. desember verður eitthvað við allar hæfi því kl .11.00 verður afmælis sunnudagaskóli, kl. 14.00 verður hátíðarmessa þar sem biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og Kór Glerárkirkju flytur Krýningarmessu eftir W.A. Mozart og kl. 20.00 verður bíókvöld æskulýðsstarfsins. Nokkrir punktar úr sögu Glerárkirkju Glerárkirkja var vígð þann 6. desember árið 1992 en þá var kirkjan öll fullbúin og kirkjuskipið þar með tekið í notkun. Í raun má segja að um tvöfalt vígsluafmæli sé að ræða þar sem suðurálman var tekin í notkun 16. febrúar árið 1987 og því 25 ár síðan sá hluti kirkjunnar var vígður. Árið 1954 varð Glerárhverfi hluti af Akureyri og á sjötta áratugnum hófst umræða um mögulega kirkjubyggingu á holtinu austan við íþróttasvæði Þórs en bið varð á framkvæmdum. Árið 1981 var Glerárprestakall stofnað og síðar sama ár var séra Pálmi Matthíasson kjörinn fyrsti prestur prestakallsins. Til að byrja með fór kirkjustarfið fram í gömlu Lögmannshlíðarkirkjunni og í Glerárskóla. Fyrsta skóflustunga nýrrar kirkju var tekin þann 4. júní 1984 og tveimur og hálfu ári síðar eða 15. febrúar 1987 var suðurálma kirkjunnar vígð en hún var útbúinn með þeim hætti að þar var hægt að hafa guðsþjónustu og aðrar kirkjulegar athafnir. Tæplega sex árum síðar var byggingu kirkjunnar í heild sinni lokið og vígsludagurinn 6. desember árið 1992 rann upp. Nánari upplýsingar um hátíðardagskrána má finna á heimasíðu Glerárkirkju - www.glerarkirkja.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-styrkir-hjalparsamtok-a-akureyri
KEA styrkir hjálparsamtök á Akureyri Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti fyrir helgi samstarfsaðilum hjálparstarfs á Akureyri 700 þúsund króna peningagjöf sem ætluð er til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin. Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn á Akureyri hafa nú tekið höndum saman og vinna sameiginlega að hjálparstarfi á svæðinu. KEA hefur til margra ára veitt fjármuni í hjálparstarf fyrir jólin og fagnar því samstarfi þessara aðila. Jón Oddgeir Guðmundsson, Jón Knútsen, Einar Björnsson og Sigurveig Bergsteinsdóttir veittu gjöfinni viðtöku og sögðu að framlag KEA kæmi svo sannarlega að góðum notum því margir þyrftu aðstoðar við í aðdraganda jóla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ad-hoggva-sitt-eigid-jolatre
Að fella sitt eigið jólatré Löng hefð er fyrir því að Skógræktarfélag Eyfirðinga bjóði einstaklingum og hópum að koma í Laugalandsskóg síðustu tvær helgar fyrir jól og fella sitt eigið jólatré. Nokkur fjöldi fólks mætti í skóginn um nýliðna helgi og búast má við góðri aðsókn um næstu helgi, 15.-16. desember, en hægt verður að fella sitt eigið tré frá kl. 11-15. Ingi Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga segir að hér sé um fjáröflunarstarf að ræða og að fyrir þær 6.000 krónur sem hvert jólatré kosti megi planta út hátt í 50 trjám. Sem fyrr segir getur fólk sótt sitt eigið tré í skóginn um næstu helgi. Ef ekið er frá Akureyri er beygt til vinstri af þjóðvegi eitt skömmu áður en komið er að Þelamerkursundlaug. Boðið er upp á rjúkandi ketilkaffi og kakó þegar draumatréð er fundið en hvert tré kostar 6.000 krónur. Ekki er tekið við greiðslukortum. Jólatré sótt í skóginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-naustahverfis-3-afanga
Deiliskipulag Naustahverfis 3. áfanga Um þessar mundir er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Naustahverfi 3. áfanga. Tillagan er gerð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Bæjarstjórn Akureyrar hefur lagt fram til kynningar lýsingu á skipulagsverkefninu. Þar koma m.a. fram hvaða áherslur eru ráðandi við gerð deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Þá er fyrirhuguðu skipulagsferli lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum. Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og komið með ábendingar. Skipulagslýsinguna er einnig að finna hér fyrir neðan: Skipulagslýsing fyrir Naustahverfi 3. áfanga Þeir sem vilja koma ábendingum til skipulagsnefndar er bent á að senda þær til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, 600 Akureyri eða í tölvupósti ([email protected]) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Ábendingar þurfa að berast fyrir 23. janúar 2013. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrktartonleikum-frestad
Styrktartónleikum frestað Styrktartónleikum Líknarsjóðsins Ljósberans sem vera áttu í Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 12. desember, hefur verið frestað til þriðjudagsins 18. desember vegna veikinda. Meðal þeirra sem fram koma eru Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Hjálmtýrsdóttir. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/notalegt-i-nonnahusi
Notalegt í Nonnahúsi Ævisaga barnabókarithöfundarins og heiðursborgara Akureyrar, Jóns Sveinssonar, Nonna, er komin út. Bókin Pater Jón Sveinsson, Nonni, eftir Gunnar F. Guðmundsson er tilnefnd til íslensku bókaverðlaunanna í flokki fræðibóka. Nonnavinafélagið mun fagna því föstudaginn 14. desember kl. 16.30–18.30 í Nonnahúsi, Aðalstræti 54 á Akureyri. Nonnavinir lesa velvalda kafla úr bókinni, skiptast á skoðunum og horft verður á eina myndbrotið (tekið í Valkenburg 1942) sem til er af Nonna. Allt áhugafólk um Nonna er hjartanlega velkomið. Nonni árið 1930.
https://www.akureyri.is/is/frettir/joladagatal-hofs
Jóladagatal Hofs Alla daga í desember fram undir jól er lifandi jóladagatal í Menningarhúsinu Hofi með fjölbreyttri dagskrá í samstarfi við veitingastaðinn 1862 Nordic Bistro sem býður gestum munnbita í anda aðventunnar auk þess að vera með spennandi hádegisverðarseðill fyrir gesti og gangandi. Í dag sýndu nemendur í Dansskóla Önnu Breiðfjörð og úr dansdeild Akurs nokkra dansa. Smellið á myndirnar að neðan til að sjá þær stærri og fletta á milli þeirra. Dagskráin frá kl. 12.15-12.45 næstu daga er þessi: Miðvikudagur 12. desember: Hildur Eir Bolladóttir prestur og gleðigjafi talar um jólin og Móheiður Guðmundsdóttir syngur nokkur lög. Fimmtudagur 13. desember: Hjónin Arndís Bergsdóttir og Björn Þorláksson munu í hliðstæðu endurliti bera saman jólahátíðina 1974 en þá voru þau sex og níu ára gömul. Hún var ljóshærður nýbúi á gullnum söndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna en hann var dvergvaxinn Mývetningur, alinn upp í hrauni og klettaborgum við bakka Mývatns. Föstudagur 14. desember: Tenórinn Óskar P. og organistinn Eyþór Ingi bjóða upp á ljúfa tóna. Laugardagur 15. desember: Pétur Blöndal blaðamaður og rithöfundur les úr nýútkominni bók sinni. Í Limrubókinni hefur hann safnað saman úrvalslimrum af hinum fjölbreytilegasta toga, svo sem gamanmálum, tvíræðni, pólitík og ljóðrænum stemmningum. Á meðal höfunda limra í bókinni eru ráðherrar, prestur, læknir, sakaskrárritari, auglýsingagerðarmaður, veðurfræðingur, baðvörður og forseti lýðveldisins Sunnudagur 16. desember: Grýla og fylgdarlið hennar heimsækja Hof. Mánudagur 17. desember: Hugrún Ívarsdóttir frá Laufabrauðssetrinu kynnir vörur sínar. Þriðjudagur 18. desember: Jólasalsa í boði Cubalibre. Miðvikudagur 19. desember: Starfsmannakór Tónlistaskólans á Akureyri syngur lög í anda aðventunnar undir stjórn Michaels J. Clarke. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.